Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumartonleikar-2
|
Sumartónleikar
Fimmtu og síðustu tónleikarnir í röðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir sunnudaginn 31.júlí kl. 17. Flytjendur tónlistar að þessu sinni verða félagar í Kór Áskirkju í Reykjavík.
Á efnisskrá verða verk eftir: Sigfús Einarsson, Jónas Helgason, Inga T. Lárusson, Bjarna Þorsteinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Jakob Tryggvason, Jón Ásgeirsson, Emil Thoroddsen og Báru Grímsdóttir auk Íslenskra þjóðlaga í útsetningu: Jóns Ásgeirssonar, Jórunni Viðar og Hafliða Hallgrímsson.
Aðgangur er ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fegurstu-gardar
|
Fegurstu garðar
Tækni og umhverfissvið Akureyrarbæjar – umhverfisráð óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum fyrir góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins.
Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokka
Flokkur nýrri garða.
Flokkur eldri garða.
Flokkur raðhúsa/fjölbýlishúsa.
Flokkur fyrirtækja.
Flokkur stofnana.
Fyrirmyndar gata bæjarins.
Sérstaklega verður horft til hönnunar, frágangs lóðar/athafnasvæðis, viðhalds, hirðingar, umgengni, fjölbreytilegs plöntuvals, aðlaðandi götumyndar o.fl.
Ef þurfa þykir getur dómnefnd ákveðið önnur áhersluatriði en fyrr eru nefnd og veitt viðurkenningar samkvæmt því.
Dómnefnd ákveður hversu margar viðurkenningar eru veittar í hverjum flokki. Heimilt er að fella niður úthlutun viðurkenningar í einstökum flokkum, ef sýnt þykir að enginn standist ofangreindar viðmiðanir.
Tekið er á móti ábendingum í netfangi [email protected] frá 4. ágúst til og með 19. ágúst og í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í síma 460-1000
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverkshatidin-hrafnagili
|
Handverkshátíðin Hrafnagili
Handverkshátíðin á Hrafnagili verður haldin í þrettánda sinn dagana 4.-7. ágúst n.k. Sýningin hefur þróast í gegnum árin og Eyjafjarðarsveit lítur nú svo á að tilgangur með Handverkshátíð sé ekki einungis að endurvekja áhuga þeirra ríku handverkshefðar sem áður var til staðar heldur einnig að skapa handverksfólki vettvang til að sýna og falbjóða vöru sína sem og að standa að ýmiss konar fræðslu tengdri handverki.
Þema sýningarinnar er að þessu sinni “hafið”. Leitast verður við að móta umgjörð hátíðarinnar og dagskrá með þemað að leiðarljósi. Það er ósk stjórnarinnar að þema sýningarnar og námskeiðin auki skilning og áhuga fólks á að nýta sér íslenskt hráefni og sjái þann ríka fjársjóð sem fyrir hendi er í eigin handverksmenningu.
Stjórn sýningarinnar er skipuð af Eyjafjarðarsveit. Framkvæmdaraðili sýningarinnar er Vín ehf. og framkvæmdarstjóri er Björk Sigurðardóttir.
Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hennar www.handverkshatid.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/soguganga-2
|
Söguganga
Næstkomandi sunnudag, 7. ágúst, kl. 14, býður Minjasafnið á Akureyri upp á sögugöngu um Glerárþorp.
Glerárþorp varð hluti af lögsagnarumdæmi Akureyrar árið 1955 en var þar áður í Glæsibæjarhreppi. Á fyrstu öldum hefur landsvæðið líklega tilheyrt landnámsjörðinni Glerá, en síðar Lögmannshlíð og Krossanesi. Út úr þeim jörðum skiptust síðan býlin Bandagerði og Mýrarlón. Í Bandgerðislandi risu fyrstu þurrabúðirnar um 1880 og var þar kominn vísir að þéttbýlinu norðan við Glerá sem nú er kallað Glerárhverfi. Norðan Glerár voru um 50 smábýli árið 1930. Mest voru þar torfbæir og íbúarnir studdust við búfjárhald, matjurtaræktun, útgerð og tilfallandi vinnu á Akureyri. Til eru góðar ritaðar lýsingar á lífinu í þurrabúðarþorpinu, einnig örnefnaskrár, fornleifaskrá og gamlar ljósmyndir frá þessum tíma. Saga einstakra húsa og íbúa þeirra er nokkuð þekkt, og loks eru íbúar Þorpsins sem muna aftur á miðja 20. öldina fúsir að rifja upp minningar sínar þegar eftir því er leitað.
Sögugangan liggur frá gamla barnaskólanum í Ósi í Sandgerðisbót að Glerárstíflu með viðkomu við helstu minjar og hús á leiðinni. Áætlað er að gangan taki um tvo tíma og er hún auðveld. Ekkert þáttökugjald er tekið, en Þorpsgangan er fastur liður í starfi Minjasafnsins.
Leiðsögumenn á sunnudaginn eru safnverðirnir Hanna Rósa Sveinsdóttir og Hörður Geirsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fiskidagurinn-mikli
|
Fiskidagurinn mikli
Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð ár hvert á fyrsta laugardegi eftir Verslunarmannahelgina. Fiskverkendur og fleiri aðilar í byggðarlaginu bjóða landsmönnum og gestum landsins í margréttaða fiskveislu milli kl 11.00 og 17.00.
Markmiðið með deginum er að fá sem flesta til að hittast og borða fisk og eyða góðum degi saman. Fiskidagurinn hefur tekist með afbrigðum vel og fyrstu fjögur árin hafa mætt samtals um 70.000 gestir í blíðskaparveðri á hátíðarsvæðið. Vönduð og fjölbreytt skemmtidagskrá hefur prýtt daginn ásamt fjölmörgum líflegum dagkrárliðum. Á hverju ári er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og nýjungar í hvert sinn. Meðal rétta sem boðið er uppá á hverju ári er fersk rækja að japönskum sið, skreiðarsúpa að hætti nígeríumanna, síld og heimabakað rúgbrauð með smjöri, ferskt rækjusalat með grænmeti og harðfiskur með íslensku smjöri .
Á lengsta grilli á Íslandi og þó víðar væri leitað eru grillaðir fiskiborgarar sem eru framreiddir í brauði með sósu. Grillið er færibanda grill með 20 gasbrennurum og er 8 metrar að lengd. Á tólf grillstöðvum er grillaður fiskur í mismunandi marineringu 3 – 4 tegundir á ári t.d. þorskur, ýsa, lax, karfi, saltfiskur og steinbítur. Þessu öllu fylgir brauð og drykkir og eins mikið af öllu og hver getur í sig látið. Skemmtidagskráin er afar fjölbreytt og metnaðarfull m.a fiskasýning þar sem vel á annað hundrað ferskir fiskar eru sýndir, skemmtisigling um fjörðinn, listsýningar, götuleikhús og tónlist í öllum regnbogans litum á sviði allan daginn og svona mætti lengi telja og alltaf eitthvað nýtt á hverju ári.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/django-jazztonleikar
|
Djangó-jazztónleikar
Djasstríóið Hrafnaspark á Akureyri í samstarfi við DjangJazz Festival Akureyri hefur fengið Andreas Öberg frá Svíþjóð til landsins sem mun leika með Hrafnasparki á tónleikum í Ketilhúsinu laugardagskvöldið 6. ágúst kl. 21.30.
Andreas hefur þrátt fyrir ungan aldur öðlast sess sem einn af færustu djassgítaristum samtímans. Hann leikur djass af öllu tagi, en sígaunadjass og djass í anda Django Reinhardt er í miklu uppáhaldi hjá honum og hefur hann komið fram á tónleikum með Jimmy Rosenberg, Stochelo og Dorado Schmit. Andreas hefur leikið inn á fjölda geisladiska, m.a. á diski með Jimmy Rosenberg sem fékk frábæra dóma
Andreas er með heimasíðu og má finna hana hér
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfid-vinsaelt
|
Naustahverfið vinsælt
Alls bárust 193 umsóknir frá einstaklingum og byggingarfyrirtækjum um lóðir undir 430 íbúðir í 2. skipulagsáfanga Naustahverfis, en umsóknarfrestur rann út 27. júlí sl. Þriðjudaginn 9. ágúst verður dregið um 17 einbýlishúsalóðir milli 92 einstaklinga sem sóttu um þær.
Í skipulagsáfanganum sem liggur við suðausturhorn golfvallarins er gert ráð fyrir 18 einbýlishúsum, 95 íbúðum í raðhúsum og 319 íbúðum í fjölbýli, alls um 430 íbúðum. Byggingarrétti á 173 íbúðum þar af var ráðstafað til 5 byggingarfyrrirtækja fyrr á árinu, og gafst þeim kostur á að hafa áhrif á endanlega mótun deiliskipulagsins, hverju á sínum reit.
Lóðir fyrir 259 íbúðir voru því í raun lausar til úthlutunar og skiptust umsóknir þannig að 97 einstaklingar sóttu um 17 einbýlishúsalóðir, en 69 umsóknir bárust frá byggingarfyrirtækjum um 13 fjölbýlishúslóðir (216 íbúðir) og 6 raðhúsalóðir (26 íbúðir). Lóðirnar verða að hluta til byggingarhæfar 1. nóvember í ár en að hluta 1. júlí á næsta ári.
Samkvæmt vinnureglum Akureyrarbæjar um lóðarveitingar hafa einstaklingar forgang að einbýlis- par- og tvíbýlishúsalóðum en í þessari úthlutun er ekki um tvær síðarnefndu gerðirnar að ræða. Við úthlutun einbýlishúsalóðanna verður beitt útdrætti og fer hann fram að viðstöddum umsækjendum eða umboðsmönnum þeirra þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.15 í bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð í Geislagötu 9.
Úthlutun rað- og fjölbýlishúslóða til byggingarfyrirtækja fer fram á fundi umhverfisráðs miðvikudaginn 10. ágúst.
Meira um skipulags- og byggingamál.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/isafold
|
Ísafold
Kammersveitin Ísafold mun leggja af stað í sína árlegu tónleikaferð um landið n.k. miðvikudag, 10. júní. Á ferð sinni um landið mun Kammersveitin meðal annars spila í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 20.
Kammersveitin Ísafold er skipuð ungu tónlistarfólki og sérhæfir sig í flutningi tónlistar 20. og 21. aldar. Sveitin hefur hlotið mikið lof áheyrenda og gagnrýnenda fyrir flutning sinn og var ásamt stjórnanda sínum, Daníel Bjarnasyni, tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2005 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar.
Kammersveitin Ísafold var stofnuð 2003 og er þetta þriðja sumarið sem hljómsveitin heldur í tónleikaferð um landið. Fyrstu tónleikar sumarsins verða þann 10. ágúst í Bátahúsinu á Siglufirði. Þaðan liggur leiðin til Akureyrar, Ísafjarðar, Grundarfjarðar, Keflavíkur og loks til Reykjavíkur en síðustu tónleikarnir verða í Íslensku óperunni þann 18. ágúst kl. 20.
Ísafold er skipuð 18 hljóðfæraleikurum og hefur hljómsveitin að þessu sinni fengið til liðs við sig unga söngkonu, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, mezzósópran, en hún hefur vakið mikla athygli fyrir fallega rödd sína og fágaða túlkun.
Á efnisskrá tónleikanna verða eins og áður verk eftir ýmsa erlenda höfunda, en einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur sem hún hefur samið sérstaklega fyrir kammersveitina Ísafold og Guðrúnu Jóhönnu.
Frekari upplýsingar varðandi sveitina og starfsemi hennar veitir Daníel Bjarnason , sími 695 – 4432 [email protected]
Heimasíðu Kammersveitarinnar má finna hér en þar er að finna upplýsingar um meðlimi, tónverk og tónleika sveitarinnar ásamt ýmsu öðru.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/evropukeppni-ungra-visindamanna
|
Evrópukeppni ungra vísindamanna
Í næsta mánuði, nánar tiltekið þann 17. september, munu þrjár ungar stúlkur frá Akureyri halda til Moskvu í Rússlandi þar sem þær munu taka þátt í evrópukeppni ungra vísindamanna. Stúlkurnar tóku þátt í keppninni Ungir Vísindamenn, sem fram fór í Reykjavík í vor, og sigruðu hana með verkefni sitt sem bar nafnið "Cuddle me clothes" eða Nuddgallinn.
Aðdragandinn að þessu öllu saman var lokaverkefni stúlknanna í uppeldisfræði. Þær stunduðu allar nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann á Akureyri með uppeldisfræði sem kjörsviðsgrein, en þær útskrifuðust þaðan sl. vor. Verkefnið sem bar upphaflega nafnið "Nudd og nálægð" var annars vegar lokaverkefni stúlknanna í uppeldisfræði og hinsvegar framlag þeirra í keppnina Ungir Vísindamenn.
Í stuttu máli snýst verkefnið um að hanna samfellu með merkingum sem sýna strokur sem notaðar eru í ungbarnanuddi og athugun á því hvort foreldrar nýti sér frekar ungbarnanudd sem þeir hafa lært ef þeir hafa aðgang að slíkri flík.
Í gær fór fram æfing fyrir keppnina þar sem stelpurnar kynntu verkefni sitt og svöruðu spurningum fræðimanna um rannsóknina. Öll dagskráin fór fram á ensku.
Eftirfarandi mynd var tekin á æfingunni í gær
Á myndinni eru þátttakendur í evrópukeppni ungra vísindamanna frá vinstri: Una Guðlaug Sveinsdóttir, Valdís Ösp Jónsdóttir og Lilý Erla Adamsdóttir
Fyrir frekari upplýsingar er bent á heimasíðu stúlknanna, en þar er að finna meðal annars fræðslu um ungbarnanudd og kosti þess og umfjöllun um nuddgallann.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjovelar-i-hlidarfjalli
|
Snjóvélar í Hlíðarfjalli
Klukkan 12.15 í dag, fimmtudaginn 11. ágúst, verður tekin fyrsta skóflustungan að fyrsta snjóframleiðslukerfi á Íslandi í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Í framhaldinu verður hafist handa við lagningu veitukerfis um skíðasvæðið sem verður um 2.600 metrar að lengd, en um kerfið verður hægt að dæla 80 sekúndulítrum af vatni sem fást úr 18.500 m3 tjörn sem grafin verður nokkru sunnan við skíðasvæðið.
Búist er við því að framkvæmdum ljúki um miðjan október og hefst þá snjóframleiðsla um leið og aðstæður leyfa. Til að búa til snjóinn þarf að vera í það minnsta tveggja gráðu frost en því meiri sem kuldinn er því meiri verður framleiðslugetan. Stefnt er að því að opna skíðasvæðið eigi síðar en 3. desember 2005.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Karl Jónsson í síma 860 4919.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arsskyrsla-akureyrarbaejar-2004
|
Ársskýrsla Akureyrarbæjar 2004
Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 er komin út og hefur verið stytt mikið frá því sem áður var. Ákvörðun um að breyta skýrslunni var tekin í kjölfar könnunar sem gerð var á lestri hennar meðal bæjarbúa.
Markmiðið með styttingu skýrslunnar var að gera hana aðgengilegri og um leið var ákveðið að leggja ekki út í umtalsverðan kostnað við að dreifa henni á hvert heimili í bænum.
Skýrsluna er nú þegar hægt að nálgast hér á heimasíðunni en einnig geta áhugasamir sótt hana á Amtsbókasafnið eða í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9 eða fengið hana senda í pósti með því að hringja í síma 460 1000.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/trio-benjamin-koppel
|
Trio Benjamin Koppel
Hið glæsilega og fjölbreytta jazz sumar á Listasumri 2005 er að renna sitt kröftuga skeið og nálgast nú markið á góðum lokaspretti eftir einstaklega skemmtilegt sveifluhlaup.
Á þessum síðasta Heita fimmtudegi sumarsins er það danski saxófónleikarinn Benjamin Koppel sem kórónar norræna jazz samvinnu. Trio Benjamin Koppel frá Danmörku ásamt Eyþóri Gunnarssyni, Thommy Andersson og Alex Riel munu leika í Ketilhúsinu kl. 21.30.
Á eftirfarandi heimasíðu www.benjaminkoppel.dk er að finna upplýsingar um Benjamin Koppel og aðra í bandinu.
Í dag verða einnig hádegistónleikar í Gallerí Gersemi. Þar munu Mikael Jón og Þórarinn vera með úts. á þjóðl. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og er aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fostudagshadegistonleikar-2
|
Föstudagshádegistónleikar
Á morgun, föstudaginn 19.ágúst verða tónleikar í Ketilhúsinu kl. 12. Listamennirnir sem þar munu koma fram eru: Guido Bäumer, saxófón og Aladár Rácz, píanó. Þetta er létt og skemmtileg frönsk tónlist fyrir alt-saxófón og píanó með dálitlu suður-amerísku eða suðrænu ívafi.
Nokkur verkanna tengjast Suður-Ameríku s.s. Milhaud: Brzileira, Francaix: m.a. Samba og Mambo, og er eitt verkið eftir argentíska tangótónskáldið Astor Piazzolla sem bjó í Frakklandi í áraraðir og lærði þar tónsmíðar.
Tónleikarnir sem eru síðustu föstudagshádegistónleikar Listasumars að þessu sinni taka u.þ.b. 50 mínútur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bifreidastaedaklukkur-bifreidastaedaklukkur
|
Bifreiðastæðaklukkur - Bifreiðastæðaklukkur
Frá 26. ágúst 2005 verður stýring á nýtingu á bílastæðum í miðbænum á Akureyri með bifreiðastæðaklukkum í stað stöðumæla. Þegar lagt verður í bílastæðin í miðbænum er skylt að hafa bifreiðastæðaklukku á mælaborðinu sem sýnir hvenær bílnum var lagt í stæðið.
Heimiluð tímalengd á gjaldfrjálsa stöðu bíls í klukkustæði verður mismunandi eftir svæðum, 15 mín., 1 klst. og 2 klst. Auk þess verður fjöldi fastleigustæða aukinn verulega. Nánar um þetta á korti, smelltu hér (211 kb).
Bifreiðastæðaklukkunum verður dreift í öll hús í bænum, auk þess munu þau liggja frammi á bensínstöðvum, í þjónustuanddyri Ráðhússins og víðar. Klukkurnar eru vandaðar að allri gerð. Þær eru einskonar umslag með klukkuskífu innan í. Ofan á "umslaginu" stendur skífan út úr því til að hægt sé að stilla hana. Í "glugga" á "umslaginu" sjást tölurnar á skífunni. Smelltu hér til að sjá framhlið klukkunnar. Mikilvægt er að klukkan sé stillt á þann tíma sem bílnum er lagt í stæðið. Á bakhlið klukkunnar er kort af miðbænum sem sýnir hvar klukkustæðin eru og þá tímalengd sem heimilt er að leggja þar án gjalds og auk þess leiðbeiningar um notkun klukkunnar. Smelltu hér til að sjá bakhlið klukkunnar.
Stöðuverðir hafa eftirlit með því að bílum sé ekki lagt lengur en heimilt er í viðkomandi bílastæði. Ef bifreið er búin að vera lengur en heimilt er settur gíróseðill undir rúðuþurrku, eins og verið hefur. Sektir (aukastöðugjöld) verða 1.500 kr. Ef greitt er innan 2ja daga er veittur 500 kr. afsláttur.
Fastleigustæði
Fastleigustæðum í miðbænum verður fjölgað verulega frá því sem verið hefur. Austustu bílastæðin við Skipagötu (27 að tölu), austustu bílastæðin við Hofsbót (19 að tölu), 19 stæði við Hólabraut og 49 stæði sunnan við Kaupvangsstræti 1 verða fastleigustæði, alls 114 bílastæði. Sjá nánar á korti, smelltu hér (211 kb). Með því að kaupa sérstakt kort sem sett er á mælaborðið á bifreiðinni má hún standa á hvaða fastleigustæði sem er í ótakmarkaðan tíma. Frá 1. september 2005 kosta kort fyrir fastleigustæði kr. 18.000 fyrir árið, innheimt í tvennu lagi. Leiga í einn mánuði í senn er kr. 2.500.
Nánari upplýsingar um fastleigustæðin í þjónustuanddyri Ráðhússins, sími 460 1000.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka
|
Akureyrarvaka
Laugardaginn 27. ágúst verður haldin Akureyrarvaka, afmælishátíð Akureyrarbæjar og lokahátíð Listasumars 2005. Hátíðin verður sett í upplýstum Lystigarðinum á föstudagskvöldi kl. 21, en heldur svo áfram með afar fjölbreyttri dagskrá allan laugardaginn og fram á nótt.
Um 50 - 60 viðburðir eru þegar komnir á dagskránna og enn bætist við því að margir leggja sín lóð á vogarskálarnar. Meðal viðburða eru; hjólreiðahátíð í Kjarnaskógi, skemmtun fyrir börn á öllum aldri hjá LA, góðhestasýning og hestaferðir fyrir börn, skemmtisiglingar með Húna II, listasmiðja fyrir börn, sýningin "Alveg sér viska", opnun sýningar á verkum Jóns Laxdal í Listasafninu á Akureyri, vígsla sýnisvirkjunnar Norðurorku við Glerá, söguganga um miðbæi Akureyrar, heilgrillað naut á teini, tónlist af öllu tagi, draugaganga og mataruppistand í Borgarbíói.
Lokaatriði Akureyrarvöku mun svo fara fram við Glerárstíflu og við nýja Glerárvirkjun Norðurorku kl. 23.15. Glæsileg sýning verður á stíflunni og lóninu og að því búnu verður virkjunin vígð.
Dagskrá Akureyrarvöku má finna hér
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/syningar-a-akureyrarvoku
|
Sýningar á Akureyrarvöku
Á Akureyrarvöku, laugardaginn 27.ágúst, verður að vana mikið um að vera í menningarlífinu, en þá verða opnaðar að minnsta kosti fjórar sýningar.
