Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/matur-ur-heradi
|
Matur úr héraði
Í athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri síðdegis í gær afhenti Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, verðlaun í samkeppni um hönnun merkis fyrir félagið “Matur úr héraði – Local food” en félagið hefur að markmiði að vekja athygli á eyfirskum matvælum og matseld. Með merkinu verður til nokkurs konar gæðastimpill fyrir eyfirskt hráefni, matvælaframleiðslu eða matseld. Verðlaunamerkið í samkeppninni er hannað af Guðrúnu Elfu Skírnisdóttur. Við athöfnina í dag var Friðrik V. Karlsson, veitingamaður og eigandi veitingastaðarins Friðrik V á Akureyri heiðraður sérstaklega fyrir að hafa með öflugum hætti haldið heiðri eyfirskrar matvælaframleiðslu og matarmenningar á lofti hérlendis og erlendis.
Félagið “Matur úr héraði – Local food” var stofnað í maí síðastliðnum og er upprunnið úr starfi innan matvæla- og ferðaþjónustuklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Félagið hefur að markmiði að hefja á loft eyfirsk matvæli og eyfirskt eldhús. Eitt af fyrstu verkefnum félagsins var að hrinda í framkvæmd samkeppni um hönnun merkis sem nota mætti sem einkenni og gæðastimpil fyrir matvælaframleiðslu og matarmenningu í Eyjafirði í víðum skilningi.
Nítján tillögur í samkeppninni
Í samkeppnina bárust nítján tillögur sem dómnefnd tók til umfjöllunar. Sigurvegari í samkeppninni varð Guðrún Elfa Skírnisdóttir og fékk hún 200 þúsund krónur í verðlaunafé, auk “gourmet” máltíðar á veitingahúsinu Café Karólínu á Akureyri. Önnur verðlaun, sem eru matarkarfa með úrvali af eyfirskum matvælum og máltíð fyrir tvo á veitingahúsinu Greifanum á Akureyri, komu í hlut Huldu Ólafsdóttur. Þriðju verðlaun komu í hlut Brynhildar Kristinsdóttur sem fékk matarkörfu með úrvali af eyfirskum matvælum að launum.
Dómnefnd samkeppninnar skipuðu Þórhallur Kristjánsson grafískur hönnuður, Arna Valsdóttir myndlistarkona, Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Logi Már Einarsson, arkitekt, Sigrún Björk Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Lárus Orri Sigurðsson, knattspyrnuþjálfari og Auðjón Guðmundsson, markaðstjóri Kjarnafæðis og formaður félagsins “Matur úr héraði – Local food”.
Veitingamaðurinn Friðrik V. Karlsson heiðraður
Við athöfnina í dag fékk Friðrik V. Karlsson, veitingamaður, heiðursviðurkenningu félagsins Matur úr héraði fyrir að hafa verið óþreytandi í kynningu sinni á eyfirskri matarmenningu. Sem kunnugt er var veitingastaður hans og Arnrúnar Magnúsdóttur, eiginkonu hans, valinn einn af 100 bestu svæðisbundnu veitingastöðum í Evrópu en veitingastaðinn Friðrik V hafa þau rekið frá árinu 2001. Segja má að Friðrik hafi verið einn helsti upphafsmaður hins formlega samstarfs um eyfirska matarmenningu sem nú er orðið til og verið óþreytandi á sínum veitingastað að segja gestum sínum frá eyfirsku hráefni og að sjálfsögðu hafa það í fyrirrúmi á matseðlinum.
Mörg verkefni framundan
Félagið “Matur úr héraði – Local food” mun á komandi misserum vinna að markaðssetningu á verkefninu í heild og eflingu samstarfs þeirra aðila á Eyjafjarðarsvæðinu sem koma að matvælameðhöndlun á einhvern hátt, tengja saman eyfirska matvælaframleiðendur og veitingamenn, taka þátt í sýningum og viðburðum þar sem tækifæri gefast á að kynna eyfirsk matvæli og eldhús og þannig mætti telja. Með tilkomu nýja merkisins opnast öllum aðilum í matvælagreininni á svæðinu möguleiki á að einkenna vörur sínar á skýran hátt upprunanum á Eyjafjarðarsvæðinu. Slík tenging má telja að sé nokkuð ný af nálinni hér á landi.
Þátttaka í félaginu “Matur úr héraði – Local food” er opin öllum þeim sem starfa við matvæli á Eyjafjarðarsvæðinu á einn eða annan hátt, t.d. matvælafyrirtæki og veitingahús.
Stjórn félagsins er skipuð fimm fulltrúum og kjörin af félagsmönnum á aðalfundi. Stjórnina skipa nú: Auðjón Guðmundsson, Kjarnafæði, Hanna Dögg Maronsdóttir, Norðurmjólk, Ingvar Már Gíslason, Norðlenska, Sigurbjörn Sveinsson, KEA Hótel og Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík.
Verðlaunahafarnir. Brynhildur Kristinsdóttur sem var í þriðja sæti, Guðrún Elfa Skírnisdóttir
og Hulda Ólafsdóttir sem átti merkið sem var í öðru sæti.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolaljosin-tendrud
|
Jólaljósin tendruð
Á laugardaginn sl. voru ljósin tendruð á jólatrénu sem stendur ár hvert á Ráðhústorgi. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði fyrir bæjarbúa sem fjölmenntu á skemmtunina. Lúðrasveit Akureyrar lék nokkur jólalög og stúlkur úr Stúlknakór Akureyrarkirkju sungu. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Helgi Jóhannesson konsúll fluttu ávörp, Óskar Pétursson söng nokkur lög og jólasveinar mættu snemma á svæðið til þes að skemmta börnunum.
Hið glæsilega jólatré er árleg gjöf frá Randers í Danmörku, vinabæ Akureyrar.
Allir skemmtu sér konunglega og eins og sjá má á þessum myndum, eru börnin full tilhlökkunar fyrir komandi hátíð ljóss og friðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utifundur-gegn-ofbeldi
|
Útifundur gegn ofbeldi
Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til útifundar á Ráðhústorgi föstudaginn 8. desember kl 17.00.
Þann 25. nóvember var 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 16. sinn út um allan heim. 16 daga átak hefur í 16 ár unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Þá hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim.
Yfirskrift átaksins í ár er : 16 dagar í 16 ár: eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum. Átakið í ár er tileinkað mannréttindafrömuðum sem hafa átt þátt í 16 daga átaki og þeim sem hafa þurft að þola ofsóknir og ofbeldi vegna starfs síns að jafnréttismálum og jafnvel látið lífið. Á fjórða tug íslenskra samtaka og stofnana standa sameiginlega að átakinu.
Meðal dagskráratriða á útifundinum á Ráðhústorgi eru stutt ávörp og söngur barnakóra, auk þess sem kveikt verður á kertum fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis.
Kerti verða seld á torginu og mun ágóðinn renna til Aflsins sem eru systursamtök Stígamóta á Akureyri.
Þau félög sem standa að útifundinum eru:
Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna
Zontaklúbbur Akureyrar
Feministafélag Akureyrar
Jafnréttisstofa
Aflið – systursamtök Stígamóta
Menntasmiðja kvenna
Jafnréttisstofa
UNIFEM á Íslandi
Kvennasamband Eyjafjarðar
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar
Norðurlandsdeild Ljósmæðrafélags Íslands
Norðurlandsdeild Hjúkrunarfélags Íslands
Ladies Circle Íslandi
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/anaegja-med-hlidarfjall
|
Ánægja með Hlíðarfjall
Allflestir eru þeirrar skoðunar að Hlíðarfjall sé Akureyringum mikilvægur hlekkur í ímynd bæjarins. Það er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og er Hlíðarfjall á meðal vinsælustu ferðamannastaða á Íslandi. Haustið hefur verið okkur norðanmönnum hagstætt og fjallið einstaklega vel sótt undanfarnar vikur.
Að sögn Kristins H. Svanbergssonar hefur verið mikið líf og fjör í fjallinu og segir hann að snjóframleiðslukerfið sé að standa undir öllum væntingum og hafi stóreflt aðtöðu skíðafólks á Akureyri. Starfsfólkið leggi mikið á sig til að gera aðstæður sem bestar fyrir gesti sína og hafi það fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð frá hinum ýmsu aðilum eftir heimsóknir þeirra.
Einn af gestum Hlíðarfjalls, formaður Skíðasambandsins, Daníel Jakobsson, sendi þeim þetta bréf:
Snjóbyssur sanna gildi sitt.
Ég verð bara að stinga niður penna eftir að ég fór til Akureyrar á skíði nú fyrir nokkru. Ég hafði nefnilega ekki gert mér grein fyrir því hvað aðstæður til skíðaiðkunar hafa breyst mikið þar með tilkomu snjóframleiðslukerfis og snjógirðinga sem settar hafa verið upp. Það er eins og að við séum kominn í nýjar brekkur. Allt snævi þakið og eins og best veriður á kosið og stenst fyllilega samanburð við bestu skíðasvæði í Skandinavíu. Allavega hvað varðar færi.
Ég er ekki í nokkrum vafa að þetta er mesta þróun sem átt hefur sér stað í skíðaíþróttinni síðan að troðarar og stólalyftur sáust fyrst í fjöllunum fyrir mörgum árum. Nú í lok nóvember er kominn snjór í allar skíðabrekkur og í allar skíðagöngubrautir. Stærstur hlutinn af honum er framleiddur snjór eða snjór sem festst hefur í snjógirðingunum eins og raun er í göngubrautunum. Svo virðist einnig vera að þessi framleiddi snjór sé mun betri til að renna sér á en sá sem kemur beint að ofan. Hann er miklu fastari og betri til að skíða á, tali ég fyrir mitt leiti.
Svo er líka eins og Akureyringar hafi fengið nýjan kraft með tilkomu þessara tækninýjunga. Öll aðkoma og viðmót starfsmanna var til fyrirmyndar. Brekkurnar sérstaklega vel troðnar og ekkert hægt að setja út á aðstæður á svæðinu. Aðstæður þarna minntu mig helst á brekkurnar í Salt Lake City þegar að ég var þar á ÓL 2002.
Það var líka gaman að koma upp í skíðagöngubraut. Þar var allt fullt af fólki en mikil aukning hefur orðið í þátttöku barna á æfingum Skíðafélagsins. Um 40 manns börn og fullorðnir voru þarna við æfingar og á námskeiði. Frábært að sjá.
Nú er bara að vona að þetta smiti út frá sér og að starf á öðrum stöðum eflist. Komnar eru byssur á Dalvík og á Sauðárkrók. Ég er því fullur tilhlökkunar að fara þangað og taka svæðin út.
Með skíðakveðju
Daníel Jakobsson, formaður SKÍ
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventuveisla-i-ithrottahollinni
|
Aðventuveisla í Íþróttahöllinni
Laugardaginn 9. desember kl. 18.00, stendur mikið til í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar boðið verður til aðventuveislu.
Að þessum viðburði standa Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Þórs. Dagskráin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en með henni koma fram einsöngvararnir Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Einnig kemur fram með hljómsveitinni Karlakór Dalvíkur. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson og kynnir er Margrét Blöndal.
Efnisskráin samanstendur af jóla- og aðventutónlist og að tónleikum loknum verður boðið upp á jólahlaðborð frá Bautanum.
Einnig er hægt að kaupa miða eingöngu á tónleikana og eru miðar seldir í Pennanum Hafnarstræti og við innganginn.
Hulda Björk Garðarsdóttir hóf söngnám sitt hjá Þuríði Baldursdóttur við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hún lauk síðan burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1996 og var kennari hennar Þuríður Pálsdóttir. Þá stundaði hún framhaldsnám við Hochschule der Künste í Berlín árið 1997 og síðan við Royal Academy of Music í London, og lauk þaðan einsöngvaraprófi Dip RAM með láði árið 1998.
Hulda Björk hefur sungið á óperusviði hér heima og erlendis og var í fyrstu fastráðnu söngvaranna í Íslensku Óperuna. Hulda Björk hefur haldið fjölda einsöngstónleika víða um landið og erlendis. Hún syngur hlutverk Anne Trulove í óperunni Rake´s progress eftir Stravinsky í Íslensku Óperunni febrúar 2007.
Ólaf Kjartan Sigurðarson þarf vart að kynna, svo rækilega hefur hann sungið sig inn í hjörtu landsmanna á undanförnum árum. Hann nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Jónssyni, við Royal Academy of Music og við Royal Scottish Academy of Music and Drama, en þaðan lauk hann mastersgráðu 1998.
Ólafur Kjartan hefur komið fram á fjölda tónleika hér heima sem og erlendis, og er verkefnalisti hans utan óperusviðsins orðinn langur. M.a. hefur hann flutt Sköpun Haydn’s á Covent Garden Festival í London, komið frá á BBC Radio, sem og oftsinnis í íslenskum ljósvakamiðlum. Framundan er titilhlutverkið í óperunni Kullervo eftir Aulis Sallinen í Saarbrücken, Rigoletto hjá Opera North og hlutverk Manfredo í L’Amore dei tre Re eftir Montemezzi hjá Opera Holland Park.
Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri lauk prófi í hljómsveitarstjórn frá Tónlistarháskólanum í Utrecht í Hollandi. Eftir það stundaði hann framhaldsnám hjá Jorma Panula í Helsinki og sótti nokkur námskeið í hljómsveitarstjórn. Guðmundur Óli hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Hann hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjaumst-aftur
|
Sjáumst aftur
Kór Glerárkirkju hefur sent frá sér geisladiskinn Sjáumst aftur en á honum flytur kórinn lög úr ýmsum áttum. Þar má nefna madrígala, íslensk þjóðlög og sönglög, afrísk-ameríska trúartónlist og síðast en ekki síst Misa Criolla, Kreólamessuna, sem Argentínumaðurinn Ariel Ramírez samdi árið 1963 og náði hún strax miklum vinsældum.
Messan byggir á hljómfalli suður-amerískrar tónlistar og sver sig í ætt við þjóðlagatónlist þeirrar heimsálfu, þótt tónlistin sé frumsamin. Textinn er hinn hefðbundni texti klassískrar messu: Kyrie (Miskunnarbæn), Gloria (Dýrðarsöngur), Credo (Trúarjátning), Sanctus (Heilagur) og Agnus Dei (Guðs lamb). Hér er messan flutt með íslenskri þýðingu textans, sem löguð hefur verið að tónlistinni, en það verk annaðist sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Kórinn hefur fengið til liðs við sig þá Óskar Pétursson tenórsöngvara og Hauk Steinbergsson bariton en þeir syngja einsöng og tvísöng með kórnum. Einnig nýtur kórinn krafta þeirra Daníels Þorsteinssonar píanóleikara, Kristjáns Edelstein gítarleikara, Péturs Ingólfssonar sem spilar á kontrabassa og slagverkleikaranna Karls Petersen, Valgarðs Óla Ómarssonar og Halldórs G. Haukssonar (Halla Gulla).
Diskurinn var tekinn upp í tilefni af 60 ára afmæli kórsins vorið 2004 og annaðist Halldór Víkingsson það verk sem og alla hljóðvinnslu á diskinum.
Diskurinn er til sölu í Glerárkirkju á Akureyri og hjá kórfélögum.
Hulda Ingadóttir formaður: gsm 691 3219 [email protected]
Eva Sólveig Úlfsdóttir, varaformaður: gsm 861 6659 [email protected]
Þóra Vordís Halldórsdóttir ritari: gsm 695 3505 [email protected]
Jón Eðvarð Ingófsson gjaldkeri: gsm 692 1468 [email protected]
Kristján Hermannsson meðstjórnandi: gsm 892 8468 [email protected]
Hjörtur Steinbergsson kórstjóri: gsm 862 2316 [email protected]
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolaundirbuningur-i-laufasi
|
Jólaundirbúningur í Laufási
Jólastemmning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 10. desember frá 13.30 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.
Jólaundirbúningurinn hefst með jólastund kl 13.30 í Laufáskirkju, en hún er fyrir börn á öllum aldri.
Í Gamla bænum mun eldur loga á hlóðum og krauma í feitinni á meðan laufabrauðið er skorið og steikt. Hangikjötsilmur læðist um híbýlin og lokkar án efa til sín fyrsta jólasveininn, Stekkjastaur, á leið hans til byggðar.
Jólaskraut eins og tíðkaðist á þessum tíma verður búið til, jólatréð verður skreytt og unnið verður að kertagerð svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu verður hellt uppá hið rómaða kúmenkaffi og gestum boðið að smakka ásamt hangikjöti og laufabrauði. Jólamarkaðurinn verður á sínum stað í skálanum og lifandi jólatónlist mun óma um sveitina.
Kakó og smákökur verða af þessu tilefni til sölu í nýlegum veitingasal
Gamla Prestshússins.
Það er Laufásshópurinn ásamt fjölda annarra velunnara Gamla bæjarins sem gerir það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt.
Aðgangseyrir er kr. 400- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börnin.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/upplestur-unglinga
|
Upplestur unglinga
Unglingar úr 10. bekk í Síðuskóla munu sækja Amtsbókasafnið á Akureyri heim og lesa upp úr 20 nýjum bókum þann 13. og 14. desember kl. 16.00. Þetta er liður í því að leyfa unglingum að æfa sig að tala fyrir framan annað fólk, efla sjálfstraust þeirra og þjálfa framkomu.
Miðvikudaginn 13. desember kl. 16.00-17.00 verður lesið upp úr eftirfarandi bókum: Viltu vinna milljarð?, Háski og hundakjöt, Land hinna týndu sokka, Ríki gullna drekans, Konungsbók, Fljótandi heimur, Ballaðan um Bubba, Nafnlausir vegir, Heil brú.
Fimmtudaginn 14. desember kl. 16.00-17.00 verður lesið upp úr eftirfarandi bókum: Feimnismál, Frostfiðrildi, Yosoy, Indjáninn, Ég er ekki dramadrottning, Sunnudagsklúbburinn, Englaflug, Undan illgresinu, Fyrir kvölddyrum, Skuggi vindsins, Þrumufleygur.
Einnig mun krakkarnir fjalla örlítið um bækurnar, þannig að hér er um að ræða glæsilega dagskrá hjá nemendunum í Síðuskóla.
Sýnum unglingunum stuðning og mætum á stórskemmtilega upplestra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatonlist-hljomar
|
Jólatónlist hljómar
Mikið er um að vera í tónlistarlífinu á Akureyri nú í desember og er fátt betra en að hlusta á ljúfa tónlist og njóta aðventunnar.
Miðvikudagur 13. desember:
Píanódeild Tónlistarskólans á Akureyri verður með jólatónleika í sal skólans kl. 18.00 .
Boðið verður uppá léttar veitingar eftir tónleika.
Fimmtudagur 14. desember:
Magga Stína heldur útgáfutónleika á Græna Hattinum þar sem hún syngur lög Megasar.Hljómsveitina skipa einvala lið hljóðfæraleikara: þeir Sigtryggur Baldursson trommur, Hörður Bragason Hammondorgel, Kristinn Árnason gítar og Jakob Smári Magnússon bassi. Forsala aðgöngumiða er í Frúnni í Hamborg Brekkugötu 3 og Pennanum/Eymundsson Glerártorgi.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og opnar húsið kl. 20.00
Strengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri verða með jólatónleika í samvinnu við Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Tónlistarskóla Dalvíkur og Tónlistarskóla Skagafjarðar. Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju kl. 18.00 og svo aftur á föstudag í Sauðárkrókskirkju kl. 18.00.
Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Laugardagur 16. desember:
Jólatónleikar blásaradeildar Tónlistarskólans á Akureyri verða í sal Tónlistarskólans kl. 14.00.
Þar munu nemendur koma fram með einleiksatriði.
Tónleikar á Græna Hattinum á Akureyri þar sem fram koma hið margrómaða nýstirni Lay Low og heimamaðurinn Ívar Bjarklind ásamt hljómsveit.
Lay Low (réttu nafni Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) hefur fengið lofsamlega dóma fyrir fyrstu breiðskífu sína Please Don’t Hate Me, og hefur meðal annars verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í fjórum flokkum. Hún kemur fram vopnuð gítar og sinni mögnuðu röddu, og flytur sérstaka blöndu af blús, rokki og sveitatónlist.
Ívar Bjarklind hefur einnig nýverið gefið út sína fyrstu plötu Blóm eru smá. Ívar kemur fram með einvala liði hljóðfæraleikara, þar sem Orri Harðar fer fremstur meðal jafningja. Hljómsveitina skipa annars þeir Orri Einarsson trommur, Heimir Freyr Hlöðversson píanó, Ragnar Emilsson gítar og Georg Bjarnason á bassa.
Húsið er opnað klukkan 21.00, og aðgangseyrir er 1000 kr. en 800 kr. fyrir háskólanema.
Sunnudagur 17. desember:
Kór Akureyrarkirkju syngur sína árlegu jólasöngva sunnudaginn 17. desember kl. 17 og aftur kl. 20.
Kórinn flytur íslensk, dönsk og sænsk jólalög ásamt Björgu Þórhallsdóttur, sópran og Birni Steinari Sólbergssyni, organista. Kirkjugestir taka svo undir með kórnum og einsöngvara í seinni hluta efnisskrárinnar, þar sem vel þekkt jólalög verða sungin.
Stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju er Eyþór Ingi Jónsson. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolabaerinn-akureyri
|
Jólabærinn Akureyri
Akureyringar hafa verið duglegir að skreyta hús sín, fyrirtæki og stofnanir fyrir jólin og var einstaklega jólalegt um að litast snemma í morgun í léttri snjókomu eins og myndirnar hér að neðan sýna.
