Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
238
| Summary
stringlengths 73
7.23k
| Text
stringlengths 125
444k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 21/2010
|
Bifreið Skaðabætur Líkamstjón Matsgerð Meðdómsmaður Gjafsókn
|
S krafðist skaðabóta úr hendi J og V vegna tjóns sem hún taldi sig hafa orðið fyrir í umferðarslysi og laut deila aðila einkum að því hvort S hefði orðið fyrir því líkamstjóni í slysinu. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að ekki yrði talið að máli skipti fyrir sönnunarfærsluna að S hefði ekki lagt fram haldbær gögn um heilsufar sitt fyrir slysið. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að það sé á forræði dómstóla að leggja mat á sönnunarfærslu málsaðila er lúta að staðreyndum sem um er deilt, meðal annars hvert sönnunargildi matsgerðir dómkvaddra manna hafi sbr. 2. mgr. 66. laga nr. 91/1991. Í héraði hefði málið verið dæmt af embættisdómara og tveimur sérfróðum meðdómendum og þar væri að finna ítarlegan rökstuðning fyrir þeirri niðurstöðu að S hefði ekki tekist sönnun um orsakatengsl. Var héraðsdómur staðfestur um sýknu J og V.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson. Stefndu krefjast aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefjast þau þess að krafa áfrýjanda verði lækkuð og að málskostnaður falli þá niður. Deila málsaðila lýtur að því hvort áfrýjandi hafi orðið fyrir því líkamstjóni í slysinu 6. ágúst 2005 sem hún krefst bóta fyrir. Sönnunarbyrði um þetta hvílir á henni. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir sönnunargögnum sem fyrir liggja í málinu. Ekki verður talið að máli skipti fyrir sönnunarfærsluna að áfrýjandi hafi ekki lagt fram „haldbær gögn því til sönnunar að hún hafi verið einkennalaus frá stoðkerfi“ fyrir slysið, svo sem segir í forsendum héraðsdóms og er raunar vandséð hver þau gögn ættu að vera. Í málinu liggur fyrir staðfest af læknum, sem dómkvaddir voru til að meta orsakatengslin, að meiðsli áfrýjanda væru fremur almenns eðlis, eins og einn yfirmatsmanna tók til orða í skýrslu sinni fyrir dómi, og slík einkenni gætu komið til án þess að „verði bent á ytri ástæðu.“ Undirmatsmaður bar að einkenni eftir slys væru oft sértækari. Áfrýjandi hefur meðal annars gert þá athugasemd við forsendur héraðsdóms að hún hafi aldrei byggt á öðru en því að einkenni hennar hafi komið strax fram, þó að hún hafi ekki leitað sér læknishjálpar fyrr en um sex mánuðum eftir slysið og þeirra sé ekki getið í sjúkragögnum í tengslum við það fyrr en átta mánuðir voru liðnir. Ekki verður talið að þessi athugasemd skipti máli, þar sem til úrlausnar er hvort staðhæfingar áfrýjanda um þetta teljist sannaðar í málinu og héraðsdómur hafnar því sýnilega að svo sé. Það á undir dómstóla að leggja mat á sönnunarfærslu málsaðila um staðreyndir sem um er deilt, meðal annars hvert sönnunargildi matsgerðir dómkvaddra manna hafi, sbr. 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í héraði var málið dæmt af embættisdómara og tveimur sérfróðum meðdómendum. Þar er að finna ítarlegan rökstuðning fyrir þeirri niðurstöðu að áfrýjanda hafi ekki tekist að sanna að líkamstjón hennar verði rakið til umferðarslyssins. Með fyrrgreindum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna dómsins verður hann staðfestur. Málskostnaður fyrir Hæstarétti verður felldur niður samkvæmt 3. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun lögmanns hennar sem ákveðin verður svo sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Svetlana Krutitsenko, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Óðins Elíssonar hæstaréttarlögmanns, 400.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. október 2009. I Mál þetta, sem dómtekið var 18. september 2009, var höfðað 18. nóvember 2008. Stefnandi er Svetlana Krutitsenko, Burknavöllum 17a, Hafnarfirði, en stefndu eru Jóhanna Gunnarsdóttir, Háholti 19, Hafnarfirði og Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru að stefndu verði gert að greiða henni 3.494.415 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, af 928.665 krónum frá 6. ágúst 2005 til 6. febrúar 2006, af 3.494.415 krónum frá þeim degi til 7. september 2008, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði gert að greiða henni málskostnað að viðbættum virðisaukaskatti eins og málið sé ekki gjafsóknarmál. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða þeim málskostnað en til vara krefjast stefndu þess að sök verði skipt í málinu og að málskostnaður verði í því tilviki felldur niður. II Málavextir eru þeir helstir að laugardagskvöldið 6. ágúst 2005 ók stefnandi bifreiðinni SG-889 suður Strandgötu í Hafnarfirði þegar bifreiðinni PG-856, sem er í eigu stefndu Jóhönnu, var ekið vestur Hringbraut gegn rauðu ljósi og í veg fyrir bifreið stefnanda. Til þess að forðast árekstur sveigði stefnandi til vinstri og ók við það á bifreiðina KO-673 sem var við gatnamót Suðurbrautar og Strandgötu. Lögregla kom á vettvang í kjölfar árekstursins og tók skýrslu af ökumönnum og farþegum bifreiðanna. Er í lögregluskýrslu haft eftir ökumanni bifreiðarinnar PG-856, Reyni Benediktssyni, að hann hefði verið valdur að umferðaróhappinu en logað hafi gult ljós eða bleikt þegar hann ók yfir stöðvunarlínu. Þegar hann hafi verið kominn inn á gatnamótin hafi bifreiðinni SG-889 verið ekið suður Strandgötu og hafi verið „svaka blúss“ á ökumanni hennar. Reynir gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins og dró þá heldur úr því að hann hefði sagst vera valdur að umferðaróhappinu en hann hefði ekkert viljað fría sig frá því. Ökumaður bifreiðarinnar KO-673, Gunnar Viktorsson, kvað ökumann PG-856 hafa ekið gegn rauðu ljósi og hafi bifreið stefnanda verið ekið á mikilli ferð suður Strandgötu og hafi hún sveigt til vinstri til að forðast árekstur við PG-856 með þeim afleiðingum að hún ók á bifreið Gunnars. Í lögregluskýrslu er haft eftir stefnanda að hún hafi ekið á um 50 km/klst. og að hún fyndi til í vinstri hendi eftir áreksturinn. Þá kemur fram í lögregluskýrslunni að í viðræðum við stefnanda inni í lögreglubifreiðinni hafi fundist megn áfengislykt frá vitum hennar en hún hafi sagst hafa fengið sér einn bjór fyrr um daginn. Í kjölfarið var stefnandi handtekin vegna gruns um ölvun við akstur. Var hún flutt á lögreglustöðina í Hafnarfirði þar sem læknir tók blóðsýni úr henni auk þess sem hún lét lögreglunni í té þvagsýni. Að þessu loknu var stefnandi frjáls ferða sinna og óku lögreglumenn henni að hennar ósk að veitingastað þar sem hún kvað eiginmann sinn vera. Við rannsókn á blóðsýni stefnanda reyndist áfengismagn í blóði hennar vera 1,65 Bifreið stefnanda og bifreiðin KO-673 voru óökufærar eftir áreksturinn og voru fluttar af vettvangi með kranabifreið. Leitað var eftir afstöðu Tjónanefndar vátryggingafélaganna vegna árekstursins og var niðurstaða nefndarinnar sú að sýnt þætti að bifreiðin PG-856, sem ekið hafi verið inn á gatnamót gegn rauðu ljósi, hafi orðið til þess að bifreiðinni SG-889 var ekið á bifreiðina KO-673. Þótti mega af gögnum málsins ráða að ökumaður SG-889 hafi ekið of hratt miðað við aðstæður auk þess sem hann hafi verið ölvaður við aksturinn. Þótti ökumaður SG-889 því einnig bera ábyrgð á árekstrinum og var sökinni skipt þannig að ökumaður PG-856 bæri ¾ hluta sakar vegna tjóns á bifreiðunum SG-889 og KO-673 en ökumaður bifreiðarinnar SG-889 bæri ¼ hluta sakar vegna tjóns á bifreiðinni KO-673. Stefnandi er rússnesk að uppruna en hefur verið búsett á Íslandi síðan 2003 og var hún gift íslenskum manni þegar hún lenti í slysinu. Á þessum tíma vann hún í þvottahúsi Hrafnistu. Nokkrum dögum eftir slysið fór stefnandi til Eistlands, en þar hafði hún búið áður, og dvaldi hún þar í 2 vikur en leitaði ekki læknis þar. Vann stefnandi ekkert næstu 6 vikur en fór þá að vinna í fiski hjá fyrirtækinu Festi í Hafnarfirði. Vann hún þar þangað til í júlí 2007 er hún var komin þrjá mánuði á leið með barn sem fæddist í árslok 2007. Var hún í fæðingarorlofi fram eftir ári 2008. Stefnandi kveðst strax eftir slysið hafa fundið fyrir verk í vinstri hendi, en hún hafi þó ekki leitað til læknis vegna þess. Hún hafi svo farið að finna fyrir vaxandi einkennum frá stoðkerfi eftir slysið og í byrjun febrúar 2006 hafi hún leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins. Samkvæmt fyrirliggjandi vottorði Páls S. Pálssonar, læknis á Heilsugæslu Sólvangs, leitaði stefnandi á heilsugæsluna 3. febrúar 2006. Þá hafi hún kvartað undan eymslum yfir axlar- og hnakkasvæði. Stefnandi mun hafa leitað til heilsugæslunnar 23. mars 2006 vegna kviðverkja. Samkvæmt fyrrgreindu læknisvottorði kom stefnandi á heilsugæsluna 26. apríl 2006 vegna mikilla verkja á axlar- og hnakkasvæði og einnig í mjóbaki. Röntgenmynd var tekin sem sýndi vægar slitbreytingar en ekki merki um brot eða „luxationir“. Frá júní 2006 var stefnandi í þjálfun hjá sjúkraþjálfara vegna stoðkerfiseinkenna frá axlar- og hnakkasvæði og einnig frá „lumbalsvæði“. Í fyrrgreindu læknisvottorði kemur einnig fram að einungis séu skráðar þrjár komur stefnanda eftir slysið og sú síðasta hafi verið í ágúst 2006. Engar færslur séu til í sjúkraskrám heilsugæslustöðvarinnar með tilliti til stoðkerfiseinkenna fyrir slysið. Samkvæmt gögnum málsins leitaði stefnandi til Heilsugæslu Sólvangs 1. febrúar 2005 vegna inflúensu og hinn 7. desember 2005 vegna kvefs. Stefnandi óskaði eftir mati Örorkunefndar á afleiðingum slyssins með matsbeiðni 10. október 2006. Niðurstaða Örorkunefndar var sú að varanleg örorka hennar væri 10% og varanlegur miski 10%. Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., taldi ósannað að orsakatengsl væru milli einkenna stefnanda og slyssins frá 6. ágúst 2005 og óskaði þess að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta hvaða líkamseinkenni stefnanda væri unnt að rekja sannanlega á grundvelli læknisfræðilegra gagna til áðurnefnds slyss. Voru Halldór Baldursson læknir og Örn Höskuldsson hrl. dómkvaddir til starfans hinn 30. mars 2007. Samkvæmt matsgerð þeirra 8. október 2007 er niðurstaða þeirra sú að þeir telji ósannað að aðrir áverkar hafi orðið við slysið en ótilgreindur áverki á vinstri griplim. Stefnandi var ekki sátt við niðurstöðu dómkvaddra matsmanna og óskaði þess að dómkvaddir yrðu yfirmatsmenn til að meta afleiðingar slyssins og hvort orsakatengsl væru milli núverandi einkenna hennar og slyssins. Voru læknarnir Atli Þór Ólason og Guðmundur Björnsson og hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður R. Arnalds dómkvaddir til starfans 18. apríl 2008. Í matsgerð þeirra 16. júlí 2008 komast þeir að því að rétt sé að leggja til grundvallar að orsakatengsl séu milli slyssins og einkenna háls- og baktognunar hjá stefnanda sem staðreynd hefðu verið á matsfundi. Meta þeir varanlega örorku stefnanda 12% og varanlegan miska hennar 10%. Með bréfi stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., 2. september 2008 var stefnanda tilkynnt að félagið féllist ekki á niðurstöðu dómkvaddra yfirmatsmanna og hafnaði bótaskyldu vegna slyssins þar sem ósannað væri að rekja mætti einkenni þau sem hrjá stefnanda til slyssins. Stefnandi fékk hinn 15. febrúar 2008 leyfi dómsmálaráðuneytisins til gjafsóknar í málinu. Í máli þessu snýst meginágreiningur aðila um það hvort þeir áverkar sem í dag hrjá stefnanda og metnir hafa verið til örorku verði raktir til umrædds umferðarslyss sem stefnandi lenti í hinn 6. ágúst 2005. III Stefnandi byggir á því að stefndu beri að greiða henni bætur vegna afleiðinga umferðarslyssins sem hún lenti í hinn 6. ágúst 2005. Í 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 komi fram að sá sem ábyrgð beri á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skuli bæta það tjón sem hljótist af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Í 1. mgr. 90. gr. laganna komi síðan fram að skráður eða skráningarskyldur eigandi vélknúins ökutækis beri ábyrgð á því og sé fébótaskyldur samkvæmt 88. og 89. gr. laganna. Samkvæmt 1. mgr. 97. gr. umferðarlaga skuli mál til heimtu bóta gegn þeim sem bótaskyldur sé samkvæmt 90. gr. laganna jafnframt höfða gegn því vátryggingafélagi sem vátryggt hafi ökutækið. Á slysdegi hafi skráður eigandi bifreiðarinnar PG-865, stefnda Jóhanna, verið með bifreiðina tryggða hjá stefnda, Vátryggingafélagi Íslands hf., og sé þeim því báðum stefnt. Stefnandi kveður ágreining málsins og ástæðu málshöfðunar snúa að því hvort og þá hvaða líkamlegu einkenni sem stefnandi búi við í dag megi rekja til slyssins 6. ágúst 2005. Í málinu liggi fyrir þrjár álits- og matsgerðir. Í fyrsta lagi álitsgerð örorkunefndar þar sem stefnandi sé metin með 10% varanlega örorku og 10% varanlegan miska. Í öðru lagi matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna, læknis og lögfræðings, þar sem ósannað sé talið að rekja megi þau einkenni sem stefnandi kvarti yfir til slyssins 6. ágúst 2005 og sé stefnandi því í þeirri matsgerð metin með 0% varanlegan miska og 0% varanlega örorku vegna slyssins. Í þriðja lagi liggi fyrir matsgerð þriggja dómkvaddra yfirmatsmanna þar sem varanleg örorka stefnanda vegna slyssins sé metin 12% og varanlegur miski 10%. Sú niðurstaða dómkvaddra undirmatsmanna að ósannað sé að þau líkamseinkenni sem hrjái stefnanda í dag sé að rekja til umferðarslyssins 6. ágúst 2005 sé byggð á því að mjög skorti á læknisfræðilega staðfestingu á þeim áverkum sem stefnandi telji sig hafa hlotið í slysinu. Þá byggi matsmenn á því að ekki liggi fyrir gögn er staðfesti aðra áverka en þá sem komi fram í lögregluskýrslu þ.e. áverka á vinstri hendi. Matsmenn byggi á því að stefnandi hafi ekki leitað til læknis vegna slyssins fyrr en sex mánuðum eftir það og að hún hafi ekki skýrt lækni frá einkennum sínum vegna slyssins svo sannað sé fyrr en átta mánuðum eftir slysið. Matsmenn byggi jafnframt á því að í millitíðinni hafi stefnandi leitað til læknis án þess að minnast á slysið eða einkenna vegna þess. Stefnandi telur að ekki sé hægt að byggja á niðurstöðu dómkvaddra undirmatsmanna þegar metið sé hvaða afleiðingar megi rekja til slyssins 6. ágúst 2005. Sé niðurstaða dómkvaddra yfirmatsmanna ítarleg og vel rökstudd og byggi stefnandi á því að með henni sé hnekkt sönnunargildi matsgerðar undirmatsmanna. Niðurstöðu um að orsakatengsl séu á milli einkenna stefnanda í dag og slysins 6. ágúst 2005 byggi yfirmatsmenn á því að ekki liggi fyrir aðrar upplýsingar en þær að stefnandi hafi verið einkennalaus frá stoðkerfi fyrir slysið. Þá byggi yfirmatsmenn á því að um harðan árekstur hafi verið að ræða og að bifreið stefnanda hafi verið óökufær eftir slysið. Telji yfirmatsmenn, með vísan til þess hve harður áreksturinn var, að líklegt sé að hann hafi getað valdið þeim einkennum sem matsbeiðandi búi við í dag. Þá byggi yfirmatsmenn á því að staðfest sé í lögregluskýrslu að stefnandi hafi orðið fyrir líkamsáverka við áreksturinn og að hún hafi hlotið áverka á hönd. Með vísan til læknisfræðilegra gagna málsins telji yfirmatsmenn að einkenni matsbeiðanda geti vel komið heim og saman við það umferðarslys sem stefnandi lenti í og að þessi einkenni séu staðfest með læknisfræðilegum gögnum eftir slysið. Jafnframt byggi yfirmatsmenn á því að eðlilegar skýringar séu á því að stefnandi leitaði ekki fyrr en raun ber vitni til læknis en stefnandi sé af erlendu bergi brotin og eigi því við tungumálaerfiðleika að stríða. Að lokum byggi yfirmatsmenn á því að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar orsakir hefðu getað valdið þeim einkennum sem stefnandi búi við í dag. Með vísan til rökstuðnings og niðurstöðu dómkvaddra yfirmatsmanna telur stefnandi að sannað sé að orsakatengsl séu á milli þeirra einkenna sem hún búi við í dag og slyssins 6. ágúst 2005. Sé því með yfirmati hnekkt sönnunargildi fyrirliggjandi undirmatsgerðar sem stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., byggi höfnun sína um greiðslu bóta á. Verði almennt að telja að matsgerðir dómkvaddra yfirmatsmanna hafi mun meira sönnunargildi en matsgerðir dómkvaddra matsmanna um sama efni enda felist það í eðli yfirmatsins að verið sé að endurskoða niðurstöðu matsgerðar. Yfirmatsgerð í máli stefnanda sé unnin af þremur sérfróðum dómkvöddum matsmönnum en matsgerð dómkvaddra matsmanna aðeins af tveimur sérfróðum matsmönnum. Af skrifum fræðimanna og dómaframkvæmd megi ráða að almennt hafi yfirmatsgerðir mun meira sönnunargildi en matsgerðir dómkvaddra matsmanna, enda hafi stefndu ekki bent á neina ágalla á yfirmatsgerðinni með rökstuddum hætti. Að mati stefnanda skorti verulega á í undirmatsgerð að tekið sé tillit til allra þeirra þátta sem skipti máli við mat á orsakatengslum einkenna stefnanda og slyssins 6. ágúst 2005 og sé því ekki unnt að byggja niðurstöðu um orsakatengsl á því einu að stefnandi hafi ekki leitað til læknis fyrr en hún gerði. Enda þótt nokkur tími hafi liðið áður en stefnandi leitaði sér læknisaðstoðar hafi hún fundið fyrir miklum verkjum dagana eftir slysið og hafi hún til dæmis átt erfitt með að snúa höfðinu. Stefnandi hafi tekið inn verkjalyf vegna einkenna þessara í þeirri von að þau myndu lagast af sjálfu sér. Einkenni stefnanda hafi lítillega lagast í kjölfar slyssins, en eftir að hún hafi farið að vinna í lok september eða byrjun október 2005, hafi líðan hennar ekkert batnað heldur fremur farið versnandi. Hún hafi svo leitað til heimilislæknis í febrúar 2006. Stefnandi hafi enga fyrri sögu um háls- eða bakverki eða aðra stoðkerfissögu og sé það með öllu ósannað að einkenni hennar leiði af öðrum atvikum en umræddu umferðarslysi. Byggi stefnandi á því að með vísan til eðlis árekstursins, og þess hversu bifreið hennar var illa leikin eftir hann, sé ljóst að áverkar hennar séu af völdum hans auk þess sem eðlilegar skýringar séu á því að hún hafi ekki leitað til læknis strax eftir áreksturinn. Þá sé ekki óalgengt að verkir komi fram nokkrum dögum eftir slys þegar um tognunaráverka sé að ræða. Stefnandi tali litla ensku og nánast enga íslensku og vegna tungumálaörðugleika eigi hún því mjög erfitt með að tjá sig um flókna hluti án aðstoðar túlks. Megi rekja það að upplýsingar um afleiðingar slyssins hafi komið seint fram að hluta til þessara ástæðna. Dómkröfur stefnanda sundurliðast svo: Gerð sé krafa um greiðslu vaxta samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, vegna miska frá tjónsdegi þann 6. ágúst 2005 til stöðugleikatímapunkts 6. febrúar 2006 og vegna varanlegrar örorku frá stöðugleikapunkti þann 6. febrúar 2006 til 7. september 2008, þegar mánuður hafi verið liðinn frá því að krafa stefnanda var sett fram. Þá sé krafist dráttarvaxta af stefnufjárhæð frá 7. september 2008 til greiðsludags samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Um bótaábyrgð vísar stefnandi til meginreglna íslensks skaðabótaréttar og skaðabótalaga nr. 50/1993. Einnig vísar hún til umferðarlaga nr. 50/1987, meðal annars XIII. kafla laganna. Um aðild máls vísar stefnandi til 1. mgr. 97. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og III. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, sbr. einkum ákvæði 16. gr. og 17. gr. Um málskostnað vísar stefnandi til ákvæða 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og um varnarþing vísar hún til 1. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 42. gr. þeirra laga. Kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun byggir stefnandi á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. IV Stefndu byggja sýknukröfur sínar á því að ekki sé sannað að umstefnt líkamstjón stefnanda verði rakið til bifreiðaslyssins hinn 6. ágúst 2005. Hvíli sönnunarbyrðin um orsakatengsl milli slyssins og líkamstjóns stefnanda á stefnanda samkvæmt almennum sönnunarreglum skaðabótaréttarins. Verði ekki ráðið af dómaframkvæmd að almennt séu gerðar vægari sönnunarkröfur um orsakatengsl milli atburðar og tjóns í líkamstjónamálum en öðrum skaðabótamálum. Þá séu ekki heldur nein efni til þess í tilviki stefnanda að slaka á sönnunarkröfum en stefnandi hafi sjálf átt verulega sök á árekstrinum. Samkvæmt dómaframkvæmd sé ekki nægilegt til sönnunar um orsakatengsl milli atburðar og tjóns í líkamstjónamálum að hugsanlega geti verið um slík tengsl að ræða, heldur þurfi að vera nokkuð víst og í öllu falli meiri líkur en minni fyrir því að orsakatengsl séu í raun og veru fyrir hendi. Vegi þungt við sönnunarmat í því efni hvort samtíma læknagögn séu til staðar eða ekki og hvort einkenni viðkomandi sjúklings séu almenn eða sértæk og hvenær einkenni hafi sannanlega komið fram. Vanti mikið á að meiri líkur en minni séu fyrir því, hvað þá að hægt sé að telja það víst, að stefnandi hafi í raun hlotið umstefnd bak- og hálseinkenni við bíláreksturinn 6. ágúst 2005. Hafi stefnandi á árekstursvettvangi ekki kennt sér annars meins en að finna til í vinstri hendi og hafi hún ekki leitað til læknis í kjölfarið heldur látið aka sér að veitingahúsi. Nokkrum dögum síðar hafi stefnandi svo farið til Eistlands og dvalið þar í tvær vikur án þess að leita læknis. Hinn 7. desember 2005 hafi stefnandi leitað á Heilsugæsluna Sólvang vegna kvefs og aftur hinn 3. febrúar 2006 vegna vöðvabólgu í hálsi og herðum og enn aftur hinn 23. mars 2006 vegna kviðverkja. Í engu tilvikanna hafi stefnandi minnst á áreksturinn 6. ágúst 2005 eða að hún kenndi sér nokkurs meins vegna hans. Hefðu einkenni háls- og baktognunar af völdum árekstursins, ef um slíkt var að ræða, átt að vera komin fram fyrir löngu. Sé það fyrst átta mánuðum eftir slysið, eða við komu á Sólvang hinn 26. apríl 2006 vegna bakverks, að stefnandi komi með sögu um að hún hafi lent í bílslysi í ágúst 2005 og að hún hafi verið afleit af verkjum síðan þá. Samtíma læknagögn um bak- og hálsáverka af völdum árekstursins séu því engin fyrir hendi. Þá fái ekki staðist hjá stefnanda að tungumálaörðugleikar séu að hluta ástæða þess að upplýsingar um afleiðingar slyssins hafi komið seint fram. Hafi stefnandi tjáð yfirmatsmönnum að hún teldi ekki að tungumálaerfiðleikar hafi staðið í vegi fyrir því að hún hefði leitað læknis ef hún á annað borð hefði viljað það. Þá hafi stefnandi verið gift íslenskum manni sem hefði getað aðstoðað hana í þessu efni. Við komuna á Sólvang þann 26. apríl 2006 hafi stefnandi verið með mikla vöðvabólgu um herðar og háls. Hafi röntgenmynd, tekin í framhaldi af skoðuninni, sýnt vægar hrörnunarbreytingar í hálsi en engin merki um brot eða liðhlaup. Vöðvabólga í herðum og hálsi, sem og háls- og bakverkir, séu almenn sjúkdómseinkenni sem stafi venjulegast af öðru en áverkum eftir bílslys. Í tilviki stefnanda sé sennilegast að einkenni hennar hafi stafað af vinnuálagi en stefnandi hafi verið búin að vinna marga mánuði í fiski þegar hún kom á Sólvang 26. apríl 2006. Hafi stefnandi í júní 2006 leitað til sjúkraþjálfara vegna stirðleika og stoðkerfiseinkenna frá axlar-, hnakka- og lumbalsvæði auk dofaeinkenna. Séu þau einkenni sem stefnandi kvarti um, og lýst sé matsgerðunum, ekki sértæk slyseinkenni. Að mati stefndu sé síðbúin sögusögn stefnanda, þess efnis að hún hafi allar götur frá því áreksturinn varð fengið og fundið til þeirra einkenna sem hún búi við í dag, það eina sem fyrir liggi til sönnunar því að hún hafi í raun hlotið áverka við áreksturinn. Hins vegar skorti mjög á læknisfræðilega staðfestingu á þessu eins og undirmatsmenn bendi réttilega á. Séu engin samtíma læknagögn fyrir hendi til stuðnings sögusögn stefnanda og séu einkenni hennar ekki sértæk fyrir áverka vegna bifreiðaáreksturs. Þá sé það fyrst að liðnum sex mánuðum frá slysi að stefnandi leiti læknis vegna stoðkerfiseinkenna en einkenni eftir háls- og bakáverka í bílslysi komi að jafnaði fram þegar í stað eða örfáum dögum eftir slys. Mæli allt þetta eindregið gegn því að stefnandi hafi í reynd fengið áverka við áreksturinn sem núverandi einkenni hennar megi rekja til. Fái yfirmatsgerðin engu breytt um þessar staðreyndir. Þannig fari því fjarri að með yfirmatsgerðinni sé sannað að orsakatengsl séu milli núverandi einkenna stefnanda og slyssins 6. ágúst 2005. Sé yfirmatsgerðin ekki byggð á neinum læknisfræðilegum samtímagögnum heldur á síðbúinni sögusögn stefnanda og afar hæpnum ályktunum yfirmatsmanna um líkur og sönnun. Hafi yfirmatsgerðin því harla lítið sönnunargildi. Telji yfirmatsmenn rétt að leggja til grundvallar að mun meiri líkur en ekki séu á því að samband sé milli núverandi einkenna stefnanda og umferðarslyssins þar sem um sé að ræða í fyrsta lagi allharðan árekstur sem valdið hafi getað líkamstjóni, í öðru lagi að í lögregluskýrslu sé getið um áverka á hendi sem stefnandi kveði hafa verið óþægindi í upphandlegg, í þriðja lagi að stefnandi hafi haft stoðkerfiseinkenni við skoðun heimilislæknis um hálfu ári eftir slysið, sem hún hafi síðan haft og verið stöðug til dagsins í dag, í fjórða lagi að eðlilegar skýringar geti verið á því að hún leitaði ekki læknis fyrr og í fimmta lagi að ekki hafi verið sýnt fram á aðrar orsakir er hefðu getað valdið einkennum stefnanda. Ekkert af þessu sanni að núverandi einkenni stefnanda verði í raun og veru rakin til árekstursins eða að til þess séu mun meiri líkur en ekki. Þau rök sem mæli því í gegn að einkenni stefnanda verði rakin til árekstursins og nefnd séu að framan, svo og mat undirmatsmanna þess efnis að ekki sé sannað að stefnandi hafi hlotið aðra áverka við bíláreksturinn en ótilgreindan áverka á vinstri griplim, sýni ljóslega að yfirmatsgerðin fái ekki staðist. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefndu geri þau til vara kröfu um sakarskiptingu og lækkun stefnukrafna. Sé varakrafa stefndu byggð á því að stefnandi eigi sjálf höfuðsök á árekstrinum með ölvunarakstri og hraðakstri og verði stefnandi að bera tjón sitt sjálf í hlutfalli við þá sök. Beri því af þeim ástæðum að stórlækka bótakröfu stefnanda. Hafi áfengismagn í blóði stefnanda mælst 1,65 og hafi hún því verið óhæf til að stjórna ökutæki er áreksturinn varð, sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þá hafi vitni borið að stefnandi hefði ekið á mikilli ferð og „svaka blúss“ hafi verið á henni en leyfður ökuhraði hafi aðeins verið 50 km/klst. Með þessu háttalagi hafi stefnandi sýnt af sér stórfellt gáleysi. Fari, samkvæmt dómvenju og fræðum um bótarétt stefnanda, eftir sakarreglu 89. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, en sem ökumaður bifreiðar geti hún einungis byggt bótarétt gagnvart stefndu á sakarreglu 89. gr. umferðarlaga en ekki á hlutlægu bótareglunni í 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga sem hún byggi á í stefnu. Beri því að skerða bætur til stefnanda að tiltölu við sök hennar án tillits til þess hvort sök hennar teljist stórfelld eða ekki. Stefnukröfum sé jafnframt mómælt tölulega en ekki verði séð hvernig árslaunaviðmiðun við útreikning örorkutjóns sé fundin. Þá sé tímabundið tekjutap ósannað en aðeins beri að bæta raunverulegt og sannað tímabundið vinnutekjutap. Að sama skapi verði að andmæla kröfu stefnanda um þjáningabætur. Sé meint veikinda- og óvinnufærnitímabil, sem kröfur um þjáningabætur og tímabundið atvinnutjón byggist á, vefengt. Ekkert liggi fyrir um óvinnufærni stefnanda eða veikindi á því tímabili en stefnandi hafi farið strax eftir slysið til útlanda. Loks verði ekki séð að yfirmat sé réttara en mat örorkunefndar, hvað varði örorkuprósentu vegna varanlegrar örorku. Beri því að lækka kröfulið um bætur fyrir varanlega örorku til samræmis við niðurstöðu örorkunefndar. V Eins og rakið hefur verið lýtur meginágreiningsefni máls þessa að því hvort rekja megi örorku stefnanda, sem staðreynd hefur verið með matsgerðum örorkunefndar og yfirmatsmanna, til umferðarslyssins sem stefnandi lenti í hinn 6. ágúst 2005. Ekki er ágreiningur um bótaskyldu stefndu verði talið sannað að heilsubrestur stefnanda sem hún krefst bóta á verði rakinn til umferðarslyssins. Hins vegar telja stefndu stefnanda sjálfa bera hluta sakar. Í máli þessu liggja fyrir þrjár matsgerðir. Í mati örorkunefndar 19. desember 2006 er ekki fjallað sérstaklega um hvort orsakatengsl séu milli slyssins og líkamstjóns stefnanda enda ekki farið fram á það í matsbeiðni stefnanda. Aðeins var farið fram á að nefndin legði mat á líkamstjón stefnanda, sem fullyrt var að hún hafi orðið fyrir í umferðarslysinu. Í matsgerð undirmatsmanna er eingöngu fjallað um það afmarkaða matsefni hvort stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni sem með sannanlegum hætti mætti rekja til umrædds umferðaslyss hinn 6. ágúst 2005. Var óskað eftir því að lagt yrði mat á hvaða líkamseinkenni, sem hrjáðu stefnanda á þeim tíma er matsbeiðnin var sett fram, yrðu, á grundvelli læknisfræðilegra gagna, sannanlega rakin til umferðarslyssins. Var niðurstaða matsmanna að mjög skorti á læknisfræðilega staðfestingu áverka sem stefnandi telji sig hafa hlotið í slysinu. Töldu matsmenn ósannað að aðrir áverkar hefðu orðið við slysið en tilgreindur áverki á vinstri griplim. Töldu matsmenn, með tilliti til eðlis slyssins, þess sem sagði í lögregluskýrslu um áverka á hendi og læknisskoðunar á matsfundi, að færa mætti líkur að því að stefnandi hefði í slysinu hlotið högg á vinstri framhandlegg og marist þótt ekki lægju fyrir læknisfræðileg samtímagögn þessu til stuðnings. Yrði ekki af eðli slysatviksins ályktað um aðra áverka. Að mati undirmatsmanna væri því ekki sannað að þau líkamseinkenni sem nú hrjáðu stefnanda yrðu á grundvelli læknisfræðilegra rakin til slyssins. Þá liggur frammi í málinu yfirmatsgerð þriggja dómkvaddra matsmanna og byggir stefnandi kröfur sínar á niðurstöðu hennar. Í matsbeiðni til yfirmatsmanna var meðal annars óskað eftir mati á því hvort orsakatengsl væru milli slyssins og einkenna stefnanda. Er í yfirmatsgerð rakið að norrænir fræðimenn á sviði skaðabótaréttar telji að gerðar séu vægari kröfur til sönnunar orsakatengsla líkamstjóns en annarra tjóna. Er það niðurstaða yfirmatsmanna að við slysið 6. ágúst 2005 hafi stefnandi orðið fyrir líkamstjóni. Þannig hafi hún vegna slyssins orðið fyrir tímabundnu atvinnutjóni, þjáningum, 10% varanlegum miska og 15% varanlegri örorku. Við mat á orsakatengslum leggja yfirmatsmenn til grundvallar eftirfarandi atriði: Kemur fram í yfirmatsgerð að stefnandi hafi sagst hafa fundið til óþæginda í hálsi, herðum, baki og höfði og í fyrstu heimsókn hjá heimilislækni um hálfu ári eftir slysið hafi hún kvartað um verk í hálsi, herðum og mjóbaki og eymsli hafi fundist á þeim stöðum. Telja yfirmatsmenn að þessi einkenni geti vel komið heim og saman við einkenni sem hefðu getað hlotist af umferðarslysinu. Komi þetta óþægindamynstur síðan fram aftur og aftur í sömu mynd í fyrirliggjandi gögnum. Samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 metur dómari sönnunargildi matsgerða. Yfirmatsmenn byggja niðurstöðu sína um orsakatengsl meðal annars á því að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi stefnandi verið einkennalaus frá stoðkerfi fyrir umrætt slys. Einu haldbæru gögnin um það fyrir utan fullyrðingar stefnanda sjálfrar er vottorð heilsugæslulæknis á Sólvangi, um að engar færslur séu til í sjúkraskrám heilsugæslunnar með tilliti til stoðkerfiseinkenna fyrir slysið. Fyrir liggur að stefnandi flutti til Íslands árið 2003 og eru ekki fyrirliggjandi neinar upplýsingar um heilsufar hennar fyrir þann tíma. Þykir stefnandi ekki hafa lagt fram haldbær gögn því til sönnunar að hún hafi verið einkennalaus frá stoðkerfi fyrir slysið þannig að það renni stoðum undir að orsakatengsl séu milli slyssins og líkamsástands stefnanda. Þá byggja yfirmatsmenn á því að um allharðan árekstur hafi verið að ræða. Fyrir liggur að bifreið stefnanda var óökufær eftir áreksturinn og ber gögnum málsins saman um að áreksturinn var harður þótt ekki sé til að dreifa óyggjandi gögnum um hversu harður hann var. Harður árekstur getur valdið miklum áverkum og jafnvel engum eftir atvikum. Eftir því sem árekstur er harðari er þó líklegra að áverkinn verði meiri og komi fram strax. Þannig gætu einkenni þau sem stefnandi kvartar yfir hafa tengst slysinu en til að hægt sé að slá því föstu að þau tengist slysinu verða einkennin að koma fram innan ákveðins tíma. Þeim mun lengri tími sem líður frá slysi þar til einkenni heilsubrests koma fram þeim mun ólíklegra verður að telja að einkennin eigi rætur að rekja til slyssins. Einkenni tognunar koma fram strax eða mjög fljótlega eftir slys. Tognunareinkenni eru tiltölulega afmörkuð og bundin við ákveðin líkamssvæði eða líkamshluta sem fyrir áverkanum verður. Stefnandi leitaði til læknis um 6 mánuðum eftir slysið og kvartaði undan stoðkerfiseinkennum án þess að nefna við lækninn að hún hefði lent í umræddu slysi. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum voru þau einkenni sem hún þá kvartaði yfir óljós og ekki bundin við eitt líkamssvæði heldur mörg. Það var svo ekki fyrr en rúmum 8 mánuðum eftir slysið að hún leitaði til læknis vegna verkja sem hún tengdi slysinu. Að framangreindu virtu er það því mat dómsins að tognunareinkenni stefnanda verði tæplega rakin til slyssins og er allsendis ósannað að meiri líkur séu á því en minni. Þá telja yfirmatsmenn að áverki sá á vinstri hendi sem nefndur er í lögregluskýrslu, og upplýsingar stefnanda á matsfundi um að hún hafi fengið óþægindi í vinstri öxl og upphandlegg, geti komið heim og saman við hluta þeirra einkenna sem stefnandi búi við. Í lögregluskýrslu er talað um áverka á hendi án þess að það sé skýrt frekar. Einkenni frá hálsi og baki eru hins vegar lögð til grundvallar örorku í matsgerðum. Er það mat dómsins að sú staðreynd að stefnandi hafi fengið áverka á hendi hafi ekkert með orsakasamhengi milli slyssins og bakóþæginda stefnanda að gera og telur dómurinn fyrrgreinda ályktun yfirmatsmanna ranga. Yfirmatsmenn telja skýringu stefnanda á því hvers vegna hún leitaði ekki læknis fyrr vera eðlilega. Af málatilbúnaði stefnanda má ráða að ástæðan hafi fyrst og fremst verið hræðsla án þess að það sé skýrt nánar. Þá hafi tungumálaerfiðleikar haft sitt að segja hvað þetta varðar. Í gögnum málsins kemur fram að fyrir slysið og eftir það, en þó áður en stefnandi leitaði á heilsugæsluna vegna einkenna sem hún tengdi slysinu, leitaði hún þangað vegna kvefeinkenna. Þótt ekki liggi fyrir með óyggjandi hætti hvers vegna stefnandi var hrædd má ætla að ástæða hræðslunnar hafi verið sú staðreynd að stefnandi var drukkin þegar hún lenti í slysinu. Stefnanda var í sjálfsvald sett hvort hún upplýsti lækni um þá staðreynd. Þá liggur fyrir að stefnandi var í fullri vinnu hér á landi og gift íslenskum manni auk þess sem hún hafði leitað til læknis áður en hún lenti í slysinu. Verður því að gera ráð fyrir því að stefnandi hafi haft full tök á og þekkingu til að leita sér læknis vegna stoðkerfisvandamála. Þá verður ekki fram hjá því litið að stefnandi fór í kjölfar slyssins til heimalands síns og dvaldi þar í tvær vikur án þess að leita til læknis þar. Þegar þetta er virt þykir hræðsla, tungumálaerfiðleikar eða vanþekking ekki vera líkleg skýring á því hvers vegna stefnandi leitaði ekki til læknis fyrr en raun ber vitni. Þá verður með engu móti fallist á að það að ekki hafi verið sýnt fram á aðrar orsakir fyrir einkennum stefnanda leiði líkur að því að einkenni hennar verði rakin til slyssins, svo sem gert er í yfirmatsgerð, enda ekki sýnt fram á það með læknisfræðilegum gögnum. Að öllu því virtu sem nú hefur verið rakið er það niðurstaða dómsins að ekki verði byggt á þeirri niðurstöðu yfirmatsgerðar að orsakatengsl séu milli slyssins 6. ágúst 2005 og heilsubrests stefnanda sem fyrst var læknisfræðilega staðfestur í febrúar eða apríl árið eftir enda þykja þau ólíkleg og allsendis ósönnuð. Hefur stefnandi því ekki sýnt fram á það með haldbærum gögnum að heilsubrestur sá sem hún krefst bóta fyrir verði rakinn til umferðarslyssins og verða stefndu því sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu þykir eftir atvikum rétt að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda að fjárhæð 1.484.740 krónur, þar af málflutningsþóknun lögmanns hennar, sem þykir hæfilega ákveðin 650.000 krónur, þar með talinn virðisaukaskattur, greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu stefnanda flutti málið Bryndís Guðmundsdóttir hdl. en af hálfu stefndu flutti málið Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl. Greta Baldursdóttir héraðsdómari og bæklunarskurðlæknarnir, Ríkarður Sigfússon og Yngvi Ólafsson kveða upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Stefndu, Jóhanna Gunnarsdóttir og Vátryggingafélag Íslands hf., eru sýknuð af öllum kröfum stefnanda, Svetlönu Krutitsenko. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda að fjárhæð 1.484.740 krónur, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar að fjárhæð 650.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 581/2014
|
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þarsem X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og BenediktBogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. september 2014, sembarst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur2. september 2014, þar sem varnaraðila var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldiuns dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 30.september 2014 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr.88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurðurverði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Að virtum gögnum málsins og dómi réttarins 13. ágúst 2014 í máli nr.537/2014 er fullnægt skilyrðum til að varnaraðila verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldiá grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr.laga nr. 88/2008. Verði varnaraðili sakfelldur í máli því, sem nú er rekið áhendur honum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, má ætla að refsing hans verðióskilorðsbundin. Stendur því ákvæði 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008gæsluvarðhaldi ekki í vegi. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinnkærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 511/2016
|
Kærumál Kæra Sönnunargögn Málsástæða Frávísunarkröfu hafnað Óvígð sambúð Aðfinnslur
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem leyst var úr ágreiningi M og K er risið hafði við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna slita á óvígðri sambúð. Við meðferð málsins fyrir Hæstarétti lögðu báðir aðilar fram ný gögn sem ekki voru lögð til grundvallar við úrlausn málsins og var málið því dæmt eftir þeim gögnum sem lágu fyrir í héraði. Í dómi Hæstaréttar kom fram að leggja yrði til grundvallar í málinu skattframtal M um óverulega eignastöðu hans við upphaf sambúðar aðila. Þá var meðal annars litið til þess að óvígð sambúð M og K hafði staðið yfir í rúm sextán ár. Allan sambúðartímann hefðu þau haldið sameiginlegt heimili og talið saman fram til skatts bróðurpartinn af tímanum. Þótt K hefði ekki haft launatekjur heldur sinnt heimilisstörfum var þess að gæta að hún hafði átt eignir í upphaf sambúðarinnar, fengið umtalsverðar fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf og haft fjármagnstekjur. Þá var jafnframt litið til þess að lengst af sambúðartímanum hafði M starfað hjá fyrirtækjum í eigu fjölskyldu K og því notið tengsla við hana í þeim efnum. Loks mátti ráða af gögnum málsins að fjárhagur þeirra hefði verið samofinn og með þeim rík fjárhagsleg samstaða. Var niðurstaða hins kærða úrskurðar um að skipta eignum M og K jafnt á milli þeirra því staðfest, en ákvörðun skiptastjóra um útlagningu fasteignar þeirra til K felld úr gildi, enda var ekki talið að skilyrðum 1. mgr. 110 gr. laga nr. 20/1991 væri fullnægt að svo stöddu.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir HelgiI. Jónsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir setturhæstaréttardómari.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 12. júlí 2016 en kærumálsgögn bárust réttinum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurðurHéraðsdóms Reykjaness 29. júní 2016, þar sem leyst var úr nánar tilteknum ágreiningiaðila við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna slita á óvígðrisambúð. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti ádánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefstþess í fyrsta lagi að hrundið verði þeirri niðurstöðu héraðsdóms að við skiptinberi að miða við að skipt verði að jöfnu þeim eignum sem málsaðilar áttu viðupphaf skipta óháð því hvernig skráningu einstakra eigna er háttað. Í öðru lagikrefst sóknaraðili þess að viðurkennt verði að hann sé einn eigandi innlendraog erlendra bankainnistæðna, er voru við upphaf skipta á bankareikningum semsóknaraðili er skráður fyrir, einkahlutafélaganna A, B og C og annarrarhlutafjár- og verðbréfaeignar, innlendrar sem erlendrar, er skráð var ásóknaraðila við upphaf skipta. Í þriðja lagi krefst sóknaraðili þess aðallegaað felld verði úr gildi ákvörðun skiptastjóra um útlagningu fasteignarinnar[...] í [...], til varnaraðila, en til vara að ákvæði í úrskurði héraðsdóms umfrávísun þeirrar kröfu frá héraðsdómi verði fellt úr gildi og lagt fyrirhéraðsdóm að taka hana til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar íhéraði og kærumálskostnaðar.Varnaraðili krefst þess aðallega að málinuverði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verðistaðfestur. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.IVarnaraðili færir þau rök fyrir kröfu sinnium frávísun málsins frá Hæstarétti að kæra sóknaraðila fullnægi ekki skilyrðum2. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þar sé áskilið, efkærandi vill bera fyrir sig ný sönnunargögn, að frá þeim sé greint í kæru, svoog því hvað hann hyggst sanna með þeim. Þá skuli slík gögn fylgja kæru ífrumriti eða staðfestu endurriti. Varnaraðili bendir á að sóknaraðili hafi lagtfram tuttugu ný skjöl fyrir Hæstarétt, en af þeim hafi fimmtán verið tilgreindí upptalningu í kæru sóknaraðila. Þannig hafi fimm skjöl ekki verið tilgreind íkærunni, auk þess sem þar sé ekki vikið orði að því hvað sanna eigi með þessumgögnum. Þá hafi þessi skjöl ekki fylgt kærunni til héraðsdóms. Af þessu leiðiað varnaraðili hafi ekki getað kynnt sér gögnin og brugðist við með gagnaöflunaf sinni hálfu um leið og héraðsdómur sendi henni kæruna í samræmi við 1. mgr.147. gr. laganna. Þannig hafi varnaraðili ekki haft það svigrúm sem lög mælafyrir um til að undirbúa vörn sína fyrir Hæstarétti, en með þessu hafisóknaraðili vegið gróflega að meginreglu réttarfars um jafnræði aðila viðrekstur máls fyrir dómi og valdið hættu á því að varnaraðili yrði fyrirréttarspjöllum. Þar sem málatilbúnaðurinn fari að þessu leyti í bága viðófrávíkjanlegar reglur um hvernig standa skuli að kæru til réttarins beri aðvísa málinu frá honum.Um mál sem sæta kæru til Hæstaréttar eftirlögum nr. 20/1991 gilda sömu reglur og í almennu einkamáli um kærufresti,kæruna sjálfa, meðferð hennar í héraði og fyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 133.gr. laganna. Samkvæmt 5. mgr. 147. gr. laga nr. 91/1991 er kæranda heimilt aðbyggja á nýjum sönnunargögnum og skal þá farið svo að sem segir í 2. mgr. 145.gr. þeirra. Af því ákvæði leiðir að tiltaka á ný gögn í kæru og lýsa hvað þaueigi að sanna, en gögnin eiga síðan að fylgja kærunni til héraðsdóms. Þótt málatilbúnaðurkæranda fullnægi ekki þessum áskilnaði um hvernig nýjum sönnunargögnum verðurkomið að fyrir Hæstarétti getur það ekki valdið því að hann fari á mis viðheimild sína til að leita endurskoðunar á niðurstöðu héraðsdóms í þeim búningisem málið var þegar það kom þar til úrlausnar. Af þeirri ástæðu verður hafnaðkröfu varnaraðila um frávísun málsins frá Hæstarétti.IISamkvæmt 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991skal sá sem vill kæra dómsathöfn afhenda héraðsdómara skriflega kæru sína, enhéraðsdómari sendir kæruna til Hæstaréttar og gagnaðila þess sem kærir svofljótt sem verða má, nema dómari kjósi sjálfur að fella kærðan úrskurð úrgildi, sbr. 1. mgr. 147. gr. laganna. Svo sem áður segir á að greina frá nýjumsönnunargögnum í kæru og hvað kærandi hyggst sanna með þeim. Að baki þessumáskilnaði býr það að héraðsdómari geti, með því að kynna sér efni kærunnar, metiðhvort efni standi til í ljósi nýrra gagna að fella kærðan úrskurð úr gildi. Aðsama skapi þjónar þetta þeim tilgangi að gagnaðila sé kleift um leið og honum berstkæran frá héraðsdómi að haga vörn sinni í ljósi nýrra gagna sem lögð eru fyrirHæstarétt. Til að kæra sé að þessu leyti fullnægjandi verður hún því sjálf aðgreina berum orðum frá því hvað ný gögn eiga að sanna og nægir ekki í þeimefnum það eitt að tilgreina skjölin. Skiptir þá ekki máli þótt hugsanlega megiaf þeirri upptalningu draga einhverjar ályktanir í ljósi þess sem fram kemur í almennrilýsingu á ástæðum sem kæra er reist á, sbr. c. lið 1. mgr. 145. gr. laganna, enþær ástæður verða að koma fram í kærunni án tillits til þess hvort hún er studdnýjum gögnum. Í kæru sóknaraðila er ekkert vikið að því hvað sanna eigi með þeimfjölda nýrra gagna sem hann hefur lagt fyrir Hæstarétt. Þegar af þeirri ástæðuverða þessi gögn ekki lögð til grundvallar við úrlausn málsins.Samkvæmt 148. gr. laga nr. 91/1991 á gagnaðiliþess sem kærir úrskurð kost á að skila skriflegri greinargerð til Hæstaréttarer geymir kröfur hans og málsástæður sem byggt er á. Þótt ekki sé tekið framberum orðum að gagnaðilinn geti lagt fram ný sönnunargögn er honum það heimiltmeð vísan til meginreglunnar um jafnræði málsaðila. Aftur á móti takmarkastheimild beggja aðila kærumáls til að leggja fram ný skjöl hér fyrir dómi afsvonefndri útilokunarreglu réttarfars, en hún felur meðal annars í sér að aðilaber að leggja fram sönnunargögn af sinni hálfu svo fljótt sem verða má og ísíðasta lagi áður en fresti til gagnaöflunar lýkur. Eftir það er aðilum aðjafnaði óheimilt að leggja fram sýnileg sönnunargögn en frá því má þó víkjameðal annars af þeirri ástæðu að ekki hafi áður verið unnt að afla tiltekinnagagna, sbr. 5. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt þessu er aðila óheimiltað leggja fram skjal, sem ekki hefur verið lagt fram við meðferð máls í héraði,nema hann hafi ekki haft skjalið undir höndum eða skjalið hafi þá ekki veriðorðið til. Það sama á við um skjal sem verður til eftir málsmeðferðina í héraðief afla hefði mátt þess meðan hún stóð yfir. Þetta á sérstaklega við ef aðilileitast við með síðbúinni gagnaöflun að bera í raun fyrir sig nýjar málsástæðurfyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 163. gr. og 4. mgr. 150. gr. laga nr. 91/1991.Um þetta má meðal annars benda á til hliðsjónar dóm réttarins 6. september 2016í máli nr. 520/2016.Varnaraðili hefur lagt fyrir Hæstaréttsautján skjöl ef frá er talinn reikningur sem hann telur fela í sér útlagðankostnað vegna reksturs málsins. Þessi skjöl eru öll því marki brennd að hafaverið til eða að þeirra hefði mátt afla undir rekstri málsins í héraði. Þessutan er framlagning flestra þessara gagna viðbrögð varnaraðila við gagnaöflunsóknaraðila hér fyrir dómi. Þar sem þau gögn verða ekki lögð til grundvallargeta ekki skipt máli þau gögn sem varnaraðili hefur lagt fram af því tilefni. Samkvæmtöllu þessu verður heldur ekki byggt á þeim gögnum sem varnaraðili hefur lagtfyrir Hæstarétt og málið dæmt eftir þeim gögnum sem lágu fyrir í héraði.IIISóknaraðili bendir á að í hinum kærðaúrskurði sé vísað til skattframtals hans árið 2000 og það lagt til grundvallarum eignir hans við upphaf sambúðar aðila sem hófst síðla árs 1998. Byggirsóknaraðili á þeirri málsástæðu fyrir Hæstarétti að skattframtalinu hafi aldreiverið skilað til skattyfirvalda og því hafi skattur vegna ársins 1999 veriðáætlaður á sóknaraðila. Af þessum sökum sé ekki um eiginlegt skattframtal aðræða eins og ætla megi að lagt hafi verið til grundvallar í úrskurðihéraðsdóms. Í greinargerð til héraðsdóms var byggt á þeirri málsástæðu af hálfuvarnaraðila að engin eignamyndun, svo einhverju næmi, hafi orðið hjá aðilumáður en þau hófu sambúðina. Til stuðnings þessu lagði hún fram meðgreinargerðinni afrit af umræddu skattframtali. Var því ríkt tilefni fyrir sóknaraðilatil að andmæla framtalinu á þeirri forsendu að því hefði aldrei verið skilaðtil skattyfirvalda og halda því fram að það gæti haft áhrif á sönnunargildiþess. Kemst þessi nýja málsástæða ekki að fyrir Hæstarétti, enda standa ekkitil þess lagaskilyrði 2. mgr. 163. gr., sbr. 4. mgr. 150. gr., laga nr.91/1991. Jafnframt er ekki fullnægt þeim lagaskilyrðum til að sóknaraðili komiað hér fyrir dómi þeirri nýju málsástæðu að hann hafi við upphaf sambúðarinnarátt nánar tilgreindar eignir, sem ekki koma fram á framtalinu, en sú gagnaöflunfyrir réttinum, sem áður er fjallað um, var ætlað að sanna það eignarhald.Í greinargerð sóknaraðila til héraðsdóms varbyggt á því að hann hefði áður en sambúðin hófst átt töluverðar eignir, en sústaðhæfing var ekki studd neinum gögnum. Þegar hann gaf aðilaskýrslu fyrir dómitaldi hann að mistök hefðu orðið við framtalsgerðina árið 2000 þannig að láðsthefði að geta um frekari eignir án þess þó að hann vefengdi framtalið að öðruleyti. Því er óhætt að leggja til grundvallar að það sem fram kemur áframtalinu um tekjur sóknaraðila, eignir hans og skuldir sé byggt á upplýsingumfrá honum sjálfum, en á þessum árum voru upplýsingar á framtöl ekki forskráðarí sama mæli og síðar hefur verið gert. Samkvæmt þessu og að því gættu sem áðurer rakið um sönnunarhlið málsins hér fyrir dómi verður skattframtalið lagt tilgrundvallar um eignastöðu sóknaraðila og að hún hafi verið óveruleg við upphafsambúðar aðila.Svo sem nánar er rakið í hinum kærðaúrskurði stóð óvígð sambúð aðila í rúm sextán ár og á þeim tíma eignuðust þauþrjú börn. Allan sambúðartímann héldu aðilar sameiginlegt heimili og töldu samanfram til skatts á árunum 2001 til 2014. Þótt varnaraðili hafi á sambúðartímanumekki haft launatekjur heldur sinnt heimilsstörfum er þess að gæta að hún áttieignir í upphafi sambúðarinnar, fékk umtalsverðar fjárhæðir í fyrirframgreiddanarf frá foreldrum sínum og hafði fjármagnstekjur af eignarhlutum í fyrirtækjumsem voru í eigu fjölskyldu hennar. Þá verður að líta til þess að sóknaraðilistarfaði lengst af á sambúðartímanum hjá fyrirtækjum í eigu fjölskyldu varnaraðilaog má slá því föstu að hann hafi í þeim efnum notið tengsla sinna við hana. Þáverður ráðið af gögnum málsins að fjárhagur aðila hafi verið samofinn og meðþeim rík fjárhagsleg samstaða.Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið og aðöðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest sú niðurstaðaað skipta jafnt á milli aðila eignum þeirra á þann veg sem greinir í dómsorði.Með skírskotun til forsendna héraðsdóms erfallist á þá niðurstöðu að ekki sé að svo stöddu fullnægt skilyrðum 1. mgr.110. gr. laga 20/1991 til að fallast á kröfu um útlagningu á fasteign aðila að[...] í [...]. Þegar afþeirri ástæðu bar að réttu lagi að fella úr gildi ákvörðun skiptastjóra þessefnis og verður sú krafa sóknaraðila tekin til greina.Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðilagert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.Varnaraðili hefur hins vegar ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti ogkemur því ekki til álita krafa hennar um málskostnað í héraði.Það athugast að eftir að aðilar höfðu skilaðgreinargerðum til Hæstaréttar bárust réttinum viðbótargreinargerðir þeirrabeggja. Fyrir þessum skriflega málflutningi er engin heimild og er hannaðfinnsluverður.Dómsorð:Við opinber skipti til fjárslita milli sóknaraðila, M, og varnaraðila, K,við lok óvígðrar sambúðar þeirra skal skipta jafnt eignum þeirra áviðmiðunardegi skiptanna án tillits til þess hvernig skráningu eigna er hagað.Felld er úr gildi ákvörðun skiptastjóra að leggja út til varnaraðilafasteignina [...] í [...].Sóknaraðili greiði varnaraðila 800.000 krónur í kærumálskostnað.Úrskurður HéraðsdómsReykjaness 29. júní 2016.I.Með bréfi skiptastjóra, dagsettu 17. nóvember 2015, semmóttekið var af dóminum 18. nóvember 2015, var ágreiningi aðila um fjárslitvegna skilnaðar að borði og sæng skotið til héraðsdóms til úrlausnar, sbr. 112.gr., sbr. 122. gr., laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Málið varþingfest 15. desember 2015 og tekið til úrskurðar að afloknum munnlegummálflutningi 13. maí 2016. Sóknaraðilier K, kt. [...], [...], [...]. Varnaraðilier M, kt. [...], með lögheimili að [...], [...]. Sóknaraðilikrefst þess aðallega að viðurkennt verði: A. Að húneigi eftirtaldar eignir til helminga á móti varnaraðila: 1. Fasteignina[...], [...]; 2.Bankainnistæður, innlendar og erlendar, sem voru við upphaf skipta ábankareikningum sem varnaraðili er skráður fyrir; 3. EinkahlutafélöginA ehf., B ehf. og C ehf.; 4. Aðrahlutafjáreign, innlenda sem erlenda, sem skráð var á varnaraðila við upphafskipta; 5. Innbú [...], [...], þar með talin húsgögn og annan húsbúnað í gámum. B. Aðhenni skuli lögð út fasteignin [...], [...], gegn lausn varnaraðila undan skuldbindingumhans samkvæmt veðskuldabréfi Landsbankans hf., útgefnu 29. apríl 2014,upphaflega að fjárhæð 55 milljónir króna og greiðslu helmings matsfjárhæðarfasteignarinnar, að frádregnum eftirstöðvum framangreinds skuldabréfs áútlagningardegi. C. Aðekki verði sett fyrir útlagningu [...], [...], önnur skilyrði enþau er varða greiðslu fyrir eignarhluta varnaraðila og lausn hans undanskuldbindingum samkvæmt veðskuldabréfi Landsbankans hf. D. Aðvarnaraðila beri að aflétta af fasteigninni [...], [...], veðkröfum vegnatveggja handhafaskuldabréfa sem hann er einn skuldari að, útgefnum 21. maí2010, upphaflega að fjárhæð samtals 120 milljónir króna. E. Aðhenni sé ekki skylt að inna af hendi greiðslu vegna eignarhluta varnaraðila í [...], [...], fyrr en varnaraðili hefur aflétt af fasteigninni [...], [...], veðkröfum vegna tveggja handhafaskuldabréfa sem hann er einnskuldari að, útgefnum 21. maí 2010, upphaflega að fjárhæð samtals 120 milljónirkróna. F. Aðvarnaraðila verði ekki lagðir út bankareikningar skráðir á hans nafn,einkahlutafélögin A ehf., B ehf. og C ehf. eða annað hlutafé skráð á hans nafnán greiðslu hans á helmingi verðmætis framangreindra eigna til sóknaraðila. G. Aðekki falli undir heimildir skiptastjóra að taka ákvörðun um afhendingu varnaraðilaá hlutum í hennar vörslu til þriðja aðila sem ekki er aðili að hinum opinberuskiptum eða að framfylgja slíkri ákvörðun. Lokskrefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila að mati dómsins, að teknutilliti til virðisaukaskatts. Dómkröfurvarnaraðila eru eftirfarandi: 1.Aðallega að kröfum sóknaraðila merktum D og E í greinargerð sóknaraðila verðivísað frá dómi og kröfum sóknaraðila merktum A, B, C, F og G í greinargerðsóknaraðila verði hafnað. Til varaer þess krafist að kröfum sóknaraðila merktum D og E í greinargerð sóknaraðilaverði hafnað. Tilþrautavara er þess krafist að viðurkennt verði að varnaraðili eigihelmingshlutdeild í eftirtöldum eignum á móti sóknaraðila:a)bifhjólið [...] sem skráð er ásóknaraðila;b)innlendar og erlendar bankainnstæður sem voru við upphafskipta á bankareikningum skráðum á sóknaraðila; ogc)hlutafjáreign, innlenda sem erlenda, sem skráð var ásóknaraðila við upphaf skipta, þ.m.t. félagið D ehf. 2. Aðfelld verði úr gildi ákvörðun skiptastjóra um útlagningu fasteignarinnar að [...], [...], til sóknaraðila, en til vara að ákvörðun skiptastjóra umútlagningu fasteignarinnar verði staðfest með öllum þeim skilyrðum semskiptastjóri setti útlagningunni. 3. Aðviðurkennt verði að eignarhlutur varnaraðila í fasteigninni að [...], [...], fastanúmer [...], sé 94,12%. 4. Aðstaðfest verði ákvörðun skiptastjóra um að varnaraðila verði lagðir útbankareikningar skráðir á hans nafn, einkahlutafélögin A ehf., B ehf. og C ehf.og annað hlutafé skráð á hans nafn án þess að til komi greiðsla frá honum. 5. Aðstaðfest verði ákvörðun skiptastjóra um að sóknaraðila verði gert að afhendafélaginu B ehf. þá listmuni sem eru í eigu þess og staðsettir voru í [...] við upphaf skipta. Þá krefstvarnaraðili þess að honum verði dæmdur málskostnaður úr hendi sóknaraðila aðmati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi. II.Málsaðilar kynntust á árinu 1997, en þá stundaði varnaraðilinám við [...], en sóknaraðili við[...]. Varnaraðili kveðstþá hafa meðfram námi, bæði síðustu tvö ár hans í menntaskóla og í háskóla,stundað eigin fjárfestingar og náð nokkrum árangri. Sóknaraðili kveðst hafaflutt á höfuðborgarsvæðið í janúar 1998 og óumdeilt er að haustið 1998 keyptivarnaraðili íbúð í [...] í [...] þar sem aðilar hófu sambúð sína. Áður hafðivarnaraðili búið á heimili móður sinnar. Varnaraðilihóf störf hjá [...] á árinu 1998 ogkveðst hafa orðið [...] 21 árs gamallmeðfram háskólanámi og loks [...] og framkvæmdastjórifyrsta [...] á Íslandi. Að sögnvarnaraðila voru launatekjur hans strax á þeim tíma talsverðar auk þess semeignir hans hafi aukist vegna hlutabréfaviðskipta sem hann hafi stundaðsamhliða starfi. Sóknaraðili fór að vinna í [...] hf. eftir að hún flutti á höfuðborgarsvæðið og vann þar framá vor 1999 eða í rúmlega eitt ár. Hún var [...] eldri [...] aðila sem hún fæddi[...]. [...] málsaðila fæddist [...] og [...] málsaðila og yngsta barn þeirra fæddist [...]. Eftir að elsta barnið fæddist hefursóknaraðili ekki starfað utan heimilis og ekki haft neinar launatekjur.Varnaraðili kveður að á tímabilinu frá árinu 2002 til 2013 hafi launa- ogfjármagnstekjur hans numið 1.839.385.885 krónum. Varnaraðilikeypti hús við [...] í [...] á árinu 2000 og fluttu málsaðilar þangað umhaustið. Varnaraðili var þá enn að vinna hjá [...], en á árinu 2001 var varnaraðili ráðinn sem aðstoðarforstjóri[...] hf. Eftir stuttaveru hjá [...] tók varnaraðilisíðla árs 2001 við starfi sem framkvæmdastjóri [...] ehf., sem var fyrirtæki í eigu fjölskyldu sóknaraðila.Sóknaraðili heldur því fram að varnaraðila hafi verið sagt upp störfum, bæðihjá [...] og [...]. Varnaraðili kveðst hins vegar hafa látiðaf störfum hjá [...] hf. að eiginfrumkvæði. Samkvæmtframlögðum gögnum festu málsaðilar sameiginlega kaup á einbýlishúsi við [...] í [...] vorið 2002 og fluttu inn í það þá um haustið og er fasteigninsamkvæmt opinberri skráningu að jöfnu í eigu þeirra beggja. Varnaraðili heldur því þó fram að hann hafi greitt íreiðufé 59.626.011 krónur af 68.000.000 króna kaupverði fasteignarinnar. Þáhafi málsaðilar tekið sameiginlega 8.000.000 króna lán hjá fjármálastofnun.Samtals hafi því varnaraðili reitt af hendi um 64.000.000 króna til kaupa áfasteigninni og nemi hlutdeild í húsinu því a.m.k. 94,12%. Hin opinberaskráning á eignarhaldi fasteignarinnar sé því ekki rétt. Á árinu2002 varð varnaraðili stjórnarformaður [...] hf., en það félag var í eigu [...] ehf. og [...] hjá [...] hf. Þá varð varnaraðili á árinu 2003stjórnarmaður í [...] hf. sem þá var íeigu [...] ehf. og tengdra aðila, auk [...] hjá [...] hf. Á vormánuðum2004 varð varnaraðili starfandi stjórnarformaður [...] hf. með hluthafasamkomulagi eigenda. [...] hf. tók síðan yfir [...] hf. þá um haustið og þegar [...] ehf. og tengdir aðilar voru orðnir stærstieigandi [...] hf. snemma árs 2005var varnaraðili ráðinn forstjóri félagsins. Sóknaraðili heldur því fram að allthafi þetta gerst í krafti framkvæmdastjórastöðu varnaraðila hjá [...] ehf. og eignarhluta [...] ehf. í [...] hf. Haustið2009 lét varnaraðili af störfum sem forstjóri [...] hf., en þá var eigið fé félagsins orðið neikvætt og tókukröfuhafar félagið yfir í byrjun febrúar 2010. Varnaraðilimótmælir því sem í veðri sé látið vaka í greinargerð sóknaraðila að ráðninghans í starf framkvæmdastjóra [...] ehf. byggist átengslum við sóknaraðila. Hið rétta sé að [...] ehf. hafi verið félag sem hafi verið í umtalsverðumfjárhagsvandræðum og rambað á barmi gjaldþrots þegar varnaraðili tók við semframkvæmdastjóri seint á árinu 2001, enda hafi taprekstur félagsins verið gífurlegurá því ári. Strax á árinu 2002, þ.e. á fyrsta starfsári varnaraðila í starfi,hafi tekið að birta til í fjárhag félagsins og hafi hann batnað stöðugt næstuárin þar á eftir. Hafi það einkum verið fyrir viðskiptaákvarðanir varnaraðilasem hagur félagsins vænkaðist og beri þar helst að nefna fjárfestingu í [...], sem síðar hafi orðið að [...] hf., og [...], sem síðar hafi orðið að [...] hf. [...] hf. og [...] hf. hafi verið sameinuð í eitt félag á árinu 2004 og hafivarnaraðili gegnt lykilstöðum í því félagi eftir að hann lét af störfum semframkvæmdastjóri [...] ehf. á árinu 2005.Þá hafi varnaraðili verið eigandi helmingshlutafjár í [...] ehf. sem hafi orðið stærsti hluthafi [...] hf. Kveðst varnaraðili hafa nýtt fé sitt til þeirra kaupa.Bendir varnaraðili á að honum og föður sóknaraðila hafi verið gert kauptilboð íhluti þeirra í [...] hf. af [...] hf. á árinu 2007 upp á [...] íslenskra króna, sem ekki hafi verið tekið og undirstriki þaðþau verðmæti sem varnaraðili hafði myndað í starfi sínu fyrir [...] ehf. Kröfuhafar hafi tekið yfir [...] hf. í kjölfar bankahrunsins, sem hafi haft alvarlegarafleiðingar fyrir félagið er lán hafi margfaldast og eignir skroppið saman líktog hjá mörgum öðrum félögum. Rangt sé því að varnaraðili eigi að einhverju leytieignamyndun sína að þakka sóknaraðila eða fjölskyldu hennar. Eins ogáður greinir var sóknaraðili heimavinnandi allt frá því að elsta barn málsaðilafæddist. Kveðst hún nær alfarið hafa séð um heimilið og börnin, en varnaraðilihafi meira og minna verið í vinnunni eða á ferðalögum erlendis í tengslum viðstörf sín allt þar til hann lét af störfum hjá [...] hf. Varnaraðili bendir á að þótt sóknaraðili hafi veriðheimavinnandi nánast alla sambúðina hafi varnaraðili lagt henni umtalsvert lið,bæði persónulega og með því að greiða fyrir þrif heimilisins og barnapössun.Í apríl 2012 fóru málsaðilar með börn sín í [...] ferðalag um [...] og [...] og í júní árið 2013flutti fjölskyldan til [...] þar sem hún bjó íeitt ár. Að aflokinni dvöl þar flutti fjölskyldan aftur til Íslands. Sóknaraðiliflutti af heimili málsaðila með börnin 16. febrúar árið 2015. Að sögnvarnaraðila eftirlét hún honum vörslur hússins en fluttist sjálf í aðrafasteign í [...]. Varnaraðili kveðurað um langt skeið hafi sóknaraðili ekki gert kröfu til þess að fá vörslurfasteignarinnar og ekki heldur gefið til kynna að hún vær ósátt við þaðfyrirkomulag að varnaraðili byggi í fasteigninni. Á meðan varnaraðili hafiverið erlendis í ágúst 2015 hafi hún hins vegar farið inn í fasteignina íheimildarleysi og látið skipta um skrár. Frá þeim tíma hafi sóknaraðili haftvörslur fasteignarinnar og hvorki greitt af því láni sem á fasteigninni hvíliné greitt aðra reikninga vegna reksturs hennar. Muni nú vera svo komið að íóefni stefni, en varnaraðili kveðst hafa fengið um það tilkynningu frálánveitanda, Landsbankanum hf., að lánið hafi verið gjaldfellt vegna vanskilasíðustu mánaða og til standi að selja fasteignina á uppboði. Meðbeiðni, dagsettri 18. mars 2015, krafðist sóknaraðili þess að fram færu opinberskipti til fjárslita á milli aðila og var krafan tekin til greina með úrskurðiHéraðsdóms Reykjaness 29. apríl 2015. Sama dag var Þyrí Steingrímsdóttir hrl.skipuð til að fara með skiptastjórn í búinu. Íáðurgreindu bréfi skiptastjóra til dómsins segir að á fyrsta skiptafundi hinn8. maí 2015 hafi verið bókað að eignir búsins væru eftirfarandi:.Fasteignin [...], skráð eign beggjaað jöfnu 2.Bifhjól [...], skráð eign K 3.Bankainnstæður, innlendar og erlendar, skráð á bæði 4.Hlutafjáreign, innlend 5.Hlutafjáreign, erlend á nafni mannsins6.Hlutafélöga.A ehf. [...]i.Skráður hluthafi M ii.Eignir m.a. [...] ehf. b.B ehf. [...]i.Skráður hluthafi M ii.Eignir m.a. [...] ehf. og sumarbústaður c.C ehf. [...]i.Skráður hluthafi M ii.Eignir m.a. bifreiðin [...], [...] og bátar d.D ehf. [...]i.Skráður hluthafi Kii.Eignir m.a. bifreiðin [...], [...]7.Innbú Á fimmtaskiptafundi hinn 6. nóvember 2015 hafi skiptastjóri tekið ákvarðanir um málefnibúsins og kröfur aðila. Hafi þeim öllum verið mótmælt, ýmist af konunni eðamanninum eða báðum og krafist úrlausnar héraðsdóms. Um rökstuðning og lagarök fyrirákvörðunum skiptastjóra og efnisleg mótmæli aðila vísar skiptastjóri tilítarlegrar fundargerðar frá áðurgreindum skiptafundi 6. nóvember 2015. Skiptastjórikveður ágreiningsefni málsaðila vera eftirfarandi: Í fyrstalagi lúti ágreiningur aðila að útlagningu eigna samkvæmt ákvæðum 109. og 110.gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Skiptastjórihafi ákveðið að leggja varnaraðila út þær eignir sem hann væri skráður fyrir ísamræmi við kröfu hans. Um hafi verið að ræða bankareikninga og hlutabréf, semskráð væru á hans nafn og hlutafélögin A ehf., B ehf. og C ehf. Sóknaraðilihafi mótmælt ákvörðun skiptastjóra og krafist þess að ákvörðuninni yrði skotiðtil héraðsdóms til úrlausnar. Þá kveðstskiptastjóri hafa ákveðið að leggja konunni út sameign aðila að [...] í samræmi við kröfu hennar. Þá hafiskiptastjóri ákveðið að hún skyldi innan 15 daga frá því að útlagningarverðlægi fyrir samkvæmt verðmati löggilts fasteignasala reiða af hendi mismunverðmætis fasteignarinnar með peningagreiðslu að frádregnu áhvílandi láni sembáðir aðilar væru skráðir skuldarar að. Þá þyrfti sóknaraðili að tryggja aðáhvílandi lán héldist í skilum, sem og greiðslur vegna rekstursfasteignarinnar, en í því fælist að hún stæði skil á því sem þegar værigjaldfallið. Maðurinn mótmælti ákvörðun skiptastjóra og krafðist þess aðákvörðuninni yrði skotið til héraðsdóms til úrlausnar. Vegnaágreinings um ákvörðun skiptastjóra um útlagningu fasteignarinnar kveðstskiptastjóri hafa ákveðið að láta þinglýsa kvöð á fasteignina um að hún skyldihvorki seld þriðja aðila né veðsett meðan leyst væri úr ágreiningi málsaðila,enda gæti útlagningin þá gengið til baka ef héraðsdómur kæmist að annarriniðurstöðu. Sóknaraðili hafi mótmælt þeirri ákvörðun skiptastjóra og krafistþess að ákvörðuninni yrði skotið til héraðsdóms til úrlausnar. Vegnaágreinings um ákvörðun skiptastjóra um útlagningu eigna til mannsins hafiskiptastjóri ákveðið að þeim fjármunum sem sóknaraðili stæði skil á vegnafasteignarinnar yrði ekki úthlutað til mannsins fyrr en leyst hefði verið úrágreiningi varðandi eignarhlut konunnar í þeim eignum, enda gæti þá sú fjárhæðstaðið til tryggingar mögulegri kröfu konunnar. Varnaraðili hafi mótmælt þeirriákvörðun skiptastjóra og krafist þess að ákvörðuninni yrði skotið tilhéraðsdóms til úrlausnar. Í öðrulagi hafi ágreiningur málsaðila lotið að afhendingu listmuna í eigu B ehf. tilfyrirsvarsmanns félagsins. Skiptastjórihafi ákveðið að maðurinn skyldi fá afhenta tiltekna listmuni, sem staðsettirhafi verið í fasteigninni að [...], en í eigu B ehf.,en félagið hafi verið útlagt honum á sama fundi. Konan hafi mótmælt ákvörðunskiptastjóra og krafist þess að ákvörðuninni yrði skotið til héraðsdóms tilúrlausnar. Skiptastjórihafi ákveðið að framfylgja fyrrgreindri ákvörðun um afhendingu og farið að [...] 15 hinn 13. nóvember í þeim tilgangi að fámunina afhenta. Konan hafi neitað afhendingu og mótmælt ákvörðun skiptastjóraþar um. Skiptastjóri hafi ekki talið sér fært að fjarlægja munina án samþykkiskonunnar. Maðurinn hafi mótmælt þeirri afstöðu skiptastjóra og krafist þess aðafhending færi fram. Báðir aðilar hafi krafist úrlausnar héraðsdóms umágreiningsefnið. Í þriðjalagi hafi verið ágreiningur um eignarhald skráðra eigna mannsins. Á fyrstaskiptafundi 8. maí 2015 hafi konan lýst því yfir að hún teldi að allar eigniraðila væru sameignir og að hún krefðist helmingshlutdeildar í þeim. Á fimmtaskiptafundi 6. nóvember í tengslum við útlagningu eigna til mannsins hafi konanítrekað kröfu sína og krafist hlutdeildar í eignunum. Maðurinn hafi mótmæltkröfunni. Skiptastjórihafi ekki tekið afstöðu til kröfunnar en vísað ágreiningi um eignarhlutdeild íeignum mannsins til úrlausnar héraðsdóms. Í fjórðalagi hafi verið ágreiningur um skráð eignarhlutföll fasteignarinnar að [...]. Á fimmtaskiptafundi 6. nóvember hafi maðurinn krafist þess að vikið yrði frá skráðumeignarhlutföllum fasteignarinnar að [...] og að þeim yrði breytt á þann veg að hann ætti 94,12% afeigninni, en hann hafi á öðrum skiptafundi 16. júní sl. áskilið sér rétt til aðgera slíka kröfu. Konan hafi mótmælt kröfunni. Skiptastjórihafi ekki tekið afstöðu til kröfunnar en vísað ágreiningi um eignarhlutdeild ífasteigninni að [...] til úrlausnarhéraðsdóms.III. DómkrafaA. Sóknaraðilikveðst aðallega byggja á því að allir fjármunir aðila við sambúðarslit hafiverið sameign. Aðilar hafi haft vilja til og litið svo á að þau væru ífjárfélagi og að sameignarfyrirkomulag ríkti í sambúðinni um allar þeirraeignir, að minnsta kosti frá því [...] í ársbyrjun árið 2000 og varnaraðili hvarf af vinnumarkaði.Engin eignamyndun sem orð sé á gerandi hafi átt sér stað hjá aðilum fyrir þaðtímamark og því séu engar eignir við sambúðarslitin undanskildar. Þannig reyniekki á reglur sifjaréttar um ráðstöfun eigna við sambúðarslit, heldur eigi viðreglur fjármunaréttarins um sérstaka sameign. Öllháttsemi aðila á sambúðartímanum beri þess ótvírætt merki að aðilar hafi litiðsvo á að þau væru í fjárfélagi um allar eignir sínar. Þannig hafi aðilar taliðsaman fram til skatts allt frá skattárinu 2000 og í þeim framtölum sé hvergigreint á milli eigna þeirra eftir því hvor aðili hafi komið fram við kaup þeirraeða eftir því hvort þeirra sé eða hafi verið skráð fyrir tiltekinni eign.Reyndar geri framtölin gott betur en að staðfesta hina fjárhagslegu samstöðu,þau staðfesti afdráttarlaust að framteljendur, aðilar máls þessa, hafi alla tíðlitið svo á að þau ættu allar eignir til helminga. Framtölvegna skattáranna 2010 til 2013 séu einu skattframtöl aðila, frá því að þauhófu að telja fram saman árið 2000, þar sem finna megi einhverja skiptingueigna á milli aðila. Í öllum öðrum framtölum sé aðeins gerð grein fyrirheildareignum þeirra saman. Ástæðan sé sú að á þessu tímabili hafi verið lagðurá auðlegðarskattur og hafi borið að gera einstaklingsbundna grein fyrir eignumframteljenda á sérstöku fylgiskjali með skattframtalinu; fylgiskjali 3.23 semberi heitið “Viðbót við auðlegðarskattstofn”. Með hverju skattframtali á téðumárum sé því að finna eitt slíkt útfyllt fylgiskjal fyrir sóknaraðila og annaðfyrir varnaraðila. Þegar eyðublöðin séu skoðuð blasi það við að á fylgiskjalisóknaraðila öll fjögur árin komi fram að hún eigi jafn marga hluti ogvarnaraðili í öllum þeim hlutafélögum sem þar séu tilgreind. Skattframtaliaðila vegna áðurnefndra fjögurra ára og reyndar einnig vegna skattársins 2014fylgi einnig annað fylgiskjal sem sé númer 3.19 og beri það heitið “Hlutabréfaeign– kaup og sala”. Á því eyðublaði eigi að tilgreina öll hlutafélög ogeinkahlutafélög sem framteljandi eigi eignarhlut í og sé fylgiskjalið eins ogfylgiskjal 3.23 að því leyti að gert virðist ráð fyrir því að hvor aðilitilgreini þau hlutabréf sem hann hafi átt viðskipti með ef makar ogsambúðarfólk telur fram saman. Með skattframtali aðila á áðurnefndum árum hafihins vegar aðeins fylgt eitt fylgiskjal 3.23. Skemmst sé frá því að segja að áfylgiskjali 3.23 öll fimm árin sé sóknaraðili ein tilgreind sem sá sem átt hafiviðskipti með þau hlutabréf sem þar hafi verið tilgreind og sem eigandi þesshlutafjár sem þar hafi verið tilgreint. Kemur nafn hennar fram í þar til gerðumreit efst á fylgiskjalinu sem beri heitið “Persónuupplýsingar”. Hvergi hafiverið minnst á varnaraðila í því sambandi þrátt fyrir að hann hafi að minnstakosti í einhverjum tilvikum verið skráður eigandi hlutafjárins á öðrumvettvangi. Ennfremur hafi varnaraðili sjálfur staðfest fyrir skiptastjóra hversu djúpt hinfjárhagslega samstaða aðila hafi rist í sambúðinni. Þannig hafi hann veriðkrafinn skýringa á því hvernig á því stæði að mismunur 55 milljóna krónaveðláns sem aðilar hafi tekið saman hjá Landsbanka Íslands og þeirrasameiginlegu skulda sem greiddar hafi verið upp með þeirri lántöku, hafi allurrunnið inn á bankareikning hans en ekkert inn á bankareikning sóknaraðila.Varnaraðili hafi svarað því svo til að ekkert væri athyglisvert eða óvenjulegtvið það að aðilar hefðu tekið lán í sameiningu, en að hann hafi látið ráðstafanettó greiðsluflæði af láninu að öllu leyti inn á eigin bankareikning. Hannhafi enda greitt sameiginleg útgjöld vegna fjölskyldunnar af þeim reikningi.Þetta sýni ótvírætt að báðir aðilar voru í þeirri trú að þeir hefðusameiginlegan fjárhag og byggju við sameignarfyrirkomulag. Að öðrum kosti hefðivarnaraðili með háttsemi sinni verið að fremja auðgunarbrot með því að taka tilsín allt fjárstreymi frá láninu. Þá kveðstsóknaraðili leggja áherslu á að öll eignamyndun aðila á sambúðartímanum hafistaðið í sterkum tengslum við persónu hennar og hennar fjölskyldu. Fyrstamarkverða nettóeign aðila eftir að sambúð þeirra hófst hafi veriðfyrirframgreiddur arfur foreldra sóknaraðila til hennar í febrúar árið 2000 semhafi verið fyrsta skrefið í þá átt að gera frekari eignamyndun aðila mögulega.Hann hafi aldrei verið sérgreindur frekar en annar fyrirframgreiddur arfursíðar. Þá tengist svo gott sem allar eignir aðila störfum sem faðir sóknaraðilahafi ráðið varnaraðila til fyrir hennar orð eða fjárfestingum sem tengst hafistörfum varnaraðila fyrir tengdaföður sinn. Á því tímabili sem varnaraðili hafiunnið hjá fjölskyldufyrirtæki sóknaraðila og með tekjum af þessum störfum hafinær allar fjárfestingar aðila átt sér stað og allar endurfjárfestingar hvíli áþeim grunni. Ljóst sé að faðir sóknaraðila hafi ekki ráðið varnaraðila tilstarfa í þeirri trú að með því væri hann að tryggja honum persónulega auðsöfnunsem ekki kæmi sóknaraðila við. Þá kveðstsóknaraðili árétta að samkvæmt almennum reglum fjármunaréttarins um sérstakasameign eigi sameigendur eignar hana til jafns ef ekki er sýnt fram á önnureignarhlutföll. Til varakveðst sóknaraðili byggja á því að í samræmi við óskráðar reglur sifjaréttarinsum óskipta sambúð, svo sem þær birtist í dómafordæmum og umfjöllun fræðimanna,beri henni helmingshlutdeild í allri eignamyndun aðila á sambúðartímanum, endahafi verið alger fjárhagsleg samstaða með aðilum. Þegarsambúðin hófst hafi hvorugur aðila átt nettóeignir svo neinu hafi numið og öllnettóeign þeirra við sambúðarslitin hafi myndast á sambúðartímanum. Frá því [...] árið 2000, þ.e. lungann af sambúðartímanum,hafi varnaraðili verið útivinnandi en sóknaraðili verið heimavinnandi og boriðhitann og þungann af umönnun og uppeldi þriggja barna þeirra. Afofangreindum sökum verði eignum aðila ekki skipt í hlutföllum sem endurspegliþær eignir sem hvort fyrir sig kom með inn í sambúðina eða þær tekjur semaðilar öfluðu á sambúðartímanum.Framangreindar málsástæður eigi við um alla þá eignarflokkasem tölusettir séu frá 1 til 5 undir dómkröfu A og í ljósi dómaframkvæmdarHæstaréttar skuli þær teljast sérstaklega endurteknar fyrir hvern þeirra, aukþeirra viðbótarmálsástæðna sem við eigi um hvern og einn þeirra hér að neðan: Eignaflokkur1 – [...], [...]. Aðilarhafi keypt fasteignina að [...] 15 hinn 14. júní2002. Kaupsamningur, afsal og þar af leiðandi þinglýsingarvottorð tilgreiniaðila sem sameigendur fasteignarinnar í jöfnum hlutföllum. Aðilar séu sameiginlegaskuldarar að eina raunverulega veðláninu sem á fasteigninni hvíli,veðskuldabréfi Landsbankans hf., útgefnu 29. apríl 2014, upphaflega að fjárhæð55 milljónir króna. Skuld við Landsbankann hf. á 1. veðrétti hafi verið greiddupp þó svo að hún komi enn fram á veðbandayfirliti og handhafaskuldabréf á 3.og 4. veðrétti séu málamyndagerningar. Sóknaraðilikveðst byggja á því að dómaframkvæmd Hæstaréttar feli það í sér að umeignarhald á fasteignum við fjárslit skuli að meginstefnu styðjast við skráðareignarheimildir. Sá sem geri kröfu um önnur eignarhlutföll en opinber skráninggefi til kynna beri sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu og að þeirrisönnunarbyrði verði aðeins mætt með gögnum sem hreki með ótvíræðum hætti þaueignarhlutföll sem skráning beri með sér. Þessari sönnunarbyrði hafivarnaraðili með engu móti mætt. Í máliþessu hátti svo til að hin skráðu eignarhlutvöll fasteignarinnar að [...] séu í algeru samræmi við þá hugmynd ogætlun aðila að þeir ættu allar eignir í sameign, til helminga, eins og hún hafibirst í allri þeirra háttsemi á sambúðartímanum. Enga þýðingu hafi af hvaðabankareikningum greiðslur vegna fasteignakaupanna hafi komið, enda hafi fyrirlöngu verið komin á fjárhagsleg samstaða og samkrull með aðilum þegar kaupin áttusér stað. Búið hafi verið að greiða sóknaraðila fyrirframgreiddan arf,varnaraðili verið kominn í vinnu hjá föður hennar, hann á vinnumarkaði, hún aðsinna [...], [...] og fjármunir aðila, þá eins og síðar,algerlega ósundurgreindir. Eignaflokkur2 – bankainnistæður. Sóknaraðilikveðst byggja á því að þeir fjármunir sem á bankareikningunum hafi verið aðfinna við sambúðarslitin hafi að miklu leyti verið til komnir vegna sölu áverðbréfum sem aðilar hafi átt í sameign til helminga svo sem nánar verði gerðgrein fyrir hér að neðan. Á því tímamarki hafi aðilar ekki haft aðrar tekjurfrá árinu 2009. Af því leiði að fjármunum á bankareikningum skuli skipt jafnt ámilli aðila. Eignaflokkur3 – einkahlutafélög. Sóknaraðilibyggir á því að hún hafi frá upphafi verið eigandi helmings hlutafjár íeinkahlutafélögunum A ehf., B ehf. og C ehf. Þrátt fyrir að ársreikningarumræddra félaga tilgreini varnaraðila ranglega sem eina hluthafa þeirra, sýniskattframtal aðila vegna skattáranna 2010 til 2013 með ótvíræðum hætti aðmálsaðilar eigi félögin til helminga. Þegar fylgiskjöl aðila nr. 3.23 séuskoðuð blasi það við að á fylgiskjali sóknaraðila öll fjögur árin komi fram aðhún eigi 250.000 hluti í A ehf., 250.000 hluti í B ehf. og 250.000 hluti í Cehf. Á fylgiskjali varnaraðila öll fjögur árin megi sjá að hann eigi jafn margahluti og sóknaraðili í öllum félögunum, en þau eigi það sameignlegt aðheildarhlutafé þeirra sé 500.000 hlutir. Þá hafi aðilar sameiginlega farið meðstjórn allra félaganna með þeim hætti að varnaraðili hafi verið einistjórnarmaðurinn og varnaraðili eini varastjórnarmaðurinn. Þegarskoðað sé fylgiskjal með áðurnefndum skattframtölum númer 3.19 og reyndareinnig með skattframtali 2014, sé skemmst frá því að segja að öll fimm árinhafi sóknaraðili ein verið tilgreind sem sá sem átti viðskipti með þauhlutabréf sem þar voru tilgreind og sem eigandi þess hlutafjár sem þar vartilgreint. Komi nafn hennar fram í þar til gerðum reit efst á fylgiskjalinu semberi heitið “Persónuupplýsingar”. Hvergi sé minnst á varnaraðila í þvísambandi. Öll árin komi fram hlutafjáreign sóknaraðila í einkahlutafélögunum Aehf., B ehf. og C ehf. sem nemi 500.000 hlutum. Afofangreindum opinberum gögnum sem skilað hafi verið inn til stjórnvalda meðstaðfestingu framteljenda á því að upplýsingar sem þar kæmu fram væru réttar ogað viðlagðri refsingu ef út af bæri, verði ekki dregin önnur ályktun en aðsóknaraðili eigi hið minnsta helmingshlut í einkahlutafélögunum þremur. Eignaflokkur4 – önnur hlutabréf. Hérkveðst sóknaraðili byggja á sömu málsástæðum og fram koma í umfjöllun umeignaflokk 3. Eignaflokkur5 – innbú. Samkvæmtgögnum málsins hafi aðilar þegar samið um skiptingu stórs hluta innbús [...]. Til úrlausnar fyrir dóminn sé því hvernigskipta eigi því sem eftir standi af innbúinu og húsbúnaði og húsgögnum sem séað finna í gámum sem varnaraðili hafi vörslur á og á heimili varnaraðila. Sóknaraðilikveðst byggja á því að umræddir munir hafi verið keyptir af aðilum saman,annaðhvort í sameiningu eða sumir af sóknaraðila og aðrir af varnaraðila, og afþví leiði að henni beri helmingur þeirra við skiptin. Hvað flesta munina varðiséu skilríki fyrir eignarhaldi ekki fyrir hendi og þar sem þau séu fyrir hendiskeri þau ekki úr um það hver hafi átt þá fjármuni sem notaðir hafi verið tilað greiða fyrir munina. Sé þá einkum vísað til þess sem áður greini um notkunbankareikninga aðila og algera samþættingu fjármála þeirra. DómkrafaB. Sóknaraðilikveðst byggja á því að samkvæmt skýru orðalagi 3. mgr., sbr. 4. mgr., 10. gr.laga um skipti á dánarbúum o.fl. nr. 20/1991 beri að leggja henni útfasteignina [...], [...]. Fasteignin sé sameign aðila til jafns ogþar sem báðir aðilar krefjist útlagningar eignarinnar skuli sá ganga fyrir semætla megi að hafi meiri þörf fyrir eignina. Sameiginlegbörn aðila búi öll hjá sóknaraðila sem ekki hafi yfir öðru húsnæði að ráða en [...]. Þar hafi öll börnin alist upp. Óvíst sé íhvaða hús sóknaraðili hefði að venda með börnin missti hún umráð þeirrarfasteignar. Varnaraðili hafi á hinn bóginn, í gegnum félag í hans eigu, festkaup á einbýlishúsi við [...] í [...] þar sem hann nú búi. Sé því einsýnt að sóknaraðili hafi munmeiri þörf fyrir útlagningu [...] en varnaraðili. DómkrafaC. Sóknaraðilikveðst byggja á því að í útlagningu eignar samkvæmt 110. gr. laga um skipti ádánarbúum o.fl. felist að eign sé þeim sem hana fái útlagða til frjálsrarráðstöfunar, sbr. skýrt orðalag 1. mgr. 110. gr. Af þessu leiði að þegarákvörðun hafi verið tekin um útlagningu verði ekki sett fyrir henni önnurskilyrði en, eftir atvikum, um peningagreiðslu samkvæmt 4. mgr. 110. gr. Afofangreindu leiði að verði sóknaraðila lögð út fasteignin að [...], [...], sé sú eign henni til frjálsrar ráðstöfunar eftir að húnhefur innt af hendi peningagreiðslu fyrir eignarhlut varnaraðila ífasteigninni. Líta megi á yfirtöku hennar á veðskuld varnaraðila viðLandsbankann hf. sem peningagreiðslu í skilningi þessa ákvæðis. Sóknaraðila séþví heimilt að selja eða veðsetja fasteignina eða ráðstafa henni með hverjumþeim hætti sem hún kjósi, verði henni lögð eignin út. DómkrafaD. Sóknaraðilikveðst byggja á því að tvö handhafaskuldabréf sem varnaraðili sé einn skuldariað og sem útgefin hafi verið 21. maí 2010, upphaflega að fjárhæð samtals 120milljónir króna, séu málamyndagjörningar sem honum beri að aflýsa af eigninni.Í gögnum málsins komi fram að skuldabréfin hafi verið útbúin á lögmannsstofu íþeim tilgangi einum að skerma af það fullnustuandlag sem kynni að vera ífasteigninni að [...], [...]. Það styrki enn frekar eðli umræddraveðskuldabréfa sem málamyndagjörnings að þau hafi fyrst komið fram áskattframtali aðila árið 2014, en ekkert hafi verið getið um þau í fyrriskattframtölum. DómkrafaE. Sóknaraðilikveðst byggja á því að áðurgreind tvö handhafaskuldabréf, sbr. dómkröfu D,leiði til þess að fasteignin að [...] í [...] sé yfirskuldsett. Íhenni séu því engin verðmæti á meðan skuldabréfin hvíli á eigninni. Samkvæmt4. mgr. 110. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. verði sá sem fáieign útlagða einungis krafinn um peningagreiðslu fyrir það sem þar sé kallaðafgangur verðmætis. Sé þar átt við verðmæti útlagðrar eignar umfram þanneignarhlut sem sá, sem fær eignina útlagða, á tilkall til úr búskiptum eðafjárslitum. Til þess að krafa verði gerð um peningagreiðslu af þessu tagi þurfiþví að vera slíkur afgangur verðmætis fyrir hendi. Alveg óháð því hversu stórseignarhluta sóknaraðili á tilkall til við fjárslitin, liggi fyrir að á meðanhandhafaskuldabréfin tvö hvíli á [...] sé ekkert verðmæti í eigninni umfram áhvílandi skuldir. Þegaraf þeirri ástæðu verði sóknaraðili ekki krafinn um greiðslu til varnaraðilavegna útlagningar fasteignarinnar fyrr en bréfunum hefur verið aflétt. DómkrafaF. Sóknaraðilikveðst byggja á því að hún eigi helming þeirra eigna sem hér um ræði og vísartil umfjöllunar um dómkröfu A hvað það varði. Af því leiði að um útlagninguþeirra sameigna gildi 3. og 4. mgr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúumo.fl. Miðað við yfirlit skiptastjóra yfir eignir aðila sé verðmæti þeirra eignasem heyri undir dómkröfu F langt umfram þann hlut sem varnaraðila beri úr fjárslitunum.Honum beri því samkvæmt 4. mgr. 110. gr. laga nr. 20/1991 að greiða sóknaraðilasvonefndan afgang verðmætisins með peningagreiðslu. Þar sé um að ræða helmingverðmætis eignanna og verði þær ekki lagðar honum út án slíkrar greiðslu. DómkrafaG. Sóknaraðilikveðst byggja á því að við opinber skipti til fjárslita á milli sambúðarfólksverði ekki kveðið á um afhendingu eigna sem annað hvort þeirra hefur í vörslumsínum til þriðja aðila á grundvelli ætlaðs eignaréttar hans. Ekki sé um að ræðaeiginlegt bú sem sé undir skiptum og sem geti haft vörslur eigna, öndvert viðdánarbú eða þrotabú sem bæði séu sjálfstæðir lögaðilar sem taki við réttindumog skyldum hins látna eða gjaldþrota manns. Þvert á móti sé um að ræða fjárslitá milli tveggja einstaklinga og að samkvæmt þeim lagaákvæðum sem við eigi fallieinungis eignir þeirra, það er að segja séreignir og sameignir, undirfjárslitin. Hvaðvarði eignir þriðja aðila sem annar hvor aðili fjárslitanna kunni að hafa undirhöndum gildi almennar reglur og því verði viðkomandi ekki knúinn tilafhendingar slíkra eigna nema eftir þeirri málsmeðferð er aðfararlög kveði áum. Þá kveðstsóknaraðili byggja á því að engar haldbærar eignarheimildir liggi fyrir semstaðfesti eign B ehf. á þeim munum sem um ræði. IV.Varnaraðili kveður það alrangt að eignirhans standi í einhverju samhengi við persónu sóknaraðila og fjölskyldu hennar.Hið rétta sé að eignir varnaraðila hafi tekið að myndast á grundvellipersónulegra viðskipta hans áður en sambúð aðila hófst. Á þeim grunni hafi hannstaðið straum af fasteignakaupum sínum, sem og öðrum fjárfestingum.Fullyrðingar um annað, þ.m.t. að eignamyndun hans eigi rót í fyrirframgreiddumarfi sem sóknaraðila hafi hlotnast, séu ósannaðar og órökstuddar með öllu. Varnaraðilihafnar því jafnframt alfarið að fjárhagur aðila hafi verið sameiginlegur ogeignir þeirra sameign. Sóknaraðili hafi átt sínar eignir og varnaraðili sínar.Varnaraðili kveðst hafa byggt upp eignir sínar einn og hjálparlaust og ánaðkomu sóknaraðila. Sóknaraðili hafi engra tekna aflað og að engu leyti komiðað rekstri félaga í eigu varnaraðila eða þeirra fyrirtækja sem hann starfaðihjá. Bankareikningar þeirra hafi verið aðskildir, hvorugt þeirra hafi haftaðgang að bankareikningi hins og hafi fjárhagsleg samstaða þeirra því veriðlítil sem engin. Alla sambúð þeirra hafi varnaraðili staðið straum af kostnaðivið rekstur heimilis þeirra, viðhald hússins, ferðalög og fleira og m.a. greittkreditkortareikninga sóknaraðila. Varnaraðili kveðst aldrei hafa litið svo á aðum sameiginleg útgjöld eða einhvers konar fjárfélag væri að ræða en kveðst þóhafa greitt útgjöld sóknaraðila vegna tekjuleysis hennar. Varnaraðili hafi þvíeinn aflað tekna og staðið straum af kostnaði heimilisins. Kröfurvarnaraðila undir lið 1. Aðalkrafa:Um frávísun kröfuliða D og E Varnaraðilibendir á að ákvörðun skiptastjóra um útlagningu fasteignarinnar til sóknaraðilaað tilteknum skilyrðum uppfylltum hafi verið tekin á skiptafundi 22. september2015 þar sem skýrlega hafi komið fram í hverju ákvörðunin fólst og hvaðaskilyrði skiptastjóri setti fyrir útlagningunni. Í bréfi skiptastjóra tilhéraðsdóms séu ágreiningsefni skiptanna útlistuð, en þar sé getið ágreiningsvegna ákvörðunar um útlagningu fasteignarinnar til handa konunni og hafi þeimágreiningsefnum verið vísað til héraðsdóms. Hvorki ífundargerð skiptafundar né í bréfi skiptastjóra til héraðsdóms sé minnst áákvörðun skiptastjóra um skyldu varnaraðila til að aflétta skuldabréfunum afeigninni og að sóknaraðila sé ekki skylt að inna af hendi greiðslu vegnaeignarhluta varnaraðila fyrr en bréfunum hefur verið aflétt af fasteigninni.Þessi ágreiningsefni hafi því ekki sætt þeirri meðferð sem lögboðin sé samkvæmt112. gr. og 3. tölulið 1. mgr. 122. gr. laga um skipti á dánarbúum o.fl. nr.20/1991. Geti sóknaraðili því ekki komið þeim að fyrst nú, sbr. lokamálslið112. gr. fyrrgreindra laga. Beri því að vísa þessum kröfum sóknaraðila frádómi. Aðalkrafa:Um að kröfum sóknaraðila merktum A, B, C, F og G verði hafnað. Um kröfuA. Varnaraðilikveðst hafna málsástæðum sóknaraðila um að líta beri svo á að allir fjármuniraðila við sambúðarslit hafi verið í sameign þeirra á grundvelli reglnafjármunaréttarins um sérstaka sameign, enda séu engin lagarök fyrir slíkrikröfugerð eða niðurstöðu. Kveðst varnaraðili byggja á því að við fjárskiptineigi að beita þeim óskráðu reglum sem gildi um slit sambúðar sem Hæstirétturhafi staðfest ítrekað í áralangri dómaframkvæmd. Við slit sambúðar sé litið ásambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga og sú meginregla gildi að hvoraðili taki sínar eignir og beri ábyrgð á sínum skuldum. Sé margstaðfest aðopinber skráning eigna og þinglýstar eignarheimildir verði lagðar tilgrundvallar um eignarráðin. Frá þessari meginreglu sé ekki vikið nema aðströngum skilyrðum uppfylltum, þ.e. að sambúðarmaki sýni fram á að hann hafilagt sitt af mörkum til hlutdeildar í eignamyndun á sambúðartíma. Beri sá semslíku haldi fram sönnunarbyrðina um það. Varnaraðilikveðst byggja á því að sóknaraðili hafi ekkert lagt til við eignamyndunvarnaraðila á sambúðartímanum. Á þeim tíma hafi varnaraðili aflað umtalsverðratekna í viðskiptum og með vinnu sinni fyrir félögin [...] ehf. og [...] hf. eins og áður hafi komið fram. Sóknaraðili hafi ekkertunnið utan heimilis og í engu aðstoðað við rekstur félaga í eigu varnaraðilaeða þeirra félaga sem hann hafi starfað fyrir. Ekkert fjárfélag hafi verið meðaðilum, en eins og áður greini hafi varnaraðili staðið straum af öllum kostnaðiheimilisins, þ.m.t. kreditkortareikningum sóknaraðila og greitt fyrir ýmsahúshjálp á heimili. Fjárhagur þeirra hafi að öllu leyti verið aðskilinn, þ.e.hvort um sig hafi átt sína bankareikninga, hvorugt hafi haft aðgang aðbankareikningum hins og hvort um sig hafi átt sínar eignir. Sé augljóst aðsóknaraðili hafi enga hlutdeild átt í eignamyndun varnaraðila ásambúðartímanum. Affyrrnefndum meginreglum leiði að sóknaraðili beri sönnunarbyrði fyrir því aðhún eigi rétt til hlutdeildar í eignum varnaraðila. Þá sönnunarbyrði hafi húnmeð engu móti axlað. Liggi enda fyrir að framlag sóknaraðila til eignamyndunarvarnaraðila á sambúðartímum hafi nánast ekkert verið eins og áður greini. Tekiðskuli fram að fyrir liggi í málinu að aðilar hafi samþykkt báðir fyrir sittleyti að vera samskattaðir samkvæmt heimild þar um í 3. mgr. 62. gr. laga nr.90/2003 um tekjuskatt. Slík samsköttun feli hins vegar engan veginn í sér aðallar eignir þeirra, sem taldar séu fram til skatts, séu þar af leiðandisameignir. Mikils misskilnings virðist gæta um þetta hjá sóknaraðila. Sambúðaraðilarsem njóti samsköttunar eigi eftir sem áður sínar séreignir og stofni slíksamsköttun ekki nein eignarréttindi eða hlutdeildarréttindi sambúðaraðila íeignum hins aðilans. Þetta sé grundvallaratriði. Varnaraðilibendir á að sú skipting eigna á milli aðila sem sjá megi í skattframtölum vegnaskattáranna 2010-2013 sé tilkomin vegna útreiknings á viðbót viðauðlegðarskattstofn, sem sé á fylgiskjali 3.23 með téðum skattframtölum. Íframtalsleiðbeiningum ríkisskattstjóra frá árinu 2011, vegna skattársins 2010,sé m.a. fjallað um útfyllingu þessa eyðublaðs. Í þeim leiðbeiningum komiskýrlega fram að hjón, og þar af leiðandi einnig sambúðaraðilar sem séusamskattaðir, fái hvort sitt eyðublaðið „með helmingi hlutafjáreignar í árslok2009, eins og hún var talin fram í framtali 2010“. Sem fyrr segi hafimálsaðilar notið samsköttunar frá árinu 2001 og í framtali 2010 hafi því eignirhvors þeirra um sig verið ósundurgreindar eins og ávallt sé hjá samsköttuðumeinstaklingum. Þeim eignum hafi á sjálfvirkan hátt verið skipt í tvennt áþessum eyðublöðum eins og leiðbeiningar ríkisskattstjóra séu skýrar um. Þaðfari því fjarri að tilgreining eigna á þessum eyðublöðum sýni fram á að aðilarhafi litið svo á að sóknaraðili ætti þær eignir til jafns við varnaraðila, hvaðþá að tilgreiningin stofnaði til einhvers konar eignaréttar. Þessu tilviðbótar kveðst sóknaraðili vísa til fylgiskjals nr. 3.19 við skattframtölfyrrnefndra fjögurra ára og skattársins 2014 að auki, en það fylgiskjal beriheitið „Hlutabréfaeign – kaup og sala“. Sé mikið úr því gert af hálfusóknaraðila að nafn hennar birtist efst á blaðinu og talið að það sýni að húnhafi stundað þau hlutabréfaviðskipti sem þar séu tilgreind og sé eigandi þesshlutafjár sem um ræði. Þetta sé alrangt hjá sóknaraðila. Tilgreining nafnshennar efst á blaðinu þjóni einungis þeim tilgangi að tilgreina í framtalihvaða skattaðila fylgiskjalið tilheyrir. Í tilfelli hjóna og sambúðarfólks semnjóti samsköttunar muni það ávallt vera það hjóna eða sambúðarfólks sem eldraer sem sé tilgreint í þessum reit. Sé fjarstæðukennt að álykta sem svo að þessitilgreining hafi einhverja þýðingu um hver sé talinn eigandi þess hlutafjár semviðskiptin taka til, einkum í ljósi þess að við hver og ein viðskipti sé reiturþar sem tilgreint sé hver sé „kennitala eiganda“. Varnaraðili sé þar næreingöngu tilgreindur sem eigandi viðkomandi hlutabréfa. Skattframtölinstyðji því í engu við fullyrðingar sóknaraðila um hina ætluðu fjárhagslegusamstöðu á milli aðila málsins. Þvert á móti gefi þau til kynna það sem réttsé, að sambúðaraðilar hafi hagað fjármálum sínum með þeim hætti að hvort þeirraætti sínar eignir. Þá skuli þess getið að jafnvel þótt lesa mætti eitthvaðannað út úr skattframtölunum stofni skattframtöl ekki eignarrétt lögum samkvæmtog séu ekki ígildi opinberrar skráningar eða þinglýsingar eins og sóknaraðilivirðist halda. Sóknaraðilivísi enn fremur til þess til sönnunar á fjárhagslegri samstöðu aðila aðandvirði veðláns, sem aðilar hafi tekið hjá Landsbanka Íslands hf., hafi aðfrádregnum uppgreiddum skuldum runnið inn á bankareikning varnaraðila. Þessukveðst varnaraðili hafna og kveðst byggja á því að þessi tilhögun sýni þvert ámóti að ekki hafi verið um fjárhagslega samstöðu að ræða. Þannig hafi veriðeðlilegt að andvirði lánsins rynni inn bankareikning varnaraðila þar sem hannhafi fyrir sitt fé greitt 94,12% af kaupverði fasteignarinnar, sbr. umfjöllunhér að neðan, og að hann hafi með sínum tekjum og fé staðið straum af kostnaðifjölskyldunnar og rekstri fasteignarinnar. Sóknaraðili hafi lítið sem ekkertlagt til í þessu sambandi. Dylgjum um einhvers konar auðgunarbrot í þessu ljósier alfarið hafnað. Þá kveðstvarnaraðili alfarið hafna sem ósönnuðum og órökstuddum fullyrðingum sóknaraðilaum að eignamyndun varnaraðila á sambúðartímanum hafi staðið í einhverjumtengslum við persónu og hennar fjölskyldu, sbr. það sem áður greini umframangreint. Frekariröksemdir fyrir meintu framlagi sóknaraðila til hlutdeildar í eignumvarnaraðila séu ekki færðar fram af hálfu sóknaraðila. Þar sem ekkert hald sé íþví sem þar sé tínt til og þar sem engar aðrar haldbærar sannanir um hið ætlaðasameignarfyrirkomulag hafi komið fram sé ekki annað fært en að hafna kröfumsóknaraðila undir þessum lið. Sé engin ástæða, hvað þá lagarök, til að víkja frámeginreglum íslensks réttar um fjárslit á milli sambúðaraðila. Um hvernog einn eignarflokk í kröfu sóknaraðila sé það að segja að varðandi fasteigninaað [...] þá krefjistvarnaraðili aukinnar eignarhlutdeildar í henni. Hvað varði eignir varnaraðila íbankainnstæðum, einkahlutafélögum og öðrum hlutabréfum sé ætlað tilkallsóknaraðila til þeirra eigna nánast einvörðungu byggt á fyrrnefndri alrangritúlkun sóknaraðila á skattframtölum aðila. Sem fyrr segi séu þau skýr um aðeinkahlutafélögin og hlutabréfin séu eign varnaraðila, ekki sóknaraðila. Hvaðinnbúið varðar þá sé rétt að varnaraðili hafi þegar gefið eftir talsverðanhluta af innbúinu til sóknaraðila í samræmi við framlagt samkomulag aðila þarum. Hafi hann gert það umfram skyldu í því skyni að búa börnum sínum gottheimili. Það sem eftir standi hafi nánast allt verið keypt fyrir hans tekjur oghans fé og sé því réttilega hans eign. Að öllu þessu sögðu beri að hafna kröfusóknaraðila undir lið A í kröfugerð hennar. Um kröfuB. Krafasóknaraðila um útlagningu fasteignarinnar að [...] sé reist á 110. gr., sbr. 109. gr., laga nr. 20/1991 umskipti á dánarbúum o.fl. Varnaraðili kveðst byggja á því að krafa sóknaraðilaum útlagningu uppfylli ekki kröfur þeirra ákvæða. Þannig liggi fyrir að varnaraðiligerir kröfu um að skráning eignarhlutar hans í fasteigninni verði leiðrétt í94,12%, enda hafi hann innt af hendi mikinn meirihluta þess fjár sem runniðhafi til kaupa á fasteigninni og staðið undir kostnaði við allt viðhald ogviðbætur á henni. Af því leiði að sóknaraðili eigi ekki hreina eign í húsinusem hægt sé að úthluta til hennar, sbr. 3. mgr. og 4. mgr. 109. gr. og 3. mgr.110. gr. laga nr. 20/1991. Sé verðmæti eignarinnar því langt umfram það semsóknaraðili eigi rétt á að fá í sinn hlut. Þessu tilviðbótar sé á það bent að allsendis ósannað sé að sóknaraðili hafi meiri þörffyrir að nýta fasteignina. Þvert á móti sé ýmislegt sem gefi til kynna ígjörðum sóknaraðila og hegðun að slík þörf sé ekki til staðar. Sem dæmi meginefna að sóknaraðili hafi tekið yfir eignina á grundvelli ólögmætrar yfirtökuog húsbrots. Þá hafi sóknaraðili afþakkað boð varnaraðila um að standa straumaf greiðslu leiguhúsnæðis fyrir sóknaraðila og börnin. Þá hafi vanskil safnastupp vegna fasteignarinnar en sóknaraðili hafi ekki greitt fastar afborganir afhúsinu á meðan hún hefur haldið þar til. Sé nú svo komið að lánveitandi,Landsbankinn hf., hafi gjaldfellt lánið. Ekki sé rétt sem fram komi ígreinargerð sóknaraðila að lán þetta, sem hvíli á 1. veðrétti á fasteigninni,hafi verið greitt upp. Með auknum vanskilum aukist sífellt hætta á því aðskuldheimtumenn gangi að eigninni með tilheyrandi kostnaði. Þessi vanskilhrannist upp þrátt fyrir að sóknaraðili telji sig eiga aðgang að nægilegufjármagni til að borga út hlut varnaraðila. Þá liggi fyrir að sóknaraðili hafilýst því yfir að hún muni ekki búa í húsinu til frambúðar þar sem um dýrafasteign sé að ræða. Liggi því fyrir að sóknaraðili þurfi að flytja út úrhúsinu fyrr eða síðar og því vandséð af hverju þörf sé á því nú að fáfasteignina sér lagða út. Allt framangreint staðfesti að lagaskilyrði standiekki til útlagningar fasteignarinnar samkvæmt kröfu sóknaraðila, sbr. 109. og110. gr. laga nr. 20/1991. Þá séítrekað sem áður hafi komið fram að útlagning komi ekki til greina í ljósi þesshvernig sóknaraðili svipti varnaraðila vörslum eignarinnar, þ.e. meðófyrirleitnum og ólögmætum hætti. Verði útlagning viðurkennd á þeim grunni séverið að opna á þá leið að aðilar í skiptamálum geti fengið eign sér útlagðameð því að leggja hana undir sig með ólögmætum hætti. Geti það ekki samrýmstþeim grunnreglum sem búi að baki lögum nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Um kröfuC. Varnaraðilibendir á að sú ákvörðun skiptastjóra að þinglýsa kvöð á eignina um að hún verðiekki seld þriðja aðila eða veðsett meðan leyst sé úr ágreiningi um útlagningunasé með öllu eðlileg, enda verði að tryggja að útlagning geti gengið til bakakomi til þess að á kröfur varnaraðila verði fallist. Beri því að hafna þessarikröfu sóknaraðila. Um kröfuF. Varnaraðilibendir á að undir lið F í kröfugerð sinni krefjist sóknaraðili viðurkenningar áþví að varnaraðila verði ekki lagðar út séreignir hans án greiðslu á helmingiverðmætis þeirra eigna til sóknaraðila. Varnaraðili kveðst krefjast þessað þessari kröfu sóknaraðila verði hafnað. Um séreignir varnaraðila sé að ræðaen samkvæmt skýru ákvæði 2. mgr. 110. gr. laga nr. 20/2991 eigi hann rétt á þvíað fá þær sér lagðar út. Sóknaraðili hafi með málatilbúnaði sínum í engu axlaðsönnunarbyrði sína um að eignir þessar séu að einhverju leyti í sameign aðila,og þar með að um útlagningu þeirra gildi ákvæði 3. mgr. 110. gr. laga nr.20/1991 eins og fjallað hafi verið um hér að framan. Beri því að hafna kröfusóknaraðila að þessu leyti. Um kröfuG. Að bakiþessari kröfu sóknaraðila liggi sú staðreynd að einkahlutafélagið B ehf., semhafi verið útlagt varnaraðila, eigi listmuni sem staðsettir séu í fasteigninniað [...]. Hafi varnaraðilikrafist þess, sem eini eigandi félagsins, að þessir listmunir verði afhentir.Liggi enda fyrir að þeir séu séreign varnaraðila í gegnum félagið og félagiðhafi verið útlagt honum. Hér sé því ekki um það að ræða að einhver ótiltekinnþriðji aðili sé að krefjast afhendingar á eign sinni heldur sé einungis veriðað krefjast þess að ákvörðun skiptastjóra um útlagningu sé framfylgt. Væri þaðí hæsta máta óeðlilegt að sóknaraðili gæti með þessum hætti komið í veg fyrirafhendingu útlagðra eigna, sem ákveðin hafi verið með lögmætum hætti afskiptastjóra. Þessutil viðbótar leiði það af meginreglum 57. gr. og 58. gr. laga nr. 20/1991, semog 109. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., að afhenda beri eign ívörslum bús til þess sem sanni eignarrétt sinn að þeim. Eignarheimildirfélagsins að þessum listmunum séu skýrar að mati skiptastjóra en þær komi framí gögnum málsins. Að öllu þessu sögðu beri að hafna kröfu sóknaraðila undir lið G.Varakrafa um að kröfum undir D- og E-lið verði hafnað. Um kröfuD. Verðiekki fallist á frávísun á þessum kröfulið, sbr. áðurgreint, kveðst varnaraðilikrefjast þess að héraðsdómur hafni kröfu um að varnaraðila beri að afléttaveðkröfum vegna skuldabréfanna tveggja. Því sé alfarið hafnað aðhandhafaskuldabréf þau, sem á eigninni hvíla, séu málamyndagerningar. Þau hafiverið seld félaginu A ehf. á árinu 2013 og andvirði sölunnar notað í útgjöldvegna ferðalaga fjölskyldunnar og dvalar erlendis með fullri vitund og samþykkisóknaraðila. Sé því fullkomlega ljóst að um fullgilda gerninga sé að ræða semekki verði aflýst nema til komi greiðsla á skuld samkvæmt þeim. Verðiniðurstaða héraðsdóms sú að hafna kröfu varnaraðila um aukna eignaraðild ífasteigninni og fallast á útlagningu eignarinnar til sóknaraðila þurfi hún aðgreiða sinn hluta vegna þessara handhafaskuldabréfa. Um kröfuE. Verðiekki fallist á frávísun á þessum kröfulið, sbr. áðurgreint, sé þess krafist aðhéraðsdómur hafni kröfu sóknaraðila um viðurkenningu á því að henni sé ekkiskylt að inna af hendi greiðslu vegna eignarhluta varnaraðila í fasteigninni að[...] fyrr en hann hafiaflétt kröfum af veðskuldabréfunum sjálfum. Ljóst sé að ef ekki verður fallistá kröfu sóknaraðila undir lið D leiði sjálfkrafa að ekki verður fallist á þessakröfu. Henni beri því að hafna. Þrautavarakrafa. Vilji svoólíklega til að ekki verði fallist á aðal- og varakröfu varnaraðila undir lið 1í dómkröfum varnaraðila sé gerð sú þrautavarakrafa að allar eignir sóknaraðilateljist vera sameign þeirra beggja. Sé varnaraðila nauðsynlegt að gera þessakröfu þar sem kröfur sóknaraðila taki einungis til þess að sóknaraðili fáihelmingshlutdeild í eignum varnaraðila. Fari svo að fallist verði á þau rök semsóknaraðili færi fyrir þeirri kröfu, þ.e. að í sambúð þeirra hafisameignarfyrirkomulag verið við lýði þrátt fyrir rökstudd mótmæli varnaraðilavið því, liggi beint við að varnaraðili eigi að sama skapi helmingshlutdeild íeignum sóknaraðila. Feli það í sér vissa mótsögn í málatilbúnaði sóknaraðila aðþess sé einungis krafist að eignir varnaraðila komi til helmingaskipta en ekkieignir sóknaraðila þegar byggt sé á hinu ætlaða sameignarfyrirkomulagi. Krafavarnaraðila feli því að framansögðu í sér að viðurkennt verði að allar þæreignir, sem tilgreindar séu í bréfi skipstjóra til dómsins, séu í sameignbeggja aðila. Ætti varnaraðili því með réttu að eiga helmingshlutdeild íbifhjóli því sem skráð sé á sóknaraðila, bankainnstæðum á hennar nafni, hlutaféí eigu hennar, auk annarra eigna sem hún kunni að eiga. Ætti að vera óumdeiltað hann hafi lagt sitt af mörkum til þessarar eignamyndunar sóknaraðila meðtekjum sínum eins og áður hafi verið fjallað um. Kröfurvarnaraðila undir lið 2. Varnaraðilikveðst krefjast þess að felld verði úr gildi ákvörðun skiptastjóra umútlagningu fasteignarinnar að [...] til sóknaraðila, entil vara, verði fallist á kröfu um útlagningu eignarinnar, að útlagningin fariþá a.m.k. fram í samræmi við ákvörðun skiptastjóra, þ.e. með öllum þeimskilyrðum sem skiptastjóri hafi sett fyrir útlagningunni. Þyki varlegast aðgera sérstaka kröfu um þetta atriði í ljósi þess hvernig kröfugerð sóknaraðilasé háttað, en rökstuðningur fyrir kröfunum sé að öllu leyti sá sami og framkomi hér að framan þar sem þess hafi verið krafist að kröfum sóknaraðila verðihafnað. Kröfurvarnaraðila undir lið 3. Varnaraðilikveðst reisa kröfu sína á því að hann eigi aukinn eignarhlut í fasteigninni að [...] umfram það sem opinber skráning tiltaki, enþar sé eignin skráð sem sameign varnar- og sóknaraðila til helminga. Súskráning sé ekki í samræmi við fjárframlög aðila til kaupa og viðhalds áfasteigninni, en fyrir liggi að 94,12% kaupverðs fasteignarinnar hafi veriðgreitt af varnaraðila. Af kaupverði fasteignarinnar hafi varnaraðili greitt íreiðufé 15.000.000 króna hinn 18. júní 2002, 15.000.000 króna hinn 26. ágúst2002, 15.000.000 króna hinn 21. október 2002 og loks 14.626.011 krónur hinn 27.desember 2002 eða samtals 59.626.011 krónur. Kaupverð fasteignarinnar í heildhafi verið 68.000.000 króna, en auk framangreindra greiðslna hafi málsaðilartekið sameiginlega lán hjá fjármálastofnun upp á 8.000.000 króna. Samtals hafivarnaraðili því innt af hendi 64.000.000 króna, en sóknaraðili í mesta lagi4.000.000 króna með sínum þætti í lántökunni. Hlutdeild varnaraðila í kaupum áhúsinu hafi því verið a.m.k. 94,12%. Sé hin opinbera skráning á eignarhaldifasteignarinnar því ekki rétt. Sú reglagildi við fjárslit sambúðaraðila að horft skuli framhjá opinberlega skráðumeignarhlutföllum teljist sannað að framlag sambúðaraðila til eignarinnar hafiverið með öðrum hætti. Varnaraðili kveðst byggja á því að hafið sé yfir allanvafa að hann hafi lagt langtum meira fram til kaupa og viðhalds á fasteigninnien hin opinberlega skráðu eignarhlutföll mæli fyrir um eins og fram komi ígögnum málsins. Lítil sem enginn fjárhagsleg samstaða hafi verið til staðar ámilli aðila. Varnaraðili hafi svo til séð um alla tekjuöflun og borið allankostnað af heimilinu. Séu því fyrir hendi skilyrði til þess að víkja fráskráðum eignarhlutföllum. Kröfurvarnaraðila undir liðum 4 og 5. Undir þessumlið krefjist varnaraðili staðfestingar á ákvörðunum skiptastjóra um útlagningueigna varnaraðila til hans, þ.e. bankareikninga, einkahlutafélaga og annarshlutafjár, og hins vegar ákvörðun skiptastjóra um að sóknaraðila beri aðafhenda félaginu B ehf., sem sé í eigu varnaraðila, nánar tiltekna listmuni semséu í fasteigninni að [...]. Fyrir héraðsdómigeri sóknaraðili kröfur er tengist þessum ákvörðunum, sem varnaraðili gerikröfur um að verði hafnað, en rétt þyki engu að síður að krefjast þess aðdómurinn staðfesti fyrrgreindar ákvarðanir skiptastjóra. Umræddar ákvarðanirskiptastjóra séu efnislega réttar, byggi á réttum lagagrundvelli og þær beriþví að staðfesta. Að öðru leyti sé vísað til rökstuðnings að framan vegna samaefnis. Varnaraðilikveðst byggja kröfur sínar einkum á ólögfestum meginreglum um fjárslitsambúðaraðila, meginreglum skiptaréttar og laga um opinber skipti, einkum 109.gr., 110. gr., 112. gr. og 122 gr. Kröfu sína um málskostnað kveðst varnaraðilibyggja á 130. gr. og 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.V.Í máliþessu, sem rekið er fyrir dóminum í tengslum við fjárslit milli málsaðila vegnasambúðarslita þeirra, er ágreiningur um kröfu sóknaraðila um helmingaskipti áeignum aðila, um skipti á fasteign aðila að [...] í [...] og umafléttingu veðkrafna af henni, svo og um útlagningu á fasteigninni, innistæðumá bankareikningum, einkahlutafélögum og öðru hlutafé og um þau skilyrði semskiptastjóri setti fyrir útlagningu þessara eigna. Varnaraðili mótmælir kröfusóknaraðila um helmingaskipti og byggir á því að hvor aðili um sig eigi aðhalda þeim eignum sem hann var skráður fyrir við upphaf skiptameðferðar, enjafnframt krefst hann þess að viðurkennt verði að eignarhlutur hans ífasteigninni að [...] sé 94,12%, en ekki 50% eins og opinber skráning geri ráðfyrir. Leysa verður úr ágreiningi málsþessa eftir þeim óskráðu reglum sem gilda um slit sambúðar og Hæstiréttur hefurstaðfest í dómaframkvæmd sinni. Hefur rétturinn á undanförnum árum ítrekað sagtað á grundvelli dómvenju hafi skapast sú regla að við slit óvígðrar sambúðarberi að líta á sambúðarfólk sem tvo sjálfstæða einstaklinga og sú meginreglagildi þá að hvor aðili taki sínar eignir og beri ábyrgð á sínum skuldum.Opinber skráning eigna og þinglýstar eignarheimildir verði lagðar tilgrundvallar um eignarráðin, nema sá sem geri tilkall til eignarréttar, sem ekkifær samrýmst opinberri skráningu, leiði annað í ljós. Með hliðsjón af framangreindridómvenju verður ekki fallist á það með sóknaraðila að leysa eigi úr ágreiningiaðila á grundvelli reglna fjármunaréttarins um sérstaka sameign. Í samræmi við það sem áðurgreinir um tilkall sambúðaraðila til eignarréttar sem ekki fær samrýmstopinberri skráningu hvílir á sóknaraðila sönnunarbyrði fyrir því að hún hafiinnt af hendi bein og óbein framlög til eignamyndunar á sambúðartímanum og ersönnun í þeim efnum forsenda þess að fallist verði á kröfu hennar um að skiptaberi þeim eignum sem skráðar eru á nafn varnaraðila til helminga á milli aðila.Sömuleiðis hvílir á varnaraðila sönnunarbyrði fyrir því að skipta berifasteigninni að [...] á annan veg en þinglýst eignarheimild gerir ráð fyrir. Íþessum efnum verður með hliðsjón af dómaframkvæmd m.a. að taka tillit tillengdar sambúðar, tekna aðila á sambúðartímanum, framlaga þeirra tileignamyndunar og fjárhagslegrar samstöðu. Sambúð aðila stóð í rúm sextánár og eignuðust þau þrjú börn á sambúðartímanum. Héldu þau sameiginlegt heimiliallan tímann. Þau nýttu heimild sína til að telja fram saman til skatts alltfrá árinu 2001. Varnaraðili vann utan heimilis allan tímann og hafðiumtalsverðar launatekjur, en sóknaraðili hvar af vinnumarkaði vorið 1999 oghefur eftir það ekki starfað utan heimilis og ekki haft launatekjur. Óumdeilt erað hún bar hitann og þungann af heimilishaldi, en varnaraðili kveðst þó hafalagt henni lið í þeim efnum, bæði persónulega og með því að greiða fyriraðkeypta aðstoð við þrif og barnagæslu. Málsaðilar voru ekki með sameiginleganbankareikning og samkvæmt gögnum málsins var sóknaraðili ekki með prókúru ábankareikning varnaraðila. Þá kvaðst varnaraðili ekki hafa verið með prókúru ábankareikning sóknaraðila, en engin gögn liggja fyrir um það í málinu.Varnaraðili heldur því fram að hann hafi greitt kostnað við rekstur heimilisinsog hann hafi m.a. greitt kreditkortareikninga sóknaraðila, kostnað vegnaviðhalds fasteignarinnar, ferðalög fjölskyldunnar o.fl. Sóknaraðili heldur þvíhins vegar fram að fyrirframgreiddur arfur frá foreldrum hennar og arðgreiðslurhafi m.a. runnið inn í sameiginlegan sjóð málsaðila og að sá sjóður hafi staðiðstraum af kostnaði við rekstur heimilisins. Í málavaxtakafla er að finnaumfjöllun um helstu eignir sem urðu til á sambúðartímanum. Engin gögn liggjafyrir um eignir og tekjur sóknaraðila við upphaf sambúðar, en hún kvaðst ískýrslu sinni fyrir dóminum hafa átt á þeim tíma sparnað á bankareikningi semnumið hafi nokkrum milljónum króna. Óumdeilt er að í febrúar 2000 fékksóknaraðili greiddar, að frádregnum erfðafjárskatti, 9.540.000 krónur ífyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum. Um það leyti er sambúð aðilahófst haustið 1998 keypti varnaraðili íbúð að [...] í [...], enkaupverð hennar liggur ekki fyrir. Ári síðar eða í desember 1999 festumálsaðilar kaup á fasteign að [...] í [...] og nam kaupverð hennar 17.400.000 krónum, en þar af voru2.625.000 krónur greiddar út í peningum á kaupári, en 4.125.000 krónur ípeningum árið eftir. Fasteignin var afhent í september 2000, en það sama árseldi varnaraðili íbúðina að [...] og nam hrein eign í henni rúmlega 4 milljónum króna. Ekkiverður annað ráðið af skattframtali málsaðila árið 2001 en að fasteignin að [...] hafaverið í jafnri eigu þeirra beggja. Í júní 2002 keyptu málsaðilarfasteignina að [...] í [...], sem var og er skráð í jafnri eigu þeirra beggja. Namkaupverð fasteignarinnar 68.000.000 króna og þar af nam útborgun á kaupárinu60.000.000 króna, en málsaðilar tóku sameiginlega 8.000.000 króna lán fyrireftirstöðvunum. Sama ár seldu málsaðilar fasteignina að [...] og namhrein eign í henni rúmlega 19 milljónum króna. Samkvæmt skattframtalivarnaraðila árið 2000 átti varnaraðili tvær bifreiðir, samtals að verðmætirúmar 5 milljónir króna, og þá átti varnaraðili rúmlega milljón króna innistæðuá bankareikningi, verðbréf að verðmæti rúmlega 600.000 krónur og hlutabréf ífjórum hlutafélögum, sem voru að óverulegu verðmæti. Á fyrsta sameiginlegaskattframtali aðila árið 2001 námu innistæður í bönkum rúmlega 28 milljónumkróna og þá var talin fram verulega aukin eign í verðbréfum og hlutabréfum, semog aukin bifreiðaeign. Á skattframtali málsaðila 2002 námu innistæður í bönkumtæplega 500.000 krónum, en eign í verðbréfum og hlutabréfum jókst verulega fráárinu áður. Af framangreindu má ráða að þeir fjármunir, sem voru ábankareikningum í lok árs 2000, hafi verið nýttir til fjárfestinga í verðbréfumog hlutabréfum á árinu 2001. Á árinu 1999 námu launtekjurvarnaraðila eftir staðgreiðslu skatta 1.662.923 krónum, á árinu 2000 námu þær4.052.629 krónum, á árinu 2001 námu þær 5.360.638 krónum og 5.833.433 krónum áárinu 2002. Samkvæmt yfirliti í bréfi lögmanns varnaraðila til skiptastjóra 8.maí 2015 hafði sóknaraðili auk þess 621.345 krónur í vaxtatekjur á árinu 2002. Eins og að framan greinir vorutaldar fram umtalsvert meiri eignir á fyrsta sameiginlega skattframtalimálsaðila árið 2001, en varnaraðili hafði talið fram á skattframtali sínu áriðáður. Verður sú eignaaukning ekki að fullu skýrð með auknum tekjum varnaraðilaá árinu 2000 eða eignum hans á skattframtali árið 2000. Hins vegar liggur fyrirað sóknaraðili fékk greiddan umtalsverðan arf frá foreldrum sínum á árinu 2000eins og áður greinir, auk þess sem hún kveðst hafa átt sparnað ábankareikningi. Þá verður af gögnum málsins ráðið að sóknaraðili hafi þegar áárinu 2000 átt hlutabréf, bæði í fjölskyldufyrirtækinu [...] ehf. ogí [...] hf. Í skýrslu sinni fyrir dóminumsagði varnaraðili að sig minnti að hluti af fyrirframgreiddum arfi sóknaraðilahafi gengið til kaupa á fasteigninni að [...]. Hið sama kemur fram íframlögðu bréfi lögmanns varnaraðila til skiptastjóra 8. maí 2015, þ.e. aðarfur sem sóknaraðili fékk hafi verið nýttur til kaupa á húsnæði. Samkvæmt framangreindu þykirfram komið að sóknaraðili hafi í byrjun sambúðar málsaðila átt talsverðafjármuni, sem nýttir hafi verið til fjárfestinga og til kaupa á íbúðarhúsnæði.Þá kemur fram í gögnum málsins að töluverðir fjármunir komu út úr sölufasteignarinnar að [...], sem var samkvæmt skattframtölum í sameiginlegri eigumálsaðila. Með hliðsjón af framangreindu og því að fasteignin að [...] hefurfrá upphafi verið skráð í helmingseigu beggja málsaðila þykir varnaraðili ekkihafa fært fyrir því viðhlítandi rök að efni séu til að víkja frá þinglýstumheimildum um eignarrétt að fasteigninni. Af gögnum málsins verður ráðið aðfjármál þeirra hafi verið samofin og að varnaraðili hafi getað ráðstafaðfjármunum í eigu sóknaraðila. Má þar nefna ráðstöfun á andvirði veðláns semmálsaðilar tóku í sameiningu á árinu 2014, en að frádregnum greiðslum á öðrumskuldum rann andvirði þess, 33.800.083 krónur, inn á reikning varnaraðila. Þábenda gögn málsins til þess að varnaraðili hafi haft prókúru bæði ábankareikning sóknaraðila og bankareikning einkahlutafélags hennar [...] ehf.,en samkvæmt viðskiptakvittun frá 2. október 2012 gat varnaraðili ráðstafaðfjármunum af þeim bankareikningum. Með hliðsjón af því og öllu framangreinduþykir ekki stoða fyrir varnaraðila að vísa til þess að fjórar greiðslur,samtals að fjárhæð tæpar 60.000.000 króna, hafi verið millifærðar afbankareikningi hans til greiðslu á kaupverði fasteignarinnar að [...]. Með hliðsjón af ölluframangreindu er ekki fallist á kröfu varnaraðila um viðurkenningu á því aðeignarhlutur hans í fasteigninni að [...] sé 94,12%, heldur verðurlagt til grundvallar að fasteignin sé í helmingseigu hvors málsaðila um sigeins og opinber skráning á eignarhaldi hennar gerir ráð fyrir. Frá árinu 2002 fóru launatekjurvarnaraðila stigvaxandi, en fram kemur í gögnum málsins að varnaraðili hafðigríðarlegar tekjur á næstu sjö árum. Á árinu 2003 námu launatekjur hans eftirstaðgreiðslu skatta 8.746.036 krónum, 9.346.222 krónum á árinu 2004, 58.706.402krónum á árinu 2005, 22.110.851 krónu á árinu 2006, 70.336.680 krónum á árinu 2007,93.511.243 krónum á árinu 2008 og 42.235.371 krónu á árinu 2009. Samtals námulaunatekjur varnaraðila tæpum 305.000.000 króna á sjö ára tímabili. Samkvæmt yfirliti varnaraðila íbréfi til skiptastjóra 8. maí 2015 fékk varnaraðili greiddan arð á árunum 2005til 2009 frá einkahlutafélagi sínu A ehf., sem nam að frádregnumfjármagnstekjuskatti 520.349.996 krónum, en hæstar voru greiðslurnar á árunum2007 og 2009. Einnig var varnaraðili með vaxtatekjur af skuldabréfum á árunum2002 til 2013, sem námu, að frádregnum fjármagnstekjuskatti, samtals 94.625.827krónum, en hæstar voru greiðslurnar á árunum 2008 og 2009. Eins og fram hefur komiðstarfaði varnaraðili á þessum árum sem framkvæmdastjóri [...] ehf.,sem var fyrirtæki í eigu sóknaraðila og fjölskyldu hennar, eða frá því síðlaárs 2001 og fram á árið 2005. Á árinu 2002 varð varnaraðili stjórnarformaður [...] hf.,sem var að hluta til í eigu [...] ehf. og á árinu 2003 varð varnaraðili stjórnarmaður í [...] hf.,sem einnig var að hluta til í eigu [...] ehf. og tengdra aðila.Vorið 2004 varð varnaraðili starfandi stjórnarformaður [...] ehf.Eins og fram hefur komið tók [...] hf. síðan yfir [...] hf. haustið 2004 og þegar[...] ehf. og tengdir aðilar voru orðnir stærsti eigandi [...] hf.snemma árs 2005 var varnaraðili ráðinn forstjóri félagsins. Á meðan varnaraðili starfaði semframkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækis sóknaraðila og sat í stjórnum félaga íeigu fyrirtækisins stofnaði varnaraðili þau einkahlutafélög, sem tilumfjöllunar eru í málinu. Einkahlutafélagið A ehf. var stofnað í nóvember 2003og er það að fullu í eigu varnaraðila. F ehf. var stofnað í október 2006 og erþað að fullu í eigu A ehf. C ehf. var stofnað í nóvember 2007 og er varnaraðilieini hluthafinn í félaginu. B ehf. var stofnað í ágúst 2009 og [...] ehf. íseptember 2009. Síðarnefnda félagið er að fullu í eigu B ehf., sem aftur er aðfullu í eigu varnaraðila. Varnaraðili er stjórnarmaður íöllum framangreindum félögum nema [...] ehf. þar sem hann ervaramaður í stjórn, en móðir hans hefur verið stjórnarmaður. Móðir varnaraðilahefur og verið varamaður í stjórn B ehf. Sóknaraðili var fram að sambúðarslitumvaramaður í stjórn A ehf., F ehf. og C ehf. og samkvæmt skráningu íhlutafélagaskrá rituðu stjórnarmaður og varamaður firmað í þeim félögum saman.Ritunarrétturinn var því takmarkaður með þeim hætti að málsaðilar fóru með hanní sameiningu, sbr. 3. mgr. 49. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Á árinu 2007 fékk sóknaraðilifyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum sem nam, að frádregnumerfðafjárskatti, 19.474.697 krónum. Sama ár fékk hún arðgreiðslu frá [...] ehf.sem nam, að frádregnum fjármagnstekjuskatti, 18.750.000 krónum. Samtals námuþessar greiðslur 38.224.697 krónum. Ekki er annað komið fram en að greiðslurþessar hafi ýmist gengið inn í sjóði málsaðila, til fjárfestinga eða reksturssameiginlegs heimilis þeirra, eins og greiðslur þær sem hún fékk frá foreldrumsínum á árinu 2002. Í mars 2010 stofnaði sóknaraðilieinkahlutafélagið [...] ehf. og er hún eini hluthafi þess og stjórnarmaður.Varnaraðili var fram að sambúðarslitum varamaður í stjórn þess félags. Ekki er fallist á meðsóknaraðila að af sameiginlegum skattframtölum málsaðila og fylgiskjölum meðþeim verði dregin sú almenna ályktun að allar framtaldar eignir þeirra hafiverið í sameign þeirra að jöfnu. Á hinn bóginn þykir fram komið í málinu aðvarnaraðili var ráðinn sem framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækis sóknaraðila ágrundvelli fjölskyldutengsla, en á árinu 2001 var varnaraðili aðeins [...] áragamall, hafði ekki lokið háskólaprófi og var með takmarkaða starfsreynslu. Þáþykir ljóst að varnaraðili sat í stjórnum [...] hf. og [...] hf. ískjóli starfs síns hjá fjölskyldufyrirtæki sóknaraðila. Eins og að framangreinir átti eignamyndun varnaraðila sér stað að stórum hluta á framangreindutímabili og í tengslum við störf varnaraðila hjá fölskyldufyrirtækisóknaraðila. Eins og áður greinir var fjárhagsleg samstaða málsaðila rík ogfjárhagur þeirra samþættur, en sóknaraðili var heimavinnandi og sá um börn ogbú á meðan varnaraðili naut aukins svigrúms til að sinna störfum sínum hjáfjölskyldufyrirtæki sóknaraðila og ávaxta fé þess. Þá liggur ekki annað fyriren að fyrirframgreiddur arfur sem sóknaraðili fékk frá foreldrum sínum ogarðgreiðslur frá fjölskyldufyrirtæki sóknaraðila hafi ýmist runnið inn í sjóðimálsaðila, til fjárfestingar eða til reksturs sameiginlegs heimilis þeirra.Áður hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að fasteignin að [...] hafiverið í jafnri eigu málsaðila. Þegar horft er til alls framangreinds er það matdómsins að með sóknaraðila og varnaraðila hafi verið svo rík fjárhagslegsamstaða að líta verði á allar aðrar eigur þeirra, sem mynduðust ásambúðartímanum sem stóð í 16 ár, sem eina heild í sameign þeirra beggja. Berþví að fallast á aðalkröfu sóknaraðila og þrautavarakröfu varnaraðila um að viðskiptin milli þeirra verði miðað við að skipt verði að jöfnu þeim eignum semaðilar áttu við sambúðarslit óháð því hvernig skráningu einstakra eigna varháttað. Samkvæmt fyrirmælum 112. gr. og3. töluliðar 1. mgr. 122. gr. laga nr. 20/1991 verður í máli þessu ekki tekinafstaða til annarra ágreiningsefna en þeirra sem tilgreind eru í bréfiskiptastjóra til dómsins. Með hliðsjón af framangreindu er vísað frá dómi exofficio kröfum sóknaraðila um að viðurkennt verði að varnaraðila beri að afléttaaf fasteigninni að [...] í [...] veðkröfum vegna tveggja handhafaskuldabréfa, útgefnum 21.maí 2010, upphaflega að fjárhæð samtals 120 milljónir króna, og kröfusóknaraðila um að viðurkennt verði að henni sé ekki skylt að inna af hendigreiðslu vegna eignarhluta varnaraðila í áðurgreindri fasteign fyrr envarnaraðili hefur aflétt af fasteigninni áðurgreindum veðkröfum, sbr. D- og E-liði í dómkröfum sóknaraðila. Er þar um aðræða ágreiningsefni sem ekki hafa sætt þeirri meðferð sem lögboðin er samkvæmtáðurgreindum ákvæðum laga nr. 20/1991. Getur sóknaraðili því ekki komið þeim aðí máli þessu, sbr. lokamálslið 112. gr. fyrrgreindra laga. Sóknaraðili krefst þess aðfasteignin að [...] verði lögð henni út gegn lausn varnaraðila undan skuldbindingumhans samkvæmt veðskuldabréfi Landsbankans hf., útgefnu 29. apríl 2014,upphaflega að fjárhæð 55 milljónir króna, og greiðslu helmings matsfjárhæðarfasteignarinnar, að frádregnum eftirstöðvum áðurgreinds skuldabréfs áútlagningardegi. Þá krefst varnaraðili útlagningar á bankareikningum á hans nafni,einkahlutafélögunum A ehf., B ehf. og C ehf. og öðru hlutafé, sem skráð sé áhans nafn. Sóknaraðili krefst þess hins vegar að framangreindar eignir verðiekki útlagðar varnaraðila án greiðslu til sóknaraðila á helmingi verðmætisframangreindra eigna. Af gögnum málsins er ljóst aðmálsaðilar deila um hvort raunveruleg krafa er að baki handhafaskuldabréfum semhvíla á 2. og 3. veðrétti fasteignarinnar að [...], upphaflega að fjárhæð samtals120.000.000 milljónir króna. Þá liggja fyrir í málinu tvö verðmöt fasteignasalaá fasteigninni, annað að fjárhæð 140.000.000 króna, en hitt að fjárhæð132.000.000 króna. Ekki er að sjá að sjá af gögnum málsins að aðilar hafi tekiðafstöðu til þessara verðmata eða að um þau hafi verið fjallað á skiptafundum.Þá liggur hvorki fyrir í gögnum málsins að aflað hafi verið verðmats á öðrumeignum málsaðila eftir reglum 17.-23. gr. laga nr. 20/1991, sbr. 3. mgr. 105.gr. þeirra, né verður ályktað af framlögðum gögnum og málatilbúnaði aðilanna aðsammæli séu á milli þeirra um verðgildið eða til hverra skulda verði tekiðtillit við skiptin og með hvaða hætti. Er því ekki að svo komnu máli fullnægtskilyrðum 1. mgr. 110. gr. laga nr. 20/1991 til að fjalla um kröfur aðilanna umútlagningu og afhendingu eigna eða afléttingu veðskulda. Þegar af þeirri ástæðuverður öllum slíkum kröfum vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Eftiratvikum þykir rétt að hvor málsaðila beri sinn kostnað af málinu. RagnheiðurBragadóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Við uppkvaðningu úrskurðar vargætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Úrskurðarorð: Viðopinber skipti til fjárslita á milli sóknaraðila, K, og varnaraðila, M, við lokóvígðrar sambúðar þeirra ber að miða við að skipt verði að jöfnu þeim eignumsem aðilar áttu við upphaf skipta óháð því hvernig skráningu einstakra eigna erháttað. Vísaðer frá dómi kröfum málsaðila, sem lúta að útlagningu á fasteigninni að [...] í [...],bankareikningum á nafni varnaraðila, einkahlutafélögunum A ehf., B ehf. og Cehf. og öðru hlutafé á nafni varnaraðila, sem og kröfum sem lúta að afléttinguveðkrafna af áðurgreindri fasteign og afhendingu á listmunum í eigu B ehf. Málskostnaðurfellur niður.
|
Mál nr. 634/2017
|
Kærumál Nauðungarsala
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu Á um að nauðungarsala á bifreið hans yrði felld úr gildi. Fyrir Hæstarétti krafðist Á þess aðallega að hinn kærði úrskurður yrði ómerktur en til vara að hann yrði felldur úr gildi. Í dómi Hæstaréttar kom fram að L hefði höfðað mál til heimtu eftirstöðva skuldar Á við L og hefði Á ekki mætt við þingfestingu málsins og stefna því árituð um aðfarahæfi krafna L. Þar sem Á hefði byggt ómerkingarkröfu sína á málsástæðum, sem hann hefði getað haft uppi við meðferð fyrrgreinds máls, var henni hafnað. Þá var talið að með framangreindri áritun á stefnu hefði verið kveðinn upp bindandi dómur um aðfarahæfi krafna þeirra er lágu til grundvallar eftirfarandi fjárnámi og síðan nauðungarsölu. Af þeir ástæðu og að hvorki undirbúningi nauðungarsölunnar né framkvæmd hennar hefði verið áfátt var hinn kærði úrskurður staðfestur.
|
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir HelgiI. Jónsson, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð kæru 24. september 2017, en kærumálsgögn bárust réttinum 5. október samaár. Kærður erúrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14. september 2017, þar sem hafnað var kröfusóknaraðila um að nauðungarsala á bifreið hans með skráningarnúmerið UT 250,sem fram fór 25. mars 2017, verði felld úr gildi. Kæruheimild er 1. mgr.85. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess aðallega aðhinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrarmeðferðar, en til vara að fyrrgreind nauðungarsala verði felld úr gildi. Þákrefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Lýsing hf. kærði úrskurðhéraðsdóms fyrir sitt leyti 2. október 2017. Hann krefst þess aðallega að málinuverði vísað frá héraðsdómi, úrskurðarorð héraðsdóms um málskostnað verðistaðfest og kærumálskostnaðar. Til vara krefst varnaraðili staðfestingar hinskærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.Varnaraðilinn Björgvin Björgvinsson hefurekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.IÓmerkingarkrafa sóknaraðila er reist á þvíað í hinum kærða úrskurði hafi ekki verið leyst úr málsástæðum sóknaraðila er lútaað bráðabirgðaákvæði XV. í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, brotumgegn lögmætisreglu og eignarskerðingu vegna ófullnægjandi leiðréttingar ágengistryggðri kröfu. Fari þessi málsmeðferð í bága við f. lið 1. mgr. 114. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Eins og greinir í hinum kærða úrskurðihöfðaði varnaraðilinn Lýsing hf. mál á hendur sóknaraðila til heimtueftirstöðva skuldar sóknaraðila við varnaraðila samkvæmt kaupleigusamningi 31.mars 2008 um bifreið, þar sem varnaraðili var leigusali og sóknaraðilileigutaki. Við þingfestingu málsins 8. desember 2015 var ekki mætt af hálfusóknaraðila og stefna árituð sama dag um aðfararhæfi krafna varnaraðilanssamkvæmt 1. mgr. 113. gr. laga nr. 91/1991. Þar sem sóknaraðili byggirómerkingarkröfu sína á málsástæðum, sem hann hefði getað haft uppi við meðferðfyrrgreinds máls, verður henni hafnað.Fallist er á með héraðsdómi að sóknaraðilasé heimilt samkvæmt 1. mgr. 80. gr. laga nr. 90/1991 að leita úrlausnarhéraðsdómara um gildi nauðungarsölu þeirrar, er hér um ræðir. Þá leiða þærmálsástæður, sem varnaraðilinn Lýsing hf. teflir fram til stuðnings frávísunmálsins, verði á þær fallist, ekki til frávísunar þess, heldur að kröfusóknaraðila verður hafnað. IIEftir 1. mgr. 80. gr. laga nr. 90/1991 erheimilt að bera undir héraðsdóm öll atriði um gildi nauðungarsölu varðandiheimild eða kröfu gerðarbeiðanda, undirbúning nauðungarsölu eða sjálfaframkvæmd hennar.Samkvæmt 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991er dómur bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila og þeirra, sem koma að lögumí þeirra stað, um þær kröfur sem eru dæmdar þar að efni til og hefur áritundómara á stefnu sama gildi og dómur, sbr. 2. mgr. 113. gr. sömu laga. Meðframangreindri áritun á stefnu var kveðinn upp bindandi dómur um aðfararhæfikrafna þeirra er lágu til grundvallar eftirfarandi fjárnámi og síðannauðungarsölu. Þegar af þeirri ástæðu og með því að hvorki undirbúninginauðungarsölunnar né framkvæmd hennar var áfátt verður niðurstaða hins kærðaúrskurðar staðfest. Eftir úrslitum málsins verður sóknaraðilagert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili, Ásgrímur Pálsson, greiðivarnaraðila, Lýsingu hf., 350.000 krónur í kærumálskostnað.Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14.september 2017Meðbeiðni sóknaraðila, Ásgríms Pálssonar, Skagabraut 22, Garði, dags. 13. apríl2017, sem móttekin var 21. apríl s.á., var leitað úrlausnar dómsins á gildinauðungarsölu sem fór fram hjá sýslumanninum á Suðurnesjum 25. mars 2017 áPeugeot Partner bifreið með skráningarnúmerið UT-250, sbr. 1. mgr. 80. gr. laganr. 90/1991 um nauðungarsölu. Varnaraðilar eru Lýsing hf., Ármúla 1, Reykjavík,og Björgvin Björgvinsson, Garðsstöðum 51, Reykjavík.Dómkröfursóknaraðila eru þær að ógilt verði nauðungarsala sem fram fór 25. mars 2017 hjáembætti sýslumannsins á Suðurnesjum, á bifreið með skráningarnúmerinu UT-250.Þá gerir sóknaraðili kröfu um málskostnað. VarnaraðiliLýsing hf. krefst þess aðallega að kröfum sóknaraðila verði vísað frá dómi. Tilvara er þess krafist að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Í báðum tilvikumkrefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila og að honum verði gert aðgreiða sérstakt álag á málskostnað. Þá er þess jafnframt krafist að SnorriSnorrason hdl. verði sameiginlega dæmdur með sóknaraðila til að greiðavarnaraðila málskostnað, þ.m.t. álag. VarnaraðiliBjörgvin Björgvinsson hefur ekki uppi kröfur í málinu og hefur ekki látið máliðtil sín taka.Málþetta var tekið til úrskurðar 4. september 2017 að loknum munnlegummálflutningi. I.Málsatvikeru þau að hinn 31. mars 2008 gerði sóknaraðili kaupleigusamning viðvarnaraðila um bifreið. Í samningnum kemur fram að hið leigða hafi veriðbifreið af tegundinni Toyota Avensis, með skráningarnúmerið VD-802. Óumdeilt erað samningurinn var gengistryggður og var hann endurútreiknaður 29. október2010. Samkvæmt endurútreikningnum námu eftirstöðvar og skuld á veltureikningisamtals 1.693.596 krónum. Sóknaraðili stóð ekki í skilum með greiðslur og varsamningnum rift. Hinn 15. janúar 2014 afhenti sóknaraðili varnaraðilabifreiðina VD 802. Varnaraðili lét verðmeta bifreiðina og var matsverð hennar350.000 krónur og kom það til frádráttar kröfu varnaraðila um ógreiddargreiðslur af kaupleigusamningnum. Með stefnu þingfestri 8. desember 2015krafðist varnaraðili þess að sóknaraðili greiddi sér skuld að fjárhæð 703.980krónur. Sóknaraðili sótti ekki þing við þingfestingu málsins og var stefnanárituð sama dag um að dómkröfur væru aðfararhæfar auk málskostnaðar að fjárhæð144.350 krónur. Fjárnám var gert hjá sóknaraðila og með beiðni, dags. 27.september 2016, móttekinni hjá sýslumanni 30. s.m., krafðist varnaraðilinauðungarsölu á bifreiðinni Peugoeot Partner með skráningarnúmerið UT 250.Nauðungarsala fór fram 25. mars 2017.Bifreiðin var seld Björgvini Björgvinssyni fyrir 100.000 krónur gegnstaðgreiðslu. II.Sóknaraðilibyggir kröfu sína um ógildingu nauðungarsölunnar, sbr. 80. gr. laga nr. 90/1991um nauðungarsölu, og samhliða ógildingu undirliggjandi uppboðsheimildar, sbr.2. mgr. 92. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, í fyrsta lagi á því að innheimtavarnaraðila sé ólögmæt. Sóknaraðili telur varnaraðila ekki geta farið fram hjásérstökum uppgjörsreglum laga nr. 151/2010 með því að gera, án uppgjörsleiðréttinga,aðför að eignum sóknaraðila. Sóknaraðili vísar máli sínu til stuðnings tilbráðabirgðaákvæðis XV. kafla í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu,sbr. 2. gr. laga nr. 151/2010. Samkvæmt téðu ákvæði skuli kröfuhafi, sem leysthefur til sín eign samkvæmt gengistryggðum kaupleigusamningi og eftirstöðvarreynast hærri en innlausnarverðið, gefa skuldara færi á að greiða eftirstöðvarí samræmi við eftirfarandi reglur í stafliðum a og b. Varnaraðili hafi ekkigefið sóknaraðila færi á að greiða helming skuldar samkvæmt b-lið ákvæðisins,né hafi stefnufjárhæð hans, sem árituð var fyrir aðfararhæfi, tekið mið afframangreindum rétti sóknaraðila. Fjárnámsbeiðni og eftirfarandi nauðungarsölubeiðnivarnaraðila hafi því verið í andstöðu við ákvæði laga nr. 38/2001, eins og þeimhafi verið breytt með lögum nr. 151/2010.Sóknaraðilisegir að lög nr. 38/2001, sbr. lög nr. 151/2010, séu sérlög sem kveði á umhvernig skuli fara með uppgjör gengistryggðra skuldbindinga en lög nr. 90/1991um nauðungarsölu séu almenn lög á sviði fullnusturéttar. Samkvæmtforgangsreglunni um „lex specialis“ gangi sérlög framar almennum lögum. Ennfremur því sem yngri lög nr. 151/2010 gangi framar eldri lögum nr. 90/1991samkvæmt forgangsreglunni um „lex posterior“. Með vísan til framangreinds telursóknaraðili fjárnámsgerð og eftirfarandi nauðungarsölu vera í ósamræmi viðframangreind sérlög og þannig ólögmæta. Sóknaraðilitelur engu breyta um lögmæti nauðungarsölunnar þótt aflað hafi veriðaðfararveðs með fjárnámi, þar sem fyrir aðför hafi átt að haga uppgjöri ísamræmi við bráðabirgðaákvæði XV. kafla í lögum nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu, sbr. 2. gr. laga nr. 151/2010. Þáhafi dómara borið í máli nr. E-4097/2015, áður en stefna var árituð, að kannahvort krafa varnaraðila væri í samræmi við lög nr. 38/2001, sbr. 1. mgr. 96.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Rök megi færa fyrir því að viðþessar aðstæður hafi dómara borið að vísa kröfu varnaraðila ex officio frádómi. Meðvísan til framangreinds telur sóknaraðili að aðför varnaraðila hafi veriðólögmæt og að sýslumanni hafi borið á grundvelli 17. og 27. gr. laga nr.90/1989 að vísa fjárnámsbeiðni varnaraðila frá, en að því ógerðu,nauðungarsölubeiðni hans, á grundvelli 13. og 22. gr. laga nr. 90/1991. Sóknaraðilitelur að framangreindar lagagreinar, og jafnframt almenn lögmætisreglastjórnsýsluréttar, leiði til þess að aðförina hafi ekki mátt framkvæma. Sé þaðóháð því hvort skuld sóknaraðila við varnaraðila hafi verið til staðar eðaekki, enda megi ákvarðanir stjórnvalda ekki vera í andstöðu við lög.Sóknaraðilibyggir í öðru lagi á því að hann hafi ekki verið í skuld við varnaraðila þegarstefna í máli nr. E-4097/2015 var árituð. Varnaraðili hafi byggt dómkröfu sínaí málinu á því að bifreiðina ætti að lækka um 770.682 krónur, án þess að leggjafram gögn um útlagðan kostnað vegna viðgerða og/eða varahluta. Sóknaraðili hafiaðeins áætlað fjárhæðir á viðgerðarkostnaði. Engin gögn hafi verið lögð framvið þingfestingu málsins eða síðar sem sýni að varnaraðili hafi lagt út íþennan kostnað. Þá hafi engin gögn legið fyrir um endursöluverð bifreiðar. Núliggi bæði fyrir uppfletting löggilts bifreiðasala og mat bifreiðasala ámarkaðsvirði bifreiðarinnar á þessum tíma, miðað við aldur og keyrslu hennar.Markaðsvirði bifreiðarinnar á þessum tíma hafi ekki verið lægra en 1.014.000krónur og raunar bendi mat löggilts bifreiðasala Toyota-umboðsins til nokkuðhærra markaðsvirðis. Ef stefnukrafa varnaraðila og þannig fjárnámskrafa yrðiendurskoðuð með tilliti til hins nýja endurútreiknings og gagna um markaðsvirðiþá myndi hún breytast og leiða til sýknu og gefa ástæðu til gagnsakar. Nýrendurútreikningur leiði til eftirstöðva þann 29. október 2010, 1.370.159 króna,í stað 1.693.596 króna. Leiði það til eftirstöðva skuldar, 468.180 króna, þegarsóknaraðili hafi afhent bifreiðina. Á þeim tíma telja sérfróðir aðilar aðmarkaðsvirði bifreiðarinnar hafi verið a.m.k. 1.014.000 krónur. Ef tryggingar,251.000 krónur, sem sóknaraðili hafi skuldað, væru dregnar frá, ásamtendurreiknuðum eftirstöðvum skuldar á grundvelli fullnaðarkvittana, þá leiðiþað til eftirfarandi útreiknings: 1.014.000 – 468.180 – 251.000 = 294.820krónur. Yrðu framangreindar fjárhæðir, sem séu í samræmi við gögn máls oglagafyrirmæli, lagðar til grundvallar niðurstöðu í enduruppteknu máli, mynduþær leiða til sýknu og gefa ástæðu til gagnsakar. Sóknaraðili hafi fyrirsýslumanni lagt til grundvallar lægsta mögulega markaðsvirði bifreiðarinnar.Það hafi leitt til þess að varnaraðili hafi staðið í skuld við sóknaraðila uppá 12.820 krónur, þegar bifreiðin hafi verið afhent 15. janúar 2014.Sóknaraðilikveðst hafa áður en til uppboðsins kom gert varnaraðila grein fyrir því að hannteldi sig ekki í skuld við hann. Sóknaraðili hafi lagt fram gögn og útreikningaþví til staðfestingar. Þar sem sóknaraðili hafi ekki verið í skuld viðvarnaraðila við áritun stefnu eða síðar eigi að ógilda nauðungarsölu ábifreiðinni. Sóknaraðilibyggir kröfu sína um að nauðungarsalan verði ógilt enn fremur á 36. gr. laganr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, að því marki sem skuldsé ennþá til staðar. Kaupleigusamningurinn sé lánssamningur sem lög nr.121/1994 um neytendalán hafi gilt um, án þess að varnaraðili hafi uppfylltupplýsingaskyldu sína samkvæmt lögunum. Þá hafi samningurinn verið andstæðurlögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og þannig ólögmætur. Einnig hafisamningurinn verið ósanngjarn og andstæður góðri viðskiptavenju þar semsóknaraðili hafi þegar greitt upphaflega lánsfjárhæð, en sé nú krafinn umfrekari greiðslur. Sóknaraðili kveðst vera neytandi sem ekki sé sérfróður ásviði lánssamninga á meðan varnaraðili sé sérfróður aðili, sem beri skyldur ágrundvelli reglna um sérfræðiábyrgð og laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki,sbr. m.a. 19. gr. laganna. Sóknaraðilibyggir með vísan til framangreinds einnig á því að brostnar séu forsendur fyrirsamningnum, að því marki sem varnaraðili innheimti hærri fjárhæð í íslenskumkrónum en krafist hafi verið við gerð hans, hvort sem horft sé til atvika viðgerð hans, þ.e. ólögmætis, eða atvika sem síðar komu til, réttarframkvæmdar oglagasetningar. Sóknaraðili njóti verndar 72. gr. stjórnskipunarlaga nr. 33/1944fyrir ólögmætri og afturvirkri eignaskerðingu. III. Varnaraðili byggir aðalkröfusína um frávísun á því að heimild 80. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsöluvarði eingöngu ágreining um framkvæmdaatriði sjálfrar nauðungarsölunnar, enekki grundvöll lögskipta sem leyst hafi verið úr fyrir héraðsdómi. Varnaraðilivísar til 2. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1991 þar sem segi að kröfur verði ekkihafðar uppi í máli samkvæmt ákvæðum kaflans um annað en gildi nauðungarsölunnar.Tilvísun sóknaraðila til 92. gr. laga nr. 90/1989 um aðför hafi enga þýðingu umframkvæmd nauðungarsölu og sé vísan til ákvæðisins algerlega óskiljanleg, endaengin krafa gerð um að aðfarargerð verði felld niður. Varnaraðilitelur að þær málsástæður sem sóknaraðili teflir fram varði hvorki framkvæmdnauðungarsölu né framkvæmd aðfarargerðar. Röksemdir varnaraðila lúti eingönguað sjónarmiðum um uppgjör á samningi með ólögmæta gengistryggingu, sem þegarhafi verið dæmt um, og varnaraðili hafi haft alla möguleika á að koma áframfæri þegar málið hafi verið tekið til meðferðar fyrir héraðsdómi. Hann hafihins vegar kosið að gera það ekki. Með umræddri nauðungarsölubeiðni hafi veriðlögð fram árituð stefna og aðfararbeiðni. Samkvæmt 116. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála sé dómur bindandi um úrslit sakarefnis milli aðila um þærkröfur sem eru dæmdar þar að efni til. Í 2. mgr. 116. gr. segi að krafa semhafi verið dæmd að efni til verði ekki borin aftur undir sama eða hliðsettandómstól og skuli nýju máli um slíka kröfu vísað frá dómi. Samkvæmt 2. mgr. 113.gr. laga nr. 91/1991 hafi áritun dómara á stefnu um aðfararhæfi krafna í hennisömu áhrif og dómur í einkamáli og eigi því það sama við um hana. Þábyggir varnaraðili á því að sú regla gildi um fullnustugerðir að þar verðigerðir dómstóls ekki endurskoðaðar. Þessi meginregla komi fram í 2. mgr. 83.gr. og 2. mgr. 88. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, þar sem segi að kröfur verðiekki hafðar uppi í dómsmáli um aðfarargerð um atriði sem dómstóll hafi áðurtekið afstöðu til. Þessi regla gildi fullum fetum þegar um sé að ræðadómsúrlausnir. Sambærilegar reglur sé að finna í lögum nr. 90/1991 umnauðungarsölu, sbr. 2. mgr. 83. gr.Varnaraðilitelur að rétt hefði verið strax í upphafi að vísa málinu frá með vísan til 82.gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu þar sem málatilbúnaður sóknaraðilauppfylli augljóslega ekki þær kröfur sem gerðar séu til að reka mál ágrundvelli XIV. kafla nr. 90/1991. Varakrafa varnaraðila um að kröfum sóknaraðilaverði hafnað er byggð á því að málatilbúnaður sóknaraðila sé algerlega haldlausog virða beri hann að vettugi. Lög nr. 151/2010, sem mótmæli sóknaraðilabyggist á, gerir ráð fyrir ákveðinni uppgjörsaðferð sem feli í sér að ekki beriað taka tillit til fullnaðarkvittana. Með niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðumfullnaðarkvittanamálum hafi verið sérstaklega tekið fram að lögin gætu ekkitekið til samninga sem hafi verið gerðir fyrir gildistöku laganna. Með því hafiuppgjörsaðferð laganna verið vikið til hliðar og engar forsendur til að takatillit til þeirra bráðabirgðaákvæða sem vísað hafi verið til. Krafa séjafnframt eign sem njóti sérstakrar verndar stjórnarskrár og verði ekki skertmeð almennum lögum. Varnaraðilimótmælir sjónarmiðum sóknaraðila um að hann hafi ekki verið í skuld viðvarnaraðila. Uppgjör við sölu bifreiðarinnar hafi fylgt þeirri uppgjörsaðferðsem upphaflega hafi verið samið um í kaupleigusamningi aðila. Uppgjörið hafiauk þess verið sérstaklega borið undir sóknaraðila sem hafi engum mótmælumhreyft. Þámótmælir varnaraðili sérstaklega mati bifreiðasala á markaðsvirðibifreiðarinnar, sem sóknaraðili hefur lagt fram í málinu. Matið hafi ekki veriðbyggt á skoðun á bifreiðinni sjálfri og hafi því enga þýðingu. Ásigkomulagbifreiða sem krafist sé afhendingar á sé yfirleitt mjög slæmt, enda oft ekkiaðstæður eða áhugi á að kosta nauðsynlegt viðhald bifreiðanna eða þrif á þeim.Afleiðingarnar séu þær að bifreiðarnar seljist langt undir markaðsvirði, einsog raunin hafi verið í þessu tilviki. Loksmótmælir varnaraðili sjónarmiðum sóknaraðila um að ógilda eigikaupleigusamninginn á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboðog ógilda löggerninga. Um sé að ræða samning um hefðbundna fjármögnun tilbifreiðakaupa sem á engan hátt geti talist ósanngjarn í garð sóknaraðila. Krafavarnaraðila um málskostnað er byggð á því að málatilbúnaður sóknaraðila séfráleitur og hafðar séu uppi kröfur og mótbárur sem sóknaraðili viti að getiekki náð fram að ganga. Varnaraðili vísar til 131. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála um álag á málskostnað og sameiginlega ábyrgð umboðsmanns ágreiðslu kostnaðar þegar um bersýnilega þarflausa málssókn sé að ræða. Varnaraðilitelur að lögmaður sóknaraðila eigi sem lögmaður meginþátt í því að byggja uppmálatilbúnað sóknaraðila og verði að bera ábyrgð á honum. IV. Samkvæmt 1. mgr. 80. gr. laganr. 90/1991 um nauðungarsölu getur hver sá sem hefur lögvarinna hagsmuna aðgæta leitað úrlausnar héraðsdómara um gildi nauðungarsölu, innan tiltekinnatímamarka. Skilyrðum laga nr. 90/1991 til að leita úrlausnar dómsins erfullnægt og verður máli þessu ekki vísað frá dómi eins og varnaraðili geriraðallega kröfu um. Sóknaraðiliheldur því fram að umrædd nauðungarsala sem fram fór 25. mars 2017 sé ógild þarsem innheimta varnaraðila hafi verið ólögmæt og sóknaraðili hafi ekki verið ískuld við varnaraðila. Kaupleigusamningur milli aðila frá 31. mars 2008 vargengistryggður með ólögmætum hætti og var hann endurútreiknaður 29. október2010 í samræmi við dóma Hæstaréttar í málum nr. 153/2010 og 471/2010.Sóknaraðili lenti í vanskilum eftir það og var samningnum rift. Sóknaraðiliskilaði varnaraðila bifreiðinni Toyota Avensis, með skráningarnúmerið VD 802,hinn 15. janúar 2014. Varnaraðili lét verðmeta bifreiðina og var matsverðhennar 350.000 krónur. Sóknaraðili mótmælti ekki matinu eða uppgjörinu eins oghonum bar að gera samkvæmt 23. gr. kaupleigusamningsins um uppgjör. Sóknaraðilitelst því bundinn við matið. Ekki verður byggt á mati bílasala sem sóknaraðilihefur lagt fram í málinu, dags. 14. september 2016, að fjárhæð 1.014.000krónur, og mati frá Toyota á Íslandi, dags. 14. mars 2017, að fjárhæð 1.200.000krónur, enda eru þau háð þeim annmarka að þau taka ekki mið af því hvert varraunverulegt ástand bifreiðarinnar sem sóknaraðili afhenti varnaraðila. Hvortsem miðað er við endurútreikning sem fram fór 29. október 2010, eðaendurútreikning 27. september 2016 á grundvelli fullnaðarkvittana, sem fyrirliggur í málinu, var sóknaraðili í skuld við varnaraðila. Með vísan til allsframangreinds er hafnað þeim málsástæðum sóknaraðila að innheimta hafi veriðólögmæt og að sóknaraðili hafi ekki verið í skuld við varnaraðila. Þá hefursóknaraðili ekki sýnt fram á að nauðungarsöluna beri að ógilda á grundvelli 36.gr. laga nr. 36/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, eða aðforsendur séu brostnar fyrir samningnum.Eftirþessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála, sbr. 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, bersóknaraðila að greiða varnaraðila málskostnað. Varnaraðili krefst þess aðsóknaraðila verði gert að greiða málskostnað með álagi samkvæmt 2. mgr., sbr.1. mgr., 131. gr. laga nr. 91/1991. Að mati dómsins eru sakir ekki slíkar aðþessari heimild verði beitt. Er málskostnaður hæfilega ákveðinn 300.000 krónur.Úrskurðþennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari.Ú r s k u r ð a r o r ð:Kröfusóknaraðila, Ásgríms Pálssonar, um að ógilt verði nauðungarsala sem fram fór25. mars 2017 hjá embætti sýslumannsins á Suðurnesjum, á bifreið meðskráningarnúmerinu UT-250, er hafnað. Sóknaraðiligreiði varnaraðila, Lýsingu hf., 300.000 kr. í málskostnað.
|
Mál nr. 679/2008
|
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
|
V hf. kærði úrskurð héraðsdóms þar sem meðal annars var fallist á kröfu Ó um að R væri vanhæfur til að gegna matsstörfum í máli sem Ó höfðaði gegn V hf. Í dómi Hæstaréttar var meðal annars vísað til tengsla R við V hf. og þess að ekki væri unnt að útiloka að þau gætu haft áhrif við mat dómara á sönnunargildi matsgerðar hans, samkvæmt 59. gr. laga nr. 91/1991. Var því dómkvaðning R felld úr gildi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. desember 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. nóvember 2008, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að Ragnar Jónsson bæklunarskurðlæknir væri vanhæfur til að gegna matsstörfum í máli sem varnaraðili rekur á hendur sóknaraðila og að dómkveðja beri nýjan matsmann í hans stað. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fyrri ákvörðun héraðsdóms um að dómkveðja Ragnar Jónsson til þess að vera matsmaður í fyrrgreindu máli verði staðfest. Þá krefst hann þess að varnaraðila verði gert að greiða sér málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði gerði varnaraðili á dómþingi 24. september 2008 kröfu um „að Ragnar Jónsson, læknir, verði úrskurðaður vanhæfur til að gegna matsstörfum í þessu máli og að nýr matsmaður verði kvaddur í hans stað.“ Fylgdi kröfunni skrifleg greinargerð þar sem færð voru fram rök fyrir henni. Telja verður að í fyrri hluta kröfunnar felist krafa um að dómkvaðning Ragnars Jónssonar læknis verði afturkölluð og að fallist hafi verið á þá kröfu í hinum kærða úrskurði. Ekki verður talið að varnaraðili geti krafist dómkvaðningar nýs matsmanns í stað þess sem dómkvaddur var og hann telur vanhæfan, þar sem það var sóknaraðili sem hafði óskað dómkvaðningar og hefur forræði á kröfu um skipun nýs matsmanns. Sóknaraðili lagði fram á sama dómþingi 24. september 2008 skjal sem bar heitið „Athugasemdir vegna rangfærslna ... hrl. um úrskurð í máli nr. E-2353/2008.“ Hefur skjal þetta að geyma athugasemdir við fyrrnefnda skriflega greinargerð varnaraðila, aðallega að því er varðar staðreyndir málsins. Þar er hins vegar ekki nefnt hvaða dómkröfur sóknaraðili geri í tilefni af kröfum varnaraðila. Við munnlegan flutning um ágreiningsefni málsaðila 24. nóvember 2008 var hins vegar fært til bókar að sóknaraðili gerði þá kröfu „að ekki verði fallist á kröfu stefnanda.“ Verður það talið fullnægjandi. Í 2. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991 er kveðið svo á að dómari skuli kveðja þann til matsstarfa sem aðilar eru sammála um að kveðja skuli nema sérstakar ástæður mæli gegn því. Í 3. mgr. greinarinnar kemur meðal annars fram að þann einn megi kveðja til að framkvæma mat sem er að öllu leyti óaðfinnanlegt vitni um það atriði sem á að meta. Þessar reglur eru settar til að tryggja svo sem unnt er sönnunargildi matsgerðar í dómsmáli í þágu beggja málsaðila, matsbeiðanda og matsþola. Af 59. gr. laga nr. 91/1991 verður ráðið að afstaða vitnis til aðila máls sé meðal þeirra atriða sem geti skipt máli, þegar dómari metur sönnunargildi vitnisburðar við úrlausn máls. Í hinum kærða úrskurði er lýst tengslum matsmannsins við sóknaraðila. Er ekki unnt að útiloka að þau geti haft áhrif við mat dómara á sönnunargildi matsgerðar hans samkvæmt nefndu lagaákvæði. Þegar framangreint er haft í huga og jafnframt að varnaraðili bókaði athugasemd við dómkvaðningu matsmannsins, er hún fór fram á dómþingi 25. ágúst 2008, þykir rétt að staðfesta hinn kærða úrskurð á þann hátt sem í dómsorði greinir. Í greinargerð til Hæstaréttar telur varnaraðili að tilefni sé til að gera sóknaraðila eða málflutningsumboðsmanni hans réttarfarssekt samkvæmt XXII. kafla laga nr. 91/1991 vegna óviðurkvæmilegra ummæla í skjalinu sem sóknaraðili lagði fram 24. september 2008 og fyrr var getið. Ekki þykja efni til að sinna þessari ábendingu. Sóknaraðili gerði ekki kröfu um málskostnað við meðferð málsins í héraði og kemur krafa hans þar að lútandi því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Felld er úr gildi dómkvaðning Ragnars Jónssonar læknis sem fram fór á dómþingi í málinu nr. E-2353/2008 í Héraðsdómi Reykjavíkur 25. ágúst 2008. Sóknaraðili, Vörður tryggingar hf., greiði varnaraðila, Óskari Pétri Jensen, 150.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 125/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. febrúar 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 21. febrúar 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 7. mars 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og að honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 191/2013
|
Fjármálafyrirtæki Slit Riftun Greiðsla
|
L hf. (áður LÍ hf.) krafðist þess að staðfest yrði með dómi riftun á greiðslu LÍ hf. á peningamarkaðsinnláni til D þann 9. október 2008 sem og að D yrði gert að endurgreiða fjárhæðina sem greidd var. Greiðslan fór fram eftir að Fjármálaeftirlitið hafði sett skilanefnd yfir L hf. Byggði L hf. kröfu sína á 1. mgr. 134. gr. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. 103. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Í niðurstöðu Hæstaréttar var rakið að í dómum Hæstaréttar í málum nr. 441/2011 og 112/2012 hefði því verið slegið föstu að á tímabilinu 7. október 2008 til 22. apríl 2009 hefði L hf. verið settur í aðstöðu, sem jafna mætti til þess að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans að því er varðarði þau atvik sem málin tóku til. Taldi Hæstiréttur einnig að leggja yrði stöðu skilanefndar, að því er varðaði þá ráðstöfun sem deilt var um í málinu, að jöfnu við ráðstöfun skiptastjóra í þrotabúi. Yrði riftunarreglum XX. kafla laga nr. 21/1991 ekki beitt til að hnekkja ráðstöfunum skiptastjóra, sem gerðar hefðu verið eftir upphaf gjaldþrotaskipta, en um heimildir hans færi samkvæmt 1. mgr. 122. gr. laganna. Að sama skapi yrði þeim reglum ekki beitt til að hnekkja ráðstöfunum, sem hefðu verið gerðar af eða á ábyrgð skilanefndar sem skipuð var yfir L hf. 7. október 2008. Breytti engu þar um þótt ráðstöfun sú, sem riftunar var krafist á, hefði verið gerð fyrir lögákveðinn frestdag við slitameðferð bankans. Þegar af þessari ástæðu var D sýknaður af kröfu L hf.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Eiríkur Tómasson, Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. mars 2013. Hann krefst aðallega ómerkingar hins áfrýjaða dóms, en til vara sýknu af kröfum gagnáfrýjanda. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 28. maí 2013. Hann krefst þess að dóminum verði breytt á þann veg að aðaláfrýjanda verði gert að greiða af dæmdri fjárhæð vexti aðallega samkvæmt 8. gr. en til vara 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. október 2008 til 15. september 2011, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. I Samkvæmt gögnum málsins beindi aðaláfrýjandi, sem mun vera þýskur viðskiptabanki, boði 25. september 2008 til Landsbanka Íslands hf., sem nú ber heiti gagnáfrýjanda, um svonefnt peningamarkaðsinnlán að fjárhæð 80.000.000 krónur, sem bæri 16,1% ársvexti og yrði á gjalddaga 9. október sama ár, en vextir yrðu samkvæmt því að fjárhæð 500.889 krónur. Gagnáfrýjandi samþykkti þetta boð sama dag. Þessi viðskipti fóru fram með rafrænum samskiptum án þess að frekari skriflegir samningar væru gerðir. Að morgni 29. september 2008 var greint frá því opinberlega að vegna fjárhagsörðugleika hafi Glitnir banki hf. skömmu áður leitað eftir fyrirgreiðslu Seðlabanka Íslands, en þetta hafi leitt til þess að fyrrnefnda bankanum hafi verið boðið hlutafjárframlag úr ríkissjóði að fjárhæð 600.000.000 evrur gegn 75% eignarhluta í honum og hafi stjórn félagsins og helstu hluthafar samþykkt það boð. Í héraðsdómsstefnu kveður gagnáfrýjandi stjórn Landsbanka Íslands hf. hafa haldið fund sama dag og hafi þar verið rætt um að þessi „ákvörðun ríkisins hafi haft neikvæð áhrif á eigið fé“ félagsins, svo og að leita yrði „allra skynsamlegra leiða til þess að treysta og styrkja eiginfjárstöðu bankans“, en samkvæmt þessu hafi legið fyrir á því tímamarki að bankinn „uppfyllti ekki kröfur sem til hans voru gerðar um stöðu eiginfjárgrunns“. Fjármálaeftirlitið í Bretlandi hafi krafist þess 3. október 2008 að gagnáfrýjandi legði 400.000.000 sterlingspund á reikning við Englandsbanka ekki síðar en að morgni 6. sama mánaðar sem varasjóð vegna innlánsreikninga í útibúi hans þar í landi. Seðlabanki Evrópu hafi samhliða þessu tilkynnt gagnáfrýjanda um breytingar á skilmálum í endurhverfum viðskiptum milli þeirra, sem hafi aukið þörf hans á lausafé um 400.000.000 evrur. Þótt breska fjármálaeftirlitið hafi 5. október 2008 lækkað kröfu sína um framlag frá gagnáfrýjanda í varasjóð í 200.000.000 sterlingspund hafi hann ekki fengið við þetta ráðið og því leitað eftir aðstoð Seðlabanka Íslands, sem neitað hafi verið um. Að morgni 6. október 2008 gaf ríkisstjórnin út svofellda yfirlýsingu: „Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu. Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til.“ Forsætisráðherra flutti ávarp sama dag, þar sem greint var frá stórfelldum örðugleikum, sem íslenskir viðskiptabankar stæðu frammi fyrir, og boðað að flutt yrði á Alþingi frumvarp til laga, sem myndi gera ríkinu kleift að bregðast við ástandi á fjármálamörkuðum. Að kvöldi þessa dags var frumvarp þess efnis samþykkt sem lög nr. 125/2008 og leiddu þau meðal annars til breytinga á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Á grundvelli 100. gr. a. síðarnefndu laganna, sbr. 5. gr. þeirra fyrrnefndu, ákvað Fjármálaeftirlitið 7. október 2008 að taka yfir vald hluthafafundar í gagnáfrýjanda, víkja stjórn hans frá og setja yfir hann skilanefnd. Í fréttatilkynningu, sem gagnáfrýjandi sendi frá sér sama dag, kom fram að það væri markmið skilanefndar að tryggja að viðskiptabankastarfsemi hans héldi áfram og hafi hann ekki verið tekinn til slita þótt hann nyti vegna þessarar ráðstöfunar verndar fyrir fullnustugerðum lánardrottna. Með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. október 2008, sem kom til framkvæmda klukkan 9 að morgni þess dags, var nánar tilgreindum eignum og skuldbindingum gagnáfrýjanda ráðstafað til Nýja Landsbanka Íslands hf., sem nú heitir Landsbankinn hf., og tók hann frá þeim tíma yfir starfsemi gagnáfrýjanda, sem þessu tengdist. Meðal eigna, sem fluttar voru á þennan hátt frá gagnáfrýjanda, voru kröfuréttindi hans og allt reiðufé, en um skuldbindingar, sem nýi bankinn tók við, sagði meðal annars eftirfarandi í ákvörðuninni: „Nýi Landsbanki Íslands hf. yfirtekur skuldbindingar í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Íslandi vegna innlána frá fjármálafyrirtækjum, Seðlabanka Íslands og öðrum viðskiptavinum ... Innlendar innstæður við Landsbanka Íslands hf. flytjast yfir til Nýja Landsbanka Íslands hf. miðað við stöðu og áunna vexti á tímamarki framsals“. Aðaláfrýjandi sendi tilkynningu til gagnáfrýjanda sama dag um riftun rammasamnings þeirra frá 20. júní 2004 um afleiðuviðskipti, en um heimild til þessa vísaði aðaláfrýjandi til ákvæðis í samningnum, sem samkvæmt framlagðri þýðingu tók til „gjaldþrotsatburðar“ hjá öðrum samningsaðilanum. Samkvæmt málatilbúnaði aðilanna gerðist það jafnframt þennan sama dag að lagðar voru 80.500.889 krónur á innlánsreikning, sem mun hafa verið stofnaður á nafni aðaláfrýjanda hjá Nýja Landsbanka Íslands hf. Óumdeilt er að með þessu hafi verið endurgreitt peningamarkaðsinnlán aðaláfrýjanda til gagnáfrýjanda, svo og að það hafi gerst sökum þess að farið hafi verið með innlánið eins og það hafi verið flutt til nýja bankans með áðurnefndri ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins 11. nóvember 2008 til gagnáfrýjanda kom fram að stjórn þess hafi „tekið til umfjöllunar hvaða áhrif ákvarðanir eftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf. ... hafa á ... svokölluð peningamarkaðslán/innlán frá fjármálafyrirtækjum ... Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins í dag var ákveðið að árétta að skuldbindingar vegna slíkra lána frá fjármálafyrirtækjum eru ekki fluttar til ... Nýja Landsbanka Íslands hf. ... Er því beint til endurskoðenda sem annast endanlegan frágang stofnefnahagsreikninga að huga sérstaklega að þessu og jafnframt að skilanefndir og stjórnir félaganna vinni eftir því sama þar sem mikilvægt er að um samræmi sé að ræða við framkvæmd málsins.“ Í öðru bréfi Fjármálaeftirlitsins 21. sama mánaðar var þessi afstaða ítrekuð og hún rökstudd. Með lögum nr. 129/2008 var aftur breytt lögum nr. 161/2002 og á grundvelli þeirra var gagnáfrýjanda veitt heimild til greiðslustöðvunar 5. desember 2008. Í breytingalögunum var einnig kveðið á um að í þeim fjármálafyrirtækjum, sem Fjármálaeftirlitið hafði sett skilanefnd yfir, skyldi frestdagur miðast við gildistöku breytingalaganna, sem var 15. nóvember 2008. Með lögum nr. 44/2009 voru enn gerðar breytingar á ýmsum ákvæðum laga nr. 161/2002. Við þá breytingu var gagnáfrýjandi, sem naut ennþá heimildar til greiðslustöðvunar, tekinn til slita, en um þá meðferð voru sett sérstök ákvæði í síðastnefndu lögin. Var þar einkum mælt fyrir um að reglur laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. skyldu gilda meðal annars um lýsingu og meðferð krafna, svo og að um slitastjórn, störf hennar og þá menn, sem ættu sæti í henni, skyldu gilda reglur laganna um skiptastjóra. Upphaf slita skyldi miðast við 22. apríl 2009, en þann dag tóku lög nr. 44/2009 gildi. Slitastjórn gagnáfrýjanda tilkynnti aðaláfrýjanda með bréfi 15. ágúst 2011 að hún rifti framangreindri greiðslu til hans frá 9. október 2008 á grundvelli 1. mgr. 134. gr. og 141. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 103. gr. laga nr. 161/2002. Skoraði hún á aðaláfrýjanda að greiða gagnáfrýjanda 80.500.889 krónur með vöxtum, aðallega samkvæmt 8. gr. og til vara 4. gr. laga nr. 38/2001, frá 9. október 2008 til greiðsludags. Með því að aðaláfrýjandi varð ekki við þeirri áskorun höfðaði gagnáfrýjandi mál þetta 25. október 2011. II Engin haldbær rök eru til að verða við aðalkröfu aðaláfrýjanda um að héraðsdómur í málinu verði ómerktur. Samkvæmt framansögðu leitar gagnáfrýjandi með máli þessu riftunar á þeirri ráðstöfun, sem hann kveður felast í því að peningamarkaðsinnlán aðaláfrýjanda til sín hafi verið greitt 9. október 2008 með því að fjárhæð þess ásamt umsömdum vöxtum hafi verið lögð inn á reikning aðaláfrýjanda í Nýja Landsbanka Íslands hf. Hafi þetta gerst vegna óvissu um hvort peningamarkaðsinnlán teldust innlán, sem yrðu yfirtekin af nýja bankanum samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. október 2008. Verði riftunarkrafan tekin til greina beri aðaláfrýjanda að endurgreiða fjárhæðina, sem lögð var inn á reikning hans. Með dómi Hæstaréttar 28. nóvember 2011 í máli nr. 441/2011 var því slegið föstu að með ákvörðun Fjármálaeftirlitins 7. október 2008 og skipun skilanefndar yfir gagnáfrýjanda, sem hafi farið með allar heimildir félagsins og öll málefni þess, þar á meðal haft umsjón með eignum og annast rekstur þess, hafi gagnáfrýjandi verið settur í aðstöðu, sem jafna mætti til þess að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans að því er varðar tilkall annarra til peninga í vörslum hans á grundvelli eignarréttinda. Hafi þessu ástandi fyrst lokið 22. apríl 2009 þegar lög nr. 44/2009 tóku gildi, en þá var gagnáfrýjandi tekinn til slita eins og áður greinir. Með dómi Hæstaréttar 22. mars 2012 í máli nr. 112/2012 var framangreind aðstaða gagnáfrýjanda á hinu tilgreinda tímabili áréttuð, en í málinu var leyst úr um skyldu hans til að endurgreiða peninga, sem honum höfðu verið ofgreiddir í uppgjöri í lok október og byrjun nóvember 2008. Skilanefndin, sem sett var yfir gagnáfrýjanda, var skipuð í skjóli opinbers valds og var henni samkvæmt heiti sínu ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila hans. Verður að leggja stöðu skilanefndar að því er varðar þá ráðstöfun, sem gagnáfrýjandi krefst riftunar á og var á ábyrgð nefndarinnar, að jöfnu við ráðstöfun skiptastjóra í þrotabúi. Reglum XX. kafla laga nr. 21/1991 um riftun ráðstafana þrotamanns er ætlað að leiðrétta afturvirkt ráðstafanir þrotamanns, sem í raun hafa falið í sér mismunun milli lánardrottna hans. Er riftunarreglunum og reglum um endurgreiðslu við riftun ætlað að tryggja jafnræði kröfuhafa að því marki, sem unnt er að lögum, við gjaldþrotaskiptin og úthlutun úr þrotabúi. Eftir upphaf gjaldþrotaskipta gilda á hinn bóginn aðrar reglur um heimildir til að ráðstafa fjármunum þrotabús og fer skiptastjóri með þær heimildir, sbr. 1. mgr. 122. gr. laganna. Framangreindum riftunarreglum verður ekki beitt til að hnekkja ráðstöfunum skiptastjóra, sem gerðar hafa verið eftir upphaf gjaldþrotaskipta. Með sama hætti verður þeim reglum ekki beitt til að hnekkja ráðstöfunum, sem voru gerðar af eða á ábyrgð skilanefndar sem skipuð var yfir gagnáfrýjanda 7. október 2008. Þótt frestdagur við slitameðferð gagnáfrýjanda hafi eins og að framan greinir verið með lögum ákveðinn 15. nóvember 2008 og ráðstöfun sú, sem riftunar er krafist á, hafi því verið gerð fyrir þann dag, breytir það ekki framangreindri niðurstöðu. Verður aðaláfrýjandi þegar af þessari ástæðu sýknaður af kröfum gagnáfrýjanda. Gagnáfrýjandi verður dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðinn er í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, DZ Bank AG, er sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, LBI hf. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals 2.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2012: I. Mál þetta, sem dómtekið var 6. desember sl., höfðaði Landsbanki Íslands hf. í slitameðferð, Austurstræti 16, Reykjavík, á hendur DZ Bank AG, Platz der Republik, 60265, Frankfurt am Main, Þýskalandi, með stefnu birtri 25. október 2011. Stefnandi krefst þess aðallega að staðfest verði með dómi riftun á greiðslu Landsbanka Íslands hf. á peningamarkaðsinnláni að fjárhæð 80.500.889 krónur til stefnda hinn 9. október 2008. Jafnframt krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 80.500.889 krónur, með vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. október 2008 til 15. september 2011, en með dráttarvöxtum skv. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er þess krafist að á fjárkröfuna reiknist vextir skv. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. október 2008 til 15. september 2011, en með dráttarvöxtum skv. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefandi krefst þess og að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Stefndi gerði einnig þá kröfu í greinargerð sinni að málinu yrði vísað frá dómi en með úrskurði, uppkveðnum 24. maí 2012, var þeirri kröfu hafnað. II. Málsatvik Hinn 25. september 2008 gerðu málsaðilar með sér samning um peningamarkaðsinnlán (Money market deposit). Var um að ræða endurnýjun og framlengingu að hluta á fyrra peningamarkaðsinnláni. Lagði stefndi inn 80.000.000 króna hjá stefnanda þann sama dag og skyldi fjárhæðin bera 16,1% ársvexti. Umsaminn gjalddagi innlánsins var 9. október 2008 og námu umsamdir vextir því samtals 500.889 krónum. Samkvæmt heimild í 100. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., tók Fjármálaeftirlitið 7. október 2008 yfir vald hluthafafundar í stefnanda Landsbanka Íslands hf., vék stjórn hans frá og setti yfir hann skilanefnd. Á grundvelli sömu laga tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að færa tilteknar eignir og skuldbindingar stefnanda inn í nýjan banka, Nýja Landsbanka Íslands hf. (síðar NBI hf. og enn síðar Landsbanki hf.), og tók sá banki til starfa að morgni 9. sama mánaðar. Stefnanda var eftir það veitt heimild til greiðslustöðvunar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 5. desember sama ár. Með lögum nr. 44/2009, þar sem breytt var nokkrum ákvæðum áðurnefndra laga, var bankinn síðan tekinn til slita og skyldi upphaf þeirra miðast við 22. apríl 2009, þegar lögin öðluðust gildi. Er frestdagur við slitameðferðina 15. nóvember 2008 skv. III. bráðabirgðaákvæði laganna. Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði 29. apríl 2009 slitastjórn sem annast meðal annars meðferð krafna á hendur bankanum. Upplýst er í málinu að peningamarkaðsinnlán sem fjármálafyrirtæki höfðu lagt inn hjá stefnanda voru í upphafi færð yfir til Nýja Landsbanka Íslands hf. og að sá banki endurgreiddi stefnda framangreint peningamarkaðsinnlán á gjalddaga hinn 9. október 2008, samtals að fjárhæð 80.500.889 krónur. Með bréfi Fjármálaeftirlitsins til stefnanda, dags. 11. nóvember 2008, var tilkynnt að stjórn þess hefði ákveðið „að árétta að skuldbindingar vegna slíkra lána frá fjármálafyrirtækjum eru ekki fluttar til Nýja Glitnis banka hf., Nýja Landsbanka hf. (nú NBI hf.) og Nýja Kaupþings banka hf. með þeim ákvörðunum sem um ræðir“. Þá liggur og fyrir bréf eftirlitsins, dags. 21. sama mánaðar, þar sem stofnunin kveðst telja rétt að gera frekari grein fyrir meðferð svokallaðra peningamarkaðslána/innlána við uppskiptingu efnahagsreiknings gömlu bankanna. Kemur þar meðal annars fram að þegar um slík lán sé að ræða hafi verið fylgt þeirri reglu við uppskiptingu bankanna „að litið er á slíkar millifærslur sem innlán, nema þegar gagnaðili bankans hefur verið annað fjármálafyrirtæki. Í þeim tilvikum hefur verið litið á slíka millifærslu sem lánveitingu frá fjármálafyrirtæki sem hefur verið skilin eftir í gömlu bönkunum“. Vegna endurgreiðslu á umræddu peningamarkaðsinnláni sendi slitastjórnin riftunaryfirlýsingu, dags. 15. ágúst 2011, þar sem hún lýsti yfir riftun á greiðslunni til stefnda og gerði kröfu um að stefndi myndi greiða stefnanda stefnufjárhæð málsins. Í yfirlýsingunni kom og fram að riftunin væri byggð á 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. III. Málsástæður stefnanda Stefnandi kveðst byggja dómkröfur sína á því að uppfyllt séu skilyrði bæði 134. og 141. gr. laga nr. 21/1991, en bendir á að nægilegt sé til að riftun nái fram að ganga að skilyrði annars hvors þeirra séu uppfyllt. Samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 sé unnt að krefjast riftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt er með óvenjulegum greiðslueyri, fyrr en eðlilegt var eða greidd hafi verið fjárhæð sem skert hafi greiðslugetu þrotamanns verulega nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum. Með hliðsjón af fjárhagsstöðu stefnanda þegar greiðsla peningamarkaðsinnlánsins hafi verið innt af hendi sé á því byggt að greiðslan hafi skert greiðslugetu bankans verulega í skilningi tilgreinds ákvæðis. Liggi fyrir að bankinn hafi verið ógjaldfær þegar greiðslan hafi verið innt af hendi og hafi kröfuhöfum því verið mismunað með greiðslunni. Samtals hafi verið greiddar 43.672.201.488 krónur, 280.034 sterlingspund og 40.579.742 bandarískir dalir vegna peningamarkaðsinnlána til fjármálafyrirtækja á tímabilinu 7. október til 19. nóvember 2008. Þá liggi fyrir að stefnandi hafi ekki haft fjármuni til að greiða hina umdeildu kröfu og kröfur annarra fjármálafyrirtækja vegna þessara innlána. Fjármagna hafi þurft greiðslurnar m.a. með láni frá Seðlabanka Íslands. Ljóst sé að greiðslan til stefnda og sambærilegar greiðslur hafi skert greiðslugetu stefnanda verulega í skilningi tilvitnaðrar 134. gr. Auk þess sé á því byggt, eins og atvikum sé háttað, að skuldin hafi verið greidd fyrr en eðlilegt hafi verið, enda hafi, vegna fjárhagsstöðu bankans og óvissu um efndir skuldbindinga, ekki verið réttmætt að greiða peningamarkaðsinnlánið á þessum degi. Þá hafi greiðslan ekki verið venjuleg eftir atvikum þegar af þeirri ástæðu að kröfuhöfum bankans hafi verið, eða mátt vera, kunnugt um fall hans og ógjaldfærni. Þegar greiðslan til stefnda hafi verið innt af hendi hafi stefnandi verið ógjaldfær. Hafi bankanum því verið óheimilt að efna aðrar skuldbindingar en nauðsynlegt hafi verið til að koma í veg fyrir verulegt tjón eða þær sem greiðast myndu við gjaldþrotaskipti. Á þessu tímamarki hafi bankinn hvorki átt laust reiðufé í íslenskum krónum né erlendum gjaldeyri og hafi greiðslan því verið fjármögnuð með lántöku. Bendi stefnandi í þessu sambandi á að á árinu 2008 hafi ástandið á erlendum og íslenskum fjármálamörkuðum farið versnandi og þegar liðið hafi á árið hafi staða stefnanda og margra annarra fjármálafyrirtækja verið orðin mjög alvarleg sökum alþjóðlegrar lausafjárkreppu. Hinn 29. september hafi verið tilkynnt að ríkisstjórn Íslands og helstu hluthafar Glitnis banka hf. (Glitnir) hefðu gert með sér samning um yfirtöku ríkisins á 75% af hlutafé bankans. Hafi með aðgerðinni verið reynt að mæta lausafjárþörf Glitnis þar sem allar leiðir fyrir lánsfjáröflun íslensku bankanna hafi verið lokaðar. Hafi aðgerðin haft í för með sér að virði eignarhluta annarra hluthafa í Glitni hefði rýrnað verulega frá skráðu markaðsvirði. Hafi stærsti eigandi Glitnis, FL Group hf., og fleiri tengdir aðilar verið stórir lántakendur í stefnanda. Ljóst hafi verið að þessi aðgerð myndi hafa veruleg áhrif á stöðu fjármálafyrirtækja í landinu. Á fundi bankaráðs stefnanda hinn 29. september 2008 hafi verið rætt um að ákvörðun ríkisins hefði haft neikvæð áhrif á eigið fé bankans. Einnig hafi komi fram á fundinum að leita þyrfti allra skynsamlegra leiða til að treysta og styrkja eiginfjárstöðu bankans. Hafi á þessum tímapunkti legið fyrir að stefnandi uppfyllti ekki kröfur sem til hans væru gerðar um stöðu eiginfjárgrunns bankans. Síðdegis hinn 3. október 2008 hafi Fjármálaeftirlitið í Bretlandi gert kröfu um að stefnandi greiddi 400.000.000 sterlingspunda til Englandsbanka að morgni mánudagsins 6. sama mánaðar til þess að auka við varasjóð vegna Icesave-reikninga í Bretlandi. Á sama tíma hafi Seðlabanki Evrópu tilkynnt breytingar á skilmálum í endurhverfum viðskiptum við stefnanda. Hafi breytingar þessar samanlagt haft í för með sér að lausafjárþörf bankans hafið vaxið um 800.000.000 evra. Á sunnudeginum 5. október 2008 hafi legið fyrir að Seðlabanki Evrópu hefði frestað að gera kröfu um 400.000.000 evra innborgun auk þess sem breska Fjármálaeftirlitið hefði lækkað kröfur sína í 200.000.000 sterlingspunda. Hafi eini möguleiki stefnanda til að fjármagna þessa kröfu eftirlitsins verið að leita til Seðlabanka Íslands um fyrirgreiðslu. Um helgina 4. til 5. október 2008 hafi beiðnir um úttektir af Icesave-reikningum stefnanda í Bretlandi og Hollandi aukist verulega og vegna skorts á erlendum gjaldeyri og hinn 6. sama mánaðar hafi ekki verið unnt að greiða út allar beiðnir um úttektir sem safnast hefðu upp um helgina. Við upphaf viðskipta mánudaginn 6. október hafi svo legið fyrir að Seðlabanki Íslands væri ekki reiðubúinn að lána stefnanda þá fjármuni sem bankinn þyrfti til að geta staðið við skuldbindingar sínar á þessum viðskiptadegi. Hafi bankinn því verið ógjaldfær þann dag. Síðar þann sama dag hafi þáverandi forsætisráðherra tilkynnt opinberlega að yfirvofandi væri hrun bankakerfisins og hin svokölluðu neyðarlög nr. 125/2008 hafi tekið gildi. Kröfur stefnanda byggist og á því að það hafi verið ótilhlýðilegt í skilningi 141. gr. laga nr. 21/1991 að greiða einstökum kröfuhöfum út fjármuni þegar ljóst hafi verið að stefnandi væri ógjaldfær og ljóst mátti vera að viðkomandi greiðsla gæti skert jafnræði kröfuhafa. Þá telji stefnandi að líta verði svo á að kröfuhafar bankans, og þá sérstaklega fjármálafyrirtæki, hafi vitað eða mátt vita um ógjaldfærni hans í síðasta lagi frá skipun skilanefndar hinn 7. október 2008. Í ljósi þeirra aðstæðna sem verið hafi á íslenskum fjármálamarkaði þegar greiðslurnar hafi átt sér stað, og þess að stefnandi hafi verið ógjaldfær, hafi ekki verið tilhlýðilegt af stjórnendum stefnanda að greiða upp peningamarkaðsinnlánið. Með vísan til 142. gr. laga nr. 21/1991 krefjist stefnandi þess að stefndi greiði stefnanda 80.500.889 krónur með vöxtum. Aðallega sé á því byggt að stefndi skuli greiða vexti skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá því greiðslan hafi verið innt af hendi til upphafsdags dráttarvaxtareiknings þar sem endurheimtukrafa vegna riftunar á grundvelli 141. gr. sé skaðabótakrafa skv. 3. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Til vara sé byggt á því að stefnda beri að greiða vexti á umræddu tímabili skv. 4. gr. laga nr. 38/2001. Krafan um dráttarvexti miðist við að þeir reiknist á kröfuna mánuði eftir að áskorun um greiðslu hafi verið send til stefnda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. IV. Málsástæður stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að um aðildarskort sé að ræða hjá stefnanda þar sem hin umdeilda greiðsla til stefnda hafi verið innt af hendi af Nýja Landsbanka Íslands hf. Hafi það verið gert í kjölfar yfirtöku nýja bankans á peningamarkaðssjóðsinnlánum frá stefnanda samkvæmt yfirlýsingu Fjármálaeftirlitsins hinn 9. október 2008. Eftir að endurgreiðslan til stefnda hafi átt sér stað þann sama dag virðist sem Fjármálaeftirlitið hafi með sérstöku bréfi sínu, dags. 21. nóvember 2008, „gert frekari grein fyrir“ meðferð peningamarkaðsinnlána. Komi þar fram að stofnunin hefði fylgt þeirri reglu að flokka peningamarkaðsinnlán til innlána nema í þeim tilvikum sem gagnaðili banka hefði verið annað fjármálafyrirtæki en þá ætti að líta á slíkar greiðslur sem lánveitingar frá fjármálafyrirtækjum sem skildar hefðu verið eftir í gömlu bönkunum, þ.e. í þessu tilviki hjá stefnanda. Haldi stefndi því fram að þetta bréf hafi enga þýðingu fyrir málið og feli ekki í sér ákvörðun af neinu tagi. Þá liggi fyrir að bréfið hafi verið sent eftir að umrædd greiðsla hafi verið innt af hendi. Stefndi vísi til þess að almenn skilyrði riftunar séu ekki uppfyllt í máli þessu. Þannig liggi fyrir að stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni, en ráða megi af 142. gr. laga nr. 21/1991 að það skilyrði þurfi að vera til staðar svo að riftun geti talist heimil. Stefnandi haldi því sjálfur fram í stefnu að afstaða hans sé sú að peningamarkaðsinnlán séu innstæður og þar með forgangskröfur við slit stefnanda. Þar sem fyrir liggi að forgangskröfur muni greiðast að fullu við slitameðferð varnaraðila sé ljóst að endurgreiðslan hafi ekki valdið stefnanda neinu tjóni. Þá hafi umrædd ráðstöfun átt sér stað eftir að skilanefnd varnaraðila hafi verið skipuð yfir starfsemi varnaraðila, sem jafna megi við að gjaldþrotaskipti hafi hafist, og verði riftun því ekki beitt með vísan til riftunarreglna gjaldþrotaskiptalaga. Á því sé byggt að skilyrði 134. gr. laga nr. 21/1991 séu ekki uppfyllt. Þannig sé því mótmælt að hin umdeilda endurgreiðsla hafi skert greiðslugetu stefnanda verulega enda hafi greiðslugetu hans ekki nema að örlitlu leyti verið varið í umrædda greiðslu. Ljóst sé af upplýsingum stefnanda sjálfs í stefnu að þessi viðskipti aðilanna hafi ekki numið nema 0,2% af þeim peningamarkaðsinnlánum sem greidd hafi verið eftir að skilanefnd stefnanda hafi verið skipuð og ekki numið nema broti af auðseljanlegum eignum og innstæðum stefnanda hjá Seðlabanka Íslands. Hafi greiðslugeta stefnanda því einungis að hluta verið nýtt til þess að greiða umrædd peningamarkaðsinnlán. Opinberar tölur úr árshlutauppgjöri stefnanda frá 30. júní 2008 renni jafnframt stoðum undir þá ályktun. Þannig megi nefna að á þeim tíma hafi eignir og innstæður stefnanda hjá Seðlabanka Íslands numið 27,87 milljörðum króna og útistandandi skammtímakröfur á önnur fyrirtæki numið 260,9 milljörðum króna, eða samtals 288,9 milljörðum króna. Þá hafi Viðskiptablaðið birt upplýsingar frá stefnanda hinn 29. september 2008 þar sem fram hafi komið að lausafjárstaða bankans væri á þeim degi 8,9 milljarðar evra, samanborið við 7,8 milljarða evra hinn 40. júní sama ár. Þá liggi ljóst fyrir að því skilyrði 134. gr. að greiðslan hafi verið innt af hendi fyrr en eðlilegt hafi verið sé ekki fullnægt. Greiðslan hafi borist stefnda á samningsbundnum gjalddaga innlánsins, sem geti ekki talist of snemmt, og breyti aðstæður í því sambandi engu. Stefndi byggi og á því að greiðslan hafi virst eðlileg í ljósi aðstæðna. Skipti í því sambandi meðal annars máli að greiðslan hafi verið innt af hendi á gjalddaga innlánsins, eftir að skilanefnd tók yfir rekstur stefnanda. Nýi Landsbanki hafi þá verið stofnaður og Fjármálaeftirlitið tekið ákvörðun sína hinn 9. október 2008 um að innlán frá fjármálafyrirtækjum og öðrum viðskiptavinum væru yfirtekin af þeim banka. Staðfesti þessar forsendur að endurgreiðslan hafi virst eðlileg í ljósi aðstæðna. Endurgreiðslan hafi og virst eðlileg í ljósi þess að stefndi hefði fengið úthlutun að fullu við slitameðferðina ef hún hefði ekki verið innt af hendi og þess að hún hafi verið framkvæmd eftir að bankinn hafi verið kominn undir stjórn skilanefndar. Loks telji stefndi, vegna skilyrða tilvitnaðrar 1. mgr. 134. gr., að virða verði margvíslegar réttmætar væntingar hans í máli þessu. Snúi þær meðal annars að því að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 9. október 2008, um yfirtöku Nýja Landsbanka Íslands hf. á láni stefnda, yrði ekki breytt með afturvirkum hætti, enda myndi það brjóta gegn jafnræðisreglu og leiða til mismununar kröfuhafa. Þá verði og að virða þær réttmætu væntingar stefnda að endurgreiðslan til hans hafi verið gild, sérstaklega í ljósi þess að stefnandi hafi á þeim tíma lotið stjórn skilanefndarmanna, sem séu opinberir sýslunarmenn. Stefndi haldi því og fram að skilyrði 141. gr. laga nr. 21/1991 fyrir riftun séu ekki uppfyllt. Endurgreiðslan sem deilt sé um hafi ekki verið stefnda til hagsbóta á ótilhlýðilegan hátt á kostnað annarra kröfuhafa. Hún hafi hvorki komið í veg fyrir heimtur til kröfuhafa úr búi stefnanda né aukið skuldbindingar hans á kostnað kröfuhafa. Haldi stefndi því fram að stefnandi hafi verið fær um að standa við skuldbindingar sínar í íslenskum krónum, ráðstöfunin sem um sé deilt hafi ekki leitt til gjaldþrots bankans og stefndi hafi hvorki haft vitneskju um né átt að hafa vitneskju um gjaldþrotið. Skilyrðið um að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg sé ekki uppfyllt og stefndi leggi áherslu á að hann hafi ekki búið yfir vitneskju um og hefði ekki mátt vita um skilyrði sem mögulega hefðu valdið því að greiðslan teldist vera ótilhlýðileg. Vísi stefndi hvað þetta varði einnig til þeirra röksemda sem áður hafi verið raktar. Kröfu stefnanda um vexti sé mótmælt, meðal annars með vísan til þess að ákvæði laga sem stefnandi vísi til heimili honum ekki að innheimta nokkurs konar vexti frá 9. október 2008. V. Niðurstaða Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að um aðildarskort sé að ræða þar sem fyrir liggi að stefnandi hafi ekki innt umdeilda endurgreiðslu peningamarkaðssjóðsinnláns af hendi til stefnda heldur hafi hún borist frá Nýja Landsbanka Íslands hf., nú Landsbanka hf. Eins og áður hefur verið lýst tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun hinn 9. október 2008 um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbanka Íslands hf. Í 7. tl. þeirrar ákvörðunar kemur m.a. fram að Nýi Landsbanki Íslands hf. yfirtaki skuldbindingar í útibúum stefnanda á Íslandi vegna innlána frá fjármálafyrirtækjum, Seðlabanka Íslands og öðrum viðskiptavinum. Ekki sýnist um það deilt að Nýi Landsbanki hf. hafi á grundvelli þessarar ákvörðunar yfirtekið umdeilt innlán frá stefnda 9. október 2008 og endurgreitt það á gjalddaga þess þann sama dag. Af fyrirliggjandi bréfi Fjármálaeftirlitsins til stefnanda, dags. 11. nóvember sama ár, og bréfi stofnunarinnar til allra er málið varðar, dags. 21. sama mánaðar, verður ráðið að stofnunin telur sig þurfa að „árétta“ og rökstyðja frekar að skuldbindingar vegna peningamarkaðsinnlána frá fjármálafyrirtækjum hafi ekki átt að flytjast til nýju bankanna, þar á meðal Nýja Landsbanka hf., með framangreindri ákvörðun stofnunarinnar hinn 9. október 2008. Í fyrirliggjandi yfirlýsingu Deloitte ehf. vegna uppgjörs á peningamarkaðssjóðsinnlánum milli Landsbanka Íslands hf. og Nýja Landsbanka Íslands hf., dags. 29. ágúst 2012, kemur fram að sérfræðingar fyrirtækisins hafi unnið að því, í umboði Fjármálaeftirlitsins, að skipta efnahagsreikningi stefnanda milli Nýja Landsbanka Íslands hf. og þess gamla og farið eftir forskrift Fjármálaeftirlitsins á því hvaða eignir ættu að yfirfærast til nýja bankans. Þá kemur fram í yfirlýsingunni: „Til að jafna muninn á milli eigna og skulda sem NBI tók yfir gaf hann út skuldabréf fyrir mismuninum til LBI. Þar sem NBI hafði greitt hluta af umræddum peningamarkaðsinnlánum eftir skiptinguna þann 9. október 2008 leiddi það til þess að útgefið skuldabréf NBI til LBI er lægra sem nemur þessum greiðslum. LBI fékk því minna af eignum í sinn hlut við skiptinguna en hefði orðið ef umrædd peningamarkaðslán hefðu ekki verið greidd eins og FME hafði ráðgert í ákvörðunum sínum.“ Af framangreindu leiðir að sú ráðstöfun Nýja Landsbanka Íslands hf. að endurgreiða umrædda skuld til stefnda á þeim tíma hafði í för með sér skuldaaukningu fyrir stefnanda sem nam endurgreiðslufjárhæðinni. Verður því að líta svo á að stefnandi sé réttur aðili til að setja fram þá kröfu á hendur stefnda sem mál þetta snýst um. Krafa stefnanda byggist á því að umrædd endurgreiðsla til stefnda sé riftanleg á grundvelli 1. mgr. 134. gr. og 141. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Samkvæmt 1. mgr. 134. gr. er unnt að krefjast riftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri, fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæð sem skert hefur greiðslugetu þrotamanns verulega nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum. Vísar stefnandi til þess að greiðslan hafi verið innt af hendi fyrr en eðlilegt var, hún hafi skert greiðslugetu stefnanda verulega og hafi ekki getað virst venjuleg eftir atvikum. Séu því uppfyllt skilyrði ákvæðisins um riftun greiðslunnar. Varnaraðili telur hins vegar að ekkert þessara skilyrða sé fyrir hendi. Ekki er hins vegar um það deilt að greiðslan hafi verið innt af hendi innan þeirra tímamarka sem ákvæðið mælir fyrir um og að greiðslueyrir hafi verið venjulegur. Fyrir liggur að umrædd greiðsla var innt af hendi á umsömdum gjalddaga peningamarkaðsinnlánsins hinn 9. október 2008. Þrátt fyrir það þykir hér verða til þess að horfa að þótt í 100. gr. a laga nr. 161/2002, eins og hún hljóðaði samkvæmt 5. gr. laga nr. 125/2008, hafi ekki verið mælt fyrir um sérstaka málsmeðferð í framhaldi af ákvörðun eins og þeirri, sem Fjármálaeftirlitið tók um sóknaraðila 7. október 2008, voru öll málefni hans þá sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og hlaut samkvæmt heiti sínu að hafa verið ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila sóknaraðila. Verður því að líta svo á að á tímabilinu frá 7. október 2008 og þar til formleg slitameðferð hófst á grundvelli laga nr. 44/2009 hinn 22. apríl 2009 hafi sóknaraðili verið í aðstöðu, sem að hluta til má leggja að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans. Með tilliti til þeirrar grundvallarreglu laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 er lýtur að jafnrétti kröfuhafa verður hér við það að miða að greiðsla á skuld stefnanda á þessu tímabili teljist innt af hendi fyrr en eðlilegt var, enda verður ekki séð, með hliðsjón af þeim aðdraganda ráðstöfunarinnar sem að framan getur, að skilanefnd stefnanda hafi áður veitt samþykki sitt fyrir henni. Samkvæmt framansögðu er fullnægt skilyrðum 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 til að rifta umræddri greiðslu til stefnda hinn 9. október 2008, enda verður því ákvæði beitt jöfnum höndum á tímabilinu eftir yfirtöku skilanefndar á rekstri stefnanda sem fyrir það tímamark. Samkvæmt framansögðu er fallist á að rifta eigi umræddri greiðslu til stefnda með vísan til 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 og að honum beri, með vísan til 142. gr. sömu laga, að endurgreiða stefnanda umkrafða fjárhæð með vöxtum eins og segir í dómsorði. Eftir þessari niðurstöðu ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað svo sem getur í dómsorði. Ásgeir Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Rift er greiðslu stefnanda, Landsbanka Íslands hf., til stefnda, DZ Bank AG, á peningamarkaðsinnláni að fjárhæð 80.500.889 krónur hinn 9. október 2008. Stefndi greiði stefnanda 80.500.889 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. september 2011 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 265/2004
|
Bifreið Líkamstjón Örorka Skaðabætur
|
M slasaðist í árekstri í desember 1999. Voru árslaun hennar síðustu þrjú almanaksár fyrir slysdag lögð til grundvallar bótum í samræmi við meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Talið var, að lagaskilyrði væru ekki uppfyllt til að meta árslaun M sérstaklega samkvæmt 2. mgr. sama ákvæðis, svo sem hún hafði haldið fram. Taldist hún því hafa fengið tjón sitt greitt að fullu og voru stefndu sýknuð af kröfu hennar.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 24. júní 2004. Hún krefst þess að stefndu verði í sameiningu dæmd til að greiða sér 1.627.170 krónur með 2% ársvöxtum frá 17. febrúar 2000 til 2. október 2002, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og áfallinna ársvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem hún naut fyrir héraðsdómi. Stefndu krefjast aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð og málskostnaður felldur niður. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvert sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. mars 2004. Mál þetta var þingfest 3. október 2002 og var dómtekið 10. desember sl. en flutt að nýju 22. mars 2004 og dómtekið sama dag. Stefnandi er M, [...], Reykjavík. Stefndu eru Sigurbjörg K. Karlsdóttir, Flúðaseli 40, Reykjavík og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5, Reykjavík. Dómkröfur Stefnandi krefst þess að stefndu verði in solidum gert að greiða stefnanda 1.627.170 krónur með 2% ársvöxtum frá 17. febrúar 2000 til stefnubirtingardags. Þess er krafist að vextirnir höfuðstólsfærist á 12 mánaða fresti, í fyrsta skipti 17. febrúar 2001. Krafist er dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og almennra vaxta frá stefnubirtingardegi til greiðsludags. Krafist er málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefndu eins mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndu krefjast aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er þess krafist að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefndu málskostnað samkvæmt mati dómsins. Málavextir Málavextir eru þeir að þann 17. desember 1999 ók stefnda, Sigurbjörg K. Karlsdóttir, bifreið sinni XO-041, sem er af gerðinni Volkswagen Golf, aftan á bifreið stefnanda JK-[...], sem er af gerðinni Dodge Aries, á mótum Bjargarstígs og Bergstaðastrætis í Reykjavík. Óumdeilt er að stefndu beri fébótaábyrgð á tjóni því sem af ákeyrslunni hlaust, á grundvelli 88.-90. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 91. gr. Þegar stefnandi lenti í slysinu starfaði hún sem foringi hjá Hjálpræðishernum. Þann 25. júní 2002 skiluðu læknarnir Guðmundur Björnsson og Atli Þór Ólason af sér matsgerð um afleiðingar slyssins fyrir stefnanda. Niðurstaða matsgerðar var eftirfarandi: Tímabundið atvinnutjón taldist ekki vera fyrir hendi. Stefnandi var talin hafa verið veik í tvo mánuði, án þess að vera rúmliggjandi. Stöðugleikapunktur var talinn 17. febrúar 2002. Varanlegur miski var metinn 8%, varanleg örorka 15% og varanleg læknisfræðileg örorka 8%. Á grundvelli þessa mats fékk stefnandi greiddar bætur, þann 28. ágúst 2002, samtals að fjárhæð 3.727.440 krónur auk lögmannskostnaðar. Voru árslaun stefnanda 1997-1999 lögð til grundvallar ákvörðunar bóta. Ágreiningur í máli þessu lýtur aðallega að viðmiðunartekjum sem leggja á til grundvallar ákvörðun bóta. Tekjur stefnanda á árunum 1996 til og með 2001 voru samkvæmt skattframtölum þessar: 1996 824.893 kr. 1997 1.111.272 kr. 1998 1.699.599 kr. 1999 1.735.940 kr. 2000 1.712.099 kr. 2001 1.365.575 kr. Á árinu 1996 var stefnandi í námi og ekki í fullri vinnu það ár. Aðilar málsins eru sammála um að það sé ekki nothæft til útreiknings viðmiðunarlauna. Af hálfu stefnda Sjóvár- Almennra trygginga hf. var, við uppgjör bóta, miðað við tekjur áranna 1997-1999 og grundvelli þeirrar viðmiðunar greiddar bætur, þann 28. ágúst 2002. samtals að fjárhæð 3.727.440 krónur, auk lögmannskostnaðar. Við uppgjörið var því miðað við eftirfarandi launatekjur: Launavísitala á viðmiðunardegi 189,3 Launavísitala Samtals Tekjur ársins 1997 1.111.272 155,8 1.350.217 Tekjur ársins 1998 1.699.599 170,4 1.888.111 Tekjur ársins 1999 1.735.940 182 1.805.568 Meðaltal 1.681.299 Töpuð lífeyrisréttindi 100.878 Samtals 1.782.177 Ef tekjur þessara ára skuli leggja til grundvallar við útreikning viðmiðunarlauna, telur stefnandi ekki vera ágreining um að stefndi hafi bætt tjón stefnanda að fullu. Stefnandi hafnar því hins vegar, með vísan til 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, að framangreind ár verði notuð til útreiknings viðmiðunarlauna í andstöðu við fyrirliggjandi gögn. Þau gögn sýni, svo ekki verði um villst, að framtíðartekjur í starfi stefnanda, sem foringi í Hjálpræðishernum, hefðu á árunum 2000 og um fyrirsjáanlega framtíð orðið verulega hærri en á árunum á undan, vegna varanlegrar stefnubreytingar Hjálpræðishersins í launamálum. Í máli þessu blasi við að þegar stefnandi hefði kosið að hætta störfum hjá Hjálpræðishernum hefði beðið hennar hærra launað starf, sem framhaldsskólakennari. Málsástæður stefnanda og lagarök Stefnandi byggir kröfur sínar á því að á bak við 7. gr. skaðabótalaga sé sú hugsun að ákvarða bætur að töluverðu leyti staðlað svo að þeir, sem eins standi á um, fái sömu bætur. Með þessu sé tryggt jafnræði þeirra sem eins standi á um. Hér sé verið að bæta verndarandlag sem njóti einna mestrar verndar í íslenskum rétti, sem sé aflahæfi manna. Sem dæmi um þá ríku réttarvernd sem aflahæfi njóti þá sé hvorki hægt að selja það, veðsetja né gera nokkra slíka hluti sem mönnum væri annars heimilt með eigur sínar. Hafi aflahæfi verið talið njóta stjórnarskrárverndar í tengslum við skaðabótaréttinn, sbr. Hrd. 1998:2233. Svo mikillar verndar njóti aflahæfið að menn verði t.d. ekki krafðir um efndir á ráðningarsamningum in natura. Til þess að tryggja markmiðin sé ákvæði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, sem hafi það að markmiði að notast við það sem sannara reynist og tryggja sömuleiðis að þeir, sem verði fyrir sömu skerðingu, fái sömu bætur. 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga sé til að koma í veg fyrir að notaðar séu launaviðmiðanir sem séu óviðmiðunarhæfar með tilliti til raunveruleikans. Þetta ákvæði sé nauðsynlegt m.t.t. ákvæða stjórnarskrár, því óheimilt sé að setja í lög reglu sem myndi leiða til að einn fái tjón sitt bætt að fullu en annar ekki. Ákvæði 2. mgr. 7. gr. skbl. sé einnig í samræmi við þá grundvallarreglu skaðabótaréttarins að sá, sem verði fyrir tjóni, skuli fá fullar bætur, hvorki of né van. Það sé markmið skaðabótalaga. Þetta sé það sem stefnt sé að og allar viðmiðanir miðist við að ná þessu marki. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga verði ekki beitt ef hún er í andstöðu við þetta markmið. Í Hrd. 1998:2233 komi skýrt fram að það færi gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar ef markmið skaðabótalaga yrði eitthvað annað en að menn fengju fullar bætur. Þeir, sem eins standi á um, verði að fá sömu bætur, sbr. Hrd. 1998:2233, en þá sé átt við þá sem verði fyrir sömu skerðingu á framtíðartekjum. Með 6. gr. laga nr. 37/1999 hafi 7. gr. skaðabótalaga verið breytt í þeim tilgangi að fá sem réttastan mælikvarða á framtíðartjón. Það hafi verið gert með því að ákveða meðalatvinnutekjur síðustu þriggja ára til þess að jafna áhrif sveiflna í tekjum manna og með því að breyta 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga með því að lögfesta sérstaklega að hafa það sem sannara reynist til að finna út framtíðartekjur. Hin sérstöku atvik sem varði stefnanda: Í ljósi framangreindrar umfjöllunar um efni 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga verði nú vikið að þeim atriðum sem varpi ljósi á að beita verði þeirri grein til að fá réttmætan mælikvarða á framtíðartjón stefnanda. Þegar stefnandi fæddist, árið 1960, hafi foreldrar hennar verið foringjar í Hjálpræðishernum, þau A og B. Þau hafi jafnframt verið gistihússtjórar og hafi stefnandi búið í "Herkastalanum" til sjö ára aldurs. Foringjar í Hjálpræðishernum séu kallaðir til ýmissa starfa, ekki alltaf í sama landinu, og hafi stefnandi oft flutt búferlum þegar foreldrar hennar hafi verið færðir til í starfi. Um 15 ára aldur hafi stefnandi fengið brennandi áhuga á starfi Hjálpræðishersins og framgangi á hugsjónum hans og markmiðum. Hugur hennar hafi þá stefnt til að verða foringi í Hjálpræðishernum. Hafi hún gengið í herinn 14 ára gömul. Árið 1979 hafi stefnandi hafið tveggja ára nám í foringjaskóla Hjálpræðishersins í Lundúnum. Að því loknu hafi hún hafið nám í bréfaskóla sem hafi tekið þrjú ár. Áður en lengra sé haldið sé rétt að gera grein fyrir því hvernig launamálum sé háttað hjá Hjálpræðishernum. Samband foringja í Hjálpræðishernum og hersins sé ekki venjulegt samband atvinnurekanda og launþega. Hjálpræðisherinn sé félagsskapur sem samanstandi af fólkinu sjálfu og séu hermennirnir að framkvæma sameiginlega hugsjón og líti ekki svo á að þeir séu í starfi fyrir einhvern annan en sjálfa sig. Launamál Hjálpræðishersins beri keim af þessu. Laun séu almennt skömmtuð lág og séu hugsuð þannig að menn geti unnið að markmiðum Hjálpræðishersins en hafi samt til hnífs og skeiðar. Ef foringi í Hjálpræðishernum hafi aflað sér tekna annars staðar lækki laun frá hernum að sama skapi þannig að heildarlaunin breytist ekki. Ástæður þess að foringjar sækist eftir launum annars staðar sé fyrst og fremst til að létta undir starfinu og litið sé á þetta sem eigið framlag til sameiginlegrar hugsjónar. Annar mikilvægur þáttur í launamálum Hjálpræðishersins sé sá að foringjar, sem starfi í sama landi, fái sömu laun. Þetta þýði að ef foringi fari frá hálaunasvæði til láglaunasvæðis þá lækki launin, þveröfugt við það sem gerist hjá flestum vestrænum hjálparstofnunum. Þar séu menn frá Vesturlöndum yfirleitt á margföldum launum þeirra sem þeir starfa með. Þessu sé öfugt farið hjá Hjálpræðishernum. Árið 1984 hafi stefnandi farið til Panama á vegum Hjálpræðishersins og hafi stjórnað þar upptökuheimili fyrir börn. Hún hafi síðan verið flokksforingi í Panama árin 1987-1989 og hafi tekið við stjórn skóla þar til ársins 1990 þegar hún varð æskulýðsleiðtogi fyrir alla flokka í Panama til ársins 1992. Þá hafi hún snúið aftur heim til Íslands. Þegar hér var komið sögu hafi stefnandi verið orðin 32 ára gömul og hafi þurft að skoða sín mál. Hún hafi verið þreytt eftir 8 ára veru í Panama á lágum launum og hugðist leita fyrir sér á hinum almenna vinnumarkaði, a.m.k. fyrst um sinn. Hafi hún strax rekið sig á að hún væri ekki gjaldgeng án menntunar. Hafi hún þá ákveðið að söðla um og fara í skóla. Á árunum 1992-94 hafi stefnandi verið við BA-nám í Háskóla Íslands í spænsku, sem aðalfagi, en hafi tekið norsku og sænsku sem aukafög. Hún hafi unnið fyrir sér á gistiheimili Hjálpræðishersins með náminu. Eftir það hafi hún starfað í eitt ár í Hjálpræðishernum sem flokksforingi á Akureyri en hafi síðan hafið nám í Háskóla Íslands árið 1995-96 til að afla sér kennsluréttinda í samræmi við þær hugmyndir sem hafi vaknað hjá henni þegar hún hafi komið aftur til Íslands árið 1992. Árið 1996 hafi hún fengið kennsluréttindi. Þegar stefnandi hafði fengið kennsluréttindi hafi henni boðist spennandi starf á vegum Hjálpræðishersins sem hafi verið að vera æskulýðsleiðtogi hans á Íslandi og í Færeyjum á árunum 1996-97. Stefnandi, sem hafi verið einhleyp, hafi séð þarna spennandi starf og möguleika á að ferðast mikið, m.a. að heimsækja bróður sinn öðru hvoru, en hann hafi þá búið í Noregi og hafi glímt við alvarleg veikindi. Að þessu ári liðnu hafi stefnandi ákveðið, þrátt fyrir að vera orðin fullgildur kennari, að gefa hugsjónum Hjálpræðishersins enn skerf af ævi sinni og hafi ákveðið að gerast um tíma flokksforingi við Hjálpræðisherinn í Reykjavík og vera fulltrúi í æskulýðsstarfinu. Með þessu hafi hún ekki lagt á hilluna þær hugmyndir sínar að gerast framhaldsskólakennari og starfa að hugsjónum Hjálpræðishersins í frístundum sínum, eins og menn geri í hverju öðru félagsstarfi. Þá hafi hún orðið fyrir slysinu. Rétt sé í þessu sambandi að skoða hvaða framtíðartekjur hefðu beðið stefnanda. Vafasamt teljist að miða við laun Hjálpræðishermanna, enda hafi stefnandi, eins og að framan er rakið, verið farin að huga að framtíð sinni og nauðsyn þess að afla tekna sem styrktu lífeyrissjóðsmál hennar og gæfu henni möguleika til eignamyndunar, enda yrði hún ekki alltaf ung. Hafi þá ekki skipt öllu þótt hún ætti annars farsælan feril innan Hjálpræðishersins. Frá þessu sjónarmiði væri eðlilegast að miða framtíðartekjur hennar við meðallaun framhaldsskólakennara. Á hinn bóginn sé ljóst að Hjálpræðisherinn hafi haft töluvert aðdráttarafl og ekki sé ljóst hvernig ævitekjur hennar myndu skiptast milli starfa hjá Hjálpræðishernum og kennslu. Við það verði að miða að hún hefði gert alvöru úr því að skipta um starfsvettvang. Til að stilla kröfum stefnanda í hóf sé miðað við að 2/3 hlutar framtíðarlauna hennar hefðu verið vegna kennarastarfa og 1/3 í þjónustu Hjálpræðishersins. Samkvæmt fréttariti Kjararannsóknarnefndar opinberra starfsmanna hafi meðaltekjur framhaldsskólakennara í febrúar 2000 verið 223.402 krónur. Á þeim tíma hafi atvinnurekandi greitt 11,5% í lífeyrissjóð, sem geri 25.691 krónu, eða samtals 249.093 krónur. Samkvæmt yfirliti Turid Gramst majors yfir þær tekjur sem stefnandi hefði fengið í laun árin 2000 til 2002, væri hún í fullri vinnu hjá Hjálpræðishernum, sé ljóst að Hjálpræðisherinn hafi tekið nýja stefnu í launamálum sem felist í verulegri hækkun launa. Það sé því ljóst að ekki komi til álita að miða við tekjur hennar í tímabundnu starfi hjá Hjálpræðishernum, sem hafi verið á grundvelli launakjara sem Hjálpræðisherinn hafi endanlega verið fallinn frá og hafi ekkert haft með framtíðartekjur foringja í Hjálpræðishernum að gera. Miðað við framangreindar forsendur séu viðmiðunarlaunin þannig fundin út: Laun framhaldsskólakennara í febrúar 2000 2.680.824 kr. Framlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð, 11,5% 308.295 kr. Samtals 2.989.119 kr. Laun hjálpræðishermanna eftir að varanlegar breytingar voru yfirgengnar á árinu 2001 2.350.550 kr. Lækkun til launavísitölu í febrúar 2000 - 62.842 kr. Samtals 2.287.708 kr. Framlag Hjálpræðishersins í lífeyrissjóð, 6% 137.263 kr. Samtals 2.424.970 kr. 2/3 af árslaunum miðað við laun kennara 1.992.746 kr. 1/3 af launum foringja í Hjálpræðishernum 808.323 kr. Samtals 2.801.069 kr. Stefndi reiknar kröfuna út þannig: Viðmiðunarlaun 1.782.177 kr. Stuðull 10,646 Örorka 15% Tjón 2.845.857 kr. Stefnandi reiknar kröfuna út þannig: Viðmiðunarlaun 2.801.069 kr. Stuðull 10,646 Örorka 15% Tjón 4.473.027 kr. Ágreiningsefni málsins: Útreikningur stefnanda 4.473.027 kr. Útreikningur stefnda 2.845.857 kr. Mismunur, sem er stefnufjárhæðin 1.627.170 kr. Um málskostnað vísist til XXI. kafla l. nr. 91/1991, sérstaklega 129. gr. og 130. gr. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyld og beri að taka tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar. Málsástæður stefndu og lagarök Aðalkrafa um sýknu. Stefndu byggja aðalkröfu sína um sýknu á því að með þegar greiddum bótum sé tjón stefnanda að fullu bætt. Hafi stefnandi, sem beri sönnunarbyrðina um umfang tjóns síns, ekki sannað að tjón hennar hafi verið meira en þegar hafi verið bætt. Stefndu byggja á því að bætur til stefnanda vegna varanlegrar örorku beri að ákvarða á grundvelli 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Samkvæmt orðanna hljóðan ætti að miða við tekjur áranna 1996-1998 sem séu þrjú síðustu almanaksár fyrir slysdag. Þar sem slysið varð í lok ársins 1999 hafi hins vegar þótt sanngjarnt og stefnanda í hag að miða við tekjur áranna 1997-1999. Hafi þær tekjur því verið lagðar til grundvallar ákvörðunar bóta. Stefnandi hafi ekki sannað að annar mælikvarði en meginregla skaðabótalaganna í 1. mgr. 7. gr. gefi réttari mynd af líklegum framtíðartekjum hennar. Miða beri við aðstæður stefnanda eins og þær hafi verið á slysdegi en ekki taka mið af aðstæðum hennar síðar og breytingum sem kunni að hafa orðið þar á. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga skuli árslaun metin sérstaklega þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi og ætla megi að annar mælikvarði en árslaun þriggja síðustu almanaksára fyrir slys sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. Stefnandi hafi á slysdegi verið foringi í Hjálpræðishernum. Hafi stefnandi ekki sannað að þá hafi hún haft í hyggju að skipta um starfsvettvang. Stefnandi hafi ekki starfað sem framhaldsskólakennari þótt hún hafi aflað kennsluréttinda árið 1996. Réttindin sem slík nægi ekki til að uppfylla skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Þó að launakerfi Hjálpræðishersins kunni að hafa breyst frá því slysið varð beri ekki að taka tillit til þess við ákvörðun bóta enda koma eftirfarandi atvik ekki til skoðunar hvað árslaun varðar. Ákvæði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga sé undantekningarregla sem skýra beri þröngt. Við mat á því hvort beita beri ákvæði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga um tilvik beri að miða við aðstæður tjónþola á slysdegi. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi og að árslaun ákveðin á grunni 1. mgr. 7. gr. gefi ranga eða ósanngjarna mynd af framtíðartekjum hennar. Verði ekki fallist á aðalkröfu stefndu um sýknu er varakrafa stefndu byggð á því að árslaun þau sem stefnandi byggir kröfu sína á gefi ekki rétta mynd af líklegum tekjum stefnanda. Sérstaklega er mótmælt að miðað sé við tekjur framhaldsskólakennara. Stefnandi hafi fengið kennsluréttindin árið 1996 en hafi ekki starfað sem kennari við framhaldsskóla og hafi ekki sýnt fram á að hún hafi haft í hyggju að skipta um starfsvettvang þegar hún hafi lent í slysinu. Þá er mótmælt að miðað sé við hærra lífeyrissjóðsframlag frá atvinnurekanda en 6%. Upphafstíma dráttarvaxta er mótmælt. Um lagarök vísa stefndu til skaðabótalaga nr. 50/1993, umferðarlaga nr. 50/1987 einkum XIII. kafla, reglna skaðabótaréttar um sönnun tjóns og sönnunarbyrði, reglur um orsakatengsl og sennilega afleiðingu. Um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Ágreiningur aðila lýtur að því hvort beita eigi 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga við ákvörðun bóta til stefnanda eða hvort beita eigi 2. mgr. sömu greinar. Eins og rakið er hér að framan telur stefndi tjón stefnanda að fullu bætt með þeim bótum sem hún þegar hefur fengið greiddar en við ákvörðun þeirra var miðað við tekjur stefnanda árin 1997 1999. Stefnandi byggir kröfur sínar hins vegar á því, með vísan til 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, að við útreikning bóta til stefnanda beri að miða við að 2/3 hlutar framtíðarlauna hennar verði vegna kennarastarfa en 1/3 vegna þjónustu í Hjálpræðishernum. Stefnandi lenti í umræddu slysi í desember 1999. Var stefnandi þá 39 ára gömul. Samkvæmt framburði stefnanda fyrir dómi stundaði hún BA nám frá árinu 1992 til ársins 1995. Stundaði stefnandi nám í spænsku og norsku. Með náminu kveðst stefnandi hafi unnið fyrir Hjálpræðisherinn og m.a. kennt norsku við grunnskólann á Akureyri. Á árinu 1996 kveðst stefnandi hafa unnið hjá Hjálpræðishernum auk þess sem hún hafi kennt við Kvennaskólann. Kveðst hún hafa unnið sem fullgildur kennari enda þótt hún hafi ekki haft réttindi. Hafi sú kennsla verið í tengslum við námið. Kveðst hún hafa útskrifast úr námi þá um vorið. Árin 1997 til 1999 var stefnandi í fullu starfi hjá Hjálpræðishernum. Á árinu 1999 stóð stefnandi frammi fyrir versnandi heilsufari vegna bakverkja. Áður en slysið varð hafði hún stefnt að dvöl á Reykjalundi og þar dvaldi hún í tvo mánuði og fór eftir það í sjúkraþjálfun og var undir eftirliti læknis. Frá 1. mars 2001 var stefnandi metin til fullrar almennrar örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins. Stefnandi hafði fyrir slysið starfað sem foringi hjá Hjálpræðishernum og kveðst hún hafa byrjað að vinna sem slík eftir dvölina á Reykjalundi. Hún hafi fundið að hún réði ekki við starfið af heilsufarsástæðum, en starfinu fylgi mikið áreiti og álag. Á árinu 2001 kveðst stefnandi nánast hafa dottið út af launaskrá hjá Hjálpræðishernum en hafa tekið að sér einstaka störf. Síðastliðið haust byrjaði stefnandi í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði. Samkvæmt framlagðri námsáætlun er gert ráð fyrir að námi hennar ljúki vorið 2005. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 37/1999, skal meta árslaun sérstaklega, þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi hjá tjónþola og ætla má, að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola, en sá, sem fæst með því að beita aðalreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga um meðalvinnutekjur tjónþola sjálfs síðustu 3 árin fyrir þann dag er tjón varð. Í athugasemdum með 6. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 37/1999, um breytingu á 7. gr. segir, að launatekjur liðinna ára séu ekki góður mælikvarði, ef fullyrða má, að breytingar á högum tjónþola standi fyrir dyrum. Sé í slíkum tilvikum eðlilegra að ákveða viðmiðunarlaunin miðað við nýjar aðstæður. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga skal miða við tekjur 3 síðustu ár fyrir slys. Þar sem stefnandi slasaðist svo seint á árinu 1999 varð að samkomulagi milli málsaðila við bótauppgjör að miða við tekjuárin 1997 1999. Við mat á því hvort heimilt sé að beita ákvæði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga í tilviki stefnanda verður að líta til þess hvort aðstæður hennar hafi á einhvern hátt verið óvenjulegar að því er tekjuöflun varðar þannig að annar mælikvarði teljist réttari en þær tekjur sem stefnandi hafði síðustu 3 ár fyrir slys. Fram er komið að stefnandi hefur átt farsælan starfsferil hjá Hjálpræðishernum í gegnum árin og var hún í fullu starfi þar 3 síðustu árin fyrir slys. Stefnandi telur að við ákvörðun bóta verði að miða við að stefnandi hefði gert alvöru úr því að skipta um starfsvettvang þannig að hún starfaði að 2/3 hluta sem framhaldsskólakennari en að 1/3 hluta sem starfsmaður Hjálpræðishersins. Enda þótt stefnandi hefði áunnið sér kennsluréttindi sem framhaldsskólakennari þegar slysið varð starfaði hún ekki sem slíkur. Stefnandi átti á þeim tíma við heilsufarserfiðleika að stríða en ekki lá fyrir á þeim tíma hvaða áhrif þau veikindi myndu hafa á tekjuöflunarmöguleika stefnanda til framtíðar. Hvaða starf kunni að henta viðkomandi síðar getur ekki, samkvæmt skaðabótalögum, orðið mælikvarði viðmiðunartekna á tjónsdegi. Var ekki um það að ræða hjá stefnanda að fyrir dyrum stæðu breytingar á högum hennar sem fullyrða hafi mátt, á þeim tíma, að úr yrði. Að þessu virtu verður að telja að tekjur stefnanda síðustu 3 ár fyrir slys gefi rétta mynd af aflahæfi stefnanda á tjónsdegi. Samkvæmt framansögðu þykja lagaskilyrði ekki uppfyllt til að meta árslaun stefnanda sérstaklega samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Telst stefnandi því hafa fengið tjón sitt greitt að fullu og ber því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 315.940 krónur, þ.e. málflutningsþóknun lögmanns hennar, Einars Gauts Steingrímssonar hrl., 300.000 krónur, og útlagður kostnaður, 15.940 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun málflutningsþóknunar er ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Stefndu, Sigurbjörg K. Karlsdóttir og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., skulu vera sýkn af kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 315.940 krónur, þ.e. málflutningsþóknun lögmanns hennar, Einars Gauts Steingrímssonar hrl., 300.000 krónur, og útlagður kostnaður, 15.940 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 779/2016
|
Fiskveiðistjórn Aflaheimild Eignarréttur Atvinnuréttindi Stjórnarskrá
|
Ú, sem átti aflahlutdeild í skötusel, krafðist þess að viðurkennt yrði að Í bæri skaðabótaábyrgð á tjóni sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki í þeirri fisktegund fiskveiðiárin 2009/2010, 2010/2011 og 2011/2012. Með nánar tilteknum breytingarlögum var bætt við lög nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða bráðabirgðaákvæðum sem heimiluðu ráðherra úthlutun á aflaheimildum í skötusel umfram heildarafla sem úthlutað hafði verið samkvæmt 3. gr. laganna. Taldi Ú að lagasetningin og framkvæmd á grundvelli hennar hefði brotið gegn rétti sínum, sem varinn væri af 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, til að fá úthlutað án endurgjalds aflamarki af viðbótarveiðiheimildunum í samræmi við aflahlutdeild sína í skötusel. Í dómi Hæstaréttar kom fram að með framangreindri viðbótarúthlutun á aflamarki hefði ekki falist breyting á hlutdeild Ú í afla sem úthlutað var eftir 3. gr. laga nr. 116/2006. Hefði Ú því ekki sætt takmörkunum með þeim breytingarlögum sem um ræddi þannig að farið hefði gegn 72. eða 75. gr. stjórnarskrárinnar. Var Í þegar af þeirri ástæðu sýknað af kröfu Ú.
|
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason, Greta Baldursdóttir,Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 14. september 2016. Ekkivarð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 26. október 2016 og áfrýjaði hann öðrusinni 22. nóvember sama ár. Hann krefst þess að viðurkennt verði að stefndiberi skaðabótaábyrgð á tjóni sem áfrýjandi varð fyrir vegna ólögmætrarúthlutunar á aflamarki í skötusel fiskveiðiárin 2009/2010, 2010/2011 og2011/2012. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Samkvæmt 3. gr. laga nr. 116/2006 umstjórn fiskveiða ákveður ráðherra að fengnum tillögum Hafrannsóknarstofnunarmeð reglugerð þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili eða vertíð úrþeim einstökum nytjastofnum við Ísland sem nauðsynlegt er talið að takmarkaveiðar á. Eftir gögnum málsins hafa slíkar takmarkanir gilt um veiðar áskötusel frá því á fiskveiðiárinu 2001/2002. Áfrýjandi sem átti aflahlutdeild ískötusel fékk úthlutað á grundvelli hennar aflamarki af heildarafla í þeirrifisktegund á grundvelli framangreinds lagaákvæðis meðal annars áfiskveiðiárunum 2009/2010, 2010/2011 og 2011/2012. Með lögum nr. 22/2010 oglögum nr. 70/2011 var bætt við lög nr. 116/2006 bráðabirgðaákvæðum þar sem mæltvar fyrir um heimild ráðherra til að úthluta aflaheimildum í skötusel á nefndumfiskveiðiárum umfram heildarafla sem úthlutað hafði verið samkvæmt 3. gr. laganr. 116/2006, en þær heimildir skyldu seldar og þeim þannig úthlutað án tillitstil aflahlutdeilda í þeirri fisktegund og aflamarks á grundvelli þeirra. Meðstoð í reglugerðum settum samkvæmt framangreindum bráðabirgðaákvæðum úthlutaði Fiskistofaveiðiheimildum fyrir samtals 2.750 tonnum af skötusel á framangreindumfiskveiðiárum. Áfrýjandi telur þessa lagasetningu og framkvæmd stefnda ágrundvelli hennar hafa brotið gegn rétti sínum, sem varinn sé af 1. mgr. 72.gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, til að fá úthlutað án endurgjaldsaflamarki af þessum viðbótarveiðiheimildum í samræmi við aflahlutdeild sína í skötusel. Í 1. gr. laga nr. 116/2006, sbr. áður 1.gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, segir að nytjastofnar á Íslandsmiðumséu sameign íslensku þjóðarinnar og að markmið laganna sé að stuðla að verndunog hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð ílandinu. Þá segir að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekkieignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Aflaheimildirá grundvelli laganna eru þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verðahvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum, sbr. meðal annars dómHæstaréttar 6. apríl 2000 í máli nr. 12/2000. Í skjóli valdheimilda sinna geturAlþingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eðainnheimt fyrir hann frekara gjald vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfunþeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar sem nytjastofnar á Íslandsmiðum eru. Með fyrrgreindri viðbótarúthlutun áaflamarki í skötusel fólst engin breyting á hlutdeild áfrýjanda í afla semúthlutað var eftir 3. gr. laga nr. 116/2006. Samkvæmt því og með vísan til þesssem að framan greinir sætti áfrýjandi ekki takmörkunum með lögum nr. 22/2010 oglögum nr. 70/2011 sem fóru gegn 72. gr. eða 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þegaraf þeirri ástæðu verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest.Áfrýjanda verður gert að greiða stefndamálskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Útgerðarfélagið Glófaxi ehf.,greiði stefnda, íslenska ríkinu, 1.000.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur16. júní 2016Mál þetta er höfðað 29. maí 2015 og dómtekið 20.maí sl.Stefnandi er Útgerðarfélagið Glófaxi ehf.,Illugagötu 36, Vestmannaeyjum.Stefndi er íslenska ríkið, Arnarhvoli, Reykjavík.Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi:i) Að viðurkennt verði að stefndi beriskaðabótaábyrgð á tjóni, sem stefnandivarð fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki í skötusel fiskveiðiárin2009/2010, 2010/2011 og 2011/2012. ii) Að viðurkenndur verði réttur stefnanda til skaðabóta úr hendistefnda vegna missis hagnaðar á fiskveiðiárunum 2012/2013, 2013/2014 og2014/2015 sem hann hefði notið, hefði ekki komið til útgáfu ráðherra áreglugerðum nr. 286/2010, 496/2010, 734/2010, 470/2011, 630/2011, 847/2011 og1093/2011 um að auka verulega úthlutun aflamarks í skötusel á fiskveiðiárunum 2009/2010, 2010/2011 og 2011/2012 umfram ráðgjöf fiskifræðinga. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda ogmálskostnaðar. Stefndi krafðist þess upphaflega að málinu yrði vísað frá dómi,en með úrskurði dómsins 19. febrúar sl. var þeirri kröfu hafnað. MálsatvikStefnandi er útgerðarfélag sem gerir út fiskiskipiðGlófaxa VE 300. Með ákvörðun sjávarútvegsráðherra fyrir upphaf fiskveiðiársins2001/2002 var leyfilegur heildarafli skötusels takmarkaður og aflamarkiúthlutað í samræmi við veiðireynslu. Fyrir þann tíma hafði veiði á skötuselekki sætt takmörkunum. Í stefnu kemur fram að stefnandi hafi fengið úthlutaðaflamarki fyrir það fiskveiðiár sem nam 2,9032% af heildarafla skötusels. Þáhafi hann keypt frekari aflahlutdeild í skötusel og hafi hlutdeild hans í heildaraflanumið 7,4158% fiskveiðiárið 2014/2015. Þá kemur fram í gögnum málsins aðfiskveiðiárin 2009/2010, 2010/2011 og 2011/2012 nam hlutdeild stefnanda íheildarafla 5,9039% öll fiskveiðiárin.Samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um stjórnfiskveiða nr. 116/2006 skal ráðherra, að fengnum tillögumHafrannsóknastofnunar, ákveða með reglugerð þann heildarafla sem veiða má áákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við Ísland semnauðsynlegt er talið að takmarka veiðar á. Með lögum nr. 22/2010 var lögum umstjórn fiskveiða breytt þannig að lögfest var bráðabirgðaákvæði þar sem kveðiðvar á um tímabundna heimild ráðherra til að úthluta á fiskveiðiárunum 2009/2010og 2010/2011 aflaheimildum í skötusel umfram heildarafla sem úthlutað var samkvæmt3. gr. laga um stjórn fiskveiða. Samkvæmt bráðabirgðaákvæðinu var ráðherraheimilað að úthluta til fiskiskipa, sem leyfi hefðu til veiða í atvinnuskyni,allt að 2.000 tonnum af skötusel á hvoru fiskveiðiárinu. Slíkar aflaheimildirvoru ekki framseljanlegar og úthluta mátti allt að fimm tonnum á hvert skipfyrir 120 krónur hvert kíló. Á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins gaf ráðherra útfimm reglugerðir um ráðstöfun aflaheimilda. Með þeim var heimiluð úthlutun ásamtals allt að 800 tonnum af skötusel fiskveiðiárið 2009/2010 og samtals 1.250tonnum fiskveiðiárið 2010/2011. Við úthlutun ráðherra á aflaheimildum til veiða áskötusel fiskveiðiárið 2009/2010 samkvæmt fyrrgreindu bráðabirgðaákvæði keyptistefnandi 3.184 kg og fullnýtti þær heimildir. Fyrir fiskveiðiárið 2010/2011keypti stefnandi 7.871 kg og fullnýtti þær heimildir, fyrir utan 152 kg semvoru flutt yfir á næsta fiskveiðiár. Með lögum nr. 70/2011 var lögum um stjórn fiskveiðaenn breytt þannig að lögfest var nýtt bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið var á umað fiskveiðiárið 2011/2012 hefði ráðherra til ráðstöfunar, til sérstakrarúthlutunar, 1.200 lestir af skötusel. Kveðið var á um að þessi heimild skyldidragast frá heildarafla þeim sem veiða mætti á hverju tímabili, sbr. 3. gr.laga um stjórn fiskveiða. Að sögn stefnda var framkvæmd ákvæðisins hagað meðþeim hætti að umræddar aflaheimildir hafi komið til viðbótar en ekki frádráttarþeim heildarafla sem ákveðinn var til samræmis við 3. gr. laga um stjórnfiskveiða. Ekki var lagt bann við framsali slíkra aflaheimilda og úthluta máttiallt að tíu tonnum á hvert skip fyrir 176 krónur hvert kíló. Í kjölfarið vorusettar tvær reglugerðir sem heimiluðu úthlutun á samtals 700 tonnum afskötusel. Stefnandi keypti ekki viðbótaraflaheimildir fyrir það fiskveiðiár.Á tímabilinu sem um ræðir nam heildarafli semheimilaður var samkvæmt 3. gr. laga um stjórn fiskveiða 2.500 tonnum fyrirhvert fiskveiðiár sem um ræðir og var það í samræmi við tillögurHafrannsóknastofnunar. Fiskveiðiárið 2012/2013 var heildarafli ákveðinn 1.800tonn en tillögur Hafrannsóknastofnunar höfðu hljóðað upp á 1.500 tonn.Fiskveiðiárið 2013/2014 var heildarafli ákveðinn 1.500 tonn og fiskveiðiárið2014/2015 var heildarafli ákveðinn 1.000 tonn, bæði árin í samræmi við tillögurHafrannsóknastofnunar.Við aðalmeðferð málsins kom Bergvin Oddsson,fyrirsvarsmaður stefnanda, fyrir dóm og gaf aðilaskýrslu. Þá gáfu einnigskýrslu vitnin Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- oglandbúnaðarráðuneyti, Jóhann Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóriHafrannsóknastofnunar og Björgvin Jón Bjarnason rekstrarráðgjafi. Málsástæður og lagarökstefnanda Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að með lögfestingu bráðabirgðaákvæðaI og VIII í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, en fyrrabráðabirgðaákvæðinu var bætt við þau lög með lögum nr. 22/2010 og því síðarameð lögum nr. 70/2011, hafi stefndi brotið gegn stjórnarskrárvörðumatvinnuréttindum stefnanda samkvæmt 75., sbr. 72. gr. stjórnarskrárlýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. gr. 1. viðauka við mannréttindasáttmálaEvrópu. Þessi brot og framkvæmd laganna hafi leitt til fjárhagstjóns fyrirstefnanda. Telja verði óumdeilt, meðal annars með hliðsjón af niðurstöðum HæstaréttarÍslands, kenningum fræðimanna og íslenskri réttarskipan, að aflahlutdeild eðaframseljanlegur veiðiréttur rétthafa sé eign sem njóti verndar 72. og 75. gr.stjórnarskrár. Vernd lögaðila samkvæmt 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar hafiverið staðfest í dómaframkvæmd. Aflaheimildir uppfylli öll skilyrði sem 72. gr.stjórnarskrárinnar geri, eins og um fjárhagslegt gildi og að þau séu færanlegfrá einum aðila til annars. Eðli eignarinnar sé að rétthafi eigi tilkall tilþess að fá úthlutað til sín tilteknu hlutfalli af þeim heildarafla sem séúthlutað á hverju ári í tiltekinni tegund í samræmi við aflahlutdeild ogrétthafar verði ekki sviptir þessum réttindum í einu vetfangi án fullra bóta.Löggjafanum sé aðeins heimilt að mæla fyrir um ákveðnar eignarskerðingar aðþeim skilyrðum uppfylltum að almannahagsmunir krefji og fullar bætur komifyrir. Þeim skilyrðum hafi ekki verið fullnægt í þessu máli. Almennt sé viðurkennt að 1. og 3. málsliður 1. gr. laga nr. 116/2006breyti ekki þessari niðurstöðu um eðli aflahlutdeildar sem eignar. Þjóð getiekki talist eigandi í skilningi einkaeignarréttar þar sem enginn geti farið meðráðstöfunarheimildir einkaeignarréttarins í nafni hennar, auk þess semnytjastofnar og/eða einstök sjávardýr hafi ekki þá tengingu við eigandann aðhægt sé að tala um slíkan rétt. Auk þess hafi með setningu laga nr. 116/2006ekki verið stofnað til nýrra atvinnuréttinda, heldur hafi verið staðfestatvinnuréttindi sem hafi áður stofnast með því að menn höfðu stundaðfiskveiðar. Umrædd ákvæði laga nr. 116/2006 séu fyrst og fremstmarkmiðsyfirlýsingar löggjafans. Stefnandi byggir einnig á því að hann hafi átt lögmætar og réttmætarvæntingar um að fá tiltekna hlutdeild af aflamarki eða veiðirétti í skötusel afákvörðuðum heildarafla. Stefnandi hafi keypt aflahlutdeildir í skötusel ítrausti þess að hann fengi notið eigna sinna í friði, í samræmi við gildandilög og áratuga framkvæmd um úthlutun veiðiheimilda. Ákvörðun ráðherra umviðbótaraflamark sé í reynd endurskoðun á fyrri ákvörðun hans um heildarafla.Aldrei hafi svo stórum hluta heildarúthlutunar verið úthlutað til annarra enþeirra sem hafi átt aflahlutdeild í viðkomandi tegund. Í tilviki stefnanda hafiréttindi hans til ákveðinnar hlutdeildar í ákvörðuðum heildarafla verið skertum að meðaltali 29,5% á umræddum þremur fiskveiðiárum og allt að 42,6% áfiskveiðiárinu 2010/2011. Til samanburðar megi nefna að í núgildandi 3. mgr. 8.gr. laga nr. 116/2006 sé mælt fyrir um að 5,3% úthlutaðs aflamarks í hverritegund sem sætir takmörkunum á heildarafla skuli ganga til byggðaaðgerða. Værifallist á aðferðafræði löggjafans verði ekki séð að nokkrar takmarkanir séu áþví hversu langt löggjafinn geti gengið í því að svipta rétthafa hlutdeild íúthlutuðu aflamarki. Forsendur væru þá brostnar fyrir öllum kaupum áaflahlutdeildum, enda fæli slík niðurstaða í sér að atvinnuréttindi stefnanda,í formi aflahlutdeildar eða framseljanlegs veiðiréttar, nytu í reynd ekkistjórnarskrárverndar. Í slíkri niðurstöðu fælist einnig eignaupptaka þeirrafjármuna sem séu í dag bundnir í aflaheimildum. Stefnandi telur að með lögfestingu umræddra bráðabirgðaákvæða hafialmannahagsmunir ekki verið verndaðir. Við mat á almannahagsmunum verði aðhorfa til meginmarkmiða fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fiskveiðistjórnunin þjónifyrst og fremst þríþættum tilgangi, að vernda nytjastofna sjávar gegn ofveiðiog annars konar óábyrgum fiskveiðum, að tryggja að fiskveiðar í atvinnuskyniséu stundaðar með hagkvæmum hætti og stuðla að framgangi tiltekinna félagslegramarkmiða. Í lögskýringargögnum með þeim frumvörpum sem urðu að lögum nr.22/2010 og 70/2011 hafi ekki verið vikið að almannahagsmunum. Einu rökin hafikomið fram í máli ráðherra um að ,,aukin útbreiðsla skötusels við Ísland“kallaði á breyttar reglur varðandi úthlutun aflaheimilda í skötusel. Skötuselurhafi þá sérstöðu að fyrst og fremst smærri útgerðir á landsbyggðinni hafieinbeitt sér að veiðum á þeirri tegund. Sú ákvörðun að úthluta svo stórum hlutaheildaraflamarks fram hjá rétthöfum hafi haft mikil og slæm áhrif á þessarútgerðir sem séu margar hverjar máttarstólpar í sínum byggðarlögum. Stefnandi vísar til þess að ákvæði 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnarhafi að geyma lagaáskilnaðarreglur. Af því leiði að almenna löggjafanum séóheimilt að fela handhöfum framkvæmdarvaldsins óhefta ákvörðun um þessi efni.Löggjöfin verði að mæla fyrir um meginreglur þar sem fram komi takmörk ogumfang þeirrar réttindaskerðingar sem talin sé nauðsynleg. Í ákvæðunum hafiverið lögbundið hámark á úthlutuðum aflaheimildum, en það hafi verið settverulega hátt. Þá hafi bráðabirgðaákvæðin ekki geymt nein fyrirmæli um þaðhvort eða hvernig bæri að nýta þá heimild sem ráðherra hafi verið fengin.Ákvæðin sjálf hafi ekki að geyma neinar efnisreglur. Ætla megi að heimildráðherra hafi verið takmörkuð af öðrum ákvæðum laga nr. 116/2006 en bráðabirgðaákvæðinséu þó á skjön við flest fyrirmæli laganna og markmið þeirra. Ráðherra hafi þvíverið fengið fullt og óheft ákvörðunarvald um það hvort, hvernig og í hvaðamæli ráðstafa ætti frekari aflahlutdeild í skötusel að teknu tilliti til ákveðinshámarks.Stefnandi byggir enn fremur á því að ákvarðanir ráðherra með útgáfureglugerða á grundvelli umræddra bráðabirgðaákvæða hafi verið ólögmætar. Ífyrsta lagi hafi verið gengið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum stefnanda. Íöðru lagi hafi ráðherra brotið gegn óskráðri lögmætisreglustjórnsýsluréttarins. Brot ráðherra gegn fyrirmælum laga hafi meðal annarsfalist í því að hann hafi við setningu reglugerða samkvæmt fyrrgreindumbráðabirgðaákvæðum ekki leitað eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar. Þá hafiráðherra verið verið bundinn af meginreglum stjórnsýsluréttarins, svo semrannsóknarreglunni og meginreglunni um forsvaranlegt mat stjórnvalda, enda séalmennt viðurkennt að meginreglur stjórnsýsluréttarins gildi jöfnum höndum umstjórnvaldsfyrirmæli og þær ákvarðanir sem þær hafi að geyma. Ráðherra hafitekið ákvörðun um nýjan heildarafla í skötusel á fiskveiðiárinu 2009/2010 fimmdögum eftir gildistöku laga nr. 22/2010. Ljóst sé að lítill sem enginn tímihafi gefist til að undirbúa þá ákvörðun. Í þriðja lagi hafi ákvarðanir ráðherraverið í andstöðu við hagkvæmnisrök og viðskiptahagsmuni þjóðarinnar. Íslenskurfiskur sé markaðssettur erlendis á þeim grundvelli að hér við land séustundaðar sjálfbærar fiskveiðar. Í fjórða lagi hafi ráðherra ekki gætt meðalhófs.Ekki verði ráðið af lögskýringargögnum að ráðherra hafi aflað upplýsinga umnauðsyn skerðingar á eignarrétti stefnanda og að gætt hafi verið jafnvægis ámilli hagsmuna samfélagsins og eigandans. Stefnandi vísar til þess að íslenska ríkið hafi fullgilt nokkrasamninga um verndun og hagnýtingu fiskistofna, þar á meðal tvo samninga umframtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur- ogNorðvestur-Atlantshafi, Samkomulag við Noreg um fiskveiði- og landgrunnsmál,hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og úthafsveiðisamning Sameinuðu þjóðanna.Þá sé vitnað til varúðarreglu umhverfisréttar í aðfararorðum 2. mgr. 73. gr.EES-samningsins, sem hafi lagagildi að íslenskum rétti. Grunnstef þessarasamninga og meginreglna sé nauðsyn þess að samræma sjónarmið um fiskvernd oghagnýtingu fiskistofna. Þegar lagareglur séu skýrðar og horft tilþjóðréttarlegra skuldbindinga íslenska ríkisins á sviði verndunar hafsins ogumhverfismála hnígi öll rök til að gera þá kröfu til ráðherra að allarnauðsynlegar og mögulegar upplýsingar um ástand náttúrunnar liggi fyrir áður enákvarðanir séu teknar, en svo hafi ekki verið í þessu máli. Þá hafi umræddarákvarðanir ráðherra um heildarafla verið langt umfram það sem hægt hafi veriðað mæla með af vísindalegri fullvissu.Krafa stefnanda um skaðabætur úr hendi stefnda byggi annars vegar á þvíað fullar bætur skuli koma vegna skerðinga á eignarrétti, sbr. 72. og 75. gr.stjórnarskrárinnar, og á vinnuveitendaábyrgð stefnda á athöfnum ráðherra.Fjárhagslegt tjón stefnanda felist í fyrsta lagi í því að hann hafi ekki fengiðúthlutað réttu hlutfalli heildaraflamarks í skötusel á þremur fiskveiðiárum,þ.e. tímabilinu 1. september 2009 til 1. september 2012. Á þessum fiskveiðiárumhafi ráðherra heimilað úthlutun á samtals 2.750 tonnum af skötusel til annarraen eigenda aflahlutdeildar. Af þeirri úthlutun hafi stefnandi átt að fá samtals120,9 tonn á fiskveiðiárunum 2009/2010 og 2010/2011 og 41,28 tonn áfiskveiðiárinu 2011/2012. Í öðru lagi hafi hinar ólögmætu ákvarðanir ráðherra leitt til ofveiðiog hruns á veiðum á skötusel næstu ár á eftir. Stjórnvöld hafi neyðst til aðdraga verulega saman úthlutun á heildarafla í skötusel á hverju ári.Heildarafli hafi farið úr samtals 3.750 tonnum fiskveiðiárið 2010/2011 í 1.000tonn fiskveiðiárið 2014/2015. Hið ólögmæta ástand sem umrædd bráðabirgðaákvæði hafi skapað hafi varaðsamfellt frá mars 2010 til loka fiskveiðiársins 2011/2012. Fyrst við lok þessaástands hafi stefnandi átt þess kost að afla sér nauðsynlegra upplýsinga umtjón sitt. Fyrningarfrestur vegna krafna stefnanda geti því ekki hafist fyrr envið lok fiskveiðiársins 2011/2012, sbr. 9. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningukröfuréttinda.Um lagarök vísar stefnandi til 75.sbr. og 72. gr stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, 1. gr. 1. viðauka viðmannréttindasáttmála Evrópu, 7. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðuþjóðanna, 1. gr. félagsmálasáttmála Evrópu, 6. gr. alþjóðasamnings umefnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, almennu sakarreglunnar vegnavinnuveitendaábyrgðar, laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, laga nr. 57/1996um umgengni um nytjastofna sjávar, ólögfestra og lögfestra meginreglnastjórnsýsluréttarins, stjórnsýslulaga nr. 37/1993, samnings um framtíðarsamvinnuríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur- og Norðvestur-Atlantshafi, samkomulagivið Noreg um fiskveiði- og landgrunnsmál, hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna,úthafsveiðisamning Sameinuðu þjóðanna og ólögfestra meginreglnaumhverfisréttarins. Þá byggir stefnandi á reglum um hefð, sbr. lög nr. 46/1905,réttarvenju, eðli máls og meginreglum laga og lögum nr. 150/2007, um fyrningu kröfuréttinda. Um málskostnaðvísast til 129, sbr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi telur að stefnandi geti ekki leitt líkur aðtjóni með því einu að fyrir liggi að ráðherra hafi úthlutaðviðbótaraflaheimildum á fiskveiðiárunum 2009/2010, 2010/2011 og 2011/2012. Endaþótt hlutdeild stefnanda hafi rýrnað, sem hlutfall alls afla sem úthlutað var áumræddum fiskveiðiárum, hafi sérúthlutunin ekki komið til frádráttar þeim 2500tonna heildarafla í skötusel sem ákvarðaður var hvert fiskveiðiár í samræmi við3. gr. laga um stjórn fiskveiða. Hlutdeild stefnanda í þeim heildarafla hafi haldistóbreytt. Þá telur stefndi að fullyrðingar stefnanda um aðorsakasamband hafi verið á milli úthlutunar á viðbótaraflaheimildum átímabilinu sem um ræðir og minnkandi veiðistofns næstu þrjú ár þar á eftir séuórökstuddar, auk þess sem ekki sé uppfyllt skilyrði skaðabótaábyrgðar umsennilega afleiðingu. Vísar stefndi í því sambandi til skýrsluHafrannsóknastofnunar um nytjastofna sjávar 2014/2015 og aflahorfurfiskveiðiárið 2015/2016, þar sem lögð sé áhersla á að slök nýliðun undanfarandiára valdi því að reiknað sé með að veiðistofninn muni minnka næstu ár. Þábendir stefndi á að samkvæmt lögum nr. 22/2010 og 70/2011 hafi ráðherra hafttil ráðstöfunar samtals 5200 tonn af viðbótaraflaheimildum í skötusel, eneinungis úthlutað 1572 tonnum af aflaheimildum á þessum þremur fiskveiðiárum ogaf þeim hafi veiðst um 1186 tonn. Þetta sé minna magn en handhafaraflahlutdeildar hafi fengið í sinn hlut vegna veiða umfram ráðgjöf á árunumfyrir það tímabil sem hér sé til umfjöllunar.Stefndi telur að ef fallist yrði á það meðstefnanda að orsakasamband hafi verið á milli þeirrar ráðstöfunar að úthlutaaflaheimildum í skötusel umfram veiðiráðgjöf á fiskveiðiárunum 2009/2010,2010/2011 og 2011/2012, og dvínandi veiðistofns, sem stefnandi telur sig eigaheimtingu á bótum fyrir, sé langsótt að stefnandi geti auk þess sótt skaðabæturvegna tjóns sem af því stafaði árin þar á eftir. Jafnframt verði að gæta að þvíað almennur fyrningarfrestur skaðabótakrafna er fjögur ár, sbr. 9. gr. laga umfyrningu kröfuréttinda, nr. 50/2007.Stefndi andmælir málatilbúnaði stefnanda í þá veruað þær ráðstafanir sem gerðar voru á grundvelli bráðabirgðaákvæðis I, í lögumnr. 22/2010, og bráðabirgðaákvæðis VIII, í lögum um stjórn fiskveiða, hafiskert lögvarða aflahlutdeild hans. Því er jafnframt hafnað að löggjafinn hafigengið of langt í framsali valds þar sem ráðstöfunin hafi verið framkvæmd afráðherra. Loks er því hafnað að reglugerðirnar sem ráðherra setti í þessu skynihafi verið andstæðar meginreglum stjórnsýslu- og umhverfisréttar þar sem þærhafi falið í sér að aflaheimildum var ráðstafað til annarra en þeirra sem áttuaflahlutdeild í skötusel og vegna þess að engin sérfræðileg ráðgjöf hafi legiðþeim til grundvallar. Stefndi vísar til þess að Hæstiréttur Íslands hafimeð hliðsjón af 1. mgr. 3. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, slegiðþví föstu að takmörkun ráðherra á leyfilegum heildarafla á hverju fiskveiðiáribrjóti ekki gegn atvinnufrelsi manna sem varið er af 1. mgr. 75. gr.stjórnarskrárinnar. Samkvæmt lagagreininni skuli ráðherra að fengnum tillögumHafrannsóknastofnunar ákveða þann heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabilieða vertíð úr þeim einstökum nytjastofnum við Ísland sem nauðsynlegt er taliðað takmarka veiðar á. Stefnandi kveður ákvæðið hafa verið skýrt svo að ákvörðunum heildarafla skuli miðast við hámarksafrakstur nytjastofna eftir því semfrekast liggur fyrir um ástand þeirra. Sú túlkun sé talin í samræmi við markmiðfiskveiðistjórnarlaga um að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofnaá Íslandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar verði jafnframt ráðiðað löggjafinn hafi við úthlutun þessara takmörkuðu gæða úr fleiri kostum aðvelja en þeim að binda ákvörðun aflahlutdeildar, og þar með árlega úthlutunaflamarks, við veiðireynslu skipa, sbr. nú 9. gr. laga um stjórn fiskveiða.Löggjafanum hafi samkvæmt því og í skjóli valdheimilda sinna, verið játaðtalsvert svigrúm til að breyta reglum um úthlutun aflaheimilda enda sé tilvistslíkra réttinda aðeins varanleg í þeim skilningi að „þær verða hvorki felldarniður né þeim breytt nema með lögum“ eins og segir í dómi Hæstaréttar í málinr. 12/2000. Sama ályktun verði einnig dregin af markmiðsákvæði laga um stjórnfiskveiða, sbr. 1. og 3. málslið 1. gr. laganna.Stefndi hafnar því að ráðstafanir sem gerðar voru áfiskveiðiárunum 2009/2010, 2010/2011 og 2011/2012 á grundvellibráðabirgðaákvæðis I, í lögum nr. 22/2010, og bráðabirgðaákvæðis VIII, í lögumum stjórn fiskveiða, sbr. lög nr. 70/2011, hafi haft í för með séreignarréttarskerðingu fyrir stefnanda. Ef litið yrði svo á að þær hefðu gertþað hafi verið um að ræða almennar takmarkanir sem stefndi telur falla utangildissviðs eignarréttarákvæðis stjórnarskrár án þess að til bótaskyldustofnist, auk þess sem þær hafi ekki verið umfram það sem réttmætar væntingarstefnanda gátu staðið til. Með tilliti til atvinnuréttinda stefnanda hafi eðliog umfang skerðinganna skýrt verið ráðið af texta laganna. Jafnframt erstaðhæfingum stefnanda um að ráðstafanirnar hafi brotið í bága við meginreglurstjórnsýslu- og umhverfisréttar, alþjóðasamninga eða viðskiptahagsmuniþjóðarinnar mótmælt sem órökstuddum.Stefndi kveður veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarmikilvæga við að tryggja faglegan grundvöll ákvarðana um leyfilegan heildaraflaþeirra fiskistofna sem háðir eru takmörkunum samkvæmt 3. gr. laga nr. 116/2006.Eigi að síður komi ráðgjöfin ekki í veg fyrir að ráðherra taki tillit tilannarra sjónarmiða við ákvarðanatöku sína. Fjölmörg dæmi séu um að meðreglugerð hafi verið úthlutað aflaheimildum umfram ráðgjöf í þágu hagsmunaaðilaeða vegna aðstæðna í þjóðarbúinu. Stefndi vísar í því sambandi tilfréttatilkynningar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 16. mars 2010þar sem fram komi að á fiskveiðiárunum frá 2003/2004 til 2008/2009 hafi aðmeðaltali verið úthlutað 600 tonnum af aflaheimildum í skötusel umfram ráðgjöf,eða 30% að jafnaði. Sú umframráðstöfun hafi gengið til handhafa aflahlutdeildarí samræmi við meginregluna um skiptingu aflaheimilda.Þá kveður stefndi fordæmi vera fyrir því aðaflaheimildum sé ráðstafað utan aflahlutdeildar eða aflamarks, s.s. í þágubyggðakvóta, frístundaveiða, strandveiða, línuívilnunar, skel- og rækjubóta ogáframeldis á þorski, sbr. nú 6. gr., 10. gr., 11. gr. og bráðabirgðaákvæði I ílögum nr. 116/2006, sbr. einnig 3. mgr. 8. gr. laganna. Með lögum nr. 48/2014hafi verið ákveðið að draga 5,3% frá öllum kvótabundnum tegundum áður en tilúthlutunar aflamarks komi á einstök skip en jafngildi hlutfallstölunnar sésíðan ráðstafað til framangreindra verkefna í formi þorsks, ýsu, ufsa ogsteinbíts og fari tegundaskipti fram á markaði á vegum Fiskistofu.Með lögum nr. 22/2010, og síðar lögum nr. 70/2011,hafi ráðherra aflað sér heimildar Alþingis til þess að úthluta afla umframráðgjöf með annarri úthlutunaraðferð en þeirri sem reist er á aflahlutdeild,sem að jafnaði haldist óbreytt á milli ára og sé framseljanleg. Þessarforsendur hafi legið fyrir við þinglega meðferð málsins en í því ferli hafimeðal annars borist umsögn Hafrannsóknarstofnunar. Alþingi hafi ekki veriðbundið af ráðgjöf stofnunarinnar en einnig hafi komið til skoðunar önnursjónarmið eins og framsöguræða ráðherra hafi borið með sér. Eftir samþykkt laga nr. 22/2010 hafi sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, með bréfi dagsettu 31. mars 2010, óskað eftir því aðHafrannsóknarstofnun gæfi álit sitt á 500 tonna aflaaukningu í skötusel sem tilathugunar var. Stefndi vísar til bréfs forstjóra stofnunarinnar til lögmannsstefnanda frá 5. janúar 2015, sem liggur fyrir í málinu, en þar komi fram aðráðuneytinu hafi ekki verið veitt önnur ráð en þau sem fram koma í skýrslumstofnunarinnar um ástand nytjastofna og aflahorfur. Þar komi m.a. eftirfarandifram: ,,Miðað við nýliðun undanfarinna ára og útbreiðslu stofnsins taldi stofnuninárið 2009 að 2500 tonna ársafli af skötusel væri nálægt hámarksafrakstursgetustofnsins. Vegna óvenju góðrar nýliðunar hefur stofninn verið í örum vextiundanfarin ár og afli umfram ráðgjöf því ekki leitt til stofnminnkunar. Ekki erlíklegt að 500 tonna aflaaukning nú hafi veruleg áhrif á stofnstærðina tilskamms tíma þó það dragi úr líkum á að hámarksnýting náist. Vakin er athygli áað í lok maí n.k. mun liggja fyrir nýtt mat á ástandi stofnsins.“ Samkvæmtframangreindu fellst stefndi ekki á fullyrðingar stefnanda um að ekki hafiverið viðhaft samráð við Hafrannsóknastofnun vegna málsins. NiðurstaðaStefnandi krefst í fyrsta lagi viðurkenningar áskaðabótaskyldu stefnda vegna úthlutunar á aflamarki í skötusel fiskveiðiárin2009/2010, 2010/2011 og 2011/2012, umfram heildarafla sem úthlutað var samkvæmt3. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, en stefnandi telur þessa úthlutunvera ólögmæta. Þessi viðbótarúthlutun á aflamarki fyrir fyrstu tvöfiskveiðiárin, 2009/2010 og 2010/2011, var byggð á ákvæði til bráðabirgða I, ílögum nr. 22/2010, sem breyttu lögum nr. 116/2006. Í athugasemdum við frumvarpsem varð að lögum nr. 22/2010 segir um bráðabirgðaákvæðið að í ljósi þess að útbreiðsla skötusels hafi breystverulega frá því að aflaheimildum var úthlutað á grundvelli veiðireynslu ogskötuselur hafi í auknum mæli veiðst sem meðafli hafi ráðherra boðað aðbreytingar verði gerðar á lögum í því skyni að auka aðgengi útgerðarmanna aðaflaheimildum í skötusel. Með vísan til þessa sé lagt til að sett verði ákvæði tilbráðabirgða sem heimili ráðherra á fiskveiðiárunum 2009/2010 og 2010/2011sérstaka ráðstöfun á allt að 2.000 lestum af skötusel án þess að þeim verðiúthlutað á grundvelli aflahlutdeildar í tegundinni. Gert sé ráð fyrir aðútgerðum skipa sem hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni verði heimilað að sækjaum að fá hluta af þeim aflaheimildum gegn greiðslu gjalds sem renni íríkissjóð. Með þessu móti sé verið að gera útgerðum betur kleift að fáaflaheimildir í skötusel enda verði þær einungis nýttar með veiðumhlutaðeigandi skips.Viðbótarúthlutun á aflamarki fyrirfiskveiðiárið 2011/2012 fór fram á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða VIII viðlög nr. 116/2006, sem bætt var við lögin með lögum nr. 70/2011. Í athugasemdumvið frumvarp sem varð að lögum nr. 70/2011 segir um úthlutun skötusels samkvæmtbráðabirgðaákvæðinu að heimild ráðherra samkvæmt ákvæði tilbráðabirgða I, í lögum nr. 22/2010, þyki í framkvæmd hafa tekist vel og því sélagt til að ráðherra hafi heimild til að úthluta ákveðnu magni af skötusel tilskipa sem hafi veiðileyfi.Fiskveiðiárin 2009/2010, 2010/2011 og 2011/2012átti stefnandi 5,9039% hlutdeild í heildarafla í skötusel sem var úthlutaðsamkvæmt 3. gr. laga nr. 116/2006. Þær viðbótaraflaheimildir sem úthlutað var ágrundvelli umræddra bráðabirgðaákvæða voru ekki dregnar frá þeim aflaheimildumsem var úthlutað samkvæmt 3. gr. laganna, þrátt fyrir orðalag 3. málsl. 1. mgr.ákvæðis til bráðabirgða VIII. Var stefnandi þannig ekki sviptur aflaheimildum,en hann byggir á því að hann hefði átt að fá sömu hlutdeild í þessariviðbótarúthlutun og hann á í heildarafla samkvæmt 3. gr. laganna. Samkvæmt 3.málslið 1. gr. laganna myndar úthlutun veiðiheimilda ekki eignarrétt eðaóafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim. Aflaheimildir eru aðeins varanlegarí þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema meðlögum, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 6. apríl 2000 í máli nr. 12/2000.Löggjafinn getur því frá einum tíma til annars m.a. kveðið nánar á um réttinntil fiskveiða, þ. á m. úr einstökum stofnum eða bundið hann skilyrðum vegnabreyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar, semnytjastofnar á Íslandsmiðum eru. Er ekki vafi á því að löggjafinn hefur víðtæktmat í þessu efni. Getur stefnandi því ekki átt réttmætar væntingar til þess aðfyrirkomulag úthlutunar á aflamarki í skötusel verði um alla tíð óbreytt. Hinsvegar verður mat löggjafans ávallt að vera reist á málefnalegum forsendum oggæta þarf jafnræðis við takmörkun á atvinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr.stjórnarskrárinnar og eignarrétti samkvæmt 1. mgr. 72. gr. Við mat á þessu er óhjákvæmilegt að líta til þessað umræddum ákvæðum til bráðabirgða var markaður ákveðinn, stuttur gildistímiþar sem þau mæltu fyrir um sérstaka úthlutun aflaheimilda í samtals þrjúfiskveiðiár. Þá kom skýrt fram í áður tilvitnuðum ummælum í greinargerð meðfrumvarpi sem varð að lögum nr. 22/2010 að löggjafinn var að bregðast viðbreytingum á útbreiðslu skötusels og því að skötuselur hafi í auknum mæliveiðst sem meðafli. Þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vísaði tilþess í skýrslu sinni fyrir dóminum að á þessum tíma hafi skötuselur verið aðfæra sig til og hafi veiðst mikið sem meðafli hjá grásleppuveiðimönnum íBreiðafirði og síðar úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Með vísan til þessaer það álit dómsins að umrædd viðbótarúthlutun á aflahlutdeild í skötusel hafifalið í sér almenna takmörkun á eignarrétti og atvinnurétti stefnanda. Einnigverður ráðið af ofangreindum athugasemdum í greinargerðinni að löggjafinn hafitalið almannahagsmuni standa til þessarar lagasetningar. Eins og framkvæmdákvæðis til bráðabirgða VIII við lög nr. 116/2006 var háttað getur það ekkiskipt máli við þetta mat þótt þar hafi verið kveðið á um að úthlutaðaraflaheimildir samkvæmt því ákvæði ættu að dragast frá heildarafla samkvæmt 3.gr. laganna. Þegar löggjafinn setur lög sem takmarkaatvinnufrelsi samkvæmt 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar og eignarréttsamkvæmt 1. mgr. 72. gr. erlöggjafanum ekki heimilt að fela handhöfum framkvæmdarvaldsins óhefta ákvörðunum þessi efni. Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur þar sem fram komitakmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar sem talin er nauðsynleg, sbr. dómaHæstaréttar 10. október 1996 í máli nr. 110/1995 og 13. apríl 2000 í máli nr.15/2000. Umrædd ákvæði til bráðabirgða mæla fyrir um hámark þeirra aflaheimildasem ráðherra er heimilt að úthluta, mæla fyrir um að þeim megi aðeins úthlutatil fiskiskipa með leyfi til veiða í atvinnuskyni og hámark þeirra aflaheimildasem úthluta má hverju skipi og hvaða verð skuli koma fyrir aflaheimildirnar. Aðþessu virtu verður ekki fallist á að með umræddum ákvæðum til bráðabirgða hafiráðherra verið falið svo óheft ákvörðunarvald um takmarkanir heildarafla aðbrjóti gegn lagaáskilnaðarreglu1. mgr. 75. og 1. mgr. 72. gr.stjórnarskrárinnar.Fram kemur í bréfiHafrannsóknastofnunar til lögmanns stefnanda, dagsettu 5. janúar 2015,að ráðherra hefði leitað eftir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar áður enreglugerðir voru settar um úthlutun aflaheimilda samkvæmt ákvæði tilbráðabirgða I, í lögum nr. 22/2010. Við skýrslutökur við aðalmeðferð málsinskom jafnframt fram hjá þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ogþáverandi forstjóra Hafrannsóknastofnunar að stofnunin hefði veitt ráðherraráðgjöf. Einnig kom fram hjá ráðherranum og fyrrum ráðuneytisstjóra aðhagsmunaaðilar í sjávarútvegi hefðu lýst áhyggjum sínum af mikilli veiðiskötusels sem meðafla. Dómurinn telur að það eitt að stuttur tími hafi liðiðfrá gildistöku laga nr. 22/2010 þar til ráðherra gaf út reglugerð nr. 286/2010feli ekki í sér brot ráðherra gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins. Þá hafðilöggjafinn tekið þá afstöðu við setningu laga nr. 22/2010 og 70/2011 að heimildráðherra samkvæmt umræddum bráðabirgðaákvæðum væri í samræmi viðalmannahagsmuni, en viðskiptahagsmunir þjóðarinnar eru þar á meðal. Loks hefurstefnandi ekki sýnt fram á að ráðherra hafi ekki gætt meðalhófs við tökuákvarðana um viðbótaraflahlutdeild eða að umrædd bráðabirgðaákvæði ogreglugerðir settar samkvæmt þeim brjóti gegn alþjóðlegum samningum sem íslenskaríkið er aðili að.Samkvæmt öllu framangreindu verður stefndi sýknaðuraf fyrri kröfu stefnanda. Seinni krafa stefnanda byggir á því að ólögmætar ákvarðanir ráðherra hafi leitt tilofveiði og hruns á veiðum á skötusel næstu ár á eftir, og er vísað til þess aðúthlutaður heildarafli hafi farið úr samtals 3.750 tonnum fiskveiðiárið2010/2011 í 1.000 tonn fiskveiðiárið 2014/2015. Fram kemur í skýrslumHafrannsóknastofnunar um nytjastofna sjávar 2013/2014 og 2014/2015 að afli ískötusel hafi farið minnkandi frá árinu 2009. Þar kemur ekki fram að minni aflaí skötusel megi rekja til viðbótaraflahlutdeilda sem ráðherra úthlutaðisamkvæmt fyrrgreindum bráðabirgðaákvæðum, en tekið er fram að breyting áútbreiðslu skötusels sé líklega vegna hækkandi sjávarhita á undanförnum árum.Var þetta áréttað í skýrslu þáverandi forstjóra Hafrannsóknastofnunar fyrirdóminum. Þá kemur fram í fyrrnefndu bréfi Hafrannsóknastofnunar tillögmanns stefnanda, dagsettu 5. janúar 2015, að ekki væri líklegt að 500 tonnaaflaaukning hefði veruleg áhrif á stofnstærð skötusels til skamms tíma, þóttþað drægi úr líkum á að hámarksnýting myndi nást. Með vísan til framangreinds er ósannað að orsakatengsl séu á milliúthlutunar ráðherra á viðbótaraflaheimildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I,í lögum nr. 22/2010, og ákvæði til bráðabirgða VIII, í lögum nr. 116/2006, ogsamdráttar í úthlutuðum heildarafla. Verður stefndi af þessari ástæðu einnigsýknaður af seinni kröfu stefnanda.Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 berstefnanda að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 900.000krónur.Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari kveður uppdóminn.Dómsorð:Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af öllum kröfumstefnanda, Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf.Stefnandi greiði stefnda 900.000 krónur ímálskostnað.
|
Mál nr. 692/2008
|
Kærumál Greiðslustöðvun
|
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 17. nóvember 2008, var Hansa ehf. veitt heimild til greiðslustöðvunar allt til mánudagsins 8. desember 2008 kl. 15:30. Málefnið var tekið fyrir á ný á dómþingi þann dag. Mætti þá Helgi Jóhannesson hrl., aðstoðarmaður skuldarans við greiðslustöðvun, og lagði fram beiðni um framlengingu greiðslustöðvunar ásamt gögnum í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 15. gr. laga nr. 21/1991.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. desember 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. desember 2008, þar sem varnaraðila var veitt heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar allt til föstudagsins 6. mars 2009. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess aðallega að beiðni varnaraðila um heimild til áframhaldandi greiðslustöðvunar verði hafnað. Til vara er þess krafist að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu heimvísað til löglegrar meðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað og honum dæmdur kærumálskostnaður. Sóknaraðili hefur ekki fært rök fyrir kröfu sinni um að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, sbr. c. lið 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 2. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991. Ekki er ástæða til að gefa sóknaraðila kost á að bæta úr þessu. Kemur þessi krafa því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar um áframhaldandi greiðslustöðvun verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, MP Banki hf., greiði varnaraðila, Hansa ehf., 200.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 199/2007
|
Kærumál Lögvarðir hagsmunir Frávísunarúrskurður staðfestur
|
Með úrskurði kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi voru felldar úr gildi ákvarðanir F um að M, ásamt sex öðrum aðilum, færu sameiginlega ekki með meira en 5% atkvæðisréttar í Sparisjóði Hafnarfjarðar. F stefndi M og krafðist þess að úrskurður nefndarinnar yrði felldur úr gildi. Þegar málið var til meðferðar í héraði var samþykktur samruni Sparisjóðs vélstjóra og framangreinds sparisjóðs og var þeim síðarnefnda slitið án skuldaskila. Við samrunann varð til nýr sparisjóður og þar sem úrskurðurinn, sem krafist var ógildingar á, tók ekki til eignar í þessum nýja sparisjóði, var talið að dómur um kröfu F fæli í sér svar við lögspurningu og að stofnunin hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Vísaði héraðsdómur því málinu frá dómi og var frávísunin staðfest af Hæstarétti.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. apríl 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. mars 2007, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili aðallega kærumálskostnaðar, en til vara málskostnaðar í héraði. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 11. apríl 2007. Hann krefst þess að úrskurðurinn verði staðfestur um annað en málskostnað, sem sóknaraðila verði gert að greiða á báðum dómstigum. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, sbr. einnig 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Fjármálaeftirlitið, greiði varnaraðila, Magnúsi Ármann, 150.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 8. mars sl., er höfðað með stefnu birtri 31. október sl. Stefnandi er Fjármálaeftirlitið, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík. Stefndi er Magnús Ármann, Laufásvegi 69, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að felldur verði úr gildi úrskurður kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1988 frá 4. ágúst 2006 í málinu nr. 5/2006. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær að málinu verði vísað frá dómi. Til vara er þess krafist að stefndi verði sýknaður. Þá krefst stefndi málskostnaðar. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar. Með úrskurði 8. febrúar var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Krafan byggðist á því að stefnandi ætti ekki málshöfðunarheimild, frestur til málshöfðunar væri liðinn og málstaður stefnanda vanreifaður. Í tilefni af því að fram er komið að eftir að mál þetta var höfðað runnu Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður vélstjóra saman og sá síðarnefndi tók við réttindum og skyldum Sparisjóðs Hafnarfjarðar frá 1. janúar ákvað dómari að gefa lögmönnum kost á því að tjá sig um það álitaefni hvort vísa bæri máli þessu frá dómi ex officio. MÁLSATVIK Atvik máls þessa eru þau, að á árinu 2005 samþykkti stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar framsal á stofnfjárhlutum í sparisjóðnum til stefnda. Stefnandi hóf rannsókn á því hvort stofnast hefði virkur eignarhlutur með stofnfé í Sparisjóðnum, í skilningi laga nr. 161/2002. Með bréfi 7. febrúar 2006 tilkynnti stefnandi stefnda að stefndi teldist, ásamt fleiri stofnfjáreigendum, aðili að virkum eignarhlut sem hefði myndast í Sparisjóði Hafnarfjarðar, án þess að lagaskilyrða hefði verið gætt. Var stefnda svo tilkynnt 20. febrúar 2006 um þá ákvörðun stefnanda að stefndi teldist aðili að virkum eignarhlut og að atkvæðisréttur hans yrði takmarkaður þannig að hann, ásamt fjórum öðrum, færi ekki með meira en 5% atkvæðisréttar í sparisjóðnum, sbr. 3. mgr. 70. gr. laga nr. 161/2002. Hinn 16. maí 2006 skrifaði stefnandi stefnda bréf þar sem fram kom að tveir menn til viðbótar teldust vera aðilar að hinum óbeina virka eignarhlut, og að þeir skyldu ekki fara með meira en 5% atkvæðisréttar sameiginlega. Stefndi kærði ákvarðanir stefnanda til kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Kærunefndin kvað upp úrskurð 4. ágúst 2006 og felldi ákvarðanir stefnanda úr gildi, meðal annars með vísan til þess að stefnandi hefði við málsmeðferð brotið gegn reglum stjórnsýslulaga. Stefnandi skaut málinu til dómstóla með heimild í bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 87/1998, sbr. 10. gr. laga nr. 67/2006. Stefndi lét bóka í þinghaldi 8. mars sl. að hann teldi stefnanda ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af úrslitum málsins. Byggir stefndi á því að við samruna Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra hafi Sparisjóði Hafnarfjarðar verið slitið án skuldaskila. Fjármálaeftirlitið hafi samþykkt samrunann og Sparisjóður vélstjóra hafi tekið yfir öll réttindi og skyldur Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem sé þar af leiðandi ekki lengur til. Sé það mat stefnda að vísa beri málinu frá án kröfu enda verði dómstólar ekki spurðir álits á lögfræðilegum efnum. Stefnandi kveðst ennþá hafa hagsmuni af úrlausn málsins. Hafi hann í fyrsta lagi hagsmuni af því að vita hvort hann hafi brotið gegn formreglum þegar hin umdeilda ákvörðun var tekin. Þá hafi álitaefnið um hvort um hafi verið að ræða lögbrot stefnda ennþá þýðingu. Snúist málið um afmarkað sakarefni á tilteknum tíma, sem skipti máli að lögum að fá efnislega úrlausn um. NIÐURSTAÐA Á fundi stofnfjárfesta í Sparisjóði Hafnarfjarðar 1. desember 2006 var samþykktur samruni sparisjóðsins og Sparisjóðs vélstjóra. Var Sparisjóði Hafnarfjarðar slitið án skuldaskila við sameiningu sjóðanna. Fjármálaeftirlitið samþykkti samrunann 8. desember og Sparisjóður vélstjóra tók yfir öll réttindi og skyldur Sparisjóðs Hafnarfjarðar frá og með 1. janúar sl. Til varð nýr sparisjóður, er hefur fengið nafnið Byr. Stefnanda er í lögum nr. 161/2002 fengin heimild til eftirlits með fjármálafyrirtækjum, svo sem Sparisjóði Hafnarfjarðar, og laut úrskurðurinn sem krafist er ógildingar á í máli þessu að ákvörðun innan hans. Eftir að kærunefndin hafði fellt úr gildi ákvörðun stefnanda um atkvæðavægi stefnda og fleiri stofnfjáreigenda, var tekin ákvörðun á stofnfjárfundi um að slíta sparisjóðnum og sameina hann Sparisjóði vélstjóra. Stefnandi samþykkti ákvörðun þessa, og samruna sparisjóðanna tveggja. Ákvörðunin sem krafist er að verði ógilt tekur ekki til eignar í hinum nýja sparisjóði, Byr, eða ákvarðanatöku innan hans, heldur í sjóði sem er ekki lengur til. Verði ákvörðunin felld úr gildi raknar við ákvörðun sem átti við ástand í eldra sparisjóði sem hefur nú verið slitið. Telja verður því að ógilding á úrskurði kærunefndarinnar myndi engu breyta um réttarstöðu málsaðila nú. Dómur um kröfur stefnanda fæli í sér svar við lögspurningu og telur dómari að stefnandi hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Samkvæmt þessu verður máli þessu vísað frá dómi. Stefnandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Fjármálaeftirlitið, greiði stefnda, Magnúsi Ármann, 200.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 111/2014
|
Samkeppni Stjórnsýsla Stjórnvaldsúrskurður Rannsóknarregla
|
Með ákvörðun S árið 2011 var V hf. talinn hafa á árunum 2005 til 2008 brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 54. gr. samnings um Evrópska efnahagssvæðið, með gerð fjölda viðskiptasamninga við endurseljendur á gosdrykkjum, og var V hf. gerð sekt að fjárhæð 260.000.000 krónur. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðunina með úrskurði sínum sama ár, en lækkaði sektarfjárhæðina í 80.000.000 krónur. V hf. höfðaði í kjölfarið mál á hendur S og Í aðallega til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og endurgreiðslu sektarinnar, en ellegar til niðurfellingar hennar. S og Í kröfðust þess fyrir sitt leyti að fellt yrði úr gildi ákvæði úrskurðarins um hina lækkuð sektarfjárhæð og að V hf. yrði gert að greiða 260.000.000 krónur í sekt. Með héraðsdómi, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna hans, var krafa V hf. um ógildingu úrskurðarins tekin til greina með skírskotun til þess að S hefði ekki lagt grunn að skilgreiningunni, sem hann beitti í ákvörðun sinni á markaði sem atvik málsins vörðuðu, með viðhlítandi rannsókn eftir fyrirmælum 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjendur, samkeppniseftirlitið og íslenska ríkið, greiði í sameiningu stefnda, Vífilfelli hf., 1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. nóvember 2013. I. Mál þetta, sem var dómtekið 24. september sl., er höfðað 29. mars 2012 annars vegar af Vífilfelli hf., Stuðlahálsi 1 í Reykjavík, gegn Samkeppniseftirlitinu, Borgartúni 26, og íslenska ríkinu, Vegmúla 3 í Reykjavík, og hins vegar af Samkeppniseftirlitinu gegn Vífilfelli hf. Mál ofangreindra aðila voru sameinuð í þinghaldi 31. október 2012 með vísan til b-liðar 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þannig að í aðalsök er leyst úr kröfum aðalstefnanda, Vífilfells hf., en í gagnsök er leyst úr kröfum gagnstefnanda, Samkeppniseftirlitsins. Í aðalsök gerir aðalstefnandi aðallega þá dómkröfu á hendur gagnstefnanda, Samkeppniseftirlitinu, að ógiltur verði með dómi úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 4. október 2011 í máli nr. 3/2011, sbr. bókun sem lögð var fram í þinghaldi 10. desember 2012. Aðalstefnandi gerir enn fremur þá kröfu á hendur stefnda, íslenska ríkinu, að því verði gert að endurgreiða stefnanda 80.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. maí 2011 til 30. mars 2012, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Til vara gerir aðalstefnandi þá kröfu á hendur gagnstefnanda að stjórnvaldssekt að fjárhæð 80.000.000 króna sem stefnanda var gert að greiða samkvæmt fyrrgreindum úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði felld niður eða stórlega lækkuð. Þá krefst aðalstefnandi þess að stefndi, íslenska ríkið, endurgreiði aðalstefnanda mismun á 80.000.000 króna og þeirri sekt sem ákvörðuð verður með dómi með sömu vöxtum og greinir í aðalkröfu. Í öllum tilvikum krefst aðalstefnandi málskostnaðar úr hendi gagnstefnanda og stefnda, íslenska ríkinu. Gagnstefnandi og stefndi, íslenska ríkið, krefjast báðir sýknu í aðalsök auk málskostnaðar. Í gagnsök gerir gagnstefnandi þá kröfu að aðalstefnanda verði gert að greiða 260.000.000 króna eða aðra lægri fjárhæð að mati dómsins í sekt í ríkissjóð og að fellt verði úr gildi ákvæði í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 30. september 2011 í máli nr. 3/2011 um að stefndi skuli greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 80.000.000 króna. Þá krefst gagnstefnandi málskostnaðar úr hendi aðalstefnanda. Aðalstefnandi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum gagnstefnanda í gagnsök auk málskostnaðar. Til vara krefst aðalstefnandi þess að dómkröfur gagnstefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði felldur niður. Í öndverðu krafðist aðalstefnandi þess aðallega að kröfum gagnstefnanda í gagnsök yrði vísað frá dómi. Með úrskurði 4. október 2012 var þeirri kröfu hafnað. II. Aðalstefnandi er fyrirtæki sem leggur stund á framleiðslu, pökkun, markaðssetningu og dreifingu á ýmsum drykkjarvörum. Fyrirtækið er meðal annars átöppunaraðili á Íslandi fyrir drykkjarvörur The Coca Cola Company (TCCC). Gagnstefnandi er stjórnvald sem fer með eftirlit samkvæmt samkeppnislögum nr. 44/2005. Með bréfi, dags. 29. janúar 2007, tilkynnti gagnstefnandi aðalstefnanda að ákveðið hefði verið að taka til almennrar athugunar viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana o.fl. með tilliti til þess hvort þeir samrýmdust ákvæðum samkeppnislaga. Af þeim sökum og með stoð í 19. gr. samkeppnislaga var óskað eftir því að aðalstefnandi léti gagnstefnanda í té skriflega samninga og lýsingu á munnlegum samningum aðalstefnanda við 20 stærstu endursöluaðila sína og afrit af þeim verðlistum sem í gildi væru. Umbeðin gögn voru afhent með bréfi, dags. 8. mars 2007. Gagnstefnandi tilkynnti aðalstefnanda með bréfi, dags. 27. júní 2007, að til skoðunar væri hvort ákvæði í umræddum samningum fælu í sér brot á samkeppnislögum og var þar einkum vísað til 11. gr. laganna. Fram kom að aðallega væri til skoðunar ákvæði þar sem endursöluaðilar skuldbinda sig til að bjóða eingöngu upp á vörur frá aðalstefnanda auk ákvæða sem virtust miða að því að viðhalda tryggð endursöluaðila við vörur fyrirtækisins. Þá var upplýst að athugunin myndi í upphafi beinast að skilgreiningu á þeim markaði/mörkuðum sem aðalstefnandi starfaði á, hlutdeild aðila á þeim markaði og mat á stöðu aðalstefnanda á honum og hvort fyrirtækið hefði mögulega misnotað markaðsráðandi stöðu sína á þeim markaði/mörkuðum. Í því skyni að upplýsa þessi atriði óskaði gagnstefnandi eftir afstöðu og gögnum frá aðalstefnanda, meðal annars um það hver væri markaðurinn eða markaðirnir sem fyrirtækið starfaði á. Aðalstefnandi svaraði erindinu með bréfi, dags. 9. ágúst 2007. Þar var gerð ítarleg grein fyrir afstöðu aðalstefnanda til afmörkunar viðkomandi markaðar, sem hann taldi að væri markaður fyrir óáfenga drykki. Hvað sem skilgreiningu markaðarins liði þá hélt aðalstefnandi því jafnframt fram í bréfinu að hann væri ekki í markaðsráðandi stöðu í ljósi markaðsaðstæðna og þeirri samkeppni sem væri til staðar á markaðnum, enda væri hann ekki í aðstöðu til að starfa óháð keppinautum, viðskiptavinum og neytendum. Þar var því einnig haldið fram að útilokað væri að líta á þá samninga sem til skoðunar væru sem misnotkun á markaðsráðandi stöðu aðalstefnanda. Í kjölfar framangreindra samskipta viðaði gagnstefnandi að sér upplýsingum um sundurliðaðar tekjur fjölmargra aðila á drykkjarvörumarkaði á árunum 2005 og 2006 og á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. Upplýsingar frá þessum aðilum bárust gagnstefnanda haustið 2007. Með bréfi 26. júní 2008 óskaði gagnstefnandi eftir því að aðalstefnandi léti stofnuninni í té nýjar upplýsingar um tekjur sínar af viðskiptum með drykki í tilgreindum vöruflokkum árið 2007 og fyrstu sex mánuði ársins 2008, auk afrita af öllum viðskiptasamningum aðalstefnanda við matvöruverslanir og aðra söluaðila sem ekki hefðu þegar borist gagnstefnanda. Umbeðin gögn og upplýsingar voru send gagnstefnanda með bréfi 24. júlí 2008. Gagnstefnandi ritaði helsta keppinaut aðalstefnanda, Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. (Ölgerðin), einnig bréf 26. júní 2008 þar sem tilkynnt var að til athugunar væri hvort samningar fyrirtækisins fælu í sér brot á samkeppnislögum. Farið var fram á að Ölgerðin lýsti afstöðu sinni til skilgreiningar markaðarins auk þess sem óskað var eftir upplýsingum um sundurliðaðar tekjur fyrirtækisins árið 2007 og fyrstu sex mánuði ársins 2008 og afritum af öllum viðskiptasamningum þess við matvöruverslanir og aðra seljendur auk afrita af ársreikningum félagsins. Umbeðnar upplýsingar og gögn bárust gagnstefnanda með bréfi 11. ágúst 2008. Í febrúar 2009 óskaði gagnstefnandi eftir upplýsingum um sundurliðaðar tekjur frá bæði aðalstefnanda og Ölgerðinni af sölu drykkjarvara fyrir allt árið 2008. Þessar upplýsingar bárust frá Ölgerðinni 13. mars 2009 og frá aðalstefnanda 30. mars sama ár. Aðalstefnandi ritaði gagnstefnanda bréf 18. ágúst 2009 þar sem röksemdir aðalstefnanda voru áréttaðar um að hann væri ekki í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði og að hegðun hans fæli ekki í sér misnotkun á þeirri stöðu. Með bréfi 18. maí 2010 óskaði gagnstefnandi eftir frekari upplýsingum um viðskiptasamninga aðalstefnanda við Haga hf. Því erindi var svarað með bréfi 1. júní 2010 ásamt tilteknum samningum aðalstefnanda við verslanir Haga hf. Með svonefndu andmælaskjali, dags. 5. júní 2010, var aðalstefnanda gefið færi á að tjá sig um frumniðurstöðu gagnstefnanda um ætlaða misnotkun aðalstefnanda á markaðsráðandi stöðu sinni á árunum 2005 til 2008. Þar kemur fram það álit gagnstefnanda að gosdrykkir tilheyri sérstökum markaði og að efni væri til að gera ákveðinn greinarmun í þessu tilliti á veitingamarkaði og dagvörumarkaði með gosdrykki. Þá bæri að skilgreina Ísland sem sérstakan, landfræðilegan markað. Í andmælaskjalinu kom fram það frummat gagnstefnanda að aðalstefnandi væri í markaðsráðandi stöðu í ljósi umfangsmikillar markaðshlutdeildar hans á markaðnum, stöðugleika hlutdeildarinnar á tímabilinu og mikils mismunar á markaðshlutdeild aðaláfrýjanda og helsta keppinautar hans. Þá var talið að aðalstefnandi byggi yfir meiri fjárhagslegum styrk en helsti keppinautur fyrirtækisins og að einstakur vörumerkjastyrkur vægi upp á móti kaupendastyrk matvörumarkaðskeðjanna. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að gögn málsins gæfu til kynna að aðalstefnandi hefði brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga með einkakaupaákvæðum og tryggðarhvetjandi ákvæðum í viðskiptasamningum sínum. Því til stuðnings var fjallað sérstaklega um viðskiptasamninga aðalstefnanda við sex aðila á dagvörumarkaði og jafnmarga aðila á veitingamarkaði og lýst með hvaða hætti þessir samningar teldust fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins. Var þess getið að fjölda sambærilegra samninga hefði verið aflað og voru 892 af þeim samningum tilgreindir í viðauka með andmælaskjalinu. Með andmælaskjalinu fylgdi listi yfir gögn málsins. Aðalstefnandi fór fram á það með bréfi 7. júlí 2010 að fá afrit allra þessara gagna að undanskildum þeim sem hann hefði þegar undri höndum. Hinn 12. sama mánaðar afhenti gagnáfrýjandi aðalstefnanda afrit af öllum gögnum að undanskildum þeim sem sættu trúnaði að mati gagnstefnanda. Með bréfi 16. júlí 2010 mun aðalstefnandi hafa farið fram á að fá í hendur umrædd trúnaðargögn, en því var hafnað af hálfu gagnstefnanda með ákvörðun, dags. 27. sama mánaðar. Aðalstefnandi kærði þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála 10. ágúst 2010. Úrskurður var kveðinn upp um þennan ágreining 1. nóvember 2010. Þar eru umrædd trúnaðarskjöl flokkuð í þrjá flokka. Í fyrsta flokknum voru skjöl með upplýsingum frá ýmsum birgjum og smásölum um veltutölur í einstökum söluflokkum. Taldi áfrýjunarnefndin að hér væri augljóslega um að ræða upplýsingar sem teldust viðskiptaleyndarmál og staðfesti niðurstöðu gagnstefnanda um að rétt væri að synja aðalstefnanda um aðgang að þeim með vísan til 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í öðrum flokki voru greinargerðir frá Ölgerðinni þar sem veitt voru svör við tilteknum spurningum sem gagnstefnandi taldi sig þurfa að fá svör við í tilefni af rannsókn á markaðnum. Munu greinargerðirnar hafa verið afhentar með þeim takmörkunum að ekki voru veittar upplýsingar um markaðshlutdeild Ölgerðarinnar á ýmsum mörkuðum, upplýsingar um sundurliðun tekna og frekari skýringar. Áfrýjunarnefndin staðfesti niðurstöðu gagnstefnanda um að þessar upplýsingar vörðuðu mikilvæga viðskiptahagsmuni Ölgerðarinnar og teldust gögnin því vera viðskiptaleyndarmál sem rétt væri að hafna aðgangi að með vísan til 17. gr. stjórnsýslulaga. Í þriðja flokknum voru tölvusamskipti gagnstefnanda við tiltekna aðila sem að mati áfrýjunarnefndarinnar höfðu ekki að geyma neinar upplýsingar um viðskiptamálefni eða annað sem leynt ætti að fara. Því bæri gagnstefnanda að afhenda aðalstefnanda þessi gögn. Áfrýjunarnefndin tók enn fremur afstöðu til þess hvort gagnstefnanda hafi verið heimilt að gera grein fyrir markaðshlutdeild aðalstefnanda og helsta keppinautar hans á gosdrykkjamarkaðnum með 5% bili. Varð það niðurstaða áfrýjunarnefndar að það gæti ekki skipt afgerandi máli hvar innan hins gefna 5% bils nákvæm hlutdeild lægi. Ætti aðaláfrýjandi eftir sem áður að geta teflt fram vörnum sem miðuðu við umrætt bil. Þá taldi nefndin að ekki væri lagaheimild fyrir því að veita lögmönnum aðaláfrýjanda aðgang að hinum umdeildu gögnum eða að fá óháðan þriðja aðila til að skoða þau. Í ítarlegu bréfi aðalstefnanda 19. nóvember 2010 var frumniðurstöðu gagnstefnanda andmælt. Þar er því haldið fram að beitt hafi verið ófullnægjandi aðferðum við skilgreiningu markaðarins af hálfu gagnstefnanda og að staða aðalstefnanda á markaðnum sé þar ranglega metin markaðsráðandi. Um síðargreinda atriðið var meðal annars vísað til ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 2005 í málinu COMP/A.39116/B2 Coca Cola og samkomulags sem gert hafði verið í kjölfarið, en þar kvað aðalstefnandi að sett hefðu verið tiltekin, skýr viðmið sem skyldi nota þegar metið væri hvort átöppunaraðili fyrir TCCC væri í markaðsráðandi stöðu. Hefði fyrirtækið metið stöðu sína á umræddum markaði á tímabilinu 2005 til 2008 á grundvelli þessara viðmiða og þá byggt á bestu upplýsingum sem unnt hefði verið að nálgast um magn seldra gosdrykkja hér á landi. Samkvæmt því hefði aðalstefnandi ekki talið sig vera í markaðsráðandi stöðu á gosdrykkjamarkaði og því verið í góðri trú um stöðu sína. Þá var í bréfinu áréttuð sú afstaða aðalstefnanda að tilgreind ákvæði viðskiptasamninga fyrirtækisins hefðu ekki skaðleg áhrif á samkeppni og fælu því ekki í sér brot á 11. gr. samkeppnislaga. Gagnstefnandi óskaði frekari skýringa á tilteknum atriðum í athugasemdum aðalstefnanda er lutu að ársreikningum aðalstefnanda. Með bréfi 15. desember 2010 var þessari beiðni svarað. Með bréfi 30. mars 2011 var ákvörðun gagnstefnanda í málinu tilkynnt aðalstefnanda. Í ákvörðuninni var komist að þeirri niðurstöðu að aðalstefnandi hefði brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins með gerð fjölmargra viðskiptasamninga við endurseljendur á gosdrykkjum og var lögð á fyrirtækið stjórnvaldssekt að fjárhæð 260 milljónir króna. Framangreind niðurstaða var rökstudd með ítarlegum hætti í ákvörðuninni. Þar voru meðal annars færð rök fyrir því að fyrrgreind ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í máli TCCC kæmi ekki í veg fyrir að gagnstefnandi tæki íþyngjandi ákvörðun í tilefni af þeirri háttsemi aðalstefnanda sem væri til umfjöllunar. Þar hafnaði gagnstefnandi enn fremur röksemdum aðalstefnanda um að gosdrykkir tilheyrðu sama markaði og aðrir óáfengir drykkir, svo sem mjólkurdrykkir, safar, íþróttadrykkir og orkudrykkir. Sérstaklega var vikið að kolsýrðum vatnsdrykkjum í þessu sambandi og færð voru rök fyrir því að þeir tilheyrðu ekki sama markaði og gosdrykkir vegna gjörólíkrar ímyndar. Því var komist að þeirri niðurstöðu að gosdrykkir mynduðu aðgreindan markað frá öðrum drykkjarvörum og jafnframt gerður greinarmunur á þeim markaði eftir því hvort drykkirnir væru seldir til neyslu síðar (dagvörumarkaður) eða til neyslu á staðnum (veitingamarkaður). Ísland var sem fyrr talið afmarka hinn landfræðilega markað. Það varð niðurstaða athugunar gagnstefnanda á markaðshlutdeild aðalstefnanda á gosdrykkjamarkaðnum að hún hefði verið rúmlega 70% árin 2005 og 2006 og tæplega 70% árin 2007 og 2008. Fram kom að helsti samkeppnisaðili aðalstefnanda, Ölgerðin, hefði hins vegar haft tæplega 30% markaðshlutdeild árin 2005 og 2006 og rúmlega 30% árin 2007 og 2008. Jafnframt var sú ályktun dregin af ársreikningum fyrirtækjanna að fjárhagslegur styrkur aðalstefnanda á þessu tímabili hefði verið heldur meiri en Ölgerðarinnar. Þar skipti mestu að eiginfjárstaða aðalstefnanda hefði verið mun sterkari síðari tvö viðmiðunarárin. Sérstaklega var í ákvörðuninni vikið að áhrifum kaupendastyrks matvörukeðjanna á markaðsstöðu aðalstefnanda og þess getið að tekið væri tillit til þessa atriðis í mati gagnstefnanda. Þó var talið að einstakur vörumerkjastyrkur aðalstefnanda vægi á móti þessum kaupendastyrk á dagvörumarkaði. Ekki lægju hins vegar vísbendingar fyrir um að kaupendastyrks gætti á veitingamarkaði. Jafnframt var vikið að aðgangi nýrra aðila að markaðnum og talið að miklar hagrænar aðgangshindranir væru til staðar sem byggðust á öflugri stöðu aðalstefnanda á markaðnum á grundvelli vörumerkjastyrks og stærðarhagkvæmni í framleiðslu, dreifingu og sölu. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að aðalstefnandi væri í markaðsráðandi stöðu í ljósi hinnar umfangsmiklu markaðshlutdeildar, stöðugleika hennar á tímabilinu og þess mikla munar sem væri á hlutdeild aðalstefnanda og helsta keppinautar fyrirtækisins. Því næst gerði gagnstefnandi grein fyrir niðurstöðu athugunar sinnar á u.þ.b. 1.200 viðskiptasamningum aðalstefnanda við viðskiptavini sína. Í ákvörðuninni kom fram að það væri mat gagnstefnanda að nær allir, eða langflestir þessara samninga, hefðu innihaldið ákvæði sem voru til þess fallin að útiloka keppinauta aðalstefnanda á markaðnum frá því að eiga viðskipti við viðskiptavini aðalstefnanda auk þess að hindra aðkomu nýrra keppinauta inn á markaðinn. Í fyrsta lagi vísaði gagnstefnandi hér til ákvæða sem talið var að fælu í sér að útilokað væri fyrir viðskiptavini að kaupa vörur keppinautanna, svonefnd einkakaupaákvæði. Þar undir féllu ákvæði í viðskiptasamningum aðalstefnanda við veitingastaði þar sem kveðið væri á um að kaupandinn mætti einungis selja gosdrykki frá aðalstefnanda. Einnig var talið að ákvæði þess efnis að kaupandinn skyldi haga framstillingu á gosdrykkjum þannig að 65% til 70% af því rými, sem ætlað væri fyrir slíkar vörur, skyldu notuð undir vörur frá aðalstefnanda, fælu í sér einkakaup eða ígildi einkakaupa. Sama ætti við ef í samningunum væri vísað til framstillingar samkvæmt svonefndum AC-Nielsen tölum. Í öðru lagi vísaði gagnstefnandi hér til ýmissa ákvæða í samningum aðalstefnanda um afslátt. Þar undir féllu ákvæði um fyrirframgreiddan, skilyrtan afslátt, sem oft væri í formi lánveitinga aðalstefnanda til kaupenda. Skyldu lánin greidd til baka í samræmi við keypt magn af vörum aðalstefnanda. Var þá talið að fyrirframgreiddi afslátturinn væri í raun skuld kaupanda þar til umsamið magn hefði verið keypt. Komst gagnstefnandi að þeirri niðurstöðu að þess konar afsláttur væri í raun tryggðarafsláttur eða skilyrtur afsláttur sem hefði þær afleiðingar að kaupandinn legði höfuðáherslu á að selja vörur aðalstefnanda. Gagnstefnandi fann enn fremur að ákvæðum í samningum aðalstefnanda um eftir á greiddan afslátt. Í ákvörðuninni kom fram að þessir samningar fælu yfirleitt í sér að aðalstefnandi endurgreiddi kaupandanum ákveðna krónutölu á grundvelli lítratals eða miðað við ákveðna kaupfjárhæð. Var talið að með ákvæðum af þessu tagi væri í raun verið að tryggja að viðskiptavinir aðalstefnanda færðu ekki viðskipti sín yfir til keppinauta fyrirtækisins. Taldi gagnstefnandi að hér væri um tryggðarafslátt að ræða sem miðaði að því að útiloka vörur keppinauta og komst að þeirri niðurstöðu að umrædd afsláttarkjör færu gegn 11. gr. samkeppnislaga, ýmist ein sér eða með þeim hætti að þau ykju skaðleg áhrif einkakaupaákvæða. Í þriðja lagi vék gagnstefnandi að ýmsum ákvæðum í samningum aðalstefnanda um markaðsframlög. Þar var meðal annars vísað til fjárframlaga aðalstefnanda til kaupa á fatnaði fyrir starfsfólk, sem þá væri bæði merkt aðalstefnanda og viðsemjanda, sem og til merkinga á staðnum. Jafnframt féllu hér undir ákvæði um fjárframlög aðalstefnanda í sérstakan sjóð sem skyldi nota til sameiginlegra markaðsaðgerða og söluaukningar á vörum beggja samningsaðila. Komst aðalstefnandi að þeirri niðurstöðu að þegar þessi framlög væru metin sem hluti af heildarkjörum í viðskiptasamningum aðalstefnanda, sem innihéldu önnur ólögmæt ákvæði, teldust þau fela í sér brot gegn 11. gr. samkeppnislaga. Í fjórða lagi vísaði gagnstefnandi til ákvæða í samningum aðalstefnanda um ýmsar þjónustuvörur sem aðalstefnandi legði viðskiptavinum sínum til endurgjaldslaust gegn því að þær væru aðeins notaðar fyrir vörur aðalstefnanda. Þetta ætti t.d. við um gosdrykkjadælur, kæla og klakavélar. Var það mat gagnstefnanda að þessi ákvæði, virt í samhengi við önnur ákvæði í viðskiptasamningum aðalstefnanda sem fælu í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu, fælu einnig í sér slíka misnotkun og færu því gegn 11. gr. samkeppnislaga. Það varð niðurstaða gagnstefnanda að aðalstefnandi hefði gert 713 einkakaupasamninga við viðskiptavini sína sem í gildi hefðu verið á árunum 2005 til 2008. Flestir þessara samninga hefðu einnig falið í sér önnur tryggðarákvæði. Um 454 samningar hefðu jafnframt falið í sér að viðskiptavinirnir notuðu eingöngu þjónustuvörur aðalstefnanda. Þá hefðu 598 samningar innihaldið skilyrtan afslátt, sem í flestum tilvikum hefði verið greiddur eftir á í vörum eða peningum. Í 82 tilvikum hefðu viðsemjendur aðalstefnanda gefið út tryggingarvíxil eða skuldabréf til tryggingar á fyrirframgreiddum afslætti eða öðrum framlögum aðalstefnanda. Þá hefðu 572 samningar innihaldið tryggðarákvæði sem tengdust markaðsaðgerðum. Að mati gagnstefnanda hefðu þessir samningar falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu aðalstefnanda og því farið í bága við 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Í rökstuðningi fyrir viðurlögum var vísað til þess að brot aðalstefnanda væru alvarleg og að nauðsynlegt væri að sekta fyrirtækið í samræmi við 37. gr. samkeppnislaga. Hafnaði gagnstefnandi því að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í máli TCCC hafi gefið aðalstefnanda réttmætar væntingar til þess að ekki yrði gripið til aðgerða gagnvart háttsemi aðalstefnanda eða að fyrirtækið hafi með réttu getað dregið þá ályktun að það væri ekki markaðsráðandi þó að það teldi sig ekki falla undir gildissvið ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar. Þá vísaði gagnstefnandi til þess að líta þyrfti til efnahagslegs styrkleika aðalstefnanda til að tryggja nægjanleg varnaðaráhrif. Jafnframt tók gagnáfrýjandi fram að aðalstefnanda hafi ekki getað dulist að brot fyrirtækisins væru til þess fallin að raska samkeppni með alvarlegum hætti. Með hliðsjón af framangreindu þótti hæfilegt að leggja á aðalstefnanda 260 milljóna króna sekt. Aðalstefnandi kærði framangreinda ákvörðun gagnstefnanda til áfrýjunarnefndar samkeppnismála 27. apríl 2011. Gagnstefnandi skilaði greinargerð í tilefni af kærunni 17. maí sama ár. Aðalstefnandi gerði athugasemdir við greinargerð gagnstefnanda með bréfi 27. maí 2011 og lagði fram frekari gögn. Með bréfi 3. júní 2011 svaraði gagnstefnandi athugasemdum aðaláfrýjanda. Málið var munnlega flutt fyrir áfrýjunarnefndinni 24. ágúst 2011 og úrskurður kveðinn upp á fundi hennar 30. september 2011. Þar var því hafnað að málsmeðferð gagnstefnanda hefði farið í bága við andmælareglu eða rannsóknarreglu. Þá var ekki fallist á með aðalstefnanda að gosdrykkir og kolsýrðir vatnsdrykkir teldust staðgönguvörur í skilningi samkeppnisréttar og staðfest sú niðurstaða gagnstefnanda að vörumarkaður málsins væri sala á gosdrykkjum annars vegar til aðila á veitingamarkaði og hins vegar til aðila á dagvörumarkaði. Jafnframt var í úrskurðinum staðfest niðurstaða gagnstefnanda um að aðalstefnandi hefði verið í markaðsráðandi stöðu á því tímabili sem til athugunar var og að fyrirtækið hefði misnotað sér þá stöðu með gerð viðskiptasamninga með ákvæðum um einkakaup og öðrum tryggðarákvæðum er færi í bága við 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Í umfjöllun áfrýjunarnefndarinnar um viðurlög var vísað til þess að brot aðaláfrýjanda væru alvarleg. Þá væri stjórnvaldssektum samkvæmt samkeppnislögum ætlað að hafa varnaðaráhrif og því nauðsynlegt að taka mið af stærð og styrkleika viðkomandi fyrirtækis við sektarákvörðun. Síðan segir orðrétt í úrskurðinum: „Þá telur áfrýjunarnefnd mikilvægt að samhengi og samræmi, eins og við geti átt, sé á milli ákvarðana sekta í samkeppnismálum. Er því sérstaklega horft til úrlausna áfrýjunarnefndar í málum sem varða misnotkun á markaðsráðandi stöðu undanfarin misseri. Með vísan til þeirra sjónarmiða og raka sem fram koma í hinni kærðu ákvörðun ákveðst stjórnvaldssekt á hendur áfrýjanda kr. 80.000.000,-.“ III. 1. Málsástæður og lagarök aðalstefnanda í aðalsök Aðalstefnandi byggir kröfur sínar í aðalsök meðal annars á eftirfarandi þremur málsástæðum er lúta að málsmeðferð samkeppnisyfirvalda: Í fyrsta lagi telur aðalstefnandi að samkeppnisyfirvöld hafi brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 við meðferð málsins. Aðalstefnandi rökstyður þessa málsástæðu með því að vísa til þess að í málinu hafi þurft að slá því föstu hver hinn skilgreindi markaður málsins væri, hvernig bæri að meta stöðu aðalstefnanda á þeim markaði og hvort samningar hans hefðu haft skaðleg áhrif á samkeppni á honum. Kveðst aðalstefnandi hafa lagt fram ítarleg gögn og upplýsingar um þessi atriði, m.a. neytendakönnun um staðgöngu milli einstakra drykkjarvara auk vandaðrar úttektar samkeppnishagfræðingsins Derek Ridyard um stöðu aðalstefnanda á markaðnum, auk annarra atriða sem þýðingu gátu haft. Aðalstefnandi heldur því fram að í úrlausnum samkeppnisyfirvalda hafi verið ýmist algerlega litið fram hjá þessum upplýsingum, lítið með þær gert eða þeim hafnað án viðhlítandi rökstuðnings. Telur aðalstefnandi mikið skorta á að samkeppnisyfirvöld hafi rannsakað með fullnægjandi hætti þau atriði sem hér um ræði. Hafi niðurstöður þeirra greininga sem aðalstefnandi hafi lagt fram gefið ríkt tilefni til nánari skoðunar, annaðhvort með því að samkeppnisyfirvöld öfluðu frekari gagna um þessi atriði eða óskuðu úrbóta á rannsóknum aðalstefnanda. Þá vísar hann til þess að engin rannsókn hafi farið fram á lykilkeppinaut sínum. Telur aðalstefnandi að útilokað sé að gera sér rétta grein fyrir stöðu sinni á viðkomandi markaði og ætluðum skaðlegum áhrifum af samningum hans nema að meta það í samhengi við þá markaðsfærslu sem þessi öflugi lykilkeppinautur aðalstefnanda ástundi. Með vísan til framangreindra atriða telur aðalstefnandi að rannsókn málsins hafi verið ófullnægjandi og að það leiði til þess að fallast beri á ógildingarkröfuna. Í öðru lagi telur aðalstefnandi að með ákvörðun samkeppnisyfirvalda um að synja um aðgang að gögnum málsins, sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála 1. nóvember 2010, hafi verið brotið gegn rétti aðalstefnanda til réttlátrar málsmeðferðar og andmælarétti samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga. Þessir annmarkar eigi að leiða til ógildingar á úrlausnum samkeppnisyfirvalda. Í tengslum við þessa málsástæðu vísar aðalstefnandi til þess að hann hafi sjálfur lagt vandað mat á stöðu sína á markaðnum á tímabilinu í samræmi við kröfur í ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB 22. júní 2005. Það hafi gefið til kynna að hann hafi ekki verið í markaðsráðandi stöðu og því hafi hann verið í góðri trú um að svo væri ekki. Mat samkeppnisyfirvalda hafi verið verulega frábrugðið þessu mati aðalstefnanda á markaðshlutdeild sinni. Því hafi það verið grundvallaratriði í málinu að aðalstefnandi fengi að kynna sér þau gögn og þær forsendur sem hafi legið til grundvallar mati samkeppnisyfirvalda og bera þau saman við eigin aðferðir og niðurstöður. Aðalstefnandi tekur fram að gagnstefnandi hafi aflað umfangsmikilla gagna og upplýsinga um tekjur ýmissa aðila á þessum markaði af sölu til matvöruverslana annars vegar og hins vegar til annarra söluaðila fjölmargra drykkjarvara. Ekki sé unnt að ráða af úrlausnum samkeppnisyfirvalda hvernig svör hafi verið við óskum gagnstefnanda um þessar upplýsingar, t.d. hvort umbeðnar upplýsingar hafi verið sambærilegar og gefið rétta niðurstöðu um markaðshlutdeild aðila. Í því sambandi bendir aðalstefnandi á að aðilar kunni að skilgreina bæði vöruflokka og viðskiptavini með ólíkum hætti, en ekki hafi verið að finna skilgreiningar á ýmsum hugtökum í gagnabeiðnum gagnstefnanda. Þá sé óljóst hvort afsláttur og/eða markaðsframlög hafi verið dregin frá tekjum, eða með hvaða hætti það hafi verið gert, auk þess sem ekki hafi verið gefnar neinar leiðbeiningar um frádrátt skatta og gjalda. Aðalstefnandi vísar til þess að hann hafi bent á ýmsar leiðir til að veita umbeðinn aðgang að umræddum gögnum án þess að félagið kæmist yfir upplýsingar um rekstur annarra fyrirtækja. Því hafi verið hafnað án þess að sérstök rök hafi verið færð fyrir því. Í þessu sambandi tekur aðalstefnandi fram að meginreglan sé sú að málsaðili eigi að hafa aðgang að öllum gögnum máls áður en ákvörðun er tekin og undantekningar frá því verði að skýra þröngt. Sé unnt að koma upplýsingagjöf við án þess að hagga við þeim hagsmunum sem undantekningunum sé ætlað að vernda geti þær ekki takmarkað rétt málsaðila að þessu leyti. Heldur aðalstefnandi því fram að það hefði verið hægt í þessu máli, t.d. með því að afhenda lögmanni hans eða óháðum endurskoðanda gögnin gegn trúnaðaryfirlýsingum þeirra. Hefði það verið í anda meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar að mati aðalstefnanda og honum þá gefist tækifæri til að gera samanburð og greiningu á gögnum og forsendum þeirra. Í þriðja lagi byggir aðalstefnandi á því að brotið hafi verið gegn málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga við meðferð málsins. Rannsókn gagnstefnanda hafi hafist með bréfi 27. júní 2007 en verið lokið með ákvörðun tæpum fjórum árum síðar. Bendir aðalstefnandi á að ekki verði séð að nein sjálfstæð rannsókn hafi farið fram hjá gagnstefnanda frá lokum október 2007, þegar svör bárust frá öllum endursölu- og samkeppnisaðilum aðalstefnanda, þar til honum hafi borist andmælaskjal gagnstefnanda 5. júlí 2010. Engar skýringar hafi fengist á þessari töf og aðalstefnanda hafi aldrei verið gerð grein fyrir því að fyrirsjáanlegt væri að málið tefðist, eins og krafist sé í 3. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Þá bendir aðalstefnandi á að málsmeðferð áfrýjunarnefndar hafi farið fram úr lögmæltum sex vikna fresti samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 9. gr. samkeppnislaga. Kæra aðalstefnanda hafi borist 27. apríl 2011 en úrskurður hafi verið kveðinn upp 30. september sama ár. Telur aðalstefnandi að þessar tafir einar og sér, eða með hliðsjón af öðrum ágöllum málsmeðferðarinnar, eigi að leiða til ógildingar á úrlausnum samkeppnisyfirvalda. Þá er ógildingarkrafan á því reist að samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi ekki verið bær til þess að beita aðalstefnanda stjórnvaldssektum á þeim grunni að fyrirtækið hefði misnotað sér markaðsráðandi stöðu sína. Um þetta atriði vísar aðalstefnandi til þess að á árunum 2005 til 2010 hafi ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB frá 22. júní 2005 í máli COMP/A.39116/B2 Coca Cola, gilt um starfsemi aðalstefnanda. Hafi hún falið í sér endalok áralangrar rannsóknar framkvæmdastjórnarinnar á starfsemi TCCC og átöppunaraðila á vörumerkjum TCCC á EES-svæðinu, þ. á m. stefnanda í þessu máli. Aðalstefnandi kveður tilgang þessarar ákvörðunar hafa verið að búa til skýrar reglur um starfsemi TCCC og átöppunaraðila þeirra. Til þess að átöppunaraðili félli undir ákvörðunina hafi þeir orðið að hafa meira en 40% markaðshlutdeild á viðkomandi markaði og meira en tvöfalt hærri hlutdeild en næsti keppinautur. Þeir sem féllu undir ákvörðunina hafi þurft að hlíta tilteknum skilyrðum við markaðsfærslu sína og gera viðeiganda breytingar á samningum sínum og háttsemi. Við útreikning á markaðshlutdeild sinni hafi átöppunaraðilar átt að styðjast við bestu tiltæku upplýsingarnar um sölutölur og hlutdeildartölur sem fáanlegar væru frá AC Nielsen og Canadean Limited. Aðalstefnandi skýrir aðild sína að þessari ákvörðun á þá lund að TCCC hafi skuldbundið sig til þess að gera öllum átöppunaraðilum á evrópska efnahagssvæðinu ljóst að ef þeir undirrituðu samkomulag við TCCC um að hlíta henni myndi TCCC rifta átöppunarsamningi við viðkomandi. Hafi aðalstefnandi því þurft að gangast undir þessa skuldbindingu. Á þessum grunni kveður aðalstefnandi að reglulegt og kerfisbundið mat hafi verið lagt á stöðu hans á markaði árlega í fimm ár. Ekki hafi þó verið hægt að styðjast við upplýsingar frá þeim aðilum sem fram komi í ákvörðuninni. Því hafi matið byggst á bestu fáanlegu heimildum um markaðshlutdeild fyrirtækisins, m.a. frá IMG Gallup og Hagstofunni. Hafi sú aðferð verið sérstaklega samþykkt af framkvæmdastjórn ESB. Niðurstöðurnar hafi orðið þær að markaðshlutdeild aðalstefnanda hafi aldrei orðið meiri en tvöfalt hærri en næsta keppinautar. Því hafi kvaðir samkvæmt ákvörðuninni ekki bundið aðalstefnanda. Hann kveðst hafa gert gagnstefnanda grein fyrir ofangreindu og lagt til að Samtök iðnaðarins söfnuðu sölu- og tekjuupplýsingum frá þeim fyrirtækjum sem seldu gosdrykki en gagnstefnandi hafi talið að það færi í bága við 10. gr. samkeppnislaga. Því hafi aðalstefnandi neyðst til að styðjast við aðrar gagnaheimildir. Á það er bent af hálfu aðalstefnanda að gagnstefnandi hafi komist að annarri niðurstöðu um markaðshlutdeild fyrirtækisins með því að beita allt öðruvísi aðferðum. Telur aðalstefnandi að með því hafi verið brotið gróflega gegn réttmætum og lögmætum væntingum aðalstefnanda til réttaráhrifa ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar. Hafi aðalstefnandi mátt reikna með að færi fyrirtækið eftir tilmælum og viðurkenndum aðferðum ákvörðunarinnar yrði hann hvorki talinn brotlegur við bannákvæði samkeppnislaga um misnotkun á markaðsráðandi stöðu né yrði honum gert að sæta viðurlögum vegna þess. Hafi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar tekið bæði til mögulegra brota á 82. gr. Rómarsáttmálans og 54. gr. EES-samningsins og því verið bindandi fyrir samkeppnisyfirvöld hér á landi, sbr. 2. mgr. 56. gr. EES-samningsins. Um þetta atriði vísar aðalstefnandi einnig til 2. mgr. 25. gr. samkeppnislaga, þar sem bann er lagt við því að samkeppnisyfirvöld hér á landi taki íþyngjandi ákvörðun í málum sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar afgreitt. Telur aðalstefnandi að þetta eigi einnig við um ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar enda tilgangur reglunnar að tryggja að samkeppnisyfirvöld kveði ekki upp úrskurði sem tefli í hættu markmiðum um einsleitni á EES-svæðinu. Þá hafnar aðalstefnandi röksemdum gagnstefnanda um að 2. mgr. 16. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1/2003 gildi ekki um úrskurð sem kveðinn sé upp á grundvelli 9. gr. reglugerðarinnar. Ekki stoði í því efni að vísa til aðfararorða reglugerðarinnar. Aðalstefnandi byggir ógildingarkröfu sína einnig á því að samkeppnisyfirvöld hafi komist að efnislega rangri niðurstöðu. Byggir hann þá ályktun á eftirfarandi málsástæðum: Í fyrsta lagi hafi samkeppnisyfirvöld reist niðurstöðu sína á því að vörumarkaðurinn sé sala á gosdrykkjum til aðila á veitingamarkaði annars vegar og á dagvörumarkaði hins vegar. Aðalstefnandi telur að þessi markaðsskilgreining sé röng og heldur því fram að vörumarkaður málsins markist af öllum óáfengum drykkjum. Aðalstefnandi kveður gagnstefnanda hafa byggt niðurstöðu sína um vörumarkaðinn á áliti samkeppnisráðs frá 26. febrúar 1999 í máli nr. 3/1999. Fráleitt sé að samkeppnisyfirvöld byggi niðurstöðu sína á 13 ára gömlu áliti, þar sem vörumarkaðurinn er skilgreindur í einni línu og í máli sem varðaði samruna í skilningi samkeppnislaga. Bendir aðalstefnandi á að markaðsrannsóknir í samrunamálum séu enn takmarkaðri þegar ekki þykir tilefni til að aðhafast vegna samrunans, eins og í umræddu áliti samkeppnisráðs. Þá hafi markaðurinn tekið stökkbreytingu á þeim rúmu tólf árum sem hafi liðið frá álitinu og þar til úrskurður áfrýjunarnefndar hafi legið fyrir, eins og nánar er lýst í stefnu. Af hálfu aðalstefnanda er því jafnframt haldið fram að markaðsskilgreining samkeppnisyfirvalda sé að öðru leyti verulega ábótavant. Þannig geri þau enga tilraun til þess, að eigin frumkvæði, að rannsaka þá markaði sem stefnandi starfi á, þrátt fyrir að á samkeppnisyfirvöldum hvíli rannsóknarskylda. Einnig vísi gagnstefnandi að verulegu leyti til úrlausna í evrópskum samkeppnisrétti án þess að leggja nokkurt sjálfstætt mat á þann raunveruleika sem sé til staðar á viðkomandi markaði hér á landi. Eins og rakið hefur verið telur aðalstefnandi að staðganga sé á milli gosdrykkja og annarra óáfengra drykkja. Þennan markað telur hann einkennast af miklu vöruúrvali þar sem vörumerki séu að mörgu leyti ólík. Tilvist þessara drykkja setji mikinn þrýsting á stefnanda í samkeppnishegðun sinni, einkum þegar komi að verðlagningu. Reynslan sýni að neytendur hafi marga og fjölbreytta þætti í huga þegar valið standi á milli drykkja. Þá sé neyslumynstur og staðganga mismunandi frá einum einstaklingi til annars. Ógerlegt sé því að draga skýrar línur milli ákveðinna drykkja. Þá hafi eftirspurn neytenda tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Margir nýir, óáfengir drykkir hafi rutt sér til rúms á markaðnum og sé eftirspurn neytenda síbreytileg. Þá komi nýir keppinautar inn á markaðinn einkum í söfum og bragðbættum jógúrt- og skyrdrykkjum. Því sé ljóst að seljendur allra óáfengra drykkja veiti stefnanda mikið markaðsaðhald. Aðalstefnandi mótmælir niðurstöðu samkeppnisyfirvalda um að engin staðganga sé milli gosdrykkja og annarra óáfengra drykkja vegna ólíkrar ímyndar þeirra í augum neytenda, þeir uppfylli ólíkar þarfir og að þeirra sé neytt undir ólíkum kringumstæðum. Þá hafnar hann fullyrðingum áfrýjunarnefndar um að kolsýrðir vatnsdrykkir séu markaðssettir sem vatn og þannig að jafnaði tengdir heilsusamlegu líferni, sem ekki eigi við um gosdrykki. Staðhæfingar samkeppnisyfirvalda í þessa veru séu órökstuddar og engan veginn nógu sannfærandi til þess að hnekkja rökstuddu mati aðalstefnanda á hinum skilgreinda markaði. Þær séu ekki studdar neinum gögnum eða haldbærum upplýsingum að mati aðalstefnanda. Aðalstefnandi bendir á að hann hafi beðið fyrirtækið MMR að framkvæma markaðsrannsókn fyrir sig í júlí 2010 til þess að kanna eftirspurnarstaðgöngu milli kolsýrðs vatns og gosdrykkja. Í rannsókninni hafi neytendur verið spurðir hvort þeir væru sammála eða ósammála nánar tilgreindum fullyrðingum. Í umræddri könnun hafi m.a. komið fram að 86,7% aðspurðra hafi talið kolsýrt vatn vera notað í sama tilgangi og hefðbundnir gosdrykkir. Þá hafi 66,3% aðspurðra þekkt fólk sem drykki kolsýrt vatn í stað hefðbundinna gosdrykkja og 49% aðspurðra hafi talið að kolsýrt vatn kæmi í stað hefðbundinna gosdrykkja. Aðalstefnandi álítur að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að sterk eftirspurnarstaðganga sé til staðar milli kolsýrðs vatns og hefðbundinna gosdrykkja. Ástæðan sé væntanlega sú að kolsýrðir drykkir, hvort sem eru gosdrykkir eða vatnsdrykkir, hafi sömu eða svipaða merkingu í huga neytenda. Þannig séu kolsýrðir vatnsdrykkir í sömu hillum og gosdrykkir í dagvöruverslunum og neysla drykkjanna fari fram við sömu eða svipaðar aðstæður. Þá séu matseðlar á veitingastöðum yfirleitt þannig gerðir að úrval óáfengra drykkja sé listað upp á sama stað. Þá bendir stefnandi á að sterk fylgni sé á milli söluaukningar og samdráttar að því er varðar gosdrykki og kolsýrða vatnsdrykki. Í því sambandi bendir stefnandi á að á því árabili sem úrlausnir samkeppnisyfirvalda taki til, þ.e. frá árinu 2005-2008, hafi sala í matvöruverslunum á gosdrykkjum, að kolsýrðum vatnsdrykkjum meðtöldum, aukist um 10% að magni. Ef selt magn er skoðað eftir bragðtegundum megi sjá að sala kolsýrðra vatnsdrykkja hafi aukist langmest á þessu tímabili, eða um 114%. Sala sykraðra kóladrykkja hafi hins vegar einungis aukist um 5%, sala sykurskertra kóladrykkja dregist saman um 7%, sala sítrónu- og lime-drykkja dregist saman um 14%, sala appelsínudrykkja aukist um 14% og annarra bragðtegunda um 2%. Að mati aðalstefnanda sé því augljós fylgni milli aukinnar sölu á kolsýrðum vatnsdrykkjum og samdráttar í sölu ákveðinna gosdrykkja. Pláss í verslunum smásala taki einnig mið af hlutdeild í heildsölu kolsýrðra drykkja, þ.m.t. gosdrykkja og kolsýrðra vatnsdrykkja. Þessar drykkjartegundir séu ávallt í sömu kælum hjá smásala og því augljóslega í innbyrðis samkeppni um pláss og hylli neytenda. Aðalstefnandi mótmælir því sérstaklega að ólík markaðssetning mismunandi gosdrykkja og kolsýrðs vatns gefi vísbendingar um að um sitt hvorn markaðinn sé að ræða. Þannig sé markaðssetning fyrir sykurlausa gosdrykki oft og tíðum tengd heilsu, t.d. að um sé að ræða drykki sem innihaldi færri hitaeiningar en hefðbundnir gosdrykkir. Sé markaðssetning á t.d. Diet-Coke og Coca-Cola Light lík markaðssetningu kolsýrðra vatnsdrykkja. Þá geti markaðssetning sykraðra gosdrykkja verið mismunandi innbyrðis. Hvað sem líður sjónarmiðum um markaðssetningu einstakra vöruflokka telur stefnandi að ekki sé hægt að byggja markaðsskilgreiningu að öllu leyti á mismunandi markaðssetningu, heldur þurfi að kanna raunverulega staðgöngu vara í hugum neytenda. Telur hann að ekki sé lengur hægt að staðhæfa að kolsýrðir vatnsdrykkir séu heilsusamlegri en gosdrykkir. Mörkin á milli þessara tveggja drykkjartegunda séu að afmást og í sumum tilvikum séu gosdrykkir heilsusamlegri en bragðbættir kolsýrðir vatnsdrykkir, eða innihaldi að minnsta kosti færri hitaeiningar. Þessu til frekari stuðnings vísar aðalstefnandi enn fremur til þess að þeir viðskiptavinir aðalstefnanda sem bjóða upp á gosdrykki bjóði í öllum tilvikum einnig upp á kolsýrða vatnsdrykki. Þetta eigi ekki við í sama mæli um t.d. safadrykki sem stefnandi sé með í sölu hjá sér. Loks megi geta þess að á bls. 84 í skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2012 (Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði) séu gosdrykkir, kolsýrt vatn og léttöl allir taldir drykkir sem tilheyri sama vöruflokki. Aðalstefnandi bendir á að ef eingöngu væri fallist á að kolsýrðir bragðbættir vatnsdrykkir tilheyrðu sama markaði og hefðbundnir gosdrykkir myndi það breyta umtalsvert þeirri markaðshlutdeild sem stefnandi njóti á markaði, einkum gagnvart Ölgerðinni. Hlutdeild stefnanda myndi minnka og hlutdeild Ölgerðarinnar aukast að sama skapi. Þar með væri brostin sú grundvallarforsenda fyrir því mati samkeppnisyfirvalda, að aðalstefnandi sé markaðsráðandi með hliðsjón af þeim mun sem hafi verið í markaðshlutdeild milli hans og Ölgerðarinnar. Í öðru lagi telur aðalstefnandi að hann hafi ekki verið í markaðsráðandi stöðu á markaðnum, þ.e. að hann hafi getað hagað starfsemi sinni án tillits til keppinauta, viðskiptavina og neytenda, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. samkeppnislaga. Þetta eigi við jafnvel þótt stuðst sé við þá skilgreiningu markaðarins sem samkeppnisyfirvöld leggi til grundvallar, enda líti þau fram hjá veigamiklum atriðum við mat sitt og taki ekki rétt mið af því skipulagi sem ríki á viðkomandi markaði. Aðalstefnandi færir meðal annars þau rök fyrir þessu að það fari illa á því að miða markaðshlutdeild við tekjur aðila á umræddum markaði. Eins og áður hafi komið fram sé engin vissa fyrir því að aðilar á markaðnum hafi stuðst við sömu forsendur þegar umbeðnar upplýsingar um tekjur þeirra voru teknar saman. Telur aðalstefnandi fráleitt að byggja íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun á upplýsingum sem séu jafn óljósar og ógagnsæjar og raun beri vitni. Hafa verði í huga að ákvörðun um að aðili sé í markaðsráðandi stöðu, hafi lögfylgjur í för með sér fyrir þann sem sé talinn vera í slíkri stöðu. Aðilar á markaði verði því að geta áttað sig á því með nokkuð greiðum hætti hvort þeir séu mögulega í slíkri stöðu. Fyrir fram hafi aðalstefnandi auðsýnilega ekki getað notast við sömu upplýsingar og gagnstefnandi hafi aflað til að meta stöðu sína. Það eitt ætti raunar að mati aðalstefnanda að nægja til þess að fallast á ógildingarkröfu aðalstefnanda. Til viðbótar liggi fyrir að samkeppnisyfirvöld hafi ekki veitt aðalstefnanda innsýn í mat sitt, þar sem þau hafi hafnað aðgangi að umræddum gögnum. Aðalstefnanda hafi því verið ómögulegt að átta sig á, skilja og mögulega gæta andmæla að því er varðar forsendur gagnstefnanda við mat á tekjum og þar af leiðandi markaðshlutdeild aðila. Af fyrrgreindu megi jafnframt ráða að eins og markaðurinn sé byggður upp, og sé þá einkum vísað til einkenna samkeppninnar er lúti að þeim afsláttarkjörum sem þar hafi tíðkast, verði að ætla að selt magn sé mun betri mælikvarði á hlutdeild aðila en tekjur af seldum gosdrykkjum. Þá verði einnig að horfa til þess að verð á hvern lítra af Coca-Cola og Coca-Cola Light sé nokkuð hærra en verð á hvern lítra af Pepsi-Cola, Diet-Pepsi Cola og Pepsi Max. Tekjur stefnanda á gosdrykkjamarkaði kunni því að vera nokkuð hærri en velta Ölgerðarinnar, þrátt fyrir að hlutdeild þeirra í seldum lítrum sé áþekk. Í það minnsta sé verulega minni munur á hlutdeild þessara tveggja aðila þegar litið sé til seldra lítra og þ.a.l. jafnari hlutdeild í framboði til viðskiptavina og neytenda. Markaðshlutdeild sem taki aðeins mið af tekjum gefi því að mati aðalstefnanda ekki rétta mynd af samkeppninni. Aðalstefnandi heldur því jafnframt fram að hlutdeild Ölgerðarinnar á gosdrykkjamarkaðnum hafi aukist um rúmlega 8% á tímabilinu meðan hlutdeild aðalstefnanda hafi dregist saman um tæp 9%. Þannig komi fram á bls. 84 í skýrslu gagnstefnanda nr. 1/2012 að bæði stefnandi og Ölgerðin séu með um 45 til 50% markaðshlutdeild á markaðnum fyrir gosdrykki, kolsýrt vatn og léttöl. Telur aðalstefnandi það furðulegt að þessi þróun hafi ekki haft nein áhrif á mat samkeppnisyfirvalda á stöðu stefnanda á gosdrykkjamarkaði. Hvað sem þessu mati samkeppnisyfirvalda líður telur aðalstefnandi nauðsynlegt að benda á að það er ekki í neinu samræmi við eigið mat forsvarsmanna Ölgerðarinnar á stöðu hennar á markaðnum. Þar vísar aðalstefnandi til ummæla forstjóra Ölgerðarinnar í viðtali í Morgunblaðinu 17. janúar 2008. Þar hafi meðal annars komið fram að dregið hefði saman með Ölgerðinni og aðalstefnanda í markaðshlutdeild undanfarin tvö ár. Í ágúst 2005 hafi hún verið 61,5% gegn 38,5% aðalstefnanda í hag en tveimur árum síðar hafi markaðshlutdeild Ölgerðarinnar verið komin í 47%. Aðalstefnandi vísar hér einnig til ummæla sama forstjóra í Viðskiptablaðinu 28. nóvember 2008. Eins og staðfest hafi verið í ákvörðun gagnstefnanda 27. mars 2006 í máli nr. 9/2006 verði að huga að yfirlýsingum í þessa veru í samkeppnislegu tilliti þegar metið sé hvort markaðsráðandi staða sé til staðar. Aðalstefnandi vísar enn fremur til þess að fjallað sé um fjárhagslegan styrk aðalstefnanda og hann borinn saman við styrk Ölgerðarinnar í ákvörðun gagnstefnanda. Aðalstefnandi telur að þessi umfjöllun sé bæði röng og villandi. Telur aðalstefnandi mjög erfitt og næsta ómögulegt að bera saman félögin á árunum 2005 til 2008 vegna mikilla breytinga sem hafi átt sér stað í rekstri þeirra beggja. Þannig hafi Ölgerðin verið afar skuldsett á árinu 2008 sökum kaupa fyrirtækisins á óskyldum rekstri. Líta megi á þá skuldsetningu sem lið í að styrkja stöðu Ölgerðarinnar. Breidd þessa helsta keppinautar aðalstefnanda í vöruúrvali sé ein og sér mikill styrkur. Ekki sé því rétt að líta til skuldsetningarinnar einnar og sér heldur þurfi að hafa í huga í hvaða samhengi hún eigi sér stað. Annars sé ekki verið að meta raunverulegan fjárhagslegan styrk aðila á markaði heldur fjárhagslega stöðu fyrirtækja út frá ársreikningum þeirra, sem oft gefi tímabundið skekkta mynda af fjárhagslegum styrk þeirra. Fremur beri að líta til rekstrarafkomu félaganna, en hún hafi ekki verið góð hjá aðalstefnanda á tímabilinu. Fyrirtækið hafi aðeins skilað 37 milljóna króna hagnaði árið 2006, 157 milljóna króna hagnaði árið 2007 en 645 milljóna króna tapi árið 2008. Þá telur aðalstefnandi ekki rétt að horfa fram hjá skuldum Stuðlaháls ehf. sem hafi átt þær fasteignir þar sem aðalstefnandi sé með rekstur sinn fram til 1. janúar 2007, þó að formlega hafi félögin ekki myndað samstæðu. Fremur beri að horfa á raunveruleg tengsl en formleg. Aðalstefnandi bendir á að eftir að Stuðlaháls ehf. hafi runnið inn í aðalstefnanda hafi fasteignirnar verið endurmetnar um rúmlega tvo milljarða króna á sama tíma og eignarhlutir félagsins í aðalstefnanda voru lækkaðar niður í núll. Ef ekki hefði komið til endurmats á virði fasteignanna hefði eigið fé á samstæðureikningi aðalstefnanda verið 1.750 milljónum króna lægra en fram hafi komið í ársreikningi og þar með neikvætt um 400 milljónir króna í árslok 2008. Aðalstefnandi telur einnig rétt að taka skuldir Stuðlaháls ehf. með í efnahagsreikningi aðalstefnanda í ljósi þess að þær hafi allar verið tryggðar með krossveðum í eignum hans. Þá telur aðalstefnandi umfjöllun gagnstefnanda um mögulega lánafyrirgreiðslu út á eignarhlut fyrirtækisins í Refresco óviðeigandi. Aðalstefnandi telur gagnstefnanda einnig hafa vanmetið fjárhagslegan styrk Ölgerðarinnar. Þannig hafi Ölgerðin aukið tekjur sínar verulega árið 2008 en þá hafi þær verið tvöfalt hærri en tekjur aðalstefnanda. Telur aðalstefnandi að styrkur Ölgerðarinnar á öðrum mörkuðum hafi áhrif á samkeppni á gosdrykkjamarkaðnum. Þannig hafi aðalstefnandi reynslu af því að Ölgerðin nýti sér sterka stöðu sína á markaði fyrir hveiti í óformlegum útboðum hjá bakaríum og pítsustöðum með því að tvinna saman sölu á gosdrykkjum og hveiti eða veita verulegan afslátt af hveiti vegna kaupa á gosdrykkjum. Aðalstefnandi tekur fram að upplýsingar af þessu tagi hafi verið taldar þýðingarmiklar til að rökstyðja markaðsráðandi stöðu. Af þeim sökum furðar aðalstefnandi sig á því að þetta sjónarmið skuli ekki skipta neinu máli þegar styrkur helsta keppinautar hans sé metinn. Aðalstefnandi bendir einnig á að ef aðgreina eigi kolsýrða vatnsdrykki frá gosdrykkjum þá sé staða Ölgerðarinnar afar sterk á þeim markaði. Á árunum 2005 til 2008 hafi markaðshlutdeild fyrirtækisins verið stigvaxandi frá 66% í 70%. Telur aðalstefnandi að þessi sterka staða á þessum nátengda markaði hafi samlegðaráhrif fyrir Ölgerðina. Þá sé markaðsstaða Ölgerðarinnar á markaði fyrir þykkni mjög sterk. Einnig njóti vörumerkið Egils malt og Egils appelsín yfirburðarstöðu í hugum íslenskra neytenda. Það sé því ljóst að Ölgerðin njóti mikillar breiddar- og stærðarhagkvæmni í rekstri sínum sem fyrirtækið geti nýtt sér til þess að styrkja sig enn frekar á drykkjarvörumarkaðnum. Þegar um sé að ræða tvo aðila sem séu í harðri samkeppni, verði eðli málsins samkvæmt að skoða gaumgæfilega starfsemi og styrk keppinautarins, enda geti þessi atriði haft áhrif á það hvort aðili, í þessu tilviki aðalstefnandi, geti hagað starfsemi sinni án tillits til þessa keppinautar síns. Því telur aðalstefnandi að samkeppnisyfirvöldum hafi borið að kanna fyrrgreint með miklu ítarlegri og betri hætti en gert hafi verið. Aðalstefnandi vísar til þess að gagnstefnandi telji að viðskiptavinir fyrirtækisins búi ekki yfir kaupendastyrk sem dregið geti úr ætlaðri sterkri stöðu aðalstefnanda. Þó virðist gagnstefnandi viðurkenna styrk stærstu matvörukeðjanna og staðhæfi að tekið sé tillit til þess í mati á markaðsráðandi stöðu. Ekki verði þó séð að tekið sé raunverulegt tillit til þessa kaupendastyrks. Aðalstefnandi telur að verulegur kaupendastyrkur sé til staðar á dagvörumarkaði. Kaupendahliðin á matvörumarkaði sé mjög samþjöppuð. Um sé að ræða þrjá stóra aðila, Haga, Kaupás og Samkaup, sem samanlagt hafi um 95% markaðshlutdeild. Aðföng, sem sé birgðahús Haga, sé stærstur þessara aðila, en fyrirtækið hafi um 55 til 60% hlutdeild. Þar á eftir komi Kaupás með 15 til 20% hlutdeild og þriðji í röðinni séu Samkaup með 10 til 15% hlutdeild. Þá liggi fyrir að vörur stefnanda séu aðeins um 3-4% af veltu þessara smásala þegar komi að matvöru, sbr. bls. 38 í áðurnefndri skýrslu SKE nr. 1/2012. Hins vegar fari 92% af vörusölu aðalstefnanda til matvöruverslana til þessara þriggja stærstu smásala. Á það er bent að kostnaður smásala við að skipta um birgja sé fremur lágur, en birgir yrði fyrir verulegum kostnaði kæmi til þess að hann tapaði hlutdeild vegna aðgerða smásala. Því sé ekkert jafnvægi til staðar milli þessara aðila og því síður sé aðalstefnandi í sterkari stöðu vegna þess eins að vera með sterkt vörumerki. Þrátt fyrir að einhverjir viðskiptavina stefnanda álíti Coca-Cola hugsanlega svokallað „must stock brand“, þ.e. að þeir verði að hafa Coca-Cola í vöruúrvali sínu, myndu þeir aldrei þola nokkurs konar yfirgang eða ofríki stefnanda. Væri stefnandi með einhvers konar misnotkunartilburði gegn þessum aðilum telur aðalstefnandi að þeir gætu einfaldlega ákveðið að kaupa algert lágmark af Coca-Cola, sleppa því algerlega að kaupa aðrar vörutegundir af stefnanda eða neitað að taka þátt í nokkurs konar markaðsátaki eða kynningum á vörum stefnanda svo dæmi séu tekin. Aðalstefnandi telur að afleiðingar hugsanlegra tilburða hans til misnotkunar yrðu þær að viðskiptavinir myndu í auknum mæli beina viðskiptum sínum til Ölgerðarinnar auk þess sem þeir gætu hæglega keypt Coca-Cola vörur erlendis frá og flutt inn eins og dæmin sýni. Auk þess hafi færst í vöxt að smásalar láti framleiða fyrir sig drykkjarvörur undir eigin merkjum, t.d. Krónan og Bónus. Varðandi kaupendastyrk á veitingahúsamarkaðnum heldur aðalstefnandi því fram að lykilviðskiptavinir á þeim markaði velji langoftast birgja eftir óformlegt eða formlegt útboðsferli. Mjög algengt sé að gengið sé til samninga á grundvelli slíkra tilboða. Gjarnan sé um stærri aðila að ræða þegar beitt sé formlegu útboðsferli, líkt og flugfélög og kvikmyndahús. Slíkir samningar gildi almennt í 3-5 ár og reynsla aðalstefnanda sýni að þessir viðskiptavinir hafi tilhneigingu til að skipta um birgja ef lægra tilboð í viðskipti berst. Viðskiptavinir á veitingamarkaði séu virkir kaupendur óáfengra drykkja og haldi ekki tryggð við birgi til langs tíma nema að hann geti boðið upp á framúrskarandi þjónustu og samkeppnishæft verð. Aðalstefnandi bendir á að tölur um eftirspurn viðskiptavina aðalstefnanda, sem hafi átt viðskipti á tímabilinu frá 2002 til 2007, sýni að 84% þeirra hafi ekki átt viðskipti öll árin sem til skoðunar hafi verið. Þá hafi 55% þessara aðila alfarið hætt að kaupa drykkjarvörur frá stefnanda á sama tímabili. Jafnframt hafi verið sýnt fram á að á ári hverju séu um 25% viðskiptavina stefnanda nýir viðskiptavinir. Með hliðsjón af framangreindu er aðalstefnandi ósammála því mati gagnstefnanda að sterkt vörumerki vegi upp á móti kaupendastyrk á markaðnum. Sölutölur og raunverulegt markaðsumhverfi stefnanda gefi einfaldlega annað til kynna. Aðalstefnandi mótmælir enn fremur ályktun gagnstefnanda um að aðgangshindranir séu töluverðar meðal annars vegna markaðshlutdeildar aðalstefnanda og vörumerkjastyrks og stærðarhagkvæmni fyrirtækisins og Ölgerðarinnar. Í þessu sambandi áréttar aðalstefnandi að hann sé í öflugri samkeppni við smærri birgja sem bjóði upp á ýmsar aðrar drykkjarvörutegundir. Aðalstefnandi verði að gæta þess við verðlagningu og kynningu allra vörutegunda sinna að þær standist samanburð við allar mögulegar samkeppnisvörur. Drykkjarvörumarkaðurinn sé mjög líflegur og aðgangshindranir óverulegar. Stöðugur straumur nýrra aðila inn á markaðinn veiti þeim sem þar starfi fyrir verulegt aðhald. Aðalstefnandi telur að margar aðferðir standi þeim fyrirtækjum til boða sem hafi hug á að komast inn á umræddan markað. Þannig geti átöppunaraðili, sem þegar hafi yfir nauðsynlegum tækjabúnaði að ráða, tekið að sér framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu vörutegunda annarra með leyfi frá viðkomandi. Auk þess geti átöppunaraðili, hvort heldur sem er einn eða í félagi við aðra, komið sér upp nauðsynlegum tækjabúnaði til framleiðslu. Einnig geti átöppunar- eða dreifingaraðili hér á landi flutt inn tilbúnar vörur til markaðssetningar, sölu og dreifingar hérlendis, en innflutningur hafi færst í aukana á undanförnum árum. Auk þess sé hægt að víkka út eða endurhanna þær vörutegundir sem þegar séu fyrir hendi á markaðnum. Þá geti smásölukeðjurnar notað stöðu sína til markaðssetningar eigin vörutegunda, en það sé algengt annars staðar í Evrópu. Loks sé unnt að markaðssetja drykkjarvörur með fulltingi sameiginlegra innkaupa- og dreifingaraðila eins og Aðfanga. Aðalstefnandi kveður því fremur auðvelt að öðlast aðgang að allt að 70% smásölumarkaðarins án þess að hafa yfir eigin dreifikerfi að ráða. Þá beri að hafa í huga að eigandi vörutegundar, sem hafi hug á markaðssetningu hennar hér á landi, geti auðveldlega komið inn á markaðinn með því að gera leyfis- eða þjónustusamning við einhvern af þeim átöppunaraðilum sem þegar hafi yfir nauðsynlegri aðstöðu að ráða. Svo sem ráða megi af framangreindu sé því fjöldi inngönguleiða á mörkuðum stefnanda umtalsverður og aðgangshindranir verulega takmarkaðar að mati aðalstefnanda. Í þriðja lagi byggir aðalstefnandi á því að jafnvel þótt hann verði talinn hafa verið í markaðsráðandi stöðu hafi hann ekki brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga. Í því sambandi leggur hann höfuðáherslu á að við mat á samningum fyrirtækisins við viðskiptavini verði að skoða raunverulegar samkeppnisaðstæður á markaðnum og þeim efnahagslega veruleika sem þar ríki með tilliti til samkeppni. Sé það ekki gert verði niðurstaðan röng um hvort íhlutunar sé þörf og hvernig eigi að bregðast við. Aðalstefnandi heldur því fram að gagnstefnandi hafi ekki metið þær samkeppnisaðstæður sem hafi verið til staðar á samkeppnismarkaði aðalstefnanda og Ölgerðarinnar. Gagnstefnandi tiltaki aðeins að einkakaupasamningar séu til þess fallnir að raska samkeppni og feli því í sér brot á 11. gr. samkeppnislaga. Aðalstefnandi telur að nálgun af þessu tagi sé röng og ekki í samræmi við þá réttarþróun sem hafi átt sér stað á undanförnum árum hjá framkvæmdastjórn og dómstól ESB. Í þessu efni vísar aðalstefnandi einkum til leiðbeininga framkvæmdastjórnar ESB um beitingu 82. gr. Rómarsáttmálans (e. Guidance on the Commissions Enforcement Priorities in Applying Article 82 EC Treaty to Abusive Exclusionary Conduct by Dominant Undertakings). Aðalstefnandi dregur þá ályktun af 19. gr. leiðbeininganna að viðskiptahættir, sem ekki leiði til óæskilegra efnahagslegra áhrifa á borð við útilokun og skaða fyrir neytendur, feli ekki í sér misnotkun. Það hafi samningar hans ekki gert. Þá vísar hann til 20. gr. leiðbeininganna og telur að það sé augljós vísbending um að einkakaupasamningarnir hafi ekki haft skaðleg áhrif á samkeppni að hlutdeild Ölgerðarinnar hafi farið vaxandi og framlegð aðalstefnanda minnkað. Því sé hann ekki í neinni aðstöðu til að útiloka eða takmarka starfsemi stærstu keppinauta sinna. Aðalstefnandi leggur áherslu á að fram verði að fara raunverulegt, hagfræðilegt mat á því hvort einkakaupasamningar og samningar með skilyrtum afsláttum skaði samkeppni. Horfið hafi verið frá þröngri nálgun um „per se“ brot á reglum um misnotkun markaðsráðandi stöðu við gerð slíkra samninga. Fremur sé nú litið til þess hvort háttsemin valdi raunverulegri röskun á samkeppni eða hafi neikvæðar afleiðingar á hann. Ónákvæmt mat samkeppnisyfirvalda á þessum atriðum og röng niðurstaða um misnotkun geti enda haft þau öfugu áhrif að takmarka samkeppni á þeim markaði sem til athugunar sé. Í þessu efni leggur aðalstefnandi áherslu á að umræddur markaður einkennist af því að á honum starfa, og hafa starfað í mörg undanfarin ár, tveir keppinautar sem báðir hafa á boðstólum breiða vörulínu drykkja þar sem hvor aðili mæti hinum tegund fyrir tegund. Báðir keppinautarnir búi að samningum við alþjóðleg drykkjarvörufyrirtæki sem séu þau stærstu í heiminum á sínu sviði. Aðalstefnandi og Ölgerðin eigi í harðri samkeppni á þessum markaði. Aðalstefnandi geti alls ekki starfað án tillits til Ölgerðarinnar, sem ráða megi af þeirri sterku stöðu sem Ölgerðin njóti á markaðnum. Ummæli stjórnenda Ölgerðarinnar styðji þetta. Þá kveðst aðalstefnandi ekki geta starfað án tillits til viðskiptavina sem geti alltaf snúið sér til Ölgerðarinnar um viðskipti líki þeim ekki það sem aðalstefnandi hafi upp á bjóða. Í því efni áréttar aðalstefnandi niðurstöður sem sýni að mikil hreyfing sé á viðskiptavinum milli hans og Ölgerðarinnar árlega á veitingahúsamarkaðnum, eða nálægt 25%. Aðalstefnandi tekur einnig fram að ástæðan fyrir því að bæði hann og Ölgerðin hafi gert einkakaupasamninga við viðskiptavini á sölustigi sem taki til neyslu drykkja á staðnum sé að viðskiptavinirnir sjálfir etji félögunum saman í tilboðsgerð til sín um bestu kjör gegn einkarétti til sölu. Þannig sjái viðskiptavinirnir hag sínum best borgið og með þessu auðveldi þeir sér að hefja starfsemi með því að fá aðgang að fjármagni. Þá séu engar vísbendingar um að neytendur láti sig það almennt miklu skipta, þegar þeir fari á veitingahús, hvort viðkomandi aðili selji Coke eða Pepsi, Fanta eða Egils appelsín o.s.frv. Vörulína aðalstefnanda og Ölgerðarinnar komi að miklu leyti í stað hvor annarrar í hugum viðskiptavina og neytenda. Af þessum sökum telur aðalstefnandi að niðurstaða um markaðsráðandi stöðu stefnanda með hömlum á heimild til samningsgerðar og þátttöku í samkeppni á markaðnum, leysi engin vandamál tengd samkeppni á markaðnum. Gagnstefnanda sjáist yfir það lykilatriði að ef íhlutun hans tekur aðeins til annars af stóru keppinautunum en ekki hins sé það til þess fallið að skekkja samkeppni á markaðinum, til tjóns fyrir viðskiptavini. Niðurstaða samkeppnisyfirvalda feli því í sér að samkeppnisskilyrði á hinum skilgreinda markaði séu afbökuð og niðurstaðan sé sú að virkri samkeppni sé raskað, þvert gegn markmiði samkeppnislaga. Þá mótmælir aðalstefnandi þeirri niðurstöðu gagnstefnanda að samningar hans eða samningsákvæði brjóti gegn 11. gr. samkeppnislaga. Aðalstefnandi kveðst hafa veitt fyrirtækjum á veitingahúsamarkaðnum fjárhags- og viðskiptalegan stuðning, einkum í formi lánveitinga til rekstraraðila veitingahúsa. Þetta stuðli að blómlegri starfsemi veitingahúsa og aukinni sölu drykkja, en þessi stuðningur sé hvorki umsvifamikill né þvingandi fyrir viðskiptavini aðalstefnanda. Ef ekki væri samhliða mælt fyrir um einkakaup gætu samkeppnisaðilar á drykkjarvörumarkaði notið ábatans af lánsfjármögnun annars aðila en þyrftu ekki að taka á sig sömu áhættu og sá sem veitir fjármögnun. Þá leggur aðalstefnandi áherslu á að samningum þessum megi segja upp hvenær sem er á samningstímanum með sanngjörnum uppsagnarfresti og endurgreiðslu lánsins. Viðskiptavinurinn geti því hvenær sem er hafið viðskipti við Ölgerðina í stað aðalstefnanda. Aðalstefnandi mótmælir því sérstaklega að þjónustuákvæði í samningunum, „virt í samhengi við önnur ákvæði“ feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Að mati aðalstefnanda sé þessi röksemdafærsla ófullnægjandi og ótækt sé að dómstólar staðfesti ákvörðun gagnstefnanda og úrskurð áfrýjunarnefndar að þessu leyti. Af hálfu aðalstefnanda er tekið fram að í samningum hans við aðila á dagvörumarkaði séu ákvæði um afslátt, markaðssetningu og framstillingar, auk þess sem að í einhverjum þeirra séu ákvæði um hillupláss. Afslátturinn sé alfarið byggður á keyptu magni hlutaðeigandi viðskiptavina og sé gildistími hans yfirleitt eitt til þrjú ár, en honum megi segja upp með skömmum fyrirvara. Aðalstefnandi kveður ákvæði um hillupláss og framstillingar vera stöðluð og tengjast hlutdeild aðalstefnanda í sölu sem byggist á upplýsingum frá AC Nielsen. Markmiðið með þessum ákvæðum sé að mæta eftirspurn eftir vöru aðalstefnanda, en ekki að tálma sölu á vörum annarra birgja. Þá tekur aðalstefnandi fram að ákvæði um hillupláss taki ekki yfir heildarpláss drykkjarvöru. Það pláss sem aðalstefnandi keppi um fyrir sínar vörutegundir sé því aðeins afgangurinn af því plássi sem búðir nýti ekki sjálfar. Notkun AC Nielsen upplýsinga sé því fyrst og síðast til hagræðis og til að gæta að því að birgðir verslana klárist ekki. Aðalstefnandi telur að þessi ákvæði feli því ekki í sér einkakaup eða ígildi þeirra. Aðalstefnandi mótmælir því enn fremur að hann hafi gerst brotlegur við 54. gr. EES-samningsins. Ekki hafi verið leiddar neinar líkur að því að samkeppni á EES-svæðinu hafi raskast eða að háttsemi stefnanda hafi verið til þess fallin að raska samkeppni á svæðinu. Telur aðalstefnandi fráleitt að ætluð misnotkun á markaðsráðandi stöðu á landsmarkaði leiði sjálfkrafa til þess að viðkomandi teljist hafa gerst brotlegur við ákvæði EES-samnings. Í reynd telji aðalstefnandi að samkeppni á EES-svæðinu hafi ekki raskast frekar en samkeppni hér á landi, enda sýni dæmin að innflutningur á gosdrykkjum sé mikill. Ekki sé því um nein útilokunaráhrif að ræða. Til stuðnings varakröfu sinni í aðalsök vísar aðalstefnandi að mörgu leyti til sömu atriða og í aðalkröfu. Þannig telur hann að ekki liggi fyrir að einkakaupsamningarnir hafi haft neikvæð áhrif á markaðinn. Á markaðnum séu tveir stórir keppinautar sem eigi í mjög harðri baráttu um viðskiptavini með því að veita þeim ýmiss konar afslátt. Þá séu aðgangshindranir fyrir nýja keppinauta litlar sem engar. Þá áréttar hann að hann hafi ekki talið sig vera í markaðsráðandi stöðu á umræddum tíma og falli því ekki undir ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB. Þá ályktun hafi aðalstefnandi byggt á bestu fáanlegu upplýsingum sem aðgengilegar hafi verið. Hafi gagnstefnandi lagst gegn því að Samtök iðnaðarins öfluðu upplýsinga til að meta markaðshlutdeild á gosdrykkjamarkaðnum og því hafi aðalstefnandi orðið að reyna eftir fremsta megni að meta sjálfur á grundvelli opinberra upplýsinga hvort hann teldist vera í markaðsráðandi stöðu. Í ljósi þessa mats telur aðalstefnandi sig hafa haft réttmætar væntingar um að samningar hans ættu ekki undir 11. gr. samkeppnislaga. Því hafi hann í góðri trú hagað starfsemi sinni í samræmi við samkomulagið frá 2005. Ekki sé ástæða til annars en að ætla að aðalstefnandi hefði breytt hegðan sinni ef niðurstaða markaðsrannsókna hefði sýnt að hann félli undir ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Aðalstefnandi byggir jafnframt á því að sekt samkeppnisyfirvalda brjóti gegn meginreglum laga um bann við endurtekinni málsmeðferð (Ne bis in idem). Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar hafi verið tekin í samræmi við 9. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1/2003. Í því ákvæði sé kveðið á um að framkvæmdastjórnin geti tekið ákvörðun sem feli í sér skuldbindingar af hálfu þeirra fyrirtækja sem séu til skoðunar, án þess að slík ákvörðun feli í sér sektarákvörðun eða ákvörðun um að fyrirtækin hafi brotið gegn ákvæðum um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. sömu reglugerðar geti framkvæmdastjórnin ekki endurupptekið ákvörðun sína á grundvelli 1. mgr. 9. gr. nema að einhverjar efnisbreytingar hafi orðið á málsatvikum, ef fyrirtækin hegða sér ekki í samræmi við ákvörðunina eða ef ákvörðunin hefur verið reist á röngum eða villandi upplýsingum frá fyrirtækjunum. Í máli framkvæmdastjórnarinnar gegn Alrosa Company Ltd. hafi verið staðfest að þessar ákvarðanir feli í sér lok málsmeðferðar. Af þeim sökum telur aðalstefnandi að ákvörðun samkeppnisyfirvalda brjóti gegn réttaröryggismarkmiðum 9. gr. reglugerðar ráðsins. Þótt sektir verði ekki lagðar á með ákvörðun samkvæmt 9. gr. reglugerðarinnar feli slík ákvörðun í sér að fyrirtækin þurfi að hverfa frá ákveðnum viðskiptaháttum og samþykkja víðtækar tilslakanir sem þau hefðu annars ekki gert. Þetta feli í sér refsikennd viðurlög. Því gangi frekari viðurlög í formi sektar á grundvelli sömu staðreynda gegn grundvallarreglunni um bann við endurtekinni málsmeðferð (ne bis in idem) um neikvæð efnisleg áhrif úrlausna yfirvalda. Að auki telur aðalstefnandi að ágallar á rannsókn málsins komi til skoðunar við mat á því hvort tilefni sé til þess að ákvarða aðalstefnanda sekt. Aðalstefnandi kveðst hafa gert allar eðlilegar ráðstafanir til að fylgja að fullu íslenskum samkeppnislögum. Fullyrðingar gagnstefnanda um hið gagnstæða séu ósannaðar. Það er því mat aðalstefnanda að ekki sé tilefni til þess að ákvarða honum sekt vegna hinna ætluðu brota, enda sé það ekki nauðsynlegt til að stuðla að og efla virka samkeppni, sbr. 4. mgr. 37. gr. samkeppnislaga. Varakröfu sína um lækkun sektarinnar styður aðalstefnandi við sömu sjónarmið og að framan greinir. Að auki telur aðalstefnandi að rökstuðningi gagnstefnanda fyrir viðurlögum sé ábótavant. Þar vísar aðalstefnandi til fyrrgreindra leiðbeiningarreglna framkvæmdastjórnar ESB. Þar komi meðal annars fram að líta beri til saknæmisstigs við ákvörðun hæfilegra viðurlaga. Í tilviki aðalstefnanda beri að líta til þeirrar stöðu sem félagið hafi verið í á árunum 2005 til 2008. Þá verði að hafa í huga að félagið hafi ekki haft nein úrræði til þess að átta sig á því hvort það væri í markaðsráðandi stöðu, önnur en þau að meta það sjálft eftir bestu getu. Það hafi verið gert í samræmi við bestu fáanlegu upplýsingar með aðferð sem hafi verið yfirfarin og samþykkt af framkvæmdastjórn ESB. Á grundvelli þessa mats hafi aðalstefnandi talið sér heimilt að mæta harðri samkeppni Ölgerðarinnar með því að veita viðskiptavinum sínum ýmiss konar afslátt. Hann hafi því verið í góðri trú og er því mótmælt að hann hafi verið skeytingarlaus um stöðu sína. Í þessu sambandi vísar aðalstefnanda til röksemda fyrir því að brot gegn 11. gr. samkeppnislaga leiði ekki lengur til refsiábyrgðar stjórnenda fyrirtækja eins og brot gegn 10. og 12. gr. samkeppnislaga. Í greinargerð komi fram að það helgist af því að framkvæma þurfi flókna hagfræðilega greiningu til að komast að raun um hvort fyrirtæki sé í markaðsráðandi stöðu. Aðalstefnandi tekur fram að stjórnvaldssektir samkeppnisyfirvalda séu refsikennd viðurlög og því eigi sömu rök hér við. Slíkum viðurlögum verði því að beita af varfærni og að teknu tilliti til hvers kyns atriða sem horfi fyrirtækinu í hag. Í því sambandi verði einnig að hafa í huga að í 11. gr. samkeppnislaga sé lagt bann við hegðun sem geti verið eðlileg og jafnvel samkeppnishvetjandi ef fyrirtækið er ekki í markaðsráðandi stöðu. Aðalstefnandi telur í það minnsta í ljós leitt að ætluð brot hafi verið framin af gáleysi, enda skorti með öllu á huglæg skilyrði ásetnings í málinu. Með tilliti til viðleitni aðalstefnanda og samstarfsvilja hans bæði fyrir rannsókn gagnstefnanda og við meðferð málsins sjálfs sé fráleitt að staðhæfa og telja hafið yfir allan vafa að um ásetningsbrot hafi verið að ræða. Það fái einfaldlega enga stoð í gögnum málsins. Aðalstefnandi vísar enn fremur til þess að umrætt brotatímabil hafi verið stutt og að ekki sé um alvarleg brot að ræða sé litið til uppbyggingar þess markaðar þar sem samkeppnin hafi verið. Ekki verði séð að samkeppni hafi beðið nokkurn skaða af, viðskiptavinir hafi ekki orðið fyrir tjóni og staða keppinautar aðalstefnanda hafi styrkst. Þá verði ekki séð að einkakaupasamningarnir hafi hindrað aðgang nýrra aðila að markaðnum. Með skírskotun til atriða sem tilgreind séu í fyrrgreindum leiðbeiningarreglum tekur aðalstefnandi enn fremur fram að ekki hafi verið um ítrekað brot að tefla og að aðalstefnandi hafi átt gott samstarf við gagnstefnanda á málsmeðferðarstigi, svarað öllum fyrirspurnum fljótt og vel og átt frumkvæði að fundum er miðuðu að því að upplýsa málið. Það sæti furðu að ekki sé tekið mið af þessum mikla samstarfsvilja við ákvörðun viðurlaga. Þá hafi aðalstefnandi með afsláttarkjörum sínum aðeins verið að mæta hinni hörðu samkeppni frá Ölgerðinni. Þessi háttsemi hafi verið til staðar á markaðnum lengi og eigi hún rætur að rekja til óska og eftirspurnar viðskiptavinanna. Þá bendir aðalstefnandi á að fyrirtækið hafi markvisst unnið að því að draga úr gerð einkakaupasamninga sem bundnir séu lánveitingum. Þessi þróun hafi verið fyrir hendi allan rannsóknartímann. Staðreyndin sé sú að aðalstefnandi kysi fremur að þurfa ekki að veita þessi viðskiptakjör enda feli þau í sér fjárbindingu og áhættu. Þessi viðleitni aðalstefnanda eigi að koma til skoðunar við lækkun stjórnvaldssektarinnar að mati aðalstefnanda. Aðalstefnandi styður lækkunarkröfu sína einnig við að ekkert samræmi sé í sektarákvörðun í þessu máli við ákvarðanir samkeppnisyfirvalda í öðrum málum. Tilgreinir aðalstefnandi tiltekin mál í þessu sambandi þar sem sektir hafi verið ákveðnar lægri en í því máli sem hér er til úrlausnar. Telur hann sektarákvörðunina ekki styðjast ekki við nein hlutlæg eða málefnaleg sjónarmið, en hún verði meðal annars að samrýmast meginreglu stjórnsýsluréttar um meðalhóf og jafnræði. Þá telur aðalstefnandi að taka verði tillit til versnandi fjárhagsstöðu sinnar við ákvörðun sekta. Fjárhagsstaða hans hafi verið veik á árunum 2005 til 2008, þegar brotin eigi að hafa verið framin. Eftir það hafi hún verið afar erfið og hafi félagið verið selt spænska félaginu Cobega árið 2011. Bendir aðalstefnandi á að hrun íslenska efnahagskerfisins 2008 hafi haft slæm áhrif á fjárhagslega stöðu sína og lán félagsins að hluta farið í vanskil. Þá hafi fall íslensku krónunnar hækkað verð á aðföngum mikið auk þess sem hráefnishækkanir í erlendum gjaldmiðlum hafi orðið á árunum 2008 og 2011. Jafnframt hafi vanskil viðskiptavina verið töluverð og útlánatöp frá hruni hafi tvöfaldast. Þá hafi neyslumynstur breyst í kjölfar hrunsins þar sem neytandinn leiti ódýrari lausna. Aukin skattheimta ríkisins hafi einnig haft gríðarleg áhrif á neyslu gosdrykkja, vatnsdrykkja og ávaxtasafa. Telur aðalstefnandi sig ekki hafa mikla burði til þess að standa undir sektarákvörðun áfrýjunarnefndar og krefst þess að tekið verði tillit til bágrar fjárhagsstöðu sinnar við sektarákvörðunina verði ekki fallist á önnur sjónarmið um lækkun eða brottfalla sekta. Endurgreiðslukröfu aðalstefnanda gegn stefnda, íslenska ríkinu, kveður hann vera reista á almennum reglum kröfuréttar og lögum nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Hann telur sig enn fremur eiga rétt á vöxtum af þeirri fjárhæð sem ofgreidd hafi verið og vísar þar til 1. gr. laga nr. 29/1995. Samkvæmt ákvæðinu skuli endurgreiða oftekna skatta og gjöld með vöxtum sem skuli vera þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveði og birti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim tíma sem gjaldandi lagði fram kröfu um endurgreiðslu, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995. Í þessu sambandi tekur aðalstefnandi fram að þrátt fyrir kæru til áfrýjunarnefndar hafi hann greitt 260 milljónir króna í sekt með fyrirvara 2. maí 2011. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar hafi honum borist greiðsla frá embætti tollstjóra að fjárhæð 180 milljónir króna. Aðalstefnandi telur sig því eiga rétt á vöxtum af 80 milljónum króna frá þeim degi er greiðslan hafi verið innt af hendi 2. maí 2011 og fram til þess tíma er mál þetta hafi verið höfðað. Frá þeim tíma telur aðalstefnandi sig eiga rétt á dráttarvöxtum, enda hafi hann á þeim degi sannanlega krafið gagnstefnanda um endurgreiðslu. Varakröfu sína kveður aðalstefnandi byggja á því að lækki dómstóllinn kröfuna beri gagnstefnanda að endurgreiða mismuninn á sektarfjárhæð áfrýjunarnefndar og þeirri sektarfjárhæð sem dómurinn ákveði með framangreindum vöxtum. Um lagarök í aðalsök vísar aðalstefnandi til samkeppnislaga nr. 44/2005, sérstaklega 11. gr. og IX. kafla laganna. Þá vísar hann til ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Aðalstefnandi vísar einnig til laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda og almennra reglna um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Loks vísar aðalstefnandi til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þá aðallega 1. mgr. 6. gr. og 1. mgr. 8. gr. laganna. Kröfu sína um málskostnað styður aðalstefnandi við reglur XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. einkum 129. og 130. gr. þeirra. 2. Málsástæður og lagarök gagnstefnanda og stefnda, íslenska ríkisins, í aðalsök og málsástæður og lagarök gagnstefnanda í gagnsök Krafa gagnstefnanda og stefnda, íslenska ríkisins, um sýknu af kröfum aðalstefnanda er reist á því að ákvörðun gagnstefnanda 30. mars 2011 og úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála 30. september sama árs séu í samræmi við 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Þá er sýknukrafan reist á því að málsmeðferð stefnda og áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi verið í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar sem og ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Máli sínu til stuðnings vísa þeir til gagna málsins og rökstuðnings í ákvörðun sinni og úrskurði nefndarinnar sem og til greinargerðar sinnar og svara við athugasemdum stefnanda til nefndarinnar. Gagnstefnandi byggir á því að aðalstefnandi hafi með þeim aðgerðum sem lýst sé í ákvörðun gagnstefnanda brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Aðgerðirnar hafi falist í því að aðalstefnandi hafi gert tæplega 900 samninga sem hafi hindrað eða takmarkað aðgang keppinauta hans að markaðnum fyrir sölu gosdrykkja hér á landi á árunum 2005-2008. Á því er byggt að aðalstefnandi hafi verið í markaðsráðandi stöðu á markaðnum fyrir sölu gosdrykkja á þessum árum og því verið óheimilt að semja við viðskiptavini sína um einkakaup og tryggðarafslætti með þeim hætti sem lýst sé í ákvörðun gagnstefnanda. Meginreglan sé sú að leggja beri sekt á fyrirtæki sem misnoti markaðsráðandi stöðu sína, sbr. dóm réttarins 9. febrúar 2012 í máli nr. 205/2011. Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laganna leggi gagnstefnandi stjórnvaldssekt á fyrirtæki sem brjóti gegn 11. gr. samkeppnislaga nema að brot sé óverulegt eða af öðrum ástæðum sé ekki þörf á slíkum sektum til að stuðla að og efla virka samkeppni. Gagnstefnandi byggir á því að hið sama gildi um brot á 54. gr. EES-samningsins, sbr. j-lið 1. mgr. 37. gr. laganna. Gagnstefnandi byggir á því að málið hafi verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin í því, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, og mótmælir öllum málsástæðum aðalstefnanda um annað sem röngum. Ítarleg og vönduð rannsókn hafi farið fram á markaði málsins, stöðu stefnanda og keppinauta hans og aðstæðum á hinum skilgreinda markaði. Rannsóknin hafi verið hlutlæg og málefnaleg og falið í sér víðtæka upplýsingaöflun, meðal annars með því að semja sérstakt andmælaskjal og afla þannig sjónarmiða aðalstefnanda. Þá hafi sérfræðingar á vegum aðalstefnanda komið til fundar við gagnstefnanda sem hafi hlýtt á sjónarmið þeirra. Jafnframt hafi aðalstefnandi fengið aðgang að öllum gögnum málsins nema að því leyti sem þau hafi haft að geyma trúnaðarupplýsingar um starfsemi keppinauta hans. Aðalstefnandi hafi þannig fengið tækifæri til að tjá sig um alla þætti málsins, benda á mögulegan misskilning, leiðrétta upplýsingar og leggja fram gögn. Í ákvörðun gagnstefnanda og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála sé fjallað um þau sjónarmið sem aðalstefnandi hafi teflt fram við meðferð málsins og með rökstuddum hætti hafi verð tekin afstaða til þeirra. Ekkert í málflutningi aðalstefnanda hafi gefið tilefni til víðtækari rannsóknar en þeirrar sem legið hafi til grundvallar hinni kærðu ákvörðun. Gagnstefnandi telur að rannsókn á markaði málsins hafi verið ítarleg og vönduð. Í ákvörðun gagnstefnanda hafi verið greint frá þeim viðmiðunum sem hafi verið lagðar til grundvallar og þar sé að finna fjölda erlendra fordæma sem hafi mikla þýðingu í málinu. Þá hafi aðalstefnandi fengið tækifæri til að koma sérstaklega að sjónarmiðum sínum um skilgreiningu markaðarins. Gagnstefnandi telur að rannsókn hans hafi verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar séu til meðferðar mála af þessum toga, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar Íslands 18. nóvember 2010 í máli nr. 188/2010. Gagnstefnandi leggur áherslu á að umfangsmikil reynsla og þekking á skilgreiningu markaða sé til staðar innan vébanda hans, enda sé skilgreining markaða veigamikill hluti af starfi hans. Ekki hafi verið leitt í ljós að sá neytendamarkaður sem hér sé um ræði sé svo sérstakur og margbrotinn að kalla hafi þurft utanaðkomandi sérfræðinga til að meta hann. Þá hafi ekkert komið fram í úttekt hagfræðingsins Derek Ridyard sem gefið hafi tilefni til ítarlegri rannsóknar á markaðnum. Um hafi verið að ræða alþekkt sjónarmið sem endurspeglist í þeim erlendu fordæmum sem Samkeppniseftirlitið hafi fjallað um í ákvörðun sinni og lagt sérstakt mat á með tilliti til aðstæðna á íslenska markaðnum. Í þessu sambandi sé vísað til umfjöllunar í ákvörðun gagnstefnanda um kolsýrða vatnsdrykki og mögulega staðgöngu þeirra fyrir gosdrykki og leiðbeiningar framkvæmdastjórnar ESB í tengslum við beitingu 82. gr. (nú 102. gr.) Rómarsáttmálans. Þá bendir gagnstefnandi á að Derek Ridyard hafi byggt á gögnum AC Nielsen um markaðshlutdeild en gagnstefnandi hafi byggt á tekjuupplýsingum um gosdrykkjasölu beint frá markaðsaðilum sem hafi gefið aðra og öruggari niðurstöðu um markaðshlutdeild aðila. Að því er snerti skoðanakönnun, sem MMR hafi gert á staðgöngu drykkja og lögð hafi verið fram við stjórnsýslumeðferð málsins, þá tekur gagnstefnandi fram að ítarlega sé fjallað um hana í ákvörðun stefnda og rökstutt að könnunin hafi ekki gefið neinar vísbendingar um eftirspurnarstaðgöngu milli kolsýrðs vatns og gosdrykkja. Að því var vikið að niðurstöður könnunarinnar hafi allt eins bent til þess að gosdrykkir og kolsýrt vatn tilheyrðu sitt hvorum markaðnum. Gagnstefnandi mótmælir því að hann hafi ekki tekið tillit til háttsemi keppinautar aðalstefnanda. Gagnstefnandi hafi haft undir höndum umfangsmiklar upplýsingar um Ölgerðina. Staða keppinautarins hafi verið metin og ekki litið fram hjá áhrifum hans á samkeppnina á markaðnum. Þá hafi í ákvörðuninni verið fjallað um samkeppnisréttarleg sjónarmið er varði meint skaðleg áhrif af einkakaupasamningum og tryggðarhvatasamningum markaðsráðandi fyrirtækis, meðal annars með vísan til stöðu stefnanda samanborið við stöðu Ölgerðarinnar. Í hinni kærðu ákvörðun segi meðal annars: „Að mati Samkeppniseftirlitsins má ekki vanmeta mikilvægi ÖES á gosdrykkjamarkaðnum enda eru nánast eingöngu tvö fyrirtæki sem keppa á markaðnum. Á hinn bóginn álítur Samkeppniseftirlitið að í ljósi þess hve yfirburðir Vífilfells hafa staðið yfir lengi, m.t.t. markaðshlutdeildar (u.þ.b. 70% öll samanburðarárin), samanborið við ÖES þá sé samkeppnisstaða ÖES í grundvallaratriðum afar veik samanborið við Vífilfell.“ Niðurstaða gagnstefnanda hafi því orðið sú að háttsemi Ölgerðarinnar hefði ekki áhrif á niðurstöðu málsins. Gagnstefnandi byggir á því að aðalstefnanda hafi ítrekað verið veitt tækifæri til að koma andmælum og öðrum sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ákvörðun var tekin í málinu. Andmælaréttur hans hafi því verið virtur við meðferð málsins. Við meðferð málsins hafi aðalstefnandi óskað eftir aðgangi að gögnum sem keppinautar hans hafi veitt gagnstefnanda og notuð hafi verið til að meta markaðshlutdeild aðila á markaði. Aðalstefnanda hafi verið synjað um aðgang að gögnunum á grundvelli þess að þau hefðu að geyma viðkvæmar viðskiptaupplýsingar. Eins og í öðrum málum væru þessar upplýsingar undanþegnar upplýsingarétti, sbr. 17. gr. stjórnsýslulaga og 16. gr. reglna um málsmeðferð stefnda nr. 880/2005. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafi staðfest þessa synjun í úrskurði sínum 3. nóvember 2010 í máli nr. 12/2010. Gagnstefnandi vísar til þess að aðalstefnandi hafi ekki skotið úrskurðinum til dómstóla, eins og áskilið sé í 41. gr. samkeppnislaga, og geti þetta atriði því ekki komið til skoðunar í máli þessu. Hann áréttar þó jafnframt efnislegar röksemdir áfrýjunarnefndarinnar þess efnis að um hafi verið að ræða upplýsingar um mikilvæga viðskiptahagsmuni samkeppnisaðila. Þá geti það ekki skipt afgerandi máli hvar innan 5% bils nákvæm hlutdeild aðila hafi legið á viðkomandi markaði til þess að aðalstefnandi gæti teflt fram vörunum sínum. Því telur gagnstefnandi ljóst að hann hafi ekki brotið á andmælarétti aðalstefnanda með því að synja honum um aðgang að upplýsingum, sbr. til hliðsjónar fyrrnefndan dóm Hæstaréttar Íslands 18. nóvember 2010 í máli nr. 188/2010. Gagnstefnandi mótmælir málsástæðu aðalstefnanda um að brotið hafi verið gegn málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga sem rangri og þýðingarlausri. Lögð er áhersla á að athugun gagnstefnanda hafi verið umfangsmikil, ekki síst í ljósi fjölda þeirra samninga sem leggja hafi þurft mat á. Frummat gagnstefnanda hafi verið kynnt aðalstefnanda 5. júlí 2010. Upphaflega hafi aðalstefnanda verið veittur frestur til að gera grein fyrir afstöðu sinni til 9. ágúst 2010, en fresturinn hafi að beiðni aðalstefnanda verið framlengdur til 30. ágúst 2010. Aðalstefnandi hafi kært ákvörðunina um að synja honum um aðgang að tilteknum gögnum 10. ágúst 2010. Meðan áfrýjunarnefndin hafi fjallað um álitaefnið hafi hefðbundinni málsmeðferð gagnstefnanda verið frestað. Að því loknu hafi aðalstefnanda aftur verið veittur frestur til athugasemda til 17. nóvember 2010 og síðar viðbótarfrestur til 19. sama mánaðar. Að fengnum athugasemdum aðalstefnanda hafi gagnstefnandi tekið ákvörðun í málinu 30. mars 2011. Ákvörðun um að beita stjórnvaldssekt hafi þannig verið tekin innan þess frests sem tiltekinn sé í 37. gr. a samkeppnislaga, sbr. 3. gr. laga nr. 52/2007, og dóm Hæstaréttar í máli nr. 188/2010. Með vísan til þessa og í ljósi mikils umfangs málsins og eðli brota aðalstefnanda, mótmælir gagnstefnandi því að brotið hafi verið gegn fyrirmælum um málshraða þannig að ógildingu varði á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá mótmælir gagnstefnandi því jafnframt að það leiði til ógildingar úrskurðar nefndarinnar þótt hann hafi ekki verið kveðinn upp innan þess frests sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 9. gr. samkeppnislaga. Gagnstefnandi mótmælir þeirri málsástæðu aðalstefnanda að gagnstefnandi hafi ekki verið bær til þess að leggja sekt á aðalstefnanda, í ljósi ákvörðunar framkvæmdastjórnar ECB í máli TCCC, sem rangri og þýðingarlausri. Hann telur að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar hafi ekki takmarkað heimild gagnstefnanda til að rannsaka málið og taka ákvörðun í því. Fyrir því séu margar ástæður. Í fyrsta lagi taki ákvæði 2. mgr. 25. gr. samkeppnislaga ekki til ákvarðana framkvæmdastjórnar ESB samkvæmt orðanna hljóðan, heldur ákvarðana Eftirlitsstofnunar EFTA. Í öðru lagi sé vísað til þess að ákvæðið taki ekki til ákvarðana sem, eins og í máli TCCC, séu teknar á grundvelli 9. gr. reglugerðar ráðsins nr. 1/2003 um framkvæmd samkeppnisreglna sem mælt sé fyrir um í 81. gr. og 82. gr. Rómarsáttmálans. Rétt sé að líta til þess að ákvæði 2. mgr. 25. gr. samkeppnislaga sé reist á 2. mgr. 16. gr. reglugerðar ráðsins, en það ákvæði hafi verið skýrt svo að það taki ekki til ákvarðana framkvæmdastjórnarinnar sem teknar séu á grundvelli 9. gr. reglugerðarinnar, sbr. einnig tölulið 13. og 22. í aðfaraorðum reglugerðarinnar, enda séu slíkar ákvarðanir sérstaks eðlis og í veigamiklum atriðum frábrugðnar hefðbundnum ákvörðunum framkvæmdastjórnarinnar samkvæmt 7. gr. reglugerðarinnar. Ákvarðanir um skuldbindingar á grundvelli 9. gr. reglugerðar ráðsins feli ekki í sér niðurstöðu um brot heldur einungis að ekki sé lengur talin ástæða til aðgerða „af hálfu framkvæmdastjórnarinnar“, sbr. lokamálslið 1. mgr. 9. gr. Slíkar ákvarðanir takmarki því ekki heimildir samkeppnisyfirvalda í aðildarríkjum ESB til þess að rannsaka og leggja sektir á fyrirtæki vegna sömu háttsemi. Á því er byggt af hálfu gagnstefnanda að fyrirtæki, sem eigi aðild að máli sem ljúki með ákvörðun samkvæmt 9. gr. reglugerðarinnar, geti ekki haft réttmætar væntingar um að fari þau í einu og öllu að slíkri ákvörðun þá komi það í veg fyrir dómsmál í aðildarríkjum eða rannsóknir innlendra samkeppnisyfirvalda vegna sömu háttsemi. Einu væntingarnar sem viðkomandi fyrirtæki geti haft séu að þau verði sektuð fyrir brot á skilyrðum slíkrar ákvörðunar, sbr. c-lið 2. mgr. 23. gr. reglugerðarinnar. Aðalstefnandi sé ekki aðili að umræddri ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, sbr. 1. og 4. gr. ákvörðunarorða hennar. Hann geti því enn síður vísað til réttmætra væntinga sinna eða talið sig njóta friðhelgi vegna brota á samkeppnislögum. Með vísan til þessa mótmælir gagnstefnandi því að sú aðferð sem kveðið sé á um í ákvörðuninni til að afmarka gildissvið hennar hafi þýðingu gagnvart brotum stefnanda. Í ákvörðuninni sé ekki slegið föstu um hvort fyrirtæki sé í markaðsráðandi stöðu. Hvorki skilyrðin, sem kveðið sé á um í því skyni að afmarka gildissvið ákvörðunarinnar, né skuldbindingarnar sem þar sé mælt fyrir um, feli í sér neina afstöðu til þess hvort um markaðsráðandi stöðu sé að ræða. Í þessu sambandi bendir gagnstefnandi á að í fylgiskjali með ákvörðuninni áskilji aðilar að málinu sér rétt til að byggja á því að þeir séu ekki markaðsráðandi þrátt fyrir að þeir uppfylli viðmiðið um markaðshlutdeild sem mælt sé fyrir um í ákvörðuninni. Aðalstefnandi hafi því enga ástæðu haft til þess að líta svo á að hann væri ekki markaðsráðandi þar sem hann hafi ekki fallið undir gildissvið ákvörðunarinnar. Gagnstefnandi telur að aðalstefnanda hafi mátt vera ljóst að gagnstefnandi gæti, á grundvelli hefðbundinna viðmiða í íslenskum og evrópskum samkeppnisrétti, komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi hafi brotið 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Aðalstefnandi hafi því hvorki getað bundið væntingar við þau viðmið sem kveðið sé á um í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar í máli TCCC o.fl. né gert ráð fyrir að ákvörðunin væri tæmandi um skyldur stefnanda í þessu sambandi. Gagnstefnandi bendir á að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki gert athugasemd við fyrirhugaða beitingu á 54. gr. EES-samningsins, sbr. 2. mgr. 26. gr. samkeppnislaga, en drög að ákvörðun gagnstefnanda hafi verið kynnt fyrir stofnuninni í samræmi við 11. gr. bókunar 4 við samning milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Í ljósi staðhæfinga í kæru aðalstefnanda til áfrýjunarnefndar hafi gagnstefnandi jafnframt óskað eftir áliti ESA um atriði tengd ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB. Af álitinu verði ráðið að stofnunin sé sammála niðurstöðu gagnstefnanda um að mat á því hvort aðalstefnandi hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína í skilningi 54. gr. EES-samningsins ráðist aðeins af hefðbundnu mati í þeim efnum. Álit ESA sé jafnframt afdráttarlaust um að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um skuldbindingar á grundvelli 9. gr. reglugerðar ráðsins nr. 1/2003 takmarki ekki með neinum hætti heimild gagnstefnanda eða gildissvið 54. gr. EES-samningsins. Þá hafnar ESA því að aðalstefnandi hafi mátt draga þá ályktun af ákvörðuninni að hann væri ekki í markaðsráðandi stöðu. Af þessum sökum hafi ekki verið brotið gegn réttmætum væntingum áfrýjanda samkvæmt EES-rétti. Gagnstefnandi mótmælir því að markaður málsins sé allir óáfengir drykkir. Þessa skilgreiningu telur hann ekki koma í staðinn fyrir ítarlega rökstudda niðurstöðu gagnstefnanda um markað málsins. Þessi markaðsskilgreining aðalstefnanda sé enn fremur á skjön við fjölmörg fordæmi sem rakin séu í ákvörðun gagnstefnanda. Skilgreining aðalstefnanda taki heldur ekki mið af ólíkum eiginleikum, markaðsímynd og neysluvenjum sem tengist mismunandi drykkjum. Gagnstefnandi byggir á því að vörumarkaður þessa máls sé sala á gosdrykkjum annars vegar til aðila á veitingamarkaði (neysla á staðnum) og hins vegar til aðila á dagvörumarkaði (neysla síðar). Þessi markaðsskilgreining, sem lögð hafi verið til grundvallar í ákvörðun gagnstefnanda, sé í samræmi við niðurstöður samkeppnisyfirvalda beggja vegna Atlantsála, en þær séu ítarlega raktar í ákvörðun gagnstefnanda. Niðurstaðan hafi ætíð orðið sú að gosdrykkir tilheyri sérstökum markaði. Engin gögn hafi komið fram hjá aðalstefnanda sem staðfesti að gosdrykkjaframleiðendur á Íslandi búi við umtalsvert meiri samkeppni frá framleiðendum annarra drykkjarvörutegunda en gosdrykkjaframleiðendur í öðrum löndum. Rannsókn gagnstefnanda hafi heldur ekki bent til þess að hér á landi giltu önnur lögmál, þ.e. að staðganga sé á milli gosdrykkja og annarra óáfengra drykkja. Gagnstefnandi byggir á því að drykkjarvöruúrval hér á landi sé almennt sambærileg við það sem gerist erlendis. Samræmd markaðssetning á helstu (alþjóðlegu) gosdrykkjum skapi þeim hliðstæða markaðsstöðu hérlendis og erlendis. Þá sé menning og neysluvenjur hér á landi almennt áþekkar því sem gerist í öðrum vestrænum ríkjum. Gagnstefnandi byggir þess vegna á því að það sé málefnalegt að taka umtalsvert mið af erlendum fordæmum þegar markaðurinn sé skilgreindur. Í umfjöllun um markað málsins byggi aðalstefnandi hins vegar á allt annarri nálgun, en hann haldi því fram að markaðurinn sé mun stærri, eða allir óáfengir drykkir. Gagnstefnandi telur aðalstefnanda á engan hátt hafa útskýrt þetta ósamræmi í afstöðu sinni og að það dragi óhjákvæmilega úr trúverðugleika sjónarmiða hans. Gagnstefnandi telur að sömu aðstæður séu að þessu leyti fyrir hendi og fjallað hafi verið um í áliti samkeppnisráðs nr. 3/1999. Þar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að markaðurinn fyrir gosdrykki væri aðgreindur frá mörkuðum fyrir aðrar drykkjarvörur, meðal annars af því að þessir drykkir hefðu ólíka eiginleika, uppfylltu mismunandi þarfir og höfðuðu ekki með sama hætti til allra hópa neytenda, auk þess sem þeir væru markaðssettir á mismunandi hátt. Því til stuðnings vísar gagnstefnandi til ítarlegrar könnunar á ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB og evrópskra samkeppnisyfirvalda um aðgreiningu gosdrykkjamarkaðarins frá mörkuðum fyrir aðrar óáfengar drykkjarvörur. Í ákvörðun gagnstefnanda megi glögglega sjá að lagt hafi verið sjálfstætt mat á þann raunveruleika sem til staðar sé á drykkjarvörumarkaði og þá þróun sem átt hafi sér stað á markaðnum við úrlausn málsins. Gagnstefnandi byggir á því að við mat á markaði málsins og stöðu aðalstefnanda á honum eigi eingöngu að horfa til atvika og stöðunnar eins og hún hafi verið er atvik málsins hafi átt sér stað. Það sé viðurkennd regla í EES/ESB-samkeppnisrétti, sbr. t.d. úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 3/2008. Tilvísun stefnanda til tilvika eða þróunar eftir rannsóknartímabil þessa máls (2005-2008) hafi því enga þýðingu, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar Íslands 18. nóvember 2010 í máli nr. 188/2010. Gagnstefnandi mótmælir þeirri ályktun, sem aðalstefnandi dragi af markaðsrannsókn MMR frá 2010, að sterk eftirspurnarstaðganga sé til staðar milli kolsýrðs vatns og hefðbundinna gosdrykkja. Í ákvörðun gagnstefnanda sé þetta rökstutt með ítarlegum hætti. Þar hafi meðal annars verið lagt sérstakt mat á mögulega staðgöngu milli gosdrykkja og kolsýrðra, bragðbættra vatnsdrykkja sem aðalstefnandi og Ölgerðin hafi markaðssett á undanförnum árum. Sú niðurstaða gagnstefnanda, að umræddir vatnsdrykkir tilheyri öðrum markaði en gosdrykkir, sé ítarlega rökstudd í ákvörðun stefnda. Þar komi fram að gosdrykkir séu gerólíkir vatnsdrykkjum í hugum kaupenda. Þeir fullnægi ekki þörf þeirra sem sækjast eftir vatnsdrykkjum og öfugt, einkum og sér í lagi vegna þess að vatnsdrykkir hafi verið tengdir heilbrigðum lífsháttum í hugum neytenda af framleiðendum drykkjanna með markaðssetningu. Engin ástæða sé til að ætla að neytendur líti þessa drykki öðrum augum en samræmist þeirri ímynd sem framleiðendur hafi skapað þeim sem heilsudrykkjum. Neytendur muni hins vegar seint neyta gosdrykkja til að bæta heilsu sína. Stefndi vísar í þessu sambandi til niðurstöðu breskra samkeppnisyfirvalda (Competition Commission) í úrskurði frá 28. mars 2006 um samruna Cott Beverages Ltd og Macaw (Holdings) Ltd. Gagnstefnandi mótmælir því að niðurstöður könnunar MMR, sem lögð hafi verið fram á stjórnsýslustigi, bendi til þess að eftirspurnarstaðganga sé á milli kolsýrðs vatns og gosdrykkja. Af niðurstöðum könnunarinnar verði í fyrsta lagi ráðið að meira en helmingur þátttakenda drekki ekki kolsýrt vatn í stað gosdrykkja. Sama eigi við um þá sem telja að kolsýrt vatn komi í stað gosdrykkja en meira en helmingur þátttakenda hafi verið ósammála þeirri fullyrðingu. Niðurstöðurnar bendi því allt eins til þess að þessar vörutegundir tilheyri mismunandi mörkuðum. Í öðru lagi hafi könnunin verið leiðandi í heild sinni þar sem hún hafi verið sett fram í formi fullyrðinga um að kolsýrt vatn og gosdrykkir séu staðgönguvörur. Þess utan snúist málið ekki um hvort kolsýrt vatn komi í stað hefðbundinna gosdrykkja, eins og það hafi verið orðað í könnuninni, heldur um það hvort þessar vörur geti talist staðgönguvörur í skilningi samkeppnisréttar. Að öllu þessu virtu hafi það verið niðurstaða gagnstefnanda að ekki væri hægt að draga ályktanir af könnuninni. Ekkert í niðurstöðum hennar hafi heldur gefið tilefni til frekari rannsóknar á markaðnum. Af hálfu gagnstefnanda er því enn fremur haldið fram að hvað sem framansögðu líði geti matvöruverslanir og veitingastaðir ekki hætt að bjóða upp á gosdrykki í þeirri von að neytendur geri lítinn greinarmun á þeim og t.d. vatnsdrykkjum og söfum. Endurseljendur verði einfaldlega að bjóða upp á allar þessar tegundir drykkja. Enda þótt neysla á vatnsdrykkjum hafi aukist sé ekki þar með sagt að neytendur líti á slíka drykki og gosdrykki sem staðgönguvörur. Aukin neysla vatnsdrykkja geti einfaldlega verið til vitnis um breyttan smekk eða lífsstíl neytenda. Þá mótmælir gagnstefnandi því að sykurlausir gosdrykkir og vatnsdrykkir tilheyri sama markaði. Í því sambandi er á það bent að í markaðssetningu aðalstefnanda séu fyrrnefndu drykkirnir kynntir sem staðgönguvörur sykraðra gosdrykkja en ekki vatnsdrykkja. Örðugt sé að dæma um það hvort drykkir séu heilsusamlegir eða ekki á grundvelli hitaeininga einna saman og afar hæpið að neytendur leggi alla þá drykki að jöfnu sem innihaldi jafnmargar hitaeiningar, líkt og ætla megi að lagt sé upp með í þessu sambandi af hálfu aðalstefnanda. Um þetta vísar stefndi jafnframt til þeirra sjónarmiða sem fram komi í greinargerð hans fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Gagnstefnandi mótmælir þeirri málsástæðu aðalstefnanda að hann hafi ekki verið í markaðsráðandi stöðu á brotatímabilinu. Því til stuðnings er vísað til þess að markaðshlutdeild aðalstefnanda hafi verið u.þ.b. 70% í sölu á gosdrykkjum miðað við veltu. Þessi markaðshlutdeild hafi haldist stöðug á brotatímabilinu og mikill munur hafi verið á hlutdeild aðalstefnanda og helsta keppinautar fyrirtækisins. Aðgangshindranir og yfirburðir vörumerkja aðalstefnanda hafi jafnframt styrkt stöðu fyrirtækisins sem markaðsráðandi fyrirtækis og dregið úr áhrifum kaupendastyrks aðila á dagvörumarkaði. Almennt sé miðað við að fyrirtæki sem hafi 50% markaðshlutdeild sé í markaðsráðandi stöðu, nema að einhverjar sérstakar aðstæður leiði til annars, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar Íslands 18. nóvember 2010 í máli nr. 188/2010. Einnig sé það talið fela í sér vísbendingu um markaðsráðandi stöðu sé a.m.k. 20% munur á markaðshlutdeild þess fyrirtækis sem sé talið í slíkri stöðu og stærsta keppinautar þess, sérstaklega ef sá munur hefur verið við lýði í talsverðan tíma, eins og í tilviki aðalstefnanda. Þeim athugasemdum aðalstefnanda er mótmælt af hálfu gagnstefnanda að rangt hafi verið að miða markaðshlutdeild við tekjur aðila á markaðnum. Það sé almennt gert við mat á markaðshlutdeild. Aðeins við sérstakar aðstæður, sem ekki eigi við um gosdrykkjamarkaðinn, komi til álita að miða við selt magn, en þá sé sú viðmiðun aðeins höfð til hliðsjónar. Þá er því mótmælt að misræmi hafi verið í upplýsingagjöf aðalstefnanda og Ölgerðarinnar sem hafi leitt til ónákvæmni í útreikningi á markaðshlutdeild. Fyrirspurnir gagnstefnanda hafi verið skýrar og aðilar sent umbeðnar upplýsingar án athugasemda. Ekkert hafi komið fram í málinu sem hafi bent til annars en að þær upplýsingar, sem fyrirtækin hafi veitt á grundvelli skyldu sinnar samkvæmt 19. gr. samkeppnislaga, hafi verið réttar. Gagnstefnandi tekur fram að við stjórnsýslumeðferð málsins hafi aðalstefnandi upplýst að athugun hans hafi leitt í ljós að á brotatímabilinu hefði hlutdeild hans í sölu gosdrykkja til matvöruverslana verið u.þ.b. 60%. Í því ljósi hafi fyrirtækið að sönnu haft ástæðu til þess að ætla að það væri í markaðsráðandi stöðu og mátt vita að einkakaupasamningar og aðrar samkeppnishamlandi aðgerðir gætu verið ólögmætar. Af þeim sökum er því mótmælt af hálfu gagnstefnanda að aðalstefnandi hafi ekki getað séð fyrir mögulega markaðsráðandi stöðu sína. Gagnstefnandi mótmælir enn fremur málsástæðum og sjónarmiðum aðalstefnanda þess efnis að umfjöllun gagnstefnanda um fjárhagslegan styrkleika fyrirtækisins hafi verið röng og villandi. Í ákvörðun gagnastefnanda hafi verið lagt heildstætt mat á fjárhagslegan styrkleika aðalstefnanda þar sem meðal annars hafi verið litið til rekstrarafkomu fyrirtækisins. Rekstrarafkoma ein og sér (yfir tiltölulega skammt árabil) geti ekki gefið einhlíta mynd af fjárhagslegum styrkleika viðkomandi fyrirtækis að mati gagnstefnanda. Þá sé ekki hægt að fallast á að hagnaður af sölu eigna sé skilinn frá heildarhagnaði aðalstefnanda þótt söluhagnaðurinn tengist ekki rekstri með beinum hætti, enda hafi söluhagnaðurinn styrkt fjárhagsstöðu aðalstefnanda á brotatímanum. Ekki sé hægt að meta aðalstefnanda og Stuðlaháls sem eina heild líkt og aðalstefnandi haldi fram. Jafnvel þótt fallist væri á slíkt með aðalstefnanda liggi ekki fyrir í málinu hvernig rétt útfærsla slíks heildarreiknings ætti að vera. Hitt sé þó ljóst að heildareignir slíkrar samstæðu væru umtalsvert meiri en heildareignir aðalstefnanda eins. Það hefði stuðlað að auknum fjárhagslegum heildarstyrk stefnanda. Gagnstefnandi mótmælir því enn fremur að hann hafi vanmetið fjárhagslegan styrk keppinautar stefnanda. Samanburður á fjárhagslegum styrkleika stefnanda og Ölgerðarinnar gefi til kynna að aðalstefnandi hafi haft meiri fjárhagslegan styrk á brotatímabilinu en keppinautur hans. Fjárhagsleg staða Ölgerðarinnar sé þannig ekki „einstök aðstaða“ í skilningi samkeppnisréttarins sem geti dregið úr þýðingu þess að stefnandi hafði um 70% markaðshlutdeild á brotatímabilinu. Til stuðnings málsástæðum sínum vísar gagnstefnandi að öðru leyti til þeirra sjónarmiða sem fram komi í ákvörðun gagnstefnanda og í greinargerð og svörum hans til nefndarinnar. Gagnstefnandi mótmælir því einnig að ekki hafi verið tekið raunverulegt tillit til kaupendastyrks við mat á stöðu aðalstefnanda. Það hafi verið mat gagnstefnanda að mikill vörumerkjastyrkur aðalstefnanda vægi upp á móti kaupendastyrk matvörukeðjanna. Enginn kaupandi á veitingamarkaðnum hafi verið það stór að tilfærsla á viðskiptum hans milli keppinauta gæti haft umtalsverð áhrif á stöðu aðalstefnanda á markaðnum. Þá eigi þessar tilfærslur sér stað á báða bóga eins og aðalstefnandi hafi sjálfur bent á við stjórnsýslumeðferð málsins. Kaupendastyrkur sé því ekki fyrir hendi á veitingamarkaði og hafi aðalstefnandi því ekki fært neitt það fram sem breyti þeirri niðurstöðu. Að öðru leyti vísar stefndi máli sínu til stuðnings til umfjöllunar um kaupendastyrk í ákvörðun sinni og greinargerð fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Gagnstefnandi hafnar þeirri málsástæðu aðalstefnanda að litlar aðgangshindranir séu að gosdrykkjamarkaðnum hér á landi. Þvert á móti séu miklar hagrænar aðgangshindranir að markaðnum til staðar sem helgist af öflugri stöðu stefnanda á markaðnum á grundvelli vörumerkjastyrks og stærðarhagkvæmni í framleiðslu, dreifingu og sölu. Þá sé ljóst að einkakaupasamningar stefnanda á veitingamarkaðnum hafi falið í sér miklar aðgangshindranir. Málsástæðum sínum til stuðnings vísar gagnstefnandi jafnframt til rökstuðnings í ákvörðun hans og umfjöllunar í greinargerð til áfrýjunarnefndarinnar. Gagnstefnandi byggir á því að aðalstefnandi hafi brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins með þeim aðgerðum sem lýst sé í ákvörðun gagnstefnanda. Aðgerðirnar hafi falist í því að gera tæplega 900 samninga sem hafi hindrað eða takmarkað aðgang keppinauta aðalstefnanda að markaðnum fyrir sölu gosdrykkja hér á landi á árunum 2005 til 2008. Er á því byggt að samningar þessir hafi falið í sér misnotkun aðalstefnanda á markaðsráðandi stöðu sinni og þar með brot á 11. gr. samkeppnislaga. Ekkert sé fram komið í málinu sem hreki forsendur og niðurstöðu í ákvörðun gagnstefnanda og úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Á því er byggt að 11. gr. samkeppnislaga sé ekki háð því að sýnt sé fram á skaðleg áhrif samkeppni. Hafi sú regla ítrekað verið staðfest bæði af áfrýjunarnefnd og dómstólum, eins og nánar er rakið í greinargerð. Þegar af þeirri ástæðu telur gagnstefnandi að málsástæða aðalstefnanda, er lúti að þessu atriði, geti ekki breytt því að samningar hans hafi farið gegn 11. gr. samkeppnislaga. Í því sambandi mótmæla þeir tilvísunum aðalstefnanda til leiðbeininga framkvæmdastjórnarnar ESB sem þýðingarlausum í málinu. Leiðbeiningarnar feli eingöngu í sér afstöðu framkvæmdastjórnarinnar til þess hvernig hún hyggist forgangsraða málum í framtíðinni en breyti ekki afdráttarlausum fordæmum. Skýrt sé af dómaframkvæmd hér á landi og í EES/ESB-samkeppnisrétti að ekki þurfi að sanna skaðleg áhrif. Það nægi að sýnt sé fram á að aðgerð sé til þess fallin að raska samkeppni. Sýni markaðsráðandi fyrirtæki fram á að aðgerðir þess hafi ekki raskað samkeppni kunni það á hinn bóginn að hafa áhrif á viðurlög. Það hafi aðalstefnandi hins vegar ekki gert. Þvert á móti hafi stefndi fært rök fyrir því í ákvörðun sinni og greinargerð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála að samningarnir hafi verið til þess fallnir að raska með alvarlegum hætti samkeppni á gosdrykkjamarkaði. Af hálfu gagnstefnanda er því jafnframt mótmælt að samkeppnisaðstæður á skilgreindum mörkuðum hafi ekki verið rétt metnar í málinu meðal annars í ljósi samninga Ölgerðarinnar við sína viðskiptamenn. Þvert á móti hafi verið dregin upp mjög raunhæf mynd af samkeppnisaðstæðum og gosdrykkjamarkaðnum og stöðu keppinauta á honum. Er í því sambandi á það bent að aðalstefnandi hafi verið í markaðsráðandi stöðu á gosdrykkjamarkaðnum ólíkt Ölgerðinni. Þá telur gagnstefnandi að ákvæði samninganna um einkakaup og skilyrtan afslátt brjóti ótvírætt í bága við 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Önnur ákvæði, svo sem um hillurými og markaðsframlög, brjóti einnig í bága við samkeppnislög þegar þau séu metin í samhengi við ákvæðin um einkakaup og skilyrtan afslátt. Öll séu þessi ákvæði til þess fallin að þrengja að eða útiloka keppinauta aðalstefnanda frá viðskiptum við þá aðila sem gert hafi umrædda viðskiptasamninga við stefnanda. Þá hindri samningar aðalstefnanda að miklu leyti, og í sumum tilvikum alfarið, að nýir aðilar geti náð fótfestu á markaðnum. Gagnstefnandi byggir enn fremur á því að lánafyrirgreiðslur þær sem vikið sé að í ákvörðun gagnstefnanda séu í raun ígildi tryggðarafsláttar eða skilyrts afsláttar (e. conditional rebates). Þess konar afsláttur hvetji kaupandann til að leggja höfuðáherslu á að selja vörur aðalstefnanda til að uppfylla skyldur sínar samkvæmt samningnum, ella sé hætta á að lánið verði gjaldfellt. Ákvæði af þessu tagi séu því til þess fallin að binda viðsemjendur aðalstefnanda í viðskiptum um langa hríð og hindra að þeir færi viðskipti til keppinauta. Þá liggi fyrir að lánveitingarnar séu háðar einkakaupum. Eins og fram komi í ákvörðun gagnstefnanda séu þessar greiðslur ekki magntengdar og byggi því ekki á kostnaðarlegu hagræði. Það auki á skaðleg áhrif samninganna. Gagnstefnandi mótmælir enn fremur því að röksemdafærsla í ákvörðun gagnstefnanda um samkeppnishamlandi eðli samningsákvæða um þjónustu og markaðsmál sé ófullnægjandi. Þar séu þvert á móti færð sterk rök fyrir því að þessi ákvæði, metin sem hluti af heildarkjörum í viðskiptasamningum aðalstefnanda, auki skaðleg áhrif annarra ákvæða sem ótvírætt feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu og séu til þess fallin að aðalstefnandi viðhaldi markaðsráðandi stöðu sinni og komi í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Gagnstefnandi mótmælir einnig staðhæfingum aðalstefnanda um að ákvæði um framstillingu og hillupláss í samningum sínum miði að því að mæta eftirspurn eftir vörum aðalstefnanda en séu ekki til þess fallin að tálma sölu á vörum annarra. Með því að hafa mjög há framstillingarhlutföll og hillurýmishlutföll í viðskiptasamningum aðalstefnanda sé verið að hygla vörum hans á kostnað vara frá öðrum keppinautum. Erfiðara sé þá fyrir keppinauta að koma vörum sínum á framfæri þar sem þær hafi síðri framstillingu og fái úthlutað minna rými en vörur stefnanda. Samningsákvæði sem mæli fyrir um að viðsemjendum sé óheimilt að hafa aðrar vörur en vörur aðalstefnanda í kælum sínum útiloki samkeppni keppinauta og komi í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Framangreind ákvæði í samningum aðalstefnanda séu því til þess fallin að auka sölu á vörum hans og hindra inngöngu nýrra keppinauta. Slík ákvæði feli að mati gagnstefnanda í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu og fari gegn 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins. Gagnstefnandi hafnar jafnframt öllum tilvísunum aðalstefnanda til mikils kaupendastyrks viðskiptavina sinna, sem geri honum ómögulegt að misnota markaðsráðandi stöðu sína á einhvern hátt. Um þetta atriði vísa hann til mats samkeppnisyfirvalda hér á landi og erlendis um algera nauðsyn þess að smásöluaðilar geti boðið upp á sterkustu vörumerki aðalstefnanda, einkum Coca-cola (s.k. must stock brand). Þessi vörumerkjastyrkur vegi upp á móti hugsanlegum kaupendastyrk matvörumarkaðskeðjanna á dagvörumarkaði. Um sé að ræða einhverja vinsælustu og þekktustu neysluvöru veraldar og því óraunhæft að dagvöruverslun á samkeppnismarkaði komist hjá því að bjóða upp á slíka vöru. Gagnstefnandi telur að með háttsemi sinni hafi aðalstefnandi brotið gegn 54. gr. EES-samningsins. Fyrirtækið sé í markaðsráðandi stöðu og markaðurinn taki til alls landsins. Þau útilokunaráhrif sem misnotkun hans hafi valdið hafi verið til þess fallin að hindra mögulega keppinauta í því að ná fótfestu á íslenska markaðnum. Unnt sé að flytja gosdrykki frá öðrum EES-ríkjum til Íslands auk þess sem hægt sé að framleiða gosdrykki á grundvelli leyfis frá fyrirtæki sem starfi í öðru EES-ríki. Í báðum tilvikum væri um að ræða viðskipti milli EES ríkja. Í ljósi þessa og með hliðsjón af atvikum þessa máls verði að telja að aðgerðir aðalstefnanda séu til þess fallnar að hafa áhrif á viðskipti milli EES-ríkja í skilningi 54. gr. EES-samningsins. Að öðru leyti vísar gagnstefnandi til umfjöllunar í ákvörðun sinni um þetta atriði. Varðandi kröfu aðalstefnanda um niðurfellingu sektar mótmælir gagnstefnanda því að fyrirtækið hafi gert allar eðlilegar ráðstafanir til að fylgja samkeppnislögum. Í því sambandi er tekið fram að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu geti ekki réttlætt misnotkun sína með vísan til þess að það hafi ekki gert sér grein fyrir stöðu sinni eða að aðgerðirnar sem um ræði feli í sér misnotkun á slíkri stöðu. Aðalstefnandi hafi búið yfir upplýsingum um stöðu sína gagnvart keppinauti sínum og hafi, meðal annars í ljósi ákvörðunar framkvæmdastjórnar ESB í máli TCCC, mátt gera sér grein fyrr því að aðgerðir hans fælu í sér brot á 11. gr. samkeppnislaga. Gagnstefnandi mótmælir málsástæðu aðalstefnanda, þess efnis að gagnstefnandi hafi verið andvígur því árið 2005 að Samtök iðnaðarins söfnuðu upplýsingum til að meta markaðshlutdeild aðila á gosdrykkjamarkaðnum, sem þýðingarlausri. Gagnstefnandi heldur því fram að hann hafi aldrei tekið afstöðu til þess hvort það samræmdist 10. gr. eða 12. gr. samkeppnislaga að Samtök iðnaðarins söfnuðu upplýsingum frá framleiðendum gosdrykkja til að meta markaðshlutdeild þeirra. Aðalstefnandi og/eða Samtök iðnaðarins hafi hins vegar getað óskað eftir undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga, sbr. 15. gr. laganna, hafi þau talið að umrædd upplýsingaöflun samrýmdist þeim ekki. Það hafi hins vegar ekki verið gert. Gagnstefnandi telur málsástæðu þess efnis að verið sé að refsa aðalstefnanda tvisvar vera vanreifaða, en mótmælir henni að öðrum kosti sem rangri og þýðingarlausri. Aðalstefnandi hafi ekki átt aðild að umræddu máli heldur hafi fyrirtækin, sem hafi verið aðilar að því, gengið sjálfviljug í að breyta þeirri háttsemi sinni sem raskaði samkeppni. Gagnstefnandi mótmælir einnig öllum þeim sjónarmiðum sem aðalstefnandi teflir fram til stuðnings því að lækka beri sektina. Þeir vekja jafnframt athygli á því að gagnstefnandi hafi áður svarað flestum þessum sjónarmiðum í greinargerð sinni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og vísa til þeirrar umfjöllunar. Þá mótmælir gagnstefnandi því að sektarákvörðun hans sé ekki rökstudd með fullnægjandi hætti. Eðli málsins samkvæmt hafi gagnstefnandi ekki vikið að þeim sjónarmiðum sem aðalstefnandi hafi byggt á í kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála fyrr en í greinargerð sinni til nefndarinnar. Gagnstefnandi áréttar í þessu sambandi að aðalstefnandi hafi ekki getað haft réttmætar væntingar til þess að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í máli TCCC kæmi í veg fyrir þá rannsókn og þau viðurlög sem felast í ákvörðun gagnstefnanda. Aðalstefnandi hafi ekki getað verið í góðri trú um að ef hann félli ekki undir viðmið fyrrgreindrar ákvörðunar þá væri hann ekki í markaðsráðandi stöðu samkvæmt 11. gr. samkeppnislaga. Þegar atvik þessa máls áttu sér stað hafi aðalstefnandi vitað eða mátt vita að samkeppnisyfirvöld höfðu árið 1999 komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu þar sem talið var að það nyti um 70% markaðshlutdeildar og hefði yfir að ráða verulegum vörumerkjastyrk. Þessi niðurstaða hefði átt að gefa aðalstefnanda tilefni til aðgæslu. Þá hefði aðalstefnandi átt að gera sér grein fyrir því að fyrirtæki sem væru með 50% markaðshlutdeild eða hærri teldust markaðsráðandi nema eitthvað alveg sérstakt benti til annars. Enn fremur mátti aðalstefnandi gera sér grein fyrir því að 11. gr. samkeppnislaga bannaði einkakaupasamninga og samkeppnishamlandi afslátt og að í fjölmörgum samningum hans væru ákvæði sem bönnuðu eða ynnu gegn því að viðskiptavinir hans ættu viðskipti við keppinauta. Þá hafi aðalstefnandi sjálfur upplýst að á brotatímabilinu hafi hann vitað að hann væri með um 62% til 64% markaðshlutdeild. Ekki verði horft fram hjá því að fyrirtækið hafi um langa hríð verið mjög öflugt og notið ráðgjafar sérfræðinga í samkeppnismálum. Samkvæmt framansögðu telja gagnstefnandi og stefndi að aðalstefnandi hafi að sönnu haft ástæðu til að ætla að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu og mátt vita að umræddir samningar gætu falið í sér brot og haft í för með sér sektir vegna þeirra. Gagnstefnandi byggir einnig á því að aðalstefnandi hafi framið brot sín af ásetningi en ekki gáleysi. Niðurstaða um þetta atriði breyti hins vegar ekki því að um brot hafi verið að ræða því gáleysi nægi. Sé brot framið af ásetningi geti það hins vegar leitt til hærri sekta en ella. Hér beri einnig að hafa í huga að gáleysi sé skýrt með þröngum hætti í samkeppnisrétti. Það nægi til að brot sé framið af ásetningi að viðkomandi fyrirtæki hafi mátt vera ljóst að aðgerð þess væri ætlað að raska eða gæti raskað samkeppni. Þá sé ljóst að mjög ríkar kröfur verði að gera til þekkingar fyrirtækja í markaðsráðandi stöðu á samkeppnisreglum. Í ljósi forsögu málsins og sé litið til eðlis og umfangs samninga aðalstefnanda sé ljóst að honum hafi á engan hátt getað dulist að aðgerðir hans væru til þess fallnar að draga með alvarlegum hætti úr samkeppni. Brotin hafi því verið framin af ásetningi eins og nánar sé rökstutt í ákvörðun gagnstefnanda. Gagnstefnandi byggir á því að brot aðalstefnanda hafi verið alvarleg og staðið yfir í langan tíma. Um sé að ræða hátt í 900 ólögmæta samninga sem saman hafi haft veruleg skaðleg áhrif á samkeppni. Hafi samningarnir verið til þess fallnir að viðhalda og styrkja með óeðlilegum hætti stöðu aðalstefnanda á markaði fyrir vinsæla neytendavöru. Þá mótmælir gagnstefnandi því að aðalstefnandi hafi sýnt sérstakan samstarfsvilja við meðferð málsins. Gagnaöflun hafi ekki gengið jafn vel og aðalstefnandi haldi fram. Í fyrstu hafi fyrirtækið aðeins afhent örlítinn hluta af þeim skriflegu gögnum sem óskað hafi verið eftir er lutu að viðskiptum aðalstefnanda við verslanir Haga hf. Gagnstefnandi mótmælir því að það leiði til niðurfellingar eða lækkunar sektar að markaðsráðandi fyrirtæki láti af brotum í kjölfar athugunar samkeppnisyfirvalda. Dómstólar ESB hafi ítrekað bent á að framkvæmdastjórn ESB sé óskylt að lækka sektir þótt fyrirtæki hætti brotum eftir að rannsókn hefjist. Í þessu máli reyni hins vegar ekki á þetta enda hafi aðalstefnandi ekki sýnt fram á það nú eða við meðferð málsins að hann hafi breytt samningum sínum þannig að þeir séu samrýmanlegir ákvæðum samkeppnislaga. Skorað sé á aðalstefnanda að upplýsa nákvæmlega til hvaða aðgerða hann hafi gripið í þessu skyni. Gagnstefnandi kveðst ekki geta fallist á að sú sekt sem aðalstefnanda hafi verið gert að greiða sé í ósamræmi við fyrri sektarákvarðanir. Nánar verður gerð grein fyrir þessum röksemdum í tengslum við gagnsök. Þá mótmælir gagnstefnandi því að bág fjárhagsstaða aðalstefnanda eða bágborið efnahagsástand eigi að hafa áhrif á sektarfjárhæðina. Dómstólar ESB hafi ítrekað lýst því yfir að bág fjárhagsstaða fyrirtækja eigi ekki nauðsynlega að leiða til lægri sekta þar sem í því geti falist óeðlilegt hagræði og forskot fyrir viðkomandi fyrirtæki, sbr. t.d. dóm undirréttar ESB í máli nr. T-452/05 Belgian Sewing Thread gegn framkvæmdastjórninni. Aðeins eigi að horfa til slíkra erfiðleika ef greiðsla á sektinni leiðir til þess að viðkomandi fyrirtæki hrökklist út af markaðnum. Viðkomandi fyrirtæki verði að sanna þetta og í því sambandi séu gerðar mjög ríkar kröfur. Eins og ítarlega sé rökstutt í greinargerð gagnstefnanda til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sé engin ástæða til að lækka sektarfjárhæð aðalstefnanda vegna fjárhagsstöðu hans. Þá vekur gagnstefnandi athygli á því að aðalstefnandi hafi nú fengið sterkan bakhjarl í kjölfar breytts eignarhalds. Engin málefnaleg sjónarmið hafi komið fram af hálfu aðalstefnanda um hvers vegna núverandi efnahagsástand eigi að leiða til lægri sektar hans en ella. Stefndi, íslenska ríkið, kveðst byggja kröfu sína um sýknu af kröfum stefnanda um endurgreiðslu sektarfjárhæðarinnar á sömu málsástæðum og gagnstefnandi. Lög standi ekki til þess að endurgreiða sektarfjárhæðina í heild eða að hluta nema að ákvörðun stefnda og úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði felld úr gildi með dómi. Þá sé kröfu um dráttarvexti sérstaklega mótmælt enda hvergi í lögum heimild til að dæma dráttarvexti á ofgreidda sektarfjárhæð. Gagnstefnandi rökstyður kröfugerð sína í gagnsök með vísan til sömu atriða og hér hafa komið fram. Byggir hann kröfuna á því að aðalstefnandi hafi brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga og 54. gr. EES-samningsins með þeim aðgerðum sem lýst sé í ákvörðun gagnstefnanda og að sekta beri aðalstefnanda af þeim sökum með vísan til meginreglu 1. mgr. 37. gr. samkeppnislaga, sbr. b- og j-liði málsgreinarinnar. Gagnstefnandi byggir á því að sekt aðalstefnanda sé hæfilega ákveðin 260 milljónir króna. Á það er bent að sú sektarfjárhæð nemi u.þ.b. 3,6% af veltu aðalstefnanda árið 2010 eða 0,9% fyrir hvert ár sem brot fyrirtækisins hafi staðið yfir. Fjárhæðin sé því langt innan við hámark 2. mgr. 37. gr. samkeppnislaga. Þegar litið sé til alvarleika og umfangs brotanna og þess tíma sem þau hafi staðið yfir, áhrifa þeirra á samkeppni og veltu aðalstefnanda sé það mat gagnstefnanda að hann hafi stillt fjárhæð sektarinnar í hóf. Gagnstefnandi kveðst ekki geta fallist á að sektin sem hann hafi ákveðið hafi ekki samrýmst fyrri sektarákvörðunum. Í þessu sambandi verði að hafa í huga að hvert og eitt mál sé einstakt. Samræmi við álagningu sekta megi ekki leiða til þess að fyrirtæki, sem brjóti eða íhugi að brjóta samkeppnislög, geti reiknað út eða séð fyrir fjárhæðir sekta. Þannig sé samkeppnisyfirvöldum óheimilt að miða alltaf við sama hlutfall af veltu fyrirtækja er þau leggi á sektir. Með því væri leyst með sama hætti úr ósambærilegum málum og brotið gegn jafnræðisreglunni. Jafnframt gætu fyrirtæki þá reiknað út sektir og metið arðsemi hinnar brotlegu hegðunar út frá því og líkum á því að upp kæmist. Hvað sem framansögðu líður telur gagnstefnandi, að sé litið til 65 milljóna króna sektar fyrirtækis í markaðsráðandi stöðu samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 550/2007 fyrir gerð tveggja samkeppnishamlandi samninga, hefði átt að leggja þyngri sekt á aðaláfrýjanda en gert hafi verið samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar. Gagnstefnandi byggir á því að brot viðkomandi fyrirtækis hafi ekki verið nálægt því eins umfangsmikil og ekki staðið jafn lengi og brot aðalstefnanda. Þá hafi velta fyrirtækisins verið mun lægri en velta aðalstefnanda. Engu að síður sé sektin, sem aðalstefnanda hafi verið gert að greiða með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, aðeins lítið eitt hærri en sú sekt sem lögð hafi verið á viðkomandi fyrirtæki. Á þetta geti gagnstefnandi ekki fallist enda brot aðalstefnanda alvarlegri og umfangsmeiri. Með vísan til hliðstæðra sjónarmiða og þegar hafa verið reifuð telur hann að ákvörðun hans um að leggja 260 milljóna króna sekt á aðalstefnanda hafi byggst á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum, enda séu brot aðalstefnanda ein þau umfangsmestu í sögu íslensks samkeppnisréttar þegar litið sé til fjölda samninga og tímalengdar hinnar brotlegu háttsemi. Gagnstefnandi vísar til þess að það horfi til þyngingar á sekt aðalstefnanda að aðgerðir fyrirtækisins hafi stuðlað að því að aðalstefnandi viðhéldi stöðu sinni á brotatímabilinu. Þannig hafi markaðshlutdeild fyrirtækisins verið stöðug og verulegur hagnaður orðið af reglulegri starfsemi fyrirtækisins, eins og rakið hafi verið. Að mati gagnstefnanda verði að líta sérstaklega til þessa við ákvörðun sektarinnar. Að öðrum kosti kunni aðalstefnandi að hafa hagnast á því að hafa brotið gegn samkeppnislögum. Gagnstefnandi bendir á að fjárhæð þeirrar sektar sem aðalstefnanda beri að greiða samkvæmt úrskurðinum jafngildi 20 milljóna króna sekt fyrir hvert ár sem brot hans hafi staðið yfir. Gagnstefnandi byggir á því að slík sekt sé langt frá því að vera nægjanleg til að hafa fullnægjandi varnaðaráhrif þegar litið sé til veltu og rekstrarhagnaðar stefnda. Á árinu 2008 hafi velta aðalstefnanda verið u.þ.b. sex milljarðar króna og hagnaður fyrir afskriftir um 817 milljónir króna. Að mati aðalstefnanda blasi við að 20 milljóna króna sekt fyrir hvert ár sem brotin hafi staðið yfir samtals 80 milljónir króna sé of lág í ljósi þess að aðgerðirnar hafi verið til þess fallnar að viðhalda markaðshlutdeild, veltu og hagnaði aðalstefnanda og á þann hátt markaðsráðandi stöðu hans. Í þessu sambandi verði að hafa í huga að samanlagður hagnaður aðalstefnanda fyrir afskriftir hafi numið 2.106 milljónum króna á árunum 2006 til 2008. Sekt að fjárhæð 260 milljónir króna sé hófleg í þeim samanburði. Aðalstefnandi byggir á því að við skýringu á ákvæði 37. gr. samkeppnislaga verði að hafa hliðsjón af EES/ESB-samkeppnisrétti enda komi fram í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 52/2007, sem breyttu samkeppnislögum, að ákvæðið byggi á fyrirmyndum úr þeim rétti. Í þessu sambandi verði jafnframt að líta til þess að ákvörðun aðalstefnanda sé reist á 54. gr. EES-samningsins, sbr. 21. og 2. mgr. 26. gr. samkeppnislaga. Á það er bent að við gerð samninganna hafi aðalstefnanda verið fyllilega ljóst að framkvæmdastjórn ESB hefði talið hliðstæð samningsákvæði andstæð samkeppnisreglum. Aðalstefnandi byggir á því að þetta horfi til þyngingar sektarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands 19. febrúar 2004 í máli nr. 323/2003. Í því sambandi verði einnig að gæta að því að bæði fyrir og eftir upphaf brotatímabilsins hafi fyrirtækjum verið gert að greiða sektir hér á landi fyrir að gera samninga um einkakaup og tryggðarafslátt. Ekkert þessara mála hafi hins vegar haft þau áhrif að aðalstefnandi léti af brotum sínum. Með vísan til þessa byggir gagnstefnandi á því að þær sektir hafi ekki haft næg varnaðaráhrif. Í þessu sambandi er vísað til dóms dómstóls ESB frá 7. júní 1983 í sameinuðum málum 100 til 103/80, SA Musique Diffusion française o.fl. gegn framkvæmdastjórninni (Pioneer), þar sem framkvæmdastjórnin var talin óbundin af fyrri ákvörðunum sínum við álagningu sekta í samráðsmálum og heimilt að leggja á hærri sektir en áður til að auka varnaðaráhrif. Dómstólar ESB hafi í fjölmörgum yngri dómum áréttað það sjónarmið að sektarákvarðanir í eldri málum takmarki ekki heimildir framkvæmdastjórnarinnar til að leggja á hærri sektir í yngri málum og vísar þar til tveggja dóma Evrópudómstólsins. Gagnstefnandi telur að ákvörðun hans um fjárhæð sektarinnar hafi verið hófleg þegar litið sé til hefðbundinna viðmiða við álagningu sekta fyrir brot á samkeppnisreglum. Gagnstefnandi vísar um þetta til leiðbeininga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um álagningu sekta (Guidelines on the method of setting fines imposed pursuant to Article 23(2)(a) of Regulation No 1/2003) og efnislega samhljóða leiðbeininga Eftirlitsstofnunar EFTA sem stofnunin myndi beita vegna brota íslenskra fyrirtækja á samkeppnisreglum EES-samningsins. Í leiðbeiningum Eftirlitsstofnunar EFTA komi fram að sektir skuli hafa nægileg varnaráhrif hvort tveggja til að refsa viðkomandi fyrirtæki og til að koma í veg fyrir að önnur fyrirtæki brjóti eða haldi áfram að brjóta af sér. Í leiðbeiningunum sé gert ráð fyrir því að sektarfjárhæð sé ákveðin með tilliti til ákveðinnar grunnfjárhæðar sem geti verið allt að 30% af veltu viðkomandi fyrirtækis á hinum skilgreinda markaði á síðasta heila rekstrarári brotatímabilsins. Þessi grunnfjárhæð sé síðan margfölduð með þeim fjölda ára sem háttsemin hafi staðið yfir. Við mat á því hvaða hlutfall af veltu skuli miða við er litið til aðstæðna í hverju máli, svo sem markaðshlutdeildar, umfangs og eðli brotsins eða brotanna og hvort viðkomandi samningum hafi verið hrint í framkvæmd. Þannig sé 5% lágt hlutfall en 25% hátt hlutfall. Sé miðað við 10% hlutfall í þessu máli yrði grunnfjárhæðin 280 milljónir króna. Beiting þessara viðmiðana hefði því leitt til þess að fjárhæð sektar hefði verið ákveðin 1.120 milljónir króna. Þar sem sektin mætti þó ekki vera hærri en sem næmi 10% af heildartekjum nýliðins árs ætti sektin að nema 708 milljónum króna, en heildartekjur aðalstefnanda námu 7.082 milljónum króna árið 2010. Með hliðsjón af þessu byggir gagnstefnandi á því að 260 milljóna króna sekt aðalstefnanda hafi verið stillt í hóf. Að mati gagnstefnanda beri jafnframt að líta til þess að um sé að ræða markað sem sé sérstaklega þýðingarmikill fyrir neytendur en gríðarlegur fjöldi þeirra kaupi gosdrykki. Þá séu verðlagsbreytingar á gosdrykkjum til þess fallnar að hafa áhrif á almennar verðlagsmælingar. Hér sé enn fremur rétt að líta til þess að verulegur rekstrarhagnaður sé af reglulegri starfsemi stefnda. Miðað við sektarfjárhæð nefndarinnar kunni aðalstefnandi að hafa hagnast af því að misnota markaðsráðandi stöðu sína, sbr. samanburð á sektarfjárhæð og hagnaði aðalstefnanda. Hegðun hans hafi verið til þess fallin að skaða samkeppni með alvarlegum hætti og valda almenningi tjóni með því að hindra og/eða takmarka samkeppni annarra gosdrykkjaframleiðenda og vinna gegn möguleikum nýrra aðila á að hasla sér völl á markaðnum. Krafa gagnstefnanda og stefnda, íslenska ríkisins, um málskostnað styðst við 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 3. Málsástæður og lagarök aðalstefnanda í gagnsök Aðalstefndi reisir sýknukröfu sína í gagnsök í öllum meginatriðum á sömu röksemdum og í aðalsök. Þannig vísar hann til þess að verulegir annmarkar hafi verið á málsmeðferð samkeppnisyfirvalda og að þau hafi ekki verið bær til að beita aðalstefnanda stjórnvaldssekt. Enn fremur heldur hann því fram að þau hafi skilgreint markaðinn með röngum hætti, að niðurstaða þeirra um markaðsráðandi stöðu aðalstefnanda sé röng og að þeir samningar sem um ræði hafi ekki falið í sér misnotkun á ætlaðri markaðsráðandi stöðu aðalstefnanda. Af þessum sökum telur aðalstefnandi að úrlausnir samkeppnisyfirvalda, sem krafa gagnstefnanda sé reist á, séu ógildanlegar og því beri að sýkna aðalstefnanda í gagnsök. Aðalstefnandi skírskotar jafnframt til fyrrgreindra sjónarmiða um að fella beri stjórnvaldssektina niður eða lækka hana. Því síður sé tilefni til að hækka sektina frá því sem áfrýjunarnefndin hafi ákveðið. Þá byggir hann á því að tilgreind sjónarmið gagnstefnanda, sem hann tefli fram til stuðnings því að hækka beri sektina, séu ekki málefnaleg. Þannig sé óheimilt að líta til leiðbeiningarreglna Eftirlitsstofnunar EFTA í þessu sambandi, sem ekki hafi lagagildi hér á landi. Þá telur aðalstefnandi að með því að líta til sambærilegra sjónarmiða og Eftirlitsstofnun EFTA við sektarákvörðun horfi gagnstefnandi alveg fram hjá því að hann sé stjórnvald sem sé bundið af meginreglum stjórnsýsluréttar, m.a. um að reisa ákvarðanir sínar á málefnalegum sjónarmiðum og draga forsvaranlegar ályktanir af gögnum máls, auk jafnræðisreglu 11. gr. og meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga. Aðalstefnandi hafnar því að gagnstefnandi verði aðeins að gæta „viss samræmis“ við álagningu sekta, eins og fram komi í stefnu í gagnsök. Þvert á móti beri honum að gæta fulls jafnræðis þegar hann leggi sektir á fyrirtæki. Aðalstefnandi hafnar einnig þeirri fullyrðingu gagnstefnanda að tekið hafi verið tillit til áhrifa brotanna, enda hafi ekki verið gerð nein tilraun til þess að rannsaka hin ætluðu skaðlegu áhrif samninganna. Aðalstefnandi byggir einnig á því að óheimilt sé að láta veltu hafa áhrif á fjárhæð sektarinnar. Heildarvelta síðasta rekstrarárs geti aðeins komið til skoðunar sem hámark á álagningu sektar, sbr. 2. mgr. 37. gr. samkeppnislaga. Aðalstefnandi mótmælir einnig sjónarmiðum gagnstefnanda um þýðingu varnaðaráhrifa sekta. Telur aðalstefnandi að það sé ómálefnalegt og ólögmætt að gera úr honum fordæmi, með álagningu eins hárra sekta og krafist sé, með þeim röksemdum að sektarfjárhæð í öðrum málum hafi ekki haft tilætluð varnaðaráhrif. Þá telur hann að sektir þær sem gagnstefnandi krefjist séu ekki í samræmi við sektir í þeim málum sem gagnstefnandi vísi til. Þau brot sem þar hafi verið til umfjöllunar hafi annars vegar verið ítrekunarbrot, en sektin í því máli hafi verið 65 milljónir króna, og hins vegar brot sem fólst m.a. í sértækum verðlækkunum gagnvart fyrirtæki sem hafi haft 5% markaðshlutdeild. Hvorugt eigi við í máli aðalstefnanda. Að lokum vísar aðalstefnandi til þess að engir nýir samningar við viðskiptavini geymi ákvæði um einkakaup eða tryggðarhvetjandi afslátt auk þess sem lagt hafi verið í þá vinnu að breyta öllum eldri samningum í þeim tilgangi að hætta notkun ákvæða af þessu tagi. Því sé ljóst að sektarákvarðanir samkeppnisyfirvalda hafi haft varnaðaráhrif, þar sem þær hafi hvatt fyrirtæki, sem þó telji sig ekki vera í markaðsráðandi stöðu, til að láta af gerð einkakaupasamningum. Til viðbótar þessum málsástæðum reisir aðalstefnandi sýknukröfu sína á aðildarskorti gagnstefnanda. Telur hann að gagnstefnandi geti ekki haft uppi kröfu sem þessa, enda hafi hann ekki heimild til þess að lögum að krefjast þess fyrir dómi að aðila verði gert að greiða sektir í ríkissjóð. Eini aðilinn sem hafi slíka heimild sé fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, eða aðrir þeir aðilar sem hafi heimild til þess á grundvelli skýrrar lagaheimildar. Þar sem gagnstefnandi hafi höfðað málið í þeim búningi sem raun beri vitni, í eigin nafni og án atbeina fjármálaráðherra, beri að sýkna aðalstefnanda af kröfum gagnstefnanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. IV. Niðurstaða Aðalstefnandi byggir kröfur sínar í aðalsök og gagnsök meðal annars á því að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB frá 22. júní 2005 í máli COMP/A.39.116B2 Coca Cola hafi haft þá þýðingu að samkeppnisyfirvöldum hér á landi hafi verið óheimilt að taka þá ákvörðun sem krafist er ógildingar á. Sýnist dóminum að sú ályktun sé reist á tveimur meginröksemdum af hálfu aðalstefnanda. Annars vegar vísar hann til réttmætra væntinga hans til réttaráhrifa ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar, sbr. 2. mgr. 25. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, sem skýra beri í samræmi við 16. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1/2003. Hins vegar heldur aðalstefnandi því fram að sekt gagnstefnanda brjóti í bága við meginreglu laga um bann við endurtekinni málsmeðferð (ne bis in idem), sbr. 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar liggur fyrir í málinu í íslenskri þýðingu. Þar kemur fram að henni sé beint að The Coca Cola Company (TCCC) og þremur evrópskum fyrirtækjum er annast átöppun, markaðssetningu og dreifingu drykkjarvara frá TCCC í Evrópu. Í ákvörðuninni eru þessir aðilar nefndir „aðilar“, en þess þó jafnframt getið í umfjöllun um aðild, að auk hinna „þriggja átappenda“ hafi „TCCC gert átöppunarsamninga við þriðju aðila í ákveðnum aðildarríkjum, í Noregi og á Íslandi, eða á landsvæðum sem þeim tilheyra, þar sem enginn hinna þriggja aðalátappenda eru til staðar“. Eins og rakið er í ákvörðuninni er tilefni hennar rannsókn framkvæmdastjórnarinnar á samningum framangreindra aðila við viðskiptamenn sína, sem virðist meðal annars hafa tekið til starfshátta á markaði hér á landi, ef marka má efni ákvörðunarinnar. Samkvæmt bráðabirgðamati framkvæmdastjórnarinnar þóttu ákveðnir viðskiptahættir TCCC og framangreindra aðila, t.d. einkakaupasamningar, varhugaverðir í ljósi 82. gr. stofnsáttmála ESB og 54. gr. EES-samningsins. Eftir að sú afstaða lá fyrir lögðu TCCC, ásamt hinum þremur átöppunaraðilum, fram tillögu að skuldbindingum á grundvelli 9. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1/2003, sem fól í sér að þessir aðilar myndu breyta viðskiptaháttum sínum til að mæta áhyggjum framkvæmdastjórnarinnar. Að auki myndi TCCC skuldbinda sig til þess að leitast við að afla „skuldbindinga allra þeirra átappenda (annarra en félaganna) sem skuldbindingar þessar eiga ekki við um“. Yrði það gert með því að TCCC legði fyrir þá aðila að fylgja viðkomandi skilmálum að viðlagðri uppsögn á átöppunarsamningum þeirra. Fram kemur í ákvörðuninni að það hafi verið tillaga fyrrgreindra aðila að skuldbindingarnar næðu til allra aðildarríkja ESB, Noregs og Íslands að því marki sem gosdrykkir frá TCCC hefðu yfir 40% hlutdeild í sölu gosdrykkja í viðkomandi ríki og tvöfalt hærri hlutdeild en næsti keppinautur. Með ákvörðuninni, sem eins og rakið hefur verið var reist á 9. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1/2003, urðu þessar tillögur bindandi fyrir TCCC og hina þrjá átöppunaraðila sem áttu beina aðild að málinu. Samkvæmt því sem fyrir liggur í málinu mun aðalstefnandi hafa samþykkt að gangast undir framangreinda skilmála í samræmi við fyrrgreinda skuldbindingu TCCC. Aðalstefnandi var hins vegar ekki aðili að máli framkvæmdastjórnarinnar enda liggur ekkert fyrir um að rannsókn hennar hafi getað leitt til þess að hann yrði beittur viðurlögum. Þær skuldbindingar sem aðalstefnandi tók á sig um að breyta viðskiptaháttum sínum, færi hlutdeild á sölu gosdrykkja frá TCCC yfir þau mörk sem framkvæmdastjórnin samþykkti, fólu ekki í sér refsikennd viðurlög. Þegar af þeirri ástæðu fær dómurinn ekki séð að regla er lýtur að banni við endurtekinni málsmeðferð í refsimálum, sbr. 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, eigi við um atvik í máli þessu. Með beitingu 9. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1/2003 lauk framkvæmdastjórn ESB athugun sinni á viðskiptaháttum TCCC og hinna evrópsku átöppunaraðila að teknu tilliti til þeirra skuldbindinga sem fyrirtækin tóku á sig til að bregðast við áhyggjum framkvæmdastjórnarinnar. Í ákvörðuninni fólst því engin yfirlýsing um brot af hálfu viðkomandi fyrirtækja. Að þessu leyti er ákvörðunin frábrugðin öðrum úrræðum framkvæmdastjórnarinnar, sem einkum koma fram í 7. gr. reglugerðarinnar, enda felur 9. gr. reglugerðarinnar í raun aðeins í sér að unnt er að ljúka athugun með því að samþykkja tilögur málsaðila um tilteknar kvaðir sem miða að því að tryggja að samkeppnisreglum sé framvegis fylgt. Vikið er að framangreindu úrræði 9. gr. reglugerðarinnar í 13. tölulið aðfararorða hennar. Þar segir að í „ákvörðun um skuldbindingu“ skuli koma fram að ekki sé lengur talinn grundvöllur til aðgerða af hálfu framkvæmdastjórnarinnar nema að fyrir liggi niðurstaða um að brot hafi verið framið eða að það standi enn yfir. Síðan segir að slíkar ákvarðanir um skuldbindingar séu „með fyrirvara um vald samkeppnisyfirvalda og dómstóla í aðildarríkjunum til að komast að niðurstöðu og úrskurða í málinu“. Eins og rakið hefur verið byggir aðalstefnandi á því að fyrirmæli 2. mgr. 25. gr. samkeppnislaga, eins og skýra beri ákvæðið í ljósi 16. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1/2003, hafi komið í veg fyrir að samkeppnisyfirvöld hér á landi beittu hann viðurlögum. Í 2. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar segir að þegar „samkeppnisyfirvöld í aðildarríkjunum fella úrskurð um samninga, ákvarðanir eða aðgerðir skv. 81. eða 82. gr. sáttmálans, sem þegar hefur verið fjallað um í ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar, er þeim ekki heimilt að taka ákvörðun sem gengur gegn þeirri ákvörðun sem framkvæmdastjórnin hefur samþykkt“. Í 22. tölulið aðfararorða reglugerðarinnar er vikið að því álitaefni sem 16. gr. reglugerðarinnar er ætlað að mæta. Þar kemur fram að nauðsynlegt sé að skýra hvaða áhrif ákvarðanir og málsmeðferð framkvæmdastjórnarinnar hafa á dómstóla og samkeppnisyfirvöld í aðildarríkjunum til að forðast þversagnarkenndar niðurstöður. Í niðurlagi töluliðarins segir síðan orðrétt: „Ákvarðanir um skuldbindingar, sem framkvæmdastjórnin hefur samþykkt, hafa ekki áhrif á vald dómstólanna og samkeppnisyfirvalda í aðildarríkjunum til að beita 81. og 82. gr. sáttmálans.“ Við túlkun á 2. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar hlýtur að þurfa að taka mið af því sem fram kemur í 13. og 22. tölulið aðfararorða reglugerðarinnar. Í því ljósi og að teknu tilliti til fyrrgreindrar sérstöðu ákvarðana um skuldbindingar samkvæmt 9. gr. reglugerðarinnar, telur dómurinn einsýnt að þess háttar ákvörðun sé ekki „ákvörðun sem framkvæmdastjórnin hefur samþykkt“ í skilningi 2. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar. Sú grein reglugerðarinnar getur því ekki valdið því að túlka beri 2. mgr. 25. gr. samkeppnislaga á þann veg að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB um skuldbindingar TCCC, sem urðu til þess að aðalstefnandi taldi nauðsynlegt að gangast einnig undir skuldbindingarnar, hafi komið í veg fyrir að gagnstefnandi beitti lögbundnum úrræðum sínum í máli aðalstefnanda. Þegar af þessari ástæðu verður að telja að samkeppnisyfirvöld hér á landi hafi verið bær til að skera úr um hvort aðalstefnandi hefði gerst brotlegur við 54. gr. EES samningsins sem og 11. gr. samkeppnislaga og ákveða fyrirtækinu viðurlög af því tilefni. Ákvörðun samkeppnisyfirvalda í máli aðalstefnanda var ákvörðun um réttindi og skyldur hans er féll undir 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Meðferð málsins varð því að fullnægja þeim almennu kröfum sem þar koma fram auk þess sem gagnstefnanda bar einnig að fylgja reglum nr. 880/2005 með síðari breytingum við málsmeðferðina. Aðalstefnandi telur að málsmeðferð gagnstefnanda og áfrýjunarnefndarinnar hafi farið í bága við fyrirmæli stjórnsýslulaga á þrjá vegu. Í fyrsta lagi hafi málsmeðferðin ekki fullnægt kröfum IV. kafla laganna um andmælarétt málsaðila. Í öðru lagi hafi hún farið í bága við málshraðareglu 9. gr. stjórnsýslulaga. Í þriðja lagi telur aðalstefnandi að gagnstefnandi hafi ekki rannsakað málsatvik með þeim hætti sem áskilið sé í 10. gr. stjórnsýslulaga. Með því að taka saman svonefnt andmælaskjal, þar sem ítarlega var gerð grein fyrir fyrstu ályktunum gagnstefnanda af athugun sinni á ætlaðri misnotkun aðalstefnanda á markaðsráðandi stöðu sinni, láta honum í té þau gögn sem samkeppnisyfirvöld töldu rétt að afhenda honum að loknu hagsmunamati á grundvelli 17. gr. stjórnsýslulaga, og veita aðalstefnanda ráðrúm til að kynna sér þessi gögn, var honum gefinn kostur á því að tjá sig um efni málsins áður en ákvörðun var tekin, sbr. 13. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga á málsaðili almennt rétt á því að kynna sér öll skjöl og önnur gögn er málið varða. Þegar sérstaklega stendur á er stjórnvaldi heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef hagsmunir hans af því að notfæra sér vitneskju úr þeim þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum. Upplýsingar í þeim gögnum, sem aðalstefnandi fékk ekki að kynna sér með vísan til 17. gr. stjórnsýslulaga, munu hafa lotið að sundurliðuðum tekjum af sölu keppinauta aðalstefnanda og annarra aðila á drykkjarvörumarkaði í mismunandi vöruflokkum og afstöðu helsta keppinautar hans til stöðu sinnar á markaðnum. Ekki hefur verið sýnt fram á að með því að takmarka aðgang aðalstefnanda að þessum gögnum á grundvelli mun ríkari viðskiptahagsmuna þeirra aðila sem upplýsingarnar vörðuðu hafi verið brotið gegn andmælarétti aðalstefnanda þannig að farið hafi í bága við 13. gr. stjórnsýslulaga. Aðstoðarmaður, sem málsaðili fær til að aðstoða sig við rekstur stjórnsýslumáls, nýtur sömu réttinda til aðgangs að gögnum máls og aðili málsins, hafi málsaðili veitt honum umboð til þess. Slíkur aðstoðarmaður getur hins vegar ekki átt ríkari rétt til að kynna sér gögnin en málsaðili, enda horfa þeir einkahagsmunir, sem ætlunin er að standa vörð um með takmörkun á upplýsingarétti málsaðila, eins við gagnvart aðstoðarmanninum og málsaðila sjálfum. Tillaga aðalstefnanda um að lögmaður hans eða endurskoðandi á hans snærum færi yfir fyrrgreind gögn gat því ekki haft neina þýðingu þegar afstaða var tekin til aðgangs að þeim á grundvelli 15. gr., sbr. 17. gr. stjórnsýslulaga. Athugun gagnstefnanda á viðskiptaháttum aðalstefnanda hófst með gagnaöflun 29. janúar 2007. Í upphafi virðist athugunin þó hafa beinst almennt að viðskiptasamningum birgja og matvöruverslana. Með bréfi 27. júní 2007 var aðalstefnanda tilkynnt að gagnstefnandi hygðist skoða samninga fyrirtækisins sérstaklega með tilliti til þess hvort þeir fælu í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu þess. Upplýsinga var aflað frá aðilum á drykkjarvörumarkaði haustið 2007 og samningar aðalstefnanda við viðskiptavini sína voru sendir gagnstefnanda í júlí 2008. Eftir því sem best verður séð lágu öll helstu gögn málsins þá fyrir nema sundurliðaðar upplýsingar um tekjur aðalstefnanda og helsta keppinautar hans af sölu á drykkjarvörum fyrir allt árið 2008. Niðurstaða frumathugunar gagnstefnanda lá fyrir 5. júní 2010, en þá voru þrjú ár og rúmir fjórir mánuðir liðnir frá því almenna athugunin hófst og tæp þrjú ár frá því aðalstefnanda var tilkynnt að viðskiptahættir hans væru til sérstakrar skoðunar. Í málatilbúnaði gagnstefnanda eru ekki gefnar aðrar skýringar á þeim tíma sem athugunin tók en að málið hafi verið umfangsmikið. Á það má að nokkru leyti fallast, enda kallaði það á að farið væri yfir um 1200 viðskiptasamninga með tilliti til áhrifa þeirra á samkeppni aðila á markaði með gosdrykki. Eftir sem áður fær dómurinn ekki séð að það eitt réttlæti að frumathugun gagnstefnanda hafi tekið um þrjú ár, enda samningarnir að mörgu leyti hliðstæðir og ekki flóknir. Fór meðferð málsins að þessu leyti í bága við 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, þar sem segir að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Auk þess var ekki fylgt fyrirmælum 3. mgr. 9. gr. sömu laga, þar sem sú skylda er lögð á stjórnvöld að skýra aðila frá því þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast, gera grein fyrir ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Þá fór málsmeðferðartími úrskurðarnefndar áfrýjunarmála fram yfir sex vikna frest samkvæmt niðurlagi 1. mgr. 9. gr. samkeppnislaga. Reglur um málshraða miða að skilvirkni í stjórnsýslunni. Sé vanrækt að fylgja reglum af þessu tagi leiðir það almennt ekki til ógildingar stjórnvaldsákvörðunar. Að mati dómsins eru þeir annmarkar í máli þessu er lúta að málshraða ekki þess eðlis að skilyrði séu til að ógilda úrskurð áfrýjunarnefndarinnar, eins og krafist er. Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. samkeppnislaga er misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu bönnuð. Í 2. mgr. ákvæðisins eru tekin dæmi um hegðun fyrirtækis sem getur falið í sér slíka misnotkun. Í 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna er hugtakið markaðsráðandi staða skilgreind. Þar segir að markaðsráðandi staða sé þegar fyrirtæki hafi þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem skipti máli og að fyrirtækið geti að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda. Í 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna er markaður skilgreindur sem sölusvæði vöru og staðgengdarvöru og/eða sölusvæði þjónustu og staðgengdarþjónustu. Jafnframt er þar tekið fram að staðgengdarvara og staðgengdarþjónusta sé vara eða þjónusta sem að fullu eða verulegu leyti getur komið í stað annarrar. Fyrrgreint ákvæði 11. gr. samkeppnislaga er sama efnis og 11. gr. eldri laga nr. 8/1993 eins og það hljóðaði eftir að 4. gr. laga nr. 107/2000 um breytingu á samkeppnislögum tók gildi. Í athugasemdum við síðastgreindu breytinguna í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 107/2000 er vikið að hugtakinu markaðsráðandi staða samkvæmt orðskýringu 4. gr. laga nr. 8/1993, sem er samhljóða 4. gr. núgildandi laga. Í athugasemdunum kemur einnig fram að þegar staða fyrirtækis á markaði sé metin hafi markaðshlutdeild viðkomandi fyrirtækis verið talin mikilvæg vísbending um það hvort um markaðsyfirráð sé að ræða. Þó sé nauðsynlegt að líta einnig til annarra þátta, eins og gerð viðkomandi markaðar og aðgangs að honum, yfirráða yfir hráefnum, tækniþekkingu, hversu lengi markaðsyfirráð hafi varað og margt fleira. Síðan segir í athugasemdunum að til þess að unnt sé að staðreyna hvaða stöðu fyrirtæki hafi á markaði sé nauðsynlegt að afmarka þann markað sem um sé að ræða og skilgreina viðkomandi vöru- eða þjónustumarkað annars vegar og hinn landfræðilega markað hins vegar. Við skilgreiningu á vöru- eða þjónustumarkaði ráði innbyrðis staðganga vara eða þjónustu því hvort þær teljist til sama vöru- eða þjónustumarkaðar. Til þess að meta staðgöngu verði meðal annars að hafa hliðsjón af eiginleikum vöru, eða þjónustu, verði hennar og til hvaða nota hún sé ætluð. Þegar mat er lagt á hvort fyrirtæki sé í markaðsráðandi stöðu er nauðsynlegt að huga vandlega að því með hvaða hætti skilgreina eigi viðkomandi markað. Sé markaðurinn skilgreindur of þröngt er hætt við að íþyngjandi takmarkanir verði lagðar á fyrirtæki, sem eru ekki aðeins tilefnislausar, heldur kunna þær að grafa undan hagsmunum neytenda á viðkomandi markaði. Á sama hátt getur of víðtæk skilgreining markaðarins leitt til þess að fyrirtæki, sem er í raun í markaðsráðandi stöðu, þurfi ekki að sæta þeim samkeppnislegu hömlum sem þeirri stöðu eiga að fylgja svo eðlileg samkeppni geti þrifist á viðkomandi markaði. Í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hvílir sú skylda á samkeppnisyfirvöldum að sjá til þess að þau atriði sem skipta máli, til þess að unnt sé að leggja mat á staðgöngu einstakra vörutegunda, séu upplýst áður en ákvörðun er tekin. Þegar fyrirhugað er að beita fyrirtæki íþyngjandi stjórnsýsluviðurlögum verður að leggja sérstaka áherslu á að vanda til rannsóknarinnar í því skyni að tryggja að komist verði að réttri niðurstöðu. Eins og ráða má af 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. samkeppnislaga og af ummælum í lögskýringargögnum markast viðkomandi vörumarkaður af allri vöru sem getur að öllu eða að verulegu leyti komið í stað annarrar vöru í viðskiptum viðkomandi fyrirtækis í ljósi eiginleika þeirra, verðlagningar og notagildis. Mat á slíkri staðgöngu vörutegunda hlýtur ávallt í fyrstu að beinast að samanburði á framangreindum atriðum. Eftir því sem vörurnar líkjast meira hvor annarri að þessu leyti getur þurft að beina athuguninni að fleiri þáttum. Er sérstaklega mikilvægt að heildstætt mat af þessu tagi fari fram þegar úrlausn um staðgöngu viðkomandi vörutegunda hefur afgerandi áhrif á markaðshlutdeild þess fyrirtækis sem er til rannsóknar. Í ákvörðun gagnstefnanda var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri staðganga milli hefðbundinna gosdrykkja, hvort sem þeir væru sykraðir eða sykurlausir, og annarra óáfengra drykkja, eins og mjólkurdrykkja, ávaxtasafa og íþrótta- og orkudrykkja. Þar var litið til ólíkra eiginleika og ímyndar þessara drykkja í hugum neytenda, en gosdrykkir voru taldir uppfylla aðrar þarfir en þessir drykkir auk þess sem þeirra væri neytt við aðrar aðstæður og að þeir höfðuðu ekki með sama hætti til allra hópa neytenda. Dómurinn telur að ekki hafi þurft að afla frekari upplýsinga en hér lágu til grundvallar til að varpa ljósi á mögulega staðgöngu gosdrykkja og mjólkurdrykkja, ávaxtasafa, orkudrykkja og íþróttadrykkja. Sama á við um léttöl, kaffi, te og vatn, bæði kranavatn og átappað vatn án kolsýru. Þessar drykkjartegundir eru svo frábrugðnar gosdrykkjum, þegar litið er til eiginleika þeirra og við hvaða tækifæri þeirra er neytt, að engin ástæða er til að draga í efa að sú niðurstaða samkeppnisyfirvalda, að þær tilheyri öðrum markaði, er reist á viðhlítandi athugun málsatvika. Þá eru sannfærandi rök færð fyrir þeirri ályktun í ákvörðun gagnstefnanda. Ekki er því fallist á með aðalstefnanda að rannsókn málsins hafi verið ábótavant hvað þennan þátt varðar. Í ákvörðuninni var sérstaklega vikið að mögulegri staðgöngu kolsýrðra og bragðbættra vatnsdrykkja og hefðbundinna gosdrykkja. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að gosdrykkir séu „gerólíkir vatnsdrykkjum í hugum kaupenda“, eins og segi í niðurstöðukafla um skilgreiningu markaðarins í ákvörðun gagnstefnanda. Hvað þessa aðgreiningu varðar tekur dómurinn fram að gögn málsins bera með sér að aðalkeppinautur aðalstefnanda, Ölgerðin, hafi selt umtalsvert meira af slíkum vatnsdrykkjum en aðalstefnandi á tímabilinu frá 2005 til ársloka 2008, undir vörumerkinu Kristall og Kristall Plús. Markaðshlutdeild þessara tveggja aðila hefði því óhjákvæmilega orðið jafnari en lagt var til grundvallar við úrlausn samkeppnisyfirvalda, ef bragðbættir, kolsýrðir vatnsdrykkir hefðu verið skilgreindir sem hluti viðkomandi vörumarkaðar. Alþekkt er að drykkir af þessu tagi eru keimlíkir að því leyti að þeir eru kolsýrðir og bragðbættir og freyða á hliðstæðan hátt við neyslu. Telur dómurinn að þessir vatnsdrykkir séu því gosdrykkir sérstakrar tegundar sem þó hafa ekki alveg jafn sætan keim og einkennir bæði sykraða og sykurlausa gosdrykki. Þá ber að líta til þess að þessum drykkjartegundum hefur oftast verið stillt upp saman í hillum verslana hér á landi og eru þar í hliðstæðum umbúðum og sömu magneiningum. Sama á við um matseðla veitingahúsa sem bjóða upp á slíka vatnsdrykki. Jafnframt verður að telja ósennilegt að kolsýrðir vatnsdrykkir séu á sama markaði og kranavatn og átappað ókolsýrt vatn. Í ljósi sameiginlegra einkenna þessara drykkjartegunda, og þeirrar þýðingar sem staðganga þeirra hefði við mat á markaðshlutdeild aðalstefnanda, telur dómurinn að mikilvægt hafi verið að leggja heildstætt mat á og afla sem gleggstra upplýsinga um mögulega staðgöngu þeirra svo unnt væri að meta stöðu aðalstefnanda á viðkomandi markaði með viðhlítandi hætti. Við þetta vandasama mat bar að hafa í huga að kolsýrðir vatnsdrykkir kunna að geta komið í stað hefðbundinna gosdrykkja í hugum neytenda þó að gosdrykkir komi ekki í stað kolsýrðra vatnsdrykkja. Ber að árétta að það var hlutverk gagnstefnanda að sjá til þess í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga að þessi atriði væru upplýst áður en ákvörðun var tekin. Í rökstuðningi gagnstefnanda fyrir skilgreiningu sinni á vörumarkaðnum var vísað til álits samkeppnisráðs nr. 3/1999 vegna fyrirhugaðra kaupa Coca Cola Nordic Bevereges A/S á öllu hlutafé í Vífilfelli ehf. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að átappað vatn og safar væru ekki á sama vörumarkaði og gosdrykkir þar sem þessar drykkjartegundir uppfylltu ólíkar þarfir og þeirra væri neytt við ólík tækifæri. Dómurinn fær ekki séð að í þessu áliti hafi verið tekið til skoðunar hvort bragðbættir, kolsýrðir vatnsdrykkir, sem eru annars eðlis en átappað vatn, gætu tilheyrt sama markaði og gosdrykkir. Álitið gat því enga þýðingu haft við úrlausn á því meginálitaefni hvort staðganga væri milli þessara vörutegunda. Í rökstuðningi gagnstefnanda var einnig vísað til ýmissa úrlausna framkvæmdastjórnar ESB frá 1997, 2001, 2005 og 2009, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að gosdrykkir tilheyrðu sérstökum markaði. Lýsing gagnstefnanda á þessum úrlausnum gefur ekki skýrt til kynna hvort framkvæmdastjórnin hafi litið svo á að hliðstæðir drykkir og þeir kolsýrðu vatnsdrykkir, sem hér eru til sérstakrar umfjöllunar, ættu að falla utan eða innan markaðsskilgreiningarinnar. Eina erlenda úrlausnin sem gagnstefnandi vísar til í ákvörðun sinni, og tekur með skýrum hætti afstöðu til staðgöngu hefðbundinna gosdrykkja og kolsýrðra vatnsdrykkja með bragðefnum, er úrskurður breska samkeppnisráðsins (Competition Commission) frá 28. mars 2006 um samruna Cott Beverages Ltd. og Macaw (Holdings) Ltd. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að þrátt „fyrir að kolsýrt, bragðbætt vatn sé gosdrykkur“ þá verði það aðgreint frá öðrum „hefðbundnari gosdrykkjum um sinn“ þar sem það sé markaðssett sem vatn og njóti þar með góðs af ímynd sem tengdist heilsusamlegu líferni og skilaði að því er virtist meiri framlegð. Í ákvörðun gagnstefnanda er talið að auðveldlega megi yfirfæra þetta mat á íslenska markaðinn þar sem þróaðir hefðu verið vatnsdrykkir sem væru bæði kolsýrðir og bragðbættir. Orðrétt segir síðan í ákvörðuninni: „Þessir drykkir innihalda jafnvel sykur af einhverju tagi eða sætuefni, a.m.k. í einhverjum tilvikum. Engu að síður eru þessir drykkir markaðssettir sem eins konar heilsudrykkir og neytendur eru að því er virðist hvattir í auglýsingum til að neyta þeirra heilsu sinnar vegna. Þannig hafa þessir drykkir verið tengdir heilbrigðu líferni í hugum neytenda jafnvel þótt sumum þeirra svipi til ávaxtagosdrykkja. Þar sem ætla má að neytendur muni seint neyta gosdrykkja til að bæta heilsu sína þá verður ekki annað séð en þessir vatnsdrykkir tilheyri öðrum markaði en gosdrykkir enda engin ástæða til að ætla að neytendur líti þessa drykki öðrum augum en samræmist þeirri ímynd sem framleiðendur hafa skapað um þá.“ Dómurinn telur rétt að gjalda varhug við því að heimfæra álit erlendra samkeppnisyfirvalda á markaðsaðstæðum á neytendamarkaði í sínu heimalandi yfir á aðstæður hér á landi líkt og hér virðist gert. Athugun gagnstefnanda varð þvert á móti að beinast að raunverulegum aðstæðum hér á landi á þeim tíma sem rannsóknin tók til. Ályktun gagnstefnanda um markaðssetningu vatnsdrykkja, þar sem neysla þeirra er fremur tengd heilbrigðum lífsháttum, virðist þó reist á því með hvaða hætti drykkirnir hafa verið auglýstir hér á landi. Engin dæmi eru þó tilgreind í ákvörðun gagnstefnanda þessu til stuðnings og hefur aðalstefnandi dregið í efa að þessar ólíku áherslur við markaðssetningu séu jafn augljósar og gagnstefnandi vill vera láta. Heldur hann því meðal annars fram að markaðssetning á sykurlausum gosdrykkjum sé tengd heilsu á hliðstæðan hátt og gert sé við markaðssetningu kolsýrðra vatnsdrykkja. Athugasemdum aðalstefnanda, er lutu að þessu í kæru til áfrýjunarnefndarinnar, var ekki mætt með tilvísunum í tilteknar auglýsingar, heldur var viðurkennt í athugasemdum gagnstefnanda við kæruna að í auglýsingum fyrir sykurlausa gosdrykki væri „í einhverjum tilvikum lögð áhersla á heilbrigðan lífstíl (fáar kaloríur)“. Á móti var á það bent að á sama tíma væri því haldið á lofti að drykkirnir brögðuðust jafn vel og sykruðu útgáfurnar. Þá var því einnig haldið fram að í auglýsingum fyrir sykurlausa gosdrykki lægi áherslan „fremur á megrun en heilbrigðan lífstíl“, jafnvel „ævintýramennsku“ í stað heilsu. Þessar ályktanir einkennast af almennum staðhæfingum sem ekki eru studdar dæmum. Því er óljóst að hvaða marki hafi verið stuðst við viðhlítandi rannsókn á markaðssetningu þessara drykkjartegunda áður en fullyrt var að ímynd þeirra í auglýsingum væri svo ólík að það mælti eindregið gegn því að staðganga væri milli þeirra. Við mat á staðgöngu drykkjartegunda í máli þessu verður jafnframt að hafa í huga að aðalstefnandi selur ekki vörur beint til neytenda heldur á hann í viðskiptum við endurseljendur á dagvörumarkaði og veitingamarkaði. Í því samhengi er eðlilegt að beina sjónum að því hvað ætla megi um staðgöngu hefðbundinna gosdrykkja og bragðbættra og kolsýrðra vatnsdrykkja eins og hún horfir við endurseljendum. Í ákvörðun gagnstefnanda er að nokkru leyti vikið að þessu og bent á að út frá sjónarhóli endurseljenda, „eins og matvöruverslana og reyndar flestra söluaðila sem bjóða upp á eitthvert úrval drykkjarvara“ sé nauðsynlegt að „hafa á boðstólum flestar ef ekki allar þessar vörutegundir“. Í ákvörðuninni segir síðan að það sé ekki „raunhæfur kostur fyrir matvöruverslun að hætta að bjóða upp á gosdrykki, ef t.d. verð á þeim hækkar, og leggja þess í stað meiri áherslu á kolsýrt vatn eða ávaxtadjús“. Því er í ákvörðuninni talið að „framleiðsla og dreifing á hverjum drykkjarvöruflokki, t.d. gosdrykkjum, [myndi] sjálfstæðan vörumarkað þar sem aðrar drykkjarvörur eða tegundir [geti] ekki komið í stað þess vöruflokks sem fyrr er getið“. Í ákvörðuninni er jafnframt tekið fram að það sjónarmið, sem aðalstefnandi hafi teflt fram, um að neytendur krefjist sífellt meiri fjölbreytileika í vöruúrvali, styðji þá niðurstöðu að „endurseljendur með allnokkurt úrval drykkjarvara þurfi að hafa flesta ef ekki alla drykkjarvöruflokka á boðstólum“. Það var talið þýða að um aðgreinda markaði væri að ræða. Að mati dómsins er í þessari umfjöllun tekið of djúpt í árinni um þýðingu vöruúrvals við afmörkun viðkomandi markaðar. Endurseljendur gosdrykkja þurfa ekki að bregðast við verðhækkun á þeim með því að hætta alfarið að bjóða upp á gosdrykki, og auka þess í stað viðskipti sín með kolsýrða vatnsdrykki, til að fyrir liggi vísbendingar um staðgöngu. Ef ætla má að marktæk hækkun á verði gosdrykkja leiði til aukinnar sölu vatnsdrykkja, þannig að hækkunin skili ekki neinum ávinningi, liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar um staðgöngu. Það útilokar hins vegar ekki að endurseljendur hafi áfram sömu drykkjartegundir á boðstólum en í öðrum hlutföllum. Dómurinn tekur fram að vatnsdrykkir kunni almennt í hugum neytenda að njóta góðs af tengingu við heilnæmi vatnsins meðan gosdrykkir þykja jafnan fremur óhollir. Þessi ímynd er hins vegar háð síkvikum, samfélagslegum viðhorfum sem geta tekið breytingum frá einum tíma til annars. Vöruþróun, markaðssetning, framstilling og verðlagning getur haft þau áhrif að vörutegundir, sem áður þóttu ólíkar, skarist nú í hugum neytenda. Eins og bent er á í ákvörðun gagnstefnanda, og vikið var að hér að framan, eiga ýmsar tegundir hefðbundinna gosdrykkja og kolsýrðra vatnsdrykkja mjög margt sameiginlegt. Þannig er hitaeiningafjöldinn hliðstæður í sykurlausum gosdrykkjum og bragðbættum vatnsdrykkjum, auk þess sem líkindi eru í bragði þeirra og öðrum einkennum. Þá er þeim stillt upp hlið við hlið í verslunum og fást þar í sömu magneiningum. Því telur dómurinn að rannsaka hafi þurft nánar viðhorf neytenda hér á landi áður en því var slegið föstu af hálfu samkeppnisyfirvalda að ímynd drykkjartegundanna væri svo ólík að bragðbættir og kolsýrðir vatnsdrykkir gætu ekki komið í stað hefðbundinna gosdrykkja. Jafnframt er til þess að líta að í ákvörðun gagnstefnanda, sem staðfest var af áfrýjunarnefnd samkeppnismála, var í engu getið um hvernig þessum drykkjartegundum er stillt upp í verslunum, hvernig verðlagningu þeirra er háttað og hver hafi verið framlegð af sölu þeirra á tímabilinu. Ekki var heldur leitað rökstudds álits endurseljenda til álitaefna tengdum mögulegri staðgöngu kolsýrðra vatnsdrykkja og hefðbundinna gosdrykkja. Þá verður ekki séð að sjálfstæð rannsókn hafi farið fram af hálfu gagnstefnanda á sölu- og verðlagsþróun á drykkjarvörumarkaðnum sem hefði getað gefið vísbendingar um hreyfingar í viðskiptum milli þessara vörutegunda. Á hinn bóginn var leitað svara helsta keppinautar aðalstefnanda á drykkjarvörumarkaðnum, Ölgerðarinnar, meðal annars um stöðu fyrirtækisins á markaði. Í gögnum, sem lögð voru fyrir dóminn samkvæmt 69. gr. laga nr. 91/1991, er að finna svarbréf lögmanns fyrirtækisins, dags. 11. ágúst 2008, við þessari fyrirspurn. Þar var talið að aðstæður á íslenska markaðnum væru nokkuð sérstakar í samanburði við hinn evrópska markað í ljósi þess að sala á ýmiss konar vatnsdrykkjum með koltvísýringi hefði aukist verulega hér á landi meðal annars á kostnað hefðbundinna gosdrykkja. Var það talið gefa vísbendingu um að þessir drykkir tilheyrðu sama markaði og var við það stuðst í bréfinu. Þessi afstaða helsta keppinautar aðalstefnanda gaf vísbendingu um hvernig markaðurinn horfði við honum. Styrkir hún að sínu leyti þá afstöðu að staðganga hafi verið milli hefðbundinna gosdrykkja og kolsýrðra, bragðbættra vatnsdrykkja á tímabilinu sem var til athugunar. Það hefði átt að gefa gagnstefnanda sérstakt tilefni til nánari rannsóknar á mögulegri staðgöngu þessara drykkjartegunda en þeirri sem fram fór áður en sú ályktun var dregin að hún væri ekki til staðar. Í ljósi alls þess sem hér hefur verið rakið verður ekki hjá því komist að álykta að ekki hafi verið lagður nægjanlega traustur grundvöllur að þeirri niðurstöðu að engin staðganga væri milli hefðbundinna gosdrykkja og kolsýrðra vatnsdrykkja. Að þessu leyti fór athugun gagnstefnanda í bága við rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga. Ekki var bætt úr þessum annmörkum þegar málið kom til kasta áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Niðurstaða samkeppnisyfirvalda um markaðsráðandi stöðu aðalstefnanda byggðist að þessu leyti á ófullnægjandi rannsókn á markaðnum. Afmörkun markaðarins að þessu leyti gat haft afgerandi þýðingu um innbyrðis markaðshlutdeild aðalstefnanda og helsta keppinautar hans. Markaðshlutdeild þessara fyrirtækja skipti verulegu máli við mat á því hvort aðalstefnandi yrði talinn í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Gagnstefnandi hefur ekki fært rök fyrir því að engu breyti um markaðsráðandi stöðu aðalstefnanda á árunum 2005 til 2008 þó að kolsýrðir vatnsdrykkir séu felldir undir sama markað og hefðbundnir gosdrykkir. Í því efni verður að hafa í huga að sé um fákeppnismarkað að ræða eins og í þessu tilviki, þar sem tvö fyrirtæki virðast keppast um hylli viðskiptavina, verður að ætla að munurinn á markaðshlutdeild þeirra þurfi að vera þó nokkur til að sterkara fyrirtækið teljist í markaðsráðandi stöðu. Eins og atvikum var háttað og í ljósi þess sem hér hefur verið rakið telur dómurinn að úrskurðurinn, sem krafist er ógildingar á, hafi verið haldinn slíkum annmarka að fallast beri á ógildingarkröfu aðalstefnanda. Að teknu tilliti til framangreindrar niðurstöðu er ekki ástæða til að fjalla um aðrar röksemdir aðalstefnanda fyrir því að ógilda úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Ekki er því fjallað um þær málsástæður er lúta að því að viðkomandi markaður eigi að afmarkast með tilteknum, öðrum hætti en samkeppnisyfirvöld leggja til grundvallar eða að aðalstefnandi hafi í reynd ekki verið í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Þá er engin afstaða tekin til málsástæðna aðalstefnanda um að umræddir samningar hafi ekki falið í sér misnotkun þeirrar stöðu. Þar sem fallist er á ógildingarkröfu aðalstefnanda kemur gagnkrafa gagnstefnanda ekki til álita. Því ber að sýkna aðalstefnanda af henni. Óumdeilt er að aðalstefnandi greiddi 2. maí 2011 sektarfjárhæðina sem gagnstefnandi lagði á fyrirtækið, 260 milljónir króna, með fyrirvara. Eftir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkaði stjórnvaldssektina í 80 milljónir með úrskurði 30. september 2011 fékk aðalstefnandi endurgreiddar 180 milljónir króna 14. október 2011. Þar sem úrskurðurinn er með þessum dómi felldur úr gildi stofnast krafa á hendur stefnda, íslenska ríkinu, um endurgreiðslu á eftirstöðvum sektarinnar í samræmi við almennar reglur. Ber því að fallast á kröfu aðalstefnanda um að stefndi, íslenska ríkið, greiði honum 80 milljónir króna. Aðalstefnandi krefst vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af framangreindri endurgreiðslukröfu frá 2. maí 2011, er aðalstefnandi innti sektargreiðsluna af hendi, til 30. mars 2012, daginn eftir að mál þetta var höfðað. Um þá kröfu vísar aðalstefnandi til 1. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Þau lög gilda um endurgreiðslu stjórnvalda, sem innheimta skatta eða gjöld, á fé sem ofgreitt reynist lögum samkvæmt. Þessi lög gilda ekki um álagðar stjórnvaldssektir, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 30. maí 2013 í máli nr. 52/2013, einungis um ofgreiðslu skatta og þjónustugjalda, eins og ráða má af athugasemdum við 1. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 29/1995. Eins og málatilbúnaði aðalstefnanda er háttað eru ekki forsendur til að taka afstöðu til þess hvort aðalstefnandi geti átt kröfu um vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 á öðrum lagagrundvelli. Sú krafa kemur því ekki til álita. Aðalstefnandi krefst dráttarvaxta af fjárkröfu sinni frá 30. mars 2012, en mál þetta var höfðað 29. sama mánaðar. Í 5. gr. laga nr. 38/2001 er fjallað um hvenær kröfuhafi getur reiknað dráttarvexti á kröfu sína. Þegar ekki hefur verið samið um gjalddaga kröfu er almenna reglan sú að heimilt er að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar liðinn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Þrátt fyrir þessa reglu er ávallt heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi er dómsmál er höfðað um kröfu, sbr. 4. mgr. sömu greinar. Krafa aðalstefnanda um dráttarvexti samrýmist þessu ákvæði og ber af þeim sökum að fallast á hana. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 á aðalstefnandi rétt á málskostnaði sameiginlega úr hendi gagnstefnanda og stefnda. Í máli þessu krafðist aðalstefnandi frávísunar á kröfum gagnstefnanda í máli því sem sameinað var þessu máli. Þeirri kröfu var hafnað og ákvörðun málskostnaðar látin bíða lokaniðurstöðu málsins. Við ákvörðun málskostnaðar nú verður því tekið tillit til þessarar niðurstöðu í frávísunarþætti málsins sem horfir til lækkunar á málskostnaði aðalstefnanda. Í ljósi umfangs málsins þykir málskostnaður hans hæfilega ákveðinn 2.000.000 króna. Dóm þennan kveða upp héraðsdómararnir Ásmundur Helgason og Sigrún Guðmundsdóttir auk sérfróða meðdómarans, dr. Katrínar Ólafsdóttur, lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. D Ó M S O R Ð : Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 4. október 2011 í máli nr. 3/2011 er felldur úr gildi. Stefndi, íslenska ríkið, greiði aðalstefnanda, Vífilfelli hf., 80.000.000 króna með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. mars 2012 til greiðsludags. Aðalstefnandi er sýkn af kröfum gagnstefnanda, Samkeppniseftirlitsins, í gagnsök. Gagnstefnandi og stefndi greiða aðalstefnanda 2.000.000 króna í málskostnað.
