Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/ur-fjorunni-til-fjarlaegra-landa
Úr Fjörunni til fjarlægra landa Síðastliðinn laugardag opnaði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sýninguna "Úr Fjörunni til fjarlægra landa" í Amtsbókasafninu á Akureyri. Sýningin fjallar um einn merkasta rithöfund Íslendinga og einn frægasta Akureyring fyrr og síðar, Jón Sveinsson, Nonna. Æskuminningar Nonna úr Eyjafirðinum voru aðalefniviðurinn í hinum vinsælu Nonnabókum sem þýddar hafa verið á yfir 30 tungumál. Á sýningunni má sjá Nonnabækur á erlendum tungumálum, vatnslitamyndir úr nýjum útgáfum Nonnabókanna eftir Kristin G. Jóhannsson auk ýmissa muna og mynda sem tengjast lífi og störfum jesúítaprestsins og rithöfundarins Jóns Sveinssonar. Í opnunarræðunni sagði forsetinn að hann hefði sem ungur drengur á Ísafirði lesið Nonnabækurnar og hrifist mjög af ævintýrum hans. Hann hefði seinna í störfum sínum sem forseti kynnst mörgu fólki erlendis sem þekkir til Nonna og hefði kynnst Íslandi í gegnum bækurnar hans. Sérstaklega væri þessi áhugi mikill í Þýskalandi og minntist forsetinn sérstaklega á það hversu miklar aðdáunar og virðingar Nonni nýtur enn í Köln, en þar lést Nonni fyrir 60 árum og er það jarðsettur. Forseti Íslands skoðar muni í Nonnahúsi. Frá vinstri: Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður, forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Brynhildur Pétursdóttir, safnvörður í Nonnahúsi. Þakkaði forsetinn að lokum Zontaklúbbi Akureyrar fyrir að hafa varðveitt minningu Nonna með því að setja á fót og reka minningarsafn um Nonna í Nonnahúsi. Sýningin stendur til 11. nóvember. Ljósmyndir: Rúnar Þór Björnsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/enn-fjolgar-akureyringum
Enn fjölgar Akureyringum Á fyrstu þremur fjórðungum ársins 2004 hafa 49 fleiri flutt til Akureyrar en frá bænum samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fólkið sem hingað flytur kemur flest frá nágrannasveitarfélögunum en einnig frá útlöndum. Þeir sem flytjast á brott fara til annarra landssvæða, líklega höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir að íbúum bæjarins haldi áfram að fjölga jafnt og þétt, vekur athygli hversu mikil hreyfing er á fólki. Það sem af er árinu hafa 967 flutt til bæjarins en 918 flust á brott. Þess ber að geta að þessar tölur endurspegla ekki heildarfjölgun bæjarbúa því ekki er tekið tillit til fjölda þeirra sem fæðst hafa umfram þá sem hafa látist. Árið 2003 fjölgaði Akureyringum um 210 eða 1,31% en þá voru aðfluttir umfram brottflutta 69 allt árið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-nafn-a-oldrunarstofnanir-baejarins
Nýtt nafn á öldrunarstofnanir bæjarins Niðurstaða í samkeppni um nýtt yfirheiti á öldrunarstofnanir Akureyrarbæjar liggur nú fyrir. Þegar hugmyndirnar sem fram komu í samkeppninni voru skoðaðar, reyndist erfitt að tengja tillögurnar þeim nöfnum sem fyrir voru, þ.e.a.s. Bakkahlíð, Hlíð, Kjarnalundur og Skjaldarvík. Að vel íhuguðu máli varð því heitið "Öldrunarheimili Akureyrar" fyrir valinu. Þetta nýja yfirheiti tengist vel nöfnum heimilanna, sbr. Öldrunarheimilið Kjarnalundur, Öldrunarheimilið Hlíð o.s.frv. Öldrunarheimili getur bæði átt við dvalar- og hjúkrunarheimili, auk þess sem um er að ræða gott íslenskt orð sem lýsir mjög vel hvað átt er við. Síðast en ekki síst undirstrikar orðið að um er að ræða heimili þess fólks sem þar býr. Þar sem nafn þetta kom ekki úr hugmyndaskjóðu þátttakenda í samkeppninni mun verðlaunaféð verða nýtt til þess að gera heimilisfólki Öldrunarheimila Akureyrar glaðan dag. Vonast er til að menn aðlagist fljótt þessu nýja nafni og sakni lítt stofnanaheitisins. Hinum fjölmörgu þátttakendum í samkeppninni er þökkuð þátttakan og áhuginn á samkeppninni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rannsoknarhusid-ollum-opid-fra-kl-16-18
Rannsóknarhúsið öllum opið frá kl. 16-18 Nýbyggt Rannsóknar- og nýsköpunarhús á Sólborg var formlega tekið í notkun í dag og er gestum og gangandi boðið að skoða húsakynnin og þiggja kaffiveitingar frá kl. 16-18. Bæjarbúar eru sérstaklega boðnir velkomnir og hvattir til að nota tækifærið og skoða þetta glæsilega hús. Eftirtaldar stofnanir hafa aðstöðu í húsinu: Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Byggðarannsóknastofnun Íslands, CAFF, Ferðamálasetur Íslands, auðlinda- og upplýsingatæknideildir Háskólans á Akureyri, Hafrannsóknastofnunin, Impra/Iðntæknistofnun, Jafnréttisstofa, Matvælasetur HA, Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur, Orkustofnun, Orkusjóður, PAME, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Veðurstofa Íslands, Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunnar og aðalskrifstofa Háskólans á Akureyri. Rannsókna- og nýsköpunarhúsið var byggt af ÍAV-Íslenskum aðalverktökum, Landsafl er eignaraðili þess og ISS mun reka húsið fyrir leigjendur þess næstu 25 árin. Fyrsta skóflustunga var tekin 10. júlí 2003 en húsið er 5.500 fermetrar að stærð á fjórum og sjö hæðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/meirihluti-akureyringa-hlynntur-storidju
Meirihluti Akureyringa hlynntur stóriðju Í könnun sem Gallup gerði nýlega fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar kemur fram að 62,6% íbúa á Akureyri og nágrenni (póstnúmer 600, 601 og 603) eru hlynnt uppbyggingu stóriðju í Eyjafirði, 26,3% eru andvíg en 11,1% taka ekki beina afstöðu. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar eingöngu fyrir Akureyri (póstnúmer 600 og 603) er hlutfall þeirra sem eru fylgjandi stóriðju hærra eða 66,1% en andvígum fækkar í 23,5% á meðan fjöldi þeirra sem taka ekki beina afstöðu helst svipaður. Ef aðeins eru taldir með þeir sem taka afstöðu þá eru tæp 74% Akureyringa hlynnt uppbyggingu stóriðju í Eyjafirði en rúm 26% eru á móti. Frétt af heimasíðu AFE.
https://www.akureyri.is/is/frettir/boyle-fjolskyldan-syningarlok
Boyle-fjölskyldan - sýningarlok! Sunnudaginn 24. október lýkur sýningu á verkum Boyle-fjölskyldunnar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin var opnuð á Akureyrarvöku af forsætisráðherrafrú Bretlands Cherie Blair og sendiherra Bretlands á Íslandi Alp Mehmet. Boyle-fjölskyldan samanstendur af þeim Mark Boyle (f. 1934 í Glasgow), Joan Hill (f.1931 í Edinborg) syni þeirra Sebastian (f.1962) og dóttur Georgiu (f.1965). Þau hafa unnið saman sem ein heild, einn listamaður, að öllum sínum verkefnum til fjölda ára. Þau voru fulltrúar Bretlands á Feneyjartvíæringnum 1978 og eru einu skosku listamennirnir sem hafa haldið einkasýningu á breska sýningarsvæðinu. Tvær síðustu stórsýningar þeirra í Bretlandi voru haldnar í Hayward galleríinu í London 1986 og í Skoska nútímalistasafninu í Edinborg 2003. Meginuppistaða sýningarinnar í Listasafninu á Akureyri eru jarðverk (ofurraunsæjar afsteypur af jarðsvæðum) og eru þau hluti af langtímaverkefninu Ferð að yfirborði jarðar. Það verkefni hófu þau Mark og Joan á árunum 1964-1968. Takmark þeirra var að gera nákvæma eftirmynd af 1000 hlutum jarðar, sem valdir væru af handahófi. Þau hafa síðan ferðast víða um heim, kastað ramma á loft og látið lendingu hans marka þau jarðsvæði sem þau taka afsteypu af. Áhugi þeirra á tilviljun, viðleitni þeirra til að forðast stíl og að setja verk sín fram á algjörlega hlutlægan hátt er einkennandi fyrir list á seinni hluta tuttugustu aldar og voru verk Boyle-fjölskyldunnar valin á sýninguna Úr næðingi í frost: Bresk list á 20. öld. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
https://www.akureyri.is/is/frettir/foreldrar-bestir-i-forvornum
Foreldrar bestir í forvörnum Nýir auglýsingaborðar eru komnir á strætisvagna Akureyrar með áletrunum "Mamma er mín fyrirmynd - foreldrar eru bestir í forvörnum" og "Pabbi er mín fyrirmynd - foreldrar eru bestir í forvörnum". Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrarbæjar vill með þessum skilaboðum vekja foreldra til umhugsunar um að þeir eru fyrirmynd barna sinna. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn átti sig á því að börnin læra fyrst og fremst af þeim fyrirmyndum sem í kringum þau eru. Þau skilaboð sem börn og unglingar meðtaka á degi hverjum í gegnum daglegt líf vega þungt í uppeldislegu tilliti. Þannig læra þau ekki eingöngu hluti eins og lesa og reikna heldur einnig siðferðileg gildi eins og almenna kurteisi og umburðarlyndi. Það að vera góð fyrirmynd þýðir að þú þarft að sýna þá hegðun sem þú vilt að barn þitt og unglingur temji sér. Það er t.d. líklegra að börn okkar stundi heilsusamlegt líferni ef foreldrar temja sér það einnig. Fái börn og ungmenni þau skilaboð frá foreldrum sínum að neysla áfengis eða annarra fíkniefna sé í lagi aukast líkur á að þau neyti þessara efna líka. Foreldrar þurfa að horfast í augu við að það er hluti af hlutverki þeirra að vera góð fyrirmynd.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kunnur-stridsfrettaritari-a-akureyri
Kunnur stríðsfréttaritari á Akureyri Hinn heimskunni breski blaðamaður og stríðsfréttaritari Tim Judah er nú staddur á Akureyri og heldur opinberan fyrirlestur á Félagsvísindatorgi á vegum Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans í hádeginu á morgun, miðvikudag. Fyrirlesturinn verður haldinn í Salnum, í húsakynnum Háskólans við Þingvallastræti. Í fyrirlestri sínum ræðir Tim Judah um hlutskipti blaðamanna sem gerast svonefndir stríðsfréttaritarar, m.a. með hliðsjón af breyttum veruleika í Írak, þar sem vestrænir blaðamenn eiga nú á hættu að verða rænt af íslömskum öfgahópum. Titill fyrirlestursins vísar því til þess hvernig best sé að flytja fréttir af átakasvæðum - og komast lifandi af. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "From Bosnia to Baghdad: How to Report a War - and Win". Judah starfaði lengi fyrir breska útvarpið BBC en er nú sjálfstætt starfandi, skrifar hins vegar reglulega fyrir rit eins og The Economist og New York Review of Books. Þá hefur Morgunblaðið birt nokkrar greinar Judahs síðasta árið. Judah eyddi á sínum tíma áratug á Balkanskaga, þegar átökin þar stóðu sem hæst, og hefur ritað tvær bækur, um sögu Kosovo annars vegar og Serba hins vegar. Hann var við störf í Afganistan 2001 þegar Bandaríkjamenn réðust inn í landið og hann var einnig í Bagdad í fyrra þegar innrás Bandaríkjamanna í Írak hófst. Undanfarið hefur Judah verið á átakasvæðum í Úganda, Angóla og hann er einnig einn fárra vestrænna blaðamanna sem heimsótt hefur Norður-Kóreu. Judah einnig flytja fyrirlestur við Háskóla Íslands á fimmtudag. Judah er kvæntur og fimm barna faðir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/patrick-huse-i-listasafninu
Patrick Huse í Listasafninu ?Inúítinn á selveiðum er betri fyrirmynd en stórborgarbúinn sem ver drjúgum hluta hvers dags við að hlaupa milli neðanjarðarlestanna.? - Patrick Huse Á morgun verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin "Encounter" sem samanstendur af málverkum, ljósmyndum, hreyfimyndum og textum og fjallar um norðlægar slóðir Kanada, samband Inúíta við náttúruna og viðhorf og áhrif vestrænnar menningar á þetta samband. Norðmaðurinn Patrick Huse hefur í mörg ár unnið við túlkun landslags út frá tengslum náttúru og umhverfi norður Skandinavíu; Íslandi, Grænlandi og í þessu tilfelli Nunavut nyrst í Kanada. Hreinræktaðar landslagstúlkanir hans hafa snúist í þjóðfélagslýsingar sem sýna að það er félagsleg hlið á öllu landslagi. List og þjóðfélagsádeila hafa að hans mati færst inn á hið víðtæka svið menningar sem áður var eftirlátið rannsóknum mannfræðinga. Listræn stefna hans hefur augljóst markmið; tjáskipti og gagnrýni. Verkefnið fjallar í sjálfu sér ekki um þau vandamál sem hinir innfæddu þurfa að glíma við, þetta er gagnrýni á hinn vestræna raunveruleika. Með því að beina athyglinni að hefbundinni túlkun Inúíta á náttúru og umhverfi afhjúpar hann mótsögnina í vestrænu viðhorfi til þessarar menningar. Þannig verða aðstæðurnar á Norðurheimskauti og norðlægum slóðum myndlíking fyrir stærra alþjóðlegt vandamál. Nánar á heimasíðu Listasafnsins á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jakvaedur-andi-eflir-nyskopun
Jákvæður andi eflir nýsköpun Ný rannsókn á vegum Byggðarannsóknastofnunar leiðir í ljós að þau viðhorf og sá almenni samfélagsandi sem ríkjandi er í nánasta umhverfi fyrirtækja á landsbyggðinni skiptir verulegu máli fyrir það hversu virk þau eru í nýsköpunarstarfi. Höfundar skýrslunnar munu kynna hana á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri á miðvikudag. Rannsóknin tók til byggðarlaga á Norðurlandi vestra og norðanverðu Vesturlandi og leiddi m.a. í ljós líkur á að fyrirtæki, sem starfað hafa í langan tíma, séu virk í nýsköpunarstarfi og að þær vaxi verulega með góðum samfélagsanda. Hugtakið nýsköpun hefur hlotið töluverða athygli hér á landi að undanförnu og þá ekki síst í tengslum við umræðu um stöðu landsbyggðarinnar. Þetta hefur m.a. birst í aukinni þjónustu við frumkvöðla og atvinnulíf sem og í vaxandi almennri umræðu um mikilvægi nýsköpunar. Ljóst er að þróunarstarf, sem ætlað er að efla nýsköpun með markvissum hætti, kallar á vönduð vinnubrögð í stefnumótun og hönnun stoðþjónustu. Slíka vinnu er eðlilegt að byggja á faglegu rannsóknastarfi og upplýsingaöflun um aðstæður í héruðum landsins. Fullyrða má að nokkuð hefur skort á þetta og hafa sárafáar rannsóknir farið fram á því hvernig þetta viðfangsefni snýr að ólíkum héruðum landsins. Höfundar skýrslunnar eru Elín Aradóttir og Kjartan Ólafsson sem bæði eru sérfræðingar hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA). Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu 14 í húsnæði Háskólans á Akureyri að Þingvallastræti 23 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Elín Aradóttir lauk meistaraprófi í skipulags- og þróunarfræðum frá Háskólanum í Guelph í Ontario Kanada í janúar 2003. Hún er einnig rekstrarfræðingur og kennari að mennt. Elín hefur starfað hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri síðan í febrúar 2003. Hjá RHA hefur Elín komið að verkefnum sem lúta að atvinnuþróunarmálum, nýsköpunarfræðum og vinnumarkaðsmálum. Kjartan Ólafsson lauk BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands vorið 1998 og MA-prófi í félagsfræði frá sama skóla vorið 2000 með styrk frá rannsóknanámssjóði. Árin 1999 og 2000 starfaði hann hjá rannsóknamiðstöðinni Rannsóknum og greiningu í Reykjavík en hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri síðan haustið 2000. Kjartan hefur fengist við margháttaðar rannsóknir en þó einkum á sviði fjölmiðla- og boðskiptafræða, tómstundaiðju ungmenna og á sviði byggðamála.
https://www.akureyri.is/is/frettir/360-manna-kor-a-heklumoti
360 manna kór á Heklumóti Næsta laugardag verða haldnir stórtónleikar íslenskra karlakóra í KA-húsinu á Akureyri undir yfirskriftinni Heklumótið. Hekla er samband norðlenskra karlakóra og er þetta í sextánda sinn sem mótið er haldið. Á tónleikunum koma fram níu karlakórar sem syngja hver fyrir sig og loks hefja um 360 manns upp raust sína þegar kórarnir syngja allir saman. Frá því á síðasta ári hafa Karlakór Siglufjarðar og Karlakórinn Ernir frá Ísafirði bæst í hópinn. Gestir mótsins verða Karlakór Fóstbræðra frá Reykjavík. Forsala miða á tónleikana er í Pennanum/Bókval, Hafnarstræti. Miðaverð er 1.500 kr. Meira um Heklu á vef Sambands íslenskra karlakóra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/shirin-ebadi-gerd-ad-heidursdoktor
Shirin Ebadi gerð að heiðursdoktor Íranski mannréttindafrömuðurinn dr. Shirin Ebadi tekur við heiðursdoktorsnafnbót félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri laugardaginn 6. nóvember. Af því tilefni verður athöfn og ráðstefna í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti á Akureyri kl. 10-16.30. Mannréttindalögfræðingurinn Shirin Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2003 fyrir þrotlausa baráttu fyrir mannréttindum í heimalandi sínu Íran. Shirin Ebadi er fædd í Íran árið 1947. Hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í Tehran og var í hópi brautryðjanda úr röðum kvenna í dómarastétt. Shirin Ebadi var forseti borgardóms í Tehran 1975-79 en eftir byltinguna 1979 var hún neydd til að segja af sér. Hún er löngu þekkt sem lögmaður og verjandi baráttufólks fyrir mannréttindum í Íran. Shirin Ebadi er talsmaður fyrir hófsöm sjónarmið í trúmálum og fylgir íslamskri endurskoðunarstefnu sem hún telur að geti vel átt samleið með mannréttindum og lýðræði. Hún er sérstakur talsmaður mannréttinda flóttafólks, kvenna og barna. Eftir Shirin Ebadi liggja fjölda bóka og greina um mannréttinda. Nokkrar af bókum hennar hafa verið þýddar á önnur tungumál þar á meðal The Rights of the Child:A Study of Legal Aspects of Children´s Rights in Iran (1994) og Documentation of Human Rights in Iran (New York, 2000). Áhugaverðir tenglar http://www.nobel.no/nor_lau_biogr2003.html http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/middle_east/3974099.stm http://www.amot.gs.hm.no/ebadi/ Dagskrá ráðstefnunnar á laugardag er þessi: 10-10.30: Setning og ávörp Karlakór Akureyrar Geysir Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (óstaðfest) Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrarbæjar 10.30-11: Veiting heiðursdoktorsnafnbótar Mikael M. Karlsson, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri veitir Shirin Ebadi, handhafa friðarverðlauna Nóbels, heiðursdoktorsnafnbót fyrir hönd deildarinnar og Háskólans á Akureyri Karlakór Akureyrar Geysir 11-11.20: Kaffihlé 11.20-11.40: Dr. Shirin Ebadi, handhafi friðarverðlauna Nóbels Rights of Women in the Middle East 11.40-12: Guðmundur Alfreðsson, forstöðumaður Mannréttindastofnunar Raouls Wallenberg í Lundi Human Rights Education 12-12.20: Margrét Heinreksdóttir, lektor í lögfræði og þróunarfræðum við Háskólann á Akureyri Women in Kosovo: Law and Tradition 12.20-12.40: Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Business and Human Rights: Towards Accountability 12.40-14: Matarhlé 14-14.30: Rachael Lorna Johnstone, lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri Feminist Influences at the United Nations 14.30-15: Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands Human Rights and UN Action Against Terrorism 15-15.15: Kaffihlé 15.15-15.45: Garrett Barden, prófessor emeritus frá Írska ríkisháskólanum í Cork Originating Rights 15.45-16.15: Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu International Criminal Courts and Tribunals: Recent Developments 16.15-16.30: Lokaorð Þór Vilhjálmsson, fyrrum varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidtalstimar-baejarfulltrua-hafnir
Viðtalstímar bæjarfulltrúa hafnir Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru hafnir og eru þeir haldnir að jafnaði hálfsmánaðarlega milli kl. 17 og 19 í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, á fyrstu hæð. Í viðtalstímunum gefst bæjarbúum kostur á að ræða augliti til auglitis við bæjarfulltrúa og koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim málum sem hæst ber hverju sinni. Næsta mánudag, 8. nóvember, verða Jakob Björnsson og Valgerður H. Bjarnadóttir með viðtalstíma í Ráðhúsinu og svo koll af kolli. Smelltu hér til að skoða áætlun um fundartíma í vetur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntasmidja-kvenna-10-ara
Menntasmiðja kvenna 10 ára Menntasmiðja kvenna á 10 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni er öllum sem vilja fagna tímamótunum boðið í afmæliskaffi í húsakynni Menntasmiðjunnar á Akureyri að Glerárgötu 28, 3. hæð, millli kl. 14 og 17 á morgun, laugardag. Af sama tilefni er konum boðið að stíga á stokk og tjá sig um það sem þeim liggur á hjarta. Hér er átt við allar konur, sem áhuga hafa, hvort sem þær þekkja vel til Menntasmiðjunnar eða ekki og málefnið getur verið hvað sem er og í hvaða formi sem er (ræða, ljóðalestur, söngur, upplestur, gjörningur, dans). Þessi uppákoma er í anda hugmyndafræði Menntasmiðjunnar því að nemendahópurinn í Menntasmiðju kvenna hefur í gegnum tíðina verið afar fjölbreyttur. Það sem konur hafa fram að færa er því væntanlega jafnmargvíslegt og þær eru margar. Allar konur hafa eitthvað til málanna að leggja. Skráning er í síma 462 7255 eða á netfangið [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/nidurstodur-ibuathingsins-a-vefnum
Niðurstöður íbúaþingsins á vefnum Fjölmennt íbúaþing var sem kunnugt er haldið í september á Akureyri sem hluti af átakinu "Akureyri í öndvegi". Nú hafa niðurstöður þingsins verið birtar í ítarlegri greinargerð. Margt athyglisvert má lesa þar, meðal annars þetta í ágripi helstu niðurstaðna: "Á þinginu kom glöggt fram að Akureyringum rennur til rifja hve mjög miðbænum hefur hnignað á undanförnum árum. Verslunum hefur fækkað og almennt þykir miðbærinn fremur óaðlaðandi, skuggsæll og vindasamur. Sú skoðun var ríkjandi að þessari þróun mætti snúa við með því að fjölga íbúðum í miðbænum og hafa þar matvöruverslun auk þess að gera hann grænni, skjólmeiri og litríkari. Þannig myndi þjónusta og mannlíf eflast og autt verslunar- og þjónustuhúsnæði fyllast á ný. Undanfarið hefur nokkur umræða spunnist á Akureyri um byggingu háhýsa. Á þinginu voru skiptar skoðanir um ásættanlega hæð húsa en þó voru þeir töluvert fleiri sem töldu rétt að fara varlega í það að raska einstakri bæjarmynd Akureyrar með miklu hærri húsum en þeim sem fyrir eru. Ljóst er að Akureyringar telja Oddeyrartanga fýsilegan kost fyrir bryggjuhverfi. Þannig myndi Strandgatan tengjast miðbænum frekar, ekki síst eftir að fyrirhugað Menningarhús verður risið." Lesa má greinargerðina í heild á heimasíðu átaksins "Akureyri í öndvegi".
