Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordan-2-og-idolid
Norðan 2 og Idolið Það verður nóg um að vera á Listasumri næstu vikuna. Meðal þess sem hæst ber eru tvennir tónleikar á föstudag undir yfirskriftinni Norðan 2 tenórar og Idolstjarna en þar koma fram tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson, ásamt Önnu Katrínu Guðbrandsdóttur sem tók þátt í íslensku Idolstjörnuleitinni. Dagskráin frá fimmtudegi og fram í næstu viku er annars svohljóðandi: Fimmtudagur 15. júlí Deiglan kl. 21.30. Heitur fimmtudagur. Kvartett Kára Árnasonar. Snorri Sigurðsson, trompet, Agnar Már Magnússon, hammond orgel, Ómar Guðjónsson, gítar, Kári Árnason, trommur. Föstudagur 16. júlí Ketilhúsið kl. 12. Föstudagshádegi ? Norðan 2 tenórar og "Idolstjarna". Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, Óskar Pétursson, tenór og Anna Katrín Guðbrandsdóttir, söngkona og þátttakandi í íslensku "Idolstjörnuleitinni". Meðleikur á píanó, Jónas Þórir. Samlagið listhús kl. 13. "Bláskel". Opnun á samsýningu Önnu S. Hróðmarsdóttur og Guðrúnar H. Bjarnadóttur. Sýningin stendur til 25. júlí og er opin mið. ? sun. 13 ? 17. Ketilhúsið kl. 20. Tónleikar eftir kvöldverð ? Norðan 2 tenórar og "Idolstjarna". Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, Óskar Pétursson, tenór og Anna Katrín Guðbrandsdóttir, söngkona og þátttakandi í íslensku "Idolstjörnuleitinni". Meðleikur á píanó, Jónas Þórir. Sunnudagur 18. júlí Gásir. Líf færist í gamla verslunarstaðinn á Gásum. Akureyrarkirkja kl. 17. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Nicole Vala Cariglia, sellóleikari og Eyþór Ingi Jónsson, orgelleikari. Síðasti sýningardagur á Álfasýningu frá Hafnarfirði í Deiglunni. Miðvikudagur 21. júlí Ketilhúsið. Síðasti sýningardagur vinabæjarsýningar frá Lahti og Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldadagur-a-gasum
Miðaldadagur á Gásum Næstkomandi sunnudag gefst tækifæri til að skoða fornleifauppgröftinn á Gásum með leiðsögn. Dagskrá miðaldadagsins hefst kl. 14 með því að sóknarprestur Möðruvallaklaustursprestakalls messar við kirkjutóttina á Gásum ásamt kirkjukór og stjórnanda og kl. 15 verður leiðsögn um uppgraftarsvæðið. Til að minna á mannlífið á Gásum forðum verður handverksfólk að störfum í tjaldbúðum frá kl. 14-17. Í aðeins 11 km fjarlægð frá Akureyri, er að finna merkustu rústir miðaldakaupstaðar hérlendis, Gásakaupstaðar hins forna og eru kaupstaðarrústirnar vel varðveittar og óraskaðar. Fornleifarannsóknir á vegum Minjasafnsins á Akureyri og Fornleifastofnunar Íslands á Gásum við Hörgárósa hófust 28. júní sl. og standa til 3. september nk. og í ár starfa 12 manns, frá ýmsum löndum, að staðaldri að uppgreftrinum . Á Gásum var búið í tjöldum meðan þar var stundaður kaupskapur á miðöldum. Uppgröftur síðustu tveggja ára hefur leitt í ljós að hlaðnir hafa verið upp veggir úr torfi og tjaldað yfir. Innan veggja hafa verið eldstæði og setbekkir og sumsstaðar hafa gólf búðanna verið steinlögð eða úr timbri. Á Gásum dvaldi fólk hluta úr sumri en þar voru Íslendingar, erlendir farmenn og kaupmenn saman komnir, má því búast við að mannlíf hafi verið þó nokkuð fjölskrúðugt. Rannsókn á Gásakaupstað mun eflaust varpa nýju ljósi á verslun við Norður-Atlantshaf á miðöldum og eru Gásir því mikilvægur minjastaður í alþjóðlegu samhengi. Miðaldadagur á Gásum er skipulagður af Minjasafninu á Akureyrir og Gásafélaginu og mun félagið hafa til sölu léttar veitingar á vægu verði í tilefni dagsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aframhaldandi-uppbygging
Áframhaldandi uppbygging Fulltrúar Akureyrarbæjar og sex íþrótta- og tómstundafélaga skrifuðu í gær undir samninga, og í sumum tilvikum samkomulag, um viðamikla uppbyggingu á sviði íþrótta- og tómstundamála. Félögin sem um ræðir eru Golfklúbbur Akureyrar, hestamannafélagið Léttir, Knattspyrnufélag Akureyrar, KKA akstursíþróttafélag, siglingaklúbburinn Nökkvi og Fimleikaráð Akureyrar. Að auki var gert samkomulag við Bílaklúbb Akureyrar þótt fulltrúar hans væru ekki viðstaddir undirritunina. Samningar þessir munu yfirleitt gjörbreyta aðstöðu félaganna til hins betra og er heildarframlag Akureyrarbæjar samkvæmt þeim 176,5 m.kr. á árunum 2005-2008. Frá undirrituninni sem fram fór í húsakynnum Sundlaugar Akureyrar. Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil uppbygging á Akureyri á sviði íþrótta- og tómstundamála. Má í því sambandi nefna skautahöllina, skíðalyftur og aðrar umbætur í Hlíðarfjalli, Bogann fjölnota íþróttahús, framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar og íþróttahús við Síðuskóla. Samkvæmt fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 nemur kostnaður við rekstur málaflokksins yfir 680 m.kr. Það er von Akureyrarbæjar að allar þessar framkvæmdir ásamt stuðningi bæjarins við félagsstarfsemi íþrótta- og tómstundafélaga leiði til eflingar heilbrigðs og árangursríks félagsstarfs í þágu félagsmanna og æskufólks í bænum. Í ræðu sinni við þetta tilefni sagði Guðný Jóhannesdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs: "Þegar þessum mannvirkum hefur verið komið upp er að ég held óhætt að segja að það sé leitun hreinlega í heiminum að bæjarfélagi af þessari stærðargráðu sem býður upp á jafnfullkomna aðstöðu fyrir börn jafnt sem fullorðna til þess að stunda áhugamál sín og íþróttir. Þetta er þó að sjálfsögðu ekki lokapunkturinn að hálfu bæjarins því uppbygging og viðhald íþróttamannvirkja er endalaust verkefni og lengi má gott bæta. Það hef ég fulla trú á að forsvarsmenn bæjarins hverju sinni muni halda áfram að leggja metnaði sinn í að gera."
https://www.akureyri.is/is/frettir/harid-nordur
Hárið norður Leikfélag Akureyrar hefur gengið frá samkomulagi við aðstandendur Hársins í Reykjavík og knattspyrnudeildar Þórs um að sýna Hárið á Akureyri í lok september. Sýnt verður í Íþróttahöllinni á Akureyri sem tekur um 1.700 manns í sæti. Hárið var sem kunnugt er frumsýnt í Reykjavík nú fyrir skemmstu og hafa viðbrögð áhorfenda verið afar jákvæð og þegar er búið að selja upp átta sýningar á verkinu. Sýningarnar á Hárinu eru liður í nýrri stefnu Leikfélagsins sem miðar að því að bjóða upp á fleiri framúrskarandi gestasýningar á Akureyri í bland við kraftmiklar eigin uppsetningar leikfélagsins. Fjölbreytt vetrardagskrá leikhússins verður kynnt innan skamms en leikfélagið mun setja sjálft upp fjórar sýningar sem frumsýndar verða á Akureyri á leikárinu. Einnig verða fluttar til bæjarins að minnsta kosti fjórar gestasýningar, þar af þrjár frá Reykjavík og ein erlendis frá. Á dagskránni eru metnaðarfull leikhúsverk sem ættu að höfða sterkt til áhorfenda leikhússins þar sem fjöldi fremstu leikhúslistamanna þjóðarinnar mun starfa á vegum leikhússins í vetur. Leikfélag Akureyrar hafði frumkvæði að því að fá Hárið norður, enda er það stefna leikfélagsins að snerta stóran hóp áhorfenda með því að bjóða upp á fjölbreytta leiklist í hæsta gæðaflokki. Á sama tíma og dagskrá vetrarins verður kynnt hefst sala á áskriftarkortum, en þar geta áhorfendur valið sjálfir fjórar sýningar af verkefnaskrá vetrarins og er Hárið þeirra á meðal. Almenn miðasala á Hárið á Akureyri hefst á sama tíma.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurlandamot-u21-landslida-kvenna
Norðurlandamót U21 landsliða kvenna Norðurlandamót U21 landsliða kvenna fer fram hér á Norðurlandi en það hefst á morgun og stendur til 29. júlí. Um er að ræða opið mót þar sem mæta fimm Norðurlandaþjóðir sem halda úti U21 landsliði kvenna (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) og þrjú gestalið (Bandaríkin, England og Þýskaland) og fara leikirnir fram á Akureyri, Blönduósi, Dalvík, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Umfang mótsins er gríðarlegt en um 200 manns koma til landsins í tengslum við það. Bandaríska liðið var fyrst til landsins en það kom á mánudaginn og æfði í Reykjavík. Enska liðið kom á þriðjudag en öll liðin verða komin til landsins í dag. Íslenska liðið er vel stemmt fyrir mótið en fyrsti leikur þess er gegn Englandi á morgun kl. 16.30 á Sauðárkróki. Liðið kom saman á miðvikudag og æfði á Bessastaðavelli en hélt síðan norður í morgun. Vert er að taka fram að aðgangur að leikjunum er ókeypis og er fólk hvatt til að mæta á völlinn og styðja landsliðið okkar. Allar helstu upplýsingar um mótið og næstu leiki liðanna er hægt að finna hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfsdagur-i-laufasi
Starfsdagur í Laufási Starfsdagur á sumri verður haldinn hátíðlegur í Laufási næstkomandi sunnudag í ellefta sinn og að þessu sinni verður aðalatriði starfsdagsins brúðkaup að gömlum sið. Dagskráin hefst kl. 14 með því að brúðurin kemur ríðandi í söðli að Gamla bænum, þar sem hún gengur til brúðarhúss og klæðist skautbúningi. Á meðan kemur brúðguminn í hlað ásamt sveinum sínum. Þegar brúðurin er tilbúin er gengin brúðarganga til kirkju, þar sem athöfnin fer fram samkvæmt handbók frá 1879. Allir eru velkomnir til kirkju. Eftir athöfnina í kirkjunni er tekið til við veisluhöld við Gamla bæinn. Þar verður eitt og annað gert til skemmtunar, m.a. sýnd glíma. Einnig gefst gestum tækifæri á að bragða á veislukostinum og taka þátt í veisluhöldunum, m.a. í dansi. Hluti veislukostsins verður útbúinn inni í Gamla bænum og geta gestir fylgst með þeirri matargerð, en einnig verður sýnd tóvinna í baðstofunni. Lifandi tónlist verður leikin og inni í Gamla prestshúsinu geta gestir keypt sér veitingar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/soguganga-um-innbaeinn-og-fjoruna
Söguganga um Innbæinn og Fjöruna Hin árlega söguganga verður um Innbæinn og Fjöruna laugardaginn 24. júlí. Lagt verður af stað kl. 14 frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, elsta húsi á Akureyri og leiðsögumaður er Jón Hjaltason söguritari Akureyrar. Innbærinn og Fjaran er elsti bæjarhlutinn á Akureyri en verslun hófst þar Þar um 1600 og föst búseta um 180 árum síðar. Örnefnið Akureyri kemur fyrir í fornsögum en annars gekk verslunarstaðurinn lengst af undir nafninu Öfjords handelssted. Þungamiðja bæjarins var í Innbænum allt fram undir 1880 - 1900. Þar voru helstu verslanirnar og öldurhúsin en einnig bjuggu þar kaupmenn, embættismenn og iðnaðarmenn sem og efnaminna fólk. Í Innbænum er að finna elstu húsin í bænum, Laxdalshús, Frökenarhús og Gudmanns Minde en einnig samfellda röð húsa frá miðbiki og seinni hluta 19. aldar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stjorn-vaxtarsamnings-eyjafjardarsvaedisins-skipud
Stjórn Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins skipuð Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, var kjörinn formaður stjórnar Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðisins. Auk Þorsteins eru í stjórninni Baldur Pétursson, tilnefndur af iðnaðarráðuneyti, Sigríður Stefánsdóttir, tilnefnd af Akureyrarbæ, Guðmundur Guðmundsson, tilnefndur af Byggðastofnun, Valur Knútsson, fyrir fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði, Berglind Hallgrímsdóttir, tilnefnd af Iðntæknistofnun Íslands, Impru Nýsköpunarmiðstöð, Benedikt Sigurðarson, tilnefndur af Kaupfélagi Eyfirðinga, Ásgeir Magnússon, fulltrúi skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Björn Snæbjörnsson, tilnefndur af stéttarfélögum í Eyjafirði og Hermann Ottósson, tilnefndur af Útflutningsráði Íslands. Vaxtarsamningurinn er hluti af byggðaáætlun stjórnvalda og þeirri áherslu sem þar er lögð á Eyjafjarðarsvæðið. Vaxtarsamningurinn tekur til tímabilsins 2004 til 2007 og byggir á nýjum aðferðum við að styrkja hagvöxt einstakra svæða með uppbyggingu klasa. Heildarfjármagn til reksturs samningsins þessi tæp 4 ár er áætlað 177,5 milljónir króna og er gert ráð fyrir að helmingurinn komi frá sveitarfélögum á svæðinu, einkaaðilum og stofnunum og um helmingur af fjármunum sem veitt er til framkvæmda byggðaáætlunar ríkisstjórnar. Frétt af afe.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-ad-hefjast
Ein með öllu að hefjast Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hefst á morgun á Akureyri og má búast við fjölmenni. Í dag var send út fréttatilkynning frá tjaldsvæðum bæjarins þar sem segir meðal annars: "Að gefnu tilefni er ítrekað að ungmennum undir 18 ára aldri verður ekki hleypt inn á tjaldsvæði Akureyrarbæjar nema í fylgd með forráðamanni um verslunarmannahelgina." Aðaltjaldsvæðið á Akureyri er að Hömrum en einnig verður svæðið við Þórunnarstræti opið. Öll gæsla á tjaldsvæðunum verður í hámarki og hafa skátar fengið til liðs við sig björgunarsveitarmenn til að stýra umferð, vísa frá unglingum undir lögaldri og sjá til þess að allt fari vel fram. Einnig er lögreglan með hámarksviðbúnað og alla sína menn að störfum. Það verður því allt gert til þess að tryggja að fjölskylduhátíðin Ein með öllu verði heimamönnum og gestum bæjarins til sóma. Dagskrá hátíðarinnar er þessi: Föstudagskvöldið 30. júlí 2004: Kl. 20:30 Hátíðin sett (BB) Kl. 20:32 Skúli Gautason, kynnir Kl. 20:35 Papar Kl. 21:00 Mikki refur Kl. 21:30 GIS & the Big City Kl. 22:00 Bjarni töframaður Kl. 22:30 Múskat Kl. 23:00 Grass Dagskrá lýkur um 23:30 Laugardagur 31. júlí 2004: Kl. 14:00 Skítamórall Kl. 14:30 Lilli klifurmús Kl. 14:50 Nylon Kl. 15:20 Dans, dans, dans - Atriði frá dansnámskeiði Svenna Kl. 15:30 Nýdönsk Kl. 16:00 Sent Kl. 16:30 GIS & the Big City Kl. 16:50 Kung Fú Dagskrá lýkur um 17:30 Laugardagskvöldið 31. júlí 2004: Kl. 21:00 Í svörtum fötum Kl. 21:30 Love Gúrú Kl. 22:00 Sixties Kl. 22:30 Kung Fú Kl. 23:00 Grænir fingur Dagskrá lýkur um 23:30 Sunnudagur 1. ágúst 2004: Kl. 14:00 200.000 naglbítar Kl. 14:30 Solla stirða Kl. 14:50 Love Gúrú Kl. 15:20 Jón Víðis töframaður Kl. 15:50 GIS & the Big City Kl. 16:25 Douglas Wilson Dagskrá lýkur um 17:00 Sunnudagskvöldið 1. ágúst 2004: Kl. 20:00 Grillhátíðir í hverfum bæjarins Kl. 20:55 Haldið í skrúðgöngu á Akureyrarvöll Kl. 21:15 Lokahátíð á Akureyrarvelli hefst. Kynnir: Skúli Gautason Hljómsveitirnar Úlfarnir, GIS & the Big City og Íslenski fáninn sjá um að allir skemmti sér konunglega. Brekku- og stúkusöngur, langeldur og flugeldasýning. Dagskránni lýkur um 23:30 með flugeldasýningu. ATH: 18 ára aldurstakmark er inn á tjaldstæðin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ungmenni-fra-akureyri-a-leid-til-japans
Ungmenni frá Akureyri á leið til Japans Í dag var haldinn blaðamannafundur í Ráðhúsinu á Akureyri þar sem kynnt var Umhverfisþing ungmenna sem haldið verður í Sapporo í Japan í næstu viku á vegum Northern Forum samtakanna. Tvö ungmenni frá Akureyri sækja þingið. Þingið sækja 47 ungmenni á framhaldsskólaaldri frá 9 borgum og svæðum sem aðild eiga að Northern Forum. Einnig taka nokkrir fyrirlesarar, fylgdarmenn og aðstoðarmenn þátt í ráðstefnunni. Fulltrúar Akureyrar á umhverfisþinginu eru: Jón Helgi Sveinbjörnsson 18 ára nemi í VMA og Þórunn Edda Magnúsdóttur 18 ára nemi í M.A. Sigríður Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar, verður fylgdarmaður þeirra á þingið. Akureyrarbær auglýsti eftir þátttakendum og þau Jón Helgi og Þórunn voru valin úr hópi umsækjanda. Samstarf var haft við framhaldsskólana á Akureyri við undirbúning. Frá blaðamannafundinum í dag. Talið frá vinstri: Guðmundur Sigvaldason, verkefnastjóri Staðardagskrár 21 á Akureyri, Sigríður Stefánsdóttir, Jón Helgi Sveinbjörnsson og Edda Magnúsdóttir. Meginviðfangsefni þingsins verður „Samband manns og nátturu“ - og í tengslum við það verður sérstaklega fjallað um vatn, orku, villt dýr og gróður, og sorp og úrgang. Fluttir verða fyrirlestar, unnið í vinnuhópum og samin ályktun sem afhent verður öllum sem aðild eiga að Northern Forum og ýmsum alþjóðasamtökum. Íslensku þátttakendurnir hafa undirbúið fyrirlestur um Akureyri og Ísland og ýmsa þætti umhverfismála sem þau munu flytja á þinginu. Umhverfisþing ungmenna hefur verið haldið einu sinni áður en það var árið 2001 í Alberta í Kanada. Akureyri hefur átt aðild að Northern Forum frá árinu 2003. Nánari upplýsingar um samtökin og þingið er að finna á: www.northernforum.org
https://www.akureyri.is/is/frettir/gongur-a-vegum-minjasafnsins
Göngur á vegum Minjasafnsins Á laugardag verður dagsganga á Garðsárdal. Lagt af stað frá Garðsá kl. 9 á laugardagsmorguninn. Gengið verður suður Garðsárdal, austur Gönguskarð og Skarðsdal og norður Bleiksmýrardal. Rúta kemur til móts við göngufólk fram í Reykjaskóg. Um Garðsárdal segir í Fornleifaskrá í Eyjafirði: "Á dalnum eru fjölbreyttar minjar eftir alla meginþætti íslensks landbúnaðar frá bújörð með bæjarhól, túni og útihúsum til minja um hagagöngu (nautabyrgi við Fossgil). Hér eru sérkennilegar og mikilfenglegar minjar um garðrækt á 19. öld, forn tún í Kristnesi sem nútímafólki mun þykja erfitt að skilja að hafi verið slegin. Á dalnum er einnig náttúrufegurð og þægilegt gönguland." Leiðsögumenn á laugardaginn verða Þór Sigurðarson safnvörður og Sigurður Bergsteinsson minjavörður Norðurlands eystra. Hafa þarf með nesti til dagsins en nóg af hreinu fjallavatni fæst ókeypis á leiðinni. Fatnaður og skór verða að vera í samræmi við veður. Kostnaður er aðeins við rútuferð og nauðsynlegt er að skrá þáttöku í síma 462 4162, í síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 30. júlí. Fjölskyldustemming verður á safnasvæðinu í Aðalstræti sunnudaginn 1. ágúst. Þann dag verður söguganga frá Akureyrarkirkju inn að safnasvæðinu Aðalstræti. Lagt verður af stað frá Akureyrarkirkju kl. 12.30 og gengið eftir Hafnarstræti og Aðalstræti. Á leiðinni verður litið á gömul hús með stíl og sögu og endað á safnasvæðinu. Síðdegis, kl. 14-17, verða félagar úr Laufáshópnum að störfum í Minjasafninu og Nonnahúsi. Söfnin bjóða upp á fjölbreyttar sýningar, t.d. sumarsýninguna Stólar í Minjasafninu. Hægt verður að leigja fjölskylduhjól og hjóla styttri ferðir um Innbæinn, eða út í miðbæ og á Oddeyri. Minjasafnsgarðurinn er góður útivistarstaður, og fyrir þá sem vilja meiri útivist má benda á að ganga Nonnastíg sem liggur upp frá safnasvæðinu. Upplýsingar um hann fást í Nonnahúsi. Aðgöngumiði að báðum söfnunum kostar 550 kr. en ókeypis er fyrir börn að 16 ára aldri. Hjólaleiga kostar 500 krónur fyrir hálfa klukkustund.
https://www.akureyri.is/is/frettir/till-ad-deiliskipulagi-og-breytingu-a-adalskipulagi-endurr
Till. að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi: Endurreisn virkjunar í Glerárgili Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Breytingin varðar Glerárgil neðra, frá gömlu brúnni á Norðurlandsvegi að Skarðshlíð og Borgarbraut, og felst í því að leyfa endurbyggingu og starfrækslu Glerárvirkjunar innan verndunarsvæðis. Mörkum verndunarsvæðisins er einnig breytt lítillega þannig að lóð Sólvangs lendir utan þess og verður skilgreind sem íbúðarlóð. Skoða tillöguuppdrátt að breytingu á aðalskipulagi (pdf, 420k) Jafnframt er auglýst skv. 25. gr. sömu laga tillaga að deiliskipulagi sama reits. Í tillögunni eru afmörkuð lóð og byggingarreitur fyrir stöðvarhús virkjunar ásamt þrýstipípu að því frá Glerárstíflu. Gert er ráð fyrir nýjum akfærum stíg frá Höfðahlíð að rafstöðvarlóðinni og almennum göngustígum um lóðina og meðfram Glerá. Afmörkuð er lóð fyrir íbúðarhúsið Sólvang, með byggingarreit fyrir núverandi hús og nýjan bílskúr. Skoða tillöguuppdrátt (pdf, 635k) Greinargerð (pdf, 2260k) Tillöguuppdrættir og greinargerð munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 10. september 2004, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 10. september 2004 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Akureyri 30. júlí 2004, Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Ath: Nauðsynlegt er að hafa nýlega útgáfu af Acrobat Reader til þess að geta skoðað pdf-skjölin sem vísað er til. Hægt er að sækja útgáfu 6 hér:
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaer-stemning
Frábær stemning Frábær stemning er í blíðskaparveðri á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu á Akureyri. Helsta áhyggjuefni mótshaldara er að uppselt verði á öll tjaldsvæði í bænum og næsta nágrenni, enda ljóst að veðrið dregur til sín landsmenn einn sem alla. Hátíðin var sett á Ráðhústorgi í kvöld kl. 20.30 og má segja að mjög glatt hafi verið yfir öllum sem þar voru. Augljóst er að norðlensku veðurguðirnir draga fram það besta í fólki og sagði Bragi Bergmann, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að á Akureyri væri góð blanda af fjölskyldufólki með unglingana sína, krökkum á öllum aldri sem kynnu að skemmta sér og bæjarbúum með bros á vör. Aðsókn er mikil og er jafnvel búist við að uppselt verði á tjaldsvæði bæjarins fyrir nóttina. Lausna verður leitað og er hugsanlegt að opnað verði fyrir fleiri tjaldsvæði til þess að hleypa öllum í góða veðrið á Akureyri þar sem fólk nýtur allra lífsins gæða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/syningu-indverjanna-ad-ljuka
Sýningu Indverjanna að ljúka Sýningu þriggja indverskra listamanna í Ketilhúsinu lýkur á morgun, fimmtudag, en hún hefur vakið mikla athygli og hlotið góða aðsókn. Frá Akureyri liggur leið Indverjanna til Bessastaða þar sem þeim er boðið í móttöku forseta Íslands á föstudag. Listamennirnir halda heim á leið eftir helgina en áður setja þeir upp sýningu sína í einn dag í Reykjavík, sunnudaginn 8. ágúst, í Norræna húsinu og taka með því móti þátt í fjölmenningarhátíð sem stendur þá yfir. Höfuðborgarbúum gefst því einnig kostur á að skoða verk Indverjanna. Skorað er á Akureyringa og nærsveitarmenn að koma í Ketilhúsið og skoða sýninguna áður en hún verður tekin niður. Listamennirnir verða á staðnum frá kl. 15 síðasta sýningardaginn og þar til húsið lokar, kl. 17. Hægt er að fræðast nánar um dagskrá Listasumars næstu daga hér. Listamaðurinn Suhas Bahulkar við þrjú verka sinna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ohefdbundnar-ljosmyndir-jons-gnarr
Óhefðbundnar ljósmyndir Jóns Gnarr Jón Gnarr opnar athyglisverða sýningu á Listasumri næstkomandi laugardag kl. 14. Sýningin nefnist INRI og samanstendur af 10 óhefðbundnum ljósmyndaverkum úr lífi og starfi Jesú Krists. Um er að ræða ljósmyndir af dúkkum, svokallaðar innsetningar, þrykktar á mdf-plötur, einskonar nútíma helgimyndir (íkonar). Sýningin var upphaflega sett upp í Fríkirkjunni í Reykjavík um síðustu áramót og var það í fyrsta skipti sem myndlistasýning er haldin í kirkjunni. Jón Gnarr opnar sýningu sína í Deiglunni næsta laugardag kl. 14 og stendur hún til 22. ágúst. Haldin verður málstofa í tengslum við sýninguna með þátttöku presta á svæðinu, Valgerðar H. Bjarnadóttur og Jóns sjálfs. Og það er mun meira um að vera á laugardaginn kemur því kl. 16 verða opnaðar í Ketilhúsinu tvær nýjar sýningar, "Form óendanleikans" eftir Bryndísi Brynjarsdóttur í aðalsal og "Nótteikningar" eftir Aðalstein Þórsson á svölum, auk þess mun Hrefna Harðardóttir leirlistakona opna formlega kynningu á verkum sínum í skrifstofu verkefnisstjóra í Ketilhúsinu á sama tíma.