|
Mál nr. 447/2002
|
Bifreið Skaðabætur Líkamstjón Örorka Þjáningarbætur Vextir Gjafsókn
|
B, sem var farþegi í bifreið R, slasaðist þegar bifreiðinni var ekið í veg fyrir bifhjól á árinu 1994. Var bifreiðin skylduvátryggð hjá S hf. Örorkunefnd mat varanlegan miska B 20% og varanleg örorku 20%. Í máli sem hann höfðaði á hendur R og S hf. krafðist hann bóta vegna slyssins. Töldu dómkvaddir matsmenn varanlegan miska B 45% og varanlega örorku 45%. Í tilefni af því fékk S hf. dómkvadda yfirmatsmenn sem komust að þeirri niðurstöðu að varanlegur miski væri 50%, en varanleg örorku 35%. Tók B við greiðslu frá S hf. á grundvelli yfirmatsgerðarinnar en með fyrirvara og án viðurkenningar á forsendum bótaútreikningsins. Í dómi Hæstaréttar var yfirmatið lagt til grundvallar bótum fyrir þjáningar og tekið fram að almennt verði maður ekki talinn veikur í merkingu áðurgildandi 1. mgr. 3. gr. skaðabótalaga nema hann hafi verið óvinnufær. Þá var yfirmatið lagt til grundvallar bótum fyrir varanlegan miska og varanlega örorku. Var í því sambandi miðað við að B hafi verið í 75% starfi á næstliðnu ári fyrir slysdag, en upplýsingar um lægra starfshlutfall þóttu of óljósar til að unnt væri að leggja þær til grundvallar. Voru B dæmdir 2% ársvextir af kröfu sinni frá slysdegi fram til þess dags að krafan bar dráttarvexti, en sá dagur var miðaður við einn mánuð frá þeim degi að B tilkynnti S hf. um niðurstöðu undirmats. Var S hf. því gert að greiða honum bætur samkvæmt framansögðu að frádregnum greiðslum sem félagið hafði þegar innt af hendi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 25. september 2002. Hann krefst þess að gagnáfrýjendur verði óskipt dæmd til að greiða sér 9.421.363 krónur með 2% ársvöxtum af 9.588.863 krónum frá 25. maí 1994 til 23. desember 1996, af 9.521.363 krónum frá þeim degi til 22. apríl 1997 og af 9.421.363 krónum frá þeim degi til 21. apríl 2000. Frá þeim degi krefst aðaláfrýjandi dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 9.163.413 krónum til 1. júlí 2001 og samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til 22. ágúst sama árs, en af 9.421.363 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst aðaláfrýjandi jafnframt 2% ársvaxta af 257.950 krónum frá 21. apríl 2000 til 22. ágúst 2001. Frá öllu þessu verði dregnar 7.184.560 krónur, sem greiddar voru 23. janúar 2002. Þá krefst aðaláfrýjandi þess að ákvæði héraðsdóms um málskostnað verði staðfest, en sér dæmdur málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt hér fyrir dómi. Gagnáfrýjendur áfrýjuðu héraðsdómi fyrir sitt leyti 27. nóvember 2002. Þau krefjast aðallega sýknu af kröfu aðaláfrýjanda og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að hún verði lækkuð og málskostnaður felldur niður á báðum dómstigum. I. Eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi var aðaláfrýjandi 25. maí 1994 farþegi í bifreið gagnáfrýjandans Rögnu Hámundardóttur er bifreiðinni var ekið til austurs af Hofsósvegi inn á Siglufjarðarveg í veg fyrir bifhjól, sem ekið var til norðurs eftir Siglufjarðarvegi. Bifhjólið rakst á hægri hlið bifreiðarinnar, sem lenti við áreksturinn utan vegar og valt, en við það hlaut aðaláfrýjandi meiðsl. Bifreið gagnáfrýjandans Rögnu var skylduvátryggð hjá gagnáfrýjandanum Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Er bótaskylda á tjóni aðaláfrýjanda viðurkennd af gagnáfrýjendum. Gagnáfrýjandinn Sjóvá-Almennar tryggingar hf. greiddi aðaláfrýjanda samtals 455.382 krónur í bætur vegna tímabundins atvinnutjóns með þremur greiðslum á árunum 1995 og 1996. Þá greiddi félagið aðaláfrýjanda á árunum 1994 til 1996 samkvæmt gögnum málsins ýmsan kostnað vegna læknisþjónustu, sjúkraþjálfunar, vottorða, sjúkraflutninga og ferða. Þann 23. desember 1996 greiddi félagið aðaláfrýjanda 67.500 krónur í bætur vegna þjáninga og 100.000 krónur „ótilgreint inn á slysið“ 22. apríl 1997. Gagnáfrýjandinn Sjóvá-Almennar tryggingar hf. óskaði 2. febrúar 1998 eftir áliti örorkunefndar á varanlegri örorku og miskastigi aðaláfrýjanda vegna slyssins. Í álitsgerð nefndarinnar 26. janúar 1999 var varanlegur miski aðaláfrýjanda metinn 20% og varanleg örorka einnig 20%. Aðaláfrýjandi leitaði 6. október 1999 eftir því að dómkvaddir yrðu menn til að meta meðal annars hvert væri tímabil þjáningabóta vegna slyssins og hver væri varanlegur miski hans og varanleg örorka vegna þess. Voru tveir læknar dómkvaddir til matsins 29. sama mánaðar og luku þeir matsgerð 21. janúar 2000. Niðurstaða þeirra varðandi tímabil þjáningabóta var sú að aðaláfrýjandi hafi verið rúmliggjandi frá 25. maí 1994 til 2. júní sama árs og frá 9. september 1996 til 29. nóvember sama árs, en „batnandi án þess að vera rúmliggjandi frá 25.05.1994 til 29.11.1996, að frádregnum tíma er hann telst hafa verið rúmliggjandi.“ Töldu matsmennirnir að varanlegur miski aðaláfrýjanda vegna slyssins væri 45% og varanleg örorka einnig 45%. Með bréfi 21. mars 2000 sendi aðaláfrýjandi gagnáfrýjandanum Sjóvá-Almennum tryggingum hf. matsgerðina og fór þess á leit að félagið tæki afstöðu til þess hvort það gæti fallist á matið til uppgjörs í málinu. Því hafnaði félagið 11. apríl sama árs, en lýsti sig tilbúið til að ganga til uppgjörs á grundvelli fyrrgreinds mats örorkunefndar. Fylgdu í kjölfarið bréfaskipti milli aðaláfrýjanda og félagsins, þar sem meðal annars reis ágreiningur um það við hversu hátt starfshlutfall gagnáfrýjanda í því starfi, er hann gegndi þegar hann varð fyrir slysinu, skyldi miða varðandi útreikning bóta honum til handa vegna varanlegrar örorku. Leiddu þessi bréfaskipti hvorki til samkomulags um uppgjör né til þess að félagið innti frekari greiðslur af hendi til aðaláfrýjanda upp í tjón hans. Aðaláfrýjandi höfðaði mál þetta 12. febrúar 2001. Með beiðni 25. júní 2001 leituðu gagnáfrýjendur dómkvaðningar yfirmatsmanna til að meta sömu atriði og fyrrgreind undirmatsgerð hafði lotið að. Voru þrír menn, tveir læknar og einn lögfræðingur, dómkvaddir í þessu skyni 27. sama mánaðar. Matsgerð þeirra er dagsett 22. ágúst 2001. Niðurstaða hennar um þá þætti, sem um er deilt í máli þessu, var sú varðandi tímabil þjáningabóta að gagnáfrýjandi hafi verið veikur og rúmfastur frá 24. maí til 2. júní 1994 og frá 9. september til 29. nóvember 1996 eða 90 daga, en veikur hafi hann verið en án þess að vera rúmfastur frá 2. júní til 5. júlí 1994 eða 33 daga. Töldu yfirmatsmenn varanlega miska hæfilega metinn 50%, en varanlega örorku 35%. Gagnáfrýjandinn Sjóvá-Almennar tryggingar hf. sendi aðaláfrýjanda tillögu að uppgjöri á grundvelli yfirmatsins 17. janúar 2002, þar sem boðnar voru bætur að fjárhæð samtals 7.140.810 að viðbættum vöxtum „frá slysdegi í 4 ár“ að fjárhæð 666.632 krónur. Að frádregnum 622.882 krónum, sem félagið hefði áður greitt, en að viðbættri lögmannsþóknun að fjárhæð 386.229 krónur voru samtals boðnar 7.570.789 krónur til lokauppgjörs. Var tilboðið miðað við lánskjaravísitölu í janúar 2002. Aðaláfrýjandi hafnaði þessu tilboði, en félagið greiddi honum umrædda fjárhæð 23. sama mánaðar og tók hann við henni með fyrirvara og án viðurkenningar á forsendum bótaútreikningsins. II. Aðaláfrýjandi krefur gagnáfrýjendur um 200.000 krónur í bætur fyrir annað fjártjón, sbr. 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Rökstyður hann kröfu sína annars vegar með því að hann hafi þurft á mikilli læknishjálp að halda og meðal annars orðið fyrir kostnaði vegna ferða milli heimilis síns á Blönduósi og Akureyrar þegar hann dvaldi þar til endurhæfingar um þriggja mánaða skeið, auk kostnaðar af dvöl og ferðum vegna sjúkraþjálfunar í Reykjavík. Eins og áður greinir hefur gagnáfrýjandinn Sjóvá-Almennar tryggingar hf. þegar greitt aðaláfrýjanda fyrir ýmsan sjúkrakostnað. Hefur aðaláfrýjandi ekki sýnt fram á að hann hafi haft frekari kostnað tengdan sjúkrameðferð sinni en þegar hefur verið endurgreiddur. Hins vegar rökstyður aðaláfrýjandi þessa kröfu sína með því að hagir hans og fjölskyldu hans hafi raskast við slysið, sem hafi valdið gerbreytingu á lífi fjölskyldunnar. Þá hafi aðaláfrýjandi orðið fyrir miklum óbeinum kostnaði af slysinu, til dæmis vegna fjarveru frá vinnu og tíðra vinnuskipta, sem hafi rýrt launakjör hans. Verður ekki fallist á að aðaláfrýjandi geti reist kröfu um bætur fyrir annað fjártjón á þessum grundvelli. Þessum kröfulið hans verður því hafnað. Aðaláfrýjandi krefst 802.880 króna í þjáningabætur samkvæmt 3. gr. skaðabótalaga, eins og ákvæðið hljóðaði þegar hann varð fyrir slysinu 25. maí 1994. Hann kveðst miða útreikning kröfu sinnar við lánskjaravísitölu í mars 2000 og þær forsendur að hann hafi verið rúmfastur í 88 daga, en veikur án þess að vera rúmliggjandi í 816 daga. Reisir hann kröfu sína að þessu leyti á niðurstöðu undirmatsgerðarinnar frá 21. janúar 2000. Gagnáfrýjendur telja gagnstætt þessu að miða verði þjáningabætur við niðurstöðu yfirmatsgerðarinnar 22. ágúst 2001, en þar var aðaláfrýjandi sem áður segir talinn hafa verið rúmfastur í 90 daga og veikur án þess að vera rúmfastur í 33 daga. Almennt verður maður ekki talinn hafa verið veikur í merkingu áðurgildandi 1. mgr. 3. gr. skaðabótalaga nema hann hafi verið óvinnufær. Niðurstaða yfirmatsgerðar um þetta efni tók mið af því tímabili, sem aðaláfrýjandi var talinn hafa verið óvinnufær. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest sú niðurstaða hans að miða beri tímabil þjáningabóta við yfirmatsgerðina. Aðaláfrýjandi á því rétt á samtals 163.860 krónum vegna þessa liðar og er þá miðað við lánskjaravístölu í mars 2000 til samræmis við kröfugerð aðaláfrýjanda. Ekki er ágreiningur um að miða beri miskabætur handa aðaláfrýjanda við niðurstöðu yfirmatsgerðar um að varanlegur miski hans sé 50%. Aðaláfrýjandi krefst að auki 10% álags á miskabætur á grundvelli heimildarákvæðis áðurgildandi 5. málsliðar 1. mgr. 4. gr. skaðabótalaga. Með vísan til forsendna héraðsdóms, sbr. og dóm Hæstaréttar 13. júní 2002 í málinu nr. 19/2002, verður staðfest sú niðurstaða hans að ekki séu eins og aðstæðum er hér háttað efni til að beita hinni sérstöku lagheimild. Miðað við lánskjaravístölu í mars 2000 á aðaláfrýjandi því rétt á 2.345.000 krónum í bætur fyrir varanlegan miska. Aðaláfrýjandi krefst þess að sér verði ákveðnar bætur á þeim grunni að varanleg örorka hans af völdum slyssins sé 45%, svo sem komist var að niðurstöðu um í undirmatsgerð. Gagnáfrýjendur telja á hinn bóginn að í þessu efni beri að miða við yfirmatsgerð, en í henni var varanleg örorka aðaláfrýjanda metin 35%. Þar sem niðurstöðu yfirmatsgerðar um þetta efni hefur ekki verið hnekkt verður á henni byggt. Ekki er ágreiningur um að aðaláfrýjandi hafi verið í hlutastarfi á næstliðnu ári fyrir slysið og að árslaun hans, sem óumdeilt er að hafi verið 860.000 krónur auk 6% álags vegna missis lífeyrisréttinda, skuli því metin sérstaklega á grundvelli áðurgildandi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Aðila greinir hins vegar á um það við hvaða starfshlutfall skuli miða framreikning launa. Telja gagnáfrýjendur rétt að miða við 75% starfshlutfall, en krafa aðaláfrýjanda er á því reist að hann hafi verið í 55% starfi. Í hinum áfrýjaða dómi eru raktar þær upplýsingar, sem fyrir liggja í gögnum málsins um starf aðaláfrýjanda hjá Blönduósbæ fyrir slysið. Verður að fallast á það með héraðsdómi að upplýsingar um starfshlutfall hans séu of óljósar til þess að leggja megi til grundvallar að starfshlutfall aðaláfrýjanda hafi verið minna en gagnáfrýjendur telja. Samkvæmt þessu og miðað við lánskjaravísitölu í mars 2000 á aðaláfrýjandi rétt til bóta fyrir varanlega örorku að fjárhæð 3.374.735 krónur. Aðaláfrýjandi krefst 2% ársvaxta frá slysdegi samkvæmt áðurgildandi 16. gr. skaðabótalaga fram til þess tíma, sem krafa hans geti borið dráttarvexti. Gagnáfrýjendur telja vexti, sem féllu á kröfu aðaláfrýjanda meira en fjórum árum áður en mál þetta var höfðað, fyrnda. Eins og að framan er rakið greiddu gagnáfrýjendur 22. apríl 1997 aðaláfrýjanda 100.000 krónur „ótilgreint inn á slysið“. Með því var skuld þeirra viðurkennd og fyrningarfrestur rofinn, sbr. 6. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Mál þetta var höfðað innan fjögurra ára frá þeirri viðurkenningu. Verður því ekki fallist á með gagnáfrýjendum að hluti vaxtakröfu aðaláfrýjanda sé fyrndur. Aðaláfrýjandi krefst dráttarvaxta af kröfu sinni frá 21. apríl 2000 og miðar við að mánuður var þá liðinn frá því að hann kynnti gagnáfrýjendum niðurstöðu undirmats, svo sem að framan er rakið. Verður að fallast á þessa kröfu hans með vísan til 15. gr. þágildandi vaxtalaga nr. 25/1987. Samkvæmt framansögðu verða gagnáfrýjendur dæmd til að greiða aðaláfrýjanda samtölu framangreindra bóta fyrir þjáningar, varanlegan miska og varanlega örorku, eða alls 5.883.595 krónur með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði, en allt að frádregnum 67.500 krónum, sem greiddar voru 23. desember 1996, 100.000 krónum, sem greiddar voru 22. apríl 1997 og 7.184.560 krónum, sem greiddar voru fyrir annað en lögmannskostnað 23. janúar 2002. Gagnáfrýjendur krefjast þess að frá bótafjárhæðinni verði að auki dregnar þær fjárhæðir, sem greiddar voru upp í tímabundið atvinnutjón aðaláfrýjanda á árunum 1995 og 1996 eins og áður er rakið. Í héraðsdómsstefnu lýsti aðaláfrýjandi því yfir að gagnáfrýjandinn Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hafi greitt honum samtals 455.382 krónur í innborganir upp í tímabundið tekjutjón og myndi hann ekki gera kröfu vegna þess þáttar í málinu. Í samræmi við það hafa bætur samkvæmt áðurgildandi 2. gr. skaðabótalaga ekki verið til umfjöllunar í málinu og verður þessari kröfu gagnáfrýjenda því hafnað. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað verður staðfest. Gagnáfrýjendur verða dæmd til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti í ríkissjóð eins og greinir í dómsorði. Um gjafsóknarkostnað aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti fer samkvæmt því, sem í dómsorði segir. Dómsorð: Gagnáfrýjendur, Ragna Hámundardóttir og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði óskipt aðaláfrýjanda, Birni Vigni Björnssyni, 5.883.595 krónur með 2% ársvöxtum frá 25. maí 1994 til 21. apríl 2000, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til 1. júlí 2001 og samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 67.500 krónum, sem greiddar voru 23. desember 1996, 100.000 krónum, sem greiddar voru 22. apríl 1997, og 7.184.560 krónum, sem greiddar voru 23. janúar 2002. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað. Gagnáfrýjendur greiði óskipt í ríkissjóð 400.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Allur gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 400.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. júní 2002. Mál þetta, sem dómtekið var 6. júní sl., er höfðað 12. febrúar 2001 af Birni Vigni Björnssyni, Skúlabraut 21, Blönduósi, á hendur Rögnu Hámundardóttur, Árbraut 35, Blönduósi, og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndu verði dæmd til solidum til greiðslu 9.421.363 króna ásamt 2% ársvöxtum samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 af 9.588.863 krónum frá 25. maí 1994 til 23. desember 1996, en af 9.521.363 krónum frá þeim degi til 22. apríl 1997, af 9.421.363 krónum frá þeim degi til 21. apríl 2000, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 3. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 til 1. júlí 2001, en samkvæmt l. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 7.570.789 krónum sem greiddar voru 23. janúar 2002. Til vara er krafist greiðslu 8.086.588 króna ásamt 2% ársvöxtum samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 af 8.254.088 krónum frá 25. maí 1994 til 23. desember 1996, af 8.186.588 krónum frá þeim degi til 22. apríl 1997, af 8.086.588 krónum frá þeim degi til 21. apríl 2000, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 3. kafla laga nr. 25/1987 til 1. júlí 2001, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 7.570.789 krónum 23. janúar 2002. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt málskostnaðarreikningi og 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991. Stefndu krefjast sýknu og að málskostnaður falli niður en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar og að hver aðila beri sinn kostnað af málinu. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefnandi var farþegi í bifreið stefndu Rögnu hinn 25. maí 1994 er bifreiðinni var ekið af Hofsósvegi inn á Siglufjarðarveg í veg fyrir bifhjól sem ekið var eftir Siglufjarðarvegi. Bifhjólið lenti inn í hægri hlið bifreiðarinnar en við það snerist bifreiðin, bæði ökutækin lentu utan vegar og bifreiðin valt. Stefnandi var farþegi í framsæti bifreiðarinnar. Hann fékk þungt högg við áreksturinn og missti um stund meðvitund. Fram hefur komið að hann hafi fyrst munað eftir sér hangandi í bílbeltinu með höfuðið við mælaborð og að einhver hafi verið að reyna að losa hann. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Sauðárkróki með sjúkrabifreið og var hann þar í 8 daga. Stefnandi hafði eftir því sem fram hefur komið mikil óþægindi í kviðarholi, mikla verki í baki, hægri síðu, öxl, brjóstkassa og mjaðmagrind. Bifreið stefndu var skylduvátryggð hjá stefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf., en bótaskylda vegna tjóns stefnanda hefur verið viðurkennd af hálfu stefndu. Hið stefnda tryggingafélag greiddi stefnanda 622.882 krónur vegna slyssins þannig að greiddar voru 55.382 krónur 24. ágúst 1995 vegna tekjutaps í júlí það ár, 400.000 krónur sem innborgun á tekjutap í september og október 1996, 67.500 krónur í þjáningabætur 23. desember sama ár og 100.000 krónur sem innborgun á örorkutjón 22. apríl 1997. Að auki var greiddur kostnaður, svo sem fyrir vottorð, lyf og sjúkraþjálfun, svo og læknis- og ferðakostnaður. Heildargreiðslur á árunum 1994 til 1998 voru samtals 870.793 krónur. Með matsbeiðni stefnda Sjóvár-Almennra trygginga hf. hinn 19. nóvember 1997 var óskað álits örorkunefndar um ákvörðun miska- og örorkustigs stefnanda vegna slyssins. Í álitsgerð nefndarinnar frá 26. janúar 1999 er varanlegur miski stefnanda vegna afleiðinga slyssins metinn 20% og varanlega örorka einnig 20%. Með beiðni lögmanns stefnanda til dómsins, dagsettri 6. október 1999, var óskað eftir að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta varanlegan miska, tímabil þjáningabóta, tímabundið atvinnutjón og örorku stefnanda vegna slyssins. Dómkvaddir voru Atli Þór Ólason bæklunarskurðlæknir og Grétar Sigurbergsson geðlæknir en matsgerð þeirra er dagsett 21. janúar 2000. Samkvæmt henni var varanlegur miski stefnanda metinn 45% og varanleg örorka einnig 45%. Tímabil þjáningabóta var metið þannig að stefnandi hafi verið rúmliggjandi frá 25. maí til 2. júní 1994, en batnandi án þess að vera rúmliggjandi frá 25. maí 1994 til 29. nóvember 1996 að frádregnum þeim tíma er hann taldist vera rúmliggjandi. Tímabundið atvinnutjón stefnanda var talið 100% í þrjá mánuði. Lögmaður stefnanda óskaði eftir afstöðu tryggingafélagsins til þess hvort það féllist á að nota mat hinna dómkvöddu matsmanna til bótauppgjörs með bréfi dagsettu 21. mars 2000. Með bréfi félagsins, dagsettu 11. apríl 2000, var ekki fallist á það en félagið lýsti sig reiðubúið að gera upp tjónið á grundvelli álitsgerðar örorkunefndar og samþykkti að stefnandi gerði fyrirvara við bótauppgjörið varðandi miska- og örorkustig. Ekki náðist samkomulag um greiðslur. Eftir að stefnandi höfðaði málið vegna ágreinings málsaðila um uppgjör á bótagreiðslum vegna slyssins óskuðu stefndu eftir að dómkvaddir yrðu þrír yfirmatsmenn til að skoða og meta öll sömu atriði og matsmenn höfðu áður metið með beiðni dagsettri 25. júní 2001. Yfirmatsgerð er dagsett 22. ágúst 2001. Niðurstöður yfirmats eru þær að tímabil tímabundins atvinnutjóns sé frá 24. maí til 5. júlí 1994, tímabil þjáningabóta, þar sem stefnandi hafi verið veikur og rúmfastur, sé fyrst frá 24. maí til 2. júní 1994 og frá 9. september til 29. nóvember 1996, samtals 90 dagar, en tímabil er hann hafi verið veikur en ekki rúmfastur sé frá 3. júní til 5. júlí 1994, 33 dagar. Varanlegan miska telja matsmenn hæfilega metinn 50% og varanlega örorku 35%. Hið stefnda tryggingafélag greiddi stefnanda 7.570.789 krónur hinn 23. janúar 2002, þar með talinn lögmannskostnað og vexti í fjögur ár frá slysdegi, samkvæmt dómkröfum stefnanda og yfirlitsblaði félagsins frá 17. janúar sama ár. Lögmaður stefnanda tók við greiðslu með fyrirvara og sem innborgun vegna tjónsins án viðurkenningar á forsendum og sundurgreiningu bóta og kostnaðar. Ágreiningur er um útreikning á tjóni stefnanda vegna varanlegrar örorku. Stefnandi heldur því fram að hann hafi verið í hlutastarfi ári fyrir slysið. Hann telur að miða beri við að hann hafi aðeins verið í 55% starfi en af stefndu hálfu er mótmælt að svo hafi verið. Einnig er deilt um ákvörðun miskabóta svo og um lengd þjáningatímabils við ákvörðun bóta sem stefnandi krefst samkvæmt 3. gr. skaðabótalaga. Þá er og deilt um vexti og málskostnað. Við munnlegan málflutning kom fram að stefndu telji tímabundið atvinnutjón ofbætt og að líta verði til þess við úrlausn málsins. Vísað er í því sambandi til þess að samkvæmt yfirmati, sem aflað var undir rekstri málsins, hafi stefnandi getað byrjað að vinna aftur 5. júlí 1994 en tímabil tímabundins atvinnutjóns telji matsmenn frá 24. maí til 5. júlí 1994. Af stefnanda hálfu hefur hins vegar verið vísað til þess að málið hafi verið rekið á þeim grundvelli að ekki væri ágreiningur um bætur fyrir tímabundið atvinnutjón enda ekki gerð krafa um þær. Sjónarmið stefndu um að tekið verði tillit til þess að þau telji bætur vegna tímabundins atvinnutjóns ofgreiddar komist því ekki að í málinu. Í greinargerð stefndu segir að stefnanda hafi þegar verið greiddar 455.382 krónur vegna tímabundins örorkutjóns og sé slík krafa ekki til umfjöllunar í málinu. Málsástæður og lagarök stefnanda Af hálfu stefnanda er málsatvikum lýst þannig að eftir slysið hafi hann aðallega verið til meðferðar og eftirlits á Sjúkrahúsi Sauðárkróks, heilsugæslustöðinni á Blönduósi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Við slysið hafi hann hlotið mar á nýra og lifur svo og mar og sár víða á líkamanum. Hann hafi haft verki í hálsi, baki og öxl svo og óþægindi frá lið milli hægra viðbeins og brjóstbeins. Röntgenmyndir hafi sýnt los á liðnum án beináverka. Stefnandi sé stirður í hálsi og viðkvæmur auk þess sem hann hafi verki í hægra axlarsvæði og finni fyrir dofatilfinningu niður í upphandlegg sem valdi því að erfitt sé fyrir hann að beita handleggnum. Hann hafi verki í lendahrygg með dofatilfinningu í læri og tilheyrandi óþægindum vegna þess. Í kjölfar slyssins hafi kvíði hrjáð stefnanda, en fyrir slys hafi hann átt við andleg vandamál að stríða, sem hann hafi þó náð sér vel af og hafi hann verið orðinn einkennalaus og hættur á lyfjum á árinu 1993 samkvæmt vottorði læknis. Stefnandi þurfi að taka verkjalyf daglega. Hann hafi verið í sjúkraþjálfun um langan tíma, bæði á Blönduósi og í Reykjavík. Hann hafi verið til meðferðar og endurhæfingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í september 1996 fram til loka nóvember það ár. Þá hafi hann verið og sé enn til meðferðar hjá geðlækni, bæði í formi viðtala og lyfja. Andleg óþægindi stefnanda séu mikil og þjaki hann mjög enn í dag. Hin andlega vanlíðan hafi einnig veruleg áhrif á verkjaeinkenni. Vísað er til læknisfræðilegra gagna málsins og matsgerða svo og vottorðs heimilislæknis stefnanda frá 6. júní 2000. Þar komi fram að ástand stefnanda sé mjög slæmt vegna viðvarandi verkja og kvíðavandamáls. Orkuskerðing stefnanda, sem rekja megi til slyssins, sé veruleg þrátt fyrir lyfjameðferð, endurhæfingu og stuðningssamtöl. Örorkunefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að varanlegur miski og örorka stefnanda sé 20%. Nefndin hafi talið að þau áfallastreitueinkenni sem fram hafi komið hjá stefnanda eftir slysið muni ekki há honum í þessu tilliti. Stefnandi hafi ekki getað fellt sig við niðurstöðu nefndarinnar þar sem hann hafi talið metna örorku og miska í engu samræmi við hinar alvarlegu afleiðingar slyssins og þá miklu röskun sem hafi orðið á atvinnuhögum hans. Stefnandi hafi með beiðni 6. október 1999 til dómsins óskað eftir því að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta varanlegan miska og örorku hans, tímabil þjáningabóta og tímabundið atvinnutjón. Hinn 29. október sama ár hafi héraðsdómari kvatt þá Atla Þór Ólason bæklunarlækni og Grétar Sigurbergsson geðlækni til að framkvæma matið. Samkvæmt matsgerð þeirra frá 21. janúar 2000 hafi varanlegur miski og örorka stefnanda verið metin 45% og tímabil þjáningabóta teldist vera frá 25. maí 1994 til 29. nóvember 1996, þar af rúmliggjandi frá 25. maí til 2. júní 1994 og aftur frá 9. september til 29. nóvember 1996. Þá hafi atvinnutjón stefnanda verið metið 100% fyrstu þrjá mánuðina eftir slysið. Matsgerðin hafi verið kynnt hinu stefnda tryggingafélagi 21. janúar 2000 og óskað hafi verið eftir afstöðu félagsins til uppgjörs á grundvelli niðurstaðna hennar. Hinn 11. apríl 2000 hafi félagið hafnað því að nota matið til uppgjörs á tjóninu. Félagið hafi hins vegar lýst sig reiðubúið til að ganga til uppgjörs á grundvelli álitsgerðar Örorkunefndar með fyrirvara vegna miska- og örorkustigs. Hinn 19. maí sama ár hafi lögmaður stefnanda því sett fram bótakröfu á hendur stefnda miðað við niðurstöðu álitsgerðar Örorkunefndar, en með bréfi, dagsettu 5. júlí sama ár, hafi stefnanda verið gert gagntilboð sem hann hafi ekki getað fellt sig við. Eftir nokkur bréfaskipti milli lögmanna aðila hafi félagið lýst því yfir að rétt væri að fá skorið úr ágreiningi fyrir dómstólum. Hafi stefnanda jafnframt verið boðin greiðsla ótilgreint inn á tjónið. Lögmaður stefnanda hafi þá aflað vottorða frá fyrrum atvinnurekanda stefnanda þar sem staðfest hafi verið að stefnandi hefði unnið hlutastarf fyrir Blönduóssbæ og af gögnum sem lægju fyrir á bæjarskrifstofunni mætti ráða að starfshlutfall hefði verið 55-65%. Engu að síður hafi félagið án útskýringa haldið sig við fyrra boð um að tekjur fyrir slys miðuðust við 75% starfshlutfall við útreikning viðmiðunartekna. Hið stefnda félag hafi greitt stefnanda eftirgreindar fjárhæðir, en tekið hafi verið tillit til þess í kröfugerð stefnanda og vaxtaútreikningi: 23. desember 1996 hafi verið greiddar 67.500 krónur, innborgun á þjáningabætur, 22. apríl 1997 hafi verið greiddar 100.000 krónur sem innborgun á örorkutjón. Þá hafi stefnanda verið greiddar vegna tekjutaps eftirgreindar fjárhæðir, samtals 455.382 krónur: 24. ágúst 1995, 55.382 krónur, innborgun á tekjutap í júlí 1995, 10. september 1996, 200.000 krónur, innborgun á tekjutap vegna Kristnessdvalar, 10. október 1996, 200.000 krónur, innborgun vegna sama. Hvorki sé ágreiningur um málavexti né bótaábyrgð heldur um hversu víðtækar afleiðingar slysið hafi haft í för með sér með tilliti til lengdar þjáningabótatímabils og um varanlegt miska- og örorkustig stefnanda. Ekki sé ágreiningur um tímabundið atvinnutekjutjón og því séu ekki hafðar uppi kröfur í málinu vegna þess. Hið stefnda félag hafi greitt stefnanda samtals 455.382 krónur sem innborgun á tekjutjón. Af hálfu stefnanda er því mótmælt að til álita komi að verða við kröfu stefndu um að tekið verði tillit til þess sem stefndu haldi fram um að tjón stefnanda vegna tímabundins atvinnutjóns hafi verið ofbætt. Málið sé byggt á hlutlægu skaðabótareglunni í 1. mgr. 88. gr. laga nr. 50/1988 og almennum reglum skaðabótaréttarins. Um greiðsluskyldu stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., er vísað til 1. mgr. 95. gr., sbr. l. mgr. 91. gr. umferðarlaga, og 1. mgr. 97. gr. sömu laga um skyldu til málshöfðunar á hendur þeim sem bótaskyldur sé samkvæmt 90. gr. og vátryggingafélaginu sem hafi ábyrgðartryggt ökutæki hins bótaskylda. Kröfur um tjónbætur byggi stefnandi á skaðabótalögum nr. 50/1993, einkum 1.-7. gr., sbr. 15. og 16. gr. laganna. Stefnandi hafi orðið fyrir verulegum og varanlegum áverkum, líkamlegum sem andlegum, við umferðaróhappið. Stefnandi hafi einungis verið 32ja ára á slysdegi, en hann hafi þá unnið hjá Blönduóssbæ. Í starfi hans hafi falist að annast almennan rekstur félagsheimilis bæjarins. Stefnandi hafi rekið félagsheimilið frá árinu 1990 í um það bil hálfu starfi, þar sem hann hafi verið til lækninga vegna kvíða og þunglyndis er tengst hafi óvæntu andláti föður hans á því ári vegna sjaldgæfs en skjótvirks hrörnunarsjúkdóms. Einnig hafi stefnandi sinnt heimilisstörfum og uppeldi fjögurra barna sinna. Stefnandi hefði náði sér vel af þessum veikindum og hafi hann verið orðinn alveg einkennalaus um það bil ári fyrir slysdag. Að öðru leyti hafi hann verið vel hraustur líkamlega og hefði ekki orðið fyrir líkamstjóni fyrir slysið. Stefnandi hafi tekið virkan þátt í íþróttum og íþróttastarfi og hann hafi undirbúið sig af kappi fyrir komandi maraþonhlaup í Reykjavík þá um sumarið. Stefnandi hafi við slysið hlotið alvarlega fjöláverka og hafi hann allt frá slysdegi átt við vandamál að etja vegna afleiðinga þess. Í málinu liggi fyrir fjölmörg vottorð meðferðarlækna stefnanda sem öll bendi til þess að afleiðingar slyssins hafi haft mjög alvarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu stefnanda. Slysið hafi valdið honum verulega tjóni og muni fyrirsjáanlega verða svo, enda langt um liðið síðan slysið varð. Stefnandi hafi verið og sé enn undir læknishöndum, auk þess sem hann hafi þurft mjög mikla endurhæfingu og þurfi enn. Stefnandi krefjist þess að stefndu greiði tjónbætur í samræmi við ákvæði skaðabótalaga og niðurstöður dómkvaddra matsmanna, annars vegar samkvæmt matsgerð frá 21. janúar 2000 vegna þjáninga og varanlegrar örorku og hins vegar samkvæmt yfirmatsgerð frá 22. ágúst 2001 vegna varanlegs miska. Matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna sé mjög ítarleg, byggð á nákvæmri skoðun matsmanna og viðtali við stefnanda, öfugt við verklag í álitsgerð Örorkunefndar. Hjá nefndinni hafi stefnandi verið skoðaður af Magnúsi Ólasyni lækni einum, er jafnframt hafi tekið viðtal við stefnanda. Aðrir nefndarmenn hafi ekki verið viðstaddir matsfund, þó að þeir standi einnig að álitinu. Ekki væri heldur að sjá að nefndin hafi leitað til eða aflað álits geðlæknis, sem þó hafi verið full ástæða til að gera. Þá geri nefndin enga tilraun til að skýra út eða leiða líkur að því hvers vegna hún álíti að áfallastreitueinkenni stefnanda muni ekki há honum, þ.e. ekki skerða aflahæfi hans, þrátt fyrir að fyrirliggjandi vottorð meðferðarlækna, þ.m.t. geðlæknis, hafi að geyma gagnstætt álit. Samkvæmt vottorði geðlæknisins frá 16. janúar 1998 telji hann að stefnandi hafi orðið fyrir djúpstæðri og langvarandi geðröskun af völdum slyssins. Mat Örorkunefndar sé svo meingallað að á því verði í engu byggt í málinu, hvorki um bótauppgjör né aðra þætti. Krafa stefnanda um annað fjártjón sé byggð á því að við slysið hafi staða og hagir stefnanda raskast verulega, en stefnandi sé fjölskyldumaður með fjögur börn á heimili sínu. Slysið hafi valdið gerbreytingu á lífi stefnanda og fjölskyldunnar. Mikið álag sé á eiginkonu stefnanda og staða fjölskyldunnar sé mjög bág vegna beinna afleiðinga slyssins, sérstaklega fjárhags- og atvinnulega séð. Stefnandi hafi orðið fyrir gríðarmiklum beinum og óbeinum kostnaði sem tengdist slysinu. Langvarandi fjarvera frá vinnu og óvinnufærni hafi valdið því að stefnandi hafi margsinnis þurft að skipta um vinnu í viðleitni sinni til að framfæra fjölskylduna, en ör vinnuskipti hafi komið illa niður á launum hans, þar sem byrjunarlaun reyndust ætíð lág en hækkuðu með auknum starfsaldri, aukinni ábyrgð og reynslu. Slíkra eðlilegra hækkana á starfskjörum hafi stefnandi ekki notið. Stefnandi hafi þurft á mikilli læknishjálp að halda, m.a. viðtölum við geðlækna og aðra lækna, auk endurhæfingar á Blönduósi, Akureyri og í Reykjavík. Þegar stefndi hafi um þriggja mánaða skeið verið til endurhæfingar á Akureyri, hafi hann þurft að aka á milli um helgar um það bil 400 km leið í hvert skipti. Hann hafi dvalið í Reykjavík í þrjár vikur til sjúkraþjálfunarmeðferðar á MT-stofunni með tilheyrandi kostnaði við uppihald og ferðir. Vísað er til meðferðarsögu stefnanda og þeirra víðtæku áhrifa og afleiðinga, beinna og óbeinna, sem slysið hafi haft fyrir hann. Því er haldið fram að krafa hans um 200.000 krónur vegna annars fjártjóns sé mjög í hóf stillt og hrökkvi fráleitt til að bæta að fullu þann kostnað sem stefnandi hafi haft við að leita sér nauðsynlegra lækninga og endurhæfingar, svo ekki sé talað um þá gríðarlegu röskun sem orðið hafi á heimilisaðstæðum hans. Krafa stefnanda um greiðslu þjáningabóta sé byggð á 3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og niðurstöðum matsmanna um tímabil bótanna. Bætur skuli greiða þar til ekki sé að vænta frekari bata, 1.300 krónur á dag þann tíma sem tjónþoli sé rúmfastur og 700 krónur fyrir hvern dag sem tjónþoli sé veikur án þess að vera rúmliggjandi. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna komi fram hvenær stefnandi hafi verið veikur en allan þann tíma hafi hann sannanlega verið veikur í skilningi laganna. Veikindi hans umræddan tíma séu augljós þegar litið sé til framlagðra vottorða og tilrauna hans til að stunda vinnu. Hann hafi vart ráðið við að sinna starfi sínu sem húsvörður frá hausti 1994, en eiginkona hans hafi þá séð um öll þrif og erfiðari verkefni. Vorið 1995 hafi hún tekið við starfinu þegar stefnandi hafi talið sér alls ófært að sinna því. Hann hafi gert tilraun til að vinna við umsjón íþróttavallar þá um sumarið sem ekki hafi gengið upp og hafi endað með nokkurra vikna meðferð hjá sjúkraþjálfara í Reykjavík í júlí 1995. Um haustið hafi stefnandi reynt fyrir sér hjá Kaupfélagi Héraðsbúa í hlutastarfi, en hann hafi gefist upp vorið 1996 og hafi hann verið sendur í endurhæfingu á Kristnes í tæpa þrjá mánuði. Stefnandi hafi misst vinnuna í kjölfarið. Í janúar 2000 hafi hann byrjað sem afgreiðslumaður hjá Esso í fullu starfi, en eftir þriggja mánaða starf hafi hann neyðst til að lækka starfshlutfallið í 50%. Stefnandi vinni þar enn í hálfu starfi. Tímabil þjáningabóta sé síst of langt en áverkar hans hafi verið þess eðlis að bati hafi verið hægur og meðferðartími óhjákvæmilega langur og mikill, m.a. vegna hinna flóknu andlegu einkenna eftir slysið. Stefndu telji þjáningatímabil nema þremur mánuðum þrátt fyrir óyggjandi gögn um mun lengri meðferðartíma stefnanda og óvinnufærni er beinlínis megi rekja til slyssins. Miskabótakrafa stefnanda sé byggð á niðurstöðu yfirmats um 50% varanlegan miska og reiknireglu 4. gr. skaðabótalaga, uppfært miðað við lánskjaravísitölu frá gildistöku laganna í júlí 1993 til mars 2000, sbr. 15. gr. laganna. Forsendur matsins séu skýrar en Örorkunefnd hafi í engu reynt að greina eðli og umfang líkamstjóns stefnanda út frá læknisfræðilegu sjónarmiði, þ.e. áhrif hvers áverka á líkamlegt ástand stefnanda svo og þá erfiðleika sem afleiðingar tjónsatviks valdi í lífi hans. Hækkun miskabóta um 25% byggðist á heimildarákvæði 5. ml. 1. mgr. 4. gr. laganna þar sem kveðið sé á um að þegar sérstaklega standi á sé heimilt að hækka bætur um allt að 50%. Aðstæðum stefnanda sé þannig háttað að skilyrðum sé fullnægt til að beita lagagreininni. Stefnandi hafi hlotið margvíslega áverka á líkama og sál. Andlegt ástand hans sé viðkvæmt og slysið muni fyrirsjáanlega hafa þau áhrif að hefta hann mjög verulega til hvers konar starfa og leiks. Líkamsáverkar séu fjölþættir og samspil þeirra og hinna andlegu áverka, sem stefnandi hafi hlotið, réttlæti hækkun fjárhæðar miskabóta, þótt læknisfræðilegar afleiðingar slyssins til stiga kunni að vera réttar samkvæmt matsgerðinni. Krafan um bætur fyrir örorkutjón sé byggð á niðurstöðu matsgerðar dómkvaddra matsmanna um 45% varanlega örorku. Matsgerðin sé skýr um mat á þessu atriði. Útilokað sé fyrir stefnanda að vinna líkamlega erfið störf, en slík vinna standi einatt ófaglærðu fólki til boða. Meiðsl hans muni þannig einnig takmarka verulega val hans og möguleika til hvers konar starfa, þ.m.t. vinnumagn, en andlegt ástand hans sem og líkamlegt hamli verulega getu hans til allra álags- og átaksvinnu, hvort heldur slík vinna reyni á líkamlegt eða andlegt atgervi. Við mat á viðmiðunartekjum stefnanda sé byggt á skattframtölum, ráðningarsamningi og yfirlýsingu atvinnurekanda um starfshlutfall. Stefndu miði við að framtaldra tekna sé aflað í 75% vinnu þar sem fram hafi komið hjá atvinnurekanda stefnanda að eftirmaður stefnanda í starfinu hafi verið skilgreindur í 75% starfi. Eiginkona stefnanda hafi tekið við starfinu en við það hafi samsetning þess breyst þar sem leikfélagið á staðnum hafi tekið við umsjón með húsinu. Starfshlutfall hafi þá verið aukið að hennar kröfu með tilheyrandi launahækkunum vegna aukinna verkefna. Vísað er til bréfs bæjarstjórans á Blönduósi frá 28. ágúst 2000 þar sem óyggjandi komi fram að starfshlutfall stefnanda hafi verið um 55-65%. Stefnandi telur að hið lægra viðmiðunarmark sé nær sanni, enda hafi verið um það rætt við þáverandi bæjarstjóra við ráðningu stefnanda að um væri að ræða um það bil hálft starf og út frá því gengið þegar samið var um launakjör stefnanda. Við munnlegan málflutning var af hálfu stefnanda vísað til þess að stefnandi hafi unnið hálft starf á heimilinu og hálft starf utan heimilis eins og fram komi í yfirmatsgerð. Aðalkrafa stefnanda byggi á útreikningi samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga um þjáningabætur og bætur fyrir varanlega örorku í samræmi við niðurstöðu undirmatsgerðar um lengd þjáningabótatímabils og mats á varanlegu örorkustigi, en á yfirmatsgerð varðandi varanlegan miska. Í varakröfu sé byggt á niðurstöðu undirmatsgerðar varðandi lengd þjáningarbóta, en yfirmatsgerð varðandi mat á varanlegu miska- og örorkustigi. Við útreikning á örorkutjóni stefnanda sé um tekjuviðmiðun samkvæmt 7. gr. skaðabótalaga miðað við að tekjur stefnanda samkvæmt skattframtölum og launaseðlum næstliðið ár fyrir slys sýni raunverulegar tekjur fyrir 55% starfshlutfall. Þær tekjur væru síðan uppfærðar miðað við fullt starf og væru því heildarvinnutekjur. Samkvæmt upplýsingum, sem liggi fyrir í skattframtölum stefnanda, komi fram að meðalárstekjur hans fyrir slys, miðað við 55% starfshlutfall, hafi numið um 860.000 krónum, sem þýði að mögulegar heildarvinnutekjur hefðu þá numið um 1.567.000 krónum, auk 6% framlags atvinnurekanda í lífeyrissjóð, 94.020 króna, eða samtals 1.661.020 krónur miðað við slysdag. Bætur séu svo uppfærðar miðað við lánskjaravísitölu frá slysdegi (3340) til mars 2000 (3848) í samræmi við 15. gr. laga nr. 50/1993. Margföldunarstuðull sé 7,5 samkvæmt 6. gr. sömu laga. Aðalkrafa: Annað fjártjón 200.000 krónur Þjáningabætur skv. 3. gr. 1.520 x 88 dagar 133.760 “ 820 x 816 dagar 669.120 “ Miskabætur skv. 4. gr.4.690.000 x 10% 2.345.000 “ Hækkun skv. 4. gr. 2.110.500 x 10% 234.500 “ Örorkubætur skv. 5. og 6. gr. 1.661.020 x 45% 5.605.943 “ Uppfærsla bóta skv. 15. gr. 5.605.943 x (3848/3340) 852.640 “ Fyrning skv. 9. gr. (7%) - 452.100 “ Áður innborgað - 167.500 “ Samtals stefnufjárhæð 9.421.363 “ Varakrafa: Annað fjártjón 200.000 “ Þjáningabætur skv. 3. gr. 1.520 x 88 dagar 133.760 “ 820 x 816 dagar 699.120 “ Miskabætur skv. 4. gr. 469.000 x 50% 2.345.000 “ Hækkun skv. 4. gr. 2.110.500 x 10% 234.500 “ Örorkubætur skv. 5. og 6. gr. 1.661.020 x 35% 4.360.177 “ Uppfærsla bóta skv. 15. gr. 5.605.943 x 35% (3848/3340) 663.165 “ Fyrning skv. 9. gr. (7%) - 351.634 “ Áður innborgað - 167.500 “ Samtals stefnufjárhæð 8.086.588 “ Til frádráttar komi síðan í báðum tilvikum 7.570.789 krónur er greiddar hafi verið 23. janúar 2002 undir rekstri málsins. Vaxta sé krafist í samræmi við ákvæði 16. gr. skaðabótalaga frá tjónsdegi, en dráttarvaxta einum mánuði eftir að matsgerð dómkvaddra matsmanna hafi verið kynnt stefndu, sbr. ákvæði laga nr. 25/1987. Krafan um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun sé byggð á lögum nr. 50/1988 en stefnandi sé ekki skattaðili í skilningi laganna og beri honum því nauðsyn að fá tekið tillit til skattskyldu málflutningsþóknunar við ákvörðun hennar. Málsástæður og lagarök stefndu Af hálfu stefndu hefur komið fram að ekki sé um það deilt í málinu að stefnanda beri að fá tjón sitt bætt að lögum vegna slyssins sem hann varð fyrir 25. maí 1994 samkvæmt 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ágreiningsefnið varði fyrst og fremst umfang tjóns hans og útreikninga á því. Sýknukrafa stefndu er byggð á því að tjón stefnanda hafi þegar verið bætt að fullu. Við útreikninga á tjóni vegna varanlegrar örorku hafi verið miðað við að stefnandi hafi verið í 75% starfi er hann varð fyrir slysinu. Viðmiðunarlaunin séu því töluvert hærri en tekjureynsla stefnanda fyrir slysið sýni en í ráðningarsamningi sé tekið fram að tekjur stefnanda hjá Blönduóssbæ vegna starfs hans hafi miðast við 100% starfshlutfall. Gögn málsins styddu ekki staðhæfingar stefnanda um að starfshlutfall hans hafi verið 55%. Stefndu mótmæla þeirri tekjuviðmiðun sem stefnandi hafi notað við útreikning á kröfu hans í málinu og telja enga lagaheimild fyrir því að reikna honum hærri laun en gert hafi verið af hálfu tryggingafélagsins. Mótmælt er einnig að stefnandi hafi stundað heimilisstörf en það komi ekki fram í gögnum málsins nema í yfirmati en þar séu þessar upplýsingar hafðar eftir stefnanda sjálfum. Mótmælt er að við úrlausn málsins verði lagðar til grundvallar upplýsingar sem fram komi í bréfi eiginkonu stefnanda. Þá er og mótmælt að mat dómkvaddra matsmanna á örorku stefnanda verði lagt til grundvallar við dómsúrlausnina. Vísað er til þess að örorkunefnd hafi ekki talið að áfallastreitueinkenni muni hafa áhrif á getu stefnanda til öflunar vinnutekna í framtíðinni. Stefnanda hafi þegar verið greiddar 455.382 krónur vegna tímabundins örorkutjóns. Af hálfu stefndu var því haldið fram við munnlegan málflutning að tjón stefnanda sé með því ofbætt og er í því sambandi vísað til úrlausnar yfirmatsmanna á því hvenær stefnandi hafi getað hafið vinnu að nýju. Beri því að taka tillit til þess við úrlausn málsins að tjónið hafi að þessu leyti verið ofbætt. Kröfu stefnanda um annað fjártjón er mótmælt sem órökstuddri en engin gögn hafi verið lögð fram um það. Einnig er kröfu vegna þjáningabóta mótmælt. Tímalengd sé ekki í samræmi við læknisfræðileg gögn málsins, en í mati hinna dómkvöddu matsmanna virtist lengd þjáningabótatímabilsins taka mið af stöðugleikapunktinum, þ.e. þegar ekki sé að vænta frekari bata. Slík viðmiðun sé ekki rétt að lögum. Þá er því mótmælt að miski verði hækkaður umfram það sem 4. gr. skaðabótalaga geri almennt ráð fyrir. Skilyrðum "þegar sérstaklega stendur á..." sé ekki fullnægt varðandi miska stefnanda. Örorka stefnanda sé ekkert óvenjulegri en hjá öðrum sem lendi í alvarlegum slysum. Vöxtum eldri en fjögurra ára er mótmælt sem fyrndum og einnig upphafstíma dráttarvaxta sem stefndu telja að eigi að miða við dómsuppkvaðningu. Þá er málskostnaðarreikningi stefnanda mótmælt sem allt of háum. Niðurstaða Hið stefnda tryggingafélag hefur greitt ýmsan kostnað stefnanda vegna slyssins sem hann varð fyrir, þar með talinn sjúkra- og ferðakostnað vegna meðferðar og þjálfunar sem stefnandi þurfti að sækja fjarri heimili sínu á árunum 1994 til mars 1996. Stefnandi krefst 200.000 króna skaðabóta úr hendi stefndu fyrir annað fjártjón sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna slyssins. Fram hefur komið að stefnandi hafi þurft að aka heim á Blönduós frá Akureyri og til baka um helgar þegar hann var þar í um það bil þriggja mánaða endurhæfingu haustið 1996. Þá hefur komið fram að miklar breytingar hafi orðið á högum stefnanda vegna slyssins. Ætla verður að stefnandi hafi haft ýmsan kostnað af meðferð og þjálfun sem hann hefur þurft að stunda til að ná aftur heilsu eftir slysið. Þykir rétt með vísan til þess og 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að stefndu greiði stefnanda bætur fyrir annað fjártjón sem þykja hæfilega ákveðnar 100.000 krónur. Krafa stefnanda um skaðabætur fyrir annað fjártjón kom fyrst fram í bréfi lögmanns stefnanda, dagsettu 19. maí 2000, til hins stefnda tryggingafélags. Þykir rétt að krafan beri dráttarvexti samkvæmt 15. gr., sbr. og III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 19. júní 2000 til 1. júlí 2001, en samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi telur að hann hafi verið veikur í skilningi 3. gr. skaðabótalaga frá slysdegi til 29. nóvember 1996 eins og fram komi í matsgerð dómkvaddra matsmanna frá 21. janúar 2000. Í gögnum málsins kemur fram að stefnandi hafi byrjað að vinna aftur eftir slysið 5. júlí 1994. Einnig kemur fram að hann hafi átt erfitt með að stunda vinnu, en hann hafi ítrekað þurft á meðferð og læknishjálp að halda á því tímabili sem hann telur sig hafa verið veikan. Í yfirmatsgerð frá 22. ágúst 2001 segir að lagt hafi verið mat á hvaða tímabil eigi að telja stefnanda veikan, þó ekki lengur en fram til þess tímamarks þegar ekki var að vænta frekari bata, eins og réttilega ber að gera samkvæmt þágildandi 1. mgr. 3. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Varanlegur miski er síðan metinn miðað við ástand tjónþola eins og það er þegar ekki er að vænta frekari bata, sbr. þágildandi 1. mgr. 4. gr. skaðabótalaga, og eru bætur ákveðnar í samræmi við það. Niðurstaða yfirmatsmanna er sú að stefnandi hafi ekki verið veikur í skilningi þágildandi 1. mgr. 3. gr. skaðabótalaga án þess að vera rúmliggjandi nema þann tíma sem hann hafi verið heima frá 2. júní til 5. júlí 1994. Í mati dómkvaddra matsmanna frá 21. janúar 2000, sem stefnandi vísar til, er við mat á þjáningabótum litið til þess tíma er stefnandi var til meðferðar á spítalastofnunum en heildarlengd þjáningatímabils miðist við fjölbreytt, margþætt og flókin andleg og líkamleg einkenni og mikla meðferðarþörf. Í matinu er ekki tekin nægilega skýr afstaða til þess hvenær stefnandi hafi verið veikur. Yfirmatsmenn telja hins vegar að stefnandi hafi verið veikur og rúmliggjandi í 90 daga en veikur án þess að vera rúmliggjandi í 33 daga. Ber að leggja yfirmatið til grundvallar við ákvörðun á þjáningabótum stefnanda samkvæmt tilvitnaðri lagagrein. Stefnandi fékk greiddar þjáningabætur úr hendi hins stefnda tryggingafélags í samræmi við yfirmatið 23. janúar 2002, samtals 185.160 krónur, en 23. desember 1996 hafði hann fengið greiddar 67.500 krónur sem innborgun á þjáningabætur. Með vísan til þessa verður krafa stefnanda um greiðslu þjáningabóta umfram það sem honum hefur þegar verið greitt ekki tekin til greina. Hins vegar ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda 2% vexti af þjáningabótum samkvæmt þágildandi 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga frá slysdegi, 25. maí 1994, en vexti ber að reikna frá slysdegi þrátt fyrir að fjárhæðir samkvæmt 3. skaðabótalaga taki verðlagsbreytingum samkvæmt 15. gr. laganna. Fyrir liggur að bótaskylda af hálfu hins stefnda tryggingafélags hefur verið viðurkennd. Kröfur stefnanda um þjáningabætur og bætur fyrir varanlegan miska og örorku hafa einnig verið viðurkenndar þótt deilt hafi verið um miska- og örorkustig, útreikning viðmiðunartekna stefnanda og þjáningatímabil. Einnig verður að líta svo á að viðurkennd hafi verið skylda til að greiða lögboðna vexti af framangreindum kröfum stefnanda vegna hins bótaskylda atviks. Með vísan til þessa og 1. mgr. 1. gr. laga um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda nr. 14/1905 verður ekki fallist á að vextir eldri en fjögurra ára hafi fallið niður fyrir fyrningu. Með vísan til 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu þykir rétt að dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga greiðist frá 22. ágúst 2001, þegar yfirmat sem stefndu óskuðu eftir lá fyrir, til greiðsludags, 23. janúar 2002. Stefnandi hefur fengið greiddar bætur úr hendi hins stefnda tryggingafélags fyrir 50% varanlegan miska í samræmi við niðurstöður yfirmatsgerðar. Með vísan til þess sem fram kemur í yfirmatsgerðinni ber að leggja það til grundvallar við ákvörðun á bótum stefnanda fyrir varanlegan miska. Í heimildarákvæði 4. gr. skaðabótalaga, sem stefnandi vísar til, er miðað við að sérstaklega þurfi að standa á til að unnt sé að ákveða hærri bætur en lagagreinin gerir almennt ráð fyrir. Í yfirmatsgerð kemur fram að stefnandi hafi auk líkamlegra einkenna fengið veruleg geðræn einkenni í kjölfar slyssins. Þrátt fyrir meðferð hafi ekki tekist að slá á þau að neinu marki. Þvert á móti virtist vinnufærni stefnanda halda áfram að skerðast. Fram kemur einnig að streituröskun eftir áfall geti verið mjög hamlandi. Varanlegur miski er í yfirmatinu metinn vegna líkamlegra einkenna og andlegra svo og með tilliti til þeirra erfiðleika sem þau hafi í för með sér fyrir stefnanda. Verður ekki fallist á að lagaskilyrði séu til þess að ákveða stefnanda hærri bætur en þegar hafa verið greiddar fyrir varanlegan miska. Hins vegar ber á sama hátt og með sömu rökum og vextir og dráttarvextir af þjáningabótum hafa verið dæmdir að dæma stefndu til að greiða stefnanda 2% vexti af 2.641.000 krónu, sem eru greiddar bætur fyrir varanlegan miska, frá 25. maí 1994 til 22. ágúst 2001 og dráttarvexti frá þeim degi til 23. janúar 2002. Óumdeilt er að stefnandi stundaði hlutastarf þegar hann varð fyrir slysinu. Stefnandi heldur því fram að við útreikninga á varanlegri örorku hans vegna slyssins beri að miða við að hann hafi verið í 55% starfi árið fyrir slysið. Í gögnum málsins kemur ekki skýrt fram hvert starfshlutfall stefnanda var í starfi hans hjá Blönduóssbæ en þar hafði hann unnið frá árinu 1991 samkvæmt því sem fram kemur í yfirmatsgerð. Engar ályktanir verða heldur dregnar af skattframtölum stefnanda um raunverulegt starfshlutfall hans á þeim tíma sem hér skiptir máli við ákvörðun árslauna hans. Sama er að segja um vinnu hans á heimilinu. Þótt samkomulag hafi verið með þeim hjónum um að stefnandi sinnti heimilinu að hluta og stundaði vinnu utan heimilis að hluta gefur það ekki ótvíræðar upplýsingar um raunverulegt starfshlutfall stefnanda í hinu launaða starfi. Í ráðningarsamningi kemur fram að stefnandi hafi verið í 100% starfi en fram hefur komið sú skýring á því að greitt hafi verið fyrir starfið samkvæmt tilteknum launaflokki í kjarasamningi. Í bréfi bæjarstjóra Blönduós frá 28. ágúst 2000 segir að af gögnum, sem fyrir liggi á bæjarskrifstofunni, megi leiða líkur að því að starfshlutfall stefnanda hafi verið 55-65%. Þá kom fram í framburði fyrrverandi bæjarstjóra fyrir dóminum, sem réði stefnanda til starfans, að ekki hafi verið farið nákvæmlega út í það hvert starfshlutfall stefnanda hjá Blönduóssbæ væri en það hafi verið rúmlega hálft starf eða um það bil 50, 60 eða 70%. Samið hafi verið um að stefnandi tæki að sér ákveðin verkefni fyrir ákveðin laun. Ekki hafi verið metið hve mörgum vinnustundum stefnandi hafi átt að skila og viðveruskyldan hafi verið breytileg. Samkvæmt þessu verður að telja upplýsingar um starfshlutfall stefnanda árið fyrir slysið of óljósar til þess að unnt verði að leggja til grundvallar við mat á því hver árslaun hans hafi verið að hann hafi aðeins verið í 55% starfi. Stefnandi hefur fengið greiddar bætur úr hendi hins stefnda tryggingafélags fyrir varanlega örorku samkvæmt 5. og 6. gr., sbr. 9. gr. skaðabótalaga, samtals 3.859.268 krónur. Miðað er við laun í 12 mánuði fyrir slys, sem reiknast 1.580.857 krónur með vísitöluhækkun, sbr. 2. mgr. 15. gr. sömu laga, og 35% varanlega örorku samkvæmt yfirmati. Yfirmatsgerðin er byggð á læknisfræðilegum gögnum, skattframtölum stefnanda og upplýsingum um persónulega og félagslega hagi stefnanda og sögu, þar með talið atvinnuþátttöku. Af því sem fram kemur í yfirmatinu má ráða að yfirmatsmenn hafa haft ítarlegar upplýsingar um stefnanda og að tillit hefur verið tekið til þeirra atriða sem skipta máli við mat á því hverja skerðingu stefnandi hefur hlotið vegna slyssins á getu til að afla vinnutekna og við mat á tjóni hans vegna varanlegrar örorku. Í yfirmatinu er meðal annars tekið tillit til þess að skerðingin hafi á ákveðnu tímabili verið minni en ella og gerð er grein fyrir ástæðum þess. Í matsgerðinni frá 21. janúar 2000, sem stefnandi vísar til, kemur ekki fram að tekið hafi verið tillit til sömu atriða og gert er í yfirmatinu. Verður að telja yfirmatsgerðina traustari heimild um tjón stefnanda vegna varanlegrar örorku hans vegna slyssins en matsgerðina sem stefnandi vísar til. Af því sem fram hefur komið verður að telja að álit Örorkunefndar, þess efnis að áfallastreitueinkenni sem stefnandi hefur haft eftir slysið muni ekki há honum við öflun vinnutekna í framtíðinni, standist ekki. Með vísan til þessa og þess sem fram kemur í yfirmatsgerðinni að öðru leyti ber að miða við að stefnandi hafi hlotið 35% varanlega örorku í umræddu slysi. Stefnandi hefur fengið tjónið bætt í samræmi við það eins og þegar hefur komið fram. Stefndu verða því sýknuð af þessum kröfulið stefnanda en dæma ber þá til að greiða stefnanda vexti á sama hátt og með sömu rökum og vextir og dráttarvextir af þjáningabótum og bótum fyrir varnalegan miska hafa verið dæmdir. Samkvæmt því ber stefndu að greiða stefnanda 2% vexti af 3.859.268 krónum frá 25. maí 1994 til 22. apríl 1997, þegar greiddar voru 100.000 krónur sem innborgun á örorkutjón stefnanda, en af 3.759.268 krónum frá þeim degi til 22. ágúst 2001 og dráttarvexti frá þeim degi til 23. janúar 2002. Hið stefnda tryggingafélag greiddi stefnanda samtals 666.632 krónur í vexti 23. janúar 2002 en heildargreiðslan sem þá var innt af hendi var 7.807.442 krónur að frádregnum 622.882 krónum sem áður höfðu verið greiddar. Af síðasttöldu fjárhæðinni höfðu verið greiddar 400.000 krónur vegna tímabundins atvinnutjóns stefnanda. Í greinargerð stefndu segir að stefnanda hafi þegar verið greiddar 455.382 krónur vegna tímabundins örorkutjóns en 55.382 krónur voru greiddar 24. ágúst 1995 vegna tímabundins atvinnutjóns eins og áður hefur komið fram. Bætur fyrir tímabundið atvinnutjón stefnanda eru því ekki til umfjöllunar í málinu enda er ekki gerð krafa um þær hér. Breytir engu í því sambandi þótt í yfirmati komi fram að tímabil sem yfirmatsmenn telji að geti talist til tímabundins atvinnutjóns hafi verið frá 24. maí til 5. júlí 1994. Með vísan til þess verður ekki tekið tillit til greiðslunnar úr hendi hins stefnda tryggingafélags til stefnanda við úrlausn málsins eins og krafist er að gert verði af hálfu stefndu. Frádráttur tryggingafélagsins er því samkvæmt ofangreindu oftalinn um 400.000 krónur og ber að taka tillit til þess þegar vaxtagreiðslur stefndu eru dregnar frá dæmdum vöxtum. Réttilega verða því aðeins dregnar 266.632 krónur frá dæmdum vöxtum eins og fram kemur í dómsorði. Samkvæmt þessu ber að dæma stefndu til að greiða stefnanda 100.000 krónur in solidum ásamt vöxtum og dráttarvöxtum í samræmi við það sem að ofan greinir og nánar kemur fram í dómsorði. Rétt þykir að stefndu greiði stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.000.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts og þess að stefnandi hefur samkvæmt því sem fram hefur komið þegar fengið greitt úr hendi hins stefnda tryggingafélags samtals 386.229 krónur vegna lögmannsþóknunar. Dóm þennan kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. DÓMSORÐ: Stefndu, Ragna Hámundardóttir og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði stefnanda, Birni Vigni Björnssyni, 100.000 krónur in solidum ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 19. júní 2000 til 1. júlí 2001 en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig ber stefndu að greiða stefnanda in solidum 2% ársvexti af 6.685.428 krónum frá 25. maí 1994 til 23. desember 1996, af 6.617.928 krónum frá þeim degi til 22. apríl 1997, af 6.517.928 krónum frá þeim degi til 22. ágúst 2001, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til 23. janúar 2002 að frádregnum 266.632 krónum. Stefndu greiði stefnanda 1.000.000 krónur in solidum í málskostnað, þar með talinn virðisaukaskattur.
|
Mál nr. 485/2002
|
Kærumál Málskostnaðartrygging
|
S krafðist málskostnaðar í máli sem P höfðaði á hendur S. Þegar litið var til stöðu hugsanlegrar málskostnaðarkröfu S í þrotabú P og með hliðsjón af umfangi málsins var talið að framlagðar tryggingar nægðu ekki til tryggingar á greiðslu málskostnaðar sem kynni að verða felldur á búið. Var því staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að S hafi leitt að því fullnægjandi líkur að P kynni að vera ófær um greiðslu málskostnaðar og því bæri að fallast á kröfu hans um málskostnaðartryggingu.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. október 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 9. október 2002, þar sem sóknaraðila var gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 500.000 krónur í máli, sem hann höfðaði gegn varnaraðila. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að sér verði ekki gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar, en til vara að hún verði lægri fjárhæðar en ákveðið var í héraði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sér dæmdur málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt, sem í dómsorði greinir. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu, en ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað getur ekki komið til endurskoðunar að kröfu varnaraðila, sem kærði ekki úrskurðinn fyrir sitt leyti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur að öðru leyti en því að frestur sóknaraðila, þrotabús Prisma-Prentbæjar ehf., til að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu á hendur varnaraðila, Sparisjóði Hafnarfjarðar, skal vera tvær vikur frá uppsögu þessa dóms. Kærumálskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 452/2005
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. október 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. október 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. október 2005 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á með héraðsdómi að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi átt aðild að innflutningi á umtalsverðu magni fíkniefna. Telja verður að ætluð háttsemi hans geti varðað fangelsi, ef sakir sannast. Í greinargerð sinni til Hæstaréttar hefur sóknaraðili skýrt hvaða rannsóknaraðgerðir séu fyrirhugaðar á næstu dögum. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi þann tíma sem í hinum kærða úrskurði greinir. Verður hann því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 139/2010
|
Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Gæsluvarðhald. D. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli b. og d. liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. mars 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 8. mars 2010, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi meðan áfrýjunarfrestur dóms í máli Héraðsdóms Reykjaness nr. S-1064/2009 stendur yfir, allt til mánudagsins 5. apríl 2010 klukkan 16:00. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að honum verði gert að sæta farbanni en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi meðan áfrýjunarfrestur dóms í máli Héraðsdóms Reykjaness nr. S-1064/2009 stendur, en þó ekki lengur en til mánudagsins 5. apríl 2010 klukkan 16.
|
Mál nr. 281/2008
|
Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var felldur úr gildi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. maí 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 19. maí 2008, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 26. maí 2008 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í endurriti af dómþingi Héraðsdóms Reykjaness 19. maí 2008 kemur fram að varnaraðili hafi mótmælt kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Samkvæmt 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 verður sakborningur því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi framið verknað sem fangelsisrefsing er lögð við. Sóknaraðili telur að ætluð háttsemi varnaraðila kunni að varða við ákvæði XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 244., 248. og 249. gr., og ákvæði laga nr. 96/2002 um útlendinga. Sóknaraðili hefur ekki gert grein fyrir því með hvaða hætti hann telur varnaraðila hafa brotið gegn nefndum ákvæðum almennra hegningarlaga. Sóknaraðili hefur heldur ekki gert grein fyrir þeim brotum gegn lögum nr. 96/2002 sem hann telur varnaraðila grunaðan um að hafa framið og þá ekki heldur hvaða refsing sé við þeim lögð. Samkvæmt þessu hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila. Hinn kærði úrskurður verður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
|
Mál nr. 155/1998
|
Kynferðisbrot Sönnunargögn Dómari Ómerkingarkröfu hafnað Skaðabætur
|
H var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þröngvað stúlkunni X með ofbeldi til holdlegs samræðis á salerni í veitingahúsi. Ekki var það talið varða ómerkingu héraðsdóms að dómari hafði ekki nýtt sér heimild til kvaðningar samdómenda. Talið var sannað með hliðsjón af framburði brotaþola, vitna og fyrirliggjandi DNA-rannsókna að H hefði brotið gegn 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvörðun héraðsdóms um viðurlög var staðfest og brotaþola dæmdar miskabætur. Gerð var athugasemd við það að ákærða hafði verið vikið úr þinghaldi við meðferð málsins í héraði án þess að fram hefði komið að efni hefðu verið til þess.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Málinu var skotið til Hæstaréttar 30. mars 1998 að ósk ákærða með vísun til a-d liða 147. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 7. gr. laga nr. 37/1994. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist, að refsing ákærða verði þyngd. Ákærði krefst þess aðallega, að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara krefst hann sýknu ellegar þess, að refsing verði milduð. Þá krefst hann þess, að bótakröfu kæranda verði vísað frá dómi eða hún lækkuð. I. Ákærði krefst ómerkingar hins áfrýjaða dóms á þeirri forsendu, að héraðsdómur hefði átt að vera fjölskipaður samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1994, þar sem niðurstaða málsins ráðist af mati á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi. Framangreint ákvæði réttarfarslaga felur í sér heimild en ekki skyldu fyrir héraðsdómara til að kveðja tvo aðra héraðsdómara til setu í dómi með sér og ræðst nauðsyn þess af aðstæðum hverju sinni. Ljóst er, að sakfelling héraðsdóms styðst að verulegu leyti við niðurstöður tveggja DNA-rannsókna, sem gerðar voru í Noregi og Bretlandi. Eins og hér háttar til, verður ekki talið að ákvörðun héraðdómara um að sitja einn í dómi eigi að leiða til ómerkingar og heimvísunar. II. Ákærði er borinn sökum um að hafa þröngvað kæranda með ofbeldi til holdlegs samræðis á salerni veitingahúss í Keflavík aðfaranótt laugardagsins 17. ágúst 1996. Eins og fram kemur í héraðsdómi voru sýni, sem tekin höfðu verið sama dag á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á neyðarmóttöku vegna nauðgunar, send Rannsóknastofu háskólans í meinafræði til rannsóknar. Hluti þeirra var síðan sendur til DNA-rannsóknar í Rettsmedisinsk institutt við háskólann í Osló og barst niðurstaða þaðan með bréfi 8. nóvember 1996. Þar segir meðal annars: „Sýnin 3 (vattpinni) og 4 (nærbuxur) báru með sér að sæðisvökvinn hefði verið til staðar, og hægt var að sýna fram á sæðisfrumur í báðum sýnunum. Út frá DNA/VNTR-rannsókninni teljum við að sýni 3 vattpinni sé blandað sýni sem samanstendur af frumuefni frá grunaða ... (sæðisfrumum) og meintum brotaþola (þekjuvefsfrumum ...). Mjög sennilegt er út frá þessari rannsókn að sæðið sem sýnt var fram á í nærbuxunum sé frá grunaða.“ Þá kemur einnig fram, að „líkurnar á að finna DNA-prófíl, sem leitað er að, í sýni sem tekið er til skoðunar hjá Norðmanni, sem valinn er af handahófi, mun alltaf vera verulega minni en 1:10.000. Þegar málsaðili er með DNA-prófíl, sem er sömu gerðar og prófíll sýnishornsins, teljum við þá venjulega að það sé einmitt sá maður, sem hefur látið eftir sig sýnið.“ Í álitsgerð Gunnlaugs Geirssonar prófessors um niðurstöður þessara rannsókna 21. nóvember 1996 segir, að þær samrýmist því, að sæði það, sem fannst í leggöngum og nærbuxum kæranda, hafi komið úr hinum grunaða, og væru líkurnar fyrir því afar sterkar. Við rannsóknirnar í Noregi voru notuð til samanburðar blóðsýni úr kæranda og ákærða og er fram komið, að glas með blóðsýni kæranda lak í flutningi þangað. Í bréfi Gunnlaugs Geirssonar 14. mars 1997 til sýslumannsins í Keflavík og bréfi norsku rannsóknastofunnar 10. sama mánaðar er fullyrt, að það hafi engin áhrif haft á niðurstöðu DNA-rannsóknarinnar. Að kröfu ákærða var efnt til nýrrar DNA-rannsóknar í Bretlandi og fór hún fram hjá The Forensic Science Service í Wetherby í Yorkshire. Þangað voru send gögn frá rannsókninni í Noregi og jafnframt ný gögn frá Íslandi, þar á meðal bómullarpinni, sem notaður hafði verið til að taka strok úr leggöngum kæranda við skoðun á neyðarmóttöku og merktur var 4130, en hann hafði verið varðveittur frá upphafi hjá Rannsóknastofu háskólans í meinafræði. Í niðurstöðu bresku rannsóknarinnar, sem send var með bréfi 6. febrúar 1998 segir meðal annars, að vottur af sæði hafi fundist í leggangastroki (4130) og á nærbuxunum. Um leggangasýnið segir: „Blandað STR-mynstur fékkst úr DNA sem unnið var úr bómullarpinna með leggangasýni (4130), þ.e. þar er DNA frá fleiri en einum einstaklingi. Hið blandaða STR-mynstur samanstendur af greinilegum meirihluta (frá konu), sem samsvarar því mynstri sem fékkst úr konunni sem fyrir brotinu varð, og minnihluta, sem allar rákir í má rekja til hins grunaða karlmanns.“ Þá kemur fram, að það STR-mynstur, sem fékkst úr sæðisbletti úr nærbuxunum og samsvaraði því mynstri, sem fékkst úr sýni úr hinum grunaða, komi fyrir á Bretlandseyjum hjá einum íbúa af hverjum fimm milljónum. Lokaniðurstöður eru þessar: „1) Það er álit mitt, að ofangreindar niðurstöður styðji með afar sterkum rökum þá fullyrðingu, að sæði það úr nærbuxum brotaþola, sem prófað var, hafi komið úr þeim karlmanni sem grunaður er í málinu. 2) Sæði það sem prófað var úr leggangastroki (4130) úr konunni sem fyrir brotinu varð kann einnig að hafa komið úr hinum grunaða karlmanni.“ Rétt er að athuga, að í hinum enska texta, sem snúið var á íslensku af löggiltum skjalaþýðanda, segir í lið 2): „The semen tested ... could also have originated from the male suspect.“ Fyrir héraðsdómi lagði Gunnlaugur Geirsson prófessor áherslu á, að fyrir lægju samhljóða niðurstöður úr tveimur sjálfstæðum rannsóknum, þar sem ekki hefðu að öllu leyti sömu gögn verið til rannsóknar í báðum tilvikum, og yki það mjög á áreiðanleika þeirra. Hann sagðist telja, að það hefði „allt verið gert í þessu máli sem hægt er að gera til þess að bera sannleikanum vitni.“ III. Niðurstöðu héraðsdómara verður að meta svo, að hann hafi talið framburð kæranda fyrir dóminum áreiðanlegan en framburð ákærða að sama skapi ótrúverðugan, einkum í ljósi þeirra rannsóknargagna, sem fyrir lágu og grein hefur verið gerð fyrir. Þá er ljóst, að héraðsdómari hefur talið framburð B trúverðugan, en hann kvaðst hafa séð ákærða og kæranda fara saman inn á salernið og hefði ákærði virst ákveðinn. Með hliðsjón af ótvíræðum niðurstöðum tveggja sjálfstæðra DNA-rannsókna í Noregi og Bretlandi, framburði og álitsgerðum Gunnlaugs Geirssonar prófessors og aðstæðum að öðru leyti eru engin efni til að ætla, að niðurstaða héraðsdómara um sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi kunni að vera röng, svo að einhverju skipti um úrslit málsins, sbr. 5. mgr. 159. gr. laga nr. 19/1991. Verður sakarmat héraðsdóms staðfest með skírskotun til forsendna hans. Ákærði og kærandi þekktust ekki, þótt þau hafi vitað hvort af öðru. Engar vísbendingar eru um samdrátt þeirra í milli umrætt kvöld. Framferði ákærða gagnvart kæranda fól í sér mikla ófyrirleitni og lítilsvirðingu. Refsiákvörðun héraðsdóms þykir eiga að standa óhögguð. Í málinu nýtur ekki gagna um andlega líðan kæranda í kjölfar þessa verknaðar utan skýrslna og dómsframburða læknis og hjúkrunarfræðings á neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Ljóst er þó, að slíkur atburður og hér um ræðir er til þess fallinn að valda þeim, sem fyrir verður, margvíslegum sálrænum erfiðleikum. Þykir bótafjárhæðin hæfilega ákveðin 400.000 krónur. Skal hún bera vexti samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá verknaðardegi til uppsögudags héraðsdóms og dráttarvexti samkvæmt III. kafla laganna frá þeim degi til greiðsludags. Með hliðsjón af hlutverki lögmanns kæranda við að halda fram bótakröfunni, sbr. 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991, þykja bætur vegna kostnaðar af því hæfilega ákveðnar 60.000 krónur. Í héraðsdómi er ekki að finna rökstuðning fyrir ákvörðunum um saksóknar- og málsvarnarlaun, en annar lögmaður var réttargæslumaður hans við lögreglurannsóknina. Eftir atvikum verður þó unað við ákvarðanir héraðsdómara um sakarkostnað. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og í dómsorði greinir. Það athugast, að við aðalmeðferð málsins í héraði 2. mars 1988 var bókuð sú ákvörðun dómara, að ákærði skyldi víkja úr dómsal, á meðan kærandi gæfi þar skýrslu. Þessi ákvörðun var tekin að kröfu þess lögmanns, er hélt fram bótakröfu kæranda. Verjandi ákærða mótmælti en ekkert er bókað um afstöðu ákæruvaldsins. Þess er ekki getið, af hvaða ástæðu þetta var gert. Eins og atvikum í málinu var háttað er ekki nægilega fram komið, að efni hafi verið til þess að víkja ákærða úr þinghaldi með stoð í 6. mgr. 59. gr. laga nr. 19/1991. Dómsorð: Ákærði, Haukur Ingimarsson, sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði greiði X 400.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 17. ágúst 1996 til 11. mars 1998 en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá greiði hann henni jafnframt 60.000 krónur vegna kostnaðar við að halda fram bótakröfunni. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 100.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 11. mars 1998. Mál þetta var höfðað með ákæru ríkissaksóknara 14. janúar 1997 á hendur Hauki Ingimarssyni, kt. 270468-4979, Hátúni 12, Keflavík. Hann er sakaður um að hafa framið nauðgun, „... með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 17. ágúst 1996 á karlasalerni í veitingahúsinu Ránni, Hafnargötu 19, Keflavík, þröngvað stúlkunni [X] með ofbeldi til holdlegs samræðis.“ Þetta er heimfært til 194. gr. almennra hegningarlaga og krafist refsingar og greiðslu miskabóta til X að fjárhæð kr. 1.000.000 með dráttarvöxtum frá 17. ágúst 1996 til greiðsludags og málskostnaðar skv. reikningi. Við aðalmeðferð gerði sækjandi þessar sömu kröfur og krafðist að auki saksóknarlauna í ríkissjóð. Af hálfu X er krafist miskabóta eins og áður getur að fjárhæð kr. 1.000.000 með dráttarvöxtum frá 17. ágúst 1996 til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar samtals að fjárhæð kr. 258.960 og er virðisaukaskattur innifalinn. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður af refsikröfu og að miskabótakröfu verði vísað frá dómi; til vara að refsing verði ákvörðuð eins væg og lög leyfa og að miskabótakrafa kæranda verði stórlega lækkuð. Hann mótmælir málskostnaðarkröfu. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna og að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð. Málið var dómtekið 3. mars 1997. Samkvæmt skráningu lögreglunnar í Keflavík var hringt til hennar kl. 2:55 aðfaranótt laugardagsins 17. ágúst 1996. Tilkynnti þá B, kt. ..., að X segði að sér hefði verið nauðgað. Var X flutt á lögreglustöð og fór B með í bílnum. Einar Ásbjörn Ólafsson, flokkstjóri, ræddi þar við hana og kemur þá fram sú frásögn að maður með yfirvaraskegg er keyri sjúkrabifreið í Keflavík hefði farið með hana inn á karlaklósett, klætt úr buxum og nærbuxum og komið fram vilja sínum. X var flutt fljótlega á neyðarmóttökuna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og er skráð að hún komi þangað kl. 4:05. Hún var síðan flutt til Keflavíkur á ný og var tekin skýrsla af henni hjá lögreglunni kl. 11:23 þann sama dag. Í þessari fyrstu skýrslu hjá lögreglu kemur fram að X hafi farið á veitingahúsið Rána ásamt vinum sínum B og L. Henni hafi þar á staðnum fundist eins og ákærði væri að fylgjast með henni. Hún hafi þá talað við hann. Mundi hún ekki nema lítið af því sem þeim fór á milli, en maðurinn hefði beðið sig að koma með sér niður stigann. Hún hafi farið niður með honum. Hún hafi ætlað að snúa við er hún hafi séð að ákærði ætlaði inn á klósettið. Þá hafi hann tekið í hendur hennar og dregið hana inn á karlaklósettið og lokað hurðinni. Hann hafi þá spurt hvort hún vildi gera eitthvað með honum, en hún neitað. Síðan hafi ákærði byrjað að klæða hana úr skyrtunni. Hún hafi sagst ekki vilja það og reynt að komast út, en ákærði hafi komið í veg fyrir það. Þá hafi ákærði kippt niður um hana buxunum. Er hún reyndi að ná þeim upp aftur hafi ákærði snúið henni við. Hafi hann þá staðið fyrir aftan hana, dregið niður um hana nærbuxurnar og haft samfarir við hana um leggöng. Samfarirnar hafi staðið stutt, hún vissi ekki hvort hann fékk sáðlát eða nánar hvernig hann bar sig til. X gaf skýrslu hjá lögreglu að nýju 23. ágúst 1996. Lýsti hún þá atvikum á sama veg í meginatriðum. Ákærði hafi átt frumkvæði að því að þau fóru niður. Hún hafi fylgt honum eftir niður stigann því hún hafi verið forvitin um hvað hann vildi tala við hana. Minntist hún þess ekki að hann hefði sagt neitt við sig fyrir framan salernin. Henni hafi sýnst svipur ákærða breytast er þau komu niður, ekki verið eins blíður á svip og hún hafi orðið smeyk. Hann hafi ýtt henni á undan sér inn á innra klósettið og lokað dyrunum og læst. Hún hafi verið of hrædd til að gera nokkuð. Síðan er lýsing hennar svipuð og í fyrri skýrslunni. Fyrir dómi bar X mjög á sama veg og í skýrslum hjá lögreglu. Skýrsla fyrir dómi var þó brotakenndari og kvaðst hún um mörg atriði ekki muna nákvæmlega hvernig aðstæður voru. Þá virtist hún eiga erfitt með að tjá sig um atvik. Fram kom þó skýrt að ákærði hefði þvingað hana með sér inn á salernið og dregið buxurnar niður um hana og haft síðan við hana samfarir. Þá er óljós frásögn hennar af því hvert hún fór eftir atburðinn. Hún hafi fundið L og B og talað við þau og Víði Guðmundsson, en nánari frásögn kom ekki fram. Ákærði var handtekinn á heimili sínu kl. 3:55 þann 17. ágúst. Hann gaf síðan skýrslu eftir dvöl í fangaklefa síðdegis þann dag. Neitaði hann þá skýrlega að hafa nauðgað kæranda og neitaði einnig að hafa haft samfarir við hana. Lýsti hann því að þau hefði farið sex saman, hann og Víðir bróðir hans ásamt konum sínum og Guðmundu Björgu Þórðardóttur og Sigfúsi Þorbjörnssyni. Þau hafi komið á Rána um hálf eitt og verið þar síðan, nema hvað þau skruppu yfir á Strikið og voru þar um hálftíma. Um kl. 2:40 hafi þau farið, fyrst á pylsuvagninn og síðan heim. Hann lýsti því í þessari skýrslu að X hefði komið til hans á veitingastaðnum og tekið af honum hattinn. Hann hafi þá hreytt einhverjum orðum í hana. Hann hafi aldrei séð kæranda niðri við salernin. Hann kveðst hafa séð hana fyrir utan veitingastaðinn er hann fór og hafi hún þá verið hlæjandi og strákar er sátu hjá henni hafi verið að fíflast í henni. Hún hafi alls ekki virst niðurdregin. Fyrir dómi bar ákærði á sama veg. Hann neitaði að hafa haft samfarir við kæranda. Bar hann á sama veg og hjá lögreglu. Þau hefðu farið á Rána, eftir nokkra viðdvöl hefðu þau farið á veitingahúsið Strikið, en komið síðan aftur á Rána. Þá hafi klukkan verið 15-20 mínútur yfir tvö. Þau hefðu stoppað í 15-20 mínútur og síðan farið. Hann bar að hann hefði séð kæranda utan við Rána er hann fór og hafi hún þá verið hlæjandi. Hann hafi tekið eftir henni þar sem mágkona sín, Inga Birna Kristinsdóttir hefði stoppað og talað við kæranda. Síðan hefðu þau farið að pylsuvagninum, staldrað við fyrir framan verslunina Bústoð á leiðinni þangað, en hann síðan þurft að fara í hraðbanka hjá Sparisjóðnum eftir að þau komu á pylsuvagninn. Samkvæmt útskrift um úttektir ákærða skipti hann við hraðbankann klukkan 2:46. Vitnið B var á Ránni þetta kvöld. Hann hefur hjá lögreglu og fyrir dómi lýst því að hann hafi séð ákærða og X fara saman niður stigann og skömmu síðar hafi hann farið á eftir þeim og séð á eftir þeim loka á eftir sér inni á salerninu. Það hafi ekki verið sjáanlegt að ákærði hefði þröngvað henni inn, heldur verið ákveðinn. Vitnið kvaðst hafa verið nokkra stund niðri, en farið síðan upp og eftir nokkra stund farið niður aftur og þá hafi X setið með L og verið grátandi. Hún hafi sýnilega verið í miklu uppnámi og hafi verið augljóst að eitthvað hefði komið fyrir. Vitnið L fór á Rána ásamt X þetta kvöld. Hún kvaðst hafa verið að dansa er X hefði komið grátandi til sín. Hún hefði verið mjög miður sín og vitnið mundi ekki hvort hún hefði sagt hreint út að sér hefði verið nauðgað. Auk þeirra vitna sem að framan eru talin gáfu samtals 12 vitni skýrslur fyrir dómi. Víðir Guðmundsson gat ekki borið um annað en að L hefði komið til sín og tjáð sér að X hefði verið nauðgað. Hann hefði farið niður og séð X sem hefði verið í mikilli geðshræringu. Anna María Guðlaugsdóttir og Kristín Bragadóttir störfuðu við sinn hvorn barinn á Ránni. Anna María sagði að ákærði og félagar hans hefðu haft borð ekki fjarri sínum bar. Þá hefði hún séð X á bekk utan við Rána og ekki séð neitt athugavert við hana. Kristín kvaðst hafa séð nokkrar konur, þ.á.m. X niðri fyrir framan salernin og einhver hefði verið þar grátandi. Kristín Sigurðardóttir, eiginkona ákærða, gaf skýrslu. Hún taldi að þau hefðu komið til baka á Rána um kl. 2:10. Hún hefði farið að dansa, en ákærði hefði staðið við barinn. Hún kvaðst síðan hafa farið niður á salernin og verið þar í 5-6 mínútur samtals, en ekki orðið vör við X þar. Inga Birna Kristinsdóttir, mágkona ákærða skýrði frá á sama veg og Kristín Sigurðardóttir. Hún taldi að þær hefðu farið niður um kl. 2:20, en síðan farið út um klukkan hálf þrjú. Hún kvaðst aðspurð ekki hafa verið með klukku. Þá kvaðst hún hafa séð X á bekk fyrir utan Rána er þau voru að fara og skipst á nokkrum orðum við hana. Hún hafi ekki virst neitt niðurdregin. Einnig gáfu Gunnlaugur Björgvinsson, Víðir Ingimarsson og Baldur Friðbjörnsson skýrslur fyrir dómi, sem ekki er ástæða til að rekja sérstaklega. Þá komu fyrir dóm Nanna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Tanja Þorsteinsson, læknir, sem starfa á neyðarmóttökunni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þá komu fimm lögreglumenn fyrir dóm. Lýstu allir sem að komu því að X hefði verið miður sín um nóttina. Lögreglumennirnir Hörður Óskarsson og Arngrímur Guðmundsson voru sendir að Ránni og fluttu X á lögreglustöðina og síðar á neyðarmóttökuna. Skýrðu þeir frá því að þeir hefðu verið nýkomnir inn á stöðina er útkallið kom. Á leið inn á stöðina hefðu þeir ekið Hafnargötuna og veitt athygli X sem B átti þá í einhvers konar fangbrögðum við fyrir framan Rána. Hafi hún sýnst vera ölvuð. Loks gaf prófessor Gunnlaugur Geirsson skýrslu, en framburðar hans verður getið í tengslum við frásögn af DNA-rannsóknum á sýnum. 20. og 29. ágúst 1996 voru sýni sem tekin höfðu verið á Neyðarmóttökunni send Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði til rannsóknar. Voru þau síðan send til Rettsmedisinsk Institutt í Osló. Með bréfi 26. nóvember 1996 sendi Rannsóknarstofan greinargerð um gang rannsóknarinnar og niðurstöður. Því er lýst í þessum bréfum að rannsóknin hafi beinst einkum að blettum í nærbuxum kæranda og bómullarpinnum er notaðir voru til að leita sýna í leggöngum kæranda. Gunnlaugur Geirsson komst þá að þessari niðurstöðu: „Samkvæmt framanskráðu samrýnast (sic) niðurstöður rannsókna þeirra sem greint er frá hér að framan, að sæði það, sem fannst í leggöngum og nærbuxum kæranda hafi komið úr hinum grunaða (HI, kt:270468-4979) og er líkurnar fyrir því afar sterkar.“ Við þessar rannsóknir voru notuð til samanburðar blóðsýni er tekin voru úr ákærða og kæranda. Í bréfi Rettsmedisinsk Institutt segir að glas með blóðsýni kæranda hefði lekið í flutningnum, en fram kom í skýrslu Gunnlaugs Geirssonar að það hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðurnar. Verjandi ákærða krafðist nýrrar rannsóknar eftir að niðurstaða norsku rannsóknarinnar hafði verið kynnt ákærða. Var loks fallist á að framkvæmd skyldi ný rannsókn og var hún gerð hjá The Forensic Science Service í Wetherby í Englandi. Með bréfi dags. 6. febrúar 1998 sendi rannsóknarstofan niðurstöður sínar til Gunnlaugs Geirssonar. Í niðurlagi bréfsins eru dregnar ályktanir sem orðast svo í þýðingu Lúðvíks Kaaber, löggilts skjalaþýðanda: „1) Það er álit mitt, að ofangreindar niðurstöður styðji með afar sterkum rökum þá fullyrðingu, að sæði það úr nærbuxum brotaþola, sem prófað var, hafi komið úr þeim karlmanni sem grunaður er í málinu. 2) Sæði það sem prófað var úr leggangastroki (4130) úr konunni sem fyrir brotinu varð kann einnig að hafa komið úr hinum grunaða karlmanni.“ Við rannsóknina voru notuð þau sýni sem rannsökuð höfðu verið hjá Rettsmedisinsk Institutt og að auki nærbuxur brotaþola og einn bómullarpinni er tekinn hafði verið úr leggöngum hennar við skoðun á neyðarmóttökunni. Í álitsgerð Gunnlaugs Geirssonar segir að með með þessum niðurstöðum séu staðfestar fyrri niðurstöður um um að sæði það er fannst sé úr ákærða. Þá komi fram í bréfi Forsensic Science Service að líkur til að finna annan mann með sama DNA-mynstur (honum óskyldan) séu 1 á móti 5.000.000. Fyrir dómi staðfesti Gunnlaugur Geirsson framangreind bréf sín og niðurstöður. Taldi hann að í þessu máli hefði allt verið gert sem mögulegt væri til að komast að hinu sanna. Niðurstöður. Gögn og framburðir vitna og ákærða um tímasetningar á einstökum atvikum eru ekki nákvæm. Ekki er hægt að sjá í ábendingum um ferð ákærða á annan veitingastað og síðan hvenær hann hefur örugglega verið farinn af Ránni neitt sem útilokar að hann hafi haft ráðrúm til að fremja brot það sem ákært er fyrir. Ekkert þeirra vitna sem bera að þau hafi séð ákærða á veitingastaðnum geta leitt að því líkur að ákærði hafi ekki farið niður með X á einhverjum tíma um eða eftir klukkan tvö. Framburðir vitna og skýrsla neyðarmóttökunnar um ástand X renna stoðum undir þá frásögn hennar að henni hafi verið nauðgað þarna á veitingahúsinu. Framburður ákærða og nokkurra vina hans um að X hafi verið hlæjandi og virst alveg eðlileg fyrir utan veitingastaðinn verða ekki taldir sennilegir andspænis framburðum þeirra L og B, lögreglumannanna og starfsmanna neyðarmóttökunnar. Framburður X hefur verið staðfastur og ósamræmi hefur ekki komið fram hjá henni sem orð er á gerandi. Skýrsla hennar fyrir dómi var mjög stuttaraleg. Kann það að skýrast af því hversu langur tími er nú liðinn frá því að atburðir þeir urðu sem fjallað er hér um. Ákærði hefur neitað sök frá byrjun og verið staðfastur í þeirri neitun. Niðurstöður DNA-rannsóknanna eru báðar á þann veg að sæði úr ákærða hafi fundist í nærbuxum X. Rettsmedisinsk Institutt kemst einnig óyggjandi að þeirri niðurstöðu að í leggöngum hennar hafi fundist sæði úr ákærða. Þessar niðurstöður studdar framburði X, sem kærði atburðinn strax, framburði B er sá ákærða og X á þeim stað er X segir að ákærði hafi nauðgað sér, og þeirra er ræddu við hana um nóttina, fela í sér fulla sönnun þess að ákærði hafi framið það brot sem í ákæru er lýst. Vafi sem neitun ákærða, þröngar aðstæður á vettvangi og framburðir vitna um að ákærði hafi allan tímann verið uppi á veitingastaðnum, er svo lítill að hann verður ekki talinn marktækur gagnvart þeim gögnum sem benda mjög eindregið til sektar ákærða. Verður hann sakfelldur fyrir brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga eins og krafist er í ákæru. Ákærði var sektaður á árinu 1986 vegna umferðarlagabrots, en hefur annars ekki sætt refsingum. Refsingu hans verður að ákveða í samræmi við dómvenju. Framkvæmd brotsins var einföld, en ákærði er mun þyngri en X. Miklu ofbeldi var ekki beitt. Brotið og framkvæmd þess lýsir hins vegar óvenju mikilli fyrirlitningu á brotaþola. Refsing ákveðst fangelsi tvö ár. Skaðabótakrafa byggist á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með hliðsjón af dómvenju um fjárhæð miskabóta vegna kynferðisbrota verða bætur til X ákveðnar kr. 475.000 er beri vexti svo sem í dómsorði greinir. Dæma ber ákærða til að greiða innheimtukostnað vegna kröfunnar. Ekki verður byggt eingöngu á málskostnaðarreikningi er lögmaður X hefur lagt fram á grundvelli þess tíma er varið hefur verið í viðræður við X og undirbúning kröfugerðar. Þykja innheimtulaun hæfileg að meðtöldum virðisaukaskatti kr. 200.000. Ákærða ber að greiða allan sakarkostnað. Saksóknarlaun verða ákveðin kr. 150.000, en málsvarnarlaun verjanda kr. 275.000. Jón Finnbjörnsson, settur héraðsdómari, kveður upp dóm þennan. Hann hefur farið með mál þetta frá 1. september 1997. Meðferð máls þessa hefur tekið talsvert langan tíma, að hluta til vegna tveggja DNA-rannsókna og frestana til ákvarðana um framhald málsmeðferðar er niðurstöður lágu fyrir. Dómsorð: Ákærði, Haukur Ingimarsson, sæti fangelsi tvö ár. Ákærði greiði X kr. 475.000 með dráttarvöxtum frá 17. ágúst 1996 til greiðsludags og kr. 200.000 í málskostnað. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.á.m. kr. 150.000 í saksóknarlaun til ríkissjóðs og málsvarnarlaun Ásbjörns Jónssonar hdl., kr. 275.000.
|
Mál nr. 521/2007
|
Kærumál Þinglýsing
|
S krafðist þess að stefna í máli hans gegn B yrði þinglýst á fasteignina Hafnarbraut 6, Blönduósi. Þegar litið var til þeirra atriða sem fram voru komin um ágreiningsefni málsins var ekki talið að fullnægt væri skilyrðum 1. mgr. 28. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 til að fallast mætti á kröfu S um þinglýsingu stefnunnar. Var kröfu S því hafnað.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. september 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 9. október sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 2007, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að honum yrði heimilað að þinglýsa á fasteignina Hafnarbraut 6, Blönduósi stefnu í máli hans gegn varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Sóknaraðili krefst þess að heimilað verði að þinglýsa stefnu í málinu á fasteignina Hafnarbraut 6, Blönduósi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I. Með auglýsingu í Morgunblaðinu 13. maí 2007 auglýsti varnaraðili fasteignina Hafnarbraut 6, Blönduósi til sölu og óskaði eftir tilboðum í hana. Með tölvupósti 18. maí 2007 gerði sóknaraðili tilboð að fjárhæð 37.000.000 krónur í fyrrgreinda fasteign. Forstöðumaður lögfræðisviðs varnaraðila gerði sóknaraðila gagntilboð að fjárhæð 40.000.000 krónur sem sóknaraðili samþykkti síðar sama dag. Forstöðumaðurinn svaraði samþykki sóknaraðila á þá leið: „ ... þá er kominn á kaupsamningur með okkur. Ég verð í sambandi eftir helgina í sambandi við uppsetningu á honum ... ”. Skrifað var undir kaupsamninginn í starfsstöð varnaraðila Sauðarkróki 21. maí 2007. Af hálfu sóknaraðila er á því byggt að við undirritun kaupsamningsins hafi varnaraðili tjáð sóknaraðila í fyrsta sinn að undirritun sín þyrfti að vera með fyrirvara um samþykki stjórnar varnaraðila. Það væri hins vegar ekkert sem sóknaraðili þyrfti að hafa áhyggjur af, því öflun slíks samþykkis væri einungis formsatriði og hefði fyrirvarinn því í raun enga þýðingu. Hafi verið áréttað að fyrirvarinn breytti engu um kaupsamning aðila frá 18. maí 2007. Sóknaraðila hafi ekki litist vel á að skrifa undir kaupsamninginn með þessum fyrirvara en orð forstjóra og lögfræðings varnaraðila hafi fullvissað hann um að fyrirvarinn breytti í engu efni kaupsamningsins. Skrifaði varnaraðili því undir kaupsamninginn sem seljandi með „fyrirvara um samþykki stjórnar Byggðastofnunar.” Af hálfu varnaraðila er hins vegar á því byggt að ekki hafi verið dregið úr því við undirritun kaupsamningsins að samþykki stjórnar varnaraðila væri gildisskilyrði samningsins og að hvorugur fulltrúa varnaraðila á staðnum hefði heimild til þess að samþykkja söluna endanlega fyrir hönd stofnunarinnar. Hins vegar hafi sóknaraðila verið tjáð að starfsmönnum þætti líklegt að stjórnin samþykkti söluna miðað við reynslu síðustu ára. Með tölvupósti 4. júní 2007 tilkynnti varnaraðili sóknaraðila að stjórn varnaraðila hefði hafnað „framkomnum tilboðum í Hafnarbraut 6, Blönduósi og [gefið] þeim 3 aðilum sem sent höfðu inn tilboð, kost á að ítreka tilboð sín eða bjóða aftur í eignina.” Sóknaraðili mótmælti ákvörðun varnaraðila og krafðist þess að varnaraðili stæði við gildan og bindandi kaupsamning sem hann taldi að komist hefði á með aðilum. Þessu hafnaði varnaraðili 8. júní 2007 og vísaði til þess að sóknaraðili hefði „skrifað undir kaupsamning þar sem fram [kæmi] skýr fyrirvari um samþykki stjórnar Byggðastofnunar.“ Stjórn Byggðastofnunar hefði ekki samþykkt kaupsamninginn og hefði bindandi kaupsamningur því ekki komist á með aðilum. II. Í dómsmáli því sem sóknaraðili hefur höfðað á hendur varnaraðila krefst hann þess að viðurkennt verði að í gildi sé bindandi kaupsamningur milli aðila frá 18. maí 2007 um kaup sóknaraðila á Hafnarbraut 6, Blönduósi og að varnaraðila verði gert að gefa út afsal til sóknaraðila fyrir fasteigninni gegn greiðslu umsamins kaupverðs, að viðlögðum dagsektum. Byggir sóknaraðili á því að bindandi kaupsamningur hafi komist á milli hans og varnaraðila 18. maí 2007, þegar hann tók gagntilboði varnaraðila um kaup hans á fasteigninni. Samningurinn hafi engum skilyrðum eða fyrirvörum verið háður og sé því skuldbindandi fyrir aðila. Þá byggir sóknaraðili á því að varnaraðili geti ekki borið fyrir sig hinn síðar tilkomna fyrirvara 21. maí 2007 þar sem það hafi ekki verið ætlun sóknaraðila að í honum fælist breyting á samningi aðila eða afturköllun hans. Hafi það verið ætlun varnaraðila hefði hann þurft að semja um það sérstaklega við sóknaraðila og beri hann hallann af sönnunarskorti um að svo hafi verið gert. Jafnframt heldur sóknaraðili fram að ekki sé unnt að byggja á umræddum fyrirvara vegna ákvæða III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, einkum 33. og 36. gr. laganna. III. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga getur dómari ákveðið með úrskurði að þinglýsa megi stefnu í máli er varðar réttindi yfir fasteign eða útdrætti úr stefnu. Markmið þessarar heimildar er að gera viðsemjendum þinglýsts eiganda viðvart um ágreining sem varðar réttindi yfir fasteign. Í athugasemdum með ákvæðinu í frumvarpi til þinglýsingalaga kemur fram að til þess að rétt sé að taka til greina kröfu um þinglýsingu stefnu þurfi aðstæður að vera svipaðar því sem 2. mgr. 27. gr. laganna gerir ráð fyrir. Sá sem þess krefst þarf því að færa fram veigamikil rök fyrir staðhæfingu um réttindi sín yfir viðkomandi fasteign, þótt ekki verði á því stigi máls tekin efnisleg afstaða til ágreinings aðila. Þegar litið er til þeirra atriða sem fram eru komin um ágreiningsefni máls þessa verður ekki talið að fullnægt sé skilyrðum til að fallast á kröfu sóknaraðila um að þinglýst verði stefnu í málinu á fasteignina Hafnarbraut 6, Blönduósi. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. í máli nr. E-5092/2007: Skarfaklettur ehf. gegn Byggðastofnun Við þingfestingu máls þessa 4. september sl. krafðist stefnandi þess að dómurinn ákvæði með úrskurði að stefnu málsins mætti þinglýsa á Fasteignina Hafnarbraut 6, Blönduósi með vísan til 28. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978. Stefndi mótmælti þessari kröfu stefnanda. Málinu var frestað til 11. september sl. til að gefa málsaðilum kostur á að gera grein fyrir kröfum sínum í þessum þætti málsins. Það var síðan tekið til úrskurðar þann dag að afloknum munnlegum málflutningi. Dómkröfur stefndu eru að hrundið verði kröfu stefnenda um að stefnu málsins megi þinglýsa. Málavextir Málavöxtum er lýst þannig í stefnu að með auglýsingu í Morgunblaðinu 13. maí 2007 hafi stefndi auglýst fasteignina Hafnarbraut 6, Blönduósi til sölu og óskað eftir tilboðum í hana. Ekki hafi komið fram að samþykki stjórnar stefnda þyrfti fyrir sölunni. Stefnandi hafi með tölvubréfi föstudaginn 18. maí 2007 gert stefnda 37.000.000 króna tilboð í eignina. Stefndi hafi hafnað tilboðinu með tölvubréfi sama dag en gert stefnanda gagntilboð að fjárhæð 40.000.000 króna. Stefnandi hafi tekið gagntilboði stefnda með tölvubréfi sama dag. Stefndi hafi tjáð stefnanda með tölvubréfi, einnig sama dag, að hann yrði í sambandi eftir helgina varðandi uppsetningu á kaupsamningnum. Jafnframt hafi stefndi spurt stefnanda hvort hann þyrfti lán fyrir kaupunum eða hvort viðskiptabanki hans kæmi til með að fjármagna þau. Þá hafi stefndi boðið stefnanda að senda þeim “sem í húsinu eru” bréf þar sem þess væri krafist að þeir rýmdu húsnæðið. Stefnandi hafi þegið boðið. Með bréfi stefnda, mánudaginn 21. maí 2007, hafi Norðurströnd ehf. verið gert “vegna sölu eignarinnar” að rýma hana fyrir 1. júní 2007 en þann dag hafi stefnandi átt að fá fasteignina afhenta. Sama dag, þann 21. maí 2007, hafi stefnandi og stefndi, á starfsstöð stefnda á Sauðárkróki, skrifað undir kaupsamning vegna kaupa stefnanda á eigninni. Við undirritun kaupsamningsins hafi stefnanda verið tjáð að undirritun stefnda þyrfti að vera með fyrirvara um samþykki stjórnar stefnda. Það væri hins vegar ekkert sem stefnandi þyrfti að hafa áhyggjur af því öflun slíks samþykkis væri einungis formsatriði og hefði fyrirvarinn því í raun enga þýðingu. Áréttað hafi verið að fyrirvarinn breytti engu kaupsamningi aðila frá 18. maí 2007. Stefnanda hafi hreint ekki litist vel á að skrifa undir kaupsamninginn með þessum fyrirvara, en orð forstjóra og lögfræðings stefnda hafi fullvissað hann um að fyrirvarinn breytti engu efni kaupsamningsins. Hafi stefnandi því fallist á að skrifa undir samninginn með fyrirvaranum. Stefnandi hafi að lokinni undirritun kaupsamningsins millifært fyrstu kaupsamningsgreiðsluna, 4.000.000 króna inná reikning stefnda, en þá millifærslu hafi hann framkvæmt úr tölvu forstöðumanns lögfræðisviðs stefnda. Í framhaldinu hafi stefndi afhent stefnanda kaupsamninginn og hafi stefnandi farið rakleiðis með samninginn til þinglýsingar hjá sýslumanninum á Blönduósi. Með tölvubréfi stefnda 4. júní 2007 hafi stefnanda verið tjáð að stjórn stefnda hefði ákveðið að “hafna framkomnum tilboðum í Hafnarbraut 6, Blönduósi og gefa þeim 3 aðilum sem sent höfðu inn tilboð, kost á að ítreka tilboð sín eða bjóða aftur í eignina”. Stefnandi hafi strax mótmælt þessu við stefnda og ítrekað að bindandi samningur hafi verið kominn á milli aðila sem stefndi gæti ekki vikið frá. Mótmælin hafi verið endurtekin með tölvubréfi lögmanns stefnanda 8. júní 2007. Hafi því verið lýst yfir að stefnandi teldi sig réttan og löglegan eiganda fasteignarinnar þar sem að bindandi kaupsamningur hefði komist á milli aðila með samþykki stefnanda á gagntilboði stefnda frá 18. maí 2007. Fyrirvarinn sem bætt hafði verið við samninginn eftir að bindandi samningur hafði komist á breytti engu í því sambandi. Stefndi hafi hafnað afstöðu stefnanda með tölvubréfi sama dag. Hafi stefndi vísað til þess að skrifað hafi verið undir kaupsamninginn með fyrirvara um samþykki stjórnar stefnda. Það samþykki hafi ekki fengist og þar með hafi stjórnin hafnað kaupunum. Dómkröfur stefnanda Dómkröfur stefnanda eru að viðurkennt verði með dómi að í gildi sé bindandi kaupsamningur milli aðila frá 18. maí 2007 um kaup stefnda á Hafnarbraut 6, Blönduósi, fastanúmer hjá fasteignamati ríkisins 222-9251 og 225-9523, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum. Að stefndi verði dæmdur til að gefa út afsal til stefnanda fyrir fasteigninni gegn greiðslu umsamins kaupverðs kr. 40.000.000, að viðlögðum kr. 10.000 dagsektum til stefnanda frá dómsuppsögu til afhendingardags. Málsástæður Stefnandi styður kröfu sína um að fá heimild dómsins til að láta þinglýsa stefnu málsins þeim rökum, að nauðsynlegt sé að gera grandlausum viðsemjendum stefndu grein fyrir hagsmunaárekstri varðandi eignina. Dómari getur samkvæmt 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga ákveðið með úrskurði að stefnu í máli sem varðar réttindi yfir fasteign, eða útdrætti úr stefnu í slíku máli, megi þinglýsa. Ákvæði þetta hefur verið skýrt á þá leið að heimildin til þinglýsingar stefnu sé því háð, að stefnandi færi veigamikil rök fyrir staðhæfingu um réttindi sín yfir henni, sbr. 2. mgr. 27. gr. þinglýsingarlaga. Í máli þessu liggja fyrir tölvupóstsamskipti milli aðila dags. 18. maí 2007 varðandi kaup stefnanda á fasteigninni Hafnarbraut 6, Blönduósi og kaupsamningur milli aðila um fasteignina sem dagsettur er 21. maí 2007. Kaupsamningurinn er með fyrirvara um samþykki stjórnar stefnda og fyrir liggur að samþykki stjórnar stefnda fyrir kaupunum fékkst ekki. Þegar það er virt þykir stefnandi ekki hafa fært svo veigamikil rök fyrir staðhæfingu sinni um að hann hafi öðlast slík réttindi yfir hinni umdeildu fasteign að fullnægt sé skilyrðum 2. mgr. 27. gr. þinglýsingarlaga til að taka kröfu hans til greina. Samkvæmt því verður að hafna kröfu stefnanda. Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu stefnanda Skarfakletts ehf. um að stefnu málsins megi þinglýsa á fasteignina Hafnarbraut 6, Blönduósi.
|
Mál nr. 491/2007
|
Áfengislagabrot Auglýsing Ábyrgð á prentuðu máli Tjáningarfrelsi Jafnræði Evrópska efnahagssvæðið Sératkvæði
|
K var sakfelldur fyrir að hafa sem ritstjóri B á árinu 2005 birt í blaðinu fjórar auglýsingar á áfengi og með því brotið gegn 20. gr., sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sbr. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Ekki var talið að 20. gr. áfengislaga bryti í bága við 73. gr. stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi eða skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum, en slíkum vörnum hafði áður verið hafnað í dómum Hæstaréttar. Þá byggði K á því að undantekning frá banni við áfengisauglýsingum í 20. gr. áfengislaganna, er lýtur að auglýsingum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, bryti í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar. Í niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar kom fram að með dómi réttarins í máli nr. 220/2005 hefði verið talið að hliðstætt ákvæði tóbaksvarnarlaga nr. 6/2002 bryti ekki gegn jafnræðisreglu. Að því virtu sem og röksemdum ákæruvaldsins var ekki fallist á að ákvæði 20. gr. áfengislaga bryti gegn áðurnefndu ákvæði stjórnarskrárinnar. Þá var ekki fallist á það með K að rannsókn lögreglu hefði verið ábótavant. Þar sem höfundur auglýsinganna hafði ekki nafngreint sig bar K ábyrgð á birtingu auglýsinganna samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga um prentrétt. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu K og hann dæmdur til greiðslu 1.000.000 króna sektar.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 18. september 2007 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst staðfestingar á niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu ákærða en þyngingar á refsingu. Ákærði krefst þess aðallega að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað frá héraðsdómi, en til vara að hann verði sýknaður. Að því frágengnu krefst hann þess að refsing verði milduð. Fyrir héraðsdómi krafðist ákærði aðallega frávísunar málsins en til vara sýknu. I II Ákærði krefst þess aðallega að málinu verið vísað frá dómi sakir þess að fullnægjandi rannsókn lögreglu hafi ekki farið fram. Þannig hafi hlutur auglýsenda í því ekki verið rannsakaður, en einungis reyni á ábyrgð ritstjóra samkvæmt 15. gr. laga nr. 57/1956 ef auglýsandi hefur ekki verið nafngreindur. Rannsókn hefur meðal annars tekið mið af því hvort nafngreining komi fram í auglýsingunum og þar með hver beri ábyrgð á birtingu þeirra. Eins og sakarefni málsins liggur fyrir telst rannsókn fullnægjandi. Verður niðurstaða héraðsdóms um að hafna henni staðfest. Þá vísar ákærði til 65. gr. stjórnarskrárinnar um að allir skuli jafnir fyrir lögum. Í 1. tölulið 4. mgr. 20. gr. áfengislaga sé undantekning frá banni við áfengisauglýsingum, sem hann telur fela í sér mismunun og með því sé brotið gegn framangreindu ákvæði stjórnarskrárinnar. Þá hafi aðrir í mörgum tilvikum birt áfengisauglýsingar í fjölmiðlum án þess að ákæruvaldið hafi brugðist við því auk þess sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi gefið út prentað mál, sem hafi að geyma áfengisauglýsingar. Því beri að sýkna hann. Undantekning frá banni við áfengisauglýsingum í áðurnefndri grein áfengislaga lýtur að auglýsingum á erlendum tungumálum í erlendum prentritum, sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi. Af hálfu ákæruvaldsins er lögð áhersla á að með auglýsingabanni sé leitast við að sporna gegn misnotkun á áfengi og ekki síst hindra að því sé haldið að börnum og ungmennum með hvers kyns tilkynningum til almennings, hvort heldur er í máli eða myndum. Undantekningin í 1. tölulið 4. mgr. 20. gr. áfengislaga feli í sér takmarkað frávik í því tilviki að rit sé erlent, á erlendu tungumáli og það hafi verið flutt til landsins. Frávikið verði að teljast eðlilegt og það raski ekki meginmarkmiði bannsins, en ætla megi að rit á erlendum tungum eigi ekki jafn greiða leið að börnum og ungmennum eins og efni, sem er á íslensku. Bannregla 1. mgr. 20. gr. áfengislaga sé almenn og taki til allra og með sama hætti taki undanþágan til allra sem uppfylli skilyrði samkvæmt 1. tölulið 4. mgr. sömu greinar. Í fyrri dómum Hæstaréttar hefur ekki með beinum hætti verið tekin afstaða til þeirrar varnarástæðu, sem hér um ræðir. Í dómi réttarins í máli nr. 220/2005, sem birtur er á bls. 1689 í dómasafni 2006 var hins vegar skorið úr um það hvort bann við auglýsingum á tóbaki samkvæmt 7. gr. laga nr. 6/2002 um tóbaksvarnir væri andstætt almennri jafnræðisreglu vegna fráviks frá auglýsingabanni, sem sett er í 1. mgr. 7. gr. laganna, og lýtur að tóbaksauglýsingum í erlendum ritum. Þessi undantekning er hliðstæð þeirri sem er að finna í 1. tölulið 4. mgr. 20. gr. áfengislaga og áður var getið. Í því máli var borið við að jafnræði hafi verið raskað með þeim hætti að ekki fengi staðist þar eð tóbaksauglýsingum í erlendum tímaritum væri hleypt inn á markað hér á landi án fyrirstöðu og slíkar auglýsingar sæjust jafnframt í þekktum sjónvarpsþáttum. Með síðastnefndum dómi réttarins var þessari málsástæðu hafnað. Málsvörn ákærða nú um að jafnræði sé raskað með fráviki frá banni við áfengisauglýsingum er efnislega hin sama og þegar hefur verið skorið úr um varðandi frávik frá banni við tóbaksauglýsingum. Að því virtu og með vísan til framanraktra röksemda ákæruvaldsins er hafnað málsvörn ákærða, sem á þessu er reist. Sú staðhæfing ákærða að aðrir hafi komist upp með háttsemi, sem feli í sér brot gegn banni við auglýsingum á áfengi, getur ekki leitt til þess nú frekar en endranær að lögbrot annarra geri sambærilega háttsemi þess sem sætir ákæru refsilausa af þeim sökum. III Í ákæru er varðandi heimfærslu brota ákærða til refsiákvæða, auk tilvísana til ákvæða áfengislaga, vísað til 15. gr. laga nr. 57/1956. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar ber höfundur efnis, sem birtist í blöðum, refsiábyrgð á efninu ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annað hvort heimilisfastur hér á landi þegar ritið kemur út eða undir íslenskri lögsögu þegar mál er höfðað. Ef enginn slíkur höfundur hefur nafngreint sig ber útgefandi rits eða ritstjóri ábyrgðina. Í héraðsdómi var komist að þeirri niðurstöðu að höfundur auglýsinganna hafi ekki nafngreint sig í merkingu 2. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956. Verður fallist á þá niðurstöðu, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 165/2006, sem kveðinn var upp 8. febrúar 2007. Samkvæmt lagaákvæðinu ber ákærði ábyrgð á birtingu auglýsinganna, en samkvæmt því var heimilt að beina málsókn hvort heldur að útgefanda rits eða ritstjóra. Að því virtu, sem rakið er að framan, verður sakfelling ákærða í málinu staðfest. Refsing hans er hæfilega ákveðin í héraðsdómi, sem verður staðfestur með þeim hætti, sem segir í dómsorði. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 475.418 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanns, 435.750 krónur. Jóns Steinars Gunnlaugssonar Ég er sammála forsendum og niðurstöðu meirihluta dómenda um að ekki séu efni til að taka til greina kröfu ákærða um að vísa málinu frá héraðsdómi. I Svo sem fram kemur í atkvæði meirihlutans hefur ákærði meðal annars byggt sýknukröfu sína á því að honum sé mismunað með ákærunni. Felist mismunun annars vegar í efni 20. gr. áfengislaga nr. 75/1998, þar sem þeir sem sæta þurfi auglýsingabanni samkvæmt 1. 2. mgr. greinarinnar njóti ekki jafnræðis við þá sem undanþága frá banni við auglýsingum samkvæmt 1. tl. 4. mgr. hennar tekur til. Hins vegar telur hann að við framkvæmd refsivörslu vegna ætlaðra brota gegn auglýsingabanni 20. gr. áfengislaga njóti hann ekki jafnræðis við fjölda manna sem auglýsi áfengi, bæði í prentmiðlum og á annan hátt, án þess að ákæruvaldið hafi freistað þess að draga þá til refsiábyrgðar. Vísar hann til ákvæða í stjórnarskrá til stuðnings málflutningi sínum um þetta. Kemur hér til athugunar sá efnisþáttur í 73. gr. stjórnarskrár að gæta verði jafnræðis þegar settar eru lagareglur um takmörkun á tjáningarfrelsi með heimild í 3. mgr. 73. gr. Er ekki um það deilt í málinu að auglýsingar njóta verndar 73. gr. stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 25. febrúar 1999, sem birtur er á bls. 781 í dómasafni réttarins það ár. Þá kemur einnig beinlínis til athugunar ákvæði 65. gr. stjórnarskrár sem telja verður að fái aukið vægi þegar um ræðir réttindi sem njóta sérstakrar efnislegrar verndar annarra ákvæða í mannréttindakafla stjórnarskrár. II Við meðferð málsins í héraði lagði ákærði fram fjórar möppur sem hafa að geyma samantekt Fjölmiðlavaktarinnar ehf. á ætluðum áfengisauglýsingum í innlendum blöðum og tímaritum. Í athugasemd Fjölmiðlavaktarinnar ehf. sem fylgir möppunum segir meðal annars: „Samantekt þessi er afrit af þeim áfengisauglýsingum sem birst hafa í prentmiðlum að Blaðinu undanskildu. Tímabilið miðast við 1. maí 2005 2. júní 2006.“ Auglýsingarnar sem ákæran tekur til voru allar birtar á þessu tímabili. Tilvikin, sem samantektin tekur til, eru hvorki fleiri né færri en 999 talsins. Við athugun á þessum gögnum verður ljóst að um er að ræða blaðaefni, sambærilegt við þær auglýsingar sem meirihluti Hæstaréttar sakfellir nú ákærða fyrir að birta. Eftir því sem fyrir liggur í málinu hefur enginn verið dreginn til refsiábyrgðar vegna birtingar þessara auglýsinga. Ákæruvaldið hefur ekki véfengt réttmæti samantektarinnar en vísar til þess að lögbrot annarra geri sambærilegt lögbrot ákærða ekki refsilaust. Þá lagði ákærði fyrir Hæstarétt eintak af „Vínblaðinu“. Það blað er gefið út af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, sem hefur einkaleyfi til smásölu áfengis í landinu samkvæmt 1. mgr. 10. gr. áfengislaga. Blað þetta hefur að geyma vöruskrá ÁTVR með vörulýsingu einstakra áfengistegunda og upplýsingum um verð þeirra. Þá er þar einnig að finna margvíslegar aðrar upplýsingar um áfengi sem selt er á útsölustöðum ÁTVR. Ennfremur lagði ákærði fram þrjú smárit sem ÁTVR gefur út með upplýsingum um gerð alls kyns blandaðra áfengisdrykkja og öðru efni þar sem kostur er sagður á ýmsum gerðum áfengis. III Í 1. og 2. mgr. 20. gr. áfengislaga er kveðið á um víðtækt bann við áfengisauglýsingum. Þannig segir í 1. mgr. að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum séu bannaðar. Enn fremur sé bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Í 2. mgr. er að finna svohljóðandi skilgreiningu á hugtakinu auglýsing: „Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar.“ Í 4. mgr. 20. gr. er kveðið á um undanþágu frá banni við áfengisauglýsingum. Þar segir meðal annars: „Undanþegið banni við áfengisauglýsingum er: 1. Auglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.“ Fyrir liggur að Blaðið, þar sem auglýsingarnar sem ákært er fyrir birtust og ákærði ritstýrði, stundaði samkeppni á blaðamarkaði hér á landi meðal annars við blöð og tímarit, sem njóta undanþágu 4. mgr. 20. gr. áfengislaga. Vegna undanþágunnar geta útgefendur síðar nefndu blaðanna aflað tekna til starfsemi sinnar með sölu áfengisauglýsinga. Það hefur verið talið réttlæta þessa mismunun að ekki sé unnt að hindra áfengisauglýsingar í erlendum blöðum og tímaritum hér á landi því að ekki komi til greina að banna innflutning og dreifingu erlendra blaða. Í hæstaréttarmáli nr. 648/2006, sem dæmt var 14. júní 2006, var fjallað um ætlað brot gegn auglýsingabanni 20. gr. áfengislaga. Hinn ákærði hafði þar meðal annars varist á þeirri forsendu að með nefndum ákvæðum 20. gr. væri brotið væri gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur sýknaði ákærða af öðrum ástæðum. Í forsendum Hæstaréttar sagði allt að einu svo: „Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er fram komið að birting auglýsingar þeirrar sem um getur í ákæru var andstæð 20. gr. áfengislaga.“ Í forsendum héraðsdómsins hafði verið komist svo að orði um það atriði sem hér er til umræðu: „Þá liggur fyrir það mat löggjafans að næsta vonlaust væri að banna allan innflutning á erlendum blöðum og tímaritum þar sem áfengisauglýsingar væru birtar eða láta fjarlægja auglýsingar úr innfluttum tímaritum. Er staða ákærða og erlendra aðila ekki sambærileg um þetta, en það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðis 65. gr. stjórnarskrárinnar að hún taki til einstaklinga eða lögaðila í sömu stöðu.“ Í þessum forsendum er að mínum dómi rökvilla. Ef svo stendur á að löggjafinn getur ekki komið fram viljaafstöðu sinni um tiltekið málefni með setningu laga, án þess að brjóta gegn rétti borgara til jafnræðis sem nýtur sérstakrar verndar í stjórnarskrá, tel ég afleiðinguna vera þá að alls ekki sé unnt að koma viljaafstöðunni fram með lagasetningu. Ekki er með nokkru móti unnt að nota röksemdina um erfiðleika á að láta borgara njóta jafnræðis til þess að réttlæta misrétti. Ef löggjafinn telur ekki unnt að tryggja borgurum jafnræði við lögfestingu á undanþágu frá tjáningarfrelsi hlýtur afleiðingin einfaldlega að verða sú að undanþága telst óheimil. Í atkvæði meirihluta dómenda er vísað til forsendna í dómi Hæstaréttar í máli nr. 220/2005, og nefnt að þar hafi verið hafnað málsástæðu um að svipuð mismunun milli innlendra og erlendra tímarita við tóbaksauglýsingar stæðist ekki. Ekki verður séð að í forsendum nefnds dóms hafi verið fjallað sérstaklega um sjónarmið sem að þessu lúta þó að hitt sé rétt að málsástæðunni hafi verið hafnað. Tel ég þegar af þeirri ástæðu að dómur þessi hafi ekki fordæmisgildi fyrir það mál sem hér er til úrlausnar. Að öðru leyti tekur meirihlutinn undir tilgreindan málflutning af hálfu ákæruvalds þegar þessari málsvörn ákærða er hafnað. Sá málflutningur lýtur einkum að því, að frávikið verði að teljast eðlilegt og það raski ekki meginmarkmiði bannsins, eins og komist er að orði. Þá megi ætla að rit á erlendum tungumálum eigi ekki jafn greiða leið að börnum og ungmennum eins og efni á íslensku. Ég tel þetta ekki geta réttlætt þá mismunun sem hér um ræðir. Börn og ungmenni eiga aðgang að erlendum blöðum og tímaritum rétt eins og þeir sem eldri eru. Auk þess eru áfengisauglýsingar birtar í öðrum fjölmiðlum svo sem sjónvarpi, sem telja má að séu mun áhrifameiri gagnvart börnum en erlend blöð. Þar eru slíkar auglýsingar meðal annars birtar í tengslum við dagskrárefni sem börn og unglingar fylgjast mikið með svo sem íþróttaefni. Með vísan til þess sem rakið hefur verið tel ég að í texta 20. gr. áfengislaga felist brot gegn jafnræðisreglu, sem nýtur verndar samkvæmt 73. gr. og 65. gr. stjórnarskrár og að ákvæðið geti því ekki talist refsiheimild að því er varðar þá háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru. IV Þó að ég telji að sýkna beri ákærða þegar á þeim grunni sem að framan greinir tel ég allt að einu rétt að fara nokkrum orðum um málsvörn hans sem grein var gerð fyrir í köflum I og II að framan og felst í því að honum sé við framkvæmd bannákvæðisins mismunað gagnvart öðrum sem hafi sams konar háttsemi í frammi. Meirihluti dómenda hafnar þessari málsvörn ákærða á þeirri forsendu að ekki geti það leitt til refsileysis að því er ákærða snertir að aðrir hafi komist upp með sams konar háttsemi. Fallast má á að það geti að öllum jafnaði ekki verið málsvörn í refsimáli að aðrir hafi brotið af sér og komist upp með það. Í þessu máli eru aðstæður hins vegar afar sérstakar. Með gögnum þeim sem ákærði hefur lagt fram hefur hann sýnt fram á að aðrir en hann hafa í stórum stíl komist upp með sambærileg ætluð brot og hann er saksóttur fyrir án þess að lögregla eða ákæruvald hafi brugðist við. Ákærði vísar í þessu efni meðal annars til auglýsinga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem lýst var í II kafla að framan, og enginn vafi er á að brjóta gegn texta 20. gr. áfengislaga. Í öllum þeim tilvikum sem ákærði nefnir er málum svo háttað, að ætluð brot liggja fyrir í útgefnum blöðum og tímaritum. Það eiga því af þeim sökum varla að vera vandkvæði á að upplýsa þau svo draga megi þá sem að standa til ábyrgðar, rétt eins og ákærða. Verður ekki betur séð en bann áfengislaga við birtingu áfengisauglýsinga sé svo gott sem marklaust þar sem svo margir brjóta gegn því, að því er virðist daglega, án þess að brugðist sé við af hálfu þeirra sem halda eiga uppi refsivörslu í landinu. Meðal þeirra sem brjóta gegn banninu er eins og fyrr var greint sjálft íslenska ríkið við rekstur einkasölu á áfengi í ÁTVR. Við mat á því hvort menn njóti jafnræðis gagnvart öðrum verður að mínu mati ekki með öllu litið fram hjá því hvernig refsivörslu á viðkomandi sviði er háttað. Lögin geta ekki lifað í tómarúmi. Ef framkvæmd þeirra er með þeim hætti að mönnum er mismunað í reynd á jafn grófan hátt og hér um ræðir er í raun og veru verið að refsa einum fyrir það sem yfirleitt er látið átölulaust hjá öðrum. Þegar svo rammt kveður að þessu sem raunin er í því máli sem hér er til úrlausnar tel ég að refsingu verði ekki við komið. Þessi ástæða ætti að mínu áliti að minnsta kosti að leiða til þess að ákærða yrði ekki gerð refsing fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Mál þetta, sem dómtekið var 14. maí s.l., er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Kópavogi 24. febrúar 2007 gegn Karli Garðarssyni, kt. 020760-2739, Lindarbergi 66, Hafnarfirði ,,fyrir áfengislagabrot, með því að hafa, sem ritstjóri dagblaðsins Blaðsins, sem gefið er út af Ár og degi ehf., kt. 691104-2140, Bæjarlind 14-16, Kópavogi, birt í blaðinu neðangreindar auglýsingar á áfengi. a) í 10. tbl. útg. 20. maí 2005, bls. 30, bjór af gerðinni Carlsberg, b) í 82. tbl., útg. 1. september 2005, bls. 22, bjór af gerðinni Carlsberg, c) í 83. tbl.., útg. 2. september 2005, bls. 22, gosdrykki af gerðinni Woody´s og WKD, og d) í 169. tbl., útg. 19. desember 2005, bls. 20 og 21, vín af gerðinni Fresita. Háttsemi ákærða telst varða við 20. gr., sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75,1998, sbr. 15. gr. laga nr. 57,1956 um prentrétt. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Af hálfu ákærða er þess aðallega krafist að málinu verði vísað frá dómi en til vara að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Málsvarnarlauna er krafist. I. Ákæruliður a. Með bréfi Lýðheilsustöðvar 30. maí 2005 var þess farið á leit við lögregluna í Reykjavík að hún kannaði hvort áfengisauglýsing eða kynning á bjór af tegundinni Carlsberg, sem birtist í 10. tbl. Blaðsins 20. maí 2005 á bls. 30, stangaðist á við áfengislög nr. 75/1998. Umrædd auglýsing eða kynning er fjórðungur af síðu og ber eftirfarandi yfirskrift: ,,Blaðið kynnir: Líklega besti bjór í heimi klár í kælinn.” Síðan segir: ,,Nú eru Carlsberg 33 cl dósir fáanlegar í skemmtilegum 10 dósa kössum sem taka lítið pláss í ísskápnum og eru afar þægilegir í ferðarlagið. Kassinn er opnaður að framan og dósirnar rúlla á móti manni. Kassinn kostar aðeins 1.350 kr. í næstu vínbúð.” Fyrir neðan þennan texta er mynd af Carlsberg bjór þar sem stillt hefur verið upp þremur bjórkössum og tveimur dósum af tegundinni Carlsberg. Við rannsókn málsins tók lögreglan myndir af samskonar kassa og birtist í Blaðinu og kemur þar fram að alkóhólmagn þess bjórs, sem kynning Blaðsins tók til, er 4,5%. Ákæruliður b. Með bréfi Lýðheilsustöðvar 5. september 2005 var þess óskað að lögreglan í Reykjavík kannaði hvort auglýsing í Blaðinu, sem birtist í 82. tbl. þann 1. september 2005 á bls. 22, stangaðist á við áfengislög nr. 75/1998. Þessi auglýsing eða kynning er samskonar þeirri sem ákært er fyrir í ákærulið a. Ákæruliður c. Með bréfi Lýðheilsustöðvar 5. september 2005 var þess farið á leit við lögregluna í Reykjavík að hún kannaði hvort auglýsing, sem birtist í 83. tbl. Blaðsins þann 2. september 2005 á bls. 22, stangaðist á við áfengislög nr. 75/1998. Þessi auglýsing eða kynning tekur fjórðung úr síðu og ber yfirskriftina: ,,Blaðið kynnir nýja áfenga gosdrykki frá Woody´s og WKD.” Síðan segir: ,,Woody´s ruddi leiðina í vínbúðum fyrir áfenga gosdrykki á sínum tíma með Woddy´s Strawberry lemon og Woodys Mexican lime. Nú kynnum við til sögunnar nýja og ferska drykki frá sama framleiðanda. Við bendum á að mjög gaman er að bjóða upp á þessa drykki í veislum af öllum stærðum og gerðum. Og þeir gera litrófið í góðum veislum enn glæsilegra. Woody´s og WKD drykkirnir eru gerðir úr þríeimuðum vodka sem gefur extra mildan keim. Gerið verðsamanburð, því Woody´s og WKD eru á töluvert betra verði en sambærilegir drykkir.” Fyrir neðan þennan texta er mynd af fjórum flöskum, ljósrauðri, dökkrauðri, fjólublárri og ljósblárri. Í texta þar fyrir neðan segir: ,,Woody´s ICE Raspberry er ljósrauður með þéttum þægilegum berjakeim. Verð 290 kr. Woody´s ICE Passionfruit er fallegur fjólublár drykkur úr ástaraldini. Passionfruit er einstaklega ferskur og glæsilegur í glasi. Verð 290 kr. WKD Red og Blue eru gerðir úr blöndu af suðrænum ávöxtum. Gríðarlega frískir drykkir og fást þeir bæði í 275 ml flöskum á 290 kr. og 700 ml flöskum á 690 kr.” Fram kemur á mynd þeirri sem birtist af flöskunum að alkóhólinnihald Woodys drykkjanna er 5,5% og í framlögðum bæklingi Vínbúðarinnar kemur fram að alkóhólinnihald WKD drykkja er 5%. Ákæruliður d. Með bréfi Lýðheilsustöðvar 20. desember 2005 var þess farið á leit við lögregluna í Reykjavík að hún kannaði hvort auglýsing, sem birtist í 169. tbl. Blaðsins þann 19. desember 2005 á bls. 20 og 21, stangaðist á við áfengislög nr. 75/1998. Þessi auglýsing er yfir heila opnu á rauðum fleti. Á hægri hluta myndflatarins er mynd af áfengisflösku af gerðinni Fresita, með orðunum ,,ferskt”, ,,exotiskt” og ,,náttúrlegt”. Á vinstri síðu er mynd af fjórum stúlkum sem eru að ganga yfir götu, ein með flösku af tegundinni Fresita í hendinni. Í texta þar fyrir neðan stendur eftirfarandi: ,,Strawberry feels forever. Á heitu sumarkvöldi á því herrans ári 1717, rakst landkönnuðurinn Amedee Frezier á blóðrauðan ávöxt, þar sem hann var á ferðum sínum um hið nýfundna land Chile. Frakkanum forvitna þótti ávöxturinn fagurrauði hafa einstaklega sætan og höfugan ilm og bragðast yndislega. Hann var ákaflega uppnuminn yfir fundi sínum og færði frönsku konungshirðinni fyrstu jarðarberjaplönturnar, sem Spánverjar nefndu Fresita, við heimkomu sína. Franska drottningin tók miklu ástfóstri við berin blómlegu og kaus að njóta þeirra með daglegu kampavínsglasi sínu. Komst þessi samsetning í tísku og nú hafa Chilemenn sameinað þessi tvö dýrðlegu hráefni í einum drykk. Fresita er ferskt og mjúkt vín með einstaka bragðfyllingu og hentar vel sem fordrykkur eða með eftirréttum. Það er 100% náttúruafurð og er lágt í alkóhóli, eða 7,9%. Verð í vínbúðum 890 kr. í 750 ml flöskum og 239 kr. í 187 ml smáflöskum.” Hjá lögreglu og fyrir dómi skýrði ákærði svo frá að hann hafi verið ritstjóri og ábyrgðarmaður Blaðsins á þessum tíma en útgefandi hafi verið Ár og dagur ehf. Hann kvaðst bera ábyrgð á kynningu á áfengi í blaðinu. Hann taldi að meint brot samkvæmt ákæruliðum a til c væru kynningar á bjór og víni sem lengi hafi tíðkast á fjölmiðlum með ýmsum hætti. Ákærði sagði að umboðsaðili greiddi fyrir slíkar kynningar og texti og myndir væru útbúnar af umboðsaðila. Starfsmenn blaðsins sæju aðeins um uppsetningu. Varðandi kynningu á bjór af gerðinni Carlsberg , sbr. ákærðuliðir a og b, sagði ákærði að Vífilfell ehf. hafi átt frumkvæðið að kynningunni en Blaðið sett kynninguna upp samkvæmt þeirra ósk og hugmyndum. Ákærði taldi hins vegar ljóst að um auglýsingu væri að ræða samkvæmt ákærulið d þar sem auglýst væri vín af tegundinni Fresita, en umboðsaðili þess víns, Globus ehf., hafi greitt fyrir auglýsinguna. II. Ákærði er sakaður um áfengislagabrot með því að hafa sem ritstjóti dagblaðsins Blaðsins, sem gefið er út af Ár og degi ehf., birt í blaðinu fjórar nánar tilgreindar auglýsingar. Er brotið talið varða við 20. gr., sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sbr. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Ákærði krefst frávísunar málsins á þeim grunni að málið sé ekki nægilega rannsakað. Telur ákærði að liggja þurfi fyrir hvort viðkomandi vörumerki séu skráð og hvernig efninu hafi verið komið til blaðsins. Þá telur ákærði að yfirheyra hefði þurft auglýsendur. Ekki verður fallist á með ákærða að þessi atriði skipti máli eins og málið liggur fyrir og verður því talið að málið sé rannsakað á fullnægjandi hátt. Þær kynningar eða auglýsingar, sem ákæruliðir a til c beinast að, bera yfirskriftina ,,kynning”. Þær eru eins hvað ákæruliði a og b varðar, þar sem kynntur er bjór af gerðinni Carlsberg. Samkvæmt c-lið ákæru eru kynntir áfengir gosdrykkir af gerðinni Woody´s og WKD. Ákærði hefur viðurkennt að kynning á víni af gerðinni Fresita, sbr. ákærulið d, sé klárlega auglýsing. Fram hefur komið hjá ákærða að greitt hafi verið fyrir kynningarnar og auglýsinguna af hálfu umboðsaðila og umboðsaðilar hafi útbúið texta og myndir. Þáttur starfsmanna Blaðsins hafi einungis verið uppsetning. Samkvæmt 2. gr. áfengislaga nr. 75/1998 telst áfengi hver sá neysluhæfur vökvi sem í er að rúmmáli meira en 2,25% af hreinum vínanda. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. sömu laga eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar og skv. 2. mgr. sömu greinar er það meðal annars talin auglýsing ef sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir í tilkynningu til almennings vegna markaðssetningar. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar tekur bannið með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er þeim sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Engum blöðum er um það að fletta, og því er reyndar ekki mótmælt af hálfu ákærða, að kynningar Blaðsins á Carlsberg séu kynningar á bjór en ekki léttöli. Í rannsóknargögnum kemur fram að umrædd kynning er kynning á bjór með alkóhólmagni 4,5%. Sama er að segja um kynningu á gosdrykkjum skv. c-lið ákæru. Í þeim kynningum kemur fram að um sé að ræða áfenga gosdrykki með vodka og upplýst er að alkóhólinnihald þeirra er 5-5,5%. Í auglýsingu á víni af gerðinni Fresita, sbr. ákærulið d, kemur fram að alkóhólinnihald er 7,9%. Samkvæmt framansögðu er fullljóst að umfjöllun Blaðsins samkvæmt öllum ákæruliðum voru auglýsingar í merkingu 20. gr. áfengislaga enda upplýst að greiðsla kom fyrir birtingu auglýsinganna. Þessar auglýsingar voru birtar í þeim tilgangi að markaðssetja viðkomandi vöru. Þá liggur fyrir að framleiðsluvaran, sem auglýst var, var áfengi í merkingu 2. gr. áfengislaga. Hæstiréttur Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu í dómi sínum frá 25. febrúar 1999 í málinu nr. 415/1998 að auglýsingar njóti verndar tjáningarfrelsisákvæðis 73. gr. stjórnarskrárinnar en að heimilt sé, með skírskotun til heilsuverndarsjónarmiða, á grundvelli 3. mgr. þeirrar greinar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, að setja tjáningarfrelsinu slíkar skorður með lögum sem gert hefur verið með ákvæði 20. gr. áfengislaga. Segir jafnframt í þessum dómi Hæstaréttar að alkunna sé að ofneyslu áfengis fylgi vandamál af ýmsum toga sem m.a varði alsherjarreglu, siðgæði og heilsu. Þessi vandamál hafi í för með sér mikla byrði fyrir þjóðfélagið í heild. Tilgangur löggjafans með banni á áfengisauglýsingum sé að vinna gegn misnotkun áfengis og þeim vandamálum sem af henni hljótast. Af hálfu ákærða er því haldið fram að ákvæði 20. gr. áfengislaga fari í bága við samningsskuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES samningnum, með því að nýir aðilar á markaði standi höllum fæti gagnvart þeim sem fyrir eru og því sé jafnræðis ekki gætt. Hér áðan var vísað í dóm Hæstaréttar þar sem fram kemur m.a. að vilji löggjafans og stefna í heilbrigðismálum á alþjóðavísu sé sú að vinna gegn misnotkun áfengis. Hvatning til áfengisdrykkju, einkum til ungs fólks, með áfengisauglýsingum, vinni gegn þessum markmiðum. Í þessu máli hefur ekki verið sýnt fram á að unnt sé með öðrum aðferðum, sem hefðu minni áhrif á markaðsfrelsið, að ná fram sömu heilsuverndarmarkmiðum og liggja að baki ákvæði 20. gr. áfengislaga. Verður því ekki fallist á þessi rök fyrir sýknukröfu ákærða. Samkvæmt öllu framansögðu verður talið að auglýsingar þær, sem ákært er fyrir, brjóti í bága við 20. gr. áfengislaga um auglýsingar á áfengi. Varðandi heimfærslu brota til refsiákvæða í ákæru er einnig vísað til 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. Samkvæmt 2. gr. laganna ber höfundur refsiábyrgð á efni rits ef hann hefur nafngreint sig og er annaðhvort heimilisfastur á Íslandi þegar ritið kemur út eða undir íslenskri lögsögu þegar málið er höfðað. Ef enginn slíkur höfundur hefur nafngreint sig ber útgefandi rits eða ritstjóri ábyrgðina, því næst sá sem hefur ritið til sölu eða dreifingu og loks sá er hefur annast prentun þess eða letrun. Samkvæmt dómum Hæstaréttar falla auglýsingar undir skilgreininguna ,,efni rits”. Þá hefur Hæstiréttur markað þá stefnu að minni kröfur eru gerðar til að höfundur teljist hafa nafngreint sig í skilningi 2. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956 þegar auglýsingar eigi í hlut en ella gildir um annað efni. Í auglýsingum þeim sem ákært er fyrir koma aðeins fram nöfn á vörumerkjunum Carlsberg, Woody´s, WKD og Fresita en ekki er vísað til umboðsaðila hér á landi, hvorki beint né óbeint. Verður því talið að höfundur auglýsinganna hafi ekki auðkennt sig í merkingu 2. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laganna telst því ákærði ábyrgur fyrir birtingu umræddra auglýsinga í Blaðinu. Ákveða ber ákærða refsingu samkvæmt 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Við ákvörðun refsingar verður að taka tillit til þess að ákærði hefur ekki áður hlotið refsingu. Hins vegar verður að líta til þess að brotin eru framin í ávinningsskyni og varða mikilvæga hagsmuni eins og að framan er rakið. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin sekt í ríkissjóð að fjárhæð 1.000.000 krónur sem greiðist innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins en ella sæti ákærði fangelsi í 40 daga. Þá greiði ákærði allan sakarkostnað sem er málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Björgvins Þorsteinssonar hrl., 250.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Ákærði, Karl Garðarsson, greiði 1.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa en sæti ella fangelsi í 40 daga. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur.
|
Mál nr. 262/2004
|
Kröfugerð Sakarefni Vátryggingarsamningur Frávísun frá héraðsdómi
|
S hafði keypt slysatryggingu fyrir áhöfn báts síns hjá A í júní 2001. Þegar skipverji á bátnum höfðaði mál á hendur S vegna slyss sem skipverjinn varð fyrir um borð í ágúst sama ár, höfðaði S sjálfstætt mál gegn A í stað þess að stefna honum til réttargæslu og skora á hann um meðalgöngu í máli skipverjans. Var fallist á kröfu S um að vátryggingarsamningur milli A og S hafi verið í gildi þegar slysið varð. Á skorti að kröfugerð og málsástæður væru skýrt greindar í sóknar- og varnargögnum og enn var óljóst um inntak bótaskyldu. Í héraðsdómi var skírskotað til sönnunarfærslu í máli skipverjans gegn S, sem enn var ekki dæmt. Bar því að ómerkja héraðsdóm að því er varðaði inntak ábyrgðar A og vísa frá héraðsdómi kröfu S um það efni.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 22. júní 2004. Endanlegar dómkröfur hans eru „að fallist verði á þá kröfu áfrýjanda, að bótaábyrgð stefnda samkvæmt umræddum vátryggingarsamningum við stefnda frá 14. júní og 1. ágúst 2001 um líf- og slysatryggingu áhafnarinnar á vs. Reyni GK-177 (1105) markist af ákvæðum greinar 1.22 í gildandi kjarasamningi sjómanna á slysdegi, svo sem þau voru ákvörðuð af gerðardómi skv. lögum nr. 34/2001, um kjaramál fiskimanna og fleira, sem upp var kveðinn þann frá 30. júní 2001.“ Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Í héraðsdómi gerði áfrýjandi endanlega þá aðalkröfu að stefndi bætti honum tjón það sem hann kynni sem útgerðarmaður og eigandi að verða dæmdur til að greiða einum skipverja Reynis GK-177 vegna slyss, sem hann hefði orðið fyrir um borð í bátnum 14. ágúst 2001, en mál til heimtu bóta væri rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Til vara krafðist hann að viðurkennt yrði að um bótaábyrgð stefnda vegna slyssins færi að ákvæðum 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, svo sem ákveðið væri í gildandi ákvæðum kjarasamnings sjómanna á slysdegi samkvæmt gerðardómi frá 30. júní 2001. Í kröfugerðinni var ekki vitnað til vátryggingasamnings aðilanna, svo sem gert er fyrir Hæstarétti, og þar er skírskotað til dóms sem ekki er fallinn. Í niðurstöðu héraðsdóms er aðal- og varakröfu áfrýjanda gerð skil í einu lagi og í dómsorði er á sama hátt og í kröfugerð áfrýjanda skírskotað um bótarétt til sönnunarfærslu í dómi sem ekki er enn fallinn. Dómkröfur áfrýjanda uppfylltu þannig ekki kröfur 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um skýrleika og niðurstaða héraðsdóms fær ekki samrýmst ákvæði 4. mgr. 114. gr. sömu laga. Samkvæmt kröfugerð stefnda og málsreifun fyrir Hæstarétti hefur hann hins vegar fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms, að honum sé skylt að bæta tjón áfrýjanda sem hann kunni að verða dæmdur til að greiða vegna slyssins 14. ágúst 2001. Í því hlýtur að felast að hann viðurkennir að í gildi hafi verið vátryggingarsamningur milli aðila málsins um slysatryggingu og að um vátryggingaverndina fari að ákvæðum 172. gr. siglingalaga. Óljósara er hins vegar hvort stefndi telur verndina takmarkast af lagaákvæðinu einu eða hvort skýra eigi ákvæðið með hliðsjón af kjarasamningi, sem í gildi var fyrir gildistöku laga nr. 34/2001. Ljóst er þó að hann fellst ekki á að um hana gildi ákvæði kjarasamnings sjómanna samkvæmt gerðardómi frá 30. júní 2001. Stefndi fellst á að greiða áfrýjanda málskostnað eins og í héraðsdómi greinir. Í héraðsdómi er lýst atvikum að því þegar Ásgeir Jónsson skipverji slasaðist 14. ágúst 2001 um borð í bátnum. Þar er einnig lýst tilraunum lögmanns Ásgeirs til að innheimta bætur úr hendi stefnda og bréfaskiptum hans við áfrýjanda þar um, sem lauk með því að Ásgeir höfðaði mál á hendur áfrýjanda fyrir Héraðsdómi Reykjaness um slysabætur án þess að stefnda væri einnig stefnt til varnar. II. Þegar lögskráð var á skipið 18. júní 2001 höfðu lög nr. 34/2001 verið samþykkt, en þau bönnuðu verkföll sjómanna og kváðu á um skipun þriggja manna gerðardóms, sem skera átti úr um ágreiningsefni vinnudeilunnar. Samkvæmt d-lið, 1. mgr. 2. gr. laganna voru slysatryggingar sjómanna meðal þeirra atriða sem gerðardómurinn átti að fjalla um. Í 2. mgr. 3. gr. gerðardómslaganna var kveðið á um að nýr kjarasamningur skyldi gilda frá gildistöku þeirra 16. maí 2001, en gerðardómurinn átti að ljúka störfum fyrir 1. júlí sama árs. Áfrýjandi kveðst hafa keypt slysatryggingu fyrir áhöfn bátsins hjá stefnda 14. júní 2001 og afhent lögskráningarstjóranum í Keflavík staðfestingu fyrir því þegar lögskráð var á skipið, sbr. 6. tl. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 43/1987 um lögskráningu sjómanna. Í fyrsta málslið ákvæðisins segir að framvísa eigi við lögskráningu í skiprúm yfirlýsingu frá viðkomandi tryggingarfélagi um líf- og slysatryggingu skipverja og skuli skráningarstjóri ganga úr skugga um að þær séu í samræmi við gildandi lög og kjarasamninga. Í framvísaðri staðfestingu á slysatryggingu frá stefnda stóð að vátryggjandi greiddi dánarbætur, örorkubætur og dagpeninga samkvæmt 172. gr. siglingalaga. Þar var einnig vísað til meðfylgjandi vátryggingarskilmála fyrir slysatryggingu sjómanna, en skilmálarnir eru samdir fyrir Landssamband smábátaeigenda. Gerðardómurinn kvað upp úrskurð sinn 30. júní 2001 og komst þar með á nýr kjarasamningur fyrir sjómenn sem gilda átti til 31. desember 2003. Ákvæði nýs kjarasamnings varðandi slysatryggingu sjómanna samkvæmt gerðardóminum er í grein 1.22 en þar segir meðal annars: „Útgerðin skal tryggja hvern þann mann sem samningur þessi nær til og slasast um borð í skipi eða í vinnu í beinum tengslum við rekstur skips í samræmi við ákvæði 172. gr. laga nr. 34/1985. Bætur úr vátryggingu þessari skulu ákvarðast á grundvelli reglna skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum leiði það til hærri heildarbóta en samkvæmt 172. gr. laga nr. 34/1985. Bætur úr vátryggingu þessari dragast frá skaðabótum frá útgerð. ...“. III. Áfrýjandi segir að hvorki við kaup tryggingarinnar né hjá lögskráningarstjóra hafi verið rætt um inntak tryggingarinnar og hafi hann gengið út frá því að hún hefði að geyma fullnægjandi tryggingarvernd. Þegar Ásgeir Jónsson höfðaði mál á hendur áfrýjanda fyrir Héraðsdómi Reykjaness greip hann til þess ráðs að höfða sjálfstætt mál gegn stefnda í stað þess að stefna honum til réttargæslu og skora á hann um meðalgöngu í mál Ásgeirs, sbr. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 91/1991. Fram kom við flutning málsins fyrir Hæstarétti að enn hafi ekki verið dæmt í máli Ásgeirs á hendur áfrýjanda og þannig ekki ljóst hvort og hvernig reynir á ábyrgð áfrýjanda á slysinu. Liggur því ekki fyrir hvort áfrýjandi á lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr efni réttinda hans á hendur stefnda. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 verða dómsstólar ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem nauðsynlegt er til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Að framan er því lýst að kröfugerð áfrýjanda í héraði var óljós og þar skírskotað til sönnunar í máli sem enn er ekki dæmt. Ekki er skýrt hvort krafa hans hér fyrir dómi um inntak vátryggingarverndar stefnda rúmist innan þeirrar kröfugerðar. Málflutningsyfirlýsingar stefnda fyrir Hæstarétti eru einnig óljósar um viðurkennt inntak vátryggingarábyrgðar hans. Á skortir því að kröfugerð og málsástæður séu skýrt greindar í sóknar- og varnargögnum og enn er óljóst um inntak bótaskyldu. Í héraðsdómi er skírskotað til sönnunarfærslu í máli sem enn er ekki dæmt. Af framangreindu leiðir og með vísan til 4. mgr. 114. gr., 80. gr. og 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 að ómerkja ber héraðsdóm að því er varðar inntak ábyrgðar stefnda og vísa frá héraðsdómi kröfu áfrýjanda um það efni. Að öðru leyti hefur stefndi fallist á héraðsdóm. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um að 14. ágúst 2001 hafi verið í gildi vátryggingarsamningur milli áfrýjanda, Sveins Lárusar Ólafssonar, og stefnda, ACE Insurance S.A.N.V. Kröfu áfrýjanda að öðru leyti er vísað frá héraðsdómi. Málkostnaðarákvæði héraðsdóms skal vera óraskað. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Mál þetta, sem dómtekið var 14. maí sl., er höfðað með stefnu birtri 26. september 2003. Stefnandi er Sveinn Lárus Ólafsson, Klapparstíg 4, Sandgerði. Stefndi er ACE Insurance S.A. N.V., Stortorvet 3, 0155 Oslo, Noregi. Dómkröfur stefnanda eru þessar: Aðallega: Að viðurkennt verði með dómi, að stefnda sé skylt að bæta stefnanda það tjón, sem hann sem útgerðarmaður og eigandi vs. Reynis GK-177 (1105) kann að verða dæmdur til að greiða einum skipverja skipsins, Ásgeiri Jónssyni, kt. 290773-4589, vegna slyss sem hann varð fyrir við störf sín um borð í skipinu þann 14. ágúst 2001, en mál til heimtu bótanna rekur skipverjinn nú fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Til vara er sú krafa gerð, að viðurkennt verði með dómi, að bótaábyrgð stefnda vegna slyssins verði eigi ákveðin takmarkaðri en sem nemi bótarétti skipverjans samkvæmt ákvæðum 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, svo sem hann var ákveðinn í gildandi ákvæðum kjarasamnings sjómanna á slysdegi samkvæmt gerðardómi frá 30. júní 2001. Krafist er málskostnaðar úr hendi stefnda með sama hætti og greinir í aðalkröfu. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega að hann verði alfarið sýknaður af öllum kröfum stefnanda en til vara að bótaábyrgð stefnda verði takmörkuð við bótafjárhæðir skv. ákvæðum 172. gr siglingalaga nr. 34/1983 eins og þær fjárhæðir voru ákvarðar á slysdegi þann 14. ágúst 2001. Þá krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu. Stefnandi málsins er eigandi og útgerðarmaður fiskiskipsins Reynis GK-177 (1105), sem er 50,91 brúttórúmlesta eikarskip, byggt í Stykkishólmi árið 1970. Stefndi er norskt tryggingafélag, sem fyrir milligöngu vátryggingamiðlarans Alþjóðlegrar Miðlunar ehf., áður að Tryggvagötu 8, Reykjavík, nú með starfsstöð að Klapparstíg 25-27, Reykjavík, hefur á undanförnum árum selt í nokkrum mæli hér á landi lög- og samningsbundnar slysatryggingar sjómanna (áhafnatryggingar) til eigenda minni fiskiskipa. Stór hluti viðskiptamanna stefnda hér á landi eru félagar í Landssambandi smábátaeigenda, sem stefnandi á aðild að. Í beinu framhaldi af því að stefnandi festi kaup á vs. Reyni GK-177 keypti hann af stefnda slíka áhafnatryggingu fyrir væntanleg skipverja á skipinu fyrir milligöngu Alþjóðlegrar Miðlunar ehf. Tyggingarsamningur stefnanda og stefnda um slysatrygginguna hafi komist á þann 14. júní 2001 og gilt samkvæmt efni sínu til 13. júní 2002. Upphaflega voru tryggðir fjórir skipverjar á skipinu en frá 1. ágúst 2001 voru tryggðir sex skipverjar á skipinu. Um slysatrygginguna giltu hinir almennu vátryggingaskilmálar stefnda fyrir slíkar tryggingar með gildistíma frá 1. janúar 2001 Tryggingaskilmála þessa hafði stefndi sérstaklega samið um við Landsamband smábátaeigenda, sem eru samtök eigenda fiskiskipa allt að 100 brúttórúmlestum. Hinir sérprentuðu ábyrgðarskilmálar slystryggingarinnar hafa einnig að geyma úrdrátt úr bótareglu 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985 og skyldu útgerðarmanna til að kaupa slysatryggingu fyrir skipverja til verndar þessum bótarétti þeirra. Samsvarandi ákvæði er að finna í gildandi kjarasamningum sjómanna, sem komst á með gerðardómi skv. 2. grein laga nr. 34/2001 í lok júnímánaðar 2001. Stefndi hefur ekki útibú eða sérstaka starfsstöð hér á landi, en rekur hér vátryggingastarsemi á grundvelli heimilda í 2. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, með milligöngu ofangreinds vátryggingamiðlara, sbr. IX. kafla laga nr. 60/1994. Stefndi hefur jafnframt gert þjónustusamning við firmað Tjónamat & Skoðun ehf, kt. 410300-3380, áður að Tryggvagötu 8, Reykjavík, en nú með starfsstöð að Klapparstíg 25-27, Reykjavík, um að félagið taki að sér hverskonar þjónustu við mat á bótaskyldu og uppgjör tjóna. Má1 þetta á hendur stefnda er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á grundvelli heimilda í vátryggingarskilmálum slysatryggingarinnar, sbr. ákvæði in fine um varnarþing. Atvik að slysi skipverjans: Lögskráð var á vs. Reyni GK-177 til veiða með þorskanetum þann 18. júní 2001. Upphaflega voru lögskráðir á skipið fjórir skipverjar og var skipinu haldið úti frá Sandgerði og Keflavík, þar sem aflanum var landað. Frá 1. ágúst 2001 var skipverjum fjölgað úr fjórum í sex. Stefnda var tilkynnt um þá fjölgun og staðfesti starfsmaður stefnda við lögskráningarstjórann í Keflavík, að sex skipverjar væru tryggðir frá og með 1. ágúst 2001. Þann 14. ágúst 2001 var Ásgeir Jónsson, Melagötu 12, Neskaupstað, lögskráður sem háseti á vs. Reyni GK-177. Ásgeir var um þessar mundir skipverji á öðrum bát sem stefnandi gerði út, Baddý GK-277. Ásgeir varð þarna við beiðni stefnanda um að fara nokkra lausaróðra á vs. Reyni GK-177. Þegar verið var að draga net þann 14. ágúst 2001, NV af Eldey vildi það óhapp til, að fiskikar, sem stóð miðskips á dekki skipsins, rann óvænt út í síðu þess, þar sem Ásgeir varð fyrir því og klemmdist. Í dagbók skipsins er óhappinu lýst með svofelldum hætti, "Þegar við vorum að draga net NWafEldey, ca. 7 m., rann fiskkar til á dekkinu með þeim afleiðingum að Ásgeir Jónsson varð fyrir karinu og meiddist á hné, þegar komið var í land var strax farið með Ásgeir á Heilsugæslu Suðurnesja Keflavík. " Bókun þessa undirritar skipstjóri skipsins, Grétar Mar Jónsson. Við slysið fékk Ásgeir áverka á hægra hné, sem nánar er lýst í áverkavottorðum, sem frammi liggja í málinu. Stefnanda kveðst fljótlega eftir slysið hafa tilkynnt um það símleiðis til sameiginlegrar skrifstofu Alþjóðlegrar Miðlunar ehf. og Tjónamats & Skoðunar ehf. Var tilkynningin tekin þar niður en stefnanda sagt að skila inn sem fyrst skriflegri tilkynningu um slysið. Stefnandi er ekki viss um að af því hafi orðið en í millitíðinni tilkynnti lögmaður hins slasaða skipverja stefnda að hann hefði tekið að sér hagsmunagæslu fyrir hinn slasaða vegna slyssins. Hins vegar tilkynnti stefnandi skriflega um slysið til Verkalýðs- og sjómannafélagsins í Sandgerði þann 29. september 2001 og þann 2. október 2001 tilkynnti stefnandi slysið skriflega til Tryggingastofnunar ríkisins. Þann 28. September 2001 óskaði lögmaður hins slasaða, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., eftir því við stefnda, að honum yrði látin í té gögn, ef einhver væru, varðandi slysið. Með bréfi, dags. 8. október 2001, er því svarað á þann veg, að ekkert væri skráð hjá stefnda um slysið. Með bréfi, dags. 26.jú1í 2002, óskaði greindur lögmaður Ásgeirs Jónssonar eftir því við stefnda að fá bréflega staðfestingu á því, "... hvort áhafnartrygging samkvæmt siglingalögum nr. 34/1985 og gerðadómi skv. 2. grein lags nr. 34/ 2001 var í gildi á slysdegi. ". Með bréfi, dags. sama dag, var þessu bréfi lögmannsins svarað af lögmanni Tjónamats & Skoðun ehf., þar sem staðfest var "..: að vátryggingaskírteini vegna slysatryggingar sjómanna var gefið út til handa útgerðarmanni Reyni GK-177 þann 1. ágúst 2001, sem jafnframt var gjaldagi iðgjaldsins. ". Síðan segir í bréfinu orðrétt: "Þrátt fyrir ítrekanir um greiðslu, var iðgjaldið enn ógreitt þremur mánuðum eftir að þess var fyrst krafist og í samræmi við ákvæði 13. - 15. gr. VSL nr. 20/1954, féll samningurinn úr gildi án frekari aðgerða af hálfu vátryggjanda. Það er því mat vátryggjanda, að ekki hafi verið í gildi trygging á þeim tíma sem getið er í bréfi yðar. " Stefnandi fékk ekki afrit af bréfi þessu og fékk fyrst vitneskju um efni þess hjá greindum lögmanni hins slasaða skipverja. Þegar hér var komið sögu hafði stefnandi aldrei fengið um það tilkynningu frá stefnda eða fyrrgreindum þjónustuaðilum hans, að áhafnartrygging á vs. Reyni GK-177 hefði verið felld niður eða til stæði að fella hana niður vegna vanskila á iðgjöldum. Starfsmenn stefnda höfðu aftur á móti ítrekað staðfest við lögskráningarstjórann í Keflavík, að áhafnartryggingin væri í gildi við upphaflegu lögskráninguna á skipið í júní 2001 og við fjölgun skipverja frá og með 1. ágúst 2001 og í mörg skipti endranær við mannabreytingar á árinu 2001. Sama máli hafi gegnt um fyrstu lögskráningu á skipið í byrjun janúar 2002, og síðan áfram á meðan það var gert út á árinu 2002. Með stefnu, útgefinni 30. jú1í 2002, höfðaði lögmaður Ásgeirs Jónssonar má1 á hendur stefnanda einum sem eiganda og útgerðarmanns vs. Reynis GK-177 og krafðist skaðabóta vegna slyssins að fjárhæð 15.000.000 króna auk vaxta og kostnaðar úr hendi stefnanda. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 11. september 2002 og er þar enn á gagnaöflunarfresti að tilhlutan lögmanns skipverjans. Með málssókn þessari hafi stefnanda fyrst orðið ljóst, að stefndi hafi ekki ætlað að gangast við bótaskyldu vegna slyssins á skipverjanum. Með bréfi lögmanns stefnanda til lögmanns hins slasaða, dags. 16. október 2002, sem lögmanni stefnda var sent afrit af, er þeim viðhorfum stefnda að ekki hafi verið í gildi slysatrygging áhafnar skipsins á slysdegi mótmælt. Staðhæfing stefnda um að slysatryggingin sé niður fallin fái með engu móti staðist. Jafnframt var skorað á lögmann hins slasaða að framhaldsstefna stefnda inn í málið til réttargæslu og viðurkenningu á bótaskyldu sinni. Lögmaðurinn taldi sér ekki fært að verða við þessum tilmælum stefnanda vegna framangreindra yfirlýsinga stefnda. Með bréfi til lögmanns hins slasaða, dags. 26. maí 2003, áréttaði lögmaður stefnda áðurgreinda afstöðu sína um gildi slysatryggingar áhafnarinnar á slysdegi. Hefur stefnda ekki verið þokað í þeim efnum þrátt fyrir ítrekuð tilmæli þar að lútandi. Af þeim ástæðum telur stefnandi óhjákvæmilegt að höfða má1 þetta til öflunar á viðurkenningu á því, að slysatrygging áhafnarinnar á vs. Reyni GK-177 (1105) hafi verið í gildi þegar einn skipverjanna á skipinu, Ásgeir Jónsson, varð fyrir slysi við störf síns um borð í skipinu þann 14. ágúst 2001, og stefnda beri því á grundvelli slysatryggingarinnar áhafnarinnar að bæta stefnanda það tjón, sem hann kynni að verða dæmdur til að greiða í framangreindu bótamáli skipverjans á hendur honum. MÁLSÁSTÆÐUR OG LAGARÖK: Af hálfu stefnanda er til þess vitnað að útgerðarmönnum skips sé skylt að lögum, sbr. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, að kaupa tryggingu fyrir dánarbótum og slysabótum (áhafnartrygging) sem á þá kunni að falla samkvæmt ákvæðum 171. gr. og 1. mgr.172. gr. siglingalaga. Þessi tryggingaskylda sé einnig áréttuð í kjarasamningum sjómanna, nú síðast í kjarasamningum sem komust á með sérstökum gerðardómi skv. 2. gr. laga 34/2001 í maímánuði 2001. Til þess að tryggja að þessi mikilvægu réttindi sjómanna séu meiri en orðin tóm hafi löggjafinn komið því svo fyrir, að lögskráningu sjómanna á skip sé bundin því skilyrði, að sýnt sé fram á með yfirlýsingu frá viðkenndu tryggingarfélagi að útgerðarmaður skipsins hafi keypt slíka áhafnartrygging fyrir þá skipverja sem standi til að lögskrá á viðkomandi skip. Vísar stefnandi í þessum efnum til 6. tl. 1. mgr. 7. gr. laga lögskráningu sjómanna nr. 43/1987. Þá hafi löggjafinn einnig hlutast til um það, að þessum tryggingarréttindum sjómanna væri tryggilega við haldið með því að binda í lög að hluti af andvirði landaðs afla skips sé lagt í sérstakan tryggingasjóð í vörslu Landsambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem síðan sjái um að greiða úr sjóðnum til þeirra tryggingafélaga sem húftryggt hafi viðkomandi skip og/eða selt útgerðarmanni skips þessar lögboðnu áhafnartryggingar (slysatryggingar) sbr. lög nr. 43/1987, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, einkum 5.-8. greina þeirra. Dómkröfur stefnanda séu aðallega byggðar á þeirri málsástæðu, að á slysdegi greinds skipverja þann 14. jú1í 2001 hafi verið í gildi hjá stefnda hin lög- og samningsbundna áhafnartrygging fyrir sex skipverja á vs. Reyni GK-177, sem stefnanda hafi sem eiganda og úrgerðarmanni skipsins verið skylt að kaupa skv. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985 til tryggingar dánar- og slysabótum skipverja, sem fallið gætu á útgerðarmann skv. 171. gr. og/eða 1. mgr. 172. gr. siglingalaga, og tilsvarandi ákvæða í þágildandi kjarasamningi sjómanna. Stefnda beri því að bæta stefnanda tjón það sem hann standi frammi fyrir vegna slyssins á skipverjanum. Á því er byggt að samningurinn um áhafnartrygginguna milli aðila hafi komist á þann 14. júní 2001 með gildistíma til 13. júní 2002, þar sem fjórir skipverjar hafi fyrst verið tryggðir og síðan sex skipverjar frá 1. ágúst sama árs á skipið. Vísist í þessum efnum til staðfestingar stefnda sjálfs á dskj. 7 og 18. Til enn frekari staðfestingar á tilvist þessara trygginga vísist til bréfs Alþjóðlegrar Miðlunar ehf. til stefnanda, dags. 25. mars 2003, þar sem hann geri stefnanda tvo reikninga fyrir iðgjöldum af áhafnartryggingunni, annarsvegar fyrir 4 menn á tímabilinu 14. júní 2001 til 13. júní 2002 og hins vegar fyrir 2 menn fyrir tímabilið 1. ágúst 2001 til 13. júní 2002. Þannig er á því byggt, að áhafnartryggingin fyrir allt að sex skipverja hafi verið í gildi frá 14. júní 2001 og út árið 2001 og síðan frá fyrstu lögskráningu á skipið þann 2. janúar 2002 fram til 5. september 2002, þegar útgerð skipsins var hætt og skipverjar voru afskráðir vegna sjótjóns sem orðið hafi á skipinu. Þá er á því byggt að þessum samningum við stefnda um áhafnartryggingar hafi sannanlega aldrei verið sagt upp af hálfu stefnda né þeir fallið niður, hvorki vegna vanskila á greiðslu iðgjaldsins á grundvelli heimilda í 13. og 14. gr. laga nr. 20/1954, né af öðrum ástæðum. Enn fremur er á því byggt að lagaskilyrði hafi skort fyrir því að stefndi gæti lýst sig óbundinn af tryggingasamningnum á grundvelli ákvæða 15. gr. laga nr. 20/1954. Sú heimild sé meðal annars bundin við að liðnir séu 3 mánuðir frá því "að greiðslu iðgjaldsins var krafist". Sé við það miðað að iðgjaldið væri kræft er tryggingin var keypt þann 14. júní 2001 hafi sá 3ja mánaða frestur ekki verið útrunnin fyrr en 14. september 2001, eða einum mánuði eftir að slysið átti sér stað. Á því byggt, að vátryggingafélagi því sem selur slíkar áhafnartryggingar sé skylt með vísan til 87. gr. laga nr. 20/1954, að tilkynna það skriflega og með 14 daga fyrirvara til útgerðarmanns skips, áhafnar þess og/eða lögskráningastjóra þess umdæmis, þar sem skipið er skráð í eða það gert út frá, hyggist félagið nýta sér heimildir í 13.-15. gr. laga um vátryggingasamning til að fella úr gildi slíkar lög- og samningsbundnar áhafnatryggingar sökum þess að iðgjald af þeim hafi ekki verið greitt. Að mati stefnanda sé eðlilegt að túlka 87. gr. laga sem meginreglu, þegar líkt standi á og þar greinir, að þeir sem allt eigi undir því að áhafnartrygging haldi gildi sínu meðan skipverjar eru lögskráðir á skip fái ráðrúm til að gera þær ráðstafanir sem líklegar væru til að viðhalda tryggingunni en ella að segja skiprúmi sínu lausu. Ósannað sé með öllu, að samningnum hafi verið sagt upp fyrir slysdag eða endranær á samningstímanum svo sem stefndi heldur fram. Þá sé einnig ósannað að sérstakar kröfur hafi verið gerðar á hendur stefnanda um greiðslu iðgjaldsins að viðlagðri niðurfellingu ábyrgðar félagsins samkvæmt áhafnartryggingunni. Sérstaklega er mótmælt að slík áskorun hafi verið send stefnanda á tímabilinu frá gildistöku samningsins þann 14. júní 2001 fram til slysdags þann 14. ágúst 2001. Á því er einnig byggt, að 12. gr. laganna um vátryggingarsamninga um gjalddaga og greiðslu iðgjalda, sbr. ákvæði ábyrgðarskilmálanna um sama, hafi í framkvæmd verið framfylgt á þann veg, að ekki hafi við gerð vátryggingarsamningsins verið gengið eftir iðgjaldi vegna tryggingarinnar. Á það hefur verið treyst, að iðgjaldagreiðslurnar bærust frá tryggingasjóði LÍÚ, svo sem ákvæði laga nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, geri ráð fyrir. Þetta komi glögglega fram í því, að stefndi krefji stefnanda sannanlega ekki um greiðslu iðgjaldsins fyrr en með bréfi, dagsettu 25. mars 2002, eða rúmum 9 mánuðum eftir að vátryggingarsamningurinn hafi komist á þann 14. júní 2001. Til skýringar á þessu bréfi þyki rétt að benda á að greiðslur skv. lögum nr. 24/1986 fyrir vs. Reyni GK-177 hafi á seinni hluta ársins 2001 fyrir mistök verið færðar inn á vs. Reyni AK-18, svo sem skýrist nánar á viðskiptayfirlitum tryggingasjóðs L1Ú. Loks er á því byggt, að þessa hafi ávalt verið gætt við lögskráningu á vs. Reyni GK-177 að til staðar væri gild áhafnartrygging fyrir hina skráðu skipverja. Hafi þetta verið sérstaklega kannað skömmu áður en skipverji sá sem seinna slasaðist var lögskráður þann 14. ágúst 2001 vegna fjölgunar á skipverjum úr fjórum í sex, sbr. staðfestingu lögskráningarfulltrúans í Keflavík þar að lútandi og áritana í lögskráningarbeiðnum. Þetta komi einnig heim og saman við reikningsgerð stefnda á hendur stefnanda á vegna iðgjalda af áhafnartryggingunni á árinu 2001. Til viðbótar þeim lagarökum, sem að framan hafa verið greind, vísast til stuðnings dómkröfum stefnanda til ákvæða laga nr. 20/1954, um vátryggingasamninga, laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, reglna skaðabótaréttarins um bætir innan samninga og meginreglna samnings- og kröfuréttarins um skyldur til efnda á loforðum. Að því er málskostnaðarkröfuna varðar þá vísast til 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Krafist sé viðurkenningar á bótaskyldu stefnda gagnvart stefnanda vegna þeirra bótakrafna, sem stefnandi standi frammi fyrir vegna þess slyss, sem skipverjinn Ásgeir Jónsson, hafi orðið fyrir um borð í vs. Reyni GK-177 (1105) þann 14. ágúst 2001. Stefndi hafi talið sig hafa gilda lög- og samningsbundna áhafnartryggingu fyrir áhöfn skipsins hjá stefnda, þegar slysið átti sér stað, en stefndi hefur hafnað bótaskyldu sinni með þeim rökum, að vátryggingasamningurinn hafi verið fallin niður vegna vanskila á greiðslu iðgjaldsins af tryggingunni, þegar slysið átti sér stað. Í stefnu málsins til Héraðsdóms Reykjaness sé krafist skaðabóta að fjárhæð 15.000.000 króna, en endanleg bótafjárhæð ráðist af niðurstöðu þess máls. Auk viðurkenningar á bótaskyldunni er krafist málskostnaðar. Aðalkröfu sína um sýknu byggir stefndi á því að þar sem greiðsla fyrir vátrygginguna hafi ekki borist hafi tryggingin fallið niður frá upphafi, sbr. 15. gr. 1. mlsl. laga 20/1954. Stefndi bendir á að skv. skýru ákvæði tryggingarinnar sé iðgjald gjaldfallið um leið og vátryggingin taki gildi. Útgáfa reiknings til handa vátryggingartaka jafngildi greiðsluáskorun í þessu efni. Stefndi bendir einnig á að sérstakri greiðsluáskorun hafi verið beint til stefnanda þann 25. mars 2002, sem engin viðbrögð hafi borist við. Stefnda hafi því bæði verið rétt og eðlilegt að líta þannig á að tryggingin væri niður fallin frá upphafi vegna vanefnda stefnanda. Stefndi hafnar því alfarið að honum hafi borið skylda til að upplýsa skráningarstjóra um brottfall vátryggingar, enda segi skýrt í 6 tl. 7. gr. 1. 43/1987 að gildi vátrygginga sé alfarið á ábyrgð útgerðarmanns. Vanefndir stefnanda sem vátryggingartaka geti ekki skapað vátryggðum betri rétt að þessu leiti. Stefndi hafnar því jafnframt að unnt sé að líta á ákvæði 87. gr. vsl. nr. 20/1954 sem meginreglu, enda eigi hún við um allt aðra tegund trygginga. Ákvæði greinarinnar þrengi þær almennu reglur sem gildi um samskipti milli aðila vátryggingarsamnings og verði með engu móti lögjafnað frá henni yfir á aðrar gerðir vátrygginga. Varakröfu sína byggir stefndi á því að fari svo ólíklega að ekki verði fallist á framangreind rök stefnda, beri hann aldrei ríkari ábyrgð en samkvæmt 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985 varðandi bótafjárhæðir. Stefndi bendir á að vátrygging sú sem um er deilt hafi verið tekin þann 14. júní 2001, er vátryggingarskírteini til fjögurra nafngreindra einstaklinga var gefið út. Með sérstakri beiðni í ágúst 2001 hafi verið aukið við ábyrgð vátryggjanda og vátryggingin látin ná til tveggja ónafngreindra skipverja til viðbótar þeim sem áður höfðu verið tryggðir. Skilmálar vátryggingarinnar geri þannig ekki ráð fyrir að bætur til bótaþega séu ákveðnar á grundvelli skaðabótalaga, heldur eftir skilmálum vátryggingarinnar og með hliðsjón af fjárhæðum 172. gr. sigll. eins og þær hafi verið uppfærðar miðað við slysdag. Í þessu sambandi bendir stefndi á að gerðardómur sá sem vísað sé til í stefnu, varðandi kjarasamninga útgerðar og sjómanna hafi verið felldur þann 30. júní 2001. Niðurstaða gerðardóms geti aldrei bundið aðra en aðila hans. Krafa um bætur á grundvelli ákvæða skaðabótalaga, sem kveðið sé á um í umræddum gerðardómi, verði því aldrei reist á hendur stefnda með vísan til gerðardómsins. Um lagarök vísar stefndi til ákvæða vsl. nr. 20/1954, einkum 15 gr., 1. 34/1985 sbr. 172. gr., 1. 43/1987 5. - 7. gr. Þá vísar stefndi til 130. gr. sbr. 129 gr. eml. um málskostnað. NIÐURSTAÐA Meginmálsástæða stefnda er sú að þar sem greiðsla hafi ekki borist frá stefnanda á iðgjaldi hafi tryggingin fallið niður frá upphafi og ber fyrir sig 1. málslið 15. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasaminga en þar segir: “Nú eru liðnir 3 mánuðir frá því að greiðslu iðgjalds var krafist, og er það enn ógreitt, og fellur samningurinn þá úr gildi uppsagnarlaust, enda hafi félagið eigi byrjað lögsókn til heimtu iðgjaldsins.” Stefndi sendi bréf til stefnanda 25. mars 2002 þar sem hann krefur um greiðslu iðgjalda samkvæmt meðfylgjandi gíróseðli innan 30 daga. Bréfi þessu fylgir afrit tveggja reikninga. Er annar þeirra dagsettur 14. júní 2001 að fjárhæð 118.252 krónur og hinn dagsettur 1. ágúst sama árs að fjárhæð 42.202 krónur. Ekki liggur fyrir hvort og þá hvernig stefnandi hafi verið krafinn um greiðslu iðgjalds fyrr en með bréfinu 25. mars 2002. Þykir því ekki sýnt fram á að af ákvæði 15. gr. leiði að tryggingin hafi verið niður fallin er Ásgeir Jónsson slasaðist um borð í báti stefnanda þann 14. ágúst 2001. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga má vátryggjandi segja vátryggingunni upp sé fyrsta iðgjaldið eigi greitt á réttum tíma, og fellur samningurinn þá með öllu niður, sé iðgjaldið eigi greitt innan þriggja daga. Samkvæmt ákvæði í tryggingaskilmálum um gildistöku og iðgjaldagreiðslur skal uppsögn vera skrifleg. Ekki liggur fyrir að samningi aðila hafi verið sagt upp og hann fyrir þær sakir fallið niður. Í 14. gr. laga um vátryggingarsamninga segir að verði hið fyrsta iðgjald eigi greitt, er þess er krafist, en þá kröfu megi í fyrsta lagi gera á gjalddaga, sé ábyrgð félagsins lokið. Það skilyrði ákvæðisins að iðgjalds hafi verið krafist telst ekki uppfyllt hér sbr.það sem að framan segir um að það hafi fyrst verið með bréfi dagsettu 25. mars 2002 að stefnandi hafi verið krafinn um greiðslu iðgjalds. Af þessum ástæðum verður fallist á það með stefnanda, að er sjómaðurinn Ásgeir Jónsson varð fyrir slysi um borð í skipi stefnanda 14. ágúst 2001, hafi verið í gildi vátryggingarsamningur með aðilum. Að fenginni þeirri niðurstöðu þykir mega fallast á viðurkenningarkröfu stefnanda enda á hann lögvarða hagsmuni af því að fá úr sakarefni þessu leyst. Kemur þá til úrlausnar hvort skilmálar tryggingarinnar hafi tekið breytingum í kjölfar gerðardóms þess sem upp var kveðinn 30. júní 2001 þar sem úrskurðað var að bætur samkvæmt 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985 skuli ákvarðaðar á grundvelli reglna skaðabótalaga nr. 50/1993 leiði það til hærri heildarbóta en samkvæmt 172. gr. siglingalaga. Skilmálar þeir sem frammi liggja í máli þessu bera með sér að vera frá 1. janúar 2001. Til þess að fallist verði á það með stefnanda að bætur samkvæmt tryggingu þeirri er hann keypti hjá stefnda skuli ákvarðaðar á grundvelli reglna skaðabótalaga þarf hann að sýna fram á að um það hafi samist með aðilum. Svo er ekki hér og verður því fallist á það með stefnda, að um bætur samkvæmt tryggingarsamningi aðila fari samkvæmt ákvæðum 172. gr. siglingalaga. Eftir úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 700.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ Viðurkennd er sú krafa stefnanda, Sveins Lárusar Ólafssonar, að stefnda, ACE Insurance S.A. N.V., Stortorvet 3, Oslo, Noregi, sé skylt að bæta stefnanda það tjón, sem hann sem útgerðarmaður og eigandi vs. Reynis GK-177 (1105) kann að verða dæmdur til að greiða einum skipverja skipsins, Ásgeiri Jónssyni, kt. 290773-4589, vegna slyss sem hann varð fyrir við störf sín um borð í skipinu þann 14. ágúst 2001, en má1 til heimtu bótanna rekur skipverjinn nú fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Bótaábyrgð stefnda miðist við ákvæði 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Stefndi greiði stefnanda 700.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 36/2006
|
Lífeyrissjóður Gjafsókn
|
H sótti um lífeyri hjá L eftir föður sinn á grundvelli heimildar í 1. málsl. 7. mgr. 27. gr. laga nr. 1/1997. Umsókninni var hafnað þar sem ekki lágu fyrir óyggjandi upplýsingar um að H hefði haldið heimili með föður sínum síðustu fimm ár fyrir andlát hans. H krafðist viðurkenningar á því að hún ætti rétt til greiðslu lífeyris samkvæmt ákvæðinu. Talið var að heimild til að greiða lífeyri til þess sem annast hefði heimili sjóðfélaga um árabil fyrir andlát hans yrði því aðeins virk samkvæmt ákvæðinu að um samfellda búsetu hefði verið að ræða í a.m.k. fimm ár fram að andlátinu. Þar sem gögn málsins báru ekki með sér að þessu skilyrði hefði verið fullnægt var L sýknaður af kröfu H.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. janúar 2006. Hún krefst þess að viðurkennt verði að hún eigi rétt til greiðslu makalífeyris frá stefnda eftir föður sinn frá 1. nóvember 1997. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt á báðum dómstigum. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda hér fyrir dómi fer samkvæmt því, sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Herþrúðar Ólafsdóttur, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 300.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 19. október 2005. Mál þetta, sem dómtekið var fimmtudaginn 22. september sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Herþrúði Ólafsdóttur, kt. 050860-4859, Esjugrund 58, Reykjavík, með stefnu birtri 20. september 2004 á hendur Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, kt. 711297-3919, Bankastræti 7, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, á fundi þann 1. marz 2000, um að hafna umsókn stefnanda til þess að fá greiddan lífeyri eftir föður sinn, verði dæmd ólögmæt og viðurkennt verði með dómi, að stefnandi eigi rétt til greiðslu makalífeyris frá 1. nóvember 1997 eftir föður sinn, Ólaf Hermann Jónsson, kt. 201032-7419, sem lézt þann 2. október 1995. Þess er jafnframt krafizt, að dæmt verði, að stefndi skuli greiða stefnanda málskostnað, eins og ekki væri um gjafsóknarmál að ræða, í samræmi við hagsmuni málsins, að teknu tilliti til vinnu málflytjanda og annars kostnaðar af málinu, og leggist dráttarvextir á málskostnaðarkröfu í samræmi við ákvæði laga nr. 91/1991 og leggist við höfuðstól hennar á tólf mánaða fresti. Dómkröfur stefnda eru þær, að sjóðurinn verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda, og að stefnandi verði dæmd til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Málavextir Með bréfi stefnanda til stefnda, dags. 18. nóvember 1995 sótti stefnandi um lífeyri eftir föður sinn, Ólaf Hermann Jónsson, sem lézt 2. október 1995, en hann átti lífeyrisréttindi hjá stefnda. Fylgdi bréfinu búsetuvottorð Ólafs heitins frá Hagstofu Íslands, dags. 9. nóvember 1995, ásamt afritum álagningarseðla frá Skattstjóranum í Reykjavík. Byggði stefnandi umsókn sína á ákvæðum 7. mgr. 14. gr. laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sbr. 10. gr. laga nr. 98/1980, um breytingu á þeim lögum, en í ákvæðum þessum var mælt fyrir um heimild stjórnar sjóðsins til að greiða hlutaðeigandi lífeyri eins og um ekkju eða ekkil væri að ræða í þeim tilvikum, þegar sjóðfélagi lætur ekki eftir sig maka, en einstæð móðir hans, ógift systir hans eða annar ógiftur aðili hefur sannanlega annazt heimili hans um árabil fyrir andlát sjóðfélaga. Með bréfi stefnda, dags. 13. febrúar 1996, var stefnanda tilkynnt, að stjórn sjóðsins hefði hafnað umsókninni vegna skorts á lagaheimild. Var vísað til þess, að þar sem faðir stefnanda hefði gifzt aftur eftir andlát móður hennar, og seinni kona hans væri á lífi, yrði að telja hann hafa látið eftir sig maka á lífi í skilningi 14. gr. laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Stefnandi leitaði í framhaldinu til umboðsmanns Alþingis vegna framangreindrar synjunar og kvartaði yfir lagatúlkun stjórnar lífeyrissjóðsins. Niðurstaða umboðsmanns, sem barst stefnanda með bréfi, dags. 6. maí 1996, var sú, að ekki væru efni til að gera athugasemdir við þann skilning stjórnar lífeyrissjóðsins, að sá einstaklingur, sem giftur hefur verið sjóðfélaga, sem andazt hefur, teljist maki hans í skilningi ákvæðisins, enda þótt hjónabandinu hafi lokið með skilnaði fyrir andlátið. Með lögum nr. 141/1996 var 14. gr. laga nr. 29/1963 breytt og henni skipað í 27. gr. laganna. Lögin voru svo endurútgefin sem lög nr. 1/1997. Í hinum nýju lögum var fallið frá því skilyrði, að hinn látni sjóðfélagi mætti ekki hafa látið eftir sig maka, til að heimilt væri að greiða lífeyri til þeirra aðila, sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Sótti stefnandi að nýju um greiðslu lífeyris eftir föður sinn til stjórnar lífeyrissjóðsins með bréfi, dags. 30. janúar 1997. Var beiðni stefnanda um greiðslu ævilangs lífeyris enn synjað, og nú með vísan til 7. mgr. 27. gr. laganna. Hins vegar ákvað stjórnin, með vísan til sömu greinar, að beita undantekningarheimild, sem þar greinir, og veita stefnanda lífeyri sem samsvaraði 24 mánuðum. Með bréfi, dags. 20. september 1997, óskaði stefnandi eftir því, að framhald yrði á lífeyrisgreiðslum eftir föður hennar á grundvelli 1. ml. 7. mgr. 27. gr. Skriflegt svar barst stefnanda frá stefnda með bréfi, dags. 1. apríl 1998, þar sem kröfu hennar var synjað með vísan til þess, að tilvitnuð lagagrein væri heimildargrein, þar sem stjórn sjóðsins sé heimilað að samþykkja greiðslu makalífeyris að uppfylltum tilgreindum skilyrðum. Samkvæmt orðalagi greinarinnar geti aldrei verið um [sjálfvirkan] rétt til greiðslu sambúðarlífeyris að ræða. Stjórn sjóðsins sé falið að leggja mat á, í hvaða tilvikum eigi að greiða lífeyri til sambúðaraðila samkvæmt ákvæðum 7. mgr. 27. gr. laga sjóðsins. Að mati stjórnar sjóðsins hefði það ekki verið ætlun löggjafans, að lífeyrissjóðurinn greiði lífeyri ævilangt til uppkominna barna, sem hafi haldið sameiginlegt heimili með foreldrum sínum. Hinn 9. ágúst 1998 kvartaði stefnandi á ný til umboðsmanns Alþingis. Í niðurstöðum umboðsmanns, sem lágu fyrir 17. nóvember 1999, kemur fram, að hann telur synjun stjórnar sjóðsins ekki hafa byggzt á nægjanlega skýrum og málefnalegum sjónarmiðum og telur jafnframt gagnrýnisvert, að málsatvik hefðu ekki verið upplýst með fullnægjandi hætti, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, ef tekið væri mið af skýringum stjórnar sjóðsins til hans. Beindi umboðsmaður þeim tilmælum til stjórnar sjóðsins að taka umsókn stefnanda til meðferðar á ný, ef stefnandi færi fram á það, og skyldi stefndi þá haga afgreiðslu þeirrar umsóknar í samræmi við þau sjónarmið, sem gerð hafi verið grein fyrir í álitinu. Með bréfum, dags. 26. nóvember 1999 og 2. febrúar 2000 ítrekaði stefnandi umsókn sína um makalífeyri. Í samræmi við niðurstöðu umboðsmanns Alþingis var þess óskað af stefnda með bréfum, dags. 3. febrúar 2000 og 10. febrúar 2000, að stefnandi upplýsti stefnda nánar um, á hvern hátt hún hefði annazt heimili fyrir föður sinn á tímabilinu 12. september 1991 til 1. júlí 1994, þar sem búsetuvottorðum frá Hagstofu Íslands bæri ekki saman við áður fram komnar upplýsingar frá henni. Stefnandi svaraði bréfi stefnda með bréfum, dags. 7. febrúar 2000 og 28. febrúar 2000, þar sem hún upplýsti stefnda um, að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefði skráning stefnanda misfarizt hjá Hagstofunni, þegar nýtt tölvukerfi var tekið í notkun. Með bréfinu fylgi búsetuvottorð, staðfest af Hagstofu Íslands, þar sem staðfest var, að á umræddu tímabili, þ.e. 12. september 1991 til 1. júlí 1994, hefði faðir stefnanda og stefnandi átt sama lögheimili, utan þriggja mánaða á tímabilinu frá 12. september 1991 til 4. janúar 1992, þegar stefnandi bjó í Svíþjóð. Með bréfi lífeyrissjóðsins, dags. 7. apríl 2000, var stefnanda tilkynnt, að stjórn stefnda hefði á stjórnarfundi þann 1. marz 2000 ákveðið að hafna umsókn hennar um greiðslu makalífeyris eftir föður sinn. Var ástæðan tilgreind sú, að ekki lægju fyrir óyggjandi upplýsingar um, að stefnandi hefði haldið heimili með föður sínum síðustu fimm ár fyrir andlát hans. Þáverandi lögmenn stefnanda áttu í framhaldi af synjun stefnda í viðræðum og bréfaskiptum við stefnda til sátta í málinu, án árangurs. Þann 6. nóvember 2000 var stefnanda veitt gjafsóknarleyfi til höfðunar dómsmáls á hendur stefnda fyrir héraðsdómi. III Málsástæður stefnanda Stefnandi kveður grundvöll kröfu sinnar vera þann, að stjórn stefnda hafi beitt ólögmætum sjónarmiðum og ólögmætri meðferð opinbers valds, sem leitt hafi til þess, að niðurstaða ákvörðunar stjórnar stefnda á stjórnarfundi þann 1. marz 2000 um synjun á greiðslu lífeyris til stefnanda, sé ólögmæt, sbr. dskj. nr. 26. Að svo komnu máli sé það aðalkrafa stefnanda, að fá viðurkenningu á þeirri kröfu sinni um rétt til greiðslu lífeyris eftir föður sinn, en áskilja sér rétt að öðru leyti til þess að höfða bótamál gegn stefnda í sérstöku máli, hafi stefndi bakað sér bótaskyldu gagnvart stefnanda. Stefnandi byggir á því, að fyrrgreind ákvörðun stefnda brjóti gegn reglum stjórnsýsluréttar, bæði gegn formreglum og efnisreglum um lögmæti, jafnræði og valdníðslu, þ.e. að ákvörðun stjórnar stefnda hafi verið tekin, án þess að gætt hafi verið málefnalegra sjónarmiða. Óumdeild sé sú niðurstaða umboðsmanns Alþingis í framangreindu áliti sínu nr. 2517/1998, að stjórn stefnda sé bundin af fyrirmælum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og almennum reglum stjórnsýsluréttar, þegar hún taki ákvarðanir um rétt eða skyldu sjóðfélaga til greiðslu lífeyris, eða um rétt annarra, er leiði rétt sinn til lífeyris af áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga. Í kjölfar ofangreinds álits ætti einnig að vera óumdeilt, að fyrri afstaða stjórnar stefnda, um að börn sjóðfélaga njóti ekki réttar til töku lífeyris, hafi verið ólögmæt, í samræmi við lögskýringargögn um tilgang og markmið lífeyrissjóðsins. Þá gæti ákvörðunin ekki byggzt á því sjónarmiði stjórnar stefnda, að það geti ekki verið á ábyrgð lífeyrissjóðsins að greiða lífeyri til framfærslu barna sjóðfélaga. Þvert á móti verði ráðið af skýringum fjármálaráðherra með 10. gr. bráðabirgðalaga nr. 67/1980, sem hafi orðið að lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 98/1980, að stjórn stefnda hefði borið að taka mið af sanngirnis- og málefnalegum sjónarmiðum. Umrædd grein sé samsvarandi ákvæði og nú sé að finna í 27. gr. laga um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997, þótt síðarnefnda ákvæðið sé enn rýmra, er varði rétt einstaklinga til lífeyris eftir látna sjóðfélaga. Umrætt eldra ákvæði hafi verið sett, þar sem það hafi þótt sanngirnismál gagnvart þeim, sem önnuðust heimili fyrir sjóðfélaga, að þeir nytu lífeyris eftir lát sjóðfélaga, óháð því hvort umsækjandi væri maki hans. Að vísu séu sett ákveðin lágmarksskilyrði, sem viðkomandi verði að uppfylla til þess að öðlast þennan rétt, en fráleitt sé að halda því fram, að upptalning ákvæðisins á þeim aðilum, sem þar sé að finna, geti ekki náð til barna, heldur einungis systra, mæðra eða annarra ógiftra aðila, sem ekki séu börn sjóðfélaga. Sé upptalning ákvæðisins í raun orðin úrelt, þar sem enn eimi eftir af þeirri hugsun, að einungis karlmenn greiði í sjóðinn sem fyrirvinnur, en kvenkyns aðstandendur sinni heimilisstörfum og eigi því yfirleitt ekki rétt til greiðslu lífeyris fyrir sín störf sérstaklega. Að því gefnu að stefnandi eigi mögulega rétt til þess að taka lífeyri föður síns sem maki, ráðist niðurstaðan um, hvort svo sé, af 1. ml. 7. mgr. 27. gr. laga um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997. Umræddur málsliður byggi á þremur ytri skilyrðum, sem uppfyllt þurfi að vera til þess að umsækjandi geti leitt rétt sinn til lífeyris samkvæmt ákvæðinu. Í fyrsta lagi þurfi sjóðfélaginn að hafa staðið utan hjónabands við andlát sitt. Í öðru lagi verði umsækjandi að vera ógiftur, og í þriðja lagi verði umsækjandi að hafa sannanlega annazt heimili fyrir sjóðfélagann í að minnsta kosti 5 ár. Eins og rakið sé í málavöxtum, hafi stefnandi fyrst sótt um lífeyri eftir föður sinn með bréfi, dags. 18. nóvember 1995, sbr. dskj. nr. 30. Því hafi stjórn stefnda hafnað, þar sem umsækjandi hafi hvorki verið maki né í sambúð með sjóðfélaganum, og því hafi skort lagaheimild til þess að samþykkja beiðni stefnanda, sbr. dskj. nr. 5. Þessu til skýringar sé rakið í bréfinu, að faðir stefnanda hefði gifzt aftur eftir lát móður stefnanda. Lögskilnaður hefði reyndar gengið í gegn með leyfi dómsmálaráðherra, dags. 21. maí 1990, og teldist seinni maki föður stefnanda því enn maki hans í skilningi laga um lífeyrissjóðinn. Faðir stefnanda hafi reyndar verið skilinn að borði og sæng nokkru fyrr, eða 20. marz 1989. Umrætt hjónaband hefði því staðið yfir í um 3 ár, því faðir stefnanda hefði gifzt 19. apríl 1986. Af bréfi stefnda til stefnanda, dags. 13. febrúar 1996, sbr. dskj. nr. 8, verði ekki ráðið, að stefndi hafi byggt á öðrum sjónarmiðum en þeim, að stefnandi teldist ekki maki, því ekki sé tekin afstaða til annarra skilyrða, þótt stefnandi hafi sent búsetuvottorð fyrir sig og föður sinn til þess að staðfesta, að stefnandi hefði annazt heimili föður síns. Auk þess sé ítarlega rakið í umsókn stefnanda til stefnda, að faðir hennar hafi verið meira en 75% öryrki, sbr. einnig dskj. nr. 31, og hafi því þurft ríka umönnun og haft sérþarfir vegna heilsu sinnar. Hafi stefnandi m.a. af þeim orsökum tekið lán til þess að kaupa sérútbúna íbúð, sem kæmi til móts við þarfir föður hennar. Veruleg forsenda þess láns hafi eðlilega verið lífeyrir föður hennar, og hafi framfærsla hans því skipt verulegu máli við greiðslu skulda, sem til hefði stofnazt vegna sérþarfa hans. Verði ekki um of lögð á það áherzla, að umrædd íbúð hafi að sjálfsögðu einnig verið heimili stefnanda, sem hafi verið í uppnámi við fráfall föður síns. Stefnandi hafi einnig orðið að haga eigin vinnu í samræmi við þarfir heimilisins og hafi tekjur hennar skerzt vegna þessa. Hafi öll nauðsynleg vottorð fylgt umsókn stefnanda, svo stjórn stefnda gæti tekið afstöðu til umsóknarinnar. Öll rök hafi því hnigið til þess, að stjórn stefnda teldi stefnanda uppfylla skilyrði til töku lífeyris, að öðru leyti en því að stefnandi teldist ekki maki í skilningi ákvæðisins. Stefnandi hafi unað niðurstöðu stjórnarinnar í kjölfar mats umboðsmanns Alþingis á sjónarmiðum stjórnarinnar. Skömmu síðar hafi lögum lífeyrissjóðsins hins vegar verið breytt, fyrst og fremst á þann veg, að aukinn hafi verið réttur eftirlifandi aðila til lífeyris, sem staðið hafi í svo nánum tengslum við sjóðfélaga, að nánari skilyrðum uppfylltum, og einnig að fallið hafi verið frá því skilyrði, að sjóðfélagi mætti ekki eiga maka í skilningi fyrra ákvæðis. Þar sem ofangreind sjónarmið eigi að öllu leyti við um stefnanda, hafi hún á ný sótt um lífeyri eftir föður sinn, og hafi umsókninni aftur fylgt öll nauðsynleg vottorð og upplýsingar um fjárhagsstöðu. Eins og áður er rakið, tók stefndi mál stefnanda aftur til meðferðar eftir ítrekaðar óskir stefnanda þar um, og komst stjórn stefnda að þeirri niðurstöðu, þann 1. marz 2000, sbr. dskj. nr. 26, að synja bæri umsókn stefnanda, þar sem stefnandi og sjóðfélagi hefðu ekki haft sannanlega sameiginlegt heimili í 5 ár. Er afstaða stefnda vægast sagt sérkennileg í ljósi þess, að stefndi hafi óskað þess sérstaklega með bréfum til stefnanda, dags. 3. og 10. febrúar 2000, sbr. dskj. nr. 22 og 23, að stefnandi skýrði umsókn sína frekar og hafi sérstaklega beint því til stefnanda að skýra ósamræmi fullyrðinga í umsókn hennar og búsetuvottorða, sem stefndi hafði aflað um lögheimili stefnanda og föður hennar. Hafi komið fram samkvæmt þeim vottorðum, að stefnandi hefði ekki haft lögheimili með föður sínum nema í rúm 2 ár. Stefnandi hafi brugðizt við og leitað upplýsinga vegna þessa hjá Hagstofu Íslands. Hafi þá komið í ljós, að um mistök væri að ræða í kjölfar þess, að nýtt tölvukerfi hefði verið tekið í notkun. Hafi Hagstofa Íslands staðfest áður útgefin vottorð sín frá 1996, sem fylgt hefðu upphaflegri umsókn stefnanda, og hafi því verið stefnda kunn, auk þess sem Hagstofan hafi látið stefnanda í té nýtt vottorð. Ofangreindum sjónarmiðum og nýju vottorði hafi verið gerð skil með bréfi stefnanda til stefnda, dags. 28. febrúar 2000, sbr. dskj. nr. 25. Auk þess hafi fylgt staðfesting systur stefnanda á því, að hún hefði annazt föður þeirra í þá 3 mánuði, sem stefnandi var erlendis haustið 1991, en stefnandi hefði að öðru leyti annazt föður þeirra meira og minna frá 1982. Séu upprunaleg vottorð Hagstofu Íslands frá 1996 um lögheimili stefnanda og föður hennar borin saman, sjáist, að frá árinu 1991 fari lögheimili þeirra saman frá 4. janúar 1992 til dánardægurs sjóðfélagans þann 2. október 1995, eða í 3 ár og 10 mánuði. Auk þess sé ítarlega rakið í bréfi stefnanda frá 18. nóvember 1995, sbr. dskj. nr. 3, að stefnandi hafi annazt heimili þeirra feðgina frá því að móðir stefnanda lézt 1982 til 12. september 1991, er stefnandi hafi farið til Svíþjóðar, utan þess tíma er faðir stefnanda hafi búið með seinni konu sinni, frá 1986 til 1988, eða í tæp tvö ár. Stefnandi hafi því annazt heimili föður síns meira eða minna í 13 ár. Stjórn stefnda hafi haft allar upplýsingar um þessa staðreynd, auk yfirlýsingar systur stefnanda, en hafi engu að síður kosið að telja, að stefnandi hefði ekki sannanlega haldið heimili með föður sínum í 5 ár í skilningi 7. mgr. 27. gr. l. nr. 1/1997. Önnur og veigaminni atriði séu rakin til stuðnings synjunar stefnda á umsókn stefnanda, sem skipti litlu máli, nema að mótmæla verði tilvísunum stefnda til meginreglna stjórnar við úthlutun, sem vísað sé til, en hvergi séu birtar. Heimild stefnda til vals á þeim einstaklingum, sem geti tekið lífeyri eftir sjóðfélaga, byggist á 7. mgr. 27. gr. l. nr. 1/1997. Ekki sé um það deilt, að samkvæmt þeim lögum hafi stjórn stefnda haft heimild til þessarar ákvarðanatöku. Afgreiðsla stjórnar stefnda samkvæmt ofangreindum heimildum sé hins vegar stjórnvaldsathöfn, sem byggist að hluta til á frjálsu mati. Til slíkra stjórnvaldsathafna hafi, samkvæmt íslenzkum rétti, verið gerðar strangar kröfur, bæði um form- og efnisskilyrði, eins og nú sé kveðið á um í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og sérstaklega varðandi mál þetta í áliti umboðsmanns Alþingis nr. 2517/1998. Taka verði fram, að fyrir gildistöku stjórnsýslulaga sé talið, að í íslenzkum rétti hafi gilt ólögfestar reglur sama efnis. Réttmætt og eðlilegt sé, að gerðar séu strangari kröfur um hæfisskilyrði stjórnvalda, þegar um athafnir, byggðar á frjálsu mati, sé að ræða, en þegar um lögbundnar athafnir sé að tefla. Stjórnvaldi beri að beita valdi sínu í réttu augnamiði með þá opinberu hagsmuni eina fyrir augum, sem því beri um að sýsla í samræmi við tilgang og markmið löggjafarinnar, sem ákvörðun byggist á. Búi ólögmæt sjónarmið að baki stjórnvaldsákvörðun, eða sé þar ekki gætt málefnalegra sjónarmiða, feli ákvörðun í sér valdníðslu. Stefnandi byggi á því, að stjórn stefnda hafi, samkvæmt almennum reglum stjórnsýsluréttar, brotið gegn rannsóknarreglunni og reglunni um rökstuðning stjórnvaldsákvörðunar við töku þeirrar ákvörðunar, sem leitt hafi til ólögmætrar synjunar á umsókn stefnanda. Augljóst hafi verið, að ákvörðunin hafi varðað stefnanda miklu, þar sem lífsviðurværi hennar hafi að miklu leyti byggzt á ákvörðuninni. Stjórn stefnda hafi vanrækt stórlega að rannsaka fullyrðingar stefnanda um sameiginlegt heimilishald og taki enga afstöðu til þeirra málsástæðna, sem stefnandi hafi haldið fram, til móts við þá fullyrðingu stefnda, að stefnandi hefði ekki haldið heimili með föður sínum í 5 ár. Þótt ekkert annað kæmi til, leiði þessi annmarki einn og sér til þess, að ákvörðunin hafi verið ólögmæt. Hvergi í lögskýringargögnum með lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, lögunum sjálfum, bréfum stefnda eða álitum umboðsmanns Alþingis, sem varði mál þetta, sé vikið að því einu orði, að umrætt fimm ára heimilishald þurfi að vera samfellt. Stefnandi hafi ítarlega gert grein fyrir því, hvernig heimilishald hennar og föður stefnanda hafi staðið yfir nær samfellt í 13 ár, sbr. einnig dskj. nr. 32 og 33. Stefnanda hafi í þrígang verið synjað um lífeyri eftir föður sinn, en stefndi hafi aldrei fyrr en með ákvörðun sinni þann 1. marz 2000 dregið í efa, að stefnandi hafi haldið föður sínum heimili í a.m.k. 5 ár. Stefnandi hafi ekki sýnt af sér nokkra sök, afhent öll nauðsynleg gögn og verið í góðri trú um, að umsókn hennar yrði samþykkt, þar til henni hafi verið hafnað. Stefnandi vísi til þeirrar meginreglu stjórnsýsluréttar, að stjórnarathafnir skuli vera ákveðnar og skýrar að efni til. Sé einhver brestur á skýrleika þeirra, beri að meta vafa í þeim efnum þannig, að ekki bitni á hagsmunum borgarans, í þessu tilviki stefnanda. Stefnandi leggi á það áherzlu, að stjórnvald geti ekki breytt mati sínu á upplýsingum eða staðreyndum, sem legið hafi fyrir frá upphafi máls, einungis til þess að komast að annarri niðurstöðu en áður hafi verið byggt á í málinu. Stefnandi telji svör stefnda í bréfum til stefnanda gefa til kynna, að umræddu mati stefnanda sjálfs á heimilisfestisreglu 27. gr. laga nr. 1/1997 hafi aldrei verið mótmælt, og stjórn stefnda hafi því fallizt á mat stefnanda. Verði ekki fallizt á það mat stefnanda, sé a.m.k. ljóst, að stefnda hefði borið skylda til þess að leiðbeina og tilkynna stefnanda umrædda meinbugi á umsókn hennar með vísan til meginreglna 7. gr., 19. gr. og V. kafla stjórnsýslulaganna. Samkvæmt ofangreindum sjónarmiðum telji stefnandi, að ákvörðun stefnda hafi ekki átt stoð í lögum og feli því í sér brot gegn lögmætisreglunni. Þótt stjórn stefnda hafi átt ákveðið mat á 27. gr. l. nr. 1/1997, hafi ákvörðun stefnda um að synja stefnanda um lífeyri orðið að eiga sér stoð í lögum, þ.e. settum lögum eða öðrum viðurkenndum réttarheimildum, eða byggja á samþykktum, sem settar hafi verið fyrir sjóðinn og birtar. Slíka stoð sé ekki að finna í lögum eða reglugerð. Geti stjórn stefnda því ekki beitt öðrum sjónarmiðum við afgreiðslu umsókna, nema þau komi fram í samþykktum, sem sjóðnum séu settar, en þar séu engin sjónarmið um túlkun 5 ára reglunnar. Tilvísan til meginreglna stjórnar sjóðsins hafi því ekkert vægi í máli þessu. Ekki virðist heldur nokkur réttaröryggis- eða jafnræðissjónarmið réttlæta þá ákvörðun, sem tekin hafi verið. Stefnandi telji sig hafa sýnt fram á, að fyrrgreind ákvörðun stefnda hafi verið byggð á ómálefnalegum og ólögmætum sjónarmiðum, og því feli hún í sér valdníðslu. Eins byggi stefnandi á því, að fyrrgreind ákvörðun stjórnar sjóðsins feli í sér brot gegn jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar, þar sem mat stefnda á umræddri reglu feli í sér mismunun gagnvart umsækjendum, án þess að þessi mismunun hafi átt sér stoð í lögum eða lögmætum sjónarmiðum. Mismunun þessi felist nánar í því, að einstaklingar, sem skýrlega uppfylli skilyrði laganna og hafi haldið heimili fyrir sjóðfélaga í meira en 5 ár, jafnvel miklu lengur, en hafi af einhverjum ástæðum ekki haldið heimili samfellt í 5 ár með sjóðfélaga, sé synjað um lífeyri án lagastoðar. Stefndi hafi ekki gætt samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti, heldur byggt ákvörðun sína á öðrum sjónarmiðum, sem stefndi hafi enga grein gert fyrir. Ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á fundi þann 1. marz 2000 um að hafna umsókn stefnanda, sé samkvæmt ofangreindu ólögmæt. Viðurkenningakröfu sína byggi stefnandi á ofangreindum rökum og málsástæðum fyrir því, að stefnandi uppfylli öll þau skilyrði, sem sett séu skv. 7. mgr. 27. gr. laga nr. 1/1997 um greiðslu makalífeyris, og eigi stefnandi því lögvarinn rétt til þess samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 að fá staðfest um tilvist og efni réttar síns gagnvart stefnda. Stefnandi vísar til laga nr. 1/1997 um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sérstaklega 7., 10. og 19. gr., sem og V. kafla laganna. Einnig byggi stefnandi kröfu sína um viðurkenningu á ólögmæti ákvörðunar stefnda á almennum reglum stjórnsýsluréttar, sérstaklega á formreglum og efnisreglum um lögmæti, jafnræði og valdníðslu. Stefnandi vitni einnig til grundvallarreglna stjórnsýsluréttar og sér í lagi jafnræðisreglunnar, reglunnar um að stjórnarathafnir skuli vera byggðar á málefnalegum sjónarmiðum, reglunnar um að stjórnarathafnir skuli vera ákveðnar og skýrar að efni til og reglunnar um réttmætar væntingar. Málskostnaðarkrafa styðjist við 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málsástæður stefnda Stefndi byggi sýknukröfu sína á því, að stefnandi uppfylli ekki þau lagaskilyrði, sem sett séu fyrir því að heimila stefnda að úrskurða stefnanda sambúðarlífeyri eftir andlát föður, sbr. þau lagaskilyrði, sem sett séu fram í 7. mgr. 27. gr. laga nr. 1/1997. Í greininni séu þrjú skilyrði, sem uppfylla þurfi til að stefnda sé heimilt að meta það, hvort beita skuli heimildarákvæðinu. Í fyrsta lagi, að sjóðfélagi hafi verið utan hjónabands við andlátið, í öðru lagi að umsækjandi um lífeyri þurfi að vera einstæð móðir sjóðfélaga, ógift systir eða annar ógiftur aðili, og þriðja skilyrðið sé, að sá, sem óski greiðslu lífeyris á þessum lagagrundvelli, þurfi sannanlega að hafa annazt heimili hins látna sjóðfélaga um árabil fyrir andlát hans, þó ekki skemur en fimm ár. Stefnanda hafi ekki tekizt að sanna það með fullnægjandi hætti, að hún hafi annazt heimili föður síns í a.m.k. fimm ár fyrir andlátið, en augljóst megi vera, að með orðunum “fimm ár fyrir andlát” sé átt við fimm ár í samfellu fyrir andlát. Tekið skuli fram, að fullyrðingar í stefnu um 13 ár séu fjarri lagi, hvernig sem litið sé á tímabilið fyrir andlát föður, en hann hafi verið innan þess tíma í tæp þrjú ár í hjúskap. Nýjustu búsetuvottorð, sem fyrir liggi í málinu, séu búsetuvottorð fyrir föður stefnanda, dags. 14. júní 2001, dskj. nr. 33, og búsetuvottorð fyrir stefnanda, dags. 24. nóvember 2004, dskj. nr. 48. Á vottorðum þessum sé stefnandi með lögheimili í Svíþjóð frá 12. sept. 1991 - 4. jan. 1993, auk þess að vera aldrei með skráð lögheimili að Leiðhömrum 22, þar sem faðir stefnanda sé með skráð lögheimili frá 21. nóv. 1990 til 1. sept. 1994. Sé litið á fimm ára tímabil fyrir andlát sé stefnandi með skráð sama lögheimili og faðir í rétt rúmt ár, eða frá 1. september 1994 og fram að andláti föður þann 2. október 1995. Eins og að framan greini, liggi fyrir í málinu afar misvísandi gögn, er viðkomi dvalarstað stefnanda fimm ár fyrir andlát föður, og því beri þegar af þeim ástæðum að sýkna stefnda, þar sem ekki sé fyrir að fara lagaskilyrðum til að verða við kröfum stefnanda. Ef gengið yrði út frá því, að sönnun tækist fyrir því, að stefnandi hefði annazt heimili föður í fimm ár fyrir andlát, leiði það ekki sjálfkrafa til þess að taka eigi kröfu stefnanda til greina. Ákvæðið sé heimildarákvæði, og því sé ljóst, að stefnda beri að leggja mat á, hvernig ákvæðinu skuli beitt, eftir að sannreynt hafi verið, að lagaskilyrði séu uppfyllt. Um mat stefnda við beitingu á 7. mgr. 27. gr. laga nr. 1/1997 segi í áliti umboðsmanns Alþingis (mál nr. 2517/1998), sbr. dskj. nr. 19, neðarlega á bls. 13: “Í ljósi þess að ákvæðið mælir fyrir um heimild stjórnarinnar til greiðslu lífeyris verður á hinn bóginn að gera ráð fyrir að hún geti lagt frekara mat á slíkar umsóknir á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og þannig komið í veg fyrir óeðlilegar niðurstöður í einstökum tilvikum.” Forsaga ákvæðisins veiti nokkra vísbendingu um, hvernig ákvæðinu skuli beitt. Ákvæðið hafi komið inn í lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við kjarasamninga opinberra starfsmanna og hafi verið lögfest með 10. gr. bráðabirgðalaga nr. 67/1980. Lögin hafi síðar verið staðfest af Alþingi sem lög nr. 98/1980 um breytingu á lögum nr. 29/1963 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins með síðari breytingum. Þar sem ákvæðið reki uppruna sinn til bráðabirgðalaga, sé ekki að finna greinargerð með lögunum eða viðlíka lögskýringargögn. Í Alþingistíðindum 1980-1981, B-deild, bls. 462 sé haft eftir fjármálaráðherra: Í 10. gr. frv. er að finna heimildarákvæði til stjórnar sjóðsins. Í þeim tilvikum, sem sjóðfélagi lætur ekki eftir sig maka, en einstæð móðir hans eða ógift systir hans eða annar ógiftur aðili hefur sannanlega annazt heimili hans um árabil fyrir andlát hans, þó eigi skemur en í fimm ár, er stjórn sjóðsins heimilt að greiða hlutaðeigandi makalífeyri svo sem um ekkju eða ekkil væri að ræða. Þetta er fyrst og fremst sanngirnismál sem fallizt hefur verið á. Á sama hátt er sjóðsstjórn heimilt að greiða sambýlismanni eða sambýliskonu lífeyri, ef sjóðfélagi lætur eftir sig barn innan 18 ára aldurs, sem hann hefur átt með hinum eftirlifandi. Einnig er sjóðsstjórn heimilað að greiða sambýliskonu eða sambýlismanni lífeyri í 24 mánuði, þótt ekki sé fullnægt skilyrðum um sambúðartíma, eða ef sambúðaraðili er 50% öryrki eða meira. Slík heimildarákvæði eru nú orðin allalgeng, t.d. í lögum um Lífeyrissjóð sjómanna, og gert er ráð fyrir sams konar ákvæði í frv. um söfnunarsjóð lífeyrisréttinda. Í 4. mgr. 12. gr. laga um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda nr. 95/1980 hafi verið samhljóða ákvæði, en í greinargerð, sem fylgt hafi frumvarpinu, segi um ákvæðið eftirfarandi: Flest annarra ákvæða 10., 11., 12. og 13. gr. er snerta ellilífeyri, örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri eru í frumvarpi þessu samhljóða þeim ákvæðum, er lífeyrissjóðir innan SAL hafa í reglugerðum sínum: (Alþt. 1980-1981, A-deild, bls. 820.) Með lögum nr. 15/1980, sem hafi verið breytingarlög við lög nr. 49/1974 um Lífeyrissjóð sjómanna, hafi samhljóða ákvæði verið samþykkt. Lögskýringargögn, sem fylgi þeim lögum, gefi ekki mikla vísbendingu, en þó sé haft eftir flutningsmanni, (Alþt. B-deild, bls. 671): .....varðandi rétt eftirlifandi maka sjóðfélaga. Í gildandi lögum um Lífeyrissjóð sjómanna eru miklu þrengri ákvæði en gilda í öðrum lögum og reglugerðum sambærilegra sjóða. Vitna ég þar bæði til reglugerðar fyrir Lífeyrissjóð Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar svo og samræmdrar reglugerðar Sambands almennra lífeyrissjóða, en í báðum þessum tilnefndu reglum segir svo orðrétt: (síðan sé ákvæðið tiltekið orðrétt) Af ofangreindum lögskýringargögnum sjáist, að aðdragandi umrædds ákvæðis, sem nú sé í 7. mgr. 27. gr. laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997, eigi rætur að rekja til samþykkta almennra lífeyrissjóða (SAL-sjóða). Til þess að grafast frekar fyrir um tilgang ákvæðisins hafi verið óskað eftir upplýsingum frá Guðjóni Hansen tryggingafræðingi um tilurð ákvæðisins, en hann hafi verið einn af þeim, sem sömdu hina samræmdu reglugerð, SAL. Guðjón hafi tekið saman greinargerð um aðdraganda ákvæðisins, dags. 15. nóvember 2004, sbr. dskj. nr. 50. Eftir því sem næst verði komizt um tilgang umrædds ákvæðis, hafi því verið ætlað að veita lífeyrissjóðum heimild til að greiða lífeyri til sambúðaraðila, þar sem jafna megi sambúð til hjúskapar og þá sérstaklega í þeim tilvikum, sem annar aðili hafi verið heimavinnandi til margra ára og af þeim sökum ekki átt þess kost að ávinna sér sjálfstæð lífeyrisréttindi. Áður hafi aðeins verið ákvæði um greiðslur til maka í hjúskap. Ljóst sé, að ákvæðið sé rýmra, en þar sé heimilt að úrskurða sambúðarlífeyri til þeirra, sem annazt hafi heimili sjóðfélaga um árabil fyrir andlát. Af orðalagi ákvæðisins sjáist, að því hafi fyrst og fremst verið ætlað að veita heimild til að úrskurða lífeyri til eftirlifandi, sem verið hafi heimavinnandi. Í ákvæðinu sé sérstaklega tilgreint “einstæð móðir hans eða ógift systir hans”. Ekki sé tilgreint sérstaklega barn sjóðfélaga, dóttir eða sonur, þrátt fyrir að afar algengt sé, að börn taki aldraða eða sjúka foreldra inn á heimili sitt og annist þá, oft til margra ára. Af þessu megi leiða að líkum, að ákvæðinu hafi að jafnaði ekki verið ætlað að veita eftirlifandi börnum sjóðfélaga rétt til sambúðarlífeyris eftir foreldri sitt. Hefði slíku verið til að dreifa, lægi fyrir, að ákvæðið veitti börnum iðulega rétt, og þar með hefðu lög nr. 98/1980 aukið verulega á þær lífeyrisskuldbindingar, sem á stefnda hvíli sem lífeyrissjóði. Í lögskýringargögnum sé hins vegar ekki minnzt á auknar lífeyrisskuldbindingar, sem af ákvæðinu leiði. Þar sem ganga megi út frá því sem vísu, að allnokkur aldursmunur sé milli barna og foreldra, félli veruleg lífeyrisskuldbinding á stefnda við hvern lífeyrisúrskurð, þar sem barn fengi úrskurðaðan ævilangan sambúðarlífeyri eftir foreldri sitt. Til að varpa ljósi á þær lífeyrisskuldbindingar, sem búi að baki ævilöngum lífeyrisúrskurði til ungra rétthafa, svo sem yrði í þessu máli, ef orðið yrði við kröfu stefnanda, hafi verið óskað eftir útreikningi frá Vigfúsi Ásgeirssyni, tryggingastærðfræðingi sjóðsins, sbr. dskj. nr. 23. Samkvæmt útreikningi hans sé lífeyrisskuldbinding að baki makalífeyrisréttindum föður stefnanda, miðað við að stefnandi tæki allan þann rétt, og að greiðslur hæfust 1. nóvember 2004, að fjárhæð 64 milljónir og 690 þúsund, þ.e. ef hann hefði ekki átt maka á lífi við andlát. Hins vegar séu þau 20% réttindi, sem krafa stefnanda feli í sér upp á aukna lífeyrisskuldbindingu á stefnda að fjárhæð 25 milljónir og 920 þúsund. Ef miðað væri við greiðslu frá 1. nóvember 1995, væri heildarskuldbinding að baki makalífeyri föður stefnanda að fjárhæð 86 milljónir og 847 þúsund, ef stefnandi tæki allan þann rétt. Ef ætlun löggjafans hefði verið að setja inn í lög um stefnda ákvæði, sem fæli í sér svo umfangsmikla aukningu á lífeyrisskuldbindingum, mætti ætla, að slíkt hefði komið til sérstakrar athugunar við setningu ákvæðisins. Sé ekkert í lögskýringargögnum með lögum nr. 98/1980, lögskýringargögnum með lögun nr. 95/1980 um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda eða í lögskýringargögnum með lögun nr. 15/1980 um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð sjóðmanna, sem bendi til þess, að verulega aukin lífeyrisskuldbinding hafi komið til tals við lögfestingu umræddra ákvæða. Stefndi hafi, allt frá því að heimildin kom inn í lög sjóðsins, farið varlega í að beita ákvæðinu, þ.e. þegar ekki sé um að ræða hefðbundna sambúð karls og konu. Í þeim tilvikum, sem um annars konar sambúð sé að ræða, hafi fyrst og fremst verið litið til tekna, sem og þess hvort hinn eftirlifandi hafi í raun annazt heimili fyrir sjóðfélaga og af þeim sökum ekki átt þess kost eða haft takmarkaða möguleika á að ávinna sér sjálfstæð lífeyrisréttindi. Í stefnu komi fram áskorun til stefnda um að leggja fram upplýsingar um umsóknir, þar sem reynt hafi á 7. mgr. 27. gr. laga nr. 1/1997. Frá því að ákvæðið kom inn í lög stefnda með lögum nr. 10/1980, hafi 55 mál komið til afgreiðslu stjórnar stefnda, og sé þar meðtalið mál stefnanda. 44 mál hafi verið hefðbundin sambúð karls og konu. 38 þeirra hafi verið samþykkt, þar af 2 aðeins greiddur lífeyrir í 24 mánuði. 6 málum hafi verið synjað, þar af séu 2 mál, sem synjað hafi verið á grundvelli þess, að sjóðfélagi hafi verið giftur áður og átt maka á lífi, þ.e. fyrir lagabreytinguna, sem varð með lögum nr. 141/1996. Tveimur málum hafi verið synjað, þar sem ekki hafi verið um að ræða sameiginlegt lögheimili og vafi hafi þótt leika á því, að um sambúð hefði verið að ræða. Fimm beiðnir hafi borizt vegna systkina, en þeim hafi öllum verið synjað. Í einu máli hafi verið tilgreind ástæða synjunar, að umsækjandi hafi ekki verið háður framfærslu sjóðfélaga. Í einu máli sé tilgreint, að hinn eftirlifandi hafi verið aðalfyrirvinna heimilisins. Í einu máli sjáist af gögnum, að tekjur systkina hafi verið bornar saman og komið fram, að hið eftirlifandi systkini hafi verið með lægri tekjur, en þó með tekjur umfram lágmarkslaun ríkisstarfsmanna. Í tveimur málum séu ekki tilgreindar ástæður í bókun. Sex beiðnir varði son eða dóttur sjóðfélaga. Fimm þeirra hafi verið synjað, þar með talið beiðni stefnanda. Tvö af þessum málum hafi komið til umfjöllunar hjá umboðsmanni Alþingis, (mál nr. 2411/1998, auk máls stefnanda). Í einu málinu hafi verið tilgreind ástæða synjunar, að ekki hafi verið um að ræða sameiginlegt heimili. Í öðru máli, þar sem dóttir sæki um lífeyri eftir móður, hafi verið synjað, þar sem báðar hafi unnið utan heimilis og verið með sambærilegar tekjur. Sú umsókn, sem tekin hafi verið til greina, hafi verið frá tengdadóttur, sem hafi orðið ekkja ung og þá með ung börn á framfæri, og tengdaföður, sem orðinn hafi verið ekkjumaður, búandi á heimilinu. Umsækjandi hafi annazt heimili fyrir tengdaföður sinn í tæpa þrjá áratugi, en við andlát sjóðfélaga hafi umsækjandi sjálf verið nærri ellilífeyrisaldri. Í því máli, sem hér sé til úrlausnar, sé ekkert, sem bendir til þess, að stefnandi hafi ekki átt þess kost að vinna utan heimilis og því ekki getað áunnið sér sjálfstæð réttindi til lífeyris. Við afgreiðslu á málinu fyrir stjórn stefnda, hafi legið fyrir tekjur stefnanda og föður, en af þeim gögnum sé ljóst, að stefnandi hafi aflað sér tekna með vinnu utan heimilis í a.m.k. tvö ár fyrir andlát föður, sbr. dskj. nr. 36. Ekkert bendi til annars en að stefnandi hafi átt þess kost að ávinna sér sjálfstæð réttindi og það, að stefnandi hafi annast föður, hafi ekki verið þess valdandi, að stefnandi hafi ekki unnið utan heimilis. Jafnframt liggi fyrir, að á umræddu tímabili hafi stefnandi stundað nám, sbr. dskj. nr. 47. Á því tímabili kunni að hafa skapazt réttur til töku námslána. Nám verði að teljast vinna utan heimilis, þótt ólaunuð vinna sé. Við mat á heimildarákvæðinu í 7. mgr. 27. gr. sé auk alls framangreinds litið til þess, hvort sú staðreynd, að umsækjandi hafi annazt heimili sjóðfélaga, hafi takmarkað möguleika umsækjanda til fjárhagslegs sjálfstæðis. Í því máli, sem hér sé til úrlausnar, liggi fyrir, að stefnandi hafi enn verið ung, eða 35 ára gömul, þegar faðir hennar féll frá og því ekki því fyrir að fara, að umönnun stefnanda á föður hafi átt að geta orðið þess valdandi, að hún yrði háð framfærslu hans ævilangt. Lögð sé áherzla á, að umrætt ákvæði sé heimildarákvæði, sem beita beri með varfærni í þeim tilvikum, sem ekki sé um að ræða hefðbundna sambúð karls og konu, en stefndi hafi reynt að beita því með þeim hætti, sbr. það, sem að framan sé rakið. Ljóst megi vera, að það hafi ekki verið almenn ætlun við setningu ákvæðisins að greiða lífeyri til barna eða annarra niðja, sem annist aldraða eða sjúka foreldra, afa eða ömmur. Ef slíkt hefði verið ætlun löggjafans við setningu ákvæðisins, yrði að gera kröfu um, að slíkt kæmi fram í ákvæðinu með “pósitífum” hætti, þar sem tiltekið hefði verið, að barn eða annar niðji, sem annazt hefði heimili sjóðfélaga um árabil fyrir andlát, þó eigi skemur en fimm ár, ætti slíkan rétt. Mun algengara sé, að börn annist heimili fyrir aldraða foreldra, en að heimilishald sé unnið af þeim, sem þó séu tilteknir sérstaklega í ákvæðinu, þ.e. “einstæð móðir” og “ógift systir”. Hér beri því að beita gagnályktun frá ákvæðinu og álykta, að þar sem börn séu ekki tiltekin í ákvæðinu sérstaklega, eigi þau að jafnaði ekki rétt til lífeyris samkvæmt ákvæðinu. Slíkt sé þó ekki útilokað, enda hvert mál metið sérstaklega. Í stefnu sé því haldið fram, að stefndi hafi beitt “ólögmætri meðferð opinbers valds.” Þessu sé mómælt að hálfu stefnda, sérstaklega þar sem stefndi hafi ekki með höndum opinbert vald, og þegar stefndi úrskurði lífeyri til sjóðfélaga, sé það ekki stjórnvaldsathöfn, sem feli í sér beitingu opinbers valds. Stefndi mótmæli jafnframt eftirfarandi staðhæfingu stefnanda, sem fram komi ofarlega á bls. 4 í stefnu: “Óumdeilt og ómótmælt er sú niðurstaða umboðsmanns Alþingis í framangreindu áliti sínu nr. 2517/1998, að stjórn stefnda er bundin af fyrirmælum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og almennum reglum stjórnsýsluréttar þegar hún tekur ákvarðanir um rétt eða skyldu sjóðfélaga til greiðslu lífeyris eða um rétt annarra er leiða rétt sinn til lífeyris af áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga.” Stefndi sé þeirrar skoðunar, að hann sé ekki hluti af stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, og hafi hann ekki fallizt á þá skoðun umboðsmanns Alþingis, að starfsemi stefnda falli undir valdsvið umboðsmanns, eins og það sé skilgreint í lögum um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997. Þeirri túlkun umboðsmanns Alþingis hafi ætíð verið mótmælt. Nú síðast í tilefni af lögfestingu laga um umboðsmann Alþingis nr. 85/1987 hafi stefndi lýst skriflega yfir efasemdum sínum um, að valdsvið umboðsmanns Alþingis næði yfir stefnda við úrskurð lífeyris, m.a. með bréfi til umboðsmanns Alþingis, dags. 16. marz 1998, sbr. dskj. nr. 52. Stefndi mótmæli því, að stjórnsýslulög nr. 37/1993 taki til stefnda, sbr. I. kafla laganna, þar sem gildissvið laganna sé sérstaklega tiltekið. Um stefnda gildi hins vegar almennar málsmeðferðarreglur, eins og þær hafi þróazt, fyrst og fremst með venjum á viðkomandi sviði. Þrátt fyrir það að stefndi starfi samkvæmt ákvæðum settra laga, sé starfsemi hans ekki frábrugðin starfsemi annarra lífeyrissjóða, er starfi eftir lögum eða reglugerðum, sem fjármálaráðherra hafi staðfest lögum samkvæmt, sbr. lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrissjóða og starfsemi lífeyrissjóða. Samkvæmt öllu framangreindu ætti að liggja ljóst fyrir, að synjun stefnda á umsókn um ævilangan lífeyri til stefnanda eftir föður sinn hafi verið lögmæt, og að baki þeirri ákvörðun hafi legið lögmæt og málefnaleg sjónarmið. Með vísan til þess og alls framangreinds beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Forsendur og niðurstaða Stefndi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Herþrúðar Ólafsdóttir. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, kr. 600.000, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 87/1999
|
Skuldabréf Ábyrgð
|
J ritaði nafn sitt sem ábyrgðarmaður á skuldabréf. Bréfið var selt bankanum Í. Greiðslufall varð hjá L, aðalskuldara bréfsins, og neyddist J til að leysa það til sín eftir að fjárnám hafði verið gert hjá honum vegna kröfunnar. J stefndi Í til endurgreiðslu bréfsins eftir að hafa fengið það í hendur, meðal annars á þeirri fosendu að sjálfskuldarábyrgð hans hefði ekki verið gild þar sem hún var ekki rituð á bréfið sjálft, heldur á málningu sem sett hafði verið á skuldabréfið, yfir nafn sem áður hafði verið ritað á það. Þá taldi J að Í hefði með ólögmætum hætti notfært sér ranghugmyndir hans um gjaldfærni L og annarra ábyrgðarmanna bréfsins.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 23. desember 1998. Málið var fellt niður 16. febrúar 1999, en hann áfrýjaði á ný 2. mars sama árs. Hann krefst þess að ábyrgðaryfirlýsing hans á skuldabréfi úgefnu í júlí 1989 af Lögmanns- og fasteignastofu Reykjavíkur hf. til Inger Steinsson, að nafnvirði 1.400.000 krónur, verði ógilt með dómi og að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 2.885.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 26. febrúar 1992 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur. Rétt er að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. september 1998. Mál þetta, sem dómtekið var 18. þessa mánaðar, er höfðað með stefnu, þingfestri 27. janúar 1998. Stefnandi er Jón Ingi Baldursson, kt. 130643-3619, Brautarási 1, Reykjavík. Stefndi er Íslandsbanki hf., kt. 421289-5069, Kirkjusandi, Reykjavík. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur: 1. Að ábyrgðaryfirlýsing hans á skuldabréfi, útgefnu í júlí 1989 af Lögmanns- og fasteignastofu Reykjavíkur til Inger Steinsson, til tveggja ára, að nafnvirði 1.400.000 krónur, til greiðslu með 4 afborgunum, á 6 mánaða fresti, fyrst þann 12. janúar 1990, verði ógilt með dómi. 2. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 2.885.000 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 26. febrúar 1992 til greiðsludags. 3. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins, auk álags, er nemur virðisaukaskatti af málflutningsþóknun. Af hálfu stefnda var í upphafi aðallega krafist frávísunar málsins, en þeirri kröfu var hafnað með úrskurði 28. apríl síðastliðinn. I. Málavextir. Í júlímánuði árið 1989 ritaði stefnandi sem sjálfskuldarábyrgðarmaður á skuldabréf, útgefið í sama mánuði af Lögmanns- og fasteignastofu Reykjavíkur hf. til Inger Steinsson, kt. 080448-7919, Esjugrund 29, Kjalarnesi. Skuldabréfið var að fjárhæð 1.400.000 krónur og skyldi greiðast á tveimur árum með fjórum afborgunum, í fyrsta sinn 12. janúar 1990. Ritaði stefnandi nafn sitt á bréfið sem sjálfskuldarábyrgðarmaður að beiðni Ólafs Arnar Péturssonar, kt. 070748-2239, er þá var einn eigenda útgefanda bréfsins. Á skuldabréfið rituðu einnig nöfn sín sem sjálfskuldarábyrgðarmenn foreldrar Ólafs Arnar, Alda Jensdóttir og Pétur Andrésson, og þá er ofangreind Inger Steinsson eiginkona Ólafs Arnar. Málað hafði verið ofan í þann reit, sem stefnandi ritaði á bréfið. Eftir að málningin hafði flagnað að miklu leyti af, kom í ljós nafnið Friðgerður Friðriksdóttir, sem á þeim tíma var starfsmaður áðurnefnds hlutafélags. Þann 19. júlí 1989 framseldi Inger Steinsson bréfið til Verslunarbanka Íslands hf., en stefndi yfirtók öll réttindi og skyldur þess lögaðila á árinu 1990. Skuldabréfið fór í vanskil og með áskorunarstefnu á hendur útgefanda og sjálfskuldarábyrgðarmönnum, útgefinni 22. júní 1990, var því stefnt til greiðslu af hálfu stefnda í máli þessu, sem þá hafði yfirtekið réttindi og skyldur Verslunarbanka Íslands hf. Ekki var mætt af hálfu þessara stefndu við þingfestingu málsins og var stefnan árituð um aðfararhæfi 30. október sama ár. Í árslok 1991 var gert fjárnám í fasteign stefnda. Fór svo, að stefndi leysti bréfið til sín 26. febrúar 1992 með greiðslu að fjárhæð 2.485.000 krónur og fékk kröfur samkvæmt því framseldar til sín næsta dag. Hins vegar fékk stefnandi ekki bréfið í hendur, fyrr en í febrúar 1997. II. Málsástæður og lagarök stefnanda. Helstu málsástæður stefnanda eru þessar: A. Að ekki hafi verið um gilda sjálfskuldarábyrgð að ræða, þar sem stefnandi hafi ekki áritað skuldabréfið sjálft, heldur málningu, sem sett hafði verið á skuldabréfið yfir nafn tilgreindrar konu, er tekið hafi sjálfskuldarábyrgð á greiðslu þeirrar fjárhæðar, sem skuldabréfið ber með sér, en þetta hafi ekki komið í ljós, fyrr en löngu síðar. B. Að starfsmenn stefnda hafi, miðað við þekkingu þeirra og reynslu af viðskiptabréfum, auðveldlega mátt sjá ofangreinda annmarka bréfsins með athugun á því sjálfu, þ.e. að áritun konunnar hafði verið máð af bréfinu með málningu og áritun stefnanda sett á málninguna. Þá hafi það verið forsenda fyrir sjálfskuldarábyrgð stefnanda, að fjórði aðilinn, tengdafaðir Ólafs Arnar, Björn Thors, ábyrgðist skuldina. C. Að Verslunarbanki Íslands hf. hafi haft fulla vitneskju um bágan fjárhag útgefanda bréfsins, Lögmanns- og fasteignastofu Reykjavíkur hf., í júlí 1989 og einnig, að samábyrgðarmenn stefnanda, Pétur Andrésson og Alda Jensdóttir, voru ekki eignafólk. Hafi stefnandi ekki verið upplýstur um þetta og því ljóst, að lánveitandinn, Verslunarbanki Íslands hf., hafi hagnýtt sér villu stefnanda um, að Lögmanns- og fasteignastofa Reykjavíkur hf. stæði vel fjárhagslega og að samábyrgðarmenn stefnanda væru eignafólk. D. Að óheiðarlegt hafi verið af Verslunarbanka Íslands hf. í fyrsta lagi að lána út á skuldabréfið, þar sem útgefandi þess hafi í fyrsta lagi ekki verið lánshæfur og í öðru lagi, að ljóst hafi verið, miðað við fjárhagslega getu annarra ábyrgðaraðila bréfsins, að greiðsla skuldabréfsins myndi lenda á stefnanda. Þá byggir stefnandi jafnframt á, að óheiðarlegt hafi verið af stefnda að bera fyrir sig skuldabréfið með hliðsjón af ofangreindum atvikum öllum. Ennfremur, að það hafi bæði verið óheiðarlegt og ósanngjarnt af stefnda að vilja ekki framselja stefnanda skuldabréfið og dóminn strax og stefnandi hafði innleyst bréfið í febrúar 1992, en öðruvísi hafi stefnandi ekki geta gætt réttar síns meðlögformlegum hætti E. Að stefnandi hafi af þeim ástæðum, sem raktar eru undir d. lið, orðið fyrir tjóni, sem nemi stefnufjárhæð málsins, og beri stefndi sönnunarbyrði fyrir hinu gagnstæða. F. Að stefnandi hafi ekki fengið skuldabréfið í raun innleyst, fyrr en það var afhent, en þá hafi grunsemdir hans um óheiðarleika stefnda og útgefanda þess fyrst vaknað. Stefnandi styður dómkröfur sínar við reglur kröfuréttarins um fölsuð viðskiptabréf. Óheimilt sé að breyta efni skuldabréfs/viðskiptabréfs með því að mála yfir hluta af efni þess. Þá styður stefnandi dómkröfur sínar einnig við reglur kröfuréttarins um ábyrgðarloforð, upplýsingaskyldu kröfuhafa til ábyrgðarmanns og forsendur ábyrgðarmanns. Þá vísar stefnandi til reglna um réttarstöðu ábyrgðarmanns, þegar kröfuhafi er bankastofnun, en stefnandi sé neytandi í skilningi laga nr. 14/1995. Ennfremur vísar stefnandi til 2. ml. 4. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/1905 og grunnraka 7. gr. sömu laga. Að lokum byggir stefnandi málsókn sína á ákvæðum samningalaga, svo sem 33. og 36. gr. Varðandi fjárkröfu sína vísar stefnandi sjálfstætt til sakarreglunnar og reglna skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð. III. Málsástæður og lagarök stefnda. Af hálfu stefnda er á því byggt, að um fullgilda kröfuréttarlega ábyrgð stefnanda hafi verið að ræða með áritun hans sem sjálfskuldarábyrgðarmanns á umrætt skuldabréf. Bréfið hafi ekki verið gefið út til stefnda, heldur til þriðja aðila, sem síðan hafi framselt það til stefnda. Um sé að ræða viðskiptabréf, og eigi því viðskiptabréfareglur við í máli þessu, þar á meðal reglur um traustfang. Njóti stefndi því stöðu grandlauss framsalshafa gagnvart stefnanda á grundvelli þeirra reglna. Í öðru lagi byggir stefndi á því, að fram komi í stefnu, að stefnanda hafi verið ljóst, er hann ritað á bréfið, hvers konar skuldbindingu hann hafi tekist á hendur með undirritun sinni, þ.e. sjálfskuldarábyrgð á greiðslu kröfu samkvæmt bréfinu. Þá byggir stefndi jafnframt á því, að þegar stefnandi undirritaði bréfið á árinu 1989, hafi það borið, eins og fram komi í stefnu, alla þá annmarka, sem stefnandi telji nú, að varði ógildi ábyrgðaryfirlýsingar hans. Stefnandi viðurkenni að hafa ritað nafn sitt eigin hendi á bréfið yfir þá málningu, sem huldi nafn Friðgerðar Friðriksdóttur. Hafi stefnandi því ekki orðið fyrir tjóni, sem stefndi beri ábyrgð á, og sé því öllum fullyrðingum stefnanda um saknæma háttsemi stefnda harðlega mótmælt. Þá sé og mótmælt öllum málsástæðum stefnanda varðandi fölsun á efni bréfsins og gildi sjálfskuldarábyrgðaryfirlýsingar hans sem röngum, órökstuddum og ósönnuðum. Ennfremur mótmælir stefndi málsástæðum stefnanda varðandi það, að það hafi verið forsenda hans fyrir sjálfskuldarábyrgð, að fjórði maðurinn tækist einnig á hendur þá ábyrgð á greiðslu bréfsins, og að réttarreglur um innbyrðis réttasamband ábyrgðaraðila á viðskiptabréfi leiði til þess, að um ógilt ábyrgðarloforð hafi verið að ræða. Þessar málsástæður eigi ekki við, þar sem stefndi hafi stöðu grandlauss framsalshafa í máli þessu.Jafnframt er mótmælt sem rangri, órökstuddri og ósannaðri þeirri þeirri málsástæðu stefnanda, að óheiðarlegt hafi verið fyrir stefnda að bera fyrir sig umrætt skuldabréf. Stefndi mótmælir fullyrðingum stefnanda um, að stefnda hafi verið skylt að framselja stefnanda hið umdeilda skuldabréf, þegar hann greiddi kröfuna í febrúar 1992, svo að stefnandi hefði tök á að gæta réttar síns og höfða endurkröfumál á hendur aðalskuldara og meðábyrgðarmönnum sínum, eða að stefnda hafi verið skylt að framselja stefnanda dóminn. Stefnanda hafi verið afhentar kvittanir og fullnægjandi gögn, til þess að sanna rétt sinn til endurkröfu, er hann hafði gert upp kröfur samkvæmt skuldabréfinu. Hafi stefnandi ekki sýnt fram á, að hann hafi orðið fyrir neinu tjóni, sem stefndi beri ábyrgð á. Að lokum mótmælir stefndi sérstaklega tilvísun stefnanda til laga nr. 14/1995 um neytendalán, en þau hafi ekki tekið gildi, er umrædd lögskipti áttu sér stað. Þá sé tilvísun stefnanda til 2. ml. 4. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/1905 óskiljanleg. IV. Niðurstaða. Svo sem áður greinir, var skuldabréf það, sem mál þetta tekur til, gefið út af Lögmanns- og fasteignastofu Reykjavíkur hf. í júlí árið 1989. Kröfuhafi samkvæmt bréfinu var Inger Steinsson, eiginkona eins eigenda útgefanda, Ólafs Arnar Péturssonar, en sjálfskuldarábyrgðarmenn, auk stefnanda, voru foreldrar Ólafs Arnar, Alda Jensdóttir og Pétur Andrésson. Er upplýst í málinu, að Ólafur Örn aflaði sjálfskuldarábyrgðarmanna á bréfið og að stefnandi gerðist einn þeirra vegna vinskapar síns við hinn fyrrnefnda. Bréfið var síðan framselt til Verslunarbanka Íslands hf. af eiganda þess. Verður ráðið af vætti Grétars Bergmanns og Ólafs Arnar, sem voru eigendur umrædds hlutafélags, að andvirði bréfsins hafi runnið til Grétars, að meginstofni til sem greiðsla fyrir hlut hans í félaginu. Af þeim gögnum, sem fyrir dóminn hafa verið lögð, er ósannað af hálfu stefnanda, að Verslunarbanki Íslands hf. vitað eða mátt vita, er hann keypti umrætt skuldabréf, að útgefandi bréfsins og sjálfskuldarábyrgðarmenn, aðrir en stefnandi, væru ekki færir um að standa í skilum með afborganir af því. Verður því ekki við annað miðað, en að bankinn hafi verið í stöðu grandlauss framsalshafa, er hann keypti umrætt viðskiptabréf greint sinn af Inger Steinsson. Samkvæmt því er ósannað af hálfu stefnanda, að atvikum máls þessa sé þannig háttað, að ógildingarreglur 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936, sbr. lög nr. 11/1986, geti hér átt við. Þá eiga lög nr. 14/1995 um breytingu á lögum nr. 7/1936, heldur ekki við um viðskipti þessi, bæði vegna þess, að þau tóku ekki gildi, fyrr en tæplega 6 árum eftir umræddan löggerning og af þeirri ástæðu, að viðsemjandi bankans greint sinn var ekki stefnandi málsins, heldur fyrrnefndur eigandi skuldabréfsins. Er stefnandi ritaði eigin hendi á skuldabréfið sem sjálfskuldarábyrgðarmaður gat honum ekki dulist, að málað hafði verið yfir reit þann á bréfinu, þar sem hann ritaði nafn sitt og þar með, að hann ritaði nafn sitt ofan á þá málningu. Eftir að svo hafði verið gert, var efni bréfsins að engu leyti breytt. Verður því ekki fallist á það með stefnanda, að bréfið hafi verið falsað. Við þetta er því við að bæta, að stefnandi gerði enga athugasemd við ábyrgðarskuldbindingu sína, er áðurnefnt áskorunarmál var höfðað á hendur honum og öðrum skuldurum bréfsins á árinu 1990 og heldur ekki, er hann gerði skuldina upp við stefnda árið 1992. Samkvæmt því mátti stefnanda vera fyllilega ljós sú ábyrgð hann tókst á hendur með nafnritun sinni á bréfið. Þá er sú málsástæða stefnanda, að það hafi verið forsenda fyrir sjálfskuldarábyrgð hans, að fjórði maður kæmi þar einnig til, stefnda óviðkomandi. Af hálfu stefnanda var á árinu 1992 reynt að innheimta skuld þá, er hann leysti til sín greint sinn, hjá Lögmanns- og fasteignastofu Reykjavíkur hf., en án árangurs. Var bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði, uppkveðnum 12. október 1992 og skiptum lokið 5. apríl á næsta ári, án þess að eignir fyndust í því. Þá liggur fyrir í málinu, að bú Öldu Jensdóttur var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 15. febrúar 1991. Var skiptum lokið í búinu 21. ágúst sama ár og reyndist það eignalaust. Samkvæmt gögnum málsins voru einnig gerðar árangurslausar tilraunir af hálfu stefnanda til að innheimta skuldina hjá Pétri Andréssyni fyrri hluta ársins 1992. Var bú hans tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 7. mars 1995. Urðu skiptalok 18. september 1997 á sama veg og í áðurnefndum búum. Af því, sem hér hefur verið rakið, verður að telja fullljóst, að meðskuldarar stefnanda á skuldabréfinu hafi ekki verið borgunarmenn fyrir skuldinni á þeim tíma, sem hann leysti hana til sín, og upp frá því, en þar að auki hefur stefnandi ekki sýnt fram á eða gert sennilegt, að honum hafi verið ófært að höfða endurkröfumál á hendur þeim á grundvelli þeirra gagna, sem hann fékk afhent af hálfu stefnda við uppgjör skuldarinnar. Eigi verður séð af málatilbúnaði stefnanda, að tilvísun hans til ákvæða fyrningarlaga nr. 14/1905 sé studd neinum lagarökum. Með vísan til framanskráðs ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu, en eftir atvikum er rétt, að málskostnaður milli aðila falli niður. Dóminn kveður upp Helgi I. Jónsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Íslandsbanki hf., er sýknaður af kröfum stefnanda, Jóns Inga Baldurssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 857/2016
|
Kærumál Málskostnaður
|
P ehf. og V hf. kærðu úrskurð héraðsdóms og kröfðust þess að málskostnaðurinn sem þeim var gert að greiða yrði lækkaður. Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að málið, sem rekið var sem skaðabótamál M á hendur P ehf. og V hf., hefði verið höfðað sem viðurkenningarmál og hefði engin gagnaöflun farið fram um fjártjón eða miska M fyrir málshöfðunina. Þá hefði M ekki lagt fram nein yfirlit um tíma eða reikninga vegna lögmannsþóknunar vegna starfa lögmannsins sem gætt hefði hagsmuna hennar á fyrri stigum. Loks lá fyrir að V hf. hafði greitt allan útlagðan kostnað M vegna matsins, þ.m.t. þóknun matsmanna. Með tilliti til framangreinds, umfangs málsins og þeirra gagna sem aflað hefði verið, svo og þess að málið hefði verið tekið fyrir alls 11 sinnum í héraði, var talið að lækka bæri málflutningsþóknunina úr 1.500.000 krónum í 1.000.000 krónur.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Helgi I. Jónssonog Viðar Már Matthíasson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 22. desember 2016, enkærumálsgögn bárust réttinum 4. janúar 2017. Kærður er úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur 8. desember 2016 þar sem sóknaraðilum var gert að greiða 1.500.000krónur í málskostnað. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að dæmdur málskostnaður íhéraði verði lækkaður. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.Varnaraðili lenti í umferðarslysi 19. febrúar 2010 er bifreið í eigusóknaraðilans Procar ehf. var ekið aftan á kyrrstæða bifreið við umferðarljós enhún var ökumaður bifreiðarinnar. Bifreiðin sem olli árekstrinum var vátryggðlögboðinni ábyrgðartryggingu hjá sóknaraðilanum Verði tryggingum hf.Varnaraðili taldi sig hafa orðið fyrir líkamstjóni við áreksturinn og leitaðilæknis daginn eftir slys. Hún leitaði síðar til lögmanns, sem mun hafa ritaðkröfubréf um skaðabætur til sóknaraðilans Varðar trygginga hf. er félagiðsvaraði með bréfi 21. október 2011, þar sem kröfunni var hafnað á þeirriforsendu að ólíklegt væri og ósannað að varnaraðili hefði orðið fyrirlíkamstjóni við áreksturinn. Varnaraðili skaut málinu til úrskurðarnefndar ívátryggingamálum, sem kvað upp úrskurð 20. nóvember 2012, þar sem talið var að varnaraðiliætti ekki rétt til bóta úr hendi sóknaraðila. Varnaraðili höfðaði mál á hendursóknaraðilum 17. desember 2014 og krafðist viðurkenningar á skaðabótaskylduþeirra vegna líkamstjónsins sem hún hafi hlotið í umferðarslysinu. Sóknaraðilarkröfðust frávísunar málsins vegna ætlaðrar vanreifunar þess og eftir að máliðhafði verið flutt um þann þátt var kveðinn upp úrskurður 8. júlí 2015, þar semfrávísunarkröfunni var hafnað. Sóknaraðilar kröfðust til vara sýknu. Varnaraðilióskaði dómkvaðningar matsmanna 25. ágúst 2015 og fór hún fram degi síðar.Matsgerð er dagsett 28. janúar 2016 og var niðurstaða matsmanna að varanlegurmiski varnaraðila vegna slyssins væri 8 stig og varanleg örorka 8%. Matsgerðinvar lögð fram í þinghaldi 9. mars 2016. Næst var haldið þing í málinu 7. aprílsama ár og þá bókað að málinu væri frestað ótiltekið. Í þinghaldi 29. nóvember2016 lýsti varnaraðili því yfir að búið væri að greiða kröfu hennar og útlagðankostnað. Óskaði hún eftir því að málið yrði fellt niður en krafðistmálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Þeir andmæltu ekki niðurfellingu málsins enmótmæltu fjárhæð málskostnaðarkröfu varnaraðila. Var sá ágreiningur tekinn tilúrskurðar og hafa sóknaraðilar skotið þeim úrskurði til Hæstaréttar tilendurskoðunar. Fyrir Hæstarétti er einungis deilt um þann málskostnað, sem sóknaraðilumvar gert að greiða með hinum kærða úrskurði. Í 1. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991 segir að til málskostnaðar teljist,auk tilgreinds útlagðs kostnaðar, kostnaður af flutningi máls og annarkostnaður sem stafar beinlínis af máli. Af gögnum málsins, meðal annarstjónskvittun sóknaraðilans Varðar trygginga hf. og málskostnaðaryfirlitumvarnaraðila, liggur fyrir að sóknaraðilar hafa greitt að fullu útlagðan kostnaðvarnaraðila vegna málsins, samtals 678.011 krónur. Er sá kostnaður ekki hlutiaf þeim málskostnaði sem ákveðinn var í hinum kærða úrskurði. Meðal gagna málsins eru tvö yfirlit lögmanns varnaraðila um þann tímasem hann kveðst hafa varið til gæslu hagsmuna umbjóðanda síns í málinu. Hiðfyrra nær til 7. apríl 2016 og eru þar tilgreindir 65,25 unnir tímar, en hiðsíðara til 29. nóvember sama ár og eru þar tilgreindir 93,75 unnir tímar.Við ákvörðun málskostnaðar verður að líta til þess að málið var höfðaðsem viðurkenningarmál og engin gagnaöflun hafði þá farið fram um fjártjón eðamiska varnaraðila, þótt aflað hefði verið læknisvottorða. Þá verður að líta tilþess að sóknaraðilar kröfðust frávísunar og var málið flutt um þá kröfu, aukþess sem varnaraðili óskaði með réttu eftir dómkvaðningu matsmanna og sinntigagnaöflun vegna þess. Varnaraðili naut í upphafi aðstoðar annars lögmanns enþess sem rak héraðsdómsmálið fyrir hana. Gætti sá lögmaður hagsmuna hennarfyrir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og sýnist hafa aflað ýmissa gagna umorsök slyssins og áverka varnaraðila. Ekki liggur fyrir að varnaraðili hafiorðið fyrir kostnaði vegna starfa þess lögmanns en ekkert yfirlit um unna tíma,reikningur vegna lögmannsþóknunar eða kvittun fyrir greiðslu hans hefur veriðlögð fram í tilefni þeirrar aðstoðar. Varnaraðili hefur því ekki sannað að húnhafi orðið fyrir tjóni vegna starfa þess lögmanns sem hún geti krafiðsóknaraðila um í formi málskostnaðar. Með tilliti til umfangs málsins og þeirragagna sem aflað hefur verið, framangreindra atriða og þess að alls var þingaðellefu sinnum í málinu er málskostnaður varnaraðila, að teknu tilliti tilvirðisaukaskatts, ákveðinn eins og í dómsorði greinir. Rétt er að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð:Sóknaraðilar, Procar ehf. og Vörðurtryggingar hf., greiði varnaraðila, Marínu Elíasdóttur, 1.000.000 krónur ímálskostnað sem renni í ríkissjóð.Kærumálskostnaður fellur niður.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8.desember 2016.Mál þetta, er höfðaðfyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, af Marínu Elíasdóttur, kt. 090760-4599,Hjallavegi 1, 104 Reykjavík, með stefnu birtri 17. desember 2014 á hendurProcar ehf., kt. 670709-1830, Skúlagötu 13, 101 Reykjavík, og Verði tryggingumhf., kt. 441099-3399, Borgartúni 25, 105 Reykjavík.Dómkröfur stefnanda eruþær að viðurkennt verði með dómi skaðabótaskylda stefndu vegna líkamstjóns semstefnandi varð fyrir í umferðarslysi þann 19. febrúar 2010, þegar bifreiðinniKJ-975 var ekið aftan á bifreið stefnanda, TJ-263. Við fyrirtöku málsinsþann 29. nóvember sl. óskaði lögmaður stefndu formlega eftir því að málið yrðifellt niður en sú afstaða hafði komið fram 7. apríl sl.Lögmaður stefnandakrafðist þess að stefndu yrði, in solidum gert að greiða stefnanda málskostnaðeins og málið væri eigi gjafsóknarmál auk virðisaukaskatts á málskostnað þarsem stefnandi væri ekki virðisaukaskattskyldur aðili. Þá krafðist lögmaðurstefnanda þess að stefndu yrði einnig gert að greiða lögmannsþóknun BryndísarGuðmundsdóttur hdl. vegna vinnu hennar við þetta mál á fyrri stigum, og að dómurinnmæti þá fjárhæð að ályktum.Stefndu mótmæltuframkomnum málskostnaðarkröfum sem allt of háum. Fór fram munnlegurmálflutningur um þann þátt málsins þann 29. nóvember sl.Með vísan til c. liðar 1.mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 105. gr., laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála, er mál þetta fellt niður. Stefnanda var veittgjafsóknarleyfi frá innanríkisráðuneytinu þann 5. febrúar 2014, sem takmarkaðer við rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Upplýst er að útlagður kostnaður hafiverið greiddur að fullu. Eftir niðurstöðu málsinsog með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga, nr. 91/1991, um meðferð einkamála,verður stefndu gert að greiða óskipt 1.500.000 krónur í málskostnað sem renni íríkissjóð. Ekki þykja efni til að ákvarða málskostnað með hliðsjón af c. lið131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gjafsóknarkostnaðurstefnanda, greiðist úr ríkissjóði, sem er þóknun lögmanns stefnanda, BjarnaHólmars Einarssonar hdl, sem telst hæfilega ákveðin 1.300.000 og þóknunBryndísar Guðmundsdóttur hdl. vegna vinnu hennar á fyrri stigum málsins, semtelst hæfilega ákveðin 200.000 krónur, allt að meðtöldum virðisaukaskatti.Úrskurð þennan kveður uppBogi Hjálmtýsson héraðsdómari.Ú r s k u r ð a r o r ð:Mál þetta er fellt niður. Stefndu, Vörður tryggingar hf. og Procar ehf., greiði samtals 1.500.000krónur í málskostnað sem renni í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, Marínar Elíasdóttur greiðist úrríkissjóði, sem er þóknun lögmanns hennar, Bjarna Hólmars Einarssonar hdl, 1.300.000krónur og þóknun Bryndísar Guðmundsdóttur hdl, 200.000 krónur.
|
Mál nr. 273/2014
|
Börn Faðerni Frávísun frá Hæstarétti
|
Máli A gegn M var vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjunarstefna hafði ekki verið birt í samræmi við ákvæði 83. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 22. apríl 2014. Hún krefst þess að viðurkennt verði að stefndi sé faðir sinn og að honum verði gert að greiða einfalt meðlag með sér frá fæðingardegi til fullnaðs 18 ára aldurs. Þá krefst hún þess að þóknun lögmanns hennar vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Hæstarétti verði greidd úr ríkissjóði. Stefndi hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eftir ákvörðun Hæstaréttar var málið skriflega flutt fyrir réttinum. Svo sem fram kemur í héraðsdómi var mál þetta höfðað með stefnu sem birt var í Lögbirtingablaði [...] 2012 og það þingfest 22. nóvember sama ár. Stefndi sótti hvorki þing við þingfestingu málsins né er þinghald var háð 12. mars 2013, en málið var þá tekið til úrskurðar. Með úrskurði héraðsdóms 27. sama mánaðar var málinu vísað frá héraðsdómi án kröfu á þeim grundvelli að ekki væri ljóst af stefnu hver stefndi væri og gengi það gegn a. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með dómi Hæstaréttar 23. apríl 2013 í máli nr. 251/2013 var frávísunarúrskurðurinn felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til frekari meðferðar. Næstu þinghöld í málinu fóru fram 11. júní og 8. júlí 2013 þar sem mætt var af hálfu áfrýjanda en ekki stefnda. Var þeim tilmælum beint til lögmanns áfrýjanda að afla sönnunargagna í málinu, meðal annars í þeim tilgangi að unnt yrði að hafa samband við stefnda. Á dómþingi 28. ágúst 2013 var af hálfu áfrýjanda lagt fram tölvubréf sem mun hafa verið frá stefnda til móður áfrýjanda ásamt þýðingu, en ekki var sótt þing af hálfu stefnda. Dómþing var á ný háð 5. september sama ár og sótti nafngreindur héraðsdómslögmaður þing fyrir stefnda sem skipaður málsvari hans, sbr. 13. gr. barnalaga nr. 76/2003. Í þinghaldinu lagði málsvarinn fram gögn yfir tilraunir sínar til að hafa uppi á stefnda og upplýsa hann um málið. Í þinghaldi 18. september 2013 gerði málsvarinn frekari grein fyrir tilraunum sínum í þá veru og mótmælti kröfum áfrýjanda. Að svo búnu var málið dómtekið. Hinn 27. september 2013 kvað héraðsdómur upp dóm í málinu þar sem kröfum áfrýjanda var hafnað. Með dómi Hæstaréttar 6. febrúar 2014 í máli nr. 655/2013 var héraðsdómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju á þeim grundvelli að ekki hefðu verið skilyrði til að fara með málið samkvæmt 1. og 2. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála auk þess sem aðstoðarmann dómara, sem kvað upp dóminn, hafi brostið vald til að leysa efnislega úr málinu. Þinghald var á ný háð 13. mars 2014. Af hálfu stefnda sótti það nafngreindur héraðsdómslögmaður sem skipaður var málsvari hans samkvæmt 13. gr. barnalaga. Greindi málsvarinn frá ítrekuðum tilraunum sínum til að hafa samband við stefnda sem ekki hefðu borið árangur. Taldi málsvarinn ekki þörf á að leggja fram greinargerð í málinu, en mótmælti kröfum áfrýjanda og byggði á því að ekki væri komin fram „lögfull sönnun fyrir faðerni“ hennar. Aðalmeðferð fór fram 20. sama mánaðar og lagði málsvari stefnda þá fram gögn um frekari tilraunir sínar til að hafa uppi á honum auk þess sem tekin var skýrsla af móður áfrýjanda. Að svo búnu fór fram munnlegur málflutningur og var málið tekið til dóms. Í þinghaldi 24. sama mánaðar var málið endurupptekið með vísan til 104. gr. laga nr. 91/1991 og var þá á ný tekin skýrsla af móður áfrýjanda. Að því búnu var málið tekið til dóms og hinn áfrýjaði dómur kveðinn upp 26. mars 2014 þar sem kröfum áfrýjanda á hendur stefnda var hafnað. Áfrýjunarstefna í málinu var útgefin 22. apríl 2014. Var hún birt nafngreindum hæstaréttarlögmanni 13. maí sama ár sem áritaði hana með tilkynningu um að haldið yrði uppi vörnum af hálfu stefnda. Með bréfi til Hæstaréttar 4. júní sama ár var framangreind áritun afturkölluð þar sem hún hefði verið án heimildar og byggð á misskilningi um feril málsins. Samkvæmt 5. mgr. 155. gr. laga nr. 91/1991 verður að birta áfrýjunarstefnu eigi síðar en viku áður en frestur stefnda til að tilkynna Hæstarétti að hann hafi í hyggju að halda uppi vörnum í málinu er á enda, sbr. e. lið 1. mgr. greinarinnar. Að öðru leyti gilda ákvæði XIII. kafla laganna um birtingu áfrýjunarstefnu. Í málinu liggur fyrir að áfrýjunarstefna hefur hvorki verið birt fyrir stefnda né öðrum þeim sem bær er til að taka við henni í hans stað. Þá hefur hún ekki verið birt með öðrum hætti svo gilt sé samkvæmt 83. gr. laga nr. 91/1991. Af þessum sökum verður málinu vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Með vísan til 11. gr. barnalaga greiðist málskostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar sem ákveðin er eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Málskostnaður áfrýjanda, A, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 150.000 krónur.
|
Mál nr. 850/2015
|
Eignarréttur Fasteign Þjóðlenda Afréttur Gjafsókn Aðfinnslur
|
Í úrskurði Óbyggðanefndar var komist að þeirri niðurstöðu að landsvæðið Hólaafréttur að meðtöldum svonefndum Jórunnarstaðatungum væri þjóðlenda, svo og að nyrsti hluti landsvæðisins væri í afréttareign eigenda jarðanna Hóla og Jórunnarstaða í Eyjafjarðarsveit. Að úrskurðinum gengnum féllu eigendur Jórunnarstaða frá tilkalli sínu til Jórunnarstaðatungna og viðurkenndu að það svæði ætti réttilega undir jörðina Hóla samkvæmt þinglýstri heimild. Þáverandi eigendur Hóla höfðuðu mál til að fá úrskurði Óbyggðanefndar hnekkt vegna þessa landsvæðis í heild, en S og G tóku síðar við aðild að málinu á grundvelli kaupa á jörðinni. Fyrir Hæstarétti kröfðust S og G þess að úrskurður Óbyggðanefndar yrði felldur úr gildi að því er þann hluta Hólaafréttar varðaði, sem talinn hafði verið þjóðlenda í afréttareign Hóla, og að viðurkennt yrði að þar væri enga þjóðlendu að finna. Í dómi Hæstaréttar var greint frá frásögn í Landnámabók um landnám í Eyjafirði og tiltekið að þar væri syðst getið Villingadals, þaðan sem væru um 10 km suður til norðurmerkja Hólaafréttar. Vísaði rétturinn til þess að hvorki nyti við annarra ritheimilda um hugsanlegt landnám í Eyjafjarðardal né lægju fyrir gögn um fornleifarannsóknir innan merkja landsvæðisins eða í nálægð við það. Þetta taldi Hæstiréttur ekki standa því í vegi að leiða mætti á annan hátt nægilegar líkur að því að land hefði verið numið á svæðinu og þar með háð beinum eignarrétti. Við mat á því væri til þess að líta að norðurmerki landsvæðisins væru um 50 km frá sjó og þar væri Eyjafjarðardalur orðinn þröngur og umlukinn bröttum hlíðum, nýtanlegt land þar lítið, svo og að um 14 km skildu milli landsvæðisins og jarðarinnar Hóla og lægju margar jarðir þar á milli. Hæstiréttur taldi að álykta mætti af fyrirliggjandi heimildum að nánar tilgreindar jarðir í Eyjafirði, þar á meðal Hólar, væru fornar þótt þeirra hefði ekki verið getið í heimildum meðal fyrstu landnámsjarða, en gögn málsins veittu á hinn bóginn engar vísbendingar um að Hólar væri elst þessara jarða og upphaflega stærri en nú væri og að aðrar nánar tilgreindar jarðir austan og vestan Eyjafjarðarár hefðu byggst úr henni. Gegn því mælti og frásögn í Landnámabók um landnámssvæði í Eyjafjarðardal, en heimildir um eignarhald á áðurgreindum jörðum á 16. öld gætu ekki verið til marks um uppruna þeirra eftir landnám. Því taldi rétturinn ekki unnt að líta svo á að líklegt væri að land, sem nú væri innan Hólaafréttar, hefði í öndverðu verið syðsti hlutinn af stóru landnámi jarðarinnar Hóla og hefði síðar greinst frá henni með tilurð nýrra jarða í landi hennar. Þá taldi Hæstiréttur að jarðakaupabréf frá 1375 benti ekki til annars en að landsvæðið hefði verið upprekstrarland, sem fylgt hefði Hólum og verið háð umfangsmiklum ítaksréttindum annarra. Aðrar yngri heimildir ættu það sammerkt að vísa ýmist til afréttar Hóla á Eyjafjarðardal eða heimildar annarra til að reka þangað búfénað. Þegar heimildirnar væru virtar í heild komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að réttindi eigenda Hóla hefðu verið bundin við hefðbundin afréttarnot og var niðurstaða hins áfrýjaða héraðsdóms því staðfest um að nyrsti hluti Hólaafréttar væri þjóðlenda í afréttareign S og G.