https://www.akureyri.is/is/frettir/la-frumsynir-ausu-stolana
LA frumsýnir Ausu & Stólana Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikritin "Ausu" og "Stólana" næsta fimmtudagskvöld í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Ilmur Kristjánsdóttir, sem fer með hlutverk Ausu, er tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dís. Ausa er engin venjuleg manneskja. Hún er níu ára einlægur ofviti, fyndin, ótrúlega heillandi og hún er að deyja úr krabbameini. Leikritið um Ausu hefur vakið gríðarleg viðbrögð hvar sem það hefur verið sýnt. Höfundur verksins er Lee Hall sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir handritið að Billy Elliot. Hann er einnig höfundur leikritsins "Eldað með Elvis" sem sýnt var á Akureyri síðastliðið vor og hlaut frábærar viðtökur. "Ausa" er annar hluti leiksýningarinnar sem er sett saman úr tveimur perlum. Hinn hlutinn er "Stólarnir" eftir Eugene Ionesco.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-gonguleidakort-gefid-ut
Nýtt gönguleiðakort gefið út Út er komið kort sem sýnir nokkrar sérvaldar gönguleiðir á Akureyri. Á kortinu eru sýndar sex fallegar og fjölbreytilegar leiðir um bæinn. Lengd þeirra er mjög mismunandi, allt frá 15,8 km sem nær frá Kjarnaskógi í suðri og norður að Hengingarklauf við Sandgerðisbót og niður í 1,4 km um syðsta hluta Oddeyrar. Á kortinu kemur fram hvar upplýsingaskilti eru á þessum leiðum, svo og áningarstaðir, bekkir (á sumrin), bílastæði og góðir útsýnisstaðir. Stutt lýsing á hverri leið fylgir. Gönguleiðirnar eru: Ein með öllu, 15,8 km Skundið, 8,0 km Söguleiðir, 6,0 km Hringsólið, 2,9 km Nonnaslóð, 1,5 km Eyrin, 1,4 km Skoða gönguleiðakortið (PDF-skjal, 650 k) Markmiðið með útgáfu kortsins er að hvetja bæjarbúa og ferðamenn til útivistar og til að njóta um leið fjölbreytileikans í umhverfi bæjarins, innan og utan byggðar. Starfshópur um útivist vonar að framhald geti orðið á útgáfu gönguleiðakorta fyrir bæinn og að þannig sé stuðlað að meiri útivist, hreyfingu og heilbrigði hjá bæjarbúum og gestum þeirra. Gönguleiðakortið mun liggja frammi í bæjarskrifstofunum á Akureyri, í upplýsingamiðstöð ferðamanna, í íþróttamannvirkjum, skólum og víðar. Það er ókeypis. Starfshópur um útivist hefur starfað á Akureyri síðan í ársbyrjun 2003. Hlutverk starfshópsins er að vera Akureyrarbæ og öðrum aðilum til ráðgjafar um allt sem lítur að útivist í bæjarlandinu og setja fram ábendingar um aðstöðu, viðburði o.fl. sem varða útivist í bænum. Í hópnum eiga sæti: Ársæll Magnússon frá Félagi hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu, sem er formaður hópsins, Bergsveinn Þórsson frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga, Guðmundur Sigvaldason frá tækni- og umhverfissviði bæjarins, Ingvar Teitsson frá Ferðafélagi Akureyrar, Sigfús Ó. Helgason frá Íþróttabandalagi Akureyrar, og Sigrún Fanney Sigmarsdóttir frá ferlinefnd fatlaðra. Starfshópurinn óskar eftir því að fá ábendingar um hvaðeina sem varðar útivist í bænum. Hafa má samband við einhvern úr hópnum eða senda tölvubréf í netfangið [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/brahms-og-schumann-a-tonleikum
Brahms og Schumann á tónleikum Næsta sunnudag heldur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tónleika í Glerárkirkju kl 16. Á efnisskrá eru tvö verk; sellókonsert eftir Robert Schumann og sinfónía nr. 4 í e-moll op. 98 eftir Johannes Brahms. Einleikari á tónleikunum er sellóleikarinn Nicole Vala Cariglia. Nicole Vala hóf nám í sellóleik við Tónlistarskólann á Akureyri undir leiðsögn Olivers Kentish. Hún hélt áfram námi hjá Bryndísi Höllu Gylfadóttur og útskrifaðist af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri vorið 1995. Nicole stundaði framhaldsnám í sellóleik við New England Conservatory of Music í Boston hjá Yeesun Kim frá 1996-2001, og lauk B.Mus. og M.Mus.-gráðum frá skólanum með heiðurseinkunn. Nicole hefur haldið einleiks- og kammertónleika í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, og sumarið 2001 sótti hún meistaranámskeið hjá Truls Mørk, Erling Blöndal Bengtssyni og Colin Carr. Nicole Vala hefur leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Fílharmóníuhljómsveitinni í Boston og Boston Modern Orchestra Project. Sellókonsertinn eftir Robert Schumann var frumfluttur í Leipzig árið 1860 í tilefni af hálfrar aldar fæðingarafmæli tónskáldsins. Á þeim tíma þegar Schumann samdi sellókonsertinn var hann nýorðinn tónlistarstjóri í Düsseldorf. Hann lauk við konsertinn árið 1850 en sem fyrr segi var hann ekki frumfluttur fyrr en 1860 eða fjórum árum eftir lát Schumanns. Sellókonsertinn þykir knappur í forminu og er í þremur þáttum (hraður-hægur-hraður) sem eru allir tengdir. Johannes Brahms samdi sinfóníu nr. 4 á árunum 1884-5 og var hún frumflutt í október 1885. Sinfónían er í fjórum þáttum. Lokaþáttur sinfóníunnar sem er kröftugur og ástríðufullur er byggður á stefi úr kantötu nr. 150 eftir J.S.Bach. Brahms hafði lengi langað til að setja stef Bachs í sinfónískan búning og er það mál manna að vel hafi til tekist. Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tekur sinfóníu eftir J.Brahms til flutnings, en í febrúar sl. flutti hljómsveitin eftir hann sinfoniu nr. 2. Með þessum tónleikum hefst 12. starfsár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hljómsveitin er að þessu sinni skipuð 50 hljóðfæraleikurum sem koma víðs vegar að af landinu, þó að stærstum hluta sé um að ræða hljóðfæraleikara sem búa og starfa á Norðurlandi. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson en hann hefur verið aðalhljómsveitarstjóri SN frá stofnun hennar. Guðmundur Óli hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur. Einnig hefur hann komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitarinnar og er fastur stjórnandi CAPUT. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur hafið sölu á ársmiðum sem gilda á þrenna af sex tónleikum vetrarins. Eru miðarnir til sölu í Pennanum Bókvali og verða þeir einnig seldir við innganginn á tónleikunum. Ársmiðinn kostar 3.500 kr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonas-vidar-i-deiglunni
Jónas Viðar í Deiglunni Nú stendur yfir í Deiglunni sýning myndlistarmannsins Jónasar Viðars þar sem hann sýnir ný málverk úr myndröðinni "Portrait of Iceland". Sýningin stendur fram á sunnudag og er opin daglega frá kl. 14-18. Jónas Viðar (f. 1962) stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1983-1987 og framhaldsnám við Accademia Di Belle Arti Di Carrara á Ítalíu 1990-1994 þar sem hann útskrifaðist með hæstu einkunn. Þetta er 28. einkasýning Jónasar en að auki hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Undanfarin ár hefur hann einkum fengist við að túlka íslenskt landslag í áðurnefndri myndröð, "Portrait of Iceland".
https://www.akureyri.is/is/frettir/baer-i-barnsaugum-2
Bær í barnsaugum Komin er út skýrsla um verkefnið "Bær í barnsaugum" sem unnið var hér á Akureyri í vor. Tíu leikskólar ásamt skóladeild Akureyrar og skólaþróunarsviði Háskólans, tóku höndum saman um þetta skemmtilega verkefni sem lauk með sameiginlegri listsýningu föstudaginn 28. maí 2004 í miðbæ Akureyrar. Markmið verkefnisins var: Að vekja athygli barna og kennara á umhverfi sínu. Að vekja athygli barna og kennara á hvað fer fram í bænum þeirra. Að vekja athygli samfélagsins á hæfileikum og færni leikskólabarna. Að auka samkennd bæjarbúa allra. Að vekja athygli annarra á því sem er að gerast í bænunum okkar. Skýrsluna í heild sinni er að finna á pdf-formi hér (athugið að um býsna þungt skjal er að ræða og gæti tekið nokkra stund að hlaða því upp).
https://www.akureyri.is/is/frettir/ar-i-skjolum-1974
Ár í skjölum - 1974 Á laugardag verður opnuð í Héraðsskjalasafninu á Akureyri sýningin "Ár í skjölum - 1974" en hún er haldin í tilefni Norræna skjaladagsins 13. nóvember. Sýningin stendur í viku og verður opin frá kl. 12-17 á laugardag og 10-19 mánudag til föstudags. Frá því árið 2001 hafa opinber skjalasöfn á Norðurlöndum sameinast um kynningardag annan laugardag í nóvember, sem að þessu sinni ber upp á þann 13. Kynning safnanna hefur verið með ólíkum hætti en sú hefð hefur skapast að unnið er út frá ákveðnu þema og athygli vakin á skjölum sem tengjast því efni. Annað hvert ár er þemað sameiginlegt fyrir öll Norðurlöndin en hitt árið ákveður hvert land fyrir sig efnið. Að þessu sinni er árið 1974 tekið fyrir á Íslandi. Á skjaladaginn verður opið á Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Brekkugötu 17 frá kl. 12.00 – 17.00. Sýning verður á skjölum, myndum og munum sem tengjast árinu 1974 í anddyri hússins og mun hún standa í eina viku. Dregin verða fram sýnishorn af skjölum sem tengjast því sem var að gerast á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu þetta ár í daglegu lífi, svo sem í tónlist, leiklist, plötuútgáfu, bókaútgáfu, kvikmyndum og íþróttum. Rifjaðar verða upp framkvæmdir og framfarir og síðast en ekki síst sýnt ýmislegt sem tengist Þjóðhátíð Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Má þar nefna fundargerðir, dagskrá, minjagripi, myndir og hljóðupptökur frá hátíðahöldunum. Einnig verður sýnd af myndbandi heimildamynd sem Vilhjálmur Knudsen gerði um Akureyri á árunum 1973-1975. Nánari upplýsingar um daginn og starfsemi opinberra skjalasafna er að finna á slóðinni: www.skjaladagur.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oliver-twist-utgafuhatid
Oliver Twist útgáfuhátíð Bókval mun í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og JPV útgáfu standa fyrir veglegri útgáfuhátíð vegna bókarinnar um Oliver Twist kl. 16 í dag. Boðið verður upp á súpu að hætti Fagins þar sem nóg verður í boði fyrir alla gesti og hver veit nema gestir "megi fá meira!". Hátíðin verður haldin í Bókval á Akureyri. Sagan af Oliver Twist telst til sígildra heimsbókmennta enda er hún tvímælalaust eitthvert þekktasta verk Charles Dickens. Sagan hefur verið efniviður fjölda kvikmynda og leikrita og er hún lögð til grundvallar í söngleiknum Óliver! eftir Lionel Bart sem hefur notið geysimikilla vinsælda víða um heim og Leikfélag Akureyrar mun frumsýna um jólin. Forsala á söngleikinn hefst 18. nóvember og munu fyrstu 150 kaupendurnir fá eintak af bókinni í kaupbæti.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hugarafl-malthing-a-laugardag
Hugarafl - málþing á laugardag Nýtt afl leysist úr læðingi þegar fagmenn og notendur geðheilbrigðisþjónustu vinna saman á jafningjagrunni. Þetta er efni málþings sem haldið verður í Ketilhúsinu (ekki Deiglunni eins og áður hefur verið auglýst) laugardaginn 13. nóvember kl. 14-17. Fyrirlesarar verða: Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á geðdeild LSH og lektor við Háskólann á Akureyri, sem unnið hefur til verðlauna í geðrækt á alþjóðlegum vettvangi Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi sem hefur komið með nýja nálgun inn í heilsugæsluna varðandi geðheilbrigðismál Meðlimir frá Hugarafli sem komið hafa með nýjan tón inn í umræður um gæðaeftirlit í geðheilbrigðismálum á Íslandi Á málþinginu verður meðal annars rakin saga Hugarafls sem er starfshópur geðsjúkra í bata er stofnaður var árið 2003. Markmið Hugarafls eru að skapa hlutverk, auka áhrif notenda, vinna gegn fordómum bæði hjá sjálfum sér og öðrum, að taka þátt í verðmætasköpun í þjóðfélaginu og efla atvinnusköpun fyrir geðsjúka. Unnið er á jafningjagrunni milli iðjuþjálfa og notenda útfrá sjónarhorni þeirra sem reynslu hafa af geðrænum vandamálum en eru í bataferli með hugmyndafræðina "empowerment" eða valdeflingu að leiðarljósi. Einnig verður kynnt verkefnið notandi spyr notanda (NsN) sem meðlimir Hugarafls unnu að í sumar. Verkefnið NsN snerist um að meta gæði þjónustu við geðsjúka og var stýrt af Hörpu Ýr Erlendsdóttur og Valdísi Brá Þorsteinsdóttur iðjuþjálfanemum á fjórða ári við Háskólann á Akureyri. Verkefnið hlaut styrk úr nýsköpunarsjóði námsmanna ásamt mótframlagi frá heilbrigðisráðuneytinu. Unnin var skýrsla um verkefnið sem fengin var Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra ásamt forráðamönnum þeirra deilda sem þar gæðaeftirlitið fór fram. Málþingið er öllum opið og fólk er hvatt til að koma og kynna sér nýjar leiðir í heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samfelagsthroun-jafnretti-og-umhverfismal
Samfélagsþróun, jafnrétti og umhverfismál Jafnréttisstofa gengst fyrir ráðstefnu um samfélagsþróun, jafnrétti og umhverfismál nú um helgina. Ráðstefnan fer fram í nýja rannsóknarhúsinu að Borgum við Norðurslóð. Spurt er hver sé framtíð kvenna og karla í jaðarbyggðum Norðurskautssvæðisins. Sjónum er beint að mögulegum sóknarfærum fyrir konur í jaðarbyggðum, möguleika á jafnrétti í samfélagi þar sem kynjahallinn eykst ár frá ári og umhverfið er hrjóstrugt og fá atvinnutækifæri bjóðast. Ræðumenn koma frá Íslandi, Finnlandi, Noregi, Grænlandi, Færeyjum og Kanada. Nánar má lesa um ráðstefnuna hér. Frekari upplýsingar veitir Silja Bára Ómarsdóttir á Jafnréttisstofu í síma 460 6206 eða 863 2304.