https://www.akureyri.is/is/frettir/blida-a-akureyri
Blíða á Akureyri Einstaklega gott veður er á Akureyri þessa dagana og gerir Veðurstofan ráð fyrir áframhaldandi blíðu næstu daga. Margt verður á seyði um helgina og víst er að veðrið mun ekki spilla fyrir. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlægri átt um helgina, 8-13 m/s og dálítilli rigningu eða skúrum sunnan- og vestanlands, en mun hægari og yfirleitt bjart norðaustan til. Hitinn verður á bilinu 12 til 20 stig og verður hlýjast norðanlands. Búist er við áframhaldandi blíðu fram í næstu viku. Í Morgunblaðinu mátti lesa að júlímánuður var sá hlýjasti á Akureyri síðan 1997 og mældist meðalhitinn 12,6 stig en það er 2,1 stigum meira en í meðalári. Úrkoma á Akureyri mældist minni en sólskinsstundirnar mældust 213, sem eru 55 stundum fleiri en í meðalári og virðist ekkert lát á ljúfa veðrinu hér Norðanlands ef marka má byrjun ágústmánaðar. Margt verður í boði fyrir þá sem dveljast á Norðausturlandi t.d. handverkshátíð að Hrafnagili þar sem til sýnis og sölu er ýmiskonar handverk, Fiskidagurinn mikli á Dalvík þar sem landsmönnum öllum er boðið í mat, margskonar myndlistarsýningar í Listasafni, Ketilhúsi, Deiglu og víðar sem og tónlistarhátíðin Djangojazz þar sem jazzsveiflan ræður ríkjum, en nánar er fjallað um þessa viðburði á atburðadagatalinu góða hér á heimasíðunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/syningahelgi-a-akureyri
Sýningahelgi á Akureyri Að minnsta kosti fjórar myndlistarsýningar verða opnaðar á morgun, laugardag, hér á Akureyri. Það verður því nóg um að vera og menningin blómstrar sem aldrei fyrr í góða veðrinu. Í 02 Gallerí í Amarohúsinu opnar Jón Garðar Henrysson sýningu sína Hriðjuverkagull kl. 17 en þar fjallar hann um hatrið og þá hugmynd að að baki allri ást búi hið gagnstæða. Jón Gnarr opnar ljósmyndasýninguna INRI kl. 14 í Deiglunni, flytur fyrirlestur um sýninguna og fær presta af svæðinu til að sitja fyrir svörum, auk þess sem Valgerður H. Bjarnadóttir flytur erindi um trúmál. Síðast en ekki síst verða þrjár sýningar opnaðar í Ketilhúsinu kl. 16. Bryndís Brynjarsdóttir verður með verk sín í aðalsal, Aðalsteinn Þórsson opnar sýningu á yfir 300 teikningum á svölum ásamt vídeósýningum, og Hrefna Harðardóttir opnar formlega kynningu á Gallerí skrifstofuvegg í skrifstofu verkefnisstjóra á 1. hæð. Í anddyri er einnig á laugardögum og sunnudögum kynning á kínverskri list, prentskrift og jadesteinum. Meðfylgjandi mynd er hluti af sýningu Jóns Garðars í O2 Gallerí.
https://www.akureyri.is/is/frettir/djangodjass
Djangodjass Djangodjass hátíðin hófst í Ketilhúsinu í gærkvöldi með tónleikum Robin Nolan Trio og Daniels Lapp. Fjörið heldur áfram í kvöld með tónleikum Svare/Thoroddsen Trio í Ketilhúsinu kl. 21.30 og hápunkturinn, "Grand Finale", verður síðan kl. 21 á laugardagskvöld í Sjallanum þegar hópur tónlistarfólks leiðir saman hesta sína. Þar koma fram Hrafnaspark, Helena Eyjólfsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Svare/Thoroddsen Trio, Robin Nolan Trio og Daniel Lapp. Hátíðin er nú haldin í fjórða skipti og ber nafn sígaunans Django Reinhardt sem talinn er af mörgum snjallasti djassgítarleikari og djasstónskáld sem uppi hefur verið. Sextánda maí 2003 voru 50 ár liðin frá því að Django Reinhardt dó aðeins 43 ára gamall. Honum til heiðurs voru haldnir stórtónleikar og tónlist hans á dagskrá fjölda djasshátíða víða um heim, enda útbreidd skoðun að gítarleikur og tónlist Django Reinhardt séu eitt af undrum djasssögu hemsins. Meira um Djangodjass á heimasíðu hátíðarinnar, www.djangojazz.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsbankinn-styrkir-nemendur-fra-ha
Landsbankinn styrkir nemendur frá HA Í dag, föstudaginn 6. ágúst, voru afhentir náms- og rannsóknastyrkir Landsbankans til brautskráðra nemenda frá auðlindadeild (áður sjávarútvegsdeild) Háskólans á Akureyri. Hvor styrkur er 500.000 krónur og eru þeir veittir til framhaldsnáms eða rannsóknarverkefnis í greinum sem tengjast sjávarútvegi og/eða fjármálum/bankastarfsemi. Í tilefni 100 ára afmælis útibús Landsbankans á Akureyri 18. júní 2002 stofnaði bankaráð til tveggja náms- og rannsóknarstyrkja við Háskólann á Akureyri. Hvor styrkur er að fjárhæð 500.000 krónur. Styrkirnir eru veittir til nemenda sem brautskráðir eru frá auðlindadeild (áður sjávarútvegsdeild) og rekstrar- og viðskiptadeild, til framhaldsnáms í greinum sem tengjast sjávarútvegi eða fjármálastarfsemi eða til rannsóknarverkefnis á sömu sviðum. Styrknum var úthlutað í annað sinn í dag og bárust átta styrkhæfar umsóknir. Þau sem hlutu styrk að þessu sinni voru Arne Vagn Olsen en hann brautskráðist frá sjávarútvegsdeild 1997 og Ásmundur Gíslason sem brautskráðist frá auðlindadeild (áður sjávarútvegsdeild) nú í vor. Arne Vagn Olsen (f. 17.06. 1972). Arne Vagn hóf MBA nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn haustið 2003. Eftir að Arne lauk námi frá sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri starfaði hann hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og síðan í fjögur ár sem sjóðsstjóri áhættufjármuna hjá Íslenskum verðbréfum hf. á Akureyri. Ásmundur Gíslason (f. 08.01. 1979). Ásmundur lauk BSc Honors prófi frá auðlindadeild í júní sl. Í sumarvinnu hefur Ásmundur unnið að sérstökum verkefnum sem tengjast námi í auðlindadeild hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi og Útgerðafélagi Akureyringa hf. Ásmundur mun í haust hefja meistaranám í fjármálum og alþjóðaviðskiptum við Viðskiptaháskólann í Árósum í Danmörku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-utlit
Nýtt útlit Leikfélag Akureyrar hefur fengið nýtt merki í takt við nýjar áherslur leikhússins á komandi vetri. Þannig hefur ásýnd leikhússins verið færð til nútímalegra horfs, þótt áralöng saga njóti sín áfram í Samkomuhúsinu. Samhliða þessu var símanúmeri breytt, en nýja númerið er 4 600 200. Ný og öflug heimasíða leikhússins mun opna á næstu dögum. Þar verður hægt að fylgjast með því sem er á fjölunum, fréttum úr leikhúsinu, skrá sig á námskeið og síðast en ekki síst að kaupa miða á sýningar í gegnum fullkomna netmiðasölu. Á heimasíðunni verður einnig hægt að nálgast upplýsingar og myndir frá fyrri uppsetningum LA, skrá sig á póstlista og taka þátt í leikjum. Í næstu viku verður nýtt leikár LA kynnt. Dagskráin er fjölbreytt og viðamikil, en LA mun frumsýna fjórar leiksýningar á vetrinum, auk þess sem nokkrar gestasýningar verða fluttar til bæjarins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolabyrjun-i-grunnskolum-akureyrarbaejar
Skólabyrjun í grunnskólum Akureyrarbæjar Á föstudag hefst skólastarf í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar nema Brekkuskóla þar sem setningin frestast til mánudagsins 23. ágúst vegna byggingaframkvæmda. Nemendur í Síðuskóla verða boðnir í nýtt og glæsilegt íþróttahús skólans í tilefni dagsins og er það í fyrsta skiptið sem skólinn er settur á sal skólans. Sífellt fleiri skólar setja innkaupalista nemendanna á heimasíður skólanna til að dreyfa álaginu á bókabúðir og aðrar verslanir og svo er einnig í ár. Nemendur Lundarskóla, Oddeyrarskóla, Síðuskóla, Glerárskóla, Giljaskóla og Hlíðarskóla skulu koma í skólana föstudaginn 20. ágúst. n.k. sem hér segir: Nemendur í 2., 3. og 4. bekk klukkan 9.00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk klukkan 10.00. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk klukkan 11.00. Nemendur í Sérdeild Giljaskóla mæti klukkan 09.00 Hlíðarskóli – Nemendur mæti klukkan 10.00 Nemendur Brekkuskóla skulu koma í skólann 23.ágúst n.k. sem hér segir: Nemendur í 2.-5. bekk mæti í neðra hús skólans klukkan 9.00 Nemendur í 6.-7.bekk mæti í nýbyggingu skólans klukkan 10.00 Nemendur í 8.-10. bekk mæti í Íþróttahöllina klukkan 11.00 Börn sem fara í 1. bekk verða boðuð sérstaklega með bréfi til viðtals í skólunum ásamt aðstandendum sínum. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum fyrsta skóladaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/japanfarar-komnir-heim
Japanfarar komnir heim Eins og sagt var frá hér á Akureyrarvefnum fóru sprækir Akureyringar alla leið til Japan á dögunum að sækja alþjóðlega umhverfisráðstefnu ungmenna á vegum Northern Forum samtakanna. Nú eru þau Þórunn Edda Magnúsdóttir, 18 ára nemi úr MA, og Jón Helgi Sveinbjörnsson, einnig 18 ára úr Verkmenntaskólanum, komin heilu á höldnu heim til Akureyrar. Þau eru að vonum mjög ánægð með ferðina sem í alla staði tókst með ágætum. Ráðstefnuna sóttu ungmenni frá meðal annars Rússlandi, Kína, Lapplandi og Alaska auk Íslendinganna en ráðstefnan var haldin í Sapporo sem er á Hokkaido eyjunni í Japan. Áður en Þórunn Edda og Jón Helgi héldu kynningu á umhverfismálum á Íslandi fengu þau tækifæri til að fara í skoðunarferðir um svæðið og sáu meðal annars japanskt hof og nokkurskonar húsdýragarð í japanönskum stíl. Fyrirlesturinn þeirra fékk góðar viðtökur, ekki síst vegna góðrar enskukunnáttu. Næstu daga unnu þau í verkefnahópum í sambandi við dýralíf og gróður, vatn, orku og sorp og úrgang. Þórunn Edda vann við dýralífshópinn en Jón Helgi við orkuhópinn. Í hópunum var rætt um vandamál og framtíðarsýn og samið einskonar minnisblað sem verður þýtt yfir á íslensku von bráðar þar eð allar umræður fóru fram á ensku. En vinnunni er ekki alllokið enn því á næsta ári mun samskonar ráðstefna verða haldin hér á Akureyri og munu Japanfararnir koma sterkir inn í þann undirbúning. Umhverfisþing ungmenna hefur verið haldið einu sinni áður en það var árið 2001 í Alberta í Kanada. Akureyri hefur átt aðild að Northern Forum frá árinu 2003. Nánari upplýsingar um samtökin og þingið er að finna á: www.northernformum.com
https://www.akureyri.is/is/frettir/kennsla-hefst-a-morgun-i-grunnskolum-akureyrarbaejar
Kennsla hefst á morgun í grunnskólum Akureyrarbæjar Kennsla hefst í grunnskólum Akureyrar föstudaginn 20. ágúst, nema í Brekkuskóla þar sem kennsla hefst mánudaginn 23. ágúst. Mjög vel gekk að manna skólana í vor og var víða hægt að velja úr umsóknum kennara. Í vetur verður hlutfall kennara með réttindi 94% og hefur aldrei verið hærra. Um það bil 2.630 nemendur verða við nám í grunnskólunum á þessu skólaári og eru þá taldir með 28 nemendur í Grunnskólanum í Hrísey, en hann telst nú til grunnskóla Akureyrar. Nemendur sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk eru 292 og er þetta fjölmennasti árgangur sem byrjar í grunnskóla síðan 1996. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í grunnskólunum í sumar. Í Síðuskóla verður tekin í notkun nýr samkomusalur og mötuneyti ásamt stórbættri félagsaðstöðu fyrir nemendur ásamt því sem þar verður tekið í notkun nýtt íþróttahús sem stórbætir aðstöðu til kennslu íþrótta í skólanum. Í Brekkuskóla standa yfir miklar framkvæmdir við nýbyggingu og endurbyggingu GA hússins. Því verður skólastarfið á þremur stöðum í vetur, þ.e. í BA húsi, nýbyggingu og í Íþróttahöllinni. Nýbyggingin er að verða tilbúin, en þar verður auk kennsluaðstöðu, stjórnunaraðstaða skólans, samkomusalur og mötuneyti. Með tilkomu mötuneytanna við Brekkuskóla og Síðuskóla er lokið átaki Akureyrarbæjar við að koma upp skólamötuneytum við alla grunnskóla bæjarins. Á þessu skólaári verður haldið áfram að auka fjölbreytni í valgreinum nemenda í 9.-10. bekk. Á skólaárinu er boðið upp á 8 valgreinar í samvinnu við aðila utan grunnskólanna, s.s. Skátana, Leikfélagið, HA, VMA og Örn Inga. Auk þess geta nemendur fengið metna þátttöku í íþrótta- eða félagsstarfi eða sérskólanámi. Þetta hefur mælst vel fyrir og er þátttaka mjög góð. Brekkuskóli hefur fengið styrk frá skólanefnd sem leiðtogaskóli í þróun aðferða til að mæta betur þörfum, áhuga og getu hvers nemanda. Oddeyrarskóli fékk styrk á s.l. skólaári sem leiðtogaskóli í þróun aðferða til að auka þátttöku foreldra í skólastarfi. Gerður er samningur við leiðtogaskólana til þriggja ára og eiga þeir á þessum tíma einnig að sinna ráðgjöf til annarra grunnskóla á Akureyri svo þeir geti lært af reynslu þeirra. (Fréttatilkynning frá Skóladeild Akureyrarbæjar)
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasumarid-heldur-afram
Listasumarið heldur áfram Dagskrá Listasumars á Akureyri heldur áfram í kvöld með heitum fimmtudegi í Deiglunni klukkan 21.30. Að þessu sinni treður djasskvartetinn Alcavos frá Akureyri upp en hann skipa Wolfgang Sahr á saxófónn, Aladar Rácz á píanó, Karl Petersen, trommur og Stefán Ingólfsson á rafbassa. Í hádeginu á morgun föstudag verða svo hádegistónleikar í Ketilhúsinu þar sem fram kemur Trio Groki Park skipað Birnu Helgadóttur á píanó, Unu Sveinbjarnardóttur á fiðlu og Freyju Gunnlaugsdóttur á klarinett. Tónleikarnir hefjast klukkan 12. Um helgina verður mikið um að vera á Minjasafninu en þar hefst Nonnaganga klukkan 14 á laugardeginum og um kvöldið verður Söngvaka í Minjasafnskirkjunni klukkan hálf níu. Sýning á óhefðbundnum ljósmyndum Jóns Grarr lýkur á sunnudag í Deiglunni og það er einnig síðasti sýningardagur Hagvirkni, húsbúnaður eftir íslenska listamenn frá Hönnunarsafni Íslands í Listasafninu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/pall-magnusson-faer-heidursvidurkenningu-ksi
Páll Magnússon fær heiðursviðurkenningu KSÍ Fyrir leik Íslands og Ítalíu seinasta miðvikudag var nokkrum einstaklingum veitt sérstök heiðursviðurkenning fyrir ómetanlegt sjálfboðaliðastarf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar hér á landi. Þessir menn hafa gefið knattspyrnunni á Íslandi áratuga hugsjónastarf og eiga þakkir skildar fyrir ómetanlegt framlag sitt. Þennan hóp skipa Ásgeir Ármannsson hjá Víkingi R., Guðjón Guðmundsson hjá ÍA, Jóhann Ólafsson hjá ÍBV, Konráð Ó. Kristinsson hjá Breiðabliki, Albert Eymundsson hjá Sindra og Páll Magnússon hjá Þór. Páll hefur um margra ára skeið dæmt fótboltaleiki, körfuknattleiksleiki og handboltaleiki og byrjaði hann að dæma aðeins 16 ára gamall. Á löngum ferli sínum hefur hann dæmt 1464 leiki og þjálfað yngri flokkana. Meðal þeirra sem hann þjálfaði voru Magnús Jónatansson, Ævar Jónsson og Pétur Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir. Stjórn Þórs naut einnig góðs af Páli enda sat hann lengi í stjórn félagsins og var virkur í félagslífi þess. www.thorsport.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/atta-leiksyningar-a-vegum-la
Átta leiksýningar á vegum LA Leikfélag Akureyrar mun bjóða upp á átta leiksýningar á leikárinu sem er að hefjast. Fjórar sýningarnara eru eigin uppsetningar LA verður m.a. söngleikurinn Óliver! frumsýndur um jólin í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Auk þess mun LA standa fyrir komu fjögurra gestaleiksýninga á árinu. Uppsetningar LA í vetur eru eftirfarndi: Svik eftir Harold Pinter í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman. Leikarar eru Ingvar E. Sigurðsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bersson. Ausa og stólarnir er leiksýning sem er sett saman úr Ausu Steinberg eftir Lee Hall og Stólunum eftir Ionesco. Leikstjóri er María Reyndal, en leikarar eru Ilmur Kristjánsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Þráinn Karlsson og Skúli Gautason. Söngleikurinn Óliver! eftir Lionel Bart í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Sýningin er sett upp í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, en fimmtán manna hljómsveit mun leika í sýningunni. Pakkið á móti eftir Henry Adams í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Gestasýningar eru eftirfarandi: Brim eftir Jón Atla Jónasson í leikstjórn Hafliða Arngrímssonar. Gestasýning frá Vesturporti. Rokksöngleikurinn Hárið í leikstjórn Rúnars Freys Gíslasonar. Gestasýning í Íþróttahöllinni í samstarfi við Knattspyrnudeild Þórs og Hársins ehf.. Koddamaðurinn eftir Martin McDonagh. Gestasýning frá Þjóðleikhúsinu. Deafening Silence. Dansleikhússýning frá Hollandi. Gestasýning frá Orkater. Til viðbótar við leiksýningarnar átta verður boðið upp á leiklestra, leiklistarnámskeið, umræður, málþing og LA stendur fyrir leiklistarkennslu sem er valgrein í grunnskólum Akureyrar. Þá verður öllum nemendum í 8., 9. og 10. bekk á Eyjafirði boðið á eina leiksýningu í vetur. Það er einnig ný heimasíða leikhússins www.leikfelag.is Frétt tekin af www.mbl.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/setning-siduskola-i-nyjum-sal-skolans
Setning Síðuskóla í nýjum Sal skólans Ólafur B. Thoroddsen skólastjóri í Síðuskóla setti skólann í fyrsta skiptið í nýjum Sal hans á föstudag. Hann mun hýsa samkomur, félagsmiðstöð fyrir unglinga í hverfinu svo og mötuneyti fyrir skólann svo eitthvað sé nefnt. Leiksviðið í fjölnotasalnum verður notað sem kennslustofa fyrir Tónlistarskóla Akureyrar. Einnig er framkvæmdum við íþróttahús skólans lokið og verið er að leggja lokahönd á lóð skólans. Brúttóstærð íþróttahússins og búningsaðstöðu er um 1412 fermetrar og salurinn er 836 fermetrar. Í ræðu sinni óskaði Ólafur nemendum til hamingju með þessar nýbyggingar og vonaðist til að þær gætu nýst sem best í framtíðinni. Krakkarnir í öðrum bekk hlíða á kennarann. Foreldrar voru einnig með fyrsta daginn. Kennarinn býður krakkana velkomna aftur í skólann. Seinustu framkvæmdir í nýja íþróttahúsinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrstu-bornin-maett-i-nyja-leikskolann
Fyrstu börnin mætt í nýja leikskólann Leikskólinn Tröllaborgir við Tröllagil tók á móti fyrstu börnunum á mánudaginn síðastliðinn. Leikskólinn er á tveim neðstu hæðunum í íbúðarblokk sem reist er af Félagsstofnun stúdenta. Akureyrarbær leigir af þeim húsnæðið undir leikskólann, en reksturinn er á vegum Akureyrarbæjar. Í leikskólanum geta dvalið 90 börn samtímis og stöðugildin eru rúmlega 21. Enn á eftir að leggja lokahönd á loðina en Jakobína Elín Ásgeirsdóttir leikskólastjóri segir börnin geto farið út í garð á mánudag og leikið sér. Fyrir ofan leikskólann eru nemendaíbúðir fyrir HA, alls 36 íbúðir. Laugardaginn 4. september verður formleg opnun og er gestum og gangandi velkomið að kíkja við og skoða leikskólann Tröllaborgir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-undirbuin-1
Akureyrarvaka undirbúin Seinustu vikur og mánuði hefur starfshópur unnið hörðum höndum að því að skipuleggja Akureyrarvökuna sem verður sett í Lystigarðinum á föstudagskvöld n.k. Laugardagurinn er orðinn sneisafullur af dagskráratriðum og hver ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin verður nánar kynnt í vikunni hér á Akureyrarvefnum. Meðal áhugaverðra atriða er sýning á myndinni “Bærinn við Pollinn – Gengin spor” sem er endurbætt útgáfa af myndinni “Bærinn við Pollinn” sem var sýnd í fyrra og vakti mikla lukku. Þá komust færri að en vildu. Myndin er 50 mínútur þar sem brugðið er upp myndum úr sögu Akureyrar, þær elstu frá því fyrir miðja síðustu öld en þær nýjustu fárra daga gamlar. Lengstu kaflarnir eru úr Fjörunni. Þar er tekið hús á Sverri Hermannssyni, sem hafði safnað að sér yfir tuttugu þúsund munum, þegar hann gaf safnið í Sólgarð í Eyjafjarðarsveit. Einnig verður endursýndur kaflinn með kjarnorkukonunum í Aðalstræti 32, Jóhönnu Jónsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur. Þær bjuggu saman einar eftir að báðar höfðu náð hundrað ára aldri. Þessi kafli gerði mikla lukku í myndinni í fyrra, en hann hefur verið endurunnin og bætt við nýju viðtali við Jóhönnu, sem hélt upp á hundraðasta og fjórða afmælisdaginn sinn í vetur. Auk þessa eru í myndinni glefsur frá knattspyrnuleik á gamla Þórsvellinum, þjóðdönsum og leikfimissýningu á sundlaugartúninu, blysför menntskælinga til að heiðra Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi. Sitthvað fleira ber við í myndinni, meðal annars leiða þeir Kristján Jóhannsson og Óskar Pétursson saman hesta sína með óvæntum hætti. Myndirnar eru úr safni Sjónvarpsins, Listalífs og Eðvarðs Sigurgeirssonar. Gísli Sigurgeirsson fréttamaður gerði myndina sem verður sýnd í Borgarbíói á laugardaginn klukkan 16, 17, 18 og 19. Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikhusmarathon
Leikhúsmaraþon Á opnu húsi LA sem ber upp á Akureyrarvöku mun Hildigunnur Þráinsdóttir leika maraþon. Hún ætlar að leika einleikinn Maður og kona; egglos eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, en sá einleikur var einn þriggja í einleikjaröðinni Uppistand um jafnréttismál sem sýndur var í leikhúsinu vorið 2003. Hildigunnur ætlar að leika sýninguna sex sinnum í einni striklotu, og hefst fyrsta sýningin kl. 16.00, sú næsta 16.30 og svo koll af kolli fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn sem LA stendur fyrir leikhúsmaraþoni, og ekki hefur leikkonan reynt slíkt áður. Hér er því um einskonar tilraun að ræða. Mikið mæðir á leikara í einleik og því verður spennandi að sjá hvort og hvernig Hildigunnur kemst frá þessu skemmtilega uppátæki. Allir eru velkomnir - aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-manadarkort-i-september
Frítt mánaðarkort í september Ókeypis mánaðarkort fyrir strætó verður borið í öll hús á Akureyri næstu daga. Eitt kort fer á hvert heimili og veitir það þeim sem hefur það undir höndum hverju sinni, möguleika á að ferðast ókeypis með Strætisvögnum Akureyrar (SVA) í september-mánuði. Með þessu er vakin athygli á að það borgar sig að taka strætó í vinnu og skóla. Mánaðarkort í strætó kostar aðeins 3.500 kr. en fastur kostnaður við lítinn einkabíl er 400-500 þús. kr. á ári. Ef ekki þarf að kaupa aukabíl á heimili, heldur farið með strætó, gengið eða hjólað í vinnu og skóla í staðinn geta heimilisútgjöldin orðið um nærri hálfa milljón króna minni en ella á ári. Mánudaginn 30. ágúst tekur gildi ný leiðabók fyrir SVA og jafnframt nokkrar lagfæringar á leiðakerfinu. Helstu breytingarnar eru: Leiðirnar verða 4 í stað 10 eins og verið hefur í nokkur ár. Nýja leiðabókin er mun einfaldari en sú sem gilt hefur í nokkur ár. Þar er hægt að sjá allar leiðir strætisvagnanna á einu korti auk þess sem kort er yfir hverja leið eins og verið hefur. Teknar verða upp ferðir í Naustahverfi. Þær munu tengist leiðum sem farið hafa um Innbæinn. Akstur strætisvagnanna á kvöldin verður minnkaður, þannig að kl. 19-23 virka daga ekur einn vagn í stað tveggja áður. Fækkun akstursleiðanna úr 10 í 4 felst aðallega í því að sérstakar “vinnuferðir” á morgnana eru felldar að almenna leiðakerfinu. Það þýðir lítilsháttar tilfærslu á tímasetningum fyrir þá sem notað hafa “vinnuferðirnar”. Þá fækkar leiðum vegna þess að styttri frávik milli akstursleiða eru felld niður. Í nokkrum tilvikum þarf fólk því að nota aðrar biðstöðvar en hingað til. Helstu breytingar á biðstöðvum eru: Engar biðstöðvar verða við Kiðagil, vagnarnir fara alltaf um Merkigil Ekki verða biðstöðvar við Bugðusíðu milli Vestursíðu og Miðsíðu, vagnarnir fara alltaf um Vestursíðu og Miðsíðu Leiðabreytingunum og nýrri uppsetningu á leiðabók er ætlað að einfalda notendum strætisvagnanna að nýta sér þá. Þá er í bígerð að setja upp leitarvél á vef Akureyrarbæjar, sem tilgreinir hvernig er best að komast milli staða með strætó. Þessar breytingar eru úr smiðju vinnuhóps framkvæmdaráðs um almenningssamgöngur, en hópurinn lauk störfum sl. vor. Í vinnuhópnum voru Jakob Björnsson, formaður, Sigrún Björk Jakobsdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir. Öll eru þau bæjarfulltrúar og í framkvæmdaráði. Vinnuhópurinn fór ítarlega yfir helstu möguleika í rekstrarfyrirkomulagi SVA. Niðurstaðan var að ekki fælist hagkvæmni í róttækum breytingum á rekstrinum, ef frá er talið hugsanleg hagstæð niðurstaða útboðs. Til sérstakrar athugunar var svonefnt “taxibus”-kerfi. Í ljós kom að kostnaður við það vex hratt við aukna notkun og þar sem markmið hópsins var að finna fyrirkomulag sem hvetur til notkunar almenningssamgangna virðist það kerfi ekki koma til álita. Vinnuhópurinn samdi drög að stefnuskjali fyrir almenningsvagnaþjónustu bæjarsins. Í stefnuskjalinu eru m.a. þjónustumarkmið og –viðmið fyrir reksturinn í framtíðinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagskra-akureyrarvoku-a-netinu
Dagskrá Akureyrarvöku á netinu Nú er hægt að nálgast dagskrá Akureyrarvöku með því að smella á hnapp til vinstri hér á Akureyrarvefnum. Dagskráin verður uppfærð um leið og breytingar og/eða viðbætur verða. Eins og sést er dagskráin nú þegar sneisafull en enn er að bætast við. Til að mynda verður eitt stykki naut grillað í heilu lagi á Ráðhústorginu á laugardaginn. Landssamband kúabænda ,Landsbankinn, Norðlenska, Norðurmjólk, Kjarnafæði, Skeljungur, Esso, ásamt Guðmundi frá Mýri og einvala liði Bautans endurtaka leikinn frá menningarnótt í Reykjavík og heilgrilla naut á teini á Ráðhústorginu á Akureyri á Akureyrarvöku nk.laugardag. Nautið ásamt tilbúnum sósum og ískaldri mjólk verður tilbúið til framreiðslu frá kl. 16.30. Föstudagur 27. ágúst Lystigarðurinn kl. 21-23. Setning Akureyrarvöku. Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar setur hátíðina. Veitt verða verðlaun fyrir fallegustu garðana. Lystigarðurinn upplýstur. Fjölbreytt dagskrá víðsvegar um garðinn. Atriði frá Leikfélagi Akureyrar. Andy Brooks flytur kántrítónlist í anda Johnny Cash og Gustavo Peréz frá Kanaríeyjum verður með listrænan gjörning með þátttöku áhorfenda á vegum Alþjóðastofu, Dúettinn Matriksur, Inga Eydal og Arna Vals syngja nokkur lög og talandi Lóa Hildigunnar leynist meðal blóma.
