Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gistinottum-faekkar-i-september
|
Gistinóttum fækkar í september
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands fækkaði gistinóttum á hótelum í september á Norðurlandi um 7% á milli ára en fjölgaði um 13% á landsvísu. Mest varð aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900 á milli ára (22,8%).
Orðrétt segir í frétt á www.hagstofan.is:
Gistinætur á hótelum í september árið 2005 voru 92.900 en voru 81.900 árið 2004 (13,4% aukning). Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900 (22,8%). Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 10.900, úr 53.700 í 64.600 og fjölgaði þar með um 20% milli ára. Í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum í september milli ára. Á Austurlandi nam samdrátturinn tæpum 12%, á Norðurlandi tæpum 7% og á Suðurlandi tæpum 6%.
Fjölgun gistinátta á hótelum í september árið 2005 er nánast eingöngu vegna útlendinga, en þær fóru úr 64.600 í 75.500 milli ára (16,4%). Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um tæpt 1%.
Í september sl. voru 75 hótel sem eru með opið allt árið en á sama tíma fyrir ári voru þau 70. Fjöldi herbergja fór úr 3.480 í 3.748 og fjöldi rúma úr 7.014 í 7.626. Hótelum fjölgaði um tvö á höfuðborgarsvæðinu, tvö á Vesturlandi og eitt á Norðurlandi eystra.
Athygli skal vakin á því að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið (í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann).
Tölur fyrir 2005 eru bráðabirgðatölur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntasmidja-erlendra-kvenna
|
Menntasmiðja erlendra kvenna
Alþjóðastofan á Akureyri býður um þessar mundir upp á sérstakt námskeið fyrir konur af erlendum uppruna í anda Menntasmiðju kvenna, nefnt Menntasmiðja erlendra kvenna. Á þessu námskeiði er megináhersla lögð á tungumálanám en einnig á samfélags- og menningarfræðslu og sjálfstyrkingu. Þátttakendur á námskeiðinu eru 12 konur af 10 þjóðernum sem allar eru tiltölulega nýkomnar til Íslands. Upprunalönd þeirra eru Slóvakía, Bretland, Danmörk, Indland, Shri Lanka, S-Kórea, Tæland, Þýskaland, Holland og Pólland, og andrúmsloftið því afar fjölþjóðlegt.
Mikil ánægja er meðal kvennanna á námskeiðinu en reynt er að mæta fjölbreytileika hópsins í kennslunni sem bæði er hefðbundin og óhefðbundin. Menningarfræðsla á námskeiðinu gengur í báðar áttir, þ.e.a.s. konurnar fræðast um íslenska menningu og miðla einnig af eigin menningu m.a. með kynningu á þjóðbúningum, mat, handverki o.fl.
Kennslan fer fram á morgnanna en þá er einnig í gangi Menntasmiðja kvenna sem samanstendur af hópi 17 íslenskra kvenna. Samvera og samgangur þessara hópa gefur einstaka tengingu inn í nám beggja; þráð sem styrkir víðsýni og fjölbreytileikinn hleypir alltaf krafti í hlutina.
Þetta er í annað sinn sem Alþjóðastofan býður upp á slíkt námskeið en þau eru niðurgreidd af menntamálaráðuneytinu og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Stefnt er að því að námskeiðin verði fastur liður í dagskrá Alþjóðastofunnar.
Alþjóðastofan á Akureyri er verkefni sem unnið er innan Menntasmiðjunnar á Akureyri. Um er að ræða margskonar þjónustu og fræðslu sem í boði er fyrir fólk af erlendum uppruna. Akureyrarbær kostar 50% stöðugildi verkefnisstjóra en sárlega vantar aukningu við þessa hálfu stöðu því að verkefnum í málaflokknum fjölgar stöðugt og fjölmörg mál í brennidepli er varða fólk af erlendum uppruna sem búsett er á Íslandi. Verkefnisstjóri Alþjóðastofunnar er Anna Guðný Guðmundsdóttir, [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarkirkja-65-ara
|
Akureyrarkirkja 65 ára
Í dag, 17. nóvember, eru liðin 65 ár frá vígslu Akureyrarkirkju hinnar nýju. Af því tilefni verður hátíðarmessa í kirkjunni sunnudaginn 20. nóvember klukkan 14.
Í hátíðarmessunni verður frumflutt nýtt tónverk, „Da pacem Domine“ eftir Jón Hlöðver Áskelsson, sem hann samdi að beiðni Listvinafélags Akureyrarkirkju. Verkið er skrifað fyrir kór, orgel og málmblásara. Það er Kór Akureyrarkirkju sem frumflytur verkið en á þessu ári minnist kórinn þess að 60 ár eru liðin frá stofnun hans. Í sumar var flutt önnur gerð af þessu verki á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju af trompetleikurunum Ásgeiri Steingrímssyni og Eiríki Erni Pálssyni og Herði Áskelssyni organista.
Sr. Óskar H. Óskarsson predikar en sr. Svavar A. Jónsson, sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og Valgerður Valgarðsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Að messu lokinni verður Kvenfélag Akureyrarkirkju með kaffisölu og lukkupakkasölu í Safnaðarheimilinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-straeto-a-goturnar
|
Nýr strætó á göturnar
Nýr og fulkominn strætisvagn var tekinn í notkun í dag á Akureyri. Stefán Baldursson, forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, mætti að Ráðhúsinu kl. 10 í morgun og bauð fulltrúum í framkvæmdaráði bæjarins í ökuferð um bæinn.
Stefán vildi nota tækifærið og hvetja bæjarbúa til að nota strætó. Hann bendir á að fastur kostnaður við að reka lítinn bíl er 40-50.000 kr. á mánuði en mánaðarkort í strætó kostar hins vegar aðeins 3.500 kr!
Upplýsingar um akstursleiðir Strætisvagna Akureyrar er að finna hér.
Stífbónaður, nýr strætó, og á skiltinu stendur "Til hamingju Akureyri".
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir, Þóra Ákadóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir á Glerárgötu.
Jakob Björnsson, formaður framkvæmdaráðs, þakkar Stefáni fyrir bíltúrinn um bæinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-midbaer-a-grundvelli-ibuathings
|
Nýr miðbær á grundvelli íbúaþings
Stýrihópur um nýjan miðbæ Akureyrar kynnti tillögur sínar um endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins fyrir umhverfisráði í morgun. Starf stýrihópsins byggir á traustari grunni en flestar hliðstæðar skipulagsáætlanir sem gerðar hafa verið hér á landi. Hugur íbúa til miðbæjarins var kannaður á fjölsóttu íbúaþingi (10% íbúa), helstu niðurstöður þess lágu til grundvallar útboðsgagna í alþjóðlegri hugmyndasamkeppni (barst 151 tillaga frá um 40 þjóðlöndum). Þær tillögur sem verðlaun hlutu í keppninni voru allar í góðum samhljóm við áherslur íbúanna sem fram kom á þinginu.
Smellið á myndina hér til hliðar til að sjá hana í fullri stærð.
Stýrihópurinn fékk það verkefni að fylgja þessum tillögum eftir, taka niðurstöður þingsins skrefi lengra, og leggja raunhæft mat á einstök atriði sem tillögurnar fela í sér. Að flestu leyti hafa verðlaunatillögurnar sem lagðar eru til grundvallar staðist sýruprófið, frekari úrvinnsla skoðun styrkir þá skoðun að þær séu fyllilega raunhæfar í framkvæmd.
Í heild er þetta verkefni tímamótaviðburður í skipulagsmálum hér á landi, framtak sem hefur vakið verulega athygli meðal fagfólks innan lands og utan, enda hefur miklu verið kostað til í tíma og fjármunum.
Auk hefðbundinnar skipulagsgerðar, er í verkefninu leitað nýrra leiða við framsetningu stefnu og ráðstöfun byggingarréttar, með það að leiðarljósi að tryggja heildarsýn í skipulagi miðbæjarins og aðlaðandi umhverfi fyrir íbúa, gesti og atvinnurekstur.
Áherslur sem komu sterkt fram á íbúaþingi og unnið er úr í verðlaunatillögum hugmyndasamkeppninnar og skipulagstillögu stýrihópsins:
Að miðbærinn verði lifandi vettvangur mannlífs og menningar
Áhersla á sól og skjól, byggðin höfð þétt til að ná tilætluðum jákvæðum áhrifum fyrir allt samfélagið og að skapa eftirsóknarverða miðbæjartilfinningu
Efla sérkenni miðbæjarins og það sem gefur miðbæ Akureyrar karakter og gerir hann aðlaðandi fyrir heimamenn og ferðafólk
Bæta umhverfisgæði gatna, torga og bygginga
Skapa skjólsæl og sólrík rými
Endurvekja tengsl miðbæjarins við strandsvæðið og Pollinn
Gera ráð fyrir stórmarkaði í miðbænum
Fjölga íbúum í miðbænum
Styrkja einstaka bæjarmynd miðbæjarins, vinna út frá núverandi byggðamynstri, heldur en að gera ráð fyrir mjög háreistri byggð
Íþróttavallarsvæðið verði áfram að hluta til almannanota, sem e-s konar skemmti- eða fjölskyldugarður – en að jafnframt að gera ráð fyrir íbúðarbyggð á svæðinu
Bæta göngu- og hjólreiðaleiðir innan bæjar
Gera ráð fyrir að Oddeyrartangi þróist yfir í íbúðarbyggð
Uppbygging Glerárgötu – úr þjóðvegi í glæsilega miðborgargötu.
Stýrihópurinn hefur unnið út frá þeirri forsendu að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ með aðlaðandi borgarumhverfi á því tiltölulega afmarkaða svæði sem nú er hjarta miðbæjar Akureyrar. Að þessu leyti telur hópurinn sig hafa verið að framfylgja þeim skilaboðum sem ráða má af niðurstöðu íbúaþings og samkeppni.
Í vinnu stýrihópsins hefur verið horft til mikilvægis þess að uppbygging hefjist innan afmarkaðs svæðis við síki og Ráðhústorg til að ná sem fyrst þeim áhrifum sem stefnt er að varðandi eflingu miðbæjarins og fjölbreytt mannlíf – þar verði staður þar sem maður hittir mann!
Skipulagið gefur kost á tveimur lóðum fyrir stórmarkaði sem liggja vel við helstu umferðaræðar. Þeir munu styrkja með staðsetningu sinni aðra starfsemi og uppbyggingu í miðbænum og njóta góðs af nálægð við íbúðir og starfsemi í miðbænum.
Gert er ráð fyrir íbúðarbyggð og grænum svæðum á íþróttavallarvallarsvæðinu í framtíðinni sem styðja munu ennfrekar við uppbyggingu og eflingu miðbæjarins til lengri tíma litið.
Tillagan sem unnið er út frá (pdf-skjal).
Næstu skref í skipulagsvinnu:
Kynnt umhverfisráði 18. nóvember
Tillaga til afgreiðslu í umhverfisráði til kynningar 23. nóvember
Opið hús frá laugardegi 26. nóvember til 2. desember
Tillaga til afgreiðslu í umhverfisráði 5. desember
Tillaga um samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 6. desember
Kynning í janúar á skipulagstillögu fyrir almenning
Aðalskipulagsbreyting til staðfestingar af ráðherra í marslok
Verkefni í gangi
Kynning á þróunarmöguleikum í miðbænum í því skyni að laða að fjárfestingar og starfsemi
Vinna við deiliskipulagsgerð fyrir síkið, Glerárgötu og fleiri reiti er hafin
Framkvæmdir geta hafist fyrir síkið og fleiri reiti 2006
Gerð leiðbeininga um lita- og efnisval í miðbænum
Könnun á nýtingu lýsingar til að efla sérkenni og aðdráttarafl miðbæjar og gerð leiðbeininga þar um
Gerð leiðbeininga um göturými, þar sem útfærð er hönnun gatna, varðandi efnisnotkun, götugögn, lýsingu, gróður ofl.
Gerð áætlunar um samþættingu menningarviðburða og kynningarstarfsemi miðbæjarins
Endurhönnun gatna og torga í miðbænum í tengslum við reglubundið viðhald og endurnýjun yfirborðs gatna
Gerð framkvæmdaáætlunar um stíga og græna geira sem tengjast miðbænum
Uppkaupasjóður og “hlutafélög” um uppbyggingu á einstökum reitum
Framtíðarsýn um uppbyggingu í miðbæ
Skipulag miðbæjar Akureyrar endurspeglar ásetning bæjaryfirvalda um að miðbærinn verði þungamiðja mannlífs og menningar á Akureyri jafnt sem á Norðurlandi öllu. Byggingar í miðbænum mynda aðlaðandi borgarumhverfi og bæjarrými sem einkennast af góðri byggingarlist þar sem tekið er tillit til minja og sögu, landslags og nálægðar við sjóinn. Þar er helsti vettvangur samverustunda og hátíðahalda bæjarbúa.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/byggdakvoti-fyrir-hrisey
|
Byggðakvóti fyrir Hrísey
Á grundvelli reglugerðar frá sjávarútvegsráðuneytinu hefur nú verið úthlutað 4.010 þorskígildislestum til stuðnings byggðarlögum í landinu. Ákveðið var að 107 þorskígildislestum skyldi úthlutað til Hríseyjar fyrir fiskveiðiárið 2005-2006.
Bæjarráð Akureyrar samþykkti reglur um úthlutun byggðakvóta 27. október sl. sem voru síðan staðfestar af sjávarútvegsráðuneytinu 11. nóvember. Á grundvelli þeirra gefst hlutaðeigandi aðilum kostur á að sækja um byggðakvóta til 1. desember nk.
Við gerð úthlutunarreglna var stuðst við þær reglur sem sveitarfélög settu fram á síðasta fiskveiðiári til úthlutunar byggðakvóta sem og eldri reglur frá Hrísey.
Afla sem úthlutað er á grundvelli byggðakvóta úthlutunar Akureyrarkaupstaðar er skylt að vinna í Hrísey. Það telst vinna þegar afli er fullunnin í fiskvinnslum í Hrísey.
Umsókn um byggðakvóta skal skilað á skrifstofur Akureyrarkaupstaðar fyrir 1. desember 2005. Einnig má skila umsókn á netfangið [email protected]
Með umsókn um byggðakvóta skal fylgja staðfesting fiskverkunar í Hrísey um að afli verði unninn þar. Gerð skal grein fyrir á hvaða tímabili umsækjandi hyggst veiða/landa úthlutuðum byggðakvóta. Jafnframt skulu tilgreindar upplýsingar um hve mikið af aflaheimildum umsækjandi hyggst leggja á móti byggðakvóta. Öllum afla samkvæmt þessari grein skal landað fyrir lok fiskveiðiárs.
Rétt til úthlutunar byggðakvóta hafa skip sem skráð hafa verið með heimahöfn í Hrísey árið 2005 eða skip sem lönduðu afla sínum þar á því ári. Miðað er við skráningu Fiskistofu þann 24. október 2005.
Bátum sem úthlutað er byggðakvóta er skylt að leggja til aflaheimildir að lágmarki til jafns við úthlutaðan byggðakvóta sem einnig verði unninn í fiskvinnslu í Hrísey og skoðast móttekin umsókn sem staðfesting viðkomandi á því að það verði gert.
Fullnægi fleira en eitt skip þessum skilyrðum skal byggðakvótanum skipt að 1/3 jafnt á öll skip sem uppfylla skilyrði 4. gr. og 2/3 í hlutfalli við þær aflaheimildir sem umsækjandi/skip leggur til í umsókninni.
Við verðlagningu afla til fiskvinnslna í Hrísey skal að lágmarki greiða viðmiðunarverð Verðlagsstofu skiptaverðs fyrir þorsk, ýsu og karfa, en fyrir aðrar tegundir sambærilegt verð og algengast er á viðkomandi landssvæði að teknu tilliti til stærðar og gæða.
Aflaheimild er ekki framseljanleg og skulu hlutaðeigendur afsala sér þeim fyrir 15. júní 2006 geti þeir ekki farið að þeim reglum sem um ráðstöfunina gilda. Heimilt er að skipta út tegundum, en úthlutaður byggðakvóti skal alltaf vera sá sami í þorskígildum.
Þann 10. ágúst 2006 skulu útgerðir þeirra skipa sem úthlutað fá byggðakvóta samkvæmt þessum reglum skila inn skýrslu til Akureyrarbæjar um nýtingu hans. Verði skýrslu ekki skilað eða ákvæðum þessara reglna um löndun afla ekki fylgt geta viðkomandi bátar átt á hættu að fá ekki úthlutaðan byggðakvóta komi til slíkrar úthlutunar síðar.
Um úthlutunina gilda að öðru leyti ákvæði reglugerðar nr. 722/2005, um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosin-tendrud-a-jolatrenu-fra-randers
|
Ljósin tendruð á jólatrénu frá Randers
Laugardaginn 26. nóvember verður kveikt á ljósunum á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Athöfnin verður á Ráðhústorgi og hefst kl. 16.00.
Dagskrá:
Kl. 16.00 Lúðrasveit Akureyrar leikur létt lög
Kl. 16.10 Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja nokkur jólalög
Kl. 16.20 Ávörp:
Preben Smed, aðstoðarborgarstjóri í Randers
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar
Kveikt á trénu
Kl. 16.30 Söngatriði
Kl. 16.40 Jólasveinar mæta á svæðið, taka lagið og gengið verður í kringum jólatréð
Kl. 16. 50 Dagskrá lokið
Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna á torgið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ad-neyta-eda-njota-jolanna
|
Að neyta eða njóta jólanna?
Fjölskylduráð vill hvetja til umræðu um jólahald íslenskra fjölskyldna og stendur því fyrir tveimur fundum undir yfirskriftinni: Að neyta eða njóta jólanna.
Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um að jólin, sem eiga að vera tími helgi og samveru, hafi orðið neyslunni að bráð. Gerðar séu miklar kröfur til umgjarðar jólahaldsins og að jólin hafi jafnvel snúist upp í andhverfu sína þannig að þau einkennist af kvíða og áhyggjum.
Til að vekja umræðu um hvernig fjölskyldur fái best notið jólanna á eigin forsendum hefur fjölskylduráð fengið til liðs aðila sem munu ræða nútíma jólahald frá ýmsum sjónarhornum. Fundirnir verða haldnir samtímis í Iðnó í Reykjavík og í Nýja bíói á Akureyri fimmtudaginn 24. nóvember frá kl. 9-10.
Dagskrá morgunfundarins á Akureyri er þessi:
Jólaminningar. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri.
Jólin sem breyttust. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík og fulltrúi í fjölskylduráði.
Fæðingarorlof fyrir jólin - undirbúningur fjölskyldunnar. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur á Akureyri.
Fundarstjóri verður Soffía Gísladóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY og fulltrúi í fjölskylduráði.
Á boðstólum verða kaffi og kleinur í boði ráðsins. Allir eru velkomnir.
Á heimasíðunni www.fjolskylda.is hefur verið sett upp síðan Áhrifaríkar jólaminningar. Þangað gefst öllum kostur á að senda inn jólaminningar sínar. Tekið verður á móti jólaminningum til síðasta dags jóla.
Fjölskylduráð hvetur fjölskyldur landsins til að skapa góðar jólaminningar og leggja meiri áherslu á samveru fjölskyldunnar en að eltast við óþarfa neyslu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/songvakeppni-felagsmidstodvanna
|
Söngvakeppni félagsmiðstöðvanna
Söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Akureyri verður haldin í félagsmiðstöðinni Undirheimum í Síðuskóla föstudagskvöldið 25. nóvember nk.
Þátttakendur eru unglingar úr öllum grunnskólum bæjarins á unglingastigi, 8., 9. og 10. bekkur. Skráning fer fram hjá umsjónarmönnum félagsmiðstöðvanna. Húsið opnar kl. 19.30 og DJ-Pétur spilar til kl. 23.30. Búast má við góðri stemmningu og miklu fjöri. Spennandi verður að vita hver kemst áfram í stóru Söngkeppnina sem haldin verður eftir áramót. Aðgangur er ókeypis.
Myndin er frá Söngkeppni framhaldsskólanna 2003.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-skipafelag-i-burdarlidnum
|
Nýtt skipafélag í burðarliðnum
Nýtt íslenskt skipafélag er í burðarliðnum og hyggur félagið á reglulega fragtflutninga á milli Eyjafjarðar og Evrópu snemma á næsta ári. Viðræður við væntanlega fjárfesta standa yfir en Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir fjármögnun langt komna.
"Þar sem eigendahópurinn er ekki fullmótaður er of snemmt að gefa upp hverjir eigendurnir eru en þó get ég sagt að þeir verða bæði norskir og íslenskir. Skipafélagið verður skráð á Íslandi og með höfuðstöðvar á Akureyri en hugsanlegt er að afgreiðslustaðir verði einnig á öðrum þéttbýlisstöðum á Eyjafjarðarsvæðinu," segir Magnús.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur á yfirstandandi ári skoðað leiðir til að lækka flutningskostnað fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu og auka þar með samkeppnishæfni þeirra. Niðurstaða atvinnuþróunarfélagsins er að vænlegast sé að koma upp beinum flutningum á milli Norðurlands og helstu markaða í Evrópu, en Magnús segir að um 20 prósent af öllum útflutningi Íslendinga komi frá Eyjafjarðarsvæðinu.
"Með tilkomu skipafélagsins geta fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu, sem standa í inn- og útflutningi, lækkað flutningskostnað sinn verulega því ekki verður nauðsynlegt að aka vörum í stórum stíl á milli höfuðborgarsvæðisins og Norðurlands," segir Magnús.