Kl. 14:00 opnar Arnar Tryggvason myndlistarsýninguna "Húsin í bænum" á Café Karólínu.
Þetta er fyrsta einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995.
Verkin á sýningunni eru ný og viðfangsefni Arnars er, eins og nafn sýningarinnar bendir til, húsin á Akureyri. Hann notar myndavél til að viða að sér hráefni til myndgerðarinnar – myndar húsin í bænum, klippir þau síðan í frumeiningar og raðar saman upp á nýtt. Sækir glugga hér, tröppur þar og svo koll af kolli uns risið hafa á striganum ný hús, ný götumynd, nýtt umhverfi. Húsin eru kunnugleg en samt ekki – eins og púsluspil sem ekki hefur verið raðað rétt saman. Eigi að síður gengur allt upp og áhorfandinn gengur glaður inn í húsin í bænum.
Verkin á sýningunni eru tölvuunnar ljósmyndir, prentaðar á striga. Verkin verða til sölu. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar – boðið verður upp á veitingar.
Ljósmynd af verki Arnars Tryggvasonar
Kl. 15 verður opnuð í Listasafninu yfirlitssýning á verkum Jóns Laxdals Hallórssonar undir heitinu “Ekki orð”.
Sýningin er unnin í samstarfi við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, og þangað fer hún þegar henni lýkur á Akureyri 23. október. Um svipað leyti verða verk eftir Jón til sýnis í Safni, nútímalistasal Péturs Arasonar við Laugaveg í Reykjavík. Í mars á næsta ári fara verkin síðan til Berlínar þar sem Jón sýnir í Spielhaus Morrison Galerie, sem meðal annarra listamanna hefur Gabríelu Friðriksdóttur á sínum snærum, en ferðin endar svo í Listasafninu í Færeyjum. Af þessu tilefni kemur út vegleg bók um Jón Laxdal, list hans og feril, í ritstjórn Jóns Proppé gagnrýnanda.
Á opnuninni mun Álfrún Örnólfsdóttir leikkona flytja ljóð eftir Jón Laxdal og skáldið Elísabet Jökulsdóttir tekur á móti gestum á Tilfinningatorginu í safninu milli kl. 17-19 og 21-23.
Þótt Jón Laxdal hafi starfað sleitulaust að sinni myndlist í yfir tuttugu ár og sé vel þekktur á Akureyri hefur orðstír hans náð augum fárra utan bæjarmarkanna. Samt er það svo að hann á samleið með því besta á alþjóðlegum vettvangi. Hann er fæddur á Akureyri árið 1950. Ef undanskilin eru árin þrjú sem hann dvaldi í Reykjavík í upphafi áttunda áratugarins hefur hann alla tíð búið við Eyjafjörðinn. Til Reykjavíkur fór hann í skóla og nam heimspeki við Háskóla Íslands með þeim Páli Skúlasyni og Þorsteini Gylfasyni þegar þeir voru að hefja heimspekikennslu þar við skólann. Jafnframt sinni eigin listsköpun og ritstörfum hefur Jón verið mikilvirkur í menningarstarfi á Akureyri þar sem hann átti bæði hlut að rekstri Rauða hússins og var einn þeirra sem hófu Listagilið til vegs og virðingar, en Jón hafði vinnustofuaðstöðu í gilinu þar til fyrir skömmu.
Verk Jóns eru einkum klippimyndir með upplímdum texta, letri, skrauti og myndum. Hráefnið er oftast gömul dagblöð og hefur það nokkuð með verkin að segja hvaða gömlu blöð liggja til grundvallar. Þannig eru sumar myndraðir unnar alfarið úr sama blaðabunkanum og bera þá bæði keim af stjórnmálabaráttu og málflutningi þess tíma, sem og stíl og prenttækni. Verk hans hafa þróast mikið þann aldarfjórðung sem hann hefur fengist við þau. Smátt og smátt hafa þau hneigst til einföldunar og hugmyndir að baki hverju verki eða hverri myndröð orðið skýrari. Rökræn úrvinnsla hverrar hugmyndar er svo bæði umgjörð og inntak myndraðarinnar.
Týpógrafísk gildi ráða að mestu í framsetningu pappírsverkanna, hlutföll flata og hliða, dálkar og notkun þeirra, samspil leturfjölskyldna. Í langflestum verkanna er litaskalinn umfram allt prentsvertan og rauður og blár sem öldum saman hafa verið helstu aukalitir prentara. Inntakið verður til þegar kannaðar hafa verið sem flestar leiðir í samsetningu efnisins innan þess ramma sem settur var. Þannig verða iðulega til myndraðir, mismunandi langar eftir því hve þröngum ramma hugmyndin er mótuð.
Fleiri sýningar
Á laugardaginn verður einnig opnuð sýning í húsnæði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Hafnarstræti 98 kl. 15.00 til 16.00. Þar munu myndlistamennirnir Agnar Hólm Daníelsson, Baldvin Ringsted, Dögg Stefánsdóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Karen Dúa Kristjánsdóttir sýna verk sín. Sýningin stendur til 14. október og er opin alla föstudaga frá kl. 16.00 til 18.00
Í Gallerí Box verður einng mikið um að vera. Darri Lorenzen verður með sýningu sína "Stað sett" í Boxinu. Margeir Sigurðsson sýnir sprayinnsetningu í setustofunni og Sunna Sigurðardóttir sýnir videoverk í Langa gangi. Auk sýninganna verður steinamálum fyrir börn á öllum aldri kl. 14.00 - 18.00, tískusýning kl. 21.00 (Frúin í Hamborg, Spútning og Múndering). DJ Sverrir mun svo sjá um að þeyta hipp hopp skífum til miðnættis.
Í Deiglunni verður málverkasýning úr safni Gilfélagsins, en Gilfélagið býður gestum og gangandi í heimsókn í bækistöðvar sínar í Deiglunni á Akureyrarvöku laugardaginn 27. ágúst milli kl. 14 og 18.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fegurstu-gardar-2
|
Fegurstu garðar
Í Lystigarðinum í kvöld, föstudagskvöldið 26.ágúst kl. 21.00, mun umhverfisráð veita viðurkenningar fyrir fallega garða. AÐ þessu sinni hefur dómnefnd valið, eftir ábendingum frá almenningi, fjóra garða sem hljóta viðurkenningu.
Þeir garðar sem fá þetta árið viðurkenningu umhverfisráð fyrir fallega garða eru við Melateig 21, Rimasíðu 3, Kringlumýri 18 og að lokum Kirkjugarðar Akureyrar.
Hér að neðan má sjá myndir af görðunum sem og umfjöllun um hvern og einn þeirra.
Kringlumýri 18
Gamall og gróinn garður. Í heildina lóð sem leynir verulega á sér. Fyrsta flokks umhirða hvert sem litið er, stífklippt limgerði og vel skornir kantar. Sérlega mikið og gott úrval fjölærra tegunda. Mjög fallegar plöntur sem greinilega fá fína aðhlynningu.
Eigendur: Björn Jóhannsson og Sigrún Harðardóttir
Rimasíða 3
Eldri garður sem hefur fengið góða andlitslyftingu á seinni árum. Hönnun til fyrirmyndar, sérstaklega á framlóð þar sem falleg aðkoma er að húsinu, smekklegar hleðslur sem taka af hæðarmun við götu og hellulagt bílastæði. Á baklóð er ágætis verönd, matjurtagarður og snyrtilega klippt limgerði. Vönduð umhirða. Fjölbreytt úrval plantna, sérstaklega trjáa og runna.
Eigendur: Sigurður Valdimarsson og Sigrún Kristjánsdóttir
Melateigur 21
Afar fallegur og vel hirtur ungur garður. Bogadregnar línur í beðum og sólpalli mýkja upp skarpar línur hússins. Stórt og mikið grjót vekur athygli þar sem það gengur inn í sólpallinn. Fjölbreyttur gróður þekur aflíðandi brekku vestan hússins. Toppumhirða og algjörlega til fyrirmyndar. Einnig má benda á að íbúar stunda jarðgerð og fá þeir sérstaklega prik fyrir það.
Eigendur: Runólfur Elentínusson og Gréta Guðmundsdóttir
Kirkjugarðar Akureyrar
Kirkjugarðssvæðið allt hefur lengi verið til fyrirmyndar hvað alla umhirðu snertir. Á það bæði við um kirkjugarðinn sjálfan og svæði í kring um kapellu og vinnuaðstöðu. Snöggslegið gras, góður kantskurður, snyrtilega klippt limgerði og snyrtilegir stígar er á meðal þess sem vekur athygli. Einnig má nefna fjölbreyttan trjáa- og runnagróður í beðum með frábærri umhirðu.
Í dómnefnd voru:
Guðmundur Jóhannsson Formaður umhverfisráðs
Stefán Gunnarsson Verkstjóri garðyrkjumála
Jóhann Thorarensen Verkstjóri ræktunarstöðvar
Björgvin Steindórsson Forstöðumaður Lystigarðsins
Jón Birgir Gunnlaugsson Verkefnastjóri umhverfismála
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/umhverfisthing-ungmenna
|
Umhverfisþing ungmenna
Umhverfisþing ungmenna á norðurslóðum – Youth Eco Forum 2005 verður haldið á Akureyri dagana 27. ágúst til 1. september.
Þingið er liður í starfi Northern Forum samtakanna, samtaka ríkja og borga á norðurslóðum, sem Akureyri á aðild að.
Þátttakendur er ungt fólk á aldrinum 16 – 20 ára alls tæplega 30 þar af 18 erlend ungmenni auk fararstjóra, fyrirlesara, hópstjóra og annars starfsfólks.
Samtals eru þátttakendur um 50. Þeir koma frá Akureyri, Alaska, Chukotka, Khanty-Mansiysk, Sakha, Pétursborg, Vologda og Hokkaido.
Þingið var haldið í Hokkaido árið 2004 og það sóttu tvö ungmenni frá Akureyri auk fararstjóra.
Meginefni þingsins er “Loftlagsbreytingar og endurnýjanleg orka”. Ungmennin munu takast á við ýmsar hliðar umhverfismála og byggja vinnuna m.a. á upplýsingum um mikilvægustu verkefnin á sínum heimaslóðum. Verkefni þátttakenda á þinginu eru með því mikilvægara sem nokkur getur tekið sér fyrir hendur þar sem margt bendir til þess að loftlagsbreytingar muni hafa gríðarleg áhrif á umhverfi og þar með lífshætti íbúa á norðurslóðum í framtíðinni. Yngri kynslóðir eru í lykilstöðu til að bregðast við breytingum, bæði ógnunum og tækifærum. Þátttakendur njóta leiðsagnar þekktra innlendra og erlendra fyrirlesara og fræðimanna á þinginu.
Þingið fer fram á ensku.
Auk funda og umræðnu verða farnar skoðunarferðir og þátttakendur verða með opnunaratriði á Ráðhústorgi á Akureryrarvöku – undir stjórn Bernd Ogrodnik.
Áþreifanleg niðurstaða þingsins mun svo birtast í lokaályktun ungmennanna sem stjórnvöld svæða, ríkja, alheimsstofnana og aðildarsvæði munu fá í hendur. Ályktunin verður afhent bæjaryfirvöldum á Akureyri við lokaathöfn þingsins sem verður 1. september.
Þróuð verður sérstök heimasíða í kringum verkefnið sem m.a. mun nýtast sem fræðslumiðstöð fyrir unglinga með efni og upplýsingar varðandi umhverfismál norðurslóða (Sjá: www.northernforum.org)
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjolabretta-og-linuskautagardur
|
Hjólabretta- og línuskautagarður
Sl. laugardardag, 27. ágúst, opnaði Akureyrarbær með formlegum hætti nýja og glæsilega hjólabretta- og línuskautaaðstöðu sem staðsett er á útivistarsvæðinu sunnan Borga, rannsóknarhúss Háskólans á Akureyri. Það var Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri Akureyrarbæjar sem klippti á borðann og setti um leið af stað sýningu frá nokkrum af færustu hjólabrettaiðkendum landsins undir lifandi rokktónlist frá ungum og efnilegum akureyskum hljómsveitum.
Upplýsingar um Hjólabretta- og línuskautagarð ÍTA
Hjólabretta- og línuskautagarðurinn er tvímælalaust sá glæsilegasti hér á landi en hann er reistur á 850m2 grunnfleti og er undirlagið sérstaklega unnið m.t.t. iðkenda á hjólabrettum og línuskautum. Sjálfir pallarnir eru í hæsta gæðaflokki en þeir koma frá fyrirtækinu Rhino-Ramps (www.rhino-ramps.com) sem staðsett er í Belgíu og sérhæfir sig í smíði og hönnun á hjólabretta- og línuskautagörðum.
Til að hámarka nýtingu garðsins er hann lýstur upp með ljóskösturum sem staðsettir eru á fjórum 10m háum staurum umhverfis hann og er lýsinginn hönnuð með það að markmiði að ekki falli skuggi á neinn hluta pallanna. Tímarofi og birtuskynjari stýra svo hvenær kviknar og slokknar á lýsingunni en samkvæmt umgengnisreglum garðsins er ekki heimilt að nota hann eftir kl. 22:00 á kvöldin.
Þá er sérstaklega gert ráð fyrir því að hægt verði að tengja stór hljóðkerfi á staðnum svo unnt verði að spila lifandi tónlist á svæðinu en oft er slíkt gert þegar um keppnir og sýningar er að ræða.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/eldspuandi-baejarstjori-a-akureyrarvoku
|
Eldspúandi bæjarstjóri á Akureyrarvöku
Mikil og góð þátttaka var á Akureyrarvöku um helgina, stanslaus straumur fólks var á þá viðburði sem í boði voru jafnt innan sem utan dyra. Meðal stærri viðburða má nefna opnun yfirlitssýningar á verkum Jóns Laxdal, opnun á safnarasýningunni "Alveg sér viska" í Ketilhúsinu og draugagöngu Minjasafnsins og Leikfélags Akureyrar. Fyrirtækin tóku líka vel við sér, m.a. Landsbankinn og KB-banki sem buðu upp á tónlist og veitingar. Sparisjóður Norðlendinga bauð upp á útitónleika og var einnig bakhjarl safnarasýningarinnar svo fátt eitt sé talið.
Hápunkturinn var þó sýning á stíflunni í Glerá og við nýja Glerárvirkjun Norðurorku í umsjón Arnar Inga. Þar komu saman í einni samfellu eldur, rafmagn, kórsöngur, sólógítarleikur Kristjáns Eldelstein, dansandi álfar á eyrinni út í miðju lóninu, Arngrímur Jóhannsson flugkappi sem varpaði 3 ljósakrónum í fallhlífum úr flugvél sinni og eldspúarar, svo eitthvað sé nefnt. Meðal þeirra sem spjóu eldi voru Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Þórgnýr Dýrfjörð menningarfulltrúi, en þeir höfðu fyrr um daginn fengið stutt námskeið í listinni hjá Jónasi Steinssyni í Cirkus Atlantis. Að lokinni sýningunni á lóninu var virkjunin vígð og til sýnis í upplýstu og marglitu Glerárgilinu. Var eftir því tekið að veður lægði skömmu fyrir athöfnina, þannig að stafa logn var úti og stjörnubjartur himinn.
Eftirfarandi myndir eru svipmyndir af vökunni.
Andy Brooks í Lystigarðinum Glerárgil í ljósum
Þessa mynd tók Þórhallur Jónsson af eldspúandi "drekunum"
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokaathofn-umhverfisthings-ungmenna
|
Lokaathöfn umhverfisþings ungmenna
Eins og greint var frá í síðustu viku fer nú fram, hér á Akureyri, umhverfisþing ungmenna á norðurslóðum – Youth Eco Forum 2005. Þátttakendur sem samtals eru um 50 eru á aldrinum 16- 20 ára og koma frá Akureyri, Alaska, Chukotka, Khanty-Mansiysk, Sakha, Pétursborg, Vologda og Hokkaido.
Meginefni þingsins er “Loftlagsbreytingar og endurnýjanleg orka” og hafa ungmennin unnið í hópum síðustu daga þar sem tekist er á við mismunandi hliðar umhverfismála. Vinnuna byggja ungmennin m.a. á upplýsingum um mikilvægustu verkefnin á sínum heimaslóðum.
í dag vinna ungmennin að lokaályktun sem afhent verður bæjarstjóra og fulltrúa umhverfisráðuneytisins við lokaathöfn þingsins, en hún verður í Ketilhúsinu á morgun fimmtudaginn 1. september kl.11.
Á lokaathöfninni munu ungmennin gera grein fyrir sínu, en auk þess verða skemmtiatriði m.a. frá japönsku ungmennunum og frá Síðuskóla.
Allir eru velkomnir á lokaathöfnina!
Opnunaratriði YEF 2005 á Akureyrarvöku
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsokn-fra-klakksvik
|
Heimsókn frá Klakksvík
Miðvikudaginn 31. ágúst sl. kom sendinefnd á vegum sveitarfélagsins Klakksvíkur í Færeyjum í heimsókn til Akureyrar. Nefndin hafði verið á ferð um höfuðborgarsvæðið en óskaði sérstaklega eftir því að fá að koma í heimsókn til Akureyrar þar sem stærð sveitarfélaganna væri ekki ósvipuð og oft samskonar verkefni sem verið væri að kljást við í bæjarmálunum.
Nýlega voru boruð göng frá Klakksvík til “fastalandsins” sem tekin verða í notkun á næsta ári og af því tilefni var Jón Þorvaldur Heiðarsson frá RHA fenginn til að skýra út áhrif Hvalfjarðarganga á samgöngur og mannlíf á landsbyggðinni og þá sér í lagi á Vesturlandi. Einnig kynnti Finnur Birgisson arkitekt þróun byggðar á Akureyri og stöðu mála í framtíðaruppbyggingu byggðar í sveitarfélaginu. Lauk hann síðan yfirferð sinni með kynningu á gildandi aðalskipulagi og þeirri uppfærslu sem mun eiga sér stað á næstu mánuðum en vinna er í gangi á endurskoðun og uppfærslu aðalskipulagsins.
Að lokum hélt Ásdís Hlökk Theodórsdóttir frá ráðgjafafyrirtækinu ALTA fyrirlestur um verkefnið Akureyri í öndvegi en vinna er hafin af krafti í verkefnahóp sem skila á tillögum í lok nóvember.
Kynningin og sú aðferðarfræði sem beitt var við nálgun verkefnisins vakti mikinn áhuga nefndarmanna.
Sendinefndin þakkaði vinsamlegar móttökur og bætti við að Íslendingar væru ætíð velkomnir til Færeyja þar sem bræðraböndin væru sterk.
Fulltrúar Klakksvíkur ásamt starfsmönnum frá Tækni- og umhverfissviði Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sameining-sveitarfelaga
|
Sameining sveitarfélaga
Nú styttist í það að íbúar 62 sveitarfélaga fái tækifæri til þess að kjósa um sameiningu þeirra sveitarfélags við önnur. Samkvæmt tillögum sameiningarnefndar átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem skipuð er af félagsmálaráðherra verður kosið um sameiningu eftirtalinna sveitarfélaga í Eyjafirði og nágrenni: Siglufjarðarkaupstaður, Akureyrarkaupstaður, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppur, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.
Kosningin mun fara fram þann 8. október næstkomandi og hefur félagsmálaráðuneytið af því tilefni opnað umræðutorg þar sem unnt er að skiptast á skoðunum um tillögur sameiningarnefndar og ræða um kosti þeirra og galla. Þar er einnig að finna ýmsar aðrar upplýsingar, m.a. um framkæmd kosninganna.
Umræðutorgið má finna á heimasíðu sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is. Þú kemst einnig á umræðuna með því að smella hér
Umræðutorgið er öllum opið, ekki er krafist sérstakrar innskráningar, torgið verður opið á vef ráðuneytisins til 1. nóvember 2005.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mentorverkefnid-vinatta
|
Mentorverkefnið Vinátta
Skólaárið 2005-2006 stendur nemendum í félagsvísinda- og kennaradeild HA til boða að taka þátt í Mentorverkefninu sem felst í því að tengjast grunnskólabarni í þeim tilgangi að verða jákvæð fyrirmynd í lífi þess. Mentorverkefnið Vinátta er samfélagsverkefni sem hóf göngu sína á Íslandi árið 2001 og er rekið af Velferðarsjóði barna.
Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi ræðir Alma Oddgeirsdóttir um þá hugmyndafræði sem verkefnið byggir á og þá reynslu sem fengist hefur af starfrækslu þess á liðnum árum. Þátttaka er metin til þriggja háskólaeininga og getur verið hluti af námi nemenda í þessu deildum. Skráning fer fram í nemendaskrá HA og hefur námskeiðið fengið heitið Menningargjafaverkefni, Men0173.
Alma Oddgeirsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og námsbrautarstjóri almennrar bóknámsbrautar í Menntaskólanum á Akureyri, er umsjónarmaður Mentorverkefnisins Vináttu á Akureyri og situr að auki í verkefnisstjórn. Hún hefur verið kennari frá 1988 og náms- og starfsráðgjafi frá 1998.
Fyrirlestur Ölmu hefst kl. 16.30 miðvikudaginn 7. september og er haldinn í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samanburdur-fyrirtaekja
|
Samanburður fyrirtækja
Impra nýsköpunarmiðstöð býður 50 framleiðslufyrirtækjum að taka þátt í Benchmarking verkefni - viðmið við þá bestu. Kostnaður við verkefnið er niðurgreiddur af Impru en niðurstöðurnar geta verið stjórnendum mjög gagnlegar við að forgangsraða umbótum innan fyrirtækisins.
Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja, hefur umsjón með verkefninu Microscope, sem er greiningartæki til að bera kennsl á styrkleika/veikleika viðkomandi fyrirtækis. Við greininguna kemur fram á hvaða sviði fyrirtækisins styrkleikar/veikleikar liggja og dregið er fram hvar umbóta er þörf. Aðferðafræðin felst í því að svara spurningalista, þar sem vottaður ráðgjafi aðstoðar starfsmenn viðkomandi fyrirtækis við að svara og tryggir að matið sé rétt, miðað við aðstæður og starfsemi. Niðurstöður eru jafnóðum skráðar í gagnagrunn og viðmiðanir fengnar innan skamms tíma.
Að lokinni úttekt fær fyrirtækið í hendur myndræna framsetningu á styrk þess og veikleikum í samanburði við stóran hóp fyrirtækja í Evrópu.
Þegar fyrirtæki eru metin, er gerð greining á atriðum innan eftirfarandi þátta í rekstri viðkomandi fyrirtækis:
Skipulag og fyrirtækjabragur
Gæðastjórnun
Framleiðslustjórnun
Framleiðsluskipulag og vörustjórnun
Nýsköpun
Verkskipulag og starfsfyrirkomulag
Vöruþróunarferli
Árangursstjórnun
Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá Netspori framkvæmir Microscope úttekt hjá fyrirtækinu. Úttektin fer þannig fram að ráðgjafi hefur samband við stjórnanda fyrirtækisins og í sameiningu ákvarða þeir tímasetningu og taka ákvörðun um hvaða starfsmenn taka þátt í úttektinni. Ráðgjafi mætir síðan í fyrirtækið og framkvæmir úttektina, en gera má ráð fyrir að 3-4 klst. fari í þá vinnu. Upplýsingarnar eru jafnóðum skráðar í sérstakan gagnagrunn, þannig að lokinni úttektinni liggja niðurstöður fyrir og ráðgjafinn kynnir þær í lok úttektarinnar.
Áhugasamir geta haft samband við Sigurð Steingrímsson hjá Impru nýsköpunarmiðstöð. Netfang: [email protected]. Sími: 460 7972.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tilbod-i-rekstur-holmasolar
|
Tilboð í rekstur Hólmasólar
Skóladeild Akureyrarbæjar auglýsir nú eftir tilboðum í rekstur nýja leikskólans Hólmasólar við Helgamagrastræti. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 26. september og í samræmi við það breytast aðrar dagsetningar sem þessu nemur.
Útboðsgögn eru afhent í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Einnig er hægt að fá þau send í pósti.
Tilboðum ber að skila fyrir kl. 12 mánudaginn 26. september og verða þau opnuð þann sama dag kl. 12 í fundarsal 2. hæðar Glerárgötu 26 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska eða fulltrúa þeirra. Nánari upplýsingar er að finna hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samherji-hlytur-islensku-sjavarutvegsverdlaunin
|
Samherji hlýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin
Samherji hlaut Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2005 fyrir framúrskarandi fiskvinnslu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn síðdegis í gær í Gerðarsafni í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir.
Það er fiskvinnsla Samherja í Dalvíkurbyggð sem verðlaunin hlýtur en hún er ein fullkomnasta fiskvinnsla heims. Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins. Gestur segir verðlaunin mikinn heiður fyrir Samherja. "Þennan árangur má fyrst og fremst þakka frábæru starfsfólki Samherja. Við höfum á undanförnum árum lagt síaukna áhersla á vinnsluna í landi og til marks um það má nefna að á liðnu ári voru unnin um 23.000 tonn af hráefni hjá landvinnslu félagsins," segir Gestur.
Hann segir að Samherji hafi fjárfest umtalsvert í landvinnslunni á undanförnum árum og tileinkað sér ýmsar tækninýjungar en umfram allt sé áhersla lögð á gæði og afhendingaröryggi. "Við eigum í harðri samkeppni á kröfuhörðustu mörkuðum heims og höfum verið að ná góðum árangri. Þessi verðlaun eru staðfesting á því að við erum á réttri leið," segir Gestur.
Frétt af heimasíðu Samherja.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-eggertsson-a-logfraeditorgi
|
Dagur Eggertsson á Lögfræðitorgi
Á lögfræðitorgi á morgun, þriðjudaginn 13. september kl. 12.00, flytur Dagur B. Eggertsson erindi um mannréttindi í stjórnarskrám. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L203 að Sólborg við Norðurslóð.
Mannréttindi njóta aukinnar verndar fyrir innlendum dómstólum og í lögum á Norðurlöndum. Í erindinu fjallar Dagur B. Eggertsson um merkar breytingar á mannréttindakafla finnsku stjórnarskrárinnar, breytingar á norskum mannréttindalögum og mannréttindi í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
Dagur er borgarfulltrúi í Reykjavík og menntaður læknir en lauk nýlega meistarprófi í mannréttindalögfræði við Raoul Wallenbergstofnunina í Lundi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolbreytt-leikar-syningar-hafnar
|
Fjölbreytt leikár - sýningar hafnar
Mikil fjölbreytni einkennir leikárið 2005-2006 hjá LA sem kemur í kjölfar eins mesta aðsóknarárs í sögu leikfélagsins. Sýningar eru nú þegar hafnar á Pakkinu á móti en í vetur verða átta leiksýningar á fjölunum. Þar af eru þrjár frumsýningar á: drepfyndnum gamanleik, kraftmiklum rokksöngleik og undurfallegu átakaverki. Til viðbótar þessu verða fjórar rómaðar gestasýningar í boði hjá LA fyrir leikhúsgesti á Akureyri.
Smelltu hér til að nálgast kynningarblað Leikfélags Akureyrar fyrir leikárið 2005-2006 (pdf).
Nýtt leikrými leikhússins verður tekið í notkun í mars. Það er svokallaður svartur kassi sem býður upp á fjölda nýrra möguleika. Eins og á síðasta ári gefst ungu fólki kostur á að eignast fast sæti í allan vetur á niðursettu verði og sem fyrr á leikhúsið gott samstarf við fjölda fyrirtækja og annarra leikhúsa.
Aðsókn hefur sjaldan verið meiri en á síðasta leikári en stór hluti aukningarinnar er til kominn vegna viðleitni leikhússins til að laða nýja áhorfendur að leikhúsinu, ekki síst yngri kynslóðirnar. Ungu fólki býðst í vetur að kaupa áskriftarkort á hálfvirði í boði Landsbanka Íslands. Þannig eignast þeir sem eru yngri en 25 ára fast sæti í allan vetur á bíóverði.
Í fyrra var tekið upp nýtt sýningarfyrirkomulag sem byggist á því að hvert verk er sýnt þétt í stuttan tíma. Því er aðeins eitt verk á fjölunum í einu en það hefur fjölda kosta í för með sér, bæði í listrænu og rekstrarlegu tilliti. Áhorfendur verða því að grípa gæsina, annars eiga þeir á hættu á að missa af mögnuðum kvöldstundum.
Fjórir nýir leikarar verða á föstum samningi hjá LA í vetur. Þetta eru þau: Álfrún Örnólfsdóttir, Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð Karlsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson. Þá hefur Þráinn Karlsson nú sitt fimmtugasta leikár hjá leikhúsinu. Þessir leikarar verða uppistaðan í dagskrá vetrarins en að auki verður glæsilegur hópur lausráðinna leikara í stökum verkefnum.
Verkefni leikársins 2005-2006 eru:
Pakkið á móti eftir Henry Adam var tekið til sýninga á ný föstudaginn 9. september sl. Leikritið verður einungis sýnt í september. Það vakti verðskuldaða athygli þegar það var frumsýnt síðastliðið vor og komust færri að en vildu. Pakkið á móti hlaut hins vegar alveg nýja merkingu eftir hryðjuverkaárásirnar á London 7. júlí sl. Fréttir af árusunum standa óhugnanlega nærri verkinu og má því lofa væntanlegum áhorfendum nú í september óvenjulegri leikhúsupplifun. Leikritið hefur hvarvetna vakið athygli enda í senn drepfyndið og áleitið.
Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur um brúðkaupsdag þar sem allt fer á annan endann. Hratt, fullt af misskilningi, framhjáhöldum og ást. Höfundurinn skrifaði leikgerð Sex í sveit sem Íslendingar þekkja. Frumsýnt í október.
Litla hryllingsbúðin, söngleikur eftir Howard Ashman og Alan Menken í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Sígildur rokksöngleikur, fullur af húmor og grípandi tónlist. Baldur eyðir dögunum í blómabúðinni og lætur sig dreyma um ástir samstarfskonu sinnar, Auðar. Dag einn uppgötvar hann sérkennilega plöntu. Í ljós kemur að hún hefur undarlega eiginleika og gríðarlega matarlyst. Plantan vex, vekur óskipta athygli og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr þar til atburðarrásin tekur óvænta stefnu. Stórsýning frumsýnd í febrúar. Sett upp í samstarfi við Íslensku óperuna.
Maríubjallan eftir Vassily Sigarev í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Þýðing: Árni Bergmann. Maríubjallan er kraftmikið og magnað átakaverk eftir eitt fremsta leikskáld nýrrar kynslóðar í Evrópu. Dima er 19 ára, í kvöld heldur hann kveðjupartí fyrir vini sína því á morgun fer hann í herinn. Kvöldið tekur óvænta stefnu en á einni nóttu fáum við magnaða innsýn í líf persónanna og kynnumst vonum þeirra og þrám. Frumsýnt í nýju leikrými LA, Húsinu í mars.
Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Rómuð sýning Borgarleikhússins þar sem Eggert Þorleifsson fer á kostum í hlutverki hinnar fjörgömlu Rósalindar. Sýnt 30. sept og 1. okt á Akureyri.
Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Hilmars Jónssonar. Brynhildur Guðjónsdóttir hefur heillað landsmenn síðustu tvö leikár í Þjóðleikhúsinu í hlutverki Piaf. Nú gefst Norðlendingum tækifæri á að upplifa túlkun Brynhildar í dagskrá sem sett er saman úr sýningunni. Sýnt á Akureyri í nóvember.
Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Yndisleg jólasaga þar sem gátunni er svarað um það hvernig gömlu, hrekkjóttu jólasveinarnir urðu að hinum gjafmildu öðlingum sem þeir eru í dag. Gestasýning frá leikhópnum Á senunni sem sýnd verður í desember í aðdraganda jólanna.
Ausa Steinberg eftir Lee Hall í leikstjórn Maríu Reyndal. Ausa Steinberg er afar falleg og vönduð leikhúsperla sem vakti mikla hrifningu þegar hún var sýnd á Akureyri og í Reykjavík í fyrravetur. Ilmur Kristjánsdóttir fer á kostum í yndislegu hlutverki níu ára einhverfs ofvita. Sýnt á Akureyri í janúar.
Sjá ennfremur heimasíðu Leikfélags Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvenmannsleysi-eda-kynbombur-i-ithrottafrettum
|
Kvenmannsleysi eða kynbombur í íþróttafréttum
Á félagsvísindatorgi miðvikudaginn 14. september mun Birgir Guðmundson fjalla um Evrópuverkefnið "Staðalímyndir kvenna í íþróttafréttum" sem Félagsvísinda- og lagadeild HA og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, ásamt samstarfsaðilum í 4 Evrópulöndum, vinna að með og undir forustu Jafnréttisstofu.
Í verkefninu er borin saman staða mála í 5 Evrópuríkjum og hugmyndin er að útbúa fræðsluefni á grundvelli niðurstaðnanna. Í erindi sínu mun Birgir greina frá nokkrum af frumniðurstöðum í verkefninu bæði hvað varðar Ísland og samanburðarlöndin, sem eru Austurríki, Litháen, Ítalía og Noregur.
Birgir Guðmundsson, formaður dómnefndar BÍ, er lektor við Félagsavísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Birgir var í tæp 20 ár blaðamaður og starfaði ýmist sem ritstjóri eða fréttastjóri á Tímanum, Degi og DV. Birgir skrifar pistla um þjóðfélagsmál í blöð og tímarit og hefur flutt ýmis konar fyrirlestra og haldið námskeið fyrir starfandi blaðamenn bæði heima og erlendis. Hann er ritstjóri Blaðamannsins, fagrits Blaðamannafélags Íslands og ritstýrir jafnframt heimasíðu félagsins, www.press.is. Birgir lærði sögu- og stjórnmálafræði í Essex í Englandi og lauk meistaranámi í stjórnmálafræði frá University of Manitóba 1984.
Fyrirlestur Birgis á félagsvísindatorgi fer fram í stofu L201 að Sólborg við Norðurslóð og hefst kl. 16.30 miðvikudaginn 14. september. Allir eru velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-bok-um-myndlist-a-akureyri
|
Ný bók um myndlist á Akureyri
Út er komin forvitnileg bók sem ber heitið "Myndlist á Akureyri - að fornu og nýju". Það er Valgarður Stefánsson sem hefur safnað fróðleik og skrifað um myndlist í bænum og verður bókin kynnt á Amtsbókasafninu fimmtudaginn 15. september kl. 17. Í bókinni er dregin upp einstök mynd af listalífi Akureyringa frá upphafi og fram á öndverða 21. öldina. Fjölmargar myndir prýða bókina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/forvarnir-i-fjarmalum
|
Forvarnir í fjármálum
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna og Akureyrarkaupstaður hafa gert samkomulag um að vinna saman að forvörnum í fjármálum fyrir 10. bekkinga í grunnskólum Akureyrar.
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefur allt frá árinu 2003 gengið til þjónustusamninga við Akureyrarkaupstað og hafa ráðgjafar frá stofunni farið að meðaltali tvisvar í mánuði á fyrirfram ákveðnum dögum og veitt viðtöl í fjölskyldudeild Akureyrarbæjar. Hefur samstarf þetta verið mjög ánægjulegt og aukið þjónustu við íbúa sveitarfélagsins sem eiga í greiðsluerfiðleikum.
Ákveðið var á grundvelli samningisins að gera tilraun með forvarnir fyrir unga fólkið á Akureyri og var ákveðið að skipuleggja kennslu um fjármál fjölskyldunnar í öllum 10. bekkjum á Akureyri. Fjármál fjölskyldunnar er eitt stærsta verkefni sem unga fólkið á eftir að takast á við í lífinu og er mikilvægt að hefja fræðsluna sem fyrst. Undirbúningurinn hefur verið í samráði við skóladeild Akureyrarbæjar. Fyrsta kennslustundin verður á morgun miðvikudag 14. september kl. 10.00 í Oddeyrarskóla fyrir 10. bekk í skólanum ásamt nemendum frá Hrísey. Það er Björg Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur, sem verður með fyrstu kennslustundina.
Kennslan í öðrum skólum í bænum verður eftirfarandi og hefst alltaf kl. 9.45:
28. sept. Glerárskóli og nemendur frá Hlíðarskóla
12. okt. Lundarskóli
26. okt. Brekkuskóli
9. nóv. Giljaskóli
23. nóv. Síðuskóli
Það sem farið verður yfir með nemendum er m.a. fjárhagsáætlanir, sparnaður, hugtök varðandi fjármál, lán, ábyrgðarmennska, greiðsluerfiðleikar, vanskil og nemendum gefin ýmis góð ráð vegna fjármála.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolasetning-ma-2
|
Skólasetning MA
Menntaskólinn á Akureyri var settur í dag með athöfn í Kvosinni, sal skólans á Hólum. Jón Már Héðinsson skólameistari fjallaði um skólaárið framundan og gat um margvíslega nýbreytni í starfinu og spennandi markmið. Hann sagði að í skólanum yrðu í vetur fleiri nemendur en nokkru sinni áður, um 690 talsins. Þeirra á meðal eru 17 nemendur sem koma í skólann rakleitt úr 9. bekk grunnskóla, en MA er fyrsti skólinn sem gerir tilraun til að brúa bilið milli skólastiganna á þennan hátt og gefa nemendum þannig færi á að ljúka stúdentsprófi ári fyrr en venja er hér á landi. Vandlega hefur verið undirbúin kennsla á þessari nýju almennu braut, sem svo er nefnd, undir stjórn Ölmu Oddgeirsdóttur. Að auki eru um 200 nýnemar í 1. bekk. Alls eru í vetur 31 bekkur í skólanum.
Jón Már sagði meðal annars frá því að töluverðar breytingar yrðu í vetur gerðar á kennslu í stærðfræði, sem miðuðu að því að auka áhuga nemenda á greininni og gera þeim mögulegt að velja mismunandi áherslur. Þá yrði íþróttakennsla á þriðja ári með meira vali nemenda en áður. Þá yrði í fyrsta bekk tekið upp miðannarmat, til þess að auðvelda nýnemum og foreldrum þeirra að fylgjast með námsgenginu. Þetta er aðeins brot af því sem í vetur verður gert til að gera góðan skóla betri.
Af öðrum minnisverðum þáttum í starfinu framundan má nefna að unnið er að því að rita 4. bindi Sögu MA og það á að koma út á vordögum 2006, en það ár eru liðin 900 ár frá stofnun fyrsta lærða skóla á Norðurlandi, á Hólum í Hjaltadal. Þangað rekur Menntaskólinn á Akureyri rætur sínar. Afmælisins verður minnst víða á Norðurlandi.
Jón Már hvatti nemendur til að stunda námið rækilega. Hann ítrekaði að nám í skólanum væri fullt starf og við skipulag skólans væri ekki gert ráð fyrir því að nemendur ynnu önnur störf utan skóla. Aðstaða væri í skólanum utan kennslutíma til náms og verkefnavinnu. Þannig ættu nemendur að geta lokið námsvinnunni í skólanum og átt frí að því loknu. Í skólanum væri jafnframt stundað heilbrigt félagslíf undir dyggri og metnaðarfullri stjórn nemenda sjálfra. Hæfileg blanda af námi og félagslífi væri flestum holl og góð og það væri mikils vert að geta státað af myndarlegu félagsstarfi. Meðal þess mætti nefna samkomur nemenda, þegar saman koma allt að 1000 ungmenni og skemmta sér á glæsilegum hátíðum skólans án nokkurs áfengis eða annarra vímuefna. Frumkvæði nemenda að heilbrigðu félagsstarfi væri ómetanlegt.
Skólameistari hvatti til góðrar umgengni um skólann og allt umhverfi hans. Hann gat þess jafnframt að þrenningin ástundun, áhugi og árangur væri mjög mikils verð, en til þess að ná góðum árangri og vellíðan þyrfti jafnframt að einblína á hið jákvæða. Jákvæð framkoma, hrós og þakkir fyrir það sem vel væri gert skipti miklu máli. Með því að halda á lofti því jákvæða í umhverfinu mætti uppræta það neikvæða. Það væri einn þátturinn lífi og starfi í góðum skóla.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-anda-sigurveigar-hjaltested-og-stefans-islandi
|
Í anda Sigurveigar Hjaltested og Stefáns Íslandi
Laugardaginn 17. september verða haldnir tónleikar í anda Sigurveigar Hjaltested og Stefáns Íslandi í Ketilhúsinu á Akureyri. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00.
Tónleikarnir eru þeir fimmtu í röð tónleika sem haldnir eru víðsvegar um landið. Á tónleikunum munu tveir ungir afkomendur söngvaranna ástsælu, þau Stefán Helgi Stefánsson, tenór, og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, sópran, rifja upp með áheyrendum góðar stundir frá fyrri árum.
Ingibjörg er sonardóttir Sigurveigar Hjaltested og hefur undanfarin fjögur ár stundað nám í ljóða- og óperusöng við Tónlistarháskólann í Nurnberg og lauk í sumar sem leið marstersprófi frá framhaldsdeild skólans. Stefán Helgi sem er mörgum að góðu kunnur fyrir söng sinn, mun m.a. takast á við söngperlur sem langafi hans Stefán Íslandi söng og túlkaði svo listilega á sínum tíma.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljodaganga-vid-fagraskog
|
Ljóðaganga við Fagraskóg
Sunnudaginn 18. september kl. 14.00 verður lagt upp í hina árlegu Ljóðagöngu og að þessu sinni verður farið í Fagraskóg. Með fræðslu, ljóðalestri og söng, verður Davíðs Stefánssonar minnst á bernskuslóðum hans, en í ár eru 110 ár liðin frá fæðingu skáldsins sem kunnugt er. Farið verður með hópferðabíl frá Amtsbókasafninu á Akureyri kl. 14.00 og ráðgert að ljúka ferðinni þar aftur ekki síðar en kl. 17.00. Leiðsögumaður verður Erlingur Sigurðarson og auk hans munu koma fram lesarar og tónlistarmenn.
Ljóðagangan er að þessu sinni samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins, Skógræktarfélags Eyfirðinga og Populus tremula ásamt heimamönnum í Fagraskógi. Eins og venjulega í ljóðagöngum verður boðið upp á ketilkaffi og meðlæti að hætti skógarmanna. Aðgangseyrir er engin og allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ert-thu-med-sniduga-uppakomu
|
Ert þú með sniðuga uppákomu?
Nú er unnið að nýjum viðburðabæklingi sem kemur út fyrir næstu mánaðamót. Í bæklingnum verða auglýstir viðburðir í október, nóvember og desember. Skilafrestur á efni til birtingar er á miðvikudaginn kemur, 21. september.
Bæklingnum verður dreift í öll hús á Akureyri, auk þess sem hann mun liggja frammi á helstu viðkomustöðum ferðamanna. Hér er á ferðinni leiðarvísir um allt það helsta sem er á döfinni í bænum og höfðar til bæjarbúa almennt eða ferðamanna.
Þeir sem standa fyrir meiriháttar viðburðum núna í haust, eru hvattir til að senda inn upplýsingar - dagsetningu, tíma, dagskrá og stutta lýsingu - á netfangið [email protected] eða í Ráðhúsið, Geislagötu 9, 600 Akureyri, merkt "Viðburðadagatal" fyrir dagslok 21. september.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolthjodleg-radstefna-um-ferdamennsku
|
Fjölþjóðleg ráðstefna um ferðamennsku
Ferðamálasetur Íslands (FMSÍ) gengst fyrir fjölþjóðlegri ráðstefnu um rannsóknir á ferðamennsku og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja dagana 22. - 25. september . Ráðstefnan er haldin á Akureyri í samvinnu við Nordisk Selskab for Turismeforskning en samtökin standa að útgáfu Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism.