Ættu allir að gefa sér tíma frá amstri dagsins til þess að rölta um bæinn og njóta ljósanna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/litlu-jol-a-leikskolum
|
Litlu jól á leikskólum
Víða um Akureyri er verið að halda upp á aðventuna. Yngsta kynslóðin fer ekki varhluta af því og eru leikskólar bæjarins með jólaböll og litlu jól þar sem krakkarnar syngja og dansa í kringum jólatré og borða eitthvert góðgæti. Það kemur einnig fyrir að jólasveininn láti sjá sig á samkomum sem þessum og færi börnunum gjafir.
Fjórði jólaveininn kemur svo til byggða í nótt en það mun vera hann Þvörusleikir.
Þessar myndir voru teknar á leikskólanum Tröllaborgum í dag og sjá má að börnin skemmtu sér öll konunglega.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/atvinnuskopun-kvenna-a-landsbyggdinni
|
Atvinnusköpun kvenna á landsbyggðinni
Fimmtudaginn 14. desember útskrifuðust 20 vaskar landsbyggðarkonur af námskeiðinu Brautargengi, sem Impra nýsköpunarmiðstöð stendur fyrir. Á námskeiðinu hafa konurnar unnið að undirbúningi og þróun fjölbreyttra viðskiptahugmynda.
Þetta er í sjöunda sinn sem Impra gengst fyrir námskeiði um stofnun og rekstur fyrirtækja sem sérstaklega eru ætlað konum á landsbyggðinni. Alls hafa vel á annað hundrað konur víðs vegar um land lokið námskeiðinu frá upphafi.
Að þessu sinni var námskeiðið haldið á þremur stöðum, Akureyri, Hólmavík og Vík í Mýrdal. Framkvæmd námskeiðsins er unnin í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og með stuðningi frá Akureyrarbæ, Eyjafjarðarsveit, Mýrdalshreppi, Rangárþingi eystra, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.
Námskeiðið er ætlað konum sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur grundvallaratriðum er varða stofnun og rekstur fyrirtækis. Áhersla er lögð á að þátttakendur fái hagnýta fræðslu í stefnumótun, markaðsmálum og fjármálum auk annarra mikilvægra þátta. Allir nemendur á námskeiðinu skrifa viðskiptaáætlun og kynnast því hve áætlanagerð er mikilvæg við rekstur fyrirtækis.
Viðskiptahugmyndir nemendanna sem nú útskrifuðust voru af fjölbreyttum toga. Meðal þeirra voru verkefni á sviði ferðaþjónustu, heilbrigðis- og umönnunarþjónustu, fjölmiðlunar, verslunar og framleiðslu af ýmsum toga.
Útskrift af Brautargengisnámskeiðinu fór að þessu sinni fram á öllum þremur námskeiðsstöðunum í einu með aðstoð fjarfundabúnaðar:
Akureyri: Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Þórsstíg 4.
Hólmavík: Grunnskólinn í Hólmavík.
Vík í Mýrdal: Grunnskóli Mýrdalshrepps.
Á myndinni eru Fjóla Björk Jónsdóttir, lengst til vinstri og Elín Aradóttir, lengst til hægri, starfsmenn Impru og leiðbeinendur á námskeiðinu. Nemendurnir eru þær Bryndís Björg Þórhallsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Linda Sif Garðarsdóttir og Jóhanna Jóhannesdóttir. Á myndina vantar Hrefnu Laufeyju Ingólfsdóttur sem einnig var nemandi á námskeiðinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/syngjandi-jolasveinar
|
Syngjandi jólasveinar
Það hefur lengi vel verið hefð fyrir því að jólasveinarnir skelli sér upp á svalir KEA hússins í miðbæ Akureyrar og syngi þar fyrir gesti og gangandi auk þess að gefa börnunum eitthvert góðgæti.
Síðastliðinn laugardag gáfu þessir jólasveinar sér tíma til þess að spjalla við börnin sem biðu þeirra spennt þrátt fyrir að kuldaboli væri duglegur við að bíta í kinnarnar í frosthörkunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vegleg-gjof-til-maedrastyrksnefndar-2
|
Vegleg gjöf til Mæðrastyrksnefndar
Sex verkalýðsfélög í Eyjafirði afhentu Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrk að upphæð kr. 965.000, sl. föstudag. Björg Hansen Jónsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Mæðrastyrksnefndarinnar.
Í ávarpi við athöfnina lýsti Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna Eyjafirði, þakklæti fyrir hönd félaganna sex fyrir þá gæfu að eiga að þær elskulegu konur sem í Mæðrastyrksnefndinni starfa og eru tilbúnar að leggja mikla vinnu af mörkum til þess að rétta hjálparhönd þeim sem á þurfa að halda til þess að geta búið sér og sínum gleðilega jólahátíð.
Á föstudag dag var fyrsti dagur úthlutunar hjá Mæðrastyrksnefnd. Björg Hansen sagði að það væri búið að vera mikið að gera hjá þeim því þörfin væri mikil, of mikil. Rétt er að vekja athygli á því að Mæðrastyrksnefnd Akureyrar aðstoðar fólk um allan Eyjafjörð og starfar allan ársins hring þótt mestu annirnar séu nú eins og jafnan áður í kringum jólahátíðina. Þó svo auglýstur sé ákveðinn tími til umsókna vegna aðstoðar fyrir jólin munu konurnar í Mæðrastyrksnefndinni ekki neita fólki sem á aðstoð þarf að halda og hefur samband eftir auglýstan tíma. Ábendingar eru einnig vel þegnar ef fólk veit um einhvern sem þarf aðstoð en af einhverjum ástæðum getur ekki óskað eftir henni.
Félögin sem færðu nefndinni styrk í dag voru Eining-Iðja, Félag byggingamanna Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis.
Á myndinni eru Björg Hansen, fulltrúi Mæðrastyrksnefndar, ásamt formönnum fimm þeirra sex félaga sem færðu nefndinni gjöfina. Eggert Jónsson, formaður Verkstjórafélags Akureyrar, gat ekki verið viðstaddur afhendinguna. Talið frá vinstri: Björn Snæbjörnsson, Konráð Alfreðsson, Hákon Hákonarson, Björg Hansen, Guðmundur Ómar Guðmundsson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/framtid-gasakaupstadar
|
Framtíð Gásakaupstaðar
Í dag var undirritaður verkefnasamningur milli Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu ferðamannastaðar í miðaldakaupstaðnum Gásum í Eyjafirði. Undirskriftin fór fram í skötuveislu um borð í Húna II sem liggur við Torfunefsbryggju á Akureyri.
Samstarfssamningurinn kveður á um áframhald þeirrar vinnu að gera minjar hins forna Gásakaupstaðar aðgengilegar og koma á fót góðri aðstöðu og sýningu fyrir gesti og gangandi. Mjög miklir möguleikar eru taldir liggja í því fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í Eyjafirði. Hörgárbyggð annast stjórnsýslu verkefnisins, Minjasafnið stýrir því faglega og leggur til verkefnisstjóra en Akureyrarstofa kemur að þróun verkefnisins fyrir hönd Akureyrarbæjar. Stefnt er að því að í framtíðinni verði verkefnið rekið sjálfstætt og að því komi þeir fjölmörgu aðilar sem hagsmuni hafa af því að það takist vel.
Gásir er best varðveitti miðaldakaupstaður á Íslandi en Minjasafnið á Akureyri hefur staðið fyrir fornleifauppgreftri þar síðustu fimm ár. Stefnt er að því að í framtíðinni verði Gásakaupstaður lifandi sýning þar sem handverksfólk verður að störfum og leik í endurgerð af hluta kaupstaðarins. Áherslan verður á verslun og viðskipti ásamt handverki og iðnaði þessa tímabils. Gásir verður um leið minjagarður með menningarlegu ívafi sem byggir á fornleifum, sögu og náttúru staðarins sem miðlað verður með ólíkum hætti.
Það voru þau Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgárbyggðar, Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, og Guðrún M. Kristinsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins, sem undirrituðu samninginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/3-9-miljonir-sofnudust
|
3,9 miljónir söfnuðust
Formlegri söfnun sem útvarpsstöðin VOICE 987, Hljóðkerfa- og ljósaleiga Akureyrar, Sparisjóður Norðlendinga, N4 og Síminn stóðu fyrir, fyrir fjölskyldur á Norðurlandi, lauk formlega laugardagskvöldið 16. desember sl. í beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni N4. Alls söfnuðust 3,9 milljónir króna sem renna beint til Hjálparstarfs kirkjunnar á Norðurlandi.
Úthlutun til fjölskyldna og einstaklinga á Norðurlandi fer fram í Glerárkirkju í dag, þriðjudaginn 19. desember, miðvikudaginn 20. desember og fimmtudaginn 21. desember og sér Jón Oddgeir hjá Glerárkirkju um hana að venju.
Margir þurfa á aðstoð að halda
Ásgeir Ólafsson, kynningarstjóri útvarpsstöðvarinnar VOICE 987 og talsmaður verkefnisins, segir að því miður sé staðreyndin sú að margar fjölskyldur þurfi að leita til Hjálparstarfs kirkjunnar um jólin vegna fjárskorts og því hafi þessari söfnun verið hrundið af stað. “Við ákváðum að einbeita okkur að fjölskyldum og einstaklingum á Norðurlandi í þessari söfnun, en þetta er fyrsta söfnunin sem haldin hefur verið á svæðinu með þessu sniði og er eingöngu fyrir íbúa þess,” segir hann.
Eins og áður segir lauk söfnuninni með formlegum hætti sl. laugardagskvöld, í rúmlega tveggja tíma beinni útsendingu á sjónvarpstöðinni N4, sem send var út frá nýju hljóðveri N4 í Amarohúsinu. Söfnunin stóð alls yfir í 10 daga og var hægt að leggja inn á reikning í Sparisjóði Norðlendinga sem tók við framlögum. Á hádegi laugardaginn 16. desember sl. var svo opnað fyrir símanúmerið 5 450 450 og gátu þá allir hringt inn og gefið í söfnunina.
Fjölmargir styrktu söfnunina, bæði með beinum fjárframlögum eða öðrum hætti og er þeim hér með færðar bestu þakkir fyrir. Það má nefna að Eignarhaldsfélagið Sjöfn gaf 2 milljónir, fulltrúi Nettó kom færandi hendi í sjónvarpssal og gaf 50 gjafabréf hvert að verðmæti 10.000 krónur, samanlagt upp á 500.000 krónur, Sparisjóður Norðlendinga gaf 300.000 krónur, Kjarnafæði gaf matarúttekt fyrir 300.000 krónur, KEA gaf 70 skammta af jólakjöti frá Norðlenska og Slippurinn var með framlag upp á 100.000 krónur.
Bræðurnir Valgarður Nói, 5 ára, og Daði Hrannar, 8 ára, gáfu sameiginlegan sparibauk í söfnunina og þegar búið var að telja úr honum kom í ljós að þar voru ríflega 14.000 krónur sem runnu til verkefnisins.
Allir gáfu vinnu sína
Þau fyrirtæki sem komu að söfnuninni voru útvarpsstöðin VOICE 987, Hljóðkerfa- og ljósaleiga Akureyrar, Sparisjóður Norðlendinga, N4 og Síminn. Geimstofan auglýsingastofa sá um alla hönnun verkefnisins og auglýsingar voru birtar frítt í ýmsum miðlum. Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína.
Fulltrúar verkefnis voru:
Akureyrarkirkja: Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur 860 2103
Glerárkirkja: Jón Oddgeir Guðmundsson kirkjuvörður, sér um úthlutun
Hjálparstarf Kirkjunnar: Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri www.help.is
Talsmaður verkefnis: Ásgeir Ólafsson, kynningarstjóri www.voice.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/visnakeppni-bjargs-idjulundar
|
Vísnakeppni Bjargs-Iðjulundar
Í nóvember s.l. var efnt til vísnasamkeppni meðal starfsmanna Akureyrarbæjar þar sem yrkisefnið átti að vera um vörur sem framleiddar eru á Plastiðjunni Bjargi – Iðjulundi. Plastiðjan er þekkt fyrir gæðaframleiðslu á ýmsum vörum, ss. raflagnaefni, mjólkursíum, lambamerkjum, klútum, vettlingum, nafnaskiltum og síðast en ekki síst; rúmfötum og kertum. Í nógu er að snúast á þessum árstíma þar sem aðalsölutími kerta er í desember. Rúmfötin eru einnig þekkt fyrir gæði og eru gjarna keypt til jólagjafa.
Margar góðar vísur voru sendar inn en úrslitin urðu þessi:
1. sæti Davíð Hjálmar Haraldsson 2. sæti Aðalgeir Sævar Óskarsson
Á Bjargi við framleiðum býsn öll af vörum
og bjóðum á aldeilis frábærum kjörum
og allt er það afbragðsvel gjört.
Við höfum sokka og vettlinga, fínt handa frúnum,
og fyrirtaks síur í mjólkina úr kúnum
og kerti svo kvöld verða björt.
Og raflagnaefni og rúmföt við gerum
og rýjur og klútana mótum og skerum
og litmerki í lömbin þín smá.
Já, kaupirðu af okkur ei kjörin þú skerðir
en með kærleik í hjarta er trúlegt þú verðir
og sem Jesúbarn jólunum á.
Þó að lökin ljúft þig snerti
líkt og eðalrós.
Er tilvalið að taka kerti
og tendra fagurt ljós.
Rökkrið gefur ró og næði
og rómantískan blæ.
Iðjulundar úrvalsklæði
auðga sérhvern bæ.
Verðlaunin voru að sjálfsögðu framleiðsluvörur PBI, kerti og rúmföt.
Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur er vinnustaður fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða hefur verið atvinnulaust til lengri tíma. Alls vinna þar 64-70 starfsmenn, þar af eru u.þ.b. 25 í starfsendurhæfingu. PBI er til húsa á Gleráreyrum, í gamla Hekluhúsinu. Þegar húsið verður rifið í mars næstkomandi mun PBI flytja starfssemi sína á Furuvelli 1.
Á myndinni má sjá Elínu H. Gísladóttur rekstrarstjóra ásamt vinningshöfunum, Aðalgeir Sævari Óskarssyni og Davíð Hjálmari Haraldssyni og Ólöfu Leifsdóttur forstöðumanni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/meiri-snjo-meiri-snjo
|
Meiri snjó, meiri snjó
Ekki hefur það farið framhjá neinum að hér norðan heiða er snjórinn á hröðu undanhaldi og er það vegna mikilla hlýinda undanfarna daga sem og hvassviðris. Af þessu hafa skapast töluverð vandræði á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Hafa meðal annars tré rifnað upp með rótum, vatn flætt inn í íbúðir og götur grafist í sundur.
Slökkvilið Akureyrar ásamt lögreglu, bæjarstarfsmönnum, björgunarsveitinni Súlum og verktökum hafa unnið sleitulaust síðan í gærkveldi við að dæla vatni sem var farið að valda tjóni í íbúðum. Verst var ástandið í Grenilundi en þar var komið stöðulón vatns innst í götunni og flæddi í kjallara þriggja parhúsa. Verktakar aðstoðuðu við að setja upp varnargarð meðfram húsunum í Grenilundi til að varna frekari skemmdum og var Björgunarsveitin Súlur ræst út til verðmætabjörgunar og annarar aðstoðar í tengslum við verkefnið. Einnig var unnið við að dæla úr húsi við Urðargil.
Um 50 manns komu að verkefnum næturinnar og á þessari stundu er verið að skipta út mannskap hjá slökkviliði og lögreglu. Dæling mun koma til með að standa fram eftir degi.
Myndirnar hér að neðan voru teknar eftir veðurofsann í fyrrinótt.
Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun veðrið á Norðurlandi eystra vera svipað og undanfarna daga:
Vaxandi suðaustanátt, 18-23 m/s síðdegis og rigning öðru hverju. Suðvestan 13-18 á morgun og skýjað með köflum. Hiti 8 til 15 stig, í dag, en síðan kólnandi og kringum frostmark seinni partinn á morgun.
Jólaveðrið á landinu öllu: Frá Þorláksmessu að öðrum í jólum, lítur út fyrir að lægðir fari á milli Íslands og Grænlands og það verði suðvestanátt ríkjandi með skúrum eða slydduéljum á sunnan- og vestanverðu landinu en yfirleitt þurru norðaustantil. Útlit er fyrir hvassann vind á landinu á Þorláksmessu en síðan verður hægari vindur. Hiti verður í kringum frostmark á Þorláksmessu, svo hlýnar á aðfangadag en kólnar aftur á jóladag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnunartimi-sorpmottokustada
|
Opnunartími sorpmóttökustaða
Um jól og áramót verða breyttir opnunartímar sorpmóttökustaða á Akureyri. Líkt og síðustu ár munu starfsmenn Framkvæmdarmiðstöðvarinnar fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk, dagana 8. - 12. janúar. Einnig verða gámar staðsettir við Kaupang, Hagkaup, verslunina Síðu og verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð, þar sem hægt verður að losa sig við trén.
Gámasvæði
Sorphaugar
23. desember
10 - 16
23. desember
10 - 16
24. desember
09 - 13
24. desember
Lokað
25. desember
Lokað
25. desember
Lokað
26. desember
10 - 16
26. desember
10 - 16
27. desember
12.30 - 18.30
27. desember
08 - 18
28. desember
12.30 - 18.30
28. desember
08 - 18
29. desember
12.30 - 18.30
29. desember
08 - 18
30. desember
10 - 16
30. desember
10 - 16
31. desember
10 - 13
31. desember
Lokað
01. janúar
Lokað
01. janúar
Lokað
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lystigardurinn-a-akureyri-deiliskipulag
|
Lystigarðurinn á Akureyri, deiliskipulag
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi Lystigarðsins á Akureyri.
Tilgangur þessa deiliskipulags er að skilgreina Lystigarðinn á Akureyri innan hefðbundins skipulagsramma í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og marka garðinum ákveðna stefnu til framtíðar sem almennings- og grasagarður. Tryggja skal að garðurinn haldi sínum sessi sem einn af máttarstólpum í íslenskri garðlistasögu og sem hluti af mikilvægum menningararfi íslensku þjóðarinnar.
Deiliskipulagið nær til allarar lóðar Lystigarðs Akureyrar sem er samtals 28.180 m² að stærð. Innan lóðarinnar eru 5 byggingar, auk 3 eldri bygginga sem áætlað er að fjarlægja. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að byggt verði 150 m² kaffihús og mannvirki tengd því í garðinum, á þeim stað sem þau hús sem á að fjarlægja standa nú.
Aðkoma að Lystigarðinum er við Þórunnarstræti og eru bílastæði samnýtt með Menntaskólanum á Akureyri.
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerð munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 20. desember 2006 - 31. janúar 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Lystigarðurinn á Akureyri - deiliskipulagsuppdráttur
Lystigarðurinn á Akureyri - skýringaruppdráttur
Lystigarðurinn á Akureyri - snið
Lystigarðurinn á Akureyri - greinargerð
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 31. janúar 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
20. desember 2006
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stortjon-i-kjarnaskogi
|
Stórtjón í Kjarnaskógi
Mikið tjón varð af völdum vatnselgs í Kjarnaskógi og á Hömrum í nótt. Brunná var í miklum vexti sem og allir lækir á svæðinu. Má segja að göngustígar í skóginum hafi hreinlega skolast á brott og breyst í árfarvegi.
Mjög kostnaðarsamt og tímafrekt verður að koma stígunum aftur í samt lag og bæta það tjón sem orðið hefur. Jón Birgir Gunnlaugsson, verkefnastjóri umhverfismála hjá Akureyrarbæ, tók myndirnar hér að neðan í morgun og þær segja allt sem segja þarf.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/krullari-arsins-er-fra-akureyri
|
Krullari ársins er frá Akureyri
Krullunefnd Íþróttasambands Íslands hefur valið Jón S. Hansen úr Skautafélagi Akureyrar sem krullara ársins 2006. Jón er einn af frumherjum íþróttarinnar á Íslandi og jafnframt einn sterkasti leikmaðurinn í dag. Hann stýrði liði sínu, Skyttunum, til sigurs á Íslandsmeistaramóti 2006.
Jón hefur einnig verið þjálfari úrvalsliðs Íslands í öldungaflokki. Hann mun taka við viðurkenningu í hófi íþróttafréttamanna sem haldið verður á milli jóla og nýjárs í tilefni af vali íþróttamanns ársins.
Jón S. Hansen á svellinu (myndina tók Ásgrímur Ágústsson).
Jón hampar Íslandsbikarnum 2006 ásamt liði sínu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/abendingar-fra-logreglu
|
Ábendingar frá lögreglu
Nú þegar áramótin fara í hönd hefst tíma flugelda og annarra skotelda og fylgir því oft mikill spenningur hjá börnum og unglingum. Varðandi skotelda almennt vill lögreglan koma eftirfarandi á framfæri:
Heimilt er að nota skotelda á tímabilinu 28. desember til 6. janúar ár hvert að báðum dögum meðtöldum. Meðferð þeirra er þó alltaf bönnuð frá miðnætti til 09:00 að undanskilinni nýársnótt.
Aðeins þeir sem leyfi hafa til sölu skotelda er heimil sala þeirra.
Þeir sem vinna við sölu skotelda skulu vera 18 ára og óheimilt er að selja skotelda, blys eða skrautelda þeim sem yngri eru en 12 ára.
Þeir sem eru á aldrinum 13 til 16 ára mega kaupa skotelda sé þess getið í leiðbeiningum á vöru.
Skoteldar mega ekki vera eldri en tveggja ára.
Allar áletranir skulu vera á Íslensku.
Notkun og sala skotelda frá 6. janúar til 28. desember er óheimil nema með sérstöku leyfi lögreglustjóra.
Lögreglan sendir öllum fjölskyldum óskir um gleðileg og slysalaus áramót og þakkar gott samstarf á árinu sem er að líða. Frétt af www.logregla.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utgafutonleikar-helga-vilberg
|
Útgáfutónleikar Helga Vilberg
Helgi Vilberg Helgason heldur tónleika í Deiglunni í kvöld, 29. desember. Helgi og hljómsveit hans munu aðallega flytja tónlist sem hann hefur samið á umliðnum árum.
Þeir sem spila með Helga eru Ólafur Haukur Árnason, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Valgarður Óli Ómarsson. Á tónleikunum verður tónlistin fáanleg á geisladiski sem út kemur sama dag og heitir "Gerum eitthvað róttækt, förum að sofa". Til að fá góða hugmynd um hvernig tónlist Helgi og hljómsveit hans spila er tilvalið að hlusta á nokkur lög á www.myspace.com/helgivilberg.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20 en húsið opnar 19.30. Miðaverð er 500 kr.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/megas-og-magga-stina-semja-fyrir-lifid
|
Megas og Magga Stína semja fyrir Lífið
Tónlistarmennirnir góðkunnu Megas og Magga Stína semja tónlist við nýtt leikverk Þorvaldar Þorsteinssonar, Lífið – notkunarreglur, sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akureyrar í mars. Um er að ræða leikrit með söngvum en þar semja tónlistarmennirnir sönglög við texta Þorvaldar Þorsteinssonar. Er þetta í fyrsta skiptið sem Megas semur tónlist við heila leiksýningu.
Megas og Magga Stína hafa áður unnið saman með góðum árangri en nú í haust kom út hljómdiskur þar sem Magga Stína túlkar lög Megasar.
Lífið – notkunarreglur er ævintýrið um okkur öll og fullt af hlýju og bullandi húmor. Þetta er fyrsta leikritið sem Þorvaldur skrifar fyrir LA, en áður hafa verk hans verið sýnd við góðar undirtektir í Þjóðleikhúsi, Borarleikhúsi og víðar. Nokkur verka hans hafa verið sýnd víða um heim.
Kjartan Ragnarsson leikstýrir uppsetningunni en hann er sem kunnugt er einn reyndasti leikstjóri landsins en hefur aldrei áður unnið fyrir LA. Uppsetningin er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Nemendaleikhús leiklistardeildar Listaháskólans. Leikarar eru leikhópur LA og útskriftarárgangur Nemendaleikhússins. Frumsýning verður 16. mars í Samkomuhúsinu á Akureyri.
Frétt af heimasíðu Leikfélags Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-i-straeto-og-ferjuna
|
Frítt í strætó og ferjuna
Frá og með deginum í dag, 1. janúar 2007, verður ókeypis í strætó á Akureyri og þeir sem eiga lögheimili í Hrísey þurfa ekki að greiða fargjald í ferjuna til og frá landi. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 17 milljónir króna.
Akureyri - öll lífsins gæði!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-samningur-um-menningarmal
|
Nýr samningur um menningarmál
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu í dag þriggja ára samning um samstarf menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar um menningarmál í Akureyrarbæ.
Samningurinn hljóðar upp á samtals 360 m.kr. framlag ríkisins og gildir til ársloka 2009. Fyrsti samningurinn um framlög ríkisins til menningarmála er tengjast Akureyrarbæ var undirritaður árið 1996 og hefur verið endurnýjaður reglulega síðan.
Markmið samningsins, sem undirritaður var í dag, er að efla enn frekar hlutverk Akureyrar í lista- og menningarlífi á Íslandi. Með stuðningi við meginstofnanir á sviði myndlistar, tónlistar og leiklistar vilja samningsaðilar stuðla að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs, með möguleikum til aukinnar atvinnumennsku á listasviði. Á samningstímanum verður tekið í notkun nýtt menningarhús sem lýtur að sömu markmiðum.
Það var glatt á hjalla í Davíðshúsi í dag. Kristján Þór og Þorgerður Katrín slógu á létta strengi áður en sest var niður til undirritunar.
Samningsaðilar eru sammála um að meginverkefni samningsins séu að efla starf Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, að styrkja starf Listasafnsins á Akureyri sem meginstoðar myndlistar utan höfuðborgarsvæðisins, að renna enn styrkari stoðum undir starfsemi atvinnuleikhúss á Akureyri, að Amtsbókasafnið geti gegnt hlutverki sínu sem eitt af skylduskilasöfnum í landinu, og að kynna fornleifaverkefnið að Gásum og miðla þeirri þekkingu sem til hefur orðið.
Bæjarstjórn Akureyrar skal gera skriflega samninga við ofangreinda aðila. Í samningum skulu koma fram markmið verkefna og hvaða mælikvarðar verða lagðir til grundvallar þegar árangur þeirra verður metinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagatal-akureyrarbaejar-vaentanlegt
|
Dagatal Akureyrarbæjar væntanlegt
Líkt og í fyrra verður dagatali sem Akureyrarbær hefur látið gera dreift í öll hús í bænum. Inn á dagatalið eru merktir margir helstu viðburðir ársins, auk þess sem hagnýtar upplýsingar og fróðleik er að finna á bakhlið hvers mánaðar.
Dagatal ársins 2006 mæltist mjög vel fyrir og var víða notað. Von okkar er að dagatalið 2007 verði ekki síður vinsælt. Örlitlar tafir urðu hins vegar í „gormun dagatalsins“ en það verður borið í hús á allra næstu dögum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyarsdansleikur-i-ketilhusinu-2
|
Nýársdansleikur í Ketilhúsinu
Tónlistarfélag Akureyrar heldur nýársdansleik í Ketilhúsinu næstkomandi laugardagskvöld, að kvöldi þrettánda dags jóla. Uppselt var á dansleikinn í fyrra.
Kammersveit félagsins leikur Vínarvalsa og aðra sígilda dansa til klukkan ellefu undir stjórn Jakubs Kolosowsky en svo tekur við danshljómsveit Margot Kiis sem mun leika danstónlist fram á nótt. Ungt tónlistarfólk stígur á stokk með skemmtiatriði milli rétta og efnt verður til happdrættis þar sem glæsilegir vinningar bíða hinna heppnu.
Húsið verður opnað klukkan 18.30 en borðhald hefst um kl. 20.
Matseðill kvöldsins er í höndum Einars Geirssonar matreiðslumeistara á Karólínu restaurant www.karolina.is
Fordrykkur - og framandi lystauki
Humarbananarækjur og bleikja - kryddjurtasalat, hvítlaukur, aníshumarfroða
Glóðuð andabringa og foie gras - spínatkartöflur, bökuð fíkja og sósa aroma
Samleikur af súkkulaði, hugmyndaflugi og hita.
Miðasala er í símum 860 2911 og 845 9313.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/safngestir-fengu-53-tonn-ad-lani
|
Safngestir fengu 53 tonn að láni
Útlán Amtsbókasafnsins á Akureyri jukust verulega á síðasta ári og voru um 12% fleiri en árið 2005. Þetta er mikill viðsnúningur frá því sem verið hefur, því árið 2005 fjölgaði útlánum um 4% en árið 2003 fækkaði þeim um 5%.
Lánþegar safnsins fengu að láni 194.748 gögn árið 2006 sem samsvarar því að hver Akureyringur hafi fengið 11,58 safngögn að láni á árinu, eða um það bil eitt á mánuði.
Samanlagður þungi þessara gagna er um 53,5 tonn. Ef gögnin sem fengin voru að láni á árinu væri staflað hverju ofan á annað yrði til turn sem væri 2.726 metra hár. Til samanburðar má geta þess að Kerling, hæsta fjall Norðurlands er 1.536 metra hátt og Súlutindur sem gnæfir yfir Akureyri er 1.144 metra hár. Samanlögð hæð þessara fjalla er 46 metrum lægri en þessi ímyndaði gagnaturn Amtsbókasafnsins.
Sem fyrr eru bækur vinsælastar meðal lánþega safnsins, eða um 75% þess sem lánað var út á árinu. Næst koma tímarit og myndbönd. Annars skiptust útlán þannig milli efnistegunda á síðasta ári:
Efnistegund
Fjöldi
%
Bækur
145.162
74,54%
Tímarit
29.518
15,16%
Mynddiskar
9.715
4,99%
Myndbönd
5.178
2,66%
Hljóðbækur
2.499
1,28%
Tónlist
2.163
1,11%
Tölvugögn
499
0,26%
Snældur
7
0,00%
Tæki
4
0,00%
Spil
3
0,00%
Alls
194.748
100,00%
Gestir Amtsbókasafnsins árið 2006 voru 107.694 og fækkaði þeim um tæplega 1800 milli ára, sem er athyglisvert í ljósi þess að útlánum fjölgaði svo mikið sem raun ber vitni.
Til gamans má benda á að ef þessir safngestir stilltu sér upp í einfalda röð, yrði hún 64,6 kílómetrar að lengd, sem er u.þ.b. vegalengdin milli Akureyrar og Lauga í Reykjadal. Röðin yrði fjórum kílómetrum lengri en sem nemur vegalengdinni milli Akureyrar og Ólafsfjarðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skoflustunga-i-hrisey
|
Skóflustunga í Hrísey
Fyrsta skóflustungan að fjölnota íþróttahúsi í Hrísey var tekin í dag. Húsið verður allt hið fullkomnasta, svarar brýnni þörf og mun kostnaður við gerð þess, og endurbætur á sundlauginni í Hrísey, verða rúmar 300 milljónir króna. Áætluð verklok eru 6. júní 2008.
Það var fagurt vetrarveður í Hrísey þegar Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, tók skóflustunguna, krakkar úr eyjunni sungu við athöfnina og að lokum var boðið til kaffisamsætis í grunnskólanum.
Smelltu hér til að lesa nánari lýsingu á húsinu sem rísa mun í Hrísey.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljomatun-1-3-deiliskipulagsbreyting
|
Ljómatún 1-3, deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu að deiliskipulagi Ljómatúns 1-3 á Akureyri.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi á að byggja 2 fjölbýlishús á tveimur hæðum með samtals allt að 12 tólf íbúðum á lóðunum Ljómatún 1 og 3. Breytt deiliskipulag miðast við að lóðirnar verði sameinaðar og að eitt fjölbýlishús á tveimur hæðum, með allt að 10 íbúðum og 5 bílgeymslum verði byggt.
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerð munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 10. janúar 2007 - 21. febrúar 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Ljómatún 1-3 - deiliskipulagsuppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. febrúar 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
10. janúar 2007
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/krossaneshagi-a-afangi-endurskodun-a-deiliskipulagi
|
Krossaneshagi A áfangi, endurskoðun á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi A áfanga Krossaneshaga á Akureyri.
Markmið með endurskoðun á deiliskipulagi A áfanga Krossaneshaga er tvíþætt; annars vegar að mæta breyttri þörf fyrir ákveðna gerð atvinnulóða, þ.e. stærri lóða, rýmri byggingarreiti og hærri vegg- og mænishæðir, og hins vegar að breyta mörkum hluta opins svæðis og byggingarlands í ný byggingarsvæði. Á deiliskipulagsuppdrátt hafa verið færðar inn breytingar sem gerðar hafa verið frá upphaflega skipulaginu og hafa fengið lögformlegt deiliskipulagsferli með grenndarkynningum eða auglýsingum. Helstu breytingarnar hafa verið á byggingarreitum og hæð húsa, en mestu breytingarnar eru á norðvesturhluta svæðisins með sameiningu lóða og breytingu á gatnakerfi.
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerð munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 10. janúar 2007 - 21. febrúar 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Krossaneshagi A áfangi - deiliskipulagsuppdráttur
Krossaneshagi A áfangi - skýringaruppdráttur
Krossaneshagi A áfangi - greinargerð
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. febrúar 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
10. janúar 2007
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjonustusamningur-um-malefni-fatladra
|
Þjónustusamningur um málefni fatlaðra
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu í dag þriggja ára þjónustusamning um málefni fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu. Samningsfjárhæð er rúmir 2,2 milljarðar króna.
Ennfremur var skrifað undir samkomulag til eflingar búsetu, dagþjónustu og dagvist geðfatlaðra á Akureyri. Sá samningur er til fjögurra ára og hljóðar upp á 95 milljónir króna.
Í þjónustusamningnum um málefni fatlaðra er unnið samkvæmt drögum að nýrri stefnu ráðuneytisins í málefnum þeirra sem búa við fötlun. Með samningnum ákveða félagsmálaráðuneytið og Akureyrarbær að halda áfram því samstarfi sem hófst í febrúar 1996 en síðasti samningur gilti til 31. desember 2006.
Meginmarkmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna í heimabyggð og fella hana sem framast er unnt að starfsemi annarra þjónustuaðila, færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Það er gert með meiri skilvirkni, betri nýtingu fjármuna og með aukin þjónustugæði að leiðarljósi.
Samningurinn var undirritaður í Rósenborg, möguleikamiðstöð, að viðstöddum talsverðum fjölda fólks er að málaflokknum kemur með einum eða öðrum hætti.
Við framkvæmd þjónustunnar skal náð markmiðum sem ráðuneytið hefur sett í samstarfi við hagsmunasamtök þeirra sem búa við fötlun og aðstandenda þeirra og er að finna í drögum að stefnu þess í málaflokknum. Markmiðin ná til eftirfarandi átta málasviða og verður þeim fylgt eftir því sem við á:
Þjónusta við börn 0-17 ára og fjölskyldur þeirra.
Þjónusta vegna búsetu.
Þjónusta vegna atvinnu og hæfingar.
Stoðþjónusta við 18 ára og eldri.
Staða og áhrif notenda.
Mótun viðhorfa og almannatengsl.
Gæðastarf.
Þekkingarauður – mann- og skipulagsauður.
Samkomulagið sem skrifað var undir til eflingar búsetu, dagþjónustu og dagvist geðfatlaðra á Akureyri felur í sér að Akureyrarbær leggur til fjórar leiguíbúðir fyrir geðfatlaða, starfsemi fyrir þá verður efld á ýmsum sviðum, m.a. í Lautinni sem er dagvist geðfatlaðra rekin af Rauða kross deildinni á Akureyri í samvinnu við Geðverndarfélagið og Akureyrarbæ. Einnig verður lagður fram byggingarstyrkur til byggingar nýs áfangaheimilis/íbúða fyrir geðfatlaða á Akureyri. Heildarframlag félagsmálaráðuneytisins til þessa samkomulags er sem áður segir 95 milljónir króna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-baejarstjori-a-akureyri
|
Nýr bæjarstjóri á Akureyri
Á bæjarstjórnarfundi í dag lét Kristján Þór Júlíusson af störfum sem bæjarstjóri á Akureyri og var Sigrún Björk Jakobsdóttir kjörin í hans stað. Kristján Þór verður forseti bæjarstjórnar fram á vor og Sigrún Björk er ráðin bæjarstjóri fram í júní 2009.
Bæjarfulltrúar fóru í pontu undir lok bæjarstjórnarfundar og þökkuðu Kristjáni vel unnin störf um leið og þeir buðu Sigrúnu velkomna til starfa og fögnuðu þeim tímamótum að nú væri í fyrsta sinn kona kjörin bæjarstjóri á Akureyri. Á myndinni að ofan er Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs, í pontu.
Kristján Þór Júlíusson afhendir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur Akureyri lyklana að skrifstofu bæjarstjóra. Sigrún Björk telst vera 10. bæjarstjórinn á Akureyri og fyrsta konan sem gegnir því embætti.
Eftir fundinn færði matreiðslumeistarinn Friðrik V. Friðriksson fráfarandi bæjarstjóra, fyrir hönd matvælafyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu, nesti og nýja skó eins og vant er þegar menn halda að heiman. Upp úr skókassanum komu forláta inniskór en Kristján sagðist ekki þekkja gjörla reglur um klæðaburð alþingismanna og því væri óljóst hvort hann mætti nota þá í þinginu. Kristján er sem kunnugt er efsti maður á lista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor.
Fyrr í morgun kvaddi Kristján Þór starfsfólk Ráðhússins. Hér er hann með Heiðu Karlsdóttur, ritara bæjarstjóra, sem færði honum bókina Ísland í aldanna rás, 1900-2000, að gjöf frá starfsfólkinu með þökk fyrir gott samstarf.
Því næst færði Dan Jens Brynjarsson, fjármálastjóri Akureyrarbæjar, Kristjáni klassíska laxaflugu að gjöf, einnig frá starfsfólki Ráðhússins. Flugan ber heitið „Bæjarstjórinn“ og er hnýtt af Jóni Braga Gunnarssyni, hagsýslustjóra bæjarins.
Starfsfólk Ráðhússins þakkaði Kristjáni Þór gott samstarf síðustu níu árin og óskaði honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Flugan góða sem Kristján Þór ætlar án efa að reyna næsta sumar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatrjaahreinsun-thessa-vikuna
|
Jólatrjáahreinsun þessa vikuna
Starfsmenn Framkvæmdarmiðstöðvarinnar á Akureyri fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk alla þessa viku og lýkur hreinsuninni föstudaginn 12. janúar.
Einnig hefur gámum undir jólatré verið komið fyrir við Kaupang, Hagkaup, verslunina Síðu og verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaupvangsstraeti-1-breyting-a-deiliskipulagi
|
Kaupvangsstræti 1 - breyting á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu að deiliskipulagi Kaupvangstrætis 1 á Akureyri.
Lóðin að Kaupvangsstræti 1 er 1.334 m2 að stærð og er byggingu 1. áfanga lokið. Breytt deiliskipulag miðast við að lóðin stækki um 282 m2 til suðurs svo unnt sé að ljúka 2. áfanga byggingarinnar, sem er 145 m2 að grunnfleti. Bílastæði á lóðinni eru 16 en verða 20 skv. breyttu deiliskipulagi.
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerð munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 10. janúar 2007 - 21. febrúar 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Einnig er hægt að skoða tillöguna hér.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 21. febrúar 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
10. janúar 2007,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnun-i-listasafninu-1
|
Opnun í Listasafninu
Laugardaginn 13. janúar kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri; annars vegar sýning á verkum Jóns Óskars, sem nefnist „Les yeux de l’ombre jaune" (Augu Gula-Skuggans), og hins vegar innsetning í vestursal safnsins eftir bandaríska listamanninn Adam Bateman, en sú sýning ber heitið Tyrfingar.
Jón Óskar er ekki einn þeirra sem mestrar hylli hafa notið hér heima, hvorki hjá söfnum né almenningi. Jón er þó hvorki misskilinn né með öllu vanmetinn eins og tilnefning hans til Carnegie verðlaunanna á síðasta ári staðfestir, en til þessa hafa verk hans þótt of stór og óstofuhæf, of ódæl og útlensk í augum landans — of mikið „eitthvað". Jón sigldi vestur um haf árið 1980 og nam myndlist í New York. Þar drakk hann í sig póst-móderníska strauma og stórborgarbraginn, það viðhorf sem lítur á heiminn sem sinn nafla, líður engin takmörk og flæðir út yfir alla ramma.
Sýning Jóns í Listasafninu á Akureyri er ekki hefðbundið yfirlit, hún byggist ekki á völdum verkum eða tilteknu þema eða tímabili. Allt er lagt að jöfnu og það jafnað út, verki skeytt við verk handahófskennt frá gólfi upp í loft svo þétt hringinn í kringum báða stærstu salina að sjálfur Stefán frá Möðrudal yrði ásakaður um bruðl á veggplássi í samanburði. Sýningin flæðir yfir barma sína inn í vestursalinn þar sem bandaríski listamaðurinn Adam Bateman hefur komið ár sinni fyrir borð með heljarmiklum bókastafla, virkilegum Babelsturni, eins og til að forða skilningarvitum okkar frá drukknun.
Hugmyndaheimar Jóns og Bateman, orð og myndir, hrærast enn meira saman í sýningarskránni sem Jón sá um að hanna og minnir einna helst á tímaritið Séð og heyrt. Jón hefur haft ómæld áhrif á umbrot og hönnun bóka, tímarita og vefsíðna á Íslandi um langt árabil og þannig séð sér farborða þegar ekki hefur fiskast í listinni. Hér ægir öllu saman, myndum af verkum, hvers kyns auglýsingum og textum eftir innlenda og erlenda fræðimenn og gamla félaga sem fjalla um hann og hans kúnst. Jón innlimar allt sem honum dettur í hug í veldi sitt og gefur út eigið málgagn um það sem hæst ber á góma. Snúist uppistaða „tímaritsins" um „hörðu fréttirnar" úr hugarheimi Jóns mætti líta á umfjöllunina um Bateman sem forvitnilegt innslag frá framandi slóðum.
Adam Bateman er kominn af mormónum og fæddur á slóðum Paradísarheimtar í Utah þar sem hann stýrir listamiðstöð og rekur gestavinnustofur. Líkt og Jón Óskar lærði hann í New York og sneri aftur með stórar hugmyndir í heimahaga, sem eiga lítið sameiginlegt með háhýsum og hraða stórborgarinnar. Uppsafnaður fróðleikur bóka er eins og fólksmergð í skýjakljúfum sem mora af tilfinningum og skoðunum þótt fæst af því verði nokkurn tíma fært til leturs. Það er gaman að vera fluga á vegg innan um verk Jóns og Batemans og reyna að átta sig á samræðum þeirra. Sennilega hefur skrattinn hitt ömmu sína — og það hljóta alltaf að vera miklir fagnaðarfundir.
Sýningunum lýkur 4. mars. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Aðgangseyrir er kr. 400. Frítt á fimmtudögum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verndum-thau
|
Verndum þau
Í dag og á morgun er haldið í Rósenborg námskeið á vegum Akureyrarbæjar, menntamálaráðuneytisins og Félags fagfólks í frítímaþjónustu undir yfirskriftinni „Verndum þau“ en þar er fjallað um það hvernig bregðast skuli við ef grunur vaknar um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum.
Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi, heima, í skóla, í leik- og frístundastarfi. Því miður á þetta þó ekki við um öll börn. Á Íslandi eru börn sem eiga undir högg að sækja, búa við vanrækslu og/eða eru beitt ofbeldi; líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu.
