Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/trodid-a-amtsbokasafninu
Troðið á Amtsbókasafninu Hver einasti stóll í eigu Amtsbókasafnsins á Akureyri var setinn í gær þegar Þorvaldur Þorsteinsson hélt þar erindi um leti í fyrirlestraröðinni um dauðasyndirnar sjö. Um 140 manns sóttu fyrirlesturinn og gerðu góðan róm að tölu Þorvaldar. Hann var þó ekki einn í pontu allan tímann því með Þorvaldi voru fjórir leikarar frá Leikfélagi Akureyrar sem fóru með stutta leikþætti eftir hann. Sem kunnugt er verður innan tíðar frumsýnt hér á Akureyri nýtt leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson sem nefnist „Lífið - notkunarreglur“. Nú eru aðeins tveir fyrirlestrar eftir í röðinni um dauðasyndirnar sjö en þeir verða um losta og reiði næstu tvo fimmtudaga. Myndirnar hér að neðan voru teknar á Amtsbókasafninu í gær.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-a-vetrarhatid-1
Akureyri á Vetrarhátíð Vetrarhátíð í Reykjavík var sett í gær og að venju láta nokkrir valinkunnir listamenn frá Akureyri að sér kveða syðra sem hluti af dagskránni. Í þetta sinn munu þau Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari, Petrea Óskarsdóttir, þverflautuleikari, Ulle Hahndorf, sellóleikari og Þórarinn Stefánsson, píanóleikari flytja íslensk þjóðlög í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 22.45 í kvöld á Safnanótt. Á efnisskrá eru útsetningar tveggja tónskálda á íslenskum þjóðlögum. Þorkell Sigurbjörnsson tvinnar saman 6 íslensk þjóðlög fyrir flautu, fiðlu og selló og þá verða fluttar útsetningar Michaels Clarkes á íslenskum þjóðlögum. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er á opið frá 19 - 24 á Safnanótt og eru allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haefileikabudir-i-blaki
Hæfileikabúðir í blaki Um helgina voru haldnar árlegar hæfileikabúðir Blaksambands Íslands á Akureyri. Sjötíu krakkar mættu til leiks að þessu sinni sem er fjölmennasti hópur sem tekið hefur þátt í búðunum þau fimm skipti sem þær hafa verið haldnar frá árinu 2003. Sigurður Arnar Ólafsson og Marek Bernat stjórnuðu búðunum en þeir eru báðir þjálfarar hjá Blakdeild KA en Marek þjálfar jafnframt unglingalandslið pilta undir 17 ára og undir 19 ára. Þjálfarar þeim til aðstoðar voru Hilmar Sigurjónsson og Viðar Gylfason. Fjöldi fólks kom að umsjón búðanna, enda var rekið mötuneyti alla dagana fyrir þennan stóra og myndarlega hóp. Krakkarnir fóru í fjölda prófa og mælinga sem mældi líkamlegt atgerfi og tækni. Á grundvelli niðurstaðna þeirra og fleiri þátta, verða síðan valdir 18-24 einstaklingar í pilta- og stúlknaflokki í forvalsbúðir U17 unglingalandsliðanna en þær búðir fara fram í byrjun júní. Þar verða valdir þeir 12 einstaklingar í hvorum flokki sem fara á Norðurlandamót í haust. Það er mat þjálfara búanna að hópurinn sem hittist um helgina hafi verið óvenjulega tæknilega sterkur miðað við aldur og það er því að sjá sem framtíð unglingalandsliðanna í blaki sé björt.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarveisla
Tónlistarveisla Nú um helgina, dagana 3.-4. mars stendur mikið til hjá Tónlistarskólanum á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Tónlistarskólinn heldur hátíðlegan dag tónlistarskólanna með tónleikum í Ketilhúsinu laugardaginn 3. mars þar sem tónleikar verða haldnir allan daginn, nemendur á öllum stigum koma fram og verður mikil fjölbreytni í tónlist og þeim hljóðfærum sem leikið er á. Verða tónleikar haldnir á klukkutíma fresti, alls 6 tónleikar. Fyrstu tónleikarnir verða kl. kl. 11.00, þá munu blásarasveitir skólans leika og kl. 15.00 koma fram yngri strengjasveitir skólans. Kl. 13.00, 14.00 og 16.00 er blönduð efnisskrá, flytjendur á ýmsum aldri og fjölbreytni í hljóðfærum mikil. Lokatónleikar dagsins hefjast kl. 17.00 og eru þeir tónleikar til styrktar minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur sem var píanónemandi við skólann en lést af slysförum í London þar sem hún stundaði framhaldsnám í píanóleik. Á tónleikunum koma fram nemendur í framhaldsdeild skólans. Ókeypis er á alla tónleikana í Ketilhúsinu en tekið á móti frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarveislan heldur áfram sunnudaginn 4. mars. Þá stilla saman strengi sína Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri með tónleikum í Akureyrarkirkju kl. 16.00. Á þessum tónleikum kemur fram strengjasveit SN ásamt strengjasveit TA sem skipuð er nemendum á aldrinum 15-17 ára. Einleikari á fiðlu er Lára Sóley Jóhannsdóttir en hún leikur einleik í Vetrinum eftir Vivaldi. Á efnisskránni er einnig tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Otto Respighi., T. Albinoni, Mascagni og B. Briten. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Lára Sóley Jóhannsdóttir hóf fiðlunám sitt við Tónlistarskóla Húsavíkur. Þar lærði hún hjá Sigríði Einarsdóttur og Valmari Väljaots. Hún lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri árið 2001 og nam samtímis fiðluleik hjá Önnu Podhajsku í Tónlistarskólanum á Akureyri. Haustið 2001 hélt Lára til London og sótti einkatíma hjá Martin Loveday og ári síðar hóf hún nám í The Royal Welsh College of Music and Drama og lauk þaðan BMus Honours gráðu sumarið 2006. Við útskrift hlaut Lára „The Peter Esswood Price” fyrir góðan námsárangur. Lára lék í þrjú ár með Sinfonia Cymru sem skipuð er nemendum úr öllum helstu tónlistarháskólum Bretlands og hefur leikið með fjölda kammerhópa. Píanótríó hennar, the James Trio, vann árið 2006 kammertónlistarkeppni “The Cavatina Chamber Music Trust”. Hún starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskólann á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningaratak-um-sofnun-onytra-rafhladna
Kynningarátak um söfnun ónýtra rafhlaðna Úrvinnslusjóður hóf nú á dögunum kynningarátak vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum til úrvinnslu. Markmið átaksins er að fá fleiri til að safna og skila notuðum rafhlöðum, auka vitund almennings um mikilvægi þess að rafhlöðum sé skilað og vekja athygli á að einfalt sé að losna við þær. Þátttakendur í kynningarátakinu ásamt Úrvinnslusjóði eru Olís, Efnamóttakan, Gámaþjónustan og Hringrás. Árið 2004 var aðeins 18% rafhlaðna skilað til úrvinnslu og ári seinna, 2005, var hlutfallið komið í 21%. Samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð safna 22% landsmanna rafhlöðum til úrvinnslu. Nýleg rafhlöðutilskipun Evrópusambandsins sem verður innleidd á Íslandi innan tíðar kveður á um að skilahlutfall rafhlaðna skuli vera komið í 25% á árinu 2012 og 45% árið 2016. Hér er því verk að vinna. Af þeim 161,5 tonnum rafhlaðna sem flutt voru inn til landsins á árinu 2005 var aðeins rúmlega 37 tonnum skilað. Þetta eru ekki nema 21% af öllum seldum rafhlöðum hér á landi. Þetta þýðir að hvorki meira né minna en rúm 124 tonn af rafhlöðum hafa farið beint í ruslið og því verið urðuð með öðru sorpi. Rafhlöður eiga ekki að fara í ruslið heldur á að skila þeim til úrvinnslu. Það er í raun sáraeinfalt og nokkrar leiðir í boði. Hægt er að skila inn ónýtum rafhlöðum á bensínstöðvum, m.a. hjá Olís, og söfnunarstöðvum sveitarfélaga um land allt, auk þess sem hægt er að setja þær í endurvinnslutunnur fyrir flokkað heimilissorp. Á vef Úrvinnslusjóðs, www.urvinnslusjodur.is, er hægt að nálgast upplýsingar um staðsetningu söfnunarstöðva á landinu öllu. Þar er einnig að finna spurningar og svör um rafhlöður þar sem fróðleiksfúsir geta aflað sér nánari upplýsinga um innihald þeirra, flokkun og áhrif spilliefna á umhverfið. Sameiginleg táknmynd átaksins eru teiknimyndafígúrurnar Raffa og Batti sem prýða allt kynningarefni þess. Rafhlöðum er fargað eða eytt á viðurkenndan hátt hjá aðilum sem hafa starfsleyfi til þess. Frá söfnunarstöðvunum eru rafhlöðurnar fluttar til Efnamóttökunnar eða Hringrásar þar sem þær eru flokkaðar. Hluti þeirra er urðaður, þ.e. þær sem ekki innihalda spilliefni. Rafhlöður sem innihalda spilliefni eru mjög skaðlegar fólki og umhverfi og eru þær sendar í háhitabrennslu til viðurkennds eyðingaraðila í Danmörku. Þar er hitinn sem myndast við brennsluna nýttur til hvort tveggja framleiðslu rafmagns og hitunar vatns sem er notað til húshitunar hjá sveitarfélaginu Nyborg.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnir-dagar-i-vma
Opnir dagar í VMA Opnir dagar hófust í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Skólinn býður nemendum tilbreytingu frá hefðbundinni stundaskrá í tvo daga þar sem þau geta kynnt sér margvísleg málefni og alls kyns tómstundagaman, bæði verklega og bóklega. Má þar m.a.nefna fluguhnýtingar, nudd, skreytimálun, líkamsræktar- og skíðaferðir, magadans, klifur og útvarpsnámskeið. Fyrirlestrar eru einnig haldnir um ýmis málefni, s.s um fjölmiðla og siðferði þeirra, samkynhneigð, kynningu á arabísku, húsnæðiskaup og lán, og les-, skrif- og stærðfræðiblindu. Vel hefur tekist til í ár og voru nemendur áhugasamir á námskeiðunum í morgun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/huglist-odur-til-augna-og-eyrna
Huglist: Óður til augna og eyrna Geðfatlaðir einstaklingar sem búa í áfangaheimilum og þjónustuíbúðum á Akureyri standa fyrir glæsilegri listasýningu núna í mars. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, opnar sýninguna kl. 14.00 laugardaginn 3. mars í sal Rósenborgar (gamla Barnaskóla Akureyrar). Íbúar eru margir mjög öflugir listiðkendur og eiga orðið mikið safn listaverka. Sú hugmynd kom því upp á haustdögum að þeir myndu halda sýningu á verkum sínum. Undirbúningur hefur staðið yfir síðan en 12 manns taka þátt í verkefninu. Á sýningunni verður myndlist, handverk, ljóð, tónlist, leirlist, glerlist o.fl. Einnig munu íbúar (ásamt starfsfólki staðanna þriggja) hafa til sölu kaffi og meðlæti í kaffihúsahorninu þær tvær helgar sem sýningin stendur yfir. Íbúar útbúa sýningarskrá með nöfnum þeirra sem taka þátt í sýningunni. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Eftir það verður opið alla daga til 17. mars frá kl. 14-18.
https://www.akureyri.is/is/frettir/syningarlok-a-listasafninu
Sýningarlok á Listasafninu Sunnudaginn 4. mars lýkur sýningu á verkum Jóns Óskars, sem nefnist „Les yeux de l’ombre jaune" (Augu Gula skuggans) í Listasafninu á Akureyri, og einnig sýningu á innsetningunni „Tyrfingar“ eftir bandaríska listamanninn Adam Bateman í vestursal safnsins. Sýning Jóns Óskars er ekki hefðbundið yfirlit, hún byggist ekki á völdum verkum eða tilteknu þema eða tímabili. Allt er lagt að jöfnu og það jafnað út, verki skeytt við verk handahófskennt frá gólfi upp í loft svo þétt hringinn í kringum báða stærstu salina að sjálfur Stefán frá Möðrudal hefði verið ásakaður um bruðl á veggplássi í samanburði. Sýningin flæðir yfir barma sína inn í vestursalinn þar sem bandaríski listamaðurinn Adam Bateman hefur komið ár sinni fyrir borð með heljarmiklum bókastafla, virkilegum Babelsturni, eins og til að forða skilningarvitum okkar frá drukknun. Hugmyndaheimar Jóns og Batemans, orð og myndir, hrærast enn meira saman í sýningarskránni sem Jón sá um að hanna og minnir einna helst á tímaritið Séð og heyrt. Jón Óskar hefur haft ómæld áhrif á umbrot og hönnun bóka, tímarita og vefsíðna á Íslandi um langt árabil og þannig séð sér farborða þegar ekki hefur fiskast í listinni. Hér ægir öllu saman, myndum af verkum, hvers kyns auglýsingum og textum eftir innlenda og erlenda fræðimenn og gamla félaga sem fjalla um hann og hans kúnst. Jón innlimar allt sem honum dettur í hug í veldi sitt og gefur út eigið málgagn um það sem hæst ber á góma. Snúist uppistaða „tímaritsins" um „hörðu fréttirnar" úr hugarheimi Jóns mætti líta á umfjöllunina um Bateman sem forvitnilegt innslag frá framandi slóðum. Adam Bateman er kominn af mormónum og fæddur á slóðum Paradísarheimtar í Utah þar sem hann stýrir listamiðstöð og rekur gestavinnustofur. Líkt og Jón Óskar lærði hann í New York og sneri aftur með stórar hugmyndir í heimahaga, sem eiga lítið sameiginlegt með háhýsum og hraða stórborgarinnar. Uppsafnaður fróðleikur bóka er eins og fólksmergð í skýjakljúfum sem mora af tilfinningum og skoðunum þótt fæst af því verði nokkurn tíma fært til leturs. Það er gaman að vera fluga á vegg innan um verk Jóns og Batemans og reyna að átta sig á samræðum þeirra. Sennilega hefur skrattinn hitt ömmu sína — og það hljóta alltaf að vera miklir fagnaðarfundir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lostafullt-a-amtsbokasafninu
Lostafullt á Amtsbókasafninu Sjötti fyrirlesturinn í röðinni vinsælu um dauðasyndirnar sjö verður fluttur á Amtsbókasafninu í dag kl. 17.15. Áður auglýstur fyrirlesari átti ekki heimangengt en í skarðið hleypur Giorgio Baruchello og ætlar að fjalla um lostann. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, nefnist „Lust: Dante, Capital Sin and Schopenhauer“. Giorgio Baruchello er dósent við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann er ítalskur heimspekingur en hefur starfað á Akureyri frá 2003. Hann hefur verið þétt setinn bekkurinn á fyrirlestraröðinni um dauðasyndirnar sjö.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utbod-fyrir-idnadarmenn
Útboð fyrir iðnaðarmenn Miðvikudaginn 7. mars verður haldinn sérstakur kynningarfundur vegna útboðs á vinnu aðskyldra iðngreina innanhúss í Hofi - menningarhúsi. Fundurinn verður haldinn frá kl. 10-12 í bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð Ráðhússins á Akureyri. Stærð hússins er um 7.513 m² og 38.962 m³ og eru það brúttóstærðir. Húsið er kjallari og þrjár hæðir. Það er hringlaga og þvermál þess um 60 m. Í húsinu eru tveir salir, tónlistasalur, 500 manna og fjölnotasalur, 200 manna, kaffitería, verslun, búningsaðstaða fyrir listamenn, aðstaða fyrir hljómsveitir og ca. 1500 fm fyrir tónlistaskóla á 2. og 3. hæð. Verktaki kemur að húsinu fokheldu og fullfrágegnu að utan og skal hann innrétta og ganga að fullu frá húsinu að innan (lóðarframkvæmdir eru ekki í þessu útboði). Helstu magntölur: Múrverk, ílögn og flotun gólfa ca. 6.500 m², flísalögn ca. 1.300 m². Trésmíði, parket ca. 1.500 m², hurðir ca. 200 stk, , felliveggir ca. 10 stk, veggir ca. 4.600 m², loftaklæðningar ca. 4.500 m², innréttingar og búnaður. Lagnir, hita-, vatns, hreinlætis- og vatnsúðunarlagnir, frárennslislagnir ca. 600 m, vatnslagnir ca.12.000 m, ýmis búnaður. Loftræsing, stokkar ca. 23.000 kg , ristar og lokur ca. 400 stk, loftræsisamstæður 7 stk. Rafmagn, raflagnir ca. 38.000 m, lampar ca. 1.800 stk, , stjórnkerfi, öryggiskerfi, myndavélakerfi o.fl. Bjóðendur eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn kl. 10 næsta miðvikudag. Arkitekt hússins fer yfir útboðið. Verkkaupi kynnir hvernig staðið verður að framkvæmdum. Vettvangsskoðun
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolahreysti-a-akureyri
Skólahreysti á Akureyri Næsta fimmtudag, þann 8. mars, verður Skólahreysti haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri. Alls verða haldnar 10 forkeppnir í Skólahreysti og er sex keppnum þegar lokið. Skjár einn tekur upp allar keppnirnar og sýnir þær kl. 20.00 á þriðjudagskvöldum. Skólahreysti er hreystikeppni fyrir 9. og 10. bekkinga allra grunnskóla landsins og byggist upp á fimm keppnisgreinum: Upphífingum/strákar Armbeygjur/stelpur Dýfur/strákar Fitnessgreip/stelpur Hraðaþraut stelpur/strákar – hraðaþraut er byggð upp á mörgum mismunandi þrautum. Byrja þarf inni í lokuðum bíl – hlaupa í 12 dekkjum – fara á höndum 5 m. langan stiga – klifra yfir 5 m. háan netvegg – skríða undir 5 m. langt net – hlaupa með 10-20 kg. sekki – lyfta 25-35 kg. hnöttóttum kúlum – sippa 10 sinnum og klifra upp í 4 – 6 m. kaðal og enda inni í bíl. Stigahæsti skólinn úr hverjum riðli kemst í úrslitakeppnina sem haldin verður í Laugardalshöll 26. apríl í beinni útsendingu á Skjá einum. Það er til mikils að vinna því sá skóli sem hreppir fyrsta sæti í úrslitum fær 200 þúsund í verðlaunafé sem rennur til nemendafélags, annað sæti fær 100 þúsund og þriðja sæti fær 50 þúsund. Skólarnir sem munu keppa á Akureyri eru: Fyrri riðill kl.16.00 Borgarhólsskóli Dalvíkurskóli Grunnskóli Siglufjarðar Grunnskóli Skútustaðahrepps Grunnskólinn á Hofsósi Grunnskólinn á Ólafsfirði Höfðaskóli Þelamerkurskóli. Seinni riðill kl.18.00 Brekkuskóli Giljaskóli Glerárskóli Hrafnagilsskóli Oddeyrarskóli Síðuskóli Valsársskóli Varmahlíðarskóli Ívar Guðmundsson, útvarps og fitnesskappi, er kynnir í keppninni og Gunnlaugur Helgason, útvarpsmaður, tekur viðtöl við keppendur og íþróttakennara. Sterku bræðurnir Andrés og Pétur Guðmundssynir eru dómarar. Stemningarmúsík er spiluð og er fólk hvatt til að mæta til að hvetja sína skóla. Enginn aðgangseyrir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sigrun-bjork-i-syningu-hja-la
Sigrún Björk í sýningu hjá LA Það verður mikið um að vera hjá Leikfélagi Akureyrar á næstu vikum. Tilkynnt hefur verið að hin margrómaða sýning Best í heimi verði gestasýning leikársins, Píkusögur verða fluttar einu sinni í Samkomhúsinu þann 15. mars en meðal flytjenda er Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri. Leikritið Best í heimi hefur verið valið sem óvissusýning leikársins hjá LA. Sýningin hefur hlotið mikið lof frá því hún var frumsýnd í Iðnó í október sl. Hér er á ferðinni háðsádeila á íslenskt samfélag í dag. Gert er grín að þjóðarstolti Íslendinga og varpað ljósi á spaugilegar aðstæður útlendinga við að fóta sig í nýju landi. Leikstjóri er María Reyndal. Fyrsta sýning verður 3. apríl. Fimmtudaginn 15. mars nk. verða Píkusögur fluttar í Samkomuhúsinu á Akureyri í tilefni af V-deginum. Flytjendur eru leikkonurnar Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Sunna Borg ásamt Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri, og Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, sóknarpresti á Möðruvöllum. Tónlistarflutningur verður í höndum Ragnhildar Gísladóttur og Ólafar Arnalds. Leikritið Píkusögur (Vagina Monologues) eftir Eve Ensler hefur farið sigurför um heiminn allt frá frumsýningu árið 1998. Það var sýnt í leikhúsum víða um heim, m.a. í Borgarleikhúsinu en hefur síðan orðið fastur liður í V-deginum. Þá koma konur saman, gjarnan listamenn og pólítíkusar og flytja verkið. Miðaverð á sýninguna er 1.500 kr. og renna allar tekjur af kvöldinu óskiptar til Stígamóta. Húsið opnar kl. 20 en flutningurinn hefst kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu í síma 4 600 200 og á heimasíðu LA. Sýningin í Samkomuhúsinu er samstarfsverkefni V-dagsins og LA. Lífið – notkunarreglur er nýtt leikverk sem Þorvaldur Þorsteinsson hefur skrifað fyrir LA og Leiklistardeild LHÍ. Frumsýning er 23. mars og forsala er þegar hafin. Megas hefur samið tónlist við verkið, Kjartan Ragnarsson leikstýrir og Magga Stína er tónlistarstjóri. Nánar á heimasíðu LA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-verdi-enn-alitlegri-kostur-til-busetu