|
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson, Helgi I. Jónsson, Viðar Már Matthíasson ogÞorgeir Örlygsson.Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 22.desember 2015. Þau krefjast þess að felld verði úr gildi ákvæði í úrskurðióbyggðanefndar 19. júní 2009 í máli nr. 1/2008 um að landsvæði, sem þar er afmarkaðá eftirfarandi hátt, sé þjóðlenda: „Frá trippagarði þeim, sem stendur vestanEyjafjarðarár, á móti Klaufá, er dregin lína yfir Strangalækjarfjall ogKerlingarhnjúk, að mörkum Akrahrepps og Eyjafjarðarsveitar í suðurendaUrðarvatns nyrðra. Þaðan er sveitarfélagamörkum fylgt til suðurs þar til komiðer ... í skurðpunkt við línu sem liggur milli syðsta hluta Urðarvatna og 975 mhæðarpunkts upp af Eyjafjarðardal. Þaðan er farið með fyrrnefndri línu tilsuðausturs í áðurnefndan 975 m hæðarpunkt. Úr þeim punkti er farið í norðausturí 974 m hæðarpunkt í kröfulínu gagnaðila íslenska ríkisins. Þá er kröfulínunnifylgt til vesturs í Klaufá og með henni til vesturs og í fyrstnefndan punkt.“ Áfrýjendurkrefjast þess einnig að viðurkennt verði að engin þjóðlenda sé innan þessaramerkja. Þá krefjast þau málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits tilgjafsóknar, sem þeim hefur verið veitt.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms ogmálskostnaðar fyrir Hæstarétti.Dómendur fóru á vettvang 1. september 2016.ISamkvæmt ákvæðum laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðunmarka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta tók óbyggðanefnd 29. mars 2007 tilmeðferðar landsvæði á vestanverðu Norðurlandi, sem náði yfir alla fyrrumEyjafjarðarsýslu og Skagafjarðarsýslu ásamt Hofsjökli og Austur-Húnavatnssýsluaustan Blöndu. Að beiðni stefnda ákvað nefndin 28. desember sama ár að skiptasvæðinu í tvennt og taka að svo stöddu einungis til meðferðar syðri hluta þess.Sá hluti svæðisins var nánar afmarkaður þannig að til norðurs fylgdi hannnorðurmörkum fyrrum Bólstaðarhlíðarhrepps og Seyluhrepps, Norðurá ogNorðurárdal, Öxnadalsheiði og Öxnadalsá þar til hún fellur í Hörgá og síðanþeirri á til ósa í Eyjafirði. Austurmörk fylgdu Fnjóská frá ósum í sama firðitil suðurs þar til hún sker sveitarfélagamörk Eyjafjarðarsveitar að austan, enþaðan var farið eftir þeim mörkum áfram til suðurs í Fjórðungakvísl. Að sunnanréðst svæðið af suðurmörkum Eyjafjarðarsveitar og suðurjaðri Hofsjökuls. Tilvesturs var Blöndu fylgt sunnan frá upptökum hennar í Hofsjökli til norðurmarkafyrrum Bólstaðarhlíðarhrepps.Óbyggðanefnd bárust 14. mars 2008 kröfur stefnda umþjóðlendur á öllum þessum syðri hluta svæðisins og birti hún þær samkvæmt 2.mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998 ásamt því að skora á þá, sem teldu þar tileignarréttinda, að lýsa kröfum sínum. Nefndinni bárust af því tilefni fjölmargarkröfur, þar á meðal frá þáverandi eigendum jarðarinnar Hóla í Eyjafjarðarsveitog eigendum Jórunnarstaða í sama sveitarfélagi. Krafa þeirra fyrrnefndu tók tillandsvæðis, sem nefnt var Hólaafréttur í úrskurði óbyggðanefndar, og þeirra síðarnefndutil svæðis með heitinu Jórunnarstaðatungur eða Torfur, en í báðum tilvikumkröfðust eigendur jarðanna að viðurkenndur yrði beinn eignarréttur þeirra aðþessum svæðum. Fyrir óbyggðanefnd beindist krafa eigenda Hóla að landi, sem aðnorðan var afmarkað með hornpunkti til austurs í upptökum Klaufár, þaðan eftirhenni vestur að mótum við Eyjafjarðará og síðan áfram handan síðarnefnduárinnar í sömu átt frá svonefndum trippagarði upp úr Eyjafjarðardal yfirStrangalækjarfjall og Kerlingarhnjúk allt til sveitarfélagamarka í suðurendaUrðarvatns nyrðra. Frá þeim hornpunkti að norðan var þess krafist að mörklandsins til vesturs fylgdu sveitarfélagamörkunum suður að upptakakvíslumGeldingsár og áfram þaðan allt til upptaka Jökulkvíslar í Hofsjökli. Frá þeimstað lægju merki landsvæðisins gegnt landi Möðruvalla eftir línu tilnorðausturs að upptökum Klaufár. Tekið var fram í kröfu eigenda Hóla aðundanskilið væri landsvæðið Jórunnarstaðatungur, en það væri hluti af landinu innanþessara merkja. Samkvæmt kröfu eigenda Jórunnarstaða áttu merkiJórunnarstaðatungna til norðurs að ráðast af Fremri-Strangalæk frá upptökumhans austur að þeim stað, þar sem hann fellur í Eyjafjarðará, austurmörk þaðanaf Eyjafjarðará suður til móta við Sandá, suðurmörkin síðan af Sandá vestur tilupptaka hennar, en vesturmörkin af vatnaskilum.Þegar kröfur höfðu borist á framangreindan hátt ákvaðóbyggðanefnd að fjalla um syðri hluta vestanverðs Norðurlands í fimm aðskildummálum. Meðal þeirra voru mál nr. 1/2008, sem náði til Eyjafjarðarsveitar austanEyjafjarðarár ásamt vestanverðum Bleiksmýrardal, og mál nr. 2/2008, sem tók tilEyjafjarðarsveitar vestan sömu ár. Ákveðið var að leysa úr kröfu eigenda Hóla,sem tók til lands bæði austan og vestan Eyjafjarðarár, í einu lagi í máli nr.1/2008 og fylgdu þá einnig með Jórunnarstaðatungur þótt það svæði liggi að ölluleyti vestan árinnar. Óbyggðanefnd komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði í málinu19. júní 2009 að allt land, sem framangreindar kröfur eigenda Hóla ogJórunnarstaða náðu til, teldist til þjóðlendu. Gerður var þó greinarmunur áþessu landi á þann hátt að Jórunnarstaðatungur skyldu teljast í afréttareigneigenda Jórunnarstaða samkvæmt 5. gr. og c. lið 7. gr. laga nr. 58/1998.Jafnframt teldist nyrðri hluti þess lands, sem krafa eigenda Hóla sneri að, ásama hátt í afréttareign þeirra, en syðri hlutinn á hinn bóginn ekki. Að gengnum úrskurði óbyggðanefndar lýstu eigendurJórunnarstaða því yfir 26. ágúst 2009 að þau hafi fallið frá tilkalli til landsinnan áðurgreindra marka Jórunnarstaðatungna og viðurkenndu að það ætti meðréttu undir jörðina Hóla samkvæmt þinglýstri heimild, sem þeim hafi ekki áðurverið kunnugt um. Eigendur Hóla höfðuðu síðan mál þetta 20. janúar 2010 til aðfá í einu lagi felld úr gildi ákvæði í úrskurði óbyggðanefndar um að landið,sem þau og eigendur Jórunnarstaða höfðu gert tilkall til, væri þjóðlenda, enekki er deilt um að málið hafi verið höfðað innan þess frests, sem um ræðir í1. mgr. 19. gr. laga nr. 58/1998. Dómkröfur eigenda Hóla tóku aðallega til allslandsins, sem kallað hafði verið til fyrir óbyggðanefnd samkvæmt áðursögðu, tilvara til landsvæðis, sem náði nokkuð skemur til suðurs, en til þrautavara tillandsins, sem taldist vera í afréttareign þeirra og eigenda Jórunnarstaðasamkvæmt úrskurði nefndarinnar. Undir rekstri málsins í héraði munu áfrýjendurhafa eignast Hóla með kaupsamningi 10. maí 2014 og tekið við aðild að málinu afforverum sínum í þinghaldi 18. ágúst sama ár. Í því þinghaldi var jafnframtfallið frá aðalkröfunni, sem gerð hafði verið í héraðsdómsstefnu. Með hinumáfrýjaða dómi var stefndi sýknaður af báðum kröfum áfrýjenda, sem þá stóðueftir. Fyrir Hæstarétti halda áfrýjendur eingöngu uppi þeirri dómkröfu, semupphaflega var gerð til þrautavara í héraði. Ekki er deilt um afmörkunlandsins, sem lýst er í þeirri dómkröfu, en af þeim ástæðum, sem áður greinir, erhvorki þörf á að fjalla nánar um merki landsins, sem fyrri kröfur áfrýjendasneru að, né að gera hér á eftir frekari greinarmun á landi, sem í úrskurðióbyggðanefndar taldist ýmist eiga undir Hólaafrétt eða Jórunnarstaðatungur.IIJörðin Hólar er í Eyjafjarðardal austan Eyjafjarðarár, en frábæjarhúsum þar eru rúmlega 35 km í beinni loftlínu norður til sjávar íEyjafirði. Í dalnum fyrir sunnan Hóla munu vera jarðirnar Hólakot, Vatnsendi,Jökull, Halldórsstaðir og Tjarnir. Handan Eyjafjarðarár en litlu sunnar eruJórunnarstaðir og þar fyrir sunnan jarðirnar Leyningur, Ytri-Villingadalur,Syðri-Villingadalur, Torfufell, Hólsgerði og Úlfá, en síðan landsvæðiðArnarstaðatungur, sem deilt er um hvort teljist þjóðlenda í hæstaréttarmáli nr.20/2016. Að Arnarstaðatungum frátöldum stendur ekki ágreiningur um að landfyrrgreindra jarða, sem liggur í Eyjafjarðardal, sé háð beinum eignarrétti. Fyrirsunnan öll þessi lönd tekur á hinn bóginn við landsvæðið, sem í máli þessu hefurverið nefnt Hólaafréttur, og eins og fyrr segir liggja Jórunnarstaðatungur eðaTorfur innan þess. Frá bæjarhúsum á Hólum eru um 15 km í beinni línu suður tilnorðurmerkja Hólaafréttar, sem áður var lýst. Um þetta landsvæði, eins og þaðer nú afmarkað í dómkröfum áfrýjenda, liggur Eyjafjarðardalur um sem næst miðjuþess á 9 km leið úr norðri til suðurs, en svæðið nær þó að auki nokkuð lengrainn til landsins en dalurinn, þannig að syðstu merki þess, sem eru á hornpunktií ónefndu fjalli í 975 m hæð, eru um 13 km frá norðurmerkjum Hólaafréttar viðEyjafjarðará. Svæðið nær einnig upp til fjalla ofan við dalinn þegar norðardregur og hefur það nokkuð óreglulega lögun, sem svipar þó helst tilþríhyrnings, en milli ystu ummerkja að norðanverðu frá vestri til austurs erueinnig um 13 km.Að norðurmerkjum Hólaafréttar liggja áðurnefndarArnarstaðatungur að vestanverðu, en land jarðarinnar Tjarna að austan. Á stuttubili til norðausturs eru merki Hólaafréttar gegnt landsvæðinu Þormóðsstaðaseli,sem er háð beinum eignarrétti samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr.1/2008. Til suðausturs liggur síðan Hólaafréttur að Möðruvallaafrétti allt tilfyrrnefnds hornpunkts syðst á svæðinu, en sá afréttur er þjóðlenda samkvæmtdómi Hæstaréttar 19. september 2013 í máli nr. 656/2012. Loks liggja merkiHólaafréttar til suðvesturs og síðan vesturs að Nýjabæjarafrétti, sem einnig erþjóðlenda samkvæmt dómi réttarins 22. október 2015 í máli nr. 743/2014. Íúrskurði óbyggðanefndar er landi á Hólaafrétti utan Eyjafjarðardals lýst þannigað það liggi að mestu í meira en 900 m hæð yfir sjávarmáli og rísi skarpt uppfrá dalnum, hæst í 1069 m í Torfufellshnjúki. Landið sé víðfeðmt, hallalítið,gróðursnautt og öldótt.IIIEftir gögnum málsins virðist mega finna elstu rituðu heimildum jörðina Hóla í máldögum Auðunar biskups rauða Þorbergssonar fyrirHólabiskupsdæmi frá 1318. Þar var greint frá því að „Kẏrckia ad ʜolum jᴇẏiafirde“ ætti nánar tilgreinda lausafjármuni, en hvorki var þar né virðist íyngri heimildum um kirkjuna hafa verið rætt um að hún ætti jörðina eða hlut íhenni.Sex menn vottuðu í bréfi 14. mars 1375 að þeirhafi 13. apríl 1374 séð „uppa handlag gunnars bonda peturssonar oc jonsolafssonar. undir þann skilmala. at gunnar seldi joni jỏrd at holum med þeimgỏgnum oc gædum sem hann vard eigandi at. ut aa midian markgard. þar med eyiafiardardalfram fra klifsaa jardareign. eiga jardir lambarekstr utan fra gerdi oc upp tiltiarna. oc eigi verit at talit þo at farit hafi eldri saudir. torfskurd jarnarstadi sem landinu þarfnaz. selfỏr j tiarna land. svo morgu fe sem heima atholum fædiz þremr kuum oc hrossi. skogar part j leynings jord oc þar med selldihann honum jord at ᴠatnsenda med þeim gognum ok gædum sem hann vard eigandi at.aa jỏrdin attfedminga skurd i ʟeynings jord.“ Að endurgjaldi lét Jón af hendijörðina Auðbrekku í Hörgárdal.Með bréfi 18. september 1501 staðfestu fimmmenn að þeir hafi þremur dögum fyrr að Möðruvöllum í Eyjafirði séð og heyrt „aaord og handaband þessarra manna þoruardz elleñdzsonar laugmanz sunnan og austanaa jslande af einne alfu en grims palssonar af annarre ath suo firir skildu.ath grimur og þoruardr keyptu og skiptu med handabañdi og fullu jayrde þessumeignum er suo heita. jn primis holar j eyiafirdi firir hundrad hundrada.arnarsteder firir fimtigi. c. uazender xx. c. jỏkull xx. c. tiarner fiorotigec. ulua xvj. c. torfufell fimtigi .c. villingadalerner bader xx. c. med aullumþeim gaugnum og gædum sem greindum jỏrdum fylger og fylgt hefer att fornu ognyiu og þoruardr uard fremzt eigande ath ordinn.“Í bréfi 2. júní 1546 staðfestu fimm menn aðþeir hafi séð og heyrt þegar „Þorleifur Bondi Grimsson gaf Grijme sẏne sinumtil æfeñlegrar eignar jordena Hola i Eẏafijrdi og þar med xl Malnitu kugilldeog þessar jarder med vj kugilldum hver Vatnsendi. Jokull. Halldorustader.Tiarner. Torfufell. Villingadaler ij. Joruñarstader. Skallstader.Kolgrijmastader og iij jarder nordur a Melrackaslettu ... med ollum þeim gỏgnumog giædum sem þessum jordum hefur filgt“.Páll Stígsson höfuðsmaður og Ólafur biskup Hjaltasoná Hólum tilefndu tólf menn á Möðruvöllum í Eyjafirði 2. september 1560 til að„giora riett lagaskipti ȁa þeim peningum og aullu arfagossi. huerir ad fielluepter Þorleif Grimsson og hans son Grim. hverra saler ad gud nadi.“ Í bréfi umþetta var í byrjun greint frá því hvernig fara ætti með skuldir, sem „vorulaugliga fram sagdar. og krafdar“, en þær skyldu goldnar með „fyrst .lxxx. og.v. kugilldi. med Holum og Hola jordum og þar til med .viijc. jjordvni Palmhollti.“ Síðan kom fram hvernig erfingjar hafi fengið einstakarjarðareignir í sinn hlut, þar á meðal „Hola fyrir .llc. Torfufellmed Villingadal .lxc. ... Vatzeñda fyrir .xxc. Jokull .xxc.Halldorstader .xxc. Tiarner .xlc. Jorunnarstader .xlc.Kolgrimastader .xxc.“ Skipti þessi voru tekin upp og þeim lokið ánýjan leik með samkomulagi 5. júlí og 2. september 1569, þar sem meðal annarsvar kveðið á um ráðstöfun eftirtalinna jarðeigna: „Arnastader xvjc.... Vatnsende xxc. ... Skalldstader xxxc. ... Holar fyrirllc. ... Jorunarstader xlc. ... Torfufell lc.Tiarner xlc. Jokull xxc. Villingadalur xc.Kolgrimastader xxc. ... Halldorstader xxxc. ... Fornhagemed Ulfä lc.“Í kafla um Hóla í Jarðabók Árna Magnússonar ogPáls Vídalíns frá 1712 sagði meðal annars: „Selstöðu með haga fyrir ásauð, semelst í Hólum, iii kýr og i hest í stokki í Tjarnaland, hefur áður brúkast, ennú ekki í nokkur ár. Afrjett á staðurinn fram frá Tjarnalandi og botninn áEyjafjarðardal. Þángað á Hóla kirkjusókn fyrir austan Eyjafjarðaráskylduupprekstur fyrir afrjettartoll, brúkast stundum, stundum ei, sakirharðinda og grasleysis. Skógarhögg á staðurinn eður kirkjan í Leyníngsskógi áHrafnsnesi á milli Járnhryggjar og Torfufellsár. Sá skógur er eyddur tilkolgjörðar, en bjarglegur til tróðs og eldiviðar.“Að ósk eiganda Hóla fór fram skoðun 12.nóvember 1765 á ástandi jarðarinnar, sem fram að því hafði verið metin til 100hundraða. Í greinargerð um þessa skoðun var lýst verulegum spjöllum á landijarðarinnar vegna skriðufalla, en síðan sagði: „Leingra frá liggur ad sönnuland under Þessa Jörd, sem kallast Eyafiardardalur, sem Abuendar vegnafiarlægdar gete ei notid sier nema til Beitar, fyrer Hross og gielldfie umm HaSumar, er þó stórum af sier geinged af margfollnum Skridum sem sijfelldt á þadfalla.“ Virði jarðarinnar var fært niður í 60 hundruð.Maður tilgreindur sem „geheime JústitsSekretaire B: Stephensen“ seldi 29. maí 1809 „prestinum til Miklagards og Hólaherra H:E: Thorlacius“ jörðina Hóla með hjáleigunni Hólakoti og eyðihjáleigunumKringlu og Geldingagerði. Í kaupbréfi sagði að jörðin væri 60 hundruð aðdýrleika og var tekið fram hún væri seld „samt öllum þeim gögnum og giædum,húsum, Túni, Slægium, Landi og afrétti, sem þessari Torfu fylgt hefur og fylgiaber ad lögum frá aldödli, og ecki er að lögum frágeingid“.Á manntalsþingi 5. júní 1822 var lesin uppsvofelld lögfesta Hallgríms Thorlacius: „Eg, Proprietarius Hoola Torfu,Liggande innann Ejafiardar Syslu og Saurbæar Hrepps, Lögfeste hermed, underNefnda Torfu allann Ejafiardar Dahl, til Jtstu Takmarka sem adrir Menn í móteeíga, og her med á nafn nefne. Vestann Ejafiardar ár adskilia So KalladurStraungu lækur Hoola og Arnarstada Land, hvarum Næstumm samann falla i Ejtt adNedann, enn kliúfast umm graslausa meela ofann fialls, þó skal sú kvyslinnhvert þad er sú fremri eda nordari, sem stærri og rettari er, landamerkjumráda, og þaðann frá allt Land, hveriu nafne sem hejtir framm í dragsbotn.Austann Ejafiardar ár adskilur Hoola og Tiarnaland, So nefnd Selskál, viðhveria stendur nidur vid ána, frá aldödla so kallad heimara Hóla-sel, er hefurá Næstu Týmum nýtt nafn feíngid innann Hóla-sóknar af Tjarna-seli, skalklettabukta í midre Selskál þessare, first umm sinn, vera Landamerke milleStrax tedra Jarda. Beint i Ejafiardar á Nidur og þadann frá og framm,Klaufamyrar, Klaufá, Klifsheídi, Klifsá, Svýnheide, Svýná, Stakkar, allt idragsbotn.“ Degi síðar var fært í þingbók að svofelld mótmæli hafi verið borinupp gegn lögfestunni: „Lögfestunni andæpti Proprietarius og ábúande Tiarna,Steinn Pálsson, ad hann varast skylde, en tiast hid forbodna Land ad yrkia; adödru leite qvadst hann protestera Lögfestunnar innihald, þar hann fyrir vístmeinte ad land Tiarna sinna næde ad Klifsá, hvört Prótest lögfestandi siálfurvar áheyrande.“Hallgrímur Thorlacius og Steinn Pálsson mættu 1.júlí 1822 fyrir sáttanefnd vegna deilu um suðurmerki Tjarna gagnvart landi íEyjafjarðardal, sem lögfestan fyrir Hóla 5. júní sama ár sneri að. Svo sem framkom í fyrrgreindum andmælum Steins á manntalsþingi síðastnefndan dag taldi hannTjarnir eiga land suður til Klifsár, en Hallgrímur taldi á hinn bóginn land Hólaná lengra norður eftir dalnum. Um það vísaði Hallgrímur til ummæla gamallamanna og þess að Hólar ættu selstöðu í Eyjafjarðardal talsvert norðan viðKlifsá. Á sáttafundinum gerðu Hallgrímur og Steinn samning, sem sáttanefndfærði í orð á eftirfarandi hátt: „Steinn fullkomliga samþyckir, ad Landamerkimillum tédra jarda, Hóla- og Tjarna-Lands á Eyafjardardal, skuli hér eptir veraecki Klífsá, heldur svo nefnd Klaufá, sem heimar liggur á dalnum, enn sú fyrri;svo Hóla afréttarland, aldeilis átølulaust, byrji strags fyrir framar sagdaKlaufá, hvar Klífsárheidi tekur til eda byrjar. Þará móti áskilur Presturinn:a, ad Hólar eigi fría (þ.e. betalíngslausa:) Selstødu, til allrar brúkunar ádalnum, fyrir heiman nefnda Klaufá, þar sem hentast sýnist, allt heim ad Glerá.b, ad Tjarna ábúendur edur Eigari reki aldrei sínar Sképnur, saudfé edur Hross,geldfé edur Búsmala, sinn edur annara, framyfir nefnda Klaufá, og c, ad svoframarliga ad Presturinn, núverandi Hóla Proprietarius, edur adrir sídarmeir,géti, med Løggildum Skiølum edur Røkum, sannad þá ádur áminstu Sögn sumragamallra manna: ad Hólar hafi átt og eigi Land heim í Glerá á Eyafjardardal,skuli þessi Forlíkunar Samníngur eckert hindra þess Lands Tilkall Hóla vegna;hvørju Prestsins uppástandi, svo vel sem þeim fyrri Póstum, Steinn erfullkomliga samþyckur.“ Samningur þessi var þinglesinn á manntalsþingi 5. júní1850.Samkvæmt gögnum málsins mun hafa komið fram í jarðamati1849 að afréttur fyrir Hóla, og fáa aðra, væri á Eyjafjarðardal beggja megin.Á fundi 16. júlí 1852 leystu ábúendur Hóla ogHólakots og Páll Steinsson bóndi á Tjörnum ágreining „útaf trippum þeim ogödrum géldpeníngi, sem í vor var rekid á Hóla og Tjarna afréttir“ meðsvohljóðandi samningi: „Fyrst er þad samkomulag med trippin, ad Msr. Páll hefurmed því skilyrdi ad veita þeim eftirleidis fyrerstödu án borgunar, ad þau séuaf allri Torfunni ei fleiri enn 8 og þarnæst ad þeir taki ei austanfram á Hólaafrétt fleira enn svarar hierumbil 50 roskid og 70 lömb, en í Torfurnar erætlast til þeir taki svo sem svarar frá Vatnsenda og Haldórsstöðum. Þarámótiáskilur Msr. Páll sér ad hafa jafnmörg trippi á samlögum í dalnum, og einsfríheit fyrir lömb og géldfé sitt þann ársins tíma, sem honum kynni ad vera þadhagur, án þess ad taka af ödrum nokkurt géldfé í afréttina. Ad öllu því leiti,sem ekki hér ummrædir, er beggja málspartanna réttur óskértur.“Landamerkjabréf var gert fyrir Hóla 23. maí1889 og lesið á manntalsþingi degi síðar. Þar var lýst merkjum millisvonefndrar Hólatorfu til suðurs móti Vatnsenda og til norðurs móti Arnarstöðum,en til vesturs voru merki miðuð við Eyjafjarðará. Jafnframt sagði eftirfarandi:„Hólar eiga afrjett í Eyjafjarðardal að austan verðu árinnar fram frá Klaufá,við hana er byggður trippagarður, og að vestan verðu árinnar fram frátrippagarði þeim, sem byggður er rjett á móti garðinum að austan verðu árinnarog fram til jökla að austan og vestan til sýslumóta. Þess skal getið, aðgarðurinn að vestan verðu við Eyjafjarðará stendur framar en í miðju Stangalækjarfjalli,en Stangalækjarfjall hefur verið þrætuland milli Hóla og Arnarstaða, nú hafahlutaðeigendur komið sjer saman um að láta merkin vera um trippagarðinn í mótiKlaufá, og eiga Arnarstaða ábúendur að hafa frían upprekstur fyrir 2 trippi íHólaafrjett með því að viðhalda trippagarðinum að vestan verðu Eyjafjarðarár(þá eru undan skildir gamlir og grimmir graðfolar). Hólar eiga þrjábetalingslausa selstöðu til allrar brúkunar í dalnum fyrir heiman nefndaKlaufá, þar sem hentast sýnist, allt heim að Glerá. Samkvæmt þinglýstumsáttagjörningi frá 1. júlí 1822.“ Bréfið var áritað um samþykki af hálfu Vatnsendaog Arnarstaða.Í málinu liggur fyrir skjal, sem hefur að geymaskrá „um afrétti og fjárréttir í Eyjafjarðarsýslu, eins og hún er prentuð aftanvið sýslufundargjörðina 1894.“ Þar sagði meðal annars: „Í Saurbæjarhreppi eruþessir afréttir: ... 8. Tjarnadalur frá Glerá. 9. Hóladalur.“Í virðingargerð frá 25. maí 1903, þar sem lagtvar mat á jörðina Hóla „með hjáleigunni Hólakoti og nýbýlinu Nýjabæ“, vareftirfarandi meðal annars tekið fram: „Búfjárhagar eigi miklir eptirjarðarstærð; en stór afrjettur fylgir jörðinni.“ Þá var tekið fram ívirðingargerð um Hóla 14. nóvember 1916 að jörðinni „fylgir afrjetturHólsdalur.“Í bréfi til sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu 8.mars 1920 lýsti hreppstjóri Saurbæjarhrepps því að „allir afrjettir hjer íhreppi eru einstakra manna eign, en almenningar eru hjer engir.“ Þess var oggetið um „öræfin fram af Eyjafirði“ að í landamerkjabréfi Möðruvalla stæði aðsú jörð ætti „land fram öræfin, alt fram að „Laugarfelli“, en óvíst er hvortgreinileg merki eru til umhverfis landeign þessa. Ekki er mjer kunnugt um, aðaðrar jarðir hjer í hreppi tileinki sjer land þar suður frá.“ Sýslumaður létþetta bréf fylgja svari sínu til stjórnarráðsins 27. september 1920, sem gertvar í tilefni af fyrirspurn þess 29. desember 1919 um almenninga ogafréttarlönd í Eyjafjarðarsýslu.Nýtt landamerkjabréf var gert fyrir Hóla 15.júní 1923. Í bréfinu var fyrst lýst merkjum jarðarinnar að sunnan, vestan ognorðan, en því næst sagði eftirfarandi: „Beitiland Hóla, Hólakots og Nýabæjar,liggur austan (ofan) við vörzlugirðingu jarðanna, út og suður það sem löndin náog til fjalls, allt austur á miðja brún. Beitilandið er sameiginlegt fyriráðurnefndar jarðir. Afréttarland er sem hér segir: Á Eyjafjarðardalaustanverðum, er þverá, er Klaufá heitir. Við hana er hlaðin fyrirstöðugarður.Gegnt þessum garði, er annar garður vestan megin árinnar. Eiga Hólar afrétt fráKlaufá og garðinum vestan megin, og fram það, sem dalurinn nær, á efstufjallsbrún að austan og að sýslumörkum að vestan.“ Í framhaldi af þessu voruákvæði í bréfinu um vörslugirðingu „fyrir framan Tjarnir, norðan við svonefndanGlerárdal“, þar á meðal um kostnað af henni, og tekið fram að á meðan hún stæði„á sama stað, hafa Tjarnir og Hólatorfan (Hólar, Hólakot og Nýibær), gjaldfríanupprekstur fyrir afréttarpening sinn á Eyjafjarðardal austanverðum, eins og aðundanförnu, framan við girðinguna ... Rétt til að taka fénað á dalinn af öðrum,hafa Tjarnir og Hólar að sínum helmingi hvor.“ Í niðurlagi bréfsins sagðisíðan: „Með framanritaðri merkjalýsingu og samþykkt hlutaðeigenda umsameiginleg afnot Eyjafjarðardals, austan megin árinnar, eru allar eldrimerkjalýsingar og samþykktir um landamerki á milli Tjarna og Hóla úr gildinumdar, og sömuleiðis ágreiningur sá, sem verið hefur, um ítök eða afnotaréttannarar hvorrar jarðarinnar í landi hinnar, fallinn niður.“ Bréfið var áritaðum samþykki af hálfu Tjarna, Arnarstaða, Skáldstaða, Kolgrímsstaða, Vatnsendaog Þormóðsstaða og var það lesið á manntalsþingi 19. júní 1923. Í málinu liggur fyrir afsal frá 26. júní 1944,sem virðist hafa verið gert í nafni eiganda Hóla, en þar sagði eftirfarandi: „Viðundirritaðir gerum með bréfi þessu kunnugt, að við seljum og afsölum tilAðalsteins Tryggvasonar, bónda, Jórunnarstöðum, Saurbæjarhreppi, svonefndar „Torfur“,sem er afréttarsvæði, sem tilheyrt hefir jörðinni Hólum í Saurbæjarhreppi ogtakmarkast þannig: Að norðan af fyrirstöðugarði úr grjóti, gegnt Klaufá, aðsunnan af Sandá, að vestan af fjallsbrún og að austan af Eyjafjarðará. Hinuselda fylgir tilheyrandi hluti í fyrirstöðugirðingu sunnan eyðibýlisins Úlfár.“Afsali þessu var þinglýst 18. ágúst 1944, en eins og áður var getið er óumdeiltað landi þessu, sem einnig hefur verið nefnt Jórunnarstaðatungur, hafi afturverið afsalað til eigenda Hóla 5. maí 1997 og var þeirri ráðstöfun þinglýstdegi síðar.Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu sendinafngreindum manni bréf 1. ágúst 1979 ásamt drögum að skrá um afrétti ísýslunni, sem virðast hafa verið gerð við embætti þess fyrrnefnda. Þar var aðfinna sérstakan lið um: „Afréttir á Eyjafjarðardal“, þar sem sagði meðalannars: „1. Glerárdalur að sunnan og Tjarnadalur fram að Trippagarði íKlifsheiði. Heyrir undir Tjarnir og Halldórsstaði. 2. Klifsheiði frátrippagarði, Svínheiði og Botn að austan og vestan að Sandá. Heyrir undirHóla.“Í bréfi, sem oddviti Saurbæjarhrepps ritaði tilfélagsmálaráðuneytisins 8. janúar 1990 í tilefni af fyrirspurn þess frá 20.febrúar 1989, var því lýst að engin afréttarlönd væru í hreppnum „önnur enfjallshlíðarnar ofan við girt heimalönd og dalskorur sem ganga inn í hálendiðút frá byggðum dölum“ en þau væru öll „í einkaeigu“.IVÍdómi Hæstaréttar 29. apríl 1969 í máli nr. 128/1967, sem birtur er í dómasafni1969 á bls. 510, var tekin afstaða til kröfu, sem UpprekstrarfélagSaurbæjarhrepps gerði á hendur eigendum jarðanna Ábæjar og Nýjabæjar meðTinnárseli í Akrahreppi í Skagafirði, um að viðurkennt yrði „að landamerkifyrir umráðasvæði félagsins, að vestan, gagnvart löndum Skagfirðinga áhálendinu vestan og sunnan Eyjafjarðardala verði viðurkennd og ákveðin þannig:Nyrzt ráði merkjum Fossá frá upptökum nyrðri kvíslar til ármóta hennar ogJökulsár eystri, síðan ráði Jökulsá eystri merkjum suður að ármótum hennar ogStrangalækjar, þaðan ráði bein lína suður í Miklafell í Hofsjökli.“ Gagnaðilarupprekstrarfélagsins í málinu kröfðust þess á hinn bóginn að viðurkennt yrði aðlandamerki áðurnefndra jarða þeirra „og þar með talin sýslumörkSkagafjarðarsýslu á þessu svæði séu að austan vatnaskil á hálendinu og aðendamark við Hofsjökul sé fjallið Klakkur.“ Í dómi Hæstaréttar sagði meðalannars: „Í máli þessu er deilt um eignarrétt að landsvæði því, sem um er aðtefla, en eigi um upprekstrarrétt. Áfrýjandi, Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps,reisir kröfur sínar á því, að hann hafi tekið heimildir á landsvæði þessu fráfyrri eigendum jarðanna Möðruvalla og Hóla í Saurbæjarhreppi, sem frá fornufari hafi talizt taka yfir landsvæðið. Stefndu, eigendur Ábæjar og Nýjabæjarmeð Tinnárseli, reisa dómkröfur sínar á afsali fyrir hálfri jörðinni Nýjabæ frá29. janúar 1464, þar sem landið sé talið vera hluti jarðarinnar. Hvorkiáfrýjandi né stefndu hafa fært fram gögn fyrir fullkominni eignatöku að fornueða nýju á landsvæði því, sem um er að tefla í máli þessu. T.d. verður eigiséð, að eigendur Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli eða eigendur Möðruvalla ogHóla hafi fyrrum innt af hendi smölun og fjallskil á landsvæðinu, svo semeigendum jarða var boðið að gera á jörðum sínum, sbr. Jónsbók, landsleigubálk49. Yfirlýsingar í afsölum fyrr og síðar, sem eigi styðjast við önnur gögn,nægja eigi til að dæma öðrum hvorum aðilja eignarrétt til öræfalandsvæðisþessa. Verða því kröfur hvorugs aðilja í málinu teknar til greina.“Af gögnum þessa máls verður ekki skýrlega ráðið í hvaðamæli Hólaafréttur, eins og áfrýjendur hafa afmarkað hann í dómkröfum sínumfyrir Hæstarétti, falli undir landsvæðið, sem framangreindur dómur 29. apríl1969 snerist um, en ljóst er þó að svo er að einhverju leyti. Á hinn bóginn eruaðilar þessara tveggja mála hvorki þeir sömu né hafa aðilar þessa máls komið áeinhvern hátt í stað aðila að máli nr. 128/1967. Dómkröfur í fyrra málinu lutuað ákvörðun landamerkja, en í þessu máli beinast þær að gildi úrskurðaróbyggðanefndar um að land innan tiltekinna merkja Hólaafréttar sé þjóðlenda.Dómur í máli nr. 128/1967 hefur því ekki þau áhrif hér, sem um ræðir í 1. mgr.116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en hann getur á hinn bóginnsamkvæmt 4. mgr. sömu lagagreinar haft sönnunargildi um atvik, sem í honumgreinir.VÍ Landnámabók er greint frá því að Helgi hinn magri hafinumið „allan Eyjafjǫrð milli Sigluness ok Reynisness“. Eftir fyrstu tvo veturnaá Íslandi hafi hann fært bú sitt að Kristnesi, en síðan „tóku menn at byggja ílandnámi Helga at hans ráði.“ Nánar um þetta segir meðal annars í Landnámabókað Helgi hafi gefið Hámundi mági sínum „land milli Merkigils ok Skjálgdalsár“og hafi hann búið að „Espihóli enum syðra“. Sú jörð mun síðar hafa fengiðnafnið Litlihóll, en Skjálgdalsá mun nú heita Skjólsdalsá og fellur hún úrvestri í Eyjafjarðará um 17 km fyrir sunnan strönd Eyjafjarðar við Akureyri. Einnighafi Helgi gefið Þóru dóttur sinni og Gunnari manni hennar Úlfljótssyni „landupp frá Skjálgdalsá til Háls“ og hafi þau búið í Djúpadal. Sú jörð mun nú beraheitið Stóridalur, sem er nokkuð vestan við Eyjafjarðará, og er bærinn þar um11 km fyrir sunnan Litlahól. Helgi hafi jafnframt gefið dóttur sinni Helgu og mannihennar Auðuni rotin Þórólfssyni „land upp frá Hálsi til Villingadals“ og hafi þaubúið að Saurbæ, en hann er á vesturbakka Eyjafjarðarár, um 11 km fyrir sunnanLitlahól og 9 km fyrir norðan Hóla. Villingadalur skerst á hinn bóginn inn ílandið til suðvesturs frá Eyjafjarðardal, um 4 km fyrir sunnan Hóla. ÍLandnámabók segir síðan að Helgi hafi gefið Hrólfi syni sínum „ǫll lǫnd fyriraustan Eyjafjarðará frá Arnarhváli upp, ok hann bjó í Gnúpufelli“. Bærinn áGnúpufelli er um 8 km fyrir norðan bæinn á Hólum, en Arnarhváll, nú Arnarhóll,mun vera skammt frá Öxnafelli, um 7 km fyrir norðan Gnúpufell. Loks kemur þarfram að Helgi hafi gefið syni sínum Ingjaldi „land út frá Arnarhváli til Þverárennar ytri“, en hann mun hafa búið þar sem nú er Munkaþverá, um 6 km fyrirnorðan Öxnafell og um 12 km sunnan sjávar í Eyjafirði.Í framangreindri lýsingu á ráðstöfun lands úr landnámi Helgahins magra vestan við Eyjafjarðará er syðst getið Villingadals, en frá honumeru um 10 km suður til norðurmerkja Hólaafréttar. Ráðstöfun lands austanárinnar er á hinn bóginn ekki lýst á hliðstæðan hátt, en frá syðsta býlinu þar,sem nefnt er í Landnámabók, Gnúpufelli, eru nærri 23 km til norðurmerkjaHólaafréttar. Að öðru leyti en þessu eru engar beinar ritheimildir í málinu umhugsanlegt landnám í Eyjafjarðardal. Þá liggja ekki fyrir í málinu gögn umfornleifarannsóknir í landi sunnan Villingadals og Gnúpufells og hefur ekkertkomið fram um að slíkar rannsóknar hafi verið gerðar innan merkja Hólaafréttareða í nálægð við þau. Slíkra heimilda nýtur því heldur ekki við í málinu um upprunalegabyggð sunnar í Eyjafjarðardal en að framan greinir, þótt í gögnum málsins sévikið að því að til forna hafi verið til býlið Granastaðir, um 9 km fyrirsunnan Hóla, og enn sunnar Klaufárgerði. Þetta stendur því á hinn bóginn aðengu leyti í vegi að leiða megi á annan hátt nægilegar líkur að því að landhafi verið numið á þessu svæði og þar með orðið háð beinum eignarrétti. Þegarmetið er hvort slíkt hafi verið gert er óhjákvæmilegt að taka tillit til þessað þegar komið er að norðurmerkjum Hólaafréttar, sem eru um 50 km frá sjó, erEyjafjarðardalur orðinn all þröngur og umlukinn bröttum hlíðum, en land er þarlítið, vart til annars nýtanlegt en beitar, og skorið af Eyjafjarðará, sem ernokkuð vatnsmikil. Ofan við dalinn mun innan merkja Hólaafréttar veragróðursnautt hálendi. Þá verður ekki síður að taka tillit til þess að frásuðurmerkjum Hóla eru um 14 km til norðurmerkja Hólaafréttar og liggur þar ámilli land fimm jarða, en milli Jórunnarstaða, sem eru sem fyrr segir vestanEyjafjarðará, og Hólaafréttar liggja sex jarðir.Varðandi þessa fjarlægð milli merkja Hóla og Hólaafréttar erþess að gæta að um þá jörð og þær, sem sunnar liggja austan og vestanEyjafjarðarár, eru ekki eldri samtímaheimildir í málinu en frá 14. öld. Þótt þessarajarða hafi ekki verið getið í Landnámabók má finna í gögnum málsins tilvísanirtil fornsagna og Sturlungu, þar sem vikið var að Jórunnarstöðum, Leyningi ogTorfufelli. Í fyrrnefndri máldagabók frá 1318 var Hóla getið og síðan Tjarna ogVatnsenda að auki í jarðakaupabréfinu frá 14. mars 1375. Af þessu má álykta að fyrrnefndarjarðir og hugsanlega fleiri á þessu svæði séu fornar, þótt í heimildum hafi þeirraekki verið getið meðal landnámsjarða. Gögn málsins veita á hinn bóginn engarvísbendingar um að Hólar sé af þessum jörðum elst, hún hafi upphaflega veriðverulega stærri en nú er og allar hinar jarðirnar tólf, jafnt austan og vestanEyjafjarðarár, byggst út úr henni, svo sem áfrýjendur hafa haldið fram í málinu.Gegn því mælir og að landnámssvæði í Eyjafjarðardal, sem getið var íLandnámabók, voru talin þar upp aðgreind af Eyjafjarðará svo langt til suðurssem sú lýsing náði. Á móti þessu getur ekki vegið að flestar þessar jarðir hafiverið á einni hendi á 16. öld, svo sem má sjá af fyrrnefndu jarðakaupabréfi frá18. september 1501, gjafabréfi 2. júní 1546 og gögnum um skipti eftir ÞorleifGrímsson og Grím Þorleifsson frá 2. september 1560 og 5. júlí og 2. september1569, enda getur slík aðstaða á sjöundu öld eftir ætlað landnám ekki verið höfðtil marks um uppruna þrettán aðskilinna jarða. Ekki verður séð að nokkurt vægigeti haft í þessu sambandi að rætt hafi verið í skiptagerðinni 2. september1560 um að tilteknar skuldir hafi verið gerðar upp með kúgildum „med Holumog Hola jordum“, en af texta skiptagerðarinnar er heldur ekki ljóst hvað nánarhafi verið átt við með Hólajörðum. Að þessu öllu virtu er ekki unnt að líta svo á að líklegt séað land, sem nú er innan merkja Hólaafréttar, hafi í öndverðu verið syðstihlutinn af stóru landnámi jarðarinnar Hóla og hafi síðar greinst frá henni meðtilurð nýrra jarða í upphaflegu landi hennar.Í áðurnefndu bréfi frá 13. mars 1375 um jarðakaup GunnarsPéturssonar og Jóns Ólafssonar 13. apríl 1374 er eftir gögnum málsins að finnaelstu heimild um land, sem nú er innan merkja Hólaafréttar. Þar sagði sem fyrrgreinir að Gunnar seldi Jóni jörðina Hóla með þeim gögnum og gæðum, sem Gunnarvarð eigandi að, en meðal þeirra hafi verið Eyjafjarðardalur fyrir sunnanKlifsá, torfskurður í landi Arnarstaða, selför í landi Tjarna og skógarhögg ílandi Leynings. Orðalagið í þessari lýsingu gefur ekki til kynna að landiðsunnan Klifsár hafi verið hluti af jörðinni Hólum, heldur hafi það verið meðalþeirra gagna og gæða, sem fylgdu henni á sama hátt og ítaksréttindin íArnarstöðum, Tjörnum og Leyningi. Um eðli þessa lands sunnan Klifsár er þesseinnig að gæta að í bréfinu var tekið fram að jarðir í Eyjafjarðardal, frá„gerdi“, sem óvíst er hvaða jörð hafi verið, suður til Tjarna hafi átt rétt tilað reka þangað lömb og átölulaust hafi verið látið að eldri sauðir færu einniginn á landið. Bendir þetta til að landið sunnan Klifsár hafi verið upprekstrarland,sem hafi fylgt Hólum og verið háð umfangsmiklum ítaksréttindum annarra.Í heimildum um Hóla, sem er að finna í áðurnefndum bréfum frá16. öld um jarðakaup, gjöf og arfsskipti, var ekki vikið beint eða óbeint aðHólaafrétti. Eftir gögnum málsins var það á hinn bóginn næst gert í JarðabókÁrna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1712 í upptalningu ítaksréttinda, semfylgdu Hólum. Svo sem áður var getið kom þar fram að Hólar ættu skógarítak ílandi Leynings og sel í landi Tjarna, en jafnframt: „Afrjett ... fram fráTjarnalandi og botninn í Eyjafjarðardal.“ Á þennan afrétt ættu bændur í sóknHólakirkju austan Eyjafjarðarár skylduupprekstur gegn afréttartolli, en vegnaharðinda og grasleysis væri afrétturinn stundum notaður og stundum ekki. Ískoðunargerð frá 12. nóvember 1765 var vísað til þess að undir Hóla lægi land„sem kallast Eyafiardardalur“, en vegna fjarlægðar væri ekki unnt að nýta þaðnema til beitar um hásumar og sæi mjög á því vegna skriðufalla. Þá sagði íbréfi, sem gert var 29. maí 1809 um kaup Hallgríms Thorlacius á jörðinni Hólum,að hún væri seld meðal annars með „afrétti, sem þessari Torfu fylgt hefur ogfylgia ber ad lögum frá aldödli“. Hallgrímur lýsti því síðan sem fyrr segir ámanntalsþingi 5. júní 1822 að hann lögfesti undir Hólatorfu allanEyjafjarðardal sunnan Strangalækjar að vestan og Selskálar að austan „allt idragsbotn.“ Um þessa lögfestu er þess að gæta að slíkur einhliða gerningurgetur almennt ekki haft nema takmarkað heimildargildi. Af orðum hennar erheldur ekki ljóst hvers eðlis þau eignarréttindi hafi átt að vera, sem hermtvar að fylgdu Hólum, en óhjákvæmilegt er að meta efni lögfestunnar að þessuleyti með hliðsjón af fyrrgreindu orðalagi í kaupbréfi Hallgríms frá 29. maí1809. Sátt sem hann síðan gerði 1. júlí 1822 við eiganda Tjarna um merkiHólaafréttar getur engu um það breytt. Yngri heimildir, sem áður hefur veriðgetið og eru einkum jarðamat 1849, samningur 16. júlí 1852, landamerkjabréfHóla 23. maí 1889 og 15. júní 1923 og virðingargerðir um jörðina 25. maí 1903og 14. nóvember 1916, eiga það jafnframt allar sammerkt að rætt var um afréttHóla á Eyjafjarðardal og eftir atvikum heimildir annarra til að reka þangaðbúfénað.Þegar framangreindar heimildir, sem ná allar götur aftur til13. mars 1375, eru virtar í heild verður ekki séð að eigendur Hóla hafi notiðbeins eignarréttar yfir landi innan merkja Hólaafréttar, heldur óbeinnaeignarréttinda, sem hafi verið bundin við hefðbundin not á landi tilupprekstrar búfjár og annars þess, sem afréttir hafa í aldanna rás almenntverið hafðir til. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest.Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en umgjafsóknarkostnað áfrýjenda hér fyrir dómi fer samkvæmt því, sem í dómsorðisegir.Það athugast að mál þetta var þingfest í héraði 21. janúar2010, en stefndi tók þar til varna með greinargerð, sem var lögð fram 8. aprílsama ár, og fékk síðan frest til frekari gagnaöflunar, sem hann lauk íþinghaldi 3. júní 2010. Málið var því næst tekið fyrir 28. júní 2010 og varfarið á vettvang 7. september sama ár. Eftir það liðu nærfellt fjögur ár þartil málið var næst tekið fyrir 18. ágúst 2014 og var það þá munnlega flutt.Ekki var þó felldur dómur á málið í framhaldi af því, heldur var það tekiðaftur til munnlegs flutnings meira en ári síðar 25. september 2015 og var hinnáfrýjaði dómur síðan kveðinn upp 30. sama mánaðar. Þessi málsmeðferð, sem tóksamkvæmt framansögðu meira en hálft sjötta ár, er stórlega vítaverð.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjenda, Sveins RúnarsSigmundssonar og Guðnýjar Óskarsdóttur, greiðist úr ríkissjóði, þar með talinmálflutningsþóknun lögmanns þeirra, 800.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. september 2015.Málþetta, sem dómtekið var 25. september sl., eftir endurflutning, var höfðað meðstefnu birtri 20. janúar 2010 á hendur íslenska ríkinu, kt. 550169-2829,Arnarhvoli, 150 Reykjavík. Stefnendureru Sveinn Rúnar Sigmundsson, kt. 090457-4629, og Guðný Óskarsdóttir, kt.090250-4939, Vatnsenda, Eyjafjarðarsveit, en þau tóku við aðild málsins 10. maí2013.Endanlegardómkröfur stefnenda eru:Aðallega:„að felldur verði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2008: Eyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár ásamtvestanverðum Bleiksmýrardal, sem upp var kveðinn þann 19. júní 2009, að þvíer varðar þjóðlendu á landsvæði innan neðangreindra marka:ÚrEyjafjarðará (1) á móts við svonefndan Trippagarð sem hlaðinn er á mörkum Hólaog Arnarstaðatungna og þaðan í garðinn (2) og með garðinum þar til hann þrýtur(3) þaðan í Kerlingarhnjúk (4) og þaðan suðvestur á vatnaskil og sýslumörk ípunkt við suðurenda Nyrðra-Urðarvatns (5) þaðan liggja merkin á sýslumörkum,sem skipta Syðra-Urðarvatni hér um bil í tvennt, að drögum nyrðriupptakakvíslar Geldingsár (6) þaðan eru merkin dregin því sem næst í hásuður umdrög syðri upptakakvíslar Geldingsár (7) þaðan eru merkin dregin beint ínorðaustur að landamerkjum Möðruvalla (8) þaðan liggja merki Hóla og Möðruvallasaman allt þar til komið er að hornmarki við Þormóðsstaðasel (9) þaðan liggjamerki að upptökum Klaufár, sem er hornmark Hóla og Tjarna, (10) þaðan ræður Klaufáþar til hún fellur í Eyjarðará (11) og þaðan ræður Eyjafjarðará að punkti 1.Stefnendurkrefjast og viðurkenningar á því að innan framangreindra merkja sé enginþjóðlenda.“Tilvara krefjaststefnendur þess að felldur verði úr gildi fyrrnefndur úrskurður óbyggðanefndar,í málinu nr. 1/2008, að því er varðar þjóðlendu á landsvæði innan neðangreindramarka:„ÚrEyjafjarðará (1) á móts við svonefndan Trippagarð sem hlaðinn er á mörkum Hólaog Arnarstaðatungna og þaðan í garðinn (2) og með garðinum þar til hann þrýtur(3) þaðan í Kerlingarhnjúk (4) og þaðan suðvestur á vatnaskil og sýslumörk ípunkt við suðurenda Nyrðra-Urðarvatns (5) þaðan liggja merkin á sýslumörkum,sem skipta Syðra-Urðarvatni hér um bil í tvennt þangað til komið er að syðrahornmarki við Torfur (6) þaðan liggur línan suðaustur þangað til hún mætirlandamerkjum Möðruvalla, (7), (sbr. m.a. dskj. 92), þaðan liggja merki Hóla ogMöðruvalla saman í norðaustur allt þar til komið er að hornmarki viðÞormóðsstaðasel (8) þaðan liggja merki að upptökum Klaufár, sem er hornmarkHóla og Tjarna, (9) þaðan ræður Klaufá þar til hún fellur í Eyjarðará (10) ogþaðan ræður Eyjafjarðará að punkti 1.Stefnendurkrefjast og viðurkenningar á því að innan framangreindra merkja sé enginþjóðlenda.Stefnendurkrefjast þess í öllum tilfellum, að þeim verði tildæmdur málskostnaður úr hendistefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi lögmanns þeirra eða samkvæmtmati dómsins eins og málið væri ekki gjafsóknarmál.“Stefndi,íslenska ríkið, krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnenda ogað honum verði dæmdur hæfilegur málskostnaður.Til vara krefst stefndi þess að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu.Máliðvarðar umþrætt landsvæði Hólaafréttar í Eyjafjarðardal og þar með taliðsvokallaðar Jórunnarstaðartungur.I.. Tildrögþessa máls eru þau, að með bréfi, dagsettu 29. mars 2007, tilkynntióbyggðanefnd fjármálaráðherra, f.h. íslenska ríkisins, þá ákvörðun sína að takatil meðferðar tiltekin landsvæði á vestanverðu Norðurlandi, eins og þau erunefnd í bréfinu, sbr. 8. gr., 1. mgr. 10. gr. og 11. gr. laga nr. 58, 1998 umþjóðlendur og ákvörðun marka eignalanda, þjóðlendna og afrétta. Afmarkaðistkröfusvæðið nánar af Eyjafjarðarsýslu, Skagafjarðarsýslu ogAustur-Húnavatnssýslu, austan Blöndu, auk Hofsjökuls. Var þetta landsvæðiauðkennt sem svæði nr. 7 hjá óbyggðanefnd. Á síðari stigum meðferðar hjáóbyggðanefnd var afráðið að skipta landsvæðinu í tvennt og þá þannig að fjallaðyrði sérstaklega um syðri hlutann. Varþað svæði nefnt „vestanvert Norðurland, syðri hluti (7A).“ Svæðið var afmarkað nánar þannig: Norðurmörkfylgja norðurmörkum fyrrum Bólstaðarhlíðarhrepps og Seyluhrepps, Norðurá ogNorðurárdal, Öxnadalsheiði og Öxnadalsá þar sem hún fellur í Hörgá og Hörgá tilósa. Austurmörk miðast við Fnjóská fráósum þar til hún sker sveitarfélagsmörk Eyjafjarðarsveitar að austan. Þeimmörkum er fylgt til suðurs í Fjórðungskvísl. Suðurmörk fylgja suðurmörkumEyjafjarðarsveitar og suðurjaðri Hofsjökuls, þar sem jafnframt eru norðurmörksvæða 1 og 3 hjá óbyggðanefnd. Vesturmörk miðast við Blöndu, frá norðurmörkumfyrrum Bólstaðarhlíðarhrepps til upptaka í Blöndujökli í Hofsjökli.Kröfulýsingarfjármálaráðherra, fyrir hönd stefnda, íslenska ríkisins, á umræddu landsvæði,þ.e. á sunnanverðu Mið-Norðurlandi, svæði 7A, bárust óbyggðanefnd 14. mars2008. Óbyggðanefnd birti tilkynningu ummeðferð sína á svæðinu, svo og útdrátt úr kröfum stefnda ásamt uppdrætti, íLögbirtingablaðinu 28. mars 2008, en einnig 30. apríl sama ár, sbr. 2. mgr. 10.gr. laga nr. 58, 1998. Jafnframt varlýstu kröfusvæði íslenska ríkisins skipt í fimm mál, þ.e. 1-5/2008.Kynningargögn lágu frammi á skrifstofum sýslumanna og sveitarfélaga, en einnigá heimasíðu óbyggðanefndar. Athugasemdarfrestur var til 25. ágúst 2008.Málnr. 1/2008 var í fyrstu takmarkað við vestanverðan Bleiksmýrardal ásamtEyjafjarðarsveit austan Eyjafjarðarár, en á síðari stigum var fremsti hlutiEyjafjarðardals vestan ár tekinn með að hluta, eins og nánar verður vikið aðsíðar. Að öðru leyti var fjallað um landsvæðií Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarár í máli nr. 2/2008. Mál nr. 3/2008 er takmarkað við Hörgárbyggðaustan Öxnadalsár, mál nr. 4/2008 er takmarkað við Skagafjörð austanVestari-Jökulsár og mál nr. 5/2008 við Húnavatnshrepp austan Blöndu og Skagafjörðvestan Vestari-Jökulsár ásamt Hofsjökli.Málnr. 1/2008 var fyrst tekið fyrir hjá óbyggðanefnd og forsvarsmönnum aðila 25.ágúst 2008. Óbyggðanefnd, sem skipuð varKarli Axelssyni hæstaréttarlögmanni, Allan V. Magnússyni héraðsdómara og SifGuðjónsdóttur framkvæmdastjóra og varamanni hjá óbyggðanefnd, tók málið fyrirað nýju 31. ágúst og síðan 1. september 2008.Var þá vettvangur skoðaður, en jafnframt var lögð fram greinargerð afhálfu stefnda, íslenska ríkisins, og fleiri gögn. Málið var tekið fyrir 16. september og 13.október sama ár, en þá voru lagðar fram greinargerðir af hálfu gagnaðilaíslenska ríkisins, þ. á m. forvera stefnenda. Við fyrirtöku hjá nefndinni þann10. nóvember sama ár var tekin ákvörðun um að jörðin Hólar, sem liggur beggja vegnaEyjafjarðarár ásamt landsvæðinu Torfum, öðru nafni Jórunnarstaðatungur, semliggur vestan megin Eyjafjarðarár, myndu í heild sinni fylgja málsmeðferð ímáli nr. 1/2008. Fór aðalmeðferð málsinsfram hjá óbyggðanefnd 25. nóvember 2008 með skýrslutökum og munnlegummálflutningi, en í framhaldi af því var málið tekið til úrskurðar. Málið var endurupptekið 5. júní 2009 og voruþá lögð fram ný gögn, en málið að því loknu tekið til úrskurðar að nýju. Hinn 19. júní 2009 kvað óbyggðanefnd uppúrskurð sinn. Var það m.a. niðurstaðanefndarinnar að landsvæði það sem hér er til umfjöllunar, Hólaafréttur ásamtJórunnarstaðatungum fremst í Eyjafjarðardal og hálendissvæðið þar fyrir framan,væri þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. a-lið 7. gr., laga nr. 58, 1998, en þóþannig að nyrsti hluti þess væri í afréttareign, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-lið7. gr. sömu laga, líkt og hér að framan var lýst.Útdrátturúr úrskurði óbyggðanefndar var birtur í Lögbirtingablaðinu 21. júlí 2009.Málþetta var höfðað af fyrri eigendum lögbýlisins Hóla innan þess frests semveittur er í 19. gr. laga nr. 58, 1998 til þess að bera úrskurð óbyggðanefndarundir dómstóla, en fjármálaráðherra er í fyrirsvari fyrir stefnda, íslenskaríkið, samkvæmt 11. gr. laganna.Aðilaskiptiurðu að Hólajörðinni á árinu 2013 og hafa fyrrnefndir stefnendur tekið viðaðild málsins, sem þinglýstir eigendur lögbýlisins og hins umþrætta landsvæðisHólaafréttar og þar með talið svokallaðra Jórunnarstaðatungna. Þeir una ekki niðurstöðu óbyggðanefndar ogleitast við með málssókn sinni hér að fá henni hnekkt, og krefjast þvíógildingar á úrskurðinum, líkt og fram kemur í stefnu og í hinni endanlegukröfugerð þeirra hér fyrir dómi. Breyttikröfugerð var lögð fyrir dóminn þann 18. ágúst 2014, en hún gengur talsvertskemur, m.a. til suðurs en forverar þeirra höfðu áður lýst fyrir óbyggðanefnd.Óumdeilter að landsvæði sem nefnt hefur verið Torfur/Jórunnarstaðatungur var skipt útúr landi lögbýlisins Hóla með afsalsgerningi árið 1944 til þáverandi eigandaJórunnarstaða í Eyjafjarðarsveit, en sú jörð er vestan Eyjafjarðarár. Var stofnuð um það sérstök síða ífasteignabók sýslumannsins á Akureyri undir heitinu Afréttarland. Torfur, Eyjafjarðarsveit, Eyjafjarðarsýsla. Meðyfirlýsingu þáverandi eigenda Jórunnarstaða, sem dagsett er 26. ágúst 2009, varþví lýst yfir að afréttarlandið Torfur/Jórunnarstaðatungur tilheyrði með réttulögbýlinu Hólum.Stefnendureru þinglýstir eigendur lögbýlisins Hóla ásamt aðskildu landsvæði sem er fremstí Eyjafjarðardal og þar fyrir framan, en nefndar Torfur/Jórunnarstaðatungur eruþar á meðal. Hólabýlið, sem er austanEyjafjarðarár, tilheyrði áður Saurbæjarhreppi en er nú í sveitarfélaginuEyjafjarðarsveit.Viðmeðferð málsins fyrir dómi var farið á vettvang hinn 6. september 2010, eneinnig síðar og var þá m.a. flogið yfir landsvæðið.2. Í úrskurði óbyggðanefndar,í máli nr. 1/2008, er samkvæmt framansögðu m.a. kveðið á um eignarréttarlegastöðu umrædds landsvæðis, sem nefnt er afréttur lögbýlisins Hóla ásamtTorfum/Jórunnarstaðatungum í Eyjafjarðarsveit.Verður hér á eftir gerð grein fyrir helstu atriðum og forsendumúrskurðarins eins og nauðsynlegt er til úrlausnar málsins.Úrskurðurinn skiptist í sjö kafla og er 143 blaðsíður. Í fyrstu köflunum er lýst málsmeðferð fyriróbyggðanefnd, kröfugerð og gagnaöflun aðila svo og þeim sjónarmiðum sem þeirbyggjast á. Í síðari köflum úrskurðarinser lýst landnámi og sveitarmörkum, en einnig að nokkru afnotum og sögulandsvæðisins. Gerð er grein fyrirniðurstöðum óbyggðanefndar um einstakar jarðir og svæði, en að lokum eruúrskurðarorð. Með úrskurðinum fylgirsérstakur uppfærður viðauki þar sem lýst er almennum niðurstöðumóbyggðanefndar, en þær eru m.a. ítarlega raktar í dómi Hæstaréttar Íslands ímáli nr. 48/2004. Einnig eru önnur skjölmeðfylgjandi, þ. á m. viðeigandi kort með árituðum merkja- og kröfulínum.3. Í úrskurði óbyggðanefndarsegir frá því að heimildir um landnám og landnámsmörk í Eyjafirði sé helst aðfinna í Sturlubók og Hauksbók Landnámu.Í Sturlubók segir um landnám Helga magra og Þórunnar hyrnu:„Um várit gekk Helgi upp á Sólarfjöll;(Hámundarstaðafjall) þá sá hann,at svartara var miklu at sjá inn til fjarðarins, er þeir kölluðu Eyjafjörð afeyjum þeim, er þar lágu úti fyrir. Eptir þat bar Helgi á skip sitt allt þat, erhann átti, en Hámundr bjó eptir. Helgi lendi þá við Galtarhamar; (Festarkletturí Kaupangssveit) þar skaut hann á land svínum tveimr, ok hét gölturinn Sölvi.Þau fundusk þremr vetrum síðar í Sölvadal; váru þá saman sjau tigir svína.Helgi kannaði um sumarit herað allt og nam allan Eyjafjörð milli Sigluness og Reynisness(Gjögurtá) ok gerði eld mikinn við hvernvatsós ok helgaði sér svá allt herað. Hann sat þann vetr at Bíldsá, en um váritfærði Helgi bú sitt í Kristsnes.“Lýsing Hauksbókar umlandnám nefndra landnámshjóna hljóðar svo:„Þann vetr bjó Helgi at Bíldsá, en um sumarit kannaði hann herað allt oknam Eyjafjörð allan millim Sigluness ok Reynisness ok gerði eld mikinn viðhvern vatsós við sjó ok helgaði sér svá allan fjörðinn nesa millim. Einum vetrisíðar (færði Helgi bú sitt) í Kristnes.“Í úrskurðinum er vísaðtil þess að samkvæmt Landnámu hafi Helgi magri skipt landi milli ættingjasinna. Austan Eyjafjarðarár hafi hannþannig gefið syni sínum Ingjaldi land upp frá Þverá hinni ytri til Arnarhvols.Hafi Ingjaldur reist bú sitt að Þverá hinni efri, en býlið var síðar nefntMunkaþverá. Þá hafi bróðir Ingjalds,Hrólfur, einnig fengið landsvæði frá föður þeirra austan ár, frá Arnarhvoli, enhann hafi reist bú sitt að Gnúpufelli, skammt austan Eyjafjarðarár, en sunnan Núpár.4. Þaðlandsvæði sem hér er til umfjöllunar, Hólaafréttur, ásamtTorfum/Jórunnarstaðatungum, er í fremsta og syðsta hluta Eyjafjarðardals og þarfyrir ofan. Eru aðilar í aðalatriðumsammála um takmörk afréttarins til norðurs, vesturs og austurs, en ágreiningurer um takmörk hans til suðurs, þrátt fyrir breytta kröfugerð stefnenda hérfyrir dómi og takmörkun til suðurs. Erþannig miðað við að landsvæðið markist til norðurs af Klaufá austanEyjafjarðarár, við suðurmörk eignarlands lögbýlisins Tjarna, en af garði nærriStrangalæk vestan árinnar, við syðstu mörk svonefndrar Arnarstaðatungna íTungnafjalli. Til vesturs og suðvesturser miðað við að svæðið nái að Urðarvötnum, hinu ytra og hinu syðra, og liggi aðsýslumörkum gagnvart Skagafjarðarsýslu, og fari eftir það til suðurs og síðantil austurs með línum, eins og nánar er rakið í aðal- og varakröfum stefnendaog markalínum óbyggðanefndar. Tilsuðausturs miða báðir aðilar við kröfulínu Möðruvalla fyrir óbyggðanefnd, entil norðausturs er miðað við að svæðið liggi að eignarlandi Núpufells sunnanÞormóðsdals/Gnúpufellsdals, en markist síðan nærri vatnaskilum að fyrrnefndriKlaufá, austan Eyjafjarðarár og sé þar á móti eignarlandi lögbýlisins Tjarna,eins og fyrrsagði. Er svæðið afmarkað nánar með punktum og línum á kortióbyggðanefndar.Í úrskurðióbyggðanefndar segir um hið umþrætta landsvæði, Hólaafrétt ogTorfur/Jórunnarstaðatungur: Landsvæði þaðsem hér um ræðir liggur að mestu í yfir 900 m hæð yfirsjávarmáli og hefurleguna norður–suður. Liggur landsvæðið fram af Eyjafirði og uppaf Eyjafjarðardal.Nyrst á svæðinu, milli Sandár og Fremri-Strangalækjar, liggja Torfur. Ríssvæðið skarpt til vesturs upp af Eyjafjarðará í um 1069 m hæð í Torfufellshnjúkog teygir sig vestur að Urðarvötnum (881m). Upp af Eyjafjarðardal er landvíðfeðmt, hallalítið, gróðursnautt og öldótt.Um vestur- og suðurmörkEyjafjarðarsýslu, en einnig um fjallskil á svæðinu á næstliðnum öldum, er íúrskurðinum vísað til fræðiritsins LýsingEyjafjarðar I eftir Steindór Steindórsson náttúrufræðing, sem gefið var útárið 1949, en þar segir m.a.:„Suður frá Öxnadalsheiði liggja mörkin eftir háfjallinu milli Austurdalsog Nýjabæjarafréttar í Skagafirði og Eyjafjarðardals. Kann ég þar ekki að rekjaörnefni, sem þau séu við tengd, enda mun fátt um þau, ef nokkur eru. Liggjasýsluskilin hlykkjótt þar, engu að síður en norðar í fjallgarðinum. Þegardregur inn fyrir byggðir, eru engar ákveðnar merkjalínur til, og mun gamaltsölubréf Nýjabæjar í Austurdal frá 1464vera hin eina heimild þar um, en þar segir svo: að Nýibær eigi land „að Tinnáog svo langt á fjöll sem vötn draga“ Verður það varla skilið öðruvísi en svo,að vatnaskil ráði merkjum allt inn til jökla. Þó munu Urðarvötn ætíð vera talin til Eyjafjarðar, en samt segjakunnugir, að afrennsli þeirra sé til vesturs. Svo mun almennt talið nú, aðöræfasvæðið inn af Eyjafirði sé almenningur frá Geldingsá, er fellur í Jökulsáaustari og inn að Hofsjökli og suður á Sprengisand og austur undir drögFnjóskár. En síðan tekið var að smala land þetta, sem ekki mun hafa verið fyrren seint á síðastliðinni öld, hefir smalamennska einkum fallið í skautEyfirðinga, allt suður undir Fjórðungskvísl,þar sem mörk eru talin milli Norðlendinga- og Sunnlendingafjórðungs. Eftirþessu verður því ekki hægt að ákveða sýsluskil að sunnanverðu, en eftir því semannars staðar hagar til, ættu þau að liggja á vatnaskilum þar sem vötn byrja aðfalla til Eyjafjarðar.“Í úrskurði óbyggðanefndar er vikið aðheimildum um landsvæðið í fremsta hluta Eyjafjarðardals. Þar um er m.a. vísað til ritsins ByggðirEyfirðinga og hins kunna bókaflokks Braga Sigurjónssonar, Göngur ogréttir. Í fyrrnefnda ritinu segir m.a.um afréttinn og fjallskil á svæðinu: ,,Afréttarsvæði Saurbæjarhrepps eru helstdalir og daladrög fram af byggðinni. Austast eru tveir aðaldalir og smærriafdalir fyrir innan Sölvadal. Mest landrými er í Æsustaðatungum og í vestariaðaldalnum sem heitir Þormóðsstaðadalur vestan við Þormóðsstaðaá enGnúpufellsdalur austan við hana. Þar vestan og sunnan við er innsti hlutiEyjafjarðardals, þ.e. fram frá Tjörnum og Hólsgerði innstu byggðu bæja ídalnum. Vestar og norðar er svo Torfufells- og Leyningsdalur sem liggjasitthvoru megin Torfufellsár. Svarfdalur (Sverrisdalur) skerst svo tilnorðvesturs úr Leyningsdal. Allmiklu norðan við bæði Leynings- og Torfufellsdalskerst Gilsárdalur suðvestur í fjöllin en hann hefur nokkurt graslendi þóttlítill sé. Enn norðar og vestar má svo finna Djúpadali ... Göngur áþessa afrétti Saurbæjarhrepps taka fljótt af og er lokið á einum degi. Næstadag eru heimalönd smöluð og lokadaginn er það fé sem ekki komst til skila áaukaréttum rekið til aðalréttar.“Í sveitarlýsingu Saurbæjarhrepps íritinu Byggðum Eyjafjarðar frá árinu 1973 er vikið að nefndu landsvæði, eneinnig er þar greint frá Hæstaréttarmáli nr. 128/1967, frá 29. apríl 1969, semvarðar svonefndan Nýjabæjarafrétt, Fjöll og Laugafellsöræfi sunnan Eyjafjarðardala.Segir í ritinu eftirfarandi, m.a. um staðhætti, afréttarmál og nefndan dóm:Víðáttumikið hálendissvæði liggur suður af Eyjafjarðardölum, gróðurlítið,en kjarngott. Gekk þar nokkuð af fé úr Saurbæjarhreppi á sumrum, einkum úrHólasókn. En síðan um fjárskipti 1950 hefur varla villzt þangað kind.Saurbæjarhreppur taldi sig eiga land þetta samkvæmt fornri hefð og sá lengi umleitir þar einn saman. Síðar tókust samningur við Skagfirðinga um að leitaþetta að hálfu, eða nánar tiltekið árið 1920. Upprekstarfélag Saurbæjarhreppshóf þarna gróðurtilraunir fyrir nokkrum árum. En er Skagfirðingum varð ljóst,að Eyfirðingar töldu sig eiga landið, gerðu þeir kröfu til þess líka. Spunnustaf þessu landsfræg málaferli, sem lyktaði á þann veg, að land þetta á sigsjálft, þar eð hvorugum aðilanum var dæmdur eignarrétturinn. AfréttirSaurbæjarhrepps eru því aðeins í óbyggðum dölum, hvergi um langleiðir að ræða,og víðast er réttað samdægurs. Beztu afréttirnar eru, þar sem jarðir hafa fariðí eyði við afréttarmörkin, svo sem í Sölvadal og Djúpadal.Í sveitarlýsingu Saurbæjarhrepps í Byggðum Eyjafjarðar frá árinu 1990 ervikið nánar að hálendissvæðinu sunnan Eyjafjarðardals og í Austurdal íSkagafirði. Segir þar m.a.:„Fjöllineru land sem liggur vestar og mun sunnar en hefðbundnar fjárleitir Eyfirðinganá. Þeir ganga þó þetta landsvæði í félagi við Skagfirðinga. Takmörk Fjalla erufrá Geldingsá, sem fellur í Jökulsá eystri í Skagafirði, og allt tilHofsjökuls, suður að Þjórsá og austur að leitarsvæðum Þingeyinga. LeitarmörkEyfirðinga og Skagfirðinga eru við Fossá en þar er fé þeirra greint í sundur.Bragi Sigurjónsson telur umrætt landsvæði vera eða hafa veriðeignarheimildalaust að því er best verður vitað. Samkvæmt munnmælum mun það þóhafa tilheyrt Eyfirðingum, einna helst Möðruvöllum í Eyjafirði eða e.t.v.Grund. Vegna fyrrnefndar óvissu um eignarheimildir þóttust hvorki Skagfirðingarné Eyfirðingar skyldugir til að fara í leitir á þessu landsvæði. Fyrstulögskipuðu leitirnar munu því ekki hafa verið gerðar þar fyrr en í kringum1850. Hugsanlega hafa Eyfirðingar stöku sinnum farið þangað í eftirleitir envíst er að Austurdalsmenn gerðu þangað eftirleitir á hverju hausti og funduallmargt fé. Það fé var síðan boðið upp og helmingurinn tekinn í kostnað þannigað lítið varð eftir handa eigendunum. Það mun hafa verið ástæða þess aðEyfirðingar byrjuðu að fara í leitir á Fjöllin reglulega hvert haust og fóruþeir fyrst í félagi við Þingeyinga.“5. Í úrskurði óbyggðanefndar eru að nokkruraktar heimildir um nokkrar jarðir fremst í Eyjafirði, austanEyjafjarðarár. Er þannig fjallað umbýlin Möðruvelli, Gnúpufell, Æsustaði, Nýjabæ, Hóla og fremsta býliðTjarnir. Þá er sérstaklega fjallað umafréttarsvæði þessara jarða. Einnig er íúrskurðinum vikið að jörðinni Jórunnarstöðum, sem er vestan ár, vegna kaupaþáverandi landeiganda hennar á fyrrnefndum Jórunnarstaðatungum árið 1944 afeigendum Hólajarðarinnar.Í úrskurði óbyggðanefndarsegir að kirkjan í Hólum í Eyjafirði hafi verið jarðeignalaus samkvæmtmáldagabók Auðuns biskups rauða Þorbergssonar frá 1318. Hið sama hafi verið uppi á teningnum samkvæmtmáldagabók Péturs biskups Nikulássonar frá 1394 og síðar, í vísitasíubók Jónsbiskups Vilhjálmssonar frá 1429 og í máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonarfrá 1461 og síðar.Í úrskurðinum segir aðheimildir greini frá því að Gunnar Pétursson hafi selt Jóni Ólafssyni jörðinaHóla í Eyjafirði með bréfi, árituðu 14. mars 1375. Í kaupbréfinu segir að Hólajörðin hafi veriðseld með svofelldum skilmálum:–... med þeim gögnum oc gædum sem hann vard eigandi at. ut aa midianmarkgard. þar med eyiafiardardal fram fra klifsaa jardareign. eiga jardirlambarekstr utan fra gerdi oc upp til tiarna. oc eigi verit at talit þo atfarit hafi eldri saudir. torfskurd i arnarstadi sem landinu þarfnaz. selför jtiarna land. svo morgu fe sem heima at holum fædiz þremr kuum og hrossi. skogarpart j leynings jord ...“Í úrskurði óbyggðanefndar segir aðárið 1501 hafi Hólajörðin verið metin á 120 hundruð að dýrleika íjarðaskiptabréfi Þorvarðar Erlendssonar frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, lögmannssunnan og austan, og Gríms Pálssonar sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu. Þá er vísað til þess að í erfðaskiptum árið1569, eftir andlát Þorleifs Grímssonar, hafi jörðin Hólar verið metin á 120hundruð að dýrleika. Í úrskurðinum erþess getið að ágreiningur um eignarhald á Leyningsdal vestan Eyjafjarðarár hafiverið á milli þáverandi eiganda Hóla og eiganda nágrannajarðarinnarLeynings. Hafi þessi ágreiningur leitttil þess að Ormur Sturluson lögmaður þurfti að láta málið til sín taka. Kemur fram í dómabókum að hann hafi úrskurðaðárið 1571, m.a. í ljósi vitnisburðar og seljahalds, að dalurinn skyldi veraundir eignarhaldi eiganda Leyningsjarðarinnar.Í úrskurði óbyggðanefndar segir fráþví að á héraðsþingi að Saurbæ í Eyjafirði þann 16. júní 1701 hafi verið lesinupp lögfesta Ara Þorkelssonar sýslumanns í Barðastrandarsýslu fyrirHólajörðinni í Eyjafirði, en í henni kemur m.a. fram að jörðin hafi þá veriðmetin á 100 hundruð að dýrleika, en inntaks lögfestunnar er að öðru leyti ekkigetið. Þá er vísað til þess að íJarðabók Árna og Páls frá árinu 1712 segir að kirkjustaðurinn Hólar sé„anecteraður með Miklagarði og Stóradal“. Þar er og greint frá því að afrétturjarðarinnar sé frá Tjarnalandi og í Eyjafjarðardal, en enn fremur að hjáleigurhennar séu tvær, Hólakot og Gieldingagerde, en að auki séu í landihennar eyðihjáleigurnar Hólasteckurog Kringla. Hið sama kemur fram íjarðamati frá árinu 1804.Í Jarðarbókinni er búskaparháttum áHólum nánar lýst þannig: „[...] Selstöðumeð haga fyrir ásauð, sem elst í Hólum, iii kýr og i hest í stokki íTjarnaland, hefur áður brúkast, en nú ekki í nokkur ár. Afrjett á staðurinnfram frá Tjarnalandi og botninn á Eyjafjarðardal. Þángað á Hóla kirkjusóknfyrir austan Eyjafjarðará skylduupprekstur fyrir afrjettartoll, brúkaststundum, stundum ei, sakir harðinda og grasleysis. Skógarhögg á staðurinn eðurkirkjan í Leyníngsskógi á Hrafnsnesi á milli Járnhryggjar og Torfufellsár. Sáskógur er eyddur til kolgjörðar, en bjarglegur til tróðs og eldiviðar.“Samkvæmtgögnum var svonefndri Hólatorfu, þ.e. lögbýlinu Hólum og fyrrnefndum hjáleigumhennar, skipt upp. Er í Jarðabókinni því lýst að jarðgæði,kostir og ókostir Hólakots séu þeir sömu og heimajarðarinnar.Fram kemur í gögnum að mat á virði Hólajarðarinnar hafi farið fram 12.nóvember 1765, og segir að tilefni þess hafi verið það álit þáverandi eigandaað verðmæti hennar hefði minnkað. Íþessu mati er m.a. áréttað að jörðinni tilheyri land sem kallistEyjafjarðardalur, en tekið er fram að það sé svo langt frá að ábúandijarðarinnar nýti sér það aðeins til beitar fyrir hross og geldfé.Í úrskurði óbyggðanefndar segir fráþví að þann 29. maí 1809 hafi Jón Jónsson, prestur í Möðruvallaklausturssókn,samþykkt, í umboði B. Stephensens, að selja E. Thorlacius, Miklagarðs- ogHólapresti, jörðina Hóla ásamt hjáleigunni Hólakoti og eyðihjáleigunum Kringluog Geldingagerði með því landi og afréttarlandi sem torfunni tilheyrði. Greint er frá því að þann 5. júní árið 1822hafi þáverandi jarðeigandi Hóla, séra Hallgrímur Thorlacius, lesið upp lögfestufyrir nefnda Hólatorfu og hennar afrétt í Eyjafjarðardal, en þar segir m.a.:Eg, Proprietarius Hoola Torfu,Liggande innann Ejafiardar Syslu og Saurbæar Hrepps, Lögfeste hermed, underNefnda Torfu allann Ejafiardar Dahl, til Jtstu Takmarka sem adrir Menn í móteeíga, og her med á nafn nefne.Vestann Ejafiardar ár adskilia SoKalladur Straungu lækur Hoola og Arnarstada Land, hvarum Næstumm samann falla iEjtt ad Nedann, enn kliúfast umm graslausa meela ofann fialls, þó skal súkvyslinn hvert þad er sú fremri eda nordari, sem stærri og rettari er,landamerkjum ráda, og þaðann frá allt Land, hveriu nafne sem hejtir framm ídragsbotn.Austann Ejafiardar ár [ofanlínu] adskilur Hoola og Tiarnaland, So nefnd Selskál, við hveria stendurnidur vid ána, frá aldödla so kallad heimara Hóla-sel, er hefur á Næstu Týmumnýtt nafn feíngid innann Hóla-sóknar af Tjarna-seli, skal klettabukta í midreSelskál þessare, first umm sinn, vera Landamerke mille Strax tedra Jarda. Beinti Ejafiardar á Nidur og þadann frá og framm, Klaufamyrar, Klaufá, Klifsheídi,Klifsá, Svýnheide Svýná, Stakkar, allt i dragsbotn. […]Fram kemur í gögnum að ábúandilögbýlisins Tjarna, Steinn Pálsson, hafi mótmælt lögfestunni, með svofelldri bókun:[…]4. ... Lögfestunni andæpti Proprietariusog ábúande Tiarna Steinn Pálsson, ad hann varast skyldi um simt [ógr. orð] hidforbodna Land ad brúka; ad ödru Leite qvadst hann prótistiera LögfestunnarInnehald, þar hann fyrir víst meinti, ad Land Tiarna sinna nædi ad Klifsá,hvört Prötest Lögfestandi siálfr var áheyrande. […]Fram kemur að með nefndumjarðeigendum hafi á fundi hjá sáttanefnd þann 1. júlí nefnt ár tekist sátt ummerki milli lögbýla þeirra, Tjarna og lands Hóla fremst í Eyjafjarðardal og þáþannig að merkin skyldu vera við Klaufá í stað Klifsár. Um efni sáttagjörðarinnar segir nánar: Vid Samtal um efni þetta milliPartanna í Commissionarinnar nærveru, foreinudust Partarnir um sagdra jardaLandamerki á þann hátt, sem fylgir: ad Steinn fullkomliga samþyckir, adLandamerki millum tédra jarda, Hóla- og Tjarna-Lands á Eyafjardardal, skuli héreptir vera ecki Klífsá, heldur svo nefnd Klaufá, sem heimar liggur á dalnum,enn sú fyrri; svo Hóla afréttarland, aldeilis átølulaust, byrji strags fyrirframar sagda Klaufá, hvar Klífsárheidi tekur til eda byrjar. Þará móti áskilurPresturinn: a, ad Hólar eigi fría ( þ.e. betalíngslausa:) Selstødu, til allrarbrúkunar á dalnum, fyrir heiman nefnda Klaufá, þar sem hentast sýnist, alltheim ad Glerá. b, ad Tjarna ábúendur edur Eigari reki aldrei sínar Sképnur,saudfé edur Hross, geldfé edur Búsmala, sinn edur annara, framyfir nefndaKlaufá, og C, ad svo framarliga ad Presturinn, núverandi Hóla Propietarius,edur adrir sídarmeir, géti, med Løggildum Skiølum edur Røkum, sannad þá áduráminstu Sögn sumra gamallra manna: ad Hólar hafi átt og eigi Land heim í Gleráá Eyafjardardal, skuli þessi Forlíkunar Samníngur eckert hindra þess LandsTilkall Hóla vegna; hvørju Prestsins uppástandi, svo vel sem þeim fyrri Póstum,Steinn er fullkomliga samþyckur. Þessum samníngi til réttrar Stadfestu,undirskrifa nefndir málspartar, nærst Commissioninni, sín eigin handar nøfn. Utsupra.J. Jónsson mpria, J. Sigurdsson, H.E. Thorlacius, Steirn Pálsson.Sáttagjörðin var innfærð í SáttabókEyfirðinga 1799-1836, og er hún samhljóða þeirri uppskrift sem að ofan greinir.Í jarðamati frá 1804 segir aðHólakoti tilheyri eyðihjáleigan Geldingagerði, en í jarðamatinu frá 1849 segirað Hólakot eigi frían upprekstur á Hólaafrétt.Um jarðgæði Hóla segir í síðastnefnda jarðamatinu að jörðin eigitorfristu í landi fyrrum hjáleigu, Hólakots, en eigi að auki afrétt fyrir sigog fáar aðrar jarðir í Eyjafjarðardal beggja vegna.Nýibær var byggður úr landi Hóla ummiðja 19. öldina, en í landamerkjabréfi frá 1922 segir að jörðin eigiupprekstrarland á Hólaafrétt endurgjaldslaust.Í jarðatali Johnsens segir umTjarnarjörðina að í landi hennar eigi fjögur býli upprekstrarrétt fyrir lömb.Þann 5. júní árið 1850 var ámanntalsþingi að Saurbæ í Eyjafirði fyrrnefnd sáttagjörð frá 1. júlí 1822þinglesin á milli eigenda jarðanna Tjarna og Hóla, um landamerki áEyjafjarðardal, sem og vegna selstöðu Hóla í svonefndum Tjarnardal. Síðarnefnda atriði er í samræmi við skrif yfirmatsmannaEyjafjarðarsýslu, en þeir tiltaka það einnig að beitiland Hólakotshjáleigunnarsé óskipt með heimajörðinni Hólum. Frá því segir í gögnum að ámanntalsþinginu að Saurbæ þann 5. júní 1850 hafi prófasturinn H. Thorlaciuslögfest svonefndar Hólagrundir vegna lögbýlisins Hóla út að landamerkjagarðifyrir utan Hólastekk. Þá segir frá þvíað ábúendur Hóla og Hólakots hafi mælt sér mót við bóndann á Tjörnum þann 16.júlí 1852 til þess að reyna að leysa ágreining um rekstur trippa og annarsgeldfjár þá um vorið á Hóla- og Tjarnaafrétti og að í framhaldi af því hafiþeir komist að svohljóðandi niðurstöðu:,,Fyrster þad samkomulag med trippin, ad Msr. Páll vill hefur [ofanlínu] med því skilyrdi ad [ofan línu] veita þeim eftirleidis[ofan línu] fyrerstödu án borgunar, ad þau séu af allri Torfunni eifleiri enn 8 og þarnæst ad þeir taki ei austanfram fle á Hóla afréttfleira enn svarar hierumbil 50 roskid og 70 lömb, en í Torfurnar er ætlast tilþeir taki svo sem svarar frá Vatnsenda og Haldórsstöðum.Þarámóti áskilur Msr.Páll sér ad hafa jafnmörg trippi á samlögum í dalnum, og eins fríheit fyrirlömb og géldfé sitt þann ársins tíma, sem honum kynni ad vera þad hagur, ánþess ad taka af ödrum nokkurt géldfé í afréttina. Ad öllu því leiti, sem ekkihér ummrædir, er beggja málspartanna réttur óskértur. Til stadfestu eruhlutade[i]ganda undirskrifud nöfn sama stad, ár og dag, sem upphaflegargreinir.Undir þetta skrifa Jón Jónsson, Sveinn Sveinsson, Abraham Hallgrímsson,Jón Sveinsson og P. Steinsson. Viðstaddir voru E.Thorlacius og Jón Thorlacíus.“Landamerkjabréf fyrir Hólajörðina varútbúið 23. maí 1889 og þinglesið degi síðar.Í bréfinu er lýst merkjum heimalandsins, en um merki afréttarlandsjarðarinnar fremst í Eyjafjarðardal segir:,,[…] Hólareiga afrjett í Eyjafjarðardal að austanverðu árinnar fram frá Klaufá, við hanaer byggður trippagarður, og að vestanverðu árinnar fram frá trippagarði þeim,sem byggður er rjett á móti garðinum að austanverðu árinnar og fram til jöklaað austan og vestan til sýslumóta.Þess skal getið að garðurinn að vestanverðuvið Eyjafjarðará stendur framar en í miðju Stangalækjarfjalli, enStangalækjarfjall hefur verið þrætuland milli Hóla og Arnarstaða, nú hafahlutaðeigendur komið sjer saman um að láta merkin vera um trippagarðinn í mótiKlaufá, og eiga Arnarstaðaábúendur að hafa frían upprekstur fyrir 2 trippi íHólaafrjett […]Hólar eiga þrjá betalingslausa selstöðu tilallrar brúkunar í dalnum fyrir heiman nefnda Klaufá, þar sem hentast sýnist,allt heim að Glerá. Samkvæmt þinglýstum sáttagjörningi frá 1. júlí 1882.“JónÓlafsson skrifaði undir bréfið vegna eigenda Hólatorfunnar. Það var samþykkt afRandveri Bjarnasyni, eiganda ½ Arnarstaða, Þorsteini Thorlacius í umboði HelguJóhannesdóttur eiganda ½ Arnarstaða og tæpl. ½ Vatnsenda, og Páli Sveinssyni, eigandarúms helmings Vatnsenda.Í mati áHólum, sem gert var þann 25. maí 1903, ásamt með hjáleigunni Hólakoti ognýbýlinu Nýjabæ, segir að stór afréttur fylgi jörðinni. Hið sama segir í fasteignamati frá 1916-1918fyrir Hóla, en þar segir og að jörðinni fylgi afrétturinn Hóladalur. Í þessu mati er þess getið að upplýsingar um landamerki Hólakotsog Nýjabæjar, sem útbúin voru 1921, sé að finna í fyrrnefndri landamerkjaskráHóla frá 1889, en þar kemur m.a. fram að býlinu fylgi upprekstrarland áHólaafrétt fyrir framan Klaufá endurgjaldslaust fyrir sínar skepnur.Nýtt landamerkjabréf fyrir lögbýliðHóla var útbúið 15. júní 1923, en því var þinglýst fjórum dögum síðar. Í bréfinu er lýst merkjum jarðarinnar, eneinnig er kveðið á um sameiginlegt beitiland með jörðunum Hólakoti og Nýjabæ ogsíðan afréttarlandi jarðarinnar. Segirum þetta nánar í bréfinu:„[...] Beitiland Hóla, Hólakots og Nýjabæjar, liggur austan (ofan) viðvörslugirðingu jarðanna, út og suður það sem löndin ná og til fjalls, alltaustur á miðja brún. Beitilandið er sameiginlegt fyrir áðurnefndar jarðir.Afréttarland er sem hér segir: Á Eyjafjarðardal austanverðum, er þverá,er Klaufá heitir. Við hana er hlaðin fyrirstöðugarður. Gegnt þessum garði, erannar garður vestan megin árinnar. Eiga Hólar afrétt frá Klaufá og garðinumvestan megin, og fram það, sem dalurinn nær, á efstu fjallsbrún að austan og aðsýslumörkum að vestan.[...]Á meðan girðing þessi [vörslugirðing] stendur á sama stað, hafa Tjarnirog Hólatorfan (Hólar, Hólakot og Nýibær), gjaldfrían upprekstur fyrirafréttarpening sinn á Eyjafjarðardal austanverðum, eins og að undanförnu,framan við girðinguna. [...]Með framanritaðri merkjalýsingu og samþykkt hlutaðeiganda um sameiginlegafnot Eyjafjarðardals, austan megin árinnar, eru allar eldri merkjalýsingar ogsamþykktir um landamerki á milli Tjarna og Hóla úr gildi numdar, og sömuleiðiságreiningur sá, sem verið hefur, um ítök eða afnotarétt annarar hvorrarjarðarinnar í landi hinnar, fallinn niður.“Tómas Benediktsson – eigandi 11/20 úrHólum –, Jón Sigurgeirsson – eigandi fimmtungs úr Hólum – og MagnúsKristjánsson – umráðamaður 9/40 úr Hólum – skrifuðu undir landamerkjabréfið.Það var samþykkt af Davíð Jónssyni – umboðsmanni eigenda Tjarna –, JóniTómassyni – eiganda hálfra Arnarstaða –, Júlíusi Jakobssyni – eiganda hálfraSkáldstaða –, Frímanni Jóhannessyni – umráðamanni hálfra Arnarstaða –, ÓlafiSigurðssyni – sem handsalaði sem eigandi hálfra Skáldstaða –, SveinbirniSigtryggssyni – eiganda Kolgrímsstaða –, Kristjáni Jósefssyni – eigandaþriðjungs úr Vatnsenda –, Jóni Jónssyni – eiganda 2/3 úr Vatnsenda.Um Tjarnir segir í fasteignamatinu1916-1918 að jörðinni fylgi upprekstrarlandið Tjarnadalur. Landamerkjabréf fyrir Tjarnir varútbúið 15. júní 1923 og þinglesið fjórum dögum síðar. Er þar m.a. kveðið á um merki jarðarinnar tilnorðurs gagnvart Halldórsstöðum, en um suðurmerkin segir:Að sunnanræður merkjum á Eyjafjarðardal, á, milli Tjarna- og Hóla-afrétta, svonefndKlaufá ...[…]Á meðan að girðing þessi stendur á sama stað, hafa Tjarnir ogHólatorfan (Hólar, Hólakot og Nýibær) gjaldfrían upprekstur fyrirafréttarpening sinn á Eyjafjarðardal, framan við girðinguna og ennfremur eigaTjarnir þar gjaldfría beit fyrir nautgripi þá og brúkunarhross, sem tilheyrajörðinni. Rétt til að taka fénað á dalinn af öðrum, hafa Tjarnir og Hólar, aðsínum helmingi hvor. Með framanritaðri merkjalýsingu og samþykkt hlutaðeiganda,um sameiginleg afnot Eyjafjarðardals, austan árinnar eru allar eldrimerkjalýsingar og samþykktir um landamerki milli Tjarna og Hóla, úr gildifeldar, og sömuleiðis ágreiningur sá, [sá fyrir ofan línu] sem verið hefir, umítök eða afnotarétt annar hvorrar jarðarinnar í land hinnar, fallin niður.Landamerkjabréfið var áritað aflandeigendum nefndra jarða, en einnig af eigendum jarðanna Arnarstaða, Úlfár ogÞormóðsstaða.Í úrskurði óbyggðanefndar segir að íafsals- og veðmálabók Eyjafjarðarsýslu sé svohljóðandi athugasemd um Hóla:„Landsunnan og vestan Eyjafjarðardals. Líði félagið [UpprekstrarfélagSaurbæjarhrepps er eignaðist land 1965] undir lok eða hættir að nota landiðfellur það aftur til Hóla með ræktarlöndum og girðingum, en án annarramannvirkja. [...]“Eins og fyrr sagði var„afréttarsvæðið“ „Torfur/Jórunnarstaðastungur“ selt frá Hólum til Jórunnarstaðavestan Eyjafjarðarár árið 1944.Ágreiningslaust er að þetta landsvæði er nú á ný í eigu þinglýstraeigenda Hólajarðarinnar, stefnenda, en það er eins og áður var rakiðóumdeilanlega innan marka Hólaafréttar.6.Í úrskurði óbyggðanefndar og framlögðum gögnum er nánar vikið aðafréttarnotum landeigenda og ábúenda á hinu umþrætta landsvæði fremst íEyjafjarðardal og á svæðinu þar fyrir ofan, en þar um vísast einnig til þesssem rakið var í kafla I.4 hér að framan.Í sýslufundargjörð fráárinu 1894 er greint frá „skrá yfir afrétti og fjárréttir“Fram-Eyjafjarðar. Er þar m.a. getið umafrétti á Sölvadal og Hraunárdal, í Hraunártungum og Æsustaðatungum, en einnigá Núpufellsdal og Þormóðsstaðadal frá Langhólum, í Tjarnadal frá Glerá og íHóladal.Íúrskurði óbyggðanefndar er vísað til þess að í gögnum vegna hæstaréttarmáls nr.128/1967 (Nýjabæjarafrétt), sem lyktaði með dómi 26. apríl 1969, sé að finnasamþykkt um fjárleitir á öræfunum millum Skjálfandafljóts að austan og Jökulsáreystri í Skagafirði að vestan, og að hún hafi verið samþykkt af sýslunefnd ogsýslumanni Eyjafjarðarsýslu í mars 1912.Þar stendur:„Ummerki leitarsvæðisins eru: Að austanSkjálfandafljót, að sunnan Tungnafellsjökull, Jökuldalur og sandarnir sunnanvið þær hagateygjur, er liggja að Jökuldal (Fjórðungskvísl), og þaðan íArnarfellsjökul. Að vestan Hofsjökull og Jökulsá hin eystri í Skagafirði. Aðnorðan Fossá og suðvesturmörk afréttanna, suður af Eyjafjarðar ogÞingeyjarsýslum, austur að Skjálfandafljóti.Leitarsvæði þetta skiptist í tværleitir. Jökuldalsleit austan til ogLaugafellsleit vestan til. Takmörk milli leita þessara eru: Háöldurnar vestan við Kiðagilsdrög og suðurfyrir botn þeirra, síðan suður háöldurnar austan við Bergsstaðakvísl(Þjórsárkvísl), og þaðan vestan Þjórsárkvíslar í Arnarfell.“Segir frá því aðfjárleitarsamþykktin hafi gilt til fimm ára, og að notendur heimaafréttarÖngulstaðahrepps, Saurbæjarhrepps og sýslusjóðir Eyjafjarðar- ogÞingeyjarsýslna hafi verið skyldir til að taka þátt í kostnaði viðLaugafellsleit.Stjórnarráð Íslands sendi öllumsýslumönnum landsins bréf 29. desember 1919, en þar var þeim tilkynnt að vegnaþingsályktunar um rétt ríkisins til vatnsorku í „almenningum“ frá 27. september s.á. bæri þeim að skila skýrslu viðfyrsta tækifæri um svæði í sýslum þeirra sem teldust vera „almenningar“ og um „afréttarlönd“sem ekki sannanlega hefðu tilheyrt eða tilheyri nokkru lögbýli. Í svarbréfi Júlíusar Havsteen, sýslumanns íEyjafjarðarsýslu, dagsettu 27. september 1920, segir m.a. að hann hafi aflaðumsagna hreppstjóra og borið svör þeirra saman við landamerkjabóksýslunnar. Verður ráðið að tilgrundvallar svarbréfi sýslumanns hafi m.a. verið bréf Benedikts Einarssonar,bónda að Hálsi og hreppstjóra Saurbæjarhrepps, sem dagsett er 8. mars 1920, enþar segir m.a.:„... allir afrjettir hjer í hreppi eru einstakra manna eign, en almenningareru hjer engir. Um öræfin fram af Eyjafirði er það að segja, að ílandamerkjabrjefi jarðarinnar Möðruvalla stendur, að sú jörð eigi land framöræfin, alt fram að “Laugarfelli”, en óvíst er hvort greinileg merki eru tilumhverfis landeign þessa. Ekki er mjerkunnugt um, að aðrar jarðir hjer í hreppi tileinki sjer land þar suður frá.“Íúrskurði óbyggðanefndar er vikið að fyrrgreindum dómi Hæstaréttar Íslands nr.128/1967: Mál UpprekstrarfélagsSaurbæjarhrepps (áfrýjanda) gegn eigendum Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli íSkagafirði (stefndir), sem kveðinn var upp 29. apríl 1969. Málið varðaðisamkvæmt orðum Hæstaréttar eignarrétt á hinum umþrættu landsvæðum, en ekkiupprekstrarrétt málsaðila. Um dómkröfuraðila segir í dóminum að áfrýjandi, Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps íEyjafirði, hafi krafist þess að landamerki fyrir umráðasvæði þess til vestursgagnvart löndum stefndu á hálendinu vestan og sunnan Eyjafjarðardala og íAusturdal yrðu staðfest þannig fyrir dómi:„Nyrzt ráði merkjum Fossá frá upptökum nyrðrikvíslar til ármóta hennar og Jökulsár eystri, síðan ráði Jökulsá eystri merkjumsuður að ármótum hennar og Strangalækjar, þaðan ráði bein lína suður íMiklafell í Hofsjökli.“Nefndirmálsaðilar byggðu kröfur sínar og varnir m.a. á eftirfarandi rökum:„Áfrýjandi,Upprekstrarfélag Saurbæjarhrepps, reisir kröfur sínar á því, að hann hafi tekiðheimildir á landsvæði þessu frá fyrri eigendum jarðanna Möðruvalla og Hóla íSaurbæjarhreppi, sem frá fornu fari hafi talizt taka yfir landsvæðið.Stefndu, eigendur Ábæjar og Nýjabæjar meðTinnárseli, reisa dómkröfur sínar á afsali fyrir hálfri jörðinni Nýjabæ frá 29.janúar 1464, þar sem landið sé talið vera hluti jarðarinnar.“Röksemdir og dómsniðurstaða Hæstaréttar í málinuvar sem hér segir: „Hvorki áfrýjandi néstefndu hafa fært fram gögn fyrir fullkominni eignatöku að fornu eða nýju álandsvæði því, sem um er að tefla í máli þessu. T.d. verður eigi séð, aðeigendur Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli eða eigendur Möðruvalla og Hólahafi fyrrum innt af hendi smölun og fjallskil á landsvæðinu, og svo semeigendum jarða var boðið að gera á jörðum sínum, sbr. Jónsbók, landsleigubálk 49. Yfirlýsingar í afsölum fyrr ogsíðar, sem eigi styðjast við önnur gögn, nægja eigi til að dæma öðrum hvorumaðilja eignarrétt til öræfalandsvæðis þessa. Verða því kröfur hvorugs aðilja ímálinu teknar til greina.“Í úrskurðinum er vísaðtil svarbréfs sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu, dagsetts 1. ágúst 1979, vegnafyrirspurnar um afréttarlönd í sýslunni.Í bréfinu segir um afréttarlönd í Saurbæjarhreppi að þeir séu í Sölvadalog Þormóðsdal/Gnúpufellsdal og er í framhaldi af því tíundað hvaða býlum hanntilheyrir, en þar á meðal eru Möðruvellir, Æsustaðir og Gnúpufell íSaurbæjarhreppi. Þá segir eftirfarandium afrétti í Eyjafjarðardal: .Klifsheiðifrá trippagarði, Svínheiði og Bo(t)n að austan og vestan að Sandá. Heyrir undirHóla.2.Torfurfrá Sandá að Trippagarði í Lækjarfjalli. Heyrir undir Jórunnarstaði.3.Arnarstaðatungurfrá Trippagarði í Lækjarfjalli að Hafrá. Heyrir undir Arnarstaði og Arnarfell.4.Úlfárheiði,frá Hafrá að Úlfá. Heyrir undir Hólsgerði.Vegna fyrirspurnarfélagsmálaráðuneytisins þann 20. febrúar 1989 til sveitarstjórna, m.a. umfjallskil, afrétti og eignarrétt á slíkum svæðum, svaraði hreppsnefndSaurbæjarhrepps með bréfi þann 8. janúar 1990, en þar segir m.a.: „[...]Hér eru engin afréttarlönd önnur en fjallshlíðarnar ofan við girt heimalönd ogdalskorur sem ganga inn í hálendið út frá byggðum dölum. Öll þessi afréttarlönd eru í einkaeigu og erannað ekki til. [...]“7.Í úrskurði óbyggðanefndar, niðurstöðukafla, er að nokkru vísað tilframangreindra heimilda, að því er varðar sögu, afmörkun, ráðstöfun aðeignarrétti og nýtingu á hinu umþrætta landsvæði í Eyjafirði fram og áhálendissvæðinu þar fyrir ofan. Vísað ersérstaklega til kafla sem ber heitið Almennarniðurstöður óbyggðanefndar, en einnig til dómafordæma Hæstaréttar Íslands íþjóðlendumálum og um landnám. Þá ervikið að ágreiningsefni varðandi þjóðlendukröfu íslenska ríkisins vegnajarðarinnar Tjarna, sem er fremsta jörðin í Eyjafjarðardal austanEyjafjarðarár, þ.e. um suður- og austurmörk hennar. Í rökstuddri niðurstöðu vísar óbyggðanefndtil þess að Tjarnir hafi um aldir verið sjálfstæð jörð með þinglýstumlandamerkjum og nýtt eftir búskaparháttum og aðstæðum á hverjum tíma. Að þessu sögðu var kröfu íslenska ríkisins umþjóðlendu hafnað.Í úrskurðinum vísar óbyggðanefnd tilþess sem rakið var hér að framan um sögu, afmörkun og ráðstöfun að eignarréttiog nýtingu Hólaafréttar og Jórunnarstaðatungna, en einnig er þar vikið aðfyrrgreindri umfjöllun um afrétti og afréttarnot. Bent er á að Hólaafréttar séfyrst sérstaklega getið í heimild frá 14. öld, en að elstu heimildina um merkiJórunnarstaðatungna sé að finna í fyrrnefndu afsali frá 1944, sem þá hafi veriðkallaðar Torfur, en nú Jórunnarstaðatungur.Hafi það svæði þá verið selt úr Hólaafrétti til Jórunnarstaðabænda.Í úrskurðinum er bent á að jörðinHólar liggi utan við ágreiningssvæði í máli þessu, aðskilin frá afréttinum aföðrum jörðum og landsvæðum. Sama verður sagt um jörðina Jórunnarstaði. Bent erá að í landamerkjabréfi Hóla, frá 23. maí 1889, sé annars vegar lýst merkjum„heimalandsins“ og hins vegar merkjum „afrjettar“ jarðarinnar. Sama komi fram ísíðara landamerkjabréfi fyrir Hóla frá árinu 1923. Vísað er til þess að minnstsé á Hólaafrétt í fjölmörgum eldri heimildum, þ. á m. í sölubréfi frá 1375,Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1712, og lögfestu Hólatorfu og sáttagjörðarvið landeigendur á lögbýlinu Tjörnum og jarðamötum frá 1822. Staðhæft er að afþessum heimildum megi ráða að landið hafi haft stöðu afréttar samkvæmt þeirrieignarréttarlegu flokkun lands sem almennt hafi verið miðað við fram aðgildistöku þjóðlendulaga. Að þessu sögðufjallar óbyggðanefnd um það álitaefni hvort í því hafi falist bein eða óbeineignarréttindi til landsvæðisins, þ.e. hvort þar sé eignarland eða þjóðlendasamkvæmt skilgreiningum í 1. gr. þjóðlendulaga.Til grundvallar að úrlausn fjallar óbyggðanefnd um það hvernig merkjumHólaafréttar sé lýst í landamerkjabréfum Hólajarðarinnar, en einnig fjallar húnum merki aðliggjandi landsvæða og þá með hliðsjón af fyrrnefndum heimildum,kröfum aðila og framlögðum kortum. Einsog fyrr sagði takmörkuðu stefnendur fyrir dómi kröfugerð sína um landsvæðiðnokkuð til suðurs miðað við upphaflegar kröfur sem þeir höfðu gert fyriróbyggðanefnd. Í niðurstöðu sinni vísaróbyggðanefnd til þess að norðan landsvæðisins, vestan Eyjafjarðarár, liggisvæðið að Arnarstaðatungum, sbr. mál nefndarinnar nr. 2/2008, en austan árliggi svæðið að eignarlandi Tjarna, en einnig að eignarlandi Gnúpufells íÞormóðsstaðadal, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1/2008, sem ekki varskotið til dómstóla. Þá segir í niðurstöðunni að til austurs liggi Hólaafrétturað kröfusvæði Möðruvalla og til suðurs og vesturs að kröfusvæði sem kennt ervið svonefndan Nýjabæjarafrétt, sbr. mál nefndarinnar nr. 4/2008.Í úrskurði sínum fjallaróbyggðanefnd nánar um mörk Hólaafréttar og áréttar að samkvæmt eldralandamerkjabréfi Hóla sé landsvæðinu þannig lýst: „Hólar eiga afrjett í Eyjafjarðardal að austanverðu árinnar fram fráKlaufá, við hana er byggður trippagarður, og að vestanverðu árinnar fram frátrippagarði þeim, sem byggður er rjett á móti garðinum að austanverðu árinnarog fram til jökla að austan og vestan til sýslumóta“. Tekið er fram aðbréfið hafi einungis verið áritað um samþykki vegna Arnarstaða. Í úrskurðinumer áréttað að í síðara landamerkjabréfi Hóla sé merkjum „afréttarlands“ Hólalýst svo: „Á Eyjafjarðardal austanverðum,er þverá, er Klaufá heitir. Við hana er hlaðinn fyrirstöðugarður. Gegnt þessumgarði, er annar garður vestan megin árinnar. Eiga Hólar afrétt frá Klaufá oggarðinum vestan megin, og fram það, sem dalurinn nær, á efstu fjallsbrún aðaustan og sýslumörkum að vestan.“Vísað er til þess að bréfið hafi verið áritað um samþykki vegna jarðannaTjarna, Arnarstaða og Þormóðsstaða.Í úrskurði er aðofangreindu sögðu að nokkru áréttað efni eldri heimilda um landsvæðið og þar ámeðal eftirfarandi lýsing Hóla úr Jarðabókinni frá 1712 þar sem segir: „Afrjett á staðurinn fram frá Tjarnalandi ogbotninn á Eyjafjarðardal.“ Ennfremur er vikið að áðurrakinni sátt landeigenda frá 1822 um merki Tjarna ogHóla, þ.e. að merkin séu um svonefnda Klaufá en ekki „Klífsá“ svo sem eigandiTjarna hélt fram um tíma. Einnig er í úrskurðinum vísað til fyrrnefndrarlögfestu landeigenda jarðanna frá 1822 fyrir Hólatorfu og „hennar afrétt íEyjafjarðardal“ og loks um það sem fram kemur í jarðamatinu 1849 um að afrétturHóla sé „á svokölluðum Eyjafjarðardal beggja megin.“ Loks er það áréttað að eina heimildin umafmörkun á „afréttarsvæðinu“ „Torfum“ eða Jórunnarstaðatungum sé í afsalsbréfifrá 1944, þar sem segir um afmörkun þess: „Aðnorðan af fyrirstöðugarði úr grjóti, gegnt Klaufá, að sunnan af Sandá, aðvestan af fjallsbrún og að austan af Eyjafjarðará.“Að því er varðar merkiaðliggjandi kröfusvæða er í úrskurðinum vísað til þess að samkvæmtlandamerkjabréfi Arnarstaða, ódagsettu en þinglýstu 20. maí 1890, séusuðurmerki „afrjettarlands í Arnarstaðatungum“ í samræmi við merki Hólaafréttarog þau miðuð við trippagarð vestan Eyjafjarðarár. Tiltekið er að bréfið hafi ekki verið áritaðvegna Hóla og að engar eldri merkjalýsingar hafi fundist fyrirArnarstaðatungur. Um merki Tjarnajarðarinnar til suðurs segir að þau miðistsamkvæmt árituðu landamerkjabréfi frá 15. júní 1923 við Klaufá, en það sé ísamræmi við fyrrgreind merki afréttarsvæðis Hóla til norðurs, en einnig séþetta í samræmi við sáttagjörð landeigenda frá 1822. Þá segir í úrskurðinum að í landamerkjabréfiÞormóðsstaðasels í Sölvadal, frá 10. maí 1890, séu merki til suðurs, gagnvartkröfusvæði Hóla, miðuð við dalsdragið og að vestan „fjallið“. Tekið er fram að bréfið hafi ekki veriðáritað vegna Hóla, en að eldri heimildir um Þormóðsstaðadal séu í samræmi viðþetta. Þá segir að merkjum „afrjettarlands Möðruvalla“ sé lýst ílandamerkjabréfi fyrir Möðruvelli frá 28. apríl 1886 til suðurs, gagnvartkröfusvæði Hóla: „... suður á fjall, aðsvonefndu „Laugafelli““. Tekið er fram að bréfið hafi ekki verið áritað vegnaHóla, en jafnframt er staðhæft að eldri heimildir um Möðruvelli lýsi merkjumskemur til suðurs en landamerkjabréfið.Loks segir að til vesturs liggi Hólaafréttur að kröfusvæði Nýjabæjar íAusturdal, sbr. mál nefndarinnar nr. 4/2008, en tekið er fram að um síðarnefndasvæðið finnist engar merkjalýsingar fyrir utan afsal frá 1464 þar sem segir: „ath tinnaa. ok suo langt aa fioll fram semvotn dragha“.Í úrskurði óbyggðanefndarer vísað til þess að í áðurröktum landamerkjabréfum Hóla frá 1889 og 1923 séafmörkun á „afrjetti“ jarðarinnar í Eyjafjarðardal lýst með svipuðum hætti tilnorðurs og vesturs, þ.e. að mörkin til norðurs séu við Klaufá, en aðsýslumörkum til vesturs. Hins vegar séulýsingar í bréfunum ólíkar til suðurs og austurs að nokkru leyti. Er vísað til þess að í eldralandamerkjabréfinu segir: „... fram til jökla að austan“, en í hinu yngra bréfisé miðað við að farið sé „á efstu fjallsbrún að austan“. Bent er á að ekkert séminnst á suðurmerki afréttarins í eldra bréfinu fyrir utan að þar segi að Hólareigi „afrjett í Eyjafjarðardal“ og megi af því álykta að þar sé átt við framallan dalinn, sbr. að því leyti fyrrnefndar lýsingar í Jarðabókinni ogjarðamati frá 1849, en ekki upp á hásléttuna sem þar taki við. Aftur á móti séí yngra bréfinu miðað við að afrétturinn nái „fram það, sem dalurinn nær“.Það er niðurstaðanefndarinnar að ofangreindu sögðu að líklegt sé að afréttarlandið ná fram allanEyjafjarðardal til suðurs og til austurs á efstu fjallsbrún. Að því er varðar vesturmörk afréttarlandsinser það niðurstaða óbyggðanefndar að þar sé miðað við sýslumörk Eyjafjarðar- ogSkagafjarðarsýslu, en jafnframt er sagt að óljóst sé hvernig þeim hafi veriðskipað á þeim tíma sem landamerkjabréfin voru gerð. Bent er á að í fyrrnefndrilögfestu fyrir Hóla frá 1822 sé minnst á Strangalæk, sem renni í Eyjafjarðará ámilli Arnarstaðalands og afréttarlands Hóla. Þá segir að vísbendingu um þaðhvernig eigendur Hóla hafi litið á vesturmörk Hólaafréttar megi eftir atvikumfinna í afsalinu fyrir „Torfum“ eða Jórunnarstaðatungum frá árinu1944, en þarsé miðað við að merkin að vestan séu „fjallsbrúnin“.Það er niðurstaðaóbyggðanefndar að öllu ofangreindu sögðu að heimildir mæli því í mót aðHólaafréttur nái svo langt til suðurs sem fyrrnefndar kröfur stefnenda fyrirnefndinni hafi miðað við, en að heimildir styðja það að vesturmerkin nái aðsýslumörkum og austurmerkin nái að norðan til upptaka Klaufár en fylgi síðan„efstu fjallsbrún“. Það er þvíniðurstaða nefndarinnar af öllu framanröktu að merkjum Hólaafréttar séréttilega lýst í landamerkjabréfum Hóla og nái svo langt suður „sem dalurinnnær“, þ.e. Eyjafjarðardalur.Í úrskurðinum segir aðhluti af því landsvæði sem samkvæmt framangreindri niðurstöðu sé innanlandamerkja Hólaafréttar, sunnan og vestan vatnaskila á hálendinu, hafi veriðtil umfjöllunar í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar Íslands frá 29. apríl 1969, ímáli nr. 128/1967 (Nýjabæjarafréttur).Því sé landsvæðið að nokkru innan kröfusvæðis stefnenda. Er í þvísambandi vísað til afmörkunar á ágreiningssvæði aðila dómsmálsins, en einnig erbent á legu vatnaskila á uppdrætti sem óbyggðanefnd aflaði frá vatnamælingumVeðurstofu Íslands. Niðurstaða nefndsdómsmáls er áður rakin, en í úrskurði óbyggðanefndar er tekið til umfjöllunarhvaða þýðingu hún hafi við úrlausn þessa máls og segir um það eftirfarandi:Enda þótt kröfur málsaðila í umræddu dómsmáli hafi ekki lotiðað viðurkenningu beins eignarréttar telur óbyggðanefnd ljóst að rétturinn hafihafnað því að málsaðilar hefðu sýnt fram á beinan eignarrétt sinn til umræddslandsvæðis, á grundvelli þeirra gagna sem fyrir lágu. Í því sambandi ersérstaklega vísað til orða dómsins, þar sem segir: „Í máli þessu er deilt umeignarrétt að landsvæði því, sem um er að tefla, en eigi upprekstrarrétt“ og„Hvorki áfrýjandi né stefndu hafa fært fram gögn fyrir fullkominni eignatöku aðfornu eða nýju á landsvæði því sem um er að tefla í máli þessu.“ Óbyggðanefndhefur ekki heimild til að hnekkja eða breyta niðurstöðum dóma, sbr. 2. gr.stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Til þess ber þó að líta að dómurinn felur ekkií sér úrlausn um eignarréttarlega stöðu svæðisins samkvæmt lögum um þjóðlendurog ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðaribreytingum. Til athugunar hlýtur því að koma hjá óbyggðanefnd hvaða áhrif aðildað máli því sem hér er til umfjöllunar, gögn eða önnur þau atriði sem dómstólarhafa ekki þegar tekið afstöðu til, hafi á eignarréttarlega stöðu svæðisinssamkvæmt lögum nr. 58/1998.Krafa um beinan eignarrétt að landsvæði því sem hér um ræðirstafar frá þinglýstum eigendum Hóla og Jórunnarstaða. Svo sem áður greindi áttiUpprekstrarfélag Saurbæjarhrepps aðild að dómsmáli nr. 128/1967 og reisti þarkröfur sínar á því, að hafa tekið heimildir frá fyrri eigendum jarðannaMöðruvalla og Hóla í Saurbæjarhreppi, sem frá fornu fari hafi talist taka yfirlandsvæðið.Að ofangreindu sögðutekur óbyggðanefnd til skoðunar hver sé eignarréttarleg staða lands innanágreiningssvæðis stefnda, íslenska ríkisins, og stefnenda og þ. á m. hvortfyrir liggi gögn eða önnur atriði sem dómstólar hafi ekki tekið afstöðu til, ersýni fram á beinan eignarrétt eða önnur réttindi málsaðila innan eða utanmerkja Hólaafréttar. Segir um þettaeftirfarandi í úrskurðinum:Um þýðingu landamerkjabréfa við mat á sönnun um eignarhald álandi vísast til fyrirliggjandi umfjöllunar Hæstaréttar og óbyggðanefndar umþað efni ... Þannig liggur fyrir súniðurstaða Hæstaréttar að við mat á gildi landamerkjabréfa og því hvert séinntak eignarréttar á svæði sem þar er lýst, skipti almennt máli hvort um sé aðræða jörð eða annað landsvæði. Þekkt sé að landamerkjabréf hafi ekki eingönguverið gerð fyrir jarðir, heldur einnig t.d. afrétti, sem ekki tengistsérstaklega tiltekinni jörð. Landamerkjabréf fyrir jörð feli í sér ríkarisönnun fyrir því að um eignarland sé að ræða þótt jafnframt verði að meta gildihvers bréfs sérstaklega. Með því að gera landamerkjabréf hafi menn ekkieinhliða getað aukið við land sitt eða annan rétt. Þá hafi menn ekki eingöngumarkað sér landsvæði háð beinum eignarrétti, heldur einnig mörk ítaka, afréttaog allra annarra réttinda í lönd sem einhverja þýðingu gátu haft fyrir afkomuþeirra.Í kjölfar þess að landamerkjalög tóku gildi 1882 var gertlandamerkjabréf þar sem lýst er „afrjetti í Eyjafjarðardal“ og síðar aftur íkjölfar setningar landamerkjalaga nr. 41/1919. Svo sem áður var rakið bendafyrirliggjandi gögn til þess að landamerkjum landsvæðisins sé þar rétt lýst,svo langt sem þær lýsingar ná en mörk landsvæðisins til suðurs og austurs eruekki nákvæmlega tilgreind. Innan þess svæðis hafa síðan svokallaðar Torfur eðaJórunnarstaðatungur verið afmarkaðar sérstaklega og seldar úr landinu. Verðurekki betur séð en að sú afmörkun rúmist innan lýsingar í landamerkjabréfumfyrir Hóla. Umrædd landamerkjabréf voru þinglesin og færð í landamerkjabóksýslumanns. Að því er varðar suðurmörk Hólaafréttar telur óbyggðanefnd ekki íljós leitt að land sunnan Eyjafjarðardals hafi verið innan landamerkjaafréttarins fyrir gerð landamerkjabréfsins árið 1889.Að fenginniframangreindri niðurstöðu fjallar óbyggðanefnd m.a. um það sem áður var rakiðum landnám í Fram-Eyjafirði og þ. á m. á hinu umþrætta landsvæði. Segir þar umí úrskurðinum: „... er því ekki lýst í Landnámu hversu langt inn til fjalla og inn tillands landnám á þessu svæði náði. Verða því engar afdráttarlausar ályktanir afþeim frásögnum dregnar. Sé tekið mið af staðháttum og fjarlægðum við túlkunlandnámslýsinga verður þó að telja fremur líklegt að nyrsti og láglendastihluti þessa landsvæðis hafi verið numinn en vafi um þetta atriði hlýtur að vaxaeftir því sem sunnar dregur og land hækkar. Ekkert liggur hins vegar fyrir umafmörkun eða yfirfærslu þeirra beinu eignarréttinda sem þar kann að hafa veriðstofnað til. Þannig kann beinn eignarréttur að hafa fallið niður og landsvæðiðhafi í kjölfarið verið tekið til takmarkaðra nota annarra. Þess skal einniggetið að á þeim landsvæðum sem nærri landsvæðinu liggja eru þjóðlendur tilallra átta nema norðurs og norðausturs, sé litið heildstætt á niðurstöður ímálum nr. 1, 2 og 4/2008 hjá óbyggðanefnd.Um réttindi Hóla í Eyjafjarðardal er fjallað í fjöldaheimilda. Í sölubréfi fyrir Hóla frá 14. mars 1375 er minnst á Eyjafjarðardal.Þar segir: „þar med eyiafiardardal fram fra klifsaa jardareign.“ Í umfjöllun umHóla í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1712 greinir síðan fráafrétt „fram frá Tjarnarlandi og botninn á Eyjafjarðardal.“ Í jarðabréfi frá1765 kemur þetta fram um Hóla: „Leingra frá liggur ad sönnu Land under ÞessaJörd, sem kallast Eyafiardardalur, sem Abuendur [svo] vegna fiarlægdar gete einotid sier nema til Beitar, fyrer Hross og gielldfie umm Ha Sumar“. Síðan kemurfram í jarðamatinu 1849 Hólar eigi afrétt á svokölluðum „Eyjafjarðardal beggjamegin.“ Í skrá um afrétti og fjárréttir í Eyjafjarðarsýslu frá 1894 er minnst á„Hóladal“. Í umfjöllun um afrétti Fram-Eyfirðinga í ritinu Göngur og réttir IV. bindi segir fráEyjafjarðardal fram frá Tjörnum að það muni „vera lengsti dalurinn semSaurbæjarhreppi tilheyrir, allt að 20 km að lengd.“ Fyrir svæðið er sérstök lýsing ílandamerkjabréfum Hóla og þar er það nefnt „afrjett í Eyjafjarðardal“ í eldrabréfi Hóla en síðan kallað „afréttarland“ í því yngra.Óbyggðanefnd telur að þær heimildir sem raktar hafa veriðsýni ótvírætt að Eyjafjarðardalur sunnan Klaufár og landsvæðið vestan hans aðsveitarfélagamörkum og að austan til fjalla tilheyri Hólaafrétti frá fornu fariog sé afréttur í þeim skilningi að jarðirnar Hólar og Jórunnarstaðir eigi þaróbein eignarréttindi fremur en beinan eignarrétt. Ekki liggur fyrir hvernigeigendur Hóla eru komnir að rétti sínum til þeirra. Í máli þessu er ekki sýntfram á annað en að hann hafi, eftir atvikum, orðið til á þann veg að landsvæðiðhafi verið tekið til sumarbeitar fyrir búpening og, ef til vill, annarrartakmarkaðrar notkunar. Um afréttarnotkunog fjallskil voru snemma settar opinberar reglur sem sveitarstjórnum var faliðað annast framkvæmd á.Í niðurstöðukaflaúrskurðar óbyggðanefndar er að framangreindu sögðu sérstaklega vikið að þvílandsvæði sem liggur utan merkja Hólaafréttar og þá í ljósi niðurstöðunefndarinnar á túlkun á fyrrgreindum landamerkjabréfum Hóla, þ.e. sunnan ogvestan við svæðið, en eins og áður var rakið takmörkuðu stefnendur hér fyrirdómi dómkröfur sínar við það að eignarréttur þeirra næði skemur til suðurs enforverar þeirra höfðu gert kröfu um fyrir óbyggðanefnd. Vegna þessa hefur umfjöllun óbyggðanefndar umumrætt hálendissvæði og dóm Hæstaréttar Íslands frá 29. apríl 1969, í máli nr.128/1967, takmarkaðri þýðingu við úrlausn málsins. Í úrskurði óbyggðanefndar er um álitaefnið aðnokkur vísað til áðurrakinna heimilda um fjallskil, m.a. bókaflokksins Göngurog réttir, IV. bindi, en áréttað er að samkvæmt nefndri heimild hafieiginlegar göngur Eyfirðinga á svæðinu fyrst hafist eftir miðja 19.öldina. Síðan segir í úrskurðinum: Engarheimildir benda ... til þess að landsvæðið sunnan Hólaafréttar hafi tilheyrtHólum. Fær sú niðurstaða stuðning af skýrslum aðila sem gefnar voru fyriróbyggðanefnd. Verður að öðru leyti ekki talið að fjárleitir Eyfirðinga á„Fjöllunum“, sem munu hafa lagst af á fyrri hluta síðustu aldar, hafi skapaðeigendum Hóla og Jórunnarstaða bein eða óbein eignarréttindi yfir því svæði semliggur sunnan Hólaafréttar samkvæmt framangreindu. Með vísan til 3. mgr. 13.gr. laga nr. 58/1998 skal tekið fram hér að á fyrri stigum málsmeðferðar vorukröfur aðila sérstaklega kynntar viðkomandi sveitarfélögum, þ. á m.Eyjafjarðarsveit, .... Þannig tók þáverandi sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveitþátt í vettvangsferð í máli þessu, en af hálfu sveitarfélagsins voru ekkilagðar fram neinar kröfur. Fyrir liggja dómafordæmi Hæstaréttar um aðóbyggðanefnd sé bundin af kröfugerð aðila, hvort heldur er íslenska ríkisinseða annarra, og verði að leysa úr málum á þeim grundvelli. Það hvort á þvílandsvæði sem hér um ræðir kunni að vera samnotaafréttur jarða ísveitarfélaginu kemur því ekki til frekari skoðunar fyrir nefndinni.Í landamerkjabréfi Nýjabæjar í Eyjafjarðarsveit er gerð greinfyrir upprekstrarétti í Hólaafrétt. Af gögnum málsins verður ekki séð aðsérstökum réttindum hafi verið lýst samkvæmt lögum nr. 113/1952 um lausn ítakaaf jörðum. Að öðru leyti hafa eigendur þeirrar jarðar ekki lagt fram frekarigögn um afréttarnot sín á svæðinu. Er því ekki fallist á að eigendur Nýjabæjareigi afréttareign í Hólaafrétti. Lokaorðin íniðurstöðukafla úrskurðar óbyggðanefndar um hið umþrætta landsvæði eru sem hérsegir:Að öllu framangreindu virtu hefur ekki verið sýnt fram á aðHólaafréttur og landsvæðið sunnan hans sé eignarland, hvorki fyrir nám,löggerninga né með öðrum hætti. Eins og notkun landsins hefur verið háttaðhefur heldur ekki verið sýnt fram á að eignarhefð hafi verið unnin á því. Þáleiðir rannsókn óbyggðanefndar einnig til þeirrar niðurstöðu að þar séþjóðlenda. Heimildir benda hins vegar til að Eyjafjarðardalur sunnan Klaufár oglandsvæðið vestan hans að sveitarfélagamörkum og að austan til fjalla sé íafréttareign Hóla og svokallaðar Torfur eða Jórunnarstaðatungur liggja innanþess.Að teknu tilliti til staðhátta telur óbyggðanefnd rétt aðtúlka heimildir um afmörkun Hólaafréttar þannig að merki miðist við fjallstindaaustur og suður af innstu dalsdrögum Eyjafjarðardals og síðan dregin lína tilsveitarfélagamarka við Urðarvötn. Ljóst er að einstakir hlutar þess svæðis semhér hefur verið fjallað um og talið þjóðlenda í afréttareign eru misjafnlegafallnir til beitar. Beitarsvæði taka þó breytingum, auk þess sem þau eru ekkiendilega samfelld. Land það sem hér er til umfjöllunar verður því talið fallaundir skilgreininguna „landsvæði ... sem að staðaldri hefur verið notað tilsumarbeitar fyrir búfé“, sbr. 1. gr. laga nr. 58/1998.Það er því niðurstaða óbyggðanefndar að kröfusvæði eigendaHóla og Jórunnarstaða sé þjóðlenda. Með vísan til þess sem að framan greinir,skiptist sú þjóðlenda í þrjú svæði sem afmörkuð verða hér á eftir en tvö þeirraeru í afréttareign. Landsvæði það sem hér að framan er lýst, þ.e. Hólaafréttur,er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7 .gr. laga nr. 58/1998:Frá trippagarði þeim,sem stendur vestan Eyjafjarðarár, á móti Klaufá, er dregin lína yfir Strangalækjarfjallog Kerlingarhnjúk, að mörkum Akrahrepps og Eyjafjarðarsveitar í suðurendaUrðarvatns nyrðra. Þaðan er sveitarfélagamörkum fylgt til suðurs þar til komiðer að hornmarki við kröfulínu gagnaðila íslenska ríkisins vegnaJórunnarstaðatungna. Þeirri línu er þá fylgt til norðausturs í Fremri-Strangalæk sem fylgt er í Eyjafjarðará. Eyjafjarðará er fylgt til suðurs íSandá. Þá er Sandá fylgt í suðvestur í skurðpunkt við línu sem liggur millisyðsta hluta Urðarvatna og 975 m hæðarpunkts upp af Eyjafjarðardal. Þaðan erfarið með fyrrnefndri línu til suðausturs í áðurnefndan 975 m hæðarpunkt. Úrþeim punkti er farið í norðaustur í 974 m hæðarpunkt í kröfulínu gagnaðilaíslenska ríkisins. Þá er kröfulínunni fylgt til vesturs í Klaufá og með hennitil vesturs og í fyrstnefndan punkt.Sama landsvæði er í afréttareign eigenda Hóla, sbr. 2. mgr.5. gr. og c-lið 7. gr. sömu laga.Landsvæði það sem hér að framan er lýst, þ.e.Jórunnarstaðatungur eða Torfur, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einniga-lið 7. gr. laga nr. 58/1998:Fremri-Strangalæk erfylgt úr Eyjafjarðará til upptaka. Þaðan er farið í sveitarfélagamörk milliEyjafjarðarsveitar og Akrahrepps. Þaðan er sveitarfélagamörkum fylgt til suðursí syðsta hluta Urðarvatna. Úr þeim punkti er dregin lína í suðaustur íkröfulínu gagnaðila íslenska ríkisins og þeirri línu fylgt til norðausturs íSandá. Síðan er farið með Sandá í Eyjafjarðará og henni fylgt til norðurs ífyrstnefndan punkt þar sem Fremri-Strangilækur rennur í Eyjafjarðará.Sama landsvæði er í afréttareign eigenda Jórunnarstaða, sbr.2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. sömu laga.Sá hluti kröfusvæðis eigenda Hóla og Jórunnarstaða sem liggursunnan Hólaafréttar og Jórunnarstaðatungna, svo sem svæðin eru afmörkuð hér aðframan, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr.58/1998.Í niðurstöðukaflanumvísar óbyggðanefnd að endingu til fyrri úrslausna sinna, annars vegar að því ervarðar landsvæðið sunnan afréttar á Bleiksmýrardal, vestan Fnjóskár og hinsvegar varðandi landsvæðið þar vestan við og þar á meðal innan kröfusvæðiseigenda Möðruvalla. Er vísað til þess aðbæði þessi landsvæði hafi verið úrskurðuð þjóðlendur, sbr. nú dóma HæstaréttarÍslands í málum nr. 413/2012 og 656/2012. Að þessu sögðu segir í úrskurðinum aðþjóðlendur sunnan fyrrnefndra afrétta afmarkist í heild sinni þannig:SveitarfélagamörkumEyjafjarðarsveitar gagnvart Akrahreppi er fylgt til suðurs úr syðsta hlutaUrðarvatna að drögum nyrðri upptakakvíslar Geldingsár. Þaðan er farið beinalínu í suður í fyrrnefnd sveitarfélagamörk sunnan við Laugafell í Hnjúkakvísl.Sveitarfélagamörkum er áfram fylgt suður í 1008 m hæðarpunkt í fjallinu Klakki.Þá er sveitarfélagamörkum Eyjafjarðarsveitar fylgt til suðausturs gagnvartÁrnes- og Rangárvallasýslum og síðan áfram til norðvesturs gagnvartÞingeyjarsveit þar til Fnjóská sker umrædd sveitarfélagamörk. Fnjóská er fylgtí punkt skammt sunnan við Einstökutorfu gegnt 930 m hæðarpunkti í vestri. Þá erfarið í fyrrnefndan hæðarpunkt til vesturs og síðan beina stefnu í norður í punktþar sem vatnaskil Eyjafjarðarár og Fnjóskár fara að beygja til vesturs ásveitarfélagamörkum Eyjafjarðarsveitar og Þingeyjarsveitar. Þaðan er farið tilnorðvesturs í skurðpunkt við línu sem dregin er á milli 916 m hæðarpunkts og974 m hæðarpunkts. Síðastnefndri línu er þá fylgt til suðvesturs í 975 mhæðarpunkt upp af Eyjafjarðardal. Þaðan er síðan farið til norðvesturs ífyrstnefndan punkt í syðsta hluta Urðarvatna.II.Málsástæður og lagarökstefnenda.Stefnendur byggjaaðalkröfu sína á því, að hið umþrætta land, Hólaafréttur ogJórunnarstaðatungur, öðru nafni Torfur, sé eignarland samkvæmt 1. gr.þjóðlendulaga nr. 58, 1998 og að það hafi verið röng niðurstaða hjáóbyggðanefnd að telja það landsvæði til þjóðlendu.Stefnendur benda á aðóbyggðanefnd hafi í úrskurði sínum komist að þeirri niðurstöðu, að líklegt megiteljast að hið umþrætta land hafi verið numið í öndverðu, í það minnsta hvaðvarðar Eyjafjarðardal beggja vegna ár.Stefnendur byggja á þvíað hið umþrætta landsvæði hafi verið hluti landnáms Helga hins magra og teljaað sú staðhæfing þeirra hafi verið staðfest í úrskurði óbyggðanefndar, í þaðminnsta að því er varði Eyjafjarðardal beggja vegna ár. Í því sambandi vísa þeir til þess að í ritinuFornleifaskráning í Eyjafirði XI bindi:Fornleifar í Saurbæjarhreppi sunnan Djúpadalsár og vestan Eyjafjarðarár,sé sú kenning sett fram að Jórunnarstaðir (forn jörð vestan Eyjafjarðarár gegntHólum) hafi verið hluti landnámskjarna með miðstöð að Hólum. Jörðum hafi síðan með tíð og tíma verið skiptút úr landnámskjarnanum uns núverandi jarðaskipan komst á. Benda stefnendur á að þannig sé samhengi ámilli eignarhalds á Hólum og jörðum og jarðgæðum vestan Eyjafjarðarár sem og íEyjafjarðardal báðum megin árinnar og hafi það verið frá öndverðu.Stefnendur benda á aðelstu varðveittu heimildina um landamerki Hóla sé að finna í áðurröktukaupbréfi frá 14. mars 1375. Þeir vísatil þess að í kaupbréfinu komi m.a. fram að Eyjafjarðardalur fyrir framanKlifsá hafi verið seldur með jörðinni Hólum og verði ekki ráðið af samhenginuað um hafi verið að ræða framsal á óbeinum eignarréttindum. Þá sé í kaupbréfinu tekið fram hvaða jarðireigi lambarekstur á þann hluta jarðarinnar sem liggi framan við Klifsá en þaðséu jarðir frá Gerði til Tjarna. Bendiheldur ekkert til annars en að jarðirnar Vatnsendi, Jökull, Halldórsstaðir ogTjarnir hafi áður verið hluti af Hólum.Raunar hafi jörðin Vatnsendi verið seld ásamt og með Hólum og megi þvíætla að um sjálfstæða jörð hafi verið að ræða.Þá benda stefnendur á að í upptalningu á óbeinum eignarréttindum semfylgt hafi jörðinni Hólum sé talin upp selför í Tjarnalandi, torfskurður íArnarstöðum og skógur í Leyningsjörðinni.Telja þeir að þetta bendi til þess að fyrrnefndar jarðir hafi áður veriðhluti Hólajarðarinnar, en við landskipti hafi þau landgæði sem ekki fylgdujörðinni verið tryggð með óbeinu eignarhaldi á sérstökum réttindum innan merkjaannarra jarða sem til urðu við landskiptin, en slík aðferð sé algeng enn þanndag í dag.Stefnendur vísa til þessað í landskiptabréfi frá 18. september 1501, sem áður er rakið, komi fram aðalls átta jarðir hafi verið í eigu Þorvarðar lögmanns Erlendssonar, þ.e.:Hólar, Arnarstaðir, Vatnsendi, Jökull, Tjarnir, Úlfá, Torfufell ogVillingadalsjarðirnar báðar. Verðmætijarðanna hafi verið tíundað frá sextán hundruðum til eins hundraðshundraða. Þeir benda og á að í skiptum áeignum Þorleifs Grímssonar og Gríms, sonar hans, í skiptabréfi frá 2. september1560, komi fram að allar þessar jarðeignir hafi verið komnar í eigu þessfyrrnefnda. Í skiptabréfinu sé notaðorðalagið Hólar og Hólajarðir vegna skipta á próventuskuldum Þorleifs og hafijarðir þessar fengið í sinn hlut áttatíu og fimm af níutíu og þremur hundraðapróventuskulda hans. Stefnendur benda áað í þeim deilum sem risu í kjölfar skipta eftir Þorleif Grímsson hafi veriðleyst úr málum með sáttargerð og nýjum skiptum í júlímánuði 1569. Í hinum nýju skiptum hafi verið tekið fram aðeinhverjar eignir búsins hafi farið forgörðum milli skiptanna, en þær jarðirsem eftir hafi verið hafi verið þessar: Hólar, Arnarstaðir, Jórunnarstaðir,Villingadalir báðir, Torfufell, Vatnsendi, Jökull, Halldórsstaðir ogTjarnir. Þeir benda á að þrátt fyrirþetta hafi ekki skapast endanleg sátt vegna jarðaskiptanna því að árið 1571hafi Ormur Sturluson lögmaður dæmt í deilu milli eiganda Hóla annars vegar ogeiganda Leynings, vestan Eyjafjarðarár, hins vegar um beinan eignarrétt áLeyningsdal og hafi hann fallið hinum síðarnefndu í vil með útrýmandi hættifyrir eiganda Hóla. Hafi sú skipanhaldist allt þar til úrskurður óbyggðanefndar í þessu máli féll.Stefnendur byggja á þvíað þær jarðir sem nefndar hafa verið Hólajarðir í fyrrnefndu skiptabréfi frá1560 hafi a.m.k. verið, auk Hóla, jarðirnar Vatnsendi, Jökull, Halldórsstaðir,Tjarnir, Arnarstaðir, Torfufell, Villingadalirnir báðir og Jórunnarstaðir. Telja þeir að það eitt útskýri aðild ogaðkomu eigenda Hóla að dómsmálinu um Leyningsdal, auk þess sem þar segibeinlínis berum orðum í dómnum, að dalurinn tilheyri Leyningi en ekkiHólum. Vegna þessa sé það röng nálgun afhálfu óbyggðanefndar í þessu máli að telja það sem eina af röksemdum fyrir þvíað hluti af landi Hóla sé þjóðlenda, að aðrar jarðir séu í milli hins óumdeildahluta jarðarinnar og hins umdeilda hluta hennar. Byggja stefnendur á því að óbyggðanefnd hafiþannig látið undir höfuð leggjast að rannsaka tengsl Hólajarðarinnar viðfyrrnefndar jarðir og það landsvæði sem sé í milli nefndra eignarhluta.Stefnendur benda á ogárétta að Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segi um jörðina Hóla: „...afrétt á staðurinn fram frá Tjarnarlandiog botninn á Eyjafjarðardal ...“ Aðauki benda stefnendur á áðurnefnda virðingargjörð um Hóla frá 12. nóvember1765, en þeir byggja á því að af orðum hennar megi ráða að nytjar af hinuumdeilda landi hafi áður og fyrr verið önnur en beitarnot. Komi þar helst til greina engjasláttur, semsamkvæmt gjörðinni hafi minnkað um helming, en í því samhengi benda þeir á aðsamkvæmt ákvörðun Jónsbókar hafi verið óheimilt að slá í afrétt eins og þaulandsvæði hafi þar verið skilgreind.Máli sínu til stuðningsvísa stefnendur enn fremur til síðari heimilda og þ. á m. til kaupbréfs umHólajörðina frá 29. maí 1809 þar sem vísað sé til afréttar og einnig lögfestujarðarinnar frá 5. júní 1822. Þeir bendaá að eigandi Tjarna hafi mótmælt lögfestunni, en hann hafi talið land sitt náað Klifsá. Í kjölfar þessa ágreiningshafi verið gerð sátt um landamerki jarðanna, en með henni hafi aðilar sæst á aðKlaufá skildi lönd þeirra í Eyjafjarðardal.Stefnendur byggja á aðáðurraktar heimildir beri það allar með sér að hið umdeilda land jarðarinnarHóla hafi frá öndverðu fylgt jörðinni við aðilaskipti og ekki hafi verið gerðurgreinarmunur á því og öðru landi hennar.Hið umdeilda land hafi verið metið til verðs og af því greidd tíund ogsíðar fasteignaskattur. Vegna þessa allsandmæla stefnendur þeirri staðhæfingu óbyggðanefndar að ekkert liggi fyrir umyfirfærslu þeirra beinu eignaréttinda sem óbyggðanefnd viðurkenni að til hafistofnast við landnám.Stefnendur byggja á því aðhið umdeilda land hafi verið afmarkað í áðurröktum landamerkjabréfum. Eldra bréfið fyrir jörðina, frá 23. maí 1889,hafi verið gert í samræmi við landamerkjalög frá 1882, en því hafi og veriðþinglýst 24. maí sama ár. Þá hafi ný landamerkjalýsing verið gerð fyrirjörðina, sbr. landamerkjabréfið frá 15. júní 1923, en með því hafi verið fylgtþeirri lagaskyldu sem landamerkjalög hafi sett á landeigendur. Stefnendur leggja á það þunga áherslu að umhafi verið að ræða landamerkjabréf fyrir jörð en ekki afrétt eins og látið sé íveðri vaka í úrskurði óbyggðanefndar í þessu máli.Stefnendur vísa til þessað ef svo hagaði til að hið umdeilda land væri samhangandi við hið óumdeildaland jarðarinnar hefði niðurstaða óbyggðanefndar orðið þveröfug en raunin varðá, þ.e. þeim í hag. Benda þeir á í þvísambandi að þau landsvæði sem óbyggðanefnd hafi úrskurðað sem þjóðlendur ásvæði 7 A hafi öll verið því marki brennd að vera aðskildir hlutar jarða oghafi það eitt og sér virst nægja til þess að tiltekin landsvæði hafi veriðúrskurðuð sem þjóðlendur jafnvel þó svo að heimildir um eignarhald og nýtinguhafi í sumum tilfellum verið a.m.k. jafngóðar og þær sem til umfjöllunar hafiverið í máli nr. 448/2006 fyrir Hæstarétti um Stórhöfða í Mýrdal. Byggja stefnendur á að ekki verði annað séðen að staða jarða á svæði 7A sé sambærileg í því máli sem hér sé tilumfjöllunar. Í því viðfangi bendi þeirog á að í tilfelli jarðarinnar Leynings sé til staðar dómur frá 1571 erstaðfesti eignaréttarlega stöðu landsins.Vegna þessa alls telja stefnendur að niðurstaða óbyggðanefndar í þessumáli sé í ósamræmi við fyrrnefndan dóm Hæstaréttar en einnig jafnræðisreglu ogmeðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Stefnendur vísa enn fremur máli sínu tilstuðnings til þess að stefndi, íslenska ríkið, hafi fallið frá kröfum sínum íHóladal/Steinstaðadal undir meðferð máls nr. 3 hjá óbyggðanefnd á svæði 7A, enSteinstaðadalur sé aðskilinn frá heimajörðinni Steinsstöðum í landi Þverár íÖxnadal.Stefnendur benda á að svovirðist sem óbyggðanefnd hafi í úrskurði sínum gengið út frá því að hiðumdeilda landsvæði hafi verið samnotaafréttur frá fornu fari. Andmæla stefnendur þessari ályktunnefndarinnar og benda á þau gögn og heimildir sem hér að framan hefur verið vísaðtil, en því til viðbótar benda þeir á áðurrakið svarbréf hreppstjóraSaurbæjarhrepps við fyrirspurn félagsmálaráðuneytisins frá 8. janúar 1990. Í því samhengi vísa þeir einnig tiláðurrakinnar skrár yfir afrétti í Saurbæjarhreppi. Stefnendur byggja á því að ekkert í þessumgögnum bendi til þess að um samnotaafrétt hafi verið að ræða, heldur þvert ámóti.Stefnendur byggja á þvíað staðhættir og gróðurfar sé nú til dags með allt öðrum hætti en í fyrri tíðog því beri að miða við gróðurfar eins og það hafi verið þegar landið var tekiðtil eignar. Að því leyti andmæla þeirorðum óbyggðanefndar í nefndum úrskurði um að hið umdeilda land sé í dagmisjafnlega gróið og að hluta til gróðursnautt.Stefnendur benda á að ídómsmálum sem varða það álitaefni hvort land sé þjóðlenda eða eignarland hafi viðúrlausn málanna verið á það litið hvort réttmætar væntingar eigenda umeignarrétt sinn nytu verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 1. gr. 1.viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur hafi verið meðsamnefndum lögum nr. 62, 1994. Byggjastefnendur á því að eigandi verði ekki sviptur þeim fjárhagslegu hagsmunum semfelist í slíkum réttmætum væntingum nema að uppfylltum þeim skilyrðum sem nánargreini í umræddu eignarréttarákvæði.Benda þeir líka á að athugasemdir við það frumvarp sem varð að lögum nr.58, 1998 beri skýrlega með sér að það hafi ekki verið ætlan löggjafans aðsvipta landeigendur eignarheimildum sem þeir hafi aflað og notiðathugasemdalaust um aldalangt skeið, með því að gera þeim að sýna fram á órofnasögu eignarréttar þeirra frá landnámi og láta þá bera hallann af vafa um þaðefni.Stefnendur byggja á að ígegnum tíðina hafi þeir haft réttmætar ástæður til að ætla að land innanlandamerkja jarðarinnar væri undirorpið fullkomnum eignarrétti þeirra og hafiaðgerðir stefnda, íslenska ríkisins, fram til þessa aðeins styrkt þá í þeirritrú.Stefnendur vísa til þessað óbyggðanefnd hafi í úrskurði sínum talið að hún væri bundin af niðurstöðuáðurrakins dóms Hæstaréttar í málinu nr. 128/1967. Þeir andmæla þessari ályktun óbyggðanefndarog byggja og á því að nefndur dómur Hæstaréttar hafi ekki svokölluð resjudicata áhrif og eigi því ekki að binda hendur nefndarinnar. Rökstyðja stefnendur þá málsástæðu sína meðþví að umrætt dómsmál hafi varðað landamerki milli eigenda og umráðamannatiltekinna jarða og hafi málið verið rekið sem slíkt fyrir landamerkjadómiEyjafjarðarsýslu. Þeir benda á aðdómkröfur aðila í umræddu dómsmáli hafi annars vegar lotið að viðurkenninguákveðinna landamerkja en hins vegar að staðfestingu héraðsdóms. Efnisleg niðurstaða Hæstaréttar hafi aftur ámóti verið sú að kröfur hvorugs aðila dómsmálsins hafi verið teknar tilgreina. Stefnendur byggja á því að þessiniðurstaða Hæstaréttar og forsendurnar fyrir henni hafi í raun verið einsdæmiog telja vafa leika á að heimilt hafi verið að lögum að dæma málið á þennanhátt.Að ofangreindu sögðufjalla stefnendur um hlutverk dómstóla og benda á að þeim beri að leysa úr þeimágreiningi sem til umfjöllunar sé hverju sinni, enda hafi aðilar dómsmáls fulltforræði á kröfugerð sinni. Verðidómstólar heldur ekki krafðir álits um lögfræðileg efni nema að því leyti semnauðsynlegt sé til úrlausnar um ákveðna kröfu.Stefnendur vísa til þess að þeir geri verulegar athugasemdir viðáðurraktar forsendur dóms Hæstaréttar í nefndu dómsmáli nr. 128/1967. Benda þeir m.a. á að í dómsmálinu hafi aðilarekki deilt um inntak eignarréttar á svæðinu, enda hafi kröfur þeirra ekki veriðsettar fram með þeim hætti. Þá hafiaðilar málsins gengið út frá því sem vísu að landið væri beinum eignarréttiundirorpið, líkt og jafnan sé gert í landamerkjamálum. Að þessu sögðu byggja stefnendur á því ífyrsta lagi að með dómi sínum í nefndu máli hafi Hæstiréttur algjörlega breyttsakarefninu, án lagaheimildar og þannig farið á svig við málsforræðisreglueinkamálaréttarfars. Í öðru lagi byggjastefnendur á því að aðilar dómsmálsins hafi ekki lagt fram gögn til stuðningsfullkominni eignatöku að fornu eða nýju, enda hafi þeir ekki talið þörf á því,líkt og málarekstri þeirra var háttað og tíðkast hafði í sambærilegummálum. Hið sama hafi gilt um gögn semvörðuðu smölun og fjallskil á landsvæðinu.Hæstiréttur hafi heldur ekki krafist slíkra sönnunargagna af málsaðilum,en um það atriði vísa stefnendur til eldri ákvæða einkamálalaga nr. 85, 1936,113. gr. svo og 111. gr. núgildandi laga um meðferð einkamála nr. 91,1991. Stefnendur benda líka á aðHæstiréttur hafi ekki gert athugasemdir við formhlið málsins, þar á meðal umaðild. Stefnendur árétta að ídómsniðurstöðu sinni í nefndu dómsmáli hafi Hæstiréttur farið langt út fyrirkröfur aðila, en af þeim sökum sé dómurinn að engu hafandi. Byggja stefnendur á því að vegna þess sédómurinn á engan hátt bindandi um úrslit sakarefnis þessa máls og því séu resjudicata áhrif hans heldur ekki fyrir hendi né heldur jákvæð áhrif hans á önnurmál.Stefnendur byggja á þvíað nefndur dómur Hæstaréttar nr. 128/1967 hafi ekki meira fordæmisgildi en hverannar frávísunardómur. Í því sambandibenda þeir á að óbyggðanefnd hafi metið fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í málinr. 368/1999 ekkert að því er varðaði úrlausn nefndarinnar á eignarréttarlegristöðu heiðarbýlisins Víðihóla. Teljastefnendur að hið sama eigi að gilda um dóm Hæstaréttar í máli nr. 128/1967, aðhann feli ekki í sér efnislega niðurstöðu um eignarréttarlega stöðu þesslandssvæðis, sem hér sé til umfjöllunar, og árétta að dómurinn sé því hvorkiformlega né efnislega bindandi.Stefnendur benda enn fremur á tilgreiningu Hæstaréttar í nefndum dómitil þrætugeirans sem öræfalandsvæðis. Þeir byggja á því að slík tilgreiningeigi einungis við landsvæðið sunnan Eyjafjarðardals og telja að verði dómurinntalinn bindandi um sakarefnið þá eigi það ekki við Eyjafjarðardal, enda sédalurinn vel gróinn enn þann dag í dag og hafi vafalaust verið algróinn fyrrum.Samkvæmt öllu framangreindu byggja stefnendur á því að slíkir annmarkar séu áúrskurði óbyggðanefndar í þessu máli að varði ógildingu hans.Stefnendur byggjavarakröfu sína á sömu málsástæðum og lagarökum og varðandi aðalkröfuna. Þeir vísa til þess að munurinn á umfangikrafnanna byggist á annarri túlkun á landamerkjalýsingu jarðarinnar, sem fyrirliggi.Stefnendur byggja á þvíað lög nr. 58, 1998 verði ekki skýrð á þá leið að þeir þurfi að sýna frekarfram á en þegar hafi verið gert, að umrætt landsvæði sé eignarland þeirra ogþar með utan þjóðlendu. Telja þeir þaðekki ráða úrslitum þótt víða í heimildum sé notað orðið afréttur um hiðumþrætta land, enda geti afréttur verið heimaafréttur og ekki eingöngu notaðurtil sumarbeitar sauðfjár. Þá ráði ekkiúrslitum um eignarhaldið þótt land sé aðeins notað til sumarbeitar líkt og framkomi í dómi Hæstaréttar í máli nr. 48/2004.Stefnendur byggja á þvíað stefndi hafi ekki sýnt fram á að hann eigi nokkurn rétt til umræddslandsvæðis. Byggja stefnendur á því aðtil að stefndi, íslenska ríkið, geti öðlast þann rétt, sem skilgreindur sé íþjóðlendulögum, verði hann að sýna fram á að heimildir um landamerki séu rangarog sömuleiðis þinglesnar landamerkjaskrár, en það hafi hann ekki gert á nokkurnhátt. Að auki þurfi stefndi að sýna framá að afréttur sé samnotaafréttur en ekki einkaafréttur eða hluti jarðar, en þaðhafi hann ekki heldur gert og hafi það mikið að segja við ákvörðun um inntakeignarréttarins, sbr. fyrrnefndan dóm Hæstaréttar í máli nr. 48/2004.Stefnendur byggja á því,að verði eignarréttur þeirra ekki viðurkenndur á grundvelli þinglýstraheimilda, hafi þeir öðlast eignarrétt að hinu umdeilda landsvæði fyrir hefð, enþar um vísa þeir til 1. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga um hefð nr. 46, 1905.Þeir benda á að eignarhefð verði unnin áfasteign með 20 ára óslitnu eignarhaldi.Hafi stefnendur og fyrri eigendur verið í góðri trú enda haft umráðlandsins í árhundraðaraðir. Vegna þessasé fullnægt öllum skilyrðum hefðar um eignarhaldstíma, virk umráð og huglægaafstöðu. Því verði að telja, án tillitstil uppruna og sögu eignarheimilda fyrir jörðinni, að hefð hafi unnist, sbr. 2.gr. laga nr. 46, 1905 um hefð, að því er varðar hið umþrætta landsvæði. Og með hliðsjón af afstöðu eigenda á hverjumtíma og nýtingu þeirra verði líka að telja að sú hefð hafi verið til eignar álandinu, en ekki aðeins náð til takmarkaðra afnota eða ítaksréttinda.Um lagarök vísastefnendur til 25. og 26. gr. þinglýsingarlaga nr. 39, 1978 um rétt þinglýstseiganda og til 72. gr. stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttinda, sbr. einnig1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu, er lögfestur hafi verið meðsamnefndum lögum nr. 62, 1994. Að aukivísa þeir til óskráðra reglna eignarréttarins um beinan eignarrétt, til 1. gr. lagaum þjóðlendur o.fl. nr. 58, 1998, að því er varðar skilgreiningu áeignarlöndum, og 1. gr. laga um landamerki nr. 41, 1919, sbr. eldri lög um samaefni. Stefnendur vísa einnig til 1. mgr.2. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga um hefð nr. 46, 1905, til venju, þ.e. að land,sem að fornu hafi verið notað eingöngu af landeigendum, sé með vísan tilvenjuréttar talið eignarland þeirra án takmarkana, enda hafi nýting þeirragefið slíkt til kynna. Þá vísastefnendur til meginreglna einkamálaréttarfars um sönnunargildi dóma, sbr. ognúgildandi ákvæði 116. gr. laga nr. 91, 1991.Loks vísa stefnendur til málsmeðferðarreglna stjórnsýsluréttar, sem m.a.séu lögfestar í stjórnsýslulögum nr. 37, 1993.Um varnarþing vísa stefnendur til 3. mgr. 42. gr. laga nr. 91,1991. Stefnendur byggjamálskostnaðarkröfu sína á XXI. kafla laga nr. 91, 1991 og á gjafsóknarleyfidóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsettu 15. mars 2010.Málsástæður og lagarökstefnda, íslenska ríkisins.Af hálfu stefnda er á þvíbyggt að hið umþrætta landsvæði, þ.e. Hólaafréttur, með Jórunnarstaðatungumásamt landsvæði sunnan Eyjafjarðardala, sé svæði utan eignarlanda og teljistþví vera þjóðlenda í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar, sbr. ákvæði 1. gr. og2. gr. laga nr. 58, 1998. Byggir stefndiá því að fullljóst sé af heimildum að landsvæðið hafi aldrei verið undirorpiðbeinum eignarrétti og að nýting þess hafi ekki verið með þeim hætti. Að áliti stefnda hvílir sönnunarbyrðinótvírætt á stefnendum, að sýna fram á tilvist eignarréttar að landsvæðinu eða einstökumhlutum þess.Stefndi bendir á aðóbyggðanefnd byggi úrskurð sinn í málinu á umfangsmikilli upplýsingaöflun ogrannsóknum. Sé niðurstaða nefndarinnarbyggð á kerfisbundinni rannsókn á fjölda gagna, sem fram hafi komið við gagnaöflunnefndarinnar eða verið lögð fram af málsaðilum.Að auki hafi nefndin byggt á skýrslum, sem gefnar hafi verið við meðferðmálsins fyrir nefndinni. Hafi það veriðniðurstaða óbyggðanefndar, að við gildistöku þjóðlendulaga nr. 58, 1998 hafilandsvæði það sem um sé deilt í málinu verið þjóðlenda sem skiptist í þrjúsvæði, þ.e. Hólaafrétt, Jórunnarstaðatungur og landsvæði sunnan Hólaafréttar ogJórunnarstaðatungna. Hafi nefndin úrskurðað að Hólaafréttur ogJórunnarstaðatungur væru í afréttareign, sbr. c-lið 7. gr. laga nr. 58, 1998,en landsvæðið þar suður af ekki. Stefndigerir niðurstöður nefndarinnar að sínum til stuðnings sýknukröfu sinni, aukþeirra málsástæðna sem hér á eftir verða raktar.Á því erbyggt af hálfu stefnda að þótt landamerkjabréfi eða skrá sé til að dreifa berivið mat á gildi slíkra bréfa að gæta að því að landamerkjabréf fela fyrst ogfremst í sér sönnun um mörk milli eigna, en í því felist á engan hátt að alltland innan merkja skuli vera óskorað eignarland. Og þrátt fyrir að þessum bréfum hafi veriðþinglýst þá takmarkist gildi þinglýsingar af því, að ekki sé unnt að þinglýsameiri rétti en viðkomandi eigi. Með þvíað gera landamerkjabréf hafi menn því ekki getað einhliða aukið við land sitteða annan rétt, sbr. m.a. niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 48/2004(Úthlíð). Stefndi bendir enn fremur á aðþað skipti almennt meginmáli hvort um sé að ræða jörð í eignarréttarlegumskilningi, eða annað landsvæði. Þekkt séað landamerkjabréf hafi ekki eingöngu verið gerð fyrir jarðir, heldur einnigönnur svæði, svo sem afréttarsvæði, sem ekki tengist sérstaklega tiltekinnijörð. Almennt feli landamerkjabréf fyrirjörð í sér ríkari sönnun fyrir því að um eignarland sé að ræða, þó með hliðsjónaf eldri heimildum, enda er við slíkt mat verið að meta gildi hvers landamerkjabréfssérstaklega.Stefndibyggir á því að því sé ekki lýst í Landnámu hversu langt inn til lands landnámá umræddu svæði náði. Telur stefndiólíklegt að land á hinu umþrætta landsvæði hafi verið numið í öndverðu, einkummeð hliðsjón af staðháttum, gróðurfari, víðáttu og því að svæðið sé hálent, enum sé að ræða öræfalandsvæði, langt frá byggðum bólum. Í samræmi við dómafordæmi teljistheimildarskortur hvað þetta varðar leiða til þess, að álitið verður ósannað aðheiðarlönd eða öræfasvæði hafi verið numin í öndverðu, en þetta sé í samræmivið þá reglu, sem ráðin verði af dómum Hæstaréttar, að sé deilt um upphaflegtnám lands verði aðeins stuðst við glöggar landfræðilegar heimildir, enheimildarskortur leiði til þess, að álitið verði ósannað að slík svæði hafiverið numin í öndverðu, sbr. til hliðsjónar t.d. dóm Hæstaréttar í málunum nr.67, 1996 (Eyvindarstaðaheiði) og 48/2004 (Úthlíð). Hvíli sönnunarbyrðin um slíkaeignarréttarstofnun á þeim er haldi slíku fram.Stefndibyggir á því að ekki verði af áðurröktum heimildum annað ráðið en að hiðumþrætta landsvæði hafi eingöngu verið nýtt með afar takmörkuðum hætti. Þar um vísar stefndi til umfjöllunar íúrskurði óbyggðanefndar, sbr. það sem hér að framan var rakið. Stefndi bendir enn fremur á að svæðið séumlukið eigendalausum svæðum í allar áttir nema til norðurs.Stefndibendir á að ekki verði annað séð en að réttur til hins umþrætta landsvæðis hafiupphaflega orðið til á þann veg, að það hafi verið tekið til sumarbeitar fyrirbúpening og e.t.v. annarrar takmarkaðrar notkunar.Stefndi byggir á því, verði talið að landsvæðið hafi verið numið íöndverðu, að það hafi þá ekki verið numið til eignar heldur eingöngu tiltakmarkaðra nota, svo sem afréttarnota.Vísar hann til þess að allt frá upphafi Íslandsbyggðar hafi menn ekkieingöngu helgað sér ákveðin landsvæði, sem háð hafi verið beinum eignarrétti,heldur einnig ítök, afrétti og öll önnur réttindi, sem einhverja þýðingu gátuhaft fyrir afkomu þeirra. Og meðanlandsvæði gáfu eitthvað af sér hafi hagsmunir legið til þess að halda viðmerkjum réttindanna, hvers eðlis sem þau voru.Um þetta atriði bendir stefndi m.a. á dóma Hæstaréttar í málum nr.67/2006 (Skjaldbreiður) og nr. 27/2007 (Grænafjall).Verði hins vegar talið að svæðið kunni að hafa að hluta eða öllu leytiverið innan landnáms eða undirorpið beinum eignarrétti, byggir stefndi á þvítil vara, að allar líkur séu á því að slíkt eignarhald hafi fallið niður, ensvæðið hafi verið tekið til takmarkaðra nota, svo sem afréttarnota. Og þó að talið yrði að til beins eignarréttarhafi stofnast í öndverðu liggi heldur ekkert fyrir um, að sá réttur hafihaldist gegnum aldirnar.Þá er á því byggt af hálfu stefnda, að staðhættir og fjarlægð frá byggðbendi til þess, að landið hafi ekki verið numið í öndverðu, eða teljist lútabeinum eignarrétti. Að því leyti áréttarstefndi það sem segir í úrskurði óbyggðanefndar, að hið umþrætta land sé aðmestu í yfir 900 m hæð yfir sjávarmáli, og liggi fram af Eyjafirði og upp afEyjafjarðardal. Nyrst á svæðinu, milliSandár og Fremri-Strangalækjar, liggi Torfur, en þar rísi landið skarpt tilvesturs upp af Eyjafjarðará í um 1069 m hæð í Torfufellshnjúk, en síðan teygilandið sig vestur að Urðarvötnum (881m).Stefndi bendir einnig á að landið sé víðfeðmt upp af Eyjafjarðardal eneinnig hallalítið, gróðursnautt og öldótt.Stefndi byggir á því að engin gögn liggi fyrir um að umþrætt svæði hafinokkru sinni verið nýtt að staðaldri til annars en sumarbeitar fyrir búfé, endaliggi það fjarri byggð, og sé að auki að mestu hálent og gróðursnautt öræfasvæði. Stefndi bendir á að elstu heimildina semliggi fyrir um ágreiningssvæðið sé að finna í áðurröktu kaupbréfi frá 14. mars1375 fyrir jörðina Hóla. Þar sé vikið aðlambarekstri á Eyjafjarðardal. Stefndibendir enn fremur á að í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1712 sésvæðinu frá Tjarnalandi og fram í botn dalsins lýst sem afrétt. Stefndi vísar til þess að þann 12. nóvember1765 hafi verið lagt mat á virði Hólajarðarinnar að beiðni þáverandi eiganda,sem hafi ætlað að verðmæti hennar hefði minnkað. Í mati þessu hafi það komið fram að jörðinnitilheyrði land sem kallaðist Eyjafjarðardalur en það sagt að það sé svo langtfrá að ábúandi Hóla geti aðeins nýtt sér það til beitar fyrir hross og geldfé. Af hálfu stefnda er því sérstaklega andmæltsem fram komi í stefnu varðandi engjaslátt á þessu landsvæði og ákvæðiJónsbókar og byggja þeir á því að bann lögbókarinnar við slætti í afréttum hafieinungis tekið til samnotaafrétta en ekki afrétta sem heyrt hafi einstökumjörðum eða stofnunum.Stefndi bendir á að þann 29. maí 1809 hafi Jón Jónsson, prestur íMöðruvallarklaustursókn, samþykkt í umboði B. Stephensen að selja E.Thorlacius, Miklagarðs- og Hólapresti, jörðina Hóla ásamt hjáleigunni Hólakotiog eyðihjáleigunum Kringlu og Geldingsgerði með því landi og afréttarlandi semtorfunni hafi tilheyrt. Þá bendirstefndi einnig á að áðurrakið jarðamat frá 1849 lýsi afrétt fyrir Hóla og fáaraðrar jarðir að svokölluðum Eyjafjarðardal, beggja vegna. Í þessu samhengi bendir stefndi á áðurgreindlandamerkjabréf Hólajarðarinnar frá 1889 og 1923 þar sem lýst sé merkjumafréttar til norðurs (Klaufá) og vesturs (sýslumörk). Á hinn bóginn séu lýsingarnar að nokkru leytiólíkar til suðurs og austurs, en stefndi telur líklegt að þau lýsi sömu merkjumog nái afréttarlandið þannig fram allan Eyjafjarðardal til suðurs og tilausturs á efstu fjallsbrún. Auk þessaraheimilda vísar stefndi til mats Hóla ásamt hjáleigunni Hólakoti og nýbýlinuNýjabæ frá 1903 og til umfjöllunar um Hóla í fasteignamati frá 1916-18 þar semkomi fram að jörðinni fylgi afréttarsvæði (Hóladalur), en í landamerkjabréfifyrrnefndrar jarðar Nýjabæjar frá 1922 sé gerð grein fyrir upprekstri áHólaafrétt. Loks bendir stefndi á aðfyrir liggi að landsvæði, sem nefnt sé Jórunnarstaðatungur eða Torfur, sé hlutiaf því svæði sem hafi talist til Hólaafréttar fram til ársins 1944, en í afsalifrá því ári hafi mörkum afréttarlands verið lýst. Við flutning var af hálfu stefnda til þessvísað að umrætt landsvæði tilheyri nú ágreiningslaust Hólajörðinni.Stefndi byggir á því að allar framangreindar heimildir mæli gegn því að hiðumþrætta svæði sé háð beinum eignarrétti.Telur stefndi að heimildirnar bendi til þess að Hólaafréttur hafialmennt einungis verið undirorpinn takmörkuðum notum, þ.e. til upprekstrar, enað auki bendi heimildirnar til þess að Hólaafréttur hafi verið aðskilinn fráHólajörðinni og lotið sjálfstæðri afmörkum.Telur stefndi að allt þetta bendi til þess að um þjóðlendu sé að ræða,en því til stuðnings vísar hann til dóma Hæstaréttar í eldri málum nr. 497/2005(Hoffellslambatungur) og nr. 133/2006 (Hrunaheiðar).Stefndi andmælir þeim röksemdum stefnenda að réttmætar væntingar geti veriðgrundvöllur fyrir eignarréttartilkalli á umræddu landsvæði. Segir hann að sú regla hafi verið leidd afLandmannaafréttardómi Hæstaréttar hinum síðari, sbr. mál nr. 199/1978, aðlöggjafinn sé einn bær til þess að ráðstafa réttindum yfir landsvæði utaneignarlanda. Landslög þurfi til sölueigna ríkissjóðs. Athafnir eðaathafnaleysi starfsmanna stjórnsýslunnar geti ekki leitt af sér slík umráð nemasérstök lagaheimild hafi verið fyrir hendi, þ.m.t. það að þjóðlenda hafi veriðlátin af hendi. Réttmætar væntingar getiþví ekki stofnast á þeim grundvelli sem haldið sé fram af hálfu stefnenda. Þar að auki verði væntingarnar vitanlegaeinnig að vera réttmætar, þ.e. menn geti ekki haft væntingar til að öðlastmeiri eða frekari réttindi en þeir geti mögulega átt rétt á. Ef því háttar þannig til, líkt og í þessutilviki, að m.a. staðhættir, gróðurfar og nýting lands bendi ekki til beinseignarréttar, geti réttmætar væntingar ekki stofnað til slíkra réttinda.Stefndi andmælir því að skilyrði eignarhefðar séu fyrir hendi, en þar umvísar hann m.a. til áðurgreindra sjónarmiða um nýtingu lands, staðhátta,gróðurfars og eldri heimilda. Stefndiáréttar að nýting svæðisins hafi í aldanna rás ekki falist í öðru en sumarbeitfyrir búfénað, en hefðbundin afréttarnot geti ekki stofnað til beinnaeignarréttinda yfir landi, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málum nr. 103/1952(Landmannaafrétt), 47/2007 (Bláskógabyggð) og fyrrnefndan dóm nr. 48/2004.Stefndi bendir á og áréttar að þinglýsing heimildarskjals fyrir svæði feliekki í sér sönnun um tilvist beins eignarréttar, sbr. þá meginreglueignarréttarins, að menn geti ekki með eignayfirfærslugerningi öðlast betrirétt en seljandi átti. Stefndi vísar tilþess að ekki liggi fyrir hvernig eigendur Hóla séu komnir að rétti sínum tillandsvæðisins. Það er og álit stefnda aðheimildir bendi til þess, að tilkall jarðarinnar feli ekki annað í sér og meiraen tilkall til óbeinna eignarréttinda (afréttar), og að sá réttur hafi, eftiratvikum, orðið til á þann veg að landsvæðið hafi verið tekið til sumarbeitarfyrir búpening og e.t.v. annarrar takmarkaðrar notkunar.Af hálfu stefnda er sérstaklega vísað til áðurnefnds dóms Hæstaréttar ímáli nr. 128/1967 um Nýjabæjarafrétt.Byggir stefndi á því að dómurinn feli í sér res judicata áhrif að því ervarði eignarréttarlega stöðu hins umþrætta svæðis. Að því leyti feli dómurinn í sér bindandiniðurstöðu um eignarréttarlega stöðu svæðisins, enda hafi hluti af þvílandsvæði sem kröfugerð stefnanda taki til verið til umfjöllunar í nefndumdómi. Tekur stefndi að því leyti undiráðurrakin sjónarmið óbyggðanefndar og byggir á því að enda þótt kröfurmálsaðila í því máli hafi ekki lotið að viðurkenningu beins eignarréttar séengu að síður ljóst að rétturinn hafi hafnað því að málsaðilar hafi sýnt fram ábeinan eignarrétt sinn til umrædds landsvæðis, á grundvelli þeirra gagna semfyrir lágu. Vísar stefndi í því sambandieinkum til orða dómsins þar sem segir:„Í máli þessu er deilt um eignarrétt að landssvæði því, sem um er aðtefla, en eigi upprekstrarrétt ...“ og enn fremur „hvorki áfrýjandi né stefnduhafa fært fram gögn fyrir fullkominni eignartöku að fornu eða nýju á landssvæðiþví sem um er að tefla í máli þessu.“Stefndi andmælir varakröfu stefnenda með sömu rökum og hér að framan erurakin. Stefndi andmælir sérstaklega þeimsjónarmiðum stefnenda að takmörkuð not geti leitt til þess að fullkominneignarréttur teljist hafa unnist á grundvelli hefðar, hvorki að hluta til né aðöllu leyti.Með vísan til þess, sem hér að framan er rakið telur stefndi að stefnendumhafi ekki tekist að sýna fram á eignarrétt sinn á hinu umdeilda landsvæði. Telur stefndi ljóst að einstakir hlutarsvæðisins séu misjafnlega fallnir til beitar.Beitarsvæði taki þó breytingum, en auk þess séu þau ekki endilegasamfelld. Byggir stefndi á því aðágreiningssvæðið, Hólaafréttur, með Jórunnarstaðatungum, verði því talið fallaundir skilgreininguna „landsvæði … sem aðstaðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé“, sbr. 1. gr. laganr. 58, 1998. Byggir stefndi á því aðlandsvæðið svo sem það hafi verið afmarkað í kröfugerð stefnanda, sem farisaman við niðurstöður óbyggðanefndar, teljist allt þjóðlenda í skilningi 1.gr., sbr. einnig a-lið 7. gr., laga nr. 58, 1998.Að öðru leyti mótmælir stefndi öllum sjónarmiðum og málsástæðum stefnenda,svo sem þeim er lýst í stefnu, en byggir um leið á þeim röksemdum sem lagðarvoru til grundvallar í úrskurði óbyggðanefndar í umræddu máli, nr. 1/2008. Auk þess byggir stefndi á þeim sjónarmiðum ogröksemdum sem hann setti fram í kröfugerðinni fyrir óbyggðanefnd og krefst hannþess að úrskurður óbyggðanefndar frá 19. júní 2009, í nefndu máli nr. 1/2008,verði staðfestur og að því leyti sem hann varðar ágreiningssvæði þessa máls.Um lagarök er af hálfu stefnda vísað til almennrareglna eignarréttar og til þjóðlendulaga nr. 58, 1998. Þá vísar hann til 72. gr. stjórnarskrárinnarnr. 33, 1944. Hann byggir á meginreglumeignarréttar um nám, töku og óslitin not, sem og meginreglum um eignarráðfasteignareiganda og á almennum reglum samninga- og kröfuréttar. Hann byggir á hefðarlögum nr. 14, 1905, envísar einnig til laga nr. 6, 1986 um afréttarmálefni og fjallskil. Þá vísar stefndi til ýmissaeignarréttarreglna Grágásar og Jónsbókar og loks til laga nr. 91, 1991 ummeðferð einkamála, þar á meðal málskostnaðarákvæða 129. og 130. gr.III.. Með lögum Alþingis nr. 58, 1998um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, sem tókugildi 1. júlí 1998, var sérstakri stjórnsýslunefnd, óbyggðanefnd, falið aðkanna og skera úr um hvaða landsvæði innan íslenska ríkisins teljist tilþjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, skera úr um mörk þess hlutaþjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og úrskurða um eignarréttindi innanþjóðlendna, sbr. 7. gr. laganna.Í 1. gr. laganna er þjóðlenda skilgreind sem landsvæði utan eignarlanda þóað einstaklingur eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuðeignarréttindi. Í lagagreininni er eignarland skilgreint sem: „Landsvæðisem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjulegeignaráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.“ Þá er afréttur í lagagreininni skilgreindursem: „... landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað tilsumarbeitar fyrir búfé.“Fram að gildistöku laga nr. 58, 1998 voru ýmis landsvæði á Íslandi semenginn eigandi var að. Með lögunum eríslenska ríkið lýst eigandi þessara svæða, auk þeirra landsréttinda oghlunninda þar, sem aðrir eiga ekki, og þau nefnd þjóðlendur.Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til nefndra laga, sem kölluðhafa verið þjóðlendulög, segir m.a. að þjóðlendur séu landsvæði sem nefnd hafaverið nöfnum eins og hálendi, óbyggðir, afréttir og almenningur, allt að þvítilskildu að utan eignarlanda sé. Þásegir að tilgangur laganna sé að leysa úr þeirri óvissu sem lengi hafi veriðuppi um eignarhald á ýmsum hálendissvæðum landsins. Tekið er fram að eigi sé áskilið að landsvæðiþessi séu á miðhálendinu og beri eigi að skýra ákvæðið svo þröngt að það getiekki tekið til landsvæða annars staðar.Loks segir í athugasemdunum að til þess beri að líta að þótt land íþjóðlendum sé eign ríkisins samkvæmt framansögðu geti verið að einstaklingar,sveitarfélög eða aðrir lögaðilar eigi þar takmörkuð réttindi, en lögin raskiekki slíkum réttindum. Þannig eigi þeirsem hafa nýtt land innan þjóðlendna sem afrétt fyrir búfénað, eða haft þarönnur hefðbundin not sem afréttareign fylgja, að halda þeim rétti í samræmi viðákvæði laga þar um. Þjóðlendulögin veitiþannig ekki heimild til að svipta menn eign sinni, hvorki eignarlöndum né öðrumréttindum.Í þjóðlendulögum er ekki að finna sérstakar reglur um það hvernigóbyggðanefnd skuli leysa úr málum, þ.e. hvaða land skuli teljast eignarland oghvað þjóðlenda. Niðurstaðan ræðst því afalmennum sönnunarreglum og þeim réttarreglum sem færðar eru fram í hverjueinstöku tilviki. Það eru þvígrundvallarreglur íslensks eignarréttar sem gilda.2.Samkvæmt framansögðu er upphaf þessa máls það að óbyggðanefnd ákvað ímars 2007 að taka til meðferðar tiltekin landsvæði á vestanverðu Norðurlandi,sbr. 8. gr., 1. mgr. 10. gr. og 11. gr. laga nr. 58, 1998. Við meðferð málsins var svæðið nánar afmarkaðog skipt upp í fimm aðskilin mál. Vareitt þeirra það mál sem hér er til umfjöllunar, nr. 1/2008, er varðar m.a.landsvæði fremst í Eyjafirði, en einnig hálendisins þar fyrir sunnan, austan ogvestan. Eftir atvikum tekur svæðið þvíað nokkru til landsvæða sem nefnd hafa verið Laugafellsöræfi/Fjöllin ogNýjabæjarafréttur og þá með kröfusvæðum fremstu jarða í Eyjafirði, m.a. Hóla,Torfufells og Möðruvalla, sbr. að því leyti dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr.656/2012. Samkvæmt nefndum dómi er syðsti hluta Möðruvallarafréttar hreinþjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. a-lið 7. gr., laga nr. 58, 1998. Aftur ámóti er nyrsti hlutinn, í Sölvadal, þjóðlenda í afréttareign landeiganda, sbr.2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. sömu laga og hins vegar afréttarland Gnúpufellsí Þormóðsdal/Gnúpufellsdal eignarland.Í máliþessu krefjast stefnendur þess að úrskurður óbyggðanefndar að því er varðarHólaafrétt, en einnig svonefndar Jórunnarstaðatungur, sem óumdeilanlega erhluti afréttarins, verði felldur úr gildi með áðurröktum rökum. Samkvæmt því sem áður er rakið drógustefnendur nokkuð úr þeirri kröfugerð sem þeir höfðu haft uppi við meðferðmálsins hjá óbyggðanefnd, en þeir andmæla rökum nefndarinnar líkt og öllummálatilbúnaði stefnda hér fyrir dómi. Afhálfu stefnda, íslenska ríkisins, er tekið undir niðurstöðuóbyggðanefndar. Hann hafnar þvímálatilbúnaði og rökum stefnenda hér fyrir dómi og krefst sýknu.Hólaafrétturdregur nafn sitt af jörðinni Hólum í Eyjafjarðarsveit, sem er austanEyjafjarðarár, en Jórunnarstaðatungur draga nafn sitt af samnefndu býli, sem ervestan árinnar, en spölkorn fyrir sunnan Hólabýlið. Nefndar jarðir voru báðar fyrrum í Hólasókn,en kirkja er á Hólajörðinni. Jarðirnarvoru fyrrum í Saurbæjarhreppi, en hann er víðlendastur af hreppum í Eyjafirðiog var áður einnig fjölmennastur. Þessifremsta byggð í Eyjafirði er stundum nefnd Eyjafjarðardalur, en byggðintilheyrir nú Eyjafjarðarsveit.Eyjafjarðarárennur eftir Eyjafjarðardal og endilöngu héraðinu. Upptök hennar eru í botni dalsins.Hólaafrétturer á landsvæði sem er syðst og fremst í Eyjafjarðardal og eftir atvikum einnigá hálendinu þar fyrir ofan. Nyrsti hluti afréttarins er við svonefndanTrippagarð, nærri Strangalæk og Klaufá og því beggja vegna Eyjafjarðarár. Um 13 km eru frá þessum nyrstu mörkumafréttarins að syðstu landamerkjum Hólajarðarinnar í Hólavatni, en þar í milli,austan Eyjafjarðarár, eru eignarlönd jarðanna Tjarna, Halldórsstaða, Jökuls ogVatnsenda. Frá nefndum nyrstu mörkumafréttarins er svipuð vegalengd að innstu dalsdrögum í botni Eyjafjarðardals,um 13 km.Íúrskurði óbyggðanefndar er ítarlega fjallað um afmörkun Hólaafréttar. Í aðalatriðum segir þar að norður- ogvesturmerki hans fari um Strangalækjarfjall og Kerlingarhnjúk og þaðan að syðrienda Urðarvatns nyrðri, og þannig að sýslumörkum Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslu,í fjalllendinu vestan Eyjafjarðardals.Eftir það fari mörkin til suðurs og yfir Urðarvatn syðra og síðan áframí suðaustur í 975 m hæðarpunkt upp af Eyjafjarðardal. Um austurmörk afréttarins segir að þau farimeð Klaufa til upptaka, en fylgi síðan „efstu fjallsbrún“ allt að hornmarkieignarlanda Gnúpufells á Þormóðsdal. Það er þannig niðurstaða nefndarinnar,líkt og stefnendur halda fram, að nefndum mörkum afréttarins sé að þessu leytirétt lýst í áðurröktum landamerkjabréfum Hólajarðarinnar. Að því er varðar suðurmörk afréttarins er þaðniðurstaða óbyggðanefndar að þau nái svo langt „sem dalurinn nær“. Er þar átt við fremsta hluta Eyjafjarðardals,en farið nokkuð framan fyrir efstu dalsdrögin til suðurs eins og hér að framanvar lýst.Stefnendurbyggja á því að afrétturinn nái talsvert lengra inn til landsins.Umstaðhætti fyrir sunnan Eyjafjarðardal er það segja, að þar er landið hálent, um og yfir 900 m yfirsjávarmáli. Þá er landið þar víðfeðmt,hallalítið, gróðursnautt og öldótt, sbr. m.a. það sem áður var rakið umfjallskil og fram kom við vettvangsskoðun dómsins. Íúrskurði óbyggðanefndar er m.a. vikið að sögu, nýtingu og staðháttumHólaafréttar, en í þeim gögnum sem aðilar lögðu fram við meðferð málsins fyrirdómi er enn frekar fjallað um þessi atriði.Samkvæmtframansögðu nær byggðin langt fram Eyjafjarðardal, en eftir það skerst dalurinnlangt inn í óbyggðir. Heitir nú Tjarnirfremsti bærinn austan Eyjafjarðarár, en Hólgerði vestan ár, eftir að jörðinÚlfá fór í eyði. Sunnar í dalnum og ídalbotninum eru afréttarlönd, þ.m.t. Hólaafréttur með Jórunnarstaðatungum, enþar er einnig afréttarlandið Arnarstaðatungur.Óumdeilt er að fé slæðist oft upp á grjótin á þessu svæði, líkt ogfyrrgreindar heimildir um fjallskil vitna um.Nyrstajörðin í Hólasókn á austurkjálka er býlið Æsustaðir, en þar fyrir utan, íMöðruvallasókn, er landnámsbýlið Gnúpufell, en norðan Núpár er hið fornahöfuðbýli Möðruvellir. Fjalliðfyrir ofan Gnúpufell og Hólajörðina er Hólafjall, en nyrst á fjallinu erGnúpufellshnjúkur. Þar fyrir sunnan erSelfjall, sem einnig er nefnt Tjarnafjall, og nær það fram aðStóruskriðugili. Þar í milli er m.a.Glerárdalur með samnefndri á. Sunnan íGleráreyrum er eyðibýlið Granastaðir, sem var byggt á söguöld samkvæmt Reykdælasögu.Bæjarstæðið er um 250 m yfir sjávarmáli.Er talið að býlið hafi farið í eyði, líkt og eyðibýlið Másstaðir sunnanGlerár, eigi síðar en í svartadauða.Glerárhnjúkur er suður og upp af Gleráröxl. Þar fyrir sunnan en nærriárfarvegi Eyjafjarðarár er Selgrundin, en þar nærri var sel fráHólajörðinni. Þar fyrir sunnan er Selgilog Ytri-Gjá, en fjallið þar fyrir ofan og suður að Illaskurði er kennt viðsíðastnefnda örnefnið. Illiskurður erþröngt klettagil illfært, en Mýrarfjall er frá Illaskurði að Klaufá. Mýrafjallshnjúkurinn er uppi á Mýrarfjalli,en undirlendið á þessu svæði heita Mýrar, en þar yst er Háihryggur. Við Eyjafjarðará gegntYtra-Strangalækjargili, er Vaðhóllinn.Skammt sunnan Vaðhóls eru grundir.Munnmæli herma að þar hafi verið býli, sem Klaufárgerði hét, en þar séstmóta fyrir tóftabrotum. Klaufá er réttsunnan við tóftirnar, en þar eru líka Klaufárskriða og Klaufárgil. Eins og áður er lýst eru ystu mörkHólaafréttar, austan og vestan Eyjafjarðarár, á landsvæðinu fyrir sunnan Klaufá,en mörkin eru við svonefndan Trippagarð.Er garðurinn á nesi við ána á móti Syðri-Strangalækjargili. Þar fyrir sunnan, austan ár, er Klifsárheiðiog nær hún að Klifsá með samnefndu gili.Upp af er Klifsárdrag, suðaustur á fjall. Þar fyrir sunnan er Svínsheiði og nær hún aðSvíná. Í fræðiritinu Lýsing EyjafjarðarI segir Steindór Steindórsson náttúrufræðingur að síðastnefnda örnefnið bendiótvírætt til þess að þar hafi gengið svín fyrrum. Neðarlega í Svínsheiði erhjalli, sem er kallaður Fossar, vegna þess hve margir lækir renna niður heiðinaog fossa fram af hjallanum. Svínárhnjúkur er sunnan við dragið. Þá taka við Svínárstallar, Sveigur og Botn ogloks svonefnd Runa, en þar utarlega eru Lambatorfur. Runan nær að fremstu drögum dalsins, en þá ereigi alllangur vegur suður á Sprengisand.VestanEyjafjarðarár syðst í dalnum er fyrrnefndur Botn og nær hann frá upptökumárinnar norður að Sandá og nefnist svæðið Runa, líkt og austan ár. Sandáröxlliggur sunnan Sandárgils. Milli Sandárog Fremri-Strangalækjar heita Torfur.Eftir það tekur við Brattahlíð, en vestur af hlíðinni á fjall upp heitirTorfnahnjúkur. Rennur Eyjafjarðará þarnaí gljúfri sem nefnist Torfnaklif, en eftir það rennur hún þar á eyrum og eru íhenni grónir hólmar. Heitir þar Brúsahvammur. Svæðið frá Fremri-Strangalæk og norður aðHeimari-Strangalæk heitir Strangalækjarfjall, giljum skorin hlíð, en gróður erþar nokkuð upp á fjallið. Millilækjanna, miðja vegu, er hlaðinn garður, sem verja átti hrossastóði að faranorður dalinn. FyrrgreindurFremri-Strangalækur kemur úr samnefndu gili, en drag lækjarins nær vestur undirUrðarvötn, en þar skammt frá er Kerlingarhnjúkur. Vestur undir hnjúknum er Vatnahjalli en umhann liggur Eyfirðingavegur. NorðanFremri-Strangalækjar að Hafrá er afréttarlandið Arnarstaðatungur, en þar erugamlar seltóftir, Arnarstaðasel. Hafráinfer um Hafrárgil, sem er djúpt klettagil, vel gróið, sem gengur þvert uppTungnafjallið. Þar er Hafrárdalur ogofar Tungnahnjúkur. Ná drög Hafrárlangleiðina að Ytra-Urðarvatni. FráHafrárgili að merkjum býlisins Úlfár, sem fór í eyði 1925, kallast Úlfheiði oger þar nokkurt undirlendi, en þar norðan við er syðsta býlið vestanEyjafjarðarár, Hólsgerði. Er fjöldiörnefna á þessu svæði, m.a. Hafrárhólmar, Beitarhúsagrundir ogÚlfárhólmar. Fjallið þar fyrir ofannefnist Úlfárskál og Úlfárjökull, en þar vestur af er fjallið hæst, 1240 m, ognefnist Torfufellshnjúkur. Fyrrgreindur fjallahringur, sem umlykurEyjafjarðardal, er hálendur, um 900-1200 m.DalbotnEyjafjarðardals þrengist verulega þegar kemur fram fyrir Saurbæ, en samt er þarallbreitt undirlendi. Samkvæmt heimildumer allskriðuhætt beggja vegna Eyjafjarðarár.Rúmlega 10 km fyrir framan Saurbæ og Möðruvelli gengur hólagirðing mikilyfir þveran dalinn, en þar norðan við eru bæjarhús jarðarinnar Hóla. Nokkru sunnar eru Hólahólar, sem er annaðhólahrúgald í vestanverðum dalnum. Erþað fyrir mynni Villingadals, svonefndir Leyningshólar, en þar er samnefndjörð. Fyrir innan Hóla er dalurinnstrjálbýlli en fyrr, en þar eru nú fjögur býli að austan, en þrjú aðvestan. Undirlendi er þarna lítið ogskriðuhætt. Fyrir utan fremstu jarðirnarHólsgerði og Tjarnir gengur jökulalda yfir þveran dalinn. Þá er enn hólagarður inni í afrétt og loks erfjórða jökulaldan inn hjá Sandá. Ífremsta hluta Eyjafjarðarár, framan byggðar, er stórgrýti og fellur áin þarþröngt og er í raun ekkert undirlendi þar í dalnum. Eftir að áin kemur niður í byggð, hjáTjörnum, er hún lengst af fremur lygn.Í úrskurði óbyggðanefndarsegir að samkvæmt Landnámu hafi Helgi magri skipt landi milli ættingja sinna,en hann reisti bú sitt í Kristnesi, nærri miðju héraði. Í úrskurðinum segir einnig frá því að austanEyjafjarðarár hafi Helgi gefið syni sínum Ingjaldi land upp frá Þverá hinniytri til Arnarhvols. Hafi Ingjaldur reist bú sitt að Þverá hinni efri, en býliðheitir nú Munkaþverá. Þá segir íúrskurðinum að öðrum syni sínum, Hrólfi, hafi Helgi gefið land frá Arnarhvoliog að hann hafi reist bú sitt að Gnúpufelli, skammt austan Eyjafjarðarár, ensunnan Núpár, sem kemur úr Sölvadal. Ánágrannajörðinni, norðan Núpár, reisti bú einn af sonum Hrólfs, Hafliði innörvi, en hann seldi í elli sinni jörðina Eyjólfi Valgerðarsyni Einarssyni, semlengi hafði búið á Jórunnarstöðum vestan Eyjafjarðarár. Var Eyjólfur afkomandi Auðuns rotins og HelguHelgadóttur í Saurbæ, sem er vestan Eyjafjarðarár. Synir Eyjólfs voru Guðmundur ríki áMöðruvöllum og Einar Þveræingur, sem fyrst bjó í Saurbæ, en síðar á Munkaþveráaustan ár. Samkvæmt heimildum bjugguættmenni og venslafólk Eyjólfs um aldir á Möðruvöllum, en býlið verður að teljaeitt mesta höfðingjasetur Íslands.Því ervið að bæta að samkvæmt Landnámu reisti Hrólfur Helgason hof í Gnúpufelli, enlandnám hans virðist hafa verið stórt.Tók sonur hans Ingjaldur við landnámsbýlinu, en aðrir synir hans bjugguí næsta nágrenni, m.a. á Möðruvöllum, eins og fyrr sagði, en einnig í Sölvadalog í Þingeyjarsýslum. Þá er talið aðeinn af sonum Hrólfs, Grani, hafi búið að áðurnefndum Granastöðum áGleráreyrum, framarlega í Eyjafjarðardal.Samkvæmt heimildum fór þetta fornaldarbýli snemma í eyði, en þar hafafarið fram alþekktar fornleifarannsóknir undir handleiðslu MatthíasarÞórðarsonar þjóðminjavarðar og síðar dr. Bjarna F. Einarssonarfornleifafræðings.SamkvæmtLandnámu gaf Helgi mági sínum Hámundi lönd vestan Eyjafjarðarár milli Merkigilsog Skjóldalsár. Bjó Hámundur ogafkomendur hans á Espihóli, en einnig á höfuðbýlunum Grund og Möðrufelli. Þá gaf Helgi Þóru dóttur sinni og eiginmannihennar, Gunnari Úlfljótssyni, frá Bæ í Lóni, lönd upp frá Skjóldalsá og suðurtil Háls, en þau bjuggu í Djúpadal/Stóradal.Enn fremur gaf Helgi fyrrnefndri dóttur sinni Helgu og eiginmannihennar, Auðuni rotin, land upp frá Hálsi og til Villingadals. Þau bjuggu, eins og fyrr sagði, í Saurbæ,skammt vestan Eyjafjarðarár, en handan árinnar var um aldir höfuðbýlið íbyggðinni, Möðruvellir.Þegarframangreind atriði eru virt í heild, m.a. frásögn Landnámu um landnám, eneinnig aðrar heimildir Íslendingasagna og þar á meðal um fornbýlið Granastaði,er að áliti dómsins líklegt að það landsvæði sem nefnt er Hólaafréttur, meðJórunnarstaðatungum, hafi verið numið við upphaf Íslandsbyggðar.Samkvæmt framansögðu gaf Helgi magrií landnámi sínu helstu bújarðir til náinna ættmenna sinna. Eftir það gengu jarðir til arfs, en einnigeru margar heimildir um að jarðir hafi gengið kaupum og sölum. Eftir landnámsöldina urðu eignaskipti ájörðum við kaup tíðari og þar á meðal í jarðaskiptum.Áðurnefndhöfuðbýli, Möðruvellir og Gnúpufell, en einnig jörðin Hrísar, sem er þar fyrirsunnan, voru í hinni fornu Möðruvallasókn.Fremsta byggðin í Eyjafjarðardal tilheyrði hins vegar Hólasókn, en ásíðari öldum var kirkjan annexía frá Miklagarðskirkju, vestan Eyjafjarðarár,sem árið 1871 var lögð undir Saurbæjarkirkju.Nyrstajörðin í hinni fornu Hólasókn á austurkjálka, er Æsustaðir, sem nú nefnistGrænahlíð. Þar fyrir sunnan var samkvæmtJarðabókinni jörðin Gerði eða Æsustaðagerði, sem byggð var úr Æsustöðum, en þarfyrir sunnan er jörðin Arnarstaðir, en út úr henni skiptist síðar jörðinArnarfell. Þar sunnan við var jörðinNýibær, sem byggð var úr Hólajörðinni, sem liggur þar fyrir sunnan. Hólar er ein af stærri jörðum í Eyjafjarðarbyggðum. Þar fyrir sunnan er jörðin Vatnsendi, enlandamerki hennar og Hóla eru norðarlega í Hólavatni. Sunnan Vatnsenda er jörðin Jökull, sem fór íeyði eftir snjóflóð á síðustu öld, en þar fyrir sunnan er jörðinHalldórsstaðir. Fremsta jörðin í sókninniað austan er Tjarnir. Syðsta jörðinvestan Eyjafjarðarár er eyðibýlið Úlfá, sem fór í eyði eftir skriðuföll, en þarnorðan við er jörðin Hólsgerði. Norðanvið Hólsgerði eru jarðirnar Torfufell, Leyningur og Jórunnarstaðir, en ystaforna jörðin á vesturkjálka, sem tilheyrði Hólasókn er Skáldstaðir.Af heimildum verður helstráðið að kirkja hafi verið á Hólum allt frá upphafi kristni á Íslandi, en húnvar jarðeignalaus samkvæmt elstu kirkjubókum eins og segir í úrskurðióbyggðanefndar. Eins og áður sagði erHólajörðin ein stærsta jörð í hinum forna Saurbæjarhreppi og var þar oftmargbýlt, en jörðinni fylgdu hjáleigur.Jarðarinnar er getið í ýmsum Íslendingasögum, þ. á m. í Víga-Glúmssögu. Bjó þar á 10. öld Þorsteinn, elstisonur Ingjalds á Þverá syðri (Munkaþverá), en hann hafði verið leystur fráarfi. Hólajörðin kemur einnig við söguvegna jarðaskipta Þórðar Hallssonar riddara, en hann bjó á Möðruvöllum í byrjun14. aldar. Samkvæmt heimildum bjó ájörðinni eftir þetta Sturla Geirsson, en hann var bróðir Þorsteins bónda íAuðbrekku í Hörgárdal, en þeir áttu m.a. ættir sínar að rekja til höfuðbýlisinsMöðruvalla í Eyjafjarðardal. Í úrskurðióbyggðanefndar segir að heimildir greini einnig frá því að Gunnar Péturssonhafi selt Jóni illa Ólafssyni jörðina Hóla, en einnig Vatnsendajörðina íEyjafirði með bréfi, árituðu 14. mars 1375, og fengið Auðbrekku í Hörgárdalfyrir, en bréfið er áritað þar. Gunnarvar bróðir Ólafs hirðstjóra í Gnúpufelli, en afkomandi þess fyrrnefnda komsíðar verulega við sögu í svokölluðum Möðruvallamálum. Í nefndu kaupbréfi er elsta heimildin umafrétt Hóla. Segir þar að jörðin hafiverið seld með tilteknum hlunnindum, þ.e.:„... med þeim gögnum oc gædum sem hann vard eigandi at. ut aa midianmarkgard. þar med eyiafiardardal fram fra klifsaa jardareign. eiga jardirlambarekstr utan fra gerdi oc upp til tiarna. oc eigi verit at talit þo atfarit hafi eldri saudir. torfskurd i arnarstadi sem landinu þarfnaz. selför jtiarna land. svo morgu fe sem heima at holum fædiz þremr kuum og hrossi. skogarpart j leynings jord ...“Að líkindum seldu afkomendur Jóns ÓlafssonarHólajörðina Þorvarði Loftsyni á Möðruvöllum, en samkvæmt heimildum var jörðin ámeðal eigna hans þegar erfðaskipti urðu við dauða hans árið 1446. Eftir þetta virðist Hólajörðin hafa verið íeigu Möðruvellinga a.m.k. fram á 17. öldina.Auk Möðruvalla og Hóla voru á meðal eigna Þorvarðar stórbýlin Eiðar áAusturlandi, Hlíðarendi í Fljótshlíð og Strönd í Selvogi. Hólajörðin var í umsjá eða eigu MargrétarVigfúsdóttur, ekkju Þorvarðar, eftir að dóttir hennar og tengdasonur, PállBrandsson sýslumaður, höfðu tekið við búsforráðum á Möðruvöllum, en þau féllufrá í lok 15. aldar. Eftir það hófustharðvítugar deilur um Möðruvallaauðinn, annars vegar á milli erfingja sonarPáls sýslumanns, þ.e. Gríms sýslumanns í Eyjafjarðarsýslu og sona hans, og hinsvegar Erlendar Erlendssonar frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, lögmanns sunnan ogaustan, en hann var tengdasonur Margrétar og Þorvarðar. Lentu Hólar í þeirri hringiðu. Eru heimildir um að sonur Erlendar,Þorvarður, hafi ungur fengið að gjöf frá ömmu sinni Margréti jarðir og þar ámeðal Hóla, en hann varð síðar sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og var þá búsetturá Möðruvöllum. Enn síðar varð Þorvarðurlögmaður sunnan og austan. Kom hann mjögvið sögu í þessum erfðadeilum, en einnig aðrir ættingjar og afkomendur Margrétarog Þorvarðar á Möðruvöllum. Má þar m.a.nefna Þorleif, son Gríms sýslumanns, og Jón Marteinsson sýslumann, sem vargiftur Guðbjörgu Erlendsdóttur lögmanns frá Strönd. Bjuggu Grímur og Jón báðir um tíma áHólum. Einnig komu við sögu Ormur Sturlusonlögmaður, tengdasonur Þorleifs sýslumanns, og Páll Jónsson frá Svalbarði, semkvæntur var Helgu Jónsdóttir lögmanns Arasonar biskups, en hún var einnigafkomandi Möðruvellinga. Síðar kom viðsögu m.a. Ari Þorkelsson, sýslumaður í Haga á Barðaströnd, en hann var einnigafkomandi Möðruvellinga. Urðu deilur þessar langvinnar og féllu dómar þar umítrekað á víxl. Drógust aðrar jarðeignirí byggðinni inn í deilurnar, þ. á m. Leyningur og Tjörn, eins og vikið er að í úrskurðióbyggðanefndar. Samkvæmt alþekktumfræðiritum, m.a. í ritgerð eftir Pál Briem, síðasta amtmann norður og austur,frá árinu 1900, Hundraðtal á jörðum,mun jarðamat tíðum hafa verið málum blandið í þessum ágreiningi, sem nefnd hafaverið Möðruvallamál, m.a. að því er varðaði jörðina Hóla, en einnig Auðbrekku íHörgárdal og Möðruvelli. Eins og fyrrsagði spruttu þessar deilur fyrst upp við erfðaskipti Páls sýslumanns árið1501, en þær héldu síðan áfram m.a. vegna gjafagernings Þorleifs sýslumanns tilsonar síns Gríms árið 1560, en einnig vegna síðari erfðaskipta árið 1569 og varþá tíðum grautað í dómum. Lauk þessumdeilumálum ekki fyrr en á 17. öldinni.Af gögnum verður ekki annað ráðið enað auk landnámsjarðanna Gnúpufells og Möðruvalla hafi jarðir í fremsta hlutaEyjafjarðardals, vestan og austan ár, verið sjálfseignarjarðir. Þannig munum.a. Tjarnir hafa byggst þegar á landnámsöld, en einnig Arnarstaðir, sem getiðer um í Ljósvetningasögu. Þá erVatnsendajarðarinnar sérstaklega getið í fyrrnefndu jarðasölubréfi frá1375. Enn fremur verður jörðinJórunnarstaðir, vestan ár, talin til landnámsjarða, en eins og áður er rakiðbjó þar um tíma Eyjólfur Valgerðarson, afkomandi Auðunar rotins, en hann ogafkomendur hans reistu síðar stórbú að Möðruvöllum handan Eyjafjarðarár. Af heimildum verður ráðið að Hólajörðin hafieinnig ætíð verið sjálfseignarjörð og í bændaeign. Margar þessara jarða komust um síðir í eiguMöðruvellinga, en gengu síðan kaupum og sölum, líkt og Hólajörðin.Eins og fyrr var rakið var oftmargbýlt í Hólum, en jörðinni fylgdu hjáleigur, sem sumar urðu síðar bújarðir,eins og rakið var í kafla I.5 hér að framan.Þekktasta hjáleigan var Hólakot, en hennar er m.a. getið í manntalinu1703 og í Jarðabókinni 1712. Samkvæmtáðurröktum heimildum, m.a. í áðurröktum eldri jarðamötum, en einnig í sölubréfifrá 1809 og lögfestum frá 1822, svo og í landamerkjabréfi Hóla frá 1923, erunefnd býli ásamt jörðinni Nýjabæ, sem byggð var úr landi Hóla skömmu eftirmiðja 19. öld, nefnd einu lagi Hólatorfan.Aðrar jarðir í nágrenninu hafa ekki fallið þarna undir og er þeirrimálsástæðu stefnenda hafnað.Í gögnum málsins eru engar heimildirum að búseta hafi verið í fremsta hluta Eyjafjarðardals sunnan Klaufár og þar ímót, í Strangalækjarfjalli, þ.e. framan norðurmarka Hólaafréttar. Er til þess að líta að á þessum slóðum, eneinnig þar fyrir norðan, er skriðuhætt, en snjófljóð og skriður eyddu byggð ábýlunum Úlfá og Jökli. Heimildir eru umað fyrir framan þessi býli hafi á söguöld verið byggð sem hafi farið íeyði. Þannig voru Granastaðir viðdalverpið Glerárdal, en óljósar heimildir eru einnig um að býlið Másstaðir hafiverið þar skammt fyrir framan. Þar fyrirframan, í landi Tjarna, við Selgrund var forðum sel frá Hólajörðinni, en aðauki eru tóftarbrot rétt sunnan við Klaufá.Eru bæjarhús Hóla, eins og fyrr sagði, um 13 km frá nefndumafréttarmörkum, en þar í milli eru áðurnefnd sjálfseignarbýli.Elsta heimildin, sem tekur til þessalandsvæðis, er fyrrnefnt kaupbréf um jarðirnar Hóla og Vatnsenda frá 1375 þarsem sagt er að Hólar eigi Eyjafjarðardal fram frá Klifsá, en í því samhengi erí bréfinu einnig vikið að upprekstrarrétti annarra jarða á austurkjálka alltfrá Æsustaðagerði til Tjarna. Ekkertliggur fyrir í málinu hvernig þessi réttindi komu í hlut Hóla eða hver kunniáður að hafa haft þau á hendi, en nefnd afréttarmörk eru um 26 km frálandnámsjörðinni Gnúpufelli.Eins og fyrr er rakið er aukkaupbréfsins frá 1375 fjallað um réttindi Hóla í Eyjafjarðardal í fjöldaheimilda. Má þar nefna Jarðabók ÁrnaMagnússonar og Páls Vídalíns frá 1712, jarðabréf frá 1765, kaupbréf frá 1809,jarðamat frá 1849, afréttarskrá frá 1894 og jarðamat frá 1903. Þá er vikið að þessum réttindum ísáttagjörðum þáverandi landeigenda Tjarna og Hóla frá 1822 og ílandmerkjabréfum jarðanna frá árum 1899 og 1923, en einnig í nýlegri heimildum.Vísa allar þessar heimildir að mati dómsins til nýtingar landsvæðisins og þá þannigað um hafi verið að ræða afréttar- og beitarland.Í dómum sínum hefurHæstiréttur Íslands í sambærilegum málum margoft vikið að gildilandamerkjabréfa og annarra álíka gagna, m.a. í máli nr. 48/2004. Er það niðurstaða réttarins að þóttlandamerkjabréf hafi verið gert fyrir svæði, beri við mat á gildi slíkra bréfaað gæta að því, að þau fela fyrst og fremst í sér sönnun um mörk milli eigna,en í því felist á engan hátt að allt land innan merkja skuli teljast óskoraðeignarland. Þá segir í nefndum dómi aðvið mat á gildi landamerkjabréfa skuli m.a. líta til þess hvort eldri heimildirstyðji efni þess. Þekkt sé aðlandamerkjabréf hafi ekki eingöngu verið gerð fyrir jarðir, heldur einnig t.d.afrétti, sem ekki tengist sérstaklega tiltekinni jörð. Landamerkjabréf fyrir jörð feli í sér ríkarisönnun fyrir því að um eignarland sé að ræða þótt jafnframt verði að meta gildihvers bréfs sérstaklega. Með því að geralandamerkjabréf hafi menn ekki einhliða getað aukið við land sitt eða annanrétt. Þá hafi menn ekki eingöngu markaðsér landsvæði háð beinum eignarrétti, heldur einnig mörk ítaka, afrétta ogallra annarra réttinda í lönd sem einhverja þýðingu gátu haft fyrir afkomuþeirra.Auk ofannefndra atriðaber að áliti dómsins að líta til þess að landmerkjabréf er í eðli sínusamningur, ef það er samþykkt af eigendum eða umráðamönnum aðliggjandi jarða umþau atriði sem þeir hafa forræði á að ráðstafa með löggerningi.Hólaafréttur er fremurhálent landsvæði með mjög takmörkuðu undirlendi í dalbotni í fremsta hlutaEyjafjarðardals. Fer landið hækkandiallt að dalsdraginu, en hálent fjalllendi umlykur dalinn.Að mati dómsins eru engar heimildir, sem benda til þess aðlandsvæðið sunnan Hólaafréttar, þ.e. á hálendissvæðinu austan og sunnan viðsyðstu dalsdrög Eyjafjarðardals, eins og hann er afmarkaður í lýstumlandamerkjabréfum, hafi tilheyrt Hólajörðinni.Eins og áður er rakið var, í dómi Hæstaréttar Íslands nr. 128/1967: Mál Upprekstarfélags Saurbæjarhrepps gegneigendum Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli í Skagafirði, sem kveðinn varupp 29. apríl 1969, m.a. fjallað um hálendissvæðið ofan Sölvadals ogEyjafjarðardals, á svonefndum Nýjabæjarafrétti, á Fjöllum/Laugafellsöræfum, ogallt að Hofsjökli. Það var niðurstaðaHæstaréttar að málið varðaði eignarrétt á hinum umþrættu landsvæðum, en ekki umupprekstrarrétt. Í úrskurðióbyggðanefndar er sérstaklega fjallað um niðurstöðu þessa dóms og þá í ljósikröfugerða aðila fyrir nefndinni, en þær eru að nokkru sambærilegar, en þó takmarkaðrivegna kröfugerðar stefnenda hér fyrir dómi, eins og áður var rakið, sbr. kaflaI.4. Í úrskurðinum rökstyðuróbyggðanefnd, eftir að hafa fjallað um aðild og gagnaöflun, þá niðurstöðu aðdómur Hæstaréttar í nefndu dómsmáli sé bindandi um úrslit sakarefnisins fyriraðila málsins og þá sem koma í þeirra stað.Í dómi Hæstaréttar Íslands nr. 656/2012 í máli íslenskaríkisins gegn eiganda Möðruvalla í Eyjafirði vegna Möðruvallaafréttar er vikiðað nefndum dómi réttarins í umræddu máli nr. 128/1967 og segir þar m.a.: „Af dóminum (mál nr. 128/1967) má meðalannars draga þá ályktun að ekki hafi verið talið sannað, að sá málsaðili semleiddi rétt sinn frá eiganda Möðruvalla, hefði „fært fram gögn fyrir fullkominni eignatöku að fornu eða nýju álandsvæði því, sem um er að tefla í máli þessu.“ Í þessum dómi vísar rétturinn sérstaklega tilþeirra orða í hinum eldri dómi um að yfirlýsingar í afsölum fyrr og síðar, semeigi hafi stuðst við önnur gögn, hafi ekki nægt til að dæma öðrum hvorum aðilaeignarétt „til öræfalandsvæðis þessa“.Það er álit dómsins að með dómi Hæstaréttar Íslands í málinunr. 128/1967 hafi verið leyst úr ágreiningi um eignarréttindi á öræfunum millumSkjálfandafljóts að austan og Jökulsár eystri í Skagafirði að vestan og þar meðum eignarrétt á hluta þess landsvæðis sem til umfjöllunar var fyriróbyggðanefnd í því máli sem hér er til meðferðar, þ.e. á hálendissvæðinu fyrirframan fremstu drög Eyjafjarðardals. Aðþví leyti er dómurinn ásamt dómi réttarins nr. 656/2012 skýrt fordæmi umeignarréttarlega stöðu þessa hálendissvæðis.Er því tekið undir málsástæður stefnda að þessu leyti, enröksemdum stefnenda hafnað.Að virtum staðháttum,vegalengdum, örnefnum, gróðurfari og því sem hér að framan var rakið, varðandinýtingu, og þá einnig því að landsvæði Hólaafréttar er aðskilið frá öðru landiHóla, líkt og glöggt kemur m.a. fram í áðurröktum landamerkjabréfum, er þaðniðurstaða dómsins að gegn andmælum stefnda og að virtum röksemdum hans, m.a.varðandi réttmætar væntingar, hafi stefnendur ekki fært fram fullnægjandi sönnunfyrir því að þeir eigi beinan eignarrétt á hinu umþrætta svæði, eins og það varafmarkað hér að framan.Að þessuvirtu og þar sem kröfur og heimildir stefnenda styðjast ekki við önnur gögn enþegar hefur verið greint frá, en einnig í ljósi þeirra röksemda sem ítrekaðhafa komið í dómum Hæstaréttar, þ. á m. í fyrrnefndum dómi réttarins um landMöðruvalla í Sölvadal nr. 656/2012, verður fallist á með stefnda að alltdeilusvæðið sé þjóðlenda með þeirri afmörkun sem greinir í úrskurðióbyggðanefndar. Er Hólaafréttur, meðnefndum mörkum, því þjóðlenda en í afréttareign stefnenda, enda hafa þeir ekkisýnt fram á að landsvæðið sé eignarland þeirra, hvorki fyrir löggerninga né meðöðrum hætti.Stefnendurhafa að áliti dómsins ekki fært fram sönnur um að skilyrðum eignarhefðar á hinuumþrætta landsvæði hafi verið fullnægt með þeim venjubundnu afréttarnotum semþeir hafa haft af því. Liggur einnigfyrir að Hólaafréttur hefur um aldir aðallega verið nýttur til sumarbeitar búfénaðarjarðeigenda Hóla og Tjarna, en samhliða því hafa nokkrir aðrir jarðeigendur ogábúendur í Eyjafjarðardal haft þar upprekstrarrétt fyrir búfénað sinn.Verðurniðurstaða óbyggðanefndar um að Hólaafréttur, eins og hann er nánar afmarkaðurí úrskurði hennar, sé þjóðlenda því staðfest, en jafnframt, og eins og áðursagði, að hann sé í afréttareign stefnenda, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr.laga nr. 58, 1998.Verðurstefndi samkvæmt öllu því sem að framan er rakið sýknaður af aðal- ogvarakröfum stefnenda.Eftir atvikum þykir réttað málsaðilar beri sinn kostnað af málarekstrinum.Allurgjafsóknarkostnaður stefnenda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknunlögmanns þeirra, Friðbjörns Garðarssonar hæstaréttarlögmanns.Meðhliðsjón af hagsmunum og umfangi málsins, en einnig vinnuframlagi, m.a. vegnavettvangsferðar og endurflutnings, er nefnd þóknun ákveðin 1.423.000 krónur oger þá virðisaukaskattur meðtalinn.Samkvæmt 2. mgr. 127. gr. laga nr. 9, 1991 kemur aðeins í hlut dómstólaað ákveða þóknun handa lögmanni gjafsóknarhafa og á því ekki að réttu lagi aðtaka afstöðu til útlagðs kostnaðar þeirra í dómi.Í máliþessu hefur málmeðferð dregist mun lengur en dómari ætlaði og er þaðmiður. Kemur þar helst til annir viðönnur dómsmál, nokkur fjöldi annarra þjóðlendumála, en einnig aðrar aðstæður.ÓlafurÓlafsson héraðsdómari kveður upp dóminn.D Ó M S O R Ð :Stefndi, íslenska ríkið,er sýkn af kröfum stefnenda.Málskostnaður fellurniður.Allur gjafsóknarkostnaðurstefnenda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málflutningsþóknun lögmanns þeirra,Friðbjörns Garðarssonar hæstaréttarlögmanns, 1.423.000 krónur. ÓlafurÓlafsson.Dómsorðiðer lesið í heyranda hljóði að viðstöddum Arnari Sigfússyni hdl. v/ IndriðaÞorkelssonar hrl. og er honum afhent afrit dómsins. Lögmaður stefnenda boðaði lögmæt forföll.
|
Mál nr. 463/2010
|
Nauðasamningur Réttindaröð Forgangskrafa Laun
|
S hf. sagði Þ upp störfum og greiddi honum laun í sex mánuði auk tiltekinna hlunninda sem hann hafði áður notið í starfi. Þ taldi sig eiga rétt til frekari greiðslna og vísaði til þess að í ráðningarsamningi hans hefði verið kveðið á um tólf mánaða uppsagnarfrest. Þ lýsti kröfu við nauðsamningsumleitanir S hf. vegna mismunarins og taldi að henni skyldi skipað í kröfuröð samkvæmt 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., en S hf. samþykkti kröfuna sem almenna kröfu samkvæmt 113. gr. sömu laga. Í dómi Hæstaréttar var hafnað þeirri málsástæðu S hf. að Þ hefði í raun starfað í þágu félags tengdu S hf. og að vinnuvinnuréttarsambandi aðila hefði verið lokið áður en Þ var sagt upp störfum. Vísað var til þess að skýrt hefði komið fram í ráðningarsamningi aðila og uppsagnarbréfi til Þ að Þ hefði enn verið starfmaður S hf. þegar honum var sagt upp. Einnig hefði við gerð nauðasamnings fyrir S hf. verið samþykkt krafa Þ sem reist var á því að félagið greiddi honum laun á uppsagnarfresti. S hf. vísaði til þess að starfsheiti Þ hjá félaginu hefði verið „framkvæmdastjóri Operation Management“ og að 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 ætti við um kröfu hans. Að mati Hæstaréttar lék vafi á því hvaða starfi Þ hafði gegnt þegar honum var sagt upp enda höfðu verið gerðir þrír ráðningarsamningar við Þ um störf hans fyrir S hf. og félög því tengdu, og voru þeir misvísandi um starfsheiti Þ. Tekið var fram að framangreint starfsheiti sem S hf. vísaði til félli ekki saman við starfsheiti í ráðningarsamningi aðila, sem var „SVP Corporate Strategy and Business Development FL GROUP“, og að hvorki nyti við í málinu lýsingar á starfinu né skipurits félagsins sjálfs. Engu að síður hefði Þ verið framkvæmdastjóri hjá S hf. og miðað við enskan starfstitil hefði hann haft með höndum rekstrarstjórn af einhverjum toga. Fram hefði komið að þegar Þ lauk tímabundnu starfi hjá einu af dótturfélögum S hf. hefðu mánaðarlaun og uppsagnarfrestur hans verið þau sömu og hjá dótturfélaginu. Hvort tveggja veitti vísbendingu um að ekki hefði orðið grundvallarbreyting á starfssviði hans við yfirstjórn S hf. Einnig hefði komið fram að Þ hefði verið í svokallaðri framkvæmdastjórn S hf. Þess vegna var fallist á með S hf. að 3. mgr. 112. gr. tæki til starfs Þ og var kröfu Þ því hafnað.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 27. júlí 2010 og krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 17.731.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 63.000 krónum frá 1. febrúar 2009 til 1. mars 2009, af 273.000 krónum frá þeim degi til 1. apríl 2009, af 483.000 krónum frá þeim degi til 1. maí 2009, af 2.987.000 krónum frá þeim degi til 1. júní 2009, af 7.715.000 krónum frá þeim degi til 1. júlí 2009, af 10.219.000 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2009, af 12.723.000 krónum frá þeim degi til 1. september 2009, af 15.227.000 krónum frá þeim degi til 1. október 2009 og af 17.731.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun að fjárhæð 1.000.000 krónur 16. júní 2009. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 4. ágúst 2010. Hann krefst þess að sér verði dæmdur málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti en niðurstaða héraðsdóms verði staðfest að öðru leyti. I Gagnáfrýjanda, sem áður bar heitið FL Group hf., var veitt heimild til greiðslustöðvunar 29. september 2008 samkvæmt III. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og 6. apríl 2009 fékk félagið heimild til að leita nauðasamnings við kröfuhafa sína samkvæmt VI. kafla sömu laga. Á fundi 26. maí sama ár, sem umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum hélt með kröfuhöfum, hlaut frumvarp hans um nauðasamning samþykki kröfuhafa og var það staðfest af Héraðsdómi Reykjavíkur 15. júní 2009. Meginefni þess var að samningskröfur að lægri fjárhæð en 1.000.000 krónur voru greiddar að fullu með reiðufé, en samningskröfuhafar sem áttu hærri kröfu en því nam, fengu einnig þessa sömu fjárhæð greidda með reiðufé, en að auki 5% af kröfufjárhæðinni með nýju hlutafé í gagnáfrýjanda að frádreginni áðurnefndri greiðslu. Gagnáfrýjandi sagði aðaláfrýjanda upp starfi 30. september 2008, en greiddi honum laun í sex mánuði fyrir október 2008 til og með mars 2009 auk tiltekinna hlunninda, sem hann hafði áður notið í starfi, eins og nánar greinir í héraðsdómi. Aðaláfrýjandi taldi sig eiga rétt til frekari greiðslna, enda hafi í ráðningarsamningi hans verið kveðið á um tólf mánaða uppsagnarfrest. Hann lýsi kröfu sinni 13. maí 2009 við nauðasamningsumleitanir gagnáfrýjanda, en um var að ræða kröfu um laun í sex mánuði, framlög til lífeyrissjóðs, áunninn orlofsrétt og greiðslu á ýmsum kostnaði, sem hann hafi notið í starfi, og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi. Kröfunni lýsti hann sem forgangskröfu með vísan til 1. til 4. töluliðar 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991. Gagnáfrýjandi mun hafa hafnað að krafa aðaláfrýjanda væri forgangskrafa og litið á hana sem almenna kröfu samkvæmt 113. gr. áðurnefndra laga, sem félli undir nauðasamning félagsins. Var aðaláfrýjanda í samræmi við það, sem áður var rakið, greiddar 1.000.000 krónur í reiðufé og afhent hlutafé í gagnáfrýjanda. Aðaláfrýjandi höfðaði málið 9. desember 2009 á þeim grunni að krafan væri forgangskrafa og hefði nauðasamningur með réttu ekki átt að hafa áhrif á hana, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991. Hann telur sér heimilt að höfða mál eftir að gerð nauðasamnings sé lokið og krafa hans taki mið af því að innborgun gagnáfrýjanda komi til frádráttar. II Þrír ráðningarsamningar aðaláfrýjanda við gagnáfrýjanda og tengd félög hafa verið lagðir fram í málinu. Hinn fyrsti er dagsettur 1. september 2005, en í 1. gr. hans segir að aðaláfrýjandi sé ráðinn sem framkvæmdastjóri „til að hafa umsjón með rekstri stefnumótun og viðskiptaþróun FL GROUP. Enskur starfstitill er SVP Corporate Strategy and Business Development FL GROUP.“ Í sömu grein samningsins segir einnig að næsti yfirmaður aðaláfrýjanda sé forstjóri FL Group hf. og að framkvæmdastjórinn sjái um ráðningar, uppsagnir og launasamninga við aðra starfsmenn stefnumótunar og viðskiptaþróunar í samráði við forstjóra FL Group hf. Föst mánaðarlaun aðaláfrýjanda skyldu ver 1.200.000 krónur og ýmis önnur hlunnindi tilgreind, en uppsagnarfrestur skyldi vera 12 mánuðir. Annar samningur er dagsettur 5. desember 2005 þar sem aðaláfrýjandi var ráðinn forstjóri FL Travel Group ehf.. Í inngangi samningsins segir að FL Group hf. muni stofna síðar í sama mánuði félag til að fara með eignarhald á ferðaþjónustufyrirtækjum FL Group hf. á Íslandi en um var að ræða sex tilgreind fyrirtæki. Í 2. gr. segir meðal annars að forstjórinn stýri daglegum rekstri félagsins og hafi ákvörðunarvald um öll rekstrarleg og fjárhagsleg málefni þess og umsjón með eignum. Þá hafi hann prókúruumboð fyrir félagið og sé stjórnarformaður í „öllum helstu dótturfélögum samstæðunnar“. Samkvæmt 5. gr. skyldu mánaðarlaun vera 1.600.000 krónur auk hlunninda, þar á meðal árlegur „bónus skv. kaupaukakerfi lykilstjórnenda FL GROUP HF, eins og það er hverju sinni.“ Ráðningin var sögð ótímabundin en þó að lágmarki í 2 ár og uppsagnarfrestur skyldi vera tólf mánuðir. Þriðji ráðningarsamningurinn er dagsettur 1. september 2007, en að honum stóðu auk aðaláfrýjanda, FL Group hf. og Northern Travel Holding hf., „hér eftir nefnt NTH“, eins og þar sagði, en síðastnefnt félag mun hafa verið að 34% í eigu FL Group hf. Í 1. gr. þessa samnings segir í upphafi: „Aðilar hafa komist að samkomulagi um að forstjóri, sem í dag gegnir starfi framkvæmdastjóra OperationManagement hjá FL, taki að sér tímabundið starf forstjóra hjá NTH. FL hefur áfram heimild til að leita til forstjóra um ákveðin mál ... Samkomulag er um að laun og aðrar launatengdar greiðslur skulu nú sem fyrr vera greidd af FL. Skal NTH síðan endurgreiða FL allan þann kostnað sem af störfum forstjóra hlýst.“ Í 2. gr. segir að um sé að ræða tímabundið verkefni í 12 til 24 mánuði en síðan segir: „Er störfum forstjóra fyrir NTH lýkur, en það tímamark verður síðar ákveðið af stjórn NTH, FL og forstjóra, mun forstjóri taka við sambærilegu starfi/stöðu innan FL, og hann gegnir nú.“ Mánaðarlaun aðaláfrýjanda skyldu vera 1.800.000 krónur auk annarra greiðslna. Uppsagnarfestur var 6 mánuðir. Samningnum fylgdu tveir viðaukar, einnig dagsettir 1. september 2007. Annar þeirra var viðauki við ráðningarsamning aðaláfrýjanda við gagnáfrýjanda, en í 7. gr. viðaukans segir: „Öll ákvæði ráðningarsamnings og annarra samninga ... skulu halda gildi sínu skv. orðanna hljóðan. Forstjóri heldur öllum þeim réttindum sem hann hefur samkvæmt núverandi samningum við félagið.“ Aðaláfrýjandi lagði nýtt skjal fyrir Hæstarétt sem dagsett er 3. september 2008. Samkvæmt fyrirsögn sinni er það samkomulag milli gagnáfrýjanda NTH og aðaláfrýjanda um að sá síðastnefndi láti samdægurs af starfi sem forstjóri NTH og stjórnarmaður í dótturfélögum þess félags. Jafnframt skyldi NTH endurgreiða gagnáfrýjanda laun og aðrar greiðslur til aðaláfrýjanda með sama hætti og áður til loka mars 2009. Samkomulagið er undirritað af stjórnarformanni NTH og aðaláfrýjanda en ekki gagnáfrýjanda. III Gagnáfrýjandi reisir sýknukröfu sína meðal annars á því að krafa aðaláfrýjanda feli ekki í sér endurgjald fyrir vinnu í þágu gagnáfrýjanda, heldur hafi hann unnið í þágu NTH. Uppsagnarfrestur hans í því starfi hafi verið sex mánuðir. Vinnuréttarsambandi aðaláfrýjanda við gagnáfrýjanda hafi lokið 1. september 2007 þegar hann tók við starfi forstjóra NTH. Hann hafi að vísu átt rétt á að taka á ný við „sambærilegu starfi/stöðu“ og hann gegndi hjá gagnáfrýjanda þegar hann tók við forstjórastöðunni hjá NTH, en hafi ekki nýtt sér þennan samningsbundna rétt sinn og því hafi vinnuréttarsamband hans við gagnáfrýjanda ekki orðið virkt á ný. Launagreiðslur gagnáfrýjanda til aðaláfrýjanda frá október 2008 til mars 2009 hafi verið í þágu NTH og gagnáfrýjandi hafi beint endurkröfu að því félagi. Af hálfu aðaláfrýjanda er þessu síðastnefnda mótmælt og bent á að engra gagna njóti við í málinu um slíka endurkröfu. Í áðurnefndu uppsagnarbréfi gagnáfrýjanda til aðaláfrýjanda 30. september 2008 segir meðal annars: „ ... er hér með sagt upp starfssamningi þínum við félagið.“ Orðalagið veldur engum vafa um að vísað er til ráðningarsamnings gagnáfrýjanda sjálfs við aðaláfrýjanda en ekki samnings þess síðastnefnda við NTH svo sem gagnáfrýjandi ber fyrir sig. Orðalag í áðurnefndum ráðningarsamningi 1. september 2007 og viðauka við hann felur jafnframt skýrlega í sér að ráðningarsamningi aðaláfrýjanda við gagnáfrýjanda var ekki slitið, heldur tók sá fyrrnefndi tímabundið að sér starf fyrir NTH og að því loknu teldist hann vera í sambærilegu starfi hjá gagnáfrýjanda og hann var fyrir 1. september 2007. Sú skýring gagnáfrýjanda er haldlaus að samninginn beri að skýra á þann veg að aðaláfrýjandi hafi þurft að bera sig sérstaklega eftir því að fá starf hjá gagnáfrýjanda til þess að verða starfsmaður hans á ný. Bæði í samningi gagnáfrýjanda við aðaláfrýjanda 1. september 2005 og dótturfélags gagnáfrýjanda við hann 5. desember sama ár var kveðið á um 12 mánaða uppsagnarfrest. Við gerð nauðasamnings fyrir gagnáfrýjanda vorið 2009 var samþykkt krafa aðaláfrýjanda, sem reist var á því að honum bæru laun í uppsagnarfresti í sex mánuði auk þeirra sex mánaða, sem gagnáfrýjandi hafði þegar greitt honum laun fyrir. Engin haldbær skýring er á þeirri viðurkenningu önnur en sú að aðaláfrýjandi hafi verið talinn starfsmaður gagnáfrýjanda og notið uppsagnarfrests í tólf mánuði. Breytir engu um það þótt ekki hafi verið fallist á að krafan nyti forgangsréttar samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt þessu getur sú málsástæða gagnáfrýjanda, sem að framan greinir, ekki leitt til þeirrar niðurstöðu sem hann krefst. IV Gagnáfrýjandi ber jafnframt fyrir sig þá málsástæðu að vegna 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 fylgi forgangsréttur ekki kröfu aðaláfrýjanda en samkvæmt ákvæðinu, eins og það var áður en því var breytt með lögum nr. 95/2010, njóti þeir ekki réttar samkvæmt 1.-3. tölulið 1. mgr. sömu greinar sem hafi átt sæti í stjórn eða haft með höndum framkvæmdastjórn félags eða stofnunar sem sé til gjaldþrotaskipta. Hið sama eigi við þegar um nauðasamning sé að ræða. Aðaláfrýjandi hafi haft þá stöðu hjá gagnáfrýjanda að forgangsréttur kröfu hans komi ekki til álita. Vísar hann um það til nokkurra dóma Hæstaréttar, sem hann telur vera fordæmi að þessu leyti, þar á meðal dóms réttarins 13. ágúst 2010 í máli nr. 440/2010 og 21. mars 2011 í máli nr. 114/2011. Að framan var getið ráðningarsamninga aðaláfrýjanda við annars vegar gagnáfrýjanda 1. september 2005 og hins vegar dótturfélag hans 5. desember sama ár og helstu ákvæða þeirra um starfssvið aðaláfrýjanda og hlutverk samkvæmt þeim. Samkvæmt gögnum málsins leikur hins vegar vafi á því hvaða starfi aðaláfrýjandi gegndi hjá gagnáfrýjanda þegar honum var sagt upp 30. september 2008. Þannig segir í samningi hans við NTH 1. september 2007 að aðaláfrýjandi „sem í dag gegnir starfi framkvæmdastjóra Operation Management hjá FL ...“ fari í tímabundið starf hjá NTH og taki að því loknu við sambærilegu starfi/stöðu hjá gagnáfrýjanda og hann gegni nú. Af þessari knöppu lýsingu er þó ljóst að starf „framkvæmdastjóra OperationManagement hjá FL“ getur ekki verið starf forstjóra hjá FL Travel Group ehf., sem ráðningarsamningur 5. desember 2005 tók til. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti kom fram af hálfu gagnáfrýjanda að aðaláfrýjandi hafi á árinu 2006 látið af starfi forstjóra hjá FL Travel Group ehf. og tekið við sem framkvæmdastjóri „Operation Management“ hjá gagnáfrýjanda. Það starf sé hið sama og upphafleg ráðning hans 1. september 2005 tók til. Þessi skýring hafði ekki komið fram áður og var mótmælt af hálfu aðaláfrýjanda, án þess þó að frekari skýringar kæmu fram af hans hálfu um inntak starfsins. Varðandi þetta er þess að gæta að starfsheitið „framkvæmdastjóri Operation Management“ fellur ekki saman við enskt starfsheiti í samningnum 1. september 2005, sem var eins og fram er komið „SVP Corporate Strategy and BusinessDevelopment FL GROUP.“ Ekki hefur verið nánar upplýst um þetta og hvorki nýtur við í málinu lýsingar á starfi aðaláfrýjanda sem „framkvæmdastjóri Operation Management“ né skipurits félagsins sjálfs. Við úrlausn um þessa málsástæðu gagnáfrýjanda verður litið til þess að aðaláfrýjandi var við uppsögn eftir sem áður framkvæmdastjóri hjá gagnáfrýjanda og virðist miðað við enskan starfstitil hafa haft með höndum rekstrarstjórn af einhverjum toga, en starfslýsing í ráðningarsamningi hans 1. september 2005 tók meðal annars til þess að stýra daglegum rekstri. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti kom fram að aðaláfrýjandi hafi haldið sömu mánaðarlaunum og hann hafði hjá FL Travel Group ehf. og að ekki hafi verið hróflað við 12 mánaða uppsagnarfresti hans, en hvort tveggja veitir vísbendingu um að ekki hafi orðið grundvallarbreyting á starfssviði hans við yfirstjórn hjá gagnáfrýjanda. Einnig kom fram af hálfu gagnáfrýjanda að aðaláfrýjandi hafi eftir starfslok hjá FL TravelGroup ehf. verið í svonefndri framkvæmdastjórn gagnáfrýjanda. Að öllu þessu virtu verður fallist á með þeim síðastnefnda að nægjanlega sé komið fram að starf aðaláfrýjanda hafi verið þess eðlis að þágildandi ákvæði 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 taki til þess. Samkvæmt því verður kröfu aðaláfrýjanda hafnað og hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málkostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. apríl 2010. Mál þetta, sem var dómtekið 20. apríl sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Þorsteini Erni Guðmundssyni, Asparhvarfi 14, Kópavogi á hendur Stoðum hf., Hátúni 2b, Reykjavík, með stefnu birtri 9. desember 2009. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum skuld að fjárhæð 17.731.000 kr. ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af 63.000 kr. frá 01.02.2009 til 01.03.2009, af 273.000 kr. frá 01.03.2009 til 01.04.2009, af 483.000 kr. frá 01.04.2009 til 01.05.2009, af 2.987.000 kr. frá 01.05.2009 til 01.06.2009, af 7.715.000 kr. frá 01.06.2009 til 01.07.2009, af 10.219.000 kr. frá 01.07.2009 til 01.08.2009, af 12.723.000 kr. frá 01.08.2009 til 01.09.2009, af 15.227.000 kr. frá 01.09.2009 til 01.10.2009, og af 17.731.000 kr. frá 01.10.2009 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun stefnda að fjárhæð 1.000.000 kr. hinn 16. júní 2009. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda og taki tildæmdur málskostnaður mið af því að stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilfellum er krafist málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda. Málavextir Hinn 1. september 2005 gerðu málsaðilar ráðningarsamning, þar sem stefnandi var ráðinn framkvæmdastjóra til að hafa umsjón með rekstri, stefnumótun og viðskiptaþróun hjá Fl Group. Umsamin föst mánaðarlaun voru 1.200.000 kr. (miðað við 1. ágúst 2005), orlof var 28 virkir dagar og til viðbótar lögbundnum greiðslum í lífeyrissjóð skuldbatt stefndi sig til að greiða 5% af mánaðarlaunum í almennan frjálsan lífeyrissjóð, auk 100.000 kr. af mánaðarlaunum. Þá var jafnframt samið um ýmis hlunnindi til handa stefnanda, sbr. 6. gr. samnings aðila. Samkvæmt 8. gr. var gagnkvæmur uppsagnarfrestur 12 mánuðir. Hinn 5. desember 2005 undirrituðu stefnandi og Hannes Smárason, f.h. FL Travel Group ehf., ráðningarsamning, þar sem stefnandi tók að sér stöðu forstjóra FL Travel Group ehf. FL Travel Group ehf. var stofnað til að fara með eignarhald á íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sem voru þá í eigu stefnda, en þar var um að ræða Flugfélag Íslands ehf., IcelandairHotels ehf., Bílaleigu Flugleiða ehf., Kynnisferðir ehf., Ferðaskrifstofu Íslands ehf. og Íslandsferðir ehf. Í 5. gr. samnings aðila var kveðið á um laun, 1.600.000 kr. á mánuði. Í 6. gr. var kveðið á um greiðslu iðgjalda og í 7. gr. var samið um ýmis hlunnindi til handa stefnanda. Jafnframt var samið um 6 vikna orlofsrétt stefnanda á ári hverju. Samkvæmt 10. gr. umrædds ráðningarsamnings var ráðningin ótímabundin, en þó að lágmarki 2 ár sem forstjóri FL Travel Group ehf. eða í sambærilegri stöðu innan FL Group hf. Þá var svo samið að gagnkvæmur uppsagnarfrestur væri 12 mánuðir. Hinn 1. september 2007 undirrituðu stefnandi, stefndi og NorthernTravel Holding hf. (NTH), samkomulag vegna upphafs starfa stefnanda fyrir NTH. Var um það samkomulag með aðilum að stefnandi tæki að sér stöðu forstjóra NTH hinn 1. september 2007 og var gert ráð fyrir að stefnandi gegndi þeirri stöðu í allt að 24 mánuði. Þegar störfum stefnanda fyrir NTH lyki, var jafnframt um það samið að stefnandi tæki aftur við sambærilegu/ri starfi/stöðu innan stefnda og hann gegndi fyrir fyrrgreint samkomulag aðila, sbr. 2.3 gr. Samkomulag var einnig með aðilum um að stefndi skyldi sem fyrr greiða stefnanda laun og aðrar launatengdar greiðslur og endurkrefja síðan NTH. Í 5. gr. samkomulagsins var kveðið á um laun og árangurstengdar greiðslur, í 6. gr. var kveðið á um hlunnindi og í 7. gr. var kveðið á um að stefnandi ætti 30 daga orlofsrétt ár hvert. Uppsagnarfrestur samkvæmt umræddum samningi var ákveðinn 6 mánuðir. Hinn sama, dag eða 1. september 2007, rituðu málsaðilar undir viðauka við ráðningarsamning frá 5. desember 2005. Þar kemur fram að stefnandi skuli eftir sem áður vera starfsmaður FL Group. Í 4. gr. viðaukans var þó gerð sú breyting á fyrri ráðningarsamningi að laun stefnanda skyldu hækka í 1.800.000 kr. á mánuði, en að öðru leyti áttu ákvæði samnings frá 5. desember 2005 að gilda varðandi laun, hlunnindi og aðrar greiðslur. Hinn 29. september 2008 var stefnda veitt heimild til greiðslustöðvunar. Daginn eftir, eða hinn 30. september 2008, var stefnanda sagt upp störfum og var það gert samkvæmt fyrirmælum frá umsjónarmanni stefnda í greiðslustöðvun, Jakobi Möller hrl. Vinnuframlags í þágu stefnda á uppsagnartíma var ekki krafist og greiddi stefndi laun í kjölfarið í sex mánuði og er síðasti launaseðill dagsettur 16. mars 2009. Þá fékk stefnandi greiðslur frá stefnda vegna rekstrarkostnaðar bifreiðar fram í janúar 2009, eða sem svarar í 3,7 mánuði. Hinn 6. apríl 2009 fékk stefndi heimild til að leita nauðasamninga. Stefnandi lýsti kröfum sínum hinn 13. maí 2009 við nauðasamningsumleitanir stefnda skv. 45. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefnandi taldi launakröfu sína vera forgangskröfu í skilningi 1. tl. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991. Ekki var gerð athugasemd við lýsta réttarstöðu kröfunnar. Með bréfi, dags. 29. maí 2009, hafnaði stefndi því að krafa stefnanda væri forgangskrafa og taldi að krafa stefnanda væri almenn krafa, sem félli undir nauðasamning félagsins. Með bréfi stefnda, dags. 8. júní 2009, var stefnanda tilkynnt að nauðasamningsfrumvarp félagsins hefði verið samþykkt. Fól það meðal annars í sér að allar viðskiptakröfur á hendur félaginu undir 1.000.000 kr. yrðu greiddar að fullu. Samkvæmt nauðasamningsfrumvarpi stefnda skyldu þeir samningskröfuhafar, sem ekki fengju fullnustu krafna sinna með greiðslu á allt að 1.000.000 kr., fá greidd 5% af eftirstöðvum kröfufjárhæðarinnar eins og hún stóð hinn 30. mars 2009 með nýju hlutafé í almennum flokki í félaginu gefnu út á genginu 1. Stefndi hefur gert upp við stefnanda á grundvelli þessa. Með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 11. júní 2009, var krafa stefnanda skv. fyrrnefndri kröfulýsingu ítrekuð og aftur hinn 20. júlí 2009. Hinn 15. júní 2009 staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur nauðasamning stefnda. Með bréfi lögmanns stefnda, dags. 7. september 2009, var kröfum stefnanda hafnað af hálfu stefnda og þeirri skoðun stefnda lýst að hann teldi kröfur stefnanda falla undir almennar kröfur og þar með nauðasamning stefnda. Mál þetta var síðan höfðað í desember 2009. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir kröfur sínar á almennum reglum vinnuréttar og ráðningarsamningum milli aðila. Þá vísar hann til almennra reglna samninga- og kröfuréttar um efndir fjárskuldbindinga. Krafa stefnanda byggir á samningum stefnanda og stefnda um launakjör stefnanda. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi vanefnt þá samninga. Stefnandi fékk greidd laun frá stefnda út mars 2009, en launagreiðslur frá og með apríl 2009 hafa ekki verið inntar af hendi. Stefndi hefur ekki skýrt út hvers vegna hann vanefndi ráðningarsamning stefnanda með því að hætta skyndilega að greiða stefnanda laun í samningsbundnum uppsagnarfresti. Stefnandi naut 12 mánaða uppsagnarfrests á grundvelli 10.2 gr. í ráðningarsamningi, dags. 5. desember 2005, sbr. ákvæði 9.1 gr. í samkomulagi, dags. 1. september 2007. Á 12 mánaða uppsagnarfresti stefnanda hefur stefndi hins vegar einungis innt af hendi launagreiðslur til stefnanda í 6 mánuði og greiðslur vegna rekstrarkostnaðar bifreiðar í 3,7 mánuði. Stefnandi krefst þess því að stefndi greiði honum rekstrarkostnað bifreiðar í 8,3 mánuði (þ.e. vegna hluta janúarmánaðar 2009 til og með september 2009) og laun auk annarra samningsbundinna réttinda í 6 mánuði (þ.e. vegna apríl til og með september 2009). Krafan hvílir á grundvelli gildandi samninga milli stefnanda og stefnda. Stefnandi telur kröfu sína vera forgangskröfu í skilningi 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 1.4. tl. þeirrar málsgreinar, og ætti hún sem slík að njóta forgangsréttar í þrotabú stefnda ef til gjaldþrots kæmi. Þess vegna hefur nauðasamningur stefnda ekki áhrif á kröfu stefnanda, sbr. 28. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Auk þess hefði stefnda verið bæði rétt og skylt að inna hinar samningsbundnu greiðslur af hendi til stefnanda á greiðslustöðvunartíma, sbr. 20. og 21. gr. laga nr. 21/1991. Stefnandi vann í þágu stefnda. Stefnandi getur því ekki fallist á þá skoðun stefnda að hafna því að kröfur hans njóti stöðu forgangskrafna í framangreindum skilningi. Í bréfi stefnda frá 7. september 2009 eru ekki færð nein rök fyrir því að hafna greiðslu á kröfu stefnanda. Þó svo að stefnandi hafi tímabundið gegnt stöðu forstjóra hjá dótturfélagi stefnda þá greiddi stefndi honum alltaf laun og launatengd gjöld. Stefnandi var starfsmaður stefnda á meðan hann starfaði að verkefnum á vegum NTH, enda var það stefndi sem greiddi honum laun og sagði honum upp störfum. Stefnandi byggir einnig á því að með greiðslum stefnda á hluta af launum stefnanda í 6 mánuði eftir að stefnanda var sagt upp hefur stefndi viðurkennt þær kröfur sem stefnandi hefur nú uppi og einnig viðurkennt að launakröfur stefnanda eru forgangskröfur í skilningi 112. gr. laga nr. 21/1991. Þá ber að nefna þá afstöðu aðstoðarmanns með nauðasamningi stefnda að gera ekki athugasemd við að krafa stefnanda nyti forgangs. Af þeim sökum fékk stefnandi ekki atkvæðisrétt um frumvarp til nauðasamnings stefnda. Stefnukrafan er sundurliðuð með svofelldum hætti: Gjalddagi Fjárhæð Samtals nema kröfur stefnanda á hendur stefnda því 17.731.000 kr. auk dráttarvaxta. Inn á kröfu stefnanda hefur stefndi greitt innborgun 1.000.000 kr. hinn 16. júní 2009 sem dregst frá skaðabótakröfunni miðað við stöðuna á innborgunardegi og gengur fyrst til greiðslu áfallinna dráttarvaxta. Dráttarvaxtakrafa stefnanda er byggð á 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 6. gr. sömu laga. Málskostnaðarkrafa stefnanda er byggð á 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á lögum nr. 50/1988. Stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur og því er nauðsynlegt að taka tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun málskostnaðar. Um varnarþing vísast til 1. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda Í fyrsta lagi byggir stefndi á því að með greiðslu í samræmi við staðfestan nauðasamning stefnda hafi fullnaðargreiðsla á kröfum stefnanda þegar átt sér stað. Ber þegar af þeim sökum að sýkna stefnda. Í öðru lagi, hvað sem fyrrgreindu líður, byggir sýknukrafa stefnda á því að krafa stefnanda nýtur ekki réttar skv. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 þar sem stefnandi gegndi stöðu sem jafna má við stöðu framkvæmdastjóra þrotamanns, sbr. 3. mgr. 112. gr. sömu laga. Krafa stefnanda tilheyrir því ekki þeim flokki krafna sem sérstaklega eru undanþegnar nauðasamningi skv. 28. gr. laga nr. 21/1991. Jafnframt er bent á áðurnefnt ákvæði í 10. gr. ráðningarsamnings stefnanda frá 5. desember 2005, þar sem fram kom að stefnandi var ráðinn ótímabundið, en þó að lágmarki í 2 ár, sem forstjóri FL Travel Group ehf. eða í sambærilegri stöðu innan FL Group hf. Réttarstaða stefnanda innan stefnda var því í samningi aðila skilgreind þannig að stefndi gegndi þess háttar starfi sem ekki veitir forgangsrétt við gjaldþrot. Stefnandi starfaði sem forstjóri NTH, dótturfélags stefnda. Hann var sjálfstæður í störfum sínum, laut ekki sérstakri stjórn stefnda og bar ábyrgð á starfsfólki og rekstri NTH. Verður því ekki á annan veg ráðið en að stefnandi hafi haft þá stöðu sem kveðið er á um í 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 og fellur krafa stefnanda því undir nauðasamning stefnda. Í þriðja lagi byggir stefndi á því að með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 21/1991 verður ekki unnt að líta svo á að krafa stefnanda sé krafa um greiðslu launa í samræmi við 1. tl. 1. mgr. 112. gr. laganna. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 njóta kröfur um laun og annað endurgjald fyrir vinnu í þjónustu þrotamanns forgangsréttar við gjaldþrotaskipti, enda hafi þær fallið í gjalddaga á síðustu átján mánuðum fyrir frestdag. Með ákvæði þessu, sem skipar vissum kröfum framar öðrum í réttindaröð, er vikið frá grundvallarreglu laga nr. 21/1991 um jafnræði kröfuhafa við gjaldþrotaskipti. Verður ákvæðið því ekki skýrt á rýmri veg en leiðir af orðanna hljóðan. Þegar þannig er rætt um laun skv. ákvæðinu er ótvírætt sett sú regla að réttur til launa, sem þar getur átt undir, þurfi að eiga rætur að rekja til vinnu í þágu þrotamanns. Líkt og fyrr hefur verið fjallað um starfaði stefnandi sem forstjóri NTH, en í samningi á milli stefnda, NTH og stefnanda var svo um samið að stefndi greiddi laun stefnanda hjá NTH og síðastgreinda félagið skyldi svo endurgreiða stefnda þann kostnað. Krafa stefnanda byggir því ekki á endurgjaldi fyrir vinnu í þágu stefnda, heldur vann stefnandi þvert á móti í þágu NTH. Þó stefndi hafi samþykkt að greiða laun stefnanda gegn endurgreiðslu NTH, þá var ekki gerð krafa um vinnu í þágu stefnda. Þegar af þeim sökum verður að skipa kröfu stefnanda í réttindaröð skv. 113. gr. laga nr. 21/1991 en ekki skv. 1. mgr. 112. gr. sömu laga. Þar af leiðir jafnframt að krafa stefnanda fellur undir nauðasamninga stefnda. Í þessu samhengi mótmælir stefndi þeirri málsástæðu stefnanda að þar sem stefndi greiddi laun hans og launatengd gjöld, þá skuli kröfu hans skipað í réttindaröð skv. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991. Líkt og stefnandi greinir sjálfur frá, þá starfaði hann að verkefnum á vegum NTH. Í vinnu stefnanda fólst því ekki vinna í þágu stefnda, líkt og skýrlega er gert að skilyrði ef skipa á kröfum í réttindaröð skv. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991. Þá er því mótmælt að stefndi hafi á einhvern hátt viðurkennt að skipa beri kröfu stefnanda í réttindaröð skv. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 þar sem stefndi innti greiðslur af hendi til stefnanda í sex mánuði frá uppsögn. Stefnandi naut sem forstjóri NTH sex mánaða uppsagnarfrests, sbr. gr. 8.2. í samkomulagi aðila frá 1. september 2007. Þar sem stefndi gat krafið NTH um endurgreiðslu þessa kostnaðar sem félli til á þessum uppsagnarfresti, var það hvorki stefnda né kröfuhöfum stefnda til tjóns að greiðslur á sex mánaða uppsagnarfresti yrðu inntar af hendi. Aukinheldur er þeirri málsástæðu stefnanda mótmælt að líta beri á kröfu stefnanda sem forgangskröfu, þar sem umsjónarmaður með nauðasamningi gerði ekki athugasemd við þá afstöðu sem fram kom í kröfulýsingu stefnanda um að krafa hans væri forgangskrafa. Kröfuhafi ber sjálfur ábyrgð á því að lýsa hvar kröfu hans skuli skipað í réttindaröð. Þar sem kröfunni var lýst sem forgangskröfu, þá var efni kröfunnar eða réttmæti hennar ekki frekar skoðað af aðstoðarmanni, þar sem slíkar kröfur falla utan nauðasamninga. Af þessari tilhögun kröfulýsingar verður stefnandi sjálfur að bera hallann. Varakröfu sína um verulega lækkun dómkrafna stefnanda byggir stefndi á að einstakir kröfuliðir í kröfu stefnanda fela ekki í sér kröfu um greiðslu launa, sbr. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991. Í stefnu er að finna sundurliðun stefnufjárhæðar. Stefndi telur þær forsendur sem stefnandi gefur sér til grundvallar heildarstefnufjárhæð í verulegum atriðum rangar. Við skýringu á launahugtakinu skv. lögum nr. 21/1991 hefur í framkvæmd verið við það miðað að réttur launþega geti ekki náð lengra en til nettólauna, enda eru til dæmis innheimtumaður ríkissjóðs og lífeyrissjóður réttir aðilar til að krefjast staðgreiðslufjár og lífeyrissjóðsiðgjalda. Kröfu stefnanda um greiðslu heildarlauna (sbr. tölulið 1.a í sundurliðun), ber því að lækka á þann veg að stefnda verði aðeins gert að greiða stefnanda nettólaun en ekki heildarlaun eða brúttólaun. Með vísan til sömu sjónarmiða ber dóminum jafnframt að hafna kröfum stefnanda um greiðslu lögbundins mótframlags í lífeyrissjóð (sbr. tölulið 1.b í sundurliðun) og greiðslu samningsbundins mótframlags í lífeyrissjóð (sbr. tölulið 1.c í sundurliðun). Sé mið tekið af síðasta launaseðli stefnanda ætti mánaðarleg krafa til greiðslu launa því að vera að hámarki 1.080.473 kr. Heildarkrafa vegna greiðslu launa í sex mánuði ætti því að hámarki að vera 6.482.838 kr., en ekki 13.344.000 kr. (sbr. töluliði 1.a-1.c í sundurliðun) líkt og stefnandi krefst. Þá telur stefndi enga stoð fyrir því í lögum nr. 21/1991 að greiðslum vegna símakostnaðar, trygginga og rekstrarkostnaðar bifreiðar skuli skipað í réttindaröð skv. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 (sbr. töluliði 1.d og 1.e í sundurliðun). Kröfuliðir þessir eru í raun endurgjaldskröfur fyrir útlagðan kostnað, sem almennt er skipað utan forgangsréttar. Mánaðarleg krafa stefnanda skal því lækka sem þessum kröfuliðum nemur. Kröfuliður að fjárhæð 70.000 kr. á mánuði vegna símakostnaðar og trygginga verður því ekki samþykktur á grundvelli 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 og kröfuliður að fjárhæð 210.000 kr. á mánuði vegna rekstrarkostnaðar bifreiðar verður heldur ekki samþykktur af sömu ástæðum og áður er frá greint. Með vísan til sömu sjónarmiða og fyrr hafa komið fram varðandi kröfuliði 1.a-1.e, ber dóminum einnig að lækka verulega kröfu í tölulið 2 í sundurliðun stefnufjárhæðar. Byggir sá kröfuliður stefnanda á sömu röngu forsendum og stefndi hefur hér fyrr vísað til. Að lokum ber að vísa til þess að svo virðist sem stefnandi sjálfur telji kröfu sína vera skaðabótakröfu en ekki kröfu um greiðslu launa, sbr. umfjöllun stefnanda sjálfs í lokamálslið 3. kafla í stefnu. Skaðabótakröfum er skipað í réttindaröð skv. 113. gr. laga nr. 21/1991 og teljast þær því samningskröfur við nauðasamninga, sbr. 29. gr. sömu laga. Styrkir þetta enn frekar kröfur stefnda. Þá krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda og styðst sú krafa stefnda við ákvæði XXI. kafla laga nr. 91/1991, sbr. einkum 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. laganna. Niðurstaða Stefnandi gerir kröfu um greiðslu launa og tengdra gjalda í 6 mánuði auk rekstrarkostnaðar bifreiðar í 8,3 mánuði til loka uppsagnarfrests og byggir á gildandi samningum málsaðila um launakjör sín. Það liggja þrír samningar fyrir í málinu. Stefndi hefur lagt fram upphaflegan ráðningarsamning milli FL Group og stefnanda frá 1. september 2005. Þar er stefnandi ráðinn framkvæmdastjóri til að hafa umsjón með rekstri, stefnumótun og viðskiptaþróun FL Group. Þremur mánuðum seinna, eða 5. desember 2005, var stefnandi ráðinn forstjóri FL TravelGroup. Samkvæmt þeim samningi var gagnkvæmur 12 mánaða uppsagnarfrestur. Hinn 1. september 2007 er gert samkomulag milli FL Group hf., Northern Travel Holding hf. (NTH), og stefnanda. Þar kemur fram að stefnandi sé ráðinn tímabundið í starf forstjóra hjá NTH. FL Group hafi áfram heimild til að leita til stefnanda um ákveðin mál en þó þannig að starf forstjóra gangi fyrir. Skv. 1.2 gr. er samkomulag um að laun og aðrar launatengdar greiðslur skuli nú sem fyrr vera greidd af FL Group. NTH eigi síðar að endurgreiða FL Group allan kostnað sem hlýst af störfum forstjóra og ber FL Group að senda NTH reikning innan 7 daga frá greiðslum til stefnanda. Skv. 2.3 gr. skal stefnandi, eftir að störfum lýkur hjá NTH, taka við sambærilegu/ri starfi/stöðu innan FL. Í 3.1-3.8 gr. í 3. kafla samningsins er fjallað um verksvið, ábyrgð og vinnuframlag. Þar segir meðal annars að forstjóri skuli stýra daglegum rekstri NTH. Hann hafi með höndum yfirframkvæmdastjórn allrar daglegrar starfssemi NTH og hafi ákvörðunarvald um öll rekstrarleg og fjárhagsleg málefni NTH. Hann hafi prókúrumboð. Hann sé stjórnarformaður í öllum helstu dótturfélögum NTH samstæðunnar. Hann beri ábyrgð gagnvart félagsstjórn á daglegum rekstri og að í öllu sé farið eftir samþykktum NTH, lögum og reglum. Í 8.2 gr. er kveðið á um að hægt sé að segja samningum upp með sex mánaða fyrirvara. Að lokum segir í 9.1 gr. að öll ákvæði ráðningarsamnings og annarra samninga á milli stefnanda og FL Group, að undanskildum sérákvæðum í samkomulaginu, eigi að halda gildi sínu og að stefnandi eigi að halda öllum þeim réttindum sem hann hefur samkvæmt núverandi samningi við FL Group. Undir samning þennan ritar stefnandi og Hannes Smárason f.h. FL Group hf. Undirritun fyrir hönd Northern TravelHolding hf. er ólæsileg. Sama dag, þ.e. 1. september 2007, er gerður viðauki við ráðningarsamninginn milli FL Group hf. og stefnanda frá 5. desember 2005. Í 1.3 gr. segir svo: „Ekki er gert ráð fyrir að ráðning og störf forstjóra hafi nokkur áhrif á gildandi samninga hans við félagið eða skerði þá á nokkurn hátt, enda mun forstjóri nú sem fyrr vera starfsmaður félagins, sem síðan mun gera samning við NTH um tilhögun á endurgreiðslu launa og bónusgreiðslna.“ Síðan segir í 7.1 gr. að öll ákvæði ráðningarsamnings og annarra samninga að undanskildum sérákvæðum í viðauka þessum skuli halda gildi sínu og að stefnandi haldi öllum þeim réttindum er hann hefur samkvæmt núverandi samningi við félagið. Undir þennan samning rita stefnandi og Hannes Smárason fyrir hönd FL Group hf. Af þessum samningum, sem báðir eru gerðir eru 1. september 2007, má annars vegar ráða, að stefnandi hafi verið ráðinn forstjóri Northern TravelHolding hf., og hins vegar að hinn sami forstjóri verði „nú sem fyrr“ starfsmaður FL Group. Ljóst er að samningar þessir fara ekki saman. Stefnandi getur ekki á sama tíma verið í fullu starfi sem forstjóri Northern Travel Holding hf., með öllum þeim skyldum sem á honum hvíla samkvæmt samningum og ákvæðum hlutafélagalaga nr. 2/1995 og einnig verið starfsmaður FL Group hf. Stefnandi er samkvæmt samkomulaginu forstjóri NTH, sem er sérstakur lögaðili. Það félag greiðir honum laun þótt FL. Group leggi út fyrir þeim um hver mánaðamót. Með þessu fyrirkomulagi virðist ætlunin vera sú að tryggja að stefnandi fái laun sín á réttum tíma. FL Group innheimtir síðan launin hjá NTH innan 7 daga. Öll vinnuskylda stefnanda samkvæmt samkomulaginu er í þágu NTH og er það félag vinnuveitandi stefnanda. Laun þau er stefnandi fær hjá NTH geta ekki verið grundvöllur að kröfu hans á hendur stefnda, Stoðum hf. Hér er um annan aðila að ræða og launanna er aflað vegna þjónustu stefnanda við NTH, en ekki Stoða hf. Stefnandi höfðar mál þetta gegn Stoðum hf. Nafn þess hlutafélags kemur hvergi fyrir í málsskjölum, en upplýst var við aðalmeðferð að FL Group hafi breytt um nafn og héti nú Stoðir hf., og um sömu kennitölu væri að ræða. Þá var einnig upplýst við aðalmeðferð málsins, að NorthernTravel Holding hf., hafi verið úrskurðað gjaldþrota 14. september 2009. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að stefndi hafi litið á stefnanda sem starfsmann FL Group/stefnda með því að stefndi hafi þegar greitt stefnanda samkvæmt staðfestum nauðasamningi. Við það situr og með vísan til 2. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. á stefnandi ekki frekari kröfur á hendur stefnda. Með vísan til alls þess sem að framan greinir er stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ Stefndi, Stoðir hf., er sýknaður af kröfum stefnanda, Þorsteins Arnar Guðmundssonar. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 812/2015
|
Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Aðildarhæfi
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli R á hendur S ehf. og íslenska ríkinu var vísað frá dómi. R, sem rak skilakerfi framleiðenda og innflytjenda raf- og rafeindatækja í samræmi við ákvæði laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, höfðaði mál til greiðslu kostnaðar sem R taldi sig hafa orðið fyrir vegna söfnunar úrgangs umfram það sem R taldi sér skylt samkvæmt lögunum. Talið var að líta yrði á R sem almennt félag og að slík félög nytu aðildarhæfis að einkamáli samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991, óháð opinberri skráningu um stofnun og slit þeirra. Í málinu lágu hins vegar fyrir upplýsingar sem gáfu til kynna að R hefði verið slitið og hafði félagið ekki mótmælt því sem röngu. Var R því ekki lengur talið njóta aðildarhæfis í skilningi ákvæðisins og málinu vísað frá héraðsdómi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. desember 2015, en kærumálsgögn bárust réttinum 15. desember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. nóvember 2015, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Stofnun og slit almenns félags eins og um ræðir í tilviki sóknaraðila er ekki háð opinberri skráningu. Að því gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um frávísun málsins frá héraðsdómi. Það leiðir af þeirri niðurstöðu að sóknaraðila brestur aðildarhæfi að hvorki verður dæmdur málskostnaður í héraði né kærumálskostnaður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.
|
Mál nr. 556/2017
|
Skuldamál
|
L hf. höfðaði mál gegn Í ehf. til heimtu skuldar vegna yfirdráttar á tveimur myntveltureikningum. Í dómi héraðsdóms sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans kom fram að Í ehf. hefði með tveimur umsóknum 2007 stofnað reikningana og að undir umsóknirnar hefði ritað J eftir umboði sem var undirritað af tveimur stjórnarmönnum Í ehf. Var því talin haldslaus með öllu sú málsástæða Í ehf. að hann hefði ekki eða nokkur á hans vegum sótt um að opna myntveltureikninga auk þess sem ekki hefði verið gerðar athugasemdir við reikningsyfirlit eða innheimtuviðvaranir. Þá hefði Í hf. notað reikningana athugasemdalaust og dregið af þeim þá fjárhæð sem L hf. krafðist. Var krafa L hf. því tekin til greina.
|
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Viðar MárMatthíasson.Áfrýjandi skaut málinuupphaflega til Hæstaréttar 22. júní 2017. Ekki varð af fyrirhugaðriþingfestingu þess 9. ágúst 2017 og áfrýjaði hann öðru sinni 5. september það ár.Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda en til vara að krafan verði lækkuðog upphafstími dráttarvaxta miðaður við ,,dómsuppsögu eða birtingu stefnu.“ Íbáðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefststaðfestingar héraðsdóms þó þannig að höfuðstóll skuldar áfrýjanda verði lækkaðurí 70.473.037 krónur og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Stefndi hefur hér fyrirdómi lækkað kröfu sína í framangreinda fjárhæð. Hann skýrir þá lækkun svo að íinnheimtubréfum hans 28. janúar 2013 hafi höfuðstóll þeirrar skuldar sem áðurvar í japönskum jenum verið 35.940.062 krónur en höfðustóll þeirrar sem áðurvar í svissneskum frönkum 34.533.011 krónur og sé krafa hans nú samtala þessarafjárhæða. Í breyttri kröfugerð stefnda felst að hann krefst ekki vaxta frá þeimtíma sem endurútreikningur fór fram, 16. apríl 2012, til 28. febrúar 2013. Að þessu gættu en aðöðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur umannað en fjárhæð dómkröfunnar.Áfrýjandi greiðistefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Áfrýjandi, Ístraktor ehf., greiði stefnda, Landsbankanum hf.,70.473.037 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá 28. febrúar 2013 til greiðsludags.Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms skal vera óraskað. Áfrýjandi greiði stefnda 800.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjaness 24. mars 2017. Málþetta var þingfest 10. febrúar 2016 og tekið til dóms 2. mars sl. Stefnandi erLandsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík, en stefndi er Ístraktor ehf.,Smiðsbúð 2, Garðabæ. Stefnandikrefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 78.396.528 krónur ásamt dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 28. febrúar 2013 til greiðsludags. Einnig er krafistmálskostnaðar samkvæmt mati dómsins og virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefndi krefst aðallega sýknu í málinu en til vara aðkröfur stefnanda verði lækkaðar. Stefndi krefstmálskostnaðar úr hendi stefnanda og að hann beri virðisaukaskatt. Með úrskurði 7. október 2016 varfrávísunarkröfu stefnda hafnað.IStefnandi kveður málavexti þá að þann11. september 2007 hafi stefndi stofnað myntveltureikning JPY nr.0111-29-049028 við útibú Landsbanka Íslands hf., Laugavegi 77, Reykjavík, ogfengið yfirdráttarheimild á reikninginn. Yfirdráttarheimildin hafi runnið út ánþess að uppsöfnuð skuld myntveltureikningsins væri greidd og hafi reikningnum íkjölfarið verið lokað. Uppsöfnuð skuld reikningsins hafi þá verið að fjárhæðJPY 49.681.115,46. Þann 17. apríl 2012 hafi stefnda, semeiganda reikningsins, verið sent bréf þar sem fram hafi komið aðmyntveltureikningurinn hafi verið endurútreiknaður í samræmi við lög nr.151/2010 um breytingar á lögum nr. 38/2001 sem kveði á um endurútreikning lánameð ólögmætri gengistryggingu. Hafi endurútreikningurinn miðast við lægstuóverðtryggðu vexti sem Seðlabanki Íslands birti, sbr. 10. gr. sömu laga. Staðamyntveltureikningsins fyrir endurútreikning hafi verið neikvæð um 78.088.777krónur en eftir endurútreikning hafi staða reikningsins verið neikvæð um35.928.162 krónur en endurútreikningur hafi miðast við 16. apríl 2012. Viðendurútreikning hafi myntveltureikningurinn nr. 0111-29-049028 fengið nýttnúmer, nú samkvæmt yfirdrætti á veltureikningi nr. 0111-26-799047 í útibúiLandsbankans.Þann 11. október2012 í máli nr. 467/2011 hafi Hæstiréttur kveðið upp dóm þess efnis aðyfirdráttarlán á gjaldeyrisreikningum væru gild lán í erlendum gjaldmiðli.Samkvæmt dómnum sé ljóst að endurútreikningur myntveltureikningsins hafi veriðumfram skyldu bankans. Yfirdráttarskuldin verði því ekki endurreiknuð frekar, endaum hreina ívilnun bankans að ræða. Stefnda hafi verið sent innheimtubréfþann 28. janúar 2013. Staða skuldarinnar þann dag hafi verið 39.978.363 krónursem sé hluti af stefnufjárhæðinni. Skuld þessi hafi ekki fengist greidd þráttfyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðsluhennar.Í öðru lagi hafi stefndi þann 11.september 2007 stofnað myntveltureikning CHF nr. 0111-29-049029 við útibúLandsbanka Íslands hf., Laugavegi 77, Reykjavík, og fengið yfirdráttarheimild áreikninginn. Yfirdráttarheimild á reikningnum hafi runnið út án þess aðuppsöfnuð skuld myntveltureikningsins væri greidd og hafi reikningnum íkjölfarið verið lokað. Uppsöfnuð skuld reikningsins hafi þá verið að fjárhæðCHF 501.591,20. Þann 17. apríl2012 hafi stefnda, sem eiganda reikningsins, verið sent bréf þar sem fram komað myntveltureikningurinn hafi verið endurútreiknaður í samræmi við lög nr.151/2010 um breytingar á lögum nr. 38/2001 sem kveði á um endurútreikning lánameð ólögmætri gengistryggingu. Hafi endurútreikningurinn miðast við lægstuóverðtryggðu vexti sem Seðlabanki Íslands birtir, sbr. 10. gr. sömu laga. Staðamyntveltureikningsins fyrir endurútreikning hafi verið neikvæð um 69.580.731krónu en eftir endurútreikning hafi staða reikningsins verið neikvæð um34.521.111 krónur enendurútreikningur hafi miðað við 16. apríl 2012. Við endurútreikning hafimyntveltureikningurinn nr. 0111-29-049029 fengið nýtt númer, nú samkvæmtyfirdrætti á veltureikningi nr. 0111-26-799048 í útibúi Landsbankans.Þann 11. október2012 í máli nr. 467/2011 hafi Hæstiréttur kveðið upp dóm þess efnis aðyfirdráttarlán á gjaldeyrisreikningum væru gild lán í erlendum gjaldmiðli.Samkvæmt dómnum sé ljóst að endurútreikningur myntveltureikningsins hafi veriðumfram skyldu bankans. Yfirdráttarskuldin verði því ekki endurreiknuð frekar,enda um hreina ívilnun bankans að ræða. Stefnda hafi verið sent innheimtubréfþann 28. janúar 2013. Staða skuldarinnar þann dag hafi verið að fjárhæð38.418.165 krónur sem sé hluti af stefnufjárhæðinni. Skuld þessi hafi ekkifengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfðamál til greiðslu hennar.Hvað aðild Landsbankans hf. varði hafiFjármálaeftirlitið (FME), með heimild í 100. gr. a. laga nr. 161/2002 umfjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr 125/2008 um heimild til fjárveitingar úrríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., tekið þá ákvörðunað ráðstafa eignum og skuldum Landsbanka Íslands hf. til Nýja LandsbankaÍslands hf. Ákvörðun FME um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf.,kt. 540291-2259, til Nýja Landsbanka Íslands hf., kt. 471008-0280, (núLandsbankinn hf., kt. 471008-0280) er dagsett þann 09.10.2008.Stefnandi byggir á meginreglum kröfu- ogsamningaréttar um greiðsluskyldu fjárskuldbindinga. Kröfur um dráttarvextistyður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 3. mgr. 5.gr. og 1. mgr. 6. gr. sömu laga. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt afmálflutningsþóknun er reist á lögum nr. 50/1988. Stefnandi sé ekkivirðisaukaskattsskyldur og beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skattiþessum úr hendi stefnda. Varðandi varnarþing vísast til 33. gr. laga nr.91/1991. IIStefndi segir að umsóknir í nafnistefnda fyrir veltureikningum í framangreindum myntum hafi ekki veriðundirritaðar af fyrirsvarsmönnum stefnda eða til þess bærum aðilum.Undirritanir beri með sér áritun eftir umboði og síðan fylgi óþekkt rithönd ogógreinilegt nafn. Á þessum tíma hafi Páll Gíslason einn setið í stjórn stefndaog eiginkona hans, Elín Erna Markúsdóttir, í varastjórn. Páll hafi gegnt stöðuframkvæmdarstjóra. Hvorugt þeirra hafi undirritað umsóknirnar. Stefndivísar til allra þeirra sjónarmiða er fram koma í kafla um frávísun tilstuðnings sýknu telji dómur þau ekki valda frávísun. Stefndi reisir sýknukröfusína á meginreglum kröfu- og samningaréttar um greiðsluskyldufjárskuldbindinga. Þá krefst stefndi sýknu af kröfu stefnanda þar sem stefndisjálfur hafi ekki sótt um myntveltureikninga í JPY og CHF og hafi ekki gefiðneinum umboð til þess fyrir sína hönd. Verði hann ekki af umsóknunum bundinn,né af skilmálum eða skilyrðum sem þeim fylgi. Telji dómur að stefnda hafi boriðað greiða til baka þá fjármuni, sem hann hefur fengið frá stefnanda, sé krafastefnanda fyrnd, enda fyrningarfrestur fjögur ár þar sem ekki er um lán aðræða. Grundvöllur kröfu væri mögulega endurkrafa vegna greiðslu án og/eðaumfram skyldu. Stefnandi sé fjármálafyrirtæki og beri ríka aðgæsluskyldu ogberi að viðhafa vandaðan frágang skjala. Til vara krefst stefndi lækkunará dómkröfu stefnanda og hafnar því sem segir í stefnu að útreikningar stefnandaséu ívilnandi fyrir stefnda. Stefndi hafnar því að hafa nokkrusinni móttekið innheimtubréf vegna kröfu stefnanda. Sé dráttarvaxtakröfu þvísérstaklega mótmælt og krafist að henni verði markaður skemmri tími. Stefndi vísar til meginreglna samninga- og kröfuréttar,laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, ákvæða samningalaga nr. 7/1936, laga umeinkahlutafélög nr. 138/1994, laga nr. 38/2001 um vexti og verðtyggingu, lagaum fyrningu kröfuréttinda nr. 150/2007 og laga um fyrningu skulda og annarrakröfuréttinda nr. 15/1904. Um réttarfar er vísað til laga nr. 91/1991. Krafa ummálskostnað er reist á ákvæðum einkamálalaga nr. 91/1991 og krafa umvirðisaukaskatt er reist á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988. III Svosem að framan greinir er krafa stefnanda reist á tveimur myntveltureikningummeð yfirdráttarheimild, annars vegar í japönskum jenum og hins vegar ísvissneskum frönkum. Stefnandi hefur endurútreiknað kröfu sína í samræmi viðlög nr. 15/2010 um breytingar á lögum nr. 38/2001. Af hálfu stefnda er ekkibyggt á því að um ólöglegt gengistryggt lán sé að ræða. Meðtveimur umsóknum 11. september 2007 stofnaði stefndi reikningana. Undirumsóknirnar ritaði Jón Egilsson eftir umboði. Umboðið hefur verið lagt fram ímálinu og er það undirritað af tveimur stjórnarmönnum stefnda f.h. stefnda,Páli Gíslasyni og Elínu Ernu Markúsdóttur, og samkvæmt umboðinu veita þau Jónifullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita skjöl um stofnunmyntveltureikninga í útibúi stefnanda. Haldlaus er því með öllu sú málsástæðastefnda að hann hafi ekki, eða nokkur á hans vegum, sótt um að opnamyntveltureikningana. Ekkier stoð í þeirri málsástæðu stefnda að krafa stefnanda sé fyrnd þar sem krafabyggð á peningaláni fyrnist á 10 árum, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007 umfyrningu kröfuréttinda. Endaþótt enginn skriflegur lánssamningur hafi verið gerður um viðskipti aðila,notaði stefndi reikningana athugasemdalaust og dró af þeim þá fjárhæð semstefnt er út af. Tekið var fram í öllum reikningsyfirlitum, sem stefndi fékksend, að athugasemdir skyldu gerðar innan 20 daga frá viðtöku yfirlits en ellateldust reikningar réttir. Engar athugasemdir bárust frá stefnda. Verður því aðlíta svo á að komist hafi á samningur milli aðila með þeim kjörum og skilmálumsem að framan greinir og er stefndi bundinn af þeim samningi. Ekkier tilefni til að fallast á kröfu stefnda um lækkun á dómkröfum stefnanda, endahefur sú krafa ekki verið rökstudd. Stefndimótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda. Stefnandi krefst þess að upphafstímidráttarvaxta miðist við þann tíma er einn mánuður var liðinn frá dagsetninguinnheimtubréfs og verður fallist á það, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmtframansögðu verður fallist á kröfu stefnanda að öllu leyti. Eftir þeirriniðurstöðu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 800.000 krónur ímálskostnað og hefur þá ekki verið tekið tillit til reglna um virðisaukaskatt. GunnarAðalsteinsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.Dómsorð Stefndi,Ístraktor ehf., greiði stefnanda 78.396.528 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 28. febrúar 2013til greiðsludags. Stefndigreiði stefnanda 800.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 85/2010
|
Kærumál Reynslulausn Skilorðsrof Fullnusta refsingar
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að X, kt. [...],[...], verði á grundvelli 2. mgr. 65. gr. laga nr. um fullnustu refsinga gert að sæta afplánun á 540 daga eftirstöðvar refsingar samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 31. jan., 30. apríl og 23. september 2008, sem honum var veitt með ákvörðun Fangelsismálastofnunnar um reynslulausn 2. september 2009.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. febrúar 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. febrúar 2010, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að afplána 540 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar og 23. september 2008 og Héraðsdóms Reykjaness 30. apríl 2008. Kæruheimild er í 2. mgr. 65. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og varnaraðila verði gert að afplána 540 daga eftirstöðvar refsingar samkvæmt framangreindum dómum. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðila var veitt reynslulausn á fyrrgreindum eftirstöðum fangelsisrefsingar 2. september 2009. Í ákvörðuninni Fangelsismálastofnunar um það segir til samræmis við 2. mgr. 64. gr. laga nr. 49/2005, að skilyrði hennar séu: ,,Að aðili gerist ekki sekur um nýtt brot á reynslutímanum.“ Varnaraðili hefur játað fyrir lögreglu að hafa gerst sekur um fimm brot, sem falla undir 244. gr., 248. gr. og 259. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er grunaður um eitt brot að auki gegn 244. gr. sömu laga, sem hann hefur ekki viljað tjá sig um. Er með þessu fullnægt skilyrðum 2. mgr. 65. gr. laga nr. 40/2005 um að hann hafi á reynslutíma rofið gróflega almenn skilyrði reynslulausnarinnar og að fyrir liggi sterkur grunur um að hann hafi framið brot sem varðað getur sex ára fangelsi. Verður samkvæmt þessu fallist á kröfu sóknaraðila. Dómsorð: Varnaraðili, X, skal afplána 540 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar og 23. september 2008 og Héraðsdóms Reykjaness 30. apríl 2008.
|
Mál nr. 658/2007
|
Kynferðisbrot Börn Fyrning Áfengislagabrot Miskabætur
|
X var ákærður fyrir brot gegn 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með nánar tilgreindri háttsemi gegn sex stúlkum, en þrjár þeirra voru frænkur hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir áfengislagabrot. Var ákærði sakfelldur fyrir verulegan hluta þeirrar háttsemi sem honum var gefin að sök. Tekið var fram að hvert brot um sig sætti sjálfstæðu mati og yrði sakfelling af einu, eða það að aðrar kærur hafi verið lagðar fram sem ekki hafi leitt til ákæru, ekki notað til sönnunar um sök af öðru. Við ákvörðun refsingar X var litið til þess að um var að ræða mörg brot framin yfir langt tímabil gegn börnum og unglingum og sum þeirra voru mjög alvarleg. Þá nýtti hann sér trúnað og traust sem stúlkurnar báru til hans sem náins ættingja. Þótti refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Þá þótti ákærði með háttsemi sinni hafa bakað sér skyldu til greiðslu miskabóta til stúlknanna sem þóttu hæfilega ákveðnar á bilinu 300.000 til 1.000.000 krónur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 6. desember 2007 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst þess að ákærði verði sakfelldur að öllu leyti samkvæmt ákærum 4. júní og 24. september 2007 og refsing hans þyngd. Þá er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða A 1.500.000 krónur með vöxtum frá 1. september 2005, B 1.200.000 krónur með vöxtum frá 9. apríl 2005, C 1.500.000 krónur með vöxtum frá 31. ágúst 2005, D 1.200.000 krónur með vöxtum frá 24. september 2003 og E 600.000 krónur með vöxtum frá síðastgreindum degi. Í öllum tilvikum eru vextir nánar tilgreindir og þeirra krafist til greiðsludags. Ákærði krefst aðallega sýknu af sakargiftum samkvæmt 1. til 5. tölulið ákæru 4. júní 2007, en að refsing samkvæmt 6. tölulið sömu ákæru verði svo væg sem kostur er. Hann krefst jafnframt sýknu af sakargiftum samkvæmt ákæru 24. september 2007. Til vara er þess krafist að refsing verði milduð. Ákærði krefst þess jafnframt að öllum fjárkröfum verði vísað frá héraðsdómi, en að því frágengnu verði þær lækkaðar. I. Málið var höfðað gegn ákærða með tveimur ákærum ríkissaksóknara. Sú fyrri frá 4. júní 2007 er í sex liðum fyrir kynferðisbrot gegn fjórum ungum stúlkum, en einnig áfengislagabrot. Í héraðsdómi var ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru að öðru leyti en því að sýknað var vegna fjórða liðar og að hluta einnig vegna hins þriðja. Síðari ákæran frá 24. september 2007 er í tveimur liðum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Ákærði var sakfelldur í héraðsdómi fyrir brot gegn þeim báðum. Af hálfu ákæruvaldsins hefur verið lagt fyrir Hæstarétt endurrit skýrslu, sem C gaf fyrir héraðsdómi 5. desember 2007. Hún bar þá að ákærði hafi í eitt skipti fengið hana og A til að hafa við sig munnmök og greitt þeim peninga fyrir. Kannaðist hún ekki við að hann hafi í önnur skipti sýnt henni kynferðislega áreitni. Þá bar hún að ákærði hafi rætt við sig nokkru áður og getið þess að yrði hann kærður myndi það leiða til þess að nafngreindir nánir ættingjar þeirra fengju ekki vinnu. Ríkissaksóknari krefst þess að sakfellt verði samkvæmt öllum liðum ákæru 4. júní 2007. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um sýknu af broti samkvæmt 4. lið og að hluta samkvæmt 3. lið ákærunnar. Við mat á sönnun sakargifta samkvæmt þessari ákæru að öðru leyti skiptir ekki máli sú röksemd héraðsdóms að nafngreind frænka ákærða hafi lagt fram kæru á hendur honum fyrir kynferðisbrot, sem hafi þó ekki leitt til ákæru. Sakargiftir samkvæmt ákæru 24. september 2007 eru sannaðar gagnvart báðum stúlkunum og í þeim mæli gagnvart D sem lagt var til grundvallar í héraðsdómi. Verður þá ekki við mat á sönnun fyrir einstökum brotum hans litið til þess að hann hafi verið sakfelldur fyrir önnur samkynja brot í málinu, svo sem gert er í hinum áfrýjaða dómi. Brotin eru ófyrnd. Að þessu virtu, en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða. II. Við ákvörðun refsingar ákærða verður litið til þess að hann hefur gerst sekur um mörg brot, einkum kynferðisbrot gegn börnum og unglingum, og að sum þeirra eru mjög alvarleg. Brot hans tóku yfir langt tímabil og í mörgum tilvikum nýtti hann sér trúnað og traust, sem stúlkurnar báru til hans sem náins ættingja. Ljóst er af gögnum málsins að þær hafa beðið tjón af háttsemi ákærða, þótt enn sé óvíst að hvaða marki þær nái að vinna sig út úr þeim erfiðleikum, sem af þessu hafa leitt. Heimfærsla héraðsdóms á brotum ákærða til refsiákvæða verður staðfest. Falla kynferðisbrot hans undir 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og verður ekki jafnframt dæmt fyrir brot á 1. mgr. 194. gr. sömu laga. Styður hvorki orðalag ákvæðanna né lögskýringargögn með frumvörpum, sem urðu að lögum nr. 40/1992 og 61/2007, að 1. mgr. 194. gr. verði beitt samhliða 202. gr. þegar svo stendur á að verknaðarlýsing fyrrnefnda ákvæðisins á ekki við. Að öllu virtu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár og eru engin efni til að skilorðsbinda hana. Með þeim brotum, sem ákærði er sakfelldur fyrir, hefur hann bakað sér skyldu til að greiða áðurnefndum stúlkum miskabætur. Þegar virt eru brot hans gagnvart hverri þeirra ásamt því, sem liggur fyrir í málinu um afleiðingar brotanna í einstökum tilvikum, eru miskabætur hæfilega ákveðnar 1.000.000 krónur handa A og sama fjárhæð til D, en að öðru leyti verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um fjárhæð miskabóta til brotaþola. Þær hafa hver fyrir sig krafist vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu fram til þess tíma að mánuður var liðinn frá því að kröfur þeirra voru kynntar ákærða, sbr. 9. gr. sömu laga, en upp frá því dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna. C krefst þó fyrir Hæstarétti dráttarvaxta frá 20. desember 2007. Vextir verða dæmdir þessu til samræmis eins og nánar greinir í dómsorði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verða staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanna brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti, allt eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í fjögur ár. Ákærði greiði A 1.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. september 2005 til 27. janúar 2007, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði B 300.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. apríl 2005 til 16. nóvember 2006, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði C 800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 31. ágúst 2005 til 20. desember 2007, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði D 1.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. september 2003 til 11. október 2007, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði E 400.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. september 2003 til 11. október 2007, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.117.643 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 622.500 krónur, og þóknun skipaðra réttargæslumanna brotaþola, Ásu Ólafsdóttur hæstaréttarlögmanns, 186.750 krónur, og Steinunnar Guðbjartsdóttur hæstaréttarlögmanns, 249.000 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var 25. október sl., er höfðað með ákæru útgefinni af ríkissaksóknara 4. júní 2007 á hendur X, kennitala [...],[...], Reykjavík, fyrir eftirfarandi kynferðisbrot gagnvart A, B, F og C, bróðurdóttur ákærða, öllum fæddum árið 1992, og áfengislagabrot gagnvart A og C, með því að hafa: 1. Sumarið 2005, í bakgarði húss í nágrenni Rauðarárstígs í Reykjavík, fengið A og C til að nudda kynfæri sín, utanklæða. 2. Tvisvar sinnum, sumarið 2005, á þáverandi heimili ákærða að [...], Reykjavík, veitt A og C áfengi og fengið þær til að fróa sér og hafa við hann munnmök. 3. Sumarið 2005, á þáverandi heimili ákærða að [...], Reykjavík, fengið A og F til að hafa við hann munnmök og strokið ber brjóst F. 4. Á árinu 2004 eða 2005, á þáverandi heimili ákærða að [...], Reykjavík, strokið brjóst B innanklæða og kynfæri hennar utanklæða. 5. Á sama tíma og stað og greint er í 4. tölulið látið B og C skrifa með penna á kynfæri sín. 6. Í marsmánuði 2006, í Reykjavík, afhent A áfengi. Brot ákærða samkvæmt 1. til 3. tölulið eru talin varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 40/2003 og a og b lið 11. gr. laga nr. 61/2007, og brot ákærða samkvæmt 4. og 5. tölulið við 2. mgr. sömu greinar, sbr. c lið 11. gr. laga nr. 61/2007. Brot ákærða samkvæmt 2. tölulið eru einnig talin varða við 1. mgr. 18. gr., sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998 og við það ákvæði er einnig brot ákærða samkvæmt 6. tölulið talið varða. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Bótakröfur: Af hálfu A, kt. [...], er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.500.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 15. júlí 2005 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa var kynnt sakborningi en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags auk greiðslu kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar. Af hálfu B, kt. [...], er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.200.000 með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. apríl 2005 til þess dags er mánuður er liðinn frá því bótakrafa var kynnt sakborningi en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags auk greiðslu kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar. Hinn 25. september 2007 var sakamálið nr. 1362/2007 sameinað þessu máli en þar er ákærða gefið að sök með ákæru útgefinni af ríkissaksóknara 24. september 2007 eftirfarandi kynferðisbrot, framin í Reykjavík, eins og hér greinir: 1. Gegn D, fæddri 1984, með því að hafa á árunum 1988 til 1994, á þáverandi heimili ákærða fyrst í [...] og síðan að [...] margsinnis fengið D til að þukla á honum kynfærin utanklæða, margsinnis tekið hana í fangið og nuddað getnaðarlimi sínum við líkama hennar, í tíu skipti fengið D til að fróa sér uns honum varð sáðlát og einu sinni fengið D til að hafa við hann munnmök. 2. Gegn E, fæddri 1987, með því að hafa árið 1993 eða 1994, á þáverandi heimili ákærða að [...], Reykjavík, fengið E til að fróa sér uns honum varð sáðlát. Er háttsemi ákærða talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992, 4. gr. laga nr. 40/2003 og 3. gr. og 11. gr. laga nr. 61/2007. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Bótakröfur: Af hálfu D, kennitala [...], er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.200.000 auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 3. september 1988 til 1. júlí 2001 en með vöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags auk greiðslu kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar. Af hálfu E, kennitala [...], er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 600.000 auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 1. apríl 1994 til 1. júlí 2001 en með vöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags auk greiðslu kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar. Verjandi ákærða krefst þess að ákærði verði sýknaður af kröfum ákæruvalds og að skaðabótakröfum verði vísað frá dómi. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun, verði felldur á ríkissjóð. Ákæra 4. júní 2007. Með bréfi 14. mars 2006 fór Barnavernd Reykjavíkur þess á leit við lögreglu að fram færi lögreglurannsókn vegna gruns um að B hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Var vísað til þess að móðir stúlkunnar hafi komið til viðtals til Barnaverndar Reykjavíkur 21. febrúar 2006 vegna dóttur sinnar og tilkynnt um að stúlkan hafi ef til vill orðið fyrir ósæmilegu athæfi af hálfu manns sem væri frændi vinkonu hennar. Er rakið að í könnunarviðtali í Barnahúsi hafi komið fram að umræddur maður hafi klætt sig úr buxum fyrir framan stúlkuna og hún m.a. verið neydd til að teikna á typpið á honum. Þriðjudaginn 21. mars 2006 mætti G á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni B. Í kærunni kom m.a. fram að B hafi, ásamt vinkonu sinni, C, verið á heimili ákærða. C hafi þá haldið um typpi ákærða og hafi B teiknað á það. Hafi þetta verið gert að beiðni ákærða. Sama dag framkvæmdi lögregla húsleit á heimili ákærða að [...] í Reykjavík. Í rannsóknargögnum málsins í skýrslu Tæknideildar lögreglu frá 23. mars 2006 á skjali merkt. VII/2 er að finna ljósmyndir er teknar voru af húsnæðinu. Sýna þær húsnæðið að utanverðu, stigagang upp á fyrsta stigapall þar sem íbúð ákærða er, eldhús íbúðarinnar og stofu, en í stofunni eru sófi, rúm, sjónvarp og tölva á borði. Þá voru teknar myndir úr herbergi, þar sem inni eru rúm, sófi og bókahillur. Í herberginu er innangengt inn á baðherbergi. Undir rúmi í herberginu er kassi með blöðum í og er tekin mynd af efsta blaðinu sem er klámblað. Miðvikudaginn 22. mars 2006 mætti á lögreglustöð H, móðir C. Lagði hún þá fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot gagnvart dóttur hennar. Kvaðst H leggja kæruna fram eftir að lögregla hafi haft samband við sig og gert sér grein fyrir því að C hafi hugsanlega orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða. Í kærunni kom fram að ákærði væri fyrrverandi mágur H og föðurbróðir C. Hafi C umgengist ákærða nánast daglega síðastliðin 12 ár. H kvaðst hafa rætt málið við C og hafi C neitað því að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu ákærða. Á meðal rannsóknargagna málsins er læknisvottorð frá 29. mars 2006 er Sveinn Rúnar Hauksson læknir hefur ritað vegna B. Í vottorðinu kemur m.a. fram að Sveinn Rúnar hafi þrívegis tekið á móti B, fyrst 6. desember 2005. Þá hafi komið fram að hún hafi alllengi átt við kvíða að stríða, einkum á morgnanna. Hafi það verið rakið til eineltis sem hún hafi orðið fyrir í skóla en hún hafi skipt um skóla ríflega mánuði fyrir fyrsta viðtalið. Hafi hún þá verið komin í [...]skóla. Var vanlíðan hennar talin allmikil. Svefn hafi verið góður og reglubundinn. Greining Sveins Rúnars hafi verið kvíði og hafi hann ráðlagt B að leita til sálfræðings og prófa lyfjameðferð. Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur hefur ritað skýrslu 30. mars 2006 vegna B. Fram kemur að Margrét hafi hitt B í tvígang að beiðni foreldra hennar. Ástæða viðtala er sögð vera áhyggjur foreldra af líðan stúlkunnar. Fram kemur að B hafi byrjað í [...]skóla haustið 2005. Hafi hún blómstrað og liðið afar vel. Í desember 2005 hafi líðan hennar breyst. Hafi hún orðið grátgjörn og fengið hræðsluköst. Hafi þessi breyting á líðan stúlkunnar verið ástæða þess að foreldrar hennar hafi viljað senda hana í sálfræðiviðtöl. Ekki hafi neitt komið fram í viðtölunum sem hafi getað skýrt þá breytingu sem orðið hafi á líðan B. Í skýrslu Margrétar kemur fram að B hafi sagt móður sinni frá kynferðislegri áreitni sem lögregla hafi tekið til rannsóknar. Hafi verið ákveðið að gera hlé á sálfræðiviðtölunum á meðan rannsókn málsins færi fram til að trufla rannsóknina ekki. Með úrskurði 4. janúar 2007 mælti héraðsdómur fyrir um að símafyrirtækjum væri skylt að veita lögreglu upplýsingar um úr og í hvaða símanúmer hringt hafi verið úr og í símanúmerið 69x xxxx, en ákærði sé skráður rétthafi að því símanúmeri. Í rannsóknargögnum málsins á skjölum merkt VII/3.4, VII/3.5, VII/3.6 og VII/3.7 koma fram símasamskipti síma ákærða og síma B, C, A og F. Á skjali í rannsóknargögnum málsins merkt 3.14 er búsetuvottorð fyrir ákærða. Fram kemur að ákærði hafi verið með skráð lögheimili að [...] í Reykjavík. [...] Þriðjudaginn 28. mars 2006 var tekin skýrsla af B fyrir dómi á grundvelli a liðar 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. B kvað ákærða vera frænda vinkonu sinnar, C, en þær hafi á sínum tíma verið saman í [...]skóla. Ákærði og faðir C, I, hafi á sínum tíma búið saman í blokkaríbúð í húsnæði í [...]. Sennilega á árinu 2005 fremur en á árinu 2004, á skólahluta ársins sennilega í 7. bekk, hafi verið svokölluð pabbahelgi hjá C, en foreldrar hennar hafi þá verið búin að skilja. Hafi B átt að gista hjá C þá helgina. Um morgun hafi ákærði sagt við stúlkurnar að hann væri með þá hugmynd að þær myndu teikna á typpið á honum. Hafi C látið B fá yfirstrikunar- eða áherslupenna og sett í höndina á henni. Ákærði hafi ekki verið með reistan liminn þá. Hafi C látið B teikna á typpið á ákærða. Hafi C ekki þorað í fyrstu en síðan einnig sjálf teiknað á typpið á ákærða. Þær hafi teiknað strik á typpið, auk þess sem C hafi teiknað ,,broskarla” á typpið á honum. Einnig hafi C teiknað á maga ákærða. Atburðirnir hafi átt sér stað í stofu íbúðarinnar. Ákærði hafi verið í bol eða peysu þennan morgun en hann hafi klætt sig úr að neðan. Síðar hafi ákærði farið með þær inn í herbergi þar sem hann hafi gefið þeim sælgæti. Þá hafi ákærði beðið B og C um að nudda á sér bakið og boðið B að líta í klámblöð á meðan, en hann hafi verið með kassa fullan af klámblöðum. Hafi B sagt að hún vildi það ekki og C þá sagt við ákærða að ef til vill vildi B þetta ekki. Hafi ákærði þá sagt C að þegja. Bæði B og C hafi nuddað á honum bakið. Síðan hafi ákærði strokið B og strokið hana m.a. um brjóstin. Hafi það verið innan klæða. Þá hafi hann strokið henni um kynfærin utanklæða. Ákærði hafi ekkert strokið C. Öllu hafi lokið er C hafi slegið ákærða á kinnina. Þau hafi þá farið aftur inn í stofuna og farið í tölvuleiki. Klukkan hafi þá verið orðin um 13.00 og hafi B ætlað að hringja í móður sína úr gsm síma sínum er þar var komið og biðja hana um að sækja sig. Ákærði og C hafi þá hindrað B í því að hringja í móður sína og hindrað hana frá því að komast út úr íbúðinni. Einungis þau þrjú hafi verið í íbúðinni þennan morguninn. Bróðir ákærða, I, hafi verið í vinnunni er þetta hafi átt sér stað. Móðir B hafi síðan komið að ná í bæði hana og C. B kvað C einhverju sinni hafa sagt sér frá því að hún hafi haldið um typpið á ákærða. B kvað vinskap sinn og C hafa breyst eftir að B hafi lagt kæruna fram. Eftir það vildi C ekki lengur tala við hana og bæri hún á B að B væri að ljúga að lögreglunni. B kvaðst hafa rekist á ákærða eftir þetta og hafi hann m.a. spurt hana hvað hún vildi gera fyrir 15.000 krónur. Einnig hafi hann spurt hana og C hvað þær vildu gera fyrir Subway samloku. Hafi B grunað að ákærði ætti við með því eitthvað eins og að skrifa aftur á typpið á hinum eða eitthvað slíkt. Hafi B hafnað því. Síðar sama dag var tekin skýrsla af C fyrir dómi á grundvelli a liðar 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. C kvaðst vera í [...]skóla og hafa J sem umsjónarkennara. C kvaðst hafa frétt af því að frændi hennar, ákærði, væri sakaður um kynferðisbrot gegn C og B. B kvað ákærða einhverju sinni hafa verið á heimili föður C í [...] og hafi B einnig verið á staðnum. Ákærði hafi verið undir áhrifum áfengis. Um hafi verið að ræða svonefnda pabbahelgi, en faðir C og móðir hafi verið skilin. Hafi þær sofið eina nótt í íbúðinni. Í íbúðinni í herbergi hafi C og B skrifað á magann á ákærða, sem þá hafi verið sofandi. Ákærði hafi vaknað og spurt þær hvort þær hafi verið að gera þetta. Þær hafi ,,flissað” og ákærði þá sagt í gríni hvort þær vildu ekki líka krota á typpið á ákærða. Hafi hann verið á nærbuxunum og um leið togað í buxnastrenginn. Í beinu framhaldi hafi ákærði farið aftur að sofa. C og B hafi ekki ritað á typpið á ákærða. Hún kvað hana og B hafa nuddað bakið á ákærða inni í herbergi. C og B hafi síðan farið inn í stofu íbúðarinnar. Kvaðst C ekki hafa snert typpið á ákærða eða hafa orðið fyrir neinu kynferðislegu af hans hálfu. C kvaðst telja að faðir hennar hafi verið í vinnunni þennan dag og yngri bróðir hans, K, á öðrum stað með vini sínum. Atburðirnir hafi átt sér stað fyrir einu eða tveim árum síðan. Hafi faðir C beðið ákærða um að passa stelpurnar. Faðir C hafi síðan ekið stúlkunum heim síðar þennan dag. C kvaðst ekki vita af hverju B væri að bera um að C hafi sagt henni að hún hafi einhverju sinni haldið um typpið á ákærða. Tekin var á ný skýrsla fyrir dómi af C miðvikudaginn 8. nóvember 2006. C kvaðst á þeim tíma búa með móður sinni að [...] í Reykjavík, en þar byggju þær mæðgur ásamt L, yngri systur C. C kvaðst á þeim tíma vera í [...]skóla. C kvað A vera vinkonu sína. Hafi A kært ákærða fyrir að hafa keypt handa sér áfengi og að hafa sýnt henni klámmyndir. A hafi tjáð C það þegar A hafi komið til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi vegna málsins. Sama dag eða daginn eftir skýrslutökuna hafi A greint C frá þessu. A hafi sagt C að hún hafi kært ákærða fyrir kynferðisofbeldi. Hafi hún sagt C að hún ætti að segja það sama og A hafi sagt. Þá hafi A sagt að hún hafi einnig rætt við F um málið. Hafi A sagt að ákærði hafi ,,nauðgað öllum” og verið búinn að ,,eyðileggja fullt af lífum” C kvaðst ekkert vita um brot ákærða gagnvart A eða hvað hafi farið fram þeirra á milli. Þá kvað hún A og B einnig vera vinkonur. C kvaðst vita til þess að A hafi alltaf verið að hringja í ákærða og senda honum sms símaskilaboð. Hafi A gert það til að biðja ákærða um eitthvað. A hafi einu sinni farið heim til ákærða, en þá hafi C verið með í ferð. Hafi þá verið samkvæmi heima hjá ákærða. Þá hafi vinir ákærða og bróðir hans verið heima hjá honum. Ákærði og félagar hans hafi verið að hluta á tónlist. Þær hafi farið heim til ákærða þar sem hann hafi ætlað að gefa C og A inneign í gsm síma þeirra. Hafi ákærði gefið þeim 500 króna inneignir með því að kaupa handa þeim símakort. Ekki kvaðst C muna hvort ákærði hafi verið búinn að kaupa kortin er þær hafi komið á staðinn. Þær hafi ekki staldrað lengi við heima hjá ákærða. A og C hafi farið einhverju síðar heim til ákærða, en þá hafi ekkert samkvæmi verið í gangi. Hafi þær þá verið að fá frá ákærða peninga til að eiga fyrir strætisvagnafargjaldi. C kvað ákærða hafa heimsótt móður C að [...], en þau væri góðir vinir. Ákærði hafi aldrei komið til að heimsækja C. C kvað ákærða aldrei hafa látið sig fá áfengi. Hann hafi hins vegar látið A fá áfengi, en A hafi greint C frá því. Það hafi C hins vegar ekki séð. C kvaðst ekki hafa átt í neinum kynferðislegum samskiptum við ákærða. Þá kvaðst hún ekki vita til þess að A hafi átt í kynferðislegum samskiptum við ákærða. C kvaðst aldrei hafa farið ein heim til ákærða. Þá kvað C rangt er A héldi fram að þær tvær hafi nuddað kynfæri ákærða utanklæða í bakgarði húss í nágrenni við Rauðarárstíg í Reykjavík. C kvað það einnig rangt er A héldi fram að þær tvær hafi fróað ákærða og haft við hann munnmök. Miðvikudaginn 18. október 2006 mætti á lögreglustöð M og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot gagnvart dóttur hennar A. Síðar sama dag var tekin skýrsla af A fyrir dómi á grundvelli a liðar 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. A kvaðst þá búa í [...], ásamt móður sinni, fósturföður, stórabróður og litlu systur. Þá byggi kærasta stórabróður A, N, oft á heimilinu. A kvaðst hafa verið misnotuð kynferðislega. Hafi allt byrjað með því að A hafi verið með C, frænku ákærða, en hún væri bróðurdóttir hans. Hafi ákærði nálgast þær með ákveðnum hætti og fengið þær til að ganga sífellt lengra. Hafi hann spurt þær að því hvort þær vildu leika í mynd og er þær hafi innt hann eftir því um hvað hún væri hafi hann tekið sem dæmi að einhver maður kæmi til þeirra og spyrði þær hvort þær vildu strjúka honum um typpið í gegnum buxurnar. Fyrir það myndi maðurinn greiða 5.000 krónur. Hafi þær ekki tekið vel í það. Hafi hann þá spurt þær hvað þær myndu gera ef hann myndi spyrja þær. Hafi þær ekki tekið í það í fyrstu. Síðan hafi þær manað hvora aðra upp í þetta og C byrjað. Hafi þær fengið mikinn pening fyrir. Hafi ákærði boðið þeim 10.000 krónur fyrir hverja mínútu. Hafi ákærði gengið alltaf lengra og lengra. Hafi hann boðið þeim hærri fjárhæðir og sígarettur og spurt þær hvort þær vildu ekki fróa honum. Í fyrsta sinn er þær hafi átt í kynferðislegum samskiptum við ákærða hafi þær nuddað kynfæri hans utanklæða utandyra á bak við hús í götu fyrir ofan Rauðarárstíg í Reykjavík. Ákærði hafi staðið á meðan. Hafi getnaðarlimur ákærða orðið reistur við þetta. Það sinnið hafi þær hitt ákærða heima hjá C og hann beðið þær um að koma og tala við sig. Hafi þau farið nokkurn spöl frá húsi C að þessum stað. C hafi byrjað og A tekið við. Þetta hafi staðið í stuttan tíma og ákærða ekki orðið sáðfall. Þær hafi hætt er þær hafi ekki viljað gera þetta lengur. Fyrir þetta hafi hann látið þær fá einhvern pening og sígarettupakka. Atburðurinn hafi átt sér stað er A hafi nýlega verið flutt að [...] í Reykjavík, en þangað hafi þau flutt í júlí 2005. Næst er þær hafi átt í kynferðislegum samskiptum við ákærða hafi það verið á heimili hans í miðbæ Reykjavíkur. Ákærði hafi verið einn heima er hún og C hafi komið á heimili hans. Hafi ákærði gefið C og A bjór að drekka. Hafi ákærði látið þær fróa honum og hafa við hann munnmök. Athafnirnar hafi farið fram í stofunni og ákærði setið í sófa. Þær hafi staðið og beygt sig yfir hann. Hafi hann fyrst þvegið sér um getnaðarliminn og síðan sett á hann smokk. C hafi byrjað að fróa honum og hafi A tekið tímann á meðan, en þær hafi einungis viljað fróa honum í eina eða tvær mínútur hvor. Hafi C haft við hann munnmök í tvær mínútur og síðan A í jafn langan tíma. Á meðan A hafi haft munnmök við ákærða hafi C reykt og tekið tímann. Ákærði hafi viljað meira en þær ekki verið til í það. Hafi honum ekki orðið sáðfall þar sem þær hafi ekki fróað honum það lengi. Hafi þær fengið pening fyrir samskiptin og farið heim til sín. Hafi hvor þeirra fengið 30.000 eða 50.000 krónur fyrir þetta skiptið. Nokkrir dagar hafi liðið frá því að A og C hafi átt kynferðisleg samskipti við ákærða á bak við húsið við Rauðarárstíginn þar til þær hafi hitt hann í fyrsta skiptið heima hjá honum. Í næsta skiptið er C og A hafi átt kynferðisleg samskipti við ákærða á heimili hans í miðbænum hafi atvik verið með sama hætti og í fyrra skiptið. A kvaðst ekki viss hve oft hún og C hafi hitt ákærða á heimili hans í þessum kynferðislega tilgangi, en ákærði hafi alltaf verið að hringja í þær og biðja um þessi samskipti. Það gæti verið að þær hafi hitt hann í þessum tilgangi þrisvar sinnum. Ekki hafi liðið langur tími á milli þessara skipta. Í eitt sinnið hafi A og F átt kynferðisleg samskipti við ákærða á heimili hans í miðbænum. Það hafi verið í júlí eða ágúst 2005. Hafi F fundist góð hugmynd að fá mikinn pening fyrir kynferðisleg samskipti. Hafi ákærði þá verið að gefa A sígarettur og þannig komist í samband við þær, en það hafi verið eftir að A og C hafi staðið í þessum athöfnum. Ákærði hafi hringt í A og F og beðið þær um að fróa honum. Ákærði hafi verið klæddur í svartar gallabuxur. Hafi hann tekið þær niður er þær hafi fróað honum og haft við hann munnmök. Ákærði hafi setið í sófa en þær staðið. Hafi F m.a. sýnt honum á sér brjóstin og leyft honum að strjúka þau. Hafi þær báðar haft við hann munnmök á þeim tíma og verið á hnjánum á gólfinu. Ákærði hafi alltaf verið að suða um að fá að taka af sér smokkinn og þær loks leyft honum það. Ekki hafi ákærða orðið sáðfall. Hafi hann greitt þeim talsverðar fjárhæðir fyrir þetta, sennilega 30.000 krónur. A og F hafi einungis einu sinni átt saman í kynferðislegum samskiptum við ákærða. A kvað sér og C hafa liðið mjög illa yfir þessu öllu saman og hafi A ekki viljað gera þetta aftur. C hafi oft verið ein með ákærða og hafi hún stundum allt í einu verið komin með peninga. Er A hafi spurt hana hvar hún hafi fengið peninginn hafi hún svarað því til að ákærði hafi látið hana fá peninginn. Á tilteknum tíma hafi A hætt að eiga í hinum kynferðislegu samskiptum við ákærða en kvaðst hún ekki vita hvort C hafi haldið þeim áfram. Engu að síður hafi ákærði verið að kaupa áfengi og sígarettur fyrir A til að halda henni þægri. Hafi A þegar þar var komið ekki vilja hitta hann og hafi C þá alltaf farið og náð í varninginn. Einhverju sinni hafi A og C spurt ákærða er hann hafi greitt þeim fyrir hin kynferðislegu samskipti af hverju hann greiddi þeim lítið í það skiptið. Hafi hann þá sagt að hann þyrfti einnig að greiða hinni stelpunni. Hafi A séð þá í hendi sér að ákærði hafi einnig verið að misnota aðra stelpu. Hafi ákærði sagt að sú stúlka myndi veita honum munnmök í 6 mínútur fyrir 5.000 krónur. Er A hafi flutt til [...] hafi ákærði lagt inn á hana einhverja fjárhæð. A kvað ákærða alltaf hafa haft frumkvæðið að því að þær stúlkurnar hafi haft kynferðisleg samskipti við hann. A kvað ákærða hafa verið ljós aldur hennar þar sem hann hafi vitað að hún væri í bekk með C frænku hans. A kvaðst sumarið 2005 hafa spurt B að því hvort ákærði væri að misnota hana, en það hafi verið á þeim tíma er A og C hafi átt hin kynferðislegu samskipti við ákærða. Þá hafi B greint A frá því að ákærði hafi 2004 eða 2005 látið hana skrifa á typpið á sér. A kvaðst hafa flutt til [...] 2006. Kvaðst hún hafa skammast sín mjög mikið og hafa liðið mjög illa eftir þessa atburði. Hafi hún reynt að gleyma öllu og hafi henni tekist það að mestu leyti. Hafi hún enga virðingu borið fyrir sjálfri sér og verið með ekkert sjálfstraust. Fyrir þessa atburði hafi A alltaf verið glöð og verið ,,húmorinn í vinahópnum”. Eftir þetta hafi hún alveg skipt um vinahóp. Kvaðst A vera hrædd við ákærða í dag. Hafi hún sagt kærustu bróður síns, N, frá þessum atriðum. Hafi A ekki viljað segja móður sinni frá þessu þar sem hún hafi skammast sín svo mikið. N hafi sagt móður A frá þessu og þær mæðgur síðan rætt saman um þetta í kjölfarið. Eftir það hafi kæra verið lögð fram. Við aðalmeðferð málsins miðvikudaginn 24. október sl. var tekin skýrsla af F fyrir dómi samkvæmt a lið 1. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991. F kvað A hafa verið bestu vinkonu sína og væri hún það enn þó svo A byggi um þessar mundir í [...]. B hafi F verið með í skóla, en B væri hætt í [...]skóla. Þá hafi F einnig verið með C í [...]skóla. F hafi verið í sérstöku vinfengi með A og á tímabili með C. F kvaðst kannast við ákærða. Hafi hún fyrst hitt ákærða er hún og O, vinkona hennar og bekkjarfélagi, hafi verið saman niðri í bæ, en þar hafi þær hitt ákærða og C saman. Ákærði og C hafi verið í Kolaportinu. Hafi F þá verið eitthvað með þeim. F hafi verið 11 eða 12 ára þegar þetta hafi verið. Hafi ákærði fljótlega farið að grínast í stúlkunum og beðið þær um að kyssa á sig rassinn og eitthvað álíka. Hafi stúlkurnar tekið þessu sem gríni þar sem þær hafi verið það ungar er þetta hafi gerst. Ákærði hafi eftir þetta oft hringt í F og O þegar hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Þær hafi látið ákærða í té símanúmer sín en hann hafi oft keypt handa þeim sælgæti, m.a. þegar hann hafi komið heim frá útlöndum. F kvaðst einhverju sinni hafa hringt sjálf í ákærða til að láta hann kaupa fyrir sig áfengi, auk þess sem hún hafi verið með A er A hafi hringt í hann þegar hún hafi beðið hann um að kaupa fyrir sig sígarettur og áfengi. Ákærði hafi keypt áfengi fyrir F í þetta skiptið. Er ákærði hafi keypt áfengi fyrir A hafi F fengið að drekka hjá henni. F kvað P vinkonu sína hafa tjáð sér að C hafi sagt við hana að ákærði hafi misnotað C og litlu systur hennar kynferðislega. Þá hafi A tjáð F hvað hafi gerst á milli hennar og ákærða. Hafi hún sagt ákærða hafa boðið sér 1.000 krónur fyrir að kyssa sig, 10.000 krónur fyrir að fróa honum og 15.000 krónur fyrir að hafa við hann munnmök. Í eitt skipti, á heimili ákærða á [...], hafi A fróað ákærða og haft við hann munnmök. F kvaðst ekki muna mikið eftir íbúð ákærða en muna að gengið hafi verið upp stiga til að komast upp í íbúðina. Í það skiptið hafi ákærði verið að drekka áfengi og þær stúlkurnar sennilega einnig. Ákærði hafi dregið niður um sig buxurnar og síðan sett smokk á getnaðarlim sinn. Þar hafi A fróað honum og haft við hann munnmök. Hafi ákærði þá staðið við sófa í stofu íbúðarinnar, en A og F setið í sófanum. Þær hafi fengið 10.000 eða 15.000 krónur fyrir þessi samskipti og í kjölfarið yfirgefið íbúðina. Ákærði hafi spurt A hvort hann mætti stinga getnaðarlim sínum inn í kynfæri hennar fyrir meiri pening en hún ekki leyft honum það. F kvaðst hafa setið við hlið A og ákærða er þetta hafi gerst. Ákærði hafi beðið um að fá að strjúka brjóst F. Hafi hún leyft honum það. Ákærði hafi strokið læri á F utanklæða. Kvaðst hún ekki muna hvaða svæði á lærunum ákærði hafi strokið. Hafi hann síðan í kjölfarið farið innan undir föt F til að geta strokið á henni brjóstin. F kvaðst hvorki hafa fróað ákærða né hafa haft við hann munnmök, þó svo ákærði hafi beðið hana um það. Ákærði hafi greitt stúlkunum í samræmi við það hve lengi A hafi haft við hann munnmökin. Ákærða hafi ekki orðið sáðfall við munnmökin. Ákærði hafi greitt F 2.000 krónur fyrir að fá að strjúka á henni brjóstin. F kvaðst ekki vera alveg viss um á hvaða ári þetta hafi gerst, en kvaðst telja að atburðirnir hafi gerst á þeim tíma er skóli hafi verið í gangi. F kvaðst hafa gefið skýrslu hjá lögreglu á sínum tíma. Hafi hún þá ekki gert lögreglu grein fyrir miklu af þessum hlutum og hafi það verið vegna þess að hún hafi verið í fíkniefnaneyslu á þeim tíma og af þeim sökum ekki munað hlutina vel. F kvað A hafa tjáð sér að hún hafi í önnur skipti átt í kynferðislegum samskiptum við ákærða á svipuðum nótum. Hafi ákærði sagt við F og A að hann ætti í kynferðislegum samskiptum við aðra stúlku sem tæki minni pening fyrir hin kynferðislegu samskipti en þær. Ákærði hafi ekki sagt hvaða stúlku væri um að ræða. A hafi tjáð F að ákærði hafi einnig átt í kynferðislegum samskiptum við C og væri C stórsködduð eftir hann. F kvaðst almennt lítið ræða við C og ekki hafa rætt þessi mál við hana. Í þau skipti er ákærði hafi hringt í F eða A og C hafi verið viðstödd hafi hún sagt að ákærði væri svolítið skrýtinn. F kvaðst ekki hafa rætt þessa hluti við B og því ekki vita hvort neitt á svipuðum nótum hafi komið fyrir hana. F kvaðst hafa verið stödd ásamt A niðri í bæ einhverju sinni er ákærði hafi beðið A um að hafa við hann munnmök gegn greiðslu. Hafi hún orðið vitni að því. F kvaðst hafa komið tvisvar sinnum á heimili ákærða á [...]. Í hitt skiptið hafi ákærði beðið F um að fróa honum eða hafa við hann munnmök. Hafi hún ekki orðið við því. F kvaðst hafa reynt að blokka þessa atburði út úr lífi sínu eftir þetta. Það hafi gengið vel en blossað aftur upp í tengslum við málareksturinn. Kvaðst F upplifa reiði er atburðirnir kæmu upp í huga hennar. Kvað hún atburðina há sér í samskiptum við drengi, sem hún kvaðst eiga erfitt með að treysta. F kvað atburðina sennilega hafa haft mikil áhrif á A. Hafi A t.a.m. farið að drekka mikið meira en áður, sem örugglega megi rekja til þessara atburða. Þá hafi hún orðið lokaðri en áður. Ákærði var fyrst yfirheyrður hjá lögreglu um sakarefnið þriðjudaginn 21. mars 2006, eftir að mæður B og C höfðu lagt fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Ákærði kvaðst um einu og hálfu til tveimur árum áður hafa ásamt bræðrum sínum, þeim I og K, búið að [...] í Reykjavík. Á þeim tíma hafi C og B komið í heimsókn til þeirra, en C hafi trúlega verið hjá pabba sínum á svokallaðri pabbahelgi. Kvöldið áður hafi ákærði verið að drekka áfengi ofan í róandi lyf og þunglyndislyf. Hafi hann vaknað um kl. 7.00 eða 7.30 um morguninn í herberginu sínu. Hafi hann þá tekið eftir því að búið hafi verið að krota á maga hans með gulum, rauðum og bleikum tússi. Hafi hann farið fram í stofu á nærbuxunum einum klæða en í stofunni hafi C og B verið að horfa á barnatíma í sjónvarpinu. Þær hafi sennilega sofið í stofunni. Hafi hann spurt þær að því hvort þær hafi krotað á maga hans. Þær hafi báðar neitað því. Kvaðst ákærði telja að hann hafi um leið sagt eitthvað dónalegt eins og eitthvað í þeim dúr hvort þær vildu ekki krota á typpið á honum líka. Kvaðst hann telja að hann hafi girt niður um sig með snöggri hreyfingu um leið og hann hafi sagt þetta. Ákærði kvað hvoruga stúlkuna hafa snert á honum getnaðarliminn. Sökum vanlíðunar hafi ákærði farið aftur inn í herbergi til að sofa og sofið fram á kvöld. B hafi um kvöldið spurt ákærða að því hvort hann vildi að hún segði frá því er hann hafi gert um morguninn. Hafi hann þá munað eftir því sem hann hafi gert um morguninn og að hann hafi sagt eitthvað dónalegt. Hafi B minnt hann á að hann hafi girt niður um sig. Ákærði kvaðst hitta C nánast á hverjum degi heima hjá móður hennar. Í nokkra mánuði hafi hann einnig hitt B á því heimili. Hafi B alltaf fagnað honum þegar hann hafi verið þar og ekki kvartað undan neinu. Um mánuði fyrir skýrslutökuna hafi hann verið heima hjá sér að [...] í Reykjavík þegar auglýsingar Blátt áfram hafi byrjað. Bróðir ákærða, K, og C hafi einnig verið þar. Í umrætt sinn hafi B hringt í C. Hafi þær farið að rífast um ,,vinkonumál”. Hafi ákærði síðar fengið að vita hjá C að þær hafi rifist eitthvað áður. Þá hafi C tjáð honum að B hafi verið að hóta að segja frá öllu sem gerst hafi. Hafi ákærði þá rætt við B í síma og hún spurt hann hvort hann myndi ekki eftir því sem hann hafi látið þær gera. Ákærði var næst yfirheyrður af lögreglu mánudaginn 16. október 2006, eftir að móðir A hafði lagt fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot og áfengislagabrot. Ákærði kvaðst kannast við A, en hún væri vinkona B. Ákærði kvað þær tvær einu sinni hafa komið á heimili ákærða að [...]. Í umrætt sinn hafi ákærði verið að skemmta sér ásamt öðru fólki. Hafi þær viljað fá frá ákærða pening. A hafi marghringt í gsm síma ákærða en það hafi alltaf verið í þeim tilgangi að biðja hann um að kaupa handa henni áfengi eða sígarettur eða til að biðja hann um að gefa sér pening. Kvaðst ákærði aldrei hafa gefið henni sígarettur eða peninga. Kvaðst ákærði viðurkenna að hafa eitt sinn keypt fyrir A, C og einhverjar vinkonur þeirra áfengi. Í umrætt sinn hafi þær ætlað að kaupa ,,landa”, en honum hafi fundist betra að gefa þeim sex stykki af gosbjór, eða Bacardi-Breeser, sem hann hafi átt. Hann hafi sennilega afhent þeim bjórinn fyrir utan heimili ákærða. Ákærði kvaðst sennilega hafa verið lítillega undir áhrifum áfengis þetta sinnið. Kvaðst ákærði þó ekki vilja útiloka að A hafi beðið ákærða um að kaupa handa sér gosbjórinn. Ákærði kvaðst hafa skammað A þrisvar til fjórum sinnum, bæði í gegnum síma, sem og á heimili móður C að [...] í Reykjavík. Hafi hann skammað A fyrir að stjórna C á þann hátt að C svaraði ekki símtölum móður sinnar og fleira þess háttar. Ákærði kvaðst einu sinni, ásamt móður C, hafa farið á heimili A, en þá hafi móðir A ekki hleypt C út. Hafi ákærði m.a. rætt við móður A, sem hafi fullyrt að móðir C væri oft að lemja C og að C þyrði ekki heim til sín af þeim sökum. Kvaðst ákærði telja að Aværi að hefna sín á ákærða með kærunni og að hún vildi hagnast peningalega á því að kæra hann. Ákærði kvað A hafa tjáð sér að móðir A hafi margspurt hana að því hvort hún hafi orðið fyrir kynferðisbroti, en það hafi verið eftir að lögregla hafi talað við móður A um ætlað áfengislagabrot ákærða. Hafi komið fram að lögregla hafi greint frá því að ákærði hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot og beðið móður A um að athuga hvort A hafi orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða. Hafi A sagt að móðir hennar hafi spurt hana í þaula um þetta og hafi A neitað því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti. Ákærði kvaðst vilja geta þess að B hafi hringt í hann 17. júlí 2006 kl. 15.14. Hafi hún einungis þagað í símtalinu. Hafi ákærði séð að hringt hafi verið úr númerinu [...] en B hafi verið skráð fyrir því númeri. Hafi C sagt ákærða frá því að B hafi sagt C að ákærði hafi hringt í hana umrætt sinn. Þá kvaðst ákærði hafa fengið torkennilega símhringingu úr símanúmerinu [...] þann 28. júlí 2006 kl. 14.36. Hafi ákærði heyrt stúlknarödd en ekki orðaskil. Kvaðst ákærði ekki þora að fullyrða hvort sú hringing hafi verið frá B. Ákærði var aftur yfirheyrður af lögreglu 25. október 2006. Lá þá einnig fyrir grunur um kynferðisbrot ákærða gagnvart F. Kvaðst ákærði vilja leggja fram þrjú bréf með prentuðum skilaboðum á, sem ákærði kvaðst hafa fengið eftir að fyrsta kæra á hendur honum hafi verið lögð fram. Kvaðst ákærði ekki vita hvaðan skilaboðin væru komin en kvaðst gruna að þau væru komin frá A. Þá kvaðst ákærði vilja leggja fram bréf með sms skilaboðum er hann hafi fengið frá A á árinu á undan. Ákærði kvaðst telja að A hafi sent honum skilaboðin þar sem hún væri að kæra ákærða fyrir hluti sem hann hafi ekki gert. Í bréfunum kæmu fram hótanir í garð ákærða. Kvaðst ákærði ekki hafa tekið bréfin alvarlega á sínum tíma, auk þess sem að hann hafi óttast að ekki yrði lagður trúnaður á orð hans ef hann legði þau fram. Hafi ákærða liðið illa á þeim tíma og verið kvíðinn gagnvart öllu. Ákærði kvað C hafa sagt sér frá því sumarið 2006 að B hafi viðurkennt fyrir henni að hafa logið upp á ákærða. Þá hafi ákærði og C verið á heimili móður ákærða að [...] í Reykjavík. Ákærði kvaðst ekkert þekkja F, en hafa heyrt að hún væri í bekk með C. Þá gæti verið að ákærði hafi séð hana í barnaafmælum hjá C. Ákærði kvaðst ekki telja að F hafi komið á heimili ákærða að [...] í Reykjavík. Kvaðst ákærði þó vilja taka fram að 5 til 6 stúlkur hafi komið með C heim til ákærða sumarið 2005. Hafi C verið að biðja ákærða um pening fyrir ferð í kvikmyndahús. Hafi ákærði látið hana fá pening. Gæti F hafa verið í hópi stúlknanna. Ákærði kvaðst ekki hafa framið kynferðisbrot gagnvart F. Þá kvað hann rangt er fram hafi komið hjá A að A og F hafi fróað ákærða og haft við hann munnmök á heimili ákærða að [...] í júlí eða ágúst 2005. Ákærði gaf loks skýrslu hjá lögreglu miðvikudaginn 7. mars 2007. Var honum í upphafi kynntur framburður B fyrir dómi 28. mars 2006. Kvað ákærði það rangt er fram kæmi í framburði B að ákærði hafi látið hana teikna á typpið á sér. Þá kvaðst ákærði ekki hafa látið B strjúka á honum bakið. B og C hafi ekkert farið inn í herbergi ákærða. Þá kvaðst ákærði ekki hafa strokið á B brjóstin eða kynfærin. Kvaðst ákærði aldrei hafa haldið B nauðugri í íbúðinni. Hafi ákærði aldrei verið einn með henni. Sama dag var borinn undir ákærða framburður A sem hún gaf fyrir dómi 18. október 2006. Ákærði kvað framburð A alfarið rangan. Kvaðst ákærði vilja taka fram að hann hafi ekki vitað að C hafi reykt. Kvaðst ákærði aftaka með öllu að hafa gefið henni sígarettur. A hafi hins vegar stundum fengið C til að geyma fyrir sig sígarettur og hafi C alltaf verið ,,stressuð” yfir því og óttast að móðir hennar myndi finna sígaretturnar. Ákærði gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins fyrir dómi. Ákærði kvað C vera frænku sína, en hún væri bróðurdóttir ákærða. Hafi ákærði komið í mörg ár á heimili stúlkunnar og hafi verið náið samband á milli þeirra. Sambandið hafi ekki breyst mikið í tímans rás, þó svo ákærða hafi á tímabili verið meinað að hitta C. Þannig hafi ákærði ekkert komið á heimili stúlkunnar eftir að kæra B hafi komið fram. C hafi engu að síður rætt málin við ákærða og verið miður sín eftir að hafa gengið í gegnum yfirheyrslu fyrir dómi á sínum tíma. C hafi rætt við ákærða um B og A og reynt að útskýra af hverju þær hafi lagt fram kærur á hendur ákærða. Hafi C sagt B skrýtna og áhrifagjarna. Hafi B sagt við C að hún hafi ekki sagt rétt frá fyrir dómi. Þá hafi C talað um að A væri að sækjast eftir fé. Hafi ákærði hitt C á heimili móður ákærða, ömmu C. Á þeim tíma er ákærði hafi oft hitt stúlkuna hafi hún búið ásamt móður sinni að [...] í Reykjavík. Ákærði kvaðst hafa kynnst vinkonum C á heimili móður C. Hafi ákærði þar kynnst B og A. Ekki kvaðst ákærði hafa kynnst F. B hafi oft komið á heimili móður C og verið þar oft langt fram yfir kvöldmat. Ákærði kvaðst ekki kannast við þau sakarefni er honum væru gefin að sök í 1. tl. ákæru. Hafi ákærði ekki verið á ferð með C eða vinkonum hennar í bakgarði húss í nágrenni Rauðarárstígs í Reykjavík sumarið 2005. Ákærði kvaðst stundum hafa verið á ferð með K, bróður sínum, í bifreið er þeir hafi rekist á stúlkurnar. Kvaðst ákærði viðurkenna að hafa í marsmánuði 2006 keypt áfengi fyrir A. Hafi hún hringt þetta sinnið og beðið ákærða um að kaupa fyrir sig áfengi. Ákærði kvaðst einhverju sinni hafa boðið B á Subway. Varðandi sakarefni samkvæmt 2. tl. ákæru kvaðst ákærði muna að C og A hafi einhverju sinni komið að heimili ákærða að [...] er ákærði hafi verið þar með samkvæmi. Ákærði hafi látið [...] fá peninga þar sem hún hafi verið á leið í kvikmyndahús og vantað peninga. Varðandi sakarefni samkvæmt 3. tl. ákæru kvaðst ákærði ekki kannast við að A og F hafi komið tvær saman á heimili hans að [...]. Kvaðst ákærði ekki einu sinni vita hvernig F liti út. Ekki væri þó útilokað að hún hafi verið í hópi með C er C hafi fengið pening vegna ferðarinnar í kvikmyndahúsið. Ákærði kvaðst hafa verið að vinna í [...] sumarið 2005 við húsaviðgerðir. Hafi ákærði oft sofið í [...] þetta sumarið en hann hafi ekki haft bifreið til umráða. Hann hafi fengið ígerð í auga um sumarið og farið í augnaðgerð til augnlæknis. Hafi ákærði farið í aðgerðina 7. júlí 2005. Eftir aðgerðina hafi hann fengið lepp fyrir augað. Hafi hann farið að vinna of fljótt eftir aðgerðina og fengið sýkingu í augað. Af þessum ástæðum hafi hann verið heima með bólgið auga. Að því er varðaði sakarefni samkvæmt 4. og 5. tl. ákæru kvaðst ákærði muna eftir því að B hafi verið í pössun hjá I, bróður ákærða, eina nótt. Samskipti á milli ákærða og B hafi verið lítil. Er hann hafi vaknað um morguninn hafi verið búið að krota á hann með tússpenna og hafi verið notaðir tveir eða þrír litir. Hafi hann gengið fram í stofu en stúlkurnar hafi verið að horfa á sjónvarpið. Hafi hann spurt stúlkurnar hvort þær hafi gert það, en þær neitað því. Hafi ákærði þá sagt við þær að þær hefðu getað krotað á typpið á ákærða. Hafi hann um leið togað í nærbuxur sínar, en þó ekki sýnt þeim typpið á sér. Í framhaldi af því hafi ákærði farið aftur inn í herbergið og sofnað. I, bróðir ákærða, hafi verið á heimilinu er þetta hafi gerst. Hafi hann ekki verið í vinnunni, svo sem B héldi fram. Þá hafi L, dóttir I, einnig verið á heimilinu. Þau hafi því verið fimm á heimilinu þennan dag. Ákærði kvaðst hafa sofið í svefnherbergi í íbúðinni. I, bróðir ákærða, hafi ekið stúlkunum heim þennan dag. I hafi ekki skipt sér af börnunum í íbúðinni en verið inni í sínu herbergi. Ákærði kvaðst hafa fengið sms skilaboð í síma sinn og bréf send á heimilið. Væru þau á skjali í rannsóknargögnum málsins merkt. IV/3.2. Ákærði kvað bréfin hafa verið send á heimili hans og hafi þau legið innan um annan póst til ákærða. Þau hafi verið í umslögum. Hafi bréfin verið merkt ákærða sem [...]. Hafi ákærði farið þess á leit við lögreglu að hún myndi taka umslögin og láta leita fingrafara á þeim. Ákærði kvaðst hafa fengið þessi skilaboð í mars eða apríl 2005, stuttu eftir að B hafi sagt A frá því að hún hafi lagt fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Kvaðst ákærði hafa þá trú að þessi bréf væru frá A komin. Í bréfunum hafi ákærða verið sagt að afhenda pening á ákveðnum stað. Kvaðst ákærði hafa farið með bréf þar sem hann hafi hótað viðkomandi einstakling að fara með bréfin í fingrafararannsókn. Þá hafi ákærði fengið til baka bréf þar sem fram hafi komið að þetta væri allt grín. Garðinum þar sem ákærði hafi átt að fara með bréfin væri lýsti í bréfi. Viðkomandi staður hafi verið ekki langt frá heimili C á [...]. Bréf í rannsóknargögnum málsins þar sem fram komi að viðkomandi aðilar hafi verið að grínast hafi verið síðasta bréfið sem hafi komið. Ákærði kvaðst vilja taka fram að C hafi oft í gegnum tíðina fengið síma ákærða lánaðan til að hringja í vinkonur sínar. M, móðir A, kvað lögreglu hafa haft samband við sig í apríl eða maí 2006. Hafi lögreglumaður tjáð M að ákærði hafi viðurkennt að hafa selt A áfengi. Þá lægi fyrir grunur um að hún hafi orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða. M kvaðst hafa borið undir A hvort ákærði hafi selt henni áfengi og hafi A viðurkennt það. Hafi hún tjáð móður sinni að hún hafi borgað áfengið með vasapeningum sínum. Hafi A ekki séð ástæðu til að fara í skýrslutöku á lögreglustöð á þessum tíma þar sem A hafi ekki viljað ræða neitt í tengslum við hugsanlegt kynferðisbrot. Fjölskyldan hafi flutt til [...] 2006. Í október 2006 hafi Q, sonur M, greint móður sinni frá því að A hafi sagt kærustu Q, N, frá því að hún hafi verið misnotuð kynferðislega. Hafi M rætt við A sama kvöld og hún sagt frá því að hún hafi verið misnotuð kynferðislega af ákærða. Frásögnin hafi komið smátt og smátt hjá dótturinni. Hafi M fundist eins og A ætti erfitt með að segja frá hlutunum vegna skammar. Hafi A sagt að þetta hafi byrjað með því að ákærði hafi beðið hana um að snerta örstutt kynfæri sín utanklæða og greitt henni fyrir það 1.000 krónur. Hafi brotin síðan orðið grófari og hafi hann m.a. fengið A til að hafa við hann munnmök gegn greiðslu peninga og með því að láta hana fá áfengi. Hafi komið fram að ákærði hafi eitt sinn greitt A 50.000 krónur fyrir slíka þjónustu. Hjá A hafi komið fram að C hafi oftast verið með A er þessir atburðir hafi átt sér stað. Hafi C einnig gert þessa sömu hluti. Sumarið 2005 hafi A og C verið mjög góðar vinkonur og þær mikið verið heima hjá hvorri annarri. Hafi fleiri stúlkur komið við sögu í þessu sambandi. Hafi M haft samband við þær en þær ekki viljað gera neitt í málinu. Allt hafi orðið mjög erfitt og mæður þessara stúlkna borið upp á A að hún væri að ljúga öllu saman upp á dætur þeirra. M kvað A hafa komið til Íslands í apríl 2007 til að heimsækja föður sinn, vini og ættingja. Hafi ferðin verið mjög erfið og hafi mæður vinkvenna A meinað dætrum sínum að hitta A. Í þeirri ferð hafi A rekist á ákærða í strætisvagni. Hafi það haft mjög slæm áhrif á A. Hafi M þá ákveðið að A færi ekki til Íslands í bráð. Ekki hafi M rætt þessa hluti nánar við A. Að mati M hafi A tekið algera stefnubreytingu er þessi misnotkun hafi byrjað. Hafi M þá tengt það einhverskonar ,,unglingaveiki” eða óreglu. Fyrir þann tíma hafi A verið fyrirmyndarbarn, lífsglöð, áhugasöm, dugleg í ballett og stundað skóla vel. Allt hafi hrunið og A hætt að stunda þessa hluti. Hafi hún orðið sífellt pirruð og með hlutina á hornum sér. Hún hafi síðan orðið þunglynd og leið. Hafi kennari A í [...]skóla, J, greint frá því hvernig námsárangur A hafi hrunið. M kvað A vera hjá sálfræðingi í [...], en hún hafi komið dóttur sinni í slíka meðferð um leið og þær hafi flutt út. Hún kvað A hafa mjög lágt sjálfsmat og stúlkunni finnast hún ómöguleg í öllu. Hafi hún fyrir þessa atburði alla saman verið mjög vinsæl í skóla, en eftir atburðina hafi henni fundist enginn vilja vera með henni lengur. G, móðir B, kvaðst hafa merkt þunglyndi hjá B sem hafi byrjað í desember 2005. Hafi hún á þeim tíma skipt um skóla og farið í [...]skóla. Fyrir þann tíma hafi mikil samskipti verið á milli B og C og mjög kært með stúlkunum. Í desember 2005 hafi farið að bera á miklum kvíða hjá stúlkunni og hún verið send til heimilislæknis vegna þessa. Þessi tími hafi verið fjölskyldunni mjög erfiður. B væri mjög sérstök og saklaus stúlka og hafi foreldrar hennar reynt að gera allt fyrir stúlkuna. B væri áhrifagjörn og tilleiðanleg. B hafi sagt föður sínum frá því í febrúar 2006 að ákærði hafi beðið hana og C um að teikna á typpið á sér, en hún hafi þá verið stödd á heimili föður C þar sem ákærði hafi einnig búið. Sagan hafi komið smátt og smátt og hafi foreldrarnir gætt að því að pressa ekkert á stúlkuna í frásögninni. Hafi verið auglýsing í sjónvarpi frá Blátt áfram. Þá hafi B sagt að hún vissi að ákærði hafi ekki mátt gera slíka hluti við sig. Hafi B greint frá því að C hafi haldið um typpið á ákærða og B teiknað á það. Jafnframt hafi B greint frá því að ákærði hafi fengið B og C til að nudda á sér bakið og boðið B að skoða klámblöð á meðan. Ákveðið hafi verið að ræða þessa hluti ekkert sérstaklega við B til að skemma ekki fyrir hugsanlegri rannsókn málsins. Kvaðst G þess fullviss að þunglyndi B mætti m.a. rekja til kynferðisbrotsins. Hafi B farið til heimilislæknis og síðan sáfræðings vegna líðan sinnar. Hjá heimilislækni hafi hún m.a. fengið þunglyndislyf. G kvaðst hafa séð B hafa átt msn tölvusamskipti við ákærða á árinu 2004. Hafi G ekki fundist það í lagi að fullorðinn maður væri að eiga msn samskipti við svo unga stúlku. Þá hafi hún séð í síma dóttur sinnar símanúmer er B hafi sagt vera númer ákærða. Hafi hún bannað dóttur sinni að vera í slíkum samskiptum við ákærða. Ný greining á B væri að stúlkan væri með athyglisbrest. Pétur Lúðvíksson barnalæknir hafi greint stúlkuna. Fengi hún lyf vegna þess. G kvaðst minnast þess að B og C hafi eitt sinn gist heima hjá ákærða. Það hafi sennilega verið veturinn 2005. Ákærði hafi á þeim tíma búið í [...]. Þangað hafi þær sennilega farið um hádegi á laugardegi og komið til baka seinni part sunnudags. Hafi G talið að allt hafi verið í lagi í þessari heimsókn. G kvað B hafa farið í fermingaveislu hjá C eftir að fram hafi verið lögð kæra í málinu. Ákærði hafi verið í þeirri veislu. B hafi verið mjög leið er hún hafi komið heim úr veislunni. H, móðir C, bar að hringt hafi verið í sig frá lögreglunni og henni tilkynnt að dóttir hennar, C, hafi hugsanlega orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða. H kvað ákærða hafa umgengist C nánast daglega undanfarin 12 ár. Kvaðst H hafa rætt málið við C, en C neitað því að hafa orðið fyrir kynferðisáreiti af hálfu ákærða. H kvað B og A hafa verið vinkonur C og hafi þær oft verið á heimili C að leika við hana. H kvað C ekki hafa samskipti við ákærða eftir að kæra í málinu hafi komið fram. H lýsti C þannig að stúlkan væri feimin, ljúf og góð stúlka. Léti hún stjórnast af öðrum. H kvað óeðlilegt hvernig ákærði hafi látið C sitja í fangi sínu eftir að stúlkan hafi verið orðin 12 ára gömul. Hafi henni fundist þau óeðlilega náin. Ákærði hafi ekki tekið stúlkuna í fangið í sama mæli er hún hafi verið yngri. Hafi H beðið ákærða um að hætta þessu. Hafi H ekki þolað hvernig C hafi sífellt verið utan í ákærða og nefnt það við C. Eftir viðtal í Barnahúsi hafi C farið í viðtalsmeðferð en stúlkan hafi verið sátt við að fara í þau viðtöl. P kvaðst hafa umgengist C mikið á liðnum árum sem vinkona C. Hafi hún verið mikið heima hjá C að [...] í Reykjavík. Hafi P verið í bekk í [...]skóla með C og B. A og C væru einnig vinkonur P. Ákærði hafi mikið haldið til á heimili C á [...]. Í gegnum tíðina hafi ákærði verið með mikið ,,dónatal” við P og C og hafi hann m.a. boðið þeim að sjá typpið á sér. Þær aldrei þegið það. Hafi hann spurt þær hvort þær vildu ,,snerta hann á kónginn”. Þá hafi hann oft beðið P um að nudda á sér bakið, en hún alltaf neitað því. Ákærði hafi oft gefið C peninga, jafnan á bilinu 1.000 til 2.000 krónur. Fyrir jólin 2005 til 2006 hafi P gist heima hjá C. Þá hafi C sagt P frá því að hún og B hafi teiknað á typpið á ákærða og kvaðst P telja að það hafi átt að hafa gerst heima hjá ákærða. Hafi B verið í eldhúsinu á meðan C hafi sagt P frá þessu. Þá hafi ákærði búið með föður C og K bróður þeirra. Bæði C og B hafi skammast sín fyrir að hafa gert þetta. B hafi síðan einnig sagt P frá hinu sama. P kvaðst, ásamt A, hafa verið að koma úr skóla föstudaginn 24. mars 2006. Hafi ákærði komið þar að á bifreið er þær hafi þá verið staddar á horni [...] og [...]. A hafi veifað ákærða og hann stöðvað bifreiðina. Hafi A beðið ákærða um að kaupa fyrir sig bjór og hann samþykkt það. Kvaðst P ekki hafa viljað vera í kringum A við þessar aðstæður og því gengið í burtu. P kvaðst vita til þess að A hafi ekki verið með peninga á sér er þetta hafi gerst. Hafi A drukkið áfengi þetta kvöld, en myndir og frásögn af þeirri drykkju hafi farið á internetið á bloggsíðu A. Í mars 2006 hafi C sagt við P að B hafi logið því hjá lögreglu að hún og C hafi teiknað á typpið á ákærða. Hafi P fundist það skrýtið þar sem C hafi áður verið búin að segja að hún og B hafi teiknað á typpið á honum. P kvað F hafa sagt sér frá því að A hafi fengið sígarettur og pening frá ákærða fyrir að hafa við hann munnmök. A hafi einnig sagt P frá hinu sama. Þá hafi bæði C og B sagt báðar við P að þær hafi verið að fá pening frá ákærða fyrir eitthvað. P kvaðst einhverju sinni hafa farið á heimili ákærða ásamt C. Hafi C sagt að hún ætlaði að ná í pening. Ákærði hafi þá verið undir áhrifum áfengis. K bróðir ákærða hafi komið að og sagt stúlkunum að fara. Þær hafi þá verið á bilinu 12 til 13 ára gamlar. N, kvaðst vera kærasta Q, bróður A. Kvaðst hún dvelja talsvert á heimili A í [...]. Kvaðst N hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og hafa greint A frá því fyrir löngu síðan. Í byrjun október 2006 hafi N verið á heimili A og hún og A rætt ýmsa hluti. Tal þeirra hafi beinst að kynferðisbrotamálum. Hafi A trúað henni fyrir því að hún hafi verið misnotuð kynferðislega af manni og hafi hún haldið því leyndu. Hafi maðurinn látið A og vinkonur hennar horfa á klámefni. Síðan hafi hann fengið þær til að hafa við sig munnmök. Fyrir það hafi þær fengið sígarettur, áfengi og peninga. Kvaðst N hafa spurt A að því hvaða maður þetta væri og hafi A eftir nokkurt þóf sagt að maðurinn héti X og væri frændi vinkonu A. Kvaðst N hafa ráðlagt A að segja móður sinni frá þessu, en A ekki þorað það í fyrstu. Kvaðst N hafa sagt Q frá þessu og hann síðan greint móður sinni frá atburðunum. Það hafi orðið til þess að A hafi rætt við móður sína um málið. Í framhaldi hafi móðir A og A sjálf farið til Íslands og gefið skýrslu vegna málsins. N kvaðst vera þeirrar skoðunar að frásögn A skýrði marga hluti sem hún hafi tekið eftir í fari A. Hafi A átt í mætingarerfiðleikum í skóla og drukkið mikið áfengi. Þá hafi hún séð að A hafi ekki liðið vel. Eftir að A hafi greint frá þessum hlutum í héraðsdómi hafi létt mikið á henni. Hafi mætingar í skóla t.a.m. snarbatnað og væri stúlkan nú öllu glaðari. N kvaðst hafa verið með A í bifreið í [...] eftir að A hafi komið út aftur eftir skýrslutökuna. Þá hafi frænka X hringt í A og verið ósátt við að A skyldi kæra X. Hafi frænka X verið í bifreið með X á þessum tíma. J kvaðst hafa verið kennari A, B, F og C. B, C og A hafi verið nemendur í bekk J frá í 5. bekk. F hafi verið í hinum 10. bekknum í [...]skóla. Hafi J engu að síður kennt F mjög mikið. A hafi ekki rætt ætluð kynferðisbrot gagnvart sér við J. A hafi þó rætt við J ýmis mál í sínu lífi. Á árinu 2006 hafi A talað um að hún ætti erfitt. Hafi stúlkan verið í slæmum félagsskap, en hún hafi bæði verið byrjuð að reykja og drekka. A hafi alltaf verið örlítið utan við sig. Áður en stúlkan hafi flutt til [...] hafi hún verið hætt að læra og sinna námi sínu. Hafi verið um að ræða breytingu frá því sem áður var. Einkunnir stúlkunnar hafi hrapað og verið greinilegt að henni hafi liðið illa. J kvaðst lítið hafa rætt við B, en stúlkan hafi verið öllu dulari en A. Hafi henni gengið illa í námi. C sé enn í bekk J og sé hún talsvert opin. Gangi henni reyndar ekki vel og eigi erfitt með bóklegan hluta námsins. Fari hún stundum í sérkennslu. Á árinu 2006 hafi C lent í slæmum félagsskap eldri krakka. Hún væri áhrifagjörn stúlka og hafi J orðið mjög hrædd um stúlkuna. Hafi J farið í samstarf við móður C til að koma henni út úr þessum aðstæðum. Hafi þessir eldri krakkar verið að reykja og drekka og hafi C ekki komið heim til sín þegar hún hafi átt að koma heim. Hafi tekist að lokum að ná C út úr þessum félagsskap, ekki síst við það að góður vinskapur hafi orðið með C og stúlku sem væri nýbúi. Engu að síður væri C í áhættuhópi. Þessi ætluðu kynferðisbrotamál hafi aldrei komið upp í samræðum við C. I, bróðir ákærða, kvaðst hafa skilið við móður C þegar C hafi verið 6 til 7 ára. Eftir skilnaðinn hafi mæðgurnar búið að [...] í Reykjavík. I kvað dóttur sína, C, talsvert hafa umgengist ákærða. Hafi ákærði séð um ýmsa snúninga fyrir móður stúlkunnar og m.a. sótt C í skóla. Hafi ákærði talsvert verið inni á heimili þeirra mæðgna að [...]. I kvaðst aldrei hafa orðið var við að ákærði áreitti C kynferðislega. Kvaðst I þó vilja taka fram að honum hafi stundum fundist ákærði sitja fullþétt upp við C og verið að faðma hana fullmikið þegar fjölskyldan hafi hist. Þetta hafi farið í taugarnar á I og hann stundum gert athugsemdir um þetta við ákærða. Varðandi sakarefni samkvæmt 4. og 5. tl. ákæru, þá kvað I B hafa verið í heimsókn umrætt sinn og gist um nóttina en þessa helgi hafi verið svokölluð pabbahelgi. Kvaðst I hafa verið heima í [...] allan þann tíma sem B hafi verið þar. Yngri dóttir I hafi einnig verið á heimilinu þennan morgun. Ekki hafi I orðið vitni að neinu sem gerst hafi. Kvaðst hann sennilega hafa vaknað með stúlkunum um morguninn. Kvaðst hann ekki muna eftir því að ákærði hafi skammað stúlkurnar um morguninn. Sennilega hafi stúlkurnar horft á sjónvarp þennan morgun eða verið í tölvu. Ákærði hafi verið á heimilinu þennan dag. Kvaðst I lauslega hafa rætt þessa hluti við C og hafi C tjáð sér að ekkert hafi gerst í [...]. Þá kvaðst I ekki hafa orðið var við að C og vinkonur hennar væru að heimsækja ákærða á heimili hans að [...]. I kvaðst hafa verið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni á árinu 2007 með dóttur sinni C og ákærða. Hafi þetta verið fljótlega eftir afmæli C, sem væri í [...]. Hafi C verið að velja sér afmælisgjöf. B hafi þá komið til þeirra og kallað á C. Hafi hún spurt C hvort C væri til í að spyrja I og ákærða hvort hún mætti vera með þeim í Kringlunni. Hafi I og ákærði neitað B um það vegna þess máls sem upp hafi verið komið. K, bróðir ákærða, kvaðst hafa búið ásamt ákærða og I bróður sínum að [...]. K kvaðst ekki hafa verið í íbúðinni er C frænka K og einhver önnur stúlka hafi verið þar. K hafi verið með kærustu á þessum tíma. K kvaðst muna eftir að einhverjar stúlkur hafi komið í heimsókn til ákærða að [...] í Reykjavík. Kvaðst K hafa rekið þær í burt þar sem ákærði hafi það sinnið verið undir áhrifum áfengis. C hafi á þessum tíma oft verið að biðja um peninga. Hafi hún oft hringt til að reyna að fá peninga frá ákærða. K kvaðst hafa verið mikið á [...] sumarið 2005, en það sumar hafi hann verið atvinnulaus. Ákærði hafi þá verið að vinna í [...]. Þetta sumar hafi ákærði farið í aðgerð á auga. Hafi hann allur verið ,,lemstraður” og hafi K gert grín að ákærða vegna þess. Ákærði hafi verið með lepp fyrir auga í einhvern tíma og verið mikið bólginn í einhverjar vikur. R kvaðst vera æskuvinur ákærða, en þeir hafi þekkst í ein 20 ár. R kvaðst hafa komið úr áfengismeðferð sumarið 2005 og hafi hann reynt að ,,forðast helgar”. Hafi hann því varið mörgum dögum með ákærða, hvort sem var um helgar eða í miðri viku. Ákærði hafi fengið ígerð í auga þetta sumarið. Hafi ígerðin varað í einhverjar vikur og verið í vinstri augntóft. Hafi ígerðin ekki farið fram hjá neinum er mætt hafi ákærða. Af þessum ástæðum hafi ákærði verið mikið heima og horft mikið á myndbönd. Kvaðst R muna eftir að C hafi stundum komið og beðið ákærða um pening fyrir ferð í kvikmyndahús. Hafi yngri systir hennar, L, verið með í ferð. C hafi einnig verið í símasambandi við ákærða en greinilegt hafi verið að hún hafi litið upp til hans. Sveinn Rúnar Hauksson læknir staðfesti læknisvottorð sitt vegna B og gerði grein fyrir einstökum atriðum í því. Kvað hann B ekki hafa rætt við sig um að hún hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Þá staðfesti Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur vottorð sitt vegna B og gerði einnig grein fyrir einstökum atriðum í því. Margrét kvað einkenni í fari B hafa getað komið til vegna þess að stúlkan hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Eftir á að hyggja sjái hún nú ákveðin tengsl sem geti skýrst af því. Kvaðst Margrét hafa starfað mikið með börnum á öllum stigum í kerfinu. Einkenni vegna kynferðisbrots geti komið fram talsverðu eftir að brot sé framið. Fari það nokkuð eftir aldursskeiði viðkomandi. Eftir fyrstu viðtöl við stúlkuna hafi Margrét ekki vitað hvað væri að gerast í viðtölunum því einelti hafi verið gefið sem skýringin á því hvernig stúlkunni hafi liðið. Hafi Margrét síðan frétt á milli viðtala að hugsanlega hefði stúlkan orðið fyrir kynferðisbroti og þá áttað sig fyrst á tilteknum einkennum í fari stúlkunnar sem hafi komið heim og saman við að hún hafi orðið fyrir slíku broti. Margrét Magnúsdóttir sálfræðingur staðfesti vottorð sitt á dskj. nr. 5 vegna C og gerði grein fyrir einstökum atriðum í því. Margrét kvað viðtalsmeðferðina við C hafa verið óvenjulega að því leyti að C hafi verið til í að koma í viðtöl til hennar vegna kynferðisofbeldis, þó svo hún hafi ekki viljað kannast við að hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Kvaðst Margrét hafa gert henni grein fyrir því að viðtalsmeðferðin miðaði við slíkt ofbeldi. C hafi komið alls þrisvar sinnum í viðtöl. C hafi talað um ákærða sem fjölskylduvin. Hafi stúlkan virkað mjög lokuð. Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður staðfesti þátt sinn í rannsókn málsins og gerði grein fyrir framvindu hennar. Kristján Ingi staðfesti að ákærði hafi komið til lögreglu með bréf sem hann hafi sagt að tengdust kæru á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Hafi einnig átt að vera sms símaskilaboð sem hafi átt að vera frá A. Allt hafi þetta átt að tengjast fjárkúgun. Kvaðst Kristján muna eftir að ákærði hafi óskað eftir því að leitað yrði fingrafara á umslögum og bréfum. Það hafi verið skoðað innan embættisins en þar á bæ hafi ekki verið talið heimilt að taka fingraför af ungum stúlkum í þágu rannsóknar málsins sem ekki væru grunuð um refsiverða háttsemi. Bréfin hafi því ekki verið send í fingrafararannsókn. Þá hafi ýmislegt annað verið sérkennilegt við bréfin, s.s. að A hafi verið skrifuð með tveim [...] og að sms skilaboðin hafi verið margorð, sem sé ekki í samræmi við þann ritmáta er ungt fólk noti á þessum vettvangi. Þá hafi þótt ákaflega ósennilegt að ungmenni færu að rita bréf til að senda frá sér. Niðurstaða: Ákærði neitar því að hafa framið kynferðisbrot gagnvart stúlkunum A, B, F og C, svo sem honum er gefið að sök í 1. til 5. tl. ákæru. Ákærði játar að hafa framið brot samkvæmt 6. tl. ákæru. Ákæra í málinu byggir á því að þrjár ungar stúlkur, fæddar á árinu 1992 og þá skólasystur úr [...]skóla í Reykjavík, hafa sitt í hvoru lagi lagt fram kærur á hendur ákærða um kynferðisbrot gagnvart þeim. Brotin eiga að meginstefnu til að hafa átt sér stað sumarið 2005, fyrir utan að brot ákærða gagnvart B á að geta hafa verið á árinu 2004. Þannig hefur A greint frá því að sumarið 2005 hafi ákærði látið hana og C koma við kynfæri ákærða, fróa honum og hafa við hann munnmök. Í fyrsta sinnið hafi þetta átt sér stað í bakgarði húss í nágrenni við Rauðarárstíg í Reykjavík, ekki fjarri heimili C að [...], en þá hafi ákærði látið stúlkurnar nudda kynfæri ákærða utanklæða. Í önnur tvö skipti síðar þetta sumar hafi þetta gerst á heimili ákærða að [...] í Reykjavík. Þar hafi ákærði veitt þeim áfengi og fengið þær báðar til fróa honum og hafa við hann munnmök. Hún hefur einnig greint frá því að í eitt sinn síðar þetta sumar hafi hann fengið A og F til að hafa við ákærða munnmök á heimili ákærða að [...] í Reykjavík. Í því tilviki hafi ákærði jafnframt strokið brjóst F. Framburður A fær stoð í framburði F að því leytinu til að F hefur einnig lýst því tilviki er hún og A hafi farið saman á heimili ákærða að [...]. Hefur F lýst því hvernig A hafi haft munnmök við ákærða en kveðst ekki hafa gert það sjálf. F hefur lýst því að ákærði hafi strokið ber brjóst F. Bæði A og F hafa lýst þessum tilvikum með afdráttarlausum og eindregnum hætti og er framburður stúlknanna staðfastur og trúverðugur að mati dómsins. Það ber að hafa í huga að stúlkurnar eru að lýsa nokkuð liðnum atburðum en innbyrðis samræmi er í framburðunum um veigamestu atriðin. Í ákveðnum atriðum hefur frásögnin verið einkar sannfærandi og rak F t.a.m. minni til að hafa þurft að ganga upp stiga til að komast inn í íbúð ákærða á [...]. Myndir úr rannsóknargögnum málsins sýna að aðstæður á heimilinu voru með þeim hætti. Stúlkurnar greindu öðrum stúlkum frá þessum atburðum á sínum tíma. Þannig greindi A þeim F, B og P, skólasystur þeirra, frá sakarefnum samkvæmt 1. og 2. tölulið ákæru. Þetta hafa F, B og P allar staðfest. Framburður ákærða hér fyrir dóminn er sérkennilegur. Hefur hann neitað því að hafa að ráði verið í tengslum við stúlkurnar, ef undan er skilin C, og ekki viljað kannast við F. Þrátt fyrir þetta leiða gögn málsins í ljós að ákærði hefur verið í umtalsverðum símasamskiptum við allar stúlkurnar. Skýringu ákærða á tilvist þessara símasamskipta um að C, og jafnvel aðrar stúlkur, hafi fengið síma ákærða lánaðan og hringt úr honum í vinkonurnar verður að telja ósennilega í ljósi þess að þær bera ekki um neitt slíkt og hafa allar fullyrt að ákærði hafi verið að hringja í þær reglubundið. Hafi það gengið svo langt að einhverjar þeirra hafi þurft að skipta um símanúmer til að fá frið fyrir ákærða. Þá hefur ákærði leitast við að láta stúlkurnar líta illa út í augum dómsins. Hefur hann borið út ummæli er stúlkurnar eigi að hafa viðhaft sín á milli og við ákærða þar sem þær geri lítið úr eða nánast dragi til baka kæruefnin. Þá greindi hann frá því að B hafi fengið að vera lengi úti og langt fram yfir kvöldmat eins og til að gefa til kynna að framferði stúlkunnar væri ekki öðrum til eftirbreytni. Þá hefur hann ítrekað sagt og gefið í skyn að A viðhefði lygar og fullyrti hann að stúlkan hafi sent ákærða hótunarbréf. B lagði fyrst stúlknanna fram kæru á hendur ákærða og þá vegna sakarefna samkvæmt 4. og 5. tl. ákæru. Hefur B verið sjálfri sér samkvæm og trúverðug í frásögninni allt frá því kæruefnið kom fram. Greindi hún m.a. vinkonu sinni og skólasystur, P, frá því á sínum tíma. Foreldrar B hafa lýst því við hvaða aðstæður það kom til að B greindi frá þessu. Þau viðbrögð er stúlkan sýndi þá bera ótvírætt vitni um að eitthvað hefur gerst í íbúðinni að [...], sem brotið hefur gegn siðferðisvitund stúlkunnar. Ákærði hefur lýst því að stúlkurnar B og C hafi krotað með merkipenna á maga ákærða. Er útilokað með öllu að slíkur verknaður einn og sér hafi kallað fram þau viðbrögð er stúlkan sýndi. Þá er til þess að líta að P hefur fullyrt að bæði C og B hafi í tvö aðgreind skipti greint henni frá því að ákærði hafi látið B og C skrifa á typpið á honum í íbúðinni að [...]. P greindi einnig frá því að eftir að kæra hafi komið fram hafi C breytt frásögn sinni og hafi eftir það ekki viljað kannast við þetta tilvik. Að mati dómsins er ekki komin fram sennileg skýring á því af hverju þrjár ungar stúlkur ættu að hafa sammælst um að bera rangar sakir á ákærða. C er bróðurdóttir ákærða. Frá unga aldri voru ákærði og C í miklum samskiptum, allt fram til þess tíma er kærur voru lagðar fram í málinu. Ákærði hefur sjálfur borið um hin miklu samskipti við stúlkuna á heimili hennar, auk þess sem símagögn sýna fram á, svo ekki verður um villst, að samskiptin hafa verið mjög mikil. Framburður C er í beinni andstöðu við framburði fyrrverandi skólasystra hennar er lögðu fram kærur í málinu. Að auki er hann í beinni andstöðu við framburð P, sem hefur borið um samtal þeirra tveggja. Vill C augljóslega ekki bera á ákærða sakir. Þær sakir sem stúlkurnar hafa borið á ákærða eru allar af sama toga en þær eiga að hafa falist í því að koma við eða nudda kynfæri ákærða, fá stúlkurnar til að fróa honum eða hafa við hann munnmök. Eru þetta sakir af svipuðum toga og frænkur hans þær D og E bera á ákærða samkvæmt ákæru frá 24. september 2007, auk þess sem önnur frænka hans, S, lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot, sem ekki hefur fengið framgang. Niðurstaða dóms í málum af þessum toga er jafnan reist á mati á því hvort trúnaður verði lagður á framburð brotaþola, þar sem eðli málsins samkvæmt jafnan er litlum öðrum sönnunargögnum til að dreifa í málunum. Þegar dómurinn lítur til samhljóða framburða stúlknanna A, B og F, sem sækir stoð í framburð skólasystur þeirra P, telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að atvik hafi verið með þeim hætti er stúlkurnar lýsa. Telur dómurinn því sannað að ákærði hafi látið A og C nudda kynfæri ákærða utanklæða í bakgarði húss við Rauðarárstíg í Reykjavík. A hefur lýst því að atburðirnir hafi verið stuttu eftir að A flutti á [...] í Reykjavík, sem hefur verið sumarið 2005. Þá telur dómurinn sannað að ákærði hafi í tvígang þetta sumar veitt A og C áfengi á heimili ákærða og fengið þær til að fróa honum og hafa við hann munnmök. Með samhljóða framburði A og F telur dómurinn jafnframt sannað að ákærði hafi fengið A til að hafa við hann munnmök þetta sumarið að [...] og að hann hafi þá strokið ber brjóst F. Í ljósi eindregins framburðar F verður ákærði sýknaður af því að hafa látið F hafa við hann munnmök. Með framburði B, sem sækir stoð í framburð P og framburð foreldra stúlkunnar um þær aðstæður er hafi verið fyrir hendi er mál þetta kom fyrst upp á yfirborðið, telur dómurinn jafnframt sannað að ákærði hafi látið B og C skrifa á typpið á honum. P hefur ekki borið um að B eða C hafi sagt frá því að ákærði hafi strokið brjóst B innanklæða eða kynfæri hennar utanklæða. Er því eingöngu framburði B einnar til að dreifa um þetta atriði. Með hliðsjón af því verður ákærði sýknaður af sakarefni samkvæmt 4. tl. ákæru. Ekki liggur ljóst fyrir hvort þessir atburðir hafi verið á árinu 2004 eða 2005, en það stendur ekki í vegi fyrir sakfellingu samkvæmt þessum ákærulið. Framburður I, bróður ákærða, sem kveðst hafa verið í íbúðinni þennan dag þykir ekki hagga þessari niðurstöðu, en B kveður hann ekki hafa verið á staðnum, auk þess sem af framburði C má ráða að svo hafi ekki verið. Með vísan til þessa verður ákærði sakfelldur samkvæmt 1. til 3. tl. ákæru fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr., laga nr. 19/1940 varðandi brot gagnvart A og C, en fyrir brot gegn 2. mgr. 202. gr. laganna varðandi brot gagnvart F. Brot hans samkvæmt 2. tl. varða einnig við 1. mgr. 18. gr., sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Ákærði verður sakfelldur fyrir brot samkvæmt 5. tl. ákæru og varðar það við 2. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940. Loks varðar brot ákærða samkvæmt 6. tl. ákæru við 1. mgr. 18. gr., sbr. 27. gr. laga nr. 75/1998. Ákæra 24. september 2007. Föstudaginn 17. ágúst 2007 mætti D á lögreglustöð til að leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Við það tilefni gaf hún skýrslu hjá lögreglu þar sem hún greindi frá því að þegar hún hafi sennilega verið 6 ára gömul hafi ákærði látið hana fróa honum á heimili móður hans. Hafi það gerst aftur í ein þrjú til tíu skipti. Einu sinni þegar D hafi verið á bilinu 7 til 9 ára hafi hann viljað að hún hefði við hann munnmök. Hún hafi fljótlega orðið að hætta því þar sem hún hafi kúgast mikið og ekki getað haldið áfram. Þá greindi D frá því að þegar yngri systir D, E, hafi verið 6 eða 7 ára hafi ákærði verið með E inni í herbergi þar sem hann hafi læst að þeim. Er D hafi knúið dyra og ákærði opnað hafi ekki leynt sér á svip E að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir. Síðar hafi E að litlum hluta sagt frá því sem hafi gerst. Síðar sama dag mætti á lögreglustöð T til að leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Gaf hún einnig skýrslu hjá lögreglu þar sem hún greindi frá því að ákærði hafi einu sinni verið að passa T á heimili foreldra hennar. Hafi hann þá farið í leik þar sem hún hafi átt að geta hvað væri undir viskustykki. Hafi hann m.a. lagt viskustykkið yfir typpið á sér og hún átt að þreifa á því og segja hvað væri undir. Hafi hún gert það. Þá greindi T frá kitlleikjum er ákærði hafi verið í og því tilviki er þær systur þrjár hafi verið að leika heima hjá foreldrum ákærða. Þá hafi T og D tekið eftir því að E hafi verið inni í herbergi með ákærða og hurðin læst. Hafi þær bankað og E verið skömmustuleg er þær hafi náð í hana. Í bifreið á leið heim þetta kvöld hafi D tjáð foreldrum sínum frá því hvað ákærði hafi gert við hana er D hafi verið yngri. Þriðjudaginn 28. ágúst 2007 mætti E á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Gaf hún við það tilefni skýrslu hjá lögreglu þar sem hún greindi m.a. frá því að er hún hafi verið í pössun á heimili ákærða ásamt systrum sínum hafi ákærði farið með hana inn í herbergi. Þar hafi hann látið hana fróa honum uns honum varð sáðfall. Þá hafi hún verið á bilinu 6 til 7 ára. Þetta hafi gerst einu sinni en þar sem þær systur hafi greint foreldrum þeirra frá því hvað ákærði hafi verið að gera við þær hafi þær ekki verið sendar á heimili hans í pössun eftir það. Ákærði var fyrst yfirheyrður hjá lögreglu um sakarefnið miðvikudaginn 29. ágúst 2007. Ákærði kvað D og E vera frænkur sínar en þau væru systkinabörn. Þá ætti ákærði frænku sem héti U. Þau væru einnig systkinabörn. U ætti systur, S, sem væri mjög veik andlega, en hún hafi verið búin að þjást af þunglyndi og anorexíu, auk þess sem hún hafi lent í ýmsum áföllum í lífinu. S hafi verið hjá sálfræðingi í mörg ár. Á einhverjum tíma hafi sálfræðingur sagt henni að fram væru að koma bældar minningar. Þá hafi komið upp það viðhorf að það hlyti að vera eitthvað kynferðislegt á bak við þetta þar sem mjög algengt væri að kynferðislegar skýringar ættu við þegar um anorexíusjúklinga væri að ræða. U hafi orðið mjög reið út í ákærða og farið í einhvers konar herferð gagnvart honum þar sem hún teldi hann bera sök á líðan systur hennar. Hafi hún m.a. fengið upplýsingar hjá lögreglu um önnur kynferðisbrotamál sem væru í gangi gagnvart ákærða. Hafi U sett sér að markmiði að ákærði yrði settur á bak við lás og slá og hafi hún tjáð móður ákærða það. Hafi U rætt við D og systur hennar E og ýtt á þær að kæra ákærða fyrir kynferðisbrot. Ákærði kvaðst saklaus af þeim brotum er D og E hefðu borið á hann. Ákærði kvaðst hafa umgengist D er þau hafi verið yngri, eins og aðrar frænkur sínar, þegar þær hafi verið ásamt föður sínum í heimsókn hjá móður ákærða. Ákærði kvaðst ekki kannast við að hafa farið í kitlleiki við D er D hafi verið yngri, eða hafa farið í viskustykkisleiki við þær systur, sem hafi falist í því að breiða viskustykki yfir hluti sem hafi átt að þreifa á til að finna út hvað væru. Þá kvaðst hann alfarið hafna því að hafa fengið hana til að fróa honum þegar hún hafi verið á bilinu 6 til 9 ára. Þá kvaðst ákærði ekki kannast við að hafa tekið D í fangið á þessum árum og hossað henni um leið og hún hafi fundið að ákærði hafi verið með harðann getnaðarliminn. Þá kvaðst ákærði aldrei hafa reynt að fá hana til að hafa við hann munnmök. Ákærði kvaðst ekki minnast þess að hafa nokkru sinni passað E er E hafi verið yngri. Þá kvaðst hann aldrei hafa fengið hana til að fróa honum. Ákærði bar að mjög gott samband væri á milli móður ákærða og þeirra systra. Ákærði var aftur yfirheyrður af lögreglu þriðjudaginn 11. október 2007. Ákærði kvaðst fyrst hafa frétt af ásökunum D á árinu 1993, en þá hafi faðir þeirra, V, komið til móður ákærða og sagt að eitthvað kynferðislegt hafi gerst á milli ákærða og D. Ákærði kvað ekkert kynferðislegt hafa gerst á milli þeirra á sínum tíma. Ákærði kvaðst hafa verið ásakaður um 14 ára gamall að eitthvað kynferðislegt hafi gerst á milli ákærða og S, frænku hans. Faðir S, Y, hafi ásakað ákærða um það. Í umrætt sinn hafi ákærði verið að passa S. Einnig hafi það verið að U, systir S, hafi séð ákærða pissa í fjöru og talað um að hann hafi verið að sýna henni ,,perraskap”. Eitthvað hafi verið fundað um þetta í fjölskyldunni á sínum tíma, en ákærði kvaðst ekki vita meira um það. Eftir þetta hafi hann ekki verið látinn passa neina af frænkum sínum. Kvaðst ákærði reikna með að D hafi vitað af þessu. Ákærða og D hafi orðið sundurorða um páskana 1992, en þá hafi ákærði skammað hana fyrir að hafa tekið dót af bróður ákærða, K. Kvaðst ákærði reikna með að D hafi þá ásakað ákærða um kynferðisbrot til að ná sér niður á honum. Á þeim tíma hafi D verið þekkt fyrir að vera ,,krónískur lygari” og hafi hún átt að fara í meðferð vegna þess. Ákærði kvaðst hafa verið þunglyndur og kvíðinn á þessum árum. Hafi hann verið mjög miður sín vegna þessara ásakana. Hafi móðir ákærða talað við ákærða, undir áhrifum frá V og D, en móðir ákærða hafi viljað að ákærði leitaði sér hjálpar hjá geðlækni vegna þessa og margs annars. Hafi hún gefið í skyn að V hafi sagt að ákærði yrði kærður fyrir kynferðisbrot ef hann færi ekki í áfengismeðferð. Kvaðst ákærði hafa farið í geðlæknis, þar sem ákærði hafi verið greindur með þunglyndi og kvíða. Í kjölfarið hafi hann tekið þunglyndistöflur. Hafi ákærði gjörbreyst við það og þá farið að birta til í lífi hans. Ákærði kvaðst aldrei hafa brotið gegn E, en hann hafi aldrei verið einn með systrunum þremur. Fyrir dómi við aðalmeðferð málsins greindi ákærði svo frá að á árunum 1987 til 1990 hafi hann hafa búið hjá foreldrum sínum í [...] í Reykjavík. Foreldrar ákærða hafi skilið á árinu 1990 og þá flutt frá [...]. Ákærði kvaðst þá hafa flutt með föður sínum að [...] í Reykjavík en móðir ákærða hafi flutt að [...], þar sem hún hafi búið í um 6 mánuði, eða þar til hún hafi flutt að [...]. Þaðan hafi hún flutt í [...] 1993. Ákærði kvaðst sjálfur hafa verið talsvert á þvælingi á þessum árum. Hafi hann fengið póst sinn á heimili móður sinnar. Hann hafi slasast í lok júlí 1992 og búið hjá móður sinni þá. Á árunum 1988 til 1990 hafi systurnar D og T oft verið í heimsókn hjá bróður ákærða, K. Hafi þær því komið inn á heimili fjölskyldunnar þar sem ákærði hafi einnig verið. Varðandi 1. tl. ákæru þá kvað ákærði bróður þeirra systra hafa orðið fyrir slysi. Faðir þeirra systra, V, hafi komið til móður ákærða og tjáð henni að D hafi lent í ákærða og orðað þannig að það hafi verið eitthvað kynferðislegt. Það hafi þó ekki átt að hafa verið alvarlegt. Hafi verið greinilegt að V hafi þurft að létta af sér. D hafi á þessum árum átt það til að segja ýmsar sögur. I hafi nýlega eignast dóttur. Hafi Z viljað hafa varann á vegna máls frænku ákærða S. Ákærði kvaðst hafa passað S á heimili sínu að [...] í Reykjavík, en þá hafi S verið 3ja ára en ákærði 13. Hafi þetta verið á árunum 1980 til 1981. S hafi verið lítil í sér og grátið. Ákærði hafi farið að fíflast til að létta henni lundina og m.a. sett vasaljós undir andlit sitt. Stúlkan hafi verið með ekka er foreldrar hennar hafi náð í hana. Um 30 mínútum síðar hafi faðir stúlkunnar komið aftur mjög reiður og ásakað ákærða um kynferðisbrot gagnvart stúlkunni. Þá kvaðst ákærði á þessum árum hafa farið í fjöru með U, systur S. Hafi hún séð ákærða pissa og brugðist illa við. Þessum málum hafi síðan öllum verið blandað saman. Í framhaldi hafi verið ákveðið að biðja ákærða ekki um að passa neinar frænkur sínar og hafi hann ekki gert það. Þessi mál hafi greinilega verið rædd innan fjölskyldunnar þar sem D hafi sagt við ákærða að hún hafi frétt frá S að S hafi séð typpið á ákærða í fjöru. Á árunum 1997 eða 1998 kvaðst ákærði hafa sagt frænkum sínum að hætta þessu tali um hugsanleg brot ákærða, ella myndi hann leggja fram kæru á hendur þeim. Síðar, eða á árinu 1992, hafi orðið rifrildi yfir einhverjum myndbandsspólum. Þá hafi D og systur hennar ætt út mjög óhressar. Kvaðst ákærði gruna að þá hafi eitthvað verið sagt tengt ákærða. Ákærði kvað móður sína hafa rætt málefni S við sig á sínum tíma. Þá hafi ákærði verið þunglyndur og drukkið áfengi í óhófi. Hafi móðir ákærða sagt að eitthvað væri að hjá honum og hafi hún hótað að kæra hann færi hann ekki í áfengismeðferð, auk þess sem hann yrði að fara til geðlæknis. Ákærði kvaðst bæði hafa verið hræddur við lætin í V, auk þess sem hann hafi verið hræddur við Y, föður S. Ákærði kvaðst ekki hafa viðurkennt nein kynferðisleg samskipti við stúlkurnar í tali við móður sína á sínum tíma. Ákærði kvaðst aldrei hafa verið einn með D, hvorki að [...] né [...]. Hafi hann aldrei litið einn eftir þeim stúlkum. Móðir ákærða hafi stundum haft umsjón með þeim systrum. Ákærði kvað það örugglega geta staðist að þær hafi t.a.m. á árinu 1988 verið í pössun hjá móður ákærða að [...]. Hafi ákærði rekist á þær er þær hafi verið í heimsókn. Ákærði kvað vel geta staðist að hann hafi eitthvað leikið við þær, t.d. í eltingaleik. Ákærði kvaðst ekki kannast við að hafa farið í einhverja kitlleiki við þær systur. Ákærði kvað vel geta verið að hann hafi t.d. tekið þær systur D og T á háhest. Þá kvaðst ákærði ekki kannast við að hafa farið í einhvern hlutaleik þar sem hlutir hafi verið faldir. Þær systur hafi aðallega leikið við bróður ákærða. Að því er varðar sakarefni samkvæmt 2. tl. ákæru þá kvaðst ákærði ekki kannast við sakarefni samkvæmt þeim ákærulið. Eftir að foreldrar þeirra systra hafi skilið á árunum 1990 til 1991 hafi ákærði ekkert séð til E, en hún hafi fylgt móður sinni við skilnaðinn. Ákærði kvaðst muna eftir tilviki þar sem hún hafi ásamt móður sinni komið á heimilið. Þá hafi eldri systur hennar örugglega verið með í för. Ákærði kvað samband móður stúlknanna og móður ákærða hafa verið erfitt í lok árs 1993. Hafi móðir stúlknanna og E nánast aldrei komið á heimilið í [...]. Þá hafi verið rætt um að ákærði myndi aldrei gæta stúlknanna til að ekki kæmi upp aftur misskilningur í samskiptum þeirra. Ákærði kvað U hafa frétt af því að eitthvað hafi átt að hafa komið fyrir í samskiptum ákærða við A og vinkonur hennar. Hafi U komið á heimili móður ákærða mjög æst og veik. Hafi U m.a. hringt í Kristján Inga Kristjánsson rannsóknarlögreglumann til að frétta af málinu. Hafi U sagt að ákærði hafi eyðilagt líf S, systur U. Væri S með anorexíu vegna þess sem ákærði hafi gert henni. Það hafi því verið mikið af sögum í gangi varðandi ákærða. Ákærði kvaðst telja að U og eða S hafi rætt málið við D og E og þá hafi öll skriðan farið af stað. Finnist ákærða sem U telji sig vera í herferð í því að bjarga börnum frá ákærða. Beri stúlkurnar út sögur um ákærða. M.a hafi S talað um að hún hafi af einhverjum ástæðum verið hrædd við ákærða en viti ekki af hverju. S hafi síðan farið til Stígamóta og í framhaldi hafi herferð gegn ákærða farið af stað. Hafi ákærða borist til eyrna frá þeim að fjöldinn myndi granda ákærða. D kvað langt um liðið síðan atburðirnir hafi átt sér stað og myndi hún því tímasetningar ekki vel. Hafi atburðirnir byrjað er D hafi verið 4 eða 5 ára og alltaf farið fram á heimili móður ákærða. Hafi atburðirnir fyrst gerst á meðan foreldrar ákærða hafi búið saman, en síðan haldið áfram eftir að þau hafi skilið og móðir ákærða flutt í nýtt aðsetur. Þá hafi þeir fyrst orðið alvarlegir. Allt hafi verið saklaust í upphafi og ákærði farið í einhvers konar leiki við D, tvíburasystur hennar T og K, bróður ákærða. Hafi m.a. verið um að ræða kitlleiki sem hafi falist í því að þau hafi átt að koma við ákærða og ákærði ætlast til að komið væri við kynfæri hans. Hafi hann ætlað að greiða fyrir ef einhver fyndi stað þar sem hann kitlaði. Þau hafi þó ekki komið þá við kynfæri hans. Síðan hafi leikir falist í því að ákærði var með handklæði yfir kynfærum sínum og hafi stúlkurnar ekki átt að vita hvað væri undir, en þar hafi hann verið nakinn. Í framhaldi hafi atburðirnir sífellt orðið alvarlegri og alvarlegri og ákærði verið með ,,klúrt” tal. Hafi hann sífellt verið að ræða um klámstjörnur. Hafi ákærði tekið D eina með sér inn í herbergi og sýnt D klámmyndir og talað um að þannig myndu klámstjörnur gera. Tvíburasystir D og K hafi verið að leika sér frammi á meðan. Í eitt skiptið hafi ákærði látið D fróa honum. Þá hafi hún sennilega verið orðin 6 ára gömul. Hafi D ekki mátt nota hanska við aðfarirnar, en það hafi hún viljað. Hafi D fundist hún þvinguð og ekki geta sagt nei. Er ákærði hafi fengið sáðlát hafi hann sagt að sæðið væru litlu börnin. Hafi ákærði sagt það sama við yngri systur D er hann hafi látið hana fróa honum. Hafi ákærði gefið D pening fyrir þetta og sagt henni að hún mætti engum segja frá hvað hafi gerst. Hafi þessir atburðir átt sér stað í nokkur skipti. D kvaðst telja að ákærði hafi í allt fengið hana til að fróa honum á bilinu 3 til 10 sinnum. Af meiri nákvæmni gæti hún ekki tilgreint það. Í þessi skipti hafi ákærði legið í rúminu og sett buxurnar niður á hæla sér. Bolinn hafi hann tekið upp og hún setið á rúmstokknum. Er hann hafi fengið sáðlát hafi sæðið farið út á magann og hann þurrkað það upp með handklæði. Í eitt skiptið hafi ákærði reynt að fá D til að hafa við hann munnmök. Þá hafi hún sennilega verið orðin 7, 8 eða 9 ára gömul. Kvaðst D hafa kúgast við lyktina. Hafi hún kúgast þegar hún hafi reynt og náð að hafa við hann munnmök í stutta stund en ekki náð að halda lengi áfram. Ákærði hafi legið í rúminu er hún hafi reynt að hafa við hann munnmökin. Í fjölskylduboðum á þessum tíma hafi ákærði gefið sig mikið að þeim systrum og oft tekið þær í fang sér og nuddað líkama sínum upp við líkama þeirra. Í eitt skiptið hafi D áttað sig á því að yngri systur hennar, E, var horfin. Kvaðst D hafa ,,klikkast” og látið sem hún væri að rífast við K til að hafa ástæðu til að banka á dyr herbergis er ákærði hafi verið inni í. Hafi ákærði verið búinn að læsa hurð herbergisins og flýtt sér að opna er D hafi bankað á hurðina. Kvaðst D þá hafa séð andlit litlu systur sinnar inni í herberginu. Af svip hennar kvaðst D hafa merkt að eitthvað hafi komið fyrir. Kvaðst D hafa rifið litlu systur sína út úr herberginu og þær systur þrjár gengið heim til ömmu þeirra sem hafi átt heima rétt hjá í [...] í Reykjavík. Hafi þær beðið þar uns foreldrar þeirra hafi komið. Kvaðst D hafa sagt þeim frá því sem gerst hafi. Ekki hafi meira verið rætt um hlutina fyrr en D hafi verið orðin 14 eða 15 ára. D kvaðst telja að ákærði hafi viðurkennt fyrir móður sinni að hafa verið í þessum kynferðislegu samskiptum við D og systur hennar. Sömuleiðis hafi hann viðurkennt það fyrir föður D og móður. Hafi hann leitað sér geðrænnar aðstoðar og málið verið þaggað niður á sínum tíma. Þá hafi þessari háttsemi ákærða átt að vera lokið. D kvað E systur sína aldrei hafa talað um hvað hafi komið fyrir inni í herberginu. Síðar, þegar E hafi verið orðin 16 eða 17 ára gömul, hafi þær systur verið saman í bifreið og D farið að segja systur sinni frá því hvernig ákærði hafi átt kynferðisleg samskipti við hana. Hafi E brostið í grát og sagt að ákærði hafi sagt það sama við sig um sæðið og litlu börnin er hann hafi fengið sáðlát. E hafi verið 6 eða 7 ára þegar hún hafi verið inni í herberginu með ákærða. Bróðir þeirra systra hafi verið á sjúkrahúsi á þessum tíma eftir alvarlegt slys og hafi foreldrar þeirra verið með hugann við bróðurinn og upptekin af því. Bróðir þeirra hafi síðar látist af afleiðingum slyssins. Tengdi hún atburðina í tíma við þessi veikindi bróður síns. D kvaðst engum hafa sagt frá þessum atburðum á sínum tíma fyrir utan foreldra sína. Kvaðst hún hafa fundið til skammar og fundist hún vera ógeðsleg. Kvaðst hún telja að atburðirnir hafi haft mikil áhrif á líf sitt. Þó svo hún væri ekki viss um hvort það væri ástæðan þá hafi hún 11 eða 12 ára farið að drekka áfengi og ung farið í neyslu fíkniefna. Hafi hún verið mjög reið á þessum tíma. Þá kvaðst hún ekki hafa getað haft eðlileg samskipti við stráka og enga virðingu borið fyrir sjálfri sér. D kvaðst hafa greint frá þessum hlutum er hún hafi verið vistuð á unglingaheimili. Þrátt fyrir það hafi ekkert gerst í málinu á sínum tíma. D kvaðst hafa frétt af því að frænka hennar, S, hafi orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða. Hafi D heyrt að S ætlaði að leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir brot gagnvart sér. Þá kvaðst S með kærunni vilja tryggja að aðrar frænkur hennar myndu ekki lenda í svipuðum brotum ákærða. D kvað ömmu sína hafa vitað af því hvað fyrir hafi komið á sínum tíma. Engu að síður væri hún að bjóða fólki saman í matarboð til að reyna að sætta fólk, en þetta hafi splundrað fjölskyldunni. E kvaðst hafa verið 6 eða 7 ára þegar hún og systur hennar hafi verið að leika heima hjá ákærða, bróður hans og móður í [...]hverfi. Hafi þær systur verið í pössun þar sem foreldrar þeirra hafi verið uppi á spítala hjá bróður E sem hafi lent í alvarlegu slysi. Móðir ákærða hafi sennilega átt að passa þær systur en hún þurft að fara eitthvert. Hafi ákærði beðið E um að koma inn í herbergi til að leika í dótaleik með teppi. Hin börnin hafi sennilega verið að leik fyrir utan húsið. Hafi átt að setja dót undir teppið og E átt að þukla á því. Kvaðst E muna eftir að allt í einu hafi ákærði verið búinn að fela dótið og verið kominn ,,á typpið”. Hafi hann látið E koma við það. Hafi hún spurt hvort hún mætti vera með hanska og hafi hann ekki heimilað henni það. Hafi hann síðan kennt henni hvernig hún hafi átt að fara að því að fróa honum. Á meðan ákærði hafi legið uppi í rúmi hafi E setið á rúmstokknum. Kvaðst E hafa beðið ákærða einu sinni eða tvisvar um að fá að hætta og fá hanska en hann neitað henni um það. Á endanum hafi hann fengið sáðlát og hafi hann bent á sæðið og sagt að þetta væru litlu börnin. Systur E hafi síðan komið inn í herbergið. Kvaðst E lítið muna eftir atvikum að öðru leyti, nema muna að foreldrar þeirra hafi síðan sótt þær systur. E kvaðst hafa sagt foreldrum sínum frá þessu fljótlega á eftir. Fjölskyldan hafi verið á leið út að fá sér að borða og hafi sennilega D byrjað að segja frá. Kvaðst E sjálf hafa verið of hrædd til að segja frá. Ekkert hafi orðið úr þessu á sínum tíma. Bróðir þeirra systra hafi legið alvarlega slasaður á sjúkrahúsi og dáið stuttu síðar. Hafi það allt verið mikið áfall fyrir fjölskylduna. E kvaðst hafa sagt foreldrum sínum frá því að hún vildi ekki fá ákærða í ferminguna sína og hafi þau vitað af hverju það var. Engu að síður hafi ákærði mætt. E kvaðst einnig hafa skýrt frá þessum hlutum hjá barnaverndaryfirvöldum á sínum tíma en ekkert hafi gerst þrátt fyrir það. Þá kvaðst E sennilega hafa verið 12 ára gömul. E kvað foreldra sína hafa bannað sér að fara aftur á heimili ákærða eftir þetta og hafi því ekkert meira gerst í þessa veruna. E kvaðst telja að þessir atburðir hafi haft einhver áhrif á líf sitt. Kvaðst E eiga erfitt með að treysta karlmönnum. Þá væri hún lokuð og ætti hún t.a.m. erfitt með að faðma móður sína. Vildi hún einfaldlega ekki líkamlega snertingu. T kvað ákærða hafa passað þær systur er þær hafi verið yngri. Hafi ákærði þá farið í ýmsa leiki, þ.á m. kitlleiki. Þá hafi átt að finna stað á líkama ákærða þar sem hann kitlaði og ef sá staður fyndist hafi átt að greiða fyrir það. Hafi T snert alla staði á líkama ákærða fyrir utan kynfæri og ákærða aldrei kitlað. Hafi verið greinilegt að ákærði hafi viljað að honum yrði kitlað á kynfærunum. Þá hafi ákærði farið í svokallaðan viskustykkisleik, en í því tilviki hafi átt að nota viskustykkið til að hylja hluti og átt að reyna finna út hvað væri undir viskustykkinu. Hafi ákærði látið T vinna og látið hana fá pening í staðinn. Annar aðilinn hafi farið út á meðan hinn hafi sett viskustykkið yfir. Leikurinn hafi þróast yfir í að er T hafi komið inn hafi ákærði verið með viskustykkið yfir typpinu á sér. T kvaðst a.m.k. hafa verið orðin 5 ára þegar þetta var því hún hafi áttað sig á því hvað væri í gangi. Engu að síður hafi hún komið við viskustykkið og sagt við ákærða að hún vissi hvað þetta væri. T kvað þessa atburði hafa átt sér stað á heimili hennar og hafi systur hennar ekki verið heima. Foreldrar hennar hafi verið að skilja á þessum tíma. Kvaðst T hafa skammast sín mikið og ekki þorað að segja upphátt við ákærða hvað þetta væri. Kvaðst hún samt hafa viljað fá peninginn fyrir að hafa vitað hvað hafi verið undir. Um þetta hafi spunnist rökræður og hafi hún m.a. sagt foreldrum sínum frá þessu þar sem hún hafi óttast að ákærði myndi svíkja hana um peningana. Einnig kvaðst T minnast þess að hafa setið í kjöltu ákærða í barnaafmæli og hafi henni fundist óþægilegt að sitja í fanginu á honum þar sem typpið á honum hafi verið hart. Einu sinni, þegar T hafi verið 9 eða 10 ára, hafi þær systur verið að leik heima hjá ákærða á heimili foreldra hans í [...]hverfi í Reykjavík. Hafi T og D áttað sig á því að yngri systir þeirra, E, var ekki lengur á staðnum. Án þess að þurfa að ræða hlutina hafi T og D vitað hvað var í gangi. Hafi verið búið til rifrildi við K og þær síðan ætlað að ná í E. Þá hafi hurð að herbergi ákærða verið læst eða lokuð og tekið stuttan tíma að opna hana. Hafi E verið skömmustuleg á svipinn er þær hafi náð í hana. Komið hafi í ljós að ákærði hafi einnig verið að misnota E. Þær systur hafi hringt í foreldra sína og beðið þá um að koma að ná í sig. Er foreldrar þeirra hafi komið að ná í þær systur hafi D tjáð þeim hvað hafi komið fyrir. Kvaðst T tengja þennan atburð við sjúkrahúslegu bróður síns, en þær systur hafi átt að leika við K, bróður ákærða. Hafi þetta verið í fyrsta sinn sem T hafi heyrt systur sína segja frá þessum hlutum hvað hana varðaði. Þá hafi E að hluta til sagt hvað hafi komið fyrir hana. Allir hafi verið mjög hissa, en þessir tímar hafi verið fjölskyldunni erfiðir þar sem bróðir þeirra systra hafi lent í slysi og hafi legið fyrir dauðanum. Bróðir T hafi lent í slysinu er hún hafi verið 10 ára og hafi hann legið á spítala í 9 mánuði. T kvað þær systur hafa verið sendar á meðferðarheimili 14 ára. Þá hafi þetta mál komið upp og þær sagt frá því. T kvaðst hafa frétt frá frænku sinni, S, að S ætlaði líka að leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. T kvað E aldrei hafa viljað ræða það nákvæmlega hvað hafi komið fyrir hana. T kvað kæru sína nú á hendur ákærða ekki hafa leitt til þess að hann yrði ákærður fyrir brot gagnvart sér. Þ, móðir D og E, kvaðst fyrst á árinu 1993 hafa frétt af því að ákærði hafi áreitt dætur hennar kynferðislega. Tengdi hún atvikið slysi er Æ bróðir þeirra systra hafi orðið fyrir. Í ágúst á árinu 1993 hafi hún og V náð í stúlkurnar í [...] þangað sem móðir ákærða hafi nýlega verið flutt. Í bifreiðinni á leið heim hafi E gefið í skyn að eitthvað kynferðislegt hafi gerst á heimilinu. Hvorki þá né síðar hafi hún lýst því hvað í raun hafi gerst. Þ kvað aðrar dætur sínar hafa tekið undir með E í bifreiðinni að eitthvað hafi gerst. Á þessum tíma hafi fjölskyldan verið harmi slegin vegna þess slyss sem bróðir þeirra systra hafi lent í. Hafi ekkert frekar verið aðhafst í málinu á sínum tíma. D og tvíburasystur hennar, T, hafi lent í óreglu við 11 eða 12 ára aldurinn. Þær hafi verið á aldursbilinu 13 til 15 ára þegar kynferðisbrotamálið hafi aftur komið upp. Þá hafi komið í ljós að þær hafi orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða. Hafi Þ ekki fengið að vita um hvað hin ætluðu kynferðisbrot hafi átt að snúast en henni hafi verið sagt að allt væri í réttum farvegi. Hin ætluðu brot hafi komið upp í viðræðum Guðrúnar Höllu Jónsdóttur félagsráðgjafa við D og T. Er D og T hafi verið komnar í [...] á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur hafi þær greint frá því að yngri systir þeirra, E, hafi einnig orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu ákærða. Þá hafi Helga Einarsdóttir félagsráðgjafi sinnt þeirra málum. Hafi Helga m.a. vísað Þ og E í viðtal við sérfræðing á vegum Félagsþjónustunnar. Hafi sérfræðingur rætt einslega við E. Það muni hafa verið á árunum 1998 eða 1999. Þ kvaðst hafa fari með E til sálfræðings er E hafi verið 12 ára. E hafi lítið viljað tala um ætlaða misnotkun í gegnum tíðina. D hafi verið opnari og lýst því að ákærði hafi neytt hana til að hafa við hann munnmök. Þ kvað D hafa tjáð sér að hún hafi frétt að ákærði hafi brotið gegn öðrum stúlkum. Hafi D lýst því að nú ætlaði hún að aðhafast eitthvað í sínu máli og að loks hafi hún öðlast kjark til að gera eitthvað. Staða D hafi verið slæm er hún hafi verið í [...]. Hafi henni þá gengið erfiðlega að taka málið upp gagnvart foreldrum sínum. Þ kvaðst telja að hin ætluðu brot hafi haft mikil áhrif á allar dætur hennar. Óstöðugleiki, flökt og biturð hafi einkennt líf þeirra systra. Sjálfsmat þeirra hafi verið lítið sem ekkert og þær átt í erfiðleikum í samskiptum við hitt kynið og átt erfitt með að mynda trúnaðarsambönd við karlmenn. Þ kvaðst minnast þess að E hafi sérstaklega óskað eftir því við föður sinn að ákærði kæmi ekki í fermingarveislu hennar. Hafi faðir hennar ætlað að sjá til þess. Þrátt fyrir það hafi ákærði komið í veisluna og kvaðst Þ hafa tekið eftir því að dóttur hennar hafi liðið illa í veislunni. Sé þetta það eina er E nefni þegar rætt sé um fermingarveisluna hennar. Þ kvaðst telja að ákærði hafi rætt við móður ákærða á sínum tíma vegna málsins. Kvaðst hún hafa frétt að ákærði ætlaði í meðferð hjá sálfræðingi vegna þess. Kvaðst Þ aldrei hafa rætt málið sjálf við móður ákærða. V, faðir D og E, kvað dætur sínar D og T hafa verið í óreglu er þær hafi verið 14 ára gamlar. Hafi þær m.a. verið vistaðar á vegum Barnaverndar Reykjavíkur í [...]. Kvaðst V þá hafa fengið af því fregnir frá Helgu Einarsdóttur félagsráðgjafa að þær hafi sætt kynferðislegri misnotkun af hálfu ákærða. Hafi Helga talað um að málið yrði tekið upp á viðeigandi hátt. Kvaðst V ekkert hafa frétt af málinu en kvaðst þó hafa reiknað með að eitthvað yrði gert. Hafi V rætt málið við móður ákærða. Hafi móðir ákærða sagt V að ákærði hafi gengið til sálfræðings vegna þessa. Eftir það hafi þau ekkert rætt málið frekar. V kvað móður ákærða hafa tjáð sér að ákærði hafi játað að hafa brotið gegn D og T. V kvaðst telja að E hafi verið um 9 ára gömul er D og T hafi tjáð honum að E hafi einnig lent í ákærða. Hafi V reynt að ræða málið við E, en hún ekkert viljað við hann tala um það. Hafi V þá verið nýbúinn að missa son sinn af slysförum, en hann hafi lent í slysi [...] 1993. Hann hafi dáið í [...] 1994. Hafi V því ef til vill ekki gefið málinu nægjanlegan gaum á sínum tíma. V kvað systur sína hafa haft samband við sig símleiðis vorið 2007 og spurt hann hvort dætur hans væru búnar að leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Hafi V þá ekkert verið búinn að heyra um kæru þeirra systra. Hafi hann fengið þær fréttir frá systur sinni að S og U hafi einnig lagt fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. V kvað talsverðan samgang á sínu tíma hafa verið á milli fjölskyldu sinnar og fjölskyldu systur sinnar. Dætur hans hafi stundum gist á heimili móður ákærða og eflaust farið í nokkur skipti þangað í pössun. Ekki kvaðst V muna sérstaklega eftir að ákærði hafi verið beðinn um að passa stúlkurnar. Hann hafi þó verið á heimili móður hans fram undir það að hann hafi náð 40 ára aldrinum. E hafi oft fylgt systrum sínum er þær hafi farið á heimili systur V til að leika við K, bróður ákærða. V kvaðst ekki muna eftir tilviki þar sem dætur hans hafi ungar að árum hringt í hann og beðið hann um að sækja þær á heimili systur V. V kvaðst aldrei hafa rætt þessi mál sjálfur við ákærða. V kvaðst minnast þess að E hafi óskað eftir því að ákærða yrði ekki boðið í fermingarveislu sína. Ákærði hafi samt sem áður komið í ferminguna í fylgd móður sinnar. Z, móðir S og U, kvað ákærða vera son systur hennar. Z kvað V hafa rætt við hana fyrir um 14 árum síðan að dætur hans hafi orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða. Hafi hún tekið það svo að um væri að ræða þær þrjár systurnar. Þetta hafi verið á árinu 1994, en það tengi hún því að dætur hennar hafi þá gengið með sín fyrstu börn. Kvaðst Z aldrei hafa rætt málin sjálf við D eða E. Z kvaðst hins vegar hafa rætt málið við móður ákærða, eftir að V hafi rætt við hana um málið. Kvaðst Z hafa beðið móður ákærða um að láta I og H, foreldra C, vita um málið. Kvaðst Z sjálf hafa ætlað að gera það, en móðir ákærða beðið um að fá að gera það sjálfs. Z kvað dóttur hennar, S, hafa sagt henni frá því sem lítil stúlka, sennilega 4 ára, að ákærði hafi sagt við hana að hún ætti að koma við typpið á ákærða. Þá hafi mál verið rædd við ákærða á alvarlegum nótum í eitt skipti. Þá hafi ákærði sennilega verið 15 ára. Hafi hann þrætt fyrir verknaðinn. Eftir það hafi foreldrarnir verið grunlausir um alvarleika málsins þar til í febrúar eða mars 2007 er S hafi sagt frá því hve brot ákærða gagnvart henni hafi verið alvarleg og staðið yfir í um 10 ár. Þar sem foreldrarnir hafi á sínum tíma talið að málinu væri lokið hafi þau ekki komið í veg fyrir umgengni ákærða við dætur hennar. Z kvað bróður sinn á sínum tíma hafa tjáð sér að félagsráðgjafi hafi tjáð honum að mál D, T og E myndu halda áfram í kerfinu. Hafi V treyst því að svo yrði. S kvaðst hafa verið misnotuð kynferðislega af ákærða þegar hún hafi verið á aldursbilinu 4 til 14 ára. Hafi ákærði látið hana koma við typpið á sér og horfa á klámmyndir. Hafi hann á þessum tíma notað nánast hvert tækifæri sem hafi gefist til að gera það. Kvaðst S hafa sagt foreldrum sínum frá þessu á sínum tíma þegar hún hafi verið 4 ára, en málið þá verið afgreitt með því að um væri að ræða ,,hvolpavit”. Kvaðst S telja að faðir hennar hafi ráðist að ákærða vegna málsins á sínum tíma. S kvaðst hafa nýlega kært mál sitt til lögreglu. Kvaðst hún vita til þess að U, systir hennar, hafi einnig orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða. Hafi U greint henni frá því að hann hafi farið í feluleik í fjörunni þegar U hafi verið 9 ára gömul. Þar hafi hann sýnt henni á sér kynfærin og beðið hana um að koma við þau. S kvað brot þessi hafa haft alvarleg áhrif á sig. Kvaðst hún hafa átt við andlega erfiðleika að stríða, svo sem þunglyndi og átröskun. Þá hafi hún um tíma þurft að sækja tíma hjá geðlækni vegna þessa. S kvaðst lítið hafa heyrt um hvað hafi komið fyrir frænkur hennar D, T og E. Hafi hún heyrt fyrir 13 eða 14 árum síðan að ákærði hafi látið stelpurnar koma við sig undir teppi. Hafi hún ekki vitað meira um málið þar til fyrir skömmu er hún hafi frétt að ákærði eigi að hafa misnotað D. Kvaðst S ekki vita nákvæmlega hvað þar hafi gerst. Móðir S hafi gert henni grein fyrir þessu. Þá kvaðst S hafa frétt að C og einhverjar vinkonur hennar hafi kært ákærða fyrir kynferðisbrot. Hafi hún fregnað af því frá móður ákærða. Ö kvaðst hafa verið á aldrinum 7 til 10 ára þegar ákærði hafi oft farið í feluleik með henni í fjöru í vesturbæ Reykjavíkur. Þegar hún hafi fundið hann í fjörunni hafi hann iðulega sýnt henni á sér kynfærin og reynt að fá hana til að snerta þau. Hafi þetta í allt gerst 3 til 5 sinnum. Þá hafi hann oft sagt óviðeigandi hluti við hana sem unga stúlku. Fyrir um 13 árum síðan, á árinu 1994 er Ö hafi verið ófrísk, hafi móðir Ö, Z, greint henni frá því að D og T hafi sagt frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu ákærða. Þetta hafi orðið til þess að Ö og systur hennar, U og S, hafi sagt frá því að þær hafi einnig orðið fyrir barðinu á ákærða á sama hátt. Upp frá því hafi þeim systrum verið bannað að umgangast ákærða. Ö kvað systur sína, S, nýlega hafa opnað sig fyrir fjölskyldunni varðandi þessi brot. Í framhaldi af því hafi S lagt fram kæru á hendur ákærða. Þær systur hafi viljað koma í veg fyrir að fleiri börn yrðu fyrir slíku ofbeldi af hálfu ákærða. Hafi þær t.a.m. haft samband við eiginkonu I og greint henni frá því sem komið hafi fyrir þær systurnar. Kvaðst Ö vera þeirrar skoðunar að C hafi sýnt ýmis merki þess að hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hafi hegðun stúlkunnar, tengsl hennar við drengi og áfengi gefið það til kynna. Hafi Ö heyrt frá móður ákærða um tengsl C við drengi. Þá hafi C einungis verið 13 til 14 ára, en það hafi Ö fundist vera mjög ungt fyrir tengsl við drengi. Hafi þær systur hringt í skóla stúlkunnar fyrir um fjórum árum síðan. Einnig hafi þær hringt í Barnavernd Reykjavíkur vegna þessa. Í móðir ákærða, kvað mikinn samgang hafa verið á milli heimilis hennar og heimilis V bróður hennar. Hafi mikill samgangur verið við dætur V. Í kvaðst hafa flutt í [...] á árunum 1993 til 1994. Er hún hafi nýlega verið flutt hafi V komið til hennar og gefið í skyn að ákærði hafi gert D dóttur hans eitthvað kynferðislegt. Kvaðst Í hafa brotnað saman við þetta. Hafi málið lítið verið rætt sem hafi verið mistök. Hafi öllum í fjölskyldunni liðið illa út af þessu. Hafi hún á þeim tíma metið það svo að ekki hafi verið um alvarlega hluti að ræða, en það hafi hún byggt á framkomu allra í fjölskyldunni. Kvaðst Í hafa rætt þessa hluti við ákærða, sem hvorki hafi játað né neitað að hafa gert eitthvað kynferðislegt við D. Hafi ákærði verið mjög þunglyndur á þessum tíma, auk þess sem hann hafi drukkið töluvert áfengi. Hafi hún fengið ákærða til að leita til geðlæknis vegna þessa. Í kvaðst ekki hafa heyrt af ætluðum brotum ákærða gagnvart E fyrr en á árinu 2007. Fyrir skömmu síðan hafi komið fram hjá systradætrum Í, þeim U, Ö og S, að þær hafi kært ákærða fyrir kynferðisbrot. Mál þeirra væru þó sennilega fyrnd. Kvaðst Í hafa frétt af málinu á sínum tíma varðandi S, en faðir S hafi þá komið að máli við Í og verið ,,brjálaður” og sagt að eitthvað hafi gerst. Stuttu síðar hafi D sagt við Í að ákærði hafi misnotað hana kynferðislega og að það hafi staðið lengi. Í kvaðst ekki hafa orðið vitni að neinu misjöfnu í samskiptum ákærða við stúlkurnar. Í kvað ákærða ekki hafa passað dætur V bróður hennar á árunum 1988 til 1994. Verið gæti að hann hafi verið á heimilinu á meðan Í hafi skotist út í búð. Yngsta systirin, E, gæti hafa komið einu eða tvisvar sinnum með eldri systrum sínum í heimsókn er þær hafi verið að leika við K. Kvaðst Í á þessum árum hafa verið varkár gagnvart þessu vegna þess máls sem komið hafi upp gagnvart S. Í kvaðst ekki hafa sagt Z, systur sinni, að ákærði hafi viðurkennt fyrir sér brot sín. Hafi Í aldrei tekið afstöðu til þess hvort ákærði væri sekur um þessi kynferðisbrot. K bróðir ákærða, kvað D og E vera frænkur sínar. Á meðan K hafi búið að [...] í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni myndi hann eftir því að tvíburasysturnar D og T hafi komið í pössun. Kvaðst K ekki muna eftir að E hafi komið í pössun. Hafi þær systur oftast komið til að leika við K. K kvaðst ekki muna eftir því að ákærði hafi farið í einhverja kitlleiki við hann og tvíburasysturnar á meðan þau hafi búið í [...]. Kvaðst K almennt ekki muna eftir samskiptum ákærða við tvíburasysturnar. Ákærði hafi þó örugglega rætt við þær er þær hafi komið í heimsókn. K kvað ákærða oft hafa leikið við sig. K kvaðst hafa búið með móður sinni í [...]. Ákærði hafi þá verið með herbergi í kjallara fjölbýlishússins. Hafi þetta verið talsvert eftir að móðir K hafi flutt í [...]. Ákærði hafi áður en það var oft sofið í stofunni í [...]. K kvaðst ekki muna eftir tilviki þar sem E hafi verið ein í herbergi með ákærða að [...] eða að hafa þar lent í rifrildi við tvíburasysturnar. Kristján Már Magnússon sálfræðingur, kvaðst hafa tengst málefnum D, er D hafi verið vistuð að [...] haustið 1999. Þá hafi Kristján unnið sem sálfræðingur og haft skjólstæðinga [...] til meðferðar. D og tvíburasystir hennar, T, hafi verið vistaðar að [...] frá í byrjun mars 1999. Hafi Kristján verið sálfræðingur þeirra þar til þær hafi útskrifast í júní 2001. D hafi rætt við Kristján um ætlað kynferðisbrot gagnvart sér. Ákveðið hafi verið að þær myndu ræða við konu um málið og hafi Guðbjörg Ingimarsdóttir rætt við stúlkurnar. Þá hafi þessir hlutir verið ræddir á svokölluðum fjölskylduhelgum. D hafi ekki rætt hið ætlaða kynferðisofbeldi mikið við Kristján þar sem ætlunin hafi verið að hún myndi ræða það við Guðbjörgu. Þá kvaðst Kristján hafa haldið sig nokkuð til hlés varðandi þetta atriði þar sem reiknað hafi verið með að D færi til skýrslutöku í Barnahúsi vegna málsins. Á þessum tíma hafi foreldrar þeirra verið illa í stakk búnir til að styðja stúlkurnar og hafi verið nokkur ,,hringlandaháttur” í kringum þetta. Hafi D óskað eftir að Guðbjörg myndi hjálpa til við að ræða þessi mál við foreldra hennar, en þær systur hafi óttast viðbrögð foreldranna. Lítill stuðningur hafi verið við D af hálfu foreldranna. D hafi sýnt ýmis einkenni þolanda kynferðisbrots. Engu að síður hafi nokkur lausung verið á heimili hennar. D hafi verið óviss um hver hún væri og verið tortryggin gagnvart öllu. Hafi hún átt í erfiðleikum með að tjá sig. Kvaðst Kristján telja sig muna að D hafi nefnt við sig að hún hafi rætt við foreldra sína um hin ætluðu brot en að það hafi ekki haft nein áhrif á foreldrana. Hafi hún jafnframt kvartað undan því að þurfa að mæta í matarboð þar sem frændi hennar, sem brotið hafi gegn henni, væri. Þorgeir Magnússon sálfræðingur, kvaðst á sínum tíma hafa komið að málefnum D. Haldinn hafi verið fundur með Helgu Einarsdóttur ráðgjafa í ágúst 2000. Á þeim tíma hafi Þorgeir verið sálfræðingur í fjölskyldudeild Félagsþjónustunnar. Hafi hlutverk þeirrar deildar, allt þar til Barnahúsi hafi verið komið á laggirnar, verið að ræða við börn sem hugsanlega hafi verið misnotuð. Hlutverkið hafi m.a. falið í sér að búa til skýrslu vegna málsins og fylgja síðan málinu eftir. Á fundinum í ágúst 2000 hafi Þorgeir verið gestkomandi sem ráðgefandi aðili. Gera hafi átt áætlun um meðferð málsins, en áður hafi verið búið að reifa málið af hálfu ráðgjafa. Samkvæmt þeim bókunum er Þorgeir hefði undir höndum hafi D og tvíburasystir hennar T upplýst að þær hafi orðið fyrir áreiti. Það hafi reyndar ekki verið nýjar upplýsingar því það hafi komið fram á árinu 1998. Á árinu 1998 hafi líka verið ákveðið að vísa málinu áfram í kerfinu. Það hafi því alls verið haldnir þrír fundir um það efni, á árinu 1998 og tveir á árinu 2000, annar í ágúst en hinn í október. Alltaf hafi verið tekin sama ákvörðunin um að vísa málinu áfram. Þrátt fyrir það sæjust engin merki þess í gögnum stúlknanna um að máli þeirra hafi verið vísað áfram. Á fundinum í október 2000 hafi verið rætt um málefni E. Þar sé skráð í skýrslur að fyrir liggi grunur um kynferðisofbeldi. Sé ritað að stúlkan hafi greint frá kynferðislegri áreitni. Almenna reglan hafi verið sú á þessum tíma að fundir sérfræðinga hafi tekið ákvarðanir um að málum ætti að fylgja eftir í kerfinu. Viðkomandi starfsmaður sem hafi verið með málið hafi síðan átt að fylgja því eftir. Ekki verði séð af gögnum þeirra systra af hverju mál þeirra hafi ekki fengið framgang. Helga Einarsdóttir ráðgjafi, kvaðst á árinu 1998 hafa starfað hjá Barnavernd. Hafi hún m.a. komið að vistun D, T og E að [...]. Hafi hún verið ráðgjafi á þeim tíma og hennar hlutverk verið að fylgja málum þeirra stúlkna áfram. Á fjölskylduhelgi 23. nóvember 1998 hafi komið fram upplýsingar um að grunur væri um kynferðisofbeldi innan fjölskyldunnar. Helga kvaðst hafa komið lítið að málefnum E. Af gögnum málsins verði ráðið að ætlunin hafi verið að fara fram á rannsókn vegna grunsemda um kynferðisbrot. Kvaðst Helga engar skýringar hafa á því af hverju það hafi síðan ekki orðið reyndin, en ljóst sé af málinu að brotið hafi ekki verið kært á sínum tíma. Skýring á af hverju það sé liggi ekki fyrir í gögnum málsins. Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður staðfesti þátt sinn í rannsókn málsins og greindi frá einstökum atriðum varðandi rannsóknina. Staðfesti Kristján að S hafi lagt fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Lögfræðideild embættis lögreglustjóra hafi metið það svo að hugsanleg brot ákærða gagnvart stúlkunni væru fyrnd og hafi málið því ekki fengið frekari framgang hjá lögreglu. Niðurstaða: D hefur fullyrt að ákærði hafi brotið gegn henni kynferðislega með því að hafa, þegar D var á aldursbilinu 4 til 10 ára, fengið hana til að þukla á kynfærum ákærða utanklæða, tekið stúlkuna í fang sitt og nuddað getnaðarlim sínum við líkama hennar og í tíu skipti fengið D til að fróa honum og í eitt skipti hafa við hann munnmök. Þessir atburðir hafi átt sér stað á þáverandi heimili ákærða og fjölskyldu hans, fyrst að [...] í Reykjavík þar sem fjölskyldan hafi búið, en síðan eftir skilnað foreldra hafi þessir atburðir gerst á heimili móður ákærða að [...] í Reykjavík. D lagði fyrst fram kæru vegna málsins 17. ágúst sl., eða um 13 árum eftir að hinni ætluðu brotahrinu lauk. Þá hefur yngri systir D, E, fullyrt að ákærði hafi á árinu 1993 eða 1994 á þáverandi heimili ákærða að [...] fengið E til að fróa honum uns honum varð sáðlát. Lagði E fram kæru á hendur ákærða á svipuðum tíma og systir hennar, eða um 13 árum eftir að brotið átti sér stað. Við mat á trúverðugleika framburða D og E er til þess að líta að framburðir vitna í málinu leiða í ljós að á yngri árum D og E bar á umræðu um hugsanleg kynferðisbrot ákærða gagnvart stúlkunum. Að auki bera skjalleg gögn vitni um hið sama. Þannig hefur D fullyrt að í tengslum við brot ákærða samkvæmt 2. tl. ákæru gagnvart E hafi D greint foreldrum sínum og systrum frá að ákærði hafi brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var yngri. Nýtur þetta m.a. stuðnings framburðar móður hennar og T, tvíburasystur D. Hafa D, T og móðir þeirra tengt þetta tilvik við þann atburð í lífi fjölskyldunnar að bróðir D og T hafi slasast alvarlega sem leitt hafi til þess að hann var lagður inn á sjúkrahús alvarlega slasaður. Hafi hann látist af slysförunum níu mánuðum síðar, eftir að hafa varið fyrstu þrem eða fjórum mánuðunum á sjúkrahúsi hér á landi. Eftir það hafi hann verið lagður inn á sjúkrahús í [...]. Faðir D og E kveður slysið hafa átt sér stað í júlí 1993. Þá ber föður D og móður ákærða saman um að V hafi komið til fundar við móður ákærða á árunum 1993 eða 1994 og greint henni frá áhyggjum sínum vegna kynferðislegrar hegðunar ákærða gagnvart stúlkunum. Kemur sá tími heim og saman við þann tíma er bróðir D og E var lagður inn á spítala. Þá hefur komið fram að Z, systir V, hafi vitað af þessu en í framhaldi hafi dætur Z, S og Ö, fregnað af málinu. Þá liggur fyrir í gögnum málsins og var staðfest af sálfræðingunum Kristjáni Má Magnússyni og Þorgeiri Magnússyni, að þegar D og systur hennar voru vistaðar á vegum barnaverndaryfirvalda að [...] á árunum 1999 til 2000 hafi fram komið grunur um að D, T og E hafi orðið fyrir kynferðisbroti á sínum yngri árum af hálfu nákomins aðila. Hafi málið komið í þrígang upp á fundum og kvaðst Þorgeir hafa litið svo á að málið fengi framgang á sínum tíma með því að það yrði kært til lögreglu. Þetta hefur Helga Einarsdóttir, sem á þessum árum starfaði sem ráðgjafi og hafði einkum málefni D með höndum, staðfest. Gat Helga ekki gefið skýringu á því af hverju málið var ekki kært til lögreglu þegar það kom upp á árunum 1989 til 2000, en hún kvaðst hafa reiknað með að svo yrði gert. Öll sú umgjörð sem hér var rakin þykir ótvírætt bera vitni um að rökstuddur grunur hafi verið uppi um að D, T og E hafi allar orðið fyrir kynferðisbroti af hálfu ákærða er þær voru yngri. Þá liggur fyrir grunur um samkynja brot ákærða gagnvart öðrum frænkum hans en hér hafa verið taldar, en mál þeirra stúlkna hafa ekki fengið framgang eftir að kæra var lögð fram. Lágu á sínum tíma fyrir grunsemdir í þeim málum sem m.a. leiddu til þess að faðir S og Ö ásakaði ákærða um að hafa áreitt dætur hans kynferðislega. Ákærði hefur kannast við það, sem og móðir ákærða. Verður samkvæmt öllu þessu ráðið að innan fjölskyldunnar hafi á árum áður verið talið að ákærði sýndi af sér óæskilega kynferðislega hegðun gagnvart ungum frænkum sínum. Fram er komið að eftir skilnað foreldra D, T og E hafi hagur systranna verið slæmur og foreldrarnir illa í stakk búnir til að sinna þörfum dætranna. Út frá þessu má slá föstu að fleiri en einn þáttur hafi orðið þess valdandi að þeim systrum vegnaði illa félagslega. Þó svo engum vitnum sé til að dreifa sem hafi séð ákærða brjóta gegn systrunum þykir dóminum óhætt að leggja framburð D og E til grundvallar niðurstöðu. Er það gert á grundvelli þess að stúlkurnar hafa frá upphafi verið staðfastar og sjálfri sér samkvæmar í frásögn sinni. Er framburður þeirra studdur raunverulegum atvikum í lífi systranna á þeirra yngri árum er grunsemdir voru uppi um að ákærði hafi brotið gegn þeim og öðrum frænkum þeirra. Þá hefur ákærði hér að framan orðið sannur að kynhegðun sem hefur beinst að því að láta ungar stúlkur nudda getnaðarlim ákærða, fróa honum og hafa við hann munnmök. Er þar um samkynja brot og hann er hér ákærður fyrir. Með hliðsjón af öllu þessu verður ákærði sakfelldur samkvæmt báðum töluliðum ákæru. D hefur talið að ákærði hafi minnst þrisvar sinnum og að hámarki tíu sinnum látið ákærða fróa honum uns honum varð sáðlát. Með hliðsjón af því verður miðað við að ákærði hafi þrisvar sinnum látið D fróa honum. D hefur lýst því að brotahrinunni gagnvart henni hafi lokið er ákærði hafi brotið gegn E. Með hliðsjón af framburðum fjölda vitna verður slegið föstu að það brot hafi átt sér stað á árinu 1993 og að þá hafi jafnframt lokið brotahrinunni gagnvart D. Í ákæru er háttsemi ákærða talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940, með síðari breytingum, en með lögum nr. 61/2007 voru gerðar gagngerar breytingar á XXII. kafla almennra hegningarlaga. Ákæruvald lýsti yfir í munnlegum málflutningi að ákveðið hafi verið að láta á reyna hvort rétt væri að dæma samhliða fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. laga nr. 19/1940 og 1. mgr. 202. gr. laganna þegar um væri að ræða brot gegn barni yngra en 15 ára að aldri. Í réttarframkvæmd á liðnum árum hefur ákæruvald látið við það sitja að ákæra einungis fyrir brot gegn 202. gr. laga nr. 19/1940 þegar kynferðisbrot hefur beinst gegn barni yngra en 14 ára að aldri, en það var aldursviðmiðið fyrir gildistöku laga nr. 61/2007. Verður ekki séð að þær breytingar hafi orðið í löggjöf sem skýra af hverju frá fyrri réttarframkvæmd verði nú horfið. Þá er til þess að líta að ákvæði 202. gr. er sérákvæði sem sérstaklega er ætlað að vernda kynfrelsi barna og ungmenna undir 15 ára aldri. Þá er refsirammi ákvæðanna nú orðinn sá sami, en brot gegn báðum þessum ákvæðum getur varðað allt að 16 ára fangelsi. Verður við það miðað hér að fella háttsemi ákærða einungis undir 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laganna. Brotahrinu ákærða gagnvart D lauk á árinu 1993. Þá höfðu öðlast gildi lög nr. 40/1992 um breyting á XXII. kafla laga nr. 19/1940, en í þeim var m.a. kveðið á um að brot gegn 1. mgr. 202. gr. laganna varðaði fangelsi allt að 12 árum. Samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 81. gr. laga nr. 19/1940, sem kveður á um 15 ára fyrningartíma slíkra brota, eru brot ákærða gagnvart D ekki fyrnd. Sama á við um brot ákærða gagnvart E. Ákærði er fæddur í ágúst 19xx. Hann hefur ekki áður sætt refsingu svo kunnugt sé. Brot ákærða eru alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir misjafnlega gróf kynferðisbrot gagnvart sex ungum stúlkum. Eru brotin trúnaðarbrot, en þau hafa beinst að stúlkum er honum var beint og óbeint treyst fyrir. Þá voru sumar stúlkurnar á viðkvæmu þroskaskeiði er brotin áttu sér stað. Er háttsemi ákærða sérlega ámælisverð þar sem tvær stúlknanna voru einungis börn er atvikin áttu sér stað. Með hliðsjón af þessu og með vísan til 1. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. laga nr. 19/1940 er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 2 og 1/2 ár. Réttargæslumenn hafa krafist skaðabóta fyrir hönd brotaþolanna. Krafa A hefur verið rökstudd þannig að A hafi liðið mjög illa þegar ákærði hafi misnotað hana. Hafi atvikin haft gríðarlega mikil áhrif á stúlkuna sem enga virðingu hafi borið fyrir sjálfri sér. Misnotkunin hafi leitt til þess að A hafi staðið sig mun verr í skóla en áður. Hafi hún verið mjög hrædd við ákærða og óttast að ákærða myndi takast að fá hana til að taka þátt í samskonar framferði aftur. Brotin hafi verið mjög gróf og alvarleg gegn persónu- og kynfrelsi stúlkunnar. Að mati dómsins hefur brot ákærða gagnvart A verið til þess fallið að valda henni miska. Eru bætur hæfilega ákveðnar 800.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti með þeim hætti er í dómsorði greinir. Krafa B hefur verið rökstudd með þeim hætti að stúlkan hafi verið barn að aldri er brot ákærða gagnvart henni hafi átt sér stað. Hafi komið fram að stúlkan væri hrædd við ákærða. Hafi ákærði misnotað gróflega vald sitt yfir stúlkunni. Hafi atburðurinn sett mark sitt á andlega líðan stúlkunnar. Með vísan til alvarleika háttsemi ákærða var brot hans til þess fallið að valda B miska. Með vísan til þess er hér að framan greinir eru bætur til hennar hæfilega ákveðnar 300.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti með þeim hætti er í dómsorði greinir. Krafa C hefur verið rökstudd með þeim hætti að brot ákærða gagnvart stúlkunni hafi verið margítrekuð. Ákærði sé náin ættingi stúlkunnar og hafi sú staða að hann hafi misnotað trúnaðartraust stúlkunnar verið til þess fallið að auka enn á miska stúlkunnar. Þá hafi fjölskyldulíf stúlkunnar raskast verulega vegna brota ákærða og sambönd stúlkunnar við vinkonur hennar liðið fyrir það. Atburðirnir séu almennt á vitorði jafnaldra stúlkunnar sem hún hafi umgengist og auki það enn á miska hennar og hafi skaðlega áhrif á félagslega aðlögun hennar. Brot ákærða olli C miska. Með hliðsjón af því er hér að framan er rakið og verknaði ákærða eru bætur hæfilega ákveðnar 800.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti með þeim hætti er í dómsorði greinir. Krafa D hefur verið rökstudd með þeim hætti að D hafi liðið mjög illa þegar ákærði hafi verið að misnota stúlkuna. Hafi hún fundið til mikils vanmáttar og skammar og fundist hún sjálf ógeðsleg. Hafi D birgt þessa reynslu lengi inni og að hennar sögn hafi það haft gríðarleg áhrif á allt hennar líf og þá leið sem hún hafi valið í lífinu. Hafi D byrjað mjög snemma í óreglu og byrjað að drekka áfengi 11 til 12 ára gömul. Síðan hafi hún byrjað að nota fíkniefni. Hafi allir í fjölskyldunni vitað af afbrigðilegri hegðun ákærða en enginn talað um það og hafi D þá fundist hún vera vanmáttug gagnvart ákærða. Hafi henni liðið mjög illa yfir því að ekkert hafi verið aðhafst í málinu. Brot ákærða var til þess fallið að valda D miska. Þó svo hún hafi glímt við erfiðar félagslegar aðstæður sem rekja megi einnig til annarra þátta í lífi hennar er ljóst að brot ákærða skiptir talsverðu um líðan hennar. Eru bætur til hennar ákveðnar 600.000 krónur. Sú fjárhæð ber vexti með þeim hætti er í dómsorði greinir. Krafa E hefur verið rökstudd með þeim hætti að E hafi liðið mjög illa þegar atvikið hafi átt sér stað, þó svo hún hafi ekki gert sér fulla grein fyrir því. Hafi atvikið haft áhrif á líðan E sem sé í dag mjög spéhrædd og eigi erfitt með að umgangast eldri menn. Eigi hún erfitt með að tjá tilfinningar sínar. Í ljósi þess að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni á hún rétt á miskabótum úr hendi hans, sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Bætur verða ákvarðaðar með hliðsjón af því að framferði ákærða var mjög ófyrirleitið. Er fjárhæð miskabóta ákveðin 400.000 krónur. Sú fjárhæð ber vexti með þeim hætti er í dómsorði greinir. Mál vegna brota ákærða gagnvart D og E var höfðað við útgáfu ákæru 24. september 2007 og eru vextir, sem féllu eftir atvikum á kröfur brotaþola fyrir 24. september 2003, því fyrndir, sbr. 2. tölulið 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, en ákærði hefur m.a. haldið uppi vörnum á grundvelli fyrningar. Vextir verða dæmdir þessu til samræmis svo sem í dómsorði segir. Ákærði greiði allan sakarkostnað samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað, ásamt tildæmdum málsvarnarlaunum vegna meðferðar málsins fyrir dómi. Þá greiði ákærði flugfargjöld að heildarfjárhæð 52.920 krónur. Að auki greiði ákærði laun réttargæslumanns brotaþolanna. Einnig greiði ákærði þóknun til Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur héraðsdómslögmanns, en Guðrún Björg hafði með höndum réttargæslu fyrir B og C á rannsóknarstigi málsins. Þessar fjárhæðir eru tildæmdar, að viðbættum virðisaukaskatti, sem í dómsorði greinir. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari. Héraðsdómararnir Símon Sigvaldason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sigurður H. Stefánsson kváðu upp dóminn. Ákærði, X, sæti fangelsi í 2 og 1/2 ár. Ákærði greiði A, 800.000 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. september 2005 til 27. janúar 2007, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði B, 300.000 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. apríl 2005 til 15. júlí 2007, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði C, 800.000 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. ágúst 2005 til 15. júlí 2007, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði D, 600.000 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. september 2003 til 11. október 2007, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði E, 400.000 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. september 2003 til 11. október 2007, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 2.311.213 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Guðrúnar Sesselju Arnardóttur héraðsdómslögmanns, 1.333.644 krónur og þóknun til réttargæslumanna brotaþolanna Ásu Ólafsdóttur hæstaréttarlögmanns, 194.220 krónur, Helgu Leifsdóttur héraðsdómslögmanns, 155.376 krónur, Þórdísar Bjarnadóttur héraðsdómslögmanns, 313.989 krónur, Daða Ólafssonar héraðsdómslögmanns, 103.584 krónur og Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur héraðsdómslögmanns, 129.480 krónur.
