Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikill-ahugi-a-menningu
Mikill áhugi á menningu Opinn fundur um menningarstefnu og menningarhús, sem haldinn var í Ketilhúsinu í gærkvöldi, var vel sóttur og spunnust líflegar umræður um hvaðeina sem tengist uppbyggingu menningarmála í bænum. Um 40 manns sóttu fundinn og hafði fólk sitthvað til málanna að leggja. Fyrir kaffihlé kynntu menningarmálanefnd og menningarfulltrúinn, Þórgnýr Dýrfjörð, drög að nýrri stefnu í menningarmálum. Síðan gafst fundarmönnum kostur á að tjá sig um málið og bar þar ýmislegt á góma. Allar góðar ábendingar voru skráðar og verður unnið úr þeim á næstu dögum. Í framhaldinu verða ný drög að menningarstefnu sett hér inn á heimasíðuna til kynningar áður en stefnan fer fyrir bæjarráð til samþykkis. Eftir hlé gerði Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar, grein fyrir menningarhúsinu sem rísa mun á uppfyllingunni við Torfunef. Upphafi framkvæmda hefur sem kunnugt er verið frestað um ár en fyrir utan þá seinkun verður haldið fast við samþykkta framkvæmdaáætlun og unnið er að kappi að undirbúningi. Margar gagnlegar ábendingar komu fram, en áberandi var eftirvænting vegna þeirra möguleika sem húsið mun bjóða. Einnig er rétt að geta þess að í upphafi fundar var kynnt nýtt viðburðadagatal hér á Akureyri.is sem ætlunin er að styrkja enn frekar og gera að eins konar miðlægum gagnagrunni um allt það sem verður á seyði í bænum. Þannig geta bæði þeir sem ætla að sækja viðburði nýtt sér dagatalið, en ekki er síður mikilvægt að þeir sem eru að skipuleggja tónleika, sýningar, fundi eða ráðstefnur, munu geta nýtt sér dagatalið til að sjá hvernig landið liggur og hvernig skynsamlegast sé að dagsetja sína viðburði. Í tengslum við dagatalið á netinu verða gefnir út bæklingar um viðburði í bænum þrisvar á ári og er fyrsta útgáfa fyrirhuguð í lok febrúar. Þeim sem standa fyrir viðburðum í bænum er bent á að senda allar upplýsingar á netfangið [email protected]. Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi, kynnti endurskoðaða menningarstefnu Akureyrarbæjar. Margir tóku til máls á fundinum. Hér leggur Hlynur Hallsson, myndlistarmaður, orð í belg. Menningarmálanefnd bæjarins stóð fyrir fundinum. F.v.: Helgi Vilberg Hermannsson, Andrea Hjálmsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mjolkin-god-i-brekkuskola
Mjólkin góð í Brekkuskóla Í Brekkuskóla hefur verið tekið upp samstarf við Norðurmjólk um breytta afgreiðslu á skólamjólk. Fernur hafa verið aflagðar en þess í stað fá nemendur flöskur sem mjólkin er afgreidd í úr sérstökum kæli eða "mjólkurvél". Í tilefni af þessu hefur Norðurmjólk einnig ákveðið að bjóða öllum nemendum að prófa mjólkuráskrift í skólanum í einn mánuð án endurgjalds. Þess má geta að með þessu móti minnkar úrgangur sem til fellur í skólanum um rúmlega 900 fernur á viku eða rúmlega 33 þúsund fernur yfir heilan vetur! Það er Árni Jón Erlendsson húsvörður sem átti frumkvæði að tilrauninni en að hans sögn minnkar úrgangur frá skólanum um allt helming við þessa breytingu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-i-staekkun-um-11-einbylishusalodir
Naustahverfi I - stækkun um 11 einbýlishúsalóðir Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að breytingum á deiliskipulagi 1. áfanga Naustahverfis, upphaflega samþykktu í bæjarstjórn 23. apríl 2002. Breytingar sem nú er gerð tillaga um felast í því að skipulagssvæðið er stækkað til suðurs og bætt þar við 11 einbýlishúsalóðum við göturnar Vörðutún og Vallartún. Tillöguuppdráttur og tillaga að breyttum skipulagsskilmálum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 11. mars 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á vef Akureyrarbæjar .... Skoða uppdrátt (jpg, 1157 k) ... tillögu að skilmálum (pdf, 25 k). Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 föstudaginn 11. mars 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 28. janúar 2005, Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rettarleg-fjolhyggja-a-logfraeditorgi
Réttarleg fjölhyggja á Lögfræðitorgi Ágúst Þór Árnason, verkefnastjóri við Félagsvísinda- og lagadeild, talar á Lögfræðitorgi í dag um svonefnda réttarlega fjölhyggju meðal annars í ljósi síaukinna tengsla ríkja Evrópu og aukinnar fjölbreyttni í trúarlegum efnum á Vesturlöndum. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu L102 Sólborg v/Norðurslóð. Með tilkomu hins fullvalda þjóðríkis varð veruleg breyting á ríkjandi hugmyndum um gildi réttarheimilda. Ríkið öðlaðist þar með einkarétt á lagatilbúnaði og ekki þótti mark á öðrum réttarheimildum takandi en lögum settum af þar til bæru yfirvaldi, fulltrúa þjóðarinnar. Ágúst Þór Árnason er verkefnastjóri við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann var gestafræðimaður við Centre for Advanced Study í Ósló 2001-2002. Ágúst var við doktorsnám við Johann Wolfgang Goethe-Universität, Frankfurt am Main 1998-2000. Fyrrihlutanám í heimspeki, lögfræði og stjórnmálafræði við Die Freie Universität, Berlin 1985-89; seinni hluti meistarnáms 1989-91 við sama skóla. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands 1994-2001. Í náms- og rannsóknarleyfi 1998-2001. Fréttamaður á Ríkisútvarpinu 1991-93. Fréttaritari RÚV í Þýskalandi 1989-1991 og Bylgjunnar 1986-89. Verkefnastjóri á aðalskrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta í Berlín 1983-85 og framkvæmdastjóri Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) á Íslandi 1980-83.
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-fyrirtaekjaklasa
Ráðstefna um fyrirtækjaklasa Ifor Williams, einn þekktasti sérfræðingur heims í starfsemi klasa til nýsköpunar og atvinnuþróunar, flytur aðalerindið á ráðstefnu um fyrirtækjaklasa og tengslamyndun í atvinnulífinu sem haldin verður á Akureyri í dag, þriðjudaginn 1. febrúar, kl. 13 á Hótel KEA. Í gær stýrði Ifor Williams námskeiði hér á Akureyri um uppbyggingu klasa og hvaða aðferðum er beitt til að gera þá sem skilvirkasta. Námskeiðið var einkum ætlað öllum þeim sem vinna að eða hafa áhuga á atvinnu- og byggðamálum, fólki úr atvinnulífinu og opinbera geiranum sem vill kynna sér hugmyndina að baki samvinnu í atvinnugreinum og raunar öllum þeim sem áhuga hafa á samvinnu fyrirtækja, stofnana og rannsóknaraðila. Dagskrá ráðstefnunnar í dag er svohljóðandi: 13.00-13.10 - Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 13.10-13.35 - Vaxtarsamningur Eyjafjarðar: Þorsteinn Gunnarsson rektor og formaður stjórnar Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Halldór R. Gíslason verkefnisstjóri. 13.35-14.20 - Collaborating to Compete - Clusters and Networks: Ifor Williams. 14.40-15.00 - Hlé. 15.00-15.15 - Samstarf í samkeppni: Sævar Kristinsson, Netspori. 15.20-15.35 - Tilhugalíf fyrirtækja: Steindór Haraldsson, Seró ehf. á Skagaströnd. 15.40-15.55 - Samvinna í ferðaþjónustu: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Sel Hótel Mývatn. 16.00-16.15 - Útrás Tölvumynda og samvinnu á heilbrigðisupplýsingasviðinu: Garðar M. Birgisson, Tölvumyndum. Fundarstjóri er Sigríður Margrét Oddsdóttir frá IMG á Akureyri. Skráning fer fram hjá Halldóri Gíslasyni hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, á netfanginu [email protected]. Myndir frá námskeiðinu sem Ifor Williams hélt í gær á Hótel KEA:
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurvegur-felag-um-halendisveg-stofnad
Norðurvegur - félag um hálendisveg stofnað Í dag var stofnað á Akureyri félag um hálendisveg sem kæmi til með að stytta leiðina milli höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar um allt að 81 km. Stjórn félagsins skipa Andri Teitsson frá KEA, Eiður Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, og Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus. Á fundinum í dag var gengið frá stofnsamþykktum félagsins, ávarp flutti Halldór Blöndal, alþingismaður, Birgir Guðmundsson frá Vegagerðinni fjallaði um fyrirhugaðan hálendisveg og starfsmenn Línuhönnunar sögðu frá mati á umhverfisáhrifum og fleiru sem tengist lagningu vegarins. Smelltu hér til að skoða mynd sem Loftmyndir ehf hafa gert af hálendisveginum. Birgir Guðmundsson frá Vegagerðinni fjallaði meðal annars um hugsanlegan kostnað við lagningu hálendisvegar og ávinning sem af honum hlytist. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, stýrði fundinum. Halldór Blöndal alþingismaður hefur verið ötull talsmaður hálendisvegarins í ræðu og riti. Hér er hann á fundinum ásamt Jóhannesi Jónssyni og Eiði Gunnlaugssyni sem báðir voru kjörnir í stjórn Norðurvegar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibudarsvaedi-vid-baldurshaga
Íbúðarsvæði við Baldurshaga Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Breytingin felst í því að um 5000 m2 af opnu svæði milli Þórunnarstrætis og Mylluklappar, norðan nyrsta hluta Brekkugötu, breytist í íbúðarsvæði. Á íbúðarsvæðinu verði heimilt að byggja um 40 íbúðir í allt að 7 hæða háum húsum. Skoða tillöguuppdrátt (pdf, 545k) ... Jafnframt er auglýst skv. 25. gr. sömu laga tillaga að deiliskipulagi þessa sama reits. Skv. henni er gert ráð fyrir að svæðið verði ein lóð með tveimur 7 hæða húsum. Aðkoma að þeim verði frá hringtorgi sem komi þar sem um Helgamagrastræti og Brekkugata mætast en núverandi götustubbur norðan lögreglustöðvar leggist af. Um helmingur nauðsynlegra bílastæða verði í niðurgrafinni bílageymslu á milli húsanna. Skoða: Tillöguuppdrátt (lítið pdf, 1119k) ... Tillöguuppdrátt (stærra pdf, 2611k) ... Skýringarmynd (pdf, 569k) Tillöguuppdrættir þessir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 18. mars 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðunni. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 föstudaginn 18. mars 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 4. febrúar 2005 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vaxtarsamningur-eyjafjardar-raedur-thrja-verkefnisstjora
Vaxtarsamningur Eyjafjarðar ræður þrjá verkefnisstjóra Undirritaður hefur verið samningur á milli Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar f.h. Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og þriggja stofnana Háskólans á Akureyri um stjórnun og skipulagningu þriggja af fjórum klösum í Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Matvælasetur Háskólans á Akureyri mun taka að sér umsjón með matvælaklasa. Arnheiður Eyþórsdóttir hefur verið ráðin til starfans en forstöðumaður Matvælaseturs Háskólans á Akureyri mun m.a. einnig starfa að þessum málum. Arnheiður lauk B.Sc. í Matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1981. Síðan þá hefur hún aflað sér mikillar reynslu í matvælaiðnaði í Eyjafirði í gegnum störf hjá matvæla- og matvælatengdum fyrirtækjum á svæðinu. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri mun taka að sér störf er snúa að mennta- og rannsóknaklasa og mun Björk Sigurgeirsdóttir sjá um þau störf. Björk lauk M.Sc. gráðu í árangursstjórnun frá Arhus School of Business árið 2004 og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2004. Björk hefur starfað hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri síðan 2004 en einnig starfaði hún þar með námi árin 2000-2002. Björk sá um rekstur fyrirtækis í Flórída árin 1992-1999. Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri mun sjá um störf er snúa að heilbrigðisklasa. Bjarni Jónasson hefur verið ráðinn forstöðumaður Heilbrigðisvísindastofnunar og mun hann sjá um störf í Heilbrigðisklasanum. Bjarni lauk B.Sc. gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 1979. Frá þeim tíma hefur Bjarni starfað við ýmis störf og var m.a. á árunum 1988-2001 framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar. Frá miðju ári 2003 hefur Bjarni starfað sem rekstrarráðgjafi hjá IMG Ráðgjöf þar sem hans sérsvið hafa verið stefnumótun, samhæft árangursmat, rekstrarhagræðing, gæðastjórnun og rekstrar- og stjórnunarúttektir. Enn er óráðið í starf fyrir ferðamálaklasa en Ferðamálsetur Íslands og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi munu hafa yfirumsjón með störfum í klasanum. Starfsmannanna bíða krefjandi verkefni á næstu misserum og til mikils er vænst af þeim. Allir starfsmennirnir munu hafa starfsaðstöðu hjá sínum stofnunum hjá Háskólanum á Akureyri. Heimasíða verkefnisins er www.klasar.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-nami-vid-haskolann-a-akureyri
Kynning á námi við Háskólann á Akureyri Laugardaginn 12. febrúar nk. verður kynning á námsframboði Háskólans á Akureyri. Kynningin verður haldin í rannsóknar- og nýsköpunarhúsinu Borgum frá kl. 13 til 17. Boðið verður upp á kaffiveitingar og tónlistaratriði. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi háskólans og skoða ný húsakynni að Borgum eru hvattir til að taka daginn frá fyrir öðruvísi laugardagsbíltúr. Dagskrá: 13.30 – Kynning á auðlindadeild Gengið verður um rannsóknarstofur auðlindadeildar um leið og brautskráðir nemendur kynna nám við deildina. 14.00 – Kynning á félagsvísinda- og lagadeild Nemendur og starfsmenn kynna nám við félagsvísinda- og lagadeild. 14.30 – Kynning á heilbrigðisdeild Nemendur á 4. ári í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun segja frá reynslu sinni af námi við heilbrigðisdeild. 15.00 – Kynning á kennaradeild Nemendur á grunnskólabraut og leikskólabraut segja frá námi við kennaradeild. 15.30 – Tónlistaratriði Helena Guðlaug Bjarnadóttir, sópran syngur við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. 16.00 – Kynning á upplýsingatæknideild Deildarforseti og nemendur segja frá námi við deildina. 16.30 – Kynning á viðskiptadeild Nemandi á 2. ári og brautskráður nemandi kynna nám við deildina og alþjóðlegt verkefni sem unnið er að um þessar mundir. Nemendur og kennarar allra deilda verða á staðnum og svara fyrirspurnum á meðan opið er.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songkeppni-framhaldsskolanna-haldin-a-akureyri
Söngkeppni framhaldsskólanna haldin á Akureyri Nú hefur verið staðfest að Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin á Akureyri öðru sinni, 16. apríl nk., og verður hún lokahnykkurinn á Birtingu, hátíð ungs fólks, sem stendur yfir dagana 9.-16. apríl. Búast má við komu þúsunda gesta til bæjarins í tengslum við Söngkeppnina. Ýmislegt verður í boði fyrir fólk á öllum aldri og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Föstudaginn 15. apríl er svo von á að framhaldsskólanemar landsins fjölmenni til Akureyrar í menningarferð og eyði með okkur síðustu dögum hátíðarinnar, en þá um kvöldið verða hér í bæ stórtónleikar með hljómsveitinni Quarashi en ýmsar norðlenskar hljómsveitir hita upp. Laugardaginn 16. apríl verður svo lokadagurinn og verður þá ýmislegt um að vera eins og fatasýningar og síðast en ekki síðst verður Söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Íþróttahöllinni. Það eru Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri sem standa að þessu verkefni með stuðningi Akureyrarbæjar en öll framkvæmd er í höndum nemenda með dyggri aðstoð frá Félagsmálafulltrúum beggja skóla auk stjórnenda. Í fyrsta sinn í sögu beggja framhaldsskólanna hér í bæ er nú verið að setja upp stóran söngleik sem nefnist Rígurinn en hann fjallar um ríg milli tveggja framhaldsskóla í ónefndum 15.000 manna bæ norður í landi. Frumsýning verður fyrsta dag hátíðarinnar og verða sýningar alla vikuna. Verkið er eftir tvö unga pilta sem útskrifuðust úr MA síðastliðið vor. Margskonar tónleikar verða í boði og er ætlunin að einblína ekki á eina tónlistarstefnu heldur bjóða jöfnum höndum upp á jazz og popp, rokk og klassík. Tónleikar verða haldnir víðsvegar um bæinn; á kaffihúsum, í kirkjum, á veitingastöðum og víða annars staðar. Einnig verða haldnar myndlistar- og ljósmyndasýningar, auk skúlptúra og textílsýninga. Verður meðal annars gestum og gangandi boðið að taka þátt í að mála málverk. Auk þessa verða íþróttaviðburðir svo sem hópsundferðir og íþróttamót svo eitthvað sé nefnt.