Akureyri verði enn álitlegri kostur til búsetu Þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar um rekstur, fjármál og framkvæmdir fyrir árin 2008-2010 kom til seinni umræðu í bæjarstjórn Akureyrar í gær, þriðjudaginn 6. mars. Í áætluninni kemur fram að gert er ráð fyrir vaxandi rekstrarafgangi, miklum framkvæmdum og bættri þjónustu við bæjarbúa. Salan á hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun styrkir jafnframt mjög rekstarstöðuna og fjárhag bæjarsjóðs. Þannig er unnið að því að Akureyri verði sífellt álitlegri kostur til búsetu. Áætlunin gerir ráð fyrir vaxandi rekstrarafgangi þrátt fyrir aukna þjónustu við bæjarbúa. Veltufé frá rekstri í A- og B- hluta er 3.571 m.kr. á tímabilinu. Í A-hluta, þ.e. bæjarsjóði og A-hluta fyrirtækjum, er veltufé frá rekstri 1.452 m.kr. og skilar það handbæru fé upp á rúmar 1.200 m.kr. í lok árs 2010. Ör uppbygging í stoðkerfi og grunngerð samfélagsins undanfarin ár hefur leitt til vaxandi útgjalda en tekjur sveitarfélagsins hafa ekki vaxið að sama skapi. Tekið er á þessari þróun með 120 m.kr. árlegri hagræðingarkröfu í rekstri málaflokka. Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir miklum fjárfestingum. Helst ber þar að nefna byggingu menningarhúss, Naustaskóla og fimleikahúss. Einnig verður unnið að uppbyggingu íþróttasvæða í tengslum við væntanlegt landsmót UMFÍ. Uppbygging í gatna- og fráveitukerfi mun kosta tæpar 750 m.kr. á tímabilinu, þegar tekið er tillit til tekna sem varið er beint í framkvæmdir. Framkvæmdir Norðurorku halda áfram og miða að því að tryggja bæjarfélaginu og nágrannasveitarfélögum nægjanlega orku til upphitunar húsnæðis. Áhrif af sölu eignarhlutar bæjarins í Landsvirkjun koma fram með þrennum hætti þegar þriggja ára áætlun bæjarins er skoðuð. Í fyrsta lagi í efnahagsreikningi, í öðru lagi í sjóðsstreymisyfirliti og í þriðja lagi á yfirliti um lykiltölur. Á eignahlið lækka eignarhlutir í félögum um bókfært virði Landsvirkjunar, eða um 2.063 m.kr. Jafnframt lækka lífeyrisskuldbindingar um söluverð eignarhlutans eða 2.943 m.kr. Efnahagur bæjarins styrkist því um 880 m.kr. við söluna og eiginfjárhlutfall hækkar úr 0,53 í 0,73. Einnig hækkar veltufjárhlutfall og verður hátt eða 3,21. Samandregið má segja að salan á Landsvirkjun hafi afar góð áhrif á fjárhag bæjarsjóðs og minnkar verulega framtíðarbyrði bæjarins vegna lífeyrisskuldbindinga, sem annars hefði lagst með auknum þunga á rekstur bæjarsjóðs á næstu árum og áratugum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/studningur-vid-meistaranam
Stuðningur við meistaranám Háskólinn á Akureyri hefur gert samninga við nokkur fjármálafyrirtæki um að þau komi með faglegum og fjárhagslegum hætti að uppbyggingu meistaranáms í viðskiptafræði sem hefst hjá háskólanum næsta haust. Fyrirtækin sem um ræðir eru Saga Capital, Sparisjóður Norðlendinga og fleiri sparisjóðir, Glitnir og Íslensk verðbréf. Í samningum fjármálafyrirtækjanna og Háskólans á Akureyri kveður á um að fyrirtækin styrki fjárhagslega við uppbyggingu mannauðs við deildina með því að kosta heimsóknir gistikennara og gestafyrirlesara. Jafnframt því mynda fulltrúar frá fyrirtækjunum fagráð sem verður til ráðgjafar um uppbyggingu námsins. Samvinna þessara aðila er til marks um síaukna þörf fyrir vel menntað vinnuafl í því alþjóðlega umhverfi sem íslenskar fjármálastofnanir, og íslensk fyrirtæki almennt, starfa við í dag. Sífellt er þörf fyrir að dýpka og bæta við þekkingu fyrirtækjanna og það verður ekki gert nema með því að bjóða uppá afburða góða menntun á þessu sviði á Íslandi. Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, í samvinnu við ofangreind fyrirtæki, ætlar sér að koma á fót afburðagóðu námi fyrir nemendur sem eru reiðubúnir að takast á við krefjandi nám þar sem áhersla er lögð á hagnýta þekkingu til jafns við fræðilegan undirbúning. Boðið verður uppá tvær námsleiðir; annars vegar í alþjóðafjármálum og bankastarfsemi og hins vegar í stjórnun í alþjóðlegu bankaumhverfi. Fyrri umsóknarfrestur er til 15. mars nk. fyrir nám sem hefst næsta haust. Seinni umsóknarfrestur er til 15. apríl. Takmarkaður fjöldi fær skólavist og eiga þeir sem sækja um í fyrri umgangi meiri möguleika á skólavist. Nánari upplýsingar um uppbyggingu og skipulag námsins má finna í handbók um meistaranám hjá Háskólanum á Akureyri. Á myndinni eru talið frá vinstri: Eyjólfur Guðmundsson deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Saga Capital, Þorsteinn Gunnarsson rektor, Örn Arnar Óskarsson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, Ingi Björnsson útibússtjóri Glitnis á Akureyri og Sævar Helgason framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa.
https://www.akureyri.is/is/frettir/reidilestur-a-amtsbokasafninu
Reiðilestur á Amtsbókasafninu Síðasti lesturinn í fyrirlestraröðinni um dauðasyndirnar sjö verður fluttur á Amtsbókasafninu á Akureyri klukkan 17.15 í dag, fimmtudaginn 8. mars. Boðaður fyrirlesari átti ekki heimangengt og munu Ágúst Þór Árnason og Þórgnýr Dýrfjörð hlaupa í skarðið. Umfjöllunarefnið er höfuðsyndin reiði og hefur heyrst að Amtsbókavörður reyti nú hár sitt af reiði yfir þeirri röskun sem orðið hefur á uppröðun fyrirlesara og muni jafnvel leggja orð í belg af því tilefni. Húsfyllir hefur verið síðustu vikur þegar fjallað hefur verið um dauðasyndirnar sjö og varð einhverjum á orði að forvitni Akureyringa um þetta efni stafaði af því að þeir þekktu ekki syndina. Fyrirlesturinn um reiðina hefst sem áður segir klukkan 17.15 í dag á Amtsbókasafninu á Akureyri. Ágúst Þór Árnason er verkefnastjóri hjá Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri og Þórgnýr Dýrfjörð er menningarfulltrúi Akureyrarbæjar. Myndirnar að neðan voru teknar í síðustu viku þegar Giorgio Baruchello fjallaði um lostann.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidavedurspa
Skíðaveðurspá Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson hefur verið fenginn til að gera nákvæma og glögga veðurspá fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli tvisvar í viku. Spárnar eru gerðar snemma morguns miðvikudaga og föstudaga á grunni nýjustu reiknilíkana. Skíðafólk getur því gengið að þeim vísum með morgunkaffinu þessa daga. Veðurspáin er sérstaklega sniðin að aðstæðum í Hlíðarfjalli og miðast spá um hitastig alla jafna við Skíðastaði sem eru í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli en oftast er þá heldur kaldara uppi í Strýtu. Einar Sveinbjörnsson þekkir vel til aðstæðna í Hlíðarfjalli, enda er hann mikill skíðaáhugamaður og vonar að veðurspáin komi skíðafólki að góðum notum. Skoðið spána á heimasíðu Hlíðarfjalls.
https://www.akureyri.is/is/frettir/78-fjolgun-farthega-med-straeto
78% fjölgun farþega með strætó Farþegum með Strætisvögnum Akureyrar fjölgaði um ríflega 78% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra. Í janúar var fjölgunin um 60% og því virðist sem þróunin sé öll í rétta átt og að bæjarbúar taki þeirri nýbreytni að hafa ókeypis í strætó opnum örmum. Farþegafjöldi á dag í febrúar var að meðaltali 687 árið 2006 en í nýliðnum febrúarmánuði var meðalfjöldi farþega á dag 1.226. Að sögn Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar hefur fjölgunin orðið á öllum leiðum og á öllum tímum dags. Áfram verður fylgst með nýtingu vagnanna og hugað að úrbótum á leiðakerfinu. Líklegt verður að teljast að ef farþegafjöldi aukist enn frekar muni það koma niður á tímaáætlun sem geti þar með raskast lítillega og verður þá að finna ráð við því í framhaldinu. Frítt í strætó!
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarflugvollur-breyting-a-greinargerd
Akureyrarflugvöllur - breyting á greinargerð Akureyrarbær auglýsir hér með greinargerð deiliskipulags Akureyrarflugvallar að nýju eftir breytingar, skv. 25 gr. skipulags og byggingarlaga. Kaflanúmerum hefur verið breytt. Einnig hafa verið gerðar breytingar á hámarkshæð bygginga og nýtingarhlutfalli lóða. Skipulagsskilmálar hafa jafnframt verið gerðir fyrir viðbyggingu Flugstöðvarbyggingar. Greinargerðin mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, frá 12. mars til 23. apríl 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Greinargerð Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 mánudaginn 23. apríl 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 12. mars 2007 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-maett-a-skolahreysti
Vel mætt á Skólahreysti Skólahreysti var haldið fyrir troðfullu húsi í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær, þar sem norðlenskir nemendur mættu vaskir til leiks og tóku á honum stóra sínum. Fullt var útúr dyrum og því greinilegt að mikill áhugi er hjá fólki fyrir keppnum sem þessum. Eins og fram kom í frétt okkar fyrr í vikunni er Skólahreysti hreystikeppni fyrir 9. og 10. bekkinga allra grunnskóla landsins sem byggist upp á nokkrum mismunandi keppnisgreinum. Stigahæsti skólinn úr hverjum riðli kemst í úrslitakeppnina sem haldin verður í Laugardalshöll 26. apríl í beinni útsendingu á Skjá einum. Það er til mikils að vinna því sá skóli sem hreppir fyrsta sæti í úrslitum fær 200 þúsund í verðlaunafé sem rennur til nemendafélags, annað sæti fær 100 þúsund og þriðja sæti fær 50 þúsund. Næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20.00 verður sýnt frá keppninni á Skjá einum. Hægt er að fylgjast með úrslitum á heimasíðunni http://www.icefitness.is/ Allir skólarnir mættu með stóran hóp stuðningsmanna og var stemningin í Höllinni engu lík.
https://www.akureyri.is/is/frettir/margt-ad-gerast-um-helgina
Margt að gerast um helgina Mikið er um að vera á Akureyri um helgina, hvort heldur sem er á sviði lista, menninga eða íþrótta og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars má nefna sýningu á Svörtum ketti hjá Leikfélagi Akureyrar, opnanir ýmissa listasýninga og deildarbikarleikur í körfubolta. Gott er að fylgjast með viðburðardagatalinu sem er á heimasíðu Akureyrarbæjar þar sem ýmsir viðburðir eru skráðir, allan ársins hring. Föstudagurinn 9. mars: Fyrirlestur um húsgagnahönnun í Ketilhúsinu kl. 14.50. Fyrirlesari: Eyjólfur Pálsson. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröðinni "Fyrirlestrar á vordögum". Síðasti heimaleikur Þórs, meistaraflokks karla í körfuknattleik, kl. 19.15 í Síðuskóla. Bikarafhending fer fram að loknum leik Þórs og Stjörnunnar, þar sem Þór hefur nú þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili og ekki tapað leik til þessa. Síðasta sýning á Svörtum ketti kl. 20.00. Smelltu hér til þess að sjá næstu sýningar hjá LA. Laugardagurinn 10. mars: BERNSKUBREK - Æskuverk norðlenskra listamanna, kl. 14.30 í Deiglunni. Þar munu allt að 30 norðlenskir listamenn sýna bernskubrek sín, þ.e. listaverk unnin á æskuárum þeirra. Á sýningunni verður hægt að sjá hvort krókurinn hafi snemma beygst í höndum listamannanna. Hvort ungdómsstefin hafi fylgt þeim fram eftir árum eða hvers konar uppgjör og byltingar hafi orðið frá árdögum sköpunar þeirra. Hvernig verður ljósmynd til? Minjasafnið á Akureyri, kl.14.00. Í tilefni 20 ára afmælis ljósmyndadeildar Minjasafnins mun Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildarinnar, veita gestum innsýn í þróun ljósmyndatækninnar allt frá 1840 fram til okkar daga. Handverkssýningin Transform, nýtt handverk á gömlum merg, í Ketilhúsinu kl. 14.00. Þar sýnir handverksfólk og hönnuðir frá vestnorrænu löndunum þremur, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi, handverk, listmuni og hönnun sem er nútímaleg en stendur þó föstum fótum í handverkshefðum landanna þriggja. Hlynur Hallsson sýnir Ljós - Licht - Light í galleríBOX, Listagili. Opnun kl. 16.00. Verkið sem Hlynur setur upp í galleriBOXi samanstendur af borði og sætum sem gerð eru á afar einfaldan hátt úr froðuplastplötum og gæruskinni. Föstudagur til sunnudags: Goðamót Þórs, 5. flokkur karla, hófst í dag og stendur til sunnudags. Smelltu hér til að skoða heimasíðu Þórs. Augliti til auglitis - Sýning í Listasafninu á Akureyri. 50 ljósmyndir eftir 14 alþjóðlega listamenn sem allir vinna með portrett og sjálfsmyndir. Sýningin er hluti af Pourquoi pas? — Franskt vor á Íslandi. Opið er um helgina frá kl. 12.00 - 17.00. Aðgangseyrir er kr. 400. Guðmundur Ármann – Náttúruspor. Sýning í Jónas Viðar Gallery. Viðfangsefnið er sótt í náttúruna, hina síbreytilegu birtu sem ljær landinu, himninum, vatninu, fjöllunum og gróðrinum, litbrigði sem við nemum í umhverfinu. Opið er á föstudögum og laugardögum frá kl. 13.00 -18.00. Bikarmót SKÍ í skíðagöngu stendur yfir frá föstudegi til sunnudags. Smelltu hér til að skoða heimasíðu Skíðasambands Íslands. Karen Dúa Kristjánsdóttir sýnir á Café Karólínu. "Draugurinn - ég" nefnist sýning Karenar Dúu á Café Karólínu. Vinnustofa henner er í Gilinu og rekur hún þar, ásamt félögum sínum galleriBOX. Spessi sýnir "Location-Farms" í Dalí gallery. Sýning Spessa nefnist ,,Location-Farms". Spessi er þekktur ljósmyndari bæði hér heima og erlendis, einkum fyrir portraitljósmyndir af fólki og stöðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarflugvollur-breyting-a-greinargerd-1
Akureyrarflugvöllur - breyting á greinargerð Akureyrarbær auglýsir hér með greinargerð deiliskipulags Akureyrarflugvallar að nýju eftir breytingar, skv. 25 gr. skipulags og byggingarlaga. Kaflanúmerum hefur verið breytt. Einnig hafa verið gerðar breytingar á hámarkshæð bygginga og nýtingarhlutfalli lóða. Skipulagsskilmálar hafa jafnframt verið gerðir fyrir viðbyggingu Flugstöðvarbyggingar. Greinargerðin mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, frá 12. mars til 23. apríl 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Greinargerð Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 mánudaginn 23. apríl 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heyrnarlausir-thakka-akureyrarbae
Heyrnarlausir þakka Akureyrarbæ Á uppskeruhátíð Félags heyrnarlausra sem haldin var í Norræna húsinu í Reykjavík föstudaginn 9. mars var Akureyrarbæ veitt viðurkenning fyrir góðar móttökur og aðstoð þegar Norræn menningarhátíð heyrnarlausra og alþjóðleg leiklistarhátíð voru haldnar hér í bæ síðasta sumar. Auk Akureyrarbæjar hlutu Háskóli Íslands, Draumasmiðjan, Ríkisútvarpið og fréttastofa Sjónvarpsins, Neyðarlínan 112, Tryggingamiðstöðin, og sjálfboðaliðar á Norrænu Menningarhátíðinni og æskulýðsmóti heyrnarlausra viðurkenningu. Við sama tækifæri var kynnt ný og endurbætt heimasíða Félags heyrnarlausra á slóðinni www.deaf.is. Sigríður Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar, tók við viðurkenningunni fyrir hönd Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ratatoskur-i-ma
Ratatoskur í MA Opnir dagar í Menntaskólanum á Akureyri, sem kenndir eru við Ratatosk, voru haldnir í dag og í gær. Mikið var um að vera á alls kyns fyrirlestrum og námskeiðum sem nemendur sóttu. Meðal þess sem nemendur fengu að kynnast var siðfræði, vinnuaðferðir í blaðamennsku, fluguhnýtingar, hvernig það er að vinna á skíðasvæðum í Austurríki, vinnan við spurningakeppnina Gettu betur og skyndihjálp og endurlífgun. Nafnið á opnu dögunum, Ratatoskur, hljómar ef til vill ekki nógu kunnuglega en til upprifjunar og gamans má geta þess að Ratatoskur var íkorni sem rann upp og niður Ask Yggdrasils sem sagt er frá í Snorra-Eddu og bar hann öfundarorð á milli arnarins og Níðhöggs. Myndirnar hér að neðan voru teknar af Sverri Páli Erlendssyni á Ratatoski í MA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ardsemi-kjalvegar-5-6-milljardar-krona
Arðsemi Kjalvegar 5,6 milljarðar króna Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur lagt mat á þjóðhagslega arðsemi og samfélagsleg áhrif af lagningu vegar yfir Kjöl. Niðurstöðurnar sýna að framkvæmdin er mjög arðbær og fellur vel að byggðaáætlun og samgönguáætlun stjórnvalda. Samfélagslegur ábati af framkvæmdinni er mikill eða 5,6 milljarðar króna. Ef veglagningin á sér stað í samdráttarskeiði verður ábatinn enn meiri eða tæpir sex milljarðar króna. Umferðaslysum mun fækka um 24 á ári að mati skýrsluhöfunda með tilkomu vegarins. Ábati vegna fækkunar umferðaslysa einn og sér er metinn á 1,3 milljarða króna. Það að vöruflutningar dreifast á tvær leiðir í stað einnar kemur ennfremur til með að draga úr umferðaálagi og auka öryggi vegfarenda. Útblástur koltvísýrings vegna tilkomu Kjalvegar er talinn minnka um allt að 2000 tonn á ári. Þegar horft er til samfélagslegra áhrifa er það mat skýrsluhöfunda að flutningskostnaður á hvert tonn milli Reykjavíkur og Akureyrar muni lækka um 1.000 kr. og 2.800 kr. milli Selfoss og Akureyrar. Samkeppnisstaða norðlenskra fyrirtækja myndi batna mest með nýjum vegi en skýrsluhöfundar leiða líkum því að allir landsmenn myndu njóta verðlækkunar vegna minni kostnaðar við dreifingamiðstöðvar. Nýr Kjalvegur mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu og leiða til meiri dreifingar á ferðamönnum um landið. Jafnframt mun Kjalvegur lengja ferðamannatímabilið, sérstaklega á Norðurlandi en einnig á Suðurlandi. Nýir valkostir fyrir ferðamenn munu létta undir við að taka á móti fyrirhuguðum fjölda ferðamanna sem koma munu til landsins á næstu árum. Frétt af heimasíðunni www.nordurvegur.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stapi-lifeyrissjodur-verdur-til