|
Mál nr. 222/2006
|
Ráðningarsamningur Uppsagnarfrestur Aðilaskipti Sératkvæði
|
Starfsfólki Jökuls ehf. á Raufarhöfn var tilkynnt í lok maímánaðar 2003, að fyrirhuguð væri gagnger endurskipulagning á starfsemi fyrirtækisins. Breyta ætti framleiðslunni þannig að unninn yrði léttsaltaður þorskur í stað lausfrystra flakabita og blokkarvinnslu. Stöðugildum yrði fækkað úr rúmlega 50 í um 20 og nauðsynlegar breytingar gerðar á húsakynnum og vélakosti. Þegar var hafist handa við framkvæmd þessara breytinga. Í júní 2003 var öllu starfsfólkinu, þ. á m. G, sagt upp störfum hjá Jökli ehf. Um sumarið tók G.P.G. við verkefninu og breyttust framangreind áform ekki að neinu verulegu leyti við það. G.P.G. leigði allar húseignir Jökuls ehf. sem notaðar höfðu verið við fiskvinnsluna og þau tæki sem nýta mátti, auk þess sem Jökull ehf. kostaði að hluta nauðsynlegar breytingar á tækjakosti. Um 20 fyrrverandi starfsmenn Jökuls ehf. voru ráðnir til starfa hjá G.P.G, þ. á m. G sem framleiðslustjóri. G fékk greidd lægri laun en áður og þegar honum var sagt upp störfum í júlí 2004 fékk hann einungis eins mánaðar uppsagnarfrest. G taldi að G.P.G. hefði verið þetta óheimilt þar sem G.P.G. væri bundið af ákvæðum laga nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var í Hæstarétti, kemur fram að um aðilaskipti sé að ræða í skilningi laga nr. 72/2002 ef fyrirtæki heldur „einkennum sínum“. Þegar atvik málsins voru skoðuð í ljósi meginmarkmiðs laganna um verndun launamanna við þær aðstæður þegar nýir vinnuveitendur taka við atvinnustarfsemi og viðmiðanna við túlkun á hugtakinu „aðilaskipti“, var talið að aðilaskipti í skilningi laganna hefðu átt sér stað. Hafi G.P.G. því borið á grundvelli laganna að virða þau launakjör og starfsréttindi sem G hafði áunnið sér.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Hjördís Hákonardóttir. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. apríl 2006. Hann krefst þess aðallega að verða sýknaður af öllum kröfum stefnda, en til vara að þær verði lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Lög nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru, samkvæmt athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga, meðal annars sett í því skyni að innleiða tilskipun nr. 2001/23/EB um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vernd launamanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða hluta fyrirtækja eða atvinnurekstrar, sbr. tilskipun nr. 77/187/EBE og tilskipun nr. 98/50/EB. Jafnframt kemur fram í athugasemdunum að meginmarkmið laganna hafi verið að setja ákvæði til að tryggja réttindi launamanna þegar nýir vinnuveitendur taki við starfsemi. Leiðbeiningar sem Evrópudómstóllinn telur að líta beri til við mat á því hvort fyrirtæki haldi einkennum sínum, eru ennfremur reifaðar í athugasemdunum. Vísað er til máls C-24/85 (Speijkers) um þessi meginviðmið og það að leggja beri heildstætt mat á þau og önnur atriði sem skipt geta máli. Er þetta nánar rakið í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt málsgögnum liggur fyrir að starfsfólki Jökuls ehf. á Raufarhöfn var tilkynnt í lok maímánaðar 2003, að fyrirhuguð væri gagnger endurskipulagning á starfsemi Jökuls ehf. Breyta ætti framleiðslunni þannig að unninn yrði léttsaltaður þorskur í stað lausfrystra flakabita og blokkarvinnslu. Af þessu leiddi að stöðugildum yrði fækkað úr rúmlega 50 í um 20. Nauðsynlegar breytingar yrðu einnig gerðar á húsakynnum og vélakosti. Yrði stefnt að því að hin nýja starfsemi hæfist um haustið að loknum sumarleyfum. Þegar var hafist handa við framkvæmd þessara breytinga með uppsögnum starfsfólks. Vegna gagnrýni á hvernig staðið hafði verið að uppsögnum voru þær dregnar til baka. Starfsfólkinu var sagt upp að nýju og ákveðið, samkvæmt tilkynningu 16. júní 2003, að vinnslu úr tvífrystu hráefni yrði haldið áfram eftir sumarleyfi til loka september. Vinnsla á léttsöltuðum þorskafurðum skyldi hefjast „í húsnæði Jökuls í haust“. Um sumarið yfirtók áfrýjandi síðan verkefnið og verður ekki séð að framangreind áform hafi breyst við það að neinu verulegu leyti. Áfrýjandi leigði allar húseignir Jökuls ehf. sem notaðar höfðu verið við fiskvinnsluna og þau tæki sem nýta mátti. Jökull ehf. sá einnig um að fjármagna ýmsar nauðsynlegar breytingar á tækjakosti. Vinnslan hófst á svipuðum tíma og áætlað hafði verið, eða 1. október 2003 og skiptir í þessu samhengi ekki máli þó að leigusamningur aðila væri ekki formlega undirritaður fyrr en 15. desember sama ár. Þriðjungur starfsmanna var endurráðinn eins og til hafði staðið. Samkvæmt samningi lét Jökull ehf. áfrýjanda í té hráefni til vinnslu, en ágreiningur er um hvort það gekk eftir. Framleiðslan var ekki eðlisólík þeirri sem stunduð hafði verið, starfhæf efnahagsleg eining hafði verið til staðar sem með breytingum var nýtt áfram við hina nýju vinnslu. Áfrýjandi hafði hins vegar áður framleitt fyrir hefðbundna saltfiskmarkaði og má vænta þess að hann hafi getað nýtt þau viðskiptasambönd. Þegar allt framangreint er metið í ljósi leiðbeininga um skýringu á hugtakinu „aðilaskipti“ í 4. tölulið 2. gr. laga nr. 72/2002 og þær virtar með hliðsjón af því meginmarkmiði laganna að setja ákvæði um verndun launamanna við þær aðstæður þegar nýir vinnuveitendur taka við atvinnustarfsemi, en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms, þá er staðfest niðurstaða hans um að aðilaskipti í skilningi laganna hafi átt sér stað. Sannað er að forsvarsmaður áfrýjanda falaðist eftir vinnu stefnda um sumarið 2003 og að stefndi byrjaði að vinna hjá honum nokkru áður en vinnslan hófst á Raufarhöfn undir merkjum áfrýjanda. Honum var falið að koma af stað og stjórna framleiðsluferlinu þar. Samkvæmt þessu var eðlileg samfella á starfstíma að því stefnda varðar. Skiptir ekki máli hvaða fyrirkomulag var á greiðslum til stefnda fyrstu mánuðina og að hve miklu leyti hann vann þá einnig hjá Jökli ehf. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna verður héraðsdómur staðfestur. Áfrýjandi skal greiða stefna málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, G.P.G. Fiskverkun ehf., greiði stefnda, Gunnari Finnboga Jónassyni, 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Árna Kolbeinssonar Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi hafði stefndi um árabil starfað við fiskvinnslu hjá Jökli ehf. Raufarhöfn. Hafði hún falist í vinnslu lausfrystra flakabita og frosinnar blokkar fyrir Bandaríkjamarkað úr tvífrystu hráefni, svonefndum rússafiski. Vinnslan var rekin með tapi og ákvað Jökull ehf. því í maílok 2003 að hætta þessari vinnslu og segja upp öllu starfsfólki. Ágreiningur reis um hvort rétt hefði verið staðið að uppsögnunum og voru þær dregnar til baka en starfsfólki sagt upp að nýju í júní sama ár og komu þær uppsagnir til framkvæmda miðað við 1. júlí. Þegar uppsagnirnar voru tilkynntar var jafnframt greint frá áformum Jökuls ehf. um að endurskipuleggja framleiðsluna og hefja framleiðslu léttsaltaðra þorskafurða og endurráða hluta starfsfólks til þeirrar framleiðslu. Þessi áform komu ekki til framkvæmda. Þess í stað leigði Jökull ehf. áfrýjanda ótímabundið meginhluta þeirra fasteigna sem atvinnurekstrinum á Raufarhöfn tengdust ásamt vélakosti. Hóf áfrýjandi þar framleiðslu á léttsöltuðum flökum fyrir Spánarmarkað 1. október 2003 og réð um þriðjung þeirra starfsmanna, sem unnið höfðu hjá Jökli ehf., til þeirrar framleiðslu. Stefndi hóf strax störf hjá áfrýjanda, í upphafi samhliða störfum tengdum frágangi fyrir Jökul ehf., en frá ársbyrjun 2004 vann hann eingöngu fyrir áfrýjanda og þáði laun hjá honum. Áfrýjandi sagði stefnda upp 27. júlí 2004 með mánaðar fyrirvara. Kröfur stefnda í máli þessu taka mið af því að honum hafi borið sömu launakjör hjá áfrýjanda og hann naut hjá Jökli ehf. og að hann hafi átt þar sex mánaða uppsagnarfrest. Greinir aðila fyrst og fremst á um hvort ákvæði laga nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum eigi við um það þegar áfrýjandi hóf rekstur á Raufarhöfn í stað Jökuls ehf. og hvort réttarstaða stefnda ráðist því af ákvæðum þeirra laga. Samkvæmt 4. tölulið 2. gr. eru það aðilaskipti í merkingu laganna þegar aðilaskipti verða á efnahagslegri einingu sem heldur einkennum sínum, þ.e. skipulagðri heild verðmæta sem notuð verður í efnahagslegum tilgangi, hvort sem um er að ræða aðal- eða stoðstarfsemi. Með vísan til túlkunar Evrópudómstólsins á tilskipun þeirri, sem innleidd var með lögunum, þarf samkvæmt athugasemdum með frumvarpi til þeirra að líta til tiltekinna atriða við mat á því hvort aðilaskipti að fyrirtæki falli undir gildissvið laganna. Þar þarf að líta til þess um hvaða tegund fyrirtækis er að ræða. Þá skiptir máli hvort áþreifanleg verðmæti eru framseld, svo sem fasteignir eða lausafé og hvert sé verðmæti óhlutbundinna verðmæta þegar aðilaskipti fara fram. Jafnframt er litið til þess hvort meirihluti starfsmanna flyst til hins nýja vinnuveitanda og hvort framsalshafi heldur viðskiptamönnum framseljanda. Þá skiptir sá tími sem rekstur liggur niðri máli sem og að hve miklu leyti reksturinn er sambærilegur fyrir og eftir aðilaskiptin. Þessi atriði ber að meta heildstætt og að mínu mati með samanburði á starfseminni eins og hún var fyrir ætluð aðilaskipti við þá starfsemi sem rekin er eftir þau. Skiptir í þeim efnum ekki máli að ætlaður framseljandi rekstrarins hafi sjálfur haft uppi áform um að breyta rekstri sínum ef þau áform voru ekki komin til framkvæmda. Í því máli sem hér um ræðir liggur ekkert fyrir um að Jökull ehf. hafi sumarið 2003 hafist handa um að hrinda áformum um framleiðslu á léttsöltuðum flökum í framkvæmd. Ljóst er að áfrýjandi tók á leigu meginhluta fasteigna og vélbúnað þann sem notaður var í starfsemi Jökuls ehf. á Raufarhöfn. Ekki verður hins vegar talið að óhlutbundin verðmæti sem máli skipta og tengst kunna að hafa rekstri Jökuls ehf. hafi flust til áfrýjanda. Einnig er ljóst að viðskiptasambönd og viðskiptamannahópur Jökuls ehf. fluttist að engu leyti til áfrýjanda enda markaðssvæði afurðanna ólík, en áfrýjandi mun vera rótgróið saltfiskvinnslufyrirtæki með þekkingu á markaði fyrir saltaðar afurðir á Spáni. Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að um þriðjungur starfsmanna Jökuls ehf. var ráðinn til áfrýjanda. Starfsemi lá niðri í þrjá mánuði eftir að Jökull ehf. hætti vinnslu og þar til vinnsla hófst hjá áfrýjanda. Þá er ljóst að þótt fiskvinnsla hafi verið stunduð bæði af Jökli ehf. og áfrýjanda var þónokkur munur á eðli framleiðslunnar bæði með tilliti til vinnsluaðferða, framleiddra afurða, mannafla við vinnsluna og markhópa sem beina átti sölu afurðanna til. Þegar öll framangreind atriði eru metin heildstætt tel ég að umræddar breytingar á fiskvinnslurekstri á Raufarhöfn falli ekki undir gildissvið laganna. Fyrir liggur að stefndi lét í ljós óánægju með launakjör sín í febrúar 2004. Í framhaldi af því sömdu aðilar um að áfrýjandi myndi greiða stefnda, auk þeirra mánaðarlauna sem greidd höfðu verið fyrir janúar 2004, 50.000 krónur í bílastyrk á mánuði. Hefur stefndi ekki sýnt fram á að samningar hafi tekist milli aðila um greiðslu hærri launa honum til handa. Að öllu þessu virtu tel ég að sýkna beri áfrýjanda af kröfu stefnda. Í ljósi atvika málsins tel ég að hvor aðili eigi að bera sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 30. janúar 2006. Mál þetta, sem dómtekið var þann 6. desember s.l., hefur Gunnar Finnbogi Jónasson, kt. 060456-4379, Lindarholti 10, 675 Raufarhöfn, höfðað hér fyrir dómi á hendur G.P.G. fiskverkun ehf., kt. 711097-2609, Suðurgarði 640 Húsavík, með stefnu útgefinni 12. ágúst 2005. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verið dæmdur til að greiða stefnanda fjárhæð samtals kr. 3.471.410 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um grunn dráttarvaxta og vanefndaálags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 78.309 frá ½´04 til 1/3´04 “ “ 156.618 “ 1/3´04 “ 1/4´04 “ “ 234.927 “ 1/4´04 “ 1/5´04 “ “ 313.236 “ 1/5´04 “ 1/6´04 “ “ 391.545 “ 1/6´04 “ 1/7´04 “ “ 469.854 “ 1/7´04 “ 1/8´04 “ “ 548.163 “ 1/8´04 “ 1/9´04 “ “ 626.472 “ 1/9´04 “ 1/10´04 “ “ 1.120.781 “ 1/10´04 “ 1/11´04 “ “ 1.615.090 “ 1/11´04 “ 1/12´04 “ “ 2.109.399 “ 1/12´04 “ 1/1´05 “ “ 2.603.708 “ 1/1´05 “ 1/2´05 og “ “ 3.471.410 frá þeim degi til greiðsludags allt að frádregnum kr. 531.184 sem stefnandi fékk í laun og atvinnuleysisbætur á ofangreindu tímabili. Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt málskostnaðarreikningi auk virðisaukaskatts samkvæmt lögum nr. 50,1988 Stefndi krefst þess aðallega að vera sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu og að stefnda verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Til vara er þess krafist að stefnukrafan verði lækkuð verulega og stefnda verði dæmdur málskostnaður að skaðlausu. Mál þetta varðar túlkun á ákvæðum laga nr. 72, 2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, um rétt til launa og lengd uppsagnarfrests. I. Samkvæmt gögnum málsins hóf stefnandi að starfa við fiskvinnslu hjá Jökli ehf. á Raufarhöfn árið 1970, en fimm árum síðar, er hann hafði lokið réttindanámi í Fiskvinnsluskólanum var hann ráðinn einn af verkstjórum félagsins og frá árinu 1980 varð hann framleiðslustjóri, sbr. ráðningarsamning þar um, sem dagsettur er 16. maí 2000. Árið 1999 keypti Útgerðarfélag Akureyringa ehf. Jökul ehf. af Raufarhafnarhreppi. Fyrir liggur að þann 27. júní 2003 var öllum starfsmönnum Jökuls ehf., þ.á.m stefnanda sagt upp störfum, alls um 60 manns, með svonefndri hópuppsögn, og var tilefnið langvarandi taprekstur. Var stefnanda sagt upp með sex mánaða uppsagnarfresti í samræmi við þann uppsagnarfrest sem hann hafði áunnið sér samkvæmt áðurnefndum ráðningarsamningi. Nokkru áður hafði slík hópuppsögn farið fram, en hún dregin til baka vegna ætlaðra formgalla. Samkvæmt lýsingu stefnanda var í tilefni síðari uppsagnanna hinn 27. júní haldinn fundur með starfsfólkinu af hálfu fyrirsvarsmanna eiganda, Útgerðarfélags Akureyringa ehf., þ.á.m. Guðbrandi Sigurðssyni þáverandi framkvæmdastjóra. Á fundinum var greint frá því að vinnsluaðferðum hjá Jökli ehf. yrði breytt og að 20-25 starfsmenn yrðu endurráðnir, að þeir myndu halda öllum sínum réttindum, en að Útgerðarfélagið myndi annast vinnsluna. Samkvæmt lýsingu stefnda hætti Jökull ehf. allri fiskvinnslu á Raufarhöfn um mánaðamótin júní/júlí 2003, og fékk verkafólk greidd laun í uppsagnarfresti til loka septembermánaðar. Liggur fyrir að fyrirsvarsmönnum Útgerðarfélagsins var það ljóst að lokun vinnustaðarins var reiðarslag fyrir byggðina á Raufarhöfn og þeir því haft frumkvæði að viðræðum við stjórnendur stefnda, G.P.G. fiskverkun á Húsavík, um hvort að það félag gæti gert eitthvað með húsnæði Jökuls þannig að skapa mætti ný störf, en á greindum tíma átti Útgerðarfélagið 50% eignarhlut í stefnda. Í þessum viðræðum voru viðraðar hugmyndir um stofnun á fiskmóttöku með 1-2 starfsmönnum og allt til þess að stofna til rekstrar saltfiskvinnslu af minni gerðinni. Niðurstaðan hafi að lokum orðið sú að stefndi hafi afráðið að taka hluta af húsnæði Jökuls ehf. á leigu í eitt ár til reynslu, frá 1. október 2003 til 1. október 2004 með það að markmiði að setja á fót útibú, þ.e. tilraunavinnslu á léttsöltuðum pækilflökum. Vegna þessa hafi stefndi og Verkalýðsfélag Raufarhafnar í septembermánuði 2003 gert samning sín í milli um kjör þess verkafólks er hefja myndi störf í útibúinu hinn 1. október 2003, sbr. dskj. nr. 6. Ágreiningslaust er að í júlímánuði 2003 ræddi framkvæmdastjóri stefnda, Gunnlaugur Karl Hreinsson, við stefnanda og tjáði honum frá áformum félagsins og innti hann jafnframt eftir því hvort hann væri reiðubúinn að sjá um vinnsluna fyrir stefnda. Liggur fyrir að stefnanda samþykkti málaleitan framkvæmdastjórans og unnu þeir í framhaldi af því í ágúst- og septembermánuði að skipulagningu starfseminnar og kynntu hana m.a. á fundi með u.þ.b. 20 verðandi starfsmönnum. Hófst vinnsla stefnda í húsnæði Jökuls ehf. á Raufarhöfn þann 1. október 2003, en formlegur leigusamningur þar um var undirriðaður 15. desember sama ár. Stefnandi heldur því fram að á greindu undirbúningstímabili hafi launakjör hans komið til tals og hann þá látið í ljós þá skoðun að hann myndi ekki sætta sig við lægri laun en hann hefði áður haft hjá Jökli ehf., en ágreiningslaust er að hann starfaði og var á launaskrá hjá félaginu til ársloka 2003. Er ágreiningur með aðilum að þessu leyti. Heldur stefndi því fram að stefnandi hafi verið ráðinn á töluvert lægri launum heldur en hann hafði samkvæmt ráðningarsamningi sem framleiðslustjóri hjá Jökuls ehf., þ.e. kr. 494.309, en fyrir liggur að hinn 1. febrúar fékk hann útborguð laun fyrir janúarmánuð kr. 416.000. Heldur stefnandi því fram að greind launakjör hafi verið einhliða ákvörðuð af framkvæmdastjóra stefnda, er hafi verið í ósamræmi við viðræður þeirra um kjörin fyrr um sumarið. Hafi hann verið ósáttur vegna þessa og minnt framkvæmdastjórann á fyrri viðræður þeirra og hafi þá orðið að niðurstöðu að stefndi myndi greiða auk greindra launa kr. 50.000 í bílastyrk á mánuði, sem þó hafi ekki verið staðið við fyrr en í apríl 2004 fyrir fyrstu fjóra mánuðina. Samkvæmt gögnum lokaði stefndi fiskvinnslu sinni á Raufarhöfn vegna sumarleyfa frá 23. júlí til 15. ágúst 2004, en þann 27. júní barst stefnanda í hendur uppsagnarbréf frá stefnda, sem dagsett er 27. júlí 2004. Að sögn stefnda var ástæða uppsagnarinnar m.a. framkomnar upplýsingar frá samstarfsfólki um stjórnun stefnanda á fyrirtækinu. Samkvæmt bréfinu var uppsagnarfrestur stefnanda einn mánuður frá 31. júlí 2004. Fékk hann í samræmi við það laun fyrir ágústmánuði 2004, en auk þess desemberuppbót. Fyrir liggur í málinu að eftir starfslok stefnanda voru nokkur bréfaskipti með málsaðilum, en stefnandi hafði m.a. leitað eftir aðstoðar Verkstjórasambands Íslands. Ritaði Verkstjórasambandið bréf til stefnda hinn 6. september 2004 og krafðist fimm mánaða lengri uppsagnarfrests til handa stefnanda en kveðið var á í greindu uppsagnarbréfi, með vísan til þess að um aðilaskipti að fyrirtæki hefði verið að ræða samkvæmt lögum nr. 72, 2002. Þá var í bréfi Verkstjórasambandsins dagsettu 12. janúar 2005 að auki vísað til þess að stefnanda hefði verið lofað óbreyttum starfskjörum af hálfu framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa ehf. og stefnda. Þá liggur fyrir að lögmaður stefnanda krafði stefnda í bréfi hinn 31. maí 2005 um leiðréttingu launa á starfstíma hans, en einnig fimm mánaða aukinn uppsagnarfrest. Nefndum kröfum andmæltu lögmenn stefnda með bréfum dagsettum 12. október 2004, 24. apríl 2005 og 9. júní 2005. II. Málsástæður og lagarök. Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því að með yfirtöku stefnda á starfsemi Jökuls ehf. á Raufarhöfn hafi stefndi tekist á hendur skyldur gagnvart starfsmönnum þess á grundvelli laga nr. 72, 2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Þá hafi stefnda verið óheimilt að breyta einhliða og fyrirvaralaust launkjörum stefnanda þann 1. janúar 2004, og borið að virða kjarasamningsbundinn og áunnin uppsagnarfrest hans. Af hálfu stefnanda er að þessu leyti vísað til 4. tl. 2. gr. greindra laga, þar sem segir: „Aðilaskipti eru aðilaskipti á efnahagslegri einingu sem heldur einkennum sínum, þ.e. skipulagðri heild verðmæta sem notuð verður í efnahagslegum tilgangi, hvort sem um er að ræða aðal- eða stoðstarfsemi.“ Af hálfu stefnanda er þessu til stuðnings vísað til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 275/2004 og athugasemda er fylgdu frumvarpi að lögum nr. 72, 2002, þar sem kveðið sé á um skýringu á aðilaskiptum í skilningi tilskipunar nr. 201/23/EB og ennfremur til túlkunar Dómstóls Evrópubandalagslaganna á 1. mgr. 1. gr. tilskipunar í máli C-24/85. Hafi dómstóllinn talið að um aðilaskipti væri að ræða í skilningi tilskipunarinnar héldi fyrirtæki einkennum sínum, en við mat á því ætti að áliti dómstólsins m.a. að líta til þess um hvers konar fyrirtæki væri um að ræða, hvort að áþreifanleg verðmæti væru seld og hvert væri verð óhlutbundinna verðmæta. Þá ætti að líta til þess hvort meirihluti starfsmanna flyttist til hins nýja fyrirtækis, hvort framsalshafi héldi viðskiptavinum framseljanda og hversu langur tími liði þar til starfsemi nýja fyrirtækisins gæti hafist. Meta ætti öll greind atriði heildstætt. Með vísan til ofangreinds telur stefnandi það ljóst að stefndi sé bundinn af ákvæðum laga nr. 72, 2002. Stefndi hafi leigt efnahagslega einingu af Jökli ehf. og hafi einingin haldið einkennum sínum. Um væri að ræða skipulega heild verðmæta er hafi verið notuð í efnahagslegum tilgangi. Starfsemi beggja fyrirtækjanna hafi beinst að fiskverkun, öll áþreifanleg verðmæti Jökuls ehf. hafi verið leigð til stefnda. Loks hafi stór hluti starfsmanna Jökuls ehf. haldið störfum áfram hjá stefnda. Auk ofannefndra atriða byggir stefnandi á því að alltaf hafi verið talað um það í öllum aðdraganda yfirtöku stefnda á starfsemi Jökuls ehf. á Raufarhöfn að starfsmenn er hæfu störf hjá stefnda héldu öllum réttindum sínum, eins og þau hefðu verið hjá Jökli ehf. Að sögn hefði þetta gengið eftir, og veikindaréttur einstakra starfsmanna því tekið mið af áunnum réttinum með hliðsjón af störfum þeirra hjá Jökli ehf. Stefnandi sundurliðar endanlega dómkröfu sína með eftirfarandi hætti: Það sem á vantar á laun vegna janúar 2004 til ágúst 2004 494.309 - 416.000 = 78.309 x 8 kr. 626.472 Laun vegna september 2004 til janúar 2005 494.309 x 5 = kr. 2.471.545 12,07% orlof af kr. 3.098.017 kr. 373.393 kr. 3.471.410 Um frádrátt á stefnukröfum vísar stefnandi til framlagðrar útskriftar úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra, en þar komi fram að stefnandi hafi fengið greiðslur frá Úthlutunarnefnd Norðurlands eystra í október 2004 kr. 123.864, í nóvember 57.510, desember kr. 137.136 og í janúar 2005 kr. 31.897, eða samtals í atvinnuleysisbætur kr. 350.047. Þá hafi stefnandi fengið laun frá Fiskmarkaði Þórshafnar í nóvember 2004 kr. 175.777 og frá Raufarhafnarhreppi kr. 5.000 eða kr. 180.777. Samtals hafi því greiðslur til stefnanda á þessu tímabili verið kr. 531.184 er dragist frá dómkröfunni í samræmi við dómaframkvæmd. Um lagarök vísar stefnandi til reglna samningaréttarins um skuldbindingagildi samninga og vinnuréttarins um að virða beri kjarasamninga. Gildandi kjarasamningur sé kjarasamningur Verkstjórasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 27. maí 2004 og gildi til 31. desember 2007. Ákvæði um uppsagnarfrest sé að finna í grein 10.1. Um orlof vísar stefnandi til orlofslaga nr. 30, 1987, en stefnandi hafi áunnið sér orlofsrétt í 29 daga samkvæmt grein 2.1. í kjarasamningi aðila. Varðandi kröfu um dráttarvexti er krafist dráttarvaxta frá gjalddaga launa og til greiðsludags, sbr. 5. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu. Byggir stefnandi á ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um grunn dráttarvaxta og vanefndaálags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laganna. Orlof beri að greiða upp að fullu í lok uppsagnarfrests. Málskostnaðarkrafa stefnanda byggir á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91, 1991, en um varnarþing til 33. gr. sömu laga. Krafa um virðisaukaskatt á málskostnað byggir stefnandi á lögum um virðisaukaskatt nr. 50, 1988. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að engin aðilaskipti að fyrirtæki eða á hluti að fyrirtæki í skilningi laga nr. 72, 2002 um réttarstöðu starfsmanna hjá fyrirtækjum hafi átt sér stað. Lögin gildi um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtæki eða hluta fyrirtækis til annars vinnuveitanda á grundvelli framsals eða samruna. Ekkert framsal á „fyrirtæki“, þ.e. rekstri Jökuls ehf. hafi átt sér stað. Það fyrirtæki hafi ekki verið framselt neinum aðila heldur hafi það hætt starfsemi. Þess vegna hafi öllum starfsmönnum Jökuls verið sagt upp sumarið 2003 og hafi sú uppsögn verið lögmæt. Af hálfu stefnda er á því byggt að engin rekstrareining Jökuls ehf., þ.e. starfhæf efnahagsleg eining, sem hafi haldið einkennum sínum, hafi verið framseld, keypt eða leigð af stefnda á grundvelli löggernings. Engin samruni hafi heldur átt sér stað. Hafi slíkt verið ætlan eiganda Jökuls hefði hópuppsögn allra starfsamanna Jökuls verið ólögmæt, sbr. ákvæði í 4. gr. laganna um vernd gegn uppsögnum. Lögmæti greindra uppsagna Jökuls hafi og aldrei verið dregið í efa. Á því sé heldur ekki byggt í stefnu að uppsagnir Jökuls hafi verið lögmætur. Af hálfu stefnda er á því byggt að stefndi hafi eingöngu tekið hluta af húsnæði Jökuls ehf. á leigu samkvæmt leigusamningi frá 15. desember 2004. Sé sú fullyrðing og frásögn stefnanda í stefnu, að stefnda hafi tekið á leigu rekstur Jökuls ehf. alröng og eigi því tilvísun til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 275/2004 ekki við. Af hálfu stefnda er því haldið fram að er stefndi hóf nýjan og sjálfstæðan rekstur hinn 1. október 2003 í húsnæði Jökuls ehf. hafi verið um nýja starfsemi og rekstur að ræða, þ.e. tilraunavinnsla á nýrri afurð. Hafi stefndi lagt fram ný tæki og rekstrarfé og þekkingu til þessarar nýju starfsemi og þar sem ekkert framsal á rekstri Jökuls ehf. hafi átt sér stað hafi þurft að segja öllum starfsmönnum Jökuls ehf. upp störfum. Ástæða hópuppsagnar sumarið 2003 hafi og orðið sú að enginn rekstur Jökuls ehf. hafi verið framseldur til annars aðila. Rekstri Jökuls ehf. hafi verið hætt en hann hafi falist í hefðbundinni frystingu og botnfiskvinnslu. Sá rekstur hafi því ekki verið yfirtekinn af neinum rekstraraðila heldur hafi Jökull ehf. hætt freðfiskvinnslu í júlí 2003 vegna langvarandi tapreksturs. Til þess er vísað af hálfu stefnda að þar sem hann hafi ekki tekið yfir neinn atvinnurekstur hafi hann og Verkalýðsfélag Raufarhafnar þurft að semja sérstaklega á ný um lægri launakjör fyrir þá starfsmenn er ráðnir voru til hinnar nýju tilraunastarfsemi stefnda á pækilsöltuðum flökum frá 1. október 2003. Stefnandi, einn fyrrum starfsmanna Jökuls ehf., krefjist hins vegar óbreyttra launa eftir að uppsagnarfresti hans lauk hjá Jökli ehf. á grundvelli meintra aðilaskipta á fyrirtækinu. Vísar stefndi til þess að það eitt að „fiskverkun“ hafi verið endurreist í hluta af fyrrum húsakynnum Jökuls ehf. af stefnda, að hluta til með sama starfsfólki, teljist það ekki vera „aðilaskipti að fyrirtæki“ í skilningi laga nr. 72, 2002. Bendir stefndi á að framsal á rekstrarhæfri einingu þurfi að eiga sér stað er haldi einkennum sínum og sérkennum, skipulagi, starfsaðferðum og rekstrarfjármunum, sbr. ummæli EFTA dómstólsins í ASKS málinu, E-3/96, 21., en þar hafi dómurinn sérstaklega vísað til dóms Evrópudómstólsins í svonefndu Süzen máli. Í þessu sambandi vísar stefndi einnig til dóma Hæstaréttar í málum nr. 435/2002 og nr. 344/2004, sbr. og 2. gr. laga nr. 72, 2002. Af hálfu stefnda er framangreindum málatilbúnaði stefnanda svo og tilvísun til laga nr. 72, 2002 andmælt af þeirri ástæðu að stefnandi hafi fyrst hafið störf hjá stefnda hinn 1. janúar 2004. Gildi nefnd lög um réttarstöðu starfsmanna sem séu í starfi við yfirtöku og flytjist yfir til nýs eiganda/framsalshafa, sbr. ákvæði 1. mgr. 3. gr. laganna. Þá sé ljóst að rekstur stefnda í leiguhúsnæði á Raufarhöfn hafi hafist þann 1. október 2003. Hafi því réttarstaða stefnanda er hafi hafið störf hjá stefnda þann 1. janúar 2004 verið sú sama og allra nýrra starfsmanna sem ráðnir voru til starfa hjá stefnda. Sé því augljóst að stefnandi hafi einfaldlega ráðið sig til nýs fyrirtækis og nýrra starfa hjá útibúi stefnda á Raufarhöfn frá ársbyrjun 2004 eftir sex mánaða uppsagnarfrest og störf hjá Jökli ehf. Stefnandi hafi og verið ráðinn til starfans á mun lægri launakjörum en hann hafði áður. Hafi föst laun stefnda þannig verið 416.000 kr. á mánuði eða 78.000 lægri en þau höfðu verið hjá Jökli ehf., sbr. framlagða launaseðla á dskj. nr. 4 og 21. Hafi stefnanda fyllilega verið ljóst, líkt og öllum öðrum starfsmönnum stefnda á Raufarhöfn, að hann var ráðinn til nýrra starfa með breyttum starfskjörum í mun minna fyrirtæki en áður hafði þar starfað. Vegna þessa hafi stefnandi heldur engar athugasemdir gert við stefnda þegar hann samdi um laun sín, enda verið ljóst að um tilraunavinnslu væri að ræða. Fullyrðingar stefnanda á síðari stigum málsins, löngu eftir uppsögn hjá stefnda, um að hann hafi verið „svikinn“ um greiðslur launa á starfstíma sínum hjá stefnda séu því misvísandi og rangar og með öllu ósannaðar. Þá standist ekki sú skýring stefnanda að honum hafi verið bætt hin meintu svik með greiðslu bifreiðastyrks. Hafi stefnandi fengið greiddan útlagðan aksturskostnað í samræmi við ætlaðan raunverulegan akstur í þágu stefnda. Af hálfu stefnda er á því byggt að stefnandi hafi breytt kröfugerð sinn og málatilbúnaði frá upphafi málsins, þ.e. fyrsta kröfubréfi Verkstjórasambands Íslands. Krefjist stefnandi nú „leiðréttingar“ á umsömdum launum fyrir janúar til ágúst 2005. Hafi endanleg krafa stefnanda fyrst komið fram í bréfi lögmanns hans í lok maí 2005. Telur stefndi að tómlæti og aðgerðarleysi stefnanda í tæpt ár sýni glöggt að engin vanskil hafi verið á greiðslu launa á starfstíma hans hjá stefnda, heldur hafi launin verið umsamin og greidd réttilega, enda móttekin af stefnanda án nokkurra athugasemda. Af hálfu stefnda er þeirri fullyrðingu stefnanda í stefnu, að „alltaf hafi verið talað um það“ að starfsmenn er hætt hafi störfum hjá Jökli ehf. héldi „öllum réttindum“ andmælt sem ósönnuðum. Það sé heldur ekki rétt að einstakir starfsmenn stefnda hafi haldið slíkum réttindum svo sem veikindarétti, en um þau réttindi ólíkt réttindum til uppsagnar hafi verið samið um í kjarasamningi, sbr. kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands, grein 8.1.6., en einnig í kjarasamningi verkstjóra, sbr. greinar 1.8 og 5.1. Af hálfu stefnda er því andmælt að hann hafi brotið samninga eða gefið loforð til stefnanda. Stefnandi hafi ekki átt rétt á 6 mánaða uppsagnarfresti hjá stefnda, skv. kjarasamningi Verkstjórasambandsins, en þar sé miðað við uppsagnarfrest við 15 ára verkstjórastarf hjá sama vinnuveitanda. Það skilyrði hafi stefnandi ekki uppfyllt. Þá er öllum kröfum stefnanda um vexti og dráttarvexti samkvæmt lögum nr. 38, 2001 andmælt. Sýknu- og varakröfu sína styður stefndi m.a. við það að með öllu sé óljóst hvort stefnandi hafi orðið fyrir fjártjóni vegna uppsagnarinnar. Ekki sé ljóst hvort og þá hvaða tekjur stefnandi hafi haft á tímabilinu frá ágúst 2004 til febrúar 2005. Laun eða tekjur frá öðrum aðilum eða vegna vinnu í eigin þágu eigi samkvæmt dómvenju að koma til frádráttar kröfufjárhæðinni. Kröfu um málskostnað byggir stefndi á 130. og 131. gr. laga nr. 91, 1991 um meðferð einkamála. III. Við aðalmeðferð málsins gáfu aðilaskýrslur stefnandi, Gunnar Finnbogi Jónasson og fyrirsvarsmaður stefnda Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri. Þá gáfu vitnaskýrslur Guðbrandur Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Brims h.f. á Akureyri, Pálína Auðbjörg Valsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Raufarhafnar á árunum 2000-2004, og Heiðrún Helga Þórólfsdóttir, oddviti Raufarhafnarhrepps og fyrrverandi starfsmaður Jökuls ehf. og stefnda. IV. Fyrir liggur að er atvik máls þessa gerðust á árinu 2003 hafði Jökull ehf. á Raufarhöfn verið í eigu Útgerðarfélags Akureyringa ehf. um árabil. Var síðarnefnda félagið hluti af félaginu Brimi hf. sem aftur var dótturfélag Hf. Eimskipafélags Íslands. Þá var Útgerðarfélag Akureyringa ehf. helmingseigandi í stefnda G.P.G. fiskverkun ehf., en það félag hefur aðalstarfsstöð á Húsavík og hefur frá árinu 1997 rekið saltfiskvinnslu. Samkvæmt framlögðum gögnum hafði verið umtalsvert og viðvarandi tap á rekstri Jökuls ehf. á árunum 2002 og 2003. Mátti rekja hallareksturinn til þess að verð á afurðum félagsins hafði stöðugt lækkað m.a. vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar og lækkandi verðs á afurðum unnum úr tvífrystu hráefni. Liggur fyrir að vegna þessa gripu eigendur Jökuls ehf. til þess á vordögum 2003 að segja upp öllu starfsfólki sínu, en vegna formgalla voru uppsagnirnar dregnar til baka en síðan endurteknar með nýjum bréfum dagsettum 27. júní. Var miðað við að starfslok yrðu 1. júlí s.á. Á meðal þeirra er fengu uppsagnarbréf var stefnandi máls þessa en hann hafði um áraraðir verið verkstjóri og framleiðslustjóri hjá félaginu. Af hálfu stefnanda eru ekki hafðar upp athugasemdir um lögmæti uppsagnarinnar. Í tilkynningum sem Brim hf. sendi frá sér 28. maí og 16. júní 2003 vegna greindra aðgerða, og staðfestar voru af fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins vitninu Guðbrandi Sigurðssyni, segir m.a.: „Starfsemi Jökuls ehf. á Raufarhöfn verður tekin til gagngerrar endurskipulagningar frá og með 1. júlí n.k. Endurskipulagningin felur í sér að í stað lausfrystra flakabita og blokkarvinnslu verður megin áhersla lögð á framleiðslu léttsaltaðra þorskafurða. Þessar breytingar fela í sér að stöðugildum hjá Jökli mun fækka úr rúmlega 50 í um 20 stöðugildi. Unnið verður eftir núverandi skipulagi fram að sumarlokum, þ.e. til 1. júlí n.k. Þá verður ráðist í nauðsynlegar breytingar á húsakynnum og vélakosti en síðan er ætlunin að hefja starfsemina að nýju með breyttum áherslum á haustdögum. Gert er ráð fyrir því að velta Jökuls eftir breytingarnar verði svipuð og hún hefur verið. Ástæðan er sú að vinnsla léttsaltaðra þorskafurða er hraðvinnsla og gerir fyrirtækinu fremur kleift að ná arðsemi í vinnslunni en með núverandi vinnslufyrirkomulagi.“ Og í síðari tilkynningunni segir m.a.: „Verða endurráðnir rösklega 20 starfsmenn sem lengstan starfsaldur hafa hjá Jökli. Frá endurráðningum verður endanlega gengið að loknu sumarleyfisstoppi, sem hefst 30. júní og stendur til 10. ágúst. Vinnsla á afurðum úr tvífrystu hráefni verður framhaldið eftir sumarleyfi, en gert er ráð fyrir að henni ljúki í lok september. Við það er miðað að vinnsla á léttsöltuðum þorskafurðum hefjist síðan í húsnæði Jökuls í haust.“ Samkvæmt því sem fram er komið í málinu breyttust áform eiganda Jökuls ehf. sumarið 2003, þ.e. um áframhald á rekstri félagins. Liggur og fyrir að þá höfðu stjórnarmenn í stefnda, G.P.G. fiskverkunar ehf., þ.á.m. nefndur Guðbrandur Sigurðsson og framkvæmdastjóri stefnda og Gunnlaugur Karl tekið ákvörðun um að stefndi hæfi framleiðslu á léttsöltuðu þorskflökum á Raufarhöfn í stað Jökuls ehf. Verður ráðið að fljótlega hafi hafist undirbúningur vegna vinnslunnar í húsnæði Jökuls ehf., þ.á.m. með viðræðum við væntanlegt starfsfólk og gerð samkomulag við Verkalýðsfélag Raufarhafnar um launakjör. Er það dagsett er 25. september 2003, og er þar m.a kveðið á um fastan kaupauka (bónus) til einstakra starfsmanna á greidda vinnustund í stað hópbónus er áður hafði gilt hjá Jökli ehf.. Að öðru leyti er í samkomulaginu vísað til almenns kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Fyrir liggur að stefndi hóf atvinnustarfsemi sína í húsnæði Jökuls ehf. þann 1. október 2003, en til grundvallar lá leigusamningur á eigum þess síðarnefnda. Í leigusamningnum er tekið fram að stefndi greiði ekki leigu fyrir tímabilið frá 1. október til 31. desember 2003 og mun ástæða þess hafa verið sú leigusalinn Jökull ehf. tókst ekki að fjarlægja allar afurðir sínar úr húsnæðinu á tilsettum tíma. Vegna þessa dróst einnig gerð og undirritun formlegs leigusamnings. Var hann að lokum undirritaður þann 15. desember 2003 af fyrirsvarsmönnum Jökuls ehf. og stefnda, en einnig af fyrirsvarsmönnum Útgerðarfélags Akureyringa ehf. Í 1. gr. leigusamningsins er kveðið á um að stefndi leigi tvö frystihús, hið nýja og hið gamla, en einnig svonefnt Hafsilfurshús, að undanskyldri bogaskemmu, en upplýst er að þar geymdi Útgerðarfélag Akureyringa ehf. veiðarfæri fyrir uppsjávarfisk. Auk þessa voru í samningnum undanskilin tvö einbýlishús. Þá tók stefndi á leigu allar vélar og tæki sem í húsunum voru, en þar um er vísað til sérstaks lista. Í 4. gr. er tiltekið að leigutíminn hefjist 1. október 2003, að samningurinn sé uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara og að leigan skuli fyrst greiðast 1. janúar 2003. Heimild til að endurskoða leigugjaldið er tiltekin 1. janúar 2005. Þá segir í 6. gr. samningsins: „Leigusali mun kosta breytingar og endurbætur á húsnæði fyrir allt að 25 milljónir vegna viðhalds (10 milljónir) og (15 milljónir) vegna starfsemi sem G.P.G. hefur með höndum. G.P.G. greiðir 9.357.210 plús vsk. vegna þeirra framkvæmda sem ÚA hefur kostað, sbr. fylgiskjal 3.“, og í 7. gr. segir ennfremur: „Þær afurðabirgðir sem eru í frystiklefa á Raufarhöfn eru eign leigusala. Leigusali hefur 3 mánuði til þess að taka þessar byrgðir og ber engan kostnað vegna geymslu þeirra á Raufarhöfn. Hráefni sem til er í klefa félagsins hinn fyrsta október, kaupir leigutaki á kostnaðarverði af leigusala. Þá kaupir G.P.G. afurðarbirgðir fyrir kr. 652.674. Útgerðarfélag Akureyringa hf. leggur til a.m.k. 300 tonn af þorski inn í vinnsluna á Raufarhöfn fyrsta rekstrarárið.“ Samkvæmt vætti Guðbrands Sigurðssonar gerði stefndi þá kröfu við samningsgerðina að hið leigða atvinnuhúsnæði væri þannig tækjum búið að unnt væri að hefja vinnslu á léttsöltuðum fiskflökum, en vegna þessa skilyrðis kvað vitnið Jökul ehf. hafa keypt nýtt frystitæki og síðan leigt það með þeim tækjum sem fyrir voru í vinnslunni. Er þetta í samræmi við skýrslu framkvæmdastjóra stefnda, Gunnlaugs Karls, fyrir dómi, en hann kvaðst að auki hafa gert þá kröfu að vinnslan væri „úttekin af Fiskistofu“. Samkvæmt frásögn framkvæmdastjóranna fylgdu engir viðskiptasamningar nefndum leigumála. Í málinu er ekki ágreiningur um að eftir að stefndi hafði afráðið að hefja fiskvinnslu á Raufarhöfn sumarið 2003 hafi framkvæmdastjóri stefnda átt viðræður við stefnanda og innt hann eftir því hvort að „hann væri tilbúinn að leiða þessa vinnslu“. Liggur fyrir að stefnandi féllst á þá málaleitan og hóf hann störf hjá stefnda eftir sumarleyfi hinn 1. ágúst, samhliða starfi sínu hjá Jökli ehf. Samkvæmt frásögn stefnanda þekkti hann vel til vinnslu á léttsöltuðum þorskflökum, þar sem sú afurð hafði verið framleidd í fiskvinnslu Jökuls ehf. á árunum 1995 og 1996. Óumdeilt er að stefnandi vann í fyrstu við undirbúningsstörf og átti m.a. fundahöld ásamt framkvæmdstjórna stefnda með væntanlegu starfsfólki, en tók síðan við sem framleiðslustjóri er eiginleg vinnsla hófst hinn 1. október 2003. Upplýst er að þrátt fyrir framangreint starf stefnanda fyrir stefnda fékk hann áfram greidd laun frá Jökli ehf. í samræmi við áunninn uppsagnarrétt, allt til 31. desember 2003. Í aðilaskýrslu kvaðst stefnandi ekki hafa gert athugasemd við þetta fyrirkomulag, enda litið svo á að nefnd félög, stefndi og Jökull ehf., væru samtvinnuð eignalega í gegnum Útgerðarfélag Akureyringa ehf. Með þeim hafi og verið „heilmikil tengsl“ og hafi stefndi m.a. í fyrstu, sbr. ákvæði leigusamnings, fengið ferskan þorsk til vinnslu frá Útgerðarfélaginu, en einnig unnið tvífrystan fisk. Fyrir liggur að ekki var gerður sérstakur ráðningarsamningur milli stefnanda og stefnda, og er ágreiningur um hvaða launakjör var samið þeirra í milli. Bar stefndi að í viðræðum hans við framkvæmdastjóra stefnda, Gunnlaug Karl, haustið 2003 hafi verið fastmælum bundið að hann hefði sömu laun og hann hefði áður haft hjá Jökli ehf., kr. 494.000 á mánuði. Stefndi heldur því á hinn bóginn fram að hann hafi strax tilkynnt stefnanda að slík laun væru alltof há og þau auk þess ekki í samræmi við launastefnu stefnda. Þá hafi það verið ein af forsendum fyrir hinum nýja rekstri í útibúinu á Raufarhöfn að stefndi kæmi „að hreinu borði“ gagnvart því starfsfólki er þar kæmi til starfa. Hafi stefnanda því við fyrstu útborgun, þann 1. febrúar 2004, verið greidd laun að fjárhæð kr. 416.000. Eru aðilar sammála um að launakjör stefnanda hafi í kjölfarið komið til tals vegna óánægju stefnanda. Bar stefnandi að samkomulag hafi orðið um að laun hans yrðu leiðrétt á þann hátt að hann fengi tilbúinn akstursstyrk að fjárhæð kr. 50.000 á mánuði. Vísaði hann að því leyti til framlagðra og áritaðra akstursreikninga á dskj. nr. 20, og staðhæfði að raunakstur hans fyrir stefnda hefði í heild aðeins verið um 300 kílómetrar og því allt um fram það verið umrædd leiðrétting. Var það ætlan stefnanda að nefndar greiðslur auk launagreiðslna hefðu því sem næst verið sambærileg við fyrri launakjör hans hjá Jökli ehf. Af hálfu framkvæmdastjóra stefnda er þessari lýsingu stefnanda andmælt. Bar hann að nefndar akstursskýrslur hafi að hans ætlan verið í samræmi við ekna kílómetra í þágu stefnda og stefnandi því fengið greitt í samræmi við það. Samkvæmt framansögðu er ágreiningur með aðilum um gildi og réttaráhrif áðurrakins leigusamnings stefnda, Jökuls ehf. og Útgerðarfélags Akureyringa ehf. og um rekstur stefnda í atvinnuhúsnæði Jökuls ehf. á Raufarhöfn. Reisir stefnandi kröfur sínar á því að aðilaskipti hafi orðið að rekstri í skilningi laga nr. 72, 2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Í lögum nr. 72, 2002 eru reglur sem svara til ákvæða tilskipunar nr. 2001/23/EB, um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vernd launamanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða hluta fyrirtækja eða atvinnurekstrar. Í 2. gr. laganna eru orðskýringar og í 4. tl. greinarinnar segir að með aðilaskiptum sé átt við aðilaskipti á efnahagslegri einingu sem heldur einkennum sínum, þ.e. skipulegri heild verðmæta sem notuð eru í efnahagslegum tilgangi, hvort sem um er að ræða aðal- eða stoðstarfsemi. Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi að lögum nr. 72, 2002 um skýringu á aðilaskiptum í skilningi fyrrgreindrar tilskipunar er vitnað til túlkunar Evrópudómstólsins á 1. mgr. 1. gr. tilskipunar nr. 77/187/EBE í máli c-24/85. Taldi dómstóllinn að um aðilaskipti væri að ræða ef fyrirtæki héldi einkennum sínum. Við mat á því átti að áliti dómstólsins m.a. að líta til þess um hvers konar fyrirtæki væri að ræða, hvort áþreifanleg verðmæti væru framseld og hvert væri verðgildi óhlutbundinna verðmæta. Þá skyldi líta til hvort meirihluti starfsmanna flyttist til hins nýja vinnuveitanda og hvort framsalshafi héldi viðskiptum framseljanda. Sá tími sem starfsemi liggur niðri og að hvað miklu leyti reksturinn er sambærilegur fyrir og eftir aðilaskiptin skyldi einnig hafa áhrif á þetta mat. Líta skyldi heildstætt á öll þessi atriði en ekki hvert og eitt sér. Í athugasemdum við frumvarpið var þess einnig getið að EFTA dómstóllinn hafi litið með hliðstæðum hætti á aðilaskiptin og lagt áherslu á það hvort að rekstri væri haldið áfram með sambærilegum hætti. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 72, 2002 gilda þau um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Í athugasemdum í frumvarpi að lögunum segir um 1. gr. m.a. að eðli aðilaskiptanna, þ.e. hvort þau verða t.d. fyrir sölu eða leigu á fyrirtæki, sé ekki aðalatriðið, heldur skipti megin máli að nýr vinnuveitandi komi að rekstri fyrirtækisins í stað hins fyrri. Hafi þetta verið staðfest í dómum Evrópudómstólsins og EFTA dómstólsins þar sem fram hafi komið að eigendaskipti þurfi ekki að hafa farið fram til að um aðilaskipti sé að ræða heldur sé nægjanlegt að nýr aðili verði ábyrgur fyrir rekstri fyrirtækis og teljist því vinnuveitandi starfsfólksins. Samkvæmt því sem hér að framan hefur verið rakið var það álit eigenda Jökuls ehf., Útgerðarfélags Akureyringa ehf., árið 2003, að full þörf væri á efnahagslegum breytingum í rekstri félagsins og var því lýst yfir af þeirra hálfu að hætt yrði vinnslu afurða úr tvífrystu hráefni, en þess í stað skyldi lögð megin áhersla á framleiðslu léttsaltaðra þorskflaka. Kallaði þetta einnig á breytingar á starfsmannahaldi. Verður ráðið af gögnum, þ.á.m. fréttabréfum Brims hf., sem einnig er í samræmi við frásögn stefnanda, að undirbúningur vegna þessa hafi hafist fyrri hluta sumars. Það liggur hins vegar fyrir að fallið var frá þessum áformum síðar um sumarið er samningar tókust við stefnda um að hann tæki megin hluta atvinnuhúsnæðis og tækjabúnaðar Jökuls ehf. á leigu og setti á stofn vinnslu á nefndri afurð. Liggur fyrir að stefndi samdi að auki um það að Útgerðarfélag Akureyringa ehf. léti honum í té viðbótartækjabúnað og að minnsta kosti 300 tonn af þorski fyrsta rekstrarárið. Í þessu viðfangi er til þess að líta að náin eignatengsl voru með stefnda og Útgerðarfélaginu. Óumdeilt er að fyrirsvarsmaður stefnda leitaði eftir aðstoð stefnanda umrætt sumar, en hann naut þá áður áunnins 6 mánaða uppsagnarfrests hjá Jökli ehf. Varð stefnandi í framhaldi af því einn af forsvarsmönnum stefnda við allan undirbúning og síðar við vinnslu á hinum léttsöltuðu þorskflökum. Verður í þessu sambandi lögð til grundvallar sú frásögn stefnanda að hann hafi þekkt vel til vinnslu nefndra afurða vegna fyrri starfa hans hjá Jökli ehf. Að framangreindu virtu og þegar litið er heildstætt til þeirra áhersluatriða sem vísað er til í athugasemdum er fylgdu frumvarpi að lögum nr. 72, 2002, er það niðurstaða dómsins að með áðurröktum ráðstöfun og leigugerningi, sem er ótímabundin, hafi rekstur Jökuls ehf. verið færður til stefnda og að hann hafi síðan haldið áfram rekstrinum með sambærilegum hætti og áður hafði verið áætlað. Skiptir í því viðfangi ekki máli að áliti dómsins, að einstakir hlutar í starfsemi Jökuls ehf. hafi ekki fylgt með, svo sem viðskiptasambönd eða fyrri stöðugildi að öllu leyti. Er það því niðurstaða dómsins að með nefndum gerningi hafi orðið aðilaskipti að efnahagslegri einingu í skilningi laga nr. 72, 2002. Í 1. og 2. mgr. 3. gr. laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72, 2002 er kveðið á um að réttindi og skyldur framseljanda, samkvæmt ráðningarsamningi eða ráðningarsambandi sem fyrir hendi er á þeim degi sem aðilaskipti eiga sér stað á, skuli færast yfir til framsalshafa. Kveðið er á um það að framsalshafi skuli virða áfram launakjör og starfsskilyrði samkvæmt kjarasamningi með sömu skilyrðum og giltu fyrir framseljanda þar til kjarasamningi hafi verið sagt upp eða hann rennur út eða þar til annar kjarasamningur öðlast gildi eða kemur til framkvæmda. Er stefndi því bundinn af ákvæðum ráðningarsambands stefnanda við Jökul ehf. frá 16. maí 2000 svo og ákvæðum kjarasamnings milli Verkstjórasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, líkt og byggt er á í stefnu að því er varðar föst mánaðarlaun, 6 mánaða uppsagnarfrest og orlof, allt að frádregnum þeim launum og atvinnuleysisbótum, sem greind eru í stefnu, samtals að fjárhæð kr. 532.184, en við munnlegan málflutning var ekki ágreiningur um þann þátt málsins. Óumdeilt er að stefnandi lét í ljós óánægju sína með launakjör sín við stefnda í febrúar 2004. Hefur stefnandi staðhæft að í framhaldi af því hafi launakjör hans verið bætt í formi akstursstyrkja, að frátöldum 300 kílómetrum sem hann hafi í raun ekið fyrir stefnda. Samkvæmt framlagðri akstursdagbók stefnanda lagði hann fram reikninga á tímabilinu frá janúar til ágúst 2004 fyrir samtals 7.380 kílómetra akstri og nam heildargreiðsla til hans fyrir það kr. 417.026. Samkvæmt framansögðu er óumdeilt að stefnandi gerði strax athugasemdir við launagreiðslur stefnda. Þá liggur fyrir að verkalýðsfélag gerði ítrekaðar athugasemdir við launakjörin hans eftir að stefnanda hafði verið sagt upp starfi hjá stefnda. Loks krafðist lögmaður stefnanda leiðréttinar á kjörum hans með bréfi dagsettu 31. maí 2005. Verður í ljósi þessa ekki fallist á með stefnda að stefnandi hafi firrt sig rétti með tómlæti. En að ofangreindu virtu og með hliðsjón af varakröfu og málatilbúnaði stefnda og í ljósi yfirlýsinga stefnanda vegna þeirra akstursstyrkja sem hann þáði á nefndu tímabili ber að draga frá kröfum stefnanda tilsvarandi fjárhæð, kr. 400.076. Eftir framangreindum úrslitum þykir rétt að dæma stefnda til greiðslu málskostnaðar, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 450.000 og er þá virðisaukaskattur meðtalinn. Gætt var ákvæða 115. gr. laga nr. 91, 1991 áður en dómur var kveðinn upp í málinu. Dóm þennan kveður upp Ólafur Ólafsson, héraðsdómari. D Ó M S O R Ð : Stefnda, G.P.G. fiskverkun ehf., greiði stefnanda, Gunnari Finnboga Jónassyni, kr. 2.540.150, ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38, 2001 frá 30. júní 2005 til greiðsludags og kr. 450.000 í málskostnað.
|
Mál nr. 523/2016
|
Kærumál Kæra Frávísun frá Hæstarétti
|
Málinu var vísað frá Hæstarétti þar sem í kæru H var í engu vikið að þeim ástæðum sem hún var reist á, sbr. 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ViðarMár Matthíasson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 18. júlí 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærðurer úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júlí 2016, þar sem sóknaraðila var gertað eyða afritum af rafrænum gögnum sem talin eru upp í skjali sem skipaðurverjandi varnaraðila sendi sóknaraðila 10. maí 2016 og haldlögð voru viðhúsleit á skrifstofu varnaraðila 29. febrúar sama ár. Kæruheimild er í g. lið1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst þessað hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi.Varnaraðili krefst þess aðallega að málinuverði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verðistaðfestur. Í 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 er mæltfyrir um að í skriflegri kæru til Hæstaréttar eigi að greina hvaða úrskurður sékærður, kröfu um breytingu á honum og ástæður sem kæra er reist á. Í kærusóknaraðila er í engu vikið að þeim ástæðum sem kæran er reist á, heldur segiraðeins að um rök fyrir kröfu sinni vísi sóknaraðili til greinargerðar sem sendverði Hæstarétti. Samkvæmt þessu eru slíkir annmarkar á kærunni að vísa verðurmálinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15 júlí 2016Mál þetta hófst með því að dómnum barst bréffrá sóknaraðila 9. júní 2016. Málið var tekið til úrskurðar 1. júlí 2016 aðloknum munnlegum málflutningi. Sóknaraðili er X, [...], [...] Reykjavík, envarnaraðili er héraðssaksóknari, Skúlagötu 17, 101 Reykjavík.Sóknaraðili krefst þess að felld verði úrgildi synjun héraðssaksóknara 24. maí 2016 við því að eyða afritum af rafrænumgögnum sem talin eru upp í yfirlitsskjali sem skipaður verjandi sóknaraðilasendi héraðssaksóknara 10. maí 2016 og haldlögð voru við húsleit á skrifstofusóknaraðila 29. febrúar 2016, og að héraðssaksóknari verði skyldaður til aðeyða þessum gögnum. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðilaverði hafnað, og enn fremur að hafnað verði kröfu sóknaraðila um aðhéraðssaksóknari verði skyldaður til að eyða öllum afritum af nefndum gögnum. I.Héraðssaksóknari hefur til rannsóknar mál sem barstpeningaþvættisskrifstofu embættisins 24. febrúar 2016 á grundvelli 17. gr. lagaum aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006. Ætlaðbrot er talið varða við 155. gr., 248. og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sóknaraðili semstarfar sem héraðsdómslögmaður var skipaður verjandi eins þriggja grunaðra ímálinu 26. febrúar. Þegar hann mætti 29. febrúar til skýrslutöku hjá lögreglumeð skjólstæðingi sínum, var honum tilkynnt að hann væri sjálfur handtekinn oghefði réttarstöðu sakbornings í málinu. Í kjölfarið lagði varnaraðili fram beiðnir umhúsleitir á skrifstofu og heimili sóknaraðila og var fallist á þær meðúrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur sama dag í málunum nr. R-[...] ogR-[...]/2016. Engar sérstakar takmarkanir voru á húsleitarheimildunum, nema aðþær voru bundnar við muni og gögn sem kynnu að hafa sönnunargildi í því málisem til rannsóknar er. Gerð var haldlagningarskýrsla um það sem lagt var haldá. Sóknaraðili kveður engan óháðan eftirlitsmann hafa verið viðstaddanhúsleitina, en þó var viðstödd, að ósk sóknaraðila, [...] héraðsdómslögmaður.Bókað var í húsleitarskýrslu að lögmaðurinn og sóknaraðili hafi bæði veriðsamvinnufús og ekki gert athugasemdir við framkvæmd leitarinnar. Allar tölvur sóknaraðila voru speglaðar að öllu leytiog hald lagt á möppur. Að kvöldi 29. febrúar 2016, eftir að húsleitir höfðufarið fram, var tekin skýrsla af sóknaraðila. Að sögn, vegna trúnaðarskyldusinnar gagnvart skjólstæðingi sínum, öðrum sakborningi í málinu, tjáðisóknaraðili sig ekki um samskipti sín við hann. Var því tekin skýrsla af honumfyrir dómi daginn eftir, 1. mars 2016. Í kjölfar þess var sóknaraðili að kröfuvarnaraðila, hnepptur í gæsluvarðhald með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur samadag í málinu nr. R-[...]/2016, til 4. mars 2016. Sóknaraðila var sleppt úrhaldi 3. mars 2016. Sóknaraðili hefur lýst sig alfarið saklausan í málinuog telur kröfu um gæsluvarðhald yfir honum haldlausa með öllu og rökstuðningþar fyrir því að hann skuli sæta gæsluvarðhaldi í engu samræmi við gögn málsinsog framburð annarra sakborninga í málinu. II.Sóknaraðili kveðst telja húsleit þá sem fram fór áskrifstofu hans 29. febrúar sl., úrskurð þann sem lá henni til grundvallar, ogframkvæmd húsleitarinnar ekki standast 70. og 71. gr. stjórnarskrár, sbr. 6. og8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Fyrir liggi að leit á lögmannsstofunni m.a. ískjalasafni sóknaraðila og haldlagning þar á gögnum, hlutrænum sem rafrænum, teljistskerðing á þeim réttindum sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár,sbr. 1. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, um friðhelgi einkalífs,fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta. Þá verði ekki talið að skerðingin eigi sérnæga stoð í lögum og geti ekki talist hafa verið nauðsynleg ílýðræðisþjóðfélagi. Til stuðnings þessu vísar sóknaraðili á dómamannréttindadómstóls Evrópu í málum Niemietz gegn Þýskalandi 16. desember 1992,Sallinen o.fl. gegn Finnlandi, 27. september 2005 og Tamosius gegn Bretlandi19. september 2002.Sóknaraðili telur þannig í samræmi við sjónarmið úrþessum dómum, að úrskurðurinn hafi verið allt of víðtækur og hann hafi átt aðtakmarka. Einnig hafi þess ekki verið gætt að tryggja að ekki yrði brotið gegn trúnaði lögmannsgagnvart skjólstæðingum hans við leit á skrifstofu hans. Þá telur sóknaraðiliað skortur sé á reglum í íslenskum lögum um það hvernig standa skuli aðaðgerðum sem þessum til þess að varðveita trúnaðarupplýsingar um samskiptilögmanns og skjólstæðinga hans. Veikt og óljóst lagaákvæði þar að lútandi sé aðfinna í 2. málslið 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008. Þar sé hins vegar í enguvikið að því hvernig húsleit við þær aðstæður sem koma til skoðunar í ákvæðinuskuli fara fram og hvernig tryggja skuli réttindi lögmanns, sem er sakborningurí máli, og skjólstæðinga hans sem ekki eiga hlut að því máli, við þær aðstæður.Loks hafi það áhrif við matið ef lagt er hald á rafræn gögn í vörslumlögmannsins enda þótt gögnin hafi að geyma trúnaðarupplýsingar um skjólstæðingalögmannsins sem ekki tengjast rannsókn á neinn hátt. Þá var með framanröktu einnig brotið gegn 70. gr.stjórnarskrár, sbr. 6. gr. mannréttindasáttamála Evrópu, þar sem skertur hafiverið sá trúnaður sem sóknaraðila hafi verið sýndur sem sérfræðingi. Slíkt getihaft þær afleiðingar að erfiðara reynistað halda á viðhlítandi hátt uppi lögum og rétti og vernda þannig þau réttindisem tryggð eru í 70. gr. stjórnarskrár og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.Þá hafi aðgerðin haft í för með sér neikvæð áhrif á starfsheiður kæranda semlögmanns, og þjóns réttarríkisins, jafnt í augum viðskiptavina sem almennings. Sóknaraðili kveðst hafna viðbárum héraðssaksóknara ísynjun sinni 24. maí 2016 er lúti að því að meðhöndlun gagnanna í formieyðingar geti kallað á að sönnunargögn spillist og að gætt hafi verið meðalhófsmeð speglum tölvanna í stað haldlagningar. Þessi sjónarmið breyti í engulagalegum og stjórnarskrárvörðum kjarna málsins um að húsleitin sjálf,úrskurður um hana og framkvæmd hennar standist ekki. III.Varnaraðili kveðst fallast á að haldlagning séskerðing á þeim réttindum sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 71. gr.stjórnarskrárinnar sbr. 1. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgieinkalífs, fjölskyldu, heimilis og bréfaskrifta og að ákvæðin taki einnig tilvinnustaðar leitarþola. Varnaraðili bendi á að þar sem húsleitirnar fóru framá grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur geti þær ekki farið í bága við 71.gr. stjórnarskrárinnar. Jafnframt hafi framkvæmd þeirra verið í hvívetna vönduðog þess gætt að raska sem minnst starfsemi sóknaraðila. Þá hafi verið reynt aðhraða leit eins og kostur var, m.a. með speglun á tölvubúnaði. Varnaraðili kveður leitarheimildir hafa afmarkast viðleit á munum sem tengdust rannsókn málsins og gögn sem gæfu til kynna tengslsóknaraðila við aðra sakborninga málsins. Sóknaraðili hafi jafnframt veriðviðstaddur leitina ásamt lögmanni sem, við skýrslutöku eftir leit, var skipaðurverjandi hans.Varnaraðili bendir á að samkvæmt dómiHæstaréttar Íslands í málinu nr. 450/2002, verði ekki úrskurðað um lögmætihúsleitar sem þegar hefur farið fram enda sé gert ráð fyrir öðrum úrræðum tilað fá skorið úr um lögmæti húsleitar, eftir atvikum í sakamáli eða höfðuneinkamáls til heimtu skaðabóta. Varnaraðili kveðst telja að þegar metið séhvort ástæða sé til að haldlagning haldi eða ekki, verði horft til þeirraskilyrða er fram komi í 1. mgr. 68. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008,og í þessu máli verði einvörðungu litið til þess hvort hér sé fullnægt þvískilyrði að haldlögð gögn geti haft sönnunargildi í sakamáli. Varnaraðili telurekki hægt að útiloka að það eigi við um hin haldlögðu gögn en frekarirannsóknar sé þörf á því. Þar til slíkri rannsókn sé lokið sé hvorki unnt aðfullyrða né útiloka að gögnin hafi sönnunargildi í hugsanlegu sakamáli út afætluðum brotum í málinu. Varnaraðili telur að meðalhófs hafi veriðgætt, með því að í stað þess að framkvæma leit á staðnum, með tilheyrandiinnsiglun á skrifstofunni, hafi verið tekið afrit af tölvum sóknaraðila og þessþví gætt að valda sem minnstri röskun á starfsemi leitarþola. Spegilafrit semtekið hafi verið af tölvum sóknaraðila sé í ritvörðu formi sem feli í sér aðekki sé hægt að breyta því líkt og farið sé fram á með eyðingu einstakra skjalaog mappa. Sé því ekki unnt að eyða hluta hins speglaða afrits. Öll meðhöndlunþessara gagna í formi eyðingar geti kallað á að sönnunargögn spillist eða aðtalið verði að átt hafi verið við þau. IV.Heimildrannsakenda til að leggja hald á muni er að finna í 68. gr. laga um meðferðsakamála, nr. 88/2008 þar sem segir að leggja skuli hald á muni, þar á meðalskjöl, ef ætla megi að þeir, ellegar hlutir eða upplýsingar sem þeir hafa aðgeyma, hafi sönnunargildi í sakamáli, að þeirra hafi verið aflað á refsiverðanhátt eða að þeir kunni að vera gerðir upptækir. Samkvæmt 1. mgr. 69. gr. erlögreglu heimilt að leggja hald á muni án dómsúrskurðar nema ákvæði 2. mgr.greinarinnar eigi við. Í 72. gr. laganna segir að aflétta skuli haldi þegarþess sé ekki lengur þörf og í síðasta lagi þegar máli er endanlega lokið nemaákvæði a- til c-liðar 1. mgr. greinarinnar eigi við.Samkvæmt 3.mgr. 69. gr., sbr. 2. mgr. 102. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008,getur eigandi eða vörsluhafi munar, sem lögregla hefur lagt hald á, boriðlögmæti haldlagningar undir dómara. Ekki verður fallist á það að niðurstaðaHæstaréttar í málinu nr. 450/2002 girði fyrir að sóknaraðili geri þá kröfu semhann gerir í máli þessu, sem er í eðli sínu krafa um að haldi verði aflétt,eins og varnaraðili raunar túlkar kröfugerðina, sem hann og hefur ekki gertathugasemdir við. Þegar dómstólar hafa fjallað um sambærilegmál er jafnan áréttað, ef um slíkt ræðir, að dráttur á rannsókn máls,sérstaklega ef hann er umtalsverður, brjóti gegn réttindum þess er fyrirverður, sem varin eru af 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr.mannréttindasáttmála Evrópu, samanber lög nr. 62/1994. Einnig má draga þáályktun að slíkur dráttur geti leitt til þess að haldi verði aflétt, burtséðfrá því hvort haldlögð gögn eða munir, geti hugsanlega haft sönnunargildi ímáli því sem til rannsóknar er, ef rannsókn er ekki lokið. Því verður litið svoá að brot á málshraðareglu geti leitt eitt og sér til þess að aflétta berihaldi, sbr. sjónarmið í dómum Hæstaréttar í málunum nr. 682, 683 og 685/2011.Það eru því ekki einhlít rök að það að rannsókn sé ekki lokið komi í veg fyrirað haldi sé aflétt, eins og varnaraðili virðist byggja á. Hitt er einniggrundvallaratriði að á rannsakanda hvílir sú skylda að hann verður að gera þaðsennilegt að haldlagning hafi verið nauðsynleg hvort sem það er í tiltekinntíma eða í öndverðu, samanber ákvæði 72. gr. laga nr. 88/2008 um að það beri aðaflétta haldi þegar þess er ekki lengur þörf, enda sé hér um að ræða íþyngjandiþvingunarúrræði sem skerða alla jafna mjög réttindi þess er fyrir verður. Varnaraðili fullyrðir að leitarheimildirnar hafi afmarkast við leit afmunum sem tengdust málinu og hafi leitin beinst að því að haldleggja gögn semgætu veitt upplýsingar um samskipti sóknaraðila við aðra sakborninga. Þaðbreytir því ekki að dómsúrskurðir þeir sem til grundvallar lágu voru afar víðtækirlíkt og tíðkanlegt er, burtséð frá réttmæti þess í hverju tilviki, og fólu ísér að engin þau gögn sem sóknaraðili hafði í sínum vörslum voru undanþegin ogengar hirslur, læstar eða ólæstar, sem sóknaraðili hafði yfir að ráða á heimilisínu og skrifstofu voru undanþegnar leit. Jafnframt beindist a.m.k. önnurheimildin, án nokkurs vafa, að persónulegum upplýsingum um skjólstæðingasóknaraðila. Sóknaraðili hefur lagt fram lista yfir þaugögn, sem afrituð voru úr tölvum hans, og sem hann krefst að verði eytt. Um erað ræða alls 2058 möppur auk skjala sem undir þeim eru vistuð. Þar kennirýmissa grasa eins og gefur að skilja. Svo dæmi séu tekin, bera möppurnar heitieins og, einelti á vinnustað, kannabisræktun, forræðismál, hótanir, Stígamót,og gjarnan eru síðan nöfn viðkomandi skjólstæðinga tilgreind við heitið, efmappan ber ekki sjálf nafn viðkomandi skjólstæðings. Við lauslega yfirferð áþessum listum verður í fljótu bragði ekki séð að neitt þeirra geti skírskotaðtil þess sakarefnis sem til rannsóknar er hjá varnaraðila og varð tilefnihaldlagningar þessara gagna. Dómurinn lítur svo á, sbr. framangreint, aðsönnunarbyrði hvíli á varnaraðila fyrir því að gera það a.m.k. sennilegt aðhaldlögð gögn geti haft sönnunargildi í málinu. Þá byrði hefur hann ekki axlaðí málinu heldur virðist einungis byggt á því að tengsl sóknaraðila við einnsakborninga í málinu, réttlæti þær viðurhlutamiklu aðgerðir sem varnaraðiliréðst í gagnvart sóknaraðila. Varnaraðili hefur aukinheldur ekki gert aðumfjöllunarefni í málatilbúnaði sínum fullyrðingar lögmanns sóknaraðila um aðsé ekkert í rannsóknargögnum málsins og framburði annarra sakborninga sem getiréttlætt umrædda haldlagningu og raunar ekkert sem hægt sé að segja að bendlisóknaraðila við málið. Þess í stað er einungis sagt, að það eigi eftir aðsannreyna hvort eitthvað geti verið í þessum gögnum sem tengi aðila saman, meðsaknæmum hætti. Fulltrúi varnaraðila gat við munnlegan málflutning, ekkert sagttil um það hvenær slíkri skoðun myndi ljúka.Fyrsta málsgrein 22. gr. laga nr. 77/1998, um lögmenn, geymir meginregluna umþagnarskyldu þeirra en þar segir: „Lögmaðurber þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu.Starfsmaður lögmanns er einnig bundinn þagnarskyldu um slík trúnaðarmál semhann kann að komast að vegna starfa sinna.“ Þessi skylda er ríkur þátturí þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa gagnvart skjólstæðingum sínum. Þessiskylda er einn af mikilvægustu þáttum réttarríkisins og horfir tilréttaröryggis borgaranna. Hún skírskotar þannig ekki einungis til hagsmunaskjólstæðings lögmanns heldur jafnframt til almannahagsmuna. Ljóst má vera að hinhaldlögðu gögn hafa að geyma trúnaðarupplýsingar skjólstæðings til lögmannssíns um einkahagi sína, samanber þá aðstöðu sem lýst er í 2. mgr. 119. gr.,sbr. síðari málslið 1. mgr. 68. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Þaðá raunar einnig við um hugsanlegar upplýsingar er varða málið sjálft sem umræðir, þ.e. ef þær skyldi vera að finna í einhverjum þessara gagna. Það er viðurkennt aðhorft verði til dóma mannréttindadómstóls Evrópu þegar skýrð erumannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar sem eiga sér hliðstæðu ímannréttindasáttamála Evrópu. Hið sama gildir um almenn lagaákvæði eins og 2.málslið 1. mgr. 68. gr., samanber b-lið 2. mgr. 119. gr. laga um meðferðsakamála nr. 88/2008. Samkvæmt dómi í málinu nr. 13710/88, frá 16. desember1992: Niemietz gegn Þýskalandi, var út frá 2. mgr. 8. gr.mannréttindasáttmálans, sem á sér hliðstæðu í 71. gr. stjórnarskrárinnar, orðuðaf dómstólnum sú meginregla að til að leit væri heimil á lögmannsstofu, yrðiþað skilyrði að vera uppfyllt að nauðsyn krefðist þess að þvílík skerðing, einsog sú sem í ótakmarkaðri húsleitarheimild fælist, færi fram á réttindumlögmanns og skjólstæðings hans í lýðræðislegu þjóðfélagi. Um strangar kröfur íþessum efnum má og tiltaka málið nr. 50882/99 frá 27. september 2005, Sallineno.fl. gegn Finnlandi, þar sem lögmaðurinn sem í hlut átti var sjálfur sakaðurum alvarlegan glæp, en í dómnum var það skilyrði sett að lög sem heimilahúsleit og haldlagningu þyrftu að vera fyrirsjáanleg og þá skýr. Þar var oglögð áhersla á að hvorki dómari né óháður eftirlitsmaður fylgdist með aðgerðumeftir að heimild var veitt til þeirra. Í þessum málum er ogfundið að því ef húsleitar- og haldlagningarheimildir eru of víðtækar, eneinnig lögð áhersla á að strangari kröfur verði gerðar ef rannsókn beinist aðeinkahagsmunum einstaklinga. Dómurinn telur aðmeð haldlagningu á þeim gögnum sem um ræðir hafi framangreindum sjónarmiðum ummikilvægi trúnaðarskyldu lögmanna með öllu verið varpað fyrir róða. Jafnframtað haldlagning varnaraðila hafi verið allt of víðtæk. Í svari héraðssaksóknaravið kröfu sóknaraðila var skýring þess að ekki var hægt að eyða gögnum einkumtæknilegs eðlis, þ.e. eins og áréttað var við munnlegan málflutning, að ekki sé unnt að eyða hluta hins speglaða afrits. Öll meðhöndlunþessara gagna í formi eyðingar geti kallað á að sönnunargögn spillist eða aðtalið verði að átt hafi verið við þau. Ekkert annað í málinu, en þessar staðhæfingarfulltrúa varnaraðila, styður í raun þetta. Burtséð frá því hvort þessi sé raunin eðurei, geta slík tæknileg vandamál ekki, andspænis brýnum mannréttindum, heimilaðað gögn sem fyrir fram má næstum örugglega gefa sér að geti aldrei tengst þvímáli sem verið er að rannsaka, séu haldlögð. Því er það niðurstaða dómsins að burtséð fráþeim meintu rannsóknarhagsmunum sem varnaraðili byggir hald sitt á, séu aðrirhagsmunir í málinu sem að framan eru raktir mun ríkari og leiði til þess aðfallist verður á kröfu sóknaraðila. Varnaraðili hefur ekki gert ágreining umkröfugerð og að hann verði dæmdur til að eyða þessum gögnum, ef fallist yrði ákröfur sóknaraðila, enda felist í því aflétting á haldi. Ekki var gerð krafa ummálskostnað af hálfu aðila. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður uppúrskurðinn.ÚRSKURÐARORÐHéraðssaksóknara er skylt að eyða afritum afrafrænum gögnum sem talin eru upp í yfirlitsskjali sem skipaður verjandisóknaraðila sendi héraðssaksóknara 10. maí 2016 og haldlögð voru við húsleit áskrifstofu sóknaraðila 29. febrúar 2016.
|
Mál nr. 228/2005
|
Niðurfelling máls Málskostnaður Gjafsókn
|
Mál M gegn R og Í og gagnsök var fellt niður að ósk aðila, sem jafnframt voru sammála um að leggja það í dóm um málskostnað. Talið var rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður og að gjafsóknarkostnaður M fyrir réttinum greiddist úr ríkissjóði.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. júní 2005. Gagnáfrýjandinn Reykjavíkurborg áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 27. júlí 2005 og gagnáfrýjandinn íslenska ríkið 10. ágúst sama árs. Með bréfi 15. desember 2005 lýstu aðilarnir því yfir að samkomulag hefði tekist um að fella málið niður fyrir Hæstarétti og féllu gagnáfrýjendur frá kröfu um málskostnað úr hendi aðaláfrýjanda. Aðaláfrýjandi krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt hér fyrir dómi. Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 166. gr. sömu laga eins og henni var breytt með 20. gr. laga nr. 38/1994, er málið fellt niður fyrir Hæstarétti. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda, Magnúsar Sigurðssonar, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 150.000 krónur.
|
Mál nr. 182/2017
|
Kærumál Kærufrestur Frávísun frá Hæstarétti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi. Málinu var vísað frá Hæstarétti þar sem kæran hafði borist héraðsdómi eftir að frestur 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var liðinn.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirHelgi I. Jónsson og Karl Axelsson og Þorgeir Ingi Njálsson setturhæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 17. mars 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. mars 2017, þar semvarnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 7. apríl samaár klukkan16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferðsakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærðiúrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingarhins kærða úrskurðar. Varnaraðili og verjandi hans voruviðstaddir uppsögu hins kærða úrskurðar og lýsti varnaraðili því þá yfir aðtekinn væri lögboðinn frestur til að taka ákvörðun um hvort hann kærðiúrskurðinn til Hæstaréttar. Eins og áður greinir barst kæra héraðsdómi 17. mars2017, en þá var liðinn kærufrestur samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008.Verður málinu því vísað frá Hæstarétti.Dómsorð:Máli þessu er vísað fráHæstarétti. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10.mars 2017.Lögreglustjórinná höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að Xkt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 7. apríl nk.kl 16:00.Ígreinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að embættilögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú tilraun til manndráps eðaeftir atvikum alvarlega líkamsárás X, hér eftir kærði, gegn A, utan við [...] íReykjavík aðfaranótt sunnudagsins 5. mars sl.Samkvæmtfrumskýrslu hafi lögreglu borist tilkynning laust eftir miðnætti þann 5 marssl. um aðila sem gengi berserksgang á bifreiðarstæðinu við söluturninn [...] íReykjavík og hefði hann m.a. sparkað í bifreið sem þar væri. Skömmu seinna hafiborist önnur tilkynning þess efnis að aðilinn væri hugsanlega vopnaður hníf.Þegar lögregla hafi komið á vettvang hitti hún fyrir kærða sem hafi veriðhandtekinn á vettvangi. Neitaði hann að vera sá sem tilkynnt hefði verið um aðhefði sparka í bifreið en kannaðist við að hafa verið með umrædda bifreið íláni hjá vinkonu sinni. Þá kannaðist kærði við að á bílastæðið hefði komiðmaður sem hefði ráðist á sig en sá aðili væri farinn. Kærði hafi verið íannarlegu ástandi og greinilega undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þegarlögreglan hafi verið að ræða við kærða á vettvangi hafi eigandi umræddrarbifreiðar, B, komið og gefið sig á tal við lögreglu. Sagði hún lögreglu aðskömmu áður á bílastæðinu hefði kærði stungið A í höfuðið og hefði vitnið séðþað gerast. Ískýrslutöku hjá lögreglu þann 6. mars sl. sagði B að brotaþoli hefði verið aðaðstoða vitnið við að fá bifreið sína hjá kærða sem hann hefði fengið að lánihjá henni tveimur dögum áður en síðan neitað að skila henni til baka. Hafikærði síðan mælt sér mót við vitnið við [...]um miðnætti 5. mars sl. en vitnið ekki þorað að fara þangað eitt til að ræðavið kærða og brotaþoli boðist til að koma með vitninu. Kærði hafi á vettvangiverið beðinn um að skila vitninu lyklunum en þá hafi hann reiðst og ráðist ábrotaþola. Þeir hafi síðan tekist á. Kærði hafi síðan skyndilega dregið upphníf sem hann hafi verið með og stungið brotaþola í höfuðið. Sagði vitnið íframhaldi hafa náð lyklunum úr bifreiðinni og eftir það farið með brotaþola inní húsnæði skammt frá. Framburðurbrotaþola sé til samræmis við framburð vitnisins. Lýsti brotaþoli því að hannhafi verið beðinn um að koma með vitninu að [...] til að hitta kærða sem hafi verið með bílvitnisins í leyfisleysi. Hafi kærði komið en neitað að afhenda eigandanum lyklabifreiðarinnar. Sagðist brotaþoli hafa verið rólegur en kærði hafi hinsvegarverið mjög æstur og virtist ekki vita hvað hann var að segja. Hafi kærði ætt útúr bílnum og ráðist á brotaþola. Þeir hafi tekist á en þá hafi kærði tekið upphníf og stungið brotaþola í höfðið. Í framhaldi hafi byrjað að spýtast blóð úrhöfðinu á brotaþola. Brotaþoli hafi komið sér í burtu og síðan hringt í vinkonusína og fengið hana til að skutla sér á slysadeild. Brotaþoli hafi verið inntureftir því hver hafi komið með hnífinn á vettvang og sagði brotaþoli að þaðhefði verið kærði sem hefði verið með hnífinn.Viðkomu á slysadeild hafi A reynst vera með alvarlega stunguáverka á höfði ogslagæðarblæðingu úr höfuðleðri. Samkvæmt bráðabirgða áverkavottorði hafitölvusneiðmynd sýnt áverka á höfuðkúpu sem virtist ná í gegnum fulla þykkthöfuðkúpunnar. Við nánari skoðun hafi síðan komið síðan í ljós að áverkinn hafináð í gegnum beinþykktina en ekkert inn fyrir kúpuna sjálfa. Hafi það verið matvakthafandi læknis á heila og taugadeild LSH að ef eggvopnið hefði gengið inn íheilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt tilmikils varanlegs tjóns og jafnvel dauða.Kærðineiti sök. Hann kannist við að hafa mælt sér mót við eiganda bifreiðarinnarfyrir utan [...]. Með eigandanum hafieinnig komið brotaþoli sem hafi að sögn kærða ráðist á sig vopnaður hníf. Þeirhafi lent í átökum og þar sem kærði hafi verið að reyna að koma í veg fyrir aðbrotaþoli myndi stinga sig með hnífnum hefði hnífurinn farið í höfuð brotaþolaí átökunum. Í framhaldi hafi brotaþoli farið af vettvangi og tekið hnífinn meðsér.Þann8. mars sl. hafi vitnið B óskað eftir því að fá að gefa skýrslu á ný vegnamálsins. Fram hafi komið hjá vitninu að hún héldi sig við fyrri framburð sinnnema að því leyti að hún vildi taka fram að brotaþoli hefði komið með hnífinn ávettvang. Hafi brotaþoli verið með hnífinn í vasanum. Í átökunum við kærða hafihnífurinn hinsvegar dottið úr vasa brotaþola og kærði tekið hann í framhaldiupp og stungið brotaþola í hausinn með hnífnum. Eftir að hafa stungið brotaþolahafi kærði hent hnífnum í burtu. Vitnisem búi skammt frá árásarstaðnum lýsi því að hafa séð brotaþola ganga í burtuaf vettvangi með stórt sár á höfðinu og líklega með hníf í hendinni.Kærðivar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur nr. [...] gert að sæta gæsluvarðhaldi ágrundvelli rannsóknarhagsmuna frá mánudeginum 5. mars sl. til dagsins í dag semstaðfest var með dómi Hæstaréttar nr. 150/2016. Ígreinargerð lögreglunnar er vísað til þess að kærði liggi nú undir sterkum grunum brot gegn 211. gr., sbr. 20 gr. almennra hegningarlaga, eða til vara gegn 2.mgr. 218. gr. sömu laga, sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi, með því aðhafa ráðist á brotaþola með hníf og stungið hann í höfuðið. Sé ljóst að beitingvopnsins og staðsetning áverkans sé lífshættuleg og hafi kærða mátt vera þaðljóst. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sé nú rekið sakamál á hendur kærða þar semhonum sé gefið að sök annars vegar líkamsárás sem heimfærð er undir 1. mgr. 218gr. gr. hegningarlaga og hinsvegar brot gegn valdstjórninni. Með hliðsjón afframangreindu og með tilliti til almannahagsmuna sé það mat lögreglustjóra aðbrot kærða sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að tryggja að hann gangi ekki lausmeðan mál hans er til meðferðar.Sakarefnimálsins sé talið varða við 211. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940, en til vara við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,en brot gegn ákvæðunum geti varðað fangelsi allt að 16 árum ef sök sannast. Umheimild til gæsluvarðhalds er vísað til 2. mgr. 95. gr. laga um meðferðsakamála nr. 88/2008. Niðurstaða: Þegar litið er tilrannsóknargagna málsins, einkum framburðar vitnis að átökum kærða og brotaþola,og þess sem rakið er í greinargerð sóknaraðila verður á það fallist að kærði séundir sterkum grun um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás, sbr.211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga, eða 2. mgr. 218. gr. sömu laga.Brot gegn 211. gr. almennra hegningarlaga getur varðað fangelsi ekki skemur ení fimm ár eða ævilangt. Þá getur brot gegn 2. mgr. 218. gr. sömu laga varðarallt að 16 ára fangelsi. Skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um aðsterkur grunur leiki á að sakborningur hafi framið afbrot sem varðað getur 10ára fangelsi, er því fyrir hendi. Brot það sem kærði er grunaður um er ennfremur þess eðlis að ætla verður að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti tilalmannahagsmuna. Því verður fallist á kröfu sóknaraðila um að kærði sætigæsluvarðahaldi á grundvelli heimildar í 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 einsog í úrskurðarorði greinir. ÁsmundurHelgason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R ÐKærði,X, kt. [...], skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 7. apríl nk. kl16:00.
|
Mál nr. 54/2022
|
Kærumál Áfrýjunarstefna Aðild Ómerking
|
Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem máli A á hendur B hf. var vísað frá Landsrétti. Undir rekstri málsins í héraði höfðu orðið þau mistök að ranglega var skipt um nafn stefnda. Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri við neinar skráðar lagareglur eða fordæmi að styðjast við úrlausn þess hvaða réttarfarslegar afleiðingar þessi augljósu mistök við rekstur málsins í héraði ættu að hafa. Við þessar aðstæður væri rétt að velja þá leið við úrlausn um þennan réttarfarsannmarka sem líklegust væri til að stuðla að því að efnislega rétt niðurstaða fengist. Í dómi Hæstaréttar kom fram að enda þótt útilokað hefði verið að leggja efnisdóm á málið í Landsrétti eftir að framangreind mistök við meðferð málsins voru komin í ljós yrði að líta svo á að þar sem A hefði augljóslega verið réttur aðili málsins fyrir Landsrétti og ekki getað áfrýjað málinu gegn öðru félagi en því sem sýknað var í héraði hefði Landsrétti borið að ómerkja dóm héraðsdóms og málsmeðferðina í héraði frá og með að nafni stefnda var ranglega breytt í B hf. Samkvæmt því voru hinn kærði úrskurður Landsréttar og dómur héraðsdóms ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar frá og með þinghaldi 17. desember 2020 og dómsálagningar að nýju.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon.2. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. nóvember 2022 en kærumálsgögn bárust réttinum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 21. október 2022 þar sem máli sóknaraðila var vísað frá Landsrétti. Kæruheimild er í a-lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.3. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að Landsrétti verði gert að taka málið til meðferðar á ný. Til vara krefst hann þess að dómur héraðsdóms og öll meðferð málsins frá og með þinghaldi 17. desember 2020 verði ómerkt og málinu vísað aftur til héraðsdóms til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar fyrir Hæstarétti.4. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðila verði gert að greiða honum kærumálskostnað fyrir Hæstarétti.Ágreiningsefni5. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá Landsrétti með þeim rökum að sóknaraðili hefði stefnt röngum aðila fyrir réttinn en fyrir slíkri breytingu á aðild væri engin lagastoð og yrði aðild málsins, gegn mótmælum varnaraðila, ekki leiðrétt með bókun í þingbók. Einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að ómerkja bæri héraðsdóm og málsmeðferð í héraði frá og með 17. desember 2020 og vísa málinu aftur til héraðsdóms.6. Ágreiningur málsaðila fyrir Hæstarétti lýtur að því hvaða afleiðingar það skuli hafa að ranglega var skipt um nafn á stefnda undir rekstri málsins í héraði. Málsatvik7. Sóknaraðili höfðaði mál þetta 4. júní 2020 á hendur Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf., kt. 410998-2629, Fiskislóð 14, Reykjavík, til greiðslu kröfu um óskert staðgengilslaun vegna óvinnufærni af völdum vinnuslyss í júní 2016. Fyrirsvarsmaður félagsins var sagður Magnús Helgi Árnason, formaður stjórnar þess. Þegar slysið varð bar hlutafélagið sem hann vann hjá nafnið Brim en nafni þess mun hafa verið breytt í Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. með tilkynningu til fyrirtækjaskrár 14. september 2018. Sóknaraðili beindi málsókn sinni af þeirri ástæðu að því félagi. 8. Félagið HB Grandi hf. mun hafa tilkynnt fyrirtækjaskrá 15. ágúst 2019 að nafni þess hefði verið breytt í Brim hf. Það félag hefur kennitöluna 541185-0389.9. Við fyrstu fyrirtöku málsins í héraðsdómi 17. desember 2020, eftir að stefndi hafði skilað greinargerð, færði héraðsdómari sem þá fór með málið til bókar í þingbók: „Lögmenn upplýsa að nafni stefnda hafi verið breytt og heiti nú Brim hf. og er heiti málsins breytt í samræmi við það.“ Þá var bókað að af hálfu stefnanda hefði sótt þing Jónas Þór Jónasson lögmaður en af hálfu stefnda Diljá Catherine Þiðriksdóttir lögmaður vegna Jóhannesar Bjarna Björnssonar lögmanns.0. Þegar málið var næst tekið fyrir í héraðsdómi 22. janúar 2021 hafði því verið úthlutað til annars dómara sem fór með málið eftir það. Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður sótti þá sjálfur þing í málinu af hálfu stefnda og annaðist síðar munnlegan flutning þess í héraði. Í þingbók málsins í héraði er nafn stefnda sagt vera Brim hf. allt frá þingfestingu þess. Þá er í héraðsdómi vísað til þess að nafni stefnda hafi verið breytt í Brim hf. og í dómsorði kemur fram að Brim hf. sé sýknað af kröfu stefnanda.1. Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar 13. júlí 2021 og beindi áfrýjuninni að Brimi hf., kt. 541185-0389, Norðurgarði 1, Reykjavík. Fyrirsvarsmaður félagsins fyrir Landsrétti var sagður Kristján Þórarinn Davíðsson, formaður stjórnar þess. Lögmaður sá sem áður gætti hagsmuna stefnda í héraði gætti hagsmuna varnaraðila fyrir Landsrétti.Niðurstaða2. Óumdeilt er að nafni Brims hf., kt. 410998-2629, hafði verið breytt í Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. þegar málið var höfðað. Í stefnu beindi sóknaraðili því kröfu sinni réttilega að félaginu og óumdeilt er að kennitala, heimilisfang og fyrirsvar þess var þar tilgreint með réttum hætti. Þær breytingar sem síðar voru gerðar á heiti stefnda í héraði voru hins vegar gerðar fyrir mistök.3. Enda þótt ráða megi af endurriti úr þingbók að nafn stefnda í málaskrá hafi frá upphafi verið Brim hf. verður að leggja til grundvallar að hið rétta sé það sem héraðsdómari færði til bókar í þingbók 17. desember 2020, það er að lögmenn hafi upplýst að nafni stefnda hafi verið breytt í Brim hf. og að heiti málsins hafi þá verið breytt í samræmi við það. Af þessari bókun og síðari aðkomu lögmanns stefnda, sem jafnframt hefur farið með málið af hálfu varnaraðila fyrir Landsrétti og Hæstarétti, verður ráðið að lögmenn beggja málsaðila hafi dregið þá röngu ályktun af breytingu á nafni HB Granda hf. í Brim hf. að það félag væri hið sama og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. sem áður hafði heitið Brim hf. Það athugast að lögmaður stefnda í héraði gerði ekki athugasemdir við að málið væri eftir þessa röngu nafnabreytingu rekið á hendur öðru félagi en hann hafði tekið til varna fyrir. 4. Við mat á því hvaða afleiðingar framangreind mistök sem gerð voru í þinghaldi 17. desember 2020 eigi að hafa í réttarfarslegu tilliti er ljóst að í stað þess að héraðsdómur leysti úr kröfu á hendur stefnda málsins, Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf., var leyst úr kröfunni á hendur öðrum lögaðila, félaginu Brimi hf., sem ekki hafði verið stefnt í málinu. Framangreind mistök sem ekki voru leiðrétt undir rekstri málsins í héraði fólu þannig ekki eingöngu í sér að stefndi gengi eftir það undir röngu nafni heldur var málið eftir það rekið varnarmegin í nafni annars félags og það sýknað af kröfum sóknaraðila. Með hliðsjón af þessum afleiðingum verður að líta svo á að málið hafi frá 17. desember 2020 verið rekið á hendur röngum aðila í héraði.5. Ekki er við neinar skráðar lagareglur eða fordæmi að styðjast við úrlausn þess hvaða réttarfarslegar afleiðingar þessi augljósu mistök við rekstur málsins í héraði sem komu í ljós við áfrýjun þess til Landréttar eigi að hafa. Við þessar aðstæður er rétt að velja þá leið við úrlausn um þennan réttarfarsannmarka sem líklegust er til að stuðla að því að efnislega rétt niðurstaða fáist í málinu.6. Ljóst er að sóknaraðili var réttur aðili málsins fyrir Landsrétti og að hann áfrýjaði málinu á hendur Brimi hf. í samræmi við það að hlutafélag með því nafni var sýknað af kröfum hans í héraði. Þau mistök sem gerð voru við meðferð málsins í héraði urðu enn bersýnilegri eftir áfrýjun málsins þar sem tilgreining á kennitölu, heimili og fyrirsvarsmanni varnaraðila var önnur í áfrýjunarstefnu en í stefnu til héraðsdóms. Enda þótt útilokað hafi verið að leggja efnisdóm á málið í Landsrétti eftir að framangreind mistök við meðferð málsins í héraði voru komin í ljós verður að líta svo á að þar sem sóknaraðili var augljóslega réttur aðili málsins fyrir Landsrétti og gat ekki áfrýjað málinu gegn öðru félagi en því sem var sýknað í héraði hafi ekki verið rétt að vísa málinu frá Landsrétti. Þess í stað bar Landsrétti að ómerkja hinn áfrýjaða héraðsdóm og málsmeðferðina í héraði frá og með 17. desember 2020 til þess að unnt væri að ná fram niðurstöðu í málinu á hendur réttum aðila.7. Samkvæmt framansögðu er óhjákvæmilegt að ómerkja hinn kærða úrskurð og héraðsdóm í málinu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar frá og með 17. desember 2020 og dómsálagningar þar að nýju. Um slíkar lyktir vísast til dóms Hæstaréttar 4. júní 2019 í máli nr. 5/2019.8. Rétt er að kærumálskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður Landsréttar og dómur héraðsdóms eru ómerktir og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar frá og með þinghaldi 17. desember 2020 og dómsálagningar að nýju.Kærumálskostnaður í Hæstarétti fellur niður.https://landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=f1a9ac54-538f-4654-a661-70c67f530e73&verdictid=b9c52262-04aa-4635-8a40-4da429b23ef3
|
Mál nr. 309/2013
|
Kærumál Verjandi
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu ákæruvaldsins um að ekki yrði fallist á ósk X um að tiltekinn lögmaður yrði skipaður verjandi hans. Ekki þótti fram komið að lögmaðurinn væri svo við málið riðinn eða hefði hagsmuna að gæta sem væru ósamrýmanlegir hagsmunum varnaraðila sbr. 4. mgr. 33. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. maí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. maí 2013 þar sem Lárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmaður var skipaður verjandi varnaraðila. Kæruheimild er í d. lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 5. gr. laga nr. 52/2010. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði að skipa fyrrgreindan lögmann verjanda varnaraðila. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Eins og mál þetta liggur fyrir er ekki fram komið að lögmaður sá, er skipaður var verjandi varnaraðila með hinum kærða úrskurði, sé svo við málið riðinn eða hafi hagsmuna að gæta sem eru ósamrýmanlegir hagsmunum varnaraðila, þannig að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna varnaraðila sem skyldi, sbr. 4. mgr. 33. gr. laga nr. 88/2008. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 59/2011
|
Nauðungarvistun Kærumál
|
Með beiðni, dagsettri17. þ.m.hefur A, kt. [...], [...],Reykjavík, farið þess á leit að felldverði úr gildi ákvörðun innanríkisráðuneytisins, 14. þ.m., um það að hann skuli vistastá sjúkrahúsi. Í málinuer vottorð og vættiB læknis, 13. janúarsl., þar sem fram kemur aðsóknaraðili hefur um árabil verið haldinnalvarlegum geðsjúkdómi, geðklofa. Segir þar að hannsé í geðrofsástandi, undarlegur í hegðun, með ranghugmyndir og hugsanatruflanirog hafi ekkiinn sæi í sjúkdóminn.Sé óhjákvæmilegt að vista hann áfram á sjúkrahúsien þangað hafði verið komið meðhann daginn áður. Sóknaraðili hefur komið fyrirdóminn ogtalað máli sínu. Er tal hansog framganga með mjög annarlegumblæ.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og JónSteinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinutil Hæstaréttar með kæru 25. janúar 2011, sem barst réttinum ásamtkærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24.janúar 2011, þar sem staðfest var ákvörðun innanríkisráðuneytisins 14. janúar2011 um vistun sóknaraðila á sjúkrahúsi af ástæðum sem greinir í 2. mgr. 19.gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr., sbr. 4. mgr.31. gr., sömu laga. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verðifelldur úr gildi og kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Varnaraðili krefst staðfestingarhins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur lagtfyrir Hæstarétt læknisvottorð C geðlæknis 25. janúar 2011, þar sem tekið erundir að heilsufar sóknaraðila sé með þeim hætti að nauðsyn beri til aðstaðfesta hinn kærða úrskurð. Læknirinn hefur ekki staðfest vottorðið fyrirdómi. Með vísan til forsendnahins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verðurekki dæmdur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti sem ákveðiner að meðtöldum virðisaukaskatti greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 1. mgr. 17.gr., sbr. 4. mgr. 31. gr. lögræðislaga, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður erstaðfestur. Þóknun skipaðs verjandasóknaraðila fyrir Hæstarétti, Stefáns Karls Kristjánssonar héraðsdómslögmanns,100.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 166/2005
|
Nauðung Líkamsárás Þjófnaður Ölvunarakstur
|
X var ákærður fyrir brot gegn 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa beitt fyrrum sambýliskonu sína líkamlegu ofbeldi, hótun um líkamlegt ofbeldi og ólögmætri nauðung til að fá hana til að undirrita yfirlýsingu um að hún drægi til baka kæru á hendur honum fyrir nauðgun, sem hún hafði borið um hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá var hann enn fremur ákærður fyrir þjófnað og umferðarlagabrot ásamt líkamsárás gegn fyrrgreindri konu. X játaði þjófnaðar- og umferðarlagabrotin og undi niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu fyrir líkamsárásina. Niðurstaða héraðsdóms, um að sannað væri að X hefði beitt konuna ólögmætri nauðung og hótun um líkamlegt ofbeldi, ef hún skrifaði ekki undir yfirlýsinguna, var staðfest í Hæstarétti og varðaði þessi háttsemi við 108. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar var talið að eldri brot X gegn konunni hefðu ítrekunaráhrif á líkamsárásina, sbr. 71. gr. sömu laga, og sama átti við um auðgunarbrot, sem hann hafði verið dæmdur fyrir árið 2000 og 2004, gagnvart þjófnaðarbrotunum. Þá var við mat á refsingu vísað til 72., 77., þágildandi 218. gr. a og 255. gr. laganna og X dæmdur til að sæta fangelsi í 2 ár og sviptingu ökuleyfis ævilangt. Honum var enn fremur gert að greiða konunni 300.000 krónur í miskabætur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson og Haraldur Henrysson fyrrverandi hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 15. apríl 2005 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst staðfestingar á sakfellingu héraðsdóms og þyngingar á refsingu. Ákærði krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru 2. júní 2004 og að refsing verði milduð. Í málinu eru ákærða gefin að sök brot, sem nánar er lýst í fimm ákærum. Ákærði hefur játað þjófnaðarbrot samkvæmt ákæru 24. ágúst 2004 og umferðarlagabrot samkvæmt ákærum 23. ágúst 2004 og 17. janúar 2005. Þá unir hann niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu fyrir líkamsárás samkvæmt ákæru 18. janúar 2005. Hann neitar hins vegar sakargiftum samkvæmt ákæru 2. júní 2004, en í hinum áfrýjaða dómi var hann sakfelldur fyrir brot gegn 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem honum er þar gefið að sök. Þá krefst hann enn fremur mildunar refsingar fyrir aðrar sakargiftir. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um annað en sakarkostnað. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins í héraði og fyrir Hæstarétti samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað og ákvörðun Hæstaréttar um málsvarnarlaun, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en sakarkostnað. Ákærði, X, greiði sakarkostnað málsins í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 657.208 krónur, þar með talin málsvarnarlaun og réttargæslulaun eins og þau voru ákveðin í hinum áfrýjaða dómi, svo og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 124.500 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. mars 2005. Mál þetta sem dómtekið var 8. mars 2005 er höfðað samkvæmt ákæru útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík 24. ágúst 2004 á hendur X, kennitala [...], Reykjavík, og Y kt. [...], Reykjavík fyrir eftirtalin brot framin í Reykjavík á árinu 2004: I Ákærðu báðum fyrir þjófnað með því að hafa í félagi aðfaranótt föstudagsins 23. júlí farið í heimildarleysi inn í bílskúr við [...] og stolið hátalarakerfi, plastkörfu sem innihélt ýmsa muni, 5 lítra bensínbrúsa og leðurfílófaxi, samtals að verðmæti kr. 23.000. II Ákærða X fyrir: 1. Þjófnað með því að hafa miðvikudaginn 9. júní í verslun Hans Petersen að Laugavegi 178 stolið Canon Ixux 400 stafrænni myndavél að verðmæti kr. 49.900. Framangreind brot eru talin varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Fíkniefnalagabrot með því að hafa föstudaginn 23. júlí á þáverandi heimili sínu að [...] haft í vörslum sínum 0,32 g af amfetamíni. Þetta er talið varða við 2. gr., sbr. 5. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 13, 1985, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001, sbr. reglugerð nr. 848, 2002. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og að upptækt verði gert framangreint fíkniefni, sem lagt var hald á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233, 2001. Við fyrirtöku málsins þann 20. október 2004 var þáttur Y klofinn frá máli þessu og dæmdur sér. Í þinghaldi þann 23. nóvember 2004 féll ákæruvaldið síðan frá þeim hluta ákæru þessarar sem tilgreindur er í 2. tl. II. kafla hennar. Hinn 20. október sl. var sakamálið nr. 1178/2004 sameinað þessu máli en þar er ákærða gefið að sök, með ákæru útgefinni af ríkissaksóknara 2. júní 2004, hegningarlagabrot með því að hafa þriðjudaginn 20. apríl 2004 á gistiheimilinu Páfanum við Brautarholt 4 í Reykjavík beitt A líkamlegu ofbeldi og hótun um líkamlegt ofbeldi og jafnframt ólögmætri nauðung til að fá hana til að undirrita yfirlýsingu um að hún drægi til baka kæru á hendur honum fyrir nauðgun laugardaginn 31. maí 2003, sem hún hafði borið um hjá lögreglu og fyrir dómi. Þetta er talið varða við 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 6. gr. laga nr. 39/2000. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Hinn 20. október sl. var sakamálið nr. 1623/2004 einnig sameinað þessu máli en þar er ákærða gefið að sök með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík 23. ágúst 2004 umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni KD-[...], aðfaranótt föstudagsins 18. júní 2004, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði 0,51) um Rauðarárstíg og Grettisgötu í Reykjavík. Þetta er talið varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 48/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 2. gr. laga nr. 23/1998. Hinn 20. janúar sl. var sakamálið nr. 88/2005 sameinað þessu máli en þar er ákærða gefið að sök með ákæru útgefinni af ríkissaksóknara 18. janúar 2005 líkamsárás, með því að hafa að kvöldi föstudagsins 17. og aðfaranótt laugardagsins 18. september 2004, í svefnherbergi í íbúð að Z, Kópavogi, ítrekað veist að fyrrum sambýliskonu sinni, A, þar sem hún lá á grúfu í rúmi og slegið hana með krepptum hnefa í andlit og víðs vegar um líkamann. Enn fremur kýldi ákærði A á vinstri vangann er hún stóð upp úr rúminu en við það skall hún utan í vegg og meiddist á enni. Afleiðingar árása ákærða voru þær að andlit A varð blátt, marið og aumt en bogadregið mar var á neðanverðu enni upp af svæðinu milli augnabrúna, glóðarauga á báðum augum, mar á báðum kinnum og kringum munn. Á báðum handleggjum hennar voru dreifðir marblettir alveg frá handarbökum, upp framhandleggi og upphandleggi og upp á axlir. Mar var á baki hennar milli herðablaða og talsvert um grunn þreifieymsli þar. Þessi háttsemi ákærða þykir varða við 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Af hálfu A, kennitala [...], er gerð sú krafa að ákærði verði dæmdur til að greiða henni skaðabætur að fjárhæð kr. 500.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 18. september 2004 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að krafan er birt ákærða, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Hinn 20. janúar sl. var sakamálið nr. 130/2005 einnig sameinað þessu máli en þar er ákærða gefið að sök, með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík 17. janúar 2005, umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni KX-[...] sunnudaginn 25. júlí 2004, undir áhrifum áfengis (vínandamagn í blóði 1,09) um Sóleyjargötu og Smáragötu í Reykjavík. Þetta er talið varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr., 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 1. gr. laga nr. 48/1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 2. gr. laga nr. 23/1998. Verjandi ákærða krefst þess að ákærði verði sýknaður af ákærum dags. 2. júní 2004 og 18. janúar 2005. Að öðru leyti krefst hann vægustu refsingar sem lög leyfa. Ákæra dags. 2. júní 2004. Málavextir. Þriðjudaginn 20. apríl 2004 kl. 11.50 kom A á skrifstofu kærumóttöku lögreglunnar í Reykjavík til að leggja þar fram kæru á hendur ákærða fyrir að halda henni nauðugri á gistiheimilinu Páfanum við Brautarholt í Reykjavík og þvinga hana til að undirrita yfirlýsingu um afturköllun á kæru sem hún hafði lagt fram á hendur ákærða fyrir nauðgun. Framburðir ákærða og vitna fyrir dómi. Vitnið, A, sagði að ástæða þess að hún kom á staðinn ásamt vinkonu sinni, B, hafi verið sú að ákærði hafi ætlað að láta hana hafa peninga og eins hafi hann ætlað að láta þær hafa fjarstýringu fyrir B. Þegar þær hafi komið á staðinn hafi ákærði hins vegar rétt henni blað sem hann hafi sagt að lögfræðingur sinn hefði útbúið vegna nauðgunarkæru hennar á hendur ákærða. Hún hafi fyrst í stað neitað að skrifa undir og hafi þau rifist vegna þess þarna á ganginum. Hún myndi þó ekki eftir að ákærði hefði ýtt við sér eða komið við sig með öðrum hætti. Hún kvaðst heldur ekki minnast þess að hann hefði hótað henni ofbeldi seinna. Hún eigi hins vegar erfitt með að muna hvað hann sagði þarna á staðnum því hún hafi í raun reynt að ýta frá sér öllum hugsunum um það sem ákærði hafi gert sér í gegnum tíðina. Hún kvaðst þó minnast þess að hann hefði staðið í vegi fyrir henni og hindrað för hennar út úr húsinu. Hafi hann verið mjög ógnandi í allri sinni framkomu, öskrað á sig og æpt. Kvaðst hún að lokum ekki hafa þorað annað en að skrifa undir blaðið þar sem hún hafi vitað af fenginni reynslu að ekkert þýddi að standa gegn ákærða því hann myndi þá bara ráðast á hana. Þau hafi síðan farið saman inn í eldhúsið og ritað þar undir. Ákærði hafi sagt að einhver vottur þyrfti að skrifa undir. Kvaðst vitnið þá hafa sagt við B að hún skyldi skrifa undir sem vottur. Hafi þetta eingöngu verið gert til að sleppa sem fyrst út. Þarna inni í eldhúsinu hafi einnig verið tveir menn, annar þeirra húsvörður. Hafi sá maður þá stuttu áður komið fram á gang og sagt við ákærða að róa sig aðeins. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann áður samþykkt gagnvart ákærða að skrifa undir slíka yfirlýsingu með einhverjum skilyrðum sagði vitnið að hún hefði einhvern tímann nefnt það við ákærða að ef hann hætti öllu rugli og dópi þá myndi hún fallast á að rita undir afturköllun á kærunni. Hún hafi þó eingöngu sagt það til að friða hann því hann hafi sífellt verið að þrýsta á hana með að samþykkja slíka afturköllun. Aðspurð hvort hún hafi ekki getað beðið mennina tvo í eldhúsinu um að hjálpa sér þegar þau komu þar inn sagði vitnið að hún hefði ekki viljað blanda þeim í málið því oft áður hefði það gerst við slíkar aðstæður að ákærði hafi þá ráðist beint að viðkomandi. Vitnið, B, kvaðst hafa farið með A á gistiheimilið Páfann í Brautarholti. Ástæðu heimsóknar þeirra til ákærða sagði vitnið vera þá að A hafi ætlað að ná í eitthvert plagg til ákærða en sjálf kvaðst hún hafa ætlað að ná í fjarstýringu sem hún hefði lánað ákærða fyrir videótæki. Þegar þær hafi síðan komið á staðinn hafi skjalið ekki verið það sem A hafi átt von á heldur hafi ákærði viljað láta hana skrifa undir yfirlýsingu sem A hafi augljóslega ekki verið sátt við að skrifa undir. Hafi hún sagt að rétt skyldi vera rétt og hafi hún reynt að færast undan að skrifa undir skjalið sem ákærði vildi að hún skrifaði undir. Hafi orðið af þessu nokkuð hávært rifrildi á milli þeirra. Kvaðst hún sjálf hafa orðið nokkuð skelfd við þetta og augljóslega hafi A líka verið hrædd. Hafi þær síðan ætlað að fara út en ákærði hafi þá staðið í vegi þeirra og hindrað að þær kæmust burtu. Hann hafi þó ekki lagt hendur á A vegna þessa en sagt við hana ógnandi að hann færi létt með að láta taka í hana og láta eitthvað henda hana ef hún skrifaði ekki undir skjalið. Hann hafi ekki sagst ætla að gera eitthvað sjálfur heldur hafi hann alltaf sagt að hann myndi fá einhvern annan til að taka í hana. Hafi þetta síðan endað með því að A hafi sagt við ákærða: „Sýndu mér þá þetta blað. Ég skal þá skrifa undir þetta helvítis skjal.” Síðan hafi A sagt: „Komdu [B]. Við skulum þá skrifa undir þetta helvítis blað”. Kvaðst vitnið ekki hafa þorað að gera annað þar sem mikill hávaði hafi verið þarna í gangi og sjálf sé hún ekki það mikill bógur að hún megi við slíkum látum. Hafi hún helst vilja losna af staðnum sem allra fyrst. Hafi þau síðan farið öll upp í eldhús sem þarna sé. Hafi ákærði þá farið og náð í skjalið inn í herbergi sitt og þær hafi síðan skrifað undir það við eldhúsborðið. Hún kvaðst hins vegar ekkert hafa vitað hvað hún var að skrifa þarna undir og hún hafi ekki fengið neina vitneskju um það fyrr en þær A voru komnar niður á lögreglustöð til að gefa skýrslu um atburðinn. Vitnið sagði að í eldhúsinu hafi verið tveir menn. Hafi annar þeirra verið búinn að koma fram á ganginn í tvö eða þrjú skipti til að segja þeim að lækka róminn og hafa lægra, enda hafi mikið verið öskrað og æpt í þessum látum öllum saman. Maður þessi hafi þó líklega ekkert séð af því sem fram fór á milli ákærða og A. Aðspurt sagði vitnið að ef hún hefði verið í sporum A þá geti vel verið að hún hefði reynt að hlaupa út á meðan ákærði sótti skjalið inn í herbergi sitt því þá hefði kannski verið möguleiki á að komast undan. Vitnið, C, sagðist hafa verið staddur í eldhúsinu í Brautarholti í umrætt sinn ásamt félaga sínum, D. Hafi mikill hávaði þá borist frá ganginum. Vitnið, sem kvaðst hafa verið eins konar húsvörður þarna á staðnum, hafi þá farið í dyragættina. Hafi ákærði þá staðið þarna niðri á stigapalli ásamt tveimur stúlkum. Sagðist vitnið hafa kallað til fólksins að þau skyldu hafa lægra því annars yrðu þau að fara út. Þetta hafi síðan endurtekið sig og hafi hann þá farið fram í dyrnar niður á stigapall sem þarna sé og hafi fólkið þá staðið á stigapalli sem sé á milli hæða og hafi þau þar sýnilega verið að rífast. Þau hafi hins vegar lækkað róminn þegar hann birtist þannig að hann hefði ekkert heyrt um hvað var rifist. Stuttu síðar hafi þau svo komið upp í eldhúsið og hafi stúlkan þá sagt við ákærða: „Komdu þá með þetta” og hafi ákærði þá farið og náð í blað sem hún hafi skrifað undir og hafi stúlkan síðan sagt vinkonu sinni að skrifa líka undir á blaðið sem vottur. Vitnið sagði að ákærði hefði síðan snúið sér að þeim D og beðið þá um að votta á blaðið. Þeir hafi þá báðir sagt að þeir vildu ekki blanda sér í þeirra einkamál og votta eitthvað sem þeir vissu ekki hvað var. Hafi hann því ekkert vitað hvað stóð á blaðinu. Aðspurður kvaðst C ekki hafa orðið var við að nein handalögmál ættu sér stað á milli fólksins. Vitnið, D, kvaðst hafa verið staddur ásamt C í eldhúsinu í gistiheimilinu að Brautarholti í umrætt sinn. Kvaðst hann minnast þess að þeir hafi heyrt hávaða sem kom frá ganginum þar sem ákærði og fyrrum sambýliskona hans voru að rífast. Stuttu síðar hafi þau komið inn í eldhúsið og hafi stúlkan þar ritað undir plaggið. Hafi hún gert það án þess að hún sætti nokkrum þvingunum af hálfu ákærða svo hann sæi til. Niðurstaða. Ákærði neitar hér sök. Hann kannast við að A hafi í fyrstu neitað að skrifa undir umrædda yfirlýsingu en heldur því fram að henni hafi síðan snúist hugur og að hún hafi ritað undir yfirlýsinguna án þess að hann hafi hótað henni eða beitt hana nauðung í því skyni. A segist ekki minnast þess að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi ákærða í umrætt sinn. Hins vegar hafi ákærði verið mjög ógnandi í allri sinni framgöngu gagnvart henni þarna á staðnum og aftrað henni að fara á brott án þess að hún skrifaði undir yfirlýsinguna. Sagðist hún hafa þá reynslu af ákærða að ekki þýddi neitt að standa gegn honum þegar hann væri í þessum ham því það endi þá yfirleitt með því að hann ráðist á hana. Hún kvaðst fyrir dómi ekki minnast nákvæmlega einstakra orðaskipta milli þeirra því hún hafi reynt að ýta frá sér minningum er snúi að ákærða. Þegar hún kærði atburðinn hjá lögreglu lýsti hún yfirlýsingum ákærða um að hann gæti látið taka í hana og að eitthvað gæti hent hana. Vitnisburður B var að þessu leyti mjög á sama veg. Lýsti hún því fyrir dómi að ákærði hefði verið mjög ógnandi og hafi hann hótað A að hann færi létt með að láta einhvern taka í hana og láta eitthvað henda hana ef hún skrifaði ekki undir skjalið. Hafi ákærði hindrað að þær kæmust út af staðnum. Vitnin, C og D, vitnuðu um mikið rifrildi og hávaða á gangi gistiheimilisins áður en þær A og B komu inn í eldhúsið til að rita undir umrætt skjal. Ákærði hefur ítrekað verið fundinn sekur um gróft ofbeldi gagnvart A og ber að líta til þess við mat á þeirri ógn sem henni stóð af ákærða þegar hún féllst á að undirrita umrædda yfirlýsingu. Þykir með framangreindum vitnisburði B, A, C og D og að virtri hegðun A strax eftir undirritun yfirlýsingarinnar, þar sem hún fer beint til lögreglu og kærir atburðinn, sannað að ákærði hafi beitt hana ólögmætri nauðung og hótun um líkamlegt ofbeldi skrifaði hún ekki undir umrædda yfirlýsingu. Hins vegar þykir ekki fram komin sönnun um að hann hafi beitt hana líkamlegu ofbeldi í þessu skyni. Verjandi ákærða heldur því fram að ákvæði 108. gr. almennra hegningarlaga taki ekki til þeirrar háttsemi ákærða sem hér um ræðir þar sem yfirlýsing sú sem hann fékk A til að undirrita hafi verið utanréttarskjal en ekki skýrsla hennar fyrir lögreglu eða dómi. Á þetta verður ekki fallist. Skjal það sem hér um ræðir var stílað á æðsta handhafa ákæruvalds í landinu, ríkissaksóknara, og fól efnislega í sér yfirlýsingu A um að þær skýrslur sem hún hefði gefið, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, vegna kæru hennar á hendur ákærða fyrir nauðgun, væru rangar í veigamiklum atriðum. Verður því að telja að hin tilgreinda háttsemi ákærða gagnvart A hafi verið höfð uppi vegna skýrslugjafar hennar fyrir lögreglu og dómi og falli því undir umrædda 108. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt þessu er því niðurstaða dómsins að ákærði sé sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir að öðru leyti en því að hann er sýknaður af því að hafa beitt A líkamlegu ofbeldi í umrætt sinn. Telst háttsemi ákærða rétt færð til refsiákvæða. Ákæra dags. 23. ágúst 2004. Sannað er með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi og með öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt færð til refsiákvæða. Ákæra dags. 24. ágúst 2004. Sannað er með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi og með öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt fært til refsiákvæða. Ákæra dags. 17. janúar 2005. Sannað er með skýlausri játningu ákærða fyrir dómi og með öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt færð til refsiákvæða. Ákæra dags. 18. janúar 2005. Mánudaginn 27. september 2004 kom A á skrifstofu rannsóknardeildar lögreglunnar í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir líkamsárás sem átt hefði sér stað að Z í Kópavogi þann 17. september sama ár. Lýsti hún hjá lögreglu hvernig ákærði hefði ítrekað slegið sig í andlit og bak og hafi þessar barsmíðar staðið yfir í um fimm klukkustundir. A leitaði á slysa- og bráðadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi rétt eftir miðnætti þann 19. september 2004. Í læknisvottorði Stefáns Steinssonar læknis segir svo: „Andlit konunnar var meira og minna blátt og marið og fjarska aumt: Bogadregið mar á neðanverðu enni upp af svæðinu milli augabrúna. Glóðarauga á báðum kinnum og kringum munn. Á báðum handleggjum voru dreifðir marblettir frá 1 x 1 cm upp í 5 x 5 cm, alveg frá handarbökum, upp framhandleggi og upphandleggi og upp á axlir. Mar var á bakinu milli herðablaðanna og talsvert um grunn þreifieymsli þar. Ekki voru merki um áverka á sjálfri hryggsúlunni. Púls var 108 á mín.” A leitaði síðan á Læknavaktina í Smárahvammi síðar þann 19. september 2004. Í læknisvottorði Björn Guðmundssonar læknis vegna þessa segir svo: „Kvaðst hafa orðið fyrir heiftarlegri árás af hendi barnsföður síns tveimur dögum áður. Hafði leitað á Slysadeild LSH þar sem hún var skoðuð vandlega og tekin skýrsla en ekki fengið nein lyf. Verið illa haldin af verkjum auk þess sem hún hafði verið með slæman kvíða. Skoðun sem fram fór var því ekki mjög nákvæm en um hana segir: Marin og blá á baki og þar mikil eymsli. Einnig marin vinstri kinn og rauð innan í munni. Mar víðar en ekki skoðað sérstaklega. Það sem undirritaður man en var ekki skráð á samskiptaseðil var að [A] leit hörmulega út var mjög kvíðin og illa stemmd.” Framburðir ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði sagðist í sjálfu sér ekki muna neitt sérstaklega eftir heimsókn A til sín í íbúðina að Z þann 17. september sl. Hún hefði oft komið þangað til sín í heimsókn. Aðspurður hvort hann kannist við að hafa ráðist á hana umrætt kvöld eða um nóttina sagði ákærði að þessar ásakanir hennar væru bölvað bull. Hún hafi logið þessu upp á sig eins og mörgu öðru. Þegar ákærði var spurður um hugsanlegar skýringar á þeim áverkum sem hún hlaut umrædda nótt og hún kvaðst hafa hlotið af hans völdum sagðist ákærði ekki geta gefið neinar skýringar á því. Þegar ákærði var spurður út í framburð sinn hjá lögreglu varðandi það að þau hefðu hist í umrætt sinn og þá hafi þau haft kynmök sagði ákærði að þau hefðu alltaf haft kynmök þegar þau hittust. Um það hvort Y hafi verið viðstaddur þetta kvöld sagði ákærði að það gæti verið því hann hefði oft verið hjá sér á þessum tíma. Skýrsla ákærða hjá lögreglu var síðan borin undir hann og staðfesti hann að rétt væri þar eftir sér haft. Vitnið, A, sagðist hafa farið umrætt kvöld til ákærða þar sem hann dvaldi að Z í því skyni að ræða málin og að fá sér þar í glas með honum. Ákærði hefði hins vegar eyðilagt það strax í byrjun með því að byrja að rífast við sig í bílnum á leiðinni þangað. Vegna þessa hafi hún síðan afþakkað að fá sér í glas með ákærða þegar þau komu á staðinn. Vinur ákærða, Y, hafi einnig verið þarna á staðnum en hann hafi lítið tekið þátt í samræðum þeirra. Á einhverjum tímapunkti hafi ákærði síðan farið að æsa sig við hana yfir því að þurfa að sitja inni vegna kæru hennar á hendur honum. Hafi þau þá farið að rífast og síðan hafi það þróast mjög fljótlega út í að ákærði hafi farið að slá hana. Hafi hann síðan barið hana með einhverjum hléum alla nóttina. Hafi hann barið hana nokkrum sinnum inni í svefnherberginu. Hafi hún reynt að verja andlit sitt með því að leggjast á grúfu og hafi það gerst nokkrum sinnum um nóttina. Hún minntist þess einnig að hafa staðið við hurð í íbúðinni. Hafi hann þá slegið hana fast högg í andlitið og hún þá skollið með ennið í vegginn. Vitnið sagði að hún hefði orðið vör við að Y hefði einhvern tímann um nóttina skroppið frá því hann hefði kallað að hann væri að fara. En hún hafi einhvern tímann síðar um nóttina orðið vör við að hann var kominn aftur á staðinn. Taldi hún að Y hefði alla vega orðið vitni að einhverju af því sem þarna gerðist á milli hennar og ákærða umrædda nótt. Aðspurð hvort hún hafi reynt að komast burtu frá ákærða sagði vitnið að það væri ekki um slíkt að ræða þegar ákærði væri annars vegar. Undir lok næturinnar hafi ákærði síðan læst herbergisdyrunum þannig að hún hafi ekki komist út. Hann hafi síðan eitthvað róast í kjölfarið og hafi hann þá fallist á að hún fengi að fara heim til sín. Hafi þau síðan safnað dótinu hennar saman sem ákærði hefði verið búinn að dreifa út um alla íbúð. Hafi hún þá farið beint til E, vinkonu sinnar. Sagðist vitnið ekki hafa þorað strax að segja E frá hvað raunverulega hefði gerst vegna þess að hún hafi skammast sín fyrir að hafa farið að hitta ákærða. Vitnið, E, skýrði frá því að A hefði komið heim til hennar í Þ í Kópavogi þann 18. september sl. Hafi hún þá verið mjög illa útlítandi og hafi í raun verið hryllingur að sjá hana. Hafi hún virkað mjög hrædd, beinlínis hrædd um líf sitt. Hafi hún grátið mikið og augljóslega átt mjög erfitt með að tjá sig um hvað gerst hefði. Hafi hún verið mjög bólgin í andliti og á skrokknum. Vitnið sagði að frásögn A af því sem gerst hefði hafi í fyrstu ekki verið alveg skýr. Hún hafi þá sagt að ákærði hafi komið í heimsókn í íbúðina að Z þar sem hún hefði þá verið stödd og að ákærði hefði ráðist þar á hana. Hún hafi síðan dvalið hjá vitninu til að jafna sig fram eftir degi. A hafi hins vegar ekki viljað leita til læknis eða fara á sjúkrahús vegna áverka sinna og hafi hún sagst ekki þora það. Vitnið, Y, kvaðst í fyrstu lítið muna eftir því sem gerðist umrædda nótt. Sagði hann að í byrjun kvöldsins hafi þau setið saman við spil. Ákærði og A hafi síðan eitthvað byrjað að deila vegna kærumáls sem hafi verið í gangi. Kvaðst vitnið síðan lítið muna hvað gerðist. Aðspurður hvort eitthvert ofbeldi hafi verið haft í frammi þessa nótt sem hann hafi orðið vitni að sagði hann að erfitt væri fyrir sig að muna eftir þessu, eitthvert ofbeldi hefði verið í gangi. Aðspurður hver hefði beitt ofbeldi í umrætt sinn sagðist vitnið ekki geta eða vilja tjá sig um það. Vegna tregðu vitnisins á að svara spurningum um atburðinn fór sækjandi fram á við dómara að ákærði yrði beðinn um að víkja úr dómsal þar sem augljóst væri að hann hefði áhrif á vitnið með nærveru sinni. Tók dómari undir þá ósk sækjanda og féllst ákærði á að víkja úr dómsal á meðan yfirheyrslur héldu áfram yfir vitninu. Eftir að ákærði vék úr dómsal skýrði vitnið frá því að ákærði hefði í umrætt sinn verið verulega undir áhrifum áfengis. Hann hefði kastað húsgögnum í veggi og ryskingar og átök hafi verið í gangi á milli þeirra og hafi þau átt sér stað bæði inni í stofu þar sem hann var sjálfur staddur og eins inni í svefnherberginu. Hafi ákærði slegið A einhver högg en ekki endilega svo föst. Kvaðst vitnið hafa eitthvað farið síðan út á meðan á þessu stóð en komið svo aftur. Sagðist hann hafa séð ryskingar og átök þeirra í milli inni í stofunni og dyrnar inni í svefnherbergið hafi ekki verið lokaðar svo hann hafi líka skynjað að þar væru átök í gangi. Hann hafi þó ekki endilega séð átökin inni í svefnherberginu heldur frekar heyrt að þau ættu sér stað. Vitnið kvaðst ekki hafa sérstaklega séð einhverja áverka á A þessa nótt. Niðurstaða. Vísað er til vitnisburðar A, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, um atburði þá sem hér um ræðir. Hún lýsti því að barsmíðar ákærða gagnvart henni hafi staðið lengi yfir, líklega um fimm klukkustundir. Hafi þetta verið fjölmörg hnefahögg í andlit hennar, bak og víðar. Hafi barsmíðarnar aðallega átt sér stað inni í svefnherberginu og hafi hún reynt að verjast með því að leggjast á grúfu í rúmið. Mundi hún sérstaklega eftir einu höggi sem ákærði hefði slegið hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún skall utan í vegg herbergisins. Hún lýsti því að dyrnar hefðu verið opnar og hafi Y, vinur ákærða, því væntanlega orðið vitni að þessum árásum ákærða. Vitnið, Y, lýsti því að ákærði hefði fleygt húsgögnum í veggi, ryskingar hafi átt sér stað á milli ákærða og A og að ákærði hefði slegið hana einhver högg. Hafi þessi átök átt sér stað bæði inni í stofu og í svefnherberginu. Vitnið, E, vitnaði um ástand A þegar hún kom frá ákærða. Lýsti vitnið hræðslu hennar, slæmu andlegu ástandi og áverkum í andliti og á skrokknum. Í vottorðum lækna sem skoðuðu A tveimur dögum eftir árásina kemur og fram lýsing þeirra á áverkum hennar. Sögðu þeir andlitið hafa verið meira og minna blátt og marið, mar á enni, báðum kinnum og kring um munn, á báðum handleggjum frá handarbökum og upp úr og einnig mar á baki á milli herðablaða. Eins hafi hún verið með glóðarauga á báðum augum. Er það mat dómsins að vitnisburður þeirra A og Y hafi verið mjög trúverðugur en framburður ákærða að sama skapi ótrúverðugur. Telur dómurinn að með vitnisburðum þeirra tveggja, vitnisburði E og gögnum málsins að öðru leyti, varðandi ástand og áverka A, sé fram komin sönnun um að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir og þar telst rétt heimfærð til refsiákvæða. Refsiákvörðun og skaðabætur. Ákærði hefur frá árinu 1991 hlotið 23 refsidóma fyrir ýmiss konar afbrot og telst því vanaafbrotamaður. Hann hefur í fjölmörg skipti verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og fjórum sinnum áður hefur hann hlotið dóma fyrir líkamsárásir. Þann 23. september 2004 staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 5. mars 2004 þar sem ákærða var gert að sæta fangelsi í 3 ár og 6 mánuði fyrir frelsissviptingu, nauðgun, eignaspjöll og þjófnað. Beindust ofbeldisbrot ákærða í því máli gegn fyrrum sambýliskonu hans og barnsmóður, A, sem einnig er brotaþoli vegna ofbeldisbrota ákærða í þessu máli. Með dómi uppkveðnum í mars 2003 var hann og dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn A. Hafa fyrrgreindir héraðsdómar ítrekunaráhrif á brot hans samkvæmt ákæru dags. 18. janúar 2005. Ákærði var dæmdur fyrir auðgunarbrot í fjögurra mánaða fangelsi 7. apríl 2000 og tveggja mánaða fangelsi þann 2. október sama ár. Hafa dómar þessir, ásamt fyrrgreindum héraðsdómi þann 5. mars 2004, ítrekunaráhrif á þjófnaði hans 9. júní og 23. júlí 2004, sbr. ákæru dags. 24. ágúst 2004. Samkvæmt þessu verður refsing ákærða ákveðin með vísan til 71. gr., 72., 77., 218. gr.a og 255. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða eru framin eftir að ákærði hafði verið dæmdur til þungrar refsingar í héraðsdómi, meðal annars fyrir gróft ofbeldi gegn A. Eru brot hans ófyrirleitin og sýna einbeittan brotavilja. Þykir refsing hans hæfilega ákvörðuð fangelsi í 2 ár. Ákærði hefur tvívegis áður gerst sekur um ölvunarakstur. Var hann fyrst dæmdur þann 28. febrúar 1995 til að greiða 27.000 króna sekt og að sæta sviptingu ökuréttar í 4 mánuði. Hann gekkst síðan undir 100.000 króna sekt og sviptingu ökuréttar í 2 ár með sátt þann 24. nóvember 1999. Brot ákærða samkvæmt ákærum dagsettum 23. ágúst 2004 og 17. janúar 2005 teljast ítrekuð brot öðru sinni. Með vísan til 101. og 102. gr. umferðarlaga er ákærði því sviptur ökurétti ævilangt frá og með birtingu dóms þessa að telja. A krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða henni 500.000 krónur í miskabætur. Samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 á hún rétt á miskabótum úr hendi ákærða og teljast þær hæfilega ákvarðaðar 300.000 krónur auk vaxta eins og í dómsorði greinir en upphafsdagur dráttarvaxta reiknast frá þeim degi er mánuður var liðinn frá því ákærða var kynnt bótakrafan. Ákærði greiði 60.000 krónur í réttargæsluþóknun til Huldu Elsu Björgvinsdóttur héraðsdómslögmanns, skipaðs réttargæslumanns A. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með taldar 300.000 krónur til Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda ákærða á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Af hálfu ákæruvaldsins var málið flutt af Kolbrúnu Sævarsdóttur, fulltrúa ríkissaksóknara. Ásgeir Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, X, sæti fangelsi í 2 ár. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá og með birtingu dóms þessa að telja. Ákærði greiði A, kt. [...], 300.000 krónur í skaðabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 18. september 2004 til 20. febrúar 2005, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með taldar 60.000 krónur í réttargæsluþóknun til Huldu Elsu Björgvinsdóttur héraðsdómslögmanns, skipaðs réttargæslumanns A, og 300.000 krónur til skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns.
|
Mál nr. 32/2010
|
Kærumál Þinghald Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
|
Ó kærði úrskurð héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu réttargæslumanns brotaþola í sakamáli um að loka þinghöldum í málinu. Málinu var vísað frá Hæstarétti þar sem Ó skorti heimild til kærunnar.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttamaður, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi, skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. janúar 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. janúar 2010, þar sem þinghöldum í málinu nr. S-1064/2009 var lokað. Um kæruheimild vísar Óskar Hrafn til b. liðar 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Hann krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að lokun þinghalda nái aðeins til skýrslugjafar ætlaðs brotaþola í málinu. Málið nr. S-1064/2009, sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, er sakamál þar sem sex menn eru sakaðir um refsiverð brot. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði var hann kveðinn upp að kröfu brotaþola í málinu. Ákæruvaldið hefur krafist staðfestingar hins kærða úrskurðar. Ákærðu hafa ekki látið kærumál þetta til sín taka. Talið verður að skilyrði fyrir rétti til að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar samkvæmt 192. gr. laga nr. 88/2008 sé að sá sem kærir hafi átt í héraði aðild að þeim ágreiningi sem úrskurður lýtur að. Óskars Hrafns Þorvaldssonar er hvergi getið í gögnum um meðferð málsins í héraði og hefur hann raunar ekki í kæru einu sinni freistað þess að gera grein fyrir því hvernig hann tengist því sakarefni sem úrskurðað var um, þótt ráða megi af kærunni að fyrir honum vaki að tryggja fjölmiðlum aðgang að þinghöldum í málinu. Samkvæmt þessu skortir Óskar Hrafn heimild til kærunnar og verður málinu því vísað frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 112/2016
|
Kærumál Innsetningargerð Börn
|
K og M voru í sambúð hér á landi frá árinu 2004 og fæddist dóttir þeirra í október 2013. M fluttist til Póllands í nóvember 2013 en K fór þangað ásamt dóttur þeirra í apríl 2014 og dvaldist þar í tæpt ár áður en þær mæðgur sneru aftur til Íslands. Í málinu leitaði M eftir því að fá barnið afhent sér með beinni aðfarargerð, en með því yrði aflétt ólögmætu ástandi, sem hann taldi K hafa komið á með því að fara með og halda barninu á Íslandi. Samkvæmt atvikum máls og samskiptum aðila varð ekki séð að dvöl K og barnsins í Póllandi hefði átt að vera tímabundin og var því litið svo á að barnið hefði verið búsett í Póllandi í skilningi laga nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. þegar K fór með hana aftur til Íslands. Með hliðsjón af gögnum sem bárust frá pólskum stjórnvöldum var ekki annað ráðið en að brottför K með dóttur sína frá Póllandi hefði verið brot á forsjárrétti í skilningi 5. gr. Haagsamningsins, sem K naut samkvæmt pólskum lögum og þar með ólögmæt eftir ákvæði 3. gr. samningsins. En aðilar fóru með sameiginlega forsjá barnsins og ljóst var að M hafði ekki samþykkt að K færi aftur til Íslands með dóttur þeirra. Var því fallist á það með M að beitt yrði úrræðum laga nr. 160/1995 til að aflétta ástandinu. Tekin var til greina krafa M um innsetningargerð hefði K ekki innan tveggja mánaða frá uppsögu dómsins farið með barnið til Póllands eða stuðlað að ferð þess þangað, en ekki var talið að orðalag 1. mgr. 11. gr. laga nr. 160/1995 girti fyrir að barninu yrði ekki skilað með öðru móti en að færa það í hendur M. Var því tekið fram að K gæti eftir atvikum dvalið í Póllandi eins og nauðsyn krefði og farið með umsjá barnsins þar uns lyktir fengjust í forsjárdeilu aðilanna.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, EiríkurTómasson og Karl Axelsson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. febrúar 2016, enkærumálsgögn bárust réttinum á tímabilinu frá 22. sama mánaðar til 22. apríl2016. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. janúar 2016 þar sem hafnaðvar kröfu sóknaraðila um að honum yrði heimilað að fá dóttur málsaðila, A teknaúr umráðum varnaraðila og afhenta sér með beinni aðfarargerð. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr.90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess aðallega að áðurgreind krafa verðitekin til greina án sérstaks frests til aðfarar, en til vara að aðfararfresturverði ekki lengri en 15 dagar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði ogkærumálskostnaðar.Varnaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en tilvara að aðfararfrestur verði hið minnstaþrír mánuðir. Þá krefst hún kærumálskostnaðar.Varnaraðili naut gjafsóknar í héraði en báðir málsaðilar njótagjafsóknar hér fyrir dómi.IMálsaðilar munu hafa verið í sambúð hér á landi frá árinu 2004. Fæddistþeim dóttirin A [...] október 2013. Sóknaraðili flutti til Póllands 20.nóvember 2013 en varnaraðili fór þangað ásamt dóttur þeirra 6. apríl 2014. Þærmæðgur sneru aftur til Íslands 11. mars 2015. Samkvæmt gögnum málsins faraaðilar sameiginlega með forsjá barnsins. Leitaði varnaraðili ekki eftirsamþykki sóknaraðila til að flytja barnið brott frá Póllandi en hún hefur síðandvalið hér á landi með barnið. Í málinu leitar sóknaraðili eftir því að fá barnið afhent sér með beinniaðfarargerð, en með því verði aflétt ólögmætu ástandi, sem hann telur aðvarnaraðili hafi komið á með því að fara með barnið frá Póllandi og halda því áÍslandi. Til stuðnings þessari kröfu vísar hann til ákvæða laga nr. 160/1995 umviðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingubrottnuminna barna o.fl. og samnings um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barnatil flutnings milli landa, sem gerður var í Haag 25. október 1980, svokallaðsHaagsamnings. Málavextir og málsástæður aðilanna eru nánar raktar í úrskurðihéraðsdóms. IISamkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga nr. 160/1995 skal barn, sem flutt erhingað til lands með ólögmætum hætti eða er haldið hér á ólögmætan hátt, afhentþeim sem rétt hefur til þess ef barnið var búsett í ríki, sem er aðili aðHaagsamningnum, rétt áður en það var flutt á brott eða hald hófst. Eins ogréttilega er tekið fram í forsendum hins kærða úrskurðar er þaðgrundvallaratriði í máli þessu að skera úr um hvar barn málsaðila var búsett ískilningi laga nr. 160/1995 þegar varnaraðili fór með það frá Póllandi hingaðtil lands 11. mars 2015. Hugtakið búseta er hvorki skilgreint í Haagsamningnumné lögum nr. 160/1995, en aðildarríki hans hafa hvert um sig svigrúm til aðafmarka hvað felst í hugtakinu. Verður að líta heildstætt á málsatvik þegarleyst er úr því álitaefni. Eins og áður greinir hefur sóknaraðili búið í Póllandi frá nóvember 2013og dvaldi varnaraðili ásamt dóttur þeirra þar í landi í tæpt ár eða frá 6.apríl 2014 til 11. mars 2015. Af gögnum málsins verður auk þess ráðið aðsóknaraðili sagði upp húsnæði sínu hér á landi og flutti búslóð sína tilPóllands, jafnframt því sem hún gerði ráðstafanir til að skrá barnið íleikskóla þar í landi. Skráði hún lögheimili sitt og barnsins í Póllandi, þótthún hafi ekki tilkynnt þjóðskrá á Íslandi um það. Verður samkvæmt þessu og öðrusem fram er komið í málinu um samskipti aðila ekki séð að dvöl varnaraðila ogbarnsins í Póllandi hafi átt að vera tímabundin. Verður því að líta svo á aðbarnið hafi verið búsett í Póllandi í skilningi laga nr. 160/1995 þegarvarnaraðili fór með það aftur til Íslands í mars 2015.Samkvæmt2. mgr. 11. gr. laga nr. 160/1995 er um ólögmæta háttsemi að ræða ef hún brýturí bága við rétt forsjáraðila eða annars aðila, án tillits til hvort hann fereinn með réttinn eða með öðrum til að annast barn samkvæmt lögum þess ríkis þarsem barnið var búsett rétt áður en það var flutt á brott og hlutaðeigandi hafií raun farið með þennan rétt eða hefði farið með hann ef hin ólögmæta háttsemihefði ekki átt sér stað. Í athugasemdum með 11. gr. frumvarps þess sem síðarvarð að lögum nr. 160/1995 kemur fram aðí samningnum sé sá réttur sem brotinn er skilgreindur sem „rights of custody“en hann feli í sér rétt sem varði umönnun barnsins sjálfs og sérstaklega rétttil að taka ákvörðun um búsetu þess. Ákvæðið gæti átt við þótt forsjá værisameiginleg og annar forsjáraðilinn hafi farið með barnið án samþykkis hins,svo framarlega sem sú háttsemi væri ólögmæt samkvæmt lögum búseturíkisins. Viðmat á því hvort ólögmætur brottflutningur eða hald hafi átt sér stað og hverhafi rétt til að fá barnið afhent skuli tekið mið af lögum þess ríkis, þar sembarnið var búsett fyrir brottflutning og úrskurðum dómstóla og stjórnvalda þar.Eru þessar athugasemdir í samræmi við ákvæði 14. gr. Haagsamningsins og þær grundvallarreglur,sem hann er reistur á. Eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar aflaði sóknaraðili að tilhlutanHæstaréttar og með milligöngu innanríkisráðuneytisins nánari skýringa pólskra stjórnvaldaum hvort það samrýmist reglum pólskra laga um sameiginlega forsjá að annaðforeldra, sem slíka forsjá hafi, geti fært barn sitt úr landi án samþykkishins. Af gögnum sem bárust réttinum í kjölfar þessa frá pólskum stjórnvöldumverður ekki annað ráðið en að brottför varnaraðila með dóttur sína frá Póllandihafi verið brot á forsjárrétti í skilningi 5. gr. Haagsamningsins, semsóknaraðili nýtur samkvæmt pólskum lögum og þar með ólögmæt eftir ákvæði 3. gr.samningsins. Eins og áður segir fara aðilar sameiginlega með forsjá barnsins ogljóst er að varnaraðili samþykkti ekki að sóknaraðili færi til Íslands meðdóttur þeirra. Verður því litið svo á að varnaraðili hafi flutt hana fráPóllandi hingað til lands á ólögmætan hátt samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr.160/1995, sbr. 3. gr. Haagsamningsins. IIISamkvæmt þvísem að framan er rakið skal beita úrræðum laga nr. 160/1995 til að aflétta hinuólögmæta ástandi. Á hinn bóginn er í 1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðannaum réttindi barnsins, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganr. 19/2013, svo fyrir mælt að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafaforgang, þar á meðal þegar dómstólar gera ráðstafanir sem varða börn. Samaviðhorf kemur fram í aðfaraorðum Haagsamningsins, sbr. og ákvæði 12. gr. laganr. 160/1995, einkum 2. töluliðar hennar. Ekki hafa verið leiddar líkur að þvíað atvik séu með þeim hætti að gengið verði gegn hagsmunum barnsins þótt hinuólögmæta ástandi verði aflétt. Er þá til þess að líta að samkvæmt 1. mgr. 7.gr. og 2. mgr. 10. gr. samningsins um réttindi barnsins er barni áskilinnréttur til að þekkja báða foreldra sína og njóta umönnunar þeirra og haldapersónulegum tengslum og beinu sambandi við þá, þótt foreldrarnir búi ímismunandi ríkjum. Auk þess er kveðið á um í 19. gr. Haagsamningsins að ekkiskuli litið svo á að í ákvörðun um að skila barni samkvæmt samningnum felistefnisleg úrlausn neins álitamáls varðandi forsjá þess. Þá verður að líta til þess að barnið, sem erá þriðja ári, hefur samkvæmt gögnum málsins að mestu notið umönnunarvarnaraðila frá fæðingu. Verður að telja að andlegri velferð og þroska þessværi viss hætta búin yrði það svipt návist eða umhyggju móður sinnar. Afaðfararorðum Haagsamningsins er sýnt að honum er ætlað að stuðla að því aðbörnum, sem í skilningi hans hafa verið flutt á milli landa á ólögmætan hátt,verði komið til þess ríkis, þar sem þau voru búsett áður en það gerðist. Verðurþeirri skyldu, sem hér greinir og leggja má á varnaraðila á grundvellisamningsins, þannig fullnægt með því að hún fari sjálf með barnið til Póllandseða stuðli á annan hátt að för þess þangað. Þar gæti varnaraðili dvalið eins ognauðsyn krefði og farið með umsjá barnsins svo að síður yrði raskað högum þess,eftir atvikum uns niðurstaða fengist þar í forsjárdeilu aðila. Liggur ekkiannað fyrir en að varnaraðila sé þetta unnt. Ekki eru efni til að telja orðalag1. mgr. 11. gr. laga nr. 160/1995 girða fyrir þetta og leiða til þess aðbarninu verði ekki skilað með öðru móti en að færa það í hendur sóknaraðila.Láti varnaraðili á hinn bóginn ekki verða af því að fara með barnið tilPóllands verður ekki undan því vikist að afhending þess fari fram meðinnsetningargerð á grundvelli laga nr. 160/1995 og Haagsamningsins í samræmi viðkröfu sóknaraðila, sbr. 1. mgr. 13. gr. laganna. Að öllu þessuvirtu verður tekin til greina krafa sóknaraðila um að honum sé heimilt að fá barnaðilanna tekið úr umráðum varnaraðila og afhent sér með innsetningargerð, semfara má fram til fullnustu á skyldu varnaraðila að liðnum tveimur mánuðum fráuppsögu þessa dóms, hafi varnaraðili ekki áður orðið við skyldu sinni á þannhátt, sem áður er lýst.Ákvæðihéraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað verða staðfest. Rétt er aðkærumálskostnaður falli niður, en um gjafsóknarkostnað fyrir Hæstarétti fereins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Sóknaraðila, M, er heimilt að liðnum tveimur mánuðum fráuppsögu þessa dóms að fá barnið, A, tekna úr umráðum varnaraðila, K, og afhenta sér með beinni aðfarargerð hafi varnaraðili ekkiáður farið með barnið til Póllands samkvæmt því sem nánar er mælt fyrir um íforsendum þessa dóms. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnaðog gjafsóknarkostnað eru staðfest.Kærumálskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður málsaðila fyrirHæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar á meðal málflutningsþóknun lögmannaþeirra, 1.000.000 krónur til hvors um sig. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. janúar 2016.Mál þetta, sem tekið var tilúrskurðar 15. janúar 2016, barst dóminum 2. desember s.á. með beiðnisóknaraðila um afhendingu barns á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga nr. 160/1995um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingubrottnuminna barna o.fl. Sóknaraðili er M, [...],[...]. [...], Póllandi. Varnaraðili er K, [...], Reykjavík.Sóknaraðili krefst þessað barn aðila, A, fædd [...] október 2013, verði þegar í stað tekin úr umráðumvarnaraðila og afhent sér með beinni aðfarargerð, hafi því ástandi ekki áðurverið komið í lögmætt horf með flutningi barnsins til Póllands. Til vara erþess krafist að aðfararfrestur verði ekki lengri en 15 dagar. Þá er krafistmálskostnaðar að skaðlausu úr hendi varnaraðila auk virðisaukaskatts ámálflutningsþóknun.Varnaraðili krefst þessað kröfu sóknaraðila verði hafnað. Til vara krefst varnaraðili þess að veitturverði í það minnsta þriggja mánaða aðfararfrestur. Þá krefst varnaraðili þessjafnframt að kveðið verði á um að kæra til Hæstaréttar fresti aðför. Lokskrefst varnaraðili málskostnaðar að skaðlausu að viðbættum virðisaukaskattieins og málið væri eigi gjafsóknarmál.IMálavextirAðilar máls þessa voru í skráðrisambúð hér á landi þegar dóttir þeirra, A fæddist [...]. október 2013. Voru þauþá með skráð lögheimili að [...] í Reykjavík. Varnaraðili hafði þá búið hér álandi frá árinu 1999 og sóknaraðili frá 2004. Munu þau hafa verið í sambúð fráárinu 2004. Sóknaraðili fór til Póllands 20. nóvember 2013 til þess að vinna aðuppbyggingu bifreiðaverkstæðis þar í landi. Heldur sóknaraðili því fram aðaðilar hafi fyrir brottför hans ákveðið í sameiningu að flytjast til Póllandsog stofna þar heimili. Varnaraðili kveður það þó hafa verið alfarið ákvörðunsem sóknaraðili hafi tekið sjálfur og á eigin forsendum. Sóknaraðili kom tilÍslands með ferjunni Norrænu með bifreið og var kominn til Reykjavíkur 1. apríl2014. Varnaraðili hélt svo ásamt dóttur aðila til Póllands 6. apríl 2014 ensóknaraðili fór með Norrænu þremur dögum síðar og var kominn til Póllands 13.apríl 2014. Óumdeilt er að við komuna þangað dvöldust þær mæðgur hjá foreldrumvarnaraðila þar sem íbúð sem sóknaraðili hafði ætlað að útbúa fyrir þau varekki tilbúin. Varnaraðili var hjá foreldrum sínum þar til í lok nóvember,byrjun desember 2014 þegar mæðgurnar fluttu inn til sóknaraðila í nýja íbúð íhúsi sem sóknaraðili hafði reist. Bjuggu aðilar saman í húsnæðinu til lokajanúar 2015 en þá flutti varnaraðili ásamt dóttur aðila að nýju til foreldrasinna. Varnaraðili og dóttir aðila flugu aftur til Íslands 11. mars 2015. Aðila greinir á umaðdraganda þess að varnaraðili kom til Póllands í apríl 2014. Varnaraðiliheldur því fram að hún hafi farið til Póllands til þess að láta á það reynahvort samband aðila gengi upp. Þegar henni hafi orðið ljóst að engin breytingyrði á samskiptum þeirra hafi hún ákveðið að snúa aftur til Íslands.Varnaraðili kveður sóknaraðila hafa vitað af fyrirætlunum hennar um að snúaaftur til Íslands frá Póllandi með dóttur þeirra og hafi hann ekki gertathugasemdir við þær. Sóknaraðili telur hins vegar að varnaraðili hafi fariðfrá Póllandi með dóttur aðila án hans samþykkis eða vitundar og hafi hann fréttum för þeirra mæðgna nokkrum dögum síðar í gegnum vini þeirra. Þá hafivarnaraðili ritað sóknaraðila bréf nokkru seinna þar sem hún hafi útskýrt sínahlið á málinu. Lögmaður varnaraðilaritaði sóknaraðila bréf 17. mars 2015 vegna sambúðarslita aðila og samkomulagsum tilhögun forsjár og greiðslu meðlags. Lýsti varnaraðili þar þeim vilja sínumað hún fengi forsjá dóttur aðila og að sóknaraðili greiddi einfalt meðlag meðhenni. Óskaði varnaraðili eftir því að sóknaraðili gengi að þessum tillögum.Varnaraðili lagði fram beiðni til sýslumanns um breytingu á forsjá 6. júlí2015. Með bréfi 21. september 2015 tilkynnti sóknaraðili sýslumanni að kröfumvarnaraðila væri hafnað og að sóknaraðili hefði krafist afhendingar barnsins ágrundvelli 20. gr. laga nr. 169/1995 og með vísan til 20. gr. þeirra lagaskyldi ekki taka ákvörðun hér á landi um forsjá barnsins fyrr en endanlegákvörðun hefði verið tekin varðandi beiðni um afhendingu. Sóknaraðili óskaði 12.október 2015 eftir atbeina pólska miðstjórnarvaldsins við að fá dóttur sínaafhenta á grundvelli áðurnefndra laga vegna ólögmæts brottnáms hennar fráPóllandi. Innanríkisráðuneytið tók við beiðninni frá pólskum yfirvöldum 3.nóvember 2015 og með bréfi þess 11. nóvember 2015 voru lögmanni sóknaraðilasend öll gögn málsins en áður hafði ráðuneytið gefið varnaraðila kost á að komasínum sjónarmiðum að.Með bréfi til sýslumanns16. október 2015 áréttaði varnaraðili kröfu sína um fulla forsjá yfir dótturaðila og meðlagsgreiðslur úr hendi sóknaraðila. Sýslumaður boðaði tilsáttameðferðar 30. október 2015. Lögmaður varnaraðila ritaðiinnanríkisráðuneytinu bréf 6. nóvember 2015 vegna bréfs ráðuneytisins frá 30.október 2015 vegna beiðni sóknaraðila um afhendingu barns á grundvelli laga nr.169/1995 þar sem því var hafnað að varnaraðili hefði með ólögmætum hætti fariðfrá Póllandi til Íslands með dóttur aðila. Málið var eins og áður erfram komið þingfest 9. desember 2015 og tekið til úrskurðar 15. janúar sl.Málið var endurupptekið fyrr í dag og tekið til úrskurðar að nýju.IIMálsástæður og lagarök sóknaraðilaSóknaraðili byggir á því að súháttsemi varnaraðila að fara með barn aðila frá Póllandi til Íslands teljistólögmætt brottnám barns í skilningi laga nr. 160/1995 um viðurkenningu ogfullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barnao.fl. og Haag-samningsins frá 25. október 1980 um einkaréttarleg áhrif afbrottnámi barna til flutnings milli landa en bæði Ísland og Pólland séu aðilarað samningnum. Sóknaraðili telur aðilafara með sameiginlega forsjá barnsins samkvæmt lögmætri skipan og hafivarnaraðili með brottnáminu komið í veg fyrir að sóknaraðili fengi neytt þeirraréttinda og sinnt þeim skyldum, sem í forsjánni felist, sbr. lög nr. 76/2003 ogskipan forsjármála eftir pólskum lögum. Samþykki beggja foreldra þurfi aðliggja fyrir við flutning barns til annars lands. Brottflutningur og haldvarnaraðila á barninu hér á Íslandi og vera barnsins hérlendis sé ólögmættástand og geri sóknaraðili því kröfu með vísan til 11. gr. laga nr. 160/1995 umað barnið verði tekið úr umráðum varnaraðila og afhent sóknaraðila, verðilögmætu ástandi ekki komið á með öðrum hætti. Barnið hafi átt lögheimili íPóllandi og verið búsett þar í skilningi 1. mgr. 11. gr. laganna, „rétt áður“en hið ólögmæta brottnám hafi átt sér stað, sbr. og 3. gr. Haag-samningsins.Þegar framangreint liggi fyrir beri að dómi sóknaraðila að fallast á afhendingubarnsins nema að við eigi undantekningarákvæði sem fram komi í 1. til 4.tölulið 12. gr. laga nr. 160/1995. Reglur þessar séu undantekningarreglur, þærberi að skýra þröngt og beri sá, sem byggja vilji á því að slíkar aðstæður séufyrir hendi, sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sínum.Af hálfu varnaraðila hafiekki komið fram sérstakur rökstuðningur fyrir beitingu einstakra ákvæðaframangreindra undantekningarreglna og fái sóknaraðili ekki séð að nein þeirrageti átt við. Beiðnin hafi komið fram í tæka tíð af hálfu sóknaraðila þannig að1. töluliður eigi ekki við hér. Ekkert liggi frammi í málinu um að 2. og 3.liður geti átt við. Bent sé á ungan aldur barnsins og verði því ekki lagðar tilgrundvallar skoðanir þess í málinu, hverjar sem þær kunni að vera. Loks sé ekkiunnt að halda því fram, að afhending sé ekki í samræmi við grundvallarreglur umverndun mannréttinda, sbr. 4. tölulið 12. gr. laganna. Nægi í því efni að bendaá íslenska dómaframkvæmd, svo sem dóma Hæstaréttar í málum nr. 109/2011 og369/2015.Sóknaraðili kveðstmótmæla málflutningi varnaraðila að því leyti sem hann fari í bága við eiginmálflutning. Í greinargerð varnaraðila sé því m.a. borið við að dvölvarnaraðila í Póllandi hafi átt að standa í skamman tíma og vera tímabundin.Ýmislegt í gögnum málsins mæli gegn því. Sóknaraðili bendir á að flugmiðarfyrir mæðgurnar til Póllands frá Íslandi hafi aðeins gilt aðra leiðina.Varnaraðili hafi sjálf skráð lögheimili sitt í Póllandi strax við komuna þangaðað [...], [...] og barnið hafi verið skráð með lögheimili að [...], [...].[...] og jafnframt verið fært inn í almannatryggingakerfi Póllands. Þá hafivarnaraðili, að sóknaraðila forspurðum, látið breyta skráðu lögheimilisfangibarnsins, 20. janúar 2015 en hún hafi áfram verið skráð í Póllandi. Sú athöfnsýni, að hún hugði ekki á skamma dvöl í landinu. Ekki skipti máli í þessusambandi hvar í Póllandi barnið hafi verið skráð með lögheimili. Jafnframt séljóst af framlögðu bréfi varnaraðila til sóknaraðila, að hún hugði ááframhaldandi dvöl í Póllandi, meðal annars þar sem hún skýri frá þeim áformumsínum að leggja frekari stund á nám í ljósmyndun og setja á fót starfsemi íþeirri grein í októbermánuði. Í bréfi varnaraðila komi einnig fram viðurkenningá því að hún hafi af ásettu ráði farið með barnið frá Póllandi án vitundar ogsamþykkis sóknaraðila og jafnframt að brottförin hafi komið sóknaraðila áóvart. Varnaraðili hafi dvalið í Póllandi frá 6. apríl 2014 til 11. mars 2015og hafi því ekki verið um skamma dvöl eða tímabundna að ræða. Þá hafi A veriðskráð í leikskóla í Póllandi, sem sjáist meðal annars af tölvupóstsamskiptumaðila.Sóknaraðili mótmælirfullyrðingum varnaraðila um vanrækslu og afskiptaleysi hans í garð barnsins svoog allri málsatvikalýsingu varnaraðila. Sóknaraðili hafi sinnt barninu eins ogkostur hafi verið en mætt mótspyrnu varnaraðila við tilraunir hans til að hafaumgengni við barnið. Hún hafi reynt að koma í veg fyrir umgengni hans ogsamband við barnið og hreytt í hann ókvæðisorðum, klám- og blótsyrðum, jafnvelað viðstöddu barninu. Jafnframt hafi hann orðið þess var að hún hafi reynt aðkoma inn hjá barninu og innræta því andúð í sinn garð. Hafi samskipti barnsinsvið föður verið takmörkuð meira en æskilegt hefði verið sé ástæðan eingönguþvermóðska móðurinnar og viðleitni hennar til að stía feðginunum í sundur ogkoma í veg fyrir samband þeirra. Sóknaraðili telur ástæðu þessa sennilega verafæðingarþunglyndi sem hafi hrjáð móðurina og ágerst með tímanum í stað þess aðdvína. Sóknaðili kveðst hafa fyrir sér hennar orð og álit lækna í þessu efni.Þetta hafi nú verið staðfest af varnaraðila sjálfri. Valdi þessi staðreyndáhyggjum sóknaraðila um velferð dóttur sinar í umráðum móðurinnar.Sóknaraðili kveðst aldreihafa slitið sambúð við varnaraðila formlega og þótt hann hafi tilkynnt flutningúr landi á sínum tíma, en eftirlátið varnaraðila að tilkynna um flutningmæðgnanna, hafi það verið gert til að komast hjá tvöfaldri skattheimtu svo ogtil að uppfylla ósk varnaraðila um að fá að njóta fæðingarorlofs á Íslandi. Írauninni hafi sóknaraðili farið að ráðum varnaraðila í þessu efni. Förin tilPóllands hafi verið sameiginleg ákvörðun og eins og ljóst sé af gögnum málsinshafi sóknaraðili lagt sig fram við að búa fjölskyldunni eins góðar aðstæður oghugsast gat með dugnaði sínum og ráðdeild, þótt varnaraðili vilji nú færa honumeinmitt það til ámælis.Sóknaraðili bendir á aðtil þess bær yfirvöld eða dómstólar í Póllandi eigi að fjalla um aðstæðurbarnsins hér á landi, tengsl þess við foreldra og umgengni við þá. Þar beri aðmeta, hvernig og hvar hagsmunum barnsins sé best borgið. Forsjárákvörðun verðiekki tekin fyrr en niðurstaða afhendingarmáls liggi fyrir. Vísar sóknaraðilihvað þetta varði meðal annars til dóms Hæstaréttar í máli nr. 309/2015. Þá sévísað til 3. mgr. 36. gr. og 2. mgr. 68. gr. barnalaga nr. 76/2003. Allanágreining um forsjá beri því að leysa í Póllandi.Sóknaraðili telur óþarftog andstætt hagsmunum barnsins að draga málið enn á langinn með þriggja mánaðaaðfararfresti og því sé þess krafist að fresturinn verði ekki lengri en 15dagar. Þá hafnar sóknaraðili þeirri málsástæðu varnaraðila, sem fram hafi komiðvið munnlegan flutnings málsins, að sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á hvertværi inntak sameiginlegra forsjár í Póllandi, sem of seint fram kominni.Með vísan til allsframagreinds telur sóknaraðili að fallast beri á kröfu hans um afhendingubarnsins.IIIMálsástæður og lagarök varnaraðilaVarnaraðili byggir kröfu sína í fyrsta lagi á því að lagaskilyrðum fyrir kröfu sóknaraðilaí málinu sé ekki fullnægt. Enn fremur byggir varnaraðili á því að jafnvel þóttkomist verði að þeirri niðurstöðu að um ólögmætt brottnám hafi verið að ræða þásé skilyrðum fyrir því að synja um afhendingu barns fullnægt. Að lokum byggirvarnaraðili á meginreglum barnalaga um hagsmuni barnsins.Af hálfu varnaraðila er áþví byggt að frumskilyrðum 11. gr. laga nr. 160/1995 sé ekki fullnægt í málinu.Varnaraðili og dóttir hennar hafi verið búsettar á Íslandi allt frá fæðingu A,þrátt fyrir að hafa farið tímabundið til Póllands. Því hafi ekki verið umólögmætt brottnám að ræða þegar þær mæðgur ferðuðust aftur heim til Íslandseftir tímabundna dvöl í Póllandi, í byrjun árs 2015, enda hafi sóknaraðili velvitað af þeim áætlunum og ekki staðið í vegi fyrir þeim. Staðreyndin sé sú aðvarnaraðili hafi verið búsett á Íslandi í sextán ár og hún sé löngu farin aðlíta svo á að hennar heimili sé hér á landi. Þá hafi allt frá fæðingu dótturhennar og sóknaraðila staðið til að ala barnið upp á Íslandi. Varnaraðili bendir á aðsóknaraðili hafi einn tekið ákvörðun um að flytja til Póllands og það hafi hanngert á eigin forsendum og með eigin hagsmuni í huga. Varnaraðili hafi ferðasttímabundið til Póllands í því skyni að kanna hvort samband þeirra gæti gengiðef þau væru bæði á sama tíma í sama landi. Um hafi verið að ræða tímabundnadvöl í Póllandi í framangreindu skyni, þ.e. til að mæta sóknaraðila. Skráningdóttur aðila inn í Pólland hafi einvörðungu verið gerð til að koma henni inn ísjúkratryggingakerfið þar í landi. Varnaraðili og dóttir hennar hafióumdeilanlega minni tengsl við Pólland en Ísland. Sóknaraðila hafi máttvera fullljóst á hvaða forsendum þær mæðgur komu út til Póllands. Varnaraðilileit aldrei svo á að með því að fara til Póllands væri hún búin að afsala sérrétti til þess að taka sjálf ákvörðun um að snúa aftur heim til Íslands meðdóttur sína ef í ljós kæmi að sambandinu væri ekki bjargandi líkt og komið hafiá daginn. Hafnar varnaraðili því að þau atriði sem sóknaraðili tefli fram tilmarks um að dvöl þeirra í Póllandi hafi átt að vera til langframa en ekkitímabundin eigi að leiða til þess að á kröfu hans verði fallist. Varnaraðilitelur að þetta verði að skoða og meta með hliðsjón af aðstæðum og atvikum öllumí málinu og tilgangi fararinnar. Tímabundin för þeirra mæðgna til Póllands geriþað ekki að verkum að þær teljist hafa tekið upp búsetu í Póllandi. Þá kom fram við munnleganflutning málsins að yrði búsetuskilyrðið talið uppfyllt í málinu hefðisóknaraðili ekki sýnt fram á hvert væri inntak sameiginlegrar forsjár íPóllandi. Því væri ósannað að um brot á slíkum rétti væri að ræða.Komist dómari, þráttfyrir framangreind sjónarmið, að þeirri niðurstöðu að um ólögmætt brottnámbarns sé að ræða í skilningi 11. gr. laga nr. 160/1995 beri að mati varnaraðilaað hafna kröfu gerðarbeiðanda þar sem 12. gr. laganna standi í vegi fyrir þvíað hún geti náð fram að ganga. Dóttir aðila sé réttrúmlega tveggja ára gömul. Hún sé í leikskóla hér á landi þar sem henni líðivel, eigi góða vini og þekki starfsfólkið vel. Til viðbótar eigi hún aðra vinihér á landi, börn vinafólks varnaraðila, sem hún þekki og leiki sér við. Fráfæðingu hafi varnaraðili verið hennar eini umönnunaraðili. Stúlkan sé ung ogmjög háð móður sinni, varnaraðila. Hún sé í föstu og mjög stöðugu og góðuumhverfi hér á landi. Afhending á barninu til sóknaraðila gæti því orðiðbarninu sérstaklega skaðleg vegna þess álags sem aðskilnaður frá móður ogflutningur til föður myndi hafa í för með sér. Þá megi ætla með hliðsjón afatvikum máls að barnið yrði með flutningi sett í óbærilega stöðu.Að lokum og til viðbótarvið framangreindar málsástæður byggir varnaraðili kröfu sína á meginreglubarnaréttar um það sem barni sé fyrir bestu. Vísað sé til þeirrar meginreglu íaðfaraorðum Haag-samningsins. Þá sé regluna að finna í 3. gr. samnings Sameinuðuþjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálanum) og 2. mgr. 1. gr. barnalaganr. 76/2003. Verði ekki fallist ákröfur varnaraðila sé þess krafist að aðfararfrestur verði ákveðinn þrírmánuðir og enn fremur að kæra til Hæstaréttar fresti aðför skv. heimildum í 5.gr. og 3. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989. Ljóst sé að afhending, ef á hanaverður fallist, muni fela í sér gríðarlega röskun á högum barnsins og því réttað veittur verði frestur til að undirbúa flutning og takmarka þá röskun eftirföngum. Barnið sé sem stendur í stöðugu umhverfi hér á landi og því engin bráðhætta búin þannig að beita þurfi svo harkalegum aðferðum sem innsetning barnsán tafar sé. IVNiðurstaðaÍ máli þessu krefst sóknaraðili þessað fá afhenta stúlkuna A, sem er fædd hér á landi [...] október 2013, úrumráðum varnaraðila á grundvelli laga nr. 160/1995 um viðurkenningu ogfullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barnao.fl., sbr. samning um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings millilanda sem gerður var í Haag 25. október 1980 (Haag-samningurinn).Samkvæmt 1. mgr. 11. gr.laga nr. 160/1995 skal barn, sem flutt er hingað til lands með ólögmætum hættieða er haldið hér á ólögmætan hátt, afhent þeim sem rétt hefur til þess efbarnið var búsett í ríki, sem er aðili að Haag-samningnum, rétt áður en það varflutt á brott eða hald hófst. Í málum af þessu tagi verður því að sýna fram áað skilyrðinu um ólögmæti sé fullnægt. Þannig verður barn sem dvelst á Íslandiekki afhent til ríkis sem er aðili að Haag-samningnum nema barnið hafi veriðbúsett í því ríki rétt áður en það var flutt burt eða hald hófst. Það er þvígrundvallaratriði í máli þessu að skera úr um hvar stúlkan var búsett ískilningi laga nr. 160/1995 áður en meint ólögmætt brottnám hófst en um það erágreiningur með aðilum. Nánar tiltekið heldur sóknaraðili því fram að lítaverði svo að stúlkan hafi verið búsett í Póllandi er varnaraðili fór með hanatil Íslands 11. mars 2015 með ólögmætum hætti, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 160/1995.Varnaraðili mótmælir því alfarið að stúlkan hafi verið þar búsett, heldur hafihún búsetu á Íslandi og dvöl hennar í Póllandi aðeins verið tímabundin vegnasérstakra aðstæðna.Hugtakið búseta (e.habitual residence) er ekki skilgreint í Haag-samningnum eða í lögum nr.160/1995. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi með lögunum segir að samningsríkihafi svigrúm til að afmarka hvað felist í hugtakinu með hliðsjón af löggjöfsinni og því sé eðlilegast að skýra hugtakið með sama hætti og föst búseta í 2.mgr. 1. gr. laga nr. 21/1990 um lögheimili. Það sé einnig í samræmi viðathugasemdir við 32. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, um skýringu áhugtakinu í þeirri grein. Byggt sé á þessari skýringu hugtaksins í þeim ákvæðumfrumvarpsins sem það birtist. Samkvæmt framansögðu hefur það þýðingu hvort barnhefur lögheimili hér á landi. Ljóst er þó að dómstólar hafa í málum af þessutagi litið heildsætt á atvik og ýmis önnur atriði en lögheimili koma til álitaþegar búsetuskilyrðið er metið. Í máli þessu háttar svotil að gögn þess um lögheimili verða ekki talin ein og sér geta ráðið þvíhvernig meta skuli búsetu stúlkunnar. Af því sem fram er komið í málinu virðistsem báðir aðilar hafi alla tíð verið skráðir með lögheimili í Póllandi þráttfyrir að sóknaraðili hafi verið hér á landi frá 2004 og varnaraðili frá árinu1999. Þá hafi þau einnig verið til margra ára með lögheimili hér á landi. Þáhefur stúlkan A alla tíð verið með skráð lögheimili hér á landi og að því ervirðist einnig í Póllandi frá því í apríl 2014 til mars 2015. Leiðir þettaóhjákvæmilega til þess að líta verður til ýmissa annarra atriða við mat ábúsetuskilyrði laganna. Þá verður að hafa í huga að mál af þessu tagi eru mjögatviksbundin og því verður að mati dómsins að horfa á forsögu málsins,málsatvik og aðstæður allar í heild þegar búsetuskilyrðið er metið. Af gögnum verður ráðið aðmálsaðilar bjuggu saman hér á landi frá árinu 2004 og voru í skráðri sambúð erdóttir þeirra fæddist í október 2013. Eins og áður er komið fram mun sóknaraðilihafa komið hingað til lands á árinu 2004 en varnaraðili á árinu 1999 og hafaþau bæði haft hér atvinnu og lögheimili til lengri tíma. Bæði hafa þauíslenskan ríkisborgararétt og það á einnig við um dóttur þeirra A þótt ekkihafi það úrslitaáhrif fyrir niðurstöðu máls þessa. Fram er komið í málinu og eróumdeilt að skömmu eftir fæðingu A [...] október 2013 fór sóknaraðili tilPóllands til að setja þar á stofn bifreiðaverkstæði en hann hafði fengið styrkfrá Evrópusambandinu til að koma á laggirnar eigin fyrirtæki. Mun hann hafafarið af landinu í nóvember 2013 og dvalið yfir jól og áramót í Póllandi.Varnaraðili var því ein hér á landi með dótturina. Varnaraðili var þá ífæðingarorlofi sem skyldi ljúka í október 2014. Sóknaraðili mun hafa skráð sigúr sambúðinni hér á landi fyrri hluta árs 2015 en á þeim tíma var hann, eins ogáður sagði, fluttur af landi brott en ekki hafði verið ákveðið um tilhögunforsjár og greiðslu meðlags með dóttur aðila.Samskipti aðila fráársbyrjun 2014 og fram í byrjun apríl það ár munu hafa farið fram á „skype“.Varnaraðila mun á þeim tíma hafa verið farið að renna í grun að brestir værukomnir í samband aðila og hafi hún því viljað fara til Póllands til að freistaþess að bæta samband þeirra og sjá hvort þau gætu verið ein fjölskylda eins oghugur hennar stóð til. Hafi hún farið út til Póllands í þessu skyni í apríl2014 og ætlað sér að dvelja þar í þessum tilgangi uns fæðingarorlofi henni lykií október 2014. Er út var komið hafi komið í ljós að húsnæði það semsóknaraðili hafði ætlað þeim var ekki tilbúið. Hún kveðst ekki hafa getað boðiðnokkurra mánaða dóttur þeirra upp á hálfklárað húsnæði og því ákveðið að dveljahjá foreldrum sínum sem voru í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá heimilisóknaraðila. Samskipti sóknaraðila við hana og dóttur þeirra hafi verið meðþeim hætti að sóknaraðili kom einu sinni í viku eða svo til að heimsækja þær enstundum hafi liðið lengur á milli heimsókna. Þegar liðið hafi á dvölina hafihún áttað sig á því að sóknaraðili virtist hafa lítinn sem engan tíma fyrir þærmæðgur og að því er virtist lítinn vilja til að hitta þær og bæta samskiptinvið hana. Dregist hafi um nokkra mánuði að klára húsnæðið og í desember 2014hafi hún flutt í íbúðina og verið þar yfir jól og áramót. Fljótlega hafi hún þóáttað sig á því að samband þeirra gengi ekki og flutti hún aftur til foreldrasinna í janúar 2015. Hún hafi svo farið aftur til Íslands 11. mars sama ár þarsem ljóst væri að þau gætu ekki lifað saman sem fjölskylda og átt sameiginlegtlíf saman. Þótt samskiptin við sóknaraðila hafi verið mjög stopul á þessum tímahafi sóknaraðila verið fullkunnugt um þetta enda hafi liðið margar vikur fráþví að hún fór af heimilinu í janúar þar til hún fór af landi brott. Þá hafiliðið langur tími frá því að hann hafi krafist afhendingar barnsins en það hafiekki verið fyrr en hún krafði hann um meðlag og þá hafi hún verið búin að verahér á landi í marga mánuði. Varnaraðili kveðst enganveginn hafa litið svo á að með því að fara út til Póllands í því skyni aðfreista þess að bæta samskipti þeirra og gera úrslitatilraun til þess að þaunæðu saman á ný hefði hún fyrirgert rétti sínum til að flytja til Íslands þarsem hún hafði búið frá árinu 1999, liti á sem sitt heimili, ætti þar vini ogkunningja og umfram allt hefði þar fasta atvinnu. Um tímabundna tilraun afhennar hálfu hafi verið að ræða en ekki búferlaflutninga í neinum skilningi.Allar ráðstafanir og viðbrögð hennar verði að skoða í þessu ljósi.Þessu hefur verið neitaðaf hálfu sóknaraðila og á því byggt að allt bendi til þess að þau hafi ákveðiðað flytja búferlum til Póllands. Ekki hafi verið um „stutta heimsókn“ íPóllandi að ræða og „ekki tjaldað til einnar af nætur“ af hálfu varnaraðilaenda hafi hún sagt upp leigusamningi um íbúð er í gildi var á þeim tíma og þauhafi í sameiningu farið með búslóð sína til Póllands. Búseturíkið hafi þvíverið Pólland og því hafi varnaraðili farið með ólögmætum hætti til Íslands ímars 2015, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 160/1996. Þessu hefur varnaraðilimótmælt og gefið þær skýringar að vegna kostnaðar hafi henni ekki reynst unntað leigja íbúð á meðan hún væri í Póllandi og auk þess hefði hún ekki vegnakostnaðar getað leigt geymsluhúsnæði undir dótið þeirra. Hluti af umræddribúslóð hafi verið hlutir sem fylgdu umönnun barnsins og því eðlilegt að farameð þá með sér til Póllands. Þá bendir varnaraðili á að hún hafi verið ífæðingarorlofi á þessum tíma sem hafi átt að ljúka í október 2014 en þá hafihún ætlað að snúa heim. Dvölin hafi hins vegar lengst enda hafi liðið margirmánuðir þar til húsnæðið sem sóknaraðili var að standsetja vegna mæðgnanna vartilbúið. Þau hafi ekki flutt saman fyrr en í desember 2014 en hún hafði komiðút til að vera með sóknaraðila í apríl 2014. Dvölin hafi því teygst í annanendann vegna atvika sem vörðuðu sóknaraðila. Þá bendir varnaraðili á að hérhafi hún fasta atvinnu og er heim var komið og fæðingarorlofi var lokið hafihún hafið störf í sinni gömlu vinnu að nýju. Hún hafi því ekki sagt upp atvinnusinni enda ætlaði hún sér alltaf að koma heim til Íslands aftur. Dómurinn telur engaástæðu til að draga framburð varnaraðila í efa hvað varðar aðdraganda að förhennar til Póllands enda fær hann stoð í gögnum málsins. Sóknaraðili gaf ekkiskýrslu fyrir dóminum.Dómurinn telur þegarlitið er til aðdraganda að för varnaraðila til Póllands, hvernig dvöl hennarþar var háttað og aðstæður þar voru, auk annarra atvika, t.d. hvað varðaratvinnu hennar hér á landi og forsögu málsins, að margt bendi til þess að veravarnaraðila í Póllandi hafi verið tímabundin ráðstöfun til að freista þess aðbjarga sambandi aðila en að ætlun hennar hafi verið að koma aftur hingað tillands.Þótt ýmis önnur atriðisem sóknaraðili hefur, auk þess sem áður er getið, talið vera til marks um aðum varanlega flutninga til Póllands hafi verið að ræða, eins og það að farmiðarhafi einungis verið keyptir aðra leiðina, ráðstafanir vegna leikskólaplássfyrir stúlkuna í Póllandi og að hugur varnaraðila hafi staðið til að leggjastund á nám í ljósmyndun í Póllandi og setja á fót starfsemi í því fagi, kunniað styðja það að fyrirætlan aðila hafi verið að dveljast um nokkurn tíma íPóllandi telur dómurinn þó að þetta verði að skoða í ljósi atvika málsins íheild, forsögu þess og þess sem rakið er um samband aðila og aðdragandann aðför hennar til Póllands. Verður því með hliðsjón af þessu ekki talið aðáðurnefnd atriði ráði úrslitum um eða leiði nægilega líkur að því aðvarnaraðili hafi flust til Póllands með framtíðardvöl þar í huga. Þegar allt framangreinter virt, þ.e. að ósannað er að ætlun varnaraðila hafi verið að flytja alfariðbúferlum til Póllands, að ekkert bendir til þess að aðilar hafi ákveðið ísameiningu að dvöl þeirra beggja hér á landi væri lokið eða að þau hafisammælst um að flytja bæði alfarið búferlum til Póllands, að varnaraðili virðistsjálfur hafa tekið ákvörðun um eigin búferlaflutning og á eigin forsendum, aðstúlkan A hefur alla tíð verið með lögheimili hér á landi, sbr. 1. gr. laga nr.21/1990 um lögheimili, þrátt fyrir tímabundna lögheimilisskráningu í Póllandi,að aðilar hafa búið hér og starfað í fjöldamörg ár, hún frá 1999 og hann frá2004, og að stúlkan hefur verið meirihluta sinnar stuttu ævi á Íslandi og er núhér í leikskóla, verður að líta svo á að hún hafi verið og sé búsett á Íslandien ekki í Póllandi, enda hafi einungis verið um skamma, tímabundna dvöl hennarað ræða þar í landi vegna aðstæðna sem þegar hefur verið lýst. Er því ekki umað ræða ólögmætt brottnám barns í skilningi laga nr. 160/1995 og úrræði í þeimlögum eiga því ekki við hér. Auk alls ofangreinds verðurekki fram hjá því litið að stúlkan A hefur alfarið verið í umsjá móður sinnar,bæði hér á landi og meðan á dvöl þeirra í Póllandi stóð, og hversu ung hún er.Þá bendir ýmislegt til þess að hún hafi ekki umgengist föður sinn eðaföðurfjölskyldu sína að nokkru ráði og ekkert bendir til þess að stúlkan hafifest rætur í Póllandi. Þá verður heldur ekki fram hjá því litið að sóknaraðilihófst ekki handa við að krefjast afhendingar barnsins fyrr en í október 2015 enþá hafði varnaraðili verið hér á landi frá því í mars 2015. Mun honum þó hafaverið kunnugt um brottför þeirra mæðgna frá því seinni partinn í mars 2015. Af aðfararorðumHaag-samningsins sést að honum er ætlað að stuðla að því að börnum sem hefur ískilningi samningsins verið haldið á ólögmætan hátt, verði skilað til þessríkis þar sem þau voru búsett áður en það gerðist. Byggir samningurinn á því aðyfirvald í búsetulandi barns skuli fjalla um og taka ákvörðun um hver séréttmætur forsjáraðili. Þar sem telja verður að Ísland sé það ríki þar sem stúlkanA var búsett, er móðir hennar fór með hana frá Póllandi, verður ekki mælt fyrirum að barninu verði skilað til Póllands. Verður því þegar af þeirri ástæðu aðhafna kröfu sóknaraðila, eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Því koma ekkitil skoðunar önnur atriði er aðilar máls þessa hafa tekist á um fyrir dóminum. Þrátt fyrir niðurstöðumálsins þykir rétt að málskostnaður milli aðila í máli þessu falli niður.Innanríkisráðherra veitti varnaraðila gjafsókn 12. janúar sl., og er húntakmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Gjafsóknarkostnaður varnaraðilagreiðist því úr ríkissjóði. Þóknun lögmanns hennar þykir hæfilega ákveðin, meðhliðsjón af tímaskýrslu og umfangi máls, 750.000 krónur, að meðtöldumvirðisaukaskatti. Hólmfríður Grímsdóttirhéraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 21.desember 2015. Ú R S K U R Ð A R O R Ð:Kröfu sóknaraðila, M, umað stúlkan A, verði tekin með beinni aðfarargerð úr umráðum varnaraðila, K, ogafhent sóknaraðila, er hafnað.Málskostnaður milli aðilafellur niður.Gjafsóknarkostnaðurvarnaraðila greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hennar, ElínarHrefnu Ólafsdóttur hdl., 750.000 krónur.
|
Mál nr. 451/2006
|
Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi
|
Kröfu L um að X sætti áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 var hafnað þar sem óútskýrður dráttur hafði orðið á því að ákæra væri gefin út á hendur honum.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. ágúst 2006, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 15. ágúst 2006, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 12. september 2006 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að skotárás 21. júní 2006 við [...] í Hafnarfirði og tilraun til brennu á sama stað aðfararnótt næsta dags; frá 22. júní 2006 á grundvelli a. liðar 103. gr. laga nr. 19/1991, en frá 5. júlí 2006 á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laganna sbr. dóm Hæstaréttar 7. júlí 2006 í máli nr. 362/2006. Með þeim dómi var styttur sá gæsluvarðhaldstími sem héraðsdómur hafði ákveðið. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en taka hefði mátt ákvörðun um ákæru á þeim tíma sem þar var ákveðinn. Af hálfu sóknaraðila hefur ekki verið gefin skýring á þeim drætti sem orðið hefur á meðferð málsins að þessu leyti og þau rannsóknargögn sem aflað hefur verið á þessu tímabili, síðast 2. ágúst 2006, réttlæta hann ekki. Við svo búið verður ekki fallist á kröfu sóknaraðila um frekari framlengingu á gæsluvarðhaldi varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
|
Mál nr. 270/2001
|
Kærumál Nauðungarsala Veðskuldabréf Aðild Lögvarðir hagsmunir Meðalganga Frávísun frá Hæstarétti að hluta
|
fullnaðardómsúrlausn er fengin á ágreiningi í máli sóknar- og varnaraðila, Sigurðar I. Halldórssonar, sem þingfest var 15.2. 2001 og rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-1458/2001.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar hvor fyrir sitt leyti með kærum 4. júlí 2001, sem bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2001, þar sem staðfest var nauðungarsala sýslumannsins í Reykjavík á eign sóknaraðilans Helga Jónssonar, sem auðkennd var sem skóli og verksmiðjuhús á Reykjavíkurflugvelli, en jafnframt ákveðið að sóknaraðilanum yrði ekki vikið af þeirri eign fyrr en fengnar yrðu „lyktir í héraðsdómsmáli nr. E-1458/2001.” Kæruheimild er í 85. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðilinn Helgi Jónsson krefst þess aðallega að nauðungarsalan verði ógilt, en til vara að allar aðgerðir sýslumannsins í Reykjavík varðandi hana eftir lok uppboðs á eigninni 22. febrúar 2001 verði felldar úr gildi. Þá krefst sóknaraðilinn þess jafnframt að varnaraðili verði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Sóknaraðilinn Flugskóli Helga Jónssonar ehf. krefst þess að felldar verði úr gildi allar aðgerðir sýslumannsins í Reykjavík varðandi nauðungarsöluna eftir lok uppboðs á eigninni 22. febrúar 2001. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar úr hendi varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur að öðru leyti en því að leiðrétt verði misritun í úrskurðarorði, þar sem ranglega hafi verið vísað til héraðsdómsmáls nr. E-1458/2001 í stað máls nr. Z-2/2001. Þá krefst varnaraðili kærumálskostnaðar. I. Samkvæmt gögnum málsins fékk sóknaraðilinn Helgi Jónsson afsal 2. maí 1973 fyrir nánar tilgreindri flugvél og eignum við Reykjavíkurflugvöll, sem lýst var sem skólastofu með húsgögnum, „linkt trainer”, skrifstofuherbergi með tilteknum innanstokksmunum, verkstæðisherbergi ásamt nánar greindum áhöldum og teppi á gólfi húsnæðisins, auk aðstöðu í flugskýli og afnotaréttar af bensíntanki. Sagði í afsalinu að þetta væri „m.ö.o. húsnæði, sem flugskólinn Þytur hf. hafði á Reykjavíkurflugvelli og afnot af flugskýli í eigu Flugmálastjórnar og rétt til afnota af benzíntanki í eigu Olíufél. hf. (ESSO), auk framangreindra fylgihluta.” Afsalinu var þinglýst 7. maí 1973 með þeirri athugasemd að „um þingl. eignarheimild eða lóðarréttindi að umræddu húsnæði á Reykjavíkurflugvelli er ekki að ræða”. Í málinu liggur fyrir þinglýsingarvottorð sýslumannsins í Reykjavík 22. febrúar 2001, þar sem eignin, sem afsalið tók til, er nefnt „skóla og verksm.hús á Reykjavíkurflugvelli”. Varnaraðili, sem er starfandi héraðsdómslögmaður, mun á árunum 1992 og 1993 hafa sinnt ýmsum lögfræðilegum verkefnum fyrir Flugfélagið Óðin hf., sem sóknaraðilinn Helgi stóð meðal annarra að, svo og fyrir sóknaraðilann sjálfan og eiginkonu hans. Af gögnum málsins verður ráðið að dregist hafi að varnaraðili fengi að fullu greitt fyrir þessi störf, en að endingu hafi verið gert upp við hann með skuldabréfi, sem sóknaraðilinn Helgi hafi gefið út til hans 12. febrúar 1996, að fjárhæð 1.750.000 krónur. Hafi skuldabréfið verið tryggt með 3. veðrétti í áðurnefndri eign. Vanskil hafi orðið á greiðslu skuldarinnar, sem urðu til þess að varnaraðili krafðist nauðungarsölu á veðinu í byrjun árs 1999. Hafi staðið til að það yrði selt við uppboð 30. september 1999, en sóknaraðilinn Helgi greitt varnaraðila skuldina daginn áður og komið þannig í veg fyrir nauðungarsölu. Fyrir liggur í málinu að í fyrrnefndum störfum kom varnaraðili meðal annars að samningsgerð um uppgjör á skuld Flugfélagsins Óðins hf. við Olíuverzlun Íslands hf. Í tengslum við það uppgjör gaf fyrrnefnda félagið út verðtryggt skuldabréf til þess síðarnefnda 15. ágúst 1994 að fjárhæð 3.000.000 krónur. Átti skuldin að bera nánar tilgreinda vexti og greiðast með sextán jöfnum afborgunum á þriggja mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. júní 1994. Gengust sóknaraðilinn Helgi og eiginkona hans í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldinni, sem var jafnframt tryggð með 2. veðrétti í fasteigninni „Flugskóli Helga Jónssonar, RVK-flugvelli Skóli og verksmiðjuhús”. Skuldabréfi þessu var þinglýst 18. ágúst 1994. Vanskil urðu á greiðslum af því allt frá upphafi. Fram kemur í gögnum málsins að á fyrri hluta árs 1998 hafi Olíuverzlun Íslands hf. fallist á ósk eiginkonu sóknaraðilans Helga um að fá að gera skuldina upp með nýju skuldabréfi að fjárhæð 2.000.000 krónur, sem yrðu greiddar á sex árum með mánaðarlegum afborgunum. Af slíku uppgjöri mun aldrei hafa orðið og ekkert greiðst upp í skuldina. Olíuverzlun Íslands hf. framseldi skuldabréfið 22. september 1999 nafngreindum manni, sem áritaði það síðan um framsal til varnaraðila 20. desember sama árs. Er óumdeilt í málinu að í raun hafi varnaraðili staðið að kaupum á skuldabréfinu 22. september 1999 og greitt fyrir það 1.900.000 krónur til Olíuverzlunar Íslands hf. Kveðst varnaraðili hafa gert þetta í tengslum við fyrirhugað uppboð á veðinu 30. september 1999, sem áður er getið, til að tryggja frekar greiðslu á kröfu sinni samkvæmt skuldabréfinu frá 12. febrúar 1996, sem hafi staðið að baki skuldabréfi Olíuverzlunar Íslands hf. í veðröð, en alls hafi verið óvíst um verðmæti veðsins. Með beiðni til sýslumannsins í Reykjavík 22. nóvember 2000 leitaði varnaraðili nauðungarsölu á eign, sem þar var nefnd „Flugskóli Helga Jónssonar, Reykjavíkurflugvelli”, til fullnustu á kröfu samkvæmt skuldabréfinu frá 15. ágúst 1994. Var krafan þar sögð nema alls 9.603.777 krónum. Á grundvelli þessarar beiðni tók sýslumaður fyrir 8. janúar 2001 nauðungarsölu „á eigninni: Skóli og verksmiðjuhús á Reykjavíkurflugvelli”, þar sem sóknaraðilinn Helgi var gerðarþoli. Var mætt af hans hálfu og mótmæli færð fram gegn nauðungarsölunni, en á þau féllst sýslumaður ekki og ákvað samkvæmt kröfu varnaraðila að uppboð á eigninni myndi byrja 29. janúar 2001. Við það uppboð mun varnaraðili hafa boðið 100.000 krónur í eignina og með því orðið hæstbjóðandi í hana, en ákveðið var að uppboði yrði fram haldið 22. febrúar 2001. Áður en kom að framhaldi uppboðs höfðaði sóknaraðilinn Helgi mál á hendur varnaraðila með stefnu 1. febrúar 2001, þar sem sá fyrrnefndi krafðist þess aðallega að varnaraðila yrði gert að afhenda sér til aflýsingar veðskuldabréfið frá 15. ágúst 1994, til vara að varnaraðili yrði dæmdur til að greiða sér nánar tiltekið andvirði bréfsins, en til þrautavara að önnur hvor þessara krafna yrði tekin til greina gegn greiðslu úr hendi sóknaraðilans á 1.900.000 krónum með dráttarvöxtum frá 22. september 1999 til greiðsludags. Mál þetta var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 15. febrúar 2001 og mun vera auðkennt þar sem mál nr. E-1458/2001. Varnaraðili tók til varna í því. Verður ekki ráðið af fyrirliggjandi gögnum að því hafi verið lokið. Við framhald uppboðs 22. febrúar 2001 voru enn færð fram mótmæli sóknaraðilans Helga gegn nauðungarsölunni, en á þau var ekki fallist. Var í því sambandi meðal annars tekið fram í gerðabók sýslumanns að sóknaraðilinn hafi látið í ljós að hann teldi nauðungarsöluna ekki geta náð til aðstöðu í flugskýli og afnota af bensíntanki, sem um ræddi í fyrrnefndu afsali til hans 2. maí 1973, en því hafi sýslumaður hafnað. Við þetta uppboð komu fram alls níu boð í eignina. Varnaraðili átti þar næst hæsta boðið, að fjárhæð 9.500.000 krónur, en hæstbjóðandi var eiginkona sóknaraðilans Helga „f.h. Flugskóla Helga Jónssonar”, sem bauð 10.000.000 krónur í eignina. Við lok uppboðsins kynnti sýslumaður hæstbjóðandanum að boð hans yrði samþykkt ef greiðsla samkvæmt því bærist í samræmi við uppboðskilmála á nánar tilteknum tíma 8. mars 2001. Með bréfi 15. þess mánaðar tilkynnti sýslumaður varnaraðila að hæstbjóðandinn hefði ekki staðið við boð sitt og yrði áðurnefnt boð varnaraðila samþykkt ef greiðsla samkvæmt því bærist fyrir kl. 15 þann dag. Verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að sú greiðsla hafi verið innt af hendi. Með bréfi, sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur 27. febrúar 2001, leitaði sóknaraðilinn Helgi úrlausnar um gildi nauðungarsölunnar. Var mál þetta þingfest af því tilefni 23. mars 2001, en af hálfu Tollstjórans í Reykjavík, Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Landsbanka Íslands hf., sem höfðu auk varnaraðila krafist úthlutunar af söluverði við nauðungarsöluna, var sótt þing og því lýst yfir að þeir myndu ekki halda uppi vörnum í málinu. II. Sóknaraðilinn Flugskóli Helga Jónssonar ehf. kærði sem áður segir úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 4. júlí 2001. Þótt hann hafi verið hæstbjóðandi við framhald uppboðs 22. febrúar 2001 með boði, sem hann síðan stóð ekki við, gat hann ekki að réttu lagi gerst aðili að málinu fyrir héraðsdómi, sbr. 3. mgr. 82. gr. laga nr. 90/1991, enda reyndi hann heldur ekki að láta það til sín taka þar. Hann hefur í engu sýnt fram á hagsmuni af úrlausn málsins, sem staðið gætu til þess að honum yrði heimilað að ganga inn í það til meðalgöngu með málskoti til Hæstaréttar. Þegar af þeirri ástæðu verður kröfum hans vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. Af ummælum í greinargerð varnaraðila fyrir Hæstarétti verður ekki ráðið að kröfu hans um kærumálskostnað „úr hendi sóknaraðila” sé beint að þessum málsaðila, enda tekið þar fram að ekki væri sérstök ástæða til athugasemda vegna kæru hans, þar sem „fyrirtækið á enga aðild að máli þessu.” Samkvæmt því verður sóknaraðilinn Flugskóli Helga Jónssonar ehf. ekki dæmdur til að greiða kærumálskostnað. Sóknaraðilinn Helgi Jónsson gerir þá varakröfu fyrir Hæstarétti að „framvinda gerðarinnar og allar aðgerðir af hálfu sýslumannsins í Reykjavík í málinu eftir lok nauðungarsölunnar h. 22. febrúar 2001 verði dæmdar ógildar og ólögmætar”. Krafa þessi var ekki höfð uppi fyrir héraðsdómi. Þegar af þeirri ástæðu verður henni vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti. III. Í málinu hafa ekki verið bornar brigður á að veðskuldabréfið frá 15. ágúst 1994, sem varnaraðili studdist við þegar hann krafðist nauðungarsölu á eign sóknaraðilans Helga Jónssonar, fullnægi skilyrðum 2. töluliðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991 til að verða heimild til nauðungarsölu án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Því hefur ekki verið borið við að skuld samkvæmt veðskuldabréfinu hafi verið greidd að nokkru eða öllu. Bréfið er áritað um framsöl í óslitinni röð frá upphaflegum eiganda þess til varnaraðila. Í framlagðri yfirlýsingu 7. nóvember 2000 frá framkvæmdastjóra fjármálasviðs Olíuverzlunar Íslands hf. er tekið fram að honum hafi verið ljóst að varnaraðili hafi falast eftir umræddu veðskuldabréfi fyrir sjálfan sig og ekki rekið í því sambandi erindi sóknaraðilans Helga. Þessu hefur ekki verið hnekkt. Eru því engin efni til að líta svo á að félagið hafi í raun talið sig vera að framselja veðskuldabréfið sóknaraðilanum Helga, svo sem hann hefur borið við í málinu. Var varnaraðili því réttur eigandi að veðskuldabréfinu þegar hann krafðist nauðungarsölu á grundvelli þess 22. nóvember 2000 og naut hann þá sem slíkur þeirra réttinda, sem því fylgja að lögum. Engu varðar fyrir sóknaraðilann Helga sem gerðarþola við nauðungarsöluna hvað varnaraðili kann að hafa látið af hendi sem endurgjald fyrir veðskuldabréfið. Verður því hafnað málsástæðum sóknaraðilans Helga, sem lúta að því að heimild varnaraðila til nauðungarsölu hafi verið áfátt. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður ekki fallist á með sóknaraðilanum Helga að efni geti hafa staðið til þess að sýslumaðurinn í Reykjavík stöðvaði aðgerðir við nauðungarsölu á eign hans vegna áðurnefnds dómsmáls, sem sóknaraðilinn höfðaði á hendur varnaraðila og þingfest var 15. febrúar 2001. Þegar sýslumaður hélt áfram uppboði á eign sóknaraðilans Helga 22. febrúar 2001 var fært í gerðabók að um væri að ræða „Skóla- og verksmiðjuhús á Reykjavíkurflugvelli”. Þar hélt sóknaraðilinn Helgi fram mótmælum sem áður segir gegn því að nauðungarsalan tæki til aðstöðu í flugskýli og afnota af bensíntanki. Þeim mótmælum hafnaði sýslumaður. Verður að ætla samkvæmt því að sýslumaður hafi litið svo á að hugsanleg réttindi, sem að þessu lutu, hafi fylgt við sölu eignarinnar. Þótt fallast megi á með sóknaraðilanum Helga að þessi hugsanlegu réttindi hafi ekki skýrlega verið sett að veði í skuldabréfi varnaraðila frá 15. ágúst 1994 og nauðungarsalan því ekki réttilega getað náð til þeirra, verður ekki horft fram hjá því að í greinargerð varnaraðila fyrir héraðsdómi var því lýst yfir að hann liti ekki svo á að hér væri um að ræða nein eiginleg réttindi eða að þau tengdust hinni seldu fasteign og teldi hann sig ekki hafa keypt þau við nauðungarsöluna. Í því ljósi gat það ekki orðið sóknaraðilanum Helga til réttarspjalla að sýslumaður hafi talið nauðungarsöluna taka til frekari réttinda en efni stóðu til, enda gæti það aðeins hafa orðið til þess að boð á uppboðinu 22. febrúar 2001 hafi orðið hærri en ella hefði verið. Varnaraðili hefur með framangreindu látið í ljós að hann telji sig ekki hafa orðið fyrir tjóni með því að þessi hugsanlegu réttindi fylgi ekki í kaupum hans. Samkvæmt þessu er ekki tilefni til að hrinda nauðungarsölunni í heild vegna þessa annmarka á framkvæmd hennar, heldur er nægilegt að láta við það sitja að fella hana úr gildi að því er varðar þessi hugsanlegu réttindi. Samkvæmt þessu verður niðurstaða hins kærða úrskurðar um gildi nauðungarsölunnar staðfest með þeirri breytingu, sem hér síðast var getið og nánar greinir í dómsorði. Fyrir héraðsdómi gerði sóknaraðilinn Helgi varakröfu um að frekari aðgerðir við nauðungarsölu á eign hans yrðu stöðvaðar þar til fullnaðarúrlausn hefði fengist í áðurgreindu máli hans á hendur varnaraðila, sem rekið var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem mál nr. E-1458/2001. Héraðsdómari hafnaði þeirri kröfu sóknaraðilans réttilega með hinum kærða úrskurði. Verður kæra sóknaraðilans Helga ekki skilin svo að hann leiti fyrir Hæstarétti endurskoðunar á þeirri niðurstöðu. Auk þessarar kröfu leitaði sóknaraðilinn Helgi þó jafnframt eftir því fyrir héraðsdómi að kveðið yrði á um að sér yrði ekki vikið af eigninni, sem seld var nauðungarsölu, fyrr en máli þessu um gildi hennar yrði lokið. Varnaraðili lýst sig samþykkan þessari kröfu og féllst héraðsdómari á hana með hinum kærða úrskurði. Í bréfi héraðsdómarans í málinu til Hæstaréttar 11. júlí 2001 var tekið fram að í úrskurðinum hafi í þessu sambandi ranglega verið vitnað til máls nr. E-1458/2001 í stað númers þessa máls, Z-2/2001, bæði í forsendum úrskurðarins og úrskurðarorði. Varnaraðili hefur sem áður segir krafist þess fyrir Hæstarétti að þessi misritun verði leiðrétt. Sóknaraðilinn Helgi lýsti því jafnframt yfir í kæru að hér væri um að ræða augljós mistök, sem „ber að leiðrétta án frekari umsvifa.” Málinu, sem auðkennt var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem mál Z-2/2001, lýkur með þessum dómi Hæstaréttar. Eru því ekki efni til frekari leiðréttingar á umræddri misritun en að fella ákvæði, sem að þessu laut, úr ályktunarorði hins kærða úrskurðar með dómi þessum. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað, sem varnaraðili hefur ekki kært fyrir sitt leyti, verður staðfest. Dæma verður sóknaraðilann Helga til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Kröfum sóknaraðila, Flugskóla Helga Jónssonar ehf., er vísað frá Hæstarétti. Nauðungarsala sýslumannsins í Reykjavík á svonefndu skóla- og verksmiðjuhúsi á Reykjavíkurflugvelli, eign sóknaraðila, Helga Jónssonar, er staðfest, en þó þannig að hún taki ekki til aðstöðu í flugskýli eða afnota af bensíntanki. Varakröfu sóknaraðila, Helga Jónssonar, er vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðili, Helgi Jónsson, greiði varnaraðila, Sigurði I. Halldórssyni, 100.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 73/2012
|
Kærumál Frávísun frá Hæstarétti Aðild
|
A kærði úrskurð héraðsdóms þar sem kveðið var á um að málið yrði ekkirekið nema tveimur nafngreindum aðilum yrði stefnt í því auk B og C. Málinu varvísað frá Hæstarétti þar sem heimild brast til að kæra úrskurðinn.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir EiríkurTómasson og Þorgeir Örlygsson og Helgi I. Jónsson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru25. janúar 2012, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. febrúar sama ár.Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. janúar 2012, þar sem kveðið vará um að málið yrði ekki rekið nema tveimur nafngreindum einstaklingum yrðistefnt í því auk varnaraðila. Um kæruheimild er vísað til j. liðar 143. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 12. gr. barnalaga nr.76/2003. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka máliðtil efnismeðferðar „með óbreyttri aðild.“ Þá krefst hún málskostnaðar í héraðiog kærumálskostnaðar. Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín takafyrir Hæstarétti. Samkvæmt j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991er heimilt til að kæra til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um að máli sé vísaðfrá dómi. Svo var ekki gert með hinumkærða úrskurði, heldur var þar kveðið á um að málið yrði ekki rekið nema stefntyrði til viðbótar tveimur nafngreindum lögerfingjum þess manns sem sóknaraðilileitar dóms um að sé faðir sinn og þeim „gefinn kostur á að gæta réttar síns“.Því til stuðnings var vísað til 2. mgr. 10. gr. barnalaga, þar sem mælt erfyrir um að sé maður látinn áður en mál er höfðað megi höfða það á hendur þeimlögerfingja hans sem gengi barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Fyrir liggur ímálinu að maður sá, er sóknaraðili krefst að verði dæmdur faðir sinn, varlátinn áður en það var höfðað. Með því að í hinum kærða úrskurði var ekki kveðiðá um frávísun málsins brestur heimild til að kæra hann. Verður málinu því vísaðsjálfkrafa frá Hæstarétti. Það athugast að héraðsdómara bar að réttu lagisamkvæmt ákvæðum 1. mgr., sbr. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 að leysa úr þvímeð rökstuddum úrskurði í samræmi við 3. og 4. mgr. 112. gr. laganna hvort þaðvarðaði frávísun málsins að fyrrgreindum einstaklingum væri ekki stefnt í því. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 488/2015
|
Kærumál Gæsluvarðhald
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að erlendur ríkisborgari sem kveðst heita X, fd. [...], verði með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 20. ágúst 2015, kl. 16.00. Þá er þess krafist að hann sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Eiríkur Tómasson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. júlí 2015 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júlí 2015 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 20. ágúst 2015 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að vægari úrræðum verði beitt. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði er varnaraðili undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um brot sem fangelsisrefsing er lögð við. Rannsókn málsins er á frumstigi og af því sem fram er komið má ætla að varnaraðili, sem hefur ekki tengsl við landið og hefur gefið misvísandi upplýsingar um persónuhagi sína, muni reyna að hafa áhrif á vitni eða koma sér undan málsókn. Eru því uppfyllt skilyrði gæsluvarðhalds á grundvelli a. og b. liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Af þeim sökum verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 187/2017
|
Frávísun frá héraðsdómi Vanreifun Kröfugerð
|
H ehf. krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu Í vegna tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir vegna tiltekinna ákvarðana Ríkiskaupa og úrskurða kærunefndar útboðsmála í tengslum við nánar tilgreind útboð vegna lyfjakaupa. Hafði kröfum H ehf. á hendur Í vegna sömu atvika tvívegis verið vísað frá dómi með dómum Hæstaréttar í málum nr. 435/2013 og 86/2015. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að dómkröfur H ehf. væru bæði óskýrar og framsetning þeirra ómarkviss og í andstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um ákveðna og ljósa kröfugerð. Þá hefði H ehf. með umfjöllun sinni og eigin útreikningum ekki leitt nægar líkur að því að það hefði orðið fyrir tjóni vegna umræddra útboða og þeirra ákvarðana Ríkiskaupa og úrskurða kærunefndar útboðsmála sem félagið vísaði til. Taldi Hæstiréttur jafnframt að þeir sömu annmarkar væru á málatilbúnaði H ehf. og áður að félagið hefði ekki gert nægilega skýra grein fyrir því á hvaða lagagrundvelli það reisti kröfur sínar. Væri málatilbúnaður H ehf. því í heild sinni svo óskýr og ruglingslegur að í bága færi við d.-f. liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Var málinu því vísað frá héraðsdómi.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir BenediktBogason og Karl Axelsson og Ragnheiður Bragadóttir landsréttardómari.Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. mars2017. Hann krefst þess aðallega að viðurkenndur verði réttur sinn til skaðabótaúr hendi gagnáfrýjanda vegna ákvarðana kærunefndar útboðsmála og Ríkiskaupa „erleiddu til þess að hann missti af hagnaði sem hann hefði annars fengið afviðskiptum á grundvelli tilboða ... í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 13128... og ... nr. 13174 ... en til vara ... nr. 13249“. Til vara krefstaðaláfrýjandi þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda gagnáfrýjanda„vegna tjóns, en til vara missis hagnaðar, sem aðaláfrýjandi varð fyrir vegnaákvarðana Ríkiskaupa við útboðsframkvæmd, en til vara ákvarðana kærunefndarútboðsmála 29. nóvember 2002, en til vara 13. febrúar 2003 og ákvörðunar sömunefndar 13. febrúar 2003 og urðu til þess að hann varð af sölu á lyfjum semboðin voru út með, rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 13128 ... og ... nr.13174 ... og til vara ... nr. 13249 ... vegna ákvörðunar Ríkiskaupa 8. júlí2003.“ Að því frágengnu krefst aðaláfrýjandi þess að viðurkennd verði með dómiskaðabótaskylda gagnáfrýjanda „vegna tjóns, en til vara missis hagnaðar, semaðaláfrýjandi varð fyrir vegna ákvarðana Ríkiskaupa ... og til vara ákvarðanakærunefndar útboðsmála 29. nóvember 2002 að stöðva, en til vara 13. febrúar2003 að fella úr gildi, rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 13128 ... og ... nr.13174 ... og til vara ... vegna ákvörðunar Ríkiskaupa 8. júlí 2003 að hafnaöllum tilboðum aðaláfrýjanda í rammasamningsútboði ... nr. 13249“. Að öðrumkosti krefst aðaláfrýjandi þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskyldagagnáfrýjanda „vegna ákvarðana Ríkiskaupa ... að endurtaka ekki útboðið nr.13128 og ... nr. 13249, með sömu útboðsskilmálum, hvað varðar umbeðna vöru,vörumagn, samningstíma og framlengingu samningstíma og áður giltu“. Ella krefstaðaláfrýjandi þess að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda gagnáfrýjanda„vegna ólögmætra útboðsframkvæmda Ríkiskaupa og leiddu til hins sama og greinirí aðalkröfu“. Að öllu þessu frágengnu krefst aðaláfrýjandi viðurkenningar árétti sínum til skaðabóta úr hendi gagnáfrýjanda „vegna kostnaðar hans afþátttöku í rammasamningsútboðum Ríkiskaupa, nr. 13128, nr. 13174, nr. 13249 og... í samningskaupaútboði nr. 13356.“ Verði ekki á það fallist krefstaðaláfrýjandi staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Í gagnsök krefst aðaláfrýjandifrávísunar gagnsakar. Þá krefst aðaláfrýjandi aðallega málskostnaðar í héraðiog fyrir Hæstarétti en til vara að hann verði látinn niður falla. Gagnáfrýjandiáfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 13. júní 2017. Hann krefst þess aðallega aðmálinu verði vísað frá héraðsdómi en til vara að gagnáfrýjandi verði sýknaðuraf öllum kröfum aðaláfrýjanda. Í báðum tilvikum krefst gagnáfrýjandimálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Að því frágengnu krefstgagnáfrýjandi staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.Samkvæmtákvörðun Hæstaréttar var málið flutt um formhlið þess 2. maí 2018, sbr. 2. mgr.185. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.IMeð dómumHæstaréttar 9. september 2013 í máli nr. 435/2013 og 11. febrúar 2015 í málinr. 86/2015 voru staðfestir úrskurðir héraðsdóms um að vísa frá dómi kröfugerðaðaláfrýjanda á hendur gagnáfrýjanda sem áttu rætur að rekja til sömumálsatvika og í máli þessu. Í málinu leitar aðaláfrýjandi, sem ereinkahlutafélag, í þriðja sinn dóms um viðurkenningu á bótaskyldu gagnáfrýjandavegna tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna þess að kærunefndútboðsmála hafi með úrskurðum sínum 13. febrúar 2003 í málum nr. 32/2002 og36/2002 fellt niður tvö rammasamningsútboð sem Ríkiskaup efndu til vegnalyfjakaupa, en einnig vegna þess að kærunefndin hafi með úrskurði 19. september2003 í máli nr. 21/2003 ógilt þá ákvörðun Ríkiskaupa að viðhafa samningskaup ágrundvelli þriðja rammasamningsútboðsins og lagt fyrir stofnunina að bjóða innkaupinút að nýju. Þá telur aðaláfrýjandi tjón sitt einnig stafa af því að Ríkiskauphafi ekki farið að áðurgreindum úrskurði og boðið út að nýju fyrrgreind lyf meðsömu uppboðsskilmálum og áður. Í greinargerð sinni til Hæstaréttar rekuraðaláfrýjandi tjón sitt einnig til ólögmætra útboðsframkvæmda Ríkiskaupa. Tilvara krefst aðaláfrýjandi viðurkenningar á bótaskyldu gagnáfrýjanda vegnakostnaðar aðaláfrýjanda af þátttöku í fyrrgreindum útboðum en að því frágengnukrefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms.IIAðaláfrýjandihefur engin haldbær rök fært fram fyrir kröfu sinni um frávísun gagnsakar fráHæstarétti og er henni því hafnað.Í áðurgreindum dómumHæstaréttar í málum nr. 435/2013 og 86/2015 var komist að þeirri niðurstöðu að hvorkihefði komið nægilega skýrt fram í héraðsdómsstefnu á hvaða lagagrundvellikröfur aðaláfrýjanda um bætur sér til handa væru reistar né væri þar gerð greinfyrir því tjóni sem hann teldi sig hafa orðið fyrir. Kröfur aðaláfrýjanda núvirðast að meginstefnu til samhljóða þeim kröfum sem hann gerði í fyrri málum áhendur gagnáfrýjanda.Samkvæmt d. og e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála skal í stefnu greina svo glöggt sem verða má dómkröfur stefnanda ogþær málsástæður sem hann byggir málsókn sína á, svo og önnur atvik sem þarf aðgeta til þess að samhengi málsástæðna verði ljóst. Skal þessi lýsing gagnorð ogsvo skýr að ekki fari milli mála hvert sakarefnið er.Dómkröfur aðaláfrýjanda eru óskýrar og framsetning þeirra ómarkviss og íandstöðu við meginreglu einkamálaréttarfars um ákveðna og ljósa kröfugerð. Aðaláfrýjandibreytti kröfugerð sinni undir rekstri málsins í héraði og þá tók kröfugerðin nokkrumbreytingum við áfrýjun þess. Fyrir flutning málsins í Hæstarétti lagði aðaláfrýjandiá ný fram breytta kröfugerð sem eykur enn á óskýrleika málatilbúnaðar hans. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að leita dóms um viðurkenninguá skaðabótaskyldu án tillits til þess hvort unnt sé að leita dóms sem fullnægjamætti með aðför. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið lagt til grundvallarað beiting þessarar heimildar sé háð þeim skilyrðum að sá sem mál höfðar leiðinægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni af nánar tilteknu tilefni oggeri grein fyrir því í hverju tjónið felist og hver tengsl þess séu við atvikmáls. Eins og áður leitast aðaláfrýjandi við með eigin útreikningum í stefnu oggögnum málsins að gera grein fyrir því fjárhagslega tjóni sem hann telur sighafa orðið fyrir vegna þess að tilgreind útboð voru felld úr gildi. Verður ekkitalið að hann hafi með þeirri umfjöllun sinni og útreikningum leitt nægar líkurað því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna þessara útboða og þeirra ákvarðanaRíkiskaupa og úrskurða kærunefndar útboðsmála í tengslum við þau sem vísað ertil í dómkröfum. Þá eru þeir sömu annmarkar á málatilbúnaði aðaláfrýjanda ogáður að hann hefur ekki gert nægilega skýra grein fyrir því á hvaðalagagrundvelli hann reisir kröfur sínar en í héraðsdómsstefnu er vísað tilýmissa laga og óskráðra réttarreglna án frekari skýringa. Er málatilbúnaðuraðaláfrýjanda í heild sinni svo óskýr og ruglingslegur að í bága fer við d., e.og f. liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Verður því fallist á kröfugagnáfrýjanda um frávísun málsins frá héraðsdómi. Eftir þessum úrslitum verður aðaláfrýjanda gert að greiða gagnáfrýjandamálskostnað á báðum dómstigum eins og greinir í dómsorði. Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Aðaláfrýjandi, Hýsir ehf., greiði gagnáfrýjanda, íslenska ríkinu, 1.000.000krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 22. desember 2016. Mál þetta höfðaðiHýsir ehf., Barónsstíg 3, Reykjavík, með stefnu birtri 10. ágúst 2015 á henduríslenska ríkinu. Málið var dómtekið aðlokinni aðalmeðferð 25. nóvember sl. Endanlegar dómkröfurstefnanda eru þessar: 1. Að viðurkenndur verði réttur stefnanda tilskaðabóta úr hendi íslenska ríkisins vegna missis hagnaðar sem hann varð fyrir,vegna ákvarðana kærunefndar útboðsmála og Ríkiskaupa er leiddu til þess aðtilboðum frá stefnanda var ekki tekið í lyf sem boðin voru út meðrammasamningsútboðum Ríkiskaupa nr. 13128 ,,Lyf fyrir sjúkrahús“ og nr. 13174,,Lyf fyrir sjúkrahús – Blóð-storkuþáttur VIII“ og nr. 13249 ,,Lyf fyrirsjúkrahús – Blóð-storkuþáttur VIII“ og nánar felst í ákvöðunum og afgreiðslukærunefndar útboðsmála við úrlausn í kærumálum nr. 32/2002 og nr. 36/2002, erlauk með úrskurðum dags. 13. febrúar 2003 ,,ásamt að felast í ákvörðunRíkiskaupa 8. júlí 2003, að hafna tilboðum stefnanda í útboðinu nr. 13249 ogþar í framhaldi í afgreiðslu kærunefndar útboðsmála í kærumáli nr. 21/2003 millisömu aðila og lauk með úrskurðum dags. 19. september 2003.“ Og til vara: Vegna ákvarðana Ríkiskaupa að endurtaka ekkiútboðið nr. 13128 og útboðið nr. 13249, með sömu útboðsskilmálum, hvað varðarumbeðna vöru, vörumagn, samningstíma og framlengingu samningstíma og áðurgiltu í þeim útboðum, 2. Til vara er þess krafist að viðurkenndurverði réttur stefnanda til skaðabóta úr hendi íslenska ríkisins vegna kostnaðarhans af þátttöku í rammasamningsútboðum Ríkiskaupa, nr. 13128, nr. 13174, nr.13249 ... og vegna þátttöku stefnanda í samningskaupaútboði nr. 13356 sem öllfóru fram á vegum Ríkiskaupa. Stefnandi krefst íöllum tilvikum málskostnaðar. Stefndi krefst sýknuaf kröfum stefnanda og málskostnaðar. Stefnandi höfðar númál í þriðja sinn vegna þeirra útboða á lyfjum og úrskurða kærunefndarútboðsmála sem rakin eru í kröfugerð hans.Hann höfðaði fyrst mál með stefnu birtri 6. febrúar 2013. Því máli var vísað frá dómi með úrskurðiuppkveðnum 7. júní 2013, sem var staðfestur með dómi Hæstaréttar 9. september2013. Öðru sinni höfðaði stefnandi málmeð stefnu birtri 5. mars 2014. Því málivar vísað frá dómi með úrskurði uppkveðnum 7. janúar 2015, sem var staðfestur íHæstarétti 11. febrúar 2015. Með úrskurði 27. maí2016 var hluta af kröfum stefnanda vísað frá dómi. Þá var kröfum á hendur öðrum aðilum enstefnda íslenska ríkinu vísað frá dómi. Ríkiskaupefndu í október 2002 til rammasamningsútboðs nr. 13128, fyrir höndSjúkrahúsapóteksins ehf., þar sem óskað var eftir tilboðum í nánar tilgreindlyf. Í útboðslýsingu var meðal annarstekið fram að samið yrði við einn eða fleiri bjóðendur. Stefnandi var einn bjóðenda. Hinn 21.nóvember 2002 kærði hann útboðið til kærunefndar útboðsmála og krafðist þess að„útboðinu verði komið í eðlilegt horf og jafnræði ríki milli bjóðenda“. Kærunefndin stöðvaði framkvæmd útboðsins umstundarsakir þar til leyst hefði verið úr kærunni. Kvaðst nefndin gera þetta að kröfu stefnanda. Í úrskurði nefndarinnar 13. febrúar 2003komst hún að þeirri niðurstöðu að útboðsgögn væru andstæð þágildandi lögum nr.94/2001 um opinber innkaup að því leyti sem þau áskildu Ríkiskaupum rétt til aðtaka tilboði fleiri en eins aðila vegna sama lyfs eða lyfja með sömueiginleika. Væri því óhjákvæmilegt aðfella hið kærða útboð úr gildi í heild sinni. Ínóvember 2002 efndu Ríkiskaup til annars rammasamningsútboðs, nr. 13174, þarsem óskað var eftir tilboðum í lyf í ákveðnum flokki. Stefnandi var meðal bjóðenda og kærði útboðiðtil kærunefndar útboðsmála 19. desember 2002 og var kröfugerð hans sú sama og íáðurnefndu tilviki. Ríkiskaup ákváðu aðfresta framkvæmd útboðsins þar til endanlega hefði verið skorið úrkærunni. Í úrskurði kærunefndarinnar 13.febrúar 2003 var litið svo á að sú aðferð Ríkiskaupa að láta hjá líða að lesaupp verð við opnun tilboða í hinu kærða útboði bryti gegn b-lið 1. mgr. 47. gr.laga nr. 94/2001. Væri því óhjákvæmilegtað fella útboðið úr gildi í heild sinni.Tók kærunefndin fram að þessi niðurstaða væri í samræmi við kröfugerðsóknaraðila. Ímars 2003 efndu Ríkiskaup til rammasamningsútboðs að nýju í framhaldi afsíðarnefnda útboðinu númer 13174. Hiðnýja útboð var auðkennt númer 13249 „Lyf fyrir sjúkrahús – BlóðstorkuþátturVIII“. Með bréfi til bjóðenda 8. júlí2003 tilkynntu Ríkiskaup að ákveðið hefði verið að hafna öllum tilboðum þar semverð væri of hátt í þeim öllum. Varbjóðendum boðið að taka þátt í samningskaupum með vísan til 19. gr. laga nr.94/2001 og var samningskaupaútboðið auðkennt númer 13356. Stefnandi sem var meðal bjóðenda í þessuútboði kærði bæði útboðin til kærunefndar útboðsmála 10. júlí 2003. Að kröfu hans ákvað nefndin að stöðva útboðinþar til skorið hefði verið úr kærunni.Krafðist stefnandi þess aðallega fyrir nefndinni að samningskaupaútboðiðyrði ógilt, ásamt því að ógilt yrði sú ákvörðun Ríkiskaupa að hafna öllumtilboðum í rammasamningsútboðinu auk þess sem lagt yrði fyrir stofnunina aðhefja að nýju úrvinnslu tilboða í því útboði.Með úrskurði kærunefndarinnar 19. september 2003 var sú ákvörðunRíkiskaupa að viðhafa samningskaupaútboð felld úr gildi. Jafnframt var lagt fyrir stofnunina að bjóðaút að nýju þau innkaup sem boðin höfðu verið út í rammasamningsútboðinu. Í kjölfarið efndu Ríkiskaup til útboða, þarsem óskað var eftir sömu lyfjum og gert hafði verið í fyrri útboðum. Stefnandisegir að hann hafi í febrúar 2003 afhent Ríkiskaupum yfirlýsingu Sparisjóðsinsí Keflavík. Yfirlýsingin var lögð fram íþessu máli. Þar segir að stefnandi ogforsvarsmaður hans, Jakob Traustason, hafi átt viðskipti við sjóðinn og að þauhafi verið til fyrirmyndar. Sjóðurinntelji að stefnandi hafi burði til að standa við áætlanir umlyfjainnflutning. Stefnandilagði fram yfirlýsingu Árna Þórs Árnasonar, fyrrverandi forstjóra Austurbakkahf. Þar segir að fyrirtækið hafi boðisttil að annast umsetningu, geymslu og afgreiðslu lyfja, allt frá tollafgreiðslutil kaupanda lyfjanna, auk þess að sinna mörgum öðrum verkefnum viðlyfjainnflutninginn. Árni Þór staðfestiþessa yfirlýsingu fyrir dómi. Málsástæðurog lagarök stefnanda Stefnandi segist hafasent Ríkiskaupum, stefnda fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra nokkur bréfog greinargerðir á árunum 2003-2004.Hafi hann þar áskilið sér rétt til skaðabóta. Stefnandi sendi kröfubréf, dags. 27. desember2007, og lýsti skaðabótakröfu. Þessubréfi hafi ráðuneytið svarað með bréfi dags. 9. júlí 2008. Í því bréfi hafi þvíverið haldið fram að útboðið hafi að öllu leyti verið samkvæmt lögum. Í greinargerð stefndu í máli nr. E-528/2013hafi því hins vegar verið lýst yfir að upplýsingarráðuneytisins hafi verið rangar hvaðþetta varðar og byggt á því að útboðsferlið hafi verið ólöglegt. Stefnandi kveðst ennhafa ítrekað bótakröfur með bréfi dags. 29. desember 2009. Stefnandi kveðst ístefnu sinni í áðurgreindu máli nr. E-528/2013 hafa skorað á stefnda að upplýsahvort hann hafi í einhverjum hluta útboðsins átt lægsta tilboð. Þessari áskorun hafi stefndi ekki sinnt. Ríkiskaup hafi sent honum óstaðfest ljósritaf nokkrum tilboðum í febrúar 2014.Fullyrðir hann að þau sýni að hann hafi í öllum tilvikum átt lægstaboð. Stefnandi byggir áþví að fullvíst sé að samið hefði verið við hann, ef afskipti kærunefndar ogRíkiskaupa hefðu ekki komið til. Honumhafi verið valdið tjóni á saknæman hátt.Til vara byggir stefnandi á því að hann hefði að lágmarki getað selt þályfjaflokka og lyfjaform í útboði nr. 13128, þar sem hann var einn með boð svoog allt lyfjamagnið í útboði nr. 13249/13170. Þá byggir stefnandi áþví varðandi útboð nr. 13128 að þar sem það hafi ekki verið endurtekið hafihann á saknæman hátt verið útilokaður frá því að senda inn á ný sömu eða svipuðtilboð og því orðið af hagnaði. Stefnandi byggir áþví að hann hafi átt lægstu tilboð í útboði um blóðstorkuþátt. Því hafi hann misst af hagnaði sem hann hefðiella fengið. Í fyrsta lagi hafi þettaorðið vegna þess að kærunefndin felldi útboðið ólöglega úr gildi, til varavegna þess að Ríkiskaup felldi útboð nr. 13174 ólöglega úr gildi, en hafnaðiólöglega öllum tilboðum í útboði nr. 13249. Til vara er hér byggtá því að kærunefndin hafi ólöglega ákveðið að ekki væri hægt að halda áframútboði nr. 13249. Þá hafi útboðið ekkiverið endurtekið með sömu skilmálum.Ríkiskaup hafi heldur ekki farið að þeim fyrirmælum úrskurðarnefndarinnarað bjóða út að nýju. Þar sem innkaupinhafi ekki verið boðin út að nýju beri stefndi hallann af sönnun um að tilboðstefnanda hefðu aftur orðið lægst. Stefnandi kveðstbyggja á því að það sé andstætt lögum og reglum og velsæmi að þátttakendur íopinberum útboðum skaðist og verði fyrir tjóni vegna þess að kærur hafi veriðrangt túlkaðar org látnar leiða ranglega til þess að útboð væru felld niður,þótt það hafi ekki verið í samræmi við kröfur aðila til nefndarinnar. Kærunefndin hafi ekki getað túlkað kröfugerðstefnanda eins og hún gerði. Nefndinhafi sagt í niðurlagi úrskurðar síns um útboð nr. 13128 að niðurstaða hennarværi í samræmi við kröfur stefnanda og þetta hafi hún gert í þeim ólögmætatilgangi að réttlæta ranga ákvörðun um að fella útboðið úr gildi. Þá telur stefnandi að nefndin hafi heldurekki mátt stöðva þetta útboð eftir að tilboð höfðu verið opnuð. Sú ákvörðun hafi verið í andstöðu viðkröfugerð í kæru. Enn fremur segir stefnandiað nefndin hafi ekki mátt verja ákvörðun sína með því að breyta kröfugerð hanseins og hún hafi gert í inngangi úrskurða. Stefnandi telur aðnefndinni hafi borið að vísa frá kæru hans á útboði nr. 13128, hafi hún taliðkröfur of seint fram komnar. Stefnandi byggir áþví að nefndin hafi brotið gegn lögum nr. 94/2001, m.a. XIII. kafla, og gegnlögum nr. 65/1993 og algildum útboðsvenjum og reglum. Nefndinni hafi verið óheimilt að fellaútboðið niður eða ógilda það, svo og að stöðva útboð nr. 13128. Með þessu hafi honum verið valdið tjóni,missi hagnaðar, á saknæman hátt.Íslenska ríkið beri skaðabótaábyrgð á þessu. Skilyrðum 1. og 2. mgr. 84. gr. laga nr.94/2001 fyrir bótaskyldu sé fullnægt. Stefnandi mótmælirþví að forsendur fyrir útboði nr. 13249 hafi brostið eins og Ríkiskaup héldufram í bréfi til bjóðenda dags. 8. júlí 2003.Þá hafi kærunefndin einnig komist að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu aðhöfnun tilboðanna hafi verið ólögmæt.Telur stefnandi að kærunefndinni hafi borið, í samræmi við kröfugerðhans, að ógilda ákvörðun Ríkiskaupa og mæla fyrir um að vinnsla tilboða skyldihafin að nýju. Stefndi segir að meðtilliti til jafnræðissjónarmiða hljóti heimild til að hætta við útboð að veramun takmarkaðri eftir að tilboð hafi verið opnuð. Tryggt eigi að vera að upplýsingar sem framkomi verði ekki notaðar til að draga taum ákveðinna bjóðenda eða í endurteknuútboði. Stefnandi telur aðsamkvæmt 2. mgr. 78. gr. og 4. mgr. 79. gr. laga nr. 94/2001 hafi kæruefndinverið bundin af kröfugerð í úrskurði sínum.Hefði nefndin haldið sig innan þessa ramma hefði stefnandi fengiðsamning samkvæmt tilboði sínu. Stefnandi bendir á aðkæra sé úrræði sem bjóðendur hafi til að verja sína hagsmuni. Þetta leiði einnig til þess að skylt hafiverið að endurtaka útboðin á sama hátt. Stefnandi kveðsttelja að rétt hefði verið að ógilda þau atriði sem fram komu í bréfiRíkiskaupa, dags. 30. október 2002. Ekkihafi verið nauðsynlegt að fella útboðið niður. Stefnandi segir tjónsitt felast í missi hagnaðar af sölusamningum samkvæmt útboðunum. Þá felist tjónið einnig í tapaðri aðstöðu,lyfjaheildsölu og öðrum verslunarrekstri sem hann hafi ætlað sér að byggja uppsamhliða afgreiðslu lyfjanna. Varakröfu sína umbætur vegna vinnu og kostnaðar við gerð tilboðs byggir stefnandi á sömumálsástæðum og kröfu um efndabætur samkvæmt aðalkröfu. Stefnandi vísar tilfjölmargra réttarheimilda í stefnu. Máþar nefna sett lög eins og lög nr. 91/1991, eldri lög nr. 94/2001 um opinberinnkaup, lög nr. 65/1993, skaðabótalög nr. 50/1993 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Þá vísar hann til ýmissa ólögfestrameginreglna. Málsástæðurog lagarök stefnda Stefndi byggir á þvíað málatilbúnaður stefnanda sé bæði rangur og ósannaður. Stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir því aðskilyrði almennu skaðabótareglunnar, sem hann byggi á, séu uppfyllt. Hann hafi ekki sýnt fram á sök neins semstefndi beri ábyrgð á og ekkert liggi fyrir um ólögmæti, orsakatengsl eðasennilega afleiðingu. Þá sé tjón hansekki reifað skýrt og bendir stefndi á að stefnandi hafi hvorki haft leyfi néaðstöðu til að þess að standa við samning, hefði hann verið valinn tilsamningsgerðar. Hann hafi ekki haftmarkaðsleyfi, sbr. 7. gr. laga nr. 93/1994, en slíkt leyfi sé skilyrði þess aðmenn geti flutt inn, selt eða afhent fullgerð lyf. Stefndi vísar tilþess að kærunefnd útboðsmála hafi í úrskurði sínum í málinu nr. 36/2002 taliðað það væri málefnalegt að gera það skilyrði í lyfjaútboði að bjóðendur hefðuleyfi til innflutnings og heildsöludreifingar lyfja. Stefndihafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi Stefndi segir aðstefnandi geri enga tilraun til að sanna að þeir sem fjölluðu um útboðið hafisýnt af sér ólögmæta háttsemi. Stefndi byggir á þvíað í úrskurðum kærunefndar hafi ekki falist skylda til að bjóða lyfjakaupin útað nýju með nákvæmlega sama hætti.Stefnandi hafi ekki getað krafist þess.Kaupandi í opinberum innkaupum hafi svigrúm til að ákveða fjölda útboðaog efni þeirra og skilmála, enda sé byggt á lögmætum og málefnalegumforsendum. Ríkiskaup hafi einungis veriðumsýsluaðili samkvæmt 70. gr. þágildandi laga nr. 94/2001. Geti Ríkiskaup því ekki borið ábyrgð á þeimatriðum sem stefnandi geri helst athugasemdir við í málflutningi sínum. Kaupandanum, Sjúkrahúsaapótekinu ehf., séekki stefnt í málinu. Verði því að sýknastefnda af öllum kröfum sem beinist að háttsemi Ríkiskaupa vegnaaðildarskorts. Stefndibendir á að það sé í sjálfu sér ekki ólögmætt af hálfu kærunefndarinnar aðfallast ekki á kröfur stefnanda.Úrskurðirnir séu í samræmi við lög og málatilbúnað stefnanda sjálfsfyrir nefndinni. Stefnandi hafi sjálfurskotið málunum til nefndarinnar. Nefndinsé ekki bundin af málsforræðisreglu.Stefnandi hafi krafist þess að útboðinu yrði komið í eðlilegt horf. Kærunefndin hafi talið að annmarkar væru áútboðunum og því hafi þau verið felld úr gildi.Hún hafi ekki verið bundin af kröfugerð aðila. Stefnandihaldi því ekki fram að röksemdafærsla nefndarinnar sé röng, hann byggi einungisá því hún hafi farið út fyrir kröfugerð hans.Þar sem nefndin hafi haft heimild til að fara út fyrir kröfugerð getiþað ekki leitt til bótaskyldu. Jafnvelþótt það hefði verið óheimilt geti skaðabótaskylda ekki stofnast vegna þess aðstefnandi hafi misst af tækifæri til að gera samning á grundvelli ólögmæts útboðs. Stefndibendir á að kröfugerð stefnanda í kærumáli nr. 21/2003 hafi verið samhljóðaniðurstöðu nefndarinnar. Fallist hafiverið á kröfu hans um að útboð nr. 13356 yrði fellt úr gildi. Annmarkar á útboði nr. 13249 hafi komið í vegfyrir að fallist yrði á kröfu hans um að því yrði fram haldið. Þá hafi öll tilboð verið fallin úr gildi ogþví hafi framhald verið útilokað. Stefndibyggir á því að þar sem innkaupin hafi verið ólögmæt geti stefnandi ekki áttkröfu um bætur vegna missis hagnaðar.Eins og áður segir hafi stefnandi ekki reynt að hnekkja álitinefndarinnar og viðurkenni hana í raun rétta. Meint tjón stefnanda Stefndibyggir á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrirtjóni. Fullyrðingar hans sjálfs ogútreikningar dugi ekki. Haldbær gögnhafi hann ekki lagt fram. Stefnandihafi ekki sýnt fram á að hann hafi verið sviptur því, með saknæmum og ólögmætumhætti, að vera hlutskarpastur í útboðunum.Ekkert liggi fyrir um að stefnandi hafi átt hagstæðustu tilboðin. Þá hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafiuppfyllt öll skilyrði útboðsins, enda hafi hann ekki haft tilskilin leyfi einsog áður segir. Loks liggi ekkert fyrirum að stefnandi hefði getað hagnast á viðskiptunum ef samið hefði verið viðhann. Stefndibyggir á því að kröfur stefnanda um efnda- og vangildisbætur séuósamrýmanlegar. Sýkna verði í þaðminnsta af annarri kröfunni. Þá sé ekkihægt að dæma bætur vegna tapaðrar aðstöðu sem stefnandi hefði getað komið sérupp og vegna annars rekstrar sem hann hefði ætlað að byggja upp samhliðalyfjasölu samkvæmt útboðunum. Þásé óljóst hvaða háttsemi eigi að hafa valdið stefnanda tjóni. Fyrning og tómlæti Stefndibyggir á því að krafa stefnanda sé fyrnd.Krafan byggist á atvikum sem gerðust á árunum 2002 og 2003, fyrir meiraen 10 árum. Hugsanleg krafa sé því fyrndsamkvæmt 1. mgr. 1. gr., sbr. 2. tl. 4. gr. þágildandi laga nr. 14/1905, umfyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Verðiekki fallist á að krafan sé fyrnd byggir stefndi á tómlæti. Byggt sá á atvikum frá árunum 2002 og2003. Krafa hafi fyrst verið gerð meðbréfi í desember 2007. Annað bréf hafiverið sent í desember 2009 og mál loks höfðað rúmum þremur árum síðar. Niðurstaða Stefnandi krefstviðurkenningar skaðabótaskyldu. Aðallegatil greiðslu efndabóta, til vara vangildisbóta. Tjónið sem hann vill fá bætt er almenntfjártjón, hagnaðarmissir aðallega, til vara endurgreiðsla kostnaðar. Hann krefst ekki bóta vegna tjóns á munum eðalíkamstjóns, tjón hans er almennt fjártjón. Stefnandi höfðarmálið á hendur íslenska ríkinu. Það voruRíkiskaup sem önnuðust útboðin sem deilt er um og skiptir þá ekki máli þóttkaupandi í útboðunum hafi verið annar aðili.Ríkið ber ábyrgð á hugsanlegum misgjörðum Ríkiskaupa í starfsemiþeirra. Stefndi byggir á þvíað heimilt sé að gera það að skilyrði til þáttöku í útboði lyfjakaupa aðbjóðendur hafi leyfi til innflutnings og dreifingar á lyfja. Á það má fallast, en það var ekki gert aðskilyrði í þeim útboðum sem hér er deilt um.Skiptir því ekki máli hér þótt stefndi hafi ekki haft slíkt leyfi þegarhann sendi inn tilboð sín. Útboðnr. 13128 Útboð nr. 13128 gekkeðlilega fyrir sig þar til stefnandi kærði það til kærunefndar útboðsmála þann21. nóvember 2002. Kærunefndin ákvað aðfresta framkvæmd útboðsins um stundarsakir, að kröfu stefnanda, þann 29.nóvember. Með úrskurði 13. febrúar 2003felldi nefndin útboðið úr gildi. Taldinefndin að áskilnaður í útboðinu um að skipta við fleiri en einn bjóðanda umsömu lyfin bryti í bága við þágildandi lög nr. 94/2001 um opinberinnkaup. Í úrskurðinum segir: „Það er álit nefndarinnar að við val átilboði í útboði um gerð rammasamnings beri kaupanda, eins og endranær, skyldatil að taka því tilboði sem er hagkvæmast, sbr. nánar 50. gr. laga nr. 94/2001.Kemur því ekki til greina að semja við tvo eða fleiri bjóðendur um innkaupnema um sé að ræða innkaup sem skipt er upp í fleiri sjálfstæða hluta, sbr. 3.mgr. 50. gr. laganna... Samkvæmt þessuverður talið að útboðsgögn séu andstæð lögum nr. 94/2001 að því leyti sem þauáskilja kærða rétt til að taka tilboði fleiri en eins aðila vegna sama lyfs eðalyfja með sömu eiginleika. Er óhjákvæmilegt að fella hið kærða útboð úr gildi íheild sinni, enda verður að telja þá niðurstöðu í samræmi við kröfugerðkæranda.“ Stefndi heldur sigvið að þetta sé réttmæt niðurstaða og telur sig því ekki hafa veriðskuldbundinn til að semja við lægstbjóðanda í útboðinu. Stefnandi mótmælirekki þessari niðurstöðu kærunefndarinnar nema með því að hún hafi hér farið útfyrir kröfugerð aðila sem henni hafi ekki verið heimilt. Dómurinn getur ekki fallist á það. Kröfugerð stefnanda fyrir kærunefndinni varekki skýrt afmörkuð en þess krafist að útboðinu yrði komið í eðlilegthorf. Innan þessa ramma varkærunefndinni rétt og skylt að kanna grundvöll útboðsins og meginatriðiskilmála þess. Dómurinn er sammálanefndinni um að fyrirvari um að semja við fleiri en einn aðila hafi veriðóheimill og að hann hafi í raun ónýtt útboðið.Var kærunefndinni nauðugur sá kostur að fella útboðið í heild úrgildi. Þar sem svo verulegirágallar voru á útboðinu getur stefnandi ekki krafist skaðabóta eins og hannhafi ranglega verið útilokaður frá samningum.Útboðið hefði ekki með réttu getað orðið grundvöllur að samningagerð ogverður stefnandi að una því. Þessir ágallar áútboðinu leiddu hins vegar til þess að stefnandi lagði í kostnað við að geratilboð, í góðri trú um að útboðið væri löglegt.Verður að fallast á að hann eigi rétt á bótum vegna þess kostnaðar semhann hafði af tilboðsgerðinni, svonefndum vangildisbótum. Þótt viðurkennt yrðiað Ríkiskaupum hafi verið skylt að endurtaka útboðið á nákvæmlega sama háttgetur stefnandi ekki átt kröfu um einhvers konar efndabætur ef það er ekkigert. Útboðnr. 13174 Ínóvember 2002 efndu Ríkiskaup til rammasamningsútboðs nr. 13174 þar sem óskaðvar eftir tilboðum í lyf í ákveðnum flokki.Stefnandi gerði tilboð og kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála 19.desember 2002 og var kröfugerð hans sú sama og í kærunni frá 21. nóvember 2002. Ríkiskaup ákváðu að fresta framkvæmd útboðsinsþar til endanlega hefði verið skorið úr kærunni. Í úrskurði kærunefndarinnar 13. febrúar 2003var litið svo á að sú aðferð Ríkiskaupa að láta hjá líða að lesa upp verð viðopnun tilboða í hinu kærða útboði bryti gegn b-lið 1. mgr. 47. gr. laga nr.94/2001. Væri því óhjákvæmilegt að fellaútboðið úr gildi í heild sinni. Tók kærunefndinfram að þessi niðurstaða væri í samræmi við kröfugerð sóknaraðila. Fram kemur í úrskurðikærunefndarinnar að útboð þetta var haldið sama ágalla og útboð nr. 13128, þ.e.að áskilið var að semja við fleiri aðila en lægstbjóðanda. Verður því að hafna kröfu stefnanda umefndabætur á sama hátt og vegna fyrrgreinds útboðs. Á sama hátt og áður greinir verður að fallastá varakröfu stefnanda um vangildisbætur. Um þetta útboð áeinnig við sú athugasemd sem gerð er hér að framan um skyldu til að endurtakaþað. Útboðnr. 13249 og 13356 Útboð þessi vorufelld úr gildi af kærunefnd útboðsmála eins og tvö hin fyrri. Ríkiskaup höfðu tilkynnt að öllum tilboðum íútboði nr. 13249 væri hafnað þar sem verð væri of hátt. Stefnandi byggir á því að þetta hafi veriðóréttmæt ákvörðun, en á það verður ekki fallistÍ skilmálum útboðsins var skýr fyrirvari um heimild til að hafna öllumtilboðum. Ekki er sýnt fram á að þessiákvörðun hafi verið ómálefnaleg . Verðurþví að hafna bótakröfu stefnanda vegna þessa útboðs. Hér á einnig viðmargnefnd athugasemd um skyldu til að endurtaka útboð og afleiðingar vanræksluí því efni. Ríkiskaup efndu tilsamningskaupaútboðs nr. 13356 í kjölfar höfnunar á öllum tilboðum í útboði nr.13249. Hefur stefnandi ekki sýnt fram áað hann hafi lagt í sérstakan kostnað vegna þessa samningskaupaútboðs og verðurþví einnig að hafna kröfu hans vegna þess. Önnuratriði Stefndi byggir á þvíað krafa stefnanda sé fyrnd. Krafa hansvegna útboðs nr. 13128 stofnaðist 13. febrúar 2003 þegar kærunefndin felldiútboðið úr gildi. Aðrar kröfur stofnuðustsíðar. Um fyrningu krafna stefnandagilda lög nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, sbr. 28. gr.laga nr. 150/2007. Skaðabótakrafanfyrnist á 10 árum. Stefnandi rauffyrningu með málshöfðun 6. febrúar 2013, áður en fyrningartíminn varliðinn. Því máli var vísað frá dómi 9.september 2013. Innan sex mánaða fráþeim degi, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 14/1905, höfðaði stefnandi nýttmál. Því var vísað frá dómi 11. febrúar2015. Þetta mál var síðan höfðað 10.ágúst 2015, degi áður en sex mánuðir voru liðnir. Krafa stefnanda er því ekki fallin niðurfyrir fyrningu. Stefndi hefur ekkirökstutt málsástæðu sína um tómlæti með öðru en þeim langa tíma sem leið þartil mál var höfðað. Hann hefur ekki bentá nein sérstök atvik þar sem sérstakt tilefni hafi verið fyrir stefnanda að haldakröfu sinni á lofti. Er ósannað aðkrafan hafi glatast fyrir tómlæti. Samkvæmt framansögðuverður viðurkennd skylda stefnda til að greiða stefnanda vangildisbætur vegnabeins kostnaðar hans af þáttöku í útboðum nr. 13128 og 13174. Stefndi verður sýknaður af öðrum kröfumstefnanda. Forsvarsmaðurstefnanda flutti málið sjálfur, en réð ekki lögmann til verksins. Samt sem áður verður að ákveða honum nokkurnmálskostnað. Líta ber til þess að hlutaaf kröfugerð hans var vísað frá dómi, en frávísunarkröfu hafnað um veigamestuatriði málsins. Þá er ekki fallist áaðalkröfu hans og hluta af varakröfu.Verður stefnda gert að greiða 800.000 krónur í málskostnað. Jón Finnbjörnssonhéraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð Stefndi, íslenskaríkið, er skylt að bæta stefnanda, Hýsi ehf., kostnað af þáttöku í útboðum nr.13128 og 13174. Að öðru leyti er stefndisýknaður af kröfum stefnanda. Stefndi greiðistefnanda 800.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 352/2017
|
Kærumál Kröfugerð Lögvarðir hagsmunir Frávísunarúrskurður staðfestur
|
S ehf. krafðist viðurkenningar á rétti til skaðabóta úr hendi R vegna missis hagnaðar sem félagið hefði notið hefði ekki komið til ákvörðunar R um að hafna tilboði þess í útboði tiltekins rammasamnings. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna, kom meðal annars fram að S ehf. hefði ekki leitt nægar líkur að því að gengið hefði verið til samninga við hann um tiltekna þjónustu, þótt við hann hefði verið gerður rammasamningur á grundvelli útboðsins og að hann hefði þannig orðið fyrir tjóni vegna missis hagnaðar. Hefði S ehf. þannig ekki tekist að leiða nægar líkur að því að hann hefði orðið fyrir tjóni í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hefði S ehf. því ekki lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr viðurkenningarkröfu sinni fyrir dómi á grundvelli þess ákvæðis. Var málinu því vísað frá dómi.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru2. júní 2017, en kærumálsgögn bárust réttinum 14. sama mánaðar. Kærður erúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. maí 2017, þar sem máli sóknaraðila gegnvarnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærðiúrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið tilefnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar og kærumálskostnaðar.Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðarverður hann staðfestur.Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilakærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili, Sæsteinn ehf., greiðivarnaraðila, Reykjavíkurborg, 350.000 krónur í kærumálskostnað.ÚrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 24. maí 2017.IMál þetta, sem tekið var til úrskurðar um frávísunarkröfustefnda 30. mars sl., er höfðað af Sæsteini ehf., Melabraut 17, Hafnarfirði, áhendur Reykjavíkurborg, Tjarnargötu 11, Reykjavík, með stefnu áritaðri umbirtingu 31. ágúst 2016.Stefnandi krefst þess að viðurkenndur verði réttur hans tilskaðabóta úr hendi stefnda vegna missis hagnaðar sem hann hefði notið hefðiekki komið til ákvörðunar stefnda um að hafna tilboði hans í útboði nr. 13456„Rammasamningur um sjávarfang“. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendistefnda að mati réttarins. Stefndi gerir þær dómkröfur aðallegaað máli þessu verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af öllumkröfum stefnanda. Í báðum tilvikum er þess krafist að stefnanda verði gert aðgreiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Af hálfu stefnanda er mótmæltkröfu stefndu um frávísun málsins frá dómi og þess krafist að henni verðihafnað. Í þessum þætti málsins verðureinungis fjallað um kröfur málsaðila sem lúta að frávísun.IIHelstu málavextir eru þeir að hinn 4. júní 2015 birtistefndi auglýsingu vegna útboðs nr. 13456 „Rammasamningur um sjávarfang“ sbr. dskj. nr. 3. Stefnandi var einn þátttakenda í útboðinu.Samkvæmt grein 1.2.4 í útboðsskilmálum skyldi samið við þrjá aðila í hluta 1 íútboðinu um kaup á ferskum fiski og þrjá í hluta 2 um kaup á frosnum fiski.Yrði miðað við lægsta vegið meðalverð samkvæmt tilboðsskrá. Þá kom fram að þeirbjóðendur, sem samið yrði við í hluta 1 og hluta 2, fengju sjálfkrafa samning íhluta 3.Í B-lið greinar 1.1.8 í útboðsgögnum kom fram að starfsleyfibjóðanda skyldi fylgja með tilboði og í grein 1.2.2 sagði að seljandi skyldihafa starfsleyfi útgefið af þar til bærri stofnun í samræmi við ákvæði laga nr.93/1995, um matvæli. Á útboðstíma barst fyrirspurn til stefnda um það, hvortfyrirtæki yrðu að vera með vinnsluleyfi frá Matvælastofnun til þess að getatekið þátt í útboðinu. Þeirri fyrirspurn svaraði stefndi með vísan til greinar1.2.2 í útboðsgögnum. Útboðinu var skipt þannig að tilboð átti að gera í tvoaðgreinda hluta, hluti 1 var um kaup á ferskum fiski, en hluti 2 um kaup áfrosnum fiski. Heimilt var að bjóða í einstaka hluta og tekið fram að samiðyrði við þrjá bjóðendur í hluta 1 og þrjá bjóðendur í hluta 2. Samið yrði viðþá bjóðendur sem byðu lægsta vegna meðalverð samkvæmt tilboðsskrá. Þá kom framað þeir bjóðendur sem samið yrði við í hluta 1 og hluta 2 fengju sjálfkrafasamning í hluta 3 um kaup á öðrum sjávarafurðum. Hinn 23. júlí 2015 voru tilboðopnuð en tilboð bárust frá fimm bjóðendum og gerði stefnandi tilboð bæði íhluta 1 og hluta 2. Hinn 21. ágúst sama ár samþykkti Innkauparáð stefnda áfundi sínum að semja við Fiskbúðina Sæbjörgu ehf., Sjófisk-Sjávarfisk ehf. ogHafið fiskverslun ehf. í hluta 1 og Fiskbúðina Sæbjörgu ehf.,Sjófisk-Sjávarfisk ehf. og Norðanfisk ehf. í hluta 2. Að áliti stefnda varframangreind niðurstaða í samræmi við skilmála útboðsgagna með vísan til þessað umræddir bjóðendur áttu þrjú lægstu tilboðin samkvæmt útboðsskilmálum.Tilboði stefnanda var hvorki tekið í hluta 1 né hluta 2. Óumdeilt er að tilboðstefnanda í hluta 1 var fjórða lægsta tilboðið í þeim hluta en Hafiðfiskverslun ehf. átti lægsta tilboðið.Með tölvupósti 26. ágúst 2015 óskaði stefnandi eftir því aðstefndi upplýsti hvort Hafið fiskverslun ehf. hefði starfsleyfi fráMatvælastofnun eins og áskilið væri í grein 1.2.2 í útboðsgögnum. Fyrir liggurí málinu að stefndi sendi fyrirspurn í tölvupósti til Hafsins fiskverslunarehf. 2. september 2015 um það, hvort fyrirtækið væri með starfs- eðavinnsluleyfi frá Matvælastofnun, sbr. grein 1.2.2 í útboðsgögnum. Þá var þessóskað að slíku starfsleyfi yrði skilað til stefnanda eigi síðar en kl. 13.00daginn eftir, annars yrði tilboði fyrirtækisins hafnað þar sem það uppfylltiekki lágmarkskröfur útboðsgagna. Í greinargerð stefnda kemur fram að í bréfinuhafi fyrir misgáning verið gefið til kynna að um lágmarkskröfu útboðsgagnahefði verið að ræða en hið rétta sé að tilboð fyrirtækisins hafi verið gilt.Hefði stefndi á þessum tímapunkti aðeins verið að kanna hvort allarsamningsskyldur væru uppfylltar til þess að hægt væri að gera athugasemdir viðþað ef einhverjir hnökrar kæmu upp við framkvæmd samningsins.Hafið fiskverslun ehf. sendi stefnda umbeðið starfsleyfi 3.september 2015, sem útgefið var sama dag, en það ber með sér að vera tilþriggja mánaða. Stefndi svaraðifyrirspurn stefnanda með tölvupósti 4. september 2015 á þá leið að Hafiðfiskverslun ehf. hefði aflað sér starfsleyfis. Þann dag var tilkynnt aðfyrrgreind tilboð væru endanlega samþykkt og að kominn væri á bindandirammasamningur á grundvelli útboðsgagna og umræddra tilboða. Stefnandi kærði ákvörðun stefnda til kærunefndar útboðsmála10. september 2015 og krafðist þess aðallega að kærunefndin felldi úr gildiákvörðun stefnda en til vara að nefndin léti uppi álit sitt á skaðabótaskyldustefnda gagnvart stefnanda. Stefndi skilaði greinargerð til kærunefndarinnar 8.október 2015 og krafðist þess aðallega að kærunni yrði vísað frá nefndinni entil vara að öllum kröfum kæranda yrði hafnað. Af hálfu stefnda er þess getið ígreinargerð hér fyrir dóminum, að fullyrðing hans í greinargerð til kærunefndarútboðsmála um að öll tilboð hefðu staðist lágmarkskröfur útboðsgagna hafi veriðröng, enda hafi seinni tíma skoðun leitt í ljós að tilboð stefnanda hefði ekkistaðist lágmarkskröfur með tilliti til varakröfu hans fyrir kærunefndinni.Stefnandi sendi athugasemdir vegna greinargerðar stefnda til kærunefndar 20.október 2015. Kærunefnd útboðsmála kvað upp úrskurð í máli nefndarinnarnr. 17/2015 vegna ágreinings aðila 10. febrúar 2016 og hafnaði aðalkröfustefnanda um ógildingu ákvörðunar stefnda. Hins vegar taldi kærunefndin aðfyrir lægi að tilskilið starfsleyfi hefði ekki fylgt tilboði Hafsinsfiskverslunar ehf. og því hefði stefnda verið óheimilt að taka tilboðifyrirtækisins. Stefnandi hefði átt fjórða hagkvæmasta tilboðið í hluta 1 íútboðinu en samkvæmt útboðsskilmálum hefði verið stefnt að því að semja viðþrjá bjóðendur. Stefnandi hefði þannig átt raunhæfa möguleika á að verða valinnog möguleikar hans hafi því skerst við brot stefnda. Með vísan til 1. mgr. 101.gr. laga um opinber innkaup væri það því álit kærunefndar útboðsmála að stefndiværi skaðabótaskyldur gagnvart stefnanda vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboðHafsins fiskverslunar ehf. í útboðinu. Í kjölfar úrskurðar kærunefndar hafði stefnandi samband viðráðgjafafyrirtækið Advance ehf. og óskaði eftir því að það reiknaði út tjónstefnanda af því að ekki hafi verið við hann samið í framangreindu útboði.Advance ehf. reiknaði tjón stefnanda út frá hagnaðarmissi hans af því að fáekki samninginn út frá ársreikningum áranna 2013, 2014 og 2015 ogviðskiptamannayfirliti sem tilgreina veltu stefnanda af viðskiptum stefnda áþeim árum. Í stefnu er því lýst að samkvæmt viðskiptamannabókhaldi stefnandahafi heildarvelta hans tengd stefnda árin 2013-2015 verið 218.010.303 krónur.Að meðaltali sé velta á mánuði því 6.055.842 krónur en að teknu tilliti tilverðhækkunar um 6,5% í tilboð stefnanda til stefnda, og nýr samningur hefðitekið mið af, yrði hún 6.449.471 króna. Að gefnum upplýsingum úr framlögðumársreikningum stefnanda hafi Advance ehf. reiknað vegið meðaltalframlegðarprósentu (2012 til 2014) 15,2% eða 982.186 krónur á mánuði.Gildistími samningsins hafi verið 48 mánuðir og tjón stefnanda hafi því numið47.144.930 krónum (48 x 982.186).Á grundvelli útreikninga Advance ehf. sendi stefnandistefnda kröfubréf, dagsett 18. maí 2016, og krafðist þess að stefndi gengi tilsamninga við hann um greiðslu skaðabóta á grundvelli framangreindra útreikningaog greiddi jafnframt úrskurðaðan málskostnað vegna reksturs málsins fyrirkærunefnd útboðsmála. Þá vísaði stefnandi í niðurstöðu kærunefndar umbótaskyldu stefnda. Svarbréf stefnda var dagsett 3. júní 2016 og var skaðabótakröfustefnanda hafnað. Stefndi vísaði til þess að í útboðsgögnum hefðu verið gerðarófrávíkjanlegar kröfur um fjárhagslegt hæfi bjóðenda í grein 1.1.3. Bjóðendumhafi m.a. borið að skila með tilboðum sínum ársreikningi eða árshlutauppgjöri,endurskoðuðu og árituðu af löggiltum endurskoðanda, án athugasemda umrekstrarhæfi bjóðenda. Bjóðendum hafi einnig staðið til boða að leggja framyfirlýsingu, án fyrirvara, um jákvæða eiginfjárstöðu frá löggiltumendurskoðanda sem skyldi taka mið af stöðu bjóðanda eigi fyrr en viku fyriropnunardagsetningu tilboða. Skýrt hafi verið tekið fram að gæti bjóðandi ekkisýnt fram á jákvæða eiginfjárstöðu, væri óheimilt að gera við hann samning. Íbréfinu er jafnframt rakið að með tilboði stefnanda hafi fylgt óendurskoðaðurársreikningur fyrir árið 2014, auk yfirlýsingar endurskoðanda en íyfirlýsingunni hafi komið fram að hún byggði á drögum að ársreikningi fyrirárið 2014 og yfirferð á bókhaldi félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2015.Loks er gerð grein fyrir þeirri afstöðu stefnda, að þar sem hvorkiársreikningur stefnanda né yfirlýsing endurskoðanda væru í samræmi viðófrávíkjanlega kröfur greinar 1.1.3 í útboðsgögnum, hefði stefnda veriðóheimilt að gera samning við stefnanda. Hefði stefnandi því ekki átt raunhæfamöguleika á að vera valinn til samnings og hafi ætlað brot stefnda því ekkiskert möguleika stefnanda í umræddu tilviki. Þrátt fyrir að skaðabótakröfustefnanda væri hafnað, féllst stefndi á að greiða málskostnað fyrir kærunefndútboðsmála, án dráttarvaxta. Með bréfi, dagsettu, 7. júní 2016, mótmælti stefnandisjónarmiðum stefnda og benti á að yfirlýsing endurskoðanda um jákvæðaeiginfjárstöðu hefði legið fyrir á tilskildum tíma, tveimur dögum fyrir opnuntilboða, í samræmi við ákvæði 1.1.13 í útboðsskilmálum. Þá benti stefnandi á aðhann hefði skilað samhljóða yfirlýsingu í útboði á árinu 2013 vegna sambærilegsrammasamnings um sjávarfang og að þá hefði verið gengið til samninga við hann, m.a. ágrundvelli hennar. Loks tók stefnandi fram að þótt yfirlýsingin væriófullnægjandi, myndi það engu breyta, enda hefði stefndi þegar tilkynntstefnanda ástæðu þess að tilboði hans hefði ekki verið tekið í tölvupósti þann25. ágúst 2015 sem væri að tilboð stefnanda hefði verið hærra en þeirra semsamið hefði verið við. Því hefði stefnandi talið vafalaust að stefnda hefðiverið heimilt að semja við stefnanda. Íbréfinu var ítrekað að stefnandi óskaði eftir því að gengið yrði til samningavið hann á grundvelli áðurnefndra útreikninga Advance ehf. Með bréfi, dagsettu 28. júní 2016, ítrekaði stefndi fyrriafstöðu sína til skaðabótakröfu stefnanda. Svo sem áður greinir höfðaðistefnandi mál þetta til viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda hinn 31. ágúst2016.IIIStefnandi byggir dómkröfur sínar á því að höfnun verkkaupa,stefnda Reykjavíkurborgar, á tilboði hans í hluta 1 í fyrrgreindu útboði hafiverið ólögmæt. Samkvæmt skilmálum hafiátt að semja við þá þrjá aðila sem hefðu þrjú lægstu boðin og sem uppfylltuskilyrði útboðsins. Fyrir liggi í málinu og sé óumdeilt að Hafið fiskverslunehf., sem stefndi hafi samið við, hafi ekki uppfyllt skilyrði útboðsins um aðhafa útgefið starfsleyfi til matvælavinnslu og því hafi stefnda verið óheimiltað semja við fyrirtækið í útboðinu. Þar sem stefndi hafi eftir sem áður samiðvið Hafið fiskverslun ehf., hafi stefnandi orðið fyrir tjóni sem felist í missihagnaðar af því að fá ekki samninginn. Á því tjóni beri stefndi ábyrgð. Stefnandi telur að ólögmætt hafi verið af hálfu stefnda aðtaka tilboði Hafsins fiskverslunar ehf. en tilboðið hafi verið ógilt þar semþað hafi ekki uppfyllt skilmála útboðsins. Með þessu hafi stefndi brotið gegn71. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, og beri hann skaðabótaskyldugagnvart stefnanda vegna þess samkvæmt 101. gr. sömu laga. Stefnandi krefstþess að skaðabótaskyldan verði viðurkennd með dómi vegna missis hagnaðar semstefnandi telur sig hafa orðið fyrir vegna lögbrots stefnda er hann tók tilboðiHafsins fiskverslunar ehf. í hluta 1 í útboðinu.Stefnandi vísar til VII. kafla laga nr. 84/2007 og einkumtil 2. mgr. 48. gr. en í lagagreininni komi fram að í þeim tilvikum þegarþátttakendur þurfi sérstakt leyfi til að mega veita hlutaðeigandi þjónustu íheimaríki sínu sé heimilt að krefjast þess að þeir sýni fram á að þeir hafiviðeigandi leyfi. Stefnandi byggir á því að samkvæmt útboðsskilmálum í útboðinr. 13456, „Rammasamningur um sjávarfang“, hafi komið fram í grein 1.1.8, liðB, að afrit af starfsleyfi bjóðanda skyldi fylgja með tilboði. Í grein 1.2.2 íútboðsgögnum segi að seljandi skuli hafa starfsleyfi útgefið af þar til bærristofnun í samræmi við ákvæði laga nr. 93/1995, um matvæli. Það hafi jafnframtverið staðfest í svari stefnda við fyrirspurn, sem hafi borist á útboðstíma, umhvort fyrirtæki yrðu að vera með vinnsluleyfi frá Matvælastofnun til þess aðgeta tekið þátt í útboðinu. Af hálfu stefnda hafi fyrirspurninni verið svaraðmeð vísan til greinar 1.2.2 í útboðsgögnum. Stefnandi byggir á því að sannað séog óumdeilt í málinu að Hafið fiskverslun ehf. hafi ekki haft starfsleyfi fráMatvælastofnun til fiskvinnslu en stofnunin veiti starfsleyfi til slíkrarvinnslu, sbr. 6. gr., sbr. 20. gr. laga nr. 93/1995. Matvælastofnun hafi ítölvupósti 16. september 2015 staðfest að Hafið fiskverslun ehf. hefði ekkihaft starfsleyfi í lok ágúst 2015. Stefnandi bendir á að megintilgangur laga nr. 84/2007 sé aðtryggja jafnræði bjóðenda við opinber innkaup og að stuðla að hagkvæmni íopinberum rekstri með virkri samkeppni. Þá segi í 14. gr. laganna að viðopinber innkaup skuli kaupandi gæta jafnræðis bjóðenda. Stefnandi telur aðslíku jafnræði væri stórkostlega raskað ef aðilar, sem ekki uppfylli skilyrðiútboðs, geti bætt úr slíku að útboði loknu. VII. kafli laga nr. 84/2007 byggistá því að í þeim tilfellum, sem bjóðandi uppfylli ekki lágmarksskilyrði kaflans,beri kaupanda að vísa bjóðandanum frá, sbr. og 71. gr. sömu laga. Stefnandi kveðst hafa átt raunhæfa möguleika á því að fásamninginn ef ekki hefði komið til hin ólögmæta ákvörðun stefnda. Hann hafi áttþriðja lægsta tilboðið í hluta 1 í útboðinu og þá hafi hann uppfyllt öllskilyrði útboðsins. Eina ástæða þess að honum hafi verið hafnað, hafi verið súað gerður hefði verið samningur við aðila, sem ekki hafi uppfyllt skilyrðiútboðsins. Að þessu leyti vísar stefnandi til rökstuðnings stefnda í tölvupóstihans til stefnanda 25. ágúst 2015 þar sem rökstuðningur stefnda fyrir höfnun átilboði stefnanda er tilgreindur. Þar segi: „Þar sem tilboð Sæsteins ehf. erhærra en tilboð þeirra sem samið var við og alveg skýrt kveðið á um íútboðsgögnum að samið verði eingöngu við þrjá í hvorum hluta, þá var ekki hægtað taka tilboði Sæsteins ehf. í útboði nr. 13456, það hefði verið brot á lögumum opinber innkaup að fara á skjön við það sem stendur í viðkomandiútboðsgögnum.“Stefnandi vísar til sjónarmiða stefnda í greinargerð hanstil kærunefndar útboðsmála um að öll þau tilboð, sem borist hafi í útboðinu,hafi uppfyllt lágmarkskröfur, þ.m.t. tilboð stefnanda. Stefndi hafi hins vegareinungis byggt kröfu sína um að kröfu stefnanda um skaðabætur væri hafnað á þvíað leyfi til matvælavinnslu hafi verið samningskrafa en ekki lágmarkskrafa ogþví hafi stefnda verið heimilt að líta fram hjá því að Hafið fiskverslun ehf.hefði ekki haft leyfi til fiskvinnslu frá Matvælastofnun. Bæði stefnandi ogkærunefnd útboðsmála séu ósammála stefnda að þessu leyti. Stefnandi byggir á því að hafið sé yfir vafa að áskilnaðurútboðsgagna hafi gert kröfu um starfsleyfi til matvælavinnslu í samræmi viðákvæði laga um matvæli og fyrir liggi að Hafið fiskverslun ehf. hafi ekki haftslíkt leyfi. Stefnandi byggir á sjónarmiðum kærunefndar útboðsmála hvað þettavarðar en þar komi fram eftirfarandi: „Fyrir liggur að fyrrgreint leyfi fylgdiekki tilboði Hafsins fiskverslunar ehf. og var varnaraðila var því óheimilt aðtaka tilboði fyrirtækisins. Kærandi átti fjórða hagkvæmasta tilboðið í hluta 1í útboðinu, en samkvæmt útboðsskilmálunum var stefnt að því að semja við þrjábjóðendur. Kærandi átti þannig raunhæfa möguleika á að verða valinn afvarnaraðila og möguleikar kæranda skertust því við brot hans. Með vísan til 1.mgr. 101. gr. laga um opinber innkaup það þar af leiðandi álit kærunefndarútboðsmála að varnaraðili sé skaðabótaskyldur gagnvart kæranda vegna þeirrarákvörðunar að velja tilboð Hafsins fiskverslunar ehf. í hinu kærða útboði“.Svo virðist sem stefndi hafi, eftir úrskurð kærunefndar,fallið frá þeirri vörn sinni að krafa um starfsleyfi frá Matvælastofnun hafiekki verið lágmarkskrafa. Í svari sínu frá 3. júní 2016 við kröfubréfistefnanda frá 18. maí sama ár hafi stefndi byggt á því, þrátt fyrir að hafastaðfest í tvígang að tilboð stefnanda hafi uppfyllt lágmarkskröfur, að gögnþau, sem stefnandi hafi lagt fram um fjárhagsstöðu félagsins, hafi ekki veriðfullnægjandi. Í bréfinu hafi því fyrst verið haldið fram að fjárhagsupplýsingarstefnanda hafi ekki uppfyllt lágmarkskröfur í útboðsgögnum og því hefði stefndaverið óheimilt að samþykkja tilboð stefnanda sem leiði til þess að stefnandihefði ekki haft raunhæfa möguleika á að hljóta verkið. Nú telji stefndi aðyfirlýsing sú, sem löggiltur endurskoðandi stefnanda hafi sent, hafi ekki veriðí samræmi við útboðsskilmála.Stefnandi mótmælir þessum fullyrðingum stefnda og vísar ífyrsta lagi til þess að fjárhagsstaða stefnanda hafi uppfyllt kröfur umfjárhagslega stöðu. Því til staðfestingar hafi legið til grundvallar yfirlýsingendurskoðanda félagsins og ársreikningur ársins 2014. Þá hafi einnig legiðfyrir staðfestingar annars vegar á því að stefnandi hafi verið í skilum meðlífeyrissjóðsiðgjöld og hins vegar með opinber gjöld. Samkvæmt ákvæði 1.1.13 íútboðsskilmálum skyldi bjóðandi skila afriti af ársreikningi og/eðaárshlutareikningi sem skyldi vera endurskoðað eða áritað af löggiltumendurskoðanda án athugasemda um rekstrarhæfi bjóðanda. Þá hafi komið fram aðværi ársreikningur ekki endurskoðaður, væri heimilt að leggja fram yfirlýsinguum jákvæða eiginfjárstöðu, án fyrirvara, frá löggiltum endurskoðanda, og skyldihún miða við stöðu eigi fyrr en viku fyrir opnunardagsetningu tilboða. Slíkriyfirlýsingu hafi stefnandi skilað þann 21. júlí 2015, þ.e. tveimur dögum fyriropnun tilboða. Yfirlýsingin sé afdráttarlaus og staðfesti að eigið fé félagsinshafi verið jákvætt á árinu 2015, hún hafi verið fyrirvaralaus og undirrituð afHalldóri Arnarsyni, löggiltum endurskoðanda. Stefnandi bendir jafnframt á aðársreikningur félagsins fyrir árið 2015staðfesti hið sama. Þessu til viðbótar bendir stefnandi á að í útboði á árinu2013 vegna sambærilegs rammasamnings um sjávarfang, þar sem stefndi hafi veriðkaupandi, hafi stefnandi skilað samhljóða yfirlýsingu og þá hafi verið gengiðtil samninga við hann, m.a. á grundvelli hennar. Fyrir það útboð hefði GuðbjörgEggertsdóttir, starfsmaður stefnda, gert athugasemdir við áðursenda yfirlýsinguog því hafi yfirlýsingin verið leiðrétt í samræmi við tilmæli hennar. Fyrirliggi því að sjónarmið stefnda nú séu haldlausar eftiráskýringar ogfyrirsláttur sem sé einungis til þess fallinn að valda stefnanda tjóni. Þá bendir stefnandi á að í IX. kafla laga um opinber innkaupséu fyrirmæli um hvenær megi vísa bjóðendum frá vegna hæfisskorts og séu þessiákvæði tæmandi. Það sem við eigi séu ákvæði í 49. gr. í lögum um opinberinnkaup um fjárhagslega getu og 50. gr. laganna um tæknilega getu. Í 2. mgr.49. gr. annars vegar og 3. mgr. 50. gr. hins vegar sé því lýst að fram skulikoma í útboðsgögnum hvaða gagna sé krafist og hvernig skuli brugðist við eftalin er þörf á frekari upplýsingum. Hefði stefndi talið að þau gögn, semstefnandi lagði fram, væru ófullnægjandi hafi stefnda verið skylt að gefastefnanda færi á að sýna fram á með öðrum hætti að hann hefði fjárhagslegagetu. Þessu til staðfestingar vísar stefnandi til sjónarmiða í dómi HæstaréttarÍslands í máli nr. 450/2007.Stefnandi vísar til 75. gr. laga nr. 84/2007 um tilkynninguog rökstuðning höfnunar boðs. Fyrir liggi að eina ástæða synjunar stefnda áboði stefnanda í tölvupósti 21. ágúst 2015 laut að því að stefnandi hefði áttfjórða lægsta boð en að taka hafi átt þremur lægstu tilboðum. Ekkert í lögunumbendi til þess að kaupanda sé heimilt að breyta rökstuðningi fyrir höfnun boðs,enda myndi slík framkvæmd raska réttaröryggi á þann hátt að stjórnvöld væruekki bundin af fyrri rökstuðningi en gætu breytt honum að geðþótta og þannigraskað því jafnræði sem mælt sé fyrir um í 14. gr. laganna. Stefndi hafiítrekað þennan rökstuðning sinn fyrir kærunefnd útboðsmála þar sem hann hafistaðfest að öll boð, þ.m.t. boð stefnanda, hafi uppfyllt lágmarkskröfur.Stefnandi telur af og frá að stefndi geti breytt málatilbúnaði sínum með þessumhætti, enda liggi fyrir að hefðu þessi rök stefnda komið fram fyrr, hefði reyntá þessar málsástæður fyrir kærunefnd útboðsmála. Að þessu leyti vísar stefnanditil 75. gr. laga nr. 84/2007 sem og 23.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem kveðið sé á um að stjórnvald geti breyttákvörðun sinni þar til hún hafi verið tilkynnt aðila máls. Stefnandi byggir á því að af öllu framangreindu virtu séekkert fram komið um að stefnandi hafi ekki uppfyllt þau skilyrði umfjárhagslegt hæfi sem fólust í útboðsgögnunum. Ætli stefndi nú að halda þvífram að stefnandi hafi ekki uppfyllt kröfur um fjárhagslegt hæfi, eftir að hannhefur í tvígang staðfest að stefnandi hafi uppfyllt lágmarkskröfur, feli það ísér að stefndi hafi sönnunarbyrðina fyrir þeirri fullyrðingu sinni. Þá bendir stefnandi á að fyrir liggi og sé óumdeilt í málinuað Hafið fiskverslun hf. hafi ekki haft útgefið tilskilið starfsleyfi þegarframangreint útboð átti sér stað og hafi ekki aflað þess fyrr en að útboðiloknu. Stefnda hafi því verið óheimilt að semja við fyrirtækið og stefnandihafi því í raun verið með þriðja hagstæðasta tilboðið. Að mati stefnanda séhafið yfir vafa að ákvörðun stefnda um að semja ekki við stefnanda en semjaþess í stað við Hafið fiskverslun ehf. hafi brotið gegn ákvæðum laga nr.84/2007. Stefnandi krefst viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Samkvæmtmeginreglum á því sviði beri að gera tjónþola eins settan og hin bótaskyldaathöfn hefði ekki átt sér stað. Tjónið felist í því að vænlegur samningur hafiekki fengist og því hafi stefnandi orðið af hagnaði. Um nánari skilyrðiefndabóta vísar stefnandi til almennra reglna skaðabóta- og fjármunaréttar umbætur fyrir fjártjón sem feli það í sér að stefnandi skuli verða jafnsetturfjárhagslega og ef réttarbrot stefnda hefði ekki orðið. Eftir að niðurstaðaútboðsins hafi legið fyrir, hafi skapast skylda verkkaupa til að taka boðistefnanda og gera við hann verksamning. Stefnandi telur að bæði megi rökstyðjaað um sé að ræða skaðabótaskyldu innan og utan samninga og byggir hann á reglumum hvort tveggja. Viðurkennt sé í dómaframkvæmd að hvorki 20. gr. laga nr.65/1993, um útboð, né 1. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, umvangildisbætur, takmarki rétt til að krefjast efndabóta vegna réttarbrota viðframkvæmd útboða hins opinbera. Vísun 2. mgr. 101. gr. til almennraskaðabótareglna hafi verið skýrð þannig að réttur til efndabóta geti stofnast,hafi almennum sönnunarkröfum verið fullnægt.Stefnandi byggir á því að samið hefði verið um verkið viðhann ef hinar ólögmætu ákvarðanir hefðu ekki komið til. Stefnandi hafi áttþriðja lægsta boð í verkið og engir annmarkar hafi verið á tilboðinu sem hafigert það ógilt. Öll skilyrði hinna almennu skaðabótareglna um huglæga afstöðu,orsakatengsl og sennilega afleiðingu blasi við og hafi mátt vera öllum ljós semtekið hafi hinar umdeildu ákvarðanir. Stefndi hafi tekið saknæma og ólögmætaákvörðun sem hafi orðið stefnanda til fjártjóns og séu öll skilyrði efndabótauppfyllt.Stefnandi gerir þær kröfur á hendur stefnda að hann verðieins settur fjárhagslega og ef tilboði hans í framangreindu útboði hefði veriðtekið. Hann geri því kröfu um viðurkenningu á rétti sínum til skaðabóta vegnaþess hagnaðar sem hann hefði haft af samningi við stefnda vegna rammasamningsum sjávarfang. Krafa um viðurkenningu á bótarétti vegna tapaðs hagnaðar afákvörðun stefnda byggist á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, en verði fallist á þessa kröfu stefnanda megi búast við að leitastverði við að ná samkomulagi um greiðslu bóta og eftir atvikum að óskað verði eftirmati dómkvaddra matsmanna á ætluðum hagnaði af verkinu. Stefnandi telji aðhugtakið missir hagnaðar sé nægjanlega afmarkað að íslenskum rétti svo leggjamegi dóm á viðurkenningarkröfu um rétt til slíkra bóta og vísar að því leytitil sjónarmiða í dómi Hæstaréttar Íslands í máli réttarins nr. 450/2007.Stefnandi hafi lagt fram útreikning fagaðila,ráðgjafafyrirtækisins Advance ehf., yfir áætlaðan hagnaðarmissi, auk þess semþað felist í eðli máls að verktakar áætli sér alltaf eðlilegan hagnað ítilboðum sínum. Því sé nægilega sýnt fram á það í þessu viðurkenningarmáli aðtilboð hans hafi innifalið hagnað af verkinu og að hann hafi orðið fyrir tjóniþar sem ekki hafi verið samið við hann. Enn fremur vísar stefnandi til þess aðhann hafi haft hagnað af sambærilegum samningi við stefnda vegna áranna2012–2014. Um nánari skilyrði efndabóta vísar stefnandi til almennra reglnaskaðbóta- og fjármunaréttar um bætur fyrir fjártjón sem feli það í sér aðstefnandi eigi kröfu til þess að verða jafnsettur fjárhagslega og ef réttarbrotstefnda hefði ekki orðið. Jafnframt byggir stefnandi á því að af dómaframkvæmdmegi draga þá ályktun að réttur til bóta fyrir tapaðan hagnað sé fyrir hendiþegar sannað sé að samið hefði verið við bjóðanda, ef ekki hefði komið tilsaknæmt réttarbrot af hálfu verkkaupa.Stefnandi kveður efniskröfu sína í málinu byggjast ámeginreglum útboðs- og verktakaréttar eins og þær birtist í réttarframkvæmd oglögum nr. 84/2007. Um vanefnda- og skaðabótaúrræðið efndabætur vísist tilalmennra reglna fjármunaréttar svo og túlkunar dómstóla á inntaki 2. mgr. 101.gr. laga nr. 84/2007 sem og efnislega sambærilegri reglu í áður gildandi lögum2. mgr. 84. gr. laga nr. 94/2001. Nægar líkur hafi verið leiddar að því aðstefnandi hafi orðið fyrir tjóni og sé því fullnægt skilyrðum fyrirskaðabótaskyldu stefnda samkvæmt 2. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007. Um lagarök vísar stefnandi sérstaklega til ákvæða 14., 48.,49., 50., 71., 75. og 101. gr. laga nr. 84/2007 sem og til meginreglna útboðs-og verktakaréttar, og 20. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli, og 20. gr. laga nr.65/1993, um útboð. Þá vísar stefnandi til 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993sem og meginreglna stjórnsýsluréttar um góða stjórnsýsluhætti. Vegnaviðurkenningarkröfu sinnar vísar stefnandi til 2. mgr. 25. gr. laga nr.91/1991, um meðferð einkamála. Um skilyrði skaðabóta vísar stefnandi tilsakarreglu skaðabótaréttar og um vanefnda- og skaðabótaúrræðið efndabætur vísarhann til almennra reglna fjármunaréttar. Málskostnaðarkrafa stefnanda byggist áXXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.IVStefndi byggir aðalkröfu sína um frávísun málsins á því aðstefnandi hafi ekki leitt líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni af völdumætlaðrar ólögmætrar ákvörðunar stefnda um val á tilboði í umræddu útboði. Þvíhafi stefnandi ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fáviðurkenningardóm fyrir dómkröfum sínum, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.Stefndi bendir á að markmið útboðsins hafi verið að koma ásvokölluðum rammasamningi um vörur en um slíkt ferli gildi ákvæði 34. gr. laganr. 84/2007, um opinber innkaup. Í útboðsgögnum hafi ekki verið settar fram bindandimagntölur um vörur sem þýði að með samningsgerðinni hafi ekki komist ásamningur um að keypt yrði tiltekið magn. Í gr. 1.1.1 í útboðsgögnum sé skýrttekið fram að ekki sé ljóst hvaða magn verði keypt á grundvelli útboðsins.Stefndi telur einsýnt að þar sem um rammasamning sé að ræða, sé eðli málsinssamkvæmt ekki hægt að gera ráð fyrir stöðugu fjármagnsflæði í slíkum samningum,enda sé engu vörumagni lofað og engar bindandi magntölur tilgreindar íútboðsgögnum. Sökum þess hafi stefnandi ekki leitt líkur að því að hann hefðiorðið fyrir tjóni við ætlað brot stefnda á lögum nr. 84/2007. Þá vísar stefndi til þess að við upphaf rammasamnings séenginn væntur hagnaður hjárammasamningsaðilum þar sem ekkert loforð liggi fyrir um væntanlegviðskipti innan rammasamnings. Einstök kaup innan rammasamnings séu gerð ágrundvelli sjálfstæðra samninga. Stefnda beri í þeim efnum að velja á milli tilboðarammasamningsaðila á grundvelli valforsendna sem fram hafi komið í skilmálumrammasamnings, sbr. 6. mgr. 34. gr. laga nr. 84/2007. Í útboðsgögnum komi framað samið verði við lægstbjóðendur og því hafi verið ljóst að einungis yrðilitið til verðs við mat á tilboðum sem myndu berast innan rammasamningsins.Stefnda hafi því borið að beina viðskiptum sínum að lægstbjóðandarammasamningsins eða viðhafa örútboð meðal rammasamningsaðila, sbr. grein 1.2.3í útboðsgögnum. Tilboð stefnanda hafi verið fjórða lægsta tilboðið sem borist hafi.Stefnandi hafi því ekki getað gert ráðfyrir viðskiptum innan rammasamningsins, nema til kæmi vöruskortur hjá ódýrarirammasamningsaðilum eða á grundvelli örútboða. Ákvörðun um að framkvæma örútboðliggi ekki fyrir við upphaf rammasamnings og sé því með engu móti hægt aðleggja mat á eða gera ráð fyrir væntum hagnaði rammasamningsaðila vegnaþátttöku í örútboðum. Stefndi hafnar því málsástæðu stefnanda um að útreikningur, sem hannhafi aflað einhliða, sýni yfirlit yfir áætlaðan hagnað stefnanda vegnaútboðsins. Stefndi bendir á að framlagtviðskiptamannayfirlit sýni að stefndi hafi verið í viðskiptum við stefnandaeftir gildistöku umþrætts rammasamnings en í útboðslýsingu í grein 1.1.1 hafistefndi áskilið sér rétt til að kaupa vörur utan rammasamnings fyrir allt að10% af veltu samningsins. Stefndi telur einsýnt að stefnandi hefði ekki máttvænta frekari viðskipta við stefnda en þeirra sem tilgreind séu áviðskiptamannayfirlitinu, enda hafi tilboð stefnanda verið hærra en þrjú önnurtilboð. Stefndi telur að framangreint leiðitil frávísunar málsins frá héraðsdómi, enda hafi stefnandi ekki sýnt fram á aðhann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá viðurkenningardóm fyrir dómkröfumsínum í skilningi 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þá telur stefndi að stefna fullnægiekki skilyrðum 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 þar sem hún beri augljós merkiskriflegs málflutnings.VStefnandi krefst í máli þessu viðurkenningar á rétti sínumtil skaðabóta úr hendi stefnda vegna missis hagnaðar sem hann hefði notið hefðiekki komið til ákvörðunar stefnda um að hafna tilboði stefnanda í útboði nr.13456 „Rammasamningur um sjávarfang“. Stefnandi byggir viðurkenningarkröfuna aðþessu leyti á ákvæðum 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.Samkvæmt því lagaákvæði þarf sá sem gerir kröfu um viðurkenningu áskaðabótaskyldu að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni oggera grein fyrir því, í hverju tjón hans felist og hver tengsl þess séu viðætlaðan skaðaverknað. Stefnandi telur sig hafa orðið af hagnaði af umræddumviðskiptum og gengur því út frá því að hann hafi átt tilkall til þess að veravalinn til að eiga umrædd viðskipti við stefnda. Stefndi mótmælir kröfumstefnanda og krefst þess aðallega að þeim verði vísað frá dómi en til vara aðhann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda.Af framlögðum útboðsgögnum er ljóst að stefndi hugðist semjavið þá þrjá bjóðendur í hvorum útboðshluta sem buðu lægsta vegið meðalverðsamkvæmt tilboðsskrá og uppfylltu skilyrði útboðsskilmálanna en áskildi sérjafnframt rétt til að hafna öllum tilboðum. Óumdeilt er að stefnandi áttifjórða lægsta tilboðið, bæði í hluta 1 og 2, og að Hafið fiskverslun ehf. hafiátt þriðja lægsta tilboðið í hluta 1 samkvæmt útboðsgögnum. Stefnandi byggirm.a. á því að stefndi hafi ranglega samið við Hafið fiskverslun hf. í hluta 1þar sem fyrirtækið hafi við tilboðsgerðina ekki uppfyllt skilyrði B-liðargreinar 1.1.8 í útboðsskilmálum um að starfsleyfi skyldi fylgja með tilboðibjóðanda. Því hafi stefnandi í raun átt þriðja lægsta tilboðið í hluta 1 og afþeim sökum hafi stefnda borið að semja við stefnanda. Stefnandi vísar til þessað fyrir liggi niðurstaða kærunefndar útboðsmála um að stefnda hafi veriðóheimilt að taka tilboði Hafsins fiskverslunar ehf. Því hafi stefnandi, semátti fjórða lægsta tilboð í hluta 1, átt raunhæfa möguleika á að verða valinnaf stefnda en möguleikar hans hafi skerst vegna brota stefnda. Í greinargerð sinni byggir stefndi frávísunarkröfu sína áþví að einsýnt sé aðþar sem um rammasamning sé að ræða, sé eðli málsins samkvæmt ekki hægt að geraráð fyrir stöðugu fjármagnsflæði í samningnum, enda sé engu vörumagni lofað ogengar bindandi magntölur tilgreindar í útboðsgögnum. Því hafi stefnandi ekkileitt líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni við ætlað brot stefnda álögum nr. 84/2007. Þá vísar stefndi til þess að við upphaf rammasamnings séenginn væntur hagnaður hjá rammasamningsaðilum þar sem þá liggi ekkert loforðfyrir um væntanleg viðskipti innan rammasamningsins. Einstök kaup innanrammasamninga séu gerð á grundvelli sjálfstæðra samninga og beri stefnda þá aðvelja á milli tilboða rammasamningsaðila. Jafnframt hafnar stefndi einhliðaútreikningum stefnanda á áætluðum hagnaði hans vegna útboðsins. Þessu tilviðbótar bendir stefndi á að í útboðslýsingu komi fram áskilnaður stefnda um aðhann eigi rétt á að kaupa vörur utan rammasamnings fyrir allt að 10% af veltusamningsins. Loks byggist frávísunarkrafa stefnda á því að framlögð stefnauppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 þar sem hún beriaugljós merki skriflegs málflutnings. Við munnlegan málflutning umágreining aðila um frávísunarkröfu stefnda, tefldi stefndi jafnframt framþeirri málsástæðu fyrir frávísunarkröfunni að stefnandi hefði ekki uppfylltófrávíkjanlegar hæfiskröfur útboðsgagna nr. 13456. Að því leyti vísaði stefnditil þess að tilboð stefnanda hefði ekki uppfyllt ófrávíkjanlegar hæfniskröfurútboðsskilmálanna með framlagningu gagna samkvæmtgrein 1.1.13 í útboðsskilmálum. Stefnandi hafi því ekki fært sönnur á að hannhefði átt raunhæfan möguleika á að verða valinn af stefnda til verksins og aðsá möguleiki hafi skerst við ætlað brot stefnda. Þá benti stefndi á aðstefnandi hefði heldur ekki uppfyllt skilyrði greinar 1.1.12.1 og greinar1.1.12.2 í útboðsgögnum, sem lúta að sjálfbærum veiðum og umbúðum. Svo sem rakið hefur verið, leitar stefnandi í máli þessudóms um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda á grundvelli 2. mgr. 25. gr.laga nr. 91/1991. Stefnandi hefur lagt fram gögn til stuðnings því hver hefðiorðið hagnaður hans ef tilboði hans í umrætt verk hefði verið tekið. Þá hefurstefnandi lagt fram gögn til stuðnings þeirri málsástæðu sinni að ranglega hafiverið samið við Hafið fiskverslun ehf. og að í því felist hin ólögmæta háttsemistefnda sem hafi valdið því að stefnandi varð af hagnaði vegna verksins.Jafnframt hefur stefnandi lagt fram úrskurð kærunefndar útboðsmála þar semkemur fram sú niðurstaða nefndarinnar að stefndi hafi við umrætt útboð ranglegasamið við Hafið fiskverslun ehf. og þar með valdið stefnanda tjóni sem séskaðabótaskylt samkvæmt 1. mgr. 101. gr. þágildandi laga um opinber innkaup. Við mat á því hvort stefnandi hafi leitt nægar líkur að þvíað hann hafi orðið fyrir tjóni verður að líta til grundvallar málatilbúnaðarstefnanda í stefnu. Stefnandi reisir viðurkenningarkröfu sína á því að eftirútboðið og gerð rammasamningsins, hefði hann réttilega verið gerður viðstefnanda, hafi í raun hvílt skylda á stefnda til að eiga viðskipti viðstefnanda. Þá skyldu hafi stefndi vanefnt og með því valdið stefnanda tjóni semsé bótaskylt. Tjón stefnanda felist í því að vænlegur samningur hafi ekkifengist og því hafi stefnandi orðið af hagnaði. Stefnandi krefst þvíviðurkenningar á því að hann eigi rétt á efndabótum með vísan til ákvæða 2.mgr. 101. gr. þágildandi laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, svo sem tekið erfram í stefnu. Hins vegar byggir stefnandi málatilbúnað sinn ekki á ákvæðum 1.mgr. 101. gr. laganna um bætur sem miðast við kostnað við að undirbúa tilboð ogtaka þátt í útboði. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 101. gr. fer um skaðabætur vegnabrota á lögunum eftir almennum reglum, m.a. um sönnun tjóns, og því eiga hérekki við ákvæði 1. mgr. lagagreinarinnar um að fyrirtæki þurfi einungis aðsanna að það hafi átt raunhæfa möguleika á að verða valið af kaupanda og aðmöguleikar þess hafi skerst við brotið. Því næst er til þess að líta að mál þetta lýtur aðrammasamningi. Í grein 1.1.1 í útboðslýsingu vegna þess rammasamningsútboðs,sem mál þetta lýtur að, segir að ekki sé ljóst hvaða magn verði keypt ágrundvelli útboðsins þar sem rammasamningar séu gerðir um tiltekna vöru eðaþjónustu í tiltekinn tíma, án þess að magntölur séu þekktar. Þá er þar tekiðfram að undanskilin frá þessum samningi séu kaup á vörum fyrir Reykjavíkurborgtil að uppfylla sértækar þarfir fyrir allt að 10% af veltu samnings. Einnig ervísað til kafla 2 í útboðslýsingunni um nánari upplýsingar um þá vöru ogþjónustu, sem heyrir undir samninginn, en þar segir að samið verði við þrjá bjóðendurí hluta 1 og þrjá bjóðendur í hluta 2 og að samið verði við þá bjóðendur, sembjóði lægsta vegið meðalverð samkvæmt tilboðsskrá, en að innkaupadeild stefndaáskilji sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Samkvæmt 16. tölulið 2. gr.þágildandi laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, telst rammasamningur verasamningur sem einn eða fleiri kaupendur skuldbinda sig til að gera við eitt eðafleiri fyrirtæki í þeim tilgangi að slá föstum skilmálum einstakra samninga semgerðir verða á tilteknu tímabili, einkum að því er varðar verð og fyrirhugaðmagn, ef við á. Felst því ekki í rammasamningi óskilyrt loforð um að geratiltekinn samning við þann samningsaðila sem, ásamt öðrum, er valinn semgagnaðili að slíkum rammasamningi á grundvelli rammasamningsútboðs. Efndabætur verða sóttar á grundvelli reglna kröfuréttar oghafa það markmið að gera kröfuhafa eins settan fjárhagslega og ef réttar efndirsamnings hefðu farið fram. Í því ljósi og með vísan til alls framangreindsverður ekki talið að stefnandi hafi með málatilbúnaði sínum sýnt fram á að hannhafi leitt nægar líkur að því að gengið hefði verið til samninga við hann umtiltekna þjónustu, þótt við hann hefði verið gerður rammasamningur á grundvellimargnefnds rammasamningsútboðs og að hann hafi þannig orðið fyrir tjóni vegnamissis hagnaðar af þeim viðskiptum. Verður því, þegar af þessum ástæðum, aðfallast á það með stefnda að stefnanda hafi með málatilbúnaði sínum ekki tekistað leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni í skilningi 2. mgr.25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Því verður ekki fallist á þaðmeð stefnanda að hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úrviðurkenningarkröfu sinni fyrir dómi á grundvelli ákvæðisins. Því ber, þegar afþeirri ástæðu, að vísa máli hans frá dómi. Með vísan til ákvæða 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn350.000 krónur.Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðþennan.Uppkvaðning úrskurðarins hefur dregist vegna embættisannadómarans.ÚR S K U R Ð A R O R Ð:Máli þessu er vísað frá dómi.Stefnandi, Sæsteinn ehf., greiði stefnda, Reykjavíkurborg,350.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 633/2008
|
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr., sbr. 106. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. nóvember 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. nóvember 2008, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti, þó eigi lengur en til föstudagsins 20. febrúar 2009 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Litið verður svo á að varnaraðili hafi kært úrskurðinn í því skyni að hann verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Ríkissaksóknari hefur krafist þess að dómfellda, X, verði með úrskurði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti, þó eigi lengur en til föstudagsins 20. febrúar 2009 kl. 16:00. Kröfunni til stuðnings er vísað til c. liðar 103. gr. sbr. 106. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 og fyrirliggjandi dóms. Í greinargerð kemur fram að dómfelldi hafi 31. október 2008 með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-1230/2008 verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir ýmis brot s.s. valdstjórnarbrot, auðgunarbrot og ítrekuð umferðarlagabrot. Dómfelldi hafi áfrýjað dómnum, áfrýjunarstefna var gefin út 14. þ.m. og hafi hún verið birt dómfellda. Dómfelldi hafi setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli c-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 frá 11. ágúst sl. í ljósi brotaferils hans. Síðast hafi gæsluvarðhald verið framlengt 31. október til dagsins í dag, sbr. úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. R-590/2008, sem staðfestur hafi verið með dómi Hæstaréttar í máli nr. 595/2008 frá 5. nóvember sl. Nauðsynlegt þyki að dómfelldi sitji áfram í gæsluvarðhaldi á meðan mál hans sé til meðferðar hjá Hæstarétti. Með vísan til fyrirliggjandi dóms og c-liðar 1. mgr. 103. gr., sbr. 106 gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, sé þess krafist, að krafan nái fram að ganga. Samkvæmt 106. gr. laga nr. 19/1991 lýkur gæsluvarðhaldi þegar dómur hefur verið kveðinn upp í máli. Eftir kröfu ákæranda getur dómari þó úrskurðað að gæsluvarðhald skuldi haldast meðan á fresti skv. 2. mgr. 151. gr. laganna stendur, svo og meðan mál er til meðferðar fyrir æðra dómi, ef því er að skipta. Með vísan til ofangreinds rökstuðnings ríkissaksóknara og fyrirliggjandi dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. S-1230/2008 þykja uppfyllt skilyrði c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 og 106. gr. sömu laga til þess að verða við umbeðinni kröfu, og verður hún tekin til greina eins og hún er sett fram og nánar greinir í úrskurðarorði. Ingimundur Einarsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Dómfelldi, X, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti, þó eigi lengur en til föstudagsins 20. febrúar 2009 kl. 16:00.
|
Mál nr. 325/2015
|
Skaðabætur
|
A hf. og Í hf. höfðuðu mál gegn G og kröfðust skaðabóta vegna þess sem þau töldu vanrækslu G á skyldum sínum sem lögmaður og fasteignasali við sölu fasteignarinnar S51. Töldu félögin að G hefði liðsinnt eigendum fasteignarinnar við að létta veðum af henni, gegn því að þau fengju greiddar 575 milljónir króna upp í áhvílandi skuldir, þegar hann vissi eða hefði mátt vita að þau væru í villu um söluandvirði fasteignarinnar og að það væri í raun mun hærra. Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans í Hæstarétti, kom fram að ekki hefðu verið færðar nægar sönnur á það að G hefði vitað eða mátt vita að erindisrekstur hans væri liður í ólögmætri blekkingu eiganda fasteignarinnar við að fá veðum aflétt gegn greiðslu á mun lægri fjárhæð en í raun fékkst við sölu hennar. Var G því sýknaður af kröfum A hf. og Í hf.
|
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, GretaBaldursdóttir og Viðar Már Matthíasson.Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 5. maí 2015. Þeir krefjast þess aðstefnda verði gert að greiða áfrýjandanum Arion banka hf. 64.323.376 krónur og áfrýjandanumÍslandsbanka hf. 41.748.312 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. desember 2009 til 10. janúar 2014, endráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags,allt að frádregnum hlut áfrýjandans Arion banka hf., 41.618.675 krónur, og hlutáfrýjandans Íslandsbanka hf., 27.012.099 krónur, í greiðslu 21. nóvember 2013.Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur umannað en málskostnað, en rétt er aðaðilar beri hver sinn kostnað af rekstri málsins á báðum dómstigum.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað úr hendi áfrýjenda,Arion banka hf. og Íslandsbanka hf.Málskostnaður milli áfrýjenda og stefnda, Gísla Gíslasonar, í héraði ogfyrir Hæstarétti fellur niður.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 6. febrúar 2015.I. Málþetta, sem var dómtekið 12. desember sl., er höfðað 8. janúar 2014 af Arionbanka hf., Borgartúni 19 í Reykjavík, Íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2 íReykjavík og Glitni hf., Sóltúni 26 í Reykjavík, gegn Gísla Gíslasyni, Logafold78 í Reykjavík. Dómkröfurstefnenda eru eftirfarandi: Stefnandi,Arion banki hf., krefst þess að stefndi, Gísli Gíslason, verði dæmdur til þessað greiða bankanum skaðabætur að fjárhæð 64.323.376 krónur ásamt vöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu, frá 28. desember 2009 til 10. janúar 2014, en með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. vaxtalaga, frá þeim degi til greiðsludags,allt að frádregnum hlut Arion banka hf. í greiðslu frá embætti sérstakssaksóknara til stefnenda 21. nóvember 2013 að fjárhæð 41.618.675 krónur. Stefnandi,Íslandsbanki hf., krefst þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiðabankanum skaðabætur að fjárhæð 41.748.312 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr.6. gr., sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 28.desember 2009 til 10. janúar 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6.gr., sbr. 9. gr. vaxtalaga, frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnumhlut Íslandsbanka hf. í greiðslu frá embætti sérstaks saksóknara til stefnenda21. nóvember 2013 að fjárhæð 27.012.099 krónur. Stefnandi,Glitnir hf., krefst þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sérskaðabætur að fjárhæð 48.551.779 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.,sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 28. desember 2009til 10. janúar 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr.vaxtalaga, frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum hlut Glitnis hf.í greiðslu frá embætti sérstaks saksóknara til stefnenda 21. nóvember 2013 aðfjárhæð 31.414.096 krónur. Þákrefjast stefnendur þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða þeimmálskostnað að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Stefndikrefst sýknu og að stefnendum verði gert að greiða honum málskostnað að matidómsins.II. Málþetta á rætur að rekja til sölu á fasteigninni að Skúlagötu 51 í desember 2009.Eignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf., áður Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll ehf.,var eigandi fasteignarinnar, en félag þetta mun hafa verið í eigu feðgannaKarls Steingrímssonar og Arons Péturs Karlssonar. Sá síðarnefndi var einistjórnarmaður félagsins og hafði heimild til þess að skuldbinda það. Áfasteigninni hvíldu fjögurtryggingarbréf á fyrsta veðrétti, sem öll voru til tryggingar á greiðslufjárskuldbindinga allt að 246 milljóna króna, eða samtals allt að 984 milljónakróna, auk verðtryggingar, dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Tvö bréfannamunu hafa verið í eigu Arion banka hf. og tvö í eigu Glitnis banka hf. ogÍslandsbanka hf. Auk framangreindra tryggingarbréfa hvíldi á eigninni eittveðskuldabréf að nafnvirði 30 milljónir króna og tvö tryggingarbréf samtals aðfjárhæð 78 milljónir króna. Forveri Arion banka hf., Kaupþing banki hf., fékkenn fremur þinglýst 12. september 2008 kvöð á eignina, en með henni varðEignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf. skuldbundið til þess að selja hvorki néveðsetja fasteignina nema með skriflegu samþykki bankans. Stefndier héraðsdómslögmaður og hefur meðal annars haft milligöngu um að koma áviðskiptum með fasteignir. Að hans sögn leitaði Bala Kamallakhran til hans áárinu 2009 og óskaði eftir aðstoð við að finna hentugt húsnæði sem breyta mættií hótel. Hafi Bala greint honum frá því að hann ræki þetta erindi fyrir stórtindverskt fyrirtæki. Í málinu liggur fyrir kauptilboð sem stefndi gerði 11.september 2009 fyrir indverska félagið Aurostar Capital Group Ltd. í nafnidótturfélags þess, Auro Investments Partners LLC, í fasteign að Sætúni 8 íReykjavík. Þau kaup gengu ekki eftir. Aðsögn stefnda var honum kunnugt um að fasteignin að Skúlagötu 51 hefði verið ísölumeðferð, en hann hafði sjálfur freistað þess, að beiðni KarlsSteingrímssonar, að selja eignina til Landsvirkjunar. Þegar fyrir lá að kaupiná Sætúni 8 gengju ekki eftir leitaði stefndi til lögmanns Karls, HróbjartsJónatanssonar hrl., til að athuga hvort fasteignin að Skúlagötu 51 væri enn þátil sölu. Í málinu liggur fyrir tölvupóstur frá Hróbjarti til stefnda 17.nóvember 2009 þar sem hann sendi honum söluyfirlit fasteignarinnar og baðstefnda um að gera tilboð í eignina. Þeir áttu síðan í nokkrum tölvupóstsamskiptumþar sem Hróbjartur sendi stefnda m.a. sýnishorn af kauptilboði í umræddafasteign. Með tölvuskeyti 30. nóvember 2009 spurðist Hróbjartur enn fremurfyrir um stöðuna og skýrði frá því að það yrði að „koma tilboðinu á eftir íbankann“. Meðbréfi 2. desember 2009 til Eignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf. gerði stefndigrein fyrir því að forsvarsmenn Aurostar Capital Group Ltd. hefðu falið honumað gera tilboð í fasteignina að Skúlagötu 51 í nafni dótturfélags þess, AuroInvestments Partners LLC. Kom fram í bréfinu að Bala Kamallakharan, sem starfaðhefði á Íslandi um nokkurra ára skeið, kæmi fram fyrir hönd tilboðsgjafa, efákveðið yrði að ganga til samninga á grundvelli tilboðsins. Meðfylgjandi varkauptilboð á ensku í fasteignina, dagsett sama dag, þar sem Auro InvestmentPartners LLC fyrir hönd „NewCo (privat limited compani EHF)“ var tilboðsgjafi.Gilti tilboðið til 4. desember 2009. Kaupverð samkvæmt því var 550 milljónirkróna, sem greiða skyldi stefnda, Arion banka hf., annars vegar við undirritun kaupsamnings,sem skyldi í síðasta lagi fara fram fyrir hádegi 11. desember 2009, og hinsvegar við útgáfu afsals. Miðað var við að bankinn myndi í kjölfarið afléttaveðum af eigninni þegar allar greiðslur hefðu borist. Í tilboðinu var gert ráðfyrir því að seljandinn aflétti af eigninni öðrum kvöðum en skipulagskvöð ogvirðisaukaskattskvöð á grundvelli 2. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1988 umvirðisaukaskatt. Í 13. gr. tilboðsins var kveðið á um að tilboðsgjafi áskildisér rétt til þess að hverfa, án bótaskyldu, frá samningi um kaup á eigninnifyrir 3. desember 2009. Í 14. gr. tilboðsins kemur einnig fram að seljandi gætihorfið frá sölu eignarinnar án bótaskyldu, áður en greiðsla kaupverðs bærist,reyndist honum erfitt að uppfylla samningsskyldur sínar eða ef hann teldihagsmunum sínum betur borgið með því. Sérstakt samkomulag sama efnis var einnigundirritað sama dag og kauptilboðið. Kauptilboð þetta er undirritað 2. desember2009 af Bala Kamallakharan fyrir hönd tilboðsgjafa og Aroni Pétri Karlssynifyrir hönd seljanda. Stefndi var vottur að undirritun og dagsetningu hennar. Tilboðiðvar sent stefnendum, veðhöfum í fasteigninni. Stefndi mun hafa verið erlendisfrá 8. til 15. desember 2009. Hann átti símafund með starfsmönnum stefnenda 9. desember 2009,þar sem farið var yfir einstök atriði hins samþykkta kauptilboðs og tilhögunvæntanlegra greiðslna frá Indlandi. Kom þar meðal annars fram að kaupendurhefðu hug á að nota félag, sem stefndi kvaðst eiga, 2007 ehf., við kaupin.Jafnframt kom fyrrgreind virðisaukaskattskvöð til umfjöllunar og var þess getiðað hún næmi um 100 milljónum króna á þeim tíma. Staðfesti stefndi að kaupandiyfirtæki hana. Stefndi var í tölvupóstsamskiptum sama dag við starfsmann Arionbanka, þar sem áréttað var að ef bankarnir samþykktu greiðslutilhögun værinauðsynlegt að lýsa því skriflega yfir við kaupandanna, einkahlutafélagið 2007,að gegn greiðslu á kaupverðinu, 550 milljónum króna, yrðu öllum lánum aflétt affasteigninni. Ítölvuskeyti frá starfsmanni Arion banka til stefnda föstudaginn 11. desember2009 var upplýst að málið færi fyrir lánanefnd bankans á þriðjudagsmorgun.Beindi starfsmaðurinn því til stefnda að nýtt tilboð yrði undirritað þar semfram kæmu tilteknar breytingar, sem samþykktar hefðu verið af fulltrúakaupanda, og hækkun kaupverðs í 575 milljónir króna, ásamt því að kaupandiyfirtæki gjaldfallin fasteignagjöld. Þá var tekið fram í tölvuskeytinu að miðaþyrfti við að kaupsamningur yrði undirritaður 21. desember 2009. Meðafsali 11. desember 2009 var fasteigninni Skúlagötu 51 afsalað fráEignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf. til 2007 ehf. Átti kaupverðið að greiðastað fullu „m.a. með greiðslu til afléttingar veðlána“. Undir afsalið rituðu AronPétur Karlsson fyrir hönd Eignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf. og Sighvatur Lárussonfyrir hönd 2007 ehf., en hann var samkvæmt stofnskjölum félagsins varamaður ístjórn þess. Afsalið var móttekið til þinglýsingar 11. desember 2009 og skráð íþinglýsingarbók 14. desember 2009. Fyrir liggur að skráður eigandi félagsins2007 ehf. var einkahlutafélagið Northern Lights Energy. Greiðsla fyrir hlutféðvar innt af hendi 16. desember sama ár. Tilkynningar um breytingu á stjórn ogframkvæmdastjórn 2007 ehf. barst fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra 17. desember2009. Nýttkauptilboð, undirritað af Bala Kamallakharan vegna Auro Investment Partners LLCfyrir hönd 2007 ehf., var lagt fram 14. desember 2009. Kaupverðið var nú 575milljónir króna, sem bar að greiða annars vegar við undirritun kaupsamnings 21.desember 2009 og hins vegar við útgáfu afsals, auk þess sem tekið hafði veriðtillit til þeirra breytinga sem vikið hafði verið að í tölvuskeytinu 11.desember 2009. Að öðru leyti virðist tilboðið vera óbreytt frá kauptilboðinu 2.desember 2009. Það er undirritað af Bala Kamallakharan fyrir hönd tilboðsgjafaog samþykkt af Aroni Pétri Karlssyni fyrir hönd seljanda. Á fundi lánanefndar Arion banka 15.desember 2009 var framangreint kauptilboð samþykkt. Þar kom fram aðheildarkrafa bankans næmi 406 milljónum króna og að endurheimtur yrðu 239,2milljónir króna. Yrðu „umframkröfur“ áfram í lögfræðiinnheimtu og tekið fram aðfarið yrði fram á gjaldþrotaskipti á Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf.Stefnda var tilkynnt með tölvuskeyti sama dag um ákvörðun bankans um aðsamþykkja tilboðið. Hinn16. desember 2009 gáfu stefnendur út yfirlýsingu þar sem fram kom að fyrir lægitilboð í fasteignina að Skúlagötu 51, dags. 14. desember 2009, að fjárhæð 575milljónir króna. Lýstu stefnendur þar yfir að þeir hefðu samþykkt að afléttaþeim veðskuldbindingum sem hvíldu á fyrsta veðrétti fasteignarinnar Skúlagötu51 þegar 575 milljónir króna „vegna söluandvirðis ofangreindrar fasteignarhefur að fullu verið greitt inn á handveðsettan reikning nr. 0358-22-322 hjáArion banka hf. í eigu Eignarhaldsfélagsins Vindasúla ehf.“ og bankinnmillifært hlutdeild Íslandsbanka og Glitnis banka inn á reikning í þeirra eigu.Tekið var fram að yfirlýsingin gilti til loka dags 21. desember 2009. Af hálfuseljanda fasteignarinnar samþykkti Aron Pétur Karlsson þessa ráðstöfunkaupverðsins með undirritun sinni á yfirlýsinguna. Nokkruáður en framangreint átti sér stað hófust samningaviðræður um sölu áfasteigninni að Skúlagötu 51 milli Eignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf. ogkínverska sendiráðsins á Íslandi. Í málinu liggja fyrir drög að kaupsamningimilli þessara aðila frá nóvember 2009 þar sem gert var ráð fyrir að kaupverðiðyrði 7 milljónir Bandaríkjadala og að seljendur tækju meðal annars að sér aðgera upp áhvílandi virðisaukaskattskvöð. Kaupsamningur þessi ber með sér aðhafa verið saminn af Guðmundi Th. Jónssyni fasteignasala á fasteignasölunniFasteignamarkaðnum ehf. Kaupsamningur sama efnis var undirritaður 17. desember2009 að öðru leyti en því að seljandi þar var einkahlutafélagið 2007, en ekkiEignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf. Kaupverðið var sem fyrr 7 milljónirBandaríkjadala eða um 854.840.000 krónur samkvæmt skráðu gengi SeðlabankaÍslands á þeim tíma. Aron Pétur Karlsson undirritaði kaupsamninginn fyrir höndseljanda og undir afsal fasteignarinnar til kínverska sendiráðsins sem erdagsett sama dag. Afsalið var móttekið til þinglýsingar 20. desember 2009. Ákaupsamningnum er áritun dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins 22. desember2009 þar sem samningurinn er staðfestur samkvæmt heimild í 2. mgr. 1. gr. lagaum eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966, sbr. lög nr. 30/1980.Afsalið til kínverska sendiráðsins var fært í þinglýsingarbækur 30. desember2009. Samkvæmtgögnum málsins leitaði Hróbjartur Jónatansson hrl. eftir því símleiðis 18.desember 2009 að fyrrgreind yfirlýsing frá 16. sama mánaðar yrði framlengd þarsem greiðsla næðist ekki að berast í tæka tíð. Í tölvuskeyti milli starfsmannastefnenda 21. desember 2009 var upplýst að engin greiðsla hefði borist frákaupendum fasteignarinnar eins og gert hefði verið ráð fyrir í yfirlýsingunni.Hins vegar hefði stefndi komið á fund starfsmanns í Arion banka þennan samadag, ásamt Bala Kamallakharan, og óskað eftir því að greiðslu yrði frestað til31. desember sökum þess að væntanlegir kaupendur væru ekki komnir með heimildtil að flytja peningana frá Indlandi. Hefði beiðnin verið samþykkt, ensamkomulag varð um að kaupendur myndu greiða dráttarvexti frá og með 21.desember 2009. Sama dag var undirrituð ný yfirlýsing þar sem bankarnirsamþykktu að aflétta fyrrgreindum veðskuldbindingum af fasteigninni Skúlagötu51 gegn greiðslu 575 milljóna króna ásamt áföllnum dráttarvöxtum frá 21.desember 2009 til gjalddaga, „vegna söluandvirðis ofangreindrar fasteignar“.Gilti yfirlýsingin til loka dags 31. desember 2009. Að öðru leyti varyfirlýsingin samhljóða yfirlýsingunni frá 16. sama mánaðar. Stefndikveðst fyrst hafa fengið vitneskju um það 22. desember 2009 að seljandinn,Vindasúlur ehf., ætlaði að nýta sér rétt sinn samkvæmt samþykktu kauptilboðitil þess að hætta við að selja Auro Investment Partners LLC fasteignina. Hafistefndi í kjölfarið farið fram á að það fá greidda söluþóknun auk þess sem hannhafi krafist þess að Auro Investment Partners LLC fengi skaðabætur. Hann kveðstjafnframt hafa fallist á það að fylgja því eftir að áhvílandi veðskuldum yrðiaflétt í samræmi við yfirlýsingu bankanna. Ístefnu er því haldið fram að kaupverð fasteignarinnar að Skúlagötu 51 hafiverið greitt inn á reikning Fasteignamarkaðarins ehf. 22. desember 2009. Ekkiliggja fyrir gögn um þessa greiðslu. Aftur á móti eru í málinu gögn sem sýnaráðstöfun kaupverðsins af hálfu fasteignasölunnar 28. sama mánaðar. Voru577.300.000 krónur millifærðar inn á reikning 0358-22-322 í eiguEignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf., 114.723.500 krónur inn á reikning í eigu2007 ehf., tvær færslur að fjárhæð annars vegar 24.900.000 krónur og hins vegarað fjárhæð 15.000.000 króna inn á reikning lögfræðistofu stefnda, GLF ehf., aukþess sem millifært var á reikning fasteignasölu vegna söluþóknunar, tilRíkissjóðs Íslands vegna uppgreiðslu virðisaukaskattskvaðar, sem og tilOrkuveitu Reykjavíkur auk þess sem fasteignagjöld voru greidd. Í málinu liggurfyrir reikningur frá Auro Investment Partners, dags. 29. desember 2009, áhendur 2007 ehf. að fjárhæð 15 milljónir króna, og reikningur á hendur samafélagi, dags. 30. desember 2009, að fjárhæð 24.900.000 krónur frá GLF ehf., semer félag í eigu stefnda. StarfsmaðurArion banka færði til bókar 29. desember 2009 að greiðsla hefði komið „fráBala“ deginum áður að fjárhæð 577.300.000 krónur og að búið væri að millifæratilgreindar fjárhæðir til Glitnis banka og Íslandsbanka. Tvö af umræddumtryggingarbréfum, sem hvort um sig var að fjárhæð 246 milljónir króna, vorusamkvæmt áritun á bréfin afhent til aflýsingar af hálfu Arion banka 29.desember 2009, ásamt tryggingarbréfum að fjárhæð 53.500.000 krónur annars vegarog hins vegar að fjárhæð 25 milljónir króna. Þessi bréf voru afmáð úrþinglýsingarbók degi síðar. Íslandsbanki afhenti tvö tryggingarbréf, sem hvortum sig var að fjárhæð 246 milljónir króna, til aflýsingar 30. desember 2009,eins og áritanir á bréfin bera með sér, og voru þau afmáð úr þinglýsingarbókum5. janúar 2010. Nafnifélagsins 2007 ehf. var breytt í AK fasteignir ehf. með tilkynningu tilfyrirtækjaskrár 30. desember 2009. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 25.janúar 2011 var Eignarhaldsfélagið Vindasúlur ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Meðákæru 16. apríl 2012 var Aron Pétur Karlsson ákærður, ásamt AK fasteignum ehf.,fyrir fjársvik, en til vara fyrir skilasvik með því að hafa, sem stjórnarmaðurí Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf., blekkt stefnendur til þess að fallast áþað með yfirlýsingunum 16. og 21. desember 2009 að létta af fasteigninniSkúlagötu 51 veðum á fyrsta veðrétti gegn greiðslu samtals 575 milljóna krónaupp í fjárkröfur bankanna á hendur Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf. Með dómiHéraðsdóms Reykjavíkur 19. nóvember 2012 var ákærði sakfelldur fyrir fjársvikog hann dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Þá var hið ákærða félag gert aðsæta upptöku á 96.931.458 krónum, auk áfallinna vaxta að fjárhæð 1.292.419krónur, á nánar tilgreindum bankareikningi félagsins hjá MP banka hf. Jafnframtvar ákærða, Aroni Pétri, gert að greiða Arion banka hf. 64.323.376 krónur,Íslandsbanka hf. 48.748.312 krónur og Glitni banka hf. 48.551.779 krónur ískaðabætur, auk dráttarvaxta. Með dómi Hæstaréttar Íslands frá 19. september2013 í málinu nr. 755/2012 var niðurstaða um sakfellingu ákærða, Arons Péturs,staðfest en refsing hans þyngd í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þá var fallistá upptöku framangreindra fjármuna, auk áfallinna vaxta, í ríkissjóð og staðfestniðurstaða um rétt stefnenda til skaðabóta. Hinn 21. nóvember 2013 inntiembætti sérstaks saksóknara af hendi greiðslu samtals að fjárhæð 100.044.870krónur til stefnenda upp í skaðabótakröfur þeirra. Meðbréfi 10. desember 2013 krafðist lögmaður stefnenda stefnda um skaðabætursamtals að fjárhæð 82.177.099 krónur að teknu tilliti til framangreindrarinnborgunar. Höfuðstóll skaðbótakröfunnar nam 154.623.500 krónum, en við þáfjárhæð bættust skaðabótavextir að fjárhæð 27.598.469 krónur og krafa vegnakostnaðar við innheimtuviðvörun að fjárhæð 900 krónur. Stefndi hafnaði kröfunnimeð bréfi 23. desember 2013.III..Málsástæður og lagarök stefnenda Stefnendurbyggja kröfur sínará því að stefndi, sem er héraðsdómslögmaður og hafi haft milligöngu semfasteignasali við kaup/sölu fasteignarinnar að Skúlagötu 51, hafi vitað að húnyrði seld fyrir mun hærra verð en stefnendum hafi verið kynnt, en þærupplýsingar hafi verið grundvöllur að yfirlýsingum þeirra um afléttingu veða.Stefnendur telja að aðgerðir og aðgerðarleysi stefnda hafi verið saknæmt þarsem honum hafi verið, eða hafi mátt vera ljóst, að þau viðskipti, sem fjallaðer um hér að framan, hafi falið það í sér að verið var að blekkja stefnendurtil þess að gefa út yfirlýsingar um afléttingu veða. Af hálfu stefnenda er áþví byggt að stefndi hafi bakað sér bótaábyrgð gagnvart stefnendum á grundvellisakarreglunnar, reglna um sérfræðiábyrgð og laga nr. 99/2004 um sölu fasteigna,fyrirtækja og skipa. Tilstuðnings því að stefndi hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta vanrækslu ágrundvelli sakarreglunnar vísa stefnendur til þess að stefndi hafi valdið þeimtjóni með því að hafa fengið þá til þess að aflétta veðum, sem hvíldu áfasteigninni, á sama tíma og honum hafi verið ljóst að yfirlýsingar þeirra værugefnar út á grundvelli tilboðs sem hafi verið lægra en raunverulegt kaupverðfasteignarinnar. Stefnendur halda því fram að fyrir þetta hafi stefndi þegiðháa þóknun. Stefnendurbenda á að ráðstafanir Arons Péturs í viðskiptum með fasteignina hafi veriðsaknæmar, en þær hafi verið gerðar til þess að vekja og hagnýta á ólögmætanhátt villu stefnenda um atvik í því skyni að hafa af þeim fé. Stefnendur teljaaugljóst að stefndi hafi veitt Aroni Pétri liðsinni með því að (a) upplýsastefnendur ekki um raunverulegt kaupverð fasteignarinnar og (b) að leggja aðþeim að aflétta veðum á grundvelli kauptilboðs sem hafi verið lægra enraunverulegt kaupverð fasteignarinnar. Stefndi hafi vitað eða mátt vita aðháttsemi hans var væri liður í blekkingum gagnvart stefnendum. Þannig hafiframangreind háttsemi stefnda verið saknæm og til þess fallin að vekja oghagnýta á ólögmætan hátt villu stefnenda um atvik varðandi viðskipti meðfasteignina. Meðvísan til þessa telja stefnendur það liggja fyrir að hin saknæma og ólögmætaháttsemi hafi leitt til þess að stefnendur hafi fengið minna í sinn hlut, semveðhafar fasteignarinnar, en ef raunverulegt kaupverð hennar hefði verið kynntþeim og lagt til grundvallar afléttingu veðanna. Þannig hafi stefnendur orðiðfyrir tjóni. Stefnendurreisa kröfur sínar jafnframt á reglum um sérfræðiábyrgð og lögum um sölufasteigna, eins og áður greinir. Þeir telja óumdeilt að stefndi hafi haftmilligöngu um að selja fasteignina til Auro Investment Partners LLC og að hannhafi jafnframt komið fram gagnvart bönkunum fyrir hönd seljanda í því skyni aðfá veðum aflétt. Stefnendurvísa til þess að ákvæði laga um sölu fasteigna leggi ríkar skyldur á þá aðilasem taki að sér milligöngu um fasteignaviðskipti, þar með talið að þau séuframkvæmd í samræmi við góða viðskiptahætti. Þetta eigi ekki síst við um þá aðilasem hafi að auki réttindi sem héraðsdómslögmenn og hafi starfað að viðskiptum ílangan tíma, eins og stefndi. Slíkir aðilar séu sérfræðingar og á þeim hvílisérfræðiábyrgð. Stefnendurtelja að stefndi hafi ekki leyst störf sín af hendi í samræmi við góðarviðskiptavenjur og ekki gætt réttmætra hagsmuna stefnenda við kaupin, eins ogboðið sé í 15. gr. laga um sölu fasteigna. Þá liggi fyrir að eignarhaldfasteignarinnar hafi um tíma verið í höndum stefnda í gegnum félagið 2007 ehf.og að hann hafi haft upplýsingar um raunverulegt kaupverð fasteignarinnar semhann hafi vitað eða hafi mátt vita að væru stefnendum ekki kunnar. Með því aðupplýsa stefnendur ekki um raunverulegt kaupverð fasteignarinnar og leggja aðþeim að aflétta veðum á grundvelli kauptilboðs, sem hafi verið lægra, hafistefndi jafnframt brotið gegn 14. gr. laga um sölu fasteigna. Þar komi fram aðfasteignasala sé m.a. óheimilt að hafa milligöngu um kaup og sölu fasteignarbúi hann yfir sérstökum upplýsingum, sem hafi þýðingu við söluna sem aðrir hafiekki aðgang að. Þessi háttsemi stefnda hafi farið í bága við góðar venjur ífasteignasölu og lögmannsstörfum og brotið gegn hagsmunum stefnenda. Stefndiberi skaðabótaábyrgð á því tjóni sem orðið hafi vegna þeirrar saknæmu ogólögmætu háttsemi sem lýst hafi verið hér að framan samkvæmt reglumskaðabótaréttar, sbr. og 27. gr. laga um sölu fasteigna. Umtjón stefnenda er vísað til þess að ekki sé unnt að leggja annað tilgrundvallar en að greiðslur til stefnenda hefðu hækkað hefðu þeir fengið réttarupplýsingar um kaupverð fasteignarinnar. Stefnendur taka fram að krafan miðistvið það tjón sem þeir hafi beðið af saknæmri og ólögmætri háttsemi stefnda, semþeir telja að nemi samtals 114.723.500 krónum, auk greiðslna sem hafi runniðtil stefnda vegna kauptilboðs Auro Investment Partners LLC, samtals að fjárhæðkr. 39.900.000. Samkvæmt því nemi tjón stefnenda samtals 154.623.500 krónum.Hafi tjón Arion banka numið 64.323.376 krónum, tjón Íslandsbanka numið41.748.312 krónum og tjón Glitnis numið 48.551.779 krónum, en fjárhæð þessarabótakrafna hafi verið staðfest í dómi Hæstaréttar í máli nr. 755/2012.Grundvöllur þessarar kröfugerðar sé m.a. sá að tilboð Auro Investment PartnersLLC í fasteignina hafi verið markleysa, en stefnendur halda því fram að þaðhafi verið staðfest í sakamálinu. Stefnendurbyggja á því að bótakrafa þeirra hafi stofnast á þeim degi sem kaup kínverskasendiráðsins á fasteigninni hafi verið fullkomnuð með greiðslu kaupverðs 28.desember 2009. Hún eigi því að bera vexti frá þeim degi þar til mánuður varliðinn frá því að stefnendur sendu stefnda kröfubréf, eða til 10. janúar 2014,en dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags, allt að teknu tilliti tilgreiðslu frá embætti sérstaks saksóknara til stefnenda 21. nóvember 2013 að fjárhæð100.044.870 krónur. Stefnendurgeta þess í stefnu að þeir standi sameiginlega að máli þessu með vísan tilheimildar í 19. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Um lagarök að öðruleyti taka þeir fram að þeir reisi kröfur sínar á sakarreglunni og reglumskaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð. Þá vísa þeir til laga nr. 99/2004 um sölufasteigna, fyrirtækja og skipa, einkum 1., 14., 15., 16. og 27. gr. laganna,sem og til laga nr. 77/1998 um lögmenn. Jafnframt byggja þeir á lögum nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 1. mgr. 6. gr., 1. mgr. 8. gr. og 1.mgr. 9. gr. laganna. Að lokum kveða þeir kröfu sína um málskostnað byggjast á129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.2.Málsástæður og lagarök stefnda Stefndimótmælir því alfarið að hann hafi vitað að fasteignin að Skúlagötu 51 yrði seldfyrir mun hærra verð en stefnendum hafi verið gefið til kynna og hafi veriðgrundvöllur að yfirlýsingum þeirra um afléttingu áhvílandi veðskulda. Ekkert ígögnum málsins bendi til þess að stefndi hafi búið yfir vitneskju af þessutagi. Hann kveðst hafa verið að vinna fyrir Bala Karmallakharan og að það hafihann gert af fullum heilindum. Kveður hann aðra, en ekki hann, hafa vitað umannað tilboð í fasteignina og búið svo um hnútana að eigendur fasteignarinnargætu gengið út úr samþykktu kauptilboði ef þeim hentaði svo. Stefndimótmælir því einnig að honum hafi mátt vera það ljóst að fasteignin yrði seldfyrir hærra verð en tilboð Auro Investment Partners LLC hljóðaði um. Alluraðdragandi þeirra tilboða sýni, svo ekki verði um villst, að það hafi verið afheilum hug sem Bala Karmallakharan hafi gert tilboð í fasteignina Skúlagötu 51.Því til stuðnings vísar stefndi meðal annars til áhuga hans á fasteigninniSætúni 8 og síðari aðkomu hans að kaupum á fasteignum þar sem hótelbyggingarséu fyrirhugaðar. Þá hafi aðkoma stefnda verið af heilum hug. Því til stuðningsvísar hann til þess að hann hafi áður reynt að selja fasteignina tilLandsvirkjunar. Ítilefni af athugasemd stefnenda um að stefndi hafi þegið þóknun fyrir verk síntekur hann fram að hann hafi talið fyrrum eigendur fasteignarinnar ekki komaheiðarlega fram við sig og Bala Karmallakharan. Eigendum eignarinnar hafitekist að koma á samningum við stefnendur um afléttingu áhvílandi veðskulda gegnákveðinni greiðslu. Hafi það verið reist á þeim samningi sem stefnda hafðitekist að koma á milli Eignarhaldsfélagsins Vindasúlna ehf. og Auro InvestmentPartners LLC. Sá samningur hafi síðan verið misnotaður af hálfu eigendafasteignarinnar. Þá hafi stefndi verið fenginn til að afsala félaginu 2007 ehf.til eigenda fasteignarinnar, en hann hafi talið það vera lið í frágangi málavið Auro Investment Partners LLC, sem hann hafi talið að ættu að kaupa félagiðaf Karli Steingrímssyni og Aroni Karlssyni. Hann hafi því áskilið sér þóknun,eins og hann kveður að um hafi verið samið. Á sama hátt hafi Auro InvestmentPartners LLC fengið skaðabætur vegna málsins. Stefndimótmælir því alfarið að stefndi hafi veitt Aroni Pétri Karlssyni liðsinni viðað hagnýta sér villu stefnenda um atvik í því skyni að hafa af þeim fé. Telurstefndi að þessi staðhæfing stefnenda sé gjörsamlega tilhæfulaus og eigi sér íraun enga stoð í gögnum málsins. Telur stefndi að stefnendur séu að búa sjálfirtil einhverja ímyndaða atburðarrás þar sem stefndi eigi að hafa verið gerandi ímisferli gagnvart stefnendum. Eins og áður hafi komið fram þá hafi stefndiverið að vinna fyrir Bala Karmallakharan og Auro Investment Partners LLC. Hannhafi leitað að eign fyrir þessa aðila sem nota mætti undir hótel. Það sé fjarrilagi að stefndi hafi allt í einu, í þeirri leit sinni, farið að vinna gegnhagsmunum þeirra, sem hann hafi verið að vinna fyrir, og farið að sinnaólögmætum hagsmunum eigenda eignarinnar í þeim tilgangi að blekkja stefnendur. Ítilefni af umfjöllun í stefnu um sérfræðiábyrgð stefnda kveðst hann gera litlarathugasemdir við þá staðhæfingu að hann hafi haft milligöngu um að seljafasteignina til Auro Investment Partners LLC og komið fram gagnvart bönkunumfyrir hönd seljanda í því skyni að fá veðum aflétt. Nákvæmara væri þó að orðaþetta með þeim hætti að stefndi hafi komið fram fyrir Auro Investment PartnersLLC og seljanda, enda hafi þetta verið nauðsynlegur liður í því að komasamningi um kaup þess fyrrnefnda á. Áhinn bóginn mótmælir stefndi því harðlega að hann hafi haft upplýsingar um þaðsem stefnendur kalli raunverulegt kaupverð fasteignarinnar. Stefndi hafi veriðí nákvæmlega sömu stöðu og stefnendur og ekki haft neina vitneskju umsamningaviðræður við kínverska sendiráðið. Stefndikveður stefnendur byggja meðal annars á því að eignarhald fasteignarinnar hafium tíma verið í höndum stefnanda í gegnum félagið 2007 ehf. og að af þeim sökumhafi hann átt að hafa vitneskju um allt það sem fram hafi farið í tengslum viðsölu fasteignarinnar. Þessu mótmælir hann alfarið. Stefndi heldur því fram aðþað hafi verið hans hugmynd að selja Auro Investment Partners LLC allt hlutaféí 2007 ehf. og að það félag keypti eignina af Eignarhaldsfélaginu Vindasúlumehf. Það hafi byggst á því að nauðsynlegt hafi verið að innlendur kaupandiyfirtæki virðisaukaskattskvöð þá sem á eigninni hafi hvílt. Meðan stefndi hafiverið erlendis í desembermánuði 2009 hafi fasteigninni aftur á móti veriðafsalað frá Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf. til 2007 ehf. Þegar stefndihafi komið heim hafi því orðið að samkomulagi að stefndi seldi Aroni PétriKarlssyni og Karli Steingrímssyni, eða félagi í þeirra eigu, allt hlutafé í2007 ehf. Því næst hafi Auro Investment Partners LLC átt að kaupa hlutafé 2007ehf. af þeim feðgum eða félagi á þeirra vegum. Kirkjuhvoll sf. hafi greittkaupverð hlutafjár í 2007 ehf. 16. desember 2009 kl. 14:06:21. Kaupverðið hafiverið 500.000 krónur og hafi það verið greitt inn á reikning Northern LightsEnergy ehf. sem hafi átt allt hlutafé í 2007 ehf. Um þetta hafi verið samið íraun áður, og kauptilboð Auro Investment Partners LLC, dags. 14. desember 2009,f.h. 2007 ehf., hafi byggst á því samkomulagi að Auro Investment Partners LLCeignaðist 2007 ehf. með kaupum þess félags af þeim Aroni Pétri og KarliSteingrímssyni eftir að aflétting lána hefði verið samþykkt og eftir að eigninhefði verið flutt inn í félagið. Stefndihafi því ekki búið yfir neinum þeim upplýsingum sem honum hefði borið að veitastefnendum, heldur hafi hann, eins og stefnendur, verið leyndur öllumupplýsingum um aðkomu kínverska sendiráðsins að kaupunum. Samkvæmtöllu framanrituðu telur stefndi að sýkna beri hann af öllum kröfum stefnenda ímálinu. Stefndireisir sýknukröfu sína einnig á því að það hafi verið félag í hans eigu, GLFehf., sem hafi séð um sölu á fasteigninni og fengið þóknun fyrir, en ekki hannpersónulega. Því hafi stefnendum borið að beina skaðabótakröfum sínum að þvífélagi en ekki honum persónulega. Stefndibyggir sýknukröfu sína jafnframt á því að kröfur stefnenda á hendur honum séufyrndar hafi þær einhvern tímann verið til staðar. Krafa um skaðabætur fyrnistá fjórum árum frá þeim degi er tjónþoli hefur fengið nauðsynlegar upplýsingarum tjónið og þann sem ábyrgð ber á því eða bar að afla sér slíkra upplýsinga.Af gögnum málsins megi sjá að stefnendur hafi aflað sér upplýsinga um AKfasteignir ehf. og Northern Lights Energy ehf. 7. janúar 2010 kl. 00:51 of00:53. Stefnendur hafi þá þegar haft vitneskju um sölu eignarinnar tilsendiráðs kínverska alþýðulýðveldisins og vitað um söluverðið endakaupsamningnum þinglýst. Um leið hafi þeir verið að skoða aðkomu stefnda aðmálinu. Þeir kæri síðan málið í beinu framhaldi af þessari skoðun sinni. Stefndibyggir á því að þegar stefna hafi verið birt fyrir stefnda 8. janúar 2014 hafiverið liðin rúmlega fjögur ár frá því að stefnendum varð ljóst það tjón semþeir höfðu orðið fyrir og hver eða hverjir gátu borið ábyrgð á því tjóni. Krafastefnenda hafi því verið fyrnd þegar mál þetta var höfðað, sbr. 1. mgr. 9. gr.laga nr. 150/2007 um fyrningu. Því beri að sýkna stefnda af öllum kröfumstefnenda. Stefndigerir einnig athugasemd við kröfugerð stefnenda. Þar sé einvörðungu vísað tilþess að það tjón, sem stefnendur eigi að hafa orðið fyrir sökum saknæmrar ogólögmætrar háttsemi stefnda, hafi numið 114.723.500 krónum, auk fjárhæðar semnemi greiðslum sem hafi runnið til stefnda vegna kauptilboðs Auro InvestmentPartners LLC, samtals að fjárhæð 39.900.000 krónur. Tjónið nemi því alls154.623.500 krónum sem síðan sé sundurliðað á hvern stefnenda. Á því sé byggtað bótakrafa þessi hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar í málinu nr.755/2012. Fullyrt sé að grundvöllur þessarar kröfugerðar hafi m.a. verið sá aðtilboð Auro Investment Partners LLC í fasteignina hafi verið markleysa og séþað staðfest í sakamálinu. Stefndi mótmælir því alfarið að hann hafi átt þátt ígerð tilboðs sem hafi verið marklaust. Hann hafi ekki verið aðili að þvísakamáli sem höfðað hafi verið á hendur Aroni Pétri Karlssyni og AK-Fasteignumehf., en hann hafi verið vitni í málinu. Ákæruvaldið hafi ekki séð ástæðu tilþess að ákæra stefnda vegna aðkomu hans að því, en hann hafi haft réttarstöðusakbornings um alllangt skeið. Stefndi hafi ekkert vitað um afsalfasteignarinnar frá Eignarhaldsfélaginu Vindasúlum ehf. til 2007 ehf. fyrr ennokkrum dögum eftir að frá því hafði verið gengið og fyrst séð skjalið viðyfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Hann hafi verið erlendis á þeim tíma semeigninni hafi verið afsalað milli þessara félaga og hvergi komið þar nærri einsog skjöl beri með sér. Stefnditelur að engin tilraun sé gerð til þess af hálfu stefnenda að sýna fram á þaðhvernig stefnukrafan sé fundin. Einungis sé fullyrt að tjónið nemi þeim fjárhæðumsem greini í stefnu, en engir útreikningar fylgi eins og nauðsynlegt sé svostefndi og dómurinn geti áttað sig á því hvernig hún sé fundin út. Þá séstefndi krafinn um greiðslur sem sagt er að hafi runnið til hans. Stefndiáréttar í þessu sambandi að engar greiðslur hafi runnið til hans. GLF ehf. hafifengið sölulaun, 24.900.000 krónur, en af þeim hafi Hróbjartur Jónatansson hrl.eða Jónatansson & Co lögfræðistofa ehf. fengið 12.450.000 krónur og AuroInvestment Partners LLC fengið skaðabætur að fjárhæð 15.000.000 krónur.Misskilnings gæti hjá stefnendum um að þessar greiðslur hafi runnið tilstefnda. Stefndi varpar fram þeirri spurningu af hverju stefnendur höfði ekkimál gegn Auro Investment Partners LLC, telji þeir að tilboð félagsins hafiverið markleysa, eins og haldið sé fram. Stefndi hafi ekki talið að ummarkleysu væri að ræða og hafi hann unnið af heilindum að því að koma ákaupsamningi um eignina fyrir Auro Investment Partners LLC. Stefnditekur fram að á yfirliti bankareiknings AK fasteigna ehf. nr. 6303 í MP bankahf. komi fram að innborgun að fjárhæð 114.723.360 krónur eigi sér stað 28.desember 2009. Þar sé um að ræða greiðslu samkvæmt kaupsamningi um Skúlagötu 51og myndi hún höfuðstól stefnukröfunnar í máli þessu ásamt þeim greiðslum sem stefnendurtelji að hafi runnið til stefnda. Viðskoðun á þessu bankayfirliti komi í ljós að af reikningnum hafa verið greiddar4.500.000 krónur til Karls Steingrímssonar og 12.450.000 krónur til Jónatansson& co, lögfræðistofu ehf. Stefndi telur að rétt hefði verið af stefnendum aðkrefja þessa aðila um endurgreiðslu þessa fjár enda geti vart verið um það aðræða að kröfur þessara aðila um greiðslur frá AK fasteignum ehf. hafi stafað afeinhverju öðru en þeim viðskiptum sem hafi átt sér stað með fasteigninaSkúlagötu 51, enda hafi félagið 2007 ehf. (AK fasteignir ehf.) ekki verið íeigu Karls Steingrímssonar og Arons Péturs Karlssonar nema frá 16. desember2009. Stefnditekur fram að til frádráttar skaðabótakröfu stefnenda komi greiðsla frásérstökum saksóknara 21. nóvember 2013 að fjárhæð 100.044.870 krónur tilstefnenda. Virðist stefnda sem sérstakur saksóknari hafi greitt þá fjárhæð semgerð hafi verið upptæk til ríkissjóðs með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr.755/2012. Telur stefndi að ekki verði annað séð en að sérstakur saksóknari hafimeð því gerst sekur um brot gegn 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,en ekki sé vitað til þess að heimilað hafi verið af Alþingi að ráðstafa eignumríkissjóðs með þessum hætti. Telur stefndi ekki ólíklegt að forsvarsmennstefnenda séu sekir um hlutdeild í broti sérstaks saksóknara, sbr. 22. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940, enda líklegt að þeir hafi með hvatningufengið sérstakan saksóknara til að greiða þeim þetta fé í eigu ríkissjóðs. Stefnditekur fram í þessu sambandi að í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu gegnAroni Pétri Karlssyni hafi féð verið gert upptækt til þess að það yrði nýtt tilefnda á skaðabótakröfum stefnenda. Í dómi Hæstaréttar Íslands komi hins vegarskýrt fram að lagastoð skorti til að gera féð upptækt í því skyni og hafi þaðverið gert upptækt til ríkissjóðs. Því sé meðferð fjárins af hálfu sérstakssaksóknara löglaus. Þábendir stefndi á það að í stefnu sé engin grein gerð fyrir ráðstöfun á því fésem Arion banki hf. hafi haft handveð í og hafi verið til tryggingar ávirðisaukaskattskvöð sem hvílt hafi á eigninni. Þar komi fram að bankinn hafihaft handveð í reikningi nr. 358-22-322 að fjárhæð rúmlega 100 milljónir króna.Þar sem ekki hafi komið til þess að bankinn þyrfti að nota fjármuni þessa, þarsem virðisaukaskattskvöðin hafi verið að fullu greidd af kaupverði eignarinnar,hljóti þessi fjárhæð að eiga að koma til frádráttar á kröfum stefnenda þar semhún hafi verið eyrnamerkt þessari fasteign. Stefndikrefst þess að stefnendur verði dæmdir til þess að greiða honum rífleganmálskostnað auk virðisaukaskatts. Um þá kröfu vísar stefndi til 130. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála. Mikill tími hafi farið í það af hálfulögmanns stefnda að lesa og kynna sér öll gögn er varði mál þetta. Meðal þeirraséu öll gögn sem legið hafi frammi í máli ákæruvaldsins gegn Aroni PétriKarlssyni. Stefndi krefst þess að dæmdur málskostnaður honum til handa verðiþað ríflegur að hann komist skaðlaus frá máli þessu en hann hafi jafnframt sjálfurþurft að eyða drjúgum tíma í málið.IV. Viðaðalmeðferð málsins gaf stefndi aðilaskýrslu. Jafnframt gáfu Bala Murughan Kamallakharan, Hróbjartur Jónatansson hrl. ogGuðmundur Th. Jónsson fasteignasali skýrslur sem vitni, en aðkomu þeirra aðþeim gerningum, sem mál þetta lýtur að, er lýst í kafla II. Jafnframt gáfuRebekka Jóelsdóttir, Hulda Pjetursdóttir og Einar Örn Davíðsson skýrslur fyrirdómi, en þau áttu í samskiptum við stefnda sem starfsmenn stefnenda í tengslumvið fyrrgreinda gerninga. Auk þessara vitna gaf Einar Kristjánsson, starfsmaðurLandsvirkjunar, skýrslu og lýsti þar tilraunum stefnda til að selja fasteigninaSkúlagötu 51 til Landsvirkjunar á árinu 2009. Jafnframt hafa verið lagðar framí málinu ítarlegar skýrslur sem vitni og aðilar gáfu í sakamáli því sem rakiðer í kafla II og lauk með dómi Hæstaréttar Íslands frá 19. september2013 í málinu nr. 755/2012. Stefnendur reisa skaðabótakröfu sína á hendur stefnda ímeginatriðum á því að hann hafi liðsinnt eigendum fasteignarinnar að Skúlagötu51 við að létta veðum af eigninni, gegn því að bankarnir fengju greiddar 575milljónir króna upp í áhvílandi skuldir, þegar hann vissi eða mátti vita aðbankarnir væru í villu um söluandvirði fasteignarinnar og að það væri í raunmun hærra. Á stefnendum hvílir að færa sönnur á þær staðhæfingar semskaðabótakrafan er reist á, þar á meðal að stefndi hafi vitað eða mátt vita aðraunverulegt söluandvirði fasteignarinnar væri mun hærra en stefnendur álitu,og að hann hafi sýnt af sér saknæma vanrækslu með því að greina þeim ekki fráþví. Ágreiningslaust er að stefndi samdi kauptilboð AuroInvestment Partners LLC 2. desember 2009, sem varð til þess að stefnendur gáfuyfirlýsingu, fyrst 16. og að nýju 21. desember 2009, um að veðunum yrði afléttgegn því að fá greiddar 575 milljónir króna. Jafnframt liggur fyrir að stefndivar í samskiptum við stefnendur, eftir að tilboðið hafði verið samþykkt afeigenda fasteignarinnar, og leitaði eftir því að þeir gæfu út framangreindaryfirlýsingar. Í málinu hefur verið lagður fram mikill fjöldi gagna, semmeðal annars var aflað við rannsókn á fyrrgreindu sakamáli, þar á meðaltölvuskeyti sem send voru í aðdraganda þess að framangreint tilboð var gert íeignina og áður en stefnendur gáfu fyrrgreindar yfirlýsingar. Þá hafa flestir,sem komu að þessum gerningum, gefið skýrslu í máli þessu, auk þess sem gögn umframburð sömu aðila, sem og Arons Péturs Karlssonar, í sakamálinu hafa veriðlagðir fram. Hvergi í þessum gögnum eða skýrslum fyrir dómi koma framvísbendingar sem styðja það að stefndi hafi, áður en yfirlýsingar stefnendavoru gefnar, búið yfir vitneskju um að hærra tilboð hefði verið gert í eignina.Staðhæfing um annað er því ósönnuð. Þá er ekkert fram komið í málinu sem styðurþað að stefndi hafi fram að því haft annað í hyggju en að koma á samningi umkaup Auro Investment Partners LLC á fasteigninni í samræmi við tilboðfélagsins. Því til stuðnings má meðal annars benda á það að ákvæði í tilboðinu,þess efnis að seljandi gæti hætt við sölu eignarinnar af hvaða ástæðu sem væriuns greiðsla kaupverðs bærist, var í sýnishorni af kauptilboði sem stefndi fékkfrá lögmanni eigenda fasteignarinnar. Stefndi átti því ekki frumkvæði að því aðseljandinn hefði slíka heimild. Þá ber jafnframt að hafa í huga, að til þess aðAuro Investment Partners LLC gæti keypt eignina, þurftu stefnendur að fallast áafléttingu veða gegn því að fá kaupverðið greitt upp í áhvílandi kröfur.Stefnendur hafa ekki hrakið þær skýringar, sem stefndi hefur gefið fyrir því,að yfirlýsing stefnenda þess efnis hafi verið nauðsynleg til þess að fá peningafyrir kaupunum flutta frá Indlandi til Íslands. Ekki var því óeðlilegt aðstefndi leitaði eftir því að stefnendur gæfu slíka yfirlýsingu. Miðað við framlögð gögn verður ekki annað ráðið en aðstarfsmenn stefnenda hafi búið yfir vitneskju um að félagið 2007 ehf. ætti aðkoma fram sem tilboðsgjafi í eignina fyrir hönd Auro Investment Partners LLC.Stefndi hefur borið að hann hafi ekki vitað af afsali Vindasúlna ehf. áeigninni til 2007 ehf. 11. desember 2009, en þá hafi hann verið erlendis. Viðþví hafi verið brugðist með samkomulagi um að kaupin yrðu gerð með þeim hættiað félag í eigu feðganna Karls Steingrímssonar og Arons Péturs Karlssonarkeypti 2007 ehf. sem síðan yrði framselt til Auro Investment Partners LLC. Ekkier á það fallist að sú skylda hafi hvílt á stefnda að tilkynna stefnendumsérstaklega um framangreinda ráðstöfun, eftir að hann fékk vitneskju um hana,og það samkomulag sem á eftir fylgdi, eða að með henni hafi hann brotið gegn14. eða 15. gr. laga nr. 99/2004 um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Eins og rakið hefur verið var kaupsamningur gerður um sölufasteignarinnar að Skúlagötu 51 við kínverska sendiráðið 17. desember2009, þar sem kaupverðið nam um 854.840.000 krónum miðað við gengi Bandaríkjadollarsá þeim degi. Í ljósi þess sem að framan er rakið, ogmeð vísan til þess sem fram kom í skýrslu stefnda fyrir dómi, verður að leggjatil grundvallar að stefndi hafi fyrst fengið vitneskju um að eigendurfasteignarinnar að Skúlagötu 51 ætluðu að hætta við að selja eignina til AuroInvestment Partners LLC 22. desember 2009. Kemur það heim og saman við það semfram kom í framburði Arons Péturs Karlssonar í sakamálinu gegn honum, en hannkvaðst þar hafa upplýst stefnda um þessa ákvörðun seljanda þegar staðfestingdómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á sölunni til sendiráðsins var í höfn. Í lögregluskýrslum, sem liggja fyrir í málinu, greinirstefndi frá því að Aron hafi í umrætt sinn sagt honum að betra tilboð hefðiborist fasteignina. Stefndi hefur hins vegar ávallt hafnað því að hafa vitaðhvers efnis það var eða frá hverjum það væri. Í skýrslu Bala Kamallakhranfyrir dómi kvað hann stefnda einnig hafa útskýrt ákvörðun seljenda með því aðbetra tilboð hefði borist í eignina. Hann hafi hins vegar ekki greint honum fráefni þessa nýja tilboðs. Ekki liggja fyrirvísbendingar í málinu um að stefndi hafi búið yfir frekari vitneskju á þessumtíma um ástæður framangreindrar ákvörðunar eigenda fasteignarinnar. Gegn neitunstefnda er ósannað að svo hafi verið og verður því að leggja til grundvallar aðhonum hafi þá ekki verið kunnugt um sölu eignarinnar til kínverskasendiráðsins, sem þá var í höfn, eða kaupverð eignarinnar. Aðbeiðni Arons Péturs Karlssonar hélt stefndi áfram að vinna að því að stefnendurafléttu veðum af fasteigninni í samræmi við fyrirliggjandi yfirlýsingar þeirraþó að horfið hafi verð frá sölu hennar til Auro Investment Partners LLC. Ískýrslum, sem stefndi hefur gefið fyrir dómi, skýrir hann það með því að Aronhafi gert það að skilyrði fyrir greiðslu söluþóknunar að hann héldi áframþeirri vinnu. Gögn málsins bera með sér að stefndi hafi verið í einhverjumsamskiptum við starfsmenn stefnenda í þessu skyni. Á sama tíma mátti stefndavera ljóst að seljendur hennar hygðust ekki skýra stefnendum frá breyttumforsendum, heldur ætluðu að fá veðunum aflétt gegn greiðslu sem byggðist ákauptilboði sem endurspeglaði ekki lengur rétt kaupverð. Stefndi greindistefnendum þó ekki frá þessari vitneskju sinni. Hvaðsem þessu líður ber að líta til þess að stefnendur höfðu samþykkt að afléttaveðum af eigninni gegn því að fá greiddar 575 milljónir króna. Ekki var þvíóeðlilegt að stefndi gengi út frá því að stefnendur teldu það ásættanlegagreiðslu miðað við aðstæður og að ekki skipti þá máli hvaðan hún kæmi. Eins ogáður segir liggur heldur ekki fyrir að stefndi hafi vitað hversu hátt tilboðnýja kaupandans væri. Því er ósannað að stefndi hafi verið meðvitaður um þáverulegu, fjárhagslegu hagsmuni, sem voru í húfi fyrir stefnendur, þegar hann héltáfram að vinna að því að fá veðunum aflétt af fasteigninni. Íljósi alls þess sem hér hefur verið rakið telur dómurinn að ekki hafi veriðfærðar nægar sönnur á það að stefndi hafi vitað eða mátt vita að þessierindrekstur hans væri liður í ólögmætri blekkingu eiganda fasteignarinnar viðað fá veðunum aflétt gegn greiðslu á mun lægri fjárhæð en í raun fékkst viðsölu hennar. Þá verður ekki fram hjá því litið að stefnendum var vel kunnugt umefni kauptilboðsins, sem lá til grundvallar yfirlýsingu þeirra, og mátti þeimþví vera ljóst að seljandi fasteignarinnar gæti horfið frá því að selja AuroInvestment Partners LLC eignina ef hærra tilboð bærist í hana. Með vísan tilþeirra atriða sem að framan eru rakin telur dómurinn að stefndi hafi ekki sýntaf sér saknæma vanrækslu með því að greina ekki stefnendum frá því að það hafigerst. Gildir þá einu hvort atvik eru metin á grundvelli almennra reglnaskaðabótaréttar, fyrirmæla laga nr. 99/2004 eða ákvæða laga nr. 77/1998 umlögmenn. Því ber að sýkna stefnda af skaðabótakröfum stefnenda. Meðvísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 ber stefnendum að greiða stefndamálskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.000.000 krónur. Dómsuppkvaðninghefur dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991, enaðilar og dómari töldu ekki efni til að málið yrði flutt að nýju. ÁsmundurHelgason héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð : Stefndi,Gísli Gíslason, er sýkn af kröfum stefnenda, Arion banka hf., Íslandsbanka hf.og Glitnis hf. Stefnendurgreiði stefnda 1.000.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 213/2004
|
Kærumál Lögbann Riftun
|
Í ehf. krafðist þess að lagt yrði lögbann við sölu, dreifingu og afhendingu A ehf. og C ehf. til annarra en Í ehf. á tiltekinni tegund snyrtivara á Íslandi, í íslenskum fríhöfnum og íslenskum flugvélum. Héldu A ehf. og C ehf. því fram að þeim hefði verið heimilt að rifta samningi þeirra við Í ehf. um einkasölu á umræddum snyrtivörum og í framhaldinu taka yfir sölu og dreifingu á snyrtivörunum þar sem síðarnefnda félagið hefði vanefnt samninginn. Talið var að A ehf. og C ehf. yrðu að bera hallann af óskýrleika samningsins auk þess sem félögin hefðu ekki gert líklegt að Í ehf. hefði vanefnt samninginn verulega þannig að það heimilaði riftun hans. Hefði Í ehf. leitt að því nægar líkar að dreifing A ehf. og C ehf. á umræddum vörum hefði brotið gegn lögvörðum rétti þess. Þá yrði að telja nægilega sýnt fram á að háttsemi A ehf. og C ehf. gæti valdið teljandi spjöllum á réttindum Í ehf. ef hann yrði knúinn til að bíða dóms um þau. Auk þessa var talið að A ehf. og C ehf. hefðu ekki leitt að því líkur að reglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun hagsmuna Í ehf. tryggði þá nægilega. Var því fallist á kröfu Í ehf. og sýslumanni gert að leggja lögbann við umdeildum athöfnum A ehf. og C ehf.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 14. maí 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. maí 2004, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að fella úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Kópavogi 5. mars sama árs um að hafna því að leggja lögbann við sölu, dreifingu og afhendingu sóknaraðila til annarra en varnaraðila á No Name snyrtivörum á Íslandi, í íslenskum fríhöfnum og íslenskum flugvélum. Kæruheimild er í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, eins og þeim var breytt með 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að kröfu varnaraðila um lögbann verði hafnað. Þá krefjast þeir að þeim verði dæmdur málskostnaður í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sóknaraðilum verði óskipt gert að greiða honum kærumálskostnað. I. Samkvæmt gögnum málsins seldu sóknaraðilar með kaupsamningi 2. september 2003 varnaraðila „einkasöluumboð“ á No Name snyrtivörum og viðkomandi umbúðum á Íslandi, í íslenskum fríhöfnum og flugvélum. Var umsamið kaupverð 32.500.000 krónur. Í 3. gr. samningsins var meðal annars tekið fram að sóknaraðilar væru skuldbundnir til að selja varnaraðila umræddar vörur næstu 10 árin. Tryggt yrði að verðhækkanir yrðu ekki umfram það sem eðlilegt væri í þjóðfélaginu og að smásöluverð yrði ekki hærra en það væri á sambærilegum vörum á markaðinum. Þá var tekið fram að við samningsgerðina lægi fyrir verðlisti um innkaupsverð varanna til varnaraðila. Varnaraðili gerði með bréfi 19. janúar 2004 athugasemdir við framkvæmd samningsins af hálfu sóknaraðila. Tók hann meðal annars fram að það væri hans mat að upplýsingar þær sem lágu fyrir við kaupin varðandi veltu hafi reynst í verulegum atriðum rangar. Væri hann að íhuga riftun á umræddum kaupum af þessu tilefni og krefjast bóta úr hendi sóknaraðila. Ennfremur tók hann fram að tilkynning sóknaraðila 2. desember 2003 um verðhækkun á innkaupsverði verulegs hluta snyrtivaranna um allt að rúmlega 17% væri skýlaust brot á 3. gr. kaupsamningsins. Yrði ekki fallið frá boðaðri verðhækkun þegar í stað ætti hann ekki annan kost í stöðunni en að rifta kaupsamningnum „á forsendum rangra upplýsinga.“ Sóknaraðilar vísuðu þessum athugasemdum varnaraðila á bug með bréfi 26. janúar 2004. Tóku sóknaraðilar meðal annars fram að þeir ættu samningsbundinn rétt til umræddra hækkana vöruverðs sem þeir hefðu boðað. Yrði ekki hvikað frá þessum hækkunum. Þá litu þeir svo á að varnaraðili hefði með fyrrnefndu bréfi sínu til þeirra rift umræddum kaupsamningi. Væri þessi skilningur ekki réttur væri samningnum rift af hálfu sóknaraðila vegna verulegra vanefnda varnaraðila sem meðal annars fælust í því að „virða ekki og beinlínis hafna rétti“ sóknaraðila til verðhækkana á grundvelli ákvæða 3. gr. samningsins, neita staðfestingu kaupa á vörum uns fallið yrði frá boðaðri hækkun vöruverðsins og að endingu með því að staðfesta á ótvíræðan hátt að þær vanefndir yrðu til frambúðar með tilkynningu varnaraðila um riftun kaupanna. Varnaraðili mótmælti riftun sóknaraðila á kaupsamningi aðila í bréfi 4. febrúar 2004. Vísaði hann til þess að vanefndir á samningnum hefðu eingöngu orðið af hálfu sóknaraðila. Sóknaraðilar staðfestu hins vegar riftun samningsins með bréfi næsta dag. Þann 29. janúar 2004 hafði sóknaraðilinn Cosmic ehf. tilkynnt viðskiptavinum að vegna ágreinings við varnaraðila hefði sóknaraðilinn ákveðið að taka yfir sölu og dreifingu snyrtivaranna auk þjónustu við viðskiptamenn. Hinn 25. febrúar 2004 óskaði varnaraðili eftir að sýslumaður legði lögbann við allri sölu og/eða hvers konar dreifingu og/eða afhendingu sóknaraðila á No Name snyrtivörum á Íslandi og íslenskum markaði, þar með talið í íslenskum fríhöfnum eða flugvélum, til annarra en varnaraðila. Vísaði varnaraðili til þess að þær athafnir sóknaraðilar að selja og dreifa umræddum snyrtivörum til smásöluverslana hérlendis brytu gróflega gegn lögvörðum rétti hans sem eiganda einkasöluumboðs að umræddum snyrtivörum á íslenskum markaði. Eins og áður segir hafnaði sýslumaður þessari beiðni varnaraðila 5. mars 2004. Varnaraðili krafðist 9. sama mánaðar úrlausnar Héraðsdóms Reykjaness um þessa ákvörðun. Með hinum kærða úrskurði var fallist á þá kröfu. II. Eins og að framan greinir halda sóknaraðilar því fram að varnaraðili hafi vanefnt samning þeirra meðal annars með því að hafna rétti þeirra samkvæmt ákvæði 3. gr. samningsins um verðhækkanir á umræddum snyrtivörum. Hafi þeim því verið heimilt að rifta samningnum og í framhaldinu taka yfir sölu og dreifingu á snyrtivörunum. Varnaraðili hefur hins vegar haldið því fram að umræddar verðhækkanir séu skýlaust brot á samningnum. Orðalag umrædds samningsákvæðis, sem rakið er hér að framan, felur ekki skýrlega í sér hversu miklar verðhækkanir geti verið um að ræða. Verða sóknaraðilar að bera hallann af óskýrleika samningsins að þessu leyti en ekki hefur verið leitt í ljós að rætt hafi verið um verðhækkanir í tengslum við samningsgerðina. Þá verður ekki talið að varnaraðili hafi gefið sóknaraðilum tilefni til riftunar kaupsamnings aðila með því einu að gera athugasemdir við framkvæmd hans, sbr. áðurnefnt bréf varnaraðila frá 19. janúar 2004. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður ekki talið að sóknaraðilar hafi gert líklegt að varnaraðili hafi vanefnt samning aðila verulega þannig að það hafi heimilað riftun hans. Hefur varnaraðili leitt að því nægar líkur að dreifing sóknaraðila á umræddum vörum brjóti gegn lögvörðum rétti hans. Þá verður að telja að nægilega sé sýnt fram á að háttsemi sóknaraðila gæti valdið teljandi spjöllum á réttindum varnaraðila ef hann yrði knúinn til að bíða dóms um þau. Sóknaraðilar hafa ekki leitt að því líkur að reglur um refsingu eða skaðabætur fyrir röskun hagsmuna varnaraðila tryggi þá nægilega. Samkvæmt öllu framanröktu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Cosmic ehf. og Adriana ehf., greiði óskipt varnaraðila, Ísflex ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 418/2015
|
Tryggingarbréf Aðfararheimild
|
Í hf. krafðist þess að staðfestur yrði veðréttur hans samkvæmt tilteknu veðtryggingarbréfi í fasteign í eigu H til tryggingar skuld O ehf. við sig samkvæmt nánar tilgreindum lánssamningi. Talið var að lánssamningurinn sem Í hf. byggði kröfu sína á væri sjálfstæður lánssamningur og að ekki væri þörf á að fjalla sérstaklega um heildarskuld O ehf. við Í hf. við mat á því hvort Í hf. yrði heimilað að gera fjárnám í fasteigninni á grundvelli veðtryggingarbréfsins. Þá var ekki fallist á það með H að skiptastjóri þrotabús O ehf. hefði ekki úthlutað rétt úr búi félagsins, enda hefði þurft að leysa úr slíkum ágreiningi á grundvelli laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þar sem Í hf. hafði leitt nægjanlega í ljós að skuld O ehf. væri ógreidd var Í hf. heimilað að gera fjárnám í fasteign H.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogasonog Karl Axelsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 23. júní 2015. Hún krefst sýknu afkröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst þess að staðfestur verði veðréttur hans í fasteignáfrýjanda að Spóaási 22 í Hafnarfirði samkvæmt tryggingarbréfi útgefnu 7. mars2000, allsherjarveði tryggðu með 1. veðrétti í eigninni, að höfuðstól 6.000.000krónur, til tryggingar skuld Ocean Direct ehf. við stefnda að fjárhæð94.629.863 krónur. Eins og rakið er í héraðsdómi setti eiginmaður áfrýjanda, Arnar BorgarAtlason, með tryggingarbréfi 7. mars 2000 fasteignina að Spóaási 22 íHafnarfirði að veði til tryggingar greiðslu skulda sinna við SparisjóðHafnarfjarðar, samtals að fjárhæð 6.000.000 krónur. Ritaði áfrýjandi samþykkisitt undir tryggingarbréfið sem þinglýstur eigandi fasteignarinnar. Þá rituðuáfrýjandi og Arnar undir yfirlýsingu 3. febrúar 2005 um að tryggingarbréfiðskyldi framvegis einnig standa til tryggingar skuldum Ocean Direct ehf.gagnvart sparisjóðnum.Af hálfu áfrýjanda er á því byggt að greiðslufall hafi ekki orðið fyrr en3. desember 2009 á skuld Ocean Direct ehf. við BYR sparisjóð samkvæmtlánssamningi milli þeirra frá 18. september 2007, að jafnvirði allt að118.057.799 krónur sem greiðast skyldu út í erlendum myntum. Því til samræmishefur stefndi í málatilbúnaði sínum fyrir Hæstarétti lækkað skuld Ocean Directehf. samkvæmt lánssamningnum úr 102.481.096 krónum, eins og krafist var í héraði,í 94.629.863 krónur og miðar þann útreikning við að almennir vextir samkvæmt 4.gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu reiknist frá þeim degi er síðastvoru greiddir vextir af skuldinni, 12. maí 2009, til 3. desember sama ár, en þáhafi skuldin numið 115.728.517 krónum. Á eftirstöðvar skuldarinnar hafi síðanverið reiknaðir dráttarvextir fram til útgáfudags stefnu 2. maí 2014. Samkvæmtþví hafi skuldin þann dag numið 94.629.863 krónum að teknu tilliti tilúthlutunar úr þrotabúi Ocean Direct ehf. upp í kröfuna, 57.051.534 krónur 26.janúar 2012 og 30.461.532 krónur 26. júlí sama ár. Í útreikningnum hefurstefndi jafnframt lagt til grundvallar að lánið hafi frá upphafi verið ííslenskum krónum og gerir heldur ekki viðbótarkröfu um mismun vaxta samkvæmt 4.gr. laga nr. 38/2001 og samningsvaxta fyrir þann tíma sem Ocean Direct ehf.greiddi vexti af láninu. Stefndi hefur leitt nægjanlega í ljós að framangreind fjárkrafa hans séógreidd. Að því gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaðadóms verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir.Stefndi hefur ekki gert kröfu um málskostnað fyrir Hæstarétti og verðurhann því ekki dæmdur.Dómsorð:Stefnda, Íslandsbanka hf., er heimilt að gera fjárnám ífasteign áfrýjanda, Helgu Laufeyjar Guðmundsdóttur, að Spóaási 22 íHafnarfirði, fastanúmer 224-5260, á grundvelli tryggingarbréfs að fjárhæð6.000.000 krónur, útgefnu 7. mars 2000, allsherjarveði tryggðu með 1. veðréttií eigninni, til tryggingar skuld Ocean Direct ehf. við stefnda að fjárhæð94.629.863 krónur.Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjaness 24. mars 2015. Málþetta var höfðað 7. maí 2014 og dómtekið 26. febrúar 2015. Stefnandi erÍslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, Reykjavík. Stefnda er Helga LaufeyGuðmundsdóttir, Spóaási 22, Hafnarfirði. Dómkröfurstefnanda eru þær að honum verði „dæmdur réttur til þess að gera fjárnám ífasteign stefndu að Spóaási 22, Hafnarfirði, fastanúmer 224-5260, á grundvelliveðtryggingarbréfs, útgefnu 07.03.2000, allsherjarveð tryggðu með 1. veðrétti íeigninni, að höfuðstól kr. 6.000.000, til tryggingar skuld Ocean Direct ehf.,kt. [...], við stefnanda að fjárhæð kr. 102.481.096,00“. Þá er gerð krafa ummálskostnað að mati dómsins. Stefndakrefst sýknu af kröfum stefnanda. Einnig er gerð krafa um málskostnað að matidómsins. I. Ístefnu segir að umrætt tryggingarbréf standi samkvæmt efni sínu til tryggingarefndum á skuldbindingum Ocean Direct ehf. gagnvart stefnanda. Bú félagsins hafiverið tekið til skipta sem gjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 31.mars 2011. Skiptum á búinu sé lokið. OceanDirect ehf. hafi m.a. verið skuldari samkvæmt lánssamningi útgefnum 18.september 2007 við stefnanda. Höfuðstóll skuldarinnar hafi upphaflega verið aðjafnvirði 118.057.799 kr. Samkvæmt lánssamningnum hafi krafa stefnanda veriðverðtryggð með því að hún hafi verið tengd við þróun á gengi erlendragjaldmiðla. Vegna óvissu um lögmæti lánssamningsins hafi stefnandi endurreiknaðkröfu sína með hliðsjón af dómum Hæstaréttar. Afskuld sinni hafi félagið greitt afborganir samtals að fjárhæð 9.136.848 kr.Umsamda vexti hafi félagið greitt til 12. maí 2009. Hafi stefnandi því reiknaðalmenna óverðtryggða vexti á kröfu sína frá þeim degi til 3. júní 2009. Þanndag hafi orðið greiðslufall á skuldinni og hún þá öll fallið í gjalddaga ísamræmi við skilmála lánssamningsins. Hafi skuldin borið dráttarvexti upp fráþví. Við úthlutun úr þrotabúinu hafi verið greiddar samtals 88.431.726 kr. uppí kröfuna og nemi eftirstöðvar hennar nú 102.481.096 kr. Stefnandikrefst þess að honum verði dæmdur réttur til þess að gera fjárnám í fasteignstefndu, til tryggingar umræddri skuld samkvæmt tryggingarbréfinu. Stefnandikveðst setja kröfuna fram til þess að geta fullnustað kröfu sína sem tryggð sémeð veði í umræddri fasteign á grundvelli tryggingarbréfs sem eiginmaðurstefndu gaf út til handa stefnanda 7. mars 2000. Um sé að ræða bréf sem hafitryggt allar skuldbindingar útgefandans við stefnanda, hverju nafni semnefndust, svokallað allsherjarveð. Stefnda hafi samþykkt veðsetningu eignarsinnar með áritun á bréfið. Með yfirlýsingu 3. febrúar 2005 hafi ákvæðumtryggingarbréfsins verið breytt á þann veg að upp frá því hafi bréfið einnigstaðið til tryggingar öllum skuldum einkahlutafélagsins Ocean Direct ehf. semhafi verið í eigu eiginmanns stefndu. Umlagarök vísar stefnandi til ákvæða tryggingarbréfsins, sbr. einkum 5. og 7. tl.skilmála þess og þeim ákvæðum laga sem þar er vísað til. Einnig vísar stefnanditil ákvæða laga um samningsveð nr. 75/1997, almennra reglna kröfuréttarins umskyldu til greiðslu fjárskuldbindinga og til laga nr. 90/1991 um meðferðeinkamála. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á lögum nr.50/1988, þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustusinni. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur og því beri honum nauðsyn tilað fá dóm fyrir skatti þessum. II. Stefndabyggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að staða skuldar í dómkröfu í stefnusamkvæmt lánssamningi sé röng og markleysa. Stefnda telur að fjárkrafastefnanda samkvæmt lánssamningnum frá 18. september 2007 sé röng. Hún sé ranglega reiknuð eða að forsendurhennar séu rangar, en engin tilraun sé gerð í stefnu til að sýna fram á hvorteða hvernig endurútreikningur lánssamningsins er fenginn samkvæmt lögum nr.151/2010 og eftir dómum Hæstaréttar, m.a. í málunum nr. 92/2010, 153/2010, 471/2010,600/2011 og nr. 464/2012. Af stefnunni og framlögðum gögnumvirðist sem heildareignir félagsins Ocean Direct ehf. hafi verið seldar undirgjaldþrotaskiptum félagsins. Fjárhæðum þeim sem úr sölu eigna félagsins komuhafi verið úthlutað til stefnanda upp í sex lánssamninga, samkvæmt stöðu krafnaí kröfulýsingum sem hafi ekki verið endurútreiknaðar. Fyrir utan það hafilánssamningar félagsins við stefnanda verið fleiri en sex, sem gerðir hafiverið á undan, og hafi þeir verið jafn ólögmætir og því ekki öll kurl komin tilgrafar að þessu leyti. Stefnda telur að allir sex lánssamningarnir og flestir á undan hafiverið ólögmætir lánssamningar, þ.e. í íslenskum krónum með ólögmætrigengistryggingu. Enginn af þessum samningum hafi verið endurútreiknaður og þvíalls óljóst hver heildarskuldastaða félagsins gagnvart stefnanda sé. Það séþeim mun nauðsynlegra að vita heildarskuldastöðu félagsins þar sem allar eignirþess hafi verið seldar og því hefði þurft að fara fram ákveðið uppgjör eigna ogskulda til að sjá rétta stöðu félagsins hjá stefnanda, en stefnandi getur ekkitekið einn samning út úr og sagt að hann sé í skuld án endurútreiknings allrasamninga félagsins samkvæmt fyrrgreindum dómum Hæstaréttar og með tilliti tilþess að mikil inneign geti verið á öðrum samningum félagsins ef tilendurútreiknings kæmi. Því til stuðnings megi benda á að í öðru máli á millisömu aðila um sama efni, þ.e. í dómi Hæstaréttar í máli nr. 673/2013, hafistefnda talið, án mótmæla stefnanda, að það hafi verið ofgreitt frá skiptastjóratil stefnanda vegna samnings sem deilt var um í því máli, um 10.450.055 kr. aðfrádregnum kostnaði, 546.214 kr., eða 9.903.841 kr. Heildarstaða skuldafélagsins við stefnanda sé alls óljós að þessu leyti og geti stefnandi, þegarbúið er að selja allar eigur félagsins, ekki tekið einn lánssamning út og sagtað það sé skuld á honum án endurútreiknings þess samnings eða allra samningafélagsins.Jafnframt telur stefnandi aðdráttarvaxtaútreikningur stefnanda hafi ekki skýra lagastoð samkvæmt 7. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, þar sem óheimilt sé að krefjastdráttarvaxta ef atvik sem varða kröfuhafa, og skuldara verði ekki um kennt,valda því að greiðsla fer ekki fram. Skuli þá ekki reikna dráttarvexti þanntíma sem greiðsludráttur verður af þessum sökum. Dráttarvaxtakrafa stefnanda aðfjárhæð 72.365.814 kr. sé því ólögmæt þar sem forsenda þeirra sé ólögmættgengislán, komið frá stefnanda, sem hafi ekki verið endurútreiknað samkvæmtlögum nr. 151/2010 og fyrrgreindum dómum Hæstaréttar. Jafnframt eigimálskostnaðarkrafa að fjárhæð 6.040.301 kr. og virðisaukaskattskrafa að fjárhæð1.537.549 kr. sér ekki stoð. Inn á samninga Ocean Direct ehf. hafiverið greitt vegna sölu eigna félagsins í gjaldþrotaskiptum, 154.196.558 kr.,auk þeirra greiðslna sem félagið hafi innt af hendi til margra ára, sem skiptitugum milljóna, og því sé alls óljóst hver staða skuldarinnar sé, sem fram komií dómkröfu, nema heildaruppgjör fari fram. Við þessar aðstæður telur stefnda aðskuld félagsins samkvæmt lánssamningnum við stefnanda sé uppgreidd.Nokkrar skilmálabreytingar sem lagðarhafa verið fram í málinu telur stefnda að breyti engu um skyldu stefnanda tilað endurútreikna alla samninga félagsins þannig að fengin sé rétt staða skuldaþess, en skilmálabreyting á ólögmætu láni geti ekki verið lögmæt.Í öðru lagi telur stefnda aðtilgreina verði tiltekna skuld í tryggingarbréfi til að hægt sé að gera kröfuum staðfestingu veðréttar eða réttar til að gera fjárnám í fasteign stefndu semleiði til uppboðs samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991. Ljóst sé aðstefnandi ætli að nota tryggingarbréf það sem hvílir á fasteign stefndu tillúkningar skuldbindingum Ocean Direct ehf. Í því sambandi þurfi að skoða þaðréttarfarslega hagræði sem stefnanda sé búið í bréfinu. Tryggingarbréfið sésvokallað allsherjarveð, þ.e. að það hafi tryggt upphaflega allar skuldireiginmanns stefndu, Arnars Borgar Atlasonar, og síðar með yfirlýsingu 3.febrúar 2005 allar skuldir félagsins Ocean Direct ehf. við stefnanda, enstefnda sé ekki skuldari samkvæmt bréfinu. Í tryggingarbréfinu komi fram aðstandi skuldari bréfsins ekki í skilum með skuldbindingar sínar við stefnanda,eða verði gjaldþrota eins og Ocean Direct ehf., þá megi selja veðiðnauðungarsölu án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms samkvæmt heimild í 2.tl. 1. mgr. 6. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 2. tl.1. mgr. 6. gr., laga nr. 90/1991 megi til fullnustu gjaldfallinni peningakröfukrefjast nauðungarsölu á eign samkvæmt eftirfarandi heimildum: „Þinglýstumsamningi um veðrétt í eigninni fyrir tiltekinni peningakröfu, ef berum orðum ertekið fram í samningnum að nauðungarsala megi fara fram til fullnustu kröfunnián undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms.“Tryggingarbréfið uppfylli þennanáskilnað að hluta til, hvað varðar það að „ef berum orðum er tekið fram ísamningnum að nauðungarsala megi fara fram til fullnustu kröfunni ánundangengins dóms, sáttar eða fjárnáms“. Hins vegar uppfylli tryggingarbréfiðekki þann áskilnað að hinn þinglýsti samningur (tryggingarbréfið) sé fyrir„tiltekinni peningakröfu“. Þessu til áréttingar segi síðar í málsgreininni „tilfullnustu kröfunni án undangengins dóms, sáttar eða fjárnáms“. Hér sé átt viðákveðna kröfu sem þegar sé fyrir hendi og tilgreind sé í tryggingarbréfinu. Af því leiði að þá þegar þurfi krafastefnanda að vera ákveðin og tilgreind í tryggingarbréfi og dugi ekki í þvísambandi, eins og stefnandi geri kröfu um, að honum verði dæmdur réttur tilþess að gera fjárnám í fasteign stefndu á grundvelli tryggingarbréfsins níuárum síðar fyrir einni af meintum skuldum Ocean Direct ehf. Ástæðan fyrir kröfu um staðfestinguveðréttar, eða í þessu tilviki réttar til þess að gera fjárnám í fasteignstefndu, sé venjulega sú að koma fram uppboði á veðinu, til lúkningartilgreindri ógreiddri kröfu veðhafans. Stefnda byggir á því að tilgreina verðiákveðna skuld í tryggingarbréfinu þegar gerð sé krafa um staðfestingu veðréttareða réttar til að gera fjárnám í fasteign, sem komi í sama stað niður að þessuleyti. Samkvæmt 2. og 3. tl. 1. mgr. 6. gr.laga nr. 90/1991 geti samningur um veð í eign veitt heimild til nauðungarsölu áeigninni án undangengins dóms, sáttar eða aðfarar. Samkvæmt 2. tl. sé veðhafaheimilt að krefjast nauðungarsölu á eign með stoð í þinglýstum samningi umveðrétt í eigninni, fyrir „tiltekinni peningakröfu“, enda sé berum orðum tekiðfram í samningnum að nauðungarsala megi fara fram til fullnustu kröfunni ánundangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Aukayfirlýsing fyrir annan aðila, sem færðhafi verið undir tryggingarbréfið, gerð fyrir fimm árum, geti ekki fallið hérundir. Tryggingarbréf geti því verið bein nauðungarsöluheimild ef því skilyrðier fullnægt að um tæmandi talningu þeirra skulda sé að ræða, sem veðréttursamkvæmt bréfinu nær til. Til viðbótar verði að gera þann áskilnað að lýsinghverrar veðtryggðrar kröfu sé það rækileg í bréfinu að hún nægi til að skera úrum hvort krafan falli undir veðtryggingu samkvæmt tryggingarbréfinu, en slíkusé ekki fyrir að fara í nefndu bréfi. Í tryggingarbréfi því sem hér umræðir, sem sé formbundinn gerningur, segi að selja megi veðið nauðungarsölu efþar greind skilyrði eru fyrir hendi, án undangengins dóms, sáttar eða fjárnámssamkvæmt heimild í 2. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991. Um þetta segi í greinargerð með frumvarpitil laganna að heimild til að krefjast nauðungarsölu á þessum grundvelli séaðeins fyrir hendi þegar samningur er gerður um veðrétt í eign fyrir tiltekinnipeningakröfu. Með þessu sé áréttað að samningurinn þurfi sem slíkur að taka aföll tvímæli um fyrir hvaða skuld sé verið að veita þessa heimild. Svokallaðallsherjarveð, sem væri veitt til tryggingar öllum skuldbindingum samkvæmttryggingarbréfinu, skv. nefndri yfirlýsingu frá 3. febrúar 2005 við stefnanda,myndi þannig ekki fullnægja þessum áskilnaði ákvæðisins. Af því leiði aðyfirlýsing sú sem gefin var af hálfu eiginmanns áfrýjanda, sem áfrýjandisamþykkti 3. febrúar 2005, fyrir öllum skuldbindingum Ocean Direct ehf., séekki lögmæt uppboðsheimild að þessu leyti. Samkvæmt greinargerð með frumvarpitil nauðungarsölulaganna komi skýrt fram að utan skilgreiningar þess sem 2. tl.1. mgr. 6. gr. laganna geri ráð fyrir að geti verið uppboðsheimild, fallisvokölluð allsherjarveð, þar sem kröfuhafa sé veittur veðréttur fyrir margskonar kröfum sínum á hendur tilteknum skuldara án sérstakrar afmörkunar áhverri kröfu fyrir sig. Stefnda telur að ekki dugi í þessusambandi að fá dóm fyrir rétti stefnanda til þess að gera fjárnám ífasteigninni á grundvelli tryggingarbréfsins, væntanlega með því að gerafjárnám inn í tryggingarbréfið, því að eina uppboðsheimildin samkvæmt 1.veðrétti á eigninni sé samkvæmt tryggingarbréfinu, með vísan til 2. tl. 1. mgr.6. gr. laga nr. 90/1991, á tilgreindri skuld sem hefði átt að koma fram í bréfinu.Enginn dómur liggi heldur fyrir um að stefnda skuldi stefnanda þá fjárhæð semhann tilgreinir í dómkröfu sem leitt geti til fjárnáms, sbr. t.d. 1. tl. 1. gr.laga nr. 90/1989 um aðför. Engin lagaheimild sé fyrir því að gera fjárnám inn ítryggingarbréfið, þar sem tryggingarbréfið sjálft geri ekki ráð fyrir því, oggæti það heldur ekki skapað sjálfstæða uppboðsheimild samkvæmt fjárnáminu.Heldur sé enga heimild að finna í 2. tl. 1. mgr. 6. gr. til að gera megifjárnám inn í tryggingarbréfið og krefjast síðan uppboðs, því að þá þegar eigiað vera fyrir hendi tilgreind krafa í tryggingarbréfinu sem rúmi þá ekkifrekari kröfu samkvæmt fjárnámi. Slík framkvæmd sé einfaldlega á skjön viðákvæði 2. tl. 1. mgr. 6. gr., sem varði eingöngu ákveðna tiltekna kröfu semþegar sé fyrir hendi í tryggingarbréfinu og myndi því ekki þjóna lengur þeirrikröfu lagaboðsins. Uppboðsheimildin samkvæmt 2. tl. 1.mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991 eigi því aðallega við um veðskuldabréf eða ákveðnakröfu samkvæmt tryggingarbréfi, t.d. vegna víxils eða yfirdráttar á tilgreindumreikningi eða öðru tilgreindu.Þannig virðist útilokað fyrirstefnanda að ná fram uppboði á fasteign stefndu, enda sé tryggingarbréfið ekkirétt úr garði gert að þessu leyti og verði stefnandi sem sérfrótt fjármálafyrirtækiað bera hallann af því. Stefnandi virðist þannig ekki hafa lögvarða hagsmuni afdómkröfu sinni, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, og ætti dómari málsinsað vísa máli þessu frá af sjálfsdáðum.Sýknukröfu stefndu til áréttingar ervísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 673/2013, milli sömu aðila um svipaðakröfu, þar sem fram komi í niðurstöðu Hæstaréttar að sama tryggingarbréf, semnú er til umfjöllunar og var í fyrrgreindu máli Hæstaréttar, veiti ekki heimildtil að krefjast nauðungarsölu á tiltekinni eign nema meðal annars að uppfylltuþví skilyrði að um sé að ræða tryggingu fyrir tiltekinni peningakröfu samkvæmt2. tölulið 1. mgr. 6. gr. laga nr.90/1991 um nauðungarsölu. Stefnandi fáiþví ekki breytt með breyttri kröfugerð í máli þessu. Í þriðja lagi telur stefnda að ekkisé heimilt að bæta skuldum annars aðila (fyrirtækis) við tryggingarbréf semþegar sé þinglýst á fasteign með yfirlýsingu síðar. Með því sé verið að breytameginmáli tryggingarbréfsins en tryggingarbréf séu formbundnir gerningar semlúti reglum viðskiptabréfa. Stefnda hafnar því að tryggingarbréfið geti einnigverið til tryggingar skuldum félags, sem færðar hafi verið á bréfið með þessumhætti án þess að félagið sé útgefandi eða skuldari bréfsins. Ef talið verður að hægt sé að bætavið skuldara á tryggingarbréfið þá komi upp sú staða að hvor aðilanna um sig,þ.e. Arnar Borgar og Ocean Direct ehf., geti útilokað hinn frá tryggingu eðaefndum samkvæmt tryggingarbréfinu ef á reynir, en það geti ekki samrýmsttilgangi tryggingarbréfa, þar sem tilgangur slíkra bréfa hafi verið að veitafrekari tryggingar fyrir greiðslum á víxlum eða yfirdráttum tékkareiknings/aeins aðila. Samkvæmt framangreindu telur stefndaað yfirlýsing sú sem gefin var út 3. febrúar 2005, um að skuldir Ocean Directehf. féllu einnig undir tryggingarbréfið, sé ólögmæt gagnvart stefndu ogalgerlega marklaus, enda engin lagaheimild eða formreglur sem heimili slíkangjörning sem þessi yfirlýsing var. Breyti þar engu um þótt stefnda hafisamþykkt það sem þinglýstur eigandi fasteignarinnar, enda geti yfirlýsingaldrei komið í stað nýs tryggingarbréfs sem hefði þá átt að gefa út í stað þessgamla.III. Ímáli þessu liggur fyrir tryggingarbréf, dags. 7. mars 2000, þar sem ArnarBorgar Atlason, eiginmaður stefndu, setti að veði fasteignina að Spóaási 22,Hafnarfirði, til tryggingar greiðslu á skuldum sem hann átti við SparisjóðHafnarfjarðar eða átti eftir að eiga í, hvort sem um væri að ræða víxilskuldir,víxilábyrgðir, yfirdrátt á hlaupareikningi eða hvers konar aðrar skuldir viðsparisjóðinn, samtals að fjárhæð 6.000.000.000 kr. auk dráttarvaxta og hverskyns kostnaðar. Tryggingarbréfið var hefðbundið veðbréf til tryggingar skuld,sem þegar hafði verið stofnað til, og skuldum sem kynni að verða stofnað til síðar. Meðyfirlýsingu 3. febrúar 2005 lýsti Arnar því yfir að framangreint tryggingarbréfskyldi framvegis einnig standa fyrir skuldum Ocean Direct ehf. við SparisjóðHafnarfjarðar, með öllum sömu ákvæðum og getið er um í bréfinu. Fært var átryggingarbréfið að yfirlýsing þessi stæði einnig fyrir skuldbindingum OceanDirect ehf. Arnar hafði samningsfrelsi til að gera þessa yfirlýsingu og stefndaveitti samþykki sitt fyrir henni, sem samþykkur maki og þinglýstur eigandiframangreindrar fasteignar. Stefnda er því bundin af yfirlýsingunni og samþykkisínu. Ocean Direct ehf. var tekið tilgjaldþrotaskipta á árinu 2011 og skiptum er lokið. Stefnandi getur því ekkiaflað dómsúrlausnar um skyldu Ocean Direct ehf. til að greiða skuld þá semstefnandi gerir kröfu um, að fjárhæð 102.481.096 kr., samkvæmt lánssamningimilli Ocean Direct ehf. og Byrs sparisjóðs (sem varð til við sameininguSparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra), útgefnum 18. september 2007,að jafnvirði 118.057.799 kr. Stefnandi hefur því höfðað mál þetta á hendureiganda veðsins, stefndu í máli þessu, og krefst dóms um rétt til þess að gerafjárnám í fasteigninni, á grundvelli tryggingarbréfsins frá 7. mars 2000, tiltryggingar téðri skuld. Óumdeilt er að krafa Byrs sparisjóðs var framseld stefnanda. Það að Ocean Direct ehf. varðgjaldþrota getur ekki leitt til þess að veðið ógildist. Lánssamningurinn frá18. september 2007 er sjálfstæður lánssamningur og verður að hafna þeirrimálsástæðu stefndu að fjalla verði um alla lánssamninga sem Ocean Direct ehf.gerði í einu lagi og heildarskuld félagsins. Einnig verður að hafna því semhaldið hefur verið fram af hálfu stefndu um að skiptastjóri þrotabús OceanDirect ehf. hafi ekki úthlutað rétt úr búinu, en leysa hefði átt úr slíkumágreiningi á grundvelli laga nr. nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefnda telur að hafna beri kröfumstefnanda þar sem í tryggingarbréfinu sé ekki tilgreind tiltekin peningakrafaog því sé ekki unnt að gera fjárnám í fasteign stefndu sem leiði til uppboðssamkvæmt 2. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Í 6. gr. laganr. 90/1991 eru taldar upp í 6 töluliðum heimildir til að krefjastnauðungarsölu á eign til fullnustu gjaldfallinni peningakröfu. Samkvæmt 2. tl.má krefjast nauðungarsölu á eign samkvæmt þinglýstum samningi um veðrétt íeigninni fyrir tiltekinni peningakröfu, ef berum orðum er tekið fram ísamningnum að nauðungarsala megi fara fram til fullnustu kröfunni ánundangengins dóms, sáttar eða fjárnáms. Í máli því sem hér er til úrlausnar gerirstefnandi kröfu um að honum verði dæmdur réttur til að gera fjárnám í fasteignstefndu, sem getur þá verið nauðungarsöluheimild, sbr. 1. tl. 6. gr. laga nr.90/1991. Þessi málsástæða stefndu hefur því enga þýðingu. Stefnandi hefur endurútreiknað kröfu sínasamkvæmt lánssamningnum frá 18. september 2007, með tilliti til dómaHæstaréttar þar sem dæmt hefur verið ólögmætt að tengja fjárhæðir lána ííslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Fyrir liggur yfirlit yfirafborganir og sundurliðun kröfu stefnanda, s.s. hver sé höfuðstóll hennar,dráttarvextir, málskostnaður og innborgun. Þannig liggur fyrir hvernig krafastefnanda er tilkomin, hver grundvöllur hennar er og töluleg útfærsla hennar.Upphafstími dráttarvaxta er miðaður við 3. júní 2009, þegar greiðslufall varð áskuldinni og hún féll öll í gjalddaga, sbr. skilmála lánssamningsins. Samkvæmtgrein 12.1 í lánssamningnum verða dráttarvextir reiknaðir af gjaldfallinnikröfu frá og með gjaldfellingardegi til greiðsludags. Að þessu virtu og þar semskuldari hætti alveg að greiða af lánssamningnum er því hafnað aðundantekningarregla 1. málsl. 7. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingugeti átt við. Með vísan til alls framangreinds eröllum málsástæðum stefndu hafnað og fallist á kröfur stefnanda, eins og nánargreinir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum og með vísantil 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber stefndu aðgreiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 400.000 krónur. Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari. D ó m s o r ð: Stefnanda,Íslandsbanka hf., er dæmdur réttur til þess að gera fjárnám í fasteign stefndu,Helgu Laufeyjar Guðmundsdóttur, að Spóaási 22, Hafnarfirði, fastanúmer224-5260, á grundvelli tryggingarbréfs, útgefins 7. mars 2000, allsherjarveðtryggt með 1. veðrétti í eigninni, að höfuðstól 6.000.000 króna, til tryggingarskuld Ocean Direct ehf., kt. [...], við stefnanda að fjárhæð 102.481.096krónur. Stefndagreiði stefnanda 400.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 854/2014
|
Kærumál Flýtimeðferð Stjórnvald
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu LV um að mál sem samtökin hugðust höfða á hendur L hf. sætti flýtimeðferð.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. desember 2014 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. desember 2014 þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn varnaraðila. Kæruheimild er í n. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að fallist verði á beiðni hans um flýtimeðferð málsins. Varnaraðili hefur ekki átt þess kost að láta málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði hyggst sóknaraðili með fyrirhugaðri málsókn krefjast þess aðallega að felld verði úr gildi kerfisáætlun varnaraðila fyrir árin 2014 til 2023, sbr. 5. tölulið 3. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003, sem samþykkt hafi verið af stjórn varnaraðila 25. september 2014 og birt á vef hans 10. október það ár. Til vara krefst sóknaraðili þess að umrædd kerfisáætlun verði dæmd ólögmæt. Með 8. gr. raforkulaga er kveðið á um að eitt fyrirtæki skuli annast raforkuflutning og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla laganna. Í því skyni að annast þau verkefni var varnaraðili stofnaður á árinu 2005 með heimild í lögum nr. 75/2004 um stofnun Landsnets hf., en samkvæmt 2. gr. þeirra laga er varnaraðila, á grundvelli framangreinds hlutverks, óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem honum er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt raforkulögum eða öðrum lögum. Þó er varnaraðila heimilt að reka raforkumarkað. Þá skyldi ríkissjóður Íslands vera eigandi alls hlutafjár í varnaraðila við stofnun þess og ráðherra skipa stjórn varnaraðila án tilnefningar, sbr. 3. gr. laganna. Með 5. gr. laga nr. 175/2011 var gerð breyting á 8. gr. raforkulaga er kvað á um að varnaraðili skyldi vera í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja sem alfarið væru í eigu þessara aðila. Eigendur varnaraðila munu nú vera Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða. II Samkvæmt 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 er skilyrði fyrir því að einkamál sæti flýtimeðferð að sá, sem óskar eftir því, hyggist höfða mál meðal annars vegna ákvörðunar eða athafnar stjórnvalds. Auk þess þarf að vera fyrir hendi brýn þörf á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans. Til stjórnvalda teljast fyrst og fremst stofnanir ríkis og sveitarfélaga. Þó geta einnig fallið þar undir aðrir, svo sem hlutafélög, ef þeim hefur verið fengin opinber stjórnsýsla í hendur með lögum eða á grundvelli lagaheimildar, sbr. dóm Hæstaréttar 17. desember 2014 í máli nr. 800/2014. Eins og áður er rakið var varnaraðili stofnaður á grundvelli sérstakra laga til að framfylgja lögboðnu hlutverki um flutning raforku. Í samræmi við þetta hlutverk sitt gerði varnaraðili framangreinda kerfisáætlun, sbr. 5. tölulið 3. mgr. 9. gr. raforkulaga, sbr. og 5. tölulið 2. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 1040/2005 um framkvæmd raforkulaga. Þá sagði í kerfisáætluninni að hún tæki mið af þriðju raforkutilskipun Evrópusambandsins nr. 2009/72. Einnig kemur fram í gögnum málsins að um væri að ræða framkvæmdaáætlun sem unnin væri samkvæmt lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Væri það gert í samræmi við úrskurð umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 21. maí 2013 er jafnframt hafi fellt varnaraðila undir hugtakið stjórnvald samkvæmt 1. mgr. 3. gr. síðastgreindra laga. Í 1. gr. laga nr. 105/2006 kemur fram það markmið þeirra að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt að stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Skuli það gert með umhverfismati tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana stjórnvalda sem líklegt sé að hafi í för með sér veruleg áhrif á umhverfið. Þá segir í 3. gr. laganna að skipulags- og framkvæmdaáætlanir skuli vera undirbúnar eða samþykktar af stjórnvöldum og unnar samkvæmt lögum eða ákvörðun ráðherra. Var sóknaraðili einn þeirra sem gerðu athugasemdir við matslýsingu kerfisáætlunarinnar í samræmi við ákvæði laganna sem eins og greinir í 12 gr. þeirra voru sett til að leiða í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/42/EB frá 27. júní 2001 um mat á áhrifum tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana á umhverfið, sem vísað er til í lið 2i í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Að virtu framansögðu um hvernig til varnaraðila var stofnað samkvæmt lögum nr. 75/2004 og lögbundnu verksviði hans samkvæmt raforkulögum um gerð kerfisáætlunar sem unnin var að undangenginni umhverfisskýrslu samkvæmt lögum nr. 105/2006 telst varnaraðili í því samhengi sem hér um ræðir vera stjórnvald í merkingu 123. gr. laga nr. 91/1991. III Í kerfisáætlun varnaraðila sagði að grunnforsendur hennar væru „raforkuspá og rammaáætlun“ en einnig væri mikilægt að horfa til þróunar markaðar og þess hvar raforkan væri notuð á landinu. Hafi þessar forsendur verið notaðar til að stilla upp þremur sviðsmyndum til 10 ára. Hin fyrsta, svokölluð núllsviðsmynd, gerði eingöngu ráð fyrir þróun almenns álags í samræmi við raforkuspá, en hinar tvær fyrir nýtingu virkjanakosta úr orkunýtingarflokki rammaáætlunar og mismunandi umfangi, 50% eða 100% uppsetts afls virkjanakosta. Fyrir hinar síðari tvær sviðsmyndir hafi verið stillt upp mismunandi álagsdreifingartilfellum. Þá var í samantekt kerfisáætlunarinnar vísað til þess að um væri að ræða „spá um nauðsynlega uppbyggingu flutningskerfisins til að tryggja að flutningsfyrirtæki og stjórnvöld hefðu fulla sýn yfir þörf fyrir uppbyggingu kerfisins og að flutningsfyrirtækið gæti annast raforkuflutninginn.“ Loks sagði í samantektinni að tíðkast hafi að í kerfisáætlun væri inntaksgrein sem greindi frá málefnum tengdum flutningskerfinu og uppbyggingu þess. Að þessu sinni væri fjallað um samanburð á loftlínum og jarðstrengjum. Síðast hafi verið fjallað um þetta málefni í kerfisáætlun árið 2008 og þessi mál verið til skoðunar hjá varnaraðila frá því og umræða í samfélaginu farið hátt. Því hafi verið talið nauðsynlegt að fjalla um þessi mál á nýjan leik. Þá var tiltekið í áætluninni að hún yrði endurskoðuð árlega og væri einnig gert ráð fyrir að hið sama gilti um umhverfisskýrslu. Úrræði XIX. kafla laga nr. 91/1991 felur í sér afbrigði frá almennum málsmeðferðarreglum laganna. Er því fallist á með héraðsdómi að skýra beri ákvæði 1. mgr. 123. gr. þeirra þröngri lögskýringu. Eins og áður greinir eru í III. kafla raforkulaga raktar skyldur varnaraðila við raforkuflutning og kerfisstjórnun. Samkvæmt 5. tölulið 3. mgr. 9. gr. laganna lýtur kerfisáætlun að spá um raforkuþörf og áætlun um uppbyggingu flutningskerfisins. Umrædd kerfisáætlun tekur til 10 ára, þótt gert sé ráð fyrir að hún sæti reglulega endurskoðun. Að virtu því sem að framan er rakið um efni áætlunarinnar hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að hún feli í sér slíka tilgreinda ákvörðun eða athöfn stjórnvalds sem varði hagsmuni hans á þann hátt að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 123. gr. laga nr. 91/1991 fyrir flýtimeðferð sem rakin hafa verið. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 273/2011
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. maí 2011 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 4. maí 2011, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. maí 2011 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 424/2002
|
Stjórnvaldsákvörðun Res Judicata
|
S hf. krafðist þess að viðurkennt yrði að við útreikning á flutningsjöfnun á gasolíu frá 1. desember 1998 til og með 31. október 1999 hefði F borið að fara eftir þeim flutningstöxtum sem ákveðnir voru á fundi stjórnar F í desember 1998. Í málinu var deilt um túlkun á niðurstöðu héraðsdóms í fyrra máli F og S hf., sem ekki var áfrýjað, þar sem fallist var á kröfu S hf. um að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar F um að afturkalla fyrrnefnda ákvörðun frá desember 1998. Talið var að umrædd ákvörðun stjórnar F hefði verið tvíþætt og afturköllunin einnig. Fyrrnefnd niðurstaða héraðsdóms um að felld yrði úr gildi afturköllun á þessari ákvörðun F leiddi því til þess að báðir þættir hennar voru í fullu gildi. Hefði S hf. höfðað það mál á þeim grunni að afturköllunin hefði verið ólögmæt frá upphafi og yrði að líta svo á að héraðsdómur hefði fallist á það en af því leiddi að réttarástand var orðið eins og engin afturköllun hefði verið gerð. Var því fallist á kröfur S hf.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 11. september 2002 og krefst aðallega frávísunar þess frá héraðsdómi en til vara sýknu af kröfu stefnda. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Ágreiningur málsaðila lýtur að túlkun á niðurstöðu héraðsdóms 25. nóvember 1999 í fyrra máli þeirra, en dómnum var ekki áfrýjað. Það mál höfðaði stefndi til þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar áfrýjanda frá 8. febrúar 1999 um að afturkalla sína eigin ákvörðun frá 9. nóvember 1998 og varð niðurstaða dómsins að fallist var á kröfu stefnda. Með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdóms er staðfest niðurstaða hans um að hafna frávísunarkröfu áfrýjanda. Svo sem nánar greinir í héraðsdómi var með ákvörðun stjórnar áfrýjanda 9. nóvember 1998 samþykkt að Krossanes við Akureyri yrði innflutningshöfn á gasolíu um leið og fyrsti beini innflutningur á gasolíu væri kominn í tanka stöðvarinnar. Jafnframt var ákveðið að sjóflutningar á gasolíu tækju mið af þessari breytingu og að taxtar miðuðust sem fyrr við skemmstu flutningsleið á sjó frá næstu innflutningshöfn á gasolíu. Þessi ákvörðun var í fullu samræmi við 2. málslið 8. gr. laga nr. 103/1994 um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, en samkvæmt ákvæðinu skal stjórn áfrýjanda miða greiðslur úr sjóðnum við þá flutningshætti sem ódýrastir eru á hverjum tíma. Í lögunum felst að það er ekki hlutverk áfrýjanda að endurgreiða flutningskostnað olíuvara innan lands hver sem hann er, heldur ber að miða við þann kostnað sem lægstur er frá innflutningshöfn. Enda þótt nýir flutningstaxtar vegna tilkomu Krossaness sem innflutningshafnar hafi ekki verið samþykktir í stjórn áfrýjanda fyrr en 21. desember 1998, með gildistíma frá 1. þess mánaðar, er ljóst að þeir hlutu að fylgja ákvörðuninni 9. fyrra mánaðar, eins og hún sjálf bar með sér. Í þessu ljósi verður skilin hin umdeilda samþykkt stjórnar áfrýjanda 8. febrúar 1999 um afturköllun á þessari ákvörðun, en samkvæmt orðanna hljóðan fólst bæði í henni að afturkallað var að Krossanes yrði innflutningshöfn og „sá þáttur ákvörðunarinnar sem laut að breytingu á töxtum vegna sjóflutninga á gasolíu.“ Ákvörðun stjórnar áfrýjanda 9. nóvember 1998 var í þessum skilningi tvíþætt og afturköllunin 8. febrúar 1999 á henni var það einnig. Niðurstaða héraðsdóms 25. nóvember 1999 um að felld yrði úr gildi afturköllun á þessari ákvörðun stjórnar áfrýjanda frá 9. nóvember 1998 leiddi því til þess að báðir þættir hennar voru í fullu gildi. Það mál höfðaði stefndi á þeim grunni að afturköllunin hafi verið ólögmæt frá upphafi og verður að líta svo á að héraðsdómur hafi fallist á það. Af því leiðir að réttarástand var orðið eins og engin afturköllun hafi verið gerð. Vegna þessa og með vísan til forsendna héraðsdóms að öðru leyti verður hann staðfestur. Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara, greiði stefnda, Skeljungi hf., 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að við útreikning á flutningsjöfnun á gasolíu frá 1. desember 1998 til og með 31. október 1999 hafi stefnda borið að fara eftir þeim flutningstöxtum sem ákveðnir voru á fundi stjórnar stefnda 21. desember 1998. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda auk þess sem hann krefst málskostnaðar. Stefndi gerði í upphafi aðallega kröfu um frávísun málsins en með úrskurði uppkveðnum 27. mars 2002 var frávísunarkröfu hans hafnað. Stefndi, Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara, er stjórnvald sem starfar á grundvelli laga nr. 103/1994 um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara en samkvæmt lögunum skal leggja flutningsjöfnunargjald á allar olíuvörur sem fluttar eru til landsins og ætlaðar eru til nota innanlands. Gjald þetta rennur í sérstakan sjóð, flutningsjöfnunarsjóð olíuvara. Samkvæmt 8. gr. laganna skal stjórn flutnings-jöfnunarsjóðs olíuvara úrskurða hvað teljast skuli flutningskostnaður og er stjórninni skylt að ákveða að jöfnun flutningskostnaðar milli innflutningshafnar, olíuhafnar og útsölustaða skuli takmörkuð við kostnað af þeim flutningsháttum sem ódýrastir eru á hverjum tíma. Stefnandi, Olíufélagið hf. og Olíuverslun Íslands hf., fara saman með eitt atkvæði á stjórnarfundum í stefnda og taka þannig þátt í ákvarðanatöku stjórnarinnar. Forsaga máls þessa er sú að með bréfi 12. október 1998 tilkynnti stefnandi stefnda að félagið hygðist hefja beinan innflutning á gasolíu í olíustöðina Krossanes við Akureyri og var þess jafnframt óskað að birgðastöðin Krossanes yrði viðurkennd sem innflutningshöfn í skilningi laga nr. 103/1994. Erindi stefnanda var tekið fyrir á fundi stjórnar stefnda 9. nóvember 1998 og var samþykkt að Krossanes við Akureyri yrði innflutningshöfn á gasolíu um leið og fyrsti beini innflutningur á gasolíu væri kominn í tanka stöðvarinnar. Jafnframt var ákveðið að sjóflutningar á gasolíu tækju mið af framangreindu og að taxtar sjóflutninga á gasolíu miðist sem hingað til við skemmstu flutningsleið á sjó frá næstu innflutningshöfn. Fram kemur í gögnum málsins að stefnandi landaði farmi á Krossanesi 4. desember 1998. Á fundi stjórnar stefnda 21. desember 1998 voru gerðar breytingar á gildandi flutningstöxtum vegna tilkomu Krossaness sem flutningshafnar fyrir gasolíu og var samþykkt að taxtarnir tækju gildi frá 1. desember 1998. Á fundi stjórnar stefnda 8. febrúar 1999 var samþykkt tillaga um að stjórnin drægi til baka fyrrgreinda ákvörðun sína frá 9. nóvember 1998. Sem rökstuðning við því kemur fram að við töku ákvörðunarinnar á sínum tíma hafi verið byggt á þeirri forsendu að innflutningur á heilum förmum yrði hafinn fyrir alvöru en ekki á slöttum úr förmum. Þá kemur fram í rökstuðningi tillögunnar að skilyrðin fyrir því að Krossanes við Akureyri yrði innflutningshöfn og um leið umskipunarhöfn hafi ekki verið uppfyllt og að ákvörðunin væri því afturkölluð vegna forsendubrests og þar með sá þáttur ákvörðunarinnar sem lotið hefði að breytingu á töxtum vegna sjóflutninga á gasolíu. Af þessu tilefni lét fulltrúi stefnanda bóka að ákvörðun stjórnar stefnda, að samþykkja beiðni stefnanda um að birgðastöðin við Krossanes yrði viðurkennd sem innflutningsbirgðastöð, hafi verið samþykkt samhljóða og án nokkurra skilyrða. Á meðan engin skilyrði væru sett sem uppfylla þyrfti svo að birgðastöð teldist innflutningsbirgðastöð telji stefnandi óheimilt að afturkalla fyrri ákvörðun. Stefnandi höfðaði mál gegn stefnda í mars 1999, mál nr. E-1438/1999, og krafðist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun stjórnar stefnda frá 8. febrúar 1999 um að afturkalla fyrri ákvörðun stjórnarinnar frá 9. nóvember 1998. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 25. nóvember 1999 í málinu var fallist á kröfu stefnanda eins og hún var sett fram og hljóðar dómsorðið þannig: “Úr gildi er felld ákvörðun stjórnar stefnda frá 8. febrúar 1999 um að afturkalla fyrri ákvörðun stjórnarinnar frá 9. nóvember 1998 þess efnis að olíuhöfnin Krossanes við Akureyri yrði viðurkennd sem innflutningsbirgðastöð á gasolíu um leið og fyrsti beini innflutningur væri kominn í tanka stöðvarinnar....” Dómi þessum var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Stefnandi heldur því fram að af dómi þessum hafi leitt að ákvörðun stjórnar stefnda frá 9. nóvember 1998 væri enn í gildi hvað snerti viðurkenningu á Krossanesi sem innflutningshöfn og ákvörðun stjórnar stefnda frá 21. desember 1998 um breytta flutningstaxta á sjó frá 1. desember 1998 hafi verið í fullu gildi. Hefur stefnandi ítrekað gert þá kröfu til stefnda að flutningsjöfnun á gasolíu, frá 1. desember 1998 til og með 31. október 1999, verði þegar endurreiknuð og leiðrétt í samræmi við taxta sjóðsins eins og þeir hafi verið ákvarðaðir á fundi 28. desember 1998. Stefndi hefur hafnað þeim skilningi stefnanda að dómurinn hafi tekið nokkuð á taxtaákvörðunum stjórnar stefnda, enda hafi dómkröfur stefnanda í því máli ekki lotið að því. Í greinargerð stefnda kemur fram að meðan á rekstri framangreinds héraðsdómsmáls hafi staðið hafi flutningsjöfnun verið gerð upp á grundvelli eldri taxta en greidd flutningsjöfnun samkvæmt eldri töxtunum hafi verið mun hærri en flutningsjöfnun hefði orðið samkvæmt ákvörðun stjórnar frá 21. desember 1998. Á fundi stjórnar stefnda 19. október 1999 voru nýir taxtar samþykktir fyrir flutningsjöfnun á sjó og fyrir flutninga á landi og tóku þeir gildi 1. nóvember 1999. Fulltrúi stefnanda í stjórn stefnda stóð að samþykkt þessari varðandi nýja taxta og er krafa stefnanda um endurreikning takmörkuð við tímabilið frá 1. desember 1998 til 31. október 1999. Í samráði við stefnda kveðst stefnandi hafa leitað til endurskoðenda stefnda til að láta endurreikna flutningsjöfnunina til samræmis við niðurstöðu dómsins samkvæmt skilningi stefnanda. Kemur fram hjá stefnanda að útreikningarnir hafi borist honum 19. september 2000 og komi þar fram að á tímabilinu 1. desember 1998 til 31. október 1999 hafi olíufélögunum verið ofgreiddar 62.120.004 krónur í flutningsjöfnun fyrir þær hafnir sem Krossanes við Akureyri hafði áhrif á. Í bréfi lögmanns stefnanda til formanns stjórnar stefnda 25. september 2000 er gerð grein fyrir útreikningum endurskoðanda sjóðsins og þess krafist að stjórn sjóðsins geri þegar í stað leiðréttingar á jöfnunargreiðslum fyrir umrætt tímabil. Bréf lögmanns stefnanda var rætt á fundi stjórnar stefnda 25. október 2000 og tekið fyrir að nýju á fundi stjórnar stefnda 14. desember 2000. Á fundi stjórnar stefnda 28. desember 2000 gerði meirihluti stjórnar samþykkt vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 25. nóvember 1999 í máli nr. E-1438/1999. Í samþykktinni kemur fram sú túlkun meirihluta stjórnar stefnda á dóminum að í honum hafi ekki verið fallist á þá málsástæðu stefnanda að stjórn sjóðsins hefði ekki rétt til að taka ákvarðanir um hvaða hafnir séu innflutningshafnir og setja skilyrði í því sambandi. Í dóminum felist ekki annað en að formgalli á afturköllun 9. febrúar 1999 valdi því að afturköllunin sé felld úr gildi. Þá segir jafnframt að af hálfu stefnanda hafi ekki verið gerð sú dómkrafa að sjóflutningstaxtar, sem byggt hafi verið á í reynd, yrðu ógiltir. Sé því eigi litið svo á að dómurinn feli í sér ógildingu á sjóflutningstöxtum og muni stjórn sjóðsins fylgjast með því hvort innflutningur til Akureyrar sé með þeim hætti að ástæða sé til að endurskoða taxtana. Af þessu tilefni lét fulltrúi stefnanda í stjórn stefnda bóka að hann teldi óviðunandi að meirihluti stjórnar sjóðsins ætli ekki að fara að niðurstöðu dómsins um Krossanes sem innflutningshöfn og leiðrétta ofgreidda flutningsjöfnun til samræmis við gildandi sjóflutningstaxta fyrir þegar liðið tímabil, frá 1. desember 1998 til 31. október 1999. Í bókuninni segir jafnframt að þann 30. nóvember 1999 hafi stefnandi sett fram kröfu um að flutningsjöfnun frá 1. desember 1998 tæki mið af niðurstöðu dómsins. Frá því að dómurinn hafi legið fyrir hafi málið tafist langt umfram það sem eðlilegt sé og vænti félagið þess að í kjölfar útreikninga endurskoðenda, sem dagsettir séu 11. september 2000, verði gerðar nauðsynlegar leiðréttingar vegna liðins tíma að fjárhæð 62.120.004 krónur. Að öðrum kosti væri nauðsynlegt að leita til dómstóla til að knýja stjórn stefnda til að viðurkenna niðurstöðu dómsins. Stefnandi höfðaði mál gegn stefnda í febrúar 2001, mál nr. E-1612/2001, og gerði sömu dómkröfur og fjallað er um í þessu máli. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 30. október 2001 var málinu vísað frá dómi þar sem talið var að verulega skorti á að gerð væri grein fyrir því í stefnu hverjir þeir hagsmunir væru sem stefnandi teldi að væru í húfi fyrir sig. Stefnandi kveður að samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga nr. 103/1994 nái jöfnun flutningskostnaðar til flutnings á bensíni og öðrum olíuvörum frá innflutningshöfnum til annarra hafna sem tekið geti á móti olíuskipum. Flutningsjöfnunin taki jafnframt til flutnings frá innflutningshöfnum eða olíuhöfnum til ákveðinna lykilverslunarstaða sem séu án viðunandi hafnar. Hugtakið innflutningshöfn sé notað víða í lögunum án þess að þar sé að finna nánari upplýsingar um inntak þess. Í greinargerð með lögunum sé tekið fram að olíufélögin geti komið sér upp nýrri aðstöðu í höfnum landsins eða flutt þá sem fyrir sé þannig að flutningur sjóleiðis taki breytingum í samræmi við eftirspurn í landinu á hverjum tíma. Þetta kveður stefnandi að olíufélögin hafi þegar nýtt sér og lagt niður olíubirgðastöðvar í hagræðingarskyni og reist aðrar nýjar. Þessar aðgerðir geti haft töluverð áhrif á greiðslur úr flutningsjöfnunarsjóði, enda sé stjórn sjóðsins skylt að miða greiðslur úr sjóðnum við þá flutningshætti sem ódýrastir séu á hverjum tíma, sbr. 2. ml. 8. gr. laganna. Ákvörðun olíufélags um að setja upp olíubirgðastöð á stað þar sem engin slík sé fyrir geri það að verkum að við ákvörðun kostnaðar við landflutning á olíu á tiltekna útsölustaði beri stjórn stefnda að miða við flutning frá hinni nýju olíuhöfn í stað annarrar hafnar lengra frá útsölustöðunum. Þetta gildi um endurgreiðslu flutningskostnaðar til allra olíufélaganna sem starfi hér á landi þótt einungis eitt þeirra eigi aðgang að hinni nýju birgðastöð. Sömu reglur gildi eðli málsins samkvæmt um uppbyggingu og niðurlagningu innflutningshafna. Stefnandi hafi tekið þá ákvörðun að flytja gasolíu frá Noregi beint til Akureyrar. Af því tilefni hafi hann óskað eftir því að birgðastöðin Krossanes við Akureyri yrði viðurkennd sem innflutningsbirgðastöð. Beiðni stefnanda hafi verið samþykkt á fundi stjórnar stefnda 9. nóvember 1998. Samþykki stjórnarinnar hafi verið skilyrðislaust auk þess sem á sama fundi hafi verið ákveðið að sjóflutningar á gasolíu tækju mið af þessari breytingu þannig að taxtar sjóflutninga á gasolíu miðuðust við skemmstu flutningsleið á sjó frá næstu innflutningshöfn á gasolíu. Í samræmi við þá ákvörðun hafi sjóflutningstöxtum verið breytt frá og með 1. desember 1998 á fundi stjórnar stefnda 21. desember 1998. Á fundi stjórnar stefnda 28. desember 2000 hafi komið fram í samþykkt meirihluta stjórnarinnar að það væri afstaða hans að dómur héraðsdóms frá 25. nóvember 1999 hafi ekki falið í sér ógildingu á þeim sjóflutningstöxtum sem greiðslur úr sjóðnum á umræddu tímabili hafi verið grundvallaðar á. Stefnandi kveðst ekki skilja þessa ályktun meirihluta stjórnarinnar. Stefnandi telur að með dómi þessum hafi afturköllun stjórnar stefnda á ákvörðuninni frá 9. nóvember 1998 verið ógilt og að í ógildingunni felist að ákvörðun stjórnar stefnda, um viðurkenningu á Krossanesi sem innflutningshöfn frá 9. nóvember 1998, standi óhögguð. Sé það í samræmi við þá meginreglu íslensks stjórnsýsluréttar að réttaráhrif ógildingar teljist frá því hin ólögmæta ákvörðun var tekin “ex tunc” en ekki frá þeim tíma þegar ógildingarannmarki sé staðfestur af dómstólum “ex nunc”. Jafnframt kveður stefnandi að ljóst sé að ákvörðun þess fundar um að sjóflutningar á gasolíu tækju mið af þessari breytingu, og þær breytingar sem gerðar hafi verið á sjóflutningstöxtum í kjölfarið á fundi stjórnar stefnda 21. desember 1998, hafi gilt allt þar til flutningstöxtum var breytt að nýju á fundi stjórnar stefnda 19. október 1999. Af þeim sökum telur stefnandi að reikna beri flutningsjöfnun frá 1. desember 1998 samkvæmt þeim töxtum sem þá voru löglega ákveðnir af stjórn stefnda. Þar sem fulltrúi stefnanda í stjórn stefnda hafi samþykkt breytingar á umræddum töxtum á fundi stjórnar stefnda 19. október 1999 sé einungis krafist viðurkenningar á að reikna beri flutningsjöfnun samkvæmt ákvörðun stjórnar stefnda 21. desember 1998 frá 1. desember 1998 til og með 31. október 1999. Sé það skilningur meirihluta stjórnar stefnda að afturköllun ákvörðunarinnar frá 9. nóvember 1998 hafi jafnframt falið í sér afturköllun ákvörðunar um breytta sjóflutningstaxta frá 21. desember 1998 telur stefnandi ljóst að sá skilningur sé rangur. Tillaga stjórnar stefnda sem samþykkt var á fundi stjórnarinnar 8. febrúar 1999 laut að afturköllun á ákvörðuninni frá 9. nóvember 1998 en ekki á ákvörðun stjórnar um nýja sjóflutningstaxta frá 21. desember 1998. Hvergi sé í tillögunni minnst á ákvörðunina frá 21. desember 1998. Hins vegar sé í tillögunni tekið fram að sá þáttur ákvörðunarinnar frá 9. nóvember 1998 sem lotið hafi að breytingu á töxtum vegna sjóflutninga á gasolíu sé jafnframt afturkallaður. Það telur stefnandi að breyti engu um gildi ákvörðunarinnar frá 21. desember 1998. Jafnvel þótt afturköllunin frá 8. febrúar 1999 verði með einhverjum hætti túlkuð svo að sjóflutningstaxtarnir sem ákveðnir voru 21. desember 1998 teljist ekki í gildi, og talið verði að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 25. nóvember 1999 hafi ekki áhrif á þann hluta afturköllunarinnar, þá telur stefnandi engu að síður ljóst að stjórn stefnda hafi verið óheimilt að reikna flutningsjöfnun með þeim hætti sem gert var á tímabilinu 1. desember 1998 til og með 31. október 1999. Stjórninni sé skylt skv. 2. ml. 8. gr. laga nr. 103/1994 að ákveða jöfnun á flutningskostnaði milli innflutningshafnar, olíuhafnar og útsölustaða miðað við þá flutningshætti sem ódýrastir séu hverju sinni. Þegar olíufélag hefji beinan innflutning á birgðastöðvar sem ekki hafi verið flutt beint á áður sé stjórn stefnda skylt að taka tillit til þessara breytinga við útreikning á kostnaði við sjóflutning. Framangreindar ákvarðanir stjórnar stefnda á fundum stjórnarinnar 9. nóvember og 21. desember 1998 hafi því verið í fullu samræmi við ákvæði laga nr. 103/1994. Þá ákvörðun stefnda að líta fram hjá því við ákvörðun greiðslna úr sjóðnum að Krossanes sé viðurkennd innflutningshöfn telur stefndi hafa verið óheimila. Þá kveður stefnandi að í gögnum málsins gefi að líta útreikninga frá endurskoðanda stefnda þar sem raunverulegar greiðslur til olíufélaganna þriggja á tímabilinu l. desember 1998 til 31. október 1999 séu bornar saman við þær greiðslur sem inntar hefðu verið af hendi ef miðað hefði verið við þá flutningstaxta sem samþykktir voru 21. desember 1998. Af útreikningunum megi ráða að á umræddu tímabili hafi olíufélögunum verið ofgreiddar í flutningsjöfnun 62.120.004 krónur fyrir þær hafnir sem Krossanes við Akureyri hafði áhrif á sem viðurkennd innflutningshöfn. Af þessari fjárhæð hafi 31.325.749 krónur gengið til Olíufélagsins hf. (50,5%), 18.989.419 krónur til Olíuverslunar Íslands hf. (30,5%) en 11.804.836 krónur til stefnanda (19,0%). Til að standa undir þessum ofgreiðslum hafi olíufélögunum verið gert að innheimta gjald af seldu eldsneyti. Það gjald hafi verið of hátt sem þessum muni nemi og verið innheimt hjá félögunum í samræmi við stærð þeirra á markaðinum. Sé ljóst að þar hafi hallað töluvert á stefnanda enda sé markaðshlutdeild stefnanda á landinu öllu heldur meiri en hlutdeild félagsins á því svæði sem taki mið af Akureyri sem innflutningsbirgðastöð. Ef greiðslur í og úr flutningsjöfnunarsjóði á tímabilinu frá l. desember 1998 til 31. október 1999 yrðu reiknaðar að nýju og leiðréttar miðað við þá flutningstaxta sem samþykktir voru 21. desember 1998, fengi stefnandi endurgreitt frá stefnda en Olíufélagið hf. og Olíuverslun Íslands hf. þyrftu að endurgreiða sjóðnum. Með málsókn þessari sé ætlun stefnanda að fá úr því skorið hvort stefnda sé skylt að ákvarða greiðslur úr sjóðnum á tímabilinu 1. desember 1998 til 31. október 1999 á grundvelli flutningstaxta sem ákveðnir voru á fundi stjórnar stefnda 21. desember 1998 og giltu frá 1. desember 1998. Verði fallist á dómkröfur stefnanda leiði það, að mati stefnanda, til þess að stefnda beri að endurreikna og leiðrétta greiðslur úr sjóðnum fyrir umrætt tímabil. Það sé hins vegar ekki á valdi stefnanda að ákveða hvernig slíkar leiðréttingar verði framkvæmdar. Í ljósi þess að viðleitni stefnanda til að fá flutningsjöfnunargreiðslur fyrir tímabilið 1. desember 1998 til 31. október 1999 leiðréttar hafi ekki borið árangur sé stefnanda nauðsyn að höfða mál til viðurkenningar á þeim rétti sínum. Kröfu sína um málskostnað styður stefnandi við 130. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að allar forsendur bresti fyrir kröfu stefnanda. Af hans hálfu er því mótmælt að í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 25. nóvember 1999 sé fjallað um taxtaákvarðanir stjórnar stefnda. Hvergi í dóminum sé vikið að ákvörðunum stefnda um þau efni og í dómsorðinu segi ekkert um taxtaákvarðanir, enda hafi dómkröfur stefnanda ekki lotið að þeim. Engin krafa hafi verið gerð um leiðréttingu taxtanna í héraðsdómsmálinu né yfirleitt vikið að því að krafa yrði gerð um slíka leiðréttingu aftur í tímann. Telur stefndi dómsorðið fela í sér að afturköllun ákvörðunar um að Krossanes sé viðurkennd sem innflutningsbirgðastöð á gasolíu sé felld úr gildi en ekki sé ákveðið að afturköllunin skuli vera ógild. Á því tvennu sé reginmunur. Með því að afturköllunin hafi aðeins verið felld úr gildi þá hljóti að verða litið svo á að hún hafi verið í gildi og eigi að hafa full réttaráhrif alveg fram að þeim tíma sem dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, féll 25. nóvember 1999. Krafa stefnanda byggi á því að afturköllunin eigi ekki að hafa réttaráhrif, líkt og ákvörðun um réttaráhrif hefði aldrei verið tekin, á tímabilinu 1. desember 1998 til 31. október 1999. Bresti því allar forsendur fyrir kröfu stefnanda og beri þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda. Þá byggir stefndi á því að ljóst sé að stjórn stefnda hafi verið rétt að fara ekki eftir töxtunum sem samþykktir voru 21. desember 1998. Stjórn stefnda hafi lögum samkvæmt verið óheimilt að fara eftir ákvörðuninni frá 21. desember 1998, sbr. 4. og 8. gr. laga nr. 103/1994, því hafi afturköllunin verið heimil samkvæmt 2. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga. Stefndi kveður að aldrei hafi verið farið eftir taxtaákvörðuninni 21. desember 1998 og hún hafi verið afturkölluð 8. febrúar 1999, enda hafi taxtarnir ekki endurspeglað raunverulegan flutningskostnað á tímabilinu 1. desember 1998 til 31. október 1999 við flutning þess magns af olíu sem dugði til að svara eftirspurn á svæðinu umhverfis Akureyri. Ef farið hefði verið eftir taxtaákvörðuninni 21. desember 1998 hefði það haft íþyngjandi áhrif á þá aðila sem rétt eigi til greiðslna úr flutningsjöfnunarsjóði. Stefndi kveður að fulltrúi Olíufélagsins hf. hafi 21. desember 1998 látið bóka að taxtaákvörðunin hafi ekki verið í neinu samræmi við raunflutningskostnað í sjóflutningum og áskilið félaginu allan rétt til að leita réttar síns varðandi endurgreiðslu frá stefnda. Þegar í ljós hafi komið 8. febrúar 1999 að taxtaákvörðunin 21. desember 1998 endurspeglaði ekki raunverulegan kostnað þá hafi ákvörðunin verið afturkölluð. Það að ákvörðunin hafi ekki endurspeglað raunverulegan flutningskostnað, megi sjá af því að taxtarnir sem samþykktir voru 21. desember 1998 hafi falið í sér verulega lækkun á endurgreiðslum flutningskostnaðar. Nýir taxtar sem hafi verið samþykktir á fundi 19. október 1999 frá og með 1. nóvember 1999 feli einnig í sér hærri endurgreiðslur en taxtarnir sem samþykktir voru 21. desember 1998. Stefndi kveður stefnanda í raun viðurkenna að nýju taxtarnir frá 1. nóvember 1999 séu í samræmi við raunverulegan flutningskostnað. Það sé beinlínis tekið fram í bókun fulltrúa stefnanda í stjórna stefnda á fundinum 19. október 1999. Því verði samkvæmt þessu að líta svo á að taxtarnir sem samþykktir voru 21. desember 1998 hafi verið miklu lægri en raunverulegur flutningskostnaður. Megi sem dæmi nefna flutning til Dalvíkur. Samkvæmt málflutningi stefnanda hafi raunverulegur kostnaður við að flytja gasolíu þangað verið rösklega 1.200 krónur á tonnið fyrir 1. desember 1998 en eftir 1. desember 1998 til 31. október 1998 hafi sá kostnaður skyndilega orðið röskar 200 krónur á tonnið en eftir það snarlega hækkað og aftur orðið röskar 1.200 krónur á tonnið. Telur stefndi þetta sýna hversu ótrúverðugur málflutningur stefnanda sé. Þá leiði það einnig af eðli máls að taxtarnir sem ákvörðun var tekin um 21. desember 1998 séu ekki í samræmi við raunkostnað. Stefnandi haldi því fram að við dreifingu á olíuvörum á svæðinu umhverfis Akureyri sé ódýrast að flytja inn olíu beint til Krossaness og því sé óskiljanlegt af hverju stefnandi hafi ekki sjálfur notfært sér þessa ódýru flutningsleið. Sú staðreynd að stefnandi hafi nánast ekkert flutt inn af olíu eftir þessari meintu ódýru flutningsleið feli ekki annað í sér en enn frekari staðfestingu á því að viðkomandi flutningsleið sé ekki ódýrust. Stjórn stefnda sé því rétt og skylt lögum samkvæmt að fara ekki eftir töxtunum og vísar stefndi til 4. og 8. gr. laga nr. 103/1994 þar um. Verði einhver vafi talinn leika á því hver hafi verið raunverulegur flutningskostnaður tímabilið 1. desember 1998 til 31. október 1999 þá beri við úrlausn málsins að hafa í huga að stefnandi hljóti að bera sönnunarbyrðina fyrir því að kostnaðurinn hafi verið annar en stjórn stefnda tók mið af. Þá telur stefndi að samþykkt stjórnar stefnda 21. desember 1998 um nýja taxta hafi byggst á þeirri röngu forsendu að taxtarnir endurspegluðu raunverulegan flutningskostnað á svæðinu umhverfis Akureyri. Sú forsenda fái ekki staðist. Telur stefndi að gera verði þá kröfu til þess að miðað sé við tiltekinn stað sem upphafspunkt í útreikningum á flutningskostnaði að á þeim stað sé alltaf fyrir hendi nægjanlegt magn af olíuvörum til að selja öllum, þ.m.t. olíufélögum sem óski eftir olíu á viðkomandi svæði. Stefnanda hafi aldrei verið mögulegt að sinna allri eftirspurn á svæðinu umhverfis Akureyri, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 103/1994. Stefnandi hafi einungis einu sinni á tímabilinu sem hér um ræði flutt in gasolíu til Akureyrar og þá hafi verið um bílagasolíu að ræða. Sá innflutningur verði að skoðast sem afar takmarkaður enda sé ljóst að það magn af gasolíu sem ætlað er fyrir bíla sé einungis örlítið brot af því magni sem ætlað sé fyrir skip. Fulltrúa stefnanda hafi átt að vera kunnugt um að af hálfu stjórnar stefnda hafi verið gengið út frá því að innflutningur yrði meiri en raun bar vitni. Verði litið svo á að innflutningur Skeljungs hf. til Akureyrar á tímabilinu 1. desember 1998 til 31. október 1999 ætti að leiða til þess að taxtarnir sem voru samþykktir 21. desember 1998 hefðu átt að ganga í gildi, þá telur stefndi það ljóst að að þeir hefðu aldrei verið lagðir til grundvallar óbreyttir frá 31. október 1999. Alltaf hafi legið fyrir að endurskoða þyrfti flutningstaxta á sjó. En þar sem töxtunum sem samþykktir voru 21. desember 1998 var aldrei beitt þá hafi endurskoðunin aldrei farið fram. Þá hafi skilyrðið um að innflutningur til Akureyrar yrði í heilum förmum ekki komið seinna fram en 8. febrúar 1999 en við það skilyrði hafi aldrei verið staðið af hálfu stefnanda. Stefndi mótmælir því að ákvörðun um Krossanes sem innflutningshöfn leiði sjálfkrafa til þess að fara verði eftir töxtunum sem samþykktir voru 21. desember 1998. Ákveðin tengsl séu milli ákvörðunar um innflutningshöfn og taxtaákvarðana stjórnar stefnda. Þau tengsl geti hins vegar aldrei leitt til þess að stjórn stefnda greiði ekki raunverulegan flutningskostnað af olíuvörum. Þá vísar stefndi þeim málatilbúnaði stefnanda á bug að ákvörðun taxta frá 21. desember 1998 hafi aldrei verið afturkölluð. Stefnanda, sem fékk greitt úr sjóðnum líkt og engin taxtaákvörðun hefði verið tekin 21. desember 1998, hljóti að hafa verið ljóst að aldrei stóð til að leggja ákvörðunina 21. desember til grundvallar endurgreiðslum flutningskostnaðar. Í máli þessu krefst stefnandi viðurkenningardóms þess efnis að við útreikning á flutningsjöfnun á gasolíu frá 1. desember 1998 til og með 31. október 1999 hafi stefnda borið að fara eftir flutningstöxtum sem stjórn stefnda samþykkti 21. desember 1998 og taka áttu gildi 1. desember 1998. Forsaga máls þessa og efni þeirra ákvarðana sem um hefur verið deilt er rakið hér að framan. Í fundargerðum sem liggja frammi í málinu kemur fram að stjórn stefnda samþykkti, 9. nóvember 1998, Krossanes sem innflutningshöfn um leið og fyrsti beini innflutningur á gasolíu væri kominn í tanka stöðvarinnar. Jafnframt því var ákveðið að sjóflutningar á gasolíu tækju mið af framangreindu og að taxtar sjóflutninga á gasolíu miðuðust sem hingað til við skemmstu flutningsleið á sjó frá næstu innflutningshöfn á gasolíu. Til samræmis við þessa yfirlýsingu voru á fundi stjórnar stefnda 21. desember 1998 formlega samþykktar breytingar á þágildandi flutningstöxtum á sjó við það að innflutningur á gasolíu hæfist á Akureyri sem miðuðust við að taxtarnir tækju gildi frá 1. desember 1998 og myndu gilda fyrst um sinn en jafnframt að hraðað yrði endurskoðun á flutningstöxtum á sjó. Með ákvörðun stjórnar stefnda 8. febrúar 1999 var fyrrgreind ákvörðun um viðurkenningu á Krossanesi sem innflutningshöfn afturkölluð. Í fundargerð um þetta segir að ákvörðunin sé afturkölluð vegna forsendubrests og þar með sá þáttur hennar sem laut að breytingu á töxtum vegna sjóflutninga á gasolíu. Með hliðsjón af þessu er ljóst að stefndi leit svo á að ákvörðun um breytingar á töxtum vegna sjóflutninga sem tekin var á fundi stjórnar stefnda 21. desember 1998 væri þáttur í að viðurkenna Krossanes sem innflutningshöfn, þó með þeim fyrirvara að taxtarnir yrðu endurskoðaðir eins og síðar varð þann 19. október 1999 er nýir taxtar tóku gildi og ekki er ágreiningur um í máli þessu. Verður því ekki hjá því komist að líta svo á að ákvörðun stjórnar stefnda um flutningstaxta hafi grundvallast á fyrri ákvörðun stjórnarinnar um viðurkenningu á Krossanesi sem innflutningshöfn og að ákvarðanir þessar séu svo samþættar að gildi þeirrar síðarnefndu sé háð gildi þeirrar fyrri. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 25. nóvember 1999 í málinu nr. E-1438/1999 var afturköllun stjórnar stefnda 8. febrúar 1999 á fyrrgreindri ákvörðun frá 9. nóvember 1998 felld úr gildi. Eins og rakið hefur verið greinir aðila á um þýðingu dómsins fyrir það ágreiningsefni sem hér er til umfjöllunar. Þykir ljóst að í dómi þessum er ekki fjallað sérstaklega um ákvörðun þá sem tekin var á fundi stjórnar stefnda þann 21. desember 1998 varðandi taxta og lítur stefndi þannig á að því standi afturköllun hans á þeim töxtum auk þess sem dómurinn kveði á um að umdeild afturköllun hafi verið felld úr gildi en ekki að hún skuli vera ógild sem leiði til þess að afturköllunin hafi haft full réttarárhrif fram til þess tíma að dómur féll. Eins og rakið er í niðurstöðu dómsins var ákvörðun stjórnar stefnda 9. nóvember 1998 ívilnandi fyrir stefnanda sem hafði óskað eftir henni og við hina umdeildu afturköllun hennar var þess ekki gætt af hálfu stjórnar stefnda að afturköllunin væri ekki til tjóns fyrir aðila sbr. 2. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga og samkvæmt meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga hafi stjórn stefnda borið að veita stefnanda hæfilegt svigrúm til að uppfylla það skilyrði sem sett var fram á stjórnarfundi 8. febrúar 1999 um leið og ákvörðunin frá 9. nóvember 1998 var afturkölluð. Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú að afturköllun sú sem felld var úr gildi með dóminum hafi verið ólögmæt frá upphafi og því ekki fallist á þá málsástæðu stefnda að umdeild afturköllun hefði verið í gildi fram til þess dags er dómur féll enda þykir sú niðurstaða vera í samræmi við þá meginreglu íslensks réttar að ógilding stjórnarathafna verki aftur fyrir sig og teljist ógild frá upphafi. Verður því við það miðað við úrlausn þessa máls að dómurinn hafi haft þá réttarverkan að ákvörðun stjórnar stefnda frá 9. nóvember 1998 um viðurkenningu Krossaness sem innflutningshafnar hafi staðið óhögguð og verið gild og þar með þær ákvarðanir sem af henni leiddu. Með hliðsjón af því sem að ofan greinir um samhengi þeirrar ákvörðunar og ákvörðunar um breytta flutningstaxta verður að líta svo á að þar með hafi stjórn stefnda borið að beita þeim flutningstöxtum sem hún hafði samþykkt 21. desember 1998 þar til önnur ákvörðun þar að lútandi yrði tekin. Slík ákvörðun var síðar tekin 19. október 1999 eins og að framan er rakið og skyldi hún taka gildi frá og með 1. nóvember 1999. Sú staðreynd að ekki var sérstaklega kveðið á um taxtaákvarðanirnar í fyrrgreindum dómi þykir því engu breyta hvað þetta varðar. Þá verður ekki fram hjá því litið að ákvörðun stjórnar stefnda um breytta flutningstaxta byggði á þeim forsendum að taxtarnir endurspegluðu raunverulegan flutningskostnað. Stefndi hefur ekki sýnt fram á það með nokkrum haldbærum rökum að þeir flutningstaxtar sem fólust í ákvörðuninni 21. desember 1998 hafi ekki endurspeglað raunverulegan flutningskostnað með þeim hætti að í andstöðu væri við tilgang laga nr. 103/1994 eða að það hefði í för með sér íþyngjandi áhrif á þá aðila sem rétt eigi til greiðslu úr flutningsjöfnunarsjóði að fara eftir þeirri taxtaákvörðun sem tekin var 21. desember 1998. Breytir þar engu bókun fulltrúa Olíufélagsins hf. í stjórn stefnda á þeim fundi. Eins og mál þetta liggur fyrir dóminum verður því engin afstaða tekin til þess hvort umræddir flutningstaxtar sem ákveðnir voru 21. desember 1998 voru í samræmi við þær reglur sem stjórn stefnda ber að fylgja í ákvörðunum sínum enda ekkert fram komið í málinu sem styður þær fullyrðingar stefnda að óheimilt hafi verið að fara eftir töxtum þessum. Samkvæmt 8. gr. laga nr. 103/1994 úrskurðar stjórn flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara hvað teljast skuli flutningskostnaður og er stjórninni skylt að ákveða að jöfnun flutningskostnaðar milli innflutningshafnar, olíuhafnar og útsölustaða skuli takmörkuð við kostnað af þeim flutningsháttum sem ódýrastir eru á hverjum tíma. Verður að leggja til grundvallar að ákvörðun stjórnar stefnda sem tekin var á fundi hennar 21. desember 1998 hafi verið í samræmi við skyldur stjórnarinnar og við það miðað að sú ákvörðun hafi staðið óhögguð þar til stjórnin tók ákvörðun um nýja taxta á fundi sínum 19. október 1999. Að því virtu sem nú hefur verið rakið þykir ljóst að með því að afturköllun stjórnar stefnda um að viðurkenna Krossanes sem innflutningshöfn var ógild stóð sú ákvörðun óhögguð og því þeir flutningstaxtar sem ákveðnir voru í samræmi við að Krossanes væri innflutningshöfn. Verða kröfur stefnanda því teknar til greina. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 400.000 krónur. Af hálfu stefnanda flutti málið Gestur Jónsson hrl. en af hálfu stefnda flutti málið Reimar Pétursson hdl. Greta Baldursdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Viðurkennt er að við útreikning á flutningsjöfnun á gasolíu frá 1. desember 1998 til og með 31. október 1999 bar stefnda, Flutningsjöfnunarsjóði olíuvara, að fara eftir þeim flutningstöxtum sem ákveðnir voru á fundi stjórnar stefnda 21. desember 1998. Stefndi greiði stefnanda Skeljungi hf. 400.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 15/1999
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
Y var undir rökstuddum grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Var Y gert að sæta gæsluvarðhaldi í eina viku á grundvelli a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. janúar 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 9. janúar 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 16. janúar nk. kl. 18. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 414/2000
|
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
Talið var að sterkur grunur væri kominn fram um að X hefði framið manndráp og þótti verknaður sá, sem X var grunaður um, vera þess eðlis að gæsluvarðhald væri nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi samkvæmt 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. nóvember 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. nóvember 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 14. febrúar 2001 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Í hinum kærða úrskurði er ranglega hermt að í kröfu ríkissaksóknara um gæsluvarðhald yfir varnaraðila komi fram að hann hafi játað að hafa átt sök á voveiflegu andláti nafngreindrar stúlku. Þess er og að geta að varnaraðili skaut úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 2. ágúst 2000 um gæsluvarðhald til Hæstaréttar með kæru 4. sama mánaðar, sbr. dóm Hæstaréttar 10. ágúst 2000 í máli nr. 306/2000. Með þessum athugasemdum verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. nóvember 2000. Mál þetta var tekið til úrskurðar í dag á grundvelli kröfu ríkissaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir X. Þess er krafist að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 14. febrúar 2001 kl. 16:00. [ . . . ] Eins og málið liggur nú fyrir að virtum rannsóknargögnum sem fyrir lágu í dóminum í dag þykir vera fyrir hendi sterkur grunur um að kærði hafi með háttsemi sinni framið afbrot, sem varðað getur við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot gegn því ákvæði getur varðað allt að ævilöngu fangelsi. Sá verknaður, sem kærði er grunaður um, þykir þess eðlis að ætla má að það sé í þágu almannahagsmuna að gæsluvarðhaldi sé beitt. Eru því skilyrði til þess að kærði sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Er því krafa ríkissaksóknara tekin til greina og kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 14. febrúar 2001 kl. 16:00, en þó aldrei lengur en þar til dómur gengur í máli hans sbr. 106. gr. laga um meðferð opinberra mála. Úrskurð þennan kveður upp Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari. ÚRSKURÐARORÐ: Kærði, X, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 14. febrúar 2001 kl. 16:00, en þó aldrei lengur en þar til dómur gengur í máli hans.