Sextíu og sex erindi verða flutt í fimm málstofum þar sem meginstef eru menning og samfélag, náttúra, efnahagslíf, stefnumótun og markaðsmál. Liðlega 80 þátttakendur eru nú þegar skráðir á ráðstefnuna.
Mjög virtir aðalfyrirlesarar verða með erindi á ráðstefnunni. Simon Milne, forstöðumaður ferðamálaseturs Nýja Sjálands, mun halda erindi fimmtudaginn 22. september. Dirk Glaesser, yfirmaður upplýsingasviðs World Tourism Organization á Spáni og Stephen Ball, formaður samtaka fræðimanna um rekstur ferðaþjónustufyrirtækja í Bretlandi, munu halda erindi sín á föstudagsmorgni og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, klukkan tvö sama dag. Á laugardag fjallar John Hull, fræðimaður frá Kanada, um möguleika sjálfbærrar ferðaþjónustu innan þjóðgarða.
Samhliða ráðstefnunni mun Rannsóknarstofnun HA (RHA) halda ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál, VIII Nordic-Scottish Conference on Rural and Regional Development. Þar verður m.a. sérstök málstofa um ferðamennsku og byggðamál. Búist er við um 40 þátttakendum á þá ráðstefnu (sjá http://vefir.unak.is/nsun2005/).
Nánari upplýsingar er að finna á vef FMSÍ, http://www.fmsi.is og á vef ráðstefnunnar, http://vefir.unak.is/14thnordic/.
Ráðstefnurnar fara fram á Hótel KEA og í Ketilhúsinu í Grófargili.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fogur-fyrirheit-og-innra-skipulag
|
Fögur fyrirheit og innra skipulag
Á félagsvísindatorgi miðvikudaginn 21. september fjallar Ágústa H. Lárusdóttir um nauðsynina á góðu innra skipulagi til að takast á við örar breytingar og auknar kröfur. Með góðu innra skipulagi skapast svigrúm til að takast á við breytingar og þróun.
Það er ekki nóg að setja niður á blað fögur fyrirheit! Það þarf að vinna markvisst innra starf til að ná settum markmiðum. Ágústa ræðir þetta útfrá starfsemi Kauphallar Íslands en starfsemi hennar felst aðallega í skráningu verðbréfa, rekstri viðskiptakerfis og eftirliti.
Ágústa Hrefna Lárusdóttir hefur verið Verkefna- og gæðastjóri Kauphallar Íslands frá árinu 1998. Hún hefur verið starfsmaður prófnefndar verðbréfaviðskipta á sama tímabili. Aðalmaður í prófnefnd verðbréfaviðskipta fyrir Kauphöllina 2004-2005 og varamaður prófnefndar fyrir Kauphöllina 2004-2005.
Fyrirlestur Ágústu hefst kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð. Allir eru velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/renzo-ruggieri-i-deiglunni
|
Renzo Ruggieri í Deiglunni
Gilfélagið og Samband íslenskra harmoniku-unnenda bjóða haustið velkomið með tónleikum í Deiglunni laugardaginn 24. september kl. 15.00.
Fram koma ítalski harmonikuleikarinn Renzo Ruggieri, ásamt hinum frábæru listamönnum Eyþóri Gunnarssyni, Róbert Þórhallssyni, og Erik Qvick. Á efnisskrá er djassskotin tónlist úr smiðju Ruggieri sem og þekkt djasslög.
Renso Ruggieri er fyrsta flokks tónlistarmaður sem hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir harmonikuleik sinn og vakið hrifningu hvar sem hann fer. Tónleikar hans eru stórviðburður sem tónlistaráhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en aðeins 1.000 kr. fyrir Gilfélaga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vistaskipti-hja-akureyrarbae
|
Vistaskipti hjá Akureyrarbæ
Næsta mánuð eða svo mun Hólmkell Hreinsson, Amtsbókavörður, gegna starfi menningarfulltrúa að hluta til. Þórgnýr Dýrfjörð, sem venjulega innir starfið af hendi, er á leið í fæðingarorlof og mun Hólmkell sinna ákveðnum verkefnum menningarfulltrúans í hálfu starfi á meðan.
Að sögn Þórgnýs er hugmyndin ekki síst að nota tækifærið til að prófa og vekja athygli á þessari aðferð. Með henni kynnast starfsmenn verkefnum hver annars, sjá hlutina frá fleiri sjónarhornum, auk þess sem vænta má að skilningur og traust aukist. Allt felur það í sér dýrmæta eiginleika fyrir hvaða vinnustað sem er.
Ákveðið hefur verið að Þórgnýr setjist í stól Amtsbókavarðar í um vikutíma þegar hann snýr aftur úr leyfinu, þannig að kynnin af störfunum verði gagnkvæm. Að jafnaði verður hægt að ná í Hólmkel á skrifstofu menningarfulltrúa fyrir hádegi, en seinni hluta dags í sínu daglega starfi á Amtsbókasafninu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnadri-sildarvertid-lokid
|
Vel heppnaðri síldarvertíð lokið
Fjölveiðiskip Samherja hf., Baldvin Þorsteinsson EA 10 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11, komu með fullfermi til Akureyrar á föstudag að lokinni vel heppnaðri síldarvertíð en bæði skipin voru þá búin með aflaheimildir sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Frá því síldarvertíðin hófst þann 10. maí sl. hafa skipin veitt samanlagt um 39.000 tonn af síld úr sjó. Úr aflanum hafa áhafnir skipanna unnið tæplega 20.000 tonn af frystum afurðum og nemur söluverðmæti þeirra nálægt tveimur milljörðum króna.
Megnið af síldinni var veitt utan íslenskrar fiskveiðilögsögu og allur aflinn unninn og frystur um borð. Áhafnir skipanna voru að jafnaði um borð í 30 til 35 daga í senn og fóru áhafnaskipti fram í Noregi, en um þrír mánuðir eru síðan skipin komu síðast til hafnar á Íslandi.
Fimm ár eru nú liðin frá því að Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom fyrst til heimahafnar á Akureyri. Á þessum fimm árum hefur skipið veitt um 250.000 tonn af fiski og er uppistaða þess afla síld, loðna og kolmunni. Aflaverðmæti skipsins nemur um 6,5 milljörðum króna á þessu árabili, sem hlýtur að teljast einstaklega góður árangur.
Í tilefni af heimkomu skipanna tveggja, lokum síldarvertíðar og því að fimm ár eru liðin frá því að Vilhelm EA kom fyrst til heimahafnar, bauð Samherji áhöfnum skipanna tveggja og mökum þeirra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verðandi sjávarútvegsráðherra, bæjarstjóranum á Akureyri og mörgum öðrum góðum gestum í siglingu með skipunum tveimur um Eyjafjörð í dag. Meðan á siglingu stóð var snæddur hádegisverður um borð.
Fjölveiðiskipin Baldvin Þorsteinsson og Vilhelm Þorsteinsson koma til hafnar.
Þorsteinn Már Baldvinsson heldur stutta ræðu á bryggjunni. Ræðan er hér.
Kristján Vilhelmsson flytur ræðu um boð í Vilhelm Þorsteinssyni EA11. Ræðan er hér.
Svo skemmtilega vildi til að 23. september var einmitt giftingadagur þeirra Önnu Kristjánsdóttir og Vilhelms Þorsteinssonar. Þau giftu sig í Hallgrímskirkju 23. september árið 1950, eða fyrir 55 árum. Af því tilefni færði Kristján móður sinni blóm.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, voru meðal gesta um borð í Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/belgiska-kongo-hja-la
|
Belgíska Kongó hjá LA
Föstudaginn 30. september og laugardaginn 1. október verða gestasýningar á "Belgíska Kongó" hjá Leikfélagi Akureyrar.
"Belgíska Kongó" er ísmeygilegur gamanleikur eftir Braga Ólafsson sem hlaut einróma lof og hefur gengið fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu síðustu misseri. Verkið þykir einstaklega vel skrifað og í frábærri uppsetningu. Eggert Þorleifsson hlaut Grímuna fyrir túlkun sína á aðalhlutverki sýningarinnar, hinni fjörgömlu Rósalind.
Einungis örfáir miðar eru eftir á sýningarnar og því fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða. Einnig er rétt að minna fólk á að tryggja sér áskriftarkort en kortið kostar einungis 6.900 kr og veitir aðgang að fjórum sýningum. Korthafar geta valið "Belgíska Kongó" sem eina þessara fjögurra sýninga.
Miðasölusíminn er 4 600 200. Nánari upplýsingar: www.leikfelag.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/asprent-still-limmidar-nordurlands-og-prenttorg-sameinast
|
Ásprent Stíll, Límmiðar Norðurlands og Prenttorg sameinast
Samningur um sameiningu Ásprents Stíls, Límmiða Norðurlands og Prenttorgs var undirritaður á miðvikudag. Undirritunin var gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og ætti hún að liggja fyrir innan fárra vikna.
Fyrirtækin Límmiðar Norðurlands ehf. og Prenttorg ehf. eru bæði í eigu Leifs Eiríkssonar. Það fyrrnefnda hefur sérhæft sig í límmiðaprentun og skiltagerð en hið síðarnefnda í almennri prentþjónustu. Gert er ráð fyrir að fyrirtækin þrjú sameinist undir nafni Ásprents Stíls og að starfsemin verði öll undir einu þaki í Glerárgötu 28, þar sem Ásprent Stíll er til húsa.
“Það er stefna Ásprents Stíls að stækka og efla fyrirtækið, bæði í kjarnastarfseminni sem og á nýjum sviðum, og þessi samningur er skref í þá átt,” segir Halldór Jóhannsson, stjórnarformaður Ásprents Stíls.
Límmiðar Norðurlands eru eina fyrirtækið á sviði límmiðaprentunar utan höfuðborgarsvæðisins. Halldór segir að samhliða sameiningunni sé ætlunin að efla þá starfsemi til muna, meðal annars með tækjakaupum. “Ásprent Stíll er fyllilega samkeppnishæft við stóru prentsmiðjurnar syðra í almennri prentþjónustu og nú einnig á þessu sviði. Við vonumst til að fá aukin verkefni í framhaldinu, bæði frá fyrirtækjum hér norðan heiða og ekki síður annars staðar af landinu,” segir Halldór ennfremur.
Leifur Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Límmiða Norðurlands og Prenttorgs, segir að samningurinn endurspegli þá auknu samkeppni sem ríki á prentmarkaði. “Ég er ánægður með þessa niðurstöðu og hlakka til að starfa í sameinuðu fyrirtæki,” segir hann.
KEA á 70% hlut í Ásprenti Stíl, Einar Árnason prentsmiðjustjóri 20% og Ómar Pétursson framkvæmdastjóri 10%.
Leifur Eiríksson, framkvæmdastjóri Límmiða Norðurlands og Prenttorgs (t.v.) og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA og stjórnarformaður Ásprents Stíls, handsala samninginn um sameininguna, eftir að hafa skrifað undir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfonian-i-skolunum
|
Sinfónían í skólunum
Hinn 26. september hófust skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Heimsóttir verða skólar allt frá Siglufirði austur í Mývatnssveit. Í þessum heimsóknum verður leikið fyrir um 3.000 grunnskólanemendur. Verða tónleikar á hverjum mánudagsmorgni og lýkur skólatónleikadagskránni þann 5. desember.
Frá stofnun Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hefur það verið markmið hennar að sinna yngstu hlustendunum og þar með að víkka sjóndeildarhring barna og ungmenna í hlustun á tónlist.
Á efnisskrá að þessu sinni er tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson sem hann samdi við söguna “Stúlkan í turninum” eftir Jónas Hallgrímsson. Snorri samdi þetta verk að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands með stuðningi Menningarborgarsjóðs.
Sögumaður á skólatónleikunum er tónskáldið sjálft, Snorri Sigfús Birgisson, og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands eru eitt af stærstu verkefnum hljómsveitarinnar. Þess er vænst að svo verði áfram og er stefnt að því að stækka markaðssvæðið jafnt og þétt á næstu árum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/draumar-i-thjodtru-islendinga
|
Draumar í þjóðtrú Íslendinga
Laugardaginn 1. október kl. 14 heldur Björg Bjarnadóttir sálfræðingur fyrirlestur í sal Zontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54. Fyrirlesturinn nefnist "Draumar í þjóðtrú Íslendinga" og er eins og nafnið bendir til um drauma Íslendinga fyrr og síðar.
Björg hefur gert viðamikla Gallupkönnun á draumum og svefni, og skrifað bókina Draumalandið sem út kom hjá Draumasetrinu Skuggsjá árið 2003. Einnig hefur Björg safnað saman úr fornsögum, bókmenntum, ævisögum, sendibréfum, minningargreinum og bókum heimildum um draumfarir að fornu og nýju.
Yfir 70% þeirra sem þátt tóku í áðurnefndri könnun trúa að draumar hafi merkingu fyrir daglegt líf. Allir aldurshópar þekkja til þeirra flokka drauma sem spurt var um, og áhugi yngra fólks á draumum er síst minni en þeirra sem eldri eru.
Íslendingar eru yfirleitt opnir fyrir andlegum málefnum og ýmsum yfirskilvitlegum fyrirbærum. En svefn og drauma má einnig rannsaka og fjalla um á vísindalegan hátt. Draumasetrið Skuggsjá skráir, varðveitir og rannsakar drauma Íslendinga, og hefur samstarf við sambærilegar stofnanir erlendis, þar sem er orðin 50 ára hefð fyrir rannsóknum á svefni og draumum.
Eftir fyrirlesturinn verður opin spjaldasýning í Minjasafninu á Akureyri um sama efni. Sýningin er aðeins opin í fjóra daga, 1. og 2. og 8. og 9. október kl. 14-17. Aðgangur á fyrirlesturinn og á sýninguna á opnunardaginn er ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntasmidja-og-althjodastofa-flutt-um-set
|
Menntasmiðja og Alþjóðastofa flutt um set
Menntasmiðja kvenna á Akureyri og Alþjóðastofa hafa flutt í gamla barnaskólahúsið við Gilið (áður Brekkuskóli og þar áður Barnaskóli Íslands). Ýmis starfsemi er í gangi og ber þar helst að nefna Menntasmiðju kvenna sem fór af stað í septemberbyrjun með 22 þátttakendum á námskeiðum. Menntasmiðja erlendra kvenna hefst um miðjan október og er skráning þátttakenda í fullum gangi. Mikil aðsókn hefur verið að tungumálanámskeiðunum og eru námskeiðin "Íslenska fyrir útlendinga", byrjenda og framhaldsnámskeið og "Spænska fyrir byrjendur" hafin með metþátttöku. Námskeiðin "Enska fyrir byrjendur" og "Lífsvefurinn – sjálfsstyrking fyrir konur" hefjast svo í október.
Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin í síma 462 7255 og einnig má senda tölvupóst á netföngin menntasmiðjan@menntasmiðjan.is og [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/er-smatt-fallegt-og-stort-hagkvaemt
|
Er smátt fallegt og stórt hagkvæmt?
Fram kom í máli félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, á málþingi við Háskólann á Akureyri í dag um fyrirhugaða sameiningu sveitarfélaga, að allt að 2,4 milljörðum króna verði varið til að styðja við þau sveitarfélög sem kjósa að sameinast. Horft verði til verkefna sveitarfélaganna, þess þjónustuframboðs sem þau bjóða og hvað þurfi að efla í framhaldinu.
Ráðherrann sagði einnig að til að takast mætti að færa verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga yrðu þau að stækka. Þar stæði hnífurinn í kúnni.
Fram kom að miklar breytingar hefðu átt sér stað á þessu sviði á síðustu árum. Frá 1990 til 2003 hefði sveitarfélögum fækkað úr 204 í 104 en í rauninni í 92 því nokkur fleiri sveitarfélög hefðu nú þegar ákveðið að sameinast. Því hafi sveitarfélögum á þessu tímabili fækkað um meira en helming.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við viðskiptaháskólann á Bifröst, lagði áherslu á að til þess að koma málinu í höfn verði stjórnvöld að grípa til lagasetningar um lágmarksstærð sveitarfélaga og nefndi hann að oft hefði talan 1.000 manns komið fram í umræðunni. Rannsóknir benda til að hagkvæmasta stærð sveitarfélaga á Íslandi sé 10-20 þúsund manna sveitarfélög. Grétar benti á að 1.000 manna sveitarfélög væru líklega of smá til að ráða almennilega við ýmis þau verkefni sem ríkisvaldið vildi færa yfir til þeirra.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, benti á að stutt væri til næstu sveitarstjórnakosninga og einungis um eitt og hálft ár til næstu alþingiskosninga. Því yrði ákvörðun um lagasetningu líklega að bíða næsta kjörtímabils.
Niðurstaða Árna var í sem stystu máli sú, að stórt væri vissulega hagkvæmt og smátt fallegt en að hið smáa mætti alls ekki verða of smátt.
Grétar Þór Eyþórsson, Árni Magnússon og Mikael Marlies Karlsson, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sameining-sveitarfelaga-2
|
Sameining sveitarfélaga
Í dag, mánudaginn 3. október, verður haldið í rannsóknarhúsi Háskólans á Akureyri, Borgum, málþing um sameiningu sveitarfélaga. Þar kynnir félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, hugsanlega sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð og einnig flytur Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, stutt erindi um sama mál. Að því loknu situr ráðherra fyrir svörum. Málþingið hefst kl. 12.00 í stofu 311 á Borgum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/morg-verkefni-i-vinnslu
|
Mörg verkefni í vinnslu
Um þessar mundir er liðið eitt ár síðan Vaxtarsamningi Eyjafjarðarsvæðisins var ýtt úr vör. Á fyrstu mánuðum var unnið að því að skilgreina verkefnið og móta vinnuna framundan. Á síðustu mánuðum hefur ýmsum verkefnum verið ýtt úr vör undir fjórum skilgreindum klösum – ferðaþjónustuklasa, mennta- og rannsóknaklasa, matvælaklasa og heilsuklasa. Bjarni Jónasson er verkefnastjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins.
Rétt er að rifja upp að Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er samstarfsverkefni opinberra og einkaaðila um uppbyggingu atvinnulífs við Eyjafjörð. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um klasa þar sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög taka höndum saman um eflingu atvinnulífs. Lögð hefur verið áhersla á verkefni í þeim atvinnugreinum sem eru nú þegar sterkar í Eyjafirði, með það að markmiði að efla þær enn frekar til að takast á við alþjóðlega samkeppni.
Vaxtarsamningur Eyjafjarðar gildir til ársins 2007 og er markmiðið að efla Eyjafjarðarsvæðið sem eftirsóttan búsetuvalkost, auka samkeppnishæfni svæðisins, sem og að laða að alþjóðlega fjárfestingu og þekkingu og stuðla þannig að fjölgun íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu á samningstímanum um 1.500 manns.
Ferðaþjónustuklasi
Verkefnastjóri ferðaþjónustuklasa Vaxtarsamningsins, Bergþóra Aradóttir, tók til starfa sl. vor. Náið samstarf er með Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, en starfssvæði klasans er það sama og Markaðsskrifstofunnar – þ.e. allt Norðurland. Skipaður hefur verið forystuhópur klasans, sem mun marka stefnu um hvaða verkefni verður fyrst og fremst lögð áhersla á að vinna á komandi mánuðum og misserum. Í forystuhópi ferðaþjónustuklasans eru Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Jóhanna G. Jónasdóttir, bæjarfulltrúi á Blönduósi, Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, Yngvi Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sel-Hótel Mývatns, Páll Jónsson, framkvæmdastjóri veitingasviðs Keahótela, Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar, og Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds.
Nú þegar hefur ferðaþjónustuklasinn komið að ýmsum áhugaverðum verkefnum með einum eða öðrum hætti.
Nefna má:
Samstarf skíðasvæða á Norðurlandi. Að frumkvæði ferðaþjónustuklasa hafa forráðamenn skíðasvæða í Eyjafirði og annars staðar á Norðurlandi fundað í þrígang um sameiginleg hagsmunamál. Þriggja manna hópur hefur verið skipaður til þess að leiða þá vinnu sem komin er í gang, en hún lýtur m.a. að markaðssetningu skíðasvæða á Norðurlandi undir vinnuheitinu “Vetrarævintýri á Norðurlandi”.
Samstarf safna á svæðinu. Á Eyjafjarðarsvæðinu eru mörg áhugaverð söfn. Vaxtarsamningur Eyjafjarðar hefur stutt fjárhagslega og fylgst með vinnu er lýtur að aukinni samvinnu safna til sameiginlegrar markaðssetningar – m.a. með sameiginlegri vefsíðu og kynningarbæklingi.
Tröllaskagi. Unnið er með ýmsum hætti að því að kynna Tröllaskagann sem útivistarsvæði fyrir ferðamenn – í samstarfi fyrirtækja og sveitarfélaga. Ferðaþjónustuklasi leggur þessu verkefni lið með fjárhagslegum stuðningi og á annan hátt. Stjórn þessa verkefnis er í höndum Kjartans Bollasonar í Hólaskóla. Meðal annars hefur verið unnið að því að kortleggja gönguleiðir á Tröllaskaga og þá hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að koma á fót “Tröllaskagastofu”, þar sem á aðgengilegan hátt væru settar fram ýmsar upplýsingar um svæðið.
"Matarferðamennska”. Á Eyjafjarðarsvæðinu er mikil og fjölbreytt framleiðsla matvæla. Í ferðaþjónustuklasa Vaxtarsamningsins hefur verið um það rætt að tengja þessa matvælaframleiðslu í auknum mæli við ferðaþjónustu á svæðinu – þ.e. að ferðaþjónustufyrirtækin bjóði gestum upp á sérstöðu svæðisins í mat og drykk. Þessu tengist stuðningur Vaxtarsamnings Eyjafjarðar við Fiskidaginn mikla á Dalvík 2005.
Leiðsögumannanám. Unnið hefur verið að því að koma á fót námi fyrir leiðsögumenn á Norðurlandi og verður það að veruleika í haust á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
Mennta- og rannsóknaklasi
Í febrúar 2005 hófst starfsemi mennta- og rannsóknaklasa Vaxtarsamningsins með hugarflugsfundi þar sem velt var upp ýmsum hugmyndum um mögulega samvinnu varðandi menntun og rannsóknir. Jafnhliða hóf verkefnastjóri klasans, Björk Sigurgeirsdóttir, störf. Í framhaldi af framangreindum hugarflugsfundi hefur verið unnið að ýmsum verkefnum. Þann 6. október mun forystuhópur mennta- og rannsóknaklasa funda í fyrsta skipti, en hópurinn hefur það verkefni að móta framtíðarsýn og stefnu, áhersluatriði og forgangsröðun í starfi klasans. Hópinn skipa Soffía Gísladóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, Jón Haukur Ingimundarson, settur forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Björn Gunnarsson, deildarforseti auðlindadeildar Háskólas á Akureyri og Trausti Þorsteinsson, forstöðumaður skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri.
Af þeim verkefnum sem mennta- og rannsóknarklasi hefur unnið að og eru framundan má nefna:
Vísindagarðar við Háskólann á Akureyri. Vaxtarsamningur Eyjafjarðar kom að undirbúningi hugmyndar um Vísindagarða við HA, en um það mál hefur verið stofnað félagið “Þekkingarvörður”, sem mun fylgja því eftir.
Norðurslóðahópur – Northern Studies and Cooperation. Starfshópur sem gengur undir nafninu “Norðurslóðahópurinn” hefur unnið að því að efla kynningu á Akureyri sem miðstöð norðurslóðarannsókna. Hópurinn, sem í eru um tuttugu manns, hefur m.a. unnið að því að koma á fót rafrænu fréttabréfi, sem verður á ensku.
Samráðsfundur fyrir “smærri” aðila. Þann 11. október milli 17-19 boðar mennta- og rannsóknaklasi ásamt heilsuklasa fund á Hótel KEA með minni fyrirtækjum og stofnunum á Eyjafjarðarsvæðinu – með t.d. 1-5 starfsmenn - þar sem skoðað verður hvort mögulegt sé að leiða þessa aðila saman og ná fram mögulegum samlegðaráhrifum annaðhvort með rekstrarlegri hagræðingu eða faglegri samvinnu.
Matvælaklasi
Jón Ingi Benediktsson er forstöðumaður Matvælaseturs HA og veitir matvælaklasa Vaxtarsamningsins forstöðu, en hann tók við því starfi á liðnu sumri af Arnheiði Eyþórsdóttur. Meðal þeirra verkefna sem unnið hefur verið að má nefna:
Ímynd Eyjafjarðar sem matvælaframleiðslusvæði. Í framhaldi af matvælasýningunni MATUR-INN í Verkmenntaskólanum á Akureyri sl. vetur, sem matkvælaklasi Vaxtarsamningsins kom að með fjárhagslegum stuðningi og á annan hátt, hafa aðilar í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á svæðinu átt saman fundi og rætt leiðir til þess að styrkja ímynd svæðisins sem matvælaframleiðslu- og ferðamannasvæði. Að fenginni reynslu af áðurnefndri matvælasýningu á sl. ári er ákveðið að efna til slíkrar sýningar árið 2007 og einnig hefur verið ræddur sá möguleiki að eyfirskir matvælaframleiðendur taki sameiginlega þátt í matvælasýningunni Matur 2006 í Kópavogi. Ekki er þó komin niðurstaða í það mál.
Starfsmenntun starfsfólks í matvælaiðnaði. Að undanförnu hefur verið unnið að því að efla nám fyrir ófaglært fólk sem starfar við matvælagreinar á svæðinu – í samstarfi Símenntunarmiðstöðvar, Verkmenntaskólans á Akureyri o.fl. Þessi vinna er í fullum gangi og er stefnt að því að bjóða upp starfsmenntunarnámskeið fyrir matvælageirann á vorönn 2006.
Samvinna matvælaframleiðslu- og þjónustufyrirtækja. Matvælaklasi Vaxtarsamningsins hefur verið að vinna að ákveðinni undirbúningsvinnu, sem miðar að því að kanna hvort forsendur séu fyrir því að fá fyrirtæki í matvælaframleiðslu, veitingaþjónustu og fleiri til að taka höndum saman um framleiðslu á mat fyrir skóla, stofnanir og vinnustaði. Liður í þessari vinnu er öflun upplýsinga um kröfur um gæðamál o.fl., og er stefnt að því að boða til fundar um þetta mál nú á haustdögum.
Heilsuklasi
Bjarni Jónasson er forstöðumaður Heilbrigðisvísindastofnunar HA og veitir forstöðu heilsuklasa Vaxtarsamningsins. Forystuhópur heilsuklasans hefur verið skipaður og mun hann hittast þann 12. október nk. Í hópnum eru: Þorvaldur Ingvarsson, framkvæmdastjóri lækninga á FSA, Hermann Óskarsson, starfandi deildarforseti heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, Karl Guðmundsson, sviðsstjóri félagssviðs Akureyrarbæjar, Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, Einar Einarsson, sjúkraþjálfari hjá Eflingu á Akureyri, og Garðar Birgisson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Theriak á Akureyri. Meðal verkefna sem hópnum hafa verið falin er að marka stefnu fyrir vinnu klasans og móta þau verkefni sem klasinn mun vinna að á næstunni.
Meðal verkefna sem heilsuklasinn hefur nú þegar komið að má nefna:
“Bætum lífi við árin”. Þjónusta fyrir fólk 67 ára og eldri, sem vill viðhalda færni og getu með þjálfun, fræðslu og skemmtun.
Starfsendurhæfing. Hugsað fyrir fólk sem er að detta út af vinnumarkaði eða skóla og er líklegt til að fara á bætur í almannatrygginga- eða lífeyrissjóðakerfinu.
Átaksnámskeið. Námskeið þar sem boðið er upp áfyrirlestra, heilsutékk, æfingar, þjálfun, menningu og etv. matarupplifun.
Þemavikur. Þemavikur fyrir fólki sem vill afla sér þekkingar eða efla þekkingu sína á viðkomandi málefni eða þema og eða taka þátt í verkefnum og æfingum sem miða að betri líðan þátttakenda. Nefna má í þessu sambandi offitu og mataræði og bakvandamál.
Samráðsfundur heilsustofnana. Mikilvægt er að efla tengsl heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og heilsustofnana á svæðinu. Boðað verður til samráðsfundar 20. október n.k.
Heilbrigðistengd upplýsingatækni. Unnið er að undirbúningi verkefna sem tengjast notkun upplýsingatækni í heilsugeiranum.
Nánari upplýsingar veita forstöðumenn framangreindra klasa. Einnig eru ýmsar upplýsingar á www.klasar.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-a-akureyri-um-sameiningarmal
|
Kynningarfundur á Akureyri um sameiningarmál
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði hefur haldið átta kynningarfundi í sveitarfélögunum upp á síðkastið og verður sá síðasti í Ketilhúsinu á Akureyri, klukkan 20.30 þriðjudagskvöldið 4. október. Áður hafa verið haldnir fundir á Dalvík, í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit, á Grenivík, Siglufirði, Ólafsfirði, í Hörgárbyggð, Arnarneshreppi og á Svalbarðsströnd. Fundirnir hafa verið mjög vel sóttir.
"Fundasóknin hefur verið meiri en ég átti von á og mér finnst þessi umræða hafa verið jákvæð og mikilvæg. Skólamálin ber eðlilega mikið á góma á fundunum og sömuleiðis er oft nefnt hvort þessi tillaga kunni að vera of stór en ég verð líka vör við að mörgum þykir tímabært að taka þetta skref og ég vona að svo verði í kosningunum. Að mínu mati þurfum við á þessu að halda, Eyfirðingar," segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður samstarfsnefndar.
Sjá nánar um sameiningarmál á heimasíðunni www.eyfirdingar.is.
Akureyringar eru hvattir til að mæta á fundinn í Ketilhúsinu kl. 20.30 annað kvöld.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-felagsmidstod-eldri-borgara
|
Ný félagsmiðstöð eldri borgara
Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á húsnæði Akureyrarbæjar á jarðhæð Bugðusíðu 1 og þar útbúin félagsmiðstöð fyrir eldri borgara ásamt aðstöðu fyrir heimaþjónustu og heimahjúkrun.
Stærstur hluti húsnæðisins tilheyrir félagsmiðstöðinni en þar er m.a. fjölnotasalur sem nýta má til ýmiss konar starfsemi svo sem tómstundastarfs, leikfimi, skemmtanahalds, fræðslustarfs og funda. Ennfremur hefur verið útbúinn tómstundasalur sem mun nýtast fyrir t.d. billiard eða annað sem fólk kýs að stunda. Tvö minni hópherbergi eru einnig í félagsmiðstöðinni auk velútbúins eldhúss, skrifstofu fyrir starfsmann, hársnyrtistofu og skrifstofu Félags eldri borgara á Akureyri en félagið hefur flutt starfsemi sína í félagsmiðstöðina.
Gerður verður sérstakur samningur um afnot Félags eldri borgara af miðstöðinni og samvinnu við Akureyrarbæ um þróun félagsstarfs fyrir eldri borgara í bænum. Sameiginlegt markmið félagsins og bæjarins með samstarfinu er að eldri borgarar á Akureyri eigi kost á eins góðu félags- og tómstundastarfi og þörf er á hverju sinni og geti þannig stuðlað að því að viðhalda færni sinni og notið efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins.
Í húsnæðinu eru einnig skrifstofur fyrir heimaþjónustu og heimahjúkrun auk kaffi- og fundar-herbergis, búningsaðstöðu og starfsmannasnyrtingar sem einnig er ætluð starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar.
Með þessari endurnýjun húsnæðisins verður mögulegt að bæta og auka þá starfsemi sem Akureyrarbær býður eldri borgurum auk þess sem flutningur Félags eldri borgara í sama húsnæði gefur færi á þéttari og meiri samvinnu við þann hóp sem félagsmiðstöðin er ætluð.
Félagsmiðstöðin verður formlega tekin í notkun fimmtudaginn 6. október kl. 11.30. Flutt verða stutt ávörp auk þess sem kór Félags eldri borgara syngur og konur úr félaginu sýna línudans. Auk þess verður skrifað undir nýjan samstarfssamning Félags eldri borgara á Akureyri og Akureyrarbæjar. Að lokinni formlegri dagskrá verður boðið upp á léttar veitingar og kynningu á húsnæðinu. Eldri borgarar eru hvattir til að koma og skoða félagsmiðstöðina.
Konur úr Félagi eldri borgara sýna línudans.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-sidfraedi-kants
|
Ráðstefna um siðfræði Kants
Ráðstefna um siðfræði Immanuels Kants verður haldin 8. og 9. október nk. í Háskólanum á Akureyri. Heiti ráðstefnunnar er "Rætur siðferðisins: um verklega heimspeki Immanuels Kants". Kennaradeild háskólans stendur fyrir ráðstefnunni. Fyrirlesarar koma víða að og eru sumir í hópi fremstu sérfræðinga í verkum Kants. Ráðstefnan verður haldin í stofu 14 í húsakynnum Háskólans í Þingvallastræti. Hún hefst kl. 9 árdegis 8. október og stendur til 17.30 þann dag. Daginn eftir hefst hún einnig kl. 9 og lýkur kl. 12.30. Ráðstefnan fer öll fram á ensku fyrir utan upphafserindið.
Christine M. Korsgaard, prófessor í heimspeki við Háskólann í Harvard, flytur fyrirlestur sem hún nefnir „Að breyta af ástæðu“ og fjallar um hvers eðlis ástæður til breytni eru. Korsgaard er þekktust fyrir bók sína Rætur skuldbindinga (The Sources of Normativity) sem kom út árið 1996. Manfred Kuehn, prófessor í heimspeki við Boston University, flytur fyrirlestur um dygðakenningu Kants og tengsl hennar við dygðakenningu Aristótelsesar. Kuehn gaf út árið 2001 ævisögu Kants, Kant: A Biography. Peter Niesen er kennari við Háskólann í Frankfurt flytur fyrirlestur um kenningu Kants um málfrelsi. Hann gaf út fyrr á þessu ári bók um málfrelsiskenningu Kants, Kants Theorie der Redefreiheit hjá Nomos forlaginu í Þýskalandi.
Mikael M. Karlsson, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri, flytur fyrirlestur um skylduboð Kants, skilyrðislaus og skilorðsbundin. Logi Gunnarsson, lektor við Háskólann í Liverpool, fjallar um svokölluð þykk siðferðishugtök og tengsl þeirra við siðferðilega stöðu þeirra sem búa við alvarlega þroskahömlun og mannapa. Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, fjallar um þá kenningu Kants um að aldrei sér réttlætanlegt að ljúga og tengir hana við skoðanir Kants á ábyrgð. Guðmundur Heiðar Frímannsson, forseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri, fjallar um vandkvæðin við að þýða Kant á íslensku. Erindi hans er það eina sem er flutt á íslensku. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, gerir athugasemdir við kenningu Christine M. Korsgaard og Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, gerir athugasemdir við kenningu Manfreds Kuehn.
Heimasíða ráðstefnunnar.
Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/koparpeningur-fundinn-a-gasum
|
Koparpeningur fundinn á Gásum?
Á síðastliðnum árum hefur eitt stærsta safn miðaldaleirkerjabrota á Íslandi fundist á Gásum og enn bætist við safnið. Flest eru brotin þýsk eða ensk að uppruna og tímasett til 14. og 15. aldar. Í ár fundust leirkerjabrot sem rekja má til austurhluta Englands og til Rínlanda, og þeirra á meðal voru brot úr krukku sem notuð var til að geyma olíur eða smyrsli. Nokkra athygli vekur fundur koparpenings en hann er sá fyrsti sem fundist hefur í Gásakaupstað. Af því má draga þær ályktanir að menn hafi haldið fast utan um peninga sína í verslunarferð sinni á Gásum og/eða að vöruskipti hafi verið algengari en viðskipti með peningum.
Enn finnst töluvert magn af brýni sem flutt hefur verið inn frá Noregi, norskum bökunarhellum, járnnöglum til bátaviðgerða og hnífsblöðum. Þá hafa fundist skurðarbretti úr hvalbeini, auk beina sem unnið hefur verið í, að ónefndum sérstaklega vel varðveittum lífrænum efnum eins og leðri, en í sumar fundust hlutar úr leðurskóm. Síðustu sumur hefur mikið magn spendýra- og fiskibeina fundist á víð og dreif um kaupstaðinn. Ljóst er að nauta- og lambakjöt og harðfiskur voru uppistaðan í matarbirgðum á staðnum. Beinarannsóknir sýna að kjöt það sem var á boðstólum á Gásum var oftast fyrsta flokks, rétt eins og tíðkaðist á ríkum bæjum á suðvesturhorni landsins. Ljóst er að skepnurnar hafa komið lifandi að Gásum og þeim var líklegast slátrað í nágrenninu. Þessar upplýsingar vekja upp spurningar um hvort slátrun og neysla kjötvöru á Gásum eigi sér innlendar eða erlendar rætur. Áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði munu vonandi veita svör við þessum spurningum.
Í sumar fannst mikið magn fiskibeina á einum stað í nýuppgröfnu mannvirki í suðvesturhorni svæðisins. Þessi fundur mun án efa veita nýjar upplýsingar um vinnslu og neyslu þessarar dýrmætu íslensku söluvöru á Gásum.
Fornleifauppgröfturinn á Gásum stóð í sumar í fimm vikur og nú er búið að opna um 1100m² svæði, en það er tæplega 1/3 hluti minjasvæðisins. Að þessu sinni var svæðið stækkað til vesturs og í ljós komu ný herbergi með mörgum nýjum mannvirkjum, s.s gólfum, eldstæðum, veggjum, holum og stoðaholum. Þessi uppgröftur styður þær hugmyndir sem fram hafa komið um hver þróun svæðisins hefur verið, þ.e. að starfsemin í Gásakaupstað hafi byrjað í norðvesturhlutanum en færst svo til austurs með tímanum.
Sögulegar heimildar benda til þess að Gásakaupstaður hafi byggst upp vegna aðgerða höfðingjans og goðans Guðmundar dýra sem lagði niður Vaðlaþing, vorþingstað héraðsins, en það mun hafa verið seint á 11. öld. Við þessar aðgerðir tapar Kaupangur, sem var verslunarstaður við þingstaðinn, þýðingu sinni og Gásakaupstaður er talinn hafa tekið við. Í sögulegum heimildum er minnst á það að skipakomur hafi verið á hverju ári á Gásum allt frá byrjun 12. aldar en fornleifarannsóknirnar hafa hvorki hrakið né stutt þessar heimildir þar sem elstu mörk Gásakaupstaðar hafa ekki enn fundist fram til þessa. Vonast er til að rannnsóknir næsta sumar, sem jafnframt er það síðasta í þessari uppgraftarlotu, muni varpa ljósi á hvenær staðurinn byggðist upp. Með það að markmiði mun svæðið í norðvesturjaðri uppgraftarsvæðisins verða opnað en þar eru búðartóftirnar vel grónar og lítt sjáanlegar sem bendir til þess að þar séu elstu búðirnar staðsettar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidtalstimar-hefjast-a-manudag
|
Viðtalstímar hefjast á mánudag
Mánudaginn 10. október hefjast að nýju viðtalstímar bæjarfulltrúa. Þar gefst bæjarbúum kostur á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum, ræða við fulltrúa sína um málefni bæjarfélagsins og annað sem þeim liggur á hjarta. Fundirnir eru haldnir á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, og standa frá kl. 17.00 - 19.00. Áætlun um viðtalstímana fram í apríl 2006 er sem hér segir með fyrirvara um hugsanlegar breytingar.
10. október
2005
Oddur Helgi Halldórsson
Þóra Ákadóttir
24. október
2005
Þórarinn B. Jónsson
Jóhannes G. Bjarnason
7. nóvember
2005
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
21. nóvember
2005
Kristján Þór Júlíusson
Gerður Jónsdóttir
12. desember
2005
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
16. janúar
2006
Valgerður H. Bjarnadóttir
Þóra Ákadóttir
30. janúar
2006
Oddur Helgi Halldórsson
Jóhannes G. Bjarnason
13. febrúar
2006
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gerður Jónsdóttir
27. febrúar
2006
Þórarinn B. Jónsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
13. mars
2006
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
27. mars
2006
Kristján Þór Júlíusson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
10. apríl
2006
Oddur Helgi Halldórsson
Gerður Jónsdóttir
24. apríl
2006
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hin-islensku-sjonlistaverdlaun
|
Hin Íslensku sjónlistaverðlaun
Í gær, fimmtudaginn 6. október, voru í Listasafninu á Akureyri gerð heyrinkunn hin Íslensku sjónlistarverðlaun að viðstöddum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Valgerði Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri, Hannesi Sigurðssyni, Listasafnsstjóra, Áslaugu Thorlacius frá SÍM, Páli Hjaltasyni frá FORM, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur formanni menningarmálanefndar Akureyrarbæjar, Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, auk annarra góðra gesta.
Listasafnið á Akureyri hefur haft forgöngu um að stofnað verði til hinna Íslensku sjónlistaverðlauna í samstarfi við Akureyrarbæ, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Iðnar- og viðskiptaráðuneytið, Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Form Ísland, samtök hönnuða, og valda kostunaraðila.
Verðlaunin einskorðast ekki við myndlist eða svokallaðar fagurlistir heldur verða allar greinar sjónlista teknar inn í myndina og þeim gert jafn hátt undir höfði. Veittar verða viðurkenningar á ýmsum sviðum hönnunar, byggingarlistar og myndlistar og ævistarfs listamanna, lífs og liðinna, verður minnst. Gert er ráð fyrir að hátíðin verði unnin í nánu samstarfi við prent- og ljósvakamiðla. Einnig verður leitað samstarfs við ýmsar aðrar stofnanir sem sjónlistum tengjast, s.s. Kynningarmiðtöð íslenskrar myndlistar (CIA.is), Hönnunarvettvang, Nordic Institute for Contemporary Art (NIFCA) og margvísleg söfn.
Allar helstu listgreinar, bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og leiklist, eiga nú orðið sínar uppskeruhátíðir hér á landi þar sem veitt eru verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur; þ.e.a.s. allar nema sjálf sjónlistagyðjan. Verðlaunaafhendingin mun fara fram á Akureyri á haustmánuðum, frá og með 2006. Samkomuhúsið verður hugsanlega vettvangur þessa viðburðar til að byrja með en þegar menningarhús á Akureyri rís er gert ráð fyrir að hátíðahöldin flytjist þangað. Tilnefningar munu gilda um sýningarhald og viðburði frá liðnu ári. Þar sem hérna mætast listamenn, hönnuðir, arkitektar, safnamenn, gagnrýnendur, fræðimenn og annað áhugafólk um sjónlistir skapast einstakt tækifæri fyrir sjónlistastéttirnar til að bera saman bækur sínar og kynnast betur.
Í tengslum við hátíðina verður því haldið viðamikið Sjónþing (eða Sjónmessa) um margvísleg málefni sem að sjónlistum snúa. Undirbúningur fyrir ráðstefnuna verður unninn í samstarfi við Háskólann á Akureyri og fleiri fræðasetur, innlend jafnt sem erlend. Á meðan á hátíðinni stendur verður sýning í Listasafninu á Akureyri á verkum eins eða fleiri verðlaunahafa ársins á undan (frá og með 2007). Í lok Sjónleikanna, eins og þessi uppskeruhátíð kallast í heild sinni, verður síðan slegið upp heljarinnar dansleik.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytid-kosningarettinn
|
Nýtið kosningaréttinn
Á morgun, laugardaginn 8. október, greiða íbúar níu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu atkvæði um sameiningu þeirra. Á kjörskrá eru 16.759 manns, flestir á Akureyri eða rösklega 12 þúsund.