https://www.akureyri.is/is/frettir/cherie-blair-forsaetisradherrafru-a-akureyrarvoku
Cherie Blair, forsætisráðherrafrú á Akureyrarvöku Sýning Boyle fjölskyldunnar verður opnuð í Listasafninu á Akureyrarvöku, laugardaginn 28. ágúst klukkan 15, af forsætisráðherrafrú Bretlands, Cherie Blair, og sendiherra Bretlands á Íslandi, Alp Mehmet. Boyle-fjölskyldan samanstendur af fjórum listamönnum, þeim Mark Boyle (f. í Glasgow 1934), Joan Hill (f. í Edinburg 1931) og börnum þeirra Sebastian (f. 1962) og Georgiu (f. 1965). Þau vinna saman, sem einn listamaður, að öllum verkefnum sínum. Þau voru fulltrúar Bretlands á Feneyjartvíæringnum 1978 og eru einu skosku listamennirnir sem hafa haldið einkasýningu á breska sýningarsvæðinu. Tvær síðustu stórsýningar þeirra í Bretlandi voru haldnar í Hayward-galleríinu í London 1986 og í Skoska nútímalistasafninu í Edinborg 2003. Mark og Joan gerðu fyrstu jarðsneiðina (nákvæma eftirmynd af jarðsvæði) árið 1964. Fjórum árum seinna hófu þau risavaxið verkefni sem nefnist Ferð að yfirborði jarðar. Takmark þeirra var að gera nákvæma eftirmynd af 1000 hlutum yfirborðs jarðar, sem væru valdir af handahófi. Ævintýrið byrjaði þegar áhorfendur voru beðnir um að kasta pílum í risastórt heimskort til að velja staðina; 70% af pílunum lentu í sjó, en sú fyrsta stakkst í Ísland. Í framhaldinu ferðuðust þau til margra landa, borga og afskekktra staða, og gerðu ofurraunsæja lágmynd af því svæði þar sem pílan hafði lent. Aðferðin sem þau nota við að endurskapa jarðsvæðin svona nákvæmlega, oft úr óstöðugum efnum eins og sandi, mold og ís, er vel varið leyndarmál. Fjölskyldan hefur aldrei komið til Íslands, áfangastaðar fyrstu pílunnar, eða haldið þar sýningu fyrr en nú. Boyle fjölskyldan skipar mikilvægan sess í listasögu Bretlands og raunar í sögu alþjóðlegrar myndlistar. Mark og Joan eiga sér langan feril að baki og hafa t.d. unnið með listamönnum á borð við Jimmy Hendrix og Dieter Roth. Með Hendrix bjuggu þau til eitt vinsælasta "skynvíkkunarljósasjó" skemmtistaðanna, sem bregður fyrir í bíómyndum hippatöffarans Austin Power. Síðan á endurreisnartímanum hefur engin fjölskylda starfað að listinni sem ein heild. Það brýtur í bága við allar viðteknar venjur að framúrstefnulistamenn starfi sem eitthvert vísitöludæmi. Úrelt nýlist? Niðurbrot þjóða og einstaklinga, niður í smæstu markaðssettu þarfir, helst í hendur við allt annað í okkar nútímaheimi. Fátt í dag þykir skynsamlegra en að hagræða í nafni þeirra sem betur mega sín. En okkar er valið frjálsa. Meðvituð tilviljun, átrúnaður og þráhyggja er val Boyle-fjölskyldunnar. Verk Boyle-fjölskyldunnar voru valin á sýninguna Úr næðingi í frost: Bresk list á 20. öld. Áhugi þeirra á tilviljun, viðleitni þeirra til að forðast stíl og setja verk sín fram á algjörlega hlutlægan hátt er einkennandi fyrir list á seinni hluta tuttugustu aldar. Mikilvægi verka þeirra er ekki öllum ljóst, aðallega vegna þess að Boyle-fjölskyldan hefur alltaf verið trú neðanjarðarmenningunni, sem einkennir viðhorf þeirra. Þau hafa aldrei haft umboðsmann og halda sig við jaðra listaheimsins, enda gerir hópvinnan það að verkum að list þeirra hefur engan persónulegan stíl eða sjálf, sem öll nútímahyggja - hvort heldur er um að ræða andlegt kukl eða harða markaðssetningu auðhringanna - grundvallast á. Megin uppistaða þessarar yfirlitssýningar í Listasafninu á Akureyri eru jarðverk, en einnig eru til sýnis skranverk (samsett úr brotajárni frá því snemma á sjöunda áratugnum) og kvikmyndir. Áhugi fjölskyldunnar á raunsæjum afsteypum tengist samtímamönnum þeirra frá sjöunda og áttunda áratugnum, þar á meðal Daniel Speori, Duane Hanson, George Segal og John de Andrea, sem og yngri listamönnum á borð við Rachel Whiteread, Jake & Dinos Chapman og Söru Lucas - jafnvel umhverfislist þýska listamannsins Gregors Schneider. Líkaminn var þungamiðja verka þeirra seint á sjöunda áratugnum og einkennir ennþá alla þeirra listiðkun. Líkaminn og heimurinn. Af moldu ertu kominn. Fjölskyldan býr til verk sem erfitt er að mótmæla eða tímasetja. Verkin fá okkur vonandi til að hugsa og skiptast á skoðunum, en þau bara eru.
https://www.akureyri.is/is/frettir/till-um-breytingu-a-deiliskipulagi-naustahverfi-j-reitir
Till. um breytingu á deiliskipulagi: Naustahverfi, J-reitir við Skálatún Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Naustahverfis, upphaflega samþykktu í bæjarstjórn 23. apríl 2002, síðast breyttu með samþykkt bæjarstjórnar 6. apríl 2004. Lagt er til að húsgerðir á J-reitum við Skálateig breytist þannig, að í stað eins einbýlishúss og parhúss á hverjum reit komi einnar hæðar raðhús með þremur íbúðum og innbyggðum bílskúrum. Tillöguuppdráttur og tillaga að breyttum skipulagsskilmálum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 8. október 2004, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Skoða tillöguuppdrátt (pdf, 440k) Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 föstudaginn 8. október 2004 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 27. ágúst 2004, Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Ath: Nauðsynlegt er að hafa nýlega útgáfu af Acrobat Reader til þess að geta skoðað pdf-skjölin sem vísað er til. Hægt er að sækja útgáfu 6 hér:
https://www.akureyri.is/is/frettir/minjasafnid-a-akureyrarvoku
Minjasafnið á Akureyrarvöku Minjasafnið verður með 4 dagskráliði á Akureyrarvöku og hefst veislan á laugardaginn með opnun á sýningu á munum og ljósmyndum úr leiðöngrum að flaki flugvélarinnar Fairey Battle sem fórst 26. maí 1941 á hálendinum milli Eyjafjarðar og Öxnadals. Sýndir verða munir og myndir úr leiðangri sem var farinn 24-25. ágúst á jökulinn og úr fyrri leiðöngrum. Sýningin stendur einungis þessa helgi og eru bæjarbúar því hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri. Klukkan 14.00 verður lagt í sögugöngu á vegum Minjasafnsins sem ber heitið Byggingarlist á Brekkunni. Undir leiðsögn arkitektanna Finns Birgissonar og Árna Ólafssonar verður farið í gönguferð um Brekkunna og rýnt verður í húsagerðir og skipulag á Brekkunni. Gangan hefst við Háskólann við Þingvallastræti klukkan 14.00. Minjasafnið stendur einnig fyrir söngvöku en þær hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins undanfarið. Á söngvökum eru áhorfendur leiddir í ferðalag um tónlistarsögu Íslendinga í tali og tónum. Að vanda hefst söngvakan klukkan 20.30 í Minjasafnskirkjunni. Í framhaldi af hinni geysivinsælu Draugavöku sem var fyrir ári á Akureyrarvöku heldur Minjasafnið að þessu sinni Draugagöngu. Farið verður í gönguferð um elsta hluta Akureyrar og kirkjugarðinn. Á leiðinni veðra sagðar draugasögur úr fortíðinni. Hver veit nema svipir úr fortíðinni verði á sveimi í nágrenninu. Gangan hefst klukkan 22.00 við Minjasafnskirkjuna í Aðalstræti og lýkur á sama stað kl. 23.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillogur-um-menningarhus-a-akureyri
Tillögur um menningarhús á Akureyri Á laugardag voru kunngjörðar niðurstöður dómnefndar í hönnunarsamkeppni um menningarhús á Akureyri. Dómnefndin raðaði þremur frambærilegustu tillögunum til verðlaunasæta í annað og þriðja sæti. Jafnframt var ákveðið að beina þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að ganga til samningaviðræðna við höfunda tillögu í 2. sæti með það í huga að orðið geti að framkvæmd hennar fyrir kostnaðaráætlun sem er innan viðmiðunarmarka keppnislýsingar. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Kristján Þór Júlíusson, afhentu verðlaunin. Ein tillaga hlaut önnur verðlaun og var það tillaga frá arkitektastofunum Arkþingi ehf. og Arkitema í Danmörku. Tvær tillögur hlutu þriðju verðlaun. Að annarri stendur arkitektastofan Andersen & Sigurðsson í Danmörku. Höfundar hinnar eru arkitektastofan HAUSS – Architectur + Graphik, en sú stofa er starfrækt í Þýskalandi og Austurríki. Að auki ákvað dómnefnd að nýta rétt til innkaupa á þremur tillögum, og voru höfundar þeirra Studio Granada, G&J Architekten í Þýskalandi og arkitektastofan AVH ehf. Dómnefnd skipuðu Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, formaður, bæjarfulltrúarnir Oddur Helgi Halldórsson og Sigrún Björk Jakobsdóttir, tilnefnd af Akureyrarbæ, og arkitektarnir Guðrún Ingvarsdóttir og Þorvaldur S. Þorvaldsson, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands. Tillögurnar er að finna hér á pdf-formi (athugið að um þónokkuð þungt skjal er að ræða). Forsaga málsins er sú að ríkisstjórn Íslands ákvað á árinu 1999 um að veita stofnstyrki til uppbyggingar menningarhúsa utan höfuborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi og efla um leið þá starfsemi. Á fundi ríkisstjórnar hinn 11. febrúar 2003 var ákveðið að veita einum milljarði kr. til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar hófust samningaviðræður menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar og í apríl 2003 var undirritað samkomulag menntamálaráðuneytisins og Akureyrar um byggingu menningarhúss á Akureyri. Miðað skyldi við að heildarkostnaður við verkið yrði ekki meiri en 1.200 m.kr. Menntamálaráðherra og Akureyrarbær samþykktu að efna til opinnar samkeppni um hönnun hússins og í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og skipaði menntamálaráðherra dómnefnd í febrúarmánuði sl. til að hrinda samkeppninni í framkvæmd. Samkeppnin var auglýst í lok mars og var veittur frestur til 5. júlí að skila inn tillögum. Samtals bárust 33 tillögur. Athygli vekur að tillögurnar eru unnar með þátttöku arkitekta í alls 9 löndum. Ákveðið var að við mat á tillögum yrði höfuðáhersla lögð á byggingarlist, innra fyrirkomulag, hagkvæmni í rekstri, byggingarkostnað, aðgengis- og öryggismál, fyrikomulag á lóð og umhverfisþætti. Tilgangur samkeppninnar var að fá snjallar og raunhæfar tillögur að fallegri byggingu sem fellur vel að umhverfi sínu. Í keppnislýsingu var jafnframt kveðið á um að miðað skyldi við að eiginlegur framkvæmdakostnaður væri 800 m.kr., og að tillögur sem vikju frá þeirri fjárhæð um meira en 25% kæmu ekki til greina til útfærslu. Þegar niðurstöður úr kostnaðarmati voru kynntar kom í ljós að allar tillögurnar sem voru kostnaðarreiknaðar voru yfir því kostnaðarviðmiði sem fram kemur í keppnislýsingu. Í sumum tilvikum var ekki um mikið frávik að ræða, en engu að síður nægjanlegt til að tillögurnar teldust ekki uppfylla skilyrði keppnislýsingar. Niðurstaða dómnefndar varð því sú að nefndinni væri óheimilt að veita 1. verðlaun, enda fæli veiting þeirra í sér skuldbindingu um framkvæmd viðkomandi tillögu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-fyrir-fallegar-lodir
Viðurkenningar fyrir fallegar lóðir Við setningu Akureyrarvöku í Lystigarðinum á föstudagskvöld voru veittar viðurkenningar fyrir fallegar og vel hirtar lóðir á Akureyri. Lesa má niðurstöður vals dómnefndar hér. Viðurkenningar 2004.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikilvaegi-menntunar-stulkubarna
Mikilvægi menntunar stúlkubarna Á félagsvísindatorgi í dag fjallar dr. Cream Wright, forstöðumaður menntamála hjá UNICEF, um menntaherferð stofnunarinnar í 25 þróunarlöndum en stefna UNICEF er að gefa fleiri stúlkubörnum kost á skólavist. Menntun barna er lykilatriði fyrir velferð allra samfélaga. Því miður virðast stúlkubörn í mörgum löndum eiga sérstaklega undir högg að sækja þegar tryggja á börnum lágmarks menntun. Reynslan sýnir að kona sem gengið hefur í skóla eignast færri börn en sú ómenntaða og líkurnar á að börn hennar menntist eru meiri. Skólagengnar stúlkur hafa einnig betri möguleika til að stjórna eigin lífi en þær sem ekki hafa notið skólagöngu. Það er stefna UNICEF að gefa fleiri stúlkum kost á skólavist og tryggja að þær hætti ekki námi fyrr en þær eru í stakk búnar til að takast á við vandamál daglegs lífs. Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi mun Dr Cream Wright, forstöðumaður menntamála hjá UNICEF gera grein fyrir menntaherferð stofnunarinnar í 25 þróunarlöndum sem eiga við sérstaklega mikla erfiðleika í þessum efnum að stríða (2002-2005). Auk þess sem unnið er að því að tryggja menntun allra barna á skólaskyldualdri í þessum völdu löndum hefur verið gert sérstakt átak til að fyrirbyggja að stúlkur beri þar skarðan hlut frá borði. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í dag í stofu K 202 á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/koma-saensku-konungshjonanna-og-kronprinsessunnar-til-akureyr
Koma sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar til Akureyrar Í tilefni af opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar til Akureyrar fimmtudaginn 9. september nk. heldur utanríkisráðherra Svía, frú Laila Freivalds, fyrirlestur í Oddfellowhúsinu sem nefnist ?Swedish Arctic Policy?. Fyrirlesturinn er hluti af árlegurm minningarfyrirlestri Vilhjálms Stefánssonar sem að þessu sinni er tvískiptur. Í síðari hlutanum flytur Sverker Sörlin erindið ?The Humar Arctic: Stefansson, Ahlmann, and the Quest for an Arctic within History?. Prófessor Ahlman var þekktur sænskur landfræðingur og jöklafræðingur sem m.a. stundaði rannsóknir á Vatnajökli með Jóni Eyþórssyni og Sigurði Þórarinssyni. Fyrirlesturinn hefst klukkan 11.00 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Gestir eru vinsamlegast beðnir að mæta tímanlega. Konungshjónin og krónprinsessan lenda um morguninn á Akureyrarflugvelli ásamt forsetahjónunum þar sem skólabörn munu taka á móti þeim ásamt bæjarstjóra. Haldið verður aftur á brott seinni partinn til Mývatns.
