Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/trio-eyjafjardar-i-ketilhusinu
Tríó Eyjafjarðar í Ketilhúsinu Tónlistarfélag Akureyrar í samstarfi við Karólínu restaurant efnir til hádegisveislu á föstudag með tónlist og krásum. Fram kemur Tríó Eyjafjarðar og Einar Geirsson matreiðslumeistari eldar léttan hádegisverð í anda tónlistarinnar. Eitt meginmarkmið Tónlistarfélags Akureyrar undanfarin misseri hefur verið að búa til jarðveg fyrir skapandi tónlistarstarf einstaklinga og tónlistarhópa af ýmsum stærðum og gerðum. Tónlistarfólk á Akureyri og í nærsveitum er með þessu hvatt til að halda sér við sem hljóðfæraleikarar og söngvarar en einbeita sér ekki einungis að kennslunni sem auðvitað er aðalstarf flestra tónlistarmanna á svæðinu. Vantað hefur fleiri tónlistarhópa svo sem tríó, kvartetta, kvintetta og svo framvegis til að auðga tónlistarlífið og gera það skemmtilegra og frjórra að vera tónlistarmaður við Eyjafjörð. Hvort sem það er Tónlistarfélaginu að þakka eða ekki er Tríó Eyjafjarðar eitt blómið sem sprungið hefur út á þessum akri og verður spennandi að heyra í því á föstudaginn. Tríó Eyjafjarðar skipa þau Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari, Ülle Hahndorf sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Þau flytja Píanótríó op. 1 nr 1 í Es-dúr eftir Ludwig van Beethoven. Verkið er í fjórum köflum, Allegro, Adagio Cantabile, Scherzo – Allegro assai og Finale – Presto. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 föstudaginn 4. maí í Ketilhúsinu á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hatidartonleikar-sn-a-sunnudag
Hátíðartónleikar SN á sunnudag Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur sérstaka hátíðartónleika á Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju sunnudaginn 6. maí kl. 16.00. Einleikari á orgel er Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvarar Hanna Dóra Sturludóttir og Ágúst Ólafsson. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Einnig koma fram Kór Akureyrarkirkju og Kammerkór Norðurlands. Á efnisskrá tónleikanna eru Rómeó og Júlía, fantasíuforleikur eftir P.I. Tchaikowsky, Orgelkonsert eftir F.Guilmant og Te Deum eftir A. Dvorak. Forleikinn samdi P.I.Tchaikowsky að áeggjan kollega síns Borodins, sem lagði að Tchaikowsky að taka eitt rómantískasta leikrit allra tíma, Rómeó og Júlíu, til meðhöndlunnar. Það tók Tchaikowsky aðeins nokkrar vikur að ljúka við verkinu, sem var frumflutt árið 1870. Hann ákvað þó að endurgera verkið og tók það tónskáldið ein 10 ár að ljúka því. Árangurinn var vægast sagt góður því forleikurinn er að margra mati eitt best heppnaða verk höfundar og hefur notið mikilla vinsælda allt fram á þennan dag. Felix Alexandre Guilmant samdi sinfóníu nr. 1 fyrir orgel og hljómsveit árið 1879. Tónskáldið vann sinfóníuna upp úr sónötu fyrir orgel í d-moll frá árinu 1874 og er sinfónían sem er í ítölskum stíl eitt hans alvinsælasta verk. Te Deum ópus 103 eftir Antonins Dvoráks er síðasta og jafnframt merkasta trúarlega tónsmíðin úr smiðju hans. Verkið var samið eftir að tónskáldið fluttist vestur um haf þar sem hann tók við stöðu rektors við Tónlistarskólann í New York. Þar í borg var verkið frumflutt í októbermánuði árið 1892. Tónlistin er frjálsleg og glaðleg lofgjörð til náttúrunnar í anda heilags Fransiksusar, sem taldi tilveru fuglanna þjóna þeim tilgangi að lofsyngja Guð ásamt mönnunum. Í upphafstónunum má greina trúarsannfæringu tónskáldsins sem einnig kemur fram undir lok verksins. Björn Steinar Sólbergsson stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. Framhaldsnám stundaði hann á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikararpróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Hann var ráðinn organisti við Akureyrarkirkju haustið 1986 og hefur í 20 ár unnið markvisst að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna. Síðastliðið haust var Björn Steinar ráðinn í starf organista við Hallgrímskirkju. Hann var skipaður skólastjóri við Tónskóla þjóðkirkjunnar frá 1. september s.l. til eins árs þar sem hann kennir jafnframt orgelleik. Hanna Dóra Sturludóttir stundaði söngnám hjá Kristni Sigmundssyni og Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms við Listaháskólann í Berlín, þar sem hún útskrifaðist með láði vorið 1998. Árið 1995 vann hún ljóðasöngkeppni „Paula Lindberg-Salomon“ í Berlín og hljóðritaði í framhaldi af því tvo geisladiska með ljóðasöngvum frá 20. öld. Hún hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands við mörg tækifæri, haldið fjölda ljóðatónleika, sungið í uppsetningum Íslensku óperunnar („Töfraflautan“ 2001 og „Tökin hert“ 2005) og sungið Vínartónleika með Salónhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar. Haustið 2007 mun Hanna Dóra syngja titilhlutverkið í „Ariadne á Naxos“ eftir Richard Strauss sem sett verður upp í íslensku óperunni. Ágúst Ólafsson stundaði nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hjá Eiði Á. Gunnarssyni og síðan við Sibelíusarakademíuna hjá Jorma Hynninen og Sauli Tiilikainen. Ágúst hefur sótt fjölda námskeiða hjá frægum listamönnum á sviði ljóðasöngs. Haustið 2004 debúteraði Ágúst í Íslensku óperunni í titilhlutverkinu í óperutryllinum Sweeney Todd, en hann er nú fastráðinn einsöngvari við þá stofnun til sumarsins 2008. Nýlega söng hann þar hlutverk Nick Shadow í Flagaranum í Framsókn. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur. Einnig hefur hann komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitarinnar og CAPUT. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika haustið 1993 og er því nú á sínu 14. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Á þessum tónleikum kemur einnig hópur hljóðfæraleikarar af Reykjavíkursvæðinu til liðs við hljómsveitina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljodalog-jons-hlodvers
Ljóðalög Jóns Hlöðvers Söngtónleikar með heitinu „Ljóðalög Jóns Hlöðvers“ verða haldnir í Ketilhúsinu á Akureyri miðvikudaginn 9. maí nk. og hefjast kl. 20.30. Eins og nafnið gefur til kynna verða á söngskránni eingöngu lög eftir Akureyringinn Jón Hlöðver Áskelsson. Með tónleikunum vill tónskáldið heiðra Sigurbjörgu Hlöðversdóttur móður sína, 85 ára, og einnig minningu Áskels Jónssonar föður síns sem um árabil var mikil driffjöður í söng- og tónlistarlífi á Akureyri. Aðgangseyri og frjálsum framlögum á tónleikunum verður óskiptum varið til Orgelsjóðs Glerárkirkju, en þann sjóð stofnuðu Áskell og Sigurbjörg árið 1986. Flytjendur á tónleikunum eru: Margrét Bóasdóttir sópran, Daníel Þorsteinsson á píanó, ásamt kammerkórnum Hymnodia undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Á efnisskránni er söngvaflokkurinn Vísur um draum við 12 ljóð eftir Þorgeir Sveinbjarnarson sem frumfluttur var af Michael J. Clarke og Richard Simm í Reykholti 14. ágúst 2005 á hátíð haldinni er 100 ár voru liðin frá fæðingu skáldsins. Einnig verður fluttur þriggja laga söngvasveigurinn Mýrarminni við ljóð eftir Jón Bjarman (frumflutt), Sverri Pálsson og Snorra Hjartarson. Tónleikunum lýkur með kórverkinu Í fjallasal við ljóð Sverris Pálssonar sem samið var í minningu Áskels Jónssonar. Stuðningsaðilar þessara tónleika eru: Tölvutónn ehf, Akureyrarstofa, Glitnir, FÍH, Ásprent, Offsetstofan og Menningarsjóður Félagsheimila. Tekið verður við aðgangseyri 1.000 kr. og frjálsum framlögum við innganginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-syning-i-listasafninu-2
Ný sýning í Listasafninu Laugardaginn 5. maí kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni Andrews Rogers, Lífstakturinn, en listamaðurinn hefur gert risastórar táknmyndir úr grjóti í næsta nágrenni Akureyrar. Ástralski skúlptúristinn Andrew Rogers er á góðri leið með að stimpla sig inn í listasöguna með risastórum grjótgörðum (e. geoglyphs) sem koma til með að mynda keðju umhverfis heimskringluna. Af þeim tólf umhverfisverkum sem hann afréð að skapa eru átta orðin að veruleika, þar af eitt á Akureyri. Ævintýrið hófst í Arava-eyðimörkinni í Ísrael í mars 1999 þar sem hann reisti fjögur útilistaverk næstu árin. Drjúgur tími leið þar til verkefnið teygði anga sína til annarra landa en þá rak hvert stórvirkið annað. Næst í röðinni var eitt mesta þurrkasvæði jarðar, Atacama-eyðimörkin í Chile. Fljótlega á eftir fylgdu Cerro Rico-fjallahéruðin í Bólivíu, Sri Lanka, You Yangs-þjóðgarðurinn í Ástralíu, Akureyri og nágrenni (september 2006), mánuði síðar Góbí-eyðimörkin í Kína gegnt Qilian-fjallabeltinu við vesturenda Kínamúrsins og í febrúar 2007 í Rajasthan á Indlandi. Í framtíðinni verða fleiri steingarðar reistir í Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu. Þegar verkefninu lýkur munu yfir 5000 manns í sex heimsálfum hafa lagt hönd á plóginn við að reisa steingarðana. Samheitið á þessu stærsta jarðlistarverkefni sem ráðist hefur verið í á okkar tímum er Lífstakturinn (Rhythms of Life) og samanstendur hvert myndverk vanalega af þremur steingörðum eða táknum. Hin tvö táknin tengjast viðkomandi svæði, eru öll ævaforn og eftir óþekkta höfunda. Yfirleitt eru aðeins nokkrir kílómetrar milli táknanna sem eru oft í sjónmáli hvert frá öðru. Flest verkin eru reist utan alfaraleiðar á friðhelgum stöðum og við gerð þeirra hafa verið notuð þúsund tonna af grjóti. Andrew Rogers hafði haft augastað á Íslandi fyrir verkefni sitt þegar hann komst í samband við Hannes Sigurðsson forstöðumann Listasafnins á Akureyri, sem átti mestan þátt í staðarvali og þróun hugmynda, m.a. hver yrðu tákn Íslands í verkefninu. Eins og á hinum stöðunum var gengið út frá því að reistar yrðu þrjár táknmyndir í nánd við hver aðra í náttúru utan byggða. Tvö tákn áttu að standa með Lífstaktinum og vísa til lands og þjóðar; önnur táknmyndin sem varð fyrir valinu er Akureyrarörninn, hin forn rún sem táknar Nú. Endanleg staðsetning verkanna varð sú að Örninn er í Hlíðarfjalli, steinsnar frá skíðaskálanum, rúnin Nú efst á Vaðlaheiði og Lífstakturinn í Fálkafelli. Úr góðri fjarlægð má auðveldlega greina táknin sem eru komin til að vera; hver veit nema sagnfræðingar 23. aldar gætu dregið þá ályktun að verk Rogers væru mörg þúsund ára gömul ef heimurinn færist í hrikalegum náttúruhamförum og fátt annað stæði eftir. Þegar jarðlistaverkunum var lokið leigði Rogers þyrlu eins og venja hans er og lét skrásetja garðana með aðstoð Páls Stefánssonar ljósmyndara. Fimmtán barnshafandi konur á Akureyri sem auglýst var eftir voru ljósmyndaðar í bak og fyrir ofan á Lífstaktinum og létu þær ekki hitastigið, fimm gráður, aftra sér frá því að veita afkvæminu hlutdeild í ódauðlegu listaverki. Sýningin í Listasafninu á Akureyri er fyrsta almenna yfirlitssýningin á þessu stórbrotna verkefni, en það er vel við hæfi því listasafnið tengist gerð verkefnisins á Íslandi órofa böndum og vann því brautargengi frá upphafi til enda með aðstoð Arndísar Bergsdóttur, sem ráðinn var verkefnastjóri, og Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, núverandi bæjarstjóra á Akureyri. Afla þurfti margs konar opinberra leyfa og gera þurfti mat á umhverfisáhrifum og auglýsa verkefnið með grenndarkynningu. Þá þurfti að leigja vinnuvélar og ráða til verksins landmælingamenn með nákvæm tæki, verkamenn og steinhleðslumenn. Listasafnið á Akureyri hefur gefið út glæsilega 140 síðna bók um jarðlistaverkefnið Lífstaktinn og framkvæmd þess í Ísrael, Chile, Bólivíu, Sri Lanka, Ástralíu, Akureyri og Kína. Þetta er fyrsta bókin þar sem verkefninu eru gerð heildræn skil og fer hún í alþjóðlega dreifingu. Greinarhöfundar eru Hannes Sigurðsson listfræðingur og forstöðumaður Listasafnins og hinn virti bandaríski gagnrýnandi Lilly Wei. Tveir ástralskir kvikmyndatökumenn fylgdu Rogers eftir hvert fótmál við gerð verkanna þriggja á Akureyri, en gerðar hafa verið heimildarmyndir um hvert og eitt þessara verkefna hans. Afraksturinn er hálftíma mynd um gerð verkanna og mannlífið á Akureyri og verður hún frumsýnd í Sjónvarpinu á Uppstigningardag, fimmtudaginn 17. maí kl. 19.35. Þá hefur Discovery Channel fest kaup á þáttunum og verða þeir teknir til sýninga um allan heim. Sýningunni lýkur 24. júní. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Aðgangseyrir er kr. 400. Frítt á fimmtudögum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/erill-hja-slokkvilidinu
Erill hjá slökkviliðinu Mikill erill var hjá Slökkviliði Akureyrar frá því það var kallað út kl. 5.37 í morgun vegna elds í gámi við Hótel Norðurland við Geislagötu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en þegar því starfi var að ljúka barst önnur tilkynning um eld í ruslagámi við Kaffi Akureyri. Þriðja tilkynningin barst mínútu síðar um eld í stórum ruslagámi á bak við Skipagötu 12. Tveir dælubílar og aukavakt voru kallaðir út til viðbótar til þess að aðstoða við að slökkva í gámunum. Þegar því slökkvistarfi var að ljúka, um klukkan 6.15, barst tilkynning um reyk sem kæmi úr kjallara í Lundagötu 17. Strax voru sendir tveir bílar á staðinn og allt tiltækt lið kallað út. Reykkafarar voru sendir inn til að ganga úr skugga um að fólk væri ekki í húsinu en allir reyndust vera komnir út. Talsverður eldur logaði á miðhæð en tvær íbúðir eru í húsinu. Erfiðlega gekk að komast að eldinum þar sem eldur hafði komist í milliveggi og gólf og þurfti að rífa talsvert til að komast fyrir eldinn. Slökkvistarfi lauk um kl. 8.00 og var vakt sett við húsið til öryggis. Það er mikið skemmt eftir brunann. Á meðan á þessu öllu stóð, barst fimmta tilkynningin um eld í klósettgámi í miðbænum. Einn bíll var sendur á staðinn en gámurinn er talinn ónýtur. Klukkan 9.32 barst slökkviliðinu loks tilkynning um að heitavatnslögn hefði farið í sundur í húsi við Þingvallastræti. Sendur var bíll til að koma fyrir lekann og þrífa upp vatnið. Slökkviliðsmenn voru vart komnir á stöðina aftur þegar þeir voru sendir í blokk í bænum til þess aðstoða húsráðanda við að bjarga páfagauki. Innrétting hafði hrunið af vegg og páfagaukurinn hafði lent á bak við hana en var talinn á lífi. Slökkviliðsmenn björguðu honum úr prísundinni og heilsast honum vel. Þar fyrir utan sinnti Slökkvilið Akureyrar tveimur neyðarflutningum og einu sjúkraflugi frá Bíldudal til Reykjavíkur á vaktinni í nótt. Ljóst er að kveikt var í ruslagámunum og klósettgámnum en lögreglan rannsakar upptök eldsins í Lundagötu. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá því að grunur léki á að þar hefði einnig verið um íkveikju að ræða. Slökkviliðsmenn á Akureyri muna vart aðra eins hrinu af útköllum en skráð útköll síðan í gærkvöldi eru 10 og þar af 5 vegna elds.
https://www.akureyri.is/is/frettir/safnadagurinn-tokst-vel
Safnadagurinn tókst vel Eyfirski safnadagurinn var haldinn laugardaginn 5. maí í samvinnu safnanna við Eyjafjörð og þótti takast einkar vel. Mest aðsókn var að Flugsafninu við Akureyrarvöll og safnarúturnar voru yfirleitt vel nýttar. Gestir Flugsafnsins voru líklega 3-400 og til að forðast troðning þurfti að hleypa inn um dyr að norðanverðu, auk þess sem fólk fór inn um aðaldyrnar. Gestir Minjasafnsins voru 124 samkvæmt gestabókinni og ákváðu margir þeirra að taka þátt í ratleik sem boðið var upp á. Svipaður fjöldi kom í Nonnahús. Um 40 manns komu í Davíðshús og nær 60 manns á Sigurhæðir. Á Iðnaðarsafninu voru menn mjög ánægðir með sinn hlut en þar skrifuðu 160 í gestabókina. Þennan dag var einnig boðið upp á siglingu með Húna II og fóru 31 í þá siglingu. Svipaða sögu var að segja annars staðar úr Eyjafirðinum: Margir komu á einkabílum í Smámunasafnið og er talið að gestir þar hafi verið um 100, álíka fjöldi sótti heim Byggðasafnið á Hvoli á Dalvík og gestir á Síldarminjasafninu á Siglufirði voru um 75. Fólk var almennt mjög ánægt með Eyfirska safnadaginn og það hvernig til tókst. Safnarúturnar, sem boðð var upp á, voru vel nýttar, sérstaklega þær sem fóru út fjörðinn, færri fóru fram í fjörð með rútu en fleiri á einkabílum. Allir aðstandendur safnadagsins eru sammála um að hann sé kominn til að vera. Nánari upplýsingar um framtakið og samstarf safnanna við Eyjafjörð er að finna á heimasíðu þeirra www.sofn.is (www.museums.is).