https://www.akureyri.is/is/frettir/orsogusamkeppni
Örsögusamkeppni Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR, efna til samkeppni um örsögur í vetur í samstarfi við Tímarit Máls og menningar. Örsögur eru nefndar örstuttar smásögur, oft með ljóðrænu ívafi. Þátttaka er heimil fólki á öllum aldri og alls staðar á landinu. Skilafrestur er til 1. maí næstkomandi. Þriggja manna dómnefnd velur þá þrjár bestu sögurnar sem hljóta vegleg bókaverðlaun. Sögurnar á að senda undir dulnefni til: MENOR, Pósthólf 384, 602 Akureyri, merktar "Örsögukeppni MENOR og Tímarits Máls og menningar 2005". Í lokuðu umslagi með sögunni skal fylgja nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer. Umslagið skal merkt með dulnefni höfundar. Aðeins verða opnuð umslög verðlaunahöfunda. Nánari upplýsingar má nálgast á www.menor.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/til-styrktar-fornarlombum-hamfaranna-i-asiu
Til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu Akureyrskar konur, sem flestar rekja uppruna sinn til Tælands, munu selja listmuni á Glerártorgi á föstudaginn til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu. Undanfarnar vikur og mánuði hefur hópur erlendra kvenna sótt sérstakt kvennanámskeið hjá Alþjóðastofunni á Akureyri. Meirihluti þessa kvennahóps rekur uppruna sinn til Tælands en allar hafa konurnar verið búsettar á Íslandi um allnokkurt skeið. Þær hafa nú, ásamt fleiri tælenskum konum, búsettum á svæðinu, tekið höndum saman og ákveðið að efna til söfnunar til styrktar fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Asíu. Undanfarnar vikur hefur hópurinn unnið við gerð listmuna en söfnunin felst í sölu þessara muna. Söluverð rennur óskert til styrktar fórnarlömbum flóðbylgjunnar í Asíu. Konurnar bjóða listmunina til sölu á Glerártorgi föstudaginn 11. febrúar frá kl. 13-18. Hluti hópsins sem stendur að söfnuninni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/atvinnuslokkvilidsmadur
Atvinnuslökkviliðsmaður Námskeiðið "Atvinnuslökkviliðsmaður" var sett í Hafnarfirði í gær. Áður en námskeiðið var sett skrifuðu fulltrúar atvinnuslökkviliðanna þriggja, Slökkviliðs Akureyrar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Brunavarna Suðurnesja, undir samning við Brunamálaskólann um framkvæmd námskeiðsins. Þannig munu liðin í sameiningu skipuleggja og halda námskeiðið. Samningurinn nær til þessa eina námskeiðs, til að byrja með. Námskeiðinu hefur verið skipt upp í tvo meginhluta. Fyrri hlutinn mun standa í 6 vikur. Seinni hluti námskeiðsins verður síðan næsta vor, 2006. Í millitíðinni, haustið 2005, munu þátttakendur þurfa að taka þátt í ýmsu starfi slökkviliðanna og leysa ýmis verkefni, í umsjón síns slökkviliðs. Á námskeiðinu eru 12 þátttakendur, átta frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og fjórir frá Akureyri. Fyrsta vikan fer fram í Hafnarfirði en síðan munu Akureyringarnir fara norður og nota fjarkennslubúnað fyrir bóklegu þættina, en verkleg kennsla fer fram samhliða á báðum stöðum. Er þetta í fyrsta skipti sem þessi háttur er hafður á. Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi meira saman á seinni hlutanum, þegar meira verður af stórum verklegum æfingum. Frétt af www.shs.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodlegt-umhverfisthing-a-akureyri
Alþjóðlegt umhverfisþing á Akureyri Akureyrarbær hefur auglýst eftir þátttakendum á aldrinum 16 -19 ára til að taka þátt í alþjóðlegu umhverfisþingi ungs fólks sem haldið verður á Akureyri og Illugastöðum 27. ágúst – 1. september 2005. Þingið er haldið á vegum Northern Forum samtakanna (www.northernforum.org) sem Akureyri á aðild að. Á þinginu verður m.a. fjallað um loftlagsbreytingar og endurnýjanlega orku. Umsækjendur þurfa að: eiga lögheimili á Akureyri eða vera í framhaldskóla á Akureyri hafa áhuga og grunnþekkingu á umhverfismálum geta gert grein fyrir íslenskum umhverfismálum á þinginu Akureyrarbær ásamt fulltrúum framhaldsskólanna á Akureyri veita alla nauðsynlega aðstoð við undirbúning fyrir þingið. Uppihald, gisting á Illugastöðum og ferðakostnaður verður greiddur af Akureyrarbæ. Þingið hefst og lýkur á Akureyri en verður þess á milli haldið á Illugastöðum. Þá daga sem þingið er á Illugastöðum munu þátttakendur dvelja á staðnum. Á dagskrá þingsins eru m.a.fyrirlestrar, kynningar, hópavinna og skoðunarferðir. Þingið verður á ensku og koma þátttakendur víðsvegar að, má þar m.a. nefna Japan, Alaska og Rússland. Þar gefst spennandi tækifæri til að kynnast fólki frá öðrum norðlægum löndum. Í umsókn þurfa að koma fram góðar upplýsingar um umsækjanda og ástæður umsóknar, þar sem m.a. kemur fram þekking og áhugi á umhverfismálum. Nánari upplýsingar f. h. Akureyrarbæjar gefa María H. Tryggvadóttir ([email protected]) og Sigríður Stefánsdóttir ([email protected]). Símanúmer: 460 1000. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2005. Umsóknir berist í þjónustuanddyri í Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða í tölvupósti í ofangreind netföng.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kotturinn-sleginn-ur-tunnunni
Kötturinn sleginn úr tunnunni Öskudagurinn er í dag og að venju var kötturinn sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi, þótt í tunnunni væri hvorki köttur né krummi, heldur strigapoki troðfullur af sælgæti. Kuldaboli nagaði fingur og kinnar krakkanna sem létu það þó ekkert á sig fá og brutu áður en yfir lauk síldartunnuna í spað. Myndirnar hér að neðan voru teknar á Ráðhústorgi í morgun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/athafnasvaedi-i-krossanesshaga-breyting
Athafnasvæði í Krossanesshaga, breyting Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis í Krossanesshaga, A-áfanga. Breytingartillagan tekur til reits næst Hörgárbraut og Síðubraut, sem afmarkast af safngötum A og C til norðurs og austurs. Breytingar felast einkum í því að lóðum á reitnum er fækkað úr fjórum í tvær, safngata C færist lítillega til norðurs og húsagata C5 er felld niður en í staðinn kemur húsagata inn á reitinn úr austri. Afmörkun opins, óbyggðs svæðis á reitnum breytist lítillega. Tillöguuppdrættir þessir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, til miðvikudagsins 23. mars 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á vef bæjarins. Skoða tillöguuppdrátt (pdf, 590 k) ... Skýringaruppdrátt (pdf, 662 k) ... Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þriðjudaginn 29. mars 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 11. febrúar 2005 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/flestir-kjosa-akureyri
Flestir kjósa Akureyri 35% íbúa höfuðborgarsvæðisins gætu hugsað sé að búa á Akureyri skv. niðurstöðu skýrslu um áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins og helstu þéttbýlissvæða sem unnin var fyrir Samgönguráðuneytið, Vegagerðina og Flugmálastjórn. Alls geta 52,4% höfuðborgarbúa hugsað sér að búa “úti á landi”. Í skýrslunni segir meðal annars: “Íbúar höfuðborgarsvæðisins voru spurðir hvort þeir gætu hugsað sér að búa á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins. Af 421 svarendum sögðu 52,4% já, 47,6% nei og 4,3% tók ekki afstöðu. Þetta er ótrúlega hátt hlutfall að rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins gætu hugsað sér að búa út á landi. Þessi áhugi er nokkuð jafn eftir aldri, fjölskyldugerð, menntun og tekjum. Þó má greina heldur meiri áhuga hjá yngri tekjulægri hópum.”...“Þegar spurt var hvar íbúar höfuðborgarsvæðisins vildu búa kom greinilega í ljós að Akureyri er lang vinsælasti staðurinn, en 34% 218 svarenda nefndu höfuðstað Norðurlands.” Frétt af heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundu-snjo-a-bak-vid-hus
Fundu snjó á bak við hús! Lyfturnar í Hlíðarfjalli verða opnaðar á nýjan leik á morgun, föstudag, kl. 14. Unnið hefur verið að því að ýta til snjó til þess að móta skíðaleiðir. Fjarkinn verður opnaður á morgun með skíðaleið í Suðurgili. Á laugardag verður Andrés einnig skíða- og snjóbrettafær. Stromplyftan verður opnuð á laugardag. Aðeins er hægt að fara hálfa leið. Strompbrekka og neðri hluti af Norðurbakka verða opnar. Aðeins vönu skíða- og snjóbrettafólki er ráðlagt að renna sér þar. Aðstæður við að fara úr lyftunni eru erfiðar. Hjallabraut verður opin og þar verður aðstaða fyrir byrjendur. Hægt verður að nota Hólabraut til að komast í Hjallabraut. Til þess að komast til baka í Skíðahótelið verður að renna sér niður að Fjarkanum og þar verður snjósleði sem flytur þá sem þurfa að komast í upp í Hótel. Það fannst snjór á bak við hús til að keyra í Töfrateppið. Það verður einnig opið um helgina. Það eru því þokkalegar aðstæður. Eftir að snjórinn er kominn sem grunnur þá gerir 5 sm nýfallinn snjór mjög mikið og skíðafærið verður eins og það gerist best. Barnaskíðaskólinn verður í fullum gangi! Opnunartímar: Föstudag frá kl. 14-19, laugardag og sunnudag frá kl. 10-14.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-innleidir-sap-fyrir-sveitarfelog
Akureyrarbær innleiðir SAP fyrir sveitarfélög Akureyrarbær hefur samið við Nýherja um kaup og innleiðingu á SAP fjárhags- og mannauðslausn. Ríkiskaup hafði umsjón með útboði hugbúnaðarlausnar fyrir hönd Akureyrarbæjar en þar voru vegnir saman þættir verðs og gæða lausnar og hlaut SAP lausn Nýherja hæstu einkunn. Í kjölfarið var ákveðið að ganga til samninga við Nýherja. Fulltrúar Akureyrarbæjar og Nýherja skrifuðu undir samninga um kaup Akureyrarbæjar á nýju fjárhags- og mannauðskerfi núna síðdegis. Á myndinni eru talið frá vinstri: Jón Bragi Gunnarsson, hagsýslustjóri Akureyrarbæjar, Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Nýherja. Nýherji mun innleiða SAP, aðlaga að þörfum sveitarfélagsins og útbúa í samstarfi við Akureyrarbæ sveitarfélagalausn sem nýst getur öðrum sveitarfélögum hérlendis og erlendis. Markmiðið er að bjóða staðlaða en jafnframt sveigjanlega lausn til að leysa alla meginferla sveitarfélaga með lægri tilkostnaði en áður hefur þekkst. Sífellt eru gerðar strangari kröfur um bókhald og reikningsskil sveitarfélaga og með innleiðingu SAP mun Akureyrarbær geta samþætt og staðlað ferla, dregið úr notkun sértækra kerfa og aukið þjónustu við bæjarbúa með rafrænum hætti. SAP hugbúnaðurinn er nú þegar í notkun hjá fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum auk þess að vera mest seldi viðskiptahugbúnaður í heiminum í dag. Akureyrarbær er fyrsta íslenska sveitarfélagið sem tekur SAP í notkun en með þeirri ákvörðun hefur SAP styrkt stöðu sína sem ákjósanlegur kostur fyrir önnur sveitarfélög. Akureyri er miðstöð þjónustu og menningar utan höfuðborgarsvæðisins, langfjölmennasta sveitarfélagið með um 16.500 íbúa. Akureyrarbær leggur áherslu á að auka skilvirkni í verkferlum og bæta þjónustu og upplýsingagjöf til íbúa og starfsmanna, m.a. með rafrænum notendaskilum. Sveitarfélagið hefur tekið að sér verkefni á sviði heilsugæslu og þjónustu við fatlaða og aldraða sem víðast annars staðar eru á höndum ríkisins. Starfsemi sveitarfélagsins er því mjög umfangsmikil en stefnt er að því að dreifa vinnslu og ábyrgð og þá reynir á að upplýsingakerfi bæjarins geti þjónað slíkum markmiðum. Mikið starf var unnið við útboð fyrir kaup kerfisins og mat þeirra lausna sem í boði voru. Á myndinni má sjá flesta þeirra starfsmanna Akureyrarbæjar, Nýherja og Ríkiskaupa sem að því starfi komu. Ríkiskaup hafði umsjón með útboði hugbúnaðarlausnar fyrir hönd Akureyrarbæjar en þar voru vegnir saman þættir verðs og gæða lausnar og hlaut SAP lausn Nýherja hæstu einkunn. Í kjölfarið var ákveðið að ganga til samninga við Nýherja. Áætlað er að hefja innleiðingu hjá Akureyrarbæ nú í febrúar og ljúka fyrsta áfanga í lok september. Þau fyrirtæki sem í dag nota SAP viðskiptahugbúnað eru meðal annars KB banki, Actavis, Landssíminn, Íslandsbanki, Sjóvá, Samherji, Eimskip og Lýsing. Nýherji er eitt öflugasta þjónustufyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni og býður upp á heildarlausnir í upplýsingatækni, ráðgjöf útvegun hug- og vélbúnaðar og tæknilegri þjónustu. Hlutverk Nýherja er að skapa viðskiptavinum virðisauka með þekkingu starfsfólks á upplýsingatækni, rekstri og viðskiptavinum. Í dag starfa um 240 manns hjá Nýherja.
https://www.akureyri.is/is/frettir/112-dagurinn-er-i-dag
112 dagurinn er í dag Föstudagurinn 11. febrúar er 112 dagurinn en þá fer fram allsherjarkynning á starfsemi Neyðarlínunnar 112 og samstarfsaðilum hennar. Opið hús verður hjá útibúi 112 á Akureyri á lögreglustöðinni og einnig hjá Slökkviliði Akureyrar við Árstíg frá kl. 14-18. Gestum verður boðið að skoða tæki og tól og ræða við starfsmenn. Í tengslum við þetta verða afhent verðlaun í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Meðal vinningshafa eru þeir Bjarki Þór Guðnason á Akureyri og Unnar Þorri Þorgilsson á Svalbarðseyri og fá þeir ferðageislaspilara og reykskynjara í vinning. Þessi afhending verður á slökkvistöðinni við Árstíg kl. 15.30 í dag, föstudaginn 11. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem 112 dagurinn er haldinn á Íslandi. Neyðarlínan 112 og fjöldi viðbragðsaðila um allt land kynna starfsemi sína og vekja athygli á mikilvægi þess að almenningur hafi aðgang að skjótri og samhæfðri aðstoð í gegnum eitt númer, hvar sem það er statt á landinu. Gert er ráð fyrir að 112 dagurinn verði árviss viðburður og beri, eðli málsins samkvæmt, upp á 11. febrúar ár hvert.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songkeppni-felagsmidstodva-haldin-i-kvold
Söngkeppni félagsmiðstöðva haldin í kvöld Söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi verður haldin í Sjallanum í kvöld, föstudagskvöldið 11. febrúar. Þetta er í fyrsta skipti sem haldin er sameiginleg söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Norðurlandi. Sigurvegarar úr henni fá í framhaldinu þátttökurétt í Söngkeppni Samfés (samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) sem haldin verður í Reykjavík í mars. Þar verða sigurvegarar úr öllum landsfjórðungum leiddir saman. Mikill áhugi hefur verið fyrir þessari keppni og verður allt kapp lagt á að gera hana sem besta. Keppendur eru frá 14 félagsmiðstöðvum frá Þórshöfn og allt vestur á Hvammstanga og er búist við allt að 600 gestum. Í dómnefnd sitja Pálmi Gunnarsson, Þórhildur Örvarsdóttir og Baldvin Ringsted. Að lokinni keppni í Sjallanum mun hljómsveitin Sent leika fyrir dansi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/felag-adstandenda-aldradra
Félag aðstandenda aldraðra Boðað hefur verið til fundar um stofnun félags aðstandenda við Öldrunarheimili Akureyrar og er tilgangurinn að kanna áhuga og vilja aðstandenda aldraðra sem á heimilunum dvelja. Fundurinn verður haldinn í samkomusalnum í Hlíð, Austurbyggð 17, klukkan 20.00 annað kvöld, þriðjudagskvöldið 15. febrúar. Að fundinum standa áhugamenn úr hópi aðstandenda og starfsmanna, og eru allir sem áhuga hafa á málefninu hvattir til að mæta á fundinn og láta til sín taka. Öldrunarheimilin sem um ræðir eru Bakkahlíð, Hlíð, Kjarnalundur og Skjaldarvík.
https://www.akureyri.is/is/frettir/steinunn-og-reisubok-gudridar
Steinunn og Reisubók Guðríðar Miðvikudaginn 16. febrúar kemur Steinunn Jóhannesdóttir í Amtsbókasafnið á Akureyri og fjallar um ritun sína á Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Steinunn fjallar um aðferð og aðföng við ritun Reisubókarinnar, sýnir myndir sem tengjast bókinni og svarar spurningum áheyrenda. Í Reisubókinni fylgir Steinunn Guðríði á hennar löngu reisu í þrælakistuna í Alsír, segir frá níu ára vist hennar þar og lýsir ferðinni aftur norður á bóginn uns hún eygir Ísland á ný með Hallgrími Péturssyni. Fjöldi annarra hernumdra Íslendinga fær einnig nafn og sögu í bókinni þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í heimi araba og islams á 17. öld. Að baki þessu viðamikla skáldverki liggur sex ára rannsóknarvinna og ferðalög á söguslóðir í Alsír og Marokkó, á Mallorca, í Frakklandi, Þýskalandi, Englandi, Hollandi og Danmörku. Spjall Steinunnar hefst klukkan 17.15 miðvikudaginn 16. febrúar í Amtsbókasafninu. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrskir-listamenn-krydda-vetrarhatid
Akureyrskir listamenn krydda Vetrarhátíð Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin í fjórða sinn dagana 17. til 20. febrúar næstkomandi. Í þetta sinn verður Safnanótt huti hátíðarinnar og verða söfnin í höfuðborginni opin til miðnættis á föstudagskvöldinu og listamenn frá Akureyri munu taka þátt í dagskrá þeirra. Annars vegar mun Kristján Pétur Sigurðsson og Hljómsveit Sigurðar Jónssonar, leika tónlist Tom Waits á Kjarvalstöðum kl. 21 og aftur kl. 23. Hins vegar mun Arna Valsdóttir fjöllistakona fremja gjörninginn "Ég er ögn í lífrænni kviksjá" á Nýlistasafninu kl. 18, 19 og 22 þar sem gestir verða beinir þátttakendur í verkinu. Auk ofangreindra viðburða munu þekktar hljómsveitir frá norðurlandi leika á tónleikum á Grand Rokk á laugardagskvöldi Vetrarhátíðar. Tónleikarnir nefnast "Innrásin að norðan" og þar mun áðurnefndur Kristján Pétur Sigurðsson og Hljómsveit Sigurðar Jónssonar leika ásamt 200 þúsund naglbítum, Helga og hljóðfæraleikurunum, Hvanndalsbræðrum, Norðanpiltum, Douglas Wilson og Skyttunum. Þetta er í annað skiptið sem akureyrskir listamenn taka þátt í Vetrarhátíð, en í fyrra voru það hljómsveitin Mór, Leikfélag Akureyrar og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona sem brugðu á leik.