Til að halda stofnkostnaði niðri er gert ráð fyrir að skipafélagið taki á leigu fimm til sex þúsund tonna gámaflutningaskip sem flutt geti á bilinu fjögur til fimmhundruð gáma í senn.
"Til að tryggja lág flutningsgjöld verður kostnaði og yfirbyggingu félagsins haldið í lágmarki en þess þó gætt að félagið hafi fjárhagslega burði til að halda úti skiparekstri með litlum tekjum fyrstu árin.
Áfangastaðir félagsins erlendis verða væntanlega í Bretlandi, Danmörku og Hollandi og til að byrja með verður siglt tvisvar í mánuði á milli allra áfangastaðanna," segir Magnús.
Frétt af www.visir.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-breyttu-skipulagi-midbaejar-akureyrar-endurskodun-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018
|
Aðalskipulag Akureyrar 2005 – 2018
Aðalskipulag Akureyrar 2005 – 2018, sem hér er lagt fram, er það fimmta í röðinni frá því fyrsta aðalskipulag bæjarins var samþykkt árið 1927. Áfram er unnið með þær áherslur sem lagt var upp með í aðalskipulaginu frá 1998 um sjálfbæra þróun og umhverfisstefnu í anda Staðardagskrár 21. Andi þeirrar dagskár svífur yfir vötnum þessa nýja aðalskipulags. Sterk áhersla er á að tryggja rétt komandi kynslóða til sömu lífsgæða og við njótum nú.
Aðalskipulag er langtímaverkefni og rammi um framtíðarþróun bæjarfélagsins. Einkenni þessa aðalskipulags umfram önnur, sem fram hafa komið, er hin víðtæka aðkoma bæjarbúa að mótun þess og þróun. Aldrei hafa jafn margir komið að vinnu við aðalskipulag Akureyrar sem nú. Verkefnið „Akureyri í öndvegi" gerði það að verkum að mikill fjöldi bæjarbúa hafði á því skoðun og kom að stefnumótun og þróun skipulagsins. Því ber að fagna sérstaklega. Aldrei hafa jafn margir haft skoðun á vinnu þessari og komið skoðunum sínum á framfæri. Það leiddi til þess að aðalskipulagstillagan var lögð fram að nýju eftir að gerðar voru á henni verulegar breytingar frá fyrri auglýsingu. Íbúalýðræðið hefur því fengið að njóta sín við gerð þessa aðalskipulags sem aldrei fyrr.
Aðalskipulagið 2005 - 2018 hefur einkenni þeirrar velmegunar og hröðu þróunar sem á Akureyri er nú um stundir. Uppbygging íbúða í Naustahverfi á suðurhluta brekkunnar og þróun athafnasvæðis til norðurs í Nesjahverfi er áberandi. Tengibrautanetið er að mestu komið í þann farveg sem þarf til að tryggja samgöngur með öruggum og hagkvæmum hætti um sveitarfélagið. Uppbygging miðbæjar og svæða fyrir verslun, þjónustu og iðnaðarfyrirtæki setur einnig sterkan svip á aðalskipulagið nú. Stefnumörkun í umhverfismálum með sérstakri áherslu á verndarsvæði setur jákvæðan og vistvænan svip á verkið og er það vel.
Framtíð Akureyrar er björt en ljóst er að landrými innan núverandi bæjarmarka er á þrotum. Langtímamarkmið skipulagsyfirvalda í framhaldi af þessu aðalskipulagi verður að tryggja bænum okkar aðstæður til áframhaldandi þróunar og stækkunar.
Ég þakka öllum þeim sem komu að vinnu við þetta verk en sérstaklega þakka ég bæjarbúum mikinn áhuga og sterka aðkomu að gerð þessa aðalskipulags. Það er von mín að aðalskipulagið stuðli að enn frekari þróun Akureyrar til lengri tíma litið.
14. september 2006
Jón Ingi Cæsarsson, formaður umhverfisráðs
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Greinargerð með samþykktum breytingum til ágúst 2014
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur með samþykktum breytingum til október 2015
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur með samþykktum breytingum til ágúst 2014
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur A3 (pdf)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur A4 (pdf)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur (jpg)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur A3 (pdf)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur A4 (pdf)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur (jpg-mynd)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Greinargerð, september 2006 (pdf)
Staðfestingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 15. desember 2006 staðfest aðalskipulag Akureyrar 2005-2018.
Uppdrættir og greinargerð hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt aðalskipulagsáætlunina og Skipulagsstofnun afgreitt hana til staðfestingar.
Aðalskipulagið öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 frá 4. september 1998, með síðari breytingum. Ráðherra hefur veitt undanþágu frá ákvæðum laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, sbr. 3. mgr. 13. gr.
Umhverfisráðuneytinu, 15. desember 2006.
Jónína Bjartmarz
Samþykkt aðalskipulags 2005-2018 (undirskriftir)
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskolar-hlutu-vidurkenningu
|
Leikskólar hlutu viðurkenningu
Framkvæmdastjórn Akureyrarbæjar veitti leikskólum Akureyrarbæjar sérstaka viðurkenning fyrir framúrskarandi faglegt starf og góða þjónustu við bæjarbúa við athöfn á Listasafninu á Akureyri í gær, föstudaginn 25. nóvember.
Að tilstuðlan skólanefndar Akureyrarbæjar var í janúar á þessu ári gerð skoðanakönnun meðal foreldra leikskólabarna og 86% foreldra tóku þátt í henni. Niðurstaða könnunarinnar var sú að 95% foreldra sögðust vera ánægð með leikskóla barna sinna, 92% sögðu að leikskólinn mætti þörfum barna sinna og 76% foreldra sögðust taka þátt í starfi leikskólanna og eiga samstarf við þá. Niðurstöður úr lífskjarakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Akureyrarbæ eru samhjóma. Þar sögðu 95,7% aðspurðra að þeir teldu að leikskólarnir veittu góða þjónustu og 78,5% sögðu að það væri auðvelt að fá leikskólapláss hér á Akureyri.
Leikskólar Akureyrarbæjar hafa verið í mjög örri þróun undanfarin ár. Mikil gróska og hugmyndaauðgi er í leikskólastarfinu og mannauðurinn er mikill. Allir leikskólarnir eru búnir að vinna sína skólanámskrá og hafa komið sér upp ítarlegri heimasíðu. Leikskólarnir gera starfsáætlun fyrir hvert ár og einnig endurmenntunaráætlun fyrir starfsmennina. Leikskólastjórar hafa komið að vinnu við gerð fjárhagsáætlana undanfarin ár og eru mjög meðvitaðir um að nýta skynsamlega það fjármagn sem veitt er til leikskólanna. Þeir hafa fylgst mjög vel með rekstrinum, sem hefur skilað sér í því að niðurstöður síðustu ára hafa verið afar góðar. Þess vegna hlutu leikskólarnir viðurkenningu.
Leikskólastjórar þeirra þrettán leikskóla sem sveitarfélagið Akureyarbær rekur.
Leikskólastjórarnir með bæjarstjóra og fullrúum skóladeildar á öllum aldri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/framkvaemdir-samkvaemt-aaetlun
|
Framkvæmdir samkvæmt áætlun
Framkvæmdir við hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri ganga samkvæmt áætlun. Uppsteypu er nú lokið og er unnið við að loka þaki. Áætlað er að byggingin verði útibyrgð fyrir áramót.
Í byggingunni verður hjúkrunarheimili með 60 einstaklingsherbergjum, eldhús, matsalur og búningsaðstaða fyrir starfsmenn.
Verkkaupi er heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Akureyrarbær. Öldrunarstofnun Akureyrar mun reka starfsemina. Arkitekt er Arkitekur.is og verkfræðihönnuðir VST hf. á Akureyri. Umsjón hefur Framkvæmdasýsla ríkisins. Verktaki er Tréverk ehf.
Frétt af heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsklukkunni-hringt
|
Íslandsklukkunni hringt
Fimmtudaginn 1. desember nk. kl. 16-18 verður boðið upp á hátíðardagskrá í Háskólanum á Akureyri til heiðurs fullveldinu.
Meðal þeirra sem að dagskránni koma að þessu sinni eru Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sem flytur erindi undir yfirskriftinni „Fullveldi og fjölmiðlun“, Finnur Friðriksson, aðjúnkt við kennaradeild sem flytur erindi undir yfirskriftinni „Málfarslegar breytingar: böl eða bót?,“ Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar sem hringir Íslandsklukkunni á Sólborg fimm sinnum fyrir árið 2005 og María Sigríður Jónsdóttir, listmálari sem opnar listsýningu á bókasafni. Auk þessa verður boðið upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum á Akureyri, barnasöng sem Snorri Guðvarðsson stjórnar við Íslandsklukku og léttar kaffiveitingar í kaffiteríu.
Akureyrarbær afhenti Háskólanum á Akureyri Íslandsklukkuna til afnota við hátíðlega athöfn 1. desember árið 2001. Síðan þá hefur henni verið hringt 1. desember árlega, einu sinni fyrir hvert ár umfram árið 2000. Þetta er því í fimmta sinn sem Íslandsklukkunni er hringt og boðið er upp á menningardagskrá í tengslum við það. Íslandsklukkan er listaverk eftir Kristinn E. Hrafnsson en hann sigrað samkeppni sem Akureyrarbær efndi til í tilefni aldamótanna 2000 og þess að þá voru þúsund ár liðin frá kristnitöku og fyrstu ferðum Íslendinga til Norður-Ameríku. Dagskráin fer fram í stofu L201 á Sólborg, við Íslandsklukkuna, í kaffiteríu á Sólborg og á Bókasafni Háskólans á Akureyri. Allir eru velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikar-fyrir-maedrastyrksnefnd
|
Tónleikar fyrir Mæðrastyrksnefnd
Sunnudaginn 4. desember verða haldnir tónleikar í Brekkuskóla á Akureyri til styrktar Mæðrarstyrksnefnd Akureyrar. Kvennakór Akureyrar heldur tónleikana ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju og Karlakór Eyjafjarðar. Á efnisskrá kóranna verða jólalög og önnur þekkt lög sem eiga vel við á þessum árstíma. Þetta er í þriðja skiptið sem tónleikar sem þessir eru haldnir. Í fyrra safnaðist vel og er það einlæg von kóranna að fólk sjái sér fært að eiga notalega stund í Brekkuskóla og styrki um leið mjög gott málefni.
Stjórnendur kóranna eru: Arnór Brynjar Vilbergsson, Eyþór Ingi Jónsson, og Petra Björk Pálsdóttir. Undirleikarar eru: Eyþór Ingi Jónsson, Arnór Brynjar Vilbergson, Snorri Guðvarðsson, Stefán Ingólfsson og Halli Gulli. Kynnir er Snorri Guðvarðsson.
Verð aðgöngumiða er að lágmarki 1.000 kr. fyrir fullorðna en ekkert gjald er fyrir börn. Frjáls framlög eru einnig vel þegin. Í lok tónleikanna verður afraksturinn óskiptur færður Mæðrastyrksnefnd því allt tónlistarfólkið og aðrir sem að málinu koma leggja sitt af mörkum til að styrkja þetta málefni.
Tónleikarnir hefjast kl. 15:00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kostnadur-minnstur-a-hvern-nema-i-haskolanum-a-akureyri
|
Kostnaður minnstur á hvern nema í Háskólanum á Akureyri
Kostnaður á hvern háskólanema er lægstur við Háskólann á Akureyri af öllum háskólum á Íslandi. Það kemur fram í bréfi Ríkisendurskoðunar til fjárlaganefndar Alþingis þar sem samanburður var gerður á níu íslenskum háskólum árin 2003 og 2004.
Í fyrra var kostnaður á hvern nema 651 þúsund kr. á Akureyri, 720 þúsund við Háskólann í Reykjavík og 856 þúsund við Háskóla Íslands. Ríkisendurskoðun vekur þó athygli á því að sumir háskólanna séu einkareknir og starfsemi þeirra sé að stærri hluta fjármögnuð með skólagjöldum en annarra.
Einnig sé framboð, stærð og samsetning kennslugreina og umfang rannsókna misjöfn milli skóla og háskólar sem heyri undir landbúnaðarráðuneytið búi við annað fjármögnunarkerfi.
Frétt af www.mbl.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/matvaelarannsoknastofnun-nordur
|
Matvælarannsóknastofnun norður
Forsvarsmenn KEA hafa með bréfi dagsettu 29. nóvember óskað formlega eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, til að ræða möguleika á því með hvaða hætti KEA gæti stutt uppbyggingu á Matvælarannsóknastofnun að hluta eða öllu leyti á félagssvæði KEA.
Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram frumvarp á Alþingi um Matvælarannsóknarstofnun. Stjórn KEA hefur með bókun frá 28. apríl sl. lýst vilja til að taka þátt í undirbúningi og kostnaði við flutning opinberra stofnana og útvistun einstakra verkþátta á vegum ríkisstofnana og ráðuneyta til félagssvæðis KEA.
Til stendur að stofna hlutafélag um rekstur Matvælarannsóknastofnunar og hefur KEA áhuga á að skoða fjárfestingu í því félagi auk þess að skoða ýmsa aðra aðkomu að verkefninu. Þá hefur KEA einnig áhuga á því að útvega og eiga húsnæði fyrir Matvælarannsóknastofnun gegn langtímaleigusamningi.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Iðntæknistofnun, sem munu tengjast hinni nýju Matvælarannsóknarstofnun, eru nú þegar með starfsemi á Akureyri í nánu sambýli við Háskólann á Akureyri. Matvælarannsóknastofnun væri vel sett á félagssvæði KEA, því auk öflugs og vaxandi háskólaumhverfis eru burðarásar atvinnulífsins á svæðinu á sviði matvæla hvort sem um er að ræða framleiðslu tengda sjávarútvegi eða landbúnaði.
Frétt af www.kea.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/matur-og-tonar
|
Matur og tónar
Litlar freistingar er yfirskrift mánaðarlegra hádegistónleika Tónlistarfélags Akureyrar í Ketilhúsinu. Þessir viðburðir hafa hlotið mikið lof þeirra sem notið hafa í haust. Á föstudag klukkan 12.15 kemur Hymnodia – Kammerkór Akureyrarkirkju fram á hádegistónleikum og flytur tónlist eftir bandaríska höfunda. Einar Geirsson landsliðskokkur framreiðir létta rétti í stíl við tónlistina.
Tvö kórverk eftir bandarísk tónskáld eru uppistaðan í efnisskránni á föstudag. Annars vegar er verkið Pilgrims’ Hymn eftir Stephen Paulus sem fæddur er 1949 við ljóð eftir Michael Dennis Browne. Hins vegar verður flutt magnað verk eftir ungt tónskáld, Eric Whitacre sem fæddur er 1970. Verkið er samið við enska þýðingu á ljóði eftir Octavio Paz, seiðandi tónlist með mögnuðum áhrifum þar sem hlustendur heyra beinlínis vatnið seytla, niða, streyma og jafnvel fossa fram. Þá verður flutt athyglisverð útsetning eftir einn kórfélaganna, Michael Jón Clarke, á þekktum negrasálmi og loks flytur Hymnodia kórspuna sem leysist upp í þekktu jólalagi.
Á árinu 2004 minntist Hymnodia 300 ára ártíðar franska barroktónskáldsins M.A. Charpentiers með því að syngja nokkur verka hans. Í sumar hélt kórinn tónleika á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju og endurtók sömu efnisskrá í Vinaminni á Akranesi í september. Hymnodia hefur einbeitt sér að flutningi barokktónlistar. Stjórnandinn, Eyþór Ingi Jónsson, er sérmenntaður á því sviði. Auk barokktónlistar leitast kórinn við að kynna nýja tónlist, ekki síst tónlist sem tengist Akureyri. Efnisval Hymnodiu hefur á margan hátt verið óvenjulegt. Meðal annars tileinkar kórinn sér spunaformið, leikræn tilþrif og hressilega framkomu með óvenjulegum viðburðum. Kórinn ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og stefnir að því að skipa sér í fremstu röð kóra á Íslandi. Meðal verkefna í vetur eru auk tónleikanna í dag tónleikar á Myrkum músíkdögum í febrúar, bæði í Langholtskirkju í Reykjavík og Laugarborg í Eyjafirði. Kórinn hefur einnig ákveðið að flytja eitt stærsta kórverk 17. aldar, hið stórkostlega verk Membra Jesu Nostri eftir þýska tónskáldið Dietrich Buxtehude, skrifað fyrir kór, fimm einsöngvara og litla hljómsveit. Frá Svíþjóð koma sérhæfðir barrokhljóðfæraleikarar ásamt hinni frábæru barokksöngkonu Önnu Zander til að flytja verkið með kórnum. Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju laugardaginn 1. apríl 2006 og í Hallgrímskirkju í Reykjavík sunnudaginn 2. apríl.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/slokkvilid-akureyrar-100-ara
|
Slökkvilið Akureyrar 100 ára
Næstu daga stendur mikið til því Slökkvilið Akureyrar verður 100 ára þann 6. desember en þann dag árið 1905 skipaði Bæjarstjórn Akureyrar fyrsta slökkviliðsstjórann fyrir Slökkvilið Akureyrar. Af því tilefni verður ýmis dagskrá næstu daga.
Á fimmtudag var sviðsett umferðarslys þar sem bæjarbúum gafst kostur á að fylgjast með störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á vettvangi.
Á föstudag verður hópakstur allra tækja slökkviliðsins sem endar við Torfunesbryggju þar sem sett verður upp vatnssýning. Á laugardag verður síðan formleg afmælisathöfn kl. 13 þar sem m.a. verður opnuð ný heimasíða slökkviliðsins, www.slokkvilid.is, auk þess sem kynntur verður nýr bæklingur sem ber nafnið "Eftir áfallið". Bæklingurinn er til leiðbeiningar fyrir fólk sem lent hefur í eldsvoða eða eignatjóni. Hann er gefinn út af Slökkviliðinu í samvinnu við tryggingarfélögin sem studdu gerð hans með mjög myndarlegum hætti. Frá kl. 13.30-16 verður síðan opið hús þar sem ýmis dagskrá verður í gangi.
Nánari um dagskrána:
Föstudagur 2. desember kl. 17: Hópakstur um bæinn á öllum tækjum slökkviliðsins. Endað við Torfunef (og á planinu við Átak). Þar verður nokkurs konar "vatnssýning".
Laugardagur 3. desember kl. 13: Formlegheit vegna afmælis, m.a. opnun nýrrar heimasíðu og kynning á nýjum bækling fyrir þolendur áfalla af völdum elds eða vatns.
Laugardagur 3. desember frá kl. 13.30 til 16: Opið hús í Slökkvistöðinni við Þórsstíg. Það sem verður í boði er meðal annars:
Kynning á nýrri heimasíðu slökkviliðsins og nýjum bæklingi fyrir þolendur áfalla.
Búnaður sýndur, björgunarbúnaður, vatnabjörgun, efnaköfun o.fl.
Myndasýning á skjá (gamlar myndir).
Sjúkraflug , "sjúkraflutningaskólinn" með kynningu á sinni starfsemi.
Körfubíll (Volvo), stillt upp á plani og fólki boðið í lyftuferð
Klifur eða sig (björgun)
Reykköfun og sýning á búningum liðsins.
Eldvarnareftirlit , "sýnikennsla" eða fólk fær að prufa að slökkva í potti með loki eða teppi, einnig sýnikennsla á notkun slökkvitækja t.d. 2-3 svar sinnum yfir daginn.
Veitingar í boði nokkurra fyrirtækja á Akureyri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hannes-hafstein-i-samkomuhusinu
|
Hannes Hafstein í Samkomuhúsinu
Í tilefni af útkomu nýrrar ævisögu Hannesar Hafstein, Ég elska þig stormur eftir Guðjón Friðriksson, verður efnt til dagskrár til heiðurs Hannesi á afmælisdegi hans, sunnudaginn 4. desember, í Samkomuhúsinu á Akureyri.
Þar syngir Örn Birgisson lög við kvæði Hannesar, leikararnir Þráinn Karlsson og Álfrún Örnólfsdóttir lesa kvæði hans og úr bréfum hans og Guðjón Friðriksson flytur erindi um skáldið, ráðherrann, þingmanninn og sýslumanninn Hannes Hafstein.
Það á einstaklega vel við að slík dagskrá sé haldin á Akureyri því Hannes var fæddur Eyfirðingur og þingmaður Eyfirðinga mest alla sína stjórnmálatíð. Afmælisdag Hannesar ber upp á 4. desember, en þann dag árið 1861 fæddist hann á Möðruvöllum í Hörgárdál og hefði því orðið 144 ára.
Bókin Ég elska þig stormur eftir Guðjón Friðriksson greinir frá ævi Hannesar og varpar með nýjum heimildum ljósi á manninn, skáldið og stjórnmálamanninn.
Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem ein besta fræðibók ársins 2005.
Dagskráin í Samkomuhúsinu hefst klukkan 15.00 sunnudaginn 4. desember og er aðgangur ókeypis og öllum heimill svo lengi sem húsrúm leyfir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-veitir-styrki
|
KEA veitir styrki
Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega athöfn í Listasafninu á Akureyri í dag, að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni hlutu 26 einstaklingar og félagasamtök styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð 4.250.000 kr.
Úr almenna flokknum hlutu eftirfarandi 150 þúsund kr. styrk:
Tónræktin ehf. til þróunar á tónlistarkennslu barna á aldrinum 4-6 ára.
Tónlistarfélag Akureyrar vegna vetrardagskrár félagsins.