|
Mál nr. 362/2005
|
Skaðabætur Líkamstjón Örorka Orsakatengsl Gjafsókn
|
Í ágúst 1989 varð C, þá 2ja ára gamall, fyrir því að kofi á leikvelli, sem var um 180 kg að þyngd, valt ofan á hann. Hlaut hann við það áverka á höfði, kviði og innri líffærum. Nokkru eftir slysið hófust hægðatruflanir hjá honum, sem hafa haldist síðan. Síðar greindist hann einnig með flogaveiki og væga þroskahömlun. Deilt var um hvort þessi heilsufarseinkenni yrðu rakin til slyssins en að öðru leyti var ekki ágreiningur um skaðabótaábyrgð M. Í málinu lá fyrir mat tveggja dómkvaddra lækna og yfirmat þriggja annarra lækna, sem voru sammála um að ekki væri unnt að rekja flogaveiki og þroskahömlun C til slyssins. Þá varð það niðurstaða yfirmats að ekki lægi fyrir að núverandi meltingarfæraeinkenni tengdust slysinu. Komst héraðsdómur, sem skipaður var tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, einnig að þeirri niðurstöðu að ekki væri sýnt fram á að núverandi heilsufarseinkenni C yrðu rakin til slyssins. M var þó dæmdur til greiðslu miskabóta vegna þeirra þjáninga og röskunar á högum C sem hlotist höfðu af slysinu. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að C hefði ekki hnekkt þessari niðurstöðu og ekkert í málinu létti af honum sönnunarbyrði fyrir því að rekja mætti meinsemdir hans til slyssins. Af þessum sökum varð, með vísan til forsendna héraðsdóms, að sýkna M af kröfu C um greiðslu frekari skaðabóta.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 12. ágúst 2005 og krefst þess aðallega að stefndi greiði sér 14.425.550 krónur með nánar tilgreindum ársvöxtum frá 26. júní 1999 til 1. júlí 2001, vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til 26. júlí 2003, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 705.925 krónum, sem greiddar voru 25. ágúst 2005. Til vara krefst hann lægri fjárhæðar. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt á báðum dómstigum, en að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður ella. Stefndi krefst þess aðallega að héraðsdómur verði staðfestur og sér dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa áfrýjanda verði lækkuð og málskostnaður þá felldur niður. Vátryggingafélagi Íslands hf. hefur verið stefnt til réttargæslu. Eins og nánar greinir í héraðsdómi gerðist það 29. ágúst 1989 á leikvelli í Mosfellsbæ þegar áfrýjandi var tveggja ára að hann varð undir leikkofa, sem verið var að velta. Kofinn mun hafa verið um 180 kg að þyngd og hlaut áfrýjandi áverka á höfði, kviði og innri líffærum. Nokkru eftir slysið hófust hægðatruflanir hjá honum og hafa þær haldist síðan. Hann greindist síðar með flogaveiki og einnig með væga þroskahömlun. Málsaðilar deila um það hvort þessi heilsufarseinkenni áfrýjanda verði rakin til slyssins. Ekki er deilt um skaðabótaábyrgð stefnda, sem er viðurkennd, og hefur réttargæslustefndi eftir uppsögu héraðsdóms greitt miskabætur, sem þar voru dæmdar, ásamt vöxtum. Gögn málsins bera með sér að fjöldi lækna hefur komið að meðferð og greiningu á áfrýjanda og að fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til þess að komast að orsökum meinsemda hans. Í héraðsdómi er rakið hvernig áfrýjandi var fluttur á sjúkrahús eftir slysið og hvaða meðferð hann fékk í framhaldi af því. Þar eru og rakin þau umfangsmiklu læknisfræðilegu gögn sem varða áfrýjanda og álitsgerðir lækna á meinsemdunum, sem hann og foreldrar hans hafa talið afleiðingar slyssins. Í héraðsdómi er greint frá mötum lækna þeirra er dómkvaddir voru til þess að segja álit sitt á meinsemdunum og hvort þær verði raktar til slyssins. Í mati tveggja dómkvaddra lækna, sem skiluðu mati sínu 16. ágúst 2001, var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að rekja þroskaskerðingu eða krampaköst áfrýjanda til slyssins. Hins vegar tengdust einkenni frá kviðarholi slysinu í tíma og yrði því að telja að slysið hafi átt þátt í þeim, þótt ekki væri á þeim líffræðileg skýring. Þeir töldu læknisfræðilega örorku áfrýjanda af þessum sökum hæfilega metna 40%. Stefndi féllst ekki á mat þetta og leitaði yfirmats. Þrír dómkvaddir læknar skiluðu yfirmati 19. apríl 2002. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að áfrýjandi hafi fengið alvarlegan höfuðáverka við slysið, sem síðar hafi leitt til þroskahömlunar og flogaveiki. Um hægðatruflun áfrýjanda var komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi byrjað eftir slysið en ekki yrði séð að um orsakasamband væri að ræða. Hugsanlegt væri að áfrýjandi hafi um tíma haft starfræna meltingartruflun vegna álags í kjölfar slyssins en síðari einkenni sé hins vegar ekki unnt að tengja slysinu. Niðurstaða yfirmatsmanna var afdráttarlaus um að ekki væri orsakasamband milli tjónsatburðar og einkenna áfrýjanda á þeim tíma sem matið var gert. Héraðsdómur, sem skipaður var tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, hefur með ítarlegum rökstuðningi tekið afstöðu til beggja matsgerðanna, sbr. 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þar var fallist á þá niðurstöðu bæði undirmats- og yfirmatsmanna, að ekki væri sýnt fram á bein tengsl milli slyssins á leikvellinum í ágúst 1989 og misþroska og flogaveiki áfrýjanda. Ennfremur var þar fallist á þá niðurstöðu yfirmatsmanna að ekki væri sýnt fram á bein tengsl milli slyssins og núverandi meltingarfæraeinkenna áfrýjanda. Því væri ósannað að hann hafi við slysið hlotið varanlega örorku. Þessari niðurstöðu hefur áfrýjandi ekki hnekkt, en ekkert í málinu léttir af honum sönnunarbyrðinni fyrir því að rekja megi meinsemdir hans til þessa slyss. Verður því með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms að staðfesta niðurstöðu hans um annað en gjafsóknarkostnað áfrýjanda. Um gjafsóknarkostnað hans í héraði og fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en gjafsóknarkostnað. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, C, í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans á báðum dómstigum, samtals 800.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2005. Mál þetta var höfðað 20. júní 2003 og var dómtekið 13. maí sl. Stefnendur eru A og B, [...] Mosfellsbæ, f.h. sonar þeirra, C. Stefndi er Mosfellsbær, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Vátryggingafélagi Íslands hf. Ármúla 3, Reykjavík er stefnt til réttargæslu. Dómkröfur Stefnendur krefjast þess að stefndi verði dæmdur til að greiða 14.425.550 krónur ásamt 0,7% ársvöxtum frá 26. júní 1999 til 11. janúar 2000, en með 1% ársvöxtum frá þeim degi til 21. janúar 2000, en með 1,2% ársvöxtum frá þ.d. til 21. ágúst 2000, en með 1,3% ársvöxtum frá þeim degi til 21. nóvember 2000, en með 1,7% ársvöxtum frá þeim degi til 1. júlí 2001, samkvæmt II. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum, en samkvæmt II. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur frá þeim degi til 26. júlí 2003, en ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, þ.m.t. kostnaður stefnanda af 24,5% virðisaukaskatti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og honum dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati dómsins. Til vara gerir stefndi þær kröfur að stefnukröfur verði lækkaðar verulega og málskostnaður felldur niður. Af hálfu réttargæslustefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., eru ekki gerðar sjálfstæðar dómkröfur enda engar kröfur gerðar á hendur félaginu. Málavextir C varð fyrir slysi hinn 29. ágúst 1989 þegar hann var tæplega tveggja og hálfs árs gamall. Slysið varð með þeim hætti að leikkofi eða skúr sem staðsettur var inni á leikvelli við [...] í Mosfellsbæ valt ofan á hann. Skúrinn, sem starfsmönnum Mosfellsbæjar hafði láðst að festa niður, hafði verið reistur upp á gafl. Tvær stúlkur sem þar voru staddar hugðust velta kofanum til baka í sína réttu stöðu, en við það féll kofinn yfir C sem var að leik þar undir. Lögreglan fór og athugaði vettvang þann 4. september 1989 eftir að staðfestar fréttir af áverkum stefnanda höfðu borist. Í lögregluskýrslu sem gerð var um atvikið segir: „Okkur var einnig skýrt frá því að Einar Gunnarsson, starfsmaður hjá Mosfellsbæ með umsjón með leikvöllum bæjarins hefði verið búinn að biðja starfsmenn áhaldahússins að festa niður húsið þar sem það hafði komið fyrir áður að húsið hafði verið reist upp á gaflinn og þá hefðu starfsmenn Mosfellsbæjar lagað húsið en ekki hafði unnist tími til að festa húsið niður.” Að beiðni stefnenda var þyngd skúrsins reiknuð út af verkfræðistofunni Ferli ehf. og taldist hann vera um 170-190 kg að þyngd. C var lagður inn á barnadeild Landspítalans eftir slysið. Í sjúkraskrá Landspítalans segir um komu drengsins á sjúkrahúsið að eftir slysið hafi hann verið keyrður heim í kerru og móðir hans tekið við honum. Hann hafi verið nokkuð skjálfandi, sérstaklega á fótum, hann kveinkaði sér þegar verið var að eiga við hann en gekk óstuddur. Hann virtist kveinka sér í hverri öndunarhreyfingu og fannst móður hans eins og hann ætti eitthvað erfitt með öndun og því hafi hún farið með hann á slysadeild. Á slysadeild hafi hann verið ósamvinnuþýður við skoðun, hann sé órólegur og sé honum gefinn róandi stíll. Hafi hann róast við það. Hann var skoðaður og var neurologisk og kirurgisk skoðun eðlileg. Hann var talinn hafa merki um einhverja eldri áverka líka og hafi það m.a. verið til þess að ástæða þótti að líta frekar á drenginn. Hann var með mar yfir hægri nýrnastað og vinstri upphandlegg, sem var nýlegt. Fyrir slysið hafði stefnandi ekki átt í vandræðum með hægðir þótt hann gengi enn með bleiu þar sem hann hafði ekki, vegna aldurs, náð fullkominni stjórn á þvaglátum. Eftir slysið fór að bera á ótímabærum og langvarandi niðurgangi sem staðið hefur yfir allar götur frá 1989. Ótal rannsóknir hafa farið fram á þessum einkennum og leitað hefur verið eftir skýringum á ástæðum þeirra. Að beiðni Ólafs Ólafssonar landlæknis samdi Magnús Stefánsson yfirlæknir barnadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri ítarlega álitsgerð um málið þar sem farið var yfir öll fyrirliggjandi gögn. Álitsgerðin er dagsett 26. janúar 1997 og í niðurstöðum hennar segir eftirfarandi: „Engin leið er að geta sér til af fyrirliggjandi gögnum um stærð eða þyngd þess skúrs, sem féll ofan á [C] við umrætt slys en sömu gögn benda þó til að umræddur kviðaráverki, sem [C] hlaut við slysið hafi verið meiri en fram kemur í síðari umsögnum. Gögnin sýna ótvírætt, að drengurinn hlaut áverka á briskirtil í áðurnefndu slysi. Briskirtill hans hefur þó, dæmt af fyrirliggjandi gögnum, náð sér og ég get ekki tekið undir fullyrðingar Hauks Jónassonar í skýrslu hans frá 1996, að rannsóknir hafi útilokað aðrar líkamlegar orsakir en langvarandi brisbólgu. Þvert á móti tel [ég], af fyrirliggjandi gögnum, að ekki sé heimilt að álykta að sá sjúkdómur hrjái drenginn. Vaxtarkúrfur sýna, að [C] átti við vaxtarkyrking að stríða framan af því tímabili, sem gögn hans spanna og á hluta þess tímabils, 1990 til 1991, má álykta sem svo að frásog frá görnum hans hafi ekki verið eðlilegt. Gluteinóþol var afsannað, fituskita hefur ekki verið fyrir hendi þegar leitað hefur verið eftir, ofnæmi hefur ekki fundist, um sykurtegundaóþol virðist ekki vera að ræða. Ekki er hægt að finna að hægðartregða sem máli skiptir komi fyrir í sjúkrasögu fyrr en 1996. Hins vegar er ekki hægt að sjá að leitað hafi verið eftir beinum áverkum á garnir drengsins, s.s. tímabundinni blóðflæðistruflun og síðari afleiðingum hennar á garnir. Því tel ég, þrátt fyrir áðurnefnda annmarka, að ekki hafi verið útilokað að slysið eigi beinan þátt í síðari niðurgangi [C]. Erfiðara er að átta sig á hugsanlegum þætti slyssins í tilkomu misþroskaeinkenna og krampasjúkdóms, þar sem vantar m.a. upplýsingar um þroskaferil drengsins fyrir slys, betri upplýsingar um slysið sjálft, ástand drengsins við komu á Slysadeild Borgarspítala, meiri og betri upplýsingar frá Helgu Hannesdóttur og ítarlegri ættarsögu. Hins vegar finnst ekkert í fyrirliggjandi gögnum, sem bendir til þess að [C] hafi fengið alvarlegan höfuðáverka við umrætt slys og upplýsingar liggja fyrir um líklegri aðrar orsakir, sbr. ættarsögu. Að sinni er því ekki hægt að gera frekari grein fyrir hugsanlegum beinum þætti slyssins í þroskasögu [C] og/eða tilkomu krampasjúkdóms, en ámiga drengsins er vafalítið fylgikvilli misþroskans hverjar sem síðan eru orsakir hans." Eins og að framan greinir koma fram í álitsgerð þessari vísbendingar um að stefnandi hafi í slysinu hlotið áverka á garnir sem valdið hafi honum varanlegu líkamstjóni. Að mati Magnúsar Stefánssonar læknis er það hins vegar álitamál hvort rekja megi önnur einkenni stefnanda svo sem misþroska og krampasjúkdóm til meints höfuðhöggs sem stefnandi hlaut í sama slysi. Í Héraðsdómi Reykjavíkur voru, þann 23. ágúst 1999, dómkvaddir tveir hæfir og óvilhallir matsmenn, til að meta varanlega örorku stefnanda vegna slyssins. Til þeirra starfa völdust læknarnir Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, og Ólafur Gísli Jónsson læknir, sérfræðingur í barnalækningum. Matsgerð þeirra er dags. 16. ágúst 2001. Í niðurstöðum hennar segir eftirfarandi: „Ljóst er að [C] hefur við slysið hlotið talsverða áverka á kvið. Bólga í hluta briskirtils og vökvasöfnun eða blæðing aftan við milta er án efa afleiðing þessa áverka og greiningin pancreatitis taumatica því rétt. Þá bendir hækkun á lifrarensímum til áverka eða mars á lifur, jafnvel þótt lifur hafi litið eðlilega út við ómskoðun. Þetta ástand lagast síðan á eðlilegum tíma og skoðun og rannsóknir nokkrum vikum eftir slysið leiða ekkert óeðlilegt í ljós. Vel var fylgst með drengnum á Landspítala eftir slysið og ýmsar rannsóknir gerðar til að athuga hugsanlega áverka á önnur líffæri en engin merki fundust um slíkt. Í umsögnum barnalæknanna Magnúsar Stefánssonar og Úlfs Agnarssonar er talið hugsanlegt að tímabundin truflun hafi orðið á blóðflæði til garna eftir slysið og afleiðingar slíkrar blóðflæðistruflunar hugsanlega átt beinan þátt í niðurgangi [C]. Einkenni hans eftir slysið benda hins vegar ekki til þess að slík blóðflæðistruflun hafi átt sér stað, í því tilviki hefði mátt búast við meiri einkennum frá kviðarholi en drengurinn sýndi. Niðurgang og „partial villous atrophy” er einnig mjög vafasamt að tengja við hugsanlega blóðflæðistruflun. Sú fullyrðing Hauks Jónassonar, læknis, að um geti verið að ræða „langvarandi brisbólgu” og að „núverandi ástand sjúklings sé ekkert tilfallandi heldur bein afleiðing af fyrrgreindu slysi” er ekki í samræmi við einkenni [C] eða niðurstöður rannsókna. Líta verður svo á að bólga í brisi, bólga í lifur og vökvasöfnun eða blæðing aftan við eða í milta hafi verið afleiðing áverkans en að þessar breytingar hafi gengið til baka. Ekki eru merki um áverka á önnur líffæri í kviðarholi. Niðurgangur byrjar fljótlega eftir slysið. Gerðar hafa verið mjög nákvæmar rannsóknir á meltingarvegi til að finna skýringu á einkennum og útiloka sjúkdóma eins og glútenóþol og ýmsa fleiri. Ekki er líffærafræðileg eða meinafræðileg skýring á þessum einkennum drengsins. Þau hefjast hins vegar fljótlega eftir slysið og tengjast því slysinu í tíma. Er því ekki hægt að útiloka að slysið hafi leitt til starfrænnar truflunar í meltingarvegi og þannig átt þátt í einkennum hans. Við slysið fékk [C] áverka á höfuð. Ljóst er af einkennum drengsins að þessi áverki hefur verið minniháttar og engar líkur á að þetta skýri krampa eða þroskavandamál sem seinna koma í ljós. Saga um svipuð vandamál í nákomnum ættingjum bendir til þess að um meðfætt ástand eða tilhneigingu sé að ræða. Líklegt er að hægðartregða og vandamál við að stjórna hægðum og þvaglátum tengist að verulegu leyti þeim þroskafrávikum sem lýst er hjá [C]. Á hinn bóginn er vel hugsanlegt að slysið og afleiðingar þess hafi aukið á þessi vandamál, slysið hafi leitt til tímabundinnar starfrænnar truflunar í meltingarvegi og endurteknar spítalalegur, rannsóknir og lyfjagjafir einnig stuðlað að þessu. Þá er ekki ólíklegt að áhyggjur foreldra, skortur á reglubundnu eftirliti og jafnvel fleiri þættir hafi haft sitt að segja.” Í samantekt þeirra segir m.a.: „Við slysið verður [C] fyrir áverka á kvið sem veldur blæðingu aftan við milta og vinstra nýra og bólgur í vinstri hluta briskirtils. Hann verður einnig fyrir vægum höfuðáverka en fær ekki einkenni um heilahristing eða áverka á miðtaugakerfi. Vefrænir áverkar lagast að fullu eftir því sem best verður metið. Ekki er hægt að rekja þroskaskerðingu eða krampaköst til slyssins. Allt bendir til þess að þar sé um að ræða meðfædda tilhneigingu eða sjúkdóma. Einkenni frá kviðarholi tengjast slysi í tíma og verður því að telja að slysið hafi átt þátt í einkennum drengsins þótt ekki sé líffærafræðileg skýring á þeim.” Telja þeir læknisfræðilega örorku [C] vegna slyssins hæfilega metna 40%. Þegar matsgerð Ásgeirs og Ólafs Gísla lá fyrir fór stefndi fram á að dómkvaddir yrðu yfirmatsmenn til að meta að nýju afleiðingar slyssins á stefnanda. Voru þeir Sigurður Thorlacius heila- og taugasjúkdómalæknir, Trausti Valdimarsson meltingarsérfræðingur og Ólafur Thorarensen barnalæknir dómkvaddir til starfans. Matsgerð þeirra er dags. 19. apríl 2002 og var niðurstaða þeirra eftirfarandi: „Fyrirliggjandi eru ítarleg gögn um heilsufarssögu matsþola, samtal við foreldra og hann sjálfan og skoðun á matsþola þann 3. apríl 2002. Óumdeilanlegt er að við slysið þann 29. ágúst 1989 varð matsþoli fyrir áverka á briskirtli með bráðri brisbólgu, en einkenni vegna þess, kviðverkir og vökvi í kvið og óeðlilegar blóðprufur, gengu fljótt til baka. Hægðartruflun byrjaði eftir slysið en ekki verður séð að um orsakasamband sé að ræða. Vangaveltur um tímabundna blóðflæðistruflun til garnarinnar er ekki hægt að staðfesta, enda hafði matsþoli ekki einkenni sem benda til þess dagana eftir slysið. Ekkert bendir heldur til langvarandi brisbólgu. Núverandi hægðarvandamál matsþola einkennast fyrst og fremst af hægðatregðu og leka (encopresis eða „framhjáhlaupi”). Þessum einkennum hefur verið haldið niðri með hægðarlyfjum. Síðustu árin hefur matsþoli þyngst og lengst og dafnað almennt vel. Hann borðar vel og neitar öllum kviðverkjum. Hugsanlegt er að matsþoli hafi um tíma haft starfræna meltingartruflun vegna álags í kjölfar slyssins þann 29. ágúst 1989. Núverandi meltingareinkenni hans er hins vegar ekki hægt að tengja því slysi. Líkur á flogaveiki sem fylgikvilla við höfuðáverka eru í réttu hlutfalli við hversu alvarlegur höfuðáverkinn var, sbr. kafla um flogaveiki eftir L. James Willmore, prófessor í taugalækningum við háskólann í Texas (University of Texas) í Bandaríkjunum, í ritinu „Neurology and Trauma”, útgefnu af W. B. Saunders Company árið 1996, undir ritstjórn Randolph W. Evans taugalæknis. Þar kemur fram að hjá þeim sem fá alvarlegan höfuðáverka og skaða á heilaberki, með tilheyrandi brottfallseinkennum frá taugakerfi sem koma fram við læknisskoðun, án þess að heilahimnur hafi rofnað, sé tíðni (nýgengi) flogaveiki 7-29% og ef heilahimnur hafa rofnað sé tíðnin 20-57%. Í bókarkaflanum er einnig vitnað í rannsóknir sem sýna auknar líkur á flogaveiki ef mikill skaði hefur orðið í heila og minnistap í kjölfar höfuðáverkans hefur verið langt. Matsþoli fékk fyrst krampa rúmum fjórum árum eftir slysið þann 29. ágúst 1989. Við nákvæma yfirferð á gögnum og í viðtali á matsfundi kom fram að matsþoli tapaði ekki meðvitund við slysið (sbr. upplýsingar í sjúkraskrá Landspítala um að matsþoli hafi strax farið að skæla eftir að hann varð undir húsinu), ekki voru nein uppköst og skoðun leiddi ekki í ljós nein staðbundin brottfallseinkenni frá taugakerfi. Það sást lítils háttar mar á enni vinstra megin. Matsþola var lýst syfjulegum (somnolent) við komu á gjörgæsludeild Landspítala, en það var talið vera vegna endaþarmsstíls sem honum hafði verið gefinn, sem innihélt lyfin scopolamine, phenergan, lidocain og pentothal. Ekki hafa sést nein merki um áverka á heila í þremur sneiðmyndarannsóknum sem framkvæmdar hafa verið. Það er því ekkert sem bendir til þess að matsþoli hafi fengið alvarlegan höfuðáverka við slys þetta, sem síðar hafi leitt til þroskahömlunar og flogaveiki. Líklegra er að þessi vandamál eigi sér aðrar orsakir, svo sem að þau hvíli á ættlægum grunni. Niðurstaða undirritaðra yfirmatsmanna er þannig sú að matsþoli hafi ekkí hlotið varanlegan heilsufarsskaða í slysinu þann 29. ágúst 1989 og að hann teljist því ekki hafa hlotið neina varanlega læknisfræðilega örorku af völdum þess. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna, læknanna Ásgeirs Theódórs og Ólafs Gísla Jónssonar, dagsettri 16. ágúst 2001, kemur fram að þeir telja þá vefrænu áverka sem matsþoli hlaut í slysinu hafa lagast að fullu eftir því sem best verði metið og að ekki sé hægt að rekja þroskaskerðingu eða krampaköst til slyssins. Þeir telja ekki vera líffærafræðilega eða meinafræðilega skýringu á niðurgangi matsþola. Þeir telja líklegt að hægðartregða og vandamál við að stjórna hægðum og þvaglátum tengist að verulegu leyti þeim þroskafrávikum sem lýst er hjá matsþola. Þeir telja hins vegar vel hugsanlegt að slysið og afleiðingar þess hafi aukið á þessi vandamál og leitt til tímabundinnar starfrænnar truflunar í meltingarvegi. Þá telja þeir ekki ólíklegt að áhyggjur foreldra, skortur á reglubundnu eftirliti og jafnvel fleiri þættir hafi haft sitt að segja. Þeir virðast þannig tengja það meltingarvandamál sem fram kom eftir slysið utanaðkomandi þáttum og álíta að afleiðingar slyssins hafi tímabundið leitt til starfrænnar truflunar í meltingarvegi. Af þessu verður ekki ráðið að læknarnir hafi talið slysið hafa valdið matsþola neinum varanlegum líffærafræðilegum eða meinafræðilegum skaða, en hugsanlega tímabundinni starfrænni truflun. Sú niðurstaða þeirra er í miklu ósamræmi við það mat þeirra að læknisfræðileg örorka matsþola vegna slyssins teljist hæfilega metin 40%.” Niðurstaða yfirmatsmanna er sú að þeir telja óþægindi matsþola í dag ekki vera beina afleiðingu slyssins árið 1989, þ.e.a.s. að ekki sé orsakasamhengi milli tjónsatburðar og einkenna nú. Varanlega læknisfræðilega örorku C vegna líkamstjóns er hann varð fyrir hinn 29. ágúst 1989 telja þeir enga vera. Stefnendur vilja ekki una niðurstöðum yfirmatsins. Þau telja því nauðsynlegt að höfða dómsmál á hendur bótaskyldum aðila til heimtu réttmætra bóta vegna þess tjóns sem C sonur þeirra varð fyrir í slysinu 29. ágúst 1989. Byggja þau kröfur sínar á matsniðurstöðu undirmatsmanna og tjónsútreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar. Málsástæður stefnenda og lagarök Af hálfu stefnenda er á því byggt að sonur þeirra, C, hafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni sem rakið verði til þeirra áverka sem hann hlaut þegar skúr á leikvelli við [...] í Mosfellsbæ valt yfir kvið hans og höfuð. Lýsingar á kvörtunum hans í sjúkraskrá út legu hans á Landspítala 1989 bendi til óþæginda frá efri hluta kviðar og/eða brjóstholi, enda hafi hann verið með mar yfir neðstu rifjum við komuna á Landspítala. Einnig sé að finna í sjúkraskrá óljósa lýsingu á roða á kvið stefnanda strax eftir slysið. C hafi einnig verið með mar á höfði, fleiri en eitt. Um þetta megi lesa í álitsgerð Magnúsar Stefánssonar, yfirlæknis á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Í álitsgerð Magnúsar Stefánssonar komi enn fremur fram að ekki hafi verið leitað eftir beinum áverkum á garnir stefnanda, s.s. tímabundinni blóðflæðistruflun og síðari afleiðingum hennar á garnir. Þrátt fyrir að ekki virðist hafa fundist læknisfræðileg skýring á einkennum C þá sé orsaka þeirra sannarlega að leita innvortis og til röskunar á líkamsstarfsemi hans eftir slysið, sem valdi á víxl hægðartregðu og ótímabærum og langvarandi niðurgangi. Þau einkenni sem C hafi búið við sl. 14 ár hafi ekki verið til staðar fyrir slysið. Ákveðinn tjónsatburður hafi valdið þeim alvarlegu einkennum sem valdið hafi C andlegu og líkamlegu tjóni og valdið hjá honum félagslegri einangrun. Einkenni C, viðvarandi hægðarvandamál, hafi af læknum verið rakin til þroskafrávika. Hann sé liðlega 16 ára að aldri og ennþá hafi ekki orðið neinar breytingar á þeim vandamálum sem hófust eftir umrætt tjónsatvik í ágúst 1989. Líkamlegur og andlegur þroski stefnanda sé orðinn nægjanlegur til að hann geti tekist á við hægðir, nema aðrar og flóknari líkamlegar skýringar komi til. Þannig reki hann einkenni sín til áðurnefnds tjónsatburðar þegar hann hafi skaddast innvortis við að um 170-190 kg þungum kofa var velt yfir hann barnungan með þeim afleiðingum að hann kom niður á kvið og höfuð stefnanda. Telja verði að sönnuð séu orsakatengsl á milli atburðarins og núverandi einkenna stefnanda. Matsmenn staðfesti að við slysið hafi stefnandi hlotið bólgu á hluta briskirtils, vökvasöfnun eða blæðingu aftan við eða í milta og mar á lifur. Einkenni í kviðarholi tengist slysi í tíma og hægðarvandamál sömuleiðis sem hefjist við slysið eða skömmu eftir það. Ekki hafi verið útilokað að niðurgangur sá sem C hafi þurft að búa við hafi hlotist af sköddun á líffærum í kviði eða röskun á starfsemi þeirra við það að kofinn féll á stefnanda. Það sé óumdeilt meðal matslækna að stefnandi hlaut kviðáverka og að hægðartruflun byrjaði eftir slysið. Sú truflun hefur ekki gengið til baka þrátt fyrir aldur og þroska. Upphafstímamark á tjóni C megi rekja til slyssins og bótaskyldrar háttsemi starfsmanna stefnda. Það sé augljóst að líkamleg einkenni stefnanda muni verða honum til trafala við að finna starf á vinnumarkaði sem henti, enda bresti vandamál hans á fyrirvaralaust án þess að hann hafi nokkra stjórn á þeim. Einkennin séu hamlandi fyrir stefnanda í öllu daglegu lífi, jafnt starfi sem tómstundum. Ekki sé fyrirsjáanlegt að þau einkenni sem stefnandi hafi búið við frá fyrrgreindum tjónsatburði muni breytast til batnaðar í komandi framtíð. Stefnendur byggja á því að C hafi orðið fyrir verulegum meiðslum af völdum slyssins er hann lenti í þann 29. ágúst 1989 og að stefndi, Mosfellsbær, beri bótaábyrgð á því tjóni. Starfsmenn bæjarins höfðu gleymt að festa niður leikkofa á leikvellinum við [...] og gátu því börn hæglega velt kofanum eins og gerðist í umrætt skipti. Tveir læknar, dómkvaddir matsmenn, hafi metið varanlegar afleiðingar slyssins samkvæmt matsgerð, sem dags. er 16. ágúst 2001. Byggt sé á því að með matsgerðinni sé sannað að stefnandi hafi hlotið 40% varanlega læknisfræðilega örorku sem rekja megi til slyssins. Byggt sé á tjónsútreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingarstærðfræðings um útreikning á tjóninu. Stefndi hafi fallið frá því að bera fyrir sig fyrningu á kröfum stefnanda í málinu, fyrst með netpósti dags. 30. júní 1999 og síðan í sérstöku bréfi dags. 25. september 2001. Kröfur stefnenda séu reistar á sakarreglu íslensks skaðabótaréttar og á öðrum ólögfestum meginreglum íslensks skaðabótaréttar, m.a. um ábyrgð vinnuveitanda á skaðaverkum starfsmanna, húsbónda- eða vinnuveitendaábyrgðarreglunni svokölluðu. Um miskatjón stefnanda sé vísað til þágildandi 264. gr. alm. hgl., nú 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Krafa um málskostnað styðjist við lög nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. grein. Krafa um virðisaukaskatt á málskostnað sé reist á lögum nr. 50/1988, sbr. og reglugerð nr. 562/1989. Stefnendur séu ekki virðisaukaskattskyld og sé þeim því nauðsyn að fá dóm fyrir þessum skatti úr hendi stefnda. Sundurliðun dómkrafna: Byggt sé á meðaltekjum iðnaðarmanna samkvæmt tjónsútreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar, dags. 31. október 2002, og sundurliðist kröfugerðin þannig: Í kröfugerðinni sé byggt á örorkutjónsútreikningi Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingafræðings frá 31.10.2002. Töpuð lífeyrisréttindi sæti ekki 25% skerðingu vegna skatt- og eingreiðsluhagræðis í kröfugerðinni eins og höfuðstólsverðmæti tekjutaps stefnanda. Krafist sé vaxta samkvæmt II. kafla vaxtalaga frá 26. júní 99 þar sem eldri vextir séu fyrndir. Dráttarvaxta sé krafist frá þeim tíma að mánuður var liðinn frá þingfestingardegi, eða þegar mánuður var liðinn frá því að krafa stefnanda kom fram og öll skaðabótakrafan jafnframt gjaldfallin sbr. ákvæði vaxtalaga, nú 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Stefnufjárhæðin byggi á niðurstöðu matsgerðar matsmanna Ásgeirs Theodórs og Ólafs Gísla Jónssonar frá 16.08.2001 um 40% varanlega læknisfræðilega örorku stefnanda. Málsástæður stefnda og lagarök Aðalkrafa Sýknukrafa stefnda er á því byggð að stefndi eigi enga sök á vanheilsu C. Grunnregla íslensks skaðabótaréttar sé svonefnd sakarregla, þ.e. að aðili verður ekki látinn bera skaðabótaábyrgð á tjóni annars nema tjónið verði rakið til sakar hans. Hvíli sönnunarbyrðin um meinta sök stefnda á stefnendum. Af þeirra hálfu hafi heldur ekki tekist að sýna fram á orsakatengsl milli slyss hans þann 29. ágúst 1989 og þeirra óþæginda sem hann búi við í dag. Niðurstaða í mjög svo ítarlega rökstuddri yfirmatsgerð, sem liggur fyrir í málinu og stefnendur hafi ekki reynt að hnekkja með nokkrum rökum, sé sú að óþægindi þau sem stefnandi búi við í dag séu ekki bein afleiðing slyssins árið 1989, þ.e.a.s. ekki séu orsakatengsl milli tjónsatburðar og einkenna nú. Eins og fram komi í fyrrnefndri yfirmatsgerð sé óumdeilt að við slysið þann 29. ágúst 1989 hafi C orðið fyrir áverka á briskirtli með bráðri brisbólgu, en einkenni vegna þess, kviðverkir og vökvi í kvið og óeðlilegar blóðprufur hafi gengið fljótt til baka. Mómælt sé fullyrðingu stefnenda um meinta tímabundna blóðflæðistruflun og síðari afleiðingar hennar á garnir. Þessar vangaveltur sé ekki hægt að staðfesta að mati yfirmatsmanna, enda hafi C ekki haft einkenni sem bent hafi til þessa dagana eftir slysið. Ekkert bendi heldur til langvarandi brisbólgu. Núverandi hægðavandamál stefnanda einkennist fyrst og fremst af hægðatregðu og leka. Ekki sé þó hægt að útiloka að stefnandi hafi um tíma haft starfræna meltingartruflun vegna álags í kjölfar slyssins 1989. Núverandi meltingareinkenni hans sé hins vegar ekki hægt að tengja því slysi. Einnig vísist í þessu sambandi til álitsgerðar Gests Pálssonar barnalæknis, dags. 26. mars 1997, þar sem hann útiloki tímabundna blóðflæðistruflun til garnarinnar þar sem slíkt hefði haft í för með sér blóðugan niðurgang eftir slysið og einnig verki í sambandi við oral næringu. Fullyrðingum stefnenda um að rekja megi andlegt og líkamlegt tjón C til slyssins 1989 sé því mótmælt. Eins og fyrr segi sé ekki hægt að tengja núverandi meltingareinkenni stefnanda við slysið. Núverandi einkennum, þ.e. hægðatregðu og leka, hafi verið haldið niðri með hægðarlyfjum. Síðustu árin hafi C þyngst og lengst og almennt dafnað vel. Hann borði vel og finni ekkert fyrir kviðverkjum. Sé því fullyrðingu lögmanns stefnenda, um að ennþá hafi ekki orðið neinar breytingar á vandamálum stefnanda sem hafi hafist eftir umrætt tjónsatvik í ágúst 1989, mótmælt sem rangri. Áréttað sé að óumdeilt sé að stefnandi hafi orðið fyrir áverka á briskirtli með bráðri brisbólgu við slysið, en eins og fyrr segi þá hafi þessi einkenni gengið fljótt til baka. Séu því með öllu ósönnuð orsakatengsl milli atburðarins og núverandi einkenna C, eins og fram komi í yfirmatsgerðinni og fjölmörgum framlögðum læknisfræðilegum gögnum. Flestir sérfræðingar sem hafi komið að rannsóknum og meðferð einkennanna séu sammála um að hægðavandamál C sé ósérhæft og algengt hjá börnum á sama aldri og að ekki sé hægt að rekja það til slyssins sem hann hafi orðið fyrir í ágúst 1989. Árangursrík lyfjameðferð við því vandamáli styrki þá niðurstöðu. Þá sé einnig ljóst af gögnum málsins að vöxtur C hafi, ekki aðeins eftir slysið, heldur frá upphafi verið neðarlega á vaxtarkúrfu. C hafi greinst vægt þroskaheftur, eins og eldri bróðir hans. Niðurstaða eftir athugun á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins haustið 1993 hafi verið að orsök fyrir þroskavandamálum hans væri ekki þekkt, en fjölskyldusaga væri sterk. Eins og fram komi í gögnum málsins, þ.á.m. yfirmatsgerðinni, hafi C fyrst fengið krampa rúmum fjórum árum eftir slysið 1989. Hann hafi ekki tapað meðvitund við slysið (sbr. upplýsingar í sjúkraskrá Landspítala um að C hafi strax farið að skæla eftir að hann varð undir húsinu), ekki hafi verið nein uppköst og skoðun hafi ekki leitt í ljós nein staðbundin brottfallseinkenni frá taugakerfi. Það hafi sést lítils háttar mar vinstra megin. Honum hafi verið lýst syfjulegum við komu á gjörgæsludeild Landspítalans, en það hafi verið talið vera vegna endaþarmsstíls sem honum hafði verið gefinn. Ekki hafi sést nein merki um áverka á heila í þremur tölvusneiðmyndum sem framkvæmdar hafi verið. Það sé því ekkert sem bendi til þess að C hafi fengið alvarlegan höfuðáverka við slys þetta, sem síðar hafi leitt til þroskahömlunar og flogaveiki. Líklegra sé að þessi vandamál eigi sér aðrar orsakir, sem hvíli á ættlægum grunni. Eins og hér að framan greini hafi C þyngst og lengst og dafnað almennt vel. Hægðavandamálum hans sé haldið niðri með lyfjum og hann borði vel og finni ekkert til í kviðnum. Af þessum ástæðum sé fullyrðingum í stefnu um að núverandi líkamleg einkenni muni verða honum til trafala í framtíðinni, við að finna starf á vinnumarkaði, mótmælt sem röngum og algerlega órökstuddum og ósönnuðum. Því sé mótmælt að unnt sé að leggja mat dómkvaddra undirmatsmanna til grundvallar við úrlausn þessa máls, enda sé það mat engan veginn jafn vel rökstutt og vel unnið og yfirmatið. Þá veki það óneitanlega athygli að undirmatsmenn komist að þeirri niðurstöðu að slysið hafi ekki valdið C neinum varanlegum líffræðilegum eða meinafræðilegum skaða, en hugsanlega tímabundinni starfrænni truflun, en þeir komist samt sem áður að þeirri niðurstöðu að varanleg læknisfræðileg örorka hans sé 40%. Þessi ályktun þeirra veiki matsgerðina enn frekar. Þá sé niðurstaða þeirra um að varanleg læknisfræðileg örorka stefnanda sé 40% ekki í neinu samræmi við örorkutöflur eins og þær birtist í viðurkenndum fræðibókum og læknar hér á landi hafi farið eftir í matsstörfum sínum. Sem dæmi megi nefna að mat undirmatsmanna sé hærra en miski af því að tjónþoli missi fót um hné. Með vísan til alls þess sem hér að framan hafi verið rakið sé ljóst að þau óþægindi sem stefnandi búi við í dag séu ekki af völdum þess slyss sem hann lenti í þann 29. ágúst 1989. Beri því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnenda. Varakrafa Verði ekki á sýknukröfu fallist sé varakrafan sú að lækka beri stefnukröfur verulega. Verði ekki fallist á að leggja til grundvallar við úrlausn þessa máls þá yfirmatsgerð sem fyrir liggi sé þess óskað að leitað verði álits læknaráðs um afleiðingar slyssins. Ótækt sé að leggja til grundvallar þá undirmatsgerð sem liggi fyrir í málinu og sé vísað til rökstuðnings með aðalkröfu í því sambandi. Sundurliðun dómkrafna stefnenda sé mótmælt. Einungis sé gert ráð fyrir 25% frádrætti vegna skattfrelsis af bótum vegna læknisfræðilegrar örorku og eingreiðsluhagræðis, en rétt sé að þessi frádráttur sé 35%. Þá sé vaxtakröfunni mótmælt þar sem útreikningar Jóns Erlings Þorlákssonar geri ráð fyrir vöxtum til útreikningsdags, 31. október 2002, og beri að reikna vexti af kröfunni frá þeim degi, en stefnendur reikni vexti frá 26. júní 1999. Um lagarök vísist til almennra reglna íslensks skaðabótaréttar, einkum sakarreglunnar, auk dómafordæma. Krafa um málskostnað byggi á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Af hálfu stefnda er bótaskyldu ekki mótmælt í sjálfu sér en því mótmælt að stefndi eigi sök á vanheilsu stefnanda og því mótmælt að tjónið verði rakið til sakar stefnda. Af hálfu stefnenda er byggt á matsgerð læknanna Ásgeirs Theodórs og Ólafs Gísla Jónssonar. Eins og áður greinir er niðurstaða þeirra sú að C hafi við slysið fengið áverka á kvið og hlotið vægan höfuðáverka. Ekki er að þeirra mati hægt að rekja þroskaskerðingu eða krampaköst til slyssins. Af niðurstöðu þeirra verður ráðið að þar sem einkenni í kviðarholi tengist slysinu í tíma verði að líta svo á að slysið hafi átt þátt í einkennum drengsins þótt ekki sé líffræðileg skýring á þeim. Umrædd einkenni bendi fyrst og fremst til starfrænna truflana á ristli. Meta læknarnir læknisfræðilega örorku C vegna slyssins 40%. Í framburði Ásgeirs Theodórs fyrir dómi kom fram að ekkert í gögnum frá Landspítala benti til að C hefði orðið fyrir áverka af taugaskaða eða skemmdum á heila. Ekkert slíkt hefði komið fram við skoðun á líkama hans. Varðandi áverka á kvið bar Ásgeir að augljóst væri að það hefði orðið blæðing inn á kviðarhol aftan við milta, nýra og undir þind og áverki á brisi sem þýddi að áverkinn hefði verið allnokkur. Þótt ekki væri hægt að sýna fram á það beinlínis að þetta væri orsök einkenna sem komu fram seinna þá megi vel hugsa sér að þarna hafi myndast einhver bjúgur og kannski einhver tímabundin truflun á taugaboðum í þörmum sem síðan hafi gengið til baka. Hins vegar hafi þeir talið að C hafi við slysið, og umstangið sem í kringum það var, hlotið sálrænan áverka sem ásamt öðrum þáttum, eins og misþroska, gætu komið heim og saman við síðari einkenni, niðurgang, kviðverki og hægðatregðu. Ólafur Gísli Jónsson bar fyrir dómi að hann liti svo á að krampar og einkenni af taugafræðilegum toga verði ekki rakin til slyssins. Taldi hann C ekki vera með nein einkenni sem bendi til áverka á miðtaugakerfi, hvorki heila né annars staðar. Taldi hann það vera skýringuna á því að ákveðið var að gera ekki sneiðmyndarannsókn því það sé viss hætta og álag sem það hafi í för með sér, geislaskammtur og ýmislegt þess háttar og það sé því alltaf matsatriði hvort gera eigi slíka rannsókn eða ekki. Varðandi kviðarholsáverkann þá verði ekki annað séð en að áverkar er hlutust við hann hafi gengið til baka. Kviðverkir, niðurgangur og hægðatregða tengist slysinu í tíma en hann geti ekki séð að það sé beint orsakasamband þar á milli. Það sé ekki hægt að segja að líffræðileg eða meinafræðileg skýring sé á þessum einkennum sem hægt sé að rekja beint til slyssins. Þetta séu einkenni sem kalla megi starfræn einkenni og það sé spurning af hverju þau komi í ljós. C eigi við viss þroskavandamál að stríða og mörg börn með vandamál af þeim toga fái meltingareinkenni eins og hægðatregðu og niðurgang. Bar Ólafur Gísli að þeir matsmennirnir teldu að það mætti kannski að hluta rekja þessi einkenni til slyssins en það sé alveg óvíst hvort það sé aðalorsökin. Það verði meira að segja að telja það sé frekar óvíst en alls ekki hægt að útiloka að það hafi spilað inn í. Eins og fram komi í matsgerðinni sé ekki líffærafræðileg eða meinafræðileg skýring á þessum einkennum drengsins, en þau hefjist fljótlega eftir slysið og tengist því í tíma. Því sé ekki hægt að útiloka að slysið hafi leitt til starfrænna truflana í meltingarvegi og þannig átt þátt í einkennum hans. Hafi matsmenn því viljað láta drenginn njóta vafans. Bar Ólafur Gísli að það sé ekkert sem bendi til annars en að líffærin hafi náð sér eftir áverkann, bæði samkvæmt einkennum og þeim rannsóknum sem hafi verið gerðar. Taldi Ólafur að C hefði verið rannsakaður mjög nákvæmlega strax eftir slysið þegar hann lá á Landspítalanum. Árin á eftir hafi hann farið í gegnum mjög nákvæmar rannsóknir. Í yfirmatsgerð læknanna Ólafs Thorarensen, Sigurðar Thorlacius og Trausta Valdimarssonar segir að óumdeilanlegt sé að við slysið hafi C orðið fyrir áverka á briskirtli með bráðri brisbólgu, en einkenni vegna þess hafi gengið fljótt til baka. Hægðatruflun hafi byrjað eftir slysið en ekki verði séð að um orsakasamband sé að ræða. Vangaveltur um tímabundna blóðflæðistruflun til garnarinnar sé ekki hægt að staðfesta enda hafi C ekki haft einkenni sem bendi til þess dagana eftir slysið. Ekkert bendi heldur til langvarandi brisbólgu. Hugsanlegt sé að C hafi um tíma haft starfræna meltingartruflun vegna álags í kjölfar slyssins en núverandi meltingareinkenni hans sé hins vegar ekki hægt að tengja því slysi. Varðandi líkur á flogaveiki sem fylgikvilla við áverka kemur fram í yfirmatsgerð að C fékk fyrst krampa rúmum 4 árum eftir slysið. Við nákvæma yfirferð á gögnum og í viðtali á matsfundi hafi komið fram að C tapaði ekki meðvitund við slysið, ekki hafi verið um uppköst að ræða og skoðun hafi ekki leitt í ljós nein staðbundin brottfallseinkenni frá taugakerfi. Ekki hafi sést nein merki um áverka á heila í þremur tölvusneiðmyndarannsóknum sem framkvæmdar hafi verið. Þykir yfirmatsmönnum ekkert vera sem bendi til þess að C hafi fengið alvarlegan höfuðáverka við slysið sem leitt hafi til þroskahömlunar og flogaveiki. Líklegra sé að þessi vandamál eigi aðrar orsakir, svo sem að þau hvíli á ættlægum grunni. Er það niðurstaða yfirmatsmanna að C hafi ekki hlotið varanlega örorku við slysið. Jafnframt að óþægindi hans séu ekki bein afleiðing slyssins, þ.e.a.s. að ekki sé orsakasamband milli tjónsatburðar og einkenna nú. Í framburði Sigurðar Torlacius fyrir dómi kom fram að flogaveiki og krampar hafi fyrst komið fram hjá C fjórum árum eftir slysið. Krampar eða flogaveiki geti stafað af alvarlegum höfuðáverkum sem ekki hafi verið í þessu tilviki, auk þess sem barna- og taugalæknirinn sem hafi haft C til meðferðar hafi talið að flogaveiki hans væri af sama toga og hjá systur hans, þ.e. á ættlægum grunni, ljósnæm flogaveiki. Ekkert hafi því bent til að flogaveikin stafaði af slysinu. Sama sé að segja um þroskaröskun eða þroskafrávik. Bar Sigurður að yfirmatsmenn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að það kynni að hafa verið þarna tímabundin sálræn einkenni vegna slyssins, starfræn einkenni, sem hefðu síðan gengið til baka. Slíkur niðurgangur sé algengur hjá börnum á þessum aldri og verði ekki skýrður með því höggi sem C fékk. Einkennin sem hann fékk hafi ekki verið þess eðlis að hægt væri að tengja þau við áverkann sem hann fékk á sínum tíma. Í framburði Ólafs Thorarensen fyrir dómi kom fram varðandi kviðáverkann að hann telji að í byrjun hafi myndast vefræn einkenni sem hafi lagast. Þau einkenni sem hafi verið til staðar síðustu ár séu starfræn og tengist ekki slysinu. Niðurgangur í börnum á vissum aldri sé algengur, svokallaður ósértækur niðurgangur. Hægðatregða sé líka algengt vandamál, þannig að það þurfi ekki að vera tengt neinum ákveðnum orsökum. Hvað varði höfuðáverka þá hafi hann verið minniháttar og slíkir áverkar valdi ekki þroskaröskunum eða flogaveiki. Vildi Ólafur ekki útiloka með öllu að slysið hefði getað valdið sálrænum erfiðleikum sem birtist í hægðatregðu seinna meir. Slysið hafi hins vegar ekki valdið neinum vefrænum breytingum. Samt sem áður héldi hann sig við þá niðurstöðu sem fram komi í yfirmati, að ekki sé orsakasamhengi milli tjónsatburðar og einkenna C í dag. Trausti Valdimarsson bar einnig að ekki sé ómögulegt að starfrænar truflanir geti stafað frá slysinu en hvorki sé hægt að sanna það né afsanna. Það sé hægt að koma með einhverjar vangaveltur eða líkindi. Taldi hann langlíklegast að ekki væri orsakasamband milli tjónsatburðar og einkenna C nú. Eins og fram er komið fékk C skúr ofan á sig á leikvelli í Mosfellsbæ þann 29. ágúst 1989. Sambærilegur skúr er að mati Jóhanns T. Egilssonar, sbr. yfirlýsingu hans, dags. 14. mars 2002, metinn á bilinu 170 190 kg. Miðað við þær forsendur sem gefnar eru mun slíkur skúr, í tilfelli sem að ofan greinir, geta valdið höggkrafti sem samsvarar á bilinu 500 kg upp í 1700 kg, sbr. útreikning Ásmundar Ingvarssonar, dags. 11. desember 2003. Óvíst er hvernig skúrinn lenti á drengnum en samkvæmt lýsingu í sjúkraskrá við innlögn á Barnaspítala Hringsins sama dag fór drengurinn strax að gráta við atburðinn. Fullorðinn einstaklingur sá drenginn skömmu eftir atburðinn og sá roða yfir kviðnum, sbr. sjúkraskrá Landspítala. Hann virtist kveinka sér við hverja öndunarhreyfingu og þótti móður, á þeim tíma, eins og hann ætti erfitt með öndun. Á slysadeild var hann erfiður við skoðun og því gefin róandi lyf. Hann var skoðaður á slysadeild bæði m.t.t. áverka á kvið og taugakerfi og var hvort tveggja talið eðlilegt. Ítarleg skoðun sem gerð var eftir komu á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins sýndi lítils háttar mar vinstra megin á enni og á gagnauga sem virtust ný. Var hann þá orðinn sljór vegna virkni róandi lyfja. Þar virtist ljóssvörun í augum vera eðlileg, eðlilegar hreyfingar allra útlima og eðlileg vöðvaviðbrögð ( reflexar). Þá brást hann við sársauka á eðlilegan hátt. Telja verður óumdeilanlegt að drengurinn fékk högg á höfuðið sbr. marbletti á enni og gagnauga vinstra megin. Hins vegar er ekkert fyrirliggjandi í gögnum frá innlögn, strax eftir atburðinn, sem að mati sérfróðra meðdómenda hafi gefið tilefni til að gerð yrði tölvusneiðmynd af heila m.t.t. innri áverka. Ekkert í gögnum málsins sýni að grunur hafi verið um heilahristing og því síður alvarlegri áverka á heila. Það sé einnig mikilvægt í þessu sambandi að samkvæmt sjúkragögnum var drengurinn með meðvitund og grét strax eftir slysið, en í framburði móður drengsins fyrir dómi kom fram að drengurinn hefði fyrst grátið er hann kom á slysadeild. Gæti hér því nokkurs misræmis. Einnig skapi áhrif deyfilyfja sem drengurinn fékk ákveðin vandamál þegar draga eigi ályktanir af ofangreindum gögnum, þar sem taugakerfisskoðun verði eftir það erfiðari. Kviðskoðun við komu á bráðamóttöku sýndi mjúkan og ekki þaninn kvið með eðlileg garnahljóð. Eymsli voru við þreifingu á kviðnum en engar líffærastækkanir fundust. Vegna þyngdar kofans, sem drengurinn varð undir, og vegna einkenna hans frá kvið, telja sérfróðir meðdómendur að hárrétt hafi verið brugðist við með rannsóknum af kviðnum. Sjá einnig framburð Ólafs Gísla Jónssonar fyrir dómi um þetta atriði. Röntgenmyndir af kvið og lungum voru eðlilegar við komu og sömuleiðis var gerð bráðaómskoðun af kviðarholi sem gaf enga vísbendingu um blæðingu í kviðarhol, lifur og milta. Bæði nýru voru samkvæmt lýsingu eðlileg og án ummerkja um blæðingu. Bris er ekki nefnt í fyrstu rannsókn. Blóðrannsóknir við komu á bráðamóttöku sýndu verulega hækkun á hvítum blóðkornum, 27 þúsund, sem að öllum líkindum hefur verið streituviðbragð. Á sama tíma er amylasi, sem stafar frá briskirtli, innan eðlilegra marka, eða 104, þar sem eðlileg mörk eru milli 40 og 160 ein./l. Blóðrauði var við komu 130 sem eru neðri normal mörk. Ekki var gerð athugun á hægðum m.t.t. blóðs á neinum tímapunkti í þessari legu á barnadeild. Ómskoðun af kviðarholi var endurtekin tveimur dögum eftir slysið, þann 31. ágúst 1989. Í þeirri rannsókn voru lifur og nýru eins og áður, eðlileg útlits, útlit milta er ekki lýst og bris er tormetið vegna mikils lofts í þörmum en það er þó grunur um bólgubreytingar aðlægt brisendanum. Blóðrannsóknir sýndu daginn eftir innlögn að hvít blóðkorn höfðu lækkað nokkuð, eða niður í 16 þúsund, sem er tæplega helmingslækkun. Blóðrauði hafði sömuleiðis lækkað, sem gæti hugsanlega verið afleiðing blæðingar, niður í 116, en drengurinn fékk töluvert af vökvum í æð og telja verður að hluti af þessari lækkum hafi að öllum líkindum verið þynning. Þá hækkaði amylasi á fyrsta degi í 456 sem eru um þreföld efri mörk. Þá eru einnig lifrarpróf, sem raunar voru ekki mæld innlagnardag, einnig hækkuð sem bendir til áverka á lifur. Þremur dögum eftir slysið, eða þann 1. september 1989, var enn gerð ómskoðun og þá við betri aðstæður en daginn áður. Þar sést höfuð og bolur briskirtils vel og virðist hann eðlilegur. Hali kirtilsins sést einnig og er, eins og daginn áður, lýst þykknun með vægum bólgubreytingum. Kvið er lýst mjúkum yfir brisi sem annarsstaðar. Í þetta sinn er miltanu lýst og er það eðlilegt. Í þessari rannsókn sást breyting undir þindinni vinstra megin og yfir miltanu sem gæti verið vökvasöfnun eða blæðing. Þessi breyting hafði ekki sést á ómskoðun daginn áður en hins vegar hafði þá sést örlítill frír vökvi í kviðarholi aðlægt milta og neðri hægri lifrarbrún ásamt mjög litlum vökva í grindarholi. Á öðrum degi eftir slysið var amylasi mældur á ný og er þá fallandi aftur, mældist 226. Daginn sem seinasta ómskoðunin var gerð er amylasi kominn vel inn fyrir eðlileg mörk eða 100 og helst eftir það eðlilegur. Lifrarpróf voru hins vegar heldur lengur að lagast og voru raunar ekki að fullu innan eðlilegra marka þann 14. september 1989, þegar síðasta mæling var gerð. C var vistaður á gjörgæsludeild fyrstu nóttina eftir slysið. Honum var þungt fram eftir nóttunni en hresstist þegar leið undir morguninn. Hann var vel vakandi kl. 7 um morguninn og þá eðlilegur í háttum að sögn móður. Kviðskoðun á þeim tíma segir að um nokkur eymsli sé að ræða í kvið en eðlileg garnahljóð. Þann 1. september er ástandi drengsins lýst þannig að hann hafi svæsna kviðverki tveimur dögum eftir slysið og sé áberandi aumur við þreifingu á kvið. Á þriðja degi er ástand drengsins hins vegar mun betra og kviðurinn þá algjörlega mjúkur og engar kvartanir við þreifingu. Hann er eftir sem áður meðhöndlaður, sem venja var við brisbólgur, með föstu og næringu í æð. Sérfróðir meðdómendur telja ljóst vera, sbr. það sem áður er rakið, að drengurinn hafi fengið áverka á bris með bólgum enda hafi merki þess sést glögglega í blóðprufum. Einnig hafi sést merki um brisbólgu á ómskoðun og dæmigert sé að vökvasöfnun verði í kvið við slíkt ástand þar sem um ertingu sé að ræða frá briskirtli. Hins vegar sé ekkert sem bendi til að um alvarlegan áverka hafi verið að ræða á þarma þar sem hvergi er minnst á einkenni um lífhimnubólgu eða ertingu á lífhimnu sem óhjákvæmilega fylgi áverkum á þarma. Lítill vökvi, sem lýst er á ómskoðun, sé að öllum líkindum ertingarvökvi frá brisi en geti hugsanlega verið blæðing þó blæðingarstaður hafi enginn fundist. Ekki var í þessari legu gerð nein tilraun til að sýna fram á blóð í hægðum enda virðist, samkvæmt klínískri skoðun, aldrei hafa verið mikill grunur um áverka á þarma. Þegar framanritað er virt þykir fram komið að drengurinn hlaut við slysið áverka á höfuð með mar á enni og gagnauga en klínísk einkenni bentu ekki til innvortis skaða á höfði. Þá er óumdeilt að hann fékk högg á kvið og í kjölfarið á því bráða briskirtilsbólgu sem gekk yfir á 3 4 dögum. Þá verði að telja sterkar vísbendingar um áverka á lifur samkvæmt blóðprufum þótt aldrei sannist slíkt með myndrannsóknum. Hins vegar þykir ekki sýnt fram á að drengurinn hafi við slysið hlotið neina alvarlega eða varanlega áverka á önnur líffæri í kviðarholi, sérstaklega er ekkert sem bendir til áverka á þarma. Samkvæmt framburði móður byrjaði niðurgangur fimm til sex sinnum á dag strax eftir slysið, stundum með uppköstum. Kvaðst hún strax hafa haft samráð við lækna símleiðis eftir að niðurgangurinn byrjaði hjá C. Hins vegar eru ekki skráð í gögnum nein samskipti vegna niðurgangs fyrr en u.þ.b. 7 mánuðum eftir slysið þegar móðir leitar skýringa á þessum niðurgangi. Í framhaldi af því er gerð ítarleg athugun á þessum niðurgangi og ekki finnst nein líffærafræðileg eða meinafræðileg skýring. Að þessari athugun koma margir læknar, sbr. sjúkraskýrslur frá Barnadeild Landakots og seinna skýrslur frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það er niðurstaða lækna á þessum tíma að hér sé um ósérhæfðan niðurgang að ræða þar sem engin sérstök skýring finnst á þessum niðurgangi. Það er hins vegar ljóst að niðurgangurinn byrjar fljótlega eftir slysið og óumdeilt að hann virðist tengjast slysinu í tíma. Ekki finnst nein örugg skýring á þessum niðurgangi, en reynt er að leiða að því líkur að um starfræna truflun í meltingarvegi sé að ræða. Á einhverjum árum þróast síðan þessi niðurgangur yfir í hægðatregðu og ófullkomna stjórnun á hægðalosun eða encopresis. Við skoðun hjá undirmatsmönnum og síðar yfirmatsmönnum kemur í ljós að niðurgangurinn er ekki lengur stöðugur en meira ber á hægðatregðu og erfiðleikum við að stjórna hægðum og er C kominn fast á hægðalosandi lyf ( Miralax ) til þess að freista þess að halda honum hreinum. Er það ástand óbreytt í dag. Það er mat undirmatsmanna að ekki sé hægt að útiloka að þessa starfrænu truflun í meltingarvegi megi rekja til slyssins og þá fyrst og fremst þannig að einhverjar truflanir hafi orðið á starfsemi í taugakerfi þarmanna, e.t.v. tengt áverkanum og ekki síður hugsanlega tengt andlegu og líkamlegu álagi á C vegna þessa slyss. Það er mat yfirmatsmanna að ekki liggi fyrir nein gögn sem styðji það að núverandi meltingarfæratruflanir tengist slysinu. Eins og rakið er hér að framan kom fram í framburði undirmatsmanna fyrir dómi að það sé vel hugsanlegt að slysið og afleiðingar þess hafi leitt til starfrænnar truflunar í meltingarvegi og eðlilegt sé að láta drenginn njóta vafans. Þeir undirstrika þó að það sé verulegur vafi á því hversu mikið slysið hafi valdið af núverandi einkennum og erfitt sé að sanna slík tengsl. Í framburði yfirmatsmanna fyrir dómi kom fram að þeir telja að litlar sem engar líkur séu á því að slysið og afleiðingar þess séu orsök núverandi meltingarfæraeinkenna og þau tengist væntanlega þeim þroskafrávikum sem fram hafa komið hjá C við seinni tíma athuganir. Það er ljóst að C á við þroskavandamál að stríða og virðist hann vera misþroska og hafa auk þess einkenni um flogaveiki. Ekkert hefur komið fram í málinu sem styður þá tilgátu að slysið hafi valdið meiri háttar áverka á höfuð C með varanlegum miðtaugaskaða sem þannig gæti hafa leitt til misþroska og flogaveiki. Það er jafnframt ljóst að með slíkum misþroska geta mjög auðveldlega fylgt starfrænar meltingartruflanir. Telja verður erfitt að sanna einhver tengsl á milli slyssins og núverandi meltingarfæravandamála og misþroskans. Orsakir starfrænna truflana eru að mestu leyti óþekktar en eins og fram kemur í matsgerð undirmatsmanna þá hefur sannarlega verið rætt um viss tengsl á milli t.d. sálrænna áverka í æsku og þess að fá meltingartruflanirnar af starfrænum toga seinna meir. Þessar hugmyndir eru þó fyrst og fremst tilgátur sem ekki er unnt að sannreyna í hverju einstöku tilviki. Starfrænar truflanir frá meltingarvegi eru algengar og þó að í þessu tilviki komi fram ákveðnir þættir sem að geta bent til tengsla við upphaflegt slys, þar sem C fékk sannarlega mikið högg á kviðarhol, þá virðist ekki unnt að draga mjög eindregnar ályktanir af því sem vitað er um ástand C í dag. Í ljósi þessa telur dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á bein tengsl á milli slyssins og núverandi meltingarfæraeinkenna C. Misþroski C virðist heldur ekki tengjast slysinu. Fellst dómurinn því á niðurstöður yfirmatsmanna þess efnis að óþægindi C í dag séu ekki bein afleiðing slyssins 1989, þ.e. að ekki sé orsakasamband milli tjónsatburðar og einkenna nú. Telst því ósannað að C hafi við slysið hlotið varanlega læknisfræðilega örorku og ber því að sýkna stefnda af þeirri kröfu stefnanda. Eins og áður er getið er óumdeilt í málinu að C hlaut við slysið áverka á briskirtil sem hafði í för með sér bráða brisbólgu sem reyndar gekk til baka. Vegna slyssins var hann lagður inn á sjúkrahús þar sem hann lá í 20 daga. Þar gekkst hann undir ýmsar rannsóknir. Telja verður að slysið, sem stefndi, Mosfellsbær, telst bera ábyrgð á, hafi haft í för með sér þjáningar og röskun á högum C. Þykir hann af þeim sökum eiga rétt á miskabótum úr hendi stefnda, sbr. 264. gr. almennra hegningarlaga, sem í gildi var þegar slysið varð. Þykja þær hæfilega ákveðnar 500.000 krónur og bera dráttarvexti frá 26. júlí 2003. Stefndu greiði stefnendum 250.000 krónur upp í málskostnað þeirra, sem greiðist í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnenda f.h. C, 739.390 krónur, þ.e. þóknun lögmanns þeirra, Jóhannesar Alberts Sævarssonar hrl., 400.000 krónur, og útlagður kostnaður, 339.390 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun málflutningsþóknunar er ekki tekið tillit til virðisaukaskatts. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdómendunum Kjartani B. Örvar, sérfræðingi í meltingarsjúkdómum, og Kristjáni Óskarssyni barnaskurðlækni. Stefndi, Mosfellsbær, greiði stefnendum, A og B, f.h. C, 500.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. júlí 2003 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnendum 250.000 krónur upp í málskostnað þeirra, sem greiðist í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnenda f.h. C, 739.390 krónur, þ.e. þóknun lögmanns þeirra, Jóhannesar Alberts Sævarssonar hrl., 400.000 krónur, og útlagður kostnaður, 339.390 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 194/2007
|
Veiðiréttur Fasteign Forkaupsréttur
|
Í kjölfar sölu jarðarinnar S í ágúst 2004 til L ehf. reis ágreiningur um eignarhald jarðarinnar er lauk með dómi Hæstaréttar 15. desember 2005, þar sem fallist var á forkaupsrétt F að jörðinni og seljanda gert að gefa út afsal til hennar. L ehf. krafði veiðifélagið LH um greiðslu arðs af veiðiá í landi jarðarinnar, sem hefði átt að greiða í október 2004, en veiðifélagið hafði haldið greiðslunni eftir meðan leyst var úr ágreininginum um eignarhald jarðarinnar og innt hana síðan af hendi til F. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna, var talið að eins og hér hefði hagað til hefði veiðifélagið ekki getað að vítalausu innt arðgreiðslu vegna jarðarinnar af hendi þegar arðurinn átti að koma til úthlutunar. Þá var talið að eftir fyrrgreindan dóm Hæstaréttar væri krafa L ehf. um arðgreiðslu, sem byggðist á eignarhaldi, sem félagið hefði aldrei með réttu öðlast, með öllu haldlaus. Veiðifélagið var því sýknað af kröfu L ehf.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 14. febrúar 2007, en ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 28. mars sama ár. Með heimild í 4. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála áfrýjaði hann héraðsdómi öðru sinni 12. apríl 2007. Hann krefst þess að stefndi greiði sér 3.477.500 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. október 2004 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Lífsval ehf., greiði stefnda, Landeigendafélagi Haukadalsár, 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta var höfðað 10. og 23. febrúar 2005 og dómtekið 1. nóvember sama ár. Stefnandi er Lífsval ehf., Skútuvogi 5 í Reykjavík, en stefndi er Landeigendafélag Haukadalsár, Blásölum 22 í Kópavogi. Stefnandi gerir þá kröfu að stefnda verði gert að greiða sér 3.477.500 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 7. október 2004 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða málskostnað. I. Mál þetta snertir viðskipti með jörðina Stóra-Skóg í Dalabyggð, en þau eiga sér nokkurn aðdraganda, svo sem nánar er rakið í dómi réttarins frá 13. apríl 2005. Sá dómur var staðfestur með dómi Hæstaréttar frá 15. desember 2005 í máli nr. 214/2005. Verða þessi viðskipti rakin að því marki sem horfir til skýringar á því sakarefni sem hér er til úrlausnar. Jörðin Stóri-Skógur í Dalabyggð var um langt árabil í eigu Fjólu Benediktsdóttur og mágs hennar, Hlyns Þórs Benediktssonar. Í mars 2004 höfðu þau afráðið að selja jörðina til svissneskra hjóna og voru gerð drög að kaupsamningi um jörðina. Í þeim samningsdrögum var ákvæði þess efnis að eigendur jarðarinnar Álfheima ættu forkaupsrétt að hinu selda, að frágengnum þeim sem kynni að eiga hann lögum samkvæmt, ef kaupendur eða afkomendur þeirra seldu jörðina. Jörðin Álfheimar er í eigu fyrrnefndrar Fjólu. Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 13. apríl 2004 var ákveðið að neyta forkaupsréttar að jörðinni Stóra-Skógi samkvæmt heimild í IV. kafla þágildandi jarðalaga, nr. 65/1976. Í framhaldið af því var gerður kaupsamningur og afsal fyrir jörðinni til Dalabyggðar 18. ágúst 2004 og tók sá samningur mið af skilmálum í fyrrgreindum drögum að kaupsamningi um jörðina. Þar á meðal var samhljóða áskilnaður um forkaupsrétt eigenda jarðarinnar Álfheima. Áður en Dalabyggð keypti jörðina hafði sveitarfélagið þegar gert kaupsamning 16. ágúst 2004 þar sem stefnda var seld jörðin. Samkvæmt þeim samningi var kaupverð jarðarinnar staðgreitt við undirritun samnings, en afsal fyrir jörðinni átti að gefa út eigi síðar en 15. september sama ár. Í samningnum var tekið fram að kaupanda væri kunnugt um forkaupsrétt eiganda jarðarinnar Álfheima. Með bréfi Dalabyggðar 19. ágúst 2004 var Fjólu Benediktsdóttur boðið að neyta forkaupsréttar í samræmi við áskilnað í fyrrgreindum kaupsamningi og afsali 18. sama mánaðar. Í kjölfarið urðu nokkur bréfaskipti milli lögmanns Fjólu og sveitarfélagsins án þess að efni séu til að rekja þau nánar. Með símbréfi 7. september 2004 var Dalabyggð síðan tilkynnt að Fjóla nýtti sér forkaupsrétt að jörðinni á grundvelli kaupsamnings stefnanda og sveitarfélagsins frá 16. ágúst sama ár. Hinn 13. september 2004 krafðist Dalabyggð þess að umsamið kaupverð jarðarinnar yrði lagt inn á reikning sveitarfélagsins eigi síðar en kl. 16 næsta dag og í framhaldinu yrði afsal gefið út til Fjólu Benediksdóttur. Þessu andmælti lögmaður Fjólu með bréfi 14. sama mánaðar og áskildi umbjóðanda sínum þann frest sem hún þyrfti til að fjármagna kaupin. Þó var tekið fram að Fjóla hefði gert viðeigandi ráðstafanir og myndi hraða fjármögnun eftir föngum. Þegar hér var komið við sögu hafði stefnandi gert þá kröfu með bréfi 15. september 2004 að Dalabyggð gæfi út afsal fyrir jörðinni í samræmi við kaupsamninginn frá 16. ágúst sama ár. Þetta erindi ítrekaði síðan stefnandi með símbréfi 21. september 2004. Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 21. september 2004 var fjallað um viðskipti með jörðina Stóra-Skóg. Á fundinum var fært til bókar að sveitarfélagið teldi sig óbundið af forkaupsrétti Fjólu Benediktsdóttur þar sem hún hefði ekki greitt kaupverðið í tæka tíð. Í samræmi við þetta var sveitarstjóra falið að gefa út afsal til stefnanda og var það gert 22. september 2004, daginn eftir fund sveitarstjórnar. Afsalinu var síðan þinglýst á eignina ásamt yfirlýsingu Fjólu um að forkaupsréttar hefði verið neytt. Fjóla Benediktsdóttir greiddi kaupverðið inn á reikning sveitarfélagsins 24. september 2004 og krafðist þess að fá útgefið afsal fyrir jörðinni. Sú greiðsla var bakfærð að tilmælum sveitarfélagsins 27. sama mánaðar. Í kjölfarið var kröfu um útgáfu afsals hafnað með bréfi lögmanns sveitarfélagsins 30. þess mánaðar. Hinn 1. nóvember 2004 höfðaði Fjóla Benediktsdóttir mál á hendur Dalabyggð og stefnanda og gerði meðal annars þá kröfu að forkaupsréttur hennar að jörðinni yrði viðurkenndur. Einnig krafðist Fjóla þess að Dalabyggð yrði gert að gefa út afsal til hennar fyrir jörðinni og stefnanda að þola viðurkenningu á eignarrétti hennar. Með fyrrgreindum dómi réttarins 13. apríl 2005, sem staðfestur var með dómi Hæstaréttar 15. desember sama ár í máli nr. 214/2005, voru þessar kröfur teknar til greina. Að gengnum dómi Hæstaréttar kom til ágreinings um hvernig haga ætti útgáfu afsals frá Dalabyggð til Fjólu Benediktsdóttur, án þess að það verði rakið nánar hér. Úr þessari deilu var hins vegar leyst með samkomulagi og gaf sveitarfélagið út afsal til Fjólu 22. ágúst 2006. Því afsali hefur verið þinglýst á jörðina. II. Í maí 2001 gerði stefndi, sem er félag landeigenda er eiga veiðirétt í Haukadalsá, leigusamning um öll veiðiréttindi í ánni og var leigutímabilið frá 12. júní 2003 til 17. september 2005. Samkvæmt samningnum átti ársleiga að greiðast með tveimur jöfnum greiðslum, annars vegar fyrir fram ekki síðar en 15. september árið á undan og hins vegar síðari greiðslan 15. júní vegna veiði á því ári. Í kjölfar þess að leigugreiðslur bárust stóð stefndi skil á greiðslum til landeigenda sem eiga veiðirétt í ánni. Samkvæmt arðskrá fyrir Haukadalsá fylgir Stóra-Skógi 25% hlutdeild í veiðiréttindum árinnar. Eftir að stefnandi keypti jörðina með kaupsamningi 16. ágúst 2004 bárust ekki arðgreiðslur frá stefnda. Hins vegar hafði stefnandi fengið arðgreiðslu vegna jarðar sem nefnd er Skógskot, en þá jörð keypti stefnandi samhliða Stóra-Skógi. Þeirri jörð fylgir 12,5% hlutdeild í veiði samkvæmt arðskránni og fékk stefnandi arðgreiðslu að fjárhæð 1.738.750 krónur, sem úthlutað var 7. október 2004. Með bréfi stefnanda til stefnda 4. janúar 2005 var þess krafist að gerð yrði upp að fullu arðgreiðsla til stefnanda vegna veiðiréttarins. Þetta erindi ítrekaði stefnandi með bréfi 19. sama mánaðar. Svar barst ekki frá stefnda við þessum bréfum og höfðaði stefnandi því málið. Eftir að fyrrgreindur dómur Hæstaréttar gekk 15. desember 2005 í máli nr. 214/2005 gerði stefndi upp ógreiddan arð vegna jarðarinnar Stóra-Skógs til Fjólu Benediktsdóttur. Var greiðslan að fjárhæð 7.121.990 krónur innt af hendi 5. janúar 2006. III. Stefnandi bendir á að hann hafi haustið 2004 verið þinglýstur eigandi jarðarinnar Stóra-Skógs og því hafi hann átt skýlausan rétt til að hirða arð af jörðinni, enda hafi hann á þeim tíma einnig þurft að svara til gjalda vegna eignarinnar. Stefnandi vísar til þess að á sama tíma hafi hann fengið greiddan arð vegna jarðarinnar Skógskots og því beri honum samsvarandi greiðsla vegna Stóra-Skógs í réttu hlutfalli við arðskrá stefnda. Stefnandi tekur fram að greiðsla til hans ætti að réttu lagi að vera hærri vegna arðs af ánni allt árið 2005. Málið hafi hins vegar verið höfðað áður en greiðslur á árinu 2005 féllu til. Stefnandi bendir á að hann hafi fengið umráð eignarinnar 20. ágúst 2004 og eftir það hafi hann hagnýtt jörðina með venjubundnum hætti, þar með talið veitt lánardrottnum sínum veð í jörðinni. Í kjölfar dóms Hæstaréttar 15. desember 2004 hafi eignarréttur færst aftur til Fjólu Benediktsdóttur við útgáfu afsals til hennar og gegn greiðslu kaupverðs. Fyrr geti hún ekki til framtíðar litið öðlast rétt til að hirða arð af eigninni. Það breyti hins vegar engu um þær tekjur sem stefnandi átti að hafa af jörðinni meðan hún var í hans eigu. IV. Stefndi bendir á að ekkert réttarsamband sé milli aðila vegna jarðarinnar Stóra-Skógs og því beri að sýkna stefnda á grundvelli aðildarskorts. Stefndi vísar til þess að stefnandi sé ekki og hafi aldrei verið lögmætur eigandi jarðarinnar, enda hafi kaupsamningur milli stefnanda og Dalabyggðar frá 16. ágúst 2004 aldrei orðið virkur þar sem Fjóla Benediktsdóttir hafi neytt forkaupsréttar að jörðinni. Þar með hafi hún gengið inn í kaupsamninginn í stað stefnanda og orðið eigandi að jörðinni. Þegar arður var greiddur til eigenda veiðiréttar í ánni í október 2004 kvaðst stefndi hafa vitað um ágreining um gildi forkaupsréttar að jörðinni. Á þeim tíma hafi vafi leikið á hver ætti jörðina og því hafi stefndi talið sér bæði rétt og skylt að greiða ekki arð vegna jarðarinnar fyrr en skorið hefði verið úr þeirri deilu. Með dómi Hæstaréttar 15. desember 2005 hafi síðan verið tekin af öll tvímæli um að stefnandi teldist ekki eigandi jarðarinnar. Í samræmi við það hafi afsal til hans verið afmáð úr þinglýsingabókum. Stefndi andmælir því að stefnandi geti krafist arðgreiðslu vegna jarðarinnar frá gerð kaupsamnings og fram til þess að umræddur dómur gekk. Í því sambandi bendir stefndi á að með dóminum hafi Dalabyggð verið gert að gefa út afsal til Fjólu Benediktsdóttur en ekki stefnanda. Því verði með engu móti litið svo á að jörðin hafi á umræddu tímaskeiði verið í eigu stefnanda. V. Stefnandi reisir málatilbúnað sinn á því að hann hafi á grundvelli kaupsamnings við Dalabyggð frá 16. ágúst 2004 fengið umráð jarðarinnar Stóra-Skógs. Því hafi hann öðlast rétt til arðgreiðslu vegna veiðiréttar í Haukadalsá, sem fylgi jörðinni. Ef þetta á við rök að styðjast er kröfu stefnanda réttilega beint að stefnda, sem er veiðifélagi í skilningi laga um lax- og silungsveiði, sbr. VI. kafli gildandi laga nr. 61/2006 og VIII. kafli fyrri laga nr. 76/1970. Að þessu gættu verður ekki fallist á að stefndi verði sýknaður vegna aðildarskorts. Í október 2004 var greiddur út arður vegna leigu á veiðiréttindum í Haukadalsá til eigenda annarra jarða en Stóra-Skógs. Þannig fékk stefnandi greiðslu vegna jarðarinnar Skógskots, en hlutur sem fylgir þeirri jörð í ánni er helmingi minni en hlutur sem fylgir Stóra-Skógi. Því gerir stefnandi kröfu sem nemur tvöfaldri þeirri fjárhæð sem hann fékk greidda frá stefnda (2 * 1.738.750 kr. = 3.477.500 kr.). Með aðilum málsins er ekki tölulegur ágreiningur. Þegar stefndi greiddi arð til landeiganda hafði Fjóla Benediktsdóttir lýst því yfir að hún tæki boði Dalabyggðar um að ganga inn í kaup jarðarinnar á grundvelli fyrrgreinds kaupsamnings við stefnanda frá 16. ágúst 2004. Á þessum tíma hafði einnig risið ágreiningur um hvort Fjóla hefði gengið inn í kaupin eða fyrirgert forkaupsrétti sínum. Var því alls óljóst hvernig færi með eignarhald jarðarinnar, en kaupsamningur við stefnanda, sem frá upphafi var grandsamur um forkaupsrétt Fjólu, gat ekki komist á nema að þeim rétti frágengnum. Ef forkaupsrétti var á hinn bóginn beitt gekk Fjóla inn í kaupin í stað stefnanda og naut réttinda og bar skyldur í samræmi við það. Eins og hér hagaði til, þegar arður kom til úthlutunar í október 2004, gat stefndi ekki sér að vítalausu innt af hendi arðgreiðslu vegna jarðarinnar. Stefnda var hins vegar kleift að losna undan greiðsluskyldu sinni með því að geymslugreiða samkvæmt lögum um geymslufé, nr. 9/1978, en á honum hvíldi ekki skylda til að beita því úrræði. Með fyrrgreindum dómi Hæstaréttar 15. desember 2004 var forkaupsréttur að jörðinni viðurkenndur, auk þess sem viðsemjanda stefnanda var gert að gefa út afsal gegn greiðslu kaupverðs og stefnanda að þola þá ráðstöfun. Að þeim dómi gengnum var haldlaus með öllu krafa stefnanda um arðgreiðslu sem byggðist á eignarhaldi sem hann hafði með réttu aldrei öðlast. Verður stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda. Eftir þessum úrslitum verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn svo sem í dómsorði greinir. Benedikt Bogason, héraðsdómari, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Landeigendafélag Haukadalsár, er sýkn af kröfum stefnanda, Lífsvals ehf. Stefnandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 13/2020
|
Stjórnarskrá Meðalhóf Jafnræði Sveitarfélög Lögmætisregla Skyldubundið mat
|
A höfðaði mál á hendur R og krafðist þess að ógiltar yrðu ákvarðanir R og úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála þar sem umsókn hennar um fjárhagsaðstoð var synjað á grundvelli tekna maka hennar. Þá krafðist A að henni yrði greidd nánar tilgreind fjárhæð sem hún hefði fengið frá R ef ekki hefði komið til fyrrnefndrar skerðingar. Ágreiningur málsins laut að því hvort R hefði með synjun sinni um fjárhagsaðstoð til A brotið gegn grundvallarréttindum hennar samkvæmt 65. og 76. gr. stjórnarskrárinnar og hvort R hefði við töku ákvarðana sinni brotið gegn meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat. Í dómi Hæstaréttar kom fram að af því lögbundna fyrirkomulagi velferðarkerfisins leiddi að þegar fjárhagslegum stuðningi ríkisins sleppti kæmi það almennt í hlut sveitarfélaga að taka afstöðu til þess á grundvelli þeirra laga sem um það gilti sérstaklega hvernig fjárhagsaðstoð þeirra við íbúa sína yrði hagað til að tryggja þeim nauðsynlega framfærslu. Var talið að leggja yrði til grundvallar að það fyrirkomulag í reglum R að tekjur maka gætu haft áhrif til skerðingar á rétti manna til fjárhagsaðstoðar ætti sér fullnægjandi stoð í lögum. Þá var talið að fyrrnefnt fyrirkomulag reglna R ætti við málefnaleg rök að styðjast og að sú skerðing sem A sætti hefði ekki farið í bága við grundvallarreglur stjórnarskrárinnar. Að lokum var vísað til þess að af hálfu A hefði engin grein verið gerð fyrir því að einhverjar þær ástæður sem kæmu fram í umræddum reglum væru fyrir hendi sem réttlættu þörf á frekari mati á fjárhagsaðstoð en veitt hefði verið á grundvelli hinna hlutlæga viðmiða. Var R því sýknað af kröfum A.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Benedikt Bogason,Ingveldur Einarsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Árni Kolbeinsson ogÞorgeir Örlygsson fyrrverandi hæstaréttardómarar.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 26. febrúar 2020. Hún krefst þess að ógiltar verðiákvarðanir stefnda frá 8. janúar og 8. apríl 2015 þar sem umsókn hennar umfjárhagsaðstoð var synjað. Jafnframt krefst hún þess að ógiltur verði úrskurðurúrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála 14. október 2015 sem staðfesti ákvarðanirstefnda. Þá krefst áfrýjandi þess að stefndi greiði sér 49.868 krónur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 8. janúar 2015 til greiðsludags. Loks krefst húnmálskostnaðar á öllum dómstigum.Stefndi krefststaðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. IÁgreiningur málsþessa lýtur að því hvort stefndi hafi með synjun sinni um fjárhagsaðstoð tiláfrýjanda brotið gegn grundvallarréttindum hennar samkvæmt 65. gr. og 76. gr.stjórnarskrárinnar. Einnig er um það deilt hvort stefndi hafi með ákvörðunumsínum brotið gegn meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat. Ekki erdeilt um það að ef eingöngu hefði verið tekið tillit til tekna áfrýjanda á þvítímabili, sem um ræðir í málinu, og skilgreindrar grunnfjárhæðar til framfærslueinstaklings samkvæmt reglum stefnda, hefðu tekjur áfrýjanda verið undirviðmiðunarmörkum og hún notið fjárhagsaðstoðar. Í ákvörðunum stefnda var á hinnbóginn tekið tillit til tekna maka áfrýjanda og voru samanlagðar tekjur þeirra yfirviðmiðunarmörkum fyrir hjón ogsambúðarfólk og var synjun stefnda um fjárhagsaðstoð til handa áfrýjanda á þvíreist. IIÁfrýjandi hefurverið metin með hámarksörorku frá 1. mars 2011 og fengið á grundvelli laga nr. 100/2007um almannatryggingar greiddan örorkulífeyri, aldurstengda örorkuuppbót ogtekjutryggingu. Þá hefur hún fengið greidda sérstaka framfærsluuppbót á grundvellilaga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Áfrýjandi sótti um fjárhagsaðstoð tilframfærslu hjá stefnda fyrir tímabilið 1. janúar til 28. febrúar 2015 en umsókninni var synjað8. janúar 2015 á þeim grundvelli að hún samrýmdist ekki reglum um fjárhagsaðstoðfrá Reykjavíkurborg sem settar eru með stoð í lögum nr. 40/1991 umfélagsþjónustu sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 21. gr. laganna. Í synjun stefnda varsérstaklega vísað til 2. og 12 gr. reglnanna. Í þeirri síðarnefndu kemur fram aðallar tekjur einstaklings og maka í þeim mánuði sem sótt er um og mánuðinn áundan, aðrar en greiðslur vegna barna og húsaleigu/vaxtabætur komi tilfrádráttar við ákvörðun um upphæð fjárhagsaðstoðar. Áfrýjandi kærði synjuninatil velferðarráðs stefnda 3. febrúar 2015 sem staðfesti hana 8. apríl sama ár. Meðkæru 24. júlí 2015 skaut áfrýjandi málinu til úrskurðarnefndar félagsþjónustuog húsnæðismála sem 14. október sama ár staðfesti ákvörðun velferðarráðsins.Héraðsdómur sýknaði stefnda af kröfum áfrýjanda og staðfesti Landsréttur þániðurstöðu með hinum áfrýjaða dómi. Áfrýjunarleyfi var veitt á þeim grundvelliað dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um hvort og þá að hvaða markisveitarfélögum væri heimilt að skerða fjárhagsaðstoð til einstaklinga vegnatekna maka. IIISamkvæmt 1. gr.laga nr. 40/1991 er markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga að tryggjafjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvellisamhjálpar. Það skal gert meðal annars með því að bæta lífskjör þeirra semstanda höllum fæti og veita aðstoð til þess að íbúar geti búið sem lengst íheimahúsum og við sem mest lífsgæði. Í 2. gr. laganna er kveðið svo á um að meðfélagsþjónustu samkvæmt lögunum sé átt við þjónustu, aðstoð og ráðgjöf ítengslum við tilgreinda málaflokka, þar á meðal fjárhagsaðstoð. Í 12. gr.laganna segir að sveitarfélag skuli veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmtlögunum og jafnframt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Þá segir í 1.mgr. 19. gr. laganna að skylt sé hverjum manni að framfæra sjálfan sig, makasinn og börn yngri en 18 ára. Jafnframt er kveðið svo á um í 1. mgr. 21. gr.laganna að sveitarstjórn skuli setja reglur um framkvæmd fjárhagsaðstoðar, sbr.2. mgr., að fengnum tillögum félagsmálanefndar. Í 2. mgr. ákvæðisins segir að félagsmálanefnd meti þörf ogákveði fjárhagsaðstoð til einstaklinga í samræmi við reglur sveitarstjórnar,sbr. 1. mgr. 21. gr. Þá segir í 3. mgr. ákvæðisins að fjárhagsaðstoð sé aldreiskylt að veita lengra aftur í tímann en fjóra mánuði frá því að umsókn er lögðfram. Upphaflega hljóðaði ákvæði 1. mgr. 21. gr. svo að fjárhagsaðstoð á vegumsveitarfélags skyldi vera svo mikil sem nauðsyn krefði og 2. mgr. kvað á um aðsveitarstjórn setti reglur um framkvæmd fjárhagsaðstoðar að fengnum tillögumfélagsmálanefndar. Með lögum nr. 34/1997 var 1. og 2. mgr. ákvæðisins breytttil núverandi horfs og í lögskýringargögnum kom fram að ekki væri umefnisbreytingu að ræða heldureinungis aðra framsetningu.Í almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr.40/1991 kom fram að við setningu heildstæðrar löggjafar um félagsþjónustusveitarfélaga hefðu tvær leiðir komið til álita. Önnur væri sú að leggja til aðöll lög um félagsþjónustu sveitarfélaga yrðu felld saman í einn lagabálk. Hinværi sú að vinna að frumvarpi til rammalaga þar sem kveðið væri stuttlega á ummeginreglur, en við hlið laganna giltu sérlög, auk þess sem sveitarfélöginsettu sér sjálf reglur. Lagaþróunin hefði verið sú að sett hefðu verið sérlöginnan félagsmálalöggjafarinnar, svo sem lög um málefni aldraðra og lög ummálefni fatlaðra og þannig ekki stefnt að heildarlöggjöf heldur fremur hinugagnstæða. Sveitarstjórnarlög nr. 8/1986 sem fólu í sér áherslur á sjálfsákvörðunarréttsveitarfélaga hefðu ekki síður haft áhrif á þá niðurstöðu að unnið yrði aðfrumvarpi til rammalaga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þá sagði í frumvarpinuað gengið yrði út frá því að það veitti svigrúm til mats miðað við aðstæður áhverjum stað og samrýmdist þannig sjónarmiðum um sjálfsákvörðunarréttsveitarfélaga. Ekki væri gert ráð fyrir neinum breytingum á fjármögnunþjónustunnar frá því sem lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og lög umtekjustofna sveitarfélaga kvæðu á um. Það sem mælti helst með rammalöggjöf væriað hún veitti sveitarfélögum ákveðið frelsi og sjálfræði um val á leiðum og tilað ná settum markmiðum. Skapast gætu þá meiri möguleikar til að taka mið afstaðbundnum sjónarmiðum og sveigjanleiki í félagsþjónustu ykist. Um markmiðslýsingu var komist svo að orði í frumvarpinu aðgrundvallaratriði við framkvæmd félagsþjónustu væri að lög hefðu að geyma skýramarkmiðslýsingu. Hún gæti hins vegar einungis verið almenns eðlis, en nauðsyn ámarkmiðslýsingu væri einkar brýn þegar um væri að ræða löggjöf sem veittisveitarfélögum frelsi til að velja um úrræði. Ekki væri mögulegt að tilgreinameð tæmandi hætti í lögum öll þau fjölbreytilegu tilvik sem til álita gætukomið, síst í rammalögum. Stór hluti þeirra félagslegu þarfa sem glímt væri viðværu með þeim hætti að þeim yrði ekki fullnægt eftir nákvæmlega tilgreindumaðferðum. Hér kæmi því til faglegt matef úrræðin ættu að henta hverjum einstaklingi fyrir sig. Skýrt markmið gætiverkað sem aðhald og leiðbeining við hið faglega mat. Enda þótt telja yrði aðum það væri samstaða að varðveita sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga viðframkvæmd félagsþjónustu væri jafnframt höfuðatriði að öllum íbúum landsinsværi tryggð sambærileg félagsþjónusta. Vega og meta yrði þessi tvö markmið semgætu rekist á. Með framangreindu væri leitast við að samræma þau.Markmiðsákvæði gætu einnig haft mikilvæga þýðingu við skýringu á lögunum,einkum þegar beitt væri ákvæðum sem byðu upp á matskenndar ákvarðanir. Jafnframt sagðií frumvarpinu að enda þótt mælt væri fyrir um margvíslegar skyldursveitarfélaga til að tryggja félagslega velferð einstaklinga yrði að leggjaáherslu á það grundvallaratriði að einstaklingum væri engu að síður ætlað aðbera ábyrgð á sjálfum sér og sínum. Kæmi þetta skýrt fram í markmiðslýsingufrumvarpsins og einstökum köflum þess þar sem kveðið væri á um tiltekna aðstoð,til dæmis fjárhagsaðstoð. Þrátt fyrir ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt frumvarpinuværu skyldur þeirra ekki svo afdráttarlausar að einstaklingar ættuskilyrðislausan og tafarlausan rétt til tiltekinnar þjónustu eða aðstoðar. Um rétt íbúasveitarfélaga til félagsþjónustu sagði í frumvarpinu að hann væri ekki tryggðuref hann væri skilgreindur svo að við vissar aðstæður gæti fólk krafist ákveðinnaraðstoðar eða þjónustu sem ætti sér stað án tafar. Sá réttur sem íbúumsveitarfélaga væri tryggður samkvæmt frumvarpinu væri almenns eðlis í samræmivið þær skyldur sem lagt sé til í frumvarpinu að sveitarfélögin beri. Hvertsveitarfélag útfærði þennan rétt út frá aðstæðum hvers umsækjanda fyrir sig.Þannig væri til dæmis ekki lagt til að tilgreint væri hver sú fjárhæð eðalágmarksfjárhæð skyldi vera sem umsækjandi um fjárhagsaðstoð ætti rétt á.Ástæðan væri að slík afmörkuð skylda stríddi gegn þeim skilningi sem lagðurværi í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og slíkum rétti yrði varla fullnægtán sérstaks ríkisframlags sem eingöngu væri ætlað þessum málaflokki. IVReglur um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, sem settar voru með vísantil 1. mgr. 21. gr. laga nr. 40/1991, voru samþykktar í velferðarráði 17.nóvember 2010 og í borgarráði 25. sama mánaðar. Í 1. mgr. 1. gr. reglnannakemur fram að skylt sé að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga ogfjölskyldna sem ekki geti séð sér og sínum farborða án aðstoðar, sbr. IV. ogVI. kafla laga nr. 40/1991. Í 4. mgr. 1. gr. reglnanna kemur fram að jafnan skuli kanna til þrautarrétt umsækjanda til annarra greiðslna, þar með talið frá almannatryggingum,atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, svo ogskuli kanna rétt til aðstoðar samkvæmt lögum um námsstyrki. Í 1. málslið 2. gr.reglnanna segir að hverjum manni sé skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn ogbörn yngri en 18 ára. Þá segir í 5. gr. þeirra að fjárhagsaðstoð skuli aðjafnaði veitt sem styrkur. Jafnframt segir í 6. gr. að hún skuli að öðru jöfnuvera greidd einn mánuð í senn og skuli ákvarðanir um aðstoð að jafnaði ekki náyfir lengra tímabil en þrjá mánuði, en heimilt sé að samþykkja aðstoð í sexmánuði í senn ef umsækjandi fær jafnframt bætur frá Tryggingastofnun ríkisinsog ljóst sé að aðstæður hans muni ekki breytast. Þá er í undantekningartilvikumkveðið svo á um að heimilt sé að veita fjárhagsaðstoð vikulega vegna sérstakraaðstæðna. Í 7. gr. reglnanna segir að fjárhagsaðstoð sé aldrei skylt að veitalengra aftur í tímann en fjóra mánuði frá því að umsókn er lögð fram, sbr. 3.mgr. 21. gr. laga nr. 40/1991. Fjallað er um rétt til fjárhagsaðstoðar, mat á fjárþörf og útreikningfjárhagsaðstoðar í III. kafla reglnanna. Samkvæmt 10. gr. þeirra skal viðákvörðun fjárhagsaðstoðar leggja til grundvallar grunnþörf til framfærslusamkvæmt 11. gr. reglnanna og draga frá henni heildartekjur samkvæmt 12. gr. Þegar áfrýjandi sótti um fjárhagsaðstoð var grunnfjárhæð aðstoðar 174.952krónur á mánuði fyrir einstakling sem rak eigið heimili, en 262.482 krónurfyrir hjón, sbr. 1. og 3. mgr. 11. gr. reglnanna, eins og þær hljóðuðu þá meðbreytingum sem samþykktar voru í velferðarráði stefnda 18. desember 2014 og borgarráðisama dag. Tekjur áfrýjanda námu 150.018 krónum á mánuði en samanlagðar tekjurhennar og maka hennar 412.880 krónum á mánuði. Í rökstuðningi velferðarráðs 27.apríl 2015 fyrir synjuninni kom meðal annars fram að í ljósi samanlagðramánaðartekna áfrýjanda og maka hennar, sem væru 150.398 krónum hærri enviðmiðunarfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir hjón/sambúðarfólk, uppfyllti umsóknáfrýjanda ekki skilyrði 12. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg.VSamkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfatryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli,atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Samkvæmt dómaframkvæmdHæstaréttar verður stjórnarskrárákvæðið skýrt svo að skylt sé að lögum aðtryggja rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmark framfærslu eftir fyrir framgefnu skipulagi sem ákveðið er á málefnalegan hátt. Hefur almenni löggjafinnvald um það hvernig því skipulagi er háttað en það verður eigi að síður aðfullnægja þeim lágmarksréttindum sem í 1. mgr. 76. gr. felast, sbr. meðalannars dóma Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000, 16. október 2003í máli nr. 549/2002 og 15. nóvember 2018 í máli nr. 795/2017. Til samræmis við áskilnað 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar hefur meðalmennum lögum verið komið á fót velferðarkerfi sem ætlað er að styðja við þásem standa höllum fæti fjárhagslega og félagslega. Í því sambandi er fyrst aðgeta laga nr. 100/2007 sem kveða meðal annars á um rétt öryrkja ogellilífeyrisþega til bótagreiðslna. Í öðru lagi eru lög nr. 99/2007 sem stefnaeinnig að því markmiði sem fram kemur í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar,sbr. og lög nr. 112/2008 um sjúkratryggingar. Í þriðja lagi eru lög nr. 54/2006um atvinnuleysistryggingar, lög nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof oglög nr. 40/1991 sem eins og áður greinir eru rammalöggjöf sem veitirsveitarfélögum ákveðið frelsi og sjálfræði um val á leiðum til að ná settum markmiðum.Jafnframt þessu gegna lífeyrissjóðir veigamiklu hlutverki í velferðarkerfinu, sbr.lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemilífeyrissjóða. Þótt velferðarkerfinu í heild sé ætlað að ná til þeirra sem stuðningþurfa er sá munur á löggjöf sem fjallar um fjárgreiðslur þeim til handa að hluti löggjafarinnar mælir fyrir um skýlausanrétt manna til ótímabundinna greiðslna fullnægi þeir ákveðnum skilyrðum, einsog meðal annars á við um lög nr. 100/2007. Í öðrum lögum er á hinn bóginn um heimildarákvæðiað ræða, eins og á við um lög nr. 99/2007, og hluti löggjafarinnar mælir fyrirum tímabundnar greiðslur sem komið geta til viðbótar greiðslum samkvæmt öðrumlögum líkt og lög nr. 40/1991 kveða á um. Með því lögbundna fyrirkomulagi um velferðarkerfið, sem komið hefur veriðá og hér var lýst, hefur almenni löggjafinn fullnægt þeirri skyldu sinnisamkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að tryggja öllum þeim sem þessþurfa að lögum rétt til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis,örbirgðar og sambærilegra atvika. Svo sem skipulagi þessu er háttað hvílir áríkisvaldinu frumskyldan til að veita þeim einstaklingum stuðning er þess þurfa.Eins og getur í fyrrgreindum dómi réttarins 19. desember 2000 í máli nr.125/2000 hefur löggjafarvaldið með lögum um almannatryggingar komið til mótsvið skyldur sínar um réttindi samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar aðþví er varðar öryrkja sérstaklega. Önnur lagaákvæði af þessum meiði svo semsamkvæmt lögum nr. 40/1991 eru á hinn bóginn heimildarákvæði en mæla ekki fyrirum rétt til greiðslna. Af þessu lögbundna fyrirkomulagi velferðarkerfisins leiðirað þegar fjárhagslegum stuðningi ríkisins sleppir kemur það almennt í hlutsveitarfélaga að taka afstöðu til þess á grundvelli þeirra laga sem um þaðgilda sérstaklega hvernig fjárhagsaðstoð þeirra við íbúa sína verður hagað tilað tryggja þeim nauðsynlega framfærslu. 2Áfrýjandi reisirmálatilbúnað sinn í fyrsta lagi á því að reglur stefnda um fjárhagsaðstoð eigisér ekki stoð í lögum. Vísar hún hvað það varðar sérstaklega til þess að vegnaskorts á lagastoð sé í slíkum reglum ekki heimilt að mæla fyrir um skerðingufjárhagsaðstoðar vegna tekna maka þess er aðstoðar leitar. Í þessu sambandier fyrst að geta að samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laga nr. 40/1991 er kveðið á umskyldu sveitarfélaga til að setja reglur um fjárhagsaðstoð, að fengnum tillögumfélagsmálanefndar, sem meti þörf og ákveði fjárhagsaðstoð til einstaklinga ísamræmi við reglurnar, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í annan stað berað nefna 2. mgr. 1. gr. laga nr. 40/1991 en þar segir um markmið laganna, að viðframkvæmd félagsþjónustu skuli þess gætt að hvetja einstaklinga til ábyrgðar ásjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og styrkja þá tilsjálfshjálpar. Í þriðja lagikemur fram í 19. gr. laganna að hverjum manni sé skylt að framfæra sig, makasinn og börn yngri en 18 ára. Er þetta til samræmis við þá reglu sem fram kemurí 1. mgr. 46. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 og 1. og 2. mgr. 47. gr. sömu laga,að hjón beri sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar og gagnkvæma framfærsluskylduhvort gagnvart öðru. Loks er þess aðgeta sem fram kemur í lögskýringargögnum og áður er rakið að sá réttur semíbúum sveitarfélaga er tryggður samkvæmt lögum nr. 40/1991 er almenns eðlis ísamræmi við þær skyldur sem sveitarfélögin bera. Útfærsla réttarins hvílir þvíí einstökum tilvikum á herðum hvers sveitarfélags miðað við aðstæður hvers umsækjandafyrir sig. Að öllu þessu gættuverður að leggja til grundvallar að það fyrirkomulag í reglum stefnda að tekjurmaka geti haft áhrif til skerðingar á rétti manna til fjárhagsaðstoðar eigi sérfullnægjandi stoð í lögum.3Málatilbúnaðuráfrýjanda er í öðru lagi á því reistur að reglur stefnda um fjárhagsaðstoðeftir lögum nr. 40/1991 standi því í vegi að hún fái notið þeirralágmarksréttinda sem í ákvæði 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar felist. Vegnaþeirrar mismununar sem gerð sé í reglum stefnda á grundvelli hjúskaparstöðu fáihún ekki notið þeirra mannréttinda sem 65. gr. stjórnarskrárinnar mæli fyrirum.Við úrlausn um þessa málsástæðuskiptir í fyrsta lagi máli það sem áður segir að það er fyrst þegar fjárstuðningiríkisins sleppir að í hlut sveitarfélaga kemur að taka afstöðu til þess hvernigfjárhagsaðstoð þeirra við íbúa sína verði hagað til að tryggja þeim nauðsynlegaframfærslu. Þá skiptir og máli í þessu samhengi að fjárhagsaðstoð samkvæmtlögum nr. 40/1991 er tímabundið úrræði öndvert við það sem almennt gildir umrétt til greiðslna úr almannatryggingum samkvæmt lögum nr. 100/2007. Í annan stað erað líta til þeirrar stöðu sem sveitarfélögum er markaður í 1. mgr. 78. gr.stjórnarskrárinnar en þar kemur fram að þau skuli sjálf ráða málefnum sínumeftir því sem lög ákveða. Það mat sem sveitarstjórnum er falið í lögum nr.40/1991 tekur mið af sjálfsákvörðunarrétti þeirra en í honum felst meðal annarsheimild til þess að setja reglur um framkvæmd og útfærslu tiltekinna verkefnainnan marka laga. Sveitarfélög fara samkvæmt þessu sjálf með forræði eigintekjustofna og hafa á þeim grundvelli svigrúm til að ákveða forgangsröðunlögbundinna verkefni innan ákveðins ramma. Samkvæmt þessu hafa sveitarfélög verulegtsvigrúm til að meta hvert tilvik fyrir sig út frá skyldum sínum til að veitafjárhagsaðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991. Af þessari stöðu sveitarfélaga, semstjórnskipunarreglur mæla fyrir um, leiðir að reglur um fjárhagsaðstoð samkvæmt1. mgr. 21. gr. laga nr. 40/1991 geta verið mismunandi eftir sveitarfélögum. Erþað öndvert við ákvæði laga nr. 100/2007 sem mæla fyrir um skýlausan réttöryrkja til fjárhagsaðstoðar óháð búsetu þeirra. Í þriðja lagi erþess að geta að þótt telja megi það aðalreglu íslensks réttar að einstaklingar eigi rétt til greiðslna úropinberum sjóðum án tillits til tekna maka sinna er víða í lögum tekið tillittil hjúskaparstöðu fólks og má sem dæmi nefna í því sambandi skattalög ogfyrrgreint ákvæði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 40/1991. Eins og segir í áðurtilvitnuðum dómi réttarins í máli nr. 125/2000 getur átt við málefnaleg rök aðstyðjast að gera nokkurn mun á greiðslum til einstaklinga úr opinberum sjóðumeftir sambúðarformi. Kemur sama afstaða einnig fram í dómi réttarins í máli nr.549/2002 en þar segir að ekkert í forsendum dóms réttarins í máli nr. 125/2000gefi tilefni til þeirrar ályktunar að löggjafanum sé óheimilt að láta tekjurmaka hafa áhrif á tekjutryggingu öryrkja til skerðingar þótt því valdi séusettar skorður. Sveitarfélög erueins og ríkið bundin af ákvæðum stjórnarskrárinnar við setningu reglna umréttindi borgaranna og framkvæmd þeirra. Í ljósi þess sem áður er rakið verðureigi að síður að leggja til grundvallar að svigrúm sveitarfélaga til þess aðláta tekjur maka hafa áhrif á rétt einstaklinga til fjárhagsaðstoðar samkvæmtlögum nr. 40/1991 sé rýmra en á við um þær ótímabundnu greiðslur sem almannatryggingalögmæla fyrir um. Af því leiðir að heimilt er í reglum sem settar eru á grundvellilaga nr. 40/1991 að mæla fyrir um skerðingu þeirrar fjárhagsaðstoðar sem kveðiðer á um í sömu lögum vegna tekna maka og þá jafnvel með þeim afleiðingum að súaðstoð geti eftir atvikum fallið niður eins og gerðist í tilviki áfrýjanda. Að gættu ölluframangreindu verður að telja að það fyrirkomulag reglna stefnda að láta tekjurmaka hafa áhrif á rétt til fjárstuðnings eigi við málefnaleg rök að styðjast.Jafnframt er fallist á það mat Landsréttar að ekki verði talið að sú skerðingsem áfrýjandi sætti og um er deilt í málinu hafi farið í bága við grundvallarreglurstjórnarskrárinnar. 4Áfrýjandi byggir kröfur sínar einnig á því aðstefndi hafi takmarkað rannsókn sína og skyldubundið mat með setningu reglna umfjárhagsaðstoð. Eins og rakið hefur verið fjallar 11. gr. reglnanna umgrunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, en þó er veitt svigrúm til handa stefnda tilþess að meta ólíkar aðstæður og þörf einstaklinga fyrir frekari aðstoð, eins ogfram kemur í 2. málslið 10. gr. reglnanna. Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. laga nr.40/1991 er kveðið svo á um að félagsmálanefnd meti þörf og ákveðifjárhagsaðstoð í samræmi við framangreindar reglur. Þannig er mælt fyrir umskyldu stefnda til að meta þörf fyrir fjárhagsaðstoð í hverju tilviki fyrir sigog í 16. til 27. gr. reglnanna er kveðið á um heimild til fjárhagsaðstoðarvegna sérstakra aðstæðna. Af hálfu áfrýjanda hefur engin grein verið gerð fyrirþví að einhverjar þær aðstæður hafi verið fyrir hendi sem réttlættu þörf áfrekara mati á fjárhagsaðstoð en veitt var á grundvelli hinna hlutlægu viðmiðasem fram koma í 11. gr. reglnanna. Samkvæmt ölluframangreindu verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest en rétt er að hvoraðili beri sinn kostnað af meðferð málsins fyrir Hæstarétti.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skalvera óraskaður.Málskostnaður fyrirHæstarétti fellur niður. Dómur Landsréttar.Mál þetta dæma landsréttardómararnir Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon og Eggert Óskarsson, settur landsréttardómari.Málsmeðferð og dómkröfur aðila1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 12. apríl 2019 að fengnu áfrýjunarleyfi. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2018 í málinu nr. E-3811/2017.2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að ógiltar verði ákvarðanir stefnda 8. janúar og 8. apríl 2015, þar sem umsókn áfrýjanda um fjárhagsaðstoð frá stefnda fyrir tímabilið 1. janúar 2015 til 28. febrúar sama ár var synjað. Jafnframt krefst áfrýjandi þess að ógiltur verði úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála 14. október 2015 þar sem framangreindar ákvarðanir voru staðfestar. Þá krefst áfrýjandi þess að stefndi greiði sér 49.868 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. janúar 2015 til greiðsludags. Að lokum krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti.3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti.Niðurstaða4 Atvikum og málsástæðum aðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi en líkt og þar greinir er í máli þessu deilt um hvort stefndi hafi með ólögmætum hætti synjað áfrýjanda um fjárhagsaðstoð í janúar og febrúar 2015.5 Samkvæmt 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, sem settar eru með heimild í 1. mgr. 21. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, skal grunnfjárþörf til framfærslu samkvæmt 11. gr. reglnanna lögð til grundvallar veittri fjárhagsaðstoð. Grunnfjárþörfin er skilgreind með ólíkum hætti fyrir einstakling sem rekur eigið heimili og hjón eða sambúðarfólk í sömu stöðu en í síðarnefnda tilvikinu er fjárhæðin lægri en ef um tvo einstaklinga er að ræða. Frá skilgreindri grunnfjárþörf eru síðan samkvæmt 12. gr. reglnanna dregnar allar tekjur umsækjanda og maka, í þeim mánuði sem sótt er um og mánuðinn á undan, aðrar en greiðslur vegna barna og húsaleigubætur eða vaxtabætur. Koma þær tekjur til frádráttar veittri fjárhagsaðstoð. Atvik máls þessa eru með þeim hætti að hefði eingöngu verið litið til tekna áfrýjanda á framangreindum tíma, og skilgreindrar grunnfjárþarfar til framfærslu einstaklings samkvæmt 11. gr. reglnanna, hefðu tekjur hennar verið undir viðmiðunarmörkum og hún fengið fjárhagsaðstoð, en þegar tillit var tekið til tekna maka hennar voru samanlagðar tekjur þeirra yfir viðmiðunarmörkum fyrir hjón eða sambúðarfólk. Var synjun stefnda um fjárhagsaðstoð til áfrýjanda á því byggð.6 Áfrýjandi krefst þess í málinu að ógiltar verði ákvarðanir stefnda 8. janúar og 8. apríl 2015, og úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og velferðarmála 14. október sama ár, þar sem umsókn áfrýjanda um fjárhagsaðstoð á framangreindu tímabili var synjað. Jafnframt krefst hún þess að stefnda verði gert að greiða henni 49.868 krónur, sem samsvari þeirri fjárhagsaðstoð sem hún hefði fengið á grundvelli reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg ef eingöngu hefði verið litið til tekna hennar á framangreindum tíma og skilgreindrar grunnfjárþarfar til framfærslu einstaklings samkvæmt 11. gr. reglnanna.7 Áfrýjandi byggir kröfur sínar í fyrsta lagi á því að stefndi hafi ekki frjálsar hendur um útfærslu fjárhagsaðstoðar og skerðing á fjárhagsaðstoð til hennar vegna tekna maka hafi farið í bága við ákvæði laga nr. 40/1991 og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar.8 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að ákvörðun stefnda um að synja áfrýjanda um fjárhagsaðstoð vegna tekna maka hafi haft fullnægjandi lagastoð.9 Í öðru lagi byggir áfrýjandi á því að sú skerðing vegna tekna maka sem um er deilt í máli þessu hafi farið í bága við 1. mgr. 76. gr. og 65. gr. stjórnarskrárinnar, sem og stjórnskipulega meðalhófsreglu. Í þessu sambandi bendir hún sérstaklega á að engan sjálfstæðan rétt einstaklings til lágmarksframfærslu, án tillits til tekna maka, sé að finna í reglum stefnda um fjárhagsaðstoð.0 Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Í 65. gr. stjórnarskrárinnar greinir að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Þá skuli konur og karlar njóta jafns réttar í hvívetna. Í óskráðri meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar felst að þegar stjórnarskrárvarin réttindi sæta takmörkunum skuli ekki gengið lengra en þörf krefur í því skyni að ná þeim lögmætu markmiðum sem að er stefnt með takmörkuninni.1 Með dómum Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 og 15. nóvember 2018 í máli nr. 795/2017 var því slegið föstu að 76. gr. stjórnarskrárinnar verði skýrð á þann veg að skylt sé að tryggja að lögum rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarksframfærslu eftir fyrir fram gefnu skipulagi sem sé ákveðið á málefnalegan hátt. Almenni löggjafinn hafi þó vald um það hvernig þessu skipulagi skuli háttað, sbr. 2. gr. og 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar metið sé hvort útfærsla framangreindra réttinda í lögum samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar beri að líta til þess hvort skerðing réttinda gangi of nærri þeim lágmarksréttindum sem felist í ákvæðum 76. gr. stjórnarskrárinnar og hvort byggt hafi verið á lögmætum sjónarmiðum á borð við jafnræði, sbr. 65. gr. stjórnarskrárinnar, og meðalhóf.2 Í 78. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um að sveitarfélög skuli ráða málefnum sínum sjálf eftir því sem lög ákveði. Skuli tekjustofnar þeirra ákveðnir með lögum svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir. Almenni löggjafinn hefur kveðið á um félagsþjónustu sveitarfélaga í lögum nr. 40/1991 en samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna er markmið þeirra að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Eins og skýrt kemur fram í almennum athugasemdum með frumvarpi til framangreindra laga var við setningu þeirra, í ljósi sjálfsákvörðunarréttar sveitarfélaga, valin sú leið að setja rammalöggjöf sem veitti sveitarfélögum ákveðið frelsi og sjálfræði við val á leiðum til að ná framangreindum markmiðum. Var jafnframt tekið fram að frumvarpið kvæði ekki á um réttindi í þeim skilningi að fólk gæti krafist tiltekinnar aðstoðar heldur væri sveitarfélögum falið að útfæra réttindin. Þannig væri til dæmis ekki kveðið á um tiltekna lágmarksupphæð fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga enda myndi slíkt stríða gegn sjálfsákvörðunarrétti þeirra. Jafnframt greinir í athugasemdunum að í frumvarpinu sé lögð áhersla á það grundvallaratriði að einstaklingum sé þrátt fyrir skyldur sveitarfélaga samkvæmt lögunum ætlað að „bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum“. Í samræmi við þetta er í 19. gr. laganna, sem er upphafsákvæði VI. kafla þeirra um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, kveðið á um að sérhverjum manni sé skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn undir 18 ára aldri. Gera lög nr. 40/1991 þannig með skýrum hætti ráð fyrir því að sveitarfélög geti ákveðið að ekki komi til fjárhagsaðstoðar nema þörf krefji eftir að tekið hefur verið tillit til gagnkvæmrar framfærsluskyldu hjóna, sbr. einnig 46. og 47. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.3 Þegar metið er hvort framangreind útfærsla fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga í lögum nr. 40/1991 standist þær grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem áfrýjandi vísar til er til þess að líta að þrátt fyrir að 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár feli eins og að framan greinir í sér einstaklingsbundinn rétt til lágmarksframfærslu er víða í lögum, með svipuðum hætti og í lögum nr. 40/1991, tekið tillit til hjúskaparstöðu fólks. Hefur ekki verið talið óheimilt að láta tekjur maka, upp að vissu marki, hafa áhrif á rétt til greiðslna úr opinberum sjóðum, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 15. nóvember 2018 í máli nr. 795/2017 og 16. október 2003 í máli nr. 549/2002. Í því sambandi hefur meðal annars verið vísað til þess að þeir sem eru í hjúskap eða sambúð þurfi minna sér til framfærslu en sá sem býr einn, sbr. einnig til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000.4 Þegar staða áfrýjanda er metin er einnig til þess að líta að hún er örorkulífeyrisþegi og hefur frá árinu 2011 fengið greiddar bætur á grundvelli laga nr. 100/2007 um almannatryggingar auk þess sem hún hefur fengið greiðslur á grundvelli laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Þegar metið er hvort gengið hafi verið of nærri stjórnarskrárvörðum lágmarksréttindum hennar vegna þess að tekjur maka hafi haft áhrif á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi samkvæmt lögum nr. 40/1991 verður að hafa í huga að það er fyrst og fremst með lögum nr. 100/2007 sem kveðið er á um hinn stjórnarskrárvarða grundvallarrétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarksframfærslu eftir fyrir fram gefnu skipulagi, sbr. ummæli í dómi Hæstaréttar frá 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000. Verður því ekki talið að nákvæmlega sömu sjónarmið eigi við um félagslega aðstoð sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 40/1991, eða um heimildir laga nr. 99/2007 til að greiða félagslegar bætur vegna tiltekinna aðstæðna, og greiðslur úr almannatryggingum. Þá er til þess að líta að eftir lagabreytingar í kjölfar dóma Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 og 16. október 2003 í máli nr. 549/2002 er það almenna reglan samkvæmt lögum nr. 100/2007 að tekjur maka örorkulífeyrisþega hafi ekki lengur áhrif við útreikning bóta að öðru leyti en hvað varðar fjármagnstekjur, sbr. a- og c-liði 2. mgr. 16. gr. laga nr. 100/2007. Því verður við mat á aðstæðum áfrýjanda að líta fyrst til þess að hún naut greiðslna samkvæmt lögum nr. 100/2007 áður en metið er hvort skerðing vegna tekna maka á grundvelli reglna um framkvæmd fjárhagsaðstoðar, sbr. 21. gr. laga nr. 40/1991, gangi of nærri stjórnarskrárvörðum lágmarksréttindum hennar.5 Þegar framangreint er virt, ásamt því að fyrir liggur að áfrýjandi hafði sjálf tekjur að fjárhæð 150.018 krónur á mánuði á því tímabili sem um ræðir í kröfugerð hennar, verður ekki talið að að sú skerðing vegna tekna maka sem um er deilt í máli þessu hafi farið í bága við grundvallarreglur stjórnarskrárinnar.6 Loks byggir áfrýjandi á því að brotið hafi verið gegn meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat. Mat það sem félagsmálanefnd bar samkvæmt 2. mgr. 21. gr. laga nr. 40/1991 að leggja á mál áfrýjanda hafi verið afnumið eða takmarkað óhóflega með þeim reglum um fjárhagsaðstoð sem á var byggt í máli hennar.7 Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laga nr. 40/1991 skal sveitarstjórn setja reglur um framkvæmd fjárhagsaðstoðar en samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skal félagsmálanefnd meta þörf og ákveða fjárhagsaðstoð í samræmi við þær reglur. Með síðarnefnda ákvæðinu er þannig mælt fyrir um skyldu félagsmálanefndar til að meta þörf fyrir fjárhagsaðstoð í hverju tilviki. Þau hlutlægu viðmið um grunnfjárþörf til framfærslu sem fram koma í 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, og regla 12. gr. um frádrátt vegna tekna, sem byggt var á í tilviki áfrýjanda, gera ráð fyrir því að tekjur áfrýjanda og maka hennar séu kannaðar með einstaklingsbundnum hætti og útiloka ekki frekara mat á þörfum hennar séu sérstakar aðstæður fyrir hendi, sbr. 16. gr. til 27. gr. sömu reglna.8 Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ekki talið að lögbundið mat félagsmálanefndar stefnda hafi verið óhóflega takmarkað í málinu.9 Samkvæmt öllu framangreindu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sýknu stefnda af kröfum áfrýjanda.20 Með hliðsjón af atvikum máls verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um málskostnað jafnframt staðfest.21 Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af meðferð málsins fyrir Landsrétti.22 Það athugast að ekki voru efni til þess hjá áfrýjanda að krefjast ógildingar ákvörðunar þjónustumiðstöðvar hjá stefnda 8. janúar 2015, sem staðfest var af velferðarráði stefnda 8. apríl sama ár, til viðbótar við kröfu hennar þess efnis að úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og velferðarmála 14. október sama ár, sem staðfesti framangreinda ákvörðun, yrði ógiltur.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 2. desember 2018Mál þetta, sem var höfðað með stefnu birtri 29. nóvember 2017, var dómtekið 26. nóvember sl. Stefnandi er A, [...] í Reykjavík. Stefndi er Reykjavíkurborg.Stefnandi krefst þess aðallega að ógiltar verði ákvarðanir stefnda frá 8. janúar 2015 og 8. apríl 2015, þar sem umsókn hennar um fjárhagsaðstoð frá stefnda fyrir tímabilið 1. janúar 2015 til 28. febrúar 2015 var synjað. Þá krefst stefnandi þess einnig að ógiltur verði úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála þann 14. október 2015, þar sem framangreindar ákvarðanir voru staðfestar. Enn fremur krefst stefnandi þess að stefndi greiði sér 49.868 krónur, auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 8. janúar 2015 til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að stefnda hafi verið óheimilt að synja umsókn stefnanda um fjárhagsaðstoð fyrir tímabilið 1. janúar 2015 til 28. febrúar 2015 á grundvelli tekna maka stefnanda samkvæmt 2. og 12. gr. reglna stefnda um fjárhagsaðstoð. Loks krefst stefnandi, bæði í aðal- og varakröfu, greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda.Stefndi krefst aðallega frávísunar á kröfum stefnanda en til vara sýknu af öllum kröfum stefnanda. Í báðum tilvikum krefst stefndi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnanda.Með úrskurði dómsins, kveðnum upp 8. maí sl., var varakröfu stefnanda vísað frá dómi.Atvik málsStefnandi er örorkulífeyrisþegi og hefur verið metin með hámarksörorku (75%) frá 1. mars 2011. Frá þeim tíma hefur stefnandi fengið greiddan örorkulífeyri, aldurstengda örorkuuppbót og tekjutryggingu á grundvelli laga um almannatryggingar. Þá hefur stefnandi einnig fengið sérstaka framfærsluuppbót á grundvelli laga um félagslega aðstoð.Þann 6. janúar 2015 sótti stefnandi um fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg fyrir tímabilið 1. janúar 2015 til 28. febrúar 2015. Umsókninni var synjað af Þjónustumiðstöð [..] þann 8. janúar 2015. Synjunin var rökstudd með vísan til þess að umsókn stefnanda samrýmdist ekki reglum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð.Samkvæmt reglunum um fjárhagsaðstoð stefnda var, á þeim tíma sem stefnandi sótti um fjárhagsaðstoð, grunnfjárhæð aðstoðar 174.952 krónur á mánuði fyrir einstakling sem rekur eigið heimili en 262.482 krónur fyrir hjón, sbr. 1. og 3. mgr. 11. gr. reglnanna. Tekjur stefnanda á umræddu tímabili námu 150.018 krónum á mánuði en samanlagðar tekjur hennar og maka hennar voru 412.880 krónur á mánuði. Synjun þjónustumiðstöðvarinnar byggðist á því að þótt tekjur stefnanda hefðu verið undir framangreindum viðmiðunarmörkum fyrir einstakling hefðu samanlagðar tekjur stefnanda og maka hennar verið umfram þau tekjumörk sem veiti rétt til fjárhagsaðstoðar. Í framangreindri synjun var sérstaklega vísað til 2. gr. reglna stefnda, þar sem segir að m.a. að hjón beri framfærsluskyldu gagnavart maka sínum og til 12. gr. reglnanna þar sem mælt er fyrir um að allar tekjur, bæði umsækjanda og maka hans, komi til frádráttar við ákvörðun um upphæð fjárhagsaðstoðar.Stefnandi kærði framangreinda synjun til velferðarráðs Reykjavíkurborgar með kæru dagsettri 3. febrúar 2015. Kæra stefnanda var tekin fyrir á fundi velferðarráðs þann 8. apríl 2015 þar sem ákvörðun þjónustumiðstöðvarinnar var staðfest. Stefnandi óskaði eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun velferðarráðs og barst umbeðinn rökstuðningur þann 27. apríl 2015.Stefnandi skaut þá málinu til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála og krafðist þess að synjun stefnda yrði felld úr gildi og að ákvörðuninni yrði breytt þannig að stefnanda yrði veitt fjárhagsaðstoð frá og með 1. janúar 2015. Þann 14. október 2015 kvað úrskurðarnefndin upp úrskurð í máli stefnanda, nr. 44/2015, þar sem hin kærða ákvörðun var staðfest.Málsástæður og lagarök stefnandaStefnandi reisir kröfur sínar í fyrsta lagi á því að ákvæði í reglum stefnda um fjárhagsaðstoð, sem mæli fyrir um að tekjur maka skerði rétt stefnanda til fjárhagsaðstoðar, eigi sér ekki stoð í lögum. Reglurnar séu settar á grundvelli laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, en í þeim lögum sé ekki tekið fram að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga skuli sæta skerðingu vegna tekna maka. Þá megi leiða af markmiðsákvæðum og öðrum ákvæðum laganna að sveitarfélög skuli hafa að leiðarljósi, þegar þau veiti fjárhagsaðstoð, rétt einstaklings til að framfæra sig sjálfur og hafa til hliðsjónar skyldu hans til að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn. Þá skuli einstaklingar hvattir til að taka ábyrgð á sjálfum sér og öðrum, þeir hvattir til sjálfshjálpar og sjálfsákvörðunarréttur þeirra virtur. Vísar stefnandi til 2. mgr. 1. gr., 1. mgr. 12. gr. og 19. gr. laganna þessu til stuðnings. Framangreindar skerðingarreglur stefnda gangi gegn þessum markmiðum laganna.Í öðru lagi byggir stefnandi á því að reglur stefnda brjóti gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 76. gr. hennar þar sem mælt er fyrir um að öllum sem þess þurfa skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Með því að fella með öllu niður rétt stefnanda til fjárhagsaðstoðar, sem hún annars nyti, á grundvelli tekna maka hennar, hafi stefndi svipt stefnanda rétti sem henni sé tryggður í framangreindum ákvæðum stjórnarskrár, sbr. einnig 5. gr. 7. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu.Rétt stefnanda samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar verði að skýra á þann veg að skylt sé með lögum að tryggja rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarksframfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi sem ákveðið sé á málefnalegan hátt. Skipulagið verði að tryggja þau lágmarksréttindi sem felast í 76. gr. og uppfylla skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar um að hver einstaklingur njóti jafnréttis á við aðra sem réttar njóta, auk almennra mannréttinda. Það sé aðalregla í íslenskum rétti að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka. Undantekningar á þeirri reglu verði að skýra þröngt. Jafnframt verði að hafa í huga að framfærsluskylda hjóna sé gagnkvæmur réttur og skylda beggja.Með því að fella með öllu niður rétt stefnanda til fjárhagsaðstoðar vegna tekna maka hennar hafi stefndi brotið framangreindan rétt stefnanda sem henni sé tryggður í 65. og 76. gr. stjórnarskárinnar.Loks, í þriðja lagi, reisir stefnandi kröfu sína á því að stefndi hafi brotið gegn meginreglunni um skyldubundið mat við ákvarðanir um að synja stefnanda um fjárhagsaðstoð. Umsókn stefnanda hafi verið synjað með vísan til þess eins að samanlagðar tekjur stefnanda og maka hennar hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru í reglum stefnda án þess að heildarmat á aðstæðum hennar hafi farið fram. Jafnvel þótt stefndi geti sett tiltekin hlutlæg viðmið við mat á umsóknum um fjárhagsaðstoð verði að gæta þess að slík viðmið útiloki ekki að öllu leyti frekara mat á þörfum stefnanda á aðstoð.Með vísan til framangreindra málsástæðna krefst stefnandi þess að ákvarðanir stefnda verði ógiltar. Ákvarðanirnar hafi verið haldnar verulegum efnisannmarka og slíkur annmarki leiði til ógildingar ákvörðunar enda engir aðrir hagsmunir sem komi í veg fyrir það. Auk þess gerir stefnandi fjárkröfu sem byggir á því að virða beri að vettugi hinar ólögmætu ákvarðanir stefnda og veita stefnanda fjárhagsaðstoð á því tímabili sem hún sótti um, með hliðsjón af tekjum hennar á sama tímabili. Fjárhæð fjárkröfunnar sé því miðuð við viðmiðunarfjárhæð um fjárhagsaðstoð til einstaklinga að frádregnum tekjum stefnanda, sbr. 11. og 12. gr. reglna stefnda á því tímabili sem um er deilt.Málsástæður og lagarök stefndaStefndi reisir sýknukröfu sína á því að hann hafi að öllu leyti farið að lögum og reglum við meðferð mála stefnanda sem og við framkvæmd umdeildra ákvarðana.Stefndi byggir á því að ákvarðanir hans séu í fullu samræmi við skyldur sem á honum hvíla samkvæmt lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Lögin séu almenn rammalöggjöf sem mæli fyrir um skyldu sveitarfélaga til að sinna tilteknum verkefnum en veiti þeim jafnframt svigrúm til að setja reglur þar að lútandi. Sveitarfélög geti metið, með hliðsjón af aðstæðum á hverjum stað, hvers konar þjónustu þau vilji veita, þar á meðal umfang og útfærslu fjárhagsaðstoðar sem mælt sé fyrir um í VI. kafla laganna. Samkvæmt framangreindu sé lögunum um félagsþjónustu sveitarfélaga einungis ætlað að tryggja rétt fólks en ekki að skilgreina hann efnislega. Hafi það verið vilji löggjafans að setja útfærslu fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga einhver tiltekin mörk hvað varðar útreikning á fjárhagsaðstoð til einstaklings þá hafi sá vilji þurft að koma skýrt fram í lögunum.Í samræmi við framangreint og 78. gr. stjórnarskrárinnar, um sjálfstjórn sveitarfélaga, sé mat á nauðsyn á aðstoð að meginstefnu til lagt í hendur þeirrar sveitarstjórnar sem veiti þjónustuna. Löggjöf um sveitarfélög sé breytileg frá einum tíma til annars og málefni sem sjálfstjórn sveitarfélaga taki til breytileg frá einum tíma til annars. Ráðist það af löggjöf hverju sinni hvaða málefni það eru sem sveitarfélögin hafa sjálfstjórnarvald um. Því sé sjaldgæft að löggjöf takmarki sjálfstjórnarvald sveitarfélags við framkvæmd þeirrar þjónustu sem löggjafinn hafi falið sveitarfélögum að inna af hendi. Sé það hins vegar gert þá er ljóst að slík ákvæði verði að vera skýr. Í lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, sé ekki að finna slík ákvæði. Í samræmi við sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga, sem tryggður sé í 78. gr. stjórnarskrárinnar, ráði stefndi því sjálfur hvernig hann forgangsraði útgjöldum sínum í samræmi við lagaskyldur og áherslur hverju sinni. Það hafi hann gert með því að setja reglur um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Þá vísar stefndi einnig til 1. mgr. 1. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, en þar segi að sveitarfélög séu sjálfstæð stjórnvöld sem ráði málefnum sínum sjálf og á eigin ábyrgð. Eitt meginsjónarmið við gerð lagafrumvarpsins hafi verið að tryggja ríka sjálfstjórn sveitarfélaga. Sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga sé ríkari en ella í þeim tilvikum þegar um er að ræða rammalöggjöf eins og á við um lög nr. 40/1991. Löggjafinn hafi með þeim látið sveitarfélögum eftir að ákveða nánari útfærslu á framkvæmd aðstoðar innan ramma laga um viðkomandi málaflokk og í hvaða mæli unnt sé að veita hana. Það hafi stefndi gert með því að setja reglur um fjárhagsaðstoð frá stefnda.Þá byggir stefndi á því að fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sé neyðaraðstoð sem ekki beri að veita nema engar bjargir séu fyrir hendi. Í 1. gr. reglna um fjárhagsaðstoð stefnda komi fram að skylt sé að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar, sbr. IV. og VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum, sbr. III. kafla reglna um fjárhagsaðstoð frá stefnda. Meginreglan sé sú að umsækjandi fái einungis greidda fjárhagsaðstoð ef hann eða maki hans getur ekki framfleytt umsækjanda. Sú regla eigi sér stoð í 2. gr. reglnanna og 1. mgr. 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga sem kveði á um skyldu hvers og eins til að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára. Þá sé jafnfram mælt fyrir um framfærsluskyldu hjóna í 1. mgr. 46. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.Við mat á því hvort umsækjandi geti átt rétt til fjárhagsaðstoðar til framfærslu á grundvelli 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá stefnda skal meðal annars horfa til 12. gr. reglnanna sem kveði á um áhrif tekna umsækjanda og maka hans og eigna umsækjanda á rétt til aðstoðar. Það sé mat stefnda að hjón og sambúðarfólk njóti hagræðis af því að halda saman heimili auk þess sem þeim sé skylt að framfæra maka sinn og börn. Samanlagðar mánaðartekjur stefnanda og maka hennar hafi numið 412.880 krónum og því verið 150.398 krónum hærri en viðmiðunarfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir hjón og sambúðarfólk á þeim tíma sem stefnandi sótti um fjárhagsaðstoð. Reglur stefnda eigi sér ótvírætt stoð í lögum og sjónarmið að baki reglunum í 12. gr. séu málefnaleg.Í athugasemdum við 21. gr. þess frumvarps sem varð að lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga komi fram að í því skyni að tryggja ákveðna festu við framkvæmd fjárhagsaðstoðar í sveitarfélaginu sé lagt til það nýmæli að öllum sveitarfélögum verði gert skylt að setja ákveðnar reglur um fjárhagsaðstoð til einstaklinga. Með því móti verði tryggt að íbúar sveitarfélagsins eigi í raun rétt á ákveðinni lágmarksaðstoð enda þótt viðmiðunin um lágmark verði ekki tilgreind í lögum. Ljóst sé af þessu að ætlun löggjafans hafi verið að sveitarfélög sjálf skyldu ákveða slík viðmið. Fjárhæð þeirrar aðstoðar sem veitt er á grundvelli reglna stefnda sé endurskoðuð árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Meginviðmið við ákvörðun fjárhæðarinnar sé hækkun á vísitölu neysluverðs. Ákvörðun sé háð samþykki velferðarráðs hverju sinni. Stefndi telur að sýnt hafi verið fram á að lögmætisreglunni hafi í hvívetna verið fylgt við umdeildar ákvarðanir og úrskurð um rétt stefnanda.Stefndi hafnar því alfarið að reglur stefnda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga í hjúskap og sambúð brjóti gegn 65. gr. og 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Þá andmælir hann þeirri málsástæðu stefnanda að það sé aðalregla íslensks réttar að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka. Sú málsástæða sé ekki studd neinum lagarökum. Stefndi vísar til 19. gr. laga um félagsaðstoð sveitarfélaga til stuðnings hinu gagnstæða, sem og til ákvæða hjúskaparlaga, einkum 1. mgr. 46. gr. og 1. mgr. 47. gr. þeirra laga og enn fremur til 2. gr. eigin reglna um fjárhagsaðstoð. Loks áréttar hann þá málsástæðu að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga sé í eðli sínu tímabundin neyðaraðstoðSamkvæmt reglum stefnda um fjárhagsaðstoð geti grunnfjárhæð aðstoðar til hjóna og sambúðarfólks numið allt að 262.482 krónum. Svo sem fram komi í stefnu séu samanlagðar mánaðartekjur stefnanda og maka hennar 412.880 krónur eða 150.398 krónum hærri en viðmiðunarfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir hjón og sambúðarfólk. Samkvæmt því hafi stefnandi og maki hennar töluvert hærri tekjur en hjón og sambúðarfólk sem njóti fjárhagsaðstoðar frá stefnda.Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga komi fram að áhersla sé lögð á aðstoð til sjálfshjálpar þannig að veitt aðstoð og þjónusta hafi það að markmiði að einstaklingurinn verði sjálfbjarga og fær um að lifa sem eðlilegustu lífi. Í því felist að markmið aðstoðar er að einstaklingur verði fær um að stjórna málum sínum sjálfur en verði ekki háður aðstoðinni. Ljóst sé af framangreindu að fjárhagsaðstoð sveitarfélags sé ekki ætluð til lengri tíma og ef einstaklingi tekst ekki að sjá sér sjálfur farborða taki annað framfærslukerfi við, það er örorkubætur frá Tryggingastofnun.Loks mótmælir stefndi þeirri staðhæfingu sem rangri og ósannaðri að stefndi hafi með ákvörðun sinni brotið gegn meginreglunni um skyldubundið mat stjórnvalda. Stjórnvöldum sé skylt, þrátt fyrir framangreinda meginreglu, að leysa úr sambærilegum málum þannig að jafnræðis sé gætt, sbr. jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í reglum um fjárhagsaðstoð frá stefnda séu sett ákveðin viðmið í því skyni að gæta jafnræðis og séu þau bæði forsvaranleg og málefnaleg og takmarki ekki matið með óhóflegum hætti. Viðurkennt sé að stjórnvöld geti sett reglur til tímasparnaðar og samræmingar og það auðveldi umsækjendum að kynna sér efni reglnanna þegar þær eru settar fram með skýrum hætti. Slíkt fyrirkomulag leiði jafnframt af sér meiri skilvirkni innan stjórnsýslunnar sem sé afar mikilvæg fyrir umsækjendur sem eru í þeirri stöðu að geta ekki framfleytt sér án aðstoðar. Þá sé í reglum stefnda svigrúm til að taka tillit til sérstakra aðstæðna en í tilviki stefnanda hafi slíkar aðstæður ekki verið fyrir hendi.Að endingu mótmælir stefndi dráttarvaxtakröfu stefnanda og þá sérstaklega upphafsdegi þeim sem tilgreindur er í stefnu, sem og kröfu stefnanda um greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda.Forsenda og niðurstaðaÁgreiningur máls þessa lýtur að því hvort stefndi hafi með ólögmætum hætti synjað stefnanda um fjárhagsaðstoð í janúar og febrúar 2015. Í reglum stefnda um fjárhagsaðstoð er ákveðin tiltekin grunnfjárhæð aðstoðar, sem er mismunandi fyrir einstaklinga sem reka eigið heimili og hjón eða sambúðarfólk í sömu stöðu, en frá þeirri fjárhæð eru dregnar allar tekjur umsækjanda og maka hans. Umsókn stefnanda var hafnað þar sem samanlagðar tekjur hennar og maka hennar voru hærri en grunnfjárhæð fyrir hjón og sambúðarfólk. Tekjur stefnanda sjálfrar voru hins vegar lægri en grunnfjárhæð fyrir einstakling sem rekur eigið heimili.Í 1. og 2. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, er markmiðum laganna lýst og hvernig þeim skuli ná. Þar segir m.a. að markmið þjónustu stefnda sé að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar. Fjárhagsaðstoð er eitt þeirra úrræða sem lögin gera ráð fyrir að notuð séu til að ná því markmiði, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna. Í 12. gr. laganna er mælt fyrir um skyldu sveitarfélaga til að veita íbúum þjónustu og aðstoð í samræmi við ákvæði laganna og jafnframt að tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum. Í VI. kafla laganna er mælt nánar fyrir um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og vísað til almennra ákvæða í IV. kafla laganna, þ.á m. 12. gr. sem að framan er rakin. Þá er í 21. gr. lögð sú skylda á sveitarstjórn að setja reglur um framkvæmd fjárhagsaðstoðar að fengnum tillögum félagsmálanefndar, sem metur þörf og ákveður fjárhagsaðstoð til einstaklinga á grundvelli þeirra reglna sem sveitarstjórn setur.Stefndi hefur uppfyllt skyldu sína samkvæmt 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga með því setja reglur um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Reglurnar voru samþykktar í velferðarráði 17. nóvember 2010 og í borgarráði 25. nóvember s.á. og hafa tekið breytingum árlega upp frá því og fram til þess tíma sem mál þetta varðar. Ekki er um það deilt að við setningu þeirra var gætt þeirra aðferða sem mælt er fyrir um í framangreindu ákvæði.Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 eru ekki nánari fyrirmæli um það hvernig fjárstuðningi stefnanda skuli háttað, hver fjárhæð stuðningsins eigi að vera eða önnur fyrirmæli sem lúta að inntaki þess réttar sem reglurnar veita. Lögin lýsa almennt því markmiði sem stuðningi sveitarfélaga við íbúa sína er ætlað að ná. Stefnda er því, eins og öðrum sveitarfélögum, veitt svigrúm til að meta hve mikla aðstoð hann veitir og hvernig aðstoð hann býður upp á. Þetta svigrúm stefnda er í samræmi við ákvæði 78. gr. stjórnarskrárinnar, sem mælir fyrir um sjálfstjórn sveitarfélaga, og m.a. felst í rétti þeirra til ákveða sjálf hvort og hvernig tekjustofnar þeirra eru nýttir, og endurspeglast jafnframt í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Af framangreindu leiðir að ekki er fallist á þá málsástæðu stefnanda að reglur stefnda um tengsl réttar stefnanda til fjárhagsaðstoðar við tekjur maka hennar þarfnist sérstakrar heimildar í lögum. Þá er heldur ekki fallist á að umdeildar reglur stefnda gangi gegn markmiðsákvæðum laganna eða öðrum fyrirmælum þeirra. Þvert á móti verður af 19. gr. laganna ráðið að löggjafinn hafi gert ráð fyrir því að framfærsluskylda maka væri eitt þeirra sjónarmiða sem líta mætti til við ákvörðun um fjárhagsaðstoð. Því er hafnað sjónarmiðum um að ógilda beri ákvörðun stefnda á þeirri forsendu að reglur stefnda hafi ekki fullnægjandi lagastoð.Þrátt fyrir það sem að framan er rakið, um svigrúm stefnda til að meta þörf fyrir fjárhagsaðstoð og setja reglur þar að lútandi, verður mat stefnda að taka mið af og virða þau réttindi sem borgurunum eru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. Kjarni ágreinings aðila í þessu máli lítur að því hvort réttindi stefnanda, sem henni eru tryggð í 65. gr. og 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið virt.Stefnandi byggir á því að stefnda hafi verið óheimilt að líta til tekna maka hennar við mat á umsókn hennar um fjárhagslegan stuðning. Líta verður svo á að í málatilbúnaði stefnanda felist jafnframt að stefnda sé óheimilt að leggja til grundvallar við mat á fjárþörf að hjón og sambúðarfólk þurfi hlutfallslega minni stuðning en einstaklingar sem reki einir heimili.Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum, sem þess þurfi, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Fjallað hefur verið um réttindi samkvæmt þessu ákvæði stjórnarskrárinnar í dómum Hæstaréttar, m.a. í málum nr. 125/2000, 549/2002, 61/2013 og 795/2017.Stefnandi byggir á því að stefnda sé óheimilt að taka tillit til tekna maka við ákvörðun um rétt hennar til fjárhagsaðstoðar. Jafnvel þótt fallast megi á það með stefnanda að það sé aðalregla í íslenskum rétti, að réttur einstaklinga til greiðslu úr opinberum sjóði skuli vera án tillits til tekna maka, þá er í lögum víða tekið tillit til hjúskaparstöðu fólks án þess að það teljist ganga í berhögg við ákvæði stjórnarskrár. Í þessu efni verður að líta til þess að hjón bera sameiginlega ábyrgð á framfærslu fjölskyldunnar og gagnkvæma framfærsluskyldu hvort gagnvart öðru, sbr. 1. mgr. 46. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 og 1. og 2. mgr. 47. gr. sömu laga. Í síðasttöldu málsgreininni er mælt fyrir um skyldu hjóna til að láta maka sínum, sem ekki getur framfært sig sjálfur, í té peningafjárhæð sem með þarf. Enn fremur er kveðið á um framfærsluskyldu maka í 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Með hliðsjón af þessari lagaskyldu verður ekki fallist á að það sé ólögmætt út af fyrir sig að taka, að minnsta kosti að einhverju leyti, tillit til tekna maka þegar félagsþjónusta á vegum sveitarfélaga er skipulögð. Til stuðnings þessari niðurstöðu er jafnframt vísað til dóms Hæstaréttar 16. október 2003 í máli nr. 549/2002.Á hinn bóginn eru takmörk fyrir því hve langt má ganga í því að skerða bætur vegna tekna maka og hefur Hæstiréttur slegið því föstu í dómi sínum 19. desember 2000, í máli nr. 125/2001, að það fari í bága við 1. mgr. 76. gr. og 65. gr. stjórnarskrárinnar að skerða rétt einstaklinga til örorkulífeyris svo mikið á grundvelli tengingar við tekjur maka að með réttu megi segja að þeir fái ekki notið þeirra grundvallarmannréttinda og reisnar sem þeim eru tryggð með framangreindum ákvæðum stjórnarskrár. Sömu sjónarmið eiga við um félagslega aðstoð sveitarfélaga og greiðslur almannatrygginga, sem fjallað er um í framangreindum dómi Hæstaréttar. Umdeildar reglur stefnda, sem kveða á um að tekjur maka séu að fullu lagðar að jöfnu við tekjur umsækjanda um fjárhagsaðstoð, leiða í reynd til þess að einstaklingur í hjúskap á engan rétt til fjárhagsaðstoðar ef tekjur maka hans eru umfram grunnfjárhæð hjóna og sambúðarfólks, jafnvel þótt umsækjandi sjálfur sé tekjulaus. Slíkt fyrirkomulag er andstætt 1. mgr. 76 gr. stjórnarskrár þar sem það „tryggir ekki rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi sem ákveðið er á málefnanlegan hátt“, svo sem slegið var föstu í framangreindum dómi Hæstaréttar, þar sem jafnframt var vísað til 65. gr. stjórnarskrárinnar til stuðnings niðurstöðu dómsins.Við úrlausn um kröfu stefnanda í þessu máli verður hins vegar að líta til þess að tekjur hennar voru 150.018 krónur á því tímabili sem um er deilt en grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar stefnda var 174.952 krónur á mánuði fyrir einstakling sem rekur eigið heimili. Með hliðsjón af þessum atvikum er ekki á það fallist að synjun stefnda um að veita stefnanda fjárstyrk hafi falið í sér brot á rétti sem hún nýtur samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar svo sem hún hefur verið skýrð af Hæstarétti í áður nefndum dómi frá 19. desember 2001. Má í þessu efni jafnframt vísa til dóms Hæstaréttar frá 15. nóvember 2018 í máli nr. 795/2017.Stefnandi byggir einnig á því að sú regla stefnda sem fram kemur í 3. mgr. 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð, að miða grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hjóna og sambúðarfólks við lægri fjárhæð en samanlagða grunnfjárhæð tveggja einstaklinga, feli í sér brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar. Af framangreindu ákvæði í reglum stefnda má ráða að grunnfjárhæð aðstoðar til hjóna og sambúðarfólks nemi 1,5 faldri grunnfjárhæð aðstoðar til einstaklinga. Taka verður undir það sjónarmið stefnda að málefnalegar ástæður liggi að baki reglu af þessu tagi. Í því efni er annars vegar að líta til þess að það leiðir af gagnkvæmri framfærsluskyldu hjóna skv. 46 og 47. gr. hjúskaparlaga, sem áður er getið, að unnt er að gera þá kröfu til tekjuhærri maka að hann leggi meira fé til reksturs heimilis en sá sem lægri tekjur hafi. Þá gera ákvæði um félagsþjónustu sveitarfélaga ráð fyrir því á ýmsum stöðum að við mat á þörf fyrir aðstoð sveitarfélaga sé horft til stöðu fjölskyldna í heild fremur en hvers einstaklings innan hennar, sbr. m.a. 19. gr. laganna. Samræmist það og markmiðsákvæði laganna, sbr. 1. gr. þeirra, og endurspeglast einnig í öðrum reglum stefnda sem á ýmsan hátt taka tillit til fjölskyldunnar í heild, sbr. rétt til fjárstuðnings vegna sérstakra aðstæðna í IV. kafla reglnanna. Loks verður fallist á að málefnaleg rök standi til þess að draga þá ályktun að hjón og sambúðarfólk hafi tiltekið hagræði af sameiginlegum rekstri heimilis. Með framangreindum rökum er ekki fallist á það að reglur stefnda hafi falið í sér brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar með því að miða grunnfjárhæð framfærsluaðstoðar til stefnanda við aðra og lægri fjárhæð en ef hún ræki ein heimili.Loks byggir stefnandi á því að ógilda beri ákvörðun stefnda þar sem brotin hafi verið meginregla um skyldubundið mat með setningu umdeildra reglna stefnda um fjárhagsaðstoð. Jafnvel þótt stjórnvöldum kunni að vera skylt að meta sérstaklega aðstæður hvers og eins samkvæmt framangreindri meginreglu er þeim jafnframt játaður réttur til að setja tileknar almennar reglur. Slíkar almennar reglur eru nauðsynlegar til að tryggja að borgarar geti kynnt sér réttindi sín, þær stuðla að skilvirkni í framkvæmd og þjóna því mikilvæga markmiði að tryggja jafnræði við úthlutun takmarkaðra verðmæta. Þá verður jafnframt að líta til þess að þær reglur sem hér er deilt um fjalla um grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, en reglur stefnda um fjárhagsaðstoð veita að öðru leyti talvert svigrúm til mats á ólíkum aðstæðum og þörf borgara fyrir frekari aðstoð. Loks hefur stefnandi hvorki rökstutt né lagt fram gögn sem varpa ljósi á það hvaða einstaklingsbundnu aðstæður hafi verið fyrir hendi sem kröfðust þess að stefndi mæti aðstæður hennar sérstaklega eða leitt líkur að því að slíkt mat hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Er því ekki fallist á ógildingu ákvörðunar stefnda á þessari forsendu.Að virtu öllu því sem að framan er rakið verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Með hliðsjón af atvikum máls og stöðu aðila er rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af rekstri málsins.Mál þetta flutt Flóki Ásgeirsson lögmaður fyrir stefnanda og Anna Guðrún Árnadóttir lögmaður fyrir stefnda. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn.Dómsorð:Stefndi, Reykjavíkurborg, er sýkn af kröfum stefnanda, A. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 362/2002
|
Farmsamningur Skaðabætur
|
A hf. samdi við franska verslunarkeðju um sölu á kavíar. Tók S hf. að sér að flytja kavíarinn til Frakklands, en S hf. átti sjálft að flytja þessa sendingu sjóleiðina til Hollands. Var kavíarinn settur í frystigám, sem S hf. lagði til, en það hafði gengist undir þann skilmála að hitastig á farminum yrði 0° meðan á flutningum stæði. Þegar gáminum hafði verið skipað upp í Hollandi barst 13° heitt loft út úr gáminum. Rifti franska verslunarkeðjan þá kaupunum og féllst A hf. á riftunina. Greiddi T hf., sem hafði vátryggt farminn, A hf. bætur fyrir vörusendinguna. Í máli sem T hf. höfðaði á hendur S hf. vegna þessa krafðist félagið nánar tiltekinnar fjárhæðar fyrir andvirði vörusendingarinnar auk endurgreiðslu geymslu- og förgunarkostnaðar. Talið var að frönsku verslunarkeðjunni hafi verið rétt að neita að taka við vörusendingunni vegna áhættu á að gæði hennar væru ófullnægjandi sökum óvissu um að áskildu hitastigi hafi verið haldið á henni meðan á flutningum stóð. Því bæri að líta svo á að farmurinn hafi skemmst í skilningi 1. mgr. 68. gr. siglingalaga, en engu breytti þótt ekki hafi verið leitt í ljós að vörurnar hafi af þessum sökum orðið óhæfar til manneldis eða geymsluþol þeirra rýrnað frá því, sem ætlast var til. Var ákvæði 1. mgr. 70. gr. laganna um að bætur skyldu ákveðnar eftir því verðgildi, sem vara mundi hafa haft ósködduð við afhendingu á réttum stað og tíma, ekki talið girða fyrir að T hf. gæti krafið S hf. um bætur fyrir annað sannanlegt tjón, sem stafaði beinlínis af vanefndum þess. Var krafa T hf. því tekin til greina.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 8. ágúst 2002. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að hún verði lækkuð og málskostnaður á báðum dómstigum falli niður. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 21. október 2002. Hann krefst þess að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 7.824.741 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 7.083.655 krónum frá 17. maí 2000 til 8. febrúar 2001 og af 7.824.741 krónu frá þeim degi til 1. júlí sama árs, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Eins og nánar greinir í héraðsdómi á málið rætur að rekja til þess að aðaláfrýjandi tók að sér í febrúar 2000 að flytja fyrir Samherja hf. samtals 21.752 kg af kavíar, sem unninn hafði verið úr grásleppuhrognum, frá Reykjavík til Le Havre í Frakklandi, en aðaláfrýjandi átti sjálfur að flytja þessa sendingu sjóleiðina til Rotterdam í Hollandi. Kavíar þessi var framleiddur fyrir franska verslunarkeðju og settur í neytendaumbúðir, sem auðkenndar voru með vörumerki hennar. Fyrir liggur að farmurinn var 3. febrúar 2000 látinn í frystigám, sem aðaláfrýjandi lagði til, en hann hafði gengist undir þann skilmála að hitastig á farminum yrði 0° meðan á flutningum stæði. Gámurinn var síðan settur um borð í skip aðaláfrýjanda, sem lét úr höfn í Reykjavík næsta dag. Óumdeilt er að búnaður, sem tryggja átti síritun upplýsinga um hitastig í gáminum, hafi verið óvirkur meðan á för skipsins stóð til Rotterdam, en þangað kom það að kvöldi 8. febrúar 2000 samkvæmt framburði yfirstýrimanns fyrir héraðsdómi. Aðaláfrýjandi kveður á hinn bóginn skipverja hafa tvívegis á sólarhring á þessu tímabili lesið af mæli á gáminum, sem sýndi hitastig inni í honum, og hafi það ávallt verið 0°. Þegar gáminum hafði verið skipað upp í Rotterdam varð starfsmaður aðaláfrýjanda þess var 10. febrúar 2000 að mælir sýndi 13° hita á lofti, sem barst út úr gáminum. Kvaddir voru til viðgerðarmenn, sem greindu bilun í kælikerfi gámsins og gerðu þegar við það, en samkvæmt frásögn þeirra mun hitastig á útstreymislofti hafa verið komið niður í 2° einni klukkustund eftir að viðgerð var lokið. Starfsmaður aðaláfrýjanda í Rotterdam tilkynnti þessi atvik Samherja hf., sem greindi viðtakanda farmsins þegar frá þessu. Neitaði hann að taka við vörusendingunni með því að ekki væri tryggt að áskildu hitastigi hafi verið haldið meðan á flutningunum stóð og lýsti yfir riftun kaupanna. Samherji hf. féllst á riftunina og krafði gagnáfrýjanda, sem hafði vátryggt farminn, um bætur fyrir vörusendinguna. Skoðunargerðir, sem málsaðilarnir öfluðu sér ytra skömmu eftir að framangreind atvik gerðust, leiddu ekki í ljós að spjöll hafi orðið á vörusendingunni. Af ástæðum, sem eru nánar raktar í héraðsdómi, féllst gagnáfrýjandi allt að einu á kröfu Samherja hf. og greiddi félaginu 29. mars 2000 bætur í samræmi við vátryggingarskilmála að fjárhæð 7.792.002 krónur gegn framsali á réttindum þess á hendur aðaláfrýjanda. Af þessu tilefni bar gagnáfrýjandi upp endurkröfu 17. apríl 2000 við aðaláfrýjanda, sem hafnaði henni. Gagnáfrýjandi lét síðan 1. maí sama árs farga vörusendingunni og bar kostnaðinn af því, 348.254 krónur. Áður en til þess kom varð hann að greiða aðaláfrýjanda áfallinn geymslukostnað, 392.832 krónur. Í málinu krefur gagnáfrýjandi aðaláfrýjanda um þessa tvo síðastnefndu kostnaðarliði auk 7.083.655 króna, sem hann kveður hafa verið andvirði vörusendingarinnar. Fallist verður á með gagnáfrýjanda að franska félaginu, sem vörusendingu Samherja hf. var beint til, hafi verið rétt að neita að taka við henni vegna áhættu á að gæði hennar væru ófullnægjandi sökum framangreindrar óvissu um að áskildu hitastigi hafi verið haldið á henni meðan á flutningum stóð. Verður að líta svo á að gagnvart aðilunum að þeim kaupum hafi farmurinn þannig skemmst í skilningi 1. mgr. 68. gr. siglingalaga nr. 34/1985 í vörslum aðaláfrýjanda, en engu fær þar breytt þótt ekki hafi verið leitt í ljós að vörurnar hafi af þessum sökum orðið óhæfar til manneldis eða geymsluþol þeirra rýrnað frá því, sem ætlast var til. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að aðaláfrýjandi beri ábyrgð á tjóni, sem af þessu leiddi. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. siglingalaga skulu bætur eftir 1. mgr. 68. gr. laganna ákveðnar eftir því verðgildi, sem vara mundi hafa haft ósködduð við afhendingu á réttum stað og tíma. Óumdeilt er í málinu að verðmæti vörusendingarinnar hafi samkvæmt reikningi numið fyrrgreindum 7.083.655 krónum. Ekki verður litið svo á að ákvæði 1. mgr. 70. gr. siglingalaga girði fyrir að farmflytjandi verði krafinn um bætur fyrir annað sannanlegt tjón, sem stafar beinlínis af vanefndum hans samkvæmt 1. mgr. 68. gr. laganna. Fyrrgreindir liðir í kröfu gagnáfrýjanda, samtals 741.086 krónur, snúa gagngert að kostnaði af meðferð vörusendingarinnar eftir að hún hafði skemmst í vörslum aðaláfrýjanda. Í ljósi þeirrar meginreglu að tjónvaldi beri að bæta tjón, sem af bótaskyldri athöfn hans eða athafnaleysi hlýst, eru ekki efni til annars en að taka þessa kröfuliði gagnáfrýjanda einnig til greina. Gagnáfrýjandi beindi sem fyrr segir kröfu að aðaláfrýjanda 17. apríl 2000 vegna bóta, sem hann hafði áður greitt Samherja hf. í skjóli vátryggingarsamnings þeirra. Samkvæmt 15. gr. þágildandi vaxtalaga nr. 25/1987 á gagnáfrýjandi því rétt til dráttarvaxta í samræmi við dómkröfu sína eins og í dómsorði greinir. Aðaláfrýjandi verður dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem er ákveðinn í einu lagi svo sem segir í dómsorði. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Samskip hf., greiði gagnáfrýjanda, Tryggingamiðstöðinni hf., 7.824.741 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 7.083.655 krónum frá 17. maí 2000 til 8. febrúar 2001 og af 7.824.741 krónu frá þeim degi til 1. júlí sama árs, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda samtals 750.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta var höfðað 7. febrúar 2001 og dómtekið 30. f.m. Stefnandi er Tryggingamiðstöðin hf., Aðalstræti 6-8, Reykjavík. Stefndi er Samskip hf., Holtabakka v/Holtaveg, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér skaðabætur að upphæð 7.824.741 króna með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 7.083.655 krónum frá 17. maí 2000 til 8. febrúar 2001 en af 7.824.741 krónu frá þeim degi til 1. júlí s.á. en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað. Stefndi krefst aðallega sýknu en til vara lækkunar á kröfum stefnanda og í báðum tilvikum málskostnaðar úr hendi hans. I Með farmbréfi útgefnu 3. febrúar 2000 tók stefndi að sér fyrir Samherja hf. að flytja 23 bretti, 4.858 kassa, 21.752 kg. brúttó, af kavíar í 40 feta gámi, SANU 500511-2, með m/s Arnarfelli frá Reykjavík til Rotterdam og átti síðan að flytja gáminn áfram til Le Havre í Frakklandi. Samkvæmt farmbréfinu skyldi flytja kavíarinn við 0° C. Frá Akureyri til Reykjavíkur var varningurinn fluttur í tvennu lagi með kælibifreiðum og samkvæmt afgreiðsluseðlum var honum komið í vörslu stefnda 3. febrúar 2000. Starfsmenn stefnda sáu um að raða brettunum í framangreindan gám sem var tengdur rafkerfi m/s Arnarfells og skráður í eftirlitskerfi þess að morgni 4. febrúar. Skipið kom til Rotterdam 8. febrúar 2000 og samkvæmt vætti yfirstýrimannsins Steins Ó. Sveinssonar var farminum landað síðla það kvöld eða um nóttina. Frammi liggur yfirlýsing Wim van der Aa, starfsmanns stefnda í Rotterdam, dags. 13. júní 2000, um að þann 10. febrúar 2000 hafi hann símað til E. Eylands, starfsmanns Samherja hf., og tilkynnt honum að í gámnum SANU 500511-2, sem innihélt farm af kavíar sem komið hafði með m/s Arnarfelli, hafi hitastig loftsins sem kom út úr gáminum (átt er við loft sem leiðir frá vöru að kælielimenti innskot dómsins), svokallaðs útlofts (return air) verið 13 stig á Celsíus og að hitastigsskráningartæki gámsins hafi ekki verið virkt. Sama dag hafi Smith-Holland gert við bilunina og tilkynnt að gámurinn væri í lagi. Þann 11. hafi skoðunarmenn tryggingafélaga beggja aðila athugað innihald gámsins og farmurinn reynst vera í lagi. Einar Eyland, sölustjóri hjá Samherja hf., staðfesti fyrir dóminum það sem að framan greinir um símtal Wim van der Aa. Kvað hann það hafa verið að morgni þess 10. febrúar. Hann kvaðst lengi hafa haft samstarf við Wim van der Aa sem sæi um dreifingu inn á Frakkland. Wim hafi lýst því að þetta hafi komið í ljós við venjubundið eftirlit þegar gámur hafi verið kominn í vöruskemmu, lofthiti hafi verið 13° C og að hann hefði ekki hugmynd um hve lengi gámurinn hefði verið bilaður. Varan hafði verið framleidd fyrir stórmarkaðinn eða verslanakeðjuna E. Leclerc í Frakklandi undir vörumerki þeirra, LA ROUNDE DES MERS. Kavíarinn, sem ýmist var svartlitaður eða rauðlitaður, var í glerkrukkum, 50 100 gr. í hverri. Nafn viðtakanda var skráð á merkimiða glasanna svo og innihaldslýsing á frönsku. Síðasti söludagur var skráður 31. júlí 2001. Einar Eyland bar að E. Leclerc væri mikilvægasti viðskiptaaðili Samherja hf. og í umræddri sendingu hafi verið um 9,5 tonn netto af um 200 tonna viðskiptum á ári. Hann kvaðst þegar hafa hringt til innkaupastjóra fyrirtækisins og tilkynnt um málið og hefði innkaupastjórinn ákveðið að liðnum tveimur klukkustundum að hafna vörunni. Hann kvaðst hafa skilið þá afstöðu enda um mjög viðkvæma vöru að ræða og áhætta ekki takandi á því að hún upplitaðist síðar vegna þess að kæliferill hefði rofnað. Af sömu ástæðu m.a. hafi endurvinnsla í aðrar umbúðir ekki heldur þótt tæk. Höfnun hins franska firma var staðfest samdægurs með símbréfi. Þar segir m.a.: “Geymsluskilyrði sem skráð eru á gámaeiningarnar og á kassana tilgreina 0-4° C og á heilbrigðisvottorði er þess krafist að geymslu- og flutningsskilyrði séu 0° C. Það er engin trygging fyrir því að þessi skilyrði hafi verið uppfyllt meðan á flutningi þessa gáms stóð. Við minnum á að vel getur verið að rof á kælingu hafi ekki beinar (immediate) og sjáanlegar (visible) afleiðingar að því er útlit varðar en leiðir óhjákvæmilega til upplitunar (discoloration) hrognanna eftir nokkurn tíma og fyrir síðasta söludag/neysludag (best before date) sem merktur er á krukkurnar.” Frammi liggur símbréf fyrirtækisins Smith-Holland, dags. 11. febrúar 2000, til stefnda. Þar er vísað til þjónustubeiðni sem fyrirtækinu hafi borist 10. febrúar 2000 varðandi gáminn SANU 500511-2. Er komið var á staðinn hafi “setpoint” verið (þ.e. gámurinn verið stilltur á) 0° C. Aðloft “supply air” var30° C (á stafrænum skjá, “digital display”) og “return air” 15° C. Einingin/tækið hafi á þeim tíma ekki gert annað en að hita. Fundist hafi brotinn/ónýtur nemi fyrir aðleitt loft (supply air sensor (30° C í stað + 15° C). Skipt hafi verið um þennan brotna hitanema og starfi einingin/tækið nú eðlilega. Eftir klukkustund hafi aðleitt loft (innloft, “supply air”) reynst vera 0° C og útloft 2° C. Einnig hafi komið í ljós að síritabúnaðurinn hefði fest og brotnað og hafi nýr verið settur í staðinn. Engin skráning hafi verið á síritaspjaldinu (“partlow chart”) áður en viðgerðin fór fram. Samherji hf. sendi stefnda tölvuskeyti 10. febrúar 2000, en efni þess var ítrekað með bréfi 15. s.m., þar sem segir að hitastig í kæligámi með kavíar til Frakklands hafi verið orðið 14° C við komuna til Evrópu og geti varan ekki farið til viðskiptavinar. Samherji hf. muni framleiða kavíarinn aftur og lýsi ábyrgð á tjóninu á hendur stefnda. Stefnandi fékk tjónaskoðunarfélagið John Hudig & Son, og stefndi félagið Marine Survey Bureau H.A. van Ameyde B.V. til að kanna ætlað tjón á farminum. Skýrslur þeirra um skoðunina, sem þeir framkvæmdu sameiginlega þ. 11. febrúar 2000, liggja frammi. Skýrslurnar eru í öllum meginatriðum samhljóða um allt það sem hér skiptir máli eins og frá verður greint. Ekki var að sjá að neitt væri í ólagi inni í gámnum eða á umbúðunum en 24 glerkrukkum var pakkað saman í pappakassa og allur umbúnaður við hæfi. Málmlok glasanna voru innsigluð með poyethylene límbandi. Í skýrslu John Hudig & Son segir að teknir hafi verið allmargir kassar sem hafi verið komið fyrir samsíða dyrunum og allmargar krukkur opnaðar. Hitinn í kavíarnum (hrognunum) hafi verið mældur og hitinn í vörunni hið innra (pulp temperature) reynst vera 2° C. Í skýrslu Marine Survey Bureau segir hið sama um mælt hitastig. Skýrslunum ber saman um það að ekki hafi orðið vart við neina óeðlilega/frábrugðna lykt né heldur litbreytingar á kavíarnum (hrognunum). Í því skyni að ganga úr skugga um hvort kavíarinn hefði skemmst /orðið fyrir tjóni eða ekki tóku skoðunarmenn tilhlýðilegan fjölda dæmigerðra sýnishorna af báðum tegundum kavíarsins (hrognanna). Sýnishornin voru afhent efnarannsóknastofu “Dr. A. Verway” til þess að meta örveruinnihald (gerlatalningu “plate count”) og ástand kavíarsins. Í vottorði rannsóknastofunnar, dags. 14. febrúar 2000 sem var kunngerð daginn eftir, segir um niðurstöður rannsókna að öll sýnishorn hafi verið eðlileg varðandi lykt, bragð og lit og gerlafjöldi við 30°C (ISO 4833) sé 590/gr. á rauðum hrognum en 1540/gr. á svörtum. Um niðurstöður gerlatalningar vörunnar segir í símbréfi John Hudig & Son til stefnanda 15. febrúar 2000 að þær muni vera innan venjulegra marka varðandi þessa tegund fiskafurðar. Í bréfi Marine Survey Bureau 2. mars 2000 til John Hudig & Son eru sett fram andmæli gegn þeirri fyrirætlun farmsamningshafa að eyða farminum þar sem prófanir sýni að hann sé í góðu ástandi. Í símbréfi Marine Survey Bureau 10. mars 2000 til John Hudig & Son segir að síritaspjald kæligámsins sé í vörslu félagsins og fylgi bréfinu en ekkert hitastig sé skráð á hann þar sem skrifari kælieiningarinnar hafi ekki starfað sem skyldi. Þetta sé þó upphaflegi diskurinn (spjaldið) eins og staðfest sé með stimpli aftan á honum. Þá segir að frá stefnda í máli þessu hafi verið fengin hitastigsskrá skipsins sem fengin hafi verið með daglegri skráningu (tvisvar á dag) hitastigs sem lesið hafi verið af gáminum (þ.e.a.s. á skjá/”digital display”). Skráin, sem sýni skjáaflesturinn 0°C alla ferðina, er einnig látin fylgja bréfinu. Í framlagðri skoðunarskýrslu John Hudig & Son, dags. 20. desember 2000, segir að félaginu hafi þ. 23. mars 2000 verið falið að eyða farminum á sem ódýrastan hátt. Farminum hafi síðan verið eytt 1. maí 2000. Þann 29. mars 2000 fékk Samherji hf. greiðslu samkomulagsbóta að upphæð 7.792.002 krónur frá stefnanda máls þessa og afsalaði jafnframt til hans öllum endurgreiðslum eða kröfum á hendur þriðja aðila vegna tjónsins. Með bréfi stefnanda til stefnda 17. apríl 2000 var krafist endurgreiðslu framangreindrar bótafjárhæðar. Kröfunni var hafnað 19. s.m. II Stefnandi vísar til þess að hann hafi vátryggt kavíar þann sem stefndi flutti til Hollands í febrúar 2000 og greitt 8.533.088 krónur vegna tjónsins. Hann byggir rétt til endurkröfu á 22. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Hann byggir kröfu sína á hendur stefnda einnig á almennu skaðabótareglunni utan samninga. Sú fjárhæð, 7.792.002 krónur, sem stefnandi greiddi Samherja hf. fól í sé verðgildi sendingarinnar, 7.083.655 krónur, að viðbættum 10%. Dómkrafa stefnanda, 7.824.741 króna, er þannig sundurliðuð að 7.083.655 krónur samsvara verðgildi varningsins, 392.832 krónur eru vegna geymslugjalds sem stefnandi greiddi og 348.254 krónur eru vegna kostnaðar sem stefnandi greiddi við förgun sendingarinnar. Stefnandi kveður stefnda bera sem farmflytjanda ábyrgð á tjóni sínu, sbr. 21. gr. og 1. mgr. 68. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Stefndi hafi tekið að sér að flytja kavíarinn við 0° C en hann hafi haft átján mánaða geymsluþol við 0-4° C. Stefndi hafi ekki staðið við það loforð. Afleiðing þeirrar vanefnda hafi verið að kæliferill hinnar viðkvæmu vöru hafi verið rofinn og þar með hafi ekki lengur verið forsendur til að setja vöruna á markað því að ekki hafi lengur verið hægt að ábyrgjast geymsluþol hennar. Kavíarinn hafi verið framleiddur fyrir verslunarkeðjuna E. Leclerc í Frakklandi, undir vörumerki þeirra, La Ronde des Mers, og verulegir viðskiptahagsmunir í húfi. Framleiðandinn hafi kannað það ítarlega hvort forsendur væru fyrir því að endurvinna kavíarinn og selja á ný og reyna þannig að draga úr tjóninu en niðurstaða orðið sú að það væri ekki réttlætanlegt. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að farga öllum kavíarnum sem var í gámnum. Stefnandi kveður stefnda ekki hafa lagt fram nein gögn sem sýni að umsamið hitastig hafi nokkurn tíma verið á kavíarnum frá því honum var hlaðið í gáminn af starfsmönnum stefnda og þar til tilkynning frá starfsmanni stefnda barst Samherja hf. 10. febrúar 2000. Í því efni vísar stefnandi einkum til þess annars vegar að óumdeilt sé að síritaspjald það, sem ætlað var að mæla hitastig í gámnum, virkaði aldrei og hins vegar þess að sú fullyrðing stefnda sem felist í upplýsingum á hitastigsskrá, að enginn þeirra 36 gáma sem á honum er, hafi sýnt frávik frá umsömdu flutningshitastigi á 5 daga siglingu bendi eindregið til þess að ekki hafi verið lesið af hitamæli á allri siglingunni og hið sama gildi um það að stefndi hafi ekki látið af hendi aflestrarblöð sem nota átti í ferð skipsins. Starfsmenn stefnda hafi hvorki áður né eftir að hafa hlaðið í gáminn í Reykjavík gengið úr skugga um hvort síritaspjald gámsins virkaði eðlilega svo og stafrænn hitamælir. Hefðu þeir gert það hefði þeim orðið það ljóst að síritaspjaldið virkaði ekki og hitamælirinn sýndi hærri hita en flutningsfyrirmælin gerðu ráð fyrir. Stefnandi telur því ljóst að gámurinn hafi verið óhaffær við upphaf ferðar og tjónið bein afleiðing af þeirri staðreynd en á því beri stefndi ótvírætt ábyrgð samkvæmt siglingalögum. Komist dómurinn að þeirri niðurstöðu að stefndi beri ekki ábyrgð á tjóninu á grundvelli 68. gr. siglingalaga telur stefnandi að það tómlæti stefnda að leggja ekki fram gögn sem sýni að umsömdu flutningshitastigi hafi verið haldið hafi bakað honum skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda á grundvelli almennu skaðabótareglunnar utan samninga. Um það er bent á að stefnda sé fullkunnugt að stefnandi beri ekki að bæta farmtjón á kælivöru þegar tjónið verði rakið til fráviks frá umsömdu flutningshitastigi nema frávikið standi í 24 klst. eða lengur. III Af hálfu stefnda er á því byggt að sönnunarbyrðin um það að umræddur farmur hafi skemmst meðan hann var í vörslum stefnda hvíli á stefnanda. Aldrei hafi annað komið í ljós um ástand farmsins en að hann væri í góðu lagi, algerlega óskemmdur og allur til staðar í umræddum gámi í Rotterdam. Skjalleg samtímagögn hafi verið lögð fram um fullnægjandi ástand gámsins við lestun í Reykjavík og fullnægjandi hitastig samkvæmt ákvæðum farmskírteinisins á leiðinni frá Reykjavík til Rotterdam. Bilun skynjarans og skráningarbúnaðarins á gámunum, sem hafi komið í ljós og verið snarlega gert við samdægurs í Rotterdam þ. 10. febrúar 2000, hafi hvorki valdið skemmdum á farminum né valdið stefnanda fjárhagslegu tjóni á annan hátt. Allt hugsanlegt tjón stefnanda sé til komið vegna þeirrar aðgerðar Samherja hf. að leysa móttakanda farmsins undan móttökuskyldu og kaupum á farminum áður en niðurstöður skoðunarmanna um ástand farmsins lágu fyrir svo og vegna eyðingar stefnanda sjálfs á farminum í framhaldi af því. Öll tiltæk gögn, sem sýni umsamið flutningshitastig, hafi verið afhent skoðunarmönnum stefnanda strax og tilefni gafst. Þá er á því byggt að hálfu stefnda að jafnvel þótt stefnandi teldist hafa orðið fyrir tjóni sem tengdist flutningi farmsins bæri að sýkna stefnda á grundvelli 4. mgr. 68. gr. laga nr. 34/1985 þar sem það falli undir yfirsjón eða vanrækslu gagnvart lágmörkun tjónsins að semja við farmsamningshafa á þann hátt og á þeim tíma sem gert var. Að lokum er því mótmælt að stefndi eða starfsmenn hans hafi aðhafst eða látið eitthvað ógert sem réttlæti skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda á grundvelli almennu skaðabótareglunnar. Varakrafa stefnda er reist á eigin sök stefnanda og því að stefndi verði ekki gerður ábyrgur fyrir afleiddu tjóni stefnanda. Þá er vísað til þess að lækka beri dómkröfuna þar sem ekkert mat hafi farið fram á markaðsvirði vörunnar. IV Skoðun og rannsókn farmsins leiddi ekki í ljós skemmdir eftir því sem fram er komið. Alkunna má telja að varningur sá, sem um ræðir í málinu, er viðkvæm kælivara í þeim skilningi að forðast beri rof á kæliferli. Undir rekstri málsins, 2. nóvember 2001, var dr. Kristberg Kristbergsson, dósent í matvælavinnslu og tækni í Háskóla Íslands dómkvaddur til að láta í té skriflegt og rökstutt álit á eftirfarandi spurningum: “1. Hafi hitastig í því lofti, sem lék um kavíarinn í umræddri sendingu, á einhverjum tímapunkti náð 14°C er þá ástæða til að ætla að geymsluþol kavíarsins geti verið skert? 2. Er ástæða til að ætla að skemmdir á kavíarnum, sem slík hitahækkun kann að valda, komi strax/fljótlega fram eftir að hitastigið hefur hækkað eða geta þær komið fram síðar? Eins og áður sagði átti geymsluþol vörunnar að vera 18 mánuðir.” Niðurstaða faglegs mats, dags. 10. janúar 2002, sem dr. Kristberg Kristbergsson staðfesti fyrir dóminum, er sú að báðum spurningum verði að svara játandi, eða eins og nánar greinir: “Ef hitastig í því lofti sem lék um kavíarinn í umræddri sendingu hafi á einhverjum tímapunkti náð 13°C þá er ástæða til að ætla að það valdi nægilegum hitabreytingum í kavíarnum til að ætla að geymsluþol kavíarsins geti verið skert. Í öðru lagi er líklegt að slíkar breytingar kæmu fram síðar þó vissulega sé ekki hægt að fullyrða slíkt. Vegna þess hve flókin efnasamsetning er í þessu tilfelli er ógerlegt að fullyrða um hvað hefði hugsanlega getað gerst nema með því að framkvæma all umfangsmiklar rannsóknir. Það er hins vegar alveg ljóst að ef einhverjum þætti sem ætlaður er til að tryggja geymsluþol í svokölluðum kælivörum er breytt umtalsvert að þá hefur forsendan fyrir geymsluþolinu brostið.” Innst í frysti- og kæligámi er komið fyrir frysti”elementi” sem kælir loft í ákveðið hitastig. Eftir hringrás frá “elementinu” (aðleitt loft “supply air”) um varninginn skilar það sér að “elementinu” ( útloft “return air”) og þar er skynjari sem metur hitastig og skráir á síritaspjald. Síritinn er utanáliggjandi búnaður með glugga til aflesturs af síritaspjaldinu. Fram er komið að síritaspjald gámsins var alautt, þ.e. án allra skráninga. Að auki var á umræddum gámi skjár með stafrænni birtingu hitastigs. Frammi liggur hitastigsskrá m/s Arnarfells vegna umræddrar ferðar sem sýnir ávallt 0°C að því er tekur til þess gáms sem hér um ræðir kl. 09.00 og 20.00 daglega, í fyrsta sinn kl. 09.00 þ. 4. febrúar og síðast kl. 20.00 þ. 8. febrúar. Yfirstýrimaður m/s Arnarfells í ferðinni, Steinn Ó. Sveinsson, bar sem vitni fyrir dóminum að hásetar hefðu fengið aflestrargögn sem þeir hafi útfyllt eftir aflestur af gámunum og afhent sér að því loknu. Hann hafi síðan fært jafnóðum inn á tölvu eftir aflestrarblöðunum og væri hitastigsskráin útprentun tölvufærslnanna. Hann kvað hafa verið búið að fleygja frumaflestrargögnum áður en um þau var beðið. Hann kvaðst muna að háseti hefði sagt sér að ekki væri í lagi með síritann í umræddum gámi og hafi armur, sem ritar á spjaldið, verið brotinn af. Ekki hafi verið hægt að gera við þetta um borð vegna þess að varahluti vantaði. Hann kvað starfsmenn stefnda í Reykjavík tengja gáma og sá, sem lesti gám, eigi að kanna hvort síritaspjald (síritabúnaður) virki. Sé svo ekki eigi að gera við. Steinn Ó. Sveinsson skýrði ennfremur svo frá að gámur eins og hér um ræðir (sem stilltur er á 0°C innskot dómsins) færi ekki á afhrímingu. Tekið skal hér fram að hinir sérfróðu meðdómsmenn telja framlagða hitastigsskrá ekki verða metna ótrúverðuga. Samkvæmt skoðunargerð (Pre-Trip Inspection) á umræddum frystigámi 18. janúar 2000 var hann að öllu leyti í lagi, þ.m.t. vélbúnaður, kælikerfi og skráningarbúnaður. Jón Ragnarsson, starfsmaður stefnda sem annaðist skoðunina og skráði niðurstöður hennar, staðfesti hana fyrir dóminum. Hann bar jafnframt að starfsmenn stefnda eigi við hleðslu í gám að kanna hvort síritaspjald og stafrænn hitamælir virki og skrá á síritaspjaldið m.a. gámanúmer, hitastig (sem stillt er á), ferðanúmer og lestunar- og losunarhöfn. Þetta er í samræmi við leiðbeiningarreglur Hf. Eimskipafélags Íslands um meðferð frystigáma og almennt viðurkennd vinnubrögð sem hinum sérfróðu meðdómendum eru kunn. Stefndi varð hins vegar ekki við áskorun stefnanda um að leggja fram “þær starfsreglur, ef til eru, sem starfsmenn hans eiga að vinna eftir við eftirlit, hleðslu og frágang á frysti- og kæligámum sem lesta á um borð í skip stefnda.” Jón Ragnarsson kvað frystigáma ekki vera flutta um borð, komi í ljós að síritaspjald og digitalmælir virki ekki, fyrr en gert hafi verið við. Hann kvað samsvarandi eftirlit fara fram, skráningu hitatalna og þ.h., eftir uppskipun. Upphaf málsins verður rakið til þess að fulltrúi Samherja hf., sem fékk skilaboð frá fulltrúa stefnda í Rotterdam um að hitastigið 13°C hefði mælst og ekki væri hægt að segja til um hve lengi það hefði varað með hliðsjón af því að ekki hefði verið skráð á síritaspjald gámsins, kom þessum skilaboðum áfram til kaupanda vörunnar áður en skoðun hafði farið fram á gámi og vöru af viðurkenndum skoðunarmönnum. Kaupandinn hafnaði samdægurs móttöku vörunnar þar sem 18 mánaða geymsluþol hennar krefðist stöðugs hitastig 0-4°C. Hér væri því um frábrigði að ræða sem réttlætti höfnun á móttöku farmsins. Vegna vöntunar á síritaskráningu skortir upplýsingar um hitastig á tímabilum fyrir lestun og eftir uppskipun, þ.á.m. að því leyti sem hér skiptir mestu, þ.e. frá kl. 20.00 þ. 8. febrúar fram á morgun þ. 10. s.m. Athygli vekur að ekki var gert við það sem aflaga hafði farið eftir að til Rotterdam var komið en borið var við skorti á varahlutum um borð í m/s Arnarfelli er bilunin kom í ljós á leiðinni. Af framansögðu leiddi að nauðsynleg gögn skorti því til sönnunar að stefndi hefði efnt skyldu sína um flutning við umsamið hitastig. Varningurinn varð við það ósöluhæfur og ekki verður dregið í efa að endurvinnsla kavíarsins í aðrar umbúðir eftir að kaupandinn E. Leclerc hafði rift kaupin hafi verið óraunhæfur kostur. Þetta jafngildir því fyllilega að farmurinn hafi skemmst algerlega eða glatast, sbr. 1. mgr. 68. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Tjón stefnanda (Samherja hf.) varð vegna þess að gámurinn, sem stefndi lagði til við flutning á kavíar (grásleppuhrognum) fyrir Samherja hf., var við upphaf ferðar ekki farmhæfur þar sem síritahitaskráningartæki gámsins starfaði ekki og af því leiddi að ekki var unnt að sýna fram á að umsömdu hitastigi hefði verið haldið á gámnum. Þetta varð fyrir vanrækslu starfsmanna stefnda. Stefndi ber því ábyrgð á tjóninu samkvæmt 1. mgr. 68. gr. siglingalaga. Verðgildi varningsins, sbr. 1. mgr. 70. gr. siglingalaga, er réttilega fundið sem fjárhæð vörureikningsins og mats var ekki þörf. Kröfuliðir stefnanda vegna afleidds tjóns, sem lúta að endurgreiðslu kostnaðar við geymslu og förgun varningsins, eru studdir fullnægjandi gögnum og er fallist á þá með vísun til þess, sem segir í 1. mgr. 68. gr. siglingalaga, að farmflytjanda beri “að bæta tjón sem af því hlýst” og þeirrar meginreglu að tjónþoli skuli svo settur sem tjónsatburð hafi eigi að höndum borið. Eigi er fallist á að sýkna beri stefnda eða lækka bætur vegna ætlaðrar sakar stefnanda, yfirsjónar eða vanrækslu enda var riftun kaupandans réttmæt og samþykki Samherja hf. við henni eðlileg og er ekki heldur á annan hátt sýnt fram á sök af hálfu stefnanda eða þess sem hann leiðir rétt sinn frá. Niðurstaða málsins er samkvæmt þessu sú að dæma beri stefnda til að greiða stefnanda 7.824.741 (7.083.655+ 392.832 + 348.254) krónu með vöxtum sem greinir í dómsorði. Ákveðið er að málskostnaður skuli falla niður. Mál þetta dæma Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari og meðdómendurnir Ásgeir Guðnason, vélfræðingur og kennari við Vélskóla Íslands, og Jón B. Hafsteinsson skipaverkfræðingur. D ó m s o r ð: Stefndi, Samskip hf., greiði stefnanda, Tryggingamiðstöðinni hf., 7.824.741 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 7. febrúar 2001 til 1. júlí s.á. en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 514/2006
|
Skjalafals Játningarmál Reynslulausn Dráttur á máli
|
G var sakfelldur fyrir skjalafals með því að hafa greitt starfsmönnum nánar tilgreinds fyrirtækis með skuldabréfi sem hann hafði falsað með áritun á nafni X sem sjálfskuldarábyrgðarmanns. Ekki var talið að með brotinu hefði hann rofið skilyrði reynslulausnar sem hann hafði hlotið á 274 dögum vegna eldri dóms þar sem rannsókn lögreglu á brotinu hófst ekki fyrr en að liðnum reynslutíma. Þá hafði ekki fengist viðhlítandi skýring á drætti á meðferð málsins hjá lögreglu. Í ljósi þessa, og þrátt fyrir sakarferil G, þótti mega staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um refsingu, sem var skilorðsbundin að hluta.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 31. ágúst 2006 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þyngingar á refsingu ákærða. Ákærði krefst þess aðallega að refsing hans verði milduð, en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Ákærða, Gunnari Sverri Arnarsyni, er samkvæmt ákæru gefið að sök að hafa í júní 2001 innt af hendi greiðslu að fjárhæð 1.314.450 krónur með skuldabréfi sem hann hafi falsað með áritun á nafni sjálfskuldarábyrgðarmanns. Ákærði hafði neitað sök við yfirheyrslur lögreglu á þeirri forsendu að hann hefði haft samþykki sjálfskuldarábyrgðarmannsins til nafnritunarinnar. Málið var þingfest 31. maí 2005. Ákærði mætti þá með verjanda og óskaði eftir fresti til þess að taka afstöðu til ákærunnar. Málið var næst tekið fyrir 9. júní 2005. Þá mætti ákærði aftur með verjanda og var þá fært til bókar: „Ákærði játar sakargiftir.“ Var málinu engu að síður frestað til 16. sama mánaðar. Þá mætti verjandi einn og var bókað að farið væri með málið samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og því frestað til 21. sama mánaðar og dómur þá kveðinn upp. Í héraðsdómi segir að játning ákærða sé í samræmi við önnur gögn málsins. Játning ákærða fyrir dómi var þó í andstöðu við skýrslur sem hann áður gaf hjá lögreglu. Var rétt að bera þetta sérstaklega undir hann og færa svör hans til bókar. Ákærði mætti fyrir dóm með verjanda og fékk frest til þess að fara yfir sakarefnið og taka afstöðu til ákærunnar. Verður því að ætla að honum hafi verið fullljóst að hann hvarf frá fyrri framburði með játningu sinni, enda hefur hann ekki byggt á því fyrir Hæstarétti að hnekkja beri sakfellingu héraðsdóms. Ákærði hlaut reynslulausn á 274 dögum 1. febrúar 2001. Samkvæmt 65. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga, sem kom í stað 42. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hefur maður rofið reynslulausn ef hann fremur brot og rannsókn hefst hjá lögreglu gegn honum fyrir lok reynslutíma. Brot það sem hér er til meðferðar var framið í júní 2001 en ekki kært fyrr en 13. maí 2003. Fyrsta skýrsla af ákærða var tekin 23. september 2004. Telst hann samkvæmt þessu hafa staðist skilorð reynslulausar. Tvö ár liðu frá því brotið var kært og þar til ákæra var gefin út. Ekki hefur fengist viðhlítandi skýring á þessum drætti á meðferð málsins. Í ljósi þessa þykir mega staðfesta ákvörðun héraðsdóms um refsingu og skilorðsbindingu hennar að hluta þrátt fyrir sakarferil ákærða. Með framangreindum athugasemdum er hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað og ákvörðun Hæstaréttar um málsvarnarlaun verjanda, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Gunnar Sverrir Arnarson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins 198.323 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigmundar Hannessonar hæstaréttarlögmanns, 186.750 krónur. Mál þetta var höfðað með ákæru lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 12. apríl 2005, á hendur Gunnari Sverri Arnarsyni, kt. 270964-5169, Hlíðarsmára 5, Kópavogi, „fyrir skjalafals með því að hafa, í júní 2001, greitt starfsmönnum fyrirtækisins A hf. [kennitala] [heimilisfang] Reykjavík, með skuldabréfi að fjárhæð 1.314.450 kr., útgefnu af ákærða 7. sama mánaðar, sem ákærði hafði falsað með áritun á nafni X [kennitala] í reit fyrir áritun sjálfsskuldarábyrgðarmanns. Telst þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Ákærði hefur játað brot sitt fyrir dóminum. Er játning hans í samræmi við önnur gögn málsins og verður hann sakfelldur fyrir brot sitt, en það er í ákæru rétt fært til refsiákvæða. Farið var með málið samkvæmt ákvæðum 125. gr. laga nr. 19/1991 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Samkvæmt sakavottorði var ákærði þann 2. desember 1996 dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir þjófnað og brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. Hann lauk afplánun 21. maí 2000. Þann 7. október 1997 var ákærði dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þjófnaðartilraun og nytjastuld og var sá dómur hegningarauki við dóminn frá 1996. Þann 25. febrúar 2000 var ákærði dæmdur í 3 mánaða fangelsi fyrir þjófnað en var veitt reynslulausn 1. febrúar 2001 í tvö ár á eftirstöðvum refsingar vegna framangreindra þriggja dóma 274 dögum. Loks var ákærði dæmdur til greiðslu 50.000 króna sektar fyrir fíkniefnalagabrot þann 20. júní 2003. Við ákvörðun refsingar ákærða verður litið til greiðrar játningar hans en jafnframt til þess að brot hans beindist að talsverðum hagsmunum. Að þessu virtu verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu 3 mánaða af refsivistinni og sá hluti refsingarinnar falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði skal greiða allan sakarkostnað, þar með talda málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Sigmundar Hannessonar hrl., 50.000 krónur. D ó m s o r ð : Ákærði, Gunnar Sverrir Arnarson, sæti fangelsi í 6 mánuði en fresta skal fullnustu 3 mánaða af refsivistinni og sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda málsvarnarþóknun skipaðs verjanda hans, Sigmundar Hannessonar hrl., 50.000 krónur.
|
Mál nr. 454/1998
|
Bifreið Líkamstjón Miski Örorka Gjafsókn
|
Gat hann ekki aflað neinna vinnutekna eftir slysið. Örorkunefnd mat tjón F þannig að varanlegur miski væri 15%, en varanleg örorka 10% og greiddi vátryggingafélagið SA F bætur á grundvelli þess, auk þess sem hann fékk greiddar bætur fyrir tímabundið atvinnutjón. Að beiðni F voru dómkvaddir þrír matsmenn til að meta varanlegan miska og örorku hans vegna slyssins. Töldu þeir varanlegan miska F 20%, tveir mátu varanlega örorku hans 100%, en sá þriðji 50%. Talið var að niðurstaða dómkvaddra matsmanna um miskastig F væri síður rökstudd en niðurstaða örorkunefndar og voru SA og E sýknaðir af kröfu um frekari miskabætur. Þá var talið að í ljósi aldurs, heilsufars, menntunar og starfsreynslu F hefðu verið verulegar líkur á að honum stæði ekki til boða vinna sem sanngjarnt væri að ætlast til að hann starfaði við. Voru SA og E ekki taldir hafa hnekkt þeim líkum og því var lagt til grundvallar að örorkustig hans vegna afleiðinga slyssins væri 100%. Voru SA og E dæmd til að greiða F bætur á grundvelli þessa.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 18. nóvember 1998. Þeir krefjast aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa gagnáfrýjanda verði lækkuð og hver aðili beri sinn kostnað af málinu. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 1. desember 1998. Hann krefst þess að aðaláfrýjendur verði í sameiningu dæmdir til að greiða sér 1.839.329 krónur með 2% ársvöxtum frá 24. janúar 1995 til 20. desember 1997, en með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst gagnáfrýjandi þess að héraðsdómur verði staðfestur um annað en málskostnað. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt á báðum dómstigum. I. Gagnáfrýjandi mun vera fæddur 13. ágúst 1928. Eins og nánar greinir í héraðsdómi varð hann fyrir slysi 24. janúar 1995 þegar bifreið í eigu aðaláfrýjandans Elíasar Theodórssonar var ekið aftan á bifreið, sem hann ók. Gagnáfrýjandi segist strax hafa fundið fyrir miklum verkjum í hálsi og hnakka, en að auki hafi fljótlega komið fram dofi og verkir í fæti. Hann hafi og verið kvalinn af verkjum í hægri öxl og herðablaði. Gagnáfrýjandi hlaut af þessu varanlegan miska og örorku. Bifreið aðaláfrýjandans Elíasar var í ábyrgðartrygginu hjá Ábyrgð hf., en aðaláfrýjandinn Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur nú tekið við réttindum og skyldum þess félags. Aðaláfrýjendur viðurkenna bótaskyldu við gagnáfrýjanda vegna slyssins. Gagnáfrýjandi kveðst hafa lokið skyldunámi og gengið síðar í Lögregluskólann. Fyrst eftir skyldunám hafi hann fengist við verkamannsstörf, síðan unnið um nokkurra ára skeið sem lögreglumaður, eftir það stundað sjómennsku í tólf ár, en þá orðið verkstjóri í fiskvinnslu. Árið 1990 hafi hann tekið við starfi sem afgreiðslumaður á bensínstöð Olíuverslunar Íslands hf. í Keflavík og gegnt því til slysdags. Samkvæmt framlögðu vottorði félagsins fór gagnáfrýjandi þar af launaskrá 31. mars 1995 vegna slyssins. Hann kveðst ekki hafa aflað vinnutekna frá þeim tíma. Að tilhlutan aðaláfrýjenda lét örorkunefnd í té álit 9. desember 1996 um miskastig og örorkustig gagnáfrýjanda. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að eftir 1. janúar 1996 hafi þess ekki verið að vænta að gagnáfrýjandi fengi frekari bata af afleiðingum slyssins. Taldi nefndin varanlegan miska gagnáfrýjanda hæfilega ákveðinn 15%, en varanlega örorku 10%. Aðaláfrýjandinn Sjóvá-Almennar tryggingar hf. greiddi gagnáfrýjanda bætur 4. apríl 1997 á grundvelli álits örorkunefndar, en við þeim var tekið „með fyrirvara um mat á varanlegri örorku“, eins og sagði í kvittun fyrir bótunum. Samkvæmt bótauppgjöri hafði aðaláfrýjandinn að auki áður greitt gagnáfrýjanda bætur fyrir tímabundið atvinnutjón að fullu með 1.135.000 krónum. Virðist mega ráða af málatilbúnaði aðilanna að aðaláfrýjandinn hafi með þessu greitt gagnáfrýjanda bætur, sem hafi svarað til launa sem hann hefði ella notið frá fyrrnefndum vinnuveitanda til loka árs 1995. Samkvæmt beiðni gagnáfrýjanda voru dómkvaddir þrír matsmenn 24. júlí 1997 til að meta varanlega örorku og varanlegan miska hans vegna slyssins. Í matsgerð 3. nóvember 1997 voru matsmennirnir einhuga um að rétt væri að telja varanlegan miska gagnáfrýjanda 20%. Tveir þeirra töldu að meta yrði varanlega örorku gagnáfrýjanda 100%, en þriðji matsmaðurinn taldi hins vegar örorkustigið hæfilega ákveðið 50%. Með bréfi 20. nóvember 1997 krafði gagnáfrýjandi aðaláfrýjandann Sjóvá-Almennar tryggingar hf. um greiðslu bóta vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku í samræmi við niðurstöðu meiri hluta matsmanna til viðbótar fyrra uppgjöri. Í kjölfarið höfðaði gagnáfrýjandi málið með stefnu 28. janúar 1998 og krefst dóms um skyldu aðaláfrýjenda til að greiða bætur þessu til samræmis. Í héraðsdómi er greint frá málsástæðum aðilanna, svo og útreikningi á kröfu gagnáfrýjanda. II. Aðaláfrýjendur hafa ekki borið því við að gagnáfrýjandi kunni að hafa glatað rétti til að leita frekari bóta fyrir varanlegan miska en hann fékk greiddar samkvæmt uppgjöri 4. apríl 1997 vegna þess orðalags í þargreindum fyrirvara hans, sem áður er getið. Í niðurstöðu álitsgerðar örorkunefndar 9. desember 1996 er meðal annars dregin saman í stuttu máli frásögn af heilsufari gagnáfrýjanda fyrir slysið 24. janúar 1995, áverkum, sem hann varð þá fyrir, og helstu varanlegu afleiðingunum af þeim. Segir síðan: „Að öllum gögnum virtum telur nefndin varanlegan miska hans vegna afleiðinga slyssins hæfilega metinn 15% ...”. Í matsgerð 3. nóvember 1997 færði meiri hluti matsmanna eftirfarandi rök fyrir niðurstöðu sinni um varanlegan miska gagnáfrýjanda: „Að því er varðar varanlegan miska skv. 4. gr. skaðabótalaganna, er þess ekki að vænta, að Friðjón fái frekari bata hér eftir. Af fyrirliggjandi læknisfræðilegum gögnum telst rétt að meta honum varanlegan miska vegna afleiðinga slyssins 20% ...”. Í séráliti eins matsmanns lýsti hann sig sammála þessari niðurstöðu meiri hlutans án frekari röksemdafærslu. Með 10. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 gefst tjónþola eða þeim, sem ber ábyrgð á tjóni, kostur á að afla álits um miskastig og örorkustig hjá örorkunefnd, sem skipuð er tveimur læknum og einum lögfræðingi. Ekki er girt fyrir það með lögum að leita megi annarra sönnunargagna um miskastig og örorkustig, þar á meðal matsgerðar dómkvaddra manna, hvorki vegna þess eins að unnt sé að afla álits örorkunefndar um þessi atriði né að slíks álits hafi þegar verið aflað. Sé slíkra gagna aflað til viðbótar álitsgerð örorkunefndar verða dómstólar að skera úr um sönnunargildi þeirra eftir almennum reglum, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, enda leiða engar réttarreglur til þeirrar niðurstöðu að meira hald sé til sönnunar í öðru hvoru, matsgerð dómkvaddra manna eða álitsgerð örorkunefndar. Eins og áður greinir var við aðdraganda að málsókn þessari staðið þannig að verki að fyrst var leitað álitsgerðar örorkunefndar um miskastig og örorkustig gagnáfrýjanda. Er það í samræmi við þá aðalreglu, sem gengið er út frá í ákvæðum I. kafla skaðabótalaga. Niðurstaða dómkvaddra manna um miskastig gagnáfrýjanda er síður rökstudd en niðurstaða örorkunefndar um sama efni. Matsgerðin getur því ekki nægt til að hrinda sönnunargildi álitsgerðar örorkunefndar um miskastigið. Breytir engu í þessu sambandi að héraðsdómur, sem var meðal annars skipaður sérfróðum manni um bæklunarskurðlækningar, hafi kosið að fallast á niðurstöðu dómkvaddra matsmanna, enda verður ekki ráðið af gögnum málsins að sá sérfræðingur hafi gert sjálfstæða könnun á heilsufari gagnáfrýjanda. Óumdeilt er að gagnáfrýjandi hafi með uppgjöri við aðaláfrýjandann Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 4. apríl 1997 fengið að fullu greiddar miskabætur, sem ákveðnar voru á grundvelli miskastigs samkvæmt álitsgerð örorkunefndar. Verða aðaláfrýjendur því sýknaðir af kröfu gagnáfrýjanda um frekari miskabætur. III. Við mat á varanlegri skerðingu á getu gagnáfrýjanda til að afla vinnutekna vegna afleiðinga slyssins, sem hann varð fyrir 24. janúar 1995, verður meðal annars að líta til þeirra kosta, sem hann átti á atvinnu sem sanngjarnt er að ætlast til að hann starfaði við, sbr. 2. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Gagnáfrýjandi var eins og áður greinir 66 ára á slysdegi. Í kjölfar slyssins lét hann af því starfi, sem hann hafði þá gegnt um nokkurra ára skeið. Með greiðslu bóta fyrir tímabundið atvinnutjón hafa aðaláfrýjendur viðurkennt að gagnáfrýjandi hafi með öllu verið óvinnufær vegna áverka, sem hann hlaut við slysið, til loka ársins 1995. Eins og málið liggur fyrir verður því að miða við að gagnáfrýjandi hafi í ársbyrjun 1996, þegar skeiði tímabundins atvinnutjóns hans var lokið, getað leitað út á vinnumarkað að nýju starfi, sem kynni að hæfa aðstæðum hans og heilsufari, að gættu því að hann var þá svo á sig kominn sem miskastig, staðreynt frá læknisfræðilegu sjónarmiði, hefur síðar leitt í ljós. Í upphafi árs 1996 var gagnáfrýjandi 67 ára að aldri. Af því, sem áður greinir, verður að telja sýnt að hann hafði hvorki menntun né starfsreynslu til að fást við vinnu af öðrum toga en hann hafði áður sinnt. Í niðurstöðu álitsgerðar örorkunefndar segir að hann hafi allt frá slysinu verið ófær um að vinna sömu eða svipuð störf og hann gegndi fram að því. Að áliti meiri hluta dómkvaddra matsmanna var gagnáfrýjandi ófær um að sinna störfum, sem krefðust líkamlegrar áreynslu. Að þessu gættu verður að fallast á með gagnáfrýjanda að í ljósi aldurs hans, heilsufars, menntunar og starfsreynslu hafi verulegar líkur verið fyrir því að honum stæði ekki til boða vinna, sem sanngjarnt var að ætlast til að hann starfaði við. Aðaláfrýjendur hafa ekki leitast við að hrinda þeim líkum með gögnum um framboð á atvinnu á því svæði, þar sem gagnáfrýjandi býr, eða með því að leiða í ljós að honum gæti hafa staðið til boða að hefja á ný vinnu hjá Olíuverslun Íslands hf. við léttari störf en hann áður gegndi. Verður samkvæmt þessu að leggja til grundvallar að örorkustig gagnáfrýjanda samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga vegna afleiðinga slyssins sé 100%. Samkvæmt kröfugerð gagnáfrýjanda, sem tölulegur ágreiningur er ekki um, eru bætur vegna þessarar varanlegu örorku hans 1.854.621 króna. Áður hafði aðaláfrýjandinn Sjóvá-Almennar tryggingar hf. greitt gagnáfrýjanda 157.415 krónur í bætur fyrir varanlega örorku á grundvelli álitsgerðar örorkunefndar. Koma þær bætur til frádráttar. Verða aðaláfrýjendur því dæmdir í sameiningu til að greiða gagnáfrýjanda 1.697.206 krónur með vöxtum, eins og í dómsorði greinir. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað gagnáfrýjanda skulu vera óröskuð. Um málskostnað fyrir Hæstarétti og gjafsóknarkostnað fer samkvæmt því, sem í dómsorði segir. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Elías Theodórsson og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði gagnáfrýjanda, Friðjóni Þorleifssyni, 1.697.206 krónur með 2% ársvöxtum frá 24. janúar 1995 til 20. desember 1997, en dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað gagnáfrýjanda skulu vera óröskuð. Aðaláfrýjendur greiði 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti, sem renni í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 250.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. október 1998. Mál þetta sem dómtekið var 29. september sl. er höfðað með stefnu þingfestri 10. febrúar 1998 af Friðjóni Þorleifssyni, Heiðarholti 34, Keflavík gegn Elíasi Theódórssyni, Skólavegi 7, Keflavík og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík . Dómkröfur Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmdir til að greiða sér óskipt 1.839.329 krónur í skaðabætur með 2% ársvöxtum frá 24. janúar 1995 til 20. desember 1997, en með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er krafist málskostnaðar að mati réttarins eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndu gera þær dómkröfur aðallega að þeir verði sýknaðir og stefnanda gert að greiða þeim málskostnað en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar og hvor aðilinn látinn bera sinn kostnað af málinu. Málavextir Stefnandi var ökumaður bifreiðar sem ekið var aftan á þann 24. janúar 1995. Bifreið hans, Z-1475, var kyrrstæð en hentist fram við áreksturinn og lenti á kyrrstæðri bifreið er var fyrir framan. Við áreksturinn kveðst stefnandi hafa fengið tvo hnykki á líkamann. Stefndi Elías var ökumaður bifreiðarinnar R-19142 sem ekið var aftan á bifreið stefnanda, en bifreið hans var ábyrgðartryggð hjá hinu stefnda félagi. Stefnandi kveðst fyrir slysið hafa verið við mjög góða heilsu. Hann hafi m.a. verið virkur í frjálsum íþróttum á yngri árum og keppt í ýmsum greinum. Þá hafi hann á síðari árum þjálfað knattspyrnulið, leikið golf, keiluspil, stundað skíða- og skautaíþróttina o.fl. Hann hafi fram að slysinu starfað við bensínafgreiðslu hjá Olíuverslun Íslands og þar hafi hann haft öruggt starf til sjötugs, sbr. staðfestingu dags. 1. mars 1996 á dskj. nr. 6. Stefnandi kveður mikla breytingu hafa orðið á heilsufari sínu eftir slysið. Hann hafi strax fundið fyrir miklum verkjum í hálsi og hnakka og fljótlega hafi farið að bera á dofa og verkjum í vinstra fæti. Þá hafi stefnandi verið kvalinn af verkjum í hægri öxl og herðablaði. Sökum þessa hafi stefnandi verið óvinnufær allt frá slysdegi. Örorkunefnd skv. l. 50/1993 mat varanlega örorku og miska stefnanda í skriflegri álitsgerð þann 9. desember 1996. Taldi nefndin að varanleg örorka væri 10% en varanlegur miski 15%. Hið stefnda félag gerði upp bætur á grundvelli þess mats þann 4. apríl 1997, sbr. dskj. nr. 13. Stefnandi undi ekki niðurstöðu örorkunefndar og gerði sérstakar athugasemdir með bréfi þann 27. desember 1996, sjá dskj. nr. 12, og óskaði síðan eftir dómkvaðningu matsmanna með bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur þann 11. júlí 1997. Dómkvaddir voru Magnús Thoroddsen hrl. og læknarnir Atli Þór Ólason og Leifur N. Dungal. Leifur N. Dungal og Magnús Thoroddsen töldu að rétt væri að meta stefnanda með 100% örorku vegna slyssins enda væri óraunhæft að telja að maður á þessum aldri fengi eitthvert létt launað starf er hentaði. Matsmaðurinn Atli Þór Ólason áleit hins vegar að rétt væri að meta örorkuna 50% þar sem stefnandi hefði einhverja getu til að vinna léttari störf. Matsmenn voru sammála um að varanlegur miski væri rétt metinn 20%. Lögmaður stefnanda sendi hinu stefnda félagi bréf þann 20. nóvember 1997 þar sem þess var krafist að gengið yrði til uppgjörs á grundvelli 100% mats vegna varanlegrar örorku. Í svari félagsins frá 30. desember 1997 er boðin greiðsla sem miðar við 50% mat á varanlegri örorku og 20% varanlegan miska. Var því boði hafnað en til sátta bauð stefnandi að uppgjör skyldi eiga sér stað miðað við 75%. Því hafnaði hið stefnda félag. Stefnandi fékk gjafsókn þann 25. september sl. Málsástæður stefnanda og lagarök 1.Bótaskylda Ekki er deilt um bótaskyldu í málinu en hún byggir á 90. gr., sbr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 gagnvart stefnda Elíasi, sem skráðum eiganda bifreiðarinnar R-19142. Greiðsluskylda og aðild Sjóvá- Almennra trygginga hf. byggir á 1. mgr. 97. gr. umferðarlaga. Bifreiðin var á slysdegi tryggð hjá Ábyrgð hf. en Sjóvá-Almennar tóku við réttindum og skyldum þess félags þann 1. janúar 1997. 2. Sundurliðun dómkröfunnar Tjón stefnanda vegna varanlegra afleiðinga slyssins sundurliðast þannig: Stefnandi kveður tjón vegna varanlegs miska reiknað út á grundvelli samhljóða niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um 20% varanlegan miska. Við uppgjörið 4. apríl 1994 hafi verið gerð upp 15% með 418.958 krónum og við bætist nú 5% sem reiknist af 4.373.000 krónum samkvæmt. 4. gr. skaðabótalaga, þ.e. 142.123 krónur. Því verði bætur fyrir varanlegan miska samtals 561.081 króna að frádreginni innborgun samkvæmt framangreindu. Tjón vegna varanlegrar örorku reiknist með hliðsjón af launum stefnanda síðustu 12 mánuði fyrir slys. Þau laun hafi verið 1.299.977 krónur. Við bætist 5,81% vísitöluhækkun og 6% vegna tillags í lífeyrissjóð, margfaldað með 7,5 samkvæmt 5.-7. gr. skaðabótalaga, en frá dragist 84% vegna aldurs tjónþola á slysdegi samkvæmt 9. gr. skaðabótalaga. Samtals geri þetta 1.854.621 krónu, en frá sé dregin greiðsla inn á varanlega örorku þann 4. apríl 1997 að fjárhæð 157.415 krónur. 3. Mat á varanlegum miska skv. 4. mgr. skaðabótalaga Eins og áður greini byggir krafa stefnanda í þessu efni á 20% mati hinna dómkvöddu matsmanna. Þar sem stefnanda sé ekki ljóst hvort stefndi muni mótmæla þessum þætti bótakröfunnar, verði látið við það sitja að rökstyðja kröfuna með tilliti til þeirra sjónarmiða sem fram komi í matsgerðinni. Stefnandi áréttar sérstaklega að dómurinn sé engan hátt bundin af niðurstöðum örorkunefndar um mat á varanlegum miska og varanlegri örorku. Dómurinn meti þetta atriði sjálfstætt samkvæmt fyrirliggjandi sönnunargögnum eins og meginreglan í 1. mgr. 44. gr. l. nr. 91/1991 um meðferð einkamála um frjálst sönnunarmat dómara geri ráð fyrir, meðal annars sönnunargildi matsgerðar, sbr. 2. mgr. 66. gr. l. nr. 91/1991. Álitsgerð örorkunefndar samkvæmt 10. gr. skaðabótalaga séu ekki lögbundið sönnunargagn heldur álit óháðs aðila sem hvorugur málsaðili sé bundinn við nema um það hafi ef til vill verið samið fyrirfram. Skaðabótalögin sjálf byggi á þessu sjónarmiði, þ.e. að hvor aðili um sig geti „óskað álits” örorkunefndar, en það sé á engan hátt bindandi ef ekki sé sátt um niðurstöðuna. 4. Mat á varanlegri örorku Stefnandi kveður aðalágreining aðila þessa máls snúast um það hver varanleg örorka stefnanda sé samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga, þ.e. hvert vinnutekjutap stefnanda af völdum slyssins sé. Stefnandi hafi talið niðurstöðu örorkunefndar frá 9. desember 1996 um 10% örorku ranga, enda hafi niðurstaðan ekki verið rökstudd. Álit dómkvaddra matsmanna, samkvæmt matsgerð þann 3. nóvember 1997 hafi verið á þá leið að tveir matsmanna töldu örorkuna rétt metna 100% en einn matsmaður taldi rétt að meta hana 50%. Röksemdir í matinu, bæði læknis- og lögfræðilegar, sýni berlega hversu fráleitt mat örorkunefndarinnar hafi verið og hafi stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fallist á það með því að bjóða fram bætur fyrir 50% varanlega örorku. Stefnandi hafi verið óvinnufær frá slysdegi og verði það sýnilega áfram allt til áætlaðra starfsloka. Örorka hans sé því alger, 100%. Öll rök styðji niðurstöðu hinna dómkvöddu manna. Er í því sambandi sérstaklega bent á eftirfarandi: 1) Við mat á varanlegri örorku skuli samkvæmt 2. mgr. 5. gr. skaðabótalaga líta til þeirra kosta sem tjónþoli eigi að afla sér tekna með vinnu sem sanngjarnt er að ætlast til að hann starfi við. Þetta merki að sá sem meti varanlega örorku verði að áætla það í ljósi menntunar, reynslu og aldurs hins slasaða, að hve miklu marki honum sé unnt að afla tekna samanborið við ástandið fyrir slysdag. Megintilgangur skaðabótalaganna hafi verið að bætur miðuðust við einstaklingsbundnar forsendur og mat á tekjutapi hvers tjónþola fyrir sig og ljóst að í sumum tilvikum yrði um verulega lækkun á bótum að ræða en í öðrum - einkum þar sem aðstæður eru sérstaks eðlis - myndu þær hækka og þá mikið. Stefnandi telur að í sínu tilviki séu engin rök til annars en að dæma skaðabætur á grundvelli mats um 100% varanlega örorku enda sé sú niðurstaða í raun orðin staðreynd, eftir því sem lengra hafi liðið frá slysdegi. Stefnanda hafi ekki reynst unnt að taka upp fyrra starf og með tilliti til atvinnutækifæra fólks sem komið sé yfir 66 ára aldur sé ljóst að hann eigi þess ekki kost að afla sér tekna með neinni „vinnu sem sanngjarnt er að ætlast til að hann starfi við.” Þetta sé í raun augljóst öllum þeim sem vilji sjá og beita heilbrigðri skynsemi við túlkun skaðabótalaga. 2) Í framlögðu vottorði fyrrum vinnuveitanda stefnanda sé það vottað að hann hafi unnið starf sitt við þjónustustöð Olís í Keflavík af trúmennsku og reglusemi. Fjarvistir fram að slysinu 24. janúar 1995 hafi engar verið og miðað við mætingar og vinnugæði séu allar líkur á því að stefnandi hefði starfað til sjötugs hjá Olís. 3) Stefnandi hafi alla tíð unnið störf er krefjast líkamlegrar áreynslu. Hann hafi hvorki aflað sér bóklegrar menntunar né starfsþjálfunar sem geri honum kleift að vinna þau störf sem ekki krefjast líkamlegrar áreynslu. Slík vinna sé heldur ekki í boði fyrir aldrað fólk. Það sé hreint óraunsæi að halda því fram að stefnandi geti unnið við einhver léttari störf, eins og ráð virðist vera fyrir gert í áliti örorkunefndar og sér áliti Atla Þórs Ólasonar matsmanns. Þar séu engin störf sem með sanngirni megi ætlast til að stefnandi taki sér fyrir hendur á gamals aldri með þá menntum og starfsreynslu sem hann hafi. 4)Við mat á örorku fólks sem komið sé á aldur við stefnanda eigi ekki að taka tillit til aldurs þess í matinu sjálfu. Það sé gert í lögunum, sbr. 9. gr. skaðabótalaga, en samkvæmt þeirri grein lækki bætur til slasaðs fólks eftir aldri þeirra, í tilviki stefnanda 84% af fullum bótum. 5) Í 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga sé sú regla sett að greiðslur sem tjónþoli fái frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum dragist ekki frá skaðabótakröfu hans. Stefnandi telur það jafn ljóst að við mat á varanlegri örorku megi ekki taka tillit til þeirra réttinda sem hann kunni að eiga á þessu sviði og greiðslu eftirlauna. 5. Önnur lagarök Krafa um 2% vexti frá slysdegi byggir á 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga. Varðandi dráttarvaxtakröfu er vísað til 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 2. mgr. 16. gr. skaðabótalaga, en dráttarvaxta er krafist þegar liðinn er einn mánuður frá því að hinu stefnda félagi var send sú matsgerð sem málssókn þessi byggir á. Um málskostnaðarkröfuna er vísað til 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málsástæður stefnda og lagarök Stefndu kveða engan ágreining um bótaskyldu í máli þessu og þá ekki um það að stefndu beri að greiða stefnanda fullar bætur samkvæmt gildandi skaðabótarétti. Ágreiningsefnið sé fyrst og fremst um það hvert sé umfang þess skaða sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna slyssins. Fyrir liggi í málinu álitsgerð örorkunefndar, samkvæmt 10. gr. laga nr. 50/1993, sem framkvæmd hafi verið að beiðni aðila málsins. Niðurstaða hennar sé sú að varanlegur miski stefnanda sé 15% en varanleg örorka 10%. Hafi uppgjör farið fram á grundvelli þessarar álitsgerðar, sbr. dskj. nr. 15, og hafi stefnandi því fengið tjón sitt bætt í samræmi við niðurstöðu örorkunefndar og gildandi skaðabótalög. Byggi aðalkrafa stefndu á þessu sjónarmiði. Dómkröfur stefnanda í máli þessu byggi á áliti þriggja dómkvaddra matsmanna sem stefnandi hafi látið dómkveðja vegna slyssins þar sem hann hafi ekki sætt sig við niðurstöðu örorkunefndarinnar. Eins og fram komi í stefnu hafi hinir dómkvöddu matsmenn ekki orðið sammála, meiri hlutinn, tveir matsmannanna, töldu að varanlegur miski stefnanda vegna slyssins væri 20% en varanleg örorka 100%. Einn hinna dómkvöddu matsmanna hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu hvað varanlegu örorkuna snertir að hún skyldi metin 50%. Hið stefnda vátryggingafélag hafi boðið stefnanda uppgjör umfram skyldu á grundvelli niðurstöðu þessa sérálits. Því hafi verið hafnað af hálfu stefnanda. Miði dómkröfur hans því við að varanleg örorka stefnanda vegna slyssins sé 100%. Hvað það atriði snerti vilja stefndu segja þetta. Fyrir liggi álitsgerð örorkunefndar þeirra sem starfar samkvæmt 10. gr. laga nr. 50/1993. Eins og kunnugt sé sitji í nefndinni tveir læknar og einn hæstaréttarlögmaður. Eðli málsins samkvæmt verði að telja ljóst að um sé að ræða aðila með reynslu og kunnáttu sem telja megi sérstaka. Stefndu telji að niðurstöður dómkvaddra matsmanna fái ekki hnekkt mati örorkunefndarinnar. Í þeim efnum skuli minnt á að hinir dómkvöddu matsmenn hafi klofnað í áliti sínu. Þá vilji stefndu einnig benda á og leggja á það áherslu að þeir telji útilokað að áverki sá sem stefnandi varð fyrir eigi að leiða til 100% varanlegrar örorku. Í þeim efnum skuli bent á skyldu stefnanda til að takmarka tjón sitt og ljóst sé að hann hefði getað gert það með því að fara í léttari störf, svo sem fram komi í sératkvæði eins dómkvaddra matsmanna. Einnig að stefnanda hafi farið á eftirlaun vegna slyssins þar sem hann hafi ekki hafið ekki störf að nýju. Niðurstaða Örorkunefnd hefur fjallað um um varanlega örorku stefnanda og miskastig og er álitsgerð nefndarinnar dagsett 9. desember 1996. Í niðurstöðu álitsgerðarinnar eru raktir þeir áverkar sem stefnandi hlaut og einkenni þau sem hann hefur eftir slysið en ekki er að finna eiginlegan rökstuðning fyrir niðurstöðu nefndarinnar, sem er sú að varanlegur miski stefnanda vegna afleiðinga slyssins sé 15% en varanleg örorka hans 10%. Matsgerð dómkvaddra matsmanna er dagsett 3. nóvember 1997. Í niðurstöðu þeirra segir að stefnandi geti nú ekki lengur stundað það starf sem hann gegndi, er slysið varð, né heldur sinnt öðrum störfum er krefjast líkamlegrar áreynslu. Hann hafi enga starfsmenntun og hafi alla ævi stundað störf sem reyni á líkamann. Hann hafi nú misst getu til þess og önnur störf sem krefjist andlegra hæfileika, verkkunnáttu eða menntunar, ráði hann ekki við. Matsmenn vísa til 2. mgr. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 en þar segir: „Þegar tjón vegna örorku er metið skal líta til þeirra kosta sem tjónþoli á til að afla sér tekna með vinnu sem sanngjarnt er að ætlast til að hann starfi við.” Matsmenn vísa einnig til greinargerðar með þessu ákvæði laganna. Niðurstaða tveggja matsmanna, Leifs Dungals læknis og Magnúsar Thoroddsen hrl., er sú að ekki verði með sanngirni ætlast til þess að stefnandi stundi störf er krefjist líkamlegrar áreynslu og ekki sé sanngjarnt að ætlast til að hann geti fengið vinnu við andleg störf hér eftir. Telja verði útilokað, miðað við fyrirliggjandi læknisfræðileg gögn, að líkamlegt ástand hans eigi eftir að batna og óraunhæft að telja að hann geti, á þessum aldri, fengið eitthvert létt launað starf er honum henti, eins og heilsu hans sé komið. Meta þeir örorku hans af völdum slyssins 100% en varanlegan miska 20% Þriðji matsmaðurinn, Atli Þór Ólason læknir, metur varanlega örorku vegna slyssins 50% en er sammála hinum tveimur um að varanlegur miski sé 20%. Í séráliti Atla Þórs Ólasonar kemur m.a. fram að við mat á örorku stefnanda líti hann fyrst til þess líkamsskaða er slysið olli. Stefnandi hafi orðið fyrir tognunaráverka á háls og mjóbak með fremur útbreiddum einkennum án skemmda á bein- eða taugavef. Fram hafi komið að stefnandi hafi starfað á bensínstöð og hafi fengið óþægindi við erfiðari hluta þess starfs svo sem við að bera böggla, tunnur eða annað og hindri það hann við það starf. Hins vegar geti hann unnið léttari hluta þess starfs, svo sem að dæla bensíni á bíla. Þá hafi hann sýnt færni í að vinna létt störf á heimili og spili lítillega golf. Samkvæmt því verði að telja að stefnandi hafi getu til að vinna létt störf og sé því ekki fallist á að geta hans til þess að afla sér launatekna sé 100% skert. Taka þurfi tillit til þeirra hugsanlegu starfa er stefnandi kynni að geta sinnt. Einnig hafi hann vissar skyldur til þess að takmarka tjón sitt sem mest hann geti og þar með nýta þá vinnugetu sem hann enn búi yfir. Að mati Atla Þórs er starfsörorka stefnanda meiri en miskastig og að teknu tilliti til mikilla einkenna stefnanda og aldurs hans telur hann að meta beri starfsörorku 50%. Stefnandi var 66 ára er slysið varð. Samkvæmt þeim læknisfræðilegu gögnum er fyrir liggja hafði hann verið hraustur framan af ævi, stundað íþróttir og verið í fullri vinnu. Ekki er vitað til að hann hafi leitað til lækna eða heilbrigðisstarfsfólks vegna stoðkerfiseinkenna. Þrátt fyrir þetta hafi stefnandi verið kominn með talsverðar slitbreytingar í hrygg við slys 23. janúar 1995 sem sjáist á röntgenmyndum fyrstu mánuðina eftir slys. Við slysið tognaði hann á hálsi og fékk hnykk á bak. Við þetta komu fram mikil einkenni frá mjóbaki og vægari einkenni um tognun í hálsi. Einkenni frá hægri öxl kunna að vera afleidd frá hálsi en ekki var um að ræða beinan áverka á öxlina við slysið. Hefðbundin meðferð næsta árið eftir slys bar nokkurn árangur hvað varðar verki í hálsi og hægri öxl og verkir minnkuðu. Einkenni í dag frá hálsi og hægri öxl eru fyrst og fremst álagseinkenni og þreytuverkur eftir álag og vægt skert hreyfigeta í hálsi og hægri öxl. Einkennin frá mjóbaki eru afleiðing slyssins en orsakast fyrst og fremst af þeim slitbreytingum og hrörnun á liðþófa sem til staðar voru fyrir slys. Mjóbaksverkirnir í kjölfar slyssins eru enn til staðar í hvíld og aukast við álag. Verkirnir í vinstra ganglim eru farnir en þess í stað eru slæmir verkir í hægri ganglim. Með hliðsjón af framansögðu er fallist á þá niðurstöðu dómkvaddra matsmanna að varanlegur miski sé hæfilega metinn 20%. Eins og áður getur er mikið ósamræmi í niðurstöðum varðandi varanlega örorku stefnanda. Svo sem áður greinir var stefnandi var 66 ára gamall er slysið varð. Hann starfaði sem bensínafgreiðslumaður hjá OLÍS og var tekinn þar af launaskrá tveimur mánuðum eftir slys. Hann var síðan sjúkraskráður í eitt ár og naut bóta frá hinu stefnda tryggingafélagi allan þann tíma. Engin vissa er fyrir því að stefnandi hefði unnið til 70 ára aldurs hefði hann ekki orðið fyrir umræddu slysi, en eins og fram kemur hér að framan voru þá komnar fram slitbreytingar og ómögulegt að segja til um hvort einkenni slitgigtar hefðu komist á það stig að þau hindruðu stefnanda í starfi. Þá liggja ekki fyrir í málinu nein læknisfræðileg gögn er styðja að stefnandi sé með öllu óvinnufær. Telja verður, miðað við það sem fram er komið um líkamlegt ástand stefnanda, að 20% varanlegur miski hafi ekki leitt til 100% skerðingar á aflahæfi. Við mat á varanlegri örorku ber hinsvegar, samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993, einnig að líta til þeirra kosta sem tjónþoli á til að afla sér tekna með vinnu sem sanngjarnt er að ætlast til að hann starfi við. Þó að greiðslur fá þriðja aðila hafi ekki áhrif á útreikning örorkubóta þá þykir verða að taka undir þau sjónarmið er koma fram í áliti matsmannsins Atla Þórs Ólasonar að slíkar greiðslur geti haft óbein áhrif á tjónþola sjálfan, einkum þegar þær nægja til lífsviðurværis og eru litlu lægri en tekjur sem viðkomandi myndi afla sér með vinnu. Telja verður samkvæmt framansögðu að stefnandi hafi getu til þess að vinna létt störf. Hár aldur hans dregur eðlilega úr þeim möguleikum sem hann hefur til að fá slík störf en stefnandi þykir ekki hafa sýnt fram á í máli þessu að viðleitni hans til þess að fá léttara starf hafi verið mikil. Þegar virtur er varanlegur miski stefnanda og litið til þeirra atriða, sem hér að framan eru rakin, er það niðurstaða dómsins að varanleg örorka stefnanda sé hæfilega metin 75%. Útreikningi stefnanda á bótum vegna varanlegrar örorku og varanlegs miska hefur ekki verið mótmælt. Þykir því mega taka kröfur stefnanda til greina með 1.375.674 krónum. Dráttarvaxtakröfu hefur ekki verið mótmælt og verður hún tekin til greina eins og hún er fram sett í stefnu. Eftir þessari niðurstöðu verður stefndu gert að greiða stefnanda málskostnað sem ákveðst 536.000 krónur og greiðist hann í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns stefnanda, Jóhannesar K. Sveinssonar hdl., 225.000 krónur og er þá ekki tekið tillit til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Dóminn kvað upp Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari ásamt meðdómendunum Helga I. Jónssyni héraðsdómara og Ríkarði Sigfússyni bæklunarskurðlækni. Dómsorð: Stefndu, Elías Theódórsson og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði stefnanda, Friðjóni Þorleifssyni, óskipt 1.375.674 krónur með 2% ársvöxtum frá 24. janúar 1995 til 20. desember 1997, en með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags og 536.000 krónur í málskostnað sem greiðist í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnanda 536.000 krónur, þar með talin þóknun lögmanns hans Jóhannesar K. Sveinssonar hdl., 225.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 574/2002
|
Kærumál Fjárnám Áfrýjunarfjárhæð Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumanns um að stöðva fjárnámsgerð, sem K krafðist að næði fram að ganga hjá F. Var málinu vísað frá Hæstarétti þar sem höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá F, var undir áfrýjunarfjárhæð.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. desember 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. desember 2002, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 31. júlí sama árs um að stöðva fjárnámsgerð, sem sóknaraðili krafðist að næði fram að ganga hjá varnaraðila. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Hann krefst þess að framangreind ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og lagt fyrir hann að halda fjárnámsgerðinni áfram. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdómara fyrir sitt leyti 13. desember 2002. Hann krefst þess að úrskurðurinn verði staðfestur um annað en málskostnað, sem sér verði dæmdur í héraði ásamt kærumálskostnaði. Sóknaraðili leitaði fjárnámsins, sem deilt er um heimild fyrir í málinu, með beiðni til sýslumannsins í Reykjavík 19. júní 2002. Samkvæmt beiðninni var höfuðstóll kröfunnar, sem leita átti fullnustu á hjá varnaraðila, 400.000 krónur. Skilyrði um áfrýjunarfjárhæð í 1. mgr. og 2. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 6. gr. laga nr. 38/1994, verður beitt um kæru sem þessa, sbr. 4. mgr. 150. gr. fyrrnefndu laganna og 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989, svo sem slegið var föstu meðal annars í dómum Hæstaréttar í dómasafni 1994, bls. 1101 og dómasafni 1999, bls. 4662. Þegar sóknaraðili lýsti yfir kæru í málinu var áfrýjunarfjárhæð samkvæmt fyrstnefnda lagaákvæðinu 400.680 krónur. Brestur þannig skilyrði til kæru í málinu og verður að vísa því sjálfkrafa frá Hæstarétti. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 659/2016
|
Kærumál Þrotabú Skiptastjóri
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu K um að J yrði vikið úr starfi skiptastjóra í þrotabúi H ehf. Kom m.a. fram að skiptastjóra yrði hvorki kennt um að ekki hefði enn verið tekin afstaða til allra krafna K né að skipti hefðu dregist nokkuð á langinn. Þá væri ekki tilefni til að víkja honum úr starfi þótt hann hefði ekki fullnægt þeirri skyldu 2. mgr. 78. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. að gera yfirlit yfir efnahag og rekstur búsins um hver áramót og mitt hvert ár.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir EiríkurTómasson og Karl Axelsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 21. september 2016, en kærumálsgögn bárust réttinum 30. sama mánaðar.Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. september 2016 þar sem hafnað varkröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði vikið úr starfi skiptastjóra íþrotabúi Háttar ehf. Kæruheimild er í 179. gr. laga nr. 21/1991 umgjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind krafa verði tekintil greina. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar og kærumálskostnaðar. Samkvæmt kröfulýsingusóknaraðila 5. október 2012 lýsti hann kröfu í þrotabú Háttar ehf. í þremurliðum. Í fyrsta lið var lýst kröfu samkvæmt tveimur veðskuldabréfum, báðumútgefnum af Hætti ehf. til handa sóknaraðila, með veði í öllum eignarhlutum íHrossaræktarbúinu Feti ehf. Hið fyrra var útgefið 2. júní 2007, að fjárhæð 225.000.000krónur og hið síðara 4. janúar 2008 að fjárhæð 170.000.000 krónur. Íkröfulýsingunni sagði að samkvæmt samkomulagi 15. september 2011 millisóknaraðila og Háttar ehf. hafi skuld samkvæmt framangreindum veðskuldabréfumverið lækkuð í 210.353.990 krónur í kjölfar þess að sóknaraðili leysti til sínveð samkvæmt veðskuldabréfunum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. september2015 var fyrrgreindu samkomulagi 15. september 2011 um skuldauppgjörsóknaraðila og Háttar ehf. rift og sóknaraðila gert að afhenda þrotabúi Háttarehf. alla hluti í Hrossaræktarbúinu Feti ehf. Í öðrum lið kröfulýsingarsóknaraðila var lýst kröfu samkvæmt skuldabréfi, útgefnu 4. janúar 2008, aðhöfuðstólsfjárhæð 175.000.000 krónur og nam krafan með vöxtum 260.406.848krónum. Í þriðja lið var lýst kröfu að fjárhæð 228.925.791 króna. Framangreindumkröfum var öllum lýst sem almennum kröfum. Í málinu hafa verið lögðfram drög að kröfuskrá Háttar ehf. 8. ágúst 2016. Af þeim verður ráðið aðskiptastjóri hafi samþykkt sem almenna kröfu í þrotabúið kröfu sóknaraðilasamkvæmt öðrum lið kröfulýsingar hans að fjárhæð 260.406.848 krónur. Þá komfram í endurriti skiptafundar 10. ágúst 2016 að skiptastjóri hafi samþykkt kröfusamkvæmt þriðja lið kröfulýsingarinnar að fjárhæð 228.925.791 króna og munibreyta kröfuskrá því til samræmis. Hefur varnaraðili samkvæmt þessu tekiðafstöðu til og samþykkt tvo liði í kröfulýsingu sóknaraðila. Eins og að framanvar rakið var með dómi héraðsdóms 21. september 2015 rift samkomulagi umuppgjör skuldar sóknaraðila við Hátt ehf., en krafa samkvæmt fyrsta lið kröfulýsingarsóknaraðila var reist á því samkomulagi. Hefur umræddum dómi verið áfrýjað tilHæstaréttar. Er skiptastjóra ómögulegt að svo stöddu að taka endanlega afstöðutil fjárhæðar kröfu sóknaraðila þegar ekki liggur fyrir hver úrslit málsinsverða hér fyrir dómi. Samkvæmt framangreindu verður skiptastjóra ekki um kenntað ekki hefur enn verið tekin afstaða til allra krafna sóknaraðila sem hannhefur lýst í þrotabúið.Samkvæmt 2. mgr. 78. gr.laga nr. 21/1991 skal skiptastjóri gera yfirlit yfir efnahag og reksturþrotabús, hafi skiptum ekki verið lokið innan sex mánaða frá því úrskurður gekkum gjaldþrotaskipti, en upp frá því um hver áramót og mitt hvert ár þar tilskiptum er lokið. Þótt ráðið verði af gögnum málsins að varnaraðili hafi ekki fullnægtþessari skyldu sinni sem skiptastjóri er ekki tilefni til að verða við kröfusóknaraðila um að víkja honum úr starfi af þeirri ástæðu. Þá varðar það heldurekki frávikningu varnaraðila þótt skipti hafi dregist nokkuð á langinn, endaverður honum ekki að öllu leyti um það kennt. Þó ber að árétta þá meginreglu aðhraða ber gjaldþrotaskiptum eftir því sem kostur er. Með þessum athugasemdumen að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hannstaðfestur.Umkærumálskostnað fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður erstaðfestur.Sóknaraðili, Karl EmilWernersson, greiði varnaraðila, þrotabúi Háttar ehf., 350.000 krónur íkærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. septemberMeð bréfi ÓlafsEiríkssonar hrl., f.h. sóknaraðila, Karls Emils Wernerssonar, sem móttekið varí Héraðsdómi Reykjavíkur, 14. júní sl., var þess farið á leit við dóminn, meðvísan til 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., aðvarnaraðila, Jóhanni Baldurssyni hdl., skiptastjóra í þrotabúi Háttar ehf., kt.710805-0240, Hlíðarsmára 6, Reykjavík, yrði vikið frá störfum. Varnaraðilikrefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Fyrirtakakröfu sóknaraðila fór fram 6. júlí sl. þar sem gögn málsins voru lögð fram, þ.á m. athugasemdir varnaraðila. Boðað var til næsta þinghalds í málinu 30. ágústsl. í samræmi við 1. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991. Leitaði dómari sátta meðaðilum í því þinghaldi. Sættir tókust ekki og ítrekaði sóknaraðili kröfu sínaum úrskurð dómara um frávikningu skiptastjóra á grundvelli 3. mgr. 76. gr. laganr. 21/1991. Var þá þingfest mál þetta samkvæmt 1. mgr. 176. gr. laganna, sbr.169. gr. þeirra Hafnaði varnaraðili kröfu sóknaraðila um úrskurð á grundvelli76. gr. laga nr. 21/1991. Af hálfu lögmanna var ekki óskað eftir frekari frestiog fór málflutningur því strax fram um kröfu sóknaraðila í því þinghaldi. Varmálið að því búnu tekið til úrskurðar eftir að lögmenn höfðu fengið að tjá sigum ágreiningsefnið og reifa sjónarmið sín þar að lútandi.IMálsatvikMeð úrskurðiHéraðsdóms Reykjavíkur 12. júlí 2012 var bú félagsins Háttar ehf. tekið tilgjaldþrotaskipta. Innköllun vegna skiptanna var birt fyrra sinni 7. ágúst 2012og fyrsti skiptafundur var haldinn 16. október 2012. Sóknaraðili gerði kröfu íbúið með kröfulýsingu í þremur liðum 5. október 2012 og fyrir hönd félagsinsNordic Pharma Investments Ltd. sama dag. Með bréfum skiptastjóra 7. október2012 var báðum kröfunum hafnað. Sóknaraðili mun hafa sent skiptastjóra bréf þarsem þeirri afstöðu skiptastjóra var mótmælt. Áskiptafundi 16. október 2012, þar sem fjallað var um lýstar kröfur og ráðstöfuná eignum og réttindum búsins, ítrekaði sóknaraðili mótmæli sín við afstöðuskiptastjóra og var ákveðið að halda fund 6. nóvember 2012 til að jafnaágreining um kröfur sóknaraðila og félagsins Nordic Pharma Investments Ltd. Þávar einnig mótmælt, fyrir hönd sóknaraðila og áðurnefnds félags, kröfum semskiptastjóri hafði samþykkt að hluta eða í heild og óskað eftir frekari gögnum.Þá var fundarmönnum skýrt frá ráðstöfunum skiptastjóra á eignum og öðrumréttindum búsins. Upplýsti skiptastjóri að hann hefði tekið tilboði að fjárhæð120.000.000 króna í jörðin Efri-Rauðalæk. Þá upplýsti skiptastjóri að viðskoðun á bankareikningum þrotabúsins hafi vaknað spurningar sem krefðust nánarirannsóknar á bókhaldi þess. Var skorað á sóknaraðila að skila bókhaldi,fundargerðarbókum og öðrum gögnum sem skiptastjóra kynni að vanhaga um varðandibúið eigi síðar en 30. október 2012. Jafnframt upplýsti skiptastjóri að tekjurvegna eigna búsins hefðu ekki skilað sér sem skyldi og að hann hygðist ræða viðleigutaka um greiðslu á vangoldinni húsaleigu. Þá hefði ýmis kostnaður falliðtil við rekstur búsins m.a. vegna greiðslu fasteignagjalda. Að lokum tilkynntiskiptastjóri hvert tímagjald hans væri og að greidd yrði þóknun samkvæmt 2.mgr. 77. gr. laga nr. 21/1991 eftir því sem vinna yrði unnin með tilliti tilþess að hagsmunum kröfuhafa yrði ekki raskað. Auk þess tilkynnti skiptastjóriað hann hefði ráðið sér til aðstoðar löggiltan endurskoðanda.Lögmaðursóknaraðila óskaði svara við því frá skiptastjóra hvers vegna tilboði aðfjárhæð 360.000.000 króna sem honum hafði borist í eignir félagsins, þ.e.Síðumúla 20-22 og Efri-Rauðalæk, hefði verið hafnað. Kvað skiptastjóri tilboðihafa verið hafnað vegna langs frests sem áskilinn hafði verið til fjármögnunarog jafnframt að teknu tilliti til þeirra athugasemda veðhafa í Síðumúla 20-22um að tilboðið væri of lágt. Íljósi áðurnefnds tilboðs að fjárhæð 360.000.000 króna töldu sóknaraðili og NordicPharma Investments Ltd. að ráðstafanir skiptastjóra varðandi eignir búsins, ánsamráðs við þessa kröfuhafa, kynnu að hafa valdið kröfuhöfum búsins tjóni ogáskildu þeir sér allan rétt vegna þessa.Ágreiningsfundurvegna lýstra krafna Nordic Pharma Investments Ltd. var haldinn 14. nóvember2012. Gerði skiptastjóri grein fyrir athugasemdum sínum er lutu annars vegar aðtilvist félagsins og hins vegar að því að gögn vantaði sem sönnuðu að Hátturehf. skuldaði félaginu umrædda kröfu. Lögmaður sóknaraðila gerði grein fyrirgögnum að baki kröfunni og hver væri grundvöllur hennar. Var ákveðið að haldaágreiningsfund að nýju.Annarfundur var einnig haldinn 14 nóvember 2012, á grundvelli 81. gr. laga nr.21/1991 til að afla upplýsinga um eignir, skuldir, bókhald o.fl. er tengisthinu gjaldþrota félagi. Sóknaraðili hafði þá þegar afhent hluta bókhalds enekki höfðu fundist nauðsynleg bókhaldsfylgiskjöl.Ágreiningsfundurvar haldinn 30. maí 2013 vegna kröfu Arion banka hf. í þrotabú Háttar ehf. aðfjárhæð 1,3 milljarðar sem sóknaraðili hafði gert athugasemdir við og mótmælt.Fram komu athugasemdir af hálfu lögmanns sóknaraðila vegna gagna að bakikröfunni og um að ómögulegt væri að átta sig á því hvort hún væri lögmæt eðaekki. Hvað varðaði aðrar kröfur Arion banka hf. benti lögmaður sóknaraðila á aðkröfunum fylgdi endurútreikningur erlendra lána en þar væri ekki gerð greinfyrir því hvernig upphaflegur höfuðstóll tengdist undirliggjandi veðskuldabréfieða hvernig vaxtaútreikningur hefði farið fram. Arion banki tók fram að viðendurútreikning lánanna væri upphaflegur höfuðstóll í íslenskum krónum miðaðurvið stöðu undirliggjandi veðskuldabréfa á þeim degi er skuldaraskipti voru gerðí hverju tilviki fyrir sig. Fjárhæð endurútreiknings tæki mið að fyrirmælum 18.gr. vaxtalaga. Áskildi hann sér rétt til að leggja fram endurskoðaðanútreikning í ljósi dóma Hæstaréttar um fullnaðarkvittanir. Lögmaður sóknaraðilaáskildi sér þá rétt til að koma að frekari mótmælum þegar endurskoðaðurendurútreikningur lægi fyrir. Var fundi frestað til 14. júní 2013.Ágreiningsfundurvar haldinn 23. janúar 2014 um kröfu sóknaraðila í búið sem skiptastjóri hafðihafnað. Gerði sóknaraðili grein fyrir grundvelli kröfu sinnar. Sú ósk var bókuðað sóknaraðili og endurskoðandi færu yfir kröfurnar lið fyrir lið ábankareikningum og í bókhaldi. Þá óskaði skiptastjóri einnig eftir því aðupplýst yrði hver væri eigandi Nordic Pharma Investments Ltd. og hver hefðiumboð til að koma fram fyrir þess hönd varðandi búskiptin. Þá þyrfti að sannatilvist félagsins með lögformlegum hætti. Fundurvar haldinn í búinu 20. október 2015 til að fara yfir málefniHrossaræktarbúsins Fets ehf. sem tengdist þrotabúi Háttar ehf. Hafði þess veriðgetið í fundarboði að skiptastjóri kynni á fundinum að skora á sóknaraðila aðafhenda þrotabúinu alla hluti í hrossaræktarbúinu í samræmi við dómsorð ímálinu nr. E-1546-2013 en dómur í málinu hafði verið kveðinn upp 21. september2015. Sóknaraðili tók fram að skuldauppgjör hefði farið fram 14. september 2015en í því hefði falist að fasteignir, hross og lausafjármunir hefðu veriðframseld kröfuhafa. Fram kemur að í Feti séu engar eignir eftir en skuldir séuvið sóknaraðila og félög honum tengd. Skiptastjóri skoraði á sóknaraðila aðskrifa undir yfirlýsingu þess efni að hann afhenti þrotabúinu alla hluti í Fetiehf. Lögmaður hans upplýsti að ekki væri tímabært að ræða slíka yfirlýsingu þarsem dómur héraðsdóms væri ekki endanlegur. Teldi hann rétt að haldinn yrðiannar fundur um þetta málefni. Ágreiningsfundurvar haldinn í búinu 20. nóvember 2015 til þess að freista þess að jafnaágreining skiptastjóra og sóknaraðila um kröfur hans í búið. Skiptastjóri lýstiþví yfir að hann teldi að fullnægjandi gögn lægju nú fyrir varðandi kröfuna semmerkt væri ii) í kröfulýsingu hans til að unnt væri að taka afstöðu til hennar.Skiptastjóri kvaðst fallast á kröfuna sem almenna kröfu með þeim fyrirvara aðfarið yrði yfir vaxtareikning og innborganir á kröfuna. Sóknaraðili sætti sigvið ákvörðun um rétthæð kröfunnar og var ákveðið að fresta fundi til aðsamþykkja kröfuna endanlega. Hvað varðar lið iii) í kröfugerð sóknaraðilakvaðst skiptastjóri þurfa meiri tíma til að fara yfir þær m.a. með tilliti tilgagna sem honum hefðu borist á síðasta skiptafundi. Þá óskaði skiptastjórieftir því að sóknaraðili útvegaði yfirlýsingu frá þrotabúi Milestone ehf. um aðgreiðsla sem það félag hafði innt af hendi inn á reikning Háttar ehf. hefðiverið ætluð sóknaraðila og hann ætti því kröfu á þrotabúið hvað þá greiðsluvarðaði. Þá var einnig haldinn ágreiningsfundur 20. nóvember 2015 vegna kröfuNordic Pharma Investments Ltd. Skiptastjóri lýsti því yfir að hann teldi aðfullnægjandi gögn lægju nú fyrir varðandi kröfuna og kvaðst fallast á hana meðþeim fyrirvara að farið yrði yfir vaxtareikning og innborganir á kröfuna. Varákveðið að fresta fundi til að samþykkja kröfuna endanlega.Meðdómi héraðsdóms í máli nr. E-1546/2013, sem kveðinn var upp 21. september 2015,var samkomulagi um skuldauppgjör 15. september 2011 á milli Háttar ehf. ogsóknaraðila, þar sem sá síðarnefndi fékk afhenta alla hluti Háttar ehf. íHrossaræktarbúinu Feti ehf., rift og honum gert að afhenda þrotabúinu allahlutina. Meðdómi héraðsdóms í máli nr. E-1545/2013 sem kveðinn var upp 9. mars 2016 vargreiðslum af reikningi Háttar ehf. hjá Arion banka hf. og af reikningi hjáÍslandsbanka hf. inn á reikning sóknaraðila rift, samtals að fjárhæð 51.979.000krónur og sóknaraðila gert að greiða þrotabúinu þá fjárhæð.Báðummálunum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og verða þau flutt fyrir réttinum áhaustmánuðum.IIMálsástæður og lagarök sóknaraðilaSóknaraðili kveðurfyrsta skiptafund í búinu hafa verið haldinn 16. október 2012. Í framhaldinuhafi verið haldnir nokkrir fundir með aðilum, en langt hafi liðið á milliþeirra. Skiptastjóri hafi ekki vísað neinum ágreiningsmálum til héraðsdóms umúrlausn einstakra krafna nú þegar um þrjú og hálft ár eru liðin frá fyrstaskiptafundi.Skiptastjóri hafihöfðað tvö riftunarmál á hendur sóknaraðila, f.h. þrotabúsins fyrir HéraðsdómiReykjavíkur. Hafi dómar nú þegar verið kveðnir upp í þeim báðum, sbr. dóma íhéraðsdómsmálunum nr. E-1545/2013 og E-1546/2013. Hafa báðir aðilar áfrýjaðfyrrnefnda dóminum til Hæstaréttar, auk þess sem sóknaraðili hafi áfrýjaðsíðara málinu. Sóknaraðilibyggi kröfu sína um frávikningu skiptastjóra á því að hann hafi brotið gróflegagegn skyldum sínum sem skiptastjóri þrotabús Háttar ehf. með störfum sínumfyrir hönd búsins. Um margháttuð brot sé að ræða gegn skyldum hans semskiptastjóri og vegna aðgerðarleysis hans. Byggir sóknaraðili á því að þau brotfelist annars vegar í þeim verulega drætti sem orðið hafi á formlegri afstöðutil krafna í búið, og hins vegar á meðferð og upplýsingagjöf um fjármunibúsins. Hvaðfyrra atriðið varðar tekur sóknaraðili fram að við ritun kröfu þessarar, semhér sé til umfjöllunar, sé liðið vel á fjórða ár frá fyrsta skiptafundi 16.október 2012. Tveir fundir hafi verið haldnir 14. nóvember 2012 til að jafnaágreining í búinu, nánar tiltekið vegna krafna sóknaraðila og Nordic PharmaInvestments Ltd. ehf. Fundur hafi verið haldinn á ný 23. janúar 2014 til aðjafna ágreining vegna krafna sóknaraðila en án árangurs.Skiptastjórihafi loks í kjölfar fundar 20. nóvember 2015, tæpum þremur árum frá fyrstaskiptafundi, fallist á að samþykkja höfuðstól í kröfulýsingu félagsins NordicPharma Investments Ltd., og liði (ii) og (iii) í kröfulýsingu sóknaraðila. Ennhafi skiptastjóri á hinn bóginn enga afstöðu tekið til vaxtakrafna og ekki haftuppi sérstakar ábendingar um eitthvað sem hann kynni að gera athugasemdir viðhvað varðar þá þætti krafnanna. Hafi því liðið yfir þrjú ár frá fyrstaskiptafundi þar til kröfur sóknaraðila og félagsins Nordic Pharma InvestmentsLtd. voru samþykktar að hluta. Í kjölfar áðurnefnds fundar óskaði lögmaðursóknaraðila eftir því að skiptastjóri sendi uppfærða kröfuskrá því tilsamræmis. Svonefnd„drög að kröfuskrá“ hafi verið send með tölvupósti skiptastjóra 21. desember2015. Sú kröfuskrá hafi þó ekki verið uppfærð svo nokkru nemi. Hún hafi þvíekki endurspeglað þá afstöðu skiptastjóra að samþykkja höfuðstól krafnasóknaraðila og félagsins Nordic Pharma Investments Ltd. Þá hafi hún ekkiendurspeglað þá staðreynd að veðsettar eignir, til tryggingar skuldumkröfuhafans Arion banka hf., höfðu nokkrum árum fyrr verið seldar og greiddarupp í kröfuna. Lögmaðursóknaraðila hafi vakið athygli á þessu með tölvupósti 22. desember 2015 ogóskað eftir því að kröfuskrá yrði uppfærð til samræmis við afstöðu til krafna.Skiptastjóri hafi með tölvupósti sama dag svarað því til að kröfur yrðu ekkisamþykktar í kröfuskrá fyrr en búið væri „að ganga frá þeim í heild“, þ.e. bæðihvað varðaði höfuðstól og vexti. Taldi hann þó rétt að skoða málið hvað varðaðiþær veðkröfur sem höfðu fengið fullnustu. Hafi þó sem fyrr engar athugasemdirverið að finna í tölvupóstinum við vaxtaútreikninga í kröfulýsingum sóknaraðilaog Nordic Pharma Investments Ltd. Þær hafi ekki enn verið gerðar við ritunkröfu þessarar, tæpum sex mánuðum síðar. Skiptastjórihafi sent tölvupóst til lögmanns sóknaraðila 15. janúar 2016 þar sem hannupplýsti að hann ætlaði að uppfæra kröfuskrána, m.a. með tilliti tilathugasemda sem gerðar höfðu voru í fyrrnefndum tölvupósti og hann taldi réttað fallast á. Sagðist hann senda hana um leið og hann hefði leiðrétt skrána.Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir átta ítrekanir á tímabilinu 19.janúar 2016 til 17. mars 2016 hafi sóknaraðila ekki borist leiðrétt kröfuskráenda þótt skiptastjóri hafi ítrekað sagst ætla að koma henni til lögmannssóknaraðila á „allra næstu dögum“, hann væri að vinna í þessu, að hún kæmi„fyrir helgi“ og hann reyni að koma því við „sem allra fyrst“. Það hafi ekkiverið fyrr en 17. mars 2016 sem skiptastjóri upplýsti að hann ætlaði að boðatil skiptafundar „á næstunni til þess að fjalla um uppfærða kröfuskrá“. Sagðisthann munu senda uppfærða kröfuskrá til kröfuhafa tímanlega fyrir fundinn. Nú,tæpum þremur mánuðum síðar, hafi kröfuskráin ekki enn borist og enginn fundurverið haldinn.Sóknaraðilitelur málshraðaregluna vera eina af grundvallarreglum gjaldþrotaskiptaréttar.Þannig sé gengið út frá því að skiptastjóri leysi verk sín svo hratt af hendisem verða megi. Sé þessi regla mikilvæg til að tryggja hagsmuni kröfuhafa, endaséu vextir á kröfur þeirra eftirstæðar kröfur frá upphafi skipta. Hafikröfuhafar því mikla hagsmuni af því að skipti þrotabúa gangi hratt ogörugglega fyrir sig.Boðaeigi „sem fyrst“ til ágreiningsfundar um meðferð krafna samkvæmt 2. mgr. 120.gr. laga nr. 21/1991. Takist ekki að leysa ágreining beri að vísa málinu tilhéraðsdóms samkvæmt fyrirmælum greinarinnar. Enn liggi ekki fyrir endanlegafstaða skiptastjóra til krafna, á fjórða ári eftir upphaf skipta, og þaðan afsíður hafi ágreiningsmálum verið vísað til héraðsdóms. Þá hafi skiptastjóri íengu skýrt hvaða athugasemdir, ef einhverjar, hann geri til þessvaxtaútreiknings sem hann beri nú fyrir sig að standi því í vegi að formlegafstaða sé tekin til krafna. Í öllu falli megi vera ljóst að slík afstaða hefðiátt að geta komið fram á síðastliðnum þremur og hálfa ári. Sóknaraðili telurframangreindar aðfinnslur vera með þeim hætti, og framferði skiptastjóra slíkt,að héraðsdómara beri að víkja honum úr starfi þegar í stað, sbr. 2. mgr. 76.gr. laga nr. 21/1991. Hvaðvarði síðara atriðið bendir sóknaraðili á að samkvæmt 2. mgr. 78. gr. laga nr.21/1991 beri skiptastjóra að gera yfirlit yfir efnahag og rekstur þrotabúsins,sé skiptum ekki lokið innan sex mánaða, og upp frá því á hálfs árs fresti þartil skiptum sé lokið. Samkvæmt sama ákvæði geti hver sá sem lýst hefur kröfu íbúið krafist þess að fá að sjá reikninga búsins. Meðbréfi 20. október 2015 hafi þess verið krafist f.h. sóknaraðila að hann fengiafrit af sex mánaða skýrslu skiptastjóra yfir efnahag og rekstur þrotabúsins,allt frá því sex mánuðir voru liðnir frá því úrskurður gekk umgjaldþrotaskiptin. Að auki hafi sóknaraðili óskað eftir því að fá yfirlit yfirþóknun sem skiptastjóri og aðstoðarmenn hans hafi fengið greidda úr sjóðumþrotabúsins, ásamt tímaskýrslum þeim greiðslum til stuðnings. Á skiptafundi semhaldinn hafi verið 20. nóvember 2015 hafi sú beiðni verið ítrekuð.Þettahafi enn á ný verið ítrekað með tölvupósti 30. nóvember 2015 og því næst 8.desember 2015. Hafi sóknaraðila verið tjáð með tölvupósti 11. desember 2015 aðumbeðin gögn yrðu send í næstu viku. Sé ljóst að á þeim tíma hafði skiptastjóriengin yfirlit gert, líkt og lagaskylda var fyrir, og hafi hann viðurkennt það áskiptafundi.Skiptastjórihafi upplýst með tölvupósti 21. desember 2015 að umbeðin gögn fylgdu þeimpósti. Þar hafi þó ekki verið um að ræða þau skjöl sem óskað hafði verið eftirheldur yfirlit yfir inngreiðslur og útgreiðslur þrotabúsins sem náði auk þesseingöngu til loka árs 2014. Er því ljóst að skiptastjóri fylgdi ekki skýrrilagaskyldu um sex mánaða skýrslur yfir efnahag og rekstur þrotabúsins.Skiptastjórihafi að auki afhent yfirlitsskjal yfir þóknun til handa sér og aðstoðarmannisínum, en þó eingöngu fram í desember 2014. Byggir sóknaraðili á því að meðþessari framkvæmd og drætti á upplýsingagjöf hafi skiptastjóri brotið meðalvarlegum hætti gegn skyldum sínum samkvæmt 2. mgr. 78. gr.gjaldþrotaskiptalaga. Fram kemur íyfirlitinu að bankainnstæða sé eina eign búsins í lok árs 2014, samtals aðfjárhæð 30.092.184 krónur. Þá kemur fram í yfirlitinu að skiptastjóri hafi fráupphafi skipta til loka árs 2014 varið 517 klukkustundum í skipti þrotabúsins.Aðstoðarmaður skiptastjóra, Alfreð Atlason, hafin varið 254 klukkustundum ískiptin fram í byrjun febrúar 2015.Sóknaraðilitelur umræddar tímaskriftir sýna að skiptastjóri og aðstoðarmaður hans hafiskráð útselda tíma á þrotabúið langt umfram það sem eðlilegt, hvað þánauðsynlegt, sé. Hafa verði í huga að 20 kröfum hafi verið lýst í þrotabúið ogenn hafi engu ágreiningsmáli verið vísað til dóms. Þrátt fyrir það hafiskiptastjóri og aðstoðarmaður hans skráð sem nemi 771 klukkustundar vinnu áþrotabúið og þá sé ekki talinn með sá tími sem farið hafi í skiptin á árunum2015 og 2016. Til að setja þessa vinnu í samhengi þá nemur þetta tæplega 97heilum átta tíma vinnudögum í vinnu fyrir þrotabú með 20 kröfur þar semágreiningur sé um fæstar þeirra og engum ágreiningsmálum verið vísað tilhéraðsdóms. Telur sóknaraðili þetta langt umfram það sem eðlilegt megi teljavið skipti á þrotabúi af þessari stærð.Þóknunskiptastjóra og aðstoðarmanns hans fyrir tímabilið fram til loka ársins 2014nemi rúmlega 20.000.000 króna, auk söluþóknunar fyrir sölu veðsettra eigna aðfjárhæð 6.777.000 krónur. Því sé ljóst að aðeins fram til þess tíma hafi 40% afóveðsettum eignum búsins gengið til skiptastjóra og aðstoðarmanns hans. Óttastsóknaraðili að það hlutfall nemi við ritun kröfu þessarar vel yfir helmingióveðsettra eigna búsins. Sóknaraðilibyggir á því að ekkert í störfum skiptastjóra geti réttlætt að stærstum hlutaeigna búsins sé eytt í eigin þóknun og aðstoðarmanns síns. Fasteignir félagsinshafi verið veðsettar og kostnaður við sölu þeirra dragist því eingöngu af þeimeignum. Engin formleg afstaða hafi enn verið tekin til stærstu krafna, svo ekkiskýrist kostnaðurinn af slíkum störfum. Loks hafi þau tvö dómsmál semskiptastjóri hafi rekið verið afar einföld í eðli sínu líkt og bersýnilega megisjá af stefnum málanna. Sóknaraðilibyggir á því að við þessar aðstæður sé ómögulegt annað en að nýr skiptastjóriverði skipaður sem geti þá gengið í þau verk sem nauðsynleg séu til að ljúkaskiptum innan hæfilegs tíma, enda engin teikn á lofti um annað. Að öðrum kostimuni skiptin að óbreyttu dragast um ófyrirséðan tíma, án nokkurra aðgerða, ogóveðsettar eignir búsins rýrna vegna þóknunar skiptastjóra og aðstoðarmannshans. Gerir sóknaraðili því þá kröfu að skiptastjóra verði þegar í stað vikiðfrá störfum á grundvelli 2. mgr. 76. gr. gjaldþrotaskiptalaga. IIIMálsástæður og lagarök varnaraðilaVarnaraðili krefstþess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Bendir hann á að krafan sé sett fram ágrundvelli 2. mgr. 76. gr. laga nr. 91/1991 en ekki sé unnt að senda erindi tilhéraðsdóms um frávikningu skiptastjóra á grundvelli þess ákvæðis. Samkvæmt 1.mgr. 76. gr. geti þeir sem eigi kröfu á hendur búinu haft uppi skriflegaraðfinnslur við störf skiptastjóra. Á hinn bóginn fjalli 2. mgr. greinarinnar umafstöðu dómara til kröfu á grundvelli 1. mgr. hennar. Við munnlegan flutningmálsins féll varnaraðili frá kröfu sinni um frávísun málsins af þessum sökumþar sem málinu hafði verið komið í lögmæltan farveg.Íbréfi sóknaraðila sé vikið að því að engum ágreiningsmálum hafi verið vísað tilhéraðsdóms frá því að fyrsti skiptafundur var haldinn. Þess sé ógetið að leysthafi verið úr ágreiningi um kröfu Arion banka að fjárhæð 1,3 milljarðar og aðstór kröfuhafi hafi afturkallað kröfu sína eftir samskipti við skiptastjóra umafstöðu hans til kröfunnar. Eins liggi fyrir að skiptastjóri hafi haldið funditil þess að jafna ágreining við sóknaraðila og félagið Nordic PharmaInvestments Ltd. Hann hafi fallist á sumar kröfur þeirra þótt vissulega megitil sanns vegar færa að nokkuð hafi dregist hjá skiptastjóra að samþykkjakröfurnar endanlega vegna athugana hans á vaxtaútreikningi. Þá verði að hafa íhuga að undir skiptum komi ekki til þess að ágreiningsmálum sé vísað tilhéraðsdóms verði sátt um þær, eins og eigi við um framangreindar kröfur, endahafi þær nú verið samþykktar af fullu af hálfu skiptastjóra.Þátekur varnaraðili fram að tvö riftunarmál sem hann hafi höfðað fyrir héraðsdómif.h. þrotabúsins gegn sóknaraðila og unnið bíði meðferðar í Hæstarétti og verðiþau væntanlega tekin fyrir í haust. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdómsí þeim málum liggi fyrir að innheimta þurfi kröfu á grundvelli máls nr.E-1545/2013 og fara í umfangsmikið skaðabótamál á hendur sóknaraðila vegnatjóns sem hann hafi valdið þrotabúinu í kjölfar máls nr. E-1546/2013.Þessmegi geta að ráðstafanir sem sóknaraðili hafi framkvæmt með framsali eigna, semum sé fjallað í málinu nr. E-1546/2013 hafi, að mati skiptastjóra, valdiðþrotabúinu verulegu tjóni og séu að hans mati brýnt brot á ákvæðum almennrahegningarlaga nr. 19/1940. Hafi skiptastjóri, með vísan til 84. gr. laga nr.21/1991, tilkynnt héraðssaksóknara um álit sitt og sé að afla gagna til aðsenda því embætti. Sóknaraðili hafi ítrekað neitað að afhenda skiptastjóra gögner varða þennan meinta refsiverða verknað. Þáhafi lögmaður sóknaraðila ítrekað farið þess á leit við skiptastjóra að hanngeri uppfærða kröfuskrá. Hvergi sé að finna áskilnað um það í lögum nr. 21/1991að kröfuskrá skuli uppfæra, hvorki sjálfkrafa, né að kröfu einstakra kröfuhafa.Alltað einu kveðst skiptastjóri hafa samþykkt að útbúa slíka skrá og hafi hún veriðafhent á fundi í þrotabúinu 10. ágúst. sl. Þar hafi einnig verið tekið fyrirhvort ágreiningur væri um einhverjar kröfur í búinu og fundir ákveðnir íkjölfarið til að freista þess að jafna ágreining. Verði því ekki séð að nokkurástæða sé til kröfu sóknaraðila hvað þetta varðar, enda munu þá þau málvæntanlega hafa verið afgreidd áður en Hæstiréttur kveður upp dóma sína íáðurnefndum málum. Teljihéraðsdómur að skiptastjóri hefði getað brugðist fyrr við í einhverjum tilvikumsé a.m.k. ljóst að skiptastjóri hafi nú þegar með fundarboðun leyst úr þeimumkvörtunum sem sóknaraðili hafi haft uppi. Sé þá væntanlega hvorki ástæða tilað gefa skiptastjóra kost á að bæta þar úr og enn síður að víkja honum úrstarfi. Telji dómari á hinn bóginn ástæðu til að skiptastjóri bæti úr einhverjusem ekki hafi þegar verið gert muni skiptastjóri að sjálfsögðu verða við þeirriáminningu samstundis.Þávill skiptastjóri taka fram að drátt á framgangi skiptanna megi fyrst og fremstrekja til sóknaraðila. Hann hafi verið forsvarsmaður og eigandi hins gjaldþrotafélags. Sóknaraðili hafi frá öndverðu hafnað samvinnu við skiptastjóra. Hannhafi m.a. neitað að afhenda bókhald félagsins nema með miklum eftirgangsmunum ogsynjað skiptastjóra um upplýsingar um hvar það hafi verið fært rafrænt. Eins oghann eigi rétt á hafi hann áfrýjað öllum úrlausnum héraðsdóms varðandi skiptin,m.a. tekið sér fullan þriggja mánaða áfrýjunarfrest í báðum riftunarmálunum. Þáhafi það verið að ósk lögmanns sóknaraðila að riftunarmálin voru ekki flutt ásama tíma heldur hvort á eftir öðru. Töluverður dráttur hafi orðið á framgönguskiptanna vegna þessa.Hvaðvarði skýrslur um fjárhag þrotabúa samkvæmt 2. mgr. 78. gr. laga nr. 21/1991 séekki algengt í raun að þær séu settar upp með formlegum hætti eða að beðið séum hálfsársskýrslu á hverjum tíma. Auðvitað séu til drög að slíku skjali en þaðsé sjaldan sett upp til dreifingar til kröfuhafa. Undantekning frá þessu sé aðí stórum þrotabúum, eins og þrotabúum banka og stórra fyrirtækja, séu settarupp slíkar skýrslur óumbeðið og kröfuhöfum til upplýsinga. Sé það einsdæmi aðóskað hafi verið eftir skýrslum aftur í tímann með þeim hætti sem lögmaðursóknaraðila hafi gert í þessu máli. Við því hafi þó verið brugðist eins og veraber. Þá hafi kröfuhöfum ávallt verið veittar upplýsingar um fjárhag búsins hafiverið óskað eftir því.Þágeri sóknaraðili þóknun skiptastjóra og löggilts endurskoðanda, semskiptastjóri fékk sér til aðstoðar, með vísan til 77. gr. laga nr. 71/1991, aðsérstöku umtalsefni í bréfi sínu. Ekki verði séð að það eigi undir eftirlitdómara samkvæmt 76. gr. laganna að taka afstöðu til þóknunar skiptastjóra.Kveðst skiptastjóri um þetta vilja vísa til umfjöllunar í bókinni Gjaldþrotaskiptio.fl. Aukþess sé þóknun skiptastjóra og kostnaður vegna reksturs búsins í fullkomnusamræmi við umfang verksins enda verði að hafa í huga að sóknaraðili hefurneitað samvinnu við skiptastjóra, m.a. með því að neita að svara ýmsumspurningum hans og upplýsa um skjöl og bókhald er varða hið gjaldþrota félag.Aðlokum tekur skiptastjóri fram að það sé skoðun hans að krafa sóknaraðila sésett fram til höfuðs skiptastjóra sem hafi fyrir hönd þrotabúsins unnið tvöriftunarmál á hendur sóknaraðila og hyggst, ef dómarnir verða staðfestir íHæstarétti, gera kröfur á hendur sóknaraðila sem nemi hundruðum milljóna króna.Þá verði einnig að hafa í huga að skiptastjóri hefur vakið athyglihéraðssaksóknara á gerðum sóknaraðila enda beri honum að gera það lögum samkvæmt.Það sé því búinu síður en svo til hagsældar að skiptastjóra verði vikið fráenda hafi aðrir kröfuhafar sem kunna að hagnast á framangreindum málaferlumengar kröfur gert í þá átt eða lýst yfir óánægju með niðurstöðu þeirra mála semskiptastjóri hefur rekið fyrir hönd búsins.IVNiðurstaðaÍ máli þessukrefst sóknaraðili þess að varnaraðila, skiptastjóra í þrotabúi Háttar ehf.,verði vikið frá störfum á grundvelli 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991 umgjaldþrotaskipti o.fl. vegna „margháttaðra brota gegn skyldum hans ogaðgerðarleysis“ eins og nánar segir í kröfu sóknaraðila til dómsins. Sóknaraðilihefur á því byggt að óhæfilegur dráttur hafi verið á skiptunum og meðferðskiptastjóra á kröfum hafi verið ábótavant. Þá hafi meðferð fjármuna ogupplýsingagjöf vegna fjárhagsmálefna búsins einnig verið ábótavant auk þess semþóknun skiptastjóra og aðstoðarmanns hans sé komin fram úr hófi. Varnaraðilihefur hafnað kröfunni og telur hana ekki eiga við rök að styðjast. Ýmislegthafi orðið til þess að tefja vinnu skiptastjóra, m.a. hafi gengið illa að aflaupplýsinga og gagna frá sóknaraðila. Við upphaf skiptanna hafi orðið ljóst aðfélagið Háttur ehf. hafi átt fjölmörg félög. Mikil vinna hafi farið í aðkortleggja þetta og ákveða hvort aðhafast þyrfti í einhverjum tilvikum.Skiptastjóri hafi, f.h. búsins, staðið í málaferlum vegna ráðstafanasóknaraðila. Sé þar um að ræða tvö riftunarmál, sem nú bíði meðferðar íHæstarétti, auk ógildingarmála vegna glataðra gagna. Niðurstaða málanna íHæstarétti hafi áhrif á framvindu skiptanna og á það til hvaða ráðstafanaskiptastjóri grípi til að ná eignum undir búið. Þá hafi mikill tími farið íviðræður vegna kröfu Arion banka sem svo hafi verið felld niður fyrirtilstuðlan skiptastjóra. Þá hafi skiptastjóri nú þegar samþykkt kröfusóknaraðila og Nordic Pharma Investments Ltd. í heild sinni þannig aðathugsemdir sóknaraðila hvað það varðar eigi ekki lengur við. Þeirri afstöðuskiptastjóra hafi nú verið mótmælt af hálfu Arion banka. Þannig hafi veriðhaldinn skiptafundur 10. ágúst sl. þar sem lögð hafi verið fram gögn semsóknaraðili hafði beðið um og fundur boðaður 24. ágúst sl. með sóknaraðila ogArion banka hf. til jöfnunar ágreinings vegna kröfu sóknaraðila og NordicPharma Investments Ltd. sem skiptastjóri hefur samþykkt, eins og áður sagði. Sáfundur hafi frestast vegna atvika sem ekki vörðuðu skiptastjóra og verði fundurhaldinn innan tíðar. Þá bendir skiptastjóri á að álitaefni um þóknun eigi ekkiundir dómara á þessu stigi málsins. Að lokum bendir skiptastjóri á að hafi eitthvaðverið aðfinnsluvert við það hvernig hann hafi haldið á málefnum búsins hafiverið við því brugðist undir rekstri málsins og engin efni séu til að verða viðkröfu sóknaraðila um frávikningu skiptastjóra. Viðmunnlegan flutning um ágreiningsefni þetta kom fram í máli sóknaraðila aðskýringar skiptastjóra og ráðstafanir hans í kjölfar þess að krafan var settfram hefðu enga þýðingu í málinu. Ljóst væri að bústjórn skiptastjóra væriaðfinnsluverð. Sá tími sem hafi farið í skiptin væri óhæfilega langur og ekki íneinu samræmi við fjölda krafna eða umfang skiptanna. Þá hafi skiptastjórifarið á svig við skýr lagafyrirmæli 2. mgr. 78. gr. laga nr. 21/1991 umafhendingu yfirlita yfir stöðu búsins. Þá kvað sóknaraðili það heyra undirdómara að taka afstöðu til þóknunar skiptastjóra í tengslum við kröfu umfrávikningu skiptastjóra.Ímáli þessu liggur fyrir að bú Háttar ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 12.júlí 2012. Birtist innköllun vegna skiptanna fyrra sinni 7. ágúst 2012 ogfyrsti skiptafundur var haldinn 16. október 2012 um lýstar kröfur og kröfuskrá.Sóknaraðili, sem var fyrirsvarsmaður hins gjaldþrota félags, gerði kröfu íbúið, fyrir sína hönd og fyrir hönd félagsins Nordic Pharma Investments Ltd. 5.október 2012. Auk þess lýstu KPMG, Arion banki, tollstjóri, Fasteignamiðstöðin,Sjóvá-Almennar hf. og Anton A. Kristinsson einnig kröfum í búið. Starfssviðog verkefni skiptastjóra felast í að afla upplýsinga um kröfur á hendur hinugjaldþrota félagi og skuldbindingar sem það hefur tekist á herðar, kannaréttmæti þeirra, ráðstafa eignum búsins og útdeila fjármunum til kröfuhafa ísamræmi við reglur laga nr. 21/1991. Fram er komið í málinu að við upphafskipta fór mikill tími skiptastjóra í að afla ýmissa upplýsinga varðandi hiðgjaldþrota félag en það mun hafa átt fjölda annarra félaga og kanna þurftigaumgæfilega hvort nauðsynlegt væri að höfða riftunarmál vegna ýmissaráðstafana tengdum þeim félögum. Þá verður ekki fram hjá því litið að töluverðvinna hefur farið í það hjá skiptastjóra, að fjalla um lýstar kröfursóknaraðila og Nordic Pharma Investments Ltd., að reka mál fyrir dómstólumvegna skiptanna og leysa úr málum vegna mjög hárrar kröfu Arion banka. Gögnmálsins bera þannig með sér að nokkur fjöldi funda hefur verið haldinn í búinu,bæði á grundvelli 2. mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991, til að jafna ágreining umkröfur, og á grundvelli 81. gr. sömu laga, auk funda um málefni búsins og hefurefni þeirra verið rakið ítarlega hér framar. Þá er einnig ljóst að mikil vinnahefur farið í málefni búsins á milli funda. Þótt vera kunni að fundir hefðumátt vera tíðari er ljóst að öflun upplýsinga og gagna auk málaferlaskiptastjóra vegna ráðstafana sóknaraðila, sem auk þess tengdust kröfusóknaraðila í búið samkvæmt lið i) í kröfulýsingu hans, skýrir að nokkru þanntíma sem búskiptin hafa tekið. Þá er jafnframt ljóst að ekki sér enn fyrirendann á skiptunum.Þáer komið fram að skiptafundur var haldinn 10. ágúst sl. þar sem farið var yfiruppfærða kröfuskrá og ræddar breytingar á afstöðu skiptastjóra til kröfusóknaraðila og kröfu Nordic Pharma Investments Ltd. sem skiptastjóri hefur núsamþykkt að fullu. Hafði skiptastjóri áður samþykkt kröfurnar að hluta en taldisig ekki geta gefið upp endanlega afstöðu til krafnanna fyrr en hann hefðieinnig lokið athugun og umfjöllun um vaxtahluta þeirra. Verður að telja þaðeðlilega afstöðu skiptastjóra og hafa kröfur samkvæmt liðum ii) og iii) íkröfulýsingu sóknaraðila nú verið endanlega samþykktar eins og áður sagði.Áfundinum 10. ágúst sl. komu fram mótmæli Arion banka vegna áðurnefndra krafnasóknaraðila og Nordic Pharma Investments Ltd. og var ákveðið að fundur yrðihaldinn til að jafna ágreining 24. ágúst sl. Af honum mun þó ekki hafa orðiðvegna atvika sem voru skiptastjóra óviðkomandi og liggur fyrir að boðað verðurtil fundar á ný innan tíðar. Þá komu einnig fram á fundinum mótmæli sóknaraðilavegna kröfu Tollstjóra og kröfu KPMG auk þess sem athugasemdir voru gerðar viðsamþykkta kröfu Sjóvár-Almennra. Gögn með skýringum Tollstjóra munu hafa boristí kjölfar fundarins sem sóknaraðili mun fara yfir. Óskað var eftir skýringumvegna annarra mála á fundinum sem skiptastjóra kveður að verði brugðist við,kröfuskrá verði uppfærð í samræmi við ábendingar á fundinum og sóknaraðilaverði auk þess afhent nýtt sex mánaða yfirlit vegna stöðu búsins eins og hannhafi óskað eftir í bréfi til skiptastjóra. Þegarlitið er á atvik máls í heild sinni verður ekki fallist á kröfu sóknaraðila umað bústjórn skiptastjóra hafi verið með þeim hætti að honum beri að víkja úrstarfi sem slíkum. Þá verður ekki séð, eins og málið liggur fyrir dóminum, aðráðstafanir skiptastjóra hafi orðið til þess að rýra hagsmuni búsins. Einnigverður að telja að varnaraðili hafi nú brugðist við óskum sóknaraðila um gögn ágrundvelli 2. mgr. 78. gr. laga nr. 21/1991 þótt vera kunni að skiptastjórihefði mátt bregðast við þeim óskum með skjótari hætti. Getur það þó ekki orðiðtilefni til þess að honum verði vikið sem skiptastjóra. Einnig hefurskiptastjóri leitast við að uppfæra kröfuskrá í samræmi við óskir sóknaraðila.Þá er þegar fram komið að dómurinn telur meðferð skiptastjóra á kröfumsóknaraðila ekki vera aðfinnsluverða. Þá telur dómurinn óhjákvæmilegt að horfatil þess að frávikning skiptastjóra og setning nýs geti ekki í ljósi aðstæðnaorðið til þess að flýta skiptum heldur myndi það þvert á móti verða til þess aðskiptalok drægjust. Þá verður ekki séð að nokkuð hafi verið leitt í ljós um aðskiptastjóri hafi sýnt af sér aðra þá háttsemi sem leitt geti til þess að hannverði látinn víkja þegar í stað á grundvelli 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991.Aðlokum tekur dómurinn fram að athugasemdir sóknaraðila vegna þóknunarskiptastjóra verða ekki lagðar til úrlausnar dómsins í máli er varðar kröfu umfrávikningu skiptastjóra. Skiptastjóri á samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga nr.21/1991 rétt á þóknun fyrir störf sín af eignum bús með þeim skilyrðum að hanngreini frá ákvörðun sinni um það á skiptafundi, þ. á m. hvernig hann ætli aðreikna þóknun sína. Það gerði skiptastjóri á fyrsta skiptafundi sem haldinn varí búinu 16. október 2012. Dómari kemur því samkvæmt reglum laga nr. 21/1991ekki að samningum við skiptastjóra um kjör hans. Af ákvæðum laga nr. 21/1991verður ráðið að á þetta getur reynt í máli sem kemur til eftir reglum 128. gr.laganna um ágreining milli lánardrottins og skiptastjóra vegna bústjórnar, eðaeftir reglum 171. gr. laganna sem veitir skiptastjóra almenna heimild til aðleita til héraðsdóms með ágreiningsatriði vegna skiptanna. Getur lánardrottinneftir atvikum leitað úrlausnar um þetta með því að hafa uppi mótmæli gegnfrumvarpi til úthlutunar úr þrotabúinu þar sem þóknun skiptastjóra kæmi fram,sbr. 5. mgr. 160. gr. laga nr. 21/1991. Ekki verður því séð að lög standi tilþess að leyst sé úr ágreiningi um þóknun í máli um frávikningu skiptastjóra oger þeim þætti kröfugerðar sóknaraðila því hafnað.Meðvísan til alls framangreinds verður kröfu sóknaraðila hafnað.HólmfríðurGrímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ekki var krafistmálskostnaðar og úrskurðast hann því ekki.Ú R S K U R Ð A R O R Ð:Kröfusóknaraðila, Karls Emils Wernerssonar, um frávikningu varnaraðila, JóhannsBaldurssonar hdl, úr starfi skiptastjóra í þrotabúi Háttar ehf., er hafnað.
|
Mál nr. 120/2003
|
Félagslegar íbúðir Innlausn Kaupverð
|
G, sem keypt hafði íbúð af R á grundvelli laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins, voru dæmdar skaðabætur úr hendi R, þar sem sýnt þótti að við ákvörðun söluverðs íbúðarinnar hafi ekki verið farið réttilega að samkvæmt ákvæðum laganna. Við ákvörðun bótafjárhæðar var byggt á ítarlegu yfirmati dómkvaddra manna, enda hafði því ekki verið hnekkt.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. apríl 2003. Hann krefst sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 30. apríl 2003. Hann krefst þess að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 1.778.729 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 578.729 krónum frá 19. desember 1992 til 1. júlí 2001, af 630.198 krónum frá 14. október 1997 til 1. júlí 2001, af 70.000 krónum frá 1. júní 2000 til 1. júlí 2001 og af 500.000 krónum frá 1. júní 2000 til 1. júlí 2001 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.778.729 krónum frá 1. júlí 2001 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt fyrir báðum dómstigum. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi leysti aðaláfrýjandi árið 1992 til sín íbúðina, sem gagnáfrýjandi eignaðist síðar, á grundvelli laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins með síðari breytingum. Var þá reiknað endurgjald til handa fyrri eigendum samkvæmt ákvæðum 101. gr. og 102. gr. laganna og það lagt til grundvallar því verði, er gagnáfrýjandi innti af hendi fyrir íbúðina. Ákvæði laganna höfðu að geyma allítarleg fyrirmæli um viðskipti með félagslegar íbúðir og lutu þau meðal annars að skyldum sveitarstjórna í þessum efnum. Við endursölu íbúðar var sveitarstjórn heimilt að bæta við söluverðið kostnaði við endurbætur, sem gerðar höfðu verið á íbúð, en hins vegar verður ekki ráðið að lögin hafi veitt heimild til þess að kostnaður vegna eðlilegs viðhalds skyldi með sama hætti bætast við söluverð. Í samræmi við markmið laganna urðu íbúðir þessar að minnsta kosti að vera í sæmilegu ásigkomulagi við sölu, enda var ekki gefinn kostur á verri lýsingu á ýmsum hlutum íbúðar á því staðlaða eyðublaði, sem fyllt var út og undirritað af aðilum málsins eftir skoðun á eigninni fyrir kaupin. Verður því ekki önnur ályktun dregin af ákvæðum laganna en sú, að ef viðhald var vanrækt hafi borið að taka tillit til þess til lækkunar á söluverði. Eru það þær forsendur, sem hinir dómkvöddu yfirmatsmenn gáfu sér í mati sínu. Við meðferð málsins kom fram að á þeim tíma er gagnáfrýjandi keypti íbúðina voru ekki komnar til sögu reglugerðir og nákvæmar leiðbeiningareglur um mat á íbúðum við innlausn, sem síðar voru settar í samræmi við þær venjur sem munu hafa skapast við slíkt mat. Með bréfi 18. febrúar 2003 leiðréttu yfirmatsmenn ritvillur í útreikningi sínum þannig að heildarfrádráttur kaupverðs, sem ranglega var sagður vera 512.885 krónur, skyldi vera 451.663 krónur miðað við verðlag 1. október 2002. Af þessu leiði að niðurstaða matsgerðar um tjón gagnáfrýjanda lækki úr 696.884 krónum í 613.698 krónur að teknu tilliti til vísitölu. Verður við úrlausn málsins byggt á ítarlegu yfirmati dómkvaddra manna, enda hefur því ekki verið hnekkt. Er ekki fallist á með héraðsdómara að draga skuli frá metnu tjóni gagnáfrýjanda andvirði ætlaðra endurbóta við sölu á íbúðinni til gagnáfrýjanda, enda hefur aðaláfrýjandi ekki skýrt á nokkurn hátt þær ætluðu endurbætur fyrri eigenda, sem leiddu til þess að íbúðin hækkaði í verði til gagnáfrýjanda. Samkvæmt framanröktu skal aðaláfrýjandi greiða gagnáfrýjanda 613.698 krónur með vöxtum eins og í dómsorði greinir, en rétt er að miða upphafstíma dráttarvaxta við 1. október 2002. Fallist verður á þá niðurstöðu héraðsdóms að ekki séu fyrir hendi skilyrði fyrir miskabótum til handa gagnáfrýjanda. Ákvörðun héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað verður staðfest. Aðaláfrýjandi greiði málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og nánar segir í dómsorði, sem rennur í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti verður ákveðinn eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Reykjavíkurborg, greiði gagnáfrýjanda, Grétari H. Hafsteinssyni, 613.698 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. okóber 2002 til greiðsludags. Niðurstaða héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skal vera óröskuð. Aðaláfrýjandi greiði 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti, sem rennur í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 300.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. janúar 2003. Mál þetta var höfðað 6. september 2001 og dómtekið 7. þ.m. Stefnandi er Grétar H. Hafsteinsson, Iðufelli 8, Reykjavík. Stefndi er Reykjavíkurborg. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.778.729 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 578.729 krónum frá 19. desember 1992 til 1. júlí 2001, af 630.198 krónum frá 14. október 1997 til 1. júlí 2001, af 70.000 krónum frá 1. júní 2000 til 1. júlí 2001 og af 500.000 krónum frá 1. júní 2000 til 1. júlí 2001 og með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 1.778.729 krónum frá 1. júlí 2001 til greiðsludags. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefnanda var veitt gjafsóknarleyfi 16. júlí 2001. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. I Á grundvelli umsóknar stefnanda tilkynnti Húsnæðisnefnd Reykjavíkur honum 23. júní 1992 að ákveðið hefði verið að gefa honum kost á einstaklingsíbúð í Fellahverfi. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, f.h. Reykjavíkurborgar, afsalaði síðan stefnanda þ. 10. desember 1992 tveggja herbergja íbúð á 2. hæð Iðufelli 8, merktri 02.02. Eignarhluti íbúðarinnar, sem er 67,3 fermetrar, er 8,65 % allrar húseignarinnar en tíu íbúðir eru í stigaganginum. Iðufell 8 er hluti fjöleignarhússins að Fannar-, Gyðu- og Iðufelli þar sem eru 140 íbúðir og starfar eitt húsfélag fyrir allt húsið að því er tekur til ytra byrðis þess. Auk þess starfar sérstakt húsfélag fyrir hvern stigagang, alls tuttugu húsfélög, þ.á m. fyrir Iðufell 8. Samkvæmt afsalinu var söluverð 3.308.000 krónur sem var greitt í peningum, 330.800 krónur, og með útgáfu veðskuldabréfs til Byggingarsjóðs verkamanna, 2.977.200 krónur. Tekið er fram að íbúðin sé háð ákvæðum laga um verkamannabústaði eins og þau séu á hverjum tíma sbr. lög um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 86/1988 um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðabyggingar. Afsalsgjafa séu kunn ákvæði laganna og reglugerðarinnar um kaupskyldu og forkaupsrétt sveitarfélags og um takmörkun á söluverði sem gildi þegar afsalshafi vilji bjóða íbúðina til sölu. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur mat 30. október 1992 viðgerðir, sem framkvæma þyrfti á íbúðinni, samtals 652.000 krónur. Þann 3. nóvember 1992 var eignarhluti seljenda (fyrri eigenda) íbúðarinnar, Sævars Vígsteinssonar og Sigríðar Lindu Kristjánsdóttur, reiknaður út samkvæmt 68. gr. laga nr. 86/1988. Endurreiknað íbúðarverð nam 2.725.058 krónum. Endurbætur voru engar taldar hafa verið og “viðgerðarkostnaður samkvæmt mati” enginn (0 kr.). Þá liggur frammi útfyllt eyðublað um skoðunargerð á íbúðinni. Þar er krossað í reiti sem bera yfirskriftina “nýtt”, “gott” og “sæmilegt” um eldhúsinnréttingu, fataskápa, innihurðir, gler, glugga, gólfdúk, W.C., baðkar og blöndunartæki, handlaug og blöndunartæki, eldhúsvask og blöndunartæki, eldavél, raflögn, hitakerfi, sameign inni og úti og lóð. Tekið er fram að fyrri eigandi hafi málað. Lakasta einkunn, “sæmilegt”, fá innihurðir og sameign úti. Athugasemd er gerð um hún á svefnherbergishurð og “slúttjárn”. Prentuð yfirlýsing er um að kaupandi hafi skoðað íbúðina ásamt fulltrúa seljanda og gengið úr skugga um að hún sé fullfrágengin í samræmi við ofangreinda lýsingu. Skýrslan er dagsett 26. nóvember 1992 og undirrituð af stefnanda og Jóhanni Gunnari. Á hana er skrifað: “Stigagangur málaður þ. 12/12.” Á hana er einnig skrifað með dagsetningunni 4. nóvember 1996 og undirritað B. Ein. (eftir því sem fram kemur í stefnu Baldvin Einarsson byggingarfræðingur, starfsmaður stefnda í forföllum Jóhanns Gunnars Jónssonar): “Fram eru komnar skemmdir í málningu í svefnherb.útvegg v. glugga og í stofu v. lítinn glugga. Vatnsskemmdir eru í gólfdúk v. útvegg í svefnherbergi. G.H. hefur kvartað áður við J. G. J.” Stefnandi bar við almeðferð málsins að með sér við skoðunina hefði verið félagi sinn, Jón Ingólfsson málarameistari sem sé látinn. Í stefnu segir að íbúðin/séreignin hafi eingöngu verið skoðuð að innan en þetta hafi verið síðdegis og skammdegi mikið. Starfsmaður stefnda hafi kvaðst vera tímabundinn og beðið stefnanda að yfirgefa staðinn. Vitnið Jóhann Gunnar Jónsson kvaðst hafa starfað sem eftirlitsmaður hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, séð um viðgerðir og að sýna væntanlegum kaupendum íbúðir. Hann kvaðst ekki muna eftir því tilviki sem hér um ræðir. Hann kvað venjulega hafa verið farið út á svalir auk þess sem íbúð hafi verið skoðuð og gengið um sameign innanhúss. Í greinargerð stefnda er því mótmælt að stefnanda hafi verið meinað að skoða að hluta eignina Iðufell 8, íbúð 0202, fyrir kaupin í desember 1992. Í framlögðu yfirliti Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, dags. 3. desember 1992, um verð umræddrar íbúðar við kaup stefnanda er gerð grein fyrir viðgerðarkostnaði að upphæð 512.126 krónur en með vísitöluhækkun 512.438 krónur auk umsjónarkostnaðar, 51.213 krónur, og “ófyrirséðs” þannig að heildarkostnaður nemur 578.729 krónum. Innkaupsverð íbúðar er með vísitöluhækkun tilgreint 2.729.271 króna. Stefnandi kveður veður hafa verið sæmilega þurrt næsta hálfa árið eftir afhendingu íbúðarinnar en um sumarið 1993 hafi gengið í stórrigningar. Þá hafi farið að bera á miklum vatnsleka í íbúðinni svo að nánast allt hafi farið á flot. Af því hafi hlotist verulegar skemmdir á gólfdúk og málningu. Ítrekuðum beiðnum um aðstoð af hálfu stefnda hafi verið hafnað. Ráðgjafarþjónusta Gísla Guðfinnssonar tók að sér að annast könnun og undirbúning vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda við fjöleignarhúsið að Fannar-, Gyðu- og Iðufelli. Samkvæmt skýrslu gerðri í maí 1996 voru helstu niðurstöður þær að leki, raki eða rakaskemmdir voru í 78,18% íbúðanna, veltigluggar í ólagi í 76,36% þeirra, útfellingar (frostskemmdir) í 91,27% og áberandi netsprungur í svalahandriði í 93,65%. Húsfélagið réðst í umfangsmiklar viðgerðir á árinu 1996 og lauk þeim í október 1997. Viðgerð á ytra byrði hússins Fannar-, Gyðu- og Iðufells fól í sér að 1) svalir voru brotnar niður og steypt í þær aftur, 2) allt húsið var klætt og einangrað, 3) skipt var út veltigluggum og 4) svölum var lokað með nýjum gluggum. Hluti stefnanda af kostnaðinum nam 630.198 krónum. Frammi liggur vottorð formanns húsfélagsins Iðufelli 8, dags. 22. júní 2000, um helstu framkvæmdir vegna viðhalds og endurbóta í sameign: 1996 Stálhlífar á brúnir stigapalla vegna slits á teppum 8.000 krónur. 1998 Plast á stigahandrið 27.558 krónur. 2000 Sandspartl og málning í sameign 435.426 krónur. 2000 Teppa- og dúkalögn í sameign 384.725 krónur. Samtals 855.709 krónur og sé hluti stefnanda 8,65% af upphæðinni eða 74.019 krónur. Með bréfi, dags. 20. október 1997, til Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, b/t Arnalds Bjarnasonar, sem hafði tekið við starfi framkvæmdastjóra nefndarinnar um áramótin 1996 - 1997, óskar stefnandi “formlega, eftir árangurslausar tilraunir í 3 4 ár, að fá svar við: Það þarf að gera við íbúð mína að Iðufelli 8, 202, að innan vegna skemmda sem stafa af vanræktu viðhaldi. Jafnframt þarf að meta hlut Húsnæðisnefndar í kostnaði v. utanhússviðgerða eða meta eignaraukningu með hliðsjón af framansögðu.” Í stefnu segir að bréfinu hafi ekki verið svarað en í framhaldi þess, þ.e. síðla árs 1997, hafi stefndi tekið að sér að gera nokkrar lagfæringar á íbúð stefnanda. Málað hafi verið og gert til bráðabirgða við hreinlætistæki. Þetta var staðfest með vætti Arnalds Mars Bjarnasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Hann kvað þetta hafa verið gert í greiðaskyni vegna aðstæðna stefnanda án viðurkenningar á skyldu. Í bréfi stefnanda til Húsnæðisnefndar Reykjavíkur 21. desember 1999 gerir hann grein fyrir kostnaði sem á hann hafi fallið vegna íbúðar sinnar, sbr. það sem áður greinir, og krefst þess “eftir árangurslausar tilraunir og í algerri neyð að HR bæti mér þann skaða sem ég hef orðið fyrir. . .” Bréfinu var svarað með bréfi lögmannsstofu 10. janúar 2000 sem er að meginefni sem hér segir: “Ástand eignarinnar að utan duldist engum og Húsnæðisnefnd Reykjavíkur skilaði íbúðinni í prýðilegu ástandi að innan. Þar var ekki verið að leyna neinu. Þá er ekki að sjá að kaupverð íbúðarinnar hafi verið óeðlilega hátt þegar þér keyptuð eignina í desember 1992. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur telur því ekki grundvöll fyrir skaðabótaskyldu af hennar hálfu í þessu máli.” Einnig er tekið fram að allar endurbætur á eigninni reiknist stefnanda til hagsbóta við sölu íbúðarinnar, sbr. 2. mgr. 89. gr. laga nr. 97/1993, sbr. bráðabirgðaákvæði laga nr. 44/1998. Stefnandi leitaði til lögmanns sem kærði framangreinda ákvörðun 21. janúar 2000 til Kærunefndar húsnæðismála. Niðurstaða úrskurðar nefndarinnar 10. mars 2000 er svohljóðandi: “Kærunefnd húsnæðismála telur að Húsnæðisnefnd Reykjavíkur hafi brotið gegn meginreglum um málsmeðferð í stjórnsýslunni er erindi Grétars Hafsteinssonar, kt. 021240-7319, frá 21. desember 1999 var afgreitt. Málinu er vísað til meðferðar Húsnæðisnefndar Reykjavíkur að nýju.” Eftir að stefnanda máls þessa hafði verið gefinn kostur á að koma að frekari gögnum og kröfugerð var honum tjáð sú niðurstaða nefndarinnar, með bréfi framkvæmdastjóra hennar 25. maí 2000, að hún teldi að ekki hvíldi á henni bótaskylda í málinu og því yrði að hafna öllum kröfum um greiðslur til hans. Vegna framangreindra lögskipta höfðaði stefnanda mál, þingfest 20. febrúar 2001, á hendur Félagsmálaráði Reykjavíkur sem hafði tekið við verkefnum Húsnæðisnefndar Reykjavíkur. Málinu var vísað frá dómi með úrskurði 7. júní 2001. II Íbúð stefnanda, sem um ræðir í málinu, er félagsleg íbúð og giltu um skipti aðila lög nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins, sjá hér einkum 101. gr. og 102. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 70/1990. Í 1. mgr. 101. gr. er kveðið á um að eigandi félagslegrar íbúðar, sem hyggst selja íbúð sína, skuli tilkynna það húsnæðisnefnd (sveitarstjórn) eða öðrum framkvæmdaraðila. Framkvæmdaraðili kaupir íbúðina og selur að nýju samkvæmt ákvæðum þessara laga og reglugerða útgefinna samkvæmt þeim. Í lagagreininni er síðan kveðið á um hvernig kaupverð skuli fundið. Þar er m.a. kveðið á um að seljandi íbúðar skuli fá endurgreiddar þær endurbætur, sem hann hafi gert á fasteigninni, samkvæmt samkomulagi milli aðila eða að mati sérstakra matsmanna svo og að vanræksla á viðhaldi íbúðarinnar frá og með gerð kaupsamnings skuli koma til frádráttar greiðslu seljanda samkvæmt samkomulagi eða að mati sérstakra matsmanna. Í 1. mgr. 102. gr. segir að sveitarfélag eða annar framkvæmdaraðili skuli annast útreikning á söluverði félagslegra íbúða þar sem kaupskyldu eða forkaupsréttar er neytt. Í 2. mgr. greinar þessarar eru settar fram reglur um ákvörðun verðs við endursölu íbúðar með framreikningi upphaflegs kostnaðarverðs eða síðasta söluverðs, frádrætti vegna fyrningar og við framreiknað verð íbúðarinnar megi bæta kostnaðarverði endurbóta sem á henni hafi verið gerðar. Í málinu krefst stefnandi skaðabóta; annars vegar að upphæð 1.278.927 krónur vegna fjárhagslegs tjóns og hins vegar að upphæð 500.000 krónur vegna ófjárhagslegs tjóns/miska. Krafa vegna fjárhagslegs tjóns stefnanda er þannig sundurliðuð: 2. Hlutdeild íbúðar í viðgerð á ytra byrði, gluggum og altönum með gjalddaga 14. okt. 1997 kr. 630.198,00 3. Standsetning á stigagangi með tjalddaga 1. júní 2000 kr. 70.000,00 Samtals kr. 1.278.927,00. Af framsetningu málsástæðna í stefnu verður ráðið að krafa stefnanda um bætur vegna fjárhagslegs tjóns sé á því reist að við ákvörðun söluverðs íbúðarinnar hafi ekki verið farið réttilega að samkvæmt ákvæðum laga nr. 86/1988. Á kaupdegi stefnanda, 10. desember 1992, hafi íbúðin/fasteignin nr. 0202 að Iðufelli 8 verið í niðurníðslu sakir vanrækts viðhalds, bæði að því er tók til séreignarhluta hennar og sameignarhluta, og því hafi verðmæti hennar verið minna en sambærilegra íbúða sem notið hafi eðlilegs viðhalds. Vísað er til þess að viðhald félagslegrar íbúðar sé samkvæmt skilgreiningu laga um Húsnæðisstofnun/Íbúðarlánasjóð fólgið í því að halda íbúð í óbreyttu ástandi, þ.e. koma í veg fyrir að hún rýrni í verði sakir slits og hrörnunar. Endurbætur séu hins vegar fólgnar í því að auka verðmæti íbúðar umfram það sem leiðir af eðlilegu viðhaldi. Viðhald/endurbætur geti hvort heldur sem er varðað séreign, þ.e. íbúðina sjálfa, eða sameign fjöleignarhúss, þ.e. stigagang, glugga og ytra byrði. Krafa stefnanda um bætur vegna ófjárhagslegs tjóns er reist á 26. gr. laga nr. 50/1993. Hún er studd þeim rökum að atferli stefnda hafi valdið stefnanda, sem sé öryrki, mikilli hugraun og þjáningum. Við þær erfiðu aðstæður, sem stefnandi hafi búið við, hafi sá fjárhagslegi baggi, sem stefndi hafi velt yfir á herðar hans með ólöglegum hætti, orðið mun erfiðari að bera en verið hefði ef hann hefði gengið heill til skógar. Auk laga nr. 86/1988 vísar stefndi til laga nr. 44/1998 þar sem í 3. gr. er kveðið á um heimild félagsmálaráðherra til að staðfesta ósk sveitarfélags um að aflétt verði kaupskyldu og forkaupsrétti viðkomandi sveitarfélags að félagslegum eignaríbúðum innan viðkomandi sveitarfélags. Við málflutning var sýnt fram á að þetta tekur til stefnda í máli þessu. Krafa stefnda um sýknu af kröfu stefnanda um bætur vegna fjárhagslegs tjóns er að meginefni rökstudd þannig að stefnandi hafi keypt íbúðina á verði sem reiknað hafi verið samkvæmt gildandi reglum um kaup og sölu félagslegra íbúða. Því er mótmælt að stefndi verði krafinn um kostnað sem hafi fylgt endurbótum sem húsfélagið að Iðufelli, Gyðufelli og Fannarfelli hafi ákveðið að ráðast í á árinu 1996. Kröfulið um greiðslu 70.000 króna er mótmælt þar sem stefndi hafi selt stefnanda eignina í umsömdu ástandi en ekki ábyrgst að ekki kæmi til frekara viðhalds eða endurbóta á vegum húsfélags síðar. Stefndi mótmælir kröfu stefnanda um bætur vegna ófjárhagslegs tjóns eða miska þar sem hún fái ekki stoð í lögum og stefnandi hafi ekki sannað tjón sitt. eða sýnt fram á orsakatengsl eða sennilega afleiðingu. III Á dómþingi 1. febrúar 2002 var að beiðni stefnanda dómkvaddur matsmaður, Sturlaugur Þorsteinsson verkfræðingur, til þess “að virða til peningaverðs tjón matsbeiðanda, sem er verðmætisrýrnun íbúðar nr. 0202 að Iðufelli 8, Reykjavík, vegna vanrækts viðhalds og niðurníðslu að því marki sem hún var ekki dregin frá verði því, sem honum var gert að greiða fyrir hana samkvæmt kaupsamningi, dags. 10. desember 1992”. Niðurstaða matsmannsins, samkvæmt matsgjörð 20. mars 2002, er svohljóðandi: “Undirritaður hefur metið upphæðir þær, sem stefnandi byggir kröfur sínar um fjárbætur á, með hliðsjón af framlögðum gögnum, skoðun á fasteigninni, teikningum og yfirliti fasteignar frá Fasteignamati ríkisins. Ekki hefur verið metinn kostnaður stefnanda vegna viðgerða og endurmálunar íbúðarinnar eftir að komist var í veg fyrir leka eða tjón vegna hugsanlega hærri hitunarkostnaðar áður en endurbætur áttu sér stað, enda ekki lögð fram gögn um þá þætti og fjárkrafa stefnanda byggð á raunkostnaði við viðhald og endurbætur. Undirritaður telur þær upphæðir sem stefnandi byggir kröfur sínar á, samtals kr. 1.278.927, vera sanngjarnar og hóflegar.” Að beiðni stefnda voru þ. 20. maí 2002 Bragi Kristjánsson lögfræðingur og Freyr Jóhannesson byggingatæknifræðingur dómkvaddir til þess að leggja yfirmat á þau atriði, sem metin voru í matsgerð Sturlaugs Þorsteinssonar og meta kaupverð fasteignarinnar íbúðar 0202 Iðufelli 8 í kaupum aðila. Matsgjörð, sem matsmennirnir staðfestu fyrir dóminum, er dagsett 23. október 2002. Niðurstaða hennar er sú að söluverð umræddrar íbúðar sé 2.856.337 á verðlagi í desember 1992. Jafnframt er tekið fram að matsmenn meti ekki ( - hugsanlegt - eins og tekið var fram af matsmanninum Braga Kristjánssyni fyrir dóminum) tjón matsþola. Um forsendur matsins segir að verðlagning íbúðarinnar í desember 1992 byggist á niðurnjörfuðum lagareglum um útreikning á félagslegum eignaríbúðum og séu allir liðir framreiknaðir. Í slíkum tilvikum komi ekki til neitt mat kaupanda eins og þegar íbúð sé keypt á frjálsum markaði. Vegna framreiknings allra verðþátta á félagslegri íbúð verði hún að uppfylla ákveðna gæðastaðla að því er varðar frágang og ástand. Gögn málsins sýni að ekki hafi verið framkvæmt á fjöleignarhúsinu að Iðufelli 8 neitt viðhald utanhúss, sem að gagni hafi komið, fyrr en árið 1996. Útreikningar matsmanna og meginröksemdir verða hér tilgreind: “5 Útreikningar og röksemdir. 5.1 Útreikningar Iðufell 8, Reykjavík. Íbúð 0202. Mat á endurbótum og viðhaldi 1992-2000. Verðlag 1. desember 1992. Lánskjaravísitala 1. des. 1992 = 3239 stig. 1. Kaupverð íbúðar (framreiknað án endurbóta): 2.729.271 kr. 2. Endurbætur og viðhald 2.1 Eldhúsinnrétting: 241.023 kr. Afskrift 5% á ári í 19 ár: 95% 2.2 Vaskar og blöndunartæki: 27.934 kr. Afskrift 5% á ári í 19 ár: 95% 2.3 Gólfdúkur: 173.412 kr. Afskrift 10% á ári í 19 ár: 100% 2.4 Ljós og tengingar, hreingerningar og annað: 20.460 + 7.482 + 4.603 = 32.545 kr. Afskrift: 100% 2.5 Eldavél: 37.523 kr. Afskrift 5% á ári í 19 ár: 95% Heildarkostnaður: 512.437 kr. Liðir 2.1, 2.2, 2.3 og 2.5: 306.480 kr. Endurbætur 464.618 kr. Frádráttur af kaupverði: 512.437 - 464.618 kr. 47.819 kr. 3. Áætlaðar endurbætur í ágúst 1987 (án skýringa) 100.000 kr.*3239/1743 185.829 kr. Fyrning: 5% Lækkun kaupverðs: 0,95*185.829 kr. 176.538 kr. 4. Standsetning á stigagangi 1996-2000 (dskj. 14) 4.1 Stálbitar á stigapalli: 8.000 kr. (1/7 1996) 4.2 Plast á stigahandrið: 27.558 kr. (1/7 1998) 4.3 Sandspartl og málning á sameign 435.426 kr. (1/7 2000) 4.4 Teppa- og dúkalögn í sameign 384.725 kr. (1/7 2000) Allir framangreindir liðir afskrifast um 100%. Hlutdeild íbúðar 8,65% 0 kr. Heildarkostnaður: 630.198 kr. (1/11 1997) Áætlaðar endurbætur 40% (50% - 4 ár @ 2,5%) Viðhaldskostnaður á verðlagi l. des. 1992: 630.198*3239/3592*0,4 227.306 kr. 6. Niðurfært kaupverð (verðlag 1. des. 1992) 3.308.000 - 47.819 - 176.538 - 227.306 = 3.308.000 - 512.885 = 2.856.337 kr. 7. Frádregin upphæð á verðlagi 1. okt. 2002: 696.884 kr. (vísitala = 4401 stig) 5.2 Röksemdir 5.2.1 Um 2. lið, endurbætur og viðhald 5.2.1.1 Eldhúsinnréttingin, sem skipt var út, þegar matsþoli keypti, var af þeirri gerð, sem telja má 15-20 ára endingartíma á. Matsmenn miða við afskrift 5% á ári, þannig að 95% telst endurbætur, en 5% vanrækt viðhald seljanda. 5.2.1.2 Sama röksemd er á bak við mat á vöskum og blöndunartækjum. 5.2.1.3 Gólfefni það, sem áður var á íbúðinni, má telja afskrifað að fullu. 5.2.1.4 Ljós, tengingar, hreingerningar og annað teljast viðhald á kostnað seljanda. 5.2.1.5 Matsmenn meta endingartíma eldavélar, sem skipt var út, 20 ár. 5.2.2 Áætlaðar endurbætur í ágúst 1987 Við endursölu íbúðarinnar í ágúst 1987 var áætluðum endurbótum, kr. 100.000,-, bætt við söluverðið. Enginn kostnaður hefur fundist á móti þessum endurbótum og engar skýringar verið gefnar, þrátt fyrir óskir þar um. 5.2.3 Standsetning á stigagangi 1996-2000 Matsmenn telja ósannað, að ástand stigagangs í desember 1992 hafi ekki uppfyllt eðlilegar kröfur, sjá dómskjal nr. 6. Af þeim sökum er hann ekki tekinn með við mat á verði á sama tíma. 5.2.4 Viðgerð utanhúss 1996 Matsmenn telja, að eðlilegt viðhald, annað en klæðning á þann hátt, sem gert var, hefði kostað nálægt helmingi minna en klæðningin. Þannig sé rétt að meta helming kostnaðarfjárhæðarinnar sem endurbætur, en helminginn sem vanrækt viðhald. Það er þó álit matsmanna, að eignarhaldstími matsþola verði á einhvern hátt að koma til frádráttar, því að endurbætur þær, sem gerðar voru á eigninni endist eiganda íbúðarinnar lengur, sem þeim tíma nemur. Af þeim sökum er endurbótaþátturinn aukinn um 2,5% á ári, eða samtals 10%, en vanrækt viðhald lækkað að sama skapi.” IV Fallist er á að stefnandi eigi rétt til skaðabóta úr hendi stefnda vegna fjártjóns sem fólgið var í því að söluverð umræddrar íbúðar, er hann keypti hana, var metið of hátt samkvæmt lagareglum sem um það giltu samkvæmt framangreindu. Afnám forkaupsréttar og kaupskyldu stefnda, þannig að stefnanda væri heimilt að selja eignina á frjálsum markaði ef og þegar til þess kæmi, hefur ekki þýðingu fyrir úrslit málsins. Þriðji töluliður í útreikningi yfirmatsgjörðar, “áætlaðar endurbætur í ágúst 1987”, fellur að efni matsbeiðni stefnda en hins vegar utan grundvallar málsins sem lagður var með stefnu. Um er að ræða verðlagningu íbúðarinnar til forvera stefnanda, Sævars Vígsteinssonar og Sigríðar Lindu Kristjánsdóttur, og er út frá því gengið að endurbætur hafi ranglega verið áætlaðar 100.000 krónur. Þess í stað er við það miðað að þær hafi engar verið, að því er séð verður vegna þess að eftir fimmtán ár hafi enginn kostnaður fundist á móti þessum endurbótum og engar skýringar verið gefnar. Á þennan lið matsins verður eigi fallist. Dómurinn fellst að öðru leyti á forsendur og útreikninga yfirmatsgerðar sem verða lagðir til grundvallar niðurstöðu. Rétt þykir, eins og atvikum málsins er háttað, að valin verði sú aðferð samkvæmt matinu að miða frádregna upphæð við verðlag 1. október 2002. Frá upphæðinni 696.884 krónum verður samkvæmt framansögðu dregin niðurstaða samkvæmt 3. tl. yfirmatsgjörðar; 176.538 krónur með vísitöluhækkun 4401/3239, þ.e. 239.871 króna. Lagagrundvöll skortir fyrir miskabótakröfu stefnanda. Tekið skal fram að skaðabótalög nr. 50/1993 eiga einungis við um skaðabótaábyrgð vegna tjóns sem verður eftir gildistöku laganna 1. júlí 1993. Samkvæmt framangreindu er niðurstaða dómsins sú að dæma beri stefnda til að greiða stefnanda 457.013 (696.884 239.871) krónur með vöxtum eins og greinir í dómsorði. Ákveðið er að málskostnaður skuli falla niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. laun lögmanns stefnanda, Sigurðar Gizurarsonar hrl., sem eru ákveðin 350.000 krónur. Mál þetta dæmir Sigurður H. Stefánsson héraðsdómari. D ó m s o r ð: Stefndi, Reykjavíkurborg, greiði stefnanda, Grétari H. Hafsteinssyni, 457.013 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá fimmtánda degi eftir dómsuppsögu til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun lögmanns hans, Sigurðar Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns, 350.000 krónur.
|
Mál nr. 461/1998
|
Grennd Skaðabætur Matsgerð
|
Eigendur jarðarinnar A hugðu á uppbyggingu sumarhúsabyggðar þegar nokkur sveitarfélög fengu leyfi til reksturs sorpurðunarstöðvarinnar S á aðliggjandi jörð. Eigendur A kröfðust bóta úr hendi S á grundvelli réttarreglna nábýlisréttar. Talið var að S hefði fallist á að stöðin væri réttur aðili að bótamáli sem eigendur A kynnu að höfða vegna sannanlegs tjóns þeirra vegna starfrækslu hennar. S var dæmt bótaskylt og fallist á þá skoðun yfirmatsmanna að við ákvörðun bóta mætti miða við hagnýtingu A undir sumarhúsabyggð. Á hinn bóginn var til þess litið við ákvörðun bótafjárhæðar að áætlanir um sumarhúsabyggð á landi A voru lítt mótaðar og að mikil óvissa var um ýmsa þætti sem slík nýting byggði á.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. nóvember 1998. Hann krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum gagnáfrýjenda en til vara að hann verði ekki dæmdur til að greiða þeim hærri fjárhæð en 1.000.000 krónur með vöxtum frá uppkvaðningu héraðsdóms. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Málinu var gagnáfrýjað með stefnu 1. febrúar 1999. Gagnáfrýjendur krefjast greiðslu skaðabóta að fjárhæð 19.074.000 króna með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. desember 1996 til greiðsludags. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti samkvæmt framlögðum reikningi, þar á meðal kostnaðar við matsmál 1.680.750 krónur. Gagnáfrýjendur hafa áfrýjað málinu til réttargæslu á hendur sveitarfélögum þeim sem aðild eiga að Sorpstöð Suðurlands bs., svo sem greinir í héraðsdómi. Af hálfu þeirra er sótt þing en engar kröfur gerðar enda engar kröfur gerðar á hendur þeim. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Þar á meðal er skipulagsuppdráttur fyrir land jarðarinnar Auðsholts frá 28. ágúst 1998 sem gerður var vegna fyrirhugaðrar byggingar ungahúss og vélageymslu, en einnig eru þar tilgreind svæði til síðari nota fyrir sumarhúsabyggð, iðnað og ræktun. I. Sorpstöð Suðurlands bs. var stofnuð af nokkrum aðilum á Suðurlandi. Í september 1992 var undirritaður leigusamningur milli landbúnaðarráðherra og fyrirtækisins um leigu á 20 hekturum af landi ríkisjarðarinnar Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfushreppi til ársloka 2017. Með auglýsingu nr. 192/1994 var staðfest skipulag fyrir sorpurðun á þessu svæði með heimild í þágildandi skipulagslögum nr. 19/1964. Hollustuvernd ríkisins gaf út starfsleyfi fyrir sorpstöð á þessum stað 29. apríl 1994. Með bréfi 30. sama mánaðar veitti Ölfushreppur leyfi fyrir framkvæmdum á svæðinu fyrir sitt leyti með vísun til staðfests aðal- og deiluskipulags. Gagnáfrýjendur eru eigendur að jörðinni Auðsholti, sem land á að sorpurðunarsvæðinu að vestan. Hafa þeir frá upphafi mótmælt starfrækslu aðaláfrýjanda á svæðinu. Reisa þeir málsóknina á því að með henni hafi aðaláfrýjandi raskað hagsmunum þeirra og brotið þannig gegn reglum nábýlisréttar og friðhelgi eignarréttarins. Aðaláfrýjandi byggir sýknukröfu í fyrsta lagi á aðildarskorti og telur að gagnáfrýjendur eigi að beina kröfum sínum að Ölfushreppi, nú Ölfusbæ, og/eða landeiganda, íslenska ríkinu. Í öðru lagi telur hann að gagnáfrýjendur hafi ekki fært sönnur á að þeir hafi orðið fyrir tjóni sem aðaláfrýjandi beri ábyrgð á. II. Í leigusamningi aðaláfrýjanda og íslenska ríkisins um sorpurðunarsvæðið segir í 9. gr., að leigutaki sé ábyrgur gagnvart þriðja manni fyrir tjóni, sem kann að verða rakið til framkvæmda og starfsemi hans á grundvelli samningsins. Aðaláfrýjandi getur því ekki borið fyrir sig gagnvart gagnáfrýjendum að landeigandinn beri ábyrgð á tjóninu. Samkvæmt 29. gr. skipulagslaga skyldi því aðeins greiða skaðabætur vegna framkvæmda á skipulagi að um eignarnám væri að ræða eða svo væri annars ástatt sem sagði í greininni. Senda átti kröfur til sveitarstjórnar og hún að annast um að dómkvaddir yrðu matsmenn til að ákveða bætur. Aðaláfrýjandi er byggðasamlag margra sveitarfélaga, þar á meðal Ölfushrepps, nú Ölfusbæjar. Gagnáfrýjendur komu til fundar við aðaláfrýjanda 29. janúar 1993 og mótmæltu þá fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu án undangenginna samninga við sig og sögðu frá fyrirhuguðum framkvæmdum sínum að skipulögðu sumarbústaðasvæði. Í fundargerð er síðan bókað að stjórn aðaláfrýjanda ítreki þá skoðun sína, að þeir sem teldu sig verða fyrir sannanlegu tjóni vegna urðunarsvæðisins ættu að sjálfsögðu rétt á bótum samkvæmt mati óvilhallra manna. Einnig kæmi til greina að semja þegar um kröfur landeigenda í málinu. Í yfirlýsingu 6. maí 1993 lýsti stjórnin því yfir að sorpstöðin tæki á sig greiðslu hverra þeirra bóta sem á Ölfushrepp kynnu að falla vegna staðsetningar og starfrækslu urðunarstaðarins. Á fundi aðila 13. júlí 1993 lýstu gagnáfrýjendur yfir þeirri skoðun sinni að urðun sorps á svæðinu „muni spilla möguleikum til sumarbústaðabyggðar í landi Auðholts og e.t.v. einnig sölumöguleikum á jörðinni í heild.“ Aðilar lögðu áherslu á að ná þyrfti samningum um bætur eða að fá dómkvadda matsmenn. Umræður snerust um hugsanlega verðrýrnun á jörðinni. Í áliti undirmatsmanna í febrúar 1996 segir að lögmenn aðila hafi verið sammála um að aðaláfrýjandi væri matsþoli og yfirmat segir hann vera það. Gagnáfrýjendur beindu síðan kröfum sínum að aðaláfrýjanda sem hafnaði greiðslu án þess að bera fyrir sig aðildarskort. Það var fyrst með greinargerð aðaláfrýjanda í héraði 9. september 1997 að hann bar fyrir sig að hann væri ekki réttur aðili að bótakröfu gagnáfrýjenda. Af því sem að framan er rakið verður að fallast á það með gagnáfrýjendum að þeir hafi mátt líta svo á að aðaláfrýjandi hefði samþykkt að svara bótum fyrir sannanlegt tjón þeirra, sem rakið yrði til starfrækslu sorpstöðvarinnar í landi Kirkjuferjuhjáleigu. Verður því ekki fallist á varnarástæðu aðaláfrýjanda sem byggð er á aðildarskorti. III. Gagnáfrýjendur höfðu látið bora eftir heitu vatni 1985. Samkvæmt áliti Orkustofnunar má líklega reikna með því að borhola 4 í landi Auðsholts geti afkastað um 20 l/s til langframa. Halda gagnáfrýjendur því fram að það sé nægjanlegt magn fyrir 400 sumarbústaði. Árið 1989 létu gagnáfrýjendur gera drög að skipulagi lands fyrir 22 sumarbústaði á svæði næst Ölfusá. Telja þeir kost á stækkun þessa svæðis og nýtingu á alls 118 hektara landi fyrir samtals 84 sumarbústaði. Þeir segjast hafa fallið frá frekari fyrirætlunum og aðgerðum á svæðinu þegar þeir fréttu 1991 af áformum um sorpurðun í landi Kirkjuferjuhjáleigu næst þessu fyrirhugaða sumarbústaðasvæði. Að ósk gagnáfrýjenda voru dómkvaddir matsmenn til að meta hugsanlegt fjárhagslegt tjón þeirra vegna ákvörðunar um staðsetningu sorpurðunarstöðvar í landi Kirkjuferjuhjáleigu á mörkum landareignar þeirra. Skiluðu matsmenn áliti í febrúar 1996. Segir þar að landið sé um sumt ágætlega fallið til byggingar sumarhúsa, fjarlægð frá þéttbýli sé ekki of mikil, heitt vatn sé fyrir hendi, nálægð Ölfusár gefi landinu gildi, það sé vel gróið og njóti nokkurs skjóls. Þrátt fyrir þetta eru matsmenn þeirrar skoðunar að ólíklegt sé að fjárhagslega hagkvæmt hefði reynst að byggja upp stórt sumarbústaðahverfi í landi Auðsholts, þótt rekstur sorpurðunarstöðvar hefði ekki komið til. Ástæðan sé sú að samkvæmt upplýsingum þeirra sé mikið framboð af sumarbústaðalóðum á Suðurlandi, en eftirspurn hafi verið lítil síðustu árin. Mest sé ásókn í lóðir í kjarri- eða skógivöxnu umhverfi en slíku sé ekki til að dreifa í Auðsholti. Ekki séu teikn á lofti um verulegar markaðsbreytingar. Þá benda þeir á að undirbúningur gagnáfrýjenda hafi verið skammt á veg kominn þegar þeir fréttu um fyrirætlanir um sorpurðun. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum verði ekki fullyrt að til hafi staðið að reisa þarna sumarbústaðabyggð heldur fremur að þessi kostur hafi verið til athugunar. Í frumdrögum sé gert ráð fyrir 22 sumarbústöðum á 28 hektara landi næst Ölfusánni. Lóðarstærð verði 0,9 hektarar og 8 hektarar til almennra nota vegna vega, stíga og þjónustu. Þá hafi verið gert ráð fyrir 62 sumarbústöðum á 90 hektara svæði norðar í landinu. Lóðastærð hafi þar verið áætluð einn hektari og 28 hektarar til almennra nota. Matsmenn gerðu ekki athugasemdir við þessar forsendur. Þá töldu þeir að urðun sorps á mörkum jarðanna Auðsholts og Kirkjuferjuhjáleigu hefði í för með sér slík umhverfislýti og aðra röskun að engar forsendur væru fyrir því að koma þarna á fót sumarhúsabyggð meðan sorpurðun ætti sér stað. Matsmenn skiptu áliti sínu síðan í tvennt eftir ólíkum forsendum. Í fyrsta lagi mátu þeir verðrýrnunina að álitum 1.800.000 krónur ef miðað væri við að ekki hefði verið fjárhagslegur grundvöllur fyrir sumarhúsabyggð í landi Auðsholts en nýta mætti landið áfram til beitar og heyskapar. Í öðru lagi miðuðu þeir við að ekki mætti nýta land til beitar eða heyskapar innan 500 metra frá urðunarsvæðinu vegna heilbrigðis- og mengunarsjónarmiða meðan sorpurðun ætti sér stað. Töldu þeir að þá gæti verið brostinn grundvöllur til hefðbundinnar nýtingar jarðarinnar til landbúnaðar og mátu tjón gagnáfrýjenda 5.000.000 krónur. Gagnáfrýjendur felldu sig ekki við þessa niðurstöðu og óskuðu yfirmats. Yfirmatsmenn skiluðu áliti sínu 26. nóvember 1996. Voru þeir sammála undirmatsmönnum um að landið væri um sumt vel fallið til sumarhúsabyggðar en á móti kæmi að mikið framboð væri á slíkum lóðum á Suðurlandi. Þeir lögðu hins vegar áherslu á að gagnáfrýjendur hafi verið byrjaðir undirbúning að nýtingu svæðisins í þessu skyni. Töldu þeir að engar forsendur væru til nýtingar landsins meðan sorp væri urðað á aðlægu svæði og í 2-3 ár eftir að urðun væri hætt. Með þetta í huga byggðu þeir mat sitt á því að 118 hektarar úr landi Auðsholts hefðu verið teknir leigunámi. Þar með hefðu gagnáfrýjendur misst af leigutekjum af landi undir sumarbústaði svo og tekjum af sölu á heitu vatni til þeirra í 25 ár. Miða yfirmatsmenn við að 22 lóðir á suðursvæðinu gangi út á 5 árum en lóðirnar 62, sem eru norðar, á 15 árum þar á eftir. Reikna þeir með að leigjendur á suðursvæðinu greiði 350.000 króna stofngjald, en á norðursvæðinu 250.000 krónur, þar með talið innifalið hitaveituinntak. Þeir taka síðan mið af áliti undirmatsmanna á stofnkostnaði við að gera svæðið leiguhæft. Áætla þeir að það kosti 5% af stofngjaldi að markaðssetja lóðirnar. Leigu fyrir landið áætla þeir 35.000 krónur á ári en gjald fyrir heitt vatn 30.000 krónur. Þeir reikna með 6% ársvöxtum af skuldum en miða við 5% ársávöxtun við núvirðingu tekna. Þeir segja hina lágu vexti helgast af því að gagnáfrýjendur muni væntanlega framkvæma talsverðan hluta af jarðvinnu við að gera landið byggingarhæft með tækjum sem þeir ráði þegar yfir. Gagnáfrýjendur byggja stefnukröfur sínar á niðurstöðu yfirmatsmanna. Aðaláfrýjandi andmælir því að gagnáfrýjendur hafi fært sönnur að því að til hafi staðið að hefja byggingu sumarbústaða í landi Auðsholts og benda á að engra leyfa hafi verið aflað til þess. Þá séu engar sönnur fyrir því að sumarbústaðir á þessu svæði hefðu selst fyrir viðunandi verð, meðal annars vegna mikils framboðs á sumarbústöðum á fýsilegri stöðum. IV. Í 2. mgr. 45. gr. heilbrigðisreglugerðar nr. 149/1990 er mælt fyrir um að móttökustöðvar fyrir sorp skuli vera í 500 metra fjarlægð frá íbúðarhverfum, skólum, matvælaframleiðslu- og sölustöðum, heilbrigðisstofnunum eða öðrum dvalarstöðum fólks. Af gögnum málsins verður ekkert ráðið um hvort undanþága hefði fengist frá þessu ákvæði varðandi land gagnáfrýjenda og hvaða nýting landsins hefði þá verið heimiluð. Verður við það að miða að nýting þessa lands verði mjög takmörkuð meðan sorp er urðað í Kirkjuferjuhjáleigu. Sannað þykir með undirmati og yfirmati að 118 hektarar landsins verði alls ekki nýttir til sumarhúsabyggðar á meðan svo stendur. Óþægindi þau er gagnáfrýjendur verða fyrir eru að vísu til ákveðins tíma, en fram er komið að þau eru óvenjuleg og veruleg. Gagnáfrýjendur máttu ekki búast við að sett yrði niður á nágrannajörð þeirra starfsemi sem ylli þeim slíku óhagræði og verður að viðurkenna þeim bætur úr hendi aðaláfrýjanda þessa vegna fyrir sannanlegt tjón þeirra. Framangreindar matsgerðir bera það með sér að þær eru vandlega unnar og verða þær hafðar til hliðsjónar við ákvörðun á tjóni gagnáfrýjenda. Niðurstöður þeirra eru hins vegar byggðar á ólíkum grunni. Undirmatsmenn telja að ekki eigi að taka tillit til nýtingar landsins fyrir sumarhúsabyggð en yfirmatsmenn miða álit sitt eingöngu við slíka nýtingu. Af mötunum báðum þykir mega ráða að matsmenn hafa gert sér skýra grein fyrir því hversu mikil óvissa ríkir um ýmsar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar mötunum. Á það er fallist með héraðsdómi að lítilsháttar breytingar á forsendum geti valdið verulegum breytingum á niðurstöðu. Við ákvörðun bótafjárhæðar verður að taka tillit til þess að áætlanir um sumarhúsabyggð voru skammt á veg komnar og lítt mótaðar þegar ákvörðun um sorpurðun var tekin, nema helst um land fyrir 22 bústaði á 28 hektara svæði næst Ölfusá, svo sem áður greinir. Það svæði er hins vegar best fallið til sumarbústaðabyggðar, en gögn málsins bera það með sér að landið verður að teljast mjög misjafnlega til vinsælda fallið fyrir sumarbústaði. Á skipulagsuppdrætti 28. ágúst 1998, sem lagður hefur verið fyrir Hæstarétt, eru áætluð svæði fyrir mjög takmarkaðri sumarhúsabyggð. Það fyrirhugaða sumarbústaðasvæði sem lengst er frá urðunarsvæðinu má ef til vill nýta. Þá verður ekki fram hjá því litið að samkvæmt gögnum málsins er mikið framboð lands undir sumarhús á Suðurlandi. Sumt af því landi telja matsmenn álitlegra gróðurfarslega séð. Á móti því kemur að á landi gagnáfrýjenda er völ hitaveitu. Ekkert er fram komið um að eftirspurn eftir sumarbústaðalandi á Suðurlandi muni aukast í nánustu framtíð. Þá eru kostnaðarliðir óvissir, svo og vaxtaforsendur. Hins vegar verður að taka tillit til þess að heilbrigðisreglugerð takmarkar verulega not þau sem hafa má af hluta landsins, svo sem áður greinir. Þegar framanrituð sjónarmið eru virt verður yfirmatið ekki lagt til grundvallar nema að hluta til og þá einkum varðandi land næst Ölfusá. Hins vegar verður einnig að líta til takmarkana á nýtingu jarðarinnar til annarra nota. Að sjónarmiðum þessum virtum þykja bætur til handa gagnáfrýjendum hæfilega ákveðnar 10.000.000 krónur með dráttarvöxtum eins og í héraðsdómi greinir. Samkvæmt þessari niðurstöðu er rétt að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Sorpstöð Suðurlands bs., greiði gagnáfrýjendum, Guðbjörgu J. Runólfsdóttur, Magnúsi Gíslasyni og Runólfi B. Gíslasyni, skaðabætur að fjárhæð 10.000.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. desember 1996 til greiðsludags og samtals 3.200.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talinn matskostnað að fjárhæð samtals 1.680.750 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 11. júní1998. Ár 1998, miðvikudaginn 11. júní er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands, Selfossi, í málinu nr. E-192/1997:Guðbjörg J. Runólfsdóttir, Magnús Gíslason og Runólfur B. Gíslason gegn Sorpstöð Suðurlands bs. og til réttargæslu. Biskupstungnahreppi, Eyrarbakkahreppi, Grafningshreppi, Grímsneshreppi, Gaulverjabæjarhreppi, Gnúpverjahreppi, Hveragerðisbæ, Hraungerðishreppi, Hrunamannahreppi, Laugardalshreppi, Selfosskaupstað, Skeiðahreppi, Stokkseyrarhreppi, Villingaholtshreppi, Þingvallahreppi, Ölfushreppi, Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., Vestur-Landeyjahreppi, Holta- og Landsveit, Hvolhreppi, Djúpárhreppi, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallahreppi, Ásahreppi og Austur-Landeyjahreppi kveðinn upp svofelldur dómur. Mál þetta, sem tekið var til dóms 27. ágúst s.l.. er höfðað hér fyrir dómnum með stefnu birtri 4. júní 1997, af Guðbjörgu J. Runólfsdóttur, kt. 280719-3679, Runólfi B. Gíslasyni, kt. 271256-7799, báðum til heimilis að Auðsholti, Ölfushreppi, Árnessýslu og Magnúsi Gíslasyni, kt. 130744-3629, Dynskógum 3, Hveragerði. Aðalstefndi er Sorpstöð Suðurlands bs., kt. 420481-0719, Austurvegi 10, Selfossi, en til réttargæslu er stefnt sem aðilum að Sorpstöð Suðurlands bs.: Biskupstungnahreppi kt. 460169-7479, Aratungu, Biskupstungnahreppi; Eyrarbakkahreppi, kt. 510169-1239, Túngötu 40, Eyrarbakka; Grafningshreppi, kt. 580169-1399, Bíldsfelli, Grafningshreppi; Grímsneshreppi, kt. 580169-1719, Borg, félagsheimili, Grímsneshreppi: Gaulverjabæjarhreppi, kt. 580169-7269, Gerðum, Gaulverjabæjarhreppi; Gnúpverjahreppi, kt. 580169-6949, Árnesi, félagsheimili, Gnúpverjahreppi; Hveragerðisbæ, kt. 650169-4849, Hverahlíð 24, Hveragerði; Hraungerðishreppi, kt. 640169-2819, Þingborg, Hraungerðishreppi; Hrunamannahreppi, kt .640169-2309, Flúðum, félagsheimili, Hrunamannahreppi; Laugardalshreppi, kt. 420269-4639, Reykjum, Laugardalshreppi; Selfosskaupstað, kt. 560269-3159, Austurvegi 10, Selfossi; Skeiðahreppi, kt. 590269-0859, Löngumýri, Skeiðahreppi; Stokkseyrarhreppi, kt. 630269-7769, Hafnargötu 10, Stokkseyri; Villingaholtshreppi, kt.700269-1329, Mjósyndi Villingaholtshreppi; Þingvallahreppi, kt. 710269-1229, Miðfelli, Þingvallahreppi; Ölfushreppi, kt. 420369-7009, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn; Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., kt. 600893-2469, Laufskálum 2, Hellu; Þá er einnig stefnt til réttargæslu sem aðilum að Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. Vestur-Landeyjahreppi, kt. 690269-1989, Bergþórshvoli, Vestur-Landeyjahreppi; Holta- og Landsveit, kt. 410793-2619, Laugalandi, Holta- og Landsveit; Hvolhreppi, kt. 650169-5069, Hlíðavegi 16, Hvolsvelli; Djúpárhreppi, kt. 500169-2229, Samkomuhúsinu Þykkvabæ, Djúpárhreppi; Fljótshlíðarhreppi, kt. 550169-7119, Eystri-Torfastöðum, Fljótshlíðarhreppi; Rangárvallahreppi, kt. 530269-1919, Laufskálum 2, Rangárvallahreppi; Ásahreppi, kt. 430169-0339, Laugalandi, Ásahreppi og Austur-Landeyjahreppi, kt. 430169-5569, Gunnarshólma, félagsheimili, Austur-Landeyjahreppi. Dómurinn fór þann 2. apríl sl. á vettvang ásamt lögmönnum málsaðila og kynnti sér aðstæður, einkum á því svæði sem stefnendur segjast hafa hugsað sér að reisa á sumarhús. Þá fór dómurinn á ný á vettvang að loknu þinghaldi þann 13. júlí sl. Frá því að mál þetta var höfðað hefur komið til sameiningar sveitarfélaga er má þetta varðar, án þess að það hafi áhrif á málsaðild. Dómkröfur. Stefnendur krefjast þess í stefnu að aðalstefndi verði dæmdur til að greiða þeim skaðabætur að fjárhæð kr. 19.971.000,00 með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 27. desember 1996 til greiðsludags. Þá er þess krafist að dæmt verði að dráttarvextir skuli leggjast við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 27. desember 1997, en síðan árlega þann dag. Einnig er krafist máls kostnaðar samkvæmt. framlögðum málskostnaðarreikningi þ.á.m. fyrir öllum kostnaði við matsmál, kr. 1.680.750,00 auk 24,5% virðisaukaskatts. Við munnlegan flutning málsins lækkuðu stefnendur höfuðstól stefnukröfu sinnar í kr. 19.074.000,00. Af hálfu aðalstefnda eru gerðar þær dómkröfur að hann verði sýknaður af kröfum stefnenda. Til vara gerir aðalstefndi kröfu til þess að aðalstefndi verði einungis dæmdur til að greiða stefnendum kr. 1.000.000,00. Þá er þess krafist að verði bætur dæmdar samkvæmt varakröfu þá reiknist vextir frá uppkvaðningu héraðsdóms. Loks er krafist málskostnaðar að mati réttarins úr hendi stefnenda Á hendur réttargæslustefndu eru ekki gerðar neinar sjálfstæðar kröfur og af þeirra hálfu eru ekki gerðar kröfur á hendur stefnendum. Málavextir. Stefnendur eru eigendur jarðarinnar Auðsholts í Ölfushreppi og er einn stefnenda, Runólfur Gíslason ábúandi. Á jörðinni hefur verið stundaður hefðbundinn búskapur, þó svo að í seinni tíð hefur eggjaframleiðala vegið þyngst í framleiðslunni. Landeigendur létu bora eftir heitu vatni á árinu 1985 með þeim árangri, að áætlað er samkvæmt afkastaprófun Orkustofnunar, að borholan gefi af sér a.m.k. 20 sekúndulítra til langframa. Eftir að þessi niðurstaða fékkst fóru eigendur jarðarinnar að huga að uppbyggingu sumarhúsabyggðar í landinu, með það í huga að ljóst væri að hægt yrði að selja allt að 400 sumarhúsum ( í yfirmatsbeiði er talað um “yfir 100 bústaði”) heitt vatn úr borholunni án mikils tilkostnaðar. Telja stefnendur að landið henti vel til sumarhúsabyggðar vegna óvenjulegs landslags, skjóls og nálægðar við Ölfusá. Þá sé staðsetning landsins góð miðað við stuttar vegalengdir frá Hveragerði og Selfossi auk þess sem það sé í hæfilegri aksturfjarlægð frá Reykjavík. Fengu landeigendur landslagsarkitekt til að skipuleggja landið næst Ölfusánni þar sem ætlunin var að hefja sölu lóða. Í frumdrögum Stanislas Bohic landslagsarkitekts frá árinu 1989 er gert ráð fyrir 22 bústöðum á 28 ha. landi næst Ölfusánni og 62 bústöðum norðar í landinu. Stefnendur töldu að nausyn væri á frekari skipulagsvinnu og varð það skipulag ekki ofan á, en áður en hafist var handa um frekari skipulagsvinnu barst stefnendum til eyra orðrómur um sorpuðrun í nágrenninu og þótti þá ekki ástæða til að leggja í frekari skipulagsvinnu. Sorpstöð Suðurlands bs. var stofnuð af 25 aðilum á Suðurlandi, 24 sveitarfélögum og sorpstöð Rangárvallasýslu að auki. Leigusamningur er undirritaður í september 1992 milli landbúnaðarráðherra og Sorpstöðvar Suðurlands um leigu á 20 ha úr landi ríkisjarðarinnar Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfushreppi, sem á landamerki með jörð stefnenda. Stefnendur segja að á árinu 1991 hafi komist á kreik orðrómur um að til stæði að hefja sorpurðun í landi Kirkjuferjuhjáleigu og hafi það orðið til þess að ekki var haldið áfram að vinna að skipulagi sumarhúsabyggðar í landi Auðsholts. Þann 29. apríl 1994 hafi síðan verið gefið út starfsleyfi til Sorpstöðvar Suðurlands bs. fyrir móttöku, flokkun og endurvinnslu og pökkun úrgangs á athafnasvæði stöðvarinnar í landi Kirkjuferjuhjáleigu. Stefnendur hafa að eigin sögn mótmælt fyrirhuguðum áformum um sorpurðun.frá upphafi enda talið að ef til hennar kæmi yrðu þeir fyrir verulegu tjóni. Er þá ekki síst horft til þess að land það er þeir höfðu ætlað til sumarhúsabyggðar er næst fyrirhuguðu urðunarsvæði og yrði því verðlaust til slíkra nota, auk þess sem staðsetning urðunarsvæðisins hefði áhrif til verðlækkunar á öðrum hlutum jarðarinnar. Stefnandinn Runólfur B. Gíslason hafi farið á fund stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. 29. janúar 1993 til þess að fylgja mótmælunum eftir. Á fundinum hafi komið fram þau sjónarmið að rétt væri að bæta sannanlegt tjón vegna urðunarsvæðisins samkvæmt mati þar til kvaddra matsmanna. Stefnendur segja að það hafi ekki verið fyrr en ljóst var orðið að fyrirætlanir um sorpurðun í landi Kirkjuferjuhjáleigu yrðu ekki stöðvaðar að viðræður hófust um bætur fyrir það tjón sem staðsetning urðunarsvæðisins hefði í för með sér. Viðræðurnar stóðu fram á vor 1995, en án árangurs. Stefndi, Sorpstöð Suðurlands bs., hafnaði því að taka þátt í kostnaði við dómkvaðningu matsmanna og óskuðu stefnendur eftir því í ágúst 1995 að dómkvaddir yrðu 2 menn til að meta tjón sitt. Matsgerð undirmatsmanna er dagsett 8. febrúar 1996. Í maí 1996 var síðan óskað eftir yfirmati og skiluðu matsmenn niðurstöðum sínum í nóvember sama ár. Samkvæmt matsgerð undirmatsmanna telja þeir ólíklegt að fjárhagslegur grundvöllur hefði verið fyrir sumarhúsabyggð í landi Auðsholts, þótt sorpurðunin hefði ekki komið til. Þá miða þeir við að áfram megi nýta landið til beitar og heyskapar. Í því tilviki meta undirmatsmennirnir tjón matsbeiðanda kr. 1.800.000,00. Loks velta matsmennirnir því fyrir sér hverjar afleiðingar það hafi ef ekki megi nýta land innan 500 metra frá urðunarsvæðinu til beitar og heyskapar. Niðurstaða undirmatsmanna var að fjárhagslegt tjón matsþola næmi þá kr. 5.000.000,00. Í yfirmatsgerðinni eru rakin þau atriði sem yfirmatsmennirnir telja skipta mestu máli. Telja þeir að landið sé um sumt ágætlega fallið til sumarhúsabyggðar, en jafnframt að mikið framboð sé á sumarbústaðalóðnum á Suðurlandi. Þá leggja þeir áherslu á að undirbúningur að sumarhúsabyggð hafi hafist áður en ákvörðun var tekin um sorpurðun í landi Kirkjufejuhjáleigu. Telja þeir að þær hugmyndir sem uppi voru um nýtingu þessa hluta jarðarinnar hæfilegar. Síðan áætla yfirmatsmennirnir lóðaverð og stofngjald hitaveitu, gera áætlun um söluhraða, ársávöxtun skulda og ársávöxtun við núvirðingu tekna. Málsástæður og lagarök. Stefnendur byggja kröfu á því að þeir hafi orðið fyrir fjártjóni vegna staðsetningar urðunarsvæðis stefndu í landi Kirkjuferjuhjáleigu, við landamörk jarðarinnar Auðsholts sem er í þeirra eigu. Telja þeir að stefndu beri ábyrgð á því tjóni sem þeir hafa orðið fyrir og hafi reyndar viðurkennt það með þeirri bókun sem gerð var á stjórnarfundi stefndu 29. janúar 1993. Tjón sitt telja stefnendur felast í því að þeir hafi, allt frá því að borað var fyrir heitu vatni í landi jarðarinnar Auðsholts, ætlað sér að selja eða leigja sumarbústaðalönd úr landi jarðarinnar, sem þeir telja sérstaklega vel fallið til slíkra hluta og með því að stefnendur höfðu yfirdrifið heitt vatn til að selja til sumarbústaðabyggðar höfðu þeir verulega fjárhagslega hagsmuni af slíkri ráðstöfun. Stefnendur hafi á árinu 1989 látið skipuleggja hluta landsins, sem næst stefndur Ölfusánni, en þar var ætlunin að hefja fyrst sölu á slíkum lóðum. Einsýnt er nú að ekki verði af því næstu áratugina og verði stefnendur því fyrir tjóni sem stefndu bera ábyrgð á. Stefnendur telja að stefndu séu bótaskyldir vegna þess tjóns sem þeir hafi orðið fyrir vegna framkvæmda stefndu á nágrannajörðinni samkvæmt almennum réttarreglum á sviði skaðabótaréttar. Tjón sitt telja þeir felast í því að stefendur hafi ekki getað nýtt eign sína á þann hátt sem þeir höfðu ætlað og eignin bauð upp á. Þá hafi stefndu viðurkennt bótaskyldu sína svo sem fram kemur í fundargerð stjórnar dags. 29. janúar 1993, en þar hafi verið gert ráð fyrir að bætur yrðu ákveðnar samkvæmt mati tilkvaddra óvilhallra matsmanna. Þá benda stefnendur á að stefndi hafi greitt öðrum aðilum í nágrenni urðunarstaðarins bætur vegna þess tjóns sem þeir hafi orðið fyrir. Vísa stefnendur til gildandi reglna á sviði skaðabótaréttar og nábýlisréttar og einnig vísa þeir til 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 3371944 um friðhelgi eignarréttarins. Kröfur um dráttarvexti og vaxtavexti styðja stefnendur við reglur vaxtalaga nr. 25/1987 og kröfur sínar um málskostnað styðja þeir við 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Stefnendur byggja fjárhæð bótakröfu sinnar á yfirmatsgerð, dagsettri 26. nóvember 1996, en samkvæmt henni er fjárhagslegt tjón stefnenda vegna þeirrar ákvörðunar að staðsetja sorpurðunarstöð í landi Kirkjuferjuhjáleigu kr. 19.971.000,00, miðað við staðgreiðslu á matsdegi. Eftir að dómurinn hafði gert athugasemd við útreikning yfirmatsmannanna var útreikningurinn leiðréttur og varð niðurstaða yfirmatsins að fjárhagslegt tjón næmi 19.074.000 krónum. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að um aðildarskort sé að ræða. Mál sem höfðuð séu til heimtu bóta samkvæmt skipulagslögum nr. 19/1964 skuli höfða gegn skipulagsyfirvöldum. Stefndi hafi sótt um og fengið skipulagða lóð undir sorpurðun í landi Kirkjuferjuhjáleigu. Hann hafi fengið starfsleyfi með ströngum skilyrðum sem hann hafi framfylgt. Þar sem stefndi fylgi í hvívetna settum reglum geti hann ekki borið ábyrgð gagnvart stefnendum. Þá segi í 29. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 að skaðabætur vegna framkvæmda á skipulagi skuli því aðeins greiða að um eignarnám sé að ræða samkvæmt þeim lögum. Í öðru lagi byggir stefndi á því að stefnendum hafi ekki tekist að færa sönnur á að þau hafi orðið fyrir tjóni. .Stefnendur hafi ekki aðhafst annað til að undirbúa sumarhúsabyggð í landi sínu en að fá Stanislav Bohic, landlagsarkitekt til að gera frumdrög að skipulagi á því landi sem er næst ánni. Jörð stefnenda hafi fram til dagsins í dag verið nýtt til landbúnaðar. Telur stefndi að stefnendum hafi ekki, þrátt fyrir matsgerðirnar, tekist að sanna tjón vegna starfsemi stefnda. Bæði undir- og yfirmat byggist á fullyrðingum stefnenda um nýtingu á heitu vatni og sölu sumarbústaðalóða í landi sínu. Varakröfu sína byggir stefndi á útreikningum Talnakönnunar ehf, samkvæmt bréfi dagsettu 4. desember 1995, þar sem það fyrirtæki leggur mat á meint tjón stefnenda vegna staðsetningar sorpurðunarsvæðis í nágrenni lands sem þeir ætluðu að selja sem lóðir undir sumarhús. Er niðurstaða þess fyrirtækis að tjónið geti verið á bilinu 0 til kr. 1.000.000,00. Við málflutning féll lögmaður stefnda frá þrautavarakröfu þeirri sem höfð var uppi í greinargerð. Niðurstaða. Meginmálsástæða stefnda er að máli þessu sé ranglega beint gegn sér og að samkvæmt skipulagslögum nr. 19/1964 eigi að beina málssókn gegn sveitarfélagi. Þann 1. jnaúar 1998 tóku gildi skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997. Í 33. gr. þeirra laga segir svo: “Nú veldur gildistaka skipulags því að vermæti fasteignar lækkar, nýtingamöguleikar hennar skerðast frá því sem áður var heimilt eða að hún muni rýrna svo að hún nýtist ekki til sömu nota og áður og á þá sá sem sýnt getur fram á að hann verði fyrir tjóni af þessum sökum rétt á bótum úr sveitarsjóði eða að hann leysi fasteignina til sín.” Þarna er fjallað um sömu atriði og í 29. gr. laga nr. 19/1964. Talsverður orðalagsmunur er á grienum þessum, en efnislega er um sama ákvæði að ræða að því er varðar fyrirmælin um að málsókn eigi að beina gegn sveitarfélagi. Á fundi stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. sem haldinn var 29. janúar 1993 var bókað: “Stjórnin ítrekaði þá skoðun sína að þeir sem teldu sig verða fyrir sannarlegu (sic) tjóni vegna urðunarsvæðis í landi Kirkjuferjuhjáleigu ættu að sjálfsögðu rétt á bótum skv. mati þar til kvaddra (sic) óvilhallra matsmanna.” Þá verður einnig að líta til fundar framkvæmdastjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, sem haldinn var 13. júlí 1993, en efni fundarins var viðræður við eigendur Auðsholts. Í fundargerð er bókað: “Tveir möguleikar voru ræddir að meta til bóta eða kaupa ákveðinn landskika. Lögð verður áhersla á að ná samningum um bætur eða skv. dómkvöddu mati. Umræður snerust um hugsanlega verðrýrnun á jörðinni og ýmsar útfærslur aðrar.” Ákvæði skipulags- og byggingarlaga girða, hvorki samkvæmt beinum ákvæðum sínum né eðli máls, fyrir að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum sem telja sig eiga bótarétt á öðrum grundvelli en þeim sem bótaregla 29. gr. laga nr. 19/1964 er reist á. Þannig geta stefnendur leitað álits dómstóla á því hvort stefndi, sem rekur starfsemi á nágrannajörð, hefur með þeirri starfsemi bakað sér bótaábyrgð gagnvart stefnendum á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttarins, ákvæða stjórnarskrár eða grenndarréttar eða með yfirlýsingum sínum. Því er ekki haldið fram í máli þessu af hálfu stefnenda að starfsemi stefnda sé ekki rekin samkvæmt réttilega útgefnu starfsleyfi. Stefnendur byggja bótakröfu sína á því að starfsemi sú er fer fram á umráðasvæði Sorpstöðvar Suðurlands bs. í landi Kirkjuferjuhjáleigu hafi bakað þeim tjón sem felist í því að þeir eigi ekki lengur möguleika á því í náinni framtíð að selja eða leigja sumarbústaðalönd úr landi Auðsholts og þá jafnframt að nýta sér jarðhita þann sem er fyrir í landi jarðarinnar til þess að selja heitt vatn til þeirra sumrabústaða sem gert var ráð fyrir að reisa í landi jarðarinnar. Bætur þær sem stefnendur eru að sækja í máli þessu á hendur stefnda byggjast þannig ekki á því að skipulag svæðisins hafi valdið þeim tjóni. Samkvæmt þessu verður að hafna þeirri málsástæðu stefnda að hann beri að sýkna vegna aðildarskorts. Verður að telja að stefnendur eigi rétt til bóta fyrir sannanlegt tjón af rekstri stefnda á sorpurðunarsvæði í landi Kirkjuferjuhjáleigu samkvæmt almennum réttarreglum um skaðabætur og grenndarsjónarmiðum. Í 72. gr. stjórnarskrárinnar er mælt fyrir um friðhelgi eignarréttarins. Stjórnarskrárákvæði þetta felur í sér að ekki má skerða eignarrétt vegna almannahagsmuna án fullra bóta. Þó verða menn að hlíta vissum almennum takmörkunum vegna slíkra hagsmuna bótalaust, m.a. vegna nauðsynlegra framkvæmda á sviði hollustuhátta. Í eignarrétti felst heimild til að fénýta sér eign sína á þann hátt sem eigandinn telur sér henta. Þegar ákveðið var að setja niður sorpstöð í næsta nágrenni við land stefnenda, hafði verið borað í landi þeirra eftir heitu vatni með góðum árangri og í framhaldi af því hafði hafist athugun á nýtingu landsins til byggingar sumarhúsahverfis. Það er skoðun dómsins að áætlun um þetta hafi verið nógu langt komin í framkvæmd og nógu raunhæf til að telja megi að stefnendur hafi átt verðmæt réttindi í möguleikanum á nýtingu landsins í þessu skyni og þykir þetta bæði eiga við um það land sem skipulagsarkitekt hafði teiknað og annað land sem beint lá við að nota í þessu skyni. Dómurinn telur tvímælalaust að starfsræksla sorpstöðvar í næsta nágrenni við fyrirhugaða sumarhúsabyggð hafi komið með öllu í veg fyrir nýtingu landsins í ofangreindu skyni, jafnvel langt fram yfir þau tímamörk sem orðuð eru í skjölum málsins. Þessi skerðing á eignarrétindum stefnanda er svo veruleg, varanleg og sérstök að hún verður ekki talin til þeirra almennu skerðinga sem menn verða að þola bótalaust. Í samræmi við fyrirmæli 72. gr. stjórnarskrár um eignaskerðingar vegna þarfa almennings verður að leggja til grundvallar að það komi í hlut stefnda, sem fer með þá hagsmuni almennings sem um ræðir, að greiða bætur vegna bótaskyldra eignaskerðinga sem af starfsemi hans leiðir og að starfsleyfi hans byggist á þeirri forsendu. Samkvæmt þessu þykir verða að fallast á með stefnanda að stefnda beri að bæta það tjón sem starfsemi hans hefur bakað stefnendum. Dómurinn er sammála um að leggja mat yfirmatsmanna, sem teljast verður vel unnið, til grundvallar í höfudráttum. Dómurinn gerir sér ljóst að ýmsar þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar niðurstöðu matsins eru harla óvissar. Er ljóst að lítisháttar breyting á forsendum matsins getur valdið verulegri breytingu á niðurstöðu þess. Með vísan til þess mikla fjölda sumarhúsalóða sem er í boði á Suðurlandi, og sem margar hverjar eru í landi sem er mun álitlegra gróðurfarslega séð, telur dómurinn raunhæfara að reikna með lengri sölutíma lóðanna og einnig eru þær vaxtaforsendur sem lagðar eru til grundvallar umdeilanlegar. Þá eru kostnaðarliðir óvissir og einnig verður að telja að stefnendur geti haft einhver not af landinu á því tímabili sem sorpurðunin kemur í veg fyrir hagnýtingu þess sem sumarbústaðarsvæðis. Af þessum sökum þykir ekki fært að leggja matið fyllilega til grundvallar dómi, en líta í heild á þær upplýsingar um verðlag, framboð, eftirspurn og annað sem máli skiptir og fram kemur í gögnum málsins. Þegar allt þetta er virt, þykja hæfilegar bætur til stefnenda 12.000.000 krónur. Í samræmi við þessa niðurstöðu þykir rétt að stefndi greiði stefnendum málskostnað að fjárhæð 3.400.000 krónur en í þeirri fjárhæð er innifalinn útlagður kostnaður vegna undir- og yfirmats, samtals 1.680.750 krónur, og virðisaukaskattur af málflutningsþóknun. Dómur þessi er kveðinn upp af Kristjáni Torfasyni dómstjóra ásamt meðdómandanum Steingrími Gaut Kristjánssyni héraðsdómara. Dómsorð: Stefndi, Sorpstöð Suðurlands bs., kt. 420481-0719, Austurvegi 10, Selfossi, greiði stefnendum Guðbjörgu J. Runólfsdóttur, kt. 280716-3679, Runólfi B. Gíslasyni, kt. 271256-7799, báðum til heimilis að Auðsholti Ölfushreppi, Árnessýslu, og Magnúsi Gíslasyni, kt. 130744-3629, Dynskógum 3, Hveragerði, skaðabætur að fjárhæð kr. 12.000.000,00 með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 27. desember 1996 til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 27. desember 1997, en síðan árlega þann dag. Þá greiði stefndi stefnendum sameiginlegan málskostnað að fjárhæð 3.400.000 krónur en inni í þeirri fjárhæð er innifalin útlagður kostnaður vegna undir- og yfirmats samtals 1.680.750 krónur og virðisaukaskattur af málflutningsþóknun. Sératkvæði meðdómandans Sverris Kristinssonar, löggilts fasteignasala. Ég fellst á rökstuðning meirihluta dómsins fyrir bótaskyldu, en geri sératkvæði um bótafjárhæð með eftirfarandi rökstuðningi. Ég tel að matsgerð yfirmatsmanna sé vandlega unnin og tölulega vel rökstudd, en að yfirmatsmenn séu fullvarkárir í eftirtöldum atriðum: Þeir ætla að nýting landsins geti hafist 2 3 árum eftir að sorpurðun líkur, en helmingi lengri tíma tel ég sennilegri. Þeir telja ekki að söluverðmæti jarðarinnar Auðsholts hafi rýrnað frá því sem áður var vegna sorpurðunarinnar, en ég tel hins vegar að nágrenni við sorpurðun dragi úr eftirspurn og geti þannig dregið úr verðmæti viðkomandi jarðar. Þá telja yfirmatsmenn einnig ósannað að sorpurðun muni hafa skaðleg áhrif á veiði fyrir landi Auðsholts. Hvað sem því líður tel ég að sorpurðunarstöðin minnki áhuga manna á því að veiða í nágrenni hennar og hafi því neikvæð áhrif á eftirspurn eftir landinu og verðlag þess. Ég tel yfirmatsmenn ætla sölutíma landsins hóflegan. Þrátt fyrir allt þetta tel ég að vegna mikils framboðs á sumarbústaðalóðum á Suðurlandi um þessar mundir og vegna ýmissa óvissu þátta sé eðlilegt að lækka mat yfirmatsmanna þannig að hæfilegar bætur séu kr. 16.000.000,oo auk vaxta og kostnaðar í samræmi við niðurstöðu meirihluta dómsins.