https://www.akureyri.is/is/frettir/minningar-og-sagnfraedi
Minningar og sagnfræði Á félagsvísindatorgi miðvikudaginn 16. febrúar fjallar Sigurður Gylfi Magnússon um það hvaða þýðingu minningar hafa fyrir sagnfræðinga og hvernig þær eru nýttar í sagnfræðirannsóknum. Erindi sitt nefnir Sigurður Gylfi "Minni, minningar og saga" og fjallar sérstaklega um mikilvægi minninga fyrir smærri samfélög og spyr hvaða veruleika þær endurspegli. Í þessu sambandi verður rætt um tengsl einstaklinga við hið sameiginlega og sögulega minni. Hvernig geta þjóðfélög og smærri hópar áttað sig á stöðu sinni í umheiminum ef hið sameiginlega minni er ekki lengur virkt eða jafnvel dautt eins og haldið hefur verið fram. Efni fyrirlestrarins er í tengslum við stórt rannsóknarverkefni sem Sigurður Gylfi hefur unnið að á undanförnum tíu árum á sjálfsbókmenntum hér á landi og erlendis. Það tengist að auki nýútkominni bók hans sem nefnist Fortíðardraumar - Sjálfsbókmenntir á Íslandi (2004) og einnig verki sem kemur út í haust og nefnist Sjálfssögur. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oliver-framlengdur
Óliver framlengdur Til stóð að sýningum á Óliver lyki nú í lok febrúar en vegna gríðarlegs áhuga hefur verið ákveðið að seinka næstu frumsýningu og bæta við nokkrum aukasýningum í mars. Söngleikurinn Óliver eftir Lionel Bart var frumsýndur um jólin hjá Leikfélagi Akureyrar. Sýningin hefur verið sýnd við miklar vinsældar og troðfullt hefur verið á allar sýningar. Til að mæta eftirspurn eftir miðum hefur verið bætt við fjölda aukasýninga sem allar hafa selst upp. Til stóð að sýningum lyki nú í lok febrúar til að rýma fyrir næstu frumsýningu en vegna gríðarlegs áhuga á Óliver hefur verið ákveðið að seinka næstu frumsýningu og bæta við nokkrum aukasýningum á Óliver í mars. Sýningarnar sem um ræðir verða föstudaginn 4. mars, laugardaginn 5. mars, föstudaginn 11. mars, laugardaginn 12. mars og allra síðustu sýningar verða laugardaginn 26. mars. Vegna anna listamanna verður ekki hægt að framlengja sýningartíma frekar. Söngleikurinn er byggður á sígildri sögu Charles Dickens um munaðarleysingjann Óliver. Ólver er leikinn af Gunnari Erni Stephenssen en Ólafur Egill Egilsson leikur Fagin sem rekur þjófagengi lítilla drengja í Lundúnum. Þýðingu gerði Gísli Rúnar Jónsson, leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson, hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson en hann stýrir 13 manna hljómsveit Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í sýningunni. Næsta frumsýninga hjá LA er Pakkið á móti eftir Henry Adams. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson. Frumsýning er áætluð í byrjun apríl. Síðar í vor mun LA taka á móti tveimur gestasýningum, önnur er frá Þjóðleikhúsinu en hin frá Hollandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorsteinn-gylfason-og-john-rawls
Þorsteinn Gylfason og John Rawls Í erindi sínu á Lögfræðitorgi þriðjudaginn 22. febrúar ætlar Þorsteinn Gylfason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands að fjalla um kenningar Johns Rawls um alþjóðalög og réttlætingu þeirra. John Rawls freistar þess í ritinu "The Law of Peoples" (1999) að réttlæta alþjóðalög á grundvelli sáttmála af sama tagi og hann taldi liggja réttlæti í einu samfélagi til grundvallar. Þessi tilraun er umdeild. Í erindi sínu gerir Þorsteinn Gylfason grein fyrir þessari tilraun og gerir tilraun til að taka rökstudda afstöðu til hennar. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu L101 Sólborg v/Norðurslóð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tryggja-thorsarar-ser-titilinn
Tryggja Þórsarar sér titilinn? Á föstudag taka Þórsarar á móti Valsmönnum kl. 19.00 í Íþróttahöllinni í sannkölluðum toppslag í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Ef Þórsarar sigra tryggja þeir sér efsta sætið í deildinni og þar með farseðilinn upp í efstu deild en liðin í sætum tvö til fimm taka þátt í úrslitakeppni um hitt lausa sætið. Valsmenn eru í öðru sæti og gætu haft sætaskipti við Þórsara takist þeim að sigra í leiknum með meira en sex stigum, en Þórsarar lögðu einmitt Val með sex stigum þegar liðin mættust að Hlíðarenda fyrr í vetur. Valsliðið er sterkt og er borið uppi af einum besta erlenda körfuknattleiksmanninum sem leikur hérlendis um þessar mundir, Jason Pryor. Jason þessi er stigamaskína sem hefur skorað nær 40 stig að meðaltali í leik fyrir Hlíðarendapilta í vetur og er feykilega öflugur. Einnig hefur liðið sprækan Austur-Evrópubúa að nafni Georgi Dzolev og öfluga unga stráka. Þórsarar hafa verið á góðu skriði að undanförnu og ætla sér eðlilega ekkert annað en sigur á föstudaginn enda hungrar mannskapnum í að koma Þór aftur í hóp þeirra bestu. Þórs-liðið hefur unnið alla heimaleiki sína í vetur mjög sannfærandi og einungis tapað einum útileik. Mannskapurinn hjá norðanmönnum er heilt yfir í góðu standi líkamlega og eitt er víst að öll eymsli hverfa sem dögg fyrir sólu þegar komið er út í baráttuleik eins og stefnir í á föstudaginn. Að endingu skal ítrekað að leikurinn er kl. 19.00 næstkomandi föstudag og fer fram í Íþróttahöllinni. Allir sem vettlingi geta valdið eru eindregið hvattir til þess að mæta, taka sem flesta með sér og hjálpa Akureyringum að eignast á ný lið í efstu deild körfuboltans.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikar-i-ketilhusinu
Tónleikar í Ketilhúsinu Gilfélagið stendur fyrir tónleikum með Tómasi R. Einarssyni og félögum í Ketilhúsinu fimmtudaginn 24. febrúar kl. 21. Yfirskrift tónleikanna er: "Í draumum var þetta helst - Draumkenndur jass skáldarskapar, samruni orða og tóna". Einar Már sér um orðin flest og hinir um tónana. Hljómsveitina skipa: Tómas R. Einarsson Óskar Guðjónsson Matthías M.D. Hemstock Eyþór Gunnarsson og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Prógrammið var frumflutt á jasshátíð Reykjavíkur 1999.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thoka-i-baenum-sol-i-fjallinu
Þoka í bænum - sól í Fjallinu Þokan hefur legið yfir Akureyrarbæ í morgun og meðal annars gert það að verkum að flugvélar að sunnan hafa ekki getað lent. En útsýnið er allt annað í Hlíðarfjalli þar sem er glampandi sól og menn horfa yfir hvíta teppið sem liggur yfir firðinum. Lyfturnar voru opnaðar kl. 10 í morgun og það verður opið til kl. 19 í kvöld. Myndirnar hér að neðan voru teknar í Fjallinu núna í morgun og má glögglega sjá á þeim að það er algjörlega heiðskírt þótt þokan feli bæinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/framtidarlega-tengibrauta-vid-lundarhverfi
Framtíðarlega tengibrauta við Lundarhverfi Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum 3. febrúar sl. að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið Alta um að efna til samráðs og almennrar kynningar meðal bæjarbúa á niðurstöðum vinnuhóps umhverfisráðs um framtíðarlegu tengibrauta að og við Lundarhverfi. Markmiðið með samráðinu er að afla upplýsinga og eiga samræður við íbúa og aðra hagsmunaaðila og leita sátta um niðurstöðu eins og kostur er. Niðurstöður samráðsins eiga að nýtast umhverfisráði og bæjarstjórn við ákvarðanatöku í málinu. Samþykkt bæjarráðs vegna lagningar tengibrauta Lagning tengibrauta í og við Lundarhverfi - niðurstöður samráðs Minnispunktar frá almennum fundi 26. apríl Niðurstöður hópavinnu á almennum fundi 26. apríl Ályktun frá íbúum við Miðhúsabraut Bréf íbúa við Dalsbraut til ráðgjafa Alta með viðaukum og undirskriftum Greinargerd: Dalsbraut-Midhusabraut og vidauki 1 Greinargerd: Dalsbraut-Midhusabraut - vidauki 2 Samantekt frá fundum með hagsmunaaðilum 3. mars, minnisblað Hverfisfundur 5. apríl - niðurstöður Umferð gangandi um Dalsbraut við Lundarskóla Greinargerð starfshópsins (PDF) Samráðsfundir með forsvarsmönnum Lundarskóla og KA, minnisblað (PDF) Boð á íbúafundinn 5. apríl Hver er besta leiðin? Dreifibréf frá bæjarstjóra
https://www.akureyri.is/is/frettir/isnalar-a-akureyri
Ísnálar á Akureyri Veðurfarið tekur á sig hinar ótrúlegustu myndir þessa dagana. Það er sólskin í Hlíðarfjalli en hálfgerð ísþoka liggur eins og mara yfir bænum. Trén kalla til sín ísnálar sem þéttast á greinunum og eru fagrar á að líta. Um allan bæ var fólk með myndavélar á lofti að fanga þetta undur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/deildarmeistarar-thors
Deildarmeistarar Þórs Þórsarar frá Akureyri tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í fyrstu deild karla og þar með sæti í efstu deild karla, Intersport-deildinni, á næsta tímabili, þegar liðið lagði Val í uppgjöri toppliðanna í Íþróttahöllinni á Akureyri síðastliðinn föstudag. Valsmenn áttu ekkert í Þór í fyrri hálfleik enda vörn Þórsara gríðarlega sterk auk þess sem Óðinn Ásgeirsson fór hamförum í sókninni. Staðan í hálfleik 50:29 var fyrir heimaliðið. Í þriðja leikhluta áttu Valsmenn gott áhlaup og minnkuðu meðal annars muninn í tíu stig á kafla. Nær komust þeir þó ekki og stóðu leikar 73:58 í lok þriðja leikhluta. Þórsarar héldu þægilegri forystu í fjórða leikhluta og tryggðu sér loks sætan 19 stiga sigur, 99:80. Leikurinn var afar skemmtilegur á að horfa og bauð upp á allt sem prýðir góðan körfuboltaleik s.s. mögnuð tilþrif í sókninni, þar af glæsilegar troðslur, góðan varnarleik, varin skot og baráttu. Bestir Þórsara í leiknum voru þeir Óðinn Ásgeirsson og Jón Orri Kristjánsson. Óðinn var óstöðvandi í fyrri hálfleik með 24 stig en Jón Orri tók við í þeim seinni og var illviðráðanlegur undir körfunni. Þórsarar fengu bikarinn afhentan að leik loknum og fögnuðu vel og innilega. Fjölmargir áhorfendur voru mættir til þess að sjá Þórsara tryggja sér titilinn og urðu þeir ekki fyrir vonbrigðum. Stig Þórs: Óðinn Ásgeirsson 30, Jón Orri Kristjánsson 23, Magnús Helgason 10, Bjarni Árnason 7, Hrafn Jóhannesson 9, Davíð Freyr Jónsson 7, Þorsteinn Húnfjörð 7, Ólafur Torfason 3, Guðmundur Oddsson 2, Bjarki Oddsson 1.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjarteyingar-a-baejarstjorafundi
Hjarteyingar á bæjarstjórafundi Átta krakkar af leikskólanum Klöppum áttu fund með bæjarstjóra Akureyrar í morgun til að kynnast honum og segja á sér nokkur deili. Krakkarnir hafa unnið verkefnið "Landnám á Klöppum" í vetur og fundu meðal annars eyju sem þau kalla Hjartaeyju. Í bréfi þeirra til bæjarstjóra segir: "Við fundum eyju sem heitir Hjartaeyja, byggðum okkur hús og vegi, ræktum ávexti og grænmeti og höfum öll fundið okkur atvinnu. Alfreð ætlar að vera björgunarsveitarmaður og læknir, Bjartur var kosinn bæjarstjóri, Hanna Sóley ætlar að reka verslunina, Diljá ætlar að vera smiður og skautadrottning, Sölvi verður listamaður og dýralæknir, Stjáni lögga og slökkviliðsmaður, Bjarmi fréttamaður og leikari, og Emilía ætlar að vera málari og skautadrottning. Okkur datt í hug hvort þú gætir tekið á móti okkur í stutta heimsókn til að segja okkur hvað bæjarstjórar gera. Endilega láttu okkur vita." Krakkarnir á Klöppum höfðu undirbúið bæjarstjórafundinn vel þar sem var meðal annars lagt fyrir þetta erindi: "Við elstu krakkarnir á Klöppum, íbúar á Hjartaeyju, ákváðum að athuga hvort við gætum ekki fengið fund með bæjarstjóra Akureyrar til að fræðast um starf hans. Við höfum sjálf kosið bæjarstjóra á okkar eyju og viljum vita hvaða hlutverki hann gegnir í samfélaginu okkar. Nokkrar spurningar: Emilía Eir: Hvað heitir þú? Sölvi: Hvenær áttu afmæli? Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Hanna Sóely: Hvað ertu gamall? Bjartur Sólveigar: Hvar áttir þú heima þegar þú varst lítill? Voru til leikskólar þá? Hörður Bjarmi: Horfir þú á sjónvarp og videó? Diljá Nanna: Hvað gerir þú í vinnunni? Alfreð Steinmar: Hvað gerir þú á fundum? Kristján Davíð: Af hverju ræður þú svona miklu?" Fundurinn með bæjarstjóra var að sögn afar gagnlegur og fengu Hjarteyingar svör við öllum sínum spurningum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/innritun-6-ara-skolabarna
Innritun 6 ára skólabarna Innritun 6 ára barna sem hefja skólagöngu næsta haust (fædd 1999) fer fram í grunnskólum bæjarins fimmtudaginn 3. mars og föstudaginn 4. mars n.k. frá kl. 9-12. Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem ætla að nýta þjónustu skólavistunar fyrir börn sín næsta skólaár skrái börn sín á sama tíma. Innrita má með símtali við viðkomandi skóla eða skólavistun. Á sama tíma skal tilkynna flutning eldri nemenda milli skólasvæða innan Akureyrar, svo og flutning til og frá Akureyri, annað hvort í viðkomandi skóla eða á Skóladeild Akureyrar í síma: 460 1463. Naustahverfi: Nemendur á skólaaldri sæki Brekkuskóla þar til nýr grunnskóli rís í hverfinu. Þó verður þeim nemendum sem nú þegar eru í öðrum grunnskólum í bænum heimilt að vera þar áfram óski foreldrar eftir því. Klettaborg: Nemendur sæki Glerárskóla. Vestursíða: Nýir nemendur sem búa í Vestursíðu eiga framvegis skólasókn í Síðuskóla. Brekkuskóli 462 2525 Skólavistun 462 2526 Giljaskóli 462 4820 Skólavistun 462 4825 Glerárskóli 461 2666 Skólavistun 461 1256 Hrísey 466 1763 Lundarskóli 462 4888 Skólavistun 462 4560 Oddeyrarskóli 462 4999 Skólavistun 462 4997 Síðuskóli 462 2588 Skólavistun 461 3473 Skóladeild Akureyrar
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-tonlistarskolans
Dagur Tónlistarskólans Laugardagurinn 5. mars er stór dagur hjá Tónlistarskólanum á Akureyri og mikið um að vera. Fjölbreytilegir tónleikar verða í Ketilhúsinu þar sem tónleikaröð byrjar kl. 11 og stendur til klukkan 16. Fyrsta klukkutímann leika blásara- og strengjasveitir og milli kl. 12 og 13 spila nemendur úr alþýðutónlistardeild og harmonikkunemar. Klukkan 13 – 14.30 leika píanó-, strengja- og gítarnemendur. Árlegir Þorgerðartónleikar skólans eru síðasti liðurinn á dagskránni í Ketilhúsinu. Þeir hefjast kl. 15 og koma þá fram efnilegustu nemendur skólans. Tónleikarnir eru haldnir til minningar um Þorgerði S. Eiríksdóttur, sem var í eina tíð einn af framsæknustu nemendum skólans en lést er hún var í framhaldsnámi í London. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana í Ketilhúsinu en tekið er við frjálsum framlögum tónleikagesta. Þau framlög fara í svonefndan Þorgerðarsjóð sem styrkir efnilega nemendur skólans til framhaldsnáms. Lokaviðburðurinn á degi tónlistarskólans eru miklir hátíðartónleikar kórs og hljómsveitar skólans í Akureyrarkirkju kl. 17. Með þeim koma fram einsöngvararnir Hulda Björk Garðarsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir og Michael Jón Clarke sem einnig mun stjórna flutningnum. Flutt verða Gloria eftir Vivaldi og Come Ye Sons of Art efti Purcell. Aðgangseyrir er kr. 1500. Akureyringar og nærsveitarmenn eru hvattir til að mæta á viðburðina og kynnast þeirri margbreytilegu og spennandi tónlist sem Tónlistarskólinn býður upp á.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gott-i-hlidarfjalli
Gott í Hlíðarfjalli Aðstæður eru góðar í Hlíðarfjalli þessa dagana, búið að vera sæmilega kalt, snjó hefur verið rutt í helstu brautir, og unir fólk sér vel á skíðum og brettum efra. Þessa dagana eru nemendur Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni í sinni árlegu skíðakennsluferð í Hlíðarfjalli og láta mjög vel að aðstæðum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðastaða, segir að líklega séu snjóalög í Fjallinu mun betri en fólk almennt geri sér grein fyrir. Aðstæður hafi verið þokkalegar í vetur en hlýindakaflinn sem stóð yfir í rúmar tvær vikur fyrir skemmstu hafi líklega dregið kraftinn úr skíðafólkinu. Nú er bara að safna kröftum á nýjan leik og drífa sig á skíði. Myndin hér að neðan sýnir að aðstæður eru góðar í helstu brautum og ekki spillir að sólin skín nú glatt. Mynd: Rúnar Þór Björnsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/metthatttaka-i-hugmyndasamkeppni-um-midbae-akureyrar
Metþátttaka í hugmyndasamkeppni um miðbæ Akureyrar Alls bárust um það bil 140 tillögur víðs vegar að úr heiminum í hugmyndasamkeppni verkefnisins "Akureyri í öndvegi" um skipulag miðbæjar Akureyrar. Verkefnið er samstarfsvettvangur öflugra fyrirtækja sem vilja efla miðbæ Akureyrar sem miðstöð menningar, viðskipta og mannlífs á Norðurlandi. Keppnin hófst í nóvember sl. eftir umfangsmikla vinnu við skilgreiningu á forsendum keppninnar í samráði við hagsmunaaðila og bæjarbúa. Ber þar hæst fjölmennasta íbúaþing sem haldið hefur verið á Íslandi en þaðan komu margar hugmyndir bæjarbúa sem þátttakendur í samkeppninni gátu kynnt sér. Keppnin er að ýmsu leyti með nýstárlegu sniði, bæði vegna hins umfangsmikla samráðs við undirbúning keppninnar og ennfremur vegna þess hvernig veraldarvefurinn var hagnýttur sem aðal upplýsingamiðill. Þannig var þátttaka um víða veröld mun auðveldari og ódýrari en áður enda hafa aldrei borist fleiri tillögur í samkeppni af þessu tagi á Íslandi. Sem áður segir bárust alls um það bil 140 tillögur víðs vegar að úr heiminum sem er mun meiri þátttaka en búist var við og á sér enga hliðstæðu hér á landi í keppni af þessu tagi. Endanlegur fjöldi mun liggja fyrir á næstu dögum. Keppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og beinist einkum að fagfólki á sviði byggingarlistar og skipulags þótt þátttaka hafi verið öllum opin. Dómnefndar bíður nú umfangsmikið starf við að meta tillögurnar. Hana skipa: Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, formaður, Árni Ólafsson arkitekt, Hlín Sverrisdóttir skipulagsfræðingur og landslagsarkitekt, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Þorvaldur Þorsteinsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Úrslit verða tilkynnt þann 14. apríl. Aðstandendur keppninnar vonast til að keppnin leiði til nýrrar og ferskrar heildarsýnar um uppbyggingu og þróun miðbæjar Akureyrar og hefur bæjarstjórn lýst yfir fullum stuðningi við þetta framtak Akureyrar í öndvegi. Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur annast undirbúning kepninnar, þar á meðal samráðsfundi, ritstjórn keppnislýsingar og miðlun gagna á vefnum. Að Akureyri í öndvegi standa eftiralin fyrirtæki: 10-11, Bónus, Hagar, Hagkaup, Íslandsbanki, KB Banki, KEA, Landsbankinn, Sjóvá-Almennar, Sparisjóður Norðlendinga, Vís, Vörður og Þyrping. Sjá einnig: www.vision-akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus
Opið hús Opin hús verður á Hæfingarstöðinni við Skógarlund og í Plastiðjunni Bjargi - Iðjulundi - á morgun, þriðjudaginn 8. mars. Tilgangurinn er að vekja athygli á nýjum vef Samtaka um vinnu og verkþjálfun (www.hlutverk.is) og þeirri vinnu sem fram fer á vinnustöðum og hæfingarstöðvum fatlaðra. Í SVV eru 23 aðilar víðsvegar um landið. Þar fer fram margþætt vinna, starfsendurhæfing, nám eða hæfing. Hér á Akureyri eru það Hæfingarstöðin við Skógarlund og Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur (starfsendurhæfing og vernduð vinna) sem eru í SVV. Vonandi geta sem flestir gefið sér tíma til að líta á staðina, kynnast starfseminni og fá sér kaffi og kleinur. Opið verður frá kl. 10-15.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sorphirda-a-akureyri
Sorphirða á Akureyri Árið 2004 var unnið að úttekt á sorphirðu frá heimilum á Akureyri. Í desember sl. skilaði Verkfræðistofan Línuhönnun hf. skýrslu sem ber nafnið "Sorphirða - Stefnumótun og lausnir". Skýrslan fjallar um núverandi ástand og magn og hvað nýjar og væntanlegar tilskipanir Evrópusambandsinsmuni hafa í för með sér. Í skýrslunni eru settir fram nokkrir valkostir í meðhöndlun úrgangs frá heimilum á Akureyri og eru íbúar hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar. Smelltu hér til að nálgast skýrsluna á pdf-formi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/pakkid-a-moti-aefingar-hafnar
Pakkið á móti - æfingar hafnar Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Akureyrar á verðlaunaleikritinu Pakkið á móti eftir Henry Adams. Leikritið vann verðlaun sem besta nýja leikritið á Edinborgarhátíðinni, stærstu leiklistarhátíð heims. Leikritið er drepfyndið en áleitið og tekur á mörgum eldfimum málum sem eru í umræðunni í heimsmálunum. Frumsýning verður mánuði síðar en áætlað var vegna mikillar aðsóknar á söngleikinn Óliver sem enn er sýndur fyrir troðfullu húsi. Frumsýning á Pakkinu á móti verður því 14. apríl. Pakkið á móti hefur vakið athygli fyrir flugbeittan húmor og þykir það bera þess merki að höfundi liggi mikið á hjarta. Verkið segir frá Nigel en líf hans er bara déskoti fínt. Hann er svona rólegur gaur sem fær sér jónu og horfir á sjónvarpið. Það er því djöfulli skítt þegar gjörspillt lögga neyðir hann til að leggja gildru fyrir hálfbróður sinn sem er víst eftirlýstur hryðjuverkamaður! Sérstaklega þar sem hann hefur ekki séð bróður sinn í 15 ár og er slétt sama! Af hverju gleymdist að segja Nigel að allt hefði breyst eftir 11. september? – Umhverfi verksins er hinn vestræni heimur eftir 11. september 2001. Í verkinu speglar hinn stóri heimur sig í hinu smáa, þar sem litlir karlar flækjast inn í stór mál. Leikritið sló í gegn á Edinborgarhátíðinni þar sem það hlaut verðlaun sem besta nýja leikritið. Meðal þess sem gagnrýnendur hafa sagt er: “sprenghlægilegt... í orðsins fyllstu merkingu” Independent, “djarft, heillandi og fáránlega fyndið” Time out magazine. Eftir frumuppfærsluna í Edinborg hefur leikritið verið selt til fjölda landa og verður sett upp víða um heim á þessu ári og því næsta. Leikarar í Pakkinu á móti eru: Víkingur Kristjánsson (sem starfað hefur með Vesturporti), Jón Páll Eyjólfsson (sem nú leikur í Óliver), Hildigunnur Þráinsdóttir (sem er Akureyringum að góðu kunn, enda hefur hún leikið nokkuð hjá LA) og Guðjón Davíð Karlsson (sem er að útskrifast úr Leiklistardeild Listháskóla Íslands og LA fullyrðir að á eftir að vekja mikla athygli á komandi árum). Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson, leikmynd og búninga hannar Sigurjón Jóhannsson, ljósahönnuður er Björn Bergsteinn Guðmundsson og þýðing og frumsamin tónlist er í höndum Úlfs Eldjárns.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samraemdar-reglur-og-skilningur-a-hugtokum
Samræmdar reglur og skilningur á hugtökum Að undanförnu hafa starfsmenn Samtaka iðnaðarins og Fasteigna Akureyrarbæjar unnið að því í sameiningu að samræma reglur og skilning á hugtökum varðandi útboð og innkaup og samskipti verktaka og verkkaupa við verklegar framkvæmdir. Þessi vinna er hluti af stærri heild hjá FA um að setja sér verklagsreglur um innkaup og stýringu gæðamála hjá fyrirtækinu. Markmiðið með samstarfinu var að auka skilning, bæta vinnubrögð og samræma túlkun hlutaðeigandi á útboðum og ferli verklegra framkvæmda. Einnig var ætlunin að koma, eftir því sem hægt er, í veg fyrir þau vandamál og misklíð í samskiptum verkkaupa og verktaka. Farið var yfir öll lög og reglugerðir sem um útboð og innkaup gilda og hugtök og notkun þeirra í innkaupum Akureyrarbæjar og gæðakerfi Samtaka iðnaðarins samræmd. Haldinn var sameiginlegri kynningarfundir með byggingaverktökum innan Samtaka iðnaðarins annars vegar og með stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hins vegar þar sem niðurstaða þessarar vinnu var kynnt. Stjórn Fasteigna fagnaði þeim áfanga sem náðst hefur í samstarfinu og samþykkir að áfram verði unnið á grundvelli þeirra niðurstaðna sem kynntar voru með það að markmiði að þróa enn frekar gott samstarf og vönduð vinnubrögð á öllum stigum undirbúnings og útboða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/grannar-graeda
Grannar græða Sextán efnilegir ferðamálafrömuðir luku 40 klst. hagnýtu námi á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar föstudaginn 4. mars sl. Megináhersla var á að skapa samkennd og stuðla að samvinnu meðal samkeppnisfyrirtækja í ferðaþjónustu með það að markmiði að auka rekstrarhagnað. Mikið var fjallað um gæði og fagmennsku innan greinarinnar. Átján sérfræðingar, hver á sínu sviði sáu um kennslu á námskeiðinu sem þótti takast vel til. Þátttakendur unnu að markaðsáætlun sem þeir kynntu í lok námskeiðsins. Kennsla fór fram á þremur stöðum, fyrsta lotan var á Húsavík, lota tvö að Hólum í Hjaltadal og þriðja og síðasta lotan var haldin í Eyjafirðinum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuathing-um-skolastefnu-akureyrarbaejar
Íbúaþing um skólastefnu Akureyrarbæjar Miðvikudaginn 6. apríl nk. verður haldið opið íbúaþing, eða svokallað stefnuþing, um drög að skólastefnu Akureyrarbæjar. Skólanefnd boðar til þingsins alla íbúa bæjarins sem hafa áhuga á að kynna sér fyrirliggjandi drög, taka þátt í umræðunni og hafa áhrif á endanlega gerð skólastefnunnar. Til þess að gera umræður á stefnuþinginu markvissari er hægt að nálgast drög að skólastefnunni hérna. Skólanefnd óskar eftir því að þeir sem vilja koma með formlegar athugasemdir við drögin, skili þeim skriflega inn til skóladeildar Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26 fyrir 30. mars nk. svo tækifæri gefist til að vinna úr þeim fyrir stefnuþingið og koma þeim á framfæri. Dagskrá stefnuþingsins verður með eftirfarandi sniði: Formaður skólanefndar setur þingið. Kynning á helstu áhersluatriðum skólastefnunnar Yfirlit yfir athugasemdir sem borist hafa skriflega til skóladeildar fyrir 30. mars n.k. Þeir sem hafa skilað tillögum fá tækifæri til að mæla fyrir þeim. Tillögur ræddar. Leitast við að fá afstöðu um hverja einstaka breytingartillögu. Þingið verður haldið í nýjum sal Brekkuskóla 6. apríl nk. og hefst það kl. 16.30. Bæjarbúar eru hvattir til virkrar þátttöku!