Talning atkvæða fer fram á öllum stöðunum eftir kl. 22.00 annað kvöld og verða úrslit birt á heimasíðu samstarfsnefndar www.eyfirdingar.is jafnóðum og þau berast. Sömuleiðis verða úrslitin birt á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins og kynnt fjölmiðlum. Íbúar sveitarfélaganna eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn.
Skipting á kjörskrá eftir sveitarfélögum er eftirfarandi:
Siglufjörður 1.041
Akureyri 12.039
Ólafsfjörður 705
Dalvíkurbyggð 1.346
Arnarneshreppur 128
Eyjafjarðarsveit 678
Hörgárbyggð 296
Svalbarðstrandarhreppur 261
Grýtubhreppur 265
Eftirfarandi er yfirlit kjörstaða og kjörfundartíma:
Siglufjarðarkaupstaður Grunnskólinn við Hlíðarveg kl. 10-22
Akureyrarkaupstaður Oddeyrarskóli kl. 10-22
Akureyrarkaupstaður Grunnskólinn í Hrísey kl. 10-18
Ólafsfjarðarbær Gagnfræðaskólinn kl. 10-20
Dalvíkurbyggð Dalvíkurskóli kl. 10-22
Arnarneshreppur Kaffi Lísa, Hjalteyri kl. 11-19
Eyjafjarðarsveit Hrafnagilsskóli kl. 10-20
Hörgárbyggð Hlíðarbær kl. 10-20
Svalbarðsstrandarhreppur Valsárskóli kl. 10-18
Grýtubakkahreppur Grenivíkurskóli kl. 11-19
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sameiningartillagan-felld
|
Sameiningartillagan felld
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um sameiningu níu sveitarfélaga við Eyjafjörð liggur nú fyrir. Tillagan var felld í sjö sveitarfélögum en samþykkt í tveimur, þ.e. á Siglufirði og í Ólafsfirði. Skilyrði fyrir endurkosningu er að tvö sveitarfélög samþykki og að fleiri séu meðmæltir í heild en andvígir. Síðara ákvæðið er ekki uppfyllt þar sem 2318 sögðu já en 3377 nei. Úrslitin eru því endanleg og afgerandi.
Sameining níu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu - ÚRSLIT :
Akureyrarkaupstaður
Á kjörskrá
Kjörsókn
JÁ (%)
NEI (%)
Auðir/óg
Samþ/Hafnað
11.997
2747 (22,9%)
1.191 (43,5%)
1.489 (54%)
67 (2,5%)
Hafnað
Arnarneshreppur
Á kjörskrá
Kjörsókn
JÁ (%)
NEI (%)
Auðir/óg
Samþ/Hafnað
126
98 (77,78%)
34 (35%)
64 (65%)
0
Hafnað
Dalvíkurbyggð
Á kjörskrá
Kjörsókn
JÁ (%)
NEI (%)
Auðir/óg
Samþ/Hafnað
1.302
845 (64,9%)
299 (35%)
532 (63%)
14 (2%)
Hafnað
Eyjafjarðarsveit
Á kjörskrá
Kjörsókn
JÁ (%)
NEI (%)
Auðir/óg
Samþ/Hafnað
678
416 (61,4%)
57 (14%)
358 (86%)
1 auður (0,2%)
Hafnað
Grýtubakkahreppur
Á kjörskrá
Kjörsókn
JÁ (%)
NEI (%)
Auðir/óg
Samþ/Hafnað
256
210 (82,08%)
2 (1%)
208 (99%)
0
Hafnað
Hörgárbyggð
Á kjörskrá
Kjörsókn
JÁ (%)
NEI (%)
Auðir/óg
Samþ/Hafnað
293
192 (65,54%)
22 (11,5%)
170 (88,5%)
0
Hafnað
Ólafsfjarðarbær
Á kjörskrá
Kjörsókn
JÁ (%)
NEI (%)
Auðir/óg
Samþ/Hafnað
705
481 (68,2%)
266 (55,5%)
208 (43%)
7 (1,5%)
Samþykkt
Siglufjarðarkaupstaður
Á kjörskrá
Kjörsókn
JÁ (%)
NEI (%)
Auðir/óg
Samþ/Hafnað
1.025
622 (60,8%)
401 (64%)
216 (35%)
5 (1%)
Samþykkt
Svalbarðsstrandarhreppur
Á kjörskrá
Kjörsókn
JÁ (%)
NEI (%)
Auðir/óg
Samþ/Hafnað
250
179 (71,6%)
46 (26%)
132 (74%)
1
Hafnað
Heimild: www.eyfirdingar.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolastefna-i-gedheilbrigdismalum
|
Skólastefna í geðheilbrigðismálum
Á félagsvísindatorgi miðvikudaginn 12. október ræðir ræðir Sigursteinn Másson um forvarnir og viðbrögð við veikindum nemenda og kennara í menntastofnunum. Einnig fjallar hann um áfengisveitingar tengdar félagslífi skólafólks.
Háskóli Íslands hefur verið gagnrýndur fyrir stefnuleysi í geðheilbrigðismálum en nú hefur verið tilkynnt að fyrir dyrum standi gerð geðheilbrigðisáætlunar fyrir skólann.
Sigursteinn Másson hefur frá árinu 1999 verið í forsvari Geðhjálpar, fyrst sem varaformaður en frá árinu 2000 sem formaður félagsins. Undanfarið hefur hann stundað nám í uppeldis- og menntunarfræðum í Háskóla Íslands. Lengst af starfaði Sigursteinn sem sjónvarpsfréttamaður og dagskrárgerðarmaður. Félagið Geðhjálp berst fyrir hagsmunum geðsjúkra og geðfatlaðra og stuðlar að fræðslu um geðraskanir. Sjá heimasíðu félagsins www.gedhjalp.is.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 16.30 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/laugardagur-i-laufasi
|
Laugardagur í Laufási
Hver ætli séu dæmigerð haustverk nútíma Íslendingsins? Gæti það verið að skipta um dekk á bílnum, fárast yfir því hve snjórinn komi snemma þetta árið eða er það kannski að taka inn grillið og sólstólana? Eitt er víst að margt hefur breyst frá gamla sveitasamfélaginu.
Laugardaginn 15. október nk. gefst tækifæri til að kynnast haustönnum í Gamla bænum í Laufási við Eyjafjörð. Þar verða sýnd ýmis gömul handtök haustverka og bragðlaukarnir kitlaðir.
Dagskráin hefst með barnasamveru í Laufáskirkju kl. 13.30 en síðan verður ýmislegt um að vera bæði á hlaði Gamla bæjarins og eins innan dyra. Sláturafurðir verða hanteraðir með gamla laginu og hausar sviðnir við smiðjueld. Í baðstofu verður tóvinna en í stofu dunar harmoniku tónlistin.
Ýmislegt hollt og bragðgott verður gefið að smakka en einnig verður markaður með ýmsan varning til sölu úr ríki náttúrunnar. Í Gamla prestshúsinu verður hægt að tylla sér niður og kaupa sér lummur kaffi eða kakó.
Dagskráin stendur frá kl. 13.30 til 17.00.
Aðgangseyrir er 500 kr. en þeir sem eru yngri en 16 ára þurfa ekki að greiða aðgangseyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mixum-betri-bae
|
Mixum betri bæ
Í gær, fimmtudaginn 13. október, var efnt til hugmyndaþings meðal fulltrúa ungmenna á Akureyri þar sem fjallað var um það hvað ætti að gera við þá fjármuni sem safnast hafa með átakinu "Mixum betri bæ". Eins og flestir muna þá gerði áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar samning við Ölgerðina Egil Skallagrímsson í vor, um að 10 kr. af hverri seldri flösku af gosdrykknum Mix mánuðina júní, júlí og ágúst yrði varið í forvarnir.
Eitt af meginskilyrðum samningsins var að unglingar bæjarins yrðu virkjaðir með í átakinu og fengnar fram tillögur þeirra um það í hvað fjárhæðinni skyldi varið. Í gær hittust síðan 12 fulltrúar ungmenna á Akureyri, tveir frá unglingastigi hvers grunnskóla, til að ræða saman og koma með hugmyndir að forvarnaverkefnum.
Upphæðin sem um er að ræða er tæplega 400.000 kr. Miklar umræður sköpuðust meðal nemendanna um lífstíl og menningu unglinga, og þátt lögreglunnar og félagsmiðstöðva í forvörnum. Unglingarnir höfðu sterkar skoðanir á því hvað skilar árangri í forvörnum og margar góðar tillögur um það hvað ætti að gera við peningana komu fram. Unnið verður áfram með nemendunum að þessum hugmyndum.
Gerður Jónsdóttir, formaður áfengis- og vímuvarnanefndar, og Bryndís Arnarsdóttir, forvarnafulltrúi, voru unglingunum innan handar í hugmyndavinnu þeirra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fleiri-vistaskipti
|
Fleiri vistaskipti
Eins og kom fram hér á heimasíðunni um daginn leysir Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður af menningarfulltrúann Þórgný Dýrfjörð meðan sá síðarnefndi er í barnaburðarleyfi. Skólafulltrúinn Gunnar Gíslason er líka farinn í fæðingarorlof og leysir Ingólfur Ármannsson hann af á meðan.
Ingólfur var lengi kennari í Gagnfræðaskóla Akureyrar en síðari árin gengdi hann um tíma starfi fræðslustjóra Norðurlands eystra, var skólastjóri Síðuskóla og gengdi svo starfi skóla- og menningarfulltrúa hjá Akureyrarbæ, svo hann er ekki alveg ókunnugur starfinu.
Ingólfur Ármannsson á skrifstofu skólafulltrúa Akureyrarbæjar.
En þar með er ekki öll sagan sögð því íþrótta- og tómstundafulltrúinn Kristinn H. Svanbergsson er líka á leiðinni í fæðingarorlof eftir áramótin og fjárreiðufulltrúinn Heiður Hjaltadóttir fer innan tíðar. Það er því mikil frjósemi meðal stjórnenda hjá Akureyrarbæ og er mikil ánægja með þetta fjölgunarátak á íbúum Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hrafnabjorg-ibudarsvaedi-tillogur-ad-breytingum-a-adal-og
|
Hrafnabjörg, íbúðarsvæði - tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á aðalskipulagi íbúðarsvæðis við Löngumýri/-Hrafnabjörg. Breytingin felst í því að lóð nr. 1 við Hrafnabjörg stækkar lítillega á kostnað opins svæðis. Breytingin er lögð til vegna áforma um aukna nýtingu lóðarinnar, sjá hér að neðan.
Skoða tillöguuppdrátt - PDF, 1138 k
Jafnframt er auglýst skv. 25. gr. sömu laga tillaga að breytingu á deiliskipulagi sama reits. Í henni er gert ráð fyrir að í stað einbýlishúss á lóð nr. 1 við Hrafnabjörg megi byggja 2 hús á einni til tveimur hæðum auk bílakjallara, með allt að 5 íbúðum.
Skoða tillöguuppdrátt - PDF, 264 k
Skoða skýringaruppdrátt - PDF, 242 k
Tillöguuppdrættir þessir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mánudagsins 28. nóvember 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 mánudaginn 28. nóvember 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
17. október 2005
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/barattu-hatid-kvenna-a-akureyri
|
Baráttu hátíð kvenna á Akureyri
Hátíðar- og baráttufundur verður haldinn á Akureyri þann 24. október næstkomandi í tilefni af því að þá verða þrjátíu ár liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Þann dag fyrir þrjátíu árum lögðu þúsundir íslenskra kvenna niður vinnu til að draga fram mikilvægi vinnuframlags þeirra til efnahagslífs og samfélags. Á Akureyri komu um tvö þúsund eyfirskar konur saman í Sjallanum. Dagurinn markaði þáttaskil í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna og vakti heimsathygli.
Margt hefur áunnist í jafnréttismálum undanfarin þrjátíu ár en margt er líka ógert. Á þessum degi gefst mikilvægt tækifæri til að meta stöðuna og leggja línurnar fyrir framtíðina. Markmið dagsins er það sama og fyrir þrjátíu árum, að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf. Hvergi í heiminum er atvinnuþátttaka kvenna jafnmikil og hér á landi.
Kvennahreyfingar á Íslandi hafa reiknað út að eftir fimm tíma og átta mínútur hafi konur unnið fyrir launum sínum, þar sem þær hafa 64% af atvinnutekjum karla. Þær eru því hvattar til að leggja niður störf kl. 14.08 miðað við vinnutímann 9-17.
Á Akureyri verður haldinn hátíðar- og baráttufundur í Sjallanum kl. 15. Þangað eru allar konur í Eyjafirði hvattar til að mæta og sýna samstöðu í verki. Fundurinn er að sjálfsögðu einnig opinn körlum og börnum.
Foreldrar eru hvattir til að sækja börn sín í leikskóla um kl. 14.08 svo konur sem þar starfa hafi einnig möguleika á að sækja fundinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haettu-adur-en-thu-byrjar-1
|
Hættu áður en þú byrjar!
Í kvöld kl. 20.00, miðvikudaginn 19. október, verður foreldrum nemenda í 8. og 9. bekk boðið upp á forvarnafræðsluna "Hættu áður en þú byrjar" á sal Brekkuskóla.
Undanfarna daga hafa nemendur fengið sömu fræðslu. Liður í forvarnafræðslunni er að bjóða foreldrum að sjá og heyra hvaða fræðslu ungmennin hafa fengið og er tilgangurinn að samhæfa aðgerðir foreldra í því að byggja upp unglinga sem geta sagt nei við neyslu á vímuefnum.
Eitt af því mikilvægasta í því sambandi er að foreldrar ræði við unglinginn um skaðsemi vímugjafa og er fræðslan hugsuð sem vettvangur fyrir foreldra og ungmenni þeirra til að ræða saman. Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka höndum saman í átaki gegn fíkniefnaneyslu unglinga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/brudkaupid-frumsynt-i-kvold
|
Brúðkaupið frumsýnt í kvöld
Gamanleikritið Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld en uppselt er á 10 fyrstu sýningarnar. Hér er um drepfyndinn og rómantískan gamanleik að ræða. Hann er hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást.
Leikritið er eftir sama höfund og skrifaði leikgerðina á Sex í sveit sem er ein vinsælasta sýning LR frá upphafi. Leikritið sver sig í aðra röndina í ætt við sígildan farsa en einnig á leikritið margt sammerkt með breskum rómantískum gamanmyndum á borð við Four Weddings and a Funeral, About a Boy, Notting Hill o.fl.
Leikritið segir frá ungu fólki sem er að glíma við ástina, verða ástfangið, hætta að vera ástfangið og að verða ástfangið af þeim sem þau mega ekki vera ástfangin af. Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inní atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinni herbergið í rúst, nakin kona í rúminu og þá er bankað...
Þýðandi er Örn Árnason og leikstjóri Magnús Geir Þórðarson. Frosti Friðriksson hannar leikmynd og búninga en ljósahönnun er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar.
Leikarar eru: Álfrún Örnólfsdóttir, Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Luthersdóttir og Þráinn Karlsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nu-fylkja-konur-lidi
|
Nú fylkja konur liði
Í tilefni 30 ára afmælis kvennafrídags 24. október verður sýningin ...nú fylkja konur liði... opnuð föstudaginn 21. október kl. 17.15 í anddyri Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns. Sýnd verða skjöl, myndir, blaðaúrklippur og munir sem tengjast kvennabaráttu og kvennafrídögunum 1975 og 1985. Sýningin stendur frá 21. - 26. október og 4. - 30. nóvember.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-heimasida-oldrunarheimilanna
|
Ný heimasíða Öldrunarheimilanna
Opnuð hefur verið ný heimasíða Öldrunarheimila Akureyrar. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um öll heimilin, þ.e. Bakkahlíð, Hlíð, Kjarnalund og Skjaldarvík. Ennig eru þar upplýsingar um stoðdeildir heimilanna, s.s. félagsstarf, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, dagþjónustu í Hlíð og skammtímadvöl. Reglulega eru birtar fréttir af starfinu, auk þess sem hægt er að fletta upp í viðburðadagatali, og skoða myndir og íbúaskrá.
Auðveldast er að komast á heimasíðuna með því að slá inn www.akureyri.is/oldrunarheimili í vafrann eða velja þjónustuflokkinn í aðalvalstikunni hér að ofan, síðan Aldraðir og loks Öldrunarheimilin.
Umsjónarmaður heimasíðunnar er Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og allar ábendingar eru vel þegnar. Sendið póst á netfangið [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjonthing-jons-laxdal
|
Sjónþing Jóns Laxdal
Á morgun, laugardaginn 22. október kl. 15.00, verður sjónþing Jóns Laxdal haldið í Deiglunni en sýningu á verkum hans í Listasafninu á Akureyri lýkur á sunnudag.
Sjónþinginu er ætlað að veita persónulega innsýn í feril Jóns með það fyrir augum að skoða framlag hans og rifja upp farinn veg. Jafnframt því að sitja fyrir svörum og taka við fyrirspurnum úr sal verður sýndur fjöldi mynda af verkum listmannsins. Spyrlar á sjónþingi verða Jón Proppé, Arna Valsdóttir og Þröstur Ásmundsson. Hannes Sigurðsson verður fundarstjóri. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thrjatiu-ara-afmaeli-kvennafridagsins
|
Þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins
Hátíðar- og baráttufundur verður haldinn í Sjallanum í dag í tilefni 30 ára afmælis kvennafrídagsins. Fundurinn hefst kl. 15 og er opinn öllum. Hvatt hefur verið til þess undanfarna daga að konum um land allt verði gert kleift að fylkja liði á baráttufundi og leggja niður störf kl. 14.08 í dag. Af því tilefni skrifaði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, starfsfólki bæjarins tölvupóst á miðvikudag þar sem sagði meðal annars:
"Ég tel hvorutveggja eðlilegt og sjálfsagt að gefa þeim starfsmönnum Akureyrarbæjar sem þess óska tækifæri til að sækja fundinn í Sjallanum og bið stjórnendur að gera ráðstafanir til að þeim verði það kleift eftir því sem kostur er.
Ég ætlast einnig til þess af stjórnendum bæjarins að þeir láti það hafa forgang að tryggja öryggi umbjóðenda okkar, hvort heldur um er að ræða börn í leik- og grunnskólum eða vistfólk á öldrunarheimilum og sambýlum fatlaðra.
Ég óska okkur öllum velgengni í baráttunni gegn kynbundnum launamun og til hamingju með afmæli kvennafrídagsins um leið og ég hvet sem flesta til að taka þátt í auglýstum aðgerðum í samráði við yfirmenn sína og samstarfsfólk."
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/slokkvilidid-faer-nyja-bila
|
Slökkviliðið fær nýja bíla
Laugardaginn 22. október var Slökkviliði Akureyrar afhentur nýr slökkvibíll frá MT- bílum sem verið hefur í smíðum á Ólafsfirði. Um er að ræða einn öflugasta slökkvibíl landsins af gerðinni Scania með 420 ha. vél og sjálfskiptingu. Bíllinn er með tvöföldu húsi og sætum fyrir 5 sem eru útbúinn þannig að slökkviliðsmenn fara í reykköfunarbúnað í sætum sínum á leið á eldstað.
Nýi slökkvibíllinn, stífbónaður í húsakynnum Slökkviliðs Akureyrar.
Bíllinn er með 3.000 lítra vatnstank og er í honum dæla sem getur dælt 5.000 lítrum á mínútu og er það ein öflugasta slökkvidæla í slökkvíbíl á landinu. Bíllinn er útbúinn allri nýjustu tækni á þessu sviði, s.s. 220 volta rafal, ljósamastri, upphituðum skápum, fullkomnum fjarskiptabúnaði og fl. Bíllinn verður sérstaklega útbúinn til vatnsöflunar með lagnabakka á þaki fyrir yfir 1.000 metra af slöngum og er hann hugsaður sem fyrsta viðbragð við eldi þar sem erfitt getur verið að ná í vatn, s.s. í sveitum en er auk þess útbúinn með öllum grunnbúnaði til annara slökkvistarfa.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins afhenti einnig við sama tækifæri formlega körfubíl sem Slökkvilið Akureyrar var að kaupa af þeim. Sá bíll er af gerðinni MAN með lyftubúnað frá Bronto í Svíþjóð. Bíllinn er 18 ára gamall en leysir af hólmi annnan 22 ára. Nýi körfubíllinn er mun öflugri en sá gamli bæði með víðara vinnslusvið og nær auk þess hærra eða upp í 28 metra hæð. Þá staðfesti Slökkvilið Akureyrar sölu á eldri körfubíl til Brunavarna Skagafjarðar.
Einnig fór fram kynning á húsakynnum slökkviliðsins og búnaði þess en gestir voru fjölmargir, m.a. um 40 slökkviliðsstjórar víða að landinu en á laugardag fór fram á Hótel Kea ársfundur Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi. Slökkvilið Akureyrar er jafnframt hundrað ára á þessu ári og verða frekari hátíðarhöld í tilefni þess í desember.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fraedslufundur-um-heilsueflingu
|
Fræðslufundur um heilsueflingu
Foreldrafélög grunnskólanna á Akureyri í samvinnu við Heilsueflingarráð boða til fræðslufundar miðvikudaginn 26. október nk. klukkan 20 í Brekkuskóla (gamli Gagginn). Þar talar Hólmfríður Þorgeirsdóttir um næringu, en holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir börn og unglinga sem eru að vaxa og þroskast. Guðrún Guðmundsdóttir fjallar um geðrækt og mikilvægi geðheilsu og að lokum talar Gígja Gunnarsdóttir um mikilvægi reglulegrar hreyfingar sem er nauðsynleg til að viðhalda heilbrigðri sál í hraustum líkama. Að loknum erindunum gefst tækifæri til fyrirspurna.
Foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna eru hvattir til að mæta, svo og aðrir áhugasamir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/trodfullur-sjalli
|
Troðfullur Sjalli
Konur fylltu Sjallann upp í rjáfur í gær, mánudaginn 24. október, þegar þar var haldinn hátíðar- og baráttufundur í tilefni 30 ára afmælis kvennafrídagsins. Færri komust að en vildu og varð að setja hátalara út á götu til að allir gætu hlýtt á það sem fram fór. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.
Konur lögðu niður vinnu kl. 14.08 og hituðu upp fyrir fundinn í Sjallanum. Hér ræða konur í Ráðhúsi Akureyrar saman í bæjarstjórnarsalnum áður en stormað var í Sjallann.
Fljótlega varð ljóst að færri kæmust að en vildu.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, flutti þrumandi ræðu.
Þröngt mega "sáttar" sitja...
Kvennakór Akureyrar söng nokkur lög.
Menntaskólastúlkur í rauðum sokkum fóru mikinn á sviðinu.
Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður, var einn af frummælendum.
Loks var haldið út á Ráðhústorg þar sem baráttusöngurinn "Áfram stelpur" var sunginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/themadagar-i-tonlistarskolanum
|
Þemadagar í Tónlistarskólanum
Nú standa yfir þemadagar í Tónlistarskólanum á Akureyri. Að þessu sinni er þjóðleg tónlist í hávegum höfð og verða fjölbreytilegir samspilstónleikar á vegum skólans fimmtudaginn 27. október í sal Brekkuskóla og föstudaginn 28. október í sal Tónlistarskólans að Hvannavöllum 14. Tónleikarnir á fimmtudag verða kl. 17 og 18 og verður hljómsveitartónlist í fyrirrúmi órafmögnuð og rafmögnuð. Á föstudag koma minni samspilshópar fram kl. 16, 17 og 18. Hluti nemenda mun skrifa gagnrýni/umsögn um músikina. Allir eru velkomnir á tónleikana.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/helgi-thorgils-i-listasafninu
|
Helgi Þorgils í Listasafninu
Laugardaginn 29. október verður opnuð sýning á nýjum og nýlegum verkum eftir Helga Þorgils Friðjónsson í Listasafninu á Akureyri. Sýningin, sem ber heitið Tregablandin fegurð, er ætlað að veita heilsteypt yfirlit yfir feril Helga á undanförnum árum og hefur að geyma mörg af hans áhrifamestu málverkum, auk vatnslitamynda og skúlptúra.
Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953) hefur skipað sér í hóp okkar merkustu listmálara með afar sérstöku myndmáli og tækni sem orðið hefur æ fágaðri og hnitmiðaðri eftir því sem árin hafa liðið. Helgi ruddi málverkinu nýja braut laust upp úr 1980 hér á landi, eftir að þetta gamalgróna listform hafði lent í djúpri lægð á áttunda áratugnum, sem stundum hefur verið kallaður áratugur hugmyndalistarinnar. Helgi hóf feril sinn með stórtækri framleiðslu á teikningum og teiknimyndabókum þar sem menn og dýr lifðu frjóu samlífi. Síðan fór hann að gera hráar skissur og teikningar beint á striga; hugmyndin var sú að einfalda sköpunarferlið og koma hugsuninni milliliðalaust í málverkið. Hið sjónræna skipti ekki öllu máli heldur hugmyndin á bak við allt saman.
Helgi Þorgils á því rætur í hugmyndalistinni og fullyrða má að myndmál hans eigi fremur uppruna sinn í fantasíum og furðum hugans en í áþreifanlegum veruleika. Finngálkn, kentárar, englar og grískar goðaverur eru að vísu ekkert nýtt í málverkinu, þaðan af síður girnilegir ávextir. Mikilvægasta framlag Helga felst í óskilgreinanlegri stemmningu myndanna sem aðeins er hægt að lýsa í þverstæðum. Þarna ríkir fullkomin ró vestan úr mjúkum Dölum og brjálæðiskennd hugsýn, einlægt draumaríki og hárnákvæm blekking, upphafinn heilagleiki og stráksleg stríðni, trúin á eitthvað upprunalegt, saklaust og fallegt, og írónísk vitund um fáránleika tilverunnar. Ýmsir gagnrýnendur tóku verkum Helga fremur illa til að byrja með; þeim fannst vanta í þau eðlilega náttúru og karlmannlegar pensilstrokur og sögðu þau flausturslega unnin. Þessar raddir eru löngu þagnaðar. Helgi hefur sagt að myndir sínar séu raunsæjar og fegurð þeirra felist í því að þær séu sannar og réttar.
Í grein sem Dr. Christian Schoen, forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (CIA), hefur skrifað af tilefni sýningar Helgi í Listasafninu á Akureyri segir meðal annars: "Heimar Helga eru ofurverulegir, bæði kyrrstæð samsetningin og samlífi og afskiptaleysi mannanna og veranna gefur í skyn tímaleysi. Í þeim má greina samhljóm sem vísar til upprunans, paradísar, og virðist hvorki rúma dauða né hnignun. Þessi skuggahlið lífsins er þó stöðugt nálæg, því hún leynist í mótífum verkanna. Dauðinn kemur fram í dulargervi eða býr, sem einskonar listsöguleg skírskotun, innra með þeim kyrrlífsmyndum sem bregður endurtekið fyrir. Að þessu leyti eru myndir Helga Þorgils ávallt díalektískar: Þær fjalla um sköpunina og fela í sér dauðann. Þær taka á sig gervi hins tímalausa og afhjúpa þannig forgengileikann. Þær stíga fram á sviði hins yfirnáttúrulega en kljást engu að síður við eðli veruleikans, eðli mannsins og náttúrunnar."
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menning-i-menningareydimork
|
Menning í menningareyðimörk?
"Fyrirlestrar á haustdögum" nefnist fyrirlestraröð sem listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri hefur skipulagt fyrir nemendur. Þeir eru haldnir í samvinnu við Menningarmiðstöðina í Grófargili og fara fram í Ketilhúsinu næstu fjóra föstudaga. Það er Yean Fee Quay sem ríður á vaðið en yfirskrift fyrirlestrar hennar er "Culture in a culturar desert?" eða "Menning í menningareyðimörk?" Í fyrirlestrinum verður gefið yfirlit yfir þróun menningarmála í borgríkinu Singapore en yfirvöld þar eru staðráðin í að eyða því orðspori að landið sé menningarleg eyðimörk. Yean Fee Quay er myndlistarmaður og sýningarstjóri frá Singapore. Hún hefur búið og starfað á Akureyri síðan hún fluttist til Íslands árið 2000. Fyrirlesturinn er haldinn föstudaginn 28. október í Ketilhúsinu í Listagili og hefst kl. 15.00. Hann er opin öllum á meðan húsrúm leyfir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/af-norskum-rotum
|
Af norskum rótum
Laugardaginn 29. október hefst ný sýning í Minjasafninu á Akureyri. Sýningin nefnist "Af norskum rótum" og fjallar um gömul timburhús í Noregi og á Íslandi. Flestir hafa augum litið norsk "katalóghús" Líklega verða margir hvumsa og spyrja hvers konar hús það séu og hvar þau standi. Þau eru þó nokkuð áberandi víða um land. Byggðin við Tjarnargötu fer varla fram hjá neinum sem heimsækir miðborg Reykjavíkur. Hið sama má segja um Samkomuhúsið á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri. Allt eru þetta forsniðin hús sem framleidd voru í Noregi og sett saman á Íslandi sum hver jafnvel pöntuð eftir norskum "katalóg."
Saga þessara húsa og fyrirtækjanna sem þau framleiddu er viðfangsefni sýningarinnar "Af norskum rótum" sem opnuð verður í Minjasafninu á Akureyri laugardaginn 29. október. Dagurinn hefst með gönguferð kl. 14 undir leiðsögn Finns Birgissonar arkitekts. Á leiðinni verða skoðuð norsk timburhús og íslensk hús byggð undir norskum áhrifum. Gangan hefst við Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar, og verður m.a. komið við í gamla Menntaskólahúsinu. Göngunni lýkur í Minjasafninu við Aðalstræti 58 þar sem sýningin verður formlega opnuð kl. 16.
Sýningin var upphaflega sett upp í Noregi af Akerhus Fylkesmuseum, Oslo Bymuseum og Fortidsminneforeningen í Osló og Akerhús árið 2003. Vegna þeirra áhrifa sem norsku húsin höfðu á Íslandi þótti tilvalið að setja upp þessa sýningu hérlendis með viðbót um Ísland. Sá hluti sýningarinnar var unninn af Húsafriðunarnefnd ríkisins, Minjasafni Reykjavíkur og Norska sendiráðinu og byggir að mestu leyti á bókinni Af norskum rótum- gömul timburhús á Íslandi sem út kom á vegum Máls og menningar 2003.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-syning-i-listagilinu
|
Ný sýning í Listagilinu
Laugardaginn 29. október opnar Sigríður Ágústsdóttir sýningu á verkum sínum í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu.
Sigríður stundaði nám í leirlist í listaskólum í Frakklandi og Englandi á áttunda áratugnum. Hún hefur tekið þátt í sýningum víða svo sem Noregi, Finnlandi, Danmörku, Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Póllandi, Egyptalandi og Bandaríkjunum auk margra sýninga á Íslandi.
Hún hefur verið búsett á Akureyri undanfarin sex ár og rekur vinnustofu ásamt fleiri myndlistarkonum að Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu.
Sýningin stendur til sunnudagsins 13. nóvember. Opið er um helgar frá kl. 13-17.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bjorg-synir-malverk-og-ljosmyndir
|
Björg sýnir málverk og ljósmyndir
Björg Eiríksdóttir opnaði sýninguna "Inni" í sal Svartfugls og Hvítspóa laugardaginn 29. október. Sýningin stendur til og með 13. nóvember og verður opin alla daga frá 13-17.
Þetta er önnur einkasýning Bjargar og önnur sýningin sem fer fram í nýjum, fallegum sal Svartfugls og Hvítspóa sem rekinn er af listakonunum Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og Önnu Gunnarsdóttur. Hann er í bakhúsi við Brekkugötu 3a rétt við Ráðhústorg á Akureyri. Björg hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og aðallega notað málverk og textíl sem miðil. Á sýningunni að þessu sinni verða málverk og ljósmyndir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-gonguskidum
|
Á gönguskíðum
Kjarnaskógur er ein af útivistarperlum Akureyringa. Þar er vinsælt að fara um á gönguskíðum þegar tækifæri gefast til þess á veturna. Sem kunnugt er hefur snjóað talsvert undanfarið og við höfum fregnað að færið í Kjarnaskógi sé nú með ágætum. Einnig er opið fyrir gönguskíðafólk í Hlíðarfjalli til kl. 22 á kvöldin.
Þeir sem kjósa holla hreyfingu og hressandi útiveru þurfa því ekki að leita langt yfir skammt.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hundaeigendur-a-akureyri
|
Hundaeigendur á Akureyri
Lögboðin hundahreinsun á Akureyri árið 2005 fer fram í Lagerhúsi Framkvæmdamiðstöðvar að Rangárvöllum, föstudaginn 4. nóvember frá kl. 16-19 og laugardaginn 5. nóvember frá kl. 10-12.
Enginn má halda hund á Akureyri nema hafa fengið til þess heimild bæjarstjórnar, sbr. samþykkt um hundahald á Akureyri, nr. 360/2001, og skal færa hundinn árlega til hundahreinsunar.
Við hreinsun ber að framvísa greiðslukvittunum vegna ábyrgðartryggingar hundsins.
Hafi hundurinn verið hreinsaður nýlega hjá dýralækni er skylt að framvísa vottorði um hreinsunina til Dýraeftirlits Akureyrarbæjar.
Hundaeigendur eru hvattir til að mæta með hunda sína á tilgreindum tíma til þess að forðast óþarfa óþægindi og fyrirhöfn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlidarfjall-opnad-a-laugardag
|
Hlíðarfjall opnað á laugardag
Ákveðið hefur verið að opna skíða- og snjóbrettabrekkurnar í Hlíðarfjalli á laugardaginn kemur. Veðurskilyrði hafa verið mjög hagstætt og talsvert snjóað. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðamiðstöðvarinnar, er færið gott en fyrst um sinn verði aðeins Fjarkinn opinn á laugardag og sunnudag frá kl. 10-17. Aðrar lyftur verði síðan teknar í gagnið eftir því sem aðstæður leyfi.
Sjá nánar á heimasíðu Hlíðarfjalls.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hoepfnersbryggja-tillaga-ad-breytingu-a-deiliskipulagi
|
Höepfnersbryggja, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju, athafnasvæðis siglingaklúbbsins Nökkva. Breytingin felst í því að norðan núverandi landfyllingar verður gert ráð fyrir dokk fyrir smábáta, sem mynduð verði annarsvegar af 37 m löngum grjótgarði útfrá Drottningarbraut og hinsvegar af 50 m langri flotbryggju til norðurs frá landfyllingunni.
Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, til miðvikudagsins 14. desember 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:
Tillöguuppdráttur (PDF, 736 k)
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 14. desember 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
2. nóvember 2005
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppselt-a-edith-piaf
|
Uppselt á Edith Piaf
Dagana 10. - 12. nóvember gefst íbúum Norðurlands tækifæri á að upplifa ógleymanlega túlkun Brynhildar Guðjónsdóttir á Edith Piaf, einni frægustu söngkonu heims. Um er að ræða söngdagskrá úr samnefndri sýningu Þjóðleikhússins.
Uppselt er á allar fjórar sýningarnar sem fyrirhugaðar voru og sömu sögu er að segja af aukasýningu sem bætt var við til að mæta eftirspurn. Sýningin verður sýnd tvisvar á kvöldi fimmtudaginn 10. og föstudaginn 11. nóvember. Einnig verður eftirmiðdagssýning laugardaginn 12. nóvember.
Brynhildur "Piaf" Guðjónsdóttir hefur heillað landann með túlkun sinni á Edith Piaf, einhverri ógleymanlegustu rödd síðustu aldar, en fyrir hana hlaut Brynhildur Grímuna - Íslensku leiklistarverðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki. Sýning Þjóðleikhússins á Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson hefur gengið fyrir fullu húsi í liðlega 75 skipti og virðist ekkert lát á vinsældum hennar. Piaf var goðsögn í lifanda lífi. Lífshlaup hennar var einstakt; hún ólst upp meðal vændiskvenna og bófa í skuggahverfum Parísarborgar en með rödd sinni og einstakri túlkun komst hún upp á svið helstu hljómleikahúsa heims. Við kynnumst konu sem aldrei afneitaði neinu og allra síst fortíð sinni og uppruna, hvað þá ástarsamböndum sínum.
Flytjendur auk Brynhildar verða leikarinn Þröstur Leo Gunnarsson og tónlistarmennirnir Jóhann G. Jóhannsson (píanó), Birgir Bragason (kontrabassi), Hjörleifur Valsson (fiðla), Jóel Pálsson (tenór saxófón og klarinett) og Tatu Kantomaa (harmónikka).
Uppselt er á allar fyrirhugaðar sýnignar verksins og samstundis seldist upp á aukasýningu sem sett var í sölu til að mæta eftirspurn. Því miður reynist ekki unnt að bæta við fleiri aukasýningum að svo stöddu enda er einnig gríðarleg sala á sýningar á Fullkomnu brúðkaupi sem LA sýnir um þessar mundir. Unnið er að því að fá sýninguna aftur síðar í vetur og sömu sögu er að segja af gestasýningu á Belgíska Kongó en sýningar á því verki seldust einnig alveg upp. Nánari upplýsingar er að finna á www.leikfelag.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/munir-og-myndir-fra-lidinni-old
|
Munir og myndir frá liðinni öld
Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og í nágrenni (FVSA) var stofnað 2. nóvember árið 1930 og fagnar því 75 ára afmæli sínu um þessar mundir en félagið er elsta stéttarfélag verslunarmanna hér á landi. Í tilefni afmælisins verður haldin sýning á 4. hæð Alþýðuhússins föstudaginn 4. nóvember og laugardaginn 5. nóvember. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 14 til 18 og er öllum opin.
Á sýningunni verða myndir og munir úr verslunum og skrifstofum á Akureyri og nágrenni á árum áður. Það er Iðnaðarsafnið á Akureyri, Smámunasafn Sverris Hermannssonar og Minjasafnið á Akureyri sem lána sýningargripina.
Allir eru velkomnir á sýninguna og býður FVSA gestum hennar upp á kaffi og afmælistertu í tilefni þessara merku tímamóta. Af sama tilefni mun félagið færa félagsmönnum sínum gjöf, sem afhent verður á afmælissýningunni. Þeir sem ekki komast á sýninguna geta náð í gjöfina á skrifstofu félagsins einhvern næstu daga.
Þess má að lokum geta að FVSA hefur gefið út veglegt blað til að minnast 75 ára afmælisins og verður því dreift í hús og fyrirtæki á félagssvæðinu í dag. Þeir sem einhverra hluta vegna fá ekki afmælisblaðið geta nálgast það á skrifstofu félagsins að Skipagötu 14 á Akureyri sem og á sýningunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/siminn-fjolgar-storfum-a-akureyri
|
Síminn fjölgar störfum á Akureyri
Síminn hyggst nú bæta við fólki og stækka söluver sitt á næstunni. Ákveðið hefur verið að fara með hluta starfseminnar til Akureyrar og verða allt að 16 hlutastörf auglýst á svæðinu.
Fram kemur í tilkynningu frá Símanum, að dótturfyrirtæki félagsins, Já (118), sé með starfsstöðvar á Egilsstöðum og Akureyri auk Reykjavíkur og sé markmiðið að nýta betur starfsstöð Já sem verið hafi á Akureyri. Þannig muni Síminn leigja starfsaðstöðu fyrir 8 manns í einu í húsakynnum Já. Það þýði í raun að hlutastörf fyrir allt að 16 manns munu skapast á Akureyri á næstunni.
Söluver Símans sér um sölu og eftirfylgni á vörum og þjónustu Símans. Fyrirferðarmesta verkefni ársins í ár hefur verið sjónvarpsdreifing um ADSL kerfi Símans. Söluverið hefur séð um að fylgja þeirri þjónustu eftir og skrá nýja viðskiptavini. Heildarfjöldi starfsmanna í Söluveri Símans er nú 15 manns.
Frétt af www.mbl.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tre-sem-sluta-yfir-gotuna
|
Tré sem slúta yfir götuna
Akureyri er gróðursæll bær og víða er það svo að tré í görðum breiða heldur of mikið úr sér og jafnvel langt út fyrir lóðarmörk. Þess vegna hefur skipulags- og byggingafulltrúi Akureyrarbæjar sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.
"Skipulags- og byggingafulltrúi skorar á lóðarhafa og umráðendur lóða samkvæmt byggingareglugerð nr. 441/1998 gr. 68 að snyrta gróður þar sem hann nær út fyrir lóðarmörk að götum, gangstéttum og stígum, og veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur, umferð ökutækja og skyggir á umferðaskilti og götumerkingar. Snyrtingu gróðurs skal lokið fyrir miðjan desember en að þeim tíma liðnum verður gróður fjarlægður á kostnað lóðarhafa."
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-sjalfsakvordunarrett-thjoda
|
Málþing um sjálfsákvörðunarrétt þjóða
Á morgun, þriðjudaginn 8. nóvember, verður haldið málþing um sjálfsákvörðunarrétt þjóða í stofu 14 í Þingvallastræti 23 á vegum Háskólans á Akureyri. Í fréttatilkynningu frá háskólanum segir:
"Sjálfsákvörðunarréttur þjóða hefur orðið æ meira áberandi í alþjóðlegri umræðu á liðnum árum og áratugum. Íslendingar hafa löngum tekið afstöðu með þeim þjóðum sem hafa viljað ráða málum sínum sjálfar í trássi við ríkjandi ástand. Nágrannar okkar Færeyingar, Grænlendingar og Samar hafa að undanförnu krafist aukinnar sjálfsstjórnar með nokkrum árangri, sbr. nýafstaðið þing Norðurlandaráðs.
Á málþingi Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri ræða sérfræðingar um stöðu mála í einstökum löndum og hvernig sjálfsákvörðunarréttinum reiði af í alþjóðasamfélaginu."
Dagskráin er þessi:
09.00-09.15 Þorsteinn Gunnarsson: Welcome
09.15-10.00 Pétur Leifsson: People’s right to self-determination according to international law
- whose right to do what?
10.00-10.45 Kári á Rógvi: Documenting our Birthright – Reconstituting the Faroese Polity
10.45-11.00 Coffee Break
11.00-11.45 Mininnguaq Kleist: Are the Greenlandic Inuit a People, an Indigenous People,
a Minority, or a Nation?
11.45-13.30 Lunch
13.30-14.15 Margrét Heinreksdóttir: East Timor - A Painful Path to Self-Determination
14.15-15.00 Timothy Murphy: A Nightmare of History: Self-Determination in Northern Ireland
15.00-15.15 Coffee Break
15.15-16.00 Guðmundur Alfreðsson: The Right of Self-Determination:Future Perspectives
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjarhagsaaetlun-til-fyrri-umraedu
|
Fjárhagsáætlun til fyrri umræðu
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 verður lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fundi sem hefst kl. 16 í dag, þriðjudaginn 8. nóvember. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, hélt stuttan blaðamannafund af þessu tilefni og kynnti þar einnig upplýsingar um vöxt og grósku á ýmsum sviðum bæjarfélagsins.
