Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarithrottir-fatladra-i-hlidarfjalli
Vetraríþróttir fatlaðra í Hlíðarfjalli Dagana 3. til 5. mars verða haldin námskeið og fyrirlestrar í vetraríþróttum fatlaðra í Hlíðarfjalli. Þessi námskeið eru á vegum Íþróttasambands fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Af þessu tilefni koma til landsins fjórir skíðakennarar frá Bandaríkjunum sem eru sérmenntaðir í vetraríþróttum fatlaðra. Skíðakennararnir halda fyrirlestur á sal Brekkuskóla á morgun, föstudaginn 3. mars kl. 18. Fyrirlesturinn er opinn öllum sem áhuga hafa á útivist fatlaðra. Á námskeiðunum í Hlíðarfjalli verður fötluðum, aðstandendum fatlaðra og öðrum sem hafa áhuga, kennt að nota skíðabúnað fyrir fatlaða. Allir eru velkomnir! Nánari upplýsingar veita fulltrúar vetraríþróttanefndar Íþróttasambands fatlaðra í símum 896 1147 og 820 1658. Nú er nægur snjór í Hlíðarfjalli og gaman að renna sér!
https://www.akureyri.is/is/frettir/spencer-tunick-i-deiglunni
Spencer Tunick í Deiglunni Á morgun, laugardaginn 4. mars, verður opnuð yfirlitsýning á verkum Spencers Tunicks í Listasafninu á Akureyri. Af því tilefni mun listamaðurinn halda fyrirlestur um list sína þann sama dag kl. 13 í Deiglunni. Verk fárra listamanna hafa vakið meiri athygli á síðastliðnum árum en ljósmyndir bandaríkjamannsins Spencers Tunick af nöktu fólki í þúsundatali í borgum og bæjum um allan heim. Almenningur á jafn ólíkum stöðum og Sviss, Finnlandi, Ástralíu, Brasilíu og Chile hefur svarað kalli listamannsins og þyrpst til að taka þátt í þessum gjörningum hans. Ekki hefur heldur staðið á viðbrögðum: Menn hafa ýmist vænt Tunick um siðleysi og úrkynjun eða lofað verk hans fyrir að ögra siðareglum samtímamenningar okkar og viðteknum skilgreiningum á listsköpun. Með sýningunni, sem ber heitið Bersvæði, gefst landsmönnum tækifæri til að vera með, að minnsta kosti sem áhorfendur, og skoða yfirlit af verkum Tunicks frá 1998-2005. Þetta er stærsta sýning sem haldin hefur verið á verkum listamannsins og eru þau fengin frá I-20 galleríinu í New York og Hale’s safninu í London. Fyrirlesturinn hefst sem áður segir kl. 13 í Deiglunni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hverfisnefnd-holta-og-hlidahverfis
Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis Í gærkvöldi, fimmtudagskvöldið 2. mars, var stofnuð hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri. Um 40 manns sóttu fundinn sem stóð í rúmar tvær klukkustundir. Fjörugar umræður voru manna á meðal um skipulagsmál, skólamál, umferðarmál og fleira. Í samþykkt bæjarstjórnar um hverfisnefndir segir: Hverfisnefnd getur vakið athygli á því sem vel er gert í hverfinu og staðið fyrir fundum og uppákomum því tengt. Hverfisnefnd getur þrýst á um að bætt verði úr þar sem eru óþrifalegir staðir og lóðir í hverfinu. Hverfisnefnd getur virkjað íbúana til átaks um fegrun einstakra staða í hverfinu. Hverfisnefnd getur gert athuganir í umferðarmálum (t.d. hvort umferðarhraði í hverfinu sé almennt skv. lögum) o.s.frv. Þar sem svæði hverfisnefndar fellur saman við skólahverfi og foreldrafélag er starfandi er rétt að “málefni barna og ungmenna” sé fremur verkefni félagsins en nefndarinnar. Sé þessu ekki þannig farið getur hverfisnefnd látið þau til sín taka. Samvinna þessara aðila getur í mörgum tilvikum átt vel við. Skylt er að tilkynna hverfisnefnd um skipulagstillögur, sem varða hverfið, sem er í vinnslu hjá bænum, ekki síðar en þegar auglýsing um þær birtist í fjölmiðlum. Í hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis voru kjörin þau Magna Guðmundsdóttir, Sigurjón Magnússon, Valdimar Pálsson, Helga Aðalgeirsdóttir og Jón Heiðar Daðason. Varamenn í stjórn eru Jórunn Jóhannesdóttir, Stefanía Dögg Vilmundardóttir og Eiríkur Jónsson. Fundarmenn fylgjast af athygli með kynningu á aðalskipulagi bæjarins. Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs, svarar fyrirspurnum. Fjórir af nefndarmönnum nýstofnaðrar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis. Talið frá vinstri: Eiríkur Jónsson, Jórunn Jóhannesdóttir, Stefanía Dögg Vilmundardóttir og Jón Heiðar Daðason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ohefdbundnar-og-hefdbundnar-markadsadferdir
Óhefðbundnar og hefðbundnar markaðsaðferðir Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) starfar nú af krafti á Norðurlandi og stendur meðal annars að opnum hádegisverðarfundum þar sem fjallað er um ýmis viðskiptatengd efni. Viðfangsefni næsta fundar er óhefðbundnar og hefðbundnar markaðsaðferðir. Næsti hádegisverðarfundur FKA verður haldinn á veitingahúsinu Friðriki V. á Akureyri föstudaginn 10. mars kl. 12.00-13.30. Jón Ásgeir Hreinsson frá hinu framsækna hönnunarfyrirtæki Studiobility (www.bility.is) fjallar um óhefðbundnar og hefðbundnar markaðsaðferðir. Hann mun leiða fundargesti í „sannleikann“ um markaðinn og tala af reynslu undanfarinna 20 ára um það hvað hefur virkað og hvað ekki. Fundurinn er öllum opinn en FKA vill sérstaklega hvetja konur í atvinnurekstri til að mæta. Meðal markmiða með reglulegum fundum af þessu tagi er að ná til fleiri athafnakvenna á Norðurlandi, fjölga félagskonum og efla starfsemina á svæðinu um leið og stuðlað er að uppbyggingu tengslanets norðlenskra kvenna í atvinnurekstri. Tekið er við skráningum á fundinn í netfanginu [email protected] og í síma 570 7267. Verð fyrir félagskonur er 1.500,- krónur en 2.300,- krónur fyrir aðra gesti. Innifalið er fyrirlestur, súpa, brauð og kaffi. Markmið FKA er að sameina konur í atvinnurekstri, efla samstöðu þeirra og samstarf, stuðla að aukinni miðlun á viðskiptatengdum fróðleik, hvetja til viðskipta milli félagskvenna, auka sýnileika og tækifæri kvenna í viðskiptalífinu, stuðla að virðingu og verðskuldaðri athygli samfélagsins á framlagi fyrirtækja sem rekin eru af konum og hvetja konur til frumkvöðlastarfa. Myndin er tekin á síðasta hádegisverðarfundi FKA á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/arfmyndir-kynjanna-i-auglysingum
Arfmyndir kynjanna í auglýsingum Miðvikudaginn 8. mars flytur rithöfundurinn Gunnar Hersveinn erindið „Arfmyndir kynjanna í auglýsingum“ á Menningartorgi við Háskólann á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Gunnar Hersveinn ræðir um algengar birtingarmyndar kynjanna í auglýsingum sem virðast eiga sér fornar táknmyndir. Skoðað verður hverjar helstu arfmyndir kynjanna í auglýsingum eru og munu nöfn Salóme, Afródítu og Júpiters koma við sögu. Noktun nektar í auglýsingum verður greind og fjallað um hlutverk kynjanna sem birtast í stafrænu formi og í leikfangabæklingum. Meginspurningin í erindinu er um áhrif auglýsingafólks á ímyndir kynjanna – spurt er um ómeðvitaða mælikvarða á kynin í auglýsingum. Gunnar Hersveinn hefur lagt stund á heimspeki og fjölmiðla- og kynjafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við kennslu og blaðamennsku og birt greiningar á auglýsingum í blöðum og tímaritum undanfarin ár. Á liðnu ári kom út bókin „Gæfuspor – gildin í lífinu“ sem fjallar um tæplega 50 hugtök sem brenna á fólki á lífsleiðinni. Það eru Akureyrarbær, Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri sem standa að komu Gunnars Hersveins norður. Erindið heldur hann í húsnæði HA að Sólborg, stofu K201, og hefst það klukkan 16.30.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samkynhneigdir-eda-gagnkynhneigdir
Samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir? Norðurlandsdeild FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, heldur marsfund sinn á Sigurhæðum fimmtudaginn 9. mars klukkan 20.00. Að vanda verður húsið opnað hálftíma fyrr og félagar úr stjórn verða til viðtals. Aðalefni fundarins að þessu sinni er erindi dr. Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur, sem hún flutti á vegum Samtakanna 78 í Háskóla Íslands fyrir skemmstu og kallaði: Af hverju fæðast sumir samkynhneigðir og aðrir gagnkynhneigðir? Hvað segja fræðin um það? Einnig verður sagt frá starfi undirbúningsnefndar um að hefja fræðslu um samkynhneigð á öllum skólastigum grunnskóla á Akureyri. Nýir félagar, foreldrar og aðstandendur homma, lesbía og tvíkynhneigðra, eru boðnir velkomnir til samstarfs í Norðurlandsdeild FAS sem hittist einu sinni í mánuði, annan fimmtudag hvers mánaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/veltufe-fra-rekstri-1-7-milljardar
Veltufé frá rekstri 1,7 milljarðar Heildarniðurstaða ársreikninga Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 er mun betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fjárhagurinn er traustur og er rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð um ríflega 360 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 144,2 milljóna króna hagnaði. Veltufé frá rekstri nemur tæpum 1,7 milljörðum og eignir sveitarfélagsins eru bókfærðar á rúma 22 milljarða króna. Ársreikningar fyrir árið 2005 voru lagðir fram í bæjarráði fimmtudaginn 9. mars. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar 21. mars og 4. apríl nk. Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Rekstur Akureyrarbæjar gekk afar vel á árinu og er heildarniðurstaða ársins betri en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir og fjárhagurinn traustur. Rekstrarniðurstaða samtæðunnar var jákvæð um ríflega 360 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 144,2 milljóna króna hagnaði á árinu. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 1.675 millj. kr. og handbært fé frá rekstri 1.669,6 millj. kr. Fjárfestingarhreyfingar námu samtals 2.179,5 millj. kr. Fjármögnunarhreyfingar námu samtals 523,1 millj. kr. Afborgun langtímalána nam 587,1 millj. kr. en ný langtímalán námu 1.393,3 millj. kr. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 13,2 millj. kr. og nam handbært fé sveitarfélagsins í árslok 1.502 millj. kr. Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 4.394.268 þúsundir króna. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.456 og hafði aukist um 36 frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 53,8%. Annar rekstrarkostnaður var 31% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 290 þús. kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 608 þús. kr. á hvern íbúa. Árið 2004 voru skatttekjurnar 260 þús. kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 550 þús kr. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærðar á 22.053,5 millj. kr., þar af eru veltufjármunir 2.743,1 millj. kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 14.214,4 millj. kr., þar af eru skammtímaskuldir 2.553,4 millj. kr. Veltufjárhlutfallið er 1,07 í árslok, en var 1,29 árið áður. Bókfært eigið fé nemur 7.839,2 millj. kr í árlok 36,0% af heildarfjármagni, sama hlutfall og árið áður.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midbaer-akureyrar-byggingaradilar-og-fjarfestar
Miðbær Akureyrar - byggingaraðilar og fjárfestar Akureyrarbær hefur síðustu misserin unnið markvisst að uppbyggingu miðbæjarins og nú liggur fyrir tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018. Tillagan byggir á hugmyndum íbúa Akureyrarbæjar frá fjölmennu íbúaþingi og verðlaunahugmyndum úr alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni „Akureyri í öndvegi". Í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Akureyrar er eftirfarandi framtíðarsýn: Skipulag miðbæjar Akureyrar endurspeglar ásetning bæjaryfirvalda um að miðbærinn verði þungamiðja mannlífs og menningar á Akureyri jafnt sem á Norðurlandi öllu. Byggingar í miðbænum mynda aðlaðandi borgarumhverfi og bæjarrými sem einkennast af góðri byggingarlist þar sem tekið er tillit til minja og sögu, landslags og nálægðar við sjóinn. Þar er helsti vettvangur samverustunda og hátíðahalda bæjarbúa. Nú auglýsir bærinn eftir byggingaraðilum og fjárfestum sem vilja ganga til verks. Byggingareitir til uppbyggingar eru á lykilstöðum í miðbænum, og er nánar lýst í ítarlegri greinargerð í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi. Byggingarraðilum og fjárfestum er nú boðið á grundvelli áðurnefndra tillagna, að leggja fram hugmyndir um uppbyggingu reita. Í kjölfarið verður samið við þá aðila sem hafa áhugaverðustu hugmyndirnar. Leiðarljós við mat á tillögum verður hve mikil jákvæð áhrif ætla má að tillagan hafi fyrir umhverfi og mannlíf í miðbænum. Aðalskipulagstillagan ASAK 2005-2018 er í auglýsingarferli sem lýkur 17.3 nk. Aðalskipulagið getur því tekið breytingum frá þeirri skipulagstillögu sem nú liggur frammi. Gert er ráð fyrir að staðfestingarferli tillögunnar ljúki í maí 2006. Reitir til uppbyggingar: Eftirtaldir reitir eru til uppbyggingar, en landfræðileg afmörkun og deiliskipulagsramma fyrir hvern þeirra er að finna í tillögunni um endurskoðað aðalskipulag. Smelltu hér. Drottningarbrautarreitur Glerárgötureitur syðri Torfunefsreitur syðri Glerárgötureitur nyrðri Sjallareitur Gjaldtaka Gert er ráð fyrir því að gatnagerðargjald geti numið 15% af byggingarkostnaði. Jafnframt uppbyggingu á ofangreindum reitum mun bærinn ráðast í framkvæmdir, s.s. við síki, sem getið er um í tillögunni um endurskoðað aðalskipulag. Ætla má að þær framkvæmdir auki verulega virði nálægra uppbyggingarsvæða. Tveggja þrepa ferli við val á áhugasömum uppbyggingaraðilum Vali á áhugasömum uppbyggingaraðilum er skipt í tvö þrep, sem nánar er lýst hér að neðan. Nefnd á vegum Akureyrarbæjar skipuð þeim Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarfulltrúa, sem er formaður nefndarinnar, Dan Jens Brynjarssyni, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og Pétri Bolla Jóhannessyni, deildarstjóra umhverfisdeildar, mun meta þær tillögur sem fram koma í báðum þrepum. Fyrra þrep Í fyrra þrepi er óskað eftir upplýsingum, að lágmarki þeim sem að neðan greinir, um þá aðila sem vilja standa að uppbyggingu á ofangreindum reitum, einum eða fleiri. Á grundvelli upplýsinganna verður einum til þremur aðilum sem lýsa áhuga á hverjum reit og hæfastir teljast, boðið að taka þátt í seinna þrepi. Óskað er eftir eftirfarandi upplýsingum frá hverjum aðila/fyrirtæki eða fyrirtækjahópi: Nöfn og aðsetur. Stutt ágrip af sögu fyrirtækjanna, lýsing á starfsemi þeirra, fagþekkingu og reynslu af sambærilegum verkefnum. Fjárhagslegur og faglegur styrkur - helstu fjármögnunarleiðir. Verkaskiptingu milli fyrirtækja ef um hóp er að ræða, þar af sé einn leiðandi aðili tilgreindur til að annast samræmingu og samskipti við Akureyrarbæ fyrir hönd hópsins. Tiltaka þarf þá reiti sem fyrirtækið hefur áhuga á að byggja upp. Lýsa þarf í stuttu máli áformum fyrirtækisins um gerð og umfang byggðar á hverjum reit, starfsemi og uppbyggingarhraða. Gæta þarf samræmis við deiliskipulagsramma sem fram koma í tillögu um endurskoðað aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Við mat á áhugayfirlýsingum mun vega þyngst fjárhagslegur og faglegur styrkur til að ljúka uppbyggingu á reit án óþarfra tafa og að fyrirhuguð uppbygging sé í samræmi við þá sýn sem fram kemur í tillögu um endurskoðað aðalskipulag, þ.e. eflingu miðbæjar Akureyrar. Fyrirspurnum vegna fyrra þreps ber að beina skriflega til Péturs Bolla Jóhannessonar, [email protected], fyrir 30. mars 2006. Daginn eftir verða svör birt hér á þessari vefsíðu, án þess að fyrirspyrjandi sé tilgreindur. Upplýsingar frá áhugasömum aðilum berist til Péturs Bolla Jóhannessonar fyrir kl. 16:00 þann 4. apríl 2006. Aðilum sem tilkynna áhuga verður greint frá vali þeirra sem falið verður að útfæra hugmyndir nánar í seinna þrepi, eigi síðar en 25. apríl 2006. Sömu upplýsingar verða birtar á vef Akureyrarbæjar, www.akureyri.is. Akureyrarbær áskilur sér rétt til að velja hvern sem er af þeim sem tilkynna áhuga eða hafna öllum. Seinna þrep Seinna þrepið felst í því að leggja fram grunnhugmyndir með myndrænum hætti um uppbyggingu en ein þeirra verður síðan valin til framkvæmdar. Leiðarljós við mat á tillögum sem þannig munu koma fram verður það hve mikil jákvæð áhrif ætla má að tillagan hafi fyrir umhverfi og mannlíf í miðbænum. Óskað er eftir hugmyndum um uppbyggingu sem séu nægilega útfærðar til að eftirfarandi meginatriði komi fram: Lega og lögun húsmassa, fjöldi hæða og skipting eftir notkun. Yfirbragð bygginga í grófum dráttum og samspil þeirra við nágrenni. Rýmismyndun, aðgengi og yfirbragð opinna rýma, þ.m.t. göturými og götumynd. Upplýsingar um viðmót á götuhæð. Deilistúdíur sem endurspegla stíl og byggingarlist. Megindrættir í samvali byggingarefna. Megindrættir í framkvæmdaáætlun. Lágmarksskrafa er að tillögur séu í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags, sjá einkum grein 2.2.4 (7.3.4) og kafla 3. Allar tillögur sem fram koma fyrir hvern reit verða bornar saman með tilliti til neðangreindra gæðaþátta. Valnefnd metur styrk hvers gæðaþáttar í tillögunum og gefur þeirri sem sterkust er þrjú stig, þeirri næstu tvö og hinni lökustu eitt. Að lokum er stigafjöldi tillagnanna lagður saman og sú valin sem flest stig hlýtur. Fullt hús stiga er því 21 en lágmarkið 7. Gæðaþættirnir eru þessir og hafa allir jafnt vægi: Sterk og heilsteypt bæjarmynd. Virkar tengingar við nærumhverfi, þ.m.t. samgöngur og sjónlínur. Skjólsæl, sólrík og aðlaðandi rými. Áhugaverð og sveigjanleg umgjörð fyrir miðbæjarstarfsemi, mannlíf og menningu. Gæði í hönnun og efnisvali. Skammur tími til lúkningar framkvæmda. Fjárhagslegur og faglegur styrkur uppbyggingaraðila. Gengið verður til samninga við þann aðila sem á stigahæstu tillöguna. Mun samkomulagið skuldbinda þann aðila til að framkvæma verkið í samræmi við hina innsendu tillögu. Náist slíkt samkomulag ekki áskilur Akureyrarbær sér rétt til að hafna tillögunni og bjóða þeim aðila sem átti næst-stigahæstu tillöguna til samninga um framkvæmd á sömu forsendum. Valnefnd mun leita eftir ráðgjöf fagfólks eftir þörfum. Akureyrarbær áskilur sér rétt til að velja hvaða tillögu sem er eða hafna öllum. Tillögum skal skila þann 15. júní 2006. Valnefnd mun tilkynna niðurstöðu eigi síðar en 1. júlí 2006. Auglýsing um miðbæjarreiti á Akureyri sem birtist í Morgunblaðinu 12. mars 2006.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verdlaun-i-staerdfraedikeppni
Verðlaun í stærðfræðikeppni Gestkvæmt var á Sal í Gamla skóla Menntaskólans á Akureyri í gær, sunnudaginn 12. mars, þegar verðlaun voru veitt fyrir stærðfræðikeppni grunnskólanna, sem nú fór fram í fyrsta sinn á Akureyri. Keppendur voru tæplega 30, flestir úr Lundarskóla og Síðuskóla. Valdís Björk Þorsteinsdóttir stærðfræðikennari við MA kynnti úrslitin, en auk hennar önnuðust keppnina stærðfræðikennararnir Áskell Harðarson og Níels Karlsson. Jón Már Héðinsson skólameistari ávarpaði gesti á Sal í Gamla skóla og fjallaði um gildi þessarar keppni til að rækta með nemendum sjálfstæða hugsun. Kvaðst hann vonast til að þessi fyrsta keppni, sem lofaði mjög góðu og sýndi afar góðan árangur, myndi verða árleg og taldi hana góðan lið í að efla samskipti skólastiganna. Jón Már afhenti síðan verðlaun og viðurkenningar ásamt Jónasi Karlessyni verkfræðingi, en verðlaunin gaf Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen. Þrír efstu í hverjum aldurshópi fengu verðlaun en aðrir þátttakendur hlutu viðurkenningarskjal. Jón Már Héðinsson og Jónas Karelsson (lengst til vinstri) afhenda Sunnu Björnsdóttur verðlaunin. Verðlaunahafar úr 8. bekk voru Sunna Berglind Sigurðardóttir úr Síðuskóla, sem var í 1. sæti, Sunna Björnsdóttir úr Grenivíkurskóla, sem varð í 2. sæti og 3. sætið hreppti Tinna Ingólfsdóttir úr Oddeyrarskóla. Verðlaunahafar úr hópi 9. bekkinga voru Guðrún Margrét Jónsdóttir úr Lundarskóla, sem varð í fyrsta sæti, í 2. sæti hafnaði Haukur Björnsson, einnig úr Lundarskóla og 3. varð Baldur Már Guðmundsson úr Brekkuskóla. Þá er loks að nefna sigurvegarana úr 10. bekk, en þar varð fyrstur Auðunn Skúta Snæbjarnarson úr Lundarskóla og skólabróðir hans Aron Skúlason varð í öðru sæti en í því þriðja Tinna Frímann Jökulsdóttir úr Síðuskóla. Að lokinni verðlaunaafhendingu voru gestum boðnar veitingar og nemendur úr MA og VMA fluttu létta tónlist. Sex af níu sigurvegurum sem komust á afhendinguna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/grein-i-nature-um-hverastrytur