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinningshafar-i-januar
Vinningshafar í janúar Í dag voru afhent verðlaun fyrir heilsueflingarátakið “Einn tveir og nú!” í janúar 2005. Í hverjum mánuði eru dregin út nokkur innsend fjölskyldukort og hljóta eigendur þeirra viðurkenningu fyrir þátttökuna. Frá því að átakið hófst í september sl. hafa rúmlega ellefu hundruð manns skráð þátttöku í átakinu. Hver fjölskylda skráir alla hreyfingu á “Fjölskyldukort” sem einskonar almanak fyrir hvern mánuð. Kortinu skal skila inn fyrir tíunda hvers mánaðar og úr innsendum kortum eru dregin út nokkur nöfn sem fá verðlaun fyrir þátttökuna. Eftirtalin duttu í lukkupottinn að þessu sinni: 1. Fjölskyldan Hólsgerði 5 - Karl Erlendsson, Eyrún Skúladóttir, Sveinn Helgi Karlsson og Þóra Kristín Karlsdóttir. Sveinn Helgi, 9 ára og Þóra Kristín, 7 ára, fengu sitt hvora flíspeysuna frá 66°N. 2. Fjölskyldan Oddeyrargötu 36 - Sigurgeir Kristjánsson, Kristján, Hólmfríður, Hilmar Þór og Sóldís Diljá. Sigurgeir, 12 ára, Hilmar Þór, 19 ára, og Sóldís Diljá, 8 ára, fengu sinn bakpokann hver frá 66°N. 3. Fjölskyldan Klettaborg 8 – 101 - Anna Sigríður, Allan og Arnar Kar Wee Yeo. Arnar Kar Wee Yeo, 6 ára, - fékk bakpoka frá 66 Norður. 4. Fjölskyldan Oddeyrargötu 23 - Sturla Emil, Kristbjörg Anna, Niels Þorgeir, Birgit og Þórarinn Björn. Sturla Emil Sturluson, 14 ára, Kristbjörg Anna, 12 ára, og Niels Þorgeir, 11 ára, fengu ásamt öðrum í fjölskyldunni dagskort á skíði í Hlíðarfjall – leiga á skíðabúnaði er innifalin. 5. Fjölskyldan Seljahlíð 7h - Hafliði Gunnarsson, Hermína Brynja Sigurðardóttir, Bryndís Rún Hafliðadóttir og Bjarki Már Hafþórsson. Bryndís Rún, 12 ára, og Bjarki Már, 10 ára, fengu ásamt öðrum í fjölskyldunni dagskort á skíði í Hlíðarfjall – leiga á skíðabúnaði er innifalin. 6. Fjölskyldan Áshlíð 13 - Bjarki Páll Pálsson, Arnar Björn Pálsson, Bjarnfríður Jónudóttir og Páll Valdemarsson. Bjarki Páll, 12 ára, og Arnar Björn, 10 ára, fengu dagskort í Skautahöllina – auk endurgjaldslausrar notkunar á skautum - fyrir sig og aðra í fjölskyldunni. 7. Fjölskyldan Keilusíðu 5b – Alexander Jósep Blöndal, Silja Björk Blöndal, Birta Rós Blöndal og Hulda. Silja Björk, 7 ára, Alexander Jósep, 9 ára og Birta Rós, 3 ára, fengu ásamt öðrum í fjölskyldunni dagskort á skíði í Hlíðarfjall – leiga á skíðabúnaði er innifalin. 8. Fjölskyldan Spónsgerði 2 - Ragnar, Guðrún, Ásmundur og Þorsteinn. Ásmundur Ragnarsson, 6 ára, og Þorsteinn, 1 árs, fengu báðir gjafir frá Landsbankanum. 9. Fjölskyldan Kotárgerði 10 - Daníel Hafsteinsson, Jakob Hafsteinsson og Fannar Hafsteinsson. Daníel, 5 ára, Jakob, 13 ára, og Fannar, 10 ára, fengu gjafir frá Landsbankanum. 10. Fjölskyldan Snægili 20 – 102 - Karen Dögg Baldursdóttir og Stefán Þór Baldursson. Karen Dögg, 7 ára, og Stefán Þór, 10 ára, fengu gjafir frá Landsbankanum. Heilsueflingarátakið “Einn tveir og nú!” stendur til vors. Upplagt er að skrá skíða- og/eða skautaferðirnar inn á fjölskyldukortið, nú eða gönguferðina, “út að leika” eða hvað annað. Það eitt að skila inn útfylltu fjölskyldukorti gefur góða möguleika á veglegum vinningum. Hægt er að nálgast ný fjölskyldukort í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar (Geislagötu 9), Sundlaug Akureyrar eða hjá riturum grunnskólanna, Félagssviði Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26 og á heimasíðu verkefnisins www.akureyri.is/12ognu. Dregið verður úr innsendum fjölskyldukortum fyrir febrúar þann 15. mars 2005.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stjornskipun-a-krossgotum
Stjórnskipun á krossgötum Ráðstefna um stjórnarskrá og stjórnskipan verður haldin fimmtudaginn 10. mars 2005 í stofu Þ25 í Háskólanum á Akureyri. Dagskráin er þessi: Kl. 12.10 Setning Kl. 12.15 Ávarp Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar Kl. 12.20 Eiríkur Tómasson, prófessor HÍ, formaður sérfræðinganefndar forsætisráðneytisins: Fyrirhuguð endurskoðun á stjórnarskránni frá sjónarhóli fræðimanns. Kl. 12.50 Eivind Smith, prófessor UiO, forstöðumaður Institutt for offentlig rett: "Grunnloven som politisk redskap eller som symbol - aktuelle eksempler fra forslag til grunnlovsendringer i Norge" Kl. 13.30 Kaffihlé Kl. 13.45 Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur SI: Endurskoðun stjórnarskrárinnar og yfirþjóðlegt vald Kl. 14.15 Kári á Rógvi: "The New Faroese Constitution – National Concord and Improved System of Government" Kl. 14.45 Ágúst Þór Árnason, HA: Stjórnarskráin sem samfélagssáttmáli Kl. 15.15 Ráðstefnuslit
https://www.akureyri.is/is/frettir/viltu-kynnast-folki-fra-framandi-stodum
Viltu kynnast fólki frá framandi stöðum? Akureyrarbær auglýsir eftir þátttakendum á aldrinum 16 -19 ára til að taka þátt í alþjóðlegu umhverfisþingi ungs fólks sem haldið verður á Akureyri og Illugastöðum í haust. Á þinginu gefst einstakt tækifæri til að kynnast fólki frá öðrum norðlægum löndum m.a. Japan, Rússlandi, Kína og Alaska. Þingið sem verður á ensku, hefst og lýkur á Akureyri en verður þess á milli haldið á Illugastöðum. Þá daga sem þingið er á Illugastöðum munu þátttakendur dvelja á staðnum. Á dagskrá þingsins eru m.a.fyrirlestrar, kynningar, hópavinna og skoðunarferðir. Þingið er haldið á vegum Northern Forum samtakanna (www.northernforum.org) sem Akureyriá aðild að. Á þinginu verður m.a. fjallað um loftlagsbreytingar og endurnýjanlega orku. Umsækjendur þurfa að: eiga lögheimili á Akureyri eða vera í framhaldskóla á Akureyri hafa áhuga og/eða grunnþekkingu á umhverfismálum geta gert grein fyrir íslenskum umhverfismálum á þinginu Akureyrarbær ásamt fulltrúum framhaldsskólanna á Akureyri veita alla nauðsynlega aðstoð við undirbúning fyrir þingið. Uppihald, gisting á Illugastöðum og ferðakostnaður verður greiddur af Akureyrarbæ. Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda (nafn, heimilisfang, sími, nám/störfog málakunnátta), ástæða umsóknar, áhugi og/eða þekking á umhverfismálum og önnur áhugamál. Nánari upplýsingar f. h. Akureyrarbæjar gefa María H. Tryggvadóttir ([email protected]) og Sigríður Stefánsdóttir ([email protected]). Símanúmer: 460 1000. Nánari upplýsingar f.h. VMA gefur Garðar Lárusson og Jóhannes Árnason og f.h. MA gefur KristínSigfúsdóttir. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. mars 2005. Umsóknir berist í þjónustuanddyri í Ráðhúsi, Geislagötu 9 eða í tölvupósti í ofangreind netföng.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stafraent-sjonvarp-a-akureyri
Stafrænt sjónvarp á Akureyri Í dag, fimmtudaginn 10. mars, gangsetti fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. formlega fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi, nánartiltekið á Akureyri. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni, en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98% heimila á dreifisvæðinu. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri gangsetti kerfið. Hjá honum stendur (t.v.) Njörður Tómasson, framkvæmdastjóri Íslandsmiðils/VAL+. Með opnun á Akureyri geta Akureyringar og nærsveitamenn notið sömu þjónustu og íbúar suðvesturhornsins hafa átt möguleika á til þessa. Boðið verður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp með hámarksmyndgæðum. Í upphafi verður boðið upp á 8 erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, allar í stafrænum gæðum. Það sem áskrifandi þarf til að ná útsendingum er myndlykill sem er innifalinn í þjónustu VAL+ ásamt loftnetabúnaði. Búnaðurinn tengist yfirleitt hefðbundnum loftnetskerfum bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Það er mögulegt að horfa á útsendingarnar í hefðbundnum sjónvarpstækjum. Sú útsendingatækni sem Íslandsmiðill nýtir sér er að grunni til sama tækni og nýtt er til stafrænna útsendinga frá gervihnöttum sem er mest notaða stafræna útsendingartæknin í heiminum í dag. Með þeim hætti er mögulegt að samþætta þjónustu gervihnattafyrirtækjanna og VAL+. Þannig ná notendur VAL+ íslenskum sjónvarpsstöðvum ásamt þeim erlendu stöðvum sem VAL+ býður upp á. Með sama myndlykli verður hægt að taka á móti dagskrá áskriftastöðva í gegnum gervihnetti með því að setja upp viðbótar loftnet. Með einum langdrægum sendi sem staðsettur er á bænum Halllandi í Vaðlaheiði ná um 6-7.000 heimili útsendingum Íslandsmiðils/VAL+. Þar með ná flestir íbúar Akureyrarbæjar útsendingunum og dreibýlið inn að Hrafnagili og út að Hjalteyri. Þær áskriftarstöðvar sem í fyrstu verða í boði eru eftirtaldar: CNN CNBC Cartoon Network Discovery National Geographic Animal Planet TCM Eurosport RÚV Skjár 1 PoppTV Söluaðili á Akureyri er Ljósgjafinn, Glerárgötu 23, sími 460 7788. Áskriftarsíminn er 534 1700 og upplýsingar um þjónustuna er að finna á www.valplus.is. Áskriftargjald Val+ er kr. 1.790 á mánuði. Stofngjald er kr. 7.990. Innifalinn er stafrænn myndlykill. Áskrifendur greiða síðan sérstaklega fyrir loftnetsbúnað og uppsetningu ef þess er óskað.
https://www.akureyri.is/is/frettir/matur-inn-2005-um-helgina
Matur-inn 2005 um helgina Matarsýningin MATUR-INN 2005 verður haldin um helgina í Verkmenntaskólanum. MATUR-INN 2005 er matvæla- og léttvínsýning þar sem norðlensk fyrirtæki eru í forgrunni við að kynna sig og sínar vörur. Matvælaframleiðsla og tengdar greinar eru mjög fjölbreyttar á Norðurlandi og er tilgangurinn meðal annars að kynna almenningi betur þær vörur sem eru framleiddar á þeirra heimasvæði. 25 sýnendur hafa boðað komu sína og munu þeir bjóða upp kynningu á sínum vörum og þjónustu sem og góð tilboð verða í gangi á vörum frá sýnendum. Sýningin Maturinn 2005 er sérstaklega áhugaverð fyrir þær sakir að fyrirtæki á matvælasviði í Eyjafirði taka höndum saman og standa að kynningu með sameiginlegu átaki. MATUR-INN 2005 er haldin í tengslum við landskeppni matreiðslumanna, Matreiðslumaður ársins, sem nú er haldin 11.sinn. Keppnin er haldin í hinu glæsilega kennslueldhúsi Verkmenntaskólans. Í ár mæta 17 keppendur til leiks og hafa sjaldan verið fleiri, þannig að búast má við hörkuspennandi keppni. Jafnframt keppa nemar í framreiðslu, matreiðslu og kjötiðnaði. Margar uppákomur verða á svæðinu meðan á sýningu stendur, meðal annars keppa fulltrúar líkamsræktarstöðvanna í heilsusamlokugerð á laugardeginum og nokkrir kunnir einstaklingar keppa í matreiðslu á sunnudag. Barnagæsla verður á svæðinu í umsjá nema á leikskólabraut við Háskólann á Akureyri. Sýningin verður opnuð kl. 11 báða dagana, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Dagskrá MATUR-INN 2005: Laugardagur 12.mars 11.00 Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri opnar sýninguna 11.00-18.00 Matreiðslumaður ársins - keppni 11.00-18.00 Matvæla- og drykkjarframleiðendur kynna vörur 11.00-17.20 Kynning á léttvínum 14.00 Tónlistaratriði frá Leikhúskórnum 16.00 Heilsusamlokan 2005 - Líkamsræktarstöðvar á Akureyri keppa í samlokugerð Í boði Bakarísins við brúna Sunnudagur 13.mars 11.00 Sýning opnuð 11.00 Keppni matreiðslunema, framreiðslunema og kjötiðnaðarnema hefst 11.00-16.00 Matvæla- og drykkjarframleiðendur kynna vörur 11.00-15.20 Kynning á léttvínum 12.00 Hagkaups matreiðslukeppnin, þekktir einstaklingar úr bæjarlífinu keppa 14.00 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra flytur ávarp 15.00 Verðlaunaafhending Kynnir sýningarinnar er Margrét Blöndal matgæðingur og útvarpsmaður á Rás 2. Sýningarstjóri er FRIÐRIK V Kynning og tilboð á matvörum í gangi á meðan á sýningu stendur Happdrættisvinningar dregnir út á klukkustundarfresti Barnagæsla í umsjá nemenda Leikskólabrautar Háskólans á Akureyri frá kl. 13.00 báða dagana Veitingastaðir bæjarins verða með eitthvað spennandi á döfinni alla helgina Nóg að gerast á skemmtistöðum bæjarins
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-syning-a-listasafninu
Ný sýning á Listasafninu Laugardaginn 12. mars verður opnuð sýning á verkum Errós í Listasafninu á Akureyri og stendur hún til 8. maí. Meginuppistaðan á sýningunni eru átta risastór málverk úr myndröðinni Listasagan sem gerð voru 1991–1992. Til að gefa innsýn í vinnuaðferðir og hugmyndaheim Errós má einnig sjá fjögur verk þar sem hann klippir saman myndir annarra listamanna frá ýmsum tímabilum 20 aldar. Sýningin er gerð í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Erró málar í þriðju persónu — hann notar myndir sem hafa áður birst á prenti sem efnivið í verk sín. Frásagnarmátinn í þessum myndun er ýmist á þann hátt að Erró steypir saman í eitt rými ólíkum myndbrotum héðan og þaðan og býr til nýjar tilvísanir, eða hann notar einskonar net þar sem myndunum er raðað inn í og skapar á þann hátt framvindu eða hreyfingu í frásögnina. Erró hefur alltaf verið óhræddur við að takast á við nýja tækni og í myndröðinni Listasagan notar hann samskonar aðferð og iðnhönnuðir, net möskva til að ramma inn hverja mynd. Í verki eins og t.d. Magritte endursegir Erró okkur listasöguna; hann sýnir okkur brot af þekktustu myndum súrrealistans Magritte (1898–1967), ásamt persónum sem voru honum nákomnar. Nálgun Errós er með svipuðum hætti í verkunum Matisse, Gaugain, Picasso, Miro, Otto Dix, Léger og Andlitsmyndir expressjónistanna. Erró er alltaf ungur í anda: „Ég hef gaman af því að leika mér með form og búa til minn eigin heim þar sem ég get dvalið um stund... hver mynd er fyrir mér „ný" gömul saga sem ég segi sjálfum mér til að viðhalda þráhyggju barnsins sem ég hef aldrei hætt að vera." Þannig bjóða öll verkin á þessari sýningu upp á margskonar túlkun — Þótt frummerking myndanna sé skýr í huga Errós þá eru túlkunarmöguleikum áhorfandans lítil sem engin takmörk sett og það er í raun þekking hans, menning og andagift sem mestu ræður um hvernig hann les eða upplifir verkin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-leiguibudir-teknar-i-notkun
Nýjar leiguíbúðir teknar í notkun Akureyrarbær hefur tekið átta nýjar leiguíbúðir við Gránufélagsgötu í notkun. Markmiðið með byggingu á tveimur tveggja hæða íbúðarhúsum með fjórum íbúðum í hvoru húsi er að koma til móts við brýna þörf á litlum leiguíbúðum hjá Akureyrarbæ. Undirbúningur verksins hófst á haustdögum 2001 með arkitekta samkeppni þar sem leitað var eftir tillögum og tilboðum í heildar-hönnunarkostnað á húsunum. Niðurstaða samkeppninnar var sú að fela arkitektastofunni Form,verkfræðistofunni Opus og Rafteikningu verkið. Við formun húsanna var leitast var við að fella húsin sem best að aðliggjandi húsum. Nánari lýsingu er að finna hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarrad-alyktar-um-snjoframleidslu
Bæjarráð ályktar um snjóframleiðslu Bæjarráð samþykkti á fundi í gær að ráðist verði í uppsetningu og rekstur búnaðar til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli á árinu 2005. Fjármögnun stofnkostnaðar var vísað til stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Orðrétt er bókun bæjarráðs svohljóðandi: "Íþrótta- og tómstundaráð leggur til við bæjarráð að hafist verði nú þegar handa við undirbúning að snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli með það að markmiði að hún geti hafist á haustdögum 2005. Fram voru lagðar áætlanir um stofn- og rekstrarkostnað. Einnig staðfestingar KEA, Höldurs ehf. og Veitingahússins Greifans um þátttöku fyrirtækjanna í rekstrarkostnaði búnaðarins fyrstu fimm árin. Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki fyrir sitt leyti, að ráðist verði í uppsetningu og rekstur búnaðar til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli á árinu 2005. Fjármögnun stofnkostnaðar er vísað til stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Bæjarráð fagnar því frumkvæði sem fyrirtæki á Akureyri sýna með þátttöku í rekstrarkostnaði við snjóframleiðsluna."
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesileg-matarhatid-i-vma
Glæsileg matarhátíð í VMA Sýningin MATUR-INN 2005 var opnuð í morgun í Verkmenntaskólanum. Margir hafa lagt þangað leið sína í dag og bragðað á alls kyns norðlenskum réttum. Borðin svigna undan kræsingunum og stemningin er eins og best verður á kosið, sem sjá má á myndunum hér að neðan. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, opnaði sýninguna sem haldin er í tengslum við landskeppni matreiðslumanna, Matreiðslumaður ársins, sem nú er haldin 11.sinn. Í ár mæta 17 keppendur til leiks og hafa sjaldan verið fleiri, þannig að búast má við hörkuspennandi keppni. Jafnframt keppa nemar í framreiðslu, matreiðslu og kjötiðnaði. Dagskráin í dag og á morgun er þessi: Laugardagur 12.mars 11.00-18.00 Matreiðslumaður ársins - keppni 11.00-18.00 Matvæla- og drykkjarframleiðendur kynna vörur 11.00-17.20 Kynning á léttvínum 14.00 Tónlistaratriði frá Leikhúskórnum 16.00 Heilsusamlokan 2005 - Líkamsræktarstöðvar á Akureyri keppa í samlokugerð Í boði Bakarísins við brúna Sunnudagur 13.mars 11.00 Sýning opnuð 11.00 Keppni matreiðslunema, framreiðslunema og kjötiðnaðarnema hefst 11.00-16.00 Matvæla- og drykkjarframleiðendur kynna vörur 11.00-15.20 Kynning á léttvínum 12.00 Hagkaups matreiðslukeppnin, þekktir einstaklingar úr bæjarlífinu keppa 14.00 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-og viðskiptaráðherra flytur ávarp 15.00 Verðlaunaafhending Kynnir á sýningunni er einn af Umboðsmönnum Akureyrar 2005, Margrét Blöndal.
https://www.akureyri.is/is/frettir/einfoldud-og-laekkud-gjaldskra-leikskola-a-akureyri
Einfölduð og lækkuð gjaldskrá leikskóla á Akureyri Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur lagt til við bæjarráð að gjaldskrá leikskóla verði einfölduð frá því sem nú er með því að hafa eitt gjald fyrir alla. Þetta verði gert m.a. með því að lækka almenna gjaldskrá leikskóla um 25% þannig að grunngjald fyrir dvalartímann lækki úr 2.846 kr. í 2.134 kr. Lagt er til að gjaldskrárbreytingin taki gildi 1. maí 2005. Markmiðið með þessari breytingu er að koma til móts við stóran hóp barnafjölskyldna þannig að allir sitji við sama borð varðandi gjaldtöku óháð fjölskylduformi. Er þessi breyting mjög í takt við þá stefnu bæjaryfirvalda að Akureyri sé fjölskylduvænn bær. Þessi breyting hefur í för með sér að gjaldskrá vegna 656 barna lækkar um 5.692 kr. á mánuði en engin breyting verður hjá 117 börnum. Gjaldskrá 170 barna mun hækka en þau verða tímabundið áfram á lægra gjaldi. 55 börn sem verið hafa á lægsta gjaldi útskrifast úr leikskólunum í vor. Gjald vegna allra barna sem tekin eru inn í leikskóla bæjarins eftir 1. maí nk. fer eftir nýrri gjaldskrá. Ljóst er að breytingin getur haft nokkur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra fjölskyldna sem lægstar tekjur hafa og verður gripið til sérstakra ráðstafana til að draga úr þeim áhrifum. Vegna þeirra barna sem nú þegar eru í leikskóla á lægsta taxta, er lagt til að gjaldskrá þeirra hækki í þrepum. Gert er ráð fyrir að fjölskyldur með lágar ráðstöf-unartekjur geti sótt um afslátt af gjaldi í leikskóla og/eða daggæslu. Aukin stuðningur vegna vistunar barns í daggæslu Þá leggur skólanefnd ennfremur til við bæjarráð að tekin verði upp föst greiðsla til allra foreldra vegna vistunar barns hjá daggæsluaðila. Tilgangur með þeirri breytingu er að einfalda og gera stuðning bæjaryfirvalda gagnsærri og þannig jafna stöðu foreldra óháð fjölskylduformi. Um leið færist kostnaður þeirra nær því sem gerist hjá leikskólum Akureyrarbæjar. Þessi greiðsla verði 2.500 kr. fyrir hverja dvalarstund þó að hámarki 8 klst. þannig að hæst geti greiðslan orðið 20.000 kr. á mánuði. Lagt er til að þessi breyting taki gildi frá og með 1. júní 2005. Í dag eru um 100 börn hjá daggæsluaðilum. Kostnaður foreldra/forráðamanna mun lækka verulega vegna 60 barna og lækka lítilsháttar vegna 40 barna ef kostnaður vegna fæðis er ekki tekinn með. Viðbótarútgjöld Akureyrarbæjar vegna breytinga á gjaldskrá leikskóla og greiðslum vegna daggæslu barna eru áætluð 25-30 m.kr. á ári. Þessar breytingar draga fram þær áherslur sem Akureyrarbær leggur á fjölskylduvænt samfélag og endurspeglast m.a. í mikilli þjónustu við þennan aldurshóp sbr. eftirfarandi töflu. Hlutfall barna á Akureyri í leikskólum Fæðingarár 1999 2000 2001 2002 2003 Hlutfall barna 99,2% 98,4% 99,6% 94,1% 14,1%
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorn-alyktar-um-vidhald-vardskipa
Bæjarstjórn ályktar um viðhald varðskipa Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í dag með 11 samhljóða atkvæðum ályktun um þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga að tilboði pólskrar skipasmíðastöðvar í viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý. Ályktun bæjarstjórnar er svohljóðandi: "Bæjarstjórn Akureyrar lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ríkiskaupa að ganga að tilboði pólskrar skipasmíðastöðvar í viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý. Með þessu verklagi er vegið að rótum íslensks iðnaðar, sem hlýtur að vekja furðu, ekki síst í ljósi þess að íslenskum stjórnvöldum er fullljóst að skipasmíðar hér á landi keppa á þessu sviði við ríkisstyrktan erlendan atvinnurekstur. Tilboð Slippstöðvarinnar sýnir að íslenskur skipasmíðaiðnaður stenst erlend tilboð á þessu sviði án þess að tillit sé tekið til þess óbeina hagnaðar sem íslenskt samfélag hefur af því að verkið skuli unnið hér á landi. Að taka ekki tilboði Slippstöðvarinnar undir þessum kringumstæðum sýnir fyrst og fremst skort á vilja og metnaði til þess að hlú að þessari mikilvægu atvinnugrein í landinu. Bæjarstjórn Akureyrar skorar á fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra og iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að ákvörðun Ríkiskaupa um að taka hinu pólska tilboði verði endurskoðuð og tryggja að viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý fari fram í íslenskum skipasmíðastöðvum."
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstrarnidurstada-jakvaed-um-240-mkr-arsreikningar-akureyrarbaejar-2004
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 240 m.kr. - Ársreikningar Akureyrarbæjar 2004 Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 verða til umræðu í bæjarstjórn í dag. Helstu niðurstöður eru að rekstur sveitarfélagsins gekk mjög vel á árinu og var jákvæður um tæpar 240 m.kr. Miklar framkvæmdir áttu sér stað og var framkvæmt fyrir um 1.820 m.kr. á árinu. Handbært fé frá rekstri nam 1.908 m.kr. og hækkaði um 533,1 m.kr. Fjármagnsliðir eru jákvæðir um 73,4 m.kr. Frá blaðamannafundi í dag þar sem ársreikningar bæjarins voru kynntir ásamt breytingum á gjaldskrám leikskóla Akureyrarbæjar. Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Akureyrarkaupstaður og Hríseyjarhreppur sameinuðust á árinu og er nú gerður einn ársreikningur fyrir hið sameinaða sveitarfélag. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Heildarniðurstaða ársins er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og fjárhagurinn traustur. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um ríflega 239,9 m.kr. en áætlun hafði gert ráð fyrir 146,7 m.kr. hagnaði á árinu. Gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir og voru gjaldfærðar nærri 439 m.kr. í samstæðunni. Ef ekki hefði komið til mikil hækkun lífeyrisskuldbindinga hefði orðið um verulegan rekstrarafgang á árinu að ræða. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 1.555,9 m.kr. og handbært fé frá rekstri 1.907,7 m.kr. Fjárfestingarhreyfingar voru 1.775,4 m.kr. Fjármögnunarhreyfingar námu samtals 400,8 m.kr. Afborgun langtímalána nam 587,1 m.kr. en ný langtímalán námu 1.064,1 m.kr. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 533,1 m.kr. og nam handbært fé sveitarfélagsins í árslok 1.488,7 m.kr. Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 4.030.973 þús.kr. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.420. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 57,7,0% en 52,9% án breytinga á lífeyrisskuldbindingum. Annar rekstrarkostnaður var 29,4% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 260 þús.kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 550 þús.kr. á hvern íbúa (510 þús.kr. árið 2003). Árið 2003 voru skatttekjur 239 þús.kr. á hvern íbúa. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um samtals 73,4 m.kr. Vaxtatekjur námu 120,8 m.kr., arður af eignarhlutum 66,3 m.kr., verðbætur og gengismunur var jákvæður um 58.6 m.kr. og tekjur vegna hlutdeildarfélaga 15,2 m.kr. Vaxtagjöld námu 187,4 m.kr. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærðar á 20.782,3 m.kr., þar af eru veltufjármunir 2.675,3 m.kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 13.302,8 m.kr., þar af eru skammtímaskuldir 2.077,1 m.kr. Veltufjárhlutfallið er 1,29 í árslok, en var 1,25 árið áður. Bókfært eigið fé nemur 7.479,6 m.kr. í árslok sem er 36,0% af heildarfjármagni. Árið áður var þetta hlutfall 37,1%.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmidlalandslag-austur-evropu
Fjölmiðlalandslag Austur-Evrópu Á Félagsvísindatorgi í dag ætlar Auðunn Arnórsson að fjalla um landslagið í austur-evrópskum fjölmiðlaheimi en Auðunn þekkir það af eigin reynslu. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.00 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð. Við umskiptin miklu sem fall Járntjaldsins leiddi yfir þjóðfélög austantjaldslandanna fyrrverandi léku fjölmiðlar lykilhlutverk eins og gefur að skilja. Hið nýfengna frelsi undan oki ritskoðunar og pólitískrar ofstýringar sovéthollra valdhafanna á allri fjölmiðlun ól af sér fjölskrúðuga flóru nýrra miðla. Í mörgum þessara landa fór þó fljótlega svo, að gömlu Flokksmálgögnin - stundum með breyttu nafni - festu sig í sessi sem leiðandi miðlar á hinum nýju tímum, undir breyttu eignarhaldi og nýrri ritstjórnarstefnu. Í erindinu mun Auðunn lýsa þessu nýja fjölmiðlalandslagi Mið- og Austur-Evrópu og þróun þess, en hann hefur heimsótt ritstjórnir margra dagblaða þar eystra. Auðunn Arnórsson lauk MA-gráðu í sagnfræði og stjórnmálafræði frá háskólanum í Freiburg im Breisgau í Þýzkalandi 1994 og Master of European Studies-gráðu frá Evrópuháskólanum í Brugge í Belgíu 1996. Hann er blaðamaður á Fréttablaðinu en var í rúm átta ár blaðamaður á Morgunblaðinu. Veturinn 2001-2002 var hann sem "EJF-Fellow" í rannsóknarleyfi við blaðamennskufræðasetrið Journalistenkolleg við Freie Universität í Berlín. Vorið 2000 var hann í tvo mánuði gestablaðamaður á ritstjórn dagblaðsins Die Welt í Berlín. Fyrirlesturinn hefst sem áður segir kl. 12.00 og eru allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bitlakonsert-i-ketilhusinu
Bítlakonsert í Ketilhúsinu Leikhúskórinn á Akureyri heldur upp á 10 ára starfsafmæli nú í vor. Af því tilefni verða haldnir tvennir afmælistónleikar í Ketilhúsinu, föstudagskvöldið 18. mars og laugardagskvöldið 19. mars kl 21.00. Á efnisskránni eru Bítlalög útsett af Roari Kvam tónlistarstjóra fyrir 11 manna hljómsveit, einsöngvara og kór. Aðaleinsöngvari er Pálmi Gunnarsson og einnig syngja Sigurður Hörður Ingimarsson, Ingimar Guðmundsson og Jóhann Möller einsöng með kórnum. Allar frekari upplýsingar um tónleikana má finna á heimasíðu kórsins http://nett.is/leikhuskorinn/ og þar er einnig hægt að panta miða á tónleikana.
https://www.akureyri.is/is/frettir/staekkun-a-hjukrunarheimilinu-hlid-a-akureyri
Stækkun á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri Samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir Hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri er gert ráð fyrir stækkun á heimilinu með nýrri byggingu vestan við núverandi byggingar. Í þessari nýju byggingu verða 60 hjúkrunarrými í einstaklingsherbergjum, eldhús og matsalur, búningsaðstaða fyrir starfsfólk, stigahús, lyfta og tengigangur við eldri byggingu. Verkið felur í sér jarðvinnu, uppsteypu og fullnaðarfrágang innanhúss og utan á byggingunni og tengigangi. Einnig tengingu við eldra hús ásamt lóðarfrágangi og malbikun á bílstæðum, en jarðvegsvinna fyrir þau, ásamt malbikun aðkomuleiðar og bílastæða fjær, hefur þegar verið unnin í sérstöku útboði. Heildarstærð byggingarinnar er 3964 m². Byggingin verður steinsteypt þrjár hæðir, 17m x 87m að grunnfleti. Hún stendur í hallandi landi þannig að 1. hæð er í jarðhæð að austan en 2. hæð er í jarðhæð að vestan. Á 1. hæð verða tæknirými, sorpgeymsla, eldhús, matsalur, búningsaðstaða starfsfólks, stigahús og lyfta ásamt tengigangi við eldri byggingu. Á 2. og 3. hæð eru hjúkrunarrými, 30 herbergi á hvorri hæð. Viðbyggingin við Hlíð er samstarfsverkefni Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar. Arkitektar viðbyggingarinnar eru Arkitektur.is ehf og verkfæðihönnun er í höndum VST hf. Verklegar framkvæmdir hafa nú verið boðnar út og er opnunartími tlboða 5. apríl nk. kl. 11.00. Bjóðendum er boðið til kynningarfundar í aðalanddyri Hlíðar, Austurbyggð 17, 22. mars nk. kl. 10.00. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með framkvæmdunum. Fyrirhuguð verklok eru 15. september 2006 og má því reikna með að húsið verði komið í rekstur um miðjan október sama ár.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinartonleikar-med-diddu-og-johanni-fridgeiri
Vínartónleikar með Diddú og Jóhanni Friðgeiri Sinfóníuhljómsveit Norðurlands býður til söngveislu miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00 í Íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri. Með hljómsveitinni koma fram þau Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór sem eru meðal okkar fremstu óperusöngvara og hafa getið sér gott orð bæði hér á landi sem og erlendis. Á efnisskránni verður m.a. flutt tónlist úr Kátu ekkjunni eftir F. Lehár og Leðurblökunni eftir Joh. Strauss. Að auki má nefna hin sívinsælu hljómsveitarverk Keisaravalsinn, Tritsch tratsch polka og Radetzky mars eftir Joh.Strauss. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verður á þessum tónleikum skipuð yfir 50 hljóðfæraleikurum sem koma víðsvegar að af landinu þó að stærstum hluta séu þeir frá Akureyri og sveitafélögum þar í kring. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur 6 almenna tóleika á ári. Skólatónleikar á Norðurlandi er stór þáttur í starfi hljómsveitarinnar og í vetur hefur verið mikið og gott samstarf milli SN og Leikfélags Akureyrar við uppsetningu á söngleiknum Óliver.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-pressa-til-boggunar-tekin-i-notkun
Ný pressa til böggunar tekin í notkun Í síðustu viku var tekin í notkun hjá Endurvinnslunni á Akureyri ný og mjög öflug pressa til böggunar á ýmsum neysluúrgangi sem er hægt að koma til endurvinnslu. Þar má nefna dagblöð og tímarit, bylgjupappa, fernur, landbúnaðarplast, platsflöskur og fleira. Baggarnir sem koma úr vélinni eru almennt yfir 500 kg þannig að mjög góð nýting verður á gámum í útflutningi. Með tilkomu vélarinnar er hægt að auka verulega það magn sem Endurvinnslan getur tekið við en við bestu aðstæður er talið að vélin ráði við 10 til 15 tonn á klst. Á síðasta ári var tekið við rúmum 520 tonnum af pappír og þar af tæp 450 tonn frá Akureyri. Einnig var tekið við um 30 tonnum af fernum, þar af 15 tonnum frá Akureyri, 45 tonnum af landbúnaðrplasti, 180 tonnum af platsflöskum, þar af 100 tonn af Eyjafjarðarsvæðinu. Til fróðleiks má geta þess að talið er að á svæði Sorpeyðingar Eyjafjaðar falli til u.þ.b. 2.200 til 2.600 tonn af pappír og pappa, 100 tonn af fernum og 350 tonn af landbúnaðarplasti en þessu verður nú mun auðveldara að taka við og koma til endurvinnslu og hætta að urða þau eins og gert er í dag. Öllum einstaklingum og fyrirtækjum sem eru með mikið magn af endurvinnsluefnum er heimilt að koma með þau beint upp í Réttarhvamm 3 en öðrum er bent á grendargáma og á gámasvæðið. Opið er fyrir móttöku á öðru en einnota skilagjalsdskyldum umbúðum frá kl. 8 til 17 en móttaka fyrir einnota skilagjaldskyldar umbúðir er frá 10 til 17. Frá vígslu pressunnar: Eiríkur Hannesson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, sem ræsti tækið formlega, og Gunnar Garðarsson, forstöðumaður Endurvinnslunnar á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verdlaun-fyrir-einn-tveir-og-nu
Verðlaun fyrir \"Einn, tveir og nú!\" Afhent hafa verið verðlaun fyrir þátttöku í heilsueflingarátakinu “Einn tveir og nú!” í febrúar 2005. Í hverjum mánuði eru dregin út nokkur innsend fjölskyldukort og hljóta eigendur þeirra viðurkenningu fyrir þátttökuna. Hver fjölskylda skráir alla hreyfingu á “Fjölskyldukort” sem einskonar almanak fyrir hvern mánuð. Kortinu skal skila inn fyrir tíunda hvers mánaðar og úr innsendum kortum eru dregin út nokkur nöfn sem fá verðlaun fyrir þátttökuna. Verðlaunahafarnir ásamt Jóhannesi Bjarnasyni, þjálfara, íþróttakennara og bæjarfulltrúa, sem afhenti verðlaunin að þessu sinni. Eftirtalin duttu í lukkupottinn að þessu sinni: 1. Fjölskyldan Tjarnarlundi 19h - Heiðdís Maitsland, Helena Ýr Pálsdóttir og Karen Birta Pálsdóttir. Helena Ýr, 8 ára, og Karen Birta, 4 ára, fengu sitt hvora flíspeysuna frá 66°N. 2. Fjölskyldan Skarðshlíð 46 - 213 - Íris Alma Vilbergsdóttir og Ísabella Alexandra Óskarsdóttir. Ísabella Alexandra, 8 ára, fékk bakpoka frá 66°N. 3. Fjölskyldan Skálagerði 3 – Kristján Kristjánsson, Nóra og Hlér Kristjánsson. Hlér Kristjánsson, 9 ára, fékk bakpoka frá 66 Norður. 4. Fjölskyldan Oddeyrargötu 23 - Sturla Emil, Kristbjörg Anna, Niels Þorgeir, Birgit og Þórarinn Björn. Sturla Emil Sturluson, 14 ára, Kristbjörg Anna, 12 ára, og Niels Þorgeir, 11 ára, fengu sitt hvern bakpoka frá 66°N. 5. Fjölskyldan Drekagili 19 - Áslaug Björk Helgadóttir, Helga Nína Helgadóttir, Helgi og Þórhildur. Áslaug Björk, 7 ára, og Helga Nína, 9 ára, fengu sundkort fyrir alla fjölskylduna. 6. Fjölskyldan Austurbyggð 11 - Tómas Leó Halldórsson, Tinna Mjöll Halldórsdóttir, Maron Trausti Halldórsson, Unnur Kristjánsdóttir og Halldór Torfi Torfason. Tómas Leó, 15 ára, Tinna Mjöll, 13 ára, og Maron Trausti, 8 ára, fengu sundkort fyrir alla fjölskylduna. 7. Fjölskyldan Einholti 2 b – Halldóra Hlíf Hjaltadóttir. Halldóra Hlíf, 10 ára, fékk sundkort fyrir alla fjölskylduna. 8. Fjölskyldan Helgamagrastræti 5 - Oddur Viðar Malmquist, Jóhann Gunnar Malmquist, Gunnar Viðar Eiríksson og Karen Malmquist. Jóhann Gunnar, 13 ára, og Oddur Viðar, 10 ára, fengu gjafir frá Landsbankanum. 9. Fjölskyldan Stapasíðu 15d - Harpa Marín Traustadóttir, Katrín Lóa Traustadóttir, Sigurður Traustason, Svala Árnadóttir og Trausti Sigurðsson. Harpa Marín, 11 ára, Katrín Lóa, 9 ára, og Sigurður, 7 ára, fengu gjafir frá Landsbankanum. 10. Fjölskyldan Norðurgötu 53 – Viðar Pálsson, Sólveig Styrmisdóttir, Ásta Rakel Viðarsdóttir og Katrín Karítas Viðarsdóttir. Ásta Rakel, 7 ára, og Katrín Karitas, 5 ára, fengu gjafir frá Landsbankanum. Heilsueflingarátakið “Einn tveir og nú!” stendur til vors. Upplagt er að skrá skíða- og/eða skautaferðirnar inn á fjölskyldukortið, nú eða, sundferðina, gönguferðina, “út að leika” eða hvað annað. Framundan eru páskarnir og þá er upplagt að nýta til hollrar hreyfingar og útiveru í faðmi fjölskyldunnar. Það eitt að fylla út fjölskyldukort og skila því inn gefur góða möguleika á veglegum vinningum. Hægt er að nálgast ný fjölskyldukort í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar (Geislagötu 9), Sundlaug Akureyrar eða hjá riturum grunnskólanna, Félagssviði Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26 og á heimasíðu verkefnisins www.akureyri.is/12ognu. Dregið verður úr innsendum fjölskyldukortum fyrir mars þann 15. apríl 2005.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samkomulag-um-studning-vid-felag-eldri-borgara
Samkomulag um stuðning við Félag eldri borgara Föstudaginn 11. mars undirrituðu formaður Félags eldri borgara á Akureyri og bæjarstjórinn á Akureyri samkomulag um stuðning bæjarins við félagið á árunum 2005-2008. Markmið samkomulagsins er að tryggja að eldri borgarar á Akureyri eigi kost á eins góðu félags- og tómstundastarfi og þörf er á hverju sinni til að viðhalda andlegri, félagslegri og líkamlegri færni þeirra, og til að þeir geti notið efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins. Björg Finnbogadóttir, formaður Félags eldri borgara á Akureyri, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrita samkomulagið. Stefna Akureyrarbæjar er að almennur rekstur tómstundastarfs fyrir eldri borgara verði sem mest á höndum Félags eldri borgara í framtíðinni. Framlag Akureyrarbæjar til samkomulagsins nemur um 1 m.kr. á ári á ári í formi leigu og styrkja til starfsemi félagsins. Tekið skal fram að áætlað er að Akureyrarbær leggi fram að auki hartnær 34 m.kr. á þessu ári sérstaklega í tómstundastarf fyrir eldri borgara á Akureyri. Fjölmenni fylgdist með athöfninni sem fram fór í þjónustumiðstöðinni Bjargi við Bugðusíðu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/er-aldur-afstaedur
Er aldur afstæður? Í vetur hefur verið samstarf á milli leikskólans Síðusels og Öldrunarheimilisins Hlíðar. Einu sinni í mánuði hafa átta 5 ára börn heimsótt íbúa einnar deildar í Hlíð. Vel hefur tekist til og börnin eru orðin nokkuð heimavön í Hlíð. Ýmislegt hefur verið brallað saman, s.s. spjallað um gamla muni, farið með þulur, sungið saman, lesnar sögur og nú síðast sáðu íbúarnir og börnin blómafræjum sem munu gleðja augað í sumar. Heimsóknir barnanna á Síðuseli hafa glatt íbúa Hlíðar og börnin hafa lært ýmislegt í samskiptum sínum við eldra fólkið. Nýverið endurguldu nokkrir íbúar í Hlíð heimsóknirnar og brugðu sér út á Síðusel þar sem vel var tekið á móti þeim.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-skapandi-baer
Akureyri - skapandi bær Vinna við endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar er nú á lokastigi. Vinnan hófst á 2ja daga vinnustofu sem kallaðist "Menning 2008" sem haldin var um mitt ár 2003 og síðan hefur menningarmálanefnd unnið með hléum að verkinu. Nú síðast í janúar var efnt til opins nefndarfundar í Ketilhúsinu þar sem stefnan var til umræðu og fjölmargar gagnlegar ábendingar bárust. Menningarmálanefnd ákvað á síðasta fundi sínum að birta drög að endurskoðuninni hér á heimasíðunni og gefa fólki kost á að segja skoðun sína. Senda má athugasemdir til menningarfulltrúa bæjarins í netfangið [email protected] eða bréfleiðis í Glerárgötu 26. Tekið verður á móti athugasemdum til 1. apríl nk.. Drög að stefnunni er að finna hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oll-lifsins-gaedi-i-sjonvarpinu
Öll lífsins gæði í sjónvarpinu Sjónvarpsauglýsingin "Öll lífsins gæði" sem Akureyrarbær birti á árunum 2000 og 2001, er aftur komin á skjáinn. Hún verður meðal annars birt á undan þættinum "Gettu betur" í kvöld þar sem lið MA keppir í úrslitum í Spurningakeppni framhaldsskólanna. Auglýsingin verður í loftinu næstu þrjár vikurnar eða svo. Farið hefur verið yfir hana, hún klippt örlítið til og stytt allverulega. Birtingar á auglýsingunni núna eru liður í markaðssetningu bæjarins og styrkingu slagorðsins "Öll lífsins gæði". Herferðin er þáttur í Evrópuverkefninu Brandr og kostuð af því.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oliver-kvedur-fyrir-fullu-husi
Óliver kveður fyrir fullu húsi Á laugardag verða tvær allra síðustu sýningar á söngleiknum Óliver sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir hjá Leikfélagi Akureyrar að undanförnu. Sýningin sem er með stærstu uppsetningum leikhússins frá upphafi var frumsýnd um jólin og hefur verið afar vel tekið bæði af áhorfendum og gagnrýnendum. Uppselt og troðfullt hefur verið á allar sýningar og því verið bætt við fjölda aukasýninga. Uppselt er á báðar sýningarnar á Óliver á laugardag og langur biðlisti er eftir ósóttum pöntunum. Er því ljóst að færri munu komast að en vilja. Upphaflega stóð til að ljúka sýningum á Óliver í lok febrúar en leikhúsið sýnir nú eftir nýju sýningarfyrirkomulagi, þar sem sýningar eru sýndar mun þéttar en áður. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að halda áfram sýningum í mars. Nú þarf Óliver hins vegar að víkja fyrir næstu uppsetningu leikhússins því Pakkið á móti eftir Henry Adam verður frumsýnt 15. apríl. Óliver er sett upp af LA í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Um sextíu manns koma að hverri sýningu verksins, þar af 18 börn. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson og hljómsveitarstjóri Guðmundur Óli Gunnarsson. Ólafur Egill Egilsson hefur vakið mikla athygli og lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki Fagin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/solgleraugu-i-fjallinu
Sólgleraugu í Fjallinu Vel er hægt að renna sér í Hlíðarfjalli þessa dagana þrátt fyrir fremur lítil snjóaalög. Að sögn Guðmundar Karls, forstöðumanns í Hlíðarfjalli, er færið heldur blautt en þó hægt að nota allar lyftur og allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi efra. Guðmundur segir að þrátt fyrir hlýindi síðustu daga líti þokkalega út með páskana en veðurspám beri ekki saman um það hvort við megum eiga von á einhverri snjókomu næstu daga. Starfsfólk Hlíðarfjalls vonar svo sannarlega að bæti við snjóinn en ítrekar að maður er manns gaman og minnir um leið gesti á að hafa með sér sólgleraugun og sólaráburðinn í Fjallið. Myndirnar hér að neðan voru teknar á mánudag í Hlíðarfjalli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/storglaesilegur-arangur-akureyringa
Stórglæsilegur árangur Akureyringa Unglingameistaramót Íslands á skíðum fór fram á Siglufirði um síðustu helgi. Krakkarnir úr Skíðafélagi Akureyrar stóðu sig frábærlega og unnu m.a. alla bikara nema einn í alpagreinum. Á sunnudag gerðu þau sér lítið fyrir og unnu alla Íslandsmeistaratitlana í alpagreinum. Í flokki 13-14 ára urðu Íslandsmeistarar í stórsvigi þau Íris Guðmundsdóttir og Víkingur Þór Björnsson og í svigi í flokki 15-16 ára Salome Tómasdóttir og Þorsteinn Ingason. Sömu krakkar urðu Íslandsmeistarar í alpatvíkeppni. Fleiri stóðu sig vel. Í flokki 13-14 ára stúlkna varð Halla Sif Guðmundsdóttir önnur og Katrín Kristjánsdóttir sjöunda. Inga Rakel Ísaksdóttir og Íris Eva Stefánsdóttir voru meðal 10 efstu í fyrri ferð en fengu slæmar byltur í þeirri seinni. Tinna Dagbjartsdóttir lauk ekki fyrri ferð. Hjá strákunum varð Björn Ingason fjórði, Gunnar Þór Halldórsson níundi, Sigurgeir Halldórsson tíundi og Eyþór Arnarson fjórtándi. Í flokki 15-16 ára varð Ágúst Freyr Dansson þriðji og Stefán Jón Sigurgeirsson, Húsavík, sjötti. Þóra Björg Stefánsdóttir varð fjórða í flokki 15-16 ára stúlkna. Í alpatvíkeppni 13-14 ára sigraði Víkingur og Björn varð fimmti. Íris sigraði hjá stúlkunum og Halla Sif varð önnur. Í flokki 15-16 ára sigraði Þorsteinn og Ágúst Freyr varð þriðji. Salome sigraði hjá stúlkum 15-16 ára og Þóra Björg varð í fjórða sæti. Í svigkeppni 13-14 ára unnu Halla Sif og Víkingur Þór. Íris Guðmundsdóttir var önnur, Íris Eva fimmta, Tinna sjötta og Katrín áttunda. Í stórsvigi 15-16 ára á náðu allir keppendurnir frá Skíðafélagi Akureyrar verðlaunasæti. Í drengjaflokki var þrefaldur sigur, Þorsteinn varð í fyrsta sæti, Jón Viðar Þorvaldsson í öðru og Ágúst Freyr í þriðja sæti. Í stúlknaflokki varð Salome í öðru sæti og Þóra Björg í þriðja sæti. Heildarúrslit eru hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/throun-islenska-velferdarkerfisins
Þróun íslenska velferðarkerfisins Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð, í samvinnu við Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri, boða til opins fundar um þróun íslenska velferðarkerfisins, föstudaginn 1. apríl. Fundurinn verður i Deiglunni og hefst kl. 18.00. Aðgangur er ókeypis. Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, opnar fundinn, en síðan munu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, og Sigrún Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður menningarmálanefndar Akureyrarbæjar, fjalla um stöðu mála. Umræður verða í fundarlok. Nokkrir erfiðleikar steðja að norræna velferðarkerfinu. Öldruðum fjölgar, kostnaður vegna umönnunar eykst og ellilífeyrisútgjöld hækka um leið og þeim fækkar sem stunda vinnu. Þetta gerir æ erfiðara að standa straum af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins. Spurningarnar eru margar og ágengar. Munu Íslendingar kjósa að halla sér í æ meira mæli að bandaríska velferðarmódelinu eða halda í það norræna? Hver er raunveruleg staða íslenska velferðarkerfisins? Af hverju eru fleiri konur en karlar undir fátækramörkum? Hvernig er hlúð að barnafjölskyldum? Einstæðum foreldrum? Börnum með sérþarfir? Í nýrri bók sem Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin hafa gefið út, er tekinn saman fróðleikur og kynntar nýjar humyndir um hvernig viðhalda megi velferðarkerfinu. Ellefu norrænir stjórnmálamenn, fræðimenn og blaðamenn, setja þar á blað hugleiðingar sínar og rannsóknarniðurstöður. Meðal höfunda eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og dr. Stefán Ólafsson. Nánari upplýsingar um bókina eru á slóðinni www.norden.org/valfardsboken (á sænsku). Dagskrá fundarins frá kl. 18.00-20.00: Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs opnar fundinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir – Velferðarsamfélagið – Klisja eða veruleiki Sigrún Jakobsdóttir – Velferð á Akureyri Umræður undir stjórn Sigrúnar Stefánsdóttur
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjobretti-i-gilinu-a-laugardag
Snjóbretti í Gilinu á laugardag! Ak-Extreme snjóbrettamótið verður haldið í Hlíðarfjalli og á Akureyri um helgina. Mótið hefur smám saman verið að festa sig í sessi og er þetta í fjórða sinn sem það er haldið. Hápunktur þess er líklega stökkkeppni efst í Gilinu sunnanvert við Andapollinn. Í fyrra taldi lögreglan á Akureyri að um 2-3.000 manns hefðu fylgst með sýningu snjóbrettagarpanna í Gilinu. Að þessu sinni hefst dagskráin með flugeldasýningu kl. 21, síðan verður keppt á snjóbrettum og loks taka snjósleðamenn nokkrar bunur niður snarbratta brautina. Unnið að smíði stökkpallsins síðdegis á fimmtudag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vortonleikar-kvennakorsins-a-sunnudag
Vortónleikar Kvennakórsins á sunnudag Kvennakór Akureyrar heldur sína fjórðu vortónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 3. apríl kl. 16.00. Stjórnandi er Þórhildur Örvarsdóttir og undirleikarar verða Eyþór Ingi Jónsson á píanó og Snorri Guðvarðarson á gítar. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er Sigrún Arna Arngrímsdóttir messósópran. Efnisskráin er að vanda fjölbreytt, þar má finna lög eftir íslenska og erlenda höfunda, þjóðlög, negrasálma og fleira. Þetta er 4. starfsár Kvennakórs Akureyrar í þeirri mynd sem hann er nú. Björn Leifsson stjórnaði kórnum tvö fyrstu árin, þá tók Þórhildur Örvarsdóttir við en hún er nú á förum til frekara náms erlendis. Þetta starfsár verður mjög viðburðaríkt; haldnir voru tónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar í desember, vortónleikarnir eru eins og áður sagði 3. apríl í Akureyrarkirkju og kórinn heldur einnig tónleika í Skúlagarði 21. maí. Starfsárinu lýkur svo með tónleikaferð til Slóveníu 23. júní. Kórfélagar eru nú milli 70 og 80 talsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-faer-vidurkenningu
Akureyrarbær fær viðurkenningu Viðurkenningar fyrir framsækin sveitarfélög voru veitt til sex sveitarfélaga í þremur stærðarflokkum á ráðstefnu um nýjungar í stjórnun sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum. Þau sveitarfélög sem hlutu viðurkenningu voru Akureyrarkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Blönduósbær, Reykjanesbær, Vatnsleysustrandarhreppur og Garðabær. Akureyri var veitt viðurkenning fyrir stjórnkerfisbreytingar sem tóku gildi 2003 og höfðu það að markmiði að: auka skilvirkni og flýta afgreiðslu með fullnaðarafgreiðslu til nefnda og starfsmanna efla stefnumótandi hlutverk bæjarstjórnar gera fundi bæjarstjórnar markvissari og umræður skipulegri færa starfshætti í átt til rafrænnar stjórnsýslu Sveitarfélaginu er ennfremur veitt viðurkenning fyrir að hafa tekist vel að samþætta verkefni frá ríkinu, sem sveitarfélagið tók í upphafi við sem reynslusveitarfélag, við aðra þjónustu sína og fyrir að hafa verið í fararbroddi meðal íslenskra sveitarfélaga við innleiðingu á rammafjárhagsáætlunargerð, árangursstjórnunaraðferðum og samningsstjórnun á sviði tölvumála og menningarmála. Á sviði upplýsingatækni hefur sveitarfélagið unnið á heildstæðan og markvissan hátt að uppbyggingu, fyrst með því að tryggja gagnaflutning til og frá öllum stofnunum bæjarins og síðan með því að fara í heildstæða greiningu á þörfum fyrir ný upplýsingakerfi sem boðin voru út og nú er unnið að því að innleiða. Á sviði starfsmannamála hefur verið unnið að ýmsum starfsþróunarverkefnum og tekin upp nýmæli til að gera ráðningar gegnsærri og hlutlægari, svo og kjaraákvarðanir fyrir stjórnendur. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar, Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar og Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vatnsleysustrandarhreppir með viðurkenningar sínar ásamt þeim Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, sviðsstjóra Alþjóða- og þróunarsviðs sambandsins. Frétt af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aungvir-grata-jafnsart-og-hverjir-hugga
Aungvir gráta jafnsárt - og hverjir hugga? Haldin verður námsstefna með yfirskriftinni „Aungvir gráta jafn sárt- og hverjir hugga”- ofbeldi og aldraðir, á hótel Kea, Akureyri þann 7. apríl kl. 10.00 -16.30. Á námsstefnunni munu sérfræðingar ræða um ofbeldi út frá ýmsum hliðum og má þar meðal annarra nefna öldrunarlækninn Ólaf Þór Gunnarsson frá Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi sem og Tor Inge Romøren, Ph.D. lækni og félagsfræðing í öldrunarfræðum frá Osló, Noregi sem fjallar um þarlenda langtíma rannsókn. Einnig munu iðjuþjálfi, félagsráðgjafar, prestur, heimspekingur og fleiri sérfræðingar taka til máls. Talið er að ofbeldi snerti aldraða sem og aðra á afar margvíslegan hátt. Mikið hefur verið rætt um sjálfræði aldraðra, fjárhagslega misnotkun, áhrif aukins ofbeldis í þjóðfélaginu á daglegt líf aldraðra undanfarin misseri. Ofbeldi er oft á tíðum mjög falið og er það eitt af markmiðum námsstefnunnar að varpa ljósi á stöðu aldraðra. Sérstaklega er sjónum beint til þeirra sem vinna með öldruðum. Námsstefnan stendur frá kl. 10.00-16.30 og er opin öllum áhugasömum á meðan húsrúm leyfir. Skráningargjald er 8.000 kr. og innifalin eru námskeiðsgögn, morgun- og síðdegiskaffi og hádegisverður. Skráningu er lokið en áhugasamir geta haft samband við Þórdísi Rósu Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðing og fræðslufulltrúa Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, á netfangið [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuathing-um-skolastefnu-kl-1630-i-dag
Íbúaþing um skólastefnu kl. 16.30 í dag Í dag kl. 16.30, miðvikudaginn 6. apríl, verður haldið opið íbúaþing, eða svokallað stefnuþing, um drög að skólastefnu Akureyrarbæjar. Skólanefnd boðar til þingsins alla íbúa bæjarins sem hafa áhuga á að kynna sér fyrirliggjandi drög, taka þátt í umræðunni og hafa áhrif á endanlega gerð skólastefnunnar. Hægt er að nálgast drög að skólastefnunni hérna. Dagskrá stefnuþingsins verður með eftirfarandi sniði: Formaður skólanefndar setur þingið. Kynning á helstu áhersluatriðum skólastefnunnar Yfirlit yfir athugasemdir sem bárust skriflega til skóladeildar Þeir sem hafa skilað tillögum fá tækifæri til að mæla fyrir þeim Tillögur ræddar Leitast við að fá afstöðu um hverja einstaka breytingartillögu Þingið verður haldið í nýjum sal Brekkuskóla og hefst það sem áður segir kl. 16.30. Bæjarbúar eru hvattir til virkrar þátttöku!