https://www.akureyri.is/is/frettir/matvaelarannsoknir-allar-i-eina-stofnun
Matvælarannsóknir allar í eina stofnun Stefnt er að sameiningu allra opinberra matvælarannsókna í eina stofnun sem heyra mun undir sjávarútvegsráðuneytið. Þetta kom fram í ræðu Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á haustfundi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á föstudag. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar fagnar framkominni hugmynd en minnir jafnframt á að eðlilegt sé að slíkri stofnun verði valinn staður í nálægð við þær greinar sem hún á að þjónusta. Í dag eru um 90% opinberra starfa í sjávarútvegi á höfuðborgarsvæðinu en einungis um 4% í Eyjafirði sem er þó eitt öflugasta sjávarútvegsvæðið við Norður-Atlantshaf. Í ræðu sjávarútvegsráðherra var vikið að nýlegri skýrslu starfshóps um mögulega sameiningu opinberra matvælarannsókna í einni stofnun eða fyrirtæki. Eins og skipulagið er nú fara matvælarannsóknir, sem kostaðar eru af ríkinu, að mestu fram hjá fjórum stofnunum: Iðntæknistofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Sagði í ræðunni að eðli málsins samkvæmt væri sú síðastnefnda stærst, þar sem framleiðslan í atvinnugreininni sem hún þjónar er langumfangsmest en sjávarútvegurinn færir í bú um 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Tillaga starfshópsins er að komið verði á fót Matvælarannsóknastofnun Íslands og að verksvið hennar nái yfir rannsóknir, þróun, framleiðslu og meðferð matvæla frá hráefni til neytendavöru, óháð uppruna. Starfshópurinn leggur til að málefni stofnunarinnar heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið. Þess má jafnframt geta að við umræður á alþingi fyrr á þessu ári sagði Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, að mikill vilji væri til þess að byggja sem mest upp af nýrri starfsemi á vegum ráðuneytisins utan höfuðborgarsvæðisins og væri þá einkum horft til Eyjafjarðar, Ísafjarðar og Vestmannaeyja. Norðmenn hafa staðsett opinberar stofnanir á skipulegan hátt til að styrkja umhverfið sem þær starfa í og efla atvinnugreinarnar sem þær þjónusta. Til dæmis eru þar helstu rannsóknarstofnanir í sjávarútvegi staðsettar Bergen og Tromsö, sem eru aðal sjávarútvegs- og fiskeldisbæir Noregs.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjalfstjorn-frumbyggja-i-kanada
Sjálfstjórn frumbyggja í Kanada Í erindi sínu á Lögfræðitorgi á morgun fjallar Jane George um reynsluna af sjálfstjórn frumbyggja í Nunavut og landakröfur þeirra á svæðinu. Hún spáir einnig í framtíðarmöguleika Nunavut og ræðir þau verkefni sem bíða íbúanna á komandi árum. 1. apríl árið 1999 gengu í gildi lög um sjálfstjórnarsvæðið Nunavut (Nunavut þýðir "landið okkar") í Kanada en svæðið nær yfir 1.9 milljón ferkílómetra í norðausturhluta landsins. Með lögunum var komið til móts við landakröfur kanadískra frumbyggja sem búa á víð og dreif um svæðið. Stjórnvöldum á þessu víðfeðma svæði er ætlað að þjóna öllum íbúum þess hvort sem þeir teljast til frumbyggja eður ei. Með tilkomu Nunavut hófst nýr kafli í sögu stjórnskipunarsögu sambandsríkisins Kanada. Jane George er blaðamaður við vikublaðið Nunatsiaq News sem gefið er út í Iqaluit í Nunavut. Fyrirlestur hefst klukkan kl. 16.30 í stofu 201 að Sólborg v/Norðurslóð. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/allir-grunnskolanemar-i-leikhus
Allir grunnskólanemar í leikhús! Núna í vikunni munu allir nemendur í 8. 9. og 10. bekkjum í grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu koma í leikhús og sjá leiksýninguna Ausu Steinberg sem sýnd er hjá Leikfélagi Akureyrar. Nemendurnir koma á sýningu með kennurum sínum. Margir kennaranna ætla að nota sýninguna í framhaldinu við kennslu í lífsleikni, enda er mörgum áleitnum spurningum um lífið, tilveruna og dauðann velt upp í verkinu. Ausa Steinberg eftir Lee Hall er annar tveggja einþáttunga sem saman mynda sýninguna Ausa og Stólarnir sem nú eru sýndir í leikhúsinu. Ausa Steinberg er fullorðinsleikrit, en forsvarsmenn LA telja verkið einnig höfða sterkt til ungs fólks. Uppsetningin er samstarfsverkefni LA og LR, stuðningsaðili er Síminn. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra LA eru skólasýningarnar á Ausu liður í nýrri stefnu LA þar sem lögð er rík áhersla á að þjóna yngri áhorfendum í meira mæli en verið hefur. LA stefnir að því að reglulegar leikhúsheimsóknir verði fastur hluti af menntun barna á Akureyri og að allir sem útskrifist úr grunnskóla hafi farið a.m.k. einu sinni í leikhús. Í haust bauð leikhúsið upp á árskort á niðursettu verði fyrir ungt fólk. Gríðarlegur fjöldi ungs fólks nýtti sér tilboðið og á nú árskort í leikhúsið. Þá stendur LA fyrir valgreinakennslu í leiklist fyrir efri bekki grunnskóla. Börnin sækja þá tíma í hverri viku og fræðast um starfið í leikhúsinu. Auk þess er staðið fyrir leiklistarnámskeiðum og kynningarferðum. Það er Landsbankinn sem styður starfsemi Leikfélag Akureyrar fyrir ungt fólk og kostar m.a. skólasýningarnar á Ausu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/olympiuleikar-ungra-frumkvodla
Ólympíuleikar ungra frumkvöðla Impra nýsköpunarmiðstöð stendur fyrir þátttöku Íslands í Ólympíuleikum ungra frumkvöðla (Global Enterprise Challenge) 17.-18. nóvember með stuðningi Akureyrarbæjar. Keppnin er nú haldin í þriðja skipti og er hún skipulögð af Careers Scotland en auk Íslands keppa Skotland, Nýja Sjáland, Bandaríkin, Ástralía, Suður-Afríka, England, Wales, Spánn, Rússland, Norður-Írland, Noregur, Finnland, Þýskaland, Pakistan og Belgía. Keppnin fer fram í hverju landi fyrir sig og verða staðirnir tengdir saman með tölvubúnaði. Fyrir Íslands hönd keppir eitt lið og samanstendur hópurinn af átta þátttakendum á aldrinum 16 til 19 ára. Þátttakendurnir koma frá Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Framhaldsskólanum á Húsavík en vettvangur keppninnar verður hið nýja rannsóknarhús á Akureyri, Borgir við Norðurslóð, og mun opnunarathöfnin og keppnin sjálf fara fram á 2. hæð hússins. Keppnisliðin fá það hlutverk að finna lausn á ákveðnu verkefni sem felur í sér vísindi, tækni og frumkvöðlahugsun og hefur þýðingu um allan heim en verkefnið er ekki gefið upp fyrr en keppnin hefst. Keppendur þurfa að nýta hæfileika sína til að koma fram með nýstárlega hugmynd, búa til frumgerð, skrifa stutta viðskiptaáætlun og kynna verkefnið fyrir dómnefnd frá NASA, Bandarísku geimferðastofnuninni, en þetta er allt gert á aðeins 24 klst. Veitt verða tvenn verðlaun, annars vegar fyrir sigur í keppninni og hins vegar fyrir frumleika og nýsköpun. Tilkynnt verður um sigurliðið 18. nóvember kl. 14.30. Boðið verður uppá léttar veitingar við opnunardagskrá keppninnar sem hefst 17. nóvember kl. 10.15 með ávarpi frá Sigurði Steingrímssyni, starfandi framkvæmdastjóra Impru nýsköpunarmiðstöðvar. Síðan flytur fulltrúi Akureyrarbæjar ávarp í tilefni dagsins og að því loknu verður fylgst með opnunarathöfninni frá Bretlandi í gegnum tölvubúnað. Þar mun Gordon McVie frá Careers Scotland kynna keppnina og Mark Shuttleworth, frumkvöðull og geimfari flytja erindi. Keppnin hefst síðan formlega kl. 11 og verkefnið verður kynnt af Michael Foale, geimfara hjá NASA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaupstadarferd-i-hlid
Kaupstaðarferð í Hlíð Mikil og góð stemmning var í Hlíð síðasta laugardag þegar á fjórða hundrað manns komu á markaðstorg þar. Nokkur fyrirtæki úr bænum og handverksfólk voru með vörur til sölu. Hægt var að fata sig upp eða kaupa gjafavöru. Pálmi í Tónabúðinni kynnti nýútkominn geisladisk sem hefur að geyma harmónikkutónlist og var harmonikkan þanin við það tækifæri. Sumir stóðust ekki tónana og brugðu sér í dans. Markmið þessa framtaks var að færa þjónustu fyrirtækja í bænum til íbúa Öldrunarheimilanna þar sem margir í þeim hópi eiga orðið erfitt með að fara í “kaupstað”. Um leið var staðið fyrir fjáröflun til endurnýjunar hljóðkerfis í samkomusalnum í Hlíð. Félagsstarf Öldrunarheimila Akureyar þakkar þeim sem studdu við framtakið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarsport-2005-i-hollinni
Vetrarsport 2005 í Höllinni Um helgina verður útilífssýningin Vetrarsport 2005 haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri. Sýningin hefur skapað sér fastan sess meðal útivistarfólks, enda er þar til sýnis mikið úrval alls kyns búnaðar, tækja og varnings sem viðkemur vetrarsporti. Þetta er í átjánda sinn sem sýningin er haldin á Akureyri og er allt kapp lagt á að hafa hana eins glæsilega og fjölbreytilega og kostur er. Hér er um að ræða alhliða útivistarsýningu, enda þótt vélsleðar og búnaður tengdur þeim setji stærstan svip á sýninguna nú eins og jafnan áður. Fyrirtæki á ýmsum sviðum kynna þjónustu sína og vörur á sýningunni. Markmiðið er fyrst og fremst að efla áhuga á útivist að vetrarlagi og stefnan er að hér sé á einum stað hægt að sjá allt það sem fólk þarfnast til útiveru og ferðalaga. Það er Félag vélsleðamanna í Eyjafirði sem stendur fyrir sýningunni og verður hún opin kl. 10-17 laugardaginn 20. nóvember og kl. 12-17 sunnudaginn 21. nóvember.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aukadagur-i-hundahreinsun
Aukadagur í hundahreinsun Aukadagur verður í hundahreinsun á Akureyri föstudaginn 19. nóvember frá kl. 16–19 í lagerhúsi Framkvæmdamiðstöðvar að Rangárvöllum. Við hreinsun skal framvísa greiðslukvittun vegna ábyrgðartryggingar hundsins. Greiðslukvittun vegna hundaleyfis er óþörf að þessu sinni. Hafi hundurinn verið hreinsaður nýlega hjá dýralækni ber að framvísa vottorði þar um. Athugið að hundahreinsun er lögboðin skylda. Mætið vel með hunda ykkar og forðist þannig óþarfa málarekstur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/forsala-a-oliver-bok-i-kaupbaeti
Forsala á Óliver - bók í kaupbæti Á morgun, fimmtudaginn 17. nóvember, hefst forsala á jólasýningu Leikfélags Akureyrar, Óliver. Fyrstu 150 sem kaupa miða á sýninguna fá bókina um Óliver Twist í kaupbæti en hún var endurútgefin af JPV útgáfu nú fyrir helgi. Söngleikurinn Óliver er löngu orðinn sígildur og með vinsælustu söngleikjum heims. Hann er byggður á sögu Dickens um munaðarleysingjann Óliver og ævintýri hans eftir að hann strýkur af munaðarleysingjahælinu. Þá flækist hann í undirheima Lundúnaborga þar sem hann kynnist Fagin og skrautlegu bófagengi hans. Uppsetningin er með stærstu uppsetningum leikhússins frá upphafi en samtals verða 47 manns á sviðinu. Æfingar eru hafnar og nú hefur leikhópurinn verið kynntur. Í honum er fjöldi sterkra atvinnuleikara og söngvara auk 18 barna. Ólafur Egill Egilsson er í hlutverki Fagins, Þórunn Erna Clausen í hlutverki Nansí, Jón Páll Eyjólfsson í hlutverki Billa, Margrét Eir Hjartardóttir leikur Kátu Ekkjuna, Ólafur Rúnarsson leikur Bumba, Skúli Gautason leikur útfararstjórann Súrbert og eiginkonu hans Súrbínu leikur Esther Talía Casey. Þorsteinn Backmann leikur Brannló og Bettí þjónustukonu hans leikur Saga Jónsdóttir. 10 ára gamall drengur úr Eyjafirði, Gunnar Örn Stephensen fer með hlutverk Ólivers í sýningunni en í öðrum stórum barnahlutverkum eru Jóhann Axel Ingólfsson sem leikur Hrapp og Ninna Rún Pálmadóttir í hlutverki Buddu. 15 önnur börn taka þátt í uppsetningunni, auk 6 manna kórs. Gísli Rúnar Jónsson á heiðurinn af nýrri þýðingu verksins, leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson, leikmynd og búninga hannar Sigurjón Jóhannsson, ljósahönnuður er Þórður Orri Pétursson, danshöfundur Ástrós Gunnarsdóttir og gervahönnun er í höndum Fríðu Maríu Harðardóttur. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson en hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem er samstarfsaðili LA við uppsetningu verksins. Sjá nánar á www.leikfelag.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samar-allra-landa-sameinist
Samar allra landa sameinist Föstudaginn 19. nóvember heldur Stefan Mikaelsson, varaforseti Samaráðsins, fyrirlestur við Háskólann á Akureyri þar sem hann fjallar um réttindabaráttu Sama og stöðu frumbyggja á norðurslóðum. Samar, líkt og aðrir frumbyggjar víða um heim, eiga undir högg að sækja í baráttunni við óblíða náttúru og ásókn stórfyrirtækja í auðlindir á búsvæðum þeirra. Hækkandi hitastig, nýlendustefna og annar ágangur náttúruafla og alþjóðlegra risafyrirtækja er mikil ógn við tilveru frumbyggja á norðurslóðum eins og nýlegar upplýsingar um stórkostleg áhrif loftslagsbreytinga gefa til kynna. Stefan Mikaelsson hefur á liðnum árum verið einn helsti baráttumaður fyrir réttindum Sama. Hann hefur tekið þátt í umræðuhópum og ráðstefnum um stjórnmálaleg, félagsleg og menntunarleg málefni Sama allt frá Vladivostock á Kyrrahafsströnd Rússlands til aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna á austurströnd Bandaríkjanna. Stefan Mikaelsson tilheyrir kynslóð Sama sem enn hefur sterk tengsl við forna atvinnuhætti og siði þjóðar sinnar. Hann átti stóran þátt í hinu merka starfi the Arctic Climate Impact Assessment of the Arctic Council og hefur auk þess starfað með the Finnish/Karelian-led "Snowchange" Project (www.snowchange.org) í þeim tilgangi að auka hlutdeild Sama í ACIA skýrslunni sem kynnt var í Reykjavík 9. nóvember. Stefan Mikaelsson er hreindýrabóndi frá Boden-svæðinu í Svíþjóð. Fyrirlestur hefst kl. 12.00 í stofu L101 Sólborg v/Norðurslóð og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/einn-tveir-og-nu-6
Einn, tveir og nú! Í gær voru afhent í annað skipti verðlaun fyrir þátttöku í heilsueflingarátaki Heilsueflingarráðs Akureyrar “Einn, tveir og nú!” sem hefur að markmiði að hvetja bæjarbúa til aukinnar hreyfingar og samveru. Einkum er átakinu ætlað að virkja börn á grunnskólaaldri og foreldra þeirra til reglulegrar hreyfingar. Eins og fram hefur komið skrá fjölskyldumeðlimir alla hreyfingu á “Fjölskyldukort”, sem er einskonar almanak fyrir hvern mánuð. Kortinu skal skila inn fyrir tíunda hvers mánaðar og úr innsendum kortum eru dregin nokkur nöfn, sem fá verðlaun fyrir þátttökuna. Á myndinni er hluti verðlaunahafa ásamt Jónatan Magnússyni, fyrirliða handknattleiksliðs KA, sem afhenti verðlaunin. Eftirtalin hlutu verðlaun fyrir þátttöku í “Einn, tveir og nú!” í október: 1. Selma, Róbert og Sísi Sigurðarbörn, Austurbyggð 7. Selma, 16 ára, fékk vettlinga frá 66°N og gjöf frá Landsbankanum, Róbert, 9 ára, fékk húfu og vettlinga og gjöf frá Landsbankanum, og Sísí, 7 ára, fékk húfu og vettlinga og gjöf frá Landsbankanum. 2. Freydís, Gréta, Gylfi og Bjartur Jóhannsbörn, Stapasíðu 17c. Freydís, 12 ára, fékk að launum vettlinga og trefil frá 66°N, Gréta, 9 ára, fékk ennisband, vettlinga og trefil frá 66°N, Gylfi, 9 ára, fékk ennisband, vettlinga og trefil frá 66°N og Bjartur, 3 ára, hlaut gjöf frá Landsbankanum. 3. Baldur og Kristín Ása Sverrisbörn, Grænumýri 8. Baldur, 8 ára, hlaut skíðagleraugu frá 66°N, Kristín Ása, 6 ára, hlaut gjöf frá Landsbankanum. 4. Guðrún María og Alexander Skarphéðinsbörn, Krabbastíg 1a. Guðrún María, 6 ára, hlaut frímiða í Skautahöllina á Akureyri auk endurgjaldslausra afnota af skautum, Alexander, 6 mánaða, fékk gjöf frá Landsbankanum. 5. Steinunn og Arndís Atladætur, Ásvegi 14. Steinunn, 8 ára, fékk frímiða í Skautahöllina á Akureyri auk endurgjaldslausra afnota af skautum, Arndís fékk gjöf frá Landsbankanum. 6. Helena Ýr og Karen Birta Pálsdætur, Tjarnarlundi 19h. Helena Ýr, 7 ára, hlaut frímiða í Skautahöllina á Akureyri auk endurgjaldslausra afnota af skautum, Karen Birta hlaut gjöf frá Landsbankanum. 7. Bjarki Páll og Arnar Björn Pálssynir, Áshlíð 13. Bjarki Páll, 11 ára, hlaut íþróttatösku frá Landsbankanum, og Arnar Björn, 10 ára, fékk íþróttatösku frá Landsbankanum. 8. Halldór O. Guðjónsson, Sigurjón Á. Guðjónsson og Gabríel Freyr Björnsson, Einholti 8c. Halldór, 12 ára, hlaut íþróttatösku frá Landsbankanum, Sigurjón, 5 ára, fékk gjöf frá Landsbankanum og Gabríel Freyr, 8 mánaða, hlaut gjöf frá Landsbankanum. 9. Mikael Andri og Samúel Magnússynir, Grundargerði 6j. Mikael Andri, 14 ára, hlaut íþróttatösku frá Landsbankanum og Samúel, 10 ára, hlaut íþróttatösku frá Landsbankanum. Í september og október hafa um 650 manns tekið þátt í átakinu “Einn, tveir og nú!”. Af innsendum fjölskyldukortum má ráða að flestir skrá þá hreyfingu á kortið að fara út að leika (26%), næst koma gönguferðir (15%), þá sund (11%) og líkamsrækt, ganga í/úr vinnu eða skóla, fótbolti og annað (7-10%). Til fróðleiks er vert að vitna til upplýsinga á vef landlæknisembættisins, en þar segir m.a.: “Með því að ganga rösklega a.m.k. hálftíma á dag flesta daga vikunnar nást veruleg áhrif til heilsubótar. Ýmis önnur hreyfing af svipaðri áreynslu er auðvitað í fullu gildi líka, s.s. skokk, hjólreiðar, sund, garðvinna og ýmis heimilisstörf. Ávinningurinn er m.a. vörn gegn ýmsum langvinnum sjúkdómum, þyngdin helst í skefjum, streitan minnkar, orkan eykst og vinnuframlag líka. Síðast en ekki síst léttir hreyfingin lund og eykur vellíðan.” Heilsueflingarráð Akureyrar hvetur grunnskólabörn, fjölskyldur þeirra og aðra Akureyringa til aukinnar hreyfingar og þátttöku í átakinu “Einn, tveir og nú!”. Hægt er að nálgast ný kort í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar (Geislagötu 9), Sundlaug Akureyrar, hjá riturum grunnskólanna, Félagssviði Akureyrarbæjar (Glerárgötu 26) og á heimasíðu verkefnisins: www.akureyri.is/12ognu. Dregið verður úr innsendum fjölskyldukortum fyrir nóvember þann 15. desember nk.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baroninn-og-barn-ad-eilifu
Baróninn og Barn að eilífu Á þriðjudag koma tveir góðir gestir í Amtsbókasafnið á Akureyri og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Það eru þeir Sigmundur Ernir Rúnarsson sem les úr bókinni "Barn að eilífu" og Þórarinn Eldjárn les úr bók sinni "Baróninn". Í "Barn að eilífu" rekur höfundur sögu fjölskyldu sinnar með fatlað barn og segir frá gleðinni yfir nýfæddu barni og angistinni yfir sjúkleika þess, tilraunum til að fá bót á meinum þess og sorginni yfir því sem ekkert fær breytt. Þórarinn Eldjárn segir hins vegar sögu franska barónsins Charles Gauldrée Boilleau sem steig á land í Reykjavík vorið 1898, staðráðinn í að setjast að á Íslandi. Upplesturinn hefst kl. 17 á þriðjudag og er aðgangur ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/matvaelarannsoknir-a-nordurlandi
Matvælarannsóknir á Norðurlandi Háskólinn á Akureyri og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins boða til fundar og pallborðsumræðna um matvælarannsóknir á þriðjudag. Fundurinn verður haldinn í stofu 316 í Borgum, hinu nýja rannsókna- og nýsköpunarhúsi HA á Sólborg, Akureyri og er áformað að hann standi frá kl. 13 -17. Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, mun opna fundinn en síðan munu sérfræðingar frá HA og Rf fjalla um stöðu matvælarannsókna og kynna nokkur verkefni sem ofarlega eru á baugi á því sviði um þessar mundir, sérstaklega verkefni sem tengjast matvælaiðnaði og rannsóknum á Norðurlandi. Dagskrá: 13:00-13:15 Ávarp sjávarútvegsráðherra – Árni M. Mathiesen 13:15-13:30 Ávarp háskólarektors – Þorsteinn Gunnarsson 13:30-13:45 Stefna og hlutverk Rf : Rannsóknir á Norðurlandi – Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf 13:45-14:00 Stóriðja framtíðarinnar: Fiskeldi? – Rannveig Björnsdóttir 14:00-14:15 Rannsóknir í hagnýtri örverufræði og líftækni – Hjörleifur Einarsson 14:15-14:30 Notkun fiskpróteina í matvælavinnslu – Guðjón Þorkelsson 14:30-14:50 Kaffi 14:50-15:05 Prótínmengjagreining – Oddur Vilhelmsson 15:05-15:15 Ný tækni við greiningar á örverum í matvælavinnslu – Eyjólfur Reynisson 15:15-15:30 Um efnasamsetningu matvæla – Sigþór Pétursson 15:30-15:45 Veiðar,vinnsla,verðmæti - Gestur Geirsson - Samherji hf. 15:45-16:00 Rannsóknir á vistfræði nytjafiska með neðansjávarmyndavél - Erlendur Bogason 16:00-16:30 Pallborðsumræður Málþingið er sérstaklega áhugavert fyrir þá sem starfa hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og eru þeir hvattir til að fjölmenna. Frétt af www.afe.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjori-alasunds-i-heimsokn
Bæjarstjóri Álasunds í heimsókn Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar í Álasundi, Arve Tönning, var í heimsókn á Akureyri síðasta föstudag, en Álasund er sem kunnugt er vinabær Akureyrar í Noregi. Tönning kom á fund í Ketilhúsinu með bæjarfulltrúum og embættismönnum bæjarins og kynnti þær breytingar sem gerðar voru nýlega á stjórnsýslu Álasunds. Breytingarnar felast í því að stjórnkerfið hefur verið gert flatara þannig að svið og deildir hafa horfið en framkvæmdastjórn bæjarins gerir þjónustusamninga við forstöðumenn þjónustustofnana, t.d. skóla, öldrunarheimila, menningarstofnana o.s.frv. Frelsi forstöðumanna til að haga rekstrinum hefur verið aukið þannig að þeir ráða meiru um hvernig þeir veita þá þjónustu sem bæjarstjórnin vill að sé veitt. Hlutverk bæjarstjórnar er þannig fyrst og fremst að marka stefnu um hvaða þjónustu bæjarfélagið vill veita og að hafa eftirlit með þjónustustofununum og fylgjast með að þær veiti þá þjónustu sem um hefur verið samið. Eftir fund Tönnings í Ketilhúsinu hitti hann stjórnsýslunefnd þar sem nefndarmönnum gafst tækifæri til að spyrja hann nánar um nýja fyrirkomulagið í Álasundi. Á meðfylgjandi mynd eru Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Arve Tönning, bæjarstjóri Álasunds, á fundinum með stjórnsýlunefnd í Ráðhúsi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sungid-fyrir-mommu
Sungið fyrir mömmu Stórsöngvarar með Kristján Jóhannsson í broddi fylkingar sungu fyrir fullum sal í Hlíð á mánudagskvöld. Þar voru á ferðinni, auk Kristjáns, bróðir hans Jóhann Már Jóhannsson og stórfrændi þeirra bræðra, Örn Viðar Birgisson. Þeir voru þangað komnir til að syngja fyrir móður bræðranna, Fanneyju Odddgeirsdóttur sem býr í Hlíð, og aðra heimilismenn Öldrunarheimila Akureyrar. Talið frá vinstri: Jóhann Már Jóhannsson, Fanney Oddgeirsdóttir, Kristján Jóhannsson, Örn Viðar Birgisson og Arnór B. Vilbergsson. Söngvararnir sungu allir nokkur lög hver fyrir sig en sameinuðust síðan í nokkrum lögum undir lok tónleikanna. Áheyrendur sátu sem dáleiddir undir stórfenglegum söngnum og var hápunktur tónleikanna þegar þeir sungu allir saman "O Sole Mio". Undirleikari var Arnór B. Vilbergsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baerinn-i-jolabuning