|
Mál nr. 671/2017
|
Kærumál Vistun barns Gjafsókn
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að dóttir A skyldi vistuð tímabundið utan heimilis hennar.
|
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirÞorgeir Örlygsson, Helgi I. Jónsson og Viðar Már Matthíasson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð kæru 24. október 2017 en kærumálsgögn bárust réttinum 6. nóvember sama ár.Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2017 þar sem varnaraðilavar heimilað að vista dóttur sóknaraðila, B, utan heimilis sóknaraðila til 12.janúar 2018. Kæruheimild er í 1. mgr. 64. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.Sóknaraðili krefst þess að vistun stúlkunnar utan heimilis verði markaðurskemmri tími. Þá krefst hún kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar semhenni hefur verið veitt. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar og að sóknaraðili verði dæmd til að greiða kærumálskostnað.Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður, en umgjafsóknarkostnað sóknaraðila fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.Allur gjafsóknarkostnaðursóknaraðila, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknunlögmanns hennar, 400.000 krónur.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10.október 2017. Þetta mál, sem var tekið tilúrskurðar 5. október 2017, barst dóminum 7. september sl. Sóknaraðili,Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, krefst þess að telpan B, kt. [...], sem lýturforsjá móður sinnar, A, kt. [...], sem hefur skráð lögheimili að [...], Reykjavík,verði vistuð utan heimilis varnaraðila á fósturheimili á vegum BarnaverndarnefndarReykjavíkur til 12. janúar 2018, sbr.b-lið 1. mgr. 27. gr., sbr. 1. mgr. 28. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Varnaraðili, A, krefst þess aðallega að tímabilivistunar dóttur hennar utan heimilis verði markaður skemmri tími ensóknaraðili krefjist. Þá krefst varnaraðilimálskostnaður úr hendi sóknaraðila að viðbættum virðisaukaskatti eins ogmálið væri eigi gjafsóknarmál.Málsatvik Þettamál varðar telpuna B sem er rúmlega 12 ára gömul og lýtur forsjá móður sinnar,varnaraðila, A. Hún og faðir telpunnar, C, slitu samvistum á árinu 2015 og fervarnaraðili ein með forsjá barnsins. Varnaraðili er greind með flogaveiki,athyglisbrest og ofvirkni (ADHD), kvíða og króníska bakverki eftir endurtekinumferðarslys. Hún hefur lengi verið óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis ogtekur lyf vegna veikinda sinna meðal annars Concerta, Tegretol, Rivotril ogParkódín vegna verkja. C,forsjárlaus faðir telpunnar, er fæddur í [...] og alinn þar upp. Hann laukgrunnskólaprófi en leiddist fljótt út í óreglu. Sambúð hans og varnaraðilavar stormasöm og stóð með hléum en ítrekaðar tilkynningar bárust um að hannbeitti varnaraðila ofbeldi. Hann fór í vímuefnameðferð um mitt ár 2015. Hannvinnur nú utan heimilis, kveðst hafa haldið sér frá allri neyslu og er í sambúð.Telpan hefur verið vistuð á heimili hans frá því í júní á þessu ári og unir hagsínum afar vel. Aðsögn sóknaraðila, Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, hefur mál telpunnar veriðtil vinnslu, þó með hléum, allt frá fæðingu hennar um mitt ár 2005. Fyrsta áriðvar málið unnið í Reykjanesbæ. Áhyggjur voru af því að varnaraðili hefði neyttlyfja á meðgöngunni og telpan sögð í lyfjafráhvörfum við fæðingu. Jafnframthöfðu fagmenn áhyggjur af því að telpan þyngdist illa. Frá því að telpan fór íleikskóla hafa þeir sem að barninu standa, fjölskylda og fagfólk, ítrekaðtilkynnt barnaverndaryfirvöldum að þeir hafi áhyggjur af því að hún sæktileikskólann ekki reglulega og aðbúnaði hennar í umsjá varnaraðila. Sömuáhyggjur hafa verið frá fyrstu stundu í skóla sem og af líðan telpunnar.Telpan hefur lýst slæmum aðstæðum heima meðal annars vegna heimilisofbeldis.Síðasta tilkynning frá skóla barst í mars sl. þar sem miklum áhyggjum var lýstaf ástundun telpunnar og félagslegum aðstæðum hennar. Meðalgagna málsins eru 39 tilkynningar og fjöldi bakvaktarskýrslna, auk þess semgerðar hafa verið sjö áætlanir um meðferð máls skv. 23. gr. barnaverndarlaga ísamvinnu við varnaraðila. Tilkynnt hefur verið að telpan sé vanrækt, að húnsæki ekki leikskóla og skóla og fólk hafi áhyggjur af aðstæðum hennar í umsjávarnaraðila. Það eru ýmist almennir borgarar, lögregla, skólayfirvöld eðalæknar á heilsugæslu og geðdeild sem tilkynna áhyggjur sínar. Margvíslegurstuðningur hefur verið reyndur á heimilinu í því skyni að efla uppeldisfærnivarnaraðila og skapa telpunni viðunandi þroskavænlegar aðstæður á heimilinu.Að mati sóknaraðila hafa þau stuðningsúrræði ekki megnað að breytauppeldisaðstæðum á heimilinu, né aðstæðum telpunnar til lengri tíma litið. ÞjónustuúrræðiðGreining og ráðgjöf – heim fór í reglulegar heimsóknir á heimili varnaraðilanánast allt árið 2011 og skilaði greinargerð dags. 1. nóvember 2011, þar semmeðal annars kom fram að varnaraðili hefði verið erfið til samstarfs í upphafiog að hún skildi ekki alvarleika málsins. Almennt væri ekki mikil regla á heimilinuog ástandið væri á köflum óreiðukennt. Töldu ráðgjafar úrræðisins að varnaraðiliþyrfti viðeigandi aðstoð í veikindum sínum, bæði endurhæfingu á Reykjalundiog ráðgjöf vegna samskiptavanda foreldra. Varnaraðila stóð til boða stuðningurinn á heimilið frá þjónustumiðstöð, bæði í tilsjón og Stuðningurinn heimsem og meðferð á Teigi auk þess sem varnaraðila var boðinn stuðningur tilnáms sem varnaraðili afþakkaði ítrekað. Sótt var um viðtöl fyrir foreldra íFjölskyldumiðstöðinni en þau komu ekki í bókaða tíma. Telpan var í tvígangvistuð utan heimilis á árinu 2007 hjá föðurforeldrum sínum vegna tilkynningaum lyfjamisnotkun varnaraðila og tilkynninga um slæmar aðstæður telpunnar íumsjá foreldra sinna. Varnaraðili hefur jafnframt notið ríkulegs fjárstuðningsfrá þjónustumiðstöð. Dsálfræðingur vann sálfræðilegt forsjárhæfnismat á varnaraðila fyrri hlutaárs 2007. Það var mat sálfræðingsins að andlegt ástand varnaraðila værialvarlegt vegna þunglyndis, kvíða, félagsfælni, ranghugmynda og framtaks- ogatorkuleysis. Þá væri varnaraðili ósjálfstæð, undirgefin og háð nærveruannarra. Ekki væri þó efast um að varnaraðili gæti sinnt andlegum oglíkamlegum þörfum dóttur sinnar og mælt væri með því að hún fengi víðtækanstuðning til að skapa dóttur sinni viðunandi aðstæður. Grunnforsenda þessværi þó sú að varnaraðili þæði þá aðstoð og eftirlit sem félagsmálayfirvöldteldu hana í þörf fyrir. Máliðvar bókað á meðferðarfundi starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur 13. desember2016 þar sem fram kom að þær mæðgur hefðu notið sálfræðilegs stuðnings tillangs tíma hjá Barnaverndinni auk þess sem stuðningsúrræðið Greining og ráðgjöf‒ heim hefði verið inni í málinu, faðir hefði sótt stuðningsúrræðið Karlar tilábyrgðar og sótt hefði verið um á Reykjalundi fyrir varnaraðila. Frá þjónustumiðstöðhefði varnaraðili notið fjárhagsstuðnings auk þess sem hún hefði lokiðþátttöku í Kvennasmiðjunni með góðum árangri. Lagt var til að málinu yrðilokað hjá Barnavernd Reykjavíkur en vísað til áframhaldandi vinnslu á þjónustumiðstöð.Þaðan skyldi hún fá stuðning sem fælist í tilsjón. Lagt yrði að varnaraðila aðþiggja þann stuðning til að koma lagi á skólasókn telpunnar. Ímarsmánuði síðastliðnum tilkynnti skólastjóri í skóla telpunnar áhyggjur sínaraf ástundun hennar og aðstæðum. Fram kom í tilkynningunni að engin breytinghefði orðið á mætingum telpunnar í skólann þrátt fyrir ítrekaðar viðræður viðvarnaraðila og fyrirhugaðan stuðning þjónustumiðstöðvar. Frá því málinu varlokað hjá Barnavernd Reykjavíkur í árslok 2016 hafði telpan ítrekað veriðfjarverandi frá skóla án skýringa og yfirleitt mætt of seint þegar hún mætti ískólann. Tíðar fjarvistir hennar væru farnar að hafa áhrif á námsframvinduhennar. Máliðvar á ný tekið fyrir á meðferðarfundi starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur 22.júní 2017 og þar bókað að frá því að málinu var lokað í árslok 2016 hefðu boristsex alvarlegar tilkynningar frá skóla, þjónustumiðstöð, lögreglu, ættingja ogundir nafnleynd þar sem áhyggjum var lýst af telpunni og aðstæðum hennar. Þaðvar mat starfsmanna að telpan þyrfti að komast úr þeim aðstæðum sem hún byggivið hjá varnaraðila, ljóst væri að varnaraðili glímdi við alvarleganfíknivanda og hún ynni ekki með barnaverndaryfirvöldum, auk þess sem staðatelpunnar á heimilinu var metin alvarleg. Telpunnivar skipaður talsmaður í samræmi við ákvæði 46. gr. barnaverndarlaga. E fjölskylduráðgjafihefur gegnt því hlutverki og komið afstöðu telpunnar á framfæri. Í skýrslutalsmanns dags. 9. júlí sl. kemur fram að telpunni líði vel á heimili föður ogfjölskyldu hans, hún vilji gjarnan vera þar áfram og samskipti þeirra séu góðog átakalaus. Máltelpunnar var lagt fyrir fund Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 11. júlí sl. Ígreinargerð starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur, dags. 6. júlí 2017, sem lögðvar fyrir fundinn, kom fram að þeir hefðu verulegar áhyggjur af aðstæðumtelpunnar á heimili varnaraðila. Reyndur hafi verið mikill og margvíslegurstuðningur í mörg ár sem hafi ekki skilað viðunandi árangri til lengri tíma.Staðan nú væri óbreytt og færi versnandi. Varnaraðili virtist sýna lítið frumkvæðií að veita dóttur sinni þroskavænlegar aðstæður, hún veitti henni takmarkaðaeftirfylgni og þrátt fyrir stuðning fagaðila í þeim efnum skilaði það litlumsem engum árangri. Varnaraðili virtist ekki ná að tryggja að líðan telpunnarværi viðunandi né tryggja henni þroskavænleg skilyrði. Hagsmuni telpunnarþyrfti að hafa að leiðarljósi og virða rétt hennar til þroskavænlegraaðstæðna. Yrði ekki annað séð en að vægasta úrræði til að koma telpunni ogvarnaraðila til aðstoðar væri vistun utan heimilis. Því lögðu starfsmennBarnaverndar Reykjavíkur til að telpan yrði vistuð utan heimilis í sex mánuðiá meðan forsjárhæfni varnaraðila væri endurmetin svo og líðan telpunnar. Þáyrði varnaraðili að fara í inniliggjandi meðferð til að takast á viðvímuefnavanda sinn og sýna fram á edrú-mennsku. Á fundi BarnaverndarnefndarReykjavíkur 11. júlí 2017 kom fram að varnaraðili hafnar samvinnu um vistuntelpunnar utan heimilis og gerð endurmats á forsjárhæfni. Á fundinum tókBarnaverndarnefnd Reykjavíkur undir mat starfsmanna og taldi það þjónahagsmunum telpunnar best að vistast utan heimilis í allt að sex mánuði ámeðan fram færi mat á líðan telpunnar og tengslum við móður auk endurmats áforsjárhæfni hennar. Því úrskurðaði nefndin um vistun telpunnar utan heimilisí tvo mánuði og fól borgarlögmanni að höfða mál þetta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkurog gera kröfu um að vistun telpunnar standi til 12. janúar 2018. Varnaraðilimótmælir málavaxtalýsingu sóknaraðila að nokkru leyti. Hún kveðst, þrátt fyrirað hún hafi ekki haft skilning á afskiptum barnaverndarnefndarinnar, hafasamþykkt að gangast undir lyfjaleit sem staðfesti ekki að hún væri á lyfjumþegar barnið fæddist. Þegar hún fór heim af fæðingardeildinni hafi hún straxsamþykkt að fá tilsjónarkonu á heimilið til þess að aðstoða við uppeldið.Síðar hafi hún, eins og gögn málsins sýni, reynt af fremsta megni að vinna meðbarnaverndaryfirvöldum. Í því skyni hafi hún þegið ýmiss konar aðstoð fráþeim svo sem að fara í meðferð, fá tilsjónarkonu, eftirlit, vistun barnsinsutan heimilis o.fl., þrátt fyrir að hún hafi ekki talið vistunina nauðsynlega.Þetta hafi hún gert þrátt fyrir að telja afskipti barnaverndaryfirvaldaónauðsynleg á köflum. Hún hafi þó afþakkað þau stuðningsúrræði sem hún hafitalið bersýnilega óþörf, eða ekki henta aðstæðum þeirra, meðal annars þegarflutningur milli sveitarfélaga var yfirvofandi. Varnaraðilisé þó orðin þreytt á tíðum afskiptum barnaverndaryfirvalda enda telur hún þauekki alltaf á rökum reist. Sem dæmi hafi barnaverndaryfirvöld ítrekað réttlættafskipti sín með staðhæfingum um að hún væri ófær um að sinna þörfum dóttursinnar vegna fíkniefnaneyslu sinnar. Í gögnum málsins sé hvergi fullnægjandisönnun fyrir þessum staðhæfingum. Varnaraðili hafi ávallt neitað því að húnneytti fíkniefna. Hún neitar því jafnframt að hún ofnoti lyf sem læknar skrifiupp á fyrir hana. Samkvæmtalmennum sönnunarreglum beri barnaverndaryfirvöldum að sanna þá staðhæfinguað varnaraðili neyti fíkniefna. Í gögnum málsins sé ekki nein fullnægjandisönnun þess efnis að hún noti fíkniefni. Til dæmis hafi ekki verið gert fíkniefnaprófá henni þrátt fyrir ráðagerðir þess efnis við gerð áætlana um meðferð máls hjábarnaverndaryfirvöldum. Í eina skiptið sem varnaraðili hafi farið í lyfjaprófhafi prófið ekki staðfest meinta vímuefnaneyslu hennar. Staðreyndinsé sú að hún noti eingöngu lyf sem læknar hafi ávísað henni og séu henninauðsynleg við flogaveiki, ADHD, kvíða og krónískum bakverkjum eftir endurtekinumferðarslys. Hún hafi lengi verið óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og takilyf vegna veikinda sinna. Þráttfyrir að hafa aldrei átt við vímuefnavanda að stríða hafi hún orðið við óskumBarnaverndar um að fara í viðtal hjá SÁÁ og vímuefnameðferð. Það sé mat sálfræðingsað varnaraðili stríði í reynd ekki við lyfjafíkn. Hann hafi ekki heldur efastum hæfni hennar til að sinna andlegum og líkamlegum þörfum dóttur sinnarfengi hún til þess víðtækan stuðning.Hún hafi örsjaldan verið undir vægum áhrifum áfengis og það hafi verið stök tilvik en ekkiviðvarandi ástand eða vandamál. Meðalgagna málsins séu nokkrar tilkynningar, bakvaktarskýrslur og áætlanir um meðferðmáls. Varnaraðili áréttar að margar þessara tilkynninga verði raktar tilástands sem hún beri ekki ábyrgð á, heldur varða þær fíkniefnanotkun ogheimilisofbeldi barnsföður hennar. Íþeim tilvikum hafi varnaraðili reynt af fremsta megni að vera til staðarfyrir dóttur sína. Varnaraðili og barnsfaðir hennar hafi slitið samvistum árið2015 og því ætti hegðun hans inni á heimilinu ekki að hafa áhrif á mat áaðstæðum hennar nú. Þráttfyrir að barnaverndaryfirvöld haldi því ítrekað fram að aðstæður hennar séuóviðunandi bendi sum gögn málsins til þess að dóttur varnaraðila líði almenntvel, að hún sé glaðlynd og sé ávallt snyrtileg. Ekki séu áhyggjur af aðstæðumhennar umfram það að skólasókn hennar sé á köflum ábótavant. Í tilkynningumskóla segi að líðan telpunnar sé oftast góð, að hún mæti með nesti og aðumhirða hennar og aðbúnaður sé í góðu lagi. Hafi dóttir hennar einhvern tíma verið ósnyrtileg séu það einstöktilvik en ekki viðvarandi vandamál.Málsástæður oglagarök sóknaraðila Í27. gr. barnaverndarlaga eru ákvæði um heimildir barnaverndarnefndar til aðúrskurða um vistun barns utan heimilis í þeim tilvikum þegar ekki liggur fyrirsamþykki foreldris. Gert er ráð fyrir að uppfyllt séu sömu skilyrði og getiðer um í 1. mgr. 26. gr., þ.e. að úrræði skv. 24. og 25. gr. hafi ekki skilaðárangri eða eftir atvikum að barnaverndarnefnd hafi komist að þeirriniðurstöðu að þau séu ófullnægjandi. Í b-lið 1. mgr. 27. gr. er kveðið á um aðbarnaverndarnefnd geti kveðið á um vistun barns utan heimilis í allt að tvománuði m.a. til að tryggja öryggi barns eða veita því nauðsynlega meðferð ogaðhlynningu. Með vísan til málsatvika og allra gagna málsins er ljóst að skilyrðumb-liðar 1. mgr. 27. gr. og 28. gr. barnaverndarlaga er fullnægt. Aðmati sóknaraðila hefur dóttir varnaraðila búið við vanrækslu og vanlíðan umallt of langt skeið. Þrátt fyrir ýmiss konar stuðningsaðgerðir af hálfusóknaraðila þykir ljóst að aðstæður telpunnar í umsjá varnaraðila eruóviðunandi. Úrræði á borð við Greining og ráðgjöf – heim og tilsjón á heimili hafa verið reynd enað mati starfsmanna þar hefur sá stuðningur ekki skilað viðunandi árangri oger fullreyndur. Ítrekaðar tilkynningar hafa borist er varða áhyggjur afaðbúnaði og utanumhaldi varnaraðila á telpunni og afar slæmri skólasóknhennar. Ekki er hægt að una við það að varnaraðili hafni hvað eftir annaðstuðningsúrræðum fyrir telpuna og sig og að sá stuðningur sem varnaraðili færskili ekki meiri árangri en raun ber vitni. Það er því mat sóknaraðila aðþörf sé á frekari aðgerðum til stuðnings telpunni og aðstoðar hvað varðarbætta stöðu og líðan hennar. Krafa sóknaraðila um vistuntelpunnar utan heimilis varnaraðila byggist á því að nauðsynlegt sé að veitatelpunni tækifæri til að dafna og þroskast við stöðugleika og viðunandiuppeldisskilyrði fjarri óreglusömu líferni móður sinnar, sem skapar ótryggtuppeldisumhverfi. Enn fremur er krafan reist á því að samhliða gefist varnaraðilatækifæri til að ná tökum á lífi sínu svo hún geti skapað dóttur sinni viðunandiuppeldisskilyrði og unnt sé að sameina þær mæðgur á ný. Að því virtu sem núhefur verið rakið er ljóst að varnaraðili er í dag óhæf til að bera ábyrgð ogsinna uppeldisskilyrðum gagnvart telpunni. Ekki er þó loku fyrir það skotið,eins og áður hefur komið fram, að varnaraðili geti sinnt uppeldisskyldum sínumgagnvart telpunni þegar hún hefur tekist á við vanda sinn enda eru tengslþeirra góð. Sóknaraðilihefur gætt meðalhófs við alla meðferð máls þessa og reynt að fá varnaraðilatil samvinnu án árangurs. Krafa sóknaraðila er að sú vistun telpunnar vari til12. janúar 2018. Á þessu tímabili verður gert mat á líðan telpnanna og henniveittur sá stuðningur sem talinn er við hæfi. Einnig muni varnaraðiliundirgangast mat á forsjárhæfni og vinna bug á vímuefnafíkn sinni.Sóknaraðili hafi sýnt varnaraðila þolinmæði, en krafa um vistun telpunnar utanheimilis varnaraðila var ekki sett fram fyrr en öll önnur úrræði voru reynd tilþrautar, án árangurs. Með skírskotuntil alls framanritaðs, meginreglna í barnaverndarstarfsemi, sbr. 4. gr.barnaverndarlaga og gagna málsins, gerir sóknaraðili þá kröfu að telpan verðiáfram vistuð utan heimilis varnaraðila til 12. janúar 2018 samkvæmt 28. gr.,sbr. b-lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga, enda hafa önnur og vægari úrræðiekki skilað tilætluðum árangri. Sóknaraðilibyggir kröfu sína meðal annars á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, lögum umsamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 19/2013, lögum um mannréttindasáttmálaEvrópu, nr. 62/1994, alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg ogstjórnmálaleg réttindi og lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991.Málsástæður og lagarökvarnaraðilaSkilyrði vistunar barns utan heimilis skv. 28.gr. barnaverndarlaga ekki uppfylltSkilyrði vistunar skv. 28. gr. Aðalkröfusína byggir varnaraðili meðal annars á því að skilyrði vistunar barns utanheimilis skv. 28. gr. barnaverndarlaga séu ekki uppfyllt. Í því skyni bendirhún á að til þess að Barnavernd hafi heimild til að úrskurða um vistun barnsutan heimilis, þegar samþykki foreldris liggi ekki fyrir, þurfi sömu skilyrðiog getið er um í 1. mgr. 26. gr. að vera uppfyllt. Í þessu felist að úrræðiskv. 24. og 25. gr. hafi ekki skilað árangri eða að þau séu ófullnægjandi.Stuðningsúrræði Varnaraðilitelur að stuðningsaðgerðir hafi ekki verið fullreyndar. Því sé barnaverndaryfirvöldumí raun skylt að beita vægari úrræðum áður en dóttir hennar er vistuð utanheimilis í svo langan tíma. Þeim beri að vinna að því sem sé best fyrir barnið.Varnaraðili telur eðli málsins samkvæmt að svo löng vistun utan heimilis sébæði íþyngjandi fyrir barnið og valdi óþarfa róti í lífi hennar. Varnaraðilihafnar því að hún hafi ítrekað, eins og sóknaraðili haldi fram, hafnað stuðningsúrræðum.Hún hafi oft verið samvinnufús, eins og rakið sé í lýsingu málavaxta. Húnbendir á að mörg stuðningsúrræðanna hafi verið reynd á þeim tíma er hún bjómeð barnsföður sínum. Gögn málsins sýni að uppeldisskilyrði telpunnar hafiverið slæm vegna fíkniefnavanda hans og heimilisofbeldis af hans hálfu. Varnaraðiliog faðir telpunnar hafi slitið samvistum 2015. Þá hafi heimilisaðstæður mæðgnannabreyst gífurlega. Eftir þessar breytingar í lífi varnaraðila sé sérstaklegabrýnt að hún fái aðstoð Barnaverndar með þeim stuðningsúrræðum sem mögulegeru. Varnaraðilitelur gögn málsins ekki sýna fram á að stuðningsúrræði hafi verið reynd tilhlítar. Hún telur sig fyrst og fremst vanta stuðning til þess að ná enn betritökum á lífi sínu til þess að skapa dóttur sinni viðunandi uppeldisskilyrði.Dagleg umönnun telpunnar og uppeldi Varnaraðilitelur sig aldrei hafa vanrækt barnið. Með stuðningi frá félagsþjónustu ogstarfsmönnum barnaverndaryfirvalda hafi hún alla burði til þess að sjá um daglegaumönnun barnsins. Mat sálfræðings styðji þetta. Jafnframt bendir hún á að ekkertí gögnum málsins bendi til þess að uppeldisaðferðir hennar hafi verið ófullnægjandieða þeim verulega ábótavant.Hagsmunir barnsins Varnaraðilitelur hagsmuni dóttur sinnar skv. 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga meðal annarsfelast í því að hún þurfi ekki að upplifa óþarfa röskun í lífi sínu. Hagsmunumhennar sé best borgið hjá sér enda séu tengsl mæðgnanna mikil og sterk. Varnaraðilimótmælir því að þessar ráðstafanir séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggitelpunnar, enda sé hún örugg heima hjá sér. Hún hafnar þeim rökum sóknaraðilaað þessar ráðstafanirnar séu gerðar til að veita dóttur hennar stöðugleika.Varnaraðili telji vistun barns utan heimilis, í öðru skólahverfi, til svolangs tíma til þess fallna að raska stöðugleika barnsins. Mun meiri stöðugleikifelist í því fyrir barnið að fá að vera heima hjá sér. Samvinnufýsi Varnaraðilihafnar þeim staðhæfingum barnaverndaryfirvalda að hún hafi hvað eftir annaðhafnað stuðningsúrræðum fyrir sig og telpuna. Í gögnum málsins séu ýmis dæmiþess að hún hafi þegið aðstoð þeirra eins og rakið var í lýsingu málavaxta.Hún hafi eingöngu hafnað aðstoð þegar hún hafi verið bersýnilega óþörf eðahentað aðstæðum hennar illa. Í því skyni vísar hún til þess að hún sé reiðubúinað fara í fíkniefnameðferð til þess að ná betri stjórn á nauðsynlegrilyfjaneyslu sinni og að hún sé reiðubúin að vinna með barnaverndaryfirvöldumí öðrum vægari úrræðum.Ósannaður fíkniefnavandi varnaraðila Aðlokum áréttar varnaraðili að hún stríði ekki við fíkniefnavanda. Rök sóknaraðilafyrir því að hún sé vanhæf til þess að sjá um dóttur sína virðast að mestuleyti byggja á þeim meinta vanda. Varnaraðili telur barnaverndarnefnd ekkihafa rannsakað meinta fíkniefnaneyslu hennar nægjanlega áður en hún kvað uppúrskurð sinn skv. 41. gr. barnaverndarlaga og 11. gr. stjórnsýslulaga endaséu ekki fyrir hendi nein gögn sem ótvírætt renni stoðum undir þessar ásakanir. Alltframangreint sýni að ekki er hægt að fallast á kröfur sóknaraðila um vistuntelpunnar utan heimilis skv. 28. gr. barnaverndarlaga.Meðalhófsregla Varnaraðilivísar til þess að sóknaraðili sé bundinn af meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga,nr. 37/1993, sbr. 38. gr. barnaverndarlaga. Í því felist að barnaverndaryfirvöldskuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að erstefnt, verði ekki náð með öðru og vægara móti. Brot á meðalhófsreglu við tökuákvörðunar leiði til þess að ákvörðun sé ógildanleg. Varnaraðilikrefst þess að vistun dóttur hennar utan heimilis vari skemur en til 12. janúar2018. Hún vísar í fyrsta lagi til þess að svo löng vistun valdi dóttur hennarröskun og sé ekki það besta fyrir hana. Þá vísar hún til þess að svo langurtími sé ekki nauðsynlegur fyrir sig til þess að ná betri tökum á lífi sínuheldur muni skemmri vistun nægja henni til þess. Varnaraðili bendir einnig á aðmun heppilegra væri að vistuninni lyki áður en ný önn hefst hjá dóttur hennarí skóla til þess að komast hjá óþarfa raski að þessu leyti fyrir dóttur sína. Meðvísan til þessa sé ekki hægt að fallast á að sóknaraðili hafi gætt meðalhófsvið töku ákvörðunar um vistun telpunnar á fósturheimili á vegum barnaverndarnefndarinnartil 12. janúar 2018. Varnaraðilibyggir aðal- og varakröfu sínar á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, aðallega24.-28. gr., 38. gr. og 41. gr. og stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, aðallega 11.og 12. gr. Hún vísar einnig til 71. gr. stjórnarskrárinnar, laga um um samningSameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 19/2013, laga ummannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62/1994, alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna umborgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og laga um um meðferð einkamála, nr.91/1991. Krafa hennar um málskostnað styðst aðallega við 60. og 61. gr.barnaverndarlaga, nr. 80/2002.Niðurstaða Sóknaraðilikrefst þess að dóttir varnaraðila verði vistuð utan heimilis varnaraðila áfósturheimili á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur til 12. janúar 2018.Sóknaraðili telur sig ekki geta beitt vægari úrræðum til þess að tryggjahagsmuni barnsins á meðan Barnavernd Reykjavíkur liðsinnir varnaraðila við aðkoma lífi sínu á réttan kjöl. Samkvæmt1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga skulu hagsmunir barna ávallt hafðir í fyrirrúmií starfsemi barnaverndaryfirvalda. Eftir 1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðannaum réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, skal það sem barni er fyrir bestuávallt hafa forgang, meðal annars þegar félagsmálastofnanir og dómstólar geraráðstafanir sem varða börn. Samkvæmtb-lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga getur barnaverndarnefnd, ef brýnirhagsmunir barns mæla með því, kveðið á um töku þess af heimili í allt að tvománuði til að tryggja öryggi þess eða til að unnt sé að gera viðeigandi rannsókná barninu og veita því nauðsynlega meðferð og aðhlynningu. Í 1. mgr. 28. gr.laganna segir að telji barnaverndarnefnd nauðsynlegt að ráðstöfun samkvæmtb-lið 27. gr. þeirra standi lengur en þar er kveðið á um skuli hún gera kröfuum það fyrir héraðsdómi. Viðmeðferð barnaverndarmála ber að fylgja meginreglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993og sérreglum barnaverndarlaga nr. 80/2002, um málsmeðferð. Ein af grundvallarreglumstjórnsýsluréttar, meðalhófsreglan, er lögfest í 12. gr. stjórnsýslulaga. Húner einnig skráð í 7. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga þar sem segir að barnaverndaryfirvöldskuli eftir föngum gæta þess að almenn úrræði til stuðningsfjölskyldu séu reynd áður en gripið sé til annarra úrræða. Jafnframt skuli þauávallt miða við að beitt sé vægustu ráðstöfunum til að ná þeim markmiðum semað sé stefnt. Því aðeins skuli gert ráð fyrir íþyngjandi ráðstöfunum aðlögmæltum markmiðum verði ekki náð með öðru og vægara móti. Í þessarigrundvallarreglu felst meðal annars að stjórnvaldi ber að velja það úrræðisem er vægast geti fleiri úrræði, sem völ er á, þjónað því markmiði sem að erstefnt. Ákvæði27. gr. barnaverndarlaga samræmist þessari meginreglu. Samkvæmt því ábarnaverndarnefnd að velja vægasta úrræði sem völ er á hverju sinni og teljamá að að gagni megi koma og aldrei ganga lengra í beitingu þess úrræðis en nauðsynlegter. Í 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga segir að í barnaverndarstarfiskuli beita þeim ráðstöfunum sem ætla má að barni séu fyrir bestu og að hagsmunirbarna skuli ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi barnaverndaryfirvalda. Varnaraðilikrafðist upphaflega sýknu af kröfum sóknaraðila. Þess krefst hún ekki lengurheldur aðeins þess að vistun barnsins utan heimilis verði markaður skemmri tímien sóknaraðili krefst. Einsog rakið var í lýsingu málavaxta hefur Barnavernd Reykjavíkur fylgst með líðandóttur varnaraðila og aðstæðum varnaraðila til þess að sinna þörfum barnsinsog ala það upp frá því það var tæplega árs gamalt en fram að þeim tíma hafðiannað sveitarfélag liðsinnt varnaraðila við umönnun barnsins. Vegnaþessa máls er ekki þörf á að rekja það allt umfram það sem gert hefur verið.Sumt af því tengist óboðlegum heimilisaðstæðum svo og ósamlyndi varnaraðila ogföður telpunnar sem bjó með hléum á heimilinu. Hann mun ekki hafa búið á heimilinufrá miðju ári 2015 en síðustu afskipti lögreglu af honum þar eru frá því í lokágúst 2015. Íbyrjun mars 2016 tilkynnti skólastjóri [...] Barnavernd að telpan sækti skólannilla svo og að heimanámi hennar væri ábótavant. Þrátt fyrir að varnaraðilahafi ítrekað verið bent á þetta hafi skólasókn og heimanám telpunnar ekkibatnað. Í framhaldi af því var gerð áætlun um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga.Í október var haldinn fundur með varnaraðila, dóttur hennar, fulltrúa skólansog fulltrúa þjónustumiðstöðvar. Það var niðurstaða fundarins að varnaraðililofaði að taka sig á varðandi skólasókn telpunnar. Þjónustumiðstöð ætlaði að skoðasjálfstyrkingarnámskeið fyrir mæðgurnar og varnaraðili ætlaði að sækjastuðning hjá VIRK starfsendurhæfingu. Þjónustumiðstöðin og skólinn hugðusteinnig vinna saman. Fram kom að sýnt þætti að varnaraðili gæti ekki komið regluá skólasókn barnsins án stuðnings. Að öðru leyti var ekki gerð athugasemd viðaðbúnað telpunnar. Málinu var síðan lokað hjá Barnavernd um miðjan desember2016. Íbyrjun mars 2017 tilkynnti skólastjóri [...] að skólinn hefði áhyggjur afástundun telpunnar og aðstæðum hennar. Þrátt fyrir að skólinn hefði ítrekaðrætt við varnaraðila hefði skólasókn ekki batnað og miklar fjarvistir væruþegar farnar að hafa áhrif á námsframvindu barnsins. Upp úr miðjum mars varvarnaraðili ökumaður í umferðaróhappi. Í lok mars var tilkynnt að barnið værivanrækt. Varnaraðili væri augljóslega undir áhrifum lyfja alla daga ogbarnið illa hirt. Síðlaí maí lentu varnaraðili og unnusti hennar í umferðarslysi um miðja nótt þegarannað hvort þeirra ók á vegrið. Þá var telpan ein heima. Þvagsýni sem varnaraðiligaf sýndi MET, OP og THC. Starfsmaður Barnaverndar fór á heimilið en ákveðiðvar að aðhafast ekkert þótt móðuramma barnsins, sem var komin á heimilið, væriundir áhrifum lyfja. Ílok maí tilkynnti skólastjóri [...] að varnaraðili og unnusti hennar hefðukomið í skólann í annarlegu ástandi. Sömuleiðis hafði barnið sagt kennara sínumað næstliðin helgi hefði verið erfið. Varnaraðilikom á fund Barnaverndar 1. júní sl. Hún var þá reikul í spori og mjög drafandi.Fram kom að hún tæki ekki lengur þátt í starfi VIRK starfsendurhæfingar. Húntaldi ekki ástæðu til þess að Barnavernd hefði afskipti af henni og barninu. Snemmaí júní síðastliðnum tilkynnti þjónustumiðstöð að starfsmenn hefðu miklaráhyggjur af barninu í umsjá varnaraðila. Varnaraðili væri drafandi og gleyminen æki engu að síður bíl. Síðar í mánuðinum tilkynnti föðurafi barnsins, sembarnið er hjá aðra hverja helgi, að hann hefði áhyggjur af barninu hjá móðurþess, sem væri nánast meðvitundarlaus vegna lyfjaneyslu og sinnti telpunniekkert. Ámeðferðarfundi 22. júní sl. var lagt til að barnið yrði vistað utan heimilis ísex mánuði vegna bágra heimilisaðstæðna. Á meðan tæki varnaraðili á vímuefnavandasínum, færi í inniliggjandi meðferð og héldi sig frá vanabindandi efnum í kjölfarþess. Að vímuefnameðferð lokinni færi varnaraðili í forsjárhæfnismat. Þennandag fór telpan til föður síns og fjölskyldu hans í [...]. Þegar hún hafði veriðþar í rúmar tvær vikur ræddi talsmaður hennar við hana þar og var hún ánægð meðvistina. Að sögn talsmannsins voru tengsl feðginanna góð og samskipti þeirraáreynslulaus og eðlileg. Áætlunum meðferð máls skv. 23. gr. laga nr. 80/2002 var gerð 27. júní í samvinnu viðvarnaraðila. Lögreglavar kölluð að heimili varnaraðila 10. júlí sl. vegna ofbeldis sambýlismannsvarnaraðila gegn henni. Varnaraðilisamþykkti ekki að barnið yrði vistað utan heimilis hennar. Af þeim sökum kvaðsóknaraðili upp þann úrskurð 12. júlí sl. að vista skyldi telpuna utan heimilisí tvo mánuði og fól borgarlögmanni að höfða mál og krefjast þess að vistamætti barnið utan heimilis í sex mánuði talið frá 12. júlí sl. Samadag tilkynnti föðurafi telpunnar áhyggjur af aðbúnaði barnsins hjá varnaraðilaog því að varnaraðili hygðist taka barnið með sér til útlanda. Í lok júlítilkynnti hann að utanlandsferð varnaraðila með sambýlismanni sínum og móðurhefði verið skelfileg vegna ofbeldis og hótana sambýlismanns varnaraðila ogþví mildi að barnið hefði ekki farið með. Þareð varnaraðili sýndi ekki samvinnu vegna meðferðaráætlunar sem var gerð 27.júní sl. gerði Barnavernd Reykjavíkur einhliða áætlun um meðferð máls 31. ágústsl. Lögreglavar kölluð að heimili varnaraðila 8. september sl. vegna ofbeldis sambýlismannshennar gegn henni. Íbúðin var í algerri óreiðu. Dýralæknir var kallaður tilvegna ástands dýra á heimilinu og lógaði einu dýri. Faðirgreindi frá því í símtali við Barnavernd 13. september að barninu vegnaði velí skólanum og sækti [...]-kennslu alla virka daga. Varnaraðiligreindi frá því í símtali við Barnavernd sama dag að hún væri reiðubúin aðathuga vímuefnameðferð því hallað hefði undan fæti hjá henni og var ákveðið aðhún kæmi til viðtals mánudaginn 18. september. Aðfaranótt1. október sl. var lögregla kölluð að heimili varnaraðila vegna heimilisófriðar.Hún og sambýlismaður hennar voru bæði í annarlegu ástandi þegar lögreglu barað og voru þau bæði flutt í fangaklefa. Áþví leikur ekki nokkur vafi að varnaraðili er ekki fær um að hafa dóttur sínahjá sér eins og ástand hennar er og ekki fyrr en hún hefur náð tökum áfíknivanda sínum. Því er ótvírætt að sóknaraðili gat ekki beitt vægara úrræðien að vista dóttur hennar utan heimilis. Á það hefur varnaraðili fallist meðþví að falla frá kröfu sinni um sýknu. Hún telur sex mánuði þó of langan tíma,einkum vegna þess að hún vill ekki að dóttir hennar þurfi að flytjast á milliskólahverfa eftir að skólastarf er hafið í janúar 2018. Þegarþessi úrskurður er kveðinn upp eru liðnir tæpir þrír mánuðir frá því að sóknaraðilikvað upp þann úrskurð að vista bæri dóttur varnaraðila utan heimilis til þesshvort tveggja að ná barninu úr óviðunandi aðstæðum þar og styðja varnaraðila íþví að koma lífi sínu á réttan kjöl með því að fara í vímuefnameðferð. Í framhaldiaf því yrði forsjárhæfni hennar metin og að því loknu metið hvort hagsmunirdóttur varnaraðila væru nógu vel tryggðir hjá henni. Varnaraðilihefur nú árum saman tekið fjöldamörg vanabindandi lyf daglega. Samkvæmtlögregluskýrslum frá þessu ári hafa fíkniefni einnig mælst í blóði hennar. Tilþess að unnt sé að meta forsjárhæfni hennar án lyfja þarf hún fyrst að fara íafeitrun. Þegar málið var tekið til úrskurðar var ekki vitað hvenær hún kæmistí afeitrunina. Jafnframt er óvíst hversu langan tíma sú afeitrun tekur. Eftirhana þarf varnaraðili að fara í inniliggjandi meðferð í nokkrar vikur. Mat áforsjárhæfni varnaraðila getur ekki hafist fyrr en hún hefur útskrifast úrþeirri meðferð og verður komin í eftirmeðferð á göngudeild. Dómurinn fær þvíekki séð að niðurstaða forsjárhæfnismats geti legið fyrir fyrir 12. janúar2018. Dómurinntelur því rétt að fallast á vistun barnsins utan heimilis til þess tíma semsóknaraðili krefst til þess að freista megi að ná því markmiði sem er stefnt aðmeð vistunarúrræðinu, það er að ná varnaraðila úr fjötrum gríðarlegrarlyfjaneyslu og meta þá hæfni hennar til að annast barnið. Úrræðið er ekkiíþyngjandi fyrir telpuna enda segir hún talsmanni sínum að sér líði vel hjáföður sínum og hún sækir nú skóla á réttum tíma og fer í íþróttir að eigin validaglega. Varnaraðilikrafðist ekki málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Rétt þykir að málskostnaðurmilli aðila falli niður. Sóknaraðili krefst málskostnaðar eins og málið væriekki gjafsóknarmál og vísar til ákvæða 60. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002því til stuðnings. Sóknaraðilihefur lögbundna gjafsókn í málinu, sbr. ákvæði 61. gr., sbr. 1. mgr. 60. gr.,laga nr. 80/2002. Hún fékk gjafsókn með bréfi innanríkisráðuneytisins, dagsettu22. september 2017. Málflutningsþóknun lögmanns hennar, Oddgeirs Einarssonarhrl., 580.000 krónur, skal greidd úr ríkissjóði. Við ákvörðun fjárhæðarinnarvar tekið tillit til skyldu til að greiða virðisaukaskatt af þóknuninni. IngiríðurLúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp þennan úrskurð.Ú R S K U R Ð A R O R Ð Vistaskal telpuna B utan heimilis varnaraðila, A á fósturheimili á vegumsóknaraðila, Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, til 12. janúar 2018. Málskostnaðurmilli aðila fellur niður. Gjafsóknarkostnaðurvarnaraðila sem er málflutningsþóknun lögmanns hennar, Oddgeirs Einarssonarhrl., 580.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 673/2011
|
Ærumeiðingar Tjáningarfrelsi Friðhelgi einkalífs Ómerking ummæla
|
H höfðaði mál gegn I, J og R vegna tiltekinna ummæla um hann sem birt voru annars vegar í prentaðri útgáfu DV og hins vegar netútgáfu þess á www.dv.is. Krafðist H þess að ummælin yrðu ómerkt og að I, J og R yrði annars vegar gert að greiða honum miskabætur vegna þeirra og hins vegar að greiða honum tiltekna fjárhæð fjárhæð vegna kostnaðar við birtingu dóms í fjölmiðlum. Í niðurstöðu Hæstaréttar var það rakið að ummæli þau sem krafist var ómerkingar á hefðu verið sett fram í umfjöllun fjölmiðils um stöðu íslensku krónunnar síðustu árin fyrir þau efnahagsáföll sem dunið hefðu yfir í lok árs 2008. Hefði umfjöllunin einkum lotið að ætluðum þætti H í gengislækkun íslensku krónunnar og hún þannig átt brýnt erindi til almennings og væri hluti mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Hvað varðaði ummæli í tveimur fyrstu kröfuliðum H taldi Hæstiréttur að I, J og R yrði ekki gert að leiða frekari sönnur að réttmæti þeirra en þau gögn sem lágu fyrir í málinu. Hvað varðaði ummæli sem birst höfðu í leiðara DV féllst Hæstiréttur á það með héraðsdómi að ummælin teldust til svokallaðra gildisdóma. Þótt ummælin hefðu verið sett fram af smekkleysi og með þeim djúpt tekið í árinni yrði á það fallist að þau hefðu nægileg tengsl við staðreyndir sem um hefði verið fjallað af hálfu I, J og R. Var því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu I, J og R af kröfum H.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 15. desember 2011. Hann krefst þess í fyrsta lagi að gagnáfrýjendunum Jóni Trausta Reynissyni og Reyni Traustasyni verði gert að þola ómerkingu ummælanna „Plottaði árás á krónuna“ sem birt voru 18. október 2010 á forsíðu DV, 120. tölublaði, 100. árgangi. Í öðru lagi krefst hann þess að gagnáfrýjandanum Inga Frey Vilhjálmssyni verði gert að þola ómerkingu ummælanna „Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Novator, [...] tók stöðu gegn íslensku krónunni á árunum 2006 og 2007“, sem birt voru 18. október 2010 á blaðsíðu 10 í DV, 120. tölublaði, 100. árgangi og á vefsíðunni www.dv.is og í þriðja lagi að gagnáfrýjandanum Jóni Trausta Reynissyni verði gert að þola ómerkingu ummælanna „Krónuníðingurinn“ og „Heiðar hljómar eins og landráðamaður“ sem birt voru 20. október 2010 á blaðsíðu 18 í DV, 121. tölublaði, 100. árgangi og á vefsíðunni www.dv.is. Þá krefst aðaláfrýjandi þess í fjórða lagi að gagnáfrýjendum verði óskipt gert að greiða sér miskabætur að fjárhæð 4.000.000 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 7. desember 2010 til greiðsludags og að auki 1.597.560 krónur með dráttarvöxtum frá 7. desember 2010 til greiðsludags, til að kosta birtingu dómsins í tilgreindum fjölmiðlum. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur áfrýjuðu héraðsdómi fyrir sitt leyti 24. febrúar 2012. Þeir krefjast þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um annað en málskostnað og að þeim verði dæmdur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. I Í málinu krefst aðaláfrýjandi ómerkingar ummæla, sem tilgreind eru í þremur liðum, en þau komu fram í umfjöllun í prentaðri útgáfu DV og netútgáfu þess á www.dv.is. Telur hann ummælin í tveimur fyrrnefndu liðunum vera ósönn og fela í sér aðdróttun í sinn garð þar sem dylgjað sé um að hann hafi lagt á ráðin um árásir á íslensku krónuna og tekið sjálfur stöðu gegn henni í þeim tilgangi að fella gengi hennar. Hafi ummælin verið til þess fallin að valda virðingu aðaláfrýjanda hnekki. Gagnáfrýjendur hafi birt ummælin á grundvelli takmarkaðra heimilda þrátt fyrir ítrekuð andmæli og útskýringar aðaláfrýjanda. Tilgreindum ummælum, einum og sér eða í samhengi við umfjöllunina í heild sinni, hafi beinlínis verið ætlað að hafa áhrif á orðspor aðaláfrýjanda. Þau hafi verið óviðurkvæmileg í skilningi 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ummælin í þriðja lið hafi falið í sér sérlega grófar ærumeiðingar og aðdróttanir gagnvart aðaláfrýjanda. Þau hafi verið tilefnislaus, byggð á ósönnum fullyrðingum og í fullkominni andstöðu við umfjöllun blaðsins að öðru leyti. Ekkert tilefni hafi verið til þess að viðhafa slík ummæli, auk þess sem ásökun um landráð sé áburður um refsiverða háttsemi sem varðað geti ævilöngu fangelsi. Auk kröfu um ómerkingu ummæla gerir aðaláfrýjandi, eins og áður greinir, kröfu um bætur fyrir miska og um greiðslu vegna kostnaðar af birtingu dóms í tilgreindum fjölmiðlum. II Kröfur aðaláfrýjanda eru á því reistar að gagnáfrýjendur hafi farið út fyrir þau mörk tjáningarfrelsis sem varið er af 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og öðrum reglum og þannig brotið gegn friðhelgi einkalífs og æru aðaláfrýjanda sem njóti verndar 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Við mat á því hvort með ummælunum sé farið yfir framangreind mörk verður annars vegar að líta til þess að ummælin lúta ekki að þeim hluta einkalífs aðaláfrýjanda sem varðar persónulega hagi hans, heimili eða fjölskyldu, heldur tengjast þau atvinnustarfsemi hans sem fjárfestis og þátttöku í starfsemi stórra fyrirtækja þar með talið fjármálafyrirtækja á íslenskum markaði. Hins vegar verður að líta til þess að gagnáfrýjendur settu ummælin fram í umfjöllun fjölmiðils um stöðu íslensku krónunnar síðustu árin fyrir þau efnahagsáföll sem hér dundu yfir í lok árs 2008. Laut umfjöllunin einkum að ætluðum þætti aðaláfrýjanda í gengislækkun íslensku krónunnar vegna ýmiss konar spákaupmennsku og þýðingu þessarar þátttöku hans fyrir áföll þau, sem hér urðu. Umfjöllun um þetta málefni á brýnt erindi til almennings og er hluti mikilvægrar þjóðfélagsumræðu, ekki síst þegar leitað er skýringa á efnahagsáföllunum. Þær takmarkanir sem 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar viðurkennir sérstaklega að gera megi á tjáningarfrelsinu verða meðal annars að réttlætast af vernd heilsu eða siðgæðis manna eða réttindum eða mannorði þeirra enda teljist þær nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi. Samkvæmt dómvenju hér á landi hafa þátttakendur í slíkri opinberri umræðu um mikilvæg þjóðfélagsleg málefni rýmra tjáningarfrelsi en ella og hefur það áhrif á mat á því hvaða skorður friðhelgi einkalífs setur tjáningarfrelsinu samkvæmt síðast tilgreindu stjórnarskrárákvæði. Gagnáfrýjandanum Inga Frey bárust eins og greinir í héraðsdómi, afrit tveggja tölvupósta í október 2010, sem óumdeilt er að aðaláfrýjandi hafði sent í ársbyrjun 2007. Á grundvelli þeirra og samskipta Inga Freys við aðaláfrýjanda var ekki óeðlilegt að hinn fyrrnefndi hæfi þau skrif, sem mál þetta sprettur af. III Ummæli þau, sem aðaláfrýjandi krefst ómerkingar á í fyrsta lið kröfu sinnar, ,,Plottaði árás á krónuna“ voru í upphafi reist á tölvupósti, sem aðaláfrýjandi sendi 31. janúar 2007, en efni tölvupóstsins er rakið í héraðsdómi. Gagnáfrýjendur hafa síðar freistað þess að renna frekari stöðum undir réttmæti ummælanna og vísa í því sambandi einkum til minnisblaðs, sem gagnáfrýjandanum Inga Frey barst í hendur eftir að ummælin voru sett fram. Ekki er umdeilt að minnisblað þetta er ritað af aðaláfrýjanda, en hann kveður ljóst af texta þess að það hafi ekki verið fullklárað. Hann hefur í málflutningi sínum lagt áherslu á að skýra verði hugtökin skortsala og stöðutaka rétt og sé það gert verði ekki ráðið af minnisblaðinu að hann hvetji til árása á íslensku krónuna. Af minnisblaðinu verður ekki séð að hugtök þessi séu notuð í skýrt aðgreindri merkingu. Þar segir meðal annars: ,,Straumur, Landsbanki og Samson skortselja ISK, hver fyrir sig sem samsvarar 30-50 milljörðum eftir því á hvaða verðum við fáum það gert. Búast við 20% hagnaði af 100 milljarða stöðu, eða 20 milljörðum. Kaupa verðtryggingu fyrir 20-30 milljarða á íslenskum skuldabréfamarkaði. Kaupa einnig verðtryggð skuldabréf fyrir svipaða fjárhæð. Búast við 10 % verðhækkun á 40 milljarða stöðu, eða 4 milljörðum. Í heildina væri í mesta lagi um ríflega 30 milljarða hagnað af skortstöðum að ræða. Þetta væri hreinn hagnaður, óháður áhættustýringarsjónarmiðum. Langmest hagnaðartækifæri er í íslensku krónunni.“ Síðar í minnisblaðinu segir: ,,Novator tekur skortstöðu fyrir tæplega 50 milljarða króna.“ Af því sem segir síðar í minnisblaðinu verður ekki annað séð en þessi ,,skortstaða“ hafi átt við um íslensku krónuna enda sérstaklega gerð grein fyrir því að aðrar fjárfestingarheimildir Novators séu háðar takmörkunum. Verður fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að þessi gögn séu, í ljósi þess tjáningarfrelsis sem játa verður gagnáfrýjendum um málefnið, nægilegur grundvöllur fyrir ummælunum og að gagnáfrýjendum verði ekki gert að færa fyrir þeim frekari sönnur. Í öðru lagi lýtur krafa aðaláfrýjanda um ómerkingu á ummælum, sem birtust sama dag og eru eftirfarandi: ,,Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Novator, [...] tók stöðu gegn íslensku krónunni á árunum 2006 og 2007.“ Reistu gagnáfrýjendur þessi ummæli upphaflega á tölvupósti aðaláfrýjanda 27. mars 2007 til ótilgreinds manns, en hafa síðar leitast við að sýna frekar fram á réttmæti ummælanna meðal annars með skírskotun til ársreiknings einkahlutafélags í eigu aðaláfrýjanda og ályktana sem af upplýsingum þar verði dregnar. Ummælin lúta ekki að ætlaðri ólögmætri háttsemi aðaláfrýjanda, þótt þau varði að sönnu háttsemi sem gagnáfrýjendur telja siðferðilega neikvæða í umfjöllun sinni. Í ljósi eðlis háttseminnar og framangreindra gagna verður gagnáfrýjendum ekki gert að leiða frekari sönnur að réttmæti ummælanna. Samkvæmt framansögðu er fallist á niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna beri gagnáfrýjendur af þessum kröfuliðum. IV Fallist er á með héraðsdómi að ummæli þau, sem aðaláfrýjandi krefst ómerkingar á og koma fram í þriðja lið kröfugerðar hans, ,,Krónuníðingurinn“ og ,,Heiðar hljómar eins og landráðamaður.“ feli í sér gildisdóma, sem ekki verði gerð krafa um að leiddar verði sönnur að. Þótt svigrúm manna sé rýmra til að setja fram slíka gildisdóma en ummæli er fela í sér staðreyndir, sem unnt er að sanna, verður að gera þá kröfu að gildisdómar, settir fram með þessum hætti, hafi einhverja stoð í staðreyndum málsins. Fallist er á með héraðsdómi að ummælin séu sett fram af smekkleysi og með þeim djúpt tekið í árinni. Þrátt fyrir það og þótt engin þörf hafi verið á svo ósmekklegu orðfæri í umræðunni, verður fallist á að ummælin hafi nægileg tengsl við staðreyndir, sem um er fjallað af hálfu gagnáfrýjenda, til þess að hafna beri kröfu aðaláfrýjanda um ómerkingu þeirra. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Með vísan til 3. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verða aðilar látnir bera hver sinn hluta kostnaðar af málinu. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. september 2011. Mál þetta, sem dómtekið var 30. ágúst 2011, er höfðað 3. desember 2010 af Heiðari Má Guðjónssyni, Hägnistrasse 14, Zollikon, Sviss, á hendur Inga Frey Vilhjálmssyni, Sæviðarsundi 27, Reykjavík, Jóni Trausta Reynissyni, Vesturgötu 73, Reykjavík, og Reyni Traustasyni, Aðaltúni 20, Mosfellsbæ. Málið var þingfest 7. desember 2010. Í málinu gerir stefnandi þær dómkröfur að stefndu verði dæmdir til að þola ómerkingu ummæla samkvæmt eftirfarandi: A. Stefnandi gerir þá kröfu að stefndu, Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, verði dæmdir til að þola ómerkingu eftirfarandi ummæla sem birt voru hinn 18. október 2010 á forsíðu DV, 120. tbl., 100. árg., og á www.dv.is, sem hér eru feitletruð: „Plottaði árás á krónuna“ en til vara að stefndi, Ingi Freyr Vilhjálmsson, verði dæmdur til að þola ómerkingu framangreindra ummæla. B. Stefnandi gerir þá kröfu að stefndi, Ingi Freyr Vilhjálmsson, verði dæmdur til að þola ómerkingu eftirfarandi ummæla sem birt voru hinn 18. október 2010 á bls. 10 í DV, 120. tbl. 100. árg., og á www.dv.is, sem hér eru feitletruð: „Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Novator, [...] tók stöðu gegn íslensku krónunni á árunum 2006 og 2007.“ C. Stefnandi gerir þá kröfu að stefndi, Jón Trausti Reynisson, verði dæmdur til að þola ómerkingu eftirfarandi ummæla sem birt voru hinn 20. október 2010 á bls. 18 í DV, 121. tbl. 100. árg., og á www.dv.is, sem hér eru feitletruð: „Krónuníðingurinn“ og „Heiðar hljómar eins og landráðamaður“. Ennfremur krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda 4.000.000 króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum frá þingfestingardegi málsins. Að auki krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda 1.597.560 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu í þremur dagblöðum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og DV og á eftirtöldum vef-fréttamiðlum: www.dv.is, www.visir.is, www.pressan.is og www.eyjan.is. Beri hin dæmda fjárhæð dráttarvexti frá þingfestingardegi málsins. Þá krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidum til greiðslu málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda. Þá krefjast þeir málskostnaðar ásamt virðisaukaskatti samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. I. Hinn 18. október birti DV á forsíðu blaðsins, 120. tbl., 100. árg., stóra mynd af stefnanda undir fyrirsögninni: „Plottaði árás á krónuna“. Á forsíðunni voru jafnframt eftirfarandi ummæli: „Heiðar Már Guðjónsson leitaði til George Soros, sem felldi breska pundið“, „Það freistar þeirra að ráðast á krónuna“, „Ég hreinlega skil ekki hvers vegna hún hangir“, og „Reynir nú að kaupa Sjóvá“. Forsíðan birtist samdægurs á vef blaðsins, www.dv.is og var þar í nokkra daga. Vísaði forsíðan til fréttar stefnda, Inga Freys Vilhjálmssonar blaðamanns, sem birtist í sama blaði á bls. 10-12 og á www.dv.is sama dag. Höfundur að ummælunum á forsíðu var ekki tilgreindur en ritstjórar blaðsins voru stefndu, Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson. Í frétt stefnda, Inga Freys, sem birtist á bls. 10-12 í fyrrnefndu tölublaði, 18. október, lét hann eftirfarandi ummæli falla, sem krafist er ómerkingar á: „Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Novator, [...] tók stöðu gegn íslensku krónunni á árunum 2006 og 2007.“ Birtust ummælin sömuleiðis á www.dv.is sama dag. Hinn 20. október kom út 101. tbl. DV, 100. árg. Þar var á bls. 18 birtur leiðari eftir stefnda, Jón Trausta, undir fyrirsögninni „Krónuníðingurinn“, sem krafist er ómerkingar á. Í leiðaranum féllu svo eftirfarandi ummæli sem jafnframt er krafist ómerkingar á: „Heiðar Már hljómar eins og landráðamaður.“ Ritstjórinn vísaði að öðru leyti til tölvupósts stefnanda frá 2007 sem DV hefði birt. Leiðarinn birtist jafnframt á vef blaðsins www.dv.is sama dag. Áður en fyrrgreind ummæli voru birt eins og að framan greinir hafði stefndi, Ingi Freyr, samband við stefnanda með tölvuskeyti hinn 15. október 2010. Lagði hann fyrir stefnanda lista af spurningum. Stefnandi svaraði samdægurs með tölvuskeyti þar sem sagði m.a.: „Ég tók ekki stöðu á móti krónunni í nafni Novator eða annarra. [...] Ég hef aldrei stjórnað hópi, eða sett saman slíkan hóp, til að ráðast á íslensku krónuna. Þetta svarar öllum þeim spurningum sem á eftir koma.“ Í tölvuskeytum fyrir birtingu forsíðufréttarinnar 18. október hvatti stefnandi stefnda, Inga Frey, til að birta ekki rangar fullyrðingar í blaðinu. Framangreind ummæli voru birt og andmælti stefnandi ummælunum m.a. með opinberri fréttatilkynningu 18. október, sem var send á ritstjórn DV. Þar sagði m.a.: „DV kaus að halda fram röngum og meiðandi fullyrðingum þrátt fyrir að undirritaður hafi ítrekað hrakið sömu fullyrðingar í samskiptum við blaðamann DV dagana áður en fréttin var birt. Verði þessar fullyrðingar ekki dregnar tilbaka á undirritaður ekki annars kost en að höfða meiðyrðamál gegn DV til að fá ummælin ómerkt og tjón sitt bætt.“ Stefndu urðu ekki við kröfum stefnanda um leiðréttingu og kveðst hann því ekki eiga annan kost en að leita réttar síns fyrir dómi. II. Stefnandi byggir kröfur sínar um ómerkingu ummæla í A- og B- lið dómkrafna á því að ummælin séu ósönn. Þau feli í sér aðdróttanir í garð stefnanda, þar sem stefndu dylgi um stefnanda á þann veg að hann hafi lagt á ráðin um árásir á íslensku krónuna og tekið stöðu gegn henni í þeim tilgangi að fella hana. Hafi ummælin jafnframt verið til þess fallin að verða virðingu stefnanda til hnekkis. Stefndu hafi dregið ályktanir af takmörkuðum upplýsingum og birt fyrrgreindar aðdróttanir, gegn eindregnum og ítrekuðum andmælum og útskýringum stefnanda. Hagsmunir stefnanda og aðila tengdra honum hafi verið svo samofnir innlendum hagsmunum, m.a. vegna þeirra eigna sem þeir áttu hér á landi í íslenskum krónum en voru fjármagnaðar í erlendum gjaldeyri, að árásir á krónuna og stöðutaka gegn henni hefðu verið til þess fallnar að valda þeim sjálfum mestu tjóni. Stefnandi hafi fjárfest í gengisvörnum og reynt að leggja fram hugmyndir til að draga úr mögulegu tjóni sem leiða kynni af versnandi stöðu í íslensku efnahagslífi. Hefði það verið útilokað að árásir á krónuna eða stöðutaka gegn henni hefðu getað orðið honum eða tengdum aðilum ábatasamar. Fram hjá þessu hafi verið litið í umfjöllun stefndu. Stefnandi telji jafnframt að líta verði á ummælin í samhengi við umfjöllunina um hann í DV og á www.dv.is í heild sinni, sem bersýnilega hafi verið ætlað að hafa áhrif á orðspor hans. Ummælin hafi verið tekin upp í fjölda annarra frétta bæði í DV og á www.dv.is, án þess að nokkurs staðar í þeirri umfjöllun hafi verið færð fullnægjandi rök fyrir eða sönnur á réttmæti þeirra staðhæfinga sem birtust í ummælunum. Byggir stefnandi á því að hvort heldur sem litið sé á ummælin sjálfstætt eða í samhengi við alla umfjöllun blaðsins um hann, hafi þau verið óviðurkvæmileg í skilningi 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga og skilyrði uppfyllt til ómerkingar þeirra. Ummælin í A-lið hafi birst á forsíðu 120. tbl. DV 18. október en nafngreinds höfundar sé þar ekki getið. Venja sé að telja fyrirsagnir á forsíðu til ritstjórnarefnis. Af framangreindum ástæðum sé kröfu um ómerkingu ummæla aðallega beint að stefndu, Jóni Trausta og Reyni, sem báðir séu ritstjórar blaðsins og ábyrgðarmenn þess, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956, um prentrétt. Verði ekki fallist á að hinir stefndu ritstjórar beri ábyrgð á ummælunum í A-lið, sé kröfu um ómerkingu beint til vara að stefnda, Inga Frey, sem ritað hafi fréttaskýringu þá er ummælin á forsíðu vísi til, sbr. 2. mgr. 15. gr. sömu laga. Stefnandi byggir kröfu sína um ómerkingu ummæla í C-lið dómkrafna á því að í þeim felist sérlega grófar ærumeiðingar og aðdróttanir gagnvart stefnanda. Hafi ummælin verið tilefnislaus, byggst á ósönnum fullyrðingum og hafi þar að auki verið í fullkominni andstöðu við umfjöllun blaðsins að öðru leyti. Í áður tilvitnaðri frétt blaðsins frá 18. október á bls. 10 segi m.a.: „Tekið skal fram að stöðutaka gegn krónunni er ekki ólögleg og ekkert bendir til að Heiðar og aðrir sem tóku stöðu gegn krónunni á árunum fyrir hrun hafi gerst brotlegir við lög.“ Ekkert tilefni hafi verið til þess fyrir stefnda, Jón Trausta, að fjalla með svo niðrandi hætti um stefnanda eða líkja honum við mann, sem sekur sé um landráð, glæp sem varðað getur ævilangri refsingu samkvæmt X. kafla almennra hegningarlaga. Telji stefnandi ummælin samkvæmt framansögðu óviðurkvæmileg í skilningi 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga og skilyrði uppfyllt til ómerkingar þeirra. Stefnandi vísar til þess, að frá hruni íslenska fjármálakerfisins haustið 2008 hafi verið mikil ólga og reiði í íslensku samfélagi. Við þessar sérstöku aðstæður geti aðdróttanir um að maður hafi skipulega unnið að stöðutöku gegn gjaldmiðli landsins og falli hans með þeim ósköpum sem af kynnu að leiða, og móðganir í hans garð byggðar á slíkum aðdróttunum, leitt til alvarlegs álitshnekkis fyrir hann. Sú umfjöllun, sem m.a. sé vísað til að framan, sýni með óyggjandi hætti fram á að linnulaus umfjöllun um stefnanda, sem einkum byggði á þeim ósönnu ummælum sem krafist sé ómerkingar á, hafi ekki verið neitt annað en herferð blaðsins gegn honum sem hafi verið til þess fallin að rýra trúverðugleika hans. Við mat á því hvort uppfyllt séu skilyrði til ómerkingar ummæla og til greiðslu miskabóta beri að hafa hugfast, að stefnandi sé sérfræðingur á sviði fjármála og hafi lífsviðurværi sitt af sérþekkingu sinni á því sviði. Í því felist m.a. að takast á hendur stjórnunar- og ábyrgðarstörf hjá eftirlitsskyldum aðilum í fjármálastarfsemi, svo sem fjármálafyrirtækjum eða vátryggingarfélögum. Fram hafi komið að stefnandi hafi átt í samningaviðræðum við eigendur Sjóvár-Almennra trygginga hf. um kaup á félaginu. Strangar kröfur séu gerðar til eigenda og stjórnenda slíkra félaga, ekki síst nú eftir umrót á fjármálamörkuðum á síðustu árum. Samkvæmt 42. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, skuli Fjármálaeftirlitið við mat á hæfi þess, sem vill eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki eða auka við hann, líta til orðspors hans. Sömuleiðis beri Fjármálaeftirlitinu við þetta mat að líta til orðspors þess sem veita muni fjármálafyrirtækinu forstöðu. Sömu reglur sé að finna í lögum nr. 56/2010, um vátryggingarstarfsemi. Sambærilegar reglur sé að finna um fjármálafyrirtæki á evrópska efnahagssvæðinu og víðar en stefnandi sé búsettur í Sviss og starfi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þar sem orðspor vegi þungt í slíkri starfsemi, hvíli rík skylda á þeim, sem ábyrgð beri á útgefnu efni í fjölmiðlum, að ekki sé þar farið með ósannindi eða trúverðugleiki manna rýrður án tilefnis. Hafi stefndu verið vel meðvitaðir um þessar mögulegu afleiðingar umfjöllunar sinnar, sbr. ítarlega umfjöllun blaðsins í 126. tbl. DV þar sem stefndi, Ingi Freyr, hafi fjallað sérstaklega um möguleg áhrif umfjöllunarinnar á mat Fjármálaeftirlitsins á orðspori stefnanda í tengslum við mat á hæfi hans til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Stefnandi gerir kröfu um að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda 4.000.000 króna í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum frá þingfestingardegi málsins. Er á því byggt að ummæli stefndu og umfjöllunin í heild sinni hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn stefnanda þannig að skilyrði b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 séu uppfyllt. Um sé að ræða tjón fyrir stefnanda, sem ekki verði metið eftir almennum peningalegum mælikvarða, og sé fjárhæðin hæfileg með hliðsjón af eðli málsins. Byggi krafa um solidaríska ábyrgð stefndu á því að ummælin, sem ómerkingar sé krafist á, hafi verið hluti af yfirgripsmikilli umfjöllun stefndu um stefnanda, sem þeir allir hafi komið að og allir borið ábyrgð á, þannig að ekki verði auðveldlega sundurgreint. Stefndi, Ingi Freyr, beri ábyrgð sem höfundur ummælanna og fjölda greina, sem hann hafi ritað og byggst hafi á ummælunum, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956, um prentrétt. Stefndi, Jón Trausti, beri ábyrgð sem höfundur ummælanna, sbr. sömu lagagrein. Og stefndu, Jón Trausti og Reynir, beri ábyrgð á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar sinnar sem ritstjórar á ummælum, sem ómerkingar sé krafist á, og ábyrgðar sinnar á öðru ritstjórnarefni og fjölda ónafngreindra greina og pistla í DV og á www.dv.is, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956, um prentrétt. Krafa stefnanda um að stefndu verði dæmdir insolidum til að greiða stefnanda 1.597.560 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu í þremur dagblöðum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og DV og á eftirtöldum vef-fréttamiðlum: www.dv.is, www.visir.is, www.pressan.is og www.eyjan.is, byggist á 2. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og VI. kafla laga um prentrétt nr. 57/1956. Hún byggist á því að mikil almenn umfjöllun hafi verið í fjölmiðlum á meðan á herferð DV hafi staðið. Hafi aðdróttanir blaðsins hlotið mikla útbreiðslu, m.a. í auglýsingatímum útvarps, í prentmiðlum og á vefmiðlum. Stefnandi telji nauðsynlegt til að tryggja nægjanlega útbreiðslu dóms, að birtingin fari fram víðar en einvörðungu í DV og á www.dv.is svo hann fái uppreist æru. Fjárhæðin byggi á almennu, uppgefnu verði á auglýsingum hjá framangreindum miðlum. Vísist um málsástæður um solidaríska ábyrgð þessarar kröfu til framangreindrar umfjöllunar um solidaríska ábyrgð á greiðslu miskabóta. Málskostnaðarkrafa stefnanda sé reist á 1. mgr. 129. gr. og 1. og 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Kröfu um virðisaukaskatt byggi stefnandi á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, en stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur og beri honum því nauðsyn til að fá dóm fyrir skattinum úr hendi stefndu. Dráttarvaxtakröfur stefnanda byggist á III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Um heimild til að beina kröfum að öllum stefndu í þessu máli vísist til 19. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en um varnarþing til 42. gr. sömu laga. III. Stefndu mótmæla öllum málsástæðum stefnanda sem lúta að ómerkingu tilgreindra ummæla. Stefndu mótmæla því, að umstefnd ummæli í kröfuliðum A og B séu ósönn og feli í sér aðdróttanir í garð stefnanda. Engar aðdróttanir séu fólgnar í ummælunum og þau hafi ekki verið óviðurkvæmileg í skilningi 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Byggi stefndu á meginreglunni um að sönn ummæli séu hvorki refsiverð né bótaskyld en sú meginregla sé alkunn, sbr. t.d. gagnályktun frá 2. mgr. 238. gr. almennra hegningarlaga. Ummælin sem hér um ræðir feli það í sér annars vegar að stefnandi hafi tekið stöðu gegn íslensku krónunni og hins vegar að stefnandi hafi „plottað“ árás á íslensku krónuna. Hvað varðar þau ummæli, að stefnandi hafi tekið stöðu gegn íslensku krónunni, sé augljóst af gögnum málsins að ummælin séu sönn. Vísist að þessu leyti til tölvupósts stefnanda frá 27. mars 2007 og staðfesti skjalið réttmæti ummælanna. Í póstinum fjalli stefnandi um möguleg atriði, sem veikt geti krónuna, s.s. kosningar til Alþingis o.fl. Í kjölfarið segi stefnandi: „Eg hreinlega skil ekki hvers vegna hun hangir“ og „Ef einhver hefdi sagt mer i upphafi ars ad [...] Thahefdi eg verid viss um 20% laekkun gengis. Allt thetta hefur gerst en samt hangir kronan. Islendingar, med sitt gullfiskamynni, eru nunaad endurfjarmagna husnaedi sitt erlendis. Eg trui ekki odru en thetta breytist en mer blaedir a hverjum degi. Thetta er eins og kinverskpyntingaradferd. 2% tap a hverjum manudi, jafnt og thett. Kv. Heidar.“ Af þessum pósti sé ljóst að á þessum tíma hafði stefnandi tekið stöðu gegn íslensku krónunni. Ekki sé hægt að skilja textann öðruvísi en svo, að stefnandi hafi gert samninga þar sem staða hafi verið tekin gegn krónunni. Tap hans felist í því að gengið hafi ekki lækkað með þeim hætti sem hann hafði reiknað með. Ekki verði séð hvaða aðrar ástæður gætu legið að baki þessum orðum stefnanda. Stefnanda hafi ítrekað verið gefinn kostur á að svara fyrir og útskýra mál sitt, m.a. hvað varðar þennan tölvupóst, en hann hafi kosið að gera það ekki. Samskipti stefnanda og stefnda, Inga Freys, sýni að stefnandi hafi ekki getað gefið neinar aðrar skýringar á orðum sínum og sé því sannað að stefnandi hafi tekið stöðu gegn krónunni. Þá vísa stefndu til minnisblaðs, dagsetts 17. janúar 2006, sem útbúið var af stefnanda fyrir fyrirtæki fjárfestisins Björgólfs Thors Björgólfssonar, meðal annars Landsbankann, Samson, Novator og Straum. Minnisblaðið hafi meðal annars verið kynnt fyrir nokkrum stjórnarmönnum Landsbanka Íslands. Í minnisblaðinu komi ítrekað fram ráðleggingar stefnanda til fyrirtækja Björgólfs Thors um að þau taki skortstöðu í íslensku krónunni og veðji þannig gegn henni eða með gengislækkun. Auk þess komi fram í minnisblaðinu hugmyndir um skortsölu á hlutabréfum íslenskra fyrirtækja, til að mynda fyrirtækja í eigu Baugs. Ef fyrirtæki Björgólfs Thors hefðu farið eftir þessum ráðleggingum stefnanda, megi fullyrða að það hefði getað haft umtalsverð áhrif á krónuna, hlutabréfamarkaðinn og jafnframt á hag almennings á Íslandi, einkum þó lántakendur. Kerfislæg áhrif hugmynda stefnanda hefðu því getað orðið veruleg. Til að undirstrika kerfislæga áhættu fjármálakerfis af stöðutöku gegn gjaldmiðli megi benda á að lækkun krónunnar 2006 sé meðal annars talin hafa orsakast af stöðutöku erlendra vogunarsjóða gegn henni. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segi til dæmis í bók sinni Why Iceland um íslenska efnahagshrunið, að vogunarsjóðirnir erlendu hafi í reynd fellt krónuna. Stöðutaka gegn gjaldmiðli geti haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir ríki og íbúa þess. Þessi staðreynd renni enn frekar stoðum undir réttmæti umfjöllunar fjölmiðla um stöðutöku gegn gjaldmiðlum og hugmyndir um slíkar atlögur. Af orðum stefnanda að dæma í minnisblaðinu til stjórnar Landsbankans, hafi hann stungið upp á stöðutöku gegn krónunni 2007, um ári eftir að erlendu vogunarsjóðirnir græddu á falli hennar. Þannig segi t.d. í minnisblaði stefnanda á bls. 4 þar sem fjallað er um líklegan hagnað af tillögunni: „Straumur, Landsbanki og Samson skortselja ISK, hver fyrir sig sem samsvarar 30-50 milljörðum eftir því á hvaða verðum við fáum það gert. Búast við 20% hagnaði af 100 milljarða stöðu, eða 20 milljörðum.“ Þá segi á bls. 5: „Í heildina væri í mesta lagi um ríflega 30 milljarða hagnað af skortstöðum að ræða. Þetta væri hreinn hagnaður, óháður áhættustýringarsjónarmiðum. Langmest hagnaðartækifæri er í íslensku krónunni.“ Einnig segi á bls. 6: „Novator tekur skortstöðu fyrir tæplega 50 milljarða króna.“ Telja verði að minnisblaðið renni enn styrkari stoðum undir sönnun stefndu á því að stefnandi hafi tekið stöðu gegn íslensku krónunni og mælt með henni við vinnuveitanda sinn, Björgólf Thor Björgólfsson. Stefnandi hafi verið hlynntur stöðutöku gegn krónunni á þessum tíma og hafi sjálfur tekið stöðu gegn henni og mælt með því að bæði Landsbankinn og Straumur gerðu slíkt hið sama til þess að hagnast á lækkun hennar. Sérstaklega beri að undirstrika ívitnað orðalag stefnanda hér að ofan þar sem hann segi að stöðutakan sé óháð ,,áhættustýringarsjónarmiðum“. Sú vörn stefnanda að stöðutakan hafi verið í varnarskyni, þ.e. að hann hafi viljað verja sig fyrir falli krónunnar, en ekki í sóknarskyni, þ.e.a.s. að hann hafi viljað græða á falli krónunnar, gangi því ekki upp þegar litið sé til þessara ummæla. Varðandi þau ummæli að stefnandi hafi „plottað“ árás á íslensku krónuna, megi í fyrsta lagi vísa til framangreinds minnisblaðs og tilvitnaðra ummæla í því. Eins og fram komi í minnisblaðinu, hafi stefnandi lagt til við nokkra af fjársterkustu aðilum íslensks efnahagslífs að þeir tækju í auknum mæli stöðu gegn íslensku krónunni í hagnaðarskyni og hafi hann talið gríðarleg hagnaðartækifæri felast í slíkri stöðutöku. Það sé án efa háð mati hvað felist í orðunum að „plotta árás á krónuna“. Stefndu telji ljóst að sú háttsemi, sem felist í framangreindum ráðleggingum stefnanda, falli innan ramma þessarar setningar en orðið ,,plotta“ sé óformlegt og vísi m.a. til ,,ráðagerðar“ einhvers. Með orðinu ,,árás“ sé einfaldlega átt við að stefnandi hafi skipulagt ,,atlögu“ gegn krónunni. Formlegri texti hefði mögulega verið ,,ráðgera atlögu gegn krónunni“. Mjög hefðbundið sé að taka svo til orða að þeir, sem taki stöðu gegn gjaldmiðli eða leggi á ráðin um að gera slíkt, undirbúi atlögu að honum eða geri árás á hann. Hér beri sérstaklega að hafa í huga stærðargráðu þeirra viðskiptagerninga sem stefnandi leggi til að farið verði út í í umræddu minnisblaði. Til stuðnings framangreindu megi í öðru lagi vísa til tölvupósts stefnanda, dagsetts 31. janúar 2007, en þar segi orðrétt: „Ja eg er.I NYC og hitti Soros aðan og BRuce Kovner. Thad freistar theirra ad radast a kronuna.“ Þegar þessi póstur hafi verið sendur, hefði stefnandi þegar lagt til við stóra fjárfesta á Íslandi að taka stöðu gegn krónunni. Pósturinn sanni að stefnandi fundaði með umræddum fjárfestum og að efni fundarins hafi verið að minnsta kosti að hluta til árás á íslensku krónuna. Soros og Kovner reki tvo stærstu vogunarsjóði Bandaríkjanna og geti með fjárfestingum sínum haft gríðarleg áhrif á gengi gjaldmiðla. Til að mynda sé Soros oft kallaður maðurinn sem felldi breska pundið og sé með því vísað til þess að hann græddi einn milljarð dollara á falli pundsins 1992. Með því að senda póstinn hafi stefnandi jafnframt miðlað þessari hugmynd áfram, þótt ekki liggi fyrir hver viðtakandinn var. Stefnandi hafi haldið því fram að viðtakandinn hafi verið Róbert Wessmann, fjárfestir og þáverandi viðskiptafélagi Björgólfs Thors. Þá þurfi að skoða þessar staðreyndir í samhengi við póstinn, sem stefnandi hafi sent um tveimur mánuðum síðar, 27. mars, þar sem hann hafi lýst áhyggjum sínum af því að gengi krónunnar hefði ekki fallið. Hafi stefnandi líkt þessu við kínverska pyntingaraðferð. Með vísan til framangreinds megi sjá að stefnandi hafði umtalsverða persónulega hagsmuni af því að gengi krónunnar félli á þessum tíma. Við skoðun á ársreikningum eignarhaldsfélags stefnanda, Ursusar ehf., fyrir hrunið verði ráðið að félagið hagnaðist þegar gengi krónunnar féll en tapaði peningum þegar gengið var sterkt. Til að mynda hafi félag stefnanda grætt 105 milljónir króna 2008 þegar gengi krónunnar féll eins og fjallað hafi verið um í blaðagrein DV, dagsettri 5. nóvember 2010. Tilgangur félagsins sé að fjárfesta í afleiðum en með slíkum fjármálaafurðum veðji menn meðal annars á lækkun eða hækkun gjaldmiðla og hafi stefnanda verið sendar spurningar um eðli fjárfestinga Ursusar ehf. en þeim pósti hafi ekki verið svarað. Þegar stefnandi hafi talað um að honum blæddi, hafi hann líklega meðal annars verið að vísa til fjárfestinga eignarhaldsfélagsins gegn krónunni. Einnig beri að geta þess að ársreikningur Samsonar, eignarhaldsfélags Landsbankans, sem meðal annars hafi verið í eigu Björgólfs Thors, hafi sýnt mikið tap á gjaldeyrisvörnum 2007, rúmlega 15 milljarða króna. Ekki verði annað séð en að félagið hafi haft hagsmuni af falli krónunnar 2007. Megi því fullyrða að Samson hafi veðjaði á fall krónunnar 2007 og tapað fjármunum vegna þess að gengi hennar hélst hærra en stefnandi hafði áætlað. Í ársreikningi félagsins fyrir það ár segi: „Félagið færir afleiðusamninga á markaðsvirði og því kemur fram gjaldfærsla að fjárhæð 15.632 m. kr. sem að stórum hluta er vegna styrkingar íslensku krónunnar á árinu. Sem alþjóðlegt fjárfestingafélag beitir félagið gengisvörnum til að styðja við eign félagsins í Landsbanka Íslands hf. og draga úr gengisáhrifum á eignir félagsins í evrum talið.“ Þetta beri að skoða í ljósi þess að árið áður hefði stefnandi kynnt framangreint minnisblað fyrir Björgólfi Thor þar sem hann mælti með því að Samson tæki stöðu gegn íslensku krónunni. Með hliðsjón af öllu þessu verði að telja sannað að stefnandi hafi ráðgert atlögu gegn krónunni. Stefndi, Ingi Freyr, hafi borið þetta sérstaklega undir stefnanda fyrir birtingu fréttarinnar og gefið honum færi á að skýra mál sitt en engin efnisleg svör eða fullnægjandi skýringar hafi hins vegar borist frá stefnanda. Hafi því lýsing stefndu verið fullkomlega sanngjörn og eðlileg með hliðsjón af atvikum öllum. Eins og fram komi í stefnu, byggi stefnandi kröfur sínar um ómerkingu ummælanna „Krónuníðingurinn“ og „Heiðar hljómar eins og landráðamaður“ á því að í þeim felist sérlega grófar ærumeiðingar og aðdróttanir gagnvart stefnanda. Jafnframt segi að ummælin hafi verið tilefnislaus og byggð á ósönnum fullyrðingum. Þá byggi stefnandi á því að ummælin hafi verið óviðurkvæmileg í skilningi 241. gr. almennra hegningarlaga. Stefndu vekja sérstaka athygli á því, að um leiðara sé að ræða. Leiðarinn sé viðhorfsgrein ritstjóra en ekki venjuleg frétt blaðamanns og beri að skoða ummælin í því ljósi. Varðandi ummælin „krónuníðingurinn“ vísist í fyrsta lagi til þess að stefnandi virðist misskilja efni leiðarans með því að ganga út frá því sem vísu að ummælin eigi við um hann. Leiðarinn bjóði í raun upp á þrenns konar túlkun á því hver sé krónuníðingurinn, þ.e.a.s. stefnandi, Davíð Oddsson eða krónan sjálf. Í þessu sambandi megi vísa til þess sem segi í leiðaranum: „Maðurinn sem eyðilagði krónuna á endanum er auðvitað ekki Heiðar Már Guðjónsson heldur Davíð Oddsson seðlabankastjóri“ og jafnframt: „Krónan er krónískur sjúkdómur sem hrjáir íslenskan almenning [...]“ Samkvæmt þessu sé það niðurstaða leiðarans að skaðvaldurinn sé krónan sjálf og sé það tilgangur leiðarans að vekja fólk til umhugsunar um hvernig breyta megi því ástandi. Verði hins vegar talið að ummælin „krónuníðingurinn“ eigi beint við um stefnanda, vísist til þess sem áður segi um sannanir fyrir stöðutökum stefnanda gegn íslenska gjaldmiðlinum og þeirri árás sem stefnandi hafi ráðgert gegn krónunni. Í ljósi þessara málavaxta verði að telja að ekki sé óeðlilegt að ritstjóri hafi tekið til orða með þeim hætti sem hann gerði. Verði á annað borð talið sannað að stefnandi hafi viðhaft umrædda háttsemi, verði ekki talið ofsagt að nota fyrirsögnina „krónuníðingurinn“ á grein, þar sem ætlunin sé að fjalla um slíka ráðagerð. Krónuníðingur vísi til þeirra, sem níðist á krónunni, og hljóti stöðutaka gegn gjaldmiðlinum og ráðagerð um eftirfarandi atlögu með hjálp stórra fjárfesta, í þeim tilgangi að fella gengi krónunnar, að geta fallið undir það að níðast á krónunni. Með setningunni „Heiðar hljómar eins og landráðamaður“ láti ritstjóri í ljós skoðun sína á því hvernig stefnandi hljómar í ljósi þeirra upplýsinga, sem fram hafi komið um háttsemi hans. Ritstjórinn haldi því ekki á nokkurn hátt fram að stefnandi sé landráðamaður eða hafi gerst sekur um brot sem teljist til landráða í skilningi almennra hegningarlaga. Sé ekki hægt að halda því fram að um aðdróttun sé að ræða eins og stefnandi byggi á. Þá beri að líta til setningarinnar, sem komi þar á undan, þar sem vitnað sé í tölvupóst stefnanda um menn, sem þekktir séu fyrir árás á gjaldmiðla: „það freistar þeirra að ráðast á krónuna.“ Það sé þessi ráðagerð sem fái stefnanda til að „hljóma eins og landráðamaður“ að mati ritstjóra. Efni leiðarans sé því í stuttu máli það að stefnandi hljómi eins og landráðamaður en hinn raunverulegi skaðvaldur okkar sé stefna seðlabankastjórans og gjaldmiðillinn sjálfur. Framangreind ummæli verði að flokka sem gildisdóma en ekki staðhæfingar. Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í ærumeiðingarmálum flokkað ummæli í tvo meginflokka þegar meta skuli hvort þau verði réttlætt, þ.e. annars vegar staðhæfingar um staðreyndir (facts) og hins vegar gildisdóma (value-judgements). Þau ummæli, sem fjallað hafi verið um í 1.1. hér að framan (liðir A og B í stefnu), verði að teljast til staðreynda, þótt halda megi því fram að öðrum þræði felist jafnframt í þeim gildisdómar. Hins vegar falli ummælin í C-lið án efa í flokk gildisdóma. Að mati Mannréttindadómstólsins njóti gildisdómar aukinnar verndar umfram ósannaðar staðreyndir. Rök fyrir þessari afstöðu séu þau, að staðhæfingar um staðreyndir sé unnt að sanna með þeim aðferðum, þ.e. sönnunargögnum, sem almennt séu viðurkenndar í réttarfari, en gildisdómar verði ekki sannaðir með sambærilegum hætti. Í gildisdómi felist mat á staðreynd en ekki miðlun staðreynda, og mat hljóti alltaf að vera huglægt og engin yfirvöld geti stýrt huglægu mati manna. Kröfu um sannanir fyrir gildisdómum sé ekki unnt að fullnægja og felist þar af leiðandi í henni óheimil skerðing tjáningarfrelsis. Sé því byggt á meginreglunni um tjáningarfrelsi, sbr. 73. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, og jafnframt á 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Verði stefndu því ekki gert að sanna að stefnandi sé „krónuníðingur“ eða að hann „hljómi eins og landráðamaður“ með öðrum hætti en því að sanna þær fullyrðingar eða staðreyndir sem þessir gildisdómar séu byggðir á. Í þessu tilviki séu gildisdómarnir byggðir á því að stefnandi hafi tekið stöðu gegn krónunni og í kjölfarið ráðlagt öðrum fjárfestum að gera hið sama í von um að gengi hennar myndi lækka. Að lokum árétti stefndu að efni þeirra greina, sem þetta mál fjalli um, varði gengi íslensku krónunnar en gjaldmiðillinn hafi hrunið í kjölfar bankahrunsins með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir almenning á Íslandi. Hafi það margsinnis komið fram, m.a. í Rannsóknarskýrslu Alþingis, að a.m.k. hluti af ástæðunni fyrir gengishruninu hafi verið sú að umsvifamiklir aðilar í viðskiptalífinu hafi, í miklum mæli, tekið stöðu gegn krónunni. Í ljósi þessa verði að telja að efni blaðagreinanna hafi átt fullt erindi við almenning sem innlegg í þá mikilvægu þjóðfélagsumræðu að gera upp bankahrunið og afleiðingar þess. Með vísan til þessa verði að telja að stefnandi verði að þola gagnrýnni umræðu en ella og að blaðamenn njóti í þessum tilvikum svokallaðs „rýmkaðs tjáningarfrelsis“. Þá beri að líta til þess að áður en hinar umdeildu blaðagreinar voru birtar, hafi stefnanda verið gefinn kostur á að skýra mál sitt og hafi verið borin undir hann þau gögn, sem stefndu hefðu haft undir höndum, sbr. framangreinda tölvupósta og minnisblað, en þessi gögn hafi gefið sterklega til kynna að stefnandi hefði tekið stöðu gegn krónunni, lagt á ráðin um árás á krónuna og ráðlagt Björgólfi Thor Björgólfssyni að taka stöðu gegn krónunni. Þær skýringar, sem stefnandi hafi gefið, hafi verið ófullnægjandi og standist ekki nánari skoðun. Í ljósi þessa hafi verið eðlilegt fyrir stefndu að byggja blaðagreinarnar á umræddum gögnum enda hefði stefnandi staðfest að þau væru frá honum komin. Með vísan til framangreinds sé því mótmælt að stefndu hafi með ummælum sínum gerst brotlegir við lög. Þá sé því mótmælt að stefndu hafi gerst sekir um ólögmæta meingerð gegn stefnanda, sbr. b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Miskabótakröfu stefnanda sé því með öllu hafnað. Þá sé hún úr hófi og beri því að lækka hana verulega, verði fallist á að í umþrættum ummælum felist ólögmæt meingerð gegn stefnanda sem leiði til þess að hann eigi rétt á miskabótum. Öllum málsástæðum og málsatvikalýsingum stefnanda, sem snerti fyrirhuguð kaup hans á Sjóvá-Almennum tryggingum hf., sé hafnað. Í fyrsta lagi sé því mótmælt að stefndu hafi með nokkrum hætti brotið gegn rétti stefnanda eða skaðað orðspor hans með ólögmætum hætti. Verði hins vegar talið að brotið hafi verið gegn rétti stefnanda, sé byggt á því að ósannað sé með öllu að það hafi haft nokkur áhrif á möguleika hans til að kaupa tryggingafélagið og því hafi ekki verið sýnt fram á orsakatengsl milli umfjöllunarinnar og ætlaðs tjóns. Stefndu hafi farið þess á leit við Seðlabankann að hann útskýri af hverju salan á Sjóvá-Almennum tryggingum hf. til stefnanda hafi tafist en bankinn hafi hafnað beiðni um upplýsingar með vísan til 35. greinar laga um Seðlabanka Íslands. Stefndu hafni því alfarið sem röngu og ósönnuðu að umfjöllun blaðsins hafi valdið töfum á söluferlinu. Sé ástæða til að ætla að umfjöllunin hafi engin áhrif haft, enda afar ótrúverðugt að Seðlabankinn hafi látið slíka umfjöllun hafa áhrif á sig. Líklegri skýring sé rannsókn Seðlabankans á aflandskrónuviðskiptum stefnanda og/eða tilboð stefnanda. Teljist því með öllu ósannað að umfjöllun blaðsins hafi valdið stefnanda tjóni en um þá fullyrðingu beri stefnandi sönnunarbyrði. Sé miskabótakröfu stefnanda því alfarið hafnað sem og kröfu um dráttarvexti og kröfu um upphafstíma dráttarvaxta. Þá beri til þess að líta að stefnandi krefji stefndu um greiðslu miskabóta in solidum vegna þeirra ummæla sem krafist sé ómerkingar á. Stefndu geti hins vegar ekki borið óskipta ábyrgð á þeim, enda hafi kröfum ekki verð beint gegn sömu aðilum vegna allra ummælanna, auk þess sem þeir geti ekki orðið bótaskyldir vegna ummæla, sem þeir beri ekki ábyrgð á samkvæmt lögum. Þannig beri annar en ritstjóri ekki ábyrgð á efni ritstjórnargreinar og blaðamaður ábyrgist ekki efni fyrirsagna. Sé nánar á því byggt að krafa um miskabætur sé vanreifuð og ódómtæk. Fullt tilefni sé til þess að vísa kröfunni frá dómi ex officio, enda samræmist hún ekki ákvæðum 80. gr. laga nr. 91/1991. Kröfu stefnanda um að stefndu verði gert að greiða 1.597.560 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu sé mótmælt, þar sem 2. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga eigi ekki við og stefndu hafi ekki gerst sekir um ærumeiðandi aðdróttanir í garð stefnanda, eins og rakið hafi verið. Verði ekki fallist á það, sé fjárhæðinni mótmælt sem allt of hárri og þess krafist að hún verði lækkuð umtalsvert. Þá sé, líkt og að framan greinir, því mótmælt að unnt sé að krefja stefndu in solidum um kostnað af birtingu dóms, enda beinist kröfur stefnanda að mismunandi ummælum, sem geti ekki verið á ábyrgð allra stefndu. Sé því fullt tilefni til að vísa kröfu stefnanda að þessu leyti frá dómi ex officio enda krafan bæði vanreifuð og ódómtæk. Stefnandi kjósi að beina kröfum á hendur þremur aðilum vegna þriggja ummæla, sem birst hafi í fyrsta lagi á forsíðu 120. tbl. DV hinn 18. október 2010, í annan stað vegna ummæla sem birst hafi í blaðagrein í sama tbl. og í þriðja stað vegna ritstjórnargreinar sem birst hafi í 121. tbl. DV hinn 20. október 2010. Á því sé byggt af hálfu stefndu að ekki séu skilyrði að lögum til að beina kröfum á hendur öllum stefndu í sama máli vegna allra krafnanna, enda eigi þær ekki rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings í skilningi 19. gr. laga nr. 91/1991. Verði vart komist hjá því að vísa málinu frá dómi ex officio. IV. Af hálfu stefndu er vísað til þess að skilyrði 19. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, leiði til þess að málinu verði vísað frá dómi exofficio þar sem kröfur stefnanda beinist að þrennum ummælum sem hafi birst í fyrsta lagi á forsíðu tiltekins tölublaðs DV, í annan stað í blaðagrein í sama tölublaði og í þriðja lagi í ritstjórnargrein í næsta tölublaði þar á eftir. Eigi ummælin því ekki rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings í skilningi ákvæðisins og leiði það til frávísunar málsins frá dómi. Ummæli þau, sem krafist er ómerkingar á í máli þessu, birtust öll í dagblaðinu DV og jafnframt á vefsíðunni www.dv.is. Þótt ummælin séu ekki öll sett fram með sama hætti í blaðinu, verður ekki á þetta fallist með stefndu. Sýnist ljóst að ummælin á forsíðu vísi til efnis blaðagreinarinnar og að ritstjórnargreinin sé sprottin af efni blaðagreinarinnar. Verður því að telja ummælin eiga rætur í sömu aðstöðu í skilningi 19. gr. laga nr. 91/1991 Í 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944, er mælt fyrir um tjáningarfrelsi en þar segir að allir séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Í 3. mgr. ákvæðisins er að finna ákvæði um takmarkanir á tjáningarfrelsi manna en þar segir að því megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Af hálfu stefnanda er á því byggt, að ummælin í kröfuliðum A og B séu ósönn og að hann hafi hvorki lagt á ráðin um árásir á íslensku krónuna né tekið stöðu gegn henni í þeim tilgangi að fella hana. Ummælin hafi jafnframt verið til þess fallin að verða virðingu hans til hnekkis. Byggir stefnandi á því að stefndu hafi með framsetningu ummælanna gerst sekir um brot gegn 235. og 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Af hálfu stefndu er kröfum stefnanda í þessum kröfuliðum mótmælt með vísan til þess að engar aðdróttanir séu fólgnar í tilgreindum ummælum og að þau hafi ekki verið óviðurkvæmileg í skilningi 241. gr. sömu laga. Byggja stefndu á því að sönn ummæli séu hvorki refsiverð né bótaskyld. Stefndi, Ingi Freyr Vilhjálmsson, kveður tilefni blaðagreinar sinnar í DV 18. október 2010 vera tvo tölvupósta stefnanda og minnisblað sem frá stefnanda stafi. Um er að ræða tölvupóst stefnanda frá 31. janúar 2007 þar sem hann segist vera í New York og hafa hitt fjárfestana Soros og Kovner. Síðan segir hann að það hafi freistað þeirra að ráðast á krónuna. Í tölvupósti frá 27. mars sama ár segir stefnandi að hann hefði verið viss um 20% lækkun gengis „en samt hangir krónan“. Síðan segist hann ekki trúa öðru en að þetta breytist en að honum blæði á hverjum degi, þetta sé eins og kínversk pyntingaraðferð, 2% tap í hverjum mánuði. Í framlögðu minnisblaði, dagsettu 17. janúar 2006, sem viðurkennt virðist vera að stefnandi hafi átt þátt í að semja, er farið yfir stöðuna á fjármálamarkaði. Kemur þar fram að spenna á íslenskum fjármálamarkaði sé gríðarleg og leiðrétting óhjákvæmileg. Síðar í minnisblaðinu eru m.a. gefnar þær ráðleggingar að loka áhættu strax og „síðan byggja upp skortstöður í þeim sem helst yrðu fyrir barðinu á ástandinu“ og jafnframt segir að hagnaður yrði af skortstöðum óháð áhættustýringarsjónarmiðum. Í blaðagrein sinni leggur stefndi, Ingi Freyr, út af framangreindum gögnum og kemst að þeirri niðurstöðu að stefnandi hafi, eins og kemur fram í umstefndum ummælum í A-lið kröfugerðar stefnanda, tekið stöðu gegn íslensku krónunni á árunum 2006 og 2007. Blaðamaðurinn telur líklegt að stefnandi sé að vísa til þess að krónan styrktist í upphafi 2007 þegar hann segi í tölvupósti frá 31. janúar 2007 að honum blæði. Kemst blaðamaðurinn því að þeirri niðurstöðu að stefnandi hafi tekið stöðu gegn krónunni í þeirri von að gengið lækkaði og hann græddi. Á hinn bóginn byggir stefnandi á því að í minnisblaðinu hafi einungis verið fjallað um gengisvarnir og því rangt að þar hafi verið lagt á ráðin um að gera árás á krónuna. Við mat á því hvort farið hafi verið út fyrir mörk tjáningarfrelsis verður að taka mið af því að tryggja þarf þjóðfélagslega umræðu. Í kjölfar bankahrunsins hefur orðið mikil umræða um íslensk efnahagsmál og stöðu krónunnar, þ. á m. um viðskipti fyrirtækja og annarra með íslenskar krónur og áhrif þeirra á gjaldmiðilinn. Upplýsingar þær, sem stefndi, Ingi Freyr, fjallar um í grein sinni í tilgreindu tölublaði DV og á vefsíðu DV og sem fyrirsögnin á forsíðu vísar til, lúta að umfjöllun stefnanda um viðskipti með íslenskar krónur nokkru fyrir bankahrunið. Verður því að telja að upplýsingarnar og umfjöllun um þær varði almenning. Blaðamaðurinn vísaði til þeirra upplýsinga sem lágu að baki fréttinni þegar hún var samin. Þótt hann kunni að hafa lagt rangt mat á heimildir við vinnslu fréttarinnar, sem ákveðnar líkur hafa verið leiddar að, hefur ekki verið sýnt fram á að fullyrðingar hans í umstefndum ummælum í kröfuliðum A og B hafi verið settar fram í vondri trú. Verður hér einnig að líta til þess að með fyrirsögninni „[P]lottaði árás á krónuna“ á forsíðu er vísað til fréttarinnar á bls. 10-11 í blaðinu þar sem ummæli samkvæmt B-lið kröfugerðar stefnanda koma fram. Í fréttinni er sérstaklega tekið fram að „stöðutaka gegn krónunni er ekki ólögleg og ekkert bendir til að Heiðar og aðrir sem tóku stöðu gegn krónunni á árunum fyrir hrun hafi gerst brotlegir við lög“. Að öllu framangreindu virtu verður ekki talið að framangreind ummæli í kröfuliðum A og B feli í sér brot gegn ákvæðum 235. og 241. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Breytir ekki þeirri niðurstöðu þótt stefnandi sé sérfræðingur á sviði fjármála og hafi lífsviðurværi sitt af sérþekkingu sinni á því sviði. Ummælin, sem krafist er ómerkingar á í kröfulið C, eru annars vegar „Krónuníðingurinn“ og hins vegar „Heiðar hljómar eins og landráðamaður“. Þau birtust í leiðara DV 20. október 2010, sem óumdeilt er að er saminn af ritstjóra blaðsins, stefnda Jóni Trausta Reynissyni. Af hálfu stefnanda er á því byggt að í ummælum þessum felist sérlega grófar ærumeiðingar og aðdróttanir gagnvart honum, auk þess sem þau hafi byggst á ósönnum fullyrðingum og verið sett fram í fullkominni andstöðu við umfjöllun blaðsins að öðru leyti. Vísar stefnandi til þess að í blaðagrein stefnda, Inga Freys, frá 18. sama mánaðar hafi sérstaklega verið tekið fram að stöðutaka gegn krónunni væri ekki ólögleg og því hafi stefndi, Jón Trausti, ekkert tilefni haft til hinnar niðrandi umfjöllunar í leiðara sínum. Af hálfu stefndu er á það bent að skoða verði ummælin í ljósi þess að þau voru sett fram í leiðara DV og hann sé viðhorfsgrein ritstjóra en ekki venjuleg frétt blaðamanns. Þá sé ekki sjálfgefið að með ummælunum „krónuníðingurinn“ sé átt við stefnanda, heldur geti hér einnig verið átt við fyrrverandi seðlabankastjóra eða krónuna sjálfa. Í skýrslu sinni fyrir dóminum, kvað stefndi, Jón Trausti, þetta orðalag vísa til hvers sem gerði árás á krónuna og því væri ekki sérstaklega verið að fjalla um stefnanda. „Krónuníðingurinn“ er fyrirsögn á leiðara ritstjóra, stefnda Jóns Trausta, í DV framangreindan dag. Undir fyrirsögninni er ljósmynd af stefnanda og hefst leiðarinn á orðunum: „Maður að nafni Heiðar Már Guðmundsson leitaði til George Soros, sem felldi breska pundið á sínum tíma.“ Skömmu síðar koma fyrir í texta leiðarans hin ummælin, sem krafist er ómerkingar á í þessum kröfulið, þ.e. „Heiðar hljómar eins og landráðamaður“. Þótt síðar í leiðaranum sé fjallað almennt um veikleika krónunnar og vikið að seðlabankastjóra í lok hans, verður að fallast á það með stefnanda að framsetning leiðarans með mynd af stefnanda undir fyrirsögninni „Krónuníðingurinn“ vísi frekar til stefnanda en til annarra umfjöllunarefna leiðarans. Hins vegar er einnig ljóst, eins og reyndar kom fram í skýrslu stefnda, Jóns Trausta, að efni leiðarans er útlegging ritstjórans á því, sem fram kom í umræddri umfjöllun stefnda, Inga Freys, í framangreindri blaðagrein í sama tölublaði, þ.e. að stefnandi hafi tekið stöðu gegn krónunni og í kjölfarið ráðlagt öðrum fjárfestum að gera hið sama í von um að gengi hennar myndi lækka. Felst í leiðaranum og hinum umstefndu ummælum gildisdómur höfundar og verða því ekki gerðar strangar kröfur til sönnunar þeirra staðreynda sem hann er reistur á. Þótt ummælin í kröfulið C séu sett fram af smekkleysi þar sem djúpt er tekið í árinni og viðhaft ósmekklegt orðfæri, er það, að öllu framangreindu virtu, mat dómsins að ekki verði fallist á það með stefnanda, að í þeim felist ærumeiðandi aðdróttun eða óviðurkvæmileg ummæli í því samhengi og á þeim vettvangi sem þau voru sett fram. Staða stefnanda sem sérfræðings á sviði fjármála þykir engu breyta um það mat. Eru því ekki efni til að ómerkja ummælin. Með hliðsjón af þessari niðurstöðu verða stefndu sýknaðir af miskabótakröfu stefnanda og kröfu hans um að stefndu verði dæmdir til að kosta birtingu dóms í máli þessu. Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu er það mat dómsins að með hliðsjón af málsatvikum sé rétt að aðilar beri hver sinn kostnað af málinu. Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Stefndu, Ingi Freyr Vilhjálmsson, Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, eru sýknir af kröfum stefnanda, Heiðars Más Guðjónssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 345/2000
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur, en tími varðhaldsins lengdur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. september 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. september 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 26. september nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili kærði úrskurðinn fyrir sitt leyti 7. september 2000. Hann krefst þess að gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila verði markaður tími allt til fimmtudagsins 5. október 2000 kl. 16. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á með héraðsdómara að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 til gæsluvarðhalds yfir varnaraðila. Í ljósi umfangs málsins eru ekki efni til annars en að verða við kröfu sóknaraðila um lengd gæsluvarðhaldsins, sem verður því markaður tími eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 5. október 2000 kl. 16.
|
Mál nr. 229/2008
|
Kynferðisbrot Skaðabætur
|
X var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku sem gætti barna hans, sbr. 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Talið var hafið yfir skynsamlegan vafa að X hafi brotið gegn stúlkunni og ekki varhugavert að leggja til grundvallar stöðugan vitnisburð stúlkunnar fyrir dómi. Var X talinn hafa gerst sekur um ofbeldi og ólögmæta nauðung í skilningi 1. mgr. 194. gr. hegningarlaga og því sakfelldur fyrir nauðgun. Skynsamlegur vafi þótti hins vegar leika á því hvort X hafi vitað eða mátt vita að stúlkan var ekki orðin 15 ára þegar hann braut gegn henni og var hann því ekki sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að verknaðurinn var framinn gagnvart ungri stúlku sem var að gæta barna X, en hann misnotaði sér aðstæður og braut gegn trúnaðartrausti sem ríkja átti í samskiptum þeirra. Þótti refsing X hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Þá var X dæmdur til að greiða stúlkunni miskabætur að fjárhæð 750.000 krónur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 16. apríl 2008 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst staðfestingar á sakfellingu ákærða, að refsing hans verði þyngd og honum gert að greiða A 2.500.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins, en til vara að refsing verði milduð. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, X, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 595.677 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sigmundar Hannessonar hæstaréttarlögmanns, 311.250 krónur, og skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Jóns Egilssonar héraðsdómslögmanns, 124.500 krónur. Ríkissaksóknari höfðaði málið með ákæru útgefinni 22. janúar 2008 á hendur ákærða, X, kt. [...],[...], til refsingar „fyrir kynferðisbrot með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 13. maí 2007, á þáverandi heimili sínu að [...], Reykjavík, sleikt brjóst og kynfæri A, þá 14 ára, sett fingur í kynfæri hennar og endaþarm og berað kynfæri sín“. Er háttsemin talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. og 10. gr. laga nr. 40/1992, 4. gr. laga nr. 40/2003 og 3. gr. og 11. gr. laga nr. 61/2007. Af hálfu A er krafist 2.500.000 króna miskabóta með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. maí til 24. september 2007, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði krefst sýknu af refsikröfu ákæruvaldsins og frávísunar á nefndri bótakröfu, en ellegar verði hann dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa fyrir brot á 199. gr. eða 204. gr. almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum og bætur lækkaðar frá því sem krafist er. I. Laugardaginn 12. maí 2007 voru alþingiskosningar og um kvöldið fór fram úrslitakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ákærði, sem bjó á jarðhæð fjölbýlishússins að [...], fór út að skemmta sér og fékk A, íbúa á 3. hæð, til að gæta sona hans, 4 og 11 ára. Stúlkan, sem kölluð er A, fékk tvær vinkonur til að passa með sér, B, 13 ára og C, 14 ára. Einhvern tíma kvölds komu til þeirra fleiri unglingar, í það minnsta D, 15 ára og vinir hans „E“ og „F“, að því er ætla má. Áfengi var haft um hönd, en stúlkunum og D ber ekki saman um hver hafi neytt þess og í hvaða mæli. Hitt liggur fyrir, að A og B sátu einar eftir þegar ákærði kom heim um kl. 06 að morgni sunnudagsins. Hefur ákærði ekki dregið dul á að hann hafi verið mjög ölvaður. Um svipað leyti mun B hafa skroppið á Select stöðina í Suðurfelli til að fá sér í gogginn og komið til baka um hálfri klukkustund síðar. Var A þá farin upp í íbúð foreldra sinna, en í millitíðinni höfðu gerst einhverjir þeir atburðir, sem leiddu til ákæru í málinu. B fékk að hringja í A úr íbúð ákærða og mælti sér mót við hana. Eftir að hafa hlýtt á frásögn A um atburði fóru þær heim til „G“ vinar síns og biðu fram að opnun [...], en þar átti A að hefja vinnu um hádegisbil. Er þangað kom mun A hafa skýrt H vaktstjóra frá atburðum. Í framhaldi kom I verslunarstjóri á staðinn, hlýddi á frásögn A og gaf henni frí frá vinnu. Síðar um daginn fór A í fjölskylduboð og eftir að heim kom sagði hún D frá atburðum á spjallrásinni msn. D hvatti hana til að kæra og að morgni mánudagsins 14. maí pantaði hann tíma fyrir hana á Neyðarmóttöku Landspítalans. Sama dag skýrði A föður sínum, J, frá atburðum. J tilkynnti lögreglu um málið og síðdegis mættu á heimili hennar rannsóknarlögreglumennirnir Þórir Ingvarsson og Erlendur Ingvar Jónsson. II. Í frumskýrslu Erlends, sem hann staðfesti fyrir dómi, er haft eftir A að hún hefði sest við hlið ákærða í sófa í stofu íbúðar hans, ákærði boðið henni áfengi og sagt hve hrifinn hann væri af henni. Í framhaldi hefði hann lyft upp peysu hennar og káfað á brjóstum hennar, því næst klætt hana úr buxum og nærbuxum, sleikt kynfæri hennar og rekið fingur inn í leggöng hennar og endaþarm. A hefði verið stjörf af hræðslu og ekki brugðist við fyrr en ákærði hefði leyst niður um sig buxur og gert sig líklegan til að hafa við hana samræði um leggöng, en þá hefði A ýtt við honum og spurt hvort hann vissi ekki að hún væri aðeins 14 ára, hún klætt sig í skyndingu og drifið sig á brott. Erlendur bar að A hefði skýrt frá téðum atburðum í sjálfstæðri frásögn, hún verið greinargóð og merkilega róleg, þótt stutt hefði verið í grátinn. Hann minntist þess ekki að A hefði getið um aðra unglinga en B þegar hún lýsti aðdraganda atburða eða að áfengi hefði verið haft um hönd fyrr um nóttina. Fram kom í máli Erlends að J hefði verið afar æstur og ýmist grátið eða öskrað og Þórir því tekið hann afsíðis meðan á viðtali stóð. Fyrir dómi tók Þórir í sama steng og bar að reiði J hefði ýmist beinst að ákærða eða lögreglu, vegna eldri afskipta, en fráleitt að A sjálfri, þótt hún hefði óttast reiði hans og viðbrögð í garð ákærða. III. A fór á Neyðarmóttökuna kl. 18 sama dag. Í skýrslu Rannveigar Pálsdóttur kvensjúkdómalæknis, sem hún staðfesti fyrir dómi, segir að A hafi verið í fremur góðu andlegu ástandi, en grátið þegar leið á frásögn af atburðum. Að sögn A hafi ákærði komið heim um kl. 06 að morgni sunnudagsins 13. maí, boðið henni áfengi og byrjað að strjúka henni um bakið. A hefði frosið og ekki haft rænu á að koma sér í burtu, ákærði í kjölfarið þuklað á brjóstum hennar og sleikt geirvörtur, tekið hana úr gallabuxum og nærbuxum, strokið og sleikt kynfæri hennar og rekið fingur inn í leggöng og endaþarm. Þegar hún hafi séð að ákærða stóð hold og hann hefði gert sig líklegan til að eiga við hana samræði hafi hún öðlast kraft til að ýta honum í burtu, hún flýtt sér út úr íbúðinni, farið upp á 3. hæð og þar inn í herbergi sitt til að sofa. Í skýrslunni er getið um teygðan brjóstahaldara, bleikan á lit. Af áverkalýsingu má ráða að A hafi verið með vægan húðroða innanvert á hægra brjósti og byrjandi mar, eins og eftir núning við brjóstahaldara. Þá hafi hún verið aum við þreifingu yfir ristli og vinstri eggjastokk. Rannveig bar að engar ályktanir verði dregnar af nefndum áverkum eða þreyfieymslum til sönnunar um ætlaða háttsemi ákærða. Á hinn bóginn hefði Rannveigu þótt greinilegt að stúlkan hefði orðið fyrir miklu áfalli og nefndi grát hennar og að hún hefði átt erfitt með að greina frá atburðum. Fram kemur í skýrslunni að A sé 150,5 sm. á hæð, hafi vegið 49 kg. og að kynþroski og útlit hafi svarað til aldurs. Lífsýni hafi verið tekin, meðal annars til sæðis- og munnvatnsleitar, en stúlkan hafi sagst hvorki hafa þvegið sér um kynfæri né brjóst. IV. Lífsýni voru send til DNA kennslagreiningar hjá Rettsmedisinsk institutt í Osló. Í niðurstöðum stofnunarinnar, sem Björgvin Sigurðsson sérfræðingur tæknideildar Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur útskýrt fyrir dómi, segir að sáðfrumur hafi ekki greinst í neinu sýnanna. Hins vegar hafi svokallaðir α-amylasar fundist í sýnum frá brjóstum stúlkunnar, sem gefi til kynna að um munnvatn sé að ræða, þó ekki í því magni að unnt hefði verið að ákvarða tiltekið DNA snið. Björgvin bar að þótt ekki væri unnt að fullyrða „hundrað prósent“ að um munnvatn sé að ræða væru á því yfirgnæfandi líkur. Hann tiltók í því sambandi að sams konar amylasa mætti finna í þvagi fólks, en þá í þúsundfalt minna magni og enn minna í öðrum líkamsvessum, s.s. svita eða sæði. Því væri afar ósennilegt að greindir amylasar stöfuðu frá öðru en munnvatni. Björgvin rannsakaði brjóstahaldara A og taldi greinilegt að togað hefði verið í hlýra hans eða axlaról öðru megin, en samsinnti að framlagðar ljósmyndir af brjóstahaldaranum bæru með sér að hann væri ekki nýlegur. V. Lögregla ljósmyndaði ætlaðan brotavettvang 15. maí og eru þær myndir meðal gagna málsins. Ákærði var yfirheyrður sama dag og aftur 24. ágúst, en við það tækifæri hafnaði hann bótaskyldu gagnvart A og staðhæfði að ekkert kynferðislegt hefði gerst þeirra í milli. A gaf skýrslu fyrir dómi 30. maí, en auk hennar gáfu skýrslur hjá lögreglu faðir hennar (15. maí), B (5. júní), D og H (21. júní) og I (4. júlí). Vitnin komu fyrir dóm við aðalmeðferð máls. Verður nú rakinn sá vitnisburður og framburður ákærða fyrir dómi, að því marki sem máli kann að skipta og eftir atvikum með vísan til skýrslna þeirra á rannsóknarstigi. VI. Ákærði neitaði sök alfarið. Hann kvaðst hafa komið heim um kl. 06 að morgni sunnudagsins 13. maí og hitt A og B. Hann hefði verið mjög ölvaður, en taldi sig engu að síður muna vel alla atburðarás. Fram kom að stúlkurnar hefðu hringt í hann fyrr um nóttina og spurt hvort hann færi ekki að koma heim, því þær ætluðu sér að fara í partí. B hefði verið afar önug og óróleg um morguninn, hún A kæmi bara þegar hún væri laus. Í viðræðum við A hefði komið fram að vinir hennar hefðu komið í heimsókn og eldri sonur ákærða lent í „gamnislag“ eða ryskingum við einhvern þeirra. Þá hefði íbúðin borið þess merki að A hefði haldið partí, en hún, B og C hefðu komið með fullan poka af „Breezer“ kvöldið áður, A gefið þá skýringu að hún færi í partí að pössun lokinni og ákærði lagt bann við því að áfengis yrði neytt meðan hún væri að gæta barnanna. Ákærði tók fram að hann hefði ekki greint áfengisáhrif á stúlkunni. Hann kvaðst hins vegar hafa reiðst því að einhver hefði lagt hendur á soninn og verið ósáttur við að A hefði boðið til sín fleira fólki. Sökum þessa hefði hann skammað stúlkuna og sagst myndu segja föður hennar frá þessu. Við þetta hefði A brostið í grát í stofunni, ákærði tekið utan um hana til að hugga og strokið á henni bakið. Því næst hefði hann greitt henni fyrir pössunina, þau skilið í fullri vinsemd og A farið á brott, um 10 mínútum eftir greinda uppákomu, en ákærði afklæðst og lagst til svefns. Hann hefði vaknað skömmu síðar við umgang í stofunni, klætt sig í slopp, farið fram og séð B á stjái. Hún hefði sagst vera að leita að A og ákærði því leyft henni að hringja úr heimasíma. Í kjölfar þessa hefði A farið út og kallað til A á 3. hæð hússins og ákærði þá hleypt henni aftur inn til að hringja. Ákærði kvað A áður hafa passað syni hans um „pabbahelgar“. Hún hefði ávallt fengið greitt fyrir og hefðu samskipti þeirra einatt verið góð. Aldur hennar hefði aldrei borið á góma, en einhverju sinni hefði ákærði heyrt hana tala um að hún hlakkaði til að fara í æfingaakstur. Hann hefði því dregið þá ályktun að stúlkan væri 16 ára. Ákærði taldi að ákæruna á hendur sér mætti rekja til misskilnings A á vinahóti hans í stofunni, þ.e.a.s. þegar hann hefði strokið henni um bakið og reynt að hugga hana, en stúlkan ranglega haldið að hann væri að reyna við hana. Sökum þessa, sem og þess að ákærði hefði skammað A og sagst ætla að láta föður hennar vita um partíið, hefði einhver „ruglingur“ farið af stað, sem hefði stigmagnast og stúlkan ekki getað bakkað út úr honum. Borin var undir ákærða frásögn hans hjá lögreglu 15. maí um að hann myndi ekki eftir öllum atburðum um morguninn, en ætti sér „minningabrot“ og að hann myndi þannig ekki eftir að hafa framið kynferðisbrot gagnvart A. Ákærði svaraði því til, að hann hefði ekki verið búinn að átta sig á atvikum þegar umrædd skýrsla var tekin, hann því ekki verið fullviss um staðreyndir málsins og ekki viljað fullyrða meira en hann gæti staðið við. Nú vissi hann hins vegar að stúlkan segði ósatt um samskipti þeirra í stofunni. Ákærði staðfesti fyrri frásögn um að hann væri alkóhólisti og sagðist eiga það til að fá „blackout“ þegar hann neytti áfengis, enda yrði hann einatt mjög ölvaður og fárveikur daginn eftir. Hann áréttaði þó að hann myndi vel eftir atburðum í stofunni, en gæti á hinn bóginn ekki rakið allar ferðir sínar þáliðna nótt. Hann kvaðst ekki hafa bragðað áfengi eftir að mál þetta reis. A bar að ákærði hefði komið í leigubíl að [...] um kl. 06 að morgni sunnudagsins, stokkið yfir grindverk fyrir framan svaladyr og gengið þar inn í stofu, í sömu andrá og B hefði verið á leið út um dyrnar. Ákærði hefði klætt sig úr jakka, A beðið hann um greiðslu fyrir pössunina, en hann sagt henni að setjast í stofusófa, sótt áfengisflösku og boðið henni. Ákærði hefði sest við hlið hennar, farið að „nuddast“ í henni, byrjað að klæða hana úr að ofan og A þá frosið. Í framhaldi hefði hann rykkt niður bleikum brjóstahaldara hennar, þannig að brjóstin hefðu staðið upp úr, ákærði sleikt þau, því næst kropið niður á gólf fyrir framan sófann, klætt hana úr buxum og byrjað að nudda og sleikja píkuna, farið með fingur inn í leggöngin og einnig rekið fingur inn í endaþarm hennar. Í kjölfar þessa hefði hann tekið út getnaðarlim sinn og gert sig líklegan til að nauðga henni, en A þá sagt „stopp“ og öðlast kraft til að ýta honum í burtu, hysjað upp um sig buxurnar á meðan ákærði hefði þrábeðið um meira, hann þó greitt henni fyrir pössunina og hún flýtt sér út úr íbúðinni. Í framhaldi hefði A hlaupið upp á 3. hæð og skipt um föt, en síðan farið niður og hitt B, þær farið saman heim til G og beðið uns [...] opnaði. A sagði útilokað að hún eða einhver þriðji aðili hefði sett munnvatn á brjóst hennar og áréttaði að hún hefði ekki þvegið sér fyrr en að lokinni skoðun á Neyðarmóttökunni. Þá kom fram að A hefði ekki þorað að segja foreldrum sínum strax frá atburðum og nefndi í því sambandi að fjölskyldan væri kaþólsk, móðir hennar guðhrædd og að hún hefði óttast viðbrögð föður síns, jafnvel að hann myndi „snappa“ og ráðast á ákærða. A bar að sér liði illa yfir greindum atburðum, en hún reyndi að láta ekki bera á því í samskiptum við vini sína. Henni var kynnt að við skýrslugjöf fyrir dómi 30. maí hefði hún borið að ákærði hefði greitt henni fyrir barnapössunina strax og hann hefði komið heim um morguninn og að síðan hefði hann brotið gegn henni. A kvaðst í framhaldi ekki vera viss um þetta atriði. Þá breytti hún fyrri vitnisburði um afdráttarlausa synjun þess að áfengis hefði verið neytt heima hjá ákærða um nóttina og bar að D og E hefðu líklega komið með nokkra bjóra, en vinkonur hennar hefðu sagt henni frá því síðar. B bar að hún hefði passað með A að kvöldi laugardagsins og síðan ætlað að gista heima hjá henni. C, D og E hefðu kíkt til þeirra og strákarnir haft meðferðis nokkrar flöskur af Breezer til eigin nota. B hefði ef til vill þegið einn sopa, en áður hafði hún sagt lögreglu að ekkert áfengi hefði verið haft um hönd. B bar að þegar leið á nóttina og ákærði hefði ekki komið heim hefðu stúlkurnar hringt í hann og undir morgun hefði B verið orðin svo svöng að hún hefði ákveðið að fara á Select stöðina. Þegar hún hefði verið á leið út um svaladyr íbúðarinnar hefði hún séð ákærða koma heim í leigubifreið. B bar að hún hefði komið til baka um eða yfir 30 mínútum síðar, kallað til A fyrir utan íbúð ákærða, hann opnað svaladyrnar, mjög ölvaður að sjá og boðið henni inn til að hringja í A. Hún hefði þekkst boðið, heyrt á A að henni liði „geðveikt illa“ og vitað strax að eitthvað hefði komið fyrir. B hefði því hlaupið upp á 3. hæð og inn í herbergi til A, en þar hefðu þær dvalið í 5-10 mínútur. A hefði greint frá því að ákærði hefði „fiktað eitthvað“ í rassi hennar og fleira, hún verið honum ægilega sár út af þessu og brostið í grát í fangi B. Þær hefðu síðan farið heim til vinar síns, milli kl. 06:30 og 07, staldrað þar við í allt að klukkustund og farið í [...] þegar það hefði opnað, en þar hefði A átt að vinna um daginn. Að sögn B hefði hún verið hjá henni á meðan og beðið uns vaktinni lauk um kl. 18. B var kynnt að tæplega stæðist sú frásögn að hún hefði farið upp til A og hlýtt á frásögn hennar þar, en A hefði greint öðru vísi frá og B skýrt lögreglu frá því að stúlkurnar hefðu hist í anddyri hússins og í kjölfarið hefði A sagt henni frá atburðum. Í framhaldi kvaðst B hallast að því að fyrri frásögn væri rétt. C bar að D og E hefðu komið heim til ákærða með nokkrar flöskur af Breezer, en sagðist ekki minnast þess að A hefði bragðað áfengi um nóttina. C kvaðst hafa farið heim milli kl. 03 og 04. Áður hefði hún hringt í ákærða, spurt hvenær hann kæmi heim og hann þá sagt að hún væri falleg eða eitthvað þvíumlíkt. Að sögn C hefði hún skilið þau ummæli svo, að hann væri að reyna við hana. D bar að hann hefði komið heim til ákærða umrædda nótt og hitt fyrir A, B, C, E, F, „K“ og tvær aðrar stelpur. D kvaðst ekki bragða áfengi og þrætti því fyrir að hafa borið áfengi inn í íbúðina, en fullyrti að hann hefði í það minnsta séð A og B drekka Breezer og bar að honum hefði fundist A vera með áfengisáhrifum þegar hann hefði farið heim um kl. 01. Áður hefði C hringt í ákærða og borið þau skilaboð að hann væri hress og að ungmennin ættu ekki að vera með nein læti. Aðspurður kvaðst D minna að stúlkurnar hefðu ætlað í partí að pössun lokinni. Hann kvaðst næst hafa heyrt frá A á msn einhvern tíma sunnudagsins og séð gegnum vefmyndavél að hún grét og leið ekki vel. Hann hefði því spurt hvað amaði að henni og hún skrifað til baka að sér hefði verið „nauðgað“ síðastliðna nótt. A hefði ekki útskýrt þetta frekar fyrr en í sms skilaboðum á sunnudeginum eða mánudeginum, en þá tilgreint ákærða sem geranda. D kvaðst ekki muna efni skilaboðanna, en staðfesti fyrri frásögn hjá lögreglu um að ákærði eigi að hafa hrósað A fyrir fallegan vöxt, hún sagt honum að hún væri aðeins 14 ára, en ákærði í framhaldi káfað á henni, klætt hana úr fötum og A frosið. H bar að A hefði komið í [...] milli kl. 08 og 10 að morgni sunnudagsins og greint frá því, titrandi og „rosa stressuð“, að hún hefði verið að passa síðastliðna nótt ásamt vinkonu sinni, sú vikið frá og ákærði nuddað axlir A. Hann hefði snert brjóst hennar, sagt eitthvað á þá leið að hann þráði hana og haldið henni niðri, en A sloppið í burtu. H kvað A hafa farið að gráta að lokinni frásögn. H kvaðst sjálf hafa komist í uppnám við þetta og því hringt í I, sem komið hefði á staðinn um hádegisbil. H sagðist ekki muna nánar eftir lýsingu A á téðum atburðum, en staðfesti fyrri frásögn hjá lögreglu um að ákærði eigi að hafa „tekið eitthvað og potað inn í rassinn“ á A, dregið hana til sín og sett eitthvað um háls hennar, áður en A hefði komist í burtu frá honum. I bar að H hefði hringt í hana umræddan morgun, sagt að A væri miður sín, gæti ekki unnið um daginn og vildi fá að tala við I. Hún hefði því farið á staðinn og rætt við A. Stúlkan hefði greint frá því að hún hefði verið að passa ásamt vinkonu sinni, ákærði komið ölvaður heim, vinkonan farið í burtu og A beðið eftir greiðslu fyrir pössunina. Í framhaldi hefði ákærði boðið henni áfengi, þau sest í sófa, hann leitað á hana, stungið fingri í endaþarm hennar og „nauðgað“ henni. A hefði ekki lýst atburðum nánar, en brostið í grát. I hefði huggað hana og hvatt til að segja foreldrum frá, en hún verið hrædd við það og óttast reiði föður síns. I staðfesti fyrri frásögn hjá lögreglu um að ákærði eigi að hafa ráðist á A, farið niður á hana og rekið fingur í rass hennar og loks nauðgað henni. Enn fremur, að A hefði sagt að hún hefði ekkert getað gert, hún stirðnað og sturlast af hræðslu. J bar að A hefði greint honum frá atburðum, líklega um kaffileyti á mánudeginum og sagt grátandi frá því að ákærði hefði reynt að „nauðga“ henni, dregið hana úr fötum og reynt að koma fram vilja sínum, en hún sloppið í burtu. A hefði ekki lýst þessu nánar, en J lagt til að hún færi í læknisskoðun og sagst myndu hringja í lögreglu. Aðspurður bar J að í fyrri samskiptum sínum við ákærða hefði aldur A aldrei borist í tal. Hann kvað líðan A hörmulega enn í dag og sagði hana hafa leitað til sálfræðings í kjölfar atburða, en hætt viðtalsmeðferð þar sem viðkomandi hefði bara viljað rifja upp atburði. A væri nú breytt stúlka, með sálarlíf „í kleinu“, horfna sjálfsvirðingu og lokaði sig af. VII. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur staðfesti fyrir dómi álitsgerð 10. febrúar 2008, en þar er lýst sálrænum stuðningi við A og mati á afleiðingum ætlaðs kynferðisbrot, sem byggt er á einu viðtali 7. júní 2007. Berglind bar að stúlkan hefði komið afar vel fyrir sjónir, þó liðið mjög illa við upprifjun atburða, en sýnt sterk varnarviðbrögð og virst vera að takast á við vanda sinn á heilbrigðan hátt. Berglind kvað útilokað að meta andlegt ástand og batahorfur A eftir aðeins eitt viðtal, en tók fram að hún hefði engu að síður borið viðurkennd einkenni áfallastreitu, sem komið hefðu fram í viðtalinu og tveimur sjálfsmatskvörðum, sem A hefði útfyllt. Að mati Berglindar benti allt viðmót stúlkunnar til þess að hún hefði upplifað mikla ógn, ótta og bjargarleysi við ætlað kynferðisbrot. VIII. Samkvæmt 1. mgr. 135. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála skulu röksemdir dómara lúta að því hvað teljist sannað og með hverjum hætti. Um sönnun fer annars eftir reglum 45.-48. gr. laganna. Í því sambandi ber að meta skynsamlegan vafa til hagsbóta fyrir ákærða, bæði um atriði er varða sekt hans og önnur, sem telja má honum í óhag. Sönnunarbyrði hvílir á ákæruvaldinu, sbr. 45. gr., en sönnunarmat dómara er frjálst, þó þannig að dómur skal fyrst og fremst reistur á sönnunargögnum, sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 48. gr. Niðurstaða í málinu veltur á því hvort ákæruvaldinu hafi tekist lögfull sönnun um að ákærði hafi gerst sekur um „kynferðisbrot með því að hafa ... sleikt brjóst og kynfæri A, þá 14 ára, sett fingur í kynfæri hennar og endaþarm og berað kynfæri sín ...“ í stofu á þáverandi heimili sínu aðfaranótt eða árla morguns sunnudaginn 13. maí 2007. Í málinu liggur fyrir að A hafði verið að passa syni ákærða um nóttina, ásamt vinkonum sínum B og C og að þangað komu D og fleiri. Þá er upplýst að áfengi var haft um hönd, þótt hvorki sé ljóst hver hafi borið það inn á heimili ákærða né hver eða hverjir hafi neytt þess. Skiptir það ekki máli við úrlausn ofangreinds sakarefnis, nema ef vera kunni við heildstætt mat á trúverðugleika vitnisburðar A og B fyrir dómi, en fallist er á með ákærða að stúlkurnar hafi verið reikular og jafnvel tvísaga um greint atriði. Þá er óumdeilt að ákærði var mjög ölvaður þegar hann kom heim um kl. 06 að morgni sunnudagsins, að synir hans voru þá sofandi og að auk þeirra hafi A og B verið einar eftir í íbúðinni. Loks leikur ekki vafi á því að B fór af staðnum um svipað leyti og ákærði kom heim. Eru ákærði og A því ein til frásagnar um atburði í stofunni. Ákærði hefur frá upphafi verið samkvæmur sjálfum sér um heimkomuna, brottför B og samskipti við hana eftir að A var farin úr íbúðinni. Við fyrri yfirheyrslu hjá lögreglu 15. maí bar ákærði hins vegar fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar um atriði er lutu að ætluðum kynferðisbrotum, þá er honum var kynnt fyrsta frásögn A fyrir lögreglu. Hann neitaði á hinn bóginn sök við seinni yfirheyrsluna og hefur fyrir dómi gefið þá skýringu á fyrri framburði að hann hefði ekki verið viss um sömu staðreyndir á þeim tímapunkti og því ekki viljað fullyrða meira en hann gæti staðið við. Þykir umrædd skýring fremur ótrúleg í ljósi þess að ákærði virðist einatt hafa munað og hann verið stöðugur í frásögn um atburði fyrir og eftir ætluð brot. Ákærða ber ekki að sýna fram á ástæður að baki ákærunni. Óháð því hefur hann gefið þá skýringu fyrir dómi að A hafi mögulega misskilið vinahót hans í stofunni, einkum stroku eða strokur á baki, eftir að hann hefði skammað hana og hótað að segja föður hennar frá því að hún hefði boðið til sín gestum í óleyfi og einhver lagt hendur á eldri son hans. Eru áhöld um hvort ákærði hafi vitað og samþykkt að A og vinkonur hennar fengju til sín gesti. Hitt er ljóst, að hvorki þær né D kannast við að einhver hafi tuskast við son ákærða og er því ekkert fram komið í málinu, sem styður þann framburð hans. Sé frásögn ákærða engu að síður rétt um greinda atburði vaknar óhjákvæmilega sú spurning af hverju A bar á hann svo alvarlegar sakir, sem raun ber vitni, enda skildu þau ekki aðeins í fullri vinsemd, ef marka má dómsframburð ákærða, heldur höfðu öll fyrri samskipti þeirra verið góð. Fær síðargreind staðhæfing stoð í vætti A fyrir dómi 30. maí, en þá bar hún að ákærði væri „rosalega góður maður“, sem hún þekkti bara sem slíkan og treysti, enda áður búin að passa „rosalega oft hjá honum“. Í ljósi þessa og nefnds framburðar ákærða er vandséð af hvaða hvötum stúlkan gæti hafa tekið upp á því að bera á hann upplognar sakir, en skýring ákærða þykir ekki nærtæk. Að því gættu er það og álit dómsins að ólíkindabragur sé á framburði ákærða fyrir dómi um samskipti sín við A í stofunni. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að A hafi skýrt B frá því, milli kl. 06:30 og 07 um morguninn, að ákærði hefði brotið gegn henni, að í framhaldi hafi A greint H frá atburðum milli kl. 08 og 10, að um hádegisbil hafi hún sagt I frá hremmingum sínum í stofunni, að síðla dags hafi hún sent D skilaboð svipaðs efnis á spjallrásinni msn og fylgt því eftir með sms skilaboðum. Hafa greind vitni komið fyrir dóm og borið um nefnd samskipti. Vitnisburður B er um margt óstöðugur, en stúlkan bar ítrekað fyrir dómi að hún hefði farið inn í íbúð A og hlýtt þar á fyrstu frásögn hennar. Fer þetta á skjön við stöðugt vætti A um að hún hafi mælt sér mót við B í anddyri fjölbýlishússins og í framhaldi sagt henni frá atburðum. Fór enda svo, að B játti að þetta væri líklega rétt og samrýmist sú niðurstaða skýrslu hennar hjá lögreglu 5. júní. Þá bar B að hún hefði verið með A í [...] og beðið þar uns A lyki vinnu um kl. 18. Er sá vitnisburður í andstöðu við vætti A og I, en þeim ber saman um að A hafi fengið frí frá vinnu umræddan dag. Þegar litið er til þessara atriða þykir varhugavert að leggja mikið upp úr vitnisburði B. Engu að síður telur dómurinn sannað, með hliðsjón af staðföstu vætti A, að hún hafi skýrt B frá því að ákærði hefði gert eitthvað á hennar hlut um morguninn. Í lögregluskýrslu B er ekki minnst á inntak þeirrar frásagnar og fyrir dómi bar hún aðeins að ákærði eigi að hafa fiktað eitthvað í rassi A og fleira. Að þessu gættu og í ljósi framangreinds vitnisburðar B, sem þykir í meira lagi óskýr, er það álit dómsins að sönnun um sekt ákærða verði ekki studd vætti hennar, framar því sem að ofan greinir. H og I báru fyrir dómi að A hefði verið miður sín og grátið þegar hún skýrði frá því að hún og vinkona hennar hefðu verið að passa heima hjá ákærða, vinkonan farið burt og ákærði þá brotið gegn A. Af vætti H má ráða að ákærði eigi að hafa nuddað axlir A og snert brjóst hennar, haldið henni niðri og talað við hana á kynferðislegum nótum, potað einhverju í rass A og sett eitthvað um háls hennar. I bar að A hefði greint frá því að hún hefði setið í sófa og verið að bíða eftir greiðslu fyrir nefnda barnapössun þegar ákærði hefði sest og boðið henni áfengi, í framhaldi leitað á hana, „farið niður á hana“, rekið fingur í endaþarm hennar og loks „nauðgað“ henni, en á meðan hefði A verið stjörf af hræðslu og því hvorki hreyft legg né lið. Fær síðastnefnt vætti stoð í vitnisburði D fyrir dómi, en hann bar að A hefði verið grátandi og miður sín þegar hún hefði greint frá „nauðgun“ og að ákærði hefði káfað á henni, klætt hana úr fötum og hún frosið við þetta. Svo sem fram kemur í VI. kafla fékkst vitnisburður H, I og D ekki að öllu leyti fram í sjálfstæðri frásögn fyrir dómi, en að því marki staðfestu þau fyrri frásögn hjá lögreglu, sem þeim var lesin í réttinum. Þrátt fyrir alvarleika málsins voru umræddar lögregluskýrslur ekki teknar fyrr en 21. júní og 4. júlí 2007. Hefur engin skýring fengist á þeim drætti, en sökum hans má ætla að vætti þremenninganna sé ekki eins skýrt og ella. Þá verður ekki litið framhjá því að endursögn vitnanna er með ýmsu móti og að ekkert þeirra bar að A hefði getið um að ákærði hefði sleikt brjóst hennar, farið með fingur inn í leggöng og berað eigin kynfæri. Þá hefur engin skýring fengist á orðfærinu „nauðgun“, en af vitnisburði A er einsætt að ákærði hafði ekki samræði við hana. Má annars deila um hvað falist geti í nefndu hugtaki. Það er engu að síður mat dómsins að vitnisburður þremenninganna sé trúverðugur, svo langt sem hann nær, sér í lagi vætti H og I um ástand A þegar þær hlýddu á endursögn atburða, en af téðri frásögn verður ekki dregin önnur skynsamleg ályktun en að eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir A þá um morguninn og að ákærði eigi þar hlut að máli. Kemur þá til kasta dómenda að vega og meta áreiðanleika vitnisburðar A fyrir dómi, einkum við aðalmeðferð máls. Ber fyrst að líta til þess að Erlendur Ingvar Jónsson rannsóknarlögreglumaður ræddi við stúlkuna strax mánudaginn 14. maí og ritaði í framhaldi skýrslu um viðtalið, sem rakin er í II. kafla. Er óvenjulegt að rætt sé við ætlaða brotaþola með þessum hætti, en A mun hafa greint frá því að ákærði hefði káfað á brjóstum hennar, klætt hana úr buxum, sleikt kynfæri hennar, rekið fingur inn í leggöng og endaþarm hennar og loks girt niður um sjálfan sig og gerst líklegur til að eiga við hana samræði. Svo sem rakið er í III. kafla skýrði A næst frá atburðum í viðtali við Rannveigu Pálsdóttur lækni á Neyðarmóttökunni, bar þá á sama veg og gat þess jafnframt að ákærði hefði sleikt brjóst hennar. Bæði Erlendur og Rannveig hafa borið fyrir dómi að A hafi skýrt frá téðum atburðum í sjálfstæðri frásögn og þótti Rannveigu greinilegt að stúlkan hefði orðið fyrir miklu áfalli. A gaf ítarlega skýrslu fyrir dómi 30. maí og greindi þá frá sömu atburðum. Við aðalmeðferð málsins bar hún enn á sama veg, þótt í styttra máli væri og skýrði frá því að ákærði hefði sest við hlið hennar í stofusófa og byrjað að káfa á henni, rykkt niður brjóstahaldara og sleikt brjóst hennar, því næst kropið niður á gólf, fært hana úr buxum, nuddað og sleikt píku hennar, rekið fingur inn í leggöng og endaþarm og loks dregið út getnaðarlim sinn og gert sig líklegan til að nauðga henni. Sem fyrr bar A að fram til þess tíma hefði hún verið frosin eða stjörf af hræðslu, en skyndilega öðlast kraft til að veita mótspyrnu og forða sér út úr íbúðinni. Er það mat dómenda að síðastnefndur vitnisburður sé í senn skilmerkilegur, einkar trúverðugur og í nær fullu samræmi við fyrrnefndar þrjár skýrslur. Ekkert er fram komið í málinu, sem gefur skynsamlegt tilefni til að ætla að A hafi skrökvað til um þær staðreyndir, sem lúta að sakarefni. Ber í því sambandi að minnast, að A var miður sín og grét þegar hún ræddi við H og I, að hún treysti sér ekki til að vinna í [...] sama dag og sá ástæðu til að skýra D frá atburðum um kvöldið. Þegar við þetta bætist sú niðurstaða sérfræðirannsókna og vitnisburður Björgvins Sigurðssonar um að yfirgnæfandi líkur séu á því að amylasar úr munnvatni hafi greinst á brjóstum A, vætti hennar um að útilokað sé að slíkir amylasar stafi frá öðrum en ákærða, samhljóða framburður ákærða og stúlkunnar um að samskipti þeirra fyrir 13. maí hafi einatt verið góð, að skýringar ákærða á tildrögum ákæru þykja afar ósennilegar, að hann var mjög ölvaður þegar atburðir gerðust og loks, að við yfirheyrslu hjá lögreglu 15. maí, að viðstöddum verjanda, bar ákærði fyrir sig minnisleysi um þau kynferðisbrot, sem lýst er í frumskýrslu Erlends, án þess að synja fyrir téða frásögn stúlkunnar, er það álit dómenda að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst brotlegur við A að morgni sunnudagsins 13. maí 2007 og að í því sambandi sé eigi varhugavert að leggja til grundvallar stöðugan vitnisburð hennar fyrir dómi um sakarefnið. Er því sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá beinu háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Í ákærunni er háttsemin talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum, síðast með 3. og 11. gr. laga nr. 61/2007, sem tóku gildi 4. apríl 2007. Samkvæmt 1. mgr. 194. gr. hegningarlaganna gerist nú hver sá sekur um „nauðgun“, sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung og skal fyrir vikið sæta fangelsi eigi skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis í þessu sambandi telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Ákærði var 36 ára þegar mál þetta reis. Hann hafði verið úti að skemmta sér, drukkið ótæpilega og kom ölvaður heim að morgni til tveggja sona sinna, sem A, þá 14 ára, hafði verið að gæta um nóttina. Í stað þess að greiða A fyrir pössunina þegar í stað, svo að hún kæmist heim, neytti ákærði yfirburðaaðstöðu gagnvart stúlkunni, þá er hann fékk hana til að setjast í sófa í stofunni, sýndi henni grófa kynferðislega áreitni með því að draga niður brjóstahaldara og sleikja brjóst hennar, dró því næst niður buxur hennar og nærbuxur og hafði við hana þau kynferðismök, sem lýst er í ákæru. A var þolandi en ekki þátttakandi í greindum verknaði, sem unninn var án samþykkis hennar og hún gat ekki spornað við, þar sem hún fraus og varð stjörf af hræðslu. Er engum vafa undirorpið að ákærði hafi brotið gegn sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi stúlkunnar og vanvirt friðhelgi líkama hennar til að koma fram vilja sínum. Gerðist hann þannig sekur um ofbeldi og ólögmæta nauðung í skilningi 1. mgr. 194. gr. hegningarlaganna og ber því að sakfella hann fyrir nauðgun. Samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 202. gr. sömu laga, sem eftir atvikum á hér við, skal hver sá, sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára, sæta fangelsi eigi skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Er skilyrði refsingar að gerandinn hafi vitað eða mátt vita um aldur þolanda á brotadegi, sbr. 18. gr. nefndra laga. A var 14 ára á brotadegi og átti 15 ára afmæli tæpum fimm mánuðum síðar. Við komu á Neyðarmóttöku var skráð að útlit og kynþroski A hafi svarað til aldurs hennar. Verður af því einu ekki ráðið að stúlkan hafi verið 15 ára fremur 14 ½ árs. Ákærði hefur borið fyrir sig að hann hafi haldið að A væri 16 ára og nefnir í því sambandi að hann hafi einhverju sinni heyrt hana segja að hún hlakkaði til að fara í æfingaakstur. A tjáði sig um sama atriði fyrir dómi 30. maí 2007 og bar að ákærði hefði spurt hana um aldur, að því er virðist sumarið 2006, þegar hún var 13 ára og þá í sambandi við barnapössun þegar hún yrði eldri. Má helst ráða að A hafi þá sagt „´92 módel“. Ákærða og J föður A ber saman um að aldur stúlkunnar hafi ekki borið á góma í samskiptum þeirra, en þeir voru málkunnugir og höfðu áður rætt um mögulega barnapössun. Þegar litið er til alls þessa og eigi síst vitnisburðar A þykir skynsamlegur vafi leika á því að ákærði hafi vitað eða mátt vita að stúlkan væri ekki orðin 15 ára þegar hann braut gegn henni með fyrrgreindum hætti. Breytir engu í því sambandi þótt haft hafi verið eftir A að hún hafi látið ákærða vita um aldur sinn á brotadegi, svo sem ráða má af frumskýrslu Erlends og vætti D, enda hefur A aldrei borið sjálf um sömu staðreynd fyrir dómi. Að þessu gættu og með vísan til 45.-48. gr. laga um meðferð opinberra mála verður ákærði ekki sakfelldur fyrir brot á 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. IX. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður sætt refsingu. Ber að líta til þessa við ákvörðun refsingar í málinu. Þá verður litið til aldurs ákærða og þess að hinn refsiverði verknaður var framinn gagnvart ungri stúlku, sem var að gæta barna hans og átti sér einskis ills von, en ákærði misnotaði sér kringumstæður og braut gróflega gegn því trúnaðartrausti, sem eðlilega átti að ríkja í samskiptum hans við barnapíuna. Hann á sér engar málsbætur og þykir refsing hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár. Með hliðsjón af sakfellingu ákærða og skírskotun til 2. mgr. 172. gr. laga um meðferð opinberra mála ber að dæma um bótakröfu A, sem sett er fram af hálfu foreldra hennar sem lögráðamanna. Er krafist 2.500.000 króna miskabóta á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. laga nr. 37/1993. Einsætt er að A á rétt til slíkra bóta samkvæmt b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Við mat á fjárhæð þeirra verður litið til álitsgerðar Berglindar Guðmundsdóttur sálfræðings og vitnisburðar fyrir dómi, sem rakinn er í VII. kafla, auk þess sem hliðsjón má hafa af dómsvætti A og föður hennar um líðan hennar og hagi eftir verknaðinn. Nýtur annars ekki upplýsinga um stöðu hennar í dag. Að þessu gættu og í ljósi þess að kynferðisbrot af því tagi, sem hér um ræðir, eru til þess fallin að valda þolanda margvíslegum sálrænum erfiðleikum, þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 750.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. maí til 24. september 2007, en dráttarvexti samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Samkvæmt 165. gr. laga um meðferð opinberra mála ber að dæma ákærða til greiðslu sakarkostnaðar. Er um að ræða útlagðan kostnað að fjárhæð 163.692 krónur, málsvarnarlaun Sigmundar Hannessonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda á rannsóknar- og dómstigi máls og þóknun Auðar Bjargar Jónsdóttur héraðsdómslögmanns, réttargæslumanns A á sömu stigum. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls og að teknu tilliti til fjölda þinghalda og tímaskýrslna verjanda og réttargæslumanns, þykja málsvarnarlaun hæfilega ákveðin 501.984 krónur og réttargæsluþóknun 334.656 krónur, hvoru tveggja að meðtöldum virðisaukaskatti. Hulda Elsa Björgvinsdóttir fulltrúi Ríkissaksóknara sótti málið af hálfu ákæruvaldsins. Héraðsdómararnir Jónas Jóhannsson, Ingveldur Einarsdóttir og Páll Þorsteinsson kváðu upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði, X, sæti fangelsi tvö ár. Ákærði greiði A 750.000 krónur í miskabætur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 13. maí til 24. september 2007, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði 1.000.332 krónur í sakarkostnað, þar með talin 501.984 króna málsvarnarlaun Sigmundar Hannessonar hæstaréttarlögmanns og 334.656 króna réttargæsluþóknun Auðar Bjargar Jónsdóttur héraðsdómslögmanns.
|
Mál nr. 548/2016
|
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
Fallist var á að fullnægt væri skilyrðum c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til að X yrði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Helgi I.Jónsson og Karl Axelsson.Varnaraðiliskaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. júlí 2016, sem barst réttinum ásamtkærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. júlí2016, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt tilföstudagsins 26. ágúst 2016 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega aðhinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinuverði markaður skemmri tími.Sóknaraðilikrefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.Meðdómi Héraðsdóms Reykjaness [...] var varnaraðili sakfelldur meðal annars fyrirað hafa tvívegis á árinu 2014 ráðist á brotaþola og valdið henni líkamsáverkum.Voru brot varnaraðila talin varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaganr. 19/1940 og honum gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði, en fullnusturefsingarinnar frestað í þrjú ár frá uppkvaðningu dómsins að telja og skyldihún niður falla héldi varnaraðili almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.Fram er kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi með háttsemi þeirri semhann er sakaður um og varðar fangelsisrefsingu rofið í verulegum atriðum þauskilyrði sem honum voru sett með dóminum. Samkvæmt þessu og með vísan til c.liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð:Hinnkærði úrskurður er staðfestur.Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29.júlí 2016Lögreglustjórinná höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], [...], [...],verði með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness gert að sæta gæsluvarðhaldi allt tilföstudagsins 26. ágúst 2016, kl. 16:00. Kröfuna byggir lögreglustjóri ác-lið 1. mgr. 95. gr. og 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Ígreinargerð með kröfunni segir að kærði hafi sætt gæsluvarðhaldi frá þvísunnudaginn 24. júlí sl. sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar um í málinu nr.R-[...], sem staðfestur hafi verið með dómi Hæstaréttar í málinu nr. [...].Héraðsdómur Reykjaness hafi talið bæði skilyrði a- og c- liðar 1. mgr. 95. gr.laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 uppfyllt, en í dómi Hæstaréttar sé ekkitekin bein afstaða til c-liðar, heldur er látið nægja að vísa til a-liðar tilrökstuðnings á staðfestingu hins kærða úrskurðar. Ummálavexti segir að snemma í morgun hafi lögreglu borist tilkynning fráneyðarlínu um ætlað kynferðisbrot í íbúð að [...] í [...]. Á vettvangi hafi lögregla hitt fyrir brotaþola, A sem hafi vísað ákærða, X, þar sem hann hafi legið í sófa í stofu. Hafi komið fram hjá brotþolaað kærði hefði beitt hana miklu ofbeldi um nóttina. Hafi brotþoli og kærði bæðiverið með sýnilega áverka og á vettvangi hafi verið greinilega ummerki um átök.Hafi kærði verið handtekinn en brotþoli verið flutt á neyðarmóttökuLandsspítalans. Kærði sé fyrrum sambýlismaður brotþola og eigi þau tvö börnsaman. Á vettvangi og síðar við skýrslutökur álögreglustöð hafi brotþoli lýst atburðum svo að um kl. 5:00 í nótt hafi kærðikomið óumbeðinn að heimili hennar ásamt félaga sínum sem brotþoli hafi ekkivitað deili á. Brotþoli hafi verið komin á náttföt og hafi sagst ætla í rúmið.Skömmu síðar hafi kærði og félagi hans komið inn í herbergi og upp í rúm tilhennar. Hafi þeir verið á nærbuxunum einum fata. Hafi kærði beðið um aðbrotþoli svæfi hjá þeim báðum en því hafi brotþoli neitað og sagt þeim að farasem þeir hafi gert. Skömmu síðar hafi kærði komið aftur og þá beðið um gistingusem brotaþoli hafi leyft en kærði hafi átt að gista í sófanum. Hann hafi síðarkomið inn í svefnherbergi hennar og viljað hafa samfarir en hún hafi tjáð honumað það væri ekki í boði. Í framhaldi hafi kærði veist að brotþola og haft viðhana samfarir án hennar vilja. Taldi brotaþoli atlögu kærða hafa staðið í yfirtvo klukkutíma en á þessum tíma hafi kærði ítrekað nauðgað brotþola, barið hanaog hótað henni. Hafi hann þannig haft við hana samfarir um munn, í leggöng og íendaþarm. Hafi brotþoli lýst því að kærði hafi hótað henni með hníf og meðalannars borið hníf að hálsi hennar á meðan hann hafi haft samfarir við hana.Hafi hún hlotið skurð á höku eftir hnífinn. Þá hafi brotþoli sagt að sér værisvo heitt en kærði hafi meinað henni að opna glugga en leyft henni að fara ísturtu. Hann hafi svo nauðgað henni í sturtunni og skellt henni á vegg þar.Brotþoli hafi jafnframt lýst því að hún hefði á einhverjum tímapunkti íatburðarrásinni reynt að komast að útidyrahurð til að kalla á hjálp en kærðihafi náð henni, haldið henni niðri og tekið hana kverktaki þar til hún hafimisst meðvitund. Einnig hafi komið fram hjá brotþola að kærði hafi ítrekaðhótað henni lífláti og jafnvel talað um að taka eigið líf um leið. Kveðstbrotþoli hafa óttast mjög um líf sitt og talið að kærði ætlaði sér virkilega aðdrepa hana. Kvaðst brotþoli hafa reynt að ná til kærða með því að ræða við hannum börn þeirra en hún hafi ekkert náð til hans, hann hafi virst brjálaður.Kærði hafi á einum tímapunkti brotnað niður og farið að gráta og boðið henni aðhringja á lögreglu. Hafi hann rétt henni síma sinn til þess en tekið hann afturþegar brotaþoli hafi reynt að hringja. Þá hafi hann veitt sjálfum sér áverka áháls með hnífnum. Eftir þetta hafi ekki verið meira ofbeldi en brotaþoli hafiþó verið of hrædd til að reyna að komast burtu. Brotþoli kvaðst að lokum hafakomist í símann sinn og sent skilboð í 112 og beðið um hjálp. Þegar ekkert hafigerst hafi hún sent vinkonu sinni skilboð með Snapchat en sú hafi þá hringt íneyðarlínuna. Þá segir í greinargerðinni að samkvæmt skýrslu umréttarlæknisfræðilega skoðun, sem gerð hafi verið á Landspítalanum fyrr í dag,séu áverkar á brotaþola í samræmi við frásögn hennar af atburðum. Sé niðurstaðalæknis sú að brotþoli sé með útbreidd verksummerki um ofbeldi um allan líkama.Meðal annars skurð vinstra megin á höku sem hafi þurft að sauma og talsverthafi blætt úr, eymsli og bólgu á báðum kinnbeinum, talsverðar blæðingar umslímhúð beggja augna og mikinn roða og rispur framanvert á hálsi. Um allanlíkamann séu roðablettir og línur, mar og rispur ásamt þreifieymslum víða. Þáséu sár á báðum olnbogum og báðum hnjám. Í skýrslunni segir að þessir áverkar komiheim og saman við mikið ofbeldi og áverki á hálsi passi við þá sögu að brotþolihafi verið tekin hálstaki svo að legið hafi við kyrkingu. Þetta styðji einnigblæðingar undir slímhúð beggja augna. Þá hafi brotþoli kvartað undan því að húnheyrði minna með vinstra eyra en í síðari skoðun á bráðamóttöku hafi komið íljós að hún var með sprungna hljóðhimnu. Þá hafi jafnframt komið fram íniðurstöðu læknis að við skoðun á kynfærum hefðu komið fram áverkar á kynfærum,þ.e. sprungur í húð á svæði frá endaþarmi og alveg fram í spöng, sem ekki kæmuvið venjulegt kynlíf. Við skoðunlögreglu á vettvangi hafi mátt sjá blóðslettur víða um íbúð brotþola. Meðalannars blóð á gólfi inngangs. Þá hafi fundist hnífur með blóði í vaskibaðherbergis. Viðskoðun lögreglu á vettvangi hafi mátt sjá blóðslettur víða um íbúð brotþola,m.a. í forstofu, á gangi við barnaherbergi, stofu og svefnherbergi. Blóð hafieinnig fundist við sófa en kærði hafi setið þar þegar lögregla kom að. Þá hafifundist hnífur með blóði í vaski baðherbergis. Muni hnífurinn vera nokkuðbeittur. Inni á baðherbergi hafi allt verið á floti og augljóst að sturtanhafði verið í gangi. Í sturtuklefanum hafi fundist hár á vegg, síð hár. Var þaðmat rannsóknarlögreglumanns á vettvangi að þessi hár væru nýkomin á vegginn þvíþau hefðu skolast niður næst þegar skrúfað væri frá vatninu. Á gólfi ísvefnherbergi hafi fundist töluvert af hári. Ennfremur segir að kærði neiti sök. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðsthann hafa komið á heimili brotaþola ásamt félaga sínum B. Þeir hafi lagst írúmið hjá brotaþola en það hafi einungis verið í gríni. Eftir smá stund hafi Bfarið en brotaþoli hafi samþykkt að leyfa honum að gista. Þau hafi verið aðkúra og kyssast og svo hafi þau byrjað að hafa samfarir. Kærði sagði brotaþolavilja hafa samfarir harkalegar og biðji hann um að slá sig utan undir og rífa íhárið sér og líka taka utan um hálsinn á sér. Sagðist kærði halda utan umhálsinn á henni í stutta stund í hvert skipti sem hann geri það. Hann hafi ekkihaldið þannig að væri óþægilegt, þannig að hún væri að fara missa andann, þettahafi bara verið í örfáar sekúndur. Samfarirnar hafi staðið yfir í um 15 til 20mínútur, eftir það hafi þau farið í sturtu. Eftir það hafi kærði fengiðSnapchat skilaboð frá stelpu sem brotaþoli hafi séð. Við það hafi brotþolimisst stjórn á skapi sínu, sótt hníf og hótað kærða. Hafi hún veitt honumáverka á hálsi. Hann hafi verið undrandi ogspurt hana hvað hún væri að hugsa. Þá hafi hún sýnt honum fram á aðþetta væri ekki hættulegur hnífur og hafi hún við það óvart veitt sjálfri séráverka á höku. Um áverka að öðru leyti kvaðst hann vita til þess að hún hafilent í slagsmálum niðri í bæ á síðasta fylleríinu sínu. Aðspurður kvaðst hannekki hafa séð áverka á brotaþola umrætt sinn. Neitaði hann því aðspurður aðhafa skorið hár af brotaþola. Aðspurður um hár sem fannst á vettvangi lýstihann því að brotaþoli færi mikið úr hárum. Kærði hafi aftur verið yfirheyrðurþann 27. júlí sl. Ítarlega spurður um áverka á brotaþola hafi kærði kannast við að blæðing undir slímhúð auga og roði áhálsi gætu verið áverkar eftir kynlíf þeirra. Varðandi áverka að öðru leytikvaðst hann ýmist ekki vita hvernig þeir væru tilkomnir eða taldi hana hafaveitt sér þá sjálf eða meitt sig við ýmis tækifæri. Íupplýsingaskýrslu um samtal lögreglu við C sé haft eftir henni að hún hafiverið í facebooksamskiptum við brotaþola um kl. hálf sex á sunnudagsmorgninumþann 24. júlí sl. Samskiptin liggja fyrir í gögnum málsins. Síðar hafi húnfengið skilaboð frá brotaþola um að hringja í lögreglu. Einnig hafi hún fengiðsnapchat frá brotaþola um að hringja strax í lögreglu vegna nauðgunar og tilraunartil manndráps. C kvaðst þá strax hafa hringt í lögreglu. B hafi því ískýrslutöku hjá lögreglu að kærði hafi hringt í brotaþola og spurt hvort þeirgætu komið heim til hennar. Hann hafi ekki heyrt svar hennar en kærði tjáðhonum að hún hefði svarað játandi. Einnig hafi kærði sagt honum að þeir myndubáðir fá að ríða henni því hún væri til í allt og væri svo gröð. Er þeir hafikomið að heimili hennar hafi þau farið öll upp í rúm. Brotaþoli og kærði hafifarið að kyssast og kærði suðað í henni um að þau myndu öll fara í „threesome“þar sem hann ætti afmæli. Lýsti B því í skýrslutökunni að hann hafi áttað sig áþví að það væri alls ekki að fara gerast. Þau hafi svo farið fram í stofu,brotaþoli hafi kysst kærða í sófanum en svo staðið upp og sagt þeim að fara í burtu.Hafi B skynjað það að hann og kærði væru ekki lengur velkomnir þarna. Hafi þeirfarið út. Frammi á stigagangi hafi kærði rétt honum bíllykla sína og sagt honumað fara. Kærði hafi svo sjálfur farið inn í íbúðina. B lýsti því aðspurður aðhann hafi ekki séð neina áverka á brotaþola er þau lögðust upp í rúm. Aðspurðurlýsti hann því að þeir kærði hafi verið að skemmta sér aðfaranótt sunnudagsins24. júlí sl., en verið komnir heim til hans um kl. 05:30. Taldi hann að þeirhafi verið heima hjá honum í u.þ.b. hálftíma en síðan farið heim til brotaþola.Þásegir að kærði hafi neitað sök í yfirheyrslum hjá lögreglu, en kannist við aðhafa haft kynmök við brotaþola með hennar samþykki og að kynlíf þeirra séharkalegt að hennar beiðni. Í fyrri yfirheyrslu hjá lögreglu hafi hann kannastvið að hafa tekið um háls brotaþola, hún hafi viljað það, en það varað stuttastund. Þetta hafi ekki valdið óþægindum þannig að hún væri að fara að missaandann. Aðmati lögreglu stangast framburður kærða í verulegum atriðum við önnur gögnmálsins. Framburður brotaþola hjá lögreglu sé í öllum meginatriðum í samræmivið það sem haft er eftir henni í skýrslu læknis á neyðarmóttöku umréttarlæknisfræðilega skoðun. Í vottorðinu komi fram að hún sé með útbreiddverksummerki um ofbeldi um allan líkama sem sé í samræmi við frásögn hennar afatburðum, að áverkar hennar komi heim og saman við mikið ofbeldi. Áverkar áandliti, m.a. 4 cm stór skurður á höku, komi heim og saman við átök og aðhnífur hafi komið við sögu. Áverki á hálsi passi við þá sögu að brotþoli hafiverið tekin hálstaki svo að legið hafi við kyrkingu. Þetta styðji einnigblæðingar undir slímhúð beggja augna. Þá hafi verið áverkar á kynfærum sem komiekki við venjulegt kynlíf. Sé tekið fram að brotaþoli hafi greinilega verið ílosti. Hún hafi tjáð þeim að hún hafi dottið út. Einnig sé að finna í gögnummálsins facebook skilaboð frá brotaþola til vinkonu sinnar, C, þar sem húnbiðji hana kl. 07:48 um að hringja strax í lögreglu, X hafi nauðgað henni ogreynt að drepa hana, hann væri að sofna í sófanum að hún telji, en hún þoriekki að hlaupa út í bíl af ótta við að hann elti hana. Er lögregla hafi komið ávettvang hafi kærði verið í sófanum. Á vettvangi hafi verið ummerki um átök,blóðslettur um íbúðina og blóðugur hnífur í vaski inni á baði. Samkvæmtframburði vitnisins B hafi ekki verið sjáanlegir áverkar á brotaþola er hannhafi yfirgefið íbúðina fyrr um morguninn. Þá hafi B lýst því að brotaþoli hafivísað honum og kærða út úr íbúðinni, þeir farið út, en kærði farið aftur inn.Með hliðsjón af rannsóknargögnum málsins þyki vera, að mati lögreglu, sterkurgrunur um að kærði hafi gerst sekur um verknað sem að lögum geti varðað 10 árafangelsi, þ.e. brot gagnvart 1. mgr. 194. gr., 211. gr., sbr. 20. gr., 2. mgr.218. gr. og 226. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Varðandi skilyrðið umsterkan grun vísar lögreglustjóri til dóms Hæstaréttar í málinu nr. [...]. Þásé verknaðurinn, að mati lögreglustjóra, þess eðlis að ætla megi að varðhald sénauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Sé einnig talið að til þess verðiað líta að kærði hafi hlotið þann [...] fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómfyrir tvær líkamsárásir gagnvart brotaþola, sjá til hliðsjónar varðandi þettamat dóm Hæstaréttar í málinu nr. [...]. Segirí greinargerðinni að lögregla telji jafnframt fyrir hendi rökstuddan grun um aðkærði hafi rofið í verulegum atriði skilyrði sem honum hafi verið sett ískilorðsbundnum dómi en samkvæmt upplýsingum úr málaskrá lögreglu sé kærði áskilorði vegna dóms sem hann hafi hlotið í Héraðsdómi Reykjaness í [...] ímálinu S-[...] vegna tveggja líkamsárása gegn sama brotaþola og í máli þessu.Sé í þessu sambandi vísað til dóms Hæstaréttar í málinu nr. [...] . Með vísantil framangreinds, framlagðra gagna og c.-liðar 1. mgr. 95. gr. og 2. mgr. 95.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamálamála sé þess krafist að krafan nái framað ganga. Kærðimótmælir kröfunni og krefst þess að henni verið hafnað, til vara að honum verði gert að halda sig áákveðnu svæði og til þrautavara að henni verði markaður skemmri tími. Einsog rakið er að framan ber mikið í milli í málavaxtalýsingu aðila. Með vísan tilalls framanritaðs er fallist á það með lögreglustjóra að fyrir hendi sérökstuddur grunur um að kærði hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsinger lögð við. Þá liggur fyrir, verði kæri fundinn sekur, að hann hafi rofiðskilorð dóms nr. S-[...] eins og að framan er rakið en samkvæmt þeim dómi hlautkærði fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm til þriggja ára fyrirlíkamsárás gegn sama brotaþola. Eins og máli þessu er háttað telur dómurinnskilyrði c-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. nr. 88/2008 um meðferð sakamálamálauppfyllt. Erfallist á kröfu lögreglustjóra um aðákærði sæti gæsluvarðhaldi eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurð þennan kveður upp ÁstríðurGrímsdóttir héraðsdómari.Úrskurðarorð:Kærði,X, sæti gæsluvarðhaldi til föstudagsins 26. ágúst nk. kl. 16:00.
|
Mál nr. 143/2017
|
Kærumál Lögræðissvipting Aðildarskortur
|
Með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var hafnað kröfu B um að A skyldi sviptur lögræði þar sem B var ekki bær til að bera fram kröfuna, sbr. d. lið 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga nr. 71/1997.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir EiríkurTómasson og Karl Axelsson og Þorgeir Ingi Njálsson settur hæstaréttardómari.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 24. febrúar 2017, en kærumálsgögn bárust réttinum 9. mars sama ár. Kærðurer úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 2017, þar sem sóknaraðili varsviptur lögræði í tvö ár. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr.71/1997. Sóknaraðili krefst þess að „hinnkærði úrskurður verði felldur úr gildi og máli þessu vísað frá dómi“. Þá krefsthann kærumálskostnaðar.Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar og kærumálskostnaðar.Kröfugerð sína fyrir Hæstarétti reisirsóknaraðili meðal annars á því að varnaraðili geti ekki átt aðild að kröfu umlögræðissviptingu hans. Aðildsína að málinu byggir varnaraðili á d. lið 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga, ensamkvæmt ákvæðinu getur félagsþjónusta sveitarfélags eða samsvarandi fulltrúisveitarstjórnar á dvalarstað þess sem krafa beinist að verið sóknaraðililögræðissviptingarmáls í héraði. Fyrir liggur að sóknaraðili er með skráðlögheimili á B en fastan dvalarstað á öryggisgeðdeild Landspítalans íReykjavík. Með vísan til þessa og hins afdráttarlausa orðalags umrædds ákvæðislögræðislaga var varnaraðili ekki bær til þess að bera fram kröfu umlögræðissviptingu sóknaraðila og verður henni því hafnað á grundvellimeginreglu 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr.10. gr. lögræðislaga.Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnaðverður staðfest. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislagagreiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila og skipaðs talsmannsvarnaraðila, sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og ídómsorði greinir.Í málinu liggja fyrir vottorð E og Cgeðlækna um heilsuhagi sóknaraðila. Það athugast að héraðsdómara hefði veriðrétt, samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 11. gr. lögræðislaga, að kveðja læknanafyrir dóm til staðfestingar á vottorðunum.Dómsorð:Hafnað er kröfu varnaraðila, B, um að sóknaraðili, A, skuli svipturlögræði.Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað er staðfest.Þóknun verjanda sóknaraðila, Stefáns Karls Kristjánssonarhæstaréttarlögmanns, og talsmanns varnaraðila, Hjalta Brynjars Árnasonarhéraðsdómslögmanns, fyrir Hæstarétti, 148.800 krónur til hvors þeirra, greiðistúr ríkissjóði.Úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur 23. febrúar 2017. Meðkröfu, sem barst dóminum 20. febrúar sl., hefur sóknaraðili, B, krafist þess aðvarnaraðili, A, kt. [...], með lögheimili að [...], B, en fastan dvalarstað áÖryggisgeðdeild Landspítalans að Kleppi, verði með vísan til a- og b-liða 4. gr. og 1. mgr. 5. gr.lögræðislaga nr. 71/1997, sviptur sjálfræði og fjárræði í 5 ár. Af hálfuvarnaraðila er þess krafist að kröfunni verði hafnað en til vara að sviptingunniverði markaður skemmri tími og að fjárræðissviptingu verði hafnað. Beiðnisóknaraðila fylgdi læknisvottorð frá C geðlækni dags. 18. febrúar sl. þar semsjúkrasaga varnaraðila er rakin. Framkemur í gögnum málsins að varnaraðili hafi átt við geðræn vandamál að stríðafrá barnæsku og hafi verið nánast samfleytt á opinberum stofnunum frá árinu2009. Varnaraðili hafi verið greindurmeð geðklofa, alvarlegar persónuleikaraskanir með andfélagslegum þáttum ogofsóknaræði auk þess að glíma við mikinn fíkniefnavanda. Varnaraðili eigi það til að sýnaofbeldisfulla hegðun og hafi oft komist í kast við lögin vegna ofbeldis- ogfíkniefnabrota. Þann 4. maí 2012 hafivarnaraðili verið sakfelldur fyrir brennu og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Varnaraðili hafi nokkrum sinnum verið sviptursjálfræði, síðast til tveggja ára frá 8. desember 2014, en að þeirri sviptingulokinni hafi hann dvalið áfram á Öryggisgeðdeild Landspítala Íslands, en hanneigi ekki í önnur hús að vernda. Telursóknaraðili að sjálfræðissviptingin hafi ekki borið tilætlaðan árangur, envarnaraðili hafi verið ósamvinnuþýður og hafi aðsóknarkenndar ranghugmyndir umstarfsfólk geðdeildarinnar. Ákveðin varnauðungarvistun varnaraðila til þriggja vikna þann 31. janúar sl. Hún rann því út þann 20. þessa mánaðar, enþann dag var mál þetta þingfest. Sóknaraðilisegir að læknar telji nauðsynlegt að varnaraðili fái áframhaldandi meðferð,ella væri lífi hans og heilsu hætta búin.Hann sé ófær um að hugsa um sjálfan sig.Sjúkdómsinnsæi sé nánast ekkert og hann hafi ekki vilja til að takast ávið vandamál sín. Þá telji læknarnir íljósi lítils árangurs af fyrri lögræðissviptingu að nauðsynlegt sé að sviptingverði ákveðin til fimm ára. Aðildsína að kröfunni skýrir sóknaraðili með því að varnaraðili eigi lögheimili á B. Því sé sóknaraðila skylt að veita honumnauðsynlega aðstoð, sbr. lög nr. 40/1991, einkum XI. kafla. Sóknaraðilisegir sviptingu fjárræðis og sjálfræðis nauðsynlega til að halda megi meðferðáfram í því skyni að varnaraðili nái hugsanlega meiri bata. Varnaraðili eigi við geðsjúkdóm og fíknivandaað stríða og sé af þeim sökum ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum íbráð, sbr. a-og b-lið 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Dgeðlæknir hefur annast varnaraðila. Cgeðlæknir ritaði vottorð að beiðni sóknaraðila til framlagningar ídóminum. Þar segir að varnaraðili hafisnemma hafi neyslu áfengis og síðan annarra vímuefna. Hann hafi verið inn og út af stofnunum,geðdeildum fangelsum og meðferðarheimilum frá unga aldri. Gríðarlegur neysluvandi hafi gert hannveikari og hamlað þroska. Íniðurstöðukafla vottorðsins segir: „Undirrituð finnur ekki merkiþess að A sé með virkan geðrofssjúkdóm í dag, en þó er vissulega stutt íaðsóknarhugmyndir gagnvart fólki. Þaðeru til staðar ákveðin neikvæð einkenni með frumkvæðisleysi til daglegraathafna og hirðuleysi. Hann getur ekkitekist á við daginn án mikils stuðnings frá starfsfólki. A skortir dómgreind og innsæi í vandann. Hann viðurkennir ekki ekki að hann hjálp eðasér sig veikan. Þá eru til staðar merkium alvarlega persónuleikaröskun sem jafna má við alvarlegan geðsjúkdóm. Það er stutt í ofbeldishugsanir út í fólk ogmörg atvik hafa gerst. A upplifir aðfólki sé ekki treystandi og getur túlkað sakleysisleg atvik sem aðför að sér,sem kallar síðan á ofbeldi. Hann sýnirenga eftirsjá eftir slík atvik, eða hefur verið hægt að vinna með þau íviðtölum. Að mati undirritaðrar getur Aekki borið ábyrgð á sjálfum sér, hvorki séð um sína persónulegu hagi eða fé ogþarf að vistast áfram á geðdeild, þar til viðeigandi úrræði finnst fyrir hannutand deildar. Mælt er með að A verðisviptur lögræði í 5 ár.“ Varnaraðilikom fyrir dóminn. Hann mótmælti kröfusóknaraðila. Verjandivarnaraðila benti á að ekki væri sýnt fram á nauðsyn svo langrar sviptingar ogalls ekki sýnt fram á nauðsyn fjárræðissviptingar. Hann benti á að B væri ekki réttur aðili aðmálinu, en varnaraðili ætti fastan dvalarstað í Reykjavík. Niðurstaða Samkvæmtgögnum málsins á varnaraðili skráð lögheimili á B. Hann hefur dvalið langdvölum á sjúkrahúsi íReykjavík. Þrátt fyrir þá dvöl er réttað skrá lögheimili hans á B, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1990. Sóknaraðili er því réttur aðili málsins, sbr.d-lið 2. mgr. 7. gr. laga nr. 71/1997. Að framaner rakið stuttlega vottorð geðlæknis sem segir að varnaraðili glími viðgeðsjúkdóm og alvarlegan fíkniefnavanda, sem þarfnist meðhöndlunar. Þá segir skýrt að varnaraðili sé ófær um aðráða persónulegum högum sínum og fjármunum.Brýnt er að varnaraðila verði veitt nauðsynleg læknismeðferð og er sýntfram á að svipta verður hann sjálfræði til að það verði tryggt. Samkvæmtframansögðu verður fallist á að svipta skuli varnaraðila sjálfræði og fjárræðisamkvæmt a-lið 2. mgr. 4. gr. laga nr. 71/1997, sbr. 1. gr. laga nr.84/2015. Ekki erskýrt hvers vegna læknar telji að sviptingartími þurfi að vera fimm ár. Því er ekki haldið fram að vonlítið sé umbata, þótt augljóst sé að verkefni læknanna er erfitt. Hefði þurft að rökstyðja sérstaklega kröfu umsviptingu í svo langan tíma, en fimm ár er hámarkið samkvæmt lögunum. Er að þessu virtu rétt að sviptingin standi ítvö ár. Málskostnaðurbeggja málsaðila greiðist úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr.71/1997. Ákveðst þóknun lögmannssóknaraðila 150.000 krónur, en þóknun lögmanns varnaraðila, 120.000krónur. Í báðum tilvikum er tekið tillittil virðisaukaskatts. JónFinnbjörnsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r or ð Varnaraðili,A, er sviptur fjárræði og sjálfræði í tvö ár frá uppkvaðningu úrskurðar þessaað telja. Þóknunlögmanns sóknaraðila, 150.000 krónur, og lögmanns varnaraðila, 120.000 krónur,greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 770/2012
|
Ávana- og fíkniefni Hæfi dómara
|
A og F voru sakfelldur fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa lagt á ráðin um og staðið saman að innflutningi á samtals 187 g af kókaíni, til Íslands frá Portúgal. Var refsing A ákveðin fangelsi í 8 mánuði og refsing F fangelsi í 9 mánuði. Þá voru fíkniefnin gerð upptæk.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 20. desember 2012 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Ákærðu krefjast aðallega ómerkingar hins áfrýjaða dóms, til vara sýknu, en að því frágengnu að refsing verði milduð og hún bundin skilorði. Eftir að aðalmeðferð málsins hófst í héraði var henni frestað með úrskurði 22. október 2012 sökum þess að fram hefðu komið upplýsingar við skýrslutöku fyrir dómi sem gætu leitt til útgáfu framhaldsákæru. Þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar sem felldi hann úr gildi með dómi 26. sama mánaðar í máli nr. 655/2012. Ákærðu benda á að málinu hafi verið frestað gegn andmælum þeirra og með þeirri málsmeðferð hafi verið brotið gegn rétti þeirra. Af þeim sökum hafi þeir héraðsdómarar sem fóru með málið orðið vanhæfir til að dæma það, sbr. g. lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í nefndum úrskurði héraðsdóms fólst engin slík afstaða til sakarefnisins að valdið gæti vanhæfi dómara. Kröfu um ómerkingu hins áfrýjaða dóms af þeirri ástæðu er því hafnað. Ákærði Armando reisir kröfu sína um ómerkingu héraðsdóms jafnframt á því að einn þriggja dómara málsins hafi gert honum að sæta gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar málins og annar úrskurðað hann í farbann. Hafi þessir dómarar því verið vanhæfir til að fara með málið þar sem óhlutdrægni þeirra verði dregin í efa. Úrskurðir héraðsdómara á rannsóknarstigi valda almennt ekki vanhæfi hans til að leysa efnislega úr máli sakbornings nema fallist hafi verið á gæsluvarðhald samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Að virtum þessum úrskurðum verður ekki fallist á með ákærða að ástæða sé til að draga hæfi umæddra dómara með réttu í efa. Kröfu um ómerkingu af þessum sökum er því einnig hafnað. Samkvæmt því sem greinir í hinum áfrýjaða dómi verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærðu, refsingu þeirra, upptöku fíkniefna og sakarkostnað. Ákærðu verður gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna fyrir Hæstarétti sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Einnig verður þeim gert að greiða óskipt annan áfrýjunarkostnað. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Armando Filipe Miranda Félix, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 376.500 krónur. Ákærði, Fernando Jorge T. Ducamp, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Magnúsar Björns Brynjólfssonar hæstaréttarlögmanns, 376.500 krónur. Ákærðu greiði óskipt annan áfrýjunarkostnað, 48.617 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness fimmtudaginn 13. desember 2012. Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þann 26. nóvember 2012, er höfðað með ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum útgefinni 9. júlí 2012 á hendur Armando Filipe Miranda Félix, kt. [...], [...], [...], FernandoJorge T. Ducamp, kt. [...], [...], [...], og Z, kt. [...], [...], [...], Gegn ákærðu öllum, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, föstudaginn 6. apríl 2012, lagt á ráðin um og staðið saman að innflutningi á samtals187 g af kókaíni, sem hefur 32% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin sem unnt er að framleiða um 280 g af kókaíni úr miðað við 21,4% styrkleika, fluttu ákærðu frá Porto í Portúgal, til London og þaðan til Keflavíkurflugvallar, svo sem nánar er rakið í 1.-3. tölulið: 1. Ákærði Fernando lagði á ráðin skömmu áður um innflutning fíkniefnanna, þar með talið fjármögnun, skipulagningu og ferðatilhögun meðákærðu Armandos og Z. 2. Ákærði Armando fór til London ásamt meðákærða Z þriðjudaginn 3. apríl 2012, samkvæmt fyrirmælum meðákærða Fernandos, þar sem þeir nálguðust peninga sem þeir notuðu til uppihalds meðan á ferðinni stóð, til að greiða fyrir hótelgistingu í Porto og til að greiða fyrir fíkniefnin sem ákærði Armando fékk afhent í Porto. Fíkniefnin afhenti ákærði Armando meðákærða Z á hótelherbergi í Porto þar sem þeir komu þeim fyrir í Nivea-krembrúsa í því skyni að þau yrðu flutt til Íslands. 3. Ákærði Z fór til London og þaðan til Porto með meðákærða Armando í því skyni að taka á móti og flytja fíkniefnin til landsins. Hann tók við fíkniefnunum á hótelherbergi í Porto og kom þeim fyrir í Nivea-krembrúsa ásamt meðákærða Armando. Fíkniefnin setti ákærði Z síðan í farangur sinn þar sem tollverðir fundu þau við komu hans til Keflavíkurflugvallar föstudaginn 6. apríl 2012. Telst háttsemi þessi varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002 og auglýsingu nr. 232/2001. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og að gerð verði upptæk framangreind 187 g af kókaíni, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglug. nr. 233/2001, sbr. reglug. nr. 848/2002. Ákærði ArmandoFilipe, sem játaði sök við yfirheyrslur hjá lögreglu, dró þá játningu til baka fyrir dómi og krafðist sýknu. Ákærði FernandoJorge hefur staðfastlega neitað sök og krafist sýknu. Ákærði Z hefur viðurkennt fyrir dómi og hjá lögreglu að vera sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru að öðru leyti en því að hann kannast ekki við að hafa skipulagt innflutninginn eða unnið hann í samverknaði með hinum. I. Upphaf máls þessa bar að með þeim hætti að þann 6. apríl 2012 var lögregla kvödd til vegna ákærða Z sem tollgæslumenn höfðu stöðvað við komu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Var Z að koma með flugi frá Lundúnum og lék grunur á að hann væri með fíkniefni falin í sjampóbrúsa sem hann var með í fórum sínum við komuna til landsins. Við rannsókn tæknideildar kom í ljós að þessi grunur var á rökum reistur. Við rannsókn reyndist, samkvæmt matsgerð Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, vera um að ræða 187 g af 32% sterku kókaíni. Við skoðun á farangri annars farþega með sömu vél, ákærða Armando Filipe, fannst kvittun fyrir hótel í Portúgal á nafni Z. Voru þeir báðir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar sem þeir voru í einangrun allt til 20. apríl 2012. II. Framburður ákærðu. Framburður Z. Ákærði Z kvaðst vitna til skýrslna sem hann hefur gefið hjá lögreglu vegna málsins og ítrekaði að hann gæti ekki bent á neinn vegna þess að hann þyrði það ekki. Sagði hann að ónafngreindir menn hefðu komið að máli við hann og beðið hann að fara í þessa ferð, sem honum var í upphafi sagt að ætti að vera til Spánar, en þegar hann var kominn upp á flugvöll reyndist förinni heitið til Portúgal. Kvaðst Z ekki hafa verið beittur neinum þvingunum til þess að fara í þessa ferð sem lagt var upp í þann 3. apríl sl. Sagði ákærði að tveir menn hefðu sótt hann heim til sín um kl. 05.30; hann hafi setið einn í aftursæti bifreiðarinnar á leiðinni suður á Keflavíkurflugvöll. Kvaðst ákærði sama sem ekkert hafa talað á leiðinni við þá sem í bílnum voru með honum, enda sé tungumálakunnátta hans mjög léleg og hann geti ekki gert sig skiljanlegan á ensku, en tvímenningarnir sem með honum voru og báðir voru útlendingar hefðu talað saman alla leiðina og báðir verið vakandi. Sagði ákærði að honum hafi verið ljóst að hann væri að fara þessa ferð til þess að sækja fíkniefni. Aðspurður hafnaði Z því, sem haft er eftir ákærða Armando, að honum hafi verið sagt í bílnum að hann ætti að gleypa fíkniefnin, heldur hafi það verið sagt við hann þegar hann var beðinn að fara í þessa ferð. Þá hafi hann strax látið í ljós efasemdir um að hann gæti gleypt þau vegna þess að honum hætti til að fá klígju. Sagði Z að hann hafi átt að fara á hótel þegar komið væri á leiðarenda og bíða þess þar að fá fíkniefnin afhent, en flugmiðann hafi hann fengið afhentan á Keflavíkurflugvelli og að það hafi verið sá sem fór með honum út sem afhenti honum hann. Sagði Z að sá sem bað hann að fara hafi komið til hans daginn áður og sagt að hann þyrfti að fá kortið hans til þess að kaupa farmiða. Hann kvaðst hafa látið þennan aðila fá kortið en skömmu eftir að hann var farinn með kortið hafi hann hringt og sagt að kortið hafi verið tekið af þeim en meiningin hafi verið að þeir legðu inn á kortið og borguðu síðan með því miðann. Sagðist Z hafa átt 30.000 krónur inni á kortinu, en eftir að hann hafði sótt kortið í bankann þá hafi það reynst vera tómt þegar hann ætlaði að nota það erlendis. Sagðist Z muna eftir því að maðurinn sem bað hann að fara hafi hringt til hans kvöldið áður en farið var og sagt honum hvenær hann yrði sóttur. Þessi aðili hafi verið íslenskur, enda tali hann sjálfur ekki önnur tungumál en íslensku þótt hann skilji örlítið í ensku. Sagði ákærði að sá sem fór með honum út hafi aðstoðað hann við að bóka sig inn á flugvellinum, en sá tali smávegis íslensku. Þegar komið var til Lundúna hafi fylgdarmaður hans horfið á braut um stund og síðan komið til baka með ferðatösku fulla af peningum, sem hann hafi náð í einhvers staðar á flugvellinum, og afhenti honum hluta af peningunum. Hann sagðist ekki vita hversu mikla peninga hann fékk í hendur en það hafi verið miklir peningar. Sagði ákærði að fylgdarmaður hans hafi séð um að innrita þá í áframhaldandi flug til Portúgal en hvernig flugmiðarnir voru fengnir eða hvenær muni hann ekki og ber hann því við að minni hans hafi verið slæmt vegna þess að hann hafi verið á fylleríi dagana áður. Þegar til Portúgal var komið hafi fylgdarmaður hans náð í bíl og keyrt hann beint á hótel og séð um að skrá hann inn á hótelið. Þegar ákærði var kominn upp á hótelherbergið lét hann fylgdarmanninn fá peningana aftur og lét fylgdarmaðurinn hann aftur hafa peninga svo hann gæti fengið sér mat og bjór, en það hafi verið skorið við nögl. Sagði ákærði að fylgdarmann sinn hefði hann ekkert hitt fyrr en hann kom með fíkniefnin til hans á hótelið um klukkan 02 um nóttina áður en þeir fóru aftur til Íslands þann 6. apríl. Þegar í ljós kom að ákærði gat ekki gleypt efnin hafi fylgdarmaðurinn hringt í einhvern tvívegis og hélt ákærði að þær samræður hafi farið fram á portúgölsku. Eftir þetta hafi fylgdarmaðurinn brugðið sér frá og komið til baka eftir hálfa til eina klukkustund og verið með brúsa sem hann tróð fíkniefnunum í. Ákærði sagði að hann hafi átt að fá 300.000 krónur fyrir að fara þessa ferð sem burðardýr en sá sem bað hann um að fara hafi vitað um bágan fjárhag hans. Tók ákærði fram að hann hafi ekki með neinum hætti komið að skipulagningu eða framkvæmd á flutningi fíkniefnanna og ekkert fé lagt fram utan áðurnefndra 30.000 króna, sem stolið var af kortinu hans, og fylgdarmanninn hafi hann aldrei séð áður. Kvaðst ákærði fyrst hafa hitt meðákærða Armando í bílnum sem þeir fóru á upp í Leifsstöð. Sagði ákærði að fylgdarmaður hans, meðákærði Armando, hefði sett fíkniefnin í sjampóbrúsa sem hann kom með og gengið frá honum í farangri ákærða en ákærði sjálfur hafi hvergi komið þar nærri. Framburður ArmandosFilipe Felix. Ákærði Armando sagðist hafa farið fljúgandi til Lundúna þann 3. apríl 2012 og þaðan til Portúgal og síðan heim aftur þann 6. sama mánaðar og með honum í för hafi verið Z. Segist ákærði Armando hafa hitt meðákærða Z sem hafi beðið hann að koma með sér til Portúgal. Aðspurður um það hvernig á því standi að hann hafi, þegar hann var í einangrun í gæsluvarðhaldi, ítrekað sagt að meðákærði Fernando hafi fengið hann til þess að fara í ferðina, svarar Armando því til að hann hafi verið hræddur og það hafi verið það fyrsta sem honum datt í hug að benda á Fernando. Segir ákærði Armando að eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi hafi enginn reynt að hafa áhrif á framburð hans. Kvaðst Armando hafa beðið meðákærða Fernando að kaupa fyrir sig flugmiða vegna þess að hann hafi ekki átt peninga á korti sínu sjálfur en hann muni ekki hvað miðinn hafi kostað. Hann hafi látið Fernando hafa peninga, sem meðákærði Z lét hann fá mánudaginn áður, til þess að nota til miðakaupanna. Peningana hafi hann fengið eftir lokun banka kl. 16.00 og þess vegna hafi hann ekki getað lagt inn á kortið sitt og borgað sjálfur. Hann hafi sjálfur verið viðstaddur þegar meðákærði Fernando keypti miðann og gaf allar upplýsingar þar að lútandi, eins og nafn og kennitölu farþegans en símanúmerið [...], sem meðákærði Fernando gaf þar upp, telur ákærði Armando að sé símanúmer meðákærða Fernandos, vinar síns. Sjálfur hafi hann alltaf haft símanúmerið [...]. Um morguninn 3. apríl hafi það verið hann sem ók bifreiðinni á flugvöllinn en meðákærði Fernando hafi farið með til þess að keyra bílinn til baka að beiðni sinni. Sagði ákærði Armando að meðákærði Fernando hafi verið hálfsofandi á leiðinni út á völl. Þegar komið var til Lundúna lét meðákærði Z hann hafa miða til þess að sækja töskuna sem í voru evrur sem þeir skiptu á milli sín að ósk Z. Kvaðst Armando hafa keypt fyrir peningana miða til Portúgal en þegar þangað var komið fóru þeir á tiltekið hótel, sem Z benti á, þar sem Armando sá um að skrá Z inn á, en Armando kvaðst hafa greitt fyrir hótelið með peningum úr töskunni. Kvaðst Armando síðan hafa látið Z fá afganginn. Sagðist Armando einu sinni hafa hitt Z á hótelherberginu eftir miðnætti áður en hann sótti hann í flugið heim. Kannast Armando ekki við að hafa látið Z hafa nein fíkniefni á hótelherberginu. Sagðist Armando ekki hafa verið í neinum símasamskiptum við Fernando umrædda nótt áður en hann flaug heim til Íslands en hann hafi hins vegar hringt í yfirmann sinn í vinnunni heima á Íslandi. Sagði Armando að hans hlutverk í umræddri ferð hafi verið að aðstoða Z við að sinna viðskiptaerindum í Portúgal að hans beiðni. Sagðist Armando hafa hitt Z niðri í bæ fyrir tilviljun og hafi hann boðið sér greiðslu fyrir flugmiða og eitthvað að auki fyrir að aðstoða hann í ferðinni. Sagði Armando að hann og Z hafi ekki komið sér saman um það fyrir fram hvað þeir ættu að segja við lögreglu kæmi til þess að þeir kæmust undir hennar hendur. Sagði Armando að Z hafi aldrei beðið hann um að taka fíkniefnin og hann viti ekkert um þau viðskipti sem fyrir dyrum stóðu hjá Z, enda hafi þau ekkert borið á góma. Sagði Armando að hann hefði verið hræddur við Z þegar hann var yfirheyrður hjá lögreglu og það sé skýring á breyttum framburði sínum nú frá þeim framburði sem hann gaf hjá lögreglu. Kvað Armando framburð sinn hjá lögreglu í meginatriðum rangan en hann hafi aldrei rætt um hann við meðákærða Z. Ákærði FernandoJorge segir að aðkoma hans að þessu máli sé ekki önnur en að hann hafi keypt flugmiða með korti fyrir Armando sem borgaði honum til baka með reiðufé. Hann kvaðst hafa kynnst Armando fyrir mörgum árum, en Z hafi hann aðeins séð þegar hann var hálfsofandi sjálfur í bílnum á leið suður á flugvöll. Fernando sagðist ekki hafa hringt í Z þegar þeir sóttu hann til þess að fara á flugvöllinn. Fernando kannast við að hafa sett sitt netfang á farmiða Armandos en getur ekki upplýst hver lét skrá símanúmerið [...] á farseðilinn. Borið var undir Fernando hvort hann hafi skrifað á skjal sem merkt er IV-2 bls. 6 í gögnum málsins. Sagði hann í fyrstu að hann hafi skrifað á það en þegar hann var spurður að því hvers vegna þar væru bókunarnúmer meðákærðu Armandos og Z sagði hann að hann hafi ekki skrifað allt sem þar stendur heldur aðeins bókunarnúmer Armandos. Ekki kannast Fernando við að hafa látið Armando hafa miða að geymsluskáp í Lundunum en segist hafa talað við hann tvisvar eða þrisvar á meðan hann var erlendis þrátt fyrir að hann hafi ekki vitað að Armando hafi verið í Portúgal, Fernando segir það ekki satt sem haft er eftir Armando hjá lögreglu þegar hann benti á að Fernando hefði beðið hann að fara í umrædda ferð til Portúgal. Armando hafi verið kominn í erfið mál og reynt að bjarga sér með því að benda á hann. Fernando vill ekki kannast við það sem haft er eftir honum hjá lögreglu þann 18. apríl um vitneskju sína um ferðir Armandos og símtöl sem hann átti við hann í Portúgal og í Lundúnum. Sagði Fernando að hann hefði verið svo syfjaður á leiðinni upp á Keflavíkurflugvöll að hann viti ekkert hvort Armando hafi verið hræddur við Z. Sagði Fernando að hann hafi spurt Armando hvers vegna hann hafi bendlað hann við þetta mál og hafi hann sagt að það væri af því að hann hefði verið í fangelsi. Sagðist Fernando ekki hafa spurt Armando hvers vegna hann hafi verið að keyra Z upp á Keflavíkurflugvöll, hvaða erindi hann hafi átt til útlanda og hvers vegna Armando væri að fara með honum. Bjarki Freyr Sigurðarson lögreglumaður sagðist hafa tekið við rannsókn þessa máls fljótlega eftir að það kom upp og yfirheyrt sakborninga, tveir voru handteknir í byrjun málsins og einn síðar. Sagði vitnið að tveir sakborninganna hefðu játað aðild sína að málinu en sá þriðji ekki. Sagði vitnið að það teldi engar líkur á því að ákærði Z hefði burði til þess að standa í svona máli sem skipuleggjandi, enda væri hann búinn að vera atvinnulaus og óreglusamur og ætti engan feril í svona málum, hins vegar gæti hann sem best tekið að sér að vera burðardýr. Sagði vitnið að við rannsókn á bankagögnum hafi komið í ljós að peningar hafi komið af korti ákærða Z til greiðslu á hluta verðs farmiða hans en ekkert fé frá honum komið til greiðslu fyrir aðra. Sagði vitnið að Armando hafi fljótlega sagt að Fernando hafi beðið hann að fara í þessa ferð og látið hann hafa farmiða og sagt að hann fengi ferðina að launum fyrir að aðstoða Z við að sækja fíkniefnin og túlka fyrir Z sem er mállaus á portúgölsku og tali litla sem enga ensku. Sagði vitnið að Armando hafi sagt að hann ætlaði að nota ferðina til þess að ná sáttum við [...] sína eða [...] og [...] en þau hafi átt í samskiptaerfiðleikum. Sagði vitnið að í síma [...] Fernandos hafi verið símanúmer sem voru merkt [...] og þar hafi númerið [...] verið merkt [...]. Sagði vitnið að Armando hafi upplýst, við skýrslutöku, að þegar upp kom, á hótelherberginu í Portúgal, að ákærði Z gæti ekki gleypt efnin þá hafi hann haft símasamband við Fernando, milli kl. 02 og 03 um nóttina, og talað um það hvað ætti að gera. Kannast vitnið ekki við að minnst hafi verið á það að Armando hafi haft samband við vinnuveitanda sinn þar um nóttina. Sagði vitnið að ákærðu Z og Armando hafi verið með nokkuð líkan framburð í yfirheyrslum en hins vegar hafi það verið svo að ákærði Armando hafi sagt að Fernando hafi beðið sig um að taka verkið að sér en Fernando hafi hins vegar sagt að Armando væri að ljúga þessu upp á sig til þess að koma sér í vandræði. Sagði vitnið að það hafi aldrei verið ýjað að því, í þeim yfirheyrslum sem vitnið sá um, að ákærði Z væri höfuðpaurinn í málinu. Niðurstaða. Í ákæru eru ákærðu allir sakaðir um fíkniefnalagabrot, með því að hafa, föstudaginn 6. apríl 2012, lagt á ráðin um og staðið saman að innflutningi á samtals 187 g af kókaíni, sem hefur 32% styrkleika, sem unnt er að framleiða um 280 g af kókaíni úr miðað við 21,4% styrkleika, frá Porto í Portúgal, til London og þaðan til Keflavíkurflugvallar, til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Þáttur ákærða Z. Þykir rétt að fjalla fyrst um þátt ákærða Z í málinu, því næst þátt ákærða Armandos og loks ákærða Fernandos. Ákærði Z hefur að mestu játað á sig þær sakir sem á hann eru bornar í ákæru að því slepptu að hann telur sig ekki hafa lagt á ráðin um innflutninginn og ekki hafi verið um samverknað að ræða. Tók ákærði fram að hann hafi ekki með neinum hætti komið að skipulagningu eða framkvæmd á flutningi fíkniefnanna og ekkert fé lagt fram utan áðurnefndra 30.000 króna, sem stolið var af kortinu hans. Fylgdarmanninn, meðákærða Armando, hafi hann aldrei séð áður en reiknar með að hann hafi verið sá sem hringdi til ákærða um morguninn þegar hann var sóttur til þess fara út á flugvöll. Kvaðst ákærði fyrst hafa hitt Armando í bílnum sem þeir fóru á upp í Leifsstöð. Sagði ákærði að fylgdarmaður hans, meðákærði Armando, hefði sett fíkniefnin í brúsann sem hann kom með og gengið frá honum í farangri ákærða en ákærði sjálfur hafi hvergi komið þar nærri. Sagði Z að hann þekki nú manninn sem fór með honum til Portúgal og benti á hann í dómsalnum. Dómendur telja að ákærði Z hafi verið í hlutverki svokallaðs burðardýrs í umræddum innflutningi á kókaíni og að taka beri mið af því við ákvörðun refsingar hans. Að mati dómenda hefur ekki verið leitt í ljós að ákærði hafi lagt á ráðin um innflutninginn og það hafi ekki náð lengra en að hann hafi lagt sjálfan sig til sem burðardýr. Á hinn bóginn er ekki fallist á að hann hafi ekki að neinu leyti staðið ásamt meðákærðu saman að innflutningnum, enda var hann sem flutningsmaður kókaínsins nauðsynlegur hlekkur í því að koma brotinu í kring. Hann tók við efnunum í Portúgal og flutti þau hingað til lands gegn greiðslu og hann vissi frá upphafi ferðarinnar í hvaða tilgangi hún var farin og hvert hlutverk hans var í framkvæmd þess þótt hann nyti leiðsagnar meðákærða Armandos við framkvæmd þá sem að honum sneri. Þáttur ákærða Armandos. Í umfjöllum um þátt ákærða Armandos verður ekki hjá því komist að byrja á því að rekja framburð ákærða hjá lögreglu, meðan hann var í einangrun í gæsluvarðhaldi, meðan á rannsókn málsins stóð, eins og meðákærðu voru líka. Í því sambandi er haft í huga að hann sagði fyrir dómi að hann og Z hefðu ekki komið sér saman um það fyrirfram hvað þeir ættu að segja við lögreglu kæmi til þess að þeir lentu í hennar höndum. Því liggur fyrir að í einangruninni höfðu sakborningarnir ekki tök á því að samræma framburð sinn á nokkurn hátt. Á rannsóknarstigi gaf ákærði þá skýringu á þátttöku sinni í málinu að það hefði verið vegna erfiðleika í sambandi við fjölskyldu hans í Portúgal að hann lét til leiðast og sagði þá við yfirheyrslur að meðákærði og vinur hans, Fernando Duchamp, hefði boðist til þess að borga fyrir hann ferð til Portúgal gegn því að hann fylgdi íslenskum manni þangað, sækti og borgaði fíkniefnapakka og léti íslenska manninn fá hann til þess að flytja hann til Íslands. Af samhenginu er ljóst að umræddur Íslendingur hlýtur að vera meðákærði Z. Sagði ákærði Armando að meðákærða Fernando hafi verið kunnugt um vandræði hans vegna [...] í Portúgal og þess vegna boðið honum til Portúgal og látið hann hafa flugmiða um kvöldið eftir að þetta var bundið fastmælum. Sagði ákærði að næsta morgun hafi hann og meðákærði Fernando farið að sækja meðákærða upp í Breiðholt á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll og að Fernando hafi verið með miða með heimilisfangi Z. Sagði ákærði að Fernando hefði látið hann hafa miða til þess að leysa út tösku í læstum geymsluskáp á Gatwick-flugvelli og að í töskunni hafi verið rúmlega 21.000 evrur og hafi hann látið Z geyma helminginn af peningunum. Hefði hann átt að nota peningana til farmiðakaupa og til þess að greiða fyrir hótel í Portúgal og til uppihalds Z. Þá hafi Fernando sagt honum að hann ætti að borga aðilanum sem afhenti honum fíkniefnin í Portúgal 19.500 evrur. Í stuttu máli þá gekk þetta eftir eins og fyrirhugað var þar til kom að því að Z skyldi gleypa fíkniefnapakkningarnar, sem gekk ekki. Sagðist ákærði þá hafa hringt í Fernando sem sagði honum að kaupa sjampóbrúsa til þess að setja fíkniefnin í en þetta hafi verið seint um kvöld og allar búðir lokaðar og því hafi hann farið heim til [...] sinnar og sótt brúsann þar og þeir síðan komið kókaíninu fyrir í honum. Sagði ákærði að hann hafi átt að fá ferðina fría fyrir aðstoð sína í málinu og einhverjar 100 evrur að auki og hugsanlega meira ef vel gengi. Ákærði hefur fyrir dóminum gjörbreytt þessum framburði sínum sem hann gaf á rannsóknarstigi og við þær aðstæður sem áður er lýst. Hefur ákærði dregið til baka játningu sína varðandi sína háttsemi við að hafa milligöngu um að nálgast fíkniefnin í Portúgal og koma þeim á meðákærða Z. Þá hefur hann dregið til baka framburð sinn varðandi þátt meðákærða Fernandos í málinu og segir nú að hann hafi ekki komið nálægt innflutningnum að neinu leyti. Loks hefur ákærði sagt fyrir dóminum að meðákærði Z hafi staðið fyrir innflutningnum sjálfur, m.a. með því að greiða fyrir flugmiðann fyrir ákærða, og því verið höfuðpaurinn og aðalskipuleggjandi í málinu. Má segja að staða kærða Armandos sé að nokkru leyti lík stöðu ákærða Z í málinu á þann hátt að hann hafi ekki haft alla þræði varðandi skipulag innflutningsins í höndum sér en þó verið hlekkur í áætluninni sem stefndi að því að flytja hingað til lands 187 g af kókaíni. Verður því stuðst við það að lýsingar ákærða Armandos, sem hann gaf er hann var í haldi lögreglu, séu réttar og að hlutverk hans hafi verið að fylgja ákærða Z til Portúgal með viðkomu í Lundúnum og nálgast þar þá peninga sem þeir notuðu sér til uppihalds þar og til þess að greiða þar fyrir kókaínið. Hann hafi séð um að koma ákærða Z á hótel, þar sem hann kom efnunum til hans, og leitað ráða hjá Fernando þegar ákærði Z gat ekki gleypt efnin, sett þau í brúsa og afhent Z. Þátttaka ákærða Armandos hafi því verið grundvallarþáttur í því að koma brotaferlinu í kring því án hans aðkomu hefði ákærði Z ekki getað flutt efnin til Íslands. Í sambandi við sönnunarfærslu í málinu er til þess litið að ákærði Armando gaf þrjár skýrslur hjá lögreglu þar sem framburður hans var stöðugur og tók litlum breytingum frá fyrstu skýrslu til þeirrar síðustu og samræmdist þeim rannsóknargögnum, sem hafði verið aflað og liggja fyrir í málinu, eins og síma og bankagagna. Þá er þess að geta að framburður ákærða Z, hjá lögreglu og fyrir dómi, er í öllum atriðum sem máli skipta í samræmi við framburð ákærða Armandos hjá lögreglu og hefur þýðingu varðandi þátttöku Armandos og Fernandos. Má þar nefna hvernig þeir nálguðust peningana í London, innritun ákærða Z á hótelið í Portúgal og hvernig þeir fengu kókaínið í hendur og bjuggu það undir flutning. Telja dómendur þessa kúvendingu ákærða Armandos að engu hafandi, enda fær hún engan stuðning af rannsóknargögnum. Hið rétta í málinu komi fram í skýrslum ákærða Z og ákærða Armandos hjá lögreglu og skýrslu ákærða Z hér fyrir dómi eins og rakið hefur verið. Þá leggja dómendur áherslu á það að þeir telji framburð Armandos hjá lögreglu, eftir að hann játaði þann 7. apríl 2012 þátttöku sína í fíkniefnainnflutningnum, í alla staði trúverðugan og koma heim og saman við þá atburðarás sem gögn málsins gefa tilefni til að álykta að átt hafi sér stað. Armando hefur ekki komið fram með neina trúverðuga skýringu á viðsnúningi sínum í framburði fyrir dóminum frá því sem hann bar hjá lögreglu en þessi viðsnúningur virðist af einhverjum ástæðum fram settur til þess að freista þess að bera sakir af meðákærða Fernando. Frásögn Armandos um að hann hafi hitt ákærða Z niðri í bæ fyrir tilviljun á förnum vegi, og hafi hann boðið sér greiðslu fyrir flugmiða og eitthvað að auki fyrir að aðstoða hann í ferðinni, þykir vægast sagt frumleg þegar til þess er litið að ákærði Z hefur sagt að hann tali ekki annað tungumál en íslensku sem ákærði Armando segist lítið skilja í. Þegar framangreint er virt þykir dómendum ljóst að sekt ákærða Armandos í málinu sé hafin yfir allan vafa og að ákæruvaldinu hafi tekist að leiða fram sönnun þess í málinu. Verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem hann er sakaður um í ákæru. Þáttur ákærða Fernandos. Ákærði Fernando segir að aðkoma hans að þessu máli sé ekki önnur en að hann hafi keypt með korti flugmiða fyrir meðákærða Armando sem borgaði honum til baka með reiðufé. Hann kvaðst hafa kynnst meðákærða Armando fyrir mörgum árum, en meðákærða Z hafi hann aðeins séð þegar hann var hálfsofandi sjálfur í bílnum á leið suður á flugvöll. Aðspurður bæði fyrir dómi og hjá lögreglu sagði ákærði Z að þeir tvímenningarnir hefðu talað saman alla leiðina og báðir verið vakandi. Þá sagði ákærði Armando hjá lögreglu að Fernando hafi sagt ákærða Z á leiðinni upp á Keflavíkurflugvöll að um flutning á kókaíni væri að ræða auk þess að gefa frekari leiðbeiningar. Í framburði Armandos hjá lögreglu, sem dómendur telja trúverðugan, kemur fram að áður en lagt var af stað upp á Keflavíkurflugvöll hafi hann og ákærði Fernando farið heim til ákærða Z og sótt hann. Sagði Armando að Fernando hefði fyrir utan hjá Z hringt í hann og verið með miða með heimilisfangi hans í höndunum áður en þeir héldu suður á Keflavíkurflugvöll. Ákærði Fernando sagði á hinn bóginn að hann hafi ekki vitað hvers vegna meðákærði Armando hafi keyrt ákærða Z til Keflavíkurflugvallar. Ekki kannaðist Fernando við að hafa látið Armando hafa miða að geymsluskáp í Lundunum en segist hafa talað við hann tvisvar eða þrisvar á meðan hann var erlendis þrátt fyrir að hann hafi ekki vitað að Armando hafi verið í Portúgal. Í trúverðugum framburði Armandos hjá lögreglu kemur fram að Fernando hefði látið hann hafa miða til þess að leysa út tösku í læstum geymsluskáp á Gatwick-flugvelli og að í töskunni hafi verið rúmlega 21.000 evrur og hafi hann látið Z geyma helminginn af peningunum. Hefði hann átt að nota peningana til farmiðakaupa og til þess að greiða fyrir hótel í Portúgal og uppihald Z. Þá hafi Fernando sagt honum að hann ætti að borga aðilanum, sem afhenti honum fíkniefnin í Portúgal, 19.500 evrur. Fernando segir það ekki satt sem haft er eftir Armando hjá lögreglu þegar hann benti á að Fernando hefði beðið hann að fara í umrædda ferð til Portúgal. Armando hafi verið komin í erfið mál og reynt að bjarga sér með því að benda á hann. Ákærði Fernando vildi fyrir dómi ekki kannast við það sem haft er eftir honum hjá lögreglu þann 18. apríl um vitneskju sína um ferðir Armandos og símtöl sem hann átti við hann í Portúgal og í Lundúnum. Hjá lögreglu sagði ákærði Fernando að ákærði Armando væri að ljúga upp á hann sökum til þess að losa sig út úr vandræðum. Sagði ákærði Armando hjá lögreglu að meðákærða Fernando hafi verið kunnugt um vandræði hans vegna [...] [...]í Portúgal og þess vegna hafi Fernando boðið honum til Portúgal og látið hann hafa flugmiða um kvöldið eftir að þetta var bundið fastmælum. Dómendur telja framburð Fernandos fyrir dóminum að engu hafandi. Hann beri báða meðákærðu sökum, án þess að geta fært fyrir því nokkur rök, meðákærði Armando sé að ljúga upp á sig til þess að bjarga sér út úr einhverjum vandræðum sem hann gerir enga grein fyrir. Ákærði Fernando sagði í skýrslu sinni hjá lögreglu þann 18. apríl sl. að meðákærði Armando væri augljóslega að reyna að koma sér úr klípu með því að koma þessu yfir á sig, enda kannski auðvelt fyrir hann að nefna sig til sögunnar þar sem hann hafi keypt fyrir hann farmiðann. Í sama skipti segir ákærði einnig að hann og meðákærði Armando séu góðir vinir og tali saman oft í viku, þó hafi hann ekki haft hugmynd um að hann væri að fara til Portúgal. Hann hefði ekki frétt það fyrr en Armando hringdi til hans frá Portúgal. Fyrr í margnefndri skýrslu segist ákærði Fernando hafa vitað að meðákærði Armando hafi viljað fara til London og að það hafi verið eitthvert neyðartilfelli og í sömu skýrslu kannast ákærði Fernando við að hafa innritað meðákærða Armando uppi á flugvelli og að hann hafi keypt ferðina handa honum til Portúgal. Ákærði Fernando hefur haldið því fram bæði fyrir dóminum og í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi lánað meðákærða Armando Visa-kort til þess að kaupa farmiða til London vegna þess að Armando hafi ekki átt neitt inni á kortinu. Armando sagði í skýrslu sinni hjá lögreglu að þetta væri ekki rétt hjá Fernando, hann sé með sitt eigið kort og að ekkert sé til í því að hann hafi borgað Fernando í reiðufé fyrir að lána sér Visa-kortið. Ákærði Armando hefur verið algerlega stöðugur í skýrslum sínum hjá lögreglu varðandi það að Fernando hafi beðið hann að fara með meðákærða Z út til Portúgal, með viðkomu í London, í þeim tilgangi að sækja þangað og greiða fyrir kókaín sem meðákærði Z hafi átt að gleypa og flytja þannig til Íslands. Eins og áður er rakið um þátt ákærða Armandos er það álit dómenda að sannleikurinn í málinu komi fram í skýrslum ákærða Z hjá lögreglu og hér fyrir dómi og ákærða Armandos hjá lögreglu. Þá leggja dómendur áherslu á það að þeir telji framburð Armandos hjá lögreglu, eftir að hann játaði þann 7. apríl 2012 þátttöku sína í fíkniefnainnflutningnum, í alla staði trúverðugan og koma heim og saman við þá atburðarás sem gögn málsins gefa tilefni til að álykta að átt hafi sér stað. Dómendur telja þá staðreynd að framburður ákærðu Armandos og Z, sem stuðst er við, var gefinn er þeir sættu báðir einangrun í gæsluvarðhaldi auka mjög á trúverðugleika hans. Telja verður útilokað að þeir geti lýst atburðarás með svo sambærilegum hætti sem raun ber vitni án undangengins samráðs, sem fyrir liggur að ekki var haft, en ákærði Armando sagði í dóminum að hann hafi aldrei rætt framburð sinn hjá lögreglu við meðákærða Z. Eins og áður segir telja dómendur að endurtekinn stöðugur framburður Armandos í skýrslutökum eftir 7. apríl 2012, sem fær trúverðugan stuðning í framburði meðákærða Z, renni sterkum stoðum undir sakfellingu ákærða Fernandos fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Framburður ákærða Fernandos fyrir dóminum einkennist af því að hann viti ekkert og hafi einskis spurt og er fullur af mótsögnum eins og rakið hefur verið. Þegar horft er til þess sem meðákærðu eru sammála um og dómendur telja ekki ástæðu til að vefengja verður ekki fram hjá því litið að framburður ákærða Fernandos hefur á sér slíkan ólíkindablæ að ekkert sé á honum að byggja. Vitnið Bjarki Freyr Sigurðsson kannast ekki við að minnst hafi verið á það við yfirheyrslur hjá lögreglu að Armando hafi haft samband við vinnuveitanda sinn umrædda nótt. Þykir hin síðbúna skýring Armandos nú fyrir dóminum á símtali, sem hann sannanlega átti við einhvern á Íslandi þarna um nóttina, ekki marktæk. Telja dómendur að hann hafi verið að ráðfæra sig við meðákærða Fernando eins og hann hélt fram í skýrslum sínum hjá lögreglu frá 7. apríl 2012 og síðar. Telja dómendur að öllu virtu, einkum þó því sem sagt hefur verið um framburð meðákærðu, að fallast megi á að sækjanda hafi tekist lögfull sönnun þess að ákærði Fernando sé sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Ákvörðun refsingar. Ákærði Z er fæddur í [...] [...]. Samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki sætt refsingum sem hér skipta máli. Á sakaferli hans eru fjögur umferðarlagabrot og brot gegn 259. gr. almennra hegningarlaga samkvæmt dómi frá 1992. Ákærði hefur játað háttsemi sína sem er virt honum til málsbóta. Þá hefur hann verið samvinnufús og gert sér far um að upplýsa um aðild annarra þótt hann hafi ekki treyst sér til að standa við ábendingu sína um það hver var aðalskipuleggjandi innflutningsins. Fallist er á að ákærði hafi ekki staðið að skipulagningu innflutningsins en hins vegar talið að hann hafi unnið að honum í samvinnu við meðákærðu. Ekki þykir unnt að fullyrða annað en hann hafi verið svokallað burðardýr. Ekki þykja efni til þess að taka nokkurt tillit til aldurs ákærða við ákvörðun refsingar. Til refsiþyngingar er litið til þess sem áður segir um magn og styrkleika kókaínsins. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Ákærði ArmandoFilipe er fæddur [...] 1971. Samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki sætt refsingum hérlendis. Verður að telja honum til málsbóta að hann játaði háttsemi sína við rannsókn málsins og átti mikinn þátt í því að upplýsa um aðild annarra. Á móti kemur að fyrir dómi hvarf hann frá játningu sinni með nýrri frásögn sem hafði ekki við nein rök að styðjast. Til refsiþyngingar er einnig litið til þess sem áður segir um magn og styrkleika kókaínsins. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 8 mánaða fangelsi. Ákærði FernandoJorge er fæddur [...] 1971. Samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki sætt refsingum hérlendis. Hann á sér engar málsbætur og hefur gert sér far um að reyna til hins ýtrasta að hylja slóð sína í málinu. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 9 mánaða fangelsi. Sakarkostnaður. Með vísan til 219. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ber að dæma ákærðu til að greiða sakarkostnað. Samkvæmt yfirliti um sakarkostnað ber ákærðu að greiða óskipt 316.320 krónur, vegna matsgerða Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði og reikninga frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ákærða Z ber jafnframt að greiða sem sakarkostnað þóknun verjanda síns, Bjarna Haukssonar hrl., sem þykir hæfilega ákveðin, með hliðsjón af tímaskýrslu, 690.250 krónur auk 34.000 króna vegna ferðakostnaðar. Ákærða Armando Filipe ber að greiða sem sakarkostnað þóknun verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hrl., sem þykir hæfilega ákveðin, með hliðsjón af tímaskýrslu, 502.000 krónur. Honum ber einnig að greiða þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi, Björgvins Jónssonar hrl., sem er hæfilega ákveðin, með hliðsjón af tímaskýrslu, 370.225 krónur auk 34.000 króna vegna ferðakostnaðar. Þá skal ákærði Fernando Jorge greiða sem sakarkostnað þóknun verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar hrl., sem er hæfilega ákveðin, með hliðsjón af tímaskýrslu, 564.250 krónur. Við ákvörðun þóknana verjenda hefur verið tekið tillit til vinnu á rannsóknarstigi, eftir því sem við á, og einnig hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ákærðu skulu sæta upptöku á 187 g af kókaíni, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. lög nr. 10/1997 og 68/2001, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglug. nr. 233/2001, sbr. reglug. nr. 848/2002. Dómendur láta þess getið að ekki var unnt að ljúka aðalmeðferð fyrr en þann 26. nóvember s.l. vegna anna dómenda í hinum fjölskipaða dómi. Dóm þennan dæma héraðsdómararnir Sveinn Sigurkarlsson, Ástríður Grímsdóttir og Sandra Baldvinsdóttir. D ó m s o r ð: Ákærði Z sæti fangelsi í 4 mánuði. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald ákærða frá 7. til 20. apríl 2012. Ákærði ArmandoFilipe Miranda Felix sæti fangelsi í 8 mánuði. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald ákærða frá 7. til 20. apríl 2012. Ákærði FernandoJorge Duchamp sæti fangelsi í 9 mánuði. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald ákærða frá 18. til 25. apríl 2012. Ákærðu skulu sæta upptöku á 187 g af kókaíni. Ákærði Z greiði sem sakarkostnað þóknun verjanda síns, Bjarna Haukssonar hrl., 690.250 krónur, auk 34.000 króna vegna ferðakostnaðar. Ákærða ArmandoFilipe ber að greiða sem sakarkostnað þóknun verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hrl., 502.000 krónur. Honum ber einnig að greiða þóknun verjanda síns á rannsóknarstigi, Björgvins Jónssonar hrl., 370.225 krónur, auk 34.000 króna vegna ferðakostnaðar hans. Ákærði FernandoJorge skal greiða sem sakarkostnað þóknun verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar hrl., 564.250 krónur. Annan sakarkostnað, 316.320 krónur, greiði ákærðu óskipt.
|
Mál nr. 93/1999
|
Skjalafals Fjársvik Tékkabrot Skaðabætur
|
R var ákærður fyrir skjalafals, fjársvik, fjárdrátt, brot á lögum um sölu notaðra ökutækja og brot á tékkalögum í tengslum við rekstur bílasölu sinnar. Var R sakfelldur fyrir skjalafals, fjársvik, brot á tékkalögum og fjárdrátt, en sýknaður af fjársvikum í þremur ákæruliðum og broti gegn lögum um sölu notaðra ökutækja. Var R dæmdur til fangelsisrefsingar og greiðslu skaðabóta.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 24. febrúar 1999 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að ákærði verði sakfelldur og dæmdur til greiðslu skaðabóta samkvæmt 1. og 2. tölulið II. kafla og sakfelldur samkvæmt 3. tölulið IV. kafla A liðar í ákæru 6. október 1998. Að öðru leyti er krafist staðfestingar á niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu og greiðslu skaðabóta, en að refsing ákærða verði þyngd. Ákærði krefst sýknu af II., III. og IV. kafla A liðar og 3. og 4. tölulið B liðar í ákæru 6. október 1998, en jafnframt að refsing hans verði milduð. Þá krefst hann þess að bótakröfum í málinu verði vísað frá héraðsdómi. I. Fyrir Hæstarétti hefur ákæruvaldið krafist þess til vara að sú háttsemi ákærða, sem getið er í 1. og 2. tölulið II. kafla A liðar ákæru 6. október 1998 verði heimfærð til 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem umboðssvik. Verður ekki fallist á að lýsing atvika í ákæru geti leitt til þeirrar niðurstöðu og verður heldur ekki ráðið að málið hafi verið flutt í héraði með hliðsjón af því. Að þessu gættu og með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest sýkna ákærða af ákæruatriðum í framangreindum tveim töluliðum ákærunnar og jafnframt verður staðfest sakfelling hans af öðrum ákæruatriðum í sama kafla hennar. Eru brot ákærða, sem þar um ræðir, réttilega heimfærð til refsiákvæða. II. Með III. kafla A liðar ákæru 6. október 1998 var ákærða gefið að sök að hafa brotið lög um sölu notaðra ökutækja nr. 69/1994 með síðari breytingum með því að hafa vanrækt að tilgreina í kaupsamningum og afsölum um bifreiðir, sem getið er í 2. til 9. tölulið II. kafla A liðar ákærunnar, að hann og félög í eigu hans, Gosar ehf. og Lindarhvammur ehf., væru eigendur bifreiðanna og jafnframt leynt því fyrir viðskiptavinum bílasölu sinnar. Í héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir brot, sem hér um ræðir. Hinn 1. janúar 1999 tóku gildi lög um verslunaratvinnu nr. 28/1998, en með þeim voru meðal annars felld úr gildi lög nr. 69/1994. Í 1. mgr. 24. gr. fyrrnefndu laganna segir, að með brot gegn þeim skuli fara að hætti opinberra mála. Engin refsiákvæði eru hins vegar í lögunum vegna slíkrar háttsemi, sem ákærða er gefin að sök í III. kafla A liðar ákærunnar. Samkvæmt þessu og með hliðsjón af 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga verður ákærði sýknaður af sakargiftum í þessum kafla ákæru 6. október 1998. III. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest sýkna ákærða af sakargiftum samkvæmt 3. tölulið IV. kafla A liðar ákæru 6. október 1998. Í 1. og 2. tölulið sama kafla ákærunnar er ákærði talinn hafa gerst sekur um fjársvik, en til vara brot á lögum nr. 94/1933 um tékka með kaupum sínum á þrettán notuðum bifreiðum, sem hann greiddi með innstæðulausum tékkum. Verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða af 1. og 2. tölulið þessa kafla ákærunnar, sem varðar tólf af þessum bifreiðum, en þó þannig að eftir öllum atvikum telst ákærði hafa brotið gegn a. lið 1. mgr. 73. gr. laga nr. 94/1933 með því athæfi, sem hér um ræðir. IV. Staðfest er sakfelling ákærða af sakargiftum, sem um ræðir í 4. tölulið B liðar ákæru 6. október 1998, en þó þannig að ákærði telst með þessari háttsemi hafa unnið til refsingar samkvæmt a. lið 1. mgr. 73. gr. laga nr. 94/1933. Til stuðnings því að bótakröfum verði vísað frá héraðsdómi bendir ákærði á að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 12. október 1998. Kröfum beri að lýsa í búið og sé óheimilt að hafa þær uppi í máli þessu, sem var höfðað eftir þann dag. Á þetta verður ekki fallist. Samkvæmt 116. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. eru lagðar hömlur á rétt til málsóknar gegn þrotabúi, sem ekki eiga við hér, enda eru kröfur hafðar uppi á hendur ákærða persónulega en ekki þrotabúi hans. Verður niðurstaða héraðsdóms um bótakröfur því staðfest. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða af öðrum ákæruatriðum en þeim, sem gerð hefur verið grein fyrir að framan. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Verður ákærði jafnframt dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Ragnar Kornelíus Lövdal, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 150.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. janúar 1999. Ár 1999, þriðjudaginn 26. janúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Ingibjörgu Benediktsdóttur héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 939/1998: Ákæruvaldið gegn Ragnari Kornelíusi Lövdal, sem tekið var til dóms 21. desember 1998. Málið er höfðað fyrir dóminum með tveimur ákæruskjölum lögreglustjórans í Reykjavík 6. október og 18. nóvember 1998. Með ákæru 6. október sl. er höfðað mál gegn ákærða, Ragnari Kornelíusi Lövdal, kt. 280958-2559, Garðhúsum 6, Reykjavík „fyrir eftirgreind brot framin í Reykjavík, nema annars sé getið, á árunum 1995 1998: A. Brot ákærða á almennum hegningarlögum og lögum um sölu notaðra bifreiða í starfi sínu sem bílasali á bílasölu sinni Bílatorgi, ehf., kt. 410797-2679, Funahöfða 1, Reykjavík, framin á tímabilinu frá júní 1995 fram í febrúar 1998: I. Skjalafals. 1. Tvisvar sent yfirvöldum með símbréfi yfirlýsingar sem ákærði falsaði frá rótum í nafni Sigfúsar Sumarliðasonar, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Mýrasýslu, þess efnis ákærði hefði aflað sér starfsábyrgðartryggingar hjá sparisjóðnum í samræmi við lög nr. 69, 1994 um sölu notaðra ökutækja og reglugerð nr. 406, 1994 um tryggingaskyldu við sölu notaðra ökutækja og fengið þannig útgefið leyfi til sölu notaðra ökutækja í atvinnuskyni sér til handa: 1.1 Í júní 1995 sýslumanninum í Reykjavík yfirlýsingu dagsetta 10. sama mánaðar. 1.2. Þann 26. ágúst 1997 viðskiptaráðuneytinu, Arnarhváli, yfirlýsingu dagsetta 25. sama mánaðar. (Mál nr. 10-1998-6016) 2. Í maí 1996 framvísað hjá Samvinnusjóði Íslands hf., kt. 691282-0289, Ingólfsstræti 3, yfirlýsingu dagsettri 10. maí sama ár um breytingu á skilmálum skuldabréfs nr. 800918 í eigu sjóðsins að fjárhæð kr. 1.059.271,- útgefnu 7. mars sama ár af ákærða fyrir hönd fyrirtækis ákærða Gosa ehf., kt. 560296-2589 og tryggðu með veði í bifreiðinni SR-059, sem ákærði hafði falsað þess efnis að Hafsteinn Ársælsson, kt. 260937-4809, samþykkti að yfirtaka skuldina ásamt áföllnum vöxtum og verðbótum frá útgáfudegi og undirritað yfirlýsinguna með nafni Hafsteins. (Mál nr. 10-1998-5015) 3. Í október 1996 selt í Sparisjóði Mýrasýslu, Borgarbraut 14, Mýrasýslu, tvo víxla, hvorn að fjárhæð kr. 590.000, með gjalddögum 15. nóvember og 15. desember sama ár, sem ákærði gaf út fyrir hönd fyrirtækis síns Bílatorgs ehf. og falsaði jafnframt með því að rita nafn Hafsteins Ársælssonar, kt. 260937-4809, í reiti fyrir áritun og samþykki greiðanda. (Mál nr. 10-1998-11204) 4. Þann 24. febrúar 1997 framvísað hjá sýslumanninum í Reykjavík yfirlýsingu um flutning á veði fyrir skuldabréfi, - upphaflega að fjárhæð kr. 1.905.823 en að uppgreiðsluandvirði kr. 1.619.397,40, útgefnu af Gosum ehf. 7. mars 1997 til Samvinnusjóðs Íslands hf. en yfirteknu af Kristínu Halldórsdóttur, kt. 010959-5279, eiginkonu ákærða, sem skuldara þann 6. júní 1996 -, sem ákærði falsaði þess efnis að Hallsteinn Sigurðsson, kt. 120653-7769, samþykkti flutning veðsins af bifreiðinni NV-580 á bifreiðina RU-419, skráða eign Hafsteins, og undirritaði heimildarlaust með nafni Hafsteins og fengið veðinu þinglýst á bifreiðina 25. sama mánaðar. (Mál nr. 10-1998-5120) Teljast framangreind brot varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. II. Fjársvik: Ákærða er gefið að sök að hafa, á tímabilinu frá 5. febrúar 1996 fram í september 1997 í 5 skipti blekkt eftirgreinda viðskiptavini bílasölu sinnar til að kaupa og staðgreiða bifreiðar í eigu fyrirtækis ákærða, Gosa ehf., nema annar eigandi sé tilgreindur, með áhvílandi veðböndum fyrir lánum til Gosa ehf., nema í tvö skipti fyrir veðlánum til eiginkonu ákærða Kristínar Halldórsdóttur, alls að andvirði kr. 6.532.897,80 sem ákærði skuldbatt sig til að létta af bifreiðunum stuttu eftir sölu, en svikið að aflétta veðunum og ráðstafað söluandvirði bifreiðanna jafnharðan í eigin þágu og látið jafnframt hjá líða að tryggja með nokkrum hætti að veðböndum yrði létt af bifreiðunum þrátt fyrir að ákærða væri ljóst, að hann og fyrirtæki hans Gosar ehf. væru ógjaldfær, sbr. ákæruliði II.1-5: Þá er ákærða gefið að sök að hafa í 3 skipti blekkt viðskiptavini bílasölunnar til að kaupa gegn staðgreiðslu bifreiðar í eigu Gosa ehf., nema annar eigandi sé tilgreindur,sem ákærði taldi kaupendum trú um að væru veðbandslausar og sem hann veðsetti heimildarlaust jafnhliða sölu fyrir bílalánum til sín og fyrirtækja sinna alls að andvirði kr. 3.709.993, sem ákærði fékk þinglýst á bifreiðarnar, sbr. ákæruliði II.6-8, og ennfremur í eitt skipti leynt kaupanda bifreiðar því að á bifreiðinni hvíldi veðlán að andvirði kr. 1.463.198, sbr. ákærulið II.9: 1. Þann 5. febrúar 1996 blekkt Erling Þór Proppé, kt. 010446-2799, til að kaupa bifreiðina MM-005, skráða eign Gunnars B Ragnarssonar, kt. 221180-2919, ófjárráða sonar ákærða, á kr. 2.100.000. Ákærði seldi bifreiðina með veðböndum fyrir skuld að uppgreiðsluandvirði kr. 1.440.735,80 gegn skuldbindingu um að veðinu yrði aflétt af bifreiðinni. (Mál nr. 10-1998-5210) 2. Þann 8. júní 1996 blekkt Bergþór Bjarnason, kt. 110870-5239, til að kaupa bifreiðina OM-649 sem greidd var með bifreið að andvirði kr. 1.120.000 og kr. 330.000 í reiðufé. Bifreiðin seld með veðböndum fyrir skuld kr. 1.059.271, útgefnu af ákærða fyrir hönd Gosa ehf. 7. sama mánaðar gegn skuldbindingu um að veðinu yrði aflétt. (Mál nr. 10-1998-8388) 3. Þann 11. mars 1997 blekkt Snorra Frey Garðarsson, kt. 251172-4129, til að kaupa bifreiðina IÖ-054 á kr. 945.000 með veðböndum fyrir skuld kr. 688.447 sem ákærði skuldbatt sig til að aflétta innan 15 daga frá söludegi. (Mál nr. 10-1998-3322) 4. Þann 30. júní 1997 blekkt Vilhjálm Þorsteinsson , kt. 301265-5309, til að kaupa bifreiðina DY-898, á kr. 3.200.000, sem ákærði fékk staðgreidda með bifreið metinni á kr. 600.000 (sic), víxli að fjárhæð kr. 200.000 (sic) og kr. 2.400.000 (sic) í peningum en seldi með veðböndum fyrir skuld kr. 1.978.923 gegn skuldbindingu ákærða um að veðinu yrði aflétt af bifreiðinni. (Mál nr. 10-1998-11242) 5. Þann 19. september 1997 blekkt Sigtrygg Eyþórsson, kt. 070841-4569, til kaupa bifreiðina YF-036 sem ákærði fékk greidda með bifreið að andvirði kr. 500.000 og kr. 1.400.000 í reiðufé en seldi með veðböndum fyrir skuld kr. 1.365.521 gegn skuldbindingu um að aflétta veðinu innan 10 daga frá söludegi. (Mál nr. 10-1998-1977) 6. Þann 12. september 1996 blekkt Sigurð Helgason, kt. 010547-2459, til að kaupa bifreiðina UB-027 á kr. 1.150.000, sem ákærði hafði daginn áður veðsett fyrir skuldabréfi upphaflega að fjárhæð kr. 1.217.990 en að uppgreiðsluandvirði kr. 1.086.180, sem þinglýst var á bifreiðina 12. sama mánaðar. (Mál nr. 10-1997-20557) 7. Þann 8. apríl 1997 blekkt Sigurð Þorbjörnsson, kt. 300153-3489, til að kaupa á kr. 1.700.000 bifreiðina EJ-733, sem ákærði veðsetti daginn áður fyrir skuldabréfi að fjárhæð kr. 1.300.000. (Mál nr. 10-1998-10249) 8. Þann 23. nóvember 1997 (sic) blekkt Guðbrand Þorkelsson, kt. 121252-5979, til að kaupa bifreiðina YU-033, sem ákærði hafði 18. sama mánaðar veðsett fyrir bílaláni til Gosa ehf. að fjárhæð kr. 1.323.813 vegna kaupa Gosa ehf. á bifreiðinni og fengið láninu þinglýst á bifreiðina 25. sama mánaðar daginn áður en ákærði lét skrá bifreiðina sem eign Guðbrands. (Mál nr. 10-1998-17172) 9. Þann 19. nóvember 1997 blekkt Ingibjörgu Dís Geirsdóttur, kt. 180462-2529, til að kaupa bifreiðina KH-156, skráða eign Lindarhvamms ehf., kt. 680297-2669, fyrirtækis ákærða, sem Ingibjörg Dís greiddi með bifreið að andvirði kr. 390.000 og greiða átti jafnframt með andvirði bílaláns kr. 1.000.000 samkvæmt kaupleigusamningi við Glitni hf. með veði í bifreiðinni og leynt Ingibjörgu Dís því að á bifreiðinni hvíldi veðskuld kr. 1.463.198. (Mál nr. 10-1998-5571) Telst háttsemin samkvæmt II. kafla ákæru varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. III. Brot á lögum um sölu notaðra ökutækja. Ákærða gefið að sök að hafa í ofangreindum viðskiptum á bílasölu sinni Bílatorgi samkvæmt ákæruliðum II.2-9 vanrækt að tilgreina í kaupsamningum og afsölum um bifreiðarnar að ákærði og fyrirtæki ákærða, Gosar ehf. og Lindarhvammur ehf., voru eigendur bifreiðanna og jafnframt leynt því fyrir viðskiptavinum bílasölunnar. Telst þetta varða við 7. gr., sbr. 10. gr., laga um sölu notaðra ökutækja nr. 19, 1994, (sic), sbr. lög nr. 69, 1997 (sic). IV. Fjársvik við kaup á bifreiðum. Fyrir fjársvik en til vara fyrir brot á tékkalögum með því að hafa, á tímabilinu frá júlí (sic) til desember 1997 svikið til sín 13 notaðar bifreiðar sem ákærði keypti í nafni fyrirtækis síns Gosa ehf., kt. 560296-2589, sem eini stjórnarmaður félagsins, á alls kr. 19.250.000 og greiddi með eftirgreindum innistæðulausum tékkum, sem hann gaf ýmist út á tékkareikning sinn nr. 8588 eða reikning Gosa ehf. nr. 2155 hjá Búnaðarbanka Íslands, Höfðaútibúi, að fjárhæð alls kr. 14.490.000, sem innleysa átti á tilgreindum útgáfudögum þeirra þrátt fyrir að ákærða væri ljóst að hann og fyrirtæki hans Gosar ehf. voru ógjaldfær og veðsett bifreiðarnar jafnharðan fyrir nýjum lánum sér til handa og/eða endurselt þær á bílasölu sinni án þess að reyna að tryggja greiðslu á ofangreindum skuldbindingum, en ekki reyndist vera innistæða á reikningunum fyrir andvirði tékkanna á tilgreindum innlausnardögum tékkanna í febrúar 1998 og fram í júní 1998. Tékkareikningi ákærða var lokað þann 13. febrúar 1998 en tékkareikningi Gosa ehf. 12. sama mánaðar. Ákærði gaf tékkana út á reikning Gosa ehf. nema annað sé tekið fram: 1. Kaup á bifreiðum af Ræsi hf., kt. 540269-5809, Skúlagötu 59: 1.1. Þann 18. ágúst keypt bifreiðina YF-036. Kaupverð kr. 2.050.000 og greitt að hluta með tékka að fjárhæð kr. 450.000 á eyðublaði nr. 5798088, dagsettum 25.2. 1998, sem reyndist innistæðulaus við sýningu 11.3. 1998. Ákærði veðsetti Glitni hf. bifreiðina sama dag fyrir bílaláni kr. 1.776.508 og seldi bifreiðina 19. september Sigtryggi Eyþórssyni, kt. 080741-4569, sbr. ákærulið II.5. 1.2. Þann 22. september keypt bifreiðina KM-749. Kaupverð kr. 1.110.000 að hluta greitt með eftirgreindum 2 tékkum að fjárhæð kr. 610.000: Nr. 5804908, kr. 250.000, dagsettum 15.febrúar. Nr. 5804909, kr. 360.0000, dagsettum 15.mars. Ákærði seldi bifreiðina 30. september sama ár. 1.3. Þann 30. september keypt bifreiðina TG-760. Kaupverð kr. 2.250.000 að hluta greitt með eftirgreindum tékkum alls að andvirði kr. 1.500.000: Nr. 5804915, kr. 500.000, dagsettum 28. febrúar. Nr. 5804914, kr. 500.000, dagsettum 30. mars. Nr. 5804917, kr. 500.000, dagsettur 30. apríl. Ákærði seldi bifreiðina 20. nóvember. 1.4 Þann 10. nóvember keypt bifreiðina LY-803. Kaupverð kr. 950.000 greitt með 3 tékkum sem sýndir voru 11. mars 1998: Nr. 5804922, kr. 300.000, dagsettur 10. febrúar 1998. Nr. 5804923, kr. 300.000, dagsettur 10. mars 1998. Nr. 5804924, kr. 350.000, dagsettur 10. apríl 1998. Bifreiðina seldi ákærði fyrirtæki sínu Lindarhvammi ehf. 8. desember 1997. 1.5. Þann 11. nóvember keypt bifreiðina KH-156 á kr. 1.150.000 og greitt með 2 tékkum: Nr. 5804925, kr. 400.000, dagsettur 10.5. 1998. Nr. 5804919, kr. 750.000, dagsettur 11.6. 1998. Bifreiðina seldi ákærði fyrirtæki sínu Lindarhvammi ehf. 15. nóvember 1997 og var hún veðsett 18. sama mánaðar fyrir eftirstöðvum skuldabréfs útgefnu 24. mars 1997 upphaflega að fjárhæð kr. 1.463.198. 1.6. Þann 18. nóvember keypt bifreiðina DB-914 á kr. 750.000 og greitt með 3 tékkum, gefnum út á reikning nr. 8588 hverjum að fjárhæð kr. 250.000: Nr. 5732413, dagsettur 18.febrúar 1998. Nr. 5732414, dagsettur 28. mars 1998. Nr. 5732415, dagsettur 18. apríl 1998. Ákærði seldi bifreiðina 18. nóvember 1997. 1.7. Þann 10. desember keypt bifreiðina XZ-045 á kr. 1.900.000 og greitt með 4 tékkum, á reikning nr. 8588: Nr. 5732418, kr. 500.000, dagsettur 20.3. 1998. Nr. 5732419, kr. 400.000, dagsettur 20.4. 1998. Nr. 5732420, kr. 500.000, dagsettur 20.5. 1998. Nr. 5732421, kr. 500.000, dagsettur 20.6. 1998. Ákærði seldi bifreiðina Lindarhvammi ehf. 15. desember 1997. (Mál nr. 10-1998-9758) 2. Kaup á bifreiðum af Ingvari Helgasyni hf., kt. 681077-0739, Sævarhöfða 2: 2.1. Þann 18. september keypt bifreiðina SL-932 á kr. 1.100.000 og greitt að hluta með tékka að fjárhæð kr. 500.000 á eyðublaði nr. 5804902, dagsettum 20. febrúar. Ákærði seldi bifreiðina 10. október sama ár. 2.2. Þann 18. september keypt bifreiðina TB-337 á kr. 1.350.000 og greitt með 2 tékkum: Nr. 5804903, kr. 600.000, dagsettur 25.2. 1998. Nr. 5804904, kr. 750.000, dagsettur 25.3. 1998. Ákærði seldi bifreiðina 21. október sama ár. 2.3. Þann 18. september keypt bifreiðina UT-033 á kr. 830.000 og greitt með tékka á eyðublaði nr. 5804905, dagsettum 20.1.1998 sem sýndur var 12. febrúar sama ár. Ákærði seldi bifreiðina 6. október sama ár. 2.4. Þann 26. september keypt bifreiðina MX-886 á kr. 910.000 og greitt að hluta með 2 innistæðulausum tékkum kr. 700.000: Nr. 5804911, kr. 350.000, dagsettum 15.2. 1998. Nr. 5804912, kr. 350.000, dagsettum 15.3. 1998. Ákærði seldi bifreiðina 30. sama mánaðar. 2.5. Þann 17. nóvember keypt bifreiðina RS-657 á kr. 2.800.000 og greitt með 2 bifreiðum verðmetnum á kr. 1.100.000 og 3 tékkum á reikning nr. 8588, samtals kr. 1.700.000: Nr. 5732408, kr. 600.000, dagsettum 27.2. 1998. Nr. 5732409, kr. 600.000, dagsettum 28.3. 1998. Nr. 5732410, kr. 500.000, dagsettum 27.4. 1998. Ákærði seldi bifreiðina 18. sama mánaðar. (Mál nr. 10-1998-9752) 3. Þann 14. október keypt bifreiðina MI-021 af Ágústi Kristmanns, kt. 170231-2369, Eskiholti 10, Garðakaupstað, kaupverðið kr. 2.100.000 greitt með 5 tékkum: Nr. 5718364, kr. 400.000, dagsettum 20.1.1998. Nr. 5718365, kr. 400.000, dagsettum 20.2.1998. Nr. 5718366, kr. 400.000, dagsettum 20.3.1998. Nr. 5718367, kr. 450.000, dagsettum 20.4. 1998. Nr. 5718368, kr. 450.000, dagsettum 20.5. 1998. Ákærði seldi bifreiðina 16. sama mánaðar. (Mál nr. 10. 1998-11247) Telst háttsemi ákærða samkvæmt IV. kafla aðallega varða við 248. gr. almennra hegningarlaga en til vara við 73. gr. tékkalaga nr. 94, 1933, sbr. lög nr. 35, 1977. V. Fjárdráttur. Ákærða er gefið að sök að hafa, í febrúar 1998, dregið sér kr. 350.000 sem ákærði tók við hjá Stefáni Gísla Örlygssyni, kt. 020274-5149, og ganga áttu til greiðslu veðskuldar á bifreiðinni PS-473, sem ákærði hafði milligöngu um að selja á bílasölu sinni 1. sama mánaðar. (Mál nr. 10. 1998-8830) Telst þetta varða við 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. B. Önnur brot. 1. Fyrir brot á tékkalögum með því að hafa, um áramótin 1997/1998, greitt Sjóvá-Almennum, hf., kt. 701288-1739, veðskuldir með 2 tékkum, alls að fjárhæð kr. 593.433, sem hann gaf út á reikning sinn nr. 8588 hjá Búnaðarbanka Íslands, Höfðaútibúi og dagsetti fram í tímann til innlausnar í janúar 1998 en við sýningu tékkanna í banka 20. janúar reynist innistæða ekki vera fyrir hendi á reikningnum: Nr. 5731879, kr. 160.000, dagsettur 7. janúar. „ 58731881, kr. 433.210, dagsettur 8. janúar. (Mál nr. 10-1998-9753) 2. Brot á tékkalögum með því að hafa, þann 20. febrúar 1998 greitt Vátryggingafélagi Íslands hf., kt. 690689-2009, veðskuld með tékka að fjárhæð kr. 999.682, sem ákærði gaf út á reikning Bílatorgs ehf. nr. 3155 hjá Búnaðarbanka Íslands hf., Höfðaútibúi, þrátt fyrir að tékkareikningi hans hefði verið lokað vegna misnotkunar 12. sama mánaðar. (Mál nr. 10-1998-12129) Teljast brotin samkvæmt liðum B.1 og 2 varða við 73. gr. tékkalaga. 3. Fjársvik, en til vara brot á tékkalögum, með því að hafa, um mánaðamótin janúar/febrúar 1998 greitt starfsmönnum Flutningsmiðlunarinnar Jóna, kt. 440189-1219, Vesturgötu 20, Hafnarfirði, fyrir flutning á vöru með tékka að fjárhæð kr. 160.730, sem hann gaf út á reikning sinn nr. 8588 á tékkaeyðublað nr. 5832951 og dagsetti til innlausnar þann 27. febrúar sama ár en við innlausn reyndist ekki vera innistæða fyrir andvirði tékkans. (Mál nr. 10.1998-13846) Telst þetta aðallega varða við 248. gr. almennra hegningarlaga en til vara við 73. gr. tékkalaga. 4. Fjársvik með því að hafa, í byrjun febrúar 1998, blekkt gjaldkera í Íslandsbanka við Gullinbrú til að kaupa eftirgreinda 2 innistæðulausa tékka, samtals að fjárhæð kr. 2.303.000, sem ákærði gaf út á tékkareikninga sína hjá Búnaðarbanka Íslands, Höfðaútibúi, með því að telja honum trú um að innistæða myndi vera fyrir hendi á reikningunum innan stutts tíma þrátt fyrir að honum væri fulljóst að svo yrði ekki:Þann 2. febrúar tékka nr. 184194, kr. 965.000, á reikning nr. 3155. Þann 5. febrúar tékka nr. 179200, kr. 1.338.000 á reikning nr. 4155. (Mál nr. 10-1998-8154) Telst þetta varða við 248. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist, að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu krefjast eftirgreindir skaðabóta: Rúnar Daðason, kt. 071153-5339, krefst aðallega kr. 3.700.000 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25, 1987 frá 1. ágúst 1998 til greiðsludags en til vara kr. 1.982.602 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25, 1987 frá 26. janúar 1998 til greiðsludags. Erlingur Þ. Proppé, kt. 010446-2799, kr. 1.400.000 ásamt dráttarvöxtum frá 13. september 1998 til greiðsludags auk lögmannsþóknunar. Bergþór Bjarnason, kt. 110870-5239, kr. 1.325.091 auk kr. 200.000 vegna lögfræðikostnaðar, hvort tveggja með dráttarvöxtum skv. 10. og 12. gr. vaxtalaga nr. 25, 1987, með síðari breytingum, frá 24.2. 1998 til greiðsludags. Sigtryggur Eyþórsson, kt. 080741-4569, kr. 1.561.977 ásamt dráttarvöxtum frá 27. júlí 1998 til greiðsludags. Sigurður Helgason, kt. 010547-2459, kr. 1.257.349 ásamt dráttarvöxtum frá 27. júlí 1998 til greiðsludags. Sigurður Þorbjörnsson, kt. 300153-3489, kr. 50.000 í miskabætur og kr. 1.205.098 í skaðabætur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25, 1987 frá 16.4. 1998 til dómsuppsögu en dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr. vaxtalaga frá þeim tíma til greiðsludags. Ingibjörg Dís Geirsdóttir, kt. 180462-2529, kr. 415.195. Ræsir hf., kt. 540269-5809, kr. 8.960.000 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25, 1987 frá 11. mars 1998 auk innheimtuþóknunar kr. 317.461. Ingvar Helgason, kt. 681077-0739, kr. 5.530.000 auk lögmannsþóknunar kr. 241.420 og kr. 59.148 í virðisaukaskatt. Vilhjálmur Þorsteinsson, kt. 301265-5309, kr. 2.227.864 ásamt vöxtum og kostnaði frá 17. apríl 1998. Sjóvá-Almennar hf., kt. 701288-1739, kr. 593.210 auk dráttarvaxta til 20. apríl, málskostnaðar og innheimtuþóknunar kr. 114.260. Íslandsbanki hf., Gullinbrú, Reykjavík, kr. 2.143778,32 ásamt ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr., sbr. 15. gr., vaxtalaga nr. 25, 1987 frá 12. febrúar 1988 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags. Flutningsmiðlunin Jónar, kt. 440189-1219, kr. 160.730 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 2. febrúar 1998 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags.” Með ákæru 18. nóvember sl. er málið höfðað gegn ákærða, “fyrir brot á tékkalögum með því að hafa, þann 10. febrúar 1998, greitt Vátryggingarfélagi Íslands hf., kt. 690689-2009, skuld með tékka að fjárhæð kr. 999.682 sem hann gaf út á reikning fyrirtækis síns Bílatorgs ehf. Nr. 3155 hjá Búnaðarbanka Íslands hf., Höfðaútibúi, án þess að innistæða væri fyrir andvirði tékkans. Telst þetta varða við 73. gr. tékkalaga nr. 94, 1933, sbr. lög nr. 35, 1977. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu er af hálfu Vátryggingarfélags Íslands hf. Krafist skaðabóta kr. 999.682 ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. tékkalaga nr. 25, 1987 frá 10. febrúar 1998 til 10. mars 1998 en síðan dráttarvöxtum samkvæmt III. Kafla vaxtalaga frá þeim degi til greiðsludags.” Ákærði, neitar sök að því er varðar háttsemi þá er lýst er í ákæruliðum A II, III, IV og töluliðum 2, 3 og 4 í B kafla ákæru frá 6. október sl., en játar þá háttsemi sem lýst er í öðrum liðum þeirrar ákæru og samkvæmt ákæru frá 18. nóvember sl. Við meðferð málsins fyrir dóminum féll ákæruvaldið frá 2. tölulið í B kafla ákæru frá 6. október 1998. Verjandi ákærða gerði þær kröfur að ákærða verði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa og refsingin verði skilorðsbundin, ef refsivist er dæmd. Einnig að öllum bótakröfum á hendur ákærða í málinu veriði vísað frá dómi. Loks krafðist hann hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa að mati dómsins. Fram kom við meðferð málsins að ákærði var úrskurðaður gjaldþrota 12. október 1998 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæra 6. október 1998. I. kafli. Ákærði, Ragnar Kornelíus Lövdal, játar sakargiftir í I. kafla ákæru og viðurkennir að hafa framið þau brot sem hann er þar ákærður fyrir, kveður atvikalýsingu í rétta og gerir ekki athugasemdir við gögn málsins að því er þennan kafla varðar. Með skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, þykir sannað að hann hafi gerst sekur um þau brot, sem honum eru gefin að sök í þessum kafla ákærunnar, og varðar þessi háttsemi ákærða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. kafli. 1. liður II. kafla. Að því er varðar þennan ákærulið og aðra ákæruliði í þessum kafla, hefur ákærði neitað sök. Ákærði kannast við að hafa séð um að selja bifreiðina MM-005 fyrir hönd ófjárráða sonar síns 5. febrúar 1996. Hann kvaðst hafa kynnt kaupanda bílsins, Erling Þór Proppé, að á bifreiðinni væru áhvílandi veðbönd sem skyldu afléttast, en engin tímamörk hafi verið sett. Í staðfestri lögregluskýrslu dagsettri 20. apríl 1998, kemur fram að ákærði hafi fengið rúmlega 1.400.000 króna lán hjá Samvinnusjóði Íslands hf. sem tryggt var með veði í áðurnefndri bifreið. Lánsfjárhæðin hafi runnið í rekstur Gosa ehf., sem er í eigu ákærða, en ákærði hafi sjálfur verið skráður greiðandi af láninu. Ákærði kvaðst hafa komist í vanskil með þetta lán og að svo hafi fjárhagsörðugleikar og vanefndir á loforðum sem Samvinnusjóður Íslands hf. gaf honum komið í veg fyrir það að hann gæti aflétt veðböndum af bifreiðinni. Ákærði neitaði fyrir dóminum að hafa beitt blekkingum við þessi viðskipti. Vitnið Erlingur Þór Proppé greindi svo frá að hann hafi keypt bifreiðina MM-005 af ákærða, sem seldi hana fyrir hönd ófjárráða sonar, á bílasölunni Bílatorg hf. Umsamið kaupverð hafi verið 2.100.000 krónur sem hann hafi greitt með því að hann setti bifreið, sem hann átti, upp í sem hluta greiðslu en milligjöfin hafi verið greidd með húsbréfi og tékka. Bifreiðin hafi verið að fullu greidd við undirritun afsals. Bar vitnið að hann hafi vitað um veðböndin en að ákærði hafi sagst ætla að aflétta veðböndunum fljótlega eftir söluna, eins og fram kemur í afsalinu sem er meðal gagna málsins. Vitnið kvaðst svo hafa fengið kröfubréf frá Samvinnusjóð Íslands hf, þar sem sér hafi verið tilkynnt að innheimta ætti hjá honum kröfu vegna veðs í bifreiðinni MM-005. Vitnið kvaðst hafa haft samband við ákærða í allmörg skipti og hann alltaf lofað sér að hann myndi ganga frá þessu inn nokkurra daga. Það hafi ekki gengið eftir og nú sé málum þannig komið að búið sé að taka af sér bifreiðina og bjóða hana upp. Þann 5. mars 1998 kærði vitnið svo ákærða vegna þessara viðskipta. Aðspurður kvaðst vitnið hafa átt áður viðskipti við ákærða og treyst honum. Ákærði hefur neitað að hafa blekkt kæranda, Erling Þór Proppé líkt og í ákæru greinir. Eins og að ofan greinir kvaðst ákærði hafa átt von á fjármunum inn í rekstur fyrirtækisins sem hann hafi ætlað að nota til að aflétta veðböndum á bifreiðinni, sem þó hafi brugðist. Er það mat dómsins að ákæruvaldið hafi ekki leitt nægileg rök að því að ákærði hafi ekki á þessum tíma haft greiðsluvilja og greiðslugetu varðandi framangreint brot og beitt blekkingum í þessum viðskiptum, sbr. 45. og 46. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og ber því að sýkna hann af þessari kröfu ákæruvaldsins. 2. liður II. kafla. Ákærði kvaðst bæði hjá lögreglu og fyrir dómi ekki hafa verið viðstaddur sölu bifreiðarinnar OM-649 8. júní 1996. Hann hafi verið í sumarbústað og að starfsmaður sinn á bílasölunni, Arnþór Grétarsson, hafi annast þessi viðskipti í samráði við sig í gegnum síma. Hann hafi lagt Arnþóri línurnar um hvernig skyldi staðið að þeim og sagt honum að kynna væntanlegum kaupendum bifreiða í eigu Gosa ehf. að þær væru eign fyrirtækis sem eigandi bílasölunnar ætti. Ákærði kvaðst aðspurður hafa samþykkt þær forsendur sem að voru fyrir viðskiptunum, skipt hafi verið bíl upp í OM-649 og greiddar 330.000 í milligjöf. Ennfremur viðurkenndi ákærði að hann hafi vitað um að veðbönd hafi hvílt á OM-649 þar sem að hann hafi skoðað afsalið þegar hann kom aftur til vinnu. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 28. apríl 1998, ætlaði ákærði ástæðu þess að ekki hafi verið staðið við að aflétta veðböndum af bifreiðinni vera þá að það hafi farist fyrir og þegar hann hafi ætlað að aflétta veðböndum af bifreiðinni í desember 1997 með því að færa þau yfir í aðra bifreið hafi samvinnusjóður Íslands hf. ekki gefið heimild sína fyrir þeim veðflutningi. Vitnið, Bergþór Bjarnason bar fyrir dóminum að hann hafi keypt bifreiðina OM-649 á bílasölu ákærða, en með vitnunu var sambýliskona hans Pálína G. Bragadóttir. Er umrædd viðskipti fóru fram hafi Arnþór Grétarsson verið í forsvari fyrir bílasöluna. Hann hafi einungis haft samskipti við Arnþór, sem hafi gengið frá viðskiptunum. Vitnið kvaðst hafa spurt Arnþór hvort að bílasalan ætti eitthvað í bílnum en hann svarað því neitandi og sagst hafa fullt umboð frá eiganda bílsins sem væri á þeirri stundu staddur í sumarbústað. Vitnið bar að hann hefði spurt Arnþór að því við undirritun afsals fyrir hönd hverra hann kæmi fram vegna þessara viðskipta, en hann svarað því til að það væri fyrirtæki er héti Gosar, en að Arnþór hafi ekki getað svarað honum hvernig fyrirtæki það væri. Hann hafi svo ekki komist að því fyrr en löngu síðar að eigandi bílasölunnar væri aðaleigandi fyrirtækisins Gosa. Aðspurður um hvort það hefði ekki vakið athygli vitninsins að úr afsalinu mætti lesa að bílasalan væri að afsala til hans bilnum, svarað vitnið því neitandi. Vitnið kvaðst hafa verið illa við það að kaupa bifreið með veðböndum en Arnþór hafi fullvissað sig um að það væri óhætt þar sem hann hafi sagt við sig að eigandaskipti gætu ekki farið fram fyrr en veðböndunum yrði aflétt. Þegar hann hafi svo fengið nýtt skráningarskírteini hafi hann haldið að búið væri að aflétta veðböndunum. Það hafi svo verið rétt rúmu ári seinna eða í nóvember 1997 að hann hafi fengið innheimtubréf frá lögmanni á vegum Samvinnusjóðs Íslands hf. Bar vitnið að hann hafi ítrekað leitað skýringa á þessu á bílasölu þeirri er hann keypti bifreiðina, en engin viðbrögð fengið. Fram kemur í gögnum málsins að vitnið, Bergþór hafi í framhaldinu leitað aðstoðar lögmanns og gerð hafi verið réttarsátt milli Bergþórs, Gosa ehf. og ákærða fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur dagsetta 24. febrúar 1998. Samkvæmt henni skuldbatt ákærði sig að aflétta veðinu af áðurnefndri bifreið fyrir 15. mars 1998, ásamt því að greiða lögmannskostnað Berþórs. Réttarsátt þessi er meðal gagna málsins. Þegar ljóst var að ákærði myndi ekki efna réttarsátt lagði lögmaður Bergþórs fram kæru á hendur fyrrnefnda, þann 7. apríl 1998. Vitnið, Pálína Guðrún Bragadóttir, kom einnig fyrir dóminn, en hún er sambýliskona Bergþórs Bjarnasonar og var vitni að ofangreindum viðskiptum og vottur við undirritun afsalsins fyrir bifreiðinni OM-649. Bar vitnið í aðalatriðum á sama veg og Bergþór sambýlismaður hennar um málsatvik. Hún sagði að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að seljandi OM-649 hafi verið ákærði eða að hann væri í tengslum við fyrirtækið Gosa ehf, sem tilgreint er sem seljandi í afsali fyrir bílinn. Hún hafi heldur ekki áttað sig á þessu, þótt sölumaðurinn hafi undirritað afsalið fyrir hönd Bílatorgs, en sölumaðurinn hafi sagt að eigandinn væri í sumarbústað. Arnþór Grétarsson var tvívegis boðaður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík vegna þessa máls, 20. apríl og 14. maí 1998. Við þessar yfirheyrslur var Arnþór með réttarstöðu sakaðs manns. Kvaðst hann kannast við títtnefnd viðskipti. Hann hafi verið tiltölulega nýbyrjaður að vinna á bílasölunni þegar þessi viðskipti áttu sér stað. Þetta hafi borið upp á laugardegi og hafi hann þá verið einn við vinnu. Kvaðst hann hafa verið í beinu símsambandi við ákærða vegna þessa og hann hafi leiðbeint sér nákvæmlega í þessu máli. Ákærði hefði einnig verið í stöðugu símsambandi við ákærða varðandi frágangi þeirra skjala sem gera þurfti við söluna. Þegar ákærði hafi svo komið aftur til vinnu hafi hann afhent honum milligjöfina og sýnt honum skjalagerðina, sem hann hafi kynnt sér. Kvaðst hann ekkert hafa fylgst með því hvort staðið hafði verið við afléttingu veðbandanna það hafi alfarið verið mál ákærða. Fyrir dóminum staðfesti vitnið ofangreinda frásögn. Hann kvaðst ekki kannast við það að hafa talið Bergþóri trú um þær staðreyndir er koma fram í vitnaskýrslu hans, varðandi umskráningu bifreiðarinnar. Aðspurður kvaðst hann eftir bestu vissu telja að hann hafi kynnt Bergþóri og Pálínu að fyrirtækið Gosar hf. hafi átt bílinn og það fyrirtæki væri rekstarhluti bílasölunnar Bílatorgs ehf. Hann kvaðst ekki ætla að hann hefði sérsaklega tilgreint að ákærði ætti bílinn. Undir vitnið var við aðalmeðferð málsins borin svofelld frásögn úr lögregluskýrslu dagsettri 20. apríl 1998: „Arnþór segir fyrirtæki Ragnars, Gosa ehf, hafa átt margar bifreiðar sem boðnar voru til sölu á bílasölunni og hafi Ragnar ekki gefið honum neinar leiðbeiningar um það að kynna væntanlegum kaupendum sérstaklega að um bifreiðar í eigu fyrirtækis bifreiðasalans sjálfs væri að ræða. Arnþór segir Ragnar hafa beðið hann um að vera ekki að kynna hverjum og einum sem spurðist fyrir um einstaka bifreiðar í eigu Gosa ehf. að um væri að ræða fyrirtæki í hans eigu heldur hafi Ragnar lagt áherslu á að hann myndi sjá um það sjálfur ef af sölu yrði.” Bar vitnið að með þessu hann hafi átt við að ef af sölu yrði væri kaupendum tilkynnt eignaraðild bifreiðarinnar. Það væri í verkahring þess sem að sæi um söluna að tilkynna kaupendum um hver væri eigandi bifreiðarinnar. Verkaskiptingin á bílasölunni hafi verið á þá leið að ákærði hafi alfarið sjálfur séð um gerð allra afsala og annarra samninga viðkomandi sölu bifreiða þannig að það hafi verið hans að upplýsa um eigendur. Vitnið hafi einungis komið nálægt þeim hluta sölunnar þegar ákærði hafi ekki verið staddur á bílasölunni. Hans hlutverk hafi verið að kynna og sýna bifreiðarnar og ef að sölu hefði orðið hefði ákærði gengið frá henni. Stofnað var til kaupa á bifreiðinni OM-649 8. júní 1996, með því loforði að aflétta veðböndum þeim er á bifreiðinni hvíldu að upphæð krónur 1.059.271 krónu. Ákærði veðsetti bifreiðina fyrir skuld við Samvinnusjóð Íslands hf. deginum áður. Kaupin voru gerð í nafni félagsins Gosa ehf., sem var í eigu ákærða og eiginkonu hans. Ákærða bar að sjá til þess að við gerð kaupanna væri kaupandinn sérstaklega upplýstur um það að ákærði sjálfur og/eða fyrirtæki hans stæði að baki sölu bifreiðarinnar. Hins vegar hefur komið fram að í afsali fyrir OM-649 undirritar sölumaðurinn Arnór afsalið fyrir hönd Bílatorgs. Þetta hlaut að gefa kaupandanum tilefni til að kanna nánar hvernig í pottinn var búið með seljanda bílsins. Ákæruvaldið hefur ekki sýnt fram á það að ákærði hafi við veðsetningu OM-649 ekki ætlað að aflétta veði því sem hvíldi á bifreiðinni. Ekki hafa heldur verið lögð fram nein gögn í málinu sem að sýna að ákærði hafi á þessum tíma átt eða hlotið að vera það ljóst að hann hafi ekki verið fær um standa við þessar skuldbindingar sínar. Ber því að sýkna ákærða af þessum lið ákærunnar, sbr. 45. og 46. grein laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. 3. liður II.kafla. Ákærði hefur ekki neitað málavöxtum eins og þeim er lýst varðandi þennan lið ákæru, nema að því leyti að hann hafi ekki beitt blekkingum við viðskiptin. Eins og fram kemur í ákæru fór salan fram þann 11. mars 1997 og fyrir dóminum kvaðst ákærði hafa séð um að leiða þessi viðskipti til lykta, en þau hafi átt sér þó nokkurn fyrirvara. Ákærði kvað fjármuni þá er hann fékk við söluna hafa runnið út í rekstur Gosa ehf. Í yfirheyrslu hjá lögreglu 18. apríl 1998 fullyrti ákærði ástæður þess að ekki hafði orðið af afléttingu veðsins vera þær, að Samvinnusjóður Íslands hf. hafi ekki staðið við að láta andvirði ýmissa verðmæta, sem ákærði hafi afsalað sér til Samvinnusjóðsins, ganga til greiðslu skulda hans og fyrirtækja hans við Samvinnusjóðs Íslands hf. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa fengið neinar skýringar frá Samvinnusjóði Íslands hf. hvernig þessum verðmætum hafi verið ráðstafað. Fyrir dóminum kvaðst ákærði hafa afhent Samvinnusjóð Íslands hf. á nokkra mánaða tímabili skjöl og fleira sem átti að ganga til að leysa þetta mál, en það hafi ekki gengið eftir. Snorri Freyr Garðarsson, kom fyrir dóminn sem vitni við aðalmeðferð málsins. Var hann kaupandi bifreiðarinnar IÖ-054 sem ákærði skuldbatt sig til að létta veðböndum af 15 daga frá söludegi. Bar vitnið að hann hefði keypt IÖ-054 á 945.000 krónur sem hafi verið að fullu greiddar við afsal. Í staðfestri lögregluskýrslu þeirri sem tekin var 16. febrúar 1998, þegar málið hafði verið kært til lögreglu, kemur fram að við kaupin á IÖ-054 hafi hann spurt ákærða út í fyrirtækið Gosa ehf. sem var skráður eigandi bifreiðarinnar. Ákærði hafi svarað sér að þetta væri fyrirtæki sem keypti og seldi bifreiðar en ekki sagt sér að hann væri eigandi Gosa ehf. Ennfremur greindi Snorri svo frá að það hafi verið um haustið 1997, er hann hugðist selja bifreiðina, að hann hafi komist að því að enn hvíldi veðið á henni. Hann hafi þegar sett sig í samband við ákærða og borið þetta upp á hann, en ákærði sagst ætla að aflétta því með hraði. Það hafi ekki gengið eftir og eftir ítrekaðar tilraunir til að fá ákærða að aflétta veðinu hafi hann leitað aðstoðar lögmanns og í framhaldinu hafi málið verið kært málið til lögreglu. Vitnið staðfesti frásögn sína fyrir dóminum og ítrekaði að hann hafi ekki vitað að ákærði hafi átt hagsmuni að gæta varðandi Gosa ehf. Vitnið, Helga B. Kristmundsdóttir sambýliskona Snorra, var vottur að afsalsgerð bifreiðarinnar IÖ-054. Bar hún fyrir dóminum að hún hafi ekki orðið vitni að því sem fór á milli Snorra og ákærða fyrr en við undirritun afsalsins. Staðfesti hún frásögn Snorra um að ákærði hafi ekki greint frá því að hann væri fyrirsvaramaður Gosa ehf. Kvaðst hún ekki hafa séð neina ástæðu fyrir því að treysta ákærða ekki þar sem að um löggiltan bílasala væri að ræði. Veðinu hafi aldrei verið aflétt og bíllinn hafi verið tekinn af þeim. Eins og að ofan greinir var IÖ-054 seld 11. mars 1997. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu getur ákærða ekki hafa dulist að á þessum tíma var hann í skuldaóreiðu við Samvinnusjóð Íslands hf., en á þessum tíma hafði hann ekki aflétt veðböndum þeim er hvíldu á bifreiðunum, sem fjallað er um í 1. og 2. lið hér að faman og 6. og 8. lið, sbr. hér síðar. Mátti honum því vera ljóst að hann gæti ekki staðið við þá skuldbindingu er hann gaf umræddan dag og langlíklegast að hann gæti ekki staðið í skilum á þeim 688.447 krónum sem að skuldin með veðböndunum hljóðaði upp á. Skýringar ákærða varðandi þennan lið eru ótrúverðugar enda hefur hann ekki lagt neitt fram sem styður þennan framburð hans. Þá bar ákærða að sjá til þess að við gerð kaupanna væri kaupandinn sérstaklega upplýstur um það að ákærði sjálfur og/eða fyrirtæki hans stæði að baki sölu bifreiðarinnar. Ákærði hefur ekki sýnt fram á að það hafi hann gert og bendir framburður kaupanda bílsins og sambýliskona hans til hins gagnstæða. Þegar allt framangreint er virt telst sannað að ákærði hafi með háttsemi sinni, sem lýst er í þessum lið ákæru, gerst brotlegur við 248. gr. almennra hegningarlaga. 4. liður II. kafla. Undir aðalmeðferð málsins var þessi hluti ákærunar leiðréttur á þann veg að bifreiðin sem að Vilhjálmur Þorsteinsson setti upp í var metin á 500.000 krónur en ekki 600.000 líkt og í ákæru greinir, og að milligjöfin hafi verið 2.700.000 krónur sem greiddar voru með bankatékka. Þá er óumdeilt að víxillinn sem um er rætt í ákærunni var ekki hluti af greiðslu til ákærða. Ákærði kvaðst kannast við þetta atvik og væri málsatvikum þannig breyttum rétt lýst í ákæru að því undanskildu að hann kannast ekki við það að hafa beitt neinum blekkingum. Ákærði kvaðst hafa séð um skjalagerð og frágang í þessu máli, og vildi taka fram að Vilhjálmur hafi vitað að ákærði væri eigandi bílsins. Ákærði kvaðst hafa lánað Vilhjálmi bílinn til reynsluaksturs í einn eða tvo sólarhringa og ávallt komið fram sem eigandi bílsins. Aðspurður að því hvers vegna veðböndunum af DY-898 var ekki aflétt, kvaðst ákærði ekki ætla að gefa neinar skýringar í þeim efnum. Vitnið, Vilhjálmur Þorsteinsson, bar að hann hefði keypt bifreiðina DY-898 30. júní 1997, og hafi bifreiðin verið að fullu greidd við afsalsgerð. Fær það stuðning í afsalinu sem er meðal gagna málsins. Víxill sá sem getið er í málinu hafi verið fyrir sölulaunum bílasalans. Tilurð málsins megi rekja til þess að hann hafi séð DY-898 auglýsta í Morgunblaðinu á vegum bílasölunnar Bílatorgs. Eftir að hafa skoðað bílinn og fengið hann til reynslu hafi ákærða og vitninu samist um það verð sem áður hefur verið nefnt. Við afsalsgerðina hafi ákærði sagt honum að á DY-898 væru veðbönd sem hann skuldbatt sig að aflétta fljótlega eftir söluna. Bar vitnið að hann hafi ekki talið sig taka neina áhættu þar sem hann hafi vitað að sett hefðu verið lög um bílasölu þar sem tiltekin væri ábyrgð bílasala. Hann hafi verið í góðri trú um að allt væri lagi þar til að snemma á árinu 1998 hafi hann fengið rukkun frá Sjóvá-Almennum þar sem í ljós kom að veðinu hafi ekki verið aflétt. Aðalskuldari bréfsins var Arnþór Grétarsson starfsmaður bílasölunnar. Vitnið kvaðst hafa greitt upp veðskuldina sem hvíldi á bílnum eftir að ljóst var að hvorki Arnþór né ákærði myndu hafa bolmagn til að gera það, því ella hefði bifreiðin lent á nauðungarsölu. Vitnið kvaðst hafa leitað sér lögmannsaðstoðar, málið hafi verið kært til lögreglu sem móttók kæruna 5. maí 1998. Vitnið minntist þess ekki að sér hafi verið tilkynnt það hver væri eigandi fyrirtækisins Gosa ehf. sem var eigandi DY-898, en hann hafi áttað sig á því að Gosar ehf. væru í eigu ákærða þar sem hann hafi skrifað undir afsalið fyrir hönd Gosa ehf. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 22. maí 1998, að viðstöddum verjanda sínum, viðurkenndi ákærði að hafa fengið Arnþór Grétarsson til að gefa út veðskuldabréf það sem hér um ræðir. Arnþór hafi komið til sín öllum greiðsluseðlum og hann greitt þar til að hann var kominn í greiðsluþrot og gat ekki staðið í skilum með greiðslurnar. Eins og fram er komið var upphæð skuldarinnar, er veðböndin hvíldu á 1.978.923 krónur er DY-898 var seld Vilhjálmi 30. júní 1997. Á þessum tíma hafði ákærði þegar selt bifreiðarnar í 1.-3. lið hér að framan, og einnig 6. og 8. lið, sbr. hér síðar, með veðböndum, sem hann hafði ekki aflétt er hann seldi DY-898. Eins og fjárhagsstöðu ákærða var háttað hlaut honum að vera ljóst er hann gekk frá kaupunum að hann ætti enga möguleika á því að standa við skuldbindingar sínar. Hefur hann því með háttsemi sinni, sem lýst er í þessum lið ákæru gerst brotlegur við 248. gr. almennra hegningarlaga. 5. liður II. kafli. Ákærði neitar að hafa beitt Sigtrygg Eyþórsson blekkingum varðandi viðskipti þau er ákært er fyrir í þessum lið. Hann kveður málsatvikalýsingu í ákæru vera rétta. Fyrir dómi kvaðst ákærði ekki ætla að gefa neina skýringu á því hvers vegna ekki tókst að aflétta veðböndunum af YF-036, en fyrir lögreglu bar hann því við að veðflutningar yfir á aðra bifreið hafi ekki gengið eftir, þar sem að Glitnir hf. hafi sett skilyrði varðandi veðflutningin sem hann hefði ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að framkvæma. Ákærði kvað söluandvirði bifreiðarinnar hafa runnið út í rekstur Gosa ehf. Vitnið Sigtryggur Eyþórsson kvaðst hafa átt viðskipti við ákærða persónulega. Hann hafi gengið frá öllum gögnum og skuldbundið sig að aflétta því veði sem hvíldi á YF-036. Ákærði hafi sýnt sér pappíra upp á það að hann ætlaði að aflétta veðinu strax eftir helgi, mánudaginn 22. september, en kaupin hafi verið gerð að loknum vinnudegi á föstudeginum 19. september, svo sem afsalið beri með sér, eftir lokun stofnana. Hann hafi greitt milligjöfina með ávísun. Kvaðst vitnið hafa samdægurs haft samband við Glitni hf., eiganda veðskuldarinnar, og rætt við starfsmann Glitnis hf, sem hafi staðfest að samþykki lægi fyrir veðflutningnum. Greiðslan fyrir YF-036 hafi verið greidd annars vegar með eldri bifreið, sem verðmetin var á 500.000 krónur, og hins vegar 1.400.000 króna milligjöf. Í yfirheyrslu hjá lögreglu 16. febrúar 1998 kvaðst vitnið hafa greitt milligjöfina 22. sama mánaðar, en þá hafi hann talið að örugglega yrði búið að afllétta umræddum veðböndum með veðflutningnum, en fyrir dómi kvaðst hann telja að hann hafi greitt þessa milligjöf strax 19. sama mánaðar með tékka. Kvaðst vitnið hafa haldið að allt færi eftir áætlun, hann hafi ekki getað ætlað annað þar sem hann hafi fengið staðfestingu Glitnis hf. fyrir veðflutningnum og svo hefði ákærði verið löggiltur bílasali. Þetta hafi ekki gengið eftir og kvaðst hann hafa margoft haft samband við ákærða út af máli þessu, en ekkert hafi gerst í því. Málið hafi var svo kært til lögreglu 23. janúar 1998. Vitnið kvaðst ekkert hafa fengið greitt, enda hafi aldrei verið staðið við loforðið um veðflutninginn. Hann hafi svo borgað Glitni hf. veðskuldabréfið til að missa ekki bifreiðina og kvaðst því tvívegis hafa greitt þetta fé. Vitnið mótmælti þeim framburði ákærða að vitnið hefði vitað að ákærði væri aðaleigandi Gosa hf. Af gögnum þeim sem fyrir liggja í málinu er ljóst að ekkert varð af fyrirhuguðum veðflutningi. Ljóst er að ákærði gat ekki er til kom aflétt veðböndunum af YF-036 og varð kaupandinn, Sigtryggur Eyþórsson, sjálfur að greiða andvirði skuldarinnar, sem á bílnum hvíldi. Á þessum tíma hafði ákærði þegar selt bifreiðarnar í 1.- 4. lið hér að framan, og einnig 6. og. 8. lið, sbr. hér síðar, með veðböndum, sem hann hafði ekki aflétt er hann seldi YF-036. Eins og fjárhagsstöðu ákærða var háttað hlaut honum að vera ljóst er hann gekk frá kaupunum að hann ætti enga möguleika á því að standa við skuldbindingar sínar, enda hefur hann enn ekki staðið við þær. Þá hefur ákærði ekki sýnt fram á það að hann hafi upplýst kaupandann um eignaraðild sína að fyrirtækinu Gosar ehf., sbr. það sem rakið hefur verið hér að framan. Þykir sannað að ákærði hafi með háttsemi sinni, sem lýst er í þessum lið ákæru, gerst brotlegur við 248. gr. almennra hegningarlaga. 6. liður II. kafli. Samkvæmt þessum ákærulið seldi ákærði Sigurði Helgasyni bifreiðina UB-027, sem á hvíldu veðbönd þau sem lýst er í ákæru, án þess að greina Sigurði frá þeim. Upplýst er í málinu að deginum áður en salan fór fram, 11. september 1996, hafi ákærði beðið um veðflutning yfir á UB-027. Ákærði kvaðst fyrir dómi hafa um leið og sala komst á UB-027, sett sig símleiðis í samband við skuldareigandann, Samvinnusjóð Íslands hf., og rætt þar við starfsmann sjóðsins um að stöðva þennan veðflutning. Fullyrti ákærði að starfsmaðurinn hafi ætlað að stöðva veðflutninginn. Þetta hafi gerst fyrir útgáfu afsals og því hafi hann verið í góðri trú við afsalsútgáfu um að UB-027 væri veðbandslaus. Ákærði kvaðst hafa kynnt Sigurði að veðbönd hafi hvílt á UB-027, sem síðan hafi verið afturkölluð, og mótmælir hann framburði Sigurðar um annað. Kvað hann einnig Sigurð hafa vitað um það að hann væri eigandi bifreiðarinnar þar sem þessi viðskipti voru búin að eiga sér aðdraganda og Sigurður hafi spurt sig um feril UB-027 og hann hafi svarað því án þess að draga nokkuð undan. Vitnið, Sigurður Helgason, lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir lögreglu vegna ofangreindra viðskipta 20. nóvember 1997. Í skýrslu sem þá var tekinn af honum lýsti hann þessum viðskiptum. Kvaðst hann hafa keypt bifeiðina UB-027 af ákærða og hafi verið gengið frá sölunni 12. september 1996. Kaupverðið hafi hann greitt með því að setja bifreið sem hann átti, að verðmæti 850.000 krónur upp í UB-027 en hafi svo staðgreitt mismuninn með peningum, 300.000 krónum. Fyrir dómi staðfesti vitnið lögregluskýrsluna og kvað rétt eftir sér haft. Hann bar fyrir dóminum að hann hafi spurt hvort veð hvíldi á bifreiðnni en ákærði hafi svarað því neitandi. Þegar hann hafi svo fengið afsalið í hendur hafi hann talið sig fá staðfestingu á því að UB-027 væri veðbandslaus, þar sem í afsalinu kemur ekkert fram um að veðbönd séu á bifreiðinni. Vitnið kvaðst hafa tekið eftir að á vegg á bílasölunni hafi hangið skilti þess efnis, að ákærði væri löggiltur bílasali. Hann hafi því ekki talið sig haft neina ástæðu til að efast um lögmæti þessara viðskipta og hafi treyst ákærða og starfsmönnum þar. Vitnið kvað svo ákærða hafa haft samband við sig 19. nóvember 1997, og sagt sér að hann mætti eiga von á bréfi frá Samvinnusjóði Íslands hf. þar sem að vitnið væri krafinn um greiðslu á veði sem væri áhvílandi. Kvaðst ákærði ætla að leysa það mál. Kvað vitnið ennfremur að ákærði hafi aldrei kynnt sér að hann væri eigandi Gosa ehf., sem var skráður eigandi UB-027, og hafi hann haldið að ákærði ætti ekki nokkurra hagsmuna að gæta við söluna. Vitnið, Oddur Borgar Björnsson, kvaðst hafa verið Sigurði Helgasyni til halds og trausts í ofangreindum bílakaupum. Hann væri mikill áhugamaður um bíla og því hafi Sigurður beðið hann um að aðstoða sig við bílakaupin. Kvað vitnið þá fyrst hafa átt samskipti við annan starfsmann á bílasölunni en ákærði hafi alfarið séð um að leiða kaupin til lykta. Kvaðst vitnið hafa verið vottur við afsalsgerðina. Kvaðst vitnið hafa spurt ákærða um veðbókarvottorð fyrir UB-027, og ákærði sagst ætla að fletta upp á því í tölvu hjá sér og hann sagt þeim að engin veðbönd væru á UB-027. Staðfesti hann frásögn Sigurðar að þeim hafi aldrei verið greint frá því að Gosar ehf., sem var eigandi UB-027, væri í eigu ákærða. Þeir hafi talið að UB-027 hafi verið í eigu einhvers þriðja aðila. Aðspurður varðandi þessi viðskipti kvaðst vitnið ekki hafa haft neina ástæðu til að vefengja ákærða. Mikið hafi verið í fréttum á þessum tíma fjallað um bílasala og löggildingu bílasala, þar hafi komið fram að menn gætu treyst bílasölum sem væru með viðeigandi vottorð. Hann hafi séð löggildingarskjal ákærða upp á vegg og því talið sig vera á bílasölu sem væri treystandi. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja frammi í málinu veðsetti ákærði UB-027 fyrir skuldabréfi, að uppgreiðsluandvirði 1.086.180 krónur, deginum fyrir umrædda sölu þrátt fyrir að ákærða mátti vera það ljóst að mjög líklega kæmi til sölu. Kemur það fram í framburði ákærða sjálfs að viðskiptin hafi átt sér aðdraganda en hann hafi engu að síður beðið um veðflutninginn, sem hann hafi svo talið sig hafa stöðvað með samtali við starfsmann Samvinnusjóðs Íslands hf. Starfsmaður þessi hefur ekki verið leiddur fyrir dóminn til að bera vætti um þetta atriði. Er það mat dómsins að ekkert sé komið fram í málinu sem að styður þennan framburð ákærða. Frásögn ákærða um að hann hafi kynnt Sigurði Helgasyni um veðböndin er ótrúverðug. Verður að leggja til grundvallar framburð vitnana Sigurðar og Odds sem að mati dómsins er trúverðugur, og fær stuðning í afsalinu fyrir UB-027, en þar er engra veðbanda getið. Þá bar ákærða að upplýsa kaupandanum um eignaraðild sína að fyrirtækinu Gosar ehf., sem stóð að sölu bifreiðarinnar. Ákærði hefur ekki sýnt fram á að það hafi hann gert. Þegar litið er til alls framangreinds svo og famburðar framangreindra tveggja vitna þykir fyllilega í ljós leitt að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir í þessum lið ákæru og varðar brot hans við 248. gr. almennra hegningarlaga 19/1940. 7. liður II. kafli. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi að hafa fært veðskuldabréf yfir á bifreiðina EJ-733 7. apríl 1997, daginn fyrir sölu umræddrar bifreiðar. Kvað ákærði þá ekki hafa verið komið til neinnar sölu á EJ-733. Þegar gengið hafi verið frá afsalinu hafi hann tjáð kaupanda um veðið sem færi inn á hana þar sem kominn væri í gang veðflutningur en það færi svo út af henni aftur. Kvaðst hann fullviss um að hafa tilkynnt kaupanda frá þessu. Ástæðu þess að þetta komi ekki fram á afsalinu fyrir EJ-733 taldi hann það stafa af handvömm sinni. Vitnið, Sigurður Þorbjörnsson, kaupandi EJ-733, kvað eiginkonu sína, Björgu Lárusdóttur, hafi verið að leita eftir bifreið til kaups á bílasölum borgarinnar. Hún hafi séð fyrrnefnda bifreið á bílasölunni Bílatorg ehf, og litist vel á hana. Vitnið kvað eiginkonu sína hafa séð aðallega um viðskiptin á bílasölunni en hann hafi ekki komið að málinu fyrr en undir lokin, eiginkona sín hafi séð um þær samningaviðræður sem á undan höfðu farið meðal annars varðandi verð bifreiðarinnar og tilhögun greiðslu. Hann hafi komið einu sinni til að líta á EJ-733 og svo aftur til að ganga frá kaupunum. Þegar búið var að sættast á verð bílsins hafi þau verið beðin um að koma aftur á bílasöluna til að ganga frá kaupunum. Starfsmaður á bílasölunni, sem hann gat ekki nafngreint, hafi séð um mest það sem að á undan var gengið en ákærði hafi tekið við þegar kom að skjalagerð og hafi sent hinn starfsmanninn heim. Vitnið fullyrðir að ákærði hafi hvorki tjáð sér né konu sinni að veðbönd væru á EJ-733. Vísar hann framburði ákærða um annað á bug og segir þau rakin ósannindi. Vitnið fullyrti að ákærði hafi aldrei greint sér frá því að hann væri eigandi Gosa ehf. sem var skráður eigandi EJ-733, en hins vegar hafi sölumaður sem vann á bílasölunni tjáð þeim hjónum að bíllinn væri eign bílasölunnar. Það hafi svo verið um það bil ári eftir að hann keypti EJ-733 sem hann hafi fengið innheimtubréf frá lögmönnum Sjóvá- Almennra þar sem hann hafi fyrst komist að raun um það að veðbönd hvíldu á bifreiðinni. Vitnið kvað allar líkur benda til þess að gert yrði lögtak í EJ-733. Björg Lárusdóttir, eiginkona Sigurðar, kom ennfremur fyrir dóminn og bar vitni. Kvaðst hún hafa annast samningaviðræður við starfsmenn Bílatorgs ehf. sem leiddu til kaupa á EJ-733. Kvaðst hún aðallega haft kaupskap við Arnþór Grétarsson, starfsmann bílasölunnar, en ákærði hafi gengið frá kaupunum. Staðfesti hún frásögn Sigurðar um að ákærði hafi ekki sagt þeim frá veðböndum þeim er hvíldu á EJ-733. Björg kvað ennfremur að Arnþór hafi sagt þeim hjónum frá því að bílasalan væri eigandi EJ-733 en ákærði hafi þagað um það þunnu hljóði. Vitnið, Arnþór Grétarsson, kvaðst kannast við þessi viðskipti. Hann hafi sýnt þeim bifreiðina og séð um undirbúning þessara viðskipta. Ákærði hafi svo tekið við er komið var að undirritun pappíra, sem hafi verið venjan þegar að hann hafi verið á staðnum. Vitnið sagði að það væri ekki algengt að ákærði hafi vísað sér út af skrifstofunni áður en skjöl væru undirrituð en óhjákvæmilega hefði hann oft þurft að sinna afgreiðslu frammi í sal bílasölunnar. Þar af leiðandi hafi hann mjög sjaldan verið viðstaddur þegar skjöl voru undirrituð. Ákærði hefur staðfastlega neitað að hafa leynt vitnin Sigurð og Björgu því að á bílnum hafi hvílt veðbönd. Það hafi verið handvömm af sinni hálfu að geta þess ekki á afsalinu. Framburður ákærða er ekki trúverðugur og hann hefur ekki fært neitt það fram sem sannar þessar fullyrðingar hans. Í afsalinu kemur hvergi fram að veðbönd hvíli á EJ-733. Framburður ofangreindra vitna þykir hins vegar trúverðugur. Með framburði þeirra og hliðsjón af framansögðu þykir sannað að ákærði hafi framið þann verknað sem lýst er í ákæruskjali, en atferli ákærða er réttilega heimfært undir 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 8.liður II. kafli. Ákærði neitar því að hafa leynt Guðbrand Þorkelsson því að á bifreiðinni YU-033 hvíldu veðbönd. Hann kvaðst engum blekkingum hafa beitt. Kvað ákærði tímasetningu í ákæru ranga þar sem ranglega komi fram að viðskiptin hafi átt sér stað 23. nóvember 1997. Réttara sé að það hafi verið 23. nóvember 1996, sem var leiðrétt undir rekstri málsins. Undir rekstri málsins lagði ákærði fram í dóminn afrit af afsali 23. nóvember 1996 vegna sölu Gosa ehf. á YU-033 til Guðbrands fyrir 1.600.000 krónur, svo og afsal hans sama dag vegna sölu Guðbrands á TG-270 til Gosa ehf. fyrir 1.820.000 krónur. Þessi afsöl voru ekki meðal gagna málsins. Benti ákærði réttilega á fyrir dómi að á fyrrnefnda afsalinu komi fram að veðbönd hvíli á bifreiðinni sem að ákærði skuldbatt sig til að aflétta innan tíu daga. Kvað ákærði söluna hafa farið þannig fram að Guðbrandur hafi skipt dýrari bifreið fyrir YU-033 og hann hafi borgað Guðbrandi 100.000 krónur í milligjöf. Ákærði sagði að veðsetningin fyrir fjárhæðinni 1.323.813 krónur hafi komið til vegna láns vegna Gosa ehf. Vitnið, Guðbrandur Þorkelsson, kvaðst hafa séð á bílasölu ákærða bifreið sem að sér hafi litist vel á. Hann og ákærði hafa komið sér saman og ákveðið verðtilboð. Vitnið kvaðst hafa átt viðskipti við ákærða áður sem hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Vitnið hafi haldið að maður af kínversku bergi brotinn væri eigandi YU-033. Ákærði hafi látið í veðri vaka að hann væri með hana í umboðssölu en ekki að hún væri í eigu Gosa ehf. Vitnið bar fyrir lögreglu og fyrir dómi að ákærði hafi ekki sagt sér að veðbönd hvíldu á YU-033, og það hafi komið sér í opna skjöldu þegar að hann hafi komist að raun um svo hefði verið. Hann hafi því leitað sér lögmannsaðstoðar og málið í framhaldinu kært til lögreglu. Hann kvaðst hafa týnt gögnunum um sölu bifreiðanna tveggja. Leit að þeim hafi engan árangur borið. Vitnið var leitt á ný fyrir dóminn þegar lögð höfðu verið fram skjöl er vörðuðu söluna, sem ákærði kom með í dóminn. Voru vitninu sýnd skjölin, þar á meðal afsal vegna kaupa vitnisins á YU-033. Þar kemur fram að á YU-033 hvíli veðbönd sem að seljandi skuldbindi sig að aflétta. Kannaðist vitnið við undirritun sína á því skjalinu, en kvaðst óviss um hvort hann hefði ritað stafina GJ undir útskrift ökutækjaskrár frá sama degi og kaupin voru gerð og feril eigenda YU-033. Í þessum gögnum kemur meðal annars fram að veðbönd hvíla á bílnum. Vitnið kvaðst engu að síður jafn viss og fyrr um að hann hafi keypt og tekið við YU-033 án þess að hafa vitað um að veðskuld hvíldi á bifreiðinni. Hann hafi ekki tekið eftir því á afsalinu og mundi ekki eftir öðrum gögnum um söluna, og ítrekaði þann framburð að það hafi komið honum í opna skjöldu þegar hann komst að því að veðbönd hvíldu á YU-033, sex mánuðum seinna. Vitnið seldi Ingvari Helgasyni hf. bifreiðina og varð að samkomulagi að kaupandinn tæki að sér að aflétta veðinu. Þórunn Einarsdóttir, eiginkona Guðbrands, var vottur að umræddu afsali. Kvaðst hún lítið hafa komið nálægt þessu máli, en hún hafi farið með manni sínum þegar hann sótti bílinn og verið viðstödd afsalsgerðina. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um hvað stóð í afsalinu, en staðfesti undirskrift sína undir það. Vitnið kvaðst í framhaldinu ekki muna eftir einu einasta skjali sem varða kaupin. Um eignarhald bílsins sagði vitnið að ákærði hafi sagt við þau að YU-033 væri eign Gosa ehf. sem hefði verið stofnað í kringum veitingarekstur Sjanghæ. Vitnið sagði að hvorki hún né Guðbrandur hafi vitað um að veð hafi hvílt á YU-033, er Guðbrandur festi á honum kaup. Ákærði hefur á öllum stigum málsins neitað að hafa leynt kaupanda YU-033 því að veðbönd hvíldu á títtnefndri bifreið. Fær sá framburður hans stoð í afsali því sem gert var við viðskiptin. Er ofangreind afsöl höfðu verið lögð fram af hálfu ákærða við aðalmeðferð málsins féll ákærðuvaldið frá þeirri lýsingu í ákæru að því er þennan lið varðar að ákærði hafi talið Guðbrandi trú um að bifreiðin hafi við kaupin verið veðbandslaus, en vísaði í þess stað til lýsingar á háttsemi hans er fram kemur í upphafi II. kafla ákæru og vísar til tilvika, sem fjallað er um í 1.-5. tl. þessa kafla ákæru, en þar kemur meðal annars fram að ákærði hafi við kaup tiltekinna bíla lofað að aflétta veðböndum er á þeim hvíldu. Var ákæran leiðrétt í samræmi við þetta. Ákærði hefur ekki sýnt fram á að hann hafi haft í frammi einhverja tilburði til að aflétta þinglýsingu veðskuldar á YU-033, en þinglýsingin fór fram tveimur dögum eftir kaup YU-033 og einum degi fyrir umskráningu. Bílalán það sem að YU-033 var veðsett fyrir var að fjárhæð 1.323.813 krónur. Á þessum tíma hafði ákærði þegar selt bifreiðarnar í 1.- 2. lið og 6. lið hér að framan með veðböndum, sem hann hafði ekki aflétt er kaupin, sem hér er fjallað um voru gerð. Kaupin voru gerð í nafni félagsins Gosa ehf., sem var í eigu ákærða og eiginkonu hans. Vitnin Guðbrandur og eiginkona hans, Þórunn, hafa bæði borið að ákærði hafi ekki tjáð þeim hver stæði að baki félagsins Gosa ehf. Ákærða bar við gerð kaupanna að upplýsa kaupandann sérstaklega um það að hann sjálfur og/eða fyrirtæki hans stæði að baki sölunni. Hann hefur ekki sýnt fram á að það hafi hann gert. Á þessum tíma hafði ákærði þegar selt bifreiðarnar í 1., 2, og 6. lið hér að framan með veðböndum, sem hann hafði ekki aflétt er hann seldi YU-033. Honum hlaut að vera ljóst er kaupin gerðust að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Að þessu virtu og með vísan til þess að ekkert bendir til þess að ákærði hafi haft getu til að aflétta umræddu veðbandi, er það mat dómsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem hann nú er sakaður um. Varðar hún við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 9. liður II. kafli. Ákærði kvaðst fyrir dóminum kannast við viðskiptin í þessum ákærulið. Þau hafi verið með þeim hætti að Ingibjörg Dís Geirsdóttir hafi keypt bifreiðina KH-156 af Lindarhvammi ehf. og í því skyni látið aðra bifreið upp í, að verðmæti 390.000 krónur, og mismuninn krónur 1.000.000 hafi átt að greiðast með kaupleigusamningi frá Glitni hf. Sá kaupleigusamningur hafi þó aldrei farið í umferð. Ákærði neitaði því að hafa beitt Ingibjörgu blekkingum um að veðskuld hvíldi á bifreiðinni. Upphaflega lánið frá Glitni hf. hafi verið að upphæð krónur 1.463.198. Umrædd ein milljón hafi átt að ganga inn til Glitnis ehf. sem uppgreiðsla á láninu. Ákærði kvað lánið sem hafi hvílt á bifreiðinni hafa verið hærra og mismuninn hafi hann ætlað að greiða. Um það hvers vegna kaupandi var látinn sækja um nýtt lán en ekki látinn yfirtaka það lán sem var á bifreiðinni, ef Glitnir hf. hafi gert það að skilyrði að veðið fyrir fyrra láninu færi af, sagði ákærði að staðið hafi til að færa umrætt veð yfir á annan bíl, en eftir að hann ákvað að hætta við veðflutninginn hafi hann tekið þá ákvörðun að kaupleigusamningurinn skyldi ganga til uppgreiðslu á láninu. Kvað ákærði kaupanda hafa verið kunnugt um það og ennfremur fullkunnugt um það að veðið hvíldi á bifreiðinni. Hann sagði að hann hafi selt JN-820 nokkru síðar og hafi andvirðið runnið til Gosa ehf. Vitnið, Ingibjörg Davíðsdóttir, kvaðst hafa keypt bifreiðina KH-156 af ákærða eftir að starfsmaður á bílasölunni, Arnþór Grétarsson, hafi haft milligöngu um kaupin. Hún hafi borið upp við Arnþór tilboð um að setja bifreið sem hún átti, JN-820, upp í KH-156 og greiða svo 1.000.000 krónur í formi Glitnisbílaláns. Ákærði hafi samþykkt tilboð þetta með milligöngu Arnþórs eftir að hafa prufukeyrt bifreið vitnisins. Vitnið kvað nokkra daga hafa síðan liðið en þá hafi Arnþór haft símasamband við Magnús, sambýlismann hennar, og spurt hann hvort þau ætluðu að kaupa bifreiðina. Magnús hafi sett fram þá kröfu að útvarp og vetrardekk yrðu að fylgja með bifreiðinni og hafi Arnþór samþykkt það og hafi þá verið ákveðið að ganga frá kaupunum að þessum skilyrðum uppfylltum. Síðan hafi liðið 1-2 dagar þar til að samþykki kom frá Glitni hf. vegna bílalánsins sem hún ætlaði að taka til að greiða fyrir KH-156. Þegar það samþykki kom hafi hún farið á bílasöluna til ákærða til þess að undirrita afsal bifreiðar sinnar og Glitnisskuldabréfið. Ákærði hafi þá tjáð sér að hann myndi senda Glitni hf. afsalið fyrir KH-156 og áðurnefnt skuldabréf til undirritunar og Glitnir hf. myndi síðan senda sér þessi gögn. Glitnir hf. myndi svo sjá um að skrá umráð hennar yfir bifreiðinni eftir að gengið yrði endalega frá láninu. Að því búnu hafi hún fengið KH-156 afhenta og ekið á brott. Fyrsta afborgun á láninu hafi átt að koma eftir áramót. Þegar engin rukkun kom hafi hún sett sig í samband við Glitni hf. og þá komið í ljós að á bifreiðinni hvíldi umrætt veð. Í framhaldinu kvað vitnið KH-156 hafa verið tekinn af sér og hann settur á nauðungaruppboð. Vitnið kvaðst ennfremur ekki hafa vitað að KH-156 hafi verið í eigu fyrirtækis sem ákærði hafi átti. Það hafi aldrei komið til tals og sér hafi aldrei verið greint frá því að ákærði ætti þar hagsmuna að gæta í umræddum viðskiptum. Vitnið Arnþór Grétarsson, fyrrverandi starfsmaður ákærða, kvaðst kannast við viðkomandi viðskipti. Staðfesti hann undirskrift sína sem vitundarvott á afsalinu fyrir JN-820. Kvaðst hann hafa komið að þessu máli með því að sýna og kynna Ingibjörgu og sambýlismanni hennar umrædda bifreið. Kvaðst hann hafa vitað að þau hafi ætlað að taka kaupleigu fyrir KH-156. Aðspurður kvaðst hann ekki reka minni til að hafa vitað að veð hvíldi á KH-156, hún hafi verið nýkomin á bílasöluna og ákærði hafi alfarið séð um að ganga frá þessari sölu. Ákærði hefur neitað að hafa leynt kaupanda KH-156 því að veð hvíldi á bifreiðinni og fullyrt að henni hafi verið kynnt að á bílnum hvíldi veð. Hann kvaðst ekki hafa útbúið afsal vegna kaupanna þar sem afsalið hafi átt að vera milli Gosa ehf. og Glitnis þar sem um kaupleigusamning var að ræða, enn ekki lán. Bifreiðina sem hann tók upp í við kaupin hafi hann selt nokkrum dögum síðar. Ingibjörg hefur borið að hún hafi ekki vitað um umrædd veðbönd heldur hafi hún treyst ákærða. Frásögn ákærða um það að hann hafi ætlað að aflétta láninu, sem hvíldi við kaupin á KH-156 sem þá var að eftirstöðvum 1.238.141 króna, sem var rúmlega 200 þúsund krónum hærra en mismunurinn sem kaupandinn ætlaði að greiða með kaupleigusamningi við Glitni, og að hann hafi svo samið um það munnlega að greiða kaupandanum þessar 200.000 krónur, sem á vantaði, er afar ótrúverðug, enda hefur ákærði engin gögn lagt fram um samning af þessu tagi. Bifreið þá sem kaupandinn lét upp í kaupin, sem metin var á 390.000 krónur við kaupin, seldi ákærði nokkrum dögum síðar og hefur hann ekki greitt kaupandanum neitt af andvirði hennar. Ákærða bar að upplýsa viðsemjanda sinn sérstaklega um það ef veð hvíldi á bifreiðinni. Viðsemjandi ákærða var ekki sérfróð um slík viðskipti og var jafnræði því ekki með samningsaðilum við samningsgerðina. Eigandi bifreiðarinnar var Lindarhvammur ehf. Bar ákærða eins og hér stóð sérstaklega á að taka fram svo óyggjandi væri að hann væri að selja bifreið fyrirtækis sem hann átti eignaraðild að. Hann hefur ekki sýnt fram á að það hafi hann gert. Á þeim tíma er kaupin voru gerð hafði ákærði þegar selt bifreiðarnar í 1.-8. lið hér að framan með veðböndum, sem hann hafði ekki aflétt. Þá hafði hann einnig gefið út megnið af þeim tékkum, sem fjallað er um í IV.kafla hér á eftir. Honum hlaut því að vera ljóst er kaupin gerðust að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar við kaupanda KH-156. Þegar allt framangreint er virt þykir ekki varhugavert að telja sannað að ákærði hafi leynt kaupanda KH-156 því að umrætt veð hvíldi á bifreiðinni svo og að í raun stæði hann að baki sölu bifreiðarinnar. Þykir sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir í þessum lið ákæru og varðar brot hans við 248. gr. almennra hegningarlaga. III. Kafli. Í ákæru eru lögin um sölu notaðra ökutækja ranglega tilgreind sem lög nr. 19/1994 í stað laga nr. 69/1994. Lögin um breyting á síðargreindum lögum eru einnig ranglega sögð lög 69/1997 í stað laga nr. 20/1997. Þessir annmarkar á ákæru þykja þó ekki til þess fallnir að dómur verði eigi lagður á ákæruatriði þau er í þessum kafla greinir, þar sem vörn varð ekki áfátt að því er þetta varðar, sbr. 117. gr laga nr 19/199l, um meðferð opinberra mála. Ákærði hefur neitað þeim sakargiftum sem lýst er í III. kafla ákæru. Að því er sakarefnið í 7. tölulið II. kafla varðar hafa vitnin Sigurður Þorbjörnsson og Björg Lárusdóttir borið að sölumaður á bílasölunni hafi tjáð þeim að bifreið sú sem þau voru að kaupa væri í eign bílasölunnar. Í tilefni þessa framburðar féll ákæruvaldið frá tilvísun til þessa töluliðar í málavaxtalýsingu III. kafla ákæru. Verður því ekki tekin afstaða til þessa tilviks í máli þessu. Eins og rakið er í II. kafla hér að framan telur ákærði sig hafa greint viðskiptavinum sínum frá því að hann væri eigandi þeirra bifreiða sem hér um ræðir. Kveðst hann ávallt hafa komið fram fyrir hönd fyrirtækisins, hann hafi undirritað öll gögn, með einni undantekningu, sbr. 2. lið, og það hafi aldrei verið neitt leyndarmál að fyrirtæki hans væri eigandi umræddra bifreiða. Í vætti vitna, sem rakið hefur verið í II. kafla og tengjast ákæruliðum 3, 4, 5, 6, 8 og 9 hafa kaupendur og önnur vitni sem komu að kaupunum staðfastlega og á trúverðugan hátt borið um að ákærði hafi ekki greint þeim frá tengslum sínum við þær bifreiðar er viðskiptin snerust um hverju sinni. Fram er komið að því er varðar kaupin í 2. lið að Arnþór Grétarsson, starfsmaður bílasölunnar, sá um söluna. Er upplýst, eins og rakið var í þessum lið, að ákærði var í stöðugu símasambandi við Arnþór er kaupin vopru gerð. Sú fullyrðing ákærða, að hann hafi sérstaklega brýnt fyrir sölumanni sínum að tilkynna viðsemjendum bílasölunnar um eignarrétt bílsins, telst ósönnuð í ljósi framburðar Arnþórs, enda ber bifreiðasali ábyrgð á verkum starfsmanna sinna við sölu, sbr. 5. gr. laga 69/1994 um sölu notaðra ökutækja. Þau vitni sem leidd voru fyrir dóminn vegna þessa ákæruliðs báru fyrir dóminum að þeim hafi aldrei verið tilkynnt um eignartengsl ákærða og bifreiðarinnar sem þau keyptu. Er það mat dómsins að framburður þeirra í þessu efni sé trúverðugur. Í 5. gr. laga nr. 69/1994 um sölu notaðra ökutækja kemur fram, að bílasali skuli gæta þess að viðskiptamenn hans njóti meðal annars jafnræðis um upplýsingar. Eins og og rakið hefur verið hér að framan hafa vitni sem leidd hafa verið fram vegna ákæruliða 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 9 II. kafla borið að þeim hafi ekki verið kynnt að félög þau, sem sem stóðu að sölu bifreiðanna, þ.e. Gosar ehf. að því er varðar sölu bifreiðanna í 2.-8. lið og Lindarhvammur ehf. að því er varðar söluna í 9. lið, væri í eign ákærða og eiginkonu hans. Vitnið Vilhjálmur Þorsteinsson, sbr. 4. liður, ætlar þó að hann hafi gert sér grein fyrir því við afsalsgerðina að ákærði væri í raun að koma fram sem seljandi bílsins, en ákærði hafi aldrei tilkynnt honum að hann ætti nokkurra hagsmuna að gæta. Framburður Arnþórs Grétarssonar um það hvernig háttað var upplýsingum um eignaraðild ákærða að Gosum ehf. hefur verið rakinn í kafla II.2 hér að framan og vísast til hans. Arnþór bar þó einnig að ekki hafi verið um það að ræða viðskiptavinir Bílatorgs ehf. hafi vísvitandi verið leyndir þessum hagsmunatengslum, en það hafi yfirleitt komið í hlut þess sem sá um söluna að upplýsa um eignarréttinn á viðkomandi bifreið, sem að oftast hafi verið ákærði. Í 7.gr. laga nr. 69/1994 um sölu notaðra ökutækja kemur fram, að þess verði jafnframt að geta í kaupsamningi hyggist bifreiðasali selja eigið ökutæki. Sama gildi ef maki bifreiðasala eigi í hlut. Sá háttur sem ákærði viðhafði við undirritun kaupsamnings verður ekki talinn vera fullnægjandi í þessu efni. Til þess er að líta að afsölin voru samin einhliða af hálfu Bílatorgs ehf. og að viðsemjendur ákærða voru ekki sérfróðir um slík viðskipti, þótt komið hafi fyrir að sumir þeirra hafi áður selt eða keypt bíla. Jafnræði var því ekki með samningsaðilum við samningsgerðina og bar ákærða því að taka skýrt fram í afsölunum að hann væri að selja bifreið fyrirtækis sem hann átti eignaraðild að. Með ofangreint í huga er það mat dómsins að ákærði sé sannur að sök af þeirri háttsemi, sem lýst er í þessum kafla ákæru og hafi samkvæmt að því er varðar viðskiptin, sem lýst er í ákæruliðum 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 9 II. kafla brotið gegn 7. gr., sbr. 10. gr laga um sölu notaðra ökutækja nr. 69/1994. IV. Kafli. liður IV. kafla. Ákærði kvað lýsinguna á viðskiptum þeim sem lýst er í þessum lið ákæru vera rétta en kvaðst mótmæla því að um fjársvik væri að ræða. Kvað hann einnig vera rétt að ekki hafi verið til innistæða fyrir tékkunum þegar að þeir voru innleystir. Hins vegar hafi þessi viðskipti vera búin að eiga sér aðdraganda í nokkurn tíma og það hafi ávallt verið innistæður fyrir tékkunum á þeim dögum sem um hafi verið samið. Viðskiptin hafi verið búin að standa á milli sín og Ræsis hf. síðan haustið 1996 og hann hafi aldrei lent í vanskilum í þeim viðskiptum fyrr en þau sem rakin eru í þessari ákæru. Kvað ákærði viðskipti þessi hafa farið fram með þeim hætti að hann hafi í nafni fyrirtækis síns Gosa ehf. greitt Ræsi hf. fyrir bifreiðar þær sem hann keypti af þeim með tékkum sem hafi verið dagsettir fram í tímann. Þetta hafi verið gert með þeirra samkomulagi og samþykki. Tékkar þessir hafi verið trygging fyrir væntanlegri greiðslu. Aðspurður kvaðst ákærði aldrei hafa lagt fram aðra tryggingu enda hafi ekki verið óskað eftir því, tékkarnir hafi verið taldir næg trygging. Kvaðst ákærði hafa átt viðskipti við Guðmund, sölumann og hann hafi haft samband við Ólaf gjaldkera sem hafi greint Hallgrími framkvæmdastjóra Ræsis frá viðskiptunum. Aðspurður kvaðst því ákæri telja að á umræddum tíma hafi verið tekin ákvörðun um þessi viðskipti alveg “upp í æðstu yfirmenn” Ræsis hf. Ákærði vildi ekki tjá sig um það hvenær hann hafi orðið var við að hann væri að lenda í greiðsluerfiðleikum. Fyrir dómi kvað vitnið, Ólafur Sigurðsson gjaldkeri Ræsis hf., viðskipti við ákærða hafa staðið í fjögur til fimm ár. Hann hafi ætíð staðið í skilum og allt gengið snurðulaust fram að þeim tíma sem að í ákæru greinir. Bætti vitnið við að ákærði hafa eiginlega aldrei þurft að biðja um að geyma tékka í einn eða tvo daga. Vitnið sagði að hann hafi tekið ákvörðun um viðskipti þau sem fram koma í ákæru í samvinnu við sölumenn Ræsis hf. Ákvarðanir þessar hafi verið teknar í sameiningu og þeir hafi ekki haft nokkra ástæðu til þess að treysta honum ekki þar sem hann hafi ætíð staðið í skilum, og mikið hafi verið um það að bifreiðar hafi verið seldar með þessum hætti. Ætlaði vitnið að allar bílasölur hafi selt meira og minna með þessum hætti á tímabili, og þá með ávísunum fram í tímann, allt upp undir hálft ár. Skýringuna kvað vitnið vera þá að örðugt væri að selja notaða bíla og þeir talið sig hafa fundið leið til að losna við þá. Vitnið kvað nú búið „að skrúfa fyrir” sölu með þessum hætti. Aðspurður kvað vitnið engar sérstakar tryggingar hafa verið settar fyrir þessum viðskiptum. Kvað vitnið að reynt hafi verið af hálfu Ræsis að leita fullnustu í bifreiðum þeim sem ákærði keypti, en þær hafi verið veðsettar af ákærða. Fram er komið að ákærði seldi fjórar bifreiðanna skömmu eftir að hann keypti þær með gjaldfresti af Ræsi hf., svo sem nánar er lýst í ákæru, en hinar þrjár seldi hann fyrirtækjum sínum og veðsetti þær. Ákærði keypti 7 bifreiðar af Ræsi hf. á mánaða tímabili fyrir allháa fjárhæð og gerði engar ráðstafanir til að tryggja efndir á ofangreindum skuldbindingum. Samkvæmt framburði vitninsins Ólafs Sigurðarsonar hafði ákærði staðið í skilum fram að þessu og hafi engin ástæða verið til að vantreysta honum þar sem hann hafi ávallt staðið í skilum. Fram hefur komið að tékkarnir voru dagsettir allt að sjö mánuði fram í tímann og án nokkurrar tryggingar nema tékkans. Hefur Ræsir hf. sýnt með þessum viðskiptaháttum aðgæsluleysi, enda full þörf á aðgát þegar svo margar bifreiðar eru keyptar á stuttum tíma með tékka dagsettum langt fram í tímann án tryggingar. Þrátt fyrir þessa vanrækslu viðsemjanda ákærða þykir ekki varhugavert að slá því föstu að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir, enda átti honum að vera það fullljóst þegar viðskipti þessi fóru fram að hann hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa við þær skyldur sem hann tók sér á hendur með þeim, svo sem að framan greinir. Hefur hann því með háttsemi sinni, sem rétt er lýst í þessum lið ákæru gerst brotlegur við 248. gr. almennra hegningarlaga. 2. liður IV. kafli. Ákærði hefur ekki gert ágreining um málavexti varðandi þennan lið ákæru, en hann neitar sakargiftum að því leyti að hann kveðst ekki hafa beitt blekkingum við viðskiptin. Hins vegar ber ákærði því ekki í mót að tékkar þeir er hér um ræðir hafi reynst innistæðulausir við sýningu, en mótmælti því hins vegar að um svik hafi væri að ræða. Kvaðst ákærði hafa byrjað að kaupa notaðar bifreiðar frá Ingvari Helgasyni hf. 1994 eða 1995. Kvaðst hann í fyrstu hafa keypt þær í eigin nafni og hafi hann strax fengið þá fyrirgreiðslu að fá greiðslufrest á bifreiðum sem hann keypti þar en greiðsla hafi verið tryggð með tékkum sem gefnir voru út fram í tímann. Árið 1996 hafi hann svo byrjað að kaupa bifreiðar af Ingvari Helgasyni hf. í nafni Gosa ehf. Kvaðst ákærði í fyrstu hafa átt viðskipti við Helga Eyjólfsson sem hafi haft samráð um viðskiptin við Guðmund Ingvason fjármálastjóra Ingvars Helgasonar hf. Síðan kvað ákærði Hafstein Valsson hafa tekið yfir þegar hann hafi orðið yfirmaður. Á því tímabili sem hér um ræðir hafi það verið Hafsteinn Valsson sem hafi gengið frá viðskiptunum í samráði við Helga Eyjólfsson og Guðmund Ingvason. Ákærði kvað sömu stöðu hafa verið í þessum viðskiptum sem og í ákærulið 2.IV, framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafi verið inni í málunum og samþykkt þau. Hann kvaðst hafa verið beðinn um að leggja fram tryggingu vegna viðskipta sinna við Ingvar Helgason hf. Staðfesti ákærði ljósrit af tryggingarvíxli að fjárhæð 7.000.000, gefinn út af móður ákærða, og kvað það hafa verið tryggingarvíxil sem hann hafi lagt fram vegna viðskiptanna. Aðspurður kvaðst ákærði ekki ætla að svara því hvort móðir sín hafi verið greiðsluhæf þegar að umræddur víxill var settur fram sem trygging. Hann kvaðst þó vilja koma því á framfæri að Ingvar Helgason hf. hafi látið fara fram könnun á henni og hafi samþykkt hana sem útgefanda á víxilinn. Vitnið Hafsteinn Valsson kvað ákærða hafa verið í viðskiptum við Ingvar Helgason hf. fyrir þann tíma sem að hann byrjaði að vinna hjá Ingvari Helgasyni hf. á vordögum 1996. Hann væri hins vegar ekki kunnugur því hvað ákærði hafi átt lengi í viðskiptum við Ingvar Helgason hf. og ekki heldur efni þeirra. Um haustið 1996 hafi hann farið að sjá um öll viðskipti Gosa ehf. við Ingvar Helgason hf. varðandi notaðar bifreiðar og séð um þau eftir það. Kvað vitnið þá framkvæmd hafa verið á viðskiptunum við ákærða að þær bifreiðar sem Gosi ehf. hafi keypt hafi verið greiddar með tékkum sem að dagsettir voru fram í tímann. Þessi viðskiptamáti hafi ekki verið algengur gagnvart öðrum viðskiptavinum. Þessi viðskipti hafi gengið þokkalega fyrir sig og tékkarnir innleystir án mikilla vandkvæða þó ekki hafi alltaf verið til innistæða fyrir þeim við sýningu í banka, en því hafi yfirleitt verið bjargað fljótlega. Aðspurður um hvort að ákærði hafi lagt fram tryggingu vegna þessara viðskipta kvað vitnið að sér hafi verið tjáð, þegar hann fór að sjá um umrædd viðskipti að það lægju fyrir tveir víxlar að upphæð um sjö milljónir króna. Það hafi verið regla í gangi um að lánsviðskiptin væru ekki hærri en upphæð þessara víxla. Ætlaði vitnið að sú regla hafi verið sett af stjórnendum Ingvars Helgasonar hf. og hafi hún verið í gildi þegar að hann kom til starfa. Vitnið Helgi Eyjólfsson sölustjóri Ingvars Helgasonar hf. kvað ákærða hafa greitt þá bíla sem hann keypti með ávísunum fram í tímann. Kvaðst hann fyrst hafa átt viðskipti við ákærða 1996. Síðustu ár hafi hann lítið komið nálægt þeim sölum sem fóru fram á þeim tíma. Það hafi svo verið komið fram undir áramót 1997 eða í byrjun 1998 sem ekki hafi reynst innistæða fyrir ávísunum. Kvað vitnið hafa borið fyrr á vanskilum hjá ákærða en kvaðst ekki muna hvenær á árinu 1997 hafi farið að bera á því. Aðspurður hvort það hafi borið meira á því að ákærði hafi ekki staðið í skilum en aðrir viðskiptavinir svaraði vitnið því játandi. Kvað hann ákærða hafa verið beðinn um tryggingu vegna þessara viðskipta og hafi ákærði fyrst lagt fram víxil útgefinn af Bílatorgi ehf. upp á þrjár milljónir. Hann hafi svo fyrri hluta árs 1997 verið beðinn um betri tryggingu og þá hafi hann lagt fram víxil upp á sjö milljónir og móðir ákærða verið útgefandi. Vitnið kvaðst ekki vita til þess að haft hafi verið samband við útgefanda víxilsins, en kvaðst reikna með því að lögfræðingar Ingvars Helgasonar hf. hafi gert það. Kvað vitnið það hafa átt að vera í verkahring Guðmundar Ágústs Ingvasonar framkvæmdastjóra, að meta þær tryggingar sem settar voru fram. Vitnið kvaðst ekki hafa kannað fjárhagsstöðu móður ákærða áður en hún var samþykkt sem ábyrgðarmaður víxilsins. Ákærði hafi sagt vitninu, þegar þessi víxill kom inn, að útgefandinn væri fasteignareigandi og því hafi víxillinn verið tekinn gildur sem trygging og málið ekkert kannað nánar. Vitnið sagði að ekki hefði komið til frekari viðskipta ef þessi trygging hefði ekki verið sett. Sigrún J. Jónsdóttir móðir ákærða kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins. Hún kaus að nýta sér undanþágurétt sinn frá því að bera vitni, sbr b. lið 1. mgr 50. gr laga um meðferð opinberra mála. Enda þótt ákærði kunni að hafa gert sér einhverja von um sölutekjur af fyrrnefndum viðskiptum þykir í ljós leitt að hagur hans var mjög bágur á þeim tíma er hann keypti bifreiðar þær er tilgreindar eru í ákæru. Óhætt er að slá því föstu að ákærði fékk bifreiðarnar í trausti þess að hann greiddi þær og að hann hafi sviksamlega hagnýtt sér þetta traust starfsmanna Ingvars Helgasonar hf. enda mátti hann vita að langlíklegast væri að hann gæti ekki staðið við þessar skuldbindingar. Einnig ber að líta til þess að ákærði hefur ekki sýnt fram á að tryggingarvíxill sá sem ákærði lagði fram til tryggingar, væri sú trygging sem hann átti að vera, hann hefur ekki viljað tjá sig um gjaldfærni sína á þessum tíma og verður hann að bera hallann af því. Það verður hins vegar að teljast gáleysi af viðsemjandi hans að kanna ekki hvort eignir stæðu að baki umræddum tryggingavíxli. Fram er komið að ákærði seldir allar bifreiðarnar skömmu eftir að hann keypti þær með gjaldfresti af Ingvari Helgasyni hf. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi vanrækt að kanna tryggingar þær er stóðu að baki viðskiptunum og sýnt þá léttúð að taka á móti tékkum sem gefnir voru út með gjalddaga allt að 6 mánuði fram í tímann, þykir ekki verða hjá því komist að sakfella ákærða fyrir fjársvik, því eins og fjárhagsstöðu hans var háttað gat honum ekki dulist að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar, enda er ekkert komið fram sem bendir til þess að hann hafi gert neinar ráðstafanir í þá átt. Þegar ofangreint er virt er að mati dómsins ekki varhugavert að telja sannað, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru, þó með þeirri leiðréttingu að viðskiptin áttu sér stað á tímabilinu frá ágúst 1997, en ekki júlí 1997. Er háttsemi ákærða réttilega heimfærð í ákæru til 248. gr. almennra hegningarlaga. 3. liður IV. kafli. Ákærði neitar sök samkvæmt þessum ákærulið. Er hann ákærður fyrir fjársvik í viðskiptum sínum við Ágúst Kristmanns við kaup á bifreiðinni MI-021. Greiddi hann Ágústi kaupverðið, 2.100.000 krónur, með fimm tékkum sem dagsettir voru fram í tímann, með umsömdum gjalddögum. Samkomulag hafi náðst á milli þeirra um að hann ætti að greiða Ágústi einn tékka mánaðarlega frá janúar 1998 að telja. Ætlað brot átti sér stað 14. október 1997, en ákærði seldi bifreiðina tveimur dögum síðar. Lögregluskýrsla var tekin af ákærða 27. maí 1998. Fullyrti ákærði þar að hann hafi haft í hyggju að greiða umrædda tékka en hann lent í fjárhagsörðugleikum og ekki getað greitt þessa tékka á umsömdum gjalddögum. Við aðalmeðferð var upplýst að Ágúst er sjúklingur og treysti sér ekki að koma fyrir dóminn í máli þessu vegna veikinda. Eins og að ofan greinir var ekki unnt að leiða framangreint vitni fyrir dóm við aðalflutning málsins. Ekki liggur heldur fyrir í gögnum málsins skýrsla með framburði vitnisins. Verður því eins og málum er háttað og gegn eindreginni neitun ákærða að telja að ekki sé fyrir hendi lögfull sönnun þess að ákærði hafi framið það brot, sem hann er hér ákærður fyrir og ber því að sýkna hann af þeirri háttsemi. V. Kafli. Ákærði hefur skýlaust játað að hafa í febrúar 1998, dregið sér 350.000 krónur, sem hann tók við hjá Stefáni Gísla Örlygssyni, og ganga áttu til greiðslu veðskuldar á bifreiðinni PS-473, sem ákærði hafði milligöngu um að selja á bílasölu. Með hliðsjón af skýlausri játningu ákærða, sem er í samræmi við önnur gögn málsins, þykir sannað að hann hafi gerst sekur um þau brot, sem honum eru að sök gefin í þessum kafla ákærunnar, og eru réttilega heimfærð í ákæru til 1. mgr. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. B. Önnur brot. 1. töluliður. Ákærði hefur gengist við sakargiftum þeim sem í þessum tölulið ákæru greinir. Er málavöxtum nægilega lýst í ákæru. Með játningu ákærða, sem hefur nægan stuðning í sakargögnum, þykir fullsannað að hann hafi aðhafst það sem hann er ákærður fyrir og varðar sú háttsemi ákærða við 73. gr. tékkalaga nr. 94/1933, sbr. lög nr. 35/1977. 2. töluliður. Frá þessum ákærulið var fallið undir rekstri málsins en höfðuð ný sök á hendur ákærða með ákæru dagsettri 18. nóvember 1998, svo sem nánar er rakið síðar. 3. töluliður. Ákærði hefur viðurkennt útgáfu tékkans og að hafa notað hann í þeim viðskiptum sem hann átti við starfsmenn Flutningamiðlunarinnar Jóna. Fyrirtækið hafi flutt fyrir hann bifreið og hafi greiðslan verið fyrir flutningskostnað og geymslu. Tékkann kvaðst hann hafa dagsett fram í tímann og hann verið trygging fyrir greiðslu skuldarinnar. Ákærði kvaðst ekki hafa samið sérstaklega um það að þessi tékki væri ekki greiðsla heldur einungis trygging, en hann hafi spurt einhvern afgreiðslumanns, sem héti Dagbjört og hún í framhaldinu spurt gjaldkerann sem hafi sagt það í lagi, sem hafi svo verið samþykkt. Við yfirheyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík 8. júní 1998, kvaðst ákærði hafa reiknað með að næg innistæða yrði á tékkareikningi hans á innlausnardegi hans þann 27. febrúar 1998. Ákærði kvað svo tékkareikningi sínum hafa verið lokað óvænt þann 13. febrúar 1998. Dagbjört Ólafsdóttir, starfsmaður flutningafyrirtækisins Jónar, kom fyrir dóminn og kvaðst muna eftir nefndum viðskiptum. Kvað hún ákærða hafa komið til að leysa út bíl og hann hafi notað tékka til þess að greiða flutningsgjaldið af honum og geymslugjöldin og beðið um að geyma þennan tékka fyrir sig í mánuð. Kvaðst vitnið hafa fengið leyfi yfirmanns síns fyrir því og það því verið samþykkt. Þegar átti svo að leysa út tékkann þá var búið að loka tékkareikningi ákærða. Aðspurð kvaðst vitnið ekki kannast við að tékka þennan hafi átt að nota sem tryggingu fyrir einhverri greiðslu. Umræddur tékki hafi verið afhentur sem greiðsla á þeim tíma sem hann var dagsettur. Kannaðist vitnið við tékkann sem er meðal gagna málsins, að fjárhæð 160.730 krónur, og staðfesti að um geymslutékka væri að ræða sem og að á skráðum útgáfudegi átti að vera til innistæða fyrir honum. Meðal gagna málsins er reikningur frá umræddu flutningafyrirtæki dagsettur 2. febrúar 1998. Þar kemur fram að um er að ræða geymsluávísun en hvergi kemur fram að um tryggingu fyrir greiðslu sé að ræða, og ekkert í málinu sem styður þá frásögn ákærða. Ákærði hefur viðurkennt útgáfu tékkans en kveðst ekki hafa blekkt starfsmenn fyrirtækisins við afhendingu tékkans, enda verið að greiða skuld. Eins og gögnum málsins er háttað og gegn neitun ákærða verður að leggja til grundvallar að um greiðslu skuldar hans við flutningafyrirtækið hafi verið að ræða. Telst því ósannað að hann hafi hér gerst sekur um fjársvik, en brot hans varðar við 73. gr. tékkalaga. 4. Töluliður. Ákærði mótmælti því við meðferð málsins að hann hafi blekkt gjaldkera Íslandsbanka við Gullinbrú til að kaupa tvo tékka að upphæð samtals krónur 2.303.000. Viðurkenndi hann að hann hafi gefið út tékkana án þess að innistæða væri fyrir þeim á þeirri stundu sem hann gaf þá út. Aðspurður um hvort að gjaldkerinn hafi ekki gert neinar athugasemdir við tilgreind atvik kvaðst ákærði margsinnis hafa lagt inn upphæðir bæði tékka frá honum sjálfum og öðrum þar sem að ekki var nákvæmlega innistæða á þeirri mínútu. Meðal annars leggi fyrirtæki sem eru í bílalánum inn á reikninga seinni part dags eða jafnvel eftir lokun banka í gegnum bankalínu. Kvað ákærði ekki hafa komið upp neitt vandamál í sambandi við þetta. Aðspurður að því hvort ákærði hafi rætt við gjaldkerann áður en hann hafi lagt inn tékkana kvað ákærði gjaldkerann hafa sagt við hana að það kæmi innistæða inn á reikninginn seinna um daginn. Hann hafi ekki tilgreint það nánar. Kvað ákærði hann hafa átt von á greiðslum inn á reikninginn umrædda daga, 2. og 6. febrúar 1998, en það hafi brugðist. Vitnið, Jónína Ingibjörg Þorsteinsdóttir, bar fyrir dómi að hún væri nefndur gjaldkeri. Skýrði hún frá því að hún hafi oft tekið við tékkum frá ákærða og hún verið honum málkunnug. Kvaðst hún ekki hafa vitað að umræddar ávísanir væru innistæðulausar. Skýrði vitnið frá að ávísanir væru „skannaðar” þegar þær eru afhentar gjaldkerunum og þeir geti séð með því að „skanna” þá hvort innistæða sé fyrir þeim. Ef ekki reynist innistæða við „skönnun” væri það regla að taka ekki við þeim. Kvaðst vitnið alloft hafa, að beiðni ákærða, tekið við ávísunum hjá honum sem ekki hafi verið innistæða fyrir á þeim tíma sem afhending fór fram, en kvaðst ekki hafa bókað þær inn eða greitt samkvæmt óskum hans fyrr en henni var ljóst að peningar væru komnir inn á reikninginn. Staðfesti vitnið fyrir dóminum að ákærði hafi leitað meira til hennar vegna þessa. Kvað vitnið umrædda daga hafa verið annadaga í bankanum en kvaðst ekki muna þessa daga nákvæmlega því hún hafi fyrst heyrt að tékkar þessir hafi verið innistæðulausir 18. febrúar, en þá hafi henni jafnframt verið sagt upp störfum. Hún hafi hringt í ákærða til að leita skýringa því hún hafa ekki trúað því upp á ákærða að hann myndi gera henni þetta vísvitandi, þar sem hún hafi treyst honum. Kvað hún líklega skýringu á því að tékkar þessir hafi farið í gegn án þess að hún tæki eftir því að þeir væru innistæðulausir, líklega vera þá að þau hafi verið að tala saman og hún rennt tékkunum í gegn án þess að athuga það þar sem hún hafi ekki alltaf verið með augun á skjánum. Þau hafi ekkert rætt um tékkana sjálfa. Fyrir dómi og fyrir lögreglu kvaðst ákærði hafa átt von á peningum vegna væntanlegrar sölu á bifreiðum og því verið í góðri trú um það að hann gæti staðið við greiðslur á umræddum tékkum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 24. apríl 1998 kvað hann söluverðmæti þeirra ákveðnu bifreiða sem hann taldi í sjónmáli að selja, vera samtals um 3.700.000 krónur. Á þeim hafi hvílt veðbönd að upphæð 1.600.000 krónur. Samkvæmt gögnum málsins kom fram við athugun lögreglu á fullyrðingum ákærða að raunhæft söluverð þessara ákveðnu bifreiða væru í kringum 3.000.000 króna, en veðskuldirnar á viðkomandi tíma hafi verið rúmar tvær milljónir og tvö hundruð þúsund. Verður því að telja að hugmyndir ákærða um sölu þessara bifreiða til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar varðandi umrædda tékka afar hæpnar. Verða fullyrðingar ákærða um að sala hafa verið í vændum að teljast ósannaðar, enda ekkert því til staðfestingar. Er það mat dómsins að það hafi verið algjörlega óraunhæft af hálfu ákærða að telja að á þessum tíma ætti hann eftir að fá fé inn á reikning sinn til að standa í skilum við viðsemjanda sinn, en eins og rakið hefur verið hér að framan hafði ákærði þegar komið sér í stórkostlegar fjárskuldbindingar. Þykir í ljós leitt, þrátt fyrir aðgæsluleysi gjaldkerans við móttöku tékkanna, að ákærði hafi fært sér sviksamlega í nyt villu gjaldkerans um að innistæða væri fyrir tékkunum. Varðar þessi háttsemi hans við 248. gr. almennra hegningarlaga. Ákæra 18. nóvember 1998. Ákærði hefur skýlaust játað fyrir dóminum sakarefni það sem að honum er gefið að sök samkvæmt ofangreindri ákæru. Eru skýrslur og sakargögn varðandi greinda ákæru í samræmi við játningu ákærða. Þykir fyllilega sannað að hann hafi með þessari háttsemi gerst brotlegur við 73. gr. tékkalaga nr. 94/1933, sbr. lög nr. 35/1977. Viðurlög: Samkvæmt sakavottorði ákærða, Ragnars Kornelíusar Lövdal, hefur hann fimm sinnum gengist undir dómsáttir, fjórum sinnum fyrir umferðalagabrot og einu sinni vegna brots á tékkalögum, síðast 29. nóvember 1989. Brot ákærða, sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir eru fjölþætt, mörg og stórfelld og framin í því skyni að svíkja út fjárhagsleg verðmæti, sem ákærði notaði til að fjármagna eigin rekstur, og einnig í því skyni að verða sér úti um starfsábyrgðartryggingu. Brotastarfsemi ákærða nær frá júní 1995 og fram í febrúar 1998. Á þessum tíma sveik hann út fjármuni og vörur að verðmæti yfir 25 milljónir króna. Ekkert þessara verðmæta hefur komist til skila, en með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 12. október 1998, var bú ákærða tekið til gjaldþrotaskipta. Ákærði hefur ekki sýnt neina tilburði í því skyni að reyna að bæta fyrir brot sín. Brot þau sem hann framdi gegn viðskiptavinum sínum eru alvarleg í ljósi þess að þau voru framin í skjóli löggildingar hans sem bílasali, sem gaf til kynna að hann hefði lagt fram starfsábyrgðartryggingu. Hann hafði hins vegar falsað yfirlýsingu þess efnis að hann hefði aflað sér ábyrgðar lánastofnunar í samræmi við lög nr. 69/1994 um sölu notaðra ökutækja og reglugerð nr. 406/1994 um tryggingaskyldu við sölu notaðra ökutækja í atvinnuskyni sér til handa og sent yfirvöldum með símbréfi, sbr. I. kafla ákæru 6. október sl. Við ákvörðun refsingar ákærða ber að líta til þess að hann hefur ekki áður gerst sekur um brot gegn almennum hegningarlögum. Með vísan til þess sem að framan er rakið, 77. gr. almennra hegningarlaga og verðmæti brotaandlaga haft í huga, svo og að ákærði hefur ekki bætt þeim fjölmörgu, það mikla tjón sem hann olli, þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 3 ár. Ákærði, Ragnar Kornelíus Lövdal hefur krafist frávísunar á öllum bótakröfum. Er frávísunarkrafan einkum reist á því að bú ákærða hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og hafi því átt að lýsa þeim í búið. Kröfurnar, sem lagðar eru fram í málinu eru skaðabótakröfur og ekki kemur það í veg fyrir að dómur verði á þær lagður þótt þeim hafi ekki verið lýst í búið. Bótakröfum Erlings Þórs Proppé kt. 010446-2799 og Bergþórs Bjarnasonar kt. 110870-5239 er vísað frá dómi, sbr 3. mgr. 172. gr. laga um meðferð opinberra mála 19/1991. Kröfur Rúnars Daðasonar, kt. 071153-5339, eru vanreifaðar og ber þegar af þeirri ástæðu að vísa þeim frá dómi. Krafa Sigtryggs Eyþórssonar, kt. 080741-4569, er studd ljósriti skuldabréfs. Ber því þegar af þeirri ástæðu að vísa henni frá dómi. Krafa Sigurðar Helgasonar, kt. 010547-2459, er studd ljósriti skuldabréfs og ber að vísa henni frá dómi. Krafa Sigurðar Þorbjarnarsonar, kt. 300153-3489 um miskabætur er vanreifuð og er henni vísað frá dómi. Er bótakrafan studd ljósriti skuldabréfs og ber að vísa kröfunni frá dómi. Ingibjörg Dís Geirsdóttir, kt. 180462-2529, fer fram á það í málinu að henni verði greitt andvirði bifreiðarinna JN-820, sem hún lét upp í við kaupin á bifreðinni KH-156, sbr. 9. liður II. kafla ákæru, 390.000 krónur. Þá krefst hún endurgreiðslu sölulauna af áðurnefndri bifreið, að fjárhæð 25.195 krónur, samtals 415.195. Krafan er studd nægilegum gögnum og ber því að dæma ákærða til geiðslu hennnar. Ekki er krafist vaxta af fjárhæðinni. Kröfur Ræsis hf., kt. 540269-5809, eru studdar frumriti af umræddum tékkum og verða þær teknar til greina ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir. Kröfu Ræsis hf. um greiðslu vegna innheimtuþóknunar er hafnað, enda er krafan sett fram og dæmd í opinberu máli. Kröfur Ingvars Helgasonar hf., kt. 681077-0739, byggjast á frumritum tékka þeirra er ákærði notaði við kaup á umræddum bifreiðum. Eru kröfurnar nægjanlega studdar gögnum. Kröfu um greiðslu vegna innheimtuþóknunar er hafnað enda er krafan sett fram og dæmd í opinberu máli. Ekki er krafist vaxta af fjárhæðinni. Krafa Vilhjálms Þorsteinssonar, kt. 301265-5309, er studd ljósriti af skuldabréfi og er henni þegar af þeirri ástæðu vísað frá dómi. Bótakrafa Sjóvá-Almennra trygginga hf., kt. 701288-1739, er studd nægum gögnum og verður tekin til greina, og ber að dæma ákærða til að greiða hana ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir. Kröfu um greiðslu vegna innheimtuþóknunar er hafnað enda er krafan sett fram og dæmd í opinberu máli. Bótakrafa Íslandsbanka hf., Gullinbrú, Reykjavík, er studd frumriti ofangreindra tékka. Upp í upphaflegu kröfuna hafa greiðst 158.221 króna. Krafan er nægilega rökstudd. Ber að taka höfuðstól kröfunnar til greina og dæma ákærða til að greiða kröfuhafa höfuðstólinn ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir. Bótakrafa Flutningsmiðlunarinnar Jónar, kt. 440189-1219, er studd frumriti ofangreindra tékka. Krafan er nægilega rökstudd og ber að taka höfuðstól kröfunnar til greina og dæma ákærða til að greiða kröfuhafa höfuðstólinn ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir. Bótakrafa Vátryggingafélags Íslands hf. í ákæru frá 18. nóvember 1998, er studd ljósriti af tékka sem ákærði gaf út til greiðslu skuldar við Vátryggingafélag Íslands hf. Ber þegar af þeirri ástæðu að vísa henni frá dómi. Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs sem ákveðast 200.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns við rannsókn og meðferð málsins, Hilmars Ingimundarsonar, hæstaréttarlögmanns, 400.000 krónur. Sókn málsins annaðist Guðjón Magnússon, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. D ó m s o r ð Ákærði, Ragnar Kornelíus Lövdal, sæti fangelsi í 3 ár. Ákærði greiði eftirgreindum aðilum skaðabætur: Ingibjörgu Dís Geirsdóttur, kt. 180462-2529, 415.195 krónur. Ræsi hf., kt. 540269-5809, 8.960.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 11. mars 1998 til greiðsludags. Ingvari Helgasyni hf., kt. 681077-0739, 5.530.000 krónur. Sjóvá-Almennum tryggingum hf., kt. 701288-1739, 593.210 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 16. apríl 1998 til greiðsludags. Íslandsbanka hf, Gullinbrú, Reykjavík, 2.143.778 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 12. febrúar 1998 til greiðsludags. Flutningsmiðluninni Jónar, kt. 440189-1219, 160.730 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga frá 2. febrúar 1998, en með dráttarvöxtum frá 2. mars sama ár til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð 200.000 krónur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 400.000 krónur.
|
Mál nr. 253/2012
|
Fjármálafyrirtæki Verðbréfaviðskipti Afleiðusamningur Slit Aðfinnslur
|
Fjármálafyrirtækið S hf. höfðaði mál gegn A til heimtu ætlaðar skuldar hans á grundvelli tveggja samninga sem A og forveri S hf. höfðu gert með sér um afleiðuviðskipti, svonefnda skiptasamninga, í júní 2008. Til grundvallar samningum aðila lágu annars vegar viðmiðunarbréf A, nánar tiltekin ríkisskuldabréf, og hins vegar viðmiðunarbréf S hf., nánar tilgreindir víxlar á hendur E hf. Tók krafa S hf. mið af því að A bæri bæði ábyrgð á hækkun eigin viðmiðunarbréfa og lækkun viðmiðunarbréfa S hf. á lokadegi samninganna 8. október 2008. A mótmælti skýringu S hf. á efni skiptasamninganna og hélt því fram að áhætta hvors samningsaðila um sig hefði átt að takmarkast við hækkun sem gæti orðið á markaðsvirði viðmiðunarbréfa hans á samningstímanum og að í samningunum hefði verið innbyggt „gólf“ sem takmarkaði áhættuna. Lækkun á markaðsvirði viðmiðunarbréfanna félli því utan við efni samninganna. Þá taldi A að S hf. yrði að bera ábyrgð á því að hafa gert samkomulag við E hf. í stað þess að innheimta víxlana þá þegar hjá félaginu, sem ætla mætti að hefði borið árangur miðað við fjárhagsstöðu þess þá, en S hf. hafði 1. desember 2008 upplýst A um að hann hefði 10. október sama ár gengið að tilboði E hf. um að greiða tiltekið hlutfall víxilskuldarinnar með reiðufé og afhenda nýja víxla á hendur E hf., en S hf. miðaði við að markaðsvirði nýju víxlanna hefði ekkert verið á lokadegi skiptasamninganna. Hæstiréttur vísaði til þess að A hefði meðal annars krafist sýknu á grundvelli þess að samningar aðila væru ógildir með skírskotun til 15. og 16. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Í því samhengi benti rétturinn á að A hefði ekki borið fyrir sig almennar ógildingarreglur fyrr en við meðferð málsins fyrir Hæstarétti og var sýknukröfu hans því hafnað. Næst taldi Hæstiréttur að ákvæði skiptasamninganna um skuldbindingar viðskiptamanns og banka, sem voru einhliða samin af S hf., væru í raun óskiljanleg og að S hf. yrði að bera hallann af því. Samkvæmt því var fallist á með A að skýra yrði samningana svo að áhætta hvors aðila um sig hefði takmarkast við hækkun viðmiðunarbréfa hans og var kröfu S hf. hafnað að öðru leyti en því sem nam hækkun viðmiðunarbréfa A. Loks var litið svo á að S hf. hefði þegar fengið þá fjárhæð greidda enda hefði S hf. gengið að innstæðu, sem A hafði sett forvera S hf. að handveði til tryggingar efndum skiptasamninganna, sem talið var sannað að hefði numið hærri fjárhæð en svaraði skuld A við S hf.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Þorgeir Örlygsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17. apríl 2012. Hann krefst þess aðallega að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, til vara sýknu af kröfu gagnáfrýjanda, en að því frágengnu að hún verði lækkuð. Í öllum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 27. júní 2012. Hann krefst þess að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér aðallega 175.429.497 krónur, til vara 145.129.497 krónur og að því frágengnu 91.184.826 krónur, í öllum tilvikum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 8. október 2008 til greiðsludags, en ella að héraðsdómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. I Aðaláfrýjandi gerði tvo samninga um afleiðuviðskipti 13. júní 2008 við gagnáfrýjanda sem þá nefndist Icebank hf. Um var að ræða svonefnda skiptasamninga, sem fólu í sér að hvor aðili tók á sig áhættu af þróun tiltekinna fjármálagerninga fram að ákveðnu tímamarki. Fyrri samningurinn bar auðkennið TRS 2008│008-466 og þar var samningsdagur tilgreindur 13. júní 2008 en lokadagur 8. október sama ár. Viðmiðunarbréf aðaláfrýjanda voru nánar tilgreind ríkisskuldabréf að nafnverði 92.495.359 krónur en að markaðsvirði 94.405.862 krónur á samningsdegi, en viðmiðunarbréf gagnáfrýjanda voru víxlar á hendur Exista hf. að nafnverði 100.000.000 krónur og markaðsvirði 94.405.862 krónur á samningsdegi. Í þeim hluta staðlaðs samningstexta sem fjallaði um skuldbindingu aðaláfrýjanda, er þar var nefndur viðskiptamaður, sagði meðal annars: „Greiðsla: Viðskiptamanni ber að greiða þær hækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa viðskiptamanns frá samningsdegi miðað við markaðsgengi það sem bankinn býður á gjalddaga, en til frádráttar koma þær lækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa viðskiptamanns.“ Þar sem greindi frá skuldbindingu gagnáfrýjanda eða „banka“ sagði meðal annars í samningstexta: „Greiðsla: Bankanum ber að greiða þær hækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa frá samningsdegi miðað við markaðsgengi það sem bankinn býður á gjalddaga, en til frádráttar koma þær lækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa.“ Þá var svohljóðandi ákvæði í samningnum um greiðslufyrirkomulag: „Greiðslum samningsaðila skal ávallt skuldajafna, þannig að aldrei komi til greiðslu á öðru en mismuni á greiðsluskyldu samningsaðila.“ Ennfremur voru ákvæði í samningnum um tryggingar þar sem sagði í upphafi: „Til tryggingar skuldbindingum sínum skv. samningi þessum hefur viðskiptamaður sett bankanum að handveði verðbréf og/eða innstæðu á bankareikningi og/eða afhent tryggingarbréf, sbr. meðfylgjandi handveðssamning/tryggingarbréf dags. 25.6.2007 sem teljast hluti af samningi þessum. ... Við uppgjör í kjölfar slíkra vanefnda skal greiðslufyrirkomulagi háttað með sama máta og hér að framan greinir, þ.e. með skuldajöfnun (nettun).“ Síðari samningur aðilanna bar auðkennið TRS 2008│008-467. Öll ákvæði hans voru samhljóða hinum fyrrnefnda, þar á meðal um samnings- og lokadag, viðmiðunarbréf, greiðslu, greiðslufyrirkomulag og tryggingar ef undan eru skildar fjárhæðir sem lagðar voru undir. Ríkisskuldabréf, sem töldust viðmiðunarbréf aðaláfrýjanda, voru í þessum samningi að nafnverði 184.753.417 krónur og að markaðsvirði 188.567.423 krónur á samningsdegi, en víxlar á hendur Exista hf., sem voru viðmiðunarbréf gagnáfrýjanda, voru á sama degi að nafnverði 200.000.000 krónur og 188.567.423 krónur að markaðsvirði. Á lokadegi samninganna 8. október 2008 lá fyrir að markaðsvirði ríkisskuldabréfanna hafði hækkað frá samningsdegi sem nam 4.555.327 krónum samkvæmt öðrum þeirra og 9.101.065 krónum samkvæmt hinum, samtals 13.656.392 krónur. Sú fjárhæð er óumdeild og felur í sér hluta af kröfu gagnáfrýjanda í málinu. Óumdeilt er að markaðsvirði víxla Exista hf. hafði lækkað á lokadegi. Gagnáfrýjandi greindi aðaláfrýjanda ekki frá því fyrr en 1. desember 2008 að hann hefði 10. október sama ár gengið að tilboði Exista hf. um að greiða 40% víxilskuldarinnar með reiðufé og afhenda nýja víxla á hendur félaginu til að greiða 60% hennar. Í málatilbúnaði sínum miðar gagnáfrýjandi við að markaðsvirði nýju víxlanna hafi ekkert verið þegar hann tók við þeim skömmu eftir lokadag samninga hans við aðaláfrýjanda. Hann byggir jafnframt á því að samkvæmt skiptasamningunum beri aðaláfrýjandi ábyrgð bæði á hækkun eigin viðmiðunarbréfa og lækkun viðmiðunarbréfa gagnáfrýjanda, en lækkunin hafi samkvæmt þessu verið 54.405.682 krónur samkvæmt öðrum samningnum og 107.367.423 krónur samkvæmt hinum, samtals 161.773.105 krónur. Samanlögð hækkun ríkisskuldabréfanna og lækkun víxlanna myndar aðalkröfu gagnáfrýjanda í málinu. Við meðferð þess fyrir héraðsdómi fékk gagnáfrýjandi dómkvaddan matsmann, sem taldi virði viðmiðunarbréfa gagnáfrýjanda hafa numið 50 til 70% af nafnverði þeirra á lokadegi samninga málsaðila. Við aðalmeðferð málsins í héraði gerði gagnáfrýjandi varakröfur á grundvelli matsgerðarinnar, sem voru þær sömu og hann gerir nú fyrir Hæstarétti samkvæmt áðursögðu. Aðaláfrýjandi mótmælir framangreindri skýringu gagnáfrýjanda á efni samninga þeirra. Hann heldur fram að áhætta hvors samningsaðila hafi átt að takmarkast við þá hækkun sem gæti orðið á markaðsvirði viðmiðunarbréfa hans á samningstímanum, en tæki ekki til lækkunar sem kynni að verða á virði þeirra eða viðmiðunarbréfa hins. Í samningunum hafi þannig verið innbyggt „gólf“ sem takmarkaði áhættuna. Þá hafi víxlar gagnáfrýjanda verið greiddir honum sem næst á lokadegi, bæði með reiðufé og nýjum víxlum, og hann þannig fengið fullar efndir kröfu sinnar á Exista hf. Það uppgjör hafi verið án samráðs við aðaláfrýjanda, jafnframt því sem gagnáfrýjandi hafi ranglega synjað fyrir gerð þess vikum saman. Gagnáfrýjandi verði sjálfur að axla ábyrgð á því að hafa gert samkomulag við skuldarann í stað þess að innheimta víxlana þá þegar hjá honum, sem ætla megi að hefði borið árangur miðað við fjárhagsstöðu hans þá. Aðaláfrýjandi mótmælir jafnframt að virði viðmiðunarbréfa gagnáfrýjanda hafi ekkert verið á lokadegi, eins og matsgerð dómkvadds manns sýni glögglega. II Aðaláfrýjandi reisir kröfu sína um sýknu aðallega á 15. gr. og 16. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti þar sem innleidd var í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins um svonefndar MiFID-reglur. Fyrrnefnda lagagreinin tekur til annars konar verðbréfaviðskipta en þeirra, sem ágreiningur málsaðila snýst um, en í 1. mgr. 16. gr. segir að fjármálafyrirtæki, sem veitir aðra þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta en um getur í 1. mgr. 15. gr., skuli óska eftir upplýsingum um þekkingu og reynslu viðskiptavinar eða hugsanlegs viðskiptavinar á sviði viðkomandi tegundar verðbréfaviðskipta til að geta metið hvort þjónustan sé viðeigandi fyrir hann. Í 2. mgr. sömu greinar segir að telji fjármálafyrirtæki á grundvelli upplýsinga samkvæmt 1. mgr. að verðbréfaviðskiptin séu ekki viðeigandi fyrir viðskiptavininn skuli það ráða honum frá þeim. Þá segir í 3. mgr. sömu greinar að veiti viðskiptavinurinn ófullkomnar upplýsingar eða láti hann með öllu hjá líða að veita upplýsingarnar skuli fjármálafyrirtækið gera honum viðvart um að það leiði til þess að ekki verði unnt að leggja mat á hvort viðskiptin séu viðeigandi fyrir hann. Viðbrögð fjármálafyrirtækis samkvæmt 2. eða 3. mgr. mega koma fram á stöðluðu formi. Aðaláfrýjandi heldur fram að gagnáfrýjandi hafi látið undir höfuð leggjast að uppfylla þær skyldur, sem með þessu séu lagðar á hann, en af því leiði að aðaláfrýjanda hafi verið óheimilt að eiga viðskiptin sem hér um ræðir við gagnáfrýjanda. Samningarnir séu sjálfkrafa ógildir frá upphafi. Gagnáfrýjandi mótmælir þessum málatilbúnaði aðaláfrýjanda og bendir meðal annars á að engin ákvæði séu í lögunum um ógildi samnings, ef út af sé brugðið um leiðbeiningarskyldu fjármálafyrirtækis, og aðaláfrýjandi styðji ógildi samninganna heldur ekki við aðrar réttarreglur. Þá hafi aðaláfrýjandi átt að baki langa reynslu af hvers kyns fjármálagerningum, þar á meðal samningum á því sviði sem hér um ræðir. Meðal málskjala eru tölvupóstsamskipti aðilanna 21. janúar 2008. Starfsmaður gagnáfrýjanda spurði þar aðaláfrýjanda hvort hann hefði fengið í hendur gögn vegna MiFID-flokkunar sem hann svaraði með orðunum: „Var búin að klára þetta MiFid.“ Við meðferð málsins kvað aðaláfrýjandi þessi orð sín hafa byggst á misminni. Gagnáfrýjandi hefur ekki lagt fram önnur gögn frá aðaláfrýjanda um þetta, sem honum bar þó að varðveita ef borist hefðu. Getur þetta atriði samkvæmt því ekki skipt máli. Gagnáfrýjandi hefur á hinn bóginn sýnt fram á að aðaláfrýjandi hafi áður gert fjölmarga fjármálagerninga við hann, þar á meðal skiptasamninga með viðmiðunarbréfum. Með samningunum, sem ágreiningur aðilanna snýst um, var því ekki stofnað til nýrrar tegundar viðskipta milli þeirra, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 27. ágúst 2012 í máli nr. 505/2012. Engin ákvæði eru í lögum nr. 108/2007 um hverju það varði ef út af er brugðið með leiðbeiningarskyldu fjármálafyrirtækis. Fyrir héraðsdómi bar aðaláfrýjandi ekki fyrir sig ákvæði III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eða ólögfestar reglur fjármunaréttar um ógildingu samninga, sbr. hins vegar til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 24. janúar 2011 í máli nr. 638/2010. Viðleitni til þess að vísa til síðastnefndra laga var fyrst höfð uppi við meðferð málsins fyrir Hæstarétti án þess að sérstakur rökstuðningur fylgdi þeim tilvísunum um það hvernig einstök lagaákvæði gætu átt við. Samkvæmt þessu er hafnað sýknukröfu aðaláfrýjanda sem er á því reist að samningar aðila séu sjálfkrafa ógildir, auk þess sem á engan hátt er sýnt fram á að ákvæði III. kafla laga nr. 7/1936 komi til álita. III Við úrlausn ágreinings aðilanna um efni samninga þeirra skipta mestu ákvæði í þeim, sem fjalla annars vegar um skuldbindingu viðskiptamanns og hins vegar skuldbindingu banka, og hefjast eins og fram er komið á orðinu „Greiðsla“. Óumdeilt er hvað felst í orðunum: „Viðskiptamanni ber að greiða þær hækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa viðskiptamanns frá samningsdegi miðað við markaðsgengi það sem bankinn býður á gjalddaga ...“. Að því er varðar framhald setningarinnar, þar sem segir „en til frádráttar koma þær lækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa viðskiptamanns“, verður með engu móti komið heim og saman að lækkanir á markaðsvirði ríkisskuldabréfanna frá samningsdegi til lokadags geti komið til frádráttar hækkun sömu bréfa á sama tímabili. Í þessu felst þversögn sem úr verður markleysa. Hvað varðar ákvæði samninganna um skuldbindingu banka er með sama hætti óumdeilt hvað felst í orðunum: „Bankanum ber að greiða þær hækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa frá samningsdegi miðað við markaðsgengi það sem bankinn býður á gjalddaga ... .“ Gagnáfrýjandi tók áhættu af hækkun víxla Exista hf. á samningstímanum, sem í reynd varð engin. Framhald setningarinnar er hins vegar óljóst þar sem segir að „til frádráttar koma þær lækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa.“ Sá munur er þó á að hér er í lokin sleppt að taka fram hvaða viðmiðunarbréf er átt við, en gagnáfrýjandi sýnist byggja á að þarna hafi átt að standa „viðmiðunarbréfa banka.“ Þannig skýrt hefði ákvæðið þó að geyma sömu þversögnina og áður var getið um viðmiðunarbréf viðskiptamanns. Með þessum skilningi heldur gagnáfrýjandi síðan fram að samanlögð jákvæð hækkun ríkisskuldabréfanna og „neikvæð hækkun“ víxlanna teljist svara til áhættu aðaláfrýjanda samkvæmt samningunum. Samningar aðilanna voru einhliða samdir af gagnáfrýjanda, sem var fjármálafyrirtæki er gera mátti kröfur til um aðgæslu og vandvirkni í samskiptum við viðskiptamenn sína. Í því tilviki, sem hér um ræðir, tókst ekki betur til en svo að síðari hluti ákvæðanna um skuldbindingar viðskiptamanns og banka var í raun óskiljanlegur og verður gagnáfrýjandi að bera hallann af því. Ljóst er að aðaláfrýjandi tók á sig áhættu af hækkun, sem kynni að verða á markaðsvirði ríkisskuldabréfanna fram til lokadags, og hið sama á við um gagnáfrýjanda að því er tekur til hugsanlegrar hækkunar á virði víxla á hendur Exista hf. Verður fallist á með aðaláfrýjanda að samningana beri að skýra svo að áhætta hvors um sig hafi takmarkast við hækkun viðmiðunarbréfa hans en lækkun fallið þar utan við. Á lokadegi samninganna var jöfnuður gagnáfrýjanda í hag þannig 13.656.392 krónur. Loks er þess að geta að engin skylda fólst í samningunum fyrir aðila til að eiga þau viðmiðunarbréf, sem hvor um sig tók áhættu af, heldur var einungis um viðmiðun við tiltekin bréf að ræða og útreikning samkvæmt því. Gagnáfrýjandi kaus hins vegar að eiga umrædda víxla, sem hann tapaði síðan fé á og er samningum hans við aðaláfrýjanda óviðkomandi. Samkvæmt framansögðu er kröfu gagnáfrýjanda hafnað að undanskildum þeim hluta sem leiðir af hækkun ríkisskuldabréfa. Af því leiðir að ekki gerist þörf á að taka afstöðu til ágreinings aðilanna um það hve mikið andvirði víxla Exista hf. hafi lækkað á lokadegi og þar með til matsgerðar, sem gagnáfrýjandi hefur aflað. Hinu sama gegnir þar með um aðalkröfu aðaláfrýjanda um ómerkingu héraðsdóms, sem varðar þætti í þeim hluta kröfu gagnáfrýjanda sem þegar hefur verið hafnað. IV Fjármálaeftirlitið neytti 21. mars 2009 heimildar samkvæmt 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundar í Sparisjóðabanka Íslands hf., sem nú ber heiti gagnáfrýjanda, víkja stjórn hans frá og setja yfir hann skilanefnd. Á grundvelli laga nr. 44/2009, sem einnig breyttu ákvæðum laga nr. 161/2002 og tóku gildi 22. apríl 2009, var gagnáfrýjandi tekinn til slita. Meðal málskjala er kröfulýsing aðaláfrýjanda 3. nóvember 2009, sem beint var til slitastjórnar gagnáfrýjanda. Þar var vísað til innköllunar slitastjórnar til kröfuhafa og gerð krafa um greiðslu að höfuðstól 19.968.169 krónur ásamt nánar tilteknum vöxtum og dráttarvöxtum, samtals 23.186.150 krónur. Jafnframt kom þar fram að um væri að ræða inneign aðaláfrýjanda á handveðsettum reikningi hans hjá gagnáfrýjanda, en fyrir lægi að „kröfuhafi skuldaði bankanum ekki neitt eftir uppgjörsdag tveggja skiptasamninga sem handveðinu var ætlað að tryggja efndir á.“ Um stöðu kröfunnar í réttindaröð var vísað til 109. gr. og til vara 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Slitastjórn tilkynnti aðaláfrýjanda 13. janúar 2010 að kröfu hans væri hafnað þar eð „innstæðu hefur verið ráðstafað til greiðslu skuldar á grundvelli veðsamnings við bankann.“ Þá var vakin athygli á að aðaláfrýjandi hefði fengið greiddar 6.000.000 krónur af reikningnum 12. september 2008. Aðaláfrýjandi mótmælti samdægurs þessari afstöðu slitastjórnar og taldi að óheimilt hafi verið að ganga að veðinu, enda engri skuld aðaláfrýjanda til að dreifa samkvæmt skiptasamningunum. Á fundi 24. febrúar 2010 lýsti slitastjórn yfir að hún frestaði að taka endanlega afstöðu til kröfu aðaláfrýjanda þar til niðurstaða í þessu máli lægi fyrir. Að framan var komist að þeirri niðurstöðu að á grundvelli skiptasamninganna hafi skuld aðaláfrýjanda við gagnáfrýjanda numið 13.656.392 krónum 8. október 2008. Ekki liggur fyrir hvenær gagnáfrýjandi gekk að hinni veðsettu innstæðu aðaláfrýjanda hjá honum. Að gættri greiðslu á 6.000.000 krónum til aðaláfrýjanda 12. september 2008 verður ráðið að inneign á umræddum reikningi hafi 8. október 2008 numið hærri fjárhæð en svaraði skuld hans vegna uppgjörs skiptasamninganna, en gagnáfrýjanda hefði verið í lófa lagið að taka af tvímæli um þetta ef svo var ekki. Verður því að líta svo á að gagnáfrýjandi hafi þar með fengið kröfu sína á hendur aðaláfrýjanda greidda. Að þessu virtu verður krafa aðaláfrýjanda um sýknu tekin til greina. Gagnáfrýjandi verður dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og nánar segir í dómsorði. Það athugast að lýsingu málavaxta er verulega áfátt í hinum áfrýjaða dómi. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Arnar Sigurðsson, er sýkn af kröfu gagnáfrýjanda, SPB hf. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals 2.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 2012. Mál þetta, sem dómtekið var 18. nóvember sl., að loknum munnlegum málflutningi og endurupptekið og flutt að nýju 2. febrúar sl., var höfðað fyrir dómþinginu af SPB hf., Rauðarárstíg 27, Reykjavík, á hendur Arnari Sigurðssyni, Bergstaðastræti 84, Reykjavík, með stefnu útgefinni 18. nóvember 2011. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 175.429.497 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 8. október 2008 til greiðsludags, en til vara að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 145.129.497 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá 8. október 2008 til greiðsludags, en til þrautavara að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda 91.184.826 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 8. október 2008 til greiðsludags. Stefnandi krefst þess einnig að stefndi verði dæmdur til þess að greiða honum málskostnað, að skaðlausu. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða stefnda málskostnað. II Málavextir eru þeir, að hinn 13. júní 2008 gerðu stefnandi og stefndi tvo skiptasamninga um víxla og ríkisbréf, sem bera auðkennin TRS 20081008-466 og TRS 20081008-467, en stefndi hafði hinn 19. júní 2007 samþykkt og undirritað almenna skilmála stefnanda fyrir markaðsviðskiptum og kveður stefnandi að stefndi hafi einnig undirritað gögn vegna svokallaðrar Mifid flokkunar. Skuldbindingar aðila samkvæmt samningnum tengdust þróun á markaðsverði svokallaðra viðmiðunarbréfa, svo sem nánar er lýst í samningunum. Með skiptasamningi TRS 20081008-466 skuldbundu málsaðilar sig til að skiptast á greiðslum á lokadegi samningsins sem ákveðinn var 8. október 2008. Samkvæmt samningnum skyldi greiðsla stefnda jafngilda hækkunum á því markaðsvirði sem stefnandi byði í ríkisbréfum með auðkennið RB 08 1212, að nafnvirði 92.495.359 krónur frá 13. júní 2008 til 8. október 2008. Var um að ræða markaðsverð í viðskiptum með umrædd bréf á þeim tíma. Samkvæmt samningnum skyldi lækkun á markaðsvirði framangreindra ríkisbréfa koma til frádráttar greiðslu stefnda. Samkvæmt samningnum skyldi stefndi að auki greiða stefnanda afborganir, vexti og/eða útdrætti sem fallið hefðu á framangreind ríkisbréf frá 13. júní 2008 til 8. október 2008. Enginn vaxtagjalddagi var á samningstímanum og hefur því það ákvæði engin áhrif á uppgjör skuldbindinga aðila samkvæmt samningnum. Hinn 13. júní 2008 var framangreint markaðsvirði á RB 08 1212 að nafnvirði 92.495.359 krónur, samtals 94.405.862 krónur. Hinn 8. október 2008 var framangreint markaðsvirði RB 08 1212, að nafnvirði 92.495.359 krónur, samtals 98.961.189 krónur, miðað við gengið 106,990437, sem var gengi bréfanna þann tíma dagsins hinn 8. október 2008 er skiptasamningnum var lokað. Stefndi hafði með handveðsyfirlýsingu sett stefnanda að handveði reikning sinn hjá honum og allar innstæður á þeim reikningi til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldum og skuldbindingum sínum. Hvorugur samningsaðila gerði reka að því að loka samningunum fyrir lokadag. Hinn 9. október 2008 barst stefnanda tölvuskeyti frá stefnda auðkennt, tilkynning um greiðsluskyldu“, þar sem honum var tilkynnt að mismunur á greiðsluskyldu hans og stefnanda, samkvæmt skiltasamningnum væri 298.269.665 krónur. Var þess krafist að stefndi greiddi stefnanda umrædda fjárhæð fyrir lok þess sama dags. Einnig var tekið fram að ef greiðslan yrði ekki innt af hendi innan tilgreinds frests myndi stefnandi nota tryggingar stefnda til lækkunar á kröfu sinni og jafnframt leita lögformlegra leiða til innheimtu kröfunnar. Hinn 10. október 2008 kveðst stefndi hafa fengið það staðfest frá Exista hf., að það félag hefði samið við alla kröfuhafa samkvæmt flokki EXIS 08 1008 um fullnaðaruppgjör á víxlunum með greiðslu 40% kröfufjárhæðar í reiðufé, en greiðslu 60% kröfufjárhæðar með víxlum úr öðrum útgáfuflokki, EXIS 09 0317. Ekki var samið um neina lækkun kröfunnar. Hinn 11. október 2008 sendi stefndi stefnanda tölvuskeyti, þar sem hann óskaði eftir lokauppgjöri skiptasamninganna samkvæmt efni þeirra, enda væri honum kunnugt um að Exista hefði gert upp viðmiðunarbréf stefnanda að fullu. Þá áréttaði stefndi að samið hefði verið við hann um að hann héldi skortsölu á RB 08 1212 (viðmiðunarbréf stefnda) út líftíma þeirra bréfa, þ.e. til 12. desember 2008. Hinn 13. október 2008 sendi stefndi stefnanda tölvupóst, þar sem hann óskaði eftir því að 10.000.000 króna yrðu fluttar af hinum handveðsetta reikningi yfir á reikning hans í Landsbanka Íslands. Stefndi kveður, að þar hafi verið um að ræða hluta þeirrar fjárhæðar sem inni á reikningnum hafi verið til að mæta tryggingarþörf vegna skiptasamninganna og sem stefndi hafi talið að hlyti að vera laus, þar sem Exista hefði greitt skudir sínar við stefnanda, samkvæmt EXIS 08 1008 að fullu. Þann sama dag hafi honum borist það svar að ekki væri hægt að verða við ósk stefnda fyrr en „við klárum uppgjörið“. Jafnframt hafi honum verið sagt að hann yrði látinn vita þegar uppgjörið væri klárt. Seinna þann sama dag sendi stefndi stefnanda tölvuskeyti, þar sem hann spurði hvort tryggingarfé hans væri ekki örugglega á handveðsettum innlánsreikningi. Hafi hann fengið það svar að verið væri að skoða málið og að stefnandi yrði í sambandi þegar niðurstaða lægi fyrir. Hinn 15. október 2008 sendi stefnandi stefnda svohljóðandi tölvuskeyti: „ Varðandi samning þinn við bankann um bréf Exista hf. þá ætti það að falla í þinn hlut samkvæmt samningnum að bera fulla ábyrgð á verðfalli þeirra veðbréfa sem um ræðir í samningnum og útgefin eru af Exista hf. Ef einhverjar tillögur bærust bankanum frá Exista hf. um uppgjör verðbréfanna við bankann yrði að skoða það hvort uppgjörið væri að fullu eða ekki. Færi svo að greiðsla bærist einungis að hluta, t.d. ef Exista hf. byðist til að greiða 40% kröfufjárhæðarinnar skv. verðbréfunum en gæfi út nýtt verðbréf fyrir eftistöðvunum, er það skoðun bankans að þú yrðir að greiða mismuninn á fjárhæðinni sem krafist var í pósti, dags. 9. október sl., þ.e. kr. 298.269.665, og 40% kröfufjárhæðar, eða samtals kr. 178.269.665, en gætir fengið verðbréfið sem Exista gæfi út fyrir 60% framselt til þín. Með þeim hætti telur bankinn að hann fengi fullar efndir skv. samningnum milli þín og bankans ef tilfellið er eins og því er lýst hér að framan. Með framangreindu væri einnig búið að gera upp skortsöluna.“ Lögmaður stefnda svaraði stefnanda seinna þennan sama dag og í svari hans kom fram að stefndi hefði fengið þær upplýsingar frá Exista hf. að skuld skv. viðmiðunarbréfið stefnanda hafi verið að fullu greidd, annars vegar með greiðslu 40% í reiðufé og hins vegar 60% með víxli. Viðmiðunarbréfið væri þannig ekki lengur til, enda hefðu réttaráhrif þess fallið niður með fullum efndum. Það varðaði stefnda engu hver verðmæti stefnandi hefði kosið að þiggja til greiðslu á viðmiðunarbréfinu, en fyrir lægi að um hefði verið að ræða fullar efndir án afsláttar. Áhættan af verðmætum þess greiðslueyris sem stefnandi hefði þegið hvíldi eftir gjalddaga alfarið á honum en ekki stefnda. Þá var ítrekað að farið væri fram á greiðslu þess tryggingarfjár sem stefndi hefði lagt fram vegna skiptasamninganna. Hinn 17. október 2008 barst stefnda tölvupóstur frá stefnanda, þar sem fram kom að hann teldi sig hafa staðið við sinn hluta skiptasamninganna og „búist við að umbjóðandi þinn geri slíkt hið sama og axli ábyrgð á greiðslufalli undirliggjandi bréfa. Varla verður um það deilt að greiðslufall hefði orðið“. Um þær staðhæfingar stefnda að stefnandi hefði samþykkt uppgjör viðmiðunarbréfa sinna, EXIS 08 1008, sagði stefnandi: „Staðreynd málsins er sú að bankinn hefur ekki samþykkt annars konar greiðslu en efndir samkvæmt orðanna hljóðan, sem er greiðsla reiðufjár, vegna undirliggjandi verðbréfa í samningum milli umbjóðanda þíns og bankans. Bankinn telur sig enda hafa gert samning við umbjóðanda þinn sem ætti að tryggja verðfall og greiðslu af undirliggjandi bréfum. Vera kann að bankinn hafi samþykkt annars konar greiðslu vegna verðbréfa, í sama flokki og undirliggjandi bréf umbjóðanda þíns, en það er þá einungis vegna þess að ekki var annarra kosta völ, enda gerði bankinn ekki samninga eins og þann sem gerður var við umbjóðanda þinn um alla eign bankans í viðkomandi flokki verðbréfa. Hafi umbjóðandi þinn einhvern samningsvilja er bankinn reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að miðla málum og samþykkja einhvers konar annan greiðslumáta úr hendi Exista hf., og framselja þau verðmæti eða þann rétt til umbjóðanda þíns gegn tryggingu hans á fullri greiðslu verðbréfanna, allt eins og greinir í fyrri póstum og samskiptum bankans. Þetta tilboð bankans mun renna út í lok dags þann 20. október 2008.“ Lögmaður stefnda svaraði fyrrgreindum pósti hinn 21. október 2008, þar sem áréttaðar voru fram komnar kröfur stefnda um útborgun tryggingarfjár. Hinn 22. október 2008 kveður stefndi að stefnandi hafi óskað eftir því að lögmaður stefnda kæmi, f.h. umbjóðanda síns, á fund hjá stefnanda þann sama dag eða næsta dag til viðræðu við lögmenn stefnanda. Sá fundur fór fram 23. október 2008. Kveður stefndi að á þeim fundi hafi lögmenn stefnanda fullyrt, að stefnandi hefði hvorki tekið við reiðufé né viðskiptabréfum sem greiðslu á EXIS 08 1008 víxlunum. Hafi þeir jafnframt sagt, að ekkert samkomulag um fullnaðaruppgjör við Exista hf. hefði verið gert vegna víxlanna. Hafi þeir ekki viljað gefa upplýsingar um hvort hafnar væru innheimtuaðgerðir gegn Exista hf. vegna vanefndanna. Hinn 29. október 2008 gerði stefnandi stefnda tilboð, sem stefndi telur hafa gengið út á það að velta áhættunni af greiðslu víxlanna, sem stefnandi tók við sem 60% af fullnaðaruppgjöri kröfunnar, samkvæmt viðmiðunarbréfum sínum EXIS 08 1008, yfir á stefnda. Stefndi hafnaði þessu tilboði. Hinn 6. nóvember 2008 sendi lögmaður stefnda stefnanda tölvuskeyti, með þeirri tillögu til lausnar málsins, að skortstaða stefnda á RB 08 1212 yrði gerð upp og að gerður yrði samningur á milli aðila um að allar tryggingar sem lægju inni hjá stefnanda vegna málsins yrðu settar á vörslureikning í umsjón LOGOS eða annarrar lögmannsstofu á meðan málið yrði útkljáð fyrir dómstólunum. Hinn 17. nóvember 2008, sendi lögmaður stefnanda, stefnda bréf, þar sem fram kom m.a. að ekki væri fallist á kröfu stefnda um að tryggingar hans yrðu færðar inn á vörslureikning þriðja aðila og að skortstaða hans á RB 08m1212 yrði gerð upp í samræmi við kröfur hans þar um. Þá var stefnda veittur sjö daga frestur til að greiða 178.269.665 krónur, auk dráttarvaxta frá 8. október 2008. Var krafan sögð samanstanda af uppgjörsfjárhæð samkvæmt skiptasamningum, auk þóknunar að fjárhæð 1.638.886 krónur, að frádreginni fjárhæð sem greidd var bankanum hinn 10. október 2008. Þá sagði svo í bréfinu: „Verði ekki orðið við kröfu um greiðslu fyrir þennan frest tilkynnist hér með að Sparisjóðabankinn mun nota tryggingar umbjóðanda samkvæmt handveðsyfirlýsingu dags. 1. júlí 2008 til lækkunar á ofangreindri kröfu ásamt því að leita lögformlegra leiða til að innheimta kröfuna með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir umbjóðanda þinn.“ Hinn 1. desember 2008 sendi lögmaður stefnanda, f.h. stefnanda stefnda bréf, þar sem vísað var til fyrra bréfs stefnanda frá 17. nóvember 2008. Í bréfinu var útlistað að í útreikningum krafna stefnanda á hendur stefnda hafi ekki verið tekið tillit til hugsanlegs andvirðis nýs víxils sem Exista hafi afhent fyrir 60% greiðslu EXIS 08 1008 víxlanna. Síðan segir: „Ekki var tekið tillit til framangreindra víxla í fyrri útreikningum þar sem Sparisjóðabankinn taldi sig ekki hafa tekið við þeim. Nú hefur hins vegar komið í ljós að það var gert.“ Var síðan boðað að bankinn myndi láta dómkveðja matsmann til að verðmeta víxilinn sem notaður hafi verið til greiðslu og að ekki yrði gengið að tryggingum stefnda að svo stöddu. Við innköllun slitastjórnar stefnanda lýsti stefndi kröfu um afhendingu tryggingafjár vegna skiptasamninganna í samræmi við fyrri kröfur sínar á hendur stefnanda. Snemma árs 2010 var stefnda tilkynnt að kröfu hans væri hafnað, þar sem stefnandi hefði þegar leyst til sín umræddar tryggingar . III Stefnandi byggir kröfur sínar á því að greiðsla stefnda skuli vera mismunur á gengi skiptasamningsins, eða 4.555.327 krónur, miðað við lokagengi samningsins. Samkvæmt samningnum skyldi greiðsla stefnanda jafngilda hækkunum markaðsvirðis á víxlum með auðkennið EXIS 08 1008, að nafnvirði 100.000.000 króna, frá 13. júní 2008 til 8. október 2008. Samkvæmt samningnum skyldi lækkun á markaðsvirði framangreindra víxla koma til frádráttar greiðslu stefnanda. Samkvæmt samningnum skyldi stefnandi að auki greiða stefnda afborganir, vexti og/eða útdrætti sem fallið hefðu á framangreinda víxla frá 13. júní 2008 til 8. október 2008. Gjalddagi EXIS 08 1008 hafi verið 8. október 2008, en þar sem engin greiðsla hafi borist á samningstímanum hafi umrætt ákvæði ekki áhrif á uppgjör milli aðila. Hinn 13. júní 2008 hafi markaðsvirði á EXIS 08 1008 verið að nafnvirði 100.000.000 króna, samtals 94.405.862 krónur. Hinn 8. október 2008 hafi enginn markaður verið með umrædda víxla, enda hafi gjalddagi þeirra verið sama dag. Þar sem EXIS 08 1008 hafi verið á gjalddaga á lokadegi skiptasamningsins verði að telja að sanngjarnt viðmiðunarverð sé raunveruleg endurgreiðsla vegna víxlanna, enda ekki til staðar markaður með bréfin. Hinn 10. október 2009 hafi EXIS 08 1008 verið greiddur með reiðufé, sem samsvari 40% kröfunnar, og með útgáfu nýrra víxla til kröfuhafa, sem samsvarað hafi til 60% kröfunnar. Stefnandi telur að markaðsvirði hinna nýju víxla hafi á útgáfudegi þeirra verið ekkert, enda enginn markaður með víxlana á þeim tíma. Byggir stefnandi á framlagðri matsgerð, þar sem fram kemur, að verðmæti víxlanna hafi verið í kringum 70% af nafnvirði. Stefnandi byggir á því, í ljósi framangreinds, að gera eigi skiptasamninginn upp miðað við að virði EXIS 08 1008, að nafnvirði 100.000.000 króna sé 40.000.000 króna á lokadegi samningsins. Greiðsla stefnanda skuli því, samkvæmt framangreindu, vera mismunur 40.000.000 króna og 94.405.862 krónur, eða -54.405.862 krónur. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. skilmála stefnanda um markaðsviðskipti og ákvæðis í samningum aðila skuli uppgjör greiðslna aðila samkvæmt samningnum fara fram þannig að greiðslur aðila jafnist hvor á móti annarri með skuldajöfnun að svo miklu leyti sem þær mætist. Skuld stefnanda vegna skiptasamnings TRS 20081008-466, nemi því alls 58.961.009 krónum, þ.e. 4.555.327 (-54.405.682). Með skiptasamningi TRS 20081008-467 hafi málsaðilar skuldbundið sig til að skiptast á greiðslum á lokadegi samningsins sem ákveðinn hafi verið 8. október 2008. Samkvæmt samningnum skyldi greiðsla stefnda jafngilda hækkunum á því markaðsvirði sem stefnandi byði, samanber framangreint, á ríkisbréfum með auðkennið RB 08 1212, að nafnvirði 184.753.417 krónur frá 13. júní 2008 til 8. október 2008. Samkvæmt samningnum skyldi lækkun á markaðsvirði framangreindra ríkisbréfa koma til frádráttar greiðslu stefnda. Samkvæmt samningnum skyldi stefndi að auki greiða stefnanda afborganir, vexti og/eða útdrætti sem fallið hefðu á framangreind ríkisbréf frá 13. júní 2008 til 8. október 2008. Enginn vaxtagjalddagi hafi verið á samningstímanum og hafi það ákvæði því engin áhrif á uppgjör skuldbindinga aðila samkvæmt samningnum. Hinn 13. júní 2008 hafi markaðsvirði á RB 08 1212 verið að nafnvirði 184.752.417 krónur, samtals 188.567.423 krónur. Hinn 8. október 2008 hafi markaðsvirði það sem stefnandi hafi boðið á RB 08 1212 verið að nafnvirði 184.753.417 krónur, samtals 197.668.488 krónur, en það sé miðað við gengið 1,06990437, sem sé gengi bréfanna á þeim tíma hinn 8. október 2008, sem skiptasamningnum hafi verið lokað. Lokagengi 7. október 2008 hafi verið 1,0649044 og lokagengi 8. október 2008 hafi verið 1,0701366. Greiðsla stefnda skuli samkvæmt framangreindu vera mismunur á 197.668.488 krónum og 188.567.423 krónum, eða 9.101.065 krónur. Samkvæmt samningnum skyldi greiðsla stefnanda jafngilda hækkunum á því markaðsvirði sem stefnandi byði, á víxlunum með auðkennið EXIS 08 1008 að nafnvirði 203.000.000 krónur frá 13. júní 2008 til 8. október 2008. Samkvæmt samningnum skyldi lækkun á markaðsvirði framangreindra víxla koma til frádráttar greiðslu stefnanda. Samkvæmt samningnum skyldi stefnandi að auki greiða stefnda afborganir, vexti og/eða útdrætti, sem fallið hefðu á framangreinda víxla frá 13. júní 2008 til 8. október 2008. Engin greiðsla hafi borist á samningstímanum vegna víxlanna og hafi það ákvæði því engin áhrif á uppgjör skuldbindinga aðila samkvæmt samningnum. Hinn 13. júní 2008 hafi markaðsvirði það sem stefnandi hafi boðið á EXIS 08 1008, að nafnvirði 203.000.000 krónur, verið samtals 188.567.423 krónur. Hinn 8. október 2008 hafi enginn markaður verið með umrædda víxla, enda hafi gjalddagi þeirra verið hinn sama dag. Þar sem EXIS 08 1008 hafi verið á gjalddaga á lokadegi skiptasamningsins verði að telja að sanngjarnt viðmiðunarverð sé raunveruleg endurgreiðsla vegna víxlanna enda ekki markaður til staðar með bréfin. Hinn 10. október 2009 hafi EXIS 08 1008 verið greiddur með reiðufé, sem samsvarað hafi 40% kröfunnar, og með útgáfu nýrra víxla til kröfuhafa, sem samsvarað hafi 60% kröfunnar. Stefnandi telur einsýnt að markaðsvirði hinna nýju víxla hafi á útgáfudegi þeirra verið ekkert, enda enginn markaður með víxlana á þeim tíma. Byggir stefnandi á framlagðri matsgerð vegna þessa. Í ljósi framangreinds beri að gera skiptasamninginn upp miðað við að virði EXIS 08 1008 að nafnvirði 203.000.000 krónur, sé 81.200.000 krónur á lokadegi skiptasamningsins. Greiðsla stefnanda skuli samkvæmt framangreindu vera mismunur á 81.200.000 krónum og 188.567.423 krónum, eða 107.367.423 krónur. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. skilmála stefnanda um markaðsviðskipti og ákvæðum samningsins skuli uppgjör greiðslna aðila samkvæmt samningnum fara fram þannig að greiðslur aðila jafnist hvor á móti annarri með skuldajöfnun að svo miklu leyti sem þær mætist. Skuld stefnanda vegna skiptasamningsins TRS 20081008-467 nemi því alls 116.468.488 krónum, eða 9.101.065 kr. (-107.367.423 kr.). Samkvæmt framangreindu sé heildarskuld stefnda við stefnanda 175.429.497 krónur eða 58.961.009 krónur + 116.468.488 kr., sem sé stefnufjárhæð málins. Stefnandi hefur sundurliðað samantekt útreiknings dómkröfu á eftirgreindan hátt í stefnu: TRS 20081008-466: Greiðsla stefnda: Greiðsla stefnanda: Greiðsla stefnda: Greiðsla stefnanda: Stefnandi gerir kröfu um dráttarvexti frá lokadegi skiptasamninga stefnanda og stefnda hinn 8. október 2008. Um lagarök vísar stefnandi til almennra reglna samninga- og kröfuréttar um efndir fjárskuldbindinga og laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Kröfu um dráttarvexti byggir stefnandi á III. kafla laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, einkum 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. þeirra laga. Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. IV Stefndi byggir kröfu sína á því, að hann hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar séu að lögum til þess að fjármálafyrirtæki megi eiga afleiðuviðskipti við fjárfesta svo skuldbindandi sé fyrir þá. Til þess að fjármálafyrirtæki geti átt afleiðuviðskipti við viðskiptamann, þurfi viðskiptamaðurinn að hafa fyllt út svokallað MiFid (Market in Financial Instruments Direcitive) spurningaform og á grundvelli svara sinna að hafa verið skilgreindur sem fagfjárfestir. Hafi hann ekki verið skilgreindur fagfjárfestir, beri fjármálafyrirtæki að lágmarki að fá skriflega staðfestingu hans á því að hann geri sér grein fyrir því að fjármálaafurðin sem honum sé boðin til sölu sé utan þess áhættusviðs sem hann sé talinn hæfur til að fjárfesta á. Framangreindar kröfur séu hlutlægar og ófrávíkjanlegar. Stefndi finni hvorki hjá sér gögn um að hann hafi fyllt út áðurnefnt MiFid spurningaform hjá stefnanda né undirritað yfirlýsingu um að hann gerði sér grein fyrir því að hann væri að fjárfesta utan síns áhættusviðs. Þau gögn sem stefnandi hafi lagt fram um annað sýni þannig væntanlega einungis misminni stefnda hvað þetta atriði varði á þeim tíma. Stefnanda sem fjármálafyrirtæki beri að halda til haga öllum þeim MiFid gögnum sem viðskiptamenn hafi fyllt út og hljóti hann því að hafa slík gögn frá stefnda undir höndum sé þeim yfirleitt til að dreifa. Hann hafi hins vegar engin gögn lagt fram hvað þetta varði og verði að bera hallann af því. Þeir skiptasamningar sem málið varði séu því þegar af þeim sökum ógildir frá upphafi og geti því hvorki skapað aðilum réttindi né skyldur. Stefndi heldur því fram að vanhöld stefnanda á því að gera við hann skortsölusamning hinn 8. október 2008 og út líftíma RB 08 1212, þ.e. til 12. desember 2008, eins og lofað hafi verið, feli í sér forsendubrest sem leiði til ógildingar skiptasamninganna í heild sinni, enda hafi sá samningur verið óaðskiljanlegur hluti skiptasamninganna og forsenda fyrir gerð þeirra, sem rædd hafi verið strax í upphafi og staðfest hafi verið í tölvupósti skömmu síðar. Viljaskortur stefnanda til að gera þann skortsölusamning, sem báðir aðilar hafi vitað að væri óaðskiljanlegur þáttur af samningsgerð aðila, feli í sér forsendubrest, sem leiði til ógildingar skiptasamninganna. Vilji og geta mótaðila til að efna samninga sína teljist ávallt ákvörðunarástæða við samningsgerð og misbrestur þar á veiti aðila rétt til að bera fyrir sig ógildingu samnings eða lýsa yfir riftun hans. Hin nánu tengsl skiptasamninganna og þess skortsölusamnings sem lofað hafi verið kristallist í því að stefnandi hafi borið fyrir sig meinta vanefnd stefnda á skiptasamningnum sem réttlætingu fyrir því að neita að gera skortsölusamninginn og talið loforð sitt þar að lútandi ógilt. Verði ekki fallist á að skiptasamningarnir séu ógildir frá upphafi og óskuldbindandi fyrir stefnda, heldur stefndi því fram, að viðmiðunarbréf stefnanda samkvæmt skiptasamningnum, EXIS 08 1008, hafi verið greidd upp að fullu með afhendingu 40% víxilfjárhæðar í reiðufé og 60% með öðrum víxlum. Þannig hafi ekkert greiðslufall verið á víxlunum, sem fallið hafi úr gildi við fullar efndir og hafi eftir það ekki haft frekari réttaráhrif. Ekki verði því miðað við annað gengi viðmiðunarbréfa stefnanda á lokadegi en 100 og heildarmarkaðsverðmæti bréfanna 300.000.000 króna. Þess utan beri stefndi enga greiðslufallsábyrgð á viðmiðunarbréfum stefnanda, enda hvergi getið um slíka ábyrgð í skiptasamningunum. Óumdeilt sé að stefnandi hafi samþykkt fullnaðaruppgjör EXIS 08 1008 með framangreindum hætti, þrátt fyrir að hafa reynt lengi vel með öllum ráðum að telja stefnda trú um annað. Það að stefnandi skyldi samþykkja að víxlarnir skyldu greiddir með öðrum greiðslueyri en þeir sjálfir geri ráð fyrir sé algerlega á hans ábyrgð, enda ekkert samráð haft við stefnda um þessa uppgjörsaðferð. Það sé útilokað að nokkur ábyrgð á framangreindu fullnaðaruppgjöri verði lögð á stefnda, enda hafi með því verið girt fyrir að unnt væri að láta reyna á greiðslugetu Exista hf. með fullnustuaðgerðum eða öðrum aðgerðum sem tryggt hefðu getað greiðslu víxlanna. Ekkert liggi fyrir um að Exista hf. hafi, hinn 8. október 2008, ekki verið gjaldfært og getað greitt víxlana að fullu með reiðufé hefði á það reynt eða að félagið hefði ekki getað lagt fram tryggingar fyrir efndum þeirra síðar og hljóti stefnandi að bera hallann af sönnunarskorti um það atriði. Þvert á móti liggi fyrir að félagið hafi síðan þá a.m.k. greitt á annan milljarð króna í rekstrarkostnað árlega auk annarra greiðslna sem félagið hafi innt af hendi. Ef stefnda hefði verið ætlað að gera greiðslufallsábyrgð á viðmiðunarbréfum stefnanda hefði ákvæði þar að lútandi þurft að koma fram í skiptasamningunum en hafi ekki gert það. Slíkt ákvæði hefði verið verulega íþyngjandi fyrir stefnda og þar sem stefnandi hafi samið samningsskilmálana hafi honum verið í lófa lagið að láta það koma fram ætti áhættuskipting aðila að vera með þeim hætti og bera hallann af því að svo hafi ekki verið. Stefndi heldur því fram að þetta sýni þvert á móti þann ásetning aðila við samningsgerðina að greiðslufall útgefanda viðmiðunarbréfa stefnanda hafi ekki verið einn þeirra þátta sem stefndi bæri ábyrgð á. Þetta sé enn skýrara þegar litið sé til annarra skiptasamninga sem aðilar hafi gert, þar sem þessu hafi verið öndvert háttað. Annars vegar sé um að ræða skiptasamning með auðkennið TRS 20241502-473, en hins vegar skiptasamning með auðkennið TRS 20240215-472. Í báðum samningunum segi í 2. gr., „efni samningsins“: „Með samningi þessum tekur viðskiptamaður/bankinn á sig áhættu vegna verðlækkunar [markaðsáhætta-athugasemd stefnda] og greiðslufalls [greiðslufallsáhætta-athugasemd stefnda] af viðmiðunarbréfum skv. 5. gr .“ Efni skiptasamninganna beri það með sér að stefndi beri markaðsáhættu af verðþróun viðmiðunarbréfa sinna upp á við en gefi enga vísbendingu um ábyrgð á annarri áhættu. Verði ekki fallist á ofangreindar málsástæður byggir stefndi á því, að greiðslufall að hluta á viðmiðunarbréfum stefnanda, EXIS 08 1008, hafi engin áhrif á greiðsluskyldu hans á grundvelli skiptasamninganna, þar sem það hafi ekki haft áhrif á markaðsvirði viðmiðunarbréfa stefnanda á því tímamarki sem máli skipti. Í stefnu sinni leggi stefnandi að jöfnu fyrirbærin markaðsvirði og greiðslufall og fjalli í raun um þau sem eitt væri. Hér sé hins vegar um að ræða tvo ólíka hluti og aðili sem sé tilbúinn til að taka, og eftir atvikum tekur á sig, markaðsáhættu þurfi alls ekki að taka á sig greiðslufallsáhættu og öfugt. Markaðsáhætta (market risk) vísi til þeirrar áhættu sem hugsanlegar breytingar á gengi fjármálagerninga geti haft á þeim tíma sem hagsmunir aðila séu tengdir því gengi, en greiðslufallsáhætta (credit risk) vísi til þeirrar áhættu að útgefendur skuldaskjala sem aðili eigi hagsmuni af, standi ekki í skilum á gjalddaga eða síðar. Orðalag skiptasamninganna, sem um ræði, sýni að þeir feli einungis í sér markaðsáhættu frá samningsdegi og út lokadag, enga greiðslufallsáhættu. Lokadagur skiptasamninganna, sem um ræði, hafi, samkvæmt skýru orðalagi þeirra, verið sá sami og gjalddagi viðmiðunarbréfa stefnanda, EXIS 08 1008, þ.e. 8. október 2008. Að þeim degi loknum sé þannig ekki gert ráð fyrir því að breyting á markaðsvirði viðmiðunarbréfa hafi nokkur áhrif, heldur aðeins gert ráð fyrir að uppgjör fari fram innan tveggja daga frá lokunardegi. Þrátt fyrir að greiðslufall á viðmiðunarbréfunum geti vissulega haft áhrif á markaðsvirði þeirra bréfa eftir að ljóst sé orðið að það hafi átt sér stað, sé útilokað að greiðslufall sem slíkt geti haft áhrif á markaðsvirði bréfanna fyrr. Greiðslufall geti aldrei legið fyrir fyrr en daginn eftir gjalddaga, enda þá fyrst ljóst að ekki hafi verið greitt eins og efni bréfs hafi staðið til. Hvað viðmiðunarbréfin í skiptasamningnum áhræri, hafi sá dagur verið daginn eftir lokadag skiptasamninganna og markaðsvirði bréfanna á því tímamarki óviðkomandi réttarstöðu aðila á grundvelli skiptasamninganna. Ekkert bendi til þess að greiðslufall hafi verið fyrirsjáanlegt og þannig haft áhrif á markaðsvirði viðmiðunarbréfa stefnanda á eða fyrir gjalddaga, enda hafi aldrei komið fram nein sölutilboð í bréfin í kerfi Kauphallar Íslands, sem hefði verið augljós afleiðing ótta um greiðslufall. Umfjöllun stefnanda um markaðsverð í stefnu einkennist annars af því að hann virðist ekki skilja hugtakið. Þegar rætt sé um markaðsverð hlutabréfa eða skuldabréfa sé það verðið sem fjárfestar á markaði séu reiðubúnir að greiða fyrir verðbréf, eða selja það á. Þegar um skráð verðbréf sé að ræða sé byggt á síðustu skráðu viðskiptum með bréfið fyrir það tímamark sem miðað sé við. Þannig sé ekki hægt að halda því fram að ekki sé til markaðsverð á skráðu verðbréfi kl. 15 um eftirmiðdaginn vegna þess að síðustu skráðu viðskipti hafi átt sér stað kl. 10 um morguninn, eða að halda því fram að ekkert markaðsverð sé til á skráðu verðbréfi á miðvikudegi vegna þess að síðustu skráðu viðskipti hafi átt sér stað á þriðjudegi. Þetta sé hins vegar það sem stefnandi byggi málatilbúnað sinn á. Hann haldi því fram að ekkert markaðs-verð hafi verið til á EXIS 08 1008 vegna þess að engin viðskipti hafi átt sér stað á lokadegi. Þetta sé að sjálfsögðu alrangt. Gengi EXIS 08 1008 hafi verið 100 á lokadegi og verðmæti viðmiðunarbréfa stefnanda því nafnverð þeirra, eða samtals 300.000.000 krónur. Um hafi verið að ræða víxla sem þýði að hvorki vextir né verðbætur bætist við höfuðstól frá útgáfudegi til greiðsludags. Þess í stað hafi víxlarnir verið seldir á nafnverði að frádregnum 18,65% ársvöxtum margfölduðum með lánstíma. Í framangreindu hafi falist að gengi víxlanna hafi hækkað línulega frá útgáfugengi að 100 sem hafi verið lokagengi. Ársvextir, sem hafi numið 18,65%, hafi endurspeglað áhættumat kaupenda á víxlunum. Hefðu einhverjir kaupendur talið að greiðslufallsáhætta víxlanna hefði aukist frá kaupdegi hefðu þeir reynt að selja víxla miðað við hærri ávöxtunarkröfu en 18,65% og þar af leiðandi á lægra verði en framangreind gengisþróunarformúla geri ráð fyrir. Hefðu einhverjir kaupendur talið að greiðslufallsáhætta víxlanna hefði minnkað frá kaupdegi hefðu þeir reynt að kaupa fleiri víxla miðað við lægri ávöxtunarkröfu en 18,65% og þar af leiðandi á hærra verði. Hins vegar hafi hvorki fyrr né síðar komið fram kauptilboð né sölutilboð í víxla í flokknum EXIS 08 1008 frá skráningu þeirra í Kauphöll Íslands. Framangreint staðfesti með ótvíræðum hætti að ávöxtunarkrafa víxlanna á markaði hafi aldrei breyst á líftíma víxlanna og þess vegna hafi gengi þeirra ekki getað verið annað en 100 á lokadegi skiptasamninganna. Stefndi byggir einnig á því að kröfur stefnanda byggi á óskhyggju um efni skiptasamninganna og tengds loforðs um skortsölusamning en ekki raunverulegu efni þeirra. Hvergi í skiptasamningunum sé gert ráð fyrir því að lækkun á markaðsvirði viðmiðunarbréfa stefnanda skapi greiðsluskyldu fyrir stefnda. Ekkert í orðalagi samninganna eða annað í tengslum við gerð þeirra styðji slíka niðurstöðu, enda hafi stefndi aldrei gert ráð fyrir því að svo færi. Stefnandi virðist vera að reyna að fella á stefnda greiðslufallsáhættu „bakdyramegin“ sem hann sannarlega beri ekki samkvæmt skiptasamningunum. Í hvorum skiptasamningi séu það í grundvallaratriðum þrír samningsliðir sem ráði því hver greiðsluskylda aðila kunni að vera við uppgjör samninganna, þ.e. liðirnir „Greiðsla“ í þeim köflum sem nefnist annars vegar „Skuldbinding viðskiptamanns“ og hins vegar „Skuldbinding banka“ og loks liðurinn „Greiðslufyrirkomulag/skuldajöfnun (nettun)“ í kaflanum „Sameiginlegar skyldur og/eða réttindi“. Hvað varði stefnda, segi í liðnum „Greiðsla“: „Viðskiptamanni ber að greiða þær hækkanir sem kunna að verða á markaðsverði viðmiðunarbréfa viðskiptamanns frá samningsdegi miðað við markaðsgengi það sem bankinn býður á gjalddaga, en til frádráttar komi þær lækkanir sem kunni að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa viðskiptamanns “. Hvað varði stefnanda segi í liðnum „Greiðsla“: „Bankanum ber að greiða þær hækkanir sem kunna að verða á markaðsverði viðmiðunarbréfa frá samningsdegi miðað við markaðsgengi það sem bankinn býður á gjalddaga, en til frádráttar komi þær lækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa “ Í liðnum „Greiðslufyrirkomulag/skuldajöfnun (nettun)“ segi: „Greiðslum samningsaðila skal ávallt skuldajafna, þannig að aldrei komi til greiðslu á öðru en mismun á greiðsluskyldu samningsaðila. Reynist samanlagðar greiðslur viðskiptamanns hærri en samanlagðar greiðslur banka skal bankinn skuldfæra reikning viðskiptamanns fyrir mismuninum. Reynist samanlagðar greiðslur banka hærri en samanlagðar greiðslur viðskiptamanns skal bankinn greiða mismuninn inn á reikning viðskiptamanns “ Þegar ofangreind ákvæði séu skoðuð sé ekkert sem styðji þá hugmynd stefnanda sem fram komi í stefnu, að lækkun markaðsvirðis viðmiðunarbréfa hans myndi kröfu á stefnda. Afdráttarlaust orðalag samninganna kveði á um að greiðsluskylda aðila geti aðeins myndast á grundvelli hækkunar á markaðsvirði eigin viðmiðunarbréfa, sbr. „Viðskiptamanni ber að greiða þær hækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa viðskiptamanns frá samningsdegi “ Orðalagið „en til frádráttar komi þær lækkanir sem kunna að verða á markaðsvirði viðmiðunarbréfa viðskiptamanns“, verður ekki skilið með öðrum hætti en svo að greiðsluskylda myndist aðeins á grundvelli nettóhækkunar, en ekki hæsta markaðsvirðis bréfanna á samningstímanum. Þannig sé algerlega órökstutt af hálfu stefnanda hvernig hann telji sig geta lagt lækkun á eigin viðmiðunarbréfum inn í svokallaða nettun á milli samningsaðila sem neikvæða stöðu og byggt kröfu á hendur stefnda á þeim grundvelli. Samkvæmt orðalagi skiptasamninganna myndi upphafsgengi viðmiðunarbréfa aðila gólf á greiðsluskyldu þeirra sem geti þannig aldrei orðið lægri en núll. Hefði það verið hugmynd stefnanda að lækkun viðmiðunarbréfa samningsaðila myndaði kröfu á hendur hinum aðilanum hefði honum verið í lófa lagið að geta þess í samningnum, enda hafi hann samið hið staðlaða samningsform. Hann hljóti því að bera hallann af því ef orðalagið, hvað þetta áhræri, sé óskýrt eða orki tvímælis. Stefnandi sé auk þess fjármálafyrirtæki sem byggi starfsemi sína að talsverðu leyti á viðskiptum af því tagi sem skiptasamningar eru, þ.e. afleiðuviðskiptum, og því megi gera til hans sérstaklega ríkar kröfur um fagmennsku. Ótvírætt verði að vera í hverju áhætta viðskiptamanns felist. Stefndi heldur því hins vegar fram að bankinn hafi einmitt alls ekki ætlast til þess að greiðsluskylda stefnda gæti myndast með þeim hætti sem hann nú byggi stefnukröfu sína á. Stefnandi hafi raunar gert fjölmarga skiptasamninga þar sem slíkri greiðsluskyldu hafi verið ætlað að koma til og þá hafi það verið tekið fram berum orðum og með ótvíræðum hætti. Ekkert sé fram komið um það hvers vegna stefnandi telji sig nú, án þess að hafa hreyft því með nokkrum hætti í þeim skiptasamningum sem mál þetta varði, geta byggt kröfu á atriði sem hann hafi hingað til séð ástæðu til að tilgreina sérstaklega í skiptasamningum, og það í sérstökum lið. Vísar stefndi til tveggja framlagðra skiptasamninga sem hann hafi áður gert við stefnanda, þar sem lækkun á viðmiðunarbréfum hafi átt að skapa kröfu á mótaðila samningsins. Annars vegar sé um að ræða skiptasamning með auðkennið TRS 20241502-473, en þar segi eftirfarandi í liðnum „lækkun á verðmæti viðmiðunarbréfa“ í kaflanum „Skuldbindingar banka“ :„Ef verðmæti viðmiðunarbréfa er lægra á gjalddaga en á fyrsta vaxtadegi þá skal bankinn greiða viðskiptamanni mismuninn, þ.e. mismun á viðmiðunarfjárhæð og verðmæti viðmiðunarbréfa, miðað við það gengi sem bankinn býður á gjalddaga“. Skiptasamningur TRS 20240215-472, segi eftirfarandi í liðnum „lækkun á verðmæti viðmiðunarbréfa“ í kaflanum „Skuldbindingar viðskiptamanns.“ :„Ef verðmæti viðmiðunarbréfa er lægra á gjalddaga en á fyrsta vaxtadegi, þá skal viðskiptamaður greiða bankanum mismuninn, þ.e. mismun á viðmiðunarfjárhæð og verðmæti viðmiðunarbréfa, miðað við það gengi sem bankinn býður á gjalddaga “ Stefndi byggir einnig á því, verði ekki fallist á fyrri málsástæður hans, að þeir víxlar, sem stefnandi hafi tekið við sem greiðslu á 60% fjárhæðar viðmiðunarbréfa sinna, hafi ekki verið verðlausir. Það tímamark sem miða beri við í þessu samhengi sé greiðsludagur og hafi stefnandi enga tilraun gert til að sýna fram á ógjaldfærni Exista hf. á þeim tíma og verði því að bera hallann af því. Það að víxlarnir hafi verið verðlausir sé í algerri þversögn við háttsemi stefnanda, sem vart hefði lagt á sig að taka við víxlunum hefði hann metið þá verðlausa með öllu. Um lagarök vísar stefndi til laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, auk ólögfestra meginreglna samningaréttarins og almennra reglna kröfuréttarins. Kröfu um málskostnað byggir stefndi á 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. V Ágreiningur mál þessa lýtur að uppgjöri á tveimur skiptasamningum nr. TRS 20081008-466 og nr. TRS 20081008-467, um víxla og ríkisbréf, sem aðilar gerðu með sér 13. júní 2008, en lokadagur samkvæmt samningunum var 8. október 2008. Byggir stefnandi á því að gera eigi upp samningana með svokallaðri „nettun“ þeirra, þ.e. að greiðsla aðila skyldi jafngildi hækkunum á markaðsvirði viðmiðunarbréfa að frádregnum lækkunum. Kröfur sínar vegna skiptasamnings TRS 20081008-466, byggir stefnandi á því að greiðsla stefnda skuli vera mismunur á gengi ríkisbréfanna frá samningsdegi, 13. júní 2008, 94.405.862 krónur og markaðsvirði á lokadegi samningsins, 98.961.189 krónur, eða 4.555.327 krónur. Byggir stefnandi á því að samkvæmt samningnum skyldi greiðsla stefnanda jafngilda hækkunum markaðsvirðis á víxlum með auðkennið EXIS 08 1008, að nafnvirði 100.000.000 frá 13. júní 2008 til 8. október 2008 og lækkun á markaðsvirði framangreindra víxla koma til frádráttar greiðslu stefnanda. Fyrir liggur að á lokadegi skiptasamningsins hinn 8. október 2008 var enginn markaður með bréfin. Samkvæmt framlagðri yfirlýsingu stefnanda, dagsettri 24. október 2008, voru stefnanda greiddir umræddir víxlar úr víxilflokknum EXIS 081008, 40% kröfunnar með reiðufé og 60% hennar voru greidd með útgáfu nýrra víxla til kröfuhafa. Stefnandi byggði síðan á því í stefnu að markaðsvirði hinna nýju víxla hefði á útgáfudegi þeirra verið ekkert og fékk dómkvaddan matsmann til staðfestingar á þessum skilningi sínum. Sökum þess væri sanngjarnt að viðmiðunarverð þeirra væri raunveruleg endurgreiðsla vegna víxlanna. Greiðsla stefnanda samkvæmt þessum samningi ætti því að vera mismunur á markaðsvirði sem stefnandi bauð á EXIS 08 1008, frá samningsdegi hinn 13. júní 2008, og virði víxlanna á lokadegi samningsins, sem væri þá 40% af nafnvirði. Í samræmi við það ætti greiðsla stefnanda vera mismunur á 40.000.000 krónum og 94.405.862 krónum (markaðsvirði EXIS 08 1008 að nafnvirði 100.000.000 krónur á samningsdegi 13. júní 2008), eða -54.405.862 krónur. Samkvæmt því væri skuld stefnda vegna þessa samnings 58.961.009 krónur, þ.e. greiðsla stefnda að fjárhæð 4.555.327 krónur að frádreginni greiðslu stefnanda að fjárhæð -54.405.682 krónur. Hins vegar byggði stefnandi á því að fara ætti með hinn skiptasamning aðila nr. TRS 20081008-467 með þeim hætti að greiðsla stefnda væri hækkun á markaðsvirði ríkisbréfa með auðkennið RB 08 1212, sem á samningsdegi var 188.567.423 krónur, en á lokadegi 197.668.488 krónur. Hækkunin á bréfunum, og þar með greiðsla stefnda, ætti því að vera 9.101.065 krónur. Greiðsla stefnanda samkvæmt þessum samningi ætti hins vegar að vera mismunur á markaðsvirði sem stefnandi bauð á EXIS 08 1008, frá samningsdegi hinn 13. júní 2008, eða 188.567.423 krónum, og virði víxlanna á lokadegi samningsins, sem væri þá 40% af nafnvirði, 203.000.000 krónur, eða 81.200.000 krónur. Greiðsla stefnanda ætti því að vera -107.367.423 krónur. Samkvæmt því væri skuld stefnda vegna þessa samnings 116.468.488 krónur, þ.e. greiðsla stefnda að fjárhæð 9.101.065 krónur að frádreginni greiðslu stefnanda að fjárhæð -107.367.423 krónur. Heildarskuld stefnda við stefnanda vegna skiptasamninganna væri því 58.961.009 krónur + 116.468.488 krónur, eða 175.429.497 krónur. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að skiptasamningarnir hafi verið ógildir frá upphafi og óskuldbindandi fyrir hann, annars vegar vegna þess að hann hafi ekki uppfyllt kröfur sem gerðar séu að lögum til þess að fjármálafyrirtæki megi eiga afleiðuviðskipti við fjárfesta svo skuldbindandi sé fyrir þá, þar sem hann hafi ekki verið skilgreindur sem fagfjárfestir á grundvelli svara sinna á svokölluðu MiFid spurningaformi. Hins vegar vegna forsendubrests vegna vanhalda stefnanda á því að gera við hann skortsölusamning hinn 8. október 2008 til 12. desember 2008, eins og lofað hefði verið, sem leiða ætti til ógildingar skiptasamninganna. Eins og að framan greinir undirritaði stefndi 19. júní 2007 almenna skilmála fyrir markaðsviðskipti, sem ætlað er að tryggja að viðskiptamaður hafi gert sér grein fyrir eðli þeirra samninga sem falla undir skilmálana og þeirri áhættu sem þeim fylgir. Hins vegar liggur ekki fyrir í málinu hvort stefndi hafi verið flokkaður sem fagfjárfestir. Stefndi byggir á því að umræddir gerningar séu ógildir vegna þessa, þar sem stefnandi hafi ekki mátt eiga við hann afleiðuviðskipti. Með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í málinu nr. 638/2010 varðar það ekki ógildingu samninga aðila af þeim ástæðum einum, að stefndi hafi ekki verið flokkaður sem fagfjárfestir. Þá er með öllu ósönnuð sú fullyrðing stefnda að skilyrði fyrir gildi umræddra samninga hafi verið það að jafnframt yrði gerður skortsölusamningur. Þar sem stefndi hefur ekki borið fyrir sig aðrar ógildingarástæður kemur ekki frekar til álita að ógilda beri umrædda samninga aðila. Stefndi byggir sýknukröfu sína einnig á því, að ekki hafi orðið greiðslufall á víxlunum, þar sem viðmiðunarbréf stefnanda samkvæmt skiptasamningnum, EXIS 08 1008, hafi verið greidd upp að fullu með afhendingu 40% víxilfjárhæðar í reiðufé og 60% með öðrum víxlum. Víxlarnir hafi því fallið úr gildi og þar með ekki haft nein réttaráhrif eftir það. Verði því ekki miðað við annað gengi viðmiðunarbréfa stefnanda en 100 og heildarmarkaðsverðmæti bréfanna 300.000.000 króna. Ekki liggi fyrir að Exista hf. hafi ekki verið gjaldfært hinn 8. október 2008, og ekki getað greitt víxlana að fullu með reiðufé, hefði á það reynt. Beri stefndi ekki greiðslufallsábyrgð á viðmiðunarbréfum stefnanda. Til vara byggir stefndi á því, að greiðslufall að hluta á viðmiðunarbréfum stefnanda, EXIS 08 1008, hafi engin áhrif á greiðsluskyldu hans á grundvelli skiptasamninganna, þar sem það hafi ekki haft áhrif á markaðsvirði viðmiðunarbréfa stefnanda. Stefnandi leggi að jöfnu markaðsvirði og greiðslufall, en orðalag skiptasamninganna feli einungis í sér markaðsáhættu frá samningsdegi og út lokadag, enga greiðslufallsáhættu. Greiðslufall geti aldrei legið fyrir fyrr en daginn eftir gjalddaga, sem hafi verið daginn eftir lokadag skiptasamninganna, en sá dagur hafi verið óviðkomandi réttarstöðu aðila á grundvelli skiptasamninganna. Stefndi mótmælir því að ekkert markaðsverð hafi verið til á EXIS 08 1008 vegna þess að engin viðskipti hafi átt sér stað á lokadegi. Heldur stefndi því fram að gengi EXIS 08 1008 hafi verið 100 á lokadegi og verðmæti viðmiðunarbréfa stefnanda því nafnverð þeirra, eða samtals 300.000.000 krónur, þar sem ávöxtunarkrafa víxlanna á markaði hafi aldrei breyst á líftíma þeirra. Stefndi byggir og á því að hvergi sé gert ráð fyrir því að lækkun á markaðsvirði viðmiðunarbréfa skapi greiðsluskyldu fyrir hann. Loks byggir stefndi á því, að víxlarnir EXIS 09 0317, sem stefnandi tók við sem greiðslu á 60% fjárhæðar viðmiðunarbréfa sinna hafi ekki verið verðlausir. Eins og að framan greinir gerðu aðilar með sér tvo skiptasamninga. Samkvæmt framlögðum skiptasamningum bar að gera þá upp á lokadegi þeirra, sem var 8. október 2008, með skuldajöfnun. Aðilar tóku með því áhættu á þróun verðmæta, en samkvæmt framlögðum samningum voru viðmiðunarbréf stefnda ríkisbréf, en viðmiðunarbréf stefnanda EXIS víxlar 08 1008. Samkvæmt samningunum var það markaðsvirði viðmiðunarbréfanna sem ráða átti greiðsluskyldu hvors aðila. Verður að skilja orðalag samninga með þeim hætti að á lokadegi hafi átt að fara fram svokölluð „nettun“ samninganna með þeim hætti að bæði hækkun og lækkun viðmiðunarbréfanna hafði áhrif á greiðsluskylduna. Í málinu er ekki ágreiningur um verðmæti ríkisbréfanna. Samkvæmt því er greiðsla stefnda vegna þeirra 13.656.392 krónur. Hins vegar greinir aðila á um verðmæti EXIS víxlanna, þar sem engin viðskipti voru með víxlana frá útgáfudegi þeirra og fram að lokadegi. Stefnandi kveður að víxlarnir hafi síðar verið greiddir, 40% með reiðufé og 60% með útgáfu nýrra víxla EXIS 09 0317. Verður ekki fallist á það með stefnda að með því sé sýnt fram á markaðsvirði þeirra. Eins og að framan greinir byggði stefnandi kröfu sína í stefnu á því að verðmæti víxlanna hafi ekkert verið á lokadegi samningsins og fékk hann dómkvaddan matsmann til þess að sanna þá fullyrðingu sína. Samkvæmt niðurstöðu matsgerðarinnar, sem byggði á innra virði Exista ehf., var markaðsvirði EXIS 08 1008 og EXIS 09 0317 á lokadegi samningsins á bilinu 50% til 70% og því markaðsvirði EXIS 08 1008, að teknu tilliti til 40% innborgunar, 68%-79% af nafnvirði. Í samræmi við niðurstöðu matsins setti stefnandi fram vara- og þrautavarakröfu sína. Þegar það er virt að stefnandi byggir aðalkröfu sína í stefnu á niðurstöðu matsgerðarinnar, sem þó lá ekki fyrir, og þar sem sú matsgerð styður ekki þá málsástæðu hans, verður ekki, gegn andmælum stefnda, á því byggt að markaðsvirði umræddra víxla hafi ekkert verið á lokadegi. Hins vegar verður við mat á markaðsvirði að líta til framlagðrar matsgerðar við ákvörðun á markaðsvirði víxlana, enda hefur henni ekki verið hnekkt með yfirmatsgerð eða á annan hátt. Í samræmi við málatilbúnað stefnanda þykir því rétt að miða útreikning á stöðu samningsins eins og gert er í matsgerð, við markaðsvirði EXIS 08 1008, að teknu tilliti til 40% innborgunar. Með því að matsgerðin er ekki afdráttarlausari um markaðsvirði víxlanna á lokadegi þykir rétt að stefnandi beri hallann af því, og verður hæsta matsveð víxlanna samkvæmt matsgerðinni, þ.e. 79% af nafnvirði, lagt til grundvallar. Greiðsla stefnda vegna þeirra bréfa er því 15.480.752 + 28.349.814 krónur. Verður stefndi því dæmdur til þess að greiða stefnanda 57.486.958 krónur, en ekki er tölulegur ágreiningur um útreikning kröfunnar miðað við þessa forsendu. Eftir þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir með hliðsjón af umfangi málsins og niðurstöðu þess, hæfilega ákveðinn 1.000.000 króna og hefur þá verið litið til virðisaukaskattsskyldu stefnanda. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Stefndi, Arnar Sigurðsson, greiði stefnanda, SPB hf., 57.486.958 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 8. október 2008 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.000.000 krónur í málskostnað, þ.m.t. virðisaukaskattur.