Það er mikilvægt að þeir aðilar sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og geti lesið vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sem sækir námskeiðið starfar m.a. á leikskólum, í grunnskólum, í félagsmiðstöðvum og í vinnuskólanum. Myndirnar hér að neðan voru teknar í Rósenborg í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/frelsarinn-til-akureyrar-naesta-haust
|
Frelsarinn til Akureyrar næsta haust
Á Akureyri eru nú að hefjast æfingar á leikverkinu „Frelsarinn“ sem frumsýnt verður í K2-leikhúsinu í Kaupmannahöfn 7. mars. Áætlað er að hefja sýningar á Akureyri og í Reykjavík næsta haust.
„Frelsarinn" er eitt af tveimur verkum sem var valið til að fara leikferð um alla Danmörku og má fræðast nánar um það verkefni á heimasíðunni www.turneplanen.dk.
Í kynningu á leikverkinu segir: „Maður nokkur hefur sterkan grun um að hann sé Frelsarinn. Í laumi gerir hann áætlun um hvernig og hvar endurkoma frelsarans eigi að eiga sér stað. Á meðan hann bíður eftir rétta augnablikinu æfir hann sína yfirnáttúrúlegu krafta og kraftaverk sem, honum til mikillar gremju, virðast vera frekar háð tilviljunum hvort heppnist eða ekki. "
Það er Akureyringurinn Kristján Ingimarsson sem er höfundur verksins og hann leikur í því ásamt Bo Madvig og Camillu Marienhof. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir verkinu en hann hefur leikið með og leikstýrt atvinnu- og áhugaleikhópum. Hann leikstýrði meðal annars „Maríubjöllunni“ hjá Leikfélagi Akureyrar og nú síðast „Herra Kolbert" en þau verk hafa bæði fengið mjög góða dóma.
Kristján Ingimarsson er nýkomin heim frá Danmörku þar sem hann bjó, nam og starfaði í 14 ár. Hann hefur skrifað og sett upp fjölda verka, meðal annars „Blow job“, „Listin að deyja“ og „Mike attack“. Verk hans hafa verið sýnd í Þýskalandi, Englandi, Ítalíu, Belgíu og á Íslandi og fengið mjög góða umfjöllun.
Nú nýverið leikstýrði Kristján „My head" sem frumsýnt var í Kaleidoskop í Kaupmannahöfn í nóvember 2006. Hann skrifaði það verk ásamt Paolo Nani og umsagnir um sýninguna voru meðal annars þessar:
Ein af bestu sýningum Kaupmannahafnar í augnablikinu (Berlingske Tiderne).
My Head er augljóslega alþjóðlegur „metsöluleikrit“ - „dönsk" leiklist í hæsta gæðaflokki (Information).
Nani og Ingimarsson eru eitt það besta sem finnst hér í Danmörku í gaman- og látbragðsleik þar sem trúðaleikur verður að sviðslist (Politikken).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skautafelagid-verdur-fyrirmyndarfelag
|
Skautafélagið verður fyrirmyndarfélag
Laugardaginn 13. janúar heldur Skautafélag Akureyrar upp á 70 ára afmæli félagsins en það var stofnað 1. janúar 1937. Þá fagnar félagið janframt þeim mikla áfanga að öðlast viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, fyrst skautafélaga á landinu.
Undanfarna mánuði hefur félagið unnið ötullega að skipulagningu á innri starfsemi sinni til þess að uppfylla skilyrði sem sett eru fyrir þessari tilnefningu.
Dagurinn hefst á íshokkímóti og þar munu drengir í 4. flokki Skautafélags Akureyrar, Birninum og Skautafélagi Reykjavíkur keppa.
Formleg hátíðardagskrá verður frá kl. 14.00 -16.00 og hefst hún með ávarpi formanns SA, Leena Kaisa Viitanen. Þá mun Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ veita félaginu viðurkenningu fyrir að vera Fyrirmyndarfélag.
Að því loknu verða eldri félagar heiðraðir og gestum boðið upp á kaffi og kökur. Einnig verða sýningar í listhlaupi og krullu, og ef áhugi er fyrir hendi, getur fólk fengið að spreyta sig á að renna krullusteinum.
Um kvöldið, eða kl.20.00, verður leikur í meistaraflokki karla í íshokkí á milli Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/glatt-a-hjalla-i-listasafninu
|
Glatt á hjalla í Listasafninu
Fjölmenni var í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 13. janúar þegar þar voru opnaðar sýningar Jóns Óskars, Les yeux de l’ombre jaune, og innsetning bandaríska listamannsins Adams Bateman, Tyrfingar.
Myndirnar að neðan tala sínu máli. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Aðgangseyrir er kr. 400. Frítt á fimmtudögum. Sýningunum lýkur 4. mars.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utskrift-i-pmt-foreldrafaerni
|
Útskrift í PMT-foreldrafærni
Föstudaginn 12. janúar sl. útskrifuðust fyrstu fagmenntunaraðilar í grunnmenntun í PMT frá Akureyri. Akureyrarbær tók þá ákvörðun haustið 2005 að innleiða PMT-foreldrafærni og SMT-skólafærni í bæjarfélagið. Forsöguna má m.a. rekja til umræðunnar um aukna hegðunarerfiðleika meðal barna og unglinga og agavandamál í skólum og möguleika til að bregðast við því.
Útskriftarhópurinn í Ketilhúsinu á föstudag.
PMT-foreldarfærni er meðferðarúrræði fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika en hefur einnig það markmið að fyrirbyggja alvarlega hegðunarerfiðleika. Jafnframt mun SMT-skólafærni, sem byggir á hugmyndafræði PMT-foreldrafærni, verða innleidd í leik- og grunnskóla Akureyrabæjar.
Samið var við skólaskrifstofu Hafnarfjarðar um aðstoð við innleiðsluna en Hafnarfjarðarbær hóf árið 2000 að vinna eftir aðferðum PMT. Að þessu verkefni koma skóladeild, fjölskyldudeild og heilsugæsla. Verkefnið er staðsett á skóladeild og Þuríður Sigurðardóttir er verkefnisstjóri PMT. Að þessu sinni útskrifuðust 13 konur, leik- og grunnskólakennarar og ráðgjafar á fjölskyldudeild og er útskrift þessara fagmenntunaraðila fyrsti áfanginn í PMT-verkefninu.
Þuríður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri PMT á Akureyri, og Margrét Sigmarsdóttir, verkefnisstjóri PMT í Hafnarfirði.
Fyrstu tveir grunnskólarnir, Oddeyrarskóli og Síðuskóli, hafa í vetur unnið undirbúning að innleiðslu sem hefst næsta haust og fimm leikskólar, Holtakot, Flúðir, Kiðagil, Lundarsel og Pálmholt, eru að fara af stað með undirbúning.
Næsta námskeið í grunnmenntun PMT hefst þann 8. febrúar nk. á Akureyri en stefnt er að því að bjóða upp á námskeið til fagaðila einu sinni til tvisvar á ári. Einnig verður PMT-foreldrameðferð í boði fyrir foreldra barna með hegðunarvanda, PMT-foreldranámskeið fyrir foreldra barna með væg hegðunarfrávik, auk fræðslu til allra foreldra um PMT.
Þess má geta að verkefnið hefur hlotið styrk úr Forvarnarsjóði en einnig hefur Rauða kross deildin á Akureyri styrkt kaup á námefni til foreldra.
Nánari upplýsingar um PMT verkefnið hjá Akureyrarbæ má fá hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-a-husid-ad-heita
|
Hvað á húsið að heita?
Fjölmargar tillögur hafa borist í samkeppni um nafn á menningarhúsið sem nú rís á Akureyri.
Enn er möguleiki fyrir fólk að skila inn hugmyndum en frestur til þess rennur út mánudaginn 22. janúar.
Spennandi verkefni bíður dómnefndar um nafn á menningarhúsið en í henni eiga sæti þau Bragi Bergman, ráðgjafi, Margrét Jónsdóttir, leirlistakona, og Sverrir Páll Erlendsson, menntaskólakennari.
Dómnefndin skilar niðurstöðum til stjórnar Akureyrarstofu sem mun taka endanlega ákvörðun um nafn á húsið.
Nánari upplýsingar um samkeppnina má nálgast hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/metar-hja-minjasafninu
|
Metár hjá Minjasafninu
Gestir Minjasafnsins á Akureyri voru 33.610 árið 2006 og gestir Iðnaðarsafnsins á Akureyri 5.785. Samtals tóku söfnin því á móti 39.395 gestum. Það samsvarar því að hver einasti íbúi Akureyrar hafi heimsótt söfnin rúmlega tvisvar á árinu. Gestum safnanna fjölgaði um 10.393 frá árinu 2005.
Hér er átt við gesti á sýningar og viðburði á vegum Minjasafnsins í Aðalstræti 58 á Akureyri, gamla bænum og gamla prestshúsinu í Laufási, og á miðaldakaupstaðnum á Gásum í Hörgárbyggð, einnig gesti Iðnaðarsafnsins en Minjasafnið hefur umsjón með því samkvæmt þjónustusamningi.
Laufás er fjölsóttastur þessarra staða en þar tekur Laufáshópurinn virkan þátt í sýningum á gömlum vinnubrögðum. Þangað komu 18.766 gestir í fyrra og var meirihluti þeirra erlendir ferðamenn í hópferðum. Íslendingar koma mun meira en erlendir ferðamenn í Minjasafnið og Iðnaðarsafnið og nemendur af öllum skólastigum eru stærsti gestahópurinn á sýningar Minjasafnsins. Í fyrra voru þeir 3.933, langflestir úr Eyjafirði. Iðnaðarsafnið og hollvinafélag Húna II tóku að gera út skipið Húna II til skemmti- og sögusiglinga sumarið 2006.
Mikil gróska var á síðasta ári í viðburðadagskrá safnanna. Á síðasta ári voru viðburðirnir fleiri en nokkurn tíma áður, eða 60 talsins, sem þýðir að söfnin stóðu fyrir rúmlega einum viðburði á viku allt árið eða einum viðburði á dag yfir tveggja mánaða tímabil. Með viðburðum er átt við sögugöngur, söngvökur, starfsdaga og tyllidaga, en þá eru notaðar ýmsar aðferðir til miðlunar á sögulegu efni.
Stærsti einstaki viðburðurinn í fyrra var miðaldamarkaður á Gásum. Þangað komu 1.400 gestir en það eru um 6% af íbúafjölda Eyjafjarðar eða liðlega 8% íbúa Akureyrar. Aðrir fjölsóttir viðburðir voru sumardagurinn fyrsti, Jónsmessuhátíð og draugaganga á Akureyrarvöku, ásamt dagskrá um sr. Matthías Jochumsson sem Stoð vinafélag Minjasafnsins sá um.
Minjasafnið veitir margs konar þjónustu aðra en sýningar og viðburði. Nægir þar að nefna úrlausnir fyrirspurna um ljósmyndir, gamla muni og byggingar. Þess ber að geta að sýningar, önnur miðlun og samskipti við notendur eru aðeins hluti af starfsemi safnanna. Söfnin hafa lagaskyldur til að safna, varðveita og rannsaka sögulegar minjar. Sú vinna er að jafnaði lítið sýnileg en er þó undirstaða alls, því án hennar hefðu söfnin litlu að miðla.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/frosthorkur
|
Frosthörkur
Afar kalt hefur verið á Akureyri í morgun, allt upp undir 20 gráðu frost hefur mælst í bænum. Við slík skilyrði rýkur frostþoka upp af Pollinum og litbrigði himinsins njóta sín í kuldanum. Myndirnar hér að neðan voru teknar á Akureyri skömmu fyrir hádegi í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/orninn-flygur
|
Örninn flýgur
Fjöllistamaðurinn Örn Ingi verður með uppákomu á Amtsbókasafninu á morgun, miðvikudaginn 17. janúar, þar sem hann ætlar að velta upp ýmsum spurningum varðandi menningu, mannlíf og listir á Akureyri.
Tilefnið er að nú eru 30 ár síðan Örn Ingi hætti sem bankastarfsmaður með það fyrir augum að leggja út á listabrautina. Hann mun líta yfir farinn veg og meta núverandi virkni allra menningarstofnana bæjarins. Fleiri munu væntanlega viðra skoðanir sínar á þessari uppákomu og er öllum það frjálst sem vilja.
Í tilkynningu frá Erni Inga segir að boðið verði upp á „listræna súpu og stolin vínber“ og að spurningar sem hann muni leitast við að svara séu til dæmis þessar:
Á að leggja Leikfélagið niður?
Hver á Sinfóníuhljómsveit Norðurlands?
Hvar er þetta Listasafn?
Hvað heitir Rauða menningarfélagið?
Hvað er að deyja í Tónlistarskólanum?
Hver á að kenna myndlist á Akureyri?
Verslunarmannahelgin, er hún ógeð eða æði?
Er Amtsbókasafnið góður skáldskapur?
Er Listagilið afrakstur þeirra sem vildu en gátu ekki?
Verður Menningarhúsið himnaríki?
Ber okkur að treysta stjórnmálamönnum?
Uppákoman hefst kl. 11.50 á Amtsbókasafninu og er gert ráð fyrir að henni ljúki kl. 13.10.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/svartur-kottur-frumsyndur
|
Svartur köttur frumsýndur
Þann 20. janúar verður leikritið Svartur köttur eftir Martin McDonagh frumsýnt hjá LA. Leikritið er margverðlaunað og hefur víða vakið verðskuldaða athygli. Sömu sögu er að segja um mörg fyrri verka McDonaghs, s.s. Koddamanninn, Halta Billa og Fegurðardrottninguna frá Línakri sem öll hafa verið sýnd hérlendis. Um sérstaka hátíðarfrumsýningu er að ræða í tilefni af því að þann 20. janúar eru 100 ár frá fyrstu frumsýningu í húsinu.
Svartur köttur er brjálæðislegt leikrit, fyndið og djarft.
Þetta hófst allt með því að dauður köttur fannst á veginum - besti vinur Patreks í öllum heiminum. Hann leitar hefnda, Mairead leitar að ástinni, allir leita að Patreki nema Davey sem leitar að leið út úr klandrinu. Sagan er reyfarakennd og fyndin, persónurnar vitgrannar en brjóstumkennanlegar, umfjöllunarefnið áleitið og húmorinn flugbeittur. Svartur köttur var frumsýnt í Bretlandi fyrir fjórum árum og var valið gamanleikrit ársins af þarlendum gagnrýnendum. Nú í vor var það svo frumsýnt á Broadway þar sem leikhúsunnendur halda ekki vatni.
Úr ummælum gagnrýnenda:
„Ímyndið ykkur Monty Python í einni sæng með Quentin Tarantino" - Time Out
„Þetta er fyndnasta leiksýning á Broadway í dag - og klárlega mesti spennugjafinn" - New York Times
„Stórkostlegt" - Daily News
„Blóðugasta verkið á fjölunum í dag" - The New York Observer
„Leikhús verður ekki betra" - The Wall Street Journal
Martin McDonagh er í fremsta flokki ungra leikskálda heims um þessar mundir. Verk hans hafa verið sett upp um allan heim en íslenskir áhorfendur hafa barið þrjú verka hans augum, Fegurðardrottninguna frá Línakri (Borgarleikhúsið), Halta Billa (Þjóðleikhúsið) og Koddamanninn (Þjóðleikhúsið). Svartur köttur (The Lieutenant of Inishmore) ber sterk höfundareinkenni McDonagh þó húmorinn sé fyrirferðarmeir en áður. Verk sem enginn leikhúsunnandi ætti að láta framhjá sér fara.
Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Filippía Elísdóttir hannar leikmynd og búninga en hún er með reyndustu og eftirsóttustu búningahönnuðum landsins en hefur ekki áður hannað leikmynd fyrir leikhús. Þórður Orri Pétursson hannar lýsingu. Hljómsveitin SKE semur, útsetur og flytur tónlist og þýðingu annaðist Hávar Sigurjónsson. Ragna Fossberg hannar gervi. Leikarar eru: Guðjón Davíð Karlsson, Þráinn Karlsson, Ívar Örn Sverrisson, Gísli Pétur Hinriksson, Ólafur Steinn Ingunnarson, Páll S. Pálsson og Þóra Karítas Árnadóttir.
Myndirnar að ofan eru úr uppfærslu Leikfélags Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stekkjartun-32-34-deiliskipulagsbreyting
|
Stekkjartún 32-34,deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Nyrsti áfangi deiliskipulags Naustahverfis nær yfir helming reita 1 og 2 og reiti 3, 4 og 5 skv. Rammaskipulagi Naustahverfis. Deiliskipulagssvæðið liggur í norðausturhluta Naustahverfis. Heildarstærð deiliskipulagssvæðisins var 23,7 ha.
D FJÖLBÝLISHÚS
Í deiliskipulagsbreytingartillögunni er gert ráð fyrir að húsgerð D fjölbýlishús hækki um 2 hæðir eða úr 3 hæðum í 5 hæðir, auk bílgeymslu. Hámarkshæð byggingar var 13 m. yfir gólfi aðkomuhæðar (bílgeymsluhæðar) en verður 18.5 m. Í tillögunni er gert ráð fyrir að íbúðum fjölgi úr 12 í 18.
Einnig er gert ráð fyrir fjölgun bílastæða á lóð eða úr 12 stæðum í 26 stæði . Fjölgun er á bílastæðum í bílgeymslu úr 12 stæðum í 14 stæði.
Tillöguuppdrættir munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 17. janúar 2007 til miðvikudagsins 28. febrúar 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Stekkjartún 32-34 - deiliskipulagsuppdráttur
Stekkjartún 32-34 - snið
Stekkjartún 32-34 - afstaða
Stekkjartún 32-34 - útlit
Stekkjartún 32-34 -útlit 1
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 28. febrúar 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
17. janúar 2007
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/framkvaemdir-i-hrisey
|
Framkvæmdir í Hrísey
Í upphafi árs var fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Hrísey tekin og í kjölfarið hófust framkvæmdir við endurbætur á gömlu sundlauginni og jarðvegsvinna vegna nýbyggingarinnar.
Það gengur þónokkuð á, enda á nýja húsið að vera tilbúið til notkunar í júní á næsta ári. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er rúmar 300 milljónir króna. Gísli Kristinn Lórenzson sendi okkur myndirnar hér að neðan sem voru teknar í Hrísey á dögunum. Fleiri myndir er að finna á www.hrisey.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bornin-blota-thorrann
|
Börnin blóta Þorrann
Það eru margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar því Þorri hófst í dag, bóndadag. Hér á landi höfum við fylgt þessum gamla sið frá því á nítjándu öld, þegar fyrstu þorrablótin voru haldin í kaupstöðum á Íslandi. Þorrablótin héldu þeir sem flutt höfðu úr sveitinni yfir á mölina og vildu halda í gamlar matarvenjur sem og að hitta ættingja og vini og gera sér glaðan dag.
Jafnt ungir sem aldnir leggja sér þennan íslenska súrmat til munns og eru leikskólarnir á Akureyri duglegir við að viðhalda þessum gamla sið.
Börnin á leikskólanum Krógabóli voru búin að gera sér glæsilegar víkingakórónur í tilefni dagsins og ekki er hægt að sjá annað á þessum myndum en að þeim líki þorramaturinn vel.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/danska-i-danmorku
|
Danska í Danmörku
Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri, í samstarfi við Skóladeild Akureyrarbæjar og Europahøjskolen í Danmörku, hafa staðið fyrir vellukkuðum tungumálanámskeiðum fyrir íslenska grunnskólanema undanfarin þrjú ár.
Þáttakendur hafa verið ánægðir með dvölina ytra og námskeiðið hefur skilað sér vel þegar horft er til áhuga og færni nemenda í dönsku að því loknu sem og fleiru. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Nordplus-Sprog en án hans væri það vart framkvæmanlegt.
Michael Dal, lektor við KHÍ, tók saman mat á námskeiðinu 2005. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Norrænu upplýsingaskrifstofunnar www.akmennt.is/nu. Á heimasíðunni er einnig aðgengileg heimasíða námskeiðsins 2006. Þar má lesa dagbókarfærslur nemenda og kennara og skoða myndir frá dvölinni.
Skráning er hafin á næsta námskeið í júnií 2007. Upplýsingar er að finna á heimasíðu Norrænu upplýsingaskrifstofunnar: www.akmennt.is/nu.
Krakkarnir sem tóku þátt í dönskunámskeiðinu sumarið 2006.
Sólarinnar notið á Kalø síðasta sumar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-snjotrodari-i-hlidarfjalli
|
Nýr snjótroðari í Hlíðarfjalli
Vetraríþróttamiðstöð Íslands hefur fest kaup á tveimur snjótroðurum, frá fyrirtækinu Kässbohrer AG, til notkunar á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Fyrri troðarinn, sem er af gerðinni PistenBully 300 Kandahar, var afhentur föstudaginn 19. janúar en hinn, PistenBully 300 ParkBully, verður afhentur næsta haust.
Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður svæðisins, segir að með aukinni aðsókn sé þörf á að troða fleiri brekkur og oftar á sem skemmstum tíma og kalli það á aukinn tækjakost.
„Það má segja að troðarinn komi til með að leysa fjóra þætti hjá okkur; við getum troðið fleiri leiðir en áður, við getum troðið sama magn og áður á styttri tíma, við getum ýtt út þeim snjó sem við erum að framleiða á styttri tíma en áður og síðast en ekki síst mun hann nýtast vel í sambandi við göngubrautina. Þessi snjótroðari er með áföstum gönguspora og því verður vinnan við göngubrautina mun auðveldari en áður og á að taka skemmri tíma.”
„Maðurinn” á bak við tjöldin
Guðmundur segir að það megi segja að snjótroðari sé hinn raunverulegi „maður” á bak við tjöldin. „Fólk tekur ekki alltaf eftir þeirri miklu vinnu sem troðararnir eru notaðir í á svæðinu því sú vinna fer mikið til fram áður en það mætir á svæðið, það er á nóttunni og snemma á morgnanna,. Það tekur drjúgan tíma að troða einhvern ákveðinn flöt. Við getum sagt að meðal snjótroðari keyrir á um 6 til 10 km hraða á klukkustund þegar hann er að troða og fyrir hvern opnunardag vinnur troðari því í um 4 til 8 klukkustundir, það fer eftir snjóalögum.
„Veðrið undanfarið er í raun kennslubókardæmi um hvernig við viljum hafa það,” segir Guðmundur. „Í gær var til dæmis kalt og logn og mikil snjókoma og ef allt ætti að vera fullkomið þá hefði ekki átt að stytta upp fyrr en í hádeginu í dag, þá hefðum við haft passlegan tíma til að troða brekkurnar áður en fólkið kæmi á svæðið klukkan fjögur.”
Góð aðsókn í vetur
„Veturinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir sveiflukennt veður, þótt ekki sé meira sagt. Aðsókn hefur verið alveg gríðarlega góð, vetrarkortasalan verið mikil og ég veit að ferðaþjónustuaðilar á svæðinu eru ánægðir.” segir Guðmundur.
Hann segir að vert sé að hafa í huga að frá árinu 1980 og til dagsins í dag þá séu flestir skíðadagar í fjallinu eftir miðjan janúar og fram eftir vetri. „Við gátum opnað í nóvember og skíðafærið var mjög gott í nóvember og desember, allt þangað til hlákan kom um miðjan jólamánuðinn. Reynsla síðustu ára hefur samt verið sú að það hefur ekki komið neinn snjór að ráði fyrr en í lok janúar og byrjun febrúar svo við vorum langt á undan þeim áætlunum. Því er óhætt að segja að snjóframleiðslan hafi sannað sig enn og aftur, sérstaklega um og eftir þær miklu umhleypingar sem urðu rétt fyrir jól.” Guðmundur segir einnig að snjógirðingar sem settar voru upp hjá göngubrautinni í sumar hafi líka reynst mjög vel og því má segja að þær framkvæmdir sem unnið var að síðastliðið sumar hafi nú þegar sannað sig.
Vinir Hlíðarfjalls
„Þáttur vina Hlíðarfjalls hefur skipt miklu máli og segja má að það hafi orðið mikil skil í rekstri svæðisins frá því sem áður var þegar snjóframleiðslukerfið var tekið í notkun,” segir Guðmundur, en Vinir Hlíðarfjalls gerðu í fyrra samstarfssamning við Akureyrarbæ um að leggja fram um 20 milljónir króna til sjóframleiðslunnar í Hlíðarfjalli á fimm ára tímabili. Með þessu vildu þau renna styrkum stoðum undir rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og efla þar með ferða- og atvinnumál á Akureyri. Vinir Hlíðarfjalls eru: Baugur Group, Hf. Eimskipafélag Íslands, Flugfélag Íslands, Glitnir, Greifinn, Höldur ehf., Icelandair Group, ISS Ísland, KEA, Landsbankinn, SBA Norðurleið og Sjóvá.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/306-fjarnemendur-hafa-brautskradst
|
306 fjarnemendur hafa brautskráðst
Fram kom í fyrirspurnartíma á Alþingi 17. janúar sl. að skólaárið 2005–2006 stunduðu 577 fjarnemendur nám við Háskólann á Akureyri og frá upphafi hafa 306 fjarnemendur brautskráðst frá skólanum, þar af 214 á síðustu tveimur árum.
Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur um fjarnámið kom m.a. fram að það nær til a.m.k. 20 misfjölmennra þéttbýlisstaða víðs vegar um landið en að sjálfsögðu sækja nemendur utan þessara þéttbýlisstaða fjarnámið þar sem það er í boði næst þeim. Mestur fjöldi fjarnemenda er í Hafnarfirði, eða 204, en einnig eru allstórir hópar í Reykjanesbæ, á Selfossi, á Ísafirði og í Vestmannaeyjum.
Ekki hefur verið gerð heildstæð rannsókn á samfélagslegum áhrifum fjarnámsins á Akureyrarsvæðinu sérstaklega en þar sem fjarnám hefur verið starfrækt í tiltölulega stuttan tíma við Háskólann á Akureyri má segja að áhrif þess séu ekki að fullu komin fram.
Í þessu sambandi má þó benda á almenn áhrif fjarnáms: Fjarnámið eykur m.a. aðgengi að háskólanámi án tillits til búsetu og stuðlar þannig að jafnrétti til náms. Fjarnám eflir atvinnulíf á þeim stað sem það er stundað. Þeir sem stunda fjarnám eru oftast (eða hafa verið) virkir þátttakendur í atvinnulífi í sinni heimabyggð. Fjarnám gefur þeim kost á að stunda nám án þess að flytja brott úr heimabyggð. Fjarnámið eflir menntunarstig á landsbyggðinni og stuðlar að aukinni virkni og þátttöku sveitarfélaga í framboði menntunar í héraði. Það eflir starfsemi sí- og endurmenntunarmiðstöðva og mikilvæg þekkingaruppbygging verður á hverjum stað þar sem haldið er úti aðstöðu til fjarnáms.
Að sögn Þorsteins Gunnarssonar rektors Háskólans á Akureyri sýnir þessi mikli árangur í fjarnámi á fáum árum að kennarar og annað starfsfólk háskólans hafi lyft grettistaki til að efla þennan valkost í háskólanámi. Hann segir jafnframt að góð samvinna við símenntunarstöðvar og þekkingarsetur víðs vegar um landið sé lykill að góðum árangri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagny-linda-er-ithrottamadur-akureyrar
|
Dagný Linda er Íþróttamaður Akureyrar
Dagný Linda Kristjánsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, var valin íþróttamaður Akureyrar við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu miðvikudaginn 17. janúar sl. Hátíðin var með nýju og glæsilegu sniði sem var aðstandendum, ÍBA og íþróttaráði, til mikils sóma.
Dagný Linda er þessa dagana við æfingar og keppni á Ítalíu og gat því ekki tekið á móti viðurkenningunni. Foreldrar hennar, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, og Katrín Kristjánsdóttir systir hennar, tóku á móti viðurkenningunni sem var einkar vegleg.
Áður en valið var kynnt, fengu þrír aðilar heiðursviðurkenningu frá íþróttaráði Akureyrarbæjar; þau Karen Malmquist, Haukur Jakobsson og Jóhann Hauksson, sem hefur unnið langt og ötult starf í þágu skíðaíþróttarinnar, bæði við framkvæmd móta, ekki síst Andrésar Andar leikanna, auk þess sem smiðshæfileikar hans hafa notið sín í þágu félagsins sér í lagi við byggingu nýju Strýtu.
Myndina af foreldrum og systur Dagnýjar tók Þórir Tryggvason.
Skoðaðu heimasíðu Dagnýjar Lindu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-fundur-um-akureyrarstofu
|
Opinn fundur um Akureyrarstofu
Þriðjudaginn 30. janúar stendur stjórn Akureyrarstofu fyrir borgarafundi um stefnu og markmið hennar. Stofnun Akureyrarstofu hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði og er nú á lokasprettinum. Akureyrarstofa verður menningar-, markaðs- og ferðamálaskrifstofa Akureyrarbæjar og mun fyrst og fremst einbeita sér að Akureyri en verður jafnframt þátttakandi í samvinnuverkefnum í nágrenninu og annars staðar.
Á fundinum verða drög að stefnu Akureyrarstofu kynnt og verður að því loknu efnt til opinnar umræðu með þátttöku fundargesta og stjórnar. Þá verður sérstök kynning á því sem gengur alþjóðlega undir heitinu Slow city“ eða „Cittaslow" en sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að Akureyri skapi sér sérstöðu með markaðssetningu undir þeim hatti.
Fundurinn verður í Ketilhúsinu í Listagili og hefst kl. 20.00 og eru bæjarbúar eindregið hvattir til að mæta og tjá skoðun sína.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/mun-fleiri-nota-straeto-a-akureyri
|
Mun fleiri nota strætó á Akureyri
Farþegum með Strætisvögnum Akureyrar hefur fjölgað um 60% frá því fargjöld voru felld niður um síðustu áramót og nær fjölgunin til allra aldurshópa. Þetta kemur fram þegar fjöldi farþega í þriðju viku þessa árs er borinn saman við sama tíma í fyrra.
Að meðaltali voru farþegar á dag 640 í þriðju viku ársins 2006 en eru nú að meðaltali 1.020. Því er ljóst að Akureyringar taka niðurfellingu fargjalda fegins hendi.
Nú þegar er hafin vinna við endurskoðun á leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar með það að meginmarkmiði að hefja akstur um hið nýja Naustahverfi syðst í bænum. Ekki er gert ráð fyrir að núverandi akstursleiðum verði breytt nema að litlu leyti en staðsetning stoppistöðva verður skoðuð og tímatöflur uppfærðar.
Þar að auki er stefnt að því að leið 4 aki að Háskólanum á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/daudasyndir-a-amtsbokasafninu
|
Dauðasyndir á Amtsbókasafninu
Næstu fimmtudaga verður efnt til fyrirlestraraðar um dauðasyndirnar sjö á Amtsbókasafninu á Akureyri. Dauðasyndirnar eiga rætur sínar í kristinni trú þótt þær séu hvergi nefndar berum orðum í Biblíunni. Þær hafa ætíð verið fólki hugleiknar og er gjarnan gerður greinarmunur á smávægilegum syndum sem eru fyrirgefanlegar og svo hinum miklu höfuðsyndum þar sem brotið er viljandi gegn lögmáli Guðs.
Syndirnar eru gegnumgangandi í tilfinningalífi manna og hafa margvíslegar og forvitnilegar vísanir og birtingamyndir í lífi okkar nútímamanna. Markmið með fyrirlestrunum er að fjalla um þær frá fjölbreytilegu sjónarhorni og því koma fyrirlesararnir úr ýmsum og ólíkum áttum.
Boðið verður upp á kaffisopa og umræður í lok hvers lesturs en þeir hefjast allir kl. 17.15.
Það er Jón Björnsson, sálfræðingur, sem ríður á vaðið nk. fimmtudag 25. janúar og fjallar um græðgina. Röð fyrirlestrana verður sem hér segir:
25. janúar: græðgi - Jón Björnsson
1. febrúar: dramb - Úlfhildur Dagsdóttir
8. febrúar: óhóf - Sigurður Ólafsson
15. febrúar: öfund -Valgerður Dögg Jónsdóttir
22. febrúar: leti - Þorvaldur Þorsteinsson
1. mars: losti - Oddný Eir Ævarsdóttir
8. mars: reiði - Magnús Geir Þórðarson
Fyrirlestraröðin er skipulögð í samstarfi Amtsbókasafnsins, Félags áhugamanna um heimspeki og Félags- og lagadeildar Háskólans á Akureyri og eru allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gridarleg-midasala-a-karius-og-baktus
|
Gríðarleg miðasala á Karíus og Baktus
Í gær kl. 13 hófst sala á sýningar í Borgarleikhúsinu á uppsetningu Leikfélags Akureyrar á barnaleikritinu Karíus og Baktus. Gríðarleg eftirspurn var eftir miðum og í gærkvöldi höfðu rúmlega 3.000 miðar verið seldir. Þegar er algerlega uppselt á fyrstu 15 sýningarnar.
Bætt hefur verið við aukasýningum í Reykjavík sem eru komnar í sölu núna. Þó er einungis um takmarkaðan fjölda sýninga að ræða því leikararnir eru þéttsetnir, Guðjón Davíð og Ólafur Steinn leika nú í vinsælli sýningu LA á Svörtum ketti. Karíus og Baktus er eftir Thorbjorn Egner, leikstjórn er í höndum Ástrósar Gunnarsdóttur en hljómsveitin 200.000 naglbítar sá um tónlistarflutning.
Í fyrra hélt LA í leikferð til Reykjavíkur með sýninguna Fullkomið brúðkaup og þá var sett sölumet þegar rúmlega 4.000 miðar seldust fyrsta daginn. Aldrei höfðu fleiri miðar selst á einum degi í sögu LA, LR eða Borgarleikhússins. Það er því skemmtileg staðreynd að það sé aftur með samstarfi LA og LR sem svo gríðarleg sala er í húsinu.
Guðjón Pedersen leikhússstjóri Borgarleikhússins segir: „Það er mjög ánægjulegt hvað þetta hefur farið vel af stað, enda hefur Borgarleikhúsið ætið sinnt yngstu áhorfendunum af miklum krafti. Samstarf Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar hefur verið mjög farsælt hingað til og verður án efa áfram.“
Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri LA segir: „Það er auðvitað frábært að upplifa áhuga landsmanna allra á sýningunni og því sem við erum að gera í leikhúsinu hér á Akureyri. Og það er skemmtileg staðreynd að það sé aftur samstarf þessara tveggja leikhúsa sem skilar þessari afburðarsölu í Reykjavík. Við hlökkum mikið til að koma suður og kæta yngstu borgarbúana.“
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kammerkorinn-i-ketilhusinu
|
Kammerkórinn í Ketilhúsinu
Næstkomandi laugardag, 27. janúar, heldur Kammerkór Norðurlands tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri kl.16.00. Einnig verða tónleikar í Þorgeirskirkju í Ljósavatnsskarði kl. 21.00 sama dag og á sunnudag í Blönduóskirkju kl.16.00.
Á efnisskrá eru íslensk sönglög og þjóðlög.
Kammerkór Norðurlands er 20 manna kór sem stofnaður var á haustdögum 1998. Í honum er söngfólk af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri til Sauðárkróks. Kórinn hefur flutt margs konar tónlist á eigin tónleikum víðs vegar um Norðurland og einnig í Reykholti og Reykjavík. Hann hefur einnig verið í samstarfi við aðra og þannig flutt t.d. Krýningarmessu Mozarts í Mývatnssveit, Sálumessu Verdis á Akureyri, Messu eftir Widor í Akureyrar- og Hallgrímskirkju, svo og páskahluta Messias með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og einsöngvurum í Glerárkirkju.
Stjórnandi Kammerkórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson sem einnig er stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Karlakórs Dalvíkur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/utsala-a-malverkum
|
Útsala á málverkum
Um helgina mun Aðalsteinn Svanur Sigfússon myndlistarmaður halda útsölu á eigin málverkum í Populus tremula í Listagilinu á Akureyri.
Aðalsteinn hefur starfað að myndlist í aldarfjórðung og haldið á þriðja tug einkasýninga. Málverkin á útsölunni eru máluð á árunum frá 1985 til 1997 og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Verðlagning verkanna miðast við að um janúarútsölu sé að ræða, enda afsláttur á verði allt að 80%. Kaupendum býðst að staðgreiða verk á útsölunni og hafa þau með sér um leið. Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Útsalan verður opin laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. janúar frá klukkan 14 til 17. Við opnun verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir.
http://poptrem.blogspot.com
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/husfyllir-a-amtsbokasafninu
|
Húsfyllir á Amtsbókasafninu
Fjölmenni sótti fyrsta lesturinn í fyrirlestraröðinni um dauðasyndirnar sjö sem haldinn var í gær á Amtsbókasafninu. Það var Jón Björnsson, rithöfundur, ferðagarpur og fyrrverandi félagsmálastjóri hér á Akureyri, sem þar talaði um græðgi.
Um 70 manns hlýddu á lestur Jóns og þegar honum lauk spunnust líflegar umræður um efni hans.
Nú eru sex fyrirlestrar eftir og verða þeir fluttir næstu fimmtudaga kl. 17.15 á Amtsbókasafninu.
1. febrúar
dramb
Úlfhildur Dagsdóttir
8. febrúar
óhóf
Sigurður Ólafsson
15. febrúar
öfund
Valgerður Dögg Jónsdóttir
22. febrúar
leti
Þorvaldur Þorsteinsson
1. mars
losti
Oddný Eir Ævarsdóttir
8. mars
reiði
Magnús Geir Þórðarson
Myndirnar hér að neðan voru teknar á Amtsbókasafninu í gær.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/seinkun-vegna-landsleiks
|
Seinkun vegna landsleiks
Ákveðið hefur verið að seinka opnum fundi um Akureyrarstofu um 45 mínútur vegna landsleiks Íslands og Danmerkur í HM í handbolta. Fundurinn hefst því klukkan 20.45 í kvöld í Ketilhúsinu.
Á fundinum verður fjallað um stefnu og markmið Akureyrarstofu en stofnun hennar hefur verið í undirbúningi undanfarna mánuði og er nú á lokasprettinum.
Akureyrarstofa verður menningar-, markaðs- og ferðamálaskrifstofa Akureyrarbæjar og mun fyrst og fremst einbeita sér að Akureyri en verður jafnframt þátttakandi í samvinnuverkefnum í nágrenninu og annars staðar.
Einnig verður á fundinum sérstök kynning á því sem gengur alþjóðlega undir heitinu „Slow city“ eða „Cittaslow" en sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að Akureyri skapi sér sérstöðu með markaðssetningu undir þeim hatti.
Fundurinn hefst kl. 20.45 í kvöld í Ketilhúsinu og eru bæjarbúar eindregið hvattir til að mæta og tjá skoðun sína.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/malthing-um-kaerleiksthjonustu
|
Málþing um kærleiksþjónustu
Föstudaginn 2. febrúar næstkomandi stendur Eyjafjarðarprófastsdæmi ásamt biskupsstofu fyrir málþingi um kærleiksþjónustu kirkjunnar. Málþingið er haldið í tilefni þess að nú stendur yfir átaksár þjóðkirkjunnar um kærleiksþjónustu.
Á málþinginu munu fulltrúar frá stofnunum kirkjunnar ásamt fulltrúum frá félagsþjónustusviði Akureyrarbæjar og fleiri taka til máls. Það verður í safnaðarheimili Akureyrarkirkju og stendur frá kl. 13.00 til 17.00 og er öllum opið og aðgangur ókeypis.
Dagskrá:
Upphafsorð: Sr. Hannes Blandon, prófastur
Fundarstjóri: Sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju.
I. Hver er staðan? Hugsjón og verkefni
Kærleiksþjónusta kirkjunnar – Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, sviðstjóri á biskupsstofu
Félagsþjónusta Akureyrarbæjar og þarfir samfélagsins – Ásta Sigurðardóttir, starfsmaður þjónustuhóps aldraðra og Sigríður Ásta Hauksdóttir, ráðgjafi á fjölskyldudeild
Kærleiksþjónusta í Eyjafjarðarprófastsdæmi – Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur
II. Innlegg af vettvangi og umræða um leiðir og framtíðarsýn
Þjónusta við aldraða, Vinaheimsóknir – Ásta Garðarsdóttir, umsjónarmaður vinaheimsókna og Valgerður Valgarðsdóttir, djákni
Trúarleg þjónusta á FSA – Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur
Starf presta og djákna – Sr. Arnaldur Bárðarson, prestur í Glerárkirkju
Hjálparstarf kirkjunnar, innanlandsaðstoð – Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar – Guðný Magnúsdóttir, félagsráðgjafi
Æskulýðsstarf og kærleiksþjónusta – Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju og sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Akureyrarkirkju
III. Framtíðarsýn í mótun og tillögur um leiðir
Samantekt – Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup
Almennar umræður
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hetjurnar-fa-flugmida
|
Hetjurnar fá flugmiða
Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, afhenti í gær Hetjunum, félagi aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, flugmiða fyrir tvo með Icelandair frá Akureyri til einhvers áfangastaða félagsins en Sigrúnu höfðu verið gefnir miðarnir í tilefni þess að Icelandair býður næsta sumar beina tengingu frá Akureyri við millilandaflug sitt í Keflavík.
Sveina Páls, formaður Hetjanna, sagði við þetta tækifæri að miðarnir væru afar kærkomin gjöf sem myndi nýtast félaginu og skjólstæðingum þess vel. Mikil fjölgun hefur orðið í félaginu síðan heimasíða þess var opnuð í ágúst síðastliðnum.
Smelltu hér til að skoða síðuna.
Sigrún Björk afhendir Sveinu Páls miðana sem koma í góðar þarfir hjá Hetjunum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/godur-arangur-hja-odni
|
Góður árangur hjá Óðni
Á heimasíðu Sundfélagsins Óðins segir frá afrekshópi tuttugu sundmanna sem tóku um helgina þátt í sterku alþjóðlegu móti í Laugardalslauginni, Reykjavík International. Keppendur voru nokkuð á þriðja hundrað, þar af um 50 erlendis frá, og í þeirra hópi m.a. Martina Moravcova, tvöfaldur silfurverðlaunahafi af Ólympíuleikum og margfaldur Evrópumeistari.
Akureyringar gerðu góða ferð, áttu oftar en ekki keppenda í hópi þeirra 8 bestu sem syntu til úrslita í hverri grein og unnu til 12 verðlauna. Þau voru öll í unglingaflokki, enda meðalaldur liðsins ekki hár. Bryndís Rún Hansen hlaut gullverðlaun í 50 m baksundi (33,53) og 200 bringusundi (2:55,06) og silfur í 50 skriðsundi (29,41) og 200 baksundi (2:38,46). Í báðum 200 m greinunum synti hún einnig til úrslita í kvennaflokki. Erla Hrönn Unnsteinsdóttir hlaut bronsverðlaun í 50 m baksundi (35,59) og 100 baksundi 1:15,80). Freysteinn Viðar Viðarsson hlaut silfurverðlaun í 100 m bringusundi (1:23,20) og 200 m bringusundi 2:57,90) og brons í 50 m bringusundi (37,87) og 100 skriðsundi (1:06,58). Rannveig Þórunn Unnsteinsdóttir hlaut silfurverðlaun í 400 m fjórsundi (5:51,07) og brons í 200 flugsundi (2:55,56).