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-thatttaka-i-akureyrarvoku
Góð þátttaka í Akureyrarvöku Akureyrarvaka var haldin á laugardag og heppnaðist í alla staði vel. Fjölmargir sóttu atburði og sýningar á vökunni þrátt fyrir fremur óheppilegt veður. Listagilið iðaði af lífi þar sem krakkar gátu krítað á götuna og smíðað af hjartans list. Góð þátttaka var í fjallahjólakeppninni sem fram fór í Kjarnaskógi og lögðu sumir á sig ferð til Akureyrar út nágrannasveitarfélögunum til að taka þátt í henni. Um 500 gestir litu inn hjá Leikfélagi Akureyrar og fjöldi fólks sá kvikmynd Gísla Sigurgeirssonar um bæinn við Pollinn. Verslanir og fyrirtæki í bænum stóðu fyrir alls kyns sprelli og Bautamenn tóku sig til í samstarfi við Norðlenska og grilluðu heilt naut sem gestir og gangandi gátu bragðað á. Víða var líka hægt að næla sér í pylsu og hlýða á tónlist. Loks var kveikt í brennu á uppfyllingunni við Torfunefsbryggju og blysum skotið á loft. Aðstandendur eru að vonum ánægðir og vænta þess að Akureyrarvaka verði fastur liður í hátíðarhöldum bæjarbúa en vakan er alltaf haldin á laugardagskvöldi sem næst afmæli bæjarins, 29. ágúst, um leið og hún markar lok Listasumars. Krakkar gátu smíðað á smíðaverkstæði Öllu og Cryola karlinn leit við Listamaðurinn Anna Richards heitbinst Listagilinu og stingur sér til sunds ásamt brúðarmeyju. Gestir og gangandi tylltu sér fyrir utan Café Karólínu á meðan krakkarnir skreyttu Gilið. Einbeittar á svip við smíðina. Verðandi listamaður? Frá sýningu Óla G. Jóhannssonar í Ketilhúsinu. Eldsýning á væntanlegri lóð Menningarhúss Akureyringa. Aðstandendur Akureyrarvöku þakkar bæjarbúum fyrir þátttöku í hátíðarhöldunum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kea-gefur-hjartarafstudtaeki
KEA gefur hjartarafstuðtæki Kaupfélag Eyfirðinga hefur fært Sundlaug Akureyrar að gjöf sjálfvirkt hjartarafstuðtæki af gerðinni “Access CardioSystems” sem er einfalt og handhægt öryggistæki. Við hjartastopp er tækinu brugðið á viðkomandi og sýnir reynslan að með því að senda rafstraum í gegnum hjartað er unnt að koma því aftur í eðlilegan takt, sé það gert innan fárra mínútna. Landlæknisembættið og heilbrigðisyfirvöld út um allan heim leggja áherslu á að slík hjartarafstuðtæki séu sem víðast til staða, þar á meðal í íþróttamiðstöðvum. Með þessari gjöf vill Kaupfélag Eyfirðinga leggja Sundlaug Akureyrar lið í að tryggja eins og kostur er öryggi sundlaugargesta, sem hefur fjölgað ár frá ári á síðustu árum og í ár stefnir í algjört met sundlaugargesta. Starfsfólk Sundlaugar Akureyrar mun á næstu dögum fá þjálfun í notkun tækisins og fara yfir önnur öryggismál laugarinnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-um-althjodlega-hugmyndasamkeppni
Samningur um alþjóðlega hugmyndasamkeppni Skrifað hefur verið undir samning milli Arkitektafélags Íslands og sjálfseignarstofnunarinnar "Akureyri í öndvegi" um alþjóðlega hugmyndasamkeppni sem haldin verður um skipulag í miðbænum á Akureyri. Það eru 14 öflug fyrirtæki á landsvísu sem tekið hafa höndum saman um verkefnið "Akureyri í öndvegi" en það miðar að því að bæta skipulag, atvinnuforsendur og mannlíf í miðbæ Akureyrar. Einn stærsti þáttur verkefnisins verður alþjóðleg hugmyndasamkeppni sem Arkitektafélag Íslands annast. Gert er ráð fyrir að samkeppnin verði auglýst í lok október næstkomandi og að þátttakendur skili hugmyndum sínum í byrjun mars á næsta ári. Stefnt er að því að kynna niðurstöður samkeppninnar á sumardaginn fyrsta á komandi ári og veita einnig verðlaun við það tækifæri. Samningurinn sem nú hefur verið undirritaður nær til skipulags og umfangs keppninnar sem mun með þátttöku Arkitektafélagsins og stuðningi Akureyrarbæjar fá aukið vægi og kynningu á alþjóðlegum vettvangi. Verðlaunafé verður 86.000 evrur, eða um 7,5 milljónir íslenskra króna. Einnig er gert ráð fyrir þeim möguleika að kaupa afnotarétt fleiri hugmynda. Í dómnefnd sitja Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður, Hlín Sverrisdóttir, landslagsarkitekt og skipulagsfræðingur og Pétur H. Ármannsson arkitekt. Þrjú fyrsttöldu eru tilnefnd af verkefninu "Akureyri í öndvegi" en þeir síðastnefndu af Arkitektafélaginu. Næsta skref í málinu er að efna til íbúaþings á Akureyri, dagana 17. og 18. september næstkomandi en þar gefst bæjarbúum og öðrum, sem áhuga hafa, færi á að hafa áhrif á verkefnið með vinnu með arkitektum og fagmönnum. Forsendur samkeppninnar taka mið af þeim upplýsingum sem safnast m.a. á íbúaþinginu. Frétt af mbl.is / ljósmynd: Kristján Kristjánsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/amtsbokasafnid-rokk-og-rol-i-50-ar
Amtsbókasafnið: Rokk og Ról í 50 ár Þess er nú minnst víða um heim að 50 ár eru liðin síðan Elvis Presley söng fyrista smellinn inn á hljómplötu og um svipað leyti söng Bill Haley lagið Rock Around The Clock. Til þess að minnast þessara tímamóta hefur verið sett upp sýning á ýmsum hlutum sem tengjast upphafsárum rokksins. Á sýningunni eru hljómplötur, bækur, textarit, myndbönd, bíóprógröm, myndir o.fl. Valgarður Stefánsson er eigandi gripanna á sýningunni og hefur sett hana upp. Sýningin stendur til 25. september. www.amtsbok.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/gestum-og-gangandi-bodid-ad-skoda-nyja-leikskolann-trollaborgir
Gestum og gangandi boðið að skoða nýja leikskólann Tröllaborgir Leikskólinn Tröllaborgir verður formlega tekinn í notkun laugardaginn 4. september. Vígsluathöfnin fer fram fyrir hádegi og síðan er bæjarbúum boðið að koma og skoða húsið frá kl. 13.00 til 15.00. Tröllaborgir er einsetinn 4 deilda leikskóli á tveimur hæðum með rými fyrir 90 börn frá 18 mánaða aldri. Nöfn á deildir og önnur svæði eru tengd náttúrunni, deildirnar heita Berg, Hvammur, Lækur og Móar og önnur nöfn eru Þúfa, Speglahellir, Trölladyngja, Gullkistan, Skessuhorn, Vellir, Básar, Listalaut og Hóll. Lögð verður áhersla á að vinna með hugmyndafræði sem nefnd er Lífsleikni í leikskóla og sérstök áhersla verður einnig sett á foreldrasamstarf. Eftir áramót verður t.d. haldinn fundur með foreldrum þar sem leitað verður eftir þeirra sýn og hugmyndum um samstarf og þátttöku í leikskólastarfinu. Einnig er áætlað að vinna með AGNið (aukin gæði náms) sem er skólaþróun í þágu nemenda. Í Tröllaborgum eru nokkrir rannsóknargluggar sem munu nýtast vel í öllu starfi, til að mynda við skráningar og þegar nemar frá HA koma í verknám. Speglahellirinn er spennandi staður undir stiga þar sem settir hafa verið speglar á gólf og veggi og þar er ævintýralegt að vera og spá í þá sýn sem speglarnir bjóða upp á. Framundan er vinna við sýn og stefnu leikskólans þar sem unnið verður út frá hugmyndafræði lífsleikninnar. Einkunnarorðin verða: HUGUR – HJARTA – HÖND, og grunnur í allri stefnumótun leikskólans verður að samþætta þessa þætti „hug, hjarta og hönd”, svo jafnvægi verði á milli þekkingar, tilfinninga og framkvæmdar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/evropusambandid-og-mannudarmal
Evrópusambandið og mannúðarmál Evrópusambandið hefur á liðnum árum aukið þátt sinn í alþjóðlegu hjálparstarfi og vinnu að mannúðarmálum. Telst sambandið í dag stórveldi á þessu sviði. Evrópusambandið leggur miklar áherslu á samvinnu við stofnanir Sameinuðu þjóðanna til að ná sem bestum árangri og telur sig um leið stuðla að eflingu samtakanna. Í erindi sínu á Lögfræðitorgi mun Hulda Herjólfsdóttir Skogland ræða um hjálpar- og mannúðarstarf ESB auk þess sem hún mun gera grein fyrir starfi sínu á hjá efnahags- stjórnmála- og lagadeild fastanefndar sambandsins fyrir Noreg og Ísland en hún er staðsett í Osló. Hulda Herjólfsdóttir Skogland er með meistargráðu í stjórnmálafræði, hagfræði og alþjóðalögfræði frá Háskólanum í Lundi. Hún hefur á liðnum árum starfað hjá fastanefnd Evrópusambandsins í Ósló en áður vann hún hjá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 16.30 þriðjudaginn 7. september í húsnæði Háskólans á Akureyri að Þingvallastræti 23, stofu 14. Aðgangseyrir er enginn og allir vekomnir meðan húsrúm leyfir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-undirritadur-milli-akureyrar-i-ondvegi-og-akureyrarbaejar
Samningur undirritaður milli Akureyrar í öndvegi og Akureyrarbæjar Í dag var gengið frá samningi við Akureyrarbæ um fjölþætta aðkomu og styrk bæjarins við átaksverkefni miðbæjarins "Akureyri í öndvegi". Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Akureyrar af Kristjáni Þór Júlíussyni fyrir hönd bæjarins og þeim Helga Teiti Helgasyni útibússtjóra Landsbankans á Akureyri, Jóhannesi Jónssyni kaupmanni í Bónus og Ragnari Sverrissyni kaupmanni í JMJ fyrir hönd "Akureyrar í öndvegi" Efni samningsins Samningurinn leggur grunninn að margháttaðri samvinnu Akureyrarbæjar og "Akureyrar í öndvegi" og miðar að því að verkefnið muni í raun skila þeim árangri sem aðstandendur þess hafa stefnt að varðandi skipulag og eflingu miðbæjarins á Akureyri. Þannig mun bærinn fá aðgang að upplýsingum og hugmyndum sem safnast í samráðsferli með íbúum Akureyrar og undirbúningi fyrir alþjóðlega hugmyndasamkeppni sem samið hefur verið um að Arkitektafélag Íslands annist framkvæmd á. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri mun leiða dómnefnd keppninnar og Bjarni Reykjalín deildarstjóri umhverfisdeildar bæjarins verður ráðgjafi dómnefndar. Að lokinni úrvinnslu hugmynda í alþjóðlegu samkeppninni mun bærinn öðlast aðgang að öllum hugmyndunum og stefnt er að frekari samvinnu til að unnt verði að hrinda vinningstillögunni(unum) í framkvæmd. Meðal þeirra þátta sem bærinn mun leggja til er húsnæði og aðstaða undir opna samráðsþingið þann 18. september, en það verður haldið í íþróttahöllinni og mun standa frá kl. 10 til 18. Eins mun bærinn leggja til húsnæði undir kynningu í kjölfar þingsins sem og kynningu á verðlaunahugmyndunum í sumarbyrjun á næsta ári. Þá munu starfsmenn bæjarins aðstoða við útvegun gagna sem varða skipulag og sögu Akureyrar. Sú stuðningsyfirlýsing bæjarins við "Akureyri í öndvegi" sem felst í samningnum er mjög mikils virði til að auka vægi alþjóðlegu hugmyndasamkeppninnar og mun væntanlega skila sér í fleiri og betri tillögum bæði frá innlendum og erlendum arkitektum. Undirbúningur í fullum gangi Auk þeirra samninga sem nú er búið að ganga frá við Akureyrarbæ, Arkitektafélag Íslands og ráðgjafarfyrirtækið Alta til að tryggja framkvæmd íbúasamráðsins og hugmyndasamkeppninnar koma fjölmargir aðrir aðilar að undirbúningi og framkvæmd opna þingsins. Þar má nefna að norðlenskir matvælaframleiðendur munu annast veitingar á staðnum, Ásprent-Stíll annast hönnun og prentun kynningarefnis og Hótel KEA hefur lagt til margháttaða aðstoð. Að auki er að fara í gang vinna nemenda í grunnskólum Akureyrar sem munu kynna sínar hugmyndir í íþróttahöllinni þann 18. Stefnt er að sem mestri þátttöku í opna þinginu og þannig verði tryggt að fullt tillit verði tekið til sjónarmiða íbúa við útfærslu framtíðarskipulags miðbæjarins. Meira um Akureyri í öndvegi á www.vision-akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikarid-ad-hefjast
Leikárið að hefjast Næstkomandi laugardag hefst leikár Leikfélags Akureyrar með formlegum hætti með gestasýningunni BRIM frá Vesturporti. Sýningin hefur fengið frábæra dóma og verða aðeins 3 sýningar hér á Akureyri, tvær laugardaginn 11. september og ein sunnudaginn 12. september. Enn eru lausir miðar en á föstudag lýkur sölu áskriftarkorta sem hafa rokið út eins og heitar lummur. BRIM er nýtt íslenskt leikrit úr samtímanum og gerist um borð í línubát þar sem yfirþyrmandi nálægð persónanna hvor við að ðara eru að sliga þær. Gleði, depurð, draumar og söngvar áhafnarinnar renna saman við brælu hafsins og rótleysi tilverunnar í ljúfsárum mannlegum gleðileik. Brim fékk fimm tilnefningar til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, síðasta leikár, þar á meðal var Jón Atli tilnefndur sem leikskáld ársins og sýningin sem besta leiksýning ársins. Vettvangur leiksins er þröngt stálbúr, messi og káeta neðanþilja. Gólfið hangir í vírum, ótengt jörðinni og riðar því til og frá við minnstu hreyfingu áhafnarmeðlima, allt er á ferð og flugi. Sýningunni var boðið á leiklistarhátíð Schauspiel Frankfurt sem haldin er annað hvert ár í Þýskalandi og þykir ein fremsta hátíð nýrra leikverka og leikskálda í Evrópu. Umsagnir um sýninguna: „...fantagott og metnaðarfullt stykki“/ „Frábær skemmtun sem snerti margan strenginn í hjörtum áhorfenda“ – Ómar Guðmundsson, Eyjafréttum. „Fokking snilld“ – Silja Aðalsteinsdóttir, Viðskiptablaðið. „Brim er ekkert slor“ – Páll Baldvin Baldvinsson, DV. Um leikhópinn Vesturport - Leikhús setti upp Brim og frumsýndi á síðasta leikári. Vestuport hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir kraftmiklar og framsæknar leiksýningar. Vesturport setti meðal annars upp hina rómuðu sýningu á Rómeó og Júliu sem hið virta leikhús Old Vic í London tók til sýninga. Leikstjóri: Hafliði Arngrímsson Leikarar: Björn Hlynur Haraldssson Gísli Örn Garðarsson Ingvar E. Sigurðsson Nína Dögg Filippusdóttir Ólafur Egill Egilsson Víkingur Kristjánsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-skipulag-a-lod-baldurshaga
Kynningarfundur um skipulag á lóð Baldurshaga Almennur kynningarfundur um skipulag á lóð Baldurshaga verður haldinn í Ketilhúsinu á fimmtudagskvöld kl. 20.00. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um skipulag bæjarins. Umhverfisdeild boðar til þessa opna fundar samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar en á fundinum verður kynnt tillaga að 12 hæða fjölbýlishúsi við Þórunnarstræti norðan Lögreglustöðvar. Talsverðar umræður spunnust í bænum um þessa tillögu og því ætti fundurinn að vekja verðskuldaða athygli og verður vonandi vel sóttur af bæjarbúum. Auglýsing með myndum ...
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-hugmyndahefti
Málþing um hugmyndahefti Næstkomandi föstudag verður haldið málþing um hugmyndahefti fyrir Staðardagskrá 21 í Ketilhúsinu. Málþingið er á vegum starfshóps um dreifðar byggðir sem hefur starfað á vegum nefndar undir Norrænu ráðherranefndinni. Á málþinginu verður hugmyndaheftið kynnt og fjallað um nokkur verkefni sem þar eru til umfjöllunnar, s.s. vinarbæjarsamband Grästorp í Svíðþjóð og Marrupa í Mósambik og gönguferðir með þema. Einnig verður kynnt umhverfisvika í Grästorp og farið verður í heimsókn í handverks- og tómstundarmiðstöðina Punktinn. Að lokum verður unnið í hugmyndasmiðju þar sem þáttakendur hjálpast að við að gera drög að skipulagi fyrir umhverfisdag í sveitarfélagi sem fylgt er eftir með umræðum og miðlun á því sem kemur út úr hópvinnunni. Nánari upplýsingar veita Sigurbjörg Sæmundsdóttir í umhverfisráðuneytinu, Guðmundur Sigvaldason í síma 460 1113 og Stefán Gíslason í síma 862 0538. Frekari upplýsingar er einnig að finna á www.samband.is/dagskrá21/
https://www.akureyri.is/is/frettir/saensku-konungshjonin-asamt-kronprinsessu-til-akureyrar-a-morgun
Sænsku konungshjónin ásamt krónprinsessu til Akureyrar á morgun Von er á tignum gestum til Akureyrar í fyrramálið en þá lenda Karl XVI. Gústaf Svíakonungur, Silvía drottning og Viktoría krónprinsessa á Akureyrarflugvelli. Utanríkisráðherra Svía, Laila Freivalds, er einnig með í för en hún mun halda erindi á minningarfyrirlestri Vilhjálms Stefánssonar sem haldin er í samstarfi við Háskólann á Akureyri í Oddfellow húsinu klukkan 11.00. Fyrirlesturinn er í tveimur hlutum og seinna erindið flytur Sverker Sörlin “The Human Arctic: Stefansson, Ahlmann and the Quest for an Arctic within History”. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Í hádeginu býður bæjarstjóri Akureyrar gestunum í mat á Friðriki V. en þaðan heldur fólkið áleiðis til Mývatns.
https://www.akureyri.is/is/frettir/myndir-fra-konunglegri-heimsokn
Myndir frá konunglegri heimsókn Karl XVI. Gústaf Svíakonungur, Silvía drottning, Viktoría krónprinsessa og fylgdarlið þeirra komu til Akureyrar í morgun og héldu áleiðis austur til Mývatnssveitar um kl. 14.30. Dagskrá hinna tignu gesta var þétt þær fáeinu klukkustundir sem stansað var í bænum. Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni. Viktoría krónprinsessa heilsar upp á skólabörn ásamt forseta bæjarstjornar og bæjarstjóra. Konungur Svíþjóðar ásamt bæjarstjóra og drottningunni. Kóngafólkið kemur og heilsar móttökunefnd. Forsetinn heilsar upp á börnin. Börnin biðu spennt inni í flugvallarbyggingunni eftir hinum tignu gestum. Kóngafólkið á leið úr Háskólanum á Akureyri yfir í Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Drottningin og forsetafrúin. Forsetafrúin ásamt krónprinsessu á leið í hádegisverð í boði bæjarstjóra. Konungur á leið til hádegisverðar. Konungsfjölskyldan á fyrirlestri í Oddfellowhúsinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haekkun-fasteignaverds-a-akureyri
Hækkun fasteignaverðs á Akureyri Einbýlishús á Akureyri hafa hækkað í verði um nærri sex prósent á einu ári. Mun fleiri hús hafa skipt um eigendur í ár en í fyrra. Fjölbýlishús hafa hækkað í verði um þrjú prósent á einu ári. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir þróunina ánægjulega. Greint var frá þessu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins og öll fréttin hljóðar svo: Á Verðsjá fasteigna er hægt að fylgjast vel með þróun fasteignaverðs. Mikið hefur verið byggt á Akureyri á undanförnum árum, enda hefur íbúum fjölgað nokkuð. Sumum finnst reyndar meira byggt en íbúafjölgunin segir til um. Fasteignamat ríkisins heldur utan um Verðsjá fasteigna, og eru tölurnar byggðar á kaupsamningum, þannig að tölurnar ættu að vera raunhæfar þegar litið er á markaðinn í heild sinni. En lítum þá á þróunina fyrir norðan. Fyrst fjölbýlishús. Fyrstu átta mánuði síðasta árs var meðalverðið á hvern fermetra liðlega 103 þúsund og fjögur hundruð krónur í fjölbýli, en á þessu ári var meðalverðið þrjú þúsund krónum hærra, eða 106 þúsund og fjögur hundruð krónur. Hækkunin er þrjú þúsund krónur, eða þrjú prósent. Sé litið á fjölda kaupsamninga sést að hreyfingin í fyrra og í ár er mjög svipuð. Öðru máli gegnir hins vegar um einbýlishús. Mun fleiri kaupsamningar hafa verið gerðir á þessu ári en í fyrra. Meðalverðið á hvern fermetra í einbýli var fyrstu átta mánuði síðasta árs 91 þúsund og sjö hundruð krónur, en á sama tíma á þessu ári er meðalverðið á hvern fermetra liðlega 97 þúsund krónur. Hækkunin er rúmar fimm þúsund krónur eða fimm og hálft prósent. Með öðrum orðum, hækkunin er meiri en verðbólgan mælist. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir ánægjulegt að sjá að fasteignir í bænum hækki í verði. Hann segir greinilegt á þessum tölum að mikið líf sé á fasteignamarkaðnum. Og hann býst við að svo verði áfram að minnsta kosti á næstu mánuðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lionsklubbar-gefa-heilsugaeslustodinni-taekjabunad
Lionsklúbbar gefa Heilsugæslustöðinni tækjabúnað Lionsklúbbur Akureyrar og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi hafa af rausnarskap sínum gefið Heilsugæslustöðinni á Akureyri stórgjafir í tækjabúnaði, sem var afhentur í fundarherbergi HAK á 4. hæð Amarohússins þriðjudaginn 7/9 n.k. kl.16,00. Um er að ræða eftirtalin tæki: Canon MVX150i myndbandstökuvél Sony 32 tommu sjónvarpstæki og Sony myndbandspilara Tæki þessi verða einkum notuð við kennslu og þjálfun í samtalstækni og sjúklingavinnu unglækna, sem eru í námi á HAK. Bæði er um að ræða unglækna á kandídatsári og verðandi heimilislækna í framhaldsnámi. Einnig gætu tækin nýzt öðru fagfólki í starfsþjálfun sem og í öllu fræðslustarfi fyrir heilbrigðisstéttir og sérstaka hópa s.s. verðandi foreldra, reykingafólk og fleiri. Einnig gefa ofangreindir aðilar þessi tæki: Heine Delta 20 Dermatoscopy set (skoðunartæki fyrir húðkvilla með fylgihlutum) Canon EOS 300D ljósmyndavél með MR-14EX hringflassi og EF50 macrolinsu Þessi tæki eru annars vegar notuð við skoðun og greiningu húðkvilla og hins vegar við upplýsingasöfnun og varðveislu upplýsinga um ástand. Hægt verður að geyma myndirnar á rafrænu formi til seinni tíma samanburðar eða til að senda þær rafrænt landshorna milli ef leita þarf sérfræðiálits. Öll eru tæki þessi mjög vönduð og með því fullkomnasta sem notað er á sjúkrastofnunum. Ofangreindir Lionsklúbbar hafa áður fært heilsugæslustöðinni stórgjafir, einir eða í samvinnu við aðra. Má þar nefna hjartalínuritstæki 1989, öndunarmæla 1988 og 2001 og aðgerðasmásjár 1998 og 2002
https://www.akureyri.is/is/frettir/breytingar-a-thjonustumidstodinni-a-bjargi
Breytingar á Þjónustumiðstöðinni á Bjargi Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Þjónustumiðstöðina á Bjargi hafa starfsmenn heimahjúkrunar og heimaþjónustu flutt starfsaðstöðu sína.Heimaþjónustan er flutt á Búsetudeild, Glerárgötu 26 og heimahjúkrun er flutt á heilsugæslustöðina. Öll símanúmer verða óbreytt.Þegar Þjónustumiðstöðin verður tilbúin eftir breytingar þá mun þessi starfsemi flytja þangað aftur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hahysi-a-akureyri