Bærinn í jólabúning Starfsmenn Akureyrarbæjar eru nú í óða önn að koma bænum í jólabúninginn og á laugardag verður kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi sem er gjöf frá vinabænum Randers í Danmörku. Athöfnin hefst kl. 16 og er dagskráin þessi: Kl. 15.55 Lúðrasveit Akureyrar leikur létt lög. Kl. 16.10 Kór eldri borgara ásamt Aðalsteini Bergdal syngja nokkur jólalög. Kl. 16.25 Ávörp: Helgi Jóhannesson konsúll Dana á Akureyri. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. Kveikt á trénu. Kl. 16.30 Kór eldri borgara syngur jólalag Kl. 16.35 Jólasveinar taka lagið og gengið verður í kringum. jólatréð. Kl. 16.50 Dagskrá lokið. Kynnir er Aðalsteinn Bergdal.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adsoknarmet-hja-la
Aðsóknarmet hjá LA Í síðustu viku var slegið aðsóknarmet hjá Leikfélagi Akureyrar en aldrei hafa fleiri sótt sýningar í samkomuhúsinu en þessa viku. Á níu dögum voru þrettán sýningar í húsinu og samtals voru gestir 2.540 en uppselt var á nær allar sýningarnar. Flestir gestanna komu í leikhúsið til að sjá Ausu og Stólana eftir Hall og Ionesco en einnig var troðfullt á tónleika Margrétar Eirar í leikhúsinu. Ausa og Stólarnir voru frumsýndir þann 11. nóvember og hefur aðsókn verið afar góð. Sýnt er eftir nýju sýningarfyrirkomulagi sem gerir ráð fyrir að sýna þétt og í takmarkaðan tíma. Til viðbótar við hefðbundnar sýningar, þá voru sérstakar sýningar á verkinu fyrir nemendur í eldri bekkjum í grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu. Stefnt er að því að það verði fastur liður í starfsemi félagsins að bjóða unglingum í leikhús og að þannig verði tryggt að allir sem ljúki grunnskólanámi á svæðinu hafi notið þess að sækja leikhús. Aðsókn það sem af er vetrar er með miklum ágætum og stefnir í metaðsókn að leikhúsinu í vetur. Aldrei hafa fleiri áskriftarkort verið seld en nú. Samtals seldust um 950 kort, en meðaltal síðustu ára er um 170 kort. Kortagestir leikhússins eru á öllum aldri og vekur fjöldi ungs folks sérstaka athygli. Gestirnir koma af landinu öllu, þó langflestir séu frá Akureyri og nágrenni. Í síðustu viku hófst forsala á söngleikinn Óliver sem frumsýndur verður 28. desember. Skemmst er frá því að segja að miðarnir rjúka út og er sala á 15 fyrstu sýningarnar langt komin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodaleikar-ungra-frumkvodla
Alþjóðaleikar ungra frumkvöðla Alþjóðaleikum ungra frumkvöðla (áður Ólympíuleikar ungra frumkvöðla) lauk formlega fimmtudaginn 18. nóvember kl. 16.00. Verkefnið sem keppnisliðin þurftu að leysa þetta árið var að hanna og búa til frumgerð af gagnvirkum sýningargrip eða tæki sem ætlunin var stilla upp í tæknideild safns og átti að höfða til ungs fólks á aldrinum 8-12 ára. Gripurinn átti að hafa það hlutverk að vekja áhuga yngri kynslóðarinnar á vísindum og tækni og verða auk þess eitt helsta aðdráttarafl safnsins. Íslenska liðið ákvað að hanna nýja tegund af gagnvirkum spurningavegg sem var útbúinn snertiskjám, myndavél og öðrum búnaði. Liðið gerði stutta viðskiptaáætlun og kynningarmyndband á aðeins 24 klst. Tilkynnt var um sigurvegara keppninnar eftir að dómnnefnd NASA hafði farið yfir öll gögn og var það lið Skotlands sem bar sigur úr býtum að þessu sinni. Einnig voru veitt verðlaun fyrir frumleika og nýsköpun og vann Ástralía til þeirra verðlauna. Íslensku keppendurnir. Frekari upplýsingar um þátttökuliðin og framlag þeirra er að finna á heimasíðu keppninnar. http://www.enterprise-challenge.com. Þess ber að geta að í framtíðinni mun keppnin bera nafnið Alþjóðaleikar ungra frumkvöðla, þar sem Ólympíunefndin vill ekki að nafnið Ólympíuleikar verði notað áfram.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingum-a-deiliskipulagi-naustahverfi-husge
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi: Naustahverfi - húsgerð við Skálatún o.fl. Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að breytingum á deiliskipulagi 1. áfanga Naustahverfis, upphaflega samþykktu í bæjarstjórn 23. apríl 2002, síðast breyttu með samþykkt bæjarstjórnar 21. september 2004. Tillaga er nú gerð um eftirtaldar breytingar: 1. Húsgerð á lóðunum 1-23 við Skálatún breytist úr 1-2ja hæða parhúsum með bílageymsluhæð undir í einnar hæðar parhús með bílskúr. 2. Lóðarmörk leikskólalóðar við Hólmatún breytist þannig að nauðsynleg bílastæði verði innan lóðar. 3. Breytt lega stígs austur úr enda Mýrartúns. 4. Breytt skipting lóða nr. 2-6, 8-12 og 14-18 við Stekkjartún í húslóðir annars vegar og sameiginlegar aðkomulóðir hinsvegar. (Skoða tillöguuppdrátt, jpg-mynd, 1500k) Ath: Birtist í nýjum glugga. Tillöguuppdráttur og tillaga að breyttum skipulagsskilmálum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 7. janúar 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/ Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 föstudaginn 7. janúar 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 26. nóvember 2004, Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tjaningarfrelsid-og-fridhelgi-einkalifsins
Tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífsins Á lögfræðitorgi næsta þriðjudag flytur Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður, fyrirlestur um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs með áherslu á umfjöllun um opinberar persónur. Skoðaðir eru dómar Mannréttindadómstóls Evrópu og fjallað um áhrif þeirra á íslenskan rétt. Einnig umfjöllun um opinberar persónur og athugað hvort athafnir þeirra sjálfra gætu hugsanlega réttlætt umfjöllun um einkalíf þeirra. Litið til stöðu opinberra persóna í því skyni að athuga hvort sú staða veiti þeim sjálfum rýmra tjáningarfrelsi um aðra. Nokkrir nýlegir erlendir dómar verða skoðaðir og fjallað um hugsanleg áhrif þeirra á íslenskan rétt. Rétt er að minna á að dómur í máli Karólínu prinsessu af Mónakó gegn þýskum blöðum, sem féll sl. sumar þykir hafa markað tímamót í umfjöllun af þessu tagi. Ýmsir spá því að gjörbylting muni verða í kjölfarið og jafnvel að gula pressan eins og við þekkjum hana í dag muni líða undir lok. Sigríður Rut Júlíusdóttir er fædd 3. apríl 1975. Hún útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands 1995 og frá lagadeild Háskóla Íslands 1999. Var fulltrúi á lögmannsstofu Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. frá 1999 til 2002. Þá fulltrúi hjá lögmönnum Mörkinni í hálft ár eða þar til hún stofnaði eigin stofu ásamt Ragnari Aðalsteinssyni hrl. þann 1. nóvember 2002. Fyrirlesturinn er haldinn að Sólborg, stofu L201 kl. 12 og eru allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatred-a-radhustorgi-2
Jólatréð á Ráðhústorgi Í dag voru ljósin á jólatrénu á Ráðhústorgi tendruð en tréð er gjöf frá vinabæ Akureyrar í Danmörku, Randers. Fjölmenni var á torginu við athöfnina. Lúðrasveit Akureyrar lék nokkur lög, Helgi Jóhannesson, konsúll Dana á Akureyri sagði nokkur orð, Kór eldri borgara söng og bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, flutti stutt ávarp. Þar sagði hann meðal annars: "Á þessum tíma ársins fáum við næði til að hugsa vel um fjölskyldu okkar og vini. Okkur gefst kostur á að rækta vináttu- og fjölskylduböndin sem skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, mestu máli og eru grundvöllurinn að góðu og fjölskylduvænu samfélagi eins og við búum við hér á Akureyri. Á aðventunni er ys og þys á fólki og allt kapp lagt á að undirbúa hátíðarnar sem best. Flest erum við með frið og kærleika í hjarta við þá iðju, en þó eru alltaf til innan um menn eins og Skröggur í jólasögunni góðu eftir Charles Dickens – menn sem argaþrasast út af öllu umstanginu og vilja helst enga tilbreytingu í hið daglega líf. Hér sem annars staðar er hinn gullni meðalvegur vandrataður. En ég held að jólaljósin í bænum okkar hér á Akureyri – og ljósahafið á jólatrénu frá vinunum okkar í Randers – gætu meira að segja brætt hjörtu slíkra manna. Því hvernig væri umhorfs hér í bæ á aðventunni þegar skammdegið er hvað mest, ef þessi hundruð og þessar þúsundir jólaljósa sem loga vítt og breitt, væru slökkt? Það fer sannast sagna um mig hrollur við tilhugsunina og því gleðst ég eins og lítið barn á hverju ári þegar kveikt er á jólatrénu hér á Ráðhústorgi." Jólasveinarnir komu til byggða og sögðu sögur af Grýlu og Leppalúða börnunum til ómældrar ánægju. Kór eldri borgara tók lagið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-med-vidskiptafulltrua-i-paris
Fundur með viðskiptafulltrúa í París Mánudaginn 13. desember býðst fulltrúum norðlenskra fyrirækja að hitta viðskiptafulltrúa Íslands í París, Unni Orradóttur Ramette, og kynna sér möguleika á viðskiptum í sunnanverðri Evrópu, en umdæmislönd viðskiptafulltrúans eru Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Andorra og San Marínó. Kynning þjónustunnar fyrir fyrirtæki á Norðurlandi verður á Hótel KEA og hefst kl. 9. Einnig er hægt að bóka einstaka fundi með Unni hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 460 5700 eða með því að senda póst á netfangið [email protected] Frétt af heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Norðurlands.
https://www.akureyri.is/is/frettir/meiri-sol-i-hol
Meiri sól í hól Sýningin "Sól í hól" sem opnuð var í gömlu kartöflugeymslunni um seinustu helgi verður framlengd vegna fjölda áskoranna. Listamennirnir Ólöf Sigríður Davíðsdóttir og Jóhann Ingimarsson, Nói, eru með listmuni til sýnis í gömlu kartöflugeymslunni í Gilinu sem til stóð til að rífa en á nú að endurbyggja og gera að arkitektastofu. Hugmyndina að sýningu í geymslunni fékk Ólöf þegar hún var í heimsókn hér á Akureyri og fékk Nóa með í lið með sér. Ólöf er glerlistakona sem býr á Brákarey í Borgarnesi og Nói er fjöllistamaður sem býr á Akureyri. Þau vinna bæði í efni sem aðrir eru búnir að farga og er þetta sýning á munum sem búnir voru til úr efni sem aðrir voru hættir að nota í húsi sem einnig var hætt að nota. Sýningin verður opin á laugardag og sunnudag frá kl. 13-18.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikar-til-styrktar-maedrastyrksnefnd
Tónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd Á fimmtudagskvöld verða verða haldnir tónleikar í Akureyrarkirkju til styrktar Mæðrarstyrksnefnd Akureyrar. Kvennakór Akureyrar heldur tónleikana ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju og Kór Glerárkirkju. Á efnisskrá kóranna verða jólalög og önnur þekkt lög sem eiga vel við á þessum árstíma. Þetta er í annað skiptið sem tónleikar sem þessir eru haldnir, í fyrra safnaðist vel og er það einlæg von kóranna að fólk sjái sér fært að eiga notalega stund í Akureyrarkirkju og styrki um leið mjög gott málefni. Stjórnendur kóranna eru: Þórhildur Örvarsdóttir, Eyþór Ingi Jónsson, og Hjörtur Steinbergsson. Undirleikarar eru: Eyþór Ingi Jónsson, Hjörtur Steinbergsson, Kristján Jónsson og Snorri Guðvarðarson. Kynnir er Skúli Gautason. Verð aðgöngumiða er að lágmarki 1.000 kr. fyrir fullorðna en ekkert gjald er fyrir börn. Frjáls framlög eru einnig vel þegin. Í lok tónleikanna verður afraksturinn óskiptur færður Mæðrastyrksnefnd, því allt tónlistarfólkið, svo og kirkjan, fjölmiðlar og auglýsendur, leggja sitt af mörkum til að styrkja þetta málefni. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
https://www.akureyri.is/is/frettir/formleg-vinna-vid-vaxtarsamning-eyjafjardar-hafin
Formleg vinna við Vaxtarsamning Eyjafjarðar hafin Með undirritun Vaxtarsamnings Eyjafjarðar í júní síðastliðnum var stigið skref til markvissrar atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar á Eyjafjarðarsvæðinu á komandi árum. Síðan þá hefur tíminn verið nýttur til undirbúnings og skipulags verkefnisins en sem kunnugt er mun verkefnið standa yfir til ársins 2007. Samið hefur verið við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um framkvæmd vaxtarsamn-ingsins og verður Halldór R. Gíslason, starfsmaður félagsins, verkefnisstjóri yfir verkefninu. Lykilþátturinn í verkefninu verða hinir svokölluðu klasar, þ.e. matvælaklasi, ferðaþjónuklasi, heilsuklasi og mennta- og rannsóknaklasi, og verða verkefnisstjórar þeirra ráðnir í fullt starf nú í desembermánuði. Þar með fer af stað hin formlega vinna sem snýr að samstarfi með atvinnufyrirtækjum og stofnunum á Eyjafjarðarsvæðinu. Vaxtarsamningurinn nær til loka ársins 2007 og leggur ríkissjóður 90 milljónir til verkefnisins, KEA 35 milljónir og sveitarfélög 17,5 milljónir. Þá hefur verið samið við stofnanir um framlög í formi sérfræðivinnu. Vaxtarsamningur byggir á aðferðafræði við að auka samkeppnishæfni einstakra landsvæða, efla hagvöxt, þróa og styrkja helstu vaxtargreinar þeirra og efla svæðisbundna sérþekkingu. Vaxtarsamningur Eyjafjarðar tekur mið af sambærilegum aðferðum sem best hafa tekist erlendis og er vert að geta þess að fyrirmynd að honum er í grunnatriðum sótt til Oulu-svæðisins í Finnlandi þar sem hliðstætt verkefni stendur nú yfir. Meginverkefni vaxtarsamnings felst í að stuðla að uppbyggingu og vexti klasa og tengslaneta helstu aðila á eftirfarandi kjarnasviðum: Mennta- og rannsóknaklasi Heilsuklasi Ferðaþjónustuklasi Matvælaklasi Beinn ávinningur vaxtarsamnings er að festa í sessi til langs tíma kraftmikið og skilvirkt starf sem miðar að auknum hagvexti svæðisins, auknum fjölbreytileika í atvinnulífi og fjölgun starfa. Skipta klasar máli? Opnun hagkerfa og aukin alþjóðavæðing hefur gert verulega auknar kröfur til fyrirtækja – en ekki síður til einstakra byggða og svæða um skilvirkari, markvissari og gegnsærri vinnubrögð sem taka mið af þessari þróun, ef ná á árangri á sviði byggðamála. Á umliðnum árum hefur orðið ótvíræð þróun frá svokallaðri atvinnugreinastefnu til svæða-stefnu, þar sem uppruna hagvaxtar má í vaxandi mæli rekja til byggða- og vaxtarkjarna, frekar en einstakra atvinnugreina. Þetta má m.a. sjá á mörgum svæðum innan hinna ýmsu landa bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Aukið hlutverk og ábyrgð á þessu sviði kemur því í vaxandi mæli í hlut einstakra svæða. Þetta krefðist nýrra vinnubragða hjá þeim aðilum sem aukna ábyrgð bæru á þessum málum. Breyttar aðstæður og þessi þróun byggir ekki síst á aukinni samkeppnishæfni einstakra svæða, vegna kjarnamyndunar, netsamstarfs og klasa í atvinnulífi. Af þessum sökum er afar mikilvægt fyrir hagvöxt og framþróun viðkomandi svæða að styrkja netsamstarf og klasastarf atvinnugreina sem kostur er. Verulegur árangur hefur orðið af klasamyndun víða erlendis, s.s. kringum Silicon Valley í Kaliforníu, Oulu í Finnlandi og fjölmörgum svæðum Norður-Ítalíu, en þar hefur þróast mikil sérhæfing einstakra svæða, þar sem atvinnulíf er leiðandi á alþjóðamörkuðum á viðkomandi sviðum – sjá meðfylgjandi mynd. Sem dæmi um vöxt klasa má nefna Oulu svæðið í Finnlandi en þar hefur tekist að byggja upp klasa hátæknifyrirtækja sem er leiðandi á alþjóðamörkuðum – en innan þessa klasa er m.a. fyrirtækjarisinn Nokia. Klasavinna að hefjast á Eyjafjarðarsvæðinu Formleg starfsemi vegna Vaxtarsamnings Eyjafjarðar hófst með skipan stjórnar um mitt ár. Hana skipa Þorsteinn Gunnarsson stjórnarformaður, Baldur Pétursson f.h. Iðnaðarráðuneytisins, Benedikt Sigurðarson f.h. KEA, Björn Snæbjörnsson f.h. Stéttarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu, Guðmundur Guðmundsson f.h. Byggðastofnunar, Hermann Ottósson f.h. Útflutningsráðs Íslands, Sigríður Stefánsdóttir f.h. Akureyrarbæjar, Sigurður Steingrímsson f.h. ITI Impru, Valur Knútsson f.h. AFE/sveitarfélaga í Eyjafirði. Vaxtasamningur Eyjafjarðar mun einungis starfrækja verkefni er snúa að klösum og samstarfi á sviði klasa eins og nefnt er í byggðaáætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Fyrsta verkefni stjórnar var að semja um framkvæmd samningsins og ráða verkefnisstjóra sem hefur það hlutverk að samræma vinnu þeirra fjögurra starfsmanna sem hafa með starfsemi einstakra klasa að gera. Nú í janúar hefst kynningarvinna vegna fyrstu tveggja klasanna, þ.e. matvælaklasa og ferðaþjónustuklasa. Í byrjun verða haldnir kynningarfundir með fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast klösunum og þar verða klasarnir nánar skilgreindir. Í kjölfarið hefst bein vinna verkefnisstjóra í viðkomandi klösum með fyrirtækjum og stofnunum og í framhaldinu verða til fyrstu skilgreind verkefni innan klasanna. Þannig fara klasarnir af stað, einn af öðrum, með hliðstæðum hætti, á komandi mánuðum. Miklu skiptir um árangur og framgang verkefnisins að fyrirtæki á áðurnefndum kjarnasviðum sýni samstarfi áhuga og taki af fullum þunga þátt í þeirri vinnu sem framundan er á næstu árum. Ljóst er að mikil þekkingaruppbygging felst í vinnu sem þessari og verður hún fyrirtækjum dýrmætt veganesti inn í framtíðina, fyrir utan þann beina árangur sem vonandi næst fram í verkefninu í heild. Á komandi vori er gert ráð fyrir að vinna við klasana verði komin í fullan gang en í janúar verður formleg opnun verkefnisins með opnum kynningarfundi. Fyrirlesari á þeim fundi verður erlendur sérfræðingur um kjarnaklasa og verkefni hliðstæð þeim sem nú verður reynt á Eyjafjarðarsvæðinu. Almenningi verður gert kleift að fylgjast með framgangi verkefnisins í gegnum heimasíðu sem opnuð verður í janúar. Árlegur kostnaður um 40 milljónir Árlega verður varið um 40 milljónum króna til verkefnisins og koma þeir fjármunir frá ríki, sveitarfélögum, stofnunum og atvinnulífi. Ríkissjóður mun leggja alls 90 milljónir til verkefnisins á tímabilinu frá árinu 2004 til ársloka 2007, KEA 35 milljónir og sveitarfélög 17,5 milljónir. Samið hefur verið um fjárframlög til verkefnisins í formi sérfræðivinnu frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar að upphæð 5 milljónir króna á ári og Byggðastofnun, Háskólinn á Akureyri, Iðntæknistofnun, Skrifstofa Atvinnulífsins og Útflutningsráð Íslands leggja hvert til 1 milljón á ári í formi sérfræðivinnu. Frá blaðamannafundi sem haldinn var vegna málsins að Borgum í morgun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskolar-fa-1000000-i-styrk
Leikskólar fá 1.000.000 í styrk Kristnihátíðarsjóður hefur veitt verkefninu "Lífsleikni í skóla - kennsluleiðbeiningar" sem unnið hefur verið að á leikskólunum Krógabóli, Síðuseli og Sunnubóli styrk að upphæð 1.000.000 kr. Leikskólarnir þrír hafa undanfarin þrjú ár unnið að þróunarverkefninu og er hafin vinna við kennsluleiðbeiningar. Þær eru hugsaðar fyrir starfsmenn leikskólanna þriggja og vonandi tekst að gera þær þannig úr garði að aðrir leikskólar geti einnig nýtt sér þær. Styrkurinn er mikil viðurkenning á þróunarstarfi leikskólanna og um leið hvatning til áframhaldandi vinnu við verkefnið. Að neðan eru slóðir á heimasíður leikskólanna þriggja: www.krogabol.akureyri.is www.sidusel.akureyri.is www.sunnubol.akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-tonlistarmenningar
Dagur tónlistarmenningar „Hvar ertu tónlist" er yfirskrift dags tónlistarmenningar sem haldinn verður á Akureyri á laugardag. Tónlistarfélag Akureyrar og Gilfélagið leiða saman hesta sína og bjóða upp á tónlistarflutning í Ketilhúsinu frá klukkan eitt til sex. Fram koma flestir ef ekki allir kórar sem starfandi eru á Akureyri, hátt í tuttugu talsins, en einnig ýmsir hljóðfæraleikarar, einsöngvarar og tónlistarhópar. Tilgangurinn er að vekja athygli á klassísku tónlistarlífi á Akureyri og kynna það starf sem þar er unnið en einnig að auðga líf bæjarbúa á þessum fyrsta stóra verslunardegi fyrir jól. Komið verður upp barnahúsi í Deiglunni þar sem þau geta unað sér við myndlist og tónlist og hlustað á sögulestur. Aðgangur er ókeypis og fólk getur komið og farið að vild, fengið sér kakó og jólabakkelsi og lagt sitt af mörkum til að gera þetta að eftirminnilegum degi. Þess má geta að Tónlistarfélag Akureyrar hefur nú verið endurlífgað eftir nokkurt hlé á starfseminni. Fram undan eru fleiri stórviðburðir á vegum félagsins. Haldnir verða barrokktónleikar 29. desember í Akureyrarkirkju þar sem sönghópurinn Hymnodia ásamt hljómsveit flytur Messe de minuit eftir franska tónskáldið Charpentier en í ár eru 300 ár liðin frá dauða hans. Kvöldið áður heldur Eyþór Ingi Jónsson, organisti og stjórnandi Hymnodiu, erindi um barrokktónlist. 1. janúar verður svo síðkjólaball með hátíðarmat í Ketilhúsinu þar sem fram kemur nýstofnuð Kammersveit Tónlistarfélags Akureyrar og leikur Vínarvalsa. Á nýju ári verða haldnir djasstónleikar, píanótónleikar, hvort tveggja með fræðsluívafi og fleira og fleira.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelissyning-iba
Afmælissýning ÍBA Á morgun, laugardaginn 4. desember, býður Íþróttabandalag Akureyrar til veglegar afmælissýningar í íþróttahúsi Síðuskóla í tilefni af 60 ára afmæli bandalagsins nú í desember. Sýningin stendur allan daginn, frá kl. 10 til 17. Til hliðar við kynningarbása verða margháttaðar uppákomur. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, opnar sýninguna formlega kl. 10. Öll aðildarfélög ÍBA verða með kynningarbása á sýningunni, en þau eru: Bílaklúbbur Akureyrar, Fimleikafélag Akureyrar, Golfklúbbur Akureyrar, Hestamannafélagið Léttir, Íþróttafélagið Akur, Íþróttafélagið Eik, Íþróttafélagið Þór, Íþróttaskotfélag Akureyrar, KKA-Akstursíþróttafélag, Knattspyrnufélag Akureyrar, Nökkvi – félag siglingamanna, Skautafélag Akureyrar, Skotfélag Akureyrar, Skíðafélag Akureyrar, Sundfélagið Óðinn, Tennis- og badmintonfélag Akureyrar og Ungmennafélag Akureyrar. Einnig munu eftirtaldir aðilar kynna sína starfsemi: Átak – líkamsræktarstöð, Bjarg – líkamsræktarstöð, Forvarnafulltrúi Akureyrarbæjar, Heilsueflingarráð Akureyrarbæjar, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar. Til hliðar við kynningarbásana verða eftirtalin sýningaratriði á dagskrá: Kl. 10.30 – Fimleikar Trampólínsýning ungra stúlkna úr Fimleikafélagi Akureyrar. Kl. 11.00 – Júdó Ungir iðkendur úr júdódeild Knattspyrnufélags Akureyrar sýna. Kl. 11.30 – Taekwondo Félagar í Taekwondo-deild Íþróttafélagsins Þórs sýna. Kl. 12.00 – Hástökk Félagar í Ungmennafélagi Akureyrar sýna. Hádegishlé Kl. 13.00 – Fyrirlestur Gunnar Svanbergsson, sjúkraþjálfari í Eflingu sjúkraþjálfun, fjallar um hreyfingu eða hreyfingarleysi – börn í nútímanum. Kl. 13.25 – Fyrirlestur Stefán Ólafsson, sjúkraþjálfari í Eflingu sjúkraþjálfun, fjallar um kynjamun í hreyfingu og meiðslum og kynnir forvarnir hnémeiðsla hjá stúlkum. Kl. 14.00 - Stælkonur og stubbarnir Íslandsmeistararnir í línudansi bregða á leik. Kl. 14.30 – Þolfimisýning Hópur fólks frá Átaki – líkamsræktarstöð verður með þolfimiatriði. Kl. 15.00 – Boccia Félagar í íþróttafélögunum Akri og Eik kynna boccia. Kl. 15.30 – Badminton Félagar í Tennis- og badmintonfélagi Akureyrar spila tvíliðaleik í badminton.