Stapi, lífeyrissjóður verður til Samþykkt var að sameina Lífeyrissjóð Austurlands og Lífeyrissjóð Norðurlands á ársfundum sjóðanna sem haldnir voru á Hótel Reynihlíð við Mývatn föstudaginn 9. mars sl. Nafn hins nýja sjóðs verður Stapi, lífeyrissjóður. Sameiningin mun þó ekki taka formlega gildi fyrr en að fengnu samþykki fjármálaráðuneytisins. Sameinaður sjóður er með hreina eign til greiðslu lífeyris um 84 milljarða króna skv. ársreikningum sjóðanna tveggja og með um 21.000 lífeyrisþega. Heildariðgjöld ársins 2006 voru 4,7 milljarðar króna. Sjóðirnir greiddu samtals um 1.918 milljónir króna í lífeyri í fyrra og voru lífeyrisþegar tæplega 6.000. Starfssvæði sjóðsins nær frá Hrútafirði í vestri að Skeiðará í austri. Sjóðurinn nær þannig til allra byggðakjarna á Norður- og Austurlandi. Sjóðfélagar eru almennt launafólk á þessu svæði, sem kemur úr ýmsum atvinnugreinum, þ.m.t. sjávarútvegi, verslun, þjónustu, iðnaði o.fl. Jafnt kynjahlutfall Sex aðalmenn sitja í stjórn sjóðsins, þrjár konur og þrír karlar. Fullyrða má að jafnt hlutfall kynja heyri til stórtíðinda í íslensku fjármálafyrirtæki af þessari stærðargráðu og sé jafnvel einsdæmi. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Stapa, lífeyrissjóðs var Björn Snæbjörnsson, Akureyri, kjörinn stjórnarformaður og Aðalsteinn Ingólfsson, Höfn í Hornafirði, varaformaður stjórnar. Samkeppni um firmamerki Efnt er til hugmyndasamkeppni um firmamerki fyrir Stapa, lífeyrissjóð. Frestur til að skila inn tillögum er til og með 29. mars nk. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum sjóðanna www.ln.is og www.lifaust.is Fyrsti fundur nýrrar stjórnar. Frá vinstri: Aðalsteinn Ingólfsson, Sigurður Hólm Freysson, Anna María Kristinsdóttir, Björn Snæbjörnsson, Ásgerður Pálsdóttir, Kári Arnór Kárason og Þorbjörg Þorfinnsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-2-afangi-somatun-4-6-og-8-ndash-tillaga-ad
Naustahverfi 2. áfangi, Sómatún 4, 6 og 8 – tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Breyting á skilmálum húsagerðar H. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga. Deiliskipulagsbreytingin er 0,23 ha að stærð og nær til lóðanna Sómatúns 4, 6 og 8. Sómatún 4, 6, og 8 sem eru í gildandi skipulagi 1h af húsagerð HI verða við breytinguna 1-2h af húsagerð HIII (ný húsagerð). Við skilmálateikningar H-einbýlishúsa hefur verið bætt við tveimur skýringarmyndum fyrir HIII. Að öðru leyti eru skilmálarnir óbreyttir. Tillöguuppdráttur ásamt byggingarskilmálum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 14. mars 2007 til miðvikudagsins 25. apríl 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. - Deiliskipulagstillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 25. apríl 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/2-9-milljardar-til-lifeyrissjods-starfsmanna-akureyrarbaejar
2,9 milljarðar til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, afhenti í morgun Kára Arnóri Kárasyni, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Norðurlands sem annast fjármál LSA, skuldabréf vegna sölu Akureyrarbæjar á hlut sínum í Landsvirkjun að andvirði rúmir 2,9 milljarðar króna. Við sölu bæjarins á Landsvirkjunarhlutnum var áskilið að andvirðinu skyldi varið til lækkunar á lífeyrisskuldbindingum bæjarins í Lífeyrissjóði starfsmanna Akureyrarbæjar. Fjármunirnir munu bæta stöðu sjóðsins verulega og minnka ábyrgð Akureyrarbæjar á skuldbindingum sjóðsins að sama skapi. Framtíðarskattfé íbúanna sem þessu nemur mun því nýtast til bættrar þjónustu í stað þess að fara til greiðslu skuldbindinganna. Sigrún Björk Jakobsdóttir afhendir Kára Arnóri Kárasyni skuldabréfin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/konur-og-skak-a-akureyri-um-helgina
Konur og skák á Akureyri um helgina Íslandsmót stúlkna í skák verður haldið í húsakynnum Skákfélags Akureyrar í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð laugardaginn 17. mars og kvöldið áður halda stórmeistari kvenna Lenka Ptacnikova og forseti skáksambands Íslands Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fyrirlestur á konukvöldi kl. 20.00 á sama stað. Guðfríður heldur ennfremur fyrirlestra um skák í nokkrum grunnskólum bæjarins á föstudag. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslandsmót stúlkna á grunnskólaaldri er haldið á Akureyri og Skákfélag Akureyrar sér um framkvæmd þess. Mótið hefst kl. 13.00 á laugardag og verða tefldar 15 mínútna skákir. Keppt verður í tveim aldursflokkum, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin i hvorum flokki, auk margs konar aukaverðlauna. Þátttökugjald er ekkert. Skákstjóri verður Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Grunnskólastúlkur geta skráð sig til keppni með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða [email protected]. Á myndinni er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinjettusiddegi-a-amtsbokasafninu
Vinjettusíðdegi á Amtsbókasafninu Svokallað Vinjettusíðdegi verður haldið á Amtsbókasafninu frá kl. 14.30-16.30 á morgun, laugardaginn 17. mars. Lesið verður úr Vinjettubókum Ármanns Reynissonar. Auk Ármanns koma fram: Jóhann Ingimarsson listamaður, Saga Jónsdóttir leikkona, Hermann J. Tómasson formaður bæjarráðs, Svanfríður I. Jónasdóttir bæjarstjóri á Dalvík, Kristján Þór Júlíusson fyrverandi bæjarstjóri, séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir og Óli G. Jóhannsson myndlistarmaður. Hver og einn les tvær vinjettur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sparisjodurinn-styrkir-knattspyrnustulkur
Sparisjóðurinn styrkir knattspyrnustúlkur Sparisjóður Norðlendinga og meistaraflokkur kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu skrifuðu miðvikudaginn 14. mars undir veglegan styrktarsamning fyrir árið 2007. Stúlkurnar hafa æft af krafti í allan vetur og eru tilbúnar fyrir sumarið, enda fyrsti leikurinn næstkomandi laugardag á móti FH í Lengjubikarnum. Sparisjóður Norðlendinga hefur undanfarin ár stutt við bakið á stúlkunum og verður árið í ár því engin undantekning frá því. Fjóla Björk Karlsdóttir, markaðsfulltrúi og sölustjóri Sparisjóðs Norðlendinga, og Nói Björnsson, forsvarsmaður Þór/KA í kvennabolta, skrifa undir samninginn ásamt fríðu förunauti. Myndina tók Þorgeir Baldursson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/112-opnar-vardstofu-a-akureyri
112 opnar varðstofu á Akureyri Neyðarlínan, 112, opnaði á föstudag varðstofu með þremur neyðarvörðum á Akureyri. 112 hefur hingað til haft varastöð í húsnæði lögreglunnar á Akureyri en nýja varðstofan verður í fullum rekstri samhliða varðstofunni í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð í Reykjavík. Að sögn Dagnýjar Halldórsdóttur aðstoðarframkvæmdastjóra er markmiðið að vera með um fimm neyðarverði á Akureyri og verða þeir hrein viðbót við núverandi fjölda starfsmanna. Nú eru fimm neyðarverðir á vakt í Reykjavík að degi til og á álagstímum en þeim fjölgar í sjö þegar varðstofan á Akureyri er fullmönnuð. „Varðstofan á Akureyri er tengd öllum okkar fjarskipta- og upplýsingakerfum og starfar með sama hætti og varðstofan fyrir sunnan. Það er mikið öryggi í því fyrir okkur að hafa vel mannaða stöð á Akureyri ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis hjá okkur í Reykjavík. Við lítum einnig á það sem mikinn kost að hafa fólk á vakt með góða þekkingu á staðháttum og samfélaginu á Akureyri og í nálægum byggðum,“ segir Dagný. 25 neyðarverðir starfa nú hjá 112. Þeir manna varðstofuna á Akureyri og í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð allan sólarhringinn, árið um kring, og afgreiða um 190 þúsund neyðarsímtöl á ári hverju. Í langflestum tilvikum er óskað eftir aðstoð lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/matis-eflir-starf-sitt-a-akureyri
Matís eflir starf sitt á Akureyri Matís á Akureyri (Matvælarannsóknir Íslands) hefur tekið í notkun myndgreinibúnað sem mun stórefla rannsóknir fyrirtækisins á svæðinu. Þegar hefur verið fjölgað um hálft stöðugildi og stefnt er að því að fjölga um nokkur stöðugildi til viðbótar með frekari eflingu rannsókna. Myndgreinibúnaðurinn gefur möguleika á að rannsaka smásæja byggingu matvæla og tölfræðilegri úrvinnslu gagna. Búnaðurinn gerir Matís því mögulegt að efla rannsóknar- og þróunarstarf í þágu fyrirtækja í matvælaiðnaði. Má þar nefna rannsóknir á gæðum og eiginleikum matvæla og nýtingu þeirra, svo sem lambakjöts, mjólkurafurða og fisks. Búnaðurinn mun einnig nýtast við rannsóknir á ónæmiskerfi lúðu- og þorsklirfa á fyrstu og viðkvæmustu stigum eldisins. Þá verður hægt að efla enn frekar rannsóknir á eldisfiski og öðrum eldistegundum, svo sem áhrifum fóðurs á eiginleika afurða. „Matís hefur lagt mikla áherslu á að styrkja rannsóknarstarf sitt á Akureyri og myndgreinibúnaðurinn er einn liður í því. Við sjáum fram á að fjölga um 2-3 stöðugildi ef okkur tekst að fullnýta búnaðinn í samvinnu við framleiðendur og fyrirtæki í matvælaiðnaði. Þá kemur búnaðurinn einnig til með að nýtast háskóla- og vísindasamfélaginu á Akureyri sem er í mikilli sókn,“ segir Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri hjá Matís. Starfsmenn hjá Matís á Akureyri eru fimm en fyrirtækið sinnir matvælarannsóknum í samstarfi við Háskólann á Akureyri, aðrar stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi. Auk þess eru fjórir nemendur á vegum Matís í meistaraverkefnum á Akureyri. Matís tók til starfa um síðustu áramót en þar sameinast starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsókna Keldnaholti (MATRA), Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar, líftæknifyrirtækisins Prokaria og Iceprotein.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utbod-vegna-raestinga
Útboð vegna ræstinga Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir tilboðum í ræstingar á 10 leikskólum og einum grunnskóla. Heildarflatarmál er um 6000 m² og fyrirhugað er að verktaki taki við ræstingum 1. september 2007. Útboðsgögn verða afhent bjóðendum í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9 frá og með þriðjudeginum 20. mars 2007. Boðið verður uppá skoðunarferð um svæðin þriðjudaginn 27. mars. Fyrirspurnartíma lýkur 11. apríl. Svarfrestur rennur út 13. apríl. Tilboðum skal skila til Fasteigna Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 4. hæð og verða þau opnuð á sama stað, þriðjudaginn 17. apríl, kl. 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-pmt-foreldranamskeidid-a-akureyri
Fyrsta PMT foreldranámskeiðið á Akureyri Fyrsta PMT foreldranámskeiðið á Akureyri hefst í kvöld, þriðjudagskvöldið 20. mars, og stendur næstu sjö þriðjudagskvöld auk eftirfylgdar mánuði eftir að námskeiði lýkur. Um er að ræða hópnámskeið fyrir foreldra barna með væga hegðunarerfiðleika eða barna í áhættu vegna hegðunarerfiðleika. Meginmarkmið námskeiðanna er að kenna foreldrum að nota PMT foreldraverkfæri. En PMT stendur fyrir „parent management training" og er ítarlega rannsakað meðferðarúrræði til að draga úr hegðunarvanda barna og unglinga. PMT skilar mestu ef unnt er að grípa inn í snemma og hefur þannig mikið forvarnargildi. Megin höfundar þessarar aðferðar eru DR. Gerald Patterson, Dr. Marion Forgatch og samstarfsfólk þeirra í Oregon í Bandaríkjunum. Foreldrar eru mikilvægustu kennarar barna sinna og er lögð áhersla á að kenna foreldrum að nota styðjandi uppeldisaðferðir. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr hegðunarvanda. Verkfærin sem eru notuð eru: Fyrirmæli og jákvæð samskipti við barnið, notkun hvatningar við kennslu nýrrar hegðunar, að setja mörk til að draga úr og stöðva óæskilega hegðun, lausn vanda og uppbyggilegar aðferðir í samskiptum innan fjölskyldu, eftirlit með hegðun barns innan og utan heimilis, tengsl við skólakerfið og stjórn neikvæðra tilfinninga. PMT á Akureyri er samvinnuverkefni Fjölskyldudeildar, Heilsugæslu og Skóladeildar. Verkefnið hefur hlotið styrk úr Forvarnarsjóði en einnig hefur Rauðakrossdeildin á Akureyri styrkt kaup á námefni til foreldra. Stefnt er að því að halda foreldranámskeiðin reglulega. Námskeiðin eru haldin í Rósenborg. Nánari upplýsingar um PMT verkefnið hjá Akureyrarbæ má fá á heimasíðu bæjarins www.pmt.akureyri.is og hjá Þuríði Sigurðardóttur verkefnisstjóra PMT á Skóladeild s. 460 1417.
https://www.akureyri.is/is/frettir/syning-um-jonas-hallgrimsson
Sýning um Jónas Hallgrímsson Á morgun, miðvikudaginn 21. mars, verður opnuð sýning um Jónas Hallgrímsson í Amtsbókasafninu á Akureyri. Sýningin er gerð í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli skáldsins og náttúrufræðingsins sem fæddist á Hrauni í Öxnadal 16. nóvember árið 1807. Meðal sýningarmuna eru allmörg eiginhandrit Jónasar að ljóðum hans og ritsmíðum á sviði náttúrufræði og steinasýni sem Jónas safnaði á rannsóknarferðum sínum um Ísland á árunum 1837-42. Þar af eru fjögur sýni úr nágrenni Hrauns í Öxnadal sem voru sérstaklega fengin að láni frá Kaupmannahöfn. Menntamálaráðherra skipaði nefnd til að undirbúa afmælishald á árinu 2007. Formaður hennar er Halldór Blöndal alþingismaður og aðrir í nefndinni eru Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri, Páll Valsson rithöfundur, Margrét Eggertsdóttir prófessor og Jón G. Friðjónsson prófessor. Umsjónarmaður með dagskrá afmælisársins er Sveinn Einarsson en dagskráin er fjölbreytt með viðburðum hér heima og á slóðum Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. List og saga ehf sá um hönnun, framleiðslu og uppsetningu sýningarinnar fyrir menntamálaráðuneytið. Sýningarhönnuður er Björn G. Björnsson. Páll Valsson, höfundur ævisögu Jónasar Hallgrímssonar, skrifaði texta um manninn og skáldið, en Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur, texta um náttúrufræðinginn. Margrét Eggertsdóttir og Sveinn Jakobsson, lögðu einnig til texta. Handrit, myndir, munir og önnur sýningargögn eru frá Handritadeild Landsbókasafns, Stofnun Árna Magnússonar, Náttúrufræðistofnun Íslands, Þjóðminjasafni Íslands, Geologisk Museum, Kgl. Bibliotek og Köbenhavns Bymuseum í Kaupmannahöfn, Vigfúsi Sigurgeirssyni og Jóhannesi Long. Önnur sýning um Jónas Hallgrímsson með áherslu á náttúru Íslands verður svo opnuð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn 3. ágúst nk. og sú þriðja og síðasta í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík um miðjan október. Sýningin í Amtsbókasafninu verður opnuð kl. 17.15 á miðvikudag. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri opnar sýninguna, ávörp verða flutt og boðið upp á tónlistaratriði og léttar veitingar á eftir. Sýningin stendur fram í maí. Bent er á vef Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns um Jónas Hallgrímsson http://www.jonashallgrimsson.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stefna-haskolans-a-akureyri-2007-2011
Stefna Háskólans á Akureyri 2007?2011 Í dag var kynnt í Háskólanum á Akureyri stefna skólans til ársins 2011. Þar er sett fram eftirfarandi framtíðarsýn: „Að Háskólinn á Akureyri verði alþjóðlega viðurkennd menntastofnun sem skari fram úr á völdum fræðasviðum. Þar verði eftirsóknarvert þekkingarsamfélag sem leggi áherslu á öflugar rannsóknir og krefjandi námsumhverfi þar sem nemendur eru settir í öndvegi." Ætlunin er að auka þjónustu við nemendur og starfsmenn, sameina starfsemi háskólans á einum stað, fjölga nemendum í rannsóknatengdu framhaldsnámi og byggja upp vísindagarða á háskólasvæðinu. Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti nýlega stefnu fyrir tímabilið 2007-2011 og var hún kynnt á starfsmannafundi í háskólanum í dag, miðvikudaginn 21. mars, að viðstaddri Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra. Ráðherra lýsti mikilli ánægju með stefnuna, sagði hana metnaðarfulla og gott veganesti fyrir háskólann. Hún notaði einnig tækifærið til að heimila háskólanum að eiga hlut í Þekkingarvörðum ehf., en það er í fyrsta sinn sem Háskólinn á Akureyri á hlut í einkahlutafélagi. Þekkingarvörður ehf. undirbýr sem kunnugt er um þessar mundir uppbyggingu vísindagarða á háskólasvæðinu, en þar verður m.a. til húsa orkuháskóli sem starfræktur verður í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Þar er einnig gert ráð fyrir að fyrirtæki á sviði upplýsingatækni hafi sína starfsemi í tengslum við viðskipta- og raunvísindadeild. Í svari ráðherra við spurningu um stuðning menntamálaráðuneytisins við stefnuna kom fram að tekið yrði tillit til hennar við gerð nýs samnings ráðuneytisins við háskólann og að í hennar huga væri það forgangsatriði að sameina starfsemi háskólans á háskólasvæðinu. Vonast hún að það takist fyrir árið 2010 með byggingu IV áfanga Sólborgar. Háskólaráð skipaði stýrihóp fyrir verkefnið í lok mars 2006 sem lagði frá upphafi mikla áherslu á þátttöku hagsmunaaðila. Stefnumótunin var rædd með þátttöku yfir 100 manns í rýnihópum, um hana hefur verið fjallað þrisvar sinnum í öllum starfseiningum innan háskólans og hún hefur verið kynnt fyrir menntamálaráðherra. Alls hafa nokkur hundruð manns tekið virkan þátt í mótun stefnunnar og er hún því eign alls háskólasamfélagsins á Akureyri. Skilgreind hafa verið fimm yfirmarkmið sem varða leiðina að framtíðarsýninni. Krefjandi og persónulegt námsumhverfi. Öflugt rannsóknastarf. Virk tengsl við samfélagið. Alþjóðlegt samstarf. Skilvirk skipulagsheild. Meðfylgjandi myndir voru teknar á kynningarfundinum í dag. Smelltu hér til að lesa ítarlegri texta um framtíðarsýn Háskólans á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-og-vigsla-i-rosenborg
Opið hús og vígsla í Rósenborg Fimmtudaginn 22. mars verður mikið um að vera í möguleikamiðstöðinni Rósenborg. Húsið verður opið öllum til sýnis frá kl. 14.30 til 18.00 og kl. 14.30 verður formleg vígsla hússins. Akureyringar og gestir bæjarins eru hvattir til að koma og kynnast þeirri starfsemi sem fram fer í húsinu. Margs konar skemmtun og fróðleikur verður á boðstólum á öllum hæðum, svo sem eins og dans, tónlist, föndur og ýmsar óvæntar uppákomur. Gestum og gangandi verður boðið að skoða þá starfsemi sem fer fram í Rósenborg dagsdaglega og þiggja kaffi og kleinur. Allir velkomnir!