|
Mál nr. 85/2005
|
Kærumál Aðför Útburðargerð Nauðungarsala Leigusamningur
|
F krafðist þess að Í yrði gert að víkja af eign sem F keypti við nauðungarsölu af leigusala Í. Af gögnum málsins varð ráðið að leigusamningi Í og fyrrum eiganda eignarinnar var þinglýst á eftir skjali sem naut fimmta veðréttar í eignina. Sú fjárhæð sem F bauð í eignina við nauðungarsölu nægði einungis til að greiða upp í kröfur á 1. og 2. veðrétti. Var talið, með hliðsjón af uppboðsskilmálum, að við það hefðu fallið niður allar kvaðir og höft sem neðar stóðu í réttindaröðinni, sbr. 2. mgr. 56. gr. laga um nauðungarsölu. Var réttur F á grundvelli afsalsins svo ótvíræður samkvæmt þessu að fyrir hendi voru lagaskilyrði til útburðar samkvæmt 78. gr. aðfararlaga.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 15. febrúar 2005, þar sem varnaraðila var heimilað með beinni aðfarargerð að fá sóknaraðila borinn úr húsnæði að Bæjarhrauni 22 í Hafnarfirði. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hafnað verði kröfu varnaraðila um heimild til útburðar en til vara að honum verði veittur frestur til 1. apríl 2005 til að rýma húsnæðið. Í báðum tilvikum krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða sér kærumálskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Íslandsprent ehf., greiði varnaraðila, Fjárvara ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað. Með aðfararbeiðni, sem barst héraðsdómi 26. nóvember sl., hefur sóknaraðili, þá Sparisjóður Hafnarfjarðar, nú Fjárvari ehf., Strandgötu 8-10, Hafnarfirði, krafist dómsúrskurðar um að varnaraðilar, þrotabú prentsmiðjunnar Prisma-Prentco ehf. og Íslandsprent ehf., Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, verði ásamt öllu sem þeim tilheyrir bornir út úr húsinu nr. 22, eignarhluta 0101, við Bæjarhraun í Hafnarfirði með beinni aðfarargerð. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins, auk þess að fjárnám í eigum varnaraðila verði heimilað fyrir kostnaði af væntanlegri gerð. Í upphafi var Sparisjóður Hafnarfjarðar skráður sem gerðarbeiðandi en í þinghaldi 18. janúar var gerð grein fyrir því að breyting hefði orðið á aðildinni. Fjárvari ehf., dótturfélag Sparisjóðs Hafnarfjarðar, fékk boð móðurfélagsins í þá eign þar sem varnaraðili starfrækir fyrirtæki sitt, framselt til sín og samþykkti Sýslumaðurinn í Hafnarfirði það framsal. Í upphafi beindi sóknaraðili kröfu sinni einnig gegn þrotabúi prentsmiðjunnar Prisma-Prentco ehf. en féll frá þeirri kröfu við flutning málsins fyrir dómi. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað og honum úrskurðaður hæfilegur málskostnaður að mati dómsins. Málið var tekið til úrskurðar 18. f.m. að afloknum munnlegum málflutningi. I. Í greinargerð sinni rekur sóknaraðili að í ágúst 2001 hafi prentsmiðjan Prentco ehf., keypt húsnæðið að Bæjarhrauni 22. Félagið hafi meðal annars greitt kaupverðið með því að taka að sér greiðslu skuldabréfs, sem var útgefið af seljanda til Sparisjóðs Hafnarfjarðar árið 1996. Við yfirtöku skuldarinnar hafi hún numið 19.103.049 krónum. Eftirstöðvar kaupverðsins hafi félagið greitt með lánsfé frá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Bréf hafi verið gefið út vegna þess láns og hafi höfuðstóll þess numið 12.896.951 krónu og hafi bréfið hvílt á 2. veðrétti eignarinnar. Einungis óverulegar greiðslur hafi borist inn á þessi bréf í fyrstu og ekki hafi borist nein greiðsla eftir að þeim var skuldbreytt í ágúst 2002. Vegna þessara vanskila hafi Sparisjóður Hafnarfjarðar farið fram á uppboð á eigninni í byrjun árs 2004 og hafi lokasala eignarinnar verið fyrirhuguð þann 30. júní það ár. Skiptastjóri í þrotabúi uppboðsþola hafi neytt heimildar sinnar til að fá sölunni frestað og hafi nauðungarsalan ekki farið fram fyrr en 3. nóvember sl. en þá hafi Sparisjóður Hafnarfjarðar verið hæstbjóðandi í eignina. Hann hafi síðan framselt boð sitt til sóknaraðila. Sóknaraðili byggir á því að í samræmi við ákvæði 55. gr. nauðungarsölulaga nr. 90/1991 og hina almennu uppboðsskilmála sem giltu um söluna hafi sóknaraðili öðlast rétt til umráða yfir fasteigninni þegar boð hans var samþykkt þann 17. nóvember sl. Frá sama tíma beri hann jafnframt áhættu af eigninni. Hann vísar einnig til þess að hinn 7. desember hafi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði gefið út afsal fyrir eigninni til sóknaraðila. Í því komi fram að öll veðbönd og önnur óbein eignarréttindi sem áður hafi hvílt á eigninni, að undanskildum tveimur veðbréfum Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafi fallið niður við nauðungarsöluna. Sóknaraðili byggir á því að varnaraðili hafi ekki gert neina samninga við sóknaraðila eða Sparisjóð Hafnarfjarðar um afnot af eigninni og hvorugum þeirra hafi varnaraðili greitt leigu. Leigusamningur sem varnaraðili hafi gert við fyrri eiganda eignarinnar hafi fallið niður við sölu eignarinnar og sá samningur skapi honum engan rétt til afnota af eigninni. Sóknaraðili hyggist ekki gera leigusamning við varnaraðila um eignina heldur hyggist ráðstafa henni á annan hátt. Ennfremur vísar sóknaraðili til þess að hann eða móðurfélagið hafi ekki haft neinn arð af um það bil 50 milljón króna eign sinni á fjórða ár og sé þeim mikið í mun að ná umráðum eignarinnar án tafar til að unnt sé að ráðstafa henni á nýjan leik. Hinsvegar hafi varnaraðili vitað af því, síðan 1. apríl sl. að leigusali hans var gjaldþrota og honum var jafnkunnugt um að eignin yrði seld hið fyrsta annaðhvort frjálsri sölu eða nauðungarsölu. Hann hafi því þegar fengið að vera mun lengur í eigninni heldur en hann hafi mátt búast við. Varnaraðili þarfnist ekki frekari aðlögunar og telji sóknaraðili það andstætt hagsmunum sínum að útburður dragist enda beri hann, svo sem áður er getið, alla áhættu af eigninni frá því að boð hans var samþykkt. Til stuðnings kröfum sínum vísar sóknaraðili til 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, 53., 55. og 56. gr. nauðungarsölulaga og almennra skilmála fyrir uppboðssölu á fasteignum o.fl. sbr. auglýsingu dómsmálaráðuneytisins nr. 41/1992. II. Í greinargerð sinni vísar varnaraðili til þess að hann reki prentsmiðju, þar sem hann veiti um 15 manns vinnu. Undir reksturinn hafi hann tekið á leigu húseign að Bæjarhrauni 22, eign Prisma-Prentco ehf. Leigusamningurinn hafi verið dagsettur 8. desember 2003, en móttekinn til þinglýsingar 5. janúar 2004. Leigusamningurinn hafi verið tímabundinn til sex mánaða en að þeim tíma liðnum hafi varnaraðili átt rétt á að framlengja leigutímann um aðra sex mánuði og svo koll af kolli. Samkvæmt þessu hafi fyrsta leigutímabilið hafist 8. desember 2003 og hafi lokið 8. júní 2004. Þá hafi nýtt hafist sem hafi lokið 8. desember 2004 og á sama degi hafi hafist nýtt leigutímabil sem ljúki 8. júní 2005 verði samningurinn ekki framlengdur. Vorið 2004 hafi leigusalinn, Prisma-Prentco ehf., orðið gjaldþrota og hafi bústjóri tekið við umráðum eignarinnar. Ekki hafi verið lögð fram nein gögn um það að hann hafi sagt upp leigusamningi, sem varnaraðili og Prisma-Prentco ehf. höfðu gert. Ekki liggi heldur fyrir nein gögn um það að bústjórinn hafi óskað eftir breytingum á leigusamningnum. Við nauðungarsölu eignarinnar, 3. nóvember sl. hafi varnaraðila verið slegin húseignin Bæjarhraun 22. Hinsvegar séu ekki til nein gögn um það að sóknaraðili hafi tilkynnt varnaraðila að hann hafi eignast húseignina. Ekki liggi heldur fyrir nein gögn um að sóknaraðili hafi sagt upp leigusamningi leigusalans, Prisma-Prentco ehf. og síðar skiptastjóra bús þess og sóknaraðila. [sic] Varnaraðili byggir kröfu sína um að kröfu sóknaraðila verði hafnað, umfram allt á því, að í gildi sé löglegur leigusamningur milli varnaraðila og Prisma-Prentco ehf. Samkvæmt honum hafi varnaraðili leigt húseignina að Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði frá 8. desember 2003 til sex mánaða og yrði samningnum ekki sagt upp eða óskað breytinga á honum, skyldi hann framlengjast um sex mánuði í senn. Varnaraðili vísar til þess að við gjaldþrot Prisma-Prentco ehf. hafi þrotabú fyrirtækisins tekið yfir samninginn og sé það skuldbundið að virða hann samkvæmt meginreglu 96. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. um gagnkvæma samninga. Þessi skylda sé fortakslaus þar sem leigusamningnum hafi verið þinglýst. Þegar húseignin hafi verið seld 3. nóvember sl. til Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafi hann yfirtekið leigusamninginn. Það sé augljóst vegna þess að enginn fyrirvari hafi verið á kauptilboði hans um annað. Ennfremur leiði þetta beinlínis af meginreglu leiguréttar um aðilaskipti að fasteignum. Þegar litið sé til alls þessa telji varnaraðili að það orki tvímælis að sóknaraðili eigi þann rétt sem hann hyggst ná fram með gerðinni. Því beri dómara að hafna henni með úrskurði, sbr. 1. mgr. 78. gr. og XIII. kafla laga nr. 90/1989 um aðför. Vegna kröfu um málskostnað vísar varnaraðili til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að víkja af eign sem sóknaraðili keypti á nauðungaruppboði 3. nóvember sl. Varnaraðili telur sóknaraðila ekki hafa sýnt fram á að hann hafi uppfyllt skilyrði 78. gr. aðfararlaga og byggir á því að sóknaraðili hafi, sem nýr eigandi hinnar leigðu eignar, yfirtekið leigusamning sem varnaraðili hafði gert við fyrrum eiganda eignarinnar. Í 2. mgr. 56. gr. laga um nauðungarsölu nr. 90/1991 segir að við nauðungarsölu á fasteign, sem krafist hafi verið samkvæmt heimild í 6. eða 7. gr. laganna, falli niður öll veðbönd, umráðaréttindi, kvaðir, höft og önnur réttindi yfir eigninni við útgáfu afsals nema annað leiði beinlínis af lögum, eignin hafi verið seld með þeim skilmálum að þau standi í tiltekum atriðum óhögguð eða kaupandinn hafi síðar tekið þau að sér. Í afsali skuli tekið fram hvaða réttindi yfir eigninni falli brott. Varnaraðili byggir á því að það sé meginregla leiguréttar við aðilaskipti að fasteign, að nýji eigandinn yfirtaki leigusamning, sem hafi verið í gildi milli leigutaka og seljanda eignarinnar. Þetta er meginregla þegar eign er seld á frjálsum markaði, sbr. 42. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Öðru máli gegnir þegar eign er seld við nauðungarsölu, sem krafist er af öðrum en eiganda hennar eins og ofangreint ákvæði nauðungarsölulaga ber með sér, sbr. einnig 5. mgr. 42. gr. húsaleigulaga. Um afdrif kvaða og hafta á eign við nauðungaraölu er nánar kveðið á um í 28. gr. laga um nauðungarsölu sem gerir grein fyrir efni almennra uppboðsskilmála. Í 11. tl. 1. mgr. ákvæðisins segir að í almennum uppboðsskilmálum skuli kveðið á um að kaupanda beri að hlíta kvöðum og höftum á eigninni að því leyti sem söluverð hennar hrökkvi til greiðslu upp í réttindi sem standi að baki þeim kvöðum og höftum í réttindaröð. Af gögnum málsins verður ráðið að leigusamningi milli varnaraðila og fyrrum eiganda eignarinnar að Bæjarhrauni 22, var þinglýst á eftir skjali sem naut 5 veðréttar í eignina. Sú fjárhæð sem sóknaraðili bauð í eignina nægði einungis til að greiða upp í kröfur á 1. og 2. veðrétti. Þar með féllu niður allar kvaðir og höft sem neðar stóðu í réttindaröðinni og því verður ekki um það deilt að leigusamningurinn féll niður vegna nauðungarsölunnar eins og nauðungarsöluafsalið ber með sér. Ekki verður séð að reglur annarra laga standi til þess að sá leigusamningur sem hér um ræðir eigi að halda gildi sínu þrátt fyrir nauðungaruppboðið. Eignin var ekki heldur seld með þeim skilmálum og kaupandinn hefur ekki, eftir nauðungarsöluna, tekið að sér réttindi sem varnaraðili átti á hendur fyrri eiganda fasteignarinnar. Með hliðsjón af framansögðu er réttur sóknaraðila á grundvelli afsalsins svo ótvíræður, að fyrir hendi eru lagaskilyrði til útburðar samkvæmt 78. gr. aðfararlaga nr. 90/1989. Eftir framangreindum málsúrslitum verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 100.000 krónur. Vegna ákvæða 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför er ekki tilefni til að mæla fyrir um heimild til fjárnáms fyrir kostnaði af framkvæmd umbeðinnar gerðar í úrskurðinum. Ingiríður Lúðvíksdóttir, settur héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. Ú r s k u r ð a r o r ð : Sóknaraðila, Fjárvara ehf., er heimilt að fá varnaraðila, Íslandsprent ehf., ásamt öllu því sem tilheyrir varnaraðila, borinn út úr húsinu nr. 22 við Bæjarhraun í Hafnarfirði, eignarhluta 0101, með beinni aðfarargerð. Varnaraðili greiði sóknaraðila 100.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 812/2017
|
Landamerki Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi
|
V ehf. höfðaði mál á hendur P og S og krafðist þess að viðurkennt yrði að merki milli jarðanna Glammastaða, Geitabergs og Þórisstaða væru með nánar tilgreindum hætti. Voru aðilar sammála um að leggja bæri merkjabréf Geitabergs frá 1922 og Glammastaða frá 1923 til grundvallar við úrlausn málsins. Í fyrsta lagi var ágreiningur um hvort landamerki Glammastaðalands og Geitabergs fylgdi syðri eða nyrðri kvísl Merkjalækjar. Af loftmyndum frá 1945 og 1956 virtist mega ráða að farvegur lækjarins hefði fylgt syðri kvíslinni en á mynd frá 1977 sýndist farvegurinn hafa tekið á sig núverandi mynd og fylgdi nyrðri kvíslinni sem V ehf. miðaði kröfulínu sína við. Þótt því yrði ekki slegið föstu með óyggjandi hætti á grundvelli gagna málsins, var talið að það veitti ákveðin líkindi fyrir þeirri staðhæfingu P og S að farvegur Merkjalækjar hefði fylgt syðri kvíslinni við gerð landamerkjabréfanna. Hefði V ehf. ekki lagt fram gögn í málinu til stuðnings kröfugerð sinni að þessu leyti, svo sem matsgerð dómkvadds manns. Í annan stað deildu aðilar um hvar Merkjalækur rynni í mýrinni í framhaldi af því svæði þar sem hann rynni í einu lagi neðan við fossbrún en kröfulína V ehf. fylgdi núverandi rennsli lækjarins. Talið var að á þeirri leið væri ekki að sjá forna skurði, torfvörður eða leifar slíks sem rennt gæti stoðum undir að það væri sá farvegur sem lækurinn féll eftir við gerð landamerkjabréfsins frá 1923. Um þetta atriði hefði V ehf. átt þess kost að afla frekari sönnunargagna. Í þriðja lagi var deilt um staðsetningu Guttormsholts og bentu aðilar hvor á sitt holtið. Samkvæmt landamerkjabréfi Glammastaða var varða staðsett á holtinu en enga slíka vörðu var nú að sjá á holtinu sem P og S vísuðu til. Grjóthrúga var á holti því sem V ehf. benti á en aðila greindi á um hvort það væri sú hrúga sem vísað væri til í landamerkjabréfinu eða hrúga sem vegagerðarmenn komu þar fyrir áratugum eftir gerð þess. Talið var að V ehf. hefði verið unnt að afla frekari gagna um þetta atriði en gerði ekki. Í fjórða lagi var ágreiningur um hvar torfvarða á Þórisstaðanesi, sem vísað var til í landamerkjabréfunum, væri en ummerki hennar voru nú ekki sjáanleg. V ehf. hélt því fram að varðan hefði verið á syðri bakka Þverár. P og S töldu hins vegar, meðal annars með vísan til örnefnalýsingar Geitabergs, að torfvarðan hefði verið nær Glammastaðavatni. Talið var að V ehf. hefði einnig átt þess kost að afla frekari sönnunargagna um þetta atriði. Með vísan til alls framangreinds var talið að V ehf. hefði ekki lagt þann grundvöll að málsókn sinni að dómur yrði lagður á kröfu hans við svo búið og var málinu því sjálfkrafa vísað frá héraðsdómi.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Markús Sigurbjörnsson og Eyvindur G.Gunnarsson prófessor.Áfrýjendur skutumálinu upphaflega til Hæstaréttar 26. október 2017. Ekki varð af fyrirhugaðriþingfestingu þess 13. desember 2017 og áfrýjuðu þeir öðru sinni 21. samamánaðar. Þeir krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, tilvara ómerkingar hins áfrýjaða dóms en aðþví frágengnu sýknu af kröfu stefnda. Í öllum tilvikum krefjast þeir málskostnaðarí héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstaréttióskipt úr hendi áfrýjenda.Dómendur fóru á vettvang 17. október 2018.ISvínadalur er næsta byggð norðan Hvalfjarðarstrandar og opnast mynnidalsins til Leirársveitar ofan við Miðfellsmúla. Innsti bær í dalnum er Draghálsrétt áður en farið er á Geldingadraga. Þrjú allstór vötn eru í dalnum og heitirhið innsta þeirra Geitabergsvatn, stundum nefnt Draghálsvatn, Glammastaðavatner í miðið, stundum nefnt Þórisstaðavatn og Eyrarvatn er neðst eða yst. Að þvímarki sem hér skiptir máli eru í Svínadal þrjár jarðir og er fyrst að nefna Geitabergsem er þeirra innst. Hún er í eigu áfrýjandans Pálma og standa bæjarhús þeirrarjarðar sunnan Geitabergsvatns. Þá kemur eyðibýlið Glammastaðir en bæjarhúsinþar munu hafa staðið vestan Glammastaðavatns nær norðurenda þess. Loks koma Þórisstaðirsem eru í eigu áfrýjandans Starfsmannafélags íslenska járnblendifélagsins enbæjarhús þar standa austan Glammastaðavatns fyrir miðju vatni. Dragavegurliggur um Svínadal austan Eyrarvatns og Glammastaðavatns, yfir Þverá á brúsunnan Geitabergsvatns og meðfram því vatni vestanverðu að Geldingadraga. Íhinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir eigendaskiptum að Glammastöðum ogskiptingu þeirrar jarðar í Glammastaði og Glammastaðaland sem nú er í eigustefnda. Glammastaðaland nær yfir þann hluta upphaflegu jarðarinnar Glammastaðasem veit að merkjum Geitabergs og Þórisstaða. Í málinu er ágreiningur um merki milli Glammastaðalands og Geitabergs oghvernig þau mæta merkjum Þórisstaða við Þverá sem fellur úr Geitabergsvatni íGlammastaðavatn Með dómkröfu sinni leitar stefndi sem eigandi Glammastaðalandsviðurkenningar á því að merki þeirrar jarðar, Geitabergs og Þórisstaða liggimilli hnitapunkta 1 og 10 eins og þeir eru nánar tilgreindir í héraðsdómsstefnu.Áfrýjendur krefjast sýknu af kröfu stefnda en ekki viðurkenningar á því aðmerkin liggi milli annarra hnitapunkta en þeirra sem tilgreindir eru í dómkröfustefnda. Aðilar eru sammála um að leggja beri merkjabréf Geitabergs ogGlammastaða til grundvallar við úrlausn um ágreining þeirra.IIGerð hafa verið landamerkjabréf fyrir Þórisstaði, Geitaberg ogGlammastaði. Bréf Þórisstaða er frá 1889 og elst þeirra er hér koma við sögu. Þákemur bréf Geitabergs sem er frá árinu 1922 og loks bréf Glammastaða frá 1923. Í landamerkjabréfi Þórisstaða dagsettu í júní 1889 og lesnu á manntalsþingi4. þess mánaðar er merkjum lýst til austurs frá Glammastaðavatni. Þar segir aðmerki milli Geitabergs og Þórisstaða, sem í gögnum málsins eru ýmist nefndirÞórisstaðir eða Þórustaðir, séu bein „lína úr Þverá uppí endann á skarðinu ísvonefndu Þórustaðanesi; þaðan eftir gömlum merkjaskurði; nú ný uppstungnum, úrhonum í vörðu á Þórustaðaholti; þaðan ráða torfvörður upp yfir mýrina; síðansjónhending eftir sömu línu upp á brúnina á Glámunni; þaðan ræður bein stefnaeftir fjallinu austur í svokallaða Tómasarvörðu á Grenás.“ Bréfið undirritaðieigandi Þórisstaða og um samþykki eigendur Geitabergs, Glammastaða ogBjarteyjarsands en síðastnefnda jörðin er á Hvalfjarðarströnd norðanverðriaustan Ferstiklu.Landamerkjabréf Geitabergs er dagsett 27. maí 1922 og lesið ámanntalsþingi 7. júlí sama ár. Það lýsir merkjum milli Geitabergs ogGlammastaða til norðvesturs frá Glammastaðavatni. Segir þar að merkin liggi úr„torfvörðu á Þórisstaðanesi í vörðu á Guttormsholti. Þaðan sjónhending íMerkjalæk, þar sem hann rennur í einu lagi. Svo ræður Merkjalækur upp í næstasund fyrir ofan Seldal. Því næst bein lína í vörðu sem stendur á holti fyrirofan sundið. Svo úr þeirri vörðu bein lína inn Hlíðarbrúnir í vörðu sem stendurfyrir ofan svonefnt Merkjagil sem er þá hornmark milli Glammastaða, Geitabergsog Dragháls.“ Merkjum milli Geitabergs og Þórisstaða er í bréfinu lýst tilvesturs í átt að Glammastaðavatni og segir að þau liggi úr „vörðu áSesseljuhrygg bein lína í vörðu á brún Glámunnar fyrir sunnan Glámuhausinn, svobein lína úr þeirri vörðu ofan í skurð í Glámumýrinni og ræður sá skurðurmerkjum meðan hann er beinn, svo er bein lína í vörðu sem er á holti því sem ernæst fyrir innan Hjallholtið. Úr þeirri vörðu í vörðu sem er á holti litluneðar. Þaðan bein lína í vörðu í Þórisstaðanesi niður við Þverá.“ Undir bréfiðritaði eigandi og ábúandi Geitabergs og um samþykki eigendur Glammastaða,Grafardals, Þórisstaða og Dragháls. Landamerkjabréf Glammastaða er dagsett 20. nóvember 1922 og lesið ámanntalsþingi 4. júlí 1923. Það lýsir merkjum milli Geitabergs og Glammastaðaúr vestri í átt að Glammastaðavatni og segir að merkin liggi úr „vörðu sem erhornmerki milli Glammastaða, Dragháls og Geitabergs út Hlíðarbrúnirnar þar semþær eru hæðstar alla leið í vörðu sem stendur á holti sem er fyrir ofan smá sundfyrir ofan Seldalslækinn. Síðan ræður Seldalslækurinn, sem þá heitirMerkjalækur, merkjum úr því þar til hann fer að renna ofan í mýrina og eru þáeftir mýrinni ýmist torfvörður eða skurðir sem ráða merkjum að grjóthrúgu áGuttormsholti. Úr þeirri grjóthrúgu bein stefna í torfvörðu í Þórisstaðanesialla leið ofan í Þverá.“ Um merki milli Þórisstaða og Glammastaða segir aðÞveráin ráði „ofan í Glammastaðavatn og tilheyrir þá Glammastöðum helmingurvatnsins úr því, alla leið ofan að Selós.“ Undir bréfið rituðu eigandiGeitabergs, eigandi Þórisstaða og umráðamaður Saurbæjar.IIIÁgreiningslaust er að hnitapunktur 1 í dómkröfu stefnda tekur mið afvörðu þeirri „sem stendur fyrir ofan svonefnt Merkjagil sem er þá hornmarkmilli Glammastaða, Geitabergs og Dragháls“, eins og segir í landamerkjabréfiGeitabergs, eða eins og segir í landamerkjabréfi Glammastaða, úr „vörðu semstendur fyrir ofan svonefnt Merkjagil“. Frá hnitapunkti 1 liggur kröfulínastefnda til austurs og suðurs milli punkta 2 og 3 að punkti 4, en úr honum berSeldalslækur nafnið Merkjalækur og klofnar í tvær kvíslar. Aðila greinir ekki áum staðsetningu hnitapunkts 4 en áfrýjendur héldu því fram undir rekstrimálsins í héraði að merkjalínan milli punkta 1 og 4 lægi nokkru sunnar ogvestar en kröfulína stefnda gerir ráð fyrir. Við flutning málsins fyrirHæstarétti var því lýst yfir af hálfu áfrýjandans Pálma að fallist væri á meðstefnda að landamerkjalína Glammastaða og Geitabergs liggi milli punkta 1 og 4eins og þeir eru markaðir í dómkröfu stefnda. Frá hnitapunkti 4 greinistMerkjalækur eins og áður segir í tvær kvíslar, syðri og nyrðri, niður aðhnitapunkti 5, og er hann rétt neðan við fossbrún sem þar er. Dómkrafa stefndaer á því reist að merki milli Glammastaða og Geitabergs milli punkta 4 og 5fylgi nyrðri kvíslinni en áfrýjendur halda því fram að sú syðri ráði merkjum. Ástuttum kafla örskammt sunnan við fossbrúnina rennur Merkjalækur í einumfarvegi eða „í einu lagi“ eins og segir í landamerkjabréfi Geitabergs. Af framangreindu leiðir að ágreiningur í málinu stendur nú um það ífyrsta lagi hvort merki Glammastaðalands og Geitabergs fylgi syðri eða nyrðrikvísl Merkjalækjar milli hnitapunkta 4 og 5. Í öðru lagi hvort merkin liggi álínu til suðausturs milli hnitapunkta 5 og 9 og þaðan í punkt 10, eins ogstefndi heldur fram, eða til suðvesturs frá hnitapunkti 5 um Guttormsholt ogþaðan á stað í miðri Þverá, um það bil 120 metrum suðvestan við punkt 9, einsog áfrýjendur halda fram, en punktur 9 er rétt neðan brúarinnar yfir Þverá. Í þessusambandi greinir aðila á um hvar Merkjalækur rennur í mýrinni í framhaldi afþví svæði þar sem lækurinn rennur „í einu lagi“ neðan við fossbrúnina viðhnitapunkt 5. Einnig er ágreiningur um hvar sé Guttormsholt það sem vísað ertil í landamerkjabréfum Geitabergs og Glammastaða. Þá er um það deilt hvar sétorfvarða sú á Þórisstaðanesi sem vísað er til í landamerkjabréfum Geitabergsog Glammastaða. IVEins og áður getur greinir aðila í fyrsta lagi á um hvort landamerkiGlammastaðalands og Geitabergs fylgi syðri eða nyrðri kvísl Merkjalækjar millihnitapunkta 4 og 5. Í landamerkjabréfi Geitabergs þar sem lýst er merkjum viðGlammastaði frá austri til vesturs segir um þetta atriði það eitt aðMerkjalækur ráði upp í næsta sund fyrir ofan Seldal, og í bréfi Glammastaða semlýsir merkjum úr gagnstæðri átt segir að Seldalslækur sem þá heiti Merkjalækurráði merkjum „úr því þar til hann fer að renna ofan í mýrina“. Umræddlandamerkjabréf voru gerð á árunum 1922 og 1923. Áfrýjendur hafa lagt framloftmyndir frá árunum 1945, 1956 og 1977 sem sýna farvegi lækjarins. Afmyndunum frá 1945 og 1956 að ráða virðist farvegur lækjarins fylgja syðri kvíslinnien á myndinni frá 1977 sýnist farvegurinn hafa tekið á sig núverandi mynd ogfylgja nyrðri kvíslinni. Þótt ekki verði því slegið föstu með óyggjandi hætti ágrundvelli gagna málsins, veitir þetta ákveðin líkindi fyrir þeirri staðhæfinguáfrýjenda að farvegur Merkjalækjar hafi fylgt syðri kvíslinni við gerðlandamerkjabréfanna 1922 og 1923. Stefndi hefur ekki lagt fram gögn í málinu tilstuðnings kröfugerð sinni að þessu leyti, svo sem matsgerð dómkvadds manns, semeftir atvikum gæti verið grundvöllur sönnunarmats í þessum efnum.Í annan stað er um það deilt hvar Merkjalækur rennur í mýrinni íframhaldi af því svæði þar sem hann rennur „í einu lagi“ neðan við fossbrúninaí hnitapunkti 5. Mýri þessi er í örnefnalýsingum Glammastaða og Geitabergsnefnd Merkjamýri. Kröfulína stefnda liggur þar sem Merkjalækur rennur nú ummýrina, fyrst til suðurs og austurs að hnitapunkti 6 en síðan í sveig þaðan ísömu átt um punkt 7 að holti því sem stefndi kallar Guttormsholt í punkti 8.Áfrýjendur telja á hinn bóginn að merkjalínan eigi að liggja til suðurs fráfarveginum þar sem hann er „einu lagi“ án þess að sveigja til austurs, að holtiþví sem áfrýjendur kalla Guttormsholt en það er nokkru vestar eða utar en holtþað sem stefndi bendir á. Ílandamerkjabréfi Geitabergs frá 1922 segir að merki milli Glammastaða ogGeitabergs liggi „í vörðu á Guttormsholti. Þaðan sjónhending í Merkjalæk, þarsem hann rennur í einu lagi“. Í bréfi Glammastaða frá 1923 segir að Merkjalækurráði „þar til hann fer að renna ofan í mýrina og eru þá eftir mýrinni ýmisttorfvörður eða skurðir sem ráða merkjum að grjóthrúgu á Guttormsholti.“ Kröfulínastefnda milli hnitapunkta 5 og 8 fylgir rennsli lækjarins eins og hann fellurnú um mýrina. Á þeirri leið er ekki að sjá forna skurði, torfvörður eða leifarslíks sem rennt gæti stoðum undir þá staðhæfingu stefnda að þetta sé sáfarvegur sem lækurinn féll eftir við gerð landamerkjabréfsins 1923. Um þettaatriði átti stefndi þess kost að afla frekari sönnunargagna, meðal annarsmatsgerð dómkvadds manns, til að renna frekari stoðum undir staðhæfingu sína umlegu merkjalínunnar. Þá er þess að gæta að staðhæfing stefnda um að Merkjalækurstefni í átt að Guttormsholti og að það komi heim og saman við beina línu fráMerkjalæk og yfir í landamerki milli Geitabergs og Þórisstaða er í mótsögn viðþað hvernig stefndi dregur merkjalínuna milli hnitapunkta 5 og 8 en á þeimkafla er línan engan veginn bein. Í þriðja lagi er deilt um staðsetningu Guttormsholts og benda aðilar hvorá sitt holtið. Í landamerkjabréfi Geitabergs segir að merkin við Glammastaðiliggi í vörðu á Guttormsholti og þaðan sjónhending í Merkjalæk þar sem hannrennur í einu lagi. Enga vörðu er að sjá á því holti sem áfrýjendur vísa til. Íbréfi Glammastaða kemur fram að Merkjalækur ráði merkjum „þar til hann fer aðrenna ofan í mýrina og eru þá eftir mýrinni ýmist torfvörður eða skurðir semráða merkjum að grjóthrúgu á Guttormsholti.“ Að sönnu er grjóthrúga á holti þvísem stefndi vísar til, skammt frá hnitapunkti 8, en aðila virðist greina á umhvort það sé hrúga sú sem vísað er til í landamerkjabréfi Glammastaða eða hrúgasem vegagerðarmenn komu þar fyrir áratugum eftir gerð landamerkjabréfsins. Umþetta atriði átti stefndi þess kost að afla frekari sönnunargagna til stuðningsstaðhæfingu sinni um legu merkjalínunnar en gerði ekki. Þá er þess að geta aðmeðal gagna málsins er örnefnalýsing Geitabergs skráð af Ara Gíslasyni. Í hennisegir að upplýsingar um örnefni hafi fyrst verið gefnar 1942 og þær yfirfarnar1968. Í lýsingunni kemur meðal annars fram að á Þverá séu þrjú vöð, Gvendarvaðefst, þá Helguvað og neðst Nesvað. Um Helguvað segir að það hafi verið„þrautavað á ánni þar sem nú er sumarbústaður, skammt neðan þess semGeitabergsá rennur í vatnið.“ Um Guttormsholt segir í lýsingunni að það hafiverið „einnig á merkjum. Það er skammt utan við sumarbústaðinn fyrrnefnda, utarog ofar en Fitin sem síðar getur.“ Stefndi vísar til þess að sumarbústaður sásem hér er nefndur hafi verið fjarlægður en annar reistur á sama stað og sé hannutar en Guttormsholt það sem stefndi vísi til en það styðji staðhæfingu hans umhvar Guttormsholt sé. Þessu andmæla áfrýjendur og halda því meðal annars framað sumarbústaður sá sem nú standi í Glammastaðalandi hafi verið reistur tuttuguárum eftir gerð örnefnalýsingarinnar. Stefndi átti þess kost að afla frekarisönnunargagna um þetta atriði til stuðnings staðhæfingu sinni um staðsetninguGuttormsholts en gerði ekki. Í fjórða lagi er ágreiningur um hvar sé torfvarða sú á Þórisstaðanesi semvísað er til í landamerkjabréfum Geitabergs og Glammastaða en ummerki slíkrarvörðu eru ekki sjáanleg á Þórisstaðanesi. Stefndi heldur því fram að varðanhafi verið á syðri bakka Þverár í hnitapunkti 11, skammt neðan við brúna sem núer á ánni. Sé hornmark Geitabergs, Glammastaðalands og Þórisstaða í hnitapunkti9 sem er í miðjum farvegi árinnar í beinni stefnu að hnitapunkti 11. Áfrýjendurandmæla því að varðan hafi verið þar og telja að hún hafi að minnsta kostiverið á stað um 120 metrum vestar en hnitapunktur 9. Í landamerkjabréfiGeitabergs þar sem lýst er merkjum við Glammastaði segir að þau liggi úr„torfvörðu á Þórisstaðanesi í vörðu á Guttormsholti“ og í landamerkjabréfiGlammastaða segir að merkin liggi úr grjóthrúgu á Guttormsholti og úr „þeirrigrjóthrúgu bein stefna í torfvörðu í Þórisstaðanesi alla leið ofan í Þverá.“ Íáðurnefndri örnefnalýsingu Geitabergs segir meðal annars að Þverá „rennur svo íÞórustaðavatn. Á Þverá eru vöð, efst er Gvendarvað en það er rétt fyrir neðanbrúna sem nú er á henni. Nokkru neðar er síðan skábrot á henni og sem heitirHelguvað ... Og að lokum neðst á merkjum var vað sem heitir Nesvað. Það þóttigott fjárvað.“ Þetta telja áfrýjendur styðja staðhæfingu sína um að torfvarðangeti ekki hafa verið þar sem stefndi segir hana hafa verið heldur nærGlammastaðavatni. Stefndi átti þessi kost að afla frekari sönnunargagna umþetta atriði til stuðnings staðhæfingu sinni um staðsetningu torfvörðunnar engerði ekki. Að gættu öllu því sem hér hefur verið rakið hefur stefndi ekki lagt þanngrundvöll að málsókn sinni að dómur verði lagður á kröfu hans við svo búið ogverður því að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Vegna þess vafa sem er ímálinu er rétt að hver aðila beri sinn kostnað af rekstri þess í héraði og fyrirHæstarétti.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. DómurHéraðsdóms Vesturlands 28. júlí 2017.Málþetta, sem dómtekið var 16. júní sl., er höfðað af Valz ehf., Rauðarárstíg 1,Reykjavík, gegn Pálma Jóhannessyni, Geitabergi, Akranesi, og Starfsmannafélagiíslenska járnblendifélagsins, Grundartanga, Akranesi, með stefnu birtri 17.nóvember 2015 á hendur stefnda Pálma og 18. sama mánaðar á hendur stefndaStarfsmannafélagi íslenska járnblendifélagsins.Stefnandikrefst þess að viðurkennt verði með dómi að landamerki jarðannaGlammastaðalands, Geitabergs og Þórisstaða, eins og þau eru á hinu umdeildasvæði, séu frá holti sem er fyrir ofan smá sund fyrir ofan Seldalslækinn,hnitapunktur merktur nr. 1: X 376843.87, Y 441696.82, þaðan bein lína íSeldalslæk, sem þá heitir Merkjalækur, hnitapunktur merktur nr. 2: X 377002.65,Y 441663.00. Eftir það eftir Merkjalæk þar sem hann ræður merkjum umhnitapunkta nr. 3: X 377011.09, Y 441517.56, þaðan eftir læknum í hnitapunktnr. 4: X 377179.40, Y 441423.42, þaðan eftir læknum í hnitapunkt nr. 5: X377370.84, Y 441184.51, þaðan eftir læknum í hnitapunkt nr. 6: X 377473.32, Y441140.50, þaðan eftir læknum í hnitapunkt nr. 7: X 377583.05, Y 441093.58,þaðan bein lína í Guttormsholt, hnitapunktur nr. 8: X 377719.31, Y 441024.22,þaðan í miðjan farveg Þverár, hnitapunktur nr. 9: X 377967.68, Y 440866.95, semer í beinni stefnu á hornmark Glammastaðalands, Geitabergs og Þórisstaða, þarsem áður stóð torfvarða, á Þórisstaðanesi, hnitapunkt merktan nr. 11: X377991.46, Y 440851.90. Frá hnitapunkti nr. 9 ræður miðlína Þverár allt aðhnitapunkt merktum nr. 10: X 377780.46, Y 440725.62, í ósi Þverár. Jafnframt erkrafist málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða eftir matidómsins.Stefndu krefjast þess að þeirverði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til aðgreiða stefndu málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eðasamkvæmt mati dómsins. Með úrskurði dómstjóra HéraðsdómsVesturlands 12. september 2016 vék hann sæti vegna meðferðar málsins. Með bréfidómstólaráðs 13. janúar 2017 var dómara málsins falin meðferð þess en hannhafði fram að þeim tíma ekki haft nein afskipti af því.MálsatvikStefnandi Valz ehf. eignaðist jörðinaGlammastaðaland í Svínadal í Hvalfjarðarsveit, landnr. 190661, með kaupsamningi9. janúar 2013, en félagið hét þá Glammastaðir ehf. og var seljandi jarðarinnarArion banki hf. Landið tilheyrði upphaflega Glammastöðum landnr. 133175 en varselt frá jörðinni með afsali dagsettu 11. febrúar 2000 og gekk það nokkrumsinnum kaupum og sölum áður en stefnandi eignaðist það. Stefndi PálmiJóhannesson er þinglýstur eigandi jarðarinnar Geitabergs, landnr. 133172 ogstefndi Starfsmannafélag íslenska járnblendifélagsins er eigandi jarðarinnarÞórisstaða, landnr. 133217. Tvær síðastnefndu jarðirnar liggja að jörðinniGlammastaðaland og eiga því landamerki með henni.Áður en jörðin var seld stefnandafékk Arion banki hf., samkvæmt því sem fram kemur í stefnu, Óðinn Sigþórssontil að ganga á merki og hnitsetja landamerkjapunkta. Landlínur ehf. gerðu íkjölfarið kort af ætluðum útlínum hins selda lands og merkjum þess gagnvartnærliggjandi jörðum sem lá fyrir þegar stefnandi keypti jörðina. Byggirstefnandi á því að kortið sé í megindráttum í samræmi við uppdrátt sem gerðurvar við upphaflega sölu á Glammastaðalandi árið 2000 og fylgdi þá afsali.Samkvæmt uppdrættinum liggja landamerki Glammastaðalands að jörðum beggjastefndu. Með bréfi til Hvalfjarðarsveitar 5. febrúar 2013 lagðistefnandi fram umsókn um skiptingu jarðarinnar Glammastaða og óskaði eftir aðsérstök lóð yrði afmörkuð innan lands hans og hugðist skipta landi sínu í tvohluta. Stefnandi afturkallaði umsókn sína með bréfi 4. apríl 2013 en hafði áðursent nýja umsókn sem móttekin var af sveitarfélaginu 18. mars 2013. Með bréfiHvalfjarðarsveitar 17. apríl 2013 var stefnanda tilkynnt að sveitarfélagiðmundi vegna erindisins frá 18. mars 2013 kalla eftir afstöðu félags landeigendaí Glammastaðalandi vegna mótmæla félagsins vegna fyrri umsóknar stefnanda.Sveitarfélagið sendi félaginu bréf dagsett 17. apríl 2013 þar sem því vargefinn kostur á að koma athugasemdum sínum vegna málsins á framfæri. Þann 21. ágúst 2013 var haldinn fundur hjá skipulags-og byggingafulltrúa sveitarfélagsins og mættu þar auk hans stefndi Pálmi,Guðmundur Jóhannsson eigandi Glammastaða og Hallfreður Vilhjálmsson, eigandiKambshóls. Samkvæmt framlögðu minnisblaði vegna fundarins lýsti stefndi Pálmiþar yfir áhyggjum sínum varðandi uppdrátt Glammastaðalands. Síðan segir íminnisblaðinu að taka skuli út hnitapunkta nr. 5, 6, 7 og 1, línu á millihnitapunkta nr. 1 og 10, 10 og 9, 9 og 8, og að í texta þurfi að koma fram: Jarðamörk á milli hnitpunkts 4 og 8 er ísamræmi við gildandi landamerkjalýsingu milli Glammastaða og Geitabergs semdagsett er 20. nóv. 1922. Í stefnu er því lýst að þessar athugasemdir hafi orðiðtilefni þess að fyrirsvarsmaður stefnanda átti í tölvupóstsamskiptum viðlandupplýsingar hjá Þjóðskrá Íslands. Þar kemur fram að starfsmaður Þjóðskrártaldi að hnit nr. 5, 6, 7, 8 og 9 þyrftu að vera á mæliblaði ef þau sýna réttastaðsetningu fyrirbæra sem minnst er á í landamerkjalýsingunni. Að beiðni stefnanda hélt skipulagsfulltrúiHvalfjarðarsveitar fund með fyrirsvarsmanni stefnanda, lögmanni stefnanda ogsveitarstjóra 30. september 2013. Þar kom fram að á fundi umhverfis-,skipulags- og náttúrverndar 5. júlí 2013 hefði verið ákveðið að frestaafgreiðslu umsóknar stefnanda þar til fyrir lægi samþykki eiganda aðliggjandilands. Stefnandi taldi sér ekki skylt að afla slíks samþykkis og var þá ákveðiðaf hálfu sveitarfélagsins að það mundi óska eftir því. Með bréfi dagsettu 28. október2013 til stefnanda óskaði Hvalfjarðarsveit eftir því að skilað yrði innlagfærðum uppdrætti af landinu í samræmi við niðurstöðu fundar sem haldin var21. ágúst 2013, svo hægt væri að afla samþykkisins. Síðar breyttist afstaðanefndarinnar sem taldi það vera stefnanda að afla samþykkis frá eigendumaðliggjandi jarða. Á fundi nefndarinnar 11. desember 2014 lagði nefndin til aðsveitarstjórn féllist á umsóknina. Með bréfi dagsettu 17. desember 2014 varstefnanda tilkynnt ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 15. desember2014 um að fresta afgreiðslu málsins þar sem borist hefðu ný gögn sem ekkihefðu verið kynnt aðilum málsins. Með bréfi dagsettu 10. apríl 2015 sendilögmaður stefnanda bréf til sveitarfélagsins þar sem þess var óskað að erindiðyrði tekið til afgreiðslu. Samkvæmt framlögðum gögnum hefur umsóknin enn ekkiverið afgreidd. Samkvæmt framlögðu minnisblaði Reynis Elíeserssonar,dagsettu 27. apríl 2015, gengu stefndi Pálmi, Þórir Guðnason, HallfreðurVilhjálmsson og Reynir um landamerki jarðanna Glammastaðalands og Geitabergs21. apríl 2015. Þar segir m.a. að Merkjalækur hafi legið í tveimur meginkvíslumá neðri hluta svæðisins alveg niður að mýrinni og hafi Hallfreður sagt vestarikvíslina ráða landamerkjum. Minnisblaðinu fylgir kort þar sem dregin hefurverið upp lína sem, samkvæmt minnisblaðinu, stefndi Pálmi taldi að væri réttlandamerki, milli Geitabergs og Glammastaðalands. Með bréfi Hvalfjarðarsveitarfrá 9. júní 2015 var stefnanda kynnt efni minnisblaðsins og honum gefinn fresturtil að tjá sig um málið sem hann gerði með bréfi dagsettu 6. júlí 2015.Meðal framlagðra gagna semstefnandi byggir málatilbúnað sinn á er m.a. einnig kort það sem Landlínur ehf.gerðu árið 2015 á grundvelli þinglýstra landamerkjabréfa vegna jarðanna Glammastaðaog Geitabergs, frá árinu 1922, arðskrármöt vegna Laxár í Leirársveit ogyfirlýsing vegna lagningar jarðstrengs um jörðina Glammastaði, aukframangreindra landamerkjabréfa.Þá er meðal þeirra gagna semstefnandi byggir á samantekt Örnefnastofnunar vegna Glammastaða. Þar segir m.a:Vatniðhér suður frá bænum er nefnt Glammastaðavatn (1). Í það rennur Þverá (2) ogneðst í henni er Hjaltavað (3). Skammt utan með vatninu heita dældir (4), niðurþær rennur svo Merkjalækur (5) sem hverfur hér í sundið. Beggja vegna við þannlæk heitir Merkjamýri (6). Þar upp af er undirlendi, sem heitir Slitur (7).Sunnan við þau gengur tangi fram í vatnið, sem heitir Grjótnes (8). Heim undirtúnið eru svo mýrar og börð. Utan við túnið heitir Stekkjarlág (9) og í hennier Stelkur (10). Rétt utan við Stelkinn og lágina kemur niður lækur, sem heitirRauðilækur (11). Hann rennur um Rauðalækjarsund (12) og þar út eftir, undirGlammastaðaásnum (13). En það er klettur fremst á ásunum....Fram af göngukonuskarði, langt fram á fjall, liggur dalur, sem heitir Seldalur(31) ......Úr Seldal rennur smálækur, Seldalslækur (45). Hann breytir um stefnu og ferfram af brúninni og heitir þá Merkjalækur. Hann hverfur í Dældunum og þá eruvörður á merkjunum, t.d. á Guttormsholti (46). Við aðalmeðferð málsins gaf aðilaskýrslu Vesna Djuricfyrirsvarsmaður stefnanda. Þá gáfu vitnaskýrslur Óðinn Sigþórsson, ÞórirGuðnason, Þórður Þórðarson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og HallfreðurVilhjálmsson.Málsástæður oglagarök stefnandaStefnandi byggir kröfusína, um viðurkenningu á réttum merkjum jarðar sinnar á hinum umdeilda svæði, álandamerkjabréfi jarðanna Glammastaða og Geitabergs frá 1922 og telur aðkröfulína hans sé í fullu samræmi við þær landamerkjalýsingar. Dómkrafastefnanda byggir á landamerkjalínu sem hefur verið afmörkuð og hnitsett afLandlínum ehf., sbr. kort dagsett 22. október 2015. Þá vísar stefnandi til þessað landið hafi gengið kaupum og sölum frá árinu 2000 til 2013 þegar stefnandikeypti landið. Í þremur kaupsamningum var stuðst við og vitnað til korts semgert var af eigendum Glammastaða þegar Glammastaðalandi var fyrst skipt út úrjörðinni og tilgreint að kortið væri í samræmi við landamerkjalýsingu. Byggirstefnandi á því að kortið, sem er frá árinu 2000, stafi frá fyrri eigendumGlammastaðalands, sem átt hafi jörðina í áratugi, sé í fullu samræmi viðkröfugerð hans. Þó sé ljóst að kortið er handgert og því ekki eins nákvæmt ogsú afmörkun sem stefnandi hafi nú látið gera. Stefnandi vísar til þessað landamerkjalýsing jarðarinnar Glammastaða sem land stefnanda er skipt úr,var gerð árið 1922 og henni þinglýst í samræmi 2. gr. landamerkjalaga nr.41/1919. Ekki er vitað til þess að ágreiningur hafi komið upp um túlkunlandamerkjalýsingarinnar fyrr en nú. Þegar stefnandi keypti Glammastaðaland, núlögbýli, af Arion banka hf., sagði í afsali um landamerki jarðarinnar: Seljandi hefur lagt fram óstaðfestan grófan uppdrátt aflandamerkjum og legu jarðarinnar þar sem jörðin er talin vera um 515 ha aðmeðtalinni sumarhúsabyggð og vatni. Kaupandi sér sjálfur um á sinn kostnað aðfá nánari staðfestingu á stærð og legu jarðarinnar.Þá byggir stefnandi á þvíað Arion banki hf. hafi fengið Óðinn Sigþórsson, óháðan aðila, til þess aðhnitsetja landamerki Glammastaðalands, út frá landamerkjabréfinu frá 1922 ogfyrirliggjandi korti vegna sölu jarðarinnar til stefnanda. Landamerkin voru íkjölfarið hnitsett og dregin upp á loftmynd af Landlínum ehf. Beri ofangreindukorti og því korti sem fyrrum eigendur Glammastaða teiknuðu saman í öllummeginatriðum. Eins og ráða megi af gögnum málsins fór stefndi Pálmi, eigandiGeitabergs, á fund hjá Landlínum ehf. við vinnslu kortsins og fór yfirlandamerkin eins og þau voru dregin upp á loftmynd Landlína ehf. Hvorki áfundinum né í beinu framhaldi af honum, fór hann fram á að línunni samkvæmtuppdrætti Landlína ehf. yrði breytt. Á loftmynd þeirri sem stefndi Pálmi fóryfir með Landlínum ehf., er dreginn upp lína yfir tún, sem er að hluta í eigustefnda Pálma og að hluta í eigu stefnanda en stefndi hafi nytjað með leyfistefnanda og áður með leyfi fyrri eiganda Glammastaða. Stefndi Pálmi gerðiengar athugasemdir við línuna. Hefði hann talið að túnið væri alfarið í hanseigu hefði hann gert athugasemdir við línuna í upphafi og sé breytt afstaðahans til eignarhalds á túninu nú ekki trúverðug. Ennfremur er byggt á þvíað eyðibýlið Glammastaðir hafi staðið eigi langt frá þeim stað sem umþrætt túner og því sé fráleitt að telja að það túnið hafi ekki tilheyrt að einhverjuleiti gamla lögbýlinu. Um þetta er vísar stefnandi til korts úr ritinu ByggðirBorgarfjarðar II. Þá vísar stefnandi tilþess að það auki ótrúverðugleika þess korts sem fylgdi minnisblaði, dagsettu27. apríl 2015, að landamerki milli Geitabergs og Glammastaða eru í engusamhengi við landamerki Þórisstaða. Landamerkin milli Geitabergs og Þórisstaðaliggi eftir beinni línu, en samkvæmt kortinu komi skyndilega um 90 gráðubeygja, ef mæta á þinglýstum landamerkjum Þórisstaða í réttu hornmarkiGlammastaðalands, Geitabergs og Þórisstaða. Þá sé áréttað að landamerkjabréfiðfrá 1922 er ekki einhliða landamerkjalýsing, heldur var það undirritað afeigendum allra aðliggjandi jarða. Einnig vísar stefnanditil þess að í tengslum við gerð nýrrar arðskrár og mats fyrir Veiðifélag Laxárí Leirársveit framkvæmdu Loftmyndir ehf. mælingar á bakkalengd í samræmi viðlandamerki jarða á vatnasvæði Laxár, eins og fram kemur í bréfi, dagsettu 24.mars 1998. Þar kemur fram að GPS-mælingar hafi legið fyrir á landamerkjapunktumþar sem jarðamörk liggi að vatnasvæðinu. Bakkar hafi verið teiknaðir og mældireftir loftmyndunum og þeim skipt upp eftir hinum mældu landamerkjapunktum.Samkvæmt ofangreindum mælingum á jörðin Glammastaðir (Glammastaðaland) 303metra bakkalengdarkafla í Þverá. Passar sú bakkalengdarmæling Þverár viðkröfulínu stefnanda í máli þessu. Notast stefndi við sömu mælingar álandamerkjapunktum og umrædd arðskrá, enda liggi fyrir að við vinnslu arðskrárvar öllum hlutaðeigandi landeigendum kynntar mælingarnar og landeigendum gefinnkostur á að koma að athugasemdum við þær. Nú liggi jafnframt fyrir nýrúrskurður um arðskrá fyrir veiðifélagið, dagsettur 29. september 2015. Þarsegir: Upphafs- og endapunktar línuhverrar jarðar hafi tekið mið af landamerkjapunktum sem mældir hefðu verið ávettvangi í tengslum við gerð fyrra arðskrármats. Áður hefur því verið lýstí úrskurðinum að landeigendur hafi allir haft tækifæri til að koma að athugasemdumvið gerð matsins og við þau gögn sem fyrir lágu. Það liggi því fyrir að stefnduhafa í áratugi ekki gert athugasemdir við landamerkjapunkta við Þverá ogstaðfest þá sem rétta landamerkjapunkta Glammastaða, Geitabergs og Þórisstaða.Fæst ekki betur séð en bakkalengd og landamerki umræddra jarða hafi veriðágreiningslaus hið minnsta allt frá yfirmatsgerð dagsettri 25. febrúar 1974. Séþví haldið fram að vafi sé uppi um umrædd merki við Þverá telur stefnandi aðhefð sé komin á merkin eins og þeirra hefur verið getið í arðskráveiðifélagsins áratugum saman. Einnig byggir stefnandi áþví að kröfulína stefnanda, eins og henni er lýst í dómkröfu málsins og eins oghún kemur fram korti Landlína ehf., sé í fullu samræmi við lýsingar örnefnafyrir Geitaberg, Glammastaði og Þórisstaði. Byggt er á því að ekki sé vafaundirorpið hvar þau örnefni eru sem nefnd eru í landamerkjalýsingunni og styðjifjölmörg gögn og skjöl við þá fullyrðingu. Loks byggir stefnandi átómlæti en stefndu hafa látið landamerkjalýsinguna frá 1922 óátalda, þar tilstefnandi hugðist skipta upp landi sínu. Fjórum kaupsamningum og afsölum hafiverið þinglýst á eign stefnanda frá árinu 2000 þar sem fram kemur að stærðlandsins miðist við umrædda landamerkjalýsingu og aldrei hafa stefndu haft uppimótbárur við þeirri lýsingu fyrr en nú. Ennfremur hafa stefndu ítrekað samþykktlandamerkjapunkta við Þverá sem rétt merki jarða sinna. Nú síðast 2015 við gerðnýrrar arðskrár fyrir veiðifélagið. Þá vísar stefnandi tilmeginreglna íslensks réttar um gildi landamerkjabréfa og túlkun þeirra ogeignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar, sbr. 72. gr. Einnig vísar stefnandi tilalmennra reglna eignarréttar, meginreglna eignarréttar um nám, töku og óslitinnot, sem og um eignarráð fasteignaeigenda, almennra regla samninga- ogkröfuréttar og laga nr. 14/1905 um hefð. Loks er vísað til laga umafréttarmálefni og fjallskil nr. 6/1986, til ýmissa eignarréttarreglna í Grágásog Jónsbók og um aðild stefndu til 19. gr. laga um meðferð einkamála, nr.91/1991 og um varnarþing til 34. gr. sömu laga.Málsástæður oglagarök stefnduStefndu krefjast sýknu af öllumkröfum stefnanda og byggja rétt sinn á landamerkjabréfum frá 1922 vegnajarðanna Glammastaða og Geitabergs, eins og stefnandi en aðilum greini íverulegum atriðum á um hvar landamerkin liggi samkvæmt bréfunum.Í fyrsta lagi telja stefndukröfulínu stefnanda með öllu órökstudda. Ekki sé gerð tilraun til þess ímálatilbúnaði stefnanda að varpa ljósi á ákvörðun fyrir staðsetningu hnita áumræddum stöðum á uppdrætti. Óðinn Sigþórsson hafi gengið á merkin milli Glammastaða,Geitabergs og Þórisstaða og afmarkað legu hnitanna. Óumdeilt sé að hann er ekkistaðkunnugur á svæðinu.Í öðru lagi byggja stefndu á þvíað kröfulína stefnanda byggi ekki á merkjum samkvæmt landamerkjabréfum frá 1922og benda sérstaklega á að í landamerkjabréfi fyrir jörðina Glammastaði segi aðmerkjum milli Þórisstaða og Glammastaða ráði Þveráin ofan í Glammastaðavatn. Árséu náttúruleg landamerki og í 1. mgr. 3. gr. vatnalaga nr. 15/1923 segi að efá skilji að landareignir tilheyri hvorri jörð land út í miðjan farveg ef ekkier önnur lögmæt skipan gerð. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að farvegurárinnar hafi breyst með tímanum og að ekki verði séð af hniti nr. 9 á kortistefnanda að merkin liggi í miðjum farveginum. Í þriðja lagi benda stefndu á aðverulegs ósamræmis gæti milli kröfulína stefnanda hvað varðar mörk Glammastaðagagnvart Þórisstöðum og jarðarmörkum samkvæmt Nytjalandsgrunni.Í fjórða lagi byggja stefndu áþví að kort með afsölum sé ekki í samræmi við kröfugerð stefnanda og hafi ekkiþýðingu í málinu. Um sé að ræða handgert kort án hnita og ógerningur sé að gerasér grein fyrir því hvar landamerki liggi nákvæmlega milli hlutaðeigandi jarðasamkvæmt kortinu. Þá vilja stefndu árétta að í afsali frá 11. febrúar 2000 þarsem hluti jarðarinnar Glammastaða var seldur sé tekið fram að merki eigi aðmiðast við landamerkjabréf frá 1922. Það sama komi fram í afsali frá 30. janúar2001 en í afsali frá 28. janúar 2003 sé einungis vísað til þess að landamerkieigi að vera samkvæmt landamerkjaskrám. Í afsalinu er ekki vísað tilframangreinds korts þó svo að öðru sé haldið fram í stefnu. Þá vilji stefnduárétta það sem fram komi í kaupsamningi og afsali milli Arion banka hf. ogstefnanda:Seljandihefur lagt fram óstaðfestan grófan uppdrátt af landamerkjum og legu jarðarinnarþar sem jörðin er talin vera um 515 ha að meðtalinni sumarhúsabyggð og vatni.Kaupandi sér sjálfur um á sinn kostnað að fá nánari staðfestingu á stærð oglegu jarðarinnar. Kaupverð jarðarinnar er óháð stærð og landamerkjum jarðarinnarog helst óbreytt hver sem staðfest stærð eða lega kann að vera en kaupverðeignarinnar tekur mið af þessari óvissu með stærð og legu jarðarinnar og gefinnhefur verið afsláttur frá matsvirði vegna þessa. Stefnandi skrifaði undirkaupsamninginn og hefði verið þýðingarlaust að taka framangreint fram bæði íkaupsamningi og afsali ef ljóst væri hvar merki milli Glammastaðalands ogaðliggjandi jarða væru. Þá verði ekki séð hvaða þýðingu það hafi ef uppdrátturmeð kröfulínu stefnanda verði talinn vera í samræmi við hið handgerða kort. Þásé óljóst frá hverjum þetta kort stafi en ef það er rétt að kortið stafi fráfyrri eiganda Glammastaða sé ljóst að það er gert einhliða.Í fimmta lagi segir í stefnu aðekki hafi áður komið upp ágreiningur um túlkun landamerkjabréfanna þó svo aðland stefnanda hafi gengið kaupum og sölum. Byggja stefndu á því að ekki hafiverið þörf á að gera athugasemdir vegna legu landamerkja fyrr en nú þar semkröfulína stefnanda fari inn fyrir landamerki stefndu og vegur þannig að eignarréttiþeirra sem varinn sé af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1.samningsviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Sú reglagildi að menn geta ekki með einhliða ráðstöfunum aukið við rétt sinn.Í sjötta lagi telja stefndu að meintaðkoma stefnda Pálma að kortagerð Landlína ehf. hafi ekki þýðingu í málinu ogað uppdráttur Landlína ehf. sé ekki í samræmi við landamerkjabréf Glammastaðaog Geitabergs. Eins og fram komi í atvikalýsingu stefndu og í stefnu fékk ArionBanki hf. fyrrverandi eigandi Glammastaðalands, Óðinn Sigþórsson, hlutlausanaðila, til þess að hnitsetja landamerki fasteignarinnar samkvæmtlandamerkjabréfum frá 1922. Ekki verði séð að byggt hafi verið á framangreinduhandgerðu korti eins og haldið er fram í stefnu. Óumdeilt er að Óðinn er ekkistaðkunnugur á svæðinu og hafði því engar forsendur til þess að átta sig ástaðsetningu merkja sem vísað er til í landamerkjabréfunum. Hann naut ekkiliðsinnis heimamanna eða annarra sem hafa þekkingu á staðháttum. Í tölvupóstivitnisins Þórðar Þórðarsonar fyrrverandi starfsmanns Landlína ehf. til lögmannsstefnanda, sem dagsettur er 16. júní 2015, segir um gerð uppdráttar Landlínaehf. og aðkomu Óðins að gerð hans: Fyrrverandieigandi Glammastaða (landnúmer 190661), þ.e. Arion banki hf., fékk ÓðinnSigþórsson í Einarsnesi sem hlutlausan aðila til þess að reyna að finna úthvernig landamerki jarðarinnar liggja vegna fyrirhugaðar sölu á jörðinni. Óðinnræddi við landeiganda Geitabergs um legu landamerkjanna og fór jafnframt á vettvangog tók hnitpunkta á þeim stöðum sem hann taldi líklegt að þau væru með hliðsjónaf lýsingum í landamerkjabréfum Geitabergs og Glammastaða. Landamerkin voru íkjölfarið dregin upp í hnitréttar loftmyndir hjá Landlínum [ehf.] í samræmi viðtilmæli Óðins. Landeigandi Geitabergs kom síðar á fund hjá Landlínum [ehf.] ogfór yfir landamerkin eins og þau höfðu verið teiknuð upp á loftmynd og fór hannekki fram á að þeim væri breytt.Stefndu vilja koma því á framfæriað engin lagaskylda hvíldi á stefnda Pálma að gera athugasemdir við merkin. Þásé ljóst að ekki hefur náðst formlegt samkomulag um landamerkin milli jarðannaþar sem í kaupsamningi og afsali Arion banka ehf., eftir gerð þessa uppdráttarog meinta aðkomu Pálma að gerð hans, segir að einungis sé um að ræðaóstaðfestan grófan uppdrátt af landamerkjum. Þeirri málsástæðu stefnanda aðathugasemdalaus aðkoma Pálma að þessum uppdrætti hafi þýðingu í málinu er meðöllu hafnað. Þá benda stefndu á aðkomu Hvalfjarðarsveitar að málinu. Þegarstefndi Pálmi, ásamt öðrum mönnum sem eru kunnugir staðháttum á hinu umþrættasvæði fór á fund með skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins og vefengdu uppdráttstefnanda, fór sveitarfélagið fram á að stefnandi myndi breyta uppdrættinum ísamræmi við það sem þar kom fram. Sýnir þetta hvaða vægi framburður manna semeru kunnugir staðháttum hafa varðandi staðsetningu landamerkja. Þetta megigreina af dómafordæmum. Þá vísa stefndu því á bug að uppdráttur er fylgdiminnisblaði, dagsettu 27. apríl 2015, sé í engu samhengi við landamerkiÞórisstaða. Þar að auki verði ekki séð annað af kröfulínu stefnanda en að byggtsé á að grunni til sambærilegri legu kröfulínunnar.Í sjöunda lagi byggja stefndu áþví að landamerkjabréfin frá 1922 styðji ekki kröfu stefnanda um að umþrætt túntilheyri að hluta stefnanda. Í stefnu greinir að á uppdrætti stefnanda sédregin lína yfir tún sem sé að hluta í eigu stefnda Pálma og að hluta í eigustefnanda. Óumdeilt er að stefndi Pálmi hefur nytjað túnið að öllu leyti.Heldur stefnandi því fram að stefndi Pálmi telji túnið alfarið til sinar eignaren því hafna stefndu. Samkvæmt þeirri línu sem stefndi Pálmi byggir landamerkiá og má sjá á uppdrætti er fylgir minnisblaði, dagsettu 27. apríl 2015, séstglögglega að hann telur ekki að allt túnið tilheyri Geitabergi. Stefndi Pálmier fæddur og uppalinn í Geitabergi og er þriðji ættliðurinn sem hefur búsetuþar. Telur hann að túnið sé að mestu leyti í eigu Geitabergs og hafi alltafverið það eins og sést á kortinu. Eingöngu smá hluti neðst í túninu tilheyriGlammastöðum. Í ritinu Byggðir Borgarfjarðar II, segir um Glammastaði:Jörðinhefur töluvert fjallland, en lítið sem ekkert undirlendi, og hér hefur veriðharðbýlt og ekki stöðug ábúð á kotinu. Bærinn stóð í hárri brekku, norðanGlammastaða-/Þórisstaðavatns, þar sem það er breiðast. Ræktunarmöguleikar mjöglitlir. Jörðin nýtur Veiðihlunninda af vatninu. Þarna er eitt sumarhús.Stefndu telja þetta styðja þannmálstað stefnda Pálma að túnið tilheyri Geitabergi að mestu leyti. Þá fullyrðirstefndi Pálmi að ávallt hafi ríkt samkomulag milli eigenda Geitabergs ogGlammastaða varðandi nýtingu þess hluta túnsins sem tilheyri Glammastaðalandien stefndi Pálmi hafi séð um að smala fyrir eigendur Glammastaðalands ánendurgjalds. Stefndi Pálmi á því að hann hafi unnið beinan eignarrétt að hinuumþrætta túni fyrir hefð. Hann hafi nytjað túnið með útrýmandi hætti í fullanhefðartíma. Það hafi forfeður hans einnig gert. Séu því skilyrði 1. mgr. 2. gr.laga nr. 46/1905 um hefð uppfyllt, sbr. 3. gr. sömu laga. Í áttunda lagi byggja stefndu áþví að bakkalengdarmælingar í arðskrá hafi ekki sönnunargildi fyrir landamerkiGlammastaðalands gagnvart Geitabergi og Þórisstöðum. Jarðirnar Glammastaðir,Geitaberg og Þórisstaðir séu allar hluti af Veiðifélagi Laxár í Leirársveit. ÍVI. kafla laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði er fjallað um veiðifélög enþar segir að mönnum sé skylt að hafa með sér félagsskap um skipulag veiði íhverju fiskihverfi m.a. til þess að skipta arði af veiði milli félagsmanna.Stefnandi og stefndu eru félagsmenn í veiðifélagi Laxár í Leirársveit. Í lögumnr. 61/2006 segir jafnframt að veiðifélaginu sé skylt að láta gera skrá er sýniþann hluta af veiði eða arði sem koma skuli í hlut hverrar fasteignar er áveiðirétt á félagssvæði. Við úthlutun arðs beri að taka m.a. tillit til aðstöðutil netaveiða og strandveiða, landlengdar að veiðivatni, vatnsmagns og stærðarvatnsbotns. Af framangreindu má leiða að tilgangur arðskrár sé ekki aðstaðfesta landamerki milli fasteigna. Þá sé arðskrá ekki réttindaskrá umeignarréttindi.Þá byggja stefndu á því að meðöllu sé ósannað að korti sem fylgir með arðskrá varðandi bakkamælingar ogkröfulínu stefnanda beri saman. Séu mælingar á kortunum taldar vera þær sömu þáeigi það einungis við um tvö hnit í kröfulínu stefnanda en ekki allakröfulínuna. Þá benda stefndu á ummæli sem koma fram í bréfi Ísgrafs ehf. tilVeiðifélags Laxár í Leirársveit, dagsettu 24. mars 1998, en sá fyrrnefndi ásamtLoftmyndum ehf. sá um mælingar á bakkalengd, en þar segir:Okkurbárust GPS mælingar á landamerkjapunktum þar sem mörk koma að ánni eðaóssvæðinu. Bakkar voru teiknaðir og mældir eftir loftmyndum og skipt upp eftirhinum mældu punktum. Hvergi komi fram hvaðan þessarmælingar á landamerkjapunktum koma eða við hvað landamerkjapunkta var miðað þarsem landamerki eru ekki enn staðfest milli jarðanna og ágreiningur ríkir umstaðsetningu þeirra. Þá hvíldi engin lagaskylda á stefndu að gera athugasemdirvið arðskrána. Þá sé arðskráin ekki eignarheimild fyrir veiðiréttindum. Í níunda lagi mótmæla stefndu þvíað stefnandi hafi unnið hefð á landamerkjum eins og þeim er lýst í arðskráveiðifélagsins. Máli sínu til stuðnings vísa stefndu til þess sem þegar hefurkomið fram varðandi arðskrá. Til þess að útrýmandi stofnun eignarréttinda getiátt sér stað er gerð sú krafa að umráð hefðanda séu útrýmandi þannig að umráðannarra séu útilokið. Ósannað sé með öllu að stefnandi hafi notað umrætt svæðivið bakka Þverár með útrýmandi hætti. Þá ber að geta þess að við hnit nr. 9 ákröfulínu stefnanda liggi tún sem aðilum greini á um eignarhald á. Óumdeilt séað stefndi Pálmi nytjar það að öllu leyti. Megintilgangur laga nr. 46/1905 umhefð sé að treysta grundvöll eignarréttinda sem að öllum líkindum eru þegarfyrir hendi en ekki að vinna eignarréttindi sem eru á hendi annars aðila.Stefnandi sé ekki með skilríki fyrir eignarrétti sínum, sbr. skilyrtankaupsamning og afsal, og hann er ekki grandlaus um betri rétt annarra. Í tíunda lagi mótmæla stefndu þvíað kröfulína stefnanda sé í samræmi við lýsingar örnefna fyrir Geitaberg,Glammastaði og Þórisstaði. Vísa stefndu til minnisblaðs, dagsetts 27. apríl2015, og vilja benda sérstaklega á eftirfarandi örnefni sem séu ekki réttstaðsett að mati stefndu:Grjóthrúga á Guttormsholti: Íminnisblaðinu komi fram að tvö holt komi til greina á svæðinu. Annað þeirra sésunnan Svínadalsvegar en hitt norðan hans og vestar. Grjóthrúga á syðraholtinu, sem uppdráttur stefnanda miðar við, hafi verið gerð af Vegagerðinnisamkvæmt Hallfreði Vilhjálmssyni bónda á Kambshóli, sem er fæddur og uppalinn íSvínadal og er mjög staðkunnugur. Sú grjóthrúga sem kröfulína stefnanda byggirá geti því ekki verið rétt þar sem hún sé mun yngri en bréfið sjálft.Torfvarða á Þórisstaðanesi: ÞórirGuðnason sem er fæddur og uppalinn á Þórisstöðum fullyrðir að ekki sé rétt aðmiða við þá þúst sem stefnandi byggir kröfulínu sína á heldur sé um að ræðaþúst í landinu á syðri bakka syðri kvíslar Þverár. Þórir hafi þetta eftir föðursínum sem bjó á Þórisstöðum.Merkjalækur: Merkjalækur liggur ítveimur meginkvíslum. Hallfreður Vilhjálmsson, bóndi á Kambshóli, fullyrðir aðvestari kvíslin hafi ráðið landamerkjum en ekki sú austari. Hann hafi það eftirföður sínum sem var áður búsettur á Kambshóli.Þá verði ekki séð að merkistefnanda séu í samræmi við lýsingu örnefna í örnefnalýsingu sem Ari Gíslasonskráði. Í lýsingu fyrir Geitaberg komi fram að vað sé á Þverá sem sé nefntNesvað. Á dönsku herforingjakorti frá 1911 er greinilegt að vað er neðst íÞverá sem passi við merki þar sem stefndi Pálmi telur þau vera. Í ellefta lagi hafni stefndu þvíað hafa sýnt af sér tómlæti. Vísa stefndu til ofangreindrar umfjöllunar því tilstuðnings. Stefnandi og stefndu eru sem fyrr sammála um að byggja merki álandamerkjabréfunum frá 1922 en greini á um hvar línan liggi samkvæmt bréfinu.Einnig vísa stefndu til þess að ef fallist verði á að stefndu hafi sýnt af sértómlæti að tómlæti hafi ekki þau réttaráhrif að eignarréttur verði talinnfallinn niður. Þá verður reglum kröfuréttar um tómlæti ekki beitt í þessariaðstöðu.Loks benda stefndu á að sá semheldur fram beinum eignarrétti að landi ber sönnunarbyrði fyrir því. Stefnandahafi ekki tekist að sanna að landamerki milli jarðanna liggi með þeim hætti semhaldið er fram og mótmæla stefndu öllum kröfum stefnanda og málsástæðum. Þábyggja stefndu á því að meginreglur einkamálaréttarfars um málsforræði ogtilhögun kröfugerðar skipti grundvallarmáli við úrlausn ágreinings af þessumtoga þar sem dómstólar séu í einkamálum bundnir af kröfugerð og málsástæðum semfærðar eru fram af hálfu málsaðila.Um lagarök vísa stefndu tilmeginreglna réttarfars og meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildisamninga. Þá sé byggt á ákvæðum landamerkjalaga nr. 41/1991, ákvæðum laga nr.46/1905 um hefð, ákvæðum vatnalaga nr. 15/1923, óskráðra reglna eignaréttar og72. gr. stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttinda. Um málskostnað er vísað tilXXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur ogniðurstaðaÍ máli þessu er deilt umlandamerki milli jarðanna Glammastaðalands annars vegar og Geitabergs ogÞórisstaða hins vegar og er krafa stefnanda sú að viðurkennd verði þaulandamerki sem lýst er í dómkröfu. Málsaðilar eru sammála um að landamerkinfari eftir landamerkjabréfum jarðanna Glammastaða og Geitabergs frá 1922 ogbyggja kröfur sína á því. Þeim greinir hins vegar á um hvar landamerkin liggisamkvæmt bréfunum og þá hvort kröfugerð stefnanda samrýmist þeim.Við aðalmeðferð málsins vargengið á vettvang, m.a. um ætluð landamerki eins og þeim er lýst í stefnu, alltað holti fyrir ofan sund fyrir ofan Seldalslæk eins og því er lýst ílandamerkjabréfi Glammastaða. Voru aðilar sammála um við hvaða holt og sund þarværi miðað. Þá mátti sjá staðhætti á jörðinni m.a. þau tvö holt sem ágrundvelli staðsetningar gætu verið það holt sem vísað er til ílandamerkjabréfi sem Guttormsholt, og Merkjalæk, auk gróins farvegar í landinusem gæti hafa verið lækjarfarvegur. Þá bentu viðstaddir á þá staði sem þeirtelja vera þann stað á Þórisstaðanesi þar sem áður stóð torfvarða. Í dómkröfu eru landamerkinhnitsett en einnig kemur þar fram tilvísun til þeirra staða sem hnit eru miðuðvið. Stefnandi fékk Landlínur ehf. til að hnitsetja landamerkin í samræmi viðlandamerkjabréfin og liggur það kort fyrir í máli þessu og er krafa stefnanda byggðá því auk landamerkjabréfanna. Einnig byggir stefnandi m.a. á handgerðu kortifrá árinu 2000 sem fylgdi afsali vegna sölu Glammastaðalands, korti sem ÓðinnSigþórsson gerði vegna sölu jarðarinnar frá Arion banka hf. til stefnanda,upplýsingum úr örnefnaskrá og arðskrármati. Stefndu byggja sýknukröfu sína m.a.á því að kröfulína stefnanda sé með öllu órökstudd. Stefnandi byggir á því að stefnduhafi sýnt af sér tómlæti og hafi látið landamerkjalýsinguna óátalda þar tilstefnandi vildi skipta upp landi sínu. Stefndu telja hins vegar að ekki hafifyrr verið þörf á því að gera athugasemdir þar sem það sé ekki fyrr en nú semkröfulína stefnanda fari inn fyrir landamerki stefndu. Gögn málsins bera meðsér að stefndu hafi komið að málinu vegna þeirrar málsmeðferðar sem fór af staðþegar stefnandi ætlaði að skipta Glammastaðalandi úr jörðinni Glammastöðum.Fram er komið að stefndu eða fulltrúar þeirra mættu m.a. til fundar hjáskipulagsfulltrúa auk þess að tjá sig m.a. við fyrirsvarsmann stefnanda ummerkin og við Óðinn Sigþórsson þegar hann hnitaði upp merkin fyrir Arion bankahf. Ekkert er fram komið sem bendir til þess að áður hafi komið uppiágreiningur um landamerki jarðanna og túlkun bréfanna. Þá verður tómlæti ekkitalið hafa þau réttaráhrif að eignarréttindi falli niður, eins og hér stendurá. Ekki verður því fallist á það með stefnanda að stefndu hafi sýnt af sértómlæti sem áhrif hafi á réttarstöðu þeirra vegna kröfu stefnanda. Hvað varðar handgerð kort semfylgdi afsali vegna sölu Glammastaðalands árið 2000 og stefnandi byggir á þátelja stefndu það ekki hafa þýðingu í málinu. Ekki er annað fram komið en þærupplýsingar sem kortið byggir á komi einhliða frá fyrri eigendum jarðarinnar.Þá er kortið í samræmi við það kort sem Óðinn Sigþórsson teiknaði upp eftir aðhafa m.a. rætt óformlega við fyrri eigendur Glammastaðalands og stefnda Pálma.Fram kom í skýrslu Óðins við aðalmeðferð málsins að ekki hafi komið fram vafium staðsetningu þeirra merkja sem hann byggði á og að ef svo hefði verið hefðihann ekki byggt á þeim. Þrátt fyrir að á kortinu komi ekki fram eins nákvæmlýsing á landamerkjum og í kröfugerð stefnanda þá má af því ráða megindrættilandamerkjanna, m.a. að Guttormsholt hefur verið talið vera sunnan vegar og aðum landamerki Glammastaða við Þórisstaði fari eftir nyrðri kvísl Þverár ogverður því að telja að það styðji kröfu stefnanda hvað hnitapunkta nr. 8 og 9varðar.Stefndu byggja einnig sýknukröfusína á því að verulegs ósamræmis gæti milli kröfulína stefnanda hvað varðarmörk Glammastaða gagnvart Þórisstöðum og jarðarmörkum samkvæmtNytjalandsgrunni. Fyrir liggur kort sem sýnir samanburð á þessum tveimur línumog má þar sjá að ekki er fullt samræmi milli þeirra. Af hálfu stefnda hefurmálsástæða þessi ekki verið rökstudd t.d. með samanburði á forsendum línanna oger henni því þegar að þeirri ástæðu hafnað.Samkvæmt kröfu stefnanda erhnitapunktum nr. 1 og 2 lýst svo: ...frá holti sem er fyrir ofan smá sund fyrir ofan Seldalslækinn, hnitapunkturmerktur nr. 1: [...], þaðan bein lína í Seldalslæk, sem þá heitir Merkjalækur,hnitapunktur merktur nr. 2: [...] ...Um þetta segir í landamerkjabréfivegna Glammastaða hvað varðar landamerki við Geitaberg: Úrvörðu sem er hornmerki milli Glammastaða, Dragháls og Geitabergs útHlíðarbrúnirnar þar sem þær eru hæstar alla leið í vörðu sem stendur á holtisem er fyrir ofan smá sund fyrir ofan Seldalslækinn. Síðan ræðurSeldalslækurinn sem þá heitir Merkjalækur merkjum úr því...Í landamerkjabréfi vegnaGeitabergs, sem lýsir landamerkjum frá vatni til fjalla, andstætt því sem erhvað varðar Glammastaði, segir um þetta svæði: Svoræður Merkjalækur upp í næsta sund fyrir ofan Seldal. Því næst bein lína ívörðu sem stendur á holti fyrir ofan sundið. Svo úr þeirri vörðu bein lína innHlíðarbrúnir í vörðu sem stendur fyrir ofan svonefnt Merkjagil sem er þáhornmark milli Glammastaða, Geitabergs og Dragháls.Krafa stefnanda nær ekki einslangt upp á fjalllendið og lýst er í landmerkjabréfunum, þ.e. ekki að hornmerkimilli jarðanna þriggja. Við vettvangsgöngu kom í ljós að ekki var ágreiningurum staðsetningu holtsins sem stendur ofan við sund ofan við Seldal eða fyrirofan Seldalslækinn, er vísaði niður að læknum sem er austan til við holtið. Súvarða sem stóð á holtinu samkvæmt landamerkjalýsingunni er ekki lengursjáanleg. Hnitapunktur nr. 2 er í læknum við sundið þar sem tvær kvíslarlækjarins koma saman eftir beinni línu frá holtinu um sundið til austurs.Staðhættir eins og þeir komu dómara fyrir sjónir við vettvangsgöngu og lýsingarí landamerkjabréfunum styðja kröfu stefnanda hvað varðar hnitapunkta nr. 1 og 2auk þess sem aðilar eru sammála um staðsetningu þess holts sem lýst er íbréfunum, eins og áður hefur verið rakið. Fyrir liggur að varðan er horfin ennægilega glöggt þykir að miða þess í stað við holtið sjálft. Með vísan tilframangreinds er fallist á það með stefnanda að landamerki jarðanna liggi ánefndum hnitapunktum nr. 1 og 2.Hnitapunktum nr. 3 til 7 er lýstsvo í kröfu stefnanda: ...Eftir það eftir Merkjalæk þar sem hann ræður merkjum um hnitapunkta nr. 3:[...], þaðan eftir læknum í hnitapunkt nr. 4: [...], þaðan eftir læknum íhnitapunkt nr. 5: [...], þaðan eftir læknum í hnitapunkt nr. 6: [...], þaðaneftir læknum í hnitapunkt nr. 7: [...] ...Í landamerkjabréfi vegnajarðarinnar Glammastaða segir: Síðanræður Seldalslækurinn sem þá heitir Merkjalækur merkjum úr því þar til hann ferað renna ofan mýrina og eru þá eptir mýrinni ýmist torfvörður eða skurðir semráða merkjum að grjóthrúgu á Guttormsholti.Í landamerkjabréfi vegnajarðarinnar Geitabergs segir: Þaðansjónhending í Merkjalæk, þar sem hann rennur í einu lagi. Svo ræður Merkjalækurupp í næsta sund fyrir ofan Seldal.Við vettvangsskoðun mátti ætla aðlækurinn rynni í samræmi við kröfulínu stefnanda eins og hana má sjá á kortiLandlína ehf. og var hann áberandi í landslaginu. Stefndi byggir á því aðfarvegurinn hafi verið vestar og má á minnisblaði Reynis Elíassonar sjá aðvitnið Hallfreður Vilhjálmsson, bóndi á Kambsstöðum í Hvalfjarðarsveit sem búiðhefur þar frá árinu 1964, hélt því fram 2015 að lækurinn hafi runnið í tveimurmeginkvíslum og hafi landamerki verið miðuð við þá vestari. Taldi hann aðfarvegur lækjarins nú sé tilkominn vegna manngerðra breytinga. Þá bar vitnið umþað fyrir dómi við aðalmeðferð málsins að hann teldi að lækurinn hafi runniðvestar og tengdi breytingu á farvegi lækjarins við skriðuföll og flóð sem hanntaldi að hefði orðið á svæðinu árið 1966. Á vettvangi mátti sjá að meginkvísllækjarins þar sem hann rennur um mýrina er austan megin en vestan við hana erað hluta önnur kvísl með mun minni farveg. Væru landamerki miðuð við þá kvíslfæst ekki annað séð en að það leiddi einungis til annarrar niðurstöðu, stefndaí hag, á litlu svæði og sömu niðurstöðu hvað varðar syðsta hluta lækjarins.Einnig má sjá vestan við lækinn ummerki í landslagi sem hugsanlega hefur veriðlækjarfarvegur en óvíst hvert sá farvegur hefði leitt. Þá vísar stefnandi tilörnefnalýsingar vegna jarðarinnar kröfu sinni til stuðnings. Af henni má ráðaað fleiri lækir hafi verið á svæðinu vestan við Merkjalæk. Þá kemur fram ílandamerkjabréfinu að eftir mýrinni séu ýmist torfvörður eða skurðir sem ráðamerkjum að grjóthrúgu á Guttormsholti. Á vettvangi mátti sjá að lækurinn rennurað hluta til um skurð en engar upplýsingar liggja fyrir um það hvenær sá skurðurvar gerður eða hvort með honum hafi verið gerðar einhverjar breytingar áfarvegi lækjarins. Loks er til þess að líta að örnefnaskrám ber ekki nákvæmlegasaman um það hvernig farvegur lækjarins var og gera þær m.a. ráð fyrir aðlækurinn hverfi á köflum eins og nú er. Við skoðun á aðstæðum er ljóst að þaðsamhengi sem er milli lækjarins og Guttormsholts, og annarra landamerkja semneðar eru samkvæmt kröfu stefnanda, og þeirrar beinu línu sem lýst er ílandamerkjabréfi, sem nánar er lýst hér á eftir. Þá er óvíst að ef lækurinnhefur runnið eftir öðrum farvegi eða miðað hefur verið við aðra kvísl að hannnæði þá að tengjast öðrum landamerkjum eða hugsanlegum landamerkjum, eins ogholtinu norðan Svínadalsvegar, á þann hátt sem landamerkjabréf lýsa. Ekkert erfram komið utan framburðar Hallfreðs sem bendir til þess að lækurinn hafi veriðmeð vestari kvísl og að við hana hafi átt að miða eins og stefndi heldur fram.Fullyrðingar um aðra staðsetningu lækjarins þegar landamerkjabréfið var gert ogþá hverja eru því með öllu ósannaðar. Þykir því nægilega glöggt og í samræmivið lýsingar í landamerkjabréfum og aðstæður á vettvangi að miða við rennslilækjarins eins og því er lýst í dómkröfu. Eftir framangreindu er það niðurstaðadómsins að landamerki jarðarinnar fari eftir hnitapunktum nr. 3 til 7 ídómkröfu.Hnitapunktum nr. 8 til 11 er lýstsvo í dómkröfu stefnanda:… þaðan bein lína í Guttormsholt,hnitapunktur nr. 8: […], þaðan í miðjan farveg Þverár, hnitapunktur nr. 9: […]sem er í beinni stefnu á hornmark Glammastaðalands, Geitabergs og Þórisstaða,þar sem áður stóð torfvarða, á Þórisstaðanesi, hnitapunkt merktan nr. 11: […].Frá hnitapunkti nr. 9 ræður miðlína Þverár allt að hnitapunkt merktum nr. 10:[…] í ósi Þverár …Í landamerkjabréfi Glammastaðasegir um þetta: Síðanræður Seldalslækurinn sem þá heiti Merkjalækur merkjum úr því þar til hann ferað renna ofan mýrina og eru þá eptir mýrinni ýmist torfvörður eða skurðir semráða merkjum að grjóthrúgu á Guttormsholti. Úr þeirri grjóthrúgu bein stefna ítorfvörðu í Þórisstaðanesi alla leið ofan í þverá.Í Landamerkjabréfi Geitabergssegir: Úrtorfvörðu á Þórisstaðanesi í vörðu í Guttormsholti. Þaðan sjónhending íMerkjalæk, þar sem hann rennur í einu lagi.Lýsing landamerkjanna er hvaðþetta varðar efnislega samhljóða í báðum bréfunum. Stefnandi byggir á því aðGuttormsholt, og þar með hnitapunktur nr. 8, sé sunnan Svínadalsvegar. Stefndutelja staðsetningu holtsins vera óvissa og kemur fram í málatilbúnaði þeirra,og kom það einnig fram í vettvangsgöngu, að annað holt norðan vegarins gætieins verið það. Af aðstæðum á vettvangi má ráða að ekki er grjóthrúga á holtinunorðan vegarins en slík hrúga er á því holti sem er sunnan hans. Þau vitni sem komu fyrir dóminntil skýrslugjafar við aðalmeðferð málsins gátu ekki borið um það hvort holtiðværi um að ræða. Þó bar vitnið Hallfreður um þá grjóthrúgu sem er á syðraholtinu. Sagði hann að sú hrúga hafi verið sett þarna af Vegagerðinni í staðvörðu sem hafi áður verið þar og kvaðst hafa þetta eftir sér eldri mönnum. Þásagði hann að Vegagerðin hefði á sínum tíma tekið efni úr holtinu norðanvegarins til vegagerðar og hafi það breytt holtinu.Þá lagði stefnandi framminnisblað Reynis Elíassonar sem fór um svæðið, ásamt m.a. stefnda Pálma til aðfinna þau kennileiti sem nefnd eru í landamerkjabréfinu. Segir á minnisblaðinu,sem dagsett er 27. apríl 2015, að landamerkin séu dregin upp eins og stefndiPálmi telur þau réttust og er þar miðað við að Guttormsholt sé holtið norðanvegarins. Stefndi Pálmi hefur ekki komið fyrir dóminn og staðfest þetta. Þá ertil þessa að líta að Óðinn taldi þegar hann teiknaði upp landamerkin fyrirArion banka hf. að holtið væri sunnan vegarins og að landamerkjalínan væri ísamræmi við kröfugerð stefnanda. Samkvæmt framburði Óðins í skýrslu sem hanngaf við aðalmeðferð málsins ræddi hann bæði við Pálma og fyrrum eigendurGlammastaða um landamerkin og sagði að hann hefði ekki teiknað þau eins og hanngerði hefði komið fram vafi um legu þeirra. Stefnandi byggir kröfu sínaeinnig á örnefnalýsingum, eins og framar hefur verið rakið. Í lýsingu vegnaGeitabergs segir að Guttormsholt sé utar og ofar en Fitin og að Fitin sé svæðiniðri við Þverá. Þá segir síðar í lýsingunni þegar lýst er svæði innantúngirðingar, austan Geitabergsár, að Fitin sé slétta túnið neðst. Samrýmistþetta því að staðsetning holtsins sé sunnan vegar. Loks er til þess að líta aðholtið er í beinni línu við staðsetningu torfvörðu í Þórisstaðanesi, eins ogstefnandi telur hana vera, og Merkjalækjar. Þá er sjónhending frá holtinu að Merkjalækþar sem hann rennur í einu lagi. Þá byggja stefndu á því að miða beri við vörðuen ekki holtið eins og stefnandi gerir í kröfugerð sinni. Ljóst er að holtiðákvarðar staðsetningu vörðunnar og þykir dómara því nægilega glöggt og nákvæmtað miðað sé við holtið. Eftir því sem hér að framan hefurverið rakið er það niðurstaða dómsins að landamerki jarðarinnar fari eftirhnitapunkti nr. 8 í dómkröfu stefnanda.Hnitapunktur nr. 9 er samkvæmtdómkröfu í miðjum farvegi Þverár sem er í beinni línu í hornmarkGlammastaðalands, Geitabergs og Þórisstaða, þar sem áður stóð torfvarða áÞórisstaðanesi sem er hnitapunktur nr. 11. Kröfugerð stefnanda verður ekkiskilin öðruvísi en svo að hnitapunktur nr. 9 sé staðsettur í miðri ánni, framanvið nesið. Þeirri málsástæðu stefnda að hnitapunktur nr. 9 sé ekki í miðri ánnier því hafnað. Aðilar eru ekki sammála um það hvar torfvarðan stóð en byggja áþví að Þórisstaðanes liggi milli kvísla Þverár. Í málsgögnum liggur fyrir kortsem lagt var fram af stefnda þar sem sjá má kröfulínu stefnanda og tilsamanburðar línu sem stefndi telur að gilda eigi um landamerkin. Byggirstefnandi á því að nesið sé við nyrðri kvísl árinnar en stefndi syðri kvísl ásyðri bakka og þá nær vatninu. Orðalag landamerkjalýsingar vegna Glammastaða,sbr. ... bein stefna í torfvörðu íÞórisstaðanesi alla leið ofan í Þverá ... mælir með því að átt sé við þaðnes sem stefnandi byggir á en séu merki rakin samkvæmt dómkröfu er bein línafrá Merkjalæk í Guttormsholt og þaðan í ætlaða torfvörðu á Þórisstaðanesi enviðmið stefnda er nær vatninu.Í landamerkjabréfi vegnaGlammastaða og Þórisstaða segir: MilliÞórisstaða og Glammastaða ræður Þveráin ofan í Glammastaðavatn og tilheyrir þáGlammastöðum helmingur vatnsins úr því, alla leið ofan að Selós.Vitnið Þórir Guðnason sem fæddurer og uppalinn á Þórisstöðum sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að staðsetningnessins sem stefndu miðuðu við væri ekki milli jarðanna þriggja heldur einungismilli Þórisstaða og Glammastaða og að merki milli Geitabergs og Þórisstaða væruofar og færu eftir ánni. Þar rennur áin í einu lagi og verður því að telja aðframburður vitnisins um að landamerkið við Glammastaði sé í syðri kvíslinni séá skjön við það og vegna aðstæðna og legu jarðanna þriggja. Stefndu hafna þvíalfarið að lína þeirra sé í engu samhengi við landamerki Glammastaða ogÞórisstaða, eins og stefnandi heldur fram, en hann segir þau liggja eftirbeinni línu en skyndilega komi 90 gráðu beygja ef mæta á þinglýstumlandamerkjum Þórisstaða í réttu hornmarki jarðanna þriggja. Verður að fallast áþað með stefnanda að lýsing vitnisins Guðna og staðfesting torfvörðunar á syðrikvísl árinnar sé í andstöðu við framangreinda lýsingu landamerkja milliÞórisstaða og Glammastaða. Þá byggja stefndu á því aðlandamerkjabréfið styðji ekki þá kröfu stefnanda að túnið sé að hluta í eigustefnanda. Óumdeilt sé að stefndi Pálmi hafi nytjað túnið að öllu leyti og aðstefnandi eigi það að hluta en þá í samræmi við þá landamerkjalínu sem stefndutelja vera rétta. Því til stuðnings vísa stefndu í ritið Byggðir BorgarfjarðarII, þar sem m.a. segir um Glammastaði að ræktunarmöguleikar séu mjög litlir.Stefnandi byggir á því að kort í sama riti styðji að túnið hafi tilheyrt gamlalögbýlinu á Glammastöðum og byggir á því að staðsetning býlisins styðji kröfuhans. Af málatilbúnaði aðila má ráða að þeir eru sammála um að túnið skiptistmilli Glammastaða og Geitabergs en ágreiningurinn varði það hvernig þaðskiptist. Telur dómurinn að í framangreindu riti, bæði texta og kortinu, komieinungis fram lýsing á aðstæðum að Glammastöðum sem verði á engan hátt til þessað skýra aðstæður þannig að eignarhald á túninu verði staðfest á grundvelliþess eða skipting túnsins milli jarðanna. Er þessum málsástæðum aðila þvíhafnað. Á sama hátt verður niðurstaðan ekki á því byggð að staðsetning túns meðörnefninu Fitin lýsi aðstæðum þannig að skipting túnsins eða eignarhald verði áþví byggt.Þá byggja stefndu á því aðstefndi Pálmi hafi unnið beinan eignarétt að túninu fyrir hefð þar sem hannhafi nytjað túnið fullan hefðartíma á grundvelli samkomulags aðila. Stefndibyggir á því að ávallt hafi ríkt samkomulagi milli eiganda Glammastaða ogGeitabergs um nýtingu á þeim hluta túnsins er tilheyri Glammastöðum. Því hefurekki verið mótmælt af hálfu stefnanda og verður að telja sannað að svo hafiverið. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga um hefð nr. 46/1905 verður ekki unnin hefðað hlut sem fenginn er að láni. Verður því að hafna þessari málsástæðu stefnda.Stefnandi byggir einnig á því aðí arðskrá Veiðifélags Leirár frá komi fram að fyrir hafi legið GPS-mælingar álandamerkjapunktum þar sem jarðamörk liggi á vatnasvæðinu. Bakkar hafi veriðteiknaðir og mældir upp eftir loftmyndum og þeim skipt upp eftirlandamerkjapunktum. Fyrir liggja þrjú arðskrármat vegna jarðanna og er það elstafrá árinu 1974, annað frá 1998 og það yngsta frá 2015. Takmarkaðar upplýsingarkoma fram um þetta í því matinu frá 1974. Samkvæmt matinu frá 1998 átti jörðinGlammastaðir 303 metra bakkalengdarkafla í Þverá. Nýjasta bakkalengdarmælinginsem liggur fyrir er frá árinu 2015 en samkvæmt því er bakkalengd Glammastaðavegna Þverár 287 metrar og var þá mæld miðlína ár. Stefnandi byggir á því aðþessar mælingar séu í samræmi við kröfulínu hans. Vísar stefnandi til þess aðekki hafi verið gerð athugasemd við landamerkjapunkta eins og þeim er lýst íarðskrármati. Í þeim er byggt á því að landamerki jarðanna liggi í samræmi viðkröfugerð stefnanda hvað varðar hnitapunkta nr. 9 og 10. Í arðskrámatinu frá2015 kemur fram að eigendum veiðiréttar var gefinn kostur á að senda nefndinniskriflegar greinargerðir um þau atriði sem varðað gætu mat á arði einstakrafasteigna. Af matinu má ráða að ekki bárust athugasemdir sem bentu til þess aðjarðeigendur hafi talið að landamerki milli Glammastaða og Geitabergs eðaÞórisstaða væru þar röng. Þrátt fyrir að tilgangur arðskrármats sé ekki sá aðstaðfesta landamerki þá má af þeim ráða hvernig landeigendur hafa taliðlandamerki jarðanna liggja a.m.k. seinustu tæplega 20 ár. Sönnunarmat dómara íeinkamálum er frjálst. Lítur dómari svo á að vegna þeirrar málsmeðferðar semarðskrármat byggir á og efnis þess sé hægt að líta til þeirra forsendna semarðskrármatið grundvallast á hvað varðar staðsetningu landamerkjanna eins ogþau eru ákveðin í hnitapunkt nr. 9 og 10 telja það þannig styðja málatilbúnaðstefnanda hvað þetta varðar. Þá verður að telja að rökstuðning skorti fyrirþeirri málsástæða stefnanda að hann hafi unnið hefð að landamerkjunum eins ogþeim er lýst í arðskrá og kemur hún því ekki til frekari skoðunar.Stefndu mótmæla einnig þeirrimálsástæðu stefnanda að vísa til yfirlýsingar stefndu o.fl. vegna lagningarjarðstrengs og telur að með undirritun sinni á hana og meðfylgjandi kort semsýni m.a. landamerki jarðanna Glammastaða og Geitabergs hafi stefndi Pálmistaðfest landamerkin. Þrátt fyrir að nefnd skjöl séu ekki útbúin í því skyni aðstaðfesta landamerki milli jarðanna verður ekki fram hjá því litið að stefndiritaði athugasemdalaust á skjölin og þar er landamerkjalínu lýst í samræmi viðkröfulínu stefnanda frá Þverá og norður yfir Svínadalsveg, og verður því aðtelja að styðji einnig kröfu stefnanda. Þá er jafnframt hafnað þeirrimálsástæðu stefndu, sem þeir byggja m.a. á örnefnaskrá og dönskuherforingjakorti frá 1911, að staðsetning stefnanda á torfvörðu áÞórisstaðanesinu sé ekki í samræmi við þessi gögn sem sýna vað neðst í Þveráþar sem það samrýmist ekki lýsingu landamerkja við Þórisstaði en ílandamerkjabréfi er gert ráð fyrir að þau fari eftir Þverá.Ekki er annað fram komið enframburður vitnisins Þóris, sem hér að framan hefur verið rakinn, sem styðurþað að torfvarðan hafi verið við syðri kvíslina, eins og stefndi heldur fram.Sá framburður er í andstöðu við þau gögn sem hér að framan hafa verið rakin ogtalin eru styðja kröfu stefnanda. Samkvæmt því er fallist á það með stefnandaað landamerkin liggi um hnitapunkt nr. 9 þann hnitapunkt sem greinir ídómkröfu. Samkvæmt hnitapunkti nr. 10 ræðurmiðlína Þverár frá hnitapunkti nr. 9. Hefur hnitapunkti nr. 10 ekki veriðmótmælt sérstaklega af stefnda. Þá er ekkert fram komið sem bendir til þess aðfarvegur Þverár hafi breyst. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. vatnalaga nr. 15/1923 áhvort land í miðjan farveg skilji á eða lækur að landareignir, og sé ekkivöxtur í vatni, nema önnur lögmæt skipun sé þar á gerð. Verður því að telja aðframangreind skipan sé í samræmi við ákvæðið, þá skipan sem ákveðin var ílandamerkjabréfi Glammastaða um landamerki jarðarinnar við Þórisstaði og ísamræmi við þá niðurstöðu sem hér að ofan getur hvað varðar hnitapunkt nr. 9.Verður því einnig fallist á það með stefnanda að landamerki Glammastaðagagnvart Þórisstöðum séu í samræmi við hnitapunkta nr. 10 í dómkröfu hans. Með vísan til þess sem rakiðhefur verið er fallist á kröfu stefnanda og hún tekin til greina eins og nánargreinir í dómorði. Vegnaanna dómara hefur uppkvaðning dómsins dregist fram yfir frest samkvæmt 1. mgr.115. gr. laga nr. 91/1991. Dómari og lögmenn aðila töldu ekki að vegna þessværi þörf á endurflutningi málsins.Eftirúrslitum málsins og með vísan 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála verða stefndu Pálmi Jóhannesson og Starfsmannafélag íslenskajárnblendifélagsins dæmdir til að greiða stefnanda Valz ehf. óskipt 2.500.000krónur í málskostnað og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts.Af hálfu stefnanda flutti máliðAtli Már Ingólfsson hdl. og af hálfu stefndu flutti málið Víðir Smári Petersenhrl. Dóm þennan kveður upp SigríðurElsa Kjartansdóttir héraðsdómari.DÓ M S O R Ð:Fallist er ákröfu stefnanda Valz ehf. um að viðurkennt verði með dómi að landamerkijarðanna Glammastaðalands, Geitabergs og Þórisstaða, eins og þau eru á hinuumdeilda svæði, séu frá holti sem er fyrir ofan smá sund fyrir ofanSeldalslækinn, hnitapunktur merktur nr. 1: X 376843.87, Y 441696.82, þaðan beinlína í Seldalslæk, sem þá heitir Merkjalækur, hnitapunktur merktur nr. 2: X377002.65, Y 441663.00. Eftir það eftir Merkjalæk þar sem hann ræður merkjum umhnitapunkta nr. 3: X 377011.09, Y 441517.56, þaðan eftir læknum í hnitapunktnr. 4: X 377179.40, Y 441423.42, þaðan eftir læknum í hnitapunkt nr. 5: X377370.84, Y 441184.51, þaðan eftir læknum í hnitapunkt nr. 6: X 377473.32, Y441140.50, þaðan eftir læknum í hnitapunkt nr. 7: X 377583.05, Y 441093.58,þaðan bein lína í Guttormsholt, hnitapunktur nr. 8: X 377719.31, Y 441024.22,þaðan í miðjan farveg Þverár, hnitapunktur nr. 9: X 377967.68, Y 440866.95, semer í beinni stefnu á hornmark Glammastaðalands, Geitabergs og Þórisstaða, þarsem áður stóð torfvarða, á Þórisstaðanesi, hnitapunkt merktan nr. 11: X 377991.46,Y 440851.90. Frá hnitapunkti nr. 9 ræður miðlína Þverár allt að hnitapunktmerktum nr. 10: X 377780.46, Y 440725.62, í ósi Þverár. Stefndi,Pálmi Jóhannesson og Starfsmannafélag íslenska járnblendifélagsins, greiðistefnanda óskipt 2.500.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 243/2000
|
Lausafjárkaup Verksamningur Skaðabætur Matsgerð Takmörkun ábyrgðar Málsástæða
|
K höfðaði mál á hendur B og H og krafðist skaðabóta vegna skemmda sem orðið höfðu á bátsvél sem K hafði keypt af H. B hafði tekið að sér að annast niðursetningu vélarinnar og hafði H eftirlit með því verki. Var báturinn í kjölfarið að veiðum í viku en lá eftir það óhreyfður í um eitt ár. Þegar vél bátsins var ræst að nýju veitti K því eftirtekt að smurolía vélarinnar var sérkennileg á litinn. Reyndist hún við nánari skoðun innihalda sjó og ferskvatn. Hafði vatn farið inn í ventlahús og voru strokkar vélarinnar ryðgaðir. Var vélin lýst ónýt í kjölfarið. Talið var að B, sem var vanur skipasmiður, hefði gert mistök við niðursetningu vélarinnar með því að haga afgaslögn frá túrbínu vélarinnar á annan veg en venjulegt var og eðlilegt. Var lagt til grundvallar að að þau mistök hefðu valdið því að vélin eyðilagðist. Var B látinn bera fébótaábyrgð á tjóni K. H var hins vegar sýknaður, enda var talið að ábyrgðarundanþága í sölu-, þjónustu- og ábyrgðarskilmálum hans ætti við og að sú málsástæða K væri of seint fram komin að undanþágan bryti gegn 24. gr. samkeppnislaga.
|
Dómur Hæstaréttar. Dómsorð: Stefndi, Hekla hf., skal vera sýkn af kröfu áfrýjanda, Kristbjörns Árnasonar. Stefndi, Baldur Halldórsson, greiði áfrýjanda 1.300.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 10. maí 1999 til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti vegna þáttar stefnda Heklu hf. fellur niður. Stefndi, Baldur Halldórsson, greiði áfrýjanda samtals 900.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem dómtekið var 28. janúar s.l., hefur Jóhannes Bjarni Björnsson hdl., höfðað með stefnu útgefinni í Reykjavík 21. maí 1999, f.h. Kristbjörns Árnasonar, kt. 180837-2059, Baughóli 5, Húsavík, á hendur Baldri Halldórssyni, kt. 150124-2559, Hlíðarenda, Akureyri og Heklu h.f., kt. 600169-5139, Laugavegi 170-174, Reykjavík, til greiðslu á skaðabótum. Málið var þingfest þann 10. júní 1999. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði gert að greiða stefnanda in solidum kr. 1.300.000,- með dráttarvöxtum skv. 12. gr. vaxtalaga nr. 25, 1987 frá 10. maí 1999 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu in solidum samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, alls kr. 413.241,-. Stefndi, Baldur Halldórsson, krefst þess að vera sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, alls kr. 311.798,-. Stefnda, Hekla h.f., krefst þess að vera sýknað af öllum kröfum stefnanda og jafnframt er krafist málskostnaðar úr hans hendi að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, samtals kr. 295.315,-. Lögmaður stefnda Baldurs Halldórssonar er Ólafur Axelsson hrl., og lögmaður stefnda Heklu h.f. er Reimar Pétursson hdl. Stefnandi rekur málavexti svo, að mál þetta varði skemmdir á Caterpillar vél í mótorbát stefnanda, Lundey ÞH-350, skipaskrárnúmer 6961. Hafi stefnandi keypt bátavél þessa af Heklu h.f. þann 31. júlí 1996 fyrir kr. 1.450.000,- staðgreitt, sbr. dskj. nr. 3. Vél þessi hafi verið flutt til stefnda Baldurs Halldórssonar, skipasmiðs á Akureyri, sem átti að sjá um að setja vélina niður og ganga frá henni þannig að hún væri tilbúin til notkunar. Hafi stefndi Baldur unnið að endurbótum á báti stefnanda og niðursetningu vélarinnar og frágangi veturinn 1996 og hafi þeirri vinnu loklið í desember það ár miðað við útskrift reikninga. Báturinn hafi verið fluttur með kranabifreið frá starfsstöð stefnda Baldurs til Húsavíkur í byrjun apríl 1997. Afhendingardagur vélarinnar teljist vera 08.04.1997 samkvæmt „Engine Delivery Service Record“, sem afhent var stefnanda þann 10.04.1997 er báturinn var fyrst notaður og tekinn út af starfsmanni stefnda Heklu h.f. Samkvæmt skrá stefnda Heklu h.f. og þeim upplýsingum sem stefnandi fékk hafi vélin átt að vera í ábyrgð í 1 ár frá því hún var tekin í notkun og reynd af starfsmanni stefnda Heklu h.f. eða frá 10.04.1997. Við úttekt á vélinni af hálfu starfsmanns stefnda Heklu h.f. komu ekki fram athugasemdir og hafi starfsmaðurinn veitt heimild til að vélin yrði tekin í notkun. Stefnandi hafi notað bát þennan til veiða á sumrin, en hér sé um að ræða lítinn bát, 9,93 metra að lengd og alls 9,29 brúttólestir. Eftir að gengið hafði verið frá vélinni hafi stefnandi haldið bátnum til veiða í 7 skipti í aprílmánuði 1997, en hafi ekki komist til frekari veiða sumarið 1997, en sinnti bátnum þar sem hann lá við bryggju á Húsavík. Snemma árs 1998 er stefnandi fór að undirbúa bátinn fyrir veiðar á sumarvertíð 1998 varð hann þess var að smurolía bátsins var ekki eðlileg og leitaði skýringa hjá seljanda vélarinnar, stefnda Heklu h.f. Lét hann að ósk starfsmanna Heklu h.f. þeim í té sýnishorn af smurolíu af vél bátsins. Reyndist það olíusýni verulega sjóblandað og kom í framhaldi af því starfsmaður stefnda Heklu h.f. til Húsavíkur til að skoða vélina. Mun það hafa verið þann 3. mars 1998, samkvæmt bréfi starfsmanna Heklu h.f., dags. 27. janúar 1999. Við þá skoðun reyndist sjór í pústgrein og forþjöppu vélarinnar. Hafi starfsmaðurinn tekið spíssana úr og sá hvar strokkar vélarinnar voru mikið ryðgaðir. Var vélin talin ónothæf og tekin úr bátnum og flutt á verkstæði stefnda Heklu h.f. til nánari skoðunar. Niðurstaða skoðunar leiddi í ljós að vélin var það illa farin að ekki borgaði sig að reyna viðgerð á henni. Ástæða þess að vélin skemmdist var talin sú að sjór hefði komist í hana. Með beiðni, dagsettri 23. júní 1998, óskaði stefnandi eftir því við Héraðsdóm Norðurlands eystra að dómkvaddir yrðu tveir sérfróðir aðilar til að meta orsakir þess að vélin skemmdist. Þann 11. ágúst 1998 hafi matsmenn skilað áliti sínu, en niðurstaðan hafi verið í meginatriðum þessi: 1. Yfirgnæfandi líkur eru á því að sjór hafi komist í vélina úr 155 cm langri láréttri afgaslögninni, sem lá frá vélinni aftur að safnkút. 2. Að frágangur afgaslagna hafi ekki verið í samræmi við venju, en hún er sú að afgaslögn halli frá vél og í safnkút eða lögnin sjálf myndi vatnsgildru, sem rúmi þann sjó sem er í lögninni er drepið sé á vélinni. Með bréfi, dags. 7. september 1998, krafði stefnandi stefnda Baldur um bætur vegna tjóns af völdum ófullnægjandi frágangs afgaslagna vélarinnar. Með bréfi, dags. 20. s.m., hafi stefndi hafnað bótaábyrgð sinni og að frágangur afgaslagnarinnar hafi verið ófullnægjandi. Í tilefni af bréfi stefnda Baldurs óskaði stefnandi eftir því við matsmenn að þeir könnuðu nánar tiltekin atriði og legðu mat á hvort hugsanlega gætu verið aðrar orsakir fyrir eyðileggingu vélarinnar. Með bréfi, dags. 20. janúar 1999, ítrekuðu matsmenn niðurstöðu sína og létu aðilum matsmálsins í té afrit af spurningum og svörum starfsmanna Heklu h.f. og Gríms ehf. vélsmiðju, sem mun hafa annast um að taka vélina úr bátnum. Var það mat matsmanna að niðurstaða þeirra væri ótvíræð varðandi orsakir þess að olía komst í vélina. Með bréfi, dags. 8. september 1998 krafði stefnandi stefnda Heklu h.f. um greiðslu bóta, sem var hafnað með bréfi, dags. 30. október s.á. Stefndi Baldur hafi ekki verið fáanlegur að leggja nokkuð af mörkum til lausnar á málinu, hvorki vinnu né fjármuni. Í apríl 1999 annaðist stefnda Hekla h.f. um að setja nýja vél í bát stefnanda og lagfæra frágang á afgaslögn. Hafi reikningur stefnda Heklu h.f. fyrir þá vinnu verið alls kr. 1.300.000,-, sbr. framlagðan reikning, dags. 30. apríl 1999. Stefnandi hafi greitt reikninginn þann 10. maí s.á. með fyrirvara um endurgreiðslu. þar sem ekki hafi náðst samkomulag á milli aðila um bætur til handa stefnanda sé stefnanda nauðsynlegt að höfða mál þetta. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar á hendur stefndu á almennum reglum kröfuréttar um skaðabætur innan samninga. Stefnandi hafi keypt þjónustu af báðum stefndu og hafi sú þjónusta reynst ófullnægjandi og telur stefnandi að tjón hans megi rekja til þess. Varðandi stefnda Baldur byggir stefnandi á því að frágangur hans á afgaslögn bátsins hafi verið ófullnægjandi og leitt til þess að sjór komst í vélina og eyðilagði hana. Því til sönnunar byggir stefnandi á ótvíræðu áliti tveggja dómkvaddra matsmanna. Stefndi Baldur sé skipasmiður og seldi stefnanda þjónustu sína við að hanna og ganga frá afgaslögn vélarinnar sem sérfræðingur á þessu sviði. Hafi stefnandi mátt treysta því að frágangur hans á afgaslögninni væri þannig að ekki væri hætta á því að sjór sem í lögninni væri er drepið væri á vélinni gæti runnið inn í vélina og eyðilagt hana. Varðandi stefnda Heklu h.f. er á því byggt að stefndi hafi selt stefnanda þjónustu sem fólst í því að eftir að vélin hafi verið sett niður í bátinn og áður en notkun hennar hæfist yrði niðursetning og frágangur vélarinnar tekinn út af starfsmanni stefnda. Var kostnaður af þjónustu þessari innifalinn í kaupverði vélarinnar og þáttur í sölu stefnda á vélinni. Með þessu keypti stefnandi af stefnda Heklu h.f. sérfræðilega úttekt á frágangi vélarinnar. Starfsmaður stefnda kom og tók út frágang á niðursetningu vélarinnar og lýsti því yfir að hann væri fullnægjandi og óhætt væri að nota vélina. Úttekt og ráðgjöf stefnda Heklu h.f. var að þessu leyti ófullnægjandi þar sem frágangur afgaslagnar reyndist óviðunandi og ekki í samræmi við venju við frágang afgaslagna, sbr. niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna. Varðandi stefnda Heklu h.f. er einnig á því byggt að stefndi beri ábyrgð á skemmdum á vélinni gagnvart stefnanda á grundvelli ábyrgðarloforðs. Vélin hafi verið í ábyrgð á þeim tíma sem gallinn kom í ljós og stefnandi tilkynnti stefnda Heklu h.f. um hann. Í framhaldi af rannsókn á smurolíu vélarinnar hafi stefndi tekið vélina til sín og framkvæmt á henni ítarlega rannsókn. Hafi stefndi ekki gefið aðra skýringu á eyðileggingu vélarinnar, en fram kom í mati hinna dómkvöddu matsmanna og reyndar tekið undir niðurstöðu þeirra. Í ábyrgðarloforði stefnda Heklu h.f. felist að félagið ábyrgist að vélin hvorki bili eða skemmist innan ábyrgðartímans og að stefndi Hekla h.f. ábyrgist allar slíkar skemmdir eða bilanir gagnvart stefnanda. Frá þessari ábyrgð sé einungis gerð sú undantekning að ábyrgð nái ekki til skemmda, sem stefnandi hefur sjálfur valdið á vélinni með saknæmum hætti. Stefndi hafi tekið út frágang vélarinnar og byggi stefnandi á því að stefndi geti ekki borið fyrir sig ábyrgðarleysi gagnvart stefnanda á grundvelli ófullnægjandi frágangs afgaslagnar vélarinnar, enda hafi sá frágangur verið sérstaklega tekinn út af starfsmanni stefnda Heklu h.f. Byggir stefnandi á því að í ábyrgðarloforði stefnda hafi falist að vélin eins og frá henni var gengið myndi hvorki bila eða skemmast á ábyrgðartímanum, enda fylgdi stefnandi leiðbeiningum um meðferð hennar. Enn fremur byggir stefnandi á því að stefndi Hekla h.f. verði að bera hallann af skorti á sönnun á orsökum tjónsins gagnvart stefnanda á grundvelli ábyrgðarloforðsins. Verði ekki talið sannað að vélin hafi eyðilagst vegna ófullkomins frágangs á afgaslögn sé ljóst að hún hefur bilað af öðrum ástæðum og þá líklegast vegna framleiðslugalla. Stefndi Hekla h.f. hafi tekið vélina til sín eftir að hún skemmdist og hafi rannsakað hana. Það standi stefnda Heklu h.f. næst að færa fram sönnun fyrir annarri eða öðrum ástæðum þess að vélin bilaði innan ábyrgðartímans og/eða að orsakir bilunar séu þess eðlis að þær falli utan ábyrgðar stefnda. Byggir stefnandi á því að hann hafi í einu og öllu farið eftir leiðbeiningum starfsmanna stefnda Heklu h.f. varðandi meðferð vélarinnar. Þann 10. maí 1999 greiddi stefnandi kr. 1.300.000,- fyrir nýja vél og niðursetningu hennar til stefnda Heklu h.f. Nemi tjón stefnanda þeirri fjárhæð. Stefnandi byggir á því að stefndu beri hvor um sig fulla ábyrgð á tjóni hans og því er gerð krafa um að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda stefnufjárhæðina in solidum. Stefndi krefst dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25, 1987 frá greiðsludegi 10. maí 1999 til greiðsludags. Til lagaraka vísar stefnandi til almennra reglna kröfu- og kauparéttar um skaðabætur innan samninga og byggir hann á ákvæðum kaupalaga nr. 39, 1922 og ábyrgðarloforði stefnda Heklu h.f. Vaxtakrafan er byggð á vaxtalögum og málskostnaðarkrafan á lögum nr. 91, 1991. Stefndi Baldur Halldórsson lýsir málavöxtum svo í greinargerð að rétt sé að hann hafi tekið að sér að setja niður nýja vél í umræddan bát. Hafi sú vinna farið fram á haustmánuðum 1996. Fyrir það hafi hann fengið greitt sbr. dskj. nr. 4 en reikningur hans sé dagsettur í desember 1996. Umrædd niðursetning hafi verið tekin út af starfsmanni seljanda vélarinnar stefnda Heklu h.f. og engar athugasemdir gerðar af hans hálfu varðandi verkið. Það sé fyrst löngu síðar eða 19 mánuðum eftir að verkinu var lokið að hann sé upplýstur um að sjór hafi komist í vélina. Í stefnu komi fram að eftir að vélin var sett niður hafi stefnandi haldið bátnum til veiða í 7 skipti í aprílmánuði 1997, en síðan hafi hann legið ónotaður í Húsavíkurhöfn. Það hafi fyrst verið snemma árs 1998 þegar verið var að undirbúa bátinn fyrir sumarvertíð að í ljós kom að smurolía bátsins var ekki eðlileg og síðar upplýst að hún var sjóblönduð. Byggi stefnandi á því að tjónið á vélinni verði rakið til ófullnægjandi frágangs á afgaslögninni, en hún hafi verið lögð lárétt í bátinn, en ekki hallað frá og því hafi sjór náð að renna inn á vélina þegar drepið var á. Þetta hafi valdið eyðileggingu á henni sem stefndi beri ábyrgð á. Þessari fullyrðingu stefnanda vill stefndi mótmæla sem rangri og ósannaðri. Þegar skoðun matsmanna fór fram var búið að taka vélina úr bátnum. Ályktun matsmanna í þessum efnum byggi eingöngu á getgátum, en ekki staðreyndum. Engin skoðun hafi farið fram á vélinni sjálfri af matsmönnum og ekkert sé upplýst um viðhald og eftirlit á bátnum. Matinu sé því ábótavant í þessum efnum, auk þess sem matsmenn taki ekki á atriðum sem gátu skipt máli varðandi orsök tjónsins. Megi m.a. nefna ryðlit á byrðingi bátsins og vanrækt skoðun á millikæli. Reynt hafi verið að bæta úr þessum annmarka með viðbótarmatsgerð, en henni ber að hafna eins og síðar verði reifað. Í málinu liggi fyrir að niðursetning vélarinnar hafi verið tekin út af sérfræðingi frá seljanda hennar og engin athugasemd gerð af honum við vinnu stefnda. Upplýst sé að báturinn lá í Húsavíkurhöfn óhreyfður í eitt ár. Þrátt fyrir áskorun í bréfi á dskj. nr. 18, að stefnandi upplýsi hvernig umhirðu vélarinnar hafi verið háttað á þeim tíma hjá vélgæslumanni, m.a. ú véladagbók bátsins, hafi stefnandi engin gögn lagt fram um það en hér sé um að ræða mjög veigamikið atriði sem stefnandi hafi alla sönnunarbyrði um. Bátur sem liggi ónotaður krefjist engu að síður mikils eftirlits. Við þessar aðstæður sé mikil hætta á að sjór komist í vélina ef þess sé ekki gætt við frágang á bátnum að loka fyrir botnloka og gefa síðan vélinni inn til þess að tæma út blástursrörið áður en drepið sé á. Þá geti einnig við þessar aðstæður sest sjóselta og raki í vélina, sem að geri það nauðsynlegt að gangsetja hana með vissu millibili og láta hana pústa út. Ekkert liggi fyrir um umhirðu stefnanda á meðan að báturinn var ónotaður og hafi umhirðan verið vanrækt séu verulegar líkur á því að tjónið verið eingöngu rakið til slíks. Um þetta hafi stefnandi alla sönnunarbyrði og beri að túlka þögn hans um þetta gegn honum. Jafnframt er á það bent að jafnvel þótt lýsing stefnanda væri rétt um legu afgaslagnarinnar og að sjór hafi farið um hana, þá geti vél í bát sem að liggur ónotaður um lengri tíma aldrei eyðilagst nema um algjört eftirlitsleysi sé að ræða hjá eiganda. Slík eyðilegging sem stefnandi lýsi á vélinni gerist aðeins á mjög löngum tíma. Í eðlilegri umhirðu felist m.a. skoðun á olíu með vissu millibili, auk þess sem gangsetning öðru hverju sé nauðsynleg. Þetta virðist stefnandi algjörlega hafa vanrækt. Þá er skorað á stefnanda að upplýsa af hverju hafi þurft að skipta um vél í bátnum. Á því er byggt af hálfu stefnda að vinna hans við niðursetningu vélarinnar hafi verið fullnægjandi og jafnframt að stefnandi hafi alla sönnunarbyrði um annað. Matsgerð sú sem liggi fyrir í málinu sé á engan hátt fullnægjandi sönnun miðað við allar kringumstæður þegar matið fór fram. Virðist niðurstaða matsmannanna byggjast á getgátum einum saman. Viðbótarmati er mótmælt þar sem það sé haldið alvarlegum formgalla og beri því að virða að engu. Stefndi hafi aldrei verið boðaður til matsins og fékk því aldrei tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri og færa rök fyrir máli sínu. Vísast í þessu efni til 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91, 1991. Þá er einnig á það bent að ekkert sjálfstætt mat og þar með úrvinnsla fór fram vegna viðaukans við matsgerðina. Það að senda þau gögn sem fengin eru við gagnaöflum vegna matsgerðar til málsaðilja án þess að leggja nokkurt sjálfstætt mat á þau brjóti gegn 1. mgr. 63. gr. laga nr. 91, 1991. Þá telur stefndi ástæðu til að draga í efa hlutleysi matsmannanna, þar sem að þeir hafi báðir verið starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri, sem stefnandi eigi töluverð viðskipti við. Stefndi Hekla h.f. rekur málsástæður og önnur atvik og lagarök svo, að stefnandi hafi keypt vélina ásamt skrúfugír af stefnda Hekla h.f. 31. júlí 1996 á kr. 1.450.000,-, sbr. dskj. nr. 3. Var vélin í kjölfarið flutt til stefnda Baldurs Halldórssonar, skipasmiðs, sem annaðist niðursetningu hennar og vann á sama tíma að endurbótum á bát stefnanda. Samkvæmt reikningi stefnda, Baldurs, varði hann 500 tímum í niðursetningu vélarinnar og endurbætur yfirleitt, sbr. dskj. nr. 4. Var m/b Lundey ÞH-350 flutt til Húsavíkur þann 11. apríl 1997, fyrsti skráði notkunardagur vélarinnar hjá stefnda Heklu h.f. er 10. apríl 1997, sbr. dskj. nr. 5. Þegar niðursetningu var lokið af hálfu stefnda Baldurs, leit starfsmaður stefnda Heklu h.f. eftir niðursetningu vélarinnar, veitti aðstoð við reynsluferð og tilsögn um rétta meðferð. Úttekt stefnda Heklu h.f. miðaðist við þau atriði sem sýnileg eru og breytt hefur verið í tengslum við niðursetningu vélarinnar. Úttektin miði að því að leiða í ljós getu vélarinnar til að framleiða uppsett afl með prufukeyrslu og mælingu á þeim þáttum í starfsemi vélarinnar sem best gefa til kynna hvort uppsett afl náist eða hvort vélin geti haldið því afli í takt við tæknilýsingu hennar. Afgaslögnin var að stærstum hluta hulin byrðingi bátsins þegar úttekt og reynslusigling fór fram og af hálfu stefnda Heklu h.f. fór ekki fram athugun á halla hennar eða legu. Þann 3. mars 1998 kom í ljós að vél bátsins var skemmd og í framhaldinu að ekki svaraði kostnaði að gera við hana. Óskaði stefnanda þá eftir því við Héraðsdóm Norðurlands eystra að dómkvaddir yrðu tveir sérfróðir aðiljar til að meta orsakir þess að vélin skemmdist. Matinu hafi þeir skilað 11. ágúst s.á., sbr. dskj. nr. 9. Stefnandi hafi krafið stefnda Heklu h.f. um greiðslu bóta með bréfi dags. 8. september 1998, sbr. dskj. nr.13. Stefndi Hekla h.f. hafi hafnað bótaskyldu með bréfi dags. 30. október s.á, sbr. dskj. nr. 16. Þann 11. janúar 1999 hafi þess verið farið á leit við matsmenn að þeir önnuðust viðauka við hina fyrri matsgerð, þar sem þeim var uppálagt að kanna orsakir þess að sjór komst í olíu vélar bátsins og sérstaklega hvort mistökum við niðursetningu vélarinnar væri um að kenna, sbr. dskj. nr. 18. Með bréfi dagsettu 20. janúar 1999 skýrðu matsmenn frekar niðurstöðu fyrra mats, sbr. dskj. nr. 20. Stefnandi reisi kröfur sínar á hendur stefnda Heklu h.f. í fyrsta lagi á því að vélin hafi verið gölluð og í öðru lagi að eftirlit með niðursetningu hafi verið ófullnægjandi. Stefndi Hekla h.f. mótmælir hvoru tveggja og krefst sýknu. Að því er varðar fyrri málsástæðu stefnanda að vélin hafi verið gölluð beri að nefna að eins og rakið sé í málavaxtalýsingu hafi vélin verið afhent 31. júlí 1996, en 3. mars 1998 komu upp skemmdir. Í 1. mgr. 16. gr. söluþjónustu- og ábyrgðarskilmála Heklu h.f., sbr. dskj. nr. 7, komi fram að ábyrgðin sé aldrei lengur en 18 mánuði frá afhendingu vélarinnar. Í byrjun mars 1998 voru liðnir rúmir 19 mánuðir frá afhendingu hennar og hún því ekki lengur í ábyrgð. Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna stefnda. Verði ekki fallist á sýknukröfu af þessari ástæðu þá byggir stefndi Hekla h.f. á því að meintir gallar á vélinni séu ósannaðir. Þeirri málsástæðu stefnanda er alfarið mótmælt að stefndi Hekla h.f. beri hallan af skorti á sönnun á orsökum tjónsins á grundvelli ábyrgðarloforðsins. Í fyrsta lagi fái þessi lagaskilningur ekki staðist, enda hvíli sönnunarbyrði á þeim sem hefur uppi gallakröfu að skilyrði fyrir slíkri kröfu sé uppfyllt. Í öðru lagi sé þessi málsástæða í innbyris ósamræmi við annan málatilbúnað stefnanda, en hann haldi því fram í stefnu og allar götur síðan hann hóf rekstur málsins að það sé ótvírætt að orsakir skemmda vélarinnar sé að rekja til niðursetningar hennar en ekki vélarinnar sjálfrar og byggir þá á mati hinna dómkvöddu matsmanna. Sé þessi röksemdafærsla stefnanda ekki fallin til þess að auka trúverðugleika málatilbúnaðar hans. Stefnandi byggi á því að stefndi Hekla h.f. beri ábyrgð á skemmdum á vélinni á grundvelli ábyrgðarloforðs. Þessu mótmælir stefndi þar sem ábyrgðarskilmálarnir nái fyrst og fremst til sannanlegra framleiðslu- eða efnisgalla á vél. Engin gögn liggi fyrir sem renni stoðum undir staðhæfingu stefnanda um að ábyrgð á grundvelli skilmálanna eigi hér við. Stefnandi haldi því fram að í ábyrgðarloforði stefnda Heklu h.f. felist að stefndi ábyrgist að vélin hvorki bili eða skemmist innan ábyrgðartímans og að stefndi Hekla h.f. ábyrgist allar slíkar skemmdir eða bilanir gagnvart stefnanda nema saknæm háttsemi hafi verið viðhöfð af hans hálfu. Þessu er mótmælt, enda felist í skilmálanum að sá sem byggi rétt á þeim verði að sanna að þau atvik séu fyrir hendi sem leiði til ábyrgðar. Þess utan dragi stefnandi ekki réttar ályktanir um efnisleg skilyrði þess að skilmálarnir eigi við eins og sjá megi af orðalagi þeirra. Hvað sem öðru líði þá hafi stefnandi ekki reifað kröfu sína sem gallakröfu og beri því að sýkna af bótakröfu stefnanda í málinu eða a.m.k. að vísa henni frá dómi. Stefnandi reisir kröfu sína um bætur á því að þjónusta stefnda Heklu h.f. hafi verið ófullnægjandi þar sem niðursetning og frágangur vélarinnar hafi verið tekin út af stefnda og sú þjónusta væri innifalin í kaupverði og þáttur í sölu stefnda á vélinni. Haldi stefnandi því fram að með þessu hafi hann keypt sérfræðilega úttekt á frágangi vélarinnar af stefnda Heklu h.f. Þessu er mótmælt sem röngu og ósönnuðu. Í fyrsta lagi hafi ekki verið innifalið í kaupverði vélarinnar sérfræðileg úttekt á frágangi af hálfu stefnda Heklu h.f. Í þessu sambandi er vísað til 13. gr. söluþjónustu- og ábyrgðarskilmálanna er varðar Caterpillar vélasamstæður Heklu h.f., sbr. dskj. nr. 7, sem segi að stefndi Hekla h.f. annist eðlilegt eftirlit í beinu framhaldi við niðursetningu véla. Þá segi að þetta eftirlit af hálfu Heklu h.f. geti þó á engan hátt leitt til þess að Hekla h.f. sé ábyrg fyrir niðursetningu eða tjóni sem kunni að verða á vélasamstæðunni vegna mistaka eða ónákvæmrar niðursetningar og hlutverk stefnda í þessu sambandi sé aðeins eftirlitsskylda. Í 17. gr. ábyrgðarskilmálanna um ábyrgðartakmörkun sé hnykkt á þessu þar sem tekið sé fram að ábyrgðin nái ekki til niðursetningar. Stefndi Hekla h.f. byggir á því að samkvæmt ábyrgðarskilmálunum hafi engin ábyrgð fylgt því eftirliti sem starfsmenn hans höfðu með höndum. Verði ekki fallist á þetta sjónarmið og er á það bent að sú takmarkaða ábyrgð sem stefndi hafi borið í tengslum við eftirlit og reynsluferð hafi fallið niður 18 mánuðum frá afhendingu. Þá er á því byggt að ósannað sé að aðstæður hafi verið með þeim hætti að eftirlit starfsmanna stefnda Heklu h.f. verði virt þeim til sakar. Verði svo talið þrátt fyrir allt framangreint að stefnda Hekla h.f. beri ábyrgð gagnvart stefnanda á niðursetningu vélarinnar er á því byggt að stefnanda mátti vera ljós hætta á því að vatn kæmist í vélina frá afgaslögn bátsins. Beri af þeirri ástæðu að sýkna stefnda Heklu h.f. vegna eigin sakar stefnanda eða a.m.k. lækka kröfur hans verulega. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda er upphafsdegi dráttarvaxta stefnanda mótmælt. Eins og málið liggi fyrir komi ekki til álita að dæma dráttarvexti fyrr en frá dómsuppsögudegi. Þá krefst stefndi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda með vísan til 129. og 130. gr. laga nr. 91, 1991. Stefndi byggir kröfur sínar á almennum reglum kröfu- og kauparéttar svo og söluþjónustu- og ábyrgðarskilmálum er varða Caterpillar vélasamstæður Heklu h.f. og meginreglur um skuldbindingagildi samninga. Verða nú raktir framburðir aðila og vitna hér fyrir dómi svo og önnur gögn málsins er til skýringa horfa. Stefndi, Baldur Halldórsson, skipasmiður, Hlíðarenda við Akureyri, bar að hann hafi starfað við skipasmíðar í rúm 50 ár sem skipasmiður. Hafi m/b Lundey orðið fyrir meintu brunatjóni og tryggingarfélag beðið hann um að gera við bátinn og stefnandi beðið hann að setja niður þessa vél í hann. Hafi þetta verið árið 1996 og hafi verið komið með bátinn til hans vélarlausan á verkstæði hans á Hlíðarenda. Hafi tekið á annan mánuð að setja vélina niður en hún hafi verið stærri en sú sem áður var fyrir. Mjög þröngt hafi verið um vélina í vélarrúminu og erfitt að komast að vélinni til að sinna henni, en vel hafi gengið að koma henni niður í bátinn. Hann taldi sig hafa gengið frá afgaslögn vélarinnar með fullnægjandi hætti og mótmælti niðurstöðum dómkvaddra matsmanna á dskj. nr. 9, sem hann taldi reyndar ekki kveða á um með afgerandi hætti að nokkuð hafi verið athugavert við frágang afgaslagnarinnar. Taldi hann að sjór í afgaslögninni rynni aftur í safnkút og það gengi ekki upp að sjór rynni inn á vélina um afgaslögnina. Afgastúrbína vélarinnar væri staðsett niðri á miðjum bol vélarinnar og afgastúrbínan hefði þurft að fyllast því afgaskanalar vélarinnar liggja svo upp á við frá afgastúrbínunni. Vélin hefði aldrei verið gangsett ef afgastúrbínan hefði verið full af sjó. Á vélinni hefði verið blautt sjópúst og blautt sjópúst væri varasamt og t.a.m. bætti ekki Vátryggingarfélagið Vörður sem er starfandi hér í bæ tjón sem yrði af völdum sjóraka í vélum. Hér hafi svo hagað til að báturinn væri afar grunnur þannig að lítill hæðarmunur væri þar sem afgasgreinin leiði út í safnkút. Hann kvaðst hafa lokið verkinu í nóvember 1996 og hafi gefið út reikning í desember það ár og stefnandi hafi fengið að geyma bátinn hjá honum fram yfir áramót. Hafi báturinn verið sjósettur hér á Akureyri en hann kvaðst ekki hafa verið viðstaddur úttekt Heklumanna á bátnum. Við úttektina hafi verið gerð athugasemd við leka á samsetningu á pústfestingu, hosuspennu, að því að hann taldi og hafi sonur hans lagfært þetta. Þessi athugasemd hafi komið frá Heklumönnum. Síðla vetrar 1998 hafi hann frétt af máli þessu. Sonur stefnanda hafi hringt í hann og hafi hann ætlað að starta vél og sá þá á olíukvarða að olían var gráleit. Hann kvaðst hafa spurt hvort eðlileg hæð væri á kvarðanum og honum tjáð að svo væri. Hafi stefnandi síðan hringt og staðfest það. Stefnandi kvaðst hafa þrifið vélarrúmið eins og gengur svo hafi hann hringt nokkrum sinnum í sig og hafi hann sagt að eðlileg hæð hafi verið á olíukvarðanum. Hann upplýsti að vélin væri mjög framarlega í bátnum, alveg undir stýrishúsi að hluta og afgaslögnin hafi legið þvert yfir bátinn og síðan aftur. Hann kvaðst ekki hafa mælt hallann á afgaslögninni en auðvelt hefði verið að kanna halla á afgaslögninni í vélarrúminu og engar athugasemdir hefðu verið gerðar vegna halla á lögninni. Hann upplýsti að báturinn væri plastbátur frá Mótun af Gáskagerð með beinum öxli og hálfplanandi og gengi 15-17 mílur. Hann taldi að vátryggingarfélag hefði bætt stefnanda að hluta viðgerðarkostnað á vélinni í bátnum sem ónýt var fyrir. Stefndi lagði fram skissu af lögninni og er hún á dskj. nr. 42. Hann upplýsti að intercooler, þ.e. skolloftskælir, væri sambyggður við soggreinina. Afagaslögnin hafi ekki verið útbúin með einstefnulokum. Slíkt væri ekki gert nema hún lægi beint frá vél og út úr bát. Hér hefði afgaslögnin verið leidd aftur í safnkút og gerður á svanaháls þannig að sjór gæti ekki streymt til baka. Hann upplýsti að enginn afgasbúnaður hafi fylgt vélinni og teikningin á dskj. nr. 42 væri ekki í réttum hlutföllum heldur eingöngu skýringarskissa. Á dskj. nr. 9 liggur fyrir eftirfarandi matsgerð þeirra Árna Björns Árnasonar og Magnúsar Þorsteinssonar dagsett á Akureyri 11. ágúst 1998. „Skoðun var framkvæmd á Lundey ÞH-350 (Skipaskrá. nr. 6961) af Árna Birni Árnasyni (180835-2998) sem dómkvaddur var til þessa verks 29. júlí 1998 og Magnúsi Þorsteinssyni (201242-2319) er dómkvaddur var til verksins 5. ágúst 1998. Nefnd skoðun fór fram í Húsavíkurhöfn kl. 9.00 laugardaginn 8. ágúst 1998 eftir að málsaðilum hafði verið kunngert hvenær skoðunin yrði framkvæmd. Viðstaddir skoðunina voru Kristbjörn Árnason, skipstjóri og eigandi Lundeyjar og Jón Þorgrímsson, fulltrúi Heklu h/f. Reykjavík, sem er umboðsaðili Caterpillar vélar þeirrar sem í bátnum var. Baldur Halldórsson, skipasmiður á Hlíðarenda, sem annaðist niðursetningu vélarinnar í bátinn, var látinn vita af skoðunartíma en hann taldi sig ekki hafa ástæður til að mæta á staðnum en kom til fundar við skoðunarmenn daginn áður en skoðun var framkvæmd og skýrði málið frá sínu sjónarmiði. Samkvæmt dómkvaðningunni var skoðunarmönnum uppálagt að athuga eftirfarandi. „Að kanna orsakir þess að sjór komst í olíu vélar bátsins og sérstaklega hvort mistökum við niðursetningu vélarinnar sé um að kenna. Ennfremur skulu þeir athuga hvort og þá hvernig flans á skrúfuöxli sé gallaður“. Ljóst má vera að sjór getur komist í smurolíu véla á margan hátt en í þessu tilfelli beindist athygli skoðunarmanna að afgangsbarka vélarinnar þar sem um blautpúst er að ræða, en blautpúst kallast það er sjó er dælt inn í afgangslögn til að halda lögninni kaldri og til að minnka hávaða. Engin vél var í bátnum er skoðun fór fram en nokkuð ljóst lá þó fyrir í hvaða hæð afgasbarkinn hefur verið er hann var tengdur afgstúrbínu vélarinnar. Til marks um það hefur barkinn verið felldur upp í dekkbita og ekki er hægt að koma honum hærra í þeim tilgangi að fá halla frá afgastúrbínunni að safnkút. Lýsing á afgaslögninni, sem er gúmmíbarki 6“ að utanmáli, er í stórum dráttum á þessi. Frá afgastúrbínunni liggur rörið á 250 mm. kafla niður um 50 mm. og myndi þar smá vatnsgildru. Þaðan liggur barkinn nokkuð lárétt 750 mm. aftur að lestarþili, í gegn um það og 800 mm. aftur í safnkút, sem á að taka við þeim sjó, sem í rörinu kann að vera er drepið er á vélinni. Lárétti kafli lagnarinnar eru því um 1550 mm. Ekki verður fullyrt hvort sá sjór, sem í þessari láréttu lögn er þá drepið er á vélinni, hefur náð að renna inn á afgastúrbínu vélarinnar og þaðan inn á vélina en yfirgnæfandi líkur eru þó á að svo kunni að hafa verið. Benda má á að þrátt fyrir að smá vatnsgildra sé í hné 250 mm. frá afgastúrbínunni þá er oftar en ekki hreyfing á bátum þó að í höfn séu. Eins og fram hefur komið var báturinn vélarlaus er skoðun fór fram en af skítarönd utan á byrðingi má ráða að hann leggst fram um ca. 50 til 100 mm. er vélin er komin um borð, sem eykur hættuna á að sjór í afgaslögninni renni fremur að vél en safnkút. Venjan er sú við frágang slíkra afgaslagna og er hefur verið lýst, að lögnin halli frá vél að safnkút og ef kútur er ekki fyrir hendi að lögnin sjálf myndi góða vatnsgildru, sem rúmi þann sjó er í lögninni situr þá drepið er á vél. Vert er að geta þess að frá safnkútnum liggja tveir afgasbarkar hvort upp af öðrum upp í gegn um þilfar, niður úr því aftur og aftur úr skutgafli. Frá neðri brún barkans, þar sem hann liggur hæst, og að sjólínu eru 850 mm. þannig að útilokað má telja að sjór hafi runnið inn um enda afgaslagnarinnar og inn á vélina. Athugaður var hugsanlegur galli á öxulflangsi en enga galla var á honum að sjá né öxulbúnaði bátsins. Eigandi bátsins, Kristbjörn Árnason, benti á við skoðun á öxulflangsi að um einhvern misskilning hlyti að vera að ræða því hann hefði beðið um skoðun á leka, sem verið hefði á óhertu tengi kælilagnar og skutpípu. Ekki var hægt að sannreyna hvort tengi þetta hafi áður en skoðun fór fram, verið óhert en ryðlitur á byrðingi undir því benti til að úr því hafi dropið.“ Á dskj. nr. 18 er bréf lögmanns stefnanda dagsett í Reykjavík 11.01.1999, þar sem beðið er um viðauka við matsgerð og stílað til matsmanna. Í bréfinu segir að þess sé farið á leit við matsmenn að þeir skoði vél bátsins og aðrar mögulegar ástæður þess að sjór komst í smurolíu bátsins og gefi að því loknu rökstutt mat á orsökum þess að sjór komst í olíu vélar m/b Lundeyjar og eyðilagði hana. Er þess farið á leit við matsmenn að allir möguleikar á því að sjór hafi komist í olíu bátsins verði metnir, svo sem hvort orsökin kunni að liggja í galla í vél eða rangri meðferð hennar. Í því skyni telur lögmaðurinn nauðsynlegt að matsmenn skoði vélina, en hún sé í vörslum Heklu h.f. og er bent á Albert Klemensson hjá Heklu h.f. til þess að hafa milligöngu á skoðun á vélinni. Til þess að meta orsakir þess að sjór komst í vélina geti einnig verið nauðsynlegt að matsmenn fái nánari og ítarlegri upplýsingar frá aðiljum matsmálsins og er matsmönnum bent á þann möguleika að leggja fyrir aðilja skriflegar spurningar um þau atriði sem máli kunna að skipta og að óska afrita nauðsynlegra gagna. Í bréfi lögmannsins segir að það varði matsgerðina dagsetta 11. ágúst 1998 þar sem að matsmennirnir á grundvelli dómkvaðningar mátu vél bátsins Lundeyjar ÞH 350 m.a. „Orsakir þess að sjór komst í olíu vélar bátsins og sérstaklega hvort mistökum við niðursetningu vélarinnar sé um að kenna.“ Síðan segir í bréfinu að lokinni ítarlegri skoðun og öflun upplýsinga er þess óskað að matsmenn svari eftirfarandi spurningum. 1. Hver er orsök eða líklegust orsök þess að sjór komst í vél m/b Lundeyjar ÞH 350 og eyðilagði hana? 2. Telji matsmenn orsakirnar vera fleiri en eina, er þess óskað að lagt verði mat á vægi þeirra, þ.e.a.s. hver teljist meginorsök þess að vélin eyðilagðist o.s.frv.? 3. Hvert sé verðmæti vélarinnar í núverandi ástandi fyrir matsbeiðanda Kristbjörn Árnason? 4. Hver sé kostnaður við kaup á nýrri vél og niðursetningu hennar? Er þess farið á leit við matsmenn að vinnu við framkvæmd viðaukamats verði hraðað svo sem frekast er kostur. Bréfi þessu svara matsmenn með bréfi dagsettu á Akureyri 20. janúar 1999, sbr. dskj. nr. 20. Í svarbréfi matsmannanna segir að segja megi að matsgerðin hafi ekki tekið til umfjöllunar aðkomu að vélinni er hún var tekin úr bátnum né ásigkomulag hennar eftir að búið var að rífa hana í sundur, enda búið að framkvæma þau verk er matið fór fram. Í matsgerðinni komi skýrt fram að matsmenn telji að sjór hafi komist inn á vélina frá afgaslögn og ekki hafi verið frá afgaslögninni gengið svo sem venja er til um slíkar lagnir. Samkvæmt upplýsingum umboðsaðilja er smurolíukælir vélarinnar kældur frá kápuvatni hennar, en frá sjódælu fari kælisjórinn í gírkæli, skolloftskæli, afgasgrein og út í afgaslögn vélarinnar. Engin merki sáust þess að sjór hafi staðið upp í vélarrúmi bátsins þannig að um hugsanlegan leka inn með sveifarás sé ekki að ræða. Til stuðnings þeirri niðurstöðu matsmanna að sjór hafi komist inn í vélina frá afgasröri hennar eru meðfylgjandi bréf send Grími ehf. vélsmiðju á Húsavík og Heklu h.f. í Reykjavík, til að fá skriflegar yfirlýsingar þessara aðilja um aðkomu og ástand vélarinnar er hún var tekin úr bátnum. Svarbréf þessara aðilja verði send viðkomandi aðiljum er þau berast matsmönnum. Á dskj. nr. 21 er bréf matsmanna dagsett á Akureyri 20. janúar 1999 til Heklu h.f. c/o Alberts Klemenzsonar sölumanns sjóvéla og Jóhanns Gunnarssonar verkstjóra. Segir í bréfinu að þar sem búið var að taka vélina í sundur af starfsmönnum Heklu h.f. í Reykjavík er dómkvaðning matsmanna fór fram var eftirfarandi spurningum beint til ofangreindra starfsmanna Heklu h.f.: 1. Var sjór í afgasrein vélarinnar eða merki þess að sjór hafi komist inn í greinina? 2. Var sjór í afgasblásara vélarinnar eða merki þess að sjór hafi komist inn í afgasblásarann? 3. Voru sjáanleg merki þess að sjór hafi komist inn á ventla vélarinnar, stimpla og í smurolíu hennar? 4. Eru kælar vélarinnar sjókældir? 5. Er gúmmíhjól í sjódælu vélarinnar? 6. Þolir sjódælan að snúast eftir að skrúfað hefur verið fyrir botnkrana? 7. Hvert er verðmæti vélarinnar í núverandi ástandi? 8. Hver er kostnaður við kaup á nýrri vél og niðursetningu hennar? Með bréfi dagsettu í Reykjavík 26. janúar 1999, sbr. dskj. nr. 22, svara þeir Jóhann Gunnarsson og Albert Klemenzson, starfsmenn Heklu h.f. bréfi matsmannanna. Upplýsa þeir að starfsmaður vélaverkstæðis Heklu h.f. Páll Theodórsson hafi farið norður til Húsavíkur þann 2. mars 1998 og skoðað vélina í bátnum. Hafi hann rifið eftirkælinn, pústgreinina og forþjöppuna af vélinni og reyndist vera sjór í pústgreininni og forþjöppunni. Spíssana tók hann úr og sá þá inn á strokkana og voru þeir mikið ryðgaðir. En spurningum matsmanna svara þeir eftirfarandi: 1. spurning. Já. 2. spurning. Já. 3. spurning. Já, ventlar og strokkar ryðgaðir og smurolían mjólkurhvít, smurolíusýni sent Fjölveri sýndi að ca. 15% sjór væri í olíunni. 4. spurning. Já. 5. spurning. Já. 6. spurning. Gúmmíhjólið skemmist ef ekki er skrúfað frá botnlokunum. 7. spurning. Áætlað verðmæti vélarinnar er 120.000 án vsk. 8. spurning. 1.250.000 án vsk. ný vél. Niðursetning áætluð 150.000 að ganga frá nýrri vél ef engu er breytt. Með bréfi dagsettu 31. janúar 1999, sbr. dskj. nr. 23 rita matsmenn sömu starfsmönnum Heklu h.f. bréf. Segja þeir að í bréfi sínu 20. janúar s.á. hafi þeim láðst að fara fram á þrýstiprófun á skolloftskæli og afgasgrein vélarinnar, þar sem þessir hlutir eru sjókældir. Svar óskast því við eftirfarandi spurningum. 1. Er skolloftskælirinn þéttur? 2. Er afgasgreinin þétt? Svar Heklu h.f. dagsett 4. febrúar 1999 og undirritað af Jóhanni Gunnarssyni, sbr. dskj. nr. 24, er þannig varðandi spurningu 1. Skolloftskælirinn var prófaður þannig að hann var látinn liggja í heitu vatni ca. 70° C og settur 3 bar loftþrýstingur á hann reyndist hann þéttur. Spurning 2. Pústgreinin var einnig hituð upp í ca. 70° C í vatni og settur 4 bar inn á hana reyndist hún einnig vera þétt. Þann 20. janúar 1999 rita matsmenn einnig Grími ehf. vélsmiðju, Garðarsbraut 48, Húsavík, bréf þar sem óskað er eftir að Ásgeir Kristjánsson gefi matsmönnum skrifleg svör við eftirfarandi spurningum, sbr. dskj. nr. 25.: 1. Hvers vegna var vélin tekin úr bátnum og hverjar voru orsakir þess að hún var send umboðsaðilja Heklu h.f. í Reykjavík? 2. Var sjór í afgasgrein vélarinnar er hún var losuð frá afgasröri vélarinnar? 3. Var sjór í vélarrúmi bátsins er vélin var fjarlægð úr honum eða einhver merki þess að svo hafi verið? 4. Hefur Grímur ehf. vélsmiðja annast viðhald eða viðgerðir á nefndri vél eftir að hann kom til Húsavíkur og ef svo er þá hverjar? Svar barst matsmönnum með bréfi Gríms ehf. vélsmiðju dagsett á Húsavík 25. janúar 1999 undirritað af Ásgeiri Kristjánssyni, sbr. dskj. nr. 26 þannig: 1. spurningu er svarað þannig: Hún var tekin úr bátnum og send suður að beiðni Heklu h.f. Svar við 2. spurningu: Það var ekki skoðað. Svar við 3. spurningu: Svo var ekki að sjá. Svar við 4. spurningu: Nei það hefur ekki verið gert. Fyrir dóminn kom sem vitni Árni Björn Árnason, verkefnisstjóri hjá Stáltaki h.f., kt. 180835-2889, Dalsgerði 7 f, Akureyri, en vitnið er vélvirkjameistari að mennt. Staðfesti hann matsgerð sína á dskj. nr. 9, svo og framangreind bréf. Vísaði hann til matsins, hann sagði greinilegt hvar pústgreinin hafi komist hæst og niðurstaða matsins væri sú að sjór hafi runnið í gegnum afgasgreinina og komist þannig í olíuna. Venjulega sé afgasgrein lögð niður frá vélinni, en þarna hafi hún nánast verið lárétt og því greið leið fyrir sjó inn í vélina. Aðspurður um aðra möguleika eða skýringu, þá væri sá möguleik að sjór hefði komist utan frá en ekki hafi verið að sjá að sjór hafi komist í vélarrúm, þannig að þetta hafi verið eina leiðin. Greinar og afgastúrbínur hafi verið þéttar þannig að ekki hafi sjór komist þá leið og ekki væri möguleiki á að sjór hafi komist frá safnkút. Vitninu var sýnt dskj. nr. 42, taldi hann mynd stefnda Baldurs ekki í samræmi við lögnina eins og hún var og hún væri villandi og ekki rétt. Hann kvaðst halda sig við niðurstöðu matsins, að sjór hafi komið inn um pústið inn á vélina. Aðspurður um niðurstöðu Fjölvers ehf. á dskj. nr. 35 og 36, sem sýndi að í smurolíunni var sjóblandað ferskvatn ca. 15% sjór. Ef svo væri taldi hann um hreina bilun í vélinni að ræða, en það breytti ekki skoðun vitnisins að sá sjór sem kæmi inn á vélina með pústinu væru alveg nægur til að eyðileggja vélina. Hann kvaðst aldrei hafa séð vélina. Aðspurður um öndunar rör á vélinni, þá upplýsti hann að þeir hafi ekki getað skoðað það, en hann upplýsti að hann vissi ekki hvernig að öndun væri á vélinni. Hann sagði að ryð á stimplum gæti gerst á skömmum tíma, ef sjór væri á vélarflötum þá yrðu þeir ryðslegnir eftir sólarhringinn. Aðspurður hvernig ganga ætti frá bát fyrir vetur, þá taldi hann ekki þurfa að ganga sérstaklega frá þeim ef allt væri í lagi. Taldi hann til bóta að gangsetja bátavélina reglulega, en það ætti ekki að vera neinn sjór inn á afgaslögninni. Hann kvaðst ekki hafa ástæðu til að halda að vélin hafi ekki verið í lagi. Hann taldi að auðvelt hafi verið að sjá legu afgaslagnar við úttekt á vélinni að hans mati. Aðspurður um leka við stefnisrör að þá taldi hann það ekki skipta máli í þessu sambandi. Aðspurður um viðskipti Slippstöðvarinnar h.f., nú Stáltak h.f., sem vitnið er starfsmaður hjá, þá sagði hann að bæði stefnandi og stefndi hefðu haft góð samskipti við það fyrirtæki og kvaðst hann ekki gera upp á milli þessara aðilja. Fyrir dóminn kom sem vitni Magnús Þorsteinsson, verkstjóri hjá Stáltaki h.f., kt. 201242-2319, Ásvegi 14, Akureyri, en vitnið er vélvirki og vélstóri að mennt. Hann staðfesti matsgerð sína og bréfaskriftir, vísaði hann til matsgerðarinnar og sagði að bleyta kæmist ekki inn á vél nema í gegnum afgasgreinina. Afgasgrein og millikælir hafi verið þrýstiprófaðir og reynst í lagi, þannig að vatn hafi ekki komist þaðan inn á vélina. Þeir hafi skoðað bátinn vélarlausan í Húsavíkurhöfn. Til þess að fá bleytu inn á afgasgrein þyrfti bátinn nánast að fylla. Vitninu var sýnt dskj. nr. 42 og sagði hann það ekki rétta mynd af afgaslögninni. Ekki vissi vitnið um niðurstöðu Fjölvers ehf. um efnagreiningu olíunnar og magn ferskvatns í henni, en sagði þá niðurstöðu ekki breyta sinni skoðun. Hann kvaðst ekki hafa séð vélina, en ekki hafi verið merki í bátnum um að leki hafi komið að honum. Hann taldi skynsamlegt að gangsetja bátavél öðru hverju. Fyrir dóminn kom sem vitni Leifur Ólafsson, verkstæðisformaður, vélfræðingur hjá Heklu h.f., kt. 181148-7999, Álfhólsvegi 46 c, Kópavogi. Hann kvaðst hafa farið í reynsluferð á bátnum eftir niðursetningu vélarinnar. Hann kvaðst engar athugasemdir hafa gert vegna niðursetningar vélarinnar varðandi afgaslögnina og hafi allt verið lokað af, hann hafi bara séð smábút af henni. Hann kvaðst muna eftir leka sem var lagaður af stefnanda. Hafi þetta verið á barka afturí, en vitnið mundi þetta ekki nákvæmlega. Vitninu var sýnt dskj. nr. 5 og 6. Dskj. nr. 6 Engine Delivery Service Record sagði hann vera undirritað af sér og þetta væri sent til Caterpillar verksmiðjanna sem sýndi að vélin væri komin í notkun, það er tíma og dagsetningu, þetta væri alltaf sent til verksmiðjanna. Dskj. nr. 5 kannaðist vitnið ekki við. Vitnið kvaðst ekki þekkja reglur um halla á afgaslögnum, hann væri eingöngu að álagsprófa vélina. Prufukeyrslan hafi farið fram hér í Akureyrarhöfn, hafi hann komið 9. apríl 1997 og farið 10. s.m. og hafi unnið við bátinn, skráð alls í 24 dagvinnutíma og 11 næturvinnutíma, þ.e.a.s. frá komu til komu á verkstæði í Reykjavík. Með í reynsluför hafi verið skipstjóri á bátnum og þeir sem önnuðust niðursetningu vélarinnar hafi verið við sjósetningu bátsins. Vélin væri 420 hestöfl miðað við 2800 snúninga á mínútu, týpan 3126. Varðandi Installation manual kvaðst vitnið ekki hafa verið með svoleiðis gögn undir höndum. Fyrir dóminn kom sem vitni Páll Theodórsson, vélvirki hjá Heklu h.f., kt. 010360-2429, Kambaseli 79, Reykjavík. Hafi hann farið til Húsavíkur þegar upp komu vandræði með vélina og komi þangað 2. mars 1998. Hafi hann verið beðinn um að líta á vélina. Hafi hann séð að smurolían var svona mjólkurlituð og hafi hann farið að athuga hvað gæti verið að. Taki hann frá pústurrör sem að kemur frá forþjöppunni eða túrbínunni og sjái að það er fullt af vatni eða sjó. Rífi hann túrbínuna frá og sjái að vatn hefur farið í pústgrein og taki hana frá og sjái að vatn hefur farið inn í ventlahús, kíki hann niður í strokklok og tekur ventlalok af. Sé þetta haugryðgað. Rífi hann eftirkælinn, túrbínu og pústgreinina og fari með til Reykjavíkur. Síðan taki Grímur ehf. vélsmiðja á Húsavík vélina úr og sendi til Reykjavíkur. Ekki mundi hann eftir neinu sérstöku í vélarrúmi, hafi hann ekki tekið eftir að það hafi fyllst af vatni eða gat ekki séð það. Aðspurður um þetta vatn í pústgreininni, þá hafi það ekki verið eðlilegt, en hann hafi enga skýringu séð á því að vatn var þarna. Hann hafi ekki mælt halla á afgaslögn, hann hafi ekki þekkingu á því. Vitninu voru sýnt dskj. nr. 5 og 6 og kannaðist hann ekki við þau. Hann hafi tekið sýni af smurolíu vélarinnar og hafi ekki verið frostlögur í því sýni, en frostlögur hafi verið á vélinni. Aðspurður um hæð á olíukvarða, þá hafi hún verið fullmikið fyrir ofan hámark ca. 1-2 cm. fyrir ofan hámark. Hann telur að mikið vatn hafi verið í olíunni, þar sem olían var svo hvít. Hann upplýsti að túrbínan hafi ekki verið stíf eða föst. Hann gat ekki sagt um hvort að túrbínan var ónýt, en ekki hafi verið vatn á lofthliðinni á túrbínunni. Fyrir dóminn kom sem vitni Jóhann Gunnarsson, verkstjóri á vélaverkstæði Heklu h.f., kt. 150448-2719, Fiskakvísl 16, Reykjavík. Hann staðfesti undirritun sína á þeim bréfum er hér að framan hafa verið rakin. Telur hann að ekki hafi verið efnis- eða framleiðslugallar á vélinni, samkvæmt þessum prófunum þeirra. Aðspurður um dskj. nr. 5 segir hann það vera prentun úr skrá Heklu h.f. þar sem fram komi eigandi vélar, tegund, notkunardagur o.s.frv. Prufukeyrsla hafi verið 10. apríl 1997 og ábyrgðin þá byrjað að telja. Dskj. nr. 6 hafi verið sent til Caterpillar og vélin þá í ábyrgð hjá Caterpillarverksmiðjunum. Hann kvaðst meta vélina ónýta, stimplar ónýtir og ekki væri lausar slífar í blokkinni og svaraði ekki kostnaði að gera við hana. Vélin hefði ekki getað skemmst svona við að standa óhreyfð yfir veturinn. Í túrbínunni hefði setið sjór og vatn, túrbínan væri ca. 20-30 cm. neðan við afgasgreinarnar. Aðspurður hvaðan vatnið kæmi inn á vélina, þá segir hann pústið sjókælt, það gæti hugsanlega komið þaðan, þó varla nógu mikið sem gæti safnast í pústið, veit þetta ekki. Ryð á stimplum vegna þess að vatn hefur staðið á stimplunum, stimplarnir voru það mikið ryðgaðir, hvergi hafi verið bilun í vélinni. Vitnið Leifur Ólafsson, verkstæðisformaður, kom aftur fyrir dóm og upplýsti að frostlögur og tæringar varnarefni hafi verið sett á vélina þegar báturinn var sjósettur. Fyrir dóm kom vitnið Ásgeir Kristjánsson, vélvirki og verkstjóri hjá Grími ehf. vélsmiðju á Húsavík, kt. 050853-4899, Baldursbrekku 5, Húsavík. Vitnið staðfesti bréf sitt á dskj. nr. 26. Hvergi kvaðst hann hafa séð að sjór hafi komist í bátinn og vissi ekki til þess að báturinn hafi fyllst af sjó veturinn 1997-1998. Dskj. nr. 45 er teiknað af vitninu ásamt þeim sem að tók vélina úr bátnum og sýnir afgaslögnina eins og hún var við vélina. En samkvæmt teikningunni er gatið fyrir pústbarkann 7,5 cm. hærra en neðri brún úttaks á pústgrein. Er nýja vélin var sett niður þá hafi hann lagt pústbarkann í 45° niður frá forþjöppu strax. Maður að nafni Finnbogi hafi komið frá Heklu h.f. og hafi verið viðstaddur þegar nýja vélin var sett niður í bátinn. Hann kvaðst ekki hafa séð leiðbeiningar frá Heklu h.f., hvernig eigi að ganga frá afgaslögn, en telur nauðsynlegt að hafa beygju á lögninni. Fyrir dóminn kom sem vitni Jón Gíslason, sjómaður, kt. 190457-5089, Baughóli 35, Húsavík, en vitnið er tengdasonur stefnanda. Aðspurður hvernig eftirliti hans hafi verið háttað á bátnum í Húsavíkurhöfn 1997 til 1998 sagði hann að vél bátsins hafi verið sett í gang á 10-14 daga fresti þegar vitnið var heima og stefnandi hafi verið á sjó. Vélin hafi verið sett reglulega í gang og ekki hafi hann vitað til að vatn kæmi í vélarrúm bátsins. Hafi báturinn verið gangsettur af öðrum, vitnið upplýsti að hann hafi verið á sjó á frystiskipi, vélin hafi alltaf rokið í gang. Hafi hann litið á olíukvarða og hafi aldrei merkt neitt óeðlilegt. Hann hafi verið á sjó þegar að þetta kom upp á, ekki vissi hann hver sá um að gangsetja bátinn þegar hann var ekki við. Ekki mundi hann hvenær hann mældi olíuna en hann hafi litið á kvarðann. Hann hafi gangsett vélina þegar hann var í landi. Ekki vissi hann hve oft var tékkað á olíu, hann hafi gert það einu sinni og kvaðst hafa unnið við vélar alla sína tíð, en vera próflaus. Fyrir dóminn kom stefnandi Kristbjörn Árnason, skipstjóri á m/s Sigurði VE-15, kt. 180837-2059, með lögheimili að Illugagötu 7, Vestmannaeyjum. Hann bar að eftir að þeir hættu að róa 1997 um vorið var gengið frá bátnum við bryggju á Húsavík og hafi hann látið fylgjast með honum. Vélin hafi verið sett í gang öðru hvoru til að hlaða uppá geyma. Hafi hann fengið menn í þetta þegar hann var ekki sjálfur heima og alltaf sett í gang minna en tvisvar í mánuði og það hafi verið fylgst með öllu, lokað fyrir og gengið frá öllu. Hann verði ekki var við að neitt séð að fyrr en hann fer að skipta um olíu á vélinni 1998. Hafi hann verið að fara til Kanaríeyja og vildi hafa allt klárt áður en sonur hans færi að róa bátnum. Setji hann vélina í gang rétt áður en hann fór suður og hringi hann í Albert hjá Heklu h.f. sem seldi honum vélina sem biðji hann um sýni af olíunni og fari hann með það daginn eftir til Heklu h.f. Hann kveðst hafa skipt um olíu á vélinni og hafi það verið 27-30 lítrar. Hafi hann ekkert séð athugavert við gömlu olíuna þegar hann skipti. Fannst olían ekki eins og eðlileg, fannst hún hálf gráleit, fannst hún vera frekar dökk -slabb-, á vélina hafi verið sett ný olía og ný sía. Setji hann í gang með nýju olíunni og þá sé allt í lagi. Athugi hann síðan olíuna áður en hann fari til Kanaríeyja einum til tveimur dögum eftir olíuskiptin og sjái þá að olían er gráleit eftir að vélin var sett í gang í seinna skiptið en hún hafi verið gangsett tvisvar eftir olíuskiptin. Olían hafi verið eins og hálf þeytt og hafi hann tekið sýni og hafi látið Albert hafa sýnið eins og áður greinir. Hafi hann fengið niðurstöðu eftir einhverja daga og hafi þá verð staddur á Kanaríeyjum og hafi neyðst til að fara í málaferli þessi. Varðandi olíuskiptin þá hafi þurft að skipta um olíu eftir einhvern klukkustundafjölda og sá tími hafi verið að nálgast sem hafi þurft að skipta um olíu. Ekki mundi hann hve lengi vélin var búin ganga þegar olíuskiptin fóru fram en það hafi verið komin tími á skiptin. Ekki mundi hann hvað búið var að keyra vélina mikið en Albert hjá Heklu hafi verið búinn að segja honum hvenær átti að skipta. Olíuskiptin hafi farið fram síðustu dagana í mars 1998, sennilega 26. eða 27. mars. Báturinn hafi þá verið búinn standa í tæpt ár óhreyfður í höfninni á Húsavík. Hann hafi heyrt að í olíunni hafi verið um 15% sjór og að megnið af vatninu í olíunni hafi verið hreint vatn. Ekki vissi hann neina skýringu á hversvegna þetta var en svo sem áður getur hafi hann sett vélina tvisvar sinnum í gang eftir olíuskiptin. Hann hafi ekki haldið véladagbók. Hann kveðst ekki hafa látið vélina pústa út þegar hann drap á henni. Varðandi gömlu olíuna þá hafi hann skoðað hana ósköp lítið þeim hafi ekki fundist hún falleg, verið frekar gráleit. Eftir að vélin var tekin úr bátunum þá hafi þrifið upp úr bátnum. Hann hafi þvegið hann hátt og lágt. Samkvæmt vottorði Fiskistofu á dskj. nr. 27 dags. 19. mars 1999 þá landaði m/b Lundey afla á Húsavík á tímabilinu 18. apríl til og með 25. apríl 1997 úr sjö veiðiferðum. Samkvæmt dskj. nr. 32 sem er vottorð Heklu h.f. dagsett 27. janúar 2000. Þá vottast það þann 2. apríl 1998 þegar viðgerðarmaður Heklu h.f., Páll Theodórsson, kom að vélinni þá var búið að nota hana í 103 tíma samkvæmt tímamæli í mælaborði. Samkvæmt vottorði hafnarvarðarins á Húsavík dagsett 27. janúar 2000 skv. dskj. nr. 33, þá var m/b Lundey ÞH-350 sjósett þann 11.04.1997 og var við bryggju í Húsavíkurhöfn til aprílloka 1998 og var aldrei sett á land veturinn 1997-1998. Samkvæmt dskj. nr. 35 sem er símbréf frá Fjölveri ehf. til Heklu h.f. dagsett 31. mars 1998 sem er niðurstaða rannsóknar á smurolíusýni úr Lundey ÞH, þá segir að um útlit að það sé gráleitt, vatn vol% 5,7, glýkól-próf (frostlögur) neikvætt, klóríðákvörðun (Selta) 3000 mg. Cl¯/líter, hreinn sjór inniheldur um 18900 mg. Cl¯/líter, ferskvatn um 20 mg. Cl¯/líter. Hér er því um að ræða sjóblandað ferskvatn ca. 15% sjór. Á dskj. nr. 36 er bréf Fjölvers ehf. til Heklu h.f. dagsett 1. apríl 1998, gefur bréfið til kynna að um sé að ræða rannsókn smurolíu úr Lundey ÞH. Mælt er Glýkól próf, er það neikvætt. Vatn vol% 5,7. Klóríðákvörðun á vatni 3000 mg Cl¯/L (15%sjór). Útlit gráleit. Samkvæmt dskj. nr. 44 sem er lýsing á Caterpillar Marine Engine 3126 kemur fram að til að fylla á smurolíukerfið þurfi 25 lítra og olíuskipti fari fram á 250 klukkustunda millibili. Álit dómsins: Fyrir liggur í málinu niðurstaða rannsóknar Fjölvers ehf. á smurolíusýni úr m/b Lundey ÞH-350 þar sem fram kemur að í smurolíuna hefur komist sjóblandað ferskvatn, sem innihélt um 15% sjó. Vatnið miðað við rúmmál er 5,7% og ef gengið er út frá þeirri forsendu að á vélinni hafi verið 25 lítrar af smurolíu svarar það til tæplega 1 ½ lítra af vatni. Ekki er að sjá að upplýsingar þessar hafi legið fyrir er matsmenn skiluðu matsgerð sinni þann 11. ágúst 1998, sbr. dskj. nr. 9 og framburð matsmanna hér fyrir dómi. Þegar stefnandi skipti um smurolíu á vélinni í mars 1998 þá kvaðst hann ekkert hafa séð athugavert við gömlu olíuna, en dró síðan í land með það, fannst olían ekki eins og eðlileg, hafi fundist hún hálfgráleit, fannst hún vera frekar dökk. Stefnandi ber að vélin hafi verið gangsett reglulega svo og tengdasonur hans, Jón Gíslason, og stefnandi ber að vélin hafi verið gangsett tvisvar eftir olíuskiptin. Á það má fallast með matsmönnum að æskilegt hefði verið að pústbarkinn hefði myndað krappari vatnsgildru þar sem hann lá frá afgastúrbínu vélarinnar. Taka má undir þá skoðun matsmanna að ljóst megi vera að sjór geti komið í smurolíu véla á margan hátt. Í matsgerðinni segir að ekki verði fullyrt hvort sá sjór sem sé í þessari láréttu lögn er, þá drepið er á vélinni hafi náð að renna inn á afgastúrbínu vélarinnar og þaðan inn á vélina, en yfirgnæfandi líkur séu þó á að svo kunni að hafa verið. Hafa ber í huga að matsmenn skoða aldrei sjálfa vélina. Væri þessi tilgáta þeirra rétt þá ber að hafa í huga að stefnandi ber að hann hafi gangsett vélina reglulega eða hlutast til um að svo var gert. Við þessar gangsetningar hefði þá sjórinn úr afgaslögninni átt að renna inn á afgastúrbínu vélarinnar og upp í afgasgreinarnar og komast þannig í smurolíuna og miðað við ástand smurolíunnar eftir olíuskiptin og tvær gangsetningar hefði ástand hennar ekki átt að fara fram hjá stefnanda við olíuskiptin. Ekki styrkir það heldur bakflæðiskenningu matsmannanna að sjórinn sem kælir afgaslögnina skuli skila sér sem sjóblandað vatn í smurolíu vélarinnar. Að þessu virtu telur dómurinn alls ósannað að tjón stefnanda verði rakið til handvammar stefnda Baldurs Halldórssonar né heldur stefnda Heklu h.f. og stefnanda hafi ekki tekist að sanna með hvaða hætti tjónið varð á vélinni. Samkvæmt þessu ber að sýkna báða stefndu af fjárkröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að hver aðili um sig beri kostnað af málinu, það vill segja að málskostnaður fellur niður. Dóm þennan kvað upp Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari, ásamt meðdómsmönnunum, Sigurði Ólafs Jónssyni, vélfræðingi og bátahönnuði, og Páli Hlöðvessyni skipatæknifræðingi. D Ó M S O R Ð : Stefndu, Baldur Halldórsson og Hekla h.f., eru sýknuð af kröfum stefnanda Kristbjörns Árnasonar. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 379/2004
|
Kærumál Útlendingur Gæsluvarðhald
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi var felldur úr gildi þar sem ekki þótti alveg nægilega sýnt fram á að nauðsyn væri á gæsluvarðhaldi á grundvelli 6. mgr. 29. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga eða á grundvelli 5. mgr. 33. gr. sömu laga þar sem ekki væru tiltækar aðrar léttbærari aðgerðir til að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að X skyldi yfirgefa landið.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. september 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. september 2004, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 24. september 2004 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Eins og fram kemur í gögnum málsins er talið að varnaraðili hafi komið hingað til lands 26. ágúst 2004. Gaf hann sig fram hjá lögreglu þremur dögum síðar og sótti um hæli hér á landi en þá umsókn mun hann hafa dregið til baka síðar sama dag. Þá kveðst hann hafa framvísað fölsuðu vegabréfi við komu til landsins sem hann hafi síðan týnt. Mun hann hafa neitað að segja lögreglunni nægileg deili á sér. Varnaraðila hefur verið gert að tilkynna sig hjá lögreglu daglega á tilteknum tíma. Í kjölfar þess að varnaraðili tilkynnti sig ekki 7. september sl. hjá lögreglu mun honum þess vegna hafa verið veitt aðvörun af lögreglunni síðar næsta dag. Sinnti hann tilkynningarskyldu sinni eftir það. Samkvæmt gögnum málsins munu sýni af fingraförum varnaraðila hafa verið send utan í því skyni að bera kennsl á hann. Við þá rannsókn hefur ekkert komið í ljós. Hinn 10. september sl. var varnaraðila birt ákvörðun sýslumannsins á Akureyri 30. ágúst 2004 um að honum væri vísað frá landi á þeim grundvelli að hann fullnægði ekki íslenskum reglum um vegabréf og vegabréfsáritanir, sbr. a. lið 1. mgr. 18. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga. Varnaraðili unir þeirri niðurstöðu. Hann hefur frá þeim degi sætt gæsluvarðhaldi. Kveður sóknaraðili það meðal annars vera óviðunandi með öllu „að innan samfélagsins séu menn sem engar upplýsingar eru um. Standa ríkir almannahagsmunir til þess að slíkir menn séu ekki meðal almennra borgara ... Þá er einnig ljóst að án frekari atbeina hans verður ekki unnt að staðreyna hver hann er, afla ferðaskilríkja og framfylgja ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að færa hann úr landi.“ Með vísan til þess sem rakið er hér að framan hefur ekki verið alveg nægilega sýnt fram á að nú sé nauðsyn á gæsluvarðhaldi á grundvelli 6. mgr. 29. gr. laga nr. 96/2002, eða á grundvelli 5. mgr. 33. gr. sömu laga þar sem ekki séu tiltækar aðrar léttbærari aðgerðir til að tryggja framkvæmd ákvörðunar um brottvísun varnaraðila. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
|
Mál nr. 325/2012
|
Kærumál Kæruheimild Afhending gagna Skjal Sératkvæði
|
Kröfu X, Y, Z og Þ, um að tiltekið dómskjal í máli ákæruvaldsins gegn þeim yrði fellt úr skjölum málsins, var vísað frá Hæstarétti þar sem ákvörðun héraðsdóms um að hafna þeirri kröfu sætir ekki kæru til réttarins. Sömu aðilar kröfðust þess einnig að þeim yrði afhent eintak svonefndrar atburðaskrár um tengingar milli símtala eða sambærileg gögn og afrit allra tölvubréfa sem fóru um netföng þeirra og hald var lagt á undir rannsókn málsins, en þeim kröfum var vísað frá dómi í héraði. Hæstiréttur lagði fyrir héraðsdóm að taka kröfurnar til efnisúrlausnar og leysa þannig úr ágreiningi málsaðila, sbr. 2. mgr. 181. gr. laga nr. 88/2008.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Greta Baldursdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með tveimur kærum 7. maí 2012 sem bárust Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. maí 2012, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að dómskjal 11, í máli ákæruvaldsins gegn þeim verði fellt úr skjölum málsins og vísað frá dómi kröfu varnaraðila um að þeim yrði afhent eintak svonefndar atburðaskrár (log-skrár) um tengingar milli símtala eða önnur sambærileg gögn sem hafa að geyma yfirlit um símtöl sem hleruð voru með heimild í dómsúrskurðum í málinu, og kröfu þeirra um að afrit allra tölvubréfa sem fóru um netföng varnaraðila og embætti sérstaks saksóknara lagði hald á undir rannsókn málsins. Um kæruheimild vísa varnaraðilar til c., p. og t. liða 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og áðurgreindar kröfur þeirra teknar til greina. Sóknaraðili krefst þess í fyrsta lagi, aðallega að vísað verði frá héraðsdómi kröfu varnaraðila um að dómskjal 11 verði fellt út úr skjölum málsins en til vara að niðurstaða hins kærða úrskurðar um þetta verði staðfest. Í öðru lagi krefst sóknaraðili þess aðallega að vísað verði frá Hæstarétti kröfu varnaraðila um afhendingu atburðaskrár (log-skrár) en til vara staðfestingar hins kærða úrskurðar um þennan þátt en að því frágengnu að kröfu varnaraðila um þetta verði hafnað. Í þriðja lagi krefst sóknaraðili þess aðallega að vísað verði frá Hæstarétti kröfu varnaraðila um að fá afhent afrit allra tölvubréfa sem fóru um netföng þeirra og haldlögð voru af embætti sérstaks saksóknara, en til vara að úrskurður héraðsdóms um þetta verði staðfestur en að því frágengnu að kröfu varnaraðila um þetta verði hafnað. I Við þingfestingu máls sóknaraðila á hendur varnaraðilum 7. mars 2012 var bókað að lögð væru fram auk ákæru skjöl undir töluliðum 2 til 12. Dómskjal 11 er tilgreint sem ,,Greinargerð skv. 56. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008“. Sóknaraðili kveður lögmenn, sem gegni verjendastörfum fyrir varnaraðila, hafa fengið skjölin í hendur tveimur vikum fyrir þingfestingu málsins. Af hálfu varnaraðila er tekið fram, að skjöl málsins séu slík að umfangi að efni þeirra sé á tæplega 7000 síðum. Hafi þeir ekki átt þess nokkurn kost að kynna sér efni þeirra fyrir þingfestingu málsins. Að auki hafi þeim ekki verið skipaðir verjendur fyrr en við þingfestinguna. Varnaraðilar lögðu fram bókun í þinghaldi 29. mars 2012 þar sem krafist var úrskurðar um heimild ákæruvalds til að leggja fram dómskjal 11. Með annarri bókun sem lögð var fram 27. apríl 2012 voru kröfur varnaraðila tilgreindar nánar. Eins og áður greinir var dómskjal 11 lagt fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi. Krafa varnaraðila er að dómskjal þetta verði fellt úr skjölum málsins. Úrlausn héraðsdóms um að hafna þessari kröfu sætir ekki kæru til Hæstaréttar samkvæmt 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 og verður kröfu sóknaraðila um endurskoðun á úrskurði héraðsdóms að þessu leyti því vísað frá Hæstarétti. II Varnaraðilar krefjast sem fyrr greinir afhendingar svonefndar atburðaskrár (log-skrár) um tengingar milli símtala eða önnur sambærileg gögn sem hafa að geyma yfirlit um símtöl sem hleruð voru með heimild í dómsúrskurðum í málinu. Gagna þessara var aflað á rannsóknarstigi málsins. Þá krefjast þeir afhendingar afrita allra tölvubréfa sem fóru um netföng þeirra og embætti sérstaks saksóknara lagði hald á undir rannsókn málsins. Í héraðsdómi kemur fram að gögnin séu í báðum tilvikum aðgengileg fyrir varnaraðila hjá lögreglu þar sem þeir geti kynnt sér efni þeirra og tekið afstöðu til þess, hvort rétt sé að þau verði lögð fram í málinu. Komi þá fyrst til álita hvort gögnin, öll eða einhver hluti þeirra, verði lögð fram í dómsmálinu, sbr. 2. mgr. 110. gr. laga nr. 88/2008. Héraðsdómur vísaði kröfum varnaraðila um afhendingu gagnanna frá dómi. Sóknaraðili synjaði kröfum varnaraðila um afhendingu tilgreindra gagna, en lýsti yfir því að þeim stæði til boða að kynna sér efni gagnanna hjá lögreglu með þeim hætti sem lýst er í hinum kærða úrskurði. Varnaraðilar hafa ekki fallist á það boð heldur kusu að bera kröfu um afhendingu undir úrskurð dómara. Dómara bar við svo búið að taka efnislega afstöðu til krafna varnaraðila, sbr. 2. mgr. 181. gr. laga nr. 88/2008, og leysa þannig úr ágreiningi málsaðila. Verður hinn kærði úrskurður því úr gildi felldur að því er varðar þessa þætti og lagt fyrir héraðsdómara að taka efnislega afstöðu til þessara krafna varnaraðila. Dómsorð: Vísað er frá Hæstarétti kröfu varnaraðila, X, Y, Z og Þ um að dómskjal 11, í máli ákæruvaldsins gegn þeim verði fellt úr skjölum málsins. Lagt er fyrir héraðsdóm að taka til efnisúrlausnar kröfu varnaraðila um að þeim verði afhent eintak svonefndrar atburðaskrár (log-skrár) um tengingar milli símtala eða önnur sambærileg gögn sem hafa að geyma yfirlit um símtöl sem hleruð voru með heimild í dómsúrskurðum í málinu, og kröfu þeirra um afhendingu afrits allra tölvubréfa sem fóru um netföng varnaraðila og embætti sérstaks saksóknara lagði hald á undir rannsókn málsins. Jóns Steinars Gunnlaugssonar Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði lagði sóknaraðili meðal annars fram við þingfestingu málsins 7. mars 2012 skýrslu sem gerð hafði verið um rannsóknina á hendur varnaraðilum og sögð var styðjast við 56. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Skýrsla þessi er ítarleg og hefur bæði að geyma efni sem kveðið er á um í 56. gr. laga nr. 88/2008 en einnig skriflegan málflutning fyrir refsikröfum sóknaraðila fyrir dómi. Þegar málið var tekið fyrir 29. mars 2012 gerðu varnaraðilar kröfu um að dómurinn úrskurðaði um heimild sóknaraðila til að leggja skjalið fram og fylgdu henni eftir með annarri bókun 27. apríl 2012, þar sem fram kom krafa þeirra um að „skjalið verði fellt úr skjölum málsins.“ Samkvæmt 2. mgr. 171. gr. laga nr. 88/2008 skiptir ekki máli hvenær yfirlýsingar, mótmæli og sönnunargögn koma fram undir rekstri máls. Framangreind krafa varnaraðila laut að heimild sóknaraðila til að leggja umrætt skjal fram í dómi, þó að skjalið hefði í sjálfu sér þegar verið lagt fram. Getur það haft efnislega þýðingu fyrir varnir sakaðs manns að mega gera kröfur sem lúta að framlagningu ákæruvalds á skjölum fyrir dómi og standa engin efni til þess að takmarka þann rétt við að krafa sé gerð um leið og skjal er lagt fram, enda getur verið útilokað fyrir ákærða að átta sig á því strax hvort efni séu til að mótmæla framlagningu skjals. Í því máli sem hér er til meðferðar vísa varnaraðilar meðal annars til þess að með skjalinu sé brotið gegn þeirri meginreglu réttarfars í sakamálum að málflutningur ákæruvalds, umfram það sem fram kemur í ákæruskjali samkvæmt d. lið 152. gr. laga nr. 88/2008, skuli vera munnlegur nema sérstök ákvörðun sé tekin um annað, sbr. um það 3. mgr. 165. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurður héraðsdóms um kröfu varnaraðila varðaði að mínum dómi ágreining um „heimild til að leggja fram sönnunargagn“ svo sem það er orðað í p. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Við túlkun á réttarfarsreglum laganna verður að hafa í huga þá efnislegu þýðingu sem reglurnar hafa fyrir rekstur máls. Þröng túlkun meirihlutans á þessari kæruheimild getur eftir atvikum leitt til þess að meðferð málsins gegn varnaraðilum fyrir héraðsdómi verði andstæð lögum án þess að þeim hafi gefist kostur á að krefjast sérstaklega endurskoðunar Hæstaréttar á ákvörðun héraðsdóms um hana. Gæti þetta leitt til þess að meðferðin yrði síðar talin haldin annmörkum sem varnaraðilar þyrftu ekki að sæta. Tel ég röksemdir sem að þessu lúta standa gegn hinni þröngu túlkun meirihlutans og njóti varnaraðilar heimildar samkvæmt ákvæðinu til að kæra þennan þátt úrskurðarins til Hæstaréttar. Er Hæstarétti því að mínum dómi skylt að taka efnislega afstöðu til kröfunnar. Þar sem meirihluti dómara hefur komist að annarri niðurstöðu um þetta og vísað þessari kröfu frá Hæstarétti standa ekki efni til að ég taki slíka efnislega afstöðu. Ég er sammála meirihlutanum um það sem segir í II. kafla atkvæðis hans um að fella hinn kærða úrskurð úr gildi um frávísun á þar greindum kröfum varnaraðila.
|
Mál nr. 8/2006
|
Ríkisstarfsmenn Stjórnsýsla
|
T var skipaður í starf yfirlæknis hjá L árið 1991. Árið 2001 ákvað framkvæmdastjórn sjúkrahússins að hefja undirbúning að breytingum á starfstilhögun yfirmanna þess þannig að þeir myndu framvegis vera í 100% starfi og ekki sinna störfum utan sjúkrahússins öðrum en kennslu og annars konar störfum við háskóla. T rak eigin læknastofu samhliða yfirlæknisstarfi sínu. Í kjölfar samþykktarinnar áttu T og fyrirsvarsmenn L í viðræðum um skyldu hans til að hlíta henni, sem lauk með því að honum var tilkynnt að ákveðið hefði verið að leysa hann undan þeirri ábyrgð og stjórnunarskyldum, sem fylgdu starfi yfirlæknis, og að framvegis myndu starfsskyldur hans felast í starfi sérfræðilæknis á geðsviði. Kom þar fram að ákvörðunin væri reist á 19. gr. laga nr. 70/1996, þar sem mælt er fyrir um skyldu ríkisstarfsmanna til að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði, og að eftir þessa breytingu yrðu ekki gerðar athugasemdir við fyrirkomulag atvinnurekstrar hans. T krafðist ógildingar en til vara viðurkenningar á ólögmæti þessarar ákvörðunar. Í dómi Hæstaréttar var ekki fallist á að ákvörðunin hefði rúmast innan 19. gr. laganna, heldur talið að í henni hefði falist lok á starfi T sem yfirlæknis og flutningur í annað starf. Ekki lá annað fyrir en að um starflok T ætti að fara eftir 25. gr. og VI. kafla laga nr. 70/1996, sbr. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum. Þar sem ákvörðunin var hvorki reist á þessum ákvæðum né hefði L haldið því fram að skilyrðum þeirra hefði í raun verið fullnægt var fallist á hún hefði verið ólögmæt. Talið var að ákvörðunin hefði verið tekin af þar til bæru stjórnvaldi og var því ekki fallist á kröfu T um ógildingu hennar, sbr. 2. mgr. 32. gr. laganna. Varakrafa hans var hins vegar tekin til greina þannig að viðurkennt var að L hefði verið óheimilt að grípa til umræddrar breytingar á starfi T.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. janúar 2006. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Stefndi mun hafa hafið störf sem sérfræðingur á geðdeild ríkisspítala 1982 en formlega var gengið frá ráðningu hans í mars 1983. Hann var skipaður af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 12. febrúar 1991 til að vera yfirlæknir við geðdeild Landspítalans frá og með 1. mars sama ár. Samhliða starfi sínu á sjúkrahúsinu mun hann hafa rekið læknastofu frá árinu 1982. Starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur og ríkisspítala var sameinuð á árinu 2000 og tók áfrýjandi þá við rekstrinum. Á fundi framkvæmdastjórnar áfrýjanda 11. desember 2001 var samþykkt að hafinn skyldi undirbúningur að breytingum á starfstilhögun yfirmanna hjá sjúkrahúsinu á þann hátt að þeir gegni starfi sem svarar til 100% starfshlutfalls og sinni ekki öðrum störfum utan sjúkrahússins en kennslu á háskólastigi eða störfum við háskóla. Skyldi þessi skipan taka gildi ekki síðar en í árslok 2002. Lýsti stjórnarnefnd áfrýjanda sig samþykka þessu fyrirkomulagi á fundi 13. sama mánaðar. Þann 11. október 2002 sendi áfrýjandi stefnda bréf þar sem ákvörðun stjórnarnefndar var rakin og vakin athygli á því að senn liði að áramótum en þá skyldi aðlögunartíma að hinni nýju skipan lokið. Áttu málsaðilar síðan, eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi, í samskiptum bréflega og á fundum fram til ársins 2005 um heimild stefnda til að reka læknastofu samhliða yfirlæknisstarfi sínu. Lauk þeim samskiptum með því að áfrýjandi tilkynnti stefnda með bréfi 27. apríl 2005 að ákveðið hefði verið í samræmi við ákvæði 19. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að gera breytingar á störfum og verksviði hans. Fælist í þeim að stefndi væri leystur undan þeirri ábyrgð og stjórnunarskyldum sem fylgja starfi yfirlæknis á geðsviði. Skyldu störf og starfsskyldur hans framvegis felast í starfi sérfræðilæknis á geðsviði en samhliða skyldu falla niður störf hans og starfsskyldur sem yfirlæknir. Skyldu laun stefnda haldast óbreytt. Jafnframt yrði eftir þessar breytingar ekki gerðar athugasemdir við fyrirkomulag atvinnurekstarar hans samhliða sérfræðilæknisstörfum. Á heimasíðu áfrýjanda var tilkynnt 2. maí 2005 að Hannesi Péturssyni sviðsstjóra lækninga á geðsviði hefði frá 9. sama mánaðar verið falið að taka við þeirri læknisfræðilegu stjórnunarábyrgð sem fylgdi yfirlæknisstarfi stefnda og skyldi sú tilhögun gilda „þar til ráðið hefur verið í yfirlæknisstarfið.“ Stefndi vildi ekki una þeirri ákvörðun sem fólst í fyrrnefndu bréfi áfrýjanda 27. apríl 2005 og höfði mál þetta 13. maí sama ár. II. Eins og að framan er rakið skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra stefnda ótímabundið í starf yfirlæknis frá og með 1. mars 1991. Á fundi framkvæmdastjórnar ríkisspítala 21. janúar 1997 var samþykkt að stefndi yrði til næstu tveggja ára einn þriggja sviðsstjóra á geðlækningasviði. Áfrýjandi hefur hvorki lagt fram gögn því til stuðnings að þessi tímabundna breyting á starfsskyldum stefnda hafi hróflað við skipun hans í starf yfirlæknis né hefur hann rennt stoðum undir það að við hann hafi verið gerður nýr ráðningarsamningur er hann tók á ný við starfsskyldum yfirlæknis að loknu þessu tveggja ára tímabili. Fer því um starfslok stefnda eftir 25. gr. og VI. kafla laga nr. 70/1996 eftir því sem við á, sbr. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum. Hin umdeilda ákvörðun áfrýjanda 27. apríl 2005 var reist á 19. gr. laga nr. 70/1996 en samkvæmt þeirri grein er starfsmanni skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því að hann tók við starfi. Er ljóst af síðasta málslið greinarinnar að hún getur tekið til breytinga sem hafa í för með sér skert launakjör eða réttindi starfsmanns. Þegar þetta er virt og það jafnframt haft í huga að hugtakið staða var ekki notað í lögunum og að meðal markmiða þeirra var að stuðla að aukinni tilfærslu á fólki í störfum verður að telja að í greininni felist allrúmar heimildir til breytinga á starfssviði ríkisstarfsmanna. Til þess er á hinn bóginn að líta að með 5. mgr. 29. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu með áorðnum breytingum er kveðið á um að á svæðis- og deildasjúkrahúsum skuli vera yfirlæknar sérdeilda sem bera ábyrgð á lækningum sem þar fara fram. Hefur yfirlæknir samkvæmt ákvæðinu eftirlit með starfsemi deildarinnar og skal stuðla að því að hún sé ávallt sem hagkvæmust og markvissust. Starf og verksvið yfirlækna er þannið bundið í lögum og verður ekki breytt með ákvörðun stjórnvalds. Umrædd breyting var ekki liður í almennum skipulagsbreytingum á starfsemi sjúkrahússins heldur gerð í tilefni af því að stefndi vildi ekki láta af sjálfstæðum atvinnurekstri sínum. Með henni var stefndi leystur undan lögboðnum stjórnunarskyldum sínum og jafnframt settur undir boðvald annars manns sem við þeim tók. Ákvörðun sú sem tekin var með bréfi áfrýjanda 27. apríl 2005 rúmast af þessum sökum ekki innan heimildar til breytinga á verksviði starfsmanns samkvæmt 19. gr. laga nr. 70/1996. Fólst í henni ákvörðun um lok á starfi stefnda sem yfirlæknis og jafnframt flutningur í annað starf. Um slík starfslok stefnda gilda samkvæmt framansögðu ákvæði 25. gr. og VI. kafla laga nr. 70/1996. Þar sem áfrýjandi hvorki reisti ákvörðun sína um starfslok stefnda á þessum ákvæðum né hefur haldið því fram að skilyrðum þeirra hafi í raun verið fullnægt verður að telja að hún hafi verið ólögmæt. Eins og að framan var rakið var stefndi árið 1991 skipaður yfirlæknir af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í samræmi við þágildandi ákvæði laga nr. 97/1990. Með 63. gr. laga nr. 83/1997 var gerð sú breyting á 30. gr. fyrrnefndu laganna að forstjóra var falið að ráða aðra starfsmenn sjúkrahússins en meðlimi framkvæmdastjórnar, þar á meðal yfirlækna. Með flutningi veitingarvalds til forstjóra fluttist jafnframt til hans vald til að kveða á um starfslok þeirra og tilflutning milli starfa. Margumrædd ákvörðun um starfslok stefnda var því tekin af þar til bæru stjórnvaldi og verður aðalkröfu stefnda um hún verði ógilt með dómi því hafnað, sbr 2. mgr. 32. gr. laga nr. 70/1996. Samkvæmt öllu framansögðu verður tekin til greina varakrafa stefnda á þann hátt að viðurkennt verður að ákvörðun áfrýjanda 27. apríl 2005 um að breyta störfum hans á spítalanum úr því að hann gegni starfi yfirlæknis á geðsviði í það að hann gegni starfi sérfræðilæknis á geðsviði hafi verið óheimil. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað verður staðfest. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Viðurkennt er að áfrýjanda, Landspítala-háskólasjúkrahúsi, hafi verið óheimilt að breyta starfi stefnda, Tómasar Zoëga, úr því að hann gegni starfi yfirlæknis á geðsviði í það að hann gegni starfi sérfræðings á geðsviði. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað er staðfest. Áfrýjandi greiði stefnda 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 13. maí 2005 og dómtekið 19. desember sl. Stefnandi er Tómas Zoëga, Viðjugerði 8, Reykjavík. Stefndi er Landspítali háskólasjúkrahús, Eiríksgötu 5, Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðallega að ógilt verði sú ákvörðun stefnda 27. apríl 2005 að breyta störfum stefnanda á þann veg að í stað þess að hann gegni starfi yfirlæknis á geðsviði gegni hann starfi sérfræðilæknis á geðsviði. Stefnandi gerir til vara þá kröfu að viðurkennt verði að þessi ákvörðun stefnda sé ólögmæt. Hann krefst einnig málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu auk málskostnaðar. I. Helstu atvik málsins eru ágreiningslaus. Stefnandi hóf störf sem sérfræðingur við geðdeild ríkisspítala á árinu 1982, en var skipaður af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 12. febrúar 1991 til að gegna stöðu yfirlæknis við geðsvið Landspítalans frá og með 1. mars það ár. Starfshlutfall stefnanda hefur verið 100% hjá spítalanum frá því að hann hóf störf þar, en samhliða starfi sínu hjá stefnda hefur stefnandi frá upphafi rekið eigin læknastofu. Árið 1997 var stefnandi ráðinn án auglýsingar í starf sviðsstjóra geðlækningasviðs. Heldur stefndi því fram að með þessari ráðningu hafi starfi stefnanda sem yfirlæknis lokið. Stefnandi hafi svo á árinu 2002 verið ráðinn með ótímabundinni ráðningu í núverandi starf sitt eftir breytingar á skipuriti stefnda. Stefnandi heldur því hins vegar fram að hann hafi aldrei sagt lausu starfi sínu sem yfirlæknir og hafi hann gegnt því starfi með starfi sviðsstjóra á umræddum tíma. Hafi staða hans sem yfirlæknis þannig grundvallast á skipun ráðherra sem gerð var í tíð laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Með bréfi 30. desember 2004 var stefnandi upplýstur um að vegna höfnunar hans á því að gera samkomulag um að hætta rekstri sjálfstæðrar læknastofu áformaði stefndi að gera breytingar á starfi og verksviði hans í samræmi við 19. gr. laga nr. 70/1996. Sagði í bréfinu að í áformum stefnda felist að stefnandi yrði leystur undan þeirri ábyrgð svo og þeim stjórnunarskyldum sem fylgja starfi yfirlæknis. Samkvæmt því fælust störf og starfsskyldur stefnanda eftirleiðis í starfi sérfræðilæknis og samhliða féllu niður störf og starfsskyldur hans sem yfirlæknis. Jafnframt myndi starfsheiti hans breytast frá núverandi starfsheiti yfirlæknis í starfsheitið sérfræðilæknir. Í áformuðum breytingum á störfum og verksviði fælist jafnframt breyting á launaflokki og lækkun á starfshlutfalli, þ.e. úr 100% starfshlutfalli í 80% starfshlutfall. Var stefnanda gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir og andmæli við þessa fyrirhuguðu ákvörðun. Ritaði lögmaður stefnanda yfirstjórn stefnda bréf 31. janúar 2005, þar sem fyrirhugaðri ákvörðun var mótmælt og áskilinn réttur til að krefjast ógildingar ákvörðunarinnar og hafa uppi kröfur um skaðabætur. Með bréfi Jóhannesar M. Gunnarssonar, þáverandi forstjóra stefnda, og Vilhelmínu Haraldsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra lækninga stefnda, 27. apríl 2005 var stefnanda tilkynnt um að ákveðið hefði verið að breyta störfum og verksviði hans. Í bréfinu segir nánar tiltekið eftirfarandi: Með vísan til framanritaðs tilkynnist hér með að Landspítali- háskólasjúkrahús hefur ákveðið, í samræmi við 19. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að gera breytingu á störfum og verksviði yðar. Í breytingunum felst að þér verðið leystur undan þeirri ábyrgð svo og stjórnunarskyldum sem fylgja starfi yfirlæknis á geðsviði. Störf og starfsskyldur yðar felast framvegis í starfi sérfræðilæknis á geðsviði og samhliða falla niður störf og starfsskyldur yðar sem yfirlæknir. Af hálfu Landspítala-háskólasjúkrahúss skal upplýst að laun yðar verða óbreytt eftir gildistöku breytingarinnar. Sama gildir um vinnutíma yðar. [/] Breytingar samkvæmt framangreindu taka gildi og koma formlega til framkvæmda þann 1. maí 2005. Sviðstjóri geðsviðs mun afhenda yður starfslýsingu sérfræðilæknis á geðsviði samkvæmt því sem að framan greinir. [/] Eftir þessar breytingar á starfssviði yðar eru ekki gerðar athugasemdir við fyrirkomulag atvinnurekstrar yðar samhliða sérfræðilæknisstörfum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Af hálfu stefnanda var því lýst yfir í bréfi 2. maí 2005 hann teldi framangreinda ákvörðun ólögmæta og myndi hann leita atbeina dómstóla til þess að fá henni hnekkt. Í stefnu og greinargerð er ítarleg grein gerð fyrir aðdraganda umræddrar ákvörðunar. Í greinargerð er þannig greint frá því að stefndi starfi samkvæmt ákvæðum laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu og hafi hann tekið við sameinaðri starfsemi Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala með reglugerð sem öðlaðist gildi þann 2. mars 2000. Af hans hálfu er lögð áhersla á að í sameiningunni hafi falist aukin áhersla á rannsóknir, kennslu og vísindi. Þá hafi í tengslum við sameininguna hafist ferli sameininga einstakra sviða, sérgreina og deilda. Í kjölfar sameiningarinnar hafi verið lögð aukin áhersla á að stefndi þyrfti óskipta starfskrafta lækna og koma ætti í veg fyrir óeðlileg hagsmunatengsl lækna og mismunun þeirra sem starfa innan og utan sjúkrahúsa. Vísar stefndi í þessu sambandi m.a. til umfjöllunar starfshóps um svokölluð ferliverk, þ.e. verk sem læknar höfðu með höndum sem sjálfstæðir verktakar og inntu af hendi innan veggja sjúkrahússins. Stefndi hefur einnig í dæmaskyni vísað til ákvæða í kjarasamningum og öðrum heimildum um starfskjör lækna allt frá árinu 1980 þar sem fjallað hafi verið um stöðu þeirra lækna sem vinna eingöngu á sjúkrahúsum samanborið við stöðu þeirra sem reka einnig sjálfstæðar stofur. Hinn 11. desember 2001 hafi svo verið samþykkt svohljóðandi tillaga framkvæmdastjóra lækninga á fundi framkvæmdastjórnar stefnda: Lagt er til að gerðar verði svofelldar breytingar á ráðningum og starfstilhögun yfirmanna sem starfa á sjúkrahúsinu: Frá 1. janúar n.k. skal hafinn undirbúningur að gerð breytinga á ráðningarsamningum og/eða starfstilhögun starfandi yfirmanna hjá sjúkrahúsinu á þann hátt að þeir gegni starfi sem svarar til 100% starfshlutfalls. Sinni þeir ekki öðrum störfum utan sjúkrahússins en kennslu á háskólastigi eða störfum við háskóla. Sama er með setu í nefndum og ráðum á vegum opinberra aðila. Skal regla þessi hafa tekið gildi eigi síðar en í árslok 2002. Ráðningum yfirmanna til sjúkrahússins skal framvegis svo varið nema í undantekningartilvikum að annað sé talið henta sjúkrahúsinu. Á fundi stjórnarnefndar stefnda 13. desember 2001 var þessi stefnumörkun framkvæmdastjórnar lögð fram og lýsti stjórnarnefndin sig samþykka þessu fyrirkomulagi. Í greinargerð stefnda er rakið hvernig staðið var að innleiðingu þessarar stefnu og kynningu á henni. Af hans hálfu er lögð áhersla á að umrædd stefnumörkun hafi ekki beinst að stefnanda sérstaklega heldur verið almenns eðlis. Þá hafi hún tekið til allra yfirmanna sjúkrahússins en ekki aðeins lækna. Í stefnu og greinargerð eru rakin ítarlega samskipti málsaðila eftir að framangreind samþykkt var gerð. Stefndi sendi stefnanda bréf 11. október 2002, þar sem tilkynnt var að um áramótin 2002 og 2003 gengi í gildi umrædd ákvörðun stjórnarnefndar stefnda. Í kjölfarið eða 1. nóvember 2002 áttu stefnandi og þáverandi lækningaforstjóri stefnda, Jóhannes M. Gunnarsson, fund þar sem rætt var um réttarstöðu stefnanda og störf hans hjá stefnda. Með bréfi stefnda 19. febrúar 2003 var stefnanda tilkynnt að stefndi hefði spurnir af því að hann stundaði enn sjálfstæðan atvinnurekstur þrátt fyrir ákvörðun stefnda um að starfandi yfirmenn helguðu starfskrafta sína að fullu spítalanum og gegndu ekki öðrum störfum en þeim sem tilgreind væru sérstaklega að sættu undanþágu. Stefnandi svaraði erindi stefnda með bréfi 16. júní 2003. Kom þar m.a. fram að stefnanda hefði engin grein verið gerð fyrir því á hvaða lagalega grundvelli stjórn stefnda teldi sér heimilt að mæla einhliða fyrir um breytingar á starfskjörum hans. Óskað var eftir rökstuðningi að þessu leyti. Með bréfi stefnda 3. september 2003 var stefnanda tilkynnt að á fundi framkvæmdastjórnar stefnda hefði verið lögð fram tillaga framkvæmdastjóra lækninga um að frá 1. janúar 2004 yrðu gerðar breytingar á ráðningarsamningum og/eða starfstilhögun starfandi yfirmanna hjá sjúkrahúsinu á þann hátt að þeir gegndu starfi sem svaraði til 100% starfshlutfalls. Í bréfinu kom ennfremur fram að stefndi teldi að stefnandi hefði engar ráðstafanir gert til að tryggja framgang samþykktarinnar 11. desember 2001. Var vísað til þess í bréfinu að stefndi hefði heimildir til að mæla fyrir um takmarkanir á þátttöku starfsmanna í atvinnurekstri utan sjúkrahússins, sbr. 20. gr. laga nr. 70/1996. Í lok bréfsins var af hálfu stefnda óskað eftir upplýsingum um á hvern hátt stefnandi hygðist virða áðurnefndar samþykktir. Stefnandi svaraði bréfi stefnda með bréfi 1. október 2003 og vísaði þá til lögfræðiálits 30. september 2003. Taldi hann með vísan til álitsins að hafið væri yfir vafa að öll meðferð á máli hans væri hrein lögleysa, bæði hvað varðaði form og efni. Óskaði hann eftir skýrum svörum við þeim spurningum sem fram kæmu í lögfræðiálitinu. Að fengnum þeim svörum myndi hann taka afstöðu til framhalds málsins. Loks lýsti stefnandi sig reiðubúinn til viðræðna við sjúkrahúsið. Með bréfi 30. desember 2004, þ.e. um 15 mánuðum síðar, svaraði stefndi bréfi stefnanda. Var í bréfinu rakin atburðarás í tengslum við samþykkt framkvæmdastjórnar stefnda 11. desember 2001 og því lýst að leitað hefði verið eftir samkomulagi við þá yfirmenn sem hlut áttu að máli, þ.á m. við stefnanda, stefnandi hefði hafnað slíku samkomulagi. Er efni bréfsins að öðru leyti rakið hér að framan svo og viðbrögð stefnanda og loks ákvörðun stefnda 27. apríl 2005 sem er andlag kröfugerðar stefnanda í máli þessu. Í stefnu er einnig gerð grein fyrir fundum með fyrirsvarsmönnum stefnda 22. mars 2005 svo og óskum stefnanda eftir fundi með heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hinn 2. maí 2005 birtist tilkynning á heimasíðu stefnda þess efnis að framkvæmdastjóri lækninga hefði falið Hannesi Péturssyni, sviðsstjóra lækninga á geðsviði, að taka við þeirri læknisfræðilegu stjórnunarábyrgð sem fylgdi yfirlæknisstarfi stefnanda frá og með 9. maí 2005 og þar til ráðið hefði verið í yfirlæknisstarfið. Í fjarveru sviðsstjórans var Halldóri Kolbeinssyni yfirlækni falið að fara með þessa stjórnunarábyrgð til og með 8. maí 2005. Í stefnu skoraði stefnandi á stefnda að leggja fram tæmandi upplýsingar um hvaða nafngreindu yfirlæknar stefndu gegndu aukastörfum og hvaða störf þetta væru. Brást stefndi við þessari áskorun með framlagningu lista yfir lækna sem reka eigin stofur eða sinna öðrum aukastörfum. Þetta skjal var skýrt nánar í aðilaskýrslu Jóhannesar M. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra lækninga stefnda, og kom þar fram að í ákveðnum tilvikum hefðu yfirlæknar stefnda getað haldið áfram rekstri á eigin læknastofum. Nánar tiltekið kom fram í skýrslunni að deildir þessara yfirlækna, sem væru í 50% eða 75% stöðum, væru svo litlar að litið væri svo á að stefndi gæti ekki gert kröfu til þess að þeir rækju ekki sjálfstæðar stofur jafnhliða yfirlæknisstarfi. Í skýrslunni kom fram að tilteknir læknar hefðu fengið fyrirmæli um að loka stofum sínum en samkomulag hefði náðst við aðra. Í skýrslu Jóhannesar var áréttað að nefndarstörf á vegum hins opinbera, svo sem seta í örorkunefnd, og störf við háskólann væru heimil aukastörf. II. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir aðalkröfu sína á því að ákvörðun stefnda 27. apríl 2005 hafi farið í bága við form- og efnisreglur stjórnsýslu- og starfsmannaréttar. Stefnandi telur að umrædd ákvörðun stefnda hafi verið stjórnvaldsákvörðun, en leggur þó áherslu á að án tillits til þess hafi stefnda borið að fara að meginreglum stjórnsýsluréttarins áður en hún var tekin. Stefnandi vekur athygli á því að þeir atvinnuhagsmunir hans sem hér sé um að ræða njóti verndar 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, eins og henni var breytt með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995. Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að ákvörðun sú sem tekin var af hálfu stefnda hinn 27. apríl 2005 verði ekki reist á 19. gr. laga nr. 70/1996. Ekki hafi verið breytt starfi eða verksviði stefnanda heldur hafi hann í raun verið færður úr starfi því sem hann hafði gegnt frá árinu 1991 í annað lægra sett starf. Um þetta vísar stefnandi m.a. til auglýsingar sem birt var á heimasíðu stefnda hinn 2. maí 2005 og rakin var hér að framan en þar kemur fram að öðrum nafngreindum manni hafi verið falið starf stefnanda sem yfirlæknir á geðsviði. Stefnandi byggir á því að í raun sé um að ræða lausn hans úr embætti og að um þá lausn hafi stefnda borið að fara að reglum þeim sem fram koma í VI. kafla starfsmannalaga, enda falli starfslok stefnanda ekki að neinu þeirra atriða sem getið er um í 25. gr. laganna. Ákvörðunin hafi þannig verið klædd í annan búning en hún í raun var í. Ef aðferðafræði stefnda í þessu máli fengi staðist væri í raun verið að gera þýðingarlaus ákvæði starfsmannalaga um lausn embættismanna sem sett séu embættismönnum til verndar. Stefnandi byggir í öðru lagi á því að stefndi hafi alls ekki verið bær til að taka ákvörðun um starfslok stefnanda. Að því leyti sé vísað til 1. mgr. 26. gr. starfsmannalaga þar sem segi að stjórnvald er skipi í embætti veiti og lausn frá því um stundarsakir. Stefnandi hafi, svo sem að framan sé getið, verið skipaður af ráðherra sem yfirlæknir við stefnda frá og með 1. mars 1991. Með vísan til ofangreindrar reglu 26. gr. starfsmannalaga hafi forstöðumenn stefnda ekki verið til þess bærir að taka þá ákvörðun sem þeir tóku 27. apríl 2005. Um sé að ræða valdþurrð en í stjórnsýslurétti sé talið að valdþurrð leiði ein og sér til ógildingar á ákvörðun. Stefnandi byggir í þriðja lagi á því að stefndi hafi við ákvörðun sína brotið gegn lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að ákvörðunin hafi byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum. Hafi það verið ómálefnalegt sjónarmið að líta til þess að stefnandi rak sjálfstæða læknastofu, eins og ráðið verði af bréfi stefnda 30. desember 2004 að gert hafi verið. Í þessu sambandi fjallar stefnandi ítarlega um samþykkt stjórnarnefndar stefnda 13. desember 2001 sem hann telur að hafi verið ólögmæt. Vísar hann í þessu sambandi til þess að 20. gr. laga nr. 70/1996 eigi ekki við stefnanda, enda sé um að ræða aukastarf sem stefnandi hafi gegnt áður en hann hóf störf hjá stefnda og haft athugasemdalaust allt frá 1982. Jafnvel þótt talið væri að stefndi væri bært stjórnvald til að gera athugasemdir við starfið þá hefði þurft að gera það innan tveggja vikna samkvæmt ákvæðinu. Þá byggir stefnandi á því að bannið hafi gengið lengra en nauðsynlegt var, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hér vísar stefnandi sérstaklega til þess að hann hafi aldrei hafnað fyrirmælum stefnda um að hætta aukastarfinu, heldur þvert á móti óskað eftir rökstuðningi stefnda fyrir því hvers vegna hann mætti ekki gegna starfinu. Þá hafi stefnandi ítrekað lýst því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna um aukastarfið og störf sín hjá stefnda. Loks bendir stefnandi á að ekki hafi verið gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga áður en ákvörðunin frá 13. desember 2001 um bann við aukastörfum hafi verið tekin, svo sem skylt var. Vísar stefnandi hér m.a. til athugasemda með 20. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 70/1996 en þar sé því slegið föstu að ákvörðun um bann við aukastörfum sé stjórnvaldsákvörðun. Stefnandi byggir í fjórða lagi á því að efnisreglur stjórnsýslulaga og meginreglur stjórnsýsluréttarins hafi verið brotnar þegar ákvörðunin 27. apríl 2005 var tekin. Í því sambandi sé einkum vísað til jafnræðisreglunnar og meðalhófsreglunnar sem lögfestar eru í 11. og 12. gr. stjórnsýslulaga. Stefnda sé skylt samkvæmt jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins að gæta samræmis og jafnræðis við úrlausn mála í lagalegu tilliti. Stefnanda sé kunnugt um að ýmsum yfirlæknum sé heimilað að stunda aukastörf samhliða yfirlæknisstöðum. Af samþykkt stjórnarnefndar stefnda frá 13. desember 2001 verði ekki annað ráðið en að það sama ætti að gilda um alla yfirmenn spítalans. Augljós mismunun felist í afgreiðslu stefnda að þessu leyti sem leiða eigi til ógildingar á ákvörðun stefnda, enda hafi stefndi ekki fært málefnaleg rök fyrir þeirri mismunun. Þá byggir stefnandi á því að ákvörðun stefnda feli í sér brot á meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða eftir atvikum óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttarins. Með engu móti hafi verið unnt að henda reiður á því í hvaða tilgangi stefndi tók hina ólögmætu ákvörðun og að hvaða markmiði var stefnt. Stefnandi telur þó ljóst, hvað sem líður markmiðum ákvörðunarinnar, að stefndi hafi gengið mun lengra en efni stóðu til. Loks byggir stefnandi í fimmta lagi á því að málsmeðferð við ákvarðanatöku stefnda hinn 27. apríl 2005 hafi verið svo ábótavant að taka eigi kröfu hans til greina. Stefnandi byggir á því að brotið hafi verið gegn málshraðareglu og rannsóknarreglu, sbr. 9. og 10. gr. stjórnsýslulaga og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar. Stefnandi byggir jafnframt á því að yfirstjórnendur stefnda hafi ekki haft lögbundið samráð við læknaráð stefnda, sbr. 32. gr. laga nr. 97/1990 og starfsreglur læknaráðs. III. Málsástæður og lagarök stefnda Af hálfu stefnda er þeim röksemdum stefnanda mótmælt að í ákvörðun hans 27. apríl 2005 hafi falist flutningur úr því starfi sem hann hafði gegnt í annað lægra starf. Stefndi byggir á því að hann hafi heimildir á grundvelli laga nr. 70/1996 til að gera ráðstafanir og grípa til aðgerða gagnvart öllum starfsmönnum án tillits til þess hvort þeir eru ráðnir eða skipaðir. Ákvæði 19. gr. laga nr. 70/1996 beri að skýra svo að í því felist árétting á heimildum vinnuveitanda almennt til að taka ákvarðanir til að ná markmiðum í starfsemi stofnunar. Af skýru orðalagi ákvæðisins verði ráðið að störfum og verksviði kunni að verða breytt á þann hátt að hlutaðeigandi starfsmaður taki við „minna verðmætu“ starfi. Stefnandi muni hér eftir sem hingað til sinna öllum sambærilegum starfsskyldum og án þess þó að starfsskyldum hans fylgi ábyrgð og stjórnun. Starfsaðstaða verður áfram sambærileg sem og laun, önnur starfskjör og vinnutími og stefnandi njóti hærri launagreiðslna en aðrir sérfræðilæknar, þ.e. ef tekið er mið af ákvæðum kjarasamnings, og ekki séu gerðar athugasemdir við atvinnurekstur stefnanda. Stefnandi byggir ennfremur á því að slík túlkun ákvæðis 19. gr., sem endurspeglast í ákvörðun um breytingar á störfum og verksviði stefnanda, sé í samræmi við þann megintilgang og ákvæði laga nr. 70/1996 að forstöðumaður skuli stjórna stofnun og starfsemi á vinnustað. Í heimildum forstöðumanns felist réttur til að taka ákvörðun um það hverjum hann felur ábyrgð og skyldur á hverjum tíma. Framangreindar heimildir styðjist ennfremur við grundvallarreglur vinnuréttar um stjórnunarrétt vinnuveitanda. Af hálfu stefnda er á því byggt að allar heimildir vinnuveitanda hafi, þrátt fyrir að stefnandi hafi hlotið skipun frá ráðherra í starf yfirlæknis, flust frá ráðherra til stefnda við gildistöku laga nr. 70/1996 og þó aldrei síðar en við gildistöku laga nr. 83/1997 um breytingar á lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu. Af framangreindu leiði að stefndi hafi verið réttur aðili til að taka ákvarðanir um allt sem lýtur að stefnanda sem starfsmanni hjá stefnda. Jafnvel þó svo að ekki yrði fallist á að heimildir vinnuveitanda hafi flust frá ráðherra til stefnda við framangreindar lagabreytingar byggir stefndi á því að slíkt hafi í reynd ekki áhrif, enda hafi skipun stefnanda frá árinu 1991 fallið niður á árinu 1997 þegar stefnandi tók við starfi sviðsstjóra. Hafi stefnandi svo verið ráðinn að nýju í starf yfirlæknis frá gildistöku nýs skipurits árið 2002 eða eftir að samþykkt framkvæmdastjórnar stefnda um aukastörf yfirlækna á árinu 2001 tók gildi. Um starfslok stefnanda hefði því undir engum kringumstæðum átt að fara samkvæmt ákvæðum VI. kafla laga nr. 70/1996 auk þess sem ekki hafi verið um starfslok að ræða. Af hálfu stefnda er því mótmælt að ákvörðun hans 27. apríl 2005 hafi brotið gegn lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að ákvörðunin hafi byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum. Er í því sambandi fjallað ítarlega um samþykkt framkvæmdastjórnar stefnda 11. des. 2001 sem áður greinir. Hann vísar einnig til þess að stefnumörkun sú, sem samþykkt hafi verið á 11. desember 2001, sé ekki stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýsluréttar. Á sama hátt byggi stefndi á því að meðferð stefnumörkunar fyrir stjórnarnefnd þann 13. desember 2001 verði ekki talin fela í sér stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýsluréttar. Einungis hafi verið um stefnumörkun að ræða og kveði texti að tillögu skýrlega á um að gengið skuli til gerðar samkomulags við yfirmenn. Af beinu orðalagi stefnumörkunar leiðir að ákvörðun yrði samkvæmt því aldrei tekin fyrr en reynt hefði verið til hlítar að ganga frá samkomulagi. Stefndi byggir á því að ráðstafanir, sem varða þetta mál, þ.m.t. stefnumörkun, tilkynning um breytingu á starfi og verksviði, 27. apríl 2005 og/eða aðrar ráðstafanir séu ekki ákvörðun um rétt eða skyldur í skilningi stjórnsýsluréttar. Stefnda beri hvorki skylda til að fara að ákvæðum stjórnsýslulaga né fylgja meginreglum stjórnsýsluréttar við þessar ákvarðanir. Frá hinu síðarnefnda kunni þó að vera undantekningar er varða einstaka þætti. Þótt talið yrði að umræddar reglur hafi gilt um samþykkt framkvæmdastjórnar stefnda 11. des. 2001 telur stefndi að hann hafi fullnægt þessum reglum í einu og öllu. Byggir stefndi á því að stjórnvaldsákvörðun teljist í þessu tilfelli tekin með bréfi stefnda til stefnanda 27. apríl 2005. Stefndi telur einnig að samþykktin 11. des. 2001 hafi verið lögmæt jafnvel þótt litið yrði á hana sem stjórnvaldsákvörðun, en lagaheimild til að taka slíkar ákvarðanir sé að finna í 19. og 20. gr. laga nr. 70/1996. Þá hafi ákvörðunin þjónað hagsmunum stefnda og ekki verið á neinn hátt íþyngjandi fyrir stefnanda. Af hálfu stefnda þykir sýnt að ekki hafi borið, eins og á stóð, að veita yfirmönnum hverjum og einum andmælarétt enda hafi slíkt verið sýnilega ástæðulaust í skilningi stjórnsýslulaga. Ákvæði kjarasamninga aðila styðji ennfremur þau sjónarmið um að stefnda hafi verið umrædd stefnumótun og ákvörðun heimil. Stefndi telur að við úrlausn málsins beri að líta til sögulegs aðdraganda, samskipta við stéttarfélög, gerð kjarasamninga o.fl. Þá byggir stefndi ennfremur á því að fyrirkomulag ráðninga yfirlækna á geðlækningasviði hafi verið umfram lagaskyldu þar að lútandi og að stefnda sé í reynd ekki skylt lögum samkvæmt að ráða annan yfirlækni til starfa í stað stefnanda. Stefnandi hafi samkvæmt því ekki haft með höndum starf eða ábyrgð sem varin er samkvæmt lögum nr. 97/1990 og því hafi heimildir stefnda til að breyta starfi og verksviði verið rýmri en stefnandi telur. Stefndi mótmælir þeirri staðhæfingu stefnanda að ákvæði 20. gr. laga nr. 70/1996 beri að skýra svo að það eigi aðeins við í þeim tilvikum þegar starfsmaður, sem þegar gegnir starfi hjá ríkinu, ákveði að bæta við sig öðru starfi utan aðalstarfsins. Slík túlkun styðst hvorki við gögn né viðhlítandi rök. Jafnvel þó svo að stefnandi hafi starfrækt sjálfstæða lækningastofu telur stefndi að hann hafi heimildir til að taka ákvörðun um annað og þá sérstaklega í ljósi þeirra breytinga á þörfum stefnda sem greint er frá í lýsingu málsatvika. Þá mótmælir stefndi þeim staðhæfingum stefnanda að sú ráðagerð stefnda, að ráða yfirmenn í 100% starf og gera kröfu til þess að þeir starfi ekki utan sjúkrahúss, hafi gengið lengra en nauðsynleg var, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga. Stefnandi bendir á að ákvörðun hafi byggst á hagsmunum sjúkrahússins og framtíðarsýn stjórnenda varðandi uppbyggingu starfseminnar. Ákvörðun hafi í reynd verið í samræmi við almenn sjónarmið um starfsemi stefnda og styðjist auk þess við hagkvæmnisrök. Ákvörðun taki jafnt til allra sem eins er ástatt um og vandséð sé hvers vegna læknar, einir allra starfsstétta hjá stefnda, skuli njóta sérstaks réttar umfram aðra starfsmenn að starfa utan sjúkrahúss, hvað þá stefnandi einn allra yfirmanna sjúkrahússins. Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi einn alfarið hafnað að ræða um breytingar á fyrirkomulagi og starfi hjá stefnda á öðrum forsendum en þeim að hann gæti samhliða starfað á lækningastofu sinni. Stefndi byggir ennfremur á því að andmælaréttur í tengslum við meinta ákvörðun á fundi stjórnarnefndar þann 13. desember 2001 hafi í reynd alls ekki átt við eða talist nauðsynlegur, eins og áður er lýst. Þá er því mótmælt að jafnræðisregla hafi verið brotin og mótmælt staðhæfingum stefnanda um að ýmsum yfirlæknum sé heimilað að stunda aukastörf samhliða störfum yfirlæknis. Telur stefndi að þær undantekningar sem hafi verið heimilaðar í þessu efni séu í samræmi við samþykktar reglur. Af hálfu stefnda er því mótmælt að málsmeðferð við ákvarðanatöku stefnda hinn 27. apríl 2005 hafi verið með þeim hætti að leiða eigi til ógildingar á ákvörðun eða að hún hafi talist ólögmæt. Stefndi byggir einnig á því að hann hafi að fullu og öllu leyti virt ákvæði um málshraða. Bendir stefndi á að upphafleg málsmeðferð hafi miðað að því að stefnandi gerði samkomulag við stefnda og hætti rekstri sjálfstæðrar lækningastofu. Þá mótmælir stefndi því alfarið að hann hafi ekki virt ákvæði rannsóknarreglu og/eða að slíkir annmarkar leiði til þess að ákvörðun verði ógilt. Stefndi telur að honum hafi ekki borið skylda til að leggja mál sérstaklega fyrir læknaráð, sbr. ákvæði 32. gr. laga nr. 97/1990, enda hafi hér verið um að ræða stjórnunarlega þætti og daglega starfsemi stefnda. Framangreindu til viðbótar bendir stefndi á að stefnandi hafi haft möguleika á að grípa inn í og hafa áhrif á atburðarás áður en ákvörðun var tekin um breytingar á störfum og verksviði hans. Stefnandi hafi hins vegar ákveðið að gera slíkt ekki og bera fremur ágreining undir dómstóla. Stefndi mótmælir því að brotið hafi verið gegn réttindum stefnanda að nokkru leyti, hvort heldur lög- eða stjórnarskrárvörðum rétti. IV. Niðurstaða Í máli þessu er deilt um gildi þeirrar ákvörðunar stefnda 27. apríl 2005 að leysa stefnanda undan þeirri ábyrgð svo og stjórnunarskyldum sem fylgja starfi yfirlæknis á geðsviði stefnda frá og með 1. maí 2005 og fela honum starf og starfsskyldu sérfræðilæknis á geðsviði frá sama tíma. Fyrir liggur aðilaskýrsla Jóhannesar M. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra lækninga stefnda, þess efnis að stefnandi hafi ekki vanrækt starfskyldur sínar og hafi því ekki verið efni til að áminna hann eða víkja honum úr starfi. Þá er einnig komið fram að ekki var litið svo á að staða stefnanda væri lögð niður vegna skipulagsbreytinga eða vegna hagræðingar í kjölfar sameiningar Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 2000. Er því hvorki um það að ræða að staða stefnanda hafi verið lögð niður vegna skipulagsbreytinga stefnda né að stefnanda hafi verið vikið úr starfi. Að síðustu liggur fyrir að ákvörðun stefnda grundvallaðist ekki á ákvæðum 20. gr. laga nr. 70/1996 sem veitir yfirmanni opinbers starfsmanns heimild til að banna honum að taka við launuðu starfi í þjónustu annars aðila, ganga í stjórn atvinnufyrirtækis eða stofna til atvinnurekstrar. Er umrædd ákvörðun stefnda þannig eingöngu reist á því að um hafi verið að ræða breytingu á yfirlæknisstarfi stefnanda sem rúmast hafi innan 19. gr. laga nr. 70/1996. Samkvæmt upphafsorðum 19. gr. laga nr. 70/1996 er starfsmanni skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því er hann tók við starfi. Þetta ákvæði greinarinnar er reist á þeirri meginreglu vinnuréttar að yfirmaður stofnunar hafi, í krafti almennra stjórnunarheimilda sinna, heimild til að skilgreina störf og verkefni undirmanna sinna. Af lokamálslið 19. gr. verður þó dregin ályktun um að yfirmaður opinbers starfsmanns hafi nokkru víðtækari heimildir til að breyta störfum hans og verksviði en leiðir af framangreindri meginreglu vinnuréttar. Getur þannig verið heimilt að breyta starfi starfsmanns á þá leið að það hafi í för með sér skert launakjör eða réttindi, en í slíkum tilvikum skal starfsmaðurinn halda óbreyttum launakjörum og réttindum þann tíma sem eftir er af skipunartíma hans í embætti eða jafnlangan tíma og réttur hans til uppsagnarfrests er samkvæmt ráðningarsamningi. Þessar síðastgreindu ákvarðanir yfirmanns opinbers starfsmanns, þ.e. ákvarðanir sem rúmast ekki innan almennra stjórnunarheimilda hans, teljast ótvírætt stjórnvaldsákvarðanir samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar 4. maí 2005 í máli nr. 475/2004. Ákvæði 19. gr. laga nr. 70/1996 verður að skýra með hliðsjón af þeim reglum sem gilda um uppsögn, svo og áminningu og brottrekstur opinberra starfsmanna, sbr. VI. og IX. kafla laganna. Verður heimild 19. gr. laganna því aldrei skýrð svo rúmt að hún heimili að opinber starfsmaður sé fluttur úr einni stöðu í aðra eða beinlínis lækkaður í stöðu innan stjórnskipulags stofnunar. Til þess að slík ákvörðun sé heimil verður efnislegum skilyrðum að vera fullnægt fyrir starfslokum viðkomandi opinbers starfsmanns, enda hafi áður verið gætt þeirra reglna um málsmeðferð sem tryggja eiga réttaröryggi hans. Eins og áður greinir var stefnandi leystur undan „þeirri ábyrgð svo og stjórnunarskyldum sem fylgja starfi yfirlæknis á geðsviði“ með framangreindri ákvörðun stefnda 27. apríl 2005. Ágreiningslaust er að þessi ákvörðun fól í sér að stefnandi fór ekki lengur með stjórnunarskyldur yfirlæknis og var jafnframt settur undir boðvald annars manns sem tók við starfi yfirlæknis frá og með þeim tíma er breytingin gekk í gildi. Þá var starfsheiti hans breytt úr yfirlækni í sérfræðilækni. Af bréfum stefnda 30. desember 2004 og 27. apríl 2005, svo og greinargerð hans fyrir héraðsdómi, verður ráðið að umrædd ákvörðun hafi verið viðbrögð stefnda við þeirri afstöðu stefnanda að neita að hlíta stefnu stefnda um aukastörf yfirlækna. Með hliðsjón af efni og aðdraganda þeirrar ákvörðunar, sem nú hefur verið rakin, telur dómari að ekki geti farið á milli mála að stefnanda var í reynd vikið úr starfi yfirlæknis og þess í stað falið starf sérfræðilæknis, en slíkur læknir telst ótvírætt undirmaður yfirlæknis í stjórnskipulagi stefnda. Var því fráleitt um að ræða breytingu á starfi stefnanda sem yfirlæknis eða breytingu á verksviði yfirlæknis sem rúmaðist innan marka 19. gr. laga nr. 70/1996. Væri það afstaða stefnda að stefnandi hefði brotið gegn skyldum sínum sem yfirlæknir, bar stefnda að áminna hann og fylgja að öðru leyti þeim reglum sem gilda um brottvikningu úr embætti eða starfi. Var tilvísun stefnda til 19. gr. laga nr. 70/1996 því ekki aðeins haldlaus heldur var ákvarðanataka hans ósamrýmanleg þeirri meginreglu stjórnsýsluréttar óheimilt sé að undirbúningur og úrlausn máls miði að því að komast hjá að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað er að tryggja réttaröryggi starfsmanns, sbr. dóm Hæstaréttar 8. desember 2005 í máli nr. 175/2005. Samkvæmt framangreindu telur dómari að um bersýnilegt brot á rétti stefnanda hafi verið að ræða þegar stefndi tók umrædda ákvörðun sína 27. apríl 2005. Er áréttað að með þeirri niðurstöðu er engin afstaða tekin til þess álitaefnis hvort og með hvaða nánari hætti er heimilt að áskilja að starfandi yfirlæknar stefnda gegni ekki tilteknum aukastörfum samhliða fullu starfi. Ekki verður á það fallist með stefnda að stefnandi hafi týnt niður rétti sínum, samkvæmt 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 8. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, til að bera gildi umræddrar ákvörðunar stefnda undir dómstóla, með því að lýsa því yfir í bréfi 2. maí 2005 að hann myndi starfa áfram hjá stefnda. Skilja verður málatilbúnað stefnda á þá leið að ekkert sé því til fyrirstöðu frá stjórnunar- og skipulagslegu sjónarmiði að stefnandi taki að nýju við starfi sínu sem yfirlæknir á geðsviði stefnda. Verður því ekki litið svo á að stefndi kjósi að afþakka vinnuframlag stefnanda, en halda áfram að greiða honum laun, sé umrædd ákvörðun talin ólögmæt og ógildanleg. Er því ekkert því til fyrirstöðu að aðalkrafa stefnanda um ógildingu umræddrar ákvörðunar verði tekin til greina. Felst í þessari niðurstöðu að réttaráhrif ákvörðunar stefnda 27. apríl 2005 falla niður og verður staða stefnanda sú hin sama og hin ólögmæta ákvörðun stefnda hefði aldrei verið tekin, enda komi ekki til ný ákvörðun stefnda sem breyti því réttarástandi. Eftir úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað. Samkvæmt málskostnaðaryfirliti lögmanns stefnanda hefur alls 108,4 vinnustundum verið varið í mál þetta. Þótt sakarefni málsins sé fremur einfalt og afmarkað verður ekki fram hjá því litið að aðdragandi og rökstuðningur ákvörðunar stefnda, svo og málatilbúnaður hans fyrir dómi, gaf stefnanda tilefni til gagnaöflunar og umfjöllunar um atriði sem voru á mörkum þess að hafa þýðingu fyrir efnislega úrlausn málsins. Þótt áðurnefndur tímafjöldi lögmanns sé þannig mikill með hliðsjón af eðli málsins, telur dómari á að orsakanna sé að meginstefnu að finna í athöfnum og viðbrögðum stefnda, þar á meðal málatilbúnaði hans fyrir dómi. Að teknu tilliti til umrædds málskostnaðaryfirlits verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda 950.000 krónur málskostnað og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Það athugast að greinargerð stefndu er úr hófi löng og skortir mjög á að málsástæður og lagarök séu þar sett fram með gagnorðum og skýrum hætti, svo sem áskilið er í 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991. Af hálfu stefnanda flutti málið Karl Axelsson hrl. Af hálfu stefnda flutti málið Anton Björn Markússon hdl. Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Felld er úr gildi ákvörðun stefnda, Landspítala háskólasjúkrahúss, 27. apríl 2005 um að breyta störfum stefnanda, Tómasar Zoëga, úr því að hann gegni starfi yfirlæknis á geðsviði í það að hann gegni starfi sérfræðilæknis á geðsviði. Stefndi greiði stefnanda 950.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 137/1999
|
Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Gagnsök Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti að hluta
|
G kærði úrskurð héraðsdómara þar sem hafnað var kröfu hans um frávísun máls sem R hafði höfðað gegn honum og einnig tekin til greina krafa R um frávísun gagnsakar sem G hafði höfðað. Kröfu G, um að tekin yrði til greina krafa hans um frávísun, var vísað frá Hæstarétti þar sem heimild skorti til kæru úrskurðarins að þessu leyti. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að gagnsök hafi verið höfðuð of seint og gagnsakarmálinu yrði vísað frá héraðsdómi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. mars 1999, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um frávísun máls varnaraðila á hendur sér, en fallist á kröfu varnaraðila um að gagnsök sóknaraðila í málinu yrði vísað frá dómi. Sóknaraðili krefst þess að aðalsök í málinu verði vísað frá dómi, en kröfu varnaraðila um frávísun gagnsakar verði hafnað. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða kærumálskostnað. Sú niðurstaða héraðsdómara að hafna kröfu sóknaraðila um frávísun aðalsakar getur ekki komið til endurskoðunar fyrir Hæstarétti í kærumáli, svo sem leitt verður af gagnályktun frá j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður kröfu sóknaraðila um frávísun aðalsakarinnar því sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. Sóknaraðila er samkvæmt síðastnefndu lagaákvæði heimil kæra að því er varðar niðurstöðu héraðsdómara um að vísa gagnsök hans frá dómi. Málið var þingfest í héraði 15. september 1998. Sóknaraðili höfðaði hins vegar gagnsökina 10. nóvember sama árs og var þá liðinn frestur til þess samkvæmt 2. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991. Verður niðurstaða héraðsdómara um frávísun gagnsakar því staðfest. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Vísað er frá Hæstarétti kröfu sóknaraðila, Guðjóns Styrkárssonar, um frávísun aðalsakar í máli varnaraðila, Ragnars Þórðarsonar, gegn honum. Hinn kærði úrskurður er staðfestur að því er varðar frávísun gagnsakar sóknaraðila á hendur varnaraðila. Sóknaraðili greiði varnaraðila 50.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 28/2018
|
Kærumál Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
|
S kærði úrskurð Landsréttar sem felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms þar sem K ehf. var gert að afhenda S nánar tilgreind gögn. Um kæruheimild vísaði S til a. liðar 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæstiréttur til þess að samkvæmt nefndu ákvæði væri heimilt að kæra til Hæstaréttar úrskurði Landsréttar ef þar hefði verið mælt fyrir um frávísun máls frá héraðsdómi eða Landsrétti, eða niðurfellingu þess þar að hluta eða öllu leyti. Með því að úrskurður Landsréttar hefði hvorki falið í sér frávísun málsins né niðurfellingu þess, brysti heimild til kærunnar. Var málinu því vísað frá Hæstarétti.
|
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Karl Axelsson, Markús Sigurbjörnsson,Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Sóknaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 16. nóvember 2018, en kærumálsgögn bárust réttinum 23. samamánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 6. nóvember 2018, þar sem felldur varúr gildi úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. október sama ár, en með honum var varnaraðilagert að afhenda sóknaraðila nánar tilgreind gögn. Um kæruheimild vísarsóknaraðili til a. liðar 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úrgildi og „málinu vísað heim í Landsrétt til löglegrar meðferðar oguppkvaðningar úrskurðar að nýju.“ Þá krefst hann kærumálskostnaðar.Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verðivísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Þákrefst hann kærumálskostnaðar. Samkvæmt a. lið 1. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991er heimilt að kæra til Hæstaréttar úrskurði Landsréttar ef þar hefur verið mæltfyrir um frávísun máls frá héraðsdómi eða Landsrétti eða niðurfellingu þess aðhluta eða að öllu leyti fyrir héraðsdómi eða Landsrétti. Með hinum kærðaúrskurði felldi Landsréttur úr gildi úrskurð héraðsdóms þar sem varnaraðila vargert að afhenda sóknaraðila afrit af nánar tilgreindum gögnum. Samkvæmt þvífelur úrskurður Landsréttar hvorki í sér að málinu hafi verið vísað fráhéraðsdómi eða Landsrétti né að það hafi verið fellt þar niður að hluta eðaöllu leyti. Brestur því heimild til kæru og verður málinu þar af leiðandi vísaðfrá Hæstarétti.Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilakærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.Sóknaraðili, Samtök sparifjáreigenda, greiði varnaraðila,Kaupþingi ehf., 750.000 krónur í kærumálskostnað.Úrskurður Landsréttar 6. nóvember 2018.LandsréttardómararnirIngveldur Einarsdóttir, Jón Finnbjörnsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveðaupp úrskurð í máli þessu.Málsmeðferð og dómkröfuraðilaSóknaraðiliskaut málinu til Landsréttar með kæru 15. október 2018, en kærumálsgögn bárust réttinum degi síðar. Kærðurer úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur 5. október 2018 ímálinu nr. Ö-15/2018 þar sem sóknaraðila var gert aðafhenda varnaraðila nánar tilgreind gögn. Kæruheimild er í d-lið 1. mgr. 143.gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2Sóknaraðilikrefst þess aðallega að kröfum varnaraðila verði vísað frá dómi en til vara aðþeim verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.3Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.Niðurstaða 4Meðbréfi 21. júlí 2017 krafðist varnaraðili afhendingar tiltekinna gagna frásóknaraðila. Sóknaraðili hafnaði afhendingu þeirra með bréfi 10. ágúst sama ár.5Meðbeiðni til héraðsdóms 28. mars 2018 óskaði varnaraðili dómsúrskurðar um skyldusóknaraðila til afhendingar gagna, sem nánar voru tilgreind í sex liðum, enundir rekstri málsins í héraði féll varnaraðili frá tveimur þeirra. Beiðninvarðar hluta þeirra gagna sem varnaraðili hafði áður krafist frá sóknaraðilaauk annarra nánar tilgreindra gagna. Um lagagrundvöll vísar varnaraðili til 3.mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991.6Íbeiðni varnaraðila greinir að hann hyggist höfða skaðabótamál byggt á því að„tilteknir stjórnendur og hluthafar Kaupþings banka hf., og aðilar þeim tengdirhafi gerst sekir um saknæma og ólögmæta markaðsmisnotkun með tilteknumráðstöfunum í rekstri bankans.“ Meðal þeirra væri Ólafur Ólafsson. Skaðabótamáliðhafði ekki verið höfðað þegar beiðni varnaraðila um afhendingu gagna varþingfest í héraðsdómi 4. maí 2018. Sóknaraðili skilaði greinargerð 1. júní samaár, en stefna varnararaðila í skaðabótamáli á hendur Ólafi Ólafssyni var birt íLögbirtingablaði 5. sama mánaðar.7Ákvæði3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991 kveða á um öflun skjallegragagna undir rekstri dómsmáls sem þegar hefur verið höfðað en samkvæmt 1. mgr. 47.gr. sömu laga skal öflun sönnunargagna að jafnaði fara fram fyrir þeim dómarasem fer með málið. Frá því verður ekki vikið nema undantekningarheimildir tilöflunar sönnunargagna fyrir öðrum dómi eða til öflunar sönnunargagna áður enmál er höfðað eigi við, sbr. XI. og XII. kafla laganna. 8Krafavarnaraðila um að sóknaraðila verði gert að afhenda sér nánar tiltekin gögn erekki byggð á ákvæðum XII. kafla laga nr. 91/1991 sem heimila öflunsönnunargagna áður en mál er höfðað. Þá liggur ekkert fyrir um það hvort sádómari sem úrskurðaði um kröfuna muni fara með skaðabótamál varnaraðila áhendur Ólafi Ólafssyni. Af þessum sökum brast lagaskilyrði fyrir því aðdómarinn leysti úr beiðni varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður þvífelldur úr gildi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 14. janúar 2015 í málinr. 821/2014. 9Varnaraðiligreiði sóknaraðila málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti sem ákveðinn verðurí einu lagi eins og í úrskurðarorði greinir.Úrskurðarorð:Hinn kærði úrskurður erfelldur úr gildi.Varnaraðili, Samtöksparifjárieigenda, greiði sóknaraðila, Kaupþingi ehf., 500.000 krónur ímálskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. október2018I.Með beiðni sem barstdómnum 28. mars sl. gerðu Samtök sparifjáreigenda, Borgartúni 23, 105Reykjavík, kröfu um að Kaupþingi ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík, yrði meðvísan til 68. gr. laga nr. 91/1991 gert með dómsúrskurði skylt að afhendasóknaraðila eftirfarandi gögn sem varnaraðili hefði haft í fórum sínum frá þvíað félagið var rekið sem fjármálafyrirtæki:. Lánssamning Kaupþings banka hf. og Eglu Invest B.V.vegna u.þ.b. 120 milljóna evra láns sem veitt var í janúar 2008 auk fylgigagna,svo sem;lánsumsóknar Eglu Invest B.V. til Kaupþings,mats á lánshæfi Eglu Invest B.V.,mats á tryggingum vegna lánsins.2.Lánssamning Kaupþings banka hf. ogEglu Invest B.V. vegna u.þ.b. 160 milljóna evra láns sem veitt var í mars 2008auk fylgigagna, svo sem;.lánsumsóknar Eglu Invest B.V. til Kaupþings,mats á lánshæfi Eglu Invest B.V.mats á tryggingum vegna lánsins.3. Fundargerðir lánanefndar stjórnar Kaupþings bankahf., 30. janúar, 18. mars og 29.maí 2008 þar sem fjallað var um lánveitingartil Eglu Invest B.V. í tengslum við endurfjármögnun á skuldum Eglu Invest B.V.við Citibank í Bandaríkjunum, auk fylgigagna með lánsumsókn Eglu Invest B.V.og/eða, eftir atvikum, aðrar fundargerðir lánanefndar stjórnar Kaupþings eðaannarra lánanefnda bankans á framangreindu tímabili þar sem fjallað er umlánveitingar Kaupþings til Eglu Invest.4. Samskiptagögn milli Citibank og Kaupþings hf.,þ.m.t. tölvuskeyti, almenn bréf og fundargerðir vegna endurfjármögnunarKaupþings á skuldum Eglu Invest B.V. við Citibank, þ.m.t. sk. „Comfort letter“eða sambærileg bréf um stuðning Kaupþings við Eglu Invest BV vegna efndagagnvart Citibank.Varnaraðili krefstþess að öllum kröfum sóknaraðila verði vísað frá dómi en að öðrum kosti hafnað.Að því marki semfallist yrði á kröfur sóknaraðila er þess krafist að sóknaraðili greiði kostnaðvarnaraðila sem hlýst af því. Þá er krafist ómaksþóknunar varnaraðila tilhanda, sbr. 4. mgr. 79. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Í öllum tilvikum erkrafist málskostnaðar úr hendi sóknaraðila vegna reksturs ágreiningsmáls þessa,að skaðlausu samkvæmt mati dómsins.Málið var tekið tilúrskurðar eftir munnlegan málflutning 21. ágúst sl. Við upphaf málflutningsstaðfesti lögmaður sóknaraðila áður kynnt áform, og féll frá síðustu tveimurkröfum sínum samkvæmt beiðni til dómsins, nr. 5 og 6, þ.e. annars vegar umfjárhæð lána Kaupþings til þriðja aðila með veði, þ.m.t. sölubann, í eiginbréfum á árinu 2007 og 2008 og hins vegar skýrslur sem Kaupþing bank íslitameðferð lét vinna um ársreikninga bankans vegna áranna 2006, 2007 og 2008þar sem til umfjöllunar voru viðskipti bankans við Eglu Invest B.V. og tengdaaðila, stórar áhættur Kaupþings, tengdir aðilar m.t.t lánaáhættu, eigið féKaupþings og annað sem lagt var mat á af hálfu sérfróðra aðila að beiðniskilanefndar og slitastjórnar Kaupþings.Hins vegar útvíkkaðisóknaraðili gagnabeiðni sína við lánveitingar varnaraðila í tengslum viðendurfjármögnun á skuldum Eglu Invest B.V. við Citibank í Bandaríkjunum, viðEglu Invest B.V. Kjalar ehf., Kjalar Invest B.V. og önnur tengd félög þar semsóknaraðila sé ómögulegt að staðhæfa hvaða félög undir stjórn Ólafs Ólafssonarhafi verið hinn formlegi lántaki hjá varnaraðila vegna endurfjármögnunarvarnaraðila á skuldum Eglu Invest B.V. við Citibank. Þessu mótmæltivarnaraðili.Dómari féllst á þaðmeð lögmönnum aðila að málið væri þannig vaxið að það yrði flutt samhliða umfrávísunarkröfu varnaraðila og efnisatriði málsins sbr. heimild í 2. mgr. 100.gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991.II.Með erindisóknaraðila 21. júlí 2017 var þess farið á leit við varnaraðila að afhent yrðuafrit af framangreindum gögnum. Þau gögn eru að sögn sóknaraðila skjöl semfalli undir 3. mgr. 67. gr. eml. og sé ekki ágreiningur um að þau skjöl séutil. Á þeim tíma hafði sóknaraðili, sem fengið hafði framseldar kröfur fráStapa lífeyrissjóði, fyrrum hluthafa í Kaupþingi, höfðað mál á hendur fyrrumstjórnendum og hluthöfum Kaupþings hf. til heimtu bóta vegna markaðsmisnotkunarmeð hlutabréf í Kaupþingi.Með bréfi 14. ágúst2017 hafi Kaupþing ehf. hafnað því að afhenda sóknaraðila umbeðin gögn með vísantil þess að þau væru háð bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtækinr. 161/2002.Þann 11. janúar 2008vísaði Hæstiréttur máli sóknaraðila frá dómi vegna óskýrleika. Í þeim dómi hafimeðal annars komið fram að ekki dygði að vísa eingöngu til atvika sem rakin séuí skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) vegna hruns íslensku bankanna en ímálinu var um viðskipti Kaupþings og Eglu Invest BV, eins stærsta hluthafaKaupþings, vísað til téðrar skýrslu.Sóknaraðili hefurhöfðað að nýju mál gegn Ólafi Ólafssyni með stefnu sem birt var íLögbirtingablaðinu 5. júní sl. Kveður sóknaraðili að sér sé því nauðsyn á aðafla gagna er varða lánsviðskipti Kaupþings og Eglu Invest B.V. sem vísað sétil í kröfugerð.Varnaraðili lýsir ígreinargerð sinni nokkuð ítarlega málavöxtum, málatilbúnaði og niðurstöðu ímáli Hæstaréttar nr. 845/2017, enda telur hann þá málaleitan sem hér er höfðuppi við dóminn sprottna af því máli og kröfur sóknaraðila áþekkar þeim semgerðar voru þar.Dómurinn telur réttað taka þessa lýsingu upp undir reifun málavaxta, samhengisins vegna, ensóknaraðili hefur enga athugasemd gert við þessa lýsingu varnaraðila, sem erefnislega eftirfarandi.Að samkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila í fyrrnefndu máli, og svo sem honumer lýst í dómi Hæstaréttar í því, hafi Stapi lífeyrissjóður átt hlutabréf ívarnaraðila 1. nóvember 2007, sem hann hafði keypt fyrir samtals 4.230.351.596krónur, og hafi síðan keypt frá þeim tíma fram til 7. ágúst 2008 til viðbótarhlutabréf í félaginu fyrir alls 2.161.176.732 krónur. Á tímabilinu frá 1.nóvember 2007 þar til Fjármálaeftirlitið neytti 9. október 2008 heimildar í100. gr. a í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki til að víkja þáverandistjórn varnaraðila Kaupþings frá, taka yfir vald hluthafafundar í félaginu ogsetja yfir það skilanefnd hafi lífeyrissjóðurinn selt hlutabréf í því fyrirsamtals 5.455.837.008 krónur og fengið að auki arð af hlutabréfum sínum aðfjárhæð alls 33.197.560 krónur. Síðastgreindan dag hafi hlutabréf í Kaupþingiorðið verðlaus, en lífeyrissjóðurinn hafi þá átt eftir 196.108 hluti í því.Sóknaraðili hafi þannig kveðið tap lífeyrissjóðsins vegna þessara viðskiptaorðið 902.493.733 krónur. Sóknaraðili hafi kveðið lífeyrissjóðinn hafa eftirþetta framselt sér áðurnefnda 196.108 hluti ásamt skaðabótakröfu, sem hannkynni að eiga vegna þessara viðskipta með hlutabréf í varnaraðila Kaupþingi.Sóknaraðili hafi staðhæft að stefndu í téðu máli, þ.e. Hreiðar MárSigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og SigurðurEinarsson, hafi á árunum 2007 og 2008 staðið að markaðsmisnotkun til að haldauppi verði á hlutabréfum í varnaraðila Kaupþingi og valdið þannig hluthöfum ífélaginu tjóni með því annars vegar að blekkja þá til að kaupa hlutabréf ífélaginu á of háu verði og hins vegar að selja þau ekki áður en þau urðuverðlaus. Stapi lífeyrissjóður, sem sóknaraðili hafi leitt rétt sinn frá, hafiverið meðal þeirra sem hafi orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Á þessum grunnihafi sóknaraðili höfðað fyrrnefnt mál.Í málatilbúnaði sóknaraðila í téðu máli hafi verið byggt á því aðmarkaðsmisnotkun, sem hann taldi stefndu í málinu hafa staðið að í starfsemivarnaraðila og hafa valdið lífeyrissjóðnum tjóni sem sóknaraðili leitaðiskaðabóta fyrir, hafi verið fólgin í sex atriðum. Í fyrsta lagi hafi sóknaraðili vísað til þess að í dómi Hæstaréttar 6.október 2016 í máli nr. 498/2015 hafi þótt sannað að stefndu málsins, Hreiðar,Ingólfur og Sigurður, hafi á tímabilinu frá 1. nóvember 2007 til 8. október2008 staðið að því að deild eigin viðskipta innan varnaraðila Kaupþings hafikeypt verulegan hluta af hlutabréfum í félaginu, sem seld hafi verið ísvonefndum sjálfvirkum pörunarviðskiptum í kauphöll, og látið með því líta svoút að spurn væri eftir hlutabréfunum, sem í raun hafi ekki verið fyrir hendi.Hafi þessir stefndu verið sakfelldir í dóminum fyrir að hafa brotið á þennanhátt gegn 117. gr., sbr. 146. gr., laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.Í öðru lagi hafi stefndu málsins, Hreiðar, Ingólfur og Sigurður, í samadómi verið sakfelldir fyrir að hafa brotið gegn áðurnefndum ákvæðum laga nr.108/2007 með því að hafa staðið að því að varnaraðili seldi hlutabréf ífélaginu, sem hafi safnast fyrir með fyrrgreindum kaupum, til þriggja félaga ístórum viðskiptum, sem hafi farið fram utan kauphallar. Þetta hafi verið gertmeðal annars með þeim skilmálum að félögin þrjú fengju lán frá varnaraðila tilkaupanna án þess að setja aðrar tryggingar fyrir endurgreiðslu lánanna enhlutabréfin, sem keypt voru. Hafi þetta leitt til þess að verði á hlutabréfum ífélaginu hafi verið haldið uppi. Í dóminum hafi stefndi Magnús einnig veriðsakfelldur fyrir hlutdeild í broti hinna þriggja í einum af þessum viðskiptum.Í þriðja lagi hafi sóknaraðili vísað til þess að rakið væri í skýrslu RNAum aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði aðvarnaraðili Kaupþing hafi á því ári veitt félögum í eigu stefnda Ólafs lán aðfjárhæð 280.000.000 evra til að greiða skuldir þeirra við tiltekinn erlendanbanka, sem tryggðar hafi verið með veði í hlutabréfum félaganna í varnaraðilaKaupþingi. Með þessu hafi verið komið í veg fyrir að erlendi bankinn leitaðifullnustu á kröfum sínum með því að ganga að hlutabréfunum, en varnaraðili hafií staðinn fengið tryggingu í bréfunum og eftir það borið af þeim allamarkaðsáhættu. Á þennan hátt hafi því verið forðað að verulegur fjöldihlutabréfa í félaginu færi á markað, en hefði það gerst hefðu þau lækkað mjög íverði. Um þessa ráðstöfun hefðu stefndu málsins allir sammælst. Varnaraðilavirðist fyrirliggjandi beiðni sóknaraðila, a.m.k. samkvæmt liðum 1–4, einkumtengjast þessum þætti.Í fjórða lagi hafi sóknaraðili byggt á því að í sömu skýrslu kæmi fram aðvarnaraðili hefði frá árinu 2004 boðið starfsmönnum sínum að kaupa hlutabréf ífélaginu með lánum frá því, veitt starfsmönnum kauprétt að hlutabréfum ogtryggt þeim sölurétt. Þegar verð á bréfunum hafi farið að lækka á árinu 2007 ogandvirði þeirra ekki lengur nægt til tryggingar fyrir lánunum hafi stefnduHreiðar, Ingólfur og Sigurður ákveðið að varnaraðili myndi ekki neyta réttartil að kalla eftir frekari tryggingum og um leið meinað starfsmönnum félagsinsað selja hlutabréfin. Í kjölfarið hafi þeir samþykkt að gefa eftir ábyrgðstarfsmannanna á endurgreiðslu þessara lána að því leyti sem andvirði hlutabréfannanægði ekki til uppgjörs á lánunum. Með þessu hafi verið komið í veg fyrir mikiðframboð hlutabréfa á markaði og hafi verði þeirra verið haldið þar uppi meðþessum ráðstöfunum.Í fimmta lagi hafi sóknaraðili kveðið Gnúp fjárfestingafélag ehf. hafa 11.desember 2007 selt verulegan fjölda hlutabréfa í varnaraðila Kaupþingi, annarsvegar til Giftar fjárfestingarfélags ehf. og hins vegar AB 57 ehf. Fyrir þeimkaupum í heild hafi Kaupþing veitt lán, til fyrrnefnda kaupandans að fjárhæð20.000.000.000 króna og þess síðarnefnda 3.000.000.000 króna. Fyrir16.000.000.000 króna af láni til þess fyrrnefnda hafi verið veitt veð íhlutabréfunum, en engin trygging hafi verið sett fyrir láninu að öðru leyti.Sóknaraðili telji að verð á hlutabréfum í varnaraðila hefði lækkað ef svoverulegur fjöldi bréfa hefði verið boðinn til sölu á markaði og hafi því„stjórnendur bankans“ tryggt „óeðlilegt verð“ á bréfunum í andstöðu við b-lið1. töluliðar 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007.Í sjötta lagi hafi sóknaraðili vísað til þess að með dómi Hæstaréttar 12.febrúar 2015 í máli nr. 145/2014 hefðu stefndu, Hreiðar, Magnús, Ólafur ogSigurður, verið sakfelldir meðal annars fyrir brot gegn 117. gr., sbr. 146.gr., laga nr. 108/2007 með því að hafa staðið að nánar tilgreindum viðskiptummeð rúmlega 5% af heildarhlutafé í varnaraðila. Hafi sóknaraðili talið aðmarkaðsmisnotkun, sem í þessu hafi falist, hafi haft veruleg áhrif áverðbréfamarkaði, enda hafi lækkun á verði hlutabréfa í varnaraðila Kaupþingi,sem hafi verið nær samfelld frá 2007, „stöðvast við tilkynninguna“ um þessiviðskipti og gengi á bréfunum tekið „í kjölfarið skyndilega kipp upp á við“.Í dómi Hæstaréttar segi að fallast yrði á það með sóknaraðila að honumnægði að reisa staðhæfingar í málatilbúnaði sínum um saknæma háttsemi stefndumálsins á tilvísun til áðurnefndra dóma Hæstaréttar 12. febrúar 2015 og 6.október 2016 að því leyti, sem hann byggði á sakarefni í þeim, enda hefðu þeirdómar fullt sönnunargildi um þau atvik sem í þeim greindi, þar til það gagnstæðayrði sannað, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ímálinu væri um slíkar tilvísanir í dóma þessa að ræða varðandi þrjú (þ.e.væntanlega 1., 2. og 6. atriðið) af þeim sex atriðum sem áður var lýst ogsóknaraðili teldi fela í sér skaðabótaskylda háttsemi stefndu málsins.Um hin atriðin þrjú ætti þetta á hinn bóginn ekki við. Eins og málið lægifyrir Hæstarétti væru málsástæður sóknaraðila um saknæma og ólögmæta háttsemistefndu málsins í þeim tilvikum verulega vanreifaðar og virtust litlum semengum gögnum studdar. Í því sambandi væri þess að gæta að skírskotanir tiláðurnefndrar skýrslu RNA yrðu engan veginn lagðar að jöfnu við tilvísanir tildóma, sem hefðu í málinu bindandi áhrif eftir fyrrgreindu ákvæði laga nr.88/2008.Þá hafi komið fram að þótt rétt væri hjá sóknaraðila að engu gæti breytt umóskipta skaðabótaábyrgð stefndu Hreiðars, Ingólfs, Magnúsar, Ólafs og Sigurðarhvort hlutur hvers þeirra í ætlaðri saknæmri háttsemi kynni að hafa veriðmisjafn, mætti vera ljóst að slík skaðabótaábyrgð gæti ekki fallið á einstakastefndu vegna atvika sem kynnu að hafa gerst áður en þeir áttu hlut að máli. Áskorti að málatilbúnaður sóknaraðila væri nægilega skýr með tilliti til þessa. Loks hafi komið fram að reifun sóknaraðila á atriðum varðandi umfang tjónshans hefði verið háð verulegum annmörkum.III.Sóknaraðili kveðurþau skjöl sem hann óskar afhendingar á varða staðreyndir sem hafi þýðingu í því dómsmáli sem sóknaraðili hafinú þegar höfðað með útgáfu stefnu sem birt var 5. júní sl. í Lögbirtingablaðinuog sé efni þeirra slíkt að vörslumanni þeirra sé skylt að bera vitni um það,sbr. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 91/1991. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafi veriðstaðfest að við mat á því hvort afhending gagna fari í bága við þagnarskylduákvæði,s.s. bankaleynd, sé ekki ástæða til að veitafélögum, sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta, jafn ríka vernd ogeinstaklingum. Í slíkum tilfellum, þar sem málsaðili hafi lögvarða hagsmuni afþví að afla gagna til stuðnings málatilbúnaði sínum, hafi réttur hans þanniggengið framar þagnarskyldu.Í þvímáli, sem sóknaraðili hefur höfðað sé byggt á því að tilteknir stjórnendur oghluthafar Kaupþings banka hf., og aðilar þeim tengdir, hafi gerst sekir umsaknæma og ólögmæta markaðsmisnotkun með tilteknum ráðstöfunum í rekstribankans. Meðal þeirra sé Ólafur Ólafsson, en sumir þessara aðila hafi nú þegarverið dæmdir sekir um refsiverða markaðsmisnotkun. Sé sóknaraðila, samkvæmtalmennum sönnunarreglum, nauðsynlegt að færa sönnur á þær staðhæfingar sembyggt sé á, enda ljóst af dómaframkvæmd Hæstaréttar að skýrsla RNA nægi ekkiein og sér til að færa sönnur á staðhæfingu, ef atvikum er mótmælt. Hafisóknaraðili því lögvarða hagsmuni af öflun áðurnefndra gagna og sésönnunarfærslan fjarri því að vera bersýnilega þarflaus í skilningi 3. mgr. 46.gr. laga nr. 91/1991.Tilþess verði á hinn bóginn að líta að þær upplýsingar sem fram koma í hinumumbeðnu gögnum komi fram í skýrslu RNA og hafi þagnarvernd því í reynd veriðlétt af þeim og séu því hagsmunir varnaraðila engir af því að efni þeirra verðihaldið leyndu, og annarra smávægilegir, ef einhverjir eru, samanborið við þámiklu hagsmuni sem sóknaraðili hafi af því að fá umrædd gögn til framlagningarí málinu.Hvað varði kröfuliði 1–4, sem eru endanlegar kröfursóknaraðila, sé byggt á því í stefnu málsins að Kaupþing hafi með ólögmætumhætti endurfjármagnað lán Eglu Invest B.V. sem síðarnefnda félagið hafðiupphaflega tekið hjá Citibank til þess að koma í veg fyrir að Citibank gengi aðbréfunum sökum veðkalls og þau færu á markað með tilheyrandi gengisfalli áhlutabréfum í Kaupþingi.Samkvæmt upplýsingum úr fjölmiðlum, svo og úr skýrslu RNA,hafi Kaupþing veitt lán til Eglu Invest B.V. annars vegar í janúar 2008, aðfjárhæð u.þ.b. 120 milljónir evra, og hins vegar í mars 2008, að fjárhæð u.þ.b.160 milljónir evra. Sé samtökunum nauðsynlegt að afla þeirra lánssamninga tilað sýna fram á þá lánveitingu. Þá sé samtökunum jafnframt nauðsynlegt að aflafundargerða frá fundunum þar sem ákvörðun um lánveitinguna var tekin ensamkvæmt upplýsingum úr skýrslu RNA hafi ítrekað verið fjallað um hana ífundargerðum lánanefndar stjórnar bankans, m.a. þann 18. mars 2008.Varðiþví öll þau gögn sem óskað er afhendingar á umdeildar staðreyndir semsóknaraðila sé nauðsynlegt að færa sönnur á og því ljóst að hann hafi lögvarðahagsmuni af öflun þeirra, sem gangi framar meintri bankaleynd.Sóknaraðilibyggir kröfu sína á 3. mgr. 67. gr. og2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.IV.Varnaraðila virðist, eins og fyrr segir, kröfur sóknaraðila til komnar afþví, að því er best verður séð, að hann höfði nýtt mál fyrir dómi og hafi uppikröfur, af áþekkum toga og þær sem til umfjöllunar hafi verið í dómiHæstaréttar 11. janúar 2018 í máli nr. 845/2017, þar sem kröfum sóknaraðila varvísað frá dómi.Varnaraðili byggir á öllum sömu málsástæðum til stuðnings frávísun oghöfnun krafna sóknaraðila.Varnaraðili kveðst telja óhjákvæmilegt að vísa til helstu réttarheimildasamhengis vegna, þ.á m. í ljósi þess hvernig málatilbúnaður sóknaraðila sé framsettur.Sóknaraðili kveðist reisa kröfu sína á 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68. gr.laga nr. 91/1991. Í 3. mgr. 67. gr. segi að „nú er skjal í vörslum manns sem erekki aðili að máli, og getur þá aðili krafist að fá það afhent tilframlagningar í máli ef vörslumanni skjalsins er skylt að afhenda það aðilanumán tillits til málsins eða efni skjalsins er slíkt að vörslumanni sé skylt aðbera vitni um það í málinu.“ Kveði sóknaraðili að „[þ]au skjól [sic] sem[sóknaraðili] óski afhendingar á varða staðreyndir sem hafa þýðingu ívæntanlegu í [sic] dómsmáli og er efni þeirra því slíkt að vörslumanni þess séskylt að bera vitni um það, sbr. 1. mgr. 51. gr. laga nr. 91/1991“, en samkvæmtsíðastgreindu lagaákvæði er „[h]verjum manni, sem er orðinn 15 ára, lýturíslenskri lögsögu og er ekki aðili máls eða fyrirsvarsmaður aðila, ... skylt aðkoma fyrir dóm sem vitni til að svara munnlega spurningum sem er beint til hansum málsatvik.“ Í 2. mgr. 68. gr. laga nr. 91/1991 sé mælt svo fyrir að ef vörslumaðurskjals verður ekki við kröfu aðila um að láta það af hendi geti aðili lagt þaugögn sem um getur í 4. mgr. 67. gr. fyrir dómara, ásamt skriflegri beiðni um aðvörslumaður verði skyldaður með úrskurði til að afhenda skjalið fyrir dómi. Efdómari telur ekki útilokað að skjalið hafi þýðingu í málinu kveðji hann aðilaog vörslumann fyrir dóm og gefi þeim kost á að tjá sig um beiðnina. Að þvíloknu kveði dómari upp úrskurð ef með þarf um skyldu vörslumanns til að afhendaaðila skjalið, sbr. þó 69. gr. Í þessu samhengi sé og til þess að líta aðsóknaraðili hafi raunar ekki, á fyrri stigum, farið þess sérstaklega á leit aðfá afhent sum þeirra gagna, sbr. einkum liði 5–6 sem reyndar hafi verið fallið frá,sem tilgreind séu í beiðninni, svo sem lög gera kröfu um, og valdi þetta þávæntanlega sjálfkrafa frávísun eða höfnun þeirra liða.Samkvæmt því sem segir í 4. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991, sem vísað sé tilí 2. mgr. 68. gr. laganna, beri aðili, sem krefst skjals skv. 2. eða 3. mgr.,sönnunarbyrði fyrir því að skjalið sé til og í vörslum þess sem hann heldurfram. Ef staðhæfingum aðila um það er mótmælt beri honum að leggja frameftirrit af skjalinu ef þess er kostur, en lýsa ella efni þess eftir föngum, ogskuli greina frá því hvað eigi að leiða í ljós með skjalinu. Samkvæmt 1. mgr.69. gr. laga nr. 91/1991, sem einnig sé vísað til í fyrrnefndri 2. mgr. 68.gr., hafi skjal, sem er skylt að látaaf hendi skv. 67. gr., að geyma atriði sem hlutaðeiganda væri óskylt eðaóheimilt að bera vitni um, og geti þá dómari ákveðið að skjalið verði lagtfyrir hann í trúnaði og gegn þagnarskyldu og annaðhvort að hann taki eftirritaf því úr skjalinu sem er skylt og heimilt að láta uppi eða geri skýrslu um þauatriði.Í XII. kafla laganr. 91/1991 gefi að líta reglur um öflun sönnunargagna án þess að mál hafiverið höfðað, sem hvergi sé þó vísað til í beiðni sóknaraðila, sbr. einnig hérsíðar. Í 2. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991 sé mælt svo fyrir um að sé hætta á aðkostur fari forgörðum á því að afla sönnunar um atvik sem varðar lögvarðahagsmuni aðila eða að það verði verulega erfiðara síðar, og sé honum þá heimiltað leita sönnunar um atvikið fyrir dómi með vitnaleiðslu eða öflun skjals eðaannars sýnilegs sönnunargagns þótt hann hafi ekki haft uppi kröfu í tengslumvið atvikið í dómsmáli. Aðila sé með sama hætti heimilt að leita sönnunar fyrirdómi um atvik sem varði lögvarða hagsmuni hans og geti ráðið niðurstöðu um þaðhvort hann láti verða af málshöfðun vegna þeirra. Í 3. mgr. sömu lagagreinarsegir að heimildum 1. og 2. mgr. „verður ekki beitt til að afla sannana umrefsiverða háttsemi þar sem ákæruvaldið ætti sókn sakar“. Samkvæmt því sem segií 2. mgr. 78. gr., sé sönnunar „leitað skv. 2. mgr. 77. gr. skuli enn fremurrökstutt hvers vegna sönnunarfærsla þolir ekki bið eða getur ráðið niðurstöðuum hvort mál verði síðar höfðað“. Í 4. mgr. sömu lagagreinar segi að dómarikveðji aðila fyrir dóm þar sem sönnunarfærsla fer fram. Ef beiðni varðar aðraaðila skuli þeir einnig kvaddir fyrir dóm, enda þoli málefnið þá bið sem leiðiaf því. Í 1. mgr. 79. gr. segi að við öflun sönnunar eftir fyrirmælum þessakafla skuli farið eftir ákvæðum II. og VII.–X. kafla eftir því sem átt getivið.---------Varnaraðili telurkröfu sóknaraðila haldna margvíslegum annmörkum. Í fyrsta lagi bendir hann á að krafa sóknaraðilasé eingöngu studd fyrirmælum X. kafla laga nr. 91/1991. Þau ákvæði, svo sem þauberi með sér, taki á hinn bóginn til öflunar sönnunargagna undir rekstri málssem þegar hafi verið höfðað. Sú hafi ekki verið raunin þegar beiðni sóknaraðilahafi verið send dómnum og valdi þetta þá þegar frávísun, en að öðrum kostihöfnun á öllum kröfum sóknaraðila.Eigi á hinn bóginn að skilja dómkröfu sóknaraðila á þann veg að krafan sé íraun réttri studd við fyrirmæli XII., sbr. X. kafla, laga nr. 91/1991, semvarnaraðili mótmælir að rúmist innan málatilbúnaðar sóknaraðila svo sem hann erúr garði gerður, sé þess annars vegar að gæta að samkvæmt 3. mgr. 77. gr.laganna verði heimildum 1. og 2. mgr. „ekki beitt til að afla sannana umrefsiverða háttsemi þar sem ákæruvaldið ætti sókn sakar“. Þegar litið sé á hinnbóginn til málatilbúnaðar sóknaraðila í fyrrnefndu Hæstaréttarmáli nr.845/2017, og málatilbúnaðar í því máli sem nú hafi verið höfðað, sbr. fyrriumfjöllun, grundvallist skaðabótakrafa sóknaraðila á því að stefndu þess málshafi staðið að markaðsmisnotkun í starfsemi varnaraðila, sem teldist þá verarefsiverð háttsemi þar sem ákæruvald eigi sókn sakar. Bresti því heimild tilöflunar umbeðinna gagna eftir fyrirmælum 3. mgr. 77. gr. Hins vegar sé til þessað líta, burtséð frá framangreindu, að beiðni sóknaraðila fullnægi ekki þeimlagaáskilnaði 2. mgr. 78. gr. að rökstutt sé „hvers vegna sönnunarfærsla þolir ekki bið eða getur ráðiðniðurstöðu um hvort mál verði síðar höfðað“. Um síðasttalda atriðið sé þesseinnig að gæta að þegar beiðni sóknaraðili hafi borist hafði nýtt mál ekkiverið höfðað, og því ekki um það að ræða að sönnunarfærsla hafi getað ráðið þvíhvort mál yrði síðar höfðað. Um fyrrnefnda atriðið verði ekki séð að hætta sé áað kostur fari forgörðum á því að afla sönnunar um atvik eða að það verðiverulega erfiðara síðar þótt öflun sönnunargagna fari fram undir rekstri málseftir fyrirmælum X. kafla laga nr. 91/1991, og slíkt sé a.m.k. í engu rökstuttí beiðni sóknaraðila. Raunar skorti á, sér í lagi varðandi suma liði í beiðnisóknaraðila, að sýnt sé fram á lögvarða hagsmuni af öflun einstakra gagna, þ. ám. tengsl þeirra við það mál sem hafinn er rekstur á, svo sem gera verði kröfutil af hálfu sóknaraðila. Séu slíkir hagsmunir í öllu falli vanreifaðir og þeimmótmælt sem ósönnuðum og óljósum. Þess sé einnig að gæta að telji dómurinn aðbeiðni sóknaraðila sé að réttu lagi reist á ákvæðum XII. kafla laga nr. 91/1991beri honum í samræmi við fyrirmæli 4. mgr. 78. gr. laganna að kveðja fyrir dómaðra þá aðila sem beiðnin varðar. Verður ekki séð að svo hafi verið gert.Varnaraðili vísar íþriðja lagi til þess að til að unnt sé að ganga svo langt við skýringu áorðalagi dómkröfu sóknaraðila að hún verði talin byggð á fyrirmælum XII. kaflalaga nr. 91/1991, sbr. X. kafla sömu laga, verði að gæta að því að í ákvæðum X.kafla laga nr. 91/1991 sé því lýst hvernig aðili geti neytt úrræða til að fátil framlagningar í máli skjal, sem sannanlega sé þegar orðið til og aðilinngeti að minnsta kosti að einhverju marki lýst hvers efnis sé, sbr. áðurreifaða4. mgr. 67. gr. laganna. Sóknaraðili geti því ekki stuðst við þessi ákvæði tilað fá varnaraðila skyldaðan til að afhenda sér ótilgreind gögn, sem aðeins sélýst undir sameiginlegu heiti með tilliti til tegundar þeirra eða ætlaðs efnis,og enn síður til að búa slík gögn til, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar 13. mars 2017 ímáli nr. 43/2017. Taki málatilbúnaður sóknaraðila sjáanlega ekki nægilegt miðaf þessu, ekki hvað síst varðandi lið 3 í beiðni sóknaraðila. Séu liðir 1–2,a.m.k. að hluta til, sama marki brenndir. Varnaraðili tekurvegna þessa sérstaklega fram varðandi liði 1–4 að hann kunni að hafa í vörslumsínum einhver þau gögn sem gætu rúmast innan fyrrnefndra liða, en hafi á hinnbóginn ekki heildstæða mynd af þeim.---------Varnaraðili vísareinnig til þess að öll þau gögn eða upplýsingar sem sóknaraðili óskar eftirvirðist eiga það sammerkt að falla undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr.161/2002 um fjármálafyrirtæki, sem varnaraðili telur sig bundinn af enda hafihann á sínum tíma óumdeilanlega verið fjármálafyrirtæki sem hafi fallið undirgildissvið laga nr. 161/2002.Undir lið 1 sé krafist aðgangs að lánssamningi á milli varnaraðila og EgluInvest B.V. „vegna u.þ.b. 120 milljón evru láns sem veitt var í janúar 2008 aukfylgigagna svo sem ...“, og undir lið 2 aðgangs að lánssamningi milli sömuaðila „vegna u.þ.b. 160 milljón evru láns sem veitt var í mars 2008 aukfylgigagna svo sem ...“. Samkvæmt lið 3 sé óskað aðgangs að fundargerðumvarnaraðila, á nánar tilgreindum dagsetningum, „þar sem fjallað var umlánveitingar til Eglu Invest BV í tengslum við endurfjármögnun á skuldum EgluInvest BV við Citibank í Bandaríkjunum“, auk frekari gagna, þ.m.t. fundargerða,þar sem sú lánveiting sem sóknaraðili lýsir á að hafa verið til umfjöllunar.Samkvæmt lið 4 vilji sóknaraðili fá aðgang að „samskiptagögn[um] milli Citibankog Kaupþings hf., þ.m.t. ... vegna endurfjármögnunar Kaupþings á skuldum EgluInvest BV við Citibank, þ.m.t. sk. „Comfort letter“ eða sambærileg bréf umstuðning Kaupþings við Eglu Invest B.V. um efndir gagnvart Citibank“. Hér sé bersýnilegaum að ræða atriði sem varði „viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna“ ískilningi 58. gr. laga nr. 161/2002 og teljist því vera háð þagnarskyldu. Telurvarnaraðili að „Citibank“ teljist jafnframt til viðskiptamanns í skilningi sömulagagreinar, en ellegar með lögjöfnun frá ákvæðinu, auk þess sem að með því aðveita upplýsingar/aðgang að gögnum, sem tengjast Citibank sé verið að veitaupplýsingar/aðgang að gögnum um Eglu Invest B.V. Geti heldur engu breytt þóttvarnaraðili hafi á sínum tíma verið tekinn til slita eftir fyrirmælum laga nr.161/2002. Reglur um bankaleynd séu settar til hagsbóta viðskiptamönnum, ekkifjármálafyrirtækinu sjálfu, auk þess sem varnaraðili sé ekki lengur undirslitum. Hafi sóknaraðili heldur ekki bent á nein þau atriði svo hald sé í semréttlæti afnám þagnarskyldu, þ. á m. gagnvart Eglu Invest B.V, og því sémótmælt að skilyrði standi til slíks. Sömuleiðis sé að því að gæta að beiðnisóknaraðila, t.d. undir lið 3 þar sem óskað er aðgangs að fundargerðum, sé ekkinægilega bundin við málefni Eglu Invest B.V., sem hljóti að lágmarki að þurfaað gera kröfu til.Vegna tilvísunarsóknaraðila til 1. mgr. 51. gr. laga nr. 91/1991, um skyldu aðila „til að komafyrir dóm sem vitni til að svara munnlega spurningum sem er beint til hans ummálsatvik“, þá ryðji þetta ákvæði ekki til hliðar fyrirmælum um bankaleynd,sbr. meðal annars b- og d-liði 2. mgr. 53. gr. sömu laga og almennar reglur umþagnarvernd og trúnaðarskyldu. Raunar, svo sem sakarefninu sé lýst af hálfusóknaraðila sem „markaðsmisnotkun“, væri vitni rétt að skorast undan því aðsvara spurningum um þessi atriði á grundvelli 3. mgr. 52. gr. sömu laga.Hagsmunir sóknaraðila af því að fá þessi gögn/upplýsingar takmarki heldur ekkigildissvið 58. gr. né „að þær upplýsingar sem fram koma í hinum umbeðnu gögnumkoma fram í skýrslu RNA og hefur þagnarvernd því í reynd verið létt af þeim ...“, sem virðist þess utan ekki alls kostar rétt.---------Samkvæmt því semsegi í 1. mgr. 69. gr. laga nr. 91/1991, og sem áður segi, hafi skjal, sem séskylt að láta af hendi skv. 67. gr., að geyma atriði sem hlutaðeiganda værióskylt eða óheimilt að bera vitni um, og geti þá dómari ákveðið að skjaliðverði lagt fyrir hann í trúnaði og gegn þagnarskyldu og annaðhvort að hann takieftirrit af því úr skjalinu sem er skylt og heimilt að láta uppi eða geriskýrslu um þau atriði. Að því marki, og í tengslum við, að varnaraðila yrðigert að afhenda sóknaraðila nánar tilgreind skjöl/upplýsingar, fer varnaraðiliþess á leit að dómurinn neyti þessarar heimildar. ---------Að því marki semfallist yrði á kröfur sóknaraðila er þess krafist að sóknaraðili greiði kostnaðvarnaraðila sem hlýst af því, sbr. 4. mgr. 79. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Þá er krafist ómaksþóknunar varnaraðila til handa, sbr. sömu lagagrein.Um lagarök vísastmeðal annars til X. og XII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þávísast til 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og grunnreglna umþagnarvernd. Um kröfu um málskostnað vísast til XXI. kafla laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála.V.Með bókun sem lögðvar fram í þinghaldi 28. júní sl. bætti sóknaraðili, eins og fram er komið, viðbeiðni sína og snýr hún nú að lánveitingum varnaraðila í tengslum viðendurfjármögnun á skuldum Eglu Invest B.V. við Citibank í Bandaríkjunum, viðEglu Invest B.V. Kjalar ehf., Kjalar Invest B.V. og önnur tengd félög þar semsóknaraðila væri ómögulegt að staðhæfa hvaða félög undir stjórn ÓlafsÓlafssonar hefðu verið hinn formlegi lántaki hjá varnaraðila vegnaendurfjármögnunar varnaraðila á skuldum Eglu Invest B.V. við Citibank. Í næstaþinghaldi 6. júlí mótmælti varnaraðili þessu, sem hann kallaði rýmkun ágagnabeiðni sóknaraðila, en vísaði til krafna og málsástæðna í greinargerðsinni, ef fallist yrði á að þessi leið væri tæk.Dómurinn telur aðundir ákveðnum kringumstæðum geti ekkert hindrað sjálfkrafa útvíkkun ágagnabeiðni eins og sóknaraðili freistar að gera, a.m.k. ekki ef um samasakarefni er að ræða, útvíkkuð beiðni er rökstudd með fullnægjandi hætti tilsamræmis við upphaflega beiðni og talið verði að möguleikar varnaraðila til aðbregðast við slíku í sama máli séu ekki skertir.Á hinn bóginn telurdómurinn þessa útvíkkun vanreifaða af hálfu sóknaraðila, m.a. tengsl ÓlafsÓlafssonar við umrædd félög, en þótt upplýsingar liggi væntanlega fyrir, ogjafnvel víða, um einhver tengsl þarna verður að gera þá kröfu að slík tengslséu útskýrð í beiðni til dómsins. Þá er bókunin orðuð með þeim hætti að ætla máað óskað sé upplýsinga um skuldir Eglu Invest B.V. við þessi félög í meintrieigu Ólafs Ólafssonar en það fer illa saman við málatilbúnað sóknaraðila aðöðru leyti. Því verður þessaribeiðni/kröfu vísað frá dómi. Hægur vandi er og væntanlega fyrir sóknaraðila aðítreka þessa beiðni með frekari rökstuðningi í nýju máli, þar sem varnaraðilagefst þá kostur á að taka til fullra varna.-------Dómurinn telur þaðekki geta komið að sök þótt sóknaraðili hafi, þegar hann bar fram kröfur sínarí málinu 4. maí sl., vísað til X. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991,þ.e. eins og mál hefði þá þegar verið höfðað. Sóknaraðili höfðaði mál semvarðar kröfur hans með stefnu sem birtist í Lögbirtingablaðinu rétt um mánuðisíðar eða 5. júní sl. en stefnan er rituð 3. maí. Þó að varnaraðili hafi skilaðgreinargerð í málinu 1. júní, þ.e. áður en stefnan var birt, verður ekki sagtað það hafi komið niður á málatilbúnaði hans í greinargerð, en einnig lagðivarnaraðili fram bókun í þinghaldi 28. júní sl., án andmæla varnaraðila, þarsem hann fjallaði sérstaklega um stefnu sóknaraðila og áhrif hennar ámálatilbúnaðinn. Af beiðni sóknaraðila má og ráða að stefna hafi þá verið ífarvatninu. Því telur dómurinnástæðulaust að horfa til ákvæða XII. kafla laganna við úrlausn málsins, heldurverði litið til X. kafla eins og sóknaraðili vísar til.-------Aðilidómsmáls getur krafist atbeina þriðja manns til sönnunarfærslu undir rekstrimáls með því annaðhvort að fá hann skyldaðan til að koma fyrir dóm til að gefaskýrslu sem vitni eða til að afhenda tiltekið skjal eða annað sýnilegtsönnunargagn til framlagningar þar, enda sanni aðili að sönnunargagnið sé tilog í vörslum þess manns. Getur aðili þá beitt 3. mgr. 67. gr. og 2. mgr. 68.gr. laga nr. 91/1991 til að fá þriðja mann skyldaðan til að láta slík gögn íté, eða eftir atvikum farið þá leið sem boðin er í 1. og 2. mgr. 69. gr.laganna ef þörf er á.Ágreiningslauster að varnaraðili hefur stöðu þriðja manns í skilningi framangreindra ákvæða,þ.e. vörslumanns. Varnaraðili hefur ekki heldur mótmælt því að hafa þau gögnsem sóknaraðili óskar eftir að fá afhent. Í greinargerð fjallar hann um ölltormerki á því að hann hafi gögn samkvæmt 5. og 6. tölulið í upphaflegrikröfugerð en sóknaraðili hefur fallið frá þeim kröfum. Varnaraðili telur hinsvegar að hann kunni að hafa gögn samkvæmt öðrum töluliðum þótt hann hafi ekkiheildstæða mynd af því eða hafði ekki þegar greinargerð hans var rituð.Dómurinntelur því að skilyrðum 4. mgr. 67. gr. sé fullnægt enda verður gengið út fráþví að fjármálafyrirtæki sem stundar útlán búi yfir gögnum eins og þeim semkrafist er afhendingar á, og er því reyndar ekki mótmælt.-------Hagsmunisína af beiðni sinni rökstuddi sóknaraðili þannig í beiðninni sjálfri að í því máli sem sóknaraðilihugðist þá höfða yrði byggt á því að tilteknir stjórnendur og hluthafar Kaupþingsbanka hf., og aðilar þeim tengdir, hefðu gerst sekir um saknæma og ólögmætamarkaðsmisnotkun með tilteknum ráðstöfunum í rekstri bankans. Meðal þeirra væriÓlafur Ólafsson. En sumir þeirra hefðu nú þegar verið dæmdir sekir umrefsiverða markaðsmisnotkun, sbr. Hæstaréttarmál nr. 145/2014 og nr. 498/2015.Væri stefnanda, sóknaraðila, samkvæmt almennum sönnunarreglum, nauðsynlegt aðfæra sönnur á þær staðhæfingar sem fram myndu koma í stefnu, en afdómaframkvæmd Hæstaréttar væri ljóst að skýrsla RNA nægi ekki ein og sér til aðfæra sönnur á staðhæfingu, ef atvikum er mótmælt. Hefði stefnandi því lögvarðahagsmuni af öflun áðurnefndra gagna og sönnunarfærslan væri fjarri því að verabersýnilega þarflaus í skilningi 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991. Eins og áðurer rakið höfðaði sóknaraðili strax í kjölfar beiðninnar mál sem hann beindieinungis að Ólafi Ólafssyni en ekki öðrum fyrrverandi stjórnendum eða hluthöfumbankans, eins og hann gerði í máli Hæstaréttar nr. 845/2017, sbr. framangreint.Ljóst má þó vera að um sama málatilbúnaðinn er að ræða og hin meintaskaðabótaskylda háttsemi byggð á framangreindum ávirðingum og þeim sömu atvikumog málsástæðum, eftir því sem best verður séð, og byggt var á í framangreindumáli. Þávísar sóknaraðili um hagsmuni sína hvað varðar liði 1–4 í kröfugerð til þess að byggt yrði á því í stefnu málsins að Kaupþinghefði með ólögmætum hætti endurfjármagnað lán Eglu Invest B.V. sem síðarnefndafélagið hafði upphaflega tekið hjá Citibank til þess að koma í veg fyrir aðCitibank gengi að bréfunum sökum veðkalls og þau farið á markað með tilheyrandigengisfalli á hlutabréfum í Kaupþingi. Þess vegna sé sóknaraðila nauðsyn að fáí hendur þau gögn sem um ræðir.Tilsanns vegar má færa að sóknaraðili hefði mátt gera ítarlegri grein fyrirhagsmunum sínum í beiðninni til dómsins þar sem ekki lá fyrir ný málshöfðun áþeim tíma. Þetta verður þó heldur ekki talið koma að sök þar sem varnaraðilitelur í sinni greinargerð, með réttu, ljóst að beiðnin varði sama sakarefni ogfjallað var um í dómi Hæstaréttar nr. 845/2017, sbr. af því tilefni ítarlegareifun hans í greinargerð á þeim dómi. Því verður að telja haldlausa þámálsástæðu varnaraðila í bókun sem lögð var fram 28. júní sl. að í ljósi þessað Hæstiréttur hefði vísað frá framangreindu máli og gagnabeiðni sóknaraðilahefði komið fram áður en nýtt mál hefði verið höfðað hafi í raun verið ákveðiðtómarými í málinu á þeim tíma og sóknaraðili hafi þá ekki haft lögvarðahagsmuni af beiðninni og beri að vísa henni frá eða hafna henni af þeim sökum.Beiðnin var til umfjöllunar fyrir dómnum þegar nýtt mál var höfðað vegnasakarefnisins, en það var gert innan sex mánaða frá því að dómur Hæstaréttargekk 11. janúar sl. Af beiðninni má og ráða að sóknaraðili hafði þá þegardregið útlínur nýs máls og skrifað stefnu málsins án þess þó að stefna hefðiverið birt.Þvíverður talið ótvírætt að til grundvallar beiðni sóknaraðila liggi brýnir oglögvarðir hagsmunir hans. Jafnframt verður því hafnað út frá sömu sjónarmiðumað beiðnin beinist að atriðum sem bersýnilegt sé að skipti ekki máli og eigiþannig ekki erindi inn í málið sem sóknaraðili hefur höfðað eða séutilgangslaus til sönnunar. Því girðir 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 ekkifyrir að fallist verði á beiðni sóknaraðila.-------Varnaraðilitelur að þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtækistandi því í vegi að hægt sé að fallast á kröfur sóknaraðila. Fallast verður áað flest ef ekki öll þau gögn sem óskað er eftir séu þeirrar gerðar að þau séuað öllum líkindum af þeim sökum undirseld ákvæðinu. Því verður að líta nánartil þeirra hagsmuna sem felast í því að full leynd ríki áfram um skjölinandspænis þeim hagsmunum sem sóknaraðili hefur af því að fá gögnin afhent.Tilþess að unnt sé að meta hvort beiðni um gögn eða upplýsingar fari í bága viðþagnarskyldu samkvæmt 58. gr. verður sá sem óskar aðgangs að gögnunum aðtilgreina nægilega skýrt hvaða gagna sé óskað. Almenn staðhæfingfjármálafyrirtækis um að gögn séu háð þagnarskyldu leiðir á hinn bóginn ekkiein og sér til þess að þau verði ekki afhent. Er það hlutverk dómstóla aðleggja mat á það í hverju tilviki hvort í bága fari við þagnarskyldu að veitaupplýsingar eða afhenda gögn, sbr. til að mynda athugasemdir um 58. gr. ífrumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2002. Við það mat hefur m.a. verið lagttil grundvallar, sbr. fordæmi Hæstaréttar, að ekki sé ástæða til að veitafélögum, sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta eða slita, jafn ríka verndog einstaklingum, sbr. XII. kafla laga nr. 161/2002, en varnaraðili var íslitameðferð og engu breytir að mati dómsins þótt henni sé nú lokið. Verndingeti ekki aukist við það og farið í fyrra horf, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr.385/2016.Hérhlýtur að verða horft til þess að gögn þau sem óskað er afhendingar á eru númeira en tíu ára gömul, þ.e. þær ákvarðanir og þau samskipti sem um ræðir áttusér stað fyrir bankahrun hér á landi í byrjun október 2008, eða nánar tiltekiðí janúar og maí það ár.Dómurinntelur að það hafi ekki verið nægjanlega rökstutt hvers vegna þau gögn sem umræðir séu þess eðlis að brýnir hagsmunir varnaraðila krefjist þess að þau farileynt. Eins og fram hefur komið er umræddra lánveitinga til Eglu Invest B.V.getið í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ekkert liggur fyrir í málinu sem gefurvísbendingar um hver starfsemi Eglu Invest B.V. er í dag og hvers vegna þaðgæti skaðað félagið að umbeðnar upplýsingar yrðu veittar nú, rúmum tíu árumeftir þessar ráðstafanir. Þá er jafnframt með öllu óútskýrt hvernig Citibankþurfi undir þeim kringumstæðum sem hér eru uppi, og eftir allan þennan tíma,vernd á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002.Áhinn bóginn verður ekki betur séð en að brýnir hagsmunir sóknaraðila geti legiðtil þess að fá umræddar upplýsingar eins og hann byggir upp mál sitt sem höfðaðvar 5. júní sl., þótt hitt geti allt eins verið að gögnin muni ekki nýtasthonum og jafnvel orðið til þess að rýra málstað hans. Um það verður ekkertfullyrt nema að gögnin fáist afhent. Aðsvo komnu máli verður hins vegar að líta svo á að hagsmunir sóknaraðila af þvíað fá umrædd gögn afhent séu meiri en hagsmunir varnaraðila og eftir atvikumþriðja manns af því að leynd haldist.Meðvísan til framangreindra sjónarmiða verður annars vegar hafnað kröfuvarnaraðila um frávísun á málinu í heild en hins vegar fallist á kröfursóknaraðila, eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Meðhliðsjón af 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 er ljóst að gæta þarf varfærniþegar úrskurður héraðsdómara um afhendingu eða aðgang að gögnumfjármálafyrirtækis er túlkaður. Leiki vafi á því hvort tilteknar tegundirsamninga eða skjala falli undir úrskurðarorð dómsins gæti varnaraðili allajafnan synjað um aðgang að hlutaðeigandi upplýsingum. Væri þá sóknaraðila, efhann teldi þörf, heimilt í framhaldi af slíkri synjun að gera nýja kröfu fyrirdómi um aðgang að slíkum gögnum. Þrátt fyrir orðalag í kröfum sóknaraðila nr. 1og 2, þ.e. „auk fylgigagna svo sem:“ sem þannig tilgreinir ekki ákveðin skjölsem alla jafnan er talið skilyrði fyrir afhendingu gagna verður að teljatilgreininguna nægjanlega þar sem hún miðast einvörðungu við tiltekinn ogafmarkaðan lánasamning. Jafnframt liggur í hlutarins eðli að mat varnaraðila áþví hvað teljist til fylgigagna með lánasamningum, þ.e. þegar hann villuppfylla skyldur sínar samkvæmt úrskurðarorði, sætir ekki endurskoðun eðakallar á athugasemdir sóknaraðila nema hann verði upplýstur um vafaatriði hvaðþetta varðar. Sömu sjónarmið eiga væntanlega við um orðalagið „sambærileg bréf“í kröfu nr. 4. Þá geta gögn samkvæmt 3. kröfu varðandi fundargerðir einungis,eðli máls samkvæmt, varðað málefni Eglu Invest B.V. og er því varnaraðila réttað afmá aðrar upplýsingar. Með vísan til framangreindra sjónarmiða þykir dómnumekki ástæða til að takmarka kröfur sóknaraðila.Vegnakröfu varnaraðila um kostnað sem kann að hljótast af því að finna til ogafhenda gögn þá athugist að ekki er gert ráð fyrir því í lögum nr. 91/1991 aðheimilt sé að synja um aðgang eða afhendingu gagna með vísan til þess kostnaðarsem aðili hefur af slíkri afhendingu eða veitingu aðgangs. Hins vegar kann aðvera að aðili sem skyldaður hefur verið til að afhenda gögn geti eftir atvikumátt fjárkröfu gegn aðila dómsmáls vegna kostnaðar sem hann hefur orðið fyrir ogeigi þess kost að krefjast endurgreiðslu slíks kostnaðar samkvæmt almennumreglum. Engin heimild er í X. kafla laganna um að úrskurða kostnað vegna þessaog ekki eru heldur efni til að úrskurða varnaraðila ómaksþóknun, enda er ekki hægtað mati dómsins að beita hér 4. mgr. 79. gr. laganna sem gildir að mati dómsinseinungis um mál samkvæmt XII. kafla laganna. Kröfum varnaraðila í þessa veruverður því hafnað.Dómurinntelur að endingu ekki ástæðu til að nýta heimild í 1. mgr. 69. gr. laga nr.91/1991 til að skoða umrædd gögn, hvorki þau öll né hluta þeirra, áður enákvörðun er tekin um afhendingu þeirra, enda verður ekki séð, og það hefur ekkiverið rökstutt með nægjanlegum hætti, að nauðsyn sé á því að beita úrræðinu.Ekkiverður séð að krafist hafi verið málskostnaðar af hálfu sóknaraðila og verðurhann því ekki dæmdur.Málið fluttu Hróbjartur Jónatansson lögmaður fyrir sóknaraðila og Stefán A.Svensson lögmaður fyrir varnaraðila. LárentsínusKristjánsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan að gættri 1. mgr. 115. gr.laga nr. 91/1991. Dómarinn tók við meðferð málsins 6. júní sl.ÚRSKURÐARORÐ:Kröfu sóknaraðila þar sem gagnabeiðni var útvíkkuð með bókun sem lögð varfram á dómþingi 28. júní sl. er vísað frá dómi.Varnaraðila Kaupþingi ehf. er skylt að afhenda sóknaraðila, Samtökumsparifjáreigenda, afrit af þeim gögnum sem krafist er afhendingar á samkvæmtkröfum nr. 1, 2, 3 og 4 í beiðni sóknaraðila til dómsins.
|
Mál nr. 420/2002
|
Kynferðisbrot Nauðgun Miskabætur Sératkvæði
|
G var ákærður fyrir að hafa nauðgað stúlkunni X. Í héraðsdómi var framburður X talinn staðfastur og í heild trúverðugur en framburður G ekki fyllilega staðfastur. Í ljósi þess að X bar öll merki þess að hafa orðið fyrir verulegu áfalli í húsi G umræddan morgun þótti ekki varhugavert að leggja framburð hennar um málsatvik til grundvallar niðurstöðu málsins. Með hliðsjón af aldursmuni þeirra X og G, því að G var talsvert drukkinn, stærri og sterkari, var það mat dómsins að ekki væri til staðar neinn vafi á því að G hefði neytt aflsmunar til að ná fram vilja sínum. Var G því fundinn sekur um brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var niðurstaða héraðsdóms um tveggja ára fangelsi og greiðslu miskabóta staðfest með þeirri athugasemd að framburður X væri í heild trúverðugur, sbr. myndband sem dómarar höfðu skoðað af skýrslu hennar fyrir dómi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 27. ágúst 2002 samkvæmt yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd og miskabætur hækkaðar í 800.000 krónur. Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvalds og frávísunar bótakröfu, en til vara að refsing verði milduð og bætur lækkaðar. Eins og fram kemur í héraðsdómi var skýrsla brotaþola fyrir dómi tekin upp á myndband. Dómarar Hæstaréttar hafa skoðað myndband þetta og taka undir það með héraðsdómi, að framburður hennar sé í heild trúverðugur. Með þessari athugasemd og annars með skírskotun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann um annað en vexti, sem dæmast eins og í dómsorði greinir. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins svo sem segir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Guðmundur Magnús Elíasson, skal sæta fangelsi í 2 ár. Ákærði skal greiða X 604.500 krónur í skaðabætur með vöxtum af 600.000 krónum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 18. ágúst 2001 til 16. nóvember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 604.500 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 200.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Sératkvæði Garðars Gíslasonar I. Svo sem í héraðsdómi greinir kom kærandi heim til sín snemma morguns laugardaginn 18. ágúst 2001 á nærfötum einum klæða og sagði móður sinni grátandi að sér hefði verið nauðgað. Lögreglan var kvödd á staðinn og reyndi lögreglumaður að tala við kæranda, en hún var vart viðræðuhæf. Hún sagði að hún hafi verið í gleðskap hjá ákærða, verið ein eftir og á förum er ákærði hefði „heft för hennar og dregið hana aftur inn í húsið og nauðgað henni.“ Hún hafi síðan komist út og hlaupið heim. Lögreglan fór heim til ákærða, vakti hann þar sem hann svaf í rúmi sínu og tjáði honum að hann væri grunaður um kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. Kærandi var þá ný orðin 17 ára. Lögreglumaður á Y talaði við kæranda kl. 17.10 sama dag. Samkvæmt skýrslu hans lýsti hún atburðum þannig að ákærði hafi hindrað hana í að fara og sagt að hann ætti eftir að ræða betur við hana, tekið í hægri handlegg hennar og dregið hana inn í svefnherbergið. Hún hafi reynt að slíta sig lausa en ekki getað það þar sem ákærði var svo sterkur. Hún hafi dottið upp í rúmið og hann hafi þá klætt hana úr buxunum og sokkabuxunum. Hún hafi reynt að sparka í hann en ekki tekist. Ákærði hafi tekið hægri fót hennar og fært hann upp á vinstri öxl sér og lagst við hliðina á henni, fært nærbuxur hennar til hliðar frá kynfærunum og hafið við hana samfarir. Hún hafi ekkert getað streist á móti í fyrstu en síðan tekist að slá með hægri hendinni eða olnboga í ákærða „sem lá hægra megin við hana.“ Þá hafi hún náð að sleppa út. Lögreglumaðurinn bar fyrir héraðsdómi að kærandi hefði í viðtali þessu verið yfirveguð og í góðu jafnvægi og frásögn hennar verið greinargóð. Kærandi gaf skýrslu fyrir héraðsdómi á Y 12. næsta mánaðar. Eins og í héraðsdómi greinir var skýrslan tekin upp á myndband, en stúlkan kom ekki aftur fyrir dóm við aðalmeðferð 17. maí 2002. Hún lýsti því hvernig ákærði hafi dregið hana inn í svefnherbergið, ýtt henni í rúmið, klætt hana úr buxunum og neytt hana til samræðis. Hún var spurð hvernig hún hafi legið í rúminu. Hún sagðist hafa legið á bakinu og hann ofan á sér en „einhvern veginn löppina upp einhvern veginn þannig að ég gæti ekkert ...“ Hann hafi ekki beitt hana ofbeldi en „bara hélt hérna fast.“ Eins og fyrr segir fóru lögreglumennirnir kl. 8.45 um morguninn til ákærða og vöktu hann. Hann var að sögn lögreglu mjög illa áttaður og ringlaður en klæddi sig og fór með þeim á lögreglustöð, þar sem honum var kynntur réttur handtekins manns. Lögreglumaður sá sem tók skýrslu af kæranda kl. 17.10 þennan sama dag á Y tók einnig skýrslu af ákærða á Z kl. 20.47 um kvöldið. Ákærði lýsti teitinu í íbúð hans. Hann og kærandi hafi setið saman í sófanum. Milli klukkan fjögur eða fimm um morguninn hafi hún ákveðið að vera eftir þegar hin fóru. Þau hafi látið vel hvort að öðru í sófanum en hún hafi sofnað þar og hann vakið hana. Hún hafi farið inn í rúm og lagt sig og hann hafi lagst við hlið hennar og sofnað en vaknað við það að hún rauk upp með andfælum. Aðspurður sagði hann að hann hafi ekki sér vitandi haft við hana samfarir. Ákærði gaf aftur skýrslu hjá lögreglu 23. ágúst 2001 og kvaðst vilja breyta einu atriði í fyrri skýrslu. Allt sem hann hafi sagt hafi verið rétt nema að það sé möguleiki á að hann hafi haft mök við stúlkuna, en það hafi ekki verið nauðgun. Hún hafi afklæðst sjálf og farið í rúmið og hann með hennar samþykki lagst við hliðina á henni, bæði í nærbuxunum. Þau hafi legið hlið við hlið og hafið samfarir en hann hætt fljótlega. Svo hafi þau legið saman þegar hún hafi vaknað í hræðslukasti, staðið upp úr rúminu og farið fram og sagt að hún vildi fara heim. Fyrir héraðsdómi bar ákærði á sama veg og sagði að hann hafi hætt strax þegar hann fann að hún vildi þetta ekki. II. Eins og að framan greinir sagði kærandi fyrst lögreglu þannig frá atburðinum, að ákærði hefði lagst við hlið hennar og nauðgað henni, en fyrir dómi sagði hún að hann hafi legið ofan á henni. Ákærði hefur frá því hann fyrst viðurkenndi samfarir við stúlkuna hjá lögreglu 23. ágúst lýst því að hann hafi verið við hliðina á henni og þau hafi legið hlið við hlið, eins og lögreglumaðurinn hafði eftir henni 18. ágúst. Fyrir dómi var stúlkan ekki sérstaklega spurð um þessa breyttu lýsingu og í héraðsdómi er ekkert fjallað um hana. Stúlkan var allsgáð en ákærði drukkinn. Hún var klædd í síðbuxur og sokkabuxur yfir nærbuxum. Hún hefur borið að ákærði hafi með valdi klætt hana úr síðbuxum og sokkabuxum. Föt hennar báru þess ekki vott að hún hefði verið færð úr þeim með ofbeldi. Engir áverkar voru á stúlkunni. Miðað við fyrstu frásögn hennar ber henni og ákærða saman um að þau hafi legið hlið við hlið í rúminu í nærbuxum þegar hann hóf samræði en hætti fljótlega, svo og að honum hafi ekki orðið sáðfall. Þessi lýsing á samförunum bendir ekki til að hann hafi beitt hana ofbeldi til þess að koma fram vilja sínum. Ákærði hefur staðfastlega borið að hann hafi hætt samförum þegar hann varð þess var að hún var þeim mótfallin. Fram er komið að hún vissi að hann hefði kynferðislegan áhuga á henni. Hún varð eftir ein hjá honum þegar aðrir fóru enda þótt hún hafi fyrr um nóttina sagt vinkonu sinni að hún væri hrædd við ákærða og fyndist hann horfa einkennilega á sig. Frásögn hennar um undankomu og heimför, svo og lýsing á líðan hennar, er út af fyrir sig ekki næg vísbending þess að ákærði hafi beitt hana ofbeldi. Þegar einnig er virt það sem fyrr greinir, þar á meðal að hún hefur ekki verið fyllilega samkvæm í frásögninni af samförunum, svo og að viss mótsögn er í frásögn hennar um beyg hennar af ákærða og að hún hafi sest ein hjá honum eftir að aðrir voru farnir, þykir varhugavert að telja sannað gegn eindreginni neitun ákærða að hann hafi beitt stúlkuna ofbeldi þannig að varði við 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar er með öllu framangreindu og vísan til forsendna héraðsdóms að öðru leyti nægilega sannað að til þess hafi komið í samskiptum ákærða og stúlkunnar, sem var þreytt og syfjuð, að hann hafi notfært sér aðstæður og hinn mikla aldurs- og aflsmun þeirra og þröngvað henni til samræðis. Verður að því leyti við sakfellingu héraðsdóms unað og verður brot ákærða fært undir 195. gr. almennra hegningarlaga, enda var málið nægilega reifað að þessu leyti. Við ákvörðun refsingar ákærða ber að líta til þess sem í héraðsdómi greinir, að hann hvarf frá hinni refsiverðu háttsemi. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Miskabætur til stúlkunnar teljast hæfilega ákveðnar 350.000 krónur. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað og dæma ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar. Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra 2. júlí 2002. Þetta er talið varða við 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Af hálfu X er krafist miskabóta að fjárhæð 800.000 krónur með vöxtum frá tjónsdegi til 5. nóvember 2001 en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er krafist útlagðs kostnaðar, 4.500 krónur, og þóknunar til handa réttargæslumanni X, Berglindi Svavarsdóttur héraðsdómslögmanni. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði alfarið sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og að allur sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda verði felldur á ríkissjóð, og að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi. Til vara er þess krafist að ákærða verði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa, að sýknað verði af skaðabótakröfu eða hún stórlega lækkuð og að sakarkostnaður verði að stærstum hluta felldur á ríkissjóð. Málsatvik og sönnunargögn Laugardaginn 18. ágúst 2001, kl. 06.05, var hringt til lögreglunnar á Z og tilkynnt um meinta nauðgun. Tilkynnandi var móðir brotaþola, X. Fór lögregla að heimili hennar [...] Z. Í frumskýrslu lögreglu segir að þar hafi X verið, viti sínu fjær af ótta og vart viðræðuhæf. Hafi verið náð í vakthafandi lækni sem fljótlega hafi komið á staðinn. X hafi legið í sófa og með teppi breitt yfir sig. Í henni hafi verið mikill skjálfti. Hún hafi verið í nærbuxum einum fata. Móðir hennar E hafi tjáð lögreglu að þannig hafi hún komið heim, en verið með föt sín í hendinni og hafi þau verið þar öll utan sokka sem hafi vantað. Hafi fötin virst vera órifin. Guðbrandur Jóhann Ólafsson lögreglumaður skráir í frumskýrslu að hann hafi reynt að ræða við X og hafi henni sagst svo frá að hún hafi verið í “partíi” hjá “Gumma smið” að H. Þar hafi einnig verið A, B og C. Þau hin hafi verið farin og hafi hún verið ein eftir og verið á förum þegar “Gummi smiður” hafi heft för hennar og dregið hana aftur inn í húsið og nauðgað henni. Hún kvaðst síðan hafa komist út og hlaupið heim. Sagði hún að fyrr um kvöldið hefði A spurt hana hvort hún væri til í að sofa hjá “Guðmundi smið” fyrir 10.000 krónur. Hún kvaðst hafa hlegið að þessu. Í frumskýrslunni kemur fram að um 300 metrar eru á milli H og heimilis X. X hafi verið flutt á Heilbrigðisstofnun Z og síðan á bráðamóttöku [...] til rannsóknar. Föt hennar hafi verið haldlögð af lögreglu og fylgt henni til rannsóknar á Y. Í frumskýrslu lögreglu er enn fremur tilgreint að klukkan 08.45 hafi lögregla farið að H og knúið dyra, en ekki verið svarað. Hurð austanmegin hafi verið ólæst og í hálfa gátt og hafi verið farið inn. Guðmundur Magnús Elíasson hafi sofið í rúmi sínu. Hafi hann verið einn í húsinu. Hann hafi verið vakinn, og verið illa áttaður og ringlaður, en klæðst og komið sjálfviljugur með lögreglu á lögreglustöð eftir að honum hafði verið kynnt að hann væri grunaður um kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri. Læknir hafi verið kvaddur til sem tekið hafi blóð- og þvagsýni af Guðmundi Magnúsi. Klukkan 11.00 hafi lögregla farið aftur að H til rannsóknar á vettvangi, ljósmyndir hafi verið teknar og munir haldlagðir. Lögreglan á Z hafi síðan haft samband við rannsóknarlögregluna á Y og farið fram á aðstoð við rannsókn málsins. Rannsóknarlögreglan hafi yfirheyrt aðila og vitni, tekið ljósmyndir á vettvangi og aflað annarra gagna. Í vottorði Kristbjargar Sigurðardóttur, læknis á Heilbrigðisstofnun Z, dagsettu 19. ágúst 2001, segir: “Ég sé X fyrst um ½ klst. eftir að kallað er í lögreglu, um kl. 06:30 þann 18/8 01, og þá heima hjá henni, í stofusófanum. Hún liggur í topp og nærbuxum einum saman hnipruð undir teppi og er greinilega í miklu uppnámi. Grætur stanslaust og erfitt er að fá hana til að svara spurningum en auðséð að hún skilur það sem sagt er við hana og bregst strax við þegar hún er beðin að standa upp, klæða sig og koma út í bíl. Þegar komið er á heilsugæslustöðina ræði ég við hana í einrúmi, hún er þá hætt að gráta og situr róleg á skrifstofunni minni. Hún hefur komið nokkrum sinnum til mín áður og finnst greinilega auðvelt að tala opinskátt um það sem gerðist, í smáatriðum. Hún er vel vakandi og gefur góðan augnkontakt en hún segist vera syfjuð. Hún talar skýrt og greinir frá öllu í tímaröð á skipulegan hátt. Hún er ekki með aukinn talþrýsting en hún er heldur ekki hæg í hugsun eða tali. Göngulag er óskeikult og hreyfingar eðlilegar. Augu hennar eru grátbólgin. Ekki er að finna áfengislykt úr vitum. Engin líkamleg skoðun er gerð af minni hálfu því málinu er strax vísað til neyðarmóttökunnar á [...] en stúlkan kvartar heldur ekki um nein líkamleg óþægindi. Niðurstaða mín er sú að X leit ekki út fyrir að vera undir áhrifum róandi eða örvandi lyfja umræddan morgun.” Af Heilbrigðisstofnuninni var farið með X á neyðarmóttöku vegna nauðgana á slysadeild [...] og kom hún þangað kl. 09.00 ásamt móður sinni. Í lýsingu á atburðarás sem þar er skráð kemur fram að gerandi hafi hindrað hana í að fara og hún hafi streist á móti og reynt að sparka í punginn á geranda en mistekist. Hann hafi haldið í upphandlegg hennar og það hafi verið vont. Hann hafi haft samfarir við hana en hún viti ekki hvort hann hafði sáðlát. Henni hafi síðan tekist að slíta sig lausa, tekið fötin sín og hlaupið heim á brjóstahaldara, bol og nærbuxum einum fata. Henni er lýst syfjaðri og að hún dotti þegar færi gefst; hún sé sljó og í hnipri, svari samt spurningum og virðist samkvæm sjálfri sér; hún skjálfi, sé með hroll, sé stíf og kvarti um ógleði. Föt eru sögð ekki rifin eða illa farin, en tekin til varðveislu. Hún greinist með marblett á miðju vinstra læri utanvert, en hann talinn vera eldri. Engir líkamlegir áverkar utan eldri marblettur fundust og skoðun kynfæra var eðlileg. Strok sýndi ekkert óeðlilegt nema fimm lífvana sæðisfrumur. Sama kvöld, laugardagskvöld, hafði móðir X aftur samband við Kristbjörgu Sigurðardóttur lækni sem skrifar svohljóðandi vottorð af því tilefni, dagsett 20. ágúst 2001: “Sama kvöld og meintur atburður átti sér stað, eftir miðnætti 19/8, hringdi móðir X í mig og sagði að stelpunni liði mjög illa. Ég bað hana að hitta mig á heilsugæslustöðinni og þegar ég kom þangað lá hún í hnipri undir teppi á biðstofunni og grét. Hún hafði verið á [...] til kl. 18 en svo komið heim og þá brotnað niður, að sögn móður. Hafði þegar leið á daginn farið að finna meira og meira fyrir verkjum í hæ. nára, á hæ. rasskinn og ofanverðu hæ. læri. Hafði fengið sýklalyf á [...] til að fyrirbyggja sýkingu en um ½ klst. eftir að hún tók það hafði hún kastað upp. Hún var hrædd við einkennin og þreytt eftir daginn, hafði ekkert sofið í 1 ½ sólarhring. Ég skoðaði hana lauslega og hún var þreifiaum á hæ. rasskinn og læri, engin sjáanleg áverkamerki. Ógleðina og uppköstin skrifaði ég á sýklalyfin en þau eru vel þekkt af því að valda slíkum einkennum. Ég bauð henni ógleðistillandi stíl og svefnlyf sem hún þáði. Daginn eftir heyrði ég í móður hennar, þá hafði hún sofið mjög vel og henni leið betur.” Hinn 12. september 2001 var tekin skýrsla fyrir dómi af brotaþola, X, samkvæmt 1. mgr. a-liðar 74. gr.a laga nr. 19/1991. Var þinghaldið tekið upp á myndband. X kvaðst umrætt kvöld hafa hitt vini sína B og A. Þau hefðu ætlað í partí sem reyndist vera búið og þá ákveðið að leita að öðru samkvæmi. B hafi hringt í ákærða og fengið leyfi til að fara í húsið hans. C hefði einnig verið með þeim. Þau hafi reynt að fá fleiri til að koma en án árangurs. Þau hafi verið að hlusta á tónlist og dansa og tala saman. Ákærði hafi síðan komið heim og farið síðan aftur út til að ná í áfengi. Hún kvað B vera fyrrverandi kærasta sinn. Þau C hefðu eitthvað verið að draga sig saman. Hún kvaðst hafa farið upp á loft með, þau hefðu bara verið að tala saman. Þá hefði ákærði hringt í A og hún hefði heyrt hann segja við hann “að láta ljóshærðu stelpuna í friði.” Hún kvað þau síðan öll hafa setið saman í stofunni. Hefði henni fundist ákærði horfa alltaf eitthvað skringilega á hana og hafi hún verið “orðin virkilega hrædd.” Hafi hún talað einslega við C og sagt henni að hún væri hrædd við hann. Mamma C hefði síðan hringt og C hefði orðið að fara. A hefði þá viljað tala við hana og hefði hann spurt hana hvort henni væri ekki sama að ákærði myndi borga honum eða henni 10.000 krónur fyrir að hún myndi sofa hjá ákærða. Hún kvaðst hafa reiðst þessu mjög og hefði ætlað að fara, en þá hefði ákærði elt hana og spurt hvort ekki væri allt í lagi. Hún kvaðst ekki hafa þorað annað en að segja: “Jú, jú, allt í lagi.” A hafi svo verið orðinn þreyttur og farið heim. Hann hafi verið hræddur við hana því að þau voru alltaf að rífast og hún hafi skammað hann. B hafi farið niður í bæ að leita að fleira fólki en ekki fundið neina og komið aftur. A hafi komið aftur til að ná í lyklana sína og svo farið aftur. Hún kvaðst hafa sagt við B að hann mætti ekki fara því hún ætlaði að vera samferða honum, síðan hafi hún farið á klósettið, en þegar hún kom aftur hafi B verið farinn. Hún kvaðst hafa ákveðið að drekka kókið sitt og reykja eina sígarettu og fara svo og hefði þambað kókið. Þá hefði hún orðið eitthvað slöpp, þung og þreytt, og allt í einu sofnað í svona tvær mínútur í sófanum í stofunni. Kvaðst hún ekkert áfengi hafa drukkið þetta kvöld. Hún hafi vaknað við að ákærði var búinn að taka buxurnar frá sér og var farinn að halda utan um hana. Hún hafi ýtt honum frá og hafi ætlað að taka símann sinn og dótið og hlaupa út, en ákærði hafi látið höndina við dyrnar og sagst eitthvað vilja tala við hana. Hann hafi svo tekið í höndina á henni og dregið hana inn í svefnherbergi. Ákærði hafi ýtt henni í rúmið og farið að klæða hana úr buxunum. Þá hafi hann verið búinn að klæða sig úr buxunum. Svo hafi hann bara tekið brókina hennar frá og haldið áfram. Nánar spurð um þetta kvað hún hann hafa tekið liminn út um buxnaklaufina á nærbuxunum, hann hefði legið ofan á henni, tekið fótinn á henni upp og sett liminn inn og hafið samfarahreyfingar. Það hafi ekki staðið lengi, svona tvær til þrjár mínútur. Hún kvaðst hafa reynt að ýta honum frá, alveg af alefli. Reynt að berja í hann og þá hafi hann farið af henni. Spurð nánar um þetta kvaðst hún ekki hafa viljað þetta og hann hafi vitað það. Hún hafi öskrað á hann að hætta. Hún kvaðst ekki hafa orðið vör við að honum yrði sáðfall. Þegar henni hafi tekist að ýta honum frá sér hafi hún tekið dótið sitt og ætlað að hlaupa út um aðaldyrnar. Hann hafi hlaupið á eftir henni, ætlað að rífa í hana og samt haldið hurðinni og sagst þurfa að tala við hana. Þá hafi hún áttað sig á að það voru aðrar dyr á húsinu og hlaupið þangað og á leiðinni skellt miðhurðinni á hann. Hún hafi náð að komast út um hinar dyrnar og hlaupið heim. X kvaðst engan hafa hitt á leiðinni, en hafa hringt í vin sinn á Q og sagt honum þetta. Hún hafi ekki vitað hvort hún ætti að fara heim eða ekki. Nánar spurð um þetta kvaðst hún hafa sagt við hann að henni hefði verið nauðgað og svo hágrátið í símann. Hann hafi reynt að tala við hana, hún hafi spurt hvort hún ætti að fara heim og svo hafi hún skellt á hann og hlaupið heim. Hún hafi hlaupið heim á brókinni með dótið undir hendinni. Hún hafi ekki ráðið við sig þegar hún kom heim, hafi hent fötunum á gólfið og hlaupið upp í herbergi til mömmu sinnar og öskrað þar. Hún hafi síðan setið í stiganum og hágrátið og mamma hennar hafi látið hana leggjast í sófann og reynt að tala við hana, en X kvaðst ekki hafa viljað tala við hana, hafi ekki þorað það í fyrstu. Mamma hennar hafi hringt í lögregluna sem hafi komið og talað við hana, og svo hafi hún farið í lögreglubílnum upp á sjúkrahús og talað við lækninn þar. Síðan hafi þau farið til Y á sjúkrahúsið þar. Nánar spurð kvaðst hún ekki hafa séð ákærða fyrr en í þessu partíi. Þau hafi eitthvað talað saman þar, um hvað hún héti og hvað hann væri að gera þarna á Z. Spurð nánar um buxurnar sínar og hvernig ákærði hefði klætt hana úr, kvað hún bara þurfa að taka í buxnastrenginn og þá væri talan farin og rennilásinn hefði verið eitthvað bilaður. Nánar spurð um drykkju sína kvaðst hún vera alveg hætt að drekka og ekkert hafa drukkið. Spurð um það hvort hún héldi að henni hefði verið byrlað eitthvað lyf, kvað hún B hafa verið að borða einhverjar róandi töflur og taldi að ákærði hefði líka borðað einhverjar róandi töflur á fimmtudeginum og föstudeginum. Þeir hafi verið að tala um eitthvað gramm, hún hafi ekkert viljað vera að hlusta á það. Hún hefði skilið kókflöskuna sína eftir á borðinu þegar hún fór á klósettið meðan þeir voru eitthvað að tala, annað vissi hún ekki. Hún kvaðst einungis hafa drukkið úr kókflösku sem hún hafði keypt sjálf. B hefði verið orðinn mjög drukkinn þegar hann fór. Spurð hversu lengi hún hafi verið í húsinu eftir að hin voru farin, kvaðst hún ekki vita það, en taldi það getað hafa verið fimmtán til tuttugu mínútur. Við aðalmeðferð málsins gaf ákærði, Guðmundur Magnús Elíasson, skýrslu og vitnin, A, B, C, D, F, G, E, Guðbrandur Jóhann Ólafsson, Jón Trausti Traustason, Kristbjörg Sigurðardóttir, Anna Mýrdal Helgadóttir, Guðrún Árnadóttir og Daníel Snorrason. Verða framburðir þeirra nú raktir eins og tilefni er til. Ákærði, Guðmundur Magnús Elíasson, kvaðst hafa kynnst þeim A og B í gegnum vinnu sína á Z. Hann kvaðst hafa lánað þeim íbúð sína þetta kvöld til að halda gleðskap, sjálfur hafi hann verið í boði annars staðar, en komið síðar um nóttina. Hann kvaðst ekki viss um hvað klukkan hefði þá verið. Þegar hann kom heim hefðu verið þar A, B, C og X. Hann hafi síðan farið út aftur og keypt bjór og Woodys. Þau hafi setið og drukkið og hlustað á tónlist. Fljótlega hafi þau B, C og A farið, en X hafi orðið eftir. Fyrr um nóttina kvaðst hann hafa minnst á það í gríni við A hvort hann væri ekki til í að fá 10.000 kall fyrir það að sjá til þess að ákærði fengi að vera með X. Þetta hefði verið grín og hefði honum ekki verið nokkur alvara með þessu. Spurður hvort hann hefði haft kynferðislegan áhuga á X, kvað hann svo ekki hafa verið þá. Hann hefði verið í glasi, og hann hafi ekki mikinn kynferðislegan áhuga þegar hann sé undir áhrifum áfengis. Hann kvað þau X hafa setið saman í sófanum, eftir að A fór. Þau hafi verið að tala saman og farið hafi vel á með þeim til að byrja með, þau hafi eitthvað örlítið verið að kyssast. Taldi hann að það hefði verið eftir að hin voru farin, en hann hefði verið búinn að færa sig í sófann áður en A fór. Þau hafi síðan farið inn í herbergi og lagst þar. Hann kvaðst hafa spurt hana hvort hún vildi gista, hún hafi sagt að hún væri ekki alveg viss um hvort hún vildi það, en hefði samt komið með honum inn í herbergið. Þau hefðu bæði verið syfjuð. Hún hefði gengið á undan inn í herbergið, en það sé beint inn af stofunni. Þau hafi lagst upp í rúmið. Hann kvaðst hafa farið úr treyju og gallabuxum áður en hann fór upp í rúmið, en hún hefði ekki farið úr neinu til að byrja með en klætt sig úr buxunum undir sænginni. Hún hafi verið í bláleitum toppi og nærbuxum þegar hún fór burtu. Hún hafi legið á bakinu og hann hafi haldið utan um hana. Þau hafi verið “eitthvað að kjafta til að byrja með og það var eitthvað smá kossaflens og káf.” Það hafi stefnt í að kynferðismök væru að byrja, en þá hafi hann fundið það á henni að hún vildi ekki meir og hafi hann að sjálfsögðu hætt og farið að sofa. Hann kvaðst ekki hafa verið búinn að setja lim sinn inn í kynfæri hennar. Nánar spurður um þetta kannaðist hann við að samræði hefði eitthvað verið byrjað, en það hefði bara verið örfáar sekúndur. Þau hefðu ekki farið úr nærbuxunum, bara tekið þær frá. Hann kvað hana ekki hafa sagt að hún vildi þetta ekki heldur sýnt það, og hann hefði þá bara beðist afsökunar og sagt að þau skildu bara hætta þessu og farið að sofa. Hann hefði séð að þetta var “náttúrulega algjör vitleysa” bæði að bjóða þessum krökkum að vera þarna og að drekka áfengi, en hann hefði verið hættur að drekka. Hann kvaðst hafa verið búinn að drekka talsvert, aðallega af bjór frá því klukkan sex um daginn. Spurður um fíkniefni kvaðst hann ekki neyta þeirra. Eina lyfið sem hann hefði stundum tekið væri gigtarlyfið Arthrotez. Nánar spurður kvaðst hann hafa sofnað, en svo hafi X vaknað upp með andfælum eins og hún væri hrædd og hlaupið fram “alveg skutlaðist upp úr rúminu eins og með rakettu í rassinum.” Hann hefði farið á eftir henni þar sem hún ætlaði út um aðalinnganginn, sem er á norðurhlið, og stoppað hana og spurt hvort eitthvað væri að og hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir hana. Hún hafi þá hlaupið að austurdyrunum. Hún hafi verið á brók og bol og klætt sig í skó, alla vega hafi hún verið í skóm þegar hún hljóp út, og tekið eitthvað með sér. Einhvern bol hafi hún skilið eftir. Hún hafi farið með hann út og lagt við austurdyrnar, þar hefðu verið einhverjar flíkur eftir hana. Hann kvaðst hafa lokað hurðinni og síðan farið upp í rúm og haldið áfram að sofa. Hann kvaðst ekki hafa reynt að hindra hana í að fara, hann hefði ef til vill tekið í öxlina á henni og snúið henni við til þess að ná sambandi við hana, ekkert annað. Nánar spurður um þetta kannaðist hann við að hafa fyrst sett höndina á dyrnar til að stoppa hana, því hann vildi ræða við hana um hvað væri að. Hann kvaðst ekki hafa elt hana að austurdyrunum, bara leyft henni að hlaupa, það hefði ekkert verið hægt að tala við hana, hann hafi séð á eftir henni út og lokað. Hann staðfesti að hún hefði verið í miklu uppnámi og það eina sem hún hefði sagt var að hún vildi fara heim. Hann hefði ekki ætlað að hindra hana í því. Ákærði staðfesti að A og X hefðu verið uppi á lofti þegar hann kom heim í fyrra skiptið. Spurður hvort hann hefði hringt í A og sagt að hann ætti að láta ljóshærðu stelpuna í friði, kvaðst ákærði ekki minnast þess, en þau hefðu ekki átt að vera uppi, það pláss tilheyrði ekki hans íbúð. Taldi hann sig hafa sagt þeim að koma niður, en hvort hann hringdi mundi hann ekki. Nánar spurður um útidyrahurðina austanmegin, kvaðst hann hafa krækt henni. Lykillinn væri týndur og því væri þar krókur. Skemmdir sem á henni voru kvað hann stafa af því að einhverjir krakkar hefðu farið inn nokkrum dögum áður. Það þyrfti ekki mikið átak til að opna því gereftið væri laust, lítið barn gæti opnað. Skemmdirnar hefðu ekki orðið við að X ýtti í hurðina. Spurður um það sem segir í lögregluskýrslu hans að hann hafi farið í að laga hurðina, kvaðst hann bara hafa ýtt gereftinu til. Hann kvað það ekki geta staðist að dyrnar hafi verið hálf opnar þegar lögreglan kom. Hann kvað það rétt að lögreglan hefði vakið hann. Hann kvaðst hafa verið miður sín vegna þess að hann hefði verið að drekka “eftir góðan árangur edrúmennsku.” Hann hefði rokið í að taka til, tæma öskubakka og taka saman bjórdósir, því honum hafi fundist sóðalegt. Nánar spurður um kynmök þeirra X, kvað hann allt hafa verið í sátt og samlyndi þar til hún lét í ljós að hún vildi þetta ekki. Hann neitaði því að hafa dregið hana inn í herbergið. Hann taldi að þau hefðu verið í sófanum í stofunni nokkurn tíma, nær klukkustund en nokkrum mínútum, eftir að hin fóru og áður en þau fóru inn í svefnherbergið. Þau hafi fyrst byrjað á einhverju keleríi eftir að hin voru farin. Í svefnherberginu hefðu þau kelað í korter, tuttugu mínútur í mesta lagi. Hann taldi að hún hefði síðan rokið upp fimm til tíu mínútum eftir að hann festi svefn, hann hefði alla vega dottað. Hann kvaðst alveg viss um að honum hefði ekki orðið sáðlát, en hann hefði haft stinningu. Spurður hvort hann hefði sett lim sinn inn í kynfæri hennar, svaraði hann “ekki að öllu leyti.” Hann kvaðst hafa tekið nærbuxur hennar frá, en kannaðist ekki við lýsingu hennar á líkamsstellingum þeirra. Spurður hvers vegna hann hefði í byrjun neitað samförum þegar hann var spurður af lögreglu, kvaðst hann hafa verið ruglaður þarna um morguninn og hræddur, hann hefði ekki vitað hvað hafði gerst. Spurður hvenær honum hefði orðið ljóst að X vildi ekki halda samförunum áfram, sagði hann að það hefði eiginlega bara verið strax eftir að þær voru að byrja og þá hefði hann hætt og sofnað haldandi utan um hana. Hún hefði ekki sagt neitt, bara gefið það í skyn að hún vildi ekki meira. Hann gat ekki lýst því frekar, hann neitaði að hún hefði öskrað á hann. “Hún bara fór upp og var eins og hún væri viti sínu fjær.” Hann staðfesti að á þessum tíma hefði hann verið 195,5, cm á hæð og 94 kg að þyngd. Spurður um ölvunarástand X, kvaðst hann hafa keypt Woodys handa stelpunum þegar hann fór að kaupa bjórinn, A hefði beðið hann um það af því að þær drykkju ekki bjór. Hann kvaðst annað hvort hafa séð X fá sér sopa af Woodys eða A hefði opnað fyrir hana og rétt henni, a.m.k. hefði einn verið á borðinu fyrir framan hana. Hann hefði einnig talið að hún hefði drukkið bjór. Hún hefði verið syfjuð og hann hafi talið að það væri af því að hún væri búin að drekka of mikið. Hann kannaðist við að hafa sagt hjá lögreglu að hann hefði talið hana vera að deyja áfengisdauða. Spurður hvað hún hefði drukkið eftir að þau voru tvö ein, sagði hann að þarna hefði líka verið kók og vatn og hann hefði hellt upp á kaffi. Hann kvaðst ekki hafa sett neitt út í drykk X og ekki hafa orðið var við að aðrir gerðu það. Vitnið A kvaðst hafa verið talsvert drukkinn þetta kvöld og hafa tekið nokkrar töflur af rivotril, auk þess sé hann með slæmt minni. Hann kvaðst hafa farið í íbúð ákærða ásamt B og C eftir að hafa fengið leyfi hjá ákærða, og taldi að X hefði komið eitthvað seinna. Hann kvað þá B einnig hafa verið í íbúðinni með ákærða á miðvikudags- og fimmtudagskvöldinu að spjalla og drekka nokkra bjóra, og hafi þeir B þá einnig tekið rivotril. Taldi hann að ákærði hefði þá líka drukkið bjór en hann tæki ekki svona töflur. Hann kvaðst hafa þekkt ákærða í um mánuð þegar atburðurinn varð, hann hefði kynnst ákærða þegar hann var að smíða í búðinni þar sem hann vinnur. Hann kvað X og C ekki hafa drukkið áfengi þetta kvöld, en taldi sig hafa séð X með kók. Ákærði hefði komið þegar þau voru búin að vera þarna í einhvern tíma. Ákærði hefði síðan farið út aftur til að ná í meira áfengi. A kannaðist við að hafa farið með X upp á efri hæð hússins. Þar hafi þau verið að spjalla og svo kannski kysst einn eða tvo kossa, ekki annað. Hann kvaðst ekki muna eftir því að ákærði hefði hringt í hann þá í gsm síma. Hann kvaðst ekki heldur muna neitt eftir því að ákærði hefði talað við hann um að fá að hafa kynmök við X gegn greiðslu, en X hefði sagt honum frá þessu áður en hann fór í yfirheyrslu hjá lögreglu og ekki verið ánægð. Spurður hvers vegna hann hefði lýst þessu atviki í lögregluskýrslu eins og hann myndi eftir því, taldi hann að þetta hefði hugsanlega rifjast eitthvað upp fyrir honum í yfirheyrslunni. Hann minntist þess ekki að hafa orðið var við kynferðislegan áhuga hjá ákærða á X þarna um nóttina. Ítrekað spurður um áfengisneyslu þeirra, kvaðst hann vera alveg viss um að X hefði ekki drukkið því hún hefði verið búin að fara í meðferð og hafi ekki verið að drekka þá. Spurður um skýringu á því að hann segir í lögregluskýrslu að C og X hafi verið að drekka bjór, taldi hann skýringu á röngum framburði sínum vera að þau hefðu verið í “sjokki” og ein taugahrúga og lögreglumennirnir verið “svona að peppa upp úr manni.” Hann taldi að ákærði gæti hafa séð að þeir B voru með töflur, þeir hafi ekki verið að fela þetta. A taldi að C hefði farið fyrst þeirra heim, síðan hefði hann sjálfur farið, en komið aftur til að sækja lykla. Taldi hann að B og X hefðu verið eftir þegar hann fór aftur. Hann kvaðst lítið hafa spáð í hvar fólk sat og hvað var í öðrum flöskum en hans eigin. Vitnið B kvaðst hafa verið mjög ölvaður þessa nótt og lítið muna frá gleðskapnum af þeim sökum og einnig vegna þess að það væri langt um liðið. Hann taldi sig hafa munað þetta betur þegar lögregluskýrsla var tekin af honum að kvöldi sama dags, en var þó ekki viss um að hann hefði ekki ályktað um eitthvað sem hann bar þá. Hann taldi að hann hefði verið búinn að frétta af málinu er hann fór í skýrslutökuna, en ekki frá X heldur hefðu þá allir vitað þetta. Hann kvaðst hafa drukkið bjór á miðvikudeginum heima hjá ákærða og tekið þá mikið af rivotril töflum, hann hefði átt tíu töflur og honum hefði verið sagt að hann hefði keypt fleiri, en hann mundi það ekki. Hann kvaðst einnig hafa drukkið á fimmtudeginum en var ekki viss hvort hann hefði þá verið heima hjá ákærða. Á föstudeginum kvaðst hann hafa drukkið og tekið einhverjar róandi töflur sem hann átti en gat ekki upplýst hvaða lyf það hefði verið. Hann kvað þá A hafa haldið samkvæmið heima hjá ákærða og þar hefðu einnig verið C og X og síðan hefði ákærði komið. Honum fannst að eitthvað fleira fólk hefði komið þarna, en gat ekki nafngreint fleiri. Hann kvaðst ekki muna hvar hver sat eða hvað aðrir drukku, en taldi að X hefði ekki verið að drekka. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvort ákærði og X hefðu eitthvað verið að draga sig saman. Sjálfur kvaðst hann hafa verið með C og þau hefðu um tíma verið inni í herbergi þar sem var rauður sófi. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir því þegar A fór, sjálfur hefði hann drifið sig heim þegar hann fann að hann var deyja áfengisdauða. Hann kvaðst ekki muna eftir því að X hefði beðið hann um að bíða eftir sér því hún hefði viljað verða samferða honum heim, en kvaðst hafa heyrt af því. Hann sagðist ekki hafa heyrt af því að ákærði hefði verið að bjóða peningagreiðslu fyrir það að fá að sofa hjá X. Hann kvað þau X hafa verið saman í eitt ár þegar hún var í 8. eða 9. bekk og hann í 9. eða 10. bekk og kvað þau nú vera góða vini. Hann kvaðst ekkert hafa spurt hana út í þetta fyrst á eftir. Hún hefði verið “voðalega viðkvæm fyrir þessu svona fyrstu mánuðina” en taldi að hún væri svipuð nú og hún hefði verið, tæki þátt í félagslífi eins og áður, en þau umgengust ekki mjög mikið. Hann kvaðst ekki hafa þekkt ákærða mikið, hann hefði í fyrsta sinn komið heim til ákærða á miðvikudeginum þarna á undan. Hann kvaðst ekki hafa vitneskju um það að tafla hefði verið látin út í kók X og tók fram að rivotril með kóki myndi virka örvandi. Vitnið C kvaðst hafa verið í samkvæmi á heimili ákærða með A, B og X og svolítið seinna hafi ákærði komið. Hvorki hún né X hefðu drukkið. A og B hefðu verið ölvaðir, en meira hafi séð á B. Beðin um að lýsa ölvunarástandi ákærða kvað hún það hafa verið frekar mikið. Ákærði hefði farið aftur út til að kaupa sér bjór, en þær X hefðu ekki beðið hann um að kaupa neitt fyrir sig. Hún kvaðst ekki muna hvar hver sat. Spurð hvort hún hefði orðið vör við að ákærði væri eitthvað spenntur fyrir X, svaraði hún því játandi en kvað það ekki hafa verið “hrikalega áberandi.” Þau hefðu ekki verið farin að gefa sig hvort að öðru ákærði og X þegar hún fór heim. Hún kvaðst hafa heyrt hann segja við A að hann ætti að láta X vera. Hún kvað þær X hafa verið vinkonur og hefðu þær nokkuð oft farið inn í lítið herbergi með sófa til að tala saman. Þá hefði X sagt að hún væri eitthvað hrædd við ákærða. Hún kvaðst ekki hafa spurt X frekar út í það. Síðar í yfirheyrslunni taldi hún að þetta hefði verið eftir að hún var búin að heyra að ákærði vildi borga A fyrir að láta X í friði. Hún kvaðst telja að klukkan hefði verið um fjögur þegar hún fór, þá hefðu A, B, X og ákærði verið eftir. Hún kvaðst hafa verið að flýta sér og ekki minnast þess að X hefði talað um hvort hún væri að fara eða ætlaði að vera. Hún kvaðst ekki hafa hitt X aftur fyrr en nokkrum dögum síðar og þá hefði hún lítið viljað tala um þetta, bara sagt eitthvað um að ákærði hefði ráðist á hana og svo hefði hún farið heim. Þær væru enn vinkonur en ekki jafn mikið saman. Hún taldi að X væri ekki mikið breytt eftir þetta og væri í góðum félagslegum tengslum, en væri samt minna úti á nóttunni. Hún kvaðst lítið hafa þekkt ákærða, hún hefði fyrst hitt hann í sömu vikunni eða vikunni þar áður, þegar hún hefði komið í íbúðina. Þá hafi þeir A og B verið þar að hlusta á tónlist og spjalla, drekka og taka einhverjar töflur. Hún kvaðst ekki muna hvort ákærði hefði líka verið að drekka, og taldi ekki að hann hefði verið með töflur. Nóttina sem atvikið átti sér stað kvaðst hún ekki hafa orðið vör við að strákarnir væru með töflur. Vitnið D kvað X hafa hringt í sig að morgni 18. ágúst þegar hann var að koma heim, á milli klukkan fjögur og sex. Hún hefði verið hágrátandi, í mjög miklu uppnámi. X hefði sagt við hann að sér hefði verið nauðgað og beðið hann um að koma til sín. Hún hefði ekki sagt hver hefði gert þetta og ekkert sagt frekar um hvernig. Hann kvaðst ekki vita hvaðan hún hringdi, en eftir að hún hringdi eða á meðan hún var að tala við hann, hafi hann heyrt að hún fór inn um dyr og hafi heyrt í mömmu hennar spyrja hvað hefði gerst. Hann kvaðst hafa hringt aftur og hefði mamma hennar tekið símann og sagt honum að hringja seinna. Hann hefði talað við X tveimur dögum seinna og eitthvað hefði hún talað um þetta en ekki í neinum smáatriðum. Hún hefði talað um að hún fyndi til í hnjánum. Hann kvaðst hafa verið búinn að þekkja X í tvo mánuði, þau hefðu verið kærustupar í smá tíma. Hann kvaðst ekki áður hafa orðið vitni af því að hún kæmist í svona uppnám. Vitnið F gaf skýrslu í síma. Hann kvaðst hafa verið að koma heim úr bænum að morgni 18. ágúst sl. ásamt félaga sínum F, þegar þeir sáu X ganga hágrátandi heim til sín. Hann kvaðst sjá frekar illa, þurfa að fá gleraugu, og hafi honum sýnst að hún væri bara á nærbuxum og ekki í neinu að ofan. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa séð að hún væri með neitt í fanginu, ekki að hún væri að tala í síma og ekki að hún væri í skóm. Hann kvað X vera vinkonu sína. Þeir hefðu ekki kallað í hana og taldi hann að hún hefði ekki orðið þeirra var. Taldi hann að það hefðu verið um sex, sjö hús á milli þeirra. Þeir hefðu fylgst með henni í nokkrar mínútur þangað til hún var komin heim til sín. Hún hefði hvorki gengið hægt né hratt. Þegar hún var komin heim hefðu þeir heyrt hana öskra “mamma” eða eitthvað álíka. Hann kvaðst aldrei hafa séð X í svona ástandi. Aðspurður jánkaði hann því að hún væri svolítill “töffari”. Beðinn um að lýsa henni nánar, kvað hann hana í meðallagi opna. Vitnið G kvaðst hafa verið á gangi með félaga sínum snemma morguns 18. ágúst sl. eftir S þegar þeir hefðu heyrt grát og síðan séð X koma frá L og fara inn á S. Hún hafi verið hágrátandi, klædd brjóstahaldara og nærbuxum, og haldið á fötunum sínum í hendinni. Hún hafi verið í skóm. Þeir hafi ekkert sagt og gengið á eftir henni í um 20 metra fjarlægð þar til hún fór inn heima hjá sér. Taldi hann þetta gætu hafa verið um 100 metrar sem þeir fylgdust með henni. Hún hefði gengið, ekki hlaupið. Taldi hann að hún hefði ekki verið að tala í síma. Eftir að hún fór inn hefðu þeir heyrt hana gráta og tala eitthvað við mömmu sína. Vitnið E, móðir X, kvaðst hafa vaknað umræddan morgun við að hurðinni var skellt og að dóttir hennar kom hágrátandi upp í herbergið til hennar á efri hæð og sagt að henni hefði verið nauðgað. Hún hefði bara verið í bol og brók og hefði öll hrist og skolfið. Hún kvaðst hafa látið X leggjast í sófa í stofunni á neðri hæð, breitt yfir hana sæng og reynt að tala við hana. X hefði verið í losti og átt erfitt með að tala, grátið mikið. Hún kvaðst aldrei hafa séð hana svona. E kvaðst hafa náð í lögregluna um neyðarlínuna og hefðu þeir komið fljótt. Þá hefði hún tekið eftir fötum X á gólfinu við sófann í stofunni. Spurð um skó X kvað hún hana hafa komið í þeim heim. Nokkru síðar hefði læknirinn komið. Hún kvaðst hafa farið með dóttur sinni út á sjúkrahús og síðan á sjúkrahúsið á Y og verið þar viðstödd þegar læknirinn talaði við hana. Spurð út í lögregluskýrslu sína rifjaðist upp fyrir henni að X hefði sagst hafa verið heima hjá Gumma smið með A, B og C. Hún hefði drukkið Mix eða gos og hefði fundist það eitthvað skrýtið, hún kvaðst ekki hafa spurt nánar út í það. B hefði ætlað að bíða eftir henni, hún hefði farið á salernið, og þegar hún kom aftur hefði hann verið farinn og þessi atburðarás hefði byrjað. Hefði Gummi ýtt eða dregið hana inn í eitthvert herbergi. Taldi E að hún hefði seinna spurt X hvort hún hefði ekki getað ýtt honum frá sér og hefði hún sagst ekki hafa náð því. Vitnið kvað þennan morgun vera í mikilli móðu, sjálf hefði hún verið í sjokki og þetta rynni eitthvað saman hjá sér og það væri erfitt að rifja þetta upp. Hún kvaðst ekki vita hvort X hefði dottað í sjúkrabílnum á leiðinni til Y. X hefði bara legið og kreist á henni hendurnar, sér hefði fundist skrýtið að það var “eins og hún væri ekkert á svæðinu.” Allt í einu hefði hún argað upp. Á sjúkrahúsinu hafi X verið orðin mjög þreytt og dottað. Þær hafi komið frá Y seinni partinn. Kvaðst hún um kvöldið hafa farið í göngutúr til að ná áttum, en þá hafi vinkona X hringt og beðið hana að koma því X væri hágrátandi. Hún hafi farið aftur með X á sjúkrahúsið á Z. Spurð hvort X hefði jafnað sig kvað hún henni hafa liðið mjög illa og hefði hún sofið á milli foreldra sinna um nóttina. Hún kvað vanlíðan X hafa verið aðallega andlega, en nánar spurð rifjaðist upp fyrir henni að hún hefði kvartað yfir verk í nára og rasskinn. Vitnið kvað X vera frekar lokaða og almennt ekki tjá tilfinningar sínar mikið. Hún kvað X ekki hafa drukkið á þessum tíma svo hún vissi til. X hefði verið búin að fara tvisvar í meðferð og viðtöl. Nýlega hefði hún farið á Vog í um tíu daga, en það hefði ekki verið vegna áfengisneyslu heldur til að ná tilfinningalegu jafnvægi vegna þessa atburðar. Ráðgjafi frá SÁÁ hefði mælt með því. X hefði einnig leitað til Stígamóta og fengið aðstoð hjá félagsráðgjafa. Taldi hún X vera illa farna vegna þessa atburðar. Vitnið Guðbrandur Jóhann Ólafsson, lögreglumaður, kvaðst hafa verið á bakvakt og verið ræstur út um sexleytið af neyðarlínunni, sem hefði gefið sér samband við E, móður X. Hún hefði óskað eftir því að lögreglan kæmi þar sem hún teldi að dóttir sín hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, og hefði nefnt nauðgun í því sambandi. Hann hefði ræst starfsfélaga sinn og farið á staðinn. Þar hefði X verið fyrir. Hún hefði verið undir teppi og kvaðst hann ekki geta sagt í dag hvernig hún hefði verið klædd. Hún hefði verið í mikilli geðshræringu, grátandi og með skjálfta. Kvaðst hann hafa ræst út lækni og síðan reynt að tala við hana og róa hana. Það sem hún sagði hefði verið samhengislaust, en í megindráttum hefði hún sagst hafa verið í partíi hjá Guðmundi smið og orðið fyrir kynferðislegri misbeitingu af hans hálfu. Hún hefði nefnt orðið nauðgun og að hann hefði meinað henni brottför úr húsinu. Hún hefði nafngreint önnur ungmenni sem þarna hafi verið, A og B. Þá hefði hún nefnt þarna heima eða í lögreglubílnum á leiðinni á heilsugæslustöðina, að A hefði rætt við hana að hún hefði mök við ákærða gegn greiðslu. Ingvar lögreglumaður hefði síðan ekið henni á sjúkrabílnum til Y. Aðspurður kvaðst hann áður hafa haft afskipti af X vegna áfengisneyslu og útivistartíma, hún hefði verið í erfiðleikum, en væri búin að fara í meðferð og hafi átt að vera í betri málum með líf sitt. Hann kvaðst ekki hafa fundið af henni áfengislykt í umrætt sinn. Hann kvaðst ekki hafa séð X í slíku ástandi sem hún var í þennan morgun, hún hefði verið í hálfgerðu móðursýkiskasti. Hann kvaðst hafa talið ástæðu til þess að taka mark á orðum hennar og rannsaka málið frekar eftir að hafa upplifað hvernig hún “aktaði.” Þegar Ingvar lögreglumaður hefði verið lagður af stað til Y með X hafi hann farið ásamt Jóni Trausta lögreglumanni að heimili ákærða. Íbúðin sé á neðri hæð, en innangengt upp á efri hæð. Hann hafi knúið dyra að norðanverðu en enginn hafi svarað. Hann hafi farið austur fyrir húsið og þar hafi hurð verið í hálfa gátt. Þeir hafi farið þar inn og kallað en engin hafi svarað. Þeir hafi síðan fundið ákærða sofandi í rúmi sínu. Hann hafi sofið mjög fast og verið illa áttaður þegar hann var vakinn. Kvaðst Guðbrandur Jóhann hafa kynnt ákærða hvað hann væri sakaður um og réttindi hans, en taldi að hann hefði sáralítið meðtekið af því. Ákærði hefði virst vera undir áhrifum áfengis. Hann hefði verið á nærbuxum, en Guðbrandur Jóhann kvaðst ekki muna hvort ákærði hefði verið ber að ofan. Ákærði hefði ætlað að fara að taka eitthvað til í stofunni en verið stöðvaður í því. Ákærði hefði ekki talið sig hafa gert neitt af sér en fallist á að koma á lögreglustöðina. Þar hefði honum verið kynnt réttindi handtekins manns og læknirinn komið og tekið blóð- og þvagsýni. Hann kvaðst síðan hafa farið aftur á vettvang, tekið myndir og haldlagt muni, sem hafi verið afhentir rannsóknarlögreglunni á Y en hún hafi yfirtekið rannsókn málsins. Vitnið Jón Trausti Traustason, lögreglumaður, skýrði svo frá að hann hefði verið kallaður út vegna málsins um klukkan átta. Hefði Guðbrandur Jóhann hringt í hann og sagt að þeir þyrftu að handtaka mann. Þeir hafi farið að heimili ákærða þar sem austurdyr hafi verið ólæstar. Ummerki hafi verið um samkvæmi í íbúðinni og ákærði hafi verið sofandi. Það hafi gengið erfiðlega að vekja ákærða og hann hafi verið illa áttaður í byrjun. Honum hafi verið kynnt sakarefnið í tvígang, fyrst þarna í íbúðinni og síðan aftur á lögreglustöðinni því þeim hafi ekki fundist hann vel áttaður í fyrra skiptið. Jón Trausti kvað hlutverk sitt síðan hafa verið að haldleggja muni og tryggja vettvang, hurðin hafi ekki fest í falsinu og hafi þurft sérstakar tilfæringar til að geta lokað henni. Rannsóknarlögreglan á Y hafi síðan tekið við málinu. Spurður hvort hann hefði talað við ákærða um málsatvik kvaðst hann hafa spjallað við hann. Hann hefði ekki viljað kannast við að hafa þvingað X til samræðis, en talað um að það hefði verið partí og einhvers konar samneyti á milli þeirra X. Þau hefðu kúrt þarna saman í rúminu og hún síðan rokið á dyr. Hann hefði vaknað upp við það og þetta hafi komið honum á óvart. Spurður hvort ákærði hefði virst muna málsatvik, kvað hann það kannski ekki hafa verið nógu vel enda hefði ákærði sjálfur sagt að nóttin væri að hluta svolítið í þoku, en þetta myndi hann best. Spurður hvort hann hefði áður haft afskipti af X í starfi kvað hann það afskaplega lítið, varðandi útvistartíma eða eitthvað slíkt. Hann kvaðst ekki hafa séð hana þarna um morguninn. Tekin var símaskýrsla af vitninu Kristbjörgu Sigurðardóttur lækni. Hún kvaðst hafa verið kölluð út á heimili X um kl. 06.30 umræddan morgun. X hefði legið upp í sófa með teppi yfir sér, verið grátandi og greinilega í miklu uppnámi. Hún hefði verið klædd toppi og nærbuxum. Það hefði lítið verið hægt að tala við hana og hefði hún viljað fá X á heilsugæslustöðina. Spurð hvort X hefði verið í sjokki, kvað læknirinn hana ekki hafa verið það. Hún hefði brugðist við því sem við hana var sagt eins og að klæða sig. Hún kvað X hafa róast þegar þær voru komnar inn á skrifstofu vitnisins þar sem hún hefði talað við X í einrúmi. Þar hefði X sagt henni frá því sem hafði gerst. Kristbjörg kvaðst hins vegar ekki hafa skráð þá lýsingu hjá sér og treysti sér lítið til að endurtaka hana. Hún kvaðst hafa skoðað X og hefðu engin líkamleg ummerki verið. Einhver smáóþægindi í hægri rasskinn, en fyrst og fremst hefði hún verið miður sín vegna þessarar lífsreynslu. Engin áfengislykt hafi verið af henni og hún hafi ekki virst vera undir neinum áhrifum vímuefna. Hún hafi síðan sent X á neyðarmóttökuna á Y. Kvöldið eftir hafi X komið aftur til hennar og verið alveg miður sín, verið óhuggandi og ekki getað sofið. Henni hefði verið svolítið illt í rassinum og í náranum og verið hrædd við það. Vitnið kvaðst hafa spjallað við hana og gefið henni svefnlyf og ógleðistillandi lyf og hafi vitnið ekki séð hana eftir það. Fram kom að X hafði komið til hennar áður á stofu, hún hefði komið ágætlega fyrir, róleg og með fínt sjálfstraust, “hún er svona eins og maður segir töffarastelpa.” Hafi vitninu fundist hún geta tekið X trúanlega í umrætt sinn. Vitnið staðfesti tvö vottorð sem fylgja málinu. Spurð um afskipti sín af ákærða kvaðst hún einungis hafa tekið hjá honum blóð- og þvagprufu þar sem hann var hjá lögreglunni. Hann hafi verið alveg rólegur og samstarfsfús. Hún kvaðst ekkert hafa rætt við hann um málið. Vitnið Anna Mýrdal Helgadóttir, læknir, kvaðst hafa hlotið sérfræðiviðurkenningu í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp 1985 í Svíþjóð. Kvaðst hún hafa séð X á neyðarmóttöku [...] á Y umræddan dag. X hefði verið í uppnámi, verið stíf og með skjálftakippi, ekki grátandi en mjög leið, mjög syfjuð og hafi dottað. Nánar spurð um þetta kvað hún X hafa borið merki þess að hafa orðið fyrir einhverju áfalli. Fannst vitninu óeðlileg syfja gæti bent til þess að henni hefði verið gefin einhver ólyfjan, þó að það mældist ekki í blóði. Engir líkamlegir áverkar hefðu fundist utan eldri marblettur. Ekki hefðu sést ummerki á vinstri handlegg eða hægri hnúa, en X hafi sagt að tekið hefði verið í vinstri handlegg sinn og að hún hefði slegið með hægri hnúa í manninn. Engir áverkar hefðu verið á kynfærum, en a.m.k. fimm sæðisfrumur hafi sést. Þær hafi ekki verið hreyfanlegar. Hún kvað sæðisfrumur geta sést innan sólarhrings, en ekki eftir einhverja daga. Sæðisfrumur hætti fljótlega að hreyfast þar sem umhverfið í leggöngunum sé þeim óvinveitt. Hún kvað sæði geta lekið fyrir fullnægingu og án þess að menn vissu af því. Hún kvað X vera tæplega í meðallagi á hæð og hún hefði talið sig vera um 55 kg, en við endurkomu hefði hún verið vigtuð 52 kg. Hún hafi komið þrisvar í endurkomu. Vitnið staðfesti skýrslu sína og kvaðst hafa skrifað hana í beinu framhaldi af samtali sínu við X og skoðun. Vitnið Guðrún Árnadóttir, starfsmaður félagsþjónustunnar á Z, kvað X hafa leitað til sín bæði fyrir og eftir þann atburð sem hér er til umfjöllunar. Hún kvaðst vera fóstra að mennt og hafa unnið að félagsmálastörfum í fjögur til fimm ár. X hefði átt við áfengisvandamál að stríða og væri ekki í góðu jafnvægi. Hún hefði farið á Vog til að styrkja sig að ráði Hjalta Björnssonar dagskrárstjóra á Vogi, sem hefði komið á Z. Beðin um að lýsa X kvað vitnið hana vera opna og frakka og stundum geta verið dálítið glannalega, hún væri að mati vitnisins fyrst og fremst ung og óþroskuð. Vitnið taldi að X hefði ekki fengið eins mikla hjálp og hún þyrfti á að halda. Eftir atvikið væru hjá henni skarpari geðsveiflur. Vitnið taldi hana ekki hafa lokað sig af og hún stæði sig ágætlega í vinnu. Spurð vegna viðbragða X við atvikinu, sagði hún að X gæti verið ör, ef henni liði illa, en kvaðst ekki hafa orðið vitni að viðbrögðum eins og hún væri sögð hafa sýnt þá og taldi að þarna hefði “verið ansi að henni gengið.” Ákærði kom aftur fyrir dóminn þegar vitni höfðu verið yfirheyrð. Hann kvað það rétt að A hefði komið heim með honum á miðvikudeginum og drukkið bjóra sem hann átti í ísskápnum og kvað það geta verið rétt að B hefði einnig komið þar, en kannaðist ekki við að C hefði komið, þó einhver hefði komið við, og kannaðist ekki við að þeir A og B hefðu verið þar á fimmtudeginum. Sjálfur kvaðst hann ekkert hafa drukkið fyrr en á föstudagskvöldið. Þá gerði hann athugasemd við framburð ungmennanna almennt og við framburð lögreglunnar um að hurðin hefði verið opin og hann hefði ekki verið vel áttaður þegar hann var vakinn. Ákærði kvaðst muna það sem við hann var sagt þá. Aðspurður kvaðst hann ekki þola sterkt vín og hefði komið fyrir að yfir hann kæmi óminni af því, en ekki af bjór, sem hann hefði einungis drukkið þetta kvöld. Hann kvað X ekki hafa verið grátandi þegar hún fór frá honum. Við framhald aðalmeðferðar kom fyrir dóminn vitnið Daníel Snorrason rannsóknarlögreglumaður. Hann kvaðst hafa stjórnað rannsókn málsins eftir að lögreglan á Z óskaði eftir aðstoð við það. Lýsti hann viðtali sínu við X eftir skoðun á neyðarmóttöku [...] og staðfesti skýrslu sína um það samtal. Kvað hann X hafa verið yfirvegaða og í góðu jafnvægi og gefið greinargóða frásögn. Aðspurður kvað hann hafa talið hana vera trúverðuga. Hann lýsti einnig skýrslutöku af ákærða sem farið hefði fram eftir vettvangsrannsókn. Hefði hann einnig verið í mjög góðu jafnvægi. Fyrst hefði verið tekin af honum stutt skýrsla á Z, en ítarlegri skýrsla hefði verið tekin síðar eftir að hann var færður til Y til afplánunar dóms. Fatnaður X hefði borist lögreglu frá neyðarmóttöku. Hefðu föt þessi verið skoðuð á meðan á rannsókn stóð, en ekki hefði verið tilefni til að fjalla frekar um þau. Vitnið sýndi í dóminum svartar utanyfirbuxur, sem ekkert var athugavert við en ljóst var að hnappagat var rúmt og tala því laus í hneppslu, ljósar sokkabuxur með nokkrum götum þar af eitt að aftanverðu ofarlega nálægt streng, ennfremur var gat og lykkjufall á innanverðu læri. Einnig blár toppur og hvítur bolur sem ekki verður talið að hafi tilheyrt X. Vitnið kvaðst sjálft ekki hafa haldlagt muni í íbúðinni, og kvað flösku með gulum vökva og grænum tappa sem getið er í gögnum málsins aldrei hafa komið til rannsóknarlögreglunnar á Y. Glös hefðu verið tóm og ekki talið tilefni til að rannsaka innihald í flöskum. Sérstaklega spurður kvað hann ekki hafa verið talið tilefni til að haldleggja svarta sokka sem fundust í íbúðinni, þar sem þeir hafi ekki verið taldir tilheyra X. Ekki hafi verið talin ástæða til að rannsaka sérstaklega lak, sængurver og koddaver sem lögreglan á Z haldlagði. Hann kvað dyraumbúnað á íbúð ákærða hafa vakið athygli lögreglu, greinilegt hafi verið að hurðin hafði verið rifin upp, og hafi það verið í samræmi við frásögn X. Lögreglan á Z hafi sagt að hurðin hafi verið opin er þeir komu að og hafi þurft að gera sérstakar ráðstafanir til að loka henni. Aðspurður kvað hann ekki útilokað að skemmdirnar gætu hafa verið eldri. Vitnið staðfesti rannsóknarskýrslur sem það hefur skráð og fylgja málsgögnum. Niðurstaða Ákærði er fæddur í febrúar 1972. Eftir að hann náði 18 ára aldri hefur honum fjórum sinnum verið gerð refsing vegna ölvunaraksturs, þar af tvisvar í 60 daga refsivist, síðast í marsmánuði árið 2000 og árið 1997 var hann dæmdur í 45 daga varðhald fyrir líkamsárás og áfengislagabrot. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að ákærði hafði mikla yfirburði vegna aldurs- og aflsmunar, sem hann neytti til að byrja samfarir við unglingsstúlku og bendir allt til þess að ásetningur hans til þess að eiga við hana kynmök hafi mótast fyrr um kvöldið. Hins vegar þykir mega leggja til grundvallar að hann hafi áttað sig á óvilja X og horfið frá hinni refsiverðu háttsemi. Að þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 2 ár. Skaðabótakrafa Réttargæslumaður krefst miskabóta og greiðslu útlagðs kostnaðar til handa X. Er miskabótakrafan byggð á því að ákærði hafi meitt X með framkomu sinni og hafi hún orðið fyrir alvarlegum andlegum og félagslegum áverka. Hún hafi verið niðurlægð og vanvirt af sér miklu eldri manni sem hafi nýtt sér aðstöðu sína á ógeðfelldan hátt. Eftir atburðinn hafi hún fundið fyrir tilfinningalegum dofa og samskipti við kærasta orðið verri. Hún þjáist af svefntruflunum, sé viðkvæmari í lund og eigi við miklar skapsveiflur að stríða. Hún haldi sig meira heima við en áður. Vitnið Guðrún Árnadóttir starfsmaður félagsþjónustunnar bar að líðan X væri frekar slæm og andlegt ójafnvægi hefði versnað eftir atburðinn. Taldi hún hana þurfa meiri aðstoð en hún hefði fengið. Er upplýst að X fór nýlega í tíu daga meðferð á Vog til þess að fá hjálp við að styrkja sig tilfinningalega, en ekki af því að hún hefði byrjað að neyta áfengis aftur. Móðir hennar kvað hana vera mjög illa farna. Unglingarnir sem báru vitni í málinu töldu sig ekki hafa merkt að X hefði einangrað sig félagslega eftir atburðinn og að hún væri sjálfri sér lík. Ekkert þeirra virðist þó umgangast hana mikið í dag. Öll báru að hún hefði ekki viljað tala mikið um atburðinn og þau hefðu ekki gengið á hana. Af framburði þeirra, læknisins á Z og starfsmanns félagsþjónustunnar, er ljóst að X ber ekki tilfinningar sínar á torg. Hún hefur þrisvar komið í endurkomu á slysadeild [...], síðast 7. mars sl. Af skýrslum þar um og vætti læknisins er hún að jafna sig á atburðinum, en enn gætir þó áhrifa hans. Eðli málsins samkvæmt er hætt við að svo verði um langa framtíð. Með vísan til niðurstöðu í refsiþætti máls þessa og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þykir ákærði með háttsemi sinni hafa valdið X miska og vera skaðabótaskyldur gagnvart henni. Bætur til hennar eru ákveðnar 600.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 18. ágúst 2001 til 16. nóvember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Einnig skal ákærði greiða skjalfestan útlagðan kostnað hennar 4.500 krónur, og 100.000 krónur vegna réttargæsluþóknunar skipaðs talsmanns hennar, Berglindar Svavarsdóttur héraðsdómslögmanns. Fallist er á það með verjanda að ekki hafi verið tilefni til að afla veðurvottorðs. Ákærði skal greiða allan sakarkostnað að frádregnum 5.162 krónum vegna þessa vottorðs. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, ákvarðast 250.000 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins var málið flutt af Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Guðmundur Magnús Elíasson, skal sæta fangelsi í 2 ár. Ákærði skal greiða X 604.500 krónur í skaðabætur með vöxtum frá 18. ágúst 2001, samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 til 16. nóvember sama ár, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 100.000 krónur vegna réttargæsluþóknunar skipaðs talsmanns hennar, Berglindar Svavarsdóttur héraðsdómslögmanns. Ákærði skal greiða allan sakarkostnað að frádregnum 5.162 krónum en meðtöldum málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur. Hjördís Hákonardóttir. Ólafur Ólafsson Ólöf Pétursdóttir
|
Mál nr. 430/2016
|
Gjaldþrotaskipti Riftun Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi
|
Þb. H ehf. krafðist riftunar á greiðslum sem millifærðar voru af bankareikningum H ehf. inn á tilgreinda reikninga K og byggði meðal annars á því að ósannað væri að H ehf. hefði staðið í skuld við K. Með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 839/2015, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, var talið að fyrir lægi dómsniðurstaða um að K hefði veitt H ehf. lán í tengslum við kaup félagsins á F ehf. Var því talin brostin forsenda fyrir þeim málatilbúnaði þb. H ehf. að H ehf. hefði ekki staðið í skuld við K. Þá var talið að í málatilbúnaði þb. H ehf. hefði skort verulega á að gerð hefði verið grein fyrir atvikum sem hefðu að þessu frágengnu getað rennt stoðum undir kröfugerð hans og í meginatriðum látið við það sitja að lýsa efni lagaákvæða að baki henni. Var málinu því vísað frá héraðsdómi.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta hæstaréttardómararnir HelgiI. Jónsson og Greta Baldursdóttir og Þorgeir Ingi Njálsson setturhæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar7. júní 2016. Hann krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi,til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur, en að því frágengnu að hannverði sýknaður af kröfum stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði ogfyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar hinsáfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.IBú Háttar ehf. var tekið til gjaldþrotaskiptameð úrskurði 12. júlí 2012. Eins og rakið er í héraðsdómi var áfrýjandi einihluthafi félagsins, auk þess sem hann var stjórnarmaður og framkvæmdastjóriþess. Með kaupsamningi 10. apríl 2007 keypti félagið alla hluti íHrossaræktarbúinu Feti ehf. og nam kaupverðið 525.000.000 krónum. Samkvæmtsamningnum átti að greiða 225.000.000 krónur við afhendingu hins selda en sexmánuðum síðar átti að greiða 300.000.000 krónur. Af hálfu áfrýjanda hefur þvíverið haldið fram að hann hafi lánað Hætti ehf. 395.000.000 krónur til aðstanda skil á kaupverðinu. Þetta hafi hann gert annars vegar með því að greiðabeint til seljanda þá fjárhæð sem inna átti af hendi við afhendingu hlutanna oghins vegar með því að leggja 170.000.000 krónur inn á reikning Háttar ehf. 4.janúar 2008. Hafi Háttur ehf. af þessu tilefni gefið út tvö veðskuldabréf tiláfrýjanda, annars vegar 2. júní 2007 að fjárhæð 225.000.000 krónur og hinsvegar 4. janúar 2008 að fjárhæð 170.000.000 krónur. Samkvæmt ljósritum af skuldabréfunumvoru áfrýjanda settir að veði til tryggingar greiðslu skuldarinnar allireignarhlutir í Hrossaræktarbúinu Feti ehf.Stefndi höfðaði mál 2. apríl 2013 tilað fá rift ráðstöfun Háttar ehf. sem fólst í samkomulagi um skuldauppgjör 15.september 2011, en með því var öllum eignarhlutum í Hrossaræktarbúinu Feti ehf.ráðstafað til áfrýjanda til greiðslu á framangreindri skuld við hann. Kom framí samkomulaginu að skuldin væri að fjárhæð 610.353.990 krónur, en andvirðihlutanna, sem kæmi til frádráttar, næmi 400.000.000 krónum eftir sameiginlegumati Háttar ehf. og áfrýjanda. Jafnframt var þess krafist að áfrýjanda yrðigert að afhenda stefnda alla hluti í félaginu. Var þessi málatilbúnaður ístefnu til héraðsdóms byggður á því að samkomulagið væri málamyndagerningur tilað skjóta fjármunum undan fullnustugerðum skuldheimtumanna og að Háttur ehf.hefði aldrei skuldað áfrýjanda þá fjárhæð sem hann kveðst hafa lánað félaginu.Með dómi héraðsdóms 21. september 2015 var fallist á kröfur stefnda. Áfrýjandiskaut málinu til Hæstaréttar, sem með dómi 24. nóvember 2016 í máli nr.839/2015 vísaði því frá vegna vanreifunar. Var sú niðurstaða aðallega byggð áþví að við flutning málsins fyrir Hæstarétti hafi komið fram að ágreiningslaustværi að áfrýjandi hafi lánað Hætti ehf. 395.000.000 krónur í tengslum við kaupfélagsins á Hrossaræktarbúinu Feti ehf.IIÍ máli þessu gerir stefndi þá kröfu aðrift verði með dómi greiðslum sem millifærðar voru af tveimur bankareikningumHáttar ehf. inn á tilgreinda reikninga áfrýjanda á tímabilinu 19. júní 2009 til27. mars 2012, samtals að fjárhæð 51.979.000 krónur. Jafnframt er þess krafistað áfrýjanda verði gert að greiða stefnda þessa fjárhæð ásamt vöxtum. Með hinumáfrýjaða dómi, sem var kveðinn upp 9. mars 2016, var fallist á kröfur stefnda.Var sú niðurstaða reist á þeirri málsástæðu stefnda að ósannað væri að Hátturehf. hafi staðið í skuld við áfrýjanda. Var greiðslum til áfrýjanda, sem inntarvoru af hendi fyrir frestdag við skiptin, samtals að fjárhæð 12.500.000 krónur,rift með vísan til þess að um hafi verið að ræða örlætisgerninga sem falliundir reglu 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá varniðurstaða héraðsdóms um riftun á greiðslum eftir frestdag, samtals að fjárhæð39.479.000 krónur, byggð á 2. mgr. 139. gr. laganna. IIIÁfrýjandi krafðist þess í héraði aðmálinu yrði vísað frá dómi. Þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur með úrskurði 20.desember 2013 og leitar áfrýjandi meðal annars endurskoðunar á þeirriniðurstöðu. Er krafa hans þar að lútandi reist á því að málatilbúnaður af hálfustefnda sé óglöggur og lýsingu málsástæðna svo áfátt að óhjákvæmilegt sé sökumvanreifunar að vísa málinu frá héraðsdómi.Með framangreindum dómi Hæstaréttar24. nóvember 2016 liggur fyrir sú dómsniðurstaða um málsatvik, sbr. 4. mgr.116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að áfrýjandi hafi lánað Hættiehf. 395.000.000 krónur í tengslum við kaup félagsins á Hrossaræktarbúinu Fetiehf. Í ljósi þessa og þess sem áður er rakið um stöðu lánsins að undangengnusamkomulagi um uppgjör á hluta þess, en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar umhana, er brostin forsenda fyrir þeim málatilbúnaði stefnda að Háttur ehf. hafiekki staðið í skuld við áfrýjanda. Þá er engin grein gerð fyrir því í stefnumeð hvaða hætti ákvæði 131. gr. laga nr. 21/1991 geti allt að einu átt við umriftunarkröfu stefnda. Að þessu frágengnu byggir stefndi kröfugerð sína ímálinu á 134. gr. laganna að því er varðar greiðslur til áfrýjanda fyrirfrestdag og ákvæðum 1. mgr. 139. gr. og 141. gr. þeirra eftir hann. Sá annmarkier á málatilbúnaði stefnda að þessu leyti að í stefnu til héraðsdóms skortirverulega á að gerð sé grein fyrir atvikum sem rennt gætu stoðum undir kröfugerðhans og í meginatriðum látið við það sitja að lýsa efni lagaákvæða að bakihenni. Á þetta ekki hvað síst við um þann málsgrundvöll stefnda að greiðslurtil áfrýjanda fyrir frestdag hafi skert greiðslugetu Háttar ehf. verulega. Aðþessu gættu verður að fallast á það með áfrýjanda að málið sé svo vanreifað aðóhjákvæmilegt sé að vísa því frá héraðsdómi. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr. laga nr.91/1991 verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað á báðum dómstigumsem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Máli þessu er vísað frá héraðsdómi.Stefndi, þrotabú Háttar ehf., greiðiáfrýjanda, Karli Emil Wernerssyni, samtals 1.200.000 krónur í málskostnað íhéraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 2016.Mál þetta, semhöfðað var 5. apríl 2013, var tekið til úrskurðar 7. mars sl. að lokinniaðalmeðferð. Stefnandi er þrotabú Háttar ehf., Hlíðarsmára 6, Reykjavík.Stefndi er Karl Wernersson, Engihlíð 9, Reykjavík.Ímálinu gerir stefnandi í fyrsta lagi þá kröfu að rift verði með dómi ráðstöfunHáttar ehf. til handa stefnda sem fram fór með eftirfarandi greiðslum afreikningum Háttar ehf. nr. [...] í Arion banka hf. og nr. [...] í Íslandsbankainn á reikninga stefnda á tímabilinu 19. júní 2009 til 27. mars 2012, samtalsað fjárhæð 51.979.000 krónur:Fyrir frestdag:Af reikningi [...]Dags.Kt. móttakandaNafn móttakandaUpphæð4.10.2010[...]Karl Emil Wernersson3.000.000 kr. 01.04.2011[...]Karl Emil Wernersson5.000.000 kr.Af reikningi [...]Dags.Kt. móttakandaNafn móttakandaUpphæð9.06.2009[...]Karl Emil Wernersson4.000.000 kr.24.03.2010[...]Karl Emil Wernersson500.000 kr.Eftir frestdag:Af reikningi [...]Dags.Kt. móttakandaNafn móttakandaUpphæð26.05.2011[...]Karl Emil Wernersson10.600.000 kr. 05.07.2011[...]Karl Emil Wernersson80.000 kr. 26.07.2011[...]Karl Emil Wernersson400.000 kr.02.08.2011[...]Karl Emil Wernersson.000.000 kr.6.08.2011[...]Karl Emil Wernersson2.500.000 kr.01.09.2011[...]Karl Emil Wernersson5.900.000 kr.3.09.2011[...]Karl Emil Wernersson2.000.000 kr.3.10.2011[...]Karl Emil Wernersson3.200.000 kr.8.10.2011[...]Karl Emil Wernersson6.200.000 kr. 7.11.2011[...]Karl Emil Wernersson2.319.000 kr.29.12.2011[...]Karl Emil Wernersson400.000 kr.29.12.2011[...]Karl Emil Wernersson600.000 kr.29.12.2011[...]Karl Emil Wernersson.900.000 kr. 03.01.2012[...]Karl Emil Wernersson600.000 kr.6.01.2012[...]Karl Emil Wernersson600.000 kr.09.03.2012[...]Karl Emil Wernersson550.000 kr.27.03.2012[...]Karl Emil Wernersson530.000 kr.Samtals: 51.979.000 kr.Stefnandi krefstþess í öðru lagi að stefnda verði gert að endurgreiða honum 51.979.000 krónurmeð dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu frá 16. apríl 2013 til greiðsludags. Hann krefst einnigmálskostnaðar. Stefndi krefst aðallega sýknu entil vara lækkunar greiðslukröfu stefnanda. Hann krefst einnig málskostnaðar. Með úrskurði 20. desember 2013var kröfu stefnda um frávísun málsins hafnað. Helstu ágreiningsefni og yfirlit málsatvikaÍmálinu er deilt um heimild stefnanda til að rifta þeim greiðslum sem vísað ertil í kröfugerð hans, svo og krefjast endurgreiðslu á grundvelli 142. gr. laganr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Ekki er um það deilt að þær færslur semvísað er til í kröfugerð stefnanda hafi farið fram. Hins vegar deila aðilar umþað hvort greiðslurnar hafi falið í sér greiðslur á skuldum stefnanda viðstefnda og þá hverjar þessar skuldir hafi verið. Að svo búnu lýtur ágreininguraðila að því hvort fullnægt sé skilyrði nánari ákvæða XX. kafla laga nr.21/1991 til þess að fallist verði á kröfur stefnanda.Stefndivar eini hluthafi Háttar ehf. sem mun hafa stundað ýmsar fjárfestingar, meðalannars í fasteignum og með kaupum á hlutum í félögum. Samkvæmt gögnum úrhlutafélagaskrá var stefndi annar tveggja stjórnarmanna Háttar ehf. auk þess aðvera framkvæmdastjóri og prókúruhafi á þeim tíma sem atvik málsins áttu sérstað. Samkvæmt sömu gögnum hafði einn stjórnarmaður heimild til að rita firmafélagsins. Svo sem fram kemur í greinargerð stefnda var fjármögnun Háttar ehf.einkum tvenns konar; annars vegar í formi lána frá stefnda og hins vegarbankalán. Ígreinargerð stefnda er rakið gengi Háttar ehf., afleiðingar hruns áfjármálamörkuðum haustið 2008 fyrir félagið, viðræður við viðskiptabankafélagsins og loks tildrög þess að bankinn krafðist að félagið yrði tekið tilgjaldþrotaskipta. Kemur fram að 7. september 2011 hafi starfsmaður bankanstilkynnt um að frekari viðræðum væri hafnað og kröfu um gjaldþrotaskipti, semlögð hafði verið fram í héraðsdómi 6. apríl þess árs, yrði haldið til streitu. Meðúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 18. nóvember 2011 var bú Háttar ehf. tekið tilgjaldþrotaskipta samkvæmt beiðni sem barst héraðsdómi 6. apríl þess árs og áðurgreinir. Með dómi Hæstaréttar 21. desember 2011 var þessi úrskurður héraðsdómsfelldur úr gildi. Ný beiðni um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi 14. janúar2012. Var félagið að nýju tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði HéraðsdómsReykjavíkur 14. júlí 2012. Kröfulýsingarfresti lauk 7. október þess árs.Samkvæmt kröfuskrá sem lögð hefur verið fram hafnaði skiptastjóri kröfumstefnda í þrotabúið sem byggðu á framangreindum skuldabréfum. Ekkivar um munnlegar skýrslur að ræða við aðalmeðferð málsins.Málsástæður og lagarök aðilaÍstefnu segir að stefndi hafi í krafti stöðu sinnar í Hætti ehf., bæði semeigandi og forsvarsmaður, ákveðið að ráðstafa fjármunum félagsins til sín tilþess að skjóta fjármunum undan fullnustugerðum skuldheimtumanna, annars vegarmeð færslum af reikningi Háttar ehf. fyrir frestdag sem talinn er vera 6. apríl2012 og hins vegar með færslum til sjálfs sín eftir frestdag af sömureikningum. Þessar ráðstafanir hafi verið gerðar honum sjálfum til hagsbóta. Aðþví er varðar greiðslur fyrir frestdag er vísað til 131. gr. laga nr. 21/1991og þess að greiðslur til stefnda hafi verið gjafagerningar. Ef talið verður aðstefndi hafi átt kröfu gegn Hætti ehf. er vísað til 134. gr. laga nr. 21/1991og talið að greiðslurnar hafi skert greiðslugetu Háttar ehf. verulega ogmismunað kröfuhöfum. Að því er varðar greiðslur eftir frestdag er vísað til139. gr. laga nr. 21/1991. Einnig er vísað til riftunarreglu 141. gr. laganna.Krafa um endurgreiðslu er byggð á 142. gr. laga nr. 21/1991.Stefndireisir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að málið hafi ekki verið höfðaðinnan lögbundins sex mánaða frests samkvæmt1. mgr. 148. gr. laga nr. 21/1991. Kröfulýsingarfrestur hafi runnið út þann 7.október 2012 og ekkert verið því til fyrirstöðu að höfða riftunarmálið innansex mánaða frests skv. 1. mgr. 148. gr. laganna. Í annan stað telur stefndi aðgrundvöllur málatilbúnaðar stefnanda sé rangur. Lagt sé til grundvallar aðstefndi hafi ekki átt veðkröfu á hendur Hætti ehf. og greiðslurnar getiþví ekki hafa verið endurgreiðslur á þeim kröfum. Þessi staðhæfing stefnanda sémeð öllu órökstudd og algerlega vanreifuð. Vísar stefndi einkum til þess aðhann hafi átt kröfur á grundvelli tveggja veðskuldabréfa sem gefin voru út tilhans af hálfu Háttar ehf. og hafi þetta verið staðfest með dómi réttarins ímáli nr. e 1546/12 21. september sl. Stefndimótmælir því að frestdagur við gjaldþrotaskiptin sé6. apríl 2011 og telur hann eiga að vera 16. janúar 2012. Stefndi byggirá því að ákvæði 139. gr. laga nr. 21/1991 sé verulega íþyngjandi í garðriftunarþola og byggi á þeim rökum að þrotamaður eigi nánast ekkert að hafastað eftir að beiðni um gjaldþrotaskipti komi fram. Þessi aðstaða sé hins vegarmeð allt öðrum hætti í fyrirliggjandi máli. Þannig hafi meira en 15 mánuðirliðið frá þeim frestdegi sem byggt er á í stefnu þar til bú stefnanda var tekiðtil gjaldþrotaskipta. Byggir stefndi á því að ótækt sé að miða frestdag við þaðtímamark við slíkar aðstæður. Ógerningur sé að reka félag í fullum rekstrilengur en í eitt ár eftir reglum 139. gr. laga um nr. 21/1991. Sé það enda svoað skiptastjóri stefnanda hafi sjálfur byggt á því við innköllun að frestdagurværi 16. janúar 2012 og sé hann bundinn af því.Stefnditelur 131. gr. laga nr. 21/1991 ekki koma til álita þar sem frestdagur hafiverið 16. janúar 2012 og hafi því sex mánaða frestur samkvæmt ákvæðinu veriðliðinn um tilteknar greiðslur. Ekki sé byggt á 2. mgr. ákvæðisins sem komi þaraf leiðandi ekki til greina. Þá telur stefndi sannað að ekki hafi verið umgjafagerning að ræða heldur greiðslur á gjaldföllnum skuldum Háttar ehf. viðstefnda, eða a.m.k. réttmæta trú aðila um að svo væri. Engin grein hafi veriðgerð fyrir skilyrðum örlætisgerninga í málatilbúnaði stefnanda.Aðþví er varðar 134. gr. laga nr. 21/1991 hafnar stefndi því að greiðslurnar hafiskert greiðslugetu stefnanda verulega. Enga tilvísun sé að finna til 2. mgr.greinarinnar eða hvernig skilyrði hennar eigi að vera uppfyllt í málinu. Einniger hér vísað til fyrri sjónarmiða um tilgreiningu frestdags. Stefnandi byggimálatilbúnað sinn á því að ekki hafi verið um greiðslu skuldar að ræða og séhann við þetta bundinn. Eigi því að sýkna stefnda af kröfu stefnanda samkvæmtþessari grein. Stefndi hafnar því einnig að greiðslur fyrir ætlaðan frestdaghafi rýrt greiðslugetu stefnanda verulega en þetta beri stefnanda að sanna.Vísar hann til þess að samkvæmt ársreikningi stefnanda fyrir árið 2007 hafiheildareignir hans numið 1.554.012.230 krónum og samkvæmt ársreikningistefnanda fyrir árið 2008 hafi heildareignir hans numið 1.722.925.357 krónum.Sem hlutfall af framangreindum stærðum hafi greiðslurnar því rétt aðeins numiðum 0,029% - 0,322% af heildareignum og því verið óverulegar. Stefndi mótmælir því að skilyrði139. gr. laga nr. 21/1991 séu uppfyllt en langstærstur hluti greiðslnanna hafireyndar verið inntur af hendi fyrir frestdag. Stefndi vísar jafnframt til þessað stefnandi hafi með bindandi málflutningsyfirlýsingu sinni afmarkaðmálatilbúnað sinn með þeim hætti að greiðslurnar hafi ekki falið í sér greiðsluá skuld. Þegar af þeirri ástæðu geti hann ekki rift greiðslu skuldar með vísantil 139. gr. laganna. Hann telur einnig að reglur XVII. kafla laga nr. 21/1991hefðu leitt til þess að skuld stefnanda við stefnda hefði greiðst viðgjaldþrotaskiptin, a.m.k. að stórum hluta. Þannig byggir stefndi á því aðskuldin hafi verið tryggð með veði í öllum hlutum stefnanda í HrossaræktarbúinuFeti ehf. Með hliðsjón af úrlausn málsins er ekki þörf á því að reifamálsástæður stefnda vegna 141. gr. laga nr. 21/1991. Stefndi byggir varakröfu sína umlækkun greiðslukröfu stefnanda í fyrsta lagi á því að lækka eigi kröfustefnanda sem nemur greiðslum fyrirfrestdag þar sem skilyrði til riftunar séu bersýnilega ekki fyrir hendi. Í öðrulagi hafi 15 af þeim 17 greiðslum sem inntar voru af hendi eftir ætlaðanfrestdag samkvæmt málatilbúnaði stefnanda í raun réttri verið inntar af hendieftir réttilega ákvarðaðan frestdag. Í þriðja lagi beri að lækka dómkröfurstefnanda hlutfallslega sem nemur verðmæti þess veðs sem stefndi hafði fyrirkröfum sínum, enda hefði hann í öllu falli fengið sem verðmæti þess nam upp ískuldina ef ekki hefði komið til greiðslnanna. Niðurstaða Með vísan tildóms Hæstaréttar 11. nóvember 2013 í máli nr. 694/2013 verður höfðun málsinsmiðuð við birtingu stefnu á vinnustað stefnda. Var því ekki runninn út fresturtil höfðunar málsins samkvæmt 148. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskiptio.fl. þegar málið var höfðað 5. apríl 2013. Með vísan til áðurlýstra atvikamálsins og röksemda stefnanda telur dómurinn enn fremur að miða beri við aðfrestdagur við skipti Háttar ehf. hafi verið 6. apríl 2011.Í máliþessu liggur fyrir að fjárhæðir voru færðar af reikningi Háttar ehf. yfir áreikning stefnda sem var aðaleigandi félagsins og prókúruhafi. Í málinu eróupplýst hvaða starfsmaður framkvæmdi færslurnar eða hver hafi verið yfirlýsturtilgangur þeirra. Þá hafa ekki komið fram skýringar af hálfu stefnda áfærslunum aðrar en þær að um hafi verið að ræða greiðslur á gjaldföllnumskuldum félagsins við hann, en í greinargerð er því hreyft að hér hafi meðalannars verið um að ræða skuldir samkvæmt þeim skuldabréfum sem fjallað var um ímáli nr. e 1546/12 og lauk með dómi réttarins 21. september sl. Eins og málið liggur fyrir telurdómurinn að það hafi staðið stefnda nær að leggja fram gögn um þær skuldir viðsig sem hann fullyrðir að Háttur ehf. hafi greitt með framangreindumráðstöfunum, meðal annars hvort og að hvaða marki þeim var ráðstafað tilgreiðslu framangreindra skuldabréfa. Svo sem áður greinir liggur hins vegarekkert fyrir um það í hvaða nánara tilgangi umræddar greiðslur voruframkvæmdar, hvorki almennt né í einstökum tilvikum. Í ljósi sönnunarstöðumálsins verður því á það fallist með stefnanda að líta beri svo á að um hafiverið ræða örlætisgerninga sem falli undir reglu 1. mgr. 131. gr. laga nr.21/1991. Hefur ekki verið leitt í ljós að félagið hafi allt að einu veriðgjaldfært þrátt fyrir afhendingu umræddra fjármuna. Verður því fallist áriftunarkröfu stefnanda vegna þeirra greiðslna sem áttu sér stað fyrirfrestdag. Að fenginni þessari niðurstöðu þarf ekki að taka afstöðu til þesshvort skilyrðum 141. gr. laga nr. 21/1991 sé fullnægt um þessar greiðslur. Að því er varðar þær greiðslursem áttu sér stað eftir frestdag telur dómurinn ljóst að stefnda hafi veriðfullkunnugt um að komin var fram beiðni um gjaldþrotaskipti. Þá hefur ekkiverið sýnt fram á að umræddar greiðslur hafi verið nauðsynlegar í þágu atvinnurekstrar þrotamannsins, eðlilegaraf tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánardrottna eða til að fullnægjadaglegum þörfum félagsins.Verður því fallist á að greiðslurnar séuriftanlegar samkvæmt 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 sem hér á við. Með vísan til framangreindsverður fallist á greiðslukröfu stefnanda samkvæmt 142. gr. laga nr. 21/1991, enengin efni eru til þess að lækka kröfuna af þeim ástæðum sem stefndi hefurvísað til. Það athugast að umrædd niðurstaða málsins er því ekki tilfyrirstöðu að stefndi komi fjárkröfum sínum að við skipti stefnanda samkvæmt143. gr. laganna og er það skiptastjóra að taka afstöðu til slíkra kröfulýsingasamkvæmt nánari reglum laga nr. 21/1991. Fallist verður á dráttarvaxtakröfustefnanda sem hefur einungis krafist slíkra vaxta frá þingfestingardegi. Í ljósi úrslita málsins verðurstefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn1.000.000 króna og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts.Af hálfu stefnanda flutti málið Jóhann Baldursson hdl.Af hálfu stefnda flutti málið Halldór Brynjar Halldórsson hdl.Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M S O R ÐEftirfarandigreiðslum af reikningum Háttar ehf. nr. [...] hjá Arion banka hf. og nr. [...]hjá Íslandsbanka hf. inn á reikninga stefnda, Karls Emils Wernerssonar, átímabilinu 19. júní 2009 til 27. mars 2012, samtals að fjárhæð 51.979.000krónur, er rift:a)Reikningur nr. [...]:Dags.Upphæð9.06.20094.000.000 kr.24.03.2010500.000 kr.b)Reikningur nr. [...]:Dags.Upphæð4.10.20103.000.000 kr.01.04.20115.000.000 kr.26.05.20110.600.000 kr.05.07.201180.000 kr.26.07.2011400.000 kr.02.08.2011.000.000 kr.6.08.20112.500.000 kr.01.09.20115.900.000 kr.3.09.20112.000.000 kr.3.10.20113.200.000 kr.8.10.20116.200.000 kr. 7.11.20112.319.000 kr.29.12.2011400.000 kr.29.12.2011600.000 kr.29.12.2011.900.000 kr. 03.01.2012600.000 kr.6.01.2012600.000 kr.09.03.2012550.000 kr.27.03.2012530.000 kr.Stefndi greiðistefnanda, þrotabúi Háttar ehf., 51.979.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. apríl 2013til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda1.000.000 króna í málskostnað.
