Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menntamalaradherra-a-arsfundi-haskolans-a-akureyri
|
Menntamálaráðherra á ársfundi Háskólans á Akureyri
Ársfundur Háskólans á Akureyri verður haldinn í dag, þriðjudaginn 18. desember 2007 kl. 10:00-11:30 í stofu L201 á Sólborg. Viðstödd verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
Skrifað verður undir tvo mikilvæga samninga. Annar er nýr kennslu- og rannsóknasamningur við menntamálaráðuneytið sem byggir m.a. á stefnu HA 2007-2011. Hinn er samstarfssamningur við LÍÚ og fjallar um eflingu menntunar og rannsókna í sjávarútvegi. Rektor mun fara yfir stöðu og starfsemi háskólans, ný málstefna verður kynnt og sagt verður frá stöðu mála varðandi RES - orkuskóla.
Dagskrá:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Ávarp menntamálaráðherra
Undirritun samnings við menntamálaráðuneyti
um kennslu og rannsóknir
Undirritun samnings við L.Í.Ú.
um menntun og rannsóknir í sjávarútvegi
Þorsteinn Gunnarsson rektor
Staða og starfsemi háskólans
Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri
Rekstur háskólans
Brynhildur Þórarinsdóttir aðjúnkt
Málstefna HA
Björn Gunnarsson forstöðumaður
RES - Orkuskóli
Önnur mál
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikskolar-styrkja-hetjurnar
|
Leikskólar styrkja Hetjurnar
Aðstandendur kennsluefnisins Lífsleikni í leikskóla afhentu í dag formanni Hetjanna, félagi aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, peningagjöf að upphæð 200 þúsund krónur. Styrkurinn er hluti af ágóða sem fengist hefur með sölu kennsluefnisins.
Tilurð verkefnisins má rekja til ársins 2000 þegar leikskólarnir Krógaból, Síðusel og Sunnuból réðust í þriggja ára þróunarverkefni sem heitir Lífsleikni í leikskóla. Afrakstur þeirrar vinnu leit dagsins ljós haustið 2006 þegar kennsluefni sem byggt er á verkefninu var gefið út og segir Guðrún Óðinsdóttir verkefnisstjóri að ríkulegir styrkir frá Kristnihátíðarsjóði hafi gert útgáfuna mögulega.
Kennsluefnið hefur síðan verið selt víða um land ásamt því sem fulltrúar verkefnisins hafa haldið námskeið í innleiðingu efnisins í leikskóla. „Eftir að hafa selt kennsluefni og námskeið eigum við í handraðanum fjárhæð sem við viljum gjarnan láta renna til þeirra sem á þurfa að halda og höfum valið Hetjurnar,“ sagði Guðrún við afhendinguna. Þær hafi heyrt af gróskumiklu starfi þessa félagsskapar og voni og efist reyndar ekki um að þessi gjöf muni nýtast vel.
Við afhendingu styrksins í dag. Fv.Anna Ragna Árnadóttir leikskólastjóri Krógabóls, Kristín Sigurðardóttir leikskólastjóri Sunnubóls, Snjólaug Pálsdóttir leikskólastjóri Síðusels, Guðrún Óðinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Síðusels og verkefnastjóri Lífsleikni í leikskóla, Sveina Pálsdóttir formaður Hetjanna og Lovísa Jónsdóttir frá Hetjunum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/frumleg-storf-hja-vinnuskola-akureyrar
|
Frumleg störf hjá Vinnuskóla Akureyrar
Allir unglingar sem voru skráðir voru í Vinnuskóla Akureyrar síðasta sumar fengu tækifæri til að taka þátt í fjölmiðlahóp, sem var samstarfsverkefni Vinnuskólans og félagsmiðstöðvanna á Akureyri. Tilgangurinn var að krakkarnir kynntust fjölmiðlavinnu og fengju að prófa eitthvað annað en útivinnuna. Þetta kemur fram á fréttasíðunni www.visir.is
Krökkunum, sem eru fæddir á árunum 1992 og 1993 var skipt upp í hópa og fengu allir verkefni. Unglingarnir skrifuðu blaðagreinar og gerðu útvarpsþætti sem voru sendir út á útvarpsstöðinni Voice, auk þess sem þau kvikmynduðu stutt atriði sem var svo safnað saman í þátt.
Skoðið fréttina og myndbandið á slóðinni:
http://www.visir.is/article/20071220/LIFID01/71220031
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnunartimi-sorpmottokustada-og-sundlaugar-akureyrar-um-jol-og-aramot
|
Opnunartími sorpmóttökustaða og Sundlaugar Akureyrar um jól og áramót
Það ættu allir að geta fundið hentugan tíma til að losa sig við jólapappír og tilheyrandi umbúðir eftir jólin. Gámasvæðið við Réttarhvamm opnar strax annan í jólum og verður opið fram á gamlársdag og sorphaugarnir í Glerárdal opna 27. desember. Hér má sjá opnunartíma sorpmóttökustaða yfir hátíðarnar.
Gámasvæði
Sorphaugar
23. desember
Opið kl. 10:00 – 16:00
23. desember
Lokað
24. desember
Opið kl. 09:00 – 13:00
24. desember
Opið kl. 09:00-13:00
25. desember
Lokað
25. desember
Lokað
26. desember
Opið kl. 10:00 – 16:00
26. desember
Lokað
27. desember
Opið kl. 12:30 – 18:30
27. desember
Opið kl. 08:00 – 18:00
28.desember
Opið kl. 12:30 – 18:30
28.desember
Opið kl. 08:00 – 18:00
29. desember
Opið kl. 10:00-16:00
29. desember
Opið kl. 10:00-16:00
30.desember
Opið kl. 10:00 – 16:00
30.desember
Opið kl. 10:00 – 16:00
31.desember
Opið kl. 09:00 – 13:00
31.desember
0pið kl. 08:00-13:00
1. janúar
Lokað
1. janúar
Lokað
Opnunartími Sundlaugar Akureyrar yfir hátíðarnar:
Þorláksmessa opið 7:00-16:00
Opið aðfangadag 7:00-11:00
Lokað jóladag og annan í jólum
Á gamlársdag er opið 7:00-11:00
Lokað nýársdag
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aaetlun-hriseyjarferjunnar-um-jol-og-aramot
|
Áætlun Hríseyjarferjunnar um jól og áramót
Á aðfangadag og gamlársdag fer Hríseyjarferjan Sævar frá Hrísey klukkan 9, 11, 13 og 15 og frá Árskógssandi hálftíma síðar. Á jóladag og nýjársdag verður farið frá Hrísey klukkan 11, 13, 17 og 21 og frá Árskógssandi hálftíma síðar. Annan í jólum, 26. desember, verður áætlunin eins og á sunnudögum og dagana 27.-30. desember gildir almenn áætlun. Sími ferjunnar er 695-5544.
Vetraráætlun
Gildir frá 16. september 2007- 15. maí 2008
Frá Hrísey Frá Árskógsandi
09:00 09:30
11:00 11:30
13:00 13.30
15.00 15.30
17.00 17.30
19.00 19.30
21.00 21.30
Ferðir kl 7.00 og 23.00 frá Hrísey og klukkan 7.20 og 23.20 frá Árskógssandi er hægt að panta á áætlunartíma ferjunnar milli kl 9.00 og 21.45. Einnig þarf að panta fyrstu ferð kl 9.00 á sunnudagsmorgnum á vor-haust og vetraráætlun.
ATH! Ekki er boðið uppá morgunferð kl 7.00 á sunnudögum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorlaksmessutonleikar-rasar-2-a-akureyri
|
Þorláksmessutónleikar Rásar 2 á Akureyri
Á Þorláksmessu lýkur Aðventuævintýri á Akureyri með árlegum Þorláksmessutónleikum Rásar 2. Tónleikarnir fara fram á Græna hattinum og það er hljómsveitin Mannakorn sem spilar og syngur.
Á Þorláksmessu lýkur Aðventuævintýri á Akureyri með árlegum Þorláksmessutónleikum Rásar 2 sem verða nú í fyrsta skipti haldnir á Akureyri. Það er hljómsveitin Mannakorn, með þá Pálma Gunnarsson og Magnús Eiríksson innanborðs, sem spilar og syngur á Græna hattinum og þeim félögum til fulltingis er söngkonan Hrund Ósk Árnadóttir. Hljómsveitin mun leika jólalög og gamlar gersemar. Tónleikarnir hefjast á slaginu 22.00 og verða í beinni útsendingu á Rás 2.
Nú er Aðventuævintýrið brátt á enda og hefur vel tekist til. Bæjarbúar og gestir hafa verið duglegir við að njóta ýmissa viðburða. Dagskrá Aðventuævintýris hefur verið fjölbreytt með ýmiskonar tónlist, bókaupplestrum, listsýningum, leiksýningum og jólamörkuðum. Með því að safna viðburðum á aðventunni undir einn hatt, líkt og gert hefur verið með Aðventuævintýri, er fólki auðveldað að nálgast upplýsingar um hverskonar viðburði á auðveldan og aðgengilegan máta. Aðventuævintýrið hefur sannað sig og verður aftur að ári liðnu.