https://www.akureyri.is/is/frettir/aevintyralegur-leikhussirkus
Ævintýralegur leikhússirkus Um næstu helgi verða tvær sýningar á ævintýralega leikhússirkusnum Les Kunz í Samkomuhúsinu á Akureyri. Sýningin höfðar til ungra sem aldinna og ætti að heilla alla upp úr skónum. Tilvalin sýning fyrir alla fjölskylduna! Hér er á ferðinni heillandi kokkteill trúða, leikhúss, sirkuss og tónlistar. Sýningin er hluti af Listahátíð og kemur alla leið frá Frakklandi. Aðeins verða tvær sýningar á Akureyri og eru þær óðum að fyllast. Trúðar, leikhús, sirkús og hrífandi tónlist í Samkomuhúsinu á Akureyri 13. og 14. maí. Meðlimir Kunz-fjölskyldunnar eru sérkennilegt fólk sem er eilítið utangarðs; fólk sem ferðast um og skemmtir öðrum rétt eins og gert var í eina tíð á furðufuglaskemmtunum þar sem gert var grín og sýndar sjónhverfingar. Kunzarar munu gera slíkt hið sama hér á landi og sýna listir sínar í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Meðal þess sem sagt hefur verið um Les Kunz erlendis er: „Nikolaus Maria Holz, hvílíkur sirkus. Maður á von á trúði en uppgötvar sjónhverfingamann. Eða öfugt. Bráðfyndið." Sophie Cachon, Télérama „Litli farandsirkusinn Kunz fær þig kannski ekki til að veltast um af hlátri en skilur eftir sig djúpan skilning á meinsemd mannanna í svolítið sérvitrum heimi." Yves Jaeglé, Le Parisien „Kunzarar fá bæði litla og stóra til að hlæja og dreyma með ljóðrænni og fyndinni sýningu, algjör draumasirkus?" Jean-Pierre Decaudin, La Cigalière Miðasala í fullum gangi á www.leikfelag.is og í síma 4 600 200.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vortonleikar-tonlistarskolans
Vortónleikar Tónlistarskólans Á næstu vikum verður fjöldi vortónleika á vegum Tónlistarskólans þar sem nemendur sýna afrakstur vetrarins og er óhætt að lofa mjög fjölbreyttri efnisskrá. Rytmíska deildin reið á vaðið og var með tvenna tónleika við góðar undirtektir um síðustu helgi í Brekkuskóla. Eftirfarandi tónleikar eru á döfinni: Miðvikudaginn 9. maí kl. 18:00 verður Suzukideildin með vortónleika í Brekkuskóla. Þar koma fram bæði einleikarar og hópar. Laugardaginn 12. maí kl. 14:00 verður píanódeildin með vortónleika í Ketilhúsinu. Þá er tilvalið að samnýta ferðina með því að hlýða á skemmtilega tónlist og kjósa í leiðinni. Sunnudaginn 13. maí kl. 14:00 eru svo vortónleikar gítardeildar í sal skólans að Hvannavöllum 14. Einnig eru tónleikar 16., 18., 22., 23., og 28. maí og verða þeir auglýstir síðar. Nánar á heimasíðu skólans, www.tonak.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adgerdir-vegna-loka-samraemdra-profa
Aðgerðir vegna loka samræmdra prófa Samtaka, svæðisráð foreldra barna í grunnskólum, forvarnafulltrúi Akureyrarbæjar, félagsmiðstöðvar og lögreglan á Akureyri hafa tekið höndum saman um aðgerðir vegna hugsanlegrar hópamyndunar í Kjarnaskógi meðal akureyrskra unglinga föstudagskvöldið 11. maí. Á síðasta ári söfnuðust margir unglingar saman í Kjarnaskógi, flestir voru til fyrirmyndar en allt of margir voru undir áhrifum áfengis. Ofantaldir aðilar vonast eftir að með samvinnu og samstilltu átaki foreldra sé hægt að koma í veg fyrir að slík hópamyndun endurtaki sig. Þá þurfa foreldrar að standa saman um að setja unglingunum mörk varðandi útivistartíma, leyfa alls ekki eftirlitslaus partý í heimahúsum, skilja þá ekki eftir eftirlitslausa á stöðum eins og í Kjarnaskógi og alls ekki að kaupa áfengi fyrir þá. Þess er óskað að foreldrar mæti á lögreglustöðina á sameiginlegt foreldrarölt allra grunnskólanna föstudagskvöldið 11. maí, kl. 23.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/orkuskoli-a-akureyri
Orkuskóli á Akureyri RES Orkuskóli (The School for Renewable Energy Science ) tók formlega til starfa með opnunarhátíð í Ketilhúsinu á Akureyri í gærdag. Skólinn er afrakstur fjögurra ára undirbúningsferlis og verður alþjóðleg einkarekin mennta- og vísindastofnun á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Fyrsti nemendahópur skólans er væntanlegur til Akureyrar eftir um fjórar vikur en áætlað er að nemendur verði 50-80 þegar skólinn verður kominn í fulla starfsemi. Ljóst er að umfang skólans kallar á byggingu vísindagarða við Háskólann á Akureyri og sömuleiðis er í farvatninu bygging nýrra íbúða við stúdentagarða Háskólans á Akureyri sem nýtast munu skólanum. Forsvarsmenn RES Orkuskóla kynntu starfsemina á opnunarhátíðinni og Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og HalldórJ. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, voru meðal þeirra sem fluttu ávörp. Á fundinum var tilkynnt um 150 milljóna króna framlag úr Þróunarsjóði EFTA vegna umsóknar fimm tækniháskóla í Póllandi um menntun pólskra verkfræðinga í orkufræðum við Orkuskólann. Sömuleiðis var tilkynnt um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um 60 milljóna króna stuðing við RES Orkuskóla. Orkuvörður ehf. hefur með stuðningi fyrirtækja og stofnana á borð við Vaxtarsamning Eyjafjarðar, Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands unnið að stofnun skólans. Alls mun stofnhlutafé Orkuvarða ehf. verða um 200 milljónir króna. Hluthafar eru Þekkingarvörður ehf., RARIK, KEA, Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, Landsvirkjun, Norðurorka, Akureyrarkaupstaður og Landsbanki Íslands. Meginverkefni RES verður að bjóða eins árs alþjóðlegt meistaranám í vistvænni orkunýtingu, samtals 45 einingar eða 90 ECTS. Byggt er á svokölluðu Bologna ferli um samræmingu á háskólastiginu í Evrópu og áformum um uppbygginu evrópsks rannsóknasvæðis. Stefnt er að því að RES bjóði í náinni framtíð nám á öllum sviðum endurnýjanlegra orkugjafa, þar með talinn jarðvarmi, vatnsafl, vindorka, sjávarfallaorka, sólarorka, lífmassi og fleira, auk áherslu á efnarafala og þá sérstaklega á vetni sem orkubera. Meistaranámið verður rannsóknatengt og alþjóðlegt. Öll kennsla og samskipti við nemendur fara fram á ensku og þannig verður unnt að bjóða námið erlendum nemendum til jafns við íslenska. Þetta fyrirkomulag gefur mikla möguleika í tengslum við kennslu- og rannsóknasamstarf við erlenda rannsóknaháskóla og stofnanir. Samhliða uppbygginu námsins hafa forráðamenn RES markvisst byggt upp formlegt samstarfsnet, „RES-Net“, með á þriðja tug háskóla í Evrópu og Ameríku sem undirritað hafa samninga um samstarf við RES. Netinu er ætlað að vera vettvangur fyrir samstarf á sviði menntunar og rannsókna auk þess að vera mikilvæg uppspretta tengsla fyrir eigendur RES. Aðstandendur RES Orkuskóla á opnunarhátíðinni ásamt bæjarstjóranum á Akureyri og utanríkisráðherra. Frá vinstri: Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, Guðjón Steindórsson, framkvæmdastjóri Orkuvarða ehf. sem á og rekur RES Orkuskóla, Björn Gunnarsson, forstöðumaður akademíska hluta RES Orkuskóla, Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, Benedikt Sigurðarson, stjórnarmaður Orkuvarða, Þórleifur S. Björnsson, forstöðumaður RES Orkuskóla og Davíð Stefánsson, stjórnarformaður Orkuvarða ehf.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinnuhjuaskildagur
Vinnuhjúaskildagur? Sögulegir íslenskir merkisdagar sem tengjast atvinnulífi er margir. Þar á meðal má nefna hinn veraldlega merkisdag sem vinnuhjúaskildagur var en sá dagur tengist bændasamfélaginu. Í tilefni þessa merkisdags og sumaropnunar Gamla bæjarins í Laufási munu STOÐvinir Minjasafnins flytja fróðleiksmola um vinnuhjúaskildaginn sunnudaginn 13. maí kl. 14 og kveðnar verða rímur í baðstofunni. Gamli bærin verður opinn þennan dag á milli kl. 14 og 16. Boðið verður upp á kaffi, kakó og lummur í gamla prestssetrinu. Frá og með mánudeginum 14. maí til og með 15. september verður gamli bærinn í Laufási opinn alla daga frá kl. 9-18. Gamli bærinn og kirkjan í Laufási.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-sottir-fraedsludagar
Vel sóttir fræðsludagar Góð mæting hefur verið á fræðsludaga sem AE starfsendurhæfing heldur um batahvetjandi þjónustu undir yfirskriftinni „Valdefling í verki“ í samvinnu við félagsmálaráðuneytið, Hugarafl og Akureyrarbæ. Fræðslan fer fram í Rósenborg og lýkur dagskránni þar á morgun. Þegar okkur bar að garði í dag stóð yfir opinn borgarafundur um samfélagslega ábyrgð og var þátttaka með betra móti. Dagskrá morgundagsins, föstudagsins 11. maí, er svohljóðandi: 09.00 Á sagnaslóð, Einar I. Einarsson 09.20 Hlutverkum deilt, Auður Axelsdóttir 09.40 Að vera með, Elín Ebba Ásmundsdóttir 10.00 Að rísa upp, Árdís F. Jónsdóttir 10.15 Ábyrgð vinnumarkaðarins 10.30 Valdefling í verki, vinnusmiðja 10.40 Kaffihlé, Huglistahópurinn spilar 11.00 Valdefling í verki, vinnusmiðja 12.00 Hádegishlé 13.00 Kynning á niðurstöðum úr vinnusmiðju 13.40 Umræður og framtíðarsýn 14.30 Fræðsludögum lýkur
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarstjorinn-flytur
Bæjarstjórinn flytur Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, stóð í ströngu um miðjan dag þegar hún flutti með aðstoð annarra allt sitt hafurtask þvert yfir 1. hæðina í Ráðhúsi bæjarins. Sigrún Björk á hlaupum milli skrifstofa í Ráðhúsinu á Akureyri skömmu fyrir hádegið í dag. Skrifstofa bæjarstjóra er nú í norðausturenda 1. hæðar en var áður í suðvesturenda. Talsverðir flutningar hafa verið á fólki á 1. hæð Ráðhússins undanfarnar vikur. Starfsmannaþjónusta er nú komin í suðurenda hússins en bæjarstjóri, ritari bæjarstjóra, bæjarritari og hin nýstofnaða Akureyrarstofa verða í norðurendanum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-i-akureyrarakademiunni
Opið hús í AkureyrarAkademíunni AkureyrarAkademían nálgast nú eins árs aldurinn og fyrir skemmstu fögnuðu félagar í systurfélaginu, ReykjavíkurAkademíunni, 10 ára afmæli þess. Af þessu tilefni verður opið hús í gamla Húsmæðraskólanum við Þingvallastræti frá kl. 14-17 laugardaginn 11. maí þar sem aðstaðan og starfsemin verður kynnt. Um þessar mundir sinna sex sjálfstætt starfandi fræðimenn að daglegum störfum í AkureyrarAkademíunni. Auk þess eru þar haldin námskeið, fyrirlestrar, málþing, fundir o.fl. sem tengist félaginu og félögum þess á einn eða annan hátt. Húsið verður öllum opið laugardaginn 11. maí, boðið verður upp á fisléttar veitingar og um leið opnuð sýning á textamyndverki Kristínar Kjartansdóttur um Húsmæðraskólann. Allir sem hafa einhvern tíma stundað nám eða störf í þessu merka húsi við Þingvallastrætið, ættu að líta inn og kynna sér núverandi starfsemi þess.
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverkssyning-i-hlid-1
Handverkssýning í Hlíð Sunnudaginn 13. maí og mánudaginn 14. maí verður hin árlega handverkssýning haldin í Hlíð. Sýningin hefur verið afar vinsæl og í fyrra skráðu sig um 300 manns í gestabókina. Á sunnudeginum er boðið upp á kaffihlaðborð sem hefur alltaf mælst einkar vel fyrir hjá gestum og gangandi. Fjölbreytt handverk verður til sýnis, m.a. alls kyns útsaumur, prjónles, mósaik, málning (tau og silki) o.s.frv. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 13. maí kl. 14 og er opin til kl. 17 þann dag. Hægt verður að kaupa veitingar af kaffihlaðborði á sunnudeginum fyrir 800 kr. og er það starfsfólk eldhússins í Hlíð sem sér um það af miklum myndarbrag. Kaffihlaðborðið verður á öðrum stað en verið hefur, þar sem eldhúsið flutti starfsemi sína í nýbygginguna þegar hún var tekin í notkun í nóvember sl. Sú aðstaða er öll til fyrirmyndar og borðsalurinn hinn notalegasti. Sýningin verður einnig opin mánudaginn 14. maí frá kl. 13-16.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vortonleikar-afram
Vortónleikar áfram Vortónleikar Tónlistarskólans á Akureyri halda áfram. Miðvikudaginn 16. maí verða strengjasveitir skólans með vortónleika í Brekkuskóla. Fram koma allar strengjasveitir skólans ásamt gestum úr öðrum deildum. Stjórnendur eru Ülle Hahndorf og Guðmundur Óli Guðmundsson. Tónleikarnir hefjast kl. 18.00. Föstudaginn 18. maí verða síðan tvennir blandaðir vortónleikar á sal Tónlistarskólans. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og eru flytjendur jafnt byrjendur sem lengra komnir. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og seinni kl. 18.30. Boðið verður upp á kaffi og safa á milli. Nánar á heimasíðu skólans www.tonak.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/godir-gestir-fra-murmansk
Góðir gestir frá Murmansk Tveir gestir frá vinabæ Akureyrar í Rússlandi, Murmansk, eru nú í heimsókn hjá okkur og verða fram á fimmtudagsmorgun. Þetta eru þær Liudmila Levchenko, aðstoðarborgarstjóri í Murmansk, og Maria Usynova, aðstoðarmaður borgarstjóra. Gestirnir munu kynna sér skólamál hér á Akureyri, málefni barna og ungmenna, og þjónustu við fjölskyldur. Einnig fá þær að kynnast starfsemi Alþjóðastofu og annarri starfsemi í Rósenborg. Levchenko og Usynova ræddu í morgun við Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, bæjarstjóra, um vinabæjarstarfið og Sigríður Stefánsdóttir kynnti fyrir þeim helstu þætti í starfsemi bæjarins. Frá fundinum með Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og Sigríði Stefánsdóttur í morgun. Fyrir utan Ráðhúsið á Akureyri. Frá vinstri: Maria Usynova, Liudmila Levchenko, Sigrún Björk Jakobsdóttir og Sigríður Stefánsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/unglingarnir-til-soma
Unglingarnir til sóma Rúmlega 100 krakkar fóru í Kjarnaskóg síðasta föstudagskvöld til að fagna lokum samræmdra prófa. Óttast hafði verið að til skrílsláta kynni að koma en að sögn forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar voru langflestir unglingarnir til fyrirmyndar. Flestir voru krakkarnir raunar á framhaldskólaaldri en talsvert var af unglingum úr 10. bekk. Vegna vaskrar framgöngu lögreglumanna, sem m.a. unnu ötullega að því að fjarlægja áfengi af unglingunum, og kröftugs eftirlits tæplega 30 foreldra, fór allt mjög friðsamlega fram. Ungmennin voru einnig til fyrirmyndar og tekið var þannig á málunum að engin vandræði hlutust af. Talsverðu magni af áfengi var hellt niður og tókst á tæpum tveimur klukkustundum að rýma skóginn. Þarna kom berlega í ljós hvernig samvinna foreldra, lögreglunnar, forvarnafulltrúa og starfsmanna félagsmiðstöðva getur skilað mjög góðum árangri. Bryndís Arnarsdóttir, forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar, segist vera afar ánægð með það hvernig til tókst og vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til lögreglunnar og ekki síst þeirra foreldra sem lögðu sitt af mörkum. Foreldrar sem komu á lögreglustöðina til aðstoðar vegna þess að talið var að unglingar ætluðu m.a. að safnast saman í Kjarnaskógi. Lögreglan var mjög ánægð með þessa miklu aðstoð og áhugann sem foreldrarnir sýndu. Skipt var upp í hópa sem fengu úthlutað verkefnum: Tveir hópar fóru á alla vínveitingastaðina, tveir hópar fóru í Kjarnaskóg, einn hópur fór að öllum skólum og enn einn að kanna staði þar sem leigð er út aðstaða til samkomuhalds.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-skoli-i-naustahverfi-1
Nýr skóli í Naustahverfi Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, og Sigurður Björgúlfsson frá VA Arkitektum, skrifuðu í dag undir samning um hönnun á nýjum skóla sem mun rísa í Naustahverfi. Skólinn verður við hlið leikskólans Naustatjarnar, þar verður einnig nýtt íþróttahús og tengingar á milli bygginganna. Áætluð stærð skóla og íþróttahúss er um 5.700 fermetrar. Við hönnun skólans er stuðst við aðferðarfræði sem nefnist „The Design Down Process“ og mætti á íslensku kalla „undirbúningsferli hönnunar frá hinu almenna til hins sértæka“. Þessi aðferðarfræði var þróuð í Bandaríkjunum upp úr 1990 og var fyrst kynnt hér á landi árið 2000. Hugmyndafræðin á bak við þessa aðferð er að hugsa nútímalega og til framtíðar. Skólinn verður í miðju hverfinu og er hugsunin að hann sé hægt að nýta sem hverfismiðstöð í göngufæri og góðu aðgengi til allra átta. Meginmarkmiðið við hönnun skólans er að skapa börnum bjart, opið og aðlaðandi námsumhverfi. Sigurður Björgúlfsson undirritaði samninginn fyrir hönd VA Arkitekta og Sigrún Björk Jakobsdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vormarkadur-i-haefingarstodinni
Vormarkaður í Hæfingarstöðinni Vormarkaður Hæfingarstöðvarinnar við Skógarlund verður haldinn á föstudag og laugardag. Margir fallegir munir sem framleiddir hafa verið á vorönninni verða til sölu. Má þar nefna brauðklúta og brauðkörfur, salat skálar og diska, grillhanska, laukkörfur, körfur fyrir eldhúsáhöld, þæfða inniskó, þæfðar töskur, gjafapoka og tækifæriskort. Einnig eru til sölu margs konar munir sem hentugir eru til tækifærisgjafa eða þá bara til að eiga. Markaðurinn verður opinn föstudaginn 18. maí frá kl. 13.15 til 16.00 og laugardaginn 19. maí frá kl. 10.00- 14.00. Heitt kaffi veður á könnunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/anaegja-med-vaxtarsamning
Ánægja með Vaxtarsamning Ársfundur Vaxtarsamnings Eyjafjarðar var haldinn síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum kom fram að vinna er hafin við endurnýjun samningsins og áframhald atvinnuþróunarstarfs á svæðinu sem byggist á þeirri reynslu sem fengin er af starfi Vaxtarsamningsins. Á næstu dögum verða samningsaðilum kynntar hugmyndir stjórnar Vaxtarsamningsins um endurnýjun hans til næstu fimm ára en að öðrum kosti rennur samningurinn út um næstu áramót. Á ársfundinum flutti Benedikt Sigurðarson skýrslu stjórnar og kom fram í máli hans að fram hafi farið mat ráðgjafa á árangri samningsins, að mati stjórnar Vaxtarsamningsins sé mikilvægt að halda starfinu áfram, enda hafi það skilað talsverðum árangri i atvinnuþróun og nýsköpun. Bjarni Jónasson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, fór yfir verkefni sem unnið hefur varið að innan samningsins. Hann benti á að klasarnir fjórir hafi komð að tugum verkefna frá því starfið hófst en benda megi á fjögur stór verkefni sem komist hafi á legg sem mótuð verkefni til framtíðar. Þar er um að ræða Moltu ehf, sem er jarðgerðarstöð fyrir Eyjafjarðarsvæðið, Starfsendurhæfingu Norðurlands, RES Orkuskóla og loks félagið Matur úr héraði (Local food). Nokkrar umræður urðu á fundinum um starfið innan samningsins og sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, að hún teldi árangurinn af samningnum hafa verið góðan og því ástæða til að huga vel að framhaldinu. Frá ársfundinum á þriðjudag. Sigrún Björk Jakobsdóttir í pontu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsokn-i-radhusid
Heimsókn í Ráðhúsið Krakkar úr 10. bekk í Lundarskóla heimsóttu Ráðhúsið í morgun, miðvikudaginn 16. maí. Sigríður Stefánsdóttir fræddi þau um starfsemi bæjarins og voru krakkarnir duglegir að spyrja hana spjörunum úr. Heimsóknin var hluti af lífsleiknidögum sem standa yfir frá 11. til 24. maí en tilgangurinn með þeim er að undirbúa krakkana fyrir ýmsa þætti hins daglega lífs. Krakkarnir fóru einnig í dag í Landsbankann þar sem þau fræddust m.a. um hlutverk bankanna og mikilvægi þess að spara, og í Einingu-Iðju þar sem þau lærðu um stéttarfélög, réttindi og skyldur launþega.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tvo-ur-odni-a-olympiudaga-aeskunnar
Tvö úr Óðni á Ólympíudaga æskunnar Tveir sundmenn úr Sundfélaginu Óðni á Akureyri hafa verið valdir í lið Íslands sem mun keppa á Ólympíudögum æskunnar í sumar. Þetta eru þau Bryndís Rún Hansen og Sindri Þór Jakobsson. Leikarnir verða haldnir í Belgrad í Serbíu dagana 21. til 28. júlí 2007og fara 11 sundmenn frá Íslandi. Valið er á leikana eftir árangri og þurfa sundmenn að eiga bestan tíma í sínum aldursflokki í tilteknum greinum til að öðlast þátttökurétt. Um er að ræða stelpur fæddar 1993 og stráka sem fæddir eru 1992. Val þeirra Bryndísar og Sindra er einn ein sönnun á því góða uppbyggingarstarfi sem unnið er hjá Óðni og mikill heiður fyrir viðkomandi sundmenn, sem með elju og ástundun hafa komist í fremstu röð jafnaldra sinna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-samningur-um-raestingar-1
Nýr samningur um ræstingar Í dag skrifuðu Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Ari Þórðarson frá Hreinu ehf. undir verksamning vegna ræstingar á 10 leikskólum og einum skóla. Hreint ehf. var stofnað 12. desember 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Hreint ehf. mun opna starfsstöð á Akureyri í ágúst en fyrir eru starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem og í Árborg. Þeir leikskólar sem um ræðir eru Flúðir, Holtakot, Iðavellir, Kiðagil, Krógaból, Lundasel, Naustatjörn, Pálmholt, Síðusel og Sunnuból. Einnig tekur samningurinn til Hlíðarskóla sem er grunnskóli nærri Skjaldarvík. Um er að ræða tæplega 6.000 fm. Gildistími samningsins er 3 ár frá og með 1. september 2007.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorsyning-myndlistaskolans-2
Vorsýning Myndlistaskólans Þrítugasta og þriðja starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans að Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári. Eftirtaldir nemendur útskrifast úr sérnámsdeildum skólans: Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Charlotta Þorgils, Sigurlín Margrét Grétarsdóttir, Steinn Kristjánsson, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Sveinbjörg Ásgeirsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Hjalti Jónsson, María Hafsteinsdóttir og Petra Sæunn Heimisdóttir Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14 til 18 á laugardag og sunnudag. Heimasíða skólans: www.myndak.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aim-festival-2007
AIM festival 2007 Það styttist í Alþjóðlegu tónlistarhátíðina á Akureyri, AIM Festival 2007, en hún er nú haldin öðru sinni helgina 31. maí til 3. júní. Miðasala er nú þegar hafin á www.midi.is. Dagskrá hátiðarinnar er hin veglegasta: Fram koma Argentíska tangóhljómsveitin Orquesta tipica Fernandez Fierro, hinn margverðlaunaði kúbverski jasspíanóleikari og hljómsveitarstjóri Hilario Duran ásamt hljómsveit, raftónlistarhljómsveitirnar Isan frá Bretlandi og Tarwater frá Þýskalandi, The Go Find, Benni Hemm Hemm, Seabear, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Tómas R Einarsson ásamt Kúbubandinu sínu, Magnús Eiríksson og Blús Kompaníið, Park Project, Hrund Ósk Árnadóttir, Mór, o.fl. o.fl. Heimildarmyndin „Orquesta tipica Fernandez Fierro" var sýnd síðastliðið mánudagskvöld á RÚV og verður endursýnd næsta sunnudag. Myndin hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum vítt og breytt um heiminn og hlotið lof gagnrýnenda. Hún fjallar um 12 manna argentínska tangóhljómsveit, tónleikaferð hennar um Evrópu og þau áhrif sem hún hafði og hefur á tónlistarsenuna, en hljómsveitin Fernandez Fierro hefur brotið blað í sögu tangótónlistar svo ekki sé meira sagt. Hljómsveitin mun koma fram á Nasa í samstarfi við Kramhúsið þann 31. maí en spilar síðan á skemmtistaðnum 1929 hér á Akureyri laugardagskvöldið 2. júní. Vert er að geta þess að miðasala er í fullum gangi og hægt er að nálgast miða á www.midi.is. Heimasíða hátíðarinnar er www.aimfestival.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidaaefingar-i-hlidarfjalli
Skíðaæfingar í Hlíðarfjalli Skíðasamband Íslands hefur verið með æfingar í Hlíðarfjalli undanfarna daga fyrir landslið sín og ungt afreksfólk. Skíðafólki hefur verið skipt upp í þrjá hópa og hefur Pawel landsliðsþjálfari verið með landsliðið og FIS liðið. Ágætt skíðafæri er ennþá efst í brekkunum. Landsliðsfólk á æfingu nú á dögunum. Unglingaliðið hafa þær Hansína og Ásta Björg þjálfarar hjá SKA séð um og 14 ára og yngri hefur Vanja þjálfari hjá Ármanni verið með. Dagurinn hefur verið tekinn snemma og æfingarnar byrjað kl. 7 og skíðað til hádegis. Seinnipartinn hafa síðan verið tveggja tíma þrekæfingar. Á skíðaæfingunum hefur verið lögð áhersla á grunntæknina en þessi árstími þykir henta mjög vel til þess. Elsti hópurinn hefur líka æft risasvig sem er nýtt fyrir flesta. Þrekæfingarnar hafa verið í íþróttahúsum bæjarins og þar hefur verið lögð áhersla á samhæfingu og liðleika. Á kvöldin hefur síðan verið hist og borðað saman á hótel KEA. Aðstæður í Hlíðarfjalli eru mjög góðar þegar dagurinn er tekinn snemma og má það þakka snjóframleiðslunni. Framleiddi snjórinn er lengur að bráðna en sá náttúrulegi og verður ekki eins blautur. Það þykir sérstakt ef miðað er við síðustu ár að enn er hægt að renna sér á skíðum frá Skíðastöðum niður að stólalyftu. Skíðafólk þakkar Akureyrarbæ fyrir afnot af Hlíðarfjalli og tíma í íþróttahúsum bæjarins. Þetta er ómetanlegt fyrir skíðafólkið og aðstæður í Fjallinu núna eru með því besta sem þekkist í Evrópu. Frétt af www.skidi.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bilar-i-oskilum
Bílar í óskilum Umhverfisátak sem umhverfisnefnd, framkvæmdaráð og heilbrigðisnefnd hafa efnt til, stendur nú sem hæst og hafa undanfarið þónokkur bílflök verið fjarlægð af ýmsum svæðum í bænum. Betur má ef duga skal og er nú auglýst eftir eigendum þeirra „bíla“ sem birtast á meðfylgjandi myndum. Bílflök sem enginn kannast við að eiga verða dregin af vettvangi og þeim fargað eftir 45 daga geymslu. Ef einhverjir telja sig eiga tilkall til þess sem hér er sýnt þá eru þeir hinir sömu beðnir að hafa samband við framkvæmdadeild Akureyrarbæjar hið fyrsta í síma 460 1000.