Þar fjallaði hann meðal annars um fólksfjölgun í bænum, mikla grósku í byggingariðnaði, fasteignaverð og útgjöld bæjarfélagsins til ýmissa málaflokka. Þær glærur sem Kristján dreifði á fundinum má nálgast hér.
Nokkrar helstu staðreyndir úr fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 eru meðal annars þessar:
Heildartekjur Akureyrarbæjar verða tæpir 10,7 milljarðar króna en heildar-gjöld rétt um 10,3 milljarðar skv. samstæðureikningi og rekstarafgangur því tæpar 400 milljónir króna. Veltufjárhlutfall samstæðureiknings er 1,03 og eiginfjárhlutfall er 0,36 %. Fjárhagsstaða bæjarins verður því að teljast afar sterk.
Fjárhagsáætlun ársins 2006 gerir áfram ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfélagsins og er það í samræmi við málefnasamning meirihlutaflokkanna.
Samkvæmt framkvæmdayfirliti Akureyrarbæjar eru framkvæmdir A-hluta tæpir 1,2 milljarðar. Þar af eru 208 milljónir vegna félags og öldrunar-þjónustu, 264 milljónir vegna fræðslu- og uppeldismála, 184 milljónir vegna menningarmála og 234 milljónir vegna æskulýðs- og íþróttamála. Í B-hluta eru 445 milljónir áætlaðar til framkvæmda og munar þar mestu um framkvæmdir á vegum Norðurorku fyrir 155 milljónir og Fráveitu Akureyrar-bæjar fyrir 171 milljónir og Hafnarsamlags Norðurlands fyrir 82 milljónir króna.
Skatttekjur aðalsjóðs eru áætlaðar um 5 milljarðar króna og aðrar tekjur Akureyrarbæjar eru tæpir 5,8 milljarðar skv. samstæðureikningi.
Smelltu hér til að skoða frumvarp til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2006 í heild.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/groska-i-byggingaridnadi
|
Gróska í byggingariðnaði
Mikil gróska hefur verð í bygginariðnaði á Akureyri undanfarin misseri og virðist ekkert lát á. Fjallað var um málið í svæðisfréttum RÚV í gærkvöldi og sagði þar orðrétt:
"Þeir byggingaverktakar sem fréttastofan ræddi við eru með tugi íbúða í smíðum og nær allar íbúðirnar eru seldar. SS-byggir er til dæmis með einar 70 íbúðir í takinu og þær eru allar seldar. Þar á meðal eru íbúðir í Baldurshagahúsunum, sem allar eru seldar og margir á biðlista. Kaupendur eru flestir yfir miðjum aldri, flestir frá Akureyri, en einnig eru dæmi um brottflutta Eyfirðinga, sem vilja komast aftur í föðurtún. Hyrnan er einnig með tugi íbúða í smíðum, nær allar seldar, og einn kaupandinn gerði samning um 66 íbúðir á einu bretti. Þar er um að ræða svonefndan byggingaheildsala, en slíkir verslunarmenn hafa látið mikið að sér kveða á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum misserum."
Heimild: Svæðisfréttir á www.ruv.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/murinn-fellur
|
Múrinn fellur
Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, flytur erindi á félagsvísindatorgi miðvikudaginn 9. nóvember um þau neytendamál sem hann telur brýnast að taka til meðferðar og þau sjónarmið sem hann leggur til grundvallar við forgangsröðun. Þá mun hann fara yfir nýlokið samráðsferli og hvernig hann hyggst nálgast hlutverk embættisins.
Gísli hefur nú lokið 2ja mánaða samráðsferli við neytendur, almannasamtök, stjórnsýsluaðila og fleiri sem sýsla með neytendamál. Að loknu því samráði, að fengnum fjölmörgum ábendingum og erindum og mati á málum og sviðum sem hann getur látið til sín taka mun talsmaður neytenda á málstofunni kynna niðurstöður forathugunar sinnar. Erindi sitt nefnir Gísli "Múrinn fellur - hvaða mál eru brýnustu hagsmuna- og réttindamál neytenda?"
Talsmaður neytenda er nýtt embætti á vegum ríkisins sem sett var á fót með lögum vorið 2005 og er hlutverk hans í meginatriðum þríþætt - kynning, varðstaða og áhrif á réttindi og hagsmuni neytenda. Var Gísli Tryggvason skipaður talsmaður neytenda frá og með 1. júlí sl. Gísli er með embættispróf í lögum frá Háskóla Íslands 1997 og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2004. Gísli hefur haft leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi frá 1998 og var í tæp sjö ár framkvæmdarstjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna.
Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð og er öllum opinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lifsloginn
|
Lífsloginn
Rithöfundurinn og fréttamaðurinn, Björn Þorláksson, fagnaði útgáfu nýrrar skáldsögu sinnar í Listasafninu á Akureyri í dag og afhenti við það tilefni bæjarstjóranum á Akureyri og skólameistara Menntaskólans á Akureyri eintök af bók sinni með þökk fyrir liðveislu.
Nýja skáldsagan, Lífsloginn, er saga um kennara við Menntaskólann á Akureyri sem gengur ekki heill til skógar. Kennarinn stofnar til ástarsambands með nemanda sínum en sagan tekur óvænta stefnu þegar í ljós kemur að stúlkan er hugsanlega ekki bara nemandi hans.
Bókin hlaut lofsamlega dóma í Morgunblaðinu fyrir skemmstu og hefur hlotið góðar umsagnir þeirra sem hana hafa lesið. Össur Skarphéðinsson er einn þeirra en hann segir um Lífslogann: "Bók Björns er frábærlega vel skrifuð örlagasaga um sálarháska, magnaða hraðskák við Bakkus og endurheimt lífslogans í gegnum myrkustu örvæntingu. Og hún gerist á Akureyri." Þórgnýr Dýrfjörð hefur einnig lesið bókina og hann segir: "Bókina er erfitt að leggja frá sér fyrr en henni er lokið. Hún er hreinskilin þroskasaga sem skilur mikið eftir, þó ævinlega sé stutt í kitlandi húmorinn. Mannbætandi bók, Lífsloginn."
Myndirnar hér að neðan eru frá samkomunni í Listasafninu.
Helgi Jónsson, útgefandi hjá Tindum, bauð fólk velkomið.
Og gaf síðan rithöfundinum Birni orðið.
Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, þakkaði fyrir bókina og sagði að menn vildu nú ólmir komast að því hvaða kennara hér væri um fjallað.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, gluggaði í Lífslogann og fann strax setningu þar sem honum þótti farið fögrum orðum um höfuðborg hins bjarta norðurs.
Hönnuður bókarkápunnar, Þormóður Aðalbjörnsson, skýrir forsíðumyndina út fyrir Kristjáni Þór og G. Ómari Péturssyni, framkvæmdastjóra Ásprents Stíls.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyskipan-logreglumala-jakvaed-vidbrogd
|
Nýskipan lögreglumála - jákvæð viðbrögð
Í gær var haldinn á Akureyri kynningarfundur um nýskipan lögreglumála. Fundinn sóttu lögreglumenn, sýslumenn og sveitarstjórnarmenn af öllu Norðurlandi. Fulltrúar framkvæmdanefndarinnar sem setti fram tillögur um málið kynntu þær og svöruðu fjölda fyrirspurna.
Tillögurnar fela meðal annars í sér að lögregluumdæmi á Íslandi verði 15 í stað 26 og að 7 þeirra verði skilgreind sem lykilembætti, þ.á m. embættið á Akureyri.
Viðtökur á kynningarfundinum hér nyrðra voru mjög góðar og voru fundargestir sammála um að horfa skyldi til sóknarfæra sem fólgin væru í tillögunum og þess hvernig bæta mætti þjónustuna.
Skemmst er að minnast þess að sambærilegar tillögur um nýskipan lögreglumála á höfuðborgarsvæðinu fengu svo mjög blendnar viðtökur þegar þær voru kynntar syðra, en á Norðurlandi virðist allt annað uppi á teningnum.
Tillögurnar í heild er að finna á vef dómsmálaráðuneytisins:
http://www.domsmalaraduneyti.is/media/Skyrslur/nyskipan_logreglumala.pdf
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ja-eg-thori-get-og-vil
|
Já, ég þori, get og vil
Hildur Hákonardóttir kynnir og les upp úr bók sinni "Já, ég þori, get og vil!", sem fjallar um kvennafrídaginn 1975, á Amtsbókasafninu klukkan 17.15 í dag, miðvikudaginn 9. nóvember.
Hinn 24. október 1975 hittust konur víða um land og töluðu saman um hvernig væri hægt að ná réttlátari verkaskiptingu og raunverulegum launajöfnuði. Hvernig hægt væri að jafna menntunaraðstöðu og byggja upp leikskóla. Hvernig hægt væri að breyta þjóðfélaginu? Fjöldi kvenna vann baki brotnu til að kvennafríið gæti orðið að veruleika og var Vilborg Harðardóttir meðal lykilmanna. Hápunkturinn var hinn fjölmenni fundur á Lækjartorgi.
Hildur Hákonardóttir vefur hér saman þá þræði sem að lokum urðu uppistaðan í þessum heimsviðburði. Helga Gerður Magnúsdóttir hannaði bókina sem er sannkallað listaverk. Bókin er vitnisburður um kvennadaginn, um samfélagið sem hann spratt úr á Íslandi, um Vilborgu Harðardóttur og aðrar konur sem að honum stóðu.
Dagskráin hefst kl. 17.15 og eru allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/miklir-moguleikar-i-kraeklingaraekt
|
Miklir möguleikar í kræklingarækt
Mánudaginn 14. nóvember verður haldinn fundur um kræklingarækt kl. 14.30 í Borgum, rannsóknarhúsi Háskólans á Akureyri með sérfræðingum á því sviði. Ætlunin er að ræða vaxtarmöguleika á Íslandi, framtíðarsamvinnu frumkvöðla á norðurslóðum og leita eftir þekkingu frá svæðum sem lengst hafa þróað skeljarækt.
Fundinn sækja meðal annarra:
John MacLeod, sem hefur víðtæka reynslu af kræklingarækt í Kanada og víðar. MacLeod er einn af fyrstu frumkvöðlum kræklingaræktar í Kanada og starfar nú sem virtasti ráðgjafi Kanadamanna í greininni.
Heather Manual forstöðumaður "Marine Institute of Memorial University of Newfoundland". Frá sömu stofnun sækir einnig fundinn Jason Nichols sem hefur starfað með frumkvöðlum í kræklingarækt á Nýfundnalandi um árabil. Forvígismenn stofnunarinnar hafa sýnt áhuga á að starfa með íslendingum við nýsköpun i kræklingarækt.
Kent Ferguson fulltrúi Go Deep International Inc. GoDeep er stærsti framleiðandi Kanada á búnaði til skeljaræktar og hefur Ferguson langa reynslu af tilraunum og þróun búnaðar fyrir greinina.
Brian K. Fencker, skeldýraræktandi frá Grænlandi stendur í svipuðum sporum og frumvöðlar á Íslandi. Fyrstu tilraunir í Grænlandi lofa góðu varðandi vöxt og gæði kræklings.
Ofangreindir hafa lýst áhuga á að hitta aðila úr stofnunum og fyrirtækjum sem tengjast skeldýrarækt og nytjum. Fjölþjóðlegir þróunarsjóðir hafa sýnt áhuga á að styðja samvinnuverkefni Grænlendinga og Íslendinga. Einnig hafa rannsóknaraðilar sýnt fram á nauðsyn þess að öll helstu svæði sem koma til greina varðandi skeljarækt á norðurslóðum vinni saman til að sem víðtækastur samanburður fáist í rannsóknaniðurstöðum. Á fundinn koma einnig fulltrúar Veiðimálastofnunar, Hafrannsóknastofnunar, kræklingaverkefnis Fiskistofu og Samtaka íslenskra kræklingaræktenda. Fundarstjóri verður Björn Theodórsson frá Veiðimálastofnun.
Frétt af heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haraldur-ingi-i-galleri
|
Haraldur Ingi í Gallerí+
Haraldur Ingi Haraldsson opnar sýningu sína "Codhead 4" í Gallerí+, Brekkugötu 35 á Akureyri, laugardaginn 12. nóvember á fimmtugsafmælisdaginn sinn, klukkan 16.00. Sýningin stendur til og með 27. nóvember. Galleríið er opið um helgar milli klukkan 14-17 og aðra daga eftir samkomulagi í síma 462 7818.
"Codhead" er orð sem búið er til á sama hátt og enska orðið "Godhead" eða guðdómur. "Codhead" eða þorskdómur vísar til veraldar og heimsskipanar rétt eins og guðdómur gerir. Þorskurinn stóð undir íslenska efnahagsundrinu og viðhorf okkar til hans lýsir okkur sjálfum. Hann er rándýr sem við rándýrin lifum á. Í okkar menningu er algengt að við manngerum dýr. Gefum þeim mannlega eiginleika og segjum þeim sögur.
Það er sjaldgæfara að dýrgera menn eins og Haraldur hefur gert í innsetningum eins og í Listasafninu á Akureyri. Þar sat þorskur með mannslíkama í stól og las orðabók. Hann hafði í kringum sig þægindi sem lýstu menningarstigi hans og það sem einkennandi er fyrir manninn, gæludýr. Á þessari sýningu eru þó ekki innsetningar af því tagi. Umfjöllunarefnið er "TORFANT" eða múgurinn. Múgurinn er andlitslaus og persónuleikalaus fjöldi þar til nánar er að gáð. Þá sést glögglega að hver einstaklingur hefur sín sérkenni og persónuleika. Haraldur vinnur með herta þorskhausa vegna þess að þurrkunarferlið gerir "andlitin" svo tjáningarrík og gefur þeim einhverskonar harmræna hörku og einbeitingu. Haraldur Ingi nam í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í Hollandi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fiskveidisamfelagid-sem-stjorntaeki
|
Fiskveiðisamfélagið sem stjórntæki
Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi föstudaginn 11. nóvember ræðir félagsfræðingurinn Stig Gezelius um samspil laga og siðferðis í lífi og störfum sjómanna og hvaða áhrif samfélagið hefur á ákvarðanir sjómanna um að fylgja settum reglum.
Stig S. Gezelius starfar við Hagfræðistofnun landbúnaðarins í Osló (NILF). Hann skrifaði doktorsritgerð sína í félagsfræði (2001) um stjórn fiskveiða og regluhlýðni sjómanna í Noregi og Kanada. Hann er í þann mund að ljúka post-doktor verkefni um regluhlýðni í fiskveiðum Norðmanna. Hann hefur mörg undanfarin ár stundað vettvangsrannsóknir meðal sjómanna bæði í Noregi og í Kanada og kannað hvers vegna sjómenn fara að lögum og tengsl laga og siðferðis í sjávarútvegi.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12.00 í stofu L203 á Sólborg við Norðurslóð og eru allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listakonur-a-faraldsfaeti
|
Listakonur á faraldsfæti
Listakonurnar Anna Gunnarsdóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, sem reka saman galleríið og vinnustofuna "Svartfugl & hvítspóa", sitja aldeilis ekki auðum höndum. Báðar eru að sýna víða um heim og nú síðast náði Anna mjög góðum árangri í hönnunarsamkeppninni Wearable Art Expressions.
Anna segir að þetta sé verulega spennandi og að hún fari út til Bandaríkjanna 30. nóvember til að vera viðstödd þegar dómnefnd kveður upp úrskurð sinn 2. desember. Fjöldinn allur af listamönnum sendi inn fatnað en aðeins 72 "dress", eða alklæðnaður, voru valin á sýningu sem nú stendur yfir í Palos Verdes Art Center skammt frá Los Angeles. Þar af á Anna þrjú "dress" eða sérhannaðan fatnað á þrjár manneskjur sem hlýtur að teljast afar góður árangur.
"Það gekk á ýmsu þegar ég var að koma fötunum mínum til Bandaríkjanna því þau eru unnin úr ull, silki og fiskiroði og pakkinn var stoppaður í tollinum vestra. Ég þurfti að fá yfirlýsingu frá Sjávarleðri á Sauðárkróki, sem súta roðið, um að hér væri ekkert gruggugt á ferð og ekkert notað úr dýrum í útrýmingarhættu," sagði Anna í stuttu samtali við Akureyri.is.
Auk þessa á Anna nú töskur úr nautshúð á sýningu í Stadtmuseum und Handwerksmuseum í Deggendorf í Þýskalandi. Hún hefur einnig farið utan til kennslu í Englandi og mun innan tíðar kenna handverk sitt í París í Frakklandi.
Sveinbjörg opnar fljótlega sýningu á grafíkmyndum sínum í Danmörku og saman stóðu þær stöllur að glæsilegri sýningu með grænlenskri vinkonu sinni í Nuuk á Grænlandi. Sú sýning hófst 23. september og við opnunina komu fram margir helstu listamenn Grænlendinga, tónlistarmenn, leikarar og fleiri. Þeirri sýningu lauk 12. október og hafði fengið afar góðar viðtökur.
Þannig að það er nóg um að vera hjá Önnu og Sveinbjörgu í "Svartfugli & hvítspóa" og víða farið. Myndirnar hér að neðan voru teknar þegar við heimsóttum þær í vinnustofuna í dag, föstudaginn 11. nóvember.
Anna Gunnarsdóttir hefur ærna ástæðu til að brosa breitt.
Fatnaður sem Anna hefur hannað.
Sveinbjörg vinnur að tréristu og setur hin ýmsu litbrigði í hrafnamynd sína.
Tréristan með hröfnunum fremst, þá trérista með bakgrunninum og loks nokkur ólík litbrigði sem notuð verða í bakgrunn.
Ein útgáfa hrafnamyndarinnar eftir Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aefing-hja-slokkvilidinu
|
Æfing hjá slökkviliðinu
Stór æfing var hjá Slökkviliði Akureyrar föstudaginn 11. nóvember á svæðinu fyrir neðan Háskólann á Akureyri og í gamla sveitabýlinu Borgum, sem nýja rannsóknarhúsið er kennt við. Þessi æfing var síðasti hluti og í raun hápunktur æfingarviku fjögurra slökkviliðsmanna sem eru að ná því takmarki að verða fullnuma á sínu sviði. Í vikunni hafði verið kennt forvarnarstarf, verkleg innbrotstækni, sérhæft björgunarstarf, uppstilling, verklag á brunavettvangi og lífsbjörgun.
Eftir þriggja til fjögurra ára starf, ýmis námskeið, menntun sem sjúkraflutningamenn, framhaldsmenntun vegna neyðarflutninga, 540 klukkustunda bóklegt nám atvinnuslökkviliðsmanna, iðnmenntun og meirapróf, ljúka þessir fjórir slökkviliðsmenn fullnaðarnámi í vor. Þá tekur við á næstu árum ýmis menntun vegna sérhæfingar og stjórnunarstarfa auk endurmenntunar.
Framgangur slökkviliðsmanna okkar í vikunni, að meðtalinni æfingunni á föstudag, var Akureyringum til mikils sóma. Það er óhætt að fullyrða að metnaður Akureyrarbæjar í að gæta að öryggi íbúa sinna í björgunar og brunamálum er eins og hann gerist bestur.
Allir slökkviliðsmenn í Slökkviliði Akureyrar tóku þátt í æfingunni en henni lauk með því að gamla húsið að Borgum var brennt til grunna og voru myndirnar hér að neðan teknar við það tækifæri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvikmyndataka-i-innbaenum
|
Kvikmyndataka í Innbænum
Mikið var um að vera við Minjasafnið í dag en þar var þá á ferð kvikmyndatökuhópur frá Saga Film sem vann að auglýsingu fyrir erlent fyrirtæki. Það sem vakti kannski einna mesta athygli var að snjóbyssa úr Hlíðarfjalli var notuð við tökurnar.
Byssunni var stillt upp í brekkunni rétt vestan við Nonnahúsið og hún látin búa til ísaðan snjó sem feyktist síðan á hlið Minjasafnskirkjunnar og gerði hana hrímaða og fallega. Þannig var staðurinn búinn undir kvikmyndatökur fyrir auglýsinguna.
Fyrirtækið sem um ræðir mun vera tékkneskt símafyrirtæki sem þurfti að leita langt til að finna jólasnjóinn. Auglýsingin verður sýnd ytra um jól og áramót.
Fylgist með færinu í Hlíðarfjalli á www.hlidarfjall.is.
Snjóbyssan í brekkunni vestur af Nonnahúsi.
Minjasafnskirkjan í vetrarskrúða... í boði Hlíðarfjalls.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baett-vid-syningum-hja-la
|
Bætt við sýningum hjá LA
Gamanleikritið Fullkomið brúðkaup, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi 20. október sl., hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og afar jákvæða dóma. Uppselt var orðið á allar sýningar og því hefur verið gripið til þess ráðs að bæta við nokkrum aukasýningum.
Fullkomið brúðkaup er drepfyndin og skemmtileg sýning sem er tilvalin fyrir hópa, stóra og smáa. Miðarnir á aukasýningarnar rjúka út og er fólki bent á að hafa samband við miðasölu Leikfélags Akureyrar í síma 4 600 200 til að fá frekari upplýsingar um hópaafslátt sem í boði er. Netfangið er: [email protected].
Næstu sýningar eru þessar:
Lau 12. nóv. kl. 21 - uppselt
Sun 13. nóv. kl. 20 - nokkur sæti laus
Fim 17. nóv. kl. 20 - í sölu núna
Fös. 18. nóv. kl. 20 - nokkur sæti laus
Lau. 19. nóv. kl. 19 - í sölu núna
Lau 19. nóv. kl. 22 - aukasýning - í sölu núna
Sun 20. nóv. kl. 20 - uppselt
Fös. 25. nóv. kl. 20 - í sölu núna
Lau. 26. nóv. kl. 19 - í sölu núna
Lau 26. nóv kl. 22 - aukasýning - í sölu núna
Fös. 2. des. kl. 20 - í sölu núna
Lau. 3. des. kl. 19 - í sölu núna
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.