.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/zontaklubbur-akureyrar-afhendir-akureyrarbae-nonnahus-ad-gjof
|
Zontaklúbbur Akureyrar afhendir Akureyrarbæ Nonnahús að gjöf
Zontaklúbbur Akureyrar afhenti í dag Akureyrarbæ Nonnahús að gjöf en safnið er helgað minningu Jóns Sveinssonar rithöfundar og Jesúítaprests og hefur Akureyrarbær óskað eftir því við Minjasafnið að það taki að sér rekstur hússins. Nonnahús hefur verið starfrækt af Zontaklúbbi Akureyrar frá árinu 1957 og hefur Zontaklúbburinn lagt mikla vinnu í að halda heiðri Jóns Sveinssonar á lofti og í ár hefur Nonni verið áberandi í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu hans. Haldnar hafa verið sýningar um lífshaup Nonna í Þjóðarbókhlöðunni, Amtsbókasafninu og í borgarbókasafninu í Köln.
Sigrún Björk Jakobdóttir bæjarstjóri og Anna G. Thorarensen formaður Zontaklúbbs Akureyrar
Zontaklúbbskonur ræða málin
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristjan-johannsson-og-vinir-i-akureyrarkirkju
|
Kristján Jóhannsson og vinir í Akureyrarkirkju
Það verður boðið upp á tónlistarveislu í Akureyrarkirkju föstudaginn 28. desember nk. kl. 20.00, þegar tenórinn Kristján Jóhannsson og vinir hans og nemendur halda þar tónleika. Með Kristjáni verða m.a. Hlöðver Sigurðsson, Valdimar Hilmarsson og Gissur Páll Gissurason. Tvær söngkonur verða í hópnum, Jóna Fanney Svavarsdóttir, bróðurdóttir Kristjáns, og Alexandra Rigacci - Tarling, kona Valdimars. Um undirleikinn sér sænskur píanisti sem starfar í London, Magnus Gilljam. Boðið verður upp á glæsilega efnisskrá, óperuperlur, hátíðlega tónlist í bland við íslenska tónlist.
Miðar eru til sölu hjá Sparisjóði Norðlendinga og við innganginn. Miðaverð er 2500 krónur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tilraunastofa-kristjans-ingimarssonar
|
Tilraunastofa Kristjáns Ingimarssonar
Kristján Ingimarsson býður upp á Tilraunastofu í Deiglunni föstudagskvöldið 28. desember kl. 20:30. Í tilefni af byrjun á vinnslu nýrrar sólóleiksýningar sem ber vinnuheitið SKÖPUN er dyrunum hrundið upp til viðburðar sem vonandi kollvarpar öllum hugmyndum um heilbrigða skynsemi. „Hvað er það sem gerir það að verkum að eitthvað nýtt verður til? Eitthvað sem enginn veit hvað er en allir eru sammála um að þetta eitthvað er einstaklega hrífandi, skemmtilegt, óhugnarlegt eða upplífgandi, með athygli sinni og undrun gefa því líf.“
Þetta er fyrsti viðburðurinn af þremur sem Gilfélagið og Kristján Ingimarsson standa fyrir í tengslum við SKÖPUN. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Vinsamlegast takið með ykkur myndavél með flassi!
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/medalstarfsaldur-i-heimathjonustu-er-yfir-10-ar
|
Meðalstarfsaldur í heimaþjónustu er yfir 10 ár!
Starfsfólk heimaþjónustu bæjarins gegnir mikilvægu hlutverki í því að gera fólki kleift að búa áfram á eigin heimili þrátt fyrir skerðingu á færni. Á Akureyri eigum við því láni að fagna að hafa mjög öflugan og stöðugan starfsmannahóp í þessari þjónustu. Starfsmenn eru um 35 talsins og er samanlagður starfsaldur á fjórða hundrað ár.
Nýverið var haldinn starfsdagur í heimaþjónustu Akureyrarbæjar. Unnið var eftir hugmyndafræði „Framtíðarsmiðjunnar“ semer aðferð fyrir hópa til að koma af stað breytingum í málum sem þeim finnst aðkallandi. Aðferðin vekur hugmyndir og eflir framsýn innan hópsins og gerir þátttakendur meðvitaða um möguleika sína til að hafa áhrif. Árangur góðrar smiðju er sameiginlegur byrjunarreitur sem leiðir til athafna um framtíðarsýn sem þátttakendur hafa komið sér saman um. Margar góðar hugmyndir komu fram á starfsdeginum og voru starfsmennirnir á einu máli um mikilvægi slíks dags.
Kveður eftir 32 ár við stjórnun heimaþjónustu
Edda Bolladóttir hverfisstjóri í heimaþjónustu lét nýlega af störfum eftir 32 ár í starfi sem stjórnandi heimaþjónustu Akureyrarbæjar. Edda hefur á starfsferlinum tekið þátt í að aðlaga þjónustuna að síbreytilegum þörfum og kröfum og móta hér þjónustu sem talin er til fyrirmyndar. Samstarfsfólkið þakkaði Eddu samstarfið á dögunum og var meðfylgjandi mynd tekin við það tilefni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aramotabrenna-og-flugeldasyning-vid-rettarhvamm-a-akureyri
|
Áramótabrenna og flugeldasýning við Réttarhvamm á Akureyri
Árleg áramótabrenna Akureyringa verður við Réttahvamm á Gamlárskvöld. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30 og risaflugeldasýning í umsjá Björgunarsveitarinnar Súlna hefst kl. 21:00. Athugið að æskilegt er að leggja tímanlega af stað vegna mikillar umferðar.
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Súlna er nú í fullum gangi á flugeldamarkaði þeirra á Hjalteyrargötu 12. Þar er að sögn starfsmanna mikið úrval og fullt af nýjum vörum. Opnunartímar eru sem hér segir:
28. - 30. des kl. 10 -22
31. des kl. 9-16
4. jan kl. 16-20
5-6. jan kl. 12-20
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ahersla-logd-a-ad-gefa-folki-kost-a-ad-dvelja-sem-lengst-hei
|
Áhersla lögð á að gefa fólki kost á að dvelja sem lengst heima
Þjónustusamningur um rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og stofnanaþjónustu fyrir aldraða var undirritaður sl. laugardag af heilbrigðisráðherra og bæjarstjóranum á Akureyri. Vegna fyrirhugaðs flutnings á verkefnum milli heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðuneytis gildir samningurinn aðeins út árið 2008. Samningsfjárhæð fyrir árið 2008 er rúmar 1.620 m.kr.
Í samningunum er gengið út frá því og lögð á það megin áhersla að gefa öldruðum kost á því að dvelja eins lengi heima hjá sér og kostur er og fólkið sjálft kýs. Lögð er sérstök áhersla á að samþætta þjónustuna sem veitt er, laga hana að þörfum þeirra sem fá hana og gera hana sveigjanlega. Með samþættingu þessarar þjónustu og sérþjónustu fatlaðra við aðra félagslega þjónustu Akureyrarbæjar fá íbúarnir áfram mjög góða og heildstæða félags- og heilbrigðisþjónustu þar sem ábyrgð sveitarfélagsins er ótvíræð.
Akureyrarbær hefur haft rekstur heilsugæslunnar með höndum frá 1997 og stofnanaþjónustu fyrir aldraða mun lengur. Í samningnum endurspeglast áhersla á nærþjónustuna og sameiginlegt markmið aðila er að flytja málefni aldraðra alfarið til sveitarfélaganna innan fárra ára.
Húsnæðismál aldraðra ásamt rekstri dvalarrýma og dagvistunarrýma munu flytjast til félagsmálaráðuneytisins á árinu 2008 og væntanlega verður næsti samningur um þau mál við það ráðuneyti. Akureyrarbær leggur áherslu á að reka heilsugæsluna áfram þrátt fyrir að ekki standi til að flytja þann málaflokk til sveitarfélaganna að svo stöddu.
Aukin þjónusta við fangelsið á Akureyri
Einnig var undirritaður samningur milli sömu aðila um aukna heilsugæsluþjónustu við fangelsið á Akureyri en sá samningur er til 6 ára. Heilsugæslustöðin hefur samkvæmt honum umsjón með almennri heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsinu á Akureyri með reglulegri heilbrigðisþjónustu heilsugæslulækna og hjúkrunarþjónustu sem felst í móttöku, forvörnum og fræðslu. Samningurinn er til sex ára og samningsfjárhæðin er tæpar tvær milljónir króna á ári.
Samvinna heilsugæslunnar við grunnþjónustu sveitarfélagsins hefur reynst mjög vel
Rekstur heilsugæslunnar hefur gengið vel undanfarin ár. Lokið er mikilli endurnýjun á húsnæði stöðvarinnar sem hafði það að markmiði að bæta aðstöðu viðskiptavina og starfsmanna. Samvinna heilsugæslunnar við grunnþjónustu sveitarfélagsins er til fyrirmyndar og skilar sér í betri úrræðum fyrir íbúa. Mikið álag hefur verið á heimahjúkrun en með nýja samningnum verður hægt að efla hana enn frekar og verður starfsfólki fjölgað á dag- og kvöldvöktum auk þess sem næturvaktin er tryggð áfram. Efling heimahjúkrunar er liður í því að gera öldruðum kleift að dvelja sem lengst heima ef vilji er til og aðstæður hamla því ekki. Með samningnum verður einnig hægt að efla ýmsa viðbótarþjónustu sem veitt er öldruðum í heimahúsum svo sem ráðgjöf iðjuþjálfa, heilsueflandi heimsóknir og fl.
Dagvistun er annað úrræði sem gerir öldruðum kleift að búa sem lengst heima. Með samningnum fjölgar dagvistarrýmum úr 28 í 32 og með því verður eftirspurn fullnægt að sinni.