https://www.akureyri.is/is/frettir/pabbinn-hja-la
Pabbinn hjá LA Framundan eru gestasýningar í Samkomuhúsinu á gamanleiknum Pabbanum sem notið hefur fádæma vinsælda í Reykjavík frá áramótum. Þar fer Bjarni Haukur (Hellisbúinn) á kostum og veltir fyrir sér föðurhlutverkinu. Uppselt hefur verið á yfir 40 sýningar í Reykjavík en sýningarnar á Akureyri verða aðeins þrjár: 24., 25. og 26. maí. Leikritið Pabbinn var heimsfrumsýnt í Iðnó 25. janúar. Leikverkið er einleikur þar sem Bjarni Haukur bregður sér í ýmis líki og veltir því fyrir sér hvað það er að vera pabbi. Hvers vegna eignumst við börn? Það er ekki eins og það vanti fólk. Það er til nóg af fólki. Og vanti okkur fólk, flytjum við það inn. Er þetta ást? Sjálfselska? Eða finnst okkur bara svona gott að gera'ða? Er meðgangan kannski ekkert annað en sogblettur fullorðna fólksins? Leikverkið fjallar um aðdraganda þess að Pabbinn og konan hans ákveða að eignast barn. Hvað gerist á meðgöngunni og við undirbúning fæðingarinnar. Fæðingunni og fyrstu skrefunum eru gerð góð skil þegar heim er komið. Allt er séð frá sjónarhóli karlmannsins. En að lokinni meðgöngunni, fæðingunni og fyrstu skrefunum tekur við næsta tímabil, sennilega það lengsta: Uppeldistímabilið. Og það er oft þá, þegar barnið byrjar að ganga, að aðrir hlutir hætta að ganga — eins vel, til dæmis hjónabandið. En þegar öllu er á botninn hvolft eru pabbar að gera hluti í dag sem þóttu óeðlilegir áður. Nú taka þeir ábyrgð á uppeldinu og sinna börnunum. Og kannski eru pabbar fyrst að fatta það núna hvað þeir hafa farið á mis við? Höfundur og leikari er Bjarni Haukur Þórsson en Sigurður Sigurjónsson leikstýrir. Miðasala er hjá Leikfélagi Akureyrar í síma 4 600 200 og á heimasíðunni, www.leikfelag.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppskera-og-handverk-2007
Uppskera og handverk 2007 Dagana 10. - 12. ágúst 2007 verður haldin hátíð sem á sér nú 15 ára langa sögu en það er Handverkshátíð á Hrafnagili og eiga fáir viðburðir sér jafnlangan feril. Í fyrra tók sýningin, sem þá hét „Uppskera og handverk 2006", heilmiklum breytingum og vakti það mjög jákvæða athygli. Hún varð að skemmtilegri blöndu handverks- og fjölskylduhátíðar þar sem allir fundu eitthvað við sitt hæfi. Sýningarsvæðið tvöfaldaðist og var breytingum vel tekið af sýnendum sem og gestum hátíðarinnar. Mikilvægt er að byggja upp sölusýningu á listmunum á landsbyggðinni, skapa gott orðspor og höfða til allra þeirra innlendu og erlendu ferðamanna sem eru á faraldsfæti þessa helgi á Norðurlandi. Svo vel eigi að vera þarf virka þátttöku fólks á sviði lista, gæðahandverks og hönnunar. Því hefur verið skipuð sérstök valnefnd sem leggur mat á umsóknir og velur þátttakendur inn á hvert svæði fyrir sig. Valnefndina skipa: Anna Gunnarsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Sigríður Örvarsdóttir og George Hollanders. Árið 2007 er þema hátíðarinnar „kornið" og er nú unnið markvisst í samvinnu við Landsamband kornbænda og Búgarð að uppbyggingu kynningarsvæðis sem verður einkennandi fyrir þemað. Íslensk afbrigði korns verða ræktuð á sýningarsvæðinu sjálfu ásamt því að unnið verður úr alíslensku hveiti, heilhveiti og byggi. Unnið verður með hálm á sérstökum þemabásum þar sem sýndar verða hálmfléttingar og fleira. Leitað er að einstaklingum sem vinna á einhvern hátt með korn, hálm, hör og þess háttar, til dæmis við vefnað, fléttingar og textíl. Allar ábendingar eru vel þegnar. Hönnuðum, handverks- og listiðnaðarfólki er boðin þátttaka í sýningunni og skulu sækja um á þar til gerðu umsóknarformi. Þetta má nálgast á heimasíðu www.handverkshatid.is og í síma 864-3633. Umsóknarfrestur um þátttöku í hátíðinni er 31. maí næstkomandi. Sem fyrr verða nokkur námskeið haldin í tengslum við hátíðina og bæði erlendir og innlendir listamenn fengnir til leiðbeiningar. Þæfing - Leiðbeinandi er Valborg Mortensen Leðursaumur – Leiðbeinandi er Anna Gunnarsdóttir Hálmfléttingar – Leiðbeinandi er Doris Gustafsson Eldsmíði – Leiðbeinandi er Beate Stormo Handverksmaður ársins var valinn í fyrsta skipti á hátíðinni 2006 og var það Ragnhildur Magnúsdóttir í Gýgjarhólskoti eða Ranka í Kotinu sem hlaut þann heiður.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fragtflug-fra-akureyri
Fragtflug frá Akureyri Starfsemi Norðanflugs ehf., félags um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, er formlega hafin. Fyrsta fraktflugið á vegum félagsins verður þann 3. júní nk. en þá verður flogið með vörur frá Akureyri til Oostende í Belgíu. Norðanflug mun fljúga þrisvar í viku til að byrja með, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Áfangastaðurinn er Oostende í Belgíu, sem fyrr segir, en sú borg varð fyrir valinu vegna góðrar legu með tilliti til dreifingar á fiski innan Evrópu. Þaðan er einungis um tveggja stunda akstur til Boulogne sur Mer í Frakklandi, sem er áfangastaður stærsta hlutar þeirra fersku fiskflaka sem fara með flugi frá Íslandi. Með þessu styttist fluttningstími fyrir ferskan fisk, sem unnin er á Norðausturlandi, um heilan dag þannig að hann kemur enn ferskari en áður til viðskiptavina á meginlandi Evrópu. Norðanflug verður með aðsetur í Oddeyrarskála á Akureyri. Nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins er Unndór Jónsson en hann starfaði áður á flugrekstrarsviði flugfélagsins Atlanta. Stofnendur Norðanflugs ehf. eru Samherji hf., Hf. Eimskipafélag Íslands og SAGA Capital Fjárfestingarbanki. “Það er von aðstandenda Norðanflugs að fiskvinnslur og ekki síður innflytjendur á Norður- og Austurlandi taki þessu framtaki vel og nýti sér þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Verkefni af þessu tagi byggir ekki síst á því að heimamenn styðji það,” segir Unndór. Hann segir þörfina fyrir fraktflug með ferskan fisk af Norður- og Austurlandi til meginlands Evrópu mikla og vaxandi. Hins vegar eigi eftir að koma í ljós hversu margir nýti sér þann möguleika að flytja vörur frá Evrópu beint til Akureyrar. “Við höfum orðið vör við mikinn áhuga á þessu verkefni. Vonandi verður reyndin sú að Norðanflug fjölgi ferðum en það ræðst fyrst og fremst af viðtökum markaðarins,” segir Unndór ennfremur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samvinna-endurnyjanlegra-orkugjafa
Samvinna endurnýjanlegra orkugjafa Undirritaður var í Moskvu í dag stofnsamningur um Íslensk-rússneska stofnun á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Að henni standa Alþjóðastofnun á sviði orkumála í Moskvu, sem rekinn er af hinu virta Alþjóðasamskiptaháskóla rússneska utanríkisráðuneytisins (MGMIO), og RES Orkuháskólans á Akureyri. Samningurinn um skólastofnunina var undirritaður í Moskvu í dag í viðurvist sendiherra Íslands í Moskvu og háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneyti Rússlands. Meginhlutverk hinnar nýju stofnunar er samstarf á sviði háskólamenntunar og rannsókna í alþjóðlegum orkuvísindum með sérstakri áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Það verður gert með nemenda- og kennaraskiptum sem og rannsóknarsamstarfi. Rússnesk olíu-, gas-, og orkufyrirtæki hafa einnig sýnt áhuga á að leita í þekkingarbrunn Íslendinga á sviði endurnýjanlegra orkufyrirtækja. Fyrirhugað er að sérfræðingar á sviði RES Orkuskóla muni þjálfa og endurmennta sérfræðinga og stjórnendur rússneskra olíu- og gasfyrirtækja á Íslandi. “Hér leiða saman hesta sína stórþjóð sem er annar stærsti útflyjandi jarðefnaeldneytis í heiminum og með gríðarlega þekkingu á því sviði, og smáþjóði sem hefur skapað sér sérstöðu á sviði endurnýjanlegrar orku. Samningurinn er okkur þýðingarmikill. Hann er styrking á því neti sem RES orkuskóli hefur byggt upp síðast liðin þrjú ár við háskóla og rannsóknarstofnanir í Evrópu og í Bandaríkjunum,” segir Þorleifur Stefán Björnsson, verkefnisstjóri RES Orkuskóla. Stofnun skólans felur í sér mikilsvert framlag til Norðlægu víddarinnar í samskiptum Evrópurikja og Rússlands þar sem orkumál og loftslagsmál eru í fyrirrúmi. Alþjóðasamskiptaháskóli rússneska utanríkisráðuneytisins – MGMIO (Moscow State University of International Relations) sem rekinn er af Rússnesku utanríkisþjónustunni er talinn virtasti háskóli Rússlands á sínu sviði. Innan háskólans er rekinn sérstök alþjóðastofnun á sviði orkumála (International Institute of Energy Policy and Diplomacy). Formaður ráðgjafarráðs stofnunarinnar er utanríkisráðherra Rússa. Með honum í ráðinu eru stjórnendur 10 stærstu olíu-, kola og gashéraða Rússlands. Með þeim starfa síðan forstjórar 30 stærstu olíu-gas- og orkufyrirtækja Rússlands. Nánar má fræðast um það hér: http://www.mgimo.ru/ RES Orkuskólinn (RES - The School for Renwable Energy Science) er alþjóðlegur skóli á sviði endurnýjanlegra orkugjafa er hefur aðstöðu á Akureyri. Um er að ræða einkarekinn skóla er býður upp á eins árs meistaranám, símenntun og sumarskóla í endurnýjanlegum orkugjöfum. Nánar má fræðast um það hér: http://www.res.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorsyning-fimleikafelags-akureyrar
Vorsýning Fimleikafélags Akureyrar Sunnudaginn 20. maí. lauk starfsári Fimleikafélags Akureyrar með stórglæsilegri sýningu í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þar sýndu tæplega 300 iðkendur Fimleikafélags Akureyrar afrakstur æfinga sinna í vetur við góðar undirtektir tæplega 700 áhorfenda. Mikil vinna liggur að baki svona sýningu og er mikilvægt að bæði iðkendur og þjálfara félagsins fái að njóta sín á svona uppákomum sem er einskonar uppskeruhátíð félagsins. Í höllinni voru saman komin tæplega 1000 manns að meðtöldum iðkendum, þjálfurum og áhorfendum. Við þetta tækifæri fékk félagið rausnarlegan styrk frá Intrum á Akureyri að upphæð 115.000 kr til kaupa á tvíslá fyrir stráka. Á sýningunni mátti sjá mörg frábær tilþrif iðkenda félagsins bæði dansa og æfingar á áhöldum. Danshópur sem samanstendur af fjórum stúlkum úr FA sýndu frumsaminn dans sem vann þeim inn bikar á freestylemóti fyrr í vetur. I-1 sem er sá hópur sem lengst er kominn í fimleikum sýndi bæði keppnisdans sinn og frábær stökk á loftdýnu og trampolíni. Aðrir hópar sýndu í bland dans og æfingar á áhöldum. Þó svo að öll atriðin hafi verið frábær og vel undirbúinn þá vakti eitt atriði sérstaka kátínu viðstaddra en það var atriði sem elstu iðkendur félagsins sýndu. Þar er á ferðinni hópur iðkenda á aldrinum 31 – 49 ára sem sýndu atriði á trampolíni og loftdýnu við góðar undirtektir áhorfenda. Það er enn og aftur að sýna sig hversu mikilvægt starf er unnið hjá félaginu og aukast vinsældir fimleika á hverju ári. Nánar má lesa um vorsýninguna og sjá fleiri myndir á heimasíðu þeirra: http//:www.fimak.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskolaborn-i-sveitaferd
Leikskólabörn í sveitaferð Leikskólabörn á Akureyri fara mörg hver, í sveitaferðir á vorin. Þá er farið með rútu og foreldrum boðið með í ferðina til þess að skoða dýrin og njóta góðrar samverustundar. Ein slík ferð var farin í gær. Börn af leikskólanum Tröllaborgum fóru í sína árlegu ferð að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit og voru allir mjög kátir og ánægðir að henni lokinni. Þessar myndir voru teknar við tilefnið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-i-hlidarfjalli-um-hvitasunnuna
Opið í Hlíðarfjalli um hvítasunnuna Opið verður í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar um hvítasunnuhelgina. Nægur snjór er í brekkunum við Fjarkann og uppi í Strompi. Þar verða báðar lyftur opnar frá föstudegi til mánudags á milli kl. 8 og 14. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segist hafa fagnað kuldakasti síðustu daga sem geri það að verkum að lítil bráðnun hafi orðið og mönnum hafi tekist að safna snjó í brekkurnar. „Flestum skíðasvæðum heims hefur nú þegar verið lokað og það er frábært að geta boðið upp á opnar lyftur og gott skíðafæri svona langt fram á vorið, en það gerðist síðast vorið 2002 að við gátum haft opið þessa helgi," sagði Guðmundur Karl nú í morgun. Skíðaárið 2006-2007 hefur verið mjög gott. Alls var opið í 139 daga og voru gestir fjallsins ríflega 49 þúsund. Þá voru alls 419 þúsund ferðir farnar niður fjallið og því má segja að gestir Hlíðarfjalls hafi lagt 828 þúsund kílómetra að baki. Til gamans má geta að það eru u.þ.b. 400 þúsund km til tunglsins og hafa skíðaiðkendur Hlíðarfjalls því farið til tunglsins og tilbaka í vetur. Hægt er að skoða vefmyndavélar sem staðsettar eru víðsvegar um fjallið hér . Þessar myndir voru teknar í Hlíðarfjalli í morgun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/idavallarrokk
Iðavallarrokk Börnin á leikskólanum Iðavöllum héldu tónleika í sal Tónlistarskólans á Akureyri í dag. Sungu þau ýmsa söngva, þjóðlög og dægurlög, við mikla hrifningu gesta. Geisladiskur með lögum barnanna, Iðavallarrokk, var til sölu á staðnum og mun ágóðinn renna til kaupa á nýju hljóðkerfi fyrir leikskólann. Myndirnar tala ávallt sínu máli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aim-festival-um-helgina
AIM Festival um helgina Alþjóðlega tónlistarhátíðin á Akureyri, AIM Festival 2007, hófst á fimmtudag og stendur alla helgina. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og er dagskráin öll hin glæsilegasta. Boðið er upp á fjögurra daga alþjóðlega tónlistarveislu, þar sem koma fram um 90 afburða tónlistarmenn frá 14 þjóðlöndum. Eftirfarandi listamenn mála bæinn rauðann með dagskrá þar sem að allir finna eitthvað við sitt hæfi: Argentíska tangóhljómsveitin Orquesta tipica Fernandez Fierro sem hefur endurlífgað tangótónlistina fyrir heimsbyggðina, hinn margverðlaunaði kúbverski jasspíanóleikari og hljómsveitarstjóri Hilario Duran ásamt hljómsveit, Tómas R. Einarsson ásamt hinu margrómaða Kúbubandi hans, elektrón böndin Isan frá Bretlandi og Tarwater frá Þýskalandi, The Go Find, Benni Hemm Hemm, Seabear og svo síðast en ekki síst Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt einleikaranum Tatu Kantoma. Miðasala er í fullum gangi www.midi.is Nánir upplýsingar má finna á www.aimfestival.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/sandgerdisbot-tillaga-ad-breytingu-a-deiliskipulagi
Sandgerðisbót. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar. Í breytingunni felst að þrjár lóðir fyrir verbúðir við Ósvör 10 -14 eru sameinaðar og þeim breytt í tvær stærri lóðir með stærri byggingarreit, Ósvör 10 og 12. Nýtingarhlutfallið verður 0,46 í stað 0,43. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 7 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 16. maí 2007 - 4. júlí 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Sandgerðisbót - deiliskipulagstillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 4. júlí 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 16. maí 2007 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brautskraning-i-verkmenntaskolanum
Brautskráning í Verkmenntaskólanum 127 nemendur voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri síðastliðinn laugardag, þann 26. maí. Þar af voru 35 í fjarnámi og höfðu sumir hverjir aldrei stigið fæti inn í skólann. Fram kom í ræðu Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara að enn hefði verið slegið met í nemendafjölda, jafnt í dagskóla sem fjarnámi. Á þrettánda hundrað nemenda nám í dagskóla VMA sl. haust og fjarnámsnemar á vorönninni voru um 800. Því voru um 2000 manns við nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri að þessu sinni, flestir innan veggja en þó margir víðs fjarri. ,,Þetta er stórt skip sem við erum með í höndunum," sagði Hjalti Jón m.a. í ræðu sinni. ,,Það er mikill og þungur skriður á því en engu að síður er það býsna sveigjanlegt og breytingar eiga greiða leið að því telji stjórnendur og starfsfólk þær til bóta hvort sem er fyrir skólann og/eða núverandi og væntanlega nemendur hans." Einnig brautskráðist 13 manna hópur starfandi stuðningsfulltrúa og leiðbeinenda við grunn- og leikskóla Akureyrar eftir tveggja vetra nám. ,,Hafa þessir nemendur sótt skólann meðfram fullu starfi og því þurfti, auk dugnaðar og seiglu, að koma til samráð við vinnuveitandann, sem er Akureyrarbær, og verkalýðsfélagið Einingu/Iðju," sagði Hjalti Jón ennfremur. Fréttin er fengin af akureyri.net Ræðuna í heild sinni má lesa á vef Verkmenntaskólans: www.vma.is en þaðan eru myndirnar fengnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thjonustustod-v-gatnamot-borgar-og-hlidarbrautar-tillaga-a
Þjónustustöð v. gatnamót Borgar- og Hlíðarbrautar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þjónustustöðvar v. gatnamót Borgar- og Hlíðarbrautar. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall fer úr 0,12 í 0,16 og að byggingarreitur stækkar. Byggingarreitur fyrir skyggni er felldur út, akstursleiðir innan lóðar breytast og kvöð um gróður austan við stækkaðan byggingarreit fellur út. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 7 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 16. maí 2007 - 4. júlí 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Þjónustumiðstöð - deiliskipulagstillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 4. júlí 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 16. maí 2007 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-2-afangi-kjarnagata-12-26-og-brekatun-5-11-og
Naustahverfi 2. áfangi. Kjarnagata 12-26 og Brekatún 5-11 og 13-19. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga vegna Kjarnagötu 12 – 26 og Brekatúns 5 – 11 og 13 – 19. Í breytingunni felst að 1. hæð Kjarnagötu 16 verður skilgreind fyrir íbúðarbyggð í stað verslunar- og þjónustuhúsnæði og fjölgar um 12 íbúðir í húsum 12, 14 og 16. Horngeiri milli húsa nr. 16 og 14 verður hluti af lóð Kjarnagötu 12 – 26 og stækkar lóðin því um 700m². Þetta svæði er í nú gildandi deiliskipulagi skilgreint sem opið torg og hafa bílastæði fyrir hús nr. 16 verið utan lóðar við Ljómatún. Bílastæði á horngeira verða eftir breytingu ætluð fyrir íbúðir hússins. Þar verða 12 bílastæði og fækkar þá bílastæðum við Ljómatún úr 20 í 10 og færast lóðamörk Kjarnagötu 12 – 26 til suðurs um 4 metra til að halda viðeigandi fjarlægð milli göngustígs og íbúða á 1. hæð. Við Brekatún 5 – 11 og 13 – 19 fækkar bílgeymslum og verða við helming íbúða í stað allra. Önnur ákvæði um F-raðhús breytast ekki. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 7 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 16. maí 2007 - 4. júlí 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Kjarnargata 12-26 og Brekatún 5-11og 13-19 - Deiliskipulagstillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 4. júlí 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 16. maí 2007 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennakorinn-vox-feminae-a-akureyri
Kvennakórinn Vox feminae á Akureyri Laugardaginn 2. júní ættu tónlistarunnendur á Akureyri og nærsveitum að taka daginn snemma. Þann morgun munu raddir Kvennakórsins Vox feminae, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og Kvennakórs Akureyrar undir stjórn Arnórs Brynjars Vilbergssonar, hljóma víðsvegar um bæinn. Kvennakórinn Vox feminae kemur fljúgandi norður og hittir söngsystur sínar í Akureyrarkirkju kl. 11.15. Kirkjan verður öllum opin sem vilja hlýða á kórana sameina krafta sína og syngja saman nokkur þeirra verka sem eru á efnisskrá kóranna. Gestir í sundlaug Akureyrar mega eiga von á heimsókn því þangað heldur hópurinn úr kirkjunni og mun syngja á sundlaugarbakkanum. Um hádegisbilið munu kórarnir rölta syngjandi niður Listagilið, gestum og gangandi til yndisauka og enda, ef veður leyfir, neðst í kirkjutröppunum þar sem kórkonur munu einnig taka lagið úti undir berum himni. Frá Akureyri liggur leið Vox feminae til Dalvíkur, þar sem kórinn heldur tónleika í Dalvíkurkirkju kl. 17.00 sama dag. Á efnisskránni eru trúarleg verk ásamt íslenskum og erlendum þjóð- og söngperlum. Á sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní kl. 17.00, syngur kvennakórin Vox feminae á tónlistarhátíð í Húsavíkurkirkju í tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umhverfisdagur-lunda-og-gerdahverfis
Umhverfisdagur Lunda- og Gerðahverfis “Tökum til hendinni í grenndinni” er yfirskrift umhverfisdags Lunda- og Gerðahverfis laugardaginn 2. júní næstkomandi. Að deginum standa hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis, Foreldrafélag Lundarskóla og Lundarskóli í samstarfi við Akureyrarbæ. Markmiðið er að virkja hverfisbúa til þess að fegra umhverfi sitt í sameiningu, skemmta sér saman og eiga góða stund að hreinsun lokinni. Nemendur í Lundarskóla hefja átakið á föstudeginum og taka virkan þátt m.a. með því að fegra í kringum skólann. Fegrun hverfisins hefst síðan formlega klukkan 10.00 á laugardagsmorgni og fá hverfisbúar afhenda ruslapoka við Lundarskóla. Nágrannar eru hvattir til að sameinast um hreinsun á götum, gangstéttum og leiksvæðum. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjarlægja ruslapoka frá fjórum stöðum í hverfinu. Skemmtidagskrá hefst síðan við skólann klukkan 11.00 og í boði verða atriði af ýmsum toga. Meðal annars á að vígja blakvöllinn með keppni milli nemenda og kennara. Nemendur munu skemmta og Siggi Ingimars úr X-factor verður með uppákomu. Skemmtiatriði verða einnig frá eldri borgurum og andlitsmálun verður í boði fyrir yngstu börnin. Boðið verður til grillveislu og brúðuleikhús Bernds verður með sýningu í boði foreldrafélagsins. Foreldrar og kennarar blása einnig lífi í leiki á borð við reiptog, hittnikeppni, pokahlaup og sinalco. Allar kynslóðir geta skemmt sér saman á umhverfisdegi Lunda- og Gerðahverfis laugardaginn 2. júní. Tökum til hendinni í grenndinni!