Leikklúbburinn Krafla í Hrísey, til uppsetningar á leikverki
Dóróthea Jónsdóttir, Eyjafjarðarsveit, til að byggja upp markaðstorg fyrir íslenskt handverk á netinu.
Bjarni E. Guðleifsson - vegna útgáfu sinnar fyrstu bókar í ritaröðinni “Náttúruskoðaranum” sem inniheldur ýmsan almennan fróðleik úr náttúrunni.
Nedjelkja Marijan frá Serbíu, vegna útgáfu ljóða sinna sem segja frá lífi hennar. Nedjelkja flutti til Akureyrar árið 2002.
Hafdís Ó. Ólafsson til að koma upp úra- og gullsmíðasafni á Siglufirði.
Nonnahús vegna útgáfu kynningarbæklinga ætlaða erlendum ferðamönnum.
Jóhann Daníelsson frá Dalvík, vegna söfnunar á ýmsum heimildum um líf og starf fólks í Svarfaðardal á síðustu öld.
Sögufélag Svalbarðsstrandar, vegna söfnunar gamalla heimilda, sérstaklega myndefnis er tengist Svalbarðsströnd.
Listalíf ehf. - vegna gerðar heimildarmyndar um Sverri Hermannsson, húsasmíðameistara og safnara.
Eftirtaldir hlutu styrk að upphæð 100 þúsund kr. hver:
Leikmenn meistaraflokks KA í handknattleik vegna þátttöku þeirra í Evrópukeppni félagsliða.
Knattspyrnufélag Siglufjarðar, vegna Pæjumótsins sem haldið er ár hvert á staðnum.
Handknattleiksdeild Þórs, til reksturs deildarinnar.
Erling Þorgrímsson frá Húsavík, til að halda vímuefnalausa tónleika fyrir ungt fólk.
Skapti Hallgrímsson tekur við styrk fyrir hönd handknattleiksdeildar Þórs.
Ungir afreksmenn, styrkir að upphæð 200 þúsund kr. hver:
Inga Steinunn Helgadóttir, hún tók þátt í Alþjóðlegu Ólympíuleikunum í stærðfræði sl. sumar. Inga stundar nú nám í efnafræði í Þýskalandi.
Arnar Þór Stefánsson, tók þátt í Ólympíuleikunum í efnafræði sl. sumar, Arnar stundar nú nám í efnafræði við Háskóla Íslands með áherslu á verkfræði .
Jón Ingi Hallgrímsson, vegna æfingaferða með U-20 ára landsliði Íslands í íshokkí. Jón Ingi er tvímælalaust í fararbroddi íslenskra íþróttamanna í sinni grein.
Sigfús Fossdal, kraftlyfingamaður. Sigfús er tvöfaldur Íslandsmeistari og Norðurlandameistari unglinga, hann varð fjórði á Heimsmeistaramóti unglinga í Bandaríkjunum á liðnu hausti.
Víkingur Þór Björnsson, skíðamaður. Hann keppir fyrir hönd Skíðafélags Akureyrar, en er nú búsettur í Noregi. Víkingur er í fremstu röð skíðamanna í sínum aldursflokki.
Kristján Uni Óskarsson, skíðamaður frá Ólafsfirði. Kristján Uni hefur verið einn besti skíðamaður landsins síðustu ár.
Ásta Björk Ingadóttir, skíðamaður frá Akureyri. Ásta Björk hefur keppt með unglingalandsliði Íslands á skíðum um árabil. Hún er ótvírætt í hópi bestu skíðamanna landsins.
Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðamaður frá Akureyri. Dagný Linda hefur lengi verið í fararbroddi íslenskra skíðamanna. Hún er margfaldur Íslandsmeistari og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðlegum mótum.
Jón Viðar Þorvaldsson, skíðamaður frá Akureyri. Jón Viðar varð Íslands- og bikarmeistari í flokki 1314 ára unglinga árið 2004 og keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum æskunnar sl. vetur. Hann er nú staddur í Noregi við æfingar og keppni.
Óðinn Guðmundsson, skíðamaður frá Akureyri. Óðinn tók þátt í heimsmeistaramóti unglinga í alpagreinum í febrúar sl. og er án vafa í fremstu röð skíðamanna í sínum aldursflokki.
Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðamaður frá Ólafsfirði. Elsa hefur unnið til fjölmarga Íslandsmeistaratitla á skíðagönguferli sínum. Hún er ótvírætt í allra fremstu röð íslenskra skíðamanna og keppir nú ötullega að því að vinna sér sæti á Vetrar-Ólympíuleikunum í vetur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aevintyrid-um-augastein
|
Ævintýrið um Augastein
Hin margrómaða jólaleiksýning Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson verður sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri nú fyrir jólin. Sýningarnar á Akureyri verða dagana 10. – 11. desember.
Enn eru nokkur sæti laus á sýningarnar – en fyrstir koma, fyrstir fá. Sýningin var sett upp af leikhópnum Á senunni. Barnabókin Ævintýrið um Augastein fékk glimrandi viðtökur fyrir jólin 2003 og seldist í þúsundum eintaka.
Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002 og í Reykjavík 2003. Verkið er leikið af höfundi og það byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina. Sveinarnir skrýtnu eru skíthræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og Jólakattarins áður en jólin ganga í garð?
Miðasala er hjá LA í síma 4 600 200 eða á heimasíðunni, www.leikfelag.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/einstakt-vedurfar
|
Einstakt veðurfar
Undanfarna daga hefur verið stillt veður og kalt á Akureyri. Þá stígur eins konar hrímþoka upp af Polllinum og leggst yfir mestallan bæinn. Þokan skilur eftir sig hárfínar ísnálar á trjám og greinum.
Birtan hefur að sama skapi verið einstök þrátt fyrir að nú sé mesta skammdegið og vetrarsólstöður eftir fáeina daga. Myndirnar hér að neðan voru teknar á Akureyri í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventuveisla
|
Aðventuveisla
Laugardaginn 10. desember kl. 18 verður boðið til aðventuveislu í Íþróttahöllinni á Akureyri í samvinnu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Knattspyrnudeildar Þórs. Dagskráin hefst með tónleikum sinfóníunnar sem leikur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Með hljómsveitinni koma fram Björg Þórhallsdóttir, Óskar Pétursson og Stúlknakór Akureyrarkirkju. Kynnir á tónleikunum verður Margrét Blöndal.
Á efnisskránni er jóla- og aðventutónlist m.a. eftir Tchaikowsky, P. Mascagni, Áskel Jónsson, Sigvalda Kaldalóns og Leroy Anderson. Að tónleikum loknum verður boðið upp á jólahlaðborð frá Bautanum.
Miðasala er í Pennanum Bókval í Hafnarstræti og Pennanum /Eymundsson á Glerártorgi. Miðaverð á tónleikana og hlaðborð Bautans er 5.490 kr. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn sem gilda aðeins á tónleikana og kostar það 1.500 kr.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/engin-heilsa-an-gedheilsu
|
Engin heilsa án geðheilsu
Þessa dagana berst jákvæð jólagjöf inn á öll heimili á Akureyri. Þar er um að ræða segulmottu með Geðorðunum 10. Motturnar eru gjöf frá Akureyrabæ og Lýðheilsustöð. Geðorðin 10 voru samin út frá niðurstöðum rannsókna á því hvað einkennir fólk sem býr við velgengni og vellíðan í lífinu. Því má vænta þess að þeir sem tileinka sér boðskap geðorðanna uppskeri ríkulega.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolskyldudeild-fekk-murbrjotinn
|
Fjölskyldudeild fékk Múrbrjótinn
Landsamtökin Þroskahjálp afhentu þremur aðilum viðurkenningu sína, hinn svokallaða Múrbrjót, síðastliðinn laugardag og var fjölskyldudeild Akureyrarbæjar meðal þeirra sem viðurkenninguna hlutu. Var það fyrir verkefnið "Atvinna með stuðningi" sem felur í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar. Stuðningurinn felst í aðstoð við að finna starf við hæfi á almennum vinnumarkaði, þjálfun á vinnustað og eftirfylgni. Ams er einstaklingsbundin þjónusta þar sem þess er gætt að velja saman starfsmann og starf. Einstaklingurinn fær aðstoð við að læra vinnubrögð og mynda tengsl á vinnustað. Stuðningurinn er veittur svo lengi sem þörf er á og nýtist báðum aðilum, vinnuveitenda og starfsmanni.
Frá Akureyri voru viðstaddar afhendingu Múrbrjótsins: Þóra Ákadóttir bæjarfulltrúi, Hulda Steingrímsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Karólína Gunnarsdóttir, allar frá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, og Sigríður Gunnarsdóttir frá Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verdlaunahafi-fra-los-angeles
|
Verðlaunahafi frá Los Angeles
Listakonan Anna Gunnarsdóttir kom heim frá Los Angeles á mánudag með sérstök heiðursverðlaun úr hönnunarsamkeppninni Wearable Art Expressions sem haldin var í Palos Verdes Art Center skammt frá Los Angeles.
Dómnefndin kvað upp dóm sinn föstudaginn 2. desember sl. Mikill fjöldi listamanna hafði sent inn fatnað í keppnina en aðeins 72 búningar voru valdir til að vera á sýningu í Palos Verdes Art Center. Þar af átti Anna sérhannaðan alklæðnað á þrjár manneskjur og skapaði sér með því nokkra sérstöðu því aðrir keppendur áttu flestir einn búning á sýningunni og aðeins örfáir tvo.
Úrskurður dómnefndar var í þá veru að Anne Sheikh, sem er frá Palos Verdes, hlyti peningastyrk en átta aðrir keppendur hlutu sérstaka heiðursviðurkenningu og var Anna í þeirra hópi. Það verður að teljast mjög góður árangur í alþjóðlegri samkeppni af þessum toga.
Alklæðnaðurinn sem Anna hlaut viðurkenninguna fyrir er jakki úr þæfðri ull og silki með laxaroði á bryddingum, toppur úr laxaroði og pils úr ull og silki.
Að sögn Önnu Gunnarsdóttur vöktu flíkur hennar mikla athygli vestan hafs og verðlaunabúningurinn seldist samstundis. Sú tækni sem Anna beitir þótti að sama skapi forvitnileg því hún meðhöndlar ullina á nýstárlegan hátt og einnig er óþekkt meðal hönnuða í Los Angeles að nota laxaroð á þann hátt sem Anna gerir.
Laugardaginn 3. desember hélt Anna fjölsótta kynningu í Palos Verdes á verkum sínum og tækni. Þar fjallaði hún einnig í máli og myndum um heimaland sitt og beindi kastljósinu sérstaklega að heimabæ sínum, Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/osynilegi-kotturinn-i-ma
|
Ósýnilegi kötturinn í MA
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýndi gamansöngleikinn Ósýnilega köttinn í Kvosinni í MA fimmtudaginn 8. desember sl. Ósýnilegi kötturinn er norskt framhaldsskólaleikrit eftir Ewoud van Veen og Sigurd Fischer Olsen, en LMA frumsýnir verkið á Íslandi í þýðingu Hafliða A. Hafliðasonar. Leikstýrur eru Álfrún Örnólfsdóttir og Ester Talia Casey en hljómsveitarstjóri er Jón Ingimundarson. Leikendur eru 23 og hljómsveitarmenn 6 en auk þeirra tekur fjöldi nemenda þátt í uppsetningunni. Sýningar verða fram undir jól.
Ósýnilegi kötturinn er gamanleikur í anda Monty Python grínistanna bresku. Söngvarnir eru dægurtónlist frá 8. og 9. áratugnum. Leikritið fjallar um kónginn af Fáránlandi, sem á kött sem enginn getur séð nema hann einn. Einnig koma ýmsar skringilegar hirðverur við sögu: þunglynt hirðfífl, ofurfrekar hirðmeyjar, æstur kvikmyndaframleiðandi og nördalegur prins.
Í þessari viku verða sýningar fimmtudag, föstudag og laugardag klukkan 20. Allar sýningar eru í Kvosinni á Hólum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vegleg-gjof-til-maedrastyrksnefndar
|
Vegleg gjöf til Mæðrastyrksnefndar
Sex verkalýðsfélög í Eyjafirði afhentu í dag, mánudaginn 12. desember, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk að upphæð 900.000 kr. Jóna Berta Jónsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Mæðrastyrksnefndarinnar.
Í ávarpi við athöfnina lýsti Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, þakklæti fyrir hönd félaganna sex fyrir þá gæfu að eiga að þær elskulegu konur sem í Mæðrastyrksnefndinni starfa og eru tilbúnar að leggja mikla vinnu af mörkum til þess að rétta hjálparhönd þeim sem á þurfa að halda til þess að geta búið sér og sínum gleðilega jólahátíð.
Þessa dagana eru konurnar í Mæðrastyrksnefnd að vinna að undirbúningi úthlutunar sem fer fram dagana 16. til og með 20. desember. Rétt er að vekja athygli á því að Mæðrastyrksnefnd Akureyrar aðstoðar fólk um allan Eyjafjörð og starfar allan ársins hring þótt mestu annirnar séu nú eins og jafnan áður í kringum jólahátíðina. Þó svo auglýstur sé ákveðinn tími til umsókna vegna aðstoðar fyrir jólin munu konurnar í Mæðrastyrksnefndinni ekki neita fólki sem á aðstoð þarf að halda og hefur samband eftir auglýstan tíma. Ábendingar eru einnig vel þegnar ef fólk veit um einhvern sem þarf aðstoð en af einhverjum ástæðum getur ekki óskað eftir henni.
Félögin sem færðu nefndinni styrk í dag voru Eining-Iðja, Félag byggingamanna Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis.
Á myndinni eru Björg Hansen og Jóna Berta Jónsdóttir, fulltrúar Mæðrastyrksnefndar, ásamt formönnum félaganna sex sem færðu nefndinni gjöfina. Talið frá vinstri:Konráð Alfreðsson, Björg Hansen, Hákon Hákonarson, Guðmundur Ómar Guðmundsson, Jóna Berta Jónsdóttir, Eggert Jónsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, og Björn Snæbjörnsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sendinefnd-fra-murmansk
|
Sendinefnd frá Murmansk
Nú er stödd hér á Akureyri sendinefnd frá vinabæ okkar Murmansk í Rússlandi en samningur um vinabæjartengsl bæjanna var undirritaður 1994. Heimsóknin er helguð málefnum barna og sérstaklega aðgerðum gegn ofbeldi á börnum.
Í hópnum eru saksóknari, dómari sálfræðingur, lögregluþjónn og tveir fulltrúar samtakanna Barnaheill og Elena Krasovskaya sem vinnur fyrir stjórn Murmansk-héraðsins. Heimsókn þeirra hingað til lands er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og mun hópurinn dvelja á Akureyri fram á sunnudag. Þau fara vítt og breitt um bæinn til að kynna sér allt það sem lýtur að málefnum barna og ungmenna.
Sendinefndin frá vinabænum Murmansk í Rússlandi ásamt Sigríði Stefánsdóttur, markaðs- og kynningarstjóra Akureyrarbæjar (lengst til hægri).
Í dag hafa þau meðal annars kynnt sér starfsemi barnaverndanefndar, félagssviðs bæjarins, barna- og unglingageðdeildar Fjórðungssjúkrahússins og Menntasmiðjunnar. Túlkur hópsins er dóttir Elenu Krasovskayu sem hefur stundað laganám við Háskólann á Akureyri síðan í haust og segir það nokkuð um það hversu alþjóðlegur skólinn er orðinn.
Á morgun munu þau heimsækja Héraðsdóm Norðurlands og kynna sér starfsemi Háskólans á Akureyri ekki síst lagadeildar hans.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrktartonleikar-kvennakorsins
|
Styrktartónleikar Kvennakórsins
Kvennakór Akureyrar stóð fyrir tónleikum þann 4. desember sl. til styrktar starfi Mæðrastyrksnefndar á Akureyri. Kórinn fékk til liðs við sig Karlakór Eyjafjarðar, Stúlknakór Akureyrarkirkju, undirleikarana Stefán Ingólfsson og Halla Gulla. Kynnir var Snorri Guðvarðsson.
Allir sem komu að þessum tónleikum á einhvern hátt gáfu vinnu sína. Auglýsingar voru fríar og ekki þurfti að greiða fyrir aðstöðuna í Brekkuskóla.
Í lok tónleikanna fékk Jóna Berta Jónsdóttir formaður mæðrastyrks-nefndarinnar afhentan afraksturinn 206.000 krónur.
Frá tónleikunum í Brekkuskóla.
Í upphafi tónleikanna sagði Snorri frá því að í lögum Kvennakórsins er ákvæði um að verði Kvennakórinn lagður niður renni eignir hans, ef einhverjar verða, til Mæðrastyrksnefndar. Hann sagði einnig frá því að í hugum Akureyringa er “samasemmerki” milli Mæðrastyrksnefndarinnar og Jónu Bertu. Það er feykilegt starf sem hún og konurnar í nefndinni inna af hendi í sjálfboðavinnu fyrir þá sem illa eru staddir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatonleikar-glerarkirkju
|
Jólatónleikar Glerárkirkju
Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju verða haldnir sunnudaginn 18. desember kl. 17 í kirkjunni. Á efnisskránni er tónlist úr ýmsum áttum, tengd aðventu og jólum.
Má þar meðal annars nefna Jólavers eftir Birgi Helgason, Sleðaferðina eftir Leroy Anderson og Agnus Dei eftir Charles Gounod. Einnig gefst kirkjugestum tækifæri til að taka undir í nokkrum lögum.
Daníel Þorsteinsson leikur með á píanó og orgel, Jóna Valdís Ólafsdóttir og Regína Þorsteinsson leika á þverflautur og stjórnandi er Hjörtur Steinbergsson. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega verkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/isskulptur-a-radhustorgi
|
Ísskúlptúr á Ráðhústorgi
Ósvikin jólastemning ríkir nú á Akureyri og verður væntanlega ys og þys í bænum um helgina. Laugardaginn 17. desember verða tveir meistarakokkar á Ráðhústorgi frá kl. 15 og ætla þeir að höggva og skera út klakastyttur af ýmsum gerðum.
Þetta eru þeir félagar Kjartan Marinó og Hallgrímur Friðrik, innfæddir Akureyringar sem lærðu matreiðslu á sínum tíma á Fiðlaranum. Bæjarbúar eru hvattir til að fylgjast með listrænum töktum þeirra við útskurðinn á Ráðhústorgi frá kl. 15 á morgun, laugardaginn 17. desember.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjallastefnan-i-holmasol
|
Hjallastefnan í Hólmasól
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf. undirrituðu í dag, mánudaginn 19. desember, samning um rekstur leikskólans Hólmasólar við Helgamagrastræti. Samningurinn gildir til 31. desember 2009.
Frá undirritun samningsins í dag. Kristján Þór Júlíusson og Margrét Pála Ólafsdóttir.
Hugmyndafræði Hjallastefnunnar samanstendur meðal annars af nokkrum meginatriðum sem lita allt leikskólastarfið. Fyrst ber að nefna að nemendahópnum er skipt eftir kynjum í kjarna (deildir, bekki) til að mæta ólíkum þörfum beggja kynja og til að geta leyft stelpna- og strákamenningu að njóta sín jafnhliða því að unnið er gegn neikvæðum afleiðingum hefðbundinna staðalímynda og kynhlutverka um möguleika stúlkna og drengja. Í öðru lagi er áhersla á opinn og skapandi efnivið og lausnir barnanna sjálfra í stað leikfanga og hefðbundinna námsbóka. Í þriðja lagi er lagt upp úr jákvæðum aga og hegðunarkennslu þar sem nemendur læra lýðræðislega samskiptahætti innan ákveðins ramma. Námskrá Hjallastefnunnar byggir á og uppfyllir öll skilyrði Aðalnámskrár leikskóla.
Í dag er enginn biðlisti fyrir börn 2ja ára og eldri hjá leikskólum Akureyrar. Um 95% barna á Akureyri á aldrinum 2ja – 5 ára eru í leikskóla. Meðal dvalartími þeirra í leikskóla eru um 7,4 klukkustundir á dag. Stöðugildin í leikskólunum á Akureyri eru í heild 220, þar af eru 139 stöðugildi vegna deildarstarfs og 64 % af deildarstöðugildunum eru mönnuð fagfólki. Leikskólinn Hólmsól er sex deilda leikskóli og er gert ráð fyrir að hann rúmi allt að 157 börn. Stöðugildin verða um 30. Leikskólagjöld verða þau sömu og eru í öðrum leikskólum Akureyrarbæjar. Þegar nýi leikskólinn tekur til starfa í apríl næstkomandi verða 13 leikskólar starfandi hér á Akureyri. Frá og með næsta hausti verður pláss fyrir um 1.150 börn í leikskólunum hér og þá verður 18 mánaða börnum boðið upp á leikskólapláss.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/brudkaupid-heldur-afram
|
Brúðkaupið heldur áfram
Vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir miðum á Fullkomið brúðkaup og fjölda áskorana hefur seinni hluti leikársins 2005-2006 hjá LA verið endurskipulagður og stokkaður upp. Ákveðið hefur verið að halda áfram sýningum á Fullkomnu brúðkaupi í janúar og febrúar. Til að gera þessa breytingu möglega þarf að fresta frumsýning á söngleiknum Litla hryllingsbúðin en hún verður frumsýnd þann 23. mars. Frumsýningu á Maríubjöllunni er á hinn bóginn flýtt til 17. febrúar en sú sýning verður frumsýnd í nýju leikrými sem LA tekur í notkun og getur því gengið samhliða sýningum á Fullkomnu brúðkaupi.