https://www.akureyri.is/is/frettir/maedrastyrksnefnd-hlytur-vidurkenningu
Mæðrastyrksnefnd hlýtur viðurkenningu Í dag veitti jafnréttis- og fjölskyldunefnd Mæðrastyrksnefnd Akureyrar viðurkenningu fyrir gott starf að málefnum fjölskyldna. Stjórn Mæðrastyrksnefndar Akureyrar ásamt Gerði Jónsdóttur og Tryggva Þór Gunnarssyni úr jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd Akureyrar auglýsti á haustdögum eftir tilnefningum frá bæjarbúum til viðurkenningar fyrir gott starf að málefnum fjölskyldna. Gafst fólki kostur á því að tilnefna fyrirtæki, félagasamtök eða einstaklinga. Á undanförnum árum hefur jafnréttis- og fjölskyldunefnd veitt viðurkenningar fyrir gott starf að jafnréttismálum. Meðal þeirra sem tilnefnd voru í ár var Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og var samþykkt í jafnréttis- og fjölskyldunefnd að veita henni viðurkenninguna að þessu sinni. Mæðrastyrksnefnd Akureyrar var stofnuð árið 1939. Allt starf á hennar vegum er unnið í sjálfboðavinnu en markmið nefndarinnar er að aðstoða fjölskyldur sem eru hjálparþurfi með matar-, fata- og peningagjöfum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-og-eyjafjardarsveit-deiliskipulag-osholma-eyja
Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit: Deiliskipulag óshólma Eyjafjarðarár Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga auglýsa Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit í sameiningu tillögu að deiliskipulagi óshólmasvæðis Eyjafjarðarár. Skipulagssvæðið sem er um 9 km2 að stærð afmarkast að norðan af Leiruvegi, að austan af Eyjafjarðarbraut eystri, að sunnan af landamerkjalínu Þórustaða og Grafar í suðurodda Staðareyjar og framlengingu hennar vestur að vegi, og að vestan af Eyjafjarðarbraut vestri og umráðasvæði Akureyrarflugvallar. Í tillögunni er m.a. kveðið á um 3 mismunandi stig verndunar á svæðinu, nýtingu þess og nytjar, legu göngu- og reiðleiða og staði fyrir þjónustusvæði. Tillögugögnin (opnast í nýjum glugga): Tillöguuppdráttur (jpg, 1000k) Skýringaruppdráttur (jpg, 900k) Greinargerð (pdf, 450k) Tillagan mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð (opið virka daga kl. 8–16), og á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra Laugalandi (opin virka daga kl. 10–14), næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 19. janúar 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur og á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar: www.eyjafjardarsveit.is undir: Tilkynningar. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 19. janúar 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra Laugalandi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 8. desember 2004, Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrar
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillogur-ad-deiliskipulagi-og-breytingu-a-adalskipulagi-aku
Tillögur að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi: Akureyrarflugvöllur Akureyrarbær auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga, og tillögu að deiliskipulagi skv. 25. gr. sömu laga. Tillögurnar fjalla báðar um Akureyrarflugvöll og næsta nágrenni hans. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felur í sér eftirfarandi: a) Stækkun athafnasvæðis við flugvöllinn vegna nýrra lóða fyrir flugskýli og vörugeymslur. b) Stækkun öryggissvæða meðfram flugbraut og við enda hennar. Öryggissvæðin verða að hluta til á nýjum landfyllingum. c) Ný stofnanalóð fyrir slökkvistöð, á nýrri landfyllingu. d) Breytt afmörkun verndunarsvæðis, verndun verði létt af leirum og álum vestan og norðan flugvallarsvæðis. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi (pdf, 1100k) -opnast í nýjum glugga Í tillögu að deiliskipulagi er gerð nánari grein fyrir útfærslu ofantalinna atriða. Nýjar lóðir undir flugskýli eru ráðgerðar sunnan núverandi flugskýla en lóðir fyrir vörugeymslur ásamt tilheyrandi flughlaði eru sýndar norðan flugstöðvar, að mestu á nýrri landfyllingu. Gert er ráð fyrir stækkun flugsafns. Markað er öryggissvæði 150 m útfrá miðlínu flugbrautar og endum hennar, en innan þess er gert ráð fyrir flugakbraut meðfram flugbraut að vestan. Sýnd er lóð og byggingarreitur fyrir slökkvistöð á landfyllingu milli Drottningarbrautar og flugvallar, gegnt gatnamótum við Miðhúsabraut. Tillögugögnin (opnast í nýjum glugga): Tillöguuppdráttur: .pdf, 2.300 k - .jpg, 530 k Lýsingaruppdráttur (pdf, 570 k) Greinargerð (pdf, 450k) Tillögurnar ásamt fylgigögnum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 19. janúar 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 19. janúar 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 8. desember 2004, Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventutonleikar-sinfoniunnar
Aðventutónleikar Sinfóníunnar Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða í Akureyrarkirkju sunnudaginn 12. desember kl. 16. Efnissvalið er tengt jólunum og ætti að höfða vel til barna. Það er því tilvalið fyrir fjölskylduna að eiga góða stund saman á aðventunni með því að fara á tónleika. Tónleikarnir hefjast á konsert fyrir horn og hljómsveit eftir F.A. Rossetti. Lítið hefur verið flutt eftir Rosetti hér á landi og mun þetta vera frumflutningur á þessum konsert. Einleikari á tónleikunum er hornleikarinn László Czenek. Hann er ungverskur en flutti til Íslands árið 1996, býr á Hvolsvelli og er skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga. László hefur verið hornleikari í SN frá árinu 1997 og spilar einnig af og til með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Aðventutónleikar SN hafa undanfarin ár verið í samvinnu við börn. Fyrir þessa tónleika leituðum við samstarfs við Tónlistarskólann á Akureyri og hafa kennarar skólans undirbúið 40 nemendur úr gítar- og blásaradeild og flytja þau jólalög með hljómsveitinni. Jólalögin eru útsett af stjórnandanum Guðmundi Óla Gunnarssyni. Tónleikunum lýkur á því að frumflutt verður tónverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við sögu eftir Jón Guðmundsson. Þetta er jólasaga sem ber her heitið „Stjarnan mín og stjarnan þín". Fjallar sagan um Frikka sem hafði viðurnefnið frekja og hvernig hann bregst við þegar jólin nálgast og það eina sem hann fær í skóinn er kartafla. Hildigunnur samdi þetta tónverk nú í haust að beiðni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Sögumaður er Þráinn Karlsson leikari. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir 20 ára og yngri, fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 1.000 kr. en almennt miðaverð er 1.500 kr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/amtsbokasafnid-hlaut-vidurkenningu
Amtsbókasafnið hlaut viðurkenningu Amtsbókasafnið á Akureyri hlaut viðurkenninguna "Lofsvert lagnaverk 2003" og afhenti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, viðurkenningar til þeirra sem unnu að lagnaverki í safninu afhentar við hátíðlega athöfn í gær. Viðurkenningar fyrir lofsvert heildarverk hlutu: Verkfræðistofa Norðurlands ehf, Blikkrás ehf, Raftákn ehf, Bútur ehf, Vilhelm Guðmundsson, rafvirkjameistari, og Akureyrabær. Í flokki smærri lagnakerfa hlutu viðurkenningu Danfoss og Lagnakerfamiðstöð Íslands. Þá voru Þorbjörn Karlsson, verkfræðingur, og Jónas Jóhannsson, pípulagningameistari, heiðraðir sérstaklega við þessa athöfn. Þeir sem hlutu viðurkenningu Lagnafélags Íslands, ásamt heiðursverðlaunahafanum Jónasi Jóhannssyni sem er lengst til hægri á myndinni. Allt frá árinu 1990 hefur Lagnafélag Íslands veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingu á Íslandi, er þykir framúrskarandi í hönnun og uppsetningu. Tilgangur viðurkenninganna er að efla gæðavitund meðal þeirra aðila sem starfa á þessum vettvangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatning til að afla sér aukinnar menntunar á sviði lagnamála. Amtsbókasafnið Akureyri varð að þessu sinni fyrir valinu hjá viðurkenningarnefnd Lagnafélags Íslands og hlýtur viðurkenningar fyrir lofsvert lagnaverk fyrir árið 2003. Í áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélags Íslands segir m.a.: "Heildarverk við lagnir í Amtsbókasafninu Akureyri eru öll til fyrirmyndar. Aðgengi að tækjum og lögnum er gott, handverk iðnaðarmanna allt til fyrirmyndar. Handbækur lagnakerfa unnar.” Oddur Helgi Halldórsson, framkvæmdastjóri Blikkrásar, í ræðustólnum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utifundur-a-radhustorgi-i-dag
Útifundur á Ráðhústorgi í dag Útifundur verður haldinn á Ráðhústorgi kl. 17 í dag í tilefni alþjóða mannréttindadagsins en einnig til að marka lok 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UNIFEM á Íslandi hefur staðið fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá UNIFEM verður þriðja hver kona í heiminum fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Ein af hverjum fimm konum verður fyrir nauðgun og um tvær milljónir stúlkna eru umskornar á hverju ári. Á fundinum mun Margrét Heinreksdóttir, lektor við Félagsvísinda og lagadeild Háskólans á Akureyri flytja ávarp og síðan verður kveikt á kertum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis. Hægt verður að kaupa kerti á staðnum á 100 kr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/laxness-og-eftirmal
Laxness og Eftirmál Halldór Guðmundsson og Njörður P. Njarðvík lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Amtsbókasafninu fimmtudaginn 16. desember kl. 17.15. Halldór Laxness: ævisaga eftir Halldór Guðmundsson hefur fengið frábæra dóma og verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Halldór hefur talað við fjölda manns, leitað í bókum, skjala- og bréfasöfnum, hér á landi og erlendis, að heimildum og vitnisburði um líf Halldórs Laxness. Myndin sem hann dregur upp af viðfangsefni sínu er fræðandi og skemmtileg en umfram allt ögrandi og óvænt. Bók Njarðar P. Njarðvík, Eftirmál, hefur einnig fengið mjög góða dóma, en þar segir frá langri baráttu sonar hans við fíknina. Hér er persónulegum harmleik snúið í afburða vel gerða frásögn sem með einlægni sinni og hispursleysi lætur engan ósnortinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatre-bernsku-minnar
Jólatré bernsku minnar Hin árlega sýning "Jólatré bernsku minnar" stendur nú yfir í Punktinm en þar eru til sýnis jólatré af öllum stærðum og gerðum frá liðinni tíð. Ennþá eru að bætast við tré á sýninguna og óska forsvarsmenn Punktsins eftir að fá til sín gömul jólatré sem fólk kann að eiga í fórum sínum. Þau þurfa ekki að vera skreytt og má þess vegna skreyta þau á staðnum ef það hentar. Einnig er verið að safna upplýsingum um jólatré allra tíma, myndum, sögum og frásögnum um jólatré. Verður það sett inn á heimasíðu Punktsins. Sýningin stendur til 21. desember og er opin á opnunartíma Punktsins sem er alla virka daga frá 13-17 og á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá 19-22.
https://www.akureyri.is/is/frettir/laufabraudsutskurdur-i-hlid
Laufabrauðsútskurður í Hlíð Mikið annríki hefur verið á Öldrunarheimilum Akureyrar það sem af er desember. Í heimsókn hafa komið leikskólabörn, karlakórar og fleiri. Staðið hefur verið fyrir ýmsum uppákomum og enn er von á fleiri góðum gestum. Áætlað er að á þriðja hundrað gestir komi í jólamánuðinum einum til að gleðja íbúa með söng og dansi og þá eru ótaldir aðstandendur íbúanna sem koma einnig í heimsókn. Þriðjudaginn 14. desember var haldinn einn allsherjarlaufabrauðsdagur í Hlíð þar sem íbúar komu saman og skáru út laufabrauð. Mikil ánægja var með daginn og greinilegt að margir hafa tekið þátt í laufabrauðsgerð áður. Starfsfólk sá ýmsar útfærslur á munstrum sem það hefur aldrei séð í nútíma laufabrauðsgerð og voru sumar kökurnar hrein listaverk.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolasongvar-kors-akureyrarkirkju
Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða sunnudaginn 19. desember kl. 17. og 20. Fyrir síðustu jól var ákveðið að bjóða upp á tvenna tónleika vegna frábærrar aðsóknar á undanförnum árum og gaf það mjög góða raun. Á efnisskránni er aðventu og jólatónlist eftir Jórunni Viðar, Róbert A. Ottóson, Michael Praetorius, Charles Wood, Zöebeley, Reginald Jacques, David Willcocks og Anders Öhrwall. Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel og stjórnandi er Björn Steinar Sólbergsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/askur-thvara-og-stafur-jola-hvad
Askur, þvara og stafur... jóla hvað? Þau hafa streymt í Minjasafnskirkjuna börnin í Eyjafirði undanfarnar vikur. Við ljóstýruna frá kertunum sitja þau þétt saman í nepjunni í kirkjunni. Tilefni heimsóknanna er að kynnast betur kunnuglegum náungum sem fara á stjá í desember. Flestir vita að jólasveinarnir hafa breytt bæði innræti og ytra útliti frá fyrri tíð. Fæst barnanna hafa hins vegar séð þvörur, aska eða aðra hluti sem tengjast jólasveininum. Hvað þá haldið á staf Stekkjastaurs! Hver hefði ímyndað sér að Stúfur væri jafnvel sterkasti jólasveinninn? Þetta er fimmta árið sem Minjasafnið og Nonnahús standa að jólavöku fyrir börn og hefur aðsóknin farið vaxandi með hverju árinu. Í ár hafa 950 börn á aldrinum 2-12 ára heimsótt söfnin í þeim tilgangi að kynnast betur þeim sem lauma góðgæti í skóinn í desember, skoðað gömul heimagerð jólatré og heyrt um jólahald fyrr á tíð. Krakkarnir hafa komið færandi hendi með jólaskraut sem þau hafa búið til og hengja á gamalt jólatré.
https://www.akureyri.is/is/frettir/okeypis-i-bilastaedin-til-jola
Ókeypis í bílastæðin til jóla Ókeypis verður í öll gjaldskyld bílastæði á Akureyri frá og með deginum í dag og fram að jólum. Er þetta gert til hægðarauka fyrir fólk í jólainnkaupum og sér í lagi til að liðka fyrir umferð um miðbæinn. Um leið eru atvinnurekendur og verslunareigendur hvattir til að brýna fyrir starfsfólki sínu að leggja ekki í stæði sem almennt eru gjaldskyld á vinnutíma, þannig að stæðin nýtist sem best þeim sem sækja þjónustu í miðbæinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hetjurnar-og-aflid-hljota-styrk
Hetjurnar og Aflið hljóta styrk Ákveðið hefur verið að Akureyrarbær sendi engin jólakort til starfsmanna sinna en styrki þess í stað gott málefni líkt og gert var í fyrra. Að þessu sinni er styrknum deilt niður í tvo staði og hann hljóta Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, og Aflið, systursamtök Stígamóta á Akureyri. Myndin var tekin þegar styrkirnir voru afhentir í gær, mánudag. Talið frá vinstri: Íris Björk Árnadóttir frá Hetjunum, Olga Ellen Einarsdóttir frá Aflinu og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, sendi starfsfólki Akureyrarbæjar jólakveðju með tölvupósti í gær og segir þar meðal annars: "Líkt og í fyrra hef ég ákveðið að ráðstafa þeim fjármunum sem ella hefðu farið í að prenta og senda út jólakort, til að styrkja gott málefni og veita tveimur félagasamtökum fjárhagslegan stuðning. Ég er þess fullviss að þið virðið og styðjið þá ákvörðun mína. Annars vegar verður Hetjunum, félagi aðstandenda langveikra barna, veittur styrkur og hins vegar Aflinu, systursamtökum Stígamóta hér á Akureyri. Þetta hefur verið gott ár fyrir okkur Akureyringa. Ljóst er að bæjarbúum fjölgar árið 2004 umfram landsmeðaltal fimmta árið í röð og lítur allt út fyrir að um áramót verðum við orðin 16.600. Slíkur samfelldur vöxtur væri aldrei mögulegur án góðs starfsfólks sem legur allan sinn metnað í að efla hag bæjarfélagsins."
https://www.akureyri.is/is/frettir/fridarganga-a-thorlaksmessu
Friðarganga á Þorláksmessu Friðarganga verður farin á Þorláksmessukvöld kl. 20 frá Menntaskólanum á Akureyri að Ráðhústorgi. Embla Eir Oddsdóttir flytur ávarp og Kór Akureyrarkirkju syngur. Í tilkynningu frá þeim sem fyrir göngunni standa segir meðal annars: "Slagorð og bænir gegn stríði eru góð hefð á Þorláksmessu. Þannig er jólahaldinu gefið aukið innihald. Nokkrir einstaklingar á Akureyri standa að blysför í þágu friðar einnig í ár. Grundvöllur hennar er í fyrsta lagi almennar jólaóskir um frið, í öðru lagi fordæming á þeim hernaði sem dregur nú heiminn inn í nýja skálmöld og í þriðja lagi fullkomin andstyggð á allri aðild Íslands að stríðsrekstri í fjarlægum löndum. ... Aðstandendur snúa sér til almennings, vinnustaða, stéttarfélaga og annarra félaga, skólafólks, safnaðarfélaga, kóra og friðelskandi fólks yfirleitt og hvetur það til koma í blysför að kvöldi Þorláksmessu. Með því segjum við álit okkar því að þjóðin skuli flækt í árásarstríð án þess að vera spurð."