https://www.akureyri.is/is/frettir/samradsfundur-um-tengibrautir
Samráðsfundur um tengibrautir Samráðsfundur með íbúum í Lunda-, Gerða-, Teiga-, og Naustahverfi um framtíðarlegu tengibrauta í hverfunum var haldinn í Lundarskóla þriðjudaginn 5. apríl. Mjög góð mæting var á fundinn. Um 180 manns á öllum aldri tóku þátt í málefnalegum umræðum og komu sínum sjónrmiðum á framfæri. Ráðgjafafyrirtækið Alta stýrði fundinum og er næsti fundur áætlaður fyrir alla íbúa Akureyrar þann 26. apríl nk. Á fundinum kom fram skýr andstaða við lagningu Dalsbrautar og töldu flestir fundarmenn að Miðhúsabraut væri skárri kostur ef fara þyrfti út í langingu tengibrauta á annað borð. Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér allt sem tengist málinu á heimasíðu Akureyrarbæjar en fljótlega mun þar birtast samantekt umræðna og ábendinga sem fram komu á fundinum í Lundarskóla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/grein-um-nonna-i-die-zeit
Grein um Nonna í Die Zeit Fyrir skemmstu birtist í þýska vikuritinu Die Zeit allítarleg og mjög lofsamleg grein um rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna, bæinn hans Akureyri og fleira skemmtilegt. Fáir Íslendingar eru eins þekktir í Þýskalandi og rithöfundurinn Nonni og voru bækur hans fádæma góð landkynning þegar þær komu út þar í landi á sínum tíma og eru það reyndar enn. Ekki alls fyrir löngu var þýski blaðamaðurinn Ulrich Greiner á ferð hér á landi ásamt fleiri blaðamönnum í tilefni af Food and Fun hátíðinni í Reykjavík. Ulrich sem er menningarritstjóri þýska blaðsins Die Zeit hafði lesið Nonnabækurnar í æsku og heillast af landi og þjóð. Ulrich gerði sér því sérstaka ferð til Akureyrar, enda fannst honum ófært að koma alla leið til Íslands án þess að skoða æskuslóðir Nonna. Ulrich heimsótti Nonnahús og hitti þar konur úr Zontaklúbbi Akureyrar sem reka safnið. Hann gekk síðan um Nonnaslóð í fylgd safnvarðar og heimsótti prestshjónin á Möðruvöllum í Hörgárdal, en þar fæddist Nonni fyrir hartnær 150 árum. Þann 23. mars síðastliðinn birtist síðan löng grein í Die Zeit þar sem Ulrich fjallar um Nonna og heimkynni hans. Þrátt fyrir að 92 ár séu liðin frá því að fyrsta Nonnabókin kom út í Þýskalandi heldur Nonni áfram að kynna landið sitt og laða hingað fólk sem heillast hefur af landinu við lestur bókanna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatid-ungs-folks-sett-i-gaer
Hátíð ungs fólks sett í gær Birting - hátíð ungs fólks á Akureyri - var sett að viðstöddu fjölmenni í Ketilhúsinu í gær, laugardaginn 9. apríl. Valdís Anna Jónsdóttir, úr framkvæmdastjórn hátíðarinnar, setti hana formlega og því næst hélt Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, stutta tölu. Flutt voru tónlistaratriði og sýnt brot úr söngleiknum Rígnum sem frumsýndur var þá um kvöldið. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, óskar Valdísi Önnu til hamingju með hátíðina (fleiri myndir neðar), Birtingu lýkur laugardagskvöldið 16. apríl með Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður í Íþróttahöllinni. Dagskráin er að öðru leyti þessi: Sunnudagurinn 10. apríl 13-17 Almenningur málar hópmálverk á Glerártorgi 14.30 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA 17.30 Jazz í Deiglunni 20.00 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA Mánudagurinn 11. apríl 16-21 Listasýning í Deiglunni 19.00 Klassík í Akureyrarkirkju, söngvarar og hljóðfæraleikarar úr Tónlistarskólanum á Akureyri ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju 20.00 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA Þriðjudagurinn 12. apríl 16-21 Listasýning í Deiglunni 20.00 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA 20.00 Rokktónleikar í Kvos MA Miðvikudagurinn 13. apríl 16-21 Listasýning í Deiglunni 20.00 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA 20.30 Gospelstuð í Glerárkirkju - Kór Menntaskólans á Akureyri, Stúlknakór Akureyrarkirkju o.fl. Tónlistaheimsóknir á leikskóla bæjarins Fimmtudagurinn 14. apríl 16-21 Listasýning í Deiglunni 19.00 Kvöldverður á veitingahúsinu Friðriki V - ungir kokkar elda, Dinner-tónlist flutt í matsal. 20.00 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA Föstudagurinn 15. apríl 14-18 Tónlistardagskrá á Glerártorgi 16-21 Listasýning í Deiglunni 18.00 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA 20.30 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA 23.00 Quarashi á stórtónleikum í KA-heimilinu. Skytturnar og fleiri norðlenskar hljómsveitir hita upp Laugardagurinn 16. apríl 13.00 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA 16.30 Rígurinn sýndur í Gryfju VMA 16.00 Fatahönnunarkeppni framhaldsskólanna á Glerártorgi. Norðurmjólk kynnir nýjan skyrdrykk í tengslum við keppnina 16-20 Listasýning í Deiglunni 21.00 Söngkeppni framhaldsskólanema í Íþróttahöllinni 00.30 Stórdansleikur í Íþróttahöllinni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður með framhaldsskólanemum á Akureyri 16. apríl. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, í ræðustólnum. Bergþóra Benediktsdóttir, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Akureyri. Flutt var söngatriði úr Rígnum, leikriti sem sýnt er í Gryfjunni í VMA. Eyrún Unnarsdóttir söng fallegt lag við undirleik Sigurðar Helga Oddssonar. Þau hafa verið potturinn og pannan við undirbúning hátíðarinnar. Valdís Anna Jónsdóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/forseti-islands-i-opinberri-heimsokn
Forseti Íslands í opinberri heimsókn Mánudaginn 11. og þriðjudaginn 12. apríl koma forsetahjónin í opinbera heimsókn til Akureyrar. Dagskrá heimsóknarinnar verður fjölbreytt og hefst með móttöku á Akureyrarflugvelli kl. 8.30 á mánudaginn. Gestirnir munu heimsækja fjölmargar stofnanir og fyrirtæki á Akureyri báða daganna. Á mánudaginn verður opið málþing á vegum Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar undir yfirskriftinni: “Menntun og nýsköpun – byggðastefna nýrrar aldar”. Forsetinn mun taka þátt í málþinginu sem fer fram í húsnæði HA að Borgum og hefst kl. 14.30. Á mánudagskvöldið verður samkoma með fjölbreyttri dagskrá í Íþróttahöllinni til heiðurs forsetahjónunum. Þangað eru allir hjartanlega velkomnir. Bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að draga íslenska fánann að húni þessa daga. Miðvikudaginn 13. apríl verða forsetahjónin í opinberri heimsókn í Eyjafjarðarsveit. Dagskrá heimsóknarinnar: Mánudagur 11. apríl 2005 8.30: Móttaka á Akureyrarflugvelli 9.10: Verkmenntaskólinn á Akureyri 10.10: Leikskólinn Iðavöllur 10.45: Oddeyrarskóli 11.40: Dvalarheimilið Hlíð 13.50: Borgir 14.30: Málþing: Menntun og nýsköpun: byggaðstefna nýrrar aldar 16.05: Minjasafnið á Akureyri 16.35: Handverksmiðstöðin Punkturinn 17.00: Listasafnið á Akureyri 20.00: Fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni Forseti Íslands og bæjarstjórinn á Akureyri ávarpa samkomuna Tónlist frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Ævintýraleikhús barna Skemmtiatriði frá Glerárskóla og kórsöngur frá Lundaskóla Forseti afhendir "Hvatningu til ungra Íslendinga" Rokk og ról - hljómsveitin Nevolution frá Húsinu Fimleikasýning frá Fimleikafélagi Akureyrar Marimbasveit Oddeyrarskóla Kvennakór Akureyrar Ljóðalestur Hljómsveitin Mór leikur íslensk þjóðlög í nýjum búningi Þriðjudagur 12. apríl 2005 9.00: Menntaskólinn á Akureyri 10.00: Norðlenska 10.50: Hæfingarstöðin í Skógarlundi 11.30: Norðurmjólk 12.25: Sundlaug Akureyrar 14.00: Kexsmiðjan 14.35: Vífilfell 15.10: Slippstöðin 15.50: Kjarnalundur 16.30: Íþróttahöllin, kynning á starfsemi íþróttafélaga á Akureyri
https://www.akureyri.is/is/frettir/goda-eda-vond-fjolmidlalog
Góða eða vond fjölmiðlalög Í erindi sínu á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 12. apríl, skoðar Birgir Guðmundsson lögin sem sett voru á Alþingi í fyrra um fjölmiðla og leitast við að meta hvort þau hafi verið "góð" eða "vond", hvort löggjöfin hafi verið vönduð eða óvönduð. Samanburðar verður gerður við sambærilega umræðu í Noregi og að nokkru leyti við Ítalíu. Þessum lögum var synjað staðfestingar af forseta. Nú innan við hálfu ári síðar hefur náðst þverpólitísk samstaða um fjölmiðlaumhverfi. Hverjar eru líkurnar á að sátt verði um löggjöf nú? Verður sú löggjöf "góð" eða "vond"? Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu L201 Sólborg v/Norðurslóð. Og á morgun, miðvikudaginn 13. apríl, stendur Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri fyrir málþingi á sama stað undir yfirskriftinni "Íslenskur fjölmiðlamarkaður á tímamótum?" Miklar breytingar hafa orðið á stuttum tíma á stöðu og starfsumhverfi fjölmiðla og enn meiri breytingar eru rétt handan við hornið. Tilkoma nýrra miðla og endurskipulagning gamalla hefur gjörbreytt landslagi prentmiðla í landinu og ljósvakamiðlun stendur á þröskuldi stafrænnar byltingar. Staða og hlutverk blaðamannsins er því komin í brennidepil og spurningar vakna um hvaða faglegu kröfur eigi að gera til hans. Nú hefur verið tekið upp í fyrsta sinn nám til BA prófs í fjölmiðlafræðum við Háskólann á Akureyri þar sem veruleg áhersla er lögð á starfstengingar og tengsl við fjölmiðlaveruleikann. Auk þess hefur Háskóli Íslands hefur hrundið af stað meistaranámi á sviði fjölmiðlafræði. Þá hefur umræðan um sjálfstæði fjölmiðla gagnvart eigendum og ýmsum hagsmunahópum í þjóðfélaginu verið áberandi og hlutur stjórnvalda í sköpun fjölmiðlaumhverfis til framtíðar er nú kominn á dagskrá. Nýlega felldi Samkeppnisráð úrskurð um samruna ljósvakamiðla og fjarskiptafyrirtækja. Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra hefur skilað skýrslu sinni. Nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið hefur litið dagsins ljós og þingsályktunartillaga um stöðu staðbundinna fjölmiðla er nú til umfjöllunar á Alþingi. Sjaldan eða aldrei hafa málefni fjölmiðlanna verið í eins mikilli deiglu og einmitt nú. Á málþingi Félagsvísindadeildar munu nokkrir helstu forustumenn á íslenskum fjölmiðlamarkaði reifa hugmyndir sínar og framtíðarsýn um þessa stöðu íslenskra fjölmiðla. Dagskrá: Kl. 12.10: Setning: Mikael Karlsson, deildarforseti Þorbjörn Broddason, prófessor við HÍ: "Þetta er rétt að byrja!" Fríða Björk Ingvarsdóttir, leiðarahöfundur, Morgunblaðið: "Þáttur fjölmiðla í þróun lýðræðis" Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV: "Stjórnmálamenn og fréttir" Kári Jónasson, ritstjóri Fréttablaðsins: "Ókeypis blöð eru komin til að vera!" Páll Magnússon, sjónvarps- og fréttastjóri Stöðvar 2: "Umbrot á fjölmiðlamarkaði: Eru breytingarnar til bóta?" Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV: "Pólitík, siðir, vændi, krani" Hlé Kl.14.30–16.00 Pallborð með frummælendum undir stjórn Birgis Guðmundssonar. Fundarstjóri: Ágúst Þór Árnason. Á myndinni hér að ofan eru Birgir Guðmundsson (til vinstri) og Mikael Karlsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/husfyllir-i-hollinni
Húsfyllir í Höllinni Akureyringar tóku vel á móti forsetahjónunum í gærkvöldi og var húsfyllir í Íþróttahöllinni. Dagskráin var afar fjölbreytt; upplestur, dans og tónlistaratriði frá klassík til þungarokks. Við þetta tækifæri sæmdi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, 23 ungmenni "Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga". Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Akureyrar lýkur í kvöld en á morgun fara þau í opinbera heimsókn í Eyjafjarðarsveit. Myndir frá heimsókninni er að finna hér. Dagskrá þriðjudagsins 12. apríl er svohljóðandi: 9.00: Menntaskólinn á Akureyri 10.00: Norðlenska 10.50: Hæfingarstöðin í Skógarlundi 11.30: Norðurmjólk 12.25: Sundlaug Akureyrar 14.00: Kexsmiðjan 14.35: Vífilfell 15.10: Slippstöðin 15.50: Kjarnalundur 16.30: Íþróttahöllin, kynning á starfsemi íþróttafélaga á Akureyri
https://www.akureyri.is/is/frettir/tofraflautan-i-ketilhusinu
Töfraflautan í Ketilhúsinu Laugardaginn 16. apríl kl. 18 frumsýna óperudeild og kór Tónlistarskólans á Akureyri óperuna Töfraflautuna eftir Mozart, eina vinsælustu óperu allra tíma, í Ketilhúsinu. Töfraflautan er ævintýraópera í tveimur þáttum og segir þar frá prinsinum Tamino og fuglafangaranum Papageno sem sameiginlega taka að sér það verkefni að frelsa prinsessuna Paminu dóttur Næturdrottningarinnar úr höndum hins mikla Sarastro. Óperan verður flutt nær óstytt við píanóundirleik. Leikstjóri er Sigríður Aðalsteinsdóttir og píanóleikari er Daníel Þorsteinsson. Sviðsmynd gerði Þórarinn Blöndal og um lýsingu sér Ingvar Björnsson. Aðrar sýningar verða mánudaginn 18. apríl kl. 20, þriðjudaginn 19. apríl kl. 20, fimmtudaginn 21. apríl kl. 18 og síðasta sýning verður föstudaginn 22. apríl kl. 20. Miðaverð er 2.000 kr. á frumsýningu og 1.500 kr. á aðrar sýningar. Börn 12 ára og yngri borga 500 kr. á allar sýningar. Miðasala verður klukkutíma fyrir sýningu en einnig er hægt að panta miða í síma 462 1788 (Frances) frá kl. 10-12 virka daga.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gjaldfrjalsa-gaedaflugan
Gjaldfrjálsa gæðaflugan Á árlegum samráðsfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í síðustu viku færði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarstjóra í Reykjavík, nýja veiðiflugu sem Kristján gaf á staðnum nafnið "Gjaldfrjálsa gæðaflugan". Nafnið er með beina tilvísun í slagorð Akureyrarbæjar "Öll lífsins gæði" og einnig vísar það til umræðna um gjaldfrjálsa leikskóla þar sem Akureyrarbær hafði frumkvæðið. Í ræðu sinni sagði Kristján Þór meðal annars: "Aldur er afstætt hugtak og stundum viðkvæmt í umræðu. Og þar sem ég veit að við borgarstjóri, Steinunn Valdís, eigum það sameiginlegt að hafa ekki bara áhuga á þeirri orku sem ná má út úr vatnsföllum, heldur einnig þeim fiskum sem ná má úr straumum þeirra - með flugu á færi - þá langar mig að lokum að sæma hana flugu Akureyrarbæjar sem kölluð er "Gjaldfrjálsa gæðaflugan" með tilvísun í slagorð bæjarins og ýmislegt fleira. Flugan er hnýtt af Jóni Braga Gunnarssyni og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún mun reynast Steinunni vel við opnun Elliðaánna í júníbyrjun." Að svo búnu afhenti Kristján Steinunni Valdísi fluguna og mæltist það vel fyrir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/listamenn-a-heimsmaelikvarda
Listamenn á heimsmælikvarða Pólsku tónlistarsnillingarnir í Trio Cracovia koma fram á tónleikum í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun, föstudaginn 15. apríl, klukkan 17.30. Tríóið er skipað gömlum skólabræðrum úr Tónlistarakademíu Krakárborgar í Póllandi sem stunduðu þar saman nám á áttunda áratugnum. Síðan skildi leiðir og þeir hafa búið og starfað hver í sínu lagi vítt og breitt um heiminn en hist í heimsóknum til föðurlandsins. Krakártríóið stofnuðu þeir fyrir nokkrum árum og hafa komið fram undir merkjum þess í Póllandi, Englandi og Kanada auk fjögurra tónleikaferða um Bandaríkin. Þetta eru hámenntaðir og margverðlaunaðir hljóðfæraleikarar. Fiðluleikarinn Krzysztof Smietana hefur til dæmis unnið til flestra viðurkenninga í Póllandi sem um getur og auk þess hlotið verðlaun í nokkrum alþóðlegum keppnum. Sellóleikarin Julian Tryczynski er prófessor í selló- og kammertónlist við Shenandoah Conservatory í Virginíu í Bandaríkjunum og starfar einnig sem prófessor við háskólann í Sao Paolo í Brasilíu. Hann hefur komið fram sem einleikari víða um heim. Sama má segja um píanóleikarann Jacek Tosik-Warszawiak sem meðal annars hefur unnið sér til frægðar að starfa með fiðlusnillingnum breska Nigel Kennedy frá árinu 2002 auk þess sem hann er prófessor við pólskan tónlistarháskóla. Jacek hefur tengsl við Ísland því hann starfaði hér á landi á árunum 1992-2002. Á tónleikunum í Ketilhúsinu leikur Trio Cracovia Píanótríó í d-moll eftir Anton Arensky (1861-1906) og Píanótríó í f-moll eftir Antonin Dvorák. Tónleikarnir á Akureyri eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kirkjulistavika
Kirkjulistavika Kirkjulistavika 2005 verður dagana 17.-24. apríl næstkomandi og er þetta í níunda skipti sem Listvinafélag Akureyrarkirkju heldur slíka kirkju- og menningarhátíð í samvinnu við ýmsa aðila. Að vanda taka fjölmargir listamenn þátt í Kirkjulistavikunni, en markmið hennar er að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum og nærsveitamönnum kost á að njóta þar góðra lista. Kirkjulistavika er haldin annað hvert ár. Meðal helstu atriða að þessu sinni má nefna fjölskylduguðsþjónustu og lokahátíð sunnudagaskólans, leirverkasýningu Hrefnu Harðardóttur í hinni nýuppgerðu kapellu Akureyrarkirkju, flutning Stúlknakórs Akureyrarkirkju og Kammerkórs Biskupstungna á Gloríu eftir Vivaldi, djasstónleika Björns Thoroddsens og félaga í Safnaðarheimilinu, vorferð eldri borgara á sumardaginn fyrsta, aftansöng og æðruleysismessu. Einnig skal getið guðsþjónustu þar sem einsöngvarar, kór og kammersveit flytja kantötu eftir Bach og síðast en ekki síst hátíðartónleika, þar sem Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands, Voces Thules og organistarnir Björn Steinar Sólbergsson og Eyþór Ingi Jónsson flytja verk eftir Widor og Duruflé undir stjórn Harðar Áskelssonar. Fastir liðir á borð við morgunsöng og kyrrðarstund verða á sínum stað og geta má þess að á mömmumorgni heimsækir Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri foreldra og börn og greinir frá því helsta sem Leikfélag Akureyrar býður upp á fyrir yngstu kynslóðina nú og á næstunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaer-fjolskylduskemmtun-a-sunnudag
Frábær fjölskylduskemmtun á sunnudag Fjölskyldutónleikar verða í Samkomuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 17. apríl kl. 16.00. Tónleikar þessir eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson við smásöguna "Stúlkan í turninum" eftir Jónas Hallgrímsson sem Snorri samdi að beiðni SN með stuðningi Menningarborgarsjóðs. Lesari er Skúli Gautason leikari. Snorri Sigfús Birgisson er fæddur 1954. Hann stundaði píanónám fyrst hjá Gunnari Sigurgeirssyni en innritaðist síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar lærði hann á píanó hjá Hermínu S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni en lagði einnig stund á tónsmíðar hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni. Hann lauk einleikaraprófi 1974. Snorri stundaði hann framhaldsnám erlendis í píanóleik og tónsmíðum en hefur starfað í Reykjavík sem tónskáld, píanóleikari, tónlistarkennari og stjórnandi síðan hann kom heim frá námi árið 1980. Á tónleikunum verða einnig flutt nokkur lög úr söngleiknum Óliver sem nýverið var á fjölum Leikfélags Akureyrar og sló rækilega í gegn. Ólafur Egill Egilsson í gerfi Fagin mætir á svæðið ásamt þjófagenginu og flytja þau nokkur lög. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir 20 ára og yngri en annars er miðaverð 1.000 kr. Miðasala og afhending miða fyrir börn er í miðasölu LA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/neydarlinan-112-a-akureyri
Neyðarlínan 112 á Akureyri Skrifað hefur verið undir samning um að Slökkvilið Akureyrar annist þjónustuborð fyrir Neyðarlínuna 112 og er þjónustan þar með efld til muna á landsvísu. Bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Akureyrarbæjar en Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, fyrir hennar hönd. Undirskrift samningsins fór fram að viðstöddum yfirlögregluþjóni og öðrum lögreglumönnum í húsakynnum lögreglunnar við Þórunnarstræti þar sem þjónustuborðin eru til húsa. Erling Þór Júlínusson, slökkviliðsstjóri, segir að það að manna þjónustuborð Neyðarlínu á Akureyri sé ánægjuleg viðbót og styrkur fyrir Slökkvilið Akureyrar. Þessi aukning muni án efa efla þessa þjónustu á landsvísu með öllum þeim möguleikum sem því fylgja að vera með tvær starfsstöðvar fyrir neyðarnúmerið 112.
https://www.akureyri.is/is/frettir/pakkid-a-moti-frumsynt-i-kvold
Pakkið á móti frumsýnt í kvöld Í kvöld, föstudagskvöldið 15. apríl, verður leikritið Pakkið á móti eftir Henry Adam frumsýnt hjá LA. Leikritið vann verðlaun sem besta nýja leikritið á Edinborgarhátíðinni, stærstu leiklistarhátíð heims. Leikritið hefur hvarvetna vakið athygli enda í senn drepfyndið og áleitið. Það tekur á mörgum eldfimum málum sem eru í umræðunni í heimsmálunum. Af hverju gleymdist að segja Nigel að allt hefði breyst eftir 11. september? – Umhverfi verksins er hinn vestræni heimur eftir 11. september 2001. Í verkinu speglar hinn stóri heimur sig í hinu smáa, þar sem litlir karlar flækjast inn í stór mál. Leikritið sló í gegn á Edinborgarhátíðinni þar sem það hlaut verðlaun sem besta nýja leikritið. Meðal þess sem gagnrýnendur hafa sagt er: “sprenghlægilegt... í orðsins fyllstu merkingu” Independent, “djarft, heillandi og fáránlega fyndið” Time out magazine. Eftir frumuppfærsluna í Edinborg hefur leikritið verið selt til fjölda landa og verður sett upp víða um heim á þessu ári og því næsta. Leikarar í Pakkinu á móti eru: Víkingur Kristjánsson (sem starfað hefur með Vesturporti), Jón Páll Eyjólfsson (sem nú leikur í Óliver), Hildigunnur Þráinsdóttir (sem er Akureyringum að góðu kunn, enda hefur hún leikið nokkuð hjá LA) og Guðjón Davíð Karlsson (sem er að útskrifast úr Leiklistardeild Listháskóla Íslands og LA fullyrðir að á eftir að vekja mikla athygli á komandi árum). Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson, leikmynd og búninga hannar Sigurjón Jóhannsson, ljósahönnuður er Björn Bergsteinn Guðmundsson og þýðing og frumsamin tónlist er í höndum Úlfs Eldjárns.