Heimahjúkrun, félagsleg heimaþjónusta, dagvistun, hvíldarinnlagnir og fleiri stuðningsúrræði þjóna sífellt fleira fólki og eftirspurnin eykst sífellt með fjölgun aldraðra. Þessi þjónusta er yfirleitt mun ódýrari fyrir samfélagið en stofnanaþjónusta auk þess sem æ fleiri aldraðir vilja dvelja eins lengi heima og kostur er þrátt fyrir vanheilsu af ýmsum toga. Þetta birtist svo í því að stofnanarýmum á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri hefur fækkað frá 1990 um nær 10% þrátt fyrir að á sama tíma hafi fjölgað yfir 30% í aldursflokknum 80+ á þjónustusvæðinu. Þrátt fyrir þessa fjölgun aldraðra er biðlisti eftir stofnanarými með minnsta móti um þessar mundir og það sýnir vel hvernig efling ofangreindrar utanstofnanaþjónustu hefur bein áhrif á eftirspurn eftir stofnanarýmum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatrjaahreinsun
|
Jólatrjáahreinsun
Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar munu fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk dagana 7. – 11. janúar. Einnig verða gámar staðsettir við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund og verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð þar sem hægt verður að losa sig við trén.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jona-berta-jonsdottir-er-nordlendingur-arsins-2007
|
Jóna Berta Jónsdóttir er Norðlendingur ársins 2007
Norðlendingur ársins árið 2007, að mati hlustenda Útvarps Norðurlands, er Jóna Berta Jónsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Eyjafirði. Kjörið fór fram 27. og 28. desember.
Jóna Berta hefur starfað hjá Mæðrastyrkstnefnd í hartnær 20 ár og Útvarp Norðurlands telur hana sannarlega vel að titlinum komin. Fjölmargir voru tilnefndir í kosningunni og greinilegt að margir Norðlendingar hafa látið að sér kveða á nýliðnu ári.
Jóna Berta Jónsdóttir, verður gestur í útsendingu Útvarps Norðurlands í dag.
Ljósmynd: Kristján Kristjánsson / Vikudagur
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stigum-vinardans-og-bregdum-blysum-a-loft
|
Stígum Vínardans og bregðum blysum á loft
Tónlistarfélag Akureyrar og Karólína Restaurant standa fyrir árlegum Vínardansleik í Ketilhúsinu á laugardaginn, 5. janúar. Fram kemur að venju salonhljómsveit Tónlistarfélagsins undir stjórn Jakobs Kolosowskis. Sveitina skipar atvinnutónlistarfólk frá Akureyri og nágrenni. Jafnframt kemur fram á hátíðinni ungt tónlistarfólk sem stundað hefur nám við Tónlistarskólann á Akureyri. Einar Geirsson, matreiðslumeistari á Karólínu Restaurant, sér um veisluföngin sem fyrr. Borðhald hefst klukkan 20 en húsið opnar klukkan 18.
Enn er hægt að tryggja sér miða á dansleikinn en þeir hafa runnið út enda ekki á hverjum degi sem haldið er alvöru síðkjólaball að hætti Vínarbúa hér á landi. Verð á aðgöngumiðum er kr. 8500 en fyrir hópa 10 og fleiri kostar miðinn kr. 7500. Miðapantanir eru hjá Hannesi 860-2911 og Guðnýju Erlu 845-9313.
Þrettándagleði Þórs aflýst
Stjórn Íþróttafélagsins Þórs hefur ákveðið að aflýsa hinni árlegu þrettándagleði félagsins. Helsta ástæða þess eru framkvæmdir sem nú fram fara á félagssvæðinu. Umferð stórvirkra vinnuvéla á svæðinu ber með sér mikinn óþrifnað og því erfitt að komast hjá því að mold og drulla berist inn í Bogann og skemmdi grasið á vellinum. Stjórn Íþróttafélagsins Þórs ætlar jafnframt að endurskipuleggja hvernig þessum viðburði verður háttað í framtíðinni.
Flugeldar
Flugeldasala er enn í fullum gangi hjá Björgunarsveitinni Súlum í húsnæði björgunarsveitarinnar í Hjalteyrargötu 12. Áhugasamir ættu því að tryggja sér flugelda hið fyrsta því þrettándinn er síðasti dagurinn sem almenningur hefur leyfi til að skjóta þeim upp. Flugeldasalan verður opin 4. janúar klukkan 16-20,
5. janúar klukkan 12-20 og 6. janúar klukkan 12-20.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/knattspyrnufelag-akureyrar-er-80-ara-i-dag-opid-hus-i-ka-heimilinu-i-dag-sem-lykur-med-flugeldasyningu
|
Knattspyrnufélag Akureyrar er 80 ára í dag - opið hús í KA-heimilinu í dag sem lýkur með flugeldasýningu
Árið 2008 verður 80 ára afmælisár hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar. Félagið var stofnað 8. janúar 1928 og verður tímamótanna fagnað með ýmsum hætti. Í dag verður opið hús í KA-heimilinu kl. 17-19 þar sem boðið verður upp á veitingar og tónlistaratriði. Einnig verður skrifað undir styrktarsamninga og lýst kjöri Íþróttamanns KA árið 2007. Dagskránni lýkur með flugeldasýningu.
Föstudaginn 11. janúar kl. 16-19 verður Páll Óskar Hjálmtýssson með fjölskylduskemmtun í KA-heimilinu. Ókeypis aðgangur. Páll Óskar verður síðan með dansleik fyrir 16 ára og eldri frá kl. 23 að kvöldi föstudagsins 11. janúar. Aðgangseyrir kr. 1000.
Laugardaginn 12. janúar verður síðan afmælishátíð í KA-heimilinu frá kl. 19.30. Veislustjóri verður Friðfinnur Hermannsson. Ræðumaður kvöldsins verður Ragnar Gunnarsson, gallharður KA-maður og Skriðjökull. Flutt verða ávörp og KA-menn heiðraðir fyrir störf sín fyrir félagið. KA-bandið spilar fyrir hátíðargesti og Óskar Pétursson tekur lagið. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson spila fyrir dansi. Húsið opnar fyrir almenning kl. 00.30. Aldurstakmark er 18 ár og miðaverð 1500.-
Til viðbótar við afmælishaldið í janúar er stefnt að fjölskylduhátíð á KA-svæðinu í júní í sumar og einnig er gert ráð fyrir að útbúnir verði sérstakir minjagripir vegna afmælisársins.
Um síðustu helgi var blaði í tilefni af 80 ára afmælinu dreift í hús á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-eignudust-197-islandsmeistara-a-lidnu-ari
|
Akureyringar eignuðust 197 Íslandsmeistara á liðnu ári
Árlegt hóf Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrarbæjar var haldið milli jóla og nýjárs þar sem akureyrskir Íslandsmeistarar og landsliðsmenn voru heiðraðir. Einnig voru veittir styrkir til landsliðs- og afreksfólks úr styrktarsjóði Akureyrarbæjar.
Akureyringar eignuðust alls 197 Íslandsmeistara á liðnu ári. Af þeim hópi er 67 einstaklingar úr Skautafélagi Akureyrar, 26 úr KA, 21 úr Þór, 16 úr Bílaklúbbi Akureyrar, 13 úr Sundfélaginu Óðni, 11 úr Skíðafélagi Akureyrar, 8 úr Íþróttafélaginu Akri og 7 úr Ungmennafélagi Akureyrar svo eitthvað sé nefnt. Landsliðsmenn aðildarfélaga ÍBA voru 83 talsins á liðnu ári og komu úr ýmsum íþróttagreinum.
Alls var úthlutað rúmum 7 milljónum úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrarbæjar. Þar fengu hæstu styrkina Kvennahandbolti Handboltafélags Akureyrar (meistaraflokkur) sem hlutu kr. 1.700.000, Kvennaknattspyrna Þór/KA sem hlutu kr. 1.700.000, landsliðmenn aðildarfélaga ÍBA sem fengu samtals kr. 1.260.000 (kr. 15.000 per einstakling) og Dagný Linda Kristjánsdóttir sem hlaut kr. 660.000. Þá samþykkti stjórn Afreks- og styrktarsjóðs á fundi sínum þann 20. desember síðastliðinn að bjóða Skíðafélagi Akureyrar og Ungmennafélagi Akureyrar styrktarsamninga vegna þeirra Stefáns Jóns Sigurgeirssonar og Bjartmars Örnusonar. Samningarnir eru til eins árs og fela í sér mánaðarlegar greiðslur að upphæð kr. 25.000.
Smelltu hér til að sjá nákvæman lista yfir styrkveitingar.
Ólafur Jónsson formaður íþróttaráðs, Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Kristinn H. Svanbergsson deildarstjóri ÍTA ásamt þeim fjölmörgu Íslandsmeisturum og landsliðsmönnum sem heiðraðir voru á hátíðinni.
Ljósmyndir: Ljósmyndastofa Páls
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnir-kynningarfundir-um-frumvorp-til-laga-um-leik-og-grunn
|
Opnir kynningarfundir um frumvörp til laga um leik- og grunnskóla
Skólanefnd Akureyrarbæjar boðar til opinna kynningarfunda um frumvörp til laga um leik -og grunnskóla og eru foreldrar leik- og grunnskólabarna sem og nemendur í grunnskólum bæjarins sérstaklega hvattir til að mæta. Fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu verður á fundunum.
Kynning á frumvarpi um leikskóla er í Síðuskóla mánudaginn 14. janúar kl 20 – 22.