|
Mál nr. 180/2009
|
Samningur Fasteignakaup Stjórnsýsla
|
I og B deildu um hvort komist hefði á bindandi samningur milli aðila. I, eigandi fasteignarinnar Brákarbraut 11 í Borgarnesi, hafði átt fund með fyrirsvarsmönnum B og lögmönnum málsaðila, þar sem rætt hafði verið um samkomulag milli aðila sem fólst aðallega í því að vegna skerðingar á lóð I í samræmi við deiliskipulag fengi hann í sinn hlut aðliggjandi lóð að Brákarbraut 11a ásamt gömlu húsi sem stendur á þeirri lóð. I gerði þá kröfu í málinu að viðurkennt yrði að komist hefði á bindandi samningur milli aðila þess efnis sem greindi í óundirrituðum skriflegum samningi, sem dagsettur var 13. júlí 2007. Miðaði hann við endanlega gerð skjals sem gengið hafði á milli málsaðila eftir fundinn. Í tilgreindu skjali kom fram að B myndi leggja svokallaðan sögustíg utan við lóðina að Brákarbraut 11a, en sýna átti legu þessa stígs á uppdrætti sem fylgdi samningnum. Þegar B hafði tekið saman uppdráttinn vildi I fyrir sitt leyti ekki fallast á hann. Gerði hann athugasemdir við legu lóðarinnar gagnvart sögustígnum. Talið var að ekki yrði litið svo á að skuldbindandi samningur hefði komist á milli aðila nema þeir yrðu einhuga um mörk lóðarinnar gagnvart aðliggjandi göngustíg. Þá væri og til þess að líta að I hefði sjálfur sagt í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði ekki viljað skrifa undir samning fyrir sitt leyti fyrr en öll mál yrðu til lykta leidd. Samkvæmt þessu var ekki talið að I hefði sýnt fram á að komist hefði á bindandi samningur. Var B sýkn af kröfu I.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 16. apríl 2009. Hann krefst þess að viðurkennt verði að komist hafi á samningur milli aðila vegna skerðingar á lóð áfrýjanda að Brákarbraut 11 í Borgarbyggð „þess efnis sem getur í óundirrituðum skriflegum samningi dags. 13. júlí 2007 sem barst með tölvupósti frá Inga Tryggvasyni hdl. þann 12. júlí 2007.“ Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti Með vísan til forsenda hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Ingimundur Einar Grétarsson, greiði stefnda, Borgarbyggð, 350.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 19. janúar 2009. Mál þetta var höfðað 23. júní 2008 og dómtekið 7. janúar 2009. Stefnandi er Ingimundur Grétarsson, Brákarbraut 11 í Borgarnesi, en stefnda er Borgarbyggð, Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði með dómi að komist hafi á samningur á milli málsaðila vegna skerðingar á lóð stefnanda að Brákarbraut 11 í Borgarnesi þess efnis sem getur í óundirrituðum skriflegum samningi, dagsettum 13. júlí 2007, sem barst stefnanda 12. sama mánaðar með tölvupósti frá lögmanni stefnda, Inga Tryggvasyni, hdl. Jafnframt krefst stefnandi þess að stefndu verði gert að greiða málskostnað. Stefnda krefst sýknu af kröfum stefnanda og að honum verði gert að greiða stefndu málskostnað. I. Stefnandi er eigandi að fasteigninni Brákarbraut 11 í Borgarnesi, en um er að ræða einbýlishús, sem stendur á leigulóð í landi sveitarfélagsins. Um lóðina er í gildi lóðarleigusamningur frá 1. febrúar 1988 og þar kemur fram að flatarmál lóðarinnar er 2.634,1 fermetrar. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi er hluti af upphaflegri lóð fasteignarinnar Brákarbrautar 11 ætlaður undir bifreiðastæði. Á þessum hluta lóðarinnar stóð um áratugaskeið verslunarhúsnæði, en fyrri lóðarhafi hafði leigt þann hluta lóðarinnar undir atvinnuhúsnæðið. Stefnda fékk afsal fyrir þessu húsi 28. ágúst 2008 og hefur látið rífa það. Hinn 2. júlí 2007 var haldinn fundur á skrifstofu stefndu með stefnanda, fyrirsvarsmönnum stefnda og lögmönnum málsaðila. Á fundinum var rætt um samkomulag milli aðila sem fólst aðallega í því að vegna skerðingar á lóð stefnanda í samræmi við deiliskipulag fengi hann í sinn hlut aðliggjandi lóð að Brákarbraut 11a ásamt gömlu húsi sem stendur á þeirri lóð. Jafnframt tæki stefnda að sér frágang vegna umferðarréttar yfir aðliggjandi lóð að Brákarbraut 13, auk fleiri atriða sem hér verða ekki rakin. Í málinu deila aðilar um hvort komist hafi á bindandi samningur í þessa veru, en stefnandi heldur því fram að lögmönnum aðila hafi verið falið að ganga frá samningi til undirritunar. Í kjölfar þessa fundar samdi lögmaður stefnanda samdægurs drög að samningi og sendi sveitarstjóranum í Borgarbyggð. Tveimur dögum síðar eða 4. júlí svaraði sveitarstjórinn þeim pósti og gerði athugasemdir við tvö atriði í samningsdrögunum. Í kjölfarið áttu sér stað orðsendingar milli lögmanna málsaðila og gengu samningsdrögin á milli þeirra. Ekki eru efni til að rekja þau samskipti í heild. Þess skal þó getið að í tölvupósti lögmanns stefnanda til lögmanns stefndu 12. júlí 2007 kom fram að hæla þyrfti út lóðarmörk Brákarbrautar 11a þar sem þau breyttust þannig að hægt yrði að gera sér grein fyrir hvernig lóðin yrði og setja mörkin inn á uppdrátt. Lögmaður stefndu sendi síðan sveitarfélaginu tölvupóst sama dag og kom á framfæri ósk stefnanda um að gerður yrði uppdráttur þar sem meðal annars kæmi fram hvernig göngustígur, svokallaður sögustígur, væri meðfram lóðinni. Í kjölfarið var starfsmanni bæjarins falið að gera uppdráttinn. Í endanlegri mynd voru efnisákvæði í þeim samningsdrögum, sem dagsett eru 13. júlí 2007 og gengu milli málsaðila, svohljóðandi: 1. gr. Ingimundur Grétarsson afsalar til Borgarbyggðar hluta af lóðinni Brákarbraut 11 undir bílastæði, sbr. meðfylgjandi uppdrátt, sem er hluti af samningi þessum. Um er að ræða nyrsta hluta lóðarinnar sem liggur að Brákarbraut. Lóðamörk eftir breytingu verða við steyptan vegg sem þar er og verður veggurinn sjálfur í eigu Borgarbyggðar. ... Borgarbyggð mun malbika bílastæði á lóðarhlutanum og skulu lóð Brákarbrautar 11 tilheyra tvö sérmerkt bílastæði sunnan við og sem næst steyptum tröppum sem liggja að húsinu Brákarbraut 11. 2. gr. Borgarbyggð mun annast allan frágang vegna umferðarréttar Brákarbrautar 11 um lóð Brákarbrautar 13. Í þessu fellst að svæðið verður lagt bundnu slitlagi og það merkt sem kostur er þannig að sem greiðastur aðgangur verði að Brákarbraut 11 og að bílar lokist ekki inni. 3. gr. Borgarbyggð tryggir að deiliskipulagi verð breytt þannig að settur verði byggingareitur fyrir bílskúr á lóð Brákarbrautar 11. Bílskúrinn verði allt að 70 fm. og 330 rm. að stærð. Byggingareiturinn verði staðsettur við suðurmörk lóðarinnar nr. 11 og ca. 2 metrar í beinni línu innan við framhlið Brákarbrautar 13. Borgarbyggð mun láta taka út úr deiliskipulagi að aðgengi að Brákarbraut 11a sé yfir lóð nr. 11 við Brákarbraut. 4. gr. Borgarbyggð afsalar til Ingimundar lóðinni Brákarbraut 11a ásamt öllum þeim mannvirkjum sem á lóðinni eru. Á lóðinni stendur 61,3 fm. timburhús sem skv. fasteignarmati er sagt byggt árið 1950 en er að stofni til mun eldra. Borgarbyggð mun leggja svokallaðan „sögustíg“ sbr. meðfylgjandi uppdrátt og verður hann utan við lóðina Brákarbraut 11a og á landi Borgarbyggðar. Aðgengi að Brákarbraut 11a verður um stíginn og skulu lóðinni fylgja eitt til tvö sérmerkt bílastæði við enda stígsins við Bjarnarbraut, sem líklega mun liggja samhliða Bjarnarbraut. Borgarbyggð mun láta setja upp merkingar við „sögustíginn“ og listaverkið Brák að lóðirnar nr. 11 og 11a séu í einkaeign þannig að vegfarendur gangi síður yfir lóðirnar. Við undirritun samkomulags þessa skal Borgarbyggð afsala og afhenda Ingimundi fasteignina Brákarbraut 11a. 5. gr. Borgarbyggð mun leitast við að tryggja að starfsemi í húsunum nr. 1315 við Brákarbraut verði með því sniði sem hún er nú í dag þ.e. safna- og veitingastarfsemi. Skal við það miðað að íbúar í nágrenni tilgreindra húsa verði ekki fyrir ónæði af þeirri starfsemi sem fram fer í húsunum. Er þá sérstaklega hafður í huga tíminn eftir miðnætti og sá tími þar sem venjulega skal friður ríkja í íbúðarhverfum. 6. gr. Allur kostnaður af framangreindum framkvæmdum skal greiddur af Borgarbyggð. Stefnt skal að því að allri vinnu vegna nauðsynlegra breytinga á skipulagi ef einhverjar eru, skuli lokið eigi síðar en 1. september 2007. Borgarbyggð skal hefja framkvæmdir við frágang bílastæða, sögustígs og frágang vegna umferðarréttar svo fljótt sem kostur er og skal þeim lokið eigi síðar en 1. október 2007. ... 7. gr. Við undirritun samkomulags þessa eða í kjölfar þess skulu gerðir viðaukar við lóðarleigusamninga um Brákarbraut 11 og 11a. Á nýjum uppdrætti af lóð 11a sem fylgi viðaukanum skal sýnt hvernig „sögustígurinn“ kemur utan um lóðina og á landi Borgarbyggðar. Hinn 18. júlí 2007 voru samningsdrögin lögð fyrir fund byggðarráðs Borgarbyggðar og samþykkt. Málið var aftur tekið fyrir á fundi byggðarráðs 1. ágúst sama ár og þá voru drögin einnig samþykkt. Við atkvæðagreiðsluna sat einn fulltrúi í byggðarráði hjá og óskaði eftir að samningurinn yrði kostnaðarmetinn. Næst var málið tekið fyrir í sveitarstjórn 16. ágúst sama ár en á þeim fundi voru lagðar fram og ræddar fundargerðir byggðarráðs. Fyrir þann fund hafði sveitarstjóri ritað minnisblað 7. sama mánaðar þar sem gerð var grein fyrir málinu og einstökum kostnaðarliðum, en sveitarstjóri taldi heildarkostnað af samningnum við stefnanda nema 8.624.000 krónum. Fundargerðir bæði byggðarráðs og sveitarstjórnar eru birtar á netinu á heimasíðu stefndu. Eftir að starfsmaður stefndu hafði gert uppdrátt af lóðum fyrir Brákarbraut 11 og Brákarbraut 11a var uppdrátturinn sendur lögmanni stefnanda með tölvupósti 7. ágúst 2008. Af hálfu stefnanda var ekki fallist á þennan uppdrátt þar sem lóð Brákarbrautar 11a hefði verið skert vegna göngustígs meðfram lóðinni. Einnig taldi stefnandi að uppdrátturinn væri ekki í samræmi við samning málsaðila þar sem bílastæði næðu inn fyrir steyptan vegg sem átti að vera á lóðarmörkum. Þá taldi stefnandi að ganga þyrfti frá staðsetningu bílageymslu til að hægt væri að undirrita samninginn. Í kjölfar þess að stefnanda var sendur uppdráttur af lóðunum var efnt til fundar 17. ágúst 2007 með stefnanda, sveitarstjóra og formanni byggðarráðs til að fjalla um þau atriði sem stefnandi taldi í ósamræmi við samning málsaðila. Einnig var á vettvangi farið yfir lóðarmörk og eftir að bæjarstjóri hafði yfirgefið fundinn heldur stefnandi því fram að hann og formaður byggðarráðs hafi orðið ásáttir um hvernig lega göngustígar ætti að vera á lóðarmörkum. Stefnda telur hins vegar að ekki hafi komist á bindandi samkomulagi í þessa veru. Um miðjan október og fram í nóvember 2007 fóru fram að frumkvæði stefndu viðræður milli aðila um að málinu yrði ráðið til lykta með því að sveitarfélagið keypti fasteign stefnanda að Brákarbraut 11. Þær viðræður runnu út í sandinn eftir að stefnda hafði tvívegis gert stefnanda tilboð í eignina. Í kjölfarið var samþykkt í byggðarráði 5. desember 2007 að falla frá fyrirliggjandi samningsdrögum vegna breyttra forsendna og var sveitarstjóra falið að gera stefnanda nýtt tilboð. Var þessi ákvörðun síðan kynnt á fundi sveitarstjórnar 13. sama mánaðar. Í kjölfarið var stefnanda gert tilboð með tölvubréfi 27. desember 2007 um greiðslu að fjárhæð 5.500.000 krónur vegna skerðingar á upphaflegri lóð Brákarbrautar 11 fyrir bifreiðastæði í samræmi við deiliskipulag. Var tekið fram að um lokatilboð væri að ræða og yrði að öðrum kosti leitað eftir heimild til eignarnáms. Þessu erindi svaraði lögmaður stefnanda með tölvubréfi 4. janúar 2008 þar sem því var haldið fram að kominn væri á bindandi samningur milli aðila um greiðslu fyrir skerðingu lóðarinnar með fasteigninni að Brákarbraut 11a í samræmi við skriflegan samning milli aðila og var þess krafist að stefnda stæði við það samkomulag þegar í stað. Samhliða því sem hér hefur verið rakið óskaði stefnandi með tölvubréfi 27. desember 2007 eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun byggðarráðs frá 5. sama mánaðar að falla frá samningi aðila. Þessu erindi svaraði sveitarstjóri með bréfi 7. janúar 2008 en þar kom meðal annars fram að fyrir lægi skýrari sýn en áður um að stefna bæri að því að svæðið við Suðurneskletta yrði í framtíðinni nýtt í ríkari mæli undir safnastarfsemi og útivistarsvæði. Með hliðsjón af því hefði byggðarráð talið rangt að leigja land til einstaklings á þessu svæði, eins og samningsdrögin frá því í júlí 2007 gerðu ráð fyrir. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar 18. mars 2008 tók stefnda ákvörðun um að taka hluta af lóð stefnanda eignarnámi á grundvelli 1. og 5. tölul. 2. mgr. 32. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997. Í kjölfarið var þess farið á leit með beiðni 10. apríl sama ár að Matsnefnd eignarnámsbóta mæti hæfilegar bætur til stefnanda fyrir 526,5 fermetra spildu úr lóðinni. Með úrskurði nefndarinnar 28. ágúst 2008 voru bætur til stefnanda ákveðnar 1.500 krónur á fermetra eða samtals 789.750 krónur. Að auki var stefndu gert að greiða stefnanda 650.000 krónur auk virðisaukaskatts í kostnað vegna matsmálsins. Stefnandi féllst ekki á þessa niðurstöðu og hélt fast við málsóknina á hendur stefndu, en málið hafði þegar verið höfðað 23. júní 2008, svo sem áður getur. II. Stefnandi reisir kröfur sínar á því að komist hafi á skuldbindandi samningur milli málsaðila þess efnis að stefnda léti af hendi fasteignina Brákarbraut 11a vegna skerðingar á lóð stefnanda að Brákarbraut 11. Þessi samningur hafi bæði varið samþykktur af hálfu stefnanda og að hálfu stefndu með afgreiðslu málsins í byggðarráði og sveitarstjórn Borgarbyggðar. Afgreiðsla málsins hjá stefndu hafi síðan verið tilkynnt stefnanda og birt opinberlega á netinu á heimasíðu stefnda. Samkvæmt þessu hafi komist á bindandi samningur á milli aðila sem hvorugur geti hætt við án samþykkis hins. Í þessu tilliti telur stefnandi engu breyta þótt samningur milli aðila hafi ekki verið undirritaður, enda hafi báðir aðilar fallist á lokagerð hans. Undirritunin sem slík feli ekki í sér annað og meira en sönnun en það skipti ekki máli þar sem jafngild sönnun liggi fyrir í málinu. Stefnandi telur jafnframt að samningurinn feli ekki í sér hefðbundin kaup á fasteign og því gildi ekki formreglur laga nr. 40/2002. Stefnandi telur hafa sjálfstæða þýðingu í málinu að stefnda er opinbert stjórnvald sem hafi kynnt ákvörðun sína á opinberum vettvangi, en það eitt og sér verði talið ígildi skuldbindandi undirritunar. Stefnandi heldur því fram að með samþykki byggðarráðs 18. júlí og 1. ágúst 2007 og sveitarstjórnar 16. ágúst sama ár hafi verið tekin lögmæt stjórnvaldsákvörðun sem bindi stefndu, sbr. 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Slík ákvörðun verði ekki endurupptekin nema að fullnægðum skilyrðum 24. gr. sömu laga, sem stefnandi telur ekki eiga við í málinu. Í því sambandi bendir stefnandi sérstaklega á að ákvörðun verði ekki endurupptekin að liðnum þremur mánuðum frá því hún var tilkynnt nema með samþykki allra aðila, sbr. 2. mgr. 24. gr. laganna. Þannig hafi ákvörðun byggðarráðs frá 5. desember 2007 og sveitarstjórnar 13. sama mánaðar verið markleysa bæði í einkaréttarlegu og stjórnsýslulegu tilliti. Stefnandi bendir á að í málinu liggi fyrir að ákvörðun stefndu að standa ekki við samninginn verði rakin til þess að einkaaðilar hafi sett sig í samband við sveitarfélagið og lýst yfir vilja til að breyta húsi stefnanda í safn. Þetta snerti hvorki stefnanda né tilurð samningsins og heimili ekki stefndu að falla frá skuldbindingu sinni. III. Stefnda andmælir því að komist hafi á bindandi samningur milli aðila þess efnis sem stefnandi heldur fram. Til stuðnings því bendir stefnda á að málsaðilar hafi ekki náð samkomulagi um legu lóðarinnar að Brákarbraut 11a gagnvart aðliggjandi göngustíg, en það hafi verið afgerandi forsenda fyrir því að gengið yrði frá samningi milli málsaðila. Hér hafi strandað á því að stefnandi féllst ekki á tillögu stefndu um það hve stór hluti af lóðinni færi undir göngustíginn. Stefnda vísar til þess að byggðarráð og sveitarstjórn hafi við afgreiðslu málsins verið að fjalla um samningsdrög en ekki fullfrágenginn samning tilbúinn til undirritunar. Þar sem öll atriði samningsins hafi ekki verið til lykta leidd hafi stefnda fallið frá því að gera samninginn við stefnanda og því hafi ákvörðun þess efnis verið tekin í byggðarráði 5. desember 2007. Verði talið að stjórnsýslulög nr. 37/1993 eigi við í málinu telur stefnda að heimild hafi staðið til afturköllunar samkvæmt 1. tölul. 25. gr. laganna en þar komi fram að stjórnvaldi sé heimilt að afturkalla fyrri ákvörðun, ef það er ekki til tjóns fyrir aðila. Heldur stefnda því fram að stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna afturköllunarinnar, enda hafi honum verið boðnar bætur í kjölfarið sem voru mun hærri en þær bætur sem Matsnefnd eignarnámsbóta hefur nú talið hæfilegar vegna lóðarskerðingarinnar. Sú ákvörðun stefnanda að hafna því boði hafi hins vegar verið á hans ábyrgð og geti stefnda með engu borið áhættuna af þeirri ákvörðun stefnanda. Þá tekur stefnda fram vegna tilvísunar stefnanda til 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku máls að málsmeðferðin hjá stefndu hafi ekki verið reist á því ákvæði laganna. IV. Í málinu gerir stefnandi þá kröfu að viðurkennt verði að komist hafi á bindandi samningur á milli málsaðila vegna skerðingar á leigulóð stefnanda að Brákarbraut 11 í Borgarnesi þess efnis sem greinir í óundirrituðum skriflegum samningi, sem dagsettur er 13. júlí 2007. Miðar stefnandi þá við endanlega gerð skjals sem gengið hafði milli lögmanna málsaðila, en skjalið er orðrétt tekið upp í málavaxtalýsingu dómsins. Þessi kröfugerð stefnanda þykir nægjanlega ljós til að skorið verði úr um tilvist þeirra réttinda sem hann telur sig eiga og leitar viðurkenningar á með málsókn þessari. Í gildandi deiliskipulagi fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi er gert ráð fyrir að hluti af lóð fasteignarinnar Brákabrautar 11 fari undir bifreiðastæði. Til að hrinda í framkvæmd þessu skipulagi fóru fram viðræður milli málsaðila 2. júlí 2007 og þá var því hreyft að hálfu stefndu að sveitarfélagið léti af hendi fasteignina Brákarbraut 11a gegn því að stefnandi gæfi eftir spilduna undir bifreiðastæðið. Í kjölfarið gengu drög að samningi í þessa veru á milli aðila, en drögin voru síðan samþykkt í byggðarráði stefndu 18. júlí og 1. ágúst 2007. Þá var fjallað um þessa afgreiðslu byggðarráðs í sveitarstjórn 16. ágúst sama ár. Í þessari málsmeðferð stefndu fólst ekki að tekin væri ákvörðun í skjóli stjórnsýsluvalds heldur var fjallað um málið af hálfu sveitarfélagsins á einkaréttarlegum grundvelli. Um þessi lögskipti aðila fer því ekki eftir stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna, heldur ráðast úrslit málsins af því hvort komist hafi á bindandi samningur eftir reglum fjármunaréttar. Meginefni þess óundirritaða samnings, sem stefnandi telur bindandi fyrir stefndu, eru makaskipti á lóðarhluta stefnanda og fasteign stefnda. Samkvæmt 2. málsl. 1. gr. laga um fasteignakaup, nr. 40/2002, gilda lögin um makaskipti eftir því sem við getur átt. Af hálfu stefndu hefur þeirri málsástæðu ekki verið hreyft að samningar um makaskipti séu formbundnir á sama veg og kaupsamningar, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Á þetta getur því ekki reynt í málinu. Í því skjali sem stefnandi telur hafa að geyma bindandi samning segir í 4. gr. að stefnda muni leggja svokallaðan „sögustíg“ utan við lóðina að Brákarbraut 11a á landi Borgarbyggðar, en sýna átti legu þessa stígs á uppdrætti sem fylgi samningnum. Þegar skjal með samningnum lá fyrir í endanlegri mynd fór lögmaður stefnanda þess á leit með tölvubréfi 12. júlí 2007 að settir yrðu niður hælar á mörkum lóðarinnar að Brákarbraut 11a þar sem þau breyttust og að mörkin yrðu sett inn á uppdrátt. Þegar stefnda hafði tekið saman uppdrátt, sem fylgja átti samningnum, vildi stefnandi fyrir sitt leyti ekki fallast á hann. Meðal þeirra athugasemda sem stefnandi gerði við uppdráttinn var lega lóðarinnar gagnvart sögustígnum. Í kjölfarið átti stefnandi fund með sveitarstjóra og formanni byggðarráðs 17. ágúst 2007 þar sem fjallað var um þetta ágreiningsefni. Gegn andmælum stefndu hefur stefnandi ekki sannað að þetta atriði hafi verið endanlega til lykta leitt á þessum fundi eða síðar. Breytir engu í því tilliti þótt formaður byggðarráðs hafi borið fyrir dómi að hann hafi talið sig og stefnanda ná nokkurn veginn saman um þessi lóðarmörk, enda gat formaður byggðarráðs ekki upp á sitt eindæmi skuldbundið sveitarfélagið að þessu leyti. Þegar þau viðskipti sem koma fram í umræddu skjali eru virt verður ekki talið að skuldbindandi samningur hafi komist á milli aðila nema þeir yrðu einhuga um mörk lóðarinnar að Brákarbraut 11a gagnvart aðliggjandi göngustíg. Þá er og til þess að líta að stefnandi sjálfur sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði ekki viljað skrifa undir samning fyrir sitt leyti fyrr en öll mál yrðu til lykta leidd. Samkvæmt þessu verður ekki talið að stefnandi hafi sýnt fram á að komist hafi á bindandi samningur milli málsaðila, en hann ber sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu sinni að samkomulagið hafi komist á áður en frá því varð gengið skriflega með undirritun aðila. Verður stefnda því sýknað af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Benedikt Bogason, héraðsdómari, kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefnda, Borgarbyggð, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Ingimundar Grétarssonar. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 152/2007
|
Fasteign Jörð Eignarréttur Hefð
|
Ó og S kröfðust viðurkenningar á því að þau og fyrri eigendur jarðarinnar B hefðu unnið eignarhefð á 84,5 hektara landspildu á Þveráraurum innan girðingar B sem var afmörkuð með nánar tilgreindum hnitum á uppdrætti. Byggðu þau á því að fyrri eigendur hefðu girt landið sem krafa þeirra lyti að fyrir 1960 og hefði það þannig verið óslitið í umráðum hans og síðar Ó og S í meira en tvöfaldan þann tíma sem þyrfti svo eignarhefð ynnist sbr. 1. mgr. 2. gr laga nr. 46/1905 um hefð. Gagnáfrýjendur mótmæltu því að skilyrði hefðar væru uppfyllt þar sem þrætulandið væri hluti af landi T sem enn hefði verið óskipt milli jarða síðan 1950. Einn eigandi óskiptrar sameignar gæti ekki unnið hefð á hluta hennar og ákvæði 2. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 sem fæli í sér skilyrði um huglæga afstöðu hefðanda, væru ekki uppfyllt. Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði að þegar krafa um landskipti á landi T var sett fram árið 1972 voru ekki liðin 20 ár, sbr. skilyrði 1. mgr. 2. gr laga nr. 46/1905, frá því eigandi B girti af hluta landsins sem var í óskiptri sameign. Óumdeilt var að sú krafa tók til alls landsins í T sem enn var óskipt og þar með einnig þess hluta, sem lá innan fyrrnefndrar girðingar. Eftir þetta hafi eigendum B verið fullljóst að sameigendur viðurkenndu ekki rétt þeirra til lands innan girðingarinnar. Með kröfu um skipti var sett af stað lögbundið ferli, sem beindi ágreiningsefninu í eðlilegan farveg miðað við aðstæður og skipti þá ekki máli sú langa töf á að niðurstaða fengist sem meðal annars mátti rekja til haldlausra staðhæfinga eigenda B. Voru gagnáfrýjendur því sýknaðir af kröfu Ó og S.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Markús Sigurbjörnsson. Aðaláfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 15. mars 2007 og krefjast þess að viðurkennt verði að þau og fyrri eigendur jarðarinnar Bollakots í Fljótshlíð hafi unnið eignarhefð á 84,5 hektara landspildu á Þveráraurum innan girðingar Bollakots, sem afmörkuð er með nánar tilgreindum hnitum á uppdrætti Verkfræðistofu Suðurlands ehf. 29. nóvember 2005. Þau krefjast jafnframt málskostnaðar úr hendi gagnáfrýjenda í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur áfrýjuðu héraðsdómi fyrir sitt leyti 16. maí 2007 og krefjast staðfestingar héraðsdóms um annað en málskostnað, sem aðaláfrýjendur verði dæmd til að greiða þeim í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi, Sigurður Eggertsson, hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I. Um ágreiningsefni aðilanna hefur áður gengið dómur Hæstaréttar 28. október 2004 í máli nr. 80/2004, sem birtur er í dómasafni það ár á bls. 2973. Niðurstaðan varð þá sú að málinu var vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar að því leyti sem krafa aðaláfrýjandans Ólafs Þorra var reist á því að hann hafi eignast umrætt landsvæði á Þveráraurum fyrir hefð. Aðaláfrýjendur höfðuðu þetta mál 12. janúar 2006 og gerðu fyrir héraðsdómi sömu viðurkenningarkröfu og nú er höfð uppi fyrir Hæstarétti, en kröfðust að auki að ógilt yrði landskiptagerð 30. október 1995 að því er varðar landspildu á Þveráraurum úr svonefndri Teigstorfu í Fljótshlíð. Með héraðsdómi var síðarnefndu kröfunni vísað frá dómi. Sú niðurstaða hefur ekki verið kærð til Hæstaréttar í samræmi við ákvæði XXIV. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og kemur sá þáttur málsins ekki til frekari álita. II. Til stuðnings kröfu sinni vísa aðaláfrýjendur til 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 um hefð, en samkvæmt því ákvæði er 20 ára óslitið eignarhald á fasteign skilyrði fyrir því að hefð vinnist á henni. Kveða þau fyrri eiganda Bollakots hafa girt landið sem krafa þeirra lýtur að fyrir 1960 og hafi það þannig verið óslitið í umráðum hans og síðar aðaláfrýjenda í meira en tvöfaldan þann tíma sem þurfi svo að eignarhefð vinnist. Eigendur Bollakots hafi nýtt landið þennan tíma til beitar og ræktunar, jafnframt því sem not annarra af því hafi verið útilokuð. Gagnáfrýjendur mótmæla því að skilyrði fyrir hefð séu uppfyllt eins og málið sé vaxið. Svæðið sé hluti af því landi Teigstorfu, sem enn hafi verið óskipt milli jarða þar eftir 1950. Geti einn eigenda óskiptrar sameignar ekki unnið hefð á hluta hennar. Þá hafi á árinu 1972 verið formlega óskað eftir landskiptum á Þveráraurum, en eftir það tímamark geti hvað sem öðru líður ekki hafa unnist hefð vegna ákvæðis 2. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905. Ef hefð geti þrátt fyrir það komið til álita beri að miða við 40 ára hefðartíma samkvæmt 8. gr. sömu laga. Verði þá að líta til þess að ágangur Markarfljóts á Þveráraurum hafi ekki verið stöðvaður fyrr en um 1950 með fyrirhleðslum og svæðið hafi enn verið í því ástandi um 1960 að engin not yrðu höfð af því, en gróður hafi fyrst náð sér þar á strik mun síðar. Málavöxtum og málsástæðum aðilanna er að öðru leyti nánar lýst í hinum áfrýjaða dómi. III. Meðal málsgagna eru loftmyndir frá árunum 1954 og 1964 af svæðinu, sem deilt er um. Er óumdeilt að þær sýni að umrædd girðing hafði ekki enn verið sett upp á fyrrnefnda árinu, en verið komin á því síðarnefnda. Af skýrslum fyrir héraðsdómi verður ráðið að landið hafi verið girt um eða skömmu fyrir 1960. Ekkert er fram komið um að sameigendur að Þveráraurum hafi þá hreyft andmælum við girðingarframkvæmdum eiganda Bollakots. Gagnáfrýjandinn Árni Jóhannsson var spurður að því fyrir dómi hvenær aurarnir hafi farið að gróa upp „svona eitthvað af viti“, sem hann svaraði á þann veg að merki þess hafi mátt sjá nærri árinu 1960. Verður þessu til samræmis lagt til grundvallar að eigandi Bollakots hafi þegar farið að nýta landið til beitar eftir að það var girt. Óumdeilt er að engir aðrir en eigendur Bollakots hafa nýtt landið. Ákvæði 8. gr. laga nr. 46/1905 kemur ekki til neinna álita í málinu, en ekki er gerð krafa um viðurkenningu á ítaksrétti, sem greinin tekur til. Í samræmi við kröfu aðaláfrýjenda kemur þá til úrlausnar hvort skilyrði 2. gr. laganna séu uppfyllt til að eignarréttur hafi unnist á landi innan girðingar þeirra. Fyrir liggur að á árinu 1972 barst sýslumanninum í Rangárvallasýslu krafa um að óskiptu landi á Þveráraurum yrði skipt milli jarða í Teigstorfu á grundvelli landskiptalaga nr. 46/1941. Næstu ár eftir það mun ágreiningur um landamerki Teigstorfu hafa tafið framgang landskipta. Eftir að hann var leystur munu önnur atriði hafa leitt til þess að dráttur varð á málinu og þá einkum skiptar skoðanir jarðeigenda í Teigstorfu um það hvort landskipti 1950 hafi tekið til Þveráraura. Minnispunktar landskiptamannsins Jóhanns Frankssonar de Fontenay frá 1987 bera þess merki að þá hafi skýrlega legið fyrir ágreiningur um þetta og að „Bollakotsmenn“ vildu halda því landi sem þeir hafi haft innan girðingar í 30 ár eða meira. Rétti á grundvelli hefðar mun þó ekki hafa verið haldið fram við landskiptin, sem lauk ekki fyrr en 30. október 1995. Þegar krafa var sett fram um landskipti 1972 voru ekki liðin 20 ár frá því að eigandi Bollakots girti af hluta lands, sem var í óskiptri sameign jarða í Teigstorfu. Óumdeilt er að krafan tók til alls lands sem enn var óskipt og þar með einnig þess hluta, sem liggur innan áðurnefndrar girðingar. Í þessu fólst augljós tilkynning sameigenda þáverandi eiganda Bollakots um að þeir væru ekki sammála því að hluti hins óskipta lands teldist vera hluti síðastnefndu jarðarinnar. Eigandi Bollakots fékk þannig beina vitneskju um að aðrir töldu til réttar yfir landinu og gat eftir það ekki verið í góðri trú um rétt sinn til þess. Með kröfu um skipti var sett af stað lögbundið ferli, sem beindi ágreiningsefninu í eðlilegan farveg miðað við aðstæður. Skiptir ekki máli sú langa töf á að niðurstaða fengist, sem áður var getið og stafaði meðal annars af haldlausri staðhæfingu eiganda Bollakots um að landi á Þveráraurum hafi þegar verið skipt með landskiptagerð á árinu 1950. Hugræn afstaða þáverandi eiganda Bollakots og síðar aðaláfrýjenda leiddi til þess að ekki var unnt að bera við hefðarhaldi eftir 1972 þegar krafa kom fram um að ríkjandi ástandi yrði breytt. Skilyrði 2. gr. laga nr. 46/1905 eru því ekki uppfyllt til þess að aðaláfrýjendur teljist hafa eignast umrædda spildu fyrir hefð. Samkvæmt því verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu gagnáfrýjenda af kröfu þeirra. Aðaláfrýjendur verða dæmd óskipt til að greiða gagnáfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Aðaláfrýjendur, Ólafur Þorri Gunnarsson og Sigrún Þórarinsdóttir, greiði óskipt gagnáfrýjendum, Jens Jóhannssyni, Árna Jóhannssyni og Böðvari Gíslasyni, samtals 750.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, en að öðru leyti fellur málskostnaður niður. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 15. desember 2006. Mál þetta, sem dómtekið var 28. nóvember s.l., er höfðað með stefnu birtri 12. janúar s.l. Stefnendur eru Ólafur Þorri Gunnarsson, kt. 191258-3479 og Sigrún Þórarinsdóttir, kt. 290563-5269, Bollakoti, Fljótshlíð. Stefndu eru Jens Jóhannsson, kt. 190542-3009, Teigi 1, Árni Jóhannsson, kt. 020432-3069, Teigi 2, Böðvar Gíslason, kt. 060921-3779, Butru og Sigurður Eggertsson, kt. 200942-3969, Smáratúni, Fljótshlíð. Dómkröfur stefnenda eru þær að viðurkennt verði með dómi að stefnendur og forverar þeirra á Bollakoti hafi unnið eignarhefð á 84,5 ha landspildu á Þveráraurum innan girðingar Bollakots sem afmörkuð er skv. hnitsettum uppdrætti, unnum af Verkfræðistofu Suðurlands 29. nóvember 2005: Hornp. A hnit N hnit G01 448382,05 357214,04 G02 448558,62 357929,99 G03 448682,60 357900,94 G04 448787,14 358099,98 G10 449679,74 357781,61 G11 449544,16 357542,65 G12 449516,25 357238,05 og að ógilt verði með dómi landskiptagjörð dags. 30. október 1995 er varðar landskipti á Þveráraurum úr Teigstorfu, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu in solidum samkvæmt málskostnaðarreikningi. Dómkröfur stefndu Jens, Árna og Böðvars eru þær að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnenda og þeim verði dæmdur málskostnaður úr hendi þeirra samkvæmt málskostnaðarreikningi. Stefndi Sigurður fellst á dómkröfur stefnenda, þó þannig að málskostnaður verði felldur niður. Málavextir. Málsatvik eru þau að málsaðilar hafa um langt skeið deilt um landskipti á svokölluðum Þveráraurum sem tilheyra Teigstorfu í Fljótshlíð, m.a. um það hvort eitthvert óskipt land hafi þar verið þegar landskipti fóru þar fram árið 1995 og þá hvaða land sé þar óskipt. Ágreiningur aðila að þessu leyti hefur áður verið til meðferðar hér fyrir dómi og héldu stefnendur, sem þá voru stefnandi Ólafur Þorri og stefndi Sigurður í þessu máli, því fram að eigendur Bollakots hefðu verið búnir að vinna hefð á ofangreindri spildu um 1970, en landskiptanefnd hafi samt tekið landið til skipta 1995. Héldu stefnendur því fram að eigandi Bollakots hafi girt þrætulandið á Þveráraurum af strax eftir skiptin 1950. Hafi verið ljóst að sá hluti spildunnar, sem liggi norðan Þverár, hafi verið í einkanotum Bollakots/Miðkots um ómunatíð. Töldu stefnendur að ekki hefði verið tekið tillit til þessa við skiptin svo sem skylt sé samkvæmt 10. gr. landskiptalaga. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands frá 24. nóvember 2003 segir svo orðrétt: „Ágreiningslaust er að eigendur Bollakots hafa girt af land á Þveráraurum og hefur landið verið afgirt í rúm 40 ár. Ágreiningur er hins vegar um hvort um sé að ræða merkjagirðingu eða afréttargirðingu sem sett hafi verið til varnar því að afréttarfé gengi í land Bollakots. Af hálfu stefnenda hafa engar sönnur verið á það færðar að þeir hafi haft svo víðtæk eignarráð hins afgirta lands að þau bendi til eignarréttar og að þeir hafi útilokað aðra frá því að ráða yfir landinu. Verður því ekki talið að skilyrðum 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 um óslitið eignarhald sé fullnægt varðandi hið afgirta landsvæði.“ Þessum dómi var skotið til Hæstaréttar Íslands og í niðurstöðu hans frá 28. október 2004 segir svo orðrétt: „ Deila málsaðila er sprottin af landskiptum á svonefndum Þveráraurum, sem lokið var 30. október 1995. Reisa aðaláfrýjendur kröfu sína einkum á því að skilyrði hafi ekki verið fyrir hendi til að taka landið til skipta þar eð því hafi þegar verið skipt í fyrri landskiptum 5. júní 1931 og 4. nóvember 1950. Þá sé meðferð málsins fyrir landskiptamönnum haldin margs kyns annmörkum, sem einnig eigi að leiða til þeirrar niðurstöðu að landskiptin 1995 verði ógilt. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hafnað kröfu aðaláfrýjenda, sem á þessum ástæðum er reist. Aðaláfrýjendur reisa kröfu sína loks á því að þeir hafi unnið eignarhefð hvor á sinni spildu á Þveráraurum. Að því er Bollakot varðar er haldið fram að þegar eftir landskiptin 1950 hafi spilda á aurunum, sem liggur þvert yfir þá í framhaldi af landi jarðarinnar sunnan auranna, verið afgirt og umráðum hennar hagað svo eftir það að fullkominn eignarréttur hafi skapast. Að því er Smáratún varðar segir í stefnu til héraðsdóms að land „norðan miðlínu Þverár“ tilheyri jörðinni fyrir hefð. Gagnáfrýjendur telja á hinn bóginn að skilyrði 1. gr. og 2. gr. laga um hefð nr. 46/1905 séu ekki uppfyllt svo aðaláfrýjendur hafi mátt vinna hefð á spildunum. Halda þeir jafnframt fram að sameigandi fái ekki hefð að hluta sameignar. Ekki liggur skýrt fyrir hvenær spildurnar hafi hvor um sig verið girtar og hvernig afnotum þeirra hafi nánar verið háttað á þeim tíma, sem síðan er liðinn. Er málið því svo vanreifað að þessu leyti að dómur verður ekki á það lagður. Verður samkvæmt því ekki komist hjá að vísa málinu af sjálfsdáðum frá héraðsdómi.“ Undir jörðina Teig í Fljótshlíð lágu áður hjáleigurnar Finnshús, Ámundakot, (nú Smáratún), Bollakot og Miðkot. Samkvæmt jarðatali J. Johnsen 1847 var höfuðbólið Teigur metið til 40 hundraða að dýrleika en hjáleigurnar Finnshús, Ámundakot, Miðkot og Bollakot allar til samans til 40 hundraða að dýrleika. Í jarðamati frá 1861 eru jarðirnar einnig tilgreindar sem hjáleigur Teigs, en í fasteignabók frá 1922 eru jarðirnar hins vegar taldar upp með sjálfstæðum hætti. Samkvæmt landamerkjabréfi frá 14. maí 1890 er Butra einnig talin með hjáleigunum og mynduðu jarðir þessar svokallaða Teigstorfu. Í málinu liggur fyrir landskiptagerð frá 5. júní 1931, sem tók til ákveðins óræktaðs lands milli Ámundakots, Miðkots og Bollakots og voru einungis fyrirsvarsmenn þeirra jarða aðilar að landskiptagerð þessari. Með landskiptagerð 4. nóvember 1950 varð samkomulag um að skipta ákveðnum hluta Teigstorfunnar, eða landi neðan Þverár, og svo graslendi upp af túnum Teigsbæja. Í landskiptagerðinni er tilgreint að til skipta skuli koma ,,1) allt land neðan Þverár og 2) graslendið upp af túnum Teigsbæja. En láta haldast þau skipti sem eru á túnum og slægjum milli bæja ,,Var svo landi úthlutað þannig: Landinu fyrir sunnan Þverá er skipt í reglulegar skákir frá Þverá suður í Landeyjamörk. Enn fremur skákir afmarkaðar a) með vörðum efst á graslendinu nálægt Þverá og b) aftur með vörðum suður á Affallsbökkum... Ráða þessi mörk heim í Þverár farveg...” Í gögnum málsins er greint frá því að á síðari hluta 18. aldar hafi Markarfljót tekið mjög að brjóta tún og beitilönd í innanverðri Fljótshlíð. Stór kvísl úr Markarfljóti hafi brotið sér farveg í Þverá og allt orðið að aur og svörtum sandi sem áður hafði verið gróið land. Á Alþingi voru samþykkt lög á árinu 1932 um fyrirhleðslu Þverár og Markarfljóts, en árið 1946 hófust framkvæmdir við Þórólfsfell og hlaðinn var mikill varnargarður frá Fellinu og fram á aurana, en nokkru fyrr hafði verið hlaðinn garður frá Háamúla og fram á sandana. Einnig var hlaðið fyrir Affall og Ála til varnar landbroti. Í dag eru Þveráraurar grasi grónir. Árið 1972 var beðið um landskipti á hluta Teigstorfu í Fljótshlíðarhreppi, á svokölluðum Þveráraurum. Þá var skipuð skiptanefnd, en hún lauk ekki störfum. Landskipti biðu um hríð, meðan leyst var úr landamerkjadeilu Teigstorfu og Heylækjartorfu. Aðilar að gerðardómsmáli sem lauk 19. janúar 1977 voru eigendur Heylækjartorfu og Teigstorfu, en í málinu var ágreiningur um tilgreind mörk Teigstorfu og Heylækjartorfu. Ný landskiptanefnd hóf störf árið 1980 og var Jóhann Franksson de Fontenay skipaður oddamaður hennar. Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu að fá þyrfti skriflegan úrskurð sýslumanns um hvaða land væri óskipt á Þveráraurum. Áður en niðurstaða fékkst féll oddamaður nefndarinnar frá. Í júní 1988 var Einar Þorsteinsson héraðsráðunautur skipaður formaður landskiptanefndarinnar og landskiptamenn útnefndir að nýju 9. september 1993. Nefndin hélt tvo fundi, fyrst í apríl 1994, og síðar 30. október 1995, en þá lauk skiptum, en stefnandi Ólafur mun hafa neitað að skrifa undir, enda hafi hann talið á sér brotið við skiptin. Sættir voru reyndar með aðilum hjá Sýslumanninum í Rangárvallasýslu á árunum 1997 og 1998, en án árangurs. Sýslumaður sendi bréf til landeigenda 5. september 2000 og ítrekaði að ekki yrði um frekari sáttatilraunir að ræða og því giltu undirlandskiptin frá 30. október 1995. Með bréfi stefnenda til sýslumanns 31. janúar 2001 var þess enn krafist að yfirlandskiptanefnd yrði skipuð og tók sýslumaður 4. apríl 2001 ákvörðun um að hafna framkominni beiðni um yfirlandskipti. Þá ákvörðun kærðu stefnendur til dómsmálaráðuneytisins og staðfesti ráðuneytið ákvörðun sýslumanns með úrskurði sínum 29. október 2001. Málsástæður og lagarök stefnenda. Stefnendur byggja á því að þegar landskipti fóru fram árið 1995 hafi legið fyrir að allt land Bollakots (Miðkots) á Þveráraurum hafi verið afgirt í um 45 ár. Hafi því skapast fullkominn hefðarréttur á grundvelli hefðarlaga til handa eiganda Bollakots á því landi. Enginn hafi notað landið frá því það hafi verið afgirt um 1950 nema eigandi Bollakots á hverjum tíma, en hann hafi einkum nýtt það til beitar og ræktunar, en einnig hafi hluti landsins verið nýttur til slægna á árum áður. Er á því byggt að hluti landsins sé fornt slægjuland jarðarinnar Miðkots sem sameinuð hafi verið Bollakoti. Stefnendur telja óumdeilt að umrædd landspilda hafi verið afgirt í yfir 40 ár. Stefnendur mótmæla því að girðingin yfir Þverárfarveg, sem skilur land Bollakots af gagnvart öðrum jörðum Teigstorfu til austurs, sé afréttargirðing. Ef svo væri hefði hún verið girt sameiginlega, en svo hafi ekki verið, eigendur Bollakots hafi séð um girðinguna og kostað hana. Þeir hafi einir nýtt landið innan girðingar í yfir 40 ár eða tvöfaldan hefðartíma. Þá hafi þeir greitt skatta og skyldur af þessu landi sem öðru landi jarðarinnar og veðsett það. Enginn afréttur sé á þessum slóðum og standist því ekki fullyrðing um að um afréttargirðingu sé að ræða. Þá byggja stefnendur á því að stefndu hafi aldrei gert neina kröfu um nytjar af ofangreindu landi eftir landskiptin 1950. Hafi landið verið afgirt og þannig í einkanotum með raunverulegri og algerri umráðatöku í fullan hefðartíma. Stefndu hafi aldrei nýtt umrætt land og aldrei gert athugasemdir við girðinguna eða einkanot Bollakots á því. Hafi stefndu því í raun viðurkennt eignarrétt stefnenda að landinu og því sé eignarhefð fullnuð, sbr. 1. mgr. 2. gr. hefðarlaga, sbr. 3. gr. laganna. Eigendur Bollakots hafi fengið landinu úthlutað við skiptin 1930 og 1950 og girt það af í góðri trú um að landið væri einkaeign þeirra. Standi því 2. mgr. 2. gr. hefðarlaga því hefð ekki í vegi, og þaðan af síður 3. mgr. 2. gr. laganna. Stefnendur mótmæla þeirri túlkun stefndu að sameignarland verði ekki hefðað og fá ekki séð að hefðarlög útiloki slíkt. Það sem ráði úrslitum um hvort hefð teljist fullnuð, sé hvort hefðandi hafi fullkomin yfirráð og hafi útilokað aðra frá notum eignarinnar í fullan hefðartíma, en svo hátti til í þessu máli. Stefnendur byggja á því að ekki sé heimild í landskiptalögum til að svipta stefnendur, eigendur Bollakots, hluta af því landi sem þeir og forverar þeirra höfðu hefðað þegar landið var tekið til skipta 1995 án bóta. Hafi landskiptamenn engan gaum gefið þessu og úthlutað til jarðarinnar Butru vænni landspildu úr afgirtu landi Bollakots, m.a. úr fornu slægjulandi Bollakots á Þveráraurum, án þess að Bollakoti væri bætt það upp með nokkrum hætti svo sem landskiptalög geri ráð fyrir. Sé því óhjákvæmilegt að fella umrædda landskiptagerð úr gildi og taka landið að nýju til skipta. Þá byggja stefnendur ógildingarkröfu sínar á því að landskiptamenn hafi talið of mikið land óskipt á Þveráraurum, en það byggist á þeirri staðreynd að ekki hafi verið tekið til skipta allt land suður í Fljótsveg. Slíkt fái ekki staðist því Þveráraurar geti bara náð til lands er tilheyri Þverá, en Fljótsvegur sé annað vatnsfall á þessu svæði. Hafi landskiptamönnum borið að finna mörkin milli Þverár og Fljótsvegar, þ.e. afmarka með skýrum hætti hvaða landsvæði teldist til Þveráraura. Þetta hafi þeir ekki gert heldur tekið einhliða og án samkomulags við stefnendur land til skipta sem þegar hafði verið skipt. Hafi þeim verið þetta óheimilt enda forsenda landskipta að landamerki þess lands sem tekið sé til skipta séu óumdeild. Stefnendur hafi aldrei samþykkt hvar mörk liggi á milli skipts og óskipts lands sunnan Þveráraura, enda hafi hann talið að ekkert land væri óskipt á aurnum. Þegar fyrir liggi dómur um að þarna sé óskipt land, þurfi að afmarka með samkomulagi eða dómi hvar mörk hins óskipta lands liggi gagnvart skiptu landi jarðanna. Hafi slíkt ekki verið gert og þurfi því að ógilda umrædda skiptagerð. Stefnendur vísa til hefðarlaga, landskiptalaga, einkum 1., 3., 5., 6., 9., 10., 13. og 16. gr. Þá vísa þeir til stjórnsýslulaga, einkum reglna um málefnaleg sjónarmið, lögmætisreglunnar og rannsóknarreglunnar. Þeir vísa til 25. og 26. gr. þinglýsingarlaga og landamerkjalaga. Einnig er vísað til 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttindasáttmála Evrópu. Einnig er vísað til jarðalaga, laga um lax- og silungsveiði og vatnalaga. Þá er vísað til meginreglna samninga- og kröfuréttar um að gerða samninga skuli halda. Málskostnaðarkrafa styðst við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefndu Jens, Árna og Böðvars. Stefndu byggja á því að fyrir liggi bindandi efnisleg dómsúrlausn þess efnis að landskiptin 1950 hafi ekki tekið til lands á Þveráraurum og því verði landskiptin frá 1995 hvorki ógilt á þeirri forsendu né á grundvelli annarra þeirra form- og efnisannmarka sem stefnandi hafi byggt ógildingarkröfu sína á. Eina óútkljáða álitaefnið sé hvort stefnendur og þeir aðilar sem hann leiði rétt sinn frá hafi unnið eignarhefð að tilteknu óskiptu landi á aurnum á árunum 1950-1972 þegar fram hafi komið landskiptabeiðni til yfirvalda. Stefndu byggja á því að stefnendur hafi í engu reifað eða stutt ætlaða hefðarkröfu sína frekar en gert hafi verið við fyrri málsmeðferð. Eina viðbótin séu staðlaðar yfirlýsingar nokkurra einstaklinga sem staðfesti m.a. að þeim sé kunnugt um að land Bollakots og Miðkots hafi verið afgirt strax eftir landskipti á aurnum 1950. Þá sé tekið fram að viðkomandi sé kunnugt um að land þetta hafi einungis verið nytjað og ræktað af eigendum Bollakots eftir þann tíma og að viðkomandi viti ekki annað en að eignarréttur Bollakots að landinu hafi verið viðurkenndur af öllum nágrönnum svo lengi sem elstu menn muna. Stefndu benda á að fjórir af sex vottorðsgjöfunum hafi ýmist ekki verið fæddir eða á fyrsta ári þegar landskiptin 1950 fóru fram. Annar hinna tveggja hafi verið sex ára og hinn 18 ára en sá hafi búið á Sámsstöðum til 1958. Þá sé einn vottorðsgjafinn tengdasonur meðstefnda Sigurðar, sem í raun hafi efnislega samstöðu og aðilastöðu með stefnendum í máli þessu. Stefndu mótmæla yfirlýsingum þessum sem röngum og óstaðfestum. Stefndu virðist stefnendur styðja kröfu sína um ógildingu landskiptagerðar þeirri málsástæðu að landskiptamenn hafi talið of mikið land óskipt á Þveráraurum. Hafi verið byggt á sömu málsástæðu í hinu fyrra dómsmáli eða að ágreiningur væri um til hvaða landsvæðis skiptin ættu að ná. Stefndu telja það algjörlega ólíðandi að stefnendum sé liðið að koma aftur og aftur með sömu málsástæður klæddan í nýjan og nýjan búning. Þá er bent á að dómkrafa um viðurkenningu á unninni hefð og ógildingu landskiptagerðar sé sett fram sem ein heild og án aðgreiningar. Verður því ekki kveðinn upp efnisdómur á grundvelli hluta dómkröfunnar meðan öðrum hluta hennar er vísað frá dómi eða sýknað. Hafi stefnendum borið að setja fram dómkröfur sínar með aðgreindum og sjálfstæðum hætti ef þeir vildu freista þess að geta fengið sjálfstæðan efnisdóm um hvora fyrir sig á grundvelli mismunandi málsástæðna. Stefndu hafna því alfarið að stefnendur hafi unnið hefð að hinni umdeildu landspildu og benda á að þessari málsástæðu hafi fyrst verið hreyft á árinu 2002. Þá byggja stefndu á því að skilyrði hefðarlaga séu ekki uppfyllt, sbr. einkum 1. og 2. gr. laganna. Aldrei hafi verið byggt á hefð undir landskiptunum sem stóðu frá 1972 til 1995 og geti síðar fram komnar kröfur um unna hefð að ákveðnum hluta hins skipta lands ekki nú leitt til ógildingar landskiptanna þegar slíku hafi ekki verið haldið fram undir landskiptunum sjálfum, sbr. 10. og 11. gr. landskiptalaga. Þá fái það ekki staðist málsástæður stefnenda um hefð að á árunum 1995 til 2002 hafi þeir þráfaldlega óskað eftir því að fram færu yfirlandskipti á landi því sem hann haldi nú fram að búið hafi verið að hefða. Sé málsástæða þeirra um hefð ósamþýðanleg þeirri efnislegu afstöðu sem falist hafi í yfirlandskiptabeiðni og standi hvað sem öðru líði í vegi hefðar samkvæmt 1. og 2. gr. hefðarlaga. Stefndu telja ljóst að á girðingu þá sem stefnendur vísi til og byggi einkum kröfur sínar á, hafi aldrei verið litið af öðrum sem merkjagirðingu. Þvert á móti hafi stefnendur og fyrri eigendur Bollakots mæta vel vitað að umrætt land var í óskiptri sameign og að umrædd girðing var upphaflega reist til þess að varna ágangi sauðfjár fram aurinn en sambærilegar girðingar hafi fyrr og síðar verið reistar annars staðar á Þveráraurum. Stefndu benda á loftmyndir Landmælinga frá árinu 1954 þar sem sjáist að girðingin hafi ekki verið reist þá en fram komi á mynd frá árinu 1964 að girðingin hafi þá verið komin. Beri stefnendur sönnunarbyrðina fyrir því hvenær girðingin hafi verið reist. Sé því ljóst að þegar óskað sé landskipta á óskiptu landi á aurnum 1972 hafi hvað sem öðru líður ekki verið liðinn fullur hefðartími. Segja stefndu þetta sýna hversu mikið sé að marka vottorð stefnenda þar sem fullyrt sé að girðingin hafi verið reist á árinu 1950. Stefnendur byggja á því að stefnendur hafi engin not haft af umræddum hluta aursins nema til beitar. Það hafi fyrst verið fyrir örfáum árum að stefnendur hafi staðið að því að sá í aurinn en þar með séu not þeirra af honum upptalin. Geti svo takmörkuð not eðli málsins samkvæmt aldrei leitt til fullnaðrar eignarhefðar. Þá minna stefndu á að beitarhefð geti aðeins unnist með 40 ára notkun, sbr. 8. gr. hefðarlaga. Þá mótmæla stefndu því sem röngu og ósönnuðu að eftir að girðingin hafi verið reist hafi stefnendur getað útilokað aðra eigendur torfunnar frá nýtingu þessa sameiginlega lands jarðanna. Stefndu benda á að lagarök og réttarframkvæmd standi því mjög í vegi að sameigandi fái hefðað hluta sameignar, en gild rök búi að baki því að varna einstökum sameigendum að vinna rétt úr hendi annarra sameigenda með þeim hætti. Stefndu benda einnig á að huglæg skilyrði samkvæmt 2. mgr. 2. gr. hefðarlaga standi hefð í vegi og spyrja hvernig það megi vera að eigandi Bollakots eða þeir sem hann leiðir rétt sinn frá hafi verið í góðri trú um eignarrétt sinn að hinni afgirtu spildu þegar sjónarmiðum í þessa veru sé ekki hreyft fyrr en fimmtán árum eftir upphaf landskipta. Þá liggi fyrir að umrædd girðing sé ekki í samræmi við hugmyndir stefnenda um ætluð skipti Þveráraura árið 1951. Stefndu benda einnig á að engin þinglýst gögn eða önnur opinber skráning styðji hefðartilkall stefnenda. Stefndu byggja á því að dómstólar hafi í fyrra máli þegar hafnað þeirri málsástæðu stefnenda að landskiptamenn hafi talið of mikið land óskipt á Þveráraurum og vísa til res judicata áhrifa fyrri dóma. Þá telja stefndu staðhæfingu stefnenda í þessa veru fullkomlega úr lausu lofti gripna og vísa til landskiptauppdráttar á dskj. nr. 29. Hafi skiptin bara tekið til afmarkaðs og óskipts lands á Þveráraurum. Færi svo ólíklega að um nýja málsástæðu væri talið að ræða sem ekki hefði verið fjallað um í fyrra máli, byggja stefndu á því að sýkna beri þá þegar af þeirri ástæðu að stefnendur fái nú ekki að koma að nýjum málsástæðum sem þeir hæglega hefðu getað haft uppi í fyrra máli. Telja stefndu þá stöðu algjörlega ólíðandi og í andstöðu við meginreglur einkamálaréttarfars að stefnendum sé liðið að reka dómsmál eftir dómsmál með nýjum og nýjum málsástæðum. Stefndu styðja málskostnaðarkröfu sína við XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkkum 129. og 130. gr. Málsástæður og lagarök stefnda Sigurðar. Stefndi byggir á því að þegar landskipti hafi farið fram á Þveráraurum árið 1995 hafi legið fyrir að allt land Bollakots (Miðkots) á Þveráraurum hafi verið afgirt í um 40 ár. Hann fellst því á kröfur stefnenda að það kunni að hafa skapast fullkominn eignarréttur á grundvelli hefðarlaga til handa þeim á því landi. Það hafi komið honum á óvart að Butru skyldi vera úthlutað landi úr gömlu slægjulandi Bollakots (Miðkots). Hann segir rétt að enginn hafi notað umrætt land frá því það var afgirt, sem væntanlega hafi verið gert fljótlega eftir skiptin 1950, nema eigandi Bollakots, en hann hafi einkum nýtt það til beitar fyrir búpening sinn og til ræktunar, en einnig hafi landið verið nýtt til slægna á árum áður. Stefndi fellst á sjónarmið stefnenda en telur að mál þetta eigi ekki að baka sér málskostnað. Niðurstaða. Sú krafa stefnanda Ólafs Þorra að ógilt verði með dómi landskiptagjörð dags. 30. október 1995 er varðar landskipti á Þveráraurum úr Teigstorfu, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu, hefur áður verið til meðferðar hér fyrir dómi. Með dómi upp kveðnum 24. nóvember 2003 var þessari kröfu hafnað en byggt hafði verið á því að skilyrði hafi ekki verið fyrir hendi til að taka landið til skipta þar eð því hafi þegar verið skipt í fyrri landskiptum 5. júní 1931 og 4. nóvember 1950 og jafnframt hafi meðferð málsins verið haldin margs kyns annmörkum, sem leiða eigi til þeirrar niðurstöðu að landskiptin 1995 verði ógilt. Með dómi Hæstaréttar Íslands upp kveðnum 28. október 2004 var með vísan til forsendna héraðsdóms hafnað kröfu stefnanda sem á þessum ástæðum var reist. Samkvæmt 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 verður krafa sem dæmd hefur verið að efni til ekki borin aftur undir sama eða hliðsettan dómstól framar en segir í lögunum og skal vísa nýju máli um slíka kröfu frá dómi. Telja verður að stefnendur hafi nú uppi sömu kröfur um ógildi landskiptagjörðar og þegar hefur verið leyst úr með dómsúrlausnum eins og að framan greinir. Verður því ekki hjá því komist að vísa þessum kröfulið frá dómi. Stefnendur reisa eignarréttarkröfur sínar á hefðarlögum nr. 46/1905, einkum á 2. og 3. gr. laganna, en samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna er skilyrði fyrir hefð 20 ára óslitið eignarhald á fasteign og samkvæmt 6. gr. laganna skapar fullnuð hefð eignarrétt yfir hlut þeim, er í eignarhaldi var og þarf hefðandi ekki að styðjast við aðra eignarheimild. Samkvæmt 8. gr. laganna getur hefð á ósýnilegum ítökum, svo sem slægjum, beit, reka o.s.frv. aðeins unnist með 40 ára notkun og öðrum skilyrðum sömu sem eignarhefð. Stefnendur halda því fram að hinn umdeildi landskiki á Þveráraurum hafi verið girtur eftir landskiptin 1950, en samkvæmt ljósmynd af svæðinu sem lögð hefur verið fram í málinu er ljóst að engin girðing er komin þar árið 1954. Hins vegar hefur verið lögð fram ljósmynd frá árinu 1964 og er óumdeilt að girðingin hafi þá verið komin, en ekki hefur verið leitt í ljós svo óyggjandi sé hvenær á þessu 10 ára tímabili það gerðist. Aðila greinir á um ástæður þess að umrædd girðing var upphaflega reist og halda stefndu því fram að það hafi verið til þess að varna ágangi sauðfjár fram aurinn og hafi aldrei verið litið á hana sem merkjagirðingu. Ekki hefur annað komið fram fyrir dóminum en að land innan girðingarinnar hafi einungis verið notað til beitar en á allra síðustu árum hafi verið sáð í aurinn. Með vísan til þessa verður því ekki talið að stefnendur hafi haft svo víðtæk eignarráð hins afgirta lands að bendi til eignarréttar og að þeir hafi útilokað aðra frá því að ráða yfir því. Verður því ekki talið að skilyrðum hefðarlaga um óslitið eignarhald á hinu umdeilda svæði sé fullnægt. Verða stefndu því sýknaðir af þessari kröfu stefnenda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Hjörtur O. Aðalsteinsson, dómstjóri kvað upp dóminn. DÓMSORÐ: Kröfu stefnenda, Ólafs Þorra Gunnarssonar og Sigrúnar Þórarinsdóttur, um ógildingu á framangreindri landskiptagjörð frá 30. október 1995 er vísað frá dómi. Stefndu Jens Jóhannsson, Árni Jóhannsson og Böðvar Gíslason, eru sýknaðir af öðrum kröfum stefnenda. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 390/2003
|
Dómari Meðdómsmaður Vanhæfi Ómerking héraðsdóms
|
Héraðsdómur var ómerktur þar sem annar sérfróðra meðdómsmanna í héraði tengdist fyrirtæki sem starfað hafði í þágu G með þeim hætti að GVE, SJB og KS töldust með réttu geta dregið óhlutdrægni dómsins í efa, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
|
Dómur Hæstaréttar. Héraðsdómi var gagnáfrýjað 17. desember 2003. Gagnáfrýjandi krefst þess aðallega að landamerki framangreindra jarða verði ákveðin á nánar tilgreindan hátt, en til vara að héraðsdómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Aðaláfrýjendur reisa aðalkröfu sína á því að annar hinna sérfróðu meðdómsmanna í héraði hafi verið vanhæfur til að fara með málið vegna tengsla sinna við gagnáfrýjanda. Meðdómsmenn hafi verið kallaðir til setu í dóminum við upphaf aðalmeðferðar án samráðs við aðilana. Annar meðdómsmannanna, Haraldur Sveinbjörnsson, sé einn af eigendum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. og hafi verið útibússtjóri hennar á Akureyri frá 1984. Sú verkfræðistofa sjái um alla verkfræðivinnu fyrir gagnáfrýjanda. Sé meðdómsmaðurinn því fjárhagslega háður honum. Gagnáfrýjandi andmælir þessari kröfu með því að hún sé of seint fram komin, þar sem hennar var fyrst getið í greinargerð aðaláfrýjenda til Hæstaréttar. Þá mótmælir hann því að tengsl meðdómsmannsins við fyrrnefnt fyrirtæki eigi að valda vanhæfi hans, þar sem það hafi aðeins tekið að sér einstök verkefni fyrir gagnáfrýjanda á undanförnum árum og hafi þau verið alls óskyld deiluefni þessa máls, auk þess sem annar nafngreindur starfsmaður fyrirtækisins hafi annast þau verkefni, sem unnin hafi verið fyrir gagnáfrýjanda. Þá bendir gagnáfrýjandi á að aðaláfrýjendur hafi ekki í héraði borið brigður á hæfi meðdómsmannsins þótt þeim hafi verið það í lófa lagið. Að ákvörðun Hæstaréttar var málið tekið til dóms um aðalkröfu aðaláfrýjenda án munnlegs flutnings. Eins og að framan greinir halda aðaláfrýjendur því fram að annar meðdómsmaðurinn í héraði, Haraldur Sveinbjörnsson, hafi frá árinu 1984 veitt útibúi Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. á Akureyri forstöðu og sé hann jafnframt einn af eigendum fyrirtækisins. Þessu hefur gagnáfrýjandi ekki mótmælt. Þá hafa aðaláfrýjendur lagt fyrir Hæstarétt bréf gagnáfrýjanda til lögmanns þeirra 30. október 2003, þar sem fram kemur að nefnd verkfræðistofa hafi annast tækniþjónustu og ráðgjöf fyrir gagnáfrýjanda síðastliðin fimm ár. Þessi tengsl meðdómsmannsins við gagnáfrýjanda eru til þess fallin að aðaláfrýjendur megi með réttu draga óhlutdrægni héraðsdóms í efa. Var meðdómsmanninum því ekki rétt að taka sæti í dómi í máli þessu, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Verður því að ómerkja héraðsdóm og málsmeðferð í héraði frá og með því að meðdómsmenn tóku sæti í dómi og vísa málinu heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð í héraði frá og með því að sérfróðir meðdómsmenn tóku sæti í dómi er ómerkt og er málinu vísað heim í hérað til meðferðar og dómsálagningar að nýju. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 8. júlí 2003. Mál þetta, sem dómtekið var 11. júní s.l., hafa Guðrún Valdís Eyvindsdóttir og Sigurður Jónas Baldursson, Grýtubakka 1, Grýtubakkahreppi og Kristján Stefánsson Grýtubakka 2, Grýtubakkahreppi, höfðað hér fyrir dómi með stefnu þingfestri 27. júní 2002 á hendur Grýtubakkahreppi, Gamla skólanum Grenivík. Með gagnstefnu þingfestri 19. september 2002 höfðuðu stefndu í aðalsök gagnsök á hendur aðalstefnendum. Í aðalsök krefjast stefnendur þess aðallega að dæmt verði að landamerki jarðanna Grenivíkur annars vegar og Grýtubakka 1 og Grýtubakka 2 hins vegar, séu úr punkti nr. 1 við Stóraklettagil og Gljúfurárvað í punkt nr. 2, sem er varða við reiðgötu á Leirdalsheiði um punkta nr. 3, 4, 5, 6, 7 og 8, sem eru varðaðar reiðgötur á Leirdalsheiði og í punkt nr. 9, sem er við Fossvað, allt samkvæmt landamerkjalýsingu fyrir Grýtubakka frá 3. desember 1889 og sýnd er á uppdrætti á dskj. nr. 3 í málinu. Til vara krefjast aðalstefnendur þess að landamerki jarðanna Grenivíkur annars vegar og Grýtubakka 1 og 2 hins vegar séu úr punkti nr. 1 við Stóraklettagil og Gljúfurárvað í punkt nr. 2, sem er varða við reiðgötu á Leirdalsheiði um punkta nr. 3, 4, 5, 6, 7 og 8, sem eru varðaðar reiðgötur á Leirdalsheiði, þaðan í punkt nr. 10, sem er reiðgata í sneiðingi við hól, þaðan í punkt nr. 11, sem er á krossgötum við Sauðabæli og þaðan í punkt nr. 12 sem er vað á Illagilsá, allt samkvæmt landamerkjalýsingu fyrir Grýtubakka frá 3. desember 1889 og sem sýnt er á dskj. nr. 3. Aðalstefnda hefur undir rekstri málsins fallist á kröfu stefnenda eins og hún er fram sett á dskj. nr. 3, frá punkti 1 til punkts 6, sem nefnist Hávörður, og verður sú merkjalína færð, hnitsett í uppdrátt með dómsorði máls þessa, að öðru leyti krefst aðalstefnda sýknu af kröfum aðalstefnenda. Í gagnsök krefst gagnstefnandi þess að frá punkti nr. 6 á dskj. nr. 3 (Hávörðum) verði þjóðvegur látinn ráða merkjum allt til vaðs á Illagili þar sem nú er akbrú yfir ána. Gagnstefnandi hefur fært kröfur sínar, hnitsettar á dskj. nr. 55. Í gagnsök krefjast gagnstefndu sýknu. Báðir aðilar krefjast málskostnaðar bæði í aðalsök og gagnsök. Eins og kröfur aðila bera með sér snýst ágreiningur aðila um það hvar merki jarðanna Grýtubakka 1 og Grýtubakka 2 annars vegar og Grenivíkur hins vegar liggi á Leirdalsheiði frá svonefndum Hávörðum og norður úr. Verður hér fjallað um aðalsök og gagnsök í einu lagi og aðalstefnendur nefndir stefnendur og gagnstefnandi nefndur stefndi. Hin umþrættu merki liggja um land sem nefnt er Grenivíkurtungur og afmarkast það af tveimur ám, kemur önnur úr suðaustri og nefnist Illagilsá eða Austurá, en hin kemur úr suðvestri og nefnist Gilsá eða Vesturá, koma ár þessar saman við svokallaðan Tungusporð sem er neðsti hluti framangreindra Grenivíkurtungna. Renna árnar síðan sem ein á norður í Hvalvatnsfjörð og nefnist hún þá Fjarðará eða Hvalvatnsfjarðará. Á Vesturá eða Gilsá eru nefnd þrjú vöð í gögnum málsins, hið neðsta er skammt sunnan ármótanna og nefnist Sauðabæli, nokkru sunnar er vað sem kallast Fossvað, þá nefnist syðsta og efsta vaðið Skeiðarvað. Á Austurá er aðeins nefnt eitt vað í gögnum málsins og er það ýmist nefnt „vað á Illagili“ eða Illagilsvað. Dómurinn hefur ásamt aðilum og lögmönnum aðila gengið á hin umþrættu merki og skoðað svæðið og kynnt sér örnefni. Í landamerkjabréfi fyrir jörðina Grýtubakka frá 3. desember 1889, þinglesið 17. júní 1890 er landamerkjum milli Grýtubakka og Grenivíkur lýst svo á Leirdalsheiði: „Allt þar til lækur úr Stóraklettagili fellur í hann við Gljúfurárvað. Þá ráða þaðan móti Grenivík reiðgötur á Leirdalsheiði út að vaði á Illagilsá.“ Í landamerkjabréfi fyrir jörðina Grenivík frá 14. maí 1890 er merkjum jarðanna lýst svo: „Að vestan ræður Grenjá í fjall upp út Grenjárdal út undir Þröskuld og þaðan bein stefna í vestari Gilsárupptök á Trölladal rétt utan við Þröskuld og vestari Gilsáin út í Tungusporð. Á móti Grýtubakka ráða reiðgötur á Leirdalsheiði inn að læk þeim er rennur í Gljúfurá úr Stóraklettagili.“ Eins og kröfugerð aðila er háttað snýst ágreiningur aðila um hvar „vað á Illagilsá” er svo og hvar „reiðgötur“ hafi legið á Leirdalsheiði. Í aðalkröfu sinni telja stefnendur að vað þetta sé það sem nefnist Fossvað á Vesturá eða Gilsá og rökstyðja stefnendur þá staðhæfingu sína með því að leið að vaði þessu sé greinilega vörðuð frá framangreindum Hávörðum og síðan sé leið vestan árinnar áfram vörðuð áleiðis norður í Hvalvatnsfjörð. Telja stefnendur einsýnt að leið þessi hafi verið aðalleiðin norður í Fjörður áður en brýr voru settar á árnar. Benda þeir á að gögn séu til um að á þessi hafi einnig verið nefnd Vestari Illagilsá. Varakröfu sína um að „vað á Illagilsá“ sé rétt fyrir ofan ármót við Tungusporðinn á Austurá (Illagilsá) rökstyðja stefnendur með því að þar hafi verið auðveldast að fara yfir ána þegar mikið var í henni. Vísa þau m.a. í bréf Árna Arasonar sem fram er lagt í málinu, þar sem fram kemur hans skoðun á þessu, en hann átti Grýtubakka og bjó þar fyrr á árum. Þá vísa stefnendur til vettvangskönnunar dómsins í þessu sambandi. Stefndi telur að vaðið yfir Illagil hafi verið þar sem brú er nú á ánni, en brú þessi var sett á ána árið 1965. Vísar hann til ýmissa gagna sem fram eru lögð í málinu, þar sem fram kemur að áin hafi verið brúuð þar sem vaðið var. Þá vísar stefndi til lýsingar í Sýslu- og sóknarlýsingum í Þingeyjarsýslum 1839-1844 eftir Pál Halldórsson, þar sem vaði á Illagili sé lýst mjög nákvæmlega svo ekki verði um villst hvar það sé. Vaðinu sé svo lýst í bókinni á bls. 62-63: „Brött sniðgata (einstigur) liggur beggja vegna ofan hamarinn að vaði árinnar Illagils, þeir sem koma héðan úr Fjörðum til Höfðahverfis koma fast undir fjallið - vegurinn liggur frá norðri til hásuðurs - kemur þessi voðalega spræna ofan úr fjallinu til vinstri hliðar. Þverhníft standbjörg halda beggja vegna (að) ánni, þegar komið er niður fyrir hamarinn er hesturinn þegar stiginn með framfæturna út í ána, ekki er áin breiðari en 2 til 3 hestlengdir. Klettar beggja vegna við hestinn. Standi þessir steinar ekki upp úr vatninu er áin ekki fær sökum vaxtar. Foss eða flúð, hér um átta - tíu fóta, eða tæpar þrjár álnir fyrir neðan hestinn til hægri séð. Slái hestinum meira í vaðinu heldur en skipi á brimboða lendir hann tvílaust annað hvort á klettinum eða fer utan við hann og þá tekur fossinn við. Ekki er hesturinn kominn upp úr með afturfætur þegar þann tekur heima í hamarnum. Liggur þá hins vegar upp einstigur.“ Telur stefnda ofangreinda lýsingu mjög greinargóða á „vað á Illagilsá“ sem nefnt sé í Grýtubakkabréfinu. Ljóst sé að það sé bara ein Illagilsá og á henni sé aðeins eitt vað. Óumdeilt er að Austurá hafi einnig borið nafnið Illagilsá svo lengi sem vitað er. Er það nafn í samræmi við þau gögn er fram eru lögð í málinu, bæði forn og ný, þá bera gögn málsins með sér að Vesturá hafi gengið á undir ýmsum nöfnum, svo sem Gilsá, Trölladalsá, Heiðará. Í sýslu- og sóknarlýsingum Hins íslenska bókmenntafélags (Þönglabakka-Flateyjarsókn) er Vesturá nefnd Vestri Illagilsá, en það nafn er ekki að finna á ánni í öðrum gögnum málsins. Í gögnum málsins eru þrjú vöð nefnd á Vesturá (Gilsá) nefnist það neðsta Sauðabæli, það næsta Fossvað og hið þriðja og efsta Skeiðarvað. Árið 1894 var byggð göngubrú á Vesturá rétt við vaðið Sauðabæli. Í fundargerðum sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá þessum tíma er brú þessi nefnd brú á Gilsá, Gilsárbrú eða bara Gilsbrú. Sama er að segja um fundargerðir sem færðar voru þegar ný göngubrú var byggð. Landamerkjalýsing sú sem rakin er að framan er gerð mjög skömmu áður en fyrsta brúin var reist, þykir ljóst bæði af þessu svo og öðrum gögnum málsins að Vesturá hafi verið nefnd Gilsá á þessum tíma, þ.e. þeim tíma sem merkjalýsingin er gerð. Þá bera gögn málsins með sér að nafnið Fossvað sé gamalt nafn og hafi a.m.k. verið til þegar umræddar merkjalýsingar voru samdar. Má því telja víst að það vað hefði verið nefnt með nafni ef við það væri átt í merkjalýsingunni. Í merkjalýsingu fyrir Grenivík er vestari áin nefnd „vestari Gilsá”. Að þeirri lýsingu stóðu m.a. sömu menn og að merkjalýsingu Grýtubakka og aðeins liðu nokkrir mánuðir á milli. Dómurinn telur því fullvíst að „vað yfir Illagil“ sem um getur í merkjalýsingunni sé vað á Austurá frá Tungusporði og norður á Jórunnarstaðaafrétt. Dómurinn hefur grandskoðað svæðið frá ökubrúnni sem reist var 1965 og niður að ármótum, þ.e. á Tungusporðinum. Telur dómurinn að lýsing Páls Halldórssonar, sem að framan er rakinn, geti átt við stað þann er undir brúnni liggur, þó eru þar ekki steinar þeir er getið er um í lýsingunni. Dómurinn telur að fært kunni að hafa verið yfir ána á þessum stað ef lítið var í henni. Nú sjást hins vegar engin merki þess í árbökkunum að um þá hafi verið farið, enda hefur þeim verið spillt við gerð brúarinnar. Telja má líklegt að bakkinn að norðanverðu hafi verið tiltölulega greiðfær, en hins vegar hafi bakkinn að sunnanverðu verið erfiður umferðar. Nokkru neðar við brúna sunnan megin árinnar í Tungusporðinum er klettasnös nokkur, liggur girðing fram á snösina og endar hún í tunnu er þar stendur. Neðan við snös þessa nær ármótunum er tiltölulega greiðfært að ánni að sunnanverðu og er áin þar sæmilega greiðfær yfirferðar. Hins vegar er mjög torsótt að komast upp eða niður bakkann að norðanverðu, þótt ekki sé það útilokað. Engin merki sjást nú um umferð á þessum stað. Á milli framangreindra staða, þ.e. ofan við framangreinda klettasnös, er árbakkinn að sunnanverðu fær þótt brattur sé. Þá er augsýnilega fært upp með ánni nokkurn spöl, þar til hægt er að komast yfir hana. Er árbakkinn að norðanverðu gróinn og tiltölulega auðfarinn á þessum stað og er þá komið að gilinu og upp út því rétt neðan við brú þá er áður getur. Sýnist dóminum að þessi leið yfir ána sé auðveldust þeirra þriggja leiða er þarna eru taldar vera yfir ána. Í málinu hefur verið lagt fram bréf Árna Arasonar sem áður er nefndur, sem dagsett er 12. október 1997, sem hann skrifaði stefnanda Jónasi Baldurssyni, þar segir: „Þú hefur beðið mig að segja hugmyndir mínar um hvar Illagilsvað hafi verið úr Tungusporði yfir í Jórunnarstaðaafrétt. Þegar ég fór að fara þarna fyrst með föðurbræðrum mínum fórum við alltaf niður með kletti þeim sem nú stendur á tunna í girðingarenda og síðar upp þar sem rutt var yfir þegar lagður var vegur frá brúnni, þegar hún var byggð og enn sér fyrir götunni efst í brúninni utan í ruðningnum efst í gilsbrúninni. Hins vegar fór Björn (Björnsson) í Móbergi einu sinni með okkur þarna um og hann sagði að þetta væri ekki hið rétta Illagilsvað, það væri neðar, og þegar ég fór að hugleiða þetta hallast ég að því að þetta sé rétt. Enda mun þar vera eini staðurinn sem hugsanlegt væri að nota sem vað ef eitthvað vex í ánni. Hins vegar er aðkoman að ánni svo slæm þarna að norðan að eðlilegt var að fara auðveldari leið þegar ekki þurfti að velja vað og í slíkum tilvikum hygg ég að gata sú sem ég get um hér að framan hafi myndast.“ Stefnandi, Kristján Stefánsson, skýrir svo frá að hann hafi farið með Árna Arasyni yfir ána á þessum stað áður en ökubrúin var sett á Illagilsá. Lýsir hann leiðinni á sama veg og Árni, þ.e. að farið hafi verið niður í gilið að sunnanverðu, austan kletts sem þar er og tunnan stendur á og síðan upp ána og yfir og komið upp að norðanverðu skammt neðan brúarinnar. Í dómskj. nr. 24 vísar stefndi í ummæli Jóns í Kolgerði þar sem hann segist hafa riðið niður í gilið að sunnan neðar en brúin stendur núna, riðið upp með bakkanum að sunnan og yfir ána á vaði og komið upp að norðan skammt frá brúarsporðinum. Þarna hlýtur að vera um sömu leið að ræða og lýst er af Árna og Kristjáni. Svo sem að framan greinir er dómurinn sammála því áliti Árna Arasonar að leið sú er hann fór yfir ána sé sú auðveldasta, a.m.k. ef ekki þurfti að velja vað vegna vatnavaxta í ánni. Telur dómurinn ekki varhugavert að álykta að við það vað hafi verið átt í merkjalýsingunni með orðunum „vað á Illagilsá“. Hefur dómurinn hnitsett merkjapunkt á stað þeim er farið var niður í gilið að sunnanverðu. Um neðri leiðina, sem er varakrafa stefnenda, telur dómurinn að þótt hún hafi stöku sinnum verið farin þegar mikið var í ánni sé ólíklegt að frá henni hafi legið þær reiðgötur sem til er vísað í merkjalýsingu. Í landamerkjalýsingu beggja jarðanna eru reiðgötur á Leirdalsheiði sagðar ráða merkjum jarðanna. Við vettvangskönnun verður nú eigi séð við hvaða götur er átt, en ýmis merki reiðgatna er á þessu svæði, m.a. beggja vegna vegar þess er nú liggur um það. Dómurinn telur þó líklegt að frá Hávörðum hafi leið legið að punkti nr. 7 á dskj. nr. 3, eins og stefnendur halda fram. Telur dómurinn rétt að miða við þann punkt en hann hefur verið hnitsettur í kröfugerð stefnenda. Verður punktur þessi nefndur punktur A í dómsorði. Rétt austur af Sauðabæli liggur lína samkvæmt varakröfu stefnenda um sama punkt og kröfulína stefndu. Þykir því rétt að miða við punkt þennan og er hann merktur bókstafnum C í dómsorði. En dómurinn hefur hnitsett hann. Bein lína frá punkti A og í framangreindan punkt C mundi liggja í gil Vesturár, skammt ofan við Sauðabæli. Telur dómurinn því rétt að færa línuna á þessum stað 30 m til austurs og hefur hnitsett punkt þar sem merktur er með bókstafnum B. Frá punkti C þykir mega miða við beina línu í punkt merktan D sem liggur þá rétt austan við mannvirki þau sem stefndi hefur látið reisa á Tungusporðinum, þar mótar fyrir götuslóða sem er eðlileg leið að punkti E sem er á gilbarminum. Er niðurstaða dómsins þá sú að merki jarðanna skuli liggja til norðurs frá Gljúfurárvaði, punkti nr. 1 á uppdrætti (hnit 542519,6-611307,9) þaðan í punkt nr. 2 (hnit 542490,1-611964,2) þaðan í punkt nr. 3 (hnit 542758,1-613135,5) þaðan í punkt nr. 4 (hnit 542739,7-614514,9) þaðan í punkt nr. 5 (hnit 542659,0-615498,9) þaðan í punkt nr. 6 Hávörður (hnit 542408,7-616572,8) þaðan í punkt merktan A (hnit 542234,8-617109,5) þaðan í punkt merktan B (hnit 541928,7-619760,8) þaðan í punkt merktan C (hnit 541876,1-619904,8), síðan í punkt merktan D (hnit 541856,4-620036,7) og að lokum í punkt merktan E við „vað á Illagili“ (hnit 541811,6-620135,3). Er lína þessi færð inn á uppdrátt sem fylgir dómsorði. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Dóm þennan kveður upp Freyr Ófeigsson dómstjóri ásamt meðdómsmönnunum Haraldi Sveinbjörnssyni byggingaverkfræðingi og Bernharð Haraldssyni landfræðingi. D Ó M S O R Ð : Landamerki jarðanna, Grýtubakka 1 og Grýtubakka 2, í Grýtubakkahreppi, annars vegar og jarðarinnar Grenivíkur í sama hreppi, hins vegar á Leirdalsheiði skulu vera til norðurs frá Gljúfurárvaði, punkti nr. 1 á uppdrætti (hnit 542519,6-611307,9) þaðan í punkt nr. 2 (hnit 542490,1-611964,2) þaðan í punkt nr. 3 (hnit 542758,1-613135,5) þaðan í punkt nr. 4 (hnit 542739,7-614514,9) þaðan í punkt nr. 5 (hnit 542659,0-615498,9) þaðan í punkt nr. 6 Hávörður (hnit 542408,7-616572,8) þaðan í punkt merktan bókstafnum A (hnit 542234,8-617109,5) þaðan í punkt nr. bókstafnum B (hnit 541928,7-619760,8) þaðan í punkt merktan bókstafnum C (hnit 541876,1-619904,8) þaðan í punkt merktan bókstafnum D (hnit 541856,4-620036,7) þaðan í punkt merktan bókstafnum E við „vað á Illagilsá“ (hnit 541811,6-620135,3), allt í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 323/2007
|
Kærumál Lögvarðir hagsmunir Frávísun frá héraðsdómi felld úr gildi
|
D kærði ákvæði í héraðsdómi, þar sem kröfu hennar um ógildingu ákvörðunar L um að flytja hana til í starfi milli tveggja deilda sjúkrahússins var vísað frá dómi. Var frávísunin á því reist að ekki yrði séð að D hefði lögvarða hagsmuni af því að hafa uppi sérstaka ógildingarkröfu í málinu. Hins vegar var fallist á kröfu D um greiðslu miskabóta vegna framangreindrar ákvörðunar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að D reisti ógildingarkröfuna á því að ákvörðunin hefði verið íþyngjandi fyrir sig þar sem henni hafi verið gert að sækja vinnu á öðrum stað en fyrr. Fæli þessi krafa í sér meira en að vera aðeins forsenda fyrir kröfu D um miskabætur og hefði dómur um þetta sjálfstæða þýðingu fyrir sóknaraðila. Frávísunarþáttur héraðsdóms var því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka ógildingarkröfuna til efnislegrar meðferðar.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi framangreindri kröfu sóknaraðila er á því byggð að hún hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn um kröfuna. Sóknaraðili byggir kröfu þessa meðal annars á því að ákvörðun varnaraðila um að flytja hana til í starfi á þann hátt sem í dómkröfunni greinir hafi verið íþyngjandi fyrir sig vegna þess að henni hafi nú verið gert að sækja vinnu á öðrum stað en fyrr. Krafan um ógildingu á þessari ákvörðun varnaraðila felur meira í sér en að vera aðeins forsenda fyrir kröfu sóknaraðila um miskabætur sem tekin var til greina í héraði. Dómur um þetta hefur sjálfstæða þýðingu fyrir sóknaraðila. Verður frávísunarþáttur héraðsdóms því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka framangreinda kröfu sóknaraðila til efnislegrar meðferðar. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hið kærða ákvæði héraðsdóms um frávísun dómkröfu sóknaraðila, Dóru Drafnar Skúladóttur, á hendur varnaraðila, Landspítalaháskólasjúkrahúsi, er fellt úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfuna til efnismeðferðar. Varnaraðili greiði sóknaraðila 150.000 krónur í kærumálskostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. maí 2007. Mál þetta var höfðað 4. desember 2006 og dómtekið 18. maí 2007. Stefnandi er Dóra Dröfn Skúladóttir, Hraunbæ 56, Reykjavík. Stefndi er Landspítali - háskólasjúkrahús, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að ógilt verði ákvörðun sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði stefnda um að flytja stefnanda af deild 33-C á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) við Hringbraut yfir á deild 15 á Kleppi, sem var tilkynnt stefnanda með bréfi dagsettu 17. október 2006. Einnig krefst stefnandi þess að stefndi greiði henni 5.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 17. október 2006 til þingfestingardags, en dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Að lokum krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að mati dómsins. I. Stefnandi er hjúkrunarfræðingur að mennt. Samkvæmt starfsvottorði stefnanda hefur hún starfað á geðdeild 33-C við Hringbraut frá 1. janúar 2002, með hléi frá 1. nóvember 2005 til 10. apríl 2006, sem stefnandi kveðst hafa tekið vegna veikinda og dauðsfalls í fjölskyldu sinni. Deild 33-C er bráðamóttaka og göngudeild á geðsviði. Í ráðningarsamningi stefnanda segir að vinnustaður (ráðningarstaður) hennar sé geðdeild 33-C. Þá segir að um réttindi og skyldur starfsmanns fari eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, auk kjarasamnings félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem stefnandi er félagsmaður í. Jafnframt kemur þar fram að starfsmanni beri að fara að löglegum fyrirmælum yfirmanna, þ.m.t. að starfa á fleiri en einni deild innan LSH. Stefnandi hefur samhliða starfi sínu stundað nám í hugrænni atferlismeðferð við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og er styrkt til þess af geðsviði stefnda. Upphaf máls þessa er að rekja til heimboðs hjá Maríu Einisdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á deild 33-C, föstudaginn 29. september 2006. Eftir heimboðið fór stefnandi heim til sín og með henni í för var annar hjúkrunarfræðingur á deildinni, Birgir Hilmarsson. Mánudeginum á eftir, 2. október, hafði Birgir samband við Maríu Einisdóttur hjúkrunardeildarstjóra. Kvaðst hann hafa orðið fyrir grófri kynferðislegri áreitni af hálfu stefnanda síðastliðið föstudagskvöld og að hann treysti sér ekki til að vinna áfram með henni. Fram hefur komið að hjúkrunardeildarstjóri hafi leitað eftir því, þriðjudaginn 3. október, við skrifstofu starfsmannamála stefnda, að fá aðstoð og ráðleggingar vegna þess ástands sem upp væri komið á deildinni. Hafi verið ákveðið að hjúkrunardeildarstjóri og Eiríkur Líndal, sálfræðingur í stuðnings- og ráðgjafarteymi starfsmanna stefnda, myndu ræða við stefnanda. Hjúkrunardeildarstjóri hafi hringt í stefnanda, miðvikudaginn 4. október og Eiríkur þá verið viðstaddur. Í því samtali hafi komið fram sú skoðun hjúkrunardeildarstjóra að ekki væri heppilegt að stefnandi og Birgir ynnu saman. Lausnin á því kynni að vera að stefnandi flyttist yfir á aðra deild. Stefnandi hafi svo hringt í hjúkrunardeildarstjóra og ákveðið hefði verið að stefnandi kæmi til fundar mánudaginn 9. október. Hefði stefnandi verið hvött til að hafa með sér trúnaðarmann. Hefði Eiríkur einnig verið viðstaddur það símtal. Í millitíðinni, hinn 6. október, mætti Birgir á lögreglustöðina í Reykjavík og tilkynnti „aðfinnsluvert háttalag“ stefnanda á heimili hennar hinn 29. september. Samkvæmt dagbók lögreglustjórans í Reykjavík skýrði Birgir svo frá atvikum: Birgir kemur (kl. 09:30) og vill láta bóka aðfinnsluvert háttarlag Dóru sem hann segir nánast hafa verið kynferðislega áreitni. Birgir og Dóra vinna á sama vinnustað. Þau eru í vinnustaðateiti s.l. föstudagskvöld. Þau búa bæði í Árbænum og eru samferða áleiðis heim. Á leiðinni biður Dóra Birgi um að fylgja sér í göngutúr þar sem hún ætli að viðra hundinn sinn áður en hún fer að sofa. Segist vera hrædd að fara ein í gönguferð að kvöldlagi. Til að gera langa sögu stutta þá mun Dóra hafa gengið mjög nærri Birgi við að reyna að fá hann til kynmaka við sig. Birgir mun ekki hafa haft áhuga á því enda giftur og tveggja barna faðir. Birgir sagðist ekki vilja hlaupa út frá henni heldur reyna að leysa þetta með góðu og sagði það hafa tekið u.þ.b. 1 og ½ klst. að komast út frá henni. Birgir mun hafa kvartað undan hegðun Dóru við yfirmann þeirra. Er spurning um að færa Dóru til á vinnustaðnum en fundur verður haldinn um það n.k. mánudag. Dóra mun í fyrstu hafa beðið Birgi afsökunar á framferði sínu, sagt hana hafa verið taktlausa. Hún mun hafa viðurkennt fyrir yfirmanninum að hafa gengið of langt í umrætt sinn. Síðar hafi hún haldið því fram að Birgir væri ekki alsaklaus í þessu máli. Birgir segist hafa rætt við kunningja sinn, sem ert lögfræðingur, Stígamót og fleiri. Hann hafi í framhaldi af því vilja láta bóka þetta ef það skyldu verða einhver frekari leiðindi vegna þessa máls. Stefnandi segir frásögn Birgis uppspuna í öllum þeim atriðum sem máli skipti og að því fari víðs fjarri að hún hafi áreitt Birgi kynferðislega. Stefnandi kveðst ekki hafa átt frumkvæði að því að fá Birgi til kynmaka við sig og þar af leiðandi hafi hún ekki gengið langt í því að reyna það. Hafi „háttalag“ hennar ekki á neinn hátt verið aðfinnsluvert og hún aldrei haft tilefni til að biðja Birgi afsökunar á einu né neinu. Framangreindur fundur var haldinn 9. október 2006. Hann sátu stefnandi, María Einisdóttir, hjúkrunardeildarstjóri deildar 33-C, Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði stefnda, og Ágústa Hilmarsdóttir, vinkona stefnanda, sem hún fékk með sér á fundinn. Um efni fundarins vísast til bréfs stefnda, dags. 17. október 2006, sem rakið er hér á eftir. Miðvikudaginn 11. október 2006 fór stefnandi, í fylgd með lögmanni sínum, Jóni G. Zoëga hrl., á fund trúnaðarlæknis stefnda. Stefnandi kveðst hafa á leið sinni þangað frétt af tilviljun, hjá starfsmanni á deild 33-C, Gunnari Þorsteinssyni, að deginum áður hefði verið haldinn reglulegur samráðsfundur á deild 33-C, sem allir starfsmenn deildarinnar hefðu verið boðaðir til sérstaklega, nema stefnandi þar sem þegar hefði verið rætt um að hún flyttist af deildinni. Fyrir liggur að Birgir hafi á þessum fundi greint starfsmönnum frá meintri kynferðislegri áreitni stefnanda í stuttu máli. Í vikunni á eftir fékk stefnandi símtal frá sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði stefnda, þar sem tilkynnt var að stefnandi skyldi mæta til starfa á deild 15 á Kleppi í næstu viku. Deild 15 á Kleppi er sérhæfð meðferðardeild, stofnuð til að þjónusta sjúklinga sem þurfa á langtíma sérhæfðri meðferð að halda og hafa ekki getað nýtt sér aðrar deildir og/eða þjónustu geðsviðsins. Innlagnartími er yfirleitt 3-12 mánuðir. Markhópur eru alvarlega geðsjúkir einstaklingar sem hafa takmarkaða meðferðarheldni og sjúkdómsinnsæi, svo sem alvarlega geðrofssjúkdóma, geðrofs- og fíkniefnasjúkdóma, þiggja ekki meðferð sjálfviljugir, vistast sjálfræðissviptir eða geta verið sjálfum sér og/eða öðrum hættulegir, þ.e. stefnt eigin heilsu eða annarra í voða ef ekkert er að gert. Á heimasíðu stefnda er sérstaklega tekið fram að deildinni sé ekki ætlað að vera réttargeðdeild. Stefnanda var formlega tilkynnt ákvörðunin um flutning sinn á deild 15 með ábyrgðarbréfi sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði stefnda, dags. 17. október 2006, sem barst stefnanda föstudagskvöldið 20. október 2006. Í bréfinu var vísað til niðurstöðu fundarins frá 9. október. Þá segir í bréfinu að stefnandi skyldi mæta á hinn nýja vinnustað á mánudegi 23. október. Í bréfinu segir orðrétt: Í kjölfar atviks sem gerðist á milli tveggja hjúkrunarfræðinga, á móttökudeild 33-C á geðsviði LSH, á heimili annars þeirra aðfaranótt 30. september sl. var sú ákvörðun tekin af deildarstjóra móttökugeðdeildar 33-C og sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði LSH að óheppilegt væri að áðurnefndir hjúkrunarfræðingar ynnu báðir á sömu deild á geðsviði. Lýsing á atvikum frá báðum aðilum, leiðir líkum að því að farsælast sé að hjúkrunarfræðingar vinni ekki náið saman á næstunni. Þann 9. október s.l. var haldinn fundur með Dóru Dröfn Skúladóttur, hjúkrunarfræðingi á 33-C, Ágústu Hilmarsdóttur, vinkonu Dóru Drafnar (mælt var með af sviðsstjóra hjúkrunar að trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga væri á fundinum en ekki vinkona Dóru Drafnar), Maríu Einisdóttur, deildarstjóra 33-C ásamt sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði til að ræða málin. Niðurstaða fundarins: Dóru Dröfn var boðin aðstoð frá stuðningsteymi LSH vegna atviks. Hún taldi sig ekki þurfa slíka aðstoð boð stendur áfram. Fengi að vita hvaða deild tæki á móti henni til starfa þann 16. október sl. Og mætti til vinnu að morgni þann 23. október nk. Dóra Dröfn er styrkt af geðsviði í ársnám í hugrænni atferlismeðferð í Endurmenntun HÍ sem hún mun stunda áfram á nýrri deild á geðsviði. Eftir samtöl við þig þann 16. og 17. október s.l. í síma hefur þér verið tilkynnt um að hin nýja deild verði deild 15 á Kleppi. Deildarstjóri þar er Helga Jörgensdóttir. Hún á von á þér til vinnu þann 23. október n.k. kl. 08:00 á morgunvakt. Hún mun ræða nánar við þig um vinnufyrirkomulag og aðlögun á deild. Gangi þér vel í starfi á deild 15. Stefnandi ritaði formanni félags hjúkrunarfræðinga bréf, dags. 14. október 2006, þar sem málsatvik eru rakin. Í bréfi lögmanns stefnanda til sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði stefnda, dags. 23. október 2006, segir að stefnandi uni ekki ákvörðun um flutning af deild 33-C á deild 15 á Kleppi. Hún væri niðurbrotin vegna máls þessa og væri ekki vinnufær. Hún sæi ekki hvernig það megi vera að ákveðið hafi verið að flytja hana til. Krafist var ítarlegs rökstuðning, þar sem m.a. kæmi fram nákvæm lýsing á atvikinu, sem vísað var til í bréfi sviðsstjóra, hvers vegna stefnandi skyldi flutt, hvaða faglegar forsendur réðu vali á nýjum vinnustað, ítarlegar upplýsingar um málsmeðferð og öll þau gögn, sem ákvörðunin byggðist á. Svar sviðsstjórans barst lögmanni stefnanda með bréfi, dags. 24. október 2006. Engin gögn fylgdu bréfinu. Í bréfinu segir, um rökstuðning fyrir ákvörðuninni, að aðdraganda að ákvörðun um flutning stefnanda milli deilda sé að rekja til „alvarlegs ágreinings, trúnaðarbrests, og fyrirsjáanlegra samstarfsörðugleika“ milli stefnanda og annars hjúkrunarfræðings á deild 33-C. Ágreiningsefnið væri til komið vegna atviks sem gerðist utan vinnustaðarins og utan vinnutíma. Þá segir að það hafi verið mat sviðsstjóra að umræddir hjúkrunarfræðingar gætu ekki unnið saman, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Sviðsstjóri kvaðst ekki hafa verið vitni að umræddu atviki og hefði því ekki forsendur til að lýsa því, en ljóst væri að það sem gerðist hefði valdið þeim mikilli geðshræringu. Um ástæðu þess að stefnandi væri flutt á aðra deild segir að það hafi verið til þess að starfskraftar beggja hjúkrunarfræðinganna nýttust og til að ágreiningur þeirra truflaði ekki starfsemina. Þá segir að ákvörðunin væri tekin á grundvelli stjórnunarréttar vinnuveitanda og ekki væri um nýjan vinnustað að ræða. Sviðsstjóri kvaðst hafa rætt við báða aðila máls og yfirmenn og taldi sig nægilega upplýsta um ágreining aðila. Rætt hafi verið við stefnanda um flutning á fundi og í síma, áður en stefnandi fékk bréf þar að lútandi. Með bréfi lögmanns stefnanda til forstjóra LSH, dags. 27. október 2006, var þess krafist að ákvörðunin um flutning á stefnanda yrði dregin til baka. Í bréfinu er svarbréf sviðsstjórans og málsmeðferðin öll gagnrýnd. Taldi stefnandi að svarbréfið uppfyllti ekki þær kröfur sem gera verði til rökstuðnings í málum sem þessum. Ekkert í bréfinu gæfi tilefni til að líta svo á að um lögmæta ákvörðun um flutning hafi verið að ræða. Þá kom fram að stefnandi liti svo á að ákvörðun um flutning hennar á deild 15 á Kleppi, að henni forspurðri, væri refsing og einstaklega niðurlægjandi fyrir hana eins og á standi, auk þess sem með henni væri brotið gegn mörgum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins. Var þess krafist að undið yrði ofan af atburðarás undanfarinna vikna með því að ákvörðunin um flutning yrði dregin til baka. Bréfi lögmannsins var svarað með bréfi, dags. 8. nóvember 2006, þar sem því var hafnað að draga ákvörðunina til baka. Þar sem tilraunir stefnanda til að fá flutning sinn dreginn til baka báru ekki árangur höfðaði stefnandi mál þetta til ógildingar á ákvörðuninni auk þess sem hún krefst miskabóta. Áður en málið var höfðað hafði stefnandi óskað eftir flýtimeðferð. Synjað var um útgáfu á stefnu til flýtimeðferðar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 2006, sem staðfestur var í Hæstarétti hinn 23. nóvember 2006 í máli nr. 597/2006. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrir dómi stefnandi, Ágústa Erna Hilmarsdóttir, vinkona stefnanda, Jón Gunnar Zoëga hrl., Birgir Hilmarsson, Sigríður Hafberg og Gunnar Þorsteinsson, starfsmenn á deild 33-C, María Einisdóttir hjúkrunardeildarstjóri, Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðstjóri hjúkrunar á geðsviði, Eiríkur Líndal sálfræðingur og Hörður Þorgilsson sálfræðingur. Verður framburður þeirra rakinn hér síðar eftir því sem ástæða er til. II. Í málatilbúnaði sínum vísar stefnandi til þess að stefndi sé ríkisstofnun og stefnandi sé ríkisstarfsmaður, sem njóti réttinda og beri skyldur samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt 19. gr. laganna sé starfsmanni skylt að hlíta breytingum á störfum sínum eða verksviði. Einnig sé ákvæði í ráðningarsamningi stefnanda um heimild stefnda til að flytja stefnanda á milli deilda. Ákvæðið sé í stöðluðum ráðningarsamningi og stefnandi telur að samskonar ákvæði sé í ráðningarsamningum að minnsta kosti meginþorra starfsmanna LSH. Stefnandi telur að ákvörðun um flutning á grundvelli þessara heimilda sé, eins og hér standi á, íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun, sem lúti ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttarins og verði undir öllum kringumstæðum að byggjast á málefnalegum og gildum forsendum. Í þessu sambandi áréttar stefnandi eftirfarandi: Í fyrsta lagi hafi stefnandi ráðið sig til starfa sem hjúkrunarfræðingur á deild 33-C. Deild 15 á Kleppi sé annar vinnustaður, sem stefnandi hafi ekki ráðið sig til. Í öðru lagi hafi ákvörðunin verið tekin gegn vilja stefnanda og hún uni ekki ákvörðuninni. Stefnanda sé ekki gert kleift að sinna starfi sínu. Ákvörðunin hafi þannig ígildi uppsagnar. Í þriðja lagi hafi stefnandi aldrei lýst yfir áhuga á að vinna á deild 15 á Kleppi og hafi engan áhuga á að vinna þar. Nám hennar við hugræna atferlismeðferð, sem hún hafi sinnt af miklum áhuga, muni ekki nýtast á viðunandi hátt að hennar mati á þeim vinnustað og stefnandi treysti sér ekki til að vinna á deildinni. Í fjórða lagi hafi yfirmenn stefnda skapað það andrúmsloft á hjúkrunarsviði LSH með ákvörðuninni að stefnandi telur sér ekki vært í starfi þar meðan ákvörðunin standi óhögguð. Í fimmta lagi sé ákvörðunin um flutning ekki byggð á faglegum forsendum. Engin hjúkrunarfræðileg rök hafi staðið til þess að ákveða að flytja stefnanda yfir á deild 15 á Kleppi. Í sjötta lagi hafi ákvörðunin um flutning ekki byggst á stjórnskipulegri eða fjárhagslegri þörf LSH. Hún hafi ekki verið þáttur í neinum skipulagsbreytingum í starfsemi geðsviðs LSH, heldur sé hún byggð á atriðum, sem varði persónu stefnanda, nánar tiltekið ásökunum annars starfsmanns í hennar garð. Stefnandi telur að ákvörðunin um flutning beri öll merki refsingar eins og hér standi á. Stefnandi hafi aldrei lýst því yfir að hún treysti sér ekki til að starfa á deild 33-C, hvort sem það sé með Birgi Hilmarssyni eða öðru starfsfólki. Birgir hafi hins vegar borið stefnanda röngum sökum um kynferðislega áreitni og haldi því fram að hann geti ekki unnið lengur með stefnanda. Stefnandi lítur svo á að í þessu felist ofsóknir gegn henni. Með því að taka ákvörðun um að flytja stefnanda til í starfi á þeim grundvelli hafi verið tekin afstaða gegn stefnanda. Stefnandi telur að stefndi hafi brotið gegn andmælarétti hennar, sbr. 13.-15. gr. stjórnsýslulaga og samsvarandi óskráðar meginreglur í stjórnsýslurétti. Þau samtöl, sem deildarstjóri á deild 33-C og sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði, hefðu átt við stefnanda, hafi ekkert með raunverulegan andmælarétt að gera og þau átt sér stað eftir að ákvörðun um að flytja stefnanda hafði verið tekin. Þetta megi m.a. ráða af því sem haft sé eftir Birgi Hilmarssyni í dagbókarfærslu lögreglunnar frá 6. október, að spurning væri um að færa stefnanda til á vinnustað, þ.e. áður en fundað hafði verið með stefnanda. Stefnandi telur sig ekki hafa fengið tækifæri til að undirbúa og tjá sig fyrir fram um ákvörðunina og þær ástæður sem hún sé sögð byggjast á. Stefnandi telur einnig, eins og á stóð, að hún hefði átt að vera með í ráðum er framtíð hennar á LSH hafi verið ákveðin í stað þess að hún yrði flutt á þá deild, er hún hafi ekki viljað starfa á, án þess að vera spurð. Einnig telur stefnandi að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, en rannsóknarreglan sé einnig óskráð meginregla í stjórnsýslurétti. Samkvæmt rannsóknarreglunni skuli stjórnvald sjá til þess að mál sé nægilega upplýst áður en ákvörðun sé tekin í því. Í þessu máli hafi ákvörðunin verið tekin vegna atvika, sem ákvörðunaraðilinn, þ.e. sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði, segi sig ekki hafa forsendur til að lýsa. Um brot gegn andmælarétti og rannsóknarreglu vísar stefnandi nánar til umfjöllunar um miskabótakröfu. Þá telur stefnandi að stefndi hafi brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. Stjórnsýslulaga, en samkvæmt ákvæðinu skuli stjórnvald því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun að markmið, sem að sé stefnt, verði ekki náð með öðru og vægara móti. Nánar um þetta vísar stefnandi til rökstuðnings fyrir miskabótakröfu. Síðast en ekki síst telur stefnandi að með ákvörðuninni hafi verið brotið gegn jafnræðisreglu og óskráðri meginreglu stjórnsýsluréttarins um að ákvarðanir í stjórnsýslunni verði að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Þegar litið sé til efnis 19. gr. laga nr. 70/1996, og það borið saman við önnur ákvæði laganna, sé ljóst að markmiðið með 19. gr. sé að auðvelda ríkisstofnunum að gera skipulagsbreytingar og leggja niður störf, án þess að þurfa að segja upp starfsfólki. Einnig leiði af ákvæðinu að starfsmenn verði að sætta sig við breytingar á störfum, sem leiði af faglegri stjórnun yfirmanna hverju sinni. Ákvæði 19. gr. sé hins vegar ekki ætlað að heimila forstöðumönnum ríkisstofnana að flytja starfsmenn frá einum vinnustað til annars af geðþóttasjónarmiðum einum saman eða í viðurlagaskyni. Sömu sjónarmið búi að baki samsvarandi ákvæði í ráðningarsamningum starfsmanna LSH. Stefnandi telur að forsendur, sem varða starfsmenn persónulega, teljist ekki málefnalegar eða lögmætar ástæður fyrir tilflutningi tiltekins starfsmanns gegn vilja hans, sbr. hins vegar 21. gr. laga nr. 70/1996, sem kynni þá að koma til álita. Stefnandi telur að hin umdeilda ákvörðun um flutning hennar hafi hvorki byggst á málefnalegum né gildum forsendum. Stefnandi vísar einnig til jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga og telur það andstætt jafnræðisreglunni, eins og hér standi á, að ákveðið hafi verið að flytja hana á milli vinnustaða en ekki starfsmanninn sem mun ekki hafa treyst sér til að starfa með henni. Leggi dómstólar blessun sína yfir hina umdeildu ákvörðun verði opnuð auðveld leið fyrir starfsmenn á vinnustöðum og vinnuveitendur til að koma höggi á aðra, eins og reyndin sé í þessu máli. Um kröfu sína til miskabóta að fjárhæð 5.000.000 króna vísar stefnandi til b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnandi telur meðferð málsins og ákvörðunina hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu stefnanda, friði og æru. Í rökstuðningi um fjárhæð kröfunnar er vísað til þess að einstaklingar verji drjúgum tíma ævi sinnar í vinnunni. Það varði þá afar miklu að líða vel í starfi og sé ekki ofsögum sagt að sálarheill og velferð séu þar í húfi. Atvinnuréttindi og atvinnufrelsi séu sérstaklega varin í stjórnskipunarlögum nr. 33/1944, sbr. 72. og 75. gr. og fjölmörg ákvæði í settum rétti hafi þann tilgang að stuðla að og tryggja velferð starfsmanna og réttaröryggi þeirra. Sem dæmi megi nefna ákvæði í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938, ákvæði í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 og í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Stefnandi telur að ekki verði fram hjá því litið að á heimili stefnanda, hinn 29. september 2006, hafi átt sér stað persónuleg samskipti tveggja fullorðinna einstaklinga, utan vinnutíma. Í lögum, sbr. 17. gr. laga nr. 96/2000 og ákvæðum laga nr. 46/1980, séu lagðar skyldur á atvinnurekanda til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að stemma stigu við því að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, í stofnun, félagsstarfi eða í skólum. Ákvæði, er lúti að þessu, taki ekki til þess sem fram fari í einkalífi fólks á eigin heimilum. Stefnandi gengur út frá því að málsaðilar séu sammála um að Birgir Hilmarsson hafi borið stefnanda þungum sökum. Stefnandi kveðst þeirrar skoðunar að kynferðisleg áreitni sé óásættanleg og kunni að varða við ákvæði kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar beri að hafa hugfasta þá meginreglu, sem gildi í réttarríki, þ.m.t. í stjórnsýslunni, að hver maður skuli teljast saklaus uns sekt sé sönnuð. Vísar stefnandi til 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Stefnandi hafi frá fyrstu stundu mótmælt ásökunum á hendur sér sem tilhæfulausum og þær séu í hverju falli ósannaðar. Orð gegn orði sé ekki viðhlítandi sönnun um ásakanir eins og hér um ræði. Stefnandi telur að það hafi ekki verið á færi stefnda að taka ákvörðun gagnvart stefnanda á grundvelli umræddra ásakana, auk þess sem ákvörðunin fari þvert gegn viðurkenndum sönnunarreglum. Stefnandi vísar til þess að félagsmálaráðherra hafi sett, með stoð í ákvæðum laga nr. 46/1980, reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Einelti sé þar skilgreint í 3. gr. sem: „Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.“ Samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar hvíli ríkar skyldur á atvinnurekanda til að koma í veg fyrir hvers konar einelti. Reglugerðinni fylgi greinargerð þar sem segi að sænskar reglur séu fyrirmynd að reglugerðinni. Alþjóðavinnumálastofnunin hafi vakið máls á vandamálum er tengist einelti sem og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Í félagsmálasáttmála Evrópu, 2. mgr. 26, gr., sé kveðið á um rétt fólks til mannlegrar reisnar í starfi. Þar komi fram að stuðla skuli að aukinni vitund og forvörnum gegn endurtekinni, ámælisverðri eða ótilhlýðilegri og móðgandi háttsemi sem beinist að einstökum starfsmönnum á vinnustað eða starfi þeirra. Auk þess sé kveðið á um að grípa skuli til ráðstafana í því skyni að vernda launafólk gegn slíkri háttsemi. Tilgangur slíkra ákvæða sé að stuðla að því að starfsmenn njóti velsældar og virðingar í starfi. Niðurstöður rannsókna sýni að þolendur eineltis finni fyrir aukinni streitu sem geti komið fram í ýmsum andlegum sjúkdómum og jafnvel líkamlegum einnig. Í athugasemdum við almennt ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar séu nefnd eftirfarandi dæmi um ótilhlýðilega háttsemi: - eftirlit með starfsmönnum án vitundar þeirra. - niðurlægjandi „refsiaðgerðir“ sem fyrirvaralaust beinast gegn ákveðnum starfsmanni án málefnalegra ástæðna eða útskýringa og án tilrauna til að leysa hugsanlegar undirliggjandi ástæður. Refsiaðgerðirnar geta t.d. komið fram í að verkefni eru tekin frá starfsmanni án rökstuðnings, óútskýrðum tilfærslum í starfi, breyttum kjörum, vinnutengdum upplýsingum sem haldið er frá starfsmanni o.fl. - þegar meðvitað er komið í veg fyrir að starfsmaður geti sinnt verkefnum sínum. - útilokun, einangrun, skeytingarleysi, þöggun. - starfsmaður er niðurlægður, hann gagnrýndur, hæddur og svívirtur. - baktal og niðrandi ummæli viðhöfð um starfsmann. - ofsóknir og hótanir í garð starfsmanns. Stefnandi vísar einnig til bæklings Vinnueftirlits ríkisins um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum, forvarnir og viðbrögð. Bæklingurinn sé í anda reglugerðarinnar. Stefnandi vekur sérstaklega athygli á kafla 5, sem beri heitið: „Ef vart verður við einelti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum.“ Þar segi að fylgja skuli leiðbeiningum og áætlunum sem kunni að vera fyrir hendi á vinnustaðnum. Ef slíkt sé ekki til staðar sé hægt að leita upplýsinga hjá Vinnueftirlitinu eða viðkomandi stéttarfélagi. Þagmælsku og tillitsemi beri að sýna bæði þolendum og meintum gerendum í eineltis- og áreitnimálum. Álykta beri að vel athuguðu máli. Mikilvægt sé að gera óhlutdræga athugun á málsatvikum. Allir, sem málið varði, verði að fá á tilfinninguna að hlustað sé á þeirra upplifun af atburðunum og að það sem þeir segja sé tekið alvarlega. Ekki skuli koma með ásakanir og sleggjudóma um persónu og hegðun annars aðilans. Leita skuli lausna en ekki beina athygli að því að ná fram hefndum eða benda á sökudólga. Umrædda árekstra eða vandamál beri að nálgast frá því sjónarmiði að ekki þurfi að beita refsingum. Einnig þurfi að rétta þeim starfsmönnum hjálparhönd sem að ósekju séu ásakaðir um að hafa lagt einhvern í einelti eða hafa áreitt einhvern kynferðislega. Þeir kunni líka að hafa þörf fyrir sérstaka aðstoð og að sú staða geti komið upp að ráðast þurfi gegn slíkum orðrómi. Stefnandi telur reglurnar eiga við þar sem Birgir Hilmarsson komi ásökunum sínum á framfæri innan veggja spítalans. Stefnandi segir að yfirmenn stefnda hafi gert allt rangt frá því ásakanir Birgis Hilmarssonar komu fram. Ásakanirnar hafi ekki verið um kynferðislega áreitni á vinnustað, þannig að ekki verði séð hvers vegna yfirmennirnir hafi ákveðið að beita sér yfirleitt. Í annan stað hafi viðbrögðin verið á einn veg gegn stefnanda, bæði í málsmeðferð og ákvörðuninni, sem tekin var. Yfirmennirnir hefðu ekki fylgt ákvæði 7. gr. reglugerðar nr. 1000/2004, um að meta aðstæður í samvinnu við vinnuverndarfulltrúa, utanaðkomandi ráðgjafa og aðra er málið varðaði. Þess í stað hefðu þeir tekið völdin í sínar hendur, ekkert gætt að mannorði og réttindum stefnanda í ákvarðanaferlinu og tekið þá ákvörðun, sem stefnandi upplifi sem refsingu. Við mat á því hvort ákvörðunin um flutninginn hafi verið refsing eða ekki telur stefnandi að það hafi grundvallarþýðingu að stefnandi hafi ekkert verið höfð með í ráðum er ákvörðunin hafi verið tekin. Ákvörðunin hafi verið tekin þvert gegn vilja hennar og ekkert tillit tekið til þess að hún hafi verið fórnarlamb ósannaðra sakargifta. Sé þá ónefndur fundur sem haldinn var í fjarveru stefnanda, sem hafi ekki verið til að bæta úr skák. Hin umdeilda ákvörðun hafi ekki verið studd neinum málefnalegum og gildum sjónarmiðum, enda virðist stefndi líta svo á að reglur um slíkt eigi ekki við í málinu. Stefnandi segir að LSH sé risastór vinnustaður og sá langstærsti á sviði heilbrigðisþjónustu. Þar hafi stefnandi verið útmáluð og lítilsvirt og ekki verið gætt að því að veita henni neina vernd eftir að hinar alvarlegu en röngu ásakanir hafi komið fram. Stefnandi telur að hin umdeilda ákvörðun falli undir skilgreininguna á einelti í reglugerð nr. 1000/2004. Ákvörðunin hafi nú þegar haft alvarlegar afleiðingar og fylgikvilla í för með sér fyrir stefnanda. Hún sé miður sín og óvinnufær, auk þess sem henni sé hvort eð er ekki gert kleift að sinna starfi sínu. Mannorð hennar og æra hafi beðið mikinn hnekki. Framtíð hennar sé óljós og sá tími sem liðinn sé hafi einkennst af kvíða, ótta og reiði. Ekki sé ofsögum sagt að lífi hennar hafi verið umturnað. Stefnandi segir að miskabætur, í tilviki því sem hér sé til umfjöllunar, verði að ákveða að álitum og ekki sé við fordæmi í sambærilegum málum að styðjast. Með vísan til framangreindra röksemda, þekktra afleiðinga eineltis og atvika að öðru leyti, telur stefnandi að miskabótakrafa hennar sé síst of há. Krafa um vexti og dráttarvexti er reist á ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafa um málskostnað byggir á 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Stefndi byggir á því að LSH sé einn vinnustaður. Starfsmenn séu ráðnir til LSH en ekki til sérstakrar einingar, t.d. sviðs eða deildar innan LSH, svo sem til þeirrar deildar sem þeir komi fyrst til starfa á. Deildaskipulag LSH sé enda breytilegt og í þróun. Stefndi mótmælir því sem röngu sem stefnandi heldur fram að deild 15 sé annar vinnustaður en deild 33-C. Stefndi segir að stefnandi sé ráðin sem hjúkrunarfræðingur á LSH og hafi starfað á geðsviði frá árinu 2001, að frátöldu hléi sem varð á störfum hennar. Megininntak og eðli hjúkrunar sé hið sama á öllum deildum geðsviðs og hafi flutningur stefnanda milli deilda engin áhrif á starf hennar, en yfirmenn stefnda séu ekki í vafa um að stefnandi kunni til verka á deild 15. Sé því ekki rétt að flutningur stefnanda hafi ígildi uppsagnar og að stefnanda sé gert ókleift að sinna starfi sínu. Stefndi vísar til þess að í ráðningarsamningi stefnanda komi það sérstaklega fram að henni beri að fara að löglegum fyrirmælum, þ.m.t. að starfa á fleiri en einni deild innan sjúkrahússins, en þó svo væri ekki þá hefði stefndi allt að einu skýlausan rétt til að flytja stefnanda milli deilda. Um sé að ræða stjórnunarrétt stefnda og sé stefnanda skylt að fara að fyrirmælum varðandi starf sitt, sbr. 15. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Stjórnunarréttur vinnuveitanda sé grundvallarregla í vinnurétti og birtist í ýmsum ákvæðum laga nr. 70/1996, svo sem 19. gr. o.fl. Innan þess réttar rúmist ljóslega að ákveða að stefnandi sinni starfi sínu á annarri deild innan geðsviðsins, enda séu ekki ólögmæt sjónarmið þar að baki. Stefndi mótmælir því að stefnanda sé ekki vært í starfi meðan flutningur hennar standi óhaggaður. Starf á deild 15 sé stefnanda ekki ósamboðið og sú vinna sé hvorki hættulegri né erfiðari en vinna á deild 33-C, auk þess sem með flutningnum sé ekki tekin afstaða eða gefin út skoðun af hálfu stefnda um að hún hafi brotið af sér eða að starfsframlag hennar sé minna metið. Þá hafi ekki verið að refsa eða niðurlægja stefnanda með því að flytja hana milli deilda. Í því hafi engin ásökun falist af hálfu stefnda. Algengt sé að starfsmenn séu fluttir milli deilda. Stefndi mótmælir öllum staðhæfingum stefnanda um að deild 33-C og deild 15 séu svo ólíkar. Þvert á móti séu störf á deildum þessum alls ekki ólík. Stefndi mótmælir því að nám það sem stefnandi stundi nú í hugrænni atferlismeðferð muni ekki nýtast henni á deild 15. Stefndi telur þvert á móti að nám stefnanda muni nýtast henni betur á deild 15 en á deild 33-C, en í því efni bendir stefndi á að hugræn atferlismeðferð sé notuð sem deildarmeðferð á deild 15. Stefndi telur ósannaðar með öllu fullyrðingar stefnanda um að hún hafi stundað nám sitt af miklum áhuga, en stefnandi hafi einungis verið í því skamman tíma. Þá mótmælir stefndi fullyrðingum um að ákvörðun um flutning stefnanda hafi ekki verið byggð á faglegum forsendum. Ástæða flutnings stefnanda hafi verið ágreiningur milli stefnanda og annars hjúkrunarfræðings, sem hafi verið þess eðlis að stjórnendur hafi metið það svo að hjúkrunarfræðingarnir gætu ekki unnið saman, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Samstarf fagaðila á geðdeild sé óhjákvæmileg forsenda þess að starfsemin gangi vel. Ljóst hafi verið, að mati stjórnenda stefnda, að allur grundvöllur undir samstarfi og trausti milli stefnanda og Birgis væri brostinn. Um það þyrfti ekki vitnanna við og ágreiningurinn verið rækilega upplýstur hvað þetta varðaði. Stefndi telur ekki skipta máli að ekki hafi verið leitt í ljós hvað gerðist, milli stefnanda og Birgis, á heimili stefnanda. Það sé ekki verkefni stefnda að skera úr um það. Þó liggi það fyrir að Birgir hafi borið stefnanda sökum, en ekki öfugt. Það hafi þannig verið Birgir sem ekki treysti sér til að vinna með stefnanda og vanlíðanin hafi verið hans megin. Það hafi verið hann sem leitaði til lögreglu vegna framkomu stefnanda við sig, en ekki á hinn veginn. Verkefni stefnda sé að reka sjúkrahúsið á þann hátt að sjúklingar fái bestu heilbrigðisþjónustu sem völ sé á og í því skyni hafi verið nauðsynlegt að upplýsa um ágreining milli starfsmannanna, en hvað þar hafi legið að baki í smáatriðum hafi verið aukaatriði við mat á brostnum samstarfsgrundvelli stefnanda og Birgis. Málefnalegar, faglegar og stjórnunarlegar ástæður hafi þannig legið að baki flutningi stefnanda. Stjórnendum stefnda hafi borið skylda til að sjá til þess að starfsemin myndi ekki bíða skaða af brostnum samstarfsgrundvelli og augljósum samstarfserfiðleikum milli stefnanda og Birgis. Stefndi telur ekki ljóst á hvaða hátt stefnandi telur að hjúkrunarfræðilegar ástæður hafi ekki ráðið för, en því sé þó allt að einu mótmælt af hálfu stefnda. Við lausn vandans hafi stjórnendum borið að hafa hliðsjón af eðli og markmiðum starfseminnar, sem og sjónarmiðum starfsmanna og starfsmannastefnu sjúkrahússins. Meðal markmiða starfsmannastefnu LSH sé að starfsmenn sýni hver öðrum virðingu í samskiptum og framkoma sem skapar óöryggi og vanlíðan sé ekki umborin. Mikilvægt sé því að starfsmönnum líði vel í starfi og treysti og beri virðingu hver fyrir öðrum. Þetta hafi verið fyrir borð borið í samskiptum milli stefnanda og Birgis og hefði það ljóslega komið niður á starfseminni og þar með sjúklingum, sem og öðrum starfsmönnum, og þurfi ekki að fara í grafgötur með hvernig starfsandinn hefði verið á deild 33-C, ef bæði stefnandi og Birgir hefðu haldið þar áfram starfi án inngrips af hálfu stefnda. Stefndi telur því ákvörðun um flutning stefnanda hafa verið óhjákvæmilega og það verið mat stjórnenda stefnda að önnur úrræði dygðu ekki ein og sér eftir könnun á þeim ágreiningi sem fyrir hendi hafi verið. Ekki hafi verið fyrir hendi önnur ráð. Ákvörðunin hafi verið tekin af Eydísi Sveinbjarnardóttur, sviðsstjóra hjúkrunar á geðsviði, en hún hafi vald til slíks. Stefndi segir að stefnandi hafi ekki haldið fram þeirri málsástæðu að réttara hefði verið að færa Birgi af deildinni, en almennt hafi stefnandi ekki vísað til þess hvaða úrræða stefndi gat gripið til. Stefndi telur að ekki hafi verið efni til að bíða eftir að til árekstra kæmi á deild 33-C og bregðast þá við, eftir atvikum með beitingu 21. gr. laga nr. 70/1996, heldur hafi verið rétt og óhjákvæmilegt að byrgja brunninn strax og fyrirbyggja árekstra milli starfsmannanna inni á deildinni. Um athugasemdir stefnanda þess efnis að svarbréf stefnda, dags. 24. október 2006, uppfylli ekki reglur um rökstuðning, segir stefndi að hann telji sér ekki skylt að rökstyðja ákvörðun um tilflutning starfsmanna á þann hátt sem stefnandi geri ráð fyrir. Stefndi telur ákvörðun um tilflutning milli deilda rúmast innan stjórnunarréttar síns og hafi slíkar ákvarðanir almennt ekki verið tilkynntar skriflega eða veittur slíkur rökstuðningur fyrir þeim. Viðbrögð stefnanda hefðu hins vegar verið á þann veg að stefndi taldi full efni til að tilkynna ákvörðun sína skriflega. Stefndi lítur ekki svo á að um sé að ræða stjórnvaldsákvörðun. Hins vegar sé rangt hjá stefnanda að stefndi telji að ekki þurfi að uppfylla kröfur um góða stjórnsýslu í tengslum við slíka ákvörðun. Kröfur um rökstuðning fyrir ákvörðun og fyrirhuguðum viðbrögðum vegna þess vanda sem upp hafi komið á deild 33-C hafi verið uppfylltar af hálfu stefnda. Ekki skipti máli hvort stefnandi hafi verið ósátt við flutninginn. Stefndi mótmælir því að brotinn hafi verið andmælaréttur stefnanda. Stefndi áréttar að flutningur stefnanda sé ekki stjórnvaldsákvörðun, sem sé háð ákvæðum 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hins vegar hefði stefnanda allt að einu verið kynntar hugmyndir stefnda um að leysa vanda sem steðjaði að deild 33-C, með því að flytja hana, a.m.k. tímabundið, yfir á deild 15. Stefndi telur að stefnandi hafi haft öll tækifæri og tilefni til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og athugasemdum, bæði eftir símtöl við stjórnendur og fund með þeim. Afstaða stefnanda og skoðanir hefðu legið fyrir, en það sé m.a. tilgangur andmælaréttar að tryggja að mál sé fullupplýst. Stefndi mótmælir því að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun hafi verið tekin. Stefndi segir að málið snúist um þann ágreining sem hafi verið milli stefnanda og Birgis, en ekki um það hvað raunverulega gerðist á milli þeirra og olli ágreiningnum. Ákvörðun um flutning hafi byggst á þeim ágreiningi og brostnum samstarfsgrundvelli milli stefnanda og Birgis, en ekki á því eða þeim atvikum sem gerðust milli þeirra á heimili stefnanda. Ekki hafi verið tekin til þess afstaða af hálfu stefnda hvað gerðist á heimili stefnanda milli hennar og Birgis. Ágreiningurinn hafi verið nægilega upplýstur. Stefndi mótmælir því að stefnandi hafi orðið fyrir einelti, en það sem þetta mál snúist um og flutningur stefnanda í starfi falli ekki að skilgreiningu um einelti, eins og hún birtist í reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum nr. 1000/2004. Stefndi bendir m.a. á að meðal hugtaksskilgreiningar eineltis sé að um síendurtekna háttsemi sé að ræða. Stefndi segir að stefnandi hafi ekki nýtt sér þau úrræði sem til séu vegna eineltis og bendi það til þess að hún hafi ekki upplifað það sem gerðist sem einelti á þeim tíma. Vegna miskabótakröfu stefnanda bendir stefndi á að ekki sé um að ræða ólögmæta meingerð, eins og áskilið sé í 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Efnisskilyrði ákvæðisins séu því ekki uppfyllt. Um sé að ræða lögmætan flutning starfsmanns innan vinnustaðar sem hafi ekki beinst gegn friði, frelsi, persónu eða æru stefnanda. Umrædd ákvörðun stefnda um flutning stefnanda skerði í engu atvinnufrelsi stefnanda, skv. 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, eða önnur stjórnarskrárvarin réttindi stefnanda. Ákvörðunin feli enda ekki í sér starfslok stefnanda á geðsviði stefnda. Stefndi telur það rangt að ákvörðunin geri stefnanda ókleift að sinna starfi sínu. Stefndi segir að stefnandi sýnist ganga út frá því að það sem gerðist á heimili hennar milli hennar og Birgis sé ástæða flutnings og að stefndi telji stefnanda seka um refsivert brot. Stefndi áréttar að engu slíku sé til að dreifa. Ákvörðunin byggist á ágreiningi milli stefnanda og Birgis, en lúti ekki að sök í því sambandi og síst refsiverðri. Stefndi telur því rangt að brotið hafi verið gegn rétti stefnanda eins og hann birtist í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, enda hafi stefndi ekki vald til að kveða upp slíka dóma. Engu skipti hvort ásakanir Birgis séu ósannaðar, en ágreiningurinn milli þeirra sé staðreynd. Stefndi mótmælir fullyrðingum stefnanda um heilsufar hennar, og áhrif flutningsins á heilsu hennar, sem röngum og ósönnuðum. Þá er því mótmælt að stefnandi hafi verið „útmáluð og lítilsvirt“, en stefndi hafi ekki borið sakir á stefnanda eða skert mannorð hennar og æru. Hafa verði hugfast að fullyrðingar um það sem gerðist milli stefnanda og Birgis komi ekki frá stefnda, en það séu einu fullyrðingarnar sem til þess séu fallnar að varpa rýrð á stefnanda og valda mannorði hennar og æru hnekki. Stefndi telur að ef framtíð stefnanda sé óljós þá sé það einungis vegna hennar eigin viðbragða, en ekki hafi staðið til af hálfu stefnda að hafa áhrif á framtíð stefnanda. Það, til hvers flutningurinn leiði, sé undir hennar eigin viðbrögðum komið. Verði stefnda gert að greiða stefnanda bætur telur stefndi að stefnufjárhæðin sé allt of há. Í sýknukröfu stefnda sé innbyggð krafa um stórkostlega lækkun bóta, verði á annað borð um bótaskyldu að ræða. Fjárhæð stefnukröfunnar sé alveg órökstudd og ekki að sjá á hvaða viðmiðum hún byggist. Dráttarvaxtakröfu er mótmælt og sérstaklega því að dráttarvextir séu reiknaðir frá því tímamarki er greinir í stefnu. Stefndi telur nægilegt og réttara að reikna dráttarvexti frá dómsuppsögu. Er um þetta vísað til niðurlagsákvæðis laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Að öðru leyti er málatilbúnaði, málsástæðum og lagarökum stefnanda mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Til stuðnings kröfu um málskostnað vísar stefndi til XXI. kafla laga nr. 91/ 1991 um meðferð opinberra mála. V. Í máli þessu er deilt um þá ákvörðun stefnda að færa stefnanda af deild 33-C yfir á deild 15 á Kleppi í kjölfar atviks sem átti sér stað milli stefnanda og annars hjúkrunarfræðings, Birgis Hilmarssonar, á heimili stefnanda. Er því ástæða til að rekja aðilaskýrslu stefnanda og vitnisburð Birgis fyrir dómi um það sem á að hafa gerst á heimili stefnanda. Stefnandi sagði að í boðinu hefði áfengi verið haft um hönd. Mikið hefði verið rætt um starfsmann sem hefði káfað á sjúklingum og starfsfólki. Stefnandi neitaði því að hafa verið aðgangshörð við Birgi í umræddu heimboði Maríu, sem stefndi hefur haldið fram. Stefnandi kvaðst hafa verið í boðinu til kl. 23:30. Hún hefði beðið Birgi um að koma með sér heim og fara út að ganga með hund hennar, sem er chihuahua smáhundur, þar sem hún væri smeyk við að fara ein. Þau hefðu fengið far heim til hennar, með samstarfsfélaga þeirra, Sigríði Hafberg. Svo hefði farið að þau fóru ekki í göngutúr. Hann hefði sest í sófa í stofunni og hún sest á móti honum. Áður hefði hún boðið honum áfengi sem hann þáði. Milli þeirra hefði myndast neisti og hún gengið til hans og sest klofvega yfir hann. Þau hefðu látið vel hvort að öðru. Hún hefði boðið honum að fara í svefnherbergið. Hann hafi fylgt henni eftir þangað, hún hefði afklæðst og lagst upp í rúm. Hann hefði þá lagst ofan á hana og spurt hana: „Viltu ekki bara klára þig sjálf.“ Svo hefði hann stungið upp á því að hringja í vin sinn og biðja hann um að hafa samræði við hana. Henni hefði verið misboðið, staðið upp og sest í stól. Hann hefði síðan farið út. Stefnandi sagði að Birgir hefði verið heima hjá henni í um eina og hálfa klukkustund. Vísaði hún því á bug sem Birgir hélt fram hjá lögreglu. Stefnandi sagði að tilfærsla hennar milli deilda hefði haft slæm áhrif á hana og leitt til þess að hún væri ekki vinnufær. Hún væri mjög döpur, kvíðin og grátgjörn. Þá hefði mál þetta komið illa við hana fjárhagslega. Fyrir liggja vottorð sálfræðings og læknis um álags- og þunglyndiseinkenni stefnanda. Birgir Hilmarsson greindi frá því fyrir dómi að í umræddu heimboði hefði honum misboðið umræður stefnanda þar sem hún ásakaði mann um kynferðislega áreitni. Boðinu hefði verið lokið um kl. 23.30. Þegar flestir hefðu verið að fara hefði stefnandi sagt við vitnið að hann ætti að ganga með henni með hund hennar. Hann hefði ekki verið á því og reynt að leiða það hjá sér. Þá hefði hún sagt að í hverfinu, þar sem hún býr, væri kynferðisbrotamaður og vitnið gæti ekki haft á samviskunni að eitthvað kæmi fyrir hana. Þau hefðu fengið far með Sigríði Hafberg og stefnandi haldið áfram að tala um þetta. Vitnið hefði þá ákveðið að ganga með stefnanda með hundinn og hringt í konu sína til að láta hana vita af því. Ætlunin hefði verið að labba „stífluhringinn“ sem væri um 3 km. Er þau hefðu komið heim til stefnanda, um kl. 12.15, hefði hún sýnt honum íbúðina og fyrr en varði hefði hún verið búin að hella áfengi í glas fyrir hann. Hann hefði tekið við því og sest í sófa. Hún hefði sest á móti honum og reykt sígarettu. Þau hefðu rætt saman um hljómsveit sem hann væri í og fleira. Sagði hann að hundur hennar hefði verið að „rúnka“ sér á bangsa sem lá á gólfinu. Stefnandi hefði talað um það og páfagauk sem hefði verið að „rúnka“ sér á bolta á búrinu sínu. Það væri eðli dýranna að gera þetta. Vitnið kvað sér hafa fundist þetta óviðeigandi. Stefnandi hefði svo farið á salernið og komið aftur og stokkið yfir klof hans. Hann hefði sagt henni að hætta þessu en hún ekki hlustað á hann. Hún hefði þrábeðið hann um að hafa samræði við sig og farið með hendurnar í klof hans. Vitnið kvað sér ekki hafa vitað hvað hann ætti að taka til bragðs án þess að hann kæmist í slæma stöðu, en stefnandi hefði fyrr um kvöldið ásakað samstarfsmann um að áreita sig kynferðislega. Vitnið kvaðst hafa fundist eins og hann væri orðinn fórnarlamb. Annað hvort yrði hann að láta að vilja hennar eða verða fyrir ásökunum eins og hinn starfsfélagi þeirra. Vitnið kvaðst hafa sagt ákveðið við stefnanda að hætta, en hún ekki hætt. Hann sagði að hún hefði klætt sig úr að ofan. Hann hefði svo spurt hana af hverju hún fróaði sér ekki bara og kláraði þetta ekki, hann gerði ekki svona. Hann skyldi vera hjá henni á meðan og síðan færi hann. Hún hefði orðið undrandi á því að hann skyldi segja þetta og farið í herbergi sitt. Hann kvaðst hafa ákveðið að hann væri „ekki að fara að flýja þarna út“ heldur „geng héðan út“ og farið inn í herbergið. Hún hefði farið úr öllu, lagst í rúmið og látið vel að sjálfri sér en hætt því og beðið hann um að leggjast hjá sér. Hann hefði neitað því en dottið í hug að kitla á henni bakið og svo strokið á henni bakið, í þeim tilgangi að róa hana. Hún hefði viljað að hann stryki á henni magann og hann ákveðið að gera það. Hún hefði svo allt í einu staðið upp. Hann hefði þá haldið að þessu væri lokið og staðið upp líka. Þá hefði hún allt í einu ýtt honum í rúmið og stokkið ofan á hann. Þá hefði hann ýtt henni til hliðar og sagt henni að hætta þessu. Hefði hún þá gefist upp og vitnið gengið út. Þetta hefði verið um klukkan tvö og hann verið kominn heim til sín um hálf þrjú. Sagði vitnið að þetta hefði fengið mjög á hann. Hann kvaðst hafa verið innilokaður og verið í „algjörri gildru“ á heimili stefnanda. Hann hefði ekki getað komist út án þess að slasa stefnanda. Hann hefði metið stöðina þannig að hann þyrfti að leysa sig úr þessu með þeim hætti sem hann gerði. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa átt sér undankomu auðið þann tíma sem hann var á heimili stefnanda. Vitnið sagðist hafa lýst því sem hefði gerst fyrir Maríu Einisdóttur hjúkrunardeildarstjóra, með sama hætti og hann gerði fyrir dóminum. Stefnandi krefst þess að ákvörðun stefnda um tilfærslu hennar milli deilda verði ógild. Jafnframt krefst hún miskabóta. Fyrir dómi hefur komið fram hjá yfirmönnum stefnanda að hún sé enn starfsmaður stefnda og að ekki hafi komið til uppsagnar, hvorki af hennar hálfu né stefnda. Ekki verður séð að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að hafa uppi sérstaka ógildingarkröfu, en ekki verður leyst úr miskabótakröfu stefnanda án þess að tekin verði afstaða til þess hvort ákvörðun stefnda um tilfærslu stefnanda hafi verið lögmæt. Verður kröfu stefnanda um ógildingu því sjálfkrafa vísað frá dómi. Stefndi heldur því fram að hin umdeilda ákvörðun hafi rúmast innan stjórnunarréttar hans og sé ekki stjórnvaldsákvörðun. Óumdeilt er í máli þessu að við tilfærslu stefnanda milli deilda, sem henni var gert að hlíta, héldust launakjör hennar, vinnutími og vinnufyrirkomulag, óbreytt. Telja verður að ákvörðunin rúmist innan 19. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hún fær stoð í ráðningarsamningi stefnanda. Samkvæmt 19. gr. laganna er starfsmanni skylt að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því er hann tók við starfi. Er ákvörðun um breytingu á starfi eða verksviði ríkisstarfsmanns almennt talin lúta að innra skipulagi stjórnsýslunnar ef hún hefur ekki jafnframt í för með sér skert launakjör eða önnur réttindi starfsmanns, sbr. dómur Hæstaréttar frá 16. desember 2004 í máli nr. 390/2004. Gilda ekki sömu reglur um undirbúning slíkra ákvarðana og stjórnvaldsákvarðana samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar til bært yfirvald hefur á grundvelli 19. gr. laga nr. 70/1996 ótvíræða heimild til að breyta störfum og verkssviði ríkisstarfsmanns og er það komið undir mati hans hvort tilefni sé til slíkra breytinga. Þær breytingar verða þó að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og mega ekki vera meira íþyngjandi fyrir starfsmann en nauðsyn ber til, sbr. dómur Hæstaréttar frá 4. maí 2005 í máli nr. 475/2004. Stefndi heldur því fram að tilfærsla stefnanda hafi ekki verið byggð á því að ásakanir starfsfélaga hennar væru á rökum reistar, heldur því að ágreiningur þeirra myndi raska starfsemi deildar 33-C og við því hafi þurft að bregðast. Að mati dómsins getur tilfærsla starfsmanns við aðstæður sem þessar verið réttmæt enda séu málefnalegar ástæður fyrir því að hann sé færður til en ekki gripið til annarra úrræða, s.s að færa hinn starfsmanninn á aðra deild. Ekki er fallist á athugasemd stefnda í greinargerð, bls. 5, um að stefnandi hafi ekki haldið fram þeirri málsástæðu að réttara hefði verið að færa Birgi af deildinni. Í stefnu, m.a. á bls. 8, er haldið fram þeirri málsástæðu að það fái ekki staðist að það hafi verið ákveðið að flytja hana en ekki hann. Þá er óhjákvæmilegt að það komi til skoðunar á því hvort tilfærsla stefnanda hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum eða verið of íþyngjandi. Ástæður þess að stefnandi var flutt til en ekki Birgir Hilmarsson og hvaða sjónarmið réðu vali á nýrri deild koma fram í svarbréfi stefnda, dags. 24. október 2006, til lögmanns stefnanda sem hafði óskað eftir rökstuðningi fyrir hinni umþrættu ákvörðun. Vísað er til þess að stefnandi hafi verið flutt á aðra deild til þess að starfskraftar beggja starfsmanna nýttust og til þess að ágreiningur þeirra truflaði ekki starfsemi stefnda. Um forsendur fyrir vali á annarri deild er vísað til ákvæðis í ráðningarsamningi stefnanda um að hún þurfi að vinna á öðrum deildum. Af þessu svari verður ekki séð af hverju starfskraftar beggja hefðu ekki alveg eins getað nýst ef hinn starfsmaðurinn hefði verið fluttur. Þá má gera ráð fyrir að ákvæði um störf á öðrum deildum hafi einnig verið í ráðningarsamningi hins starfsmannsins. Að mati dómsins geta þessar ástæður því ekki talist málefnalegar. María Einisdóttir hjúkrunardeildarstjóri gaf aðrar ástæður fyrir því fyrir dómi að stefnandi var flutt en ekki Birgir. Í fyrsta lagi væri hann sveigjanlegri en stefnandi með vaktir. Í öðru lagi hefði hollusta skipt máli, en stefnandi hefði eitt sinn hætt og m.a. talað um leiða í starfi. Þá hefði hún talað um að læra sálfræði og hætta hjúkrun. Einnig hefði hún verið með fleiri veikindadaga en hann. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri sagði að nám stefnanda í hugrænni atferlismeðferð myndi nýtast vel á deild 15. Stefnda var í lófa lagið að tilgreina þessar ástæður þegar stefndi hafði málið til meðferðar en það er ósannað að það hafi verið gert. Þessar síðbúnu skýringar breyta ekki því að ástæður þær sem stefndi færði fram við stefnanda voru ómálefnalegar. Gera verður þá kröfu að öll sjónarmið sem bjuggu að baki ákvörðun um tilfærslu stefnanda lægju fyrir með skýrum hætti þegar mál hennar var til meðferðar. Fram hefur komið að Birgir var reiðubúinn að flytjast til í starfi en stefnandi var því mótfallin að hún færðist til. Stefnandi kveðst aldrei hafa verið spurð að því hvort hún vildi fara á deild 15 og ekki verður séð af gögnum málsins að leitast hafi verið við að koma til móts við hana um það hvert hún yrði færð eða að henni hafi í raun verið gefinn kostur á að færast á aðra deild. Einnig er óljóst hvort tilfærsla stefnanda hafi í raun verið tímabundin, en ekki kemur fram í bréfi stefnda frá 17. október að ákvörðunin sé tímabundin. Í svarbréfi stefnda frá 24. október segir að það væri mat yfirmanna að starfsmennirnir gætu ekki unnið saman, „a.m.k. ekki fyrst um sinn“. Ekkert liggur fyrir um það hversu langan tíma ákvörðunin hafi átt að gilda eða hvenær hún yrði tekin til endurskoðunar. Með hliðsjón af öllu þessu verður jafnframt að telja að tilfærsla stefnanda hafi verið meira íþyngjandi fyrir hana en efni stóðu til. Miskabótakröfu sína styður stefnandi við b-lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Tilfærsla stefnanda milli deilda fól í sér, eins og hér stóð á, brot gegn æru og persónu stefnanda. Var hún til þess fallin að gefa alvarlegum ásökunum starfsfélaga hennar byr undir báða vængi og valda stefnanda miklum álitshnekki og andlegri vanlíðan. Ber því að dæma henni miskabætur úr hendi stefnda, sem þykja hæfilega ákveðnar 500.000 krónur. Dráttarvextir skulu reiknast frá dómsuppsögu. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn, með hliðsjón af tímaskýrsla lögmanns stefnanda, 880.000 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir, settur héraðsdómari. D ó m s o r ð: Kröfu stefnanda, Dóru Drafnar Skúladóttur, um að ógild verði ákvörðun stefnda, Landspítala háskjólasjúkrahúss, um að flytja hana af deild 33-C á deild 15 á Kleppi, er vísað frá dómi. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá dómsuppsögu til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 880.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 197/2000
|
Fasteignakaup Vanheimild Skaðabætur Fasteignasala Fyrning
|
Á keypti fasteign af G fyrir milligöngu R, sem er lögfræðingur og löggiltur fasteignasali. Þegar líða tók að lokagreiðslu útborgunar kaupverðsins til G fékk Á upplýsingar frá þeim aðila er seldi G fasteignina, ÁO, þess efnis að G stæði í vanskilum og hefði af þeim sökum ekki öðlast beina eignarheimild yfir umræddri fasteign. Á krafði R um skaðabætur vegna vanheimildar G og héraðdsómur féllst á þá kröfu með þeim rökum að tjón Á væri bein afleiðing af störfum R, sem hefði vanvirt skyldur, sem á honum hvíldu samkvæmt ákvæðum laga nr. 34/1986, um fasteigna- og skipasölu. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm varðandi skaðabótaskyldu R og vísaði meðal annars til þess að þar sem ráða mætti af framburði R að honum hafi verið kunnugt um vanheimild G þegar Á gerði kauptilboð í fasteignina hafi verið full ástæða fyrir hann að vara Á sérstaklega við áhættu af viðskiptunum og útskýra fyrir honum réttarstöðu G gagnvart ÁO. Þar sem sýnt þótti að Á hefði ekki orðið kunnugt um vanheimildina fyrr en síðari hluta árs 1988 taldist skaðabótakrafa hans ekki fyrnd.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 16. maí 2000. Hann krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, til vara að hann verði sýknaður af kröfu stefnda eða sýknaður að svo stöddu, en til þrautavara að sér verði gert að greiða stefnda lægri fjárhæð en mælt var fyrir um í héraðsdómi gegn afsali frá honum á endurkröfu á hendur Kolbrúnu Ólafsdóttur og Magnúsi Sigurðssyni. Í öllum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Málið á rætur að rekja til þess að með samningi 24. júní 1987 keypti Gísli Jón Höskuldsson af Ásgeiri Olsen „byggingarlóðina nr. 9 við Dragaveg í Reykjavík, ásamt einbýlishúsi sem stendur á lóðinni (í veðmálabókum skráð sem Laugarásblettur 19).” Samkvæmt samningnum, sem var þinglýst 15. júlí 1987, átti Gísli að greiða fyrir eignina samtals 2.800.000 krónur. Af þeirri fjárhæð átti að greiða með peningum 200.000 krónur við undirritun kaupsamnings, en síðan alls 1.300.000 krónur í fimm áföngum á tímabilinu frá 19. ágúst 1987 til 19. maí 1988. Síðastnefndan dag átti Ásgeir að gefa út afsal fyrir eigninni, en Gísli að gefa út skuldabréf til tveggja ára fyrir eftirstöðvum kaupverðsins. Skyldi skuldabréfið vera tryggt með veði í „væntanl. 2ja íbúða húsi á lóðinni”, eins og sagði í kaupsamningnum. Þegar kaupsamningurinn hafði verið gerður hóf Gísli byggingu parhúss á lóðinni. Hinn 31. ágúst 1987 gerði Gísli makaskiptasamning við Kolbrúnu Ólafsdóttur og Magnús Sigurðsson, þar sem Gísli seldi þeim Kolbrúnu og Magnúsi parhús að Dragavegi 9A, en þau seldu Gísla íbúð að Rauðalæk 28 í Reykjavík. Átti milligjöf úr hendi Kolbrúnar og Magnúsar vegna þessara kaupa að vera 1.400.000 krónur, sem þau annars vegar töldust greiða með því að taka yfir nánar tilgreinda veðskuld, sem hvíla átti á Dragavegi 9A, að fjárhæð 250.000 krónur, en hins vegar bar þeim að greiða með peningum samtals 1.150.000 krónur. Af síðastnefndri fjárhæð áttu 600.000 krónur að greiðast við undirritun kaupsamnings, en afgangurinn í tvennu lagi þegar tilteknum áföngum yrði náð í smíði hússins. Samning þennan, sem gerður var fyrir milligöngu fasteignasölunnar Gimli, áritaði Ásgeir um samþykki sem þinglýstur eigandi. Samningnum var þinglýst 2. september 1987. Fyrir milligöngu fasteignasölunnar Kjörbýli, sem áfrýjandi rekur, gerði stefndi kauptilboð 23. október 1987 í hinn hluta parhússins, sem þar var auðkenndur sem Dragavegur 9. Gísli gerði gagntilboð 25. sama mánaðar til hækkunar á kaupverði og samþykkti stefndi það. Í framhaldi af því var gerður sérstakur kaupsamningur 29. október 1987 milli stefnda og Gísla. Samkvæmt samningnum átti stefndi að greiða Gísla samtals 3.850.000 krónur fyrir eignina, þar af 800.000 krónur með peningum við undirritun samningsins. Eftir nánari ákvæðum hans átti stefndi að greiða með peningum alls 2.300.000 krónur til viðbótar á tímabilinu fram til 29. september 1988, en sú fjárhæð var bundin byggingarvísitölu. Fyrir afgangi kaupverðsins átti stefndi síðan að gefa út skuldabréf, sem yrði tryggt með veði í eigninni og greitt með fimm jöfnum afborgunum á hálfs árs fresti, í fyrsta sinn 15. janúar 1989. Að fullnægðum þessum skyldum stefnda átti Gísli að gefa honum út afsal fyrir eigninni. Í kaupsamningnum var í engu getið um hvernig háttað væri eignarheimildum að hinu selda. Ekki var heldur leitað afstöðu Ásgeirs til kaupanna. Fyrir liggur í málinu að kaupsamningurinn hafi verið afhentur til þinglýsingar, sem mun ekki hafa fengist vegna annmarka á eignarheimild seljandans. Af gögnum málsins sést að stefndi stóð réttilega skil á greiðslum samkvæmt kaupsamningi sínum við Gísla. Voru fimm fyrstu greiðslurnar ýmist inntar af hendi beint til Gísla eða fyrir milligöngu áfrýjanda á tímabilinu frá undirritun kaupsamnings fram til 27. maí 1988. Þegar líða tók hins vegar að lokagreiðslu útborgunar kaupverðsins kveðst stefndi hafa fengið upplýsingar frá Ásgeiri um að veruleg vanskil væru á greiðslum Gísla, sem kveðið var á um í kaupsamningnum milli þeirra. Fram er komið í málinu að Gísli hafi þá verið búinn að greiða þrjá fyrstu áfanga umsaminnar útborgunar, samtals 800.000 krónur, en í vanskilum hafi verið greiðslur á gjalddaga 19. janúar, 19. mars og 19. maí 1988, samtals 700.000 krónur, auk þess sem áðurnefnt veðskuldabréf að fjárhæð 1.300.000 krónur hafi ekki verið gefið út síðastgreindan dag, eins og um var samið. Vegna þessara vanskila Gísla við Ásgeir varð að samkomulagi milli þeirra og stefnda að sá síðastnefndi myndi inna af hendi til Ásgeirs það, sem þá stóð eftir af greiðslum samkvæmt kaupsamningi stefnda við Gísla. Var það gert 25. október 1988 með því að lögmaður Ásgeirs fékk í hendur peningagreiðslu frá stefnda að fjárhæð 604.796 krónur og veðskuldabréf fyrir 750.000 krónum. Daginn áður hafði Gísli gefið út afsal til stefnda fyrir fasteigninni. Því skjali, sem áfrýjandi samdi, hefur ekki verið þinglýst. Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 1. nóvember 1988 var Gísla gert að greiða Ásgeiri skuld sína samkvæmt kaupsamningi þeirra, eins og hún stóð við málshöfðun 31. ágúst sama árs, að viðbættri fyrstu afborgun veðskuldabréfsins, sem greiða átti hluta kaupverðsins með, en hún var þá fallin í gjalddaga ásamt vöxtum. Var skuldin samtals 1.582.340 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum frá 19. janúar 1988 að telja. Gísli var og dæmdur til að gefa út veðskuldabréf fyrir eftirstöðvum kaupverðsins, sem að frádreginni fyrstu afborguninni töldust vera 866.666 krónur, til greiðslu í tvennu lagi, 19. janúar og 19. júlí 1989. Óumdeilt er í málinu að Ásgeir hafi engar efndir fengið á skyldum Gísla samkvæmt þessum dómi umfram það, sem hann fékk úr hendi stefnda 25. október 1988 og áður greinir. Fyrir liggur að bú Gísla var tekið til gjaldþrotaskipta og er þess í engu getið í málinu að nokkur sá, sem hér hefur komið við sögu, hafi fengið greiðslu við skiptin. Þá er fram komið að samkvæmt kröfu Ásgeirs gaf sýslumaðurinn í Reykjavík við aðfarargerð á hendur Gísla 31. janúar 1994 út veðskuldabréf í samræmi við áðurnefndan dóm frá 1. nóvember 1988. Var höfuðstóll skuldabréfsins sá sami og þar var mælt fyrir um, en þess var jafnframt getið í texta þess að umsamdir vextir af skuldinni fram til gjalddaga á árinu 1989 væru samtals 123.447 krónur. Eftir þinglýsingu veðskuldabréfsins leitaði Ásgeir nauðungarsölu á eignarhluta Kolbrúnar Ólafsdóttur og Magnúsar Sigurðssonar í umræddu parhúsi. Þeirri beiðni hafnaði sýslumaðurinn í Reykjavík 2. febrúar 1995 og var sú ákvörðun staðfest með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí sama árs. Þessu til viðbótar liggur fyrir að stefndi höfðaði mál á hendur Ásgeiri, sem lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júlí 1996. Var Ásgeir þar sýknaður af dómkröfum stefnda, sem voru um að Ásgeiri yrði gert annars vegar að gefa út afsal fyrir áðurnefndri fasteign til stefnda og hins vegar að létta af henni veðskuldabréfinu, sem sýslumaðurinn í Reykjavík gaf út 31. janúar 1994. II. Kröfu sína um að málinu verði vísað frá héraðsdómi styður áfrýjandi þeim rökum að það sé stórlega vanreifað. Málið sé angi af vandræðum, sem hafi leitt af vanefndum Gísla í tengslum við kaup lóðar að Dragavegi 9 og byggingu parhúss á henni. Eins og áður er lýst hafi stefndi keypt annan hluta parhússins fyrir milligöngu áfrýjanda, en Kolbrún Ólafsdóttir og Magnús Sigurðsson hinn hlutann gegnum aðra fasteignasölu. Hafi ekki verið talin þörf á sérstökum tryggingaráðstöfunum þegar þetta var gert. Hafi bú Gísla síðar verið tekið til gjaldþrotaskipta og hann ekki staðið í skilum við Ásgeir, sem enn sé þinglýstur eigandi fasteignarinnar og muni ekki gefa út afsal nema hann fái uppgjör á eftirstöðvum söluverðs. Sé réttur hans í þeim efnum umdeilanlegur. Verði ekki séð að stefndi og kaupendur hins hluta parhússins hafi haft neitt samráð um að leita samkomulags við Ásgeir um uppgjör og afsal eða innt af hendi greiðslu í því skyni. Margháttuð málaferli, sem hafi gengið á víxl milli hinna einstöku aðila, hafi ekki verið fallin til að fá lausn í þessu efni og sé þar ekki við áfrýjanda að sakast. Þessi atvik hafi ekki verið reifuð í héraðsdómsstefnu. Hafi málið af þeim sökum verið svo vanreifað að því hefði átt að vísa frá héraðsdómi. Áfrýjandi reisir varakröfur sínar á því að óljóst sé hversu háa fjárhæð stefndi kunni að þurfa að reiða fram til að ná afsali frá Ásgeiri. Ef ekki náist samkomulag þurfi að höfða mál á hendur honum, sem leiði til úrslita um þessi atriði fyrir alla aðila, en ljóst sé að Kolbrún og Magnús eigi að bera stóran hluta þess, sem vanti til uppgjörs við Ásgeir. Þá telur áfrýjandi ætlaða kröfu stefnda fyrnda. Dómsorð: Mál þetta, sem dómtekið var 11. nóvember 1999, var þingfest 4. nóvember 1997. Stefnandi er Árni Larsen, kt. 300443-2069, Dragavegi 9a, Reykjavík. Stefndi er Rafn H. Skúlason, kt. 301147-4659, Stekkjarflöt 20, Garðabæ. Aðalkrafa stefnanda er að stefnda verði gert að greiða kr. 2.568.484,- ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 1.582.340 með 4,3% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 300.000,- frá 19. janúar 1988 til 19. mars 1988, en með 3,8% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 500.000,- frá þ.d. til 19. maí 1988, með 3,7% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 700.000,- frá þ.d. til 19. júlí 1988, þá með 4,7% dráttarvöxtum á mánuði af sömu fjárhæð frá þeim degi til 6. september 1988, en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr. laganna frá þeim degi til 19. janúar 1989 og af kr. 2.568.484,- frá þ.d. til greiðsludags. Þess er krafist að áfallnir vextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 19. janúar 1989. Þá er krafist málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Varakrafa stefnanda er að stefnda verði gert að greiða kr. 2.575.000,- ásamt hæstu almennu innlánsvöxtum á hverjum tíma af kr. 800.000,- frá 29. október 1987 til 22. desember 1987, af kr. 1.300.000,- frá þ.d.til 15. febrúar 1988, af kr. 1.550.000,- frá þeim degi til 25. mars 1988, af kr. 1.950.000,- frá þ.d. til 30.júní 1988 og af kr. 2.575.000,- frá þ.d. til 19. janúar 1991 og síðan ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 2.575.000,- frá 19. janúar 1991 til greiðsludags. Þess er krafist að áfallnir vextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 29. október 1988. Þá er krafist málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskati á málflutningsþóknun. Þrautavarakrafa stefnanda er að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 1.025.000,- ásamt hæstu almennu innlánsvöxtum á hverjum tíma af kr. 400.00,- frá 25. mars 1988 frá 30. júní 1988 og af kr. 1.025.000,- frá þ.d. til 19. janúar 1991 og síðan ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 1.025.000,- frá 19. janúar 1991 til greiðsludags. Þess er krafist að áfallnir vextir leggist við höfuðstól skuldarinnar á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 25. mars 1989. Þá er krafist málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Stefndi krefst aðallega sýknu, en til vara að kröfur verði lækkaðar. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti. Stefndi gerði frávísunarkröfu í málinu en þeirri kröfu var hrundið með úrskurði 20. apríl 1999. I. Ásgeir Olsen, kt. 260233-4599, átti erfðafestuland við Laugarás í Reykjavík. Hann samdi við Reykjavíkurborg um að breyta erfðafestulandinu í byggingarlóðir. Urðu þannig til lóðirnar nr. 5, 7, 9, og 11 við Dragaveg. Byggingarmeistarinn Gísli Jón Höskuldsson keypti lóðina nr. 9 við Dragaveg af Ásgeiri Olsen með kaupsamningi 24. júní 1987 sem þinglýst var 15. julí 1987. Kaupverðið var 2.800.000 krónur og skyldi greiðast með 1.500.000 krónum með fimm gjalddögum og með útgáfu skuldabréfs að fjárhæð 1.300.000 krónur. Fyrir liggur í málinu að Gísli Jón greiddi Ásgeiri aðeins fyrstu þrjár greiðslurnar eða samtals 800.000 krónur. Lenti Gísli Jón í greiðsluerfiðleikum og síðar í gjaldþroti. Gísli Jón hóf byggingu parhúss á lóðinni. Bygginganefnd Reykjavíkur samþykkti þann 13.10.1988 að skipta lóðinni í tvær lóðir. Var vesturhluti parhússins nefndur Dragavegur 9 og austurhlutinn Dragavegur 9a. Gísli Jón seldi stefnanda hús nr. 9a með kaupsamningi 29. október 1987 og Magnúsi Sigurðssyni og Kolbrúnu Ólafsdóttur húsið nr. 9. Milligöngu um sölu til stefnanda hafði stefndi, sem er lögfræðingur og löggiltur fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Kjörbýlis. Þann 30. júlí 1990 var gefinn út skiptasamningur sem þinglýst var 31. júlí 1990. Er hann undirritaður af öllum hlutaðeigandi, Ásgeiri Olsen, Kolbrúnu Ólafsdóttur, Magnúsi Sigurðssyni, Gísla Jóni Höskuldssyni og stefnanda Árna Larssyni. Er parhús nr. 9 talið vera 55,5% eignarinnar en parhús stefnanda nr. 9a talið vera 44,5% eignarinnar. Samkvæmt kaupsamningi Gísla Jóns og stefnanda skyldi byggja parhúsið samkvæmt samþykktum teikningum og skyldi eignin afhent stefnanda tilbúin undir tréverk og fullfrágengin að utan. Kaupverð var 3.850.000 krónur og bar að greiða það þannig: Við undirritun samnings: kr. 800.000,- 22. desember 1987 (jarðplata steypt): kr. 500.000,- 15. febrúar 1988: kr. 250.000,- 25. mars 1988 (eign fokheld): kr. 400.000,- 30. júní 1988 (þá skyldi eignin hafa verið afhent í umsömdu ástandi): kr. 625.000,- 29. september 1988: kr. 525.000,- 3.100.000 Auk þessa átti stefnandi gefa út skuldabréf að upphæð kr. 750.000 krónur tryggt með veði í hinu selda með 5 jöfnum afborgunum á 6 mánaða fresti í fyrsta sinn 15. janúar 1989, þar sem vextir reiknuðust frá afhendingardegi, er skyldi vera 31. maí 1988.Afsal skyldi gefið út þegar kaupandi hefði fullnægt skyldum sínum samkvæmt samningnum. Stefnandi segir að á þessum tíma hafi sér ekki verið kunnugt um að Gísli Jón væri ekki þinglesinn eigandi lóðarinnar. Hann hefði því greitt Gísla Jóni samkvæmt kaupsamningi í þeirri trú að Gísli Jón væri eigandi lóðarinnar með fullan ráðstöfunarrétt á henni. Stefnandi greiddi Gísla Jóni fimm fyrstu samningsgreiðslurnar auk vísitöluálags og þar af tvær greiðslur til stefnda, sem afhenti þær Gísla Jóni. Voru það greiðslur þann 25. mars 1988 að fjárhæð 400.000 krónur og þann 30. júní 1988 að fjárhæð 625.000 krónur. Það var ekki fyrr en komið var að lokagreiðslu og útgáfu skuldabréfs að stefnandi kveðst hafa komist að því að Gísli Jón var í vanskilum við Ásgeir Olsen vegna lóðarkaupanna. Var þá brugðið á það ráð að láta allar greiðslur sem eftir voru renna beint til lóðareiganda Ásgeirs Olsen. Kveður stefnandi það hafa verið gert að tillögu lögmanns Ásgeirs Olsen og í samráði við stefnda. Gísli Jón hefði ekki gert athugasemdir við þessa málsmeðferð. Þannig greiddi stefnandi samtals 1.354.796 krónur þann 24. október 1988 sem runnu til Ásgeirs Olsen. Er þessi greiðsla sundurliðuð á kvittun með eftirfarandi hætti: 1.kaupsamningsgreiðsla 525.000 krónur, 2. vísitöluálag 79.796 krónur og 3. veðskuldabréf 750.000 krónur eða samtals 1.354.796 krónur. Skömmu eftir að stefnandi hafði greitt Ásgeiri ofangreinda fjárhæð, eða þann 1. nóvember 1988, féll dómur í skuldamáli Ásgeirs gegn Gísla Jóni vegna kaupsamnings um Dragaveg 9. Var Gísli Jón dæmdur til að greiða Ásgeiri 1.582.340 krónur sem voru eftirstöðvar útborgunargreiðslu og ein áfallin greiðsla samkvæmt skuldabréfi svo og til útgáfu skuldabréfs fyrir eftirstöðvum kaupverðs að fjárhæð 866.666 krónur. Skuldabréfið var síðan gefið út af sýslumanninum í Reykjavík þann 31. janúar 1994 og þinglýst á alla eignina Dragaveg 9 og 9a þann 11. febrúar 1994. Ásgeir Olsen krafðist nú nauðungarsölu á Dragavegi 9, eignarhluta Kolbúnar Ólafsdóttur og Magnúsar Sigurðssonar. Sýslumaður synjaði um sölu og var sú synjun borin undir héraðsdóm. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júlí 1995 er synjun sýslumanns staðfest með þeim forsendum að uppboðsþolar hefðu eignast ákveðin réttindi í eigninni en hefði ekki verið stefnt í dómsmálinu heldur aðeins Gísla Jóni. Stefnandi þessa máls stefndi nú Ásgeiri Olsen til útgáfu afsals og til þess að aflétta skuldabréfinu af Dragavegi 9a. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þann 15. júlí 1996 segir m.a. að Ásgeir verði ekki skyldaður til þess að gefa út afsal fyrr en skuld Gísla Jóns við hann sé að fullu greidd. Kröfu um aflýsingu skuldabréfs var einnig hafnað þar sem bréfið væri enn ógreitt. Enda þótt að stefnandi hefði greitt sinn hluta lóðarinnar ætti hann ekki rétt á afsali fyrr en öll skuld við Ásgeir væri upp greidd, þ.e. einnig skuld eiganda Dragavegar 9. II. Stefnandi segir að í árslok 1989 hafi þáverandi lögmaður stefnanda gert stefnda grein fyrir skaðabótaskyldu hans. Stefnandi hafi í lengstu lög reynt að leysa mál þetta með öðrum hætti. Þannig hafi hann beðið meðan Ásgeir Olsen reyndi að innheimta kaupverð lóðarinnar hjá Gísla Jóni vegna vanskila hins síðarnefnda, allt þar til Gísli var úrskurðaður gjaldþrota. Einnig hafi stefnandi reynt að fá Ásgeir Olsen til þess að gefa út afsal til sín og aflétta skuldabréfinu af Dragavegi 9a, sbr. áðurnefndan dóm, en án árangurs. Stefnandi hafi ekki getað nýtt sér til fullnustu lánsloforð Húsnæðisstofnunar ríkisins vegna þess að stefnandi hafi ekki fengið þinglýst eignarhluta fasteignarinnar. Hann hafi því þurft að fjármagna kaupin á húsnæðinu með mun dýrari lánum og til skemmri tíma. Kröfur sínar um skaðabætur byggir stefnandi á því að stefndi hafi gert slík mistök að hljóti að varða bótaábyrgð. Stefndi hafi gert kaupsamning milli kaupanda og seljanda, sem ekki hafi verið þinglýstur eigandi, án þess að afla samþykkis þinglýsts eiganda. Gísli Jón Höskuldsson hafi aldrei verið þinglesinn eigandi fasteignarinnar Dragavegar 9a. Stefndi hafi ekki gert stefnanda grein fyrir þessu og hafi stefnandi af þeim sökum verið í góðri trú um að Gísli Jón hefði fullkominn ráðstöfunarrétt yfir eigninni Stefnandi hafi greitt 400.000 krónur þann 25. mars 1988 og 625.000 krónur þann 30. júní 1988 til stefnda sem hafi afhent Gísla Jóni greiðslur. Þá hafi verið komið í ljós að Gísli Jón var í vanskilum við Ásgeir Olsen. Krafan um skaðabótaábyrgð byggi á hinni almennu skaðabótaábyrgð innan samninga. Stefndi hafi tekið að sér sem sérfróður aðili að annast kaupsamningsgerð. Vegna mistaka stefnda hafi stefnandi orðið fyrir tjóni sem stefndi beri ábyrgð á. Stefnandi styður aðalkröfu sína þeim rökum að fjárhæð hennar sé miðuð við þá greiðslu sem hann þurfi að inna af hendi til þess að fá afsal fyrir eigninni. Tilgangur bótakröfunnar sé að stefnandi verði eins settur eins og kaupsamningur hefði verið efndur. Varakrafan samanstandi af þeim kaupsamningsgreiðslum sem runnu frá stefnanda til Gísla Jóns Höskuldssonar. Í þrautavarakröfu sé fjárhæð miðuð við þær greiðslur sem stefnandi innti af hendi til stefnda og hann lét renna beint til Gísla Jóns Höskuldssonar. Máli sínu til stuðnings vísar stefnandi til laga nr. 34/1986 um fasteigna- og skipasölu. III. Sýknukrafa stefnda er í fyrsta lagi byggð á því, að allar kröfur stefnanda séu fyrndar. Kaup milli Árna Larssonar og Gísla Jóns Höskuldssonar um parhúsið Dragaveg 9 hafi tekist með samþykktu kauptilboði hinn 25. október 1987. Þegar stefna í máli þessu var birt hinn 27. október 1997 hafi verið liðin meira en 10 ár frá því kaupin tókust og séu því allar kröfur stefnanda vegna þeirra kaupa fyrndar. Í öðru lagi sé því haldið fram af hálfu stefnanda og á því byggt, að stefndi hafi vanrækt að láta þinglýstan eiganda lóðarinnar, Ásgeir Olsen, rita á kaupsamning og varði það bótaskyldu. Sýkna beri stefnda þar sem það hafi ekki verið tíðkað í fasteignasölu á þessum tíma að afla samþykkis þinglýsts eiganda. Þetta atriði hafi reyndar síðan engu máli skipt þar sem Ásgeir Olsen hafi síðar formlega samþykkt kaupin með margvíslegum hætti þ.e. með undirritun skiptayfirlýsingarinnar og útgáfu fjölda veðleyfa bæði til stefnanda og kaupenda hins hluta lóðarinnar, Magnúsar Sigurðssonar og Kolbúnar Ólafsdóttur. Klárlega beri að sýkna af aðalkröfu stefnanda þar sem hún sé hreinn tilbúningur og engum gögnum studd og ekki sýnt fram á neitt tjón eða saknæmt atferli hjá stefnda. Sama gildi um vara- og þrautavarakröfuna. Rök fyrir sýknukröfu stefnda séu jafnframt þau hvað varðar þrautavarakröfuna, að stefndi hafi verið í góðri trú með að láta greiðslur renna til Gísla Jóns Höskuldssonar þar sem ekki hafi verið vitað til að Gísli Jón væri í neinum vanskilum með kaupsamningsgreiðslur til Ásgeirs Olsen og engin ástæða til að ætla það. Sjálfur hafi stefnandi haldið því fram í dómnum 15. júlí 1996, þar sem hann krafði Ásgeir Olsen um afsal, að fullu hafi verið gert upp við lóðareiganda, Ásgeir Olsen, hvað varði kaupverð þess hluta lóðarinnar Dragavegur 9, sem stefnandi keypti. Sé stefnandi við þetta bundinn. Geti það og ekki verið á ábyrgð stefnda að kaupendur hins hluta lóðarinnar virðist ekki hafa staðið í skilum með sinn hluta greiðslnanna. Vextir lengur en 4 ár aftur miðað við málshöfðunardag, 27. október 1997 séu klárlega fyrndir og því ber að sýkna af kröfu um þá. IV. Ekki er deilt um málavexti. Ásgeir Olsen átti lóð nr. 9 við Dragaveg í Reykjavík. Hann seldi Gísla Jóni Höskuldssyni byggingameistara lóðina, sem hóf byggingu parhúss á lóðinni. Lóðinni var skipt upp í nr. 9 og 9a og keypti stefnandi hús nr. 9a, en Magnús Sigurðssonar og Kolbrún Ólafsdóttir hús nr. 9. Stefndi annaðist sölu húss og lóðar til stefnanda. Eins og að framan er rakið var Gísli Jón í vanskilum við Ásgeir Olsen vegna lóðarkaupanna. Þegar það uppgötvaðist greiddi stefnandi eftirstöðvar af kaupsamningsgreiðslum við Gísla Jón beint til Ásgeirs Olsen. Þannig greiddi stefnandi Ásgeiri samtals þann 24. október 1988, 1.354.796 krónur. Milligöngu um þessa greiðslu hafði stefndi og lögmaður Ásgeirs. Um sama leyti, eða 1. nóvember 1988, gekk dómur í skuldamáli Ásgeirs gegn Gísla Jóni vegna sölu allrar lóðarinnar nr. 9 við Dragaveg. Var Gísli Jón dæmdur til þess að greiða 1.582.340 krónur og til útgáfu skuldabréfs að fjárhæð 866.666 krónur eða samtals 2.449.006 krónur. Eignarhlutur stefnanda í lóðinni er 44,5% og var því hlutur hans samkvæmt dómnum 1.089.807 krónur án vaxta. Af þessu má sjá að stefnandi hafði staðið Ásgeiri Olsen skil á vanskilum Gísla Jóns Höskuldssonar að mestu leyti ef ekki öllu leyti. Þrátt fyrir þessa greiðslu til Ásgeirs Olsen var þess ekki gætt að tryggja stefnanda fullnaðaruppgjör og afsal fyrir eigninni. Hefur stefnandi reynt að fá afsal með málsókn en án árangurs eins og rakið var hér að framan. Staða málsins er því sú að stefnandi getur hvorki veðsett eign sína né ráðstafað henni á annan hátt vegna þess að hann hefur ekki fengið útgefið afsal sér til handa. Mál þetta höfðar stefnandi til heimtu skaðabóta vegna mistaka stefnda við kaupsamningsgerðina. Tjón hans sé að fá ekki útgefið afsal þrátt fyrir að hafa efnt kaupsamninginn að sínu leyti og einnig greitt vanskil Gísla Jóns við Ásgeir Olsen. Stefndi krefst sýknu á grundvelli fyrningar. Skaðabótakrafan er reist á því að mistök hafi orðið við gerð kaupsamnings 29. október 1987. Þykir því rétt að miða upphaf fyrningarfrests við þann dag. Stefna í máli þessu var birt 27. október 1997 eða innan 10 ára frests sem ákvæði 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905 áskilja. Stefndi, sem á og rekur fasteignasöluna Kjörbýli, sá um skjalagerð vegna sölunnar. Þegar salan fór fram 29. október 1987 giltu lög nr. 34/1986 um fasteigna- og skipasölu, sbr. nú lög nr.54/1997. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna skal fasteignasali sem fengið hefur eign til sölumeðferðar semja rækilegt yfirlit yfir öll grundvallaratriði sem máli skipta fyrir aðila til þess að gera sér glögga hugmynd um verð eignarinnar. Ósannað er að veðbókavottorð hafi legið frammi við kaupsamningsgerð. Er því ósannað að stefnandi hafi mátt gera sér grein fyrir er kaup réðust að seljandi Gísli Jón Höskuldsson var ekki þinglesinn eigandi eignarinnar heldur Ásgeir Olsen. Var þetta einnig brot á 2. mgr. 12. gr. laga nr. 34/1986 þar sem segir að öll skjalagerð og samningsgerð er fasteignasali annast um, skuli vera vönduð og rækileg og svo úr garði gerð að hagsmunir aðila séu sem best tryggðir og glöggt sé hver réttarstaða hvors um sig sé. Þá segir einnig í 8. gr. laganna að fasteignasali skuli gæta réttmætra hagsmuna kaupanda og seljanda. Hagsmunir stefnanda í þessu máli voru að tryggt yrði að eigandi lóðarinnar, Ásgeir Olsen, fengi full skil á lóðarverði svo að stefnandi fengi útgefið afsal sér til handa. Brýnt var að afla samþykkis Ásgeirs Olsen fyrir sölunni og hafa hann með í ráðum. Þá var einnig mikilvægt að fylgjast með því að kaupsamningsgreiðslur Gísla Jóns til Ásgeirs væru í skilum. Það var hlutverk stefnda að fylgjast með þessu og hafa milligöngu um, sérstaklega eins og skjalagerð var háttað, seljanda skorti eignarheimild, lóðin óskipt og skuldabréf áhvílandi á heildarlóðinni, sem var að hluta skuld annara aðila. Þegar í ljós kom að Gísli Jón var í vanskilum við Ásgeir Olsen greiddi stefnandi beint til Ásgeirs fyrir milligöngu stefnda, samtals 1.354.796 krónur. Við móttöku þessa fjár og afhendingu til Ásgeirs Olsen gætti stefndi ekki hagsmuna stefnanda með því að knýja á um heildaruppgjör og útgáfu afsals til handa stefnanda. Nauðsynlegt var á þessum tímamótum að búa svo um hnútana að eignarhluti stefnanda yrði leystur úr veðböndum og afsal til hans tryggt. Þegar allt þetta er virt sem að framan er rakið, verður ekki talið að stefndi hafi virt þær skyldur sem á honum hvíldu samkvæmt lögum nr. 34/1986 eins og efni stóðu til. Það er álit dómsins að stefndi hafi ekki liðsinnt stefnanda nægilega og ekki gætt réttmætra hagsmuna hans við kaupin. Verður talið að stefndi hafi með þessu brotið gegn ákvæðum 8., 10. og 12. gr. laga nr. 34/1986. Er tjón stefnanda bein afleiðing af störfum stefnda. Í stefnu var aðalkrafa stefnanda útskýrð þannig að hún sé sú fjárhæð sem stefnandi þurfti að inna af hendi til þess að fá útgefið afsal frá Ásgeiri Olsen. Hann fái ekki útgefið afsal nema greiða Ásgeiri allt lóðarverðið, þ.e. bæði fyrir nr. 9 og 9a. Í málflutningi skýrði lögmaður stefnanda aðalkröfuna. Hann byggir hana á framlögðum dómi bæjarþings Reykjavíkur 1. nóvember 1988 í máli Ásgeirs Olsen gegn Gísla Jóni Höskuldssyni þar sem Gísli Jón var dæmdur til þess að greiða eftirstöðvar kaupverðs lóðarinnar. Samkvæmt dómsorði var Gísli Jón dæmdur til þess að greiða 1.582.340 krónur með dráttarvöxtum og til útgáfu skuldabréfs að fjárhæð 866.666 krónur. Þá hefur stefnadi bætt við samningsvöxtum samkvæmt skuldabréfinu að fjárhæð 119.478 krónur. Samtala þessara fjárhæða er aðalkrafan, 2.568.484 krónur. Telur stefnandi þessa fjárhæð tjón sitt, þ.e. hann þurfi að greiða Ásgeiri Olsen þessa fjárhæð til þess að fá útgefið afsal. Dómurinn telur að taka eigi kröfu stefnanda til greina samkvæmt nefndum dómi með áföllnum dráttarvöxtum til dómsuppsögudags 1. nóvember 1988. Verður stefndi því dæmdur til þess að greiða stefnanda 2.568.484 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 eins og í dómsorði greinir til 1. nóvember 1988 en vextir frá þeim degi til 27. október 1993 teljast fyrndir. Stefna í málinu var birt 27. október 1997 og voru því vextir fyrir 27. október 1993 fyrndir, sbr. 2. tl. 3. gr. laga nr. 14/1905. Frá þessari fjárhæð dragast 1.354.796 krónur sem stefnandi greiddi Ásgeiri Olsen 24. október 1988. Það er mat dómsins að þannig sé tjón stefnanda rétt fundið, þ.e. krafa Ásgeirs Olsen samkvæmt áðurnefndum dómi að frádregnum þeim fjárhæðum sem stefnandi hefur greitt Ásgeiri upp í lóðina. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem telst hæfilega ákveðin 400.000 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til þess kostnaðar sem stefnandi þarf að bera vegna virðisaukaskatts af endurgjaldi fyrir þjónustu lögmanns síns samkvæmt lögum nr. 50/1988. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Stefndi, Rafn H. Skúlason, greiði stefnanda, Árna Larssyni kr. 2.568.484 með dráttaravöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, af kr. 1.582.340 með 4.3.% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 300.000,- frá 19. janúar 1988 til 19. mars 1988, en með 3,8% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 500.000,- frá þ.d. til 19. maí 1988, með 3,7% dráttarvöxtum á mánuði af kr. 700.000,- frá þ.d. til 19. júlí 1988, þá með 4,7% dráttarvöxtum á mánuði af sömu fjárhæð frá þeim degi til 6. september 1988, þá með dráttarvöxtum samkvæmt 10. gr. laganna frá þeim degi til 1. nóvember 1988, en síðan með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá 27. október 1993 til greiðsludags, allt að frádregnum kr. 1.354.796, sem greiddar voru 24. október 1988. Stefndi greiði stefnanda 400.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 206/2006
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
|
Lögreglan í Reykjavík hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, [kt. og heimilisfang], sæti gæsluvarðhaldi til föstudagsins 5. maí 2006, kl. 16:00.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. apríl 2006, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. apríl 2006, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 5. maí 2006 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 410/2009
|
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 17. júlí 2009, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 13. ágúst 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 31. júlí 2009 klukkan 16. Varakrafa hans er byggð á a. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði gerði sóknaraðili fyrir héraðsdómi aðallega kröfu um gæsluvarðhald til 31. júlí 2009, en til vara til 13. ágúst 2009. Varakrafa sóknaraðila gekk því lengra heldur en aðalkrafa hans. Með því að sú krafa sem lengra gekk var tekin til greina var ekki þörf á að taka afstöðu til hinnar. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess aðallega að úrskurði að X, kt. [...], verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til föstudagsins 31. júlí 2009, kl. 16.00, en til vara að úrskurðað verði að kærða verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, allt til fimmtudagsins 13. ágúst 1009, kl. 16.00. Í greinargerð lögreglustjóra segir að lögreglan hafi til rannsóknar ætlaðan stórfelldan innflutning á fíkniefnum til Íslands og að talið sé að innflutningurinn tengist flutningi á fíkniefnum frá Suður-Ameríku til Evrópu og dreifingu áfram um Evrópu. Þá sé til rannsóknar ætlað peningaþvætti á ætluðum ágóða af fíkniefnabrotum. Þá segir að rannsóknin sé mjög umfangsmikil og að talið sé að um sé að ræða skipulagðan glæpahring. Í greinargerðinni segir ennfremur að hinn 20. apríl sl. hafi íslenskum lögregluyfirvöldum borist upplýsingar þess efnis að von væri á sendingu til Íslands sem innihéldi fíkniefni og að pakkinn yrði sendur með hraðflutningafyrirtækinu UPS. Hafi pakkinn borist til landsins 21. apríl sl. og reynst hann innihalda yfir 6 kg af amfetamíni. Efnin hafi verið í viðarolíuáldósum. Lögreglu hafi og borist upplýsingar frá hollenskum lögregluyfirvöldum um að hollenskur karlmaður hefði verið í sambandi við símanúmerið [...]. Þar hefði verið rætt um skipulag á sendingu á ólöglegum fíkniefnum og að líklega yrðu þau falin í málningarfötum/viðarolíufötum. Samtölin hafi átt sér stað 16. og 19. apríl sl. Talið sé að notandi símanúmersins [...] sé kærði X, en lögreglumenn sem ítrekað hafi haft afskipti af kærða og hlustað á hann í símtölum telji að um sé að ræða kærða. Kærði kannist ekki við greind símtöl, en þau hafi verið send til samanburðarrannsóknar á því hvort um kærða sé að ræða eða ekki. Beðið sé niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Þann 18. maí sl. hafi lögreglan séð þegar X hitti þrjá menn í Smáralind, gekk með þeim að bifreið er hann var á við verslunarmiðstöðina og afhenti þeim umslag, sem lögregla ætlar að hafi innihaldið peninga. Lögregla hafi upplýsingar um þá menn er X hitti fyrir og að einn þeirra hafi hringt í UPS hraðflutningafyrirtækið í Hollandi 20. apríl sl. til að spyrjast fyrir um kostnað við að flytja pakka til Íslands. Pakkinn sem haldlagður hafi verið hér á landi muni hafa verið sendur frá Hollandi síðar sama dag. Í greinargerðinni segir að mennirnir sem X hitti við Smáralind séu allir útlendingar, en þeir hafi verið handteknir við komu til Hollands frá Íslandi, þar sem þeir séu grunaðir um aðild í stórfelldum fíkniefnabrotum. Í skýrslutöku hjá lögreglu hafi X borið um að hann hafi sótt þrjá menn, alla útlendinga, út á Keflavíkurflugvöll 15. maí sl., en mennirnir séu kunningjar hans. Hafi hann lánað þeim bifreið sína er þeir dvöldu hér á landi og hafi X tekið að sér að skipta 1.700.000 íslenskum krónum fyrir þá í evrur. Hafi hann hitt þá við Smáralind vegna þessara peningaviðskipta. Auk framangreinds hafi lögregla upplýsingar um að bæði kærði X og þeir aðilar sem hann hitti við Smáralind hafi ítrekað heimsótt Y í fangelsið að Litla-Hrauni þar sem hann afpláni nú dóm. Þá hafi Z einnig heimsótt Y ítrekað. Sé talið að greindar heimsóknir tengist ætluðum stórfelldum fíkniefnabrotum, enda þyki upplýsingar, sem fengnar hafi verið með hlustunum á grundvelli dómsúrskurða, benda til þess að svo sé. Meðal þess sem þar komi fram sé samtal á milli Y og X þar sem rætt sé um rúmlega 6 kg pakka og þar sem X tali um hvað hann ætli að segja varðandi síma, sem talinn sé tengjast málinu. Hafi X borið á þann sama veg og þar hafi komið fram hjá lögreglu í framhaldinu. Fleiri samtöl og upptökur í gögnum málsins séu talin benda til þáttar X í stórfelldum fíkniefnabrotum og peningaþvætti. Í greinargerðinni segir að lögreglu hér á landi hafi í tengslum við rannsókna málsins borist upplýsingar erlendis frá um tengingar á milli símanúmers, sem kærði X hafi kannast við að hafa notað, og aðila sem talinn sé umfangsmikill í fíkniefnabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi, en greindur aðili hafi verið handtekinn í Hollandi í þágu rannsóknar málsins. Þá liggi fyrir upplýsingar um einhvers konar kóða sem aðilar noti sín á milli. Er kærði X hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar annars stórfellds fíkniefnamáls hér á landi í október sl. hafi fundist sambærilegur kóði í skrifstofuhúsnæði hans. Sé talið um sé að ræða samskiptaleið á milli aðila í skipulagðri glæpastarfsemi. Rannsókn lögreglu snúi að þáttum er varði aðdraganda brotsins, skipulagningu og fjármögnun. Rannsóknin sé unnin í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld og hafi hluti af gögnum tengdum þeirra hluta í rannsókninni borist hingað til lands. Hluti gagnanna hafi ekki borist, enda standi rannsóknin enn yfir. Þá hafi borist beiðnir erlendis frá um upplýsingar í tengslum við rannsóknina hér á landi. Í greinargerðinni segir að sterkur grunur sé um stórfellt fíkniefnabrot og peningaþvætti X. Aðalkrafa byggi á því að nauðsynlegt sé talið að X sæti gæsluvarðhaldi vegna málsins, svo honum sé fyrirmunað að setja sig í samband við ætlaða vitorðsmenn og/eða vitni og/eða að hann geti komið undan gögnum sem sönnunargildi hafi í málinu og hafa ekki verið haldlögð. Þyki þannig nauðsynlegt að vernda rannsóknarhagsmuni málsins með því að X sæti áfram gæsluvarðhaldi. Varakrafa byggi á því að sterkur grunur sé fram kominn um að X hafi framið brot sem varðað geti allt að 12 ára fangelsi. Þannig sé talinn kominn fram sterkur grunur um að X hafi komið að sendingu á rúmlega 6 kg af fíkniefnum til Íslands og nær öruggt þyki að fíkniefnin hafi átt að fara í sölu og dreifingu til ótiltekins fjölda manna hér á landi. Hið ætlaða brot kærða þyki mjög alvarlegt. Með tilliti til hagsmuna almennings þykir þannig nauðsynlegt að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar en telja verði að ef sakborningur, sem orðið hefur uppvís að jafn alvarlegu broti og kærði, gangi laus áður en máli lýkur með dómi þá valdi það hneykslun í samfélaginu og særi réttarvitund almennings. Staða kærða í málinu þyki sambærileg stöðu sakborninga í öðrum svipuðum málum, sbr. mál Hæstaréttar nr. 136/2008, 635/2007, 376/2006, 377/2006, 378/2006, 154/2006, 368/2005, 93/2005, 488/2004, 269/2004, 417/2000 og 471/1999, þar sem sakborningum hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi fram að uppkvaðningu dóms þegar legið hefur fyrir rökstuddur grunur um beina aðild að innflutningi að miklu magni fíkniefna í ágóðaskyni. Ekki er talin ástæða til að ætla að refsimat og réttarvitund almennings í slíkum málum hafi breyst frá því téðir dómar voru uppkveðnir, og er talið að skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sé fullnægt í því máli sem hér um ræðir. Loks segir í greinargerðinni að til rannsóknar sé ætlað brot gegn 173. gr. a og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ásamt síðari breytingum, sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað hvað aðalkröfu varðar til a liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og hvað varakröfu varðar til 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Kærði hefur sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli a-liðar 95. gr. laga nr. 88/2008 frá 22. maí sl. Rannsókn málsins er á lokastigi, og hefur komið fram að ætluðum samverkamönnum kærða hér á landi og í Hollandi hefur verið sleppt úr haldi. Í ljósi framangreinds verður ekki fallist á að rannsóknarhagsmunir krefjist þess að kærði sæti áfram gæsluvarðhaldi. Kærði hefur neitað aðild að málinu, en framburður hans er ekki í samræmi við upptökur af samtölum hans við ætlaða samverkamenn, en upptökur þessar eru meðal gagna málsins. Með hliðsjón af framangreindu og gögnum málsins að öðru leyti er fallist á það með lögreglustjóra að sterkur grunur sé um að kærði hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað allt að 12 ára fangelsi samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verður talið að brotið sé þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 er því fullnægt til að gæsluvarðhaldi verði beitt eins og krafist er til vara. Úrskurð þennan kveður upp Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari. ÚRSKURÐARORÐ Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 13. ágúst 2009, kl. 16.00.
|
Mál nr. 276/2003
|
Bifreið Líkamstjón Slysatrygging ökumanns Fyrning
|
S lenti í umferðarslysi 2. júlí 1992. Gerði hún ekki kröfu á hendur L og SA hf. um bætur vegna líkamstjóns, sem hún taldi sig hafa orðið fyrir við slysið, fyrr en 21. mars 2002 og var mál þetta þingfest 27. júní sama ár. Fyrir lá örorkumat tveggja lækna sem töldu að tímabært hefði verið að meta örorku S á hefðbundnum tíma, einu til þremur árum eftir slysið. Byrjaði fjögurra ára fyrningarfrestur samkvæmt 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 því að líða í árslok 1995 og var krafan því fyrnd þegar málið var höfðað.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 15. júlí 2003. Hún krefst þess, að gagnáfrýjendur verði óskipt dæmdir til að greiða sér 1.225.930 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. júlí 1992 til 30. júní 2001 en með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til 3. nóvember 2002 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur áfrýjuðu héraðsdómi 1. ágúst 2003. Þeir krefjast aðallega staðfestingar hans að öðru leyti en því, að þeim verði dæmdur málskostnaður í héraði, auk málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefjast þeir þess, að krafa aðaláfrýjanda verði lækkuð og málskostnaður verði látinn niður falla. Eins og lýst er í héraðsdómi lenti aðaláfrýjandi í umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Hvolsvöll 2. júlí 1992. Hún fór sama dag á heilsugæsluna á Hellu þar sem hún var talin hafa tognað í hálsi og fékk hún hálskraga og bólgueyðandi lyf. Hún kom til eftirlits á heilsugæslustöðina 10. og 21. júlí 1992. Hún leitaði síðan ekki aftur til læknis vegna hálseinkenna fyrr en í júlí 1997. Fékk hún þá lyfseðil fyrir bólgueyðandi lyf og henni var ráðlagt að fara í sjúkraþjálfun og til kírópraktors, en fram til þess tíma hafði hún ekki verið í meðferð eða sérstökum rannsóknum. Aðaláfrýjandi lenti síðan í tveimur umferðarslysum 6. febrúar 1998 og 26. janúar 2000 þar sem hún varð fyrir meiðslum í baki og hálsi. Í örorkumati læknanna Ragnars Jónssonar og Atla Þórs Ólasonar 27. október 2002 kemur fram, að í fyrsta umferðarslysinu, 2. júlí 1992, virðist aðaláfrýjandi hafa tognað á hálsi og hlotið væg varanleg einkenni eftir það slys. Mátu þeir varanlega læknisfræðilega örorku vegna þessa 5% og töldu að tímabært hefði verið að meta læknisfræðilega örorku hennar á hefðbundnum tíma eftir slíkan áverka, eða einu til þremur árum eftir slysið. Samkvæmt 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 fyrnast bótakröfur samkvæmt XIII. kafla laganna á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs, sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Gagnáfrýjandanum Sjóvá-Almennum tryggingum hf. mátti fyrst vera kunnugt um, að aðaláfrýjandi teldi sig hafa orðið fyrir varanlegu líkamstjóni, þegar honum barst tjónstilkynning 21. mars 2002, tæpum tíu árum eftir slysið. Var mál þetta þingfest 27. júní 2002. Ekkert er fram komið, sem hnekkir því áliti læknanna, að ástand aðaláfrýjanda hafi verið orðið stöðugt og tímabært að meta örorkuna einu til þremur árum eftir slysið. Er fallist á með héraðsdómi, að fyrningartími hafi byrjað að líða í árslok 1995 og ekkert hafi gerst eftir þann tíma, sem gæti valdið slitum á fyrningu kröfunnar fyrr en héraðsdómsstefna var birt, en í því sambandi hefur það engin áhrif á fyrningarfrestinn, að aðaláfrýjandi lenti tvívegis í slysum á meðan hann var að líða. Er héraðsdómur því staðfestur. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 20. mars. sl., að loknum munnlegum málflutningi, var höfðað fyrir dómþinginu af Sólveigu Þórhallsdóttur, Öldugerði 15, Hvolsvelli, á hendur Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík, og Lárusi Einarssyni, Öldugerði 15, Hvolsvelli, með stefnu birtri hinn 27. júní 2002 og þingfestri sama dag. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndu verði in solidum dæmd til þess að greiða stefnanda 1.225.930 krónur, ásamt vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. lög nr. 67/1989, frá slysdegi til 3. nóvember 2002, og með dráttarvöxtum samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um grunn dráttarvaxta og vanefndarálags, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 4. nóvember 2002 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefndu, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Endanlegar dómkröfur stefndu eru þær aðallega, að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda, en til vara, að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða þeim málskostnað. Mál þetta höfðar stefnandi til greiðslu skaðabóta vegna tjóns, sem hún varð fyrir þann 2. júlí 1992, er hún lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Hvolsvöll. Voru atvik með þeim hætti, að bifreiðin OA 159, sem stefnandi ók, valt út af veginum og fór eina og hálfa veltu og endaði á hvolfi. Bifreiðin, sem var eign stefnda, Lárusar Einarssonar, og skylduvátryggð hjá stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Í kjölfarið leitaði stefnandi í þrígang til Þóris B. Kolbeinssonar, læknis á heilsugæslustöðinni á Hellu, eða dagana 2. júlí 1992, 10. júlí 1992 og 21. júlí 1992. Fékk hún þar bólgueyðandi lyf og hálskraga. Stefnandi lenti einnig í umferðarslysum hinn 6. febrúar 1998 og 26. janúar 2000. Stefnandi hafði fyrst samband við stefnda, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., tæpum tíu árum eftir tjónsatburðinn. Kveður stefnandi ástæðu þess vera þá, að í byrjun febrúar árið 2002 hafi hún leitað til lögmanns vegna síðastnefnda tjónsatburðar. Hafi henni þá fyrst verið bent á, að hún gæti átt bótarétt vegna fyrri tjónsatburðarins. Hins vegar hafi hún talið fram að því, að bótaréttur vegna þess slyss væri ekki fyrir hendi, þar sem hún hefði verið í órétti við tjónsatburð. Hafi henni ekki fyrr verið gerð grein fyrir eða kynntur réttur til skaðabóta vegna fyrri tjónsatburðar. Í september árið 2002 óskuðu stefnandi og stefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar, eftir því, að læknarnir Ragnar Jónsson og Atli Þór Ólason létu í té mat á tímabundinni og varanlegri læknisfræðilegri örorku stefnanda vegna slyssins og mat á, hvenær ekki væri að vænta frekari bata. Í niðurstöðu örorkumats læknanna segir svo: „Sólveig hefur lent í þremur umferðarslysum. Þau einkenni sem rekja má til afleiðinga þessara þriggja umferðarslysa með vissu eru stoðkerfiseinkenni, þ.e. afleiðingar hálstognunar og baktognunar. Útgeislandi einkenni út í vinstri öxl og handlegg. Í fyrsta umferðarslysinu 02.07.1992 virðist hún hafa tognað á hálsi og hafði væg varanleg einkenni eftir það slys. Í umferðarslysinu 06.02.1998 hafa einkenni frá hálsi versnað og komið til útgeislandi einkenni í vinstri öxl og vinstri handlegg og einnig hafa komið til einkenni frá mjóbaki. Í umferðarslysinu 26.01.2000 hafa aðallega hálseinkenni versnað. Við mat á afleiðingum umferðarslyssins 02.07.1992 er miðað við afleiðingar hálstognunar með fremur vægum einkennum. Ekki var um að ræða tímabundna læknisfræðilega örorku en varanleg læknisfræðileg örorka er metin 5%. Engin sérstök meðferð eða rannsóknir voru í gangi eftir þetta slys nema í mjög stuttan tíma eftir umferðarslysið og verður ekki annað séð en að tímabært hafi verið að meta læknisfræðilega örorku á hefðbundnum tíma eftir slíkan áverka, þ.e. einu til þremur árum eftir umferðarslysið...” Læknarnir mátu varanlega læknisfræðilega örorku vegna umferðarslyss 2. júlí 1992, 5%. Jón Erlingur Þorláksson, tryggingafræðingur, reiknaði út höfuðstólsverðmæti ætlaðs tekjutaps stefnanda vegna örorkunnar. Var niðurstaða hans, að ætlað tekjutap vegna örorkunnar væri 1.265.800 krónur. Stefnandi byggir kröfu sína á hendur stefnu á því, að samkvæmt 2. mgr. 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, skuli ökumaður bifreiðar vera tryggður og hafi sú trygging verið hjá stefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Stefnandi telur sig eiga rétt til greiðslu úr þeirri tryggingu og séu bætur miðaðar við að vera þær sömu og þegar um ábyrgðartryggingu ökutækis sé að ræða, þ.e. fullar skaðabætur. Stefndi, Lárus, hafi verið eigandi ökutækisins við tjónsatburð, og því sé kröfum einnig beint að honum. Stefnandi byggir á því, að hún hafi orðið fyrir tjóni í umræddu umferðarslysi og hlotið áverka á hálsi, sem leitt hafi til örorku hennar, sem metin hafi verið af dómkvöddum matsmönnum sem 5% varanleg læknisfræðileg örorka. Orsakatengsl milli tjónsatburðar og örorku stefnanda séu ótvíræð. Stefnandi byggir fjárhæð kröfu sinnar á útreikningi tryggingafræðings, sem reiknað hafi út, að ætlað tekjutap hennar væri 1.265.800 krónur. Við útreikninginn hafi verið lögð til grundvallar húsmóðurlaun samkvæmt venjum þar að lútandi. Miðað sé við 15% frádrátt vegna skatta- og eingreiðsluhagræðis, enda séu árslaun, sem lögð séu til grundvallar útreikningi, mjög lág. Krafa vegna ætlaðs tekjutaps sé því 1.075.930 krónur. Kröfu um miskabætur kveðst stefnandi setja fram með vísan til dómvenju í íslenskum skaðabótarétti með stoð í þágildandi 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eftir slysið hafi stefnandi þjáðst vegna óþæginda í hálsi, og sé fjárhæð kröfunnar miðuð við 30.000 krónur fyrir hvert örorkustig, eða 150.000 krónur. Krafist sé dráttarvaxta frá 4. nóvember 2002, en þá hafi útreikningur tryggingafræðings og þar með öll gögn, sem nauðsynleg hafi verið til að meta tjónsatvik og fjárhæð kröfu, legið fyrir, sbr. meginreglu 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Um lagarök vísar stefnandi til XIII. kafla umferðarlaga nr. 50/1987, sérstaklega 88. gr., 90. gr. og 2. mgr. 92. gr. þeirra laga. Einnig vísar stefnandi til meginreglna skaðabótaréttarins, sem gilt hafi á slysdegi. Um aðild stefnda, Sjóvár-Almennra trygginga hf., vísar stefnandi til 1. mgr. 97. gr. umferðarlaga. Um aðild stefnda, Lárusar Einarssonar, vísar stefnandi til 1. mgr. 90. gr. umferðarlaga, sbr. 1. mgr. 97. gr. s.l. Kröfu um dráttarvexti byggir stefnandi á III. og IV. kafla laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun byggir stefnandi á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Stefndu byggja sýknukröfu sína á því, að ósannað sé, að líkamlegt ástand stefnanda sé að rekja til umferðaróhappsins hinn 2. júlí 1992. Fyrst hafi verið haft samband við stefnda, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., vegna meintra afleiðinga slyssins þegar nær 10 ár hafi verið liðinn frá því að slysið varð. Útilokað sé að gera sér grein fyrir því, þegar svo langt sé um liðið síðan slysið varð, hvort, og þá að hvaða marki, sjúkdómar sem og önnur slys eða óhöpp, sem stefnandi kunni að hafa orðið fyrir á þessu tímabili, hafi orsakað þá vanlíðan, sem stefnandi eigi við að stríða í dag. Beri því að sýkna stefnda með vísan til reglna skaðabótaréttar um orsakatengsl og sennilega afleiðingu. Einnig byggja stefndu á því, að krafa stefnanda sé niður fallin fyrir tómlæti. Ef talið verði, að stefnandi eigi bótakröfu vegna afleiðinga umferðaróhappsins, byggja stefndu á því, að krafan hafi verið fyrnd, þegar stefna var birt í málinu hinn 27. júní 2002. Samkvæmt 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, fyrnist allar bótakröfur samkvæmt XIII. kafla laganna á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs, sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Kröfur þessar fyrnist þó í síðasta lagi á tíu árum frá tjónsatburði. Meginreglna sé því fjögurra ára fyrningarfrestur. Skýra beri 99. gr. svo, að fyrningarfrestur byrji að líða, þegar unnt hafi verið að setja fram fjárkröfu, en ekki þegar fjárkrafa liggi fyrir. Fjögurra ára fyrningarfresturinn hafi verið settur til að tjónþolar dragi ekki að gera kröfur sínar, þeim sjálfum og öðrum til tjóns. Gögn þau, sem stefnandi leggi fram, sýni ekki annað en að ástand hennar hafi verið orðið stöðugt stuttu eftir slysið. Verði stefnandi að bera hallann af þeim vafa, sem leika kunni á, hvenær ástand hennar hafi verið orðið stöðugt, en tómlæti stefnanda sjálfrar valdi þeim vafa. Stefndu byggja á því, að stefnandi hafi haft vitneskju um tilvist meintrar kröfu sinnar og átt þess kost að leita fullnustu hennar þegar um áramótin 1993/1994, enda taki það almennt innan við eitt ár, að afleiðingar slysa af þessu tagi komi fram og stöðugleikapunkti sé náð. Hafi ástand stefnanda versnað eftir það, byggja stefndu á því, að það megi rekja til annarra atvika en umrædds umferðaróhapps. Stefndu byggja varakröfu sína á því, að vextir eldri en 4 ára frá birtingu stefnu í málinu séu fyrndir. Um lagarök vísar stefndu til reglna skaðabótaréttar um sönnun fyrir tjóni og reglum um orsakatengsl og sennilega afleiðingu, almennra reglna um ákvörðun bóta fyrir líkamstjón, eins og þær voru fyrir gildistöku skaðabótalaga nr. 50/1993, og 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Kröfu um málskostnað byggja stefndu á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Stefnandi höfðar mál þetta til greiðslu skaðabóta vegna tjóns, sem hún telur sig hafa orðið fyrir í umferðarslysi 2. júlí 1992. Hún var þá ökumaður bifreiðar er bifreiðin fór út af veginum og hafnaði á hvolfi. Bótakröfur stefnanda á hendur stefnda Sjóvá-Almennum tryggingu hf. eru byggðar á 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og vátryggingarsamningi um slysatryggingu ökumanns bifreiðarinnar, sem í gildi var á þeim tíma. kröfur á hendur stefnda, lárusi, byggir stefnandi á 1. mgr. 90. gr., sbr. 1. mgr. 97. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Kröfur sínar í málinu byggir stefnandi á örorkumati læknanna Ragnars Jónssonar og Atla Þórs Ólasonar, dagsettu 4. nóvember 2002, sem unnið var að beiðni lögmanna málsaðila. Í örorkumati þeirra er einnig getið um umferðarslys, sem stefnandi lenti í 6. febrúar 1998 og 26. janúar 2000. Samkvæmt framlögðum gögnum leitaði stefnandi læknis strax eftir slysið og var þá aum í hálsi og talin hafa tognað á hálsi. Hún kom og til eftirlits 10. júlí 1992 og var þá enn með verki í hálsi. Hún kom aftur til eftirlits 21. júlí 1992 og sagðist vera þreytt í hálsi á kvöldin, en hafi þá haft góða hreyfigetu. Samkvæmt gögnum málsins leitaði hún ekki aftur læknis vegna hálseinkenna fyrr en 20. júlí 1997. Kvartaði hún þá um þreytu í hálsinum, verki og stífni, sérstaklega vinstra megin. Fékk hún þá lyfseðil fyrir Íbúfeni og einnig var skrifuð tilvísun fyrir sjúkraþjálfun. Hún fór í sjúkraþjálfun og til kírópraktors árið 1997, en fram að þeim tíma hafði hún ekki verið í meðferð eða sérstökum rannsóknum. Matslæknar höfðu fyrrgreint læknisvottorð frá heilsugæslustöðinni á Hellu undir höndum er þeir mátu læknisfræðilega örorku stefnanda. Samkvæmt fyrrgreindu örorkumati, sem ekki hefur verið hnekkt, var talið, að stefnandi hefði hlotið 5% varanlega læknisfræðilega örorku af völdum umferðarslyssins, sem hún varð fyrir hinn 2. júlí 1992. Með fyrrgreindu mati hefur stefnandi sýnt fram á, að hún hafi orðið fyrir varanlegu tjóni. Samkvæmt 99. gr. laga nr. 50/1987 fyrnast bótakröfur samkvæmt XIII. kafla laganna, bæði á hendur þeim, sem ábyrgð ber, og vátryggingafélagi, á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs, sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu, að tímabært hefði verið að meta læknisfræðilega örorku á hefðbundnum tíma eftir slíkan áverka, þ.e. einu til þremur árum eftir umferðarslysið. Samkvæmt því, hefði verið tímabært að meta afleiðingar slyssins í síðasta lagi þremur árum eftir slysið, eða í júlí 1995. Stefnanda hefði því á þeim tíma, í síðasta lagi átt að geta fengið vitneskju um kröfu sína. Bar henni að halda fram kröfu sinni, eins og öðrum kröfuhöfum. Að því gefnu, að stefnandi hefði þurft einhvern tíma til þess að undirbúa kröfugerð sína gagnvart stefndu, þykir eðlilegt að miða við, að krafa stefnanda hefði byrjað að fyrnast í árslok 1995 og hafi því fyrningarfresti lokið í árslok 1999, sbr. áðurnefnda 99. gr. Verður upphaf fyrningarfrests með engu móti talinn vera, er stefnanda var af lögmanni sínum fyrst gerð grein fyrir hugsanlegum bótarétti sínum, sem henni hafi ekki verið kunnugt um sökum þekkingarleysis eða fákunnáttu um lögbundinn rétt. Þá verður ekki talið, að ákvæði 99. gr. um, að kröfur þessar fyrnist í síðasta lagi tíu árum frá tjónsatburði, eigi við um kröfu stefnanda, þar sem staðreynt hefur verið, að allar afleiðingar slyssins hafi verið komnar fram einu til þremur árum síðar. Samkvæmt framansögðu var bótakrafa stefnanda var því löngu fyrnd er mál þetta var höfðað með þingfestingu stefnu hinn 27. júní 2002. Ber því samkvæmt framansögðu að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu þykir eftir atvikum rétt, að hver aðila beri sinn kostnað af málinu. Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari, kvað upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Stefndu, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Lárus Einarsson, eru sýkn af kröfum stefnanda, Sólveigar Þórhallsdóttur. Málskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 686/2009
|
Kærumál Málskostnaður
|
Þ höfðaði mál á hendur K ehf. til greiðslu vangreiddra launa í uppsagnarfresti að fjárhæð 957.257 krónur en til vara 226.246 krónur. Eftir skýrslutökur við aðalmeðferð málsins í héraði varð sátt með aðilum þar sem K ehf. féllst á að greiða fjárhæð sem svaraði til varakröfu Þ auk tiltekinnar fjárhæðar í dráttarvexti. Kröfur beggja aðilar um málskostnað voru lagðar í úrskurð dómara sem taldi rétt að hvor bæri sinn málskostnað. Var sá úrskurður kærður til Hæstaréttar. Talið var að ástatt væri með aðilum eins og um ræði í fyrri málslið 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Að því athuguðu var hinn kærði úrskurður staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. nóvember 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. desember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. nóvember 2009, þar sem málskostnaður var felldur niður í máli milli aðila. Kæruheimild er í g. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að greiða sér hluta málskostnaðar hans vegna reksturs málsins í héraði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Samkvæmt gögnum málsins hóf sóknaraðili, sem er vélvirki að mennt, störf hjá varnaraðila í september 2003 við uppsetningu á lyftum. Með uppsagnarbréfi 30. apríl 2008 var sóknaraðila sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara frá og með 1. maí 2008. Honum var jafnframt boðinn sá kostur að láta þegar af störfum og fá greiddan þriggja mánaða uppsagnarfrest í samræmi við kjarasamninga eða vinna uppsagnartímann. Sóknaraðili þáði boðið og kaus að vinna ekki í uppsagnarfresti. Með bréfi til sóknaraðila 19. júní sama ár tilkynnti varnaraðili að hann hefði farið rangt með uppsagnarfrestinn, sem væri tveir mánuðir en ekki þrír samkvæmt kjarasamningi málmiðnaðarmanna þar sem sóknaraðili hefði ekki náð fimm ára starfsaldri. Uppsagnarbréfið leiðréttist þar með „enda kemur þar fram að uppsagnartíminn eigi að vera í samræmi við kjarasamninga.“ Kvaðst varnaraðili hafa sent þessa leiðréttingu strax og honum urðu mistökin ljós. Hann greiddi þrátt fyrir þetta og án greiðsluskyldu að eigin sögn sóknaraðila laun í þrjá mánuði, ásamt launauppbót og kaupauka í formi utanlandsferðar fyrir sóknaraðila og konu hans. Með bréfi lögmanns sóknaraðila 18. september 2008 var varnaraðili krafinn um frekari greiðslu og vísað til þess að á 16 mánaða tímabili fyrir uppsögn sóknaraðila hafi yfirvinnutímar hans verið mun fleiri en miðað hafi verið við í uppgjöri. Var tekið fram í bréfinu að VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafi krafið varnaraðila um leiðréttingu á launum sóknaraðila í uppsagnarfresti en henni verið hafnað. Lögmaður varnaraðila svaraði með bréfi 29. október 2008 og hafnaði kröfunni. Höfðaði sóknaraðili þá mál þetta með stefnu sem þingfest var 18. júní 2009, til greiðslu aðallega 975.257 króna en til vara 226.246 króna ásamt tilgreindum dráttarvöxtum og málskostnaði. Varnaraðili krafðist aðallega sýknu en til vara lækkunar stefnukrafna. Við aðalmeðferð 18. nóvember 2009 gáfu sóknaraðili og fyrirsvarsmaður varnaraðila skýrslur og þrjú vitni voru leidd. Að því búnu reyndi héraðsdómarinn sættir og tókst með aðilum sátt um að varnaraðili greiddi sóknaraðila fjárhæð sem nam varakröfu hans og 50.000 krónur í dráttarvexti. Tekið var fram að með sáttinni væri lokið deilum málsaðila vegna starfsloka sóknaraðila, en málskostnaður var lagður í úrskurð. Sóknaraðili styður kröfu sína með því að við aðalmeðferð 18. nóvember 2009 hafi varnaraðili í fyrsta sinn fallist á greiðsluskyldu sína og náðst hafi sátt um varakröfuna. Verði til þess að líta að þá hafi aðila- og vitnaskýrslum verið lokið og munnlegur málflutningur átt að fara fram, með tilheyrandi undirbúningi. Varnaraðili hafi því stofnað til umtalsverðs kostnaðar vegna vinnu lögmanns sóknaraðila með því að fallast ekki á greiðsluskyldu sína fyrr. Varnaraðili kveðst hafa greitt sóknaraðila laun í þrjá mánuði í uppsagnarfresti og því greitt honum umsamin laun og gott betur, þar sem sóknaraðili hafi aðeins átt rétt til launa í tvo mánuði. Í héraði hafi hann að auki byggt á því að sóknaraðila hafi verið sagt upp störfum og yfirvinnu þeirri sem hann hafði haft og því hafi hann ekki átt rétt til frekari launa vegna yfirvinnu í uppsagnarfresti. Eftir skýrslutökur í aðalflutningi hafi héraðsdómari lagt hart að aðilum að ná sáttum. Varnaraðili hafi að lokum fallist á að reyna sættir en tekið fram að það væri án viðurkenningar á greiðsluskyldu. Sáttin sé afrakstur viðræðnanna. Báðir aðilar hafi gert kröfu um málskostnað og héraðsdómari hafi í úrskurði sínum talið rétt að hvor bæri sinn málskostnað. Þessum úrskurði hafi varnaraðili ákveðið að una. Í málinu liggur ekki fyrir á hvaða forsendum dómsátt aðilanna var gerð. Af efni hennar er þó sýnt að hvorki hefur sóknaraðili fengið framgengt aðalkröfu sinni né varnaraðili aðalkröfu sinni um sýknu. Þegar litið er til þeirrar fjárhæðar sem varnaraðili féllst á að greiða, í samanburði við aðalkröfu sóknaraðila að viðbættum umkröfðum dráttarvöxtum og málsatvik að öðru leyti, er ljóst að ástatt er fyrir aðilum eins og um ræðir í upphafi fyrri málsliðar 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Að þessu athuguðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Þorsteinn Jónsson, greiði varnaraðila, Kone ehf., 150.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 605/2015
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur með beiðni, dagsettri 9. september 2015, krafist þess, með vísan til a- og b-liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en til vara til 2. mgr. sömu lagagreinar, að X, kt. [...], [...] ríkisborgara, hér eftir nefnd kærða, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í 4 vikur, eða þar til dómur gangi í máli nr. 217-2015-[...], en ákæra verður gefin út í því eins fljótt og mögulegt verður. Þess er jafnframt krafist að kærða verði úrskurðuð til að sæta einangrun í gæsluvarðhaldinu.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. september 2015 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 9. september 2015 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 23. september 2015 klukkan 16 og einangrun á meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að hún sæti farbanni, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og varnaraðila ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 181/2015
|
Víxill
|
Í hf. höfðaði mál til heimtu skuldar samkvæmt víxli sem afhentur var til tryggingar greiðslu yfirdráttar á reikningi D ehf., en A og H voru ábekingar á víxlinum. Ekki var fallist á með A og H að Í hf. væri ekki réttur eigandi víxilsins og að bankinn hefði af ásettu ráði bakað þeim tjón eða brotið gegn ákvæðum innheimtulaga nr. 95/2008. Var þeim gert að greiða Í hf. umkrafða fjárhæð.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Þorgeir Örlygsson. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 9. mars 2015. Þau krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að þau verði sýknuð af kröfu stefnda. Í báðum tilvikum krefjast þau málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjendur hafa engin haldbær rök fært fyrir aðalkröfu sinni um að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjendum verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjendur, Ari Axel Jónsson og Hólmfríður G. Þorleifsdóttir, greiði stefnda, Íslandsbanka hf., 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 9. desember 2014. Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð þriðjudaginn 11. nóvember, er í aðalsök höfðað 24. apríl 2012 af Íslandsbanka hf., kt. [...], Kirkjusandi 2, Reykjavík á hendur Ara Axel Jónssyni, kt. [...], Hindarlandi 9, Akureyri, Hólmfríði G. Þorleifsdóttur, kt. [...], Hindarlandi 9, Akureyri, og Dregg ehf., kt. [...], Oddeyrartanga, Akureyri. Málið var þingfest 3. maí 2012. Gagnsök er höfðuð 29. sama mánaðar af Ara Axel og Hólmfríði á hendur Íslandsbanka hf. Dómkröfur Í aðalsök krefst stefnandi þess að stefndu verði gert að greiða honum in solidum 207.545.067 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. maí 2011 til greiðsludags, allt að frádregnum 36.036.798 krónum sem greiddar hafi verið inn á víxill hinn 21. febrúar 2013. Þá krefst stefnandi málskostnaðar og virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Í upphafi krafðist stefnandi einnig staðfestingar veðréttar samkvæmt veðtryggingarbréfi en féll frá þeirri kröfu undir rekstri málsins. Í aðalsök krefjast stefndu Ari Axel og Hólmfríður sýknu en málskostnaðar úr hendi stefnanda. Aðalkröfu þeirra um frávísun málsins var hafnað með úrskurði. Stefnda Dregg ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 7. maí 2012. Af hálfu þess hefur ekki verið tekið til varna í málinu. Í gagnsök krefjast gagnstefnendur þess aðallega að viðurkennt verði að persónuleg ábyrgð gagnstefnenda samkvæmt tryggingarvíxli nr. 26614, útgefnum 20. maí 2011 að fjárhæð 260 milljónir króna sé niður fallin, en til vara krefjast gagnstefnendur þess að víxillinn verði ógiltur. Í báðum tilvikum krefjast þau málskostnaðar úr hendi gagnstefnda. Gagnstefndi krefst sýknu í gagnsök og málskostnaðar auk virðisaukaskatts úr hendi gagnstefnenda in solidum. Málavextir Stefnandi höfðar málið til heimtu skuldar samkvæmt víxli að fjárhæð 260 milljónir króna. Útgefandi hans er stefndi Ari Axel en greiðandi stefnda Dregg ehf. Víxillinn er ábektur af stefndu Hólmfríði og er án afsagnar. Á víxilinn er skráður útgáfudagurinn 20. maí 2011 og gjalddaginn 24. maí 2011. Á víxilinn er prentað að hann skuli greiðast í Sparisjóði Norðlendinga, Akureyri. Með víxlinum er skjal, nefnt „yfirlýsing og umboð til útfyllingar víxileyðublaðs vegna skuldar eða yfirdráttar á tékkareikningi / kreditkorti / ábyrgðar“, dagsett 25. maí 2007, og veita þar öll stefndu Sparisjóði Norðlendinga umboð til að fylla víxilinn út hvað varðar útgáfudag, upphæð og gjalddaga og innheimta hann sem víxilskuld. Með tilkynningu dagsettri og birtri fyrir stefndu hinn 20. maí 2011, tilkynnti Byr hf. þeim að gjalddagi víxilsins hefði verið ákveðinn 24. maí 2011. Víxillinn yrði sýndur þann dag og næstu tvo virka daga í afgreiðslu Byrjar, Skipagötu 9, Akureyri, á afgreiðslutíma. Með auglýsingu, birtri í Lögbirtingablaði hinn 28. marz 2008 tilkynnti fjármálaeftirlitið að það hefði veitt samþykki fyrir samruna Sparisjóðs Norðlendinga við Byr sparisjóð. Frá og með 1. júlí 2007 tæki Byr sparisjóður við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Norðlendinga. Með auglýsingu, birtri í Lögbirtingablaði hinn 30. apríl 2010, tilkynnti fjármálaeftirlitið að það hefði ákveðið að taka yfir vald stofnfjáreigendafundar Byrjar sparisjóðs og víkja stjórn hans frá í heild sinni. Jafnframt hefði fjármálaeftirlitið meðal annars ákveðið að öllum eignum Byrjar sparisjóðs yrði þegar í stað ráðstafað til Byrjar hf., og tæki Byr hf. við öllum tryggingaréttindum Byrjar sparisjóðs. Með auglýsingu, birtri í Lögbirtingablaði 1. desember 2011, tilkynnti fjármálaeftirlitið að það hefði veitt samþykki sitt fyrir samruna Byrjar hf. og stefnanda. Skyldi stefnandi taka við öllum réttindum og skyldum Byrjar hf. frá 30. júní 2011. Málsástæður og lagarök stefnanda í aðalsök Stefnandi segist reka málið til innheimtu á víxli að fjárhæð 260 milljónir króna, sem stefndi Ari Axel hafi gefið út hinn 20. maí 2011, samþykktum til greiðslu í „Íslandsbanka hf. (áður BYR)“af stefnda Ara Axel fyrir hönd stefnda Dregg ehf. og ábektur af stefnda Ara Axel og stefndu Hólmfríði án afsagnar. Víxillinn hafi verið afhentur til tryggingar greiðslu yfirdráttar á reikningi Dregg ehf. nr. 1145-26-0340 í Byr. Víxilskjalið hafi verið útfyllt hvað varðað hafi fjárhæð, undirritað af öllum stefndu en óútfyllt um útgáfudag og gjalddaga. Viðfest víxlinum hafi verið umboð til handa stefnanda að ljúka útfyllingu skjalsins og gera að formgiltum víxli ef á ábyrgð víxilskuldara reyndi. Aðrar takmarkanir hafi ekki verið gerðar á útfyllingarheimild stefnanda. Stefnandi hafi fært á víxilinn útgáfudaginn 20. maí 2011 og gjalddaga 24. maí 2011. Skuldin sem tryggð hafi verið með víxlinum hafi numið 207.545.067 krónum á gjalddaga víxilsins. Þar sem stefndu hafi ekki greitt kröfuna þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir hafi málshöfðun verið nauðsynleg. Stefnandi kveðst byggja dómkröfur sínar á lögum nr. 93/1933, einkum sjöunda kapítula. Vaxtakrafa sé studd við III. kafla laga nr. 38/2001, sbr. 10. og 12. gr. Krafa um málskostnað sé studd við 1. mgr. 130. gr. sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991. Vegna réttarfars vísi stefnandi til XVII. kafla laganna. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun sé reist á lögum nr. 50/1988 en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur. Málsástæður og lagarök stefndu Ara Axels og Hólmfríðar í aðalsök Stefndu segja að stefnda Dregg ehf. hafi um nokkurra ára skeið stundað vöruflutninga á milli Íslands og annarra ríkja með flutningaskipinu Axel. Til kaupa á skipinu og síðar vegna rekstursins hafi félagið þurft á því að halda að hafa heimild til yfirdráttar á tékkareikningi sem félagið hafi átt í Sparisjóði Norðlendinga og síðar í Byr sparisjóði eftir sameiningu nokkura sjóða undir merkjum Byrjar. Til tryggingar heimildinni hafi sparisjóðurinn farið fram á það við eiganda félagsins, stefnda Ara Axel og eiginkonu hans stefndu Hólmfríði, að þau gæfu út svokallaða tryggingavíxla auk þess að gefa umboð til útfyllingar víxileyðublaðanna. Þá hafi sparisjóðurinn tvívegis farið þess á leit við stefnda Dregg ehf. að það gæfi út tryggingarbréf með veði í lausafé, viðskiptakröfum og fasteign félagsins til tryggingar yfirdrættinum. Alls hafi verið gefnir út víxlar og tryggingarbréf fyrir samtals 540 milljónir króna. Í maí 2007 hafi félagið fest kaup á fiskiskipi, kaupin hafi borið brátt að og hafi fjármögnun ekki verið tilbúin er þau hafi verið gerð. Af þeirri ástæðu hafi heimild til útfyllingar víxils að fjárhæð 260 milljónir króna verið undirrituð hinn 25. maí 2007 til tryggingar á yfirdráttarheimild sem veitt hafi verið 29. maí 2007 í kjölfar skipakaupanna. Öllum hafi verið ljóst að um bráðabrigðaráðstöfun hafi verið að ræða með persónulegri ábyrgð stefndu Ara og Hólmfríðar þar til fjármögnun næðist. Hinn 10. september 2007 hafi 250 milljóna króna fjármögnun verið tilbúin frá Landsbanka Íslands og borin undir Byr. Á þessum tíma hafi félagið staðið mjög vel en reikningurinn hafi mest verið yfirdreginn þegar skipakaupin hafi átt sér stað um 254 milljónir króna en yfirdráttur farið stöðugt lækkandi. Félagið hafi ekki talið sig þurfa á jafnmiklu fjármögnunarláni að halda og hafi orðið úr að hætt hafi verið við að ganga að fjármögnunartilboði Landsbankans. Þess í stað hafi verið gefið út tryggingarbréf vegna vörubirgða og vörureikninga til Byrjar dags. 3. desember 2007. Hafi það verið gert í þeim tilgangi að fella niður trygginguna samkvæmt bráðabrigða tryggingavíxlinum sem gefinn hafi verið út til að brúa bilið þar til þessi fjármögnun hafi verið afstaðin sem þá hafi verið raunin. Kostnaðarverðmæti vörubirgða á lager hafi á þeim tíma sem að tryggingarbréfið hafi verið gefið út hafi verið 89.610.932 krónur og viðskiptakröfur numið 146.024.582 krónum eða samtals 235.635.514 krónur. Tékkareikningur félagsins hafi verið yfirdregin um 129-165 milljónir króna þegar bréfið hafi verið gefið út. Dregg ehf. hafi þarna sett meira en fullar tryggingar fyrir skuldum sínum í þeim tilgangi að tryggingin samkvæmt heimild til útfyllingar víxils að fjárhæð 260 milljónir frá 25. maí 2007 félli niður. Þess hafi ætíð verið gætt að Byr hefði nægar tryggingar í vörubirgðum og kröfum þegar yfirdráttarheimild félagsins hafi verið endurnýjuð til hækkunar eða lækkunar. Hinn 19. júní 2009 hafi vörubirgðir að kostnaðarverði numið einungis 178.260.071 krónu og kröfur verið óverulegar. Byr hafi því óskað eftir viðbótartryggingu og hafi yfirdráttarheimild verið hækkuð í 204 milljónir króna að ósk félagsins. Þann dag hafi Dregg ehf. gefið út tryggingarbréf með veði að fasteign sinni Skipatanga 2-4, 2 r, Akureyri að fjárhæð 100 milljónir króna. Hafi Byr þá haft tryggingarbréf frá Dregg ehf. samtals að fjárhæð 220 milljónir króna í þessum tveimur tryggingarbréfum. Allir aðilar sem að þessum gerningum hafi komið hafi á þessum tíma verið sammála um að tryggingar samkvæmt tryggingavíxlum hafi átt að falla niður um leið og aðrar tryggingar hafi komið í staðinn. Hins vegar hafi víxlunum aldrei verið skilað til stefndu Ara og Hólmfríðar. Það hafi svo ekki verið fyrr en fjórum árum síðar eða hinn 20. maí 2011 að stefnandi hafi „grafið upp“ víxilinn, fyllt hann út og ákveðið að nota hann til að krefja stefndu persónulega um greiðslu á skuldbeitingum Dregg ehf. þegar það hafi hentað stefnanda. Stefndu segjast byggja sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að með þessari háttsemi sinni hafi stefnandi brotið gegn 6. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 þar sem fjallað sé um góða innheimtuhætti. Segi þar að innheimta skuli vera í samræmi við góða innheimtuhætti, það teljist meðal annars brjóta í bága við góða innheimtuhætti að beita óhæfilegum þrýstingi eða valda óþarfa tjóni og óþægindum. Þá segjast stefndu byggja á því að rangur aðili höfði málið sbr. a-lið 1. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991 sem leiði til sýknu sbr. 2. mgr. 16. gr. sömu laga. Íslandsbanki hf höfði málið vegna Byrjar útibús 1145 en hins vegar hafi víxilumboð stefndu verið gefið út til Sparisjóðs Norðlendinga og tryggingarbréfið til Byrjar sparisjóðs. Byggi stefndu því aðallega á því að sýkna beri þau vegna aðildarskorts stefnanda. Stefnda segjast byggja á því að meintar heimildar stefnanda til málshöfðunar á grundvelli víxilsins sem lagður sé fram í málinu brjóti hvað sem öðru líði í bága við II. kapítula víxillaga nr. 93, 1933 um framsal víxla. Vegna vanreifunar málatilbúnaðar stefnanda sé stefndu að vísu ókleift að fjalla um þessa málsástæðu sína með nokkuri nákvæmni, þar á meðal um það hvaða ákvæði II. kapítula víxillaganna eigi við um framsal víxilsins, en stefndu segjast í greinargerð sinni leyfa sér að svo stöddu að vísa til II. kapítula víxillaganna hvað þetta varði með áskilnaði um að fjalla um þessar varnir sínar af meiri nákvæmni á síðari stigum málsins. Stefndu segjast í greinargerð vilja leyfa sér að hafa uppi áskilnað um það á síðari stigum málsins að vísa til hvaða ákvæðis víxillaganna sem vera skal, kröfum sínum til stuðnings, enda gefi vanreifaður málatilbúnaður stefnanda tilefni til að hafa uppi slíkan áskilnað þar sem stefndu sé, vegna vanreifunarinnar, í raun ókleift að verjast á grundvelli laganna. Vel geti komið til álita að beita til að mynda VI. og XI. kapítula víxillaganna til varnar gegn meintum kröfum stefnanda ef fyrir liggi hvernig heimildum hans til innheimtunnar sé háttað. Engir aðrir kostir séu af hálfu stefndu en að hafa áskilnaðinn uppi til að verjast í málinu á síðari stigum. Stefndu segjast byggja sýknukröfu sína á því að þegar Dregg ehf. hafi gefið út tryggingarbréfið vegna vörubirgða og vörureikninga til Byrjar 3. desember hafi heimild sú, er stefndu hafi gefið til að fylla út tryggingavíxilinn frá 25. maí 2007, fallið niður. Sé byggt á því að þrátt fyrir að farizt hafi fyrir að afhenda stefndu víxilinn þá hafi aðilar verið sammála um að tryggingarbréfið kæmi í staðinn og heimildin hafi þar með verið niðurfallin. Það sé í sjálfu sér engin önnur rökræn skýring á af hverju gefa hafi átt tryggingarbréfið út 3. desember 2007 en að tilgangurinn hafi verið sá að það bréf mundi leysa af hólmi trygginguna sem falizt hafi í 260 milljóna króna tryggingavíxlinum. Stefndu segjast telja að horfa beri á atvik að baki samningsgerðinni við túlkun þessara gerninga og líta beri svo á að stefnandi hafi fallizt á að skuldbindingin hafi fallið niður á þessum tímapunkti. Hafi þetta verið sameiginlegur skilningur allra aðila sem að viðskiptunum hafi komið. Stefndu, sem ekki séu sérfróð um fjármálagerninga og viðskipti af þessu tagi, hafi treyst því að skuldbindingin væri niður fallin. Stefnandi sé viðskiptabanki og því sérfróður á þessu svið og hafi því á honum hvílt sú skylda eindregið, að annað hvort afhenda stefndu víxilinn eða upplýsa þau um það, á þeim tímapunkti þar sem tryggingarbréfið hafi verið gefið út, ef stefnandi hafi jafnframt ætlað að halda heimildinni til að gefa út tryggingavíxilinn. Stefnandi hafi hvorugt gert. Stefndu segjast telja ótækt að stefnandi geti nú fjórum árum síðar fyllt út og byggt rétt á víxlinum með hliðsjón af þeim aðstæðum sem liggja að baki samningsgerðinni. Beri samkvæmt þessu að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Þá segjast stefndu byggja sýknukröfu sína enn fremur á því að persónuleg ábyrgð þeirra sé löngu niður fallin með vísan þess sem fram komi á yfirlýsingunni um umboð til útfyllingar á víxli þar sem að segi orðrétt að ábyrgð á skuldum einstaklinga gildi í fjögur ár frá og með undirritun yfirlýsingarinnar. Undirritun yfirlýsingarinnar hafi farið fram á Akureyri hinn 25. maí 2007 og sé því lengri tími en fjögur ár liðin frá undirritun hennar. Á grundvelli þessa skýra og klára samningsákvæðis beri að sýkna stefndu. Þá segjast stefndu reisa sýknukröfu sína á því að á sama skjali segi orðrétt „Við undirritaðir, greiðandi, útgefandi og ábekingar, staðfestum einnig að hafa kynnt okkur efni upplýsingabæklings bankans um sjálfskuldarábyrgð og greiðslumat í samræmi við „samkomulag um notkun ábyrgð á skuldum einstaklinga“ sem Sparisjóður Norðlendinga er aðili að.“ Tilgangurinn með þessum texta geti ekki verið annar en að hið tilgreinda samkomulag sé hluti af samningssambandi og Sparisjóðs Norðlendinga. Í samkomulaginu segi m.a. orðrétt í 2. gr.: „Aðilar að samkomulagi þessu eru sammála um gildi þeirrar stefnu að draga úr vægi ábyrgða einstaklinga og að lánveitingar verði miðaðar við greiðslugetu greiðenda og eigin tryggingar hans. Með samkomulaginu yrði settar megin reglur til verndar ábyrgðarmönnum í þeim tilvikum er skuldaábyrgð eða veð í eigu annars einstaklings eru sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu. Samkomulag þetta tekur til allra skuldaábyrgða þ.e. sjálfskuldarábyrgða og einfaldra ábyrgða, af skuldabréfalánum, víxlum og öðrum skuldaskjölum, á yfirdráttarheimildum á tékkareikningum og..... Samkomulagið gildir óháð því hvort til ábyrgðar er stofnað með áritun á skuldabréf, víxil eða annað skuldaskjal eða við útgáfu sérstakrar ábyrgðaryfirlýsingar.“ Þá segi í 3. gr. samkomulagsins „Sé skuldaábyrgð eða veð sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu ber fjármálafyrirtæki að meta greiðslugetu greiðanda, nema ábyrgðarmaður óski sérstaklega eftir því með skriflegum hætti að svo verði ekki gert... Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er fjármálafyrirtæki skylt að greiðslumeta skuldara þegar ábyrgð ábyrgðarmanns á skuldum viðkomandi skuldara nemur meira en krónum 1.000.000.“ Í 4. gr. segi enn fremur: „Tryggt skal að ábyrgðarmaður geti kynnt sér niðurstöðu greiðslumats áður en hann gengst í ábyrgðina, enda liggi fyrir að greiðandi hafi samþykkt það. Ef niðurstaða greiðslumats bendir til að greiðandi geti ekki efnt skuldbindingar sínar en ábyrgðarmaður óskar eftir að lán verði veitt engu að síður skal hann staðfesta það skriflega.“ Þá sé kveðið á um eftirfarandi í 5. gr. samkomulagsins: „Fjármálafyrirtæki ber að tilkynna ábyrgðarmanni um vanskil sem verða á fjárhagslegri skuldbindingu sem hann er í ábyrgð fyrir. Stefnt skal að því að slík tilkynning sé send innan 30 daga frá greiðslufalli skuldara. Fjármálafyrirtæki breytir ekki skilmálum láns eða annarra fjárhagslegra skuldbindingar sem tryggð er með skuldaábyrgð eða veði nema með samþykki ábyrgðarmanns..... Fjármálafyrirtæki skal um hver áramót tilkynna ábyrgðarmanni skriflega um hvaða kröfum hann er í ábyrgðum fyrir, hverjar eftirstöðvar þeirra eru, hvort að þær eru í vanskilum og hversu mikil vanskil eru ef um þau er að ræða.“ Stefndu segja að samkomulagið gildi þannig ótvírætt um þá skuldbindingu sem stefnandi haldi fram að til staðar sé á hendur stefndu á grundvelli áðurnefndrar yfirlýsingar og umboðs. Hvorki stefnandi né Sparisjóður Norðlendinga hafi uppfyllt neinar af ofangreindum skyldum gagnvart stefndu. Þannig hafi aldrei neitt greiðslumat verið framkvæmt að neinu tagi og stefndu hafi aldrei óskað eftir því að greiðslumat yrði ekki framkvæmt. Hvorki hafi verið framkvæmt greiðslumat á einkahlutafélaginu Dregg ehf., Ara né Hólmfríði. Þá hafi tilkynningar af því tagi sem getið er í 5. gr. ekki verið sendar stefndu enda hefðu þau kallað á viðbrögð af hálfu stefndu þegar í stað ef þeim hefðu borist slíkar tilkynningar. Með vísan til þessa beri að sýkna stefndu. Segja stefndu einnig vísa til þeirra sjónarmiða sem fram komi í dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-913/2011 frá 23. febrúar 2012 en atvik þess máls og þess sem hér sé til meðferðar séu eðlislík um það sem að máli skipti. Þá segjast stefndu byggja á því að ógilda beri samning aðila á grundvelli ógildingarreglna samningalaganna og byggi þau á eftirfarandi ógildingareglum. Í fyrsta lagi segja stefndu byggja á því að ógilda beri samninginn á grundvelli 32. gr. samningalaga nr. 7/1936. Í ákvæðinu segi að löggerningur sem vegna misritunar eða annarra mistaka af hálfu þess, er hafi gert hann, hafi orðið annars efnis en til hafi verið ætlazt sé ekki skuldbindandi fyrir þann sem gert hafi hann, ef sá maður, sem löggerningum hafi verið beint til, hafi vitað eða mátt vita að mistök hafi átt sér stað. Hér sé mælt fyrir um ógildingareglu um rangar forsendur en stefndu segjast byggja á því að stefnanda hafi verið ljóst að stefndu hafi staðið í þeirri trú að tryggingarbréfið frá 3. desember 2007 hafi komið í stað víxilskuldbindingarinnar frá 25. maí 2007. Hafi stefnandi því vitað eða mátt vita að víxilskuldbindingunni hafi ekki verið ætlað að hafa réttaráhrif eftir að önnur trygging hafi komið í staðinn, þrátt fyrir að þau mistök hafi átt sé stað, sem stefnandi beri vissulega meginábyrgð á, að víxlinum hafi aldrei verið skilað. Hafi stefnandi því verið í vondri trú þegar hann hafi ákveðið fjórum árum síðar að fylla út víxilinn og krefja stefndu persónulega um greiðslu á grundvelli hans. Beri því að ógilda víxilinn með vísan til 32. gr. samningalaga. Þá segjast stefndu byggja á því að víxillinn sé ógildur með vísan til 33. gr. samningalaga en í ákvæðinu segi að löggerning sem ella yrði talinn gildur geti sá maður, er við honum hafi tekið, ekki borið fyrir sig ef það yrði talið óheiðarlegt vegna atvika sem fyrir hendi hafi verið þegar löggerningurinn hafi komið til vitundar hans og ætla megi að hann hafi haft vitneskju um. Hér sé sem endranær vísað til þeirra atvika sem að framan sé lýst og hafi verið til staðar þegar að víxilheimildin hafi verið undirrituð. Ljóst sé að stefnandi hafi haft vitneskju um það hver raunveruleg ætlun aðila hafi verið með víxilskuldbindingunni og sé því óheiðarlegt af hálfu hans að bera þann gerning fyrir sig fjórum árum síðar og það á allt öðrum forsendum og með öðrum tilgangi en upphaflega hafi verið ætlun aðila. Beri því að ógilda víxilinn með vísan til 33. gr. samningalaga. Þá segjast stefndu byggja á því að víxilskuldbindingin sé ógildanleg á grundvelli 36. gr. samningalaga. Í ákvæðinu segi að samningi megi víkja til hliðar í heild eða hluta eða breyta ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Í 2. mgr. ákvæðisins segir að við mat samkvæmt 1. mgr. skuli líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar hafi komið til. Hér liggi því beint við að vísa til stöðu samningsaðila en augljóst sé að stefnandi hafi verið í yfirburðastöðu gagnvart stefndu hvað varði þekkingu á fjármálagerningum og réttaráhrifum þeirra. Þá beri að líta til atvika við samningsgerðina sem þegar hafi verið lýst og að lokum til atvika sem að síðar hafi komið til en þar beri helzt að nefna þau atvik að stefnandi hafi ákveðið fjórum árum síðar að nota víxilheimildina sem aðilar hafi upphaflega verið sammála um að fallið hafi niður við útgáfu tryggingarbréfsins. Með vísan til alls þessa beri að ógilda víxilinn með vísan til 36. gr. samningalaga. Stefndu segjast mótmæla vaxtakröfum og telja ekki heimild til að ákveða vexti frá fyrra tímamarki en dómsuppsögu ef til komi. Stefndu segjast í öllum framangreindum tilvikum byggja á því að heimilt sé að koma að framangreindum vörnum m.a. með vísan til 2. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök gagnstefnenda í gagnsök Gagnstefnendur byggja kröfu sína í gagnsök á sömu röksemdum og þeir byggja sýknukröfu sína í aðalsök. Þá byggja gagnstefnendur á því að í yfirlýsingum um umboð á víxli komi ítrekað fram að Sparisjóði Norðlendinga sé veitt umboð til að fylla víxilinn út hvenær sem hann sjái ástæðu til. Stefnandi þessa máls sé ekki Sparisjóður Norðlendinga og geri gagnstefndi enga tilraun til þess í stefnu í aðalsök að gera grein fyrir því hvernig á því standi að hann innheimti kröfur á hendur stefndu í aðalsök á grundvelli skjalsins né á grundvelli hvaða heimildar það sé gert. Þetta eitt og sér nægi til þess að kröfur gagnstefnenda í gagnsök séu teknar til greina en hvað sem því líði þá beri að taka þær til greina á þeim grundvelli að umrætt umboð til útfyllingar víxils feli ekki í sér neina heimild til framsals þeirra mikilsverðu heimilda sem gagnstefnendur hafi veitt Sparisjóði Norðlendinga og engum öðrum. Mótmæli gagnstefnendur því að heimild sú sem þau hafi veitt Sparisjóði Norðlendinga hafi verð framseljanleg. Hafi Sparisjóður Norðlendinga hins vegar á einhverjum tímapunkti mátt eða eftir atvikum ætlað að framselja réttindi sín á grundvelli þessa skjals hafi sparisjóðnum að minnsta kosti borið að fá samþykki gagnstefnenda fyrir slíku framsali eða í minnsta lagi tilkynna gagnstefnendum um að sparisjóðurinn hygðist framselja það til þriðja aðila. Þar sem hvorki hafi mátt framselja þessi réttindi né neitt af þessu hafi verið gert beri að taka kröfur gagnstefnenda til greina. Yfirlýsingin og útfyllingarumboðið feli í sér víðtækar heimildir sem Sparisjóði Norðlendinga og engum öðrum hafi verið veittar. Komi meðal annars fram í skjalinu skýrum orðum að fjárhæð sú sem færð yrði inn á víxilinn megi ekki varða önnur viðskipti í sparisjóðnum en tilgreind séu í umboðinu. Þannig beri skjalið sjálft með sér skýrt og greinilega að fjárhæð sú sem færð yrði inn á víxilinn mætti ekki varða nein önnur viðskipti en viðskipti Sparisjóðs Norðlendinga, nánar tiltekið þau viðskipti sem tilgreind séu í umboðinu. Valdi framangreint ekki að persónuleg ábyrgð gagnstefnenda samkvæmt tryggingavíxlinum sé niður fallin, eins og aðalkrafa í gagnsök lúti að, hljóti það að minnsta kosti að leiða til þess að varakrafa verði tekin til greina um ógildingu víxilsins á grundvelli almennra reglna samningakröfu og víxilréttar. Með vísan til þess sem hér hafi verið rakið haldi gagnstefnendur því fram að gagnstefndi hafi í raun með háttsemi sinni brotið gegn 249. gr. almennra hegningarlaga og þar með framið umboðssvik. Gagnstefndi geti undir engum kringumstæðum reist neinn rétt á hendur gagnstefnendum með háttsemi sem varði við almenn hegningarlög og því beri að taka dómkröfur gagnstefnenda til greina af þeim ástæðum. Gagnstefnendur segjast vísa til reglna samninga- og kröfuréttar kröfum sínum til stuðnings. Þá sé vísað til almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og samningalaga nr. 7, 1936, einkum 32., 33. og 36. gr. Vegna heimildar til að krefjast viðurkenningardóms sé vísað til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Um heimild til að gagnstefna sé vísað til 2. mgr. 28. gr. laganna og krafa stefnenda um málskostnað sé studd við ákvæði XXI. kafla laganna, einkum 130. gr. þeirra. Málsástæður og lagarök gagnstefnda í gagnsök Gagnstefndi segir að hinn 1. júlí 2007 hafi Byr sparisjóður yfirtekið allar skyldur og réttindi Sparisjóðs Norðlendinga sbr. samrunatilkynningu er birzt hafi í Lögbirtingablaði hinn 28. marz 2008. Með ákvörðun fjármálaeftirlitsins dags. 22. apríl 2010 hafi Byr hf. tekið við öllum eignum Byrjar sparisjóðs sbr. auglýsingu sem birzt hafi í Lögbirtingablaði hinn 30. apríl 2010. Með samruna dags. 29. nóvember 2011 hafi stefnandi yfirtekið allar skyldur og réttindi Byrjar hf. sbr. samrunatilkynningu er birzt hafi í Lögbirtingablaði hinn 5. desember 2011. Sé Íslandsbanki hf. því gagnstefndi enda telji gagnstefnendur sjálfir svo vera þar sem dómkröfum sé beint að gagnstefnda. Gagnstefndi kveðst mótmæla allri málsatvikalýsingu gagnstefnenda eins og hún sé sett fram í gagnstefnu. Gagnstefndi hafi veitt fyrirtækinu Dregg ehf., sem hafi verið í eigu gagnstefnenda, lán í formi yfirdráttar á tékkareikningi nr. 1145-26-340. Reikningurinn hafi verið yfirdreginn um 207.545.067 krónur hinn 9. maí 2011. Gagnstefndi krefji gagnstefnendur ásamt Dregg ehf. um þá fjárhæð, auk dráttarvaxta frá 24. maí 2011 og kostnaðar, í stefnu í aðalsök. Til tryggingar yfirdrættinum hafi verið settar ábyrgðir í formi víxils að fjárhæð 260 milljónir króna. Gagnstefnda hafi verið veitt heimild til útfyllingar víxilsins sem hann hafi gert. Gagnstefndi segir að tveimur víxlum að fjárhæð 40 milljónir króna hvor hafi verið skilað og gagnstefndi nýti þá ekki. Gagnstefndi hafi veð í vörubirgðum Dregg ehf. að fjárhæð 120 milljónir króna. Dregg ehf. hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta, engar vörubirgðir séu til staðar í þrotabúinu enda hafi Dregg ehf. selt vörulagerinn til félags í eigu gagnstefnenda, Dregg lagna ehf., á 12.834.110 krónur. Þetta hafi gagnstefnendur gert án samráðs við gagnstefnda en samkvæmt tryggingarbréfi sé það óheimilt. Sé ljóst að gagnstefndi hafi ekki gífurlegar tryggingar að baki kröfu sinni eins og gagnstefnendur haldi fram í gagnstefnu. Þá sé þess að geta að svo virðist sem gagnstefnendur hafi selt íbúðarhús sitt, sbr. veðbókarvottorð er liggi frammi í málinu. Gagnstefndi kveðst mótmæla öllum málsástæðum gagnstefnanda eins og þær séu settar fram í gagnstefnu. Gagnstefndi kveðst mótmæla sérstaklega að varnir þær sem byggt er á komist að í málinu og að reglur um samkomulag um notkun ábyrgðar á skuldum einstaklinga eigi við í þessu máli. Gagnstefndi kveðst telja að varnir þær sem gagnstefnendur hafi uppi í gagnstefnu eigi ekki við og komist ekki að í málinu þar hér sé um víxilmál að ræða sem rekið sé eftir XVII. kafla laga nr. 91, 1991. Samkvæmt XVII. kafla laga nr. 91, 1991 komist takmarkaðar varnir að í málum sem rekin séu eftir kaflanum. Varnir þær sem gagnstefnendur haldi fram í gagnstefnu telji gagnstefndi að komist ekki að. Gagnstefndi segir að komist málsástæður þær sem gagnstefnendur hafi uppi í gagnstefnu í málinu rökstyðji gagnstefndi sýknukröfu sína í gagnsök með eftirfarandi rökum. Í fyrsta lagi sé víxill í aðalsök fullgildur víxill. Gagnstefnendur hafi veitt heimild til útfyllingar hans og tekist á hendur ábyrgð að fjárhæð allt að 260 milljónir króna. Stefnukrafan sé 207.545.067 krónur en þannig hafi staðan á tékkareikningi nr. 1145-26-0340 í Byr sparisjóði, nú stefnanda, verið hinn 24. maí 2011. Gagnstefndi hafi umboð gagnstefnanda til að fylla víxilinn út. Umboðið sé dagsett 25.maí 2007, útgáfudagur víxilsins sé 20. maí 2011 og gjalddagi 24. maí 2011. Víxillinn sé fylltur út innan fjögurra ára, Víxillinn sé ekki fyrndur. Gagnstefnendum hafi verið send tilkynning um útfyllingu víxilsins og tilkynnt um gjalddaga hans og að hann yrði á greiðslustað á gjalddaga. Víxilinn sé því að formi réttur og fullgildur. Röksemdir gagnstefnenda um annað eigi því ekki við. Þá kveðst gagnstefndi vísa á bug röksemdum gagnstefnenda sem röngum að skila hafi átt víxli þessum vegna annarra trygginga sem gagnstefndi hafi haft undir höndum. Sönnunarbyrði um slíkt hvíli alfarið á gagnstefnendum. Aðrar tryggingar sem gagnstefndi hafi undir höndum geti á engan hátt haft áhrif á gildi víxilsins, hann sé fullgildur og verði gagnstefnendur að greiða hann. Varðandi aðrar tryggingar þá hafi víxlum verið skilað og ljóst sé að trygging í vörubirgðum upp á 120 milljónir króna sé lítils virði þar sem lagerinn hafi verið seldur á 12 milljónir króna án samráðs við gagnstefnda. Gagnstefndi hafi því litlar sem engar tryggingar í formi tryggingarbréfa annað en umræddan víxil sem gagnstefnendur hafi gengizt í ábyrgð fyrir. Gagnstefndi segir að tilvísanir gagnstefnenda til 32. gr. samningalaga, um rangar forsendur, eigi ekki við. Þá byggi gagnstefnendur á því að víxillinn hafi átt að falla niður vegna annarra trygginga. Gagnstefndi segir það ekki rétt. Þá haldi gagnstefnendur því fram að víxillinn sé ógildur sbr. 33. gr. samningalaga. Þetta ákvæði telji gagnstefndi ekki eiga við. Sama sé að segja um tilvísun til 36. gr. samningalaga. Víxillinn hafi verið settur til tryggingar á yfirdrætti á tékkareikningi Dregg ehf. Það hafi ekki verið ætlun gagnstefnda að skila víxlinum enda um fullgilda tryggingu að ræða fyrir yfirdrættinum. Gagnstefnendur hefðu, ef fullyrðingar í gagnstefndu væru réttar, átt að ganga eftir og fá víxilinn afhentan en það hafi þau ekki gert. Gagnstefnendur hafi því alla sönnunarbyrði fyrir því að aðrar tryggingar sem settar hafi verið hafi átt að koma í stað víxilsins. Gagnstefnendur séu alvanir viðskiptum. Að mati gagnstefnda eigi tilvísanir gagnstefnenda til ákvæða samningalaganna því ekki við. Gagnstefndi segir gagnstefnendur krefjast viðurkenningadóms um að ábyrgð gagnstefnenda á víxlinum verið talin niður fallin með vísan til 25. gr. laga nr. 91/ 1991. Þetta rökstyðji gagnstefnendur ekkert sérstaklega í gagnstefnu. Gagnstefndi segist telja reglur 25. gr. laga nr. 91/1991 ekki eiga við í þessu tilviki og séu reglur og skilyrði 25. gr. ekki vera uppfyllt. Aðalsök sé rekin sem víxilmál og eftir XVII. kafla nr. 91, 1991 og varnir því takmarkaðar. Krafa um viðurkenningu komist ekki að skv. ákvæðum XVII. kafla. Með vísan til þess telji gagnstefndi að sýkna beri hann af þeirri kröfu. Gagnstefndi segir að gagnstefnendur byggi á því að umboð hafi verið veitt Sparisjóði Norðlendinga. Gagnstefndi segir að gagnstefnendum sé fullkunnugt um, eins og sjáist á aðild í gagnsök, að gagnstefndi sé eigandi víxilsins í dag. Sparisjóður Norðlendinga hafi orðið hluti af Byr sparisjóði með samruna, eignir Byrjar sparisjóðs hafi verið fluttar yfir til Byrjar hf. sbr. ákvörðun fjármálaeftirlitsins og Byr hf. hafi sameinazt stefnanda með samruna. Gagnstefnendur viti að gagnstefndi sé eigandi umrædds víxils. Gagnstefnendur stefni stefnanda til ógildingar víxilsins og lýsi því í gagnstefnu hvernig aðildinni sé háttað. Gagnstefnendur hafi því fulla vitneskju um hver eigandinn er. Því eigi varnir byggðar á þessu ekki við. Í dómkröfum í gagnstefnu sé krafizt viðurkenningar á ógildi víxils í eigu stefnenda en síðan séu varnir gagnstefnanda þær að stefnandi eigi ekki kröfuna. Slíkar varnir segir gagnstefndi að gangi ekki upp. Ekki þurfi framsal á kröfu þegar um samruna sé að ræða þar sem eignasafn leggist til sameiginlegs aðila. Gagnstefndi segir að þess sé og að geta að víxlar geti gengið manna á milli án þess að framselja þurfi þá sérstaklega í hvert skipti, sbr. 11., sbr. 14., sbr. 16. gr. víxillaga nr. 93/1933. Víxill geti gengið á milli án þess að árita þurfi hann um framsal. Sá sem hafi víxilinn undir höndum sé réttur eigandi hans og beri greiðanda, útgefanda og/eða ábekingum að greiða víxilinn. Gagnstefndi segist því telja mótmæli gagnstefnenda um annað ekki eiga við í málinu. Gagnstefndi segir að gagnstefnendur byggi kröfur sínar á því að „samkomulag um notkun ábyrgðar á skuldum einstaklinga“ eigi við þar sem í umboði til útfyllingar víxilsins komi fram texti um að aðilar hafi kynnt sér þetta samkomulag. Þetta samkomulag hafi gagnstefnendur ekki lagt fram. Gagnstefndi kveðst telja þessar varnir komast ekki að með vísan til XVII. kafla laga nr. 91/1991. Þá sé hér um víxil að ræða og um hann gildi víxillög. Þá sé eyðublað það sem vísað sé til vegna umboðs, staðlað eyðublað og verði að skoða það sem slíkt. Ljóst sé að greiðandi víxilsins sé fyrirtæki en samkvæmt umræddu samkomulagi þurfi ekki að greiðslumeta einstaklinga sem gangast í ábyrgð fyrir fyrirtæki. Kveðst gagnstefndi því telja að samkomulagið gildi ekki um víxil þennan. Þá kveðst gagnstefndi telja tilvísanir gagnstefnenda til dóms Héraðsdóms Reykjaness í máli E-913/2011 ekki eiga við í málinu enda hafi málsatvik þar verið allt önnur. Gagnstefndi kveðst vísa til víxillaga nr. 93/1933, sérstaklega II. kafla laganna og þá sérstaklega 11., 14. og 16. gr. þeirra. Þá sé vísað til laga nr. 91/1991, sérstaklega XVII. kafla þeirra. Vegna málskostnaðarkröfu sé vísað til 130. gr. sömu laga. Þá kveðst gagnstefndi vísa til almennra reglna kröfu- og samningaréttar. Niðurstaða Stefnandi höfðar mál þetta til heimtu skuldar samkvæmt víxli. Víxill sá sem málið varðar er að formi til fullgildur víxill samkvæmt lögum nr. 93/1933. Um málið gilda réttarfarsreglur XVII. kafla laga nr. 91/1991. Ekki hefur verið mótmælt þeirri staðhæfingu stefnanda að víxillinn hafi verið afhentur til tryggingar greiðslu yfirdráttar á reikningi stefnda Dregg ehf. Verður miðað við það. Eins og rakið var hafa eignir og skuldir Sparisjóðs Norðlendinga færzt til stefnanda, með viðkomu í Byr sparisjóði og Byr hf. Hefur ekkert komið fram sem veldur vafa um að stefnandi sé nú réttur eigandi þeirra krafna sem hann byggir á. Í stefnu er aðild málsins, í ljósi þessara aðilaskipta að kröfunni, ekki reifuð sérstaklega. Úr því var bætt af hálfu stefnanda undir rekstri málsins og verður, meðal annars í ljósi dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 46/2012, talið að það hafi stefnanda verið unnt. Stefndu Ari Axel og Hólmfríður hafa ekki, eftir að stefnandi lagði fram gögn um aðilaskiptin, reifað frekar þá málsástæðu að heimildir stefnanda til málshöfðunar brjóti í bága við ákvæði II. kapítula víxillaga og ekki heldur fært fram rök fyrir því að ákvæði VI. eða XI. kapítula veiti þeim vörn gegn kröfum stefnanda. Voru af hálfu þessara stefndu ekki hafðar uppi neinar nýjar varnir eftir að stefnandi lagði fram gögn um aðilaskiptin. Stefndu Ari Axel og Hólmfríður vísa í greinargerð sinni til tiltekins héraðsdóms máli sínu til stuðnings, en atvik þar hafi verið eðlislík þeim sem hér séu. Í því máli var einkahlutafélagi og tveimur sjálfskuldarábyrgðarmönnum þess stefnt til greiðslu skuldar, og voru ábyrgðarmennirnir sýknaðir í héraði. Þeim héraðsdómi var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands sem í dómi sínum í máli nr. 161/2012 tók ekki afstöðu til þeirra málsástæðna sem lutu að ætluðum skyldum fjármálastofnunar vegna samkomulags á notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, en sýknaði ábyrgðarmennina af öðrum ástæðum. Þykir umræddur dómur ekki hafa fordæmisgildi í þessu máli. Ekki hefur verið sýnt fram á í málinu að víxilhafi hafi af ásettu ráði viljað baka stefndu tjón, eða að brotið hafi verið gegn ákvæðum innheimtulaga. Eins og áður segir er málið rekið samkvæmt réttarfarsreglum XVII. kafla laga nr. 91/1991. Komast ekki aðrar varnir að en greinir í 118. gr. laganna. Málsástæður þess efnis að víxilhafi hafi átt að afhenda víxilinn eftir útgáfu tryggingarbréfs en ella átt að upplýsa stefndu um að það hygðist hann ekki gera, að sú ábyrgð sem víxlinum hafi verið ætlað að tryggja sé niður fallin, að ábyrgðin sé ekki gild þar sem ekki hafi verið fylgt ákvæðum samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, og að ógilda beri samning aðila vegna einstakra ákvæða samningalaga, komast ekki að í víxilmáli gegn andmælum stefnanda. Andmæli stefndu við vaxtakröfu stefnanda eru engum lagarökum studd. Með vísan til framanritaðs hafa ekki komið fram neinar varnir í aðalsök sem koma í veg fyrir að stefnukrafa verði tekin til greina og verður það gert svo sem í dómsorði segir. Kröfur gagnstefnenda í gagnsök eru því marki brenndar að þar er leitazt við að koma að í víxilmáli vörnum sem ekki komast þar að gegn andmælum víxilhafa. Í 4. mgr. 118. gr. laga nr. 91/1991 er getið um þær gagnkröfur sem koma má að til sjálfstæðs dóms í víxilmáli, en kröfur gagnstefnenda í gagnsök eru af öðrum toga. Þegar á þetta er horft þykir efnismeðferð ekki komið við í gagnsök og verður kröfum gagnstefnenda vísað frá dómi. Þegar á allt er horft verður stefndu Ara Axel og Hólmfríði gert að greiða stefnanda í sameiningu 376.500 krónur í málskostnað en við ákvörðun hans er meðal annars horft til þess að annað víxilmál er rekið milli sömu aðila. Þá hefur verið litið til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Dregg ehf. verður gert að greiða hluta málskostnaðarins in solidum með þeim stefndu Ara Axel og Hólmfríði eins og nánar segir í dómsorði. Af hálfu stefnanda fór Stefán Bj. Gunnlaugsson hrl. með málið. Stefán Geir Þórisson hrl. fór með málið af hálfu stefndu Ara Axels og Hólmfríðar framan af, en þau gættu sjálf hagsmuna sinna við aðalmeðferð málsins. Þorsteinn Davíðsson kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Aðalstefndu, Ari Axel Jónsson, Hólmfríður G. Þorleifsdóttir og Dregg ehf., greiði aðalstefnanda, Íslandsbanka hf., in solidum 207.545.067 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 24. maí 2011 til greiðsludags, allt að frádregnum 36.036.798 krónum sem dragast skulu frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi 21. febrúar 2013. Gagnsök er vísað frá dómi. Aðalstefndu Ari Axel og Hólmfríður greiði aðalstefnanda in solidum 376.500 krónur í málskostnað. Þar af greiði Dregg ehf. in solidum með þeim 62.750 krónur.
|
Mál nr. 543/2017
|
Fasteignakaup Galli Riftun Sprangkrafa
|
S og A kröfðust þess að staðfest yrði riftun þeirra á tveimur kaupsamningum um lóðir í Ásborgum í Ásgarðslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi og að G yrði gert að greiða þeim fjárhæð er svaraði til kaupverðs lóðanna auk gatnagerðagjalds, gegn útgáfu afsals fyrir lóðunum. G hafði verið upphaflegur eigandi þeirra lóða sem um ræddi í málinu, en ekki var fyrir hendi samningssamband milli aðila að því er varðaði kaup á lóðunum. Byggðu S og A kröfu sína annars vegar á því að þeim væri á grundvelli 1. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup heimilt að ganga inn kröfu sem þeir sem þau leiddu rétt sinn frá kynnu að hafa átt á hendur G vegna vanefnda þess síðarnefnda gagnvart þeim. Hins vegar byggðu þau á því að þeim væri heimilt að hafa uppi beina kröfu á hendur G á grundvelli almennra reglna kröfuréttar þar sem G hefði ekki með réttum hætti efnt samningsskyldur sínar. Hæstiréttur féllst á með héraðsdómi að við úrlausn málsins hefðu dómar Hæstaréttar í málum nr. 222/2012 og 82/2014 fordæmisgildi um það að tilteknar athafnir G á árunum 2009, 2010 og 2011 hefðu falið í sér eftirfarandi vanefndir af hans hálfu við sölu lóða í Ásborgum. Að því er varðaði það álitaefni hvort S og A sem síðari framasalshafar lóðanna gætu vegna þessa krafist riftunar á kaupsamningunum tveimur vísaði Hæstiréttur til þess að í 1. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002 fælist heimild kaupanda fasteignar til að beina kröfu vegna galla á fasteign að öðrum en þeim sem seldi honum og þá í sama mæli og sá gæti haft uppi slíka kröfur á hendur fyrri eiganda eða öðrum samningsaðila. Gengi kaupandinn við þær aðstæður inn í réttarstöðu seljandans og væri þá eðli máls samkvæmt óhjákvæmilegt skilyrði að seljandi hefði öðlast kröfu á hendur fyrri eiganda eða öðrum fyrri samningsaðila. Af þessu leiddi að hefði galli fyrst komið til sögunnar eftir að kaupandi hefði orðið eigandi umræddrar eignar gæti hann ekki neytt heimildar ákvæðisins. Því næst vísaði Hæstiréttur til þess að þær athafnir G sem hefðu falið í sér eftirfarandi vanheimild af hans hálfu hefðu að stærstum hluta átt sér stað eftir að S eignaðist lóðirnar en að óverulegu leyti meðan H ehf., sem S og A leiddu rétt sinn frá, hefði verið eigandi þeirra. Lægi þannig ekki fyrir að H ehf. hefði öðlast rétt til riftunar vegna vanefnda G og því ekki sú staða uppi að S og A gætu gengið inn í réttarstöðu sem H ehf. hefði öðlast. Samkvæmt þessu gætu S og A ekki reist riftunarkröfu sína á hendur G á ákvæði 1. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002. Þá væri það almenn regla kröfuréttar að aðilar samnings hefðu einir forræði á túlkun hans og framkvæmd og gætu einir haft uppi kröfu í tilefni af ætlaðri vanefnd hans. Gætu S og A því ekki reist riftunarkröfu sína á því að þeim væri heimilt að hafa uppi beina kröfu á hendur G á grundvelli almennra regla kröfuréttar. Með þessu væri þó ekki tekin afstaða til þess hvort S og A kynnu á öðrum lagagrundvelli að hafa öðlast kröfu á hendur G vegna þeirra athafna sem um var deilt í málinu. Með vísan til þessa var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu G.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og GretaBaldursdóttir og Sigurður Tómas Magnússon landsréttardómari.Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 30. ágúst 2017. Þau krefjast staðfestingará riftun tveggja kaupsamninga um lóðir í Ásborgum í Ásgarðslandi í Grímsnes- ogGrafningshreppi, annars vegar kaupsamnings 12. apríl 2006 um lóðina nr. 18, oghins vegar kaupsamnings 31. mars 2006 um lóðina nr. 24. Þá krefjast þau þess að stefndi greiði þeim11.730.875 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu, aðallega frá 20. janúar 2014 til greiðsludags en tilvara frá 16. nóvember 2016 til greiðsludags, í báðum tilvikum gegn útgáfuafsals fyrir lóðunum. Þá krefjast þau aðallega málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti en til vara að málskostnaður á báðum dómstigum verði felldur niður. Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað fráhéraðsdómi, til vara staðfestingar hins áfrýjaða dóms en að því frágengnu aðkröfur áfrýjenda verði lækkaðar. Í öllum tilvikum krefst hann málskostnaðarfyrir Hæstarétti. Stefndi hefur ekki gagnáfrýjaðhéraðsdómi til að fá endurskoðun á frávísunarkröfu sinni sem hafnað var meðúrskurði héraðsdóms 20. mars 2017 og getur krafa hans um frávísun málsins fráhéraðsdómi því ekki komið til úrlausnar fyrir Hæstarétti.IEins og nánar greinir í hinum áfrýjaðadómi var stefndi upphaflegur eigandi lóða þeirra sem um ræðir í málinu. Lóðinanr. 18 í Ásborgum seldi hann einkahlutafélaginu S.Ö.S. með kaupsamningi 12.apríl 2006 og lóðina nr. 24 Byggingafélaginu Geysi ehf. með kaupsamningi 31.mars sama ár en áfrýjandinn Sigurður Örn var fyrirsvarsmaður og meðal eigenda beggjafélaganna. Báðum lóðunum afsalaði stefndi til framangreindra kaupenda 27.október 2008. Með afsali 4. desember 2008 seldiS.Ö.S. ehf. lóðina nr. 18 Hornási ehf. og með afsali sama dag seldiByggingafélagið Geysir ehf. Hornási ehf. lóðina nr. 24. en áfrýjandinn SigurðurÖrn var annar tveggja stofnenda þess félags ásamt því að vera prókúruhafi,framkvæmdastjóri og varamaður í stjórn félagsins. Hornás ehf. seldi SigurðiErni báðar lóðirnar með kaupsamningi 30. október 2009. Með yfirlýsingu 7. maí 2012 voru lóðirnar nr.18 og 24 gerðar að óskiptri sameign beggja áfrýjenda í helmings eigu hvors umsig. Hornási ehf. var slitið á árinu 2012.Lögmaður áfrýjenda tilkynnti stefndameð bréfi 20. desember 2013 að „þau hafi ákveðið að rifta kaupsamningum viðsveitarfélagið um lóðirnar nr. 24 og 18 í Ásborgum í Grímsnesi, Grafningshreppi... Verði ekki samið við umbj.m. eða fallist á riftun er umbj.m. ... nauðugureinn kostur að höfða mál gegn sveitarfélaginu til riftunar á umræddumkaupsamningum og krefjast jafnframt skaðabóta úr hendi sveitarfélagsins.“ Meðbréfi 6. janúar 2014 hafnaði stefndi kröfu áfrýjenda. Mál þetta höfðuðuáfrýjendur 6. nóvember 2016 með þeim dómkröfum sem í hinum áfrýjaða dómigreinir. IIKrafa áfrýjenda um riftun framangreindrakaupsamninga, sem stefndi gerði við S.Ö.S. ehf. og Byggingafélagið Geysi ehf. 12.apríl og 31. mars 2006 og um endurgreiðslu kaupverðsins ásamt fasteignagjöldum,er reist á tvíþættum grunni. Annars vegar er krafan reist á því að áfrýjendumsé samkvæmt 1. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup „heimilt að gangainn í kröfur sem fyrri viðsemjendur hans kunni að hafa átt á hendur stefndavegna vanefnda stefnda gagnvart þeim ... Beri stefnda að þola riftun ogendurgreiða söluverð lóðanna og um leið gatnagerðargjöld.“ Hins vegar erriftunar- og endurgreiðslukrafan reist á því að áfrýjendum sé „heimilt að hafauppi beina kröfu á hendur stefnda á grundvelli almennra reglna kröfuréttarinsþar sem stefndi hafi ekki með réttum hætti efnt samningsskyldur sínar. Í málinuliggi fyrir að viðsemjandi áfrýjenda og þeir sem leiði rétt sinn frá honum hafibyggt á ákvæðum kaupsamninga sem stefndi hafi verið aðili að ... Með háttsemisinni hafi stefndi brotið gegn samningsskyldum sínum, fasteignin sé haldingalla vegna eftirfarandi vanefndar af hálfu stefnda. Beri stefnda að þolariftun og endurgreiða söluverð lóðanna og um leið gagnagerðargjöld.“ IIIÁfrýjendur vísa til þess ímálatilbúnaði sínum að Hæstiréttur Íslands hafi kveðið upp dóma í sambærilegummálum þar sem til úrlausnar hafi verið ágreiningur vegna lóðakaupa tiltekinnaaðila í Ásborgum af stefnda. Um sé að ræða dóm Hæstaréttar 19. desember 2012 ímáli nr. 222/2012 og dóm réttarins 6. nóvember 2014 í máli nr. 82/2014. Segir ímálatilbúnaði áfrýjenda að í umræddum dómum „hafi verið fallist á aðalkröfulóðarhafa um riftun kaupsamnings við Grímsnes- og Grafningshrepp ogendurgreiðslu kaupverðs og gatnagerðargjalda. Athafnir Grímsnes- ogGrafningshrepps hafi verið virtarsveitarfélaginu til sakar og talið að gerðir þess hafi falið í sér eftirfarandivanefnd á kaupsamningsskyldum. Áfrýjendur telja að sama eigi við í þessu máli.“Fram kemur í framangreindum dómi Hæstaréttarí máli nr. 222/2012 að stefndi hafi selt tveimur einkahlutafélögum, Grímsborgumog Hótel Geysi, margar lóðir í Ásborgum þegar á árinu 2006. Með þessu hafistefnda mátt vera fyllilega ljóst að stigin væru fyrstu skrefin í þá átt aðbreyta íbúðabyggð í svæði fyrir atvinnurekstur eða blöndu af hvoru tveggja.Engu að síður hafi hann selt áfrýjendum málsins lóð næstum einu og hálfu árisíðar þar sem í kaupsamningi hafi sérstaklega verið skírskotað til skilmáladeiliskipulags fyrir íbúðabyggð. Tilteknir kostir hins selda hafi þar með veriðáskildir og ekkert fram komið í málinu sem benti til þess að stefndi hafi vakiðathygli viðsemjenda sinna á því að skipulagið hlyti að breytast vegna kaupaumræddra félaga á nærri þriðjungi lóða í hverfinu. Það var niðurstaða Hæstaréttar í málinr. 222/2012 að nánar tilgreindar athafnir stefnda á árinu 2009 og 2010 ítengslum við veitingu rekstrarleyfa til Grímsborga ehf. og breytingu á skipulagií Ásborgum á árinu 2011 hafi falið í sér vanefnd á skyldum hans samkvæmtkaupsamningum um tilteknar lóðir í Ásborgum. Um var að ræða í fyrsta lagi svarstefnda 20. ágúst 2009 við fyrirspurn sýslumanns vegna umsóknar Grímsborga ehf.um leyfi til reksturs gististaðar í Ásborgum. Í öðru lagi svar stefnda 25.janúar 2010 við fyrirspurn sýslumanns vegna umsóknar Grímsborga ehf. um heimildtil að reka veitingastað í Ásborgum. Í þriðja lagi umsögn byggingarfulltrúauppsveita Árnessýslu og Flóahrepps 28. maí 2010 vegna hins sama og í fjórðalagi athafnir í tengslum við breytingar á aðalskipulagi stefnda sem auglýstarvoru á árinu 2011. Þá er þess einnig getið í dóminum að samhliða breytingu áaðalskipulagi hafi verið auglýst breyting á deiliskipulagi „íbúðarsvæðisinsÁsborgir“ á þann veg að heimilt yrði að nýta hús þar „sem íbúðarhús og semgisti- og/eða veitingahús“ til samræmis við tillögu um breytingu áaðalskipulagi. Þá væri gert ráð fyrir því að byggingarreitur á lóð nr. 48 yrðistækkaður en sú lóð væri í eigu Grímsborga ehf.Í dóminum í máli nr. 222/2012 segir aðstefndi hafi gefið „jákvæða umsögn með báðum umsóknum Grímsborga ehf. Þærgerðir hans fóru í bága við fyrirmæli 1. töluliðar 4. mgr. 10. gr. laga nr.85/2007 um að sveitarstjórn skuli staðfesta að staðsetning sé innan marka, semreglur og skipulag segi til um, en deiliskipulag gerði ráð fyrir íbúðabyggð íÁsborgum. Umsóknir Grímsborga ehf. fólu jafnframt í sér að breytt yrði notkunhúsa, sem þegar höfðu verið reist í Ásborgum, og var því þörf á byggingarleyfitil slíks samkvæmt 1. mgr. 43. gr. þágildandi laga nr. 73/1997, sbr. einnigáðurnefnda umsögn byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps 28. maí2010. Jákvæð umsögn stefnda var því einnig andstæð því lagaákvæði.“ Væri fallistá með kaupendunum „að virða beri þessarathafnir stefnda í tengslum við samningsskyldur hans honum til sakar, sbr. 2.málslið 18. gr. laga nr. 40/2002 og að gerðir hans hafi falið í séreftirfarandi vanefnd á kaupsamningi þeirra í skilningi 2. mgr. 20. gr. sömulaga. Reynir þá ekki sérstaklega á hvort hún yrði almennt talin veruleg eðaóveruleg. Krafa áfrýjenda um riftun kaupsamnings verður samkvæmt því tekin tilgreina.“IVFallist er á með héraðsdómi að viðúrlausn málsins hafi dómur Hæstaréttar í máli nr. 222/2012, sbr. og dómurréttarins í máli nr. 82/2014, fordæmisgildi um það að áðurgreindar athafnirstefnda á árunum 2009, 2010 og 2011 hafi falið í sér eftirfarandi vanefndir afhans hálfu við sölu lóða í Ásborgum. Með þeim breytti stefndi einhliða nýtinguog skipulagi svæðisins úr því að vera íbúðarsvæði í að vera svæði þar sem heimilaður var að auki rekstur veitinga- oggististaða. Kemur þá til úrlausnar hvort heimildir standi til þess að lögum að áfrýjendursem síðari framsalshafar lóðanna geti vegna umræddra vanefnda krafist riftunarkaupsamninganna 31. mars og 12. apríl 2006 á þeim grundvelli sem þau hafa gert.Samkvæmt 1. mgr. 45. gr. laga nr.40/2002 getur kaupandi fasteignar beint kröfu vegna galla að fyrri eiganda hennareða öðrum fyrri samningsaðila í sama mæli og seljandi gæti haft uppi slíkakröfu. Er hér um að ræða það sem nefnt er sprangkrafa í lögskýringargögnum. Felstí ákvæði 1. mgr. 45. gr. heimild kaupanda fasteignar (C) til þess að beinakröfu vegna galla á fasteigninni að öðrum en þeim sem seldi honum og þá í samamæli og sá (B) gæti haft uppi slíka kröfu á hendur fyrri eiganda eða öðrumsamningsaðila (A). Gengur kaupandinn (C) við þær aðstæður inn í réttarstöðuseljandans (B) og er þá eðli máls samkvæmt óhjákvæmilegt skilyrði að (B) hafiöðlast kröfu vegna galla á hendur fyrri eiganda (A) eða öðrum fyrrisamningsaðila. Af þessari afmörkun ágildissviði 1. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002 leiðir að hafi galli fyrst komiðtil sögunnar eftir að kaupandinn (C) varð eigandi umræddrar eignar getur hannekki neytt heimildar 1. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002. Áfrýjandinn Sigurður Örn varð sem fyrrsegir eigandi lóðanna nr. 18 og 24 í Ásborgum með kaupsamningi við Hornás ehf.30. október 2009 en það félag hafði eignast lóðirnar 4. desember 2008. Þær athafnir stefnda sem um ræðir ímálinu og fólu í sér eftirfarandi vanefnd af hans hálfu áttu sér stað átímabilinu frá 20. ágúst 2009 og fram á árið 2011 og þannig að stærstum hlutaeftir að áfrýjandinn Sigurður Örn eignaðist lóðirnar en að óverulegu leytimeðan Hornás ehf. var eigandi þeirra. Liggur þannig ekki fyrir að Hornás ehf.hafi meðan það var eigandi lóðanna öðlast rétt til riftunar vegna umræddra vanefndaog því ekki sú staða uppi að áfrýjendur geti gengið inn í réttarstöðu semHornás ehf. hafði öðlast. Samkvæmt þessu og að því gættu sem áður segir um afmörkuná gildissviði 1. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002 geta áfrýjendur ekki reistriftunarkröfu sína á hendur stefnda á því ákvæði. Þess er áður getið að samningssambandier ekki til að dreifa milli áfrýjenda og stefnda um kaup og sölu lóðanna nr. 18og 24 í Ásborgum. Eins og greinir í dómi Hæstaréttar 7. desember 2000 í málinr. 153/2000 er það almenn regla kröfuréttar að aðilar samnings hafa einirforræði á túlkun hans og framkvæmd og geta einir haft uppi kröfu í tilefni afætlaðri vanefnd hans. Að gættri þessari almennu reglu geta áfrýjendur eins ogatvikum háttar ekki reist riftunarkröfu sína á hendur stefnda á því að þeim sé „heimiltað hafa uppi beina kröfu á hendur stefnda á grundvelli almennra reglnakröfuréttarins þar sem stefndi hafi ekki með réttum hætti efnt samningsskyldursínar.“ Með þessu er á hinn bóginn ekki tekin afstaða til þess hvort áfrýjendurkunni á öðrum lagagrundvelli að hafa öðlast kröfu á hendur stefnda vegna þeirraathafna hans sem um er deilt í málinu.Samkvæmt öllu framansögðu verður hinnáfrýjaði dómur staðfestur um sýknu stefnda af kröfu áfrýjenda og um skylduþeirra til að greiða stefnda málskostnað vegna reksturs málsins í héraði. Eftiratvikum er rétt að hvor málsaðila beri sinn kostnað af rekstri málsins fyrirHæstarétti. Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal veraóraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður.Dómur Héraðsdóms Suðurlandsfimmtudaginn 1. júní 2017Málþetta sem höfðað var með stefnu útgefinni 6. nóvember 2016, áritað umstaðfestingu birtingar án þess að dagsetningar sé getið, var þingfest 16. samamánaðar en dómtekið 5. maí sl. Stefnendureru Sigurður Örn Sigurðsson, kt. [...] og Aðalheiður Jacobsen, kt. [...], bæðitil heimilis að Byggðarhorni 40, 801 Selfossi. Stefndier Grímsnes- og Grafningshreppur, kt. [...], Borg í Grímsnesi, enfyrirsvarsmaður stefnda er Ingibjörg Harðardóttir, kt. [...], Björk 2, 801Selfossi, sveitarstjóri. Dómkröfurstefnenda í þessum þætti málsins eru aðallega að stefnda verði gert að þolariftun kaupsamnings dags. 12.04.2006 vegna lóðarinnar nr. 18, sem er 4.813 m2,land nr. 199024 í Ásgarðslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi og að stefndaverði gert að þola riftun kaupsamnings dags. 31.03.2006 vegna lóðarinnar nr.24, sem er 4.984 m2, land nr. 199050, í Ásborgum í Ásgarðslandi íGrímsnes- og Grafningshreppi. Þá er þess krafist að stefndi verði dæmdur til aðgreiða stefnendum 11.730.875 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. l.nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20.01.2014 til greiðsludags.Tilvara krefjast stefnendur þess að stefnda verði gert að þola riftun kaupsamningsdags. 12.04.2006 vegna lóðarinnar nr. 18, sem er 4.813 m2, land nr.199024 og að stefnda verði gert að þola riftun kaupsamnings dags. 31.03.2006vegna lóðarinnar nr. 24, sem er 4.984 m2, land nr. 199050, íÁsborgum í Ásgarðslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þá er þess krafist aðstefndi verði dæmdur til að greiða stefnendum 11.730.875 krónur ásamtdráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. l. nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá04.04.2015 til greiðsludags.Verðifallist á aðal- eða varakröfu stefnenda munu stefnendur gefa út afsal tilstefnda fyrir lóðunum nr. 18 og 24 í Ásborgum í Ásgarðslandi í Grímsnes- ogGrafningshreppi.Þáer þess krafist að stefndi verði í öllum tilvikum dæmdur til þess að greiðastefnendum málskostnað að skaðlausu að mati réttarins. Íþessum þætti málsins krefst stefndi sýknu af öllum kröfum stefnenda. Til varaer þess krafist að kröfur stefnenda verði stórlega lækkaðar. Krafist ermálskostnaðar úr hendi stefnanda in solidum samkvæmt málskostnaðarreikningi aukvirðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Meðúrskurði dómsins 20. mars sl., var kröfu stefnda um frávísun á aðal- ogvarakröfum stefnenda hafnað, en vísað var frá dómi þrautavarakröfu stefnenda umskaðabætur að álitum. Þáer rétt að geta þess að máli milli sömu aðila, sem höfðað var 27. mars 2015,var vísað frá dómi með úrskurði uppkveðnum 6. nóvember 2015. Úrskurðurinn varstaðfestur í Hæstarétti 2. desember sama ár, sbr. mál Hæstaréttar nr. 776/2015.MálavextirSamkvæmt gögnum málsins eru helstumálavextir þessir. Mál þetta varðar tvær lóðir í Ásgarðslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi,annars vegar lóð nr. 18 og hins vegar lóð nr. 24, en upphaflega voru lóðirnar íeigu stefnda og hluti af skipulagðri íbúðabyggð á áðurnefndu svæði. Stefnendureru hjónin Sigurður Örn Sigurðsson og Aðalheiður Jacobsen og beina þau kröfumsínum að stefnda, upphaflegum eiganda lóðanna. Atvik að baki eignarhaldi lóðarinnarnr. 18 eru helst þessi. Með kaupsamningi, dags. 12. apríl 2006, seldi stefndiSÖS ehf., lóðina nr. 18 í Ásborgum, ásamt lóð nr. 20. Samkvæmt kaupsamningi varkaupverð lóðanna samtals 8.152.265 krónur og gatnagerðargjöld samtals 2.844.800krónur. Í málavaxtalýsingu í stefnu er gerð grein fyrir kaupverði lóðarinnarnr. 18 samkvæmt framangreindum kaupsamningi. Þar segir að samkvæmt verðskráhafi verð lóðarinnar nr. 18 verið 5.294.300 krónur, en veittur hafi verið 15%afsláttur af því verði við kaupin og umsamið kaupverð hafi því verið 4.500.155krónur. Þá hafi gatnagerðargjald numið 1.422.000 krónum. Samtals hafi því veriðgreiddar 5.922.555 krónur vegna kaupa á lóð nr. 18. Þann 27. október 2008 gaf stefndi útafsal til SÖS ehf., vegna lóðarinnar nr. 18, en þar var kaupverðs lóðarinnarekki getið. Með afsali, dags. 4. desember 2008,afsalaði SÖS ehf., lóðinni nr. 18 ásamt lóðinni nr. 20 til Hornáss ehf., enkaupverð lóðanna og gatnagerðargjalda er þar hvorki getið né er þaðsundurgreint eftir lóðum. Með kaupsamningi, dags. 30. október2009, seldi Hornás ehf., Sigurði Erni Sigurðssyni, öðrum stefnenda þessa máls,lóðirnar nr. 18, 24 og 48 í Ásborgum. Í kaupsamningi kemur fram að kaupverðlóðarinnar nr. 18 hafi verið 4.500.155 krónur og gatnagerðargjald 1.422.400krónur. Afsal til handa stefnanda Sigurðar var gefið út sama dag, þ.e. 30.október 2009. Atvik að baki eignarhaldi lóðarinnarnr. 24 eru helst þessi. Með kaupsamningi, dags. 31. mars 2006, seldi stefndiByggingafélaginu Geysi ehf., framangreinda lóð nr. 24 í Ásborgun, ásamt lóðumnr. 2, 4, 28 og 48. Samkvæmt kaupsamningi var kaupverð lóðanna samtals14.059.265 krónur og gatnagerðargjöld samtals 7.112.000 krónur. Ímálavaxtalýsingu í stefnu er gerð grein fyrir kaupverði lóðarinnar nr. 24samkvæmt framangreindum kaupsamningi. Þar segir að samkvæmt verðskrá hafi verðlóðarinnar nr. 24 verið 5.482.400 krónur, en veittur hafi verið 20% afslátturaf því við kaupin og umsamið kaupverð hafi því verið 4.385.920 krónur. Þá hafigatnagerðargjald numið 1.422.000 krónum. Samtals hafi því verið greiddar5.808.320 krónur vegna kaupa á lóð nr. 18.Þann 27. október 2008 gaf stefndi útafsal til Byggingarfélagsins Geysis ehf., vegna lóðarinnar nr. 24, en kaupverðsvar þar ekki getið. Með afsali, dags. 4. desember 2008,seldi og afsalaði Byggingarfélagið Geysir ehf., lóðinni nr. 24, ásamt lóðunumnr. 2, 4, 28 og 48 til Hornáss ehf., en kaupverðs lóðanna og gatnagerðargjaldavar þar hvorki getið né var það sundurgreint eftir lóðum. Eins og áður greinir seldi Hornásehf., Sigurði Erni Sigurðssyni, öðrum stefnenda þessa máls, með kaupsamningi,dags. 30. október 2009, framangreinda lóð nr. 24, ásamt lóðunum nr. 18 og 48. Íkaupsamningi kemur fram að kaupverð lóðarinnar nr. 24 hafi verið 4.385.920krónur og gatnagerðargjald 1.422.000 krónur. Afsal til handa stefnanda Sigurðarvar gefið út sama dag, þ.e. 30. október 2009. Með yfirlýsingu, dagsettri 7. maí2012, voru framangreindar lóðir nr. 24 og 18, ásamt fleiri eignum, gerðar aðóskiptri sameign stefnenda þannig að hvort um sig ætti 50%. Framangreind félög,Byggingarfélagið Geysir ehf., og SÖS ehf., sem munu hafa verið í eigustefnenda, munu ýmist vera gjaldþrota eða rekstri þeirra verið hætt.Samkvæmt skipulagi Ásgarðslands íGrímsnes- og Grafningshreppi, sem samþykkt var í sveitarstjórn stefnda 17.september 2003, var gert ráð fyrir 36 einbýlishúsalóðum og útivistarsvæðiumhverfis þær. Byggðin var skipulögð hringlaga, ellefu lóðir í innri hring ogtuttugu og fjórar lóðir í ytri hring og voru lóðirnar misstórar. Eins og fyrrsegir keyptu félög í eigu Sigurðar Arnar, annars stefnanda þess máls, þ.e.Byggingarfélagið Geysir ehf., og SÖS ehf., m.a. umræddar lóðir í mars og aprílárið 2006 af stefnda, en í dag eru báðir stefnendur málsins eigendur lóðannaeins og áður er rakið. Fyrir liggur að 16. júlí 2009 sóttuGrímsborgir ehf., um rekstrarleyfi fyrir sölu á gistingu og veitingum íÁsgarðslandi, en félagið átti á þeim tíma nokkrar lóðir í svæðinu. Stefndi hafisamþykkt erindið fyrir sitt leyti 20. ágúst sama ár. Óumdeilt er að félagiðfékk umbeðin leyfi og hóf rekstur gisti- og veitingasölu á svæðinu. Einnigliggur fyrir að stefndi vann að breytingum á skipulagi Ásgarðslandsins ogsamþykkti breytingar á aðalskipulagi svæðisins á þann veg að landnotkunsvæðisins breyttist í blandaða byggð íbúða og verslunar og þjónustu í þeimtilgangi að nýta þegar byggð og fyrirhuguð íbúðarhús sem gisti- og/eðaveitingahús, eins og segir í auglýsingu um skipulagsmál sem birt var íLögbirtingablaðinu 28. apríl 2011. Kemur fram í auglýsingunni að kynning átillögunni standi til 3. maí það sama ár. Í málinu liggja frammi tvö bréf frástefnendum til stefnda þar sem tillögu um breytingu á skipulagi svæðisins ermótmælt. Er fyrra bréfið stílað á hið stefnda sveitarfélag, dags. 17. maí 2010.Auk þess að mótmæla fyrirhugðum breytingum á skipulagi svæðisins hafistefnendur krafist þess að gengið yrði til samninga um skil á lóðunum nr. 18 og24. Segir í málavaxtalýsingu í greinargerð að með því bréfi hafi stefnendursett fram athugasemdir við upphaflega kynningu stefnda á breytingu áaðalskipulagi Ásborga. Síðara bréfið er stílað á skipulags- ogbyggingarfulltrúa stefnda, dags. 2. maí 2011. Í málavaxtalýsingu í greinargerðer því andmælt að framangreint bréf hafi borist stefnda. Fyrir liggur að breyttaðalskipulag svæðisins var síðan auglýst í Stjórnartíðindum 21. janúar 2013.Fólst í breytingunni að ellefu lóðum af fjörutíu og átta var breytt úríbúðarhúsalóðum í lóðir fyrir verslun og þjónustu. Málsástæður og lagarök stefnendaStefnendur vísa til þess að af hálfustefnda hafi lóðir á svæðinu verið kynntar með ákveðnum kostum, m.a. að um væriað ræða rólegt íbúðahverfi. Stefndi hafi einhliða breytt nýtingu og skipulagisvæðisins þegar hann hafi heimilað að leggja lóðir á svæðinu undir reksturveitinga- og gististaða auk skemmtanahalds. Stefndi hafi veitt jákvæða umsögnvegna umsóknar Grímsborga ehf., um rekstrarleyfi, sem hafi verið í andstöðu viðfyrirmæli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald ogþágildandi skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997, sem kveði á um að aðsveitarstjórn skuli staðfesta að staðsetning sé innan marka sem reglur og skipulagsegi til um. Vísa stefnendur til þess að það hafi verið ákvörðunarástæða þeirrafyrir lóðarkaupum að um friðsælt íbúðahverfi væri að ræða. Breytingar áskipulagi hafi leitt til stóraukinnar umferðar ferðamanna og vegfarenda, oftstórra langferðabifreiða sem ekið sé hring um svæðið. Hafi framangreinduratvinnurekstur gjörbreytt svæðinu. Með þessu hafi stefndi brotið gegnsamningsskyldum sínum við lóðarhafa, sem virða beri stefnda til sakar, sbr. 18.gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Hafi gerðir stefnda falið í séreftirfarandi vanefnd á kaupsamningsskyldum í skilningi 2. mgr. 20. gr. laga nr.40/2002 og þar með hafi verið til staðar skilyrði til að rifta kaupsamningunum,sbr. 1. mgr. 42. gr. laganna. Þannig hafi gerðir stefnda falið í sér eftirfarandivanefnd. Því séu lóðirnar gallaðar í skilningi fasteignakauparéttar og skilyrðiriftunar uppfyllt. Þá sé stefndi enn í dag að knýja fram breytingar á skipulagií þá átt að heimila frekari uppbyggingu á reit sem átt hafi upphaflega að verafriðsæll sumarhúsareitur. Vísar stefnendur í því sambandi tilskipulagsbreytinga sem m.a. feli í sér uppbyggingu 100 bílastæða meðhótelbyggingum og kapellu á svæðinu. Máli sínu til stuðnings vísa stefnendurtil þess að Hæstiréttur Íslands hafi kveðið upp dóma í sambærilegum málum, þarsem til úrlausnar hafi verið ágreiningur vegna lóðakaupa af stefnda íÁsgarðslandi í Grímsnesi. Í málunum hafi verið fallist á aðalkröfu lóðarhafa umriftun kaupsamnings við Grímsnes- og Grafningshrepp og endurgreiðslu kaupverðsog gatnagerðargjalda. Athafnir Grímsnes- og Grafningshrepps hafi verið virtarsveitarfélaginu til sakar og talið að gerðir þess hafi falið í sér eftirfarandivanefnd á kaupsamningsskyldum.Stefnendur byggja aðal- og varakröfuannars vegar á því að stefnendum sé heimilt á grundvelli heimildarákvæðis 45.gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup að ganga inn í kröfur sem fyrriviðsemjendur stefnda kunni að eiga á hendur stefnda vegna vanefnda gagnvartþeim. Þá byggja stefnendur á því aðfasteignin teljist gölluð í skilningi fasteignakaupalaga vegna eftirfarandivanefndar stefnda. Sökum háttsemi stefnda sé fasteignin haldin eftirfarandivanefnd og um leið galla. Beri stefnda að þola riftun og endurgreiða söluverðlóðanna og um leið gatnagerðargjöld. Af þessum sökum beri stefnda að greiðastefnendum fjárhæð sem nemi kaupverði lóðanna auk gatnagerðargjalda, samtals11.730.875 krónur. Jafnframt verði stefnda gert að þola riftun á kaupsamningium lóðirnar nr. 18 og nr. 24 í Ásborgum í Ásgarðslandi í Grímsnes- ogGrafningshreppi. Hins vegar byggja stefnendur aðal- ogvarakröfu á því að þeim sé heimilt að hafa uppi beina kröfu á hendur stefnda ágrundvelli almennra reglna kröfuréttarins þar sem stefndu hafi ekki efntsamningsskyldur sínar með réttum hætti. Viðsemjendur stefnenda og þeir semleiði rétt sinn frá honum hafi byggt á ákvæðum kaupsamninga sem stefndi hafiverið aðili að, þ.e. kaupsamninga frá 31. mars 2006 varðandi lóðina nr. 24 og12. apríl sama ár varðandi lóðina nr. 18, þar sem stefndi hafi lýst yfirtiltekinni notkun á lóðunum. Stefndi hafi brotið gegn samningsskyldum sínum meðháttsemi sinni, fasteignin sé haldin galla vegna eftirfarandi vanefndarstefnda. Af þessum sökum beri stefnda að greiða stefnendum fjárhæð sem nemikaupverði lóðanna auk gatnagerðargjalda, samtals 11.730.875 krónur. Jafnframtverði stefnda gert að þola riftun á kaupsamningi um lóðirnar nr. 18 og nr. 24 íÁsborgum í Ásgarðslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Upphafsdagur dráttarvaxta í aðalkröfusé 20. janúar 2014 og byggi á því að með bréfi lögmanns stefnenda, dags. 20.desember 2013, hafi verið lýst yfir riftun. Því sé gerð krafa til þess aðstefndi verði dæmdur til að greiða dráttarvexti af kaupverði lóðanna oggatnagerðargjöldum frá þeim degi þegar mánuður var liðinn frá því stefnendur hafirift kaupunum. Kaupverð og gatnagerðargjöld séu ágreiningslaus og þvíástæðulaust að tilgreina þau með sérstökum hætti.Tölulega fjárkröfu í aðal- ogvarakröfu sundurliða stefnendur þannig: Kaupverð lóðar nr. 18 4.500.155Kaupverð lóðar nr. 24 4.385.920Samtals kaupverð lóða 8.886.075 Gatnagerðargjöld lóðar nr. 18 1.422.400Gatnagerðargjöld lóðar nr. 24 1.422.400Samtals gatnagerðargjöld 2.844.800 Samtals kaupverð oggatnagerðargjöld 11.730.875Varakrafa sé efnislega eins og aðalkrafa að því undanskildu að verði ekkifallist á að miða beri upphafsdag dráttarvaxta 30 dögum eftir dagsetninguriftunaryfirlýsingar verði upphafsdagur dráttarvaxta miðaður við 4. apríl 2015,sem sé þingfestingardagur máls nr. E-59/2015, milli sömu aðila. Þá segir í stefnu að verði fallist áaðal- eða varakröfu stefnenda muni stefnendur gefa út afsal til stefnda fyrirlóðunum nr. 18 og 24 í Ásborgum í Ásgarðslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Af hálfu stefnenda er vísað tilalmennra reglna kröfu- og samningaréttarins og laga nr. 40/2002 umfasteignakaup, einkum 12. gr., 18. gr., 20. gr., 42. gr. og 45. gr. laganna. Þávísa stefnendur til þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, einkum43. gr. Varðandi málskostnað er vísað til 1. mgr. 130 gr. laga nr. 91/1991.Málsástæður og lagarök stefnda Kröfu um sýknu byggir stefndi ífyrsta lagi á því að eingöngu sé krafist riftunar á tveimur kaupsamningum vegnasölu stefnda á lóðum nr. 18 og 24 til tveggja einkahlutafélaga. Umræddirsamningar taki hins vegar til viðskipta fleiri lóða, auk þess sem hvorki sékrafist riftunar afsala lóðanna, sem muni þá standa áfram verði fallist ákröfur stefnenda, né annarra eftirfarandi kaupsamninga og afsala. Þegar afþessum ástæðum eigi að sýkna stefnda. Varðandi málsgrundvöll stefnendavísar stefndi til þess í öðru lagi til eftirfarandi. Stefnendur byggi ekki á aðbreyting sem gerð hafi verið á aðalskipulagi svæðisins, og tekið hafi gildi 21.janúar 2013, hafi falið í sér vanefnd á samningsskyldum stefnda gagnvartkaupendum lóða á svæðinu. Vísar stefndi í því sambandi til 45. gr., e-lið80.gr. og 4. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá vísistefnendur eingöngu til 1. mgr. 18. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaupvarðandi ætlaða háttsemi stefnda gagnvart Byggingarfélaginu Geysi ehf., ogS.Ö.S. ehf., án þess tekin sé afstaða til þess hvort hin meinta saknæmaháttsemi teljist sjálfstæður galli í skilningi 26. og 27. gr. laga nr. 40/2002.Stefndi vísar til þess að stefnendurbyggi á því að hin ætlaða vanefnd stefnda hafi átt sér stað 20. ágúst 2009 og25. janúar 2010, en hafa verði framangreint í huga þegar virt eru fyrirmæli 48.gr. laga nr. 40/2002, ákvæði fyrningarlaga nr. 150/2007, og grandsemi stefnendavið kaup lóða á svæðinu. Þá byggir stefndi á því að riftunvegna umræddra lóða verði ekki beitt með sprangkröfu. Í því sambandi vísarstefndi til þess að umræddir samningar hafi verið um fleiri lóðir en stefnendurtilgreina, viðsemjendur stefnda hafi verið fasteignafélög og því geti síðari kaupandiekki beitt sjónarmiðum neytendakaupa þó hann hafi verið einstaklingur og hiðupprunalega samningssamband hafi verið efnt að fullu og því eigi hinnupprunalegi viðsemjandi stefnda enga kröfu á hendur stefnda, enda verði reglun45. gr. laganna ekki beitt nema sú vanefnd samnings, sem byggt sé á, hafi veriðtil staðar í hinu upprunalega réttarsambandi. Einnig vísar stefndi til þess aðtelja verði vegna grandsemi viðtakenda lóðanna um starfsemi Grímsborga ehf., ásvæðinu frá öndverðu og breytta notkun fasteigna þar, sem og þeirrarstaðreyndar að viðtakendum hafi mátt verið það kunnugt frá árinu 2009 aðskipulag á svæðinu kynni að breytast, verði ekki talið að lóðirnar hafi viðkaup stefnenda verið gallaðar í skilningi 18. gr. laga nr. 40/2002, enda stefnendureigendur þeirra félaga sem keyptu lóðirnar í öndverðu. Því verði hvorki taliðað lóðirnar hafi verið haldnar leyndum galla né að starfsemi Grímsborga ehf.,geti talist til meintrar eftirfarandi vanefndar gagnvart þeim. Þá vísar stefndi til þess að samningssambandstefnda og Byggingarfélagsins Geysis ehf., og S.Ö.S. ehf., hafi liðið undir lok27. október 2008 við útgáfu afsala vegna lóðanna. Hafnar stefndi því að síðarikaupendur geti beitt riftun gagnvart upprunalegum seljanda heldur eingöngufjárkröfu vegna skaðabóta eða afsláttar af kaupverði. Vísar stefndi til þess aðeðli riftunar leiði til þess að ekki sé hægt að spranga fram hjá fyrrisamningsaðilum. Efndaskyldur allra aðila í keðjunni þurfi því að fella niðursamhliða en út á það gangi kröfugerð stefnenda ekki. Þá vísar stefndi til þessað það fari ekki saman að stunda viðskipti með lóðir við félag í atvinnurekstriá svæðinu, sbr. sölu stefnenda á lóð til Grímsborga ehf., á árinu 2011, ogtelja á sama tíma að félagið brjóti á lögvernduðum réttindum varðandieiginleika lóðanna nr. 18 og 24. Verði ekki fallist á framangreintbyggir stefndi á því að möguleiki stefnenda til að bera fyrir sig riftun hafifallið niður sakir tómlætis stefnenda. Riftun sé viðamikið vanefndaúrræði semaðeins sé talið heimilt að beita vegna umfangsmikilla vanefnda og því beriaðila að tilkynna svo fljótt sem verða má ef hann hyggst bera slíktvanefndaúrræði fyrir sig. Að mati stefnda sé það hafið yfir allan vafa aðréttur stefnenda til að bera fyrir sig riftun kaupasamninganna sé fallinnniður. Stefndi hafnar því alfarið að hafavanefnt skyldur samkvæmt umræddum kaupsamningum. Auk þess hafi stefndi ekkiábyrgst neinar skyldur umfram það sem kveðið hafi verið á um í samningunum. Meðútgáfu afsals hafi samningssambandi stefnda við viðsemjendur lokið og meintsaknæm háttsemi stefnda, sem stefnendur byggi á, hafi aldrei komið til fyrr eneftir að hinu upprunalega samningssambandi lauk. Þá hafi fyrirsvarsmönnumþeirra félaga sem upphaflega keyptu lóðirnar, þ.e. stefnendum, verið fullkunnugt um gisti- og veitingasölu á svæðinu þegar stefnandi Sigurður Örn fékklóðunum afsalað til sín, án athugasemda eða yfirlýsinga af hans hálfu. Þá hafistefnendur ekki gert reka að málsókn af hálfu Byggingarfélagsins Geysis ehf.,og S.Ö.S. ehf. Stefndi mótmælir harðlega sem röngu og ósönnuð að stefndi hafimeð einhverjum hætti beitt sér fyrir því að hagsmunum áðurnefndra félaga hafiverið raskað. Bendir stefndi á í því sambandi að jafnvel þótt litið verði svo áað stefndi hafi hlutast til um að atvinnurekstur yrði leyfður á svæðinu, einsog stefnendur halda fram, verði slíkar athafnir aldrei taldar fela í sér brot ásamningsskyldum stefnda gagnvart viðkomandi aðilum, sbr. ákvæði 4.2.1. ískipulagsreglugerð nr. 400/1998. Þá hafi stefnendur ekki axlaðsönnunarbyrði varðandi staðhæfingar um meinta rýrnun á virði lóðanna, þvert ámóti séu lóðir á svæðinu eftirsóknarverðar. Þá hafnar stefndi því að fyrirtæki í eigu stefnda hafi ætlað lóðirnareigendum sínum, þ.e. í því skyni að setjast að á svæðinu. Því standist ekki súmálsástæða stefnenda að breytt notkun húsa á svæðinu hafi kippt fótunum undanáformum þeirra og vísar stefndi í því sambandi til þess að umrædd félög hafiverið umfangsmiklir kaupendur lóða á svæðinu, fyrst og fremst í fjárfestingar-og hagnaðarskyni. Þá vísar stefndi til þess aðstefnendur hafi ekki gert athugasemdir á kynningartíma aðalskipulagsins semtekið hafi gildi 21. janúar 2013, og teljist það því samþykkt. Þá hafi þau ekkiheldur gert athugasemdir við lýsingu á skipulagsverkefninu sem sent hafi veriðmeð vísan til 1. mgr. 30. gr. skiplagslaga nr. 123/2010, og því geti þau ekkiborið við meintum göllum innan samninga samkvæmt lögum nr. 40/2002. Stefndi hafnar því að aðal- ogvarakrafa stefnenda geti byggst á því að stefnendur eigi beina kröfu á hendurstefnda samkvæmt meginreglum kröfuréttar enda ekki um það að ræða að kröfuhafihafi fengið framselt til sín hugsanlegri kröfu eða samþykki fyrir því að hannhefði heimild til að spranga fram hjá viðkomandi. Þá liggi fyrir að beint samningssambandsé ekki milli aðila þessa máls og meintar kröfur hafi ekki verið framseldar.Beri því að sýkna stefnda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr.91/1991. Loks ítrekar stefndi að stefnendumhafi mátt vera ljóst þegar þau keyptu lóðirnar að Grímsborgir ehf., rækjuferðaþjónustu á svæðinu og að sú þjónusta yrði starfrækt þar áfram. Því getiathafnir stefnda ekki talist til eftirfarandi vanefnda, enda hafi meint saknæmháttsemi, sem stefndi hafnar þó með öllu, átt sér stað fyrir kaupin. Í þriðja lagi vísar stefndi til þessað ef dómurinn teldi mögulegt að fallast á kröfu stefnenda um riftun ágrundvelli sprangkröfu eða beinnar kröfu sé ljóst að bæði riftunarkrafa sem ogendurgreiðslukrafa sé fyrnd. Um réttarsambandið gildi 1. og 2. mgr. 42. gr.laga nr. 40/2002, sem og 48. gr. laganna. Samkvæmt 4. mgr. 48. gr. laga nr.40/2002, fyrnist kröfur samkvæmt lögum nr. 40/2002 eftir lögum um fyrningukröfuréttinda nr. 150/2007. Byggir stefndi á því að allir tilkynningarfrestirsamkvæmt lögum nr. 40/2002 séu liðnir. Verði talið að unnt sé að riftakaupsamningi við upprunalegan viðsemjenda stefnda með sprangkröfu sé ljóst aðallir lögbundnir tilkynningarfrestir séu löngu liðnir. Upphaflegir kaupendur,Byggingarfélagið Geysir ehf., og S.Ö.S. ehf., hafi fengið umráð lóðanna viðundirritun kaupsamninga, þ.e. 31. mars og 12. apríl 2006, og því ljóst aðtilkynningarfestur til að bera fyrir sig vanefnd hafi verið löngu liðinn þegarstefnendur sendu frá sér yfirlýsingu um riftun með bréfi dags. 20. desember2013, sem síðan hafi ekki verið fylgt eftir fyrr en með stefnu í máli þessu semhafi verið þingfest 16. nóvember 2016. Þá sé ekki hægt að horfa til fyrrimálshöfðunar stefnenda, sem hafi verið vísað frá dómi, þar sem mál þetta hafiekki verið höfðað að nýju innan sex mánaðaÞá vísar stefndi til þess að í 3. gr.laga 150/2007 sé kveðið á um fjögurra ára fyrningarfrest kröfuréttinda, ogvarðandi fyrningarfrest til 1. mgr. 2. gr. laganna, og þess að miða eigi viðafhendingu lóðanna. Með vísan til kaupsamninga upprunalegu eigendanna tilHornáss ehf., þann 4. desember 2008 og afhending umræddan dag, hafi kröfurvegna meintra vanefnda liðið undir lok fyrir fyrningu þann 4. desember 2012,sbr. 1. mgr. 2. gr. og 3. gr. laga nr. 150/2007. Innan þessa tíma hefðu stefnendurþví þurft að rjúfa fyrningu meintrar sprangkröfu eða beinnar kröfu gegnstefnda. Þá komi sérregla 1. mgr. 10. gr. laga nr. 150/2007 ekki að gagni fyrirstefnendur enda eigi reglan ekki við um gallakröfur í fasteignaviðskiptum aukþess sem viðbótarfrestur ákvæðisins hafi verið liðinn án þess að stefnendurhafi rofið fyrningu hinnar meintu kröfu sinnar eins og lögin kveði á um. Þvíséu allar hugsanlegar kröfur stefnenda fyrndar. Breyti engu um að þessu leytiþó miðað sé við lög um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda nr. 14/1905,enda hafi mál þetta ekki verið höfðað innan sex mánaða frá því fyrra málistefnenda hafi verið vísað frá dómi, sbr. 11. gr. laganna og 1. mgr. 22. gr.laga nr. 150/2007. Loks vísar stefndi til þess að endurgreiðslukrafa stefnendasé einnig fyrnd, sbr. 3. gr. laganna. Varðandi varakröfu stefnda í þessumþætti málsins, þ.e um lækkun dómkrafnavísar stefndi til þess sem að áður er rakið. Þá er kröfu um dráttarvextisérstaklega mótmælt. Engin efni séu til þess að ákveða annan upphafstímadráttarvaxta, með vísan til þess sem að framan er rakið, en dómsuppsögu.Varðandi lagarök vísar stefndi tilmeginreglna samninga- og kröfuréttar, laga 40/2002, einkum 18., 19., 42. og 48.gr. laganna, skipulagslaga nr. 123/2010 og byggingarreglugerðar nr. 400/1998,laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, laga um fyrningu kröfuréttinda nr.150/2007, einkum 1. mgr. 2. gr., 3. gr. og 1. mgr. 22. gr. laganna. Einnigvísar stefndi til laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda.Krafa um málskostnað byggist á XXI. kafla laga nr. 91/1991, einkum 129., 130.og 131. gr. og til laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. NiðurstaðaÞann 17. september 2003 samþykktistefndi deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í Ásborgum í landi Ásgarðs í Grímsnes-og Grafningshreppi. Var gert ráð fyrir 36 einbýlishúsalóðum og útivistarsvæðiumhverfis þær. Umrætt svæði var í eigu stefnda, þ.m.t. lóðirnar nr. 18 og 24,sem eru í eigu stefnenda. Upphaflegir kaupendur lóðanna voru hins vegar Byggingarfélagið Geysir ehf., samkvæmtkaupsamningi dags. 31. mars 2006, ogS.Ö.S ehf., samkvæmt kaupsamningi dags. 12. apríl 2006. Í áðurnefndumkaupsamningum var vísað til þess að kaupendur hefðu kynnt sér skipulags- ogbyggingarskilmála svæðisins og að lóðirnar væru hluti af skipulagðriheilsársbyggð í landi Ásgarðs. Afsöl vegna umræddra lóða gaf stefndi út tiláðurnefndra upphaflegra kaupenda þann 27. október 2008. Í máli þessu gera stefnendur kröfu umað upphaflegum kaupsamningum um lóðirnar nr. 18 og 24 verði rift og kaupverðendurgreitt. Byggja stefnendur kröfur sínar aðallega á heimild í 45. gr. lagaum fasteignakaup nr. 40/2002, og beina riftunarkröfu vegna eftirfarandi galla álóðunum á hendur upphaflegum seljanda, stefnda í máli þessu. Eins og rakið er ímálavaxtalýsingu var annar stefnenda málsins, Sigurður Arnar Sigurðsson,eigandi og forsvarsmaður beggja félaganna sem upphaflega keyptu lóðirnar nr. 18og 24 af stefnda og samkvæmt gögnum málsins áttu stefnendur bæði sæti í stjórnS.Ö.S ehf., síðari hluta árs 2009. Þá liggur fyrir að Hornás ehf., sem einnigvar í eigu og forsvari Sigurðar, keypti lóðirnar nr. 18 og 24 af upphaflegumkaupendum 4. desember 2008. Það var síðan 30. október 2009 sem áðurnefndurSigurður keypti báðar lóðirnar af Hornási ehf. Óumdeilt er í málinu að hús hafaekki verið reist á lóðunum og að stefnendur málsins eru hjón og meðal gagnamálsins er yfirlýsing þeirra um að framangreindar lóðir séu í óskiptri sameignþeirra. Einnig er óumdeilt í málinu að Byggingarfélagið Geysir ehf., S.Ö.S. ehf.,og Hornás ehf., eru annað hvort gjaldþrota eða hætt rekstri. Stefnendur vísa til þess að atvik ímáli þessu séu sambærileg og í málum Hæstaréttar nr. 222/2012 frá 19. desember2012 og nr. 82/2014 frá 6. nóvember 2014, en þar var fallist annars vegar á kröfueinstaklings og hins vegar einkahlutafélags um riftun kaupsamninga ogendurgreiðslu kaupverðs vegna kaupa á lóðum í Ásborgum af stefnda. Stefnendurvísa til þess að Byggingarfélagið Geysir ehf., og S.Ö.S ehf., hafi keypt lóðirá svæði sem stefndi hafi kynnt með ákveðnum kostum, þ.e. í kyrrlátu umhverfi ískiplagðri íbúðabyggð. Þeim eiginleikum hafi lóðirnar verið sviptar eftirkaupin fyrir tilstuðlan stefnda sem hafi látið innleiða þar atvinnurekstur.Niðurstaða Hæstaréttar í framangreindum málum var að nánar tilgreindar athafnirstefnda við þá innleiðingu hafi falið í sér brot á samningsskyldum hans viðkaupendur lóðanna sem virða bæri stefnda til sakar, sbr. 2. málslið 18. gr.laga nr. 40/2002, og að gerðir stefnda hafi falið í sér eftirfarandi vanefndkaupsamninga í merkingu 2. mgr. 20. gr. laganna og viðurkenndi Hæstiréttur réttkaupenda til riftunar kaupsamninga lóða á svæðinu og endurgreiðslu kaupverðs.Dómurinn fellst á það með stefnendum að framangreindir Hæstaréttardómar hafi aðþessu leyti fordæmisgildi í máli þessu, þ.e. að eftir kaup ByggingarfélagsinsGeysis ehf., og S.Ö.S ehf., hafi stefndi brotið gegn samningsskyldum sínumgagnvart kaupendum með því að breyta einhliða nýtingu og skipulagi svæðisinsmeð því að heimila rekstur veitinga- og gististaða á svæðinu, Með setningu laga um fasteignakaupnr. 40/2002 kom inn nýmæli í fasteignakaupum, þ.e. ákvæði 45. gr. laganna. Í 1.mgr. greinarinnar segir. Kaupandi getur beint kröfu vegna galla að fyrrieiganda eða öðrum fyrri samningsaðila í sama mæli og seljandi gæti haft uppislíka kröfu. Í ákvæðinu fellst í reynd að kaupandi geti að uppfylltum nánartilgreindum skilyrðum haft uppi kröfu vegna galla á fasteign á hendur fyrrieiganda eða öðrum samningsaðilum. Nánar tiltekið er viðurkenndur réttur fyrirkaupanda til að krefjast úrbóta á galla með því að ganga inn í samning milliþess aðila sem vanefnd er rakin til þó svo milli hans og kaupanda sé ekkisamningssamband. Þó svo þetta feli í sér viðurkenningu á rétti kaupanda til aðbeita vanefndaúrræðum laga nr. 40/2002 að tilteknum skilyrðum uppfylltum, felstí lagagreininni að umfang kröfunnar takmarkist af því hvaða kröfur fyrrikaupandi hefði getað haft uppi á hendur seljanda. Þá er það skilyrði fyrirbeitingu greinarinnar að um sé að ræða kröfu sem rekja megi til galla. Ákvæðiðfelur í sér mikilvægan rétt fyrir kaupanda fasteignar til að leita efnda kröfusinnar hjá öðrum en viðsemjenda sínum í þeim tilvikum þegar þannig háttar tilað ekki sé hægt að hafa uppi kröfu á hendur honum. Stefndi hafnar því aðheimild 45. gr. laga nr. 40/2002, verði beitt í máli þessu. Meðal vanefndaúrræða kaupanda vegnagalla er riftun samkvæmt 42. gr. laganna, en þar segir að kaupandi geti riftkaupsamningi ef galli telst veruleg vanefnd. Fyrir liggur að greiðslur samkvæmtkaupsamningum þeim sem stefnendur krefjast riftunar á vegna lóðanna 18 og 24hafa að fullu verið efndar og gaf stefndi, eins og áður greinir, út afsal tilhanda upphaflegum kaupendum þann 27. október 2008. Samkvæmt þessu og með vísantil þess sem að framan er rakið um fordæmisgildi dóma Hæstaréttar í málinum nr.222/2012 og 82/2014, felst dómurinn á að riftunarkrafa stefnenda í máli þessugeti, með vísan til 45. gr. laga nr. 40/2002, byggst á samningi milli seljandaog kaupanda í fyrri samningssamböndum, þ.e. annars vegar kaupsamningi millistefnda og Byggingarfélagsins Geysis ehf., um lóðina nr. 24 og hins vegar millistefnda og S.Ö.S ehf., um lóðina nr. 18, en umræddir kaupsamningar voru gerðirfyrri hluta árs 2006. Þykir þar engu um breyta þó svo umræddir kaupsamningarhafi tekið til fleiri lóða en þeirra sem mál þetta fjallar um, enda stefnendurþinglýstir eigendur umræddra lóða og því bærir til að gefa út afsal til handastefnda verði fallist á kröfur þeirra í málinu. Kemur þá til skoðunar hvort tímafrestirsem tilgreindir eru í 2. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002, hafi verið uppfylltir ímáli þessu. Í greininni er kveðið á um tvenns konar tímafresti vegnatilkynningarskyldu kaupanda um kröfu á hendur fyrri eigenda eða öðrum fyrrisamningsaðilum. Annars vegar þarf kaupandi að tilkynna um kröfu sína innan þessfrests sem gildir um sömu kröfu á hendur seljanda. Hins vegar verður kaupandiað tilkynna um kröfu sína í síðasta lagi innan þess frests sem gildir íréttarsambandi seljanda og fyrri samningsaðila. Þá ræðst lengd fresta samkvæmtákvæðinu af þeim tilkynningarreglum sem gilda um viðkomandi vanefnd milliseljanda og fyrri eigenda eða samningsaðila. Tilgangur reglunnar í 2. mgr. 45.gr. laga nr. 40/2002 er að tryggja að skyldur fyrri eiganda eða annarra samningsaðilaaukist ekki frá því sem verið hefði. Um lengd framangreindra fresta 45. gr.laga nr. 40/2002, fer samkvæmt 48. gr. laga laganna. Þá segir í 4. mgr.greinarinnar að kröfur samkvæmt lögunum fyrnast eftir reglum laga um fyrninguskulda og annarra kröfuréttinda. Í 1. mgr. 48. gr. laga 40/2002 segir. Kaupandiglatar rétti til að bera fyrir sig vanefnd ef hann tilkynnir seljanda ekkiinnan sanngjarns frests, eftir að hann varð eða mátti verða hennar var, um eðliog umfang hennar og að hann ætli að bera hana fyrir sig. Í 48. gr. erutilgreindar tvær undantekningar frá framangreindri meginreglu, þ.e. annarsvegar ef seljandi ábyrgist til tekið ástand eða eiginleika fasteignar í ákveðintíma, en óumdeilt er að framangreint ákvæði á ekki við í máli þessu. Hins vegarsegir í 3. mgr. 48. gr. að seljandi geti þó ekki borið fyrir sig að tilkynninghafi verið send of seint ef hann hefur sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eðaframferði hans stríðir með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú. Samkvæmt gögnum málsins liggur fyrirað 16. júlí 2009 sóttu Grímsborgir ehf., um leyfi til gisti- og veitingasölu íÁsborgum til sýslumanns. Fór umsókn þeirra í lögbundið umsagnarferli ogsamþykkti sveitarstjórn stefnda umsóknina á fundi sínum 20. ágúst sama ár. Varleyfisbréf til Grímsborga ehf., til reksturs gististaða í flokki II gefið út afsýslumanni 30. október 2009, þ.e. sama dag og Hornás ehf., seldi og afsalaðiSigurði Erni, öðrum stefnenda þess máls, lóðirnar nr. 18 og 24. Einnig liggjaframmi bréf umsagnaraðila vegna umsóknar Grímsborga ehf., um rekstrar- ogveitingaleyfi í Ásborgum í byrjun árs 2010, m.a. samþykkt sveitarstjórnarstefnda á fundi 21. janúar 2010, þar sem stefndi samþykkir fyrirhugaðanafgreiðslutíma samkvæmt umsókn og staðfestir að staðsetning íbúðarhússins íÁsborgum sé samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Í framhaldinu gaf sýslumaður útleyfisbréf til handa Grímsborgum vegna útleigu íbúða í Ásborgum ogveitingaleyfi fyrir Ásborgir 30 þann 2. júní 2010. Í máli þessu, eins og í málumHæstaréttar nr. 222/2012 og nr. 82/2014, hagaði þannig til að vanefnd stefndakom til eftir gerð þeirra kaupsamninga sem stefnendur gera kröfu um að gangainn í með vísan til 45. gr. laga nr. 40/2002. Í málsatvikalýsingu í stefnukemur fram að með bréfi stefnenda til stefnda, dags. 17. maí 2010, sem samkvæmttitli fjallar um breytingu á aðalskipulagi, hafi stefnendur andmælt fyrirhugðumbreytingum á aðalskipulagi svæðisins og jafnframt gert kröfu til þess að gengiðyrði til samninga við þau um að fá að skila lóðunum nr. 18 og 24, en stefndihafi ekki svarað erindinu. Í bréfinu er rakið að með auglýstum breytingum áaðalskipulagi íbúðarsvæðis Ásborga felist að svæðið breytist í blandaðalandnotkun íbúðarsvæðis og svæðis fyrir verslun og þjónustu í þeim tilgani aðnýta þegar byggð og fyrirhugð íbúðarhús sem gisti-/og eða veitingahús. Ímálavaxtalýsingu í greinargerð stefnda segir um framangreint bréf stefnenda, að„með bréfi stefnenda dagsettu 17. maí2010, sbr. dskj. nr. 29, voru settar fram athugasemdir við upphaflega kynninguá breytingu á aðalskipulagi Ásborga.“ Verður málatilbúnaður stefnda þvíekki skilinn á annan veg en þann að í honum felist viðurkenning þess að stefndahafa borist áðurnefnt bréf stefnenda. Í áðurnefndu bréf stefnenda frá 17.maí 2010 segir m.a: „Með tillögu þessarier sveitarfélagið í raun að reyna að festa í sessi og setja lagagrundvöll fyrirþeirri starfsemi sem starfrækt hefur verið á svæðinu í algerri óþökk annarralóðaeigenda að Ásborgum, Ásgarðslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi.“ Meðvísan til þessa og gagna málsins má ætla að stefnendur hafi orðið varir viðframkvæmdir Grímsborga ehf., á svæðinu einhverju áður en bréfið var ritað. Hinsvegar verður að mati dómsins að miða tímamark tilkynningar stefnenda tilstefnda við dagsetningu bréfsins enda engum öðrum gögnum til að dreifa um hinaupphaflegu kynningu sem stefndi segir að farið hafi fram á fyrirhugðumskipulagsbreytingum og var tilefni bréfs stefnenda. Þá segir í niðurlagibréfsins: „Með vísan til framanritaðsmótmæla undirrituð auglýstum breytingum á aðalskipulagi íbúðarsvæðisinsÁsborgir, merkt ÍB 11. Jafnframt krefjast undirrituð þess að gengið verði tilsamninga um skil á umræddum lóðum, vegna vanefnda sveitarfélagsins á skyldumsínum við að framfylgja samþykktu skipulagi svæðisins.“ Með vísan til þesssem að framan er rakið mátti stefnda vera ljós afstaða stefnenda tilfyrirhugaðra skipulagsbreytinga og einnig að stefnendur hygðust beita úrræðumvegna vanefnda stefnda sem seljanda. Óumdeilt er að starfsmaður stefnda,nánar tiltekið skipulags- og byggingarfulltrúiÁrnessýslu og Flóahrepps, sendi stefnanda Sigurði, með vísan til 1. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til kynningar lýsingu á breytingum áaðalskipulagi Ásborga með bréfi dags. 29. mars 2011. Er í bréfinu gerð grein fyrirfyrirhuguðum breytingu á aðalskipulagi svæðisins á þann veg að íbúðarsvæðiðbreytist í blandaða starfsemi íbúðarsvæðis og verslunar– og þjónustusvæðis.Einnig er óumdeilt að auglýsing um fyrirhugaða breytingum á skipulagi svæðisinsbirtist í Lögbirtingablaðinu 28. apríl 2011. Þar kemur fram að áður en tillaganverði tekin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn stefnda liggi tillaganframmi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins og skipulagsfulltrúa frá 28.apríl til 3. maí, auk þess sem tillöguna sé að finna á þar tilgreindri vefslóð.Í stefnu er hvergi vikið að bréfi stefnenda til byggingar- og skipulagsfulltrúastefnda, dags. 2. maí 2011, en við þingfestingu málsins var umrætt bréf,undirritað af stefnendum, lagt fram. Í bréfinu er fyrirhuguðum breytingum áaðalskipulagi svæðisins mótmælt og vísað til þess að umrædd breyting feli í séralgjöran forsendubrest á kaupum stefnenda á mjög verðmætum íbúðarhúsalóðum ásínum tíma. Þá er í bréfinu vísað til greinargerðar með aðalskiplagi svæðisins,m.a. að svæðið sé hugsað fyrir þá sem kjósa heilsárs búsetu í sveitarfélaginuen sækist jafnframt eftir sömu friðsæld og kyrrð og er í hefðbundnumsumarhúsahverfum. Í niðurlagi bréfsins segir: „Að öllu ofangreindu virtu má ljóslega sjá að forsendur mínar fyrirkaupum á umræddum lóðum eru brostnar og óskar undirritaður því eftir viðræðumvið sveitarfélagið um skil eða endurkaup á tilgreindum lóðum.“ Stefndivísar hins vegar til þess í málavaxtalýsingu í greinargerð að athugasemdir hafiekki borist frá stefnendum við áðurnefndu bréfi skipulags- og byggingarfulltrúastefnda dags. 29. mars 2011. Í málavaxtalýsingu í greinargerð stefnda segir. „Bréf það sem stefnendur leggja fram semdskj. nr. 40 barst aldrei skipulags- og byggingarfulltrúa og er því andmælt aðöllu leyti.“ Fallist er á það með stefnda að sönnunarbyrði fyrir því aðframangreint bréf hafi verið sent stefnda hvíli á stefnendum og að þásönnunarbyrgði hafi stefnendur ekki axlað. Þá styður það fullyrðingu stefnda umað bréfið hafi ekki borist skipulags- og byggingarfulltrúa að engin bréf eðaönnur gögn um viðbrögð stefnda við bréfinu hafa verið lögð fram í máli þessu. Samkvæmt öllu framansögðu verður áþví byggt að stefnendur hafi með bréfi til stefnda, dags. 17. maí 2010,tilkynnt stefnda að þeir ætli að bera fyrir sig vanefnd vegna umræddra lóða.Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að það er ekki fyrr en rúmum þremurog hálfu ári síðar, eða með bréfi 20. desember 2013 sem stefnendur setja framformlega riftunarkröfu. Þá liggur ekkert fyrir um það í máli þessu aðstefnendur hafi með einum eða öðrum hætti fylgt eftir tilkynningu sinni frá 17.maí 2010 eða að aðilar hafi átt í samskiptum um þá fyrirætlan stefnenda aðbeita úrræðum vegna vanefnda stefnda sem seljanda umræddra lóða. Einnig liggurfyrir að frá dagsetningu yfirlýsingar stefnenda um riftun liðu rúmir fimmtánmánuðir þar til stefnendur fylgdu kröfu sinni eftir með höfðun dómsmáls áhendur stefnda, þ.e. með birtingu stefnu 27. mars 2015. Í því málið voru gerðarefnislega sömu kröfur af hálfu stefnenda og í máli þessu. Eins og áður varrakið var áðurnefndu máli vísað frá dómi með dómi Hæstaréttar 3. desember 2015í málinu nr. 776/2015. Þá var það ekki fyrr en tæpum ellefu mánuðum síðar semmál þetta var þingfest, eða þann 16. nóvember 2016. Að öllu þessu virtu og meðvísan til 2. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002, sbr. 2. mgr. 42. gr. og 48. gr.sömu laga, er það mat dómsins að stefnendur hafi með tómlæti glatað rétti sínumtil að bera fyrir sig vanefnd í máli þessu, sbr. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 40/2002.Að mati dómsins verður ekki fallist á það með stefnendum að þannig hátti til aðundantekningarákvæði 3. mgr. 48. gr. laga nr. 40/2002, eigi við máli þessu. Samkvæmt þessu verður stefndisýknaður af öllum kröfu stefnenda í máli þessu. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamálaverða stefnendur dæmdir til að greiða stefnda málskostnað og þykir hannhæfilega ákveðinn 1.100.000 krónur. D Ó M S O R Ð:Stefndi,Grímsnes- og Grafningshreppur, er sýknaður af öllum kröfum stefnenda, SigurðarArnar Sigurðsson og Aðalheiðar Jacobsen, í máli þessu. Stefnendurgreiði stefnda 1.100.000 krónur í málskostnað.
|
Mál nr. 375/1998
|
Innheimtukostnaður Útivist í héraði Aðild
|
Eigendur jarðanna T og Tb höfðu átt í málaferlum við sveitarfélag vegna heitavatnsréttinda og einnig vegna úrskurðar landskiptanefndar. Eigandi T greiddi einn allan kostnað, sem af máferlunum hlaust. Taldi hann eigendum Tb skylt að endurgreiða sér 2/3 af kostnaðinum af þessum málum í réttu hlutfalli við stærðir býlanna. Þar sem Tb hafði skipt um eigendur á meðan á málarekstri þessum stóð, stefndi hann bæði fyrri og núverandi eigendum til greiðslu.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Áfrýjendur skutu máli þessu til Hæstaréttar 4. september 1998. Þeir krefjast þess aðallega, að málsmeðferð í héraði verði ómerkt og málinu vísað frá héraðsdómi, en til vara krefjast þeir sýknu. Til þrautavara krefst áfrýjandinn Esther þess, að hún verði einungis dæmd til að greiða 60.000 krónur og áfrýjandinn Haukur, að hann verði einungis dæmdur til að greiða 275.683 krónur, hvorttveggja með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá uppkvaðningu dóms Hæstaréttar. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjendur reisa frávísunarkröfu sína á því, að málatilbúnaður stefnda sé óljós og í engu samræmi við ákvæði laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, hvorki að því er varðar framsetningu, sbr. 80. gr., né aðild, sbr. 19. gr. laganna. Í stefnu er gerð grein fyrir þeim reikningum, sem krafist er greiðslu á, og þar kemur fram, hver kostnaðarskipting aðila sé. Verður að telja, að framsetning krafna sé nægilega skýr og að stefnan fullnægi skilyrðum 80. gr. laga nr. 91/1991. Í þinghaldi 16. febrúar 1996 féllu áfrýjendur frá frávísunarkröfu sinni í héraði, en samkvæmt 19. gr. laga nr. 91/1991 verður máli ekki vísað frá dómi nema að kröfu aðila á þeim forsendum, að ekki sé samlagsaðild með þeim. Verður frávísunarkrafa áfrýjenda ekki tekin til greina. Eins og lýst er í héraðsdómi höfðuðu áfrýjendur gagnsök í héraði 20. apríl 1996. Útivist varð af þeirra hálfu 12. september 1997, og var endurupptöku gagnsakar endanlega synjað með dómi Hæstaréttar 7. maí 1998. Var málið lagt í dóm, án þess að stefndi legði fram skriflega sókn. Verður að skilja það svo, að málið hafi verið dæmt samkvæmt 3. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 eftir framkomnum kröfum og gögnum stefnda með tilliti til þess, sem fram hafði komið af hálfu áfrýjenda. Gögn málsins bera með sér, að samkomulag var með aðilum um greiðsluskyldu og kostnaðarskiptingu krafna þeirra, sem hér um ræðir. Í greinargerð áfrýjenda í héraði var kröfum stefnda ekki mótmælt sem röngum eða því haldið fram, að áfrýjendur ættu ekki að greiða þann hluta kostnaðar, sem krafist var, utan tveggja liða, sem vísað var frá héraðsdómi. Þá var ábyrgð áfrýjenda ekki skilin að í greinargerð þeirra í héraði. Í gagnstefnu í héraði voru allar kröfurnar viðurkenndar utan framangreindra tveggja liða. Loks var kostnaðarskiptingu krafnanna ekki mótmælt í greinargerð áfrýjenda í héraði eða gagnstefnu. Samkvæmt framansögðu ber að staðfesta héraðsdóm um þessa kröfuliði með vísan til forsendna hans, svo og málskostnaðarákvæði hans. Áfrýjendur greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Áfrýjendur, Esther Laxdal og Haukur Laxdal, greiði stefnda, Sveinbergi Laxdal, 501.535 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 10. mars 1995 til greiðsludags. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Áfrýjendur greiði stefnda 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 29.maí 1998. Ár 1998, föstudaginn 29. maí, er dómþing Héraðsdóms Norðurlands eystra sett í dómsal embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, og háð þar af Ásgeiri Pétri Ásgeirssyni, héraðsdómara. Fyrir er tekið mál nr. E - 110/1995: Sveinberg Laxdal gegn Esther Laxdal og Hauki Laxdal. Er nú kveðinn upp í málinu svofelldur dómur: Mál þetta, sem dómtekið var hinn 15. maí s.l., hefur Sveinberg Laxdal, kt. 030742-2579, Túnsbergi, Svalbarðsstrandarhreppi, höfðað hér fyrir dómi á hendur Esther Laxdal, kt. 251024-3829, Lindasíðu 4, Akureyri, og Hauki Laxdal, kt. 240248-4769, Tungu, Svalbarðsstrandarhreppi, með stefnu birtri báðum stefndu hinn 10. mars 1995. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd, in solidum, til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 557.882,- ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 39.680,- frá 29.12.1990 til 25.06.1991, en þá af kr. 56.347,- frá þ.d. til 28.06. s.á, en þá af kr. 359.495,- frá þ.d. til 17.02.1994, en þá af kr. 413.313,- frá þ.d. til 28.04. s.á., en þá af kr. 477.882,- frá þ.d. til 09.05. s.á., en þá af kr. 557.882,- frá þ.d. til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt gjaldskrá Almennu lögþjónustunnar h.f. og virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefndu krefjast þess að verða sýknuð „að svo stöddu eða algjörlega af efnislegum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum reikningi.“ Stefnandi lýsir málavöxtum svo að hann hafi átt Túnsberg síðan árið 1970 og það ár hafi stefndi Haukur eignast Tungu. Sé fyrrnefnda jörðin byggð úr landi hinnar síðarnefndu og talin vera 1/3 af stærð hennar. Þeir hafi sem eigendur jarðanna höfðað mál gegn Svalbarðsstrandarhreppi og ráðið til þess Benedikt Ólafsson, héraðsdómslögmann. Lauk skiptum þeirra við hann með því að þeir voru dæmdir til að greiða honum í þóknun kr. 203.093,- með dráttarvöxtum frá 01.01.1989 og kr. 85.000,- í málskostnað. Kveðst stefnandi hafa greitt dómkröfuna með alls kr. 551.366,70. Stefnandi segir þá stefnda Hauk hafa ráðið Ásmund S. Jóhannsson, hdl., til að undirbúa áfrýjun héraðsdóms í máli þeirra gegn Svalbarðsstrandarhreppi og hafi stefnandi greitt honum kr. 59.521,- Hinn 1. janúar 1989 hafi stefnda Esther, móðir meðstefnda, eignast Tungu og tekið við aðild málsins fyrir Hæstarétti, sem hafi dæmt þau stefnanda til að greiða Svalbarðsstrandarhreppi kr. 120.000,- í málskostnað og hafi stefnandi greitt þá kröfu. Ágreiningur hafi verið um landskipti milli eigenda Tungu og Túnsbergs annars vegar og eiganda jarðarinnar Meðalheims hins vegar. Hafi yfirlandskiptanefnd Suður-Þingeyjarsýslu úrskurðað um landskipti þann 15. ágúst 1988. Úrskurðinum hafi verið þinglýst 4. nóvember 1993. Hafi stefnandi skotið þinglýsingunni til héraðsdóms og síðan Hæstaréttar og hafi stefnda Esther átt samaðild að málinu með honum. Fyrir vinnu að þessu máli hafi stefnandi greitt Ásmundi S. Jóhannssyni hdl. kr. 25.000,- og kostnaður af rekstri málsins fyrir Hæstarétti hafi orðið kr. 80.728,- Stefnandi kveðst telja að skipting kostnaðar hafi átt að vera í hlutfalli við stærðir býlanna, þannig að hann hafi átt að greiða 1/3, en stefndu 2/3. Hafi hann krafið stefndu jafnharðan um greiðslu þeirra hluta og áskilið sér vexti, en skuld þeirra ekki fengist greidd. Stefnandi kveðst vísa til almennra reglna kröfuréttar um fjárskuldbindingar. Stefndu höfðuðu stefndu gagnsök í máli þessu hinn 20. apríl 1996, þar sem þau gerðu gagnkröfur, bæði til skuldajafnaðar og sjálfstæðs dóms. Við fyrirtöku hinn 12. september 1997 féll þingsókn niður af þeirra hálfu. Var endurupptöku málsins synjað endanlega með dómi Hæstaréttar upp kveðnum 7. maí 1998 og ber, með vísan til dóma réttarins frá 25. mars s.á. og 9. október 1997, að fella niður gagnsök og fara með aðalsök frá og með þinghaldinu 12. september sl. samkvæmt 3. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Stefnandi hefur lagt málið í dóm án þess að neyta réttar síns til að leggja fram skriflega sókn. Stefndu kröfðust upphaflega frávísunar málsins, en féllu frá þeirri kröfu í þinghaldi hinn 16. febrúar 1996. Sýknukrafa stefndu í greinargerð er þar sögð vera byggð „á aðildarskorti, aðild óljós og blendin að sýkna ber af öllum kröfuliðum málsins eins og málið er úr garði gert.“ Í gagnstefnu er því lýst yfir af hálfu stefndu að viðurkenndar séu kr. 501.535 af kröfum stefnanda. Verður ekki fram hjá þessari yfirlýsingu horft við úrlausn málsins og verður á grundvelli hennar að dæma stefndu til að greiða stefnanda þá fjárhæð. Með vísan til fyrrnefndra afdrifa gagnsakarinnar verður hins vegar ekki fjallað um gagnkröfur til skuldajafnaðar, sem þar koma fram, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991. Þeir kröfuliðir stefnanda, sem ekki hafa verið viðurkenndir skv. ofansögðu, eru annars vegar kr. 39.680,- og hins vegar kr. 16.667,- Hinum fyrri til stuðnings er kvittun Ásmundar S. Jóhannssonar, hdl., dags. 29.12.1990, fyrir mótteknu geymslufé, kr. 50.000,- úr hendi stefnanda. Á þessa kvittun er að auki ritað: „18.12. greitt Ásm. J. með ávísun 5741328 kr. 9.521.“ Til stuðnings hinum síðari er kvittun sama lögmanns, dagsett 25. júní 1991, fyrir 25.000,- kr. greiðslu frá stefnanda, „vegna Túngumála“. Stefndu segja þessar greiðslur vera sér alls óviðkomandi. Eins og áður er greint var stefndi Haukur eigandi Tungu frá árinu 1970 til 1. janúar 1989, er meðstefnda eignaðist jörðina. Krefur stefnandi þau óskipt um greiðslu tveggja þriðju hluta kostnaðar mála sem hann rak ásamt eiganda Tungu á hverjum tíma. Engin rök eru færð fyrir óskiptri ábyrgð síðari eiganda Tungu með hinum fyrri á kostnaði hins fyrra vegna málarekstrar með stefnanda, og öfugt, og ekki liggur í augum uppi hvernig slík ábyrgð verður leidd af „almennum reglum kröfuréttar um fjárskuldbindingar“. Þegar af þessari ástæðu verður að vísa þessum kröfuliðum sjálfkrafa frá dómi, sem vanreifuðum. Staðhæfing stefnanda um að hann hafi krafið stefndu um endurgreiðslu jafnharðan og hann innti greiðslur sínar af hendi er engum gögnum studd. Með vísan til 2. og 4. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 4. gr. laga nr. 67/1989, verða dráttarvextir því dæmdir frá 10. mars 1995, er mál þetta var höfðað. Málskostnaður þykir hæfilega ákveðinn kr. 100.000,- Dóm þennan kveður upp Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómari. Dómsorð: Stefndu, Esther Laxdal og Haukur Laxdal, greiði stefnanda, Sveinberg Laxdal, kr. 501.535,- ásamt dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð frá 10. mars 1995 til greiðsludags og kr. 100.000,- í málskostnað. Vísað er sjálfkrafa frá dómi kröfum stefnanda um að stefndu verði dæmd óskipt til að greiða honum kr. 56.347,- með dráttarvöxtum af kr. 39.680,- frá 29.12.1990 til 25.06.1991 en af allri fjárhæðinni frá þ.d. til greiðsludags.
|
Mál nr. 352/2016
|
Kærumál Nálgunarbann
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert skylt að sæta nálgunarbanni á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Benedikt Bogason hæstaréttardómariog Ingibjörg Benediktsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settirhæstaréttardómarar.Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 9. maí 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður erúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2016 þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila4. sama mánaðar um að varnaraðili sætti nánar tilgreindu nálgunarbanni.Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísunaf heimili. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað fráhéraðsdómi, til vara að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en að þvífrágengnu að úrskurðinum verði hnekkt að því er varðar yngri dóttur varnaraðila.Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.Krafa varnaraðila um að málinu verði vísað fráhéraðsdómi er reist á því að meira en sólarhringur hafi liðið frá því að beiðnium nálgunarbann barst lögreglu þar til ákvörðun var tekin um bannið. Af þeimsökum hafi málsmeðferðin farið í bága við 2. mgr. 7. gr. laga nr. 85/2011.Þessi annmarki á málsmeðferð getur ekki valdið því að brotaþoli fari á mis viðþá vernd sem hann nýtur eftir lögunum. Samkvæmt þessu og með vísan til dómsHæstaréttar 28. ágúst 2015 í máli nr. 564/2015 verður kröfu um frávísun hafnað.Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 verður nálgunarbanniaðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduðmeð öðrum og vægari hætti. Skal þess þá gætt að ekki verði farið strangar ísakirnar en nauðsyn ber til. Við mat á þessu er heimilt að líta til þess hvortsakborningur hafi áður þurft að sæta nálgunarbanni og þess hvort háttsemi hansá fyrri stigum hafi verið þannig að hætta sé talin á að hann muni raska friðibrotaþola, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Svo sem rakið er í hinum kærða úrskurðihefur varnaraðila þrívegis áður verið gert að sæta nálgunarbanni en meðframgöngu sinni hefur hann einkum raskað friði barnungrar dóttur sinnar. Aðvirtri forsögu málsins eru engin efni til að binda nálgunarbannið við það barnþótt athafnir hans hafi síður bitnað á yngra barninu. Með þessari athugasemd enað öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hannstaðfestur.Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Hæstarétti,sem ákveðin verður með virðisaukaskatti eins og í dómsorði segir, greiðist úrríkissjóði samkvæmt 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr.14. gr. laga nr. 85/2011.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Hæstarétti, Sveins AndraSveinssonar hæstaréttarlögmanns, 196.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. ÚrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2016. Lögreglustjórinn áhöfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestiákvörðun lögreglustjóra frá 4. maí 2016 umað X skuli sæta nálgunarbanni, skv. a og b lið 1. mgr. 4. gr. laga85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili, í 6 mánuði þannig að lagt sébann við því að hann komi á eða í námunda við heimili dætra sinna A kt. [...]og B kt. [...], að [...] í [...] og [...]í [...], á svæði sem afmarkast við 50metra radíus. Jafnframt er lagt bann við því að X veiti A og B eftirför,nálgist þær á almannafæri eða setji sig í samband við þær með öðrum hætti. Ígreinargerð sækjanda kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu farifram á skv. 2. og 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2011 að X skuli sæta nálgunarbanni, skv. a og blið 1. mgr. 4. gr. laga 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili, í 6mánuði þannig að lagt sé bann við því að hann komi á eða í námunda við heimilidætra sinna A og B, að [...] í [...] og [...] í [...], á svæði sem afmarkastvið 50 metra radíus. Jafnframt sé lagt bann við því að X veiti þeim A og Beftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrumhætti. Kærði hafi sætt nálgunarbanni gagnvart Cogdætrum þeirra í 6 mánuði frá 19. júlí 2013 skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkurnr. [...]2013 sem staðfestur hafi verið með dómi Hæstaréttar í máli réttarinsnr. [...]/2013. Þann 27. október 2014 hafi X afturverið gert að sæta nálgunarbanni, sem staðfest hafi verið með úrskurðiHéraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 2014 í máli nr. R-[...]/2014 en þá hafðilögregla upplýsingar um það að kærði hefði valdið C og dætrum þeirra mikluónæði. C fari með forsjá dætra þeirra og hafði á þeim tíma ekki náðst samkomulagum umgengni X við börnin hjá sýslumanni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafði Xþá setið í kringum heimili C og dætra þeirra og valdið miklu ónæði í skóla ogfrístundarheimili A þar sem hann hafi sótt mjög stíft að hitta hana fyrir.Skólayfirvöld og barnavernd [...] hafi rætt við kærða um að hegðun hans ylli A miklumvanlíðan. Kærði hafi hinsvegar ekki látið segjast og hafi haldið uppteknumhætti og sótt hart að því að hitta barnið fyrir á skóla og frístundartíma.Ræddi á þeim tíma barnaverndarstarfsmaður við A en í viðræðumbarnaverndarstarfsmanns við barnið hafi komið fram að hún óttist pabba sinn ogað hann hafi sagt við hana að hann ætli að taka hana með sér. Þá óttist barniðað kærði myndi gera móður hennar eitthvað illt. Þann30. apríl 2015 hafi Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi ákvörðunlögreglustjóra frá 27. apríl 2015 um staðfestingu á ákvörðun um nálgunarbann,sbr. R-[...]/2015. Kærði hafi hlotið fangelsisdóm við héraðsdómReykjavíkur þann [...]. október 2014, sbr. [...]/2014, og hafi kærði m.a. veriðsakfelldur fyrir líkamsárás á hendurleikskólakennara við leikskóla þar sem dóttir hans dvaldi. Kærði hafi veriðákærður fyrir brot á nálgunarbanni, en hafi verið sýknaður fyrir það brot.a Kærðihafi svo sætt í þriðja sinn nálgunarbanni á tímabilinu 22. september 2015 – 22.mars 2016 skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur hafi verið meðdómi Hæstaréttar í máli réttarins nr. [...]/2015. Fyrirliggi dómur Héraðsdóms Reykjavíkur dagsettur 14. júlí 2015 um umgengni föður viðbörnin en kveðið hafi verið á um umgengni undir eftirliti annan hvern laugardagfrá 11-17. Umgengni hófst 29. ágúst 2015 og hafi orðið í nokkur skipti undireftirliti [...] eftirlitsaðila eða allt þar til ákvörðun um nálgunarbann hafilegið fyrir þann 22. september 2015. Lögregluhafi borist beiðni um nálgunarbann frá barnavernd [...] þar sem að farið hafiverið fram á að lögreglan tæki ákvörðun um nálgunarbann yfir X. Ígreinargerð barnaverndar [...] sé farið yfir forsögu málsins og þeim áhrifumsem framganga föður og samskipti hafi haft á dætur hans og þá sérstaklega A.Þar komi fram að fyrir liggi greining þroska- og hegðunarstöðvar þar semniðurstaða greingar sé áfallastreituröskun, adhd auk annarra þátta sem markidaglegt líf A. Í greinargerðinni komi fram að á tímabili síðasta nálgunarbannshafi líðan A verið marktækt betri og sé það í samræmi við reynslu fyrrinálgunarbanna. Frá því að nálgunarbann rann út hafi líðan A breyst til hinsverra. Fram komi að á tímabili nálgunarbanns hafi verið meiri stöðugleiki ífélagslegu umhverfi A og miklar framfarir á líðan hennar. Þá segi í greinargerðinniað hagsmunir A og systur hennar verði ekki tryggðir nema með beitingunálgunarbanns en friðhelgi þeirra verði ekki tryggð með öðrum og vægari hætti.Álit sérfræðinga sé samhljóma; andleg líðan A sé marktækt betri þegar hún séekki í umgengni við föður. Í eldri gögnum komi fram að faðir hafi ekki virtvinsamleg tilmæli starfsmanna barnaverndar, skóla né annarra um að raska ekkiró A á skólatíma og ljóst að ekki sé unnt að höfða til almennrar skynsemi hvaðþað varði. Frá því að nálgunarbann rann út hafi líðan A breyst til hins verraog má þar nefna kvartanir um magaverk, auknir hefðunarerfiðleikar og ótti viðað gera hluti sem hún hafi áður verið vön að gera. Frá því að nálgunarbann rann út hafieftirfarandi atvik verið skráð hjá lögreglu: 007-2016-[...] Þann 4. apríl sl. X mætirí[...] þar sem að A er að undirbúa að ganga til altaris. Hann hafi þar talaðhátt við A og sagt svo að aðrir heyrðu að móðir hennar væri lygin og ómerkileg.Presturinn Presturinn bað X að róa sig og fara út en X hafi ekki orðið við þvíheldur sagst vera komin til að sjá dóttur sína. Lögregla hafi síðan komið ávettvang og þau farið út og rætt við lögregluna. 007-2016-[...] Þann 17. apríl er Aaftur stödd í [...] ásamt móður sinni. X mætir aftur í kirkjuna og C móðir Akallar aftur eftir aðstoð lögreglu.Aukþessara mála er beðið niðurstöðu Ríkissaksóknara í máli mál lögreglu nr. 007-2014-[...].þarer kærði grunaður um að hafa brotið gegn dóttur sinni, með því að hafi uppihótanir og ærumeiðandi móðganir við dóttur sínaA, fædda [...], um móðurbarnsins. Telur barnavernd það ekki geti samræmst hagsmunum barnsins að vera ísamskiptum eða umgengni við meintan brotamann meðan svo er. Þá hafi eftirfarandi atvik einnig verið skráð hjábarnavernd [...]: Þann29. mars 2016 hafði deildarstjóri [...] samband þar sem eiginkona föður hafðisent tölvupóst með fyrirspurn um hvenær skóladegi A lýkur og hver væri hennarumsjónarkennari. Deildarstjóri óskaði eftir upplýsingum barnaverndar um hvernigbæri að svara erindinu. Vikuna 4.-8. apríl 2016 reyndi eiginkona föður að komagjöf til A í gegnum deildatsjóra [...]. Henni hafi verið vísað frá. Föstudaginn 8. apríl 2016 hafi verið skráð hjá [...]að X hafi komið á frístundatíma og hitt A. Forstöðumaður frístundar hafi komiðstrax og beðið A að fara í tölvutíma. A hafi kvatt föður. Í ljósi ofangreinds, niðurstöðubarnaverndarnefndar, telji lögreglustjóri að skilyrði 4. gr. laga nr. 85/2011séu uppfyllt að því leyti að hætta sé á að X muni halda áfram að raska friðidætra sinna í skilningi ákvæðisins njóti hann fulls athafnafrelsis. Sé ekkitalið sennilegt að friðhelgi þeirra verði vernduð með öðrum og vægari hættieins og sakir standa. Af öllu framangreindu telji lögregla ljóst aðA hafi orðið að þola áreiti af hálfu föður síns og ógnandi hegðan. Það sé mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu aðskilyrði 4. gr. laga nr. 85, 2011 séu uppfyllt enda liggi fyrir rökstuddurgrunur um að X hafi brotið gegn fyrrumeiginkonu sinni og dætrum og að hætta séá að hann haldi áfram með áreiti og aðraska friði dætra sinna í skilningi 4.gr. laga nr. 85, 2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Er ekki talið sennilegt að friðhelgi þeirraverði vernduð með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa. Meðvísan til framangreinds og framlagðra gagna sé það mat lögreglustjóra aðskilyrði 4. og 5. gr. laga nr. 85, 2011 um nálgunarbann og brottvísun afheimili séu uppfyllt og ítrekað að krafan nái fram að ganga eins og hún er settfram. Niðurstaða: Í máli þessu er krafiststaðfestingar á ákvörðun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 4. maí 2016um að X skuli sæta nálgunarbanni, skv. aog b lið 1. mgr. 4. gr. laga 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili,í 6 mánuði þannig að lagt sé bann við því að hann komi á eða í námunda viðheimili dætra sinna A kt. [...] og B kt. [...], að [...] í [...] og [...] í [...],á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus. Jafnframt er lagt bann við því að Xveiti A og B eftirför, nálgist þær á almannafæri eða setji sig í samband viðþær með öðrum hætti. Heimild er til að beita nálgunarbannief rökstuddur grunur er um að viðkomandi hafi framið refsivert brot eða raskaðá annan hátt friði brotaþola eða hætta er á því að viðkomandi brjóti þanniggegn brotaþola, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun afheimili. Þessu úrræði verður þó aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt aðfriðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti, sbr. 6. gr. laganr. 85/2011, og skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar ennauðsyn ber til. Í kröfugerð lögreglustjóra kemur framað varnaraðili hafi sætt nálgunarbanni gagnvart C og dætrum þeirra í 6 mánuðifrá 19. júlí 2013 skv. úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur nr. [...]2013 semstaðfestur hafi verið með dómi Hæstaréttar í máli réttarins nr. [...]/2013. Þann 27. október 2014 hafi X afturverið gert að sæta nálgunarbanni, sem staðfest hafi verið með úrskurðiHéraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 2014 í máli nr. R-[...]/2014 en þá hafðilögregla upplýsingar um það að varnaraðili hefði valdið C og dætrum þeirramiklu ónæði. Varnaraðili hafi síðan í þriðja sinn sætt nálgunarbanni átímabilinu 22. september 2015 – 22. mars 2016. Tilefni ákvörðunarlögreglustjóra 4. maí sl. er að frá þvínálgunarbann rann út hafi varnaraðili ítrekað raskað friðhelgi brotaþola og síðastþann 3. apríl sl. er A var stödd í [...] ásamt móður sinni og þá hafi þurft aðkalla til lögreglu. Þá er vísað til greinargerðar barnaverndar [...] um afleiðingarröskunar varnaraðila á friðhelgi brotaþola. Í greinargerðinni komi fram að átímabili síðasta nálgunarbanns hafi líðan A verið marktækt betri og sé það ísamræmi við reynslu fyrri nálgunarbanna. Frá því að nálgunarbann rann út 22.mars sl. hafi líðan A breyst til hins verra. Fram komi að á tímabilinálgunarbanns hafi verið meiri stöðugleiki í félagslegu umhverfi A og miklar framfarirá líðan hennar. Þá segi í greinargerðinni að hagsmunir A og systur hennar verðiekki tryggðir nema með beitingu nálgunarbanns en friðhelgi þeirra verði ekkitryggð með öðrum og vægari hætti. Frá því að nálgunarbann rann út hafi líðan Abreyst til hins verra og má þar nefna kvartanir um magaverk, auknirhegðunarerfiðleikar og ótti við að gera hluti sem hún hafi áður verið vön aðgera. Beðiðer niðurstöðu ríkissaksóknara í máli lögreglu þar sem varnaraðili er grunaðurum að hafa brotið gegn dóttur sinni A með því að hafa upp hótanir ogærumeiðandi móðganir um móður hennar. Meðhliðsjón af því sem hér hefur komið fram þykir við svo búið ekki sennilegt aðfriðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti en með því að bannavarnaraðila að nálgast brotaþola Að því leyti er skilyrðum 4. gr. laga nr. 85/2011 fullnægt. Teljaverður með hliðsjón af sögu málsins að gætt hafi verið meðalhófs og að ekkihafi verið farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til þar sem nálgunarbannier markaður tími í 6 mánuði. Því ber að fallast kröfu sóknaraðila um aðstaðfesta ákvörðun hans 4. maí 2016 umnálgunarbann eins og nánar greinir í úrskurðarorði. ÞórðurClausen Þórðarson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.Ú R S K U R Ð A RO R Ð Staðfest er ákvörðun lögreglustjórafrá 4. maí 2016 um að X skuli sætanálgunarbanni, skv. a- og b- lið 1. mgr. 4. gr. laga 85/2011 um nálgunarbann ogbrottvísun af heimili, í 6 mánuði þannig að lagt er bann við því að hann komi áeða í námunda við heimili dætra sinna A kt. [...] og B kt. [...], að [...] í [...]og [...] í [...], á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus. Jafnframt er lagtbann við því að X veiti A og B eftirför, nálgist þær á almannafæri eða setjisig í samband við þær með öðrum hætti. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðilaSveins Andra Sveinssonar hrl. kr. 150.000 greiðist úr ríkissjóði. Einniggreiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, KolbrúnarGarðarsdóttur hdl. 150.000 krónur.
|
Mál nr. 86/2016
|
Flóttamaður Vegabréf Skjalafals Refsiákvörðun
|
H, íraskur ríkisborgari, var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa framvísað við tollgæslu í blekkingarskyni ítölsku vegabréfi með nafni annars manns sem reynist vera falsað að hluta. H játaði brot sitt en krafðist þess að sér yrði ekki gerð refsing með vísan til 1. mgr. 31. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna. Talið var að þótt samningurinn hefði ekki lagagildi hér á landi væri við ákvörðun refsingar unnt að taka tillit til hans í ljósi þeirrar meginreglu að leitast skuli við að skýra lög til samræmis við þjóðréttarskuldbindingar ríkisins. Yrði ekki vefengt eftir gögnum málsins að H kynni að teljast flóttamaður í skilningi samningsins, en beiðni hans um hæli væri til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Yrði að virða vafa um þetta honum í hag. Þá gæti ekki skipt máli þótt H hefði ekki ferðast hingað til lands beint þaðan sem lífi hans eða heilsu var ógnað enda hefði hann ekki gert teljandi hlé á för sinni. Loks væri þess að gæta að höfð voru afskipti af H þegar við komu til landsins og skipti því ekki máli þótt hann hefði ekki sjálfur gefið sig tafarlaust fram við stjórnvöld, en hann hefði borið fram ástæður fyrir ólöglegri komu sinni þegar eftir handtöku. Að þessu virtu var H ekki gerð refsing í málinu.
|
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirHelgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Ingibjörg Benediktsdóttir setturhæstaréttardómari.Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar22. janúar 2016 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfuákæruvaldsins er krafist staðfestingar héraðsdóms.Ákærði krefst þess að sér verði ekkigerð refsing.IMál þetta var höfðað með ákæru 8. janúar2016 á hendur ákærða fyrir brot gegn 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaganr. 19/1940 með því að hafa 1. sama mánaðar framvísað í blekkingarskyni viðtollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ítölsku vegabréfi með nafni annars mannssem reyndist vera falsað að hluta. Ákærði kveðst vera fæddur árið 1982 og vera Kúrdiað þjóðerni með íraskt ríkisfang.Við yfirheyrslu hjá lögreglu 1. og 7.janúar 2016 greindi ákærði frá því að hann hefði farið frá Írak til Tyrklandsog þaðan sjóleiðina til Grikklands um miðjan desember 2015. Þar hefði hanndvalið í 13 til 14 daga í þeim tilgangi að bíða eftir að fá fölsuð skilríki svohonum væri kleift að ferðast innan Evrópu. Hann hefði síðan haldið för sinniáfram flugleiðis 26. eða 27. sama mánaðar með stuttri viðkomu í Hollandi, enákærði kom til landsins frá Amsterdam 1. janúar 2016.Eftir að ákærði var handtekinn í kjölfarþess að framvísa fölsuðu vegabréfi óskaði hann eftir hæli sem flóttamaður hér álandi vegna aðstæðna sinna í Írak og mun sú beiðni vera til meðferðar hjáÚtlendingastofnun.Ákærða var með úrskurði 2. janúar 2016gert að sæta gæsluvarðhaldi til 8. sama mánaðar. Eins og áður greinir var ákæraí málinu gefin út þann dag. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur oggert að sæta fangelsi í 30 daga, en til frádráttar refsingunni skyldi komagæsluvarðhald sem hann sætti.IIÁkærði hefur játað að hafa framið það brotsem honum er gefið að sök og tekur áfrýjun hans ekki til sakfellingarinnar.Aftur á móti vísar ákærði til þess að hann sé flóttamaður og telur að sér verðiaf þeirri ástæðu ekki refsað fyrir brot af þessu tagi.Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. alþjóðasamningsum stöðu flóttamanna, sem íslenska ríkið gerðist aðili að 30. nóvember 1955,sbr. auglýsingu nr. 74/1955, skulu aðildarríki samningsins ekki beita refsingugagnvart flóttamönnum vegna ólöglegrar komu þeirra til landsins ef þeir komabeint frá landi, þar sem lífi þeirra eða frelsi er ógnað, enda gefi þeir sigtafarlaust fram við stjórnvöld og beri fram gildar ástæður fyrir ólöglegri komusinni. Þótt samningur þessi hafi ekki lagagildi hér á landi er unnt viðákvörðun refsingar að taka tillit til hans í ljósi þeirrar meginreglu íslensksréttar að leitast skuli við að skýra lög til samræmis viðþjóðréttarskuldbindingar ríkisins. Í því sambandi er þess að gæta að ekkiverður vefengt eftir gögnum málsins að ákærði kunni að teljast flóttamaður ískilningi samningsins, en beiðni hans um hæli er til meðferðar hjá Útlendingastofnun,eins og áður greinir. Verður að virða vafa um þetta ákærða í hag. Þá getur ekkiskipt máli þótt ákærði hafi ekki ferðast hingað til lands beint þaðan sem lífihans eða frelsi hafi verið ógnað, en ekki verður talið að hann hafi gertteljandi hlé á för sinni meðan hann beið eftir skilríkjum til að honum værikleift að halda henni áfram. Loks er þess að gæta að höfð voru afskipti afákærða þegar við komu til landsins og þykir því ekki skipta máli þótt hann hafiekki sjálfur tafarlaust gefið sig fram við stjórnvöld hér á landi, en hann barfram ástæður fyrir ólöglegri komu sinni þegar eftir handtöku. Að öllu þessuvirtu og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar 17. desember 2015 í máli nr. 345/2015eru ekki efni til að ákærða verði gerð refsing í málinu.Rétt er að fella á ríkissjóð allansakarkostnað á báðum dómstigum, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða íhéraði eins og þau voru ákveðin í hinum áfrýjaða dómi og málsvarnarlaunverjanda hans fyrir Hæstarétti, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskattieins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Ákærða, Hemen OsmanMustafa, er ekki gerð refsing í máli þessu.Allur sakarkostnaður íhéraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaunverjanda ákærða eins og þau voru ákveðin í hinum áfrýjaða dómi og málsvarnarlaunverjanda hans fyrir Hæstarétti, Unnars Steins Bjarndal hæstaréttarlögmanns, 496.000krónur.Dómur HéraðsdómsReykjaness 8. janúar 2016. Mál þetta, sem dómtekið var ídag, er höfðað með ákæru útgefinni af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í dag áhendur Hemen Osman Mustafa,fæðingardagur 1. mars 1982, íraskur ríkisborgari, „fyrir skjalafals, með því að hafa, föstudaginn 1. janúar 2016, framvísað við tollgæslu íFlugstöð Leifs Eiríkssonar, í blekkingarskyni, ítölsku vegabréfi nr.[...], á nafni A, f.d. [...], með gildistíma frá 25.06.2007 til 24.06.2017,sem reyndist breytifalsað, þ.e. falsað að hluta, í kjölfar þess að ákærði hafðiverið stöðvaður af tollgæslunni vegna tollskoðunar. Telst þessi háttsemi ákærða varða við 1. mgr. 155.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Þess er krafist aðákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. “Ákærði krefstaðallega að honum verði ekki gerð refsing og að málskostnaður verði lagður áríkissjóð en til vara er krafist vægustu refsingar og málskostnaðar. Farið varmeð mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var þaðtekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafðiverið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt.Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þáháttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært tilrefsiákvæða í ákæru. Samkvæmt dómaframkvæmd þykir refsing ákærðahæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Til frádráttar refsingu kemurgæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 2. janúar sl. Samkvæmt 1. mgr. 218. gr.laga nr. 88/2008 ber ákærða að greiða sakarkostnað málsins. Um er að ræðaþóknun verjanda hans, Theodórs Kjartanssonar hdl., sem er hæfilega ákveðin250.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti.Dóm þennan kveður upp Gunnar Aðalsteinssonhéraðsdómari.D ó m s o r ð:Ákærði,Hemen Osman Mustafa, fæðingardagur 1. mars 1982, sæti fangelsi í 30 daga.Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 2. janúarsl. með fullri dagatölu.Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðsverjanda síns, Theodórs Kjartanssonar héraðsdómslögmanns, 250.000 krónur.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.