Háhýsi á Akureyri Hugmyndir eru uppi um að reisa þrjár 60 metra háar íbúðabyggingar á svokölluðum Sjallareit á Akureyri. Þetta yrðu jafnframt hæstu íbúðarhús landsins með samtals um 150-200 íbúðir, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra SS Byggis. Zeppelin arkitektar í Garðabæ unnu 10 ólíkar tillögur á Sjallareitnum, sem kynntar voru á fundi með umhverfisráði en þar kom fram einróma stuðningur við byggingu háhýsanna á umræddu svæði. Sigurður sagði að hugmyndin væri að þrjár neðstu hæðir hússins yrðu 3.200 fermetrar hver hæð, með bílakjallara, verslunarhúsnæði þar fyrir ofan og bílastæðahúsi á þriðju hæðinni. Ofan á þessar þrjár hæðir yrðu svo byggðir þrír 17 hæða turnar með íbúðum og garði á milli ofan á bílageymslu- og verslunarhúsnæðinu og myndi nýtast íbúum hússins. Sigurður sagði að ef allar áætlanir gengju eftir yrði hægt að hefja byggingaframkvæmdir eftir um eitt ár. Ekki eru þetta einu háhýsin sem eru í umræðunni á Akureyri þessa dagana heldur vilja byggingarfrömuðir reisa risablokk við Baldurshaga, neðan lögreglustöðarinnar. Hugmyndirnar um háhýsabæinn Akureyri hefur fengið misjafnar undirtektir en vert er að minna á opið íbúaþing sem haldið verður í Höllinni á laugardag undir merkjum Akureyri í öndvegi þar sem bæjarbúar geta komið sínum hugmyndum um þróun miðbæjarins á framfæri. www.vision-akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarpuls-og-nytt-utlit-a-heimasidu-akureyrarbaejar
Akureyrarpúls og nýtt útlit á heimasíðu Akureyrarbæjar Bæjarstjóri Akureyrar, Kristján Þór Júlíusson, opnaði í dag breytta heimasíðu Akureyrarbæjar þar sem meðal annars er að finna hinn svokallaða Akureyrarpúls. Þar er um að ræða undirvef sem er ætlaður til samanburðar á rekstrarumhverfi fyrirtækja á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu. Akureyrarpúlsinn er liður í markaðssetningu Akureyrarbæjar á fyrirtækjamarkaði og segir Kristján Þór að vefurinn sé til þess fallinn að sýna stjórnendum fyrirtækja fram á það, svart á hvítu, hverjir séu helstu kostirnir við að reka fyrirtæki í bænum og gæti þannig orðið til að styrkja atvinnulífið á Akureyri enn frekar en nú er. Meðal annarra helstu nýjunga á heimasíðu bæjarins er að sett hefur verið upp nýtt og aðgengilegra viðburðadagatal sem gefur betra yfirlit yfir það sem er að gerast í hverjum mánuði. Einnig heyra svokallaðir felligluggar nú sögunni til en þeir voru ýmsum notendum vefjarins óþægur ljár í þúfu. Bjarni Jónasson, fyrrverandi formaður atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar, útskýrir Akureyrarpúlsinn. Bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, ræsti nýja útlitið, til vinstri er Ragnar Hólm Ragnarsson, verkefnastjóri í kynningarmálum og vefstjóri á Akureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolasetning-ma
Skólasetning MA Menntaskólinn á Akureyri var settur í gær í 125. sinn. Jón Már Héðinsson skólameistari setti skóla. Fram kom að í skólanum verða í vetur um 660 nemendur, ámóta margir og í fyrra. Í fyrta bekk eru 8 bekkjardeildir, einni fleira en venjulega, en skólinn fékk leyfi til að taka inn alla þá umsækjendur sem höfðu lágmarkseinkunn til náms á bóknámsbraut. Í 2., 3. og 4. bekk eru sjö bekkjardeildir hverjum svo bekkjardeildirnar eru alls 29. Skólameistari lagði áherslu á að námið í skólanum væri fullt starf og ætlast væri til að nemendur ynnu í skólanum frá 8 á morgnana til 5 eða 6 á daginn, eftir álagi. Í skólanum væri nemendum búin mjög góð vinnuaðstaða. Hann hvatti nemendur til að temja sér reglulegan vinnudag og ljúka námsstarfinu í skólanum til að geta átt frí heima. Hann sagði jafnframt að enginn ætti að vinna með námi án þess gera það upp við samvisku sína að vera búinn að gera allt sem gera ætti fyrir skólann eins vel og hægt væri. Meistari fjallaði um umgengni í skólanum og lagði ríka áherslu á að allir gengju vel um. Tekið væri til þess að hús og lóð skólans væri snyrtilegt og nýverið hefði skólinn hlotið viðurkenningu Akureyrarbæjar fyrir snyrtilegt umhverfi og fagra lóð. Hluti af umgengni og virðingu fyrir umhverfinu væri að gæta þess hvar því væri fleygt sem fleygt væri. Til dæmis skapaði rétt flokkaður pappírsúrgangur verðmæti en rangt flokkaður kostnað. Um spennandi viðfangsefni utan reglulegs skólastarf á vetrinum sagði meistari að stofnaður yrði breiður umræðuhópur um markmið skólans, framtíðarstefnu og sóknarfæri, áfram yrði haldið að kanna hvernig auka mætti áhuga, árangur og ástundun, stefnt væri að því að taka upp vefbundið námsumhverfi á næstunni og á komandi vorönn yrðu stofnaðar tvær nýjar námsbrautir, ferðamálabraut og tölvufræðibraut. Skólameistari greindi frá því að á næstu dögum yrðu kunngerðar niðurstöður nefndar Menntamálaráðuneytisins um styttingu náms til stúdentsprófs. Hverjar sem þær breytingar yrðu væri ætlun Menntaskólans á Akureyri að taka frumkvæði í því sem skólanum yrði til hagsbóta, halda því til streitu að breytingar séu tækifæri og viðfangsefnin væru verkefni en ekki vandamál. Við upphaf og loka skólaslitaathafnar léku Sigurður Helgi Oddsson á píanó og Teitur Birgisson á saxófón. Að athöfn lokinni var gestum boðið upp á kaffi og safa og kökur með auk þess sem þeir neyttu færis að spjalla við kennara og skoða hús og aðstöðu skólans. Frétt af www.ma.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/snaefell-greifa-og-kb-bankamotsmeistari
Snæfell Greifa- og KB-bankamótsmeistari Greifa- og KB-bankamótið í körfuknattleik var haldið með pompi og prakt á Akureyri um helgina. Alls voru mætt til leiks sjö úrvalsdeildarlið og svo gestgjafarnir í Þór. Mótið var mjög jafnt og skemmtilegt og sem dæmi um hvursu jafnt mótið var þá átti ÍR fyrir síðasta leik sinn í mótinu möguleika á að lenda í fyrsta sæti síns riðils eða því síðasta! Eftir hörkuspennandi keppni var það Snæfell sem stóð uppi sem sigurvegarar mótsins eftir að hafa borið sigurorð af Grindvíkingum í úrslitaleik. Lokatölur 92:85. Leikurinn sjálfur var ekki mikið fyrir augað. Það virtist sem leikmenn liðanna væru þreyttir eftir þrjá leiki á tveimur dögum, nema þá Darrel Lewis hjá Grindvíkingum sem hreinlega fór hamförum framan af og réðu andlausir Snæfellingar ekki við drenginn í þessum ham. Ekki er vitað hvort Grindvíkingar hafi fengið sér kríu í hálfleik en allt annað var upp á teningnum hjá þeim í seinni hálfleik og söxuðu Snæfellingar á þá jafnt of þétt. Jafnræði var með liðunum í 3. leikhluta en í þeim 4. sváfu Grindvíkingarnir værum blundi og skoruðu einungis 13 stig á móti 30 stigum Snæfells, sem tryggðu sér þar með sætan sigur. Sigurvegarar Greifa- og KB- banka mótsins 2004 SNÆFELL Hjá Grindavík var Darrel Lewis allt í öllu en hjá Snæfellingum átti Magni Hafsteinsson frábæran leik, sérstaklega í seinni hálfleik og þá var Pálmi einnig góður. Stig Snæfells: Magni 30, Pálmi 28, Bjarne 12 (fjórir þristar), Andrés 8, Gunnlaugur 6, Sveinn 4, Guðlaugur 2 og Gunnar 2. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 36, Þorleifur 16, Morton 10, Kristinn 7, Guðlaugur 7, Davíð 4, Jóhann 3 og Björn 2. Í leik um þriðja sætið voru það KR-ingar sem unnu ungt lið Fjölnis í framlengingu í gríðarlega spennandi leik. Leikurinn sjálfur var frábær skemmtun. Fjölnir hafði forystu lengi vel, drifnir áfram á stórleik Darrel Flake. KR-ingar náðu svo yfirhöndinni eftir góða byrjun í seinni hálfleik. Í byrjun 4. leikhluta stóðu leikar 64:62 en þá hófst þáttur hins kornunga Brynjars Björnssonar sem skoraði 15 stig í leikhlutanum. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 92:92, og þurfti að framlengja leikinn. Í framlengingunni kom enn til kasta Brynjars sem skoraði 4 stig í framlengingunni ásamt 7 stigum frá kananum, Damon Garris, og þriðji sigur KR á Fjölni á fáum dögum staðreynd. Stig KR: Brynjar 22, Steinar Kaldal 21, Damon Garris 15, Jón Ólafur 14, Níels 11, Valdimar 11, Lárus 7 og Tómas 6. Stig Fjölnis: Darrel Flake 36, Pálmar 18, Hjalti 11, Helgi 9, Brynjar K 8, Magnús 6, Hörður 6, Emil 3, Árni 3 og Guðni 2. Til úrslita um 5. sætið á mótinu léku lið Þórs og Tindastóls. Um þennan leik er fátt að segja en Þór hafði yfirburði allan leikinn þrátt fyrir að Tindastólsmenn tefldu fram tveimur bandarískum leikmönnum. Hjá Þór var Magnús Helga yfirburða maður en einnig áttu Gummi Odds og Óðinn fínan leik. Jón Orri kom svo sjóðheitur í síðasta leikhluta og skoraði 12 stig í leikhlutanum. Annars var liðið jafnt eins og í fyrri leikjum mótsins. Stig Þórs: Magnús 30, Guðmundur 17, Jón Orri 15, Óðinn 13, Hrafn 6, Óli 6, Hermann 5, Þorsteinn 4, Bjarni 4 og Davíð 2. Loks unnu ÍR-ingar lið KFÍ í leik um sjöunda sætið með 71 stigi gegn 55. Stigaskor og annað um leikinn var ekki kunnugt þeim sem þetta ritaði. Körfuknattleiksdeild Þórs vill þakka öllum liðunum og dómurunum, sem tóku þátt á mótinu, kærlega fyrir þátttökuna. Síðast en ekki síst vill deildin þakka öllum þeim fjölmörgu starfsmönnum sem komu að framkvæmd mótsins fyrir þeirra óeigingjarna starf, án ykkar væri ekki hægt að halda svona mót. Takk fyrir!!! Lokastaða mótsins: 1.Snæfell 2. Grindavík 3. KR 4. Fjölnir 5. Þór 6. Tindastóll 7. ÍR 8. KFÍ Lokastaðan í riðlunum var eftirfarandi: A-riðill Snæfell KR Tindastóll ÍR B-riðill Grindavík Fjölnir Þór KFÍ www.thorsport.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/einn-tveir-og-nu
Einn, tveir og nú! “Einn, tveir og nú!” er yfirskrift heilsuátaks sem Heilsueflingarráð Akureyrar, með stuðningi Landsbanka Íslands, efnir til og hefst formlega í dag. Átakið hefur það að markmiði að hvetja bæjarbúa til aukinnar hreyfingar og samveru, einkanlega er átakinu ætlað að virkja börn á grunnskólaaldri og foreldra þeirra til reglulegrar hreyfingar. Liður í því er að svokölluðu “Fjölskyldukorti” er dreift til allra grunnskólanemenda á Akureyri, en þar er um að ræða einskonar almanak fyrir hvern mánuð þar sem korthafar færa skilmerkilega inn reglulega hreyfingu allrar fjölskyldunnar, þ.m.t. gönguferðir, þátttöku í íþróttum, leiki o.fl. Kortinu má skila inn fyrir tíunda hvers mánuðar og úr innsendum kortum eru dregin nokkur nöfn, sem fá margvísleg verðlaun fyrir þátttökuna. Heilsueflingarráð Akureyrar var sett á stofn í framhaldi af því að bæjarstjórn Akureyrar samþykkti fjölskyldustefnu árið 2002, þar sem bæjaryfirvöld lýsa því m.a. yfir “að þau vilji leggja sérstaka áherslu á að gera allar kringumstæður sem hagstæðastar fyrir börn og uppalendur þeirra.” Fyrr á þessu ári stóð heilsueflingarráð fyrir átaki sem bar yfirskriftina “Vatn er svalt” og hafði að markmiði að kynna hollustu neysluvatns. Meginhlutverk Heilsueflingarráðs Akureyrar er að vera “þekkingarbrunnur, vettvangur skoðanaskipta og hvati að heilsueflandi aðgerðum,” eins og segir orðrétt í markmiðslýsingu fyrir ráðið. Í þessu felst m.a. að stuðla að bættri heilsu bæjarbúa og aukinni samveru foreldra með börnum sínum. Í heilsueflingarráði sitja Bryndís Arnarsdóttir, frá skóladeild Akureyrarbæjar, formaður, Ásgeir Magnússon, frá Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Matthildur Sigurjónsdóttir, frá Einingu-Iðju, Friðrik Vagn Guðjónsson, frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri, Hafdís Skúladóttir, frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, Ólína Torfadóttir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Þröstur Guðjónsson, frá Íþróttabandalagi Akureyrar. Starfsmaður ráðsins er María H. Tryggvadóttir, frá félagssviði Akureyrarbæjar. Síðar í þessari viku verður “Fjölskyldukortinu” dreift til allra grunnskólanemenda á Akureyri og þá þegar verður unnt að hefja skráningu á allri hreyfingu fjölskyldunnar, hvort sem um er að ræða gönguferðir, hjólreiðatúra, skólaíþróttir, göngu í eða úr skóla, sund, hlaup, fótbolta, útburð blaða, skíði, skauta, körfubolta, fimleika, siglingu, golf, “út að leika” o.s.frv. Grunnskólanemendur geta skilað kortum fyrir hvern mánuð til ritara viðkomandi skóla eða sent til skrifstofu heilsueflingarráðs á 2. hæð að Glerárgötu 26 á Akureyri fyrir tíunda hvers mánuðar. Dregið verður úr öllum innsendum kortum og fá allt að tíu korthafar vegleg verðlaun í hverjum mánuði. Þar er m.a. um að ræða vöruúttektir í versluninni 66°N á Akureyri, sem einnig leggur átakinu lið, og gjafakort í Skautahöllina á Akureyri, Sundlaug Akureyrar og Hlíðarfjall. Rétt er að taka fram að allir sem taka þátt í átakinu eiga möguleika á að vinna til verðlauna, óháð því hversu mikið er merkt inn á “Fjölskyldukortið”. Viðurkenningar fyrir september verða veittar upp úr miðjum október. Í framhaldinu verður unnt að nálgast “Fjölskyldukortið” hjá riturum skólanna, í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar og hjá skóladeild Akureyrarbæjar, auk þess sem hægt verður að prenta kortið af heimasíðu Akureyrarbæjar á slóðinni www.akureyri.is/12ognu eða heimasíðum grunnskólanna á Akureyri. Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu að undanförnu um að Íslendingar þyngist ár frá ári, einkanlega virðist ljóst að ofþyngd barna og unglinga er orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál. Þetta vandamál er ekki bundið við Ísland, því í Bandaríkjunum hefur offita lengi verið viðvarandi vandamál og víða í Evrópu er þróunin hin sama. Í nýlegri rannsókn á heilsufari grunnskólabarna í Reykjavík kom fram að 26% níu ára grunnskólabarna eru yfir kjörþyngd. Í grein sem Sigurður Guðmundsson, landlæknir, hefur skrifað og birtist á veg landlæknisembættisins, er rætt um þetta mikla heilbrigðisvandamál 21. aldarinnar. Meðal annars segir landlæknir í greininni að leggja beri áherslu á “að til að styðja börn og fjölskyldur til heilnæmra lífshátta þurfa að koma til samfélagslegar aðgerðir. Stjórnvöld og sveitarfélög þurfa að marka stefnu sem eykur líkur á að börn hreyfi sig reglulega og temji sér heilsusamlegar matarvenjur.” “Einn, tveir og nú” er átaksverkefni sem mun standa yfir allt þetta skólaár. Ítarlegar upplýsingar um verkefnið, gang þess og þá sem hljóta viðurkenningar verður komið jafnóðum á framfæri, m.a. á heimasíðu Akureyrarbæjar á slóðinni www.akureyri.is/12ognu. Á heimasíðunni er m.a. að finna margvíslegan fróðleik um möguleika til hreyfingar og íþróttaiðkunar á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gaeti-skapad-150-200-ny-storf
Gæti skapað 150-200 ný störf Evrópskt fyrirtæki sem framleiðir álþynnur fyrir rafmagnsþétta hefur sýnt áhuga á að staðsetja nýja verksmiðju á Akureyri. Miðað við mannaflaþörf í samskonar verksmiðjum gæti verksmiðjan skapað 150-200 störf. Um er að ræða úrvinnslu á áli með rafgreiningu og flóknum tæknibúnaði. Framleiðslan er talsvert orkukræf og gæti orkuþörf orðið allt að 70 MW allt eftir stærð verksmiðjunnar, en auk þess er notað mikið hreint vatn til skolunnar og kælingar. Forsaga málsins er sú að í febrúar sl. slitnaði upp úr viðræðum við japanskt fyrirtæki um samskonar verksmiðju sem þá var langt komin í undirbúningi. Fljótlega eftir það hafði AFE samband við helstu fyrirtæki í þessum bransa til að kynna þeim ákjósanlegar aðstæður á Akureyri. Evrópskt fyrirtæki sýndi málinu strax áhuga og óskaði eftir frekari upplýsingum. Á grundvelli þeirra hefur fyrirtækið nú óskað eftir viðræðum. Frétt af www.afe.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-thjonustu-og-tomstundamidstod-fyrir-eldri-borgara-a-akureyri
Ný þjónustu- og tómstundamiðstöð fyrir eldri borgara á Akureyri Akureyrarbær hefur ákveðið að breyta jarðhæðinni að Bjargi, Bugðusíðu 1, alls 630 m² brúttó, í þjónustu- og tómstundastöð m.a. fyrir eldri borgara ásamt aðstöðu heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Fasteignir Akureyrarbæjar sjá um framkvæmd húsnæðisbreytinganna og er útboð á verkinu að fara í gang. Framkvæmdir skulu hefjast í október og mun ný og glæsileg þjónustumiðstöð verða tekin í notkun 1. mars 2005. Í þjónustumiðstöðinni verður m.a. fjölnotasalur sem nýta má til ýmissar starfsemi svo sem tómstundastarfs, leikfimi, samverustunda, fræðslustarfs og fundahalds. Í húnsæðinu verður einnig tómstundasalur sem mun nýtast fyrir t.d. billiard eða keilu eða annað sem fólk kýs að stunda. Í þjónustumiðstöðinni verður einnig innréttuð aðstaða fyrir hárgreiðslustofu og verður sú aðstaða leigð út. Þá er gert ráð fyrir að minni félög, t.d. hagsmunafélög sjúklinga geti fengið aðstöðu til fundahalda í miðstöðinni. Í samtali við Guðríði Friðriksdóttur framkvæmdarstjóra Fasteigna Akureyrarbæjar sagði hún að enginn vafi léki á því að þessar framkvæmdir væru afar gott skref í þá átt að búa betur að eldri borgurum á Akureyri. Einnig kom fram að Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks hefur séð um að hanna þjónustumiðstöðina með hagsmuni notenda að leiðarljósi og hefur þeim tekist vel til.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-og-kynning-a-vetrarstarfi-akureyrarkirkju
Opið hús og kynning á vetrarstarfi Akureyrarkirkju Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju verður kynnt á opnu húsi í Safnaðarheimilinu sunnudaginn 19. september að lokinni fjölskylduguðsþjónustu sem hefst klukkan 11. Boðið verður upp á léttar veitingar, hinir ýmsu þættir safnaðarstarfsins kynntir, fyrirspurnum svarað og skráð á námskeið og í hópastarf. Kór Akureyrarkirkju syngur. Eftirfarandi þættir verða kynntir: Sunnudagaskólinn, barna- og æskulýðsstarfið, starfsemi kóranna og annað tónlistarstarf, mömmumorgnar, samverustundir eldri borgara, Samhygð, Vinaheimsóknir kirkjunnar, Kvenfélag Akureyrarkirkju og Biblíulestrar. Þá verður 12-spora hópavinnan kynnt og tekið við skráningum í hópana. Samskipta- og sjálfstyrkingarnámskeiðið ,,Konur eru konum bestar” verður haldið í Safnaðarheimilinu 20. og 22. september og einnig verður boðið upp á hjónanámskeið í nóvember í umsjá presta Akureyrarkirkju. Skráning í bæði námskeiðin er hafin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/deiliskipulagstillaga-grodrarstod-og-safnasvaedi-vid-krokeyr
Deiliskipulagstillaga: Gróðrarstöð og safnasvæði við Krókeyri Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að deiliskipulagi við Krókeyri, sunnan Skautahallar. Tillagan fjallar um fyrrum athafnasvæði Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar á Krókeyri og gömlu Gróðrarstöðina. Á norður- og austurhluta svæðisins er gert ráð fyrir stofnanalóðum fyrir söfn og skyldar stofnanir. Að hluta verði núverandi byggingar nýttar (sbr. Iðnaðarsafnið), að hluta verði gömul hús flutt á svæðið og að hluta reistar nýjar byggingar. Gróðrarstöðin haldist áfram í óbreyttri mynd og trjágarðinum verði haldið við sem lystigarði fyrir almenning. Innan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir einni íbúðarlóð, þar sem íbúðarhúsið Háteigur er. Skoða tillöguuppdrátt (pdf, 700kb) ... Skýringaruppdrátt (pdf, 400kb) Greinargerð (pdf, 320kb) Tillöguuppdrættir og greinargerð munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 29. október 2004, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 föstudaginn 29. október 2004 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 17. september 2004, Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Ath: Nauðsynlegt er að hafa nýlega útgáfu af Acrobat Reader til þess að geta skoðað pdf-skjölin sem vísað er til. Hægt er að sækja útgáfu 6 hér:
https://www.akureyri.is/is/frettir/hallar-a-karla-a-fundi-stjornar-fasteigna
Hallar á karla á fundi stjórnar Fasteigna Til fundar hjá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar í morgun mættu samkvæmt venju fimm stjórnarmeðlimir og tveir starfsmenn. Það sem hins vegar var óvenjulegt var að einungis einn karl sat fundinn. Fasteignir Akureyrarbæjar hafa yfirumsjón með fasteigna- og eignaumsýslu og rekstri fasteigna, útleigu, kaupum og sölu fasteigna, byggingastarfsemi og fjármálastarfsemi sem tengist fasteignum Akureyrarbæjar. Kynjaskipting meðal aðalfulltrúa í stjórninni er 3 konur og 2 karlar en í dag sat fundinn varafulltrúi annars karlsins þannig að kynjahlutfallið varð 4 konur og 1 karl. Einnig sátu fundinn Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Dóra Sif Sigtryggsdóttir skrifstofustjóri. Kynjahlutfallið í fastanefndum og ráðum bæjarins er nokkuð jafnt, konur eru 47% aðalfulltrúa og karlar 53%.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-i-sund-i-sundlaug-akureyrar-a-sunnudag
Frítt í sund í Sundlaug Akureyrar á sunnudag Íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar hefur ákveðið að leggja heilsueflingarátakinu “Einn tveir og nú!”, sem hófst formlega sl. mánudag, lið með því að bjóða öllum boðið frítt í sund í Sundlaug Akureyrar nk. sunnudag. Eins og fram hefur komið hefur heilsueflingarátakið “Einn tveir og nú!” það að markmiði að hvetja bæjarbúa til aukinnar hreyfingar og samveru, einkanlega er átakinu ætlað að virkja börn á grunnskólaaldri og foreldra þeirra til reglulegrar hreyfingar. Í tengslum við átakið “Einn tveir og nú!” hefur nú þegar verið dreift svokölluðu fjölskyldukorti til allra grunnskólabarna á Akureyri og nk. sunnudag mun kortinu verða dreift til þátttakenda og annarra sem koma á einn eða annan hátt að Akureyrarhlaupinu á Akureyrarvelli. Ræst verður í hálfmaraþon kl. 11 en 10 km og 3 km hlaup kl. 12.