https://www.akureyri.is/is/frettir/hafnarsamlag-eyjafjardar-lagt-nidur
Hafnarsamlag Eyjafjarðar lagt niður Eigendur Hafnasamlags Eyjafjarðar bs. hafa ákveðið að leggja samlagið niður. Þeir sem þurfa að reka erindi gagnvart þeim höfnum sem voru í samlaginu er bent á, frá og með 1. júní, að snúa sér til: Hafnarsjóðs Fjallabyggðar, kt. 580607-0880, Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði, vegna Ólafsfjarðarhafnar, Hafnasamlags Norðurlands, kt. 6503712919, Fiskitanga 600 Akureyri, vegna Hríseyjarhafnar og Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar, kt. 620598-2089, Ráðhúsinu 620 Dalvík, vegna hafnanna á Dalvík, á Árskógssandi og á Hauganesi. Samkvæmt ákvörðun eigenda mun Dalvíkurbyggð sjá um slit hafnasamlagsins. Þangað má því snúa sér ef um einhver vafamál er að ræða. Nánari upplýsingar gefur bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð, Svanfríður Jónasdóttir í síma 460 4902.
https://www.akureyri.is/is/frettir/asiutengd-kynjafraedi-vid-ha
Asíutengd kynjafræði við HA Með aukinni opnun markaða hefur alþjóðavæðingin skapað viðskipta- og atvinnutækifæri á stöðum sem áður voru illa aðgengilegir og þar með bætt lífskjör víða um heim. Búferlaflutningar og upplýsingastreymi eru hraðari en nokkru sinni fyrr og ljóst er að það hefur teljanleg áhrif á lífsgæði fólks. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum sem að mestu hafa verið þeim til framdráttar - "útrásin" svonefnda er klárlega þáttur í alþjóðavæðingunni. En eins dauði er annars brauð og samtímis hefur alþjóðavæðingin orsakað margháttaðar og róttækar breytingar á lífsháttum sem gert hafa vissum hópum erfiðara fyrir en áður. Þetta á ekki síst við Asíu þar sem alþjóðavæðingin hefur óneitanlega verið tvíeggja sverð. Hún hefur haft í för með sér umtalsverðar breytingar á lífsviðurværi kynjanna. Bæði konur og karlar hafa mætt þessum breytingum með því að nýta sér ýmis samfélagsleg, menningarleg, líkamleg, efnahagsleg og pólitísk úrræði, en það hversu greiðan aðgang þau hafa að þessum úrræðum markar getu þeirra til að draga úr varnarleysi sínu gagnvart óstöðvandi stórstreymi alþjóðavæðingarinnar. Þetta er þema alþjóðlegrar ráðstefnu um Asíutengda kynjafræði, Gendering Asia Network Conference, sem haldin verður við Háskólann á Akureyri helgina 2.-3. júní á vegum Asíuvers Íslands - ASÍS. Þar munu 25 fræðimenn frá 16 löndum halda erindi, þar á meðal tveir Íslendingar. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Josephine Chuen-juei Ho, prófessor við National Central University, Chungli, Taiwan og Naila Kabeer, prófessor við þróunarfræðastofnun University of Sussex, Bretlandi. Ráðstefnan er öllum opin. Nánari upplýsingar á heimasíðu Háskólans á Akureyri: http://www.unak.is
https://www.akureyri.is/is/frettir/pmt-utskrift
PMT-útskrift Í gær útskrifaðist annar hópur fagaðila með grunnmenntun í PMT-foreldrafærni, 17 starfsmenn leik- og grunnskóla, fjölskyldudeildar, skóladeildar og Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Þetta er annar hópurinn sem útskrifast á Akureyri og hafa nú 30 fagaðilar lokið grunnmenntun í PMT. PMT- foreldrafærni er aðferð fyrir foreldra og aðra þá er koma að uppeldi barna. Um er að ræða úrræði fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika sem hefur það einnig að markmiði að fyrirbyggja alvarlega hegðunarerfiðleika. SMT-skólafærni miðar að því að því að fyrirbyggja, koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda og taka á hegðunarvanda. SMT-skólafærni, sem byggir á hugmyndafræði PMT-foreldrafærni, mun verða innleidd í leik- og grunnskólum Akureyrabæjar. Tveir Grunnskólar, Oddeyrarskóli og Síðuskóli, og fjórir leikskólar, Holtakot, Flúðir, Kiðagil og Lundasel, hafa í vetur undirbúið innleiðsluna sem hefst af fullum krafti næsta haust. Einn grunnskóli mun hefja undirbúning að SMT-innleiðslu næsta haust og tveir leikskólar. Nánari upplýsingar um PMT-verkefnið hjá Akureyrarbæ er að finna á heimasíðu bæjarins, www.pmt.akureyri.is. Útskriftarhópurinn ásamt leiðbeinendunum Jóhönnu Hjartardóttur, Margréti Sigmarsdóttur og Þuríði Sigurðardóttur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brot-af-thvi-besta
Brot af því besta Sumarsýning Minjasafnins á Akureyri "Brot af því besta" sem samanstendur af dýrmætum gripum frá fyrri tíð í eigu safnsins, opnar laugardaginn 2. júní kl. 14. Áhersla sýningarinnar er á útskorna og málaða gripi úr tré. Hver og einn gripur er einstakur og bera þeir íslensku hugviti fyrr á tímum gott vitni. Elstu gripirnir eru frá miðbiki 18. aldar, en flestir eru frá 19. öld. Flestir gripanna eru eftir ónefnda alþýðutréskera, gerðir af mishögum höndum. Þó eru nokkrir þeirra eignaðir þekktum einstaklingum eins og Bólu-Hjálmari, Gunnlaugi Briem og Hallgrími Jónssyni frá Naustum og yngstu útskornu gripirnir eru eftir nokkra þekktari tréskurðarmeistara 20. aldar. Sýningin gefur auk þess innsýn í íslenska listiðkun áður fyrr, en hún lifði aðallega í útskurði, málun á tré og útsaumi, eins og kunnugt er. Listiðkun var mikið stunduð undir handarjaðri kirkjunnar, en hér eru ekki sýndir kirkjulegir gripir, heldur brúkshlutir heimilanna sem skreytiþörfin fékk útrás á. Merkileg röð ljósmynda úr Drangey í Skagafirði er einnig sýnd, sem dæmi um dýrgripi úr myndasafni Minjasafnsins. Myndasyrpuna tók Arthur Gook trúboði og hómópati. Myndirnar eru teknar í verstöð á Drangeyjarvertíð, þegar veiðar á svartfugli standa sem hæst. Bygðasafn Skagfirðinga lánar sýnishorn af veiðarfærinu sem sést á myndunum, svokallaðri Drangeyjarniðurstöðu. Á heimasíðu Minjasafnsins verða birtar myndir af tíu úrvalsgripum ásamt umfjöllun um þá. Slóðin er www.akmus.is Sýningin stendur til 15. september.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-vid-vgk-honnun-a-svidi-orkuliftaekni
Samstarf við VGK-Hönnun á sviði orkulíftækni Ingi Rúnar Eðvarðsson, varaforseti háskólaráðs HA og Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri VGK-Hönnunar, undirrituðu í dag samstarfssamning á sviði orkulíftækni til næstu fimm ára. Samningnum er ætlað að efla núverandi samstarf HA og VGK-Hönnunar um rannsóknir og tækniþróun í orkulíftækni með það að markmiði að auka framgang hagnýtra rannsókna á því sviði. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd endurnýjanlegu eldsneyti og nýsköpun. Helsti styrkleiki samstarfsins verður samlegð sérfræðiþekkingar á sviðum líftækni, umhverfisfræða og verkfræði auk þess sem samningnum er ætlað að bæta aðgengi vísindamanna og nemenda HA að sérfræðiþekkingu VGK-Hönnunar. Háskólinn á Akureyri og VGK-Hönnun hafa á liðnum árum þróað sín á milli samstarf sem nú er skilgreint með skýrum hætti. Meðal viðfangsefna samstarfsins hafa verið rannsóknir á framleiðslu einfrumuprótíns úr jarðgufugasi, framleiðsla etanóls úr sellulósaríku hráefni, umbreyting aukaafurða frá lífdísilframleiðslu í verðmæt efni og vetnisframleiðsla með örverum. Verkefnisstjórn og mótun faglegra áhersla samstarfsins verður í höndum HA, en VGK-Hönnun mun leggja til sérfræðiþekkingu og aðstoð við mótun rannsóknarverkefna og útfærslu þeirra. Samningsaðilar munu árlega standa að málstofu um orkulíftækni auk þess sem stefnt er að opnun netsvæðis um rannsóknarverkefni samstarfsaðila á sviði orkulíftækni. Við undirrskrift í dag, Ingi Rúnar (til vinstri) og Eyjólfur Árni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/elin-radin-forstodumadur-sundlaugar-akureyrar
Elín ráðin forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar Íþróttaráð Akureyrarbæjar mælti með því á fundi sínum á föstudag að Elín H. Gísladóttir verði ráðin forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. Alls sóttu 29 um starfið. Elín hefur verið rekstrarstjóri á Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi frá því í júní 1998. Áður var hún leiðbeinandi við Gagnfræðaskóla Akureyrar frá 1989. Elín er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Hún er gift Benedikt Ásmundssyni og eiga þau þrjá syni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-adsoknarmet-hja-la
Nýtt aðsóknarmet hjá LA Enn á ný er aðsóknarmet sett hjá LA því á yfirstandandi leikári er fjöldi gesta á Akureyri orðinn sá mesti frá upphafi. Þetta leikár slær því út síðasta ár, sem líka var metár, hvað þetta varðar. Áhorfendur að sýningum leikhússins á Akureyri í vetur voru nálægt 27.000. Við þetta bætast um 11.000 gestir sem sáu sýningar LA í Reykjavík. Aðsókn síðustu þrjú leikár hefur vaxið jafnt og þétt og er ljóst að leikhúsið nýtur mikillar almennrar hylli. Leikárið 2006-2007 Í vetur hefur aðsókn verið mikil og jöfn að öllum sýningum LA. Félagið frumsýndi verkin: Herra Kolbert, Karíus og Baktus, Svartur köttur og Lífið – notkunarreglur. Allar sýningarnar hlutu afbragðs aðsókn þótt óhætt sé að fullyrða að verkefni vetrarins hafi verið meira ögrandi en oft áður. Að auki var boðið upp á sýningar frá fyrra ári, leiklestra, gestasýningar og margt fleira. Uppselt var langflest sýningarkvöld í leikhúsinu í vetur en sem kunnugt er hefur leikhúsið sýnt eftir nýju sýningarfyrirkomulagi síðustu þrjú leikár. Samkvæmt því er hver uppsetning sýnd þétt en í takmarkaðan tíma. Aðsókn að sýningum LA hefur aukist umtalsvert undanfarin ár. Síðustu þrjú leikár hefur hún verið mun meiri en árin þar á undan en þá voru gestir yfirleitt á bilinu 5-10.000 á ári. Að auki hefur LA á undanförnum árum sent einstaka uppsetningar til Reykjavíkur þar sem þær hafa notið vinsælda. Aðsóknarmestu leikár Leikfélags Akureyrar frá upphafi eru: 2006-2007 27.000 á Akureyri (og að auki 11.000 í Reykjavík) 2005-2006 25.000 á Akureyri (og að auki 17.000 í Reykjavík) 1983-1984 19.300 á Akureyri 2004-2005 18.800 á Akureyri (og að auki 7.000 í Reykjavík) Athygli vekur að fjöldi gesta sem koma gagngert til Akureyrar til að sækja leiksýningar LA hefur margfaldast á síðustu misserum. Rekstur leikhússins hefur gengið vel í vetur og er ljóst að rekstrarniðurstaða leikársins er jákvæð og því er þetta þriðja leikárið í röð sem sú er raunin. Undirbúningur fyrir nýtt leikár er í fullum gangi en dagskráin í heild sinni verður kynnt í ágúst. Þegar hefur verið greint frá því að verkið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður fyrsta frumsýning leikársins. Sigurður Sigurjónsson leikstýrir og Jón Ólafsson semur sönglög og tónlist við verkið. 500 börn komu í áheyrnarprufur fyrir sýninguna en 16 börn hafa verið valin til að taka þátt í uppsetningunni við hlið fullorðinna atvinnuleikara. Frumsýning verður 15. september.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjomannadagurinn-a-akureyri
Sjómannadagurinn á Akureyri Engin formleg hátíðarhöld voru á Akureyri í tilefni sjómannadagsins að þessu sinni en þó var mikið um dýrðir á Pollinum. Boðið var í siglingu með Húna II og smábátar af öllum gerðum fylgdu honum um Pollinn. Myndirnar voru teknar um miðjan dag í gær. Blíðskaparveður var í bænum en nokkuð stífur sunnanvindur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heilsuleikskolinn-krogabol
Heilsuleikskólinn Krógaból Föstudaginn 1. júní síðastliðinn hlaut leikskólinn Krógaból viðurkenningu sem Heilsuleikskóli. Við hátíðlega athöfn afhenti Unnur Stefánsdóttir, leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls og formaður samtaka Heilsuleikskóla, leikskólanum viðurkenninguna. Krógaból hefur unnið að því frá 2005 að ná markmiðum Heilsustefnunar með því t.d. að bæta mataræði leikskólans, minnka salt ,sykur og unna matvöru en jafnframt aukið grænmetis og ávaxtaneyslu. Hreyfing hefur verið aukin og fá öll börn leikskólans skipulagðar hreyfistundir að lámarki einu sinni í viku. Krógaból er sjöundi leikskólinn sem hlýtur þessa viðurkenningu og sá fyrsti hér á Norðurlandi. Nánar má lesa um heilsuleikskólann Krógaból hér Þessar myndir voru teknar við tilefnið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afangar-i-att-til-jafnrettis
Áfangar í átt til jafnréttis Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag var minnst þeirra áfanga sem unnist hafa í átt til jafnréttis kynjanna en nú eru 25 ár síðan konur urðu þrjár í bæjarstjórn Akureyrar og ein þeirra var kjörin forseti bæjarstjórnar. Hópur kvenna sem tengst hefur störfum bæjarstjórnar á Akureyri sat fundinn. Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrsta konan sem gegnir starfi bæjarstjóra á Akureyri, steig í pontu og ræddi þá áfangasigra sem unnist hafa á langri leið eða frá því Kristín Eggertsdóttir var fyrst kvenna kjörin í bæjarstjórn Akureyrar árið 1911. Fram til 1970 sat síðan ein kona af og til í bæjarstjórn, frá 1970-1974 voru þær tvær, og síðan aftur ein frá 1974-1982. Eftir kosningarnar 1982 urðu hins vegar þau umskipti að þrjár konur tóku sæti í bæjarstjórn Akureyrar og ýtti tilkoma Kvennaframboðsins án efa mjög undir þá þróun að aðrir stjórnmálaflokkar buðu konum sæti ofarlega á listum sínum. Á fyrsta bæjarstjórnarfundi 1982 var Valgerður H. Bjarnadóttir kjörin forseti bæjarstjórnar Akureyrar fyrst kvenna. Fyrsta jafnréttisnefnd bæjarins var stofnuð þá um sumarið og var með fyrstu jafnréttisnefndum sveitarfélaga á landinu. Árið 1989 var fyrsta jafnréttisáætlun bæjarins samþykkt og árið 1991 var fyrsti jafnréttisfulltrúinn á Íslandi ráðinn á Akureyri. Í lok kjörtímabilsins 1982-1986 voru sex konur í bæjarstjórn Akureyrar. Núna sitja fimm konur í bæjarstjórn Akureyrar en sex karlar, jafnmargar konur og karlar eru aðal- og varafulltrúar í fastanefndum bæjarins og fimm konur eru formenn nefnda en sjö karlar. Það má því sjá að mikið hefur áunnist frá því Kristín Eggertsdóttir var fyrst kvenna kjörin í bæjarstjórn árið 1911. Myndirnar voru teknar á fundi bæjarstjórnar Akureyrar kl. 16.00 í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-flug-nordanflugs
Fyrsta flug Norðanflugs Fyrsta fraktflug Norðanflugs frá Akureyri til meginlands Evrópu var farið á sunnudag, sjómannadag, en þá var flogið með 11 tonn af ferskum fiskflökum frá Samherja hf. frá Akureyri til Oostende í Belgíu. Flugvélin er AN-12 sem á sér langa sögu í fraktflugi og hentar aðstæðum á Akureyri vel með tilliti til skjótrar hleðslu og afhleðslu. Norðanflug var stofnað til að mæta kröfum markaðarins um reglulega flugflutninga milli Norðurlands og meginlands Evrópu. Flogið verður þrisvar í viku til að byrja með, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Áfangastaðurinn er Oostende í Belgíu en sú borg varð fyrir valinu vegna góðrar legu með tilliti til dreifingar á fiski innan Evrópu. Aviapartner, stærsta flugafgreiðslufyrirtæki Belgíu, sér um afgreiðsluna en fyrirtækið er með fullkomnar kæli- og frystigeymslur ásamt allri annarri fraktflugsþjónustu í 9.500 fermetra vöruhúsi á staðnum. Með þessu styttist flugningstími fyrir ferskan fisk, sem unninn er á Norðausturlandi, um heilan dag þannig að hann kemur enn ferskari en áður til viðskiptavina á meginlandi Evrópu. Forsvarsmenn Norðanflugs héldu í gær fund þar sem fyrirtækið og framtíðaráform þess voru kynnt. Þar kom m.a. fram að stefnt væri á að Norðanflug verði leiðandi félag í fraktflutningum frá Íslandi til meginlands Evrópu. Markmiðið væri að bjóða hraða, örugga og samkeppnishæfa flugflutningaþjónustu á hinum ört vaxandi markaði Íslands. Í framkvæmdaáætlun fyrirtækisins segir m.a.: “Við munum sameina hina miklu þörf Norðurlands fyrir fiskútflutning og hið öfluga flutningsnet Eimskips innanlands sem utan til að byggja upp öflugt fraktflugfélag á Norðurlandi.” Eimskip og Norðanflug eru í nánu samstarfi og mun Eimskip á Akureyri sjá um flutning innanlands, til og frá Akureyrarflugvelli. Norðanflug er með aðsetur í Oddeyrarskála á Akureyri. Nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins er Unndór Jónsson en hann starfaði áður á flugrekstrarsviði flugfélagsins Atlanta. Stofnendur Norðanflugs, Samherji, Eimskip og Saga Capital Fjárfestingarbanki, eru máttarstólpar í atvinnulífi Norðurlands og sjá mikil tækifæri í fraktflugrekstri um Akureyrarflugvöll. Á myndinni eru: Einar Eyland, svæðisstjóri Eimskips á Norðurlandi, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, Unnar Jónsson, stjórnarformaður Norðanflugs og forstöðumaður flutningasviðs Samherja, og Unndór Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanflugs.
https://www.akureyri.is/is/frettir/evropuhlaup-fatladra-kemur-til-akureyrar
Evrópuhlaup fatlaðra kemur til Akureyrar Miðvikudaginn 6. júní nk. nær Evrópuhlaup fatlaðra til Akureyrar þegar um 80 þroskaheftir einstaklingar koma hlaupandi inn á Ráðhústorg. Þetta er í 9. sinn sem hlaupið er haldið og eru þátttakendur frá Austurríki, Þýskalandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu og Úkraínu. Hlaupnir hafa verið um 1.000 km frá því átakið hófst árið 1999. Fram til þessa hefur verið hlaupið í Austurríki, Tékklandi, Þýskalandi, Póllandi, Úkraínu, Ungverjalandi, Króatíu, Ítalíu, Grikklandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Slóvakíu, Litháen, Lettlandi, Eistlandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Svæðið sem þau hafa farið yfir er um 8.050 km. Næsti áfangi í þessu hlaupi er nú þegar hafinn og verður þá farið um Noreg, Svíþjóð, Færeyjar, Ísland og Danmörku. Hlaupið er haldið til þess að vekja athygli á fötluðum einstaklingum í samfélaginu auk þess að sameina fatlaða sem og ófatlaða og tengja þá sterkari böndum. Fyrir þá sem hlaupa er Evrópulaupið góð leið til þess að auka bæði líkamlega- og andlega velferð, sem og að stofna til vináttusambanda víða um heim. Slagorð hlaupsins eru: „Við erum eins” – sem er táknrænt fyrir aðlögun allra hópa í hverju samfélagi, „Náðu árangri með okkur” – sem er táknrænt fyrir þá gleði sem fylgir því að taka þátt í íþróttum, „Evrópa – við erum nú þegar sameinuð” – sem er táknrænt fyrir samhug Evrópskra þegna. Sem áður segir kemur hlaupið til Akureyrar 6. júní kl. 17.00. Akureyrarbær tekur á móti hlaupurunum á Ráðhústorgi og munu félagar úr íþróttafélaginu Eik hlaupa með þeim síðasta spölinn, en morguninn eftir leggur fólkið af stað til Reykjavíkur. Allir eru hvattir til að mæta á Ráðhústorgið kl. 17.00 og taka á móti þeim!
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningar-vid-ka-og-thor
Samningar við KA og Þór Akureyrarbær framlengdi í dag til fimm ára rekstrarsamninga sína við Knattspyrnufélag Akureyrar og Íþróttafélagið Þór. Meðal nýmæla er að félögin eiga kost á sérstakri „hvatagreiðslu“ sem nemur 4 milljónum króna á ári, takist þeim að halda rekstrinum hallalausum og innan rekstraráætlunar. Til viðbótar núgildandi samningi frá 2002 og hvatagreiðslunum, mun Akureyrarbær styrkja KA og Þór með fernum hætti: 10 milljóna króna greiðsla við undirritun samnings. Fjárhæðinni skal að öllu leyti varið til að greiða niður skuldir félaganna. Árlegur aukinn rekstrarstyrkur vegna reksturs skrifstofu, 1.5 m.kr. á ári árin 2007 til 2011. Árlegur aukinn rekstrarstyrkur vegna reksturs valla félaganna, 1 m.kr. á ári árin 2007 til 2011. Akureyrarbær veitir félögunum sérstakan stuðning í formi láns án vaxta til fjögurra ára. Lánsfjárhæðin er 10 m.kr. sem skal að öllu leyti varið til að greiða niður skuldir. Fjárhæðin kemur til greiðslu innan mánaðar frá undirritun. Hana ber að endurgreiða með jöfnum greiðslum á árunum 2008 - 2011. Það er sameiginlegur skilningur aðila að vanda þurfi betur upplýsingagjöf félaganna til Akureyrarbæjar. Félögin munu jafnframt leggja fram stefnumótandi áætlanir um rekstur út samningstímann og áætlanir um niðurgreiðslu þeirra skulda sem á félögunum hvíla, eftir að fjármunir sem lagðir eru fram í upphafi hinna nýju rekstrarsamninga hafa verið nýttir til lækkunar á skuldabyrði félaganna. Markmið samninganna af hálfu Akureyrarbæjar er að styrkja fjárhag og rekstur íþróttafélaganna svo þau geti áfram haldið úti öflugu íþróttastarfi á Akureyri. Samningsaðilar eru jafnframt sammála um að með samningunum verði úr sögunni allir hugsanlegur eldri ágreiningur milli samningsaðila um fjárhagsleg atriði. Samningarnir handsalaðir að undirritun lokinni. Frá vinstri: Hallur Stefánsson, varaformaður KA, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, og Árni Óðinsson, varaformaður Þórs.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hadegisfundur-um-althjodlega-kvenrettindabarattu
Hádegisfundur um alþjóðlega kvenréttindabaráttu Fimmtudaginn 7. júní mun Rosy Weiss, forseti alþjóðlegu baráttusamtakanna International Alliance of Women (IAW), vera aðalgestur á hádegisverðarfundi KRFÍ, Jafnréttisstofu, Samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri. Á fundinum mun Rosy Weiss kynna IAW, starfsemi þess og stefnu. Einnig mun Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður KRFÍ flytja erindi um alþjóðastarf félagsins og Margrét María Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu fjallar um stöðu jafnréttismála. Fundarstjóri verður Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar. Fundurinn sem haldinn verður við anddyri Borga v/Norðurslóð og hefst kl. 12 er öllum opinn. Boðið verður upp á súpu og brauð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/spad-i-klaednad-sturlunga
Spáð í klæðnað Sturlunga Á laugardag verður spáð í klæðnað Sturlunga á Minjasafninu á Akureyri. Spurt verður spurninga á borð við þessar: Hvaða gildi höfðu klæði eða klæðnaður á Sturlungaöld? Hvað lögðu menn á sig til þess að vera flottir í tauinu og tolla í tískunni? Hverju hefði Sighvatur á Grund klæðst? Hefði hann klæðst eins og Björgólfur í Landsbankanum? Svörin fást á Minjasafninu á laugardag kl. 14 þegar Helgi Þórsson og Beate Stormo, áhugafólk um forn fræði og miðaldafólk á Gásum í Eyjafirði, veita gestum safnins innsýn í klæðað Sturlunga. Dæmi verða tekin úr texta Sturlungu og Laxdælu til að komast að því hvað þótti fínt eða ófínt, hvert litavalið var og samanburður gerður við nútímaklæðnað. Beate mun sýna klæðnað sem hún hefur saumað fyrir miðaldamarkaðinn á Gáum og þeir verða bornir saman við klæðnað Sturlunga.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gledi-a-radhustorginu
Gleði á Ráðhústorginu Mikil gleði ríkti í miðbænum á Akureyri í gær þegar um 80 einstaklingar komu hlaupandi inn á Ráðhústorgið. Um var að ræða Evrópuhlaup fatlaðra, en þetta er í 9. sinn sem slíkt hlaup er haldið. Þátttakendurnir eru frá Austurríki, Þýskalandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu og Úkraínu og hlaupa nú á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og í Danmörku. Létu hlaupararnir vel af ferðalagi sínu um Ísland og voru hæstánægðir með móttökurnar á Akureyri. Félagar úr íþróttafélaginu Eik á Akureyri fylgdu þeim síðasta spölinn og sýndu þeim þannig stuðning í verki. Á Ráðhústorgi bauð Sigríður Stefánsdóttir þau velkomin fyrir hönd bæjarins og voru öllum þátttakendum færðar gjafir til minningar um komu sína til Akureyrar, litla bók um Akureyri og penna. Að móttökuathöfn lokinni fóru hlaupararnir í Síðuskóla þar sem þeirra beið glæsilegur kvöldverður, gisting í íþróttasal skólans og morgunmatur. Snemma í morgun lögðu þau svo af stað í næsta áfanga hlaupsins – til Reykjavíkur. Hlaupið er haldið til þess að vekja athygli á fötluðum einstaklingum í samfélaginu auk þess að sameina fatlaða sem og ófatlaða og tengja þá sterkari böndum. Fyrir þá sem hlaupa er Evrópulaupið góð leið til þess að auka bæði líkamlega- og andlega velferð, sem og að stofna til vináttusambanda víða um heim.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagskra-til-heidurs-skaldinu-fra-djupalaek
Dagskrá til heiðurs skáldinu frá Djúpalæk MENOR Menningarsamtök Norðlendinga efna til menningardagskrár í safnaðarheimili Glerárkirkju á Akureyri sunnudaginn 10. júní 2007 kl. 14.00. Sólin og Ég - KRISTJÁNSVAKA. Þar verður skáldið Kristján frá Djúpalæk heiðrað með dagskrá í tali og tónum: Formaður MENOR Roar Kvam flytur ávarp. Kristján Kristjánsson, prófessor, sonur skáldsins mun segja frá föður sínum. Þórður Helgason, dósent KHÍ, flytur erindi um ljóðagerð skáldssins. Emilía Baldursdóttir, kennari og Guðjón Karlsson, leikari lesa ljóð eftir Kristján. HLÉ Boðið verður uppá kaffi og konfekt. UMF-Efling leikdeild úr Reykjadal verður með leiklestur úr verkum skáldsins. Einsöngvararnir Hildur Tryggvadóttir, sópran og Jónas Þór Jónasson, tenor, ásamt Helgu Kvam píanóleikara flytja lög við ljóð Kristjáns. Einnig verður verðlaunaafhending í smásagnakeppni MENOR og Tímarits Máls og Menningar. Vinningshafar lesa verðlaunasögur sínar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/372-kandidatar-brautskradir
372 kandidatar brautskráðir Háskólinn á Akureyri brautskráði kandidata á Háskólahátíð í dag, 9. júní 2007. Alls voru brautskráðir 372 kandídatar og er það langstærsti hópur sem brautskráðst hefur frá skólanum í 20 ára sögu hans. Konur eru yfirgnæfandi meirihluti kandidata að þessu sinni, 299, en karlar eru 73. Af þessum hópi hafa 120 stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunarmiðstöðva á 14 stöðum á landinu, flestir frá Hafnarfirði, Árborg, Akranesi, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum og Vopnafirði. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, hrósaði fjarnemum sérstaklega við brautskráningarathöfnina. Hann sagði það vera mikið afrek að stunda nám víðs vegar um landið fjarri móðurskipinu, ekki síst þegar það sé gert samhliða vinnu sem oft sé raunin. Um leið þakkaði hann forsvarsmönnum og starfsfólki símenntunarmiðstöðva og háskólasetra fyrir mjög árangursríkt og ánægjulegt samstarf við uppbyggingu fjarnámsins. Flestir kandidatar voru brautskráðir frá Kennaradeild eða 150. Frá Viðskipta- og raunvísindadeild voru brautskráðir 93 kandidatar, 68 frá Heilbrigðisdeild og 61 frá Félagsvísinda- og lagadeild. Í yfirliti Þorsteins Gunnarssonar rektors um þróun Háskólans á Akureyri kom eftirfarandi fram: Í heilbrigðisdeild hefur þurft að beita fjöldatakmörkunum í hjúkrunarfræði undanfarin ár vegna skorts á námsplássum í klínísku námi. Síðastliðið haust fékk háskólinn heimild stjórnvalda til að fjölga námsplássum í hjúkrunarfræði um tíu og nú er miðað við 48 nemendur árlega. Í viðskipta- og raunvísindadeild var innritað nú á þessu vori í fyrsta sinn í meistaranám í viðskiptafræði. Námið er sett á fót með góðum stuðningi norðlenskra fjármálafyrirtækja, en stuðningur þeirra er mikilvægur bæði út frá faglegum sem og fjárhagslegum sjónarmiðum. Deildin stefnir að því að taka upp meistaranám í tölvunarfræðum árið 2010. Í kennaradeild hefur mikil endurskipulagning átt sér stað í framhaldsnáminu og nú er nám til kennsluréttinda orðið hluti af námi til meistaraprófs. Þar er einnig tekið mið af fyrirhugaðri lengingu kennaranáms sem boðuð er í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Félagsvísinda- og lagadeild hefur fest sig í sessi og brautskráir nú nemendur í þriðja sinn. Síðastliðið haust hófst kennsla í tveggja ára meistaranámi í lögfræði og að ári munum við útskrifa fyrstu nemendurna í lögfræði til embættisprófs. Í haust býður deildin í fyrsta sinn upp á nám til BA prófs í þjóðfélagsfræði og stefnt er að því að hefja meistaranám í heimskautalögfræði haustið 2008. Viðurkenningu fyrir afburða námsárangur hlutu eftirtaldir kandidatar: Auðlindafræði – Hörður Sævaldsson Fjölmiðlafræði - Dagmar Ýr Stefánsdóttir Grunnskólakennarafræði – Unnur Arnsteinsdóttir Hjúkrunarfræði – María Karlsdóttir Iðjuþjálfunarfræði – Oddný Hróbjartsdóttir Leikskólakennarafræði – Unnur Arnsteinsdóttir Lögfræði - Sindri Guðjónsson Nútímafræði – Andrea Sigrún Hjálmsdóttir Sálfræði - Kristín Elva Viðarsdóttir Samfélags- og hagþróunarfræði – Olga Sif Guðmundsdóttir Tölvunarfræði – Davíð Steinar Guðjónsson Viðskiptafræði – Haraldur Örn Reynisson
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasmidjur-fyrir-born
Listasmiðjur fyrir börn Dagana 18. – 23. júni nk. stendur Listasumar á Akureyri fyrir listasmiðjum í tengslum við Jónsmessuhátíð í Kjarnaskógi. Smiðjur fyrir börn hafa verið settar upp í tengslum við Jónsmessuleik í Kjarnaskógi síðastliðin fjögur ár. Í smiðjunum hafa börnin unnið að þema Jónsmessuleiks undir stjórn valinna smiðjustjóra hverju sinni, s.s. með brúðuleikhúsfólki, myndlista-og tónlistarmönnum og öðru fagfólki eins og við hefur átt í það skiptið. Þetta verður því fimmta árið í röð sem settar verða upp smiðjur fyrir börn af þessu tagi og verður þemað Þjóðhetjur og skörungar. Unnið verður upp úr endursögðum sögum Brynhildar Þórarinsdóttur fyrir börn af þjóðhetjum og skörungum sem fram koma í bókunum hennar: Laxdælu, Eglu og Njálu, en Brynhildur er sem kunnugt er bæjarlistamaður á Akureyri 2007. Auk smiðjanna er einum leikskóla boðið að taka þátt í Jónsmessuleik í Kjarnaskógi og vinna með sama þema og að þessu sinni var dregin úr pottinum leikskólinn Flúðir. Jónsmessuhátíðin í Kjarnaskógi á sér lengri sögu en aldur smiðjanna segir til um, en tilkoma þeirra hefur heldur betur lífgað upp á hátíðarhöldin og fjöldi gesta aukist með ári hverju. Á Jónsmessuleik 2006 taldist mönnum að hátt í þúsund manns hefðu verið í skóginum og um 800 árið þar á undan. Boðið verður upp á eftirfarandi smiðjur: ,,Vopnaburður og Söguburður” Smiðjustjórar: Þórarinn Blöndal myndlistarmaður og vopnagerðarmeistari og Þráinn Karlsson leikari, sagna- og hagleiksmaður leiða saman hesta sína. ,, Langbrók” Klæði, skart og hárprýði. Smiðjustjórar: Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarmaður og Gitte Nielsen hagleikskona skoða tísku landnámskvenna. ,, Ljósvaki” Lifandi fréttaflutningur fyrr og nú. Smiðjustjóri: Vigdís Arna Nútímafræði nemi í HA ,, Skurðgoð með nútíma blandaðri tækni” Skúlptúr með Öllu. Smiðjustjóri: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður. Skráning í síma 466-2609 og 861-0354 milli kl. 10 og 16 til 15. júní.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljosleidari-fra-rangarvollum-og-nytt-idnadarsvaedi-a-rangarvo
Ljósleiðari frá Rangárvöllum og nýtt iðnaðarsvæði á Rangárvöllum. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018. Breytingin felst annars vegar í því að gert er ráð fyrir stofnlögn fyrir ljósleiðara frá bæjarmörkum að austan, meðfram fyrirhugaðri Miðhúsabraut og upp að tengivirkjum við Rangárvelli og hins vegar í breyttri landnotkun á svæði norðan Hlíðarfjallsvegar vestan Rangárvalla þar sem nú er svæði í landbúnaðarnotkun en mun breytast í iðnaðarsvæði til endurvinnslu. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 13. júní 2007 - 25. júlí 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Breytingartillaga Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 25. júlí 2007 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 13. júní 2007 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-pmt-foreldranamskeidinu-lokid
Fyrsta PMT foreldranámskeiðinu lokið Í gærkvöldi lauk fyrsta foreldranámskeiði í PMT foreldrafærni. Námskeiðið var haldið í Rósenborg og stóð í átta skipti. Meginmarkmið námskeiðanna er að kenna foreldrum að nota PMT foreldraverkfæri. PMT stendur fyrir “parent management training” og er ítarlega rannsakað meðferðarúrræði til að draga úr hegðunarvanda barna og unglinga. PMT skilar mestu ef unnt er að grípa inn í snemma og hefur þannig mikið forvarnargildi. Foreldrar eru mikilvægustu kennarar barna sinna og er lögð áhersla á að kenna foreldrum að nota styðjandi uppeldisaðferðir. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr hegðunarvanda. Verkfærin sem eru notuð eru: Fyrirmæli og jákvæð samskipti við barnið, notkun hvatningar við kennslu nýrrar hegðunar, að setja mörk til að draga úr og stöðva óæskilega hegðun, lausn vanda og uppbyggilegar aðferðir í samskiptum innan fjölskyldu, eftirlit með hegðun barns innan og utan heimilis, tengsl við skólakerfið og stjórn neikvæðra tilfinninga. Stefnt er að því að bjóða reglulega upp á PMT foreldranámskeið og verður næsta námskeið haldið í september nk. og hefur Rauðakrossdeildin á Akureyri styrkt kaup á námsefni á foreldranámskeiðin. Nánari upplýsingar um PMT verkefnið hjá Akureyrarbæ má sjá hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikil-anaegja-med-sundlaug-akureyrar
Mikil ánægja með Sundlaug Akureyrar Mikil ánægja er með Sundlaug Akureyrar meðal sundlaugargesta. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum íþróttaskors - Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Könnunin var framkvæmd í vor og var fjöldi sundlaugargesta spurðir álits. Í ljós kom að 77,3% þeirra líkar aðstaðan í lauginni mjög vel en engum líkar hún illa eða mjög illa. Því má segja að alls 99,3% aðspurðra líki aðstaðan vel eða mjög vel. Gestir voru einnig spurðir hvernig þeim líki þjónustan í Sundlaug Akureyrar. 75,2% finnst þjónustan mjög góð og engum finnst hún slæm eða mjög slæm. Því má segja að alls 99,3% aðspurðra líki vel eða mjög vel sú þjónusta sem veitt er. Almenn ánægja sundlaugargesta með Sundlaug Akureyrar mælist 99,3%.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ahrif-gudjons-samuelssonar-a-akureyri
Áhrif Guðjóns Samúelssonar á Akureyri Í tilefni af 120 ára fæðingarafmæli Guðjóns Samúelssonar munu Akureyrarbær, Arkitektafélag Íslands og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á fyrirlestur og gönguferð með leiðsögn næstkomandi fimmtudagskvöld 14. júní kl. 20. Þar mun Pétur H. Ármannsson arkitekt fjalla um Guðjón og verk hans og í framhaldi verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn um þann hluta bæjarins sem ber sterkust einkenni Guðjóns. Fyrirlesturinn verður á 1. hæð í Rósinborg (Barnaskóla Akureyrar) og hefst kl. 20. Húsið verður opið frá kl. 19.30 til skoðunar en það var nýlega tekið í notkun eftir endurbætur sem miðuðu að því að halda í sem mest af upphaflegu útliti hússins en höfundur þess er einmitt Guðjón Samúelsson. Guðjón Samúelsson var einn fyrsti íslenski arkitektinn og er höfundur opinberra bygginga sem setja sterkt svipmót á Akureyri. Akureyrarkirkja er þar efst á blaði og er fyrir löngu orðin ein af táknmyndum bæjarins. Hann sat í fyrstu skipulagsnefnd ríkisins sem sett var á fót árið 1921 og var einn af aðalhöfundum fyrsta Aðalskipulags Akureyrarkaupstaðar sem samþykkt var árið 1927. Í því skipulagi var lagður grunnur af bæjarmynd sem í enn má sjá leifar af í miðbænum og hluta Oddeyrar. Hugmyndir Guðjóns um skipulag bæja eru mjög athyglisverðar í ljósi sögunnar. Í þeim er í fyrsta sinn gert ráð fyrir aðgreiningu atvinnusvæða og íbúðarsvæða en slíkar hugmyndir áttu mjög upp á pallborðið í skipulagi alla 20. öldina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tjaldstaedi-vid-thorunnarstraeti-lokad-um-helgina