https://www.akureyri.is/is/frettir/framkvaemdastjori-akureyrarstofu
Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu Bæjarstjórinn á Akureyri hefur ákveðið að ráða Þórgný Dýrfjörð menningarfulltrúa í stöðu framkvæmdastjóra Akureyrarstofu eftir að stjórn Akureyrarstofu hafði mælt með ráðningu hans. Umsækjendur um starfið voru 33. Þórgnýr Dýrfjörð, sem er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, hefur víðtæka starfsreynslu, m.a. sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, verkefnisstjóri reynslusveitarfélagsins Akureyri, deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar Akureyrarbæjar og sem menningarfulltrúi Akureyrarbæjar. Þórgnýr tekur við starfinu 1. apríl nk. og er stefnt að opnun Akureyrarstofu síðari hluta aprílmánaðar í Ráðhúsinu, Geislagötu 9. Þórgnýr er giftur Aðalheiði Hreiðarsdóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú börn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vortonleikar-kvennakors-akureyrar
Vortónleikar Kvennakórs Akureyrar Kvennakór Akureyrar heldur sína árlegu vortónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 24. mars nk. Þetta eru sjöttu vortónleikar kórsins sem á þessu starfsári hefur á að skipa hartnær 80 konum frá Akureyri og nærsveitum. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda. Þar má finna léttmeti, þungmeti og ljúfmeti að sögn kórstjórans, Arnórs B. Vilbergssonar. Þar eru t.d. lög eftir íslenska höfunda eins og Magnús Kjartansson, Gunnar Þórðarson, Sigurð Rúnar Jónsson og Sigvalda Kaldalóns í bland við lög erlendra höfunda á borð við Eric Clapton, Cole Porter, Burt Bacharach og Philipp Gretcher. Kórinn syngur einnig erlend þjóðlög og madrigala og spannar efnisskráin tónlist frá því um 1500 og fram til 21. aldarinnar. Hildur Tryggvadóttir, sópran, syngur einsöng með kórnum. Fjórir kórfélagar syngja einnig einsöng en það eru þær Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Linda Guðmundsdóttir, Sigríður H. Arnardóttir og Snæfríð Egilson. Stjórnandi kórsins er Arnór B. Vilbergsson en undirleikarar á tónleikunum eru Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó og Halli Gulli á slagverk. Tónleikarnir verða sem áður segir í Akureyrarkirkju laugardaginn 24. mars og hefjast kl. 16.00. Miðaverð er 1.500 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Athugið að ekki er hægt að taka við greiðslukortum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/timamot-hja-sinfoniunni
Tímamót hjá Sinfóníunni Í dag var undirritaður nýr samningur á milli Akureyrarbæjar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands um starfsemi hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. Með honum er tryggð áframhaldandi blómleg starfsemi SN en framlög til hennar hækka um samtals 10,5 m.kr. á samningstímanum. Samningurinn er reistur á samstarfssamningi ríkisins og Akureyrarbæjar um samstarf í menningarmálum. Meginmarkmiðið er að styðja við uppbyggingu SN sem meginstoð sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins og stuðla þannig að því að Akureyri verða þungamiðja öflugs menningarstarfs. Áfram verður lögð mikil áhersla á skapandi starf með börnum á Akureyri og í nágrenni en hljómsveitin hefur á undanförnum árum staðið fyrir öflugu kynningar- og fræðslustarfi fyrir grunnskólanemendur á tugum tónleika árlega. Helstu tímamótin á samningstímanum eru þau að menningarhúsið Hof verður tekið í notkun en þar verður aðalstarfsvettvangur hljómsveitarinnar. Þetta mun gjörbreyta möguleikum hljómsveitarinnar til vaxtar og þróunar, auk þess sem áheyrendum verður boðið upp á fyrirmyndaraðstöðu. Samningurinn tekur mið af þessu og er stefnt að því að hljómsveitin haldi tónleika mánaðarlega yfir vetrartímann eftir að hún flytur í Hof. „Við erum ákaflega stolt af hljómsveitinni okkar og það er því með mikilli ánægju sem ég undirrita þennan samning. Starfsemi hljómsveitarinnar er eitt af því sem hefur eflt og styrkt ímynd Akureyrar á undanförnum árum og ég er sannfærð um að svo mun verða áfram. Það er einnig mikið tilhlökkunarefni þegar hljómsveitin fær loksins verðugan vettvang í Hofi, bæði fyrir tónlistarmennina og okkur sem njótum,” segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Frá undirritun samningsins í dag: Gunnar Frímannsson, formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmenni-vid-opnun-jonasarsyningar
Fjölmenni við opnun Jónasarsýningar Fjölmennt var við opnun sýningar um Jónas Hallgrímsson á Amtsbókasafninu í gær. Sýningin er sett upp í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli skáldsins og náttúrufræðingsins. Meðal sýningarmuna eru allmörg eiginhandrit Jónasar að ljóðum hans og ritsmíðum á sviði náttúrufræði og steinasýni sem Jónas safnaði á rannsóknarferðum sínum um Ísland á árunum 1837-42. Þar af eru fjögur sýni úr nágrenni Hrauns í Öxnadal sem voru sérstaklega fengin að láni frá Kaupmannahöfn. Önnur sýning um Jónas Hallgrímsson með áherslu á náttúru Íslands verður svo opnuð á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn 3. ágúst nk. og sú þriðja og síðasta í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík um miðjan október. Bent er á vef Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns um Jónas Hallgrímsson http://www.jonashallgrimsson.is. Myndirnar að neðan voru teknar á Amtsbókasafninu í gær.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lifid-notkunarreglur-frumsynt
Lífið - notkunarreglur frumsýnt Nýtt leikverk eftir Akureyringinn Þorvald Þorsteinsson, Lífið – notkunarreglur, verður frumsýnt á föstudag hjá Leikfélagi Akureyrar. Einvala lið listrænna stjórnenda stýrir leikhópi LA og útskriftarárangi Leiklistardeildar Listaháskólans en sýningin er sett upp í samstarfi þessara aðila. Megas hefur samið tónlist við verkið sem m.a. inniheldur 10 ný sönglög við texta Þorvaldar. Magga Stína útsetur, stýrir tónlistinni í sýningunni og tekur þátt í flutningi verksins. Hinn reyndi og ástsæli leikstjóri, Kjartan Ragnarsson leikstýrir sýningunni. Leikskáldið Þorvaldur hannar einnig leikmynd og búninga en þetta er í fyrsta skipti sem hann tekst á við það í leikhúsi, þótt hann sé þekktur myndlistarmaður. Frumsýning er föstudaginn 23. mars í Rýminu, nýju leiksviði LA. Þegar er uppselt á 12 sýningar verksins. Lífið – notkunarreglur er ævintýrið um okkur öll, fullt af hlýju, tónlist og leiftrandi húmor. Hvað var það nú aftur sem við áttum að gera við þetta blessaða líf? Erum við kannski að misskilja þetta allt saman? Eða er ástin ef til vill svarið sem allt snýst um? Litríkur hópur fólks stendur frammi fyrir áleitnum spurningum um framtíðina og eigin hlutverk í lifinu, spurningunum sem engin virðist geta svarað svo vel sé, enda fylgir sjaldnast bæklingur með börnunum sem fæðast í þennan heim. Hér er fjallað um sundurleitan samtíma og óvissa framtíð á svo mannlegum og hrífandi nótum að allir verða ríkari á eftir. Meðal rómaðra verka Þorvaldar eru ...and Björk of course, Blíðfinnur og Skilaboðaskjóðan. Kjartan er einn reyndasti leikstjóri landsins og meðal eftirminnilegra sýninga hans eru Sjálfstætt fólk, Þrúgur reiðinnar og Land míns föður. Þetta er fyrsta sýning beggja fyrir LA.
https://www.akureyri.is/is/frettir/meistaranam-i-heimskautaretti-vid-ha
Meistaranám í heimskautarétti við HA Fimmtudaginn 22. mars var undirritaður samningur um að hefja meistaranám í heimskautarétti (polar law) við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Dr. Guðmundur Alfreðsson, prófessor, mun veita náminu forstöðu. Í náminu verður sérstök áhersla lögð á einstök svið þjóðaréttar svo sem umhverfis-, auðlinda- og hafrétt, réttindi minnihluta og frumbyggjarétt sem og landsrétt þjóða á heimskautasvæðinu. Einnig verður kennt um réttarstöðu, stjórnskipun og stjórnsýslu landsbyggðar, jaðarsvæða og örríkja á heimsskautasvæðinu sérstaklega með hliðsjón af þróuninni í Evrópu (ESB) og útfrá hugmyndum um „norrænu víddina" innan ESB og um „vesturheimsvíddina”, t.d. NAFTA. Einnig verður fjallað ítarlega um lagalegar forsendur sjálfbærrar þróunar, festu og gagnsæi í stjórnsýslu, stefnumótun á norðurslóðum og nýjungar í þjóðarétti. Kennsla og námskeiðahald munu fara fram á ensku þar sem gert er ráð fyrir þátttöku erlendra nemenda. Náið samstarf um tilhögun námsins verður haft við háskólana í Þórshöfn, Nuuk, Tromsø og Rovaniemi, auk Norðurheimskautsháskólans. Einnig hafa verið lögð drög að samvinnu við háskólana í Kaupmannahöfn, Osló, Lundi og í Åbo. Í september verður boðað til ráðstefnu á Akureyri þar sem saman koma væntanlegir kennarar og aðrir starfsmenn meistaranámsins auk fulltrúa samstarfsaðila um námið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/pianotonleikar-a-sunnudag
Píanótónleikar á sunnudag Sunnudaginn 25. mars kl. 17 verða tónleikar í sal Tónlistarskólans að Hvannavöllum 14 þar sem fram kemur Þóra Kristín Gunnarsdóttir, píanóleikari. Þóra Kristín hóf nám við skólann árið 1996 og hefur Dýrleif Bjarnadóttir kennt henni frá upphafi. Hún hefur margsinnis komið fram á tónleikum innan skólans sem utan, bæði sem einleikari og meðleikari, m.a. flutti hún kafla úr Píanókonsert eftir Mozart með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í febrúar 2006 á afmælistónleikum skólans. Þóra hefur tvisvar tekið þátt í EPTA píanókeppninni, sem fram fór í Kópavogi og unnið til verðlauna í bæði skiptin. Fyrst keppti hún 2003, þá nýbyrjuð í framhaldsnámi og lenti í 3.sæti en í seinna skiptið í nóvember sl. var hún í 2. sæti í sínum flokki. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt. Þóra flytur verk eftir Albeniz, Bach, Mozart, Brahms, Chopin og Snorra Sigfús Birgisson. Tónleikarnir eru hluti af framhaldsprófi hennar og er aðgangur ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarakademian
AkureyrarAkademían Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, öðru nafni AkureyrarAkademían, hélt sinn fyrsta aðalfund í gærkvöldi, 22. mars. Í félaginu eru um 50 félagsmenn og er það til húsa í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Þar geta félagar fengið aðstöðu til fræðistarfa gegn vægu gjaldi. Nú eru starfandi þar sex fræðimenn, sem vinna að ýmsum ólíkum verkefnum. AkureyrarAkademían, sem stofnuð var í maí í fyrra, hefur auk daglegra starfa staðið fyrir fyrirlestrum, uppákomum, málþingi og félagsfundum, sem allt hefur verið vel sótt. Félagið hefur nú fengið fjárframlög frá ríki og bæ, auk styrks frá KEA, og hyggst standa fyrir fjölbreyttri starfsemi á árinu, þar sem m.a. verður lögð áhersla á að virkja hinn almenna félagsmann og tengja starfsemina við sem flestar hliðar mannlífsins. Þá verður leitast við að ná góðum tengslum við fræðimenn um allt Norðurland, en félagar eru nú flestir af Eyjafjarðarsvæðinu. Í máli fráfarandi formanns, Jóns Hjaltasonar, kom fram að lögð hefur verið áhersla á að félagið verði eins konar regnhlífarsamtök fyrir fagfélög fræðimanna á svæðinu og hefur m.a. verið í virku samstarfi við Sagnfræðingafélagið og Félag áhugamanna um heimspeki um fyrirlestra og opna fundi. Þá er samstarf við ReykjavíkurAkademíuna mikilvægur þáttur í uppbyggingu starfseminnar. Ný stjórn AkureyrarAkademíunnar. Talið frá vinstri: Páll Björnsson, varamaður, Margrét Guðmundsdóttir, aðalmaður, Kristín Þ. Kjartansdóttir varamaður og Valgerður H. Bjarnadóttir formaður. Á myndina vantar Hjálmar S. Brynjólfsson sem er aðalmaður í stjórn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/edli-ritstuldar
Eðli ritstuldar Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Þýðing, endurritun, ritstuldur“ á Amtsbókasafninu í gær. Lagði hann út frá þeim umræðum sem spunnust eftir útgáfu fyrsta bindis ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Jón Karl fjallaði almennt um hugtakið ritstuld og velti vöngum yfir því hvort ritstuldur væri ef til vill sambærilegur við meiðyrði eða kynferðislega áreitni að því leyti að það væri fyrst og fremst mat þolandans sem réði því hvort um glæp væri að ræða. Góð mæting var á fyrirlesturinn, eins og oft áður þegar góðir fyrirlesarar hafa heimsótt Amtsbókasafnið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lif-og-fjor-i-rosenborg
Líf og fjör í Rósenborg Opið hús var í möguleikamiðstöðinni Rósenborg í gærdag og þar fór einnig fram formleg vígsla hússins. Marga gesti bar að garði og var starfsemin kynnt með ýmsu móti. Myndirnar hér að neðan voru teknar við vígsluna og tala sínu máli. Það var þétt setinn bekkurinn í stóra salnum. Grunnskólakrakkar sem verið hafa á poppsöngnámskeiði hjá Ármanni Einarssyni tóku lagið. Þau heita Auður Eva, Guðný Halla, Una Dan, Anna Karen og Ásgeir. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, deildarstjóri Samfélags- og mannréttindadeildar sem hefur yfirumsjón með öllu því starfi sem fram fer í Rósenborg. Margrét Kristín Helgadóttir, formaður Samfélags- og mannréttindaráðs, steig í pontu og sagði frá starfinu í Rósenborg. Hér er hún með Guðríði Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar. Aðalsteinn Jónsson og Jónína Friðjónsdóttir töluðu um gildi Menntasmiðjunnar. Húsið fékk að gjöf frá Akureyrarbæ málverkið „Sagan endalausa“ eftir Halldóru Helgadóttur. Það var afhjúpað af Hermanni Jóni Tómassyni, formanni bæjarráðs og framkvæmdaráðs, með hjálp listakonunnar. Sigurði Ágústssyni og Guðríði Friðriksdóttur hjá Fasteignum Akureyrarbæjar var þakkað mikið og óeigingjarnt starf við að undirbúa húsnæðið fyrir starfsemi möguleikamiðstöðvarinnar Rósenborgar. Rapparinn Darri Rafn Hólmarsson sýndi góða takta en hann varð í 3. sæti í keppninni Rímnaflæði fyrr í vetur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/framtid-haskolans-a-akureyri
Framtíð Háskólans á Akureyri Í dag, mánudaginn 26. mars, kl. 14.30 verður haldið málþing um framtíð Háskólans á Akureyri en í haust verða liðin 20 ár frá því hann hóf starfsemi sína. Á fyrsta starfsári voru nemendur um 50 en í dag eru þeir hátt á annað þúsund. Nú leggja nemendur m.a. stund á nám í kennslufræðum, auðlindafræði, tölvufræði, viðskiptafræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, sálfræði, fjölmiðlafræði, samfélags- og hagþróunarfræði og lögfræði. Stefna Háskólans 2007-2011 er nú til umræðu. Á þessum tímamótum er því ástæða til að fá velunnara skólans til að lýsa því í nokkru hvernig þeir sjá fyrir sér háskóla á Akureyri. Dagskrá: 14:30 – 14:40 Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri: Setning málþingsins 14:40 – 15:00 Sigrún Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri 15:00 – 15:20 Víðir Benediktsson, skipstjóri 15:20 – 15:40 Jón Már Héðinsson, rektor Menntaskólans á Akureyri 15:40 – 16:00 Kaffihlé 16:00 – 16:20 Sigurður Kristinsson, Háskólanum á Akureyri 16:20 – 16:40 Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands 16:40 – 17:30 Umræður Fundarstjóri: Sigrún Stefánsdóttir, Ríkisútvarpinu. Dagskráin hefst kl. 14.30 í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-samningur-ga-og-akureyrarbaejar
Nýr samningur GA og Akureyrarbæjar Í hádeginu í dag skrifuðu Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Halldór Rafnsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar, undir nýjan samning á milli Akureyrarbæjar og GA. Samningurinn hljóðar upp á 254 milljónir í uppbyggingu golfvallarsvæðisins og golfíþróttarinnar á Akureyri á næstu 5 árum. Ólafur Jónsson, formaður íþróttaráðs Akureyrarbæjar, sagði nokkur orð áður en samningurinn var undirritaður og fagnaði þeim áfanga sem væri náð. Samningurinn tekur til nauðsynlegra breytinga á golfvelli GA vegna lagningar Miðhúsabrautar, almennrar endurnýjunar á golfvellinum sjálfum, uppbyggingu nýs æfingasvæðis sem og 9 holu æfingavallar. Einnig tekur samningurinn til þeirra mögulegu samlegðaráhrifa sem myndast við framkvæmdir beggja aðila og er þá einkum horft til framkvæmda við Miðhúsabraut, Naustahverfi og golfvöllinn sjálfan. Að lokinni undirritun samningsins: Ólafur Jónsson, formaður íþróttaráðs, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, Halldór Rafnsson, formaður GA, og Kristinn H. Svanbergsson, deildarstjóri íþróttadeildar. Það er skilningur beggja aðila að í framkvæmdir þessar sé ráðist til eflingar golfíþróttarinnar í bænum og að sem flestum gefist þar með kostur á þátttöku án óhóflegrar gjaldtöku. Sérstaklega eru aðilar áhugasamir um að efla áhuga æsku bæjarins á golfíþróttinni og að GA standi fyrir námskeiðum barna- og unglinga í samvinnu við bæjarfélagið hér eftir sem hingað til. Einnig er horft til að breytingarnar hvetji til aukinna heimsókna ferðamanna til Akureyrar til að stunda golfíþróttina. Edwin Roald Rögnvaldsson, golfvallahönnuður, sem hefur unnið að því að skipuleggja og teikna framtíðarvöll Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri. Smelltu hér til að skoða stærri mynd af framtíðarsýn GA. Framkvæmdaáætlun samnings þessa miðar sérstaklega að því að aðalvöllur GA verði endurgerður fyrir sumarið 2010 en þá fer Íslandsmótið í höggleik fram á vellinum. Sameiginlegt markmið samningsaðila er að völlurinn verði þá kominn í raðir allra bestu golfvalla landsins sem og að vera vel tækjum búinn. Árin 2011 og 2012 verður svo ráðist í uppbyggingu á glæsilegu æfingasvæði sem mun bæta aðstöðu kylfinga til muna sem og að byggja upp níu-holu æfingavöll. Þessar aðgerðir munu gera GA kleift að taka við fleiri nýliðum bæði til kennslu og inn á völl sem hentar betur þeim sem styttra eru komnir í íþróttinni. Skipting greiðslna á framkvæmdatímanum: 2008 2009 2010 2011 2012 Gr. Akureyrarbæjar: 30 milj. 40 milj. 50 milj. 50 milj. 59 milj. Framlag GA: 12 milj. 13 milj.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarveisla-a-akureyri
Tónlistarveisla á Akureyri Dagana 31. maí til 3. júní nk. verður blásið til alþjóðlegrar tónlistarveislu á Akureyri en þá verður AIM Festival eða Akureyri International Music Festival, haldið í annað sinn í höfuðstað Norðurlands. Dagskrá hátíðarinnar er hin glæsilegasta en meðal þeirra sem koma fram eru: Fernandez Fierro, sem er 13 manna argentísk tangóhljómsveit, talin meðal bestu tangóhljómsveita í heimi, hinn margverðlaunaði kúbverski jasspíanóleikari og hljómsveitarstjóri Hilario Duran mætir með tríó sitt, raftónlistarhljómsveitirnar Isan frá Bretlandi og Tarwater frá Þýskalandi, The Go Find, Benni Hemm Hemm, Seabear, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Tómas R Tómasson ásamt Kúbubandinu sínu, Magnús Eiríksson og Blús Kompaníið, Park Project, Hrund Ósk Árnadóttir og fleiri og fleiri. Hægt verður að nálgast miða á hátíðina á www.midi.is og hefst miðasala 20. apríl en þá fer heimasíða hátíðarinnar www.aimfestival.is einnig í loftið. Meðfylgjandi mynd er af tveimur meðlimum argentínsku tangóhljómsveitarinnar Fernandez Fierro.