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaer-thatttaka-a-akureyri-i-ondvegi
Frábær þátttaka á Akureyri í Öndvegi Um 1500 manns komu á opna þingið þann 18. september og hefur aldrei verið haldið fjölmennara íbúaþing á Íslandi - og þótt víðar væri leitað. Það má segja að 10 hver Akureyringur hafi mætt og voru gestir á öllum aldri. Gríðarlega miklar upplýsingar söfnuðust um fjölmörg atriði sem varða miðbæinn og Akureyri almennt. Nú er verið að vinna úr upplýsingum og greina þá meginþætti sem forsendur hugmyndasamkeppni verða mótaðar eftir. Gestir voru á öllum aldrei eins og hér sést glöggt. Niðurstöður verða kynntar almenningi miðvikudaginn 22. september kl. 20.00 í Hólum, Menntaskólanum á Akureyri. Inngangur frá Þórunnarstræti. Athugið að þetta er breyttur staður frá fyrri tilkynningum. Akureyri í öndvegi þakkar þátttakendum fyrir mikilvægt framlag. Á heimasíðu Akureyri í Öndvegi má sjá fleiri myndir af íbúaþinginu. www.vision-akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/met-slegid-i-kortasolu-hja-leikfelagi-akureyrar-og-adsokn-med-besta-moti
Met slegið í kortasölu hjá Leikfélagi Akureyrar og aðsókn með besta móti Leikfélag Akureyrar kynnti vetrardagskrána um miðjan ágúst og hefur sala áskriftarkorta staðið frá þeim tíma. Viðbrögð norðlendinga, og reyndar landsmanna allra hafa farið fram úr björtustu vonum þar sem sala kortanna er komin langt fram úr því sem áður hefur sést í ríflega 30 ára sögu Atvinnuleikhúss á Akureyri. Vetrardagskráin sem kynnt var um miðjan ágúst er fjölbreytt og með veglegasta móti. Fleiri sýningar verða á fjölum leikhússins en verið hefur undanfarin ár, þar sem til viðbótar við fjórar eigin uppsetningar bætast aðrar fjórar gestaleiksýningar. Kortasala hefur gengið afar vel það sem af er hausti og hefur nú þegar verið slegið met í sölu áskriftarkorta hjá leikhúsinu frá upphafi. Kortin verða á boðstólum í tvær vikur til viðbótar og útlit er fyrir að þegar henni lýkur hafi selst a.m.k. tvöfalt fleiri kort en þegar mest hafði selst áður í sögu leikhússins. Kortasala stendur fram að fyrstu frumsýningu vetrarins, en hún verður þann 1. október. Þá verður verkið SVIK e. Harold Pinter í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Bachman frumsýnt í Leikhúsinu á Akureyri en verkið er sett upp í samstarfi við Sögn og Leikhópinn Á Senunni. Hópur kortagesta er fjölbreyttur, bæði sé litið til aldurs og búsetu. Mikil fjölgun er í sölu korta til allra aldursflokka. Athygli vekur að meðalaldurinn er lægri en algengt er í leikhúsunum, en ástæðan er fyrst og fremst sú að ungu fólki buðust kort á niðursettu verði í boði Landsbanka Íslands. Því er ljóst að ekki vanti leikhúsáhugann hjá ungu fólki á Akureyri. Þá vekur athygli að fjölmörg kort hafa selst til fólks utan Akureyrarbæjar og því sennilegt að margir hyggi á reglulegar leikhúsferðir norður í vetur. Leikárið hófst með formlegum hætti um síðustu helgi þegar Vesturport heimsótti Leikfélag Akureyrar og sýndi Brim e. Jón Atla Jónasson fyrir fullu húsi á þremur sýningum. Viðtökur áhorfenda voru góðar og þótti sýningin lofa góðu fyrir veturinn. Færri komust að en vildu og af þeim sökum verður boðið uppá aukasýningar í október. Þann 24. september verður Hárið sýnt í Íþróttahöllinni á Akureyri. Nú styttist í að öll 1700 sætin sem eru á boðstólum verði orðin uppseld. Þessa dagana standa yfir leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-14 ára. Aðsókn að námskeiðunum er með eindæmum og eru þau öll þétt setin þrátt fyrir það að aukanámskeiðum hafi verið bætt inn á dagskrána vegna mikillar eftirspurnar. Námskeiðin eru meðal annars liður í leit Leikhússins að börnum í hlutverk Ólivers, Hrapps, Buddu og fleiri í uppsetning félagsins á Óliver! Sem frumsýnd verður um jólin. Leikhúsið vinnur með ungu fólki á fleiri vígstöðum þetta árið þar sem gengið hefur verið til samstarfs við skóladeild Akureyrarbæjar um kennslu í ”Leikhúsfræðum” sem valgrein í grunnskólum bæjarinns. Kennslan fer fram í Leikhúsinu og að henni koma fjölmargir starfsmenn leikhússins sem veita nemendum innsýn í líf og starf í leikhúsinu. Nánari upplýsingar veitir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri í síma 8638630, eða Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, frkv.stj í síma 4 600 206. www.leikfelag.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/heilsugaesla-a-landsbyggdinni-og-mannrettindi-a-logfraeditorgi-haskolans
Heilsugæsla á landsbyggðinni og mannréttindi á Lögfræðitorgi Háskólans Á Lögfræðitorgi mun Racheal Johnstone ræða um rannsókn sína á því hvort þessi niðurskurður á þjónustu, ef af verður, geti hugsanlega brotið í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Þau ákvæði sáttmálans sem helst koma til greina snúa að réttindum sem eiga að fyrirbyggja að fólk verði fyrir ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð sem og réttinum til einka- og fjölskyldulífs. Nýlega ákvað stjórn Wick-sjúkrahússins í Caithness, nyrsta héraði Skotlands að leggja niður stöðu fæðingarlæknis við sjúkrahúsið. Íbúar á þjónustusvæði sjúkrahússins eru um það bil 30.000. Ef þessi ákvörðun stjórnarinnar kemst til framkvæmdar getur svo farið að fjölmargar konur þurfi að ferðast um 200 km leið til að fæða börn sín. Þær konur sem ráðlagt væri að fæða á sjúkrahúsinu í Inverness, en þar er starfandi fæðingarlæknir, þyrftu að fara þangað viku fyrir áætlaðan fæðingartíma. Þær sem væntu eðlilegrar fæðingar gætu þurft að fara þessa leið í sjúkrabíl eða þyrlu. Vetrarveður og ástand vega í nyrstu héruðum Skotlands er síst betra en á Íslandi. Rachael Johnstone varði nýlega doktorsritgerð sína “Human Rights Working for Women” við háskólann í Toronto, Kanada. Hún lauk meistaragráðu frá European Academy of Legal Theory í Brussel árið 2000 og LL.B.-gráðu frá Háskólanum í Glasgow árið 1999. Rachael hefur lagt stund á rannsóknir á alþjóðlegum mannréttindum, feminískri lögfræði, skattalögum og skattastefnu stjórnvalda auk þess hefur hún lagt stund á samanburðarlögfræði. Rachael kennir almenna lögfræði og einkenni og þróun enskra laga (Common Law) við Háskólann á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/myndlist-og-midlar
Myndlist og miðlar Í gegnum tíðina hefur íslenskum myndlistasöfnum oftast gengið erfiðlega að laða til sín gesti. Á þessu hefur þó orðið nokkur breyting á liðnum árum og er það ekki síst að þakka því framtaki margra listamanna að sýna hvar og hvenær sem tækifæri gefst. Í byrjun síðasta áratugar var hrist heldur betur upp í sýningarlífi höfuðborgarbúa en þá geystist fram á sjónarsviðið ungur sýningarstjóri, Hannes Sigurðsson. Með kraftmiklum sýningum á Mokka, í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og Gallerí Sjónarhóli skóp hann sér nafn sem einn helsti sýningarstjóri landsins. Þegar Hannes tók við Listasafninu á Akureyri má segja að tímamót hafi orðið í íslensku sýningarhaldi. Gagnrýnendur landsins hafa hlaðið sýningar Hannesar lofi og almenningur hefur látið sér vel líka. Ekkert myndlistarsafn hefur verið eins áberandi í fjölmiðlum á liðnum misserum og Listasafnið á Akureyri. Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi gerir Hannes grein fyrir hugmyndafræði sinni í sýningarhaldi og viðhorfi til fjölmiðla. Fyrirlestur Hannesar mun vera trúr þeirri stefnu sýningarstjórans að koma ávalt á óvart. Hannes Sigurðsson lauk M.A.-prófi frá lisfræðideild Kaliforníuháskólans í Berkeley (U.C. Berkeley) 1990. Í lokaritgerð sinni, „Recolonizing the Land: Politics, Nationalism and the Icelandic Landscape Tradition.“, fjallaði hann um þróun íslensku landslagshefðarinnar frá aldamótum fram til 1960 í ljósi breyttra þjóðfélagshátta. BA-prófi frá listfræðideild Lundúnarháskóla (University College London) 1988. Aðalgrein: Myndlist 20. aldar (Modern painting and sculpture). Aukagrein: Fagurfræði (Philosophy of aesthetics).Vann E.H. Gombrich-verðlaunin í listasögu fyrir besta námsárangur við skólann veturinn 1985-1986 Útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1984. Hlaut verðlaun úr styrktarsjóði Svövu Finsen fyrir besta myndlistarárangur við skólann. Lauk burtfararprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984. Hannes Sigurðsson hefur skipulagt hátt í 300 sýningar: Að loknu meistaranámi í listfræði frá Berkeley-háskólanum árið 1990 settist Hannes að í New York, þar sem hann sneri sér alfarið að sýningarstjórnun ásamt skrifum um myndlist. Í þann tæpa áratug sem hann dvaldi erlendis kynntist hann vel hinum alþjóðlega myndlistarheimi og hefur sú reynsla orðið til þess að hér hafa margir heimsþekktir listamenn sýnt verk sín, m.a. Joel-Peter Witkin, Carolee Schnemann, Sally Mann, Komar og Melamid, Peter Halley, Bob Flanagan, Jan Knap, Louise Bourgeois, Barbara Kruger, Orlan, Matthew Barney, Jenny Holzer, Per Kirkeby, Henri Cartier-Bresson, Rembrandt, Goya, Boyle-fjölskyldan. Fram til þessa hefur Hannes stýrt og skipulagt 159 myndlistarsýningar, þar af 93 á Mokka-kaffi, 23 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, 19 í sýningarsalnum Sjónarhóli, 14 í Galleríi Sævars Karls, 7 í Listasafninu á Akureyri, eina á Kjarvalsstöðum og eina í Nýlistasafninu við Vatnsstíg, ásamt farandsýningunni Lífæðar 1999. Íslenska menningarsamsteypan Art.is ehf. Stofnandi og framkvædastjóri Art.is frá september 1997. Gestasýningarstjóri Listasafnið á Akureyri, Kjarvalsstaðir og Nýlistasafnið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kb-banki-baetir-vid-12-15-storfum-a-akureyri
KB banki bætir við 12-15 störfum á Akureyri KB banki hyggst auka umsvif Bakvinnslusviðs bankans með því að stofna nýja deild á Akureyri. Um er að ræða 12-15 ný störf við KB banka á Akureyri en starfsmennirnir munu annast ýmis bakvinnslustörf fyrir höfuðstöðvar bankans og útibú hans. Þessi störf voru áður unnin að hluta til í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík en að hluta til í hverju útibúi fyrir sig. Hér er um aukningu að ræða á þessu sviði innan KB banka, í réttu hlutfalli við aukin umsvif bankans. Þessa dagana er unnið að breytingum á húsnæði á 2. hæð KB banka við Geislagötu á Akureyri en þar verður hin nýja starfsemi til húsa. Störfin verða síðan auglýst innan skamms. Á næstu vikum verður ráðið í 5-8 störf en næsta vor er gert ráð fyrir að búið verði að ráða fólk í 12-15 störf. Liður í að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið KB banki er stærsti banki landsins og hefur umfang starfseminnar aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Bankinn rekur nú 36 útibú og afgreiðslustöðvar hér á landi en er auk þess með öfluga og sívaxandi starfsemi erlendis. “Bankinn hefur kappkostað að bæta þjónustu sína og bjóða viðskiptavinum sem best kjör. Í þeim efnum hefur bankinn unnið mikið brautryðjendastarf hér á landi og nýjasta dæmið um það eru nýjungar sem bankinn kynnti nýverið í íbúðafjármögnun,” segir Hilmar Ágústsson, útibússtjóri KB banka á Akureyri. “Sú ákvörðun að auka umsvif Bakvinnslusviðs bankans á Akureyri er liður í þeirri stefnu okkar að efla Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir okkur sem hér búum og störfum. Hjá KB banka á Akureyri eru nú 26 starfsmenn en þeim mun síðan fjölga um 12-15 á næstu mánuðum, sem fyrr segir. Það er myndarleg aukning og við erum stoltir af þessum nýjasta vaxtarbroddi í starfsemi bankans,” segir Hilmar. Fulltrúar KB banka kynna stofnun bakvinnslu á Akureyri. Talið frá vinstri: Einar Már Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakvinnslusviðs; Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs; Hilmar Ágústsson, útibússtjóri á Akureyri og Geir Gíslason, aðstoðarútibússtjóri á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolamotuneyti-vid-grunnskolana-a-akureyri-opin
Skólamötuneyti við grunnskólana á Akureyri opin Vegna frétta í fjölmiðum í gær, 20. september, um að flest skólamötuneyti í landinu yrðu lokuð í verkfalli kennara, skal það tekið fram að skólamötuneyti við grunnskólana á Akureyri eru opin fyrir þá nemendur sem hafa skráð sig í mat. Nemendur geta komið í skólana á matartímanum sem stundaskrá þeirra segir til um. Þetta á ekki við um nemendur í 5. – 10. bekk Lundarskóla á miðvikudögum og fimmtudögum, þar sem þá daga eiga kennarar að vera við gæslu. Þeir sem ætla ekki að nýta sér þessa þjónustu á meðan verkfall stendur þurfa að hafa samband við skólana og láta vita af því til að fá kostnaðinn dreginn frá næsta reikningi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/reglur-um-nefndargreidslur-hja-akureyrarbae
Reglur um nefndargreiðslur hjá Akureyrarbæ Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun reglur um nefndargreiðslur hjá Akureyrarbæ. Laun þessi taki breytingum í janúar og júní ár hvert í samræmi við breytingar á launavísitölu Hagstofu Íslands. Hér er hægt að skoða reglurnar. Laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna Laun skv. síðustu breytingum sem voru 01.06.2004 eru eftirfarandi: Bæjarstjórn Forseti bæjarstjórnar 151.000 á mánuði - fundarseta innifalin Varaforseti 102.954 á mánuði - fundarseta innifalin Bæjarfulltrúar 89.228 á mánuði - fundarseta innifalin Varamenn 24.022 pr. fund Bæjarráð Formaður bæjarráðs 171.590 á mánuði - fundarseta innifalin Aðalmenn 109.817 á mánuði - fundarseta innifalin Varamenn 19.219 pr. fund. Fastanefndir Stærri nefndir: Félagsmálaráð, framkvæmdaráð / stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar, kjarasamninganefnd, skólanefnd og umhverfisráð: Formaður 48.046 á mánuði + 10.982 pr. fund Aðal- og varamenn 10.982 pr. fund Minni nefndir: Allar aðrar nefndir: Formaður 31.573 á mánuði + 10.982 pr. fund Aðal- og varamenn 10.982 pr. fund Varaformenn nefnda fá 50% álag á fundarþóknun fyrir störf í forföllum formanns. Vinnureglur og nánari skýringar Skoðunarmenn bæjarreikninga fá greiddar kr. 6.863 á mánuði. Ráðinn ritari bæjarstjórnar fær greiddar kr. 16.437 pr. fund. Aðrar nefndir / verkefnislið / starfshópar / vinnuhópar. Ákveði bæjarstjórn eða fastanefnd að setja á fót vinnuhóp eða nefnd með skilgreind tímabundin verkefni skal gerð um það sérstök samþykkt sem færð er til bókar í fundargerð viðkomandi nefndar ásamt þeim bókhaldslið sem kostnaður skal færast á. Af því tilefni skal áréttað að ákveði bæjarstjórn eða fastanefnd að setja á fót verkefnislið, starfs- eða vinnuhóp þarf að liggja fyrir skilgreining á umfangi verks ásamt tíma- og kostnaðaráætlun sem verði skilað til bæjarstjóra áður en verkefni hefst. Hann úrskurðar jafnframt um vafaatriði. Greinargerð um störf starfs- og vinnuhópa skal skilað til bæjarstjóra/bæjarráðs að verkefni loknu og í framhaldi af því gengið frá greiðslum fyrir vinnuframlag. Í viðameiri verkefnum skal skila áfangaskýrslu(m) og greiðast laun við skil á þeim. Nefndarmenn í slíkum vinnuhópi/nefnd fá greiddar kr. 6.863 pr. fund. Ef um sérstaklega tímafreka vinnu er að ræða er bæjarstjóra heimilt að ákvarða um aðrar greiðslur en að ofan greinir fyrir störf í vinnu- og starfshópi vegna umfangs þeirra. Starfsmenn Akureyrarbæjar fá ekki sérstaklega greitt fyrir slíka fundi. Bæjarstjóri úrskurðar um vafaatriði vegna þessarar reglu. Einstakir fundir: Fulltrúar sem bæjarstjórn kýs til setu á samráðsfundi Landsvirkjunar og á aðalfundi Eyþings fá geiddar kr. 6.863 á dag. Fulltrúar sem bæjarstjórn eða fastanefnd kýs skv. reglugerðum eða samþykktum í stjórnir og ráð fá greiddar kr. 10.982 pr. fund, sé fundarþóknun ekki greidd af viðkomandi stofnun. Bæjarsjóður greiðir ekki laun fyrir setu á ráðstefnum/fundum þar sem fulltrúar hafa frjálst val um fundarsókn. Annan kostnað tengdan slíkum verkefnum verður að færa beint á viðkomandi málaflokk Kostnaður vegna þátttökugjalds, ferða og dvalar á fundum sem bæjarfulltrúum er gefinn kostur á að sækja er greiddur en að öðru leyti er ekki greitt sérstaklega fyrir þá þátttöku. Sama á við um kynnisferðir sem bæjarstjórn eða nefndir gefa fulltrúum kost á að fara í. Bæjarfulltrúar fá ekki aukagreiðslur fyrir viðtalstíma bæjarfulltrúa. Önnur réttindi: Greiða skal launatengd gjöld af öllum launum. Þeir sem eru á föstum launum, eiga rétt á veikindaleyfi í 3 mánuði og bæjarfulltrúar eiga rétt á fæðingarorlofi í 6 mánuði. Greiðslur vegna veikinda og fæðingarorlofs miðast við föst laun. Forfallist formenn nefnda í lengri tíma en tvo mánuði tekur varaformaður laun sem formaður á meðan hann gegnir því starfi. Byggt á reglum sem voru samþykktar í bæjarstjórn 5. okt. 1999 (vinnureglur og nánari skýringar samþykktar í bæjarráði 27.01.2000 og staðfestar í bæjarstjórn 01.02.2000) Reglur þessar gilda frá 1. september 2004.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvar-fer-fram-gott-starf-ad-malefnum-fjolskyldna
Hvar fer fram gott starf að málefnum fjölskyldna? Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar hefur auglýst eftir tilnefningum til viðurkenningar sem nefndin hyggst veita síðar í haust. Tilgangurinn að þessu sinni er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf hvað varðar málefni fjölskyldna og hvetja til góðra verka. Tvisvar áður hefur nefndin veitt viðurkenningu. Fyrstu viðurkenninguna hlaut fyrirtækið Blikkrás árið 2001 fyrir starf að jafnréttismálum og Útgerðarfélag Akureyringa hlaut viðurkenningu nefndarinnar árið 2003 fyrir gott starf að jafnréttis- og fjölskyldumálum. Í ár er áherslan lögð á gott starf að fjölskyldumálum. Viðurkenningu geta hlotið: - fyrirtæki sem hafa sérstaka stefnu í fjölskyldumálum og/eða hafa skarað framúr hvað varðar stuðning við starfsfólk við samræmingu starfs og einkalífs - félagasamtök sem unnið hafa sérstaklega að málefnum fjölskyldna, hafa stutt fjölskyldur og/eða látið sig málefni þeirra varða á eftirbreytniverðan hátt - einstaklingar sem skarað hafa framúr í vinnu að málefnum fjölskyldna. Rökstuddum tilnefningum skal skilað fyrir 6. október til jafnréttis- og fjölskyldunefndar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða í netfangið [email protected]
https://www.akureyri.is/is/frettir/harid-a-akureyri
Hárið á Akureyri Á föstudagskvöld má búast við frábærri stemmningu, hita og svita í Íþróttahöllinni á Akureyri en þá verður söngleikurinn Hárið sýndur. Uppselt er á sýninguna kl. 20.00 en aðstandendur sýningarinnar hafa ákveðið að bæta við miðnætursýningu sem hefst kl. 23.00 sama kvöld. Hægt er að nálgast netmiða á heimasíður Leikfélags Akureyrar á www.leikfelag.is eða í síma 4600200. Miðasala Leifélagsins er að Hafnarstræti 57 og er opin milli kl. 13.00 og 17.00 og fram að sýningu föstudaginn 24. september. Meira má lesa um Hárið á heimasíðunni vefur.harid.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstodur-ibuathings-kynntar
Niðurstöður íbúaþings kynntar Niðurstöður frá íbúaþingi Akureyri í öndvegi var kynnt í gær í húsakynnum Menntaskólans á Akureyri. Flytja þurfti kynninguna frá KEA í stærra rými þar sem mikill áhugi var fyrir kynningunni. Fundurinn var velsetin og ýmsar áhugaverðar og skemmtilegar hugmyndir komu í ljós s.s. að spegla sólarljósinu niður í göngugötuna. Flestir voru sammála um að varlega ætti að fara í byggingu háhýsa í miðbænum. Á næstu dögum munu aðstandendur íbúaþingsins vinna betur úr þeim gögnum sem söfnuðust og er þeirra að vænta um miðjan október. Þá verður farið í að auglýsa alþjóðlega hugmyndasamkeppni um miðbæinn og verða upplýsingarnar sem fram komu á þinginu forsendur keppninnar. Hægt er að fylgjast með framvindu mála á www.vision-akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/aevintyraveisla-a-amtsbokasafninu
Ævintýraveisla á Amtsbókasafninu Sannkölluð ævintýraveisla verður á Amtsbókasafninu á morgun, þriðjudaginn 28. september kl. 17.00, en þá verður fjallað um heim ævintýranna þó einkum Skilaboðaskjóðunnar í tveimur stuttum erindum og boðið verður upp á fjörugar umræður á eftir. Síðan Skilaboðaskjóðan kom út fyrir 18 árum hefur hún skipað sér sess sem ein af perlum íslenskra barnabókmennta. Fáar myndskreyttar barnabækur njóta ein mikilla vinsælda og virðist innihald hennar ætla að verða hverri nýrri kynslóð jafn kært. Amtsbókasafninu hefur nú boðist einstakt tækifæri til að sýna gestum sínum allar frummyndir Þorvaldar Þorsteinssonar úr Skilaboðaskjóðunni, ásamt fyrstu drögum að texta bókarinnar og teikningum. Dagskráin hefst kl. 17.00 með opnun sýningarinnar og síðan veltir Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, Skilaboðaskjóðunni fyrir sér. Þvínæst fjallar Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur, um nýjustu fréttir úr ævintýraskóginum. Að lokum verða umræður og fyrirspurnir sem ættu að þykja áhugaverðar. www.amtsbok.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/atvinnu-og-byggdamal-i-brennidepli-a-adalfundi-eythings
Atvinnu- og byggðamál í brennidepli á aðalfundi Eyþings Aðalfundur Eyþings var haldinn 24. og 25. september síðastliðinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn. Aðalfundurinn ályktaði um atvinnu- og byggðamál og beindi því til stjórnar Eyþings að kannaður verði grundvöllur þess að láta vinna úttekt á kostum og göllum að sameina sveitarfélög í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum í eitt. Talsverð umræða var um atvinnu- og byggðamál á fundinum og í ályktunum er minnt á nauðsyn þess að á norðaustursvæðinu verði haldið við þeim atvinnuþáttum sem þar hafi unnið sér hefð, jafnframt því sem leita þurfi nýrra tækifæra til að efla atvinnulíf og renna þannig stoðum undir frekari vöxt á öllum sviðum. Í ályktun er einnig vikið að umræðu um stóriðju og hvatti aðalfundurinn atvinnuþróunarfélög á svæðinu til aukins samstarfs við undirbúning og kynningu þeirra kosta sem hægt sé að bjóða til hugsanlegs stóriðnaðar á svæðinu. "Einkum er brýnt að rannsaka nánar mögulega virkjunarkosti sem gætu hentað slíkri atvinnustarfsemi. Mikilvægt er þó að gæta þess að framkvæmdir á einu sviði rýri ekki möguleika á nýtingu annarra auðlinda svæðisins, s.s. búskapar, ferðaþjónustu o.fl.," segir í ályktun aðalfundar Eyþings. Þá fagnaði fundurinn Vaxtarsamningi fyrir Eyjafjörð og taldi sýnt að hann komi til með að nýtast nágrannabyggðum vel. Við lok aðalfundar Eyþings á Þórshöfn sl. laugardag var kosin ný stjórn sambandsins. Jakob Björnsson tekur við formennsku af Reinhard Reynissyni en Jakob var í fyrri stjórn. Eina breytingin að öðru leyti á stjórnarskipan er að Þórunn Jónsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Þingeyjarsveit tekur sæti Guðnýjar Sverrisdóttur á Grenivík. Skipan stjórnar og varastjórnar er þannig: Formaður: Jakob Björnsson, Akureyri, Aðrir í stjórn: Reinhard Reynisson, Húsavík. Ásgeir Logi Ásgeirsson, Ólafsfirði. Björn Ingimarsson, Þórshöfn. Þórunn Jónsdóttir, Þingeyjarsveit. Varamenn: Þóra Ákadóttir, Akureyri. Sigbjörn Gunnarsson, Mývatnssveit. Svanhildur Árnadóttir, Dalvík. Katrín Eymundsdóttir, Kelduneshreppi. Jóhann Guðni Reynisson, Þingeyjarsveit. Tillaga um þessa skipan stjórnar var samþykkt samhljóða. Ályktanir aðalfundar Eyþings um atvinnu- og byggðamál Aðalfundur Eyþings 2004 hvetur atvinnuþróunarfélög á svæðinu til aukins samstarfs við undirbúning og kynningu þeirra kosta sem hægt er að bjóða til hugsanlegs stóriðnaðar á svæðinu. Einkum er brýnt að rannsaka nánar mögulega virkjunarkosti sem gætu hentað slíkri atvinnustarfsemi. Mikilvægt er þó að gæta þess að framkvæmdir á einu sviði rýri ekki möguleika á nýtingu annarra auðlinda svæðisins, s.s. búskapar, ferðaþjónustu o.fl. Aðalfundur Eyþings 2004 fagnar Vaxtarsamningi fyrir Eyjafjarðarsvæðið og sýnt er að hann mun nýtast nágrannabyggðum vel. Einnig virðist hér vera á ferð verklag sem hentar mjög vel í samstarfsverkefnum af því tagi sem Eyþing vill gjarnan standa að. Aðalfundur Eyþings 2004 beinir til stjórnar Eyþings að fylgjast með störfum óbyggðanefndar og hugmyndum um þjóðgarð norðan Vatnajökuls, einkum til að tryggja að ekki verði gengið á forræði heimamanna. Aðalfundur Eyþings 2004 lýsir áhyggjum sínum af því hversu erfiðlega gengur að ljúka fjármögnun kísilduftverksmiðju í Mývatnssveit. Samt sem áður liggja fyrir mjög jákvæðir útreikningar á arðsemi fyrirtækisins. Fundurinn skorar á innlenda fjárfesta, ekki síst á Norðurlandi, að leggja nú þegar sitt af mörkum til að efla atvinnulíf á svæðinu. Aðalfundur Eyþings 2004 beinir því til stjórnar Eyþings að koma á landupplýsingagátt fyrir Norðurland eystra. Aðalfundur Eyþings 2004 minnir á niðurstöður starfshóps um málefni norðurausturhornsins frá 16.ág. 2002 og hvetur til þess að sérstaklega verði hugað að atvinnumálum svæðisins. Aðalfundur Eyþings 2004 lýsir áhyggjum sínum af því að strandsiglingar skuli leggjast af. Ef flutningskostnaður hækkar í kjölfar þess er ljóst að samkeppnisstaða fyrirtækja á svæðinu versnar og vöruverð hækkar. Aðalfundur Eyþings 2004 bendir á að þar sem ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins er eðlilegt að gera kröfu um hlutdeild þessa svæðis í störfum á vegum þess. Í því sambandi má nefna eftirlits- og stjórnsýslustörf tengd sjárvarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Samþykkt samhljóða. www.eything.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsmot-samfes-a-akureyri
Landsmót Samfés á Akureyri Landsmót Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Ísland verður að þessu sinni haldið á Akureyri næstkomandi helgi. Landsmótið er árlegur viðburður félagsmiðstöðvanna og er reiknað með að um 300 unglingar á aldrinum 14 til 15 ára taki þátt. Boðið er upp á mismunandi smiðjur sem unglingarnir velja um að taka þátt í s.s. Módelsmiðja þar sem farið er í förðun og hvernig best er að farða og greiða við hin ýmsu tækifæri, Veitingasmiðja kennir helstu atriði veitingageirans og Útvarpssmiðja allt er viðkemur útvarpsi svo einhverjar séu nefndar. Smiðjurnar hefjast á laugardeginum og eru milli kl. 10 til 12 og 13 til 16. Afrakstur þeirra smiðjanna verður svo sýndur í hátíðarkvöldverði um kvöldið í Sjallanum. Markmið landsmótsins er að stjórnir í nemendafélögum og félagsmiðstöðvum landsins hafi vettvang til að mynda tengsl og kynnast nýjum hugmyndum sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstövanna. Þema mótsins í ár er ELDUR www.samfes.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/bandariski-sendiherrann-i-heimsokn-a-akureyri
Bandaríski sendiherrann í heimsókn á Akureyri Í morgun hitti bandaríski sendiherrann á Íslandi, James F. Gadsden, bæjarstjórann á Akureyri í ferð sinni um Norðurland. Sendiherrann ásamt fleiri starfsmönnum bandaríska sendiráðsins voru á Húsavík á mánudag en skoðaðu Háskólann á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í gær ásamt því að heimsækja fyrirtæki á Akureyri. Eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra var haldið í heimsóknir í menningarstofnanir á Akureyri í fylgd Þórgnýs Dýrfjörð menningarfulltrúa. James F. Gadsden hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því í október árið 2002.