Kynning á frumvarpi um grunnskóla er í Síðuskóla þriðjudaginn 15. janúar kl 20 – 22.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/steinunn-arnbjorg-stefansdottir-a-tonleikum-i-ketilhusinu-i
|
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir á tónleikum í Ketilhúsinu í kvöld
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leikur á barokkselló og syngur gregorsöngva á tónleikum sem haldnir verða í Ketilhúsinu í kvöld. Það er Tónlistarfélag Akureyrar sem stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarmanna. Steinunn mun leika svítur no. 1 í G dúr og no. 2 í d moll, eftir Johann Sebastian Bach.
Tónleikarnir hefjast í kvöld, 9. janúar, klukkan 20:30. Miðsala er við inngangin. Verð: kr. 2000, félagar kr. 1500 og eldri borgarar kr. 1250. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.
Nánari upplýsingar má nálgast hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/enn-falla-metin-hja-leikfelagi-akureyrar
|
Enn falla metin hjá Leikfélagi Akureyrar
Metsala var á aðgöngumiðum á leikritið Fló á skinni þegar forsala á verkið hófst hjá Leikfélagi Akureyrar í gær. Alls seldust 3000 miðar og er uppselt á fyrstu 15 sýningarnar. Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á einum degi hjá leikfélaginu og er því um enn eitt sölumetið að ræða.
Æfingar ganga vel en þessi sígildi farsi fagnar 100 ára afmæli á árinu. Hann birtist nú í nýrri leikgerð sem Gísli Rúnar Jónsson gerði fyrir LA. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni en það eru þau Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Atli Þór Albertsson, Linda Ásgeirsdóttir, Þráinn Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Randver Þorláksson, Valdimar Örn Flygenring og Aðalsteinn Bergdal. María Sigurðardóttir leikstýrir verkinu en hún stýrði meðal annars leikritinu Sex í sveit sem sýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Hljómsveitin Sprengjuhöllin hefur verið fengið til að semja tónlist við verkið.
Í fréttatilkynningu um sýninguna segir m.a.: „Er það rétt að í annálaðri fegurð Eyjafjarðar sé sveitasetrið Sveinbjarnargreiði griðastaður elskenda á laun? Hefur Saga Ringsted ástæðu til að gruna eiginmanninn um græsku eða hefur hún sjálf eitthvað að fela? Hver var konan sem bað forstjórann um blint stefnumót? Hélt Elli við konu Jóhannesar eða hélt hann bara upp á hana? Er Helmut Edelstein manískur kvennamaður eða bara þýskur ferðamaður? Er afbrýðisemi Miroslav á rökum reist? Og er ást Tínu sönn? Ást og afbrýðisemi, misskilningur á misskilning ofan og allt í dásamlegri steik.“
Fló á skinni verður frumsýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri 8. febrúar n.k.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/velferdarrad-reykjavikurborgar-kynnir-ser-akureyrarmodelid
|
Velferðarráð Reykjavíkurborgar kynnir sér ?Akureyrarmódelið?
Velferðarráð Reykjavíkurborgar ásamt framkvæmdastjórum þjónustumiðstöðva heimsóttu Akureyri í gær til að kynna sér reynsluna af samvinnu og samþættingu í velferðarþjónustu. Þetta akureyska vinnulag er að verða þekkt á landsvísu sem „Akureyrarmódelið“.
Samþætting félagsþjónustu, heilsugæslu og málefna fatlaðra er einstök á Akureyri enda hefur Akureyrarbær sinnt þessu verkefni í rúmlega 10 ár. Mikilvæga reynslu er hingað að sækja og voru gestirnir frá Reykjavíkurborg sammála um ágæti þjónustunnar sem hér er veitt og ávinninginn sem fæst þegar samvinna ólíkra kerfa og stofnana er árangursrík.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skilafrestur-umsokna-um-thatttoku-i-listasumri-2008-er-15-januar
|
Skilafrestur umsókna um þátttöku í Listasumri 2008 er 15. janúar
Nú fer hver að verða síðastur að skila inn umsókn um þátttöku í Listasumri 2008 en umsóknarfrestur rennur út 15. janúar n.k. Listasumar 2008 mun standa frá Jónsmessu til ágústloka. Jafnframt er mögulegt að skila inn umsóknum og hugmyndum fyrir Listasumar 2009.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á íslensku hér og á ensku hér og á skrifstofu Menningarmiðstöðvarinnar Listagili í Ketilhúsinu.
Nánari upplýsingar gefur Valdís Viðarsdóttir, verkefnastjóri Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili, í síma 466-2609 eða í netpósti [email protected]
Umsóknir skulu sendar til:
Menningarmiðstöðin Listagili
Ketilhúsið
Pósthólf 115
602 Akureyri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-um-hatidir-og-vidburdi-a-akureyri
|
Íbúafundur um hátíðir og viðburði á Akureyri
Opinn hugmyndafundur um hátíðahöld og viðburði verður haldinn í Ketilhúsinu annað kvöld. Tilefni fundarins er verslunarmannahelgin á Akureyri, en Akureyrarstofu var falið að undirbúa aðkomu Akureyrarbæjar að mögulegum hátíðarhöldum um næstu verslunarmannahelgi.
Á fundinum er óskað eftir hugmyndum frá íbúum um þessi hátíðahöld en jafnframt er mögulegt að koma á framfæri hugmyndum um viðburði á Akureyri almennt.
Tillögunum verður safnað saman og úr þeim unnið með skipulögðum hætti að fundinum loknum. Allir eru velkomnir jafnt bæjarbúar sem og aðrir.
Staður: Ketilhúsið í Listagili
Stund: 15. janúar 2008 – klukkan 20
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottamadur-arsins-i-ketilhusinu-i-kvold
|
Íþróttamaður ársins í Ketilhúsinu í kvöld
Tilkynnt verður í kvöld hver hlýtur titilinn íþróttamaður ársins á Akureyri. Íþróttafólk frá Akureyri hefur staðið sig með prýði á árinu en Akureyringar eignuðust alls 197 Íslandsmeistara á liðnu ári. Fjórtán aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar hafa tilnefnt aðila úr sínum röðum.
Þeir eru í stafrófsröð: Audrey Freyja Clarke úr Skautafélagi Akureyrar, Andri Snær Stefánsson úr Akureyri - handboltafélagi, Baldvin Ari Guðlaugsson úr Létti, Baldvin Þór Gunnarsson úr Kappakstursklúbbi Akureyrar, Bjarki Gíslason úr UFA, Bryndís Rún Hansen úr Sundfélaginu Óðni, Björn Guðmundsson úr Golfklúbbi Akureyrar, Davíð Búi Halldórsson úr KA, Dagný Linda Kristjánsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar, Haukur Svansson úr Fimleikafélagi Akureyrar, Kristján Skjóldal úr Bílaklúbbi Akureyra, Óðinn Ásgeirsson úr Þór, Sigurður Áki Sigurðsson úr Skotfélagi Akureyrar og Stefán Thorarensen úr Íþróttafélaginu Akri.
Dagskráin fer fram í Ketilhúsinu og hefst klukkan 20 með setningu Þrastar Guðjónssonar formanns ÍBA. Ásamt kjörinu verður skrifað undir styrktarsamninga við íþróttamenn og veittar heiðursviðurkenningar. Kynnir og ræðumaður er Skapti Hallgrímsson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skemmtilegar-hugmyndir-a-borgarafundi
|
Skemmtilegar hugmyndir á borgarafundi
Hátt í 70 manns mættu á íbúafund sem Akureyrarstofa hélt um hátíðir og viðburði í Ketilhúsinu í gærkvöldi. Almenn ánægja var með fundinn og margir nýttu tækifærið til að koma hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Meðal þess sem fólk tjáði sig um voru hátíðahöld í kringum þrettándann, sjómannadaginn, 17. júní og verslunarmannahelgina. Þá voru nokkrir sem vildu gera meira úr sögulegum hefðum eins t.d. Öskudeginum.
Í framhaldinu verður unnið úr tillögunum sem fram komu og stefnt að því að halda annan fund til að útfæra einstakar hugmyndir. Jafnframt fer nú fram netkönnun meðal bæjarbúa um skoðun þeirra á hátíðarhöldum um verslunarmannahelgar á Akureyri.
Ítarleg umfjöllun verður um fundinn á sjónvarpsstöðinni N4 í kvöld.
Hátt í 70 mann mættu á borgarafundinn í Ketilhúsinu
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagny-linda-ithrottamadur-akureyrar
|
Dagný Linda íþróttamaður Akureyrar
Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir var í gærkvöldi kjörin íþróttamaður Akureyrar, annað árið í röð. Í öðru sæti var Davíð Búi Halldórsson blakmaður úr KA og í þriðjasæti var Audrey Freyja Clakre úr Skautafélagi Akureyrar.
Dagný Linda hefur verið fremsta skíðakona Íslendinga undanfarin ár. Stærsta verkefni hennar á árinu 2007 var heimsmeistaramótið í Åre í Svíþjóð þar sem hún stóð sig með miklum ágætum í harðri keppni. Dagný Linda varð tvisvar í hópi 20 bestu á Evrópubikarmótaröðinni og tók alls þátt í 18 heimsbikarmótum á árinu. Hún náði frábærum árangri á sænska meistaramótinu þar sem hún varð í þriðja sæti í bruni og fimmta sæti í tvíkeppni. Þá varð hún þrefaldur Íslandsmeistari.
Davíð Búi hefur um árabil verið einn albesti leikmaður KA í blaki. Síðastliðið ár var þó óvenju glæsilegt hjá honum og er það samdóma álit flestra að hann hafi verið besti leikmaður Íslandsmótsins 2006-2007. Listskautaíþróttin er ung á Akureyri. Þegar Audrey Freyja Clarke hóf ferilinn á útisvelli árið 1997 voru 6 iðkendur en eru nú yfir 130 og það er ekki síst fyrir góða fyrirmynd hennar sem iðkanda, keppanda og þjálfara. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á undanförnum árum og síðastliðið vor var hún valin í fyrsta landslið Íslands í þessari íþrótt.
Íþróttaráð Akureyrar veitti fjórar heiðursviðurkenningar á hátíðinni í gær. Helga Sigurðardóttir og Benedikt Sigurðarson fengu viðurkenningu fyrir störf sín í þágu sundíþróttarinnar, Guðmundur Brynjarsson fékk viðurkenningu fyrir starf og uppbyggingu skotíþróttarinnar og Gunnar Hallsson fékk viðurkenningu fyrir störf og uppbyggingu siglingaíþrótta á Akureyri.
Þá varskrifað undir styrktarsamninga við Skíðafélag Akureyrar og Ungmennafélag Akureyrar vegna þeirra Stefáns Jóns Sigurgeirssonar og Bjartmars Örnusonar. Samningarnir eru til eins árs og fela í sér mánaðarlegar greiðslur að upphæð kr. 25.000. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar Afreks- og styrktarsjóðs þann 20. desember s.l.
Viðar Jónsson forstöðumaður Skautahallarinnar tók við viðurkenningunni fyrir hönd Audrey Freyju Clarke, Davíð Búi Halldórsson og Kolbrún Ingólfsdóttir móðir Dagnýjar Lindu sem tók við titlinum fyrir hönd dóttur sinnar.
Handhafar heiðursviðurkenninga: Gunnar Hallson, Benedikt Sigurðsson, Helga Sigurðardóttir og Guðmundur Brynjarsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listaveisla-um-helgina-a-akureyri
|
Listaveisla um helgina á Akureyri
Um helgina verður sannkölluð listaveisla á Akureyri. Á Listasafni Akureyrar verður opnuð sýning sem hefur lífsspeki búddismans að leiðarljósi, en listamennirnir á henni eru Halldór Ásgeirsson, Erla Þórarinsdóttir, Finnbogi Pétursson og hinn heimskunni bandaríski vídeólistamaður Bill Viola, sem hér sýnir í fyrsta sinn á Íslandi. Sýningin nefnist „Búdda er á Akureyri“ og verður opnuð á laugardaginn 19. janúar klukkan 15. Sýningin stendur til 9. mars.
Þorvaldur Þorsteinsson opnar myndlistarsýninguna Leikmyndir í Populus Tremula á laugardaginn klukkan 14 og um leið kemur út bók hans Mónólógar. Sýningin verður einnig opin á sunnudaginn 20. janúar frá 14-17 og verður aðeins opin þessa einu helgi. Að kvöldi sama dags, klukka 22, verður kvöldskemmtun þar sem stórleikarar lesa úr nýútkominni bók ásamt höfundi og Sickbird leikur eigin tónlist með stórsveit, skipaðri þeim Arnari Tryggvasyni, Kristjáni Edelstein, Ingva Rafni Ingvasyni, Pálma Gunnarssyni og Togga skyttu. Húsið verður opnað kl. 21:30 og malpokar leyfðir.
Á laugardaginn klukkan 14 opnar ástralska listakonan Amy Rush sýninguna Rainbow Holograms í Deiglunni á Akureyri. Einnig verður Djonam Saltani, listamaður frá Frakklandi, með opna gestavinnustofu á sama tíma. Hann mun sýna skúlptúra sem hann hefur verið að vinna að. Sýningin er opin til 27. janúar. Opnunartími er eftir samkomulagi við myndlistamennina.
Í Jónas Viðar Gallerýi opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir málverkasýninguna Andlit. Sýningin opnar á laugardaginn klukkan 14.30. Galleríið er staðsett í Listagilinu á jarðhæð listasafnsins og er opið á föstu- og laugardögum frá kl. 13.-18 og aðra daga eftir samkomulagi. Guðrún fæst mest við andlitsmyndagerð og vinnur innsetningar í rými byggð á persónulýsingum stjörnukorta viðkomandi einstaklinga. Hún starfrækir listagalleríið Gallerí +, í Brekkugötu 35 ásamt eiginmanni sínum Joris Rademaker. Sýningin stendur til 9. febrúar.
Í galleríBOXI opnar Þórunn E. Sveinsdóttir sýninguna Blíðlyndi. Frá unglingsárum hefur Þórunn fundið útrás listsköpunar í teppasaumi og óhætt að fullyrða að þar hefur hún þróað sérstakan og persónulegan stíl. Eftir hana liggja mörg hundruð teppi hérlendis og erlendis, en hér er eru nú sýnd örfá af nýjustu teppunum hennar. Þórunn Elísabet hefur unnið við leikhús í um tvo áratugi en einnig gert búninga fyrir sjónvarp, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og kvikmyndir. Sýningin opnar laugardaginn 19. janúar klukkan 16. Hún stendur til 3. febrúar og er opið í BOXinu laugardaga og sunnudaga frá 14-17.
Dagrún Matthíasdóttir opnar á laugardaginn sýningu sína ,,Lífið er saltfiskur" á Veggverk og í DaLí Gallery. Um ræðir sýningu undir sömu yfirskrift en Dagrún vinnur verk sitt á þessa tvo staði í miðbæ Akureyrar sem kallast á í verki utandyra og innandyra. Opnun sýningarinnar fer fram í DaLí Gallery í Brekkugötu 9 á Akureyri klukkan 17. Dagrún segir að hugmyndin af verkunum mótist í raun af huglægu bragði og vinnu. Til að framkalla saltbragð þeirra sem á horfa, mun formið taka á sig mynd á Veggverk og endurvarpast með nýjum hætti í DaLí Gallery, af einum vegg yfir á annan.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ferda-og-upplysingavefurinn-visitakureyriis-opnadur
|
Ferða- og upplýsingavefurinn visitakureyri.is opnaður
Um helgina var opnaður ferða- og upplýsingavefurinn www.visitakureyri.is. Þar er að finna allar helstu upplýsingar fyrir þá sem ferðast til Akureyrar t.d. um hótel og gististaði, veitingastaði, afþreyingu og samgöngur. Vefurinn er bæði á íslensku og ensku og hefur mjög einfalt og þægilegt viðmót. Það var Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður stjórnar Akureyrarstofu, sem opnaði vefinn á kynningu sem Akureyrarstofa hélt í Ketilhúsinu á laugardaginn.
Við sama tækifæri var merki Akureyrarstofu kynnt en það er hannað af Þórhalli Kristjánssyni. Merkið er bókstafurinn A sem er myndaður úr nútíma kassalaga formi annars vegar og úr gamaldags flúri hins vegar sem fengið er úr stafnskrauti Menntaskólans á Akureyri. Þórhallur segir að merkið hafi vísan í fortíð og framtíð og margbreytilegt hlutverk Akureyrarstofu.
Nýi ferða- og upplýsingavefurinn www.visitakureyri.is
Þórhallur Kristjánsson úrskýrir merkingu lógós Akureyrarstofu
Stjórn Akureyrarstofu fær afhenta boli með nýja merkinu
Fjölmargir gestir mættu á kynningu Akureyrarstofu
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottasvaedi-thors-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Íþróttasvæði Þórs. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á íþróttasvæði Þórs, samþykkta í bæjarstjórn þann 22. janúar 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Breytingin felur í sér stækkun á íþróttasvæði Þórs við Skarðshlíð. Óbyggt svæði milli Borgarhlíðar og Smárahlíðar og svæði austan Smárahlíðar 5 og 9, að göngustíg, verða sameinuð Þórssvæðinu. Gert er m.a. ráð fyrir uppbyggingu keppnisvalla og áhorfendastúku. Heimild er fyrir því að tvö íbúðarhús víki samkvæmt deiliskipulagi þessu.
Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 23. janúar - 5. mars 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir / Skipulagstillögur.
Íþróttasvæði Þórs - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 5. mars 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
23. janúar 2008
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sveinn-runar-hauksson-heldur-fyrirlestur-um-palestinudeiluna
|
Sveinn Rúnar Hauksson heldur fyrirlestur um Palestínudeiluna
Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi standa fyrir fundi um Palestínudeiluna í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti (Akureyrarakademíunni) laugardaginn 26. janúar klukkan 14.
Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína sínir myndir og flytur ræðu undir yfirskriftinni Ísrael-Palestína: Ætlar Bush að sjá um málið? Einnig verður farið ofan í saumana á því hvað Íslendingar hafa gert og geta gert í þessum málaflokki.
Í fréttatilkynningu frá samtökum hernaðarandstæðinga á Norðurlandi segir: „Ísrael hefur nú skrúfað fyrir rafmagnið á Gasa. Palestína hefur á 60 árum orðið að tilraunagarði í þjóðarrétti og þjóðarórétti, friðarpólitík stórvelda, heimsvaldastefnu, aðskilnaðarstefnu, þjóðfrelsisbaráttu með grjótkasti gegn skriðdrekum (intifada), sveltistefnu, rasisma, ríkis-hryðjuverkum og hryðjuverkum úr grasrótinni, alþjóðlegri hjálparstarfsemi og miklu fleiru.“
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/pmt-foreldrafaerni-i-mikilli-sokn
|
PMT foreldrafærni í mikilli sókn
Þriðji hópurinn úr grunnmenntun PMT útskrifaðist í síðustu viku og hafa nú alls 46 fagaðilar lokið grunnmenntun frá því að verkefnið hófst hér á Akureyri. Útskriftarnemendur koma úr leik- og grunnskólum auk fagfólks frá Heilsugæslu og Fjölskyldudeild. Á þessu námskeiði voru einnig tveir kennarar frá Sauðárkróki en Skagfirðingar stefna á að innleiða PMT-Foreldrafærni og sækja námskeið til Akureyrar.