https://www.akureyri.is/is/frettir/their-eru-komnir
Þeir eru komnir Farfuglarnir tínast nú til landsins og í morgun komum við auga á fyrstu tjaldana í fjörunni við Leiruveginn. Þeir voru tveir saman og nokkuð varir um sig en leyfðu þó góðfúslega myndatöku fyrir Akureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stora-upplestrarkeppnin-2
Stóra upplestrarkeppnin Grunnskólarnir á Akureyri taka nú þátt í Stóru upplestrarkeppninni í 7. sinn. Hefð hefur skapast fyrir því að halda lokahátíð keppninnar í Menntaskólanum á Akureyri og verður hún fimmtudaginn 29. mars og hefst kl. 17.00. Þar munu 12 fulltrúar úr grunnskólum Akureyrarbæjar leiða saman hesta sína í vönduðum upplestri. Nemendur lesa brot úr verki Gunnhildar Hrólfsdóttur Sjáumst aftur?, ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og að lokum ljóð að eigin vali. Dómnefnd velur síðan þrjá bestu upplesarana og veitir verðlaun. Á hátíðinni sjá nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri um tónlistarflutning. Akureyrarbær er aðalbakhjarl keppninnar ásamt fjömörgum öðrum fyrirtækjum og stofnunum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rithofundar-i-grunnskolum
Rithöfundar í grunnskólum Rithöfundarnir Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson hafa verið á ferðinni um Akureyri og Eyjafjörð í dag og í gær að lesa fyrir grunnskólanemendur. Þeir luku yfirreið sinni í Giljaskóla í dag þar sem áhuginn skein úr hverju andliti og krakkarnir kunnu vel að meta lesturinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/orlagasinfonian-a-tonleikum-sn
Örlagasinfónían á tónleikum SN Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri fimmtudaginn 5.apríl (skírdag) kl. 16.00. Einleikari á fiðlu er Ari Þór Vilhjálmsson og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Ludvig van Beethoven og Max Bruch. Verk eftir Beethoven eru „Coriolan” forleikur og Sinfónía nr. 5 í c-moll, oft nefnd Örlagasinfónían. Sinfónían er eitt dáðasta tónverk tónlistarsögunnar og upphafsstefið þekkir hvert mannsbarn: (dadd dadd dadd daammm) „Það er engu líkara en örlögin sjálf berji dyra” – sagði tónskáldið um upphafsstefið. Verkið er mjög kraftmikið og hirstir upp í hverjum sem er en er jafnframt mjög aðgengilegt. Lifandi flutningur Örlagasinfóníunnar er nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Eftir Max Bruch verður fluttur konsert í g-moll fyrir fiðlu og hljómsveit. Verkið er í þremur þáttum. Fyrsti kaflinn hefst á pákuleik, síðan leikur hljómsveitin nokkra takta áður en einleikarinn kemur inn með undurblítt stef sem má segja að gefi forsmekkinn að því sem koma skal. Fiðlukonsertinn er hugljúf tónsmíð en gerir miklar kröfur til einleikarans bæði hvað túlkun og tækni varðar. Ari Þór Vilhjálmsson hóf að læra á fiðlu fimm ára gamall, þá búsettur í Bandaríkjunum, Þegar heim var komið stundaði hann nám við Suzukiskólann í Reykjavík og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík. Kennarar hans voru Mary Campell og Guðný Guðmundsdóttir. Hann lauk Bachelor of Music gráðu vorið 2005 við University of Illinois undir leiðsögn Sigurbjörns Bernharðsonar. Hann hóf þá um haustið mastersnám við New England Conservatory of Music í Boston en flutti heim ári síðar til að taka við stöðu aðstoðarleiðara annarrar fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem hann gegnir nú. Hann er eini Íslendingurinn sem hefur verið konsertmeistari Orkester Norden, sumarhljómsveitar ungra tónlistarnema á Norðurlöndum. Hann tók þátt í heimsreisu Bjarkar Guðmundsdóttur sem félagi í The Iceland String Octet og hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ungfóníu, hljómsveit University of Illinois og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Í maí mun Ari koma fram á einsleikstónleikum á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur. Einnig hefur hann komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitarinnar og CAPUT. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika haustið 1993 og er því nú á sínu 14. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Á þessum tónleikum kemur einnig hópur hljóðfæraleikarar af Reykjavíkursvæðinu til liðs við hljómsveitina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/paskaaevintyri-a-akureyri-2
Páskaævintýri á Akureyri Búist er við miklum fjölda ferðamanna til Akureyrar um páskana, enda verður mikið um að vera á öllum sviðum mannlífsins. Hlíðarfjall verður að sjálfsögðu opið, sem og sundlaugin, og í menningarmálum má nefna að þrjár leiksýningar verða í gangi hjá Leikfélagi Akureyrar. Sérstök síða hefur verið sett upp með nokkrum gagnlegum upplýsingum og ábendingum fyrir þá sem vilja njóta alls þess besta á Akureyri um páskana. Smelltu hér til að skoða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidhorfskonnun-i-grunnskolum
Viðhorfskönnun í grunnskólum Skólaþróunarsvið HA hefur skilað af sér skýrslu sem unnin var upp úr viðhorfskönnun sem lögð var fyrir nemendur í 4.–10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar. Niðurstöðurnar eru um margt forvitnilegar og má þar nefna að nemendum virðist almennt líða vel en á móti segjast 7,7% nemenda í 8. – 10. bekk oft hafa orðið fyrir einelti af hálfu starfsmanna á síðasta ári. Nánari upplýsingar má finna hér. Könnunin var framkvæmd í samræmi við starfsáætlun skólanefndar og í samstarfi við skóladeild. Henni var skipt upp í tvo hluta, þ.e. fyrir nemendur í 4.–7. bekk og nemendur í 8.–10. bekk. Þátttaka var mjög góð en svörun var 87% í 4.–7. bekk og 85% í 8.–10. bekk. Helstu niðurstöður eru að almennt virðast nemendur sáttir við skólann sinn. Afgerandi meirihluti nemenda er sammála því að námsumhverfið í skólanum sé gott. Bæði yngri og eldri nemendur hafa metnað og vilja til að ná góðum árangri í námi. Flestir nemendur telja sig fá stuðning og aðstoð þegar á þarf að halda. Flestir nemendur hafa jákvætt viðhorf til framhaldsnáms. Mikill meirihluti nemenda telur að kennararnir séu duglegir við að hrósa nemendum þegar þeir eigi það skilið. Flestir nemendur eru sammála því að foreldrar þeirra hafi áhuga á samstarfi við skólann. Námsefnið sem boðið er upp á höfðar ekki nema að ákveðnu marki til nemendanna. Margir nemendur telja heimanám óþarflega mikið og ekki nógu vel skipulagt. Ástæða virðist til að skólastjórnendur og kennarar hugi vel að því að auka næði nemenda til að læra í skólunum. Um 3,6% nemenda í unglingadeildum skólanna hafa oft upplifað einelti af hálfu samnemenda sinna á síðustu 12 mánuðum en 7,7% nemenda hafa oft upplifað einelti af hálfu starfsmanna á síðustu 12 mánuðum og því nauðsynlegt fyrir starfsfólk skólanna að skoða þau mál nánar. Skólanefnd fjallaði um niðurstöðurnar á fundi sínum þann 2. apríl sl. og hefur beint þeim tilmælum til skólastjóra grunnskólanna að þeir beiti sér fyrir aukinni umræðu um einelti og leiti allra leiða til að útrýma því. Það er að sjálfsögðu alveg óásættanlegt að fá slíka niðurstöðu úr könnun sem þessari og full ástæða til að taka af mikilli alvöru á málinu. Gunnar Gíslason, fræðslustjóri Akureyrarbæjar
https://www.akureyri.is/is/frettir/hadegistonleikar-a-fostudaginn-langa
Hádegistónleikar á föstudaginn langa Þórarinn Stefánsson píanóleikari kemur fram á hádegistónleikum Tónlistarfélags Akureyrar sem nú ber upp á föstudaginn langa. Þá gefst tóm á þessum degi kyrrðar og friðar að njóta góðrar tónlistar og veitinga í Ketilhúsinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15. Á efnisskránni er Næturljóð op. 55 nr 1 í f-moll eftir Frédéric Chopin (1810-1849). Chopin var Pólverji og pólskt nafn hans var Fryderyk Franciszek Chopin. Reyndar var faðir hans franskrar ættar og í margra huga er Chopin franskur. Það sem skiptir meginmáli er að fáir hafa haft meiri áhrif á píanótónlistina en þetta mikla tónskáld sem lést aðeins 39 ára að aldri. Auk þessa magnaða verks Chopins leikur Þórarinn Sónötu í C-dúr KV-330 eftir annan tónsnilling sem einnig lést ungur, Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791). Mozart átti ekki síður en Chopin mikilvægan þátt í að þróa píanótónlistina og gerði fjölmargar sónötur. Hann var líka brautryðjandi í gerð píanókonserta. Sónatan sem Þórarinn flytur er í þremur þáttum, Allegro Moderato, Andante Cantabile og Allegretto. Þórarinn Stefánsson kennir píanóleik við Tónlistarskólann á Akureyri en er stýrir líka starfi tónlistarhússins Laugarborgar í Eyjafjarðarsveit. Einar Geirsson matreiðslumeistari eykur við upplifunina á hádegistónleikum Tónlistarfélagsins með hádegisverði sem er innifalinn í miðaverðinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hafnarstraeti-53-ndash-gamli-barnaskolinn-breyting-a-deili
Hafnarstræti 53 – Gamli barnaskólinn. Breyting á deiliskipulagi. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins og fjörunnar vegna Hafnarstrætis 53. Í breytingunni felst að norðurmörk lóðarinnar færast að lóðarmörkum Hafnarstrætis 57 og verður stærð lóðarinnar 944 m² eftir breytingar í stað 515m². Nýr byggingarreitur er skilgreindur 16,0 m x 6,0 m undir viðbyggingu á 2 hæðum. Hámarks vegghæð viðbyggingar er 6,0 m og hámarksmænishæð 7,5 m. Núverandi spennistöðvarhús á suðurhorni lóðar verður rifið. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 4. apríl 2007 - 16. maí 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Hafnarstræti 53 - deiliskipulagsuppdráttur Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 16. maí 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 4. apríl 2007 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfslaun-listamanna-6
Starfslaun listamanna Stjórn Akureyrarstofu auglýsti á dögunum eftir umsóknum um starfslaun listamanna. Starfslaunin hafa verið veitt á Akureyri frá árinu 1990 og hafa 24 listamenn hlotið þau, 15 karlar og 9 konur. Tímabilin hafa verið frá 3 mánuðum til eins árs, en oftast hafa starfslaun verið veitt í hálft ár í senn og þannig verður fyrirkomulagið í þetta skiptið. Myndlistarmenn hafa 14 sinnum hlotið starfslaun, tónlistarmenn 5 sinnum, rithöfundar 3 sinnum, leikari 1 sinni og fjöllistamaður 1 sinni. Fjölda umsókna og gæði þeirra undanfarin ár hefur mátt hafa til marks um öflugt og gott listalíf í bænum. Nú fer hver að verða síðastur að sækja um að þessu sinni því umsóknarfrestur er til og með 10. apríl. Umsóknum má skila í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í Geislagötu 9 eða senda í pósti. Engin sérstök eyðublöð eru notuð en ætlast til að umsækjendur geri góða grein fyrir ferli sínum og til hvers starfslaunatíminn nýtist. Skilyrði er að umsækjendur eigi lögheimili á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/molta-ehf-stofnad
Molta ehf stofnað Í gær var stofnað hlutafélagið Molta ehf. til undirbúnings byggingu jarðgerðarstöðvar fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Að fyrirtækinu standa öll sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu og allir stærstu matvælaframleiðendurnir á svæðinu. Með stöðinni er mun verða jarðgerður meira en helmmingur af þeim úrgangi sem nú fer í urðun á Glerárdal. Upphaf að þessu verkefni er rakið til starfs innan matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar þar sem berlega kom í ljós að matvælaframleiðendur á svæðinu voru sammála um að lausn í sorpmálum væri eitt brýnasta hagsmunamál fyrir þá atvinnugrein og raunar svæðið sem heild. Í fréttatilkynningu sem Molta ehf. sendi frá sér segir að með verkefninu sé stigið stórt skref í þá átt að hætta urðun sorps á Glerárdal ofan Akureyrar og koma sorpmálum Eyjafjarðarsvæðisins í heild í nýjan framtíðarfarveg. Raunhæft þykir að miða við að nýja stöðin geti tekið til starfa vorið 2008, jafnvel fyrr, og er reiknað með að strax í byrjun verði unnið úr 10.000 tonnum af lífrænum úrgangi á ári. Lífrænn úrgangur svarar til um 60% af þeim úrgangi sem nú fer í urðun af svæðinu þannig að segja má að á síðari árum hafi ekki verið stigin öllu stærri skref í umhverfismálum svæðisins. Kostnaður við verkefnið í heild, þ.e. vélbúnað og hús, er áætlaður um 350 milljónir króna. Hermann Jón Tómasson, stjórnarformaður Moltu, segist gera sér vonir um að stöðin komist í gagnið fyrir vorið 2008 ef samningar um búnað og lóð ganga vel. “Við erum sannarlega að stíga hér jákvætt skref fyrir svæðið í þá átt að leysa úrgangsvandann,” segir hann. Nánar má lesa um þessa frétt á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, www.afe.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/taekifaeri-morgundagsins
Tækifæri morgundagsins Impra nýsköpunarmiðstöð og Orkustofnun boða til málþings föstudaginn 13. apríl kl. 14.00 - 16.30 að Borgum við Norðurslóð. Dagskrá: Setning, Sigurður Steingrímsson frá Impru nýsköpunarmiðstöð Á ég verðmæti sem ég vissi ekki af? - Elín Ragnhildur Jónsdóttir frá Einkaleyfastofu Tækifæri til lækkunar á eigin orkukostnaði og álagi á umhverfið - Sigurður Friðleifsson, Orkustofnun Vaðlaheiðargöng: Tækifæri, áhrif og ávinningur - Pétur Þór Jónasson, Greiðri leið ehf Hundur í óskilum Veitingar ALCOA Fjarðaál og tækifæri í tengslum við álver - Erna Indriðadóttir og Kristján Halldórsson Alcoa Fjarðaáli Rýnt í tækifærin - Andri Snær Magnason, rithöfundur Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir. Skráning fer fram á netfanginu [email protected] eða í síma 460 7977 til 12. apríl.
https://www.akureyri.is/is/frettir/odinn-med-tvo-sundmenn-i-unglingalandslidi
Óðinn með tvo sundmenn í unglingalandsliði Tveir sundmenn úr Óðni á Akureyri, þeir Stefán Hannibal Hafberg og Sindri Þór Jakobsson, keppa í vikunni með unglingalandsliði Íslands sem tekur þátt í sterku alþjóðlegu móti í Luxemborg. Alls eru keppendur frá Íslandi 17 talsins. Þeir Stefán Hannibal og Sindri syntu sig inn í unglingalandsliðið á Íslandsmótinu í 50 metra laug í mars síðastliðnum. Þeir hafa báðir tekið þátt í landsliðsverkefnum áður. Sindri hefur keppt undir merkjum Óðins mörg undanfarin ár þótt hann búi nú og æfi í Noregi en Hannibal kom til liðs við Óðinn síðastliðið haust frá Vestra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hafnarstraeti-98-breyting-a-deiliskipulagi
Hafnarstræti 98 breyting á deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins vegna Hafnarstrætis 98. Í breytingunni felst að lóðin verður skilgreind undir verslunar- og þjónustustarfsemi á 1. hæð en íbúðir á öðrum hæðum. Hámarksstærð byggingarinnar verður 1948m². Suðurmörk lóðarinnar færast um 9 m til norðurs og skerðist lóðin sem því nemur. Nýr og breiður göngustígur myndast þess í stað. Lóðin verður eftir breytingu 353,6 m² og verður byggingarreitur lóðarinnar sömu stærðar. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 5,49. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 7 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 12. apríl 2007 - 31. maí 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Hafnarstræti 98 - Deiliskipulagstillaga Hafnarstræti 98 - Skýringarmynd Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 31. maí 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 12. apríl 2007 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samthaetting-eda-adskilnadur
Samþætting eða aðskilnaður Alþjóðastofan og Háskólin á Akureyri boða til ráðstefnu um málefni innflytjenda miðvikudaginn 18. apríl. Ýmsir fræðimenn munu leitast við að svara þeim spurningum sem vaknað hafa að undanförnu um stöðu innflytjenda og hlutverk samfélagsins í móttöku þeirra. Ákveðinn ótti hefur einkennt umræðuna meðal annars hvort íslenskt samfélag geti tekið á móti þeim fjölda innflytjenda sem flust hefur til landsins eftir frekari opnun Evrópu. Einnig hefur verið rætt um það hvort þjóðmenning Íslendinga muni víkja fyrir fjölmenningu en alþjóðavæðingin með nýrri tækni í samskiptum og betri samgöngur hafa gert fólki auðveldara að flytjast á milli landa og í auknum mæli velur fólk að búa annarsstaðar en það á sér uppruna. Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og á sama hátt og Íslendingar velja að búa erlendis flytjast útlendingar í aukni mæli til landsins. Talsmenn stjórnmálaflokkanna munu að ráðstefnu lokinni kynna stefnu sína í innflytjendamálum og gefst ráðstefnugestum tækifæri til þess að spyrja spurninga í kjölfarið. Ráðstefnan er öllum opin og er ætlunin að gefa almenningi sem og fræðimönnum innsýn í málefni innflytjenda á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í Rósenborg – Möguleikamiðstöð, Skólastíg 2, og hefst kl. 9.00 miðvikudaginn 18. apríl. Fundarstjóri verður Þorbjörg Ásgeirsdóttir, forstöðufreyja Menntasmiðjunnar á Akureyri, og skráning fer fram í netfanginu [email protected]. Smelltu hér til að skoða dagskrá ráðstefnunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/landupplysingar-a-nordurlandi
Landupplýsingar á Norðurlandi Ráðstefna norðurlandsdeildar LÍSU samtakanna verður haldin á Hótel KEA þriðjudaginn 17. apríl. Dagskráin hefst kl. 13.00 og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir. Dagskráin er þessi: 13.00-13.10 Setning fundar, Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir framkvæmdastjóri LÍSU. 13.10-13.30 Hörður Kristinsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Reitakerfi Íslands. 13.30-13.50 Kolbeinn Árnason, Landmælingum Íslands CORINE landgerða- og landnýtingarflokkun á Íslandi. 13.50-14.10 Anna Guðrún Ahlbrecht, Landmælingum Íslands Staðlar á sviði landupplýsinga. 14.10-14.30 Tryggvi Már Ingvarsson, Fasteignamati ríkisins Jarðagrunnur FMR og þróun Staðfangaskrár. Landfræðileg gögn í eigu og ábyrgð Fasteignamats ríkisins. 14.30-15.00 Kaffi og veitingar. 15.00-15.20 Þórunn Hálfdánardóttir, Tölvusmiðjunni ehf. Grænsíða – Landupplýsingakerfi fyrir skógrækt. 15.20-15.40 Guðmundur Valsson, Landmælingum Íslands Endurmæling grunnstöðvanetsins árið 2004 - Ný viðmiðun fyrir Ísland. 15.40-16.00 Umræður. Fundarstjóri verður Gunnar H. Jóhannesson frá Vegagerðinni. Tilkynna skal þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Þátttökugjald er 3.000 kr. fyrir félagsmenn LÍSU en 4.000 kr. fyrir aðra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/barnabaekur-i-skolastofunni