Um áramót verða þær breytingar á keppnistímabili sundfólks að farið er að keppa í 50 m laug í stað 25 m. Ólíkt keppinautum sínum sunnan heiða hefur Óðinsfólk ekki möguleika á að æfa í 50 m laug og voru viðbrigðin um helgina því meiri en ella. Engu að síður var árangurinn fyllilega í samræmi við það sem Vladislav Manikhin, yfirþjálfari Óðins, lagði upp með. Framundan eru sterk sundmót þar sem Óðinsfólk stefnir á enn frekari afrek. Má þar nefna Gullmót KR í febrúar og Íslandsmeistaramótið í 50 m laug í mars.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfoniuhljomsveit-islands-a-akureyri
|
Sinfóníuhljómsveit Íslands á Akureyri
Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir höfuðstað norðurlands og heldur tónleika í íþróttahúsinu við Síðuskóla, þriðjudaginn 6. febrúar. Á efnisskránni eru verk eftir Jón Leifs, Edvard Grieg og Dímítríj Sjostakovitsj.
Tónleikarnir á Akureyri eru liður í undirbúningi hljómsveitarinnar fyrir tónleikaferð til Þýskalands, Austurríkis og Króatíu síðar í mánuðinum. Miðasala á tónleikana er í Pennanum, Hafnarstræti, og við innganginn fyrir tónleikana. Miðaverð er 2.500 kr. en einungis 1.250 kr. fyrir 16 ára og yngri. Þess má geta að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur aldrei fyrr haft svo fjölmennu liði á að skipa á tónleikum utan Reykjavíkur, svo hér er um stórviðburð að ræða.
Hljómsveitarstjórinn er enginn annar en Rumon Gamba, en hann hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2002. Einleikari tónleikanna, rússnesski píanistinn Lilya Zilberstein, hefur verið talin einn fremsti píanóleikari Rússlands af yngri kynslóðinni og verið nefnd „seiðkona slaghörpunnar". Zilberstein hefur reglulega komið fram með hinni víðfrægu Berlínarfílharmóníu og var um árabil á samningsbundin útgáfufyrirtækinu Deutsche Grammophon og hljóðritanir hennar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Tónlist Jóns Leifs var, þegar best lét, tekið af tómlæti hérlendis og hann átti aldrei velgengni að fagna á meðal samtímamanna sinna á Íslandi. Það er athyglsivert að það var fyrir hans atbeina að Íslendingar heyrðu fyrst í fullskipaðri sinfóníuhljómsveit en það var þegar Fílharmóníusveit Hamborgar kom hinga til lands og lék undir stjórn tónskáldsins sumarið 1926. Í seinni tíð hefur vegur Jóns Leifs hins vegar vaxið jafnt og þétt, fjöldi hljóðritana hafa verið gerðar á verkum hans og skemmst er að minnast stórbrotins frumflutnings á EDDU I í Háskólabíói á síðasta ári. Margir tóku jafnvel svo djúpt í árinni að það hefði verið merkasti tónleikaviðburður ársins 2006.Verkið Trilogiu samdi Jón á árunum 1919 til 1924. Það er í þremur þáttum og fyrir áhugasama má benda á að það var gefið út á hljómdiski árið 1996 í flutningi SÍ undir stjórn Osmo Vänskä á vegum BIS útgáfunnar.
Píanókonsert Edvard Griegs varð fyrsti og áhrifamesti smellur hans, og vakti hrifningu tónlistarmanna um álfuna þvera og endilanga. Við frumflutninginn í Kaupmannahöfn ári síðar brutust út fagnaðarlæti strax að lokinni kadensunni í fyrsta þætti, og þegar Franz Liszt hafði lesið konsertinn beint af blaði í Róm 1870 er sagt að hann hafi hrópað upp yfir sig: „Haltu áfram að semja, í Guðs bænum! Þú hefur það sem til þarf!" Það kemur því ekki á óvart að útgefandinn Peters hafi pantað annan píanókonsert frá Grieg 15 árum síðar, sem því miður varð ekkert úr.
Sjaldan hefur nokkurt tónskáld átt jafn mikið undir viðtökum einnar tónsmíðar og þegar fimmta sinfónía Dímítríjs Sjostakovítsj var frumflutt í Leníngrad 1937. Ári áður hafði ferill Sjostakovítsj hrunið til grunna á einni nóttu, eftir að Jósef Stalín gekk út af hinni ögrandi óperu hans, Lafði Makbeð frá Mtsensk. „Óreiða í stað tónlistar" var fyrirsögnin í Prövdu næsta morgun, og Sjostakovítsj var þess fullviss að örlög hans gætu ráðist af þessu eina verki. Þegar hann kallaði sinfóníuna „listrænt svar sovésks listamanns við réttmætri gagnrýni" var hann eingöngu að segja yfirvöldum það sem þau vildu heyra. En ekki er allt sem sýnist. Þótt sinfónían sé tiltölulega slétt og felld á yfirborðinu er tónlistin hádramatísk og í heild er sinfónían einhver sú magnaðasta sem samin var á 20. öldinni.
Jón Leifs: Trilogia
E.Grieg: Píanókonsert
D.Shostakovich: Sinfónía nr. 5
Eins og áður sagði verða tónleikarnir í íþróttahúsinu við Síðuskóla, þriðjudaginn 6. febrúar og hefjast þeir klukkan 19.30.
Myndirnar að ofan eru af heimasíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, www.sinfonia.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dramb-og-brjalaedi-a-amtinu
|
Dramb og brjálæði á Amtinu
Í dag, fimmtudaginn 1. febrúar, flytur Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur, fyrirlestur um dramb, í fyrirlestraröðinni um dauðasyndirnar sjö sem haldnir eru vikulega á Amtsbókasafninu á Akureyri. Fyrir viku reið Jón Björnsson, sálfræðingur, á vaðið og fjallaði hann um græðgina á fjölsóttum fyrirlestri.
Fyrirlestur Úlfhildar ber yfirskriftina „Dramb: ímynd brjálaða vísindamannsins" og fjallar sérstaklega um það hvernig drambið birtist í hugmyndinni um að bæta mannslíkamann (hvort sem hann er álitinn verk guðs eða náttúrunnar). Úlfhildur vinnur nú að rannsóknarverkefni sem heitir líftækni í ljósi bókmennta og fjallar um ímynd hins brjálaða vísindamanns í bókmenntum og kvikmyndum, með tilliti til rannsókna í líftækni og erfðavísindum.
Fyrirlesturinn hefst kl. 17.15 á Amtsbókasafninu og að honum loknum verða almennar umræður um efni hans.
Röð þeirra fyrirlestra sem eftir eru um dauðasyndirnar sjö er þessi:
1. febrúar: dramb - Úlfhildur Dagsdóttir
8. febrúar: óhóf - Sigurður Ólafsson
15. febrúar: öfund -Valgerður Dögg Jónsdóttir
22. febrúar: leti - Þorvaldur Þorsteinsson
1. mars: losti - Oddný Eir Ævarsdóttir
8. mars: reiði - Magnús Geir Þórðarson
Fyrirlestraröðin er skipulögð í samstarfi Amtsbókasafnsins, Félags áhugamanna um heimspeki og Félags- og lagadeildar Háskólans á Akureyri og eru allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-i-straeto-til-fyrirmyndar
|
Frítt í strætó - til fyrirmyndar
Fimmtudaginn 1. febrúar héldu umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær blaðamannafund þar sem kynntar voru rannsóknir á svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Þar hrósaði Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, Akureyringum fyrir að hafa fellt niður fargjöld í strætó og benti á að önnur sveitarfélög gætu tekið sér það til fyrirmyndar.
Talið frá vinstri: Kristín Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs, Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, og Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.
Umhverfisráðherra kynnti á fundinum skýrslu starfshóps umhverfisráðuneytisins um stöðu og þróun svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu og mögulegar leiðir til úrbóta. Starfshópurinn var skipaður eftir að upplýsingar um mjög aukna svifryksmengun komu fram árið 2000.
Tillögur starfshópsins eru m.a. þær að takmarka beri notkun nagladekkja með efnahagslegum hvötum, skylt verði að setja sótsíur í öll stærri farartæki og vinnuvélar með díselvélar, kynning á ónegldum vetrardekkjum verði aukin og að mælistöðvum verði fjölgað og að hafnar verði reglulegar mælingar á svifryki á Akureyri. Þá er lagt til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri taki mið af þeim aðgerðum sem eru á færi sveitarfélaga og meti hvort þörf sé á þvotti gatna, notkun á rykbindiefnum, að breyta hönnun niðurfalla eða umferðarmannvirkja eða nota slitsterkari yfirborð í vegi og setji í framkvæmd eftir þörfum. Að auki er bent á að augljóslega megi ná árangri með því að efla almenningssamgöngur svo og örva hjólreiðar og gangandi umferð með bættu stígakerfi.
Umhverfisráðherra greindi frá því að skýrslan hafi verið rædd í ríkisstjórn og í kjölfarið hafi umhverfisráðuneytið hafið viðræður við samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið um að hrinda tillögum starfshópsins í framkvæmd.
Umhverfisráðherra hefur lýst yfir mikilvægi almenningssamgangna í þéttbýli og þess að þær verði raunhæfur valkostur sem dragi úr heildarumferð. Sérstaklega beri að fagna ákvörðun Akureyringa um að fella niður fargjöld um síðustu áramót og þeim árangri sem hún hefur skilað, en farþegum Strætisvagna Akureyrar hefur fjölgað um 60% síðan þá. Slík aðgerð sé til þess fallin að draga úr heildarumferð og þar af leiðandi afar jákvæð fyrir loftgæði.
Á fundinum tóku einnig til máls Hermann Tómasson, formaður bæjarráðs Akureyrar, Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu og formaður starfshópsins, auk Kristínar Sigfúsdóttur, bæjarfulltrúa og menntaskólakennara, sem kynnti niðurstöður mælinga á svifryksmengun á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-haskolans-og-landsvirkjunar
|
Samstarf Háskólans og Landsvirkjunar
Háskólinn á Akureyri og Landsvirkjun hafa undirritað samstarfssamning. Samningurinn er framlenging á fyrri samningi sem gerður var í apríl 2001 en markmið hans er að efla grunnrannsóknir á þeim fagsviðum er tengjast rannsóknum og nýtingu á orkulindum landsins og áhrifum hennar á samfélag og umhverfi.
Það verður gert með því að styrkja kennslu og rannsóknir við Háskólann á Akureyri. Árlegt framlag Landsvirkjunar til háskólans nemur einu stöðugildi prófessors og á móti kemur árlegt vinnuframlag Háskólans við rannsóknarverkefni og sérfræðistörf fyrir Landsvirkjun.
Meðal verkefna sem Háskólinn á Akureyri mun vinna á næstunni í tengslum við samninginn eru gerð áhættumats fyrir Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda fyrirtækisins á háhitasvæðunum á norðausturlandi undir stjórn Axels Björnssonar og úttekt á grunnvatni og afrennsli grunnvatns frá Þeystareykjum og Gjástykki undir stjórn Hrefnu Kristmannsdóttur. Sú úttekt verður liður í almennu umhverfismati vegna fyrirhugaðra virkjana.
Samningurinn felur í sér mesta fjármagn sem háskólinn fær frá einkaaðila, eða um 50-60 milljónir í heildina þegar allt samningstímabilið er talið.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Guðmundur H. Frímannsson staðgengill rektors HA, Hrefna Kristmannsdóttir prófessor, Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar og Axel Björnsson prófessor.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjasta-hverfisnefndin-a-akureyri
|
Nýjasta hverfisnefndin á Akureyri
Fimmtudagskvöldið 1. febrúar var fyrsta hverfisnefnd Naustahverfis kjörin á fjölmennum fundi í leikskólanum Naustatjörn. Þar er um að ræða sjöundu hverfisnefndina sem mynduð er á Akureyri en að auki er starfandi hverfsráð í Hrísey. Hafa þá öll hverfin á Akureyri hverfisnefnd á að skipa.
Um hlutverk nefndanna má lesa nánar með því að smella hér (linkur: /stjornkerfid/hverfisnefndir/). Líflegar umræður spunnust á fundinum og var að venju mest rætt um bílaumferð og skipulagsmál, en einnig bar skólamál nokkuð á góma.
Hverfisnefnd Naustahverfis er þannig skipuð:
Aðalmenn:
Bjarni Sigurðsson
Helgi Már Barðason
Hrafnhildur E. Karlsdóttir
Hallveig B. Höskuldsdóttir
Hjálmar Guðmundsson
Varamenn:
Eva Reykjalín Elvarsdóttir
Ólöf Inga Andresdóttir
Friðbjörn Möller
Efri röð frá vinstri: Bæjarstjórinn á Akureyri Sigrún Björk Jakobsdóttir, Hallveig Björk Höskuldsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Hjálmar Guðmundsson og Hrafnhildur E. Karlsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Eva Reykjalín Elvarsdóttir, Helgi Már Barðason og Ólöf Inga Andresdóttir. Á myndina vantar Friðbjörn Möller sem er varamaður.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samid-um-sorphirdu
|
Samið um sorphirðu
Í dag var undirritaður nýr samstarfssamningur á milli Akureyrarbæjar og Gámaþjónustu Norðurlands ehf. um sorphirðu fyrir stofnanir Akureyrarbæjar. Það voru þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, og Elías Ólafsson, stjórnarformaður Gámaþjónustu Norðurlands, sem undirrituðu samninginn.
Markmið samningsins, sem er til 4 ára, er að fyrirtæki og stofnanir Akureyrarbæjar njóti hagkvæmrar og góðrar sorpþjónustu um leið og stuðlað er að minnkun þess úrgangs sem fer til urðunar og aukið hlutfall þess úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar. Til að framfylgja þessu markmiði lætur Gámaþjónusta Norðurlands bæjarstofnunum í té sorpílát sem sérstaklega eru ætluð undir endurvinnanlegan úrgang.
Málin rædd að undirritun lokinni: Sigrún Björk Jakobsdóttir og Elías Ólafsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/influensan-er-komin
|
Inflúensan er komin
Nokkrar fjölskyldur á Akureyri greindust með inflúensu um helgina. Þar með er þessi árvissi faraldur staðfestur og búast má við einhverjum veikindum á næstu vikum.
Ýmsar kvefpestir aðrar en inflúensa ganga þessa dagana eins og venjan er á þessum árstíma. Helsti munurinn á kvefpest og inflúensu er sá að inflúensueinkennin koma hratt fram, hitinn er hár og stendur yfir í nokkra daga, beinverkir og höfuðverkir eru meiri en með kvefi en einkenni frá nefi eru oft lítil. Fólk verður almennt mun veikara af inflúensu en kvefpestum og veikindin taka lengri tíma. Heilu fjölskyldurnar eða bekkjardeildirnar leggjast í einu.
Helstu ráð við inflúensu eru að fara vel með sig, drekka vel af vatni og taka parasetamol við beinverkjum og höfuðverk ef með þarf.
Ekki er nauðsynlegt að leita til læknis til staðfestingar á inflúensusmiti en ef veikindi verða langvarandi eða svæsin þá er fólki bent á að leita til heimilislækna. Í haust var bólusett gegn inflúensu og voru rúmlega 2.200 manns bólusettir. Er það svipaður fjöldi og fyrri ár.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ohof-og-nautnasyki
|
Óhóf og nautnasýki
Fyrirlestraröðin um dauðasyndirnar sjö heldur áfram og nú er komið að þriðja lestrinum. Það er Sigurður Ólafsson, heimspekikennari, sem mun tala um óhóf og nautnasýki á Amtsbókasafninu fimmtudaginn 8. febrúar kl. 17.15.
Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um óhóf og nautnasýki, dyggðir og lesti, syndir og sæld og þá staðhæfingu Williams Blake að „óhófsbraut leiði til hallar viskunnar." Sigurður nam heimspeki við Háskóla Íslands og heimspeki og hugmyndasögu við Árósarháskóla í Danmörku.
Mjög góð aðsókn hefur verið að fyrirlestrunum sem haldnir hafa verið og hér að neðan sjáum við myndir frá fimmtudeginum 1. febrúar þegar Úlfhildur Dagsdóttir talaði um dramb.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lautin-i-nytt-husnaedi-med-vorinu
|
Lautin í nýtt húsnæði með vorinu
Akureyrardeild Rauða kross Íslands, Geðverndarfélag Akureyrar og Akureyrarbær hafa gert með sér samning um áframhaldandi rekstur dagsathvarfs fyrir fólk sem á við geðraskanir að stríða. Athvarfið er nú til húsa í Þingvallastræti 32 en flyst með vorinu í nýtt húsnæði þar sem áður var leikskólinn Klappir að Brekkugötu 34.
Meginmarkmiðið með starfseminni er að rjúfa félagslega einangrun fólks með langvinnar geðraskanir, auka samfélagsþátttöku þess og bjóða tækifæri til samveru og fræðslu.
Samningurinn er fyrir árin 2007-2009. Akureyrardeild Rauða krossins mun annast daglegan rekstur athvarfsins en Geðverndarfélag Akureyrar sér um fræðslu og þjálfun starfsfólks, ásamt því að veita faglega ráðgjöf um daglega starfsemi. Félaginu er einnig ætlað að standa fyrir a.m.k. tveimur fyrirlestrum eða fræðslufundum á vetri um málefni geðfatlaðra fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða athvarfsins. Stefnt er að því að athvarfið verði áfram opið virka daga frá kl. 9 til 17.
Við undirritun samningsins í dag. Frá vinstri: Brynjólfur Ingvarsson, formaður Geðverndarfélags Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, og Sigurður Ólafsson, formaður Akureyrardeildar RKÍ.
Jónína Hjaltadóttir, forstöðumaður Lautarinnar, sagði fáein orð.
Það gerði einnig Sigrún Stefánsdóttir, formaður félagsmálaráðs Akureyrarbæjar.
Eftir undirskriftina flutti Stefán Júlíusson frumort ljóð.
Það var mannmargt og glatt á hjalla í Brekkugötu 34 sem er rúmgott hús með sál.
Hingað flytur starfsemi Lautarinnar eftir fáeina mánuði.
Akureyringar á öllum aldri fögnuðu áfanganum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arfur-brietar-150-arum-sidar
|
Arfur Bríetar 150 árum síðar
Málþing verður haldið í AkureyrarAkademíunni laugardaginn 10. febrúar kl. 14 - 17 til þess að halda uppá hin merku tvöföldu tímamót í sögu kvennabaráttunnar á Íslandi.
Í tilefni þess að 150 ár voru liðin frá fæðingu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur buðu Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Kvennasögusafn Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til málþings um Bríeti og arf hennar í september 2006. 27. janúar sl. hélt Kvenréttindafélag Íslands upp á 100 ára afmæli sitt. Málþingið er haldið í samstarfi við ofangreinda aðila og Jafnréttisstofu.
Dagskrá:
14:00 Ávarp: Sigrún B. Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar
14:10 Þorbjörg Inga Jónsdóttir form. KRFÍ: Bríet og kvennabaráttan. Kvenréttindafélag Íslands í 100 ár.
14:30 Upplestur, Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur: Úr bréfum Bríetar
14:40 Hrafnhildur Karlsdóttir, sagnfræðingur: Bríet
15:00 Söngur: Kristjana Arngrímsdóttir og Þórarinn Hjartarson
Kaffihlé
16:00 Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur: "Minn glaðasti ævitími". Bríet og alþjóðabaráttan fyrir kosningarétti kvenna.
16:20: Upplestur, Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur: Úr bréfum Bríetar
16:30: Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur: "Með hreinni hvatir og sterkari siðgæðistilfinningu". Velferð og femínísmi innan íslenskrar kvennahreyfingar
17:00 Málþingsslit
Málþingið sem haldið er að Þórunnarstræti 99 (Gamli Húsmæðraskólinn), er öllum opið og er aðgangur ókeypis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/veisla-og-visindi-i-ha
|
Veisla og vísindi í HA
Kynning á námsframboði Háskólans á Akureyri verður haldin laugardaginn 10. febrúar nk. frá kl. 11 - 16.
Á hátíðinni, "Veisla og vísindi", verður margt í boði fyrir gesti og gangandi. Má þar nefna lífríki hafsins í fiskabúri, tilraun með "prófessor" (hviss.. búmm.. bang..), tölvuleikir með nemendum í tölvunarfræði, blóðþrýstingsmæling, kraftmæling, bangsahjúkrun og ljósmyndasýning.
Dagskrá:
Í anddyri Borga
Kl. 11.00
Þorsteinn Gunnarsson rektor flytur opnunarávarp
Fræðimannasúpa í anddyri Borga
-súpa, brauð og fræðimannafyrirlestur-
Kl. 13.00
Þóroddur Bjarnason
Ástir og ofbeldi í íslenskum grunnskólum
Kl. 13.30
Finnur Friðriksson
Slettur, slangur og íslenskt dægurmál
Kl. 14.00
Edward Huijbens
Akureyri sem ferðamannabær - framtíð snigilsins staðfasta –
Kl. 14.30
Nicola Whitehead
Welcome to Akureyri. These shops have special offers... - how ubiquitous computing can help travellers and local businesses (flutt á ensku)
Námskynningar nemenda í básum á Borgum og Sólborg allan daginn
Borgir
Hverastrýtur við Eyjafjörð
Gerðu tilraun! (ungir vísindamenn velkomnir til starfa)
Lífríki hafs í fiskabúri!