Markmið með grunnmenntun í aðferðum PMT er kynna þátttakendum hugmyndafræði og framkvæmd PMT- Foreldrafærni en einnig að efla fagstéttir í ráðgjöf vegna hegðunar barna. Allflestir fagaðilar sem lokið hafa grunnmenntun í PMT koma úr skólum sem hafa ákveðið að innleiða SMT-Skólafærni verkefnið. Þeir eru Oddeyrarskóli og Síðuskóli, auk Lundarskóla sem er á undirbúningsári og leikskólarnir Kiðagil, Flúðir, Lundarsel og Holtakot, auk Sunnubóls og Pálmholts sem eru á undirbúningsári.
Næsta PMT Grunnmenntunarnámskeiðið hefst haustið 2008. Nánari upplýsingar um PMT- foreldrafærni verkefnið hjá Akureyrarbæ má fá á heimasíðu bæjarins: www.pmt.akureyri.is
Þátttakendur á námskeiðinu ásamt leiðbeinendum þeim Margréti Sigmarsdóttur frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Jóhönnu Hjartardóttur og Þuríði Sigurðardóttur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/stofnfundur-myndlistarfelagsins-a-laugardaginn-i-deiglunni
|
Stofnfundur Myndlistarfélagsins á laugardaginn í Deiglunni
Laugardaginn 26. janúar klukkan 17 verður stofnfundur Myndlistarfélagsins haldinn í Deiglunni. Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í nóvember síðastliðinn og mættu hátt í 30 myndlistarmenn á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valin var undirbúningshópur að stofnun félagsins og rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Undirbúningshópinn skipa þau Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Þórarinn Blöndal og Hlynur Hallsson. Varamenn eru Arna Valsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viðar.
Undirbúningshópurinn heldur úti vefsíðu með upplýsingum um myndlistarviðburði á Norðurlandi og tenglum á félaga og gallerí og söfn á slóðinni http://mynd.blog.is
Á stofnfundinum á laugardag verða drög að lögum félagsins kynnt, kosin stjórn og rætt um hagsmunamál myndlistarfólks.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aeskulydskor-glerarkirkju-asamt-godum-gestum-med-tonleika-i-glerarkirkju
|
Æskulýðskór Glerárkirkju, ásamt góðum gestum með tónleika í Glerárkirkju
Æskulýðskór Glerárkirkju stendur fyrir tónleikum í Glerárkirkju á sunnudaginn kl. 14 og 16 þar sem flutt verða lög úr Disney myndum og barnasöngleikjum. Kórinn fær til sín góða gesti en fram koma Birgitta Haukdal, Barnakór Glerárkirkju og Ína Valgerður Idolstjarna. Stjórnandi Æskulýðskórsins er Ásta Magnúsdóttir og kynnir á tónleikunum er Hjalti Jónsson. Hljómsveitina skipa Valmar Väljaots sem spilar á píanó, Stefán Ingólfsson spilar á bassa og Ingvi Rafn Ingvason spilar á trommur. Nánari upplýsingar á www.glerarkirkja.is
Hægt er að kaupa miða í forsölu með því að hafa samband í netföngin [email protected] og [email protected].
Allur ágóði af tónleikunum rennur í ferðasjóð Æskulýðskórsins sem stefnir á söngför til Þýskalands í júní 2008. Í Æskulýðskórnum, sem hefur starfað frá árinu 2004, eru 35 félagar á aldrinum 10 -17 ára.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-til-atvinnuthrounar-og-nyskopunar-auglyst-eftir-verkefnum
|
Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar - auglýst eftir verkefnum
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar þorskaflaheimilda. Styrkhæf svæði eru sveitarfélög og eyjar þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu er 10% eða hærra. Áformað er að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem verður ráðstafað á sama hátt. Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni á viðkomandi svæðum. Umsækjendur geta verið sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Hámarksstyrkur er 8 milljónir króna, þó aldrei hærri en 50% af viðurkenndum heildarkostnaði verkefnisins. Hámarks hlutafé er 8 milljónir króna, þó að hámarki 50% af heildarhlutafé.
Styrkir verða veittir til: Stofnkostnaðar annars en kaupa/byggingar húsnæðis, véla og tækja. Þróunarkostnaðar á vöru og/eða þjónustu. Markaðssetningar á vöru og/eða þjónustu.
Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna, sköpunar nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til. Ekki er um að ræða styrki/hlutafé til menntunar- og rannsóknarverkefna.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á slóðinni www.afe.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidtalstimar-baejarfulltrua-5
|
Viðtalstímar bæjarfulltrúa
Hjalti Jón Sveinsson og Kristín Sigfúsdóttir taka á móti bæjarbúum í viðtalstíma bæjarfulltrúa á fimmtudaginn kemur. Viðtalstímar bæjarfulltrúa á Akureyri eru haldnir í Ráðhúsinu annan hvern fimmtudag kl. 17-19. Þar gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa sína í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Fundargerðir viðtalstímanna eru lagðar fram í bæjarráði. Bæjarfulltrúarnir svara einnig símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa í síma 460-1000.
Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér viðtalstímana og koma þannig málefnum á framfæri við bæjarstjórn, milliliðalaust.
Staður: Ráðhúsið, Geislagötu 9, 1. hæð
Stund: Fimmtudagurinn 31. janúar, kl. 17-19
Langir fimmtudagar
Einnig er rétt að minnast á það að alla fimmtudaga er opið til kl. 19 í Þjónustuandyrinu í Ráðhúsinu. Þetta er gert til auðvelda fólki að reka erindi sín og er hægt að fá allar upplýsingar og eyðublöð og leggja inn umsóknir um störf og þjónustu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikar-sinfoniuhljomsveitar-nordurlands-verda-i-glerarkikju-a-sunnudaginn
|
Tónleikar Sinfoníuhljómsveitar Norðurlands verða í Glerárkikju á sunnudaginn.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða í Glerárkirkju sunnudaginn 3. febrúar kl. 16:00. Gestastjórnandi á tónleikunum er Norðmaðurinn Bjarte Engeset og einleikari á flautu, Áshildur Haraldsdóttir. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Harad Sæverud og Johann Halvorsen, flautukonsert eftir J. Ibert og Sinónía nr. 6 eftir L. van Beethoven.
Bjarte Engeset útskrifaðist frá Síbelíusar Akademíunni í Helsinki 1989 og hefur síðan þá stjórnað hljómsveitum víða um heim. Árið 2007 var skipaður aðal stjórnandi DalaSinfonietta í Svíþjóð. Bjarte hefur stjórnað í upptökum með fjölda hljómsveita og má þar nefna upptökur með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem kom út árið 2004, Norwegian Classical Favourites.
Áshildur Haraldsdóttir nam flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan háskólaprófum frá The New England Conservatory of Music, Juilliard skólanum í New York og Konservatoríinu í París. Hún hefur unnið til verðlauna í fjórum alþjóðlegum tónlistarkeppnum og hljóðritað fimm einleiksgeisladiska. Auk þess að koma reglulega fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hún leikið einleik með hljómsveitum í fjórum heimsálfum og komið fram í útvarpi og sjónvarpi í yfir 20 löndum. Áshildur hefur verið meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2004.
Glæsileg dagskrá
Á tónleikunum verða flutt verk eftir tvö norsk tónskáld Johan Halvorsen og Harald Sæverud. Halvorsen samdi mikið af leikhúsmúsik og eftir hann verður fluttur kafli úr svítu sem hann samdi við leikrit eftir Ludvig Holberg. Eftir Sæverud verður flutt Rondo amoroso sem er samið fyrir píanó en einnig útsett fyrir hljómsveit. Eftir franska tónskáldið Jaques Ibert verður fluttur konsert fyrir flautu og hljómsveit. Konsertinn sem er skrifaður fyrir litla hljómsveit er glæsilegt virtúósastykki og mikil áskorun fyrir flautuleikarann.
Síðast á efniskrá tónleikanna er Sinfónía nr. 6 eftir L.van Beethoven, oft nefnd Pastorale, eða Sveitalífs-sinfónían. Sinfónían er með glaðlegri verkum tónskáldsins og á að vekja stemningu fyrir ósnortinni náttúru og fólkinu sem býr í sveitinni.
Sem fyrr segir þá hefjast tónleikarninr kl. 16:00 í Glerárkirkju og er forsala aðgöngumiða í Pennanum Hafnarstræti. Verð aðgöngumiða í forsölu er kr. 1.500 og við innganginn kr. 2.000. Aðgangur er ókeypis fyrir 20 ára og yngri.
Áshildur Haraldsdóttir leikur einleik á flautu á tónleikum Sinfoníuhljómsveitar Norðurlands á sunnudaginn.
