text
stringlengths 30
299k
|
---|
### Question:
Góðan daginn
Langaði að athuga hvort einhver ætti skemmtilegt strat pikköppa sett til að selja mér, er semsagt að leita
að 3 single coils. Er að helst að leita að einhverju blues og classic rock soundi.
Skoða samt allt
### Answer:
Ég er með strat copy á 35þús með SD SSL5 pickups í... |
### Question:
Á hvað server var fólk á um síðustu beta helgi? Veit að unoffical Nordic serverinn var Far Shiverpeaks og UK serverinn var Desolution.
Ég var inná þessum Far Shiverpeaks ágætur server en væri til í að vita hvar íslendingarnir halda sig.
### Answer:
ég var inná Riverside með guild félögum. veit ekki um neina íslendinga sem voru þar. ég er eini íslendingurinn í guildinu. |
### Question:
VW GOLF 1.6. Árgerð 1998 - 400þ. kr
5 manna Akstur: 168.829 km 100,6 Hestöfl
Slagrými: 1595 Litur: Blár
Beinskiptur, 5 gíra, framhjóladrif, líknarbelgir, rafdrifnar rúður, pluss áklæði reyklaust ökutæki, samlæsingar, útvarp, Skipt um gírkassa 2010, skipt um bremsuklossa og bremsudiska á þessu ári (2012), skoðaður í janúar og með 2013 miða. Greiði gjöld vegna eigendaskipta.
Nánari uppl í s: 865-1601 eða [email protected]. Bý í Reykjavík
### Answer:
Bíllinn er seldur |
### Question:
T.S Dean Razorback Explosion - 80þús.Fully Bound Mahogany Body and Set Neck Rosewood Fingerboard Custom Explosion Graphics Licensed Double-Locking Floyd Rose Seymour Duncan Dimebucker Bridge Pickup Dimebag Traction Knobs
### Answer:
hardcase fylgir, gleymdi að taka það fram |
### Question:
Lítið notaður.http://www.behringer.com/EN/Products/BCR2000.aspx
20.000.-
doddinn(hjá)gmail.com
### Answer:
Seldur. |
### Question:
Frábær controller sem tengist Logic, Ableton o.fl. í gegnum Automap. Engin þörf á að mappa tökkum handvirkt. Mjög þægilegur í notkunn.http://www.soundonsound.com/sos/nov06/articles/remotezero.htm
20.000.-
doddinn(hjá)gmail.com
### Answer:
Seldur |
### Question:
Lítið notaðir, í mjög góðu ástandi.
25.000.- stykkið eða 40.000.- saman.
doddinn(hjá)gmail.com
### Answer:
Lækkað verð!
20.000.- stykkið eða 30.000.- saman. |
### Question:
Men will never be free until the last king is strangled with the entrails of the last priest- Denis Diderot
### Answer:
Hahaha... |
### Question:
Ég nota Google Chrome daglega, seinast í morgun áður en ég fór í próf; ég setti tölvuna á sleep og þegar ég kom heim og smellti á Google Chrome, var mér boðið að eyða shortcuttinu vegna þess að það væri ekki tengt neinni skrá.
Þegar ég síðan hleð niður Google Chrome fæ ég þessa villumeldingu: "Google update installation failed with error 0xa0430721"
Ég hef engu breytt eða hlaðið niður upp á síðkastið og þetta hefur aldrei komið fyrir áður. Ég nota þennan vafra mikið og er með dýrmæt lykilorð og glás af upplýsingar í bookmars sem ég meika bara ekki að tapa.
Ég hef reynt að Googla þetta en finn engin svör! Þetta er því dularfullur andskoti fyrir mér.
Er einhver sem getur frætt mig um hvernig ég á að bera mig að við að koma Google Chrome aftur upp og hvers vegna þetta gerðist?
### Answer:
Lítur út fyrir að þú Chrome hafi verið þannig stilltur að hann uppfærir sig sjálfkrafa, svo hefur eitthvað farið úrskeiðis við uppsetningu nýrrar útgáfu. Ég myndi bara sækja Google Chrome (google.com/chrome) aftur og setja upp. Mig grunar að allar persónulegar stillingar, bókamerki og annað verði áfram til staðar vegna þess það er allt geymt einhvers staðar í ./Users/Notendanafn.
Bætt við fyrir 11 árum, 10 mánuðum:http://productforums.google.com/forum/#!topic/chrome/i1r3CgqvgCI |
### Question:
Jæja hvaða realm eru menn að mæla með í EU fyrir PVP Alliance?
### Answer:
Ravencrest er að ég held stærsti alliance PvP serverinn. |
### Question:
er með hlut til sölu í geirfugli, gangverð á svona hlut er 390 þús ef þið viljið fræðast um klúbbinn er hægt að fara á http://geirfugl.is/
ef hann selst fyrir þriðjudaginn 8. maí fer hann á góðum afslætti.
ef þú hefur áhuga endilega hafðu samband í síma 845-2735
-Árni
### Answer:
fer á 350 þús ;) |
### Question:
Fyrst og fremt langar mig að óska hugurum innilega til hamingju með nýja huga.is.
En þá að aðalmálinu.
Ég er ekki alveg viss hvort þetta er rétta áhugamála svæðið fyrir svon spurningu en mig vantar leiðbendingar og upplýsingar varðandi með hvernig ég á að fara að því að græða hjá youtube.com.
En mér er víst sagt að ef ég leyfi auglýsingar þá á ég að fá einhverjar tekjur af því. Ég er með mitt stillt þannig að ég leyfi auglýsingar með myndböndunum en ég hef ekki fengið eina krónu af því.
Ég bara kann ekkert á þetta og þarf því að fá svar frá vönum youtubara sem kann á þetta hvernig er besta leðiin til að fara að þessu að græða tekjur af youtube myndböndunum.
Ég er t.d með youtuberás sem er með svaka mikið áhorfstölur og finnst það skítt að fá ekkert fyrir það. En ég vissi ekkert af þessu að það er hægt að græða á því að gera youtube myndbönd. Þið sem hafið ekkert vit á þessu vinsamlegast sleppið að svara mér!
Ég byðst innlegar afsökunnar ef ég setti þetta á vitlausan stað en ég veit bara ekkert hvar þetta á að vera.
Það vantar akkúrat youtube áhugamál þar sem fólk hefur örugglega gaman að deila sínu uppáhalds youtube myndböndum og skoða það og rökræða þau hér. En annars vona ég að þetta sé ekkert mikið fyrir neinum hér.
Rosalega er hugi orðinn einfaldari og flottari núna. Ég held að ég verð bara aftur fastagestur hér fyrst að ég er í IP-banni á annari spjallrás vegna þess að það þolir mig engin að ég sé þar.
En ég verð hér til friðs og verð ekki með læti hér. Svo hafið engar áhyggjur af tilverunni minni hér.
Ég kalla mig Tippakusk af því að youtube rásin mín heitir einmitt Tippakusk.
Ég veit að þetta er kjánalegt nafn en kjánaleg nöfn draga jú mestu athyglina að sér ekki satt, hahaha.
### Answer:
Hvernig fer ég að því að græða tekjur af youtube myndböndum?
(Fyrirsögnin átti að vera svona).
Ég er bara strax farinn að gera mistök á nýja huga.is hahahaha. |
### Question:
Góðan dag gott fólk, ég og félagar mínir erum að leita að góðum pvp slash pve server (meiri pvp server). Erum á Nordrassil / Grim Batol at the moment. Eitthverjar hugmyndir um hvaða server við ættum að velja? Höfum verið að skoða mikið http://www.wowrealmstatus.net/factions.php?t=2 en vitum ekki alveg hvaða prósent myndi vera skemmtilegust =)
-Iseedeadpeopleyou shut your mouth when you're talking to me!
### Answer:
Darksorrow |
### Question:
Er að selja tvo Yukata(Obi, bandið, fylgir með) og tvo lolita kjóla(þeir eru eins en annar er hvítur og hinn blár)
Hver flík fer á 10þús.
Yukata
http://a1.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/156942_1497985736874_1451046970_31112546_7886201_n.jpg
Blár
http://a1.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc7/582752_3913858484855_1231200802_33666480_1429404458_n.jpg
http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-prn1/536018_3913860004893_1231200802_33666481_1596414265_n.jpg
http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-prn1/561993_3913861524931_1231200802_33666482_654312027_n.jpg
http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash3/564281_3913863404978_1231200802_33666483_1882442516_n.jpg
http://a4.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash3/528668_3913926606558_1231200802_33666521_1662591563_n.jpg
http://a5.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash3/562654_3913928726611_114612908_n.jpg
http://a8.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc7/389220_3913930606658_1231200802_33666528_100077982_n.jpg
Hvítur:
http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-prn1/524105_3913932406703_1231200802_33666531_2108064873_n.jpg(¯`v´¯)
### Answer:
Fiðrilda Yukata er seldur. |
### Question:
Marshall DSL401 keyptur í fyrra, eins og nýr, límmiðinn enn á honum.
Með footswitch og cover.
Vill skipta á Marshall VM Combo eða haus.
Skoða skipti á öðrum mögnurum líka ef þeir eru ekki mikið dýrari en minn.
Nokkur vídeó af DSL401http://www.youtube.com/watch?v=0G58OirslDAhttp://www.youtube.com/watch?v=uP6MZp03svY
Hafið samband í pm með skiptidíla..
### Answer:
Er líka til í skipti á Fender, Mesa eða Blackstar... |
### Question:
Til sölu: Stratocaster Copy m. Seymour Duncan pickup´s
35þús! Til í að skoða öll tilboð og skipti.
http://s1158.photobucket.com/albums/p614/johannrunart/?action=view¤t=DSC00968.jpgJá
### Answer:
Myndirðu skoða skipti á eldrauðum Mjölni SG gítar, yfirfarinn af Gunnari Erni.