Barnabækur í skólastofunni Þriðjudaginn 17. apríl nk. standa kennslugagnadeild bókasafns Háskólans á Akureyri og kennaradeild HA fyrir málþinginu Barnabækur í skólastofunni. Fyrirlesarar verða Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og aðjúnkt við HA, Kristín Steinsdóttir rithöfundur og Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur. Brynhildur Þórarinsdóttir: Lestrarnautnin ljúfa. Góðar barnabækur gera börn læs á samfélag sitt og menningu. Þær þroska innsæi og kímnigáfu og örva ímyndunarafl. Gildi þess að greiða barnabókum leið í grunnskólann er því margþætt. Brynhildur fjallar um hlutverk barnabóka í skólastofunni, bókmenntauppeldi og lestrarnautnina sem er svo mikilvægt að upplifa. Kristín Steinsdóttir: Sagan í sögunni. Kristín fjallar í erindi sínu um bækurnar Vítahringur - Helgusona sagaog Vestur í bláinn og jafnvel fleiri bækur. Hvernig verða þessar bækur til og hvað langar Kristínu til að ná fram þegar hún skrifar þær? Ragnheiður Gestsdóttir: Til hvers læra börn að lesa? Lestrarfærni er lykillinn að óendanlegum upplýsingum og skemmtun, auknum málþroska og víðsýni. En eru þessi tengsl nægilega augljós börnunum sem eru að ná valdi á lestri? Hvernig er hægt að gera börn lesandi en ekki bara læs? Er hlustun mikilvæg og er hún ef til vill á undanhaldi í skólunum okkar. Málþingið verður haldið þriðjudaginn 17. apríl, kl.16:15 í húsnæði háskólans, Þingvallastræti, stofu 24. Allir eru velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/boltabullur
Boltabullur? Börn og unglingar á Akureyri virðast ekki lengur geta spilað fótbolta óáreitt á sparkvöllum grunnskólalóðanna. Ástæðan er sú að fullvaxta karlmenn eiga það til að reka börnin burt og spila sjálfir á völlunum. Vellirnir virðast vera orðnir vinsælir af fótboltahópum eða einhverskonar karla-liðum sem skortir æfingaaðstöðu og samkvæmt skólastjórnendum eru brögð að því að fótboltamennirnir veigri sér ekki við að reka börnin grátandi burt. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri Lundarskóla, segir æ fleiri kvartanir berast frá foreldrum og börnunum sjálfum vegna yfirgangsins sem aukist hefur með vorinu. Þá hefur einnig borið á því að mennirnir sem mæti keyrandi á svæðið leggi bílum sínum inni á skólalóðinni. Frétt af www.ruv.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eythor-ingi-song-til-sigurs
Eyþór Ingi söng til sigurs Eyþór Ingi Gunnlaugsson úr Verkmenntaskólanum á Akureyri bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardagskvöld og var sýnd í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Hann söng lagið Perfect Stranger sem Deep Purple söng upphaflega. Arnar Már Friðriksson úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla hafnaði í 2. sæti og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja varð þriðja. Þá vann sögnhópurinn Friends 4 Ever úr Menntaskólanum við Hamrahlíð SMS-kosninguna þar sem fólk gat greitt bestu sviðsframkomunni atkvæði sitt. Frétt af www.ruv.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brynhildur-hlytur-norraenu-barnabokaverdlaunin
Brynhildur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin Bæjarlistamaður Akureyrar, Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur, hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu sem komu út á árunum 2002-2006. Dómnefnd telur bækur Brynhildar vandaðar endursagnir á þremur af þekktustu Íslendingasögunum, sögum sem séu sameiginlegur grundvöllur norrænnar menningar. Brynhildur er bókmenntafræðingur og starfar við háskólann á Akureyri þar sem hún er bæjarlistamaður. Þá hlaut hún íslensku barnabókaverðlaunin árið 2004. Samtök norrænna skólasafnakennara veita verðlaunin og er þetta í fjórða sinn sem íslenskur höfundur hlýtur þau. Fyrrverandi verðlaunahafar eru þær Guðrún Helgadóttir, Kristín Steinsdóttir og Ragnheiður Gestsdóttir. Frétt af www.ruv.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/barnastjornur-oskast
Barnastjörnur óskast Leikfélag Akureyrar leitar að börnum á aldrinum 7–14 ára til að leika við hlið atvinnuleikara í fyrstu frumsýningu haustsins 2007. Þar er á ferðinni fjölskylduleikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Jón Ólafsson semur nýja tónlist fyrir sýninguna og stýrir hljómsveit. Skráning í áheyrnarprufurnar fer fram í leikhúsinu á Akureyri, föstudaginn 20. apríl milli kl. 14 og 15. Áheyrnarprufur fara svo fram 5. og 6. maí nk. Ljóst er að mikill leikhúsáhugi er meðal ungra Eyfirðinga og nærsveitarmanna sem sést best á gríðarlegri þátttöku í leiklistarnámskeiðum sem boðið hefur verið upp á undanfarin misseri. Því má gera ráð fyrir mikilli þátttöku í prufunum. Leikfélag Akureyrar stóð fyrir samskonar prufum fyrir rúmum tveimur árum þegar 18 börn og unglingar voru valin til að taka þátt í uppsetningu leikhússins á söngleiknum Óliver! Óhætt er að fullyrða að þátttaka barna í atvinnuleiksýningu er afar krefjandi, lærdómsrík en umfram allt skemmtileg lífsreynsla. Kappkostað verður að þátttaka í prufunum verði ánægjuleg reynsla fyrir alla, hvort heldur sem viðkomandi hlýtur hlutverk í uppsetningunni á endanum eða ekki. Óvitar voru frumsýndir hjá Þjóðleikhúsinu árið 1979 og naut leikritið mikilla vinsælda og einnig þegar það var sett upp á ný í Þjóðleikhúsinu í lok níunda áratugarins. Leikritið er sérstakt fyrir þær sakir að þar leika börn fullorðna og fullorðnir atvinnuleikarar leika börnin í verkinu. Meðal barna sem tóku þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á sínum tíma en eru orðnir leikarar í dag eru Halldóra Geirharðsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Benedikt Erlingsson og Helga Vala Helgadóttir. Guðrúnu Helgadóttur er óþarfi að kynna, enda á hún fjölda rómaðra skáldsagna og leikrita, s.s. Jón Odd og Jón Bjarna, Sitji Guðs englar og Páll Vilhjálmsson. Nánari upplýsingar um prufurnar er að finna á vef LA: www.leikfelag.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundir-um-menntastefnu
Fundir um menntastefnu Kennarasamband Íslands, Félag framhaldsskólakennara og Félag grunnskólakennara efna til þriggja umræðu- og kynningarfunda með kennurum um nýja menntastefnu um grunn- og framhaldsskóla undir heitinu „Skóli morgundagsins: Grunnskóli og framhaldsskóli“. Menntastefnan er grundvöllluð á tíu punkta samkomulagi Kennarasambandsins og menntamálaráðherra. Á Akureyri verður haldinn fundur þriðjudaginn 17. apríl á sal Menntaskólans á Akureyri frá kl. 16.10-18.10. Kennarar eru hvattir til að fjölmenna á fundina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skapandi-atvinnugrein-21-aldar
Skapandi atvinnugrein 21. aldar Föstudaginn 20. apríl heldur dr. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, fyrirlesturinn „Menningarfræði – skapandi atvinnugrein 21. aldar“ í Ketilhúsinu á Akureyri. Dr. Ágúst hefur vakið athygli fyrir umfjöllun um hagrænt gildi lista og menningar og hefur m.a. skrifað bókina „Hagræn áhrif tónlistar“ sem kom út á vegum viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands árið 2004. Einnig hefur hann vakið athygli fyrir skeleggan málfluttning í erindum, viðtölum, í ræðu og riti um þetta efni. Það hefur vakið verðskuldaða athygli meðal þeirra sem eru að störfum í menningargeiranun að heyra þessa rödd hagfræðinnar. Þetta hefur verið listamönnum mikill stuðningur og hvatning í baráttunni fyrir hagsmunum menningar og lista. Að listir og menning séu þetta stór atvinnugrein, með fjölda launastarfa og hlutdeild í landsframleiðslu, vekur upp spurningar um stöðu greinarinnar í stjórnsýslunni og í menntakerfinu. Um eigið gildi listarinnar fyrir mannlífið hefur verið góð sátt en einnig er þýðingarmikið að hið hagræna gildi fái sömu viðurkenningu. Fyrirlesturinn verður sem áður segir haldinn í Ketilhúsinu í Listagili og hefst kl. 14.50. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Verkmenntaskólans á Akureyri og Listasafnsins á Akureyri í samvinnu við Menningarmiðstöðina í Grófargili. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidskiptataekifaeri-i-kina
Viðskiptatækifæri í Kína Morgunverðarfundur um viðskiptatækifæri Íslands og Kína á vegum Asíuvers Íslands og Háskólans á Akureyri verður haldinn á Hótel KEA á morgun, 18. apríl, frá kl. 9.00-11.40. Vöxtur og vægi Kína í alþjóðaviðskiptum hefur varla farið framhjá neinum sem á annað borð leggur leið sína í verslanir á Íslandi. Eftir að Deng Xiaoping tók að opna kínverska markaðinn fyrir erlendum fjárfestum frá 1978 hefur bókstaflega átt sér stað bylting í þessu fjölmennasta ríki heims og Kína hefur nú tvímælalaust tekið við af Bandaríkjunum sem land tækifæranna. Fyrir nokkrum árum var áherslan á hið nánast ótæmandi framboð af ódýru vinnuafli sem gerði alþjóðlegum fyrirtækjum kleift að lækka framleiðslukostnað sinn til muna. En á síðustu árum er ljóst að í Kína er líka að myndast ört vaxandi auðug millistétt sem veldur því að landið er óðum að verða stærsti neyslumarkaður heims. Kína virðist hafa upp á allt að bjóða. Og þetta ættu - og eru - Íslendingar svo sannarlega að nýta sér. Um þessar mundir er í vinnslu fríverslunarsamningur á milli Íslands og Kína - fyrsti samningur af slíku tagi sem Kína gerir við Evrópuþjóð. Tækifærin í nánustu framtíð virðast því óþrjótandi - og ekki bara fyrir stór fyrirtæki, heldur engu síður hin smærri. Á þessum morgunverðarfundi er ætlunin að kynna sérstaklega fyrir aðstandendum fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins í hverju þessir möguleikar felast og hvernig viðskiptum er háttað við risann stóra í hinu fjarlæga austri - sem færist okkur sífellt nær. Frummælendur á morgunverðarfundinum 18. apríl verða: Benedikt Jónsson, sendiherra Guan Dong Qing, framkvæmdastjóri Heilsudrekans Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins Bjartur Logi Ye Shen, sérfræðingur á alþjóðasviði Glitnis Í lokin fer fram viðhöfn vegna fjárstuðnings Glitnis við Asíuver Íslands. Fundargjald: 2.000 kr. (1.000 kr. fyrir háskóla- og menntaskólanema). Þeir sem vilja skrá sig vinsamlegast sendi tölvupóst á [email protected]. Fundargjald greitt á staðnum (staðgreiðsla). Þessa dagna stendur yfir svokallað Kínverskt sumar á Akureyri. Smelltu á myndina hér að ofan til að sjá stærri útgáfu með dagskrá vikunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalfundur-odins
Aðalfundur Óðins Aðalfundur Sundfélagsins Óðins var haldinn í gærkvöldi. Á fundinn mætti meðal annarra Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, og opnaði með formlegum hætti nýja heimasíðu félagsins. Hún er sem fyrr á slóðinni www.odinn.is. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, opnar nýja heimasíðu Óðins og nýtur aðstoðar Unnar Kristjánsdóttir, stjórnarmanns í Óðni. Ásta Birgisdóttir var endurkjörin formaður félagsins og litlar breytingar urðu á stjórn. Nokkur halli var á rekstri félagsins á síðast ári en fjárhagsstaða þess er engu að síður sterk. Í máli Ástu kom fram að verulegur uppgangur hefur verið í starfsemi Óðins og iðkendum fjölgað jafnt og þétt. Eru þeir nú um 230 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Hjá félaginu störfuðu 15 þjálfarar á liðnu ári, flestir í hlutastarfi, en yfirþjálfari er Vladislav Manikhin. Árangur sundfólks hefur sjaldan verið betri en á árinu 2006. Óðinn átti 11 sundmenn í landsliðsverkefnum, vann til fjölda verðlauna á mótum Sundsambandsins og Íþróttasambands fatlaðra og Akureyrarmetin hríðféllu. Á uppskeruhátíð Sundsambands Íslands í nóvember fékk Óðinn Hvatningarbikar sambandsins fyrir frábært uppbyggingarstarf á árinu. Í sama mánuði fékk félagið afhenta viðurkenningu frá forseta ÍSÍ þess efnis að það uppfyllti öll skilyrði fyrirmyndafélags. Stærsta vandamálið sem félagið stendur frammi fyrir er viðvarandi plássleysi í sundlaugum bæjarins. „Plássleysi er þegar farið að standa félaginu verulega fyrir þrifum hvað varðar þjálfun elstu iðkendanna bæði í Afreksþjálfun og hjá þeim unglingum sem stunda vilja holla og góða hreyfingu í góðum félagsskap. Það hefur ávallt verið mikið baráttumál hjá okkar unga en efnilega liði að halda í unglingana sem komnir eru á framhaldsskólaaldurinn. En með aðstöðunni sem félaginu er búin til afreksþjálfunar reynist róðurinn erfiður. Plássleysið í eldri hópum hefur einnig keðjuverkandi áhrif í þá veru að ekki er hægt að færa börn upp um hópa í því mæli sem æskilegt væri, sem aftur veldur plássleysi og biðröðum í yngstu hópanna. Það er sannarlega sorglegt að vera með biðlista af börnum sem vilja æfa sund hjá okkur þegar aðstaðan til þess er í raun til staðar," sagði Ásta meðal annars.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumar-songur-og-sapukulur
Sumar, söngur og sápukúlur Það verður mikið um að vera í bænum á morgun, sumardaginn fyrsta. Sannkölluð fjölskyldustemning mun ríkja í Minjasafninu og stjórn Akureyrarstofa, áður menningarmálanefnd, efnir til sinnar árlegu „Vorkomu“ þar sem meðal annars verður tilkynnt um starfslaun listamanna næsta starfsár. Sannkölluð fjölskyldustemning mun ríkja á sumardaginn fyrsta í Minjasafninu frá kl. 14-16. Flutt verður dagskrá um þennan merkisdag í Minjasafnskirkjunni og sumarið verður sungið inn með hárri raust. Ýmsir leikir fyrir börn og fullorðna verða á flötinni neðan við safnið, börnin fá að fara á hestbak í garðinum og við Nonnahús verður hægt að leika sér í alvöru búi með leggjum og skeljum. Börnum og fullorðnum verður boðið í stutta hestvagnaferð um Aðalstrætið og allir sem vilja fá að nota hugmyndaauðgi sína og reyna sig við sumarkortagerð í safninu. Völuspá verður í Akureyrarsýningunni og þar verður hægt að grennslast fyrir um ýmislegt í framtíðinni. Lummuangan og kakóilmur munu fylla vit gesta og veitingarnar verða reiddar fram í boði STOÐvina safnins. Vetrinum verður blásið hressilega burt með sápukúlublæstri með hjálp barna og fullorðna kl 15.30. Mun myndast sápukúluhaf í Innbænum? Verður sett met í sápukúlublæstri? Stjórn Akureyrarstofu heldur „Vorkomu“ sína í Ketilhúsinu kl. 16.00 en þar verður að venju tilkynnt um starfslaun listamanna og hverjir hljóti viðurkenningar Menningar- og Húsverndarsjóðs í ár.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bjorg-og-kristjan-eru-baejarlistamenn
Björg og Kristján eru bæjarlistamenn Vorkoma Akureyrarstofu var haldin í Ketilhúsinu á Akureyri í dag. Björg Þórhallsdóttir, söngkona, og Kristján Ingimarsson, leikari, hlutu starfslaun til sex mánaða hvort. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir byggingarlist og tveir hlutu viðurkenningar Húsverndarsjóðs. Viðurkenningu fyrir byggingarlist hlaut Svanur Eiríksson, arkitekt, en meðal þekktustu verka hans eru Glerárkirkja sem myndar með sérkennum sínum þann eina vott að miðju sem er að finna í stórum bæjarhluta, einnig nokkrar dælustöðvar Norðurorku fram í Eyjafirði og á Eyrarlandsholti, Grunnskólann í Reykjahlíð, kirkjugarðsbygginguna á höfðanum við kirkjugarð Akureyringa og fjölmörg einbýlishús. Að þessu sinni hlaut engin viðurkenningu Menningarsjóðs en viðurkenningar Húsverndarsjóðs voru tvær. Annars vegar Zlatko Novak fyrir Norðurgötu 8 þar sem lengi var til húsa verslunin Esja og hins vegar Hólmsteinn Snædal Rósbergsson fyrir að hafa gert upp húsið sem kallað er Hamborg og stendur við Hafnarstræti 94. Alls bárust vel á annan tug umsókna um starfslaun listamanna að þessu sinni og sem áður segir hlutu Björg Þórhallsdóttir, söngkona, og Kristján Ingimarsson, leikari, launin til sex mánaða hvort. Viðurkenningargripina sem veittir voru gerði Aðalheiður Eysteinsdóttir myndlistarkona. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Gitte Nielsen sem tók við viðurkenningu fyrir hönd eiginmanns síns Kristjáns Ingimarssonar, Hólmsteinn Snædal Rósbergsson, Anna Guðrún Kristjánsdóttir sem tók við viðurkenningu fyrir hönd eiginmanns síns Zlatkos Novaks, Hólmar Svansson sem tók við viðurkenningu fyrir hönd föður síns Svans Eiríkssonar, Björg Þórhallsdóttir og Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjodminjasafnid-i-deiglunni
Þjóðminjasafnið í Deiglunni Á morgun, laugardaginn 21. apríl kl 14.00, verður sýningin „Á mótum tveggja tíma“ opnuð í Deiglunni. Þar eru sýndar ljósmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar eða Guðna í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Sýndar verða myndir víða af á landinu frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Er það Gilfélagið sem stendur fyrir því að þessi athyglisverða sýning úr Þjóðminjasafninu kemur norður til Akureyrar. Myndir Guðna í Sunnu eru eins og tímasneið frá árunum 1946 til 1960. Þar má sjá fólk við hversdagslega iðju og alls konar störf úti og inni: karla á sjó, konur við fiskverkun, réttirnar, heybaggaflutninga, vinnuvélar í sveitum sem voru nýjung á þeim tíma, vegagerðarmenn og bifvélavirkja við vinnu o.s.frv. En þar er sitt hvað fleira svo sem fjölskylda við tedrykkju í fínu stofunni, litlir prúðbúnir strákar á bryggjunni og viðskiptavinir í röð við búðarborð kaupmannsins. Í myndum Guðna mætir hið nýja hinu gamla á eftirminnilegan hátt. Hann skráði sögu tímabilsins listilega með myndavélinni og gegnum ljósmyndirnar má skynja hve skjótt allt breytist og verður að sögu. Hermann Jón Stefánsson frá Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, kallaður Jón á Ánastöðum, í Stafnsrétt í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Skagfirðingar áttu erindi í Stafnsrétt því þeir áttu og nýttu Eyvindarstaðaheiði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/450-i-aheyrnarprufum
450 í áheyrnarprufum Mikill hamagangur var í leikhúsinu á Akureyri á föstudag þegar hafin var skráning í áheyrnarprufur fyrir leiksýninguna Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Rúmlega 450 börn skráðu sig í prufurnar og því ljóst að leikhúsáhugi unga fólksins á Norðurlandi er með ólíkindum um þessar mundir. Greinilegt er að það kitlar marga að taka þátt í atvinnuleiksýningu, en 15 börn á aldrinum 7-14 ára munu leika við hlið atvinnuleikara undir leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Í Óvitum leika fullorðnir leikarar börn og börnin leika þá fullorðnu. Prufurnar fara fram á næstu vikum og valið verður í hlutverk fyrir miðjan maí þegar æfingar hefjast. Óvitar voru frumsýndir hjá Þjóðleikhúsinu árið 1979 og naut leikritið mikilla vinsælda og einnig þegar það var sett upp á ný í Þjóðleikhúsinu í lok níunda áratugarins. Leikritið er sérstakt fyrir þær sakir að þar leika börn fullorðna og fullorðnir atvinnuleikarar leika börnin í verkinu. Meðal barna sem tóku þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á sínum tíma og eru orðnir leikarar í dag eru Halldóra Geirharðsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Benedikt Erlingsson og Helga Vala Helgadóttir. Óvitar verða frumsýndir hjá Leikfélagi Akureyrar 15.september 2007. Leikstjórinn og leikarinn ástsæli Sigurður Sigurjónsson mun stýra fríðum flokki listamanna. Jón Ólafsson tónlistarmaður semur nýja tónlist við verkið og verða um tíu ný sönglög í sýningunni. Finnur Arnar Arnarsson hannar leikmynd og lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar. Auk fullorðinna atvinnuleikara munu 15 börn leika í sýningunni. Þátttaka barna í atvinnuleiksýningu er afar krefjandi, lærdómsrík en umfram allt skemmtileg lífsreynsla. Kappkostað verður að þátttaka í prufunum verði ánægjuleg reynsla fyrir alla, hvort heldur sem viðkomandi hlýtur hlutverk í uppsetningunni á endanum eða ekki. Óhætt er að fullyrða að leikhúsáhugi ungs fólks í Eyjafirði sé með mesta móti um þessar mundir. Aðsókn ungs fólks í leikhúsið hefur stóraukist á síðustu árum og meðalaldur leikhúsgesta LA á síðasta ári var 34 ár sem telst lágt samanborið við önnur leikhús. Undanfarin misseri hefur verið mikill áhugi á leiklistarnámskeiðum sem LA hefur staðið fyrir og hefur fjöldi þátttakenda vaxið jafnt og þétt. Svo mikill hefur áhuginn verið síðasta árið að færri hafa komist að en vilja. Árið 2004 hófst samstarf LA og grunnskóla á Akureyri um valgreinarkennslu í leiklist fyrir elstu bekki grunnskóla og hefur verkefnið gengið afar vel og er samstarfið komið til að vera. Einnig er vert að minnast uppsetningar LA á söngleiknum Óliver árið 2004 en þar tóku 18 börn þátt í uppsetningu hinnar viðamiklu sýningar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-islenska-thjodfelagsfraedi-1
Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði Dagana 27. - 28. apríl verður haldin ráðstefna á Akureyri um íslenska þjóðfélagsfræði. Á ráðstefnunni verða kynntar margvíslegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi frá sjónarhóli félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði og skyldra greina. Ráðstefnunni er ætlað að skapa umræðuvettvang þjóðfélagsfræðinga sem starfa í háskólum, framhaldsskólum og við rannsóknir á öðrum vettvangi. Jafnframt mun nemendum á háskóla- og framhaldsskólastigi gefast kostur á því að kynnast og taka þátt í fræðastarfi þjóðfélagsfræðinnar. Á ráðstefnunni verða flutt sextíu erindi um margvíslegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi. Ráðstefnan skiptist í tólf málstofur og er efni þeirra Hnattvæðing og stjórnmál; Vímuefni og forvarnir; Þjóð og menning; Ísland og umheiminn; Fjölmiðlar og fjölmiðlun; Skóli og samfélag; Börn og unglingar; Atvinnu- og ferðamál; Jafnrétti og samfélag; Byggðaþróun á Íslandi; Heilbrigði og samfélag; og Glæpir og refsingar. Ráðstefnan fer fram við Háskólann á Akureyri og er skráning hafin á vefslóðinni www.unak.is/radstefnur. Ráðstefnugjald er kr. 5.000 og eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar innifaldar í ráðstefnugjaldinu. Háskólanemar og framhaldsskólanemar eru undanþegnir ráðstefnugjaldi en skulu þó einnig skrá sig til ráðstefnunnar. Allir framhalds- og háskólar frá Ísafirði til Neskaupsstaðar standa að ráðstefnunni; Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra; Menntaskólinn á Akureyri; Verkmenntaskólinn á Akureyri; Háskólinn á Akureyri; Framhaldsskólinn á Laugum; Framhaldsskólinn á Húsavík; Menntaskólinn á Egilsstöðum og Verkmenntaskóli Austurlands. Félagsmálaráðuneytið veitir styrk til ráðstefnunnar. Smelltu hér til að skoða dagskrá ráðstefnunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fraedslufundur-um-alzheimer
Fræðslufundur um Alzheimer Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, FAAS, stendur fyrir fræðslufundi um málefni Alzheimerssjúkra í samkomusalnum í Hlíð fimmtudaginn 26. apríl kl. 18.00. María Th. Jónsdóttir, formaður FAAS, setur fundinn. Síðan mun Kristín Inga Hannesdóttir fjalla um skert innsæi hjá einstaklingum með Alzheimer, og álag á aðstandendur. Þá mun Gísli Hólmar Jóhannesson greina frá Alzheimer og heilariti m.a. í tengslum við rannsókn Gísla á Akureyri. Að lokum verða fyrirspurnir og umræður eins og tími leyfir. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. Dagskrá fræðslufundarins má nálgast hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimur-nordurhafa
Heimur Norðurhafa Í dag var stofnað sérstakt félag á Akureyri til undirbúnings þess að í bænum rísi sjávarsafn og rannsóknamiðstöð um menningu og lífríki við Norðurhöf. Safnið yrði mjög umfangsmikið og eitt af meginsöfnum landsins. Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir að safnsvæðið verði allt að 5000 fermetrar að stærð og að kostnaður við að koma safninu á fót geti orðið um 2 milljarðar króna. Markmiðið með formlegu undirbúningsfélagi er að hafa frumkvæði að frekari forvinnu sem síðan verði lögð fyrir opinbera aðila, sem og fjárfesta, þegar kemur að því að afla verkefninu fjármagns til að hrinda því í framkvæmd. Upphaf málsins má rekja til þess að fyrir nokkru mynduðu áhugasamir einstaklingar starfshóp um byggingu sjávarsafns og rannsóknamiðstöðvar á Akureyri sem sérstaklega væri miðuð að menningu og lífríki við Norðurhöf. Hugmyndin gengur út á veglegt sjávardýra-, sjávarlíffræði- og sjávarvistkerfissafn á heimsvísu. Einnig yrði í safninu fjallað um samfélög og menningu við ysta haf. Hugmyndin hefur verið kynnt fjölmörgum aðilum og undantekningalaust fengið góð viðbrögð og áhuga. Á seinni stigum vinnunnar hefur verkefnið fengið stuðning Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, auk þess sem fulltrúar Akureyrarbæjar hafa fylgst með hugmyndavinnunni. Hugmyndin byggir á fyrirmyndum sem víða er að finna í nágrannalöndum okkar þar sem athyglinni er beint sérstaklega að sjávarlífverum og sjávarsamfélögum. Það er mat áhugahópsins að þjóð sem hefur byggt afkomu sína á sjávarútvegi í gegnum aldirnar þurfi að geta státað af vönduðu og góðu safni þar sem almenningur getur skyggnst í orðsins fyllstu merkingu inn í heim hafsins í kringum landið og norðan við það. Verkefnið hefur ekki fengið nafn en stuðst er við „Heimur Norðurhafa - Arctic Ocean World”. Eins og nafnið gefur vísbendingar um er hugmyndin að vekja athygli á heimsvísu og tenging við norðurslóðir skapar tækifæri til að laða að ferðamenn erlendis frá sem vilja fræðast frekar um lífríkið í Norðurhöfum og menningu tengdri hafinu. Með safninu opnast möguleikar til vitundarvakningar um lífríki og mannlíf Norðurhafa, möguleikar til að skapa undraverða og minnistæða upplifun. „Heimur Norðurhafa” yrði fyrsta safnið á Íslandi sem hefði þann tilgang að mennta fólk um hafið og menningu sjávarbyggða. Tilgangurinn væri ekki síst að fræða og breiða út skilaboð um sjálfbæra nýtingu og umhverfismál sjávar. Til þess yrði beitt allri nýjustu og fullkomnustu tækni sem þekkt er í safnaheiminum í dag því markmiðið er að safnið verði sönn upplifun fyrir þá sem það sækja heim. Staðsetning safnsins á Akureyri hefur marga kosti. Akureyri er norðurslóðabær, sjávarútvegsbær og hefur sögulega skírskotun til sjávarútvegs á norðurslóðum. Rannsóknastarfsemi tengd norðurslóðamálefnum er mjög vaxandi í bænum, safninu yrði gagnkvæmur styrkur að starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar, Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Háskólans á Akureyri og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Nálægð er við flugvöll, samgöngur eru greiðar, ferðamannastraumur á svæðinu er mikill árið um kring og þannig mætti áfram telja. Allir þessir þættir samanlagðir styrkja þann grunn sem viðamikil safnahugmynd á borð við þessa þarf að byggja á. Talsmaður undirbúningsfélagsins hefur verið skipaður Hreiðar Þór Valtýsson á Akureyri en ásamt honum hafa Ásbjörn Björgvinsson og Jón Kr. Kristjánsson unnið að hugmyndinni, sem og starfsmenn Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, Akureyrarbæ og fleiri aðilar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-umhverfisins-a-akureyri-4
Dagur umhverfisins á Akureyri Dagur umhverfisins á Íslandi er 25. apríl ár hvert. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins, og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði fyrst á íslensku þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Talsvert verður um að vera hér á Akureyri í tilefni dagsins og ættu allir bæjarbúar að geta fundið eitthvað forvitnilegt við sitt hæfi. Flokkun sorps Opið hús frá kl. 14.00 – 18.00 í Sagaplast (Endurvinnslunni) við Réttarhvamm. Kynning á starfsemi Endurvinnslunnar. Hvað verður um það sem flokkað er? Komið og fáið svör við því og njótið í leiðinni leiðsagnar á mikilvægi flokkunar. Getraun! Hvað eru margar dósir í einum bagga? Vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem kemst næst fjöldanum. Umhverfisnefnd Akureyrar og Sagaplast mun bjóða gestum upp á grillaðar pylsur og drykk í tilefni dagsins milli kl. 16.00 og 17.00. Gamla gróðrarstöðin, Krókeyri Opið hús frá kl. 13.00 – 16.00. Kynning á starfsemi Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins. Einnig verður hægt að sjá og kynnast ræktun sumarblóma í gróðurhúsi Akureyrarbæjar. Lystigarðurinn Opið hús frá kl. 13.00 – 16.00. Lystigarðurinn er á suðurbrekkunni sunnan Menntaskólans og er hann rekinn af Akureyrarbæ sem grasagarður og skrúðgarður. Almenningsgarðurinn var opnaður formlega 1912 en grasagarðurinn 1957 og er því 50 ára á þessu ári. Garðurinn er um 3,7 hektarar að stærð. Hlutverk garðsins er margþætt. Fyrst og fremst er þó lögð áhersla á að finna með innflutningi og prófunum, fallegar, harðgerar, erlendar plöntur sem eftirsóknarvert væri að rækta hérlendis auk þess að vera almenningsgarður sem nýtist fólki til fróðleiks og skemmtunar. Vor í skógi -hugað að fuglum og trjám Gönguferð kl. 17.00 við allra hæfi um Kjarnaskóg þar sem hægt verður að fræðast um fugla og trjágróður skógarins. Leiðsögumenn verða þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Kristófer Arnarson. Lagt verður af stað frá Kjarnakoti (salernisaðstöðunni í skóginum). Krossanesborgir - fólkvangur Gönguferð kl. 20.00. Kynning og gönguferð um fólkvanginn sem friðaður var þann 27. janúar 2005. Markmið verndunarinnar var að vernda svæðið til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Auk þess er verndaður mikilvægur varpstaður fjölda fuglategunda, búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda og sérstæðar jarðmyndanir og þannig stuðlað að varðveislu líffræðilegrar og jarðfræðilegrar fjölbreytni. Lagt verður af stað frá nýju aðkomunni að sunnanverðu. (Norðan við BYKO) Leiðsögumaður verður Sverrir Thorstensen.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kirkjulistavika-i-akureyrarkirkju-1
Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju Dagana 28. apríl til 6. maí nk. verður Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju. Þetta er í 10. sinn sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkjulistaviku en hátíðin hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 1989. Helstu markmið Kirkjulistaviku hafa frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum kost á að njóta góðra lista í kirkjunni. Dagskrá Kirkjulistavikunnar verður fjölbreytt að vanda og hefst hátíðin 28. apríl kl. 15 með opnun sýningar í Ketilhúsinu. Í tilefni af 10. Kirkjulistaviku var þeim listamönnum sem sýnt hafa á Kirkjulistaviku frá upphafi boðið að taka þátt í samsýningu og verða í Ketilhúsinu sýnd verk eftir 15 listamenn. Sýningin sem er í samstarfi við Menningarmiðstöðina Listagili stendur til 13. maí. Í kapellu Akureyrarkirkju verður sýningin Altarisdúkar úr kirkjum í Eyjafirði opnuð sunnudaginn 29. apríl kl. 16 en sú sýning er á vegum Minjasafnsins á Akureyri. Þann 6. maí kl. 16 eru hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands með þátttöku Kórs Akureyrarkirkju og Kammerkórs Norðurlands. Á efnisskrá tónleikanna eru Rómeó og Júlia, fantasíuforleikur eftir P.I. Tjækofskí, Orgelkonsert eftir F.A. Guilmant og Te Deum eftir A. Dvorak. Einleikari á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvarar Hanna Dóra Sturludóttir og Ágúst Ólafsson. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Helgihald verður verður einnig afar fjölbreytt þessa þessa viku. Sunnudaginn 29. apríl kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju, lokahátíð barnastarfsins, og taka börnin virkan þátt í messunni með leik og söng. Guðsþjónusta að 19. aldar sið verður í Minjasafnskirkjunni kl. 14 og um kvöldið kl. 20.30 verður æðruleysismessa í Akureyrarkirkju. Morgunsöngur verður á miðvikudagsmorgni, kyrrðarstund í hádegi á fimmtudegi, og aftansöngur kl. 18 á föstudegi. Hátíðarguðsþjónusta er síðan sunnudaginn 6. maí kl. 11. Mömmumorgunn og „opið hús” fyrir aldraða verða einnig á sínum stað í vikunni. Samstarfsaðilar Akureyrarkirkju og Listvinafélagsins að þessu sinni eru: Kór Akureyrarkirkju, Hymnodia-Kammerkór Akureyrarkirkju, Barnakórar Akureyrarkirkju, Stúlknakór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Minjasafnið á Akureyri, Menningarmiðstöðin Listagili og fjölmargir einstaklingar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodlegt-krullumot-a-akureyri
Alþjóðlegt krullumót á Akureyri Um komandi helgi heldur Krulludeild Skautafélags Akureyrar alþjóðlegt krullumót, Ice Cup, í fjórða sinn. Meðal keppenda verður danska kvennalandsliðið sem nýlega tryggði sér silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í krullu. Þetta er í fjórða sinn sem Krulludeild Skautafélags Akureyrar heldur mótið og er þátttaka danska liðsins að sjálfsögðu stórtíðindi fyrir krullufólk hér á landi og mikill fengur fyrir mótshaldið, jafnt núna og í framtíðinni. Alls taka 18 lið þátt í mótinu, fjögur erlend, tólf frá Akureyri og tvö frá Reykjavík. Erlendu liðin koma frá Danmörku, Lettlandi og Bandaríkjunum. Mótið hefst á föstudagsmorgun og verður leikið kl. 8.30, 11, 14 og 16.30 á föstudag og laugardag, kl. 8.30 og 11 á sunnudag og síðan hefjast úrslitaleikir kl. 14 á sunnudag. Það er Sparisjóður Norðlendinga sem af rausnarskap sínum gerir Krulludeild SA það kleift að fá danska liðið hingað til lands en einnig koma Norðurorka og Greifinn að verkefninu. Mótshaldið sjálft er jafnframt styrkt af fjölda fyrirtækja. Hingað hefur áður komið til keppni krullufólk sem keppt hefur og unnið til verðlauna á stórmótum í íþróttinni en þetta er í fyrsta skipti sem heilt lið af þessum styrkleika mætir til leiks. Í danska liðinu eru tvennar systur, annars vegar Angelina Jensen, sem er fyrirliði, og systir hennar Camilla Jensen og hins vegar systurnar Denise og Madeleine Dupont. Þær eiga allar að baki þátttöku í fjölmörgum Evrópu- og heimsmeistaramótum og hafa Dupont systurnar meðal annars orðið heimsmeistarar yngri leikmanna. Upplýsingar um liðið má meðal annars finna á vef þess, www.team-tcc.dk. Leikmenn danska liðsins koma frá Tårnby Curling Club í útjaðri Kaupmannahafnar en þangað hafa íslensk lið þrisvar farið til keppni á mótum á undanförnum árum og einu sinni hefur lið þaðan komið til Akureyrar til keppni. Það að danska liðið fékkst til að koma til Akureyrar nú má ekki síst þakka góðu sambandi krullufólks héðan við forsvarsmenn þessa danska klúbbs. Krulludeild SA hélt fyrsta Ice Cup mótið vorið 2004 og er þetta því í fjórða sinn sem mótið er haldið. Vel hefur tekist til við mótshaldið að flestu leyti og erlendir þátttakendur hafa allir lýst ánægju sinni með mótið og móttökurnar hér. Vel hefur tekist til að fá hingað krullufólk með mismunandi bakgrunn og af mörgum þjóðernum. Meðal þátttakenda á undanförnum árum má nefna krullufólk sem keppt hefur á fjölda Evrópu- og Heimsmeistaramóta og nokkra verðlaunahafa á slíkum mótum, slóvakíska karlalandsliðið og bandaríska konu sem dæmt hefur á HM og Ólympíuleikum. Þó svo Ice Cup sé nú aðeins haldið í fjórða sinn er eitt af erlendu liðunum nú að koma í annað sinn. Það eitt og sér ber mótshaldinu gott vitni. Frá blaðamannafundi sem haldinn var vegna mótsins í morgun. Talið frá vinstri: Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga (aðalstyrktaraðili vegna komu dasnka liðsins), Ágúst Hilmarsson, úr stjórn Krulludeildar SA og krullunefnd ÍSÍ, Ólafur Hreinsson, formaður mótsnefndar Ice Cup og gjaldkeri Krulludeildar, Haraldur Ingólfsson, kynningarfulltrúi Krulludeildar og Ice Cup, Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans, (styrktaraðili) og Agnar Árnason frá Norðurorku (styrktaraðili).
https://www.akureyri.is/is/frettir/amtsbokasafnid-180-ara-i-dag
Amtsbókasafnið 180 ára í dag Amtsbókasafnið á Akureyri fagnar í dag 180 ára afmæli, en það var stofnað þann 25. apríl árið 1827. Í tilefni dagsins mun safnið gera vel við gesti og gangandi. Ýmislegt verður í boði í dag: Ýmis góðgæti verður að finna á safninu Sektarlaus dagur!!! (um að gera að skila þá!) Allt frítt (myndir, tónlist, margmiðlun ? ) Fleiri viðburðir eru fyrirhugaðir síðar á afmælisárinu! Amtsbókasafnið á Akureyri var stofnað árið 1827 af Grími Jónssyni amtmanni á Möðruvöllum, með dyggum stuðningi frá ýmsum mætum mönnum hérlendis og í Danmörku. Á þessum 180 árum hefur margt breyst nema það að enn þann dag í dag er Amtsbókasafnið ein mikilvægasta og virtasta menningarstofnunin á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/franskir-bruduleikarar-a-akureyri
Franskir brúðuleikarar á Akureyri Laugardaginn 28. apríl kl. 16.00, mun franski leikhópurinn Turak koma fram í Samkomuhúsinu á Akureyri. Flokkurinn er á ferð um landið með leiksýningu sem liggur mitt á milli hefðbundins leikhúss og brúðuleikhúss og mætti kalla einskonar ferðaleikhús. Í sýningunni er ýmsum brögðum beitt, hún er bráðfyndin, nánast án orða, tekur um eina klukkustund í flutningi og hentar fullorðnu fólki og börnum frá 6 ára aldri. Stjórnandi leikhússins og höfundur sýningarinnar er Michel Laubu sem hefur getið sér gott orð fyrir list sína og leikhópurinn kemur reglulega fram víðsvegar í Frakklandi en einnig á fjölmörgum alþjóðlegum Listahátíðum. Aðeins verður þessi eina sýning á Akureyri, miðaverð er kr. 1000 og Leikfélag Akureyrar annst miðasöluna. Ferð leikhópsins er skipulögð af Alliance française í Reykjavík og koma þeirra til Akureyrar er í samvinnu við Akureyrarstofu og Leikfélag Akureyrar. Leikferðin er hluti af hátíðinni "Pourquoi pas?" eða "Franskt vor á Íslandi" eins og ljósmyndasýninging Augliti til auglitis sem lýkur á Listasafninu á Akureyri á sunnudaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/spad-brakandi-blidu
Spáð brakandi blíðu Hitamælirinn á Ráðhústorgi sýndi 15 gráðum um kl. 14 í dag og veðurspáin fyrir helgina gerir ráð fyrir jafnvel enn betra veðri. Mikið verður um að vera í bænum um helgina og ekki er ólíklegt að veðurspáin dragi að auki fólk til bæjarins. Allir helstu viðburðir í bænum eru skráðir á viðburðadagatal heimasíðunnar. Smelltu hér til að skoða dagskrá laugardagsins 28. apríl. Spáin frá Veðurstofu Íslands er annars á þessa leið: Á laugardag og sunnudag: Suðaustan 5-13 m/s, hvassast SV-til. Léttskýjað á N- og A-landi, en skýjað með köflum og dálítil væta öðru hverju S- og V-lands. Hlýtt í veðri, hiti víða 15 til 20 stig N- og A-lands.