https://www.akureyri.is/is/frettir/undirskriftarlistar-gegn-hahysi-vid-baldurshaga
Undirskriftarlistar gegn háhýsi við Baldurshaga Við afhendingu undirskriftarlistanna í þjónustuanddyri Ráðhússins. Frá vinstri Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, Guðrún Margrét Antonsdóttir, Jón Hjaltason og Elín Margrét Hallgrímsdóttir. Í dag var bæjarstjóra Akureyrar, Kristjáni Þór Júlíussyni, afhentar undiskriftir 1681 bæjarbúa sem eru mótfallnir byggingu háhýsis við Baldurshaga, neðan við Lögreglustöðina. Þrír einstaklingar stóðu fyrir undirskriftarlistunum, Elín Margrét Hallgrímsdóttir, Guðrún Margrét Antonsdóttir og Jón Hjaltason. Þau skora á bæjarstjórn Akureyrar að falla frá öllum hugmyndum um byggingu 12 hæða fjölbýlishúss við Baldurshaga.
https://www.akureyri.is/is/frettir/roid-til-akureyrar
Róið til Akureyrar Nemendur í grunnskólanum í Hrísey hyggjast róa 20 sjómílna leið frá Hrísey inn til Akureyrar á árabát. Ferðin er liður í fjáröflun fyrir Hollandsferð sem farin verður í vor. Krakkarnir eru að safna áheitum en róðurinn verður á laugardaginn næstkomandi ef veðrið verður þeim hliðhollt. Annars verður farið næsta góðviðrisdag þar á eftir. Alls eru þetta 6 krakkar og ætla þeir að róa tveir í einu og áætlað er að hvert par rói í 15 til 30 mínútur í senn. Krakkarnir eru búnir að vera í þjálfun hjá líkamsræktarstöðinni Gymnasty undir harðri stjórn Hermanns Abrahamsen. Gestum er hjartanlega velkomið að koma og fylgjast með þessum æfingum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/svik-a-akureyri
Svik á Akureyri Á morgun, föstudaginn 1. október, frumsýnir Leikfélag Akureyrar í samvinnu við Sögn ehf og Á senunni leikritið Svik. Þetta er fyrsta frumsýning L.A. á spennandi leikhúsvetri og jafnframt frumflutningur á Íslandi. Svik er eftir breska leikskáldið Harold Pinter í þýðingu Gunnars Þorsteinssonar. Svik er opinskárra en flest leikrit Pinters og fjallar um hjónin Robert (Ingvar E. Sigurðsson) og Emmu (Jóhanna Vigdís Arnardóttir) og Jerry (Felix Bergsson), vin þeirra til langs tíma. Undirferlið blómstrar í samskiptum aðalpersónanna þriggja. Emma og Jerry svíkja Robert. Robert svíkur Jerry og Emma og Robert svíkja hvort annað. Við kynnumst Emmu og Jerry tveimur árum eftir lok sjö ára ástasambands þeirra. Þau sneiða snilldarlega hjá spennunni sem greinilega eimir eftir. Emma tjáir Jerry að hjónabandi hennar og Roberts sé að ljúka og að sannleikurinn hafi litið dagsins ljós. Síðan færir hvert atriði þessa áhrifamikla sjónleiks okkur aftur í tíma til þess örlagaríka augnabliks er framhjáhaldið hefst, og kynnumst á leiðinni hinum flókna vef vináttu og samskipta sem tengir líf aðalpersónanna. Í upplifun endurminninganna verður gamall sannleikur lygi og lygi snýst upp í nýjan sannleik þar til leyndarmálin hafa öll litið dagsins ljós. Svik er grípandi og spennandi leikrit um hinn eilífa ástarþríhyrning. Hrífandi og meistaralega vel skrifað verk. Leikrit sem talar á persónulegan hátt og af miklum þunga til áhorfenda. Senu fyrir senu erum við leidd afturábak í tíma og sjáum ástina dofna, traustið deyja, allt til enda verksins þegar ástarsambandið byrjar og allir eru fylltir af glæstum vonum og brennandi ástríðum. Allir sem hafa gott minni vita að það er erfiðara að muna lygina en sannleikann. Leikritið hefur notið gríðarlegrar hylli á undanförnum árum og þykir eitt besta verk Pinters. Leikmynd: Jón Axel Björnsson Búningar: Filippía Ingibjörg Elísdóttir Tónlist: Gunnar Hrafnsson Lýsing: Benedikt Axelsson Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson Frumsýning föstudaginn 1. október kl. 20.00 UPPSELT. 2. sýning sunnudaginn 3. október kl. 20.00 UPPSELT. 3. sýning fimmtudaginn 7. október kl. 20.00 Örfá sæti laus 4. sýning föstudaginn 8. október kl. 20.00 UPPSELT. 5. sýning sunnudaginn 10. október kl. 20.00 UPPSELT. 6. sýningsunnudaginn 24. október kl. 20.00 www.leikfelag.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/ka-maetir-keflavik-i-urslitaleik
KA mætir Keflavík í úrslitaleik Úrslitaleikur í Vísa-bikarkeppninni í knattspyrnu fer fram á morgun, laugardag klukkan 14. Þar mætast KA og Keflavík. Forsala aðgöngumiða er hafin í KA heimilinu og Vísa býður öllum 16 ára og yngri á leikinn. Frímiðarnir liggja frammi í KA heimilinu og á Hard Rock á leikdegi. Síðustu helgi var ljóst að þessi lið myndu mætast í úrslitaleik eftir að KA sigraði nýkrýnda Íslandsmeistara FH í undanúrslitum með einu marki gegn engu og Keflvíkingar unnu HK með sömu markatölu. Þess er vænst að Akureyringar og aðrir stuðningsmenn KA fjölmenni á Laugardalsvöllinn og styðji við bakið á liðinu í þessum stærsta árlega leik íslenskrar knattspyrnu. Þetta er í þriðja skiptið sem KA-menn spila til úrslita í bikarkeppninni og vonandi er nú röðin komin að KA-mönnum að flytja bikarinn norður. Á leikdag er rétt að geta þess að stuðningsmenn KA ætla að hittast á Hard Rock í Kringlunni fyrir leik og hefur þeim verið úthlutuað sætum í suðurenda stúkunnar (nær Laugardalshöllinni). Punktar frá KA fyrir úrslitaleik VISA bikarkeppninnar 2004 Brot úr bikarsögu KA Það var fyrst árið 1975 sem KA-liðið tók þátt í bikarkeppninni undir eigin nafni en fram að því hafði sameiginlegt lið KA og Þórs leikið undir nafni ÍBA og náði ÍBA einu sinni að hampa bikarmeistaratitlinum, en það var árið 1969 þegar liðið bar sigurorð af liði ÍA. Leika þurfti tvo leiki til að fá skorið úr um úrslit. Fyrri leikurinn fór fram á Melavellinum 30. nóvember það ár í hríðarkófi og lauk með 1 ? 1 jafntefli og var það Eyjólfur Ágústsson sem skoraði mark ÍBA. Seinni leikurinn fór fram 6. desember og minnti Melavöllurinn þá meira á skautasvell en fótboltavöll. ÍBA sigraði þann leik 3 ? 2 og skoraði KA-maðurinn Kári Árnason sigurmarkið í framlengingu. Uppskeran var rýr fyrstu ár KA í bikarkeppni KSÍ og það var ekki fyrr en 1982 að liðið komst fyrst í 8-liða úrslit keppninar en 1 ? 3 tap fyrir Víkingum batt enda á bikardrauma KA það árið. Árið 1984 var KA enn nær því að komast í undanúrslit þegar liðið mætti Þrótti R. í 8-liða úrslitum keppninnar. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 2 ? 2 en vítaspyrnukeppnin varð KA að falli og sigruðu Þróttarar 6 ? 5. Árið 1985 komust KA-menn í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar. KA-liðið var skipað ungum og efnilegum leikmönnum sem flestir urðu síðan Íslandsmeistarar með liðinu 1989, þar á meðal var þjálfari liðsins í dag Þorvaldur Örlygsson. KA sem lék í næst efstu deild mætti liði Keflvíkinga í undanúrslitunum og sigruðu Keflvíkingar 2 ? 0 og máttu Keflvíkingar þakka markverði sínum, Þorsteini Bjarnasyni, sigurinn þar sem hann varði eins og berserkur og þar á meðal vítaspyrnu KA-manna. Næst þegar liðið komst í undanúrslit, árið 1992, gerði liðið betur og sigraði lið ÍA 2- 0 á Akureyrarvelli og náði þeim merka áfanga að vinna sér rétt til að spila til úrslita um bikarmeistartitilinn í fyrsta sinn. Mótherjarnir í úrslitaleiknum voru Valsmenn og leikdagur var 23. ágúst. KA-menn hófu leikinn af krafti sem skilaði sér í tveimur mörkum Ormarrs Örlygssonar og Gunnars Más Mássonar fyrr leikhlé. Valsmenn minnkuðu muninn í seinni hálfleik og þegar vallarklukkan sýndi að 45. mínútur væru liðnar af seinni hálfleik var staðan 2 ? 1 fyrir KA og bikarmeistaratitillinn í sjónmáli. Þremur mínútum síðar jöfnuðu Valsmenn og sjö sekúndum síðar var blásið til leiksloka. Jöfnunarmarkið virkaði sem rothögg á KA-menn og voru hálfrotaðir KA-menn Valsmönnum lítil fyrirstaða í framlengingunni og lauk leiknum með 5 ? 2 sigri Vals. KA menn voru sem sagt sjö sekúndum frá því að verða bikarmeistarar og enn þann dag í dag verður KA-mönnum tíðrætt um sekúndurnar sjö. Níu árum seinna eða árið 2001 komust KA-menn næst í undanúrslit og lék þá 1. deildarlið KA við sterkt úrvalsdeildarlið FH. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og skelltu FH-ingum 3 ? 0 á Kaplakrikavelli. Mörk KA skoruðu Hreinn Hringsson, Ívar Bjarklind og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson. Í úrslitaleiknum mætti KA liði Fylkis. Hreinn Hringsson kom KA tvívegis yfir en Fylkir náði að jafna í bæði skiptin og lauk leiknum með 2 ? 2 jafntefli. Í vítaspyrnukeppninni nýttu Fylkismenn allar sínar spyrnur en KA-menn misnotuðu síðustu vítaspyrnuna og urðu því að sjá á eftir bikarnum í hendur Fylkismanna. Árinu seinna mættust KA og Fylkir í undanúrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli og sigruðu Fylkismenn þá 3 ? 2. Mörk KA skoruðu Hreinn Hringsson og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson. Í fyrra komust KA-menn einnig í undanúrslitin en töpuðu 1 ? 4 fyrir ÍA á Laugardalsvelli. Mark KA skoraði Elmar Dan Sigþórsson. KA-menn eru því að leika sinn stjötta undanúrslitaleik í bikarkeppninni um næstu helgi og þetta er fjórða árið í röð sem liðið nær svo langt í bikarnum. Leiðin í úrslit Visa-bikarsins 2004 KA mætti liði Tindastóls á Sauðárkróksvelli í 32-liða úrslitum og höfðu KA-menn þar 1 ? 0 sigur. Elmar Dan Sigþórsson skoraði mark KA. Í 16-liða úrslitum sigraði KA Víkinga 4 ? 2 á Víkingsvelli. Pálmi Rafn Pálmason skoraði tvö af mörkum KA en hin skoruðu Atli Sveinn Þórarinsson og Jóhann Þórhallsson. Í 8-liða úrslitum mættust KA og ÍBV á Akureyrarvelli. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 0 ? 0. Í vítaspyrnukeppninni gerði Matus Sandor sér lítið fyrir og varði þrjár fyrstu vítaspyrnur ÍBV meðan KA nýtti sínar þrjár fyrstu og sigruði 3 ? 0. Mörk KA skoruðu Atli Sveinn Þórarinsson, Jóhann Helgason og Örlygur Þór Helgason. Í undanúrslitum mættust KA og FH og er skemmst frá því að segja að KA vann 1-0 og var það Hreinn Hringsson sem gerði mark KA-manna á 30 mínútu. Leikurinn var hin besta skemmtun og sóttu FH-ingar stíft en KA varðist vel og þegar góður dómari leiksins Gylfi Orrason flautaði leikinn af var ljóst að KA var komið í úrslit Visa bikarkeppninnar í annað sinn á fjórum árum. Tölfræði Af núverandi leikmönnum KA hefur Dean Martin leikið flesta bikarleiki með KA, 24 leiki. Fyrrverandi leikmaður KA, Þoraldur Makan Sigbjörnsson, hefur leikið 23 bikarleiki með KA. Eftir leikinn við FH er Dean Martin orðinn sá leikmaður KA sem leikið hefur flesta bikarleiki með liðinu. Hreinn Hringsson hefur gert 22 mörk í bikarkeppni KSÍ og er hann einn af markahæstu leikmönnum landsins í þessari keppni. Fimm af leikmönnum KA í dag léku með KA í úrslitaleik bikarkeppninnar 2001. Þeir eru : Árni Kristinn Skaptason, Steinn Viðar Gunnarsson, Steingrímur Örn Eiðsson, Dean Martin og Hreinn Hringsson. Þjálfarinn Þorvaldur Örlygsson er að ljúka sínu fimmta ári sem þjálfari KA og þar af fjögur sem spilandi þjálfari. Þorvaldur lék með KA á uppgangstíma hjá liðinu í lok níunda áratugarins. Frá KA lá leiðin til enska úrvalsdeildarliðsins Nottingham Forest, með því lék hann í fjögur ár. Sumarið 1991 lék hann með Fram. Hann lék með Stoke á árunum 1993 til 1995 og síðan með Oldham þar til hann snéri heim. Hann á að baki 41 A-landsleik og 4 U-21 landsleik. Þjálfari Þorvaldur Örlygsson Aðstoðarþjálfari Slobodan Milisic Liðstjóri Guðmundur Gíslason Sjúkraþjálfari Ómar Torfason Læknir Þórir V Þórisson Formaður knattspd Vignir Már Þormóðsson Framkvæmdast knattspdeildar Gunnar Gunnarsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/ognar-slaedan-lydraedinu
Ógnar slæðan lýðræðinu? Í erindi sínu á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri fjallar Ingvill T. Plesner um það hvort slæður sem konur sem játast íslam bera margar hverjar, ógni á einhvern hátt lýðræðinu, góðu siðferði, allsherjarreglu og réttindum kvenna. Eru það mannréttindi að fá að bera slæðu („hijab”) í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla? Fjallað er um þá spurningu í ljósi nýlegra dóma mannréttindadómstólsins í Strassborg og réttarþróunar á þessu sviði í einstökum Evrópuríkjum. Hinn 2. september gengu í gildi lög í Frakklandi sem banna nemendum ríkisskóla á grunnskólastigi að ganga með „áberandi trúarleg tákn” í skólanum. Brot á þessum lögum varða brottvísun úr skóla. Nýlega úrskurðaði mannréttindadómstóll Evrópu að bann tyrkneskra stjórnvalda við því að konur beri slæðu í háskólum landsins stangist ekki á við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um trúfrelsi. Höfuðröksemd tyrkneska löggjafans fyrir banninu er sú að „ slæðan” ógni allsherjarreglu. Í öðrum þeim löndum sem aðild eiga að sáttmálanum eru sambærileg bönn við slæðuburði kvenna nær óþekkt fyrirbæri. Ingvill T. Plesner er við doktorsnám við Mannréttindaskrifstofu Noregs (Háskólinn í Osló, lagadeild) og Sorbonne (EPHE) í París. Ritgerð hennar fjallar um trúfrelsi og mannréttindi. Ingvill á aðild að rannsóknarnetinu “Religion, etikk og rett” sem fjármagnað er af NORFA. Hún starfaði sem ráðgjafi í norska mennta- og kirkjumálaráðuneytinu (1999-2003) og átti sæti í nefnd sem fjallaði um tengsl ríkis og kirkju í Noregi (1998-2002). Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 16.30 þriðjudaginn 5. október í Þingvallastræti 23, stofu 14, og er öllum opinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nemendur-ur-oddeyrarskola-i-fremstu-rod
Nemendur úr Oddeyrarskóla í fremstu röð Tveir nemendur úr Oddeyrarskóla komust í úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2004 og voru það þau Alexandra Lapenko (10. bekk) í útlits – og formhönnun og Guðbjörn Ólsen Jónsson (9. bekk) í flokki uppfinninga. Hugmynd Alexöndru var að skurðarbretti með skálum og Guðbjörn átti hugmynd að flísatöng með skæru ljósi. Þessir tveir nemendur okkar tóku þátt í lokahátíð keppninnar sem fór fram í K.H.Í. sunnudaginn 3. október að viðstöddum rektor skólans og forseta Íslands. Í ávarpi sínu lagði forseti áherslu á mikilvægi nýsköpunar í uppeldi og menntun nútímans. Hann sagði æskuna búa í heimi sífelldrar nýsköpunar og tók síma sem dæmi um ótrúlega öra þróun síðustu ára. Forseti afhenti síðan vegleg verðlaun og varð Alexandra í 2. sæti í sínum flokki. Við óskum þeim Alexöndru, Guðbirni og kennara þeirra í hönnun og smíði, til hamingju með góðan árangur í keppninni. Aleksandra tekur við verðlaunum frá forseta Íslands. Árið 1987 kviknaði fyrst hugmyndin að Nýsköpunarkeppni grunnskóla. Nokkrum árum síðar varð keppnin að veruleika og hefur nú verið haldin í 13. sinn. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að gefa nemendum tækifæri til að uppgötva eigin sköpunargáfu og efla andann. Menntamálaráðuneytið styður keppnina, ásamt fjölda annarra fyrirtækja og má þar nefna Marel og Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Alls tóku 59 skólar þátt í keppninni í ár og 2517 hugmyndir bárust. Keppt er í fjórum flokkum, sem eru: Uppfinningar Útlits – og formhönnun Hugbúnaður lysavarnir
https://www.akureyri.is/is/frettir/namskeid-i-sjukraflutningum-a-akureyri
Námskeið í sjúkraflutningum á Akureyri Síðastliðinn föstudag lauk fjögurra vikna grunnámskeiði sjúkraflutningamanna (EMT-B) sem haldið var á Akureyri. Þátttakendur voru 12 frá öllum landshornum en þar af voru fjórir nýliðar í Slökkviliði Akureyrar. Námskeiðið var haldið á slökkvistöðinni á Akureyri að Árstíg 2 en þar fór fram bæði bókleg og verkleg kennsla. Þetta námskeið var hið fyrsta sem haldið var eingöngu á Akureyri en áður hafa námskeið verið haldin samtímis bæði á Akureyri og Reykjavík með aðstoð fjarfundabúnaðar. Kennarar komu úr hópi sjúkraflutningamanna, lækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og fleiri aðila úr heilbrigðisþjónustunni hér á Akureyri. Í gær, mánudaginn 4. október, hófst síðan framhaldsnámskeið í sjúkraflutningum (EMT-I) sem stendur í 6 vikur og fer það bæði fram á FSA og í Reykjavík með aðstoð fjarfundabúnaðar. Í framhaldi af því námskeiði fer fram starfsþjálfun á FSA og á Neyðarbíl Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðissins. Hér á Akureyri eru fjórir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar og einn sjúkraflutningamaður frá Blönduósi. Þátttakendur á því námskeiði hafa starfað sem sjúkraflutningamenn í amk. 3 ár. Mikill sparnaður er fólginn í því að halda þessi námskeið hér norðan heiða því þannig þarf ekki að senda nemendur til Reykjavíkur í 4-6 vikur með tilheyrandi kostnaði. Þátttakendur þurfa því aðeins að sækja starfsþjálfun á Neyðarbíl til Höfuðborgarinnar í eina viku, hver nemandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/einn-tveir-og-nu-2
Einn, tveir og nú! Komið er að fyrsta skilatímabili átaksins “Einn, tveir og nú!” en þeir sem fyllt hafa út kortið fyrir september geta skilað því fram að 10. október og geta þá verið með í úrdrætti um vegleg verðlaun sem fram fer 15. október nk. Hægt er að skila kortinu og sækja nýtt á eftirtöldum stöðum: Í afgreiðslum grunnskólanna, í ráðhúsinu (Geislagötu 9), Búsetudeild (Glerárgötu 26, 2. hæð) og Sundlaug Akureyrar. Einnig er hægt að skila í merktan kassa á Glerártorgi. Hægt er að nálgast prentvæna útgáfu af Fjölskyldukortinu á veffanginu www.akureyri.is/12ognu. Öll hreyfing er til góðs! Rannsóknir sýna að dagleg líkamleg hreyfing sé veruleg heilsubót fyrir alla aldurshópa. Mælt er með því að börn hreyfi sig að lágmarki í 60 mínútur á dag og aðrir að minnsta kosti í 30 mínútur á dag. Holl hreyfing felst ekki eingöngu í íþróttum eða líkamsrækt heldur bjóða athafnir daglegs lífs upp á góða og holla hreyfingu svo sem fjörugur leikur, ganga í tröppum, heimilisþrif, göngutúr, snjómokstur og garðvinna. Takið þátt í heilsueflingarátakinu “Einn, tveir og nú!” og skráið hreyfingu fjölskyldunnar í október í fjölskyldukort átaksins. Nánari upplýsingar um átakið, hugmyndir að útivist, lýsingu á útileikjum, gönguleiðum, opnunartíma sundlauga o.s.frv. er hægt að finna á veffangi átaksins www.akureyri.is/12ognu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurmjolk-sopar-ad-ser-verdlaunum
Norðurmjólk sópar að sér verðlaunum Á Ostadögum sem haldnir voru í Kópavogi um síðustu helgi vann Norðurmjólk til fjölda verðlauna fyrir vörur sínar. Í flokki fastra osta hlaut "Gouda 17%" frá Norðurmjólk silfurverðlaun. í flokki desertosta hreppti "Gull-Gráðaostur" Norðurmjólkur gullverðlaunin og í flokki sérosta fékk "Mysingur" bronsverðlaun og "Rjómamysuostur" Gull verðlaun. Jafnframt hlaut Norðurmjólk heiðursverðlaun fyrir "Rjómamysuostinn" en hann hlaut hæstu einkunn allra osta. Á myndinni hér að ofan veitir Friðjón G Jónsson heiðursverðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins úr hendi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra. Norðurmjólk er eitt af þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hefur höfuðstöðvar sínar á Akureyri og hefur styrkt stöðu sína enn frekar á síðari árum. Stjórnendur fyrirtækja eru hvattir til að kynna sér kosti þess að reka fyrirtæki á Akureyri með því að skoða Akureyrarpúlsinn hér á heimasíðu bæjarins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-a-svidi-fjolmidlunar
Samstarf á sviði fjölmiðlunar Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og Ásprent undirrituðu í dag samning um samstarf á sviði fjölmiðlunar. Samstarfið felur í sér að nemendur í fjölmiðlafræði taka þátt í skrifum fyrir tímaritið Við undir ritstjórn ritstjóra frá Ásprenti/Stíl. Þá fá nemendur starfsbundna leiðsögn og kynningu á tæknilegri vinnslu í prentsmiðju við útlitshönnun, umbrot og prentunina sjálfa. Hér er á ferðinni róttæk nýjung í samþættingu náms við Háskólann á Akureyri við starfandi fyrirtæki í umhverfi skólans og telja báðir aðilar sig hafa verulegan hag af þessu fyrirkomulagi. Samstarfið mun til að byrja með verða hluti af sérstöku námskeiði í fjölmiðlafræðinni, Prentmiðlun (FJÖ0673), þar sem áhersla er lögð á starfsemi, eðli og veruleika prentaðra fjölmiðla. Samningurinn sem undirritaður var í dag gerir ráð fyrir að skrif fjölmiðlafræðinemanna fyrir tímaritið Við sé endurgjaldslaus, en hins vegar styrkir Ásprent/Stíll Félagsvísinda- og lagadeild um upphæð sem samsvarar því að efnið sem birt er hafi verið keypt af verktökum. Það fé sem þannig fæst mun fara í að niðurgreiða námsferð nemendanna á prentmiðlana í Reykjavík. Þá kemur fram í samningnum, að nemendur sem lokið hafa námskeiðinu Prentmiðlun, geta haldið áfram að skrifa fyrir Við og fá þá sambærilegar greiðslur í sinn eigin vasa. Í slíkum tilfellum getur nemandi fengið leiðsögn og yfirferð frá fjölmiðlafræðikennara við deildina við greinaskrif. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti í hádeginu í dag af Mikael M. Karlssyni forseta Félagsvísinda- og lagadeildar og Guðmundi Ómari Péturssyni framkvæmdastjóra Ásprents/Stíls. Hann gildir til 1. júní 2005 og verður reynslan af honum þá metin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utivistartimi-barna-og-ungmenna
Útivistartími barna og ungmenna Lögreglan á Akureyri og Félagssvið Akureyrarbæjar vilja minna á útivistartíma barna og ungmenna en 1. september sl. styttist sá tími sem börn mega vera úti á almannafæri. Í þessu sambandi er minnt á ísskápssegulinn góða sem mörg heimili eiga. Ef einhverjir foreldrar eiga ekki þennan ísskápssegul þá er þeim velkomið að nálgast hann hjá forvarnafulltrúa Akureyrarbæjar og á lögreglustöðinni á Akureyri. Að lokum er gott að minna foreldra á orð sálfræðinganna Sæmundar Hafsteinssonar og Jóhanns Inga Gunnarssonar um barna og unglingauppeldi : "Reglur eru þroska barna okkar afar mikilvægar og leggja grunn að velgengni í mannlegum samskiptum. Það er lagaleg og siðferðileg skylda okkar að kenna börnum okkar að virða lög og reglur og þekkja sín mörk í mannlegum samskiptum. Virðing fyrir reglum styrkir einstaklinginn en veikir hann ekki."