Norðmaðurinn Bjarte Engeset verður gestastjórnandi á tónleikunum en hann hefur stjórnað hljómsveitum víða um heim.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/badstofukvold-i-gamla-baenum-i-laufasi-thjodlegar-draugasogur
|
Baðstofukvöld í Gamla bænum í Laufási - Þjóðlegar draugasögur
Þór Sigurðarson safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, mun fimmtudagskvöldið 31.janúar kl 20:00 leiða gesti frá bæjardyrunum inn göngin og segja frá fyrirburðum sem urðu í bæjargöngum áður fyrr. Leiðin endar í baðstofunni þar sem baðstofustemningin verður endurvakin: Takmarkað ljós, fólk sitjandi á rúmum eftir að hafa gengið um löng göng milli baðstofu og útidyra og hlustar andaktugt á það sem sögumaður segir.
Draugasögur voru oft og tíðum sagðar í baðstofum þegar fólkið safnaðist saman að kvöldi eftir verk dagsins. Á fimmtudagskvöldið mun Þór segja þjóðlegar draugasögur sem gerðust innan torfbæja þar sem gjarnan mátti finna löng göng og rangala, en þar gat ýmislegt leynst í hverju skúmaskoti. Þjóðlegar draugasögur fjalla m.a. um villudrauga, uppvakninga, ættarfylgjur og svipi. Draugar voru allt frá því að vera hættulegir draugar sem drápu menn og upp í það að vera svipir sem sýndu sig og gerðu ekki nokkrum mein. Algengastar voru fylgjurnar. Hver man ekki eftir sögum eins og þeirri um Þorgeirsbola sem mikið var á ferðinni í nágrenni Laufásbæjar í Grýtubakkahreppi.
Kaffi eða kakó ásamt hjónabandssælu verður hægt að kaupa gegn vægu gjaldi í Gamla prestshúsinu áður en lagt verður af stað heim aftur. Takmarkað sætarými er í baðstofunni og er fólk því hvatt til þess að panta sér sæti eftir kl. 17 þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn 30. janúar í síma 463-3104. Síðast komust færri að en vildu. Aðgangseyrir er 500 krónur
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/myrkir-musikdagar-i-laugaborg
|
Myrkir músíkdagar í Laugaborg
Tónlistarhúsið í Laugaborg mun taka virkan þátt í Myrkum músíkdögum sem standa yfir frá 3.-10. febrúar næstkomandi. Sunnudaginn 3. febrúar klukkan 14 verða flutt ljóðalög eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Það eru Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson sem flytja. Þá mun Björn A. Ingólfsson lesa ljóð. Þessi dagskrá verður einnig flutt í Norræna húsinu þann 5. febrúar klukkan 12.15
Þriðjudaginn 5. febrúar klukkan 20:30 verða tónleikarnir Portret með Camillu Söderberg en hún leikur á blokkflautur og elektróník.
Fimmtudaginn 7. febrúar verða 25 ára afmælistónleikar. Þá verða frumflutt 7 ný verk eftir Hafliða Hallgrímsson, frumflutt Nostalgía eftir Úlfar Inga Haraldsson og þrjú smáverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Flytjendur eru Sigurður Halldórsson sem leikur á selló, Daníel Þorsteinsson sem leikur og píanó og Marta Hrafnsdóttir altsöngkona.
Á lokadegi hátíðarinnar, sunnudaginn 10. febrúar klukkan 15 verða tónleikar með Gerði Bolladóttur sópransöngkonu, Sophie Schoonjans hörpuleikara og Pamela De Sense flautuleikara.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/forvarnir-i-sveitarfelogum-morgunverdarfundur-a-hotel-kea
|
Forvarnir í sveitarfélögum ? Morgunverðarfundur á Hótel KEA
Samstarfshópurinn „Náum áttum“ heldur fræðslufund um forvarnir í sveitarfélögunum á Hótel KEA á Akureyri mánudaginn 4. febrúar næstkomandi klukkan 9.00-10.45. Til máls taka Hjálmar Árnason forstöðumaður fagskóla Keilis sem ræðir um forvarnir í sveitarfélögunum, Bryndís Arnardóttir forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar sem ræðir um forvarnir á Akureyri og Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við KHÍ en hún ræðir um forvarnir frá sjónarhóli sveitastjórnarmanns. Opnar umræður verða í lok fundarins.
Þáttökugjald er kr. 1500 og er morgunmatur innifalinn í gjaldinu. Fyrirtæki eða stofnanir geta fengið sendan reikning fyrir þátttökugjaldi gegn beiðni sem skilað er á staðnum. Allir eru velkomnir. Þeir sem vilja geta skráð sig fyrirfram með því að smella hér.
Náum áttum er opinn samstarfshópur um fræðslu- fíkniefnamál. Í honum sitja: Landlæknaembættið, Lýðheilsustöð, Félag grunnskólakennara, Ríkislögreglustjóri, Barnaverndarstofa, Rannsóknarstofa um mannlegt atferli HÍ, Reykjavíkurborg, Akureyrarbær, Rauði kross Íslands, Vímulaus æska, Bindindissamtökin IOGT, Heimili og skóli, Umboðsmaður barna, Fræðslumiðstöð í fíknvörnum FRÆ, Þjóðkirkjan og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynbundnum-launamun-eytt
|
Kynbundnum launamun eytt
Á vordögum 2007 leitaði Akureyrarbær til Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) um gerð allsherjarkönnunar á launum starfsmanna bæjarins. Könnunin var kynnt í bæjarráði Akureyrarbæjar í gær og sé tekið tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma mælist ekki marktækur kynbundinn munur á launum karla og kvenna, hvorki þegar um er að ræða dagvinnulaun né heildarlaun. Samskonar könnun sem gerð var árið 1998 hafði leitt í ljós að konur voru að meðaltali með 6% lægri dagvinnulaun og 8% lægri heildarlaun, þ.e. óútskýrður kynbundinn launamunur körlum í hag.
Samantekt á helstu niðurstöðum könnunar RHA sem unnin var á árinu 2007
Dagvinnulaun karla og kvenna eru mjög lík. Helmingur karla hefur 184 þúsund eða minna á mánuði í dagvinnulaun og helmingur þeirra meira en það. Meðaldagvinnulaun karla eru nokkuð hærri en miðgildið eða 212 þúsund á mánuði. Helmingur kvenna hefur 188 þúsund á mánuði í dagvinnulaun eða minna og helmingur kvenna meira en það. Meðaldagvinnulaun kvenna eru 208 þúsund á mánuði.
Að teknu tilliti til aldurs, starfsaldurs, starfs og starfssviðs eða deildar og vinnutíma kemur í ljós að ekki er marktækur munur á dagvinnulaunum karla og kvenna.
Karlar hafa að meðaltali hærri heildarlaun en konur. Helmingur karla hefur 308 þúsund eða minna á mánuði í heildarlaun og helmingur karla meira en það. Meðalheildarlaun karla eru 332 þúsund á mánuði. Helmingur kvenna hefur 263 þúsund á mánuði í heildarlaun eða minna og helmingur kvenna meira en það. Meðalheildarlaun kvenna eru 274 þúsund á mánuði.
Að teknu tilliti til aldurs, starfsaldurs, starfs, starfssviðs eða deildar og vinnutíma reynist kynbundinn munur á heildarlaunum ekki marktækur.
Ástæður heildarlaunamunar
Í gegnum tíðina hafa kannanir sýnt fram á að það er frekar í aukagreiðslum (yfirvinnu, vaktaálagi og fl.) sem launamunur kynja kemur í ljós. Aukagreiðslur eru nokkuð hátt hlutfall af heildarlaunum starfsmanna eða að meðaltali rúm 22% heildarlauna. Hlutfallið er þó nokkuð hærra hjá körlum en konum eða rúm 46% á móti um 14% hjá konum. Stærstur hluti aukagreiðslna hjá Akureyrarbæ er tilkominn vegna skráðrar yfirvinnu en síðan koma vaktavinnuálagsgreiðslur. Eftir gagngera endurskoðun á launagreiðslum starfsmanna Akureyrarbæjar á árunum 2005-2007 er eingöngu greidd yfirvinna samkvæmt tímaskráningum og hvergi er um fastar yfirvinnugreiðslur eða akstur að ræða. Karlar virðast því áfram sækja meira í vaktavinnustörf eða störf þar sem þörf er á yfirvinnu. Tekið skal fram að Akureyrarbær hefur þegar sett þak á unna yfirvinnu sinna starfsmanna m.t.t. fjölskyldustefnu bæjarins og hefur því markmiði verið náð á flestum stöðum.
Þess ber að geta að konur eru tæp 79% starfsmanna Akureyrarbæjar en karlar aðeins rúmlega 21%. Konur eru um 63% af 80 helstu stjórnendum Akureyrarbæjar.