Lítur svolítið út eins og þessi, nema með scratchplate og öðruvísi pickups: http://www.kramerforum.com/forum/showthread.php?t=17912 |
### Question:
er með nákvæmlega þessar fígúrur...
http://toyburger.com/Final-Fantasy-VII-7-Trading-Arts-Set-of-4-TAFF184.htm
þetta eru semsagt fígúrur úr trading arts seríunni. þetta er official release fyrir ameríkumarkað, ekki kína bootleg. :) ég er með þær í lausu og vil fá 2500kr fyrir þær allar saman.
er 99% viss um að ég eigi pakkningarnar (þær sömu og á myndinni) einhverstaðar og mun þá hafa samband við kaupanda strax og ég finn þær.
### Answer:
Ef þú ert ennþá með þetta þá skal ég taka þetta af höndum þínum |
### Question:
Er með nokkra effekta sem þurfa að fara.Subdecay Proteus - 20.000
Drulluskemmtilegur og skrítinn envelope filter.
Minn er svartur sem er einhver custom litur skilst mér.
Læt myndbandið tala
Vintage 70's Jen Cry baby super - 10.000
Antík wah pedall frá ítalíu
Vintage sjarmurinn lekur af honum.
Það er búið að setja trú bypass switch í hann þannig að hann er betri en nýr!Moog Expression pedall - 5.000
Góður með tremolo pedalnum þínum til að gera speisað shit.
hægt að hafa samband hér, með PM eða í [email protected]
- Atli
### Answer:
Lýst vel á Proteus. Býð 15þ. |
### Question:
Ég ætlaði að athuga hvort væri einhver hérna sem lagði annan í einelti og væri til í að koma í smá viðtal?
Vil taka fram að þetta er ekki gert í þeim tilgangi að ráðast áeinstaklinginn. Heldur er þetta fyrir rannsóknarverkefni í skólanum og nafnið þarf ekkert að koma fram.Ofurhugi og ofurmamma
### Answer:
Hef orðið mikið vitni af eineltum. Gerandi, jújú má segja. Ég hef ekkert að óttast. |
### Question:
Stelpur, komið með sæt gælunöfn sem þið hafið kallað strákana í lífi ykkar og hvað þið hafið verið kallaðar
Strákar, hvað fannst ykkur gaman að vera kallaðir og hvað hafið þið kallað ykkar stúlkur
Sýnið svo hversu frumleg og ástrík þið eruð :)
Til að byrja þetta þá á minn það til að kalla mig stjörnurnar&sólina sína eða allskonar sem endar á dís, draumadís þegar hann er í góðu skapi, dramadís þegar ég er það ekki, kúrudís/letidís þegar ég vil sofa lengur á morgnana :P Ég er samt ekki jafnfrumleg, enda alltaf á því að kalla hann bara ljúf eða dólg :P…—…
### Answer:
skratti, fjandi, óféti, durtur, perri, þorpari, andskoti... Allt þar fram eftir vegum.
Bætt við fyrir 11 árum, 10 mánuðum:
Gott og vel. Þá færð þú feitan mínus frá mér. Eins með alla aðra sem pósta hér en eru annars sinnis en ég. |
### Question:
Halló.
Ég er hérna með Digi002 rakka sem ég hef ekkert að gera við eins og er.
virkar vel en að gæti þurft að fara yfir hann með kontakt spreji.
Er að spá í að selja hann á 45 þúsund kr.
### Answer:
Lol gott notendanafn þegar kemur að því að selja hluti. Annars þá er þetta græja sem gerir sitt og eldist ágætlega. |
### Question:
Er með Cimar p-bassa frá áttatíu-og-eitthvað til sölu,
flottur bassi í góðu lagi með rokkrispum.
Cimar var fyrir Ibanez eins og Squier fyrir Fender,
þessi bassi er framleiddur í Japan.
Verð 35 þús.
er fyrir norðan.
hægt að senda meil í [email protected]
### Answer:
mér sýnast myndirnar ekki hafa komið inn, hér eru nokkrar
http://i127.photobucket.com/albums/p123/zbigniew73/Cimar%20p-bass/resizedIMG_0464.jpg
http://i127.photobucket.com/albums/p123/zbigniew73/Cimar%20p-bass/resizedIMG_0465.jpg
http://i127.photobucket.com/albums/p123/zbigniew73/Cimar%20p-bass/resizedIMG_0466.jpg
http://i127.photobucket.com/albums/p123/zbigniew73/Cimar%20p-bass/resizedIMG_0469.jpg
http://i127.photobucket.com/albums/p123/zbigniew73/Cimar%20p-bass/resizedIMG_0468.jpg
z |
### Question:
Í tilefni af því að nýi hugi er mættör og enginn er enn búinn að gera þráð á sorpinu (you guys :c) ætla ég að demba einum inn... og gera ykkur mun fróðari fyrir vikið!
1. Gulrætur voru ekki alltaf appelsíunugular. Þær fundust einu sinni í öllum litum og stærðum. Enn í dag, sumstaðar í Afríku, er hægt að finna fjólubláar og hvítar gulrætur.
2. Í seinni heimsstyrjöldinni var björninn Wojtek ættleiddur af pólska hernum og gerður að opinberum hermanni. Hann vann við að færa skotfæri og hermennirnir launuðu honum stundum með sígó og bjór.
3. Leikarinn Christopher Lee hefur líklega drepið einhvern. Hann var í njósnadeild í seinni heimstyrjöldinni sem gekk m.a. undir nöfnunum "The Ministry of Ungentlemanly Warfare" og "Churchill's Secret Army".
4. Fyrstu mennirnir sem voru drepnir af vélmennum voru Robert Williams árið 1979 og Kenji Urada árið 1981.
5. Elekrónísk tónlist hefur verið til í einhverju formi síðan á nítjándu öld. Hér er líka áhugavert elektrónískt lag frá árinu 1957.
6. Lagið "Johnny B. Goode" með Chuck Berry (ásamt öðru) var sent út í geim árið1977. Með því fylgja leiðbeiningar fyrir geimverur um hvernig eigi að spila plötur.
7. Dolph Lundgren er með meistaragráðu í efnaverkfræði (eða eitthvað).
8. Það eru til tónlistastefnur sem heita Oi!, math rock og pornogrind.
9. Jimi Hendrix, John Lennon, Ringo Starr, Michael Fassbender, Sean Connery og Bill Murray hafa allir barið konur. Sorrí.
10. Þrjár af kærustum Hitlers frömdu sjálfsmorð. Ein þeirra var frænka hans. Tvær aðrar gerðu líka tilraun til þess.
11. Keppt hefur verið í sniglakapphlaupi í nokkra áratugi.
12. DVD útgáfan af myndinni The Rules of Attraction innheldur commentary frá Carrot Top en hann tengdist gerð myndarinnar ekki neitt og hafði, held ég, aldrei séð hana áður.
13. Hugmyndin úr Biblíunni um "Skepnuna" og "tölu/númer Skepnunnar" (666) átti líklega við Neró, keisara Rómaveldis (54-68).
14. Kostnaðurinn við að senda öll börn í fátækum löndum í skóla í eitt ár með fjáraðstoð er sirka helmingurinn af peningnum sem Evrópubúar og Bandaríkjamenn eyða í (rjóma)ís á ári.
15. Tim Allen var í fangelsi í meira en tvö ár fyrir að smygla kókaíni.
16. Phil Hartman (sem var í SNL og talaði fyrir Troy McClure og Lionel Hutz í The Simpsons) var myrtur af eiginkonu sinni.
17. Það er til lyf sem getur valdið fullnægingu við það að geispa.
18. Anne Sellor er hugsanlega með sorglegustu imdb-síðu sem til er. (Ath. líka Messege Board-ið).
19. Þátturinn Inspector Spacetime gæti verið með stærsta fanbase af öllum þáttum sem eru ekki til í alvöru.
20. Flex Mentallo er myndasögupersóna frá DC Comics sem hefur ofurkraftinn að geta breytt heiminum með því að flexa vöðvunum. Í hvert sinn sem hann flexar birtast líka starfirnir "Hero of the Beach" fyrir ofan hann. Hann kom fyrst í myndasögurseríunni Doom Patrol. Aðrar persónur sem hafa komið úr þeim blöðum eru t.d. raðmorðingi sem drepur skeggjaða karla og rakar svo, ofurskúrkur sem hefur bókstaflega hæfileikann til að koma fólki ekki á óvart þótt hann ætti að gera það og illmenni sem kallar sig "Animal-Vegetable-Mineral-Man" og ber nafn með réttu.
21. Fyrsta virkilega vinsæla rapplag sögunnar var "Rapper's Delight" með Sugarhill Gang frá 1979.
22. Sadhu-ar eru Hindúar sem kjósa að lifa utan samfélagsins sem munkar (eða nunnur). Þegar maður verður Sadhu-i á Indlandi er maður álitinn löglega látinn og þarf jafn vel að mæta í eigin jarðarför.
23. Ofskynjunarlyfið Datura lætur mann bókstaflega verða geðbilaðan í nokkra daga. Algeng áhrif efnisins eru t.d. að vera handtekinn, greindur með geðklofa og lagður inn á geðdeild, að reykja ímyndaðar sígarettur og tala við fólk sem er ekki til.
24. Joss Whedon skrifaði handritið fyrir Toy Story.
25. Það er eiginlega hægt að þakka nasistum fyrir Fanta.Sendið svo eitthvað inn, mangs.