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesilegur-arangur-i-staerdfraedikeppni
Glæsilegur árangur í stærðfræðikeppni Krakkarnir í 9. bekk B í Lundarskóla gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í KappAbel stærðfræðikeppninni föstudaginn 8. apríl. Unnið var með þemað stærðfræði og mannslíkaminn. 9.B ákvað að skoða gullinsniðið sem byggir á kenningum Leonardos da Vinci um hlutföll mannslíkamans. Á fimmtudag var staðan þannig að 9. B var kominn í þriggja liða úrslit og voru með 37 stig af 40 í þrautum, bekkjarverkefnið í þriðja sæti og 70 stig og fyrsta sæti í undanúrslitum. Þau komu svo sáu og sigruðu á föstudag. Bekkurinn vann verkefnið saman sem hópur en valdi síðan fjóra fulltrúa til að keppa fyrir sína hönd. Lokaúrvinnslan var í höndum þessara fulltrúa sem voru: Auðunn Skúta Snæbjarnarson, Eyþór Gylfason, Kamilla Sól Baldursdóttir og Sunna Þorsteinsdóttir. Akureyrarbæar og Lundarskóli óska þessum skeleggu nemendum innilega til hamingju með árangurinn og þakka Sigurveigu Kjartansdóttur, stærðfræðikennara fyrir að hafa borið hitann og þungann af framkvæmd og undirbúningi verkefnisins. Þetta er annað árið í röð sem Lundarskóli tekur þátt í þessari keppni og var árangur liðsins í fyrra mjög góður eða þriðja sætið. Frétt af heimasíðu Lundarskóla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-lydheilsustodvar-og-haskolans-a-akureyri
Samstarf Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri Mánudaginn 18. apríl kl. 10.30 verður haldinn kynningarfundur á Hótel KEA á Akureyri um víðtækt samstarf Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri um rannsóknir og fræðslu á sviði lýðheilsu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Anna Elísabet Ólafsdóttir forstjóri Lýðheilsustöðvar og Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri munu ávarpa fundinn. Á fundinum verður undirritaðir samstarfssamningar sem ætlað er að styrkja tengsl Lýðheilsustöðvar við háskólasamfélagið í þágu bættrar lýðheilsu á Íslandi og efla þátttöku Háskólans á Akureyri í rannsóknum og fræðslu á þessu sviði. Á fundinum mun Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri jafnframt kynna rannsóknarverkefnið Heilsa og lífskjör skólanema. Hér er um að ræða íslenskan hluta alþjóðlegu rannsóknarinnar Health Behaviour in School-Aged Children (HBSC) sem unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þetta er eitt viðamesta rannsóknarverkefni samtímans á sviði heilsu og heilsutengdrar hegðunar ungs fólks og með þátttöku í því mun íslenskum fræðimönnum veitast mikilvæg innsýn í stöðu íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði fjörutíu landa. Rannsóknin verður fjármögnuð af Lýðheilsustöð og Háskólanum á Akureyri, en Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri mun sjá um fyrirlögn rannsóknarinnar meðal tólf þúsund skólanema á Íslandi vorið 2006.
https://www.akureyri.is/is/frettir/grunnskolar-akureyrar-semja-vid-stefnu
Grunnskólar Akureyrar semja við Stefnu Miðvikudaginn 13. apríl var undirritaður samningur Stefnu ehf. við grunnskóla Akureyrar um notkun skólanna á hugbúnaðinum Matartorgi. Hugbúnaðurinn er hannaður og smíðaður af Stefnu sem hefur nú þegar hafið samstarf við fjölda skóla og fyrirtækja sem vilja á auðveldan hátt halda utan um skráningu barna í mötuneytum sínum. Frá undirritun samningsins. Talið frá vinstri: Ólafur Thoroddsen skólastjóri síðuskóla, Matthías Rögnvaldsson Framkvæmdastjóri Stefnu ehf, Úlfar Björnsson skólastjóri Glerárskóla og Helga Hauksdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla. Sú reynsla sem fengist hefur af þessum hugbúnaði er mjög góð og stjórnendur hafa fagnað því að losna við allt það umstang sem fylgir skráningu barnanna í mötuneytum vítt og breitt um landið. Kerfið hefur verið í notkun hjá sex grunnskólum Akureyrarbæjar frá áramótum og hefur fengið mikið lof foreldra og starfsmanna skóla. Matartorg er vefbókunarkerfi sem auðveldar forráðamönnum og skólum að halda utan um skráningar og bókanir barna í mötuneytum skóla. Matartorg gerir foreldrum og skólum kleift að skrá nemendur í einstakar máltíðir og reikna út dagafjölda og kostnað í hverjum mánuði. Matartorg sparar mikla vinnu og fyrirhöfn fyrir foreldra og skóla. Vinnsla á vef Matartorgs er mjög auðveld og bíður uppá margar aðgerðir allt eftir óskum og þörfum hvers skóla. Innan skamms verður möguleiki að bóka vistun barna í skólavist. Með því að bjóða uppá Matartorg geta grunnskólarnir aukið til muna þjónustu við foreldra og börn og bætt nýtingu á mötuneyti. Sjá nánar www.matartorg.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/pakkid-a-moti-faer-goda-doma
Pakkið á móti fær góða dóma Leikritið "Pakkið á móti" eftir Henry Adam, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi föstudaginn 15. apríl, fékk góða dóma í Morgunblaðinu í gær. Þar skrifar Hrund Ólafsdóttir meðal annars: "Leiksýningin í heild sinni var verulega vönduð enda valinn maður í hverju rúmi með mikla reynslu; flott sviðsmynd með teppalögðum stiganum, sannfærandi búningar, mjög áhrifamikil lýsing og brellur og mögnuð hljóðmynd og tónlist. Öll nýting á rými var einhvern veginn rétt og í anda verksins. Þess vegna er líka svo mikil synd að svo lítið vanti upp á til að um listviðburð sé að ræða. En þegar þetta litla atriði, af öllum þeim þáttum sem þarf til að búa til leiksýningu, er sögnin sjálf þá verður litla atriðið óþægilega stórt. Ég hvet samt auðvitað fólk til þess að fara og sjá sýninguna því hún fjallar svo sannarlega um efni sem kemur okkur við." Sjá nánar í Morgunblaðinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tofraflautan-i-ketilhusinu-2
Töfraflautan í Ketilhúsinu Sýningar óperudeildar Tónlistarskólans á Akureyri á Töfraflautunni eftir W.A.Mozart hafa vakið mikla hrifningu sýningargesta og óhætt er að hvetja fólk til að sjá sýningarnar sem eftir eru en þær eru í kvöld, 19. apríl kl. 20, á fimmtudaginn 21. apríl kl. 18 og á föstudagskvöld 22. apríl kl. 20. Sýnt er í Ketilhúsinu. Tónlistin er frábærlega falleg eins og allir vita enda eru fáar óperur fluttar oftar - ef nokkur. Heimir Bjarni Ingimarsson fer á kostum sem Papageno fuglaveiðari Næturdrottningarinnar en þær Lilja Guðmundsdóttir og Unnur Helga Möller fara með hlutverk hennar. Sýningargestir fá forsmekk af inntökuathöfn í Frímúrararegluna þegar Haraldur Hauksson í hlutverki Sarastros leggur þrautir fyrir Tamino prins (Ingimar Guðmundsson/Karl Ingólfsson) sem er að eltast við Paminu dóttur Næturdrottningarinnar (Harpa B. Birgisdóttir/Helena G. Bjarnadóttir). Allt fer vel að lokum þegar Tamino nær í Paminu og Papageno í Papagenu (Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir) en Næturdrottningin situr eftir með sárt ennið. Sigríður Aðalsteinsdóttir stjórnar uppsetningu Töfraflautunnar en kórstjóri er Michael Jón Clarke. Daníel Þorsteinsson leikur hljómsveitina á píanó en töfraflautan er í höndum Unu Bjargar Hjartardóttur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-stadsetningu-opinberra-starfa
Málþing um staðsetningu opinberra starfa Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar boðar til málþings um staðsetningu opinberra starfa og umsvif hins opinbera með tilliti til fjármögnunar og íbúafjölda. Einnig verður borin saman staða þessara mála á Norðurlöndum. Þingið verður haldið miðvikudaginn 20. apríl kl. 13 á Fiðlaranum. Framsögumenn: Grétar Þór Eyþórsson, RHA – Staðsetning opinberra starfa í matvælaiðnaði á Norðurlöndum. Halldór Ragnar Gíslason, AFE – Opinber störf: Samanburður á höfuðborgarsvæðinu og Eyjafirði. Vífill Karlsson, Calculus - Um landfræðilegt misræmi á milli fjármögnunar og umsvifa hins opinbera og afleiðingar þess fyrir landshluta á Íslandi. Málþingið er öllum opið og verður haldið á Fiðlaranum og stendur frá kl 13-15.30. Léttar veitingar í lok fundar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumardagurinn-fyrsti-a-minjasafninu
Sumardagurinn fyrsti á Minjasafninu Sumardaginn fyrsta verður fjölskyldustemning á Minjasafninu á Akureyri. Ilmur af lummum og kakó fyllir loftið í bland við kátínu krakka. Farið verður í útileiki við Minjasafnið, sumarið sungið inn og sumarkort föndruð. Einnig verður flutt stutt dagskrá um sumardaginn fyrsta. Það er því upplagt fyrir krakka á öllum aldri að bjóða með sér foreldrum, öfum og ömmum á Minjasafnið. Þá er einnig tilvalið að taka með sér gæludýr sem óhætt er að klappa í heimsókn til að fagna sumrinu. Barnaskemmtun með leikjum og föndri stendur frá kl. 15-17. Einnig er rétt að vekja athygli á sýningunni Framandi heimur ljósmyndir Ragnars Axelssonar, RAX, sem hófst nýlega á safninu. Á sýningunni gefur að líta mannlífsmyndir teknar á ferðum Ragnars víða um heim. Þetta er í fyrsta skipti sem myndir Ragnars eru til sýnis á Akureyri. Sýningunni lýkur sunnudaginn 24. apríl. Aðgangur er ókeypis sumardaginn fyrsta.
https://www.akureyri.is/is/frettir/blakfolk-streymir-til-baejarins
Blakfólk streymir til bæjarins Metþátttaka verður á þrítugasta Öldungamóti Blaksambands Íslands sem haldið verður hér í bæ núna um helgina. Mótið hefst sumardaginn fyrsta, 21. apríl, og því lýkur á laugardagskvöld með lokahófi keppenda. Alls eru 98 lið skráð til leiks en gera má ráð fyrir að um 8 manns séu að meðaltali í hverjum liðshópi og því er um nærri 800 keppendur að ræða, auk áhangenda liðanna. Í kynningu frá forsvarsmönnum Öldungamótsins segir meðal annars: "Þegar lið sækjast eftir því að halda Öldungamótið tilnefna þeir einn einstakling sem fær titilinn Öldungur og í þetta sinn er það tannlæknirinn og uppspilarinn Haukur Valtýsson sem ber hann. Þetta er mikill heiður hverjum sem hlýtur en ekki fyrirhafnarlaus því Öldungurinn er jafnframt höfuðið í framkvæmd mótsins. Það er mikil ánægja fólgin í að spila blakið og reyna að gera betur en í fyrra. Flestir eru með heitstrengingar að loknu móti að koma öflugri til leiks næst, fyrst og fremst á blakvellinum en þess eru dæmi að lið hafa farið í danskennslu til að gera betur á dansgólfinu. Mikil og góð vinátta myndast meðal þátttakenda sem hittast ár eftir ár og í heild er þetta stór vinahópur. Á kvöldin er sungið saman, hlegið saman, dansað saman, m.ö.o. glaðst saman. Öldungamóti lýkur með lokahófi miklu og það er eins og einhver aukaorka leiðist úr læðingi því dansinn er stiginn af krafti allt til enda. Á lokahófinu í ár verður Jón Ólafsson, bítlavinur, veislustjóri og Hundur í óskilum treður upp. Hljómsveitin Bylting mun síðan sjá um að tjútt, jive, polkar og rælar verði stignir."
https://www.akureyri.is/is/frettir/andresar-andar-leikarnir-settir-i-kvold
Andrésar andar leikarnir settir í kvöld Í kvöld kl. 20.30, miðvikudagskvöldið 20. apríl, verða Andrésar andar leikarnir settir í Íþróttahöllinni á Akureyri. Mikill fjöldi ungra skíðakappa og aðstandenda þeirra verða í bænum meðan á mótinu stendur en alls hafa 646 keppendur skráð sig til leiks. Fjölmennasti hópurinn er frá Skíðafélagi Akureyrar en einnig eru Ármenningar og Ísfirðingar með stóran hóp keppenda. Dagskrá Andrésar andar leikanna 2005 er annars þessi: Miðvikudagur 20. apríl: Skrifstofa mótsins opin í Íþróttahöllinni kl. 14.00-15.30. Kl. 16.30 Fararstjórafundur og afmæliskaffi í Vélsmiðjunni, Strandgötu 49. Kl. 20.00 Skrúðganga frá KA-heimilinu að Íþróttahöllinni. Kl. 20.30 Andakt: séra Pétur Þórarinsson. Mótssetning: Kristján Vilhelmsson. Andrésar eldurinn kveiktur. Fimmtudagur 21. apríl: Kl. Aldur Grein 10.00 8 ára Svig 10.00 10 ára Stórsvig 10.00 11 ára Svig 13.00 allir Ganga, hefðbundin aðferð 13.30 12 ára Svig 13.30 9 ára Svig 13.30 13-14 ára Stórsvig Kl. 20.00 Verðlaunaafhending í Íþróttahöll Föstudagur 22. apríl: Kl. Aldur Grein 10.00 8 ára Stórsvig 10.00 9 ára Stórsvig 10.00 12 ára Stórsvig 13.00 allir Ganga, frjáls aðferð 13.00 7 ára Stórsvig 13.30 10 ára Svig Kl. 20.00 Verðlaunaafhending í Íþróttahöll Laugardagur 23. apríl: Kl. Aldur Grein 10.00 13-14 ára Svig 10.00 7 ára Leikjabraut 10.00 11 ára Stórsvig 11.00 9-14 ára Boðganga 11.00 8 ára og yngri Þrautabraut göngu Kl. 15.00 Verðlaunaafhending og mótsslit í Íþróttahöllinni. Hægt er að fylgjast með úrslitum og öðru og fá nánari upplýsingar á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skatarnir-og-sumardagurinn-fyrsti
Skátarnir og sumardagurinn fyrsti Sumardaginn fyrsta verður heilmikið um að vera hjá skátum á Akureyri. Skáta messa verður haldin og að þessu sinni í Glerárkirkju. Lagt verður af stað í skrúðgöngu frá verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð kl. 10.30 og hefst messan kl. 11.00. Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni, prédikar. Fjölskyldur skáta sem og aðrir eru hjartanlega velkomnir í bæði skrúðgönguna og messuna. Þeir sem eiga skátabúning eru hvattir til að mæta í honum. Eftir hádegið, eða á milli kl. 14 og 16, verður haldin kynning á skátastarfi að Hömrum. Í vor og sumar verður boðið upp á námskeið fyrir krakka á aldrinum 11-14 ára sem hafa áhuga á að byrja í skátastarfi. Námskeiðið fer fram að Hömrum og verður að jafnaði einu sinni í viku. Þeim sem taka þátt í námskeiðinu gefst svo kostur á að komast á Landsmót skáta sem haldið verður á Úlfljótsvatni í sumar. Kynningin fyrir krakkana er í formi ratleiks, en á meðan fá foreldrar frekari upplýsingar um starfið hjá umsjónarmönnum. Þennan sama dag fer einnig fram á Hömrum undankeppni í kassaklifri fyrir Íslandsmeistaramótið sem haldið verður á Akureyri 30. apríl. Mótið er öllum opið og eru skátar hvattir til að taka þátt og sýna hinum óbreyttu borgurum hvernig fara á að þessu! Keppt er í stúlkna- og drengjaflokkum, 13 til 15 ára og 16 til 18 ára. Skráning fer fram í verslun 66°N eða á staðnum og þurfa keppendur að skila inn eyðublaði sem nálgast má á netinu. Heimasíða keppninnar er www.kassaklifur.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/erlingur-og-hlynur-hlutu-starfslaun-listamanna
Erlingur og Hlynur hlutu starfslaun listamanna Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar hélt sína árlegu Vorkomu í dag, sumardaginn fyrsta, og veitti við það tækifæri ýmsar viðurkenningar, þar á meðal starfslaun listamanna til sex mánaða. Þau hlutu Erlingur Sigurðarson til ritstarfa og Hlynur Hallsson fyrir myndlist. Nýsköpunarverðlaun menningarsjóðs hlaut að þessu sinni Alma Dís Kristinsdóttir, Guðmundur Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir byggingarlist, viðurkenningu húsverndarsjóðs var veitt til minningar um Kristján Pétursson húsasmíðameistara, Boga Péturssyni, oftast kenndur við Ástjörn, var veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til menningar- og félagsmála, og Lilja Hallgrímsdóttir var heiðruð fyrir framlag sitt til tónlistarlífs á Akureyri. Talið frá vinstri: Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, Hlynur Hallsson, Þórkatla Sigurbjörnsdóttir, sem tók við viðurkenningu til minningar um eiginmann sinn Kristján Pétursson, Erlingur Sigurðarson, Lilja Hallgrímsdóttir, Guðmundur Jónsson, Bogi Pétursson, Diljá Nanna, Alma Dís Kristinsdóttir, Sindri Þór og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar. Fjölmenni var á Vorkomu 2005 sem var haldin á Amtsbókasafninu á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-umhverfisins-a-akureyri-2
Dagur umhverfisins á Akureyri Haldið verður upp á Dag umhverfisins á Akureyri mánudaginn 25. apríl. Viðamikil dagskrá verður í gangi frá því um hádegi og fram eftir kvöldi og þar kennir ýmissa umhverfisvænna grasa. Dagur umhverfisins á Íslandi er 25. apríl ár hvert, skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins, og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði fyrst á íslensku þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Dagskráin á Akureyri er þessi: Glerártorg kl. 13-17: VORVERK og FLOKKUN til ENDURVINNSLU. Sérfræðingar leiðbeina um vorverk garðeigenda. Vel hirtir garðar eru bæjarprýði og eru til marks um góða umhyggju fyrir umhverfinu. Fræðist um áburðargjöf í görðum, lífrænar meindýravarnir, runnaklippingar o.fl. Hvað er gert við dagblöðin? Hvað er gert við fernurnar? Hvað er gert við gosflöskurnar? Hvað er gert við rafhlöðurnar? Hvað er gert við garðaúrganginn? o.s.frv. Framtíðin er: allir flokka, nánast allt endurunnið Þ lítið til urðunar, allra hagur. Ræktunarstöðin við Gróðrarstöðina, Krókeyri: OPIÐ HÚS kl. 13-16. Í ræktunarstöðinni ofan við Gróðrarstöðina eru m.a. ræktuð sumarblóm bæjarins. Hægt verður að fræðast um heimajarðgerð á staðnum. Beygt er inn á Krókeyri og farið eftir þeirri götu suður fyrir gömlu Gróðrarstöðina. Amtsbókasafnið: ÖRNÁMSKEIÐ kl. 17.15-17.45. Um flokkun úrgangs til endurvinnslu. Á sama tíma 27. apríl verður örnámskeið um vorverkin í garðinum og 28. apríl um vistakstur. Bæklingar, munir, veggspjöld o.fl. um umhverfismál í anddyri Amtsbókasafnsins. Fólkvangur í Krossanesborgum: KYNNING og GÖNGUFERÐ kl. 20-21. Á bílastæðinu syðst í Krossanesborgum (sunnan við Húsasmiðjuna) er stutt kynning á fólkvanginum, sem þar var formlega stofnaður 27. janúar 2005, og síðan farið í gönguferð um hluta hans.