https://www.akureyri.is/is/frettir/songleikurinn-oliver-frumsyndur-um-jolin
Söngleikurinn Óliver! frumsýndur um jólin Um jólin, þann 28. desember, frumsýnir Leikfélag Akureyrar söngleikinn Óliver eftir Lionel Bart. Söngleikurinn hefur verið með vinsælustu söngleikjum heims frá því um 1960 þegar hann var frumsýndur og kvikmyndaútgáfan er löngu orðin sígild. Uppsetningin nú er með stærstu uppsetningum sem LA hefur ráðist í, því um 60 manns koma að hverri sýningu á Óliver! Þeirra á meðal eru 18 börn sem valin voru úr 250 manna hópi sem freistaði gæfunnar í áheyrnarprufum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tekur þátt í sýningunni og er samstarfsaðili við uppsetninguna. Ólafur Egill Egilsson fer með hlutverk þjófaforingjans Fagins. Charles Dickens samdi söguna um munaðarleysingjann Óliver um miðja 19. öldina og naut sagan þegar mikilla vinsælda. Þar birtast átök hins góða og illa og vakti Dickens sérstaklega athygli á kjörum þeirra sem minna mega sín. En fyrst og fremst er sagan þrælspennandi, fyndin og skemmtileg. Persónurnar eru fjölbreyttar og litríkar og bófaforinginn Fagin er löngu kominn í hóp sígildra bókmenntapersóna. Í tilefni uppsetningar LA á Óliver endurútgaf JPV útgáfa sögu Dickens nú í haust. Um 1960 samdi Lionel Bart söngleikinn upp úr sögunni um Óliver Twist. Verkið sló samstundis í gegn og var sýnt árum saman fyrir fullu húsi í London og New York. Síðan hefur söngleikurinn ratað reglulega á svið í leikhúsum um allan heim og kvikmyndin sem frumsýnd var 1968 hlaut fjölda Óskarsverðlauna. Þjóðleikhúsið sýndi Óliver síðast árið 1989. Uppsetning LA er með stærstu uppsetningum félagsins frá upphafi. Þegar mest lætur eru 47 manns á sviðinu en samtals taka 60 manns þátt í flutningi verksins. Uppsetningin er samstarfsverkefni LA og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands en hljómsveitin telur þrettán manns sem er óvenjulega stór hljómsveit í söngleikjum á Íslandi. Gísli Rúnar Jónsson á heiðurinn af nýrri þýðingu söngleiksins en leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri og Sigurjón Jóhannsson hannar leikmynd og búninga. Ljósahönnuður er Þórður Orri Pétursson, danshöfundur Ástrós Gunnarsdóttir, gervahönnuður er Fríða María Harðardóttir og framleiðslustjóri Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir. Í helstu hlutverkum eru Ólafur Egill Egilsson, Þórunn Erna Clausen, Jón Páll Eyjólfsson, Margrét Eir, Ólafur Rúnarsson, Esther Talía Casey, Skúli Gautason, Þorsteinn Bachmann og Saga Jónsdóttir. Óliver er leikinn af Gunnari Erni Steffenssen, 10 ára dreng úr Eyjafirði, Hrapp leikur Jóhann Axelsson og Ninna Rún Pálmadóttir leikur Buddu. Alls taka 18 börn þátt í uppsetningunni og sex manna kór. Óliver er settur upp af Leikfélagi Akureyrar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með öflugum stuðningi Norðurorku, KEA-Hótels, Visa og PWC. Forsala á sýninguna er hafin og gengur afskaplega vel, enda þegar orðið uppselt á sjö sýningar verksins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verdlaun-fyrir-einn-tveir-nu
Verðlaun fyrir Einn, tveir & nú! Á þriðjudag voru afhent verðlaun fyrir þátttöku í nóvember í heilsueflingarátaki Heilsueflingarráðs Akureyrar – “Einn, tveir og nú!”, sem stendur í allan vetur. Í hverjum mánuði eru dregin út nokkur innsend fjölskyldukort og hljóta eigendur þeirra viðurkenningu fyrir þátttökuna. Frá því að átakið hófst (september, október og nóvember) hafa rúmlega átta hundruð manns skráð þátttöku í átakinu. Hluti verðlaunahafa fyrir nóvember ásamt Rut Sigurðardóttur, afrekskonu í Taekwondo (núverandi Norðurlandameistari), sem afhenti verðlaunin. Eins og fram hefur komið skrá fjölskyldumeðlimir alla hreyfingu á “Fjölskyldukort” sem einskonar almanak fyrir hvern mánuð. Kortinu skal skila inn fyrir tíunda hvers mánaðar og úr innsendum kortum eru dregin út nokkur nöfn sem fá verðlaun fyrir þáttökuna. Rut Sigurðardóttir, afrekskona í Taekwondo í Þór, afhenti nóvember-verðlaunin í gær. Eftirtalin duttu í lukkupottinn að þessu sinni: Hilma Elísabet Valdimarsdóttir, Einholti 11. Hilma Elísabet, 12 ára, fékk flíspeysu frá 66°N. Erik Snær og Bríet Rán Elefsen, Byggðavegi 94. Erik Snær, 7 ára, og Bríet Rán, 5 ára, fékk sitt hvora flíspeysuna frá 66°N. Heiður Ósk, Stefán Bragi og Jón Kristinn Þorgeirsbörn, Akurgerði 5d. Þau systkinin fengu hvert um sig bakpoka frá 66°N. Fjölskyldan Austurbyggð 11 – Unnur A. Kristjánsdóttir, Halldór Torfi Torfason, Tómas Leó, 14 ára, Tinna Mjöll, 12 ára, og Maron Trausti, 7 ára, Halldórsbörn. Fjölskyldan fékk dagskort á skíði í Hlíðarfjall fyrir alla fjölskyldumeðlimi og er leiga á skíðum innifalinn. Einnig fengu krakkarnir glaðning frá Landsbankanum. Fjölskyldan Byggðavegi 84 – Inga Líf Ingimarsdóttir (7 ára) og Logi Ingimarsson (14 ára). Fjölskyldan fékk dagskort á skíði í Hlíðarfjall fyrir alla fjölskyldumeðlimi og er leiga á skíðum innifalinn. Einnig fengu krakkarnir glaðning frá Landsbankanum. Ingunn Magnea, 6 ára, Hildur Björk, 10 ára, og Karen Lind, 12 ára, Jónsdætur, Heiðarlundi 1g. Fjölskyldan í Heiðarlundi 1g fékk dagskort á skíði í Hlíðarfjall fyrir alla fjölskyldumeðlimi og er leiga á skíðum innifalinn. Einnig fengu þær systur glaðning frá Landsbankanum. Halldóra Líf Hjaltadóttir, 9 ára, og Sandra Ósk Guðlaugsdóttir, 6 ára, Einholti 2b. Fjölskyldan í Einholti 2b fékk dagskort á skíði í Hlíðarfjall fyrir alla fjölskyldumeðlimi og er leiga á skíðum innifalinn. Einnig fengu systkinin glaðning frá Landsbankanum. Reynir Örn Viðarsson, 9 ára, Snægili 16. Reynir Örn fékk glaðning frá Landsbankanum. Arnar Hrafn, 9 ára, og Arnar Logi, 1 árs, Viðarssynir, Móasíðu 9e. Þeir bræður fengu glaðning frá Landsbankanum. Viktor Máni, 10 ára, og Hrafnhildur Eva, 5 ára, Einarsbörn, Borgarhlíð 9a. Þau systkinin fengu glaðning frá Landsbankanum. Heilsueflingarátakið heldur áfram af fullum krafti á nýju ári, en það mun standa út yfirstandandi skólaár. Upplagt er að hreyfa sig duglega um jólahátíðina, en samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins nást veruleg áhrif til heilsubótar með a.m.k. hálftíma rösklegum göngutúr á dag. Ýmis önnur hreyfing af svipaðri áreynslu er auðvitað í fullu gildi líka, s.s. skokk, hjólreiðar, sund o.fl. Ávinningurinn er m.a. vörn gegn ýmsum langvinnum sjúkdómum, þyngdin helst í skefjum, streitan minnkar, orkan eykst og vinnuframlag líka. Síðast en ekki síst léttir hreyfingin lund og eykur vellíðan. Hægt er að nálgast ný fjölskyldukort í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar (Geislagötu 9), Sundlaug Akureyrar eða hjá riturum grunnskólanna, Félagssviði Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26 og á heimasíðu verkefnisins www.akureyri.is/12ognu. Dregið verður úr innsendum fjölskyldukortum fyrir desember þann 15. janúar 2005.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-i-hlidarfjalli
Opið í Hlíðarfjalli Lyfturnar í Hlíðarfjalli voru ræstar kl. 11 í morgun, þriðjudaginn 28. desember, og verður opið til kl. 16. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, er nokkuð sáttur við stöðu mála þar efra en hefði gjarnan viljað sjá meiri snjó. Hann segir að snjórinn sé í raun meiri á Akureyri en uppi í Fjalli. Talsverður skafrenningur hafi verið og snjórinn safnast saman í lægðum. Hann brýnir því fyrir fólki að fara varlega því sums staðar sé grunnt "niður á fasta landið". Reynt verður að halda opnu næstu daga og er Guðmundur Karl nú þegar lagstur á bæn að biðja um meiri snjó.
https://www.akureyri.is/is/frettir/barokkbaerinn-akureyri
Barokkbærinn Akureyri Í kvöld kl. 20.30 heldur Eyþór Ingi Jónsson, organisti og kórstjóri í Akureyrarkirkju, fyrirlestur í Ketilhúsinu á vegum Tónlistarfélags Akureyrar þar sem hann fjallar um tónlist barokktímans. Fyrirlesturinn er í tengslum við barokktónleika í Akureyrarkirkju á miðvikudagskvöldið þar sem Hymnodia, kammerkór Akureyrarkirkju flytur ásamt hljómsveit tónlist eftir franska barokktónskáldið Marc-Antoine Charpentier. Meðal annars verður flutt Miðnæturmessa, Messe de minuit, verk sem samið er til flutnings um miðnætti á aðfangadagskvöld. Með tónleikunum er minnst þrjú hundruð ára ártíðar tónskáldsins sem lést í París 1704. Einsöng á tónleikunum syngur Helena Bjarnadóttir sópran og kórfélagar fara með einsöngskafla í verkum Charpentiers. Tónleikarnir á miðvikudagskvöld hefjast klukkan 20.30 í Akureyrarkirkju.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyarsdansleikur-i-ketilhusinu
Nýársdansleikur í Ketilhúsinu Þau tíðindi verða á fyrsta degi komandi árs að haldinn verður nýársdansleikur á Akureyri þar sem nýstofnuð Kammersveit Tónlistarfélags Akureyrar leikur Vínarvalsa og aðra sígilda danstónlist fyrir dansi í Ketilhúsinu. Í boði verður glæsilegt smáréttahlaðborð frá Einari Geirssyni, landsliðsmanni í matargerð og vert á Karólínu Restaurant, og síðan verður dansað fram á nótt. Það er ekki oft sem konurnar fá almennilegt tækifæri til að nota síðkjólana sína og karlarnir smókinginn eða kjólfötin en það gefst með þessum viðburði. Forsala aðgöngumiða er í Pennanum-Bókvali á Akureyri. Aðgangseyrir er 2.000 krónur fyrir ballið og aðeins 4.000 fyrir mat og ball.
https://www.akureyri.is/is/frettir/blustonleikar-a-fimmtudagskvold
Blústónleikar á fimmtudagskvöld Fimmtudagskvöldið 30. desember verður blús- og jasskvöld á Græna Hattinum. Þar koma fram Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og Park Projekt Pálma Gunnarssonar og Kristjáns Edelstein. Blúskompaníið var stofnað af Magnúsi Eiríkssyni einum fremsta blúsmanni landsins fyrir rúmum þremur áratugum og hefur starfað með hléum síðan þá. Nú síðast gerðu þeir félagar garðinn frægan er þeir opnuðu Blúshátíð Reykjavíkur fyrir troðfullu húsi. Blúskompaníið skipa ásamt Magnúsi Eiríkssyni, Pálmi Gunnarsson bassaleikari og söngvari, Benedikt Brynleifsson trommuleikari, Agnar Már Agnarsson hljómborðsleikari og sérstakur gestur kompanísins verður Kristján Edelstein gítarleikari. Áður en Blúskompaníið stígur á svið leikur Park Projekt Pálma Gunnarssonar og Kristjáns Edelstein nokkur stef af nýju efni sem þeir félagar eru að hljóðrita þessa dagana. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 1.500 kr. Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson úr Blúskompaníinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/influensan-komin
Inflúensan komin Nú hefur ný inflúensa stungið sér niður á Akureyri og má búast við að einhverjir muni fá hana á næstu vikum. Helstu einkenni eru: hár hiti sem byrjar skyndilega höfuðverkur og beinverkir hósti, hæsi, sviði í augum, nefrennsli og hálssærindi kviðverkir og uppköst sem geta komið fyrir hjá börnum. Venjulega gengur hitinn yfir á 3–5 dögum en slappleiki og hósti geta staðið mun lengur. Yfirleitt nær fólk sér að fullu en gamalt fólk og einstaklingar með langvinna sjúkdóma geta veikst alvarlega. Bólusetningum gegn inflúensu sem gefnar voru fyrr í haust er ætlað að draga úr líkum á sjúkdómi einkum í þessum áhættuhópum. Nánari upplýsingar á heimasíðu Heilsugæslustöðvarinnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-um-sorplosun
Samningur um sorplosun Frá og með næstu áramótum mun Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar hætta að taka sorp frá stofnunum, deildum og fyrirtækjum Akureyrarbæjar. Af þessu tilefni hefur Akureyrarbær, fyrir hönd þessara aðila samið við Gámaþjónustu Norðurlands ehf, um að taka að sér þessa þjónustu. Samningurinn byggist á útboði sem Ríkiskaup stóðu fyrir nú í haust og skrifað var undir í desember. Samningurinn er til eins árs þ.e. frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2005 með framlengingarákvæðum. Markmið þessa samstarfssamnings er að stofnanir, fyrirtæki og deildir Akureyrarbæjar njóti hagkvæmrar og góðrar sorpþjónustu þar sem meginmarkmiðið er að stuðla að minnkun þess úrgangs sem fer til urðunar og auka hlutfall þess úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar. Til að ná þessum markmiðum samstarfsins mun verktaki annast kennslu með stuttum námskeiðum eða fyrirlestrum eftir óskum Akureyrarbæjar, bænum að kostnaðarlausu. Verktaki ábyrgist að öll framkvæmd verksins og meðferð úrgangsins verði í samræmi við starfsleyfi hans og jafnframt í samræmi við lög og reglugerðir þar að lútandi. Þá skuldbindur verktaki sig til að kynna Akureyrarbæ nýja tækni á sviði sorpmála eftir því sem hún er tekin í notkun. Frá undirritun samningsins: F.v. Árni Þór Freysteinsson, innkaupastjóri Akureyrarbæjar, Dan Jens Brynjarsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Benoný Ólafsson, forstjóri Gámaþjónustunnar, og Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Gámaþjónustunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-setur-milljon-i-neydarhjalp
Akureyrarbær setur milljón í neyðarhjálp Fimmtudaginn 30. desember samþykkti bæjarráði Akureyrar að leggja fram eina milljón króna til fjársöfnunar Rauða kross Íslands vegna neyðarhjálpar til handa íbúum þeirra landa í Suður-Asíu sem nú þjást vegna afleiðinga þeirra miklu náttúruhamfara sem urðu þann 26. desember sl. Samkvæmt upplýsingum á www.mbl.is höfðu um áramót, almenningur á Íslandi, stjórnvöld, fyrirtæki og félagasamtök, gefið samtals um 60 milljónir króna til neyðarhjálpar Rauða krossins á jarðskjálfta- og flóðasvæðum í Asíu. Hluta upphæðarinnar hefur þegar verið komið til Alþjóða Rauða krossins og nýtist til hjálparstarfs við afar erfiðar aðstæður, einkum á Sri Lanka og í Indónesíu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/trjam-safnad-og-thau-endurunnin
Trjám safnað og þau endurunnin Að loknum jólum gengst framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar fyrir söfnun jólatrjáa til endurvinnslu. Markmiðið er að minnka magn sorps sem fer til urðunar og endurnýta jólatrén, um leið og bæjarbúum er gert hægara um vik að losa sig við trén. Jólatré sem lokið hafa hlutverki sínu verða kurluð og afurðin m.a. notuð til jarðvegsgerðar. Dagana 4. til 17. janúar gefst bæjarbúum kostur á að setja jólatrén í sérstaka gáma sem staðsettir verða við Kaupang, Hagkaup, Sunnuhlíð og verslunina Síðu. Gámar þessir eru eingöngu ætlaðir fyrir jólatré og eru bæjarbúar vinsamlega beðnir að virða það. Þar að auki má koma með trén á gámastöðina við Réttarhvamm (Skíðastaðaveg) á opnunartíma gámastöðvarinnar. Dagana 10. til 14. janúar verða starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar á ferð um bæinn og safna jólatrjám sem sett hafa verið út að götu við lóðarmörk. Ekki verður safnað trjám frá fyrirtækjum og stofnunum en forsvarsmönnum þeirra er bent á að nýta sér söfnunargáma og gámastöðina við Réttarhvamm. Nánari upplýsingar um söfnunina eru veittar hjá framkvæmdamiðstöð í síma 460 1212 og 460 1213.
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntasmidja-unga-folksins-ad-hefjast
Menntasmiðja unga fólksins að hefjast Vorönnin í Menntasmiðju unga fólksins hefst miðvikudaginn 19. janúar nk. en námið er sérstaklega ætlað fólki á aldrinum 17-26 ára og miðar að því að auka lífshæfni þeirra er það sækja. Námið nýtist vel þeim sem standa á tímamótum og eru að takast á við breytingar í lífinu. Menntasmiðjan er góður undirbúningur fyrir hvers konar starf eða frekara nám. Starfs- og námskynning er hluti námsins. Kynning á náminu fer fram á morgun, fimmtudaginn 6. janúar kl. 16.00, í Menntasmiðjunni, Glerárgötu 28, 3. hæð. Umsóknum um nám skal skila til Menntasmiðjunnar eigi síðar en 12. janúar 2005 á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar fást í Menntasmiðjunni í síma 462 7255.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jord-skelfur-vid-grimsey
Jörð skelfur við Grímsey Tveir skjálftar 3,9 og yfir 5 á Richter urðu nú um klukkan 4 við Grímsey. Skjálftarnir fundust allvíða á Norðurlandi, m.a. Grímsey, Húsavík og Akureyri. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sagði að upptök skjálftanna hefðu verið um 20 km ASA af Grímsey. Fyrri skjálftinn klukkan 3.55 var 3,9 á Richter en sá seinni rétt fyrir 4 var yfir 5 jafnvel 5,5 á Richer. Nokkrir eftirskjálftar hafa orðið. Frétt af www.ruv.is Mynd af heimasíðu Veðurstofu Íslands, www.vedur.is, sem sýnir staðsetningu og stærð skjálftanna. Skjálftar merktir með grænni stjörnu eru yfir 3 á Richter skala.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eyjafjordur-eitt-sveitarfelag
Eyjafjörður eitt sveitarfélag? Bæjarráð Akureyrar lagði til á síðasta fundi sínum árið 2004 að í kosningum um sameiningu sveitarfélaga 23. apríl nk. verði kosið um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði. Ekki eru allir á einu máli og í gær tilkynnti sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar að svo stór sameining væri ekki tímabær. Í svæðisfréttum RÚV kom fram að sveitarstjórnin teldi ekki sanngjarnt að "velta vanda Ólafsfjarðar og Dalvíkurbyggðar yfir á nágrannasveitarfélögin." Áður hafði bæjarstjórn Siglufjarðar lagt til að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Í fundargerð bæjarráðs Akureyrar frá 30. desember 2004 segir orðrétt: Lögð fram skýrsla unnin af Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri um mat á sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í eitt. Bæjarráð Akureyrar leggur til að í kosningum um sameiningu sveitarfélaga þann 23. apríl 2005 verði kosið um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði í eitt. Sveitarfélögin eru: Siglufjarðarbær, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Grímseyjarhreppur, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Ofangreinda tillögu gerir bæjarráð á grundvelli þess að tímanlega fyrir sameiningarkosningarnar hafi neðangreindar þrjár forsendur verið uppfylltar: Í fyrsta lagi: Fyrir liggi yfirlýsing stjórnvalda um að ekki komi til þeirrar skerðingar á tekjum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem hið sameinaða sveitarfélag mun að óbreyttu verða fyrir, samkvæmt núgildandi reglum sjóðsins. Í öðru lagi: Fyrir liggi staðfesting á upphafi framkvæmda við gerð jarðgangna milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. Í þriðja lagi: Samkomulag hafi náðst milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkefnatilfærslu og tekjustofna svo sem boðað var við upphaf verkefnisins "Efling sveitarstjórnarstigsins".