Tjaldstæði við Þórunnarstræti lokað um helgina Vegna hátíðarhalda um komandi helgi má búast við talsverðum fjölda gesta sem munu koma til Akureyrar í tengslum við þá atburði sem í boði eru. Sú ákvörðun hefur verið tekin að hafa Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokað dagana 14 -17. júní. Það er gert vegna fyrri reynslu þ.e. vegna óviðunandi umgengni gesta á tjaldsvæðinu og í kring og vegna hættu sem skapast af mikilli umferð þar. Öllum tjaldgestum er því beint að tjaldsvæðinu að Hömrum en þar er nóg pláss og góð aðstaða. Dvalargestum er bent á að kynna sér reglur tjaldsvæðisins svo allir geti notið dvalarinnar og bendum jafnframt á að til að komast að tjaldsvæðinu er best að aka Eyjafjarðarbraut vestari að Kjarnaskógi og síðan í gegnum Kjarnaskóg að Hömrum. Minnt er á að ungmennum innan 18 ára aldurs er ekki heimil dvöl á tjaldsvæðinu nema í fylgd með forráðamanni og þeim orðum er beint til foreldra og forráðamanna að senda ekki börn sín yngri en 18 ára, eftirlitslaus til Akureyrar. Til að tryggja að allt fari vel fram verður gripið til ýmissa ráðstafana sérstaklega í tengslum við bíladaga. Umferð bíla um tjaldsvæðið að Hömrum verður takmörkuð. Gæsla verður aukin og í samstarfi við lögreglu verður gripið til ráðstafana gagnvart þeim sem ekki virða reglur, s.s. um ölvun, umgengni og almenna hegðun. Lögreglan mun verða með hert umferðareftirlit í og við bæinn, áfengismæla, svo og aukna löggæslu í bænum. Um leið og við bjóðum gesti velkomna til bæjarins viljum við hvetja alla sem hyggjast heimsækja Akureyri þessa helgi sem og endranær, að ætla sér tíma í aksturinn til að koma í veg fyrir hraðakstur og minnum á þau hörmulegu slys sem hafa orðið á undanförnum árum í kringum þessa helgi. Að lokum vilja við beina þeim orðum til allra að ölvun og akstur fara aldrei saman. Útilífsmiðstöðin að Hömrum Forvarnafulltrúi Akureyrarbæjar Lögreglan á Akureyri og Bílaklúbbur Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/17-juni-a-akureyri-6
17. júní á Akureyri Að venju verður mikið um að vera frá morgni til kvölds á Akureyri þann 17. júní og eru hátíðarhöldin nú í höndum skátanna, Skátafélagsins Klakks á Akureyri. Um morguninn ekur Lúðrasveit Akureyrar um og vekur bæinn með viðkomu á Fjórðungssjúkrahúsinu, Dvalarheimilinu Hlíð og fleiri stöðum. Hátíðardagskrá hefst í Lystigarðinum kl. 13.00 og kl.13.30 fer skrúðganga þaðan niður í bæ, þar sem glæsileg fjölskyldukemmtun hefst kl. 14.00. Á meðan skemmtunin fer fram er boðið upp á ýmis leiktæki og þrautabrautir fyrir börnin. Einnig verður frítt í bíó á Mr. Beans Holiday kl. 18.00 í boði Sambíóanna og Bílaklúbbur Akureyrar verður með bílasýningu í Boganum frá kl. 10.00 - 18.00. Leikhópurinn Lotta verður með sýningar á Dýrunum í Hálsaskógi kl. 14.00 og 17.00 í Lystigarðinum og boðið verður uppá siglingar með Húna. Kvöldskemmtun á Ráðhústorginu hefst kl. 21.00. Smelltu hér til þess að skoða dagskránna í heild sinni á pdf formi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umferdarhelgi-framundan
Umferðarhelgi framundan Eins og undanfarin ár má búast við mikilli umferð um næstu helgi á þjóðvegum landsins. Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Akureyri segir að lögreglan muni hvarvetna auka eftirlit í því skyni að umferðin gangi greiðlega og slysalaust fyrir sig. Lögreglan býst við að margir leggi leið sýna til Akureyrar eins og undanfarin ár enda margt um að vera í bænum. Sérstök áhersla verði því lögð á eftirlit með umferðinni til að halda umferðarhraða innan löglegra marka. Ástæða er til að vekja athygli á að ný reglugerð um sektir vegna brota á hámarkshraða hefur tekið gildi. Hafa sektir vegna hraðaksturs hækkað mikið og má sem dæmi nefna að ökumaður sem kærður er fyrir að aka á bilinu 111-120 km/klst hraða þurfti áður að borga þrjátíu þúsund krónur í sekt en þarf nú að borga fimmtíu þúsund krónur. Sekt fyrir að aka á bilinu 131-140 km/klst hefur hækkað úr sextíu þúsund krónum í eitthundrað og þrjátíu þúsund auk eins mánaðar sviptingar ökuleyfis. Segist Lögreglan á Akureyri vona að ökumenn hafi þetta í huga um helgina og hagi akstri sínum samkvæmt því og stuðli þannig jafnframt að slysalausri helgi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarbaeklingar-a-niu-tungumalum
Kynningarbæklingar á níu tungumálum Eining-Iðja hefur útbúið kynningarbæklinga sem innihalda ýmsar upplýsingar um félagið og íslenskan vinnumarkað sem ber nafnið Réttindi þín og skyldur. Bæklingarnir eru á níu tungumálum; dönsku, ensku, þýsku, spænsku, pólsku, thaílensku, tékknesku, rússnesku og íslensku. Þetta er gert til að auka þjónustu við þá fjölmörgu erlendu verkamenn sem starfa og búa á félagssvæði Einingar-Iðju. Næsta haust verður samstarf félagsins við Alþjóðastofu aukið til muna. Á undanförnum árum hefur gott samstarf verið þar á milli, en með haustinu verður það aukið, t.d. með fundaherferð fyrir erlenda verkamenn og fleira í þeim dúr. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að á undanförnum mánuðum hafi komið í ljós aukin þörf fyrir slíkt kynningarefni. “Við höfum lengi vel gert okkar besta til að koma ýmsum upplýsingum til erlendra verkamanna á okkar starfssvæði. Félagsblað okkar er t.d. alltaf á fjórum tungumálum, stundum fimm. Nú fannst okkur þörf á að ganga enn lengra og ákváðum að útbúa þessa bæklinga. Þarna getur fólk fengið ýmsar upplýsingar um réttindi sín og skyldur og sér einnig hvert það á að leita ef þörf er á. Þarna kemur t.d. fram hvað á að vera á launaseðli, en erfitt getur verið að átta sig á hvað þar á að koma fram. Einstaka sinnum kemur það líka fyrir að fólk sem ræður sig til vinnu fær ekki það sem því ber samkvæmt lögum og kjarasamningum. Oft er meginástæðan fyrir slíkum brotum vanþekking atvinnurekenda og launamanna á réttindum fólks og því getur bæklingurinn einnig nýst þessum aðilum,” segir Björn. Bæklingarnir eru á níu tungumálum og segir Björn að þessi tungumál hafi verið valin eftir að hafa fengið ábendingar um slíkt . “Það er ekkert því til fyrirstöðu að þýða bæklinginn á önnur tungumál ef við teljum þörf á því,” segir Björn og bætir við að fyrstu bæklingunum hafi verið dreift í byrjun vikunnar á fjórum fundum sem haldnir voru með starfsmönnum Metrostav sem vinna við Héðinsfjarðargöng og var þeim vel tekið. “Þeir spurðu strax út í ýmsa hluti sem koma fram í bæklingum er varðaði réttindi þeirra hér á landi og voru mjög ánægðir með að fá slíkt rit í hendur á sínu móðurmáli,” segir Björn. Alþjóðastofa er til húsa í Rósenborg á Akureyri og er staður fyrir fólk af erlendum uppruna sem býr á Eyjafjarðarsvæðinu, útlendinga og nýbúa. Starfsfólk Alþjóðastofunnar er málsvari útlendinga og stofan er vettvangur fyrir málefni þeirra. Á árinu 2005 voru skráðar heimsóknir á Alþjóðastofu 176 en í fyrra 838. Eining-Iðja og Alþjóðastofa hafa verið í góðu samstarfi undanfarin ár, en frá og með næsta hausti verður það aukið til muna eins og áður segir. Alþjóðastofan er rekin af Akureyrarbæ, og er í samstarfi við fjölda aðila og stofnanir á Akureyri og á landsvísu. Anna Guðný Guðmundsdóttir, verkefnafreyja Alþjóðastofu, segir að mikið sé um að fólk komi eða hringi til að fá upplýsingar og ráðgjöf um skólamál, félagslega þjónustu, skattamál, tryggingar, heilbrigðisþjónustu, námskeið í íslensku, dvalar- og atvinnuleyfi og margt fleira. “Þessir bæklingar eru frábært framtak, það var löngu kominn tími á þetta og á eftir að nýtast fólki vel. Bæklingarnir eru á mannamáli, allt er skýrt og skorinort,” segir Anna Guðný. F.v.: Anna Guðný Guðmundsdóttir, verkefnafreyja Alþjóðastofu, Matthildur Sigurjónsdóttir, varaformaður Einingar-Iðju, Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Anna Júlíusdóttir, formaður Matvæla- og þjónustudeildar félagsins, og Sigríður K. Bjarkadóttir, formaður Opinberu deildar Einingar-Iðju.
https://www.akureyri.is/is/frettir/19-juni-a-akureyri
19. júní á Akureyri Í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því konum fjölgaði umtalsvert í bæjarstjórn Akureyrar og fyrsta konan varð forseti bæjarstjórnar stendur samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar ásamt konum sem voru virkar í Jafnréttishreyfingunni og Kvennaframboðinu fyrir gróðursetningu 25 plantna í Vilhelmínulundi við Hamra þriðjudaginn 19. júní. Vilhelmínulundur er tileinkaður Vilhelmínu Lever verslunarborgarinnu á Akureyri sem fyrst kvenna á Íslandi kaus í sveitarstjórnarkosninum, og það áður en íslenskar konur fengu kosningarétt. Dagskráin hefst við minningarskilti um Vilhelmínu við Hamra ofan Akureyrar kl. 17, þriðjudaginn 19. júní. Flutt verða stutt ávörp, settar niður plöntur og boðið upp á kaffi. Til nánari glöggvunar skal tekið fram að Vilhelmínulundur er við göngustíginn sem liggur meðfram tjaldsvæðinu að Hömrum. Best er að leggja bílum við þjónustuhúsið og rölta eftir göngustígnum þar til komið er að skiltinu um Vilhelmínu. Á kvennréttindadaginn, 19. júní, verður jafnframt opið hús hjá Jafnréttisstofu að Borgum frá kl. 13-15.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eftirminnilegur-dagur
Eftirminnilegur dagur Hátíðarhöldin 17. júní tókust með eindæmum vel á Akureyri. Dagskráin hófst kl. 13 í Lystigarðinum, síðan var farið í skrúðgöngu niður í miðbæ þar sem boðið var upp á ýmis skemmtiatriði fram yfir miðnætti. Veðrið lék við hvurn sinn fingur og allir voru í hátíðarskapi. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/solstoduganga-um-hrisey
Sólstöðuganga um Hrísey Hefur þú komið að rústum eyðibýlisins á Hvatastöðum eða kíkt í Syðstabæjarhúsið og Ölduhús? Hefur þú kynnst náttúruperlunni Hrísey? Nú er tækifærið að bæta úr því þar sem Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir gönguferð með leiðsögn um Hrísey fimmtudagskvöldið 21. júní kl. 20.00. Þorsteinn Þorsteinsson leiðir gönguna og mun segja frá Hrísey fyrr og nú. Gangan hefst á bryggjunni í Hrísey og tekur um tvo tíma. Tilvalið er fyrir göngufólkið að enda á Veitingahúsinu Brekku í kaffi. Ferjan fer frá Árskógsandi kl 19:30 og tilbaka kl. 23.00. Fargjald fram og tilbaka með ferjunni er 800 fyrir fullorðna en 400 krónur fyrir börn 12 og eldri. Allir eru velkomnir og ókeypis er í gönguna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsokn-fra-v-ster-s
Heimsókn frá Västerås Góðir gestir komu til Akureyrar í gær. Um er að ræða 17 nefndarmenn og starfsfólk af tæknisviði frá Västerås, vinabæjar Akureyrar, sem hingað er komið til þess að kynna sér stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Gestunum voru kynnt verkefni og störf bæjarins í skipulags- og byggingarmálum, verklegum framkvæmdum, sem og starfsemi Fasteigna Akureyrarbæjar og Norðurorku. Einnig hafa gestirnir farið í skoðunarferðir um bæinn og nágrenni. Í gærkveldi var m.a. haldið í ferð til Hríseyjar og snæddur kvöldverður í eynni fögru. Västerås gestirnir eru afar ánægðir með dvölina sem lýkur í dag. Þykir þessi heimsókn sýna, svo ekki verður um villst, kosti þess að halda góðum samskiptum við vinabæi Akureyrar, þar sem starfsfólk og pólitískir fulltrúar hittast og skiptast á upplýsingum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvenrettindadagurinn-er-i-dag
Kvenréttindadagurinn er í dag Hinn 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt. Til að minnast þess áfanga hafa nokkrir hópar skipulagt atburði í dag víðsvegar um land undir heitinu: Málum bæinn bleikan og hefur sá siður skapast að bera eitthvað bleikt á þessum degi til þess að sýna stuðning við jafnrétti í verki. Íbúar og starfsfólk á Dvalarheimilinu Hlíð gerðu sér glaðan dag, grilluðu, sungu og héldu daginn hátíðlegan í blíðskaparveðri í dag. Að sjálfsögðu var bleika litnum gert hátt undir höfði í tilefni dagsins, jafnt hjá konum sem körlum. Athygli er vakin á gróðursetningu í Vilhelmínulundi við Hamra í dag kl. 17.00. Flutt verða stutt ávörp, settar niður plöntur og boðið upp á kaffi. Til nánari glöggvunar skal tekið fram að Vilhelmínulundur er við göngustíginn sem liggur meðfram tjaldsvæðinu að Hömrum. Þessar myndir voru teknar í dag á Dvalarheimilinu Hlíð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasmidjur-barna
Listasmiðjur barna Hver eru þau Hallgerður, Gunnar, Bergþóra og Njáll? Hverjir voru draumar þeirra og þrár? Hvað liggur að baki hegðun þeirra og framkomu? Hvað eigum við sameiginlegt með þeim? Hvernig hefði þeim vegnað í okkar samtíma? Hvernig hefði okkur vegnað í þeirra samtíma? Þessum spurningum er hópur barna að leita svara við í Listasmiðjum á vegum Menningarmiðstöðvarinnar og Listasumars. Börnin vinna út frá bókum Brynhildar Þórarinsdóttur, bæjarlistamanns Akureyrar, um Njálu, Egilssögu og Laxdælu. Þemað er vinátta að fornu og nýju og af því tilefni byrjuðu börnin á vináttugjöfum fyrsta daginn. Allir hafa þar með eignast fóstbróður og myndað tengsl. Þrjár meginsmiðjur eru í gangi þar sem unnið er með vopnaburð, söguburð, klæðaburð og skurðgoð og inn í þetta fléttast svo fréttaflutningur þar sem spáð er í boðskiptaleiðir dagsins í dag og á landnámstíma. Hefði verið hægt að hindra Njálsbrennu með SMS skilaboðum? Næstu daga munu birtast hér á akureyri.is fréttir þar sem börnin setja sig í landnámsstellingar og flytja fréttir af sínum smiðjum eða ímynduðar fréttir miðað við að hafa verið á svæðinu þegar Njáll brann og veginn var maður og annar. Þegar við heimsóttum Listasmiðjuna og tókum myndirnar hér að neðan voru krakkarnir að læra að búa til víkingavopn og fleira við hæfi undir leiðsögn þeirra Þórarins Blöndal og Þráins Karlssonar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/14-akureyrarmet-sett-um-helgina
14 Akureyrarmet sett um helgina Sundfélagið Óðinn á Akureyri hafnaði í 6. sæti 1. deildar bikarkeppninnar í sundi sem fram fór í Reykjanesbæ um helgina. Óðinn hélt 5. sætinu fram í lokahluta mótsins þegar ÍA náði að skjótast upp fyrir. Árangurinn er engu að síður ágætur og styrkti Óðinn stöðu sína í deildinni frá fyrra ári. Þó nokkur Akureyrarmet í 50 m laug féllu einnig á mótinu eða samtals 14 talsins. Ekki eru veitt verðlaun fyrir sæti en þess má geta að Tómas Leó Halldórsson varð fyrstur í 400 m skriðsundi. Freysteinn Viðar Viðarsson bætti eigin Akureyrarmet í drengjaflokki (13-14 ára) í þremur greinum, 200 m bringusundi (2:56,10), 200 m fjórsundi (2:38,25) og 400 m fjórsundi (5:39,57). Halldóra Sigríður Halldórsdóttir setti Akureyrarmet telpna (13-14 ára) í 200 m flugsundi (2:49,13) og er það jafnframt Akureyrarmet í stúlkna og kvennaflokki. Þá bætti hún eigið Akureyrarmet telpna í 100 m flugsundi (1:12,88). Einnig var hún í kvennasveitunum sem settu Akureyrarmet í boðsundi, bæði í 4x100 m fjórsundi og 4x100 m skriðsundi. Elín Erla Káradóttir bætti eigið Akureyrarmet telpna (13-14 ára) í 400 m skriðsundi (4:52,16) og var í báðum boðsundssveitunum. Erla Hrönn Unnsteinsdóttir setti Akureyrarmet telpna (13-14 ára) í 200 m skriðsundi (2:20,24) og Elín Erla Káradóttir synti einnig undir gildandi meti í greininni. Erla Hrönn var þá einnig í kvennasveit Óðins í 4x100 m skriðsundi. Karlasveit Óðins setti Akureyrarmet pilta og karla í 4x100 m fjórsundi á tímanum 4:32,12. Sveitina skipuðu Þórir Gunnar Valgeirsson, Magnús Arturo Batista, Tómas Leó Halldórsson og Svavar Skúli Stefánsson. Kvennasveit Óðins, skipuð þeim Halldóru Sigríði Halldórsdóttur, Elínu Erlu Káradóttur, Sesselju Sigurðardóttur og Erlu Hrönn Unnsteinsdóttur setti Akureyrarmet stúlkna og kvenna í 4x100 m skriðsundi á tímanum 4:19,58. Í 4x100 m fjórsundi féll einnig Akureyrarmet stúlkna (4:59,42). Sveitina skipuðu Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Elín Erla Káradóttir. Halldóra Sigríður Halldórsdóttir var í stuði í Reykjanesbæ og setti 6 Akureyrarmet, 4 í einstaklingsgreinum og 2 í boðsundi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntaskolanum-slitid-i-128-sinn