### Answer:
Dude! Þetta er frábær þráður. |
### Question:
Hefur einhver áhuga á að gera tilboð í Peavey JSX haus? Þrusu haus í góðu standi. Er með EL343 lömpum en 6L6 lampar geta fylgt, ef vill.
### Answer:
Hvernig rafmagn,,,110 volt eða 220 volt ? |
### Question:
Sælir Hugarar.
ég ætla bráðum líklegast að kaupa mér einn Squier Classic Vibe 50's Stratocaster og langaði mara að kíkja við hér hvort að einhver væri að selja eitt þannig stykki á skyggalegum peningi. verður að vera extra vel farinn og helst með harðri tösku. ég skoða líka Fendera en þá helst ekki yfir 70 þúsund kallinn.
endilega ef þið eigið einn slíkan til sölu þá senda mér myndir á email [email protected]
takk fyrir og hlakka til að heyra í ykkur!
### Answer:
er líka til í að skoða Squier Deluxe stratocaster! |
### Question:
Sælir Hugarar! Ég er að selja hljómfagrann Yamaha FG 720S kassagítar. Hann er svartur og kemur með hardcase. Lítur vel út, aðeins notaður í heimahúsum og vel með farinn. Er ekkert að nota hann svo ég læt hann fara. Er til í skipti á GÓÐUM vel græjuðum tölvuturni sem hentar fyrir hefðbundna notkun og tónlistarforrit. Ableton eða Protools. Annars bara aurinn. Fer helst ekki neðar en 45.000 kallinn! Annað væri gjöf held ég.
http://www.flickr.com/photos/40713151@N07/6967594806/
### Answer:
Vonandi virkar linkurinn!
Yamaha FG720S 005
Bætt við fyrir 11 árum, 10 mánuðum:Kem ekki myndum inn. Googlið gripinn!
Bætt við fyrir 11 árum, 10 mánuðum:Prufum þetta!
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=28205236&advtype=20&page=1&advertiseType=0 |
### Question:
Er að leita mér af Voodo Lab Pedal Switcher
### Answer:
http://www.flickr.com/photos/gunnigitar/ |
### Question:
Ég er með eftirfarandi til sölu.
Samson kit, 7 trommumækar í pakka. Bassatrommu, sneril, 3xtom og tveir overhead mækar. Á sneril og tom mækunum eru klemmur sem festir mækana beint á trommurnar, ein er reyndar brotin.
Verð: 10.000 kr.
Behringer Xenyx 1202 FX 12 rása mixer.
Verð: 15.000 kr.
HQ-Power Professional XLR snúrur, fjögur stykki. Allar 6 m langar.
Verð: 6.000 kr. fyrir allar saman.
Tveir PROEL mækstandar, notaði þá fyrir overhead mækana.
Verð: 5.000 kr. saman.
30.000 kr. ef allt er keypt [email protected]
Myndir hér: https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?badvid=28211059&advtype=20#m28211059www.arcsdrums.tk
### Answer:
Standarnir eru seldir! Restin fer á 25.000 kr. saman. |
### Question:
Kíkið á linkinn.
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150295306895374.553762.883530373&type=3
### Answer:
Já og kraftmagnari. :) |
### Question:
Hei! Setjum þúst nammi, í svona plast sem að skrjáfar lífshættulega hátt í og grænmeti í fullkomið and-hljóðsplast
vegna þess að maður vill alltaf láta alla vita að maður sé með nammi en skammast sín fyrir grænmeti
sérstaklega þægilegt í kvikmyndahúsumMen will never be free until the last king is strangled with the entrails of the last priest- Denis Diderot
### Answer:
Hahaha! |
### Question:
er hérna með dean ml í 100% standi
rósaviður í fingraborði, bolt on neck, heitir seymor duncan í bæði háls og brú, licensed floyd rose, glænýir strengir og afar góður í spilun, kemur í dean hardcase.
mynd af eins (utan við pikkupa): http://www.chorder.com/media/inlineimage_models/542/2709.jpg
verð: 35 þús
síðan er ég með fimm strengja washburn bb-5 bassa.
rósaviður í fingraborði, bolt on neck með sniðnum hæl, aktívir stock pikkupar, tiltörulega nýir strengir og spilast frábærlega. kemur í stífum washburn poka
mynd af eins: http://www.maczosbass.pl/data/gfx/pictures/large/0/5/50450_5.jpg
verð 30 þús
get reddað myndum fyrir áhugasama... sendið skilaboð í ep eða á ludvikssen(hjá)gmail.com“son, promise me that you will never do cocaine. do speed it´s much better for you”… Lemmy Kilmister
### Answer:
Ekki gefast alveg á þessu, hef áhuga |
### Question:
Ja ég er að óska eftir DJM 400 mixer á sem minnstan pengin.
er með 2 rása Numark mixer til skiptum og pengin líka :)
### Answer:
Má líka vera DJM 600 |
### Question:
Í kvöld verður viku afmæli nýja Huga.
Einnig, er þetta ekki æðislegur bakgrunnur?
### Answer:
/vandræðaleg þögn |
### Question:
Ég er með eitt st Mesa Stiletto ACE haus til sölu á kr 210.000.-
Hausinn er í mint ástandi og hljómar eins og hugur mans. Þú ert ekki búinn að prófa allt sem skiptir máli fyr en þú hefur prófað Stiletto. Ég er að selja þennan til að fá mér Stiletto combo. Fyrir þá sem eru Mesa frík get ég sagt að ég seldi Mark IV til þess að fá mér Stilettoinn. Þetta er einfaldlega besti magnari sem ég hef átt og ég hef átt nokkra.
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.272268802855154.65279.100002161104896&type=3&l=fac0929908
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=28026338&advtype=20&page=1&advertiseType=0
Ég skora á ykkur að lesa review-iðhttp://musicplayers.com/reviews/guitars/2006/0806_MesaBoogieStilettoAce.php
### Answer:
Seldur |
### Question:
Samsung Galaxy Gio
http://www.samsung.com/galaxyace/gio_overview.html
Þessi sími er til sölu og selst hæstbjóðandi. Hann er nánast ónotaður og ég er til í að láta hann á 25 þús
### Answer:
20.000kr.? |
### Question:
Ég er með til sölu eitt stykki handvíraðan VOX AC30 Heritage haus 2007 50 ára afmælis edition, ekki rugla því saman við 2010 hand wired head.
Ég skoða skipti á Fender American Standard Strat,,,, Deluxe og Strat PlusVerð kr 150.000.-stgr
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.278893688859332.66702.100002161104896&type=3&l=05bdc3257e
__________________________________________________________________________________
Ég er með eitt stykki Peavey Classic 30 1x12. Magnarinn er ný yfirfarinn með nýja power lamba, testaður og til í allt. Þessi magnari er eins og nýr. Footswich og cover fylgja með.
Skoða skipti á VOX Heritage 2x12 Celestion Alnico Blue boxi.Verð kr 90.000.- stgr
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.267780529970648.64192.100002161104896&type=3&l=d829b42685
__________________________________________________________________________________
Svo er ég með eitt stykki Washburn HB-30.
Eðal hljóðfæri og sándar awesome. Þráðbeinn háls og léttur í spilun.Verð kr 60.000.- Stgr
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.295923327156368.70117.100002161104896&type=3&l=c79d36fe81
___________________________________________________________________________________Þetta getur allt farið saman í skipti á góðum Mesa combo ,,,,Gibson Les Paul,,,, eða öðrum dýrum gítar. Það má blanda þessu saman eins og menn vilja í skipti díla.https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=28205212&advtype=20&page=1&advertiseType=0
### Answer:
þetta er selt ! |
### Question:
Fressinn minn mjálmar svo rosalega mikið.. hann er ca. eins árs + einhverjir mánuðir.
Hann vill ekki drekka úr skálinni sinni, og tek það fram að hún er alls ekki skítug og ég er dugleg að þrífa allt þarna í kring, hann vill bara drekka úr vaskinum.. og hættir ekki að mjálma fyrr en hann fær það sem hann vill, og hann mjálmar svo hátt og mikið og uuuuuuhu svo leiðinlegt!
Svo annað með þann sama, þegar ég hef lokað inní svefnherbergi að þá vakna ég oft á næturnar við hann að klóra í hurðina og mjálma í alveg einhvern tíma (ég er hætt að opna fyrir honum).
Og já þetta er orðið að vandamáli þar sem það kemur barn í húsið í haust og vil ekki hafa þessi læti í kringum barnið en vil ALLS ekki losa mig við þessa pirrandi elsku haha.
Vitið þið einhvað hvað ég get gert?
ps. hann er ekki geldur.. gæti þetta lagast eitthvað ef ég geldi hann?&%$#"!
### Answer:
Þetta gæti lagast við geldingu já. Kettir verða yfirleitt mun rólegri við geldingu.
Annars vantar honum örugglega félagsskap. Honum leiðist á nóttunni og vantar einhvern til að leika sér við. |
### Question:
Hljómsveitin ALIS leitar að TROMMARA á AKUREYRI eða nágrenni. Við erum þrír strákar í og um tvítugt og spilum ROKK tónlist. Hægt er að skoða nokkrar demo upptökur á http://www.alis.bandcamp.com . Við erum með æfingarhúsnæði og trommusett er á staðnum! Eina sem við biðjum um er að vera í hið minnsta þokkalegur trommari, hress og vera tilbúinn að æfa og spila sem mest.
Ef þú telur þig vera mann í þetta, endilega hafðu þá samband í síma 8575995 (Darri), 8227554 (Stefan) eða 6169856 (Keli) eða sentu póst á [email protected] eða [email protected].
Skál!-Izzy
### Answer:
WE WANT YOU! |
### Question:
Hæ er að selja helling af notuðum manga bókum en flestar, ef ekki allar, bara lesnar einu sinni.
(Reyndar einhvað Manhwa inn á milli)
Princess Ai: Rumors from the other side
KageTora 1&2
Samurai Deeper Kyo 1&2
Kill me Kiss me 1
Drahon Hunter 1
Neon Genesis Evangelion: Angelic Days 1
Negima 1
Island 1
The Wallflower 1&2
Rebirth 1&2
King of Hell 1&2
Flame of Recca 1&2
Shaman king 1&2
D.N.Angel 1
Pastel 1
Alien Nine 1&2
Wild Adapter 1
Pearl Pink 1&2
Strawberry 100% 1
School Rumble 1&2
Rave master 1-5&7
Rurouni Kenshin 1-6
Demon city hunter series:
Demon City hunter 1&2
Demon city Shinjuku 1
Demon Palace Babylon 1(¯`v´¯)
### Answer:
Gleymdi:
Mamotte Lollipop 1
Gravitation Ex 1
Heaven 1
Les Bijoux 1
Pick of the litter 1
Er á höfuðborgarsvæðinu |
### Question:
Hvað finnst ykkur svona almennt um 16.seríu af south park ?Mín skoðun:Reverse Cowgirl: Allt í lagi þáttur svosem.Cash for gold: Frekar slakur, en á nokkur funny moments.Faith hilling: Góður þessi, kominn tími til að þeir gerðu grín af þessu.Jewpacabra: Allt í lagi en ekkert til að hrópa húrra fyrir.Butterballs: Semi semiI should never have gone ziplining: Þetta var án efa sá lélegasti south park þáttur sem gerður hefur verið.Cartman finds love: Mjög góður þessi. Matt og Trey eru búnir að missa allt niður um sig finnst mér.I g0t c00k13$
### Answer:
Þ.e.a.s það sem komið er. |
### Question:
Til sölu eða skipta
Semihollow Telecaster frá Gunnari Erni gítarsmið.
Búkurinn er askur með flame maple topp.
Hálsinn er maple og nokkuð nálægt 52 Tele.
Pickupparnir eru Seymour Duncan Antiquity.
Æðislegur gítar í alla staði með mjög lifandi og stórt Tele sánd.
Get sent mynd á póstföng.
Ástæða sölu: Er ekki að nota hann eins mikið og hann á skilið og vantar aðra hluti.
Er opinn fyrir skiptum á:
Góðum Strat
Einhverjum 335/ish gítar eða eitthvað meira jazzí jafnvel.
Góðum Klassískum gítar
Martin
Má prófa annað.
Bein sala: Tilboð
### Answer:
Er með mjög sjaldgæfan Ibanez bassa, 4-strengja m/ Bartolini rafverki. Frábært hljóðfæri með léttasta og fljótasta háls sem þú hefur prófað.
Kv.
Páll
8924355 |
### Question:
Er með til sölu alvöru “Vintage” Roland Jazz Chorus JC-60 magnara (hann er c.a. 25-30 ára gamall). Fyrir þá sem vita ekkert um þessa magnarar þá eru þeir með eitt besta clean sound sem fæst úr magnara. Er einnig með frábæra tromolo og chorus effecta innbyggða sem eru með ekta “old-school” soundi. Er með einni 12" keilu. Djúbur og fallegur hljómur úr honum og frábært fyrir Jazz til dæmis. Er nýbúið að fara yfir hann allann og hreinsa hjá Þresti hjá Red Wing amps. Verð 70.000 kr. Frekari upplýsingar í síma 691-3331 eða á [email protected]
### Answer:
Upp... |
### Question:
Sm57 fer á 10 þús
zakk wlyde wah fer á 8 þúswww.myspace.com/ashtoncut
### Answer:
Ég væri til í að taka hjá þér SM 57 ef hann er ekki farinn. Mátt senda mér uppl um hvernig ég nálgast hann í ep. |
### Question:
Heyyoo!
Ég er að leita að ákveðnu lagi með Jet Black Joe. http://www.youtube.com/watch?v=cci_3qX7f5U
Ég er að leita að þessu lagi, nema í flutningi Páls Rósinkranz. Ekki að þetta sé ekki frábær útgáfa. Bara líkar betur við hina ::
Ef einhver gæti hjálpað mér væri það ógeðslega mikið vel þegið :3
Takk fyrir.Börn eiga að sjást en ekki heyrast.
### Answer:
Jæja. Fann lagið. En fann það samt ekki.
Fann einhverstaðar að lagð heiti einfaldlega 'Fly away' í flutningi Páls Rósinkranz. En ég finn það hvergi, ekki á tónlist.is eða neinstaðar.
Smá hjálp með að finna lagið væri alveg mjög vel þegin :3 |
### Question:
Jæja discuss! Hvernig eru menn að taka í Dota 2 og hvað finnst ykkur betra eða verra?
### Answer:
Ég spilaði nokkra leiki í betunni fyrir áramót, það var frekar lame. Síðan þá hafa þeir væntanlega betrumbætt betuna.
Vandamálið við HoN er að þeir eru með alltof margar hetjur og bæta við hetjum of reglulega. Þetta er orðið að peningakú sem þeir mjólka þangað til leikurinn verður ónýtur. (Nýjar hetjur eru sjálfkrafa bannaðar í öllum mótum því þær eru oftast svo hrikalega illa balanced)
Ég geri fastlega ráð fyrir að Dota 2 verði mikið betri við release. |
### Question:
Sigma linsa DC fyrir Canon, 50-200mm
ónotuð, kostar ný 45.000
Tilboð óskast :)
- Lilja
### Answer:
Er linsan farinn? Og er þetta 2.8 eða 4? |
### Question:
er hægt að spila leiki án þess að nota steam ? en málið er það að ég er á sjó og væri til í að spila leiki þar en Steam virkar ekki á netinu okkar
### Answer:
Setur Steam í offline mode. |
### Question:
Alhambra P4, keyptur 2005, einhverjar rokkrispur á honum en í góðu standi og góður hljómur. ekki hugmynd um hvað hann kostar í dag en keypti hann nýjan kringum 40þúsund. Verð 20þúsundBurn the Louvre,” the mechanic says, “and wipe your ass with the Mona Lisa. This way at least, God would know our names
### Answer:
já hafa samband í síma 844-9151 eða hérna, kíkja ekki alltof oft hingað inn þannig það gæti liðið nokkrir dagar áður en ég svara póstum hérna.
kv, ívar |
### Question:
Já.
Ég ætla að stofna klíku. Eða vinahóp, eða krúttlega samsteypu fólks sem er tilbúið að grípa til skriffæris.
Það eru 2 grunnskilyrði. Þú segjir bræðrum/systrum (hópmeðlimum) ekki til sakanna fyrir framan aðra, en styður ávalt. Með uppbyggjandi dóm eða ráðgjöf. Jafnvel leiðréttingum.
Og. Þú þarft að búa yfir lágmarkskonar hæfileika í rökræðum. Dómgreind og lífshættir breyta litlu sem engu.
Allir velkomnir!
Nema sjálfhverfir tillitslausir mannasnar.
Við grípum til hvaða spjallsíðu sem er. Þ.e.a.s. Þetta bræðralag, félagshópur.... En ég vil samt hvergi annarsstaðar vera en á huga. Það er nýi uppáhaldsstaðurinn minn. :)
### Answer:
Ég er sjálfhverfur, tillitssamur snillingur með doktorsgráðu í rökþroti. |
### Question:
Nýtt áhugamál hér á /strategy, ykkur er velkomið að spjalla um leikin hér.
kv. whiMp
### Answer:
nei kommon afhverju ekki bara í /blizzard |
### Question:
Jó. Er einhver hér sem á þetta lag á mp3?
Finn þetta hvergi á netinu, en þetta er eitt gamalt og gott sem gaman væri að fá að heyra aftur.
### Answer:
Það er örugglega fullt af gömlum lögum á gömlum mæspeisum, þarsem allavega væri hægt að hlusta á þau. Ég gúgglaði "myspace lífið er ljúft" og rakst á 6 ára gamlan þráð á huga þarsem lagið var kynnt á myspace.com/fjolskyldan
Hinsvegar krassar Chrome þegar ég reyni að opna síðuna, og sömu sögu er að segja af Opera og Firefox, en ég efa að það myndi gerast hjá þér. Ég veit því bara ekki hvort lagið er ennþá þar. |
### Question:
DW 5000 single chain -
Gamll, en mjög solid og góður. Sér ekki á honum.
- Verð 18 kall eða besta boð
### Answer:
15 kell..... eða hvað? |
### Question:
Ég og vinir mínir erum búnir að vera spila dota 2 núna í nokkra mánuði og erum að leita að fleiri spilurum til að queue-a með eða bara taka inhouse 5v5. Endilega addið "aronfemale" á steam og tjekkum á þessu.
### Answer:
Held að margir hverjir séu að bíða eftir sínu beta keyi rétt eins og ég. |
### Question:
Yo!
Er að leita að clani á EUW. Er með smurf þar sem hægt að queuea með og sjá hvort við klikkum saman en main er ennþá á EUNE, ég transferra hann þegar ég finn clan. Eða fer að spila dota2 ef ég finn ekki clan.
Support er by far besta roleið mitt. Ég á flesta champs í það (Karma og allt) og gott rune set, en ég gæti hugsað mér að skipta yfir í ap eða ad carry.indoubitably
### Answer:
Þú mátt joina mitt clan. Gott að eiga supporter. Galdrar eru vel séðir. Það er frábært líka að vera fær til að bera hluti.
Við notumst þó lítið við vopn. Það er allavega í lágmarki. En við spilum samt ekki dota... Ég spila bara Age of Empire 2... og mythology. |
### Question:
Á eitthver myndbandið yfir skólarapp laginu og væri til í að senda mér það? :D
### Answer:
uhm mér þikir fyrir því en ég held að þetta sé lengsta myndbandið
sem nokkurntíma var gert við lagið, þar sem það byrtist bara í
auglisingum og ég hef persónulega aldrei séð það í fullri lengd.
en vona samt að þetta hjálpi eitthvað. |
### Question:
Hvað finnst ykkur best að blanda?heyrði að opal í orkudrykk værir gott svo hef eg sjálfur prófað micky finn(man ekki hvernig það er skrifað) í opal og það er fínt
### Answer:
Heyrðu já... ekki neitt. Maður blandar ekki Ópal, bara ekki gera það haha :D |
### Question:
Hérna er auðveldasta leiðin til að fá beta key.
Fylgið eftirfarandi skrefum.Leið 1
Farið inná http://www.dota2.com/survey/experience/
Fyllið inn upplýsingarnar sem beðnar eru um.
Leið 2
Bara hægt ef þið eigið account á http://www.playdota.com/ sem var gerður fyrir 04/05/2012.
Póstið einhverju á þennan þráð http://www.playdota.com/forums/showthread.php?t=549077
Svo er Bot sem gefur út 180 beta keys á dag.(Ath ekki þarf að pósta nema einu sinni.)
Ef þið vitið um aðrar auðveldar leiðir endilega bætið því við hér í commenti.
### Answer:
http://www.reddit.com/r/sharedota2/
Annaðhvort vera mjög heppinn og fá gefins, eða að skipta fyrir invite í einhverja aðra betu.
Einnig að fylgjast vel með http://www.reddit.com/r/dota2 , þar koma stundum announcements þegar verið er að gefa lykla í sambandi við mót og slíkt.
(Sorry hvað ég er mikið að linka á reddit, en það er imo besti erlendi dota2 vettvangurinn).
Annars virkaði survey-ið vel fyrir mig, fyllti það út og fékk key 2 dögum síðar, svipaða sögu hafa margir sem ég þekki að segja. |
### Question:
Ég biðst afsökunar á að vera koma með svona flottan vef í miðjum prófum hjá mörgum. Hugi verður hérna líka eftir prófin. Gangi ykkur vel.
### Answer:
Afsökunarbeðni móttekin. -Enda ekki hægt annað eftir þessa þvílíku afsökunarbeðni! Vá...ég ætla klárlega að fylgja þessum skrefum þegar ég mun biðja einhvern afsökunar næst.
Takk! :) |
### Question:
hvað þýðir 128-1-93-85-10-128-98-112-6-6-25-126-39-1-68-78? þetta er á síðustu blaðsíðuni og ég er ekki að finna þetta á google
### Answer:
http://www.eeggs.com/items/41315.html
gúglaði "digital fortress code" |
### Question:
Hérna er video sem við strákarnir í salaskóla hentum saman á 2 dögum, endilega commentið á eitthvað eða segið ykkar álit á því!http://www.youtube.com/watch?v=qC2nX0-1oj4
### Answer:
Ha-ha-ha þetta video er fyndnasta video sem ég hef séð.
Ég vinn fyrir Comedy Central og við erum mjög áhugasöm á að fá þig og vini þína úr Salaskóla í að gera "sketcha" fyrir okkur og auðvitað fáið þið borgað fyrir.
Sendu mér skilaboð endilega eða hafðu samband í 5812345.
Bestu kveðjur, Jón Alfreð Pálmarsson CEO, Comedy Central. |
### Question:
Þar sem græjufíknin er að fara með mig held ég að ég verði að láta þennan grip fara. Fæst á sanngjörnu verði og jafnvel sanngjarnara ef hann fer fljótt!
Er sem nýr, með hardcase og öllu sem honum á að fylgja!
Gerið mér tilboð í einkaskilaboðum eða bjallið bara í mig í síma 8239945.
### Answer:
er hann seldur? |
### Question:
Ég veit ekki hvort þetta á heima hérna eða hvort þetta má heima hérna. Hvort sem það er bið ég afsökunar fyrirfram og vill láta taka þennan þráð niður ef hann á ekki heima hérna.
En allavega þar sem MOP er að fara koma út og ég spila voða lítið, er aðalega að raida með guildið mitt vikulega og hef varla tíma til að farma fyrir gull eða gera eithvað mikið í leiknum ætlaði ég að ATH hvað ykkur finnst um að nota BOT og hvað er best þarna úti. Þegar ég leita á google eru markir að tala um honorbuddy en hann kostar sitt og hef ég verið að leita að FREE bot eða svo.
Langar aðalega í eithvað sem getur min/herb fyrir mig í sirka 3-4 tíma á dag með auto shutdown eftir þann tíma svo það sé ekki svo obvíus að ég er að botta, eða getur farmað eithvað annað fyrir mig líka, TD Archaeology og eða honor.
Á ekki mikið gull í leiknum og hef aldrei átt. Aldrei fengið tækifæri á að geta keypt mér eithvað af þessum dýrum hlutum ingame eins og Travelers tundra sem er 20.000 gull án faction rep. Og eða Vial of the Sands sem kostar alveg sitt.Hvað gerir maður hér?
### Answer:
Ef ykkur finnst óþægilegt að tala um þetta hérna eða viljið ekki koma á framfæri að þið séuð að nota bot, megiði líka senda mér einkaskilabop. |
### Question:
Fender Road Worn Stratocaster til sölu ca árs gamall, mjúk tasksa fylgirhttp://www.hljodfaerahusid.is/is/vorur/viewProduct/3596http://www.ultimate-guitar.com/reviews/electric_guitars/fender/road_worn_50s_stratocaster/index.html
Læt þennan á 90.000 ef hann fer um helgina.
### Answer:
Skipta á Epiphone les paul standard með tösku, ól og standi ef þú villt? |
### Question:
hvað eruð þið búin að vera notendur lengi ?stjórnandi frá fornöld kubbur#2950
### Answer:
Fornöld líka. |
### Question:
GAMEPLAY
Added Brewmaster to Captain's Mode
Fixed non-hero units like Spirit Bear breaking smoke of deceit.
Fixed Burning Spear counter being reset by BKB.
Fixed illusions stealing Magic Stick/Wand charges from the owner.
Fixed a new bug with Riki's Blink Strike causing it to not attack right away.
Fixed True Form / Druid Form being cancelled and interruptable.
Fixed attack FoW reveal to happen when an attack fires off, rather than when your animation starts.
Fixed bug that would sometimes cause move commands or abilities to execute at odd times.
Fixed bug where DotaTV director would stop directing in the last minutes of the game.
Fixed Vanguard's block chance being too low.
Fixed Brewmaster's primal splits creating illusions from Wall of Replica.
Fixed Brewmaster not receiving XP when split.
VISUALS
Heroes will no longer lose their shadows.
Item Icon have been redesigned
[We plan to continue update these over the next few weeks, please give us your thoughts in this forum (http://dev.dota2.com/forumdisplay.php?f=353)]
New visual style for Lion.
New Town Portal effect.
AUDIO
-Some heroes will now call out to allies they encounter in the field during the early phases of a game.
UI
Fixed control groups breaking in the case where a hero has unit sharing enabled and another hero tries to control group one of the summons.
Fixed a case where casting an ability to control a unit (ie. Chen's Persuasion), then querying the unit before the ability fired would not end up with the unit in a selected state and the abilities would not be usable.
Fixed damage done to player-controlled units not showing up in the combatlog.
Fixed attributes tooltip not showing the correct values for Spirit Bear (or other hero-like) units.
BOTS
Bots can call out "top missing!" etc if an opponent goes away during the laning phase.
Bots are now more likely to use the Side Shop. They will hold off purchasing items if they think they'll be able to get them from the Side Shop soon, and are more likely to actually walk there to pick them up.
Bots no longer forget/ignore units that are reincarning.
Bots will now use couriers that are holding their items, even if the courier is currently returning to base.
Bots will only use couriers that are idle in base, so they shouldn't grab couriers as soon as they stop moving in, for example, the secret shop.
When a bot dies, if it had a courier en route, it will send the courier back to base.
Juggernaut is now more likely to use Omnisliash in teamfights, particularly when he thinks he can get all slashes on heroes.
Bots will no longer purchase items during the hero pick phase of the game.
Bots will no longer use any of their abilities on Passive difficulty.
Made Windrunner bot slightly more likely to use Powershot when ganking, and less likely to use Windrun for non-panic retreats.
Fixed bug that, under certain hero combinations, could cause lane selection to thrash.
Improved the Team Roam behavior, they should no longer clump up and get stuck, and should deal with any creeps attacking them.
Increased bot sensitivity to human pings for pushing and defending.
Increased range at which a non-carry bot will defer last-hitting to a carry bot. Non-hard-carries will now also defer to hard carries.
Discuss!
### Answer:
Nýja UI lookar vel, sama með nýju icon-in. Mjög gaman að sjá hvað þeir nenna að standa í svona "smávægilegum tweaks" þannig að leikurinn muni örugglega looka frábærlega þegar hann fer úr betu.
Annars bíður spilun fram yfir próf. |
### Question:
http://www.twitch.tv/ggnetpurge
Svo eftir þann leik er Darer vs M5.
### Answer:
Darer v. M5 var reyndar á undan :) |
### Question:
Er með rauðann Gibson SG Standard sem ég hefði helst viljað skipta á Fender Jazzmaster eða Fender Telecaster. Skoða einnig beina sölu, þá væri það 140 þús. kall með harðri tösku.
### Answer:
Er með Fender Telecaster Baja mim custom. Er það eitthvað sem þú villt skoða? |
### Question:
Notast CS samfélagið ennþá við ircið?Catalyst Gaming d0ct0r_who
### Answer:
Mjög lítið held ég. Síðast þegar ég gáði voru allar scrim rásirnar dauðar. |
### Question:
Sælir kæru söguáhugamenn, long time no see :)
Nú þegar "Nýji Hugi" er loks kominn í loftið, þykir mér ekki úr vegi að spyrja ykkur: Hver finnst ykkur helsti "Nýji Hugi" mannkynssögunnar? Þá á ég við snillinga sem breyttu heiminum með nýjum hugmyndum og hugsunarháttum.
Ég ætlaði fyrst að setja þessa spurningu upp í könnun, en við nánari umhugsun fannst mér betra að hafa þennan háttinn á. Það eru nefnilega svo ótal margir sem fólki gæti dottið í hug að nefna, að betra er að leyfa fólki að nefna sína kandidata sjálft.
Sjálfum detta mér í hug við stutta umhugsun t.d.:
Náunginn sem fyrstur kveikti eld
Náunginn sem fyrstur smíðaði hjól
Einhverjir af Forn-Grísku snillingunum (Aristóteles, Arkímedes, Plató, Sókrates og hvað þeir nú hétu allirsaman)
Leonardo Da Vinci eða einhver annar af Endurreisnarmönnunum
Kópernikus, Galíeo, eða einhver annar stjörnufræðingur
Isaac Newton
Voltaire eða einhver annar af Upplýsingamönnunum
Charles Darwin
Albert Einstein
O.s.frv. Það eru margir karlar (en því miður fáar konur) sem koma upp í hugann. En hvað finnst ykkur, hverja mynduð þíð tilnefna?_______________________
### Answer:
Sá sem fyrstur aðgreindi tilfinningar frá rökhugsun og gerði sér því grein fyrir því hvað tilfinningar eru háðar aðstæðum og samfélaglegum gildum á meðan að rökin hafa traustan grunn í staðfestri þekkingu. |
### Question:
Yo! Cold bitch shook ass suckers!
Hvernig væri að vekja þetta áhugamál? Búið að blunda of lengi.
I believe in dat. Gott að geta frætt Íslendinga aftur um Hip Hop. Sjálfur er ég þakklátur gamla huga fyrir að hafa sýnt mér réttar leiðir.
### Answer:
AMEN |
### Question:
Er að selja gítarblöð/tónlistablöðMetal Hammer 137, Metallica á forsíðuMetal Hammer 147, Bullet For My Valentine á forsíðuMetal Hammer 159, Dragonforce á forsíðuMetal Hammer 139, System of a down á forsíðuGuitar world, Anthrax á forsíðuGuitar world 1992Guitar, gítar töb á Killing in the name of, message in a bottle ofl.Guitar, töb á Eric Clapton og Jimmy PageGuitar, töb á Slayer og Jimmy PageGuitar, töb á Metallica, Nine inch nails og Zakk WyldeGuitar, töb á Pink Floyd, Black Sabbath og Van halenGuitar, töb á Dream theater, Nirvana, Metallica, BB King og Joe Satriani Guitar, töb á Alice in chains, Pantera og DigGuitar, töb á Sepultura, Tool og Frank ZappaGuitar, Töb á Slayer og Van HalenGuitar, töb á Steve Vai, Santana og ScorpionsGuitar, töb á Kiss, White Zombie og Pink FloydHelling af flottum viðtölum, Gítar fróðleikur og magnara fróðleikur.Oftast er viðtöl við aðal hljómsveitirnar sem eru töb af :)Bjóðið.
### Answer:
. |
### Question:
Tilvalið að taka einn svona þráð núna og rifja upp gullnu augnablik huga.
Hvað er það besta sem þú hefur séð á huga? Comment eða þráður.
Myndi segja þetta rofl
http://www.hugi.is/humor/korkar/685572/nokkrir-brandarar-i-throun-fyrir-uppistandid/
### Answer:
http://www.hugi.is/tilveran/korkar/562019/loggan/#5481891 þetta komment situr fast í huga mér til æviloka líklegast |
### Question:
Vill selja Surtinn. Sándar vel og með fjölbreytt sándi. Verðhugmynd 40 Þ. Skoða allkyns skipti
### Answer:
http://i47.tinypic.com/28rcz6q.jpg |
### Question:
Mér finnst bananar ekki beint góðir. En ég er þakklátur fyrir þá.
Þeir eru alveg fyndnir. Ég nota banana einstaka sinnum þegar kemur að glensi og skrítlum.
Hvernig finnst ykkur bananar?
(Btw keep it cool peeps, höldum þessu spjalli góðu með tillti til viðhorfs hvað tilveruna varðar)
Take it away Stuart Zender!
### Answer:
Ógeðslegir. |
### Question:
Til sölu eða skipta er Gibson Les Paul Custom "Black Beauty". Gítarinn er árgerð 2009 og kemur með upprunalegri harðri tösku, sem er by the way mjög góð lykt af og flott fóðruð! Einnig er COA, Certificate of Authenticity, meðfylgjandi. Set á hann 350 þús. beinni sölu. Skoða líka skipti á Fender Am. Std. Telecaster eða Stratocaster, eða Vox AC30 magnara eða mögulega einhverjum góðum Marshall haus. Samband hér eða [email protected].
http://farm4.staticflickr.com/3056/3074807312_20f439b855.jpg
### Answer:
mmm, er vanillulykt af töskunni? |
### Question:
Ég er með borðspilið Talisman 4th edition til sölu.
Keypt fyrir minna en ári síðan
Spilað um þrisvar sinnum og er því eins og nýtt.
Selst á 7000 kr. Kostar nýtt 11995 hjá nexus.
### Answer:
Hefðiru áhuga á einhverjum skiptum ? er með nokkur á trade lista, http://boardgamegeek.com/collection/user/geirinn
Ef þú kannt ekki á boardgamegeek get ég sent þér lista með öllum spilunum sem eru til skiptis. Það stendur ,,for trade'' fyrir aftan þau sem eru til skiptis. |
### Question:
Lítið notuð USB - Midi snúra. Verð: 5.000 kr.
[email protected]
### Answer:
Hvað er hún eiginlega löng? Er ekki 2,5 m á 2000 kall rúmar eða hefur orðið sprenging í verðum? |
### Question:
Warrior og shaman í leit að 3ja aðila, erum að miða á 2.2k+
Erum einnig á TR.
### Answer:
- Já, einnig hunter í KFC :-) |
### Question:
Jú það er rétt, manni vantar æfingarhúsnæði. Endilega hafið samband ef þið vitið um eitthvað
### Answer:
Að nefna staðsetningu skaðar aldrei ;)
En ef þú ert á skaganum held ég að það séu einhver laus herbergi á Ægisbrautinni. |
### Question:
Leita að Ipod með miklu minni á ásættanlegu verði.
S;616-1503
### Answer:
Ég er að selja fjórðu kynslóð af ipod touch með 64gb minni endilega kíktu :)
http://www.hugi.is/graejur/korkar/801309/ts-ipod-touch-4g-64gb/ |
### Question:
VFE Pale Horse Overdrive - 25.000 kr.Mjög lítið notaður, eins og nýr í orginal kassa með öllum pappírum.Þetta er algjör gúrme bútík Overdrive pedall, endilega tjekkið á videoumog umfjöllunum um þennan pedal.
Catalinbread Manx Loaghtan fuzz - 30.000 kr.Mjög lítið notaður, eins og nýr í orginal kassa með öllum pappírum.Þessi pedall er eitt besta Bigmuff “clone” sem til er,, algjört gúrme stuff!Mynd:http://cdn1.gbase.com/usercontent/gear/3016027/p3_upruf035x_so.jpg
ZVex USA Vexter Fuzz Factory - 30.000 kr.ATH. Ekki factory made.Það ættu allir að þekkja þennan gæja.Þessi útgáfa er fyrsta kynslóðin af Vexter seríunni og er handsmíðaður í USA.Eini munurinn á þessum og þessum handmáluðu er að hann er ekki handmálaðurog hann er með tengi fyrir 9v DC straumbreyti.Á sínum tíma kostuðu þeir $50 minna en þessi handmálaði.Pedallinn er mjög vel með farinn en það er aðeins brotið ofan af einum takkanum.Hann er með frönskum undir þannig að hann er tilbúinn beint í effectabrettið :)
TC-Electronic Flashback Delay - 25.000 kr.Mjög lítið notaður, eins og nýr í orginal kassa með öllum pappírum.Nýji delay'inn frá TC sem allir eru búnir að vera að slefa yfir.
ProCo Rat2 - 10.000 kr.Sirka 10 ára gamall. Nánast sem nýr.Það er búið að skipta um chip í honum og setjalm308n chip í staðinn, sem á að vera allgjör draumur.Hérna er Youtube video af Rat pedal með lm308n chip:
MXR Blue Box - 6.000 kr.Hrikalega skemmtilegur crazy octave fuzz pedall sem margir ættu að kannast við.Hann er í fullkomnu standi með nokkrum rispum hér og þar og ég er búinn að rífa undan honum gúmmýið svo það sé hægt að setja undir hann franskan rennilás.
*ATH* ég er ekkert voðalega spenntur fyrir skiptum nema
það sé e-ð mjög sérstakt.
Áhugasamir hafið samband
í síma 8236090
helgirg at gmail com
eða einkaskilaboðum
### Answer:
Blue Box er seldur |
### Question:
Koma einhverjir aðrir til greina?
### Answer:
Ég held að Þýskaland taki þetta, þeir hafa svo mikla samheldni í sínu liði og það virkar eins og vel smurð vél. Held samt að Ítalía muni koma á óvart. |
### Question:
Núna þegar að minna en einn mánuður er í keppnina fyllist YouTube af "simulator" myndböndum þar sem að fólk prófar Eurovision Simulatorinn fyrir árið í ár á vefsíðunni ESC Nation. Nú er búið að hanna nýtt útlit fyrir árið í ár og hægt er að fara inn á þetta hanna sína eigin kosningu fyrir keppnina í ár.
Ég mæli með því að þið kíkið á þetta með því að ýta hér og þetta er merkt þarna sem Scoreboard Simulator 2012.
### Answer:
Úúúúú...í "Latest Poll Top 5" er Ísland í öðru sæti! :) |
### Question:
Eins og þið hafið kannski séð þá er komið nýtt útlit á áhugamálið. Síðan ég tók við áhugamálinu hefur mig dreymt um að áhugamálið gæti átt sitt eigið, flott útlit sem nú er raunin. Hönnuðurinn, Þorgeir Gísli á greinilega gott hrós skilið fyrir að leggja metnað sinn í að hanna flott þemu fyrir vefinn án endurgjalds!Sviðstjóri á hugi.is
### Answer:
Þetta er ótrúlega flott. Bravó til Þorgeirs Gísla og þín fyrir að láta okkur vita af þessu! :) |
### Question:
Þannig er, að núna er ég að leita mér að einhverju einstaklega krefjandi.
Einhverju til að keyra mann út að þekkjanlegum mörkum líkamlega og andlega.
Svo mig langar að spyrja ykkur kæru hugarar, hvort þið getið deilt með mér þekkingu ykkar í tengslum við það að skrá sig til hergöngu. Ég vil færi til þess að komast í tengsl við það sem getur orðið mönnum sem allra mest verðlaunandi. Ég er reiðubúinn að hætta lífi mínu fyrir réttan málsstað. Ég trúi því að ég geti tekist á við hvaða áskorun sem er og legg það í vana að lýsa mér sjálfum sem fullkomnari mynd af metnaði uppmáluðum.
Mér þætti einnig vert að skoða hjálparstörf. Það er ekki verra að hafa slíkt til hliðsjónar.
Ég er þar með sagt ekki að leita mér að skotvopni, heldur tilbreytingu og vonast þannig til að öðlast lífsfyllingu.
Bestu kveðjur.
Chill
### Answer:
Hvað væri réttur málsstaður? Hafa verið háð mörg réttlætanleg stríð? Ég veit ekki um mörg þótt ég gæti hugsanlega nefnt einhver sem voru a.m.k. réttlætanleg frá einhverjum sjónarhornum.
Getur þú ekki bara farið í Ironman eða skotið eitthvað fallegt dýr? |
### Question:
Það eru mörg ár síðan að ég taldist til þess að vera góður teiknari. Ég hef ekki reynt það fyrir í mörg ár. Það er bara eins og það er. En nú er það þannig að mig langar að halda smá keppni og já það verða verðlaun í boði.
Verkefnið lýsir sér þannig að teikna þarf mynd. stærð skiptir ekki beint máli. En myndin þarf að vera sett upp sem lógó. Þ.e.a.s. #x#, kössótt, hringlótt. Ekki beint. Smá artistic væri awesome.
Viðfangsefnið eða þemað er úlfur. Við erum að ræða úlfshöfuð og það eina sem skiptir í raun máli er að myndin sé ógnvekjandi. Við erum að ræða psycho augnaráð og það þarf greinilega að skiljast að þetta er úlfshöfuð. Eða svona allavega nógu vel. Æskilegt litaval. 4, mesta lagi. Þetta á ekki að vera litrík mynd. En gott væri að nota aðeins svartan, hvítan, rauðan. Ef eitthvað lítur betur út með því að bæta við lit. Þá má skoða það.
Ég hugsa að það verði svona tveggja mánuða skilafrestur fyrir þetta. 1 mánuður að minnsta kosti. 3-4 mesta lagi. Ef fáir sýna þessu áhuga.
Hvað ég hafði reiknað með til verðlauna... Hvað eigum við að segja.. 10 þús kall? Meina þetta er frekar simple.
Bestu kveðjur.
Chill
### Answer:
Já btw. Held ég leitist ekkert til þess að fara lengra með þetta. Ef enginn tekur þátt, þá teikna ég bara mynd sjálfur.
En svona, ef þú hefur ekkert að gera, þá er svosem varla verra að hafa eitthvað til að dunda sér við.
Eitt að lokum. Improvise Motherfuckers. |
### Question:
Sælir Hugarar. Ég er með Mbox 1 (gamla) Og langar að nota það við win 7. Er það rétt að það virkar ekki saman ? Virkar það bara við xp og eldri kerfi.
### Answer:
Fann þetta á netinu!!
I can verify that the MBox works fine with Windows7x64 with no trickery, other than downloading the standalone 7.4 audio drivers first, restarting your computer, installing Pro Tools LE v8.0 and restarting again. Don't forget to make sure you have QT installed, otherwise it will scream at you for being the worst human on the planet (or a Windows user...). |
### Question:
Til sölu marshall AS50D Acoustic magnari hann er nánast nýr 6 mánaða gamall http://www.google.com/url?
http://www.google.com/url?sa=t&rct=j&q=marshall%20as50d%20review&source=web&cd=4&ved=0CEoQFjAD&url=http%3A%2F%2Fwww.retrevo.com%2Fs%2FMarshall-AS50D-Amps-review-manual%2Fid%2F23592ag607%2Ft%2F1-2%2F&ei=BGiDT-8ViNPRBb_6mPIG&usg=AFQjCNF0JoSmNe2J-ZDnqcue_9YHkT6XpwGipson_LesPaul_spesial.Epiphone_LesPaul_Classic.
### Answer:
hvað viltu fá fyrir hann? |
### Question:
Hvað finnst fólki með þennan leik ? (spoiler alert)
Hérna eru smá pælingar eftir að hafa spilað alla leikina so far og er að reyna pússla saman söguþræðinum sem virðist vera orðinn frekar complex :P
Söguþráðurinn finnst mér oft frekar steiktur, eins og sérstaklega Final Episode og "Blank" video-ið í Theater.
Er ekki sammála Orra í þessum þræði (fyrir neðan) að söguþráðurinn svari fleiri spurningum en hann bjó til, finnst það akkúrat öfugt.
Kannski er ég of slow að fatta þennan complex söguþráð (Finnst hann samt alltaf verða meira og meira confusing með tímanum).
http://www.hugi.is/finalfantasy/korkar/715363/birth-by-sleep-umraeduthradur/
Var ekki að fatta þetta með Sora þegar hann var lítill að hann bara birtist í einhverju dimension og "Ventus ljósið" kom bara og fann hann og fór inní hann. Var þetta ekki þannig að Sora varð heartless og nobody birtist sem hét Roxas? Var hann þá allan tímann með hann innan í sér? Spurning hvar þetta meikar sense, fannst þetta eitthvað of spes í BbS, hvernig þetta átti að hafa gerst, too simple/coincidental maybe?
Fatta ekki alveg hvernig Ventus kemur inní þetta (eina sem ég veit að hann er special keyblade weapon sem allir vilja drepa allt í einu, including himself (so much drama lol), en svo var það bara devious plan frá Xehanort (so confusing ><)
Hvað gerist síðan í endanum, búinn að sjá endann mörgu sinnum en fatta ekki hvað gerðist nákvæmlega, náði Xehanort að succeed-a áætluninni eða hvað..?
Allavega þá vaknar Roxas og Xion í Days , á meðan Sora fer í castle Oblivion og í endanum á CoM Sora goes to sleep, Xion og Roxas hverfa eins og þau hafa ekki verið til, Roxas vaknar upp á nýtt sem eitthvað experiment í made up universe hjá Ansem the wise.
Sora vaknar aftur og "Ventus ljósið" fer inn í hann aftur. Í lok KH2 slást Sora og Roxas síðan..hvernig það átti sér stað fatta ég ekki :P
Svo í "blank" video-inu í BbS þá hittir Aqua Ansem the wise, er hann þá dauður (dó hann í KH2?) man það ekki.
Allavega ekkert smá complex storyline þetta er orðið og velti ég fyrir mér hvort það sé hægt að skilja hann á einfaldan hátt, finnst KH1 alltaf bestur útaf hversu einfaldur og focused hann var.My name is Earnie Douglas but my friends call me Chip
### Answer:
Endilega komiði með ykkar pælingar.
Hefði kannski átt að gera grein, en þar sem ég hef margar spurningar frekar en staðreyndir þá fannst mér þetta vera meiri korkur. |
### Question:
http://visir.is/landsdomur-sker-i-dag-ur-um-sekt-eda-sakleysi-geirs/article/2012704239979
Jæja, þá er komið að því. Landsdómur sker í dag úr um hvort að Geir verði dæmdur sekur eða saklaus. Persónulega finnst mér kallinn ekki eiga það skilið að vera dæmdur sekur. Jú, hann var yfir þessari hægri stjórn sem setti allt á hausinn, en af hverju að dæma einn mann fyrir syndir flokksins og þess hugarfars sem ríkti innan hans. Þetta hugarfar var eflaust löngu rótgróið enda engum flokki til góðs að vera eins lengi við völd og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið.