https://www.akureyri.is/is/frettir/bikarmeistarar-ganga-aftur
Bikarmeistarar ganga aftur Sannkallaður stórleikur verður í KA-heimilinu á Akureyri nk. laugardag, 8. janúar kl. 15, en þá mætast bikarmeistarar KA í meistaraflokki karla í handknattleik frá árinu 1995 og núverandi bikarmeistarar félagsins, sem hömpuðu sama bikar sl. vetur. Svo skemmtilega vill til að leikurinn fer fram á afmælisdegi Knattspyrnufélags Akureyrar, en félagið var stofnað 8. janúar árið 1928 og fagnar því 77 ára afmæli á laugardag. Allir þeir sem koma að framkvæmd leiksins og taka þátt í honum gefa vinnu sína. Öll innkoma af leiknum rennur óskert til fjölskyldu á Akureyri sem nú tekst á við óvæntar og erfiðar aðstæður en að ósk fjölskyldunnar er ekki gefið upp hver á í hlut. Það má hins vegar fullyrða að þeir fjármunir sem koma í kassann munu nýtast viðkomandi fjölskyldu gríðarlega vel og létta henni róðurinn. Það er því von og trú þeirra sem hafa unnið að því að koma þessum leik á og taka þátt í honum á einn eða annan hátt, að sem flestir sjái sér fært að mæta á leikinn og taka þátt í fjörlegri skemmtun um leið og stutt er við gott málefni. Til upprifjunar skal þess getið að gullaldarlið KA frá 1995 sigraði Val í úrslitum bikarkeppninnar það ár eftir tvíframlengdan leik. Þetta var leikur sem er skráður með stóru letri sem einn af æsilegustu handboltaleikjum sem farið hafa fram hér á landi. Og í þessu frábæra KA-liði voru margar þekktar og eftirminnilegar kempur, sem ætla nú að mæta í KA-heimilið á nýjan leik og taka þéttingsfast á núverandi bikarmeisturum. Nægir þar að nefna Alfreð Gíslason, núverandi þjálfara Magdeburg í Þýskalandi, Valdimar Grímsson, Sigmar Þröst Óskarsson, Leó Örn Þorleifsson og Jóhann Gunnar Jóhannsson. Þá lætur Árni Stefánsson, þáverandi aðstoðarþjálfari KA og núverandi þjálfari FH, sig ekki vanta og það sama má segja um sjúkraþjálfarann í bláu dragtinni, Ingu Ragnarsdóttur. Og til þess að styrkja þetta firnasterka lið enn frekar hefur landsliðshorna- og KA-maðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem nú spilar með Essen í Þýskalandi, boðað komu sína og mun hann án efa sýna sínar bestu hliðar í KA-heimilinu á laugardaginn með bikarliðinu ’95. Miðaverð á leikinn er að lágmarki 500 krónur fyrir fullorðna en börn að 14 ára aldri greiða 200 krónur. Þó skal þess getið að allir iðkendur hjá KA, í öllum deildum, fá frítt inn. Leikurinn hefst sem áður segir kl. 15.00. Þess er vissulega vænst að KA-heimilið verði fullt út úr dyrum. Skemmtunin verður ósvikin og málefnið er gott. Þá skal tekið fram að í tengslum við leikinn mun aðalstjórn KA lýsa kjöri íþróttamanns KA fyrir árið 2004. Reikningur söfnunarinnar er 0164-26-671 kt 700169-4219.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brautargengi-fyrir-konur
Brautargengi fyrir konur Brautargengi nefnist námskeið fyrir konur um gerð viðskiptaáætlana og stofnun og rekstur fyrirtækja. Námskeiðin eru haldin á vegum IMPRU, nýsköpunarmiðstöðvar, og hefst það næsta 16. febrúar. Hér er um að ræða sérsniðið námskeið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Þátttakendur eru annaðhvort konur sem eru með fyrirtæki í rekstri og vilja bæta árangur sinn eða konur með ýmsar hugmyndir á frumstigi sem þær vilja sjá hvort möguleiki er á að vinna með lengra. Forkröfur varðandi rekstrarþekkingu eru engar, þ.e. þátttakendur þurfa ekki að hafa reynslu eða þekkingu á rekstri til þess að eiga erindi á námskeiðið. Næsta námskeið hefst sem áður segir miðvikudaginn 16. febrúar 2005. Kennt verður á miðvikudögum kl. 12.30 - 17.00 frá 23. febrúar – 1. júní 2005. Umsóknareyðublöð eru á vefsíðu Impru, www.impra.is og einnig er áhugasömum velkomið að hafa samband með tölvupósti [email protected] eða með því að hringja í síma 460 7970. Frétt af www.afe.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/sandur-af-sedlum-og-vima
Sandur af seðlum og víma Á sýningunni "Stríðsmenn hjartans", sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 15. janúar, verða annars vegar til sýnis skúlptúrar úr 100 milljónum króna í reiðufé og hins vegar ljósmyndir af fólki undir áhrifum alls kyns vímuefna. Yfir öllu svífur tíbeskur munkasöngur. Þetta er sýning sem ætti að snerta við öllum — hvort sem fólk hefur áhuga á að fylgjast með stefnum og straumum í listalífinu eða er of önnum kafið á stríðsvelli hversdagsins. Sýningin varð til í samstarfi listamannsins Ashkan Sahihi og Hannesar Sigurðssonar safnstjóra. Henni má lýsa sem eins konar innsetningu og afar nútímalegri konkretlist, eða hreinlega sem frábærri nytjalist sem allir skilja, því flestir gætu líklega fundið góð not fyrir 100.000.000 kr., sérstaklega væru þeir peningar ekki til skiptanna. Nærri lætur að það tæki meðal Íslendinginn frá vöggu til grafar að vinna sér inn þessa upphæð á núverandi gengi krónunnar. Ákveðið var að sýna myndröðina "Eiturlyf" eftir Sahihi með peningaskúlptúrunum, ellefu stórar portrettmyndir af fólki á mismunandi vímuefnum, m.a. LSD, krakki, kókaíni, alsælu o.s.frv. Sýningin fjallar þannig um einhvers konar innra stríð einstaklingsins, enda má segja að sá mikli áhugi á peningum sem við erum vitni að sé viss tegund af vímu. Yfir þessu öllu svífur svo söngur tíbeskra munka í sérstakri útfærslu Hilmars Arnar Hilmarssonar tónskálds. Öðru hvoru má heyra hasshausinn og reggígoðið Pete Tosh kyrja "Don't look back" ásamt Mick Jagger, sem breytir öllu í eina allsherjar stuðveislu. Til að komast inn í sýningarsalina þarf að smegja sér framhjá þungum stálvegg, því þröngar eru dyrnar inn í musteri Mammons. Sýningar undanfarinna ára í Listasafninu á Akureyri hafa oft vakið athygli og umræðu. Hér er enn brotið blað og óhætt að segja að sýningin "Stríðsmenn hjartans" sé algjör bylting. Umgjörð sýningarinnar er Listasafnið og að því leyti eru peningarnir hér eins og hvert annað listaverk. Samt er allt öðruvísi að sýna peninga en hefðbundin listaverk, jafnvel ómetanleg listaverk. Þessi sýning er ekki sú dýrasta sem sett hefur verið upp í Listasafninu á Akureyri — til dæmis voru tryggingaverðmæti höggmyndasýningarinnar "Meistarar formsins" nærri sjöfalt meiri — en þó hefur nú þurft að gera sérstakar varúðarráðstafanir í safninu. Sett hefur verið upp nýtt og öflugt öryggiskerfi, sólarhringsvakt verður í safninu, starfsfólk hefur fegið árásarhnappa og lögreglan og Securitas hafa samræmt sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við ef einhverjir reynast of sólgnir í listina. Hér gildir því eins og á öðrum safnasýningum að það má skoða en ekki snerta sýningargripina. Við verðum því að fara í safnið og láta okkur nægja að skoða og dreyma og kannski velta því fyrir okkur í leiðinni af hverju þessir lituðu bréfsneplar eru svona aðlaðandi, af hverju þeir ráði svo miklu um líf okkar og hvort eitthvað sé við því að gera. Skúlptúrarnir eru til sölu og kosta jafnvirði peninganna undir hverjum kúpli, að viðbættri 24.5 prósent listrænni álagningu. Stöplarnir fylgja með í kaupbæti. Margra ára raðgreiðslur í boði á hagstæðum kjörum sé lánstraustið í lagi. Sannkölluð stofuprýði fyrir alla sem betur mega sín. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17, en sýningunni lýkur 6. mars. Sjá nánar á heimasíðu safnsins: www.listasafn.akureyri.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-48-milljonir-i-snjomokstur
Um 48 milljónir í snjómokstur Talsvert fannfergi er nú á Akureyri og er kostnaður bæjarfélagsins við snjómokstur ærinn. Má segja að hann kosti bæjarbúa árlega um 40 milljónir króna en árið 2004 nam kostnaðurinn um eða yfir 48 milljónum. Mikið er lagt upp úr því að ryðja sem fyrst snjó af götum bæjarins, og þá ekki hvað síst strætisvagnaleiðum, tengibrautum og gönguleiðum til og frá skóla, til að tryggja öryggi vegfarenda og bæta samgöngur. Þessar aðgerðir eru kostnaðarsamar og samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar fellur mestur kostnaður til í janúar og febrúar ár hvert. Þar á eftir kemur síðan desember. Þessi kostnaður virðist fara vaxandi ef marka má tölur frá framkvæmdadeildinni, eða e.t.v. er það bara fannfergið sem fer vaxandi. Árið 2002 var rúmum 37 milljónum varið til snjómoksturs, liðlega 41 milljón árið 2003 og sem áður segir 48 milljónum á síðasta ári.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gagnsaerri-og-rettlatari-yfirvinnureglur
Gagnsærri og réttlátari yfirvinnureglur Í dag, fimmtudaginn 13. janúar, var samþykkt í bæjarráði Akureyrar að leggja til að nýjar tillögur vinnuhóps um yfirvinnu starfsmanna bæjarins verði samþykktar á næsta fundi bæjarstjórnar 18. janúar nk. Tillögurnar miða einkum að því að gera kjaramál starfsmanna gagnsærri og réttlátari með það fyrir augum að greitt verði fyrir raunverulegt vinnuframlag. Brýnt þótti að taka á þessum þætti kjaramála hjá Akureyrarbæ þar sem sýnt er að nokkur mismunun milli starfsmanna hefur átt sér stað. Í tillögum starfshópsins segir að ætlunin sé að gera Akureyrarbæ að ennþá betri vinnuveitenda sem njóti trausts starfsmanna sinna. Stefnt skal að því að draga úr yfirvinnu almennt og er það mjög í samræmi við samþykkta fjölskyldustefnu bæjarins. Einnig er miðað að því með þessum breytingum að jafna laun kynjanna. Lagt er til að greitt verði fyrir unna yfirvinnu hverju sinni og að föst yfirvinna heyri sögunni til, bæði hjá almennum starfsmönnum og stjórnendum. Eftir breytingarnar verður ekki gert ráð fyrir fastri yfirvinnu og aðeins verður greitt fyrir yfirvinnu sem sannarlega er unnin, að hámarki 600 klst. á ári til 31. desember 2005 og 500 klst. á ári eftir það. Aðlögunartími fyrir þá sem mesta yfirvinnu hafa haft, verður gefinn til ársins 2007. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn Akureyrar að að skipaður verði starfshópur sem sjái um innleiðingu nýrra verkreglna, haldi fundi með stjórnendum og skeri úr ágreiningsmálum sem upp kunna að koma. Starfshópinn skipi Þórarinn B. Jónsson sem verði formaður, Gerður Jónsdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir ásamt Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra og Karli Guðmundssyni sviðsstjóra félagssviðs. Bæjarstjóri setur starfshópnum erindisbréf á grundvelli ofangreindra tillagna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stridsmenn-hjartans
Stríðsmenn hjartans Laugardaginn 15. janúar var opnuð á Listasafninu á Akureyri sýningin "Stríðsmenn hjartans" þar sem eru annars vegar sýndir skúlptúrar úr 100 milljónum króna í reiðu fé og hins vegar myndir af fólki undir áhrifum alls kyns vímuefna. Í sýningaskrá segir Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins, meðal annars: "Ekki lái ég þeim sem spyrja hvað það eigi að fyrirstilla að sýna 100 milljónir í grjóthörðum peningum í listasafni. Eru þeir ekki best geymdir í bönkum? Er þetta einhvers konar uppfærður fimmaurabrandari? Og hvað kemur þetta eiginlega listinni við? Svörin eru mörg og margslungin enda lítur hver sínum augum silfrið. Hér er vissulega stigið nýtt skref í sýningarhaldi á Íslandi og líklega hefur aldrei önnur eins gomma af seðlum borið fyrir sjónir á myndlistarvettvangi. Sýningin birtir okkur hreyfiafl þjóðfélagsins á öllum sviðum, meiri peninga en flestir hafa nokkurn tíma séð á ævinni. Hvernig líta 100 milljónir út? Hvað er hægt að gera fyrir 100 milljónir? Peningar hreyfa við okkur öllum með einum eða öðrum hætti. Þeir eru afl þeirra hluta sem gera skal, keppikefli fyrirtækja, hæstráðandi launafólks, alfa og ómega markaðarins. Satt að segja virðast þeir hafa tekið við hlutverki drottins allsherjar. Við getum varla dregið andann án þess að sækja veskið. Samlíkingin við almættið er ekki svo fjarstæðukennd því peningar og það hagkerfi sem þeir mynda er verulega dularfullt. Og enginn efast um mátt þeirra. Peningaótti er orðinn mun meiri en Guðsótti. Í sjálfu sér eru peningar samt hvorki góðir né slæmir; hvernig þeir koma og fara getur á hinn bóginn verið siðferðislegt álitamál. Peningakerfið lýtur lögmálum stærðfræðinnar og blákaldrar skynsemishyggju, en hvernig þeir eru notaðir eða fjárfestir ræðst oftast af alls kyns væntingum. Í stuttu máli tilfinningum. Við þurfum ekki annað en að líta í eigin barm eða rifja upp þær miklu sveiflur sem átt hafa sér stað á hlutabréfamarkaði undanfarinna ára. Slæmt hóstakast hjá Bandaríkjaforseta getur sett allar hagtöluspár úr skorðum eða einfaldlega niðurstaða kosninga, en dollarinn tók mikla niðursveiflu eftir að Bush náði endurkjöri. Enginn skilur hvernig hagkerfið virkar í raun og veru, ekki frekar en eðlisfræðingum hefur almennilega tekist að gera fullkomna grein fyrir veruleika skammtafræðinnar. Smæstu efniseindir, sem bera mætti saman við einstaklinga þjóðfélagsins, eiga það nefnilega til að hegða sér með tilviljunarkenndum og fullkomlega óútreiknanlegum hætti. Strengjafræðin tengir þetta allt saman en flækir um leið málin enn frekar og gerir veruleikann margfalt furðulegri en jafnvel mestu skýjaglópar gætu ímyndað sér. Samkvæmt strengjafræðinni má nefnilega gera ráð fyrir allt að tíu rýmisvíddum og að minnsta kosti einni tímavídd. Sýningin er í eðli sínu brennd sama marki; skilaboð hennar eru hvort tveggja í senn hörkuskýr og þrældularfull allt eftir því hvaða skilning við leggjum í hana. Hún veitir engin einföld svör frekar en listin sem einnig er háð peningum eins og flest annað því án þeirra færi lítið fyrir henni. Túlka má „verkin“ út frá rammpólitískum og siðferðislegum forsendum, sem róttækan samtímaspegil eða lofsöng til dýrðar Mammon. En það má líka allt eins skoða hana í sagnfræðilegu og heimspekilegu ljósi og virða fyrir sér sem nýstárlegt afbrigði af einhvers konar konkretlist; nærri lætur að það tæki meðaltals Íslendinginn frá vöggu til grafar að vinna sér inn 100 milljónir á núverandi gengi krónunnar. Mér þótti því fara vel á því að helga vestursal Listasafnsins gömlum sjúkrarúmum frá millistríðsárunum í eigu FSA til að draga fram þessa staðreynd málsins. Gestir geta hvílt lúin bein og haldið áfram að velta því fyrir sér hvort nokkuð ami að þeim eða okkar sjúkdómavædda samfélagi, nema hvort tveggja sé. Samt sem áður hljóma 100 milljónir króna ekkert svo rosalega þegar haft er í huga að sviptingar á fyrirtækjamarkaði teljast í milljörðum og Víkingalottóið hefur auglýst eftir handhafa lukkupotts upp á rúmar 340 milljónir, svona til að hjálpa við að láta drauminn rætast. Og í listrænu samhengi má geta þess að dýrasta sýning sem safnið hefur staðið að, Meistarar formsins, var tryggð fyrir 750 milljónir."
https://www.akureyri.is/is/frettir/allir-a-skauta
Allir á skauta Í tilefni heilsuátaksins “Einn, tveir og nú!” standa Heilsueflingarráð Akureyrar og Skautahöllin fyrir Skautadegi laugardaginn 22. janúar frá kl. 13 til 15. Bæjarbúar og gestir bæjarins eru hvattir til að mæta allir sem einn í Skautahöllina og kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt. Dagskráin er svohljóðandi: Öllum boðið frítt á skauta og fría skautaleigu Þrautabraut og svellleikir á vegum Skautafélagsins Almennt skautasvæði og Hokkísvæði Listdansarar og aðrir úr skautafélaginu verða á svellinu og sýna listir meðal gesta Útisvell, ef veður leyfir verður boðið upp á skautabraut við hlið Skautahallarinnar Ókeypis veitingar í boði Kaffibrennslunnar, Bakarísins við Brúnna og Kexsmiðjunnar Heilsueflingarátakið stendur út yfirstandandi skólaár (til maí 2005) og er full ástæða til að hvetja alla bæjarbúa til að taka virkan þátt í því á nýju ári. Kort fást í afgreiðslu skólanna, í Ráðhúsinu, Geislagötu 9 og á heimasíðuverkefnisins www.akureyri.is/12ognu. Minnt er á almennan opnunartíma Skautahallarinnar sem er miðvikudaga frá kl. 13-15, fimmtudaga 13-16, föstudaga 13-16 og 19-21 (22 það er ef diskó) og laugardaga og sunnudaga 13-17.
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-ljodsins-vaengjum
Á ljóðsins vængjum Í ár eru 110 ár liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Honum til heiðurs verður haldin afmælisveisla á afmælisdaginn 21. janúar á vegum menningarmálanefndar Akureyrarbæjar, Héraðsskjalasafnsins og Karlakórs Akureyrar-Geysis. Margt verður gert til hátíðarbrigða og öllum er boðið til veislunnar. Einstæð skjalasýning Föstudaginn 21. janúar verður opnuð sýning á verkum, bréfum og munum úr fórum Davíðs á Amtsbókasafninu kl. 17.00. Þar verða m.a. sýnd bréf sem fóru milli Davíðs og Önnu Z. Osterman, sendikennara frá Svíþjóð, sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings áður. Sá bréfapakki var lokaður og innsiglaður til ársins 2000. Þarna verða einnig sýndir óopnaðir bréfapakkar frá Davíð, m.a. pakkar sem að óbreyttu má ekki opna fyrr en eftir tvær aldir. Sýningin er á vegum Héraðsskjalasafnsins á Akureyri og Amtsbókasafnsins. Hátíðartónleikar Hátíðartónleikar verða í Glerárkirkju sama kvöld kl. 20.30. Á þeim mun Karlakór Akureyrar – Geysir flytja allar helstu söngperlur Davíðs. Einsöngvarar á tónleikunum verða m.a. Alda Ingibergsdóttir, Hulda Garðarsdóttir og Óskar Pétursson en auk þeirra munu kórfélagar syngja einsöng, dúetta og kvartett mun einnig koma faram. Kórinn mun síðar á þessu ári gefa út geisladisk í tilefni af 110 ára afmælinu. Þess má geta að á tónleikunum verður frumflutt lag við ljóð Davíðs, Fögur er hlíðin, en lagið er eftir kórfélagann Jónas Jóhannsson. Málþing Daginn eftir laugardaginn 22. janúar verður svo málþing um Davíð í Ketilhúsinu í Listagili. Fyrirlesarar verða þau Bjarki Sveinbjörnsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Stefánsson, Hjörtur Pálsson, Sigríður Albertsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir. Fjallað verður um Davíð frá mörgum sjónarhornum, verk hans, einstök ljóð, tónlistina við ljóðin og síðast en ekki síst persónuna sjálfa. Málþingið stendur frá kl. 10-16. Nánar um afmælisárið 2005: Á afmælisárinu verður fjölmargt annað á dagskrá. Á vormánuðum verður kvöldvaka til heiðurs skáldinu þar sem að menningarstofnanir og félög á því sviði stilla saman strengi sína með fjölbreyttri dagskrá í tali og tónum. Þegar sól hækkar á lofti er hugmyndin að standa fyrir útidagskrá við Fagraskóg og verður hvort tveggja kynnt betur þegar nær líður. Efnt verður til tónlistarkeppni í haust meðal ungra tónlistarmanna um að semja ný lög við ljóð Davíðs og flytja eldri tónlist í nýjum búningi eða útsetningum. Húsið – menningarmiðstöð ungs fólks mun hafa veg og vanda af þeirri framkvæmd.
https://www.akureyri.is/is/frettir/laekkun-gjalda-hja-akureyrarbae
Lækkun gjalda hjá Akureyrarbæ Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær að lækka vatnsgjald á fasteignir um tæp 6% og holræsagjald um tæp 5%. Einnig var samþykkt að hámarksafsláttur af fasteignaskatti til efnalítilla elli- og örokulífeyrisþega hækki í 40.000 kr.árið 2005 en afslátturinn var að hámarki 30.000 kr. á síðasta ári. Vatnsgjaldið var áður 0,17% en verður 0,16%. Holræsagjaldið nam áður 0,21% en er nú 0,20%. Að sögn Dans Jens Brynjarssonar, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar, er lækkunin gerð til að koma til móts við hækkun fasteignamats nú um áramótin en fasteignamatið hækkaði þá um 13%. Lækkunin á álagningarprósentu vatnsgjalds og holræsagjalds þýðir u.þ.b. 20 milljóna króna tekjulækkun fyrir Akureyrarbæ árið 2005 miðað við það sem verið hefði með óbreyttri álagningarprósentu. Álagningu fasteignagjaldanna lýkur nú á næstu dögum og verða álagningarseðlar sendir til fasteignaeigenda undir mánaðarmótin. Sjá nánar í fundargerð bæjarstjórnar frá 18. janúar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/staekkun-ibudarsvaedis-vid-myrarveg
Stækkun íbúðarsvæðis við Mýrarveg (Ath: vegna misritunar dagsetningar í fyrri auglýsingu tillagnanna eru þær hér með auglýstar að nýju með breyttum dagsetningum.) Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Breytingin felst í því að íbúðarsvæði vestan Mýrarvegar og norðan Akurgerðis er stækkað til norðurs á kostnað opins svæðis um eina lóð, sem ætluð er undir 5 hæða fjölbýlishús af sömu gerð og húsin nr. 111 – 115 við Mýrarveg. (Skoða tillöguuppdrátt ...) Jafnframt er auglýst skv. 25. gr. sömu laga tillaga að deiliskipulagi sama reits. Í henni er fyrirhuguðu húsi markaður byggingarreitur og lóð, og gerð er grein fyrir aðkomu og bílastæðum, sem verða að hluta í bílakjallara undir húsinu. Skv. tillögunni lengist Mýrarvegur til norðurs, að hinni nýju lóð. (Skoða tillöguuppdrátt ...) Tillöguuppdrættir þessir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 11. mars 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 11. mars 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haestarettardomur-i-jafnrettismali
Hæstaréttardómur í jafnréttismáli Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra frá maí 2004 um að Akureyrarbær hafi mismunað deildarstjóra fjölskyldudeildar (áður ráðgjafadeildar) í launum á árunum 1992-2000 vegna kynferðis. Þrír dómarar Hæstaréttar felldu þennan dóm, tveir voru honum mótfallnir. Niðurstaða dómsins er víðtækari en svo að hún snerti einungis Akureyrarbæ og má ætla að hún varði allan íslenskan vinnumarkað. Staðfest er að kjarasamningar réttlæta ekki launamun kynjanna og einnig að hægt er að meta sambærileika ólíkra starfa með starfsmati. Forsaga málsins er sú að árið 1995 fór jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar fram á að gerð yrði tilraun til að nýta starfsmat til samanburðar launa og starfa karla og kvenna í deildarstjórastöðum hjá Akureyrarbæ. Á þeim tíma voru einungis þrjár deildarstjórastöður hjá bænum skipaðar konum og til samanburðar voru valin störf sem virtust sambærileg og voru skipuð körlum. Framkvæmt var tiltekið starfsmat þar sem m.a. starf deildarstjóra ráðgjafadeildar var borið saman við starf deildartæknifræðings hjá tæknideild. Þeir einstakingar sem þeim störfum gegndu tóku laun skv. annars vegar kjarasamningi við STAK og hins vegar verk- og tæknifræðinga. Niðurstaða þess starfsmats varð sú að störfin voru metin til jafnmargra stiga. Deildarstjóri ráðgjafardeildar óskaði þá eftir leiðréttingu á launamuninum og um það snýst umrætt dómsmál. Héraðsdómur kvað í maí 2004 upp úr með að kjarasamningarnir réttlættu ekki þann launamun sem til varð vegna mismunandi kjarasamninga og staðfesti Hæstiréttur þann skilning með dómi sínum í gær. Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan tilraun jafnréttisnefndar með starfsmat fór fram hefur margt breyst og deildarstjórastöður hjá bænum skipar nú jafnt hlutfall kvenna og karla. Árið 2000 voru teknir upp sérstakir embættismannasamningar sem æðstu stjórnendur bæjarins taka laun samkvæmt að undangengnu starfsmati. Var það gert til þess að koma í veg fyrir mismunun sem til gæti orðið vegna mismunandi kjarasamninga.