Menntaskólanum slitið í 128. sinn Hátíðahöld í tengslum við skólaslit og brautskráningu stúdenta Menntaskólans á Akureyri stóðu sem hæst um síðastliðna helgi. Hundruð gamalla nemenda skólans komu norður yfir heiðar, sumir jafnvel langt utan úr heimi og fögnuðu stúdentsafmælum með stórum og smáum samkomum og ferðalögum vítt og breitt um Norðurland. Endapunktur þeirrar gleði var MA-hátíðin, stórhátíðarveisla með borðhaldi og mikilli dagskrá, sem stóð að venju í Íþróttahöllinni á Akureyri Sunnudaginn 17. júní var svo Menntaskólanum á Akureyri slitið í 128. sinn. Jón Már Héðinsson skólameistari brautskráði 135 nýstúdenta, 47 karla og 88 konur. Flestir nýstúdentar eru af félagsfræðibraut, 71, af náttúrufræðibraut eru 40, málabraut 15 og eðlisfræðibraut 9. Nýstúdentahópurinn fer nú stækkandi ár frá ári, enda hefur nemendum skólans fjölgað á síðustu árum en þeir voru í upphafi skólaárs um 750 talsins. Í ræðu við skólaslit sagði skólameistari jafnt kröfu þeirra sem við skólann væru og gamalla nemenda skólans að hann væri sífellt í fremstu röð. Það væri gott að vita að virtustu háskólar úti um heim treystu íslensku stúdentsprófi. Stúdentspróf úr MA ætti jafnframt að vera fullgilt inntökupróf í allar deildir íslenskra háskóla, en því væri ekki að fagna. Traust þyrfti að ríkja milli skólastiga á Íslandi. Jón Már fjallaði m.a. um fjárveitingar til skólans og gagnrýndi miðstýringu í fjárveitingum, sem væri í andstöðu við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í menntamálum. Fjárveitingar væru ómarkvissar, rekstrarlegu öryggi skólans og fjárhagslegu sjálfstæði væri ógnað með sífelldum breytingum á forsendum fjárveitinga og niðurskurði. Af þeim sökum hefði skólanefnd falið sér að kanna kosti þess að gera Menntaskólann á Akureyri að einkaskóla með rekstrarsamningi við menntamálaráðuneytið og frelsi til að afla frekari tekna eftir öðrum leiðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasmidjur-barna-2
Listasmiðjur barna Marsibil Langbrók 8 ára og Vera Langbrók 10 ára: „Ég ætla fyrst að segja hvað Víkingar eru. Þeir eru fólk sem ferðast um á skipi og taka lönd og finna nöfn á lönd. Þeir kaupa og selja þræla. Víkingar eru grimmir. Við stelpurnar á námskeiðinu veljum konur og mig langar að segja frá Melkorku og Hallgerði langbrók. Hallgerður er rosa skass og ákveðin, hún er kvenna fríðust og mikil vexti og var því kölluð langbrók. Melkorka var ambátt og Höskuldur keypti hana og Melkorka eignaðist son með Höskuldi. Melkorka hætti alveg að tala þegar Höskuldur keypti hana en þegar Melkorka eignaðist soninn heyrði hann til hennar.“ Næstu daga munu birtast hér á akureyri.is fréttir þar sem börn í Listasmiðjum á vegum Menningarmiðstöðvarinnar og Listasumars, setja sig í landnámsstellingar og flytja fréttir af sínum smiðjum eða ímynduðum fréttum, miðað við að hafa verið á svæðinu þegar Njáll brann og veginn var maður og annar. Börnin vinna út frá bókum Brynhildar Þórarinsdóttur, bæjarlistamanns Akureyrar, um Njálu, Egilssögu og Laxdælu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafnrettistre
Jafnréttistré Góður hópur fólks var saman kominn í Vilhelmínulundi við Hamra í gær og gróðursetti 25 tré í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því konum fjölgaði umtalsvert í bæjarstjórn Akureyrar og fyrsta konan varð forseti bæjarstjórnar. Myndirnar að neðan voru teknar við þetta tilefni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/timamotasamningar-vid-ka-og-thor
Tímamótasamningar við KA og Þór Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, skrifaði í dag undir uppbyggingar- og framkvæmdasamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Í samningi Akureyrarbæjar við Þór kemur einnig fram að unnið verður að uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á félagssvæði Þórs fyrir Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Akureyri sumarið 2009. Í samningnum við Þór kemur fram að Akureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði Þórs á samningstímanum eða frá 2007-2012: Æfingasvæði við Sunnuhlíð og við norðanverðan Bogann Frjálsíþróttaaðstöðu sem uppfylli kröfur sem gerðar eru til mótshaldara á Landsmóti UMFÍ Keppnisvöll í fótbolta (grasvöll) ásamt búnaði Stúkumannvirki sem uppfyllir kröfur leyfishandbókar KSÍ Lagfæringar á Hamri, félagsheimili Þórs Áætlaður heildarkostnaður þessara framkvæmda er 331,5 milljónir en þar af mun uppbygging frjálsíþróttaaðstöðu fyrir Landsmót UMFÍ kosta um 150 milljónir. Samstarfshópur Þórs og Akureyrarbæjar mun fara yfir reynsluna af grasknattspyrnuvelli á svæðinu eftir þriggja ára notkun. Ef sameiginleg niðurstaða þessara aðila er sú að náttúrulegt gras henti ekki á keppnisvöll félagsins mun Akureyrarbær taka upp viðræður við Þór um hvort setja skuli gervigras á völlinn. Sammælist samningsaðilar hins vegar um að náttúrulegt gras henti á vellinum, mun Akureyrarbær setja upp flóðlýsingu við hann. Í samningnum við KA kemur fram að Akureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði KA: Gervigrasvöllur með hitalögnum og flóðlýsingu ásamt búnaði Upptekt á grassvæði sunnan félagsheimilis KA (völlur sem gengur daglega undir heitinu Wembley) Áætlaður heildarkostnaður þessara framkvæmda er 171 milljón króna. Akureyrarbær mun einnig reisa stúkubyggingu sem fullnægir kröfum leyfishandbókar KSÍ við keppnisvöll KA á árunum 2011-2012. Samningarnir undirritaðir: F.v. Árni Óðinsson, varaformaður Þórs, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, og Árni Jóhannsson, formaður KA. Hópur fólks fylgdist með undirrituninni, enda um tímamótasamninga að ræða.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heitir-fimmtudagar-a-listasumri
Heitir fimmtudagar á Listasumri Heitir fimmtudagar á Listasumri á Akureyri eru og verða ein stærsta jazzhátíð landsins, þar sem boðið er upp á fjölbreytta jazzdagskrá í nær tvo mánuði. Jazzinn er rauður þráður í dagskrá Listasumars á Akureyri og hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Á þessu sumri verður bæði boðið upp á þá bestu í flokki íslenskra djassara og einnig spennandi erlenda djasstónlistarmenn, en alls koma 40-50 tónlistarmenn fram á níu tónleikum. Í dag, 21. júní kl. 21.30 í Deiglunni, verður strax tendrað djassbál en það gerir kvartettinn Sendiboðarnir, með Eric Qvick trommara í brúnni og viðfangsefnið er hvorki meira né minna en sjálfur Art Blakey. Auk Erik eru Sendiboðarnir þeir: Snorri Sigurðarsson á trompet, Ólafur Jónsson á saxófón, píanóleikarinn Agnar Már Magnússon og bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson. Tekinn verður upp sú nýbreytni að tónleikagestir fá sérstök aðgangskort fyrir sex tónleika með 50 % afslætti og velja þeir sjálfir á hvaða Heitan fimmtudag þeir vilja fara, sem gildir einnig fyrir Listasumar 2008. Aðgöngumiðasala er við innganginn frá kl. 20.15 tónleikadaginn. Trommuleikarinn Erik Qvick tekur ofan hattinn fyrir goðsögninni Art Blakey ásamt vaskri sveit. Efnisskráin samanstendur af nokkrum af vinsælustu lögum "Art Blakey's and the Jazz Messengers" eins og "moanin´" ,"Blues March" ofl. Art Blakey stofnaði "the Jazz Messengers" ásamt píanóleikaranum Horace Silver í kringum 1954 og starfrækti hann sveitina í striðu og bliðu í 37 ár. Art Blakey hélt því fram að í gegnum árin hafi rúmlega 200 manns verið meðlimir í "the Jazz Messengers", meðal þeirra eru Clifford Brown, Lou Donaldson, Hank Mobley, Kenny Dorham, Donald Byrd, Wayne Shorter, Lee Morgan, Freddie Hubbard, Benny Golson ásamt Marsalis bræðrum þeim Wynton og Branford. Myndin er af Art Blakey.
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasumarid-hafid
Listasumarið hafið Listasumar 2007 var sett við hátíðlega athöfn í Lystigarðinum í gær. Þetta er í 15. sinn sem Listasumar er haldið á Akureyri og sem fyrr stendur það til ágústloka með fjölbreyttri dagskrá vítt og breitt um bæinn. Við setninguna flutti Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, ávarp, hljómsveitin Hundur í óskilum flutti lag við ljóð Jónasar Hallgrímssonar um Gunnarshólma, Arna Valsdóttir sat á bekk undir laufskrúði og söng ljóð Jónasar fyrir gesti og gangandi, rödd Þráins Karlssonar ómaði úr lundi einum og að sjálfsögðu var hann einnig að fara með ljóð listaskáldsins góða. Öll þessi áhersla á Jónas Hallgrímsson er til komin vegna þess að 16. nóvember nk. verða 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins og í gær var af því tilefni opnuð ljóðasýningin „Jónas í Lystigarðinum“ sem stendur í allt sumar. Dagskrá Listasumars er að finna hér.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmennt-i-solstodugongu
Fjölmennt í sólstöðugöngu Minjasafnið á Akureyri stóð fyrir sólstöðugöngu um söguslóðir í Hrísey í gærkvöldi, 21. júní. Þorsteinn Þorsteinsson fór fyrir hópnum og sagði frá ýmsu markverðu sem fyrir augun bar. Þorstein þekkja margir sem sundlaugarvörð en hann er líka manna fróðastur um náttúru og sögu Hríseyjar. Í Hrísey eru merktar gönguleiðir og upplýsingaskilti á helstu viðkomustöðum. Allir sem ganga austur á eyjuna ættu að setjast niður í orkulautinni og upplifa fjallið Kaldbak sem gefur frá sér yfirnáttúrulegan kraft. Hvatastaðir eru fornbýli niður við sjó á austanverðri eyjunni. Þar eru tóttir og garðar vel sýnilegir. Um 1700 voru Hvatastaðir löngu komnir í eyði og túnið lyngi vaxið en annars er lítið um staðinn vitað. Auðvelt er að ganga merktar leiðir í Hrísey á eigin vegum en við Hvatastaði þarf að hafa alla gát því snarbratt er niður í sjó. Frá Hrísey má sjá mikla ljósadýrð við mismunandi birtuskilyrði. Þannig sjást blossar frá Grímsey þegar sólin glampar á bílrúður eyjaskeggja. Í myrkri sjást ljósin á Dalvík, Árskógssandi, Hauganesi, Grenivík og bjarmi frá Akureyri. Þá er Hrísey sannkallaður nafli Eyjafjarðar. Hátt í áttatíu þáttakendur voru í sólstöðugöngunni. Í lok göngunnar var staldrað við á veitingahúsinu Brekku. Nú líður að því að viðgerðum á Gamla Syðstabæjarhúsinu ljúki. Húsið verður til sýnis frá og með 8. júlí en síðan liggur fyrir að setja þar upp sýningar um sögu hákarlaveiða við utanverðan Eyjafjörð. - Guðrún Kristinsdóttir Gengið niður að Hvatastöðum þar sem snarbratt er í sjó fram. Heitar lindir er að finna í klettunum. Orkulautin sem orðin er heimsþekktur staður. Þorsteinn Þorsteinsson rifjar upp sögu Hákarla-Jörundar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntasmidjan-i-evropusamstarfi-2
Menntasmiðjan í Evrópusamstarfi Menntasmiðjan á Akureyri hefur undanfarið ár verið þátttakandi í Evrópuverkefninu ENETRAC. Haldnir eru 2-3 fundir á ári í heimalöndum þátttakenda en þess á milli unnið í gegnum tölvupóst og Skype. Í apríl sl. fóru 2 aðilar frá Menntasmiðjunni til Grikklands á fund og 27.–30. júní verður lokafundur verkefnisins haldinn á Akureyri. Þátttakendur á Akureyri eru frá Grikklandi, Wales, Spáni, Tékklandi og Íslandi. Verkefnið hefur beint sjónum sínum að þeim kynjasjónarmiðum sem koma fam í fullorðinsfræðslu og þróun á kynvænni (gender friendly) aðferðafræði í fullorðinsfræðslu. Markhópur verkefnisins er aðallega miðaldra konur í atvinnuleit, búsettar í dreifbýli þar sem fyrirtæki eru að mestu lítil eða meðalstór. Verkefnið vill stuðla að auknum menntunar-tækifærum til handa konum sem eru í þessari stöðu. Fullorðinsfræðsla mætir oft ekki þörfum þeirra kvenna sem ekki hafa verið í námi lengi og er þörf á umbótum í fullorðinsfræðslu í Evrópu. Taka verður tillit til margra þátta þegar kemur að skilvirkni kennslunnar og jöfnum tækifærum kynjanna til menntunar. Frá fundi sem haldinn var á eynni Syros í gríska eyjahafinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/milljon-til-styrktar-fotludum
Milljón til styrktar fötluðum Á Arctic Open golfmótinu sem fram fór á Akureyri um liðna helgi var efnt til fjáröflunar til styrktar útivistarklúbbnum Klökunum sem er samstarfsverkefni Sjálfsbjargar og Íþróttafélagsins Akurs. Ríflega ein milljón króna safnaðist með þessum hætti. Fjáröflunin fór þannig fram að keppendum gafst tækifæri til að leggja 1.000 kr. til verkefnisins á 18. teig vallarins. Ef högg þeirra hepnaðist vel tífölduðu samstarfsfyrirtæki verkefnisins upphæðina. Í þessum leik söfnuðust alls 1.000.228 kr. Fjáröflunin mæltist vel fyrir á mótinu og voru þátttakendur ánægðir með framtakið og tækifærið til að láta gott af sér leiða. Ákveðið hefur verið að efna til fjáröflunar á mótinu árlega og láta afraksturinn renna til góðs málefnis á Akureyri. Þau fyrirtæki sem lögðu til söfnunarinnar að þessu sinni voru Samherji, KEA, Greifinn, Saga Capital, Sparisjóður Norðlendinga, Vífilfell og Sjóvá. Jón Birgir Guðmundsson, Kristinn Svanbergsson og G. Ómar Pétursson úr Arctic Open nefndinni afhenda Jóni Heiðari einum af forsvarsmönnum Klakanna ávísun á lokahófi Arctic Open. Úrslit á Arctic Open Úrslit á Arctic Open golfmótinu sem fram fór á Akureyri um liðna helgi voru eftirfarandi: Liðakeppni Jóhannes Snæland Jónsson 225 punktar Nike golfpoki Yrjo Kemppi Nike golfpoki Birgir Haraldsson Nike golfpoki Smári Sveinsson Nike golfpoki Besta skor í öldungaflokki David Reynolds 83-85=168 Gjafabréf frá NTC/17 verslunum að fjárhæð 40.000 kr. Besta skor í kvennaflokki Halla Berglind Arnarsdóttir 82-82=164 Gjafabréf frá NTC/17 verslunum að fjárhæð 40.000 kr. 3. sæti án forgjafar Elfar Halldórsson 76-71=147 Gjafabréf frá NTC/17 verslunum að fjárhæð 30.000 kr. 2. sæti án forgjafar Birgir Haraldsson 74-67=141 Gjafabréf frá NTC/17 verslunum að fjárhæð 40.000 kr. 1. sæti án forgjafar Sigurpáll Geir Sveinsson 71-68=139 Gjafabréf frá NTC/17 verslunum að fjárhæð 55.000 kr. 3. sæti með forgjöf Peter A. Roberts 37-40=77 Nike brautartré, SASQUACH #5, 19 gráður 2. sæti með forgjöf Jóhannes Snædal Jónsson 42-36=78 Nike driver, SASQUACH # 2, 9,5 gráður 1. sæti með forgjöf-Arctic meistari Ásgeir Sigurvinnsson 45-43 = 88 Nike járnasett, IGNITE, ásamt poka Sigurvegarar með forgjöf. Jón Birgir sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ásgeirs Sigurvinssonar Arctic Open meistara og Peter A. Roberts og Jóhannes Snædal Jónsson sem lentu í öðru og þriðja sæti. Sigurvegarar án forgjafar. Sigurpáll Geir Sveinsson fyrsta sæti og Birgir Haraldsson og Elfar Halldórsson sem lentu í öðru og þriðja sæti.
https://www.akureyri.is/is/frettir/georg-gudni-i-listasafninu
Georg Guðni í Listasafninu Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri, sem verður opnuð laugardaginn 30. júní kl. 15.00, er helguð yfirliti á verkum Georgs Guðna landslagsmálara, en þar gefur að líta höfundarverk eins helsta listamanns sinnar kynslóðar. Í stað þess að sýna verk Guðna í réttri tímaröð er hver hinna þriggja sýningarsala safnsins tileinkaður ákveðnu minni sem oft bregður fyrir á ferli Guðna: fjöll, dalir og sjóndeildarhringur. Með því að nálgast verkin út frá þema fremur en tímaröð geta áhorfendur séð hvernig þau hafa þróast gegnum nýja fagurfræðilega og gagnrýna linsu. Listasafnið á Akureyri hefur af þessu tilefni gefið út glæsilega 180 síðna bók í stóru broti um Georg Guðna sem prýdd er fjölda mynda. Í bókinni er einnig að finna ítarlega fræðilega ritgerð eftir Hannes Sigurðsson forstöðumann safnsins, „Þar sem himinn mætir jörð", ásamt grein eftir Aðalstein Ingólfsson um Guðna og íslensku landslagshefðina. Í ritgerð Hannesar er fjallað um hvernig samræða landslagsins í verkum Guðna leitar jafnvægis við þá skynjun sem þetta viðfangsefni veitir, hvernig Guðna tekst að töfra fram þær fíngerðu sjónhverfingar sem fært hafa honum viðurkenningu og aðdáun svo margra. Í ritgerðinni er einnig fjallað um hið pólitíska vægi landslagsmálverksins sem oft er álitið gjörsneytt öllu slíku hlutverki. Þegar Guðni hóf nám við Myndlista- og handíðaskólann árið 1980 var málverkið nýlega aftur komið í tísku með skvettum og slettum. Á skólaárunum gusaði Guðni málningunni á strigann, lét hana leka í dropatali eða bókstaflega rigna á léreftið. Stíll hans átti rætur að rekja til nýja expressjónismans sem fram kom upp úr 1980 og tengdist þeim menningarlegu og sögulegu straumum beggja vegna Atlantshafsins sem leiddu til loka móderníska tímabilsins. Það sem í fyrstu voru handahófskenndir dropar tók smám saman á sig mynd risavaxins spegilslétts lóns, undarlegs spegils sem lítur á stundum út fyrir að vera glerharður en samt svo sveigjanlegur að hægt væri að stíga í gegnum hann. Fyrst birtist landslagið á striga listamannsins, og síðan kom sjálfur listamaðurinn í ljós: Georg Guðni, landslagsmálari. Guðni var skyndilega orðinn gamaldags landslagsmálari í landi þar sem abstrakt konseptlist hafði verið við völd í meira en tvo áratugi. Þegar hann afhjúpaði verk sín í Nýlistasafninu árið 1985 urðu áhorfendur heillaðir. Persónuleg efnistök og sérstæð nálgun Guðna gerði það að verkum að honum var strax hampað og hann lauk námi sem boðberi nýrrar sýnar á eitthvað sem kallast gat séríslenskt. Guðni hafði enduruppgötvað og endurreist íslensku landslagshefðina sem listheimurinn var búin að afskrifa sem dauða og úr sér gengna. Síðan þá hafa margir myndlistarmenn fetað í fótspor Guðna þannig að úr hefur orðið nýr skóli íslenskrar landslagslistar. Sýningunni lýkur 19. ágúst.
https://www.akureyri.is/is/frettir/staersta-skip-sumarsins
Stærsta skip sumarsins Skemmtiferðaskipið Grand Princess lagðist að bryggju á Akureyri klukkan 7 í morgun og var þar um að ræða stærsta skipið sem hingað kemur í sumar. Farþegar um borð eru um 2.900 og í áhöfn eru 1.000 manns. Því voru rétt tæplega 4.000 manns um borð og slagar það hátt í að vera sem nemur fjórðungi Akureyringa. Skipið er 108.806 brúttólestir. Grand Princess er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur að Íslandsströndum í sumar en frá Akureyri hélt það til Reykjavíkur skömmu eftir hádegið og er væntanlegt þangað í fyrramálið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/byggdakvoti-fyrir-akureyri-hrisey
Byggðakvóti fyrir Akureyri/Hrísey Sjávarútvegsráðuneytið hefur, með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, samþykkt sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirtöldum sveitarfélögum: Grýtubakkahreppur, Akureyrarbær, Sveitarfélagið Árborg og Fjallabyggð sbr. meðfylgjandi skjal. Samkvæmt auglýsingu Fiskistofu, sem birtast mun víðar á næstunni, er hægt að sækja um byggðakvóta þessarra sveitarfélaga með því að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til Fiskistofu. Umsóknarfrestur er til 13. júlí nk. Nánar á heimasíðu Fiskistofu. Frá Hrísey.
https://www.akureyri.is/is/frettir/besti-arangur-odins-fra-upphafi
Besti árangur Óðins frá upphafi Aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi var slitið á glæsilegu lokahófi í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Lið Óðins náði á mótinu besta árangri félagsins frá upphafi þegar það endaði í 3. sæti í stigakeppni félaganna með 1.039 stig, eftir að hafa verið „áskrifandi“ að 5. sætinu undanfarin ár. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar sigraði örugglega í stigakeppni félagnna, líkt og undanfarin ár. Um 2. sætið börðust annað stórveldi í sundinu, Sundfélagið Ægir, og nýja stórveldið í sundinu hérlendis, Sundfélagið Óðinn. Þar hafði Ægir betur á lokaprettinum. Í næstu sætum komu KR, Sundfélag Hafnarfjarðar og ÍA. Alls kepptu 19 félög á mótinu. Óðinn náði í fleiri aldursflokkameistaratitla á mótinu en nokkru sinni fyrr. Sindri Þór Jakobsson sigraði í 1.500 m skiðsundi, 100 m flugsundi, 200 m flugsundi, 400 m fjórsundi og 400 m skriðsundi pilta. Þá varð Sindri Þór einnig stigahæsti einstaklingu í piltaflokki. Bryndís Rún Hansen sigraði í 200 m bringusundi, 100 m bringusund og 100 m baksundi telpna. Svavar Skúli Stefánsson í 200 m skriðsundi og 50 m skriðsundi pilta og Erla Hrönn Unnsteinsdóttir sigaði glæsilega í 800 m skriðsundi telpna. Í boðsundum unnust 4 sigrar hjá Óðni, 2 í piltaflokki og 2 í telpnaflokki. Einn af hápunktum mótsins var sigur telpnasveitarinnar í 4x50 m skiðsundi þar sem sveitin setti aldursflokka- eða Íslandsmet í flokki 13-14 ára. Sveitina skipuðu Bryndís Rún Hansen, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir, Elín Erla Káradóttir og Halldóra Sigríður Halldórsdóttir. Ekki hefur gefist tími til að telja saman þau Akureyrarmet sem féllu á mótinu en þau skipta tugum. Eitt Íslandsmet féll í fullorðisflokki þegar Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni bætti eigið Íslandsmet í 400 m skriðsundi, met sem hún setti á AMÍ á Akureyri fyrir 2 árum síðan, þá 15 ára gömul. Á lokahófinu var tilkynnt um val á krökkum í aldursflokkaverkefni næsta vetur. Aldursflokkahópar hittast nokkrum sinnum yfir veturinn og eru eins konar forstig fyrir unglingalandsliðið. Í aldursflokkahópi 1 (krakkar fædd 1995) var Oddur Viðar Malmquist úr Óðni valinn og í aldursflokkahópi 2 (árg. 1994) átti Óðinn hvorki fleiri né færri en 5 fulltrúa, eða tæpan helming hópsins. Elínu Erlu Káradóttur, Freystein Viðar Viðarsson, Halldóru S. Halldórsdóttur, Hildi Þórbjörgu Ármannsdóttur og Karenu Konráðsdóttur. Ásta Birgisdóttir formaður Óðins var jafnframt annar af mótsstjórum AMÍ og var að vonum himinsæl með helgina. „Þetta gekk framar okkar björtustu vonum. Eftir að hafa vermt 5. sætið í stigakeppni félaganna undanfarin ár þá bættum við heldur betur í og náðum bronssætinu. Óðinn er því í dag 3. sterkasta sundfélag landsins í yngri aldursflokkum Á fyrsta AMÍ þá náðu 3 keppendur frá Óðni lágmörkum inn á mótið, fyrir 7 árum síðan voru þeir 8 en á AMÍ 2007 voru þeir 33. Þar fyrir utan þá gekk framkvæmd mótsins eins og best verður á kosið í fínu veðri. Við fengum mikið hrós fyrir frá hinum félgunum. Ef við horfum á árangur Akureyringa á íþróttasviðinu í dag þá er alveg ljóst að á landsvísu stöndum framar í sundi en flestum öðrum greinum. Það væri því óskandi að Akureyringar færu að bera þá virðingu fyrir sundíþróttinni og Sundfélaginu Óðni sem við eigum skilið," segir Ásta. Sindri Þór Jakobsson, stigahæstur í piltaflokki og margfaldur aldursflokkameistari. Telpnasveit Óðins sem setti aldursflokkamet. Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Bryndís Rún Hansen, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir og Elín Erla Káradóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bulgorsk-thjodlagatonlist-i-deiglunni
Búlgörsk þjóðlagatónlist í Deiglunni Hljómsveitin Narodna Musika verður á Heitum fimmtudegi á Listasumri í Deiglunni 5. júlí. Efnisskrá hljómsveitarinnar er búlgörsk þjóðlagatónlist. Búlgörsk þjóðlagatónlist er afar spennandi tónlist með áhrifum víða að. Þessi tegund tónlistar hefur lítið verið kynnt hér á landi. Um er að ræða mjög auðheyrilega tónlist sem á sér djúpar rætur, m.a. í tónlist sígauna og þjóðlagahefð Mið-Evrópu. Í fjölda ára hefur Haukur Gröndal verið á kafi í að kynna sér hina fjölbreyttu þjóðlagatónlist Austur-Evrópu og síðustu ár hefur tónlist frá Balkanskaganum og þá sérstaklega frá Búlgaríu verið undir smásjánni. Árið 2006 fór hann í 3 námsferðir til Búlgaríu til að skapa tengsl við tónlistarmenn og kynnast náið tónlistarhefðum landsins. Haukur kynntist harmóníkuleikaranum Borislav Zgurovski í einni af þessum ferðum og hefur þegar spilað með honum inn á tvö lög sem ráðgert er að fari á geilsadisk í Búlgaríu á næstu misserum. Hljómsveitina skipa: Haukur Gröndal klarinett, Borislav Zgurovski harmóníka, Enis Ahmed tamboura, Þorgrímur Jónsson kontrabassi og Erik Qvick trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Aðgangseyrir er 1.000 og afsláttakort verða til sölu á staðnum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kerra-i-oskilum
Kerra í óskilum Kerran á meðfylgjandi mynd var hirt af starfsmönnum Akureyrarbæjar 22. júní þar sem hún stóð við Hjalteyrargötu og hafði staðið óhreyfð í a.m.k. þrjár vikur. Er þetta liður í hreinsunarátaki bæjarins. Kerrunni verður fargað um næstu mánaðamót, nema eigandinn vitji hennar áður til framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar (sími 460 1000) og greiði áfallinn kostnað.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gymnastrata-2007
Gymnastrata 2007 Föstudaginn 6. júlí munu 17 stúlkur og 3 farastjórar frá Fimleikafélagi Akureyrar leggja land undir fót og halda til Austurríkis til þess að taka þátt í Gymnaströtu 2007. Mikil vinna liggur að baki við undirbúning þessarar ferðar og hafa stelpurnar og aðstandendur staðið í ströngu við að safna peningum til ferðarinnar. Stelpurnar hafa einnig lagt á sig umtalasverða vinnu við æfingar fyrir ferðina en þær munu sýna tvö atriði. Dansarnir sem hópurinn sýnir eru samdir af Sigríði Pálmarsdóttur og eru útfærslan á þeim hin glæsilegasta. Sigríður (Sirrí) einn af bestu þjálfurum FA og hefur lagt á sig mikla vinnu við að semja dansana. Hópurinn mun skarta nýjum búningum sem voru sérstaklega hannaðir fyrir þessi atriði og er ekki búist við öðru en að hópurinn nái að fanga athygli áhorfenda á sýningunni. Nánar má fræðast um Gymnastrata hér. Þessar myndir voru teknar af heimasíðu Fimleikafélagsins þar sem stúlkurnar voru að æfa atriðin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bornin-byggja
Börnin byggja Mikil og góð þátttaka er á Smíðavöllum þar sem rúmlega 30 krakkar eru nú í óðaönn við að smíða sér kofa hér á Akureyri. Smíðavöllur er starfræktur frá 26. júní til 24. júlí, alla virka daga frá kl. 13 - 16 og er fyrir krakka á aldrinum 8 - 12 ára. Leiðbeinendur eru ætíð á staðnum og aðstoða krakkana við smíðarnar og réttu handtökin. Smíðavellir hafa nú sem fyrr vakið mikla ánægju og ekki skemmir það fyrir að börnin fá að eiga kofana og flytja þá heim til sín að smíði lokinni. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/islenski-safnadagurinn-2
Íslenski safnadagurinn Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land sunnudaginn 8. júlí og býður Minjasafnið upp á fjölbreytta dagskrá víða við Eyjafjörð. Messað verður í kirkjutóft, ullarvinnsla sýnd í Laufási, gengið um slóðir Nonna og dyrum lokið upp að menningarmöguleikum í Hrísey. 9.00-18.00 - Ullarvinnsla í Gamla bænum Laufási: Inger Jensen vinnur með ullina í Gamla bænum í Laufási frá kl. 9-18. Eftir að gestir Gamla bæjarins hafa fylgst með ullarþæfingu og fleiru geta þeir notið eyfirskra veitinga í Gamla Presthúsinu. 11.00 - messa í kirkjutóftinni á Gásum: Sr. Sólveig Lára, prestur í Möðruvallaklausturskirkju, messar undir berum himni á Gásum kl. 11. Kirkjukórinn mun leiða sönginn undir styrkri stjórn organista kirkjunnar og að messu lokinni gefst messugestum kostur á að ganga um svæðið með Kristínu Sóleyju Björnsdóttur, verkefnisstjóra Gásaverkefnisins. 14.00 - Gengið um slóðir Nonna: Nonnahús og Minjasafnið standa fyrir gönguferð um Nonnaslóð. Leiðsögumenn verða Brynhildur Pétursdóttir, safnstjóri Nonnahúss og Haraldur Egilsson, safnkennari Minjasafnsins. 14.00 - Sýning opnuð í Gamla Syðstabæjarhúsinu: Í Hrísey verður sýning opnuð í Gamla Syðstabæjarhúsinu kl. 14. Ásgeir Halldórsson segir frá félaginu Hákarla-Jörundi, sem stendur fyrir endurbótum á húsinu. Auk þess verður margt annað um að vera í eyjunni þennan skemmtilega dag. Lifandi tónlist verður við Syðstabæjarhúsið, skoðunarferðir verða um eyjuna með traktor, Ölduhús verður opið, boðið veður uppá gönguferðir þar sem Þorsteinn Þorsteinsson leiðsegir og kaffihlaðborð verður á veitingahúsinu Brekku. Aðgangur er ókeypis að sýningum Minjasafnsins, Gamla bænum í Laufási, Syðstabæjarhúsinu og Ölduhúsi ásamt þátttöku í gönguferðum. Í tilefni dagsins mun Eyfar ehf veita afslátt af fargjöldum í Hríseyjarferjuna. Allar nánari upplýsingar um söfnin á Akureyri, má finna á heimasíðu Minjasafnsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brynhildi-afhent-verdlaunin
Brynhildi afhent verðlaunin Brynhildur Þórarinsdóttir fékk Norrænu barnabókaverðlaunin afhent í Vejle í Danmörku í gær. Verðlaunin fékk Brynhildur fyrir barnabækur gerðar eftir Njálu, Eglu og Laxdælu en Margrét E. Laxness myndskreytti bækurnar. Fyrsta bókin, Njála, kom út fyrir fimm árum en hugmyndin kviknaði fyrir tólf árum. "Þegar bróðir minn var í leikskóla gekk hann um sem Artúr konungur og ég fór að spá í af hverju það væru engar íslenskar hetjur sem lifðu með krökkunum. Svo fór ég að prófa að segja honum sögur af Gunnari frá Hlíðarenda sem virkaði mjög vel og í kjölfarið á því fór ég smám saman að setja þetta niður. Mig langaði sem sagt að koma íslensku hetjunum inn í barnaherbergin þar sem margar erlendar hetjur voru." Viðbrögðin hingað til segir Brynhildur hafa verið mjög góð og hún hafi engar hneykslunarraddir heyrt fyrir að aðlaga menningararfinn. Margir kennarar hafa verið mjög ánægðir með framtakið sem þeir segja hjálpa mörgum börnum að átta sig á fornsögunum. Verðlaunin segir Brynhildur gefa sér aukinn kraft og styrki sig í því sem hún er að gera. Í verðlaun hlaut hún mynd eftir Sigrúnu Eldjárn af börnum að lesa auk viðurkenningarskjals. Hún er vongóð um að þetta opni fleiri dyr að þýðingum og útgáfu erlendis. Brynhildur leggur nú lokahönd á næstu bók en sú gerist þó ekki á þjóðveldistímanum heldur á Íslandi nútímans. Um er að ræða barnabók um tvo krakka sem kynnast þegar þau eru að byrja í sex ára bekk og það hvernig þau takast á við fyrstu mánuðina í skóla. Sögupersónurnar segir Brynhildur atorkusamar en þar lýkur líkindunum við Íslendingasögurnar. "Það er enginn sem heggur mann og annan í þessum skóla." Þetta er þó ekki fyrsta frumsamda bók Brynhildar sem áður hefur gefið út Lúsastríðið 2002 og Leyndardóm ljónsins 2004. Frétt af www.mbl.is. Meðfylgjandi mynd var tekin á Vorkomu 2006 þegar Brynhildur var valin bæjarlistamaður á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/anaegja-med-oldrunarheimilin
Ánægja með Öldrunarheimilin Síðastliðið vor var viðhorfskönnun lögð fyrir íbúa Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Að flestu leyti voru niðurstöður könnunarinnar mjög jákvæðar. ÖA reka þrjú heimili fyrir alls 195 íbúa. Heimilin eru: Hjúkrunar- og og dvalarheimilið Hlíð, þar eru 134 hjúkrunarrými, 4 dvalarrými og 5 rými fyrir skammtímadvalir. Dvalarheimilið Kjarnalundur, þar eru 44 íbúar ýmist í hjúkrunar- eða dvalarrýmum. Sambýlið Bakkahlíð, þar eru 8 hjúkrunarrými sérstaklega ætluð einstaklingum með minnissjúkdóma. Viðhorfskönnunin samanstóð af 16 krossaspurningum og þremur opnum spurningum sem hægt var að svara skriflega. Ef íbúi treysti sér ekki eða hafði ekki getu til að svara spurningunum sjálfur var sá möguleiki fyrir hendi að aðstandandi gæti svarað fyrir hönd íbúa. Samanlagt barst 91 svar og þar af var 16 spurningalistum svarað af íbúanum sjálfum, aðstandandi svaraði 53 listum og íbúi og aðstandandi svöruðu 14 listum saman og ekki var merkt við þennan lið á átta listum. Frá Víðihlíð bárust 16 listar, 25 frá Eini og Grenihlíð, 5 frá Aspar og Beykihlíð, 3 frá Birki og Lerkihlíð, 8 frá Reyni og Skógarhlíð, 19 frá Kjarnalundi og 7 frá Bakkahlíð. Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar kemur margt áhugavert í ljós og er ánægjulegt að sjá að flestum eða í tæplega 95% tilvika þykir svarendum íbúinn mæta mjög oft eða oft virðingu hjá starfsfólki. Einnig þykir flestum eða í tæplega 90% tilvika starfsfólk vera mjög oft eða oft til staðar þegar íbúi þarf á því að halda. Þegar spurt er um hvort svarendum finnst tekið tillit til einstaklingsbundinna þarfa íbúans þykir langflestum eða rúmlega 80% það vera gert mjög oft eða oft. Rúm 80% aðspurðra svara því til að íbúi og aðstandandi fá allar eða flestar þær upplýsingar sem að þörf er á og margir eða rúmlega 60% svarenda vita hver tengill íbúans er. Tæp 90% svarenda finna mjög oft eða oft fyrir umhyggju frá starfsfólki og flestum eða í 93% tilvika finnst svarendum mjög vel eða vel annast um íbúann. Misjafnt er hvort svarendum þyki íbúi fá tækifæri til að sinna áhugamálum/félagsstarfi við hæfi. Rúmlega 30% svara mjög oft, 25% svara oft, 24% svara stundum eða sjaldan. 18% svöruðu ekki spurningunni. Lítið er um að íbúar verði fyrir ónæði vegna hávaða eða annarra íbúa. Um 90% svarenda segja að íbúi verði sjaldan fyrir ónæði vegna hávaða og rúmlega 80 % segja að íbúi verði sjaldan fyrir ónæði vegna annarra íbúa. Mörgum þykir umhverfi deildanna heimilislegt eða 77% en 14% segja að svo sé ekki. Rúmlega helmingi svarenda finnst aðgengi að heimilinu mjög gott, 23% finnst það gott og 19% finnst það sæmilegt. Þeir sem svara sæmilegt koma frá Hlíð og Kjarnalundi. Flestir svarenda, eða 89 af 91, svöruðu á þá leið að þeim finnst umhverfi íbúans öruggt. Nokkuð jöfn dreifing er á því hvort svarendum finnst íbúar eiga möguleika á útiveru við hæfi, svo sem að fara út í garð og/eða göngutúra. 42% svöruðu að íbúinn ætti mjög oft eða oft möguleika á útiveru við hæfi en 46% stundum eða sjaldan og 12% svöruðu ekki spurningunni. Töluverður fjöldi eða 62% svarenda finnst íbúinn eiga mjög oft eða oft möguleika á hreyfingu innanhúss en 29% stundum eða sjaldan. Einnig líkaði töluverðum fjölda eða 63% mjög vel eða vel við matinn sem í boði er en 29% sæmilega eða illa. Þegar opnu spurningarnar voru skoðaðar kom ýmislegt áhugavert í ljós. Ánægjulegt var að sjá hversu jákvætt var skrifað um starfsfólk ÖA. Þar kom m.a. fram hversu liðlegt, áhugasamt og umhyggjusamt starfsfólkið er. Nokkrir aðilar minntust þó á að þeir vildu að tengillinn væri virkari og að starfsfólk væri virkara og meira hvetjandi. Einnig var komið inn á húsnæði ÖA og svo virðist sem íbúar nýbyggingarinnar séu ánægðir með hversu stór og rúmgóð herbergin eru. Um Bakkahlíð var sagt að heimilið væri vinalegt og heimilislegt en ekki var eins mikil ánægja með Kjarnalund þar sem húsnæðið þykir óhentugt sem dvalarheimili fyrir aldraða. Þó nokkuð var skrifað um matinn sem ÖA býður upp á. Komu fram ábendingar um að kvöldmaturinn mætti vera ferskari, lystugri og líkari því sem fólkið sé vant frá því í gamla daga. Í heildina gefur könnunin starfsfólki og stjórnendum ÖA gott tækifæri til að líta í eigin barm og sjá hvað er verið að gera vel og hvað má gera betur. Ljóst er að mikið og gott starf er innt af hendi á ÖA og þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að þjónustan fylgi breytingum samfélagsins og taki tillit til óska notenda.
https://www.akureyri.is/is/frettir/6000-fotboltagestir
6.000 fótboltagestir Talið er að ríflega 6.000 manns séu nú á Akureyri í tengslum við tvö fótboltamót sem hér eru haldin, Pollamót Þórs og N1mót KA. Það rigndi ofurlítið á mannskapinn í gær en í dag er hátt í 20 stiga hiti og einstaklega milt og gott veður. Mótshald hefur því allt gengið eins og í sögu, enda eru allir í sólskinsskapi sem sjá má á myndunum hér að neðan sem voru teknar á íþróttasvæðum KA og Þórs. N1mót KA: Pollamótið:
https://www.akureyri.is/is/frettir/aukin-anaegja-medal-ibua
Aukin ánægja meðal íbúa Á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir frá könnun sem var unnin af Capacent Gallup fyrir AFE og VAXEY meðal íbúa í Eyjafirði þar sem mældir voru ýmsir þættir varðandi lífsgæði, atvinnu og búsetu á svæðinu. Úrtakið var 1500 manns og svarhlutfall 60,2%. Samskonar könnun var gerð fyrir ári og er afar athyglisvert að bera saman niðurstöðurnar á milli ára sem gefa vísbendingu um þróun atvinnulífsins og viðhorf íbúa á svæðinu. Helstu niðurstöður eru þær að íbúar svæðisins meta auðveldara nú en fyrir ári að fá starf við hæfi. 47,3% sögðu það mjög eða frekar auðvelt en 42% töldu það mjög eða frekar erfitt. Í könnuninni fyrir ári töldu 40,8% mjög eða frekar auðvelt að fá starf við hæfi. Marktækur munur var á svörum eftir aldri aðspurðra og virðist sem yngra fólk meti það auðveldara að fá vinnu við hæfi heldur en eldra fólk. Þegar svarendur voru beðnir að meta þróun í atvinnumálum eitt ár aftur í tímann töldu 35% hana hafa verið góða sem er 10% fleiri núna en áður, en þá töldu 25,1% þróunina góða. Spurt var um heildarlaun fyrir skatta og helsta breytingin á milli mælinga var sú að færri nefndu launatölur undir 300 þúsundum og fleiri sögðust hafa 300 þúsund kr. í laun eða meira. Hlutfallið fór úr 27,1% og upp í 35,5%. Að sama skapi segjast 54,4% vera ánægðir með eigin laun en í fyrra voru það 49,9%. Sá þáttur sem fær lakari útkomu nú en í síðustu könnun er vöru- og þjónustuúrval. Fyrir ári sögðu 59,1% úrvalið vera mikið en 52,4% voru sömu skoðunar nú. Marktækur munur reyndist á kynjunum að þessu leyti og eru konur óánægðari með vöru- og þjónustuúrval en karlar, auk þess sem yngra fólk var almennt óánægðara með vöru- og þjónustuúrval heldur en þeir sem eldri eru.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gaf-oldrunarheimilunum-thrjar-milljonir-gaf-oldrunarheimilunum-thrjar-milljonir
Gaf Öldrunarheimilunum þrjár milljónir - Gaf Öldrunarheimilunum þrjár milljónir Margeir Steingrímsson, íbúi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, hefur fært Öldrunarheimilum Akureyrar höfðinglega peningagjöf að upphæð þrjár milljónir króna. Gjöfin rennur í gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrar og á að nýta til að bæta og endurnýja húsbúnað og tæki heimilanna. Með gjöfinni sýnir Margeir velvilja sinn í garð Öldrunarheimila Akureyrar og mun féð nýtast afar vel til að bæta aðbúnað á heimilunum. Margeir Steingrímsson er á níræðisaldri. Hann vann mestan hluta starfsævinnar almenna verkamannavinnu hjá KEA. Að auki var hann mikill skákmaður og tók virkan þátt í starfi Skákfélags Akureyrar um margra ára skeið.