https://www.akureyri.is/is/frettir/heidursdoktor-felagsvisinda-og-lagadeildar
Heiðursdoktor Félagsvísinda- og lagadeildar Shirin Ebadi, núverandi handhafi friðarverðlauna Nóbels, verður gerð að fyrsta heiðursdoktor Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri þann 6. nóvember nk. Mannréttindalögfræðingurinn Shirin Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2003 fyrir þrotlausa baráttu fyrir mannréttindum í heimalandi sínu Íran. Shirin Ebadi er fædd í Íran árið 1947. Hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í Tehran og var í hópi brautryðjanda úr röðum kvenna í dómarastétt. Shirin Ebadi var forseti borgardóms í Tehran 1975-79 en eftir byltinguna 1979 var hún neydd til að segja af sér. Hún er löngu þekkt sem lögmaður og verjandi baráttufólks fyrir mannréttindum í Íran. Shirin Ebadi er talsmaður fyrir hófsöm sjónarmið í trúmálum og fylgir íslamskri endurskoðunarstefnu sem hún telur að geti vel átt samleið með mannréttindum og lýðræði. Hún er sérstakur talsmaður mannréttinda flóttafólks, kvenna og barna. Eftir Shirin Ebadi liggja fjölda bóka og greina um mannréttinda. Nokkrar af bókum hennar hafa verið þýddar á önnur tungumál þar á meðal The Rights of the Child:A Study of Legal Aspects of Children´s Rights in Iran (1994) og Documentation of Human Rights in Iran (New York, 2000).
https://www.akureyri.is/is/frettir/rokk-og-rol-a-akureyri
Rokk og ról á Akureyri Um helgina verður nóg um að vera fyrir áhugafólk um akureyrskt rokk og ról. Þrjár rokksveitir stíga á stokk í Húsinu í kvöld og annað kvöld stendur nemendafélag Háskólans fyrir rokktónleikum í Deiglunni. Hljómsveitirnar sem fram koma í Húsinu, Hafnarstræti 18, í kvöld eru Shadow Parade, Herasi og Dark Hammer. Aðgangur er ókeypis og ekkert aldurstakmark. Rokktónleikarnir í Deiglunni hefjast kl. 22 annað kvöld og eru sem áður segir á vegum nemendafélags Háskólans á Akureyri í samvinnu við Café Karólínu. Fram koma hljómsveitirnar Dark Hammer, Shadow Parade, Chelsea Clinton Style og Lights on the Highway. Aðgangseyrir er 800 kr., 300 kr. fyrir Gilfélaga og ókeypis fyrir nemendur HA. Aldurstakmark 18 ár.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aheyrnarprufur-fyrir-oliver
Áheyrnarprufur fyrir Óliver! Um jólin frumsýnir Leikfélag Akureyrar hinn rómaða söngleik Óliver! Framundan eru áheyrnarprufur í barnahlutverk í sýningunni, auk þess sem leitað er að fólki í aukahlutverk og kór. Leikhúsið er sérstaklega á höttunum eftir efnilegum og/eða sterkum leikurum/söngvurum/dönsurum. Miðað er við að þátttakendur hafi náð 10 ára aldri. Prufur fara fram í leikhúsinu laugardaginn 16. október á tímabilinu frá kl. 10-18 en hver og einn má vænta þess að prufan taki allt að 2 klst. samtals. Í prufunum er óskað eftir því að þátttakendur mæti með eitt sönglag tilbúið til flutnings og einnig munu þeir taka þátt í leiklistaræfingum undir stjórn leikstjóra. Lagaval er algerlega frjálst en undirleikari er á staðnum, tilbúinn til að leika undir sé þess óskað. Æskilegt er að viðkomandi mæti með nótur fyrir það lag sem hann syngur en sé um þekkt lag að ræða er það ekki nauðsynlegt. Undirleikari verður tilbúinn með nótur af allri tónlist í Óliver. Einnig er öllum velkomið að mæta með undirleik á bandi eða að syngja án undirleiks. Skráning í prufurnar fer fram í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 13. október kl. 16-18. Þar þurfa þátttakendur að fylla út skráningarblað þar sem meðal annars kemur fram hvaða lag stendur til að taka í prufunum. Einnig verður tekin ljósmynd af þátttakendum. Skráningargjald er 500 kr. en allir þátttakendur fá Óliver-stuttermabol. Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.leikfelag.is eða í síma 4 600 200.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ad-alast-upp-aftur
Að alast upp aftur Næstkomandi mánudag hefst í Menntasmiðjunni námskeið fyrir foreldra um uppeldi barna þar sem byggt er á kenningum hins virta bandaríska sálfræðings og uppeldisfræðings Jeans I. Clarke en aðferðir hans hafa verið notaðar með góðum árangri víða um heim. Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti uppeldis, þarfir barna fyrir örvun, viðurkenningu og öryggi, ýmsar leiðir sem foreldrar geta farið til að koma til móts við þarfir barna sinna og samtímis veitt þeim árangursríka stjórnun, aga, traust, væntumþykju og örugg tengsl. Einnig er skoðað hvernig eigið uppeldi hefur mismunandi áhrif á fólk sem foreldra og hvernig hægt er að vinna úr ýmsum örðugleikum sem foreldrarnir sjálfir hafa upplifað sem börn. Krafist er virkrar þátttöku foreldra en á sama tíma er virðing og næmni sýnd þörfum þeirra til að takast á við ýmis verkefni. Þátttakendur námskeiðsins fá til eignar bókina „Að alast upp aftur, að annast okkur sjálf, að annast börnin okkar", eftir Jean I. Clarke sem kom út á Íslandi árið 2002. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Jiri Jón Berger, sálfræðingur, og Guðbjörg Ingimundardóttir, félagsráðgjafi, en námskeiðið er haldið á vegum Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar í samvinnu við Reyni - ráðgjafastofu á Akureyri. Kennt er einu sinni í viku frá kl. 19.30 til 21.30 og hefst námskeiðið mánudaginn 18. október nk. Tekið er við skráningum og fyrirspurnum alla virka daga í síma 460 1420 frá kl. 8.30 til 16.00 og í síma 460 9500 fyrir hádegi. Heildarkostnaður (bókin “Að alast upp aftur” innifalin) er 14.000 kr. á mann. Heildarkostnaður fyrir hjón er 19.000 kr. Möguleikt er að fá allt að 80% endurgreidd m.a fyrir félaga í Félagi verslunar- og skrifstofufólks og Einingu – Iðju stéttarfélagi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/grunnskolakennarar-afhenda-baejarstjora-alyktun
Grunnskólakennarar afhenda bæjarstjóra ályktun Grunnskólakennarar í verkfalli fjölmenntu að Ráðhúsi Akureyrarbæjar kl. 14 í dag og afhentu bæjarstjóranum ályktun þar sem segir: "Baráttufundur Bandalags kennara á Norðurlandi eystra og Kennarasambands Norðurlands vestra skorar á sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi að kynna sér kröfugerð Félags grunnskólakennara og beita áhrifum sínum til að Launanefnd sveitarfélaga gangi að kröfum kennara." Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, ávarpaði fundarmenn og sagðist vonast til að deilan fengi farsælan endi hið fyrsta.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gudmundur-heidar-fjallar-um-kant
Guðmundur Heiðar fjallar um Kant Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti Kennaradeildar við Háskólann á Akureyri, fjallar um stöðu Immanuels Kants í heimspeki nútímans í fyrirlestri sínum á Heimspekitorgi fimmtudaginn 14. október. Í ár eru tvö hundruð ár liðin frá láti Immanuels Kants og af því tilefni ætlar Guðmundur Heiðar að fjalla um ævi og störf heimspekingsins. Veitt verður yfirlit yfir verk Kants og leitast við að meta mikilvægi hans sem heimspekings og hugsuðar í nútíð og framtíð. Kant var helsti hugsuður upplýsingarinnar í Þýskalandi á átjándu öld og telst óumdeilanlega einn merkilegasti heimspekingur nýaldar. Framlag hans til þekkingarfræði og frumspeki er óumdeilt og sömuleiðis til siðfræði og verklegrar heimspeki. Framlag hans er enn rannsóknarefni heimspekinga um víða veröld. Guðmundur leitar svara við því hvort framtíðin sé fólgin í heimspeki Kants. Guðmundur Heiðar Frímannsson hefur verið deildarforseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri frá stofnun deildarinnar árið 1993. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki Háskólanum í St. Andrews árið 1991. Hann hefur stundað rannsóknir í heimspeki menntunar og einbeitt sér að þegnskaparmenntun (civic education) á síðustu árum. Hann hefur einnig skrifað um siðfræði og á síðasta ári kom út þýðing hans á bók Immanuels Kants Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni (Grundlegung zur Metaphysik der Sitten) með ítarlegum inngangi þýðanda. Heimspekitorg er haldið í samstarfi Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri og Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14, og er öllum opinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skartgripir-og-leir
Skartgripir og leir Tvær akureyrskar listakonur halda sýningu á verkum sínum í Gránufélagsgötu 48 frá 16. til 24. október og ber sýningin yfirskriftina "Skartgripir og leir". Þetta eru þær Margrét Jónsdóttir, sem er Akureyringum að góðu kunn fyrir leirlist sína, og Ásdís Frímannsdóttir, gullsmiður, sem hefur búið í Kaupmannahöfn síðustu 13 árin og rekið þar verslun og vinnustofu í miðborginni. Margrét sýnir nýja kertastjaka sem hún hefur gert og Ásdís skartgripi úr gulli, silfri og ýmsum eðalsteinum. Sýning þeirra verður sem áður segir opin til 24. október, milli kl. 14 og 18 alla dagana, og er haldin í vinnustofu og sýningarsal Margrétar að Gránufélagsgötu 48.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarhatidin-musika-a-laugardag
Tónlistarhátíðin Músíka á laugardag Á laugardag verður haldin athyglisverð tónlistarhátíð í Ketilhúsinu þar sem fram koma listamenn og hljómsveitir af ýmsum toga. Hátíðin stendur linnulaust frá kl. 13.20 til 24.00 og er yfirskrift hennar Músíka 2004. Það eru Þórey Ómarsdóttir og Gilfélagið sem standa að þessum viðburði. Dagskráin er annars þessi: 13.20 Benedikt Ómarsson: frumsamin tónlist á klassískan gítar 15.20 Kvað: Upplestur á íslenskum ljóðum við frumsaminn undirleik 16.00 Arna Valsdóttir-raddmyndir 16.40 The Sexual Disaster Quartet 18.40 Kingstone 20.00 The Mad Coffee Machine: pönk 20.40 Chelsea Clinton Style: fönk 22.40 Kristján Pétur og Hljómsveit Sigurðar Jónssonar: með Tom Waits prógramm síðan um verslunarmannahelgina 23.20 Douglas Wilson Góða skemmtun!
https://www.akureyri.is/is/frettir/tolfta-starfsar-sinfoniunnar
Tólfta starfsár Sinfóníunnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er um þessar mundir að hefja sitt 12. starfsár og verður fjölbreytt dagskrá í vetur m.a. Vínartónleikar, fjölskyldutónleikar, aðventutónleikar tónleikar í samstarfi við Kórastefnu við Mývatn og síðast en ekki síst tónleikar þar sem fluttar verða sinfóníur eftir Brahms og Mendelssohn. Í desember til febrúarloka verður hljómsveitin í samstarfi við Leikfélag Akureyrar við uppsetningu á söngleiknum Óliver. Hafin er sala ársmiða á tónleika hljómsveitarinnar. Ársmiðinn gildir á þrenna tónleika af sex sem í boði verða í vetur og kostar 3.500 kr. Handhöfum ársmiða SN býðst jafnframt 500 kr. afsláttur af miðaverði hjá Leikfélagi Akureyrar. Fyrstu tónleikar vetrarins verða í Glerárkirkju þann 14. nóvember 2004, en þá mun sellóleikari frá Akureyri Nicole Vala Cariglia leika einleik með hljómsveitinni. Nicole sem er starfandi sellóleikari í Boston hóf nám sitt í sellóleik á Akureyri en stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum. Á tónleikunum leikur hún sellókonsert eftir R. Schumann. Einnig verður á efnisskránni sinfónía nr. 4 eftir J. Brahms. Aðventutónleikar verða 12. desember 2004 í Akureyrarkirkju. Þetta verða tónleikar fyrir alla fjölskylduna. Nemendur í gítar- og blásaradeild við Tónlistarskólann á Akureyri munu spila með hljómsveitinni nokkur jólalög sem verða sérstaklega útsett af þessu tilefni. Frumflutt verður tónverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við „Jólaævintýri“ smásögu eftir Jón Guðmundsson. Einleikari á aðventutónleikunum er hornleikarinn László Czenek en hann hefur verið hljóðfæraleikari með SN til margra ára. Flytur hann hornkonsert eftir Franz Antonio Rosetti. Í desember til febrúar mun Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í samvinnu við Leikfélag Akureyrar setja upp söngleikinn Óliver og verður frumsýning þann 28. desember 2004. Í dymbilvikunni eða þann 23. mars 2005 verða Vínartónleikar í Íþróttahúsi Glerárskóla. Í nokkur ár hélt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands árlega Vínartónleika sem fram fóru í Íþróttaskemmunni. Þeir tónleikar voru afar vinsælir og hyggst hljómsveitin endurvekja þessa Vínarstemningu og fá til liðs við sig óperusöngvarana Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Fjölskyldutónleikar verða haldnir í Samkomuhúsinu þann 17. apríl 2005. Flutt verður verk eftir Snorra Sigfús Birgisson við smásöguna „Stúlkan í turninum“ eftir Jónas Hallgrímsson. Snorri samdi þetta verk að beiðni SN nú í sumar og verður tónverkið frumflutt á skólatónleikum vetrarins sem haldnir verða í grunnskólum á Norðurlandi. Sunnudaginn 8. maí 2005 verða tónleikar í Akureyrarkirkju þar sem leikin verða verk eftir Mozart og Mendelsohn. Einleikarar á þeim tónleikum verða Greta Guðnadóttir fiðluleikari sem er konsertmeistari hljómsveitarinnar og Guðmundur Kristmundsson violuleikari en þau leika Sinfoniu concertante eftir W.A.Mozart. Einnig verður fluttur forleikurinn að Don Giovanni eftir W.A.Mozart og sinfónía nr. 4 eftir F.Mendelssohn. Starfsárinu lýkur síðan með tónleikum í samvinnu við Kórastefnu við Mývatn þar sem flutt verður óratórían Messías eftir Händel með einsöngvurum og 150 manna kór. Tónleikarnir verða sunnudaginn 12. júní 2005 í Íþróttahúsinu Reykjahlíð. Stjórnandi hljómsveitarinnar á öllum tónleikunum í vetur er Guðmundur Óli Gunnarsson sem hefur verið aðalstjórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/einn-tveir-og-nu-4
Einn, tveir og nú! Verðlaun fyrir þátttöku í heilsueflingarátakinu "Einn, tveir og nú!" sem Heilsueflingarráð Akureyrar ýtti úr vör 13. september sl. og hefur að markmiði að hvetja bæjarbúa til aukinnar hreyfingar og samveru, voru afhent í Landsbankanum á Akureyri í dag. Verðlaunin afhenti Helgi T. Helgason, útibússtjóri Landsbankans, en bankinn styður dyggilega við þetta átak, sem stendur í allan vetur og er ætlað að virkja börn á grunnskólaaldri og foreldra þeirra til reglulegrar hreyfingar. Um miðjan september var fjölskyldukortum dreift til allra grunnskólanemenda á Akureyri, en "Fjölskyldukort" er einskonar almanak fyrir hvern mánuð þar sem korthafar færa inn reglulega hreyfingu allrar fjölskyldunnar. Kortinu má skila inn fyrir tíunda hvers mánaðar og úr innsendum kortum eru dregin nokkur nöfn, sem fá verðlaun fyrir þátttökuna. Í dag voru veitt verðlaun fyrir þátttöku í átakinu í september. Bróðurpartur verðlaunahafa í húsakynnum Landsbankans á Akureyri í dag. Dregin voru út tíu fjölskyldukort úr innkomnum kortum fyrir september. Eftirtalin eru skráð fyrir þeim fjölskyldukortum sem voru dregin út: 1. Gunnar Malmquist, Hulda Malmquist og Ólafur Malmquist. Gunnar, 9 ára, fékk aðalverðlaun, flíspeysu, frá 66°N, Ólafur, 5 ára, fékk aukaverðlaun frá Landsbankanum. 2. Kristín Ólafsdóttir, Arna Sif Þorgeirsdóttir og Ólöf Ósk Þorgeirsdóttir. Ólöf, 8 ára, fékk aðalverðlaun, flíspeysu frá 66°N, Arna, 13 ára, fékkr aukaverðlaun frá Landsbankanum. 3. Páll Valdemarsson, Bjarnfríður Jónsdóttir, Bjarki Páll Pálsson og Arnar Björn Pálsson. Arnar, 10 ára, fékk aðalverðlaun, brettagleraugu og húfu frá 66°N, Bjarki, 11 ára, fékk aukaverðlaun frá Landsbankanum. 4. Jóhann Sigvaldason og Guðný Matthíasdóttir. Hlutu að launum göngustafi frá 66°N. 5. Sigrún Mary, Bryndís Ann, Clark McCormick og Eydís Valgarðsdóttir. Sigrún, 8 ára, fékk aðalverðlaun, frímiða í einn dag í Skautahöllina á Akureyri fyrir tvo, auk endurgjaldslausra afnota af skautum, Bryndís, 4 ára, fékk aukaverðlaun frá Landsbankanum. 6. Fjóla Björk, Sindri Víðir og Valbjörg Bergland. Fjóla, 14 ára, fékk aðalverðlaun, frímiða í einn dag í Skautahöllina á Akureyri fyrir tvo, auk endurgjaldslausra afnota af skautum, Sindri, 16 ára, fékk aukaverðlaun frá Landsbankanum. 7. Laufey Elma, Anna Gerður og Harpa Garðarsdóttir. Laufey Elma, 10 ára, fékk aðalverðlaun, frímiða í einn dag í Skautahöllina á Akureyri fyrir tvo, auk endurgjaldslausra afnota af skautum, Anna Gerður, 15 ára fékk aukaverðlaun frá Landsbankanum. 8. Guðmundur, Sonja, Gabríel og Snæfríður. Gabríel, 9 ára, fær aðalverðlaun, íþróttatösku og fl. frá Landsbankanum, Snæfríður, 2ja ára, fékk aukaverðlaun frá Landsbankanum. 9. Gunnar Gunnarsson, Birgitta Níelsdóttir, Jenný Gunnarsdóttir og Haukur Gunnarsson. Jenný, 11 ára, fékk aðalverðalaun, íþróttatösku o.fl. frá Landsbankanum, Haukur, 5 ára, fékk aukaverðlaun frá Landsbankanum. 10. Unnsteinn, Anna Lilja, Tryggvi, Rúnar og Sindri. Tryggvi, 9 ára, fékk aðalverðlaun, íþróttatösku o. fl. frá Landsbankanum, Rúnar, 7 ára, og Sindri, 6 ára, hlutu aukaverðlaun frá Landsbankanum. Þrátt fyrir verkfall grunnskólakennara hefur átakið "Einn tveir og nú!" gengið nokkuð vel. Vegna verkfallsins hefur dagleg rútína grunnskólabarna og foreldra þeirra farið úr skorðum. Engu að síður skilaði fjöldi fjölskyldna inn fjölskyldukortum fyrir septembermánuð. Nauðsyn þess að fara út, leika sér, taka þátt í íþróttum eða annarri almennri hreyfingu er mun meiri nú en áður, þar sem margir freistast til þess að eyða deginum fyrir framan sjónvarp eða tölvu. Ókeypis leiga á skautum fyrir grunnskólabörn í tvær vikur Grunnskólabörnum á Akureyri stendur ýmislegt til boða. Má þar m.a. nefna Skautahöllina, en þar hefur opnunartíminn verið lengdur. Skautahöllin er nú opin fyrir almenning mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10.00 til 15.00, fimmtudaga kl. 10.00 til 16.00, föstudaga kl. 10.00 til 16.00 og kl. 19.00 til 21.00, laugardaga og sunnudaga er opið frá kl. 13.00 til 17.00. Til að hvetja grunnskólabörn enn frekar til að fara á skauta hafa forráðamenn Skautahallarinnar ákveðið að bjóða grunnskólabörnum næstu tvær vikur upp á endurgjaldslausa skautaleigu, einungis þarf að greiða 300 kr. aðgangseyri. Þá er vert að geta þess að hestaleigan Kátur býður grunnskólabörnum upp á fimm daga reiðnámskeið fyrir 6 þúsund krónur. Hægt er að fara í sund á opnunartíma sundlauganna, stunda íþróttir á vegum íþróttafélaganna og ungmennafélagsins, einnig hafa sumar líkamsræktarstöðvarnar boðið upp á sérstök tilboð fyrir eldri börn. Heilsueflingarráð Akureyrar hvetur grunnskólabörn, fjölskyldur þeirra og aðra Akureyringa til aukinnar hreyfingar og til þátttöku í átakinu "Einn, tveir og nú!". Hægt er að nálgast ný kort í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar (Geislagötu 9), Sundlaug Akureyrar, hjá riturum grunnskólanna, Félagssviði Akureyrarbæjar (Glerárgötu 26) og á heimasíðu verkefnisins: www.akureyri.is/12ognu. Dregið verður úr innsendum fjölskyldukortum fyrir október þann 15. nóvember nk.