Rannsóknir frá A-Ö: Opið hús hjá RHA á 3. hæð, innsýn í verkefni miðstöðvarinnar
A1 tölvuleikir: undir handleiðslu tölvunarfræðinema í stofu 311
Opið hús hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á 4. hæð
Sólborg
Segðu það engum: ljósmyndasýning nemenda í samfélags- og hagþróunarfræðum á bókasafni
Gagn gagnasafnanna: fáðu ráðgjöf hjá brosmildum starfsmönnum bókasafnsins
Komdu í bíó! Stuttmyndasýning, popp og kók í boði fjölmiðlafræðinema
Blóðþrýstingsmæling í boði hjúkrunarbrautar
Kraftmæling í boði iðjuþjálfunarnema
Lasnir bangsar og tuskudýr fá hjúkrun og aðhlynningu hjá hjúkrunarfræðinemum (Krakkar! Takið bangsann ykkar með)
Stúdentar sprella!
Falin Íslandsklukka í Sólborg! Fundarlaun!
Léttar veitingar og tónlist í mötuneyti á Sólborg allan daginn.
Enginn aðgangseyrir - eitthvað fyrir alla og börn eru sérstaklega boðin velkomin.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thekkir-thuhibyli-mannanna
|
Þekkir þú...híbýli mannanna?
Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Margar myndanna eru óþekktar. Nú óskar Minjasafnið eftir aðstoð almennings við það að koma nafni á andlit og heiti á hús og önnur mannvirki.
Minjasafnið á Akureyri opnar af því tilefni, laugardaginn 10. febrúar kl. 14, sýninguna Þekkir þú... híbýli mannanna? Á sýningunni er að finna 70 myndir sem þekktir og óþekktir ljósmyndarar tóku fyrr á tímum. Meðal þekktra ljósmyndara sem eiga myndir á sýningunni má nefna Hallgrím Einarsson og Arthur Gook. Flestar myndanna eru frá Akureyri og úr Eyjafirði en einnig frá öðrum landshlutum. Í sólstofunni er hægt að fletta myndum af óþekktum einstaklingum auk möppu með mannamyndum úr eigu Minjasafnins sem birtust í Degi á árunum 1990 – 2000.
Hefurðu séð annað eins? Nokkrir sérstæðir gripir úr Minjasafninu verða einnig til sýnis. Þeir eru óvenjulegir og sumir óþekktir og geta gestir spreytt sig á að finna út heiti þeirra og hlutverk.
Í tilefni af 20 ára afmæli ljósmyndadeildar Minjasafnins mun Hörður Geirsson, safnvörður, vera með sérstaka kynningu á tækjum og ljósmyndatækni ólíkra tímabila laugardagana 10. mars og 24. mars kl 14. Þá geta menn kynnt sér hvernig myndir urðu til allt frá því þær voru teknar á myndavélina til þess að standa í ramma á heiðursstað á heimilinu.
Sýningin er opin alla laugardaga milli klukkan 14 og 16.
Aðgangur á safnið er ókeypis meðan á sýningunni stendur til 28.apríl.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/112-dagurinn
|
112 dagurinn
Hinn svokallaði 112 dagur verður haldinn á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum um allt land á sunnudag. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð.
Um hádegisbil sunnudaginn 11. febrúar fylkja viðbragðsaðilar á Akureyri liði í bíla- og tækjalest í tilefni dagsins. Bílalestin staðnæmist við Slökkvistöð Akureyrar um kl. 13 og verður þar opið hús til kl. 16. Þar munu viðbragðsaðilar kynna starfsemi sína og tækjabúnaður verður til sýnis.
Markmiðið með 112 deginum er að kynna neyðarnúmerið og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Þá munu Landssamband Slökkviliðs og Sjúkraflutningamanna afhenda verðlaun í Eldvarnargetrauninni 2006.
Viðbragðsaðilar hvetja fólk til að koma og kynna sér þá starfsemi sem fram fer á vegum þessara aðila.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/brynhildur-tilnefnd-til-norraenu-barnabokaverdlaunanna
|
Brynhildur tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna
Brynhildur Þórarinsdóttir, bæjarlistamaður Akureyrarbæjar og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, hefur verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2007. Félag skólasafnskennara tilnefnir Brynhildi af Íslands hálfu.
Brynhildur er tilnefnd fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu. Þar endursegir hún þekktar og vinsælar Íslendingasögur á afar skemmtilegan og aðgengilegan hátt fyrir börn og unglinga, og veitir þeim þannig innsýn í heim fornsagnanna. Persónur stíga ljóslifandi fram og fróðleiksmolar um sögusvið og sögutíma auka enn á gildi verkanna. Bækurnar veita kærkomið tækifæri til að kynna sagnaarf Íslendinga innan skóla og utan, og dómnefnd Félags skólasafnskennara telur þær afar verðugt framlag til norrænna barnabókmennta. Edda – útgáfa hf. gefur bækurnar út. Njála er til í enskri, norskri og sænskri þýðingu og unnið er að fleiri þýðingum.
Brynhildur Þórarinsdóttir er fædd 1970. Hún er M.A. í íslenskum bókmenntum og lauk kennsluréttindanámi árið 2005 við Háskólann á Akureyri, þar sem hún starfar nú. Hún hefur skrifað skáldsögur og smásögur fyrir börn og unglinga og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. íslensku barnabókaverðlaunin 2004 fyrir „Leyndardóm ljónsins“, Vorvinda IBBY 2003 fyrir Njálu, og verðlaun fyrir smásögu í samkeppni Félags móðurmálskennara. Hún er bæjarlistamaður Akureyrar frá því í júní 2006 fram í maí 2007.
Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðursverðlaun sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að. Þau hafa verið veitt um árabil og þrisvar fallið Íslandi í skaut; 1992 hlaut Guðrún Helgadóttir þau fyrir bókina Undan illgresinu, 2003 komu þau í hlut Kristínar Steinsdóttur fyrir bókina Engill í Vesturbænum, og 2005 hlaut Ragnheiður Gestsdóttir þau fyrir höfundarferil sinn með sérstakri áherslu á Sverðberann.
Verðlaunin verða afhent í Danmörku í júlí næstkomandi, en dómnefnd fundar í lok mars og fulltrúi Íslands þar er Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, skólasafnskennari í Langholtsskóla.
Neðri myndin var tekin á Vorkomu menningarmálanefndar 2006 þegar Brynhildur var útnefnd bæjarlistamaður Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasumar-a-akureyri-i-15-ar
|
Listasumar á Akureyri í 15 ár
Nú er aðeins vika þar til umsóknarfrestur um þátttöku á Listasumri 2007 rennur út og vilja forsvarsmenn hátíðarinnar hvetja listamenn til að sækja um.
Þetta verður í 15. skipti sem Listasumr á Akureyri er haldið og stendur hátíðin sem fyrr frá Jónsmessu til ágústloka. Markmið hátíðarinnar er m.a. að skapa vettvang fyrir fjölbreytilega lista- og menningarviðburði sem gefur listamönnum tækifæri til að koma sköpun sinni á framfæri, jafnt þrautreyndum sem og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2007.
Umsóknir skulu sendar til:
Menningarmiðstöðin Listagili
Ketilhúsið
Pósthólf 115
602 Akureyri
Aðrir skipuleggjendur menninga- og listviðburða á Akureyri og nágrenni eru hvattir til að senda inn upplýsingar um alla viðburði á netfangið [email protected].
Alllar nánari upplýsingar á skrifstofu forstöðumanns í síma 466-2609 eða í netpósti [email protected]
Umsókn um þátttöku á Listasumri 2007 (word)
Application for participation 2007
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thridja-oddeyrin-til-akureyrar
|
Þriðja Oddeyrin til Akureyrar
Nýtt skip bættist í flota Samherja á sunnudag þegar Oddeyrin EA 210 lagðist að Oddeyrartangabryggjunni. Þetta er þriðja skip Samherja með þessu nafni og eru 20 ár frá því að það fyrsta kom til Akureyrar.
Fjöldi fólks var mættur til að taka á móti hinu nýja skipi, þar á meðal bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, og Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja. Skipið er smíðað á Spáni árið 2000 en kemur hingað frá Noregi þar sem það hét Andenesfisk II. Það er 55 metra langt og 12 metra breitt. Togarinn er útbúin til að draga tvö troll í einu og með búnaði til frystingar um borð.
Skipstjórar á hinu nýja skipi verða þeir Hjörtur Valsson, sem var að koma með Víði úr mettúr, og Guðmundur Guðmundsson sem áður var á Akureyrinni. Í áhöfn er gert ráð fyrir að það verði 15-18 manns.
Sigrún Björk færði skipstjórunum blóm frá bæjarstjórn Akureyrar.
Frétt og mynd: Akureyri.net.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gomlu-dagblodin-fa-nytt-lif
|
Gömlu dagblöðin fá nýtt líf
Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, og Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður, undirrituðu í dag samstarfssamning sem felur í sér að sett verði upp ný vinnslulína á Amtsbókasafninu á Akureyri til stafrænnar endurgerðar á prentuðu efni og færslu þess á Netið.
Til verkefnisins hafa fengist 12 milljónir á ári af fjárlögum næstu þrjú árin eða samtals 36 milljónir króna.
Undanfarin ár hefur Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn unnið að því að setja Morgunblaðið á stafrænt form og nú geta allir landsmenn lesið það á Netinu allt aftur til 1913. Búið er að mynda Lögberg-Heimskringlu svo og öll íslensk tímarit og dagblöð sem eru eldri en 1920, og er síðufjöldi stafrænna gagna sem er aðgengilegur á Netinu kominn talsvert á aðra milljón.
Nú er að hefjast nýtt tímabil í stafrænni endurgerð menningararfsins með því að mynda Dag, Tímann, Þjóðviljann og Alþýðublaðið og birta á Netinu. Fjárveiting fékkst frá Alþingi til þriggja ára til að vinna verkið og var Akureyri talinn ákjósanlegur staður til þess að setja upp nýja vinnslulínu þar sem Amtsbókasafnið á Akureyri á öll þessi blöð í prentuðu formi.
Stefnt er að því að verkefnið hefjist 1. mars nk og verða þá ráðnir starfsmenn til Amtsbókasafnsins til að mynda blöðin. Amtsbókasafnið leggur líka til vinnuaðstöðu í safninu og afnot af því efni sem á að mynda. Landsbókasafn leggur til stafræna myndavél og annan nauðsynlegan tölvubúnað vegna verksins.
Með þessu verkefni færist Ísland nær því að verða ein fyrsta þjóð í heimi til að gera mest allan sinn prentaða menningararf aðgengilegan um Netið. Í gamla prentaða efninu er ómetanlegur fjársjóður sem nú verður opnaður fyrir almenningi, allri þjóðinni að kostnaðarlausu í gegnum slóðina www.timarit.is og vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns www.landsbokasafn.is.
Sigrún Klara Hannesdóttir og Sigrún Björk Jakobsdóttir eftir undirritun samningsins. Fyrir framan þær er helmingur allra tölublaða dagblaðsins Tímans, um 140.000 blaðsíður.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samid-vid-la-og-leikhusstjorann
|
Samið við LA og leikhússtjórann
Í hádeginu í dag var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar við Leikfélag Akureyrar um leið og ráðningarsamningur Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra, var endurnýjaður.
Nýi samningurinn sem Akureyrarbær og Leikfélagið hafa gert nær til starfsemi leikhússins næstu þrjú árin. Með honum hækkar Akureyrarbær stuðning sinn og skapar þannig forsendur fyrir áframhaldandi blómlegri starfsemi, jafnframt því sem viðurkenndur er frábær árangur síðustu missera. Samkomulagið er reist á samningi Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins um samstarf í menningarmálum næstu þrjú árin og felur í sér framlag til LA upp á samtals 322 milljónir. Að auki stefna aðilar að aukningu í starfsemi leikhússins frá og með árinu 2009, m.a. með uppsetningum í nýju menningarhúsi og mögulega einnig fjölgun uppsetninga leikhússins almennt.
Samkomuhúsið í dag. Talið frá vinstri: Kjartan Ólafsson og Karl Frímansson úr stjórn Leikfélagsins, Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Framlög til LA eru samkvæmt samningnum 100 milljónir króna á þessu ári, 102 milljónir á því næsta og a.m.k. 105 milljónir á árinu 2009. Að auki geta bæst við fimm milljónir króna ár hvert sem tendar eru rekstrarlegum árangri. Til samanburðar var fastur stuðningur Akureyrarbæjar á síðasta ári 80 milljónir króna en til viðbótar komu 10 milljónir sem voru greiddar þar sem öllum markmiðum hafði verið náð og rekstur var í samræmi við áætlanir.
Samkvæmt nýja samningnum verður starfssemi LA í fyrstu sambærileg því sem verið hefur síðustu þrjú ár. Leikhúsið mun setja upp, eitt sér eða í samstarfi við aðra, fjórar sýningar á ári auk þess sem staðið verður fyrir gestasýningum, fræðslu, ferðum, fundum og ýmiss konar annarri starfsemi til framdráttar leiklistar á svæðinu.
Frá og með árinu 2009 er stefnt að auknu umfangi í rekstri LA. Unnið er að tillögum að því í hverju þessar breytingar felist en ljóst er að hluti þeirra felst í aðkomu LA að menningarhúsi en einnig er mögulegt að fjöldi uppsetninga LA aukist. Þá er unnið að undirbúningi vígslusýningar LA í menningarhúsinu.
LA hefur á síðustu þremur árum uppfyllt allar skyldur þess samnings sem var í gildi á milli aðilanna. Starfsemin hefur verið í samræmi við áætlanir og rekstur hefur verið tekinn föstum tökum. Skuldir félagsins, sem voru umtalsverðar, hafa verið greiddar upp og byggður hefur verið upp varasjóður sem á að vera öryggisnet í starfseminni á komandi árum.
Jafnhliða undirritun þessa samnings, endurnýjaði stjórn Leikfélags Akureyrar ráðningarsamning sinn við Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra, sem stýrt hefur leikhúsinu síðustu þrjú árin. Nýi samningurinn gildir frá 1. apríl 2007 til jafnlengdar 2010.
„Það er stjórn félagsins mikils virði að gera þennan samning við Magnús Geir,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnarformaður LA. „Magnús hefur komið starfsemi félagsins á sigurbraut á síðustu misserum og í reynd hefur hann lyft grettistaki í leikhúslífi Akureyringa og landsmanna allra frá því hann var ráðinn til félagsins fyrir þremur árum. Leikfélag Akureyrar hefur allan þennan tíma verið í mikilli sókn.“
Magnús Geir Þórðarson: „Það hefur verið afskaplega ánægjulegt að stýra leikhúsinu síðustu þrjú árin með því frábæra fólki sem þar starfar. Miklar breytingar hafa verið innleiddar og nú er verið að festa þær í sessi. Ég er þakklátur stjórn LA fyrir að fá tækifæri til að ljúka því starfi.“
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hof-skal-menningarhusid-heita
|
Hof skal menningarhúsið heita
Samþykkt hefur verið að menningarhúsið sem nú rís á Akureyri skuli hljóta nafnið Hof. Alls bárust 338 tillögur um 241 nafn á húsið. Dómnefnd sem skipuð var Braga V. Bergmann, ráðgjafa, Margréti Jónsdóttur, leirlistakonu, og Sverri Páli Erlendssyni, menntaskólakennara, var einróma um niðurstöðuna. Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt tillöguna.
Í niðurstöðu dómnefndar segir:
Menningarhúsið skal hljóta nafnið Hof (má einnig rita HOF).
Hof merkir stórhýsi eða mikil bygging, samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs og raunar einnig helgidómur.
Hof er stutt og þjált nafn og fer því vel í samsetningu.
Í nafninu er hvorki séríslenskur stafur né broddstafur.
„Hof vísar til staðsetningar menningarhússins í námunda við svokallaða Hofsbót.“ (Hluti rökstuðnings sem fylgdi annarri verðlaunatillögunni).
„Í hofum fóru fram hátíðlegar athafnir og þaðan skyldu menn fara sælir og ánægðir. Hof er helgur staður.” (Hluti rökstuðnings sem fylgdi annarri verðlaunatillögunni).
Vel má hugsa sér að undirtitillinn Menningarhús fylgi með, þ.e. Hof – menningarhús eða HOF – MENNINGARHÚS.
Tíminn mun svo leiða í ljós hvort nafnið verður notað með eða án greinis.
Undirrituð telja þetta langbesta nafnið og gera því ekki tillögur til vara um annað heiti á menningarhúsið.
Heimir Kristinsson og Aðalbjörg Sigmarsdóttir taka við viðurkenningarskjölum fyrir nafnið.
Tveir skiluðu inn tillögu að vinningsnafninu: Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson en þau búa bæði á Akureyri og Heimir í næsta nágrenni menningarhússins. Þau hljóta bæði, skv. ákvörðun stjórnar Akureyrarstofu, ársmiða á alla opinbera viðburði í húsinu á fyrsta starfsári þess.
Þegar tilkynnt var um val á nafni á menningarhúsið flutti Heimir kvæði sem eiginkona hans, Gunnur Ringsted, orti í gær eftir að Heimi hafði verið tilkynnt um niðurstöðu dómnefndar en svo vildi til að einmitt þann dag, 12. febrúar, fagnaði Gunnur stórafmæli sínu. Kvæðið hljóðar svo:
Hof
Að heiman ég horfi
á húsið rísa.
Eigum þar auðgun
andans vísa,
ólgar þar eldhugans
öflug bylgja.
Hof skal það heita,
heill því fylgja.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-val-a-grunnskola
|
Kynningarfundur um val á grunnskóla
Í kvöld kl. 20 verður haldinn kynningarfundur um val á grunnskóla í sal Brekkuskóla. Þar munu skólastjórar sex grunnskóla kynna skólann sinn, fyrir hvað hann stendur og starfsemina almennt í hnitmiðuðu máli.
Fundurinn mun gefa góða yfirsýn á skólastarf á Akureyri.
Að neðan er auglýsing sem var send, ásamt upplýsingabæklingi, heim til allra foreldra sex ára barna sem eru að byrja í grunnskóla í haust. Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér málin.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-auglystir-til-umsoknar
|
Styrkir auglýstir til umsóknar
Akureyrarbær auglýsir nú eftir umsóknum um styrki frá félagsmálaráði, samfélags- og mannréttindaráði og úr Menningarsjóði og Húsverndarsjóði.
Félagsmálaráð veitir m.a. styrki til félagasamtaka sem starfa á sviði félags- og mannúðarmála.
Samfélags- og mannréttindaráð veitir rekstrarstyrki til tómstunda- og æskulýðsfélaga.
Úr Menningarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir til verkefna á menningarsviði á vegum félaga, stofnana, listamanna og fræðimanna.
Úr Húsverndarsjóði Akureyrar eru veittir styrkir vegna framkvæmda við friðuð hús og hús með varðveislugildi. Stjórn Akureyrarstofu afgreiðir styrki úr sjóðnum.
Umsóknir skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, hjá viðkomandi deildum í Glerárgötu 26 og í Rósenborg, Skólastíg 2. Á eyðublöðunum kemur fram hvaða upplýsingar þurfa að fylgja styrkbeiðnum.
Styrkjum er að mestu leyti úthlutað einu sinni á ári hjá hverri nefnd. Úr Menningarsjóði er þó úthlutað þrisvar á hverju ári, þ.e.a.s. í mars, júní og september og þar er umsóknarfrestur til næstu mánaðamóta á undan.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk.
Umsóknum skal skila í Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, á skrifstofu viðkomandi deildar í Glerárgötu 26 eða í Rósenborg, Skólastíg 2.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ofund-og-afbrydi-a-amtsbokasafninu
|
Öfund og afbrýði á Amtsbókasafninu
Í dag kl. 17.15, fimmtudaginn 15. febrúar, flytur Valgerður Dögg Jónsdóttir, heimspekikennari við VMA, fyrirlestur um öfundina í fyrirlestraröðinni um dauðasyndirnar sjö.
Valgerður Dögg útskrifaðist með BA prófi í heimspeki og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún er á lokaspretti í diplómnámi við HÍ í starfstengdri siðfræði og er að skrifa ritgerð sem ber heitið „Kynjafræði: Heimspeki og siðfræði í skólum".
Röð fyrirlestranna sem eftir eru um dauðasyndirnar sjö:
15. febrúar: öfund - Valgerður Dögg Jónsdóttir
22. febrúar: leti - Þorvaldur Þorsteinsson
1. mars: losti - Oddý Eir Ævarsdóttir
8. mars: reiði - Magnús Geir Þórðarson
Frábær aðsókn hefur verið að fyrirlestrunum sem haldnir hafa verið. Fyrir réttri viku talaði Sigurður Ólafsson um óhóf og nautnasýki fyrir fullum sal. Fyrirlestraröðin er skipulögð í samstarfi Amtsbókasafnsins, Félags áhugamanna um heimspeki og Félags- og lagadeildar Háskólans á Akureyri og eru allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/inneignarbref-til-ithrottaidkunar
|
Inneignarbréf til íþróttaiðkunar
Íþróttadeild Akureyrar hefur á undanförnum vikum sent út inneignarbréf til barna sem verða 6 ára til og með 11 ára á árinu 2007.
Bréf þetta gildir sem inneign fyrir barn á þátttökugjaldi hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri að upphæð kr. 10.000 og skal framvísað við greiðslu þátttökugjaldsins. Vakin er athygli á því að bréfið má nota til greiðslu allt árið 2007 og gildir þá einu hvort um þátttöku er að ræða nú í vetur, næstkomandi sumar eða haust. Bréfið skal þó innleysast hjá viðkomandi íþrótta-, tómstunda- eða æskulýðsfélagi fyrir 20. desember 2007.
Úthlutunarreglurnar í heild sinni eru að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar undir tenglinum; Daglegt líf / útivist og íþróttir.
Eftirtaldir aðilar hafa rétt til að taka við inneignarbréfi þessu:
Öll aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar
Tónlistarskólar á Akureyri
Myndlistarskólar á Akureyri
Dansskólar á Akureyri.
Allir skólarnir þurfa að reka starfsemi sína á ársgrundvelli og einstök tilboð til barna- og unglinga að standa eigi skemur en eina önn.