https://www.akureyri.is/is/frettir/pall-valsson-um-jonas
Páll Valsson um Jónas Í dag klukkan 17.15 heldur Páll Valsson fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson á Amtsbókasafninu á Akureyri. Fyrirlesturinn nefnir Páll „Alefling andans og athöfn þörf - Jónas og númtíminn“. Páll Valsson er með fróðari mönnum á Íslandi um skáldið Jónas Hallgrímsson. Árið 1999 kom út ritverk hans „Jónas Hallgrímsson - ævisaga“ en fyrir hana hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita. Að loknum fyrirlestrinum fá gestir tækifæri til að spyrja Pál frekar út í efnið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haegsmot-um-helgina
Hægsmót um helgina Hængsmótið, íþróttamót fatlaðra, verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri um komandi helgi. Það verður í 25. sinn sem mótið er haldið og hefst það á laugardag kl. 14. Því lýkur á mánudagskvöld með glæsilegu lokahófi þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður heiðursgestur. Hængsmótið er stærsti viðburður sinnar tegundar ár hvert hér á landi og í ár verða keppendur tæplega 200 og koma frá 12 félögum um allt land. Mótið er í umsjá Lionsklúbbsins Hængs á Akureyri og taka allir félagar í klúbbnum þátt framkvæmd mótsins og undirbúningi. Þess má geta að bæði einstakir félagar í Lionsklúbbnum Hæng, sem og klúbburinn sjálfur, hafa fengið silfurmerki Íþróttasambands fatlaðra fyrir mikil og góð störf að íþróttamálum fatlaðra á Íslandi. Upphaf Hængsmótsins má rekja til þess að í upphafi árs 1983 barst fyrirspurn frá Íþróttasambandi fatlaðra um hvort Íþróttafélag fatlaðra á Akureyri gæti staðið fyrir opnu íþróttamóti. Úr varð samstarf við Lionsklúbbinn Hæng um framkvæmd mótsins og voru valdar keppnisgreinarnar boccia, bogfimi, borðtennis og lyftingar. Ákveðið var að gefa mótinu nafnið „Hængsmótið” vegna velvilja og áhuga félaga í Lionsklúbbnum Hæng. Þátttakendur í fyrsta mótinu voru hátt í 50 talsins og þar með hófst samfelld Hængsmótssaga sem staðið hefur í 25 ár. Fjölmennasta Hængsmótið hingað til taldi um 320 þátttakendur og eins og gefur að skilja útheimtir slíkur íþróttaviðburður mikla skipulagningu og vinnu. Gunnlaugur Björnsson, félagi í Hæng, hefur staðið að undirbúningi margra Hængsmóta og segir hann ekki óvarlegt að ætla að samanlagðar vinnustundir félagsmanna og aðstoðarfólks vegna mótsins séu á bilinu 12-1600 á hverju ári. „Hængsmótið er okkar langstærsta verkefni á hverju ári og auk sjálfboðavinnunnar leggjum við fram fjármuni til að gera mótshaldið kleift. Stóran hluta kostnaðar höfum við náð að fjármagna með styrkjum fjölmargra velviljaðra aðila og því til viðbótar hefur Akureyrarbær staðið vel við bakið á okkur með aðstöðu í Íþróttahöllinni. Hængsmótið er verkefni sem allir okkar félagsmenn taka þátt í með gleði og ánægju enda ekki annað hægt því þátttakendurnir ljóma af gleði á hverju ári,” segir Gunnlaugur Björnsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng á Akureyri. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hængsmótinu í Íþróttahöllinni vorið 2004.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mannrettindi-i-islenskri-utanrikisstefnu
Mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu Mánudaginn 30. apríl gerir utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, grein fyrir stefnu Íslands til eflingar og verndar alþjóðlegum mannréttindum á komandi árum í erindi sem hún heldur í rannsóknarhúsinu Borgum (anddyri) við Háskólann á Akureyri. Ísland hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1946. Þegar samtökin voru stofnuð voru miklar vonir bundnar við starf þeirra og er svo enn. Þetta kemur líklega hvergi betur fram en í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna en þar kemur fram að aðildarríkin skuldbinda sig til aðgerða sem stuðla að og efla almenna viðurkenningu á mannréttindum og grundvallarfrelsi, án nokkurrar mismununar. Mannréttindi eru samkvæmt því einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Dagskrá 12.05 Setning: Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti HA 12.10 Mannréttindi í breiðu samhengi: Guðmundur Alfreðsson, prófessor RWI og HA 12.25 Mannréttindi í íslenskri utanríkisstefnu: Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra 13.10 Veitingar
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-i-hlidarfjalli-2
Opið í Hlíðarfjalli Opið er í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-17 og er þetta 135. dagurinn sem er opið þennan veturinn. Vertíðin hófst 17. nóvember og hefur verið sett nýtt opnunarmet sem er kannski ekki hvað síst nýjum snjóframleiðslubúnaði að þakka. Í tilkynningu sem starfsfólk Hlíðarfjalls sendi frá sér nú í morgunsárið segir: "Hér er sól og blíða og það má seigja að Hlíðarfjall sé svalasta sólarströndin á Íslandi í dag. Skíðafærið er orðið vorfæri, blautur og þungur snjór en þá er bara að njóta veðurblíðunnar og fuglasöngsins því að flestir vorboðarnir eru mættir í Fjallið. Veturinn fer senn að taka enda og er reiknað með að þetta verði síðasta helgin sem verður opið í Hlíðarfjalli nema að ske kynni að það kæmi kuldakast seinna í maí, þá verður hugsanlega opnað einhverja helgina." Myndin var tekin í Hlíðarfjalli í morgun og sýnir að ennþá er talsvert af snjó þar efra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinubruni-i-blidvidrinu
Sinubruni í blíðviðrinu Bláar reykjarslæður lagði yfir Eyjafjörð í blíðviðrinu um helgina og stafaði frá sinubruna í firðinu. Talsverð brunalykt fannst á Akureyri og þá sérstaklega um helgina. Ekki eru allir á eitt sáttir um sinubruna nokkurra bænda í Eyjafjarðarsveit og víðar út með firði að austanverðu. Ítarlega er fjallað um málið á heimasíðu Slökkviliðs Akureyrar þar sem segir meðal annars: „Eins og Akureyringar og Eyfirðingar allir tóku eftir ákváðu nokkrir bændur í Eyjafjarðarsveit að brenna sinu um helgina. Í sunnanáttinni barst reykurinn yfir nærliggjandi sveitir, á laugardaginn fengu íbúar austan fjarðar reykinn yfir sig en í blíðviðrinu í gær barst reykurinn yfir Akureyri og Hörgárbyggð. Slökkviliðið hefði svo gjarnan viljað slökkva þennan eld eins og aðra elda en þegar menn hafa leyfi sýslumanns og lögin á bakvið sig þá getum við því miður lítið gert nema kallað eftir breytingum á viðkomandi lögum.“ Smelltu hér til að lesa meira á heimasíðu Slökkviliðsins. Sinubruni í Eyjafjarðarsveit. Myndin er tekin á laugardag þegar reykinn lagði meira til austurs og barst út fjörðinn Vaðlaheiðarmegin. Á sunnudag barst hann meira yfir byggðina á Akureyri. Úr fjarska var ekki annað að sjá en að menn væru einnig nokkuð drjúgir við sinubruna út með firðinum að austanverðu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-harmonikunnar-5-mai
Dagur harmonikunnar 5. maí Samband íslenskra harmonikuunnenda og harmonikufélögin á landinu halda hátíðlegan dag harmonikunnar, þann 5. maí nk. Þá munu harmonikufélög víða um land kynna þetta skemmtilega hljóðfæri með sérstakri áherslu á hversu margt ungt fólk spilar á harmoniku um þessar mundir. Í tilefni dagsins verða félagar úr Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð á ferð um bæinn með nikkurnar og spila fyrir bæjarbúa. Einnig mun félag Harmonikuunnenda við Eyjafjörð standa fyrir tónleikum á hótel KEA þann 5. maí kl. 15.00. Á tónleikunum koma fram nemendur sem stunda nám í harmonikuleik og harmonikuleikarar af svæðinu. Aðgangur er ókeypis á tónleikana og allir velkomnir. Í tilefni dagsins verður haldinn harmonikudansleikur á Hótel KEA laugardagskvöldið 5. maí. Dansleikurinn hefst kl. 22.00 og er aðgangseyrir kr.1.000.
https://www.akureyri.is/is/frettir/metthatttaka-a-ice-cup
Metþátttaka á Ice Cup Ice Cup, alþjóðlegt krullumót á vegum Krulludeildar Skautafélags Akureyrar, fór fram um helgina og er þetta í fjórða sinn sem mótið er haldið. Átján lið tóku þátt og er það metþátttaka en í liðunum átján voru samtals yfir 80 manns með varamönnum. Fjögur erlend lið komu til landsins til þátttöku á mótinu, tvö frá Bandaríkjunum, eitt frá Lettlandi og svo kvennalið frá Tårnby Curling Club sem varð í öðru sæti á heimsmeistaramótinu nýlega. Koma erlendu liðanna er að sjálfsögðu mikill fengur fyrir krullufólk hér á landi. Mótinu lauk síðdegis á sunnudag með úrslitaleikjum þar sem sterk erlend lið röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Eitt íslenskt lið, Skytturnar, komst í úrslitaleik um bronsið en liðið gerði sér lítið fyrir á laugardeginum og náði jafntefli gegn þeim dönsku, 6-6. Áður en til úrslitakeppni kom voru leiknar fimm umferðir og í þeirri keppni sýndi lettneska liðið Latvian Curling Friends mestan styrk og sigraði alla fimm andstæðinga sína. Dönsku landsliðskonurnar í Team TCC voru í örðu sæti eftir 5 umferðir og léku því til úrslita við lettneska liðið. Í lettneska liðinu eru tvær konur sem báðar hafa tekið þátt í Evrópumótum. Lettneska liðið þurfti að játa sig sigrað í sjálfum úrslitaleiknum því þar léku þær dönsku vel og unnu 9-3. Í leiknum um bronsið áttu Skytturnar í höggi við bandaríska liðið Hacks. Skytturnar létu finna fyrir sér strax í upphafi leiksins þegar liðið skoraði 5 steina í fyrstu umferðinni. Bandaríkjamennirnir létu það ekki á sig fá og unnu næstu fimm umferðir. Leikurinn endaði 11-6 þeim bandarísku í vil. Mótshaldið tókst með afbrigðum vel sem og voru hinir erlendu gestir hæstánægðir með aðstæður, mótið sjálft og alla umgjörðina í kringum það. Víst er að mótið á eftir að vaxa enn meira því besta auglýsingin sem hægt er að fá eru mikils metnir erlendir leikmenn sem fara ánægðir heim og tala vel um mótið og fólkið sem stóð að mótinu. Myndin er af sigurliðinu, en þær heita Angelina Jensen, Madeleine Dupont, Camilla Jensen og Ane Hansen. Í silfurliðinu frá Lettlandi eru Sandris Buholcs, Solvita Gulbe, Ansis Regza og Dace Regza. Bronsliðið Hacks frá Bandaríkjunum skipa þeir Russ Armstrong, Cliff Andreoli, Mike Griem og Thom Knitter.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmenni-i-krofugongu
Fjölmenni í kröfugöngu Mjög fjölmennt var í 1. maí kröfugöngunni á Akureyri. Blíðskaparveður var í bænum og margt fólk að sleikja sólina, auk göngumanna, þar á meðal voru bifhjólamenn sem fóru hópreið um göturnar. Hitamælirinn á Ráðhústorgi sýndi 17 gráður um þrjúleytið. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorhreinsunarvika-2007
Vorhreinsunarvika 2007 Vorhreinsunarvika verður dagana 7. - 11. maí á Akureyri. Eigendur og umráðamenn lóða eru hvattir til að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði. Setja má ruslið að götukanti þessa daga og munu starfsmenn bæjarins fjarlægja það samkvæmt eftirfarandi áætlun: Mánudagur 7. maí: Innbær og Suðurbrekka sunnan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Þriðjudagur 8. maí: Teigahverfi og Naustahverfi. Miðvikudagur 9. maí: Lundahverfi og Gerðahverfi. Fimmtudagur 10. maí: Miðbær, Oddeyri og ytri brekka norðan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Föstudagur 11. maí: Holtahverfi, Hlíðahverfi, Síðuhverfi og Giljahverfi. Gert er ráð fyrir að trjábolir og sverar greinar fari í kurlun og má því ekki blanda því saman við annan garðaúrgang. Flokka þarf rusl eins og hægt er samkvæmt viðteknum venjum, þ.e. járn, timbur, o.s.frv. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl staðsettir í Breiðholti og Hlíðarholti 28. apríl - 10. maí og eru lóðarhafar í þessum hverfum hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tilnefningar-til-sjonlistarverdlaunanna-2007
Tilnefningar til Sjónlistarverðlaunanna 2007 Í dag var tilkynnt um tilnefningar til Sjónlistarverðlaunanna 2007. Fyrir myndlist hlutu tilnefningar Birgir Andrésson, Hrafnkell Sigurðsson og Hekla Dögg Jónsdóttir. Á sviði hönnunar hlutu tilnefningar NIKITA – Heiða Birgisdóttir, STUDIO GRANDA –Margrét Harðardóttir og Steve Christer, og ÖSSUR. Frá blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um tilnefningarnar. Talið frá vinstri: Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, verðlaunahafi í hönnun frá fyrra ári, Ásrún Krístjánsdóttir, formaður dómnefndar um hönnun, Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, Þorbjörg Jóhannsdóttir, frá Glitni, Jóhannes Þórðarson, stjórnarformaður Hönnun Form, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri og stjórnarformaður Sjónlistar, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, formaður dómnefndar fyrir myndlist, Ingunn Wernersdóttir, Inn-fjárfestingu, Hannes Sigurðsson, Listasafninu á Akureyri, og Birta Guðjónsdóttir, stjórnarmaður í SÍM. Myndlist: Birgir Andrésson fyrir einstakt framlag til könnunar á íslenskri menningu og sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingar texta. Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýnungunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur. Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í skammdegissýningunni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire. Í dómnefnd á sviði myndlistar sitja: Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fagurfræðingur og formaður dómnefndar, skipuð af Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Ingólfur Arnarsson, prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, skipaður af Listaháskóla Íslands, og Jón Proppé, heimspekingur, skipaður af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, CIA.is. Hönnun: NIKITA – Heiða Birgisdóttir fyrir snjóbrettafatnað. STUDIO GRANDA – Margrét Harðardóttir og Steve Christer fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og íbúðarhús á Hofi á Höfðaströnd. ÖSSUR fyrir gervifótinn Proprrio Foot. Í dómnefnd á sviði hönnunar sitja: Ásrún Kristjánsdóttir, stjórnarmeðlimur Hönnunarvettvangs og formaður dómnefndar, skipuð af Hönnunarvettvangi, Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við hönnunar- og arkitekturdeild Listaháskóla Íslands, og Massimo Santanicchia, arkitekt, skipaður af Form Ísland – samtökum hönnuða. Sjónlist 2007 er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland – samtaka hönnuða og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Markmið verkefnisins er að veita verðlaun á sviði sjónlista og beina þannig sjónum að framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og hönnuða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis, stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistarmanna á Íslandi. Sex listamenn, eða hópar listamanna sem starfa að jafnaði saman, hljóta tilnefningu á tveimur sviðum, myndlist og hönnun, fyrir framlag sitt til greinarinnar á tólf mánaða tímabili frá mars 2006. Allir hönnuðir og myndlistarmenn sem sýnt hafa verk sín á tímabilinu, eða kynnt þau með öðrum hætti, koma til greina við tilnefninguna. Sýning á verkum þeirra sem hlutu tilnefningu í ár verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á Akureyrarvöku 25. ágúst næstkomandi. Tveir úr þeirra hópi hljóta Sjónlistarorðuna 2007, auk peningaverðlauna að upphæð 2.000.000 kr. hvor. Verðlaunaafhendingin fer fram á Akureyri 21. september í beinni útsendingu Sjónvarpsins og verða tilnefndir listamenn kynntir til leiks með stuttum sjónvarpsþáttum þegar nær dregur hátíðinni. Einnig verður heiðursorða Sjónlistar veitt árlega og verður greint frá því hver hlýtur orðuna árið 2007 við afhendinsgu verðlaunanna. Í tengslum við hátíðina verður jafnframt efnt til málþings og í ár verður siðfræði í listum umræðuefni. Stjórn Sjónlistar kipa: f.h. Akureyrarbæjar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri og formaður stjórnar, f.h. Forms Ísland – samtaka hönnuða, Jóhannes Þórðarson, arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkítektúrdeildar LHÍ og f.h. Sambands íslenskra myndlistarmanna, Bjarni Sigurbjörnsson, myndlistarmaður og stjórnarmaður SÍM.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vertu-gestur-i-heimabyggd-a-eyfirskum-safnadegi
Vertu gestur í heimabyggð á eyfirskum safnadegi Söfnin í Eyjafirði opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 5. maí. Tilefnið er eyfirski safnadagurinn en markmiðið með deginum er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða. Söfnin munu þennan dag kynna starfssemi sína og bjóða upp á margt áhugavert þar má nefna listflug, ratleik, upplestur, leiðsögn, bátsferð, brauðbakstur á hlóðum, gamaldags leiki og tónlist. Sameiginleg heimasíða Sameiginleg heimasíða safnanna www.sofn.is (www.museums.is) verður opnuð þennan sama dag. Heimasíðan er afraksturs sameiginlegs kynningarátaks safnanna í Eyjafirði en þegar hefur verið gefinn út sameiginlegur bæklingur Söfnin í Eyjafirði. Fjölbreytt safnaflóra Eftirfarandi söfn verða opin og aðgangur er ókeypis: Minjasafnið á Akureyri, Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit, Sigurhæðir hús Matthíasar Jochumssonar, Safnasafnið á Svalbarðströnd, Nonnahús, Listasafnið á Akureyri, Gamli bærinn í Laufási, Náttúrgripasafn Ólafsfjarðar, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Iðnaðarsafnið, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Flugsafn Íslands, Amtsbókasafnið og Davíðshús. Safnarútur - skildu bílinn eftir heima ! Söfnin í samvinnu við Sérleyfisbila Akureyrar, leiðsögumenn á Norðurlandi og Vaxtarsamning Eyjafjarðar bjóða upp á svokallaðar safnarútur. Auk þess verður safnastrætó á ferðinni um Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ. Safnarúta 1 fer á Smámunasafn Sverris Hermannssonar, Safnasafnið og Gamla bærinn í Laufási. Heimkoma kl 15. Safnarúta 2 fer á Byggðasafnið Hvol á Dalvík, Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði og Síldarminjasafnið á Siglufirði. Heimkoma kl 16. Farið verður frá upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri í Hafnarstræti kl. 10. Leiðsögumaður verður með í för og þátttaka er ókeypis. Safnastrætó fer frá Nætursölunni kl. 13, 14, 15 og 16 og keyrir á milli safnanna á Akureyri með leiðsögumanni. Verkefnið er í samstarfi við Akureyrarstofu og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umhverfisatak-a-akureyri
Umhverfisátak á Akureyri Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar, framkvæmdaráð og heilbrigðisnefnd hafa efnt til umhverfisátaks með það að markmiði að Akureyri verði áfram fegursti bær landsins. Akureyrarbær mun sýna fordæmi með hreinsun á lóðum stofnana sinna og á opnum svæðum s.s. Glerárdal. Meginmarkmið átaksins er að ekki sé skildir eftir á víðavangi lausamunir sem valdið geta slysum, mengun eða lýti í umhverfinu, svo sem bílflök, bílhlutar, kerrur, vélar, tæki, landbúnaðarplast, byggingarefni, umbúðir utan af sælgæti, drykkjum og annað sambærilegt. Fyrirtækjum og einstaklingum verða sent bréf þar sem átakið verður kynnt og hvatt til aðgerða í hreinsun umhverfisins. Óskað verður eftir úrbótum þar sem þess er greinilega þörf og hlutir loks fjarlægðir á kostnað eigenda ef tilmælum verður ekki sinnt. Átakið stendur til 15. september 2007 og ástand í þessum málaflokki verður þá metið. Umhverfisátkaið verður framlengt ef ástæða þykir til þess. Mánaðarlega verður sagt frá árangri og eða árangursleysi átaksins hér á heimasíðu bæjarins. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru víðsvegar um bæinn og sýna að víða er þörf úrbóta.
https://www.akureyri.is/is/frettir/saga-capital-faer-fjarfestingarbankaleyfi
Saga Capital fær fjárfestingarbankaleyfi Saga Capital Fjárfestingarbanki, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Akureyri, hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna. Félagið fékk aðild að Nordic Exchange á Íslandi frá og með 30. apríl sl. og varð þar með fyrsti aðilinn sem hefur viðskipti á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði Nordic Exchange á Íslandi eftir sameininguna við OMX þann 2. apríl síðastliðinn. Saga Capital hefur starfsemi sína formlega á morgun, föstudaginn 4. maí, sléttum sjö mánuðum eftir að tilkynnt var um stofnun þess. Jafnframt hefur félagið opnað heimasíðu og er slóðin www.sagacapital.is. Saga Capital er alþjóðlegur fjárfestingarbanki, sem sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf, útlánum og verðbréfamiðlun. Bankinn stýrir að auki eigin fjárfestingum með virkri þátttöku á innlendum og erlendum verðbréfamörkuðum. Saga Capital var stofnað í október 2006 af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum íslensku viðskiptabankanna og völdum fagfjárfestum. Höfuðstöðvar félagsins eru á Akureyri en það er jafnframt með skrifstofur í Reykjavík. Ætlunin er að opna skrifstofu í Eystrasaltslöndunum í náinni framtíð. „Við höfum fengið frábærar viðtökur á fjármálamarkaðinum sem endurspeglast m.a. í því hversu hratt og vel hlutafjárútboðið okkar gekk. Hluthafahópurinn er breiður og öflugur og ég hlakka mjög til að vinna með honum. Stærstu hluthafarnir eiga á bilinu 8- 12% hver en þeir spanna mjög vítt svið atvinnulífsins. Með slíka bakhjarla er full ástæða til að vera bjartsýnn,” segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital.