Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/stofnfundur-um-fjolsmidju-a-akureyri
Stofnfundur um Fjölsmiðju á Akureyri Mánudaginn 9. júlí var skrifað undir skipulagsskrá fyrir Fjölsmiðjuna á Akureyri. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu þar sem ungmennum er hjálpað við að finna sér stað í lífinu og byggja sig upp fyrir framtíðina. Í Fjölsmiðjunni er verkþátturinn virkjaður svo unga fólkið öðlist reynslu og verði hæfara til að finna sér starfsgrein eða að fara í frekara nám. Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætlað að aðstoða ungt fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sem ekki hefur náð að fóta sig á vinnumarkaði við að finna sér nýjan farveg í lífinu. Þessir einstaklingar sem eru á aldrinum 16-24 ára eru atvinnulausir vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/eða andlegra vandamála.Um 25% allra sem eru á atvinnuleysisskrá á svæðinu tilheyra þeim aldurshópi. Fjölsmiðjan er vinnusetur og felst starfsemi hennar einkum í framleiðslu vara, faglegri verkþjálfun og ýmis konar þjónustu. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem starfað hefur frá árinu 2001. Stofnaðilar að Fjölsmiðjunni á Akureyri eru Rauði krossinn, Akureyrarbær, Vinnumálastofnun, Eining-Iðja, og Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Stofnfé Fjölsmiðjunnar er 31 milljón króna. Bundnar eru miklar vonir við starfsemi Fjölsmiðjunnar á Akureyri og að fjölmörgu ungu fólki gefist þar tækifæri til að skapa sér nýja möguleika í starfi eða námi. Frá undirskrift skipulagsskrárinnar. Talið frá vinstri: Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Hermann Jón Tómasson, formaður bæjarráðs Akureyrar og staðgengill bæjarstjóra, Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar, Sigurður Ólafsson formaður Akureyrardeildar Rauða krossins og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heitir-fimmtudagar-1
Heitir fimmtudagar Jazzinn er rauður þráður í dagskrá Listasumars á Akureyri og hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Á þessu sumri er boðið upp á þá bestu í flokki íslenskra djassara en einnig spennandi erlenda djasstónlistarmenn. Djassdúóið „The Story of Modern Farming" verður á Heitum fimmtudegi í Deiglunni 12. júlí, kl. 21.30. Jessica Sligter frá Hollandi syngur og leikur á hljómborð og Louisa Jensen frá Danmörk leikur á altsaxófón. Þær stöllur hafa fengið mjög góða dóma fyrir leik sinn í dúóinu, sem þær nefna "Söguna af nútímabúskapi" og segja gagnrýnendur að áheyrendur séu allan tímann með uppsperrt eyru af spenningi og ánægju. Jessica og Louisa reyna að ná sem mestum tengslum við áheyrendur á nýstárlegan og fjölbreyttan hátt með flutningi sínum. Stúlkurnar eru báðar hámenntaðir jazzleikarar og vann Jessica t.a.m. Jakobs Pim verðlaunin fyrir jazzsöng sinn í Utrecht. Hluti verðlaunanna var að koma fram í virtum sjónvarpsþætti þar sem píanistinn frægi Herbie Hancock kom fram. Heitir fimmtudagar á Listasumri á Akureyri eru ein stærsta jazzhátíð landsins þar sem boðið er upp á fjölbreytta jazzdagskrá í nær tvo mánuði. MIðaverð er kr. 1000 og fer salan fram við innganginn í Deiglunni frá kl. 20.15 tónleikadaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarskoli-res
Sumarskóli RES RES Orkuskóli (The School for Renewable Energy Science) tók formlega til starfa með opnunarhátíð í Ketilhúsinu á Akureyri í byrjun maí. Skólinn er afrakstur fjögurra ára undirbúningsferlis og verður alþjóðleg einkarekin mennta- og vísindastofnun á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Nemendur á vegum Sumarskóla RES og School for International Training (SIT) hafa verið á Íslandi frá 11. júní sl. Hópurinn samanstendur af nemendum frá ýmsum háskólum í Bandaríkjunum og sækja þeir allir sjö vikna námskeið sem ber heitið "Renewable Energy, Technology, and Resource Economics" auk þess sem þeir sækja námskeið í íslensku. Námskeiðið hófst í Reykjavík þar sem nemendurnir umgengust forystumenn á sviði umhverfis og orkumála en þaðan var haldið yfir hálendið áleiðis til Akureyrar þar sem þeir sækja tíma og fara í margvíslegar skoðunarferðir. Námskeiðinu mun ljúka með tveggja vikna dvöl á Vestfjörðum. Hópurinn hefur, á meðan dvöl þeirra á Akureyri stendur, verið búsettur hjá fjölskyldum hér í bænum. Þykir þetta fyrirkomulag hafa gengið afar vel og auðgað dvöl nemendanna til muna. Á námskeiðinu hefur áhersla verið lögð á að kynna endurnýjanlega orkugjafa og tækni þeim tengdum fyrir nemendunum. Jafnframt er áhersla lögð á að nemandinn hafið skilning á félagslegum og pólitískum áhrifum orku-uppbyggingar á Íslandi. Að lokum er nemendum ætlað að gera tillögur að hagnýtingu þeirrar þekkingar sem þeir hafa aflað sér á meðan dvöl þeirra á Vestfjörðum stendur. Orku- og umhverfismál eru sífellt ofar í hugum fólks samhliða aukinni orkunotkun, hærra orkuverði og auknum umræðum um loftslagsbreytingar. Aukin nýting endurnýjanlegra orkugjafa á því mun meira fylgi að fagna nú en áður, ekki síst sem liður í að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Nemendurnir nutu veðurblíðunnar og fyrirlestranna við Háskólann á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/alyktun-stjornar-eythings
Ályktun stjórnar Eyþings Stjórn sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum sendi frá sér ályktun í gær í tilefni af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um niðurskurð á aflaheimildum í bolfiski: Stjórn Eyþings lýsir yfir áhyggjum af þróun atvinnulífs á svæðinu, verði ekki gripið strax til raunhæfra mótvægisaðgerða af hálfu stjórnvalda. Nauðsynlegt er að þær feli í sér skýr skilaboð, til bæði sveitarfélaga og atvinnulífsins, um að þeim samdrætti sem óhjákvæmilega mun gæta verði mætt með öflugum aðgerðum. Nú þegar eru fyrstu viðbrögð atvinnulífsins komin í ljós í formi fjöldauppsagna starfsfólks í fiskvinnslu og er ástæða til að ætla að frekari fregna af slíku sé að vænta. Hlutfall vinnandi fólks í fiskvinnslu- og útgerð er mjög hátt á svæðinu, og því ljóst að markvissra aðgerða er þörf eigi ekki að skapast ófremdarástand. Aðalfundur Eyþings hefur mörg undanfarin ár lagt áherslu á úrbætur og tækifæri í fjarskipta-, heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum sem geta skapað, bæði fyrirtækjum og einstaklingum, möguleika til þróunar á jafnræðisgrunni óháð búsetu. Í ljósi ákvarðana ríkisstjórnarinnar leggur stjórn Eyþings áherslu á eftirfarandi: SAMGÖNGUR: Vaðlaheiðargöng: Ráðstafað verði til verkefnisins nauðsynlegum fjármunum svo að bjóða megi framkvæmdina út þegar í haust. Göngin eru lykillinn að því að byggðirnar við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum nái að virka sem eitt atvinnusvæði þannig að t.d. fyrirhuguð stóriðja við Húsavík efli allt svæðið. Almennt verði lögð áhersla á að samgöngur innan svæðisins verði komið í viðunandi horf m.a. með stórátaki í lagningu bundins slitlags á milli byggðakjarna. Lenging Akureyrarflugvallar: Þeirri framkvæmd verði flýtt með vísan til mikilvægis tilkomu alþjóðaflugvallar á Akureyri fyrir þróun ferðaþjónustu á svæðinu og þörf fiskvinnslunnar á svæðinu fyrir hagkvæmari útflutningsleið en býðst í dag. MENNTUN OG NÝSKÖPUN: Háskólinn á Akureyri og jöfnuður til náms: Auknu fé verði varið til HA þannig að skólanum verði gert kleift að mæta þeirri menntunarþörf sem til staðar er á svæðinu og verði þess sérstaklega gætt að fjarnámsmöguleikar við skólann verði efldir stórlega. Jöfnunarstyrkir vegna framhaldsnáms verði uppfærðir í samræmi við raunkostnað og fjarskiptanetið verði fært til þess horfs að það tryggi öflugan gagnaflutning vegna náms óháð búsetu. Vaxtarsamningar og atvinnuþróunarfélög: Vaxtarsamningur Eyjarfjarðar verði framlengdur og framlög til hans verði aukin, auk þess sem vaxtarsamningur við Þingeyjarsýslur verði gerður. Jafnframt verði framlög til atvinnuþróunarfélaganna á svæðinu aukin verulega frá því sem nú er þannig að hægt verði að sinna þeirri sérfræðiþjónustu sem þörf verður á næstu árin. Frumkvæði heimamanna: Lögð er áhersla á að stjórnvöld gefi alvarlega gaum þeim hugmyndum um atvinnuþróun sem einstök sveitarfélög leggja fram og kunna að vera vel til þess fallin að draga úr neikvæðum áhrifum aflasamdráttar. Sem dæmi um þetta má nefna byggingu þjónustuhafnar á NA-landi vegna olíurannsókna á sk. drekasvæði á Jan Mayen hryggnum. OPINBER STÖRF: Heilbrigðisþjónusta: Fjármagn til uppbyggingar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar (FSA) verði tryggt og brugðist verði við fjárþörf til eflingar heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnana á svæðinu. Flutningur opinberra verkefna: Stjórnvöld eru hvött til að grípa þegar til aðgerða er miða að fjölgun opinberra starfa á svæði Eyþings. Almennt: Tekið er undir ályktanir annarra landshlutasamtaka varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, flutningskostnað, atvinnuleysistryggingasjóð o.fl. Stjórn Eyþings er reiðubúin til að vinna með stjórnvöldum að framgangi ofangreindra mála og annarra er kunna að verða til þess að draga úr neikvæðum áhrifum á búsetu við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utimarkadur-a-radhustorgi
Útimarkaður á Ráðhústorgi Síðasta laugardag var haldinn útimarkaður á Ráðhústorgi. Ýmsar vörur voru til sölu, fatnaður og glæsilegt handverk, auk þess sem dansarar frá dansfélaginu "Vefarinn", sýndu þjóðdansa við mikinn fögnuð áhorfenda. Útimarkaðurinn var haldinn til að skapa líflega miðbæjarstemningu, m.a. í tengslum við komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar og ekki var annað að sjá en að ungir sem aldnir skemmtu sér hið besta. Næsti útimarkaður verður haldinn á Ráðhústorginu laugardaginn 28. júlí nk. og eru allir hvattir til þess að koma í miðbæinn og upplifa stemninguna. Myndirnar hér að neðan voru teknar í góðviðrinu á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sogufraegt-hus-faer-lif-a-ny
Sögufrægt hús fær líf á ný Á fimmtudaginn sl. var tekið í notkun á ný, eitt hundrað ára gamalt hús við Kaupvangsstræti 6 á Akureyri eftir umfangsmiklar endurbætur. Engin starfsemi hefur verið í húsinu í um þrjá áratugi en húsið var á sínum tíma byggt sem sláturhús Kaupfélags Eyfirðinga og hýsti síðar fjölþætta starfsemi félagsins, þ.e. bögglageymslu, mjólkurbú, verslun og fleira. Húsið hefur tekið miklum stakkaskiptum að innan sem utan síðustu mánuði en það var gert upp fyrir starfsemi hins landsþekkta veitingastaðar Friðriks V. Húsið er í eigu KEA og innan dyra má sjá myndir frá starfsemi í húsinu á sínum tíma. Í byrjun febrúar var undirritaður samningur milli veitingastaðarins Friðriks V og KEA um verkefnið og leigu hússins til 10 ára. Framkvæmdir hófust síðan í byrjun marsmánaðar. Alls er húsið um 460 fermetrar að stærð og hluti þess á tveimur hæðum. Horft var til þess við endurbygginguna að ytra útlit hússins yrði sem næst upprunalegu útliti þess. Veitingastaðurinn Friðrik V tók til starfa fyrir sex árum en með tilkomu nýja hússins verður starfsemin umtalsvert fjölbreyttari og húsnæði mun rýmra. Á efri hæð hússins er veitingasalur, veislusalur, bar, vel búið eldhús, starfsmannaaðstaða, móttaka og salerni. Þessi hluti hússins var tekinn í notkun í dag. Á neðri hæð verður sælkeraverslun og hádegisverðarstaður sem lokið verður við að innrétta innan skamms. “Með nýja húsinu verða mikil tímamót fyrir okkur og starfsfólkið. Öll aðstaða verður betri og þjónusta okkar ennþá fjölþættari en áður en sem fyrr verður kjarninn í ímynd okkar að byggja á hráefni héðan úr heimahéraði. Það gerum við á veitingastaðnum sjálfum og ekki síður með sælkeraversluninni á jarðhæð þar sem við munum halda ímynd eyfirskra matvæla á lofti, bæði með ferskum matvörum og ýmsum spennandi nýjungum. Eyjafjörður er matvælahérað, við viljum vera veitingahús í fremstu röð staðsett í hjarta Eyjafjarðarsvæðisins og það að vera komin inn í hús sem lagði grunninn að matvælavinnslu Kaupfélags Eyfirðinga fyrir eitt hundrað árum er mikið gleðilefni fyrir okkur,” segir Friðrik V. Karlsson, aðaleigandi Friðriks V. Friðrik og Arnrún Magnúsdóttir, eiginkona hans, segjast mjög þakklát öllu því fólki sem að framkvæmdunum hafi komið og leyst umfangsmikið verkefni af hendi á frábæran hátt. “Það geta allir sem að þessu hafa komið verið stoltir af því að hafa stuðlað að varðveislu á miklum verðmætum í byggingarsögu Akureyrar, lyft miðbæjarmyndinni og bætt skrautfjöður í hatt Akureyrar því það er húsið svo sannarlega.” Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir daginn mjög ánægjulegan. Félagið hafi með samstarfinu við Friðrik V stuðlað að varðveislu menningarsögulegra verðmæta og húsið fengið hlutverk við hæfi. “Kaupvangsstræti 6 er ekki bara eitthvert hús heldur húsið þar sem grunnur að starfsemi KEA var lagður. Matvælavinnsla í húsinu á sínum tíma tengir síðan á skemmtilegan hátt þá starfsemi sem nú mun fara fram í húsinu á vegum Friðriks V þannig að við erum mjög stolt af því að hafa tekið ákvörðun um að ráðast í verkefnið. Húsið er líka orðið mjög fallegt og ég finn fyrir almennri ánægju bæjarbúa með framtakið,” segir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA. Endurhönnun hússins var í höndum Fanneyjar Hauksdóttur, arkitekts hjá AVH á Akureyri og Margrét Jónsdóttir, leirlistakona, var einnig ráðgjafi við innahússhönnun og skreytingar. Um hönnun merkinga, umbúða og auglýsinga sá Effekt auglýsingastofa. Aðal verktaki við framkvæmdirnar var P. Alfreðsson ehf. og stýrði Ingvi Óðinsson verkinu fyrir hönd þess á byggingarstað. Fjölmörg þjónustufyrirtæki á Akureyri komu að einstökum verkþáttum, sem og listamenn á svæðinu með ýmsar skreytingar innan húss.
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldakaupstadurinn-gasir-vaknar-til-lifsins-a-ny
Miðaldakaupstaðurinn Gásir vaknar til lífsins á ný Hinn forni verslunarstaður á Gásum vaknar til lífsins helgina 21. og 22. júlí. Minjasafnið á Akureyri, Hörgárbyggð og Akureyrarstofa blása þá lífi í Gásakaupstað með aðstoð innlendra og erlendra kaupmanna og handverksfólks. Markaðurinn verður opnaður kl. 10 laugardaginn 21. júlí með því að Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, setur kauptíðina að fornum sið og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, segir nokkur orð. Eftir það gefst gestum miðaldamarkaðarins kostur á því að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda. Innlent og erlent handverksfólk hefur unnið hörðum höndum í vetur svo markaðurinn verði enn meira spennandi heim að sækja nú en á síðasta ári. Víðsvegar um kaupstaðinn mun eyfirskt og danskt handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinna að leður- og vattarsaumi, ullarþæfingu, vefnaði og tálgun. Miðaldatónlist mun hljóma um kaupstaðinn, brennisteinn úr Námafjalli verður hreinsaður og hleypt verður af fallbyssu af þeirri gerð sem tíðkaðist í Evrópu á miðöldum. Hugaðir gestir geta reynt sig við bogfimi og steinakast og fylgst með riddurunum, brynjuðum að erlendum sið, skylmast. Kaupmennirnir og handverksfólkið kemur að sjálfsögðu hlaðið vörum í kaupstaðinn og því viðbúið að perlur, gler, skart, sverð, hnífar, skeiðar, litað band og fleiri skemmtilegir hlutir ættaðir frá miðöldum skipti um eigendur. Greiðslukort tíðkuðust hins vegar vitaskuld ekki á miðöldum og því eru gestir beðnir um að hafa með sér reiðufé hyggist þeir versla á markaðnum. Friðrik V mun, í samvinnu við Norðlenska, elda súpu í miðaldastíl sem verður seld gegn vægu gjaldi til styrktar Gásverkefninu. Auk þess verður boðið uppá leiðsögn báða dagana um þennan merka sögustað. Kauptíðinni lýkur svo á sunnudaginn með gríðarmiklu fallbyssuskoti sem sendiherra Dana á Íslandi, Lasse Reimann, mun hleypa af. Aðgangseyrir er 1000 kr. á fullorðinn, 13 ára og yngri borga 250 kr en fyrir þá sem eru minni en miðaldasverð er enginn aðgangseyrir. Markaðurinn verður opinn frá kl. 10-16 báða dagana. Síðustu tvö ár hefur Ferðamálastofa veitt Gásaverkefninu væna styrki sem nýttir hafa verið til þess að koma upp salernisaðstöðu á Gásum. Salernin eru nú komin á sinn stað og gera gestum kleift að staldra lengur við á svæðinu og njóta miðaldamenningarinnar og einstakrar kyrrðar og náttúru á svæðinu. Dagskrá markaðarins í heild sinni má finna á www.gasir.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/alyktun-vegna-skerdingar-a-aflaheimildum
Ályktun vegna skerðingar á aflaheimildum Bæjarstjórn samþykkti ályktun á fundi sínum í gær er varðar væntanlegar skerðingar á aflaheimildum. Ályktunin er svohljóðandi: Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af væntanlegum niðurskurði í aflaheimildum á þorski og þeim afleiðingum sem sá samdráttur mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði og á Norðurlandi öllu. Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórn Íslands til að ráðast nú þegar í margháttaðar aðgerðir í Eyjafirði sem munu bæta innviði og hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf landshlutans. Greinargerð: Óumdeilt er að ákvörðun sjávarútvegsráðherra mun hafa afgerandi áhrif á útgerðir, fiskvinnslu og afleidda þjónustu í Eyjafirði og þar með launþega og sveitarfélög. Ljóst er að niðurskurðurinn mun hafa mikil áhrif í Eyjafirði því gert er ráð fyrir að heildarafli þorsks muni dragast saman um 8000 tonn á svæðinu. Þegar litið er á tölur fyrir Norðurland eystra kemur fram að sá landshluti er með hæstu aflahlutdeildina í þorski eða um 22,5% og um 74% af afla skipa svæðisins er landað í heimahöfn. Á Norðurlandi eystra er líka mikil landvinnsla á þorski en um 35 þúsund tonn voru unnin hér á síðasta ári. Bæjarstjórn Akureyrar óskar því tafarlaust eftir viðræðum við ríkisstjórnina um atvinnumál Eyjafjarðarsvæðisins. Bæjarstjórn samþykkir ályktunina með 11 samhljóða atkvæðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jazz-a-akureyri
Jazz á Akureyri DjangoJazz Festival Akureyri og Jazzklúbbur Akureyrar standa fyrir jasshátíð í Reykjavík, Húsavík og Akureyri dagana 20. til 25. júlí næstkomandi. Hljómsveitin Snap Happy frá Ástralíu, sem um þessar mundir er á tónleikaferðalagi um norðurlöndin, mun spila á hátíðinni. Snap Happy, sem einnig kallast The Snappers, er ein heitasta jazzhljómsveit Ástralíu. Hún er skipuð sex hljóðfæraleikurum og spilar fágaðan en aðgengilegan jazz. Það er aðstandendum hátíðarinnar sérstakt ánægjuefni að fá þessa frábæru hljómsveit hingað til lands. Hljómsveitirnar Hrafnaspark og Mímósa, sem hafa vakið mikla athygli fyrir skemmtilega tónlist, sem kennd er við sígaunan Django Reihert, munu einnig koma fram á hátíðinni ásamt frábærum hljóðfæraleikurum m.a. Unni Birnu Björnsdóttur og Ingólfi Magnússyni. Snap Happy mun spila á fernum tónleikum á hátíðinni. Fystu tónleikarnir verða í Reykjavík á Café Victor föstudaginn 20. júlí. Þeir hefjast kl. 23.00. Þá mun Snap Happy spila á Græna Hattinum á Akureyri laugardaginn 21. júlí kl. 22.00 og á Gamla Bauk á Húsavík kl. 21.00 sunnudaginn 22. júlí. Lokatónleikar Snap Happy verða síðan miðvikudaginn 25. júlí á Café Cultura Hverfisgötu í Reykjavík. Hrafnaspark, Mímósa, Unnur Birna Björnsdóttir og Ingólfur Magnússon, sem eru nánast íslenska landsliðið í DjangoJazzi, munu spila á Græna hattinum Akureyri föstudaginn 20. júlí. Þeir tónleikar hefjast kl. 22.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaer-arangur-ungs-frjalsithrottafolks
Frábær árangur ungs frjálsíþróttafólks Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, 12-14 ára, fór fram um helgina. Mótið var haldið í Borgarnesi, þrettán krakkar fóru frá UFA og komu þeir heim hlaðnir titlum og viðurkenningum. Andri Már Bragason varð Íslandsmeistari í flokki 13 ára pilta í tveimur greinum: í 100 m hlaupi á 13,89 sek. og í 80 m grindahlaupi á 14,78 sek. Í flokki 12 ára stráka nældi Bjarki Kjartanson sér í silfur í hástökki og brons í 60 m hlaupi og Geir Vésteinsson vann brons í spjótkasti. Í flokki 13 ára pilta vann Andri áðurnefnd gullverðlaun og Hjalti Björnsson fékk silfur í spjótkasti og brons í 100 m hlaupi, en auk þess náði boðhlaupssveitin 2. besta tímanum og þar með silfri. Í flokki 13 ára telpna hampaði Elise Marie Valjaots silfri í hástökki. Í flokki 14 ára pilta fékk Snorri Björn Atlason silfur í spjótkasti og brons í 100 m hlaupi og Ómar Friðriksson náði bronsi í spjótkasti. Boðhlaupssveitin var með 2. besta timann, líkt og í yngri flokknum, og vann því silfurverðlaun. Í flokki 14 ára telpna vann Agnes Eva Þórarinsdóttir brons í langstökki og spjótkasti og Heiðrún Dís Stefánsdóttir fékk brons í kúluvarpi og 80m grindahlaupi. Í boðhlaupi unnu þær einnig bronsverðlaun. Eftir þessa upptalningu þarf ekki að koma neinum á óvart að UFA hafi verið ofarlega í stigakeppninni. Í öllum strákaflokkunum, þ.e. í flokki 12, 13 og 14 ára, náðu þeir 2. sætinu í stigakeppninni. Telpurnar í 14 ára flokknum urðu 3. í röðinni. Í heildarstigakeppninni varð UFA í 3. sæti, sem er frábær árangur, segir á heimasíðu Ungmennafélags Akureyrar, www.ufa.is. Mynd: Hinn efnilegi íþróttamaður, Snorri Björn Atlason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjor-hja-vinnuskolakrokkum
Fjör hjá vinnuskólakrökkum Í gær var hefðbundin vinna lögð niður í Vinnuskólanum á Akureyri, en um 500 ungmenni á aldrinum 14-16 ára starfa þar í sumar. Krakkarnir skemmtu á Þórsvellinum og í Boganum ásamt leiðbeinendum sínum sem grilluðu pylsur og buðu uppá gos og súkkulaði. Ýmislegt var í boði fyrir krakkana, m.a. þrjár hljómsveitir, sem allar voru skipaðar krökkum sem starfa í vinnuskólanum, hoppukastalar, sápubandý, go-kart bílar og fótbolti. Um kvöldið, milli kl. 20.00 og 24.00 var haldinn unglingadansleikur í Sjallanum þar sem Páll Óskar tryllti lýðinn. Mikið fjör var hjá vinnuskólakrökkunum í gær.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afrekskonur-fa-styrki
Afrekskonur fá styrki Skíðakonurnar Dagný Linda Kristjánsdóttir og Íris Guðmundsdóttir hlutu í dag styrki úr Afreks- og styrktarsjóði Íþróttaráðs Akureyrarbæjar. Í dag voru undirritaðir samningar þar að lútandi við Skíðafélag Akureyrar sem fela í sér fastar mánaðarlegar greiðslur í eitt ár til Dagnýjar Lindu en níu mánuði til Írisar. Frá undirritun samningsins í hádeginu í dag. Talið frá vinstri: Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona, Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri, Björn Gunnarsson varaformaður Skíðafélags Akureyrar og Íris Guðmundsdóttir skíðakona.
https://www.akureyri.is/is/frettir/spnor-styrkir-midaldamarkadinn
SPNOR styrkir Miðaldamarkaðinn Sparisjóður Norðlendinga er annar af aðalstyrktaraðilum Miðaldamarkaðsins að Gásum en hann er opinn eina helgi á hverju sumri. Þá er stemmingin, sem talin er hafa verið á Gásum í blómatíð kaupstaðarins um 1300, endursköpuð og býðst gestum að koma og upplifa forna tíð. Um 1.200 manns lögðu leið sína á Gásir um síðustu helgi og var því mjög líflegt á svæðinu. Gásir er einn sérstæðasti minjastaður á Íslandi. Hann var við lýði frá 12. öld og er talið að jafnvel hafi verið verslað þar allt fram á 16. öld, en það er þá þegar verslun á Akureyri tekur við. Þarna var inn- og útflutningshöfn og uppskipunarhöfn fyrir brennistein á Norðurlandi en á Gásum var hreinsaður brennisteinn sem var mjög verðmæt útflutningsvara á þessum tíma sökum þess að hann finnst eingöngu á tveimur stöðum í Evrópu. Einnig var þar unnið og selt ýmis konar handverk en Gásir var mikilvægur hlekkur í verslun á Norður Atlantshafi sem og Norður-Evrópu. Við sýninguna vinna bæði íslenskt og danskt handverksfólk sem hefur áratuga reynslu af lifandi sögumiðlun og mikla þekkingu á miðöldum. Á myndinni má sjá sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Norðlendinga ásamt flokki manna, barna og kvenna sem að sýningunni komu, en Sigrún Björk Jakobsdóttir, Bæjarstjóri á Akureyri, er einnig meðal þeirra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/trio-sunnu-i-deiglunni
Tríó Sunnu í Deiglunni Það verður mikill hvalreki fyrir djassáhugamenn á Akureyri þegar Tríó Sunnu Gunnlaugs heldur tónleika í Deiglunni fimmtudagskvöldið 26. júlí kl. 21.30. Sunna hefur haslað sér völl í veröld djassins austan hafs og vestan á síðari árum og diskur hennar "Live in Europe" hefur fengið afar lofsamlega dóma. Tríóið er skipað Sunnu Gunnlaugs á píanó, Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Á efnisskránni eru tónsmíðar Sunnu, nýjar sem og áður út gefnar. Tónlist hennar hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun í frönskum, þýskum, austurrískum og bandarískum tímaritum þar sem hún er sögð fella saman þokka evrópsks djass og eldmóð hins bandaríska með tónsmíðum sem höfða til fleiri en djassunnenda eingöngu. Árið 2003 náði diskur Sunnu "Live in Europe" inn á "top 10" lista á útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og öðru sæti í Kanada. Sunna hefur stjórnað þáttasyrpunni Djass Gallery New York á Rás 1 frá árinu 1998. Tónleikagestir geta keypt sérstök kort sem gilda fyrir sex tónleika að eigin vali og gilda bæði í sumar og næsta sumar með 50% afslætti. Aðgöngumiðar á tónleika Sunnu á fimmtudagskvöld kosta 1.000 kr. og fer sala þeirra og korta fram við innganginn frá kl. 20.15 tónleikadaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-ordnir-riflega-17000
Akureyringar orðnir ríflega 17.000 Akureyringar urðu 17.000 í byrjun júlí þegar hjónunum Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyslawa Dziubinska fæddist fallegur sonur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Pilturinn heitir Gabríel Óskar Dziubinski og leit heimsins ljós þann 3. júlí. Af þessu tilefni færði bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, fjölskyldunni glæsilegan blómvönd og bókina „Barnið okkar“ í stuttri heimsókn til þeirra í Smárahlíðina í gær. Fjölskyldan hefur átt lögheimili á Akureyri frá því í febrúar 2004 og líkar vel að búa í bænum. Fyrir áttu hjónin þrjú börn. Sigrún Björk afhendir Dziubinski-hjónunum blómvönd og Gabríel litli fylgist gaumgæfilega með. Gabríel Óskar Dziubinski í faðmi móður sinnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verdmaet-umfjollun
Verðmæt umfjöllun Condé Nast Taveller er óumdeilanlega eitt virtasta og víðlesnasta ferðatímarita heims, oft nefnt drottning ferðatímarita. Í júlíhefti blaðsins er að þessu sinni afar falleg og vel skrifuð grein um Ísland og fjallar hún að mestu um Norðurland og Vestfirði. Greinilegt er að blaðakonan, Sue Halpern, hefur orðið mjög snortin af náttúrufegurð landsins og lýsir hún m.a. Grímsey, Mývatnssveit, Húsavík, Skagafirði og Hornströndum ítarlega og fer mörgum fögrum orðum um óspillta náttúrufegurð þessara staða, sem og annarra sem hún heimsótti. Fjöldi fallegra ljósmynda prýða greinina. Skrifstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum lagði drögin að ferð blaðamannsins til landsins fyrir tveimur árum og þótt biðin eftir greininni hafi verið ærið löng, þá má segja að hún hafi ríkulega borgað sig. „Blaðið kemur út mánaðarlega í tæplega milljón eintökum, er jafnan um 150 síður og er skráð auglýsingaverð 5,5 miljónir króna á síðu. Greinin um Ísland er í heild sinni 13 síður og má því áætla að verðmæti þessarar landkynningar sé um 70 miljónir króna," segir Einar Gústavsson, forstöðumaður Ferðamálastofu í New York. Hér að neðan er tengill í vefútgáfu greinarinnar: http://www.concierge.com/cntraveler/articles/detail?articleId=10882
https://www.akureyri.is/is/frettir/aefingabudir-skautafolks
Æfingabúðir skautafólks Í dag hefjast æfingabúðir fyrir skautafólk sem Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar heldur og eru þetta stærstu æfingabúðir sem listhlaupadeild á Íslandi hefur staðið fyrir. Þaulreyndir erlendir þjálfarar og hæfileikaríkir íslenskir þjálfarar kenna ungu norðlensku skautaáhugafólki íslistir. Þrír þjálfaranna eru mjög reyndir breskir þjálfarar, þau Karen Fletcher, Tristan Cousins og Joy Sutcliffe, en Joy er yfirþjálfari í virtasta skautafélagi Bretlands. Að auki kemur finnskur skautaþjálfari, Sanna-Maija Wiksten, sem m.a. hefur keppt á Norðurlandamótum, Evrópumótum og heimsmeistaramótum í Listhlaupi á skautum. Um 30 Akureyrskir iðkendur fá þarna einstakt tækifæri til að læra hjá frábærum þjálfurum á fjögurra vikna námskeiði þar sem þeir fá metnaðarfulla þjálfun daglangt eða frá kl. 9-15. Þetta er því einstakur viðburður í sögu Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Þá má einnig geta þess að skautaskóli fyrir börn fædd árið 2003 eða fyrr hefst 8. ágúst nk.
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-fotspor-munkanna
Í fótspor munkanna Laugardaginn 28. júlí kl. 11 stendur Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Amtmannssetrið á Mörðuvöllum fyrir sögugöngu frá miðaldakaupstaðnum Gásum að Möðruvöllum í Hörgárdal. Gangan hefst með leiðsögn Kristínar Sóleyjar Björnsdóttur, verkefnisstjóra Gásaverkefnisins, um Gásakaupstað. Sr. Gylfi Jónsson tekur síðan við leiðsögninni og mun á leiðinni til Möðruvalla draga fram hápunkta úr hinu magnaða verki Davíðs Stefánssonar, Munkarnir á Möðruvöllum. Í leikriti Davíðs Stefánssonar, Munkarnir á Möðruvöllum, má sjá mörg stef er snerta nútímamanninn þó að Davíð gefi þeim stað í lífi munkanna á Möðruvöllum. Valdagræðgin og auðsöfnun blasa þarna við. Sýndarmennska og svik eiga líka sinn sess í lífinu á Möðruvöllum. En hin heiða og bjarta lífssýn má sín mikils. Ást Sigrúnar og Óttars er sem rauður þráður í atburðum leikritsins og uppgjör við fláttskapinn og svikin eru óumflýjanleg. Í hinu nýuppgerða leikhúsi á Möðruvöllum bíður göngufólks kaffi og vöfflur og hægt verður að ræða saman um verkið og skiptast á skoðunum. Göngufólki er bent á að gott er að hafa með sér nesti á göngunni og nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri. Gangan tekur um 4 tíma og allir eru velkomnir. Þátttökugjald er 1.000 kr. en innifalið í því er rúta aftur að Gásum að bílunum og kaffi og vöfflur eftir gönguna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aldursvidmid-a-tjaldsvaedum-um-verslunarmannahelgina
Aldursviðmið á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina Um komandi verslunarmannahelgi verður fjölskyldufólk á öllum aldri í forgangi á tjaldsvæðum Akureyrarbæjar við Þórunnarstræti og á Hömrum. Viðmið verða þó sett um aðgang einstaklinga á aldrinum 18-23 ára og geta þeir að öllu jöfnu ekki búist við að fá inni á tjaldsvæðunum þessa helgi. Rekstraraðilar tjaldsvæðanna hafa fullan stuðning bæjaryfirvalda til að vinna eftir þessari viðmiðunarreglu um aldursmörk að fenginni reynslu undanfarinna ára. Í kynningarbæklingi hátíðarinnar er texti um 18 ára aldurstakmark á tjaldsvæðunum sem auðvelt er að misskilja í þessu samhengi. Auðvitað fær enginn yngri en 18 ára aðgang að tjaldsvæðunum nema í fylgd með fullorðnum eins og þar stendur en því til viðbótar eru ofangreind viðmið sett fyrir aldurshópinn 18-23 ára að fenginni reynslu. Mun lögreglan verða rekstraraðilum tjaldsvæðanna til aðstoðar í þessum efnum ef þörf krefur. Það er því vissara að tryggja sér gistingu áður en lagt er í hann. Síðustu verslunarmannahelgar hefur verið gerð tilraun til að hafa sérstök tjaldsvæði fyrir ungt fólk á svæði Þórs við Hamar en í ljósi reynslunnar hefur verið ákveðið að bjóða ekki upp á sérstök tjaldsvæði fyrir þennan aldurshóp að þessu sinni. Mun lögregla hafa góðar gætur á opnum svæðum í bænum og vísa á brott þeim sem hugsanlega tjalda þar í óleyfi. Dagskrá hátíðarinnar er miðuð við fjölskyldufólk og því er eðlilegt að það hafi allan forgang á tjaldsvæðum og tryggt verði að þar sé hægt að dvelja í friði og spekt. Að sjálfsögðu er ungt fólk einnig boðið velkomið á hátíðina, hvort heldur sem er um að ræða ungt fjölskyldufólk, unglinga í fylgd með forráðamönnum eða unga Akureyringa. Þessi hópur mun finna margt við sitt hæfi í dagskrá helgarinnar, auk þess sem efnt verður til áfengislausra dansleikja eins og í fyrra. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa fulla trú á að hægt sé að halda sannkallaða fjölskyldu-hátíð þessa helgi í bænum og vonast til að sem flestar fjölskyldur komi og njóti alls þess sem Akureyri hefur upp á að bjóða, góða veðursins og þeirrar fjölbreyttu fjölskyldudagskrár sem skipulögð hefur verið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-reitur-28-og-naustagata-deiliskipulag
Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata. Deiliskipulag Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi í Naustahverfi, reit 28 og Naustagötu. Tillagan fjallar um reit á brekkubrúninni sunnan kirkjugarðs, milli Miðhúsabrautar og Naustabæja. Um svæðið liggur Naustabraut til suðurs frá hringtorgi á Miðhúsabraut. Vestur af henni liggur Naustagata. Ofan fyrrnefndu götunnar gerir tillagan ráð fyrir 6 nýjum lóðum fyrir einbýlishús en fyrir er eitt einbýlishús. Meginhluti reitsins liggur neðan Naustabrautarog er þar gert ráð fyrir 23 einbýlishúsalóðum og einni raðhúsalóð. Með gildistöku skipulagsins fellur eldra skipulag af sama svæði úr gildi. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 1. ágúst 2007 - 12. september 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Greinargerð Deiliskipulagstillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 12. september 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 1. ágúst 2007 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-i-holmatun-2-deiliskipulagsbreyting
Naustahverfi I, Hólmatún 2. Deiliskipulagsbreyting Tillagan fjallar um breytingar á skólalóð grunnskóla sem sameinast við lóð leikskólans sem þar er fyrir og aðrar eftirfarandi breytingar: Lóðir leikskólans og grunnskólans verða sameinaðar. Stærð lóðar er um 2.52 ha eftir sameiningu. Lega lóðarveggja er breytt sem og lega stofnstígs norðvestan grunnskólalóðar þar sem hluti götunnar Hólmatúns er lögð niður. Kvöð er um göngustíg og gangandi umferð milli leik- og grunnskólans. Á milli skólanna er yfirbyggt upphitað torg. Bílastæði við Lækjartún eru felld niður. Byggingarreitur grunnskóla stækkar til suðurs. Gert er ráð fyrir 105 bílastæðum. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 1. ágúst 2007 - 12. september 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Deiliskipulagstillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 12. september 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 1. ágúst 2007 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ragnheidur-grondal-og-black-coffee
Ragnheiður Gröndal og Black Coffee Ragnheiður Gröndal og hljómsveitin Black Coffee halda tónleika á Heitum fimmtudegi í Ketilhúsinu 2. ágúst kl. 21.30. Á tónleikunum verður flutt blúsuð og djössuð tónlist úr ýmsum áttum auk frumsaminna laga Ragnheiðar Gröndal. Hljómsveitina Black Coffee skipa auk Ragnheiðar þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Eðvarð Lárusson á gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Tónleikagestir geta áfram keypt sérstök kort sem gilda fyrir sex tónleika að eigin vali og gilda bæði í sumar og næsta sumar með 50% afslætti. Aðgöngumiðar kosta annars 1.000 kr. og fer sala þeirra og korta fram við innganginn frá kl. 20.15 tónleikadaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/abendingar-um-fagrar-lodir
Ábendingar um fagrar lóðir Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum um góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokka: Flokkur nýrri garða Flokkur eldri garða Flokkur raðhúsa/fjölbýlishúsa Flokkur fyrirtækja Flokkur stofnana Fyrirmyndargata bæjarins Sérstaklega verður horft til hönnunar, frágangs lóðar/athafnasvæðis, viðhalds, hirðingar, umgengni, fjölbreytilegs plöntuvals, aðlaðandi götumyndar o.fl. Ef þurfa þykir getur dómnefnd ákveðið önnur áhersluatriði en fyrr eru nefnd og veitt viðurkenningar samkvæmt því. Dómnefnd ákveður hversu margar viðurkenningar eru veittar í hverjum flokki. Heimilt er að fella niður úthlutun viðurkenningar í einstökum flokkum, ef sýnt þykir að enginn standist ofangreindar viðmiðanir. Komið ábendingum á framfæri með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] til og með 20. ágúst og einnig má koma með þær í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar (sími 460 1000).
https://www.akureyri.is/is/frettir/portrett-af-ketilhusinu
Portrett af Ketilhúsinu Laugardaginn 4. ágúst opnar Arna Valsdóttir sýningu á innsetningarverki sem hún hefur sett upp í Ketilhúsinu á Akureyri. Verkið er einskonar portrettmynd af Ketilhúsinu þar sem Arna dregur upp ljóðræna teikningu af svipmóti hússins með ljósi, skuggum og endurvarpi. „Ég hef þekkt Ketilhúsið frá því ég var lítil stelpa hér á Akureyri. Sem unglingur vann ég við matvælaframleiðslu hér í Grófargilinu og þá hýsti Ketilhúsið stóru gufukatlana sem framleiddu orku til að keyra alla þá margvísflegu starfsemi sem fram fór í hinum húsunum í gilinu. Í dag hafa katlarnir þagnað en Ketilhúsið heldur reisn sinni sem þýðingarmikill aflgjafi í lista og menningarlífinu. Ég beini sjónum að húsinu sjálfu og vinn verkið fyrst og fremst út frá skynrænum þáttum, hugsa um línur, form og ljósbrigði, og aðra þá skynrænu þætti sem vekja athygli mína og heilla mig. Veðrið hefur áhrif á verkið og tekur það breytingum eftir háttalagi þess,“ segir Arna um Ketilhúsið og innsetningu sína. Arna Valsdóttir (f. 1963 ) lauk námi frá fjöltæknideild Jan van Eyck academie í Hollandi árið 1989. Verk hennar byggja á notkun margvíslegra miðla og tengslum við rými og tíma. Sýningin stendur til 19. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17.
https://www.akureyri.is/is/frettir/markadsdagur-i-laufasi
Markaðsdagur í Laufási Hinn árlegi markaðsdagur í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði verður haldinn mánudaginn 6. ágúst frá kl. 13.30–16.00. Á markaðnum mun að þessu sinni kenna ýmissa grasa þar má nefna handverk og listmuni ásamt margs konar matvöru úr héraðinu. Urtasmiðjan mun kynna vörur sínar og lifandi tónlist setur svo punktinn yfir i-ið á hið þjóðlega umhverfi torfbæjarins. Þjóðlegar veitingar, beint úr héraðinu, verða til sölu í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga til 15. september frá kl. 9-18.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolskylduhatidin-ein-med-ollu
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður formlega sett klukkan 20.30 í kvöld á Ráðhústorgi á Akureyri. Síðan tekur við dagskrá við allra hæfi sem stendur nær óslitið fram að lokahátíðinni á Akureyrarvelli sem hefst klukkan 21.00 á sunnudagskvöld en hátíðinni verður slitið til kl. 23.30 það sama kvöld með glæsilegri flugeldasýningu, Of langt mál yrði að telja upp alla þá sem skemmta á Akureyri um helgina en þar má þó nefna Gulla og Höllu úr Abbababb, Ljótu hálfvitana, Sprengjuhöllina, Pál Óskar, Sniglabandið, Helga og hljóðfæraleikarana, Stuðmenn og Björgvin Halldórsson. Boðið verður upp á ýmislegt annað til afþreyingar fyrir unga sem aldna alla helgina og er best að kynna sér dagskrá fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu með því að smella hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gott-astand-i-baenum
Gott ástand í bænum Vel hefur gengið á hátíðinni Einni með öllu á Akureyri það sem af er og engin sérstök mál komið upp. Fjöldi fólks var á dagskrá hátíðarinnar í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi og fóru þau vel fram. Veitingahús og skemmtistaðir voru vel sóttir. Nokkur ölvun var en gestir fóru þó fljótlega heim eftir að dansleikjum lauk og engin vandamál sköpuðust í miðbænum. Gott ástand var á tjaldstæðunum og svefnfriður með betra móti. Umferðin var slysalaus en fjórtán voru teknir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir ætlaðan ölvunarakstur. Frétt af www.logreglan.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/verslunarmannahelgin
Verslunarmannahelgin Hátíðahöld sunnudagsins fóru vel fram og fjöldi fólks var í miðbænum og á lokadagskrá hátíðarinnar á íþróttavellinum. Með batnandi veðri lifnaði yfir hátíðargestum og óþarflega mikið hjá sumum því talsverð ölvun varð er leið á nóttina. Ekkert alvarlegt kom þó upp á en tvær rúður voru brotnar og einn bíll skemmdur. Þá var nokkuð um riskingar og tvær minniháttar líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar og nokkrir gistu fangageymslur. Einn drengur var fluttur á slysadeild er flugeldur sprakk við jörð á flugeldasýningunni með þeim afleiðingum að drengurinn fékk hluta af honum í kviðinn. Hann mun þó ekki hafa slasast alvarlega. Umferðin gekk vel fyrir sig en eitt umferðaróhapp verð er bifreið var ekið á staur. Engin slasaðist þó við áreksturinn. www.logreglan.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/sogusigling-i-kvold
Sögusigling í kvöld Lítur Akueyri öðurvísi út frá sjó? Hvar standa Gránufélagshúsin og hvað fór fram þar? Hvenær er fyrstu mannaferða getið á Oddeyrinni? Hvar er elsta hús Akureyrar? Svörin við þessum og fleiri spurningum fást í sögusiglingu með Húna II í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. ágúst, kl 19.30. Hanna Rósa Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Minjasafninu á Akureyri, sér um leiðsögnina en siglingin er í boði Akureyrarstofu, Minjasafnsins á Akureyri og Hollvina Húna II. Farið verður frá Torfunefsbryggju við Kaupvangsgilið kl 19.30 og eru allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidburdavika-i-eyjafirdi
Viðburðavika í Eyjafirði Viðburðavika verður í Eyjafirði 8.-15. ágúst og ber hæst stóra viðburði á borð við Fiskidaginn mikla á Dalvík og Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit. Gera má ráð fyrir að tugþúsundir gesta njóti þess sem í boði verður. Í ljósi þess hafa aðilar á Eyjafjarðarsvæðinu og forsvarsmenn þessara hátíða hafa tekið höndum saman um að skipuleggja viðburðadagskrá á svæðinu og kynna hana undir heitinu „Húllumhæ – viðburðavika í Eyjafirði“. Markmiðið er að kynna á skipulegan hátt fyrir gestum á svæðinu það sem er á boðstólum. Húllumhæ – viðburðavika í Eyjafirði stendur dagana 8. til 15. ágúst. Á þeim tíma geta gestir safnað sérstökum stimplum á 10 viðkomustöðum víðsvegar um fjörðinn og fimm stimplar gera þá gjaldgenga í léttan leik þar sem heppnir þátttakendur fá góða vinninga. Óhætt er að segja að mikið verði um að vera á svæðinu þessa daga. Auk hátíðanna á Dalvík og í Eyjafjarðarsveit verða golfmót á nokkrum völlum á Eyjafjarðarsvæðinu, tveir húsdýragarðar opnir, sögusigling frá Akureyri, knattspyrnumót stúlkna á Siglufirði, handverkshús opið í Eyjafjarðarsveit, jólaís kynntur í Eyjafjarðarsveit, söfn opin og þannig mætti áfram telja. Eins og áður segir er viðburðavikan samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Eyjafjarðarsvæðinu og naut verkefnið stuðnings Vaxtarsamnings Eyjafjarðarsvæðis. Nánar um dagskrána.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kertafleyting-vid-minjasafnstjornina
Kertafleyting við Minjasafnstjörnina Kertafleyting verður við Minjasafnstjörnina á Akureyri og Tjörnina í Reykjavík í kvöld, fimmtudagskvöldið 9.ágúst kl. 22.30. Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí og lögð er áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Nú eru liðin 62 ár frá því kjarnorkuárásir voru gerðar á Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945. Á Akureyri verður safnast saman á flötinni fyrir framan Minjasafnið kl. 22.30. Ávarp flytur Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður. Í Reykjavík verður safnast við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) en þar mun Gunnar Hersveinn heimspekingur flytja stutt ávarp áður en kertunum verður fleytt. Fundarstjóri í Reykjavík verður Heiða Eiríksdóttir tónlistarmaður. Að venju verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/alyktun-vegna-minni-aflaheimilda
Ályktun vegna minni aflaheimilda Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í aflaheimildum á þorski og þeim afleiðingum sem sá samdráttur mun hafa á atvinnulíf í Eyjafirði þar sem veiðar og vinnsla á þorski eru afgerandi þáttur í rekstri margra fyrirtækja. Stjórnin telur mikilvægt að ríkisstjórnin skuli vilja efla grunngerð samfélagsins til að mæta þessum vanda og skapa þannig forsendur fyrir fjölbreyttari atvinnutækifærum og stærri vinnumarkaði, og fagnar sérstaklega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flýta framkvæmdum við lengingu Akureyrarflugvallar. Stjórnin bendir þó á að víða í Eyjafirði vantar enn háhraðatengingar, fé hefur skort til vegagerðar í dreifbýli, endurnýjun og styrking flutningskerfa raforku er nauðsynleg, Vaðlaheiðargöng eru til þess fallin að stækka atvinnu- og félagssvæðið og mikilvægt er fyrir þróun atvinnulífs í Eyjafirði að opinberum störfum fjölgi. Þá tekur stjórnin undir þau sjónarmið að auka þurfi fjármagn til menntunar og símenntunar, starfsþjálfunar, sérstakra verkefna og nýsköpunar. Stjórnin lýsir sig reiðubúna að vinna með ríkisstjórninni að þessum verkefnum og öðrum sem eru til þess fallin að efla atvinnulíf og mannlíf í Eyjafirði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/yfirlysing-fra-baejarstjora
Yfirlýsing frá bæjarstjóra Mikil umræða hefur spunnist um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að hafa aldursviðmið á tjaldsvæðum Akureyrar um verslunarmannahelgina og af því tilefni hefur Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, sent frá sér yfirlýsingu þar sem Akureyringar eru hvattir til að slíðra sverðin og nota næsta ár til að ákveða hvernig standa beri að fjölskylduhátíðum í bænum til framtíðar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Akureyri státar sig af því að vera fjölskylduvænn bær. Bæjaryfirvöld hafa á síðustu árum lagt sig fram um að bjóða fjölskyldufólki góðar aðstæður og leitast við að skapa bæjarfélaginu ímynd öflugs mennta- og menningarsamfélags. Undanfarnar verslunarmannahelgar hefur fallið skuggi á þessa viðleitni vegna þess að fjölskylduskemmtanir sem skipulagðar hafa verið í bænum hafa farið úr böndunum. Sú þróun hefur valdið bæjarbúum og bæjaryfirvöldum miklum áhyggjum og ljóst var að bregðast varð við með markvissum hætti. Eftir miklar umræður um hvaða leiðir væru færar til að tryggja að skipulögð fjölskylduhátíð breyttist ekki í hamslausa útihátíð greip bæjarstjóri til þess ráðs að takmarka aðgang unglinga að tjaldsvæðum bæjarins um þessa verslunarmannahelgi. Ákvörðunin var tekin af illri nauðsyn en því miður var þetta eina færa leiðin til að koma böndum á ástandið sem ríkt hefur í bænum um verslunarmannahelgar undanfarin ár. Þessi ákvörðun var tekin og ég stend við hana. Þessar ráðstafanir báru greinilegan árangur og hefur fjöldi bæjarbúa haft samband við bæjaryfirvöld og lýst ánægju sinni með hvernig til tókst. Allt annar bragur var á tjaldsvæðum bæjarins og samkvæmt upplýsingum lögreglu var mun rólegra í bænum en undanfarnar verslunarmannahelgar. Í fyrsta sinn í langan tíma var um sannkallaða fjölskylduhátíð að ræða. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa haldið því fram að þessar aðgerðir séu ástæðan fyrir því að helmingi færri sóttu bæinn heim um þessa helgi en í fyrra, eða um 6000 manns. Í því sambandi ber að geta þess að veðurspá fyrir landið þessa helgi var verst fyrir Norðurland og ekki er vafi á að slæmt veður hafði mikil áhrif á aðsóknina að hátíðinni. Þetta kom einnig skýrt fram í dræmri aðsókn að Síldarævintýrinu á Siglufirði. Í frétti frá Speli segir ennfremur: “Umferðin um Hvalfjarðargöng var um 4% minni um nýliðna verslunarmannahelgi en um sömu helgi í fyrra. Núna fóru 37.400 bílar um göngin frá fimmtudegi til mánudags en 39.000 á sama tíma í fyrra, sem er fækkun um 1.600 bíla.” Það er því ljóst að mun fleiri þættir en aldurstakmark á tjaldsvæðum ollu minni aðsókn að hátíðinni í ár en í fyrra. Mikið hefur verið rætt um þessar ráðstafanir meðal bæjarbúa og annars staðar undanfarna daga. Nú þurfa Akureyringar hins vegar að slíðra sverðin og nota næsta árið til að ákveða hvernig standa beri að fjölskyldumhátíðum í bænum til framtíðar. Akureyri 9. ágúst 2007 Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri
https://www.akureyri.is/is/frettir/hin-hlidin-a-islandi
Hin hliðin á Íslandi Í vefútgáfu dagblaðsins Los Angeles Times var fyrir skemmstu fjallað á skemmtilegan hátt um ferðalag til Norðurlands þar sem Akureyri var sögð vera ákjósanlegur stökkpallur fyrir þá sem vilja kynnast hreinni náttúru og gestrisni þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur greinarinnar, Krista Mahr ritstjóri hjá Iceland Review, segist hafa horft upp á allt of marga leggja á sig langt ferðalag til að hanga á börunum í Reykjavík og skorar á þá að leggja land undir fót, ferðast norður og kynnast hinni hliðinni á Íslandi, ef svo má segja. Sveitasælan á Íslandi í Los Angeles Times
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-menningarfulltrui-eythings
Nýr menningarfulltrúi Eyþings Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir hefur verið ráðin í starf menningarfulltrúa Eyþings – sambands sveitarfélaga í Eyjafirðiog Þingeyjarsýslum. Hún var valin úr hópi 22ja umsækjenda, en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Ragnheiður Jóna er fædd á Hvanneyri í Borgarfirði árið 1966 en hefur í mörg undanfarin ár búið á Akureyri. Hún lauk námi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2005 og á að baki fjölþætta reynslu úr rekstri og stjórnun verkefna. Að undanförnu hefur Ragnheiður Jóna verið verkefnastjóri hjá Impru nýsköpunarmiðstöð auk þess að stunda meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Starf menningarfulltrúa Eyþings er nýtt og er komið á fót í kjölfar nýlegs menningarsamnings menntamálaráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings. Í starfinu felst dagleg umsýsla fyrir Menningarráð Eyþings, þróunarstarf í menningarmálum og menningartengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra, fagleg ráðgjöf, kynning og verkefnastjórnun og efling samstarfs í menningarlífi á svæðinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gudrun-hadda-heidrud
Guðrún Hadda heiðruð Á hátíðinni Uppskera og handverk 2007 sem haldin var um síðustu helgi við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit hlaut Guðrún Hadda Bjarnadóttir titilinn Handverksmaður ársins 2007. Svohljóðandi ávarp var flutt af því tilefni á hátíðarsamkomu á laugardagskvöld: "Handverksmaður ársins er landnámsmaður á vettvangi þjóðlegs íslensks handverks. Hann er frumkvöðull sem ber mikla virðingu fyrir viðfangsefni sínu. Hann er óþreytandi talsmaður þess að við varðveitum þennan merka menningararf og skilum honum óbrotnum til komandi kynslóða. Hann er boðberi hugsjóna og spyr aldrei um verkalaun að kvöldi en leggur allt í sölurnar fyrir hugsjónir sínar. Hann leitar þekkingar hvar sem hana er að finna. Eins og aðrir hugsjónamenn hefur hann oft talað fyrir daufum eyrum. Að öllum öðrum ólöstuðum hefur Handverksmaður ársins með sífelldum brýningum og hvatningu þokað Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarsveit nær því markmiði að geta talist vettvangur fyrir sýningu og kynningu á handverki sem stenst þær faglegu kröfur um vinnubrögð, verk- og efnisþekkingu sem gera þarf. Handverksmaður ársins er Guðrún Hadda Bjarnadóttir."
https://www.akureyri.is/is/frettir/undirbuningur-i-tonlistarskolanum
Undirbúningur í Tónlistarskólanum Í Tónlistarskólanum á Akureyri er nú undirbúningur í fullum gangi vegna skólaársins 2007-2008. Enn er hægt að sækja um skólavist og eru nemendur í klassískt söngnám og á blásturshljóðfæri sérstaklega boðnir velkomnir en skólinn hefur lengi verið þekktur fyrir gott starf í söngdeild og blásaradeild. Kennsla hefst í tónlistarskólanum mánudaginn 3. september en kennarar munu hafa samband við nemendur í vikunni á undan til þess að finna hentuga tíma. Hægt er að hringja í Tónlistarskólann í síma 462 1788 til að fá frekari upplýsingar en einnig má senda tölvupóst á netfangið [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-i-holta-og-hlidahverfi
Íbúafundur í Holta- og Hlíðahverfi Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis heldur íbúafund í matsal Glerárskóla kl. 20.30 fimmtudagskvöldið 16. ágúst nk. Kynntar verða tillögur að skipulagi á byggingarreit sem afmarkast af Langholti, Miðholti, Krossanesbraut og Undirhlíð. Gestir fundarins verða Jón Ingi Cæsarsson, formaður skipulagsnefndar, Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri, Sigurður Sigurðsson og Logi Már Einarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/90-ny-storf-i-aflthynnuverksmidju
90 ný störf í aflþynnuverksmiðju Í dag var undirritaður raforkusamningur milli fyrirtækisins Becromal á Íslandi og Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar aflþynnuverksmiðju á Akureyri, að viðstöddum iðnaðarráherra, fjármálaráðherra, forsvarsmönnum Landsnets og fleiri fyrirtækja og stofnana sem eiga hagsmuna að gæta. Ráðgert er að verksmiðjan verði risin og hefji framleiðslu á næsta ári, en ráðgert er að útflutningsverðmæti hennar verði um 7-9 milljarðar á ári. Við sama tækifæri var einnig undirritaður samstarfssamningur milli Akureyrarbæjar og Becromal um atriði er snerta lóð verksmiðjunnar og staðsetningu á Akureyri. Raforkusamningurinn tryggir Becromal kaup á 75 MW afli frá Landsvirkjun og fyrirtækið á kost á að auka kaupin í 100 MW síðar. Orkuþörf verksmiðjunnar verður um 640 GWh á ári í upphafi sem er um fimm sinnum meira rafmagn en Eyjafjarðarsvæðið notar árlega og samsvarar nálægt 10% aukingu í eigin raforkuframleiðslu Landsvirkjunar frá síðasta ári. Ekki reynist nauðsynlegt fyrir Landsvirkjun að virkja vegna þessarar orkusölu að sinni en með vaxandi notkun í landinu flýtir þetta fyrir þörfinni á framkvæmdum á því sviði. Í þessu sambandi verður flutningskerfi Landsnets á Norðurlandi styrkt til frambúðar á næstu árum vegna aukinnar raforkunotkunar þar. Aflþynnuframleiðsla er sérhæfð hátækni sem losar ekki gróðurhúsalofttegundir en skapar um 90 ný gæðastörf. Hráefnið er valsað og afar hreint hágæðaál sem er rafhúðað í sérhönnuðum vélasamstæðum. Afurðin, aflþynnur, er svo notuð í rafþétta. Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir rafþéttum nú um stundir, enda eru þeir notaðir í allan rafeindabúnað. Vaxandi eftirspurn er eftir minni rafeindabúnaði, í t.d. öryggisbúnað bíla, sólarsellur til raforkuvinnslu, flatskjái, tölvur, síma, vindaflsstöðvar o.s.frv. Slíkt kallar á háspenntari þétta með mikinn áreiðanleika og er Becromal leiðandi framleiðandi á aflþynnum í slíka þétta. Íslenska fjárfestingarfélagið Strokkur Energy ehf., sem fjárfestir einkum á sviði endurnýjanlegra orku, hefur gerst þátttakandi í uppbyggingu Becromal á Íslandi og á 40% hlut í fyrirtækinu á móti móðurfélaginu Becromal sem er ítalskt. Landsbanki Íslands hefur yfirumsjón með fjármögnun verkefnisins. Frá undirritun samninga í Listasafninu. Sitjandi frá vinstri: Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri Strokks Energy ehf., Páll Magnússon, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, Rosanna Rosenthal, aðaleigandi Becromal, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE. Meira á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, www.afe.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/soguganga-um-oddeyrina
Söguganga um Oddeyrina Hvenær er fyrstu mannaferða getið á Oddeyrinni? Hvað er Sweizerstíll? Er slíkan stíl að finna á Oddeyrinni? Hvað fór fram í Gránufélagshúsunum? Svörin við þessum spurningum má heyra í sögugöngu um Oddeyrina laugardaginn 18. ágúst kl 14. Margskonar atvinnustarfsemi hefur verið á eyrinni, fiskvinnsla, matvælaiðnaður og þjónusta, og þar hafa komið við sögu nokkrir þekktir einstaklingar úr sögu Akureyrar. Það verður því einkar fróðlegt fyrir áhugasama að koma og rifja upp sögu Oddeyrarinnar með Hönnu Rósu Sveinsdóttur, sérfræðingi á Minjasafninu á Akureyri, þennan dag. Ekkert þátttökugjald er í gönguna sem tekur um tvo tíma og hentar öllum. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum Strandgötu 49. Leiðsögn verður á íslensku. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gedheilbrigdisthjonusta-vid-born-i-dreifbyli
Geðheilbrigðisþjónusta við börn í dreifbýli Á morgun, föstudaginn 17. ágúst, verður haldin í Brekkuskóla ráðstefna um geðheilbrigðisþjónustu barna í dreifbýli. Meðal fyrirlesara eru prófessorarnir Thomas M. Achenbach og Leslie Rescorla en Achenbach er heimsfrægur frumkvöðull á sviði forvarna í geðheilbrigðismálum barna og unglinga. Það er aðstandendum þessarar ráðstefnu því mjög mikis virði að Thomas M. Achenbach og kona hans Leslie Rescorla skulu hafa gefið sér tíma til þess að koma hingað til lands að kynna Íslendingum hugmyndafræði sína. Þessi dagur á eftir að verða eftirminnilegur og gott veganesti í baráttunni fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn í dreifbýli. Ráðstefnan er haldin af Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og er styrkt af Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, heilsuklasa, og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Dagskráin er svohljóðandi: Kl. 08.30-09.00 Skráning Kl. 09.00-09.15 Setning ráðstefnunnar - Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Kl. 09.15-10.00 Samvinna og þjónustuúrræði Þjónusta BUGL við börn og unglinga með geðraskanir á Iandsbyggðinni - Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Þjónusta Miðstöðvar heilsuverndar barna við börn og unglinga með geðraskanir á landsbyggðinni - Gyða Haraldsdóttir, sviðsstjóri Samantekt álitsgjafa: Atli Amason heilsugæslulæknir Grafarvogi Kl. 10.00-10.20 Kaffihlé Kl. 10.20-11.50 Samvinna og þjónustuúrræði Þjónusta og þverfagleg vinna Greiningarstöðvar vegna barna í dreifbýli - Stefán Hreiðarsson, yfirlæknir Samvinna skóla- og heilbrigðisþjónustu um meðferðarúrræði - Gunnar Gíslason, fræðslustjóri, skóladeild Akureyrarbæjar Samvinna meðferðarðúrræða Barnaverndarstofu og skóla- og heilbrigðisþjónustu vegna barna í dreifbýli - Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður Stuðla Samantekt álitsgjafa: Kristín Hreinsdóttir skólaskrifstofu Suðurland Kl. 11.50-13.00 Matarhlé Kl. 13.00-14.45 Nýjar þjónustulausnir/ þverfaglegt samstarf – Framtíðarsýn ,,Hugarheill” Forvörn þunglyndis meðal unglinga - Jón Sigurður Karlsson, sálfræðingur Teymisvinna í Grafarvogi, staðan og framtíðaróskir - Már V. Magnússon, sálfræðingur Teymisvinna i Reykjanesbæ, staðan og framtíðaróskir - Gylfi Jón Gylfason, salfræðingur Skipan mála á Austurlandi, staðan og framtíðaróskir - StefánÞórarinsson Iækningaforstjóri HSA Úrræði og framtíðarsýn. Geðheilbrigðisþjónusta í dreifbýli. - Sigmundur Sigfússon yfirlæknir geðdeildar FSA Samantekt álitsgjafa: - Pétur Pétursson, heilsugæslulæknir Akureyri Kl. 15.00-15.15 Kaffihlé Kl. 15.15-16.15 Niðurstöður fjölmenningarlegra rannsókna, greiningarvinnu og samvinnu við foreldra vegna erfiðleika barna með geðraskanir á leik- og grunnskólaaldri. Gestafyrirlesarar prófessorarnir Thomas Achenbach og Leslie Rescorla Kl 16.15-16.45 Samantekt og hugleiðingar í lok dags - álitsgjafar og fleiri í pallborði Kl. 16.45-17.00 Lokaorð - Matthías Halldórsson, landIæknir Kl. 17.30-18.30 Móttaka í boði Akureyrarbæjar Fundarstjórar: Kristján Már Magnússon, sálfræðingur og Helga Hannesdóttir, barna- og unglingageðlæknir. Þátttaka tilkynnist til Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar (www.simey.is) og í síma 460-5720.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styttist-i-frumsyningu-ovita
Styttist í frumsýningu Óvita Æfingar eru komnar vel á veg fyrir fyrstu frumsýningu haustsins hjá LA. Þar er á ferðinni stórsýning á leikriti Guðrúnar Helgadóttur, Óvitar! í leikstjórn leikarans ástsæla Sigurðar Sigurjónssonar. Fyrir uppsetninguna nú hefur verið samin tónlist og það er Jón Ólafsson sem á heiðurinn af allri tónlist í verkinu. Á föstudag fóru fram upptökur á sjónvarpsefni til notkunar í sýningunni. Upptökurnar fylgdu reglu leikritsins því þar léku börn fullorðna og fullorðnir léku börnin. Sigurður leikstýrði því þremur átta ára drengjum í Dressman-auglýsingu, 9 ára stúlku sem leikur fréttakonu og 45 karlmanni sem leikur í bleyjuauglýsingu. Rúmlega 500 börn tóku þátt í áheyrnarprufum fyrir sýninguna en 17 börn hlutu hlutverk og hófu þau æfingar ásamt fullorðnum leikurum sýningarinnar í maí síðastliðinn. Upptökum á lögunum 12 í sýningunni er lokið og er geisladiskur með tónlistinni væntanlegur í verslanir eftir tvær vikur. Þá kemur leikritið einnig út í nýrri útgáfu á vegum Eddu útgáfu. Í Óvitum er allt á hvolfi. Þar minnkar maður með aldrinum, fullorðnir leika börn og börnin leika þá fullorðnu. Það er þó ekki fyrr en Finnur strýkur að heiman sem allt fer endanlega í háaloft. Lögreglan og hjálparsveitirnar hefja leit, pabbi og mamma eru miður sín og jafnvel skólastjórinn brestur í grát. En í miðjum látunum eignast Finnur nýjan vin og uppgötvar ýmislegt um lífið og hvernig það er að verða lítill. Þetta margrómaða leikrit Guðrúnar Helgadóttur er nú loks sýnt á Akureyri og nú með tónlist sem Jón Ólafsson hefur samið af sinni alkunnu snilld. Leikarinn ástsæli Sigurður Sigurjónsson leikstýrir glæsilegum hópi atvinnuleikara og hæfileikaríkra barna. Frábær skemmtun fyrir afa og ömmur, pabba og mömmur og börn - stór og smá. Frumsýnt verður 15. september í Samkomuhúsinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/morg-andlit-menningar-og-lista
Mörg andlit menningar og lista Dagana 23. og 24. ágúst nk. verður haldin á Akureyri sameiginleg ráðstefna vinabæjanna Akureyrar, Randers, Ålesund og Västerås um málefni leikskóla. 250 þátttakendur eru skráðir til leiks, 63 frá hinum Norðurlöndunum og 187 Íslendingar. Fullbókað er á ráðstefnuna og komust færri að en vildu. Viðfangsefni leikskólaráðstefnunnar er að þessu sinni fjölbreytileg tjáningarform menningar og lista. Leitast verður við að snerta á flestum þeim þáttum sem skapa menningu okkar. Uppbygging ráðstefnunnar verður með þeim hætti að fimmtudaginn 23. ágúst heldur Arna Valsdóttir, fjöllistakona fyrirlestur um gildi menningar, lista og tjáningar í lífi fólks. Föstudaginn 24. ágúst verða starfandi 9 mismunandi vinnusmiðjur þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að skapa margskonar listaverk. Smiðjurnar sem boðið er upp á eru; leikfangasmíði, dans, tónlist, brúðuleikhús, matur og menning, sögur og ævintýri, sköpun úr endurnýtanlegum efnivið, hönnun leikskólabygginga og skapandi starf í leikskóla. Smiðjurnar eru staðsettar á nokkrum stöðum í bænum má þar nefna, Rósenborg, Iðavöll, Deigluna, Friðrik V. og Gamla Punktinn, einnig verður smiðja í Öldu Eyjafjarðarsveit. Í Gamla Punkti í Listagilinu, verður smiðja sem kallast ReMida þar sem unnið er úr efnivið sem annars er hent. Fyrirtæki og verslanir á Akureyri gefa allan efnivið í þá smiðju. ReMidan verður einnig opin á laugardeginum og er þá hluti af Akureyrarvöku. Þannig er reynt að tengja saman ráðstefnuna og samfélagið. Eins og áður hefur komið fram fjallar þessi norræna leikskólaráðstefna um menningu og listir og hin margbreytilegu form tjáningarinnar. Það þótti því við hæfi að halda ráðstefnuna í tengslum við lok listasumars á Akureyri, sem endar með mikilli menningarveislu laugardaginn 25. ágúst. Gestir ráðstefnunnar hafa möguleika á að taka þátt í Akureyrarvökunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-i-holta-og-hlidahverfi-2
Íbúafundur í Holta- og Hlíðahverfi Íbúafundi í Holta- og Hlíðahverfi sem vera átti í síðustu viku var frestað af óviðráðanlegum orsökum og verður hann í staðinn haldinn kl. 20.30 miðvikudaginn 22. ágúst í matsal Glerárskóla. Kynntar verða tillögur að skipulagi á byggingarreit sem afmarkast af Langholti, Miðholti, Krossanesbraut og Undirhlíð. Gestir fundarins verða Jón Ingi Cæsarsson, formaður skipulagsnefndar, Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsstjóri, Sigurður Sigurðsson og Logi Már Einarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokad-a-amtinu
Lokað á Amtinu Rétt er að vekja athygli á því að vegna kynnisferðar starfsfólks Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins til Danmerkur 22. til 27. ágúst verða söfnin lokuð í fáeina daga. Afgreiðslutími verður sem hér segir: Miðvikudagur 22. ágúst: 10.00-15.00 Fimmtudagur 23. ágúst: Lokað Föstudagur 24. ágúst: Lokað Laugardagur 25. ágúst: Lokað Sunnudagur 26. ágúst: Lokað Mánudagur 27. ágúst: 13.00-19.00 (Héraðsskjalasafn 13.00-16.00) Síðan tekur við hefðbundinn afgreiðslutími safnanna og verður vetrartíminn auglýstur sérstaklega. ATH: Þótt Amtsbókasafnið verði lokað laugardaginn 25. ágúst, verður opið þar frá kl. 13-15 þegar félagar úr SÍUNG, samtökum barna og unglingabókahöfunda, lesa úr verkum sínum fyrir gesti og gangandi. Sjá nánar auglýsingu fyrir Akureyrarvöku á forsíðu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/glaesileg-akureyrarvaka-um-helgina
Glæsileg Akureyrarvaka um helgina Akureyrarvaka verður haldin um helgina með glæsilegri dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Setning vökunnar fer fram í Lystigarðinum á föstudagskvöld og allan laugardag verður mikið um að vera fram á rauðanótt. Akureyrarvaka markar lok Listasumars og er haldin í ágúst ár hvert á laugardegi sem næst afmæli bæjarins sem er 29. ágúst. Skorað er á bæjarbúa að taka þátt í þessari litríku bæjarhátíð og kynna sér vel dagskrána sem er auglýst á forsíðu heimasíðunnar og má jafnframt finna með því að smella hér. Frá Akureyrarvöku 2006.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-fjolbreytt-leikar-kynnt
Nýtt fjölbreytt leikár kynnt Leikfélag Akureyrar kynnti í gær dagskrá leikársins 2007-2008. Áfram er unnið eftir sömu stefnu og sérstök áhersla er lögð á að ná ekki síður til yngri leikhúsgesta en þeirra sem eldri eru. Sem fyrr einbeitir leikhúsið sér að uppsetningu nútímaverka, íslenskra og erlendra. Fyrsta frumsýning vetrarins er á fjölskylduleikritinu Óvitar! eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Jón Ólafsson var fenginn til að semja tónlist fyrir uppsetninguna og ætti það að gera gott verk enn betra. Jólafrumsýningin er glæný leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar á einum vinsælasta farsa allra tíma, Fló á skinni. Nýlegt bandarískt verðlaunaverk, Ökutímar eftir Paulu Vogel verður frumsýnt í byrjun nóvember en tónlistarkonan Lay Low semur og flytur tónlistina í sýningunni. Eftir áramót verður nýtt íslenskt leikrit, Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson frumsýnt en það er sett upp í samstarfi við Vesturport. Í vetur verður efnt til leiklestrarraðar undir nafninu Krónuleikhús en þar verður íslenskri leikhúsklassík gerð góð skil. Flutt verða leikritin Skugga Sveinn, Fjalla Eyvindur og Piltur og Stúlka. Einnig verður leiklesin ný leikgerð upp úr ævi og sögum Nonna sem skrifuð hefur verið fyrir LA. Fjöldi gestasýninga verður á fjölum LA í vetur og má þar nefna sýningu Íslenska dansflokksins, nýja sýningu Kristjáns Ingimarssonar, Frelsarinn, Killer Joe, Þú ert nú meiri jólasveinninn auk óvissusýningar úr höfuðborginni. Settur verður á laggirnar leiklistarskóli í samstarfi við Sönglist, farið í leikhúsferð til London og áfram verður boðið upp á leikhúslíf sem valgrein í grunnskólum Akureyrar. Nú er unnið að þróun fjögurra nýrra íslenskra leikrita á vegum leikhússins sem munu birtast á fjölum LA á næstu árum. Sjá nánar á www.leikfelag.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-akureyrarvaka-3
Vel heppnuð Akureyrarvaka Mjög vel tókst til með Akureyrarvöku sem fram fór á laugardaginn og má gera ráð fyrir að annar hver bæjarbúi hafi tekið þátt í henni. Við setninguna í Lystigarðinum mættu á milli fjögur og fimm hundruð manns sem nutu rómantískrar kvöldstemningar og góðrar tónlistar. Fjöldi manns var mættur á laugardagsmorgninum til að fylgjast með gjörningi Önnu Richards og Benedikts S. Lafleur þegar leitað var svara við spurningunni um það hvort hafmeyja væri í höfninni og reyndist svo vera. Húsfyllir var á sýningu Skagfirsku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á óperunni La Traviata eftir Verdi í Glerárskóla. Birting Frúarinnar í Hamborg í eigin persónu vakti óskipta athygli og það gerðu líka tónleikar Samúels Jóns Samúelssonar Bigband í Listagilinu sem einnig var útvarpað á Rás 2. Mikill áhugi var fyrir Draugagöngu Minjasafnsins og Leikfélags Akureyrar og komust færri að en vildu. Lokaatriði Akureyrarvöku, Bylting fíflanna í leikstjórn Kristjáns Ingimarssonar, mun seint gleymast. Mikil spenna var í loftinu endu vissu gestir Akureyrarvöku ekki við hverju þeir áttu að búast þegar trébátur var dreginn inn göngugötuna með tilheyrandi látum og tilkynnt var að byltingin væri hafin og illgresið tók við stjórn bæjarins. Byltingin var svo staðfest með mikilli flugeldasýningu á Ráðhústorgi þar sem fólk safnaðist saman og hyllti fíflin. Myndirnar hér að neðan tók Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-syning-a-listasafninu-undirtitill
Ný sýning á Listasafninu - Undirtitill Á Akureyrarvöku var opnuð sýning í Listasafninu á Akureyri á verkum þeirra listamanna sem tilnefndir hafa verið til Íslensku sjónlistaverðlaunanna 2007. Þetta er annað árið í röð sem Sjónlistaorðan verður veitt en markmiðið með henni er einkum þríþætt: Að beina sjónum að framúrskarandi framlagi íslenskra myndlistarmanna og hönnuða sem starfa hér heima og erlendis. Stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum Hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistafólks á Íslandi. Sex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar í lok maí og hljóta tveir þeirra ríkuleg verðlaun fyrir framlag sitt, annar á sviði myndlistar og hinn á sviði hönnunar. Tvær milljónir króna koma í hlut hvors listamanns sem hreppir fyrsta sæti í sínum flokki, en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi. Sjálf verðlaunaafhendingin fer fram 21. september í Flugsafni Íslands á Akureyri og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Við það tækifæri verður tilkynnt hver hlýtur heiðursorðu Sjónlistar fyrir einstakt æviframlag til sjónlistanna, en að þessu sinni verður það hönnuður. Daginn eftir verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um siðfræði og sjónlist þar sem breski heimspekingurinn Matthew Kieran og sænski hönnuðurinn Olof Kolte deila skoðunum sínum ásamt Ásu Björk Ólafsdóttur presti og Lilju Pálmadóttur myndlistarmanni. Þeir sem tilnefndir voru í ár eru Birgir Andrésson fyrir einstakt framlag til könnunar á sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingu texta í verkunum Black-out og Build. Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í sýningunni Ljósaskipti og Fireworks for LA sem ætlað er að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningarvitin. Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýnungunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur, en þessi verk þykja varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn og karlmennsku. Fyrirtækið Nikita fyrir fatnað á konur sem stunda sjónbrettaíþróttir, en vörur Nikita eru nú seldar í eitt þúsund og fimm hundruð sérverslunum í þrjátíu löndum. Studio Granda fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og einbýlishús á Hofi á Höfðaströnd og síðast en ekki síst Össur hf. fyrir gervifótinn Proprio Foot. Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menntamálaráðuneytis, Iðnar- og viðskiptaráðuneytis, Sambands íslenskra myndlistarmanna, Form Ísland, Sjónvarpsins, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, Menningarmiðstöðvar Listagilsins og Listasafnins á Akureyri, sem átti frumvæðið að því að koma verðlaununum á fót. Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Landsvirkjun, en aðrir máttarstólpar eru Montana, Innfjárfesting, Glitnir, Flugfélag Íslands, Ásprent og Flugsafn Íslands. Sýningunni lýkur 14. október og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
https://www.akureyri.is/is/frettir/draugagongunni-ox-fiskur-um-hrygg
Draugagöngunni óx fiskur um hrygg Hin árlega draugaganga Minjasafnsins og Leikfélags Akureyrar var sú fjölmennasta í sögunni. Áætlað er að um 800 þáttakendur (þessa heims) hafi gengið út Aðalstrætið undir leiðsögn Þórs Sigurðarsonar. Göngunni lauk í Samkomuhúsinu þar sem Þór og Þráinn Karlsson sögðu draugasögur í myrkum salnum, og færri komust að en vildu því sæti og stæði dugðu ekki til. Í samvinnu við lögregluna var bílaumferð um Innbæinn takmörkuð, og starfsmenn Norðurorku sáu til þess að götulýsing truflaði ekki draugastemminguna. Íbúar í Aðalstræti, Hafnarstræti og Lækjargötu höfðu slökkt á rafljósum. Hrollvekjandi óp bárust úr myrkrinu og annarlegar verur sýndu sig þegar minnst vonum varði. Í Innbænum hafa ýmsir undarlegir atburðir átt sér stað þau 450 ár sem byggðin hefur staðið á þessum stað, og því ekki að undra þótt margt sé á sveimi. Auglýstur óperusöngvari kom ekki fram á tilsettum tíma. Hvort það var af vofeiflegum ástæðum eða ekki skal ekkert fullyrt um. Draugagangan er orðin árviss viðburðu. Dagskrá Minjasafnsins tengist á einhvern hátt sögu og þjóðháttum, sem er í samræmi við starfsemi þess. Sögur af reimleikum og draugum eru þjóðlegur fróðleikur sem flestir hafa áhuga á. Þannig hófust draugavökur Minjasafnsins með því að safnað var saman sögum af draugum og forynjum af Eyjafjarðarsvæðinu. Samkomuhúsið rúmaði aðeins hluta af þáttakendum í draugagöngunni síðasta laugardag. Þáttakan er til marks um mikinn áhuga, og verðugt verkefni er framundan, að finna réttu leiðina til að mæta þeim áhuga. Að lokum er öllum þeim sem þátt tóku í Draugagöngunni þakkað.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oldrunarheimili-akureyrar-og-iss-island-ehf-gera-samning
Öldrunarheimili Akureyrar og ISS Ísland ehf. gera samning Í morgun undirrituðu Öldrunarheimili Akureyrar og ISS Ísland ehf. nýjan samning um ræstingar hjá Öldrunaheimilum Akureyrar. Samningurinn er til 3 ára og mun ISS Ísland sjá um allar ræstingar í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð og dvalarheimilinu Kjarnalundi. Í samningnum er lögð áhersla á gæði þjónustunnar og gott samstarf milli aðila, m.a. munu umsjónarmenn ISS funda reglulega með starfsfólki Öldrunarheimilanna og farnar verða sameiginlegar eftirlitsferðir til að fylgjast með gæðum ræstinga. Hagþjónusta Akureyrarbæjar sá um útboðs- og samningsgerð ásamt stjórnendum Öldrunarheimilanna. Meðfylgjandi eru mynd var tekin í morgun þegar Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, og Friðbjörn Möller, svæðisstjóri ISS á Norðurlandi, undirrituðu samninginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/til-hamingju-med-afmaelid
Til hamingju með afmælið! Í dag eru 145 ár frá því Akureyri fékk kaupstaðarréttindi. Afmælinu var fagnað um síðustu helgi á hinni árlegu Akureyrarvöku með afar góðri þátttöku bæjarbúa í ágætu veðri. Í tilefni dagsins sendir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, Akureyringum afmæliskveðju sína í fáeinum orðum. Ágætu Akureyringar, Afmæli Akureyrarkaupstaðar er mikill og hátíðlegur merkisdagur fyrir okkur öll. Við hljótum að gleðjast því gangur mála hér í bæ á síðari árum gefur okkur tilefni til mikillar bjartsýni: Bæjarbragurinn allur, blómstrandi menning, stórhugur bæjarbúa og staða atvinnumála, eru til vitnis um það að Akureyrarbær er á réttri leið. Hér vill fólk búa og láta drauma sína rætast. Íbúunum fjölgar jafnt og þétt og fyrr í sumar fögnuðum við sautján þúsundasta bæjarbúanum, myndarlegum dreng sem eru búin hin bestu skilyrði til að vaxa og dafna í höfuðborg hins bjarta norðurs. Á undanförnum árum hefur með margvíslegum hætti verið lagður grunnur að því að styrkja stöðu bæjarins í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Aðeins á þessu ári höfum við styrkt þennan grunn ennfrekar með stofnun RES Orkuskóla, staðsetningu á höfuðstöðvum Saga Capital hér í bæ og samningum við ítalska fyrirtækið Becromal um aflþynnufyrirtæki sem mun skapa 90 ný störf á Akureyri. Það munar um minna! Sem skólabær stendur Akureyrarbær styrkum fótum: Í grunnskólum bæjarins er fullmannað í allar stöður kennara, það er lítill sem enginn biðlisti á leikskólum bæjarins og nýjustu fréttir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri sýna að enn einu sinni hefur nemendafjöldamet verið slegið en tæplega 2.000 manns munu stunda nám við skólann í vetur bæði í dag- og fjarnámi og það sama gildir um MA en umsóknir um nám við skólann hafa aldrei verið fleiri. Akureyrarbær hefur átt gott samstarf við bæði framhaldsskólana og Háskólann um kynningarstarf og er það mikilvægur þáttur í því að styrkja gott starf í skólabænum og bæta ímynd hans. Mikil uppbygging hefur verið í verslun og þjónustu á síðustu árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun muni halda áfram. Komið hefur berlega í ljós að forsvarsmenn fyrirtækja á þessu sviði hafa mikinn, mér liggur við að segja ódrepandi, áhuga á að taka þátt í uppbyggingu og vexti bæjarins. Það þykir mér gott að vita því það eru einungis eljusemi, jákvæð viðhorf, kraftur, dugnaður og þor bæjarbúa allra sem gera Akureyri að þeim blómlega bæ sem hún er nú þegar orðin og tryggja enn frekari vöxt okkar og hagsæld. Akureyri er miðstöð þjónustu og verslunar á Norðurlandi. Mannlífið er gott og bærinn státar af gróskumiklu menningarlífi sem ber hróður hans vítt og breitt. Á Akureyri er stutt til allra átta, hér líður fólki vel, hingað flytur sífellt fleira fólk og skapar sér sín eigin tækifæri öllum til góðs. Grunngerð samfélagsins gerir fólki kleift að njóta saman allra lífsins gæða. Á 145 ára afmæli Akureyrar megum við sem hér búum vera stolt af því hvernig til hefur tekist við að skapa mannlegt og gott samfélag sem er fjölskylduvænt og býr syni sína og dætur vel undir lífið, svo vel að þau vilja helst hvergi annars staðar vera. En hvað er Akureyri? Akureyri er þú og ég og það sem við gerum saman bænum okkar til heilla. Til hamingju með daginn, ágætu Akureyringar. Með bestu kveðju, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarskolinn-a-akureyri-hefur-vetrarstarfsemi-sina
Tónlistarskólinn á Akureyri hefur vetrarstarfsemi sína Tónlistarskólinn á Akureyri er að hefja vetrarstarfsemi sína líkt og aðrir skólar bæjarins. Fjöldi nemenda í Tónlistarskólanum í vetur eru 450, þar af er fjöldi nýnema 128. Starfsmenn eru 42 í vetur og þar af eru 8 nýir kennarar. Í blásaradeild skólans eru 73 nemendur, í gítardeild eru 88, á harmonikku læra 10 nemendur, í píanódeild eru 99, í rytmísku deildinni eru 123 en það eru nemendur á slagverk, rafgítar, rafbassa, hljómborð og í dægurlagasöng. Í strengjadeildinni eru 87 (fiðla, lágfiðla, selló og kontrabassi), í klassískum söng eru 15 og 3 eru eingöngu skráðir í tónfræði. Þau hljóðfæri sem njóta mestra vinsælda hjá nemendum skólans eru greinilega gítarinn og píanóið. Tvær nýjungar verða í skólastarfinu í vetur, Tónleikur og Tónæði. Tónleikur er samstarfsverkefni 9 leikskóla á Akureyri og Tónlistarskólans. Kennari á vegum Tónlistarskólans mun fara á milli leikskólanna og kenna 3 – 5 ára gömlum börnum ásamt leikskólakennurum. Um 300 börn munu njóta þessarar þjónustu. Tónæði eru nýir hóptímar sem nemendur í 3. og 4. bekk (sem hafa skráð sig í Tónlistarskólann) fara í ásamt hljóðfæranámi, sem framhald af forskólanum í 1. og 2. bekk, áður en formleg tónfræði byrjar. Þetta eru tímar sem byggja á hlustun og rytmaþjálfun og verða þeir kenndir í grunnskólunum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumaraaetlunarflug-ie-fra-akureyri-til-kaupmannahafnar-gekk-mjog-vel
Sumaráætlunarflug IE frá Akureyri til Kaupmannahafnar gekk mjög vel Sumaráætlunarflugi Iceland Express milli Akureyrar og Kaupmannahafnar lauk miðvikudaginn 29. ágúst síðastliðinn og gekk það í heildina mjög vel. Í sumar voru 40% af farþegum sem flugu með Iceland Express til Akureyrar erlendir ferðamenn og er það veruleg aukning frá því í fyrra. Reiknað er með að lenging flugbrautar og tæki til að tryggja 550 feta skýjahæðsaðflug verði tilbúin á næsta ári og opnast þá enn frekari möguleikar á beinu flugi til Akureyrar. Flugáætlun fyrir næsta sumar er í vinnslu og verður hún sambærileg áætlun sumarsins sem nú er að líða .
https://www.akureyri.is/is/frettir/eimskip-gerist-mattarstolpi-leikfelags-akureyrar
Eimskip gerist máttarstólpi Leikfélags Akureyrar Baldur Guðnason forstjóri Eimskips og Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Með samningnum gerist Eimskip máttarstólpi leikhússins til framtíðar og í vetur verður Eimskip samstarfsaðili við uppsetningu leiksýningarinnar Fló á skinni. Fyrirtækin áttu áður í gjöfulu samstarfi við uppsetningu sýninganna Maríubjallan og Herra Kolbert en báðar hlutu einróma lof, mikla aðsókn og fjölda tilnefninga til Íslensku leiklistarverðlaunanna; Grímunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottahusid-boginn-lokadur-ut-septembermanud
Íþróttahúsið Boginn lokaður út septembermánuð Unnið er að því um þessar mundir að einangra Íþróttahúsið Bogann. Búið er að klæða húsið að innan með froðuplasti sem verður í framhaldinu hulið múrhúð. Af öryggisástæðum verður Boginn lokaður þangað til framkvæmdum lýkur, að beiðni Eldvarnareftirlitsins. Vinna við múrhúðun hefst innan skamms. Búast má við að Boginn verði lokaður vegna þessa út september. Þar sem vetrarstarf í húsinu er ekki komið í fullan gang ætti starfsemi ekki að raskast nema að óverulegu leyti. Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar og hvattir til að sýna velvild og þolinmæði. Búast má við að strax verði mun hlýrra í Boganum þegar einangrun lýkur. Í framhaldinu verða svo settir upp hitablásarar sem munu halda um tíu gráðu hita í húsinu, allt árið um kring. Ekki er gert ráð fyrir að loka þurfi Boganum á meðan hitablásararnir verða settir upp.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristjan-johannsson-operusongvari-syngur-fyrir-mommu
Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngur ?Fyrir mömmu? „Fyrir mömmu” er yfirskrift stórtónleika, sem haldnir verða í Íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 9. september. Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, verður í aðalhlutverkinu en tónleikarnir eru til heiðurs móður hans, Fanneyjar Oddgeirsdóttur, sem verður níræð 14. september. Með Kristjáni koma fram Sofia Mitropoulos, sópransöngkona, og Corrado Alessandro Cappitta, barintonsöngvari. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, sér um tónlistarflutninginn. Sofia er grísk söngkona sem hefur heillað Ítali að undanförnu með stórfenglegum söng og heillandi framkomu. Corrado Alessandro Cappitta og Kristján kynntust í Catagna á Sikiley, þar sem Kristján söng hlutverk Radames í Aidu Verdis. Þar sungu þeir saman á konsert og úr varð samstarf, sem leiddi til þess að Corrado hóf nám hjá Kristjáni. Tónleikarnir eru á sunnudaginn og hefjast klukkan 16.00 Forsala er í KA-heimilinu, Pennanum Hafnarstræti, Eymundsson Austurstræti 18 Reykjavík, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík og Verslun Haraldar Júlíussonar Sauðárkróki.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bjargrad-barna-a-islandi-og-i-sudur-kyrrahafi-felagsvisindatorg-haskolanum-a-akureyri
Bjargráð barna á Íslandi og í Suður-Kyrrahafi - Félagsvísindatorg Háskólanum á Akureyri Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi gerir Sigrún Sveinbjörnsdóttir grein fyrir aðdraganda rannsóknar sem hún gerði á Fiji í Suður-Kyrrahafi haustið 2006, að hverju þurfti að gæta og hvaða hindranir og tækifæri leyndust í samvinnu við þarlenda fræðimenn, yfirvöld og síðast en ekki síst nemendur og fólkið í landinu. Sigrún gerir grein fyrir reynslu sinni sem gestur frá nýríku landi að rannsaka sálfræðileg fyrirbæri í fátæku landi og hvernig reyndi á ýmsar hliðar í mannlegum samskiptum, þá ekki síst mikilvæga merkingu hugtaka á borð við reisn og virðingu Haustið 2006 dvaldi Sigrún í rannsóknarleyfi á Fiji í Suður-Kyrrahafi í 3 mánuði og stundaði þar rannsóknir við University of the South Pacific. Fyrri rannsóknir Sigrúnar á bjargráðum íslenskra og ástralskra unglinga leiddu til staðlaðs prófs á bjargráðum (Measure of Adolescent Coping; MACS) en það próf var nú lagt fyrir 900 fijianska unglinga vítt og breitt um Fijieyjar. Sigrún hefur starfað sem sálfræðingur allt frá árinu 1976, meðal annars á þremur skólastigum (leik-, grunn-, og framhaldsskóla) og unnið með þroskaheftum. Auk þess hefur Sigrún veitt einstaklingum almenna sálfræðiráðgjöf og tekið að sér leiðsögn við fagmenn, einstaklinga eða hópa. Sigrún er nú dósent með þroska- og námssálfræði sem sérsvið við kennaradeild HA. Fyrirlesturinn er í Háskólanum á Akureyri í stofu L 201 á Sólborg, 5. september og hefst klukkan 12.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/einstakur-arangur-thorsstulkna-i-5-flokki-i-knattspyrnu
Einstakur árangur Þórsstúlkna í 5. flokki í knattspyrnu Árangur Þórsstúlkna í fimmta flokki í fótbolta hefur verið einstakur á liðnu ári. Um helgina urðu stúlkurnar Íslandsmeistarar eftir úrslitaleiki við Val sem fram fóru á Blönduósi. A-lið Þórs sigraði 2-1 en B-liðið beið lægri hlut 1-4. Það er hins vegar samanlagður stigafjöldi sem gildir og þess vegna er Þór Íslandsmeistari. Mörk A-liðs skoruðu Oddný Karólína Hafsteinsdóttir og Sandra María Jessen. Arna Rún Guðlaugsdóttir skoraði mark B-liðsins. Liðin hafa sigrað á fjölmörgum mótum undanfarið ár. A-liðið vann Goðamótið á Akureyri í febrúar, Landsbankamótið á Sauðárkróki í júní, Símamótið í Kópavogi í júlí, Pæjumótið á Siglufirði í ágúst ásamt undankeppni Íslandsmótsins. B-liðið vann Goðamótið í febrúar, varð í 3. sæti á Landsbankamótinu, 5. sæti á Símamótinu, 3. sæti á Pæjumótinu og vann undankeppni Íslandsmótsins. A-liðið hefur ekki tapað leik í sjö manna bolta og B-liðið hefur aðeins tapað sex sinnum. Samtals hafa liðin unnið 63 leiki, gert níu jafntefli og aðeins tapað sex leikjum. Þjálfarar stúlknanna hjá Þór eru þeir Hlynur Birgisson og Jón Stefán Jónsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haskolinn-a-akureyri-20-ara-i-dag
Háskólinn á Akureyri 20 ára í dag Í dag eru 20 ár síðan Háskólinn á Akureyri var formlega stofnaður. Fyrsti rektorinn var Haraldur Bessason og til að byrja með var boðið upp á nám í tveimur deildum, heilbrigðisdeild og rekstrardeild. Fastráðnir starfsmenn voru fjórir og nemendur voru 31. Frá upphafi hefur vöxtur HA verið hraður og mikilvægi hans fyrir bæjarfélagið hefur aukist ár frá ári. Námsframboð hefur aukist jafnt og þétt, nemendum og starfsfólki hefur fjölgað, ýmsir samstarfsaðilar hafa komið til og byggingar hafa risið. Á tuttugu ára afmæli háskólans eru nemendur um 1400 og starfsfólk telur um 180 manns. Boðið er upp á nám á eftirtöldum fræðasviðum: fjölmiðlafræði, grunnskólafræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, leikskólafræði, líftækni, lögfræði, nútímafræði, samfélags- og hagþróunarfræði, sálfræði, sjávarútvegsfræði og fiskeldi, tölvunarfræði, umhverfis- og orkufræði og viðskiptafræði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mjolkursamsalan-a-akureyri-tillaga-ad-deiliskipulagi
Mjólkursamsalan á Akureyri. Tillaga að deiliskipulagi. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi Mjólkursamsölunnar á Akureyri. Breytingin felur í sér að lóðamörk lóðar Mjólkursamsölunnar við Súluveg er breytt og lóðin minnkar til vesturs en stækkar lítillega til norðurs og austurs en einnig til suðurs þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum. Eftir þessa breytingu verður lóðin svipuð að stærð og hún var fyrir endurskoðun aðalskipulags Akureyrar 2005 – 2018, eða 3,9 ha. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 5. september 2007 – 17. október 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Mjólkursamsalan á Akureyri - deiliskipulagsuppdráttur Mjólkursamsalan á Akureyri - Skýringarmynd Mjólkursamsalan á Akureyri - greinargerð Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 vegna Iðnaðarsvæðis 3.12.2 I, mjólkurstöð við Miðhúsabraut, samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur hennar er 3 vikur eða frá 5. september 2007 til 26. september 2007. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 17. október 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 5. september 2007 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2005-2018-tillaga-ad-breytingu-veg
Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Tillaga að breytingu vegna iðnaðarsvæðis 3.12.2 I, mjólkurstöðvar við Miðhúsabraut. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018. Breytingin felur í sér að lóðamörk lóðar Mjólkursamsölunnar við Súluveg er breytt og lóðin minnkar til vesturs en stækkar lítillega til norðurs og austurs en einnig til suðurs þar sem gert er ráð fyrir nýbyggingum. Eftir þessa breytingu verður lóðin svipuð að stærð og hún var fyrir endurskoðun aðalskipulags Akureyrar 2005 – 2018, eða 3,9 ha. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 3 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 5. september 2007 - 26. september 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - Tillöguuppdráttur Samhliða þessari auglýsingu er auglýst deiliskipulag mjólkursamsölunnar á Akureyri, samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur hennar er 6 vikur eða frá 5. september 2007 til 17. október 2007. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 26. september 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 5. september 2007 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/urslit-i-teiknisamkeppni-grunnskolanema
Úrslit í teiknisamkeppni grunnskólanema Í gær var tilkynnt um úrslit í teiknisamkeppni sem Háskólinn á Akureyri hélt meðal grunnskólanema í 4. bekk á Akureyri, í tilefni af 20 ára afmæli skólans. Veitt voru þrenn verðlaun, auk viðurkenninga fyrir athyglisverðustu efnistök og framsetningu. Öllum nemendum í 4. bekk grunnskólanna á Akureyri var boðið að taka þátt og var samkeppnin haldin í samstarfi við myndlistarkennara hjá hverjum skóla. Óskað var eftir teikningum af Íslandsklukkunni sem stendur á háskólasvæðinu. Alls bárust á þriðja hundrað teikningar í samkeppnina. Verðlaun og viðurkenningar hlutu eftirtaldir: Birkir Andri Stefánsson Glerárskóla, fyrir frumlegustu litanotkunina. Arnþór Ó. Hulduson Oddeyrarskóla, fyrir tjáningarríkustu myndina. Sunna Guðný Sverrisdóttir Glerárskóla, fyrir sterkasta frásögn og túlkun á viðfangsefninu. Tinna Karen Fylkisdóttir Síðuskóla, fyrir góða myndbyggingu. Fjölnir Unnarsson Oddeyrarskóla, fyrir athyglisverða myndbyggingu. Ingibjörg Vincentsdóttir Lundarskóla, fyrir athyglisverða lágmynd. Baldvin Kári Magnússon Glerárskóla, fyrir athyglisverða framsetningu á viðfangsefninu. Þorsteinn Kristjánsson Brekkuskóla, fyrir athyglisverða framsetningu á viðfangsefninu. Stefán Ármann Hjaltason Oddeyrarskóla, fyrir athyglisverða túlkun. Sýning á öllum myndunum sem bárust í samkeppnina verður á bókasafni Háskólans frá 5. september til 5. október 2007. Bókasafnið er opið virka daga kl. 8:00 - 18:00 og laugardaga kl. 12:00 - 15:00. Allir eru velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bdquo-pater-jon-sveinsson-en-kalladu-mig-nonna-ldquo-s
„Pater Jón Sveinsson - en kallaðu mig Nonna“ - Sýning um lífshlaup Nonna opnar í Þjóðarbókhlöðunni um helgina. Í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu Jóns Sveinssonar, Nonna, þessa merka rithöfundar og jesúítaprests, en hann fæddist 16. nóvember árið 1857. Af því tilefni mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opna á laugardaginn sýninguna "Pater Jón Sveinsson - en kallaðu mig Nonna" Sýningin um Nonna lýsir merkilegu lífshlaupi hans í máli og myndum. Konur í Zontaklúbbi Akureyrar, sem reka Nonnahús á Akureyri, eiga veg og vanda að gerð sýningarinnar. Hún er sett upp í samvinnu við Þjóðdeild Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og stendur til 6. október. Sýningin verður einnig sett upp á Amtsbókasafninu á Akureyri og í Köln í Þýskalandi síðar á árinu. Fleiri viðburðir verða á árinu í tengslum við 150 ára fæðingarafmæli Nonna og má sem dæmi nefna þætti á Rás 1 um Nonna, leiklestur Leikfélags Akureyrar í nóvember á leikgerð, sem unnin er upp úr ævi og bókum Nonna. Stefnt er að því að sýna leikritið í heild sinni hjá Leikfélagi Akureyrar leikárið 2008-2009. Haldið verður málþing 1. desember þar sem viðfangsefnið er Nonni og barnamenning.
https://www.akureyri.is/is/frettir/andlit-fra-akureyri
Andlit frá Akureyri Sjónlistamaðurinn Martin J. Meier er gestur í Gestastúdíói Gilfélagsins í september. Verkefnið sem hann vinnur að er að teikna andlitsmyndir af íbúum Akureyrar. Myndirnar verða notaðar á sýningu sem opnar í Jónas Viðar Gallery 22. september næstkomandi. Þess vegna biðlar hann til íbúa Akureyrar um að teikna andlitsmyndir af þeim. Markmiðið er að teikna eins marga og auðið er svo úr verði sýning þar sem andlit Akureyringa verða í aðalhlutverki. Það tekur um 20 mínútur að teikna hvert verk og fólk er hvatt til að kíkja til Martins í húsnæði Gestastúdíósins efst í Listagilinu. Einnig má hafa samband við Martin í síma 857-5687 eða senda honum tölvupóst á netfangið [email protected]. Martin útskrifaðist úr listaskólanum Carrara á Ítalíu árið 1993. Hann er fæddur í bænum Chur sem er lítill bær í Sviss, ekki ólíkur Akureyri að sögn Martin. Hann býr og starfar í bænum Basel í Sviss sem er þekktur fyrir mikið listalíf og flottan arkitektur. Þetta er í annað sinn sem Martin er gestur í Gestastúdíói Gilfélagsins. Sýningin opnar sem fyrr segir í Jónas Viðar Gallery 22. september næstkomandi og lýkur 7. október. Heimasíða Martins er: www.martinj.ch
https://www.akureyri.is/is/frettir/frumflutningur-a-nyjum-tonverkum-eftir-jon-hlodver-askelsson-tonskald
Frumflutningur á nýjum tónverkum eftir Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld Á sunnudaginn verður boðið til mikillar hátíðar á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu en þá eru 130 ár liðin frá vígslu Þingeyrakirkju, einnar elstu og merkustu steinkirkju landsins. Þingeyraklaustur var áður ein merkasta trúar- og menningarmiðstöð landsins, þar sem meðal annars Arngrímur Brandsson ábóti á 14. öld ritaði sögu Guðmundar biskups góða Arasonar. Dagskráin hefst með hátíðarguðsþjónustu klukkan 14.00, sem vígslubiskupinn á Hólum, herra Jón Aðalsteinn Baldvinsson prédikar, og mun hann ásamt Sr. Sveinbirni R. Einarssyni, sóknarpresti, þjóna til altaris. Orgelleikari við guðsþjónustuna er Hörður Áskelsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og Hymnodia, kammerkór Akureyrarkirkju, syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Klukkan 16 hefjast svo tónleikar í kirkjunni, þar sem frumflutt verða tvö tónverk eftir tónskáldið Jón Hlöðver, sem samin hafa verið af þessu tilefni. Það fyrra er kórverk sem ber latneska heitið „Vir iste in populo“, en í verkinu er vísað til samnefndrar tíðargerðar sem flutt var af munkum að Þingeyrum og flutt var Guðmundi Arasyni til heiðurs er hann heimsótti klaustrið 21. október árið 1200, ári fyrr en hann tók biskupsvígslu. Seinni frumflutningurinn er tónverk í þremur þáttum fyrir selló og orgel flutt til heiðurs Arngrími Brandssyni og með hans heiti. Einnig verður sýnt nýtt myndverk, Súlur, eftir Heimi Frey Hlöðversson en verkið er myndtúlkun á samnefndu orgelverki Jóns Hlöðvers og samtímis verður flutt upptaka með leik Harðar Áskelssonar á því. Að lokum verða flutt þrjú kórverk einnig eftir Jón Hlöðver.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-skemmtiferdaskip-sumarsins-kemur-til-akureyrar-a-sunnudaginn
Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar á sunnudaginn Síðasta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar á sunnudaginn en alls lögðu skemmtiferðaskip 58 sinnum við bryggju á Akureyri í sumar. Um er að ræða skipið Grand Princess sem er stærst þeirra skemmtiferðaskipa sem heimsótt hafa Akureyri en það tekur 2700 farþega. Grand Princess leggst við Oddeyrarbryggju klukkan sjö um morguninn og fer aftur seinnipartinn. Á þeim tíma sem skemmtiferðaskip liggja við bryggju er jafnan boðið upp á kynnisferðir fyrir farþega, meðal annars um Akureyrarbæ, í Mývatnssveit, að Goðafossi og í Laufás. Hátt í 50 rútur koma til með að aka þeim 1700 ferðamönnum Grand Prinsess, sem hyggjast nýta sér þessar skipulögðu ferðir á sunnudaginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/felagsmalanefnd-althingis-i-kynnisferd
Félagsmálanefnd Alþingis í kynnisferð Félagsmálanefnd Alþingis kom til Akureyrar í gær til að kynna sér reynslu bæjarins af samþættingu verkefna á sviði þjónustu við fatlaða, heilsugæslu og öldrunarþjónustu við aðra þjónustu sem rekin er af sveitarfélaginu. Nefndin fékk yfirgripsmikla kynningu á þjónustu bæjarins og þeim árangri sem hér hefur náðst. Akureyri hefur10 ára reynsla af rekstri þessara málaflokka sem annarsstaðar eru reknir af ríkinu. Óhætt er að segja að helstu markmiðum hafi verið náð og árangurinn hafi skilað sér í aukinni samvinnu milli þjónustukerfa og samþættingu á þjónustu sem fyrir vikið er heildstæðari og meira í takt við þarfir íbúanna. Sem dæmi má nefna samvinnu heimahjúkrunar og heimaþjónustu sem hefur bætt þjónustu, gert fólki kleift að búa lengur heima og aukið hagræði. Ný og breytt úrræði hafa einnig orðið til þegar ekki hefur náðst að sinna þörfum með þjónustu sem fyrir er. Dæmi um það eru: Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra en það er fyrirbyggjandi heilsuvernd sem býðst öllum 75 ára og eldri sem búa heima án heimahjúkrunar. Ráðgjöfin heim er þjónusta sem miðar að því að aðstoða geðfatlaða einstaklinga við sjálfstæða búsetu. Reynslan sýndi að venjuleg heimaþjónusta var ekki að nýtast þeim sérlega vel en iðjuþjálfar sem standa að ráðgjöfinni heim, hafa náð að byggja upp úrræði sem eykur sjálfsbjargargetu og sjálftraust þeirra sem þjónustuna þiggja. Skjöldur er sérskóladeild innan Hlíðarskóla og er samvinnuverkefni skóladeildar, fjölskyldudeildar, heilsugæslu og barna og unglingadeildar FSA. Í Skildi eru börn sem eiga við mikil geðræn og þroskavandamál að stríða og þar fá þau heildstæð meðferðar og kennsluúrræði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelishatid-haskolans-a-akureyri
Afmælishátíð Háskólans á Akureyri Haldið var upp á afmæli Háskólans á Akureyri á laugardaginn. Athöfnin hófst með söng Karlakórs Akureyrar-Geysis, við Íslandsklukkuna. Því næst hringdi Kristinn E. Hrafnsson, höfundur listaverksins, klukkunni 20 sinnum í tilefni dagsins. Þá færðist hátíðin inn í skólabygginguna þar sem nokkrir tóku til máls. Skrifað var undir tvo samninga að þessu tilefni, annars vegar við KEA um eflingu háskólasjóðs og hins vegar við Eimskipafélag Íslands og Glitni til að styrkja Háskólann á Akureyri í forystuhlutverki á sviði norðurslóðafræða. Þá afhjúpaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, nýtt merki háskólans. Margir góðir gestir komu í afmælið meðal annarra alþingismenn, ráðherrar, rektorar annarra háskóla og bæjarstjórn Akureyrar. Einnig var Sverrir Hermannsson viðstaddur athöfnina en hann var menntamálaráðherra árið 1987 þegar ákveðið var að Háskólinn á Akureyri yrði settur á laggirnar. Háskólanum bárust margar góðar gjafir. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar, færði skólanum peningagjöf upp á tvær milljónir króna. Kristín Ingólfsdóttir færði skólanum, fyrir hönd háskólanna á Íslandi, málverkið Gásar eftir Kristján Steingrím og nemendafélag Háskólans á Akureyri færði skólanum nýja beinagrind. Að lokum afhjúpaði Sigrún Björk listaverkið Spor eftir listakonuna Sigríði Ásgeirsdóttur. Listaverkið er sandblásið gler í turninum á Borgum og nær frá fjórðu og upp í sjöundu hæð byggingarinnar. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Marimbasveit Hafralækjaskóla í Þingeyjarsveit spilaði fyrir gesti Sigríður Ásgeirsdóttir höfundur listaverksins Spor, Þorsteinn Gunnarsson, rektor og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjori-heimsaekir-grimsby
Bæjarstjóri heimsækir Grimsby Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, skrifaði undir viljayfirlýsingu um vinabæjarsamstarf í Grimsby um helgina. Ætlunin er að leggja áherslu á samskipti atvinnulífs og mennta- og rannsóknarstofnana Akureyrar og Grimsby. Lögð var áhersla á þessa þætti í kynnisferðum og fundum. Fiskmarkaðinn í Grimsby var skoðaður snemma morguns en meiri hluti þess fisks sem boðinn var upp er íslenskur. Skoðaðir voru frumkvöðla- og starfsmenntunarmiðstöðvar, höfnin í Immingham og merkilegt safn um sjávarútveg og störf á togurum um miðbik síðustu aldar. Fjölmörg íslensk fyrirtæki eru með starfsemi á svæðinu og hittu Akureyringarnir fulltrúa þeirra fyrirtæka og kynntu sér meðal annars starfsemi Samherja. Ferðin var í boði sveitarstjórnar North East Lincolnshire sem samanstendur meðal annars af bæjunum Grimsby, Cleethorpes og Immingham. Fulltrúar Akureyrarbæjar voru Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri, Sigríður Stefánsdóttir, deildarstjóri hjá Akureyrarbæ og Jón Ingi Benediktsson frá HA, verkefnisstjóri matvælaklasa, Vaxtarsamnings Eyjarfjarðar. Einnig tóku sendiherra Íslands í London, Sverrir Haukur Gunnlaugsson og kona hans Guðný Aðalsteinsdóttir þátt í hluta dagskrárinnar, en sendiherrann hefur unnið ötullega að því að koma þessum samskiptum á. Á næstu mánuðum og árum verður látið á það reyna hvort grundvöllur er fyrir samskiptum og ef svo reynist er stefnt að öflugu vinabæjarsamstarfi. Reiknað er með að fulltrúar frá Grimsby komi í heimsókn til Akureyrar á næsta ári. Vefsíða North East Lincolnshire Council: http://www.nelincs.gov.uk/ Frétt um heimsóknina má sjá hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristjan-syngur-fyrir-ibua-hlidar
Kristján syngur fyrir íbúa Hlíðar Kristján Jóhannsson, óperusöngvari frá Akureyri, tók lagið fyrir íbúa Dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri í gær. Móðir Kristjáns, Fanney Oddgeirsdóttir, dvelur á Hlíð en hún verður níræð 14. september næstkomandi. Óhætt er að segja að íbúum Hlíðar hafi þótt tónarnir fallegir og verið ánægðir með heimsókn stórsöngvarans. Kristján hélt tónleika móður sinni til heiðurs í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Gríska sópransöngkonan Sofia Mitropoulos og Corrado Alessandro Cappitta, barintonsöngvari frá Ítalíu, sungu með Kristjáni á tónleikunum en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, sá um tónlistarflutninginn. Um 1500 áheyrendur komu til að hlýða á stjörnurnar og var þeim ákaft fagnað í lok tónleikanna. Í lokin var Kristjáni færður blómvöndur sem hann gaf móður sinni og sagði „Ég elska þig mamma“.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-um-uppbyggingu-a-thorssvaedinu-undirritadur
Samningur um uppbyggingu á Þórssvæðinu undirritaður. Í gær var skrifað undir nýjan og endurskoðaðan samning milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Þórs um uppbygginu á félagssvæði Þórs. Markmið samningsins er að bæta verulega æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir knattspyrnu á félagssvæði Þórs sem og að byggja þar upp fullkominn frjálsíþróttavöll. Með samningnum verður Þór tryggt aukið svæði til æfinga. Einnig verður keppnisvöllurinn tekinn upp og í hann lagðar hitalagnir ásamt nýju grasi. Þá mun verða reist sameiginleg stúka fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir á svæðinu sem mun bæta alla aðstöðu bæði Þórs og Ungmennafélags Akureyrar verulega. Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að um góðan og hagstæðan samning sé að ræða og að spennandi tímar séu framundan við uppbyggingu svæðisins. Skrifað var undir samninginn með fyrirvara um afgreiðslu bæjarráðs Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/grodrarstod-og-safnasvaedi-vid-krokeyri-tillaga-ad-deiliskip
Gróðrarstöð og safnasvæði við Krókeyri. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna mótorhjólasafns. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Gróðrarstöðvar og safnasvæðis við Krókeyri. Breytingin felur í sér að svæði S2, svæði fyrir stofnun, er skipt upp í tvö aðskilin svæði S2 og S5. Aðkomuleið að skipulagssvæðinu er færð til suðurs og verður milli svæðaS2 og S5. Breytingin felur í sér stækkun safnasvæðisins S3 og er útfærsla bílastæða endurskoðuð. Auk þess eru lítils háttar leiðréttingar gerðar á útlínum suðurenda húsagötunnar. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 12. september 2007 - 24. október 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Gróðrarstöð og safnasvæði við Krókeyri - tillaga að deiliskipulagsbreytingu Gróðrarstöð og safnasvæði við Krókeyri - tillaga að greinargerð Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 24. október 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 12. september 2007 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarflugvollur-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
Akureyrarflugvöllur. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar. Breytingin felur í sér að lóð fyrir flugskýli sem áður var flugsafn er skipt upp í tvær lóðir og byggingaréttur aukinn á þeim lóðum. Einnig er breytt fyrirkomulagi á bílastæðum sunnan við aðkomu að flugstöð. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 12. september 2007 - 24. október 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Akureyrarflugvöllur - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 24. október 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 12. september 2007 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarhlaup-kea-a-laugardaginn
Akureyrarhlaup KEA á laugardaginn Akureyrarhlaup KEA fer fram næstkomandi laugardag, 15. september. Keppt verður í 21, 10 og 5 km auk þess sem boðið er upp á 3ja km skemmtiskokk. Dagskráin hefst klukkan 10 um morguninn á Akureyrarvelli með ræsingu í hálfu maraþoni. Í framhaldinu hefst upphitun sem Jón Jósep Snæbjörnsson stjórnar og ræst verður í aðrar vegalengdir klukkan 11. Rás- og endamark er á Akureyrarvelli. Allir þátttakendur fá þátttökupening en auk þess verða glæsileg verðlaun dregin úr nöfnum allra þátttakenda. Að hlaupi loknu bjóða Goði, Hótel Kea og Vífilfell til grillveislu. Í tilefni dagsins býður Akureyrarsundlaug gestum sínum frítt í sund þennan dag. Samhliða hlaupinu verður keppt í þríþraut og þar eru tvær vegalengdir í boði. Annars vegar 1000 m sund, 30 km hjól og 10 km hlaup og hins vegar 500 m sund, 15 km hjól og 5 km hlaup. Keppni í þríþraut hefst í Akureyrarsundlaug klukkan 9 á laugardagsmorgun. Á föstudaginn verður skráningarhátíð á Glerártorgi milli klukkan 15 og 18 þar sem keppendur geta skráð sig og nálgast keppnisgögn. Á staðnum verður hægt að fá góð ráð um allt sem tengist hlaupum og hlaupabúnaði auk þess sem boðin verður fitumæling, blóðþrýstingsmæling og sjúkraþjálfarar gefa góð ráð. Nánari upplýsingar um Akureyrarhlaup KEA má nálgast á www.akureyrarhlaup.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsti-snjorinn-i-hlidarfjalli
Fyrsti snjórinn í Hlíðarfjalli Fyrsti snjór haustsins er fallinn í Hlíðarfjalli eins og sjá má á vefmyndavélum heimasíðu Hlíðarfjalls. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls segir vissulega ánægjulegt að sjá snjó í fjallinu og það lofi góðu fyrir veturinn þó nokkuð sé í að skíðaiðkun geti hafist. Undirbúningur fyrir skíðaveturinn gengur vel. Meðal nýjunga í vetur er aukin flóðlýsing í skíða- og göngubrautum. Einnig er áframhaldandi uppbygging á snjóbrettagarði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrstu-10-syningar-a-ovita-ad-verda-uppseldar
Fyrstu 10 sýningar á Óvita að verða uppseldar Fjölskylduleikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á laugardaginn. Mikil sala er á sýninguna og nú styttist í að uppselt verði á fyrstu tíu sýningarnar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Leikfélagi Akureyrar er um að ræða frábæra skemmtun fyrir afa og ömmur, pabba og mömmur og börn - stór og smá og eru áhugasamir hvattir til að tryggja sér miða. Ákveðið var að semja tónlist fyrir þessa uppsetningu og það er Jón Ólafsson sem á heiðurinn af henni. Geisladiskur með tónlistinni er kominn út og einnig hefur leikritið verið gefið út á bók á vegum Eddu útgáfu í tilefni frumsýningarinnar. Í Óvitum er allt á hvolfi. Þar minnkar maður með aldrinum, fullorðnir leika börn og börnin leika þá fullorðnu. Það er þó ekki fyrr en Finnur strýkur að heiman sem allt fer endanlega í háaloft. Lögreglan og hjálparsveitirnar hefja leit, pabbi og mamma eru miður sín og jafnvel skólastjórinn brestur í grát. En í miðjum látunum eignast Finnur nýjan vin og uppgötvar ýmislegt um lífið og hvernig það er að verða lítill. Rúmlega 500 börn tóku þátt í áheyrnarprufum fyrir sýninguna en 17 börn hlutu hlutverk og hófu þau æfingar ásamt fullorðnum leikurum sýningarinnar í maí síðastliðinn. Kortasala LA er einnig í fullum gangi og er meiri en nokkru sinni fyrr. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.leikfelag.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/veitingahusid-fridrik-v-tilefnt-til-norraenna-heidursverdlauna
Veitingahúsið Friðrik V tilefnt til norrænna heiðursverðlauna Veitingahúsið Friðrik V á Akureyri er tilefnt af hálfu Íslands til heiðursverðlauna ársins fyrir nýjan norræna mat og matargerðarlist, sem norræna ráðherranefndin stendur fyrir. Þema verðlaunanna, sem verða veitt í fyrsta sinn á þessu ári, er ferðaþjónusta og svæðisbundin uppbygging. Að auki eru tilnefnd Íshótelið í Jukkasjärvi í Svíþjóð, Hanne Frosta eigandi veitingastaðarins På Høyden í Björgvin í Noregi, Læsø saltverksmiðjan í Danmörku, ritstjórn matartímaritsins Viisi Tähteä í Finnlandi, Esben Toftdahl, forstöðumaður á Grænlandi og uppskeruhátíðin á Álandseyjum. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin, sem nema 100.000 dönskum krónum eða jafnvirði 1,2 milljóna íslenskra króna, þann 12. október. Markmiðið með verðlaununum er að heiðra og styðja við stofnun eða einstakling sem hefur lagt mikið að mörkum við að kynna, þróa og vekja athygli á gildum og tækifærum sem felast í norrænum matvælum og norrænni matargerðarlist. www.mbl.is greindi frá.
https://www.akureyri.is/is/frettir/norskir-embaettismenn-i-nams-og-kynnisferd
Norskir embættismenn í náms- og kynnisferð Níu embættismenn frá sveitarfélaginu Stord í vestur Noregi eru þessa dagana í náms- og kynnisferð á Akureyri. Þeir eru hér til að kynna sér árangur bæjarins í samþættingu og samvinnu milli faghópa og mismunandi þjónustukerfa. Akureyri varð fyrir valinu sem námsstaður þar sem hér er komin reynsla á samvinnu með málefni fjölskyldna á mjög breiðum grunni þar sem fléttuð er saman þjónusta margra kerfa s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu, málefna fatlaðra, skólamála, öldrunarmála, búsetumála, heimaþjónustu o.fl.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fritt-i-sund-a-morgun
Frítt í sund á morgun Sundlaug Akureyrar býður öllum gestum sínum frítt í sund á morgun, laugardag. Boðið er í tilefni Akureyrarhlaups KEA sem er á morgun og þríþrautar sem meðal annars fer fram í Akureyrarlaug. Fólk er hvatt til að nýta þetta góða boð og skella sér í sund.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tre-faerd-til-vegna-byggingu-midhusabrautar
Tré færð til vegna byggingu Miðhúsabrautar Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar vinnur að því þessa dagana að bjarga þúsundum trjáa vegna byggingu Miðhúsabrautar. Trén eru í öllum stærðum og í flestum tilfellum er um að ræða birki, lerki og furu. Trjánum verður svo fundinn staður víðsvegar um bæinn, t.d. á Eiðsvöllum, í Akurgerði, á Golfvellinum og hjá Malbikunarstöðinni. Sigurður Óli Þorvaldsson og Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar, flytja birkitré sem mun í framtíðinni eignast annan samastað í bænum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lydheilsuthing-a-akureyri
Lýðheilsuþing á Akureyri Lýðheilsuþing félags um lýðheilsu verður í Háskólanum á Akureyri á miðvikudaginn. Þingið ber yfirskriftina Búseta og lýðræði og er haldið í samstarfi við Vaxtasamning Eyjafjarðarsvæðisins og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Þingið er opið öllum og er jafnframt hluti af þverfaglegu meistaranámi í heilbrigðisvísindum við heilbrigðisdeild HA. Meðal þess sem fjallað verður um á þinginu er viðhorf og væntingar starfsmanna í vinnubúðum á Austurlandi, námsárangur og búseta, lífshættir og holdafar kvenna í borg og bæ og munnheilsa barna eftir búsetu. Einnig verða veitt verðlaun í samkeppni nema um besta veggspjaldið. Hér má skoða dagskrá þingsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/undirbuningur-fyrir-sjonlist-2007-stendur-sem-haest
Undirbúningur fyrir Sjónlist 2007 stendur sem hæst Undirbúningur fyrir afhendingu Sjónlistaverðlaunanna 2007 sem fram fer á föstudaginn í Flugsafni Íslands er í fullum gangi en gera má ráð fyrir að um 250 gestir verði viðstaddir. Sýning á verkum þeirra sem tilnefndir eru var opnuð í Listasafninu á Akureyri á Akureyrarvöku og hefur fólki gefist kostur á að kynna sér verkin og listamennina á bak við þau. Einnig fylgdi blað um Sjónlist 2007 með síðasta laugardagsblaði Morgunblaðsins. Listamennirnir tveir sem valdir verða á föstudagskvöldið úr hópi sex tilnefndra, og hljóta Sjónlistaorðuna verða ríkulega verðlaunaðir en tvær milljónir króna koma í hlut hvors listmanns og eru þetta hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi. Umræðuefni málþingsins sem fram fer í Ketilhúsinu á laugardaginn frá 11-15 er samspil siðfræði og lista og eru áhugasamir hvattir til að mæta og hlusta á breska heimspekinginn Matthew Kieran, sænska hönnuðinn Olof Kolte, myndlistakonuna Lilju Pálmadóttur og séra Ásu Björk Ólafsdóttur ræða um siðfræði og listir. Þeir sem hafa áhuga á taka þátt í Sjónlistahelginni 2007 en búa utan Akureyrar geta kynnt sér tilboð á flugi hjá Flugfélagi Íslands og tilboð á gistingu hjá Hótel KEA, Hótel Akureyri og Gistiheimili Akureyrar. Frekari upplýsingar um Sjónlist 2007 er að finna á www.sjonlist.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/sigur-ros-ndash-heima-forsynd-a-akureyri-um-sidustu-helgi
Sigur Rós – Heima forsýnd á Akureyri um síðustu helgi Kvikmyndin Heima með hljómsveitinni Sigur Rós var forsýnd í Borgarbíói á Akureyri á laugardaginn að viðstöddu fjölmiðlafólki hvaðanæva úr heiminum. Ákveðið var að hafa forsýninguna á Akureyri sem þótti gefa góða raun. Að sögn Kára Sturlusonar, umboðsmanns og skipuleggjanda, fékk kvikmyndin mjög góðar viðtökur og töldu sumir gestanna að hér væri um bestu tónleikamynd sögunnar að ræða. Um 30 erlendum blaðamönnum var boðið að sjá myndina og ræða að henni lokinni við liðsmenn hljómsveitarinnar. Gestirnir fengu einnig að kynnast Akureyri og fengu meðal annars lifandi leiðsögn um Innbæinn. Í Nonnahúsi voru teknar ljósmyndir af meðlimum Sigur Rósar en þetta sögufræga hús þótti henta einkar vel til að ná stemningunni sem einkennir tónlist hljómsveitarinnar. Eins og margir vita þá fjallar kvikmyndin Heima um tónleikaferð Sigur Rósar um Ísland sumarið 2006. Kvikmyndin verður frumsýnd fimmtudaginn 27. september, sem opnunarmynd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík en almennar sýningar hefjast 5. október. Hljómsveitin heldur í mánaðar ferðalag í byrjun október til að kynna myndina víða um heim.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heilbrigdisnefnd-althingis-kynnir-ser-malin-a-akureyri
Heilbrigðisnefnd Alþingis kynnir sér málin á Akureyri Mikill áhugi er á reynslu Akureyringa af samþættingu þjónustu á sviði heilbrigðismála, öldrunarmála, félagsmála, skólamála og málefnum fatlaðra. Í gær heimsótti heilbrigðisnefnd Alþingis Akureyri og átti meðal annars fund á heilsugæslunni með framkvæmdastjórum þessara málaflokka. Að undanförnu hafa Akureyringar einnig verið heimsóttir af félagsmálaráðherra, félags– og tryggingamálanefnd Alþingis og verkefnastjórn á vegum Alþingis um yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskolakennarar-i-faereyjum
Leikskólakennarar í Færeyjum Þessa vikuna eru tveir leikskólakennarar frá leikskólanum Iðavöllum staddir við kennslu í leikskóla í Færeyjum. Það er norræna félagið Nord Plus Junior sem styrkir kennaraskipti af þessu tagi og gerir starfsmönnum leikskóla á Norðurlöndunum kleift að kynna sér starfsemi starfsbræðra sinna. Allir starfsmenn leikskólanna hafa kost á að sækja um, ekki bara menntaðir leikskólakennarar, og hafa til dæmis verið danskir leiðbeinendur í starfskynningu hjá Iðavöllum. Aðrir leikskólar á Akureyri eru einnig í þessu samstarfi og í lok ágúst voru níu danskir starfsmenn hér á Akureyri við kennslu í fjórum mismunandi leikskólum og sex starfsmenn frá Svíþjóð sem allir voru á leikskólanum Flúðum. Kristlaug Þórhildur Svavarsdóttir, leikskólastjóri Iðavallar, segir að þessi kennaraskipti séu mjög þýðingarmikil fyrir leikskólastarfið. Með þessu móti séu mynduð tengsl við aðra skóla á hinum Norðurlöndunum og starfsfólkið sjái nýja hluti sem nýtist í starfinu hér heima. Einnig sé þetta líka tækifæri fyrir kennara héðan að miðla starfinu hér og segja frá landi og þjóð. Að síðustu brjóti þetta svo sannarlega upp hið dags daglega mynstur og sé mjög skemmtileg tilbreyting.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidburdarik-listahelgi-framundan
Viðburðarík listahelgi framundan Það er viðburðarrík helgi framundan í heimi lista og menningar á Íslandi en í dag verða Sjónlistaverðlaunin 2007 veitt í Flugsafni Íslandi á Akureyri. Dagskráin hefst klukkan 19.15 þar sem listamennirnir, dómnefnd og gestir koma saman og hálftíma seinna hefst bein útsendingin í Ríkissjónvarpinu þar sem kunngjört verður hverjir hljóta Sjónlistaorðuna, annarsvegar fyrir hönnun og hinsvegar fyrir myndlist. Einnig verður tilkynnt hver hlýtur heiðurorðu Sjónlistar sem er veitt fyrir einstakt æviframlag til sjónlistanna en að þessu sinni verður það hönnuður. Í tengslum við Sjónlist verður haldið málþing á morgun í Ketilhúsinu þar sem rætt verður um tengsl siðfræði og sjónlistar frá hinum ýmsu sjónarhornum. Á Sjónlistahátíðinni munu nokkrir listamenn opna sýningar. Hlynur Hallsson opnar sýninguna ÞETTA-DAS - THIS í DaLí Gallery, Brekkugötu 9 í dag klukkan 17 og á morgun gefst kostur á að skoða þrjár nýjar sýningar. Þórarinn Blöndal opnar sýninguna „inn-rými“ í Gallerí + og Vilhelm Anton Jónsson, einnig þekktur sem Villi naglbítur, sýnir málverk í Deiglunni sem fjalla um snertingu og losta. Martin J. Meier opnar í Jónas Viðar Gallery sýningu sem ber heitið „Andlit Akureyrar“ í Jónas Viðar Gallery. Þar gefur að líta yfir 50 andlitsmyndir af Akureyringum. Myndirnar eru teiknaðar með kolum á endurunninn pappír og verða þær hengdar upp í loftið í galleríinu. Ekki má svo gleyma sýningunni „Skyldi ég vera þetta sjálfur“, sem er í Ketilhúsinu og er sett upp í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar. Og frá myndlist yfir í tónlist. Grímudansleikir, furðu- og náttfatapartý verða víða á skemmtistöðum bæjarins á morgun. Megas og Senuþjófarnir verða með tvenna tónleika á Græna hattinum og Geirmundur Valtýrsson mætir með fríðu föruneyti svo dæmi sé tekið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrskar-listakonur-syna-i-kaupmannahofn
Akureyrskar listakonur sýna í Kaupmannahöfn Fimm listakonum, sem allar starfa að listsköpun á Akureyri, hefur verið boðin þátttaka í listsýningunni „SMELTEVAND” í Kaupmannahöfn. Þessi listsýning er haldin í tengslum við „Alþjóðlegt heimskautaár“ sem nú stendur yfir í heiminum og verður sýningin í Grænlandshúsinu í Kaupmannahöfn með þátttöku ellefu Grænlendinga, Dana og Íslendinga. Formleg opnun verður mánudaginn 24. september og en sýningin stendur til 2. nóvember. Í verkum sínum túlka listakonurnar meðal annars hlýnun jarðar og bráðnun jökla í grafík, textíl- og leirverkum. Myndlistakonurnar heita Anna Gunnarsdóttir og Ragnheiður Björk Þórsdóttir sem vinna með textíl, Hrefna Harðardóttir og Sigríður Ágústsdóttir sem vinna með keramik og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sem vinnur með grafík.
https://www.akureyri.is/is/frettir/studio-granda-og-hrafnkell-sigurdarson-hlutu-sjonlistaverdla
Studio Granda og Hrafnkell Sigurðarson hlutu Sjónlistaverðlaunin 2007 og Högna Sigurðardóttir hlaut Heiðursorðu Sjónlista Sjónlistaverðlaunin 2007 voru veitt í Flugsafni Íslands á Akureyri í kvöld og voru þau sýnd í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins.Það var niðurstaða dómnefndar á sviði hönnunar að Studio Granda, sem stofnað var af Margréti Hardardóttur og Steve Christer í Reykjavík árið 1987, fengi Sjónlistaorðuna fyrir hönnun á viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og einbýlishús á Hofi á Höfðaströnd. Það var Eyjólfur Pálsson í Epal sem afhenti Studio Granda verðlaunin; tvær milljónir króna og eru verðlaunin veitt af Montana, hönnunar- og húsgagnafyrirtæki Peters J. Lassens. Á sviði myndlistar var niðurstaða dómnefndar sú að Hrafnkell Sigurðarson skyldi hljóta Sjónlistaorðuna 2007 fyrir verkið Áhöfn, ásamt innsetningunni Athafnasvæði, sem samanstendur af röð ljósmynda af sjómannastökkum. Það var Steingrímur Wernesson sem afhenti Hrafnkatli verðlaunin fyrir hönd Inn fjárfestingar, einnig tvær milljónir króna. Að síðustu tilkynnti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hver mundi hljóta heiðursorðu Sjónlista. Heiðursorðan kom í hlut Högnu Sigurðardóttur arkitekts fyrir einstakt æviframlag hennar til íslenskrar nútímabyggingarlistar. Högna sagði við afhendinguna að aldrei væri nógu mikið talað um byggingarlist. Þó að verk hennar hér á landi séu hvorki mörg eða stór í fermetrum talið mælast þau þeim mun stærri í listrænum víddum. Byggingarlist Högnu er nátengdari íslensku landslagi, náttúru og sögulegum arfi en verk flestra núlifandi arkitekta, og það þó að hún hafi mestan hluta ævi sinnar búið og starfað í Frakklandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/still-velur-listamann-arsins
Stíll velur listamann ársins Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, grafíklistamaður á Akureyri, hefur verið valin listamaður ársins hjá Auglýsingastofunni Stíl. Stíll hefur hrundið af stað verkefni sem fellst í að velja einn listamann á ári til að vinna með og kynna sérstaklega. Í samvinnu við Sveinbjörgu hefur fyrirtækið útfært nokkur verk eftir hana til að bjóða landsmönnum upp á í skemmtilegum útfærslum. Verkin má fá á sandblástursfilmur í glugga, setja beint á veggi sem límdúk og fá útfærð á veggfóður eða önnur efni sem Stíll býður uppá. Sveinbjörg er löngu er orðin landsþekkt fyrir grafíkverk sín, en hún rekur Gallerí Svartfugl og Hvítspóa á Akureyri ásamt Önnu Gunnarsdóttur. Sveinbjörg var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2004.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thegar-markadsvaeding-og-ardsemiskrafa-rifa-hjartad-ur-bladame
Þegar markaðsvæðing og arðsemiskrafa rífa hjartað úr blaðamennskunni Í Félagsvísindatorgi hjá Háskólanum á Akureyri í hádeginu á morgun fjallar Birgir Guðmundsson um umræður sem fram fara í fagstétt blaðamanna víða um heim um þessar mundir og átaksaðgerð á vegum Evrópusambands blaðamanna, sem ráðist verður í nú í haust undir kjörorðinu “Stand up for Journalism”. Fyrirlesturinn verður í stofu L 201 í Sólborg og hefst klukkan 12. Birgir er lektor í fjölmiðlafræði við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Birgir er stjórnmálafræðingur og sagnfræðingur frá Essex í Bretlandi og lauk framhaldsnámi í stjórnmálafræði frá Manitóbaháskóla í Kanada. Hann hefur starfað við fjölmiðla í um tvo áratugi sem blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri. Birgir er ritstjóri Blaðamannsins, fagrits Blaðamannafélags Íslands, formaður dómnefndar um Blaðamannaverðlaun Íslands og á sæti í nefnd á vegum Blaðamannafélagsins sem vinnur að endurskoðun á siðareglum félagsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorinn-a-akureyri-i-khanty-mansiysk-i-russlandi
Bæjarstjórinn á Akureyri í Khanty?Mansiysk í Rússlandi Í þessari viku verður allsherjarþing samtakanna Northern Forum haldið í Khanty – Mansiysk í Rússlandi. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Stefánsdóttir, deildarstjóri verða fulltrúar Akureyrar á þinginu. Á þinginu mun bæjarstjóri að leggja fram boð þess efnis að höfuðstöðvar samtakanna verði fluttar til Akureyrar. Samráð hefur verið haft við Samband íslenskra sveitafélaga og utanríkisráðuneytið sem ásamt Forseta Íslands hafa tekið jákvætt í málið og hyggjast styðja verkefnið með ráðum og dáð ef hugmyndin verður að veruleika. Samtökin Northern Forum voru stofnuð árið 1991. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum. Akureyrarbær varð aðili að samtökunum á aðalfundi þeirra í St. Pétursborg árið 2003. Meginrök fyrir inngöngu voru að styrkja Akureyri í sessi sem miðstöð norðurslóðastarfs, styrkja það starf sem þegar var unnið á því sviði í bænum og að auka þátttöku í erlendu samstarfi. Höfuðstöðvar samtakanna hafa frá upphafi verið í Anchorage í Alaska. Starfsmenn þar eru nú 4 – 5. Auk þess hafa verið reknar svæðisskrifstofur í Lapplandi og í Sakha í Rússlandi en kostnaður við þær hafa verið greiddar af þeim fylkjum. Einn starfsmaður í Moskvu sinnir fyrst og fremst tengslum og þjónustu við fulltrúa fyrirtækja, sem aðild eiga að samtökunum. Rök fyrir staðsetningu höfuðstöðva í Anchorage í Alaska hafa fyrst og fremst verið þau að þaðan kom hugmyndin og frumkvæðið að stofnun samtakanna og að öflugur stuðningur hefur fengist frá fylkinu. Nú hafa komið fram hugmyndir um að finna höfuðstöðvum nýjan stað. Augu hafa beinst að Íslandi m.a. vegna staðsetningar landsins og að landið hefur verið áberandi í norðurslóðastarfi t.d. þegar formennska Norðurslóðaráðsins var í höndum Íslendinga. Nokkrar af skrifstofum ráðsins eru á Akureyri (CAFF og PAME), og þar er einnig Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Háskólinn á Akureyri er aðili að Háskóla Norðurslóða og Rannsóknaþingi norðursins (Northern Research Forum, NRF) og hefur verið virkur í fleiri norðurlóðaverkefnum. Í skólanum eru einnig kennd norðurslóðafræði. Með rekstri skrifstofunnar á Akureyri gæti náðst hagræðing vegna samreksturs, auk þess sem reikna má með að ýmis rekstarkostnaður t.d vegna húsnæðis og ferða gæti lækkað. Talið er að auðveldara geti orðið að fá styrki og að auka samvinnu við svæði í Evrópu. Rekstur höfuðstöðva á Akureyri/ Íslandi væri auk þess vegsauki fyrir landið og myndi auka þýðingu í alþjóðlegu sambandi, auk þess að opna möguleika á samvinnu og að sækja og miðla þekkingu. Á þinginu í Khanty – Mansiysk verður einnig haldið upp á 15 ára afmæli samtakanna. Þau urðu fimmtán ára árið 2006 en þar sem allsherjarþingið er haldið annað hvert ár þá er þetta formlegt afmælisþing.
https://www.akureyri.is/is/frettir/syningin-matur-inn-2007-a-akureyri-13-14-oktober
Sýningin MATUR-INN 2007 á Akureyri 13.-14. október Það styttist óðum í sýninguna MATUR-INN sem fram fer í Verkmenntaskólanum á Akureyri 13.-14.október. Sýningin er nú haldin í þriðja skipti og verður stærri en nokkru sinni. Það er félagið Matur úr héraði – Local food sem stendur fyrir sýningunni en félagið er afrakstur af samstarfi innan matvælaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Innan þess starfa bæði framleiðendur, veitingahús, smásöluaðilar og þeir sem leggja vilja áherslu á svæðisbundna matarmenningu. Enn er tekið á móti skráningu þátttakenda á sýninguna en markmiðið með henni er að sögn Júlíusar Júlíussonar talsmanni sýningarstjórnar og stjórnarmanni félagsins Matur úr héraði, að vekja athygli fólks á þeirri miklu fjölbreytni og gæðum matvæla sem er á Norðurlandi. Jafnframt sýningunni verða ýmsar skemmtilegar uppákomur og má sem dæmi nefna fræðslusmiðjur um ýmislegt sem tengist mat og matarmenningu, borðbúnaður verður sýndur, keppt verður í samlokugerð, kjötiðnaðarnemar spreyta sig og þekktir einstaklingar keppa í matreiðslu. Ekki má gleyma því að á sýningunni MATUR-INN verður keppt um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007 en fimm matreiðslumeistarar keppa um titilinn. Þetta eru þeir Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu Hótel Sögu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðjusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi, Þráinn Freyr Vigfússon, Grillinu Hótel Sögu og Ægir Friðriksson, Grillinu Hótel Sögu. Keppnin er haldin af Klúbbi matreiðslumeistara og munu sjö dómarar á vegum klúbbsins dæma frammistöðu keppendanna fimm. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis og eru nánari upplýsingar að finna á localfood.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosmyndasamkeppni-i-murmansk-ndash-akureyringum-bodin-that
Ljósmyndasamkeppni í Murmansk – Akureyringum boðin þátttaka. Ljósmyndahátíð verður haldin í Murmansk í Rússlandi frá 1. október til 19. desember. Að því tilefni er efnt til ljósmyndasamkeppni en sýning á myndum úr keppninni opnar 10. nóvember nk. í Murmansk. Þar sem Akureyri er vinabær Murmansk er Akureyringum boðin þátttaka og allar myndirnar verða að vera teknar í Akureyrarbæ. Þema keppninnar er „Bærinn minn“ en undirflokkar þess eru þrír: - Fjölbreytileiki í bænum mínum. Myndirnar eiga að endurspegla daglegt líf og fegurð bæjarins. - Það óvenjulega í hinu venjulega. Myndir af fyndnum, skemmtilegum, forvitnilegum og óvenjulegum aðstæðum og atvikum úr bæjarlífinu. - Náttúran. Myndir af fegurð náttúrunnar í bænum. Myndunum á að skila útprentuðum í stærð 30x40 – 30x45 cm. Ef ljósmyndarar kjósa að setja myndirnar í karton þá má stærðin í heildina vera 40x55 cm. Aftan á hverja mynd á að skrifa fullt nafn, heimilisfang, símanúmer, tölvupóstsnetfang og taka fram í hvaða undirflokki myndin er. Myndunum skal skila á skrifstofu Akureyrarstofu á 1. hæð í Ráðhúsinu á Akureyri í fyrir 16. október nk. Starfsmenn þar munu svo sjá um að koma myndum til Murmansk. Ljósmyndirnar verða ekki sendar aftur til eigenda sinna. Góðgerðarsamtökin Tri Kita sem halda utan um keppnina áskila sér rétt til þess að nota innsendar myndir í allt að fimm ár í þágu samtakanna. Þær verða m.a. notaðar til að gefa munaðarleysingarhælum, sjúkrahúsum, sambýlum, fangelsum, herstöðvum, listasöfnum eða skólabyggingum. Sala myndanna verður aðeins leyfð til fjármögnunar fyrir Tri Kita samkvæmt lögum samtakanna, til dæmis til að standa undir kostnaði við þessa keppni. Veitt verða peningaverðlaun í öllum flokkum fyrir fyrstu þrjú sætin. Besta mynd keppninnar verður valin og einnig mun almenningur velja sína uppáhalds mynd. Öllum vinningum sem verðlaunahafar utan Rússlands hljóta verður skipt viðeigandi gjaldeyri í Central Bank of Russia, daginn sem verðlaunaafhending fer fram. Með því að senda mynd í keppnina þá samþykkja þátttakendur ofangreinda skilmála. Eitt af helstu markmiðum þessarar hátíðar er að styrkja og efla vinarbæjarsamstarfið milli Murmansk og Akureyrar. Einnig er vonast til að hún efli meðvitund fólks um sögu, menningu og hefðir hverrar þjóðar um sig. Nálgast má upplýsingar um keppnina á heimasíðu Hátíðarinnar á slóðinni http://kootzworld.com/ Einnig má fá nánari upplýsingar hjá Ragnhildi Aðalsteinsdóttur á Akureyrarstofu í síma 460-1156.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ma-hlytur-evropumerkid-fyrir-nybreytni-i-tungumalakennslu
MA hlýtur Evrópumerkið fyrir nýbreytni í tungumálakennslu Menntaskólinn á Akureyri tók í gær á móti Evrópumerkinu, heiðursviðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálakennslu. Merkið er veitt á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Menntamálaráðuneytisins og er nú veitt í sjötta sinn hérlendis. Evrópumerkið, sem veitt er á Evrópskum tungumáladegi 26. september 2007, er skólanum mikil heiðursviðurkenning, en skólinn hlýtur það fyrir framúrskarandi árangur í þróunarverkefni á ferðamálakjörsviði málabrautar, þar sem samtvinnuð eru fjölmörg tungumál, saga, náttúru- og landafræði og byggist á samvinnu kennara ólíkra námsgreina. Árný Helga Reynisdóttir, brautarstjóri málabrautar MA, og Margrét Kristín Jónsdóttir, umsjónarmaður ferðamálakjörsviðsins, tóku við Evrópumerkinu fyrir hönd skólans úr hendi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, en jafnframt voru við athöfnina kynnt tvö önnur verkefni sem athyglisverð þóttu. Jón Már Héðinsson skólameistari, Árný Helga Reynisdóttir, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital, sem heimsótti skólann í tilefni tungumáladagsins, og Margrét Kristín Jónsdóttir. Ljósmynd/Sverrir Páll Erlendsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/hin-arlega-ljodaganga-verdur-ad-thessu-sinni-um-hanefsstadask
Hin árlega Ljóðaganga verður að þessu sinni um Hánefsstaðaskóg í Svarfaðardal Hina árlega Ljóðagönga verður á laugardaginn og er nú haldin níunda sinn. Farið verður með hópferðabíl frá Amtsbókasafninu á Akureyri klukkan 13:30 og ekið sem leið liggur í Hánefsstaðaskóg í Svarfaðardal og komið þangað um klukkan 14:00. Þar munu skógarmenn, skáld og tónlistarmenn taka móti gestum og leiða um skóginn með blöndu af bókmenntum, tónlist og fræðslu um skóginn. Í göngulok verður boðið upp á brennheitt ketilkaffi að hætti skógarmanna. Komið verður til baka til Akureyrar um 17:30. Ljóðagöngurnar hafa unnið sér sess meðal Eyfirðinga, enda vandfundin betri blanda en fallegur skógur í haustskrúða og flutningur góðra ljóða og söngva. Að göngunni standa Menningarsmiðjan Populus tremula í samvinnu við Amtsbókasafnið á Akureyri og Skógræktarfélag Eyfirðinga. Þátttaka í Ljóðagöngunni, sem og rútuferðin, eru ókeypis. Dalvíkingar og nærsveitamenn eru boðnir sérstaklega velkomnir. http://poptrem.blogspot.com
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-tekid-i-hugmyndir-um-flutning-hofudstodvar-northern-foru
Vel tekið í hugmyndir um flutning höfuðstöðvar Northern Forum til Akureyrar Í dag lauk fundum á Allsherjarþingi samtakanna Northern Forum þar sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, lagði fram boð þess efnis að flytja höfuðstöðvar Northern Forum til Akureyrar. Samþykkt var að skoða málið til hlítar og var stofnuð nefnd til að fara yfir kosti og galla þess að hafa skrifstofu samtakanna á Akureyri. Nefndin á að skila greinargerð um málið á næsta ári. Höfuðstöðvarnar eru nú í Alaska og var Pricilla Wohl endurkjörin sem framkvæmdastjóri samtakanna til tveggja ára. Kosin var ný framkvæmdastjórn Northern Forum en Alexander V Filipenko frá Khanty-Mansiysk í Rússlandi mun halda áfram sem formaður. Einnig voru kosnir varaformenn fyrir hvern heimshluta og var Sigrún Björk Jakobsdóttir kosin fulltrúi Norður Evrópu og tekur við af fulltrúa Lapplands, Hannele Pokka, sem verið hefur í stjórn frá upphafi. Ákveðið var að næsti tengiliða- og verkefnastjórafundur samtakanna verði haldin á Akureyri vorið 2008. Sigrún Björk Jakobsdóttir og Alexander Filipenko, formaður Northern Forum, takast í hendur eftur undirritun lokaályktunar Allsherjarþings Northern Forum í Khanty-Mansiysk. Borgar- og fylkisstjórar Northern Forum (Board of Governors).
https://www.akureyri.is/is/frettir/sprellmot-haskolans-a-akureyri
Sprellmót Háskólans á Akureyri Hið árlega Sprellmót Háskólans á Akureyri er í dag. Sprellmótið er íþróttakeppni á milli deilda þar sem keppt er í ýmsum óhefðbundnum íþróttagreinum og er einn af hápunktum skemmtanalífs háskólans. Dagskrá mótsins byrjaði með hvatningakeppni á Ráðhústorginu á Akureyri en þar ræðst hvaða deildir eru með bestu hvatningarhrópin og í flottustu búningunum. Seinna í dag byrjar svo íþróttakeppnin sem verður að þessu sinni haldin í íþróttahúsinu á Árskógum á Árskógssandi. Mótið endar svo með söngvakeppni sem fram fer í Sjallanum í kvöld. Kumpáni - Félag félagsvísinda- og laganema Eir - Félag heilbrigðisdeildanema Magister - félag kennaranema
https://www.akureyri.is/is/frettir/flokkun-ehf-endurnyjad-samstarf-um-sorpforgun-og-endurvin
Flokkun ehf. - Endurnýjað samstarf um sorpförgun og endurvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu. Sveitarfélögin við Eyjafjörð hafa stofnað félagið Flokkun ehf. til að sjá um förgun og endurvinnslu úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum í firðinum fyrir hönd sveitarfélaganna. Tilgangur félagsins er að sjá til þess að þekking um bestu og hagkvæmustu lausnir í úrgangsmálum svæðisins séu ávallt til staðar, með umhverfismarkmið að leiðarljósi. Þá er félaginu jafnframt ætlað að skipuleggja og sjá um fræðslu um úrgangsmál fyrir íbúa og fyrirtæki og sjá um samskipti fyrir hönd sveitarfélaga við stjórnvöld, eftirlitsaðila og sjálfstæða verktaka sem kunna að taka að sér einstaka þætti verkefnisins. Eignarhlutur sveitarfélaganna í fyrirtækinu er í samræmi við íbúafjölda. Á hluthafafundi í dag var hlutafé fyrirtækisins aukið með því að sveitarfélögin lögðu eignarhlut sinn úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar í hið nýja félag. Auk þess var lagt viðbótarhlutafé til félagsins til að Flokkun geti tekið þátt í uppbyggingu jarðgerðarstöðvar í firðinum fyrir hönd sveitarfélaganna. Alls er gert ráð fyrir að Flokkun leggi um 40 milljónir króna til þessa verkefnis. Á stjórnarfundi félagsins í dag var tekin ákvörðun um merki félagsins. Stjórnina skipa Hermann Jón Tómasson, Kristín Halldórsdóttir og Baldvin G. Sigurðsson frá Akureyri, Bjarnveig Ingvadóttir frá Dalvíkurbyggð og Guðmundur Sigvaldason úr Hörgárbyggð. Framkvæmdastjóri er Eiður Guðmundsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-i-haustlitum
Akureyrarbær í haustlitum Haustlitirnir eru nú að leggjast yfir Akureyri í allri sinni dýrð. Veðrið hefur verið yndislegt síðustu daga og notuðu margir helgina til útiveru í draumkenndu umhverfinu. Litadýrð haustsins er oftar en ekki viðfangsefni ljósmyndara sem margir fara á stjá til að fanga þennan margbreytileika móður náttúru. Hirðljósmyndari Akureyrarbæjar, Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, tók þessar myndir um helgina. Það er vinsælt að gefa fuglunum á andapollinum fyrir neðan sundlauginni brauð. Helgamagrastrætið á Akureyri skartar sínu fegursta þar sem þessi unga kona mætti stórum og tignarlegum hundi á göngu sinni. Starfsmenn Akuryerarbæjar eru byrjaðir að raka saman laufi í sundlaugagarðinum. Þessir hressu strákar notuðu veðurblíðuna og léku sér í skemmtilegri klifurgrind sem er við Brekkuskóla.