Grein í Nature um hverastrýtur Í febrúarhefti tímaritsins Nature er fjallað um heita hveri sem fundist hafa neðansjávar og þá séstaklega um 6 þá merkilegustu að mati fréttamanns. Þeirra á meðal eru hverastrýturnar sem nýlega fundust í Eyjafirði og sérfræðingar Háskólans á Akureyri, Hafrannsóknastofnunarinnar og Íslenskra orkurannsókna rannsaka nú af kappi. Strýturannsóknirnar hafa notið stuðnings víða að, meðal annars frá Norðurorku, Rannsóknasjóði Rannís, Líftæknineti, Háskólasjóði KEA og Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri. Auk þess sem Háskólanum var á nánast sama tíma færður fjarstýrður kafbátur að gjöf frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna sem reyndist ómetanlegur við rannsóknir þessar. Verkefnið í heild sinni spannar breitt svið innan náttúrufræðinnar og koma að því vísindamenn frá ýmsum sviðum. Enginn vafi er á að þessi þverfaglega nálgun rannsóknanna gerir þær einnig áhugaverðari á alþjóðlegum vettvangi. Síðasta sumar komu hingað til dæmis vísindamenn frá JPL (Jet Propulsion Laboratory) sem er ein rannsóknarstofnana Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA). JPL fæst við ómannaða rannsóknarfarkosti og munu verkfræðingar frá JPL heimsækja Háskólann á Akureyri aftur nú í lok mars til að prófa tæki sín hér í firðinum. Fyrir forvitna þá verður nánari umfjöllun um hverastrýturnar í næsta tölublaði af Ægi. Greinin úr Nature í heild á pdf-formi. Frétt af vef Háskólans á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-orkumal
Málþing um orkumál Á morgun, þriðjudaginn 14. mars, verður málþing um orkumál á Íslandi haldið við Háskólann á Akureyri undir yfirskriftinni „Hvað hefur Ísland fram að færa?“ Að málþinginu standa félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri í samstarfi við mennta- og rannsóknarklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, auðlindadeild Háskólans á Akureyri og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Málþingið verður haldið í stofu L103 og hefst kl. 8.40. Smelltu hér til að skoða dagskrána.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-adalskipulag-og-midbae
Kynningarfundur um aðalskipulag og miðbæ Miðvikudaginn 15. mars verður haldin kynningarfundur um tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og tillögur að uppbyggingu miðbæjar Akureyrar. Fundurinn verður haldinn í Ketilhúsinu og hefst kl. 20.00. Allir eru velkomnir. Smelltu hér til að skoða tillögurnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/graenfaninn-i-hlidaboli
Grænfáninn í Hlíðabóli Krakkar frá leikskólanum Hlíðabóli hittu bæjarstjóra í gær, mánudaginn 15. mars, og kynntu honum umhverfisverkefnið „Grænfánann“ sem skólinn skráði sig fyrir hjá Landvernd haustið 2004. Þeir sem skrá sig í þetta verkefni verða fyrst um sinn „skólar á Grænni grein“ eða þangað til þeir telja sig hafa náð þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér og geta þá sótt um Grænfánann. Umhverfisnefnd Hlíðabóls ásamt bæjarstjóranum á Akureyri, Kristjáni Þór Júlíussyni. Í bréfi frá Valgerði Hannesdóttur, leikskólastjóra á Hlíðabóli, segir um verkefnið: „Stíga þarf skrefin sjö, en þau eru: Stofna þarf umhverfisnefnd. Það voru fulltrúar nemenda, starfsmanna og rekstraraðila sem voru á fundi með Kristjáni Þór í morgun. Einnig er í nefndinni fulltrúi foreldra. Mat á stöðu umhverfismála. Farið er yfir gátlista í upphafi verkefnis, einnig er farið yfir hann áður en sótt var um fánann. Áætlun um aðgerðir og markmið. Við ákváðum í upphafi að leggja áherslu á að minnka úrgang með því að flokka, endurvinna, endurnýta og jarðgera lífrænan úrgang. Þegar árið var liðið var ákveðið að taka fyrir vatn og orku. Markmiðið er að fara vel með vatn og rafmagn. Eftirlit og endurmat. Fræðsla. Við tókum þá ákvörðun að fræðslan fari mest fram í verklegum æfingum eins og taka „fjöru í fóstur“ en einu sinni í mánuði fer hópur af börnum frá okkur niður í fjöruna við Strandgötuna og hreinsar hana af rusli. Börnin læra að flokka, endurvinna og endurnýta. Þau hafa einnig fengið fræðslu um jarðvegsgerð með því að taka þátt í að safna lífrænum úrgang, setja hann í jarðvegskassann og fylgjast með. Við vorum með vatnslausan dag og áttuðum okkur þá á því hversu háð við vorum vatninu. Þetta er bara smá brot af því sem við erum að bralla í leikskólanum. Kynning á stefnunni. Fundur okkar með bæjarstjóranum var upphaf á þessari kynningu. Fyrir liggur að fara á skóladeildina, í Glerárskóla, einnig verða sendir bæklingar/bók í alla aðra grunnskóla bæjarins þegar líður að vori. Allir nefndarmenn fá bókina heim með sér til að fræða foreldra sína og aðra ættingja. Umhverfissáttmálinn. Umhverfissáttmáli Hlíðabóls er Við minnkum úrgang Við flokkum og endurvinnum Við förum sparlega með vatn og rafmagn Við kaupum umhverfisvænar vörur Við tökum fjöru í fóstur. Við teljum að við séum búin að ná öllum þessum skrefum og markmiðum okkar og sendum inn umsókn um Grænfánann í lok febrúar og vonumst til að geta flaggað Grænfánanum í lok maí.“
https://www.akureyri.is/is/frettir/skakhatid-hroksins-a-akureyri
Skákhátíð Hróksins á Akureyri Hrókurinn og Landsvirkjun hafa tekið höndum saman til að útbreiða skáklistina um allt Ísland. Skákhátíðir verða haldnar á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og í Reykjavík. Fyrsta hátíðin fer fram á Akureyri, laugardaginn 18. mars. Þá munu Skákfélag Akureyrar og Skákfélagið Hrókurinn standa fyrir skákmóti í KEA salnum í verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð. Mótið er fyrir alla krakka á grunnskólaaldri. Teflt verður í einum opnum flokki en verðlaunað í eftirtöldum þremur flokkum: 1. til 3. bekkur, 4. til 6. bekkur og 7. til 10. bekkur. Glæsileg verðlaun eru í boði. Þau sem lenda í 1. til 3. sæti í sínum flokki fá medalíur og sigurvegari hvers flokks myndarlegan bikar. Einnig verður dregið í happdrætti þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á vinningi. Í lok móts fá svo allir krakkar kjörís og gos frá Vífilfelli. Fyrirtæki sem styrkja mótið og gefa vinninga eru Sambíóin Akureyri, Penninn Akureyri, 12 Tónar, Nexus, Edda, Hrókurinn, Zonet og Árni Höskuldsson. Mótið hefst kl. 13:00. Mæting er milli kl: 12:00 – 12:45. Skráning er á staðnum. Jafnframt munú liðsmenn Hróksins færa öllum 3. bekkingum á Norðurlandi bókina Skák og mát í samstarfi við Eddu og Olís.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjonustunamskeid-fyrir-starfsfolk
Þjónustunámskeið fyrir starfsfólk Þessa dagana sækja fjölmargir starfsmenn Akureyrar sérstök þjónustunámskeið í gamla Barnaskólahúsinu. Markmiðið er að bæta enn frekar þá þjónustu sem bærinn veitir og auka samkennd meðal starfsmanna. Hugmyndin að námskeiðum kom fyrst fram í Evrópuverkefninu Brandr sem Akureyrarbær hefur tekið þátt í frá árinu 2003. Á námskeiðunum er blandað saman fræðslu um bæjarkerfið, starfsfólk, þjónustu sem veitt er og samvinnu milli einstakra vinnustaða og deilda. Í fyrsta hluta situr saman starfsfólk frá mörgum vinnustöðum og kynnir m.a. sín störf hvert fyrir öðru. Síðan tekur við fræðsla og starf fyrir hvern vinnustað. Þónustunámskeiðin eru hugsuð sem þróunarverkefni og reynslan af þeim verður notuð til að byggja upp áframhaldandi fræðslu og starf á þessu sviði. Hugmyndin er að halda síðan áfram á sömu braut og bjóða öllum vinnustöðum Akureyrarbæjar upp á námskeið af þessu tagi. Myndirnar hér að neðan voru teknar á þjónustunámskeiði í síðustu viku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ragnarsstefna-i-ha
Ragnarsstefna í HA Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri hefur ákveðið að heiðra Ragnar Aðalsteinsson, hrl., fyrir mikilsvert framlag hans í þágu lögfræði og mannréttinda á Íslandi en Ragnar varð sjötugur 13. júní á síðasta ári. Deildin boðar til málþings af þessu tilefni laugardaginn 18. mars í stofu K201 að Sólborg við Norðurslóð. Dagskrá: 09.00 Setning Þorsteinn Gunnarsson 09.10 Margrét Heinreksdóttir: Ragnar Aðalsteinsson lögmaður 09.40 Ágúst Þór Árnason: Verðbólga í réttarríkinu 10.10 Kristrún Heimisdóttir: Valdtemprun og eftirlit með stjórnvöldum 10.40 Kaffihlé 11.00 Mikael Karlsson: "The Suspension of Basic Rights" 11.30 Guðrún D. Guðmundsdóttir: Mannréttindi í ,,stríði gegn hryðjuverkum" 12.00 Hádegisverður 13.30 Sigríður Rut Júlíusdóttir: Eiga flóttamenn sama rétt og aðrir til aðgangs að íslenskum dómstólum? 14.00 Einar Árnason próf.í líffræði: Lífupplýsingar, öfugréttur, og frelsi 14.30 Timothy Murphy: "Reflections on Socio-Economic Rights" 15.00 Kaffihlé 15.15 Pétur Leifsson: Nokkrar hugleiðingar um framfylgd fyrirmæla öryggisráðsins 15.45 Rachael Johnstone: Contextual Evaluation of Human Rights: A Proposal for a Reformed UN Human Rights Treaty Monitoring System 16.15 Jakob Þ. Möller: "UN Human Rights Reform"
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinir-hlidarfjalls
Vinir Hlíðarfjalls Fulltrúar nokkurra fyrirtækja, sem kalla sig Vini Hlíðarfjalls, undirrituðu í gær samstarfssamning við Akureyrarbæ um að leggja fram um 20 milljónir króna til sjóframleiðslunnar í Hlíðarfjalli á næstu fimm árum. Þessi fyrirtæki, sem öll eru leiðandi í íslensku atvinnulífi, tóku höndum saman í kjölfar umræðna um snjóframleiðslu og möguleika á því sviði. Þau vilja með samstarfssamningnum renna styrkum stoðum undir rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og efla þar með ferða- og atvinnumál á Akureyri. Samhliða gefst fyrirtækjunum kostur á að nýta sér sóknarfæri gagnvart aukinni ferðaþjónustu sem á eftir að dafna í kjölfarið. Sem dæmi má nefna að með snjóframleiðslunni er kominn grunnur að því að skíðasvæðið geti verið opið um jól og áramót, sem eru nýir og góðir ferðamannamöguleikar. Frá undirritun samstarfssamningsins í gær. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er búið að vera opið í 45 daga í vetur og um 12.000 gestir hafa mætt á svæðið. Þetta er mjög gott, sérstaklega í ljósi þess að mánuðirnir janúar og febrúar voru þeir hlýjustu og vætusömustu í manna minnum. Staðreyndin er sú að ef snjóframleiðslukerfið væri ekki til staðar þá væri skíðasvæðið búið að vera lokað síðan um jól. Með framleiðslu á snjó er einnig búið að tryggja að Andrésar Andarleikarnir verða haldnir sumardaginn fyrsta um ókomna tíð. Meðal hitastig við snjóframleiðslu hefur verið -5,8 gráður og rakastigið hefur verið 75,5%. Nú er búið að framleiða snjó í rúmlega 380 klukkustundir og er afraksturinn um 30.000 rúmmetrar af snjó. Vinir Hlíðarfjalls eru: Avion Group Baugur Group Flugfélag Íslands Glitnir Greifinn Höldur – Bílaleiga Akureyrar Icelandair Group ISS Ísland KEA Landsbankinn SBA Norðurleið Sjóvá
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennakorinn-og-andrea-gylfa-i-akureyrarkirkju
Kvennakórinn og Andrea Gylfa í Akureyrarkirkju Kvennakór Akureyrar heldur sína árlegu vortónleika sunnudaginn 26. mars nk. Þetta eru fimmtu vortónleikar kórsins síðan hann hóf starfsemi á vordögum árið 2001. Að þessu sinni hefur kórinn fengið til liðs við sig söngkonuna góðkunnu, Andreu Gylfadóttur, sem nú fer með eitt af aðalhlutverkunum í Litlu hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Söngskrá kórsins er að venju fjölbreytt, þar eru velþekkt íslensk lög í bland við erlendar perlur. Stjórnandi kórsins er Arnór B. Vilbergsson en undirleikarar eru Eyþór Ingi Jónsson og Snorri Guðvarðsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17 í Akureyrarkirkju og er miðaverð 1.500 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/arshatid-akureyrarbaejar
Árshátíð Akureyrarbæjar Árshátíð starfsmanna Akureyrarbæjar var haldin á laugardagskvöldið var með pompi og prakt í íþróttahöllinni á Akureyri. Við, starfsmenn Öldrunarheimilanna vorum þar með og skemmtu sér víst allir afar vel og fallega, eins og okkar er von og vísa. Það var vísnakeppni fyrir árshátíðina þar sem Hjálmar Freysteinsson sendi út fyrriparta til allra starfsmanna og þeir höfðu svo tækifæri til að botna þá og senda inn í keppnina. Dómnefnd fór svo yfir alla botnana og kom ekki á óvart að Öldrunarheimilin hrifsuðu til sín tvenn verðlaun af fjórum sem í boði voru, það voru Bakkahlíð og Kjarnalundur sem áttu þann heiður.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfslaun-listamanna-4
Starfslaun listamanna Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar hefur auglýst eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabilið 1. júní 2006 til 31. maí 2007. Starfslaunum verður úthlutað til tveggja listamanna í 6 mánuði eða í 12 mánuði alls. Fyrir tæpu ári hlutu Erlingur Sigurðarson og Hlynur Hallsson starfslaunin í 6 mánuði hvor. Ætlast er til að viðkomandi helgi sig list sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum. Umsækjendur skila, ásamt umsókn, ítarlegum upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður. Að öðru leyti vísast til Reglna um starfslaun sem má einnig nálgast í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9 en þangað ber einnig að skila umsóknum. Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi í síma 460 1461, netfang: [email protected]. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2006. Jafnframt þessu verður úthlutað sérstökum nýsköpunarstyrk að upphæð 300 þús.kr. til nýs eða nýstárlegs verkefnis á sviði menningarmála. Menningarfulltrúi gefur upplýsingar um þau skilyrði sem umsóknir um þennann styrk þurfa að uppfylla. Umsóknarfrestur um nýsköpunarstyrkinn er til 6. apríl 2006.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aukafjarveiting-til-ha
Aukafjárveiting til HA Rektor Háskólans á Akureyri fagnar því að ríkisstjórnin hefur fallist á tillögu menntamálaráðherra um aukafjárveitingu að upphæð 60 mkr. til háskólans. Þar af eru 40 mkr. ætlaðar til greiðslu á húsaleigu og með því er komið að fullu til móts við þann aukna húsnæðiskostnað sem fylgir hinu nýja og fullkomna rannsóknahúsi, Borgum. Þá er háskólanum með þessari fjárveitingu gert kleift að fjölga ársnemendum um 30-40 á árinu 2006, umfram þá aukningu sem þegar hefur verið heimiluð, og þar með skapað svigrúm til að bjóða upp á framhaldsnám í lögfræði sem hefst nú í haust. Jafnframt verður haldið áfram þeirri vinnu sem er í gangi við að hagræða og endurskipuleggja fjölmarga þætti háskólastarfsins með það að leiðarljósi að renna styrkari stoðum undir áframhaldandi uppbyggingu háskólans og enn meiri árangur. Við þá vinnu verða hagsmunir nemenda hafðir í fyrirrúmi og miðað við að námsmöguleikar þeirra skerðist ekki.
https://www.akureyri.is/is/frettir/traustur-bakhjarl-haskolans-a-akureyri
Traustur bakhjarl Háskólans á Akureyri Akureyrarbær hefur lagt fram tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir verulegri stækkun háskólasvæðisins meðfram Glerá. Slík ráðstöfun er ómetanleg fyrir vöxt háskólans til framtíðar enda um afar dýrmætt byggingarland að ræða. Þessi ákvörðun leiðir hugann að margháttuðum beinum og óbeinum stuðningi Akureyrarbæjar við háskólann. Akureyrarbær er einn af hluthöfum í þróunarfélaginu Þekkingarvörðum ehf. sem stefnir m.a. að því að byggja vísindagarða við háskólann og minna má á að þegar rannsóknahús við háskólann var í undirbúningi bauðst Akureyrarbær til þess að fjármagna byggingu þess með niðurgreiddum lánum en ríkisvaldið sá sér ekki fært að þiggja það tilboð. Akureyrarbær og fyrirtæki hans veita margskonar styrki til verkefna kennara og nemenda í háskólanum og hafa þeir styrkir numið 5-7 mkr. á ári á undanförnum árum. Einnig kaupir Akureyrarbær þjónustu af háskólanum í talsverðum mæli. Þannig kaupir bærinn sérfræðiþjónustu af skólaþróunarsviði kennaradeildar fyrir um 12 mkr. á ári og semur við Rannsóknastofnun háskólans um einstök rannsóknaverkefni. Þá leigir Akureyrarbær leikskóla af Félagsstofnun stúdenta (FÉSTA) fyrir um 18 mkr. á ári. Þegar FÉSTA var stofnuð kom 60% stofnframlags frá Akureyrarbæ. Einnig hefur Akureyrarbær stutt kynningarstarf háskólans á ýmsan hátt og talað máli háskólans gagnvart stjórnvöldum varðandi fjárveitingar bæði til rekstrar og framkvæmda. Þá vinna Akureyrarbær og háskólinn saman að ýmsum verkefnum innan Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Akureyrarbær er ennfremur stór vinnuveitandi fyrir brautskráða nemendur frá Háskólanum. Af þessu yfirlit má sjá að Akureyrarbær er öflugur bakhjarl Háskólans á Akureyri og mikil samstaða ríkir í bæjarstjórn Akureyrar um framgang hans. Frétt af heimasíðu HA, www.unak.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ur-minjasafni-fodurins
Úr minjasafni föðurins Í erindi Menningartorgi fimmtudaginn 23. mars, fjallar Helga Kress um ævi Maríu Stephensen (1883-1907), laundóttur Þorvalds Thoroddsen, náttúrufræðings og síðar prófessors í Kaupmannahöfn, sem hann eignaðist með vinnukonu á Möðruvöllum þegar hann var þar kennari. María ólst upp við gott atlæti hjá fósturforeldrum á Akureyri og fékk alla þá menntun sem um síðustu aldamót stóð stúlkum til boða á Íslandi. Hún lagði einkum stund á tónlist og tungumál og langaði til að fullnuma sig í píanóleik erlendis. Þar mætti hún hins vegar fyrirstöðu, m.a. hjá föður sínum sem bauðst til að styrkja hana til barnakennaranáms. Áður en úrslit fengust í því máli veiktist María af berklum og lést á heilsuhæli í Danmörku aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri. Hún lét eftir sig nokkuð af bréfum sem varðveist hafa í bréfasafni Þorvalds í Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn, en þar er einnig að finna bréf frá fósturforeldrum Maríu, fjölskyldu Þorvalds sem og uppköst að mikilvægustu bréfum hans sjálfs til Maríu og fósturforeldra hennar (sem að öðru leyti virðast hafa glatast). Úr þessum efnivið og ekki síst orðræðu bréfanna, má rekja ævisögu Maríu frá skírn til greftrunar, viðbrögð við fæðingu hennar og tilvist sem óskilgetins barns, menntaþrá hennar og leit að sjálfsmynd, ást og umhyggju fósturforeldranna og höfnun föðurins sem hún dáði mjög og vildi allt til vinna að gera til geðs. Um móðurina finnast hins vegar litlar sem engar heimildir aðrar en hún giftist seint og eignaðist ekki fleiri börn. Ævi Maríu og umhverfi gefa tilefni til ýmissa kvennafræðilegra spurninga auk þess sem komið verður inn á persónuleg bréf sem heimildir og þau siðfræðilegu vandamál sem felast í birtingu slíkra bréfa. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 fimmtudaginn 23. mars í stofu L101 á Sólborg við Norðurslóð. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidusel-og-oldrunarheimilin
Síðusel og Öldrunarheimilin Í vetur hefur annað árið í röð verið hafður sá háttur á að börn frá leikskólanum Síðuseli heimsæki íbúa og dagþjónustugesti á Öldrunarheimilinu Hlíð einu sinni í mánuði. Gamla fólkið endurgeldur síðan greiðann og heimsækir krakkana einu sinni yfir veturinn. Fyrirmynd þessa verkefnis er að einhverju leyti sótt til hjúkrunarheimilsins Droplaugarstaða í Reykjavík en þar hafa heimsóknir leikskólabarna tíðkast um hríð. Þetta byggist á hugmyndafræði sem heitir á ensku „Eden Alternative“ og fjallar um það hvernig plöntur, dýr og börn færa gleði inn á hjúkrunarheimili og auka vellíðan íbúanna. Markmiðið með heimsóknunum er að brúa kynslóðabil, skapa ánægjulegar samverustundir og kynslóðirnar fræða hvor aðra um fyrri tíma og lífið eins og það er í dag. Fimmtán börn koma í heimsókn á Hlíð einu sinni í mánuði. Viku áður er haldinn undirbúningsfundur og heimsóknin skipulögð í stórum dráttum. Það er farið með þulur, sungið, gert laufabrauð, skoðaðir gamlir hlutir og útskýrðir og margt fleira. Nú síðast var sáð fræjum sumarblóma og þar unnu margar misreyndar hendur létt verk. Upphafsmenn þessara heimsókna og skipuleggjendur eru iðjuþjálfarnir á Hlíð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-hverfisnefnd-stofnud-i-kvold
Ný hverfisnefnd stofnuð í kvöld Stofnfundur hverfisnefndar Suðurbrekku, Norðurbrekku og Innbæjar verður haldinn fimmtudaginn 23. mars nk. í Brekkuskóla kl. 20. Dagskrá: Setning fundar og kynning á hugmyndum um starf hverfisnefnda. Kynning á tillögu um nýtt aðalskipulag 2005-2018 Kaffihlé Kosning hverfisnefndar Umræður og fyrirspurnir um málefni hverfisins Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri situr fyrir svörum ásamt sviðsstjórum Akureyrarbæjar og deildarstjórum skóla-, framkvæmda- og umhverfisdeilda. Íbúar hverfisins eru hvattir til að mæta á fundinn. Gengið er inn um aðalinngang að vestan.
https://www.akureyri.is/is/frettir/athugasemdir-vid-adalskipulag
Athugasemdir við aðalskipulag Frestur til að skila inn athugasemdum vegna tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 rann út föstudaginn 17. mars. Töluverður fjöldi athugasemda barst og lúta þær flestar að óskum íbúa um að Dalsbraut verði sett inn í skipulag frá Miðhúsabraut að Þingvallastræti. Einnig barst talsverður fjöldi athugasemda um blandaða nýtingu íþróttavallarsvæðis þar sem gert væri ráð fyrir íbúðarbyggð og almenningsgarði (opið svæði), auk verslunarmöguleika. Að neðan má sjá fjölda athugasemda við hvern málaflokk. 1. Dalsbraut inn á skipulag, íbúar við Mýrarveg og víðar, ásamt öðrum athugasemdum með undirskriftarlistum: 1.253 2. Dalsbraut inn á skipulag og mótmæli v/breyttrar legu Miðhúsabrautar: 20 3. Þétting byggðar ásamt öðrum athugasemdum: 116 4. a. Íþróttavöllur, breytt landnotkun þe. bæta við gulum lit (verslun) með undirskriftarlistum: 705 b. Mótmæla breyttri landnotkun á íþróttavelli - byggja á upp aðalleikvang Akureyrar á núverandi stað: 2 5. Oddeyri, mótmæli um breyt. Kelduhverfi í íbúðahverfi til framtíðar og breyt. á Laufásgötu/Hjalteyrarg: 21 6. Miðbær, ýmsar athugasemdir: 20 7. Ýmsar athugasemdir: 40 Samtals: 2.177
https://www.akureyri.is/is/frettir/hverfisnefnd-brekkuskola
Hverfisnefnd Brekkuskóla Í gærkvöldi, fimmtudagskvöldið 23. maí, var stofnuð ný hverfisnefnd á Akureyri og að þessu sinni fyrir Suðurbrekku, Norðurbrekku og Innbæ. Mjög góð mæting var á stofnfundinn sem haldinn var í Brekkuskóla. Í nýju hverfisnefndina voru kosin þau Börkur Þór Ottósson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigurlína Jónsdóttir, Hjörleifur Hallgríms, Njáll Trausti Friðbertsson, Kristín Kjartansdóttir, Kristján Víkingsson og Bergljót Þrastardóttir. Nefndin heldur fljótlega sinn fyrsta fund og skiptir með sér verkum. Fjórir af nefndarmönnum eftir stofnfundinn í gær. Talið frá vinstri; Sigríður Magnúsdóttir, Sigurlína Jónsdóttir, Hjörleifur Hallgríms og Kristín Kjartansdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/litla-hryllingsbudin-frumsynd-i-kvold
Litla hryllingsbúðin frumsýnd í kvöld Í kvöld, 24. mars, frumsýnir LA stórsýningu vetrarins, söngleikinn ástsæla, Litlu hryllingsbúðina. Verkið sló í gegn snemma á níunda áratugnum þegar það var frumsýnt og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Í aðalhlutverkum eru Guðjón Davíð Karlsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Andrea Gylfadóttir. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Geisladiskur með tónlistinni úr verkinu kom út í vikunni. Litla hryllingsbúðin hefur verið sýnd í leikhúsum um allan heim, enda er sagan krassandi, persónurnar heillandi, tónlistin grípandi og húmorinn allsráðandi. Þetta er í þriðja skipti sem verkið er sett upp í atvinnuleikhúsi á Íslandi en Hitt leikhúsið setti verkið upp í Íslensku óperunni árið 1984 og Borgarleikhúsið árið 1998. Kvikmynd var gerð upp úr söngleiknum árið 1988 og skartaði hún m.a. Steve Martin í hlutverki tannlæknisins. Baldur eyðir fábrotnum dögunum í blómabúðinni hans Markúsar. Hann lætur sig dreyma um ástir Auðar sem er vinnur með honum í búðinni. Dag einn, rétt fyrir sólsetur uppgötvar Baldur undarlega plöntu sem hann nefnir Auði II í höfuðið á sinni heittelskuðu. Áður en langt um líður kemur í ljós að plantan hefur undarlega eiginleika og gríðalega matarlyst. Og hún vex og vex. Plantan vekur óskipta athygli og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Inn í söguna blandast svo kærasti Auðar, tannlæknir með kvalalosta, og atburðarrásin tekur óvænta stefnu... Græðgin er eitt meginstef verksins og ljóst að hinir saklausu geta legið vel við höggi þegar freistingar eru annars vegar. Geisladiskur með tónlistinni kemur í verslanir á morgun, mánudaginn 20. mars. Hann hefur að geyma 21 lag og eru þar á meðal lög sem komu ekki út á fyrri íslensku útgáfunum af Litlu hryllingsbúðinni. Útgefandi er 2112 en Kristján Edelstein stjórnaði upptökum en hann er jafnframt tónlistarstjóri sýningarinnar. Lagið Gemmér sem Andrea Gylfadóttir flytur hefur notið vinsælda undanfarnar vikur á öldum ljósvakans. Enn er í gangi frábært forsölutilboð: Þeir sem kaupa miða (tvo eða fleiri) í forsölu fá geisladiskinn með tónlistinni úr sýningunni með í kaupbæti á meðan birgðir endast. Miðasala er á heimasíðu leikhússins, www.leikfelag.is eða í síma 4 600 200. Söngleikur eftir Howard Ashman. Tónlist: Alan Menken. Byggt á samnefndri kvikmynd Roger Corman. Handrit: Charles Griffith. Þýðing á bundnu máli: Megas. Þýðing á lausu máli: Einar Kárason Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir. Tónlistarstjórn: Kristján Edelstein. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir Leikarar: Andrea Gylfadóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þráinn Karlsson, Álfrún Helga Örnólfsdótir, Esther Talía Casey, Ardís Ólöf Víkingsdóttir og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarhatid-heyrnarlausra-a-akureyri
Menningarhátíð heyrnarlausra á Akureyri Miðvikudaginn 22. mars var haldinn í Ketilhúsinu kynningarfundur um norræna menningarhátíð heyrnarlausra sem haldin verður á Akureyri 10. - 16. júlí í sumar. Von er á mörg hundruð gestum til bæjarins því á sama tíma verður einnig haldin hér alþjóðleg leiklistarhátíð heyrnarlausra. Það er félag heyrnarlausra sem stendur fyrir hátíðinni og valdi Akureyri sem hátíðarstað. Norðurlöndin skiptast á að sjá um þessa hátíð sem er haldin á fjögurra ára fresti og verður þetta 20. skiptið sem hátíðin er haldin. Á kynningarfundinn voru boðaðir fulltrúar frá ferðaþjónustuaðilum, verslunum, heilbrigðisþjónustu, lögreglu, fjölmiðlum, Akureyrarbæ og stofnunum hans o.fl. Mikilvægt er að undirbúningur heimamanna verði góður svo tryggt sé að tekið verði vel á móti þessum gestum. Fulltrúar frá félagi heyrnarlausra kynntu hátíðina á fundinum og sátu fyrir svörum. Nánari upplýsingar um menningarhátíðina er að finna hér. Fyrir svörum sátu (talið frá vinstri) Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, Haukur Vilhjálmsson, menningarfulltrúi félagsins, og Ástbjörg Rut Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi. Haukur Vilhjálmsson, menningarfulltrúi, í ræðustólnum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidbuinn-vetur
Síðbúinn vetur Talsvert hefur snjóað á Akureyri síðustu daga og er veðurspáin svipuð eins langt og augað eygir. Fram að þessu hefur veturinn verið mjög snjóléttur en þessi síðbúna sending af himnum ofan gleður væntanlega skíða- og brettafólk meðal annarra. Myndirnar hér að neðan voru teknar á Akureyri í dag og tala sínu máli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfsfostrun-hja-oa
Starfsfóstrun hjá ÖA Í síðustu viku luku 19 konur á vegum Öldrunarheimila Akureyrar 40 klst. löngu námskeiði um starfsfóstrun. Þessar konur eru frumkvöðlar í starfsfóstrun á vegum bæjarins og munu nú fóstra nýtt starfsfólk hjá öldrunarheimilunum og bera ábyrgð á farsælli innleiðingu þeirra í hin ýmsu störf. Starfsfóstranámskeiðið er afurð verkefnis sem hlaut heitið „Innleiðing fóstrakerfis” og var unnið í samvinnu Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og Akureyrarbæjar, með styrk frá Starfsmenntaráði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brettamot-i-hlidarfjalli
Brettamót í Hlíðarfjalli Unglingar frá félagsmiðstöðvum hvaðanæva af landinu flykkjast til Akureyrar um helgina á brettamótt sem haldið verður í Hlíðarfjalli 31. mars til 2. apríl. Margt verður í boði, svo sem brettasmiðja fyrir byrjendur. Þetta er í þriðja sinn sem mót af þessu tagi er haldið í Hlíðarfjalli og hefur það notið sívaxandi vinsælda. Mikill og góður snjór er nú í Fjallinu og veðurguðirnir lofa áframhaldandi snjókomu. Brettamótið er haldið af umsjónarmönnum félagsmiðstöðvanna á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/snua-bokum-saman
Snúa bökum saman Eyfirskir matvælaframleiðendur, matvælafyrirtæki og veitingahús hafa snúið bökum saman um sameiginlega kynningu á sýningunni Matur 2006 sem hófst í Fífunni í Kópavogi í dag og stendur fram á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn sem aðilar á einu landssvæði taka sig saman um kynningu á þessari árlegu sýningu og ber básinn yfirskriftina Eyfirskt matartorg. Ólína Freysteinsdóttir, verkefnisstjóri matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, segir sameiginlega þátttöku í sýningunni afrakstur vinnu innan matvælaklasans og stærsta verkefni sem klasinn hafi komið að sem slíkur. „Okkar niðurstaða var sú að með því að snúa bökum saman yrði þátttaka eyfirskra matvælafyrirtækja á Matur 2006 sýnilegri og öflugri. Hér eru fyrirtæki í samkeppni að vinna hlið við hlið að því verkefni að kynna matvælahéraðið Eyjafjörð, hágæða matvælaframleiðslu á svæðinu og úrvinnslu matvæla, sem og veitingahús sem við eigum á heimsmælikvarða. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem einn landshluti efnir til sameiginlegrar kynningar á þennan hátt og fer vel á því að Eyjafjarðarsvæðið hafi forgöngu,“ segir Ólína. Á Eyfirska matartorginu verður sköpuð markaðstorgsstemmning alla helgina, ljúffengur matur í boði og góðir gestir munu heimsækja básinn. Meðal þeirra verður Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem líta mun í básinn eftir hádegi á sunnudag. Eyfirsku fyrirtækin sem taka þátt í sýningunni eru Bautinn, Brynja, Búgarður, Café/Restaurant Karólina, Ektafiskur, Friðrik V., Garðyrkjustöðin Brúnalaug, Greifinn, Ice& Fire, Kartöflusalan, Kjarnafæði, Norðlenska, Norðurmjólk, Norðurskel, Purity Herbs snyrtivörur. Frétt af www.afe.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsgliman-a-akureyri
Íslandsglíman á Akureyri Íslandsglíman var haldin í Síðuskóla á Akureyri í gær, laugardaginn 1. apríl, en fyrsta Íslandsglíman var einmitt haldin á Akureyri árið 1906 og því fögnuðu glímumenn aldarafmæli hennar. Jón Birgir Valsson úr KR varð hlutskarpastur í karlaflokki og hlaut Grettisbeltið að launum. Jón Birgir er formaður Glímusambandsins og hafði sigur í úrslitunum gegn Pétri Eyþórssyni úr KR en Pétur hefur verið glímumeistari Íslands síðustu tvö árin. Í kvennaflokki sigraði Svana Hrönn Jóhannesdóttir úr Glímufélagi Dalamanna og hlaut hún að launum Freyjumenið. Í úrslitunum lagði hún Elísabethu Patriöncu úr HSK. Heiðursgestir á Íslandsglímunni voru Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Það var hart tekist á í íþróttahúsi Síðuskóla. Jón Birgir Valsson og Pétur Eyþórsson í úrslitaglímunni. Kristján Þór Júlíusson sæmir Jón Birgi Grettisbeltinu og Pétur fylgist áhugasamur með. Glímudrottning og glímukóngur: Svana Hrönn Jóhannesdóttir og Jón Birgir Valsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjaroflunartonleikar
Fjáröflunartónleikar Miðvikudaginn 5. apríl nk. stendur Kór Glerárkirkju, ásamt Kór Akureyrarkirkju og Karlakór Akureyrar – Geysi, fyrir fjáröflunartónleikum til styrktar kaupum á orgeli fyrir Glerárkirkju. Áskell Jónsson, tónskáld og fyrrum organisti við Glerárkirkju er stofnandi orgelsjóðsins en Áskell hefði orðið 95 ára þennan dag. Fram koma: Kór Glerárkirkju, stjórnandi Hjörtur Steinbergsson Kór Akureyrarkirkju, stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson Karlakór Akureyrar – Geysir, stjórnandi Michael Jón Clarke Barna- og unglingakór Glerárkirkju, stjórnandi Ásta Magnúsdóttir Hymnodia – Kammerkór Akureyrarkirkju, stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson Valmar Väljaots, Jaan Alavere, Mait Trink og Tarvo Nömm Óskar Pétursson, tenór Hildur Tryggvadóttir, sópran Michael Jón Clarke, baritón Daníel Þorsteinsson, píanó Helena G. Bjarnadóttir, píanó Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó Eyþór Ingi Jónsson, orgel (spilar á gamla garminn!) Hörður Áskelsson, stjórnandi og organisti við Hallgrímskirkju og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, stjórnar sameiginlegum söng flytjenda í lok tónleikanna. Allir sem að tónleikunum koma munu gefa vinnu sína. Tónleikarnir verða sem áður segir haldnir í Glerárkirkju miðvikudaginn 5. apríl og hefjast kl. 20.30. Miðaverð er kr. 1500. Frjáls framlög má leggja inn á bankareikning nr. 0162-18-470118, kt. 680394-2539.
https://www.akureyri.is/is/frettir/husin-i-innbaenum
Húsin í Innbænum Vefur Akureyrarbæjar vex stöðugt og nú síðast hefur verið bætt við nýrri síðu um sögu gömlu húsanna í Innbænum. Þar er að finna fróðleik um nokkur elstu hús bæjarins í Fjörunni og Innbænum sem Hanna Rósa Sveinsdóttir hefur tekið saman. Smelltu hér til að lesa greinina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stefnumotun-i-utanrikismalum
Stefnumótun í utanríkismálum Jón Baldvin Hannibalsson flytur fyrirlestur við Háskólann á Akureyri í dag undir yfirskriftinni "Stefnumótun í utanríkismálum: Hvernig fer hún fram?" Fyrirlesturinn hefst kl. 12 á hádegi í stofu L201 að Sólborg við Norðurslóð. Í kynningu frá Háskólanum segir: Mikið hefur gengið á í íslenskum utanríkismálum að undanförnu. Á sama tíma sem starfsemi utanríkisþjónustunnar hefur vaxið að umfangi og verkefnum hafa bandarísk stjórnvöld tilkynnt að þau ætli að kalla heim lið sitt af Miðnesheiði. Sú spurning hefur vaknað hvort nauðsynlegt sé að taka upp breytta stefnu í utanríkismálum. Í erindi sínu á Utanríkismálatorgi fjallar Jón Baldvin Hannibalsson um stefnumótun í utanríkismálum og hvernig hún fer fram. Jón Baldvin var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 1970-1979; ritstjóri Alþýðublaðsins 1979-1982; hann var þingmaður Reykjavíkur 1982-1998; formaður Alþýðuflokksins 1984-1998; fjármálaráðherra 1987-88 og utanríkisráðherra 1988-1995. Jón Baldvin var sendiherra í Washington og síðar í Helsinki. Jón tók stúdentspróf við MR 1958; MA-próf í hagfræði frá Edinborgarháskóla í Skotlandi 1963. Hann stundaði framhaldsnám í vinnumarkaðsfræði við Stokkhólmsháskóla 1963-64; próf í uppeldis- og kennslufræðum HÍ 1965. Framhaldsnám við Harvard-háskóla (Center for European Studies) í Bandaríkjunum 1976-1977.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjotmeistari-islands-2006
Kjötmeistari Íslands 2006 Í tengslum við sýninguna Matur 2006, sem haldin var í Fífunni í Kópavogi 31. mars - 2. apríl, var haldin Fagkeppni Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna. Það er óhætt að segja að kjötiðnaðarmeistarar Kjarnafæðis hafi gert góða ferð suður, því þeir hlutu fjölda verðlauna og gerði Helgi Jóhannsson sér lítið fyrir og hreppti titilinn Kjötmeistari Íslands 2006. Helgi er afar vel að verðlaununum kominn og hlaut 9 verðlaun fyrir 10 vöruflokka sem hann sendi inn. Hann hlaut m.a. gull fyrir Spægipylsu og Sveitakæfu. Helgi var ekki einn Kjarnafæðimanna um að ná glæstum árangri því Eiður Guðni Eiðsson lenti í þriðja sæti og vann gull fyrir Sterkt Pepperoni. Stefán Einar Jónsson vann gull fyrir Pepperoni og fékk einnig verðlaun fyrir bestu hráverkuðu vöruna, sem og verðlaun fyrir bestu afurð úr svínakjöti. Fjöldi annarra verðlauna féllu meisturum Kjarnafæðis í skaut. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Helgi Jóhannsson, Kjötmeistari Íslands 2006. Frá vinstri : Eiður Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis og kjötiðnaðarmeistari, Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra, Helgi Jóhannsson, Kjötmeistari Íslands 2006, og Ólafur R Ólafsson, sölustjóri og kjötiðnaðarmeistari.
https://www.akureyri.is/is/frettir/andri-snaer-i-samkomuhusinu
Andri Snær í Samkomuhúsinu Í tilefni af útkomu bókarinnar „Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð“ heldur höfundurinn, Andri Snær Magnason, fyrirlestur í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld kl. 20.00. Bókin hefur hlotið mikla athygli og er sú umtalaðasta á Íslandi í dag. Andri Snær ræðst beint að kjarna stærstu mála samtímans og hrærir upp í heimsmyndinni með leiftrandi hugmyndaflugi og hárfínum húmor. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gydingaandud-a-islandi
Gyðingaandúð á Íslandi Laugardaginn 8. apríl verður haldið málþing við Háskólann á Akureyri um gyðingaandúð á Íslandi. Hér á landi var aldrei að finna eiginlegt samfélag gyðinga en í íslenskum dagblöðum frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar er þó að finna fjölda staðhæfinga sem bera vott um gyðingaandúð. Viðhorf Íslendinga til gyðinga hefur lítið verið rannsakað. Ráðstefnunni „Gyðingaandúð á Íslandi" er ætlað að vera lóð á vogarskálar faglegrar umfjöllunar um málefni sem lítið hefur farið fyrir í opinberri umræðu fram til þessa. Dagskrá: 9.00 Mikael M. Karlsson, deildarforseti Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri: Setning málþingsins 9.30-10.15 Prof. Dr. Wolfgang Benz, forstöðumaður Zentrum fuer Antisemitismusforschung í Berlín: Anti-Semitism and Europe’s Identity 10.15-10.30 Umræður (umræðum stýrir Mikael M. Karlsson) 10.30-10.45 Kaffihlé 10.45-11.30 Hjalti Hugason, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands: Réttindi Gyðinga í Íslandi á 19. öld 11.30-11.45 Umræður (umræðum stýrir Ingibjörg Elíasdóttir) 11.45-13.30 Hádegisverður 13.30-14.15 Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ph.D., fornleifafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður, Danmörku: Gyðingar á Íslandi á 20. öld 14.15-14.30 Umræður (umræðum stýrir Páll Björnsson) 14.30-15.15 Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins: Tilraun Katrínar Thoroddsen til að bjarga gyðingabörnum 15.15-15.30 Umræður (umræðum stýrir Mikael M. Karlsson)
https://www.akureyri.is/is/frettir/ma-vann
MA vann! Menntaskólinn á Akureyri bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í úrslitaviðureign Gettu betur sem fram fór í Sjónvarpinu í kvöld. MA hlaut 34 stig gegn 22 stigum Verzlunarskólans. Menntaskólinn á Akureyri hlýtur þar með Hljóðnemann eftirsótta en 30 framhaldsskólar tóku þátt í keppninni í ár. Til hamingju MA! Frétt af www.ruv.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/messias-og-skalholtsmessa
Messías og Skálholtsmessa Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á skírdag, 13. apríl kl. 16.00. Á efnisskrá tónleikanna verður II hluti óratóríunar Messías eftir G.F. Händel og Skálholtsmessa eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Flytjendur ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands eru Kammerkór Norðurlads og einsöngvararnir Marta G. Halldórsdóttir, sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir, alt, Þorbjörn Rúnarsson, tenór og Benedikt Ingólfsson, bassi. Í tilefni af flutningi Skálholtsmessunnar verður tónskáldið Hróðmar Ingi með kynningu á verkinu þriðjudaginn 11. apríl kl. 19.30 í Tónlistarskólanum á Akureyri. Kynningin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skálholtsmessa var samin að tilstuðlan Sumartónleika í Skálholti og frumflutt þar í júlí árið 2000. Messan er í átta köflum, í fjórum þeirra er notast við hina hefðbundnu latnesku messutexta þ.e.a.s. í Kyrie, Gloria, Sanctus og Agnus dei en í hinum fjórum eru textarnir fengnir úr gömlum íslenskum handritum. Má þar helst nefna Credo sem er tekið úr Hymni scholares eða hinu svokallaða „skólakveri" sem talið er að hafi verið ritað um 1687. Hér er um að ræða latneska þýðingu á trúarjátningarsálmi Lúthers „Vér allir trúum á einn Guð" en menn leiða getum að því að sálmurinn hafi verið þýddur í Skálholti. Óratórían Messías eftir Georg Friedrich Händel (1685-1759) er það tónverk sem hann er hvað þekktastur fyrir. Allt frá því hún var frumflutt árið 1742 hefur hún skipað veglegan sess tónbókmenntanna. Óratórían er í þremur köflum og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verður fluttur annar kaflinn sem fjallar um erindi Messíasar til að taka á sig synd heimsins með þjáningu sinni og dauða. Þessi hluti Messíasar endar á Hallelúja kórnum, sem er tákn um sigur Guðs. Kammerkór Norðurlands var stofnaður í nóvember 1998. Í honum eru 20 félagar, söngfólk af Norðurlandi, allt frá Sauðárkróki til Kópaskers, með mikla reynslu af kórstarfi. Markmið kórsins er að flytja veraldleg og kirkjuleg verk sem veita kórfélögum tækifæri til að takast á við erfiðari verk en þeir eru að syngja venjulega. Meðal efnis sem kórinn hefur fengist við eru kirkjulegt efni, íslensk þjóðlög, enskir madrigalar og íslensk og erlend samtímaverk. Einnig hefur kórinn unnið og komið fram með öðrum kórum t.d. þegar Krýningarmessa Mozarts var flutt í Mývatnssveit og Sálumessa Verdis var flutt á stórtónleikum á Akureyri. Kammerkórinn tók einnig þátt ásamt Kór Akureyrarkirkju og Voces Thules í flutningi á Messu op.36 eftir Widor. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur verið stjórnandi kórsins frá árinu 2000. Á þessum tónleikum er Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að stærstum hluta skipuð hljóðfæraleikurum af Norðurlandi, einnig koma hljóðfæraleikarar af Reykjavíkursvæðinu til liðs við hljómsveitina. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á myndinni er tónskáldið Hróðmar ingi Sigurbjörnsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/agaetur-arangur-laganema
Ágætur árangur laganema Lið lagadeildar Háskólans á Akureyri keppti nýlega í árlegri málflutningskeppni sem haldin er í Bandaríkjunum, The Philip C. Jessup International Law Moot Court Competition og og hafði sigur í tveimur af fjórum keppnum sem það tók þátt í. Viðfangsefni keppninnar er þjóðaréttur og í henni er líkt eftir málflutningi við Alþjóðadómstólinn í Haag. Keppnin hefur verið haldin árlega síðan 1960 og í ár skráðu 565 lið frá 86 löndum sig til þátttöku, þar á meðal tvö frá Íslandi. 101 lið frá 79 löndum tók svo þátt í úrslitakeppninni sjálfri í Washington D.C. en mörg þeirra þurftu að ganga í gegnum landskeppnir til að tryggja sér þátttökurétt. Þar á meðal lið Háskólans á Akureyri sem sigraði lið Háskóla Íslands í viðureign í janúar, það var í fyrsta skipti sem landskeppni er haldin á Íslandi. Lið Háskólans á Akureyri skipa stud. jur. Bjarki Sigursveinsson, stud. jur. Jón Fannar Kolbeinsson, stud. jur. Leena-Kaisa Viitanen, stud. jur. Vigdís Ósk Sveinsdóttir og stud. jur. Þór Hauksson Reykdal, laganemar á þriðja ári. Leiðbeinendur og þjálfarar voru Ásgeir Helgi Jóhannsson, lögfræðingur hjá Lögheimtunni hf., Rachael Lorna Johnstone, lektor og umsjónarmaður laganáms við Háskólann á Akureyri og Timothy Murphy, lektor við Háskólann á Akureyri. Einnig naut liðið aðstoðar frá öðrum starfsmönnum deildarinnar og sérfræðingum við æfingar og má þar helst nefna Margréti Heinreksdóttir, Pétur Leifsson, Guðmund Alfreðsson og Jakob Möller. Árangur íslenska liðsins í keppninni var góður en það vann tvær af fjórum keppnum sem það tók þátt í. Það bar sigurorð af liðum frá Japan og Portúgal en tapaði viðureignum við Úsbekistan og Króatíu. Liðið lenti í 61. sæti af 101 í lokakeppninni sem að telst ágætt fyrir lið sem er að taka þátt í fyrsta skipti. Í þeim hluta keppninnar er snýr að skriflegum greinargerðum endaði liðið í 46. sæti þegar greinargerðir fyrir stefnanda og stefnda eru taldar saman en greinargerð liðsins fyrir stefnanda lenti í 20. sæti. Allur málflutningur og skjalagerð fór fram á ensku og óhætt er að fullyrða að þeir nemendur sem taka þátt í keppni á borð við þessari öðlist ómetanlega reynslu sem að mun nýtast þeim vel í námi og starfi í framtíðinni. Laganemar gerðu góða ferð vestur um haf.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brugdist-vid-athugasemdum
Brugðist við athugasemdum Meirihluti B- og D-lista í bæjarstjórn Akureyrar mun leggja til við bæjarstjórn að mætt verði óskum þess stóra hóps Akureyringa sem sendi inn athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi bæjarins 2005 -2018 og lutu að legu tengibrauta og nýtingu Akureyrarvallar. Meginatriði þeirra breytingatillagna sem lagðar verða fram í bæjarstjórn við afgreiðslu aðalskipulagstillögunnar eru eftirfarandi: Lagt er til að á árinu 2006 verði lokið við að leggja Miðhúsabraut frá Mýrarvegi að Súluvegi í einum áfanga. Til verkefnisins verði veitt 100 millj. kr. aukafjárveitingu við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006. Á aðalskipulagi verði gert ráð fyrir Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis en framkvæmdir við götuna ekki hafnar fyrr en áhrif af lagningu Miðhúsabrautar hafa verið könnuð og aðrir kostir reyndir til þrautar. Ef gatan verður lögð verður haft samráð við íbúa og hverfisnefndir um hönnun hennar. Lagt er til að Akureyrarvallarsvæðið verði tekið undir útivistarsvæði, verslun og þjónustu ásamt íbúðabyggð til að tengja saman núverandi miðbæ og verslunarsvæði á Gleráreyrum. Frjálsíþróttaaðstaða verði byggð upp á íþróttasvæðinu við Hamar í tengslum við Bogann og verði tilbúin fyrir Landsmót UMFÍ 2009. Akureyrarvöllur verði ekki tekinn úr notkun fyrr en samkomulag liggur fyrir við íþróttafélögin KA og Þór um stuðning bæjarsjóðs við uppbyggingu félagsvæða þeirra. Kristján Þór Júlíusson og Jakob Björnsson á blaðamannafundi í dag þar sem tilkynnt var um ákvarðanir meirihlutaflokkanna í skipulagsmálum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-semur-vid-glitni
Akureyrarbær semur við Glitni Akureyrarbær hefur ákveðið að flytja öll bankaviðskipti sín til Glitnis og tekur samningurinn til allra bankaviðskipta Akureyrarbæjar að undanskildum langtímalánum bæjarins. Samningur þessa efnis var undirritaður í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í dag. Glitnir mun hafa umsjón með útlána- og innlánaviðskiptum bæjarins, innheimtuþjónustu, greiðsluþjónustu og annarri almennri bankaþjónustu. Einnig tekur samningurinn til stofnana bæjarins og Norðurorku hf. Á fundi Bæjarráðs Akureyrar þann 9. mars var samþykkt að ganga til viðræðna við Glitni um bankaviðskipti Akureyrarbæjar. Þetta var samþykkt í framhaldi af útboði á viðskiptunum sem í tóku þátt allir bankar og sparisjóðir á Eyjafjarðarsvæðinu. Tilboð Glitnis var metið hagstæðast og því var ákveðið að ganga til samninga við bankann. Þetta er í fyrsta skipti sem Akureyrarbær flytur bankaviðskipti sín milli viðskiptabanka frá árinu 1904. Frá undirritun samninga í Hlíðarfjalli: Sitjandi eru talið f.v. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, og Franz Árnason, forstjóri Norðurorku. Fyrir aftan þá standa Jóhannes Hauksson, viðskiptastjóri hjá Glitni, Ingi Björnsson, útibússtjóri Glitnis á Akureyri, og Dan Jens Brynjarsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sprettganga-og-samhlida-svig-i-midbaenum
Sprettganga og samhliða svig í miðbænum Laugardaginn fyrir páska, 15. apríl, verður efnt til sprettgöngu á skíðum í göngugötunni á Akureyri og að því loknu keppt í samhliða svigi efst í Gilinu. Þetta hefur verið gert áður fyrir fáeinum árum og mæltist þá mjög vel fyrir hjá bæjarbúum og gestum bæjarins. Sprettgangan hefst kl. 19.30 á laugardeginum og er áætlað að hún taki góða klukkustund. Síðan færum við okkur efst í Gilið, fyrir neðan íþróttahúsið við Laugargötu, þar sem keppnin í samhliða svigi mun fara fram. Í sprettgöngunni verða 16 keppendur, núverandi, fyrrverandi og framtíðarstjörnur á gönguskíðum. Í samhliða svigi verður keppt í þremur flokkum, þ.e.a. kvennaflokki, karlaflokki og kempuflokki. Gangan hefst við Ráðhústorg og verður mark á móts við Bláu könnuna. Í kvennaflokki keppa 16 stúlkur, 13 ára og eldri. Af frægum keppendum má nefna Íslandsmeistarann Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem hefur gert garðinn frægan um víða veröld og einnig þær Salóme Tómasdóttur og Írisi Guðmundsdóttur sem kepptu í vetur á heimsmeistaramóti unglinga. Keppendur í karlaflokki eru einnig 16. Staðfest er að Íslandsmeistarinn í svigi og stórsvigi, Björgvin Björgvinsson, og félagi hans frá Ólympíuleikunum, Kristinn Ingi Valsson, verða meðal keppenda. Í kempuflokki stíga á skíðin valinkunnir einstaklingar og þjóðþekkt fólk sem lætur á það reyna hvort það komist standandi niður götuna!
https://www.akureyri.is/is/frettir/sorphirding-og-gamasvaedi-um-paska
Sorphirðing og gámasvæði um páska Næstu daga getur orðið einhver röskun á hirðingu sorps frá íbúðarhúsum á Akureyri. Sorphaugar og gámasvæði verða opin um páska sem hér segir: Gámasvæðið við Réttarhvamm verður opið laugardaginn 15. apríl frá kl. 10-16 en lokað aðra daga um hátíðar og einnig sumardaginn fyrsta. Sorphaugarnir á Glerárdal verða lokaðir sömu daga en þar verður opið laugardaginn 15. apríl frá kl. 10-12. Vaktsími framkvæmdamiðstöðvar utan vinnutíma er 860 9300.
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaert-i-hlidarfjalli
Frábært í Hlíðarfjalli Margt hefur verið um manninn í Hlíðarfjalli um páskana og er talið að um 3.000 manns hafi verið þar að renna sér á skíðum og brettum um hádegisbil í gær, föstudaginn langa. Aðstæður eru eins og best verður á kosið. Færið hefur verið mjög gott, veðrið með besta móti og skíðafólkið er orðið útitekið og sællegt. Opið er í dag frá kl. 9-17. Föstudagurinn langi í Hlíðarfjalli (ljósmynd Þórhallur Jónsson).
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumardagurinn-fyrsti
Sumardagurinn fyrsti Mikið verður um að vera sumardaginn fyrsta á Akureyri. Menningarmálanefnd efnir til hinnar árlegu Vorkomu í Ketilhúsinu þar sem meðal annars verða veitt starfslaun listamanna og sannkölluð fjölskyldustemning mun ríkja í Minjasafninu. Í Minjasafninu verður sýningin Altarisdúkar í kirkjum Eyjafjarðarprófastsdæmis opin frá kl. 14-17 og haldið verður upp á sumardaginn fyrsta á safnasvæðinu frá kl. 15-17. Flutt verður stutt dagskrá um tilefni dagsins, og nemar úr Tónlistarskólanum á Akureyri flytja lög og stjórna fjöldasöng. Í Nonnahúsi verður lesin frásögn um sumardaginn fyrsta úr einni af bókum Nonna og þar verður boðið upp á sumarkortagerð fyrir börn. Stoðvinafélag Minjasafnsins býður upp á kakó og lummur í Zontasalnum og börn geta fengið að fara á hestbak í Minjasafnsgarðinum. Aðgangur er ókeypis. Sumardagurinn fyrsti var áður fyrr helsti hátíðisdagur á Íslandi að frátöldum kirkjulegum hátíðum. Nafnið finnst í rituðum heimildum frá 13. öld, en hátíðahald kringum vorjafndægur er ennþá eldra, eða alveg frá heiðni. Sumardaginn fyrsta ber upp á fyrsta fimmtudegi eftir 18. apríl. Hann er nú einn af ellefu löggiltum fánadögum á Íslandi. Allsstaðar var tilbreyting í mat á sumardaginn fyrsta eftir því sem aðstæður leyfðu. Fyrstu öruggu heimildir á prenti um sumarglaðning hér á landi má finna í Ferðabók Eggerts og Bjarna frá 1752-1757. Þar stendur: "Á sumardaginn fyrsta, sem er fimmtudagur á milli 18. og 25. apríl, gefur hver heimilisfaðir fólki sínu eitthvert góðgæti af forða síðasta árs, t.d. reykta bringukolla, rikling, rafabelti og nýtt smjer." Sumargjafir eru eldra fyrirbæri en jólagjafir hér á landi, og upp úr 1800 tíðkaðist að senda sumarkveðjukort. Árið 1921 var fyrsti barnadagurinn haldinn á sumardaginn fyrsta í Reykjavík og upp úr því var dagurinn helgaður börnum og fjáröflun til málefna þeirra. Frá því 1915 þegar Íslendingar eignuðust eigin fána, hafa skátar gengið fram fyrir skjöldu og haldið hátíð á sumardaginn fyrsta. (Úr samantekt Höllu Kristmundu Sigurðardóttur 2003).
https://www.akureyri.is/is/frettir/andresar-andarleikarnir-settir-i-dag
Andrésar Andarleikarnir settir í dag Í dag, miðvikudaginn 19. apríl, hefjast 31. Andrésar Andar leikarnir á Akureyri. Þátttaka er mjög góð og alls skráðir 682 keppendur á leikana. Flestir eru frá Akureyri, og næstflestir frá Ármanni í Reykjavík. Í fyrsta skipti er keppendi skráður frá Drangsnesi. Skrúðganga frá KA-heimili að Íþróttahöll hefst kl. 20.00. Skoða má ítarlega dagskrá leikanna á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vaxtalaus-lan-til-listaverkakaupa-a-akureyri
Vaxtalaus lán til listaverkakaupa á Akureyri Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður undirritað samkomlag milli Akureyrarbæjar og Sparisjóðs Norðlendinga um vaxtalaus listaverkalán sem einstaklingar geta nýtt til kaupa á listaverkum og listmunum. Gallerí á Akureyri og einstakir listamenn sem þar eiga verk til sölu eru einnig aðilar að samkomulaginu. Menningarsjóður Akureyrarbæjar og Sparisjóður Norðlendinga leggja hvor um sig ákveðna upphæð í sjóð sem nýttur er til niðurgreiðslu á vöxtum, en galleríin og listamennirnir veita afslátt af þóknun sinni í sama skyni. Listaverkin verða að vera eftir núlifandi listamenn og aðeins er mögulegt að fá lán þegar um frumsölu verka er að ræða. Verkin mega ekki vera eldri en 60 ára við kaup. Lágmarksfjárhæð listmunaláns miðast við 36.000 kr. og hámarksfjárhæð við 600.000 kr. Útborgun er að lágmarki 10% af verði listaverks. Lánstími er að hámarki 3 ár en hægt er að greiða upp lánið hvenær sem er. Markmiðið er með samkomulaginu er að hleypa lífi í listaverkamarkaðinn á Akureyri og að auðvelda einstaklingum að auðga líf sitt með verkum eftir lifandi listamenn. Undirritunin fer fram á Vorkomu menningarmálanefndar sem haldin verður í Ketilhúsinu kl. 16.00 á morgun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brynhildur-og-joris-hlutu-starfslaun-a-akureyri
Brynhildur og Joris hlutu starfslaun á Akureyri Á vorkomu menningarmálanefndar Akureyrar sem haldin var í gær, sumardaginn fyrsta, hlutu Brynhildur Þórarinsdóttir og Joris Rademaker starfslaun listamanna fyrir tímabilið júní 2006 - maí 2007. Brynhildur starfar nú við Háskólann á Akureyri. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar og kunnar eru endursagnir hennar á Íslendingasögunum fyrir börn. Þegar eru komnar út Njála og Egla, en Laxdæla er væntanleg í haust. Brynhildur hefur nú smíðum tvær sögur fyrir börn og mun önnur gerast á Akureyri. Joris Rademaker er fæddur í Hollandi en hefur búið á Akureyri síðan 1991. Joris hefur tekið virkan þátt í myndlistarlífinu á Akureyri og árið 1996 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttir nútímalistagalleríið Gallerí+ í kjallaranum á heimili sínu. Joris hefur haldið fjölda einkasýninga, mest hér á landi en einnig í Hollandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Á Vorkomunni voru einnig veittar viðurkenningar. Logi Már Einarsson arkitekt fékk Byggingarlistarverðlaun Akureyrar fyrir endursköpun sína á kartöflugeymslunni í Kaupvangsstræti. Eigendur Lækjargötu 3, þau Anna Svava Traustadóttir og Karl Hjartarson, fengu viðurkenningu Húsverndarsjóðs fyrir endurbætur á húsinu. Þá voru veittar viðkenningar Menningarsjóðs og fékk Þráinn Karlsson viðurkenningu í tilefni 50 ára leikafmælis síns um þessar mundir og Guðlaug Hermannsdóttir og Ingólfur Ármannsson fengu viðurkenningar fyrir mikilvæg framlög til félags- og menningarmála á Akureyri. Brynhildur Þórarinsdóttir og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir veitir viðurkenningu og starfslaunum viðtöku fyrir hönd Joris Rademakers. Þráinn Karlsson og Sigrún Björk Jakobsdóttir. Ingólfur Ármannsson. Guðlaug Hermannsdóttir. Allur hópurinn saman kominn. Aftari röð f.v.: Þórgnýr Dýrfjörð, Ingólfur Guðmundsson, Ingólfur Ármannsson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Karl Hjartarson og Sigrún Björk Jakobsdóttir. Fremri röð f.v.: Brynhildur Þórarinsdóttir, Logi Einarsson, Þráinn Karlsson, Guðlaug Hermannsdóttir og Anna Svava Traustadóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/athafnasvaedi-i-krossanesshaga-odinsnes-tillaga-ad-breyting
Athafnasvæði í Krossanesshaga-Óðinsnes - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis í Krossanesshaga-Óðinsnes, A-áfanga. Breytingartillagan tekur til reits næst Hörgárbraut og Síðubraut/Óðinsness og Baldursnesi. Tillöguuppdráttur PDF. Gerð hefur verið breyting á legu gatna við hönnun og útfærslu og ma. hafa Síðubraut/Óðinsness verið sameinaðar í eina götu. Samhliða breytingum sem af því hljótast er lóð C5-a stækkuð, lóð A7-a minnkuð og gerð ný lóð sunnan húsagötu A7 og sýnd ný innaksturleið frá Hörgárbraut að henni. Húsagata A7 er stytt. Einstakar breytingar frá gildandi skipulagi og frávik frá skilmálum: 1. Á reit IV verða þrjár lóðir í stað tveggja áður. C5-a: 23.208 m2 A7-a: 3853 m2 A7-x: 1530 m2 2. Lóð C5-a. Lóðin er stækkuð til austurs og norð-vesturs. Byggingarreitur er stækkaður. Aðkoma norð-vestan megin flyst yfir á Síðubraut/Óðinsnes. 3. Lóð A7-a er minnkuð norð-vestan megin og aðkoma að henni frá húsagötu A7 sameinuð í eina. 4. A7-x er ný lóð sem bætt er við í tillögunni. Á lóðinni er gert ráð fyrir sjálfsafgreiðslusölu eldsneytis ásamt verslunar- og þjónustuhúsi. Heimilt er að reisa 6,5 m hátt upplýsingarskilti fyrir bensínstöð á lóðinni. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, til miðvikudagsins 10. maí 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 24. maí 2006 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 12. apríl 2006 Pétur Bolli Jóhannesson Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglysing-um-skipulag-a-akureyri-ndash-rangarvellir-till
Auglýsing um skipulag á Akureyri – Rangárvellir - Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis Landsvirkjunnar, RARIK og Norðurorku. Tillöguuppdráttur PDF. Skipulagssvæðið liggur norðan Hlíðarfjallsvegar og austan væntanlegrar Síðubrautar og er um 17,5 ha að stærð. Í gildandi aðalskipulagi 1998-2018 er skilgreint iðnaðarsvæði á vesturhluta skipulagssvæðisins, beggja vegna við götuna Rangárvelli, sem tengist Hlíðarfjallsvegi, og eru þar nú 4 lóðir nýttar auk einnar óbyggðrar. Að öðru leyti er svæðið skilgreint sem opið, óbyggt svæði (grænt) í aðalskipulagi. Þar er ennfremur kveðið á um gönguleið (stofnstíg) gegnum svæðið, meðfram Hlíðarfjallsvegi. og er lega hans sýnd á deiliskipulaginu. Vestan götu eru tvær lóðir: Lóð Landsvirkjunar þar sem nú er spennivirki ásamt tengivirkihúsi, og lóð RARIK þar sem er stjórn og rofahús. Austan götunnar er lóð Norðurorku næst Hlíðarfjallsvegi, norðan hennar er varastöð Landsvirkjunar á lóð og enn norðar er óbyggð lóð. Í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sem auglýst var 3.02.2006 er gert ráð fyrir þeirri breytingu að lóð Norðurorku verði skilgreind sem athafnalóð. Iðnaðarsvæðið vestan götu er þar einnig stækkað til vesturs og vegna breyttrar framsetningar aðalskipulagsins er göngustígurinn sem getið er hér að ofan ekki lengur sýndur á uppdrætti. Tilefni deiliskipulagsins eru óskir um að festa lóðarmörk á svæðinu, þannig að gefa megi út lóðarsamninga auk þess sem nauðsynlegt þykir að kveða nánar á um landnotkun og mannvirki á svæðinu. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, til miðvikudagsins 10. maí 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 24. maí 2006 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 12. apríl 2006 Pétur Bolli Jóhannesson Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrirtaeki-arsins-kom-ur-vma
Fyrirtæki ársins kom úr VMA Uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla (Junior Achievement) sem tekið hafa þátt í námskeiðinu „Fyrirtækjasmiðjan“ var haldin í aðalstöðvum Glitnis, Kirkjusandi, föstudaginn 21. apríl. Besta fyrirtækið, Fyrirtæki ársins 2006, var valið DJÚSÍ LÍF JA frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Niðurstöður námskeiðsins voru kynntar og veitt verðlaun fyrir besta fyrirtækið, frumlegustu viðskiptahugmyndina og bestu markaðs- og sölumálin. Við mat á árangri var miðað við arðsemi, viðskiptaáætlun og stjórnun, að því er segir í tilkynningu. Verðlaunin hlutu frumkvöðlarnir úr VMA fyrir framleiðslu og vöruþróun á Mjús sem framleitt var með aðstoð Norðurmjólkur á Akureyri. Mjús er hollustudrykkur framleiddur úr mysu og appelsínusafa. Mjús var selt í Nettó á Akureyri. Fyrirtæki ársins vann sér þátttökurétt í Evrópukeppni JA-YE (www.ja-ye.org) sem fram fer í Sviss í ágúst nk. Frumlegasta viðskiptahugmyndin kom frá EOS JA úr Verslunarskólanum. Hópurinn framleiddi og seldi auglýsingar á nestisbox sem dreift verður til barna í 1., 2. og 3. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Bestu sölu-, markaðs- og kynningarmálin komu frá Sel.ja úr Verslunarskólanum. Sel.ja gaf út háskólablað, sem fékk nafnið HERMES, með kynningu á flestöllum háskólum á Íslandi. Blaðinu var dreift í 5.000 eintökum til allra framhaldsskóla landsins. Í dómnefnd voru Bjarni Bærings frá Actavis, Hildur Kristmundsdóttir, útibússtjóri Glitnis á Seltjarnarnesi, og Lára Jóhannesdóttir, stjórnarformaður JA - Ungra frumkvöðla og gæðastjóri hjá Sjóvá. Við afhendingu verðlaunanna sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, að mikilvægt væri að krakkarnir varðveittu þá miklu reynslu sem þau hefðu öðlast við vinnslu verkefnisins en hún ætti eftir að nýtast þeim vel í framtíðinni. Þá þakkaði hann Ungum frumkvöðlum (Junior Achievement) fyrir að standa fyrir „Fyrirtækjasmiðjunni“ og sagði mikilvægt að íslenskt atvinnulíf tæki þátt í slíkum verkefnum. Um 150 framhaldsskólanemendur voru mættir og kynntu rekstur 14 fyrirtækja. Í nær öllum kynningum kom fram hvað nemendurnir hefðu öðlast mikla reynslu af þátttökunni í „Fyrirtækjasmiðjunni“. „Fyrirtækjasmiðjan“ er eitt margra námskeiða sem haldin eru undir merkjum Ungra frumkvöðla sem er aðili að samnefndum alþjóðlegum samtökum í yfir eitt hundrað löndum. Framhaldsskólanemar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hafa tekið þátt í námskeiðinu undanfarnar 13 vikur en í því felst að stofna „fyrirtæki“ og reka það eins og um alvöru fyrirtæki væri að ræða. Nemendur hafa þróað viðskiptahugmynd og unnið nauðsynlegan undirbúning fyrir stofnun fyrirtækis. Viðskiptaáætlun hefur verið hrint í framkvæmd og fyrirtækið gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok námskeiðsins. Á námskeiðinu hafa nemendur notað fyrirtækjabanka Glitnis við reksturinn og hlustað á fyrirlestra fólks úr atvinnulífinu. Á myndinni má sjá fulltrúa DJÚSÍ LÍF JA afhenda Hjalta Jóni Sveinssyni, skólastjóra VMA, verðlaunagripinn til varðveislu. Frétt af www.vma.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utlendingahersveitin-i-ketilhusinu
Útlendingahersveitin í Ketilhúsinu Gullgengi djassins, Útlendingahersveitin svokallaða, heldur tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri fimmtudagskvöldið 27. apríl kl. 21. Hér eru á ferðinni afburðatónlistarmenn sem hafa getið sér gott orð um víða veröld. Það telst ávallt til stórviðburða þegar Útlendingahersveitin kemur fram. Nafn sveitarinnar varð til þegar reynt var að smala þeim saman í fyrsta skipti en þá bjuggu fjórir af fimm meðlimum sveitarinnar erlendis, en allir hafa þeir búið erlendis um lengri eða skemmri tíma. Útlendingahersveitin talið f.v.: Þórarinn Ólafsson píanóleikari, býr á Spáni; Jón Páll Bjarnason gítarleikari býr nú á Íslandi; Árni Egilsson kontrabassaleikari, býr í Bandaríkjunum; Árni Scheving víbrafónleikari, býr nú á Íslandi; Pétur Östlund trommuleikari, býr í Svíþjóð. Sveitin kemur nú saman í þriðja skipti og mun leika á sex tónleikum sem allir verða hljóðritaðir og efni þeirra gefið út á geisladiski næsta haust. Tónleikaröðin er þessi: 23. apríl, Nýheimar, Hornafirði; 26. apríl, Bifröst, Borgarfirði; 27.apríl, Ketilhúsið, Akureyri; 28. Apríl Félagsheimilið Hvammstanga; 29. apríl Akóges, Vestmannaeyjum og 30. apríl, FÍH-salurinn, Reykjavík. Almennt miðaverð á tónleika Útlendingahersveitarinnar er 2.000 kr. en 1.500 kr. fyrir Gilfélaga.
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytingar-a-vimuefnaneyslu
Breytingar á vímuefnaneyslu Föstudaginn 28. apríl verður haldin ráðstefna á Akureyri undir yfirskriftinni „Breytingar á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga: Hvað veldur?“ Ráðstefnan hefst kl. 9.30 í Rósenborg (gamla barnaskólanum). Rannsóknir hafa sýnt að neysla íslenskra grunnskólanema á tóbaki, áfengi og ólöglegum vímuefnum hefur farið jafnt og þétt minnkandi á undanförnum árum. Þessi breyting hefur verið talin vitnisburður um öflugt forvarnarstarf en lítið er þó vitað um raunveruleg áhrif einstakra þátta. Á sama tíma berast fréttir frá lögreglu og meðferðarstofnunum um aukna og harðari vímuefnaneyslu í þjóðfélaginu almennt. Á ráðstefnunni munu fræðimenn og sérfræðingar á þessu sviði meta stöðu þekkingar og leita skýringa á breyttu mynstri vímuefnaneyslu meðal unglinga. Meðal annars verða kynntar niðurstöður nýrrar rannsóknar á vímuefnaneyslu unglinga vorið 2006, fjallað um hlutverk foreldra í forvarnarstarfi og kynntar nýjar leiðir í forvörnum og meðferðarstarfi. Smelltu hér til að skoða dagskrá ráðstefnunnar (pdf-skjal). Ráðstefnan er á vegum Akureyrarbæjar, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Lýðheilsustöðvar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/landssamtok-um-vidburdi
Landssamtök um viðburði Næstkomandi föstudag verða stofnuð Landssamtök hátíða- og menningarviðburða hér á landi. Stofnfundurinn verður í Ketilhúsinu á Akureyri og hefst kl. 9 með fyrirlestri Johan Moerman, framkvæmdastjóra Rotterdam-Festival og stjórnarmeðlims í IFE (Evrópusamtökum hátíða og menningaviðburða). Stofnun samtakanna nýtur stuðnings menntamálaráðuneytisins, Akureyrarbæjar, Höfuðborgarstofu, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, Menningarráðs Austurlands og Ísafjarðarbæjar. Í kjölfarið á áralangri umræðu um þörf fyrir samtök þeirra er standa að og skipuleggja reglulegar hátíðir víðsvegar um landið tók sig saman hópur frumkvöðla og fór að skoða málið nánar. Niðurstöður hópsins eru á þá leið að margar ástæður séu fyrir stofnun samtakanna og má þar nefna: Standa vörð um sameiginlega hagsmuni Hætta að vera einyrkjar í faginu og vinna á landsvísu Skiptast á þekkingu, reynslu og upplýsingum Sameiginlegar ráðstefnur, námskeið Kortleggja menningarviðburði (-hátíðir) á Íslandi Viðburðakeðjur Samstarf við menntamálaráðuneytið á heildrænan hátt Undirbúningsnefnd hefur unnið að tillögum að lögum samtakanna og öðrum þeim atriðum sem lögð verða fyrir stofnfund til afgreiðslu. Eftirfarandi er dagskrá stofnfundarins á föstudag: 8.45 Setning og kynning 9.00 Fyrirlestur Johans Moermans framkvæmdastjóra Rotterdam-Festival og stjórnarmanns í IFE (Evrópusamtökum hátíða og menningaviðburða) 10.00 Kaffihlé 10.20 Vinnuhópar móta markmið samtakana undir leiðsögn Sævars Kristinssonar hjá Netspor 12.30 Hádegishlé 13.30 Vinnuhópar/umræður 14.30 Kaffihlé 15.00 Samantekt 15.30 Stofnun samtakanna og formleg aðalfundarstörf
https://www.akureyri.is/is/frettir/siduskoli-faer-graenfanann
Síðuskóli fær Grænfánann Í gær, 25. apríl á „Degi umhverfis“ fékk Síðuskóli afhentan Grænfánann en hann er alþjóðlegt umhverfismerki samtakanna FEE (Foundation for Environmental Education). Fánanum er ætlað að auka veg umhverfismenntar og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Hann er veittur þeim skólum sem hafa sett sér markmið í umhverfismálum og náð árangri. Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að FEE. Börn úr yngri bekkjum sungu milli atriða. Það var Sigrún Helgadóttir frá Landvernd sem afhenti umhverfisnefnd Síðuskóla fánann og skjal frá höfuðstöðvum FEE í Portúgal, við hátíðlega athöfn í íþróttahúsi skólans að viðstöddum öllum nemendum, fjölda foreldra, fulltrúum Akureyrarbæjar, fréttafólki og fleirum. Þetta var mjög skemmtileg og hátíðleg stund og var nemendum og starfsfólki skólans til mikils sóma. Náttúruverndarnefnd hafði forgöngu um að bæjarstjórn gæfi skólanum sérstaka fánastöng undir fánann og var fánanum komið upp við mikinn fögnuð viðstaddra. Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá hvað nemendur voru miklir þátttakendur í þessu og ánægjan skein úr hverju andliti. Sigrún Helgadóttir frá Landvernd afhenti umhverfisnefnd Síðuskóla Grænfánann. Síðuskóli hefur unnið að þessu verkefni með miklum metnaði og hefur Hafdís Kristjánsdóttir deildarstjóri leitt þetta starf af miklum krafti. Þannig hefur skólinn haft frumkvæði sem ætti að vera öðrum skólum á Akureyri til hvatningar. Grunnskólinn í Hrísey fékk Grænfánann fyrstur skóla á Norðurlandi í fyrra. Einnig eru leikskólar farnir að huga að þessu og er t.d. leikskólinn Hlíðarból langt kominn með sitt Grænfánaverkefni. Í endurskoðaðri Staðardagskrá fyrir Akureyri sem nú er tilbúin til samþykktar er gert ráð fyrir að allir grunnskólar bæjarins verði þátttakendur í Grænfánaverkefninu en þátttaka í slíku verkefni er dýrmætt kennslutæki í umhverfisfræðum. Það er mikilvægt að kenna út á hvað sjálfbær þróun gengur og að hún sé forsenda þess að lífið á jörðinni þróist og dafni um ókomin ár. Björn Ingason í 10. bekk og Magnús Jónatansson húsvörður, sem báðir eru í umhverfisnefnd Síðuskóla, drógu Grænfánann að húni. Við afhendingu Grænfánans var dagskrá í Síðuskóla þar sem áfanganum var fagnað. Allmargir gestir komu, þ.á m. skólafólk, bæjarfulltrúar, skólanefndarmenn og foreldrar nemenda. Hafdís Kristjánsdóttir, deildarstjóri og umhverfisfulltrúi skólans, gerði grein fyrir því starfi sem leiddi til þess að skólinn fékk þessa víðurkenningu, og einn af nemendum skólans, Elfa Jónsdóttir í 4. bekk, sagði nokkkur orð. Erindi Hafdísar Kristjánsdóttur, deildarstjóra og umhverfisfulltrúa Síðuskóla. Erindi Elfu Jónsdóttur, fulltrúa nemenda.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heilsa-og-lifskjor-skolanema
Heilsa og lífskjör skólanema Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar „Heilsa og lífskjör skólanema“ voru kynntar á Akureyri þriðjudaginn 25. apríl. Um er að ræða eina viðamestu rannsókn samtímans á heilsu og heilsutengdri hegðun ungs fólks. Rannsóknin er hluti að stórri alþjóðlegri rannsókn sem unnin er fyrir tilstuðlan alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) en hér á landi er rannsókninni stýrt frá Háskólanum á Akureyri með tilstyrk frá Lýðheilsustöð. Spurningalistar voru lagðir fyrir alla nemendur í 6., 8. og 10. bekk í grunnskólum landsins nú í febrúar og mars síðastliðnum. Alls svöruðu 11.800 nemendur 166 skóla og var svarhlutfallið 86%. Lesa má nánar um niðurstöður rannsóknarinnar á heimasíðu Lýðheilsustöðvar á slóðinni http://www.lydheilsustod.is/frettir/afstofnuninni/nr/1674 Frá kynningarfundinum á Hótel KEA. Talið frá vinstri: Stefán Hrafn Jónsson verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, Anna Elísabet Ólafsdóttir forstjóri Lýðheilsustöðvar, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri og Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnandi rannsóknarinnar (mynd Skapti Hallgrímsson).
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorhreinsunardagar
Vorhreinsunardagar Vorhreinsunardagar verða á Akureyri 3. - 10. maí. Eigendur og umráðamenn lóða eru hvattir til að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði. Setja má ruslið að götukanti þessa daga og munu starfsmenn bæjarins fjarlægja það samkvæmt eftirfarandi áætlun: Miðvikudagur 3. maí: Innbær og Suðurbrekka sunnan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Fimmtudagur 4. maí: Teigahverfi og Naustahverfi. Föstudagur 5. maí: Lundahverfi og Gerðahverfi. Mánudagur 8. maí: Miðbær, Oddeyri og ytri brekka norðan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Þriðjudagur 9. maí: Holtahverfi og Hlíðahverfi. Miðvikudagur 10. maí: Síðuhverfi og Giljahverfi. Gert er ráð fyrir að trjábolir og sverar greinar fari í kurlun og má því ekki blanda því saman við annan garðaúrgang. Flokka þarf rusl eins og hægt er samkvæmt viðteknum venjum, þ.e. járn, timbur, o.s.frv. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl staðsettir í Breiðholti og Hlíðarholti 28. apríl - 10. maí og eru lóðarhafar í þessum hverfum hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/julius-juliusson-formadur-landssamtaka-hatida-og-menningarvidburda
Júlíus Júlíusson formaður Landssamtaka hátíða og menningarviðburða Stofnfundur Landssamtaka hátíða og menningarviðburða á Íslandi var haldin í Ketilhúsinu á Akureyri á föstudag. Á fundinn mættu um 60 manns, fulltrúar fjölbreyttra hátíða hringinn um landið allt frá Berjadögum í Ólafsfirði til Listahátíðar í Reykjavík. Fyrri hluti dagsins fór í hugmyndavinnu þar sem farið var yfir verksvið og hlutverk samtakanna áður en að sjálfum stofnfundinum kom. Fundarmenn voru sammála um að miklir möguleikar væru fólgnir í samvinnu, fræðslu og tengslum sem samtökin byðu upp á og að þau gætu orðið öflugur málssvari hátíðahaldara. Á stofnfundinum var kjörin fyrsta stjórn samtakanna og voru þau Lára Vilbergsdóttir, Egilsstöðum, Vigdís Arna Jónsdóttir, Reykjavík, Þórgnýr Dýrfjörð, Akureyri, og Þórunn Harðardóttir, Húsavík, kjörin í aðalstjórn og varamenn voru kjörinn Valdís Viðarsdóttir, Akureyri, og Halldór Bragason, Reykjavík. Formaður var kjörinn Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Nýkjörin stjórn landssamtakanna, talið frá vinstri: Þórunn Harðardóttir, Húsavík, Þórgnýr Dýrfjörð, Akureyri, Vigdís Arna Jónsdóttir, Reykjavík, Lára Vilbergsdóttir, Egilsstöðum, Halldór Bragason, Reykjavík, Valdís Viðarsdóttir, Akureyri, og Júlíus Júlíusson, Dalvík.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarhatid-a-akureyri-um-hvitasunnuhelgina
Tónlistarhátíð á Akureyri um hvítasunnuhelgina Um hvítasunnuhelgina, dagana 2.-4. júní nk., verður efnt til alþjóðlegrar tónlistarhátíðar á Akureyri – Akureyri International Music Festival - AIM festival. Stofnað hefur verið áhugamannafélag sem stendur að hátíðinni og er ráðgert að halda hana árlega héðan í frá. Þema þessarar fyrstu hátíðar er blúsinn og verða haldnir þrennir blústónleikar í hæsta gæðaflokki. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða að að kvöldi föstudagsins 2. júní á Hótel KEA þar sem tvær hljómsveitir troða upp – annars vegar Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og gestasöngkonan Hrund Ósk Árnadóttir, kornung söngkona sem kom sá og sigraði í Söngkeppni framhaldskólanna í fyrra, og hins vegar Park Projekt. Í Blúskompaníinu eru Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Agnar Már Magnússon. Park Projekt er samvinnuverkefni Kristjáns Edelstein gítarleikara og upptökustjóra og Pálma Gunnarssonar. Tónlistin sem þeir leika er jass og blússkotin heimstónlist en þeim til aðstoðar eru Agnar Már Magnússon og Gunnlaugur Briem. Laugardagskvöldið 3. júní verða tónleikar blússveitarinnar Lamont Cranston Blues Band frá Minneappolis í Bandaríkjunum í Ketilhúsinu, en óhætt er að segja að koma sveitarinnar til landsins er mikill hvalreki fyrir tónlistarunnendur, enda þykir hún vera ein af þeim fremstu á þessu sviði í heiminum í dag. Sveitin er skipuð þeim Pat Hayes, söngur, gítar og munnharpa, Ted Larsen, gítar, Mike Carvale, bassi, Dale Peterson, píanó, hammond B3, Greg Shucks, trommur, Jim Greenwell, saxófónn, og Bruce McCabe, píanó. Þriðju og síðustu tónleikar AIMfestival verða á veitingastaðnum Rocco á Akureyri að kvöldi hvítasunnudags og það verður sannkölluð blúsveisla með öllu tilheyrandi. Fram koma Lamont Cranston Blues Band, Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og Blúsmenn Andreu, en þá sveit skipa Andrea Gylfadóttir, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson, Einar Rúnarsson og Jóhann Hlöðversson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-syning-i-listasafninu
Ný sýning í Listasafninu Laugardaginn 6. maí kl. 15 verður alþjóðlegu farandsýningunni HOMESICK hleypt af stokkunum í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er unnin í samvinnu við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (CIA.IS) og fer síðan til Tyrklands (desember 2006), Ísrael (vorið 2007) og Sviss (sumarið 2007) — lönd sem öll eiga það sameiginlegt að vera á jaðri Evrópusambandins. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Nevin Aladag (Tyrklandi), Guy Ben-Ner (Ísrael), Chantal Michel (Sviss), Libia Pérez de Siles de Castro (Spáni) og Íslendingarnir Haraldur Jónsson, Katrín Sigurðardóttir og Ólafur Árni Ólafsson. Í gegnum árin hefur Listasafnið á Akureyri reglulega haft frumkvæði að samstarfi, ekki einungis við listamenn og stofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum, heldur einnig aðila frá fjarlægum og framandi löndum á borð við Indland, Japan, Rússland og Jórdaníu. Þannig hafa gestir safnsins getað drukkið í sig anda hnattvæðingarinnar. Með það að leiðarljósi hafði safnið samband við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (CIA.IS) varðandi þá hugmynd að standa fyrir fjölþjóðlegri farandsýningu sem hæfi ferð sína hér. Takmarkið var að skapa óvenjulega fylkingu listamanna og listasafna frá fjórum löndum með það fyrir augum að koma á framfæri einhverju sem máli gæti skipt í hnattrænni og opinni samræðu. Heimþráin er minni í ótal söngvum og sögum rétt eins og ástin og dauðinn. Hugmyndin um heimili mótar grundvöll samfélagsins, það hvernig við skynjum sjálfsmynd okkar og stað í veröldinni og skilgreinir þar með tilvist okkar. Á meðan hægt er að hlutgera og benda á heimilið sem byggingu, er heimþráin hins vegar algjörlega huglæg og persónuleg þrá eftir stað sem erfitt getur reynst að henda reiður á. Það er mótsögn í orðinu „heimþrá" því það vísar bæði til hugmynda um skjól og þægindi og einnig til sálfræðilegrar áþjánar, jafnvel sjúkleika — „að vera sjúkur í að komast heim" (sbr. enska orðið „homesick — to be sick of home"). Spurningin snýst jafnmikið um ástand einstaklings sem þráir öryggi þess að eiga samastað í tilverunni og um tilraunir þjóðarbrota eða menningarhópa til að öðlast viðurkenningu. Heimkynni eru pólitísk. Stundum snýst allt um þau, stundum má ekki nefna þau. Til eru dæmi um heilu þjóðirnar sem rækta sjálfsmynd sína í gegnum sögur af því þegar þær voru neyddar til að yfirgefa heimkynni sín. Slík sjálfsmynd getur skapað mikla örvæntingu og hatur. Er það að ríghalda í eigin sögu, halda í heiðri „úrsérgengin" gildi, hreinleika tungumálsins, ekki forsenda þjóðernislegrar og menningarlegrar stirðnunar sem á endanum verður aðeins varin með ofbeldi? Hnattvæðingin skekur nú þann grundvöll sem persónulegar og opinberar hugmyndir um hugtakið „heima" og „heimaland" hafa verið reistar á. Hvernig á að sjúkdómsgreina „heimþrá" í dag þegar heimurinn virðist ætla að skreppa saman í eitt heimsþorp? Svo virðist sem ólíkum hefðum sé blandað saman eða kastað fyrir róða á slíkum ógnarhraða að margir telja að slíkt geti aðeins leitt til nokkurs konar menningarlegra heimsloka. Þjóna fyrirbæri eins og heimili, fjölskylda, heimaland, tungumál, trúarbrögð, venjur og helgisiðir enn hlutverki sínu sem athvörf einstaklingsins eða eru þessi fyrirbæri varasöm vegna takmarkandi og þröngra skilgreininga? Þessum spurningum og ýmum öðrum er velt upp í verkum listamannanna og í vandaðri sýningarskrá sem hefur að geyma viðtöl við þá og greinar eftir Hannes Sigurðsson, Christian Schoen og Hjálmar Sveinsson. Þar með er opnað fyrir hugmyndir sem nánar verður unnið með á næstu sýningum. Um fyrirbærið „heimþrá" segir t.d. Haraldur Jónsson meðal annars: „ Íslenska orðið „heimþrá" tengist lýsingarorðinu „þrár", það er þrjóskur, en getur líka vísað til kjöts sem ekki er lengur neysluvænt. Ég held að Íslendingum hætti sérstaklega til heimþrár. Þeir tengjast þessari eyju án nokkurrar augljósrar ástríðu eða ástæðu. Þeir hafa frekar átakanleg, jafnvel meinafræðileg tengsl við hana. Það er ákveðin tegund af þráhyggju, einhvers konar blóðskömm, sem einkennir andlega íslensku heimþrána. Það er íslenska heilkennið." Guy Ben-Ner (Ísrael, f.1969) var fulltrúi Ísraels á Feneyjatvíæringnum 2005. Nú um stundir býr hann og starfar í New York. Oft er einkaheimili listamannsins sviðsmynd myndbandsverka hans og hans eigin fjölskylda fer með aðalhlutverkin í myndlíkingum verkanna. Nevin Aladag (Tyrklandi, f. 1972) býr í Berlín. Í verkum hennar endurspeglast tilraunir tyrkneskra listamanna til að finna sér menningarlegt samhengi í Þýskalandi, tilraunir sem ná hvað sterkastri tjáningu í tónlist og dansi. Chantal Michel (Sviss, f. 1968) fer inn í ókunnuga einkaheima til að fremja gjörninga sína og sviðsetja myndbands- og ljósmyndaverk. Með líkamlegri nærveru sinni ögrar hún nánd heimilisins. Haraldur Jónsson (f. 1961) fjallar um persónulega skynjun í verkum sínum sem hann kallar sállíkamlega skúlptúra. Verkin eru beinskeytt og stilla áhorfandanum bæði líkamlega og vitsmunalega andpænis efnisgerðu tilfinningaástandi. Heimkynni sem staður hefur lengi verið miðlægt tema í verkum Katrínar Sigurðardóttur (f. 1967). Í gegnum arkitektúr og borgarskipulag gerir hún hið „sögulega rými" þess að vera heima sýnilegt. Íslensk-spænska tvíeykið Ólafur Árni Ólafsson (f. 1973) & Libia Pérez de Siles de Castro (f. 1971) leggur undir sig opinber rými í innsetningum sínum. Félagslega gagnrýnin afstaða þeirra snertir samfélagslega og pólitíska strengi og örvar áhorfandann til virkrar þátttöku. Nánari upplýsingar: Listasafnið á Akureyri og CIA.IS Sýningartími: 7. maí - 25. júní 2006 Pallborðsumræður í Deiglunni á Akureyri: Laugardaginn 6. maí kl. 13 HOMESICKNESS – nostalgía eða nauðsyn Þátttakendur: Ólafur Árni Ólafsson & Libia Pérez de Silez de Castro, Nevin Aladag, Guy Ben-Ner, Haraldur Jónsson, Hannes Sigurðsson og Christian Schoen. Erlendir samstarfsaðilar: HOMESICK II: Platform Garanti Contemporary Art Center í Istanbul HOMESICK III: Center for Contemporary Art í Tel Aviv HOMESICK IV: Sviss (sýningarstaður óákveðinn) Sýningarstjóri 1. þáttar: Dr. Christian Schoen, forstöðumaður CIA.IS, í samvinnu við Listasafnið á Akureyri Ritstjórar: Hannes Sigurðsson og dr. Christian Schoen Heimasíður: www.listasafn.akureyri.is og www.cia.is/news/homesick.htm Blog: www.homesickx4.blogspot.com/
https://www.akureyri.is/is/frettir/gestkvaemt-i-baenum
Gestkvæmt í bænum Mikið er um að vera á Akureyri þessa dagana. Ráðstefnur eru haldnar og erlendir gestir sækja bæinn heim, bæði í opinberum og óopinberum heimsóknum. Meðal gesta er fólk sem situr aðalfund og ráðstefnu Samtaka tæknimanna sveitarfélaga, jafnréttisráðgjafar og -fulltrúar sveitarfélaganna og opinberir gestir frá Nýfundnalandi sem hingað voru komnir til þess að kynna sér rekstur Akureyrarbæjar. Frá fundi jafnréttisráðgjafa og -fulltrúa sveitarfélaganna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/10-ny-malverk
10 ný málverk Myndlistarmaðurinn Helgi Vilberg opnar sýningu í JV Gallerí í Listagilinu laugardaginn 6. maí kl. 14.00. Þar mun hann sýna tíu ný málverk. Helgi hefur haldið fimm einkasýningar, í Hlíðarbæ 1975, Gallerý Háhól 1978, Slúnkaríki 1985, Gallerý Glugga 1987, Listasafninu á Akureyri 1994 og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis. Sýningin stendur frá 6. til 21. maí og er opin föstudaga til laugardaga kl. 13.00 - 18.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midbaer-akureyrar-uppbyggingarreitir
Miðbær Akureyrar - uppbyggingarreitir Akureyrarbær auglýsti eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp 5 afmarkaða reiti á miðbæjarsvæði. Við val á áhugasömum byggingaraðilum var ákveðið að viðhafa tveggja þrepa ferli. Valnefnd var skipuð þeim Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarfulltrúa, sem er formaður nefndarinnar, Dan Jens Brynjarssyni, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og Pétri Bolla Jóhannessyni, deildarstjóra umhverfisdeildar. Valnefndin mat þær tillögur sem fram komu í báðum þrepum. Í fyrra þrepi var óskað eftir upplýsingum, að lágmarki þeim sem að neðan greinir, um þá aðila sem vildu standa að uppbyggingu á ofangreindum reitum, einum eða fleiri. Á grundvelli upplýsinganna verður einum til þremur aðilum sem lýstu áhuga á hverjum reit og hæfastir teljast, boðið að taka þátt í seinna þrepi. Óskað var eftir eftirfarandi upplýsingum frá hverjum aðila/fyrirtæki eða fyrirtækjahópi: Nöfn og aðsetur. Stutt ágrip af sögu fyrirtækjanna, lýsing á starfsemi þeirra, fagþekkingu og reynslu af sambærilegum verkefnum. Fjárhagslegur og faglegur styrkur - helstu fjármögnunarleiðir. Verkaskiptingu milli fyrirtækja ef um hóp er að ræða, þar af sé einn leiðandi aðili tilgreindur til að annast samræmingu og samskipti við Akureyrarbæ fyrir hönd hópsins. Tiltaka þarf þá reiti sem fyrirtækið hefur áhuga á að byggja upp. Lýsa þarf í stuttu máli áformum fyrirtækisins um gerð og umfang byggðar á hverjum reit, starfsemi og uppbyggingarhraða. Gæta þarf samræmis við deiliskipulagsramma sem fram koma í tillögu um endurskoðað aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Við mat á áhugayfirlýsingum vóg þyngst fjárhagslegur og faglegur styrkur til að ljúka uppbyggingu á reit án óþarfra tafa og að fyrirhuguð uppbygging væri í samræmi við þá sýn sem fram kom í tillögu um endurskoðað aðalskipulag, þ.e. eflingu miðbæjar Akureyrar. Reitir til uppbyggingar eru: Drottningarbrautarreitur Glerárgötureitur syðri Torfunefsreitur syðri Glerárgötureitur nyrðri Sjallareitur Eftirtaldir aðilar lýstu áhuga á að byggja upp á miðbæjarsvæði: Byggingaraðili Reitir Nýsir hf -og Gránufélagið 1 eða 2 eða 4 Mostur ehf, P.A byggingarverktaki ehf, AVH ehf 2 Húsnæðissjóðurinn ehf, Gránufélagið ehf, P.A byggingarverktaki ehf, AVH ehf 4 P.A byggingarverktaki ehf 1 Fasteignafélagið Hlíð ehf 1 Njarðarnes ehf 4 Smáragarður ehf 2 Þyrping hf 2 Eykt ehf 1 og 2 Þ.G. verktakar ehf 2 og 4 SS Byggir ehf 5 Ef umsóknunum er skift upp eftir reitum líta umsóknirnar svona út: Reitur 1 Reitur 2 Reitur 4 Reitur 5 Nýsir hf, Gránufélagið ehf Nýsir hf, Gránufélagið ehf Nýsir hf, Gránufélagið ehf SS Byggir ehf P.A byggingarverktaki ehf Mostur ehf, P.A byggingarverktaki ehf, AVH ehf Húsnæðissjóðurinn ehf, Gránufélagið ehf, P.A byggingarverktaki ehf, AVH ehf Eykt ehf Eykt ehf Njarðarnes ehf Smáragarður ehf Þ.G. verktakar ehf Fasteignafélagið Hlíð ehf Þyrping hf Þ.G. verktakar ehf Enginn aðili sótti um reit 3. Valnefndin leggur til að eftirtöldum þremur aðilum á hverjum reitanna 1, 2 og 4 verði gefinn kostur á að koma með tillögur á reitum í þrepi 2. Reitur 1 Reitur 2 Reitur 4 Fasteignafélagið Hlíð ehf Eykt ehf Nýsir hf, Gránufélagið ehf P.A byggingarverktaki ehf Smáragarður ehf Njarðarnes ehf Eykt ehf Þyrping hf Þ.G. verktakar ehf SS Byggir ehf gefist kostur á að koma með tillögur á reit 5. 2. þrep: Tillögum sé skilað á 6 A3 örkum sem innihaldi myndefni og skýringar sem hér segir: Örk 1: Uppdráttur í 1:500 þar sem fram koma húsmassar, lega þeirra, lögun, rými, hæð og notkun. (Ath. að skipta þarf Drottningarbrautarreit í tvennt og því er ein örk aukalega fyrir hann) Örk 2: Uppdráttur í 1:2.000 þar sem fram koma tengingar við nálæga reiti, gatnakerfi, aðgengi, sjónlínur o.s.frv. Örk 3-5: Fjarvíddarmyndir, deilistúdíur o.þ.h. sem gera grein fyrir rýmismyndun, yfirbragði opinna rýma, göturýmum og götumynd, viðmóti á götuhæð, yfirbragði bygginga og byggingarefnum. Örk 6: Megindrættir í framkvæmdaáætlun. Texti skal takmarkaður við 2.000 orð. Örkunum 6 ber að skila í gormbundnu hefti í þremur prentuðum eintökum og á geisladiski á PDF formi. Akureyrarbær áskilur sér rétt til að velja hvaða tillögu sem er eða hafna öllum. Tillögum skal skila þann 15. ágúst 2006. Valnefnd mun tilkynna niðurstöðu eigi síðar en 19. september 2006.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nuna-ndash-thjodsogur-framtidarinnar
NÚNA – Þjóðsögur framtíðarinnar Æfingar standa yfir hjá Leikklúbbnum Sögu á nýju verki sem hefur hlotið nafnið Núna. Verkið er skrifað af hópnum í samvinnu við leikstjórann og byggir á sögum úr lífi leikaranna sjálfra. Efnistökin spanna allt frá súkkulaðiáti til morðtilrauna. Sögurnar eru nútímabaðstofusögur, sagðar á einfaldan og heiðarlegan hátt og er nálægð leikaranna við áhorfendur mikil. Ráðríkar mæður, aðþrengdir afar, kóngafólk og óskiljanlegir útlendingar koma við sögu ásamt mörgum fleirum og ættu allir kannast við einhverjar af þessum þjóðsagnahetjum framtíðarinnar. Leikstjórinn, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, segir vinnuna með leikurunum hafa verið sérstaklega gefandi. "Við erum að vinna með mjög einfalda en jafnframt mjög erfiða aðferð. Frásögnin er "bein", og ekki er stuðst við eiginlegt handrit og haldreipin sem leikararnir hafa því ekki mörg." Fyrirhugaðar eru 6 sýningar og er vissara að hafa snör handtök, því að nú þegar er uppselt á fyrstu þrjár sýningarnar. Núna verður frumsýnt þann 10. Maí kl. 20.00. Sýnt er í Útihúsinu, Hafnarstræti 73. Miðapantanir eru í síma 8657219.
https://www.akureyri.is/is/frettir/karlakor-akureyrar-geysir
Karlakór Akureyrar-Geysir Karlakór Akureyrar-Geysir heldur sína árlegu vortónleika föstudaginn 12. maí kl. 20.30 í Glerárkirkju. Söngstjóri er Michael Jón Clarke og píanisti er Helena Bjarnadóttir. Einsögvarar eru Ari Jóhann Sigurðsson, Einar Kolbeinsson, Heimir Ingimarsson og Snorri Guðvarðsson. Þá mun hljómsveit leika undir í nokkrum lögum. Þetta verða einu vortónleikar kórsins á Akureyri að þessu sinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolastefna-akureyrarbaejar
Skólastefna Akureyrarbæjar Skólastefna Akureyrar var afhent skólastjórnendum við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu fimmtudaginn 4. maí. Skólastefnan er afrakstur vinnu sem hófst árið 2003. Kjörorð stefnunnar eru þekking, leikni, virðing, vellíðan. Við mótun stefnunnar var lögð áhersla á að kennarar, fulltrúar foreldra og nemenda gætu haft áhrif á markmið og áherslur á hana. Skoða skólastefnuna. Á meðfylgjandi mynd eru skólastjórnendur ásamt bæjarstjóra Akureyrar og fulltrúum skólanefndar við athöfnina í Ketilhúsinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haskolinn-mikilvaegur-i-hugum-baejarbua
Háskólinn mikilvægur í hugum bæjarbúa Háskólinn er sú stofnun eða fyrirtæki á Akureyri sem yfirgnæfandi flestir bæjarbúar telja að skipti mestu máli fyrir framtíðarvöxt og viðgang Akureyrar. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var á vegum Félagsvísinda- og lagadeildar HA meðal Akureyringa. Spurt var hvaða fyrirtæki eða stofnun á Akureyri viðkomandi teldi skipta mestu máli fyrir framtíðarvöxt bæjarins, en enginn listi fyrirtækja eða stofnana gefinn upp. Alls voru nefnd um 30 fyrirtæki eða stofnanir og af heildinni voru það lang flestir, eða 43%, sem nefndu háskólann. Næst í röðinni kom Samherji með um 8% tilnefninga en önnur útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki fengu minna. Samtals fengu útgerðar og fiskvinnslufyrirtækin Brim, ÚA og Samherji um 15% atkvæða og Slippstöðin fékk 1%. Greinilegt er af þessu að fyrirtæki í hefðbundnum framleiðslugreinum eru ekki eins mikilvægar í hugum bæjarbúa nú og ætla má að þær hafi verið áður fyrr. Um 27% aðspurðra treystu sér ekki til að nefna tiltekið fyrirtæki eða stofnun. Sé einungis skoðað hlutfall þeirra sem tóku afstöðu og þau fyrirtæki skoðuð sem fengu fleiri en eina tilnefningu þá verður mikilvægi Háskólans enn meira eða tæp 60%. Könnunin var gerð í byrjun apríl. Þetta var símakönnun með 600 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá og svarhlutfall var 63%.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsti-arsfundur-vaxtarsamningsins
Fyrsti ársfundur Vaxtarsamningsins Ársfundur Vaxtarsamnings Eyjafjarðar verður í fyrsta skipti haldinn næstkomandi fimmtudag, 11. maí, frá kl. 12 til 14 í Alþýðuhúsinu á Akureyri, Skipagötu14, 4 hæð. Á fundinum verður fjallað um rekstur og verkefni Vaxtarsamnings Eyjafjarðar á síðasta ári, fyrsta heila rekstrarári samningsins. Auk þess verður yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flytur ávarp á fundinum en auk hennar m.a. Geir Gunnlaugsson, stjórnarformaður Promens, og Ifor Williams, alþjóðlegur ráðgjafi um klasa. Ársfundur Vaxtarsamnings Eyjafjarðar er öllum opinn. Dagskrá: Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Skýrsla stjórnar - Þorsteinn Gunnarsson formaður stjórnar Vaxtarsamnings Eyjafjarðar ”Að hleypa heimdraganum” - Geir Gunnlaugsson, stjórnarformaður Promens Ifor Williams, alþjóðlegur ráðgjafi um klasa fjallar um alþjóðleg verkefni á sviði klasa og hvernig einstaklingar, íslenskt atvinnulíf og opinberir aðilar geta nýtt sér alþjóðlegar nýjungar og áherslur á þessu sviði. Ifor hefur m.a. unnið fyrir fjölda landa, OECD, Alþjóðabankann o.fl. Alþjóðlegar áherslur - Jón Ingi Benediktsson, forstöðumaður matvælaseturs HA og klasastjóri matvælaklasa Verkefni Vaxtarsamnings Eyjafjarðar - Bjarni Jónasson, verkefnisstjóri
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-hja-holmasol
Opið hús hjá Hólmasól Laugardaginn 13. maí kl. 13.00 – 15.00 býðst almenning að skoða leikskólann Hólmasól en skólinn hóf starfsemi sína þann 2. maí s.l. Húsnæði leikskólans er í eigu Akureyrarbæjar en er rekinn af Hjallastefnunni. Í framhaldi af opnuninni, hætti leikskólinn Klappir í Brekkugötu 34 starfsemi sinni og hefur meginþorri barnanna og starfsmannanna flutt sig í leikskólann Hólmasól. Leikskólastjóri í Hólmasól er Alfa Björk Kristinsdóttir sem var leikskólastjóri á Klöppum. Hjallastefnan ehf. er einkahlutafélag sem stofnað var um hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem Margrét Pála Ólafsdóttir er höfundur að og rekur upphaf sitt til opnunar leikskólans Hjalla í Hafnarfirði árið 1989. Fyrirtækið rekur nú leikskólana Hjalla og Hjalla 2 í Hafnarfirði, leikskólann Ása í Garðabæ og Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum en þar er verið að þróa hugmyndafræði Hjallastefnunnar fyrir grunnskólastig. Hugmyndafræði Hjallastefnunnar er heildstæð námskrá fyrir leikskóla þar sem enginn starfsþáttur er undanskilinn og hvert smáatriði skiptir máli í því að skapa jákvæða reynslu nemendanna. Þó að margir þættir í starfsháttum Hjallastefnunnar séu óvenjulegir eða óhefðbundnir er jafnréttisuppeldið sá þáttur sem mesta athygli hefur vakið en því má í raun skipta í tvo meginþætti; kynjaskiptingu annarsvegar og kynjanámskrá hinsvegar. Þeim sem vilja kynna sér Hjallastefnuna og starfsemi leikskólans Hólmasólar er bent á vef Hjallastefnunnar: www.hjalli.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/framhaldsprofstonleikar
Framhaldsprófstónleikar Sunnudaginn 14. maí kl. 15.30 heldur Jón Helgi Sveinbjörnsson gítarleikari framhaldsprófstónleika í sal Tónlistarskólans að Hvannavöllum 14. Jón Helgi hefur stundað nám við Tónlistarskólann á Akureyri undir leiðsögn Indreks Pajus. Á tónleikunum leikur hann verk eftir M.Giuliani, H.Villa-Lobos, J.S. Bach, I. Albeniz og A. Vivaldi. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/minningarsjodur-thorgerdar-s-eiriksdottur
Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsækjendur þurfa að hafa verið nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri og vera í eða hyggjast sækja framhaldsnám í tónlist. Í umsókninni skal koma fram námsferill og framtíðaráform. Umsókninn berist Tónlistarskólanum á Akureyri Hvannavöllum 14 600 Akureyri, merkt Þorgerðarsjóður, fyrir 26. maí 2006.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hugmyndir-ad-framtidaruppbyggingu-gasakaupstadar
Hugmyndir að framtíðaruppbyggingu Gásakaupstaðar Gásir er kaupstaður frá miðöldum sem er 11 km norðan við Akureyri. Fornleifauppgröftur hefur staðið þar yfir frá 2001. Gásaverkefnið stendur nú á þeim tímamótum að síðasta uppgraftarlotan verður í sumar og við tekur kynning rannsóknanna og uppbygging staðarins sem áfangastaðar ferðamanna. Hugmyndin er að byggja upp stað sem hefur skýra tilvísun í margvíslegar heimildir og áherslan yrði lögð á að gesturinn upplifi staðinn með því að sjá, hlusta og taka þátt í því sem þar fer fram. Ætlunin er að kaupstaðurinn verði lifandi sýning þar sem handverksfólk verður að störfum og leik. Gásir verður um leið afþreyingar- og útivistarsvæði þar sem hægt væri að sækja allt í senn fróðleik, skemmtun og afþreyingu sem byggir á sérstöðu staðarins, þ.e. sögu hans og nærliggjandi sögustaða, fornleifum, náttúru, handverki og iðnaði. Hugmyndirnar felast í stórum dráttum í því að gera svæðið aðgengilegra og um leið skiljanlegra. Það yrði m.a. gert með lagningu göngustíga með fræðsluskiltum um svæðið; gróðurinn, fuglana, söguna; og tengsl staðarins við nærliggjandi staði auk fornleifanna, uppsetningu snyrtinga og breyttrar aðkomu. Hluti kaupstaðarins yrði endureistur í samræmi við niðurstöður fornleifarannsóknarinnar. Með því móti fengi gesturinn vitneskju um hvernig híbýlin á Gásum voru byggð og úr hverju. Handverksfólk sérhæft í miðaldahandverki myndi sýna hvaða hráefni var notað, hvernig það var unnið og til hvers, og um leið og það sinnir handverki og almennum hússtörfum myndi það fræða um það sem fyrir augu ber sem og um sögu staðarins í í þeim tilgangi að endurskapa lífið á Gásum fyrr á öldum. Á Gásum yrði einnig leiksvæði fyrir börn sem myndi fá þau til að nota ímyndunaraflið og leika sér með ýmislegt sem tengdist Gásakaupstað á miðöldum. Varanleg yfirlitssýning um Gásakaupstað um verslun og viðskipti á miðöldum yrði komið fyrir í þjónustuthúsi á staðnum. Auk sýningarsalar yrði þar fjölnotasalur/kaffiaðstaða, móttaka og minjagripaverslun, snyrtingar vinnuaðstaða og geymsla. Auk þess sem ýmsir viðburðir yrðu haldnir til að vekja athygli á staðnum og því sem þar gerðist. Árleg aukning ferðamanna til landsins og sú staðreynd að Alþjóðaferðamálaráðið telur að 37% allra orlofsferða í heiminum séu menningartengdar og muni aukast árlega gefa stað eins og Gásum byr undir báða vængi hvað varðar uppbyggingu og von um góða aðsókn. Ekki síst þegar hugað er að sérstöðu staðarins en hann er best varðveitti verslunarstaðurinn frá miðöldum á landinu og gengdi mikilvægu hlutverki í verslun um Norður- Atlantshaf á hámiðöldum. Miklar samtímaheimildir eru til um staðinn sem gefa honum aukið vægi og auðvelda alla endurgerð og sviðsetningu á því sem þar átti sér stað. Endurgerð og sviðssetning er einmitt það kynningarform sem leitast verður eftir að nýta til miðlunar á Gásakaupstað. Kynning á miðaldatímabili Íslandssögunnar með skýrri skírskotun í verslun viðskipti, iðnað og handverk er auk þess nýnæmi í íslenski ferðaþjónustu. Vonir standa til að Gásakaupstaður verði vel sóttur ferðamannastaður þar sem sérstaða hans á landvísu er mikil vegna einstakra menningarminja og sérstæðrar náttúru. Staðurinn hefur nú þegar vakið athygli bæði heimafólks og ferðamanna og æ fleiri leggja leið sína að búðartóftunum til að m.a. fylgjast með fornleifafræðingum að störfum við uppgröft. Auk þess sem hinn árvissi viðburður Miðaldadagur á Gásum hefur vakið athygli innlendra sem erlendra ferðamanna síðustu 3 sumur. En í ár verða Miðaldadagarnir tveir á Gásum helgina 22. og 23. júlí.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-lodir-lausar-til-umsoknar
Nýjar lóðir lausar til umsóknar Mikil eftirspurn hefur verið eftir einbýlishúsalóðum á Akureyri að undanförnu. Í dag voru auglýstar nýjar lóðir lausar til umsóknar í Naustahverfi. Til umsóknar eru 10 einbýlishúsalóðir á einni hæð, húsgerð B; 12 einbýlishúsalóðir á einni til tveimur hæðum, húsgerð C1; og 1 raðhúsalóð á einni hæð, húsgerð D (sbr. uppdrátt hér að neðan). Úthlutun á reit A er frestað vegna fornleifarannsókna. Umsækjendum ber að leggja fram fullgilt greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun á greiðslugetu sinni, 30 milljónir kr. fyrir húsgerð B, 40 milljónir kr. fyrir húsgerð C1 og 25 milljónir pr. íbúð fyrir húsgerð D. Við lóðarúthlutun skal staðgreiða staðfestingargjald lóðar og helming gatnagerðargjalda. Bent skal á að í gildi eru nýjar reglur um lóðarúthlutanir og ný gatnagerðargjaldskrá. Til að umsókn teljist gild þarf viðkomandi að vera í skilum við bæjarsjóð. Lóðirnar verða byggingarhæfar í janúar 2007. Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar, skipulags- og byggingarskilmálar og nýjar reglur um lóðaveitingar ásamt nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda liggja frammi á skrifstofu umhverfisdeildar og í þjónustuanddyri Geislagötu 9 og einnig á heimasíðu Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2006 og umsóknum skal skila í afgreiðslu umhverfisdeildar eða í þjónustuanddyri Geislagötu 9. Dregið verður úr þeim umsóknum, fyrir einbýlishús, sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna og skulu umsækjendur eða umbjóðendur með vottuð umboð þeirra mæta föstudaginn 16. júní 2006 kl. 14:00 að Geislagötu 9, 4 hæð. Einstaklingar sem sótt hafa um lóðir, og ekki fengið, hjá Akureyrarbæ sl. 2 ár eiga forgang í einbýlishúsalóðir. Skipulagsuppdráttur Skýringaruppdráttur Skilmálar Auglýsing í birtingu 17. maí 2006 Upplýsingar um lausar lóðir
https://www.akureyri.is/is/frettir/nemendatonleikar-tonlistarskolans
Nemendatónleikar Tónlistarskólans Í vor eru nokkrir nemendur að taka lokapróf eða framhaldspróf frá Tónlistarskólanum á Akureyri og af því tilefni verða 6 nemendur með tónleika næstu daga. Fimmtudaginn 18. maí kl. 18:00 verða lokaprófstónleikar í Akureyrarkirkju þar sem Arnór Brynjar Vilbergsson orgelnemandi kemur fram en hann hefur stundað nám í vetur undir leiðsögn Björns Steinars Sólbergssonar. Föstudaginn 19. maí og laugardaginn 20. maí verða 5 söngnemendur með framhaldsprófstónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri. Föstudaginn 19. maí kl. 18:00 er Harpa Björk Birgisdóttir, sópran og kl. 20:00 er Heimir Bjarni Ingimarsson, barítón. Laugardaginn 20. maí kl. 13:30 er Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir, sópran, kl. 15:00 er Lilja Guðmundsdóttir sópran og kl. 16:30 er Unnur Helga Möller, sópran. Undirleikari með söngnemendunum er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Harpa, Heimir og Unnur hafa notið leiðsagnar Michaels Jóns Clarke í vetur en Ásta og Lilja eru nemendur Sigríðar Aðalsteinsdóttur. Aðgangur að öllum tónleikunum er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2005-2018-tillaga-auglyst-ad-nyju
Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, tillaga auglýst að nýju Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með að nýju skv. 4. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Um er að ræða endurskoðun á gildandi aðalskipulagi Akureyrar 1998 – 2018. Endurskoðunin tekur ekki til aðalskipulags Hríseyjar 1988-2008. Tillagan samanstendur af greinargerð, þéttbýlisuppdrætti í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrætti í mkv. 1:30.000. Umtalsverðar breytingar voru samþykktar í bæjarstjórn við aðra umræðu um legu tengibrauta, nýtingu Akureyrarvallar og á þéttingarreitum og því ákveðið að auglýsa tillöguna á ný. Tillagan mun liggja frammi til kynningar í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 17. maí 2006 til og með miðvikudeginum 28. júní 2006, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 28. júní 2006. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað í anddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/staekkun-visindagarda-haskolans-a-akureyri
Stækkun vísindagarða Háskólans á Akureyri Félagið Þekkingarvörður ehf. og Landsafl hf. undirrituðu í dag, að viðstöddum Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, viljayfirlýsingu um byggingu annars áfanga Borga - rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða 4.000 fermetra byggingu annars áfanga vísindagarða við háskólann. Húsið sem ætlað er fyrirtækjum er vinna með háskólanum, verður tilbúið haustið 2007. Félagið Þekkingarvörður, sem hefur að markmiði að byggja upp þekkingarþorp í samvinnu við Háskólann á Akureyri, hefur ákveðið að stíga mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu vísinda- og tæknigarða til að efla háskólasamfélagið á Akureyri. Í því skyni verður ráðist í frekari byggingu mannvirkja á lóð háskólans. Rektor Háskólans á Akureyri Þorsteinn Gunnarsson segir þessa viljayfirlýsingu um bygginguna undirstrika tvennt: Annars vegar hversu mikilvægt það er háskólanum að hafa Þekkingarvörð sem bakhjarl og stuðningsaðila. Hins vegar undirstrikar hin nýja bygging þann kraft sem býr að baki Háskólanum á Akureyri. „Með byggingu Borga fyrir einu og hálfu ári urðu vísindagarðar við Háskólann á Akureyri að veruleika, þeir fyrstu í landinu. Nú er stigið enn eitt skrefið í að byggja upp þekkingarþorp við Háskólann á Akureyri“, segir Þorsteinn. Benedikt Sigurðarsson stjórnarformaður Þekkingarvarða ehf. sagði þetta vera mikilvægan dag fyrir félagið. „Það er trú okkar að háskólinn verði áfram sú aflstöð sem hann hefur verið fyrir norð-lenskt samfélag. Það verður einungis með því að leiða betur saman fyrirtæki og háskólasamfélagið á einum stað.“ Hann segir að í hinu nýja húsi verði lögð meiri rækt við nýsköpun. „Við trúum á mátt nýsköpunar í að treysta stoðir atvinnulífs hér á landsbyggðinni“, segir Benedikt. KEA úthlutar 5 milljónum króna úr Háskólasjóði Við sama tækifæri var úthlutun á styrkjum úr Háskólasjóði KEA fyrir árið 2006. Við útlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, verkefna sem fela í sér aukin eða útvíkkuð tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn eða verkefni sem eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins. Að þessu sinni koma 5 milljónir til úthlutunar en 22 umsóknir bárust sjóðnum, samtals að upphæð 20,2 m.kr. Eftirtalin verkefni fá styrk að upphæð kr. 500.000 úr Háskólasjóði KEA árið 2006: Fjarnám til framtíðar – Netháskóli. Umsjónarmaður: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, RHA. Sérskipulagt námskeið í auðlindafræðum fyrir erlenda nemendur. Umsjónarmaður: Hjörleifur Einarsson, Auðlindadeild. Fóður úr vetni. Umsjónarmaður: Jóhann Örlygsson, Auðlindadeild. Vestnordens historie (VNH). Umsjónarmaður: Jón Þ. Þór, Auðlindadeild. Rannsóknir á ónæmissvörun lúðulirfa. Umsjónarmaður: Rannveig Björnsdóttir, Auðlindadeild. Providing virtualized services within the hybrid Grid infrastructure to run large scale simulations. Umsjónarmaður: Syed Murtaza, Upplýsingatæknideild. Nám í orkufræðum við Háskólann á Akureyri. Umsjónarmaður: Þórleifur Stefán Björnsson, Rannsókna- og alþjóðasvið. Ráðstefnurit vegna ráðstefnu NSN á Akureyri, 22.-25. sept. 2005. Umsjónarmaður: Ögmundur Knútsson, RHA. Rannsóknir á fjölda og atferli nytjafiska í Eyjafirði fékk styrk að upphæð kr. 1.000.000 og var umsjónarmaður þess, Hreiðar Þór Valtýsson, Auðlindadeild.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-adalskipulag-akureyrarbaejar
Nýtt aðalskipulag Akureyrarbæjar Bæjarstjórn Akureyrar hefur auglýst að nýju tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Um er að ræða endurskoðun á gildandi aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018. Endurskoðunin tekur ekki til aðalskipulags Hríseyjar 1988-2008. Umtalsverðar breytingar voru samþykktar í bæjarstjórn við aðra umræðu um legu tengibrauta, nýtingu Akureyrarvallar og á þéttingarreitum og því ákveðið að auglýsa tillöguna á ný. Tillagan mun liggja frammi til kynningar í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 17. maí 2006 til og með miðvikudeginum 28. júní 2006, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Nánar hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/upplysingasida-kosninga-a-akureyri
Upplýsingasíða kosninga á Akureyri Opnuð hefur verið ný síða á heimasíðu Akureyrar sem ber nafnið x - kosningar 2006. Tilgangur síðunnar er að veita almenningi upplýsingar sem snerta komandi kosningar til bæjarstjórnar á Akureyri þann 27. maí. Einnig eru upplýsingar um þá lista sem eru í kjöri og frambjóðendur þeirra og myndir birtar af sex efstu einstaklingum hvers flokks. Einnig er hægt að nálgast stefnuskrár flokkanna inni á síðunni. Kosningasíðan er vinstra megin á forsíðu heimasíðunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppnam-i-menntaskolanum-a-akureyri
Uppnám í Menntaskólanum á Akureyri Nemendur í uppeldis-og menntunarfræðum við Menntaskólann á Akureyri hafa unnið að rannsóknar- og heimildarverkefnum á vorönn og munu þeir kynna niðurstöður sínar á ráðstefnu í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri, laugardaginn 20. maí nk. Ráðstefnan hefst klukkan 10.00 og stendur til 15.00 með léttum veitingum í hádegishléinu. Ráðstefnan er opin öllum og er gestum og gangandi velkomið að líta við hvenær sem er dags. Dagskrá: 10:00-11:35 Valgerður Bjarnadóttir kennari setur ráðstefnuna Hákon Örn Hafþórsson, Friðrik Örn Jóhannesson og Páll Friðriksson -Þunganir unglingsstúlkna - Elva Hjálmarsdóttir -Að lifa við Tourette sjúkdóm- Ásta Rós Reynisdóttir og Hrefna Hrund Pétursdóttir -Einelti í grunnskólum á Akureyri - Anna Guðrún Halldórsdóttir, A. Magnea Valdimarsdóttir og Eydís Inga Sigurjónsdóttir -Ungbarnasund- Ingibjörg Jóhannsdóttir -Barnageðklofi og þunglyndi: einkenni, orsök, meðferð - 10:35 – 12:00 Hádegishlé, léttar veitingar 12:00 – 13:15 Auðbjörg María Kristinsdóttir, Dagný Jóhanna Friðriksdóttir og Sigríður Ásta Björnsdóttir -Kynlífshegðun unglinga - Olga Árnadóttir, Sigrún Erla Sveinsdóttir og Þóra Stefánsdóttir -Mataræði grunnskólabarna á Akureyri og nágrenni- Jóhanna Klausen Gísladóttir -Uppeldi og sjálfsálit ungs fólks í MA 2006 Jóhanna Sigurlín Reykjalín Ragnarsdóttir og Jónína Íris Ásgrímsdóttir -Rannsókn á viðhorfum grunnskólanema gagnvart fötluðum – 13:15– 13:25 Stutt kaffihlé 13:25 – 14:25 Óskar Örn Eggertsson -Viðhorf unglinga til nörda - Erla Hleiður Tryggvadóttir og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir -Ættleiðingarferlið á Íslandi - Bjartmar Jón Ingjaldsson og Sveinn Elías Jónsson -Viðhorf misnotaðra barna til framtíðarinnar - Ráðstefnuslit
https://www.akureyri.is/is/frettir/utbod-a-byggingu-fjolnota-ithrottahuss-i-hrisey
Útboð á byggingu Fjölnota íþróttahúss í Hrísey Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í byggingu fjölnota íþróttahúss í Hrísey. Húsið mun standa ofan við núverandi sundlaug. Verkið nær til fullnaðarfrágangs alls verksins ásamt aðlögunar að núverandi mannvirki. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. júní 2007. Bjóðendum er boðið að mæta í vettvangsskoðun 26. maí kl. 10.00 á verkstað. Bjóðendur eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna mætingu í skoðunina til Gylfa Snorrasonar Fasteignum Akureyrarbæjar í síma 460 1125. Bjóðendur eru hvattir til að mæta og kynna sér aðstæður. Útboðsgögn eru afhent í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar Geislagötu 9, frá og með 22. maí 2006. Tilboðum skal skila til Fasteigna Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 4. hæð og verða þau opnuð á sama stað, fimmtudaginn 8. júní, kl. 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Helstu stærðir: Íþróttahús og búningsaðstaða um 624 m² Lóðarframkvæmdir um 200 m²
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjolad-i-siduskola
Hjólað í Síðuskóla Starfsmenn Síðuskóla unnu til verðlauna þegar fyrirtækjakeppni ÍSÍ, Ísland á iði, lauk nú á dögunum. Yfirskrift keppninnar var “Hjólað í vinnuna” og stóð yfir dagana 3. – 16. maí. Markmiðið var að hvetja landsmenn til að hreyfa sig og nýta sér umhverfisvænar og heilsusamlegar samgöngur með því að ganga, hjóla eða nota línuskauta. Alls áttu 246 vinnustaðir frá 34 sveitarfélögum, 539 lið í Hjólað í vinnuna í ár. Liðsmenn voru 5.296. Alls voru farnir hvorki meira né minna en 230,543 km eða 172,18 hringir í kringum landið. Á síðasta ári voru farnir í fyrra 173.762 km eða 129,8 hringir í kringum landið. Ferðamáti var í 59,98% tilfella á hjóli, 38,37% gangandi, 1,18% með strætó, 0,17% á línuskautum og í 0,29% ferða nýttu þátttakendur eigin orku á annan hátt. Veittir eru viðurkenningarskildir fyrir 3 efstu sætin í hverjum fyrirtækjaflokki í báðum keppnisflokkum og miðað er við fjölda starfsmanna hvers fyrirtækis. Keppt var um: Flesta þátttökudaga, hlutfallslega m.v. fjölda starfsmanna. Flesta kílómetra, hlutfallslega m.v. fjölda starfsmanna. Úrslitin urðu þau að starfsmenn Síðuskóla lentu í 1. sæti fyrir flesta þátttökudaga (602 dagar (starfsfólk x dagar)) og í 3. sæti fyrir flesta kílómetra. (3058 km) Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem starfsmenn Síðuskóla vinna til þessara verðlauna þar sem þau urðu einnig í fyrsta sæti í fyrra með flesta þátttökudaga fyrirtækja og voru því vel æfð fyrir keppnina nú. Starfsmenn Síðuskóla tóka þátt í keppninni af mikilli hörku og ekki voru margir bílar sem prýddu bílastæði skólans.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sparkvellir-vid-lundaskola-og-giljaskola
Sparkvellir við Lundaskóla og Giljaskóla Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í að koma upp 18x33m² sparkvöllum við Lundarskóla og Giljaskóla og 9x189x18m² blakvelli við Lundarskóla. Frágangur á afmörkuðu svæði í kringum vellina er samkvæmt útboðsgögnum. Helstu verkliðir eru jarðvinna og jarðvegsskipti í vallarstæðum, lagning regnvatnslagna, snjóbræðslulagna, tengingar lagna við húskerfi, raflagna, lýsinga, hellulagnir, malbikun og þökulagnir, smíði girðinga og steyptur stoðveggur við sparkvöll við Giljaskóla. Gervigras og lögn á því er ekki hluti þessa útboðs. Áætlaður verktími er til 15. ágúst 2006. Útboðsgögn verða afhent í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar Geislagötu 9, frá og með 18. maí. Tilboðum skal skilað til Fasteigna Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 4. hæð og verða þau opnuð á sama stað, þriðjudaginn 30. maí, kl. 11.30, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
https://www.akureyri.is/is/frettir/staekkun-listasafnsins-a-akureyri
Stækkun Listasafnsins á Akureyri Tillögur um stækkun Listasafnins voru kynntar í stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir helgi. Arkitektastofan Kurt og pí hefur að undanförnu unnið ásamt undirbúningsliði að hugmyndum hvernig tengja megi saman hæðir Listasafnsins þannig að úr verði ein heild. Samkvæmt þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram verður gengið inn í Listasafnið að ofanverðu, inn í nýja glerbyggingu á milli Myndlistarskólans og safnsins. Komið verður inn í glæsilegt anddyri þar afgreiðsla verður og uppganga á efri hæð. Tillögurnar ganga út á að fá sem best flæði í húsið án þess þó að það glati sérkennum sínum. Með því að aðalinngangur verður að ofanverðu getur húsið haldið sérkennum sínum eins og turninum sem er eitt aðal einkenni þess og blasir við þegar litið er upp gilið. Gert er ráð fyrir verkefninu á þriggja ára áætlun bæjarstjórnar Akureyrar, en næsta stjórn Fasteigna Akureyrar mun fá það hlutverk að vinna verkefnið áfram og marka því endanlegan ramma.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-um-myndatoku-vid-byggingu-menningarhuss-og-tonlistaskola
Samningur um myndatöku við byggingu Menningarhúss og tónlistaskóla Mánudaginn 22. maí var undirritaður samningur milli Arnarauga og Fasteigna Akureyrarbæjar um gerð heimildarmyndar um byggingu Menningarhúss og tónlistarskóla við Strandgötu á Akureyri. Megin markmiðið með verkefni þessu er að skrásetja vandlega í myndum og orðum undirbúning og framkvæmd Menningarhúss og tónlistarskóla. Tilgangurinn er sá að bæjarbúar og aðrir geti fylgst með framvindu verksins og einnig til þess að stuðla að því að góðar sögulegar heimildir verði til um framvindu verkefnisins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/arsskyrslan-2005
Ársskýrslan 2005 Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2005 er komin út. Á síðasta ári var ákveðið að hætta að dreifa henni á öll heimili í bænum auk þess sem skýrslan var stytt umtalsvert og gerð aðgengilegri. Skýrsluna er hægt að nálgast hér á heimasíðunni en einnig geta áhugasamir sótt hana á Amtsbókasafnið eða í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9. Einnig er hægt að fá hana senda í pósti með því að hringja í síma 460 1000.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsfraedilegur-gjorningur-a-akureyri
Heimsfræðilegur gjörningur á Akureyri Rudolf Reiter opnar sýningu í Ketilhúsinu Laugardaginn 27. maí kl. 15 verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri mjög sérstök sýning á Íslandsverkum þýska myndlistarmannsins Rudolfs Reiters, en verkefnið er unnið samvinnu við Listasafnið á Akureyri, Menningarmiðstöðina í Listagili og Icelandair. Á opnuninni mun Birkir Hólm Guðnason, svæðisstjóri Icelandair í Frankfurt ávarpa gesti og Arthur Björgvin Bollason gera grein fyrir ferli þessa þekkta alþjóðlega listamanns og útlista þann gjörning sem hér um ræðir og ber heitið „Tími endurkomunnar" (Zeit der Widerkehr). Á sýningunni eru þrír voldugir strangar, sem kalla mætti „eldverk" því aðeins ellefu dögum síðar, eða þann 8. júní, verða myndirnar síðan fluttar með tilþrifum austur í Kröfluhraun þar sem þeim verður sökkt í stóra gjá að listamanninum viðstöddum ásamt hópi aðdáenda meistarans og fjölda erlendra blaðamanna. Þarna í iðrum jarðar munu verkin svo að fá að „malla" á lágum hita í 3-4 vikur. Að því búnu verða þær sóttar og hafðar til sýnis á sama stað í þeirri mynd sem náttúran hefur skilað þeim. Fyrir rúmu ári fór Rudolf Reiter í könnunarleiðangur til að finna hentugan stað til að sökkva nokkrum myndum í eldinn. Með hjálp fróðra jarðfræðinga fann hann djúpa og mikla gjá í norðanverðu Kröfluhrauni sem virtist vera mjög hentugur staður til að fremja gjörninginn. Í framhaldi af Íslandsferðinni málaði Reiter mörg málverk sem hafa verið til sýnis í Þýskalandi, nú síðast á flugvellinum í München, þar sem þær kallast á við landslagsljósmyndir Emils Þórs Sigurðssonar. Rudolf Reiter, sem er borinn og barnfæddur Bæjari, er einn af kunnustu myndlistarmönnum samtímans í Þýskalandi. Hann hefur verið kenndur við "nýrómantík" og telst jafnframt í fremstu röð þeirra sem fást við þá tegund málaralistar sem á þýsku gengur undir heitinu „Informelle Malerei" (óformlegt málverk). Sýning Reiters í Ketilhúsinu er síðasti liðurinn í „heimsfræðilegum" gjörningi sem listamaðurinn hóf með því að grafa nokkrar myndir í jörð á Ólympíuleikvanginum í München árið 1995. Þremur árum síðar sökkti hann síðan myndum í Atlantshafið við strendur Flórida og sama ár hengdi hann upp nokkur málverk í námunda við hraðbraut í Þýskalandi. Þar með hafði Reiter látið þrjár af höfuðskepnunum — jörð, vatn og loft —leggja lokahönd á myndverk sín. Í framhaldi af því ákvað listamaðurinn að ljúka "heimsfræðilegum" gjörningi sínum með því að láta eldinn úr iðrum Íslands fullgera nokkrar myndir. Með gjörningnum, sem Reiter kennir við "umbreytingu" og "endurkomu", vill listamaðurinn leiða okkur fyrir sjónir það lykilhlutverk sem breytingar og endurnýjun gegna bæði í lífi okkar og náttúrunni. Segja má að hann sé með vissum hætti að endurvekja ævaforna kenningu gríska náttúruspekingsins Heraklítosar sem hélt því fram fyrir um 2500 árum að allt væri verðandi, á stöðugri hreyfingu („panta rhei"); þannig gætum við aldrei stigið tvisvar sinnum í sama fljótið. Það er reyndar vel við hæfi að Reiter skuli ljúka gjörningi sínum í Kröfluhrauni, því Heraklítos er jafnframt sagður hafa haldið því fram að eldurinn væri frumefni og undirstaða alls sem er.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjonlist-2006
Sjónlist 2006 Í dag var tilkynnt hverjir eru tilnefndir til Sjónlistarorðunnar 2006. Athöfnin fór fram í framtíðarhúsnæði Listasafnsins á Akureyri og við sama tækifæri voru undiritaðir samningar milli allra samstarfs- og styrktaraðila Sjónlistar 2006. Markmið verkefnisins er að veita verðlaun á sviði sjónlista og beina þannig sjónum að framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og hönnuða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis, stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistamanna á Íslandi. Sex listamenn eða hópar listamanna sem starfa að jafnaði saman, hljóta tilnefningu á tveimur sviðum, myndlist og hönnun, fyrir framlag sitt til greinarinnar á tólf mánaða tímabili frá mars 2005. Allir hönnuðir og myndlistarmenn sem sýnt hafa verk sín á tímabilinu, eða kynnt þau með öðrum hætti, koma til greina við tilnefninguna. Sýning á verkum þeirra sem hlutu tilnefningu í ár verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á Akureyrarvöku 26. ágúst næstkomandi. Tveir úr þeirra hópi hljóta Sjónlistarorðuna 2006, auk peningaverðlauna að upphæð 2.000.000 kr. hvor. Verðlaunaafhendingin fer fram í Ketilhúsinu á Akureyri í september í beinni útsendingu Sjónvarpsins og verða tilnefndir listamenn kynntir til leiks með stuttum sjónvarpsþáttum þegar nær dregur hátíðinni. Einnig verður heiðursorða Sjónlistar veitt árlega og verður greint frá því hver hlýtur orðuna árið 2006 við afhendingu verðlaunanna. Í tengslum við hátíðina verður jafnframt efnt til málþings. Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland – samtaka hönnuða og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Stjórn Sjónlistar 2006 skipa: f.h. Akureyrarbæjar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar Akureyrarbæjar og formaður stjórnar, f.h. Forms Ísland – samtaka hönnuða, Jóhannes Þórðarson, arkítekt og deildarforseti hönnunar- og arkítektúrdeildar LHÍ og f.h. Sambands íslenskra myndlistarmanna, Bjarni Sigurbjörnsson, myndlistarmaður og stjórnarmaður SÍM. Sjónlist 2006 nýtur stuðnings Menntamálaráðuneytisins og Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Aðalfyrirtækjabakhjarl Sjónlistar 2006 er Glitnir hf. Aðrir helstu fyrirtækjabakhjarlar Sjónlistar 2006 eru Inn fjárfesting ehf. og danska fyrirtækið Montana. Sjónlist 2006 er framkvæmd í samstarfi við Listasafnið á Akureyri og Sjónvarpið. Aðrir samstarfsaðilar eru Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar –CIA.is, Hönnunarvettvangur og Listaháskóli Íslands. Tilnefndir til Sjónlistarorðunnar 2006 eru: Myndlist: Hildur Bjarnadóttir fyrir yfirlitssýninguna Unraveled í Boise listasafninu í Boise, Idaho, Bandaríkjunum. Katrín Sigurðardóttir fyrir verkið High Plane III á sýningunni The Here and Now í The Renaissance Society í Chicago í Bandaríkjunum. Margrét H. Blöndal fyrir innsetninguna Anchor, strings, ballooning / rejoice inside out / pulled and parades / partly floating / bright, balancing / torn apart /buoyant á samsýningunni Buenos Dias Santiage – an exhibition as expedition í samtímalistasafninu í Santiago í Chile í lok ársins 2005. Í dómnefnd á sviði myndlistar sitja: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fagurfræðingur og formaður dómnefndar, skipuð af Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Ingólfur Arnarsson, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, skipaður af Listaháskóla Íslands, Jón Proppé, heimspekingur, skipaður af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, CIA.is. Hönnun: Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, hönnuður, fyrir húsgögn í framleiðslulínunni –Inner Beauty- og húsgögn í línunni -FLAT pack “antiques”. Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður, fyrir vor- og haustlínu sem hún hannaði fyrir vörumerkið STEINUNN. Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkítektar hjá Studio Granda, fyrir nýjan nemendagarð, rannsóknar- og frumkvöðlasetur Viðskiptaháskólans að Bifröst. Byggingin er annar áfangi framtíðarsýnar staðarins, sem einnig er unnin af stofunni. Í dómnefnd á sviði hönnunar sitja: Ásrún Kristjánsdóttir, stjórnarmeðlimur Hönnunarvettvangs og formaður dómnefndar, skipuð af Hönnunarvettvangi, Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, skipuð af Listaháskóla Íslands, Massimo Santanicchia, arkítekt, skipaður af Form Ísland – samtökum hönnuða. Við undirritun samninga
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfoniuhljomsveit-nordurlands-heldur-austur
Sinfoníuhljómsveit Norðurlands heldur austur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur í nógu að snúast og mun á næstu tveim vikum halda ferna tónleika utan Akureyrar. Stjórnandi á öllum tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Helgina 27. -28. maí verða tvennir tónleikar á Austurlandi þar sem flutt verður óratórían Sköpunin eftir J. Haydn. Þessir tónleikar eru í samstarfi við kóra og hljóðfæraleikara á Austurlandi og eru liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2006. Einsöngvarar eru Xu Wen, Tinna Árnadóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Þorbjörn Björnsson og Keith Reed. Föstudaginn 2. júní verður hljómsveitin síðan þátttakandi í Is-Nord tónlistarhátíð sem haldin er í Reykholti í Borgarfirði. Á tónleikunum verða flutt tónverk eftir enska tónskáldið Gavin Bryars sem m.a. eru samin við ljóðlínur úr Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar. Flytjendur ásamt SN eru Kammerkór Vesturlands, Davíð Ólafsson, bassasöngvari og Þórunn Ósk Marinósdóttir violuleikari. Sunnudaginn 11. júní verða tónleikar í Mývatnssveit þar sem Sinfóníuhljómsveitin er í samstarfi við Kórastefnu við Mývatn. Flutt verður Sálumessa eftir W.A.Mozart og eru flytjendur ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 250 manna kór sem kemur víða að af landinu auk kórs frá Finnlandi. Einsöngvarar eru Margrét Bóasdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Ágúst Ólafsson. Auk Sinfoníuhljómsveitar Norðurlands mun breska söngsveitin I Fagiolini halda tónleika en það er hópur „tónlistar-leikara“ sem skipa þessa skemmtilegu sveit sem sérhæfir sig í flutningi endurreisnartónlistar. Á dögunum hlaut sveitin verðlaun hins Konunglega breska tónlistarfélags, sem eru ein virtustu tónlistarverðlaun Breta. Verðlaun þessi eru veitt árlega fyrir framúrskarandi lifandi tónlistarflutning og er lögð áhersla á sköpunarkraft og skilning á viðfangsefninu, ásamt því sem krafa er gerð um yfirburða flutning. Á tónleikunum flytur hópurinn dagskrá sem nefnist Flaming Heart, eða Brennandi hjarta. Þetta er skemmtilegt framtak áhugafólks um tónlist á Austurlandi undir forystu Davíðs Baldurssonar sóknarprests og forstöðumanns Kirkju- og menningarmiðstöðvar Eskifjarðar og Torvald Gjerde organista. Fagfólk í tónlist er hér leitt saman og skapað fyrir þau tækifæri til þess að nýta hæfileika sína og menntun sem sjaldan er möguleiki á í fámennari samfélögum, nema unnið sé saman með þeim hætti sem hér er gert. Tónleikar I Fagiolini hefjast klukkan 16.00 en Sinfóníuhljómsveitin hefur leik sinn klukkan 20.00. Á milli tónleikanna gefst gestum kostur á þriggja rétta kvöldverði sem borinn verður fram í nýrri og glæsilegri sundlaugarbyggingu Eskifirðinga. Fyrir allar nánari upplýsingar og tímasetningar má skoða viðburðardagatalið á heimasíðu Akureyrarbæjar eða hafa samband við eftirtalda aðila: Davíð Baldursson, sóknarprestur á Eskifirði. 476-1740, 863-2035, [email protected] Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi á Austurlandi. 860-2983, [email protected] Arndís Björk Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri Listahátíðar í Reykjavík. 561-2444, 892-4903, [email protected]
https://www.akureyri.is/is/frettir/besta-ljosmyndin
Besta ljósmyndin Tilkynnt hefur verið um úrslit í ljósmyndasamkeppni sem haldin var í tilefni af því að þriðja nýja vélin sem Iceland Express er að taka í notkun kom til landsins. Í fyrstu ferð vélarinnar var flogið yfir Eyjafjörð og þá gafst fólki kostur á að sjá nýju vélina sem er af gerðinni Boeing MD-90. Iceland Express bauð áhugafólki um flug og ljósmyndun að taka þátt í samkeppni um bestu ljósmyndina af vélinni. Myndirnar má skoða á vef Iceland Express og þar greiddu áhugamenn um ljósmyndir atkvæði. Besta myndin hefur nú verið valin en hana tók Þórir Tryggvason. Meðal þess sem "dómnefndin" sagði var: "Þetta er góð mynd og það sem gefur henni gildi eru turnarnir tveir sem eru prýði Akureyrar" ... "Frábær mynd og ekki skemmir að vélin er blessuð í bak og fyrir." Myndin er tekin frá Gamla barnaskólanum á Canon EOS-1D Mark II. Þórir er málari að atvinnu en hefur verið að taka myndir í um það bil tíu ár. Hann tekur stundum íþróttamyndir fyrir tímaritið Vikudag sem kemur út á Akureyri. Þórir fékk ferð fyrir tvo með Iceland Express að launum. 26 myndir bárust, teknar hér og þar um bæinn og á alls konar myndavélar, allt frá dýrustu gerðum með kraftmiklar aðdráttarlinsur til einfaldra myndavélasíma. Allir þátttakendur í keppninni fengu 5.000 kr. gjafabréf frá Iceland Express en skoða má allar myndirnar í keppninni á slóðinni: www.icelandexpress.is/myndakeppni
https://www.akureyri.is/is/frettir/urslit-baejarstjornarkosninga-2006
Úrslit bæjarstjórnarkosninga 2006 Á laugardag var kosið til bæjarstjórnar á Akureyri 2006. Á kjörskrá voru 12.066. Talin atkvæði voru 9.461 eð 78,41%. Auð og ógild atkvæði voru 183. Atkvæði féllu þannig B listi Framsóknarflokkur: 1427 atkvæði og 1 maður kjörinn. D listi Sjálfstæðisflokkur, 2950 atkvæði og fjórir menn kjörnir. L listinn, Listi fólksins: 906 og 1 mann kjörinn. S listinn, Samfylkingin: 2190 og 3 mann kjörna. V listinn, Vinstir grænir: 1506 og 2 menn kjörna. O listinn, Framfylkingarflokkurinn: 299 atkvæði og engan mann kjörinn. Bæjarfulltrúar á Akureyri eru 11 talsins og munu eftirtaldir aðilar sitja hina nýju bæjarstjórn: Kristján Þór Júlíusson, Hermann Jón Tómasson, Baldvin Halldór Sigurðsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Jóhannes Gunnar Bjarnason, Sigrún Stefánsdóttir, Elín Margrét Hallgrímssdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Kristín Sigfúsdóttir, Hjalti Jón Sveinsson og Helena Þuríður Karlsdóttir. Hin nýja bæjarstjórn mun taka við störfum tveimur vikum eftir kosningar. Nánari úrslit kosninganna má skoða hér
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarhus-mun-risa
Menningarhús mun rísa Á morgun, þann 30. maí hefst afhending útboðsgagna vegna byggingar Menningarhúss og tónlistarskóla við Strandgötu Akureyri. Bygging þess mun því hefjast á næstu mánuðum. Samningur um hönnun menningarhúss og tónlistarskóla var undirritaður 2. júní 2005. Í samkeppninni var gert ráð fyrir að tónlistarskóli mundi rísa síðar í sérstöku húsi tengdu menningarhúsinu. Á frumhönnunarstigi var bætt við hæð ofan á menningarhúsið þar sem starfsemi tónlistarskólans mun að mestu verða. Tilboð í fyrsta útboð vegna framkvæmda við menningarhús og tónlistarskóla voru opnuð 4. nóvember 2005 um framkvæmd sem felur í sér fergja svæði (til að láta jarðveginn síga) og reka niður stálþil. Sigmælingar á svæðinu hófust um miðjan desember 2005 og verður svæðið tilbúið til framkvæmda um mánaðarmótin. Áætluð verklok fyrir menningarhús og tónlistarskóla ásamt lóð og umhverfi er vorið 2008. Útboðsupplýsingar má sjá hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-skemmtiferdarskip-sumarsins
Fyrsta skemmtiferðarskip sumarsins Í morgun kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Mona Lisa, til hafnar á Akureyri. Mona Lisa er 28.891 brúttótonn að stærð og 201 metra langt. Skipið, sem tekur mest um 750 farþega, mun sigla úr höfn kl. 22.00 í kvöld. Mona Lisa er væntanleg aftur 19. júní og 6. júlí. Í sumar er áætlað að alls komi um 57 skip til hafnar á Akureyri og eru þau samtals 1.786.622 brúttótonn. Þannig er áætlað að um það bil 45.000 farþegar muni koma til Akureyrar með skipunum. Síðasta skip sumarsins er væntanlegt 8. september. Það er Sea Princess sem er um 77.499 brúttótonn og ber um 1.950 farþega en það mun koma fyrst til hafnar þann 9. júlí. Þann 24. júlí má svo búast við föngulegri sýn þar sem þrjú skip munu sigla inn fjörðinn, Prinsendam, Vistamar og Delphin. Smelltu hér til þess að sjá dagsetningar um komur skipa til Akureyrar sumarið 2006. Mona Lisa, fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins 2006
https://www.akureyri.is/is/frettir/aaetlunarflug-milli-akureyrar-og-kaupmannahafnar-hefst-i-dag
Áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hefst í dag Áætlunarflug Iceland Express milli Kaupmannahafnar og Akureyrar hefst í dag. Vél félagsins frá Kaupmannahöfn lendir á Akureyrarflugvelli kl. 20.50 og fyrstu farþegarnir frá Kaupmannahöfn stíga frá borði. Meðal þeirra er hópur danskra ferðablaðamanna sem eru hingað komnir til að kynna sér þá ferðamöguleika sem nú opnast með beinu áætlunarflugi milli höfuðstaða Norðulands og Danmerkur. Að stuttri móttökuathöfn lokinni stíga fyrstu farþegar frá Akureyri um borð og vélin í fyrsta beina áætlunarflugi Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar hefur sig til flugs kl. 21.50. Fréttatilkynning frá Iceland Express.
https://www.akureyri.is/is/frettir/pianotonleikar-i-ketilhusinu
Píanótónleikar í Ketilhúsinu Síðustu tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar á starfsárinu sem er að líða verða haldnir í Ketilhúsinu á laugardag og hefjast klukkan 16.00. Þar leikur Agnieszka Panasiuk á flygilinn sem Tónlistarfélagið barðist fyrir að keyptur yrði í Ketilhúsið og afhentur var á síðasta ári. Tónleikarinir á laugardag eru tileinkaðir Wolfgang Amadeus Mozart á 250 ára afmæli hans sem er á þessu ári. Fyrsta verkið á efnisskránni er þriggja kafla Sónata í D-dúr eftir Mozart en á eftir fylgir Ballade í F-dúr op. 38 eftir Fréderic Chopin, Sonatine eftir Maurice Ravel og Étude-Tableaux op. 39 nr 8 eftir Sergei Rachmaninov. Píanóleikarinn Agnieszka Malgorzata Panasiuk stundaði nám við tónlistarakademíuna í Gdansk og lauk þaðan meistaraprófi í píanóleik. Í Póllandi starfaði hún með ýmsum kammerhópum og kammersveitum en kom einnig fram sem einleikari. Til dæmis flutti hún píanókonsert Griegs með OlsztynPhilharmonia og konsert í f-moll eftir Chopin með Radomiensis String Quartet. Þá stundaði Agnieszka nám við The Royal Academy of Music í London og fékk þar Krein Scholarship styrk til að nema hjá Michael Dussek og Iain Ledingham. Í Englandi spilaði hún með mörgum einleikurum og kammerhópum, hélt m.a. hádegistónleika í St.-Martin-in-the-Fields, á St.John´s Smith Square og í Senat House Bloombsbury. Á síðasta ári keppti hún svo til úrslita í tónlistarkeppninni Delius Prize. Auk þessa hefur Agnieszka tekið þátt í ýmsum námskeiðum, m.a hjá Jean-Paul Sevilla, Kevin Kenner, Joseph Seiger og Alexander Pablovic. Hún flutti til Akureyrar haustið 1999 til þess að kenna við Tónlistarskólann en hefur jafnframt því leikið með ýmsum kórum, söngvurum og kammerhópnum, bæði á Norður- og Austurlandi og í Reykjavík.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gaesluvellir-akureyrar
Gæsluvellir Akureyrar Sumarið 2006 verður gæsluvöllurinn Eyrarvöllur við Eiðsvöll opinn frá 1. júní til 18. ágúst. Opnunartími er frá kl. 13 – 16 alla virka daga og síminn þar er 462 6298. Gæsluvöllurinn er ætlaður fyrir 2ja til 6 ára börn og er heimsóknargjald 200 kr. eða 2 gæslumiðar. Gæslumiðar eru seldir á gæsluvellinum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Skóladeildar Akureyrarbæjar http://skoladeild.akureyri.is eða hjá forstöðumanni Sesselju Sigurðardóttur í síma 460 1453.
https://www.akureyri.is/is/frettir/blus-i-ondvegi-um-hvitasunnuhelgina
Blús í öndvegi um hvítasunnuhelgina Alþjóðlega tónlistarhátíðin Akureyri International Music Festival verður haldin í fyrsta skipti á Akureyri um hvítasunnuhelgina, dagana 2.-4. júní nk. Blúsinn verður þema þessarar fyrstu hátíðar og verða haldnir þrennir blústónleikar í hæsta gæðaflokki. Forsala aðgöngumiða er á vefsíðunni www.midi.is. Opnunartónleikar hátíðarinnar verða að að kvöldi föstudagsins 2. júní á Hótel KEA þar sem annars vegar kemur fram Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar, sem auk Magnúsar skipa Pálmi Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Agnar Már Magnússon. Með þeim kemur fram gestasöngkonan Hrund Ósk Árnadóttir, sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna á sl. ári, og hins vegar Park Projekt, sem er samvinnuverkefni Kristjáns Edelstein, gítarleikara og upptökustjóra og Pálma Gunnarssonar. Þeim til aðstoðar eru Agnar Már Magnússon og Gunnlaugur Briem. Laugardagskvöldið 3. júní verða tónleikar blússveitarinnar Lamont Cranston Blues Band frá Minneappolis í Bandaríkjunum í Ketilhúsinu, sem er ein af þeim fremstu á þessu sviði í heiminum í dag. Sveitin er skipuð Pat Hayes, söngur, gítar og munnharpa, Ted Larsen, gítar, Mike Carvale, bassi, Dale Peterson, píanó, hammond B3, Greg Shucks, trommur, Jim Greenwell, saxófónn, og Bruce McCabe, píanó. Meðfylgjandi myndir eru af þessari merku blússveit. Þriðju og síðustu tónleikar AIMfestival verða á veitingastaðnum Rocco á Akureyri að kvöldi hvítasunnudags og það verður sannkölluð blúsveisla með öllu tilheyrandi. Fram koma Lamont Cranston Blues Band, Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og Blúsmenn Andreu, en þá sveit skipa Andrea Gylfadóttir, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson, Einar Rúnarsson og Jóhann Hlöðversson. Heimasíða hátíðarinnar er www.aimfestival.akureyri.is.