Sýningum á Fullkomnu brúðkaupi átti að ljúka um áramótin enda sýnir LA nú eftir nýju sýningarfyrirkomulagi, þar sem hvert verk er sýnt þétt í tiltekinn tíma en aukasýningum bætt við eftir því sem þörf er á. Í tilfelli Fullkomins brúðkaups hefur þetta þó ekki nægt, því troðfullt hefur verið á allar sýningar og aukasýningar sem bætt hefur verið við hafa allar selst upp jafnóðum. Sýningin hefur verið sýnd allt að fimm sinnum í viku hverri en ekkert lát er á aðsókn. Til að mæta óskum áhorfenda er því brugðist við með því að hliðra til dagskrá eftir áramót sem gerir leikhúsinu kleift að halda áfram sýningum á hinum vinsæla gamanleik.
Miðasala er opin alla virka daga frá kl. 13-17 og allan sólarhringinn á netinu. Miðasölusíminn er 4 600 200.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/asiuver-vid-haskolann-a-akureyri
|
Asíuver við Háskólann á Akureyri
Þann 16. desember sl. var haldin opnunarhátíð í Háskólanum á Akureyri í tilefni tímamótaviðburða í uppbyggingu og þróun asískra fræða á Íslandi. Skrifað var undir samstarfssamning milli Háskólans á Akureyri (HA) og Háskóla Íslands (HÍ) um kennslu í kínversku og kínverskum fræðum sem skipulögð verður af Símenntun Háskólans á Akureyri í upphafi næsta árs. Fyrst um sinn verður boðið upp á þrjú námskeið, kínversku fyrir byrjendur, kínverska nútímamenningu og viðskipti í Kína, en gert er ráð fyrir að víkka út námskeiðsframboðið í nánustu framtíð. Markmiðið er að bjóða upp á sameiginlegt B.A. nám HÍ og HA í Austur-Asíufræðum, en slíkt verkefni á sér ekki fordæmi í samstarfi skólanna. Boðið verður upp á námið sem fjarnám sem verður aðgengilegt sem víðast um landið. Frekari upplýsingar má finna á sérstakri vefsíðu þessu tengdu: http://vefir.unak.is/kinverska.
Í annan stað átti sér stað formleg stofnsetning Asíuvers Íslands (ASÍS) sem verður vettvangur fyrir rannsóknir og fræðslu á sviði asískra fræða á Íslandi. Stofnaðilar eru HÍ og HA. ASÍS mun beita sér fyrir því að samhæfa og efla sérþekkingu fræðimanna á Íslandi um þjóðir, málefni og aðstæður Asíu, meðal annars með ráðstefnuhaldi, útgáfu og uppbyggingu samskipta aðildastofnana við erlendar og þar á meðal asískar stofnanir.
Hátíðin var sett af forseta Íslands, Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni. Einnig fluttu eftirtaldir ávörp: Wang Xinshi, sendiherra Kína á Íslandi, Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Kína árin 1998-2002, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Mikael M. Karlsson, deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri og Ragnar Baldursson, sérfræðingur um kínverska heimspeki og menningu. Á hátíðinni undirrituðu Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fulltrúar frá Avion Group og Íslandsbanka, stuðningsyfirlýsingu við nám í kínversku og kínverskum fræðum. Einnig undirrituðu Kristín Ingólfsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson samstarfsamninga um Asíuver Íslands og um sameiginlegt nám háskólanna í Austur- Asíufræðum.
Með þessum aðgerðum er stefnt að því að mæta samtímis kröfum nútímans og stjórnvalda. Sú þróun í nútímanum sem kennd er við heimsvæðingu hefur meðal annars valdið því að aðstæður fjarlægustu þjóða hafa bein áhrif á lífsviðurværi okkar. Í þessari þróun hefur hlutur Asíu farið sívaxandi á undanförnum áratugum og því ekki seinna vænna að taka að mennta kynslóð Íslendinga sem hefur sérþekkingu á Asíu. Fyrirhugað nám byggir mjög á samkennslu og samnýtingu námskeiða innan mismunandi deilda og er því hagkvæm viðbót við það nám sem þegar er fyrir hendi. Auk þess hafa rausnarlegir styrkir kínverska sendiráðsins, Arngríms Jóhannssonar, Avion Group og Íslandsbanka gert kleift að hleypa náminu af stokkunum.
Frétt af heimasíðu Háskólans á Akureyri.
Á myndinni eru talið f.v. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolastefnumot
|
Jólastefnumót
Efnt verður til sérstaks jólastefnumóts að Borgum við Háskólann á Akureyri, 28. desember frá kl. 15-17. Markmiðið með stefnumótinu er að efla tengsl skóla og atvinnulífs með kynningu á því sem Eyjafjörður og Akureyri hafa að bjóða. Þannig geta nemendur betur áttað sig á þeim tækifærum sem svæðið býr yfir og hugað að framtíð sinni að námi loknu.
Stefnumótið er hugsað fyrir háskólanemendur í jólaleyfi, hvort heldur sem þeir eru við nám hér á Akureyri eða annars staðar á landinu. Boðið verður uppá stutta fyrirlestra, skemmtiatriði, veitingar og spjall við forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana til þess að námsfólk kynnist betur því sem er að gerast á Akureyri og í næsta nágrenni. Um leið kynnast þeir því hvar möguleg sóknarfæri eru í atvinnumálum á næstu árum.
Hugmyndin að verkefninu er sótt til Evrópuverkefnisins Brandr sem Akureyrarbær á hlut að. Verkefnið hefur að markmiði að bæta ímynd sveitarfélaga og fjölga íbúum. Einn þáttur í verkefninu er að efla tengsl ungs fólks og atvinnulífs.
Frekari upplýsingar veita Ásgeir í síma 892 7847 og Hrafnhildur í síma 899 6207. Einnig má leita upplýsinga með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/minjasafnid-a-akureyri
|
Minjasafnið á Akureyri
Minjasafnið á Akureyri er opið fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. desember kl. 14-16. Í safninu er sýningin Af norskum rótum sem fjallar um framleiðslu á einingahúsum í Noregi kringum aldamótin 1900 og næstu áratugina á eftir.
Sýningin er í myndum og máli og byggir hún að verulegu leyti á samnefndri bók sem út kom árið 2003. Meðal annars er á sýningunni fjallað um nokkur helstu hús hér á landi sem byggð voru með þessum hætti. Á Akureyri er að finna vegleg hús af norskum uppruna og ber þar helst að nefna gamla skólahús Menntaskólans. Í tengslum við sýninguna verður efnt til sögugöngu og málþings í febrúar næstkomandi.
Aðrar sýningar Minjasafnsins eru Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri - bærinn við Pollinn, þar sem byggt er á sögu héraðsins og bæjarins. Messað verður í Minjasafnskirkjunni annan dag jóla kl. 17. Sr. Svavar A. Jónsson þjónar og félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Jólagluggi Minjasafnsins í göngugötunni Hafnarstræti.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gamastod-og-sorphaugar-um-hatidar
|
Gámastöð og sorphaugar um hátíðar
Það fellur til talsvert af umbúðapappír og rusli um jól og áramót. Opnunartími sorpmóttökustaða verður sem hér segir næstu daga.
Gámastöð: Sorphaugar:
23. desember opið kl. 12.30-18.30 23. desember opið 8-18
24. desember opið kl. 9-13 24. desember opið 9-12
25. desember lokað 25. desember lokað
26. desember lokað 26. desember lokað
27. desember opið kl. 12.30-18.30 27. desember opið 8-18
28. desember opið kl. 12.30-18.30 28. desember opið 8-18
29. desember opið kl. 12.30-18.30 29. desember opið 8-18
30. desember opið kl. 12.30-18.30 30. desember opið 8-18
31. desember opið kl. 9-13 31. desember opið 9-12
1. janúar lokað 1. janúar lokað
2. janúar opið kl. 12.30- 18.30 2. janúar opið 8-18
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolastefnumot-i-dag
|
Jólastefnumót í dag
Í dag, miðvikudaginn 28. desember, verður haldið sérstakt jólastefnumót í rannsóknarhúsinu Borgum við Háskólann á Akureyri. Stefnumótið stendur yfir frá kl. 15-17. Til stefnumótsins er boðið fyrirtækjum og stofnunum sem hafa starfsemi sína í Eyjafirði og háskólafólki, sem annað hvort stundar nám sitt við Háskólann á Akureyri eða við aðra háskóla á Íslandi og erlendis.
Nánar má lesa um stefnumótið og dagskrána hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skjoldur-vid-hlidarskola
|
Skjöldur við Hlíðarskóla
Fasteignir Akureyrarbæjar hafa nýlokið viðamiklum endurbótum og lagfæringum á einbýlishúsinu Miðvík í Skjaldarvík. Húsið er um 180 m² steinsteypt á einni hæð. Þar mun Hlíðarskóli starfrækja sérkennsludeild og hafa endurbæturnar verið miðaðar við þarfir þeirrar starfsemi. Starfseminni hefur verið gefið nafnið Skjöldur. Viðgerðum utanhúss var frestað fram til vorsins, nema hvað þakið var lagfært og settur á það þakdúkur.
Í ljósi sívaxandi vanda barna með geð- og þroskaraskanir hefur Akureyrarbær í samvinnu við Barna- og unglingageðdeild FSA ákveðið með þessu framtaki að byggja upp þjónustu við Hlíðarskóla fyrir börn sem eiga í þessum vanda og fjölskyldur þeirra. Að rekstri og ráðgjöf Skjaldar koma: Skóladeild, Fjölskyldudeild, Heilsugæslustöðin og Barna- og unglingageðdeild FSA. Gert er ráð fyrir fáum nemendum í einu og nú þegar er búið að innrita tvö börn og hófst starfsemi í Skildi þann 15. desember sl.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyir-eigendur-vikudags
|
Nýir eigendur Vikudags
Hildingur ehf. sem er dótturfélag KEA, Kristján Kristjánsson, Birgir Guðmundsson og Ásprent Stíll hafa stofnað útgáfufélag sem keypt hefur allar eignir Vikudags á Akureyri og mun félagið hefja rekstur blaðsins frá og með áramótum. Félagið er í meirihlutaeigu Hildings ehf.
Kristján Kristjánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins og framkvæmdastjóri útgáfunnar. Nýja útgáfustjórn skipa Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Hildings, Birgir Guðmundsson, lektor við Háskólann á Akureyri og G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls.
Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi nú fyrir hádegið og kom þar fram að fyrsta tölublað nýs útgáfufélags mun koma út þann 12. janúar. Ætlunin er að gefa blaðið áfram vikulega, að minnsta kosti fyrst um sinn, en forsvarsmenn útgáfunnar sögðu metnað sinn standa til þess að stækka blaðið og sækja fram. Blaðið verður sem fyrr selt í áskrift en það á að baki sér um 9 ára útgáfusögu.
Kristján Kristjánsson segir að aðstandendur útgáfunnar hafi mikinn metnað til að byggja upp gott blað og horft er til þess að það þjóni fyrst og fremst Eyjafjarðarsvæðinu. “Ætlunin er að gera þetta með glans, búa til uppbyggilegt blað sem fjallar um málefni líðandi stundar hér á svæðinu,” sagði Kristján á blaðamannafundinum en hann hefur starfað sem blaðamaður og ljósmyndari hjá Morgunblaðinu á Akureyri frá árinu 1995. Áður var hann blaðamaður og síðar fréttastjóri Dags frá árinu 1985 og á hann því að baki 20 ár við blaðamennsku á Norðurlandi.
Vikudagur mun taka umtalsverðum breytingum við þessi eigendaskipti og er markmiðið að efla og styrkja blaðið á öllum sviðum. Skrifstofur Vikudags verða að Óseyri 2 á Akureyri. og mun fyrsta blað nýrra eigenda koma út þann 12. janúar.
Frétt af www.kea.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gudthjonustur-og-samverustundir
|
Guðþjónustur og samverustundir
Guðþjónustur voru haldnar yfir hátíðarnar á öllum heimilum Öldrunarheimila Akureyrar og voru almennt vel sóttar. Eins komu góðir gestir bæði frá Hjálpræðishernum og Hvítasunnusöfnuðinum og áttu góða stund með íbúum og þeirra aðstandendum. Ekki má heldur gleyma þeim sem hafa glatt okkur með heimsóknum sínum á aðventunni og kunnum við öllum þeim sem sóttu okkur heim bestu þakkir fyrir komuna og ánægjulegar stundir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fasteignaverd-haekkar
|
Fasteignaverð hækkar
Einbýlishús hækkuðu í verði um liðlega fjórðung á Akureyri á nýliðnu ári og íbúðir í fjölbýli hækkuðu um fimmtung. Fermetraverð er nánast það sama í einbýli og fjölbýli.
Kaupsamningum vegna viðskipta með íbúðir í fjölbýlishúsum á Akureyri fjölgaði um 65% á síðasta ári þannig að líf og fjör var á markaðnum. Á Verðsjá fasteigna er hægt að fylgjast nákvæmlega með þróun fasteignaverðs en þar eru skráðir allir kaupsamningar.
Ef litið er fyrst á íbúðir í fjölbýli kostaði hver fermetri að jafnaði 106.000 krónur árið 2004 en á nýliðnu ári var verðið, samkvæmt kaupsamningum, komið upp í 126.000 krónur. Hækkunin er 19%.
Hvað einbýlishús varðar, þá var meðalverðið á fermetra sléttar 100.000 krónur að jafnaði árið 2004 en á nýliðnu ári var meðalverðið 126.000 krónur. Einbýlishús hækkuðu samkvæmt þessum um 26% sé miðað við hvern fermetra. Hver fermetri í fjölbýli hefur undanfarin ár verði dýrari en í einbýli en nú er verðið nánast jafnt enda hækkaði verðið á einbýlishúsum meira en á íbúðum í fjölbýli.
Árið 2004 var kaupverð íbúða í fjölbýli að jafnaði 9,5 miljón króna en á nýliðnu ári seldist meðalíbúðin í fjölbýli á 11,3 miljónir. Meðalíbúðin er rétt um níutíu fermetrar. Samkvæmt kaupsamningum var meðalverðið á einbýlishúsum á síðasta ári 19 miljónir, en árið 2004 var meðalverðið hins vegar 15,5 miljónir. Munurinn er 3,5 miljónir króna.
Frétt af www.ruv.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatrjam-safnad-til-endurvinnslu
|
Jólatrjám safnað til endurvinnslu
Að loknum jólum gengst framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar fyrir söfnun jólatrjáa til endurvinnslu. Markmiðið er að minnka magn sorps sem fer til urðunar og endurnýta jólatrén, um leið og bæjarbúum er gert hægara um vik að losa sig við trén. Jólatré sem lokið hafa hlutverki sínu verða kurluð og afurðin m.a. notuð til jarðvegsgerðar.
Söfnunargámar
Dagana 6. til 13. janúar gefst bæjarbúum kostur á að setja jólatrén í sérstaka gáma sem staðsettir verða við Kaupang, Hagkaup, Sunnuhlíð og verslunina Síðu. Gámar þessir eru eingöngu ætlaðir fyrir jólatré og eru bæjarbúar vinsamlega beðnir að virða það. Þar að auki má koma með trén á gámastöðina við Réttarhvamm (Skíðastaðaveg) á opnunartíma gámastöðvarinnar.
Söfnun í hverfum bæjarins
Dagana 9. til 13. janúar verða starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar á ferð um bæinn og safna jólatrjám sem sett hafa verið út að götu við lóðarmörk. Ekki verður safnað trjám frá fyrirtækjum og stofnunum en forsvarsmönnum þeirra er bent á að nýta sér söfnunargáma og gámastöðina við Réttarhvamm.
Jólatré frá söluaðilum
Tekið verður á móti afgangstrjám frá söluaðilum jólatrjáa á sorphaugasvæðinu á Glerárdal. Trén þurfa að vera án umbúða og þau þarf að vigta áður en þau fara til úrvinnslu á jarðgerðarsvæðinu.
Nánari upplýsingar um söfnunina eru veittar hjá framkvæmdamiðstöð í síma 460 1212.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnad-jolastefnumot
|
Vel heppnað jólastefnumót
Miðvikudaginn 28. desember kom saman á Borgum fjöldi stjórnenda úr atvinnulífinu á Akureyri og háskólafólk sem hefur áhuga á að búa á Akureyri að námi loknu. Tilgangurinn var að háskólanemar fengju tækifæri til að hitta forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana á svæðinu til að gera sér betur grein fyrir því hvaða tækifæri eru á atvinnu að námi loknu. Boðið var uppá stutta fyrirlestra, skemmtiatriði, veitingar og óformlegt spjall.
Hugmyndin að verkefninu er sótt til Evrópuverkefnisins Brands, sem Akureyrarbær er þátttakandi í. Verkefnið hefur það að markmiði að bæta ímynd sveitarfélaga og fjölga íbúum. Einn þáttur í því verkefni er að efla tengsl ungs fólks og atvinnulífs. Verkefni eins og jólastefnumótið hafa verið reynd annars staðar og gefist vel.
Gestir á stefnumótinu voru fjölmargir.
Bjarni Jónasson var meðal þeirra sem héldu erindi en hann kynnti Vaxtarsamning Eyjafjarðar.
Verkefnastjórarnir Hrafnhildur og Ásgeir sáu um undirbúning stefnumótsins samhliða námi sínu í HA.
Helgi og hljóðfæraleikararnir skemmtu viðstöddum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyi-leikskolinn-holmasol
|
Nýi leikskólinn Hólmasól
Nýr leikskóli er í byggingu við Helgamagrastræti og hefur hann hlotið nafnið Hólmasól. Byggingin er 1.020m2 að grunnfleti. Megineinkenni hússins taka mið að nánasta umhverfi og verður húsið skemmtileg umgjörð um metnaðarfullt leikskólastarf. Við hönnun byggingarinnar var lögð áhersla á fjölbreytta notkunarmöguleika með opnum og björtum rýmum. Á leikskólanum verða sex deildir, þar sem rými verður fyrir 144 börn. Áætlað er að á leikskólanum verði 30 stöðugildi.
Framkvæmd hefur gengið vel og er vinna utanhúss að mestu lokið þó svo að lóð verði ekki endanlega kláruð fyrr en um miðjan júní 2006. Framkvæmdir innanhúss ganga vel og áætlað er að afhendingardagur frá verktaka til Fasteigna Akureyrar verði 1. mars 2006 eins og um var samið. Búist er við að undirbúningur starfseminnar hefjist í apríl og börn mæti byrjun maí.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ka-fyrirmyndafelag
|
KA fyrirmyndafélag
Knattspyrnufélag Akureyrar – KA – verður útnefnt fyrirmyndarfélag Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á 78. afmælisdegi KA nk. sunnudag, 8. janúar, í KA-heimilinu á Akureyri og hefst athöfnin kl. 14. Ellert Schram, forseti Íþrótta- og Ólympíusambandsins, mun afhenda forráðamönnum KA viðurkenningarskjöl af þessu tilefni til staðfestingar á útnefningunni.
Útnefning KA sem fyrirmyndafélags Íþrótta- og Ólympíusambandsins tekur til félagsins í heild - allra þeirra fjögurra deilda sem innan þess starfa – blakdeildar, handknattleiksdeildar, júdódeildar og knattspyrnudeildar.
Til þess að hljóta útnefningu sem “fyrirmyndarfélag” er tekið tillit til fjölmargra þátta, en fyrst og fremst er horft til barna- og unglingastarfs íþróttafélaga. Líta má á útnefninguna sem einskonar gæðaviðurkenningu á starfi viðkomandi íþróttafélags – í þessu tilfelli KA. Íþrótta- og íþróttasambandið gerir ákveðnar gæðakröfur til starfseminnar og standist félög þau geta þau sótt um að verða útnefnd fyrirmyndafélög Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Í þessum kröfum er meðal annars horft til markmiða um kennslu og æfingar allra aldurshópa, menntunar þjálfara, verksviðs og ábyrgðar foreldraráða, stefnu í forvarnamálum, stefnu í umhverfismálum, stefnu í jafnréttismálum og fjölmargra annarra þátta.
Við sama tækifæri verður tilkynnt um útnefningu íþróttamanns KA fyrir árið 2005. Boðið verður upp á veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnad-i-hlidarfjalli-fljotlega
|
Opnað í Hlíðarfjalli fljótlega...
Nú er unnið að því hörðum höndum í Hlíðarfjalli að undirbúa opnun svæðisins.
Ákveðið hefur verið að nýta miðvikudaginn 11. janúar til að framleiða meiri snjó en að öllum líkindum verða brautir opnaðar á fimmtudag.
Snjóframleiðslukerfið er í fullum gangi og allar byssurnar blása úr sér "nýföllnum snjó".
Þær hafa verið í gangi með hléum frá því um helgina og skilyrði til framleiðslu verið með ágætum, þó áberandi best í dag, þriðjudag, og er útlit fyrir áframhaldandi góð skilyrði. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns í Hlíðarfjalli, þykir rétt að nýta tækifærið og framleiða mikið af góðum snjó fyrir helgina.
"Af rafmagnstæknilegum ástæðum getum við því miður ekki, enn sem komið er, keyrt bæði snjóframleiðslukerfið og allar lyfturnar af fullum krafti. Þess vegna hyggjumst við frekar einbeita okkur að snjóframleiðslunni meðan tækifæri gefst. En ég lofa því að það verður gaman hjá skíðafólki á Akureyri um helgina!"
Það var tignarleg sjón að sjá snjóframleiðslukerfið hamast í brekkunum með tilheyrandi látum þegar ljósmyndara heimasíðunnar bar að garði. Horft er niður í áttina að Skíðastöðum og Akureyrarbæ. Hér sést snjóstrókurinn úr a.m.k. þremur byssum sem gera skíðaleiðina hvíta alveg heim að hóteli.