Tómstunda- og æskulýðsfélög með skilgreinda starfsemi og rekstur undir eigin kennitölu og hafi aðsetur á Akureyri. Félögin þurfa að reka starfsemi sína á ársgrundvelli og einstök tilboð til barna- og unglinga að standa eigi skemur en eina önn.
Geymið bréfið vel því ekki verður gefið út nýtt bréf ef þetta glatast.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-sott-veisla-i-ha
|
Vel sótt veisla í HA
Háskólinn á Akureyri bauð upp á "veislu og vísindi" um síðastliðna helgi. Fjölmargir lögðu leið sína þangað og kynntu sér hvað skólinn hefur uppá að bjóða. Ásamt kynningum á námi skólans var margt hægt að gera sér til skemmtunar, m.a að kryfja fiska, hlusta á fyrirlestra, fá hjúkrun fyrir bangsa og dúkkur og svo mætti lengi telja.
Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hus-fyrir-fuglaahugamenn
|
Hús fyrir fuglaáhugamenn
Áhugamenn um fuglaskoðun eru fjölmargir og fuglalíf víða mjög fjölbreytt í nágrenni Akureyrar. Starfsmenn bæjarins hafa nú komið fyrir tveimur fuglaskoðunarhúsum í námunda við bæinn. Annað þeirra er í Krossanesborgum en hitt í Naustaborgum vestan Hundatjarnar (þess skal þó getið, til að fyrirbyggja allan misskilning, að Hundatjörn er að finna bæði í Krossanesborgum og Naustaborgum).
Í húsunum er góð aðstaða fyrir þá sem vilja fylgjast með fuglalífinu og nú unnið að gerð veggspjalda með myndum af þeim fuglum sem eru á svæðunum til að hengja upp í húsunum. Ætlunin er að tvö hús til viðbótar verði smíðuð og sett upp í Hrísey og í Óshólmum Eyjafjarðarár fyrir næsta vor.
Gríðalega mikið fuglalíf er á öllum þessum stöðum og á eflaust eftir að aukast til mikilla muna í Naustaborgum eftir að hin svokallaða Hundatjörn var endurheimt en hún hafði verið ræst fram fyrir margt löngu. Með tilkomu þessara húsa verður mun þægilegra og betra fyrir fuglaáhugamenn að fylgjast með fuglalífinu og komu farfuglanna næsta vor.
Húsið sem komið hefur verið fyrir í Krossanesborgum norðan bæjarins.
Og annað í Naustaborgum, skammt frá Hundatjörninni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/112-dagurinn-heppnadist-vel
|
112 dagurinn heppnaðist vel
Síðasta sunnudag héldu viðbragðsaðilar í björgun og almannavörnum hinn svokallaða 112 dag, sem var helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð. Markmiðið með 112 deginum var að kynna neyðarnúmerið og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.
Viðbragðsaðilar hvöttu fólk til að koma og kynna sér starfsemina sem fram fer á vegum þessara aðila og voru því með opið hús í Slökkvistöð Akureyrar.
Dagurinn heppnaðist vel, var einstaklega vel sóttur og höfðu bæði börn og fullorðnir gaman af því að kynna sér tæki og tól sem til sýnis voru.
Myndirnar tala sínu máli.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagsmyndasyning
|
Öskudagsmyndasýning
Í tilefni útlistbreytinga á rótgrónni heimasíðu Minjasafnins www.akmus.is, sem tekin verður í notkun í þriðjudaginn 20. febrúar kl. 10, verður öskudagsmyndasýning opnuð á sama tíma. Þar má finna 55 myndir frá byrjun 20. aldar til 1995.
Þarna gefst fólki kostur á að rýna í skemmitlegar myndir. Ert þú á mynd, vinir þínir eða ættingjar? Á heimasíðunni verður einnig að finna fróðleiksmola um öskudaginn og þá siði sem tíðkast hafa á þessum skemmtilega degi. Svör við spurningum eins og þessum má auðveldlega finna á heimasíðunni: Af hverju hengdu karlar steinvölupoka í konurnar? Af hverju hengdu konurnar öskupoka á karlana? Er þetta íslenskur siður?
Starfsfólk Minjasafnsins hvetur þá sem luma á góðri sögu um öskudaginn á Akureyri eða í Eyjafirði, eða vilja gjarnan deila upplifun sinni með fleirum, að senda tölvupóst eða bréf til safnins til að nýta í fræðslu um þennan stórskemmtilega dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-afkoma-og-sterk-eiginfjarstada-fvsa
|
Góð afkoma og sterk eiginfjárstaða FVSA
Aðalfundur Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) var haldinn á Akureyri 20. febrúar sl. Þar kom meðal annars fram að tekjur félagsins af félagsgjöldum hækkuðu um 15,7% milli ára, heildartekjur allra sjóða félagsins voru samtals um 87,8 milljónir króna. Afkoma félagsins var rúmlega 6,4 milljónum krónum betri en árið á undan og eiginfjárstaða félagsins er sterk.
Fullgildum félagsmönnum fjölgaði á síðasta ári um 104 og voru um síðustu áramót 1.644, 586 karlar og 1.058 konur, þar af eru 254 gjaldfrjálsir en gjaldfrjálsir eru starfandi félagsmenn 67 ára og eldri, svo og lífeyrisþegar.
Afkoma sjúkrasjóðs var jákvæð vegna fjármagnstekna, en félagið borgar nær allt til baka sem í hann fer í formi styrkja og sjúkradagpeninga til félagsmanna sinna. Greiðslur úr sjúkrasjóði sjóðnum námu tæplega 31 milljón króna á árinu 2006 og hækkuðu um 1,5 milljón króna á milli ára.
Frá fundinum sem haldinn var á þriðjudag.
Engar sameiningar í bráð
Mikið hefur verið fjallað og fundað um samvinnu og sameiningu stéttarfélaga á starfsárinu. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, formaður félagsins, sagði m.a. í skýrslu stjórnar að á þingi LÍV sem haldið var Akureyri haustið 2005 var samþykkt að láta reyna á það hvort vilji væri hjá aðildarfélögunum til nánara samstarfs og var stjórninni falið að kanna mismunandi leiðir allt frá sameiningu félaga til nánari samvinnu einstakra aðildarfélaga eða sjóða þeirra. „Jafnframt þessari vinnu innan LÍV kom boð frá Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði til stéttarfélaganna hér við Eyjafjörð um að skoðað yrði hvort vilji væri til sameiningar stéttarfélaganna í eitt deildskipt félag. Þannig fjallaði stjórn félasins á árinu bæði um svæðisbundna sameiningu hér við fjörðinn og samvinnu eða sameiningu verslunarmannafélaga á landsvísu.”
Úlfhildur sagði að mikil vinna hefði verið lögð í bæði þessi verkefni og að útkoman hefði verið sú að ekki var talinn grundvöllur á sameiningu allra verslunarmannafélaga í eitt félag á landsvísu og málið því sett í biðstöðu af hendi landssambandsins. Hvað sameiningu stéttarfélaganna við Eyjafjörð varðar var hugmyndin sú að stofnað yrði eitt deildaskipt félag. „Félögin sem tóku þátt í þessu ferli voru auk okkar Eining-Iðja, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Félag málmiðnaðarmanna, Félag byggingamanna, Rafvirkjafélag Norðlendinga, Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Vaka á Siglufirði. Innan okkar stjórnar var raunar meiri vilji til að skoða þessa leið heldur en að sameinast á landsvísu, en ákveðið var af félögunum hér við fjörðinn að fresta frekari vinnu við málið,” sagði Úlfhildur.
Innri málefni félagsins rædd
Úlfhildur sagði að m.a. vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um skipulagsmál stéttarfélaga ákvað stjórnin að taka tilboði Péturs Guðjónssonar hjá fyrirtækinu GCG um að skipuleggja og stýra níu fundum hjá félaginu, þar sem innri málefni félagsins væru rædd, hvernig félagsmenn meta núverandi þjónustu og hvert menn vilja stefna til framtíðar litið. „Þrír fyrstu fundirnir voru haldnir 7. febrúar sl. og lofa þeir góðu, en þar komu fram margar góðar ábendingar. Tilhögunin er þannig að valið er fólk af handahófi af félagaskránni en reynt að passa upp á að félagsmenn komi frá sem flestum starfsgreinum eða vinnustöðum. Á hverjum fundi eru 15-20 félagsmenn ásamt fulltrúa úr stjórn og starfsmönnum félagsins. Hver fundur tekur eina og hálfa klukkustund, eru haldnir að morgni, í hádegi og seinni partinn.”
Með þessum níu fundum næst samband við u.þ.b. 10 % félagsmanna. Eftir að þeim lýkur verður gerð samantekt á því helsta sem fram kemur á fundunum og verða helstu niðurstöður birtar á heimasíðu félagins, www.fvsa.is, og auðvitað verður reynt að koma til móts við þær áherslur og atriði sem fram koma.
Páll gerður að heiðursfélaga
Á fundinum var Páll H. Jónsson, fyrrum formaður félagsins, gerður að heiðursfélaga. Hann er sá fjórði sem félagið heiðrar með þessum hætti. Aðrir heiðursfélagar eru þau Ása Helgadóttir, fyrrverandi starfsmaður félagsins, Kolbeinn Helgason, fyrrum formaður, og Jóna Steinbergsdóttir, fyrrum formaður. Úlfhildur sagði m.a. að það væri bæði ánægja og heiður að tilkynna að Stjórn félagsins hefði ákveðið á fundi sínum þann 30. janúar sl. að gera Pál H Jónsson að heiðursfélaga á þessum aðalfundi. „Páll gekk í félagið 1958 þá 19 ára gamall og hefur verið félagsmaður æ síðan eða í hart nær fimmtíu ár. Fyrstu 10 árin vann hann í verslun Raflagnadeildar KEA en eftir það hefur hann unnið skrifstofustörf, fyrst hjá Ljósgjafanum, þá í 11 ár í Kjötiðnaðarstöð KEA, í 18 ár á skrifstofu ÚA og síðustu 11 árin hjá Hafnarsamlagi Norðurlands þar sem hann starfar nú.
Hann hefur nú óslitið í um 26 ár verið valinn til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Um 1980 tók hann sæti í stjórn sjúkrasjóðs og gegndi því til 1998. Hann var líka í fulltrúaráði og í varastjórn og á undanförnum 14 árum hefur hann verið annað hvort varaformaður eða formaður félagsins.
Allir sem þekkja til Páls vita hve mörgum góðum kostum hann er búinn sem ómetanlegir eru í félagslegu starfi. Hann er strangheiðarlegur og nákvæmur og tekur ekki ákvarðanir án þess að skoða málin frá öllum hliðum. Nú þegar hann gefur ekki kost á sér áfram til stjórnarstarfa vill félagið þakka honum fyrir langt, óeigingjarnt og farsælt starf fyrir Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri og sem táknrænan þakklætisvott vil ég fyrir hönd félagsins biðja þig Páll að taka við heiðursskjali sem staðfestir að frá og með þessum degi ert þú einn af fjórum heiðursfélögum FVSA.”
Páll H. Jónsson, fyrrum formaður félagsins, var heiðraður á aðalfundinum. F.v. Páll, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Jóna Steinbergsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorvaldur-thorsteinsson-fjallar-um-letina
|
Þorvaldur Þorsteinsson fjallar um letina
Undanfarin fimmtudagssíðdegi hafa verið helguð dauðasyndunum sjö á Amtsbókasafninu á Akureyri. Nú er röðin komin að fimmtu syndinni, letinni, og það er Þorvaldur Þorsteinsson, listamaður og rithöfundur, sem ætlar að gera henni skil á morgun, fimmtudaginn 22. febrúar.
Þorvaldur er væntanlega þekktastur af verkum sínum á sviði myndlistar og ritlistar, en undanfarin ár hefur hann í æ ríkara mæli snúið sér að fyrirlestrahaldi um lífsins gagn og nauðsynjar. Þessa dagana er Þorvaldur staddur á Akureyri þar sem hann vinnur að uppsetningu á frumsömdu leikriti sínu „Lífið notkunarreglur" en auk þess að vera höfundur verksins hannar hann einnig leikmynd og búninga.
Fyrirlesturinn hefst eins og undanfarna fimmtudaga klukkan 17.15 en gott er að vera tímanlega, þar sem fullt hefur verið út úr dyrum á alla fyrirlestrana. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Félags áhugamanna um heimspeki á Akureyri, Akureyrarbæjar, Háskólans á Akureyri og Amtsbókasafnsins.
Myndirnar að neðan voru teknar á Amtsbókasafninu fimmtudaginn 15. febrúar þegar Valgerður Dögg Jónsdóttir fjallaði um öfundina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/primadonnurnar-i-freyvangsleikhusinu
|
Prímadonnurnar í Freyvangsleikhúsinu
Föstudaginn 23. febrúar verður gamanleikurinn „Prímadonnurnar“ Íslandsfrumsýndur í Freyvangi, Eyjafjarðarsveit. Verkið er eftir Ken Ludwig, en hann hefur getið sér gott orð sem gamanleikskáld í Bandaríkjunum og hafa verk hans einnig verið sýnd víða um heim. Leikstjóri er hin góðkunna Saga Jónsdóttir en hún þýðir einnig verkið. Þórarinn Blöndal er hönnuður leikmyndar og um lýsingu sér Þorsteinn Sigurbergsson.
Leikurinn gerist á 6. áratug síðustu aldar. Leikararnir Leo Clark og Jack Gable ferðast um Bandaríkin með farandsýningu sína „Senur úr Shakespeare“. Eftir sérstaklega misheppnað kvöld er útlitið dökkt hjá þeim félögum en blaðagrein kemur þeim á spor deyjandi konu sem leitar að löngu týndum systursonum sínum, til að þeir hljóti réttmætan arf sinn eftir andlát hennar. Eignir konunnar eru gríðarlegar og Leo fær þá hugmynd að þeir Jack leiki frændur hennar til að hljóta skjótan gróða og þar með möguleika á frama í Hollywood. En málin flækjast heldur betur þegar í ljós kemur að hin týndu systrabörn gömlu konunnar eru ekki karlmenn, heldur konur.
Í ár fagnar Freyvangsleikhúsið 45 ára afmæli leikstarfsemi í Freyvangi en Leikfélag Öngulsstaðahrepps var stofnað 9. apríl árið 1962 og hefur verið leikið í húsinu nær óslitið síðan. Af þessu tilefni verður mikið um dýrðir á frumsýningardaginn, stofnfélögum í Leikfélagi Öngulsstaðahrepps hefur verið boðið á sýninguna og í lok hennar verður veisla í Ferðaþjónustunni Öngulsstöðum, en þar verður einnig boðið upp á sérstakan Prímadonnumatseðil næstu helgar í tilefni sýningarinnar. Laugardagskvöldið 24. febrúar er svo 2. sýning og verða sýningar jafnan á föstudags- og laugardagskvöldum og hefjast kl. 20.30, en nánari upplýsingar um sýningartíma má finna á vefsíðu Freyvangsleikhússins, www.freyvangur.net og þar er einnig aragrúi upplýsinga og mynda úr fyrri sýningum ásamt öðrum fróðleik. Miðasölusími Freyvangsleikhússins er 463 1392.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagurinn-er-i-dag
|
Öskudagurinn er í dag
Ýmsar furðuverur hafa verið á vappi um bæinn í tilefni þess að í dag er öskudagur. Börn af öllum stærðum og gerðum hafa gengið á milli fyrirtækja og stofnanna og sungið í skiptum fyrir sælgæti.
Fjöldinn allur af syngjandi börnum heimsóttu m.a. Ráðhúsið og Glerártorg, þar sem þessar myndir voru teknar í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/alyktad-um-samgonguaaetlun
|
Ályktað um samgönguáætlun
Bæjarstjórn Akureyrar ályktaði sérstaklega um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi sínum 20. febrúar síðastliðinn. Þar er hvort tveggja fagnað fyrirhuguðum endurbótum á Akureyrarflugvelli og því að Vaðlaheiðargöng skuli vera komin á dagskrá.
Ályktunin um samgönguáætlunina er svohljóðandi:
„Bæjarstjórn Akureyrar fagnar því að í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 er nú gert ráð fyrir að ráðist verði í þá mikilvægu samgöngubót sem felst í lengingu flugbrautar og öðrum endurbótum á Akureyrarflugvelli. Lenging Akureyrarflugvallar hefur lengi verið baráttumál bæjarstjórnar og víst er að framkvæmdin skiptir höfuðmáli fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu. Bæjarstjórn leggur áherslu á að þessum framkvæmdum verði hraðað eins og kostur er og ítrekar vilja sinn til þess að koma að flýtifjármögnun megi það verða til þess.
Bæjarstjórn bendir á að göng í gegnum Vaðlaheiði eru mikilvæg samgöngubót fyrir alla íbúa á Norðausturlandi og að þjóðhagsleg hagkvæmni ganganna er óumdeild. Bæjarstjórn fagnar því að Vaðlaheiðargöng skuli nú vera á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun en leggur áherslu á nauðsyn þess að skýrar verði kveðið að orði um nauðsynlega þátttöku ríkisins í verkinu en gert er í áætluninni."
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Við minnum á að lesa má nýjustu fundargerðir nefnda og ráða bæjarins hér á heimasíðunni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/merki-fyrir-oldrunarheimilin
|
Merki fyrir Öldrunarheimilin
Öldrunarheimili Akureyrar óska eftir hugmyndum að merki fyrir heimilin. Merkið á að nota á bréfsefni, upplýsingabæklinga og fleira, ásamt með merki Akureyrarbæjar, sem kennimerki heimilanna.
Vinsamlegast komið hugmyndum að merki í þar til gerðan kassa í anddyri hjúkrunarheimilisins Hlíðar, Austurbyggð 17, eða póstsendið á Öldrunarheimili Akureyrar, Austurbyggð 17, 600 Akureyri.
Með hugmyndinni skal fylgja lokað umslag merkt „Höfundur" sem hefur að geyma upplýsingar um höfundinn. Hugmyndir þurfa að berast fyrir 26. mars nk.
Verðlaun fyrir hugmynd sem valin verður er 25.000 kr.
Gæðaráð Öldrunarheimilanna mun velja úr hugmyndum sem berast.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/oflugur-malsvari-foreldra
|
Öflugur málsvari foreldra
Foreldrar grunnskólabarna á Akureyri og í Hrísey hafa tekið saman höndum og stofnað svæðisráð undir heitinu SAMTAKA til að vinna að sameiginlegum málefnum nemenda í grunnskólum sveitarfélagsins. Í ráðinu eiga nú sæti þrettán manns, tveir foreldrar frá hverjum grunnskóla á Akureyri og einn úr Hrísey.
Samtaka - svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrarbæjar er samstarfsvettvangur foreldraráða og foreldrafélaga og málsvari grunnskólanemenda í sveitarfélaginu. Tilgangur svæðisráðsins er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í sveitarfélaginu og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum. Ráðið vinnur að sameiginlegum málefnum nemenda í grunnskólum sveitarfélagsins og foreldra þeirra, veitir skólanefnd umsagnir um ýmis mál er varða starfsemi grunnskólanna og er bæjaryfirvöldum til aðstoðar og ráðuneytis um skóla- og fjölskyldumál. Svæðisráðið er tengiliður foreldra á svæðinu við Heimili og skóla, landssamtök foreldra og tilnefnir fulltrúa til setu í fulltrúaráði samtakanna. Jafnframt kýs ráðið sér fastan fulltrúa til setu sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt á fundum skólanefndar eins og mælt er fyrir í 13. grein grunnskólalaga.
Foreldrafélag er frjálst félag foreldra grunnskólabarna og samstarfsvettvangur foreldra og nemenda en foreldraráð er þriggja manna ráð sem kosið er í samkvæmt ákvæðum grunnskólalaga og er skólastjórnendum til ráðgjafar um málefni er snerta starfsemi skólanna.
Undirbúningur að stofnun svæðisráðsins hófst fyrir tæpu ári að frumkvæði Heimilis og skóla. Með dyggri aðstoð samtakanna og Ingibjargar Auðunsdóttur, sérfræðings á skólaþróunarsviði HA, hefur ráðið nú verið stofnað. Formlegur stofnfundur svæðisráðsins var haldinn 5. febrúar. Af því tilefni buðu samtökin Heimili og skóli til námskeiðs þar sem fjallað var um hlutverk stjórna foreldrafélaga, foreldraráða og bekkjarráða. Kosið hefur verið í trúnaðarstöður á vegum ráðsins auk þess sem samþykkt hafa verið drög að starfsreglum.
Formaður: Hólmfríður Þórðardóttir, foreldraráði Oddeyrarskóla, [email protected]
Varaformaður: Haraldur Ingólfsson, foreldraráði Glerárskóla
Ritari: Guðjón H. Hauksson, foreldraráði Brekkuskóla
Áheyrnarfulltrúi á fundum skólanefndar: Haraldur Ingólfsson
Aðalmaður í fulltrúaráð Heimilis og skóla: Hólmfríður Þórðardóttir
Framhaldsstofnfundur þar sem endanlega verður gengið frá starfsreglum og mörkuð stefna um þau verkefni sem ráðið mun einbeita sér að á næstunni verður haldinn innan tíðar.
Í svæðisráðinu eiga eftirtaldir fulltrúar sæti:
Brekkuskóli: Guðjón H. Hauksson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir
Giljaskóli: Hlynur Jóhannsson og Álfheiður Svana Kristjánsdóttir
Glerárskóli: Haraldur Ingólfsson og Jóhanna Bergsdóttir
Grunnskólinn í Hrísey: Linda María Ásgeirsdóttir
Lundarskóli: Margrét Hrönn Svavarsdóttir og Brynjar Bragason
Oddeyrarskóli: Hólmfríður Þórðardóttir og Hjalti Jóhannesson
Síðuskóli: Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir og Sigríður Víkingsdóttir
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.