https://www.akureyri.is/is/frettir/taeknithrounarsjodur
Tækniþróunarsjóður Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Háskólinn á Akureyri og Rannís boða til opins kynningarfundar um Tækniþróunarsjóð mánudaginn 24. janúar en umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum rennur út 15. febrúar nk. Kynningarfundurinn er einkanlega ætlaður væntanlegum umsækjendum og hefst hann kl. 8.30 í stofu 262 að Borgum, rannsóknar- og nýsköpunarhúsi Háskólans á Akureyri. Dagskrá fundarins er þessi: Tækniþróunarsjóður: Snæbjörn Kristjánsson verkfr. hjá RANNíS fjallar um áherslur og matsferlisjóðsins. Rannsóknanámssjóður: Snæbjörn mun fjalla nokkuð um þennan sjóð sem hefur líka umsóknarfrest til 15. febrúar. Umræður - fyrirspurnir. Fundarstjóri er Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdarstjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Nánari upplýsingar á www.rannis.is og www.afe.is. Skáning í tölvupósti: [email protected]. Um Tækniþróunarsjóð: Tækniþróunarsjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir iðnaðarráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs með því að: a. styrkja tækniþróun og tengdar rannsóknir í þágu nýsköpunar atvinnulífsins, m.a. í samstarfi við stofnanir, háskóla og fyrirtæki, b. styrkja uppbyggingu sprotafyrirtækja og eiga aðild að þeim á frumstigi nýsköpunar, c. fjármagna átaksverkefni og markáætlanir á einstökum tæknisviðum til að treysta tæknilegar undirstöður atvinnuveganna, einstakar greinar þeirra eða þvert á greinaskiptingu þeirra, d. styrkja lítil verkefni á vegum einstaklinga og smáfyrirtækja sem eru líkleg til að verða atvinnu- og tekjuskapandi og arðbær þrátt fyrir áhættu í upphafi, e. kosta greiningu á stöðu nýsköpunar og gerð áætlana til styrktar henni. Iðnaðarráðherra getur kveðið nánar á um starfsemi Tækniþróunarsjóðs í reglugerð. Varsla sjóðsins, umsýsla og rekstur hans er hjá Rannsóknamiðstöð Íslands samkvæmt samningi við iðnaðarráðherra. Um Rannsóknarnámssjóð: Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að veita styrki til rannsóknatengds framhaldsnáms á grundvelli reglna sem menntamálaráðherra setur. Sjóðurinn veitir efnilegum nemendum sem lokið hafa tilskyldu grunnnámi í háskóla styrki til meistara- eða doktorsnáms.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-sott-afmaelisveisla
Vel sótt afmælisveisla Haldið var upp á 110 ára afmæli skáldsins frá Fagraskógi, Davíðs Stefánssonar, á föstudag og laugardag. Góð aðsókn var að þeim viðburðum sem voru á dagskrá afmælisveislunnar. Á föstudag var opnuð skjalasýning í Amtsbókasafninu þar sem kennir ýmissa forvitnilegra grasa og verður hún opin til 21. febrúar. Þá um kvöldið voru tónleikar Karlakórs Akureyrar Geysis í Glerárkirkju þar sem voru flutt lög við ljóð Davíðs. Loks var vel sótt og vel heppnað málþing haldið í Ketilhúsinu á laugardag en þar höfðu Bjarki Sveinbjörnsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Stefánsson, Hjörtur Pálsson og Sigríður Albertsdóttir framsögu. Myndin hér að neðan er frá ráðstefnunni í Ketilhúsinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/loftgaedamaelingar-a-akureyri
Loftgæðamælingar á Akureyri Í fyrsta sinn standa nú yfir mælingar á loftmengun á Akureyri. Þær fara fram í mælistöð sem er á horni Glerárgötu og Tryggvabrautar. Hún er fengin að láni hjá Reykjavíkurborg. Mældir eru tveir þættir, svifryk og köfnunarefnisoxíð. Hægt er að fylgjast með mælingunum á vefnum www.loft.rvk.is sem er sérstakir loftmælingavefur Reykjavíkurborgar. Töflur og gröf merkt “færanleg mælistöð” koma frá Akureyri. Mælingarnar eru samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Þær munu standa fram í apríl. Svifryk verður til við slit malbiks og hefur t.d. verið sýnt fram á bein tengsl milli mikillar nagladekkjanotkunar og magn svifryks í lofti. Einnig kemur svifryk úr rofabörðum og víðar þaðan sem mold og sandur fýkur. Mikið magn svifryks í lofti skaðar heilsu fólks. Köfnunarefnisoxíð (nituroxíð, NOX) berast út í andrúmsloftið frá útblæstri bíla. Mikið magn þeirra í loftinu er líka skaðlegt heilsunni. Tilgangurinn með mælingunum er að fá vísbendingu um hugsanlega loftmengun á Akureyri. Fyrirfram er gert ráð fyrir að styrkur ofangreindra efna sé langt fyrir neðan þau mörk sem talin eru skaðleg, en t.d. er talið að á köldum og kyrrum vetrardögum geti styrkur köfnunarefnisoxíðanna á Akureyri nálgast viðmiðunarmörkin. Fleiri þættir koma til álita þegar metin loftgæði eru metin, en talið er að þeir, sem mældir eru að þessu sinni, gefi góða vísbendingu um loftgæðin á Akureyri. Nánar upplýsingar: http://www.ust.is/Mengunarvarnir/Loftgaedi/Umferdarmengun/ og http://www.akureyri.is/stadardagskra/nr/5646.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mannmargt-i-skautahollinni
Mannmargt í Skautahöllinni Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Skautahöllina á Akureyri á laugardag en þá var fólki boðið að renna sér frítt á skautum og þiggja veitingar í tilefni af heilsuátakinu "Einn, tveir og nú!". Umferðin við Skautahöllina var mikil, ungir sem aldnir fengu léða skauta án endurgjalds og renndu sér síðan hver í kapp við annan. Talið er að nærri 1.000 manns hafi nýtt sér þetta góða boð sem Heilsueflingarráð og Skautahöllin stóðu fyrir. Heilsuátakið "Einn, tveir og nú!" stendur út þetta skólaár eða fram í maí og er full ástæða til að hvetja alla bæjarbúa til að taka virkan þátt í því. Kort fást í afgreiðslu skólanna, í Ráðhúsinu Geislagötu 9 og á heimasíðu verkefnisins www.akureyri.is/12ognu. Loks minnum við á almennan opnunartíma Skautahallarinnar sem er á miðvikudögum frá kl. 13-15, fimmtudögum 13-16, föstudögum 13-16 og 19-21 (22 það er ef diskó) og laugardögum og sunnudögum 13-17.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verdlaun-fyrir-desember
Verðlaun fyrir desember Í tengslum við Skautadag sl. laugardag í Skautahöllinni á Akureyri voru afhent verðlaun fyrir þátttöku í desember í heilsueflingarátaki Heilsueflingarráðs Akureyrar, “Einn, tveir og nú!”, sem stendur til vors. Í hverjum mánuði eru dregin út nokkur innsend fjölskyldukort og hljóta eigendur þeirra viðurkenningu fyrir þátttökuna. Frá því að átakið hófst í september sl.hafa rúmlega átta hundruð manns skráð þátttöku í átakinu. Hver fjölskylda skráir alla hreyfingu á “Fjölskyldukort” sem einskonar almanak fyrir hvern mánuð. Kortinu skal skila inn fyrir tíunda hvers mánaðar og úr innsendum kortum eru dregin út nokkur nöfn sem fá verðlaun fyrir þátttökuna. Eftirtalin duttu í lukkupottinn að þessu sinni: Sigtryggur Ingi og Viktor Ingi Finnssynir, Hamragerði 12. Sigtryggur Ingi, 9 ára, og Viktor Ingi, 6 ára, fengu sitt hvora flíspeysuna frá 66°N. Jóhann Gunnar og Oddur Viðar Malmquist, Helgamagrastræti 5. Jóhann Gunnar, 12 ára, og Oddur Viðar, 9 ára, fengu sitt hvorn bakpokann frá 66°N. Arnar Freyr, Guðmundur Orri og Sigrún Harpa Baldursbörn, Dalsgerði 5j. Arnar Freyr, 12 ára, Guðmundur Orri, 8 ára, og Sigrún Harpa, 6 ára, fengu hvert og eitt bakpoka frá 66°N. Fjölskyldan Byggðavegi 120 – Harpa Viðarsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Karen Birna, Jón Viðar og Sigrún Stella Þorvaldsbörn. Fjölskyldan fékk dagskort á skíði í Hlíðarfjalli fyrir alla fjölskyldumeðlimi og er leiga á skíðum innifalin. Tumi Hrafn Kúld og Sunna Lind Kúld, Mýrarvegi 116. Tumi Hrafn, 7 ára, og Sunna Lind, 13, ára, og aðrir í fjölskyldunni Mýrarvegi 116 fengu dagskort á skíði í Hlíðarfjalli fyrir alla fjölskyldumeðlimi og er leiga á skíðum innifalin. Fjölskyldan Steinahlíð 1b - Ingi Rúnar Sigurjónsson, Hildur Salína Ævarsdóttir, Sylvía, 14 ára, Björg, 7 ára, Inga Bryndís, 4 ára, og Ingólfur Atli, 4 mánaða, Ingabörn. Fjölskyldan fékk dagskort á skíði í Hlíðarfjalli fyrir alla fjölskyldumeðlimi og er leiga á skíðum innifalin. Þá hlutu Inga Bryndís og Ingólfur Atli gjafir frá Landsbankanum. Fjölskyldan Reykjasíðu 17 - Elva, Páll, Sigmar, 6 ára, og Inga Rakel Pálsdóttir, 3 ára. Fjölskyldan fékk dagskort á skíði í Hlíðarfjalli fyrir alla fjölskyldumeðlimi og er leiga á skíðum innifalin. Þá hlaut Inga Rakel gjöf frá Landsbankanum. Aron Örn Eyþórsson, Katla Þöll og Þórey Edda Þorleifsbörn, Möðruvallastræti 6. Aron Örn, 12 ára, Katla Þöll, 6 ára, og Þórey Edda, 4 ára, fengu öll gjafir frá Landsbankanum. Inga Bryndís, Ívar Örn og Bjarki Freyr Árnabörn, Grenilundi 7. Inga Bryndís, 14 ára, Ívar Örn, 8 ára, og Bjarki Freyr, 4 ára, fengu öll gjafir frá Landsbankanum. Arna Sif og Ólöf Ósk Þorgeirsdóttir, Kotárgerði 10. Arna Sif, 13 ára, og Ólöf Ósk, 8 ára, fengu báðar gjafir frá Landsbankanum. Sem fyrr segir stendur heilsueflingarátakið til vors. Upplagt er að skrá skíða- og/eða skautaferðirnar inn á fjölskyldukortið, nú eða gönguferðina, “út að leika” eða hvað annað. Það eitt að skila inn útfylltu fjölskyldukorti gefur góða möguleika á veglegum vinningum. Hægt er að nálgast ný fjölskyldukort í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar (Geislagötu 9), Sundlaug Akureyrar eða hjá riturum grunnskólanna, Félagssviði Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26 og á heimasíðu verkefnisins www.akureyri.is/12ognu. Dregið verður úr innsendum fjölskyldukortum fyrir janúar þann 15. febrúar 2005.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-geta-norraenu-throunarsjodirnir-gert-fyrir-thig
Hvað geta norrænu þróunarsjóðirnir gert fyrir þig? Á morgun, miðvikudaginn 26. janúar, verður haldin á Hótel KEA kynning norrænu þróunarsjóðanna á möguleikum íslenskra fyrirtækja í þátttöku alþjóðlegra verkefna og eigin útflutningi á ört vaxandi heimsmarkaði. Norrænu þróunarsjóðirnir starfa á alþjóðavettvangi og veita hagstæð, vaxtalaus lán og styrki til fyrirtækja í útrás. Sjóðirnir hafa mismunandi áherslur en lánsfé þeirra er að mestu til kaupa á þjónustu eða varningi frá Norðurlöndunum. Einnig veita sjóðirnir fé til rannsóknar- og undirbúningsverkefna. Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sér þá möguleika sem bjóðast á fjármagni og alþjóðlegu samstarfi sem er í boði fyrir norræn fyrirtæki í útrás. Kynningin stendur frá kl. 12.30-15.30. Aðgangur er ókeypis en fundargestir verða að skrá sig í síma 463 0546 eða í síma 460 5700. Einnig er hægt að skrá sig í netföngin [email protected] eða [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-fundur-um-menningu
Opinn fundur um menningu Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar boðar til opins fundar í Ketilhúsinu fimmtudagskvöldið 27. janúar kl. 20.30 þar sem fjallað verður um endurskoðun menningarstefnu bæjarins og fyrirhugaða byggingu menningarhús. Að sögn Þórgnýs Dýrfjörð, menningarfulltrúa Akureyrarbæjar, hefur um nokkra hríð verið unnið að því að endurskoða menningarstefnuna og þykir rétt að fá fram sjónarmið bæjarbúa almennt áður en smiðshöggið verður rekið á verkið og það lagt fyrir bæjarráð til samþykkis. Þarna gefst því kærkomið tækifæri fyrir Akureyringa að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta hag þeirra beint. Þar að auki verður á fundinum kynnt áætlun um byggingu menningarhúss í bænum og greint frá stöðu mála í þeim efnum. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og segja sína skoðun. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/byggdakvoti-hrisey-ndash-uthlutun
Byggðakvóti Hrísey – úthlutun Á grundvelli reglugerðar frá sjávarútvegsráðuneytinu hefur nú verið úthlutað 3.200 þorskígildislestum til stuðnings byggðarlögum í landinu. Ákveðið var að 115 þorskígildislestum skyldi úthlutað til Hríseyjar fyrir fiskveiðiárið 2004-2005. Bæjarráð Akureyrar samþykkti reglur um úthlutun byggðakvóta 30. desember sl. sem voru síðan staðfestar af sjávarútvegsráðuneytinu 25. janúar. Á grundvelli þeirra gefst hlutaðeigandi aðilum kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir 4. febrúar nk. Við gerð úthlutunarreglna var stuðst við þær reglur sem sveitarfélög settu fram á síðasta fiskveiðiári til úthlutunar byggðakvóta sem og eldri reglur frá Hrísey. Reglurnar eru þessar: Afla sem úthlutað er á grundvelli byggðakvóta úthlutunar Akureyrarkaupstaðar er skylt að vinna í Hrísey. Það telst vinna þegar afli er fullunnin í fiskvinnslum í Hrísey. Umsókn um byggðakvóta skal skilað á skrifstofur Akureyrarkaupstaðar fyrir 4. febrúar 2005. Einnig má skila umsókn á netfangið [email protected]. Með umsókn um byggðakvóta skal fylgja staðfesting fiskverkunar í Hrísey um að afli verði unninn þar. Gerð skal grein fyrir á hvaða tímabili umsækjandi hyggst veiða/landa úthlutuðum byggðakvóta. Jafnframt skulu tilgreindar upplýsingar um hve mikið af aflaheimildum umsækjandi hyggst leggja á móti byggðakvóta. Öllum afla samkvæmt þessari grein skal landað fyrir lok fiskveiðiárs. Rétt til úthlutunar byggðakvóta hafa skip sem skráð hafa verið með heimahöfn í Hrísey árið 2004 eða skip sem lönduðu afla sínum þar á því ári. Miðað er við skráningu Fiskistofu þann 31. desember 2004. Bátum sem úthlutað er byggðakvóta er skylt að leggja til aflaheimildir að lágmarki til jafns við úthlutaðan byggðakvóta sem einnig verði unninn í fiskvinnslu í Hrísey og skoðast móttekin umsókn sem staðfesting viðkomandi á því að það verði gert. Fullnægi fleira en eitt skip þessum skilyrðum skal byggðakvótanum skipt að 1/3 jafnt á öll skip sem uppfylla skilyrði 4. gr. og 2/3 í hlutfalli við þær aflaheimildir sem umsækjandi/skip leggur til í umsókninni. Við verðlagningu afla til fiskvinnsla í Hrísey skal að lágmarki greiða viðmiðunarverð Verðlagsstofu skiptaverðs fyrir þorsk, ýsu og karfa, en fyrir aðrar tegundir sambærilegt verð og algengast er á viðkomandi landssvæði að teknu tilliti til stærðar og gæða. Aflaheimild er ekki framseljanleg og skulu hlutaðeigendur afsala sér þeim fyrir 15. júní 2005 geti þeir ekki farið að þeim reglum sem um ráðstöfunina gilda. Þann 10. ágúst 2005 skulu útgerðir þeirra skipa sem úthlutað fá byggðakvóta samkvæmt þessum reglum skila inn skýrslu til Akureyrarbæjar um nýtingu hans. Verði skýrslu ekki skilað eða ákvæðum þessara reglna um löndun afla ekki fylgt geta viðkomandi bátar átt á hættu að fá ekki úthlutaðan byggðakvóta komi til slíkrar úthlutunar síðar. Um úthlutunina gilda að öðru leyti ákvæði reglugerðar nr. 960/2004, um úthlutun á 3200 þorskígildislestum til stuðnings byggðarlögum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/krossanesborgir-fridlystar
Krossanesborgir friðlýstar Í dag undirritaði umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, auglýsingu um friðlýsingu Krossanesborga sem fólkvangs. Undirritunin fór fram á staðnum og fluttu þar stutt ávörp m.a. ráðherrann, bæjarstjórinn á Akureyri og forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar. Markmiðið með friðlýsingu Krossanesborga er að vernda svæðið til útivistar fyrir almenning, náttúruskoðunar og fræðslu. Auk þess er verndaður mikilvægur varpstaður fjölda fuglategunda, búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda og sérstæðar jarðmyndanir og þannig stuðlað að varðveislu líffræðilegrar og jarðfræðilegrar fjölbreytni. Í nánustu framtíð verður fólkvangurinn merktur vel og þar komið fyrir sérstökum upplýsingaskiltum. Aðkoman verður lagfærð, gönguleiðir merktar og bætt aðstaða fyrir vettvangsnám. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, að lokinni undirritun auglýsingar um friðlýsingu Krossanesborga. Krossanesborgir eru einstakt svæði sem er alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum, sem snúa norður-suður, og eru vanalega hvalbakslaga, þ.e. aflíðandi að sunnanverðu, en með klettabelti að norðan og austan. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt, úr því er berggrunnur Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þús. árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum, en á milli þeirra eru oftast mýrarsund, og tjarnir í sumum þeirra. Stærstu borgirnar hafa eigin nöfn, s.s. Stekkjarklöpp, Krummaklöpp, Háaklöpp og Hestklöpp. Helstu tjarnirnar eru Djáknatjörn, skammt fyrir innan Brávelli, og Hundatjörn upp af Ytra-Krossanesi. Hundatjörn er heppilegur staður fyrir skólanemendur að æfa sig að safna lífverum, sem lifa í tjörnum og öðru votlendi. Mikill gróður er í þessum tjörnum, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Á klettunum eru ýmis merki um jökulskrið, fyrir utan lögunina sem þegar er getið. Þar eru víða greinilegar jökulrákir (jökulrispur) og dýpri grópir, grettistök o.fl. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starategundir. Þetta er um 40% allra íslenskra blómplantna og byrkninga. Meginhluti mýranna í borgunum hefur sloppið við framræslu. Þar eru einu mýrarnar í bæjarlandinu sem eru óskemmdar. Mýragróðurinn er sérstaklega fjölbreyttur. Annars er lyng- og grasgróður ríkjandi á þurrlendinu og nokkuð er af víðirunnum. Fuglalíf var rannsakað sérstaklega sumarið 2003. Í ljós kom að alls urpu 27 tegundir fugla á svæðinu, þ.e. um 35% af öllum íslenskum fuglategundum. Þéttleiki fugla er á svæðinu mikill, sumarið 2003 var hann um 600 pör/km2 og hafði aukist um 100% frá því 5 árum fyrr. Nokkrar fuglategundanna sem verpa á svæðinu eru á válista. Fyrir fleiri fuglategundir er svæðið mikilvægt varpland. Á svæðinu var um tíma kotbýlið Lónsgerði, en enn sést móta fyrir húsatóftum. Þá má á svæðinu enn sjá merki um vatnsveituskurð, sem gerður var um aldamótin 1900. Fyrsti akvegur í norður frá Akureyri, lagður 1907, liggur um svæðið og er nánast eini búturinn sem eftir er af þeim vegi. Á tímum síðari heimsstyrjaldar voru hermannabraggar á svæðinu, byssuhreiður og gaddavírsflækjugirðingar, sem enn er sjást leifar af.
https://www.akureyri.is/is/frettir/robin-nolan-i-sjallanum
Robin Nolan í Sjallanum Robin Nolan Trio frá Hollandi og Daniel Lapp, fiðlu- trompetleikari og söngvari, frá Kanada verða á tónleikaferð um landið í lok mánaðarins, og halda tónleika í Sjallanum á Akureyri 28. janúar kl. 21. Robin Nolan Trio hefur frá upphafi verið kjölfesta DjangoJazz Festival Akureyri og með þeirri alþjóðlegu viðurkenningu sem Robin Nolan hefur notið hefur tekist að fá hingað þekkta og frábæra tónlistarmenn víðs vegar að úr heiminum og er Daniel Lapp einn þeirra. Aðgöngumiðar á tónleikana kosta 1.500 kr. og verða seldir við innganginn einni klst. fyrir tónleika.
https://www.akureyri.is/is/frettir/flestir-vilja-flytja-til-akureyrar
Flestir vilja flytja til Akureyrar Í nýrri skýrslu sem IMG Gallup hefur unnið kemur fram að fólk í atvinnuleit á höfuðborgarsvæðinu gæti helst hugsað sér að flytja til Akureyrar byðist því þar starf við hæfi. Þátttakendur voru um 1000 og í skýrslunni eru niðurstöður greindar eftir ýmsum bakgrunnsbreytum s.s. kyni, aldri, hjúskaparstöðu, menntun, búsetu, fjölda barna og núverandi stöðu á atvinnumarkaði. Rúmur fjórðungur þátttakenda segir það koma vel til greina að flytja til annars byggðarkjarna ef þar byðist starf. Athyglisvert er að þessi niðurstaða er óháð því hversu lengi fólk hefur verið að leita að vinnu. Þegar spurt var hvert þessir þátttakendur mundu vilja flytja kváðust þeir sem búsettir voru á Stór-Reykjavíkursvæðinu helst líta til Akureyrar. Rúmlega fjórðungur þeirra sem leita að starfi nú segist vera að leita að betra starfi en þeir eru í núna. Jafn stórt hlutfall þátttakenda leitar að starfi vegna atvinnuleysis eða ótryggrar atvinnu. Talsverðar breytingar hafa átt sér stað frá síðustu mælingu (2001) þegar tæplega helmingur var að leita að betra starfi. Þegar þátttakendur voru beðnir að nefna 1-3 fyrirtæki sem þeir gætu helst hugsað sér að vinna hjá voru fjölmörg fyrirtæki nefnd. KB banki, Íslandsbanki, Icelandair, Actavis, IMG og Landsbankinn voru þau fyrirtæki sem oftast voru nefnd. Spurt var um áhuga þátttakenda á að starfa í ellefu atvinnugreinum. Af þeim greinum sem spurt var um höfðu þátttakendur mestan áhuga á að starfa hjá bönkum, sparisjóðum eða verðbréfafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum. Þar á eftir komu tölvu- eða hugbúnaðarfyrirtæki en minnstan áhuga sýndu þátttakendur á störfum í fiskiðnaðarfyrirtækjum. Þeir sem höfðu áhuga á tiltekinni atvinnugrein svöruðu einnig spurningu um viðhorf sitt til einstakra fyrirtækja innan hennar. Niðurstöðurnar gefa fyrirtækjunum sem spurt var um tækifæri á að bera ímynd sína í augum fólks í atvinnuleit saman við ímynd helstu samkeppnisaðila. Nánar á heimasíðu IMG Gallup.