Vil samt ekki sjá þennan flokk aftur við völd og skil ekki hvernig fólkinu í landinu dettur í hug að bjóða heim sömu spillingunni og við fengum að upplifa þegar að við fórum að velta við steinum og taka til í kreppunni!Geir saklausan en burt með Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn! Megi þeir dúsa í stjórnarandstöðunni um ókomna tíð!
### Answer:
ADRÁS! |
### Question:
Er ekki lengur hægt að hafa lista bara yfir áhugamál sem maður velur sjálfur eins og var á "gamla" huga?
Eða er ég bara svo vitlaus að sjá það ekki? :D"An eye for an eye makes the whole world blind." - Ghandi
### Answer:
Jú, ferð í örina fyrir ofan hjá notendanafninu þínu (efst uppi til hægri -frá þér séð) ferð í stillingar og svo áhugamálin mín. Þar velurðu hvaða áhugamál þú vilt hafa. Síðan ferðu í "EGÓ" sem er efst í listanum yfir áhugamálin hér til vinstri. Þar sérðu bara þau áhugamál sem þú valdir :) |
### Question:
Bara svona til þess að athuga, hverjir eru að fíla nýja theme-ið sem er og svona!.
Ef þú hefur eithvað skemmtilegt að deila með okkur máttu endilega skjóta eithverju inn.
### Answer:
Persónulega finnst mér myndin í bakgrunninum og litaþema-ið geðveikt flott! Elska bara þennan fítus og vildi að fleiri vefsvæði væru með hann :) |
### Question:
Personal:
Nafn: Böðvar Jónsson
Aldur: 19
Staðsetning: Suðurland
In-Game:
Nick: rETROO & Boddii
Spilatími: 7 ár
Fyrrum lið: Overdoze (0z), xCs-, Vertigo, Pointless && Fullt í gegnum tíðina.
Hardware:
OS: Windows 7 Ultimate 64-bit
CPU: Intel Core i5 2500K @ 3.3 GHz
RAM: 8gb DDR3 @ 1600 MHz
Contact:
Email: [email protected] / [email protected]
Battlelog: http://battlelog.battlefield.com/bf3/user/rETROOOOOO/
### Answer:
VOIP: Teamspeak,Ventrilo,Mumble,Skype |
### Question:
Getur einhver hérna mælt með góðu pre workout fyrir mig sem má ekki innihalda kreatín? so far hef ég ekki fundið neina sem mér finnst eitthvað var í nema H Blocker frá baetiefnabulluni en ég bara þoooli ekki bragðið af þvi! ekki vitiði um eitthvað sniðugt sem þið mælið með?Rap is something you do, Hip Hop is something you live! - KRS One
### Answer:
Af hverju viltu ekki kreatín? |
### Question:
Eftir að ég hóf störf í Stavanger í Noregi hef ég betur áttaði mig á mikilvægi olíu og gas í Noregi fyrir atvinnulífið.
Flestir starfa beint eða óbeint innan olíu og gas geirans hér og einnig að miklu leyti í Noregi í heild sinni.
Ólía og gas er eins og rauður þráður í gegnum þjóðfélagið og skapar langa virðiskeðju atvinnulífs.
Hér er lítið sem ekkert atvinnuleysi, gott aðgengi að lánsfjármagni og þótt verðlag sé hátt er kaupmáttur góður.
Þetta minnir mig á Vestmannaeyjar þegar ég bjó þar um tíma á yngri árum.
Þá var það fiskurinn og fiskvinnslan sem skapaði rauða þráðinn í því bæjarfélagi.
Ætli Íslendingar eigi eftir að upplifa svipað og Norðmenn ef leit á Drekasvæðinu skilar árangri?
Til að tryggja að Íslendingar nái að skapa svipaða aðstöðu og Norðmenn þarf þekkingin og þjónustan að koma frá Íslandi í eins miklum mæli og hægt er.
Hér verður manni hugsað til háskólanna. Einnig þarf stuðningur opinbera aðila að liggja fyrir og frumkvöðlafyrirtækja hér á Íslandi.
Ekki er ástæða til þess að finna hjólið upp að nýju og því mikilvægt að taka upp samstarf við erlend ráðgjafar og þjónustufyrirtæki í þessum iðnaði til þess að koma á fót þjónustu frá Íslandi.
Ef ekki verður haldið rétt á spöðunum verður Drekasvæðið þjónustað frá öðrum löndum svo sem Noregi og Ísland fengi aðeins skattheimtur af olíu og gasvinnslunni (sem reyndar yrði dágóð upphæð ef úr yrði) og þar með myndi ekki byggjast upp olíu og gas þekking á Íslandi.
Hjalti Sölvason
### Answer:
Maður vonar að þetta verði ekki bara selt þeim sem eru þá stundina bestu vinur þjóðkjörinna leiðtoga. |
### Question:
Á virkilega ekki að koma neitt betra útlit á þetta áhugamál? Leit eiginlega miklu betur út fyrir breytingu.
### Answer:
Það kemur bakgrunnur og borði á þetta áhugamál. Höfum bara ekki komast í það ennþá. |
### Question:
Sæl öll sömul
Vil endilega láta ykkur vita af nokkrum nýjum fítusum sem þessi stórglæsilegi vefur hefur nú upp á að bjóða. Einungis er um nokkra fítusa að ræða sem ég man í augnablikinu en þeir eru mun fleiri!
Fela gamalt efni. Núna er hægt að fela gamalt efni, sem er sérstaklega hentugt ef maður hefur sögu á Huga jafngamla og og hann er sjálfur! Til þess að fela gömul álit er smellt á "Notandanafn" > "Stillingar" > "Einkalíf (sem er í "almennt" stiku þar á hægri hönd)" > "Fela gamalt efni"
Tilvitnun. Langar þig að vísa í eitthvað sem einhver á undan þér sagði og þú vilt svara? Notaðu músina til þess að draga yfir textann sem þú vilt vísa í, þá kemur upp skilaboðin "setja í tilvitnun". Með því að samþykkja fer þetta beint í tilvitnun í textaboxinu með umræddan notanda skráðan sem höfund. Einfalt og öflugt!
Nýjast <> Heitast <> Nýsvarað. Hugi býður nú notendum um að flokka efni eftir hentugheitum, hvort sem er á forsíðunni eða innan áhugamála. Öflug flokkun sem hjálpar þér að finna ávalt það sem þú leitar eftir
Glæný og öflug leitarvél. Eflaust muna margir eftir því að gamla leitarvél Huga var ekki upp á marga fiska. Nýja leitarvélin mun hjálpa ykkur að finna allt það sem þið sækist eftir með fullt af sérhæfðum fítusum og öflugu leitarkerfi!
Forskoðun. Langar þig að vita nákvæmlega hvernig þráðurinn þinn kemur út áður en þú sendir hann inn? Smelltu á "forskoða" og sjáðu hvernig útlitið verður í smáatriðum.
Sérhannaðu útlit Huga fyrir þig. Finnst þér eitthvað sérstakt litarskema á ákveðun áhugamáli það flottasta og viltu halda því þannig? Langar þig kannski að blanda saman einum lit og öðrum bakgrunn? Stilltu það allt sjálfur í "stillingar" > "Þema".
Deildu með tengslanetinu. Langar þig að láta vini og vandamenn vita af frábærri grein sem þú last á Huga? Smelltu á "Líkar þetta" takkann sem má finna á hverri grein, nú eða slökktu á honum með öllu með stillingu sem hægt er að finna innan "stillingar" valmöguleikans.
Og mikið fleira! Hugi er stútfullur af nýjum fítusum og glænýju og hágæða viðmóti sem við vonum að fólk muni kynna sér og nýta!
Njótið vel og munið að láta vini ykkar og vandamenn vita af þessum frábæra vef!"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard
### Answer:
Ekki gleyma að það er hægt að segja að þú sért single!
Annars aðeins of flott allt :) |
### Question:
Hefur einhver verið að fikta í því? Þræl sniðugt og á eflaust eftir að vera notað meira í framtíðinni.
Rosalega væri líka gaman ef þetta áhugamál (og /forritun) myndi taka við sér. Ég myndi allavega reyna að taka þátt í umræðunni.
### Answer:
Hah.. Ég fór inná node.is og var ekki alveg að fatta hvað var svona sniðugt :P |
### Question:
Kveldið hér.
Mig langar til að versla mér kassabassa, hef jafnvel áhuga á hollow eða semi hollow body bassagíturum.
Skoða allt, hægt að hafa samband hér á huga eða í síma 8699055.
kv,
### Answer:
Hæ,
Ég á þennan fína Hofner Kassabassa sem þyrfti að komast í hendurnar á einhverjum sem hefur meiri tíma til að spila á hann en ég. Það fylgir þessi fína taska og 2 kennslubækur með í þokkabót.
hringdu ef þú hefur áhuga.
Kveðja
Leifur
8423150 |
### Question:
Ég hef verið að fylgjast með hvað fólk á netinu er að segja um hverjir eiga að vinna í ár og samkvæmt því sem ég hef lesið er óvenju mikið af skiptum skoðunum um sigurvegarann í ár. Þau lönd sem komast oftast upp á spjallsíðum eru Svíþjóð, Serbía, Noregur, Írland, Þýskaland og Danmörk. Einnig er oft minnst á Ísland og ég held að við gætum mögulega komist hátt upp á stigatöfluna í ár (þó ég haldi það á hverju einasta ári og sjaldan rætist það). Sjálfum finnst mér serbíska lagið vera sterkast og eiga mest skilið að vinna í ár.
### Answer:
Ég ætla að bíða og sjá hvaða land ég fæ í drykkjuleiknum og halda með því. |
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.