Fjarkinn til þjónustu reiðubúinn!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/laganemar-ha-sigrudu
|
Laganemar HA sigruðu
Lið lagadeildar Háskólans á Akureyri sigraði, eftir jafna og spennandi keppni, lið lagadeildar Háskóla Íslands í undankeppni Jessup málflutningskeppninnar sem haldin var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi.
Sigurliðið stefnir núna í hina virtu aðalkeppni Jessup sem haldin verður í Washingtonborg í lok mars.
Liðsmenn Jessup liðs laganema við HA eru: Bjarki Sigursveinsson, Jón Fannar Kolbeinsson, Leena-Kaisa Viitanen, Vigdís Ósk Sveinsdóttir og Þór Hauksson Reykdal. Þjálfari liðsins er Ásgeir Helgi Jóhannsson, lögfræðingur hjá Lögheimtunni ehf.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afhending-leiguibuda-i-vallartuni
|
Afhending leiguíbúða í Vallartúni
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á húsnæðið að Vallartúni 2. Húsið er 412,6 fm í því eru sex einstaklingsíbúðir. Hver íbúð er um 60 fm ásamt sameign og verða þær leigðar út í félagslega kerfinu.
Verktaki að húsinu er Byggingarfélagið Hyrna ehf. Byggingarkostnaður hverrar íbúðar er að meðaltali um 11 milljónir. Mun Búsetudeild taka við húsinu á næstu dögum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/happdraetti-vidburdadagatalsins
|
Happdrætti viðburðadagatalsins
Dregið hefur verið í happdrætti viðburðadagatalsins sem Akureyrarbær gaf út síðastliðið haust. Vinningarnir voru ekki af verri endanum, meðal annars sundkort, miðar í leikhús og vetrarkort í Hlíðarfjall. Vinningsnúmerin eru þessi:
2.328
Tíu miða kort í Sundlaug Akureyrar
11.848
Þriggja mánaða kort í Sundlaug Akureyrar
6.431
Fjögurra daga kort í Hlíðarfjall
8. 641
Tveir miðar á Fullkomið brúðkaup hjá LA
11.366
Tveir miðar á Fullkomið brúðkaup hjá LA
2.313
Vetrarkort í Hlíðarfjall
Vinningar fást afhentir í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, gegn framvísun viðburðadagatals með réttu númeri.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að happdrættisnúmerin var að finna aftan á viðburðabæklingi sem Akureyrarbær gaf út seint á síðasta ári og sést á myndinni hér til hliðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-vetrarithrottir
|
Ráðstefna um vetraríþróttir
Vetraríþróttamiðstöð Íslands (VMÍ) boðar til ráðstefnu um vetraríþróttir 26. og 27. janúar 2006 á Hótel KEA á Akureyri. Ágætt færi er nú í Hlíðarfjalli og verður ráðstefnugestum boðið á skíði að ráðstefnu lokinni, frá föstudegi til sunnudags. Ráðstefnugestir greiða 8.000 kr. í þátttökugjald. Innifalið í því er hádegisverður og veitingar í kaffihléi báða dagana. Ráðstefnustjóri verður Benedikt Geirsson, stjórnarmaður í VMÍ.
Fimmtudagur, 26. janúar
Kl. 12-13
Skráning ráðstefnugesta og léttur hádegisverður.
Kl. 13
Setning - Þórarinn B. Jónsson, formaður stjórnar VMÍ.
Vetrarveður - Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og áhugamaður um útivist, fjallar um sveiflur undanfarinna ára í íslenskri vetrarveðráttu og hvert stefni í þeim efnum.
Skautahallir, möguleikar og tækifæri - Hilmar Björnsson, forstöðumaður Skautahallarinnar í Laugardal, fjallar um rekstur hallarinnar og möguleika bæjar- og sveitarfélaga á rekstri skautahalla.
Kaffihlé.
Skíði, skautar og skóli - Linda Björk Pálsdóttir, umsjónarmaður skíða- og brettaskólans í Hlíðarfjalli, Viðar Jónsson, framkvæmdastjóri Skautahallarinnar á Akureyri, og Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar Akureyrarkaupstaðar, fjalla um verkefnið Skíði, skautar og skóli sem Akureyrarkaupstaður hefur staðið að síðastliðin þrjú ár.
Hlýleg fjölskyldusamvera - Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð, fjallar um mikilvægi og möguleika til fjölbreyttra, sameinginlegra hreyfistunda fjölskyldunnar á veturna.
Kl. 16.30
Hlé.
Kl. 17-19
Skoðunarferð í Skautahöll og Hlíðarfjall. Afhending skautasleða fyrir fatlaða fer fram í skautahöllinni. Þeir sem vilja geta skellt sér á skíði að lokinni skoðunarferð.
Föstudagur, 27. janúar
Kl. 9
Snjóframleiðsla - Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður VMÍ og Hlíðarfjalls, verður með fræðslu um snjóframleiðslu og segir einnig frá snjóframleiðslukerfinu í Hlíðarfjalli.
Kl. 13
Íþróttir fatlaðra - Möguleikar og tækifæri - Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslu- og útbreiðslusviðs Íþróttasambands fatlaðra og Special Olympics á Íslandi, fjallar um vetraríþróttir fatlaðra og samstarf við Challenge Aspen í Colorado.
Kaffihlé.
Snjóflóðamál á skíðasvæðum - Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði. Harpa er að vinna að snjóflóðahættumati fyrir skíðasvæði landsins og mun kynna þá vinnu. Rætt verður um áhættuviðmið fyrir skíðalyftur og skíðaleiðir og snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðum. Stuttlega verður fjallað um það hvernig tekið er á snjóflóðamálum á skíðasvæðum í nokkrum öðrum löndum.
Vetur, íþróttir og ferðaþjónusta – Ásbjörn Björgvinsson, formaður ferðamálasamtaka Norðurlands eystra, fjallar um vetur og ferðaþjónustu.
Kl. 12
Léttur hádegisverður.
Kl. 14
Samantekt og ráðstefnulok.
Skráning fer fram hjá Ólínu í síma 460 1455. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Lokadagur skráningar á ráðstefnuna er þriðjudagurinn 24. janúar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulag-a-dofinni
|
Deiliskipulag á döfinni
Um þessar mundir er lítið um lausar byggingarlóðir á Akureyri, hvort heldur er fyrir íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. Um mitt ár verða væntanlega auglýstar nokkrar atvinnulóðir í Krossaneshaga, sem verða byggingarhæfar síðar á árinu. Hjá umhverfisdeild er nú unnið að deiliskipulagi tveggja nýrra íbúðarreita í Naustahverfi og er stefnt að því að um 30 einbýlislóðum á öðrum þeirra verði úthlutað í ár. Einnig er í vinnslu deiliskipulag nýs athafnasvæðis nyrst í bænum, næst Lónsá og þjóðvegi. Ekki má þó draga af þessu þá ályktun að í bænum ríki nú skortur á byggingarlóðum. Nánar...
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aefingar-hafnar-a-mariubjollunni
|
Æfingar hafnar á Maríubjöllunni
Æfingar eru hafnar hjá LA á Maríubjöllunni eftir Vassily Sigarev. Hér er um að ræða kraftmikið og átakanlegt nútímaverk sem vakið hefur mikla athygli þar sem það hefur verið sýnt. Leiksýningin verður fyrsta uppsetningin í nýju leikrými Leikfélags Akureyrar, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Frumsýning verður 17. febrúar.
Maríubjallan gerist á einu kvöldi. Við fáum magnaða innsýn í líf persónanna, kynnumst sorgum þeirra og þrám. Í ömurlegum aðstæðum er að finna allt litróf mannlegra tilfinninga og hver um sig hefur fundið sína leið til að lifa af.
Dima er 19 ára. Hann býr í blokk við hliðina á kirkjugarðinum, þaðan sem hann stelur legsteinum og selur. Á morgun hefur hann herþjónustu en í kvöld heldur hann vinum sínum kveðjupartý. Þangað koma vinir hans Slavik og Arkasha auk stúlknanna Leru og Yulka.
Vassily Sigarev er talinn eitt fremsta leikskáld nýrrar kynslóðar í Evrópu og hefur hlotið fjölda verðlauna á síðastliðnum misserum, bæði í heimalandi sínu, Rússlandi sem og öðrum löndum.
Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson en hann var tilnefndur til menningarverðlauna DV í fyrra fyrir leikstjórn og gagnrýnandi Morgunblaðsins útnefndi hann „mann ársins í íslensku leikhúsi". Hann setti upp leikritið Frelsi í Þjóðleikhúsinu í haust. Þýðandi er Árni Bergmann, leikmynd og búninga hannar Halla Gunnarsdóttir. Hallur Ingólfsson semur tónlist og hljóðmynd verksins og lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar. Leikarar eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Esther Thalía Casey, Guðjón Davið Karlsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þráinn Karlsson.
Leikhópurinn mun halda úti svokallaðri æfingadagbók á netinu allt fram að frumsýningu verksins, þar sem áhugasamir geta fylgst með æfingaferlinu. Þar verður einnig hægt að nálgast myndbandsbrot og hljóðupptökur. Slóðin er: www.mariubjallan.blogspot.com og mun síðan opna þriðjudaginn 17. janúar.
Hið nýja leikrými er að Hafnarstræti 74. Þar var hefur verið ýmis skemmtana- og menningarstarfsemi í gegnum tíðina undir ólíkum nöfnum, s.s. Lón, Dynheimar og nú síðast Húsið. Nýja leikrýmið verður mikil búbót fyrir leikhúsið enda verður leikrýmið mjög ólíkt núverandi aðstæðum í Samkomuhúsinu. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir sem snúa að því að búa til svokallaðan "svartan kassa", þ.e. leikrými þar sem hægt er að leika á ólíka vegu og búa til óhefðbundið leikrými. Í hinu nýja rými rúmast um 150 áhorfendur, en auk sýningahalds verður húsið nýtt sem æfingaaðstaða og leikmuna-, búninga og leikmyndasafn leikhússins flyst í húsið. Enn hefur ekki verið valið nafn á nýa rýmið.
Frumsýning á Maríubjöllunni verður 17. febrúar og hefst forsala 1. febrúar. Miðasala LA er opin alla virka daga frá kl. 13-17. Miðasölusími er 4 600 200 en einnig er hægt að kaupa miða á netinu, allan sólarhringinn. Slóðin er www.leikfelag.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-barna-og-unglingabokmenntir
|
Málþing um barna- og unglingabókmenntir
Fimmtudaginn 19. janúar verður haldið málþing um barna- og unglingabókmenntir í Háskólanum á Akureyri á vegum kennslugagnadeildar BSHA og kennaradeildar HA.
Anna Heiða Pálsdóttir bókmenntafræðingur, Dagný Kristjánsdóttir prófessor við HÍ og Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur, flytja erindi um barna- og unglingabókmenntir og stýra umræðum að því loknu. Meðal viðfangsefna eru: Fantasían og ferðin yfir í aðra heima, þýddar fantasíur og kvikmyndir (bækur eins og Sagan af Narníu, þríleikurinn/Philip Pullman og jafnvel fleiri bækur), eru mörkin á milli fullorðinsbóka og barnabóka að þurrkast út og er það æskilegt?
Þær stöllur eru þekktar fyrir ritstörf, kennslu, þýðingar og miklar „pælingar" í bókmenntaheiminum. Búast má við athyglisverðum erindum og vonandi fjörlegri umræðu í kjölfarið um ævintýrin og fantasíurnar í bókumenntum nútímans.
Málþingið fer fram í Háskólanum á Akureyri, Sólborg, fimmtudaginn 19. janúar og hefst kl. 16.15 í stofu L-201. Allir eru velkomnir – enginn aðgangseyrir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjallastefnan-a-akureyri
|
Hjallastefnan á Akureyri
Kynningarfundur um Hjallastefnuna og um fyrirhugaða starfsemi Hólmasólar verður haldinn í Brekkuskóla kl. 17.30, fimmtudaginn 19. janúar. Áhugasamir foreldrar svo og þeir sem áhuga kunna að hafa á starfi við Hólmasól eru hvattir til að mæta á fundinn. Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar kynnir markmið og starfshætti Hjallastefnunnar ásamt Þórunni Ósk Þórarinsdóttur leikskólastjóra. Vakin er athygli á vef leikskólans, www.hjalli.is og er áhugafólki bent á atvinnuumsóknarform þar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/pmt-foreldrafaerni
|
PMT - foreldrafærni
Akureyrarbær hefur sett á laggirnar þjónustu við börn og foreldra undir heitinu PMT – foreldrafærni (Parent Management Training). Um er að ræða þjónustu við börn, foreldra og skóla sem hefur það meginmarkmið að fyrirbyggja alvarlega hegðunarerfiðleika og taka markvisst á hegðun barna með aðferðum PMT. Einnig er um að ræða SMT ”jákvæðan stuðningur við hegðun nemenda í skólastarfi” í grunn- og leikskólum.
Að þessu verkefni koma skóladeild, fjölskyldudeild og heilsugæslan, sem öll heyra undir félagssvið. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn með aðsetur á skóladeild sem er Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi og kennari.
PMT-foreldrafærni, er aðferð þróuð af Dr. Gerald Patterson, Dr. Marion Forgatch og samstarfsfólki á rannsóknarstofnuninni Oregon Social Learning Center (OSLC) í Eugene, Oregon í Bandaríkjunum. Þetta úrræði hentar foreldrum barna á leik- og grunnskólaaldri og byggir á áratuga rannsóknum sem sýna góðan árangur. Í 70% tilvika virðist draga úr hegðunarerfiðleikum heima og í skóla og hefur jákvæðan árangur á námsárangur og samskipti innan fjölskyldu. Aðferð þessi hefur verið notuð í Hafnarfirði sl. fimm ár.
Þrír fagaðilar stunda nú sérfræðimenntun hjá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar í PMT: Þuríður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri, Einar I. Einarsson, félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni og Jóhanna Hjartardóttir, félagsráðgjafi á fjölskyldudeild. Þau munu stunda PMT-foreldrafærnimeðferð, sinna grunnmenntun starfsfólks, fræðslu til leik- og grunnskóla og aðstoða við að innleiða SMT og veita þeim sem nota aðferðir PMT handleiðslu, ásamt því að gefa út námsefni um PMT.
Stefnt er á að starfsfólk skóla, foreldrar o.fl. geti byrjað að nýta sér þjónustuna næsta haust.
PMT-meðferð er aðferð fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika. Um er að ræða einstaklingsmiðaða vinnu með foreldrum og barni/börnum sem felst m.a. í 20 tíma viðtölum hjá PMT- meðferðaraðila.
PMT- foreldranámskeið er hópfræðsla, sem hentar vel foreldrum barna með væga hegðunarerfiðleika eða eru í áhættu vegna hegðunarerfiðleika. Um er að ræða 8 vikna námskeið þar sem 10 – 12 foreldra fá ráðgjöf frá PMT ráðgjafa einu sinni í viku og vinna verkefni heima á milli tíma.
PMT-fræðsla fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla í PBS (Positive Behavioral Support) og innleiðsla SMT. Um er að ræða hliðstæða aðferð og PMT þar sem lögð er áhersla á að mæta ólíkum hópum nemenda með samræmdum viðbrögðum alls starfsfólks og stuðla þannig að jákvæðri hegðun nemenda.
Hægt er að tengjast heimasíðu PMT-foreldrafærni í Hafnarfirði hér. Á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar um PMT. Heimasíðan er aðlöguð að Hafnarfirði en verið er að þróa hana fyrir Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/veidimenn-a-hverfanda-hveli
|
Veiðimenn á hverfanda hveli?
Mánudaginn 23. janúar heldur Jónas G. Allansson, doktorsnemi í mannfræði við Aberdeenháskólann í Skotlandi, erindið "Veiðimenn á hverfandahveli?" í rannsóknarhúsinu Borgum á Akureyri.
Í erindi sínu fjallar Jónas um tengsl og stöðu atvinnuveiðimanna og s.k. frístundaveiðimanna á norðausturströnd Grænlands. Miklar breytingar hafa átt sér stað á táknrænni og efnahagslegri stöðu hefðbundinna veiða í grænlensku samfélagi. Raktar verða helstu breytingar á afkomu grænlenskra veiðimanna á síðustu árum og hvernig ný stétt veiðimanna með ólíkar áherslur og aðstæður er að leysa atvinnuveiðimanninn af hólmi. Erindið byggir á vettvangskönnun höfundar.
Jónas G. Allansson er doktorsnemi í mannfræði við King College Aberdeen Háskóla í Skotlandi og vinnur nú að rannsókn á samfélagsþróun í veiðimannabyggðum Austur-Grænlands. Hann lauk B.A. og M.A. námi í mannfræði við Háskóla Íslands. Jónas hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Erindið fer fram á 2. hæð (við anddyri og kaffiteríu) í rannsóknarhúsinu Borgum við Háskólann á Akureyri.
Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er enginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leiklistanamskeid-la
|
Leiklistanámskeið LA
Leikfélag Akureyrar stendur fyrir leiklistarnámskeiðum í janúar og febrúar. Kennt er í ólíkum aldurshópum fyrir börn og fullorðna. Farið verður í undirstöðuatriði leiklistar en námskeiðið er byggt upp á leikjum, æfingum, spuna og trúðatækni. Námskeiðin miðast að að virkja og efla ímyndunaraflið, læra að nýta sér leynda hæfileika, finna ný sjónarhorn á daglegt amstur og umfram allt að skemmta sér.
LA hefur á undanförnum árum haldið námskeið sem góður rómur hefur verið gerður að og oftar en ekki hafa færri komist að en hafa viljað. Námskeiðin nú hefjast mánudaginn 30. janúar og þeim lýkur með sýningu fimmtudaginn 17. febrúar. Verð er 9.000 kr.
Nánari upplýsingar: www.leikfelag.is. Tekið er við fyrirspurnum og skráningu á netfanginu: [email protected]. Landsbankinn styður unga fólkið í leikhúsinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/beint-til-koben
|
Beint til Köben
Iceland Express hefur beint flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar og verður fyrsta ferðin farin 29. maí eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Vikulegar ferðir verða fram á haustið og jafnvel lengur.
"Akureyri hefur stundum verið kölluð danskasti bær á Íslandi og þess vegna er þetta vel við hæfi," sagði Birgir Jónsson framkvæmdastjóri Iceland Express þegar þetta var tilkynnt í gær. "Þetta er auðvitað bara enn eitt merkið um að félagið er í mikilli sókn."
Nánar verður tilkynnt um fyrirkomulag flugsins í næstu viku.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skiljast-leidir-rikis-og-kirkju-i-noregi
|
Skiljast leiðir ríkis og kirkju í Noregi?
Nú í vikunni verður lögð fram skýrsla um framtíðarskipan á sambandi ríkis og kirkju í Noregi. Samkvæmt heimildum norskra fjölmiðla leggur meirihluti nefndarinnar til að horfið verði frá núverandi skipulagi en lítil samstaða er innan hópsins um nýskipan mála.
Í erindi sínu á Lögfræðitorgi, þriðjudaginn 24. janúar, lýsir Ingvill Thorson Plesner tilkomu nefndarinnar, helstu niðurstöðum hennar og mögulegu framtíðarfyrirkomulagi á sambandi ríkis og kirkju í Noregi. Ingvill gerir grein fyrir þeim afleiðingum sem einstakar leiðir munu hafa á stjórnarskrána og aðra löggjöf sem fjallar um samband ríkis og kirkju. Hún ræðir einnig um þann mannréttindavanda sem núverandi fyrirkomulag og aðrir kostir geta haft í för með sér. Að endingu fjallar Ingvill um það sem er líkt og ólíkt í þessum málum á Íslandi og í Noregi.
Fyrirlesturinn verður fluttur kl. 12 þriðjudaginn 24. janúar í stofu L201 að Sólborg við Norðurslóð. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Hann er fluttur á ensku.
Ingvill T. Plesner er við doktorsnám við Mannréttindaskrifstofu Noregs (Lagadeild Háskólans í Ósló). Ritgerð hennar fjallar um trúfrelsi og samband ríkis og kirkju. Ingvill er rannsóknarfélagi við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og á aðild að rannsóknarnetinu “Religion, etikk og rett” sem fjármagnað er af NORFA. Hún starfaði sem ráðgjafi í norska mennta- og kirkjumálaráðuneytinu (1999-2003). Ingvill hefur nýverið sent frá sér bók um framtíð sambands ríkis og kirkju í Noregi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-framkvaemdastjori-haskolaskrifstofu
|
Nýr framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu
Ólafur Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu Háskólans á Akureyri (HA). Ólafur brautskráðist frá Háskólanum í Bergen, með cand. real. í fiskifræði árið 1982 og hefur síðan starfað hjá Hafrannsóknastofnun og sem framkvæmdastjóri hjá Fiskeldi Eyjafjarðar (1989–2001), Troms Marin Yngel AS, í Noregi (2002-2003) og hjá Marine Harvest Ltd í Noregi (áður Nutreco Ltd.) frá september 2003.
Ólafur hefur setið í ýmsum nefndum og stjórnum og var m.a. fulltrúi menntamálaráðherra í háskólaráði HA á árunum 2001–2002. Meðal viðurkenninga sem Ólafur hefur hlotið fyrir störf sín er viðurkenning fyrir áræði og frumkvæði í starfi frá Atvinnumálanefnd Akureyrar árið 1999, auk þess sem Fiskeldi Eyjafjarðar hlaut nýsköpunarverðlaun Rannsóknarráðs Íslands og Útflutningsráðs árið 2001 og var kosið fyrirtæki ársins af Atvinnumálanefnd Akureyrar árið 2000.
Alls bárust 15 umsóknir um starf framkvæmdastjóra háskólaskrifstofu Háskólans á Akureyri sem auglýst var laust til umsóknar í desember 2005. Umsóknarfrestur um starfið rann út 10. janúar sl.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/brahms-og-mozart-a-tonleikum
|
Brahms og Mozart á tónleikum
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri sunnudaginn 29. janúar kl. 16.00. Á efnisskrá eru tvö verk: Sinfónía nr. 1 í c moll eftir Johannes Brahms og óbókonsert í C-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Einleikari á óbó er Daði Kolbeinsson og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Daði Kolbeinsson óbóleikari lauk einleikaraprófi frá Royal College of Music í London árið 1972, kennarar hans þar voru Terence MacDonagh og Sydney Sutcliffe. Árið 1973 réðst hann til Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem uppfærsluóbóleikari og tók síðan englahornið að sér árið 1977. Daði hefur oft komið fram sem einleikari, bæði á óbó og englahorn, með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Einnig hefur hann mikið leikið með Kammersveit Hallgrímskirkju og Langholtskirkju, svo og Íslensku Óperunni og KaSa hópnum. Hann er einn af stofnendum Blásarakvintetts Reykjavíkur sem hefur komið fram víða um heim og leikið inn á marga hljómdiska. Daði var ráðinn fyrsti óbóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2000.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-fjarhagsupplysingakerfi-hja-akureyrarbae
|
Nýtt fjárhagsupplýsingakerfi hjá Akureyrarbæ
Starfsfólk starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar hefur undanfarið setið námskeið þar sem kennd er notkun og virkni SAP-launakerfisins.
Bæjarfélagið ákvað eftir viðamikið útboð á síðasta ári að fara í samstarf við Nýherja - nú Applicon, nýtt dótturfélag Nýherja - um hönnun á heilstæðri lausn fyrir sveitarfélög.
Um er að ræða mjög yfirgripsmikið fjárhagsupplýsingakerfi sem verður tekið í notkun í áföngum. Strax í lok febrúar nk. verður SAP notað við launavinnslu starfsmanna bæjarins og smám saman bætist við ný umsýsla, svo sem fjárhagsbókhald, verkbókhald, sölubókhald og starfsmannakerfi. Fjárhagsupplýsingakerfið verður að fullu komið í þjónustu bæjarins í upphafi næsta árs.
Fjölmargir starfsmenn Akureyrarbæjar koma með einum eða öðrum hætti að innleiðingu og uppsetningu kerfisins ásamt með ráðgjöfum frá Applicon. Gengur vinnan vel og er samkvæmt verk-, tíma- og kostnaðaráætlun.
Kerfið mun gera alla fjárhagsumsýslu bæjarins mun fullkomnari og nútímalegri en verið hefur, en að auki gerir SAP Akureyrarbæ kleift að veita ýmsa rafræna þjónustu. Fyrst í stað verður það aðallega inn á við, þ.e.a.s. með skönnun og rafrænni samþykkt reikninga og þvíumlíku, en í nánustu framtíð einnig með beinum hætti í þágu allra bæjarbúa. Má í því sambandi nefna að Akureyringar munu geta skráð sig inn á sitt eigið örugga svæði og séð þar viðskiptalega stöðu sína gagnvart Akureyrarbæ, með líkum hætti og gerist í t.a.m. viðskiptum við bankastofnanir á netinu.
Myndirnar eru frá námskeiði í vinnslu á SAP-kerfið sem starfsfólk Akureyrarbæjar sat í síðustu viku.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tvisvar-i-viku-milli-akureyrar-og-koben
|
Tvisvar í viku milli Akureyrar og Köben
Beint áætlunarflug Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar hefst þann 30. maí nk.
Frá þeim degi og fram á haustið verður flogið tvisvar í viku milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þessar fyrirætlanir flugfélagsins voru kynntar á blaðamannafundi á Akureyrarflugvelli í dag.
Forsvarsmenn Iceland Express búast við því að Akureyringar og Norðlendingar taki þessari nýbreytni fagnandi, enda verður nú jafnvel ódýrara að fljúga til Kaupmannahafnar frá Akureyri en til Reykjavíkur.
Grunnverð farmiða milli höfuðstaða Norðurlands og Danmerkur er það sama og á öllum leiðum Iceland Express, 7.995 kr. aðra leiðina og hefst sala í byrjun næstu viku. Flogið verður í sams konar flugvélum og notaðar eru á öðrum leiðum félagsins.
Önnur nýbreytni er sú að farmiðakerfi Iceland Express gerir farþegum frá Akureyri til Kaupmannahafnar kleift að fljúga til landsins frá öðrum áfangastöðum Iceland Express í Evrópu ef það hentar þeim eða lenda í Keflavík á heimleiðinni ef þeir vilja. Einnig er hægt að fljúga út frá Keflavík og lenda á Akureyri þegar heim er komið.
Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express (t.h.), kynnti nýja flugáætlun á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, fagnar framtakinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningar-vid-ithrottafelogin
|
Samningar við íþróttafélögin
Í dag, mánudaginn 30. janúar, voru undirritaðir rekstrarsamingar til þriggja ára á milli Akureyrarbæjar og nokkurra íþróttafélaga innan Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA). Samningarnir gilda frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2008. Með gerð þessara samninga er verið að stuðla að því að félögin eigi auðveldara með að gera áætlanir um starfsemi sína til lengri tíma, þegar fyrir liggja upplýsingar um grunnfjármagn frá Akureyrarbæ til starfseminnar.
Við fjögur félög var áður búið að ganga frá samningum, þ.e.a.s. Golfklúbb Akureyrar, Knattspyrnufélag Akureyrar, Íþróttafélagið Þór og Skautafélag Akureyrar.
Bæjarstjóri og fulltrúar Akureyrarbæjar með formönnum og fulltrúum íþróttafélaganna við undirritun samninganna.
Þau félög sem nú er gengið frá samningum við eru Bílaklúbbur Akureyrar, Fimleikafélag Akureyrar, Hestamannafélagið Léttir, Íþróttafélagið Akur, Íþróttafélagið Eik, KKA akstursíþróttafélag, Siglingaklúbburinn Nökkvi, Skíðafélag Akureyrar, Skotfélag Akureyrar, Sundfélagið Óðinn, Tennis- og badmintonfélag Akureyrar, Ungmennafélag Akureyrar og Ungmennafélagið Narfi.
Auk ofannefndra samninga, þá er einnig verið að ganga frá og undirrita endurskoðaðan samning um samskiptamál Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar sem gildir til næstu fjögurra ára.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, og Þröstur Guðjónsson, formaður ÍBA, undirrita samninginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarhus-og-tonlistarskoli
|
Menningarhús og Tónlistarskóli
Hinn 20. janúar sl. var haldinn kynningarfundur á vegum Fasteigna Akureyrar með helstu byggingarverktökum bæjarins um fyrirhugaðar framkvæmdir við Menningarhús og Tónlistarskóla Akureyrar. Farið var yfir alteikningar af húsinu, helstu stærðir í magntölum og fyrirhuguð útboð.
Gert er ráð fyrir að fyrsta útboð verði í apríl-maí nk. og á að ljúka þeim framkvæmdum í janúar – febrúar 2007. Áætlaður verktakakostnaður er á bilinu 400-500 milljónir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afslattur-af-fasteignaskatti-2006
|
Afsláttur af fasteignaskatti 2006
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 2. febrúar "Reglur um fastan afslátt og tekjutengdan viðbótarafslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Akureyrarbæ árið 2006."
Reglurnar fela í sér verulega hækkun á afslætti til þeirra sem undir þær heyra þar sem fjöldi þeirra sem fá afslátt ríflega tvöfaldast frá fyrra ári en búast má við að u.þ.b. 1.300 fasteignaeigendur fái afslátt af fasteignaskatti. Afslátturinn mun nema í heild nokkuð á fjórða tug milljóna króna á árinu.
Afslátturinn er tvíþættur og nær til allra fasteignaeigenda sem verða 67 ára eða eldri á árinu eða eru 75% örykjar í upphafi ársins. Annars vegar er veittur fastur afsláttur allt að 30.000 krónur og hins vegar 10.000 króna viðbótarafsláttur, sem er tekjutengdur. Um fasta afsláttinn þarf ekki að sækja, utan öryrkjar þurfa þó að framvísa örokuskírteini. Viðbótarafslátturinn er tekjutengdur og um hann þarf að sækja.
Reglurnar má nálgast með því að smella hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aldarafmaeli-verkalydsfelaga
|
Aldarafmæli verkalýðsfélaga
Þann 6. febrúar 2006 verða 100 ár liðin frá stofnun Verkamannafélags Akureyrar en það félag er forveri margra þeirra verkalýðsfélaga sem nú starfa á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnun Verkamannafélags Akureyrar árið 1906 markar upphaf samfellds starfs verkalýðsfélaga á Akureyri og annars staðar við Eyjafjörð.
Minnisvarðinn SAMSTAÐA eftir listamanninn Jóhann Ingimarsson (Nóa) verður afhjúpað laugardaginn 4. febrúar kl. 11 við tjörnina við Strandgötu á Akureyri. Minnisvarðinn er gjöf KEA til hins vinnandi manns á aldarafmæli samfellds starfs verkalýðsfélaga við Eyjafjörð. Það er forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem mun heiðra verkalýðsfélögin með nærveru sinni og afhjúpa verkið. Ef veður verður gott fer athöfnin fram undir berum himni, en að öðrum kosti fer hún fram á skemmtistaðnum Vélsmiðjunni, handan götunnar. Lúðrasveit Akureyrar mun leika nokkur lög, ávörp flytja Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, sem gefur myndverkið og hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem í lok ávarpsins mun afhjúpa minnisvarðann. Að endingu mun Þráinn Karlsson leikari lesa ljóðið Söngur verkamanna, eftir Kristján frá Djúpalæk. Ljóðið er frá árinu 1953 og var frumflutt á 10 ára afmæli Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar (hins yngra).
Sama dag kl. 13 verður opnuð sýning í Alþýðuhúsinu á Akureyri, Skipagötu 14, þar sem flestöll verkalýðsfélögin á Akureyri eru til húsa. Þar verða til sýnis myndir og munir sem tengjast þessari aldagömlu sögu og einnig verður boðið upp á kaffi og með því .Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 13-16 og Iðnaðarsafnið á Krókeyri verður opið á sama tíma báða dagana.
Vikuna á eftir verður sýningin í Alþýðuhúsinu opin á almennum skrifstofutíma. Á laugardeginum munu forsvarsmenn annarra verkalýðsfélaga í húsinu verða á sýningarsvæðinu og heilsa upp á gesti.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2005-2018
|
AÐALSKIPULAG AKUREYRAR 2005-2018
Aðalskipulag Akureyrar 2005 – 2018, sem hér er lagt fram, er það fimmta í röðinni frá því fyrsta aðalskipulag bæjarins var samþykkt árið 1927. Áfram er unnið með þær áherslur sem lagt var upp með í aðalskipulaginu frá 1998 um sjálfbæra þróun og umhverfisstefnu í anda Staðardagskár 21. Andi þeirrar dagskár svífur yfir vötnum þessa nýja aðalskipulags. Sterk áhersla er á að tryggja rétt komandi kynslóða til sömu lífsgæða og við njótum nú.
Aðalskipulag er langtímaverkefni og rammi um framtíðarþróun bæjarfélagsins. Einkenni þessa aðalskipulags umfram önnur, sem fram hafa komið, er hin víðtæka aðkoma bæjarbúa að mótun þess og þróun. Aldrei hafa jafn margir komið að vinnu við aðalskipulag Akureyrar sem nú. Verkefnið „Akureyri í öndvegi" gerði það að verkum að mikill fjöldi bæjarbúa hafði á því skoðun og kom að stefnumótun og þróun skipulagsins. Því ber að fagna sérstaklega. Aldrei hafa jafn margir haft skoðun á vinnu þessari og komið skoðunum sínum á framfæri. Það leiddi til þess að aðalskipulagstillagan var lögð fram að nýju eftir að gerðar voru á henni verulegar breytingar frá fyrri auglýsingu. Íbúalýðræðið hefur því fengið að njóta sín við gerð þessa aðalskipulags sem aldrei fyrr.
Aðalskipulagið 2005 - 2018 hefur einkenni þeirrar velmegunar og hröðu þróunar sem á Akureyri er nú um stundir. Uppbygging íbúða í Naustahverfi á suðurhluta brekkunnar og þróun athafnasvæðis til norðurs í Nesjahverfi er áberandi. Tengibrautanetið er að mestu komið í þann farveg sem þarf til að tryggja samgöngur með öruggum og hagkvæmum hætti um sveitarfélagið. Uppbygging miðbæjar og svæða fyrir verslun, þjónustu og iðnaðarfyrirtæki setur einnig sterkan svip á aðalskipulagið nú. Stefnumörkun í umhverfismálum með sérstakri áherslu á verndarsvæði setur jákvæðan og vistvænan svip á verkið og er það vel.
Framtíð Akureyrar er björt en ljóst er að landrými innan núverandi bæjarmarka er á þrotum. Langtímamarkmið skipulagsyfirvalda í framhaldi af þessu aðalskipulagi verður að tryggja bænum okkar aðstæður til áframhaldandi þróunar og stækkunar.
Ég þakka öllum þeim sem komu að vinnu við þetta verk en sérstaklega þakka ég bæjarbúum mikinn áhuga og sterka aðkomu að gerð þessa aðalskipulags. Það er von mín að aðalskipulagið stuðli að enn frekari þróun Akureyrar til lengri tíma litið.
14. september 2006
Jón Ingi Cæsarsson,
formaður umhverfisráðs
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur A3 (pdf)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur A4 (pdf)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Sveitarfélagsuppdráttur (jpg)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur A3 (pdf)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur A4 (pdf)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Þéttbýlisuppdráttur (jpg-mynd)
Aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005-2018: Greinargerð, september 2006 (pdf)
Staðfestingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 15. desember 2006 staðfest aðalskipulag Akureyrar 2005-2018.
Uppdrættir og greinargerð hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt aðalskipulagsáætlunina og Skipulagsstofnun afgreitt hana til staðfestingar.
Aðalskipulagið öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 frá 4. september 1998, með síðari breytingum. Ráðherra hefur veitt undanþágu frá ákvæðum laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, sbr. 3. mgr. 13. gr.
Umhverfisráðuneytinu, 15. desember 2006.
Jónína Bjartmarz
Samþykkt aðalskipulags 2005-2018 (undirskriftir)
MIÐBÆJARREITIR - BYGGINGARAÐILAR OG FJÁRFESTAR
Bókun bæjarráðs frá 7.11.2006:
Efni: Miðbæjarskipulag
Bæjarráð hefur á fundi sínum í gær gert eftirfarandi bókun:
„Miðbæjarskipulag
2006020089 / 09-201
Niðurstöður vinnuhóps lagðar fram.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulags- og byggingafulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.
Á grunni skilamatsins samþykkir bæjarráð að ganga til samninga við PA byggingaverktaka ehf. um uppbyggingu á reit 1 og Njarðarnes ehf. um uppbyggingu á reit 4. Bæjarráð samþykkir ennfremur að reitum 2 og 3 verði ekki ráðstafað að sinni.
Baldvin H. Sigurðsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðsluna.
Anna Halla Emilsdóttir áheyrnarfulltrúi óskar bókað að henni finnst að gögn málsins hafi borist sér of seint."
Skilabréf starfshóps um miðbæjarskipulag til bæjarráðs
REITUR 1:
Greinargerð
Blað 1
Blað 2
REITUR 4:
Greinargerð
Blað 1
Blað 2
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hrafnabjorg-tillaga-ad-breytingum-a-deiliskipulagi
|
Hrafnabjörg, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Löngumýri/-Hrafnabjörg. Um er að ræða breytta tillögu m.v. tillögu sem auglýst var 17. október 2005.
Breyting frá gildandi deiliskipulagi felst í því að að í stað einbýlishúss á lóð nr. 1 við Hrafnabjörg megi byggja 1-2 hús á einni til tveimur hæðum auk bílakjallara, með allt að 4 íbúðum. Miðað við áður auglýsta tillögu eru breytingar þær að íbúðum fækkar um eina, byggingarreitur minnkar og að bílastæðum er komið fyrir á annan hátt.
Tillöguuppdrættir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 22. mars 2006, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Tillöguuppdráttur (pdf-skjal, 260 k)
Skýringaruppdráttur (pdf-skjal, 216 k)
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 22. mars 2006 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
8. febrúar 2005
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/beint-flug-fra-akureyri
|
Beint flug frá Akureyri
Ferðaskrifstofa Akureyrar skipuleggur á þessu ári fjölda ferða til nokkurra áfangastaða í Evrópu í beinu flugi frá Akureyri. Á döfinni er einnig aukið samstarf við Úrval-Útsýn sem meðal annars mun nýtast íþróttahópum á Norðurlandi.
Beint flug frá Akureyri til áfangastaða í Evrópu hefur notið mikilla vinsælda enda munar mikið um að þurfa ekki að ferðast fyrst þvert yfir landið áður en utanlandsferðin sjálf getur hafist. Norðlendingar meta mikils að geta farið suður án þess að þurfa fyrst að fara suður! Fyrir Akureyringa eru ómæld þægindi fólgin í því að þurfa aðeins sjö mínútur til að komast að heiman í innritun fyrir flug til annarra landa.
Ferðaskrifstofa Akureyrar býður upp á ferðir í beinu flugi frá Akureyri í vor og haust, með áherslu helgarferðir til nokkurra borga og stuttar sólarlandaferðir. Áfangastaðirnir eru Kaupmannahöfn, Barcelona, Dublin, Hamborg, Varsjá, Mallorca og Krít.
Af þessu tilefni kemur í dag út viðamikill bæklingur undir heitinu Stutt út, beint flug frá Akureyri 2006. Bæklingurinn er prentaður í 12.000 eintökum og dreift inn á öll heimili á svæðinu frá Ólafsfirði austur til Húsavíkur. Þetta er í fyrsta skipti sem Ferðaskrifstofa Akureyrar ræðst í útgáfu kynningarbæklings af þessari stærðargráðu.
Í boði eru páskaferðir milli Akureyrar og Kaupmannahafnar 13., 17., 20. og 24. apríl þar sem möguleiki er að hefja ferð hvort sem er á Akureyri eða í Kaupmannahöfn. Í maí er boðið upp á helgarferð til Hamborgar og vikuferð til Krítar. Jafnframt er í boði gönguferð um Krít. Í september og október eru í boði helgarferðir til Barcelona, Dublin og Varsjár og vikuferðir til Mallorca og Krítar. Einnig er boðið upp á aðventuferð til Kaupmannahafnar. Sala er hafin í flestar þessara ferða og er nú þegar nær uppselt í einhverjar þeirra. Að auki hefur Ferðaskrifstofa Akureyrar umboð fyrir nokkra málaskóla í Englandi, Þýskalandi og á Spáni.
Nýjasta viðbótin í starfsemi Ferðaskrifstofu Akureyrar er aukning á samstarfi við íþróttadeild Úrvals-Útsýnar. Með samstarfinu skapast ný tækifæri fyrir íþróttahópa á Norðurlandi til æfinga- og keppnisferða.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/endurbaetur-skolaloda
|
Endurbætur skólalóða
Undanfarin ár hafa Fasteignir Akureyrarbæjar unnið markvisst að endurbótum á lóðum leikskóla og skóla í bænum. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið árið 2008. Endurbæturnar felast meðal annars í endurnýjun leiktækja og öryggisþátta í kringum þau, ásamt því sem lagðir hafa verið hjólastígar og lýsing sett á lóðirnar. Gervigrasvellir hafa verið gerðir við Oddeyrarskóla og Brekkuskóla og á þessu ári er fyrirhugað að búa til nýja velli við Lundaskóla og Giljaskóla.
Kátir krakkar á gervigrasvellinum við Brekkuskóla.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-1200-manns-fa-launahaekkun
|
Um 1.200 manns fá launahækkun
Fimmtudaginn 2. febrúar samþykkti bæjarráð að hækka laun félagsmanna í Kili, Einingu-Iðju og Félagi leikskólakennara frá og með 1. janúar 2006. Nú þegar er búið að greiða leikskólakennurum og hluta félagsmanna í Kili og Einingu-Iðju þessa hækkun en aðrir fá greitt um miðjan mánuðinn.
Þessi launabreyting varðar um 1.200 manns eða nálægt 60% starfsmanna bæjarins. Hluti þessarar launahækkunar átti að koma til framkvæmda 1. júní nk. en henni var flýtt um fimm mánuði með þessari samþykkt bæjarráðs. Þar sem að kjarasamningar þessara félaga eru ekki lausir þá byggir samþykktin á heimild Launanefndar sveitarfélaga um að ákvarða tímabundnar launaviðbætur við gildandi samninga þessara félaga.
Starfsfólk starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar stóð sig frábærlega við að hrinda þessu í framkvæmd. Ljóst er að Akureyrarbær er eina sveitarfélagið sem er nú þegar búið að greiða út þessa hækkun og það þótt hækkunin nái til fleiri starfsmanna en annars staðar. Hér hefur því verið vel að verki staðið við leiðréttingu launa þessara hópa og hafa starfsfólki starfsmannaþjónustu borist fjölmörg þakkarbréf.
Launahækkanirnar eru mismiklar eftir starfsstéttum en geta numið allt að 12-13%. Eru það lægstu störfin sem hækka mest en nær allir starfsmenn Kjalar, Einingar-Iðju og Félags leikskólakennara fá einhverja hækkun. Áætlað hefur verið að þessi samþykkt bæjarráðs kosti Akureyrarbæ allt að 210 milljónir króna aukalega á þessu ári.
Samningar við BHM félögin og Félag slökkviliðsmanna eru lausir og standa samningaviðræður yfir við þessi félög. Vonast er til að þeim ljúki innan tíðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/112-dagurinn-og-barnavernd
|
112 dagurinn og barnavernd
Laugardaginn 11.2. verður haldið upp á hinn svokallaða 112 dag í annað sinn. Markmiðið er að þeir aðilar sem nýta sér þjónustu 112 geti vakið athygli á starfi sínu þennan dag. Barnavernarnefnd Eyjafjarðar hefur samstarf við 112 með þeim hætti að 112 tekur við símhringingum frá fólki sem vill koma á framfæri upplýsingum um börn í neyð. Þeim upplýsingum er síðan komið áfram til starfsmanna nefndarinnar sem vinna úr þeim. Þjónusta 112 og barnaverndar er opin allan sólarhringinn. Miðstöð barnaverndarstarfs á Akureyri er hjá Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26. Síminn þar er 460 1420.
Heilsíðu auglýsingar verða birtar í dagblöðum í tilefni dagsins. Smelltu hér til að skoða.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolnota-hus-i-hrisey
|
Fjölnota hús í Hrísey
Fyrirhugað er að byggja fjölnota íþróttahús í Hrísey. Hönnun stendur nú yfir og er gert ráð fyrir því að útboð fari fram í apríl. Húsinu verður valinn staður í nálægð við sundlaug og skóla. Gert er ráð fyrir samnýtingu búningsaðstöðu fyrir íþróttahúsið og sundlaugina. Hönnun hússins er í höndum Kollgátu hf.
Kynningarfundur var haldinn með íbúum Hríseyjar í janúar. Undirtektir íbúa voru mjög jákvæðar og komu fram ýmsar góðar ábendingar sem hafðar eru til hliðsjónar eftir því sem verkinu vindur fram.
Teikningar og afstöðumyndir af húsinu má nálgast með því að smella hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ritun-sogunnar-heldur-afram
|
Ritun sögunnar heldur áfram
Fyrr í dag skrifuðu Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, og Jón Hjaltason, sagnfræðingur, undir samning um ritun fimmta bindis Sögu Akureyrar sem jafnframt verður síðasta bindið sem gert er ráð fyrir að komi út að svo stöddu.
Miðað er við að þetta bindi nái yfir tímabilið frá 1940 til 1962 en verkið er unnið í samráði við ritnefnd um sögu Akureyrar. Stefnt er að útgáfu bókarinnar á árinu 2010.
Jón Hjaltason segist hafa fengið töluverð viðbrögð við fyrri bókunum og að öll hafi þau verið á jákvæðu nótunum.
„Nú líður að því að elstu og miðaldra menn muni þokkalega það tímabil sem er til umfjöllunar og það gerir þetta enn skemmtilegra. Fimmta bindið verður að stórum hluta um núlifandi Akureyringa, menn sem eru fæddir um eða fyrir 1940 og eru á besta aldri í dag,“ sagði Jón Hjaltason eftir að þeir Kristján Þór höfðu skrifað undir samninginn.
Jón bætti því við að heimildirnar sem hann nýtti sér væru að breyta um svip. Áður hefðu persónulegar heimildir komið að drjúgum notum, svo sem einkabréf og dagbækur, en að nú hyrfu þær að mestu og viðtöl við fólk kæmu í staðinn. „Ég bæði hlakka til og er spenntur að takast á við þetta tímabil,“ sagði söguritarinn Jón Hjaltason.
Sem fyrr hefur Jón aðstöðu á Héraðsskjalasafninu til að rita verkið. Fyrri bindin af Sögu Akureyrar hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar og sala þeirra verið góð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hugur-i-fka-konum-nordan-heida
|
Hugur í FKA-konum norðan heiða
Að undanförnu hefur verið unnið að því að virkja hóp norðlenskra kvenna innan Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) með það í huga að halda uppi reglulegri starfsemi innan félagsins á Norðurlandi.
Fyrsti fundur FKA norðan heiða var haldinn á Friðriki V á Akureyri föstudaginn 10. febrúar undir yfirskriftinni „Heimurinn er að minnka“. Fundurinn þótti heppnast vel og mættu vel á þriðja tug kvenna víða að af Norðurlandi.
Frá fundinum sl. föstudag.
Aðalheiður Karlsdóttir hjá Provida og Eignaumboðinu lagði leið sína norður yfir heiðar og sagði frá reynslu sinni af viðskiptum víða um heim. Soffía Gísladóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (Símey), sagði einnig frá reynslu sinni í atvinnulífinu. Bryndís Óskarsdóttir frá Concept greindi félagskonum frá reynslu sinni af því að flytja fyrirtæki frá höfuðborginni út á landsbyggðina og þeim kostum sem því fylgja.
Á fundinum var ákveðið að halda áfram uppi starfsemi á vegum FKA norðan heiða og var ákveðið að halda næsta fund á sama stað þann 10. mars. Þrjár konur gáfu sig fram í að starfa í nefnd til að kortleggja næstu viðburði félagsins á Norðurlandi og er það trú okkar að við eigum eftir að eiga saman öflugt og gefandi starf sem styrkir okkur allar, viðskipti okkar og viðskiptahugmyndir. Félagið vill hvetja allar konur í atvinnurekstri á Norðurlandi til að mæta á næsta fund okkar og taka þátt í skemmtilegu starfi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mariubjallan-frumsynd
|
Maríubjallan frumsýnd
Fimmtudaginn 16. febrúar verður leikritið Maríubjallan frumsýnt í Rýminu, nýju leikhúsi Leikfélags Akureyrar. Maríubjallan er kraftmikið og magnað nútímaverk eftir Vassily Sigarev.
Leikritið er sýnt í Rýminu sem kemur til viðbótar við starfsemi leikhússins í Samkomuhúsinu. Rýmið, sem er til húsa að Hafnarstræti 73, er svartur kassi og þar er hægt að staðsetja uppsetningar á ólíka vegu.
Dima er 19 ára. Hann býr í blokk við hliðina á kirkjugarðinum, þaðan sem hann stelur legsteinum og selur. Á morgun hefur hann herþjónustu en í kvöld heldur hann vinum sínum kveðjupartý.
Þangað koma vinir hans Slavik og Arkasha auk stúlknanna Leru og Júlkua. Á einu kvöldi fáum við magnaða innsýn í líf persónanna, kynnumst sorgum þeirra og þrám. Í ömurlegum aðstæðum er að finna allt litróf mannlegra tilfinninga og hver um sig hefur fundið sína leið til að lifa af.
Vassily Sigarev er talinn eitt fremsta leikskáld nýrrar kynslóðar í Evrópu og hefur hlotið fjölda verðlauna á síðastliðnum misserum. Meðal annarra verka hans eru Plasticine og Svört mjólk sem bæði voru frumsýnd í Royal Court leikhúsinu í London. Það síðastnefnda var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir skömmu.
Árni Bergmann þýddi verkið úr rússnesku en Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar. Hann var tilnefndur til menningarverðlauna DV í fyrra fyrir leikstjórn og gagnrýnandi Morgunblaðsins útnefndi hann „mann ársins í íslensku leikhúsi". Maríubjallan er önnur uppsetning hans í atvinnuleikhúsi en hann leikstýrði Frelsi fyrir áramóti í Þjóðleikhúsinu. Leikmynd og búninga hannar Halla Gunnarsdóttir, lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar. Höfundur tónlistar er Hallur Ingólfsson. Leikarar eru: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Esther Thalía Casey, Guðjón Davið Karlsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Þráinn Karlsson. Leikhópurinn heldur úti æfingadagbók á netinu. Slóðin er: www.mariubjallan.blogspot.com.
Með frumsýningu Maríubjöllunnar tekur Leikfélag Akureyrar í notkun nýtt leikrými sem það kaus að nefna einfaldlega Rýmið. Það er til húsa að Hafnarstræti 73 en þar hefur ýmis menningar- og skemmtistarfsemi verið starfrækt í gegnum tíðina. Húsið hefur gengið undir ýmsum mismunandi nöfnum, s.s. Lón, Dynheimar og nú síðast Húsið. Rýmið er nú í grunninn svartur kassi sem hægt er að nota á ólíka vegu til leiksýninga. Hægt er að raða áhorfendum á alla kanta og staðsetja leikrými á ólíkan hátt. Ljóst er að Rýmið opnar marga nýja möguleika fyrir LA enda er það gjörólíkt Samkomhúsinu þar sem aðalstarfsemi LA fer fram hér eftir sem hingað til. Auk þess að nýtast sem sýningarrými þá mun leikhúsið nýta húsnæðið sem æfingaaðstöðu og þar verður bætt aðstaða fyrir leikmuna-, búninga- og leikmyndasafn leikhússins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/radgjof-um-fjarmal-heimilanna
|
Ráðgjöf um fjármál heimilanna
Akureyrarbær hefur nýlega endurnýjað samning sinn við Ráðgjafastofu heimilanna en þetta er þriðja árið sem slíkur samningur er gerður. Samningurinn felur í sér að fjármálaráðgjafar Ráðgjafastofunnar koma til Akureyrar hálfsmánaðarlega og hafa aðsetur sitt á Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26. Þar geta bæjarbúar í fjárhagslegum vanda pantað viðtöl við ráðgjafana sem vinna svo með viðkomandi úr málum þeirra.
Þessi þjónusta hefur verið allmikið notuð og því greinilega ekki vanþörf á þessu sérhæfða þjónustuframboði hér á Akureyri. Margir hafa fengið aðstoð við að fá yfirsýn yfir fjármál sín og raunhæfar tillögur til úrbóta.
Ráðgjafarnir hafa líka veitt almenna fræðslu um fjármál einstaklinga svo sem hjá Menntasmiðjunni á Akureyri og sl. haust var gerð tilraun með fræðslu í efstu bekkjum grunnskólanna í bænum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haekkun-a-nidurgreidslum-vegna-daggaeslu
|
Hækkun á niðurgreiðslum vegna daggæslu
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. febrúar sl. tillögu skólanefndar um hækkun á niðurgreiðslum til foreldra vegna daggæslu barna í heimahúsum. Hér er um að ræða hækkun sem nemur 40% til foreldra sem eru giftir eða í sambúð og 74% til einstæðra foreldra. Með þessari ákvörðun er Akureyrarbær kominn í hóp þeirra sveitarfélaga sem eru með hæstu niðurgreiðslurnar í þessum málaflokki.
Sjá nánar á heimasíðu skóladeildar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/staerdfraedikeppni-grunnskolanema
|
Stærðfræðikeppni grunnskólanema
Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema verður haldin í Menntaskólanum á Akureyri 22. febrúar og hefst klukkan 16.00. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi stærðfræðikeppni fyrir nemendur 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna er haldin á Norðurlandi.
Það er Flensborgarskóli í Hafnarfirði sem stendur fyrir keppninni, en nokkrir aðrir framhaldsskólar hafa í samvinnu við hann haldið sömu keppni, hver á sínum stað. Umsjónarmenn keppninnar í MA eru Áskell Harðarson og Níels Karlsson, en Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. styrkir keppnina hér. Verðlaun verða veitt þeim þremur í hverjum bekk sem efstir verða í keppninni.
Nemendur í 8.-10. bekk grunnskólanna á Norðurlandi, sem áhugasamir eru um stærðfræði, eru hvattir til að koma og taka þátt í keppninni, sem byrjar, eins og fyrr segir, klukkan 16.00, miðvikudaginn 22. febrúar. Gengið er inn í Menntaskólann um aðalinngang Hóla, frá bílastæðinu sunnan heimavistarhúsanna. Tengill inn á vefsíðu keppninnar er http://www.flensborg.is/ebs/st%E6kepp1.htm.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sigridur-synir-i-frakklandi
|
Sigríður sýnir í Frakklandi
Sigríður Ágústsdóttir, leirlistarmaður sem búið hefur á Akureyri síðastliðið sex og hálft ár, hefur undanfarna tvo mánuði dvalið í alþjóðlegri vinnustofu í Vallauris í Suður Frakklandi.
Vallauris er aldagamall bær leirlistarmanna, þar dvaldi og starfaði Picasso um miðja síðustu öld og þar vann hann sín helstu leirverk.
Sigríður heldur einkasýningu á verkum þeim sem hún hefur unnið ytra í Galerie „Agui Siam Ben“, Place Lisnard, 06220 Vallauris, dagana 17. - 24. febrúar 2006.
Sigríður nam leirlist í listaskólum í Frakklandi og Englandi á áttunda áratugnum og hefur haldið margar sýningar heima og erlendis en síðasta sýning hennar var í Galleríi Jónasar Viðars í Listagilinu í nóvember sl.
Sigríður hlaut styrki úr Ferðasjóði SÍM, „Muggi“, Starfslaunasjóði myndlistarmanna, Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og frá Akureyrarbæ.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/60-ara-afmaelistonleikar
|
60 ára afmælistónleikar
Þann 26. ferbrúar nk. verða veglegir tónleikar haldnir í Glerárkikju. Tilefnið er 60 ára afmæli Tónlistarkólans á Akureyri og munu nemendur skólans sem komnir eru langt í námi leika þar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, þar af nokkrir þeirra sem einleikarar.
Samstarf hljómsveitarinnar og Tónlistarskólans hefur alltaf verið náið og það eflir starfsemi þeirra beggja. Hljómsveitin veitir kennurum skólans gott tækifæri til að koma fram og spila á vettvangi þar sem metnaður ríkir og vandað er til allra hluta. Það er mjög hvetjandi fyrir þá sem hljóðfæraleikara og eykur um leið möguleika skólans á að fá góða kennara hingað norður.
Tónlistarskólinn á Akureyri er stærsti tónlistarskólinn utan höfuðborgarsvæðisins. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í bæjarfélaginu og er í góðu samstarfi við grunn- og framhaldsskólana í bænum. Hann sér um tónlistarforskóla í öllum grunnskólunum og í þeim býður hann líka upp á kennslu á mörg hljóðfæri til hagræðis fyrir nemendur og foreldra. Hann starfrækir tónlistarbrautir í samvinnu við framhaldsskóla bæjarins og segja má að nemendur tónlistarskólans komi að meira eða minna leyti að nær öllum hljóðfæraleik í skólunum. Hann hefur fóstrað ófáa af meðlimum sinfóníuhljómsveita Íslands og Norðurlands og fjölmarga fleiri tónlistarmenn sem hafa orðið þekktir á öðrum vettvangi. Tónlistarskólinn er því með réttu einskonar menningamiðstöð tónlistar á Norðurlandi og hann þarf að eiga samskipti við marga aðila.
Við skólann er kennt á öll hljóðfæri sem eru í virkri notkun í tónlistarlífi samtímans og í skólanum er líka hægt að nema allar nauðsynlegar tónfræðigreinar. Skólinn rekur öfluga söngdeild og hefur nýverið hafið kennslu í djass- og dægurlagasöng. Alþýðutónlistardeild skólans sem leggur áherslu á rytmíska tónlist, poppmúsík og djass, hefur eflst mjög á undanförnum árum.
Eins og fram kemur í aðalnámsskrá tónlistarskóla skulu þeir vera öllum opnir. Allir sem vilja eiga að geta stundað söng- eða hljóðfæranám. En fólk er mismunandi og það hefur ólíkar væntingar til námsins og árangurs af því. Með þetta að leiðarljósi var ákveðið haustið 2005 að skipuleggja námið þannig að það færi fram á tveimur brautum, almennri braut og áfangabraut.
Langflestir nemendur byrja á almennri braut. Á henni þurfa þeir ekki að sækja tónfræðitíma, vera í hljómsveitum eða koma fram á tónleikum. Þeir eru m.ö.o að kynnast tónlistarnáminu og athuga hvort það á við þá, og ef svo er, setja sig í stellingar fyrir nám sem gerir meiri kröfur til þeirra. Hópkennsla er algengt fyrirkomulag á almennri braut og nemendur geta verið á þessari braut í allt að 3 ár. Nemandi getur færst yfir á áfangabraut hvenær sem er á þeim tíma, meti kennari sem svo að áhugi, ástundun og færni hans gefi til kynna að það sé æskilegt.
Á áfangabraut eru gerðar mun meiri kröfur til nemanda. Þá fylgja náminu tímar í kjarnagreinum, samspili og hljómsveitum. Hér er líka ætlast til að nemendur leiki á tónleikum og lengra komnir nemendur geta fengið tækifæri til að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Samspil er mjög mikilvægur þáttur tónlistarnáms, það þarf að læra að hlusta á og leika í takt við félagana. Kunnátta í tónheyrn og þekking á tónfræði, táknmáli tónlistarinnar, er líka bráðnauðsynleg til þess að nemandinn skilji betur músíkina og kennari og nemandi skilji betur hvor annan.
Tónlistarskólinn hefur breyst mikið á 60 árum eins og samfélagið í heild. Til þess að skólinn nái að dafna og blómstra þurfa allir að vinna vel saman nemendur, kennarar, skólastjórnendur og stjórnmálamenn. Þetta samstarf má bæta. Síðast en ekki síst er samstarf skólans við foreldra afar mikilvægt. Þegar foreldrar sýna áhuga og aðhald við tónlistarnám barna sinna næst miklu betri árangur heldur en ef þess nyti ekki við. Þáttaka foreldra í foreldrafélögum er líka skólanum gríðarlega mikilvæg, t.d. í æfingabúðum, ferðalögum og öðrum uppákomum og skapar skólanum mikilvæg tengsl við samfélagið.
Myndirnar eru teknar á æfingu fyrir afmælistónleikana sem verða sem áður segir haldnir í Glerárkirkju næstkomandi sunnudag, 26. febrúar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagny-linda-i-23-saeti
|
Dagný Linda í 23. sæti
Akureyringurinn Dagný Linda Kristjánsdóttir náði glæsilegum árangri í gær þegar hún lenti í 23. sæti í risasvigi á Ólympíuleikunum í Tórínó.
Dagný kom í mark á tímanum 1:34.56, 2.09 sekúndum á eftir sigurvegarnum Michaelu Dorfmeister frá Austurríki. Önnur varð Janica Kostelic frá Króatíu á 1:32.47 og þriðja Alexandra Meissnitzer frá Austurríki á 1:33.06. Til leiks voru skráðir 53 keppendur og luku 50 keppni.
Frétt af heimasíðu Skíðasambands Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/namsmenn-a-akureyri-motmaela
|
Námsmenn á Akureyri mótmæla
Nemendur í Háskólanum á Akureyri gengu úr tíma nú í morgun til að mótmæla fjársvelti háskólans og námsmenn í Menntaskólanum á Akureyri munu mótmæla styttingu náms til stúdentsprófs á morgun.
Í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum nemenda HA segir orðrétt:
„Staðan í Háskólanum á Akureyri: Metnaðarfull starfsemi þar sem boðið er upp á öflugt og fjölbreytt nám.
Kröfur um niðurskurð þrátt fyrir ítrekaða hagræðingu innan veggja skólans. Fyrirsjáanleg mikil fækkun á innrituðum nemendum ef ríkið leiðréttir ekki fjárhag skólans nú þegar. Háskólinn á Akureyri er sá háskóli sem fær lægstar tekjur á hvern nemanda af öllum ríkisreknu skólunum, þrátt fyrir að bera aukinn kostnað af því að vera á landsbyggðinni. Nemendur mótmæla því að litið sé á þá sem kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar."
Og á heimasíðu Munins, skólablaðs Menntaskólans á Akureyri, má lesa þessa tilkynningu:
„Næstkomandi miðvikudag, 22. febrúar, munu nemendur skólans fella niður nám í heilan kennsludag til að mótmæla skerðingu náms til stúdentsprófs. Eftir annan tíma á miðvikudaginn verður haldið á mótmælafund á Ráðhústorgi og ekki verður mætt aftur í skólann fyrr en eftir annan tíma á fimmtudag. Þetta er í samræmi við það að áætlað er að skerða nám til stúdentsprófs um u.þ.b. 20%. Það jafngildir einum kennsludegi af fimm í viku. Nemendur vona að þetta muni vekja athygli fjölmiðla og helst hafa áhrif á stefnu menntamálaráðherra.“
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/husid-vard-rymi
|
Húsið varð Rými
Fasteignir Akureyrar hafa nýlega lokið breytingum á húsnæðinu að Hafnarstræti 73 sem áður hét Húsið en hefur núna hlotið nafnið Rýmið. Leikfélag Akureyrar tók við húsnæðinu í ársbyrjun.
Í grunninn er Rýmið „svartur kassi“ sem hægt er að nota á ólíka vegu til leiksýninga, meðal annars er hægt að raða áhorfendum á alla kanta og staðsetja leikrými á ólíkan hátt. Einnig er húsnæðið ætlað sem æfingaraðstaða og önnur aðstaða fyrir leikara.
Fyrsta leikverkið sem sýnt er á fjölum Rýmisins er Maríubjallan og var frumsýnt 16. febrúar.
Nánar um leikritið hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-og-hrisey-tillogur-ad-deiliskipulagi
|
Akureyri og Hrísey, tillögur að deiliskipulagi
Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. eftirtaldar tillögur að endurskoðun deiliskipulags og nýjum deiliskipulagsáætlunum:
Hesthúsahverfið Hlíðarholt, endurskoðun
Helstu breytingar frá fyrra skipulagi skv. tillögunni felast í nýrri staðsetningu reiðhallar og breyttu fyrirkomulagi keppnisvalla. Í eldri hluta hesthúsabyggðarinnar verða nokkrar breytingar á lóðarmörkum og byggingarreitum og nokkur ákvæði skipulagsskilmála breytast.
Tillöguuppdráttur, PDF, 465k
Greinargerð og skilmálar, PDF, 1.623k
Hrísey, lóð fjölnotahúss
Tillagan fjallar um lóðir sundlaugar, grunnskóla og Hleinar við Austurveg/Hólabraut. Næst norðan sundlaugar er afmarkaður byggingarreitur fyrir fjölnota íþróttahús með aðkomu frá stíg milli Austurvegar og Hólabrautar. Einnig eru markaðir byggingarreitir fyrir hugsanlegar viðbyggingar við grunnskólann og Hlein.
Tillöguuppdráttur, PDF, 1.100k
Naustahverfi I, reitur 28 m.m.
Tillagan fjallar um reit á brekkubrúninni sunnan kirkjugarðs, milli Miðhúsabrautar og Naustabæja. Um ofanvert svæðið liggur Naustabraut til suðurs frá hringtorgi á Miðhúsabraut. Ofan fyrrnefndu götunnar gerir tillagan ráð fyrir 6 nýjum lóðum fyrir einbýlishús, en meginhluti reitsins liggur neðan hennar og er þar gert ráð fyrir 23 einbýlishúsalóðum og einni raðhúsalóð.
Tillöguuppdráttur, PDF, 800k
Skýringaruppdráttur: PDF, 4.100k - JPG, 540k
Greinargerð og skilmálar, PDF, 2.900k
Athafnahverfi við Grænhól
Skipulagssvæðið er sunnan þjóðvegar (Hörgárbrautar), á milli Síðubrautar og Lónsins og er alls um 8,5 ha að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir 8 lóðum fyrir almenna atvinnustarfsemi og einni lóð fyrir bílatengda þjónustu. Samtals eru lóðirnar um 5,2 ha og mögulegt byggingarmagn um 19.700 m2. Húsagata liggur í hring um svæðið og tengist Síðubraut.
Tillöguuppdráttur, PDF, 550k
Skýringaruppdráttur, PDF, 480k
Tillögurnar munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 12. apríl 2006, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á vef bæjarins.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 12. apríl 2006 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
1. mars 2006
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-a-vetrarhatid-i-reykjavik-2
|
Akureyri á Vetrarhátíð í Reykjavík
Sú skemmtilega hefð hefur skapast að listamenn frá Akureyri heimsæki Vetrarhátíð í Reykjavík og þeir láta ekki sitt eftir liggja að þessu sinni.
Hlynur Hallson sýnir verkið „Græna vatnið í Worpswede“ á vegg Ráðhússins í Reykjavík og er opun sýningarinnar meðal upphafsatriða Vetrarhátíðar kl. 20 á fimmtudagskvöld.
Þá munu Sigríður Aðalsteinsdóttir söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja söngdagskrá sem þær kalla „Frekjur og forynjur“ á Kjarvalstöðum á Safnanótt á föstudagskvöld. Tónleikarnir eru hugsaðir fyrir alla fjölskylduna og verða fluttir tvisvar sinnum kl. 21 og 23.
Myndlistarkonan Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er í hópi 14 listamanna og hönnuða sem opna sýningu sem nefnist „Upphaf Loka“ kl. 18.00 á föstudagskvöld í Lokastíg 28. Sveinbjörg opnar síðan einkasýningu í Gallerí Fold kl. 15 á laugardag.
Meðfylgjandi mynd er af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur við vinnu sína.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/syningarlok-i-listasafninu
|
Sýningarlok í Listasafninu
Fyrstu sýningu ársins í Listasafninu á Akureyri lýkur laugardaginn 25. febrúar. Sýningin „Hraunblóm“ er unnin í samstarfi við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og hefur að geyma verk eftir Danina Else Alfelt og Carl-Henning Pedersen og félaga þeirra Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson.
Í lok síðari heimsstyrjaldar haslaði abstraktlistin sér völl hér á landi og réð lofum og ríkjum næstu tvo áratugina, en fram að því hafði natúralismi og íslensk náttúra verið aðalviðfangsefni listamanna. Sýningin er öðrum þræði yfirlit yfir feril Svavars Guðnsonar á tímabilinu frá 1944-49 og eru margar af hans dýrmætustu perlum fengnar að láni frá Listasafni Íslands og Listasafni ASÍ, þar á meðal Gullfjöll, Íslandslag, Stuðlaberg, Einræðisherrann og Hágöngur.
Tilgangur þess að sýna saman verk þeirra Else Alfelt, Carl-Hennings Pedersen, Svavars Guðnasonar og Sigurjóns Ólafssonar er að varpa ljósi á afmarkaðan þátt dansk-íslenskrar listasögu. Þessi kafli hófst á fjórða áratug síðustu aldar þegar Svavar og Sigurjón störfuðu báðir í Danmörku og teygði sig til Íslands eftir stríð þegar Svavar kom því til leiðar að danska Høstudstillingen frá 1947 var sett upp í Listamannaskálanum vorið 1948.
Á sýningunni voru verk eftir helstu framúrstefnulistamenn Dana eins og Asger Jorn, Egill Jacobsen, Ejler Bille, Erik Thommesen, Henry Heerup, Richard Mortensen og Robert Jacobsen, auk þeirra Carl-Henning Pedersen og Else Alfelt sem komu til að setja sýninguna upp í Reykjavík. Þau hjónin dvöldu hér á landi sumarlangt, Carl-Henning í sex mánuði en Else og dætur þeirra tvær styttra. Tilgangur ferðar þeirra var einnig sá að upplifa íslenska náttúru og komast burt frá þéttbýlinu og borgarmenningunni. Þau urðu sjálf fyrir miklum áhrifum af íslenskri náttúru þótt hún speglist ekki með beinum hætti í verkum þeirra. Else miðlar upplifun sinni af litbrigðum fjallsins og himinsins og myndir Carl-Hennings er eins konar ævintýra- og furðuveröld sem alltaf stóð honum nær, hvert sem hann fór.
Á sýningunni í Listasafninu á Akureyri getur að líta hluta af þeim myndum sem Carl-Henning og Else Alfelt máluðu á Íslandi þetta sumar, ásamt olíu-, krítar- og vatnlitaverkum eftir Svavar Guðnason og höggmyndum úr tré eftir Sigurjón Ólafsson frá þessum tíma, sem byggja á svipuðum hugmyndum. Auk þess er á sýningunni syrpa af myndum sem Carl-Henning teiknaði með túss á pappír þegar hann vann að skreytingu tímaritsins Helhesten.
Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
www.listasafn.akureyri.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kardemommubaerinn-i-freyvangi
|
Kardemommubærinn í Freyvangi
Laugardaginn 25. febrúar verður frumsýnt í Freyvangi leikritið Kardemommubærinn. Flestir þekkja þetta fræga leikrit og helstu persónur þess sem Torbjörn Egner skapaði af sinni alkunnu snilld. Má segja að þar séu á ferð góðkunningjar barna jafnt sem fullorðinna um heim allan.
Aðstandendur voru strax í upphafi ákveðnir í að leggja mikinn metnað í sýninguna. Svo viðamikil er hún að saumar og smíðar voru færðar út fyrir Freyvang vegna umfangs. Hefur því verið unnið að sýningunni á þremur stöðum í sveitinni. Sviðsmynd, hönnuð af Hallmundi Kristinssyni, er sennilega sú tilkomumesta sem sett hefur verið upp í Freyvangi. Smíðar, undir leiðsögn Halldórs Sigurgeirssonar, tóku rúman mánuð og þurfti tug fílefldra karlmanna bara til þess að koma turni Tobíasar inn í húsið.
Margir gamalgrónir Freyvangsleikarar vekja persónurnar til lífsins. Ræningjana túlka Stefán Guðlaugsson, sem leikið hefur í fjöldamörgum sýningum í Freyvangi, Ingólfur Þórsson, sem lengi hefur verið viðloðinn áhugaleikhús víðs vegar um landið, og Jónsteinn Aðalsteinsson, sem er að leika í Kardemommubænum í þriðja sinn á ferlinum. Með hlutverk Soffíu frænku fer Hjördís Pálmadóttir, þess má geta að við undirbúning sýningarinnar var sérstaklega leitað til hennar enda þótti engin önnur koma til greina í hlutverkið. Í hlutverki Bastíans er Guðjón Ólafsson, en hann leikstýrði einmitt Kardemommubænum hjá Litla leikklúbbnum á Ísafirði á sínum tíma.
Margir leikarar eru af yngri kynslóðinni og margt upprennandi leikhúsfólk þar á ferð. Jóhann Ingólfsson og Gunnar Örn Stephensen, sem léku báðir stór hlutverk í Ólíver, sýna þrátt fyrir ungan aldur sanna þrautseigju áhugaleikara, og vinda sér beint í Kardemommubæinn í kjölfar góðrar frammistöðu í hinni vinsælu sýningu Leikfélags Akureyrar. Þá leikur systir Jóhanns, Katrín Þöll, einnig í verkinu. Ekki eiga þau langt að sækja áhugann. Faðir Jóhanns og Katrínar, Ingólfur Jóhannsson, er tónlistarstjóri og faðir Gunnars, Eiríkur Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar, hefur staðið að þjálfun hljómsveitar.
Um leikstjórn verksins sér Sunna Borg, en þó að hún sé þekktari sem þrautreynd leikkona hefur hún fengist þó nokkuð við leikstjórn og er þetta í annað sinn sem hún leikstýrir Kardemommubænum. Um hönnun lýsingar sér Þorsteinn Sigurbergsson frá Hornafirði, góðkunningi Freyvangsleikhússins og annarra áhugaleikfélaga.
Fyrstu sýningar eru sem hér segir:
Frumsýning 25. febrúar kl. 16 - UPPSELT
Önnur sýning 26. febrúar kl. 15 - UPPSELT
Þriðja sýning 4. mars kl. 15
Fjórða sýning 5 mars kl. 15
Miðapantanir eru í síma 463 1392 eftir kl. 16. Nýjustu upplýsingar eru ætíð til staðar á www.freyvangur.net, heimasíðu Freyvangsleikhússins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/odyrast-a-akureyri
|
Ódýrast á Akureyri
Í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi, miðvikudagskvöldið 22. febrúar, var gerður samanburður á kostnaði við að hafa börn í leikskóla og grunnskóla hjá átta stórum sveitarfélögum.
Er skemmst frá því að segja að kostnaðurinn reyndist vera lægstur hjá Akureyrarbæ og þegar kostnaður við fæði í skólunum var skoðaður, var útkoman einnig mjög hagstæð fyrir Akureyringa.
Skoða þáttinn
Það er gott að búa á Akureyri!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hverfisnefnd-lunda-og-gerdahverfis
|
Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis
Fimmtudagskvöldið 23. febrúar var stofnuð hverfisnefnd fyrir Lunda- og Gerðahverfi. Stofnfundurinn var haldinn í Lundarskóla og var ágætlega sóttur af íbúum hverfanna. Þetta er fjórða hverfisnefndin sem stofnuð er á Akureyri en fyrir eru nefndir fyrir Oddeyri, Gilja- og Síðuhverfi.
Í stjórn hverfisnefndar voru kjörin Sædís Gunnarsdóttir, Bryndís Valdemarsdóttir, Ingvar Þóroddsson, Ingibjörg Baldursdóttir og Hilmar Ágústsson. Varamenn í stjórn eru Hermann Haraldsson, Helgi Þorsteinsson, Aðalbjörn Pálsson og Aðalgeir Pálsson.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Helgi Þorsteinsson, Bryndís Valdemarsdóttir, Sædís Gunnarsdóttir, Aðalbjörn Pálsson, Hermann Haraldsson, Ingibjörg Baldursdóttir og Aðalgeir Pálsson.
Líflegar umræður spunnust oft og tíðum á fundinum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/forsala-hafin-a-litlu-hryllingsbudina
|
Forsala hafin á Litlu hryllingsbúðina
Hafin er forsala á söngleikinn „Litla hryllingsbúðin“ sem LA mun frumsýna 24. mars nk. Boðið er upp á sérstakt tilboð á fyrstu 1.000 miðunum sem seljast í forsölu, því þá fylgir geisladiskurinn með tónlistinni úr sýningunni í kaupbæti.
Innan skamms kemur út geisladiskur með tónlistinni úr verkinu. Diskurinn hefur að geyma 20 lög og er fyrsta lagið nú þegar farið í spilun á útvarpsstöðvum. Það er lagið Gemmér í flutningi Andreu Gylfadóttur og Guðjóns Davíðs Karlssonar.
Litla hryllingsbúðin er sígildur rokksöngleikur sem hefur farið sigurför um heiminn síðan hann var frumsýndur fyrir 25 árum. Enda er sagan krassandi, persónurnar heillandi, tónlistin grípandi og húmorinn allsráðandi.
Erkilúðinn Baldur eyðir fábrotnum dögunum í blómabúðinni hans Markúsar. Hann lætur sig dreyma um ástir Auðar sem er viðskiptavinur í búðinni. Dag einn, rétt fyrir sólsetur uppgötvar Baldur undarlega plöntu sem hann nefnir Auði II í höfuðið á sinni heittelskuðu. Áður en langt um líður kemur í ljós að plantan hefur undarlega eiginleika og gríðalega matarlyst. Og hún vex og vex. Plantan vekur óskipta athygli og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Inn í söguna blandast svo kærasti Auðar, tannlæknir með kvalalosta, og atburðarrásin tekur óvænta stefnu...
Höfundar: Howard Ashman og Alan Menken
Byggt á kvikmynd Roger Corman og handriti Charles Griffith
Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson
Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir
Listræn ráðgjöf: Snorri Freyr Hilmarsson
Tónlistarstjórn: Kristján Edelstein
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir
Upphaflega sviðsett af WPA leikhúsinu (framleiðandi: Kyle, Renick)
Leikarar: Andrea Gylfadóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Þráinn Karlsson, Álfrún Helga Örnólfsdótir, Esther Talía Casey, Ardís Ólöf Víkingsdóttir og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson.
Sýningin er sett upp af Leikfélagi Akureyrar í samstarfi við Íslensku óperuna.
Sjá nánar á heimasíðu LA.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-hverfisnefnd-i-burdarlidnum
|
Ný hverfisnefnd í burðarliðnum
Stofnfundur hverfisnefndar í Holta- og Hlíðahverfi verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 2. mars, klukkan 20 í Glerárskóla. Íbúar hverfanna eru hvattir til að mæta á fundinn og láta sig varða málefni nánasta umhverfis síns.
Dagskrá fundarins verður þessi:
Setning fundar og kynning á hugmyndum um starf hverfisnefnda.
Kynning á endurskoðuðu aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.
Kaffihlé
Kosning hverfisnefndar.
Umræður og fyrirspurnir um málefni hverfisins.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, situr fyrir svörum ásamt sviðsstjórum Akureyrarbæjar og deildarstjórum skóla-, framkvæmda- og umhverfisdeilda.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nakid-folk-i-thusundatali
|
Nakið fólk í þúsundatali
Laugardaginn 4. mars verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Þar er annars vegar um að ræða sýningu á myndum Spencers Tunick af nöktu fólki í þúsundatali og hins vegar skúlptúrinnsetningu Höllu Gunnarsdóttur um mannslíkamann.
Verk fárra listamanna hafa vakið meiri athygli á síðastliðnum árum en ljósmyndir Bandaríkjamannsins Spencers Tunick af nöktu fólki í þúsundatali í borgum og bæjum um allan heim. Almenningur á jafn ólíkum stöðum og Sviss, Finnlandi, Ástralíu, Brasilíu og Chile hefur svarað kalli listamannsins og þyrpst til að taka þátt í þessum gjörningum hans. Ekki hefur heldur staðið á viðbrögðum: Menn hafa ýmist vænt Tunick um siðleysi og úrkynjun eða lofað verk hans fyrir að ögra siðareglum samtímamenningar okkar og viðteknum skilgreiningum á listsköpun.
Með sýningunni gefst landsmönnum tækifæri til að vera með, að minnsta kosti sem áhorfendur, og skoða yfirlit af verkum Tunicks frá 1998-2005. Þetta er stærsta sýning sem haldin hefur verið á verkum listamannsins, en þau eru fengin að láni frá I-20 galleríinu í New York og Hale’s safninu í London.
Undanfarin tíu ár hafa verk Höllu Gunnarsdóttur fjallað um mannslíkamann, bæði höggmyndir hennar og olíumálverk. Sýningin „Svefnfarar“ í vestursal safnsins er fyrsta skúlptúrinnsetning Höllu. Þar má sjá sjö manneskjur í næstum fullri líkamsstærð hanga úr loftinu á draumkenndan hátt og geta áhorfendur gengið milli verkanna sem öll eru unnin í leir og síðan steypt í gips. „Svefnfarar“ er næturmynd af venjulegu fólki. Verkið vekur djúpa þrá eftir að tengjast einhverjum öðrum í gegnum ókunnar og myrkvaðar slóðir. Það knýr okkur til samkenndar með náunganum en samtímis kallar það fram tilfinningu sársaukafulls aðskilnaðar. Engin leið er að vita hvað þessar sofandi verur dreymir, svífandi líkamar þeirra virðast umvafðir ósýnilegum rekkjuvoðum og ásjóna þeirra er sem frosin líkt og við værum stödd í ævintýrinu um Þyrnirós.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagur-a-akureyri
|
Öskudagur á Akureyri
Krakkar á öllum aldri héldu upp á öskudadaginn í dag á Akureyri. Gengið var á milli fyrirtækja, sungið fyrir góðgæti í poka, og loks var að venju kötturinn sleginn úr tunninni á Ráðhústorgi. Veður var með betra móti en frostið beit í kinn. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli um stemninguna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-launakerfi-i-notkun
|
Nýtt launakerfi í notkun
Starfsmenn Akureyrarbæjar taka eftir nýju útliti á launaseðlum sínum þegar þeir opna launaumslög sín um þessi mánaðamót. Unnið hefur verið að innleiðingu á nýju SAP-mannauðskerfi síðustu mánuði ásamt fjárhags-, verk- og sölukerfi.
Launakerfið hefur nú verið tekið í notkun og er þar um að ræða fyrsta áfangann í innleiðingu SAP-fjárhagsupplýsingakerfisins. Annríki hefur verið hjá starfsmannaþjónustu bæjarins síðustu vikur við þetta verk, enda er hér um að ræða mikla breytingu á þeim hugbúnaði sem notaður er við launavinnsluna og í rauninni á öllu vinnuumhverfi starfsmanna og stjórnenda.
Til gamans má geta þess að nokkur fyrirtæki á Akureyri nota SAP launkerfi frá Applicon og nú þegar Akureyrarbær bætist í þeirra hóp má segja að ríflega fjórði hver launþegi á Akureyri fái í mars greidd laun úr SAP launakerfi.
Næsti áfangi í innleiðingu á SAP-mannauðskerfinu er nýtt starfsmannakerfi sem m.a. opnar starfsmönnum aðgang að víðtækum upplýsingum í gegnum vefinn.
Þar munu þeir meðal annars geta skoðað launaseðla, viðveru sína, stöðu orlofs, sótt um námskeið o.s.frv. Einnig verður mögulegt að sjá launaseðla í heimabanka. Samstarf starfsmannaþjónustu við Applicon, umboðsaðila SAP, hefur verið mikið og gott síðustu vikur og hefur innleiðingin tekist afar vel með samstilltu átaki allra sem að því koma.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afe-um-alverid
|
AFE um álverið
Í gær var sem kunnugt er undirritað samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa álver á Bakka við Húsavík. Af því tilefni hefur stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) sent frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu:
„Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fagnar ákvörðun Alcoa um að áfram verði markvisst unnið að byggingu álvers á Norðurlandi. Með tilkomu álvers við Húsavík styrkist ekki aðeins atvinnusvæðið í Þingeyjarsýslum heldur mun áhrifanna einnig gæta víða á Norðurlandi. AFE mun hvetja fyrirtæki á sínu starfssvæði til sem mestrar þátttöku í þeirri uppbyggingu sem verkefnið hefur í för með sér þannig að áhrif þeirra verði nýtt með sem bestum hætti, bæði á uppbyggingartíma álvers og virkjana, sem og til framtíðar.
Mikilvægt er að hvetja sveitarfélög á svæði AFE til að huga sem fyrst að skipulagsmálum og öðrum þeim þáttum sem skipta máli á því svæði þar sem áhrifanna af framkvæmdunum mun gæta. Áætlað er að íbúum á Norðurlandi fjölgi um 2000 vegna framkvæmdanna með tilheyrandi verulegri þörf fyrir íbúðabyggingar.
Stjórn AFE leggur áherslu á að stjórnvöld komi nú þegar að uppbyggingu margra mikilvægra verkefna sem styrkt geta atvinnulíf og þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu. Í því sambandi má benda á gerð Vaðlaheiðarganga, sem er ein grundvallarforsenda fyrir tengingu atvinnusvæðanna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Lenging flugbrautar Akureyrarflugvallar mun einnig hafa vaxandi þýðingu samhliða styrkingu svæðanna, sömuleiðis frekari uppbygging og efling Háskólans á Akureyri, matvælavinnsla, ferðaþjónusta og fleiri þættir. Á öllum þessum sviðum geta stjórnvöld með einum eða öðrum hætti stuðlað að frekari vexti með aðgerðum sínum.“
Fréttatilkynning af heimasíðu AFE.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.