Ánægjulegur árangur
Þennan góða árangur má að miklu leyti þakka gagngerri endurskoðun á launakerfi Akureyrarbæjar ásamt þátttöku bæjarins í vinnu við nýtt starfsmatskerfi sveitarfélaganna. Ljóst var eftir niðurstöður launakönnunarinnar frá 1998 að vinna þyrfti markvisst að því að jafna laun kynjanna. Settur var á laggirnar þverpólitískur vinnuhópur um endurskoðun launakerfisins sem hafði það hlutverk að skoða sérstaklega yfirvinnu og aðrar aukagreiðslur. Í ljós kom að málum var misjafnlega háttað og sums staðar var t.d. greidd föst óunnin yfirvinna meðan annars staðar var yfirvinna eingöngu greidd samkvæmt skráningum. Í framhaldinu voru teknar þær erfiðu ákvarðanir að einungis yrði greitt fyrir skráða yfirvinnu og allar fastar akstursgreiðslur og aðrar aukagreiðslur voru afnumdar. Í kjölfarið fylgdi mikil vinna sem leitt hefur til þeirrar góðu niðurstöðu sem launakönnun RHA nú sýnir. Það virðist því ljóst að með góðum vilja, mikilli vinnu og eljusemi er hægt að eyða kynbundnum launamun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hof-a-akureyri-nytt-takn-ny-taekifaeri
|
Hof á Akureyri: Nýtt tákn, ný tækifæri
Í Lesbók Morgunblaðsins þann 26. janúar er ítarleg umfjöllun um menningarhúsið Hof eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann á Morgunblaðinu. Í greininni er rætt við ýmsa aðila um húsið og tækifærin sem í því felast; Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra, Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóra, Guðmund Óla Gunnarsson hljómsveitarstjóra, Pál Sigurjónsson hjá KEA hótelum og Einar Bárðarson umboðsmann. Einar ræðir um möguleika sem húsið opnar og eru ekki til staðar nú og segir m.a.: „Ég er viss um að húsið sjálft verður aðdráttarafl fyrir ferðamenn og fleiri þótt það geri auðvitað enn meira, gríðarlega mikið, fyrir listalífið sjálft."
Lesbókargreinina sem birtist síðasta laugardag, má nálgast hér á pdf formi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/syning-a-othekktum-ljosmyndum-ur-safni-minjasafnins-a-akureyri
|
Sýning á óþekktum ljósmyndum úr safni Minjasafnins á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri opnar um helgina ljósmyndasýninguna „Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins?“ Ef þið eruð mannglögg eða minnug á staðhætti þá skorar starfsfólk safnins á ykkur að aðstoða við að koma nafni á andlit, hús, mannvirki og þorp.
Sýningin samanstendur af 70 óþekktum myndum úr safni Minjasafnsins. Þær eru teknar víða um landið á árunum 1920-1960 og eru flestar úr safni ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri. Það ljósmyndasafn er eitt af mörgum sem er í eigu Minjasafnins, en ljósmyndadeild þess státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Það er því í hópi stærstu safna sinnar tegundar á landinu.
Margar myndanna eru óþekktar og því hefur verið brugðið á það ráð að að setja saman sýningaröðina „Þekkir þú...?“ Þessi sýning er önnur í þeirri sýningaröð. Þannig vekur safnið athygli og áhuga glöggra einstaklinga á því að koma og vita hvort þeir kannist við það sem fyrir augu ber á ljósmyndunum.
Sýningin opnar 2. ferbrúar klukkan 14 og verður opin alla laugardaga til 26. apríl. Allir eru velkomir – enginn aðgangseyrir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarrad-eythings-auglysir-til-umsoknar-verkefnastyrki-ti
|
Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála
Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Verkefni sem vekja athygli á sögustöðum og menningartengdum viðburðum, t.d. með tilliti til ferðaþjónustu
Verkefni sem efla þekkingu á sögu og sérkennum svæðisins
Verkefni sem stuðla að þátttöku sem flestra og brúa kynslóðabil
Verkefni sem fela í sér samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina sem og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað
Verkefni sem fela í sér nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs
Umsóknarfrestur er til og með 3. mars. Úthlutun fer fram í apríl.
Verkefnum sem hljóta styrk árið 2008 þarf að vera lokið í janúar 2009. Úthlutun Menningarráðs vegna ársins 2009 mun fara fram í janúar það ár.
Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið [email protected]
Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum í Eyþing vegna úthlutunar á menningarstyrkjum 2008. Viðtalstímar menningarfulltrúa, Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur, verða á Akureyri sem hér segir:
8. febrúar kl. 9-12 og 13-16 og 27.-29. febrúar kl. 13-16 á skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð.
Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-auglysir-eftir-umsoknum-um-styrki-ur-menningarsjodi-og-husverndarsjodi
|
Akureyrarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði og Húsverndarsjóði
Akureyrarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði og Húsverndarsjóði. Umsóknum skal skilað til Akureyrarstofu á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í þjónustuanddyri Ráðhússins á heimasíðu Akureyrarbæjar og þess vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Menningarsjóður
Það er stjórn Akureyrarstofu sem úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði í febrúar og september ár hver og er hlutverk sjóðsins að styrkja listastarfsemi á Akureyri með fjárframlögum.
Reglugerð fyrir Menningarsjóð má finna hér og umsóknareyðublað hér
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2008.
Húsverndarsjóður
Úr Húsverndarsjóði er úthlutað einu sinni á ári í febrúar eða mars og annast stjórn Akureyrarstofu einnig þá úthlutun. Sjóðurinn styrkir viðhald á friðuðum húsum og húsum sem hafa varðveislugildi á Akureyri.
Samþykkt fyrir Húsverndarsjóð Akureyrarbæjar má finna hér og umsóknareyðublað hér
Umsóknarfrestur er til 1.mars 2008.
Upplýsingar eru veitir Hulda Sif Hermannsdóttir í netfanginu [email protected]
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-leikskolans-a-morgun
|
Dagur leikskólans á morgun
Ákveðið hefur verið að blása til Dags leikskólans í fyrsta sinn. Dagur leikskólans hefur verið ákveðinn 6. febrúar ár hvert, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Stofnendur og samstarfsaðilar eru Félag leikskólakennara, Menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli.
Kynningarnefnd Félags leikskólakennara hefur unnið frá 2005. Hlutverk nefndarinnar er að auka jákvæða og áhugaverða umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara. Markmiðið með því að tileinka leikskólanum einn dag ársins er að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskóla fyrir börn og skapa jákvæða ímynd leikskólakennslu. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu leikskólans, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu.
Í byrjun febrúar kom út bæklingur sem ætlað er að vekja athygli á degi leikskólans og leikskólastarfi. Bæklingurinn verður sendur heim með leikskólabörnum á morgun.
Í tilefni dagsins hafa leikskólar Akureyrar sent frá sér kveðju sem dreift verður með N4 Extra á morgun. Smellið hér til að lesa kveðjuna.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leiklist-a-akureyri
|
Leiklist á Akureyri
Um síðustu helgi var opnuð sýningin Leiklist á Akureyri á Amtsbókasafninu. Tilefni sýningarinnar er aldarafmæli Samkomuhússins í fyrra og níræðisafmæli Leikfélagsins á sama ári. Á sýningunni er gefið yfirlit í máli og myndum yfir leikstarfsemi á Akureyri frá því þar var fyrst leikið árið 1860 til dagsins í dag. Sagt er frá fyrstu tilraunum áhugamanna, þegar leikið var nánast jöfnum höndum á dönsku og íslensku, og því hvernig íslenskan vann á jafnt og þétt með leikritum skálda eins og Matthíasar Jochumssonar, Páls J. Árdals, Ara Jónssonar, Tómasar Jónssonar o.fl.
Með tilkomu Samkomuhússins árið 1907 batnaði öll aðstaða til leiksýninga til mikilla muna og smám saman komst aukin festa á leikstarfið, einkum eftir stofnun Leikfélags Akureyrar árið 1917, en það hefur starfað óslitið síðan.
Á sýningunni er mikið myndefni frá sýningum þess, auk þess sem sagt er frá helstu burðarásum leikstarfsins. Þá eru nokkur sýnishorn af leikmunum og búningum frá L.A. og á myndskjá verða sýnd brot úr gömlum upptökum frá sýningum félagsins.
Það er Leikminjasafn Íslands sem stendur fyrir sýningunni. Textahöfundar eru Sveinn Einarsson, Jón Viðar Jónsson og Ólafur Engilbertsson, en hönnun sýningarinnar er í höndum Ólafs Engilbertssonar, Björns G. Björnssonar og Jóns Þórissonar. Sérstakur ráðgjafi vegna sýningarinnar er Haraldur Sigurðsson.
Sýningin stendur til 10. mars og er opin á sama tíma og Amtsbókasafnið.
Sveinn Einarsson stjórnarformaður Leikminjasafns Íslands bauð gesti velkomna.
Leikararnir góðukunnu Þráinn Karlsson og Sunna Borg voru með leiklestur úr Helga magra eftir Matthías Jochumsson.
Ljósmyndir: Þorsteinn G. Jónsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lif-og-fjor-a-oskudegi-a-akureyri
|
Líf og fjör á Öskudegi á Akureyri
Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri á Akureyri í dag. Börnin klæddu sig að venju í alls konar búninga, fóru á milli fyrirtækja og sungu fyrir nammi og öðru góðgæti. Fjöldi fólks var í miðbænum í morgun og þar ríkti sannkölluð karnivalstemning. Á Ráðhústorginu var kötturinn sleginn úr tunnunni rétt fyrir hádegið og tunnukóngur krýndur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2005-2018-tillaga-ad-breytingu-veg-3
|
Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Tillaga að breytingu vegna nýs verslunar og þjónustusvæði í Naustahverfi.
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 22. janúar 2008.
Breytingin gerir ráð fyrir að opið svæði til sérstakra nota, 3.21.7 O , íþróttasvæði í Naustahverfi, er minnkað úr 9,8 ha í 7,3 ha. Nýtt 2 ha svæði fyrir verslun og þjónustu, 3.21.18 V er gert norðan þess.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 7. febrúar til 25. mars 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Nýtt verslunar- og þjónustusvæði í Naustahverfi, Aðalskipulagsuppdráttur
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar sem skilgreindar eru tvær lóðir á svæði 3.21.18 V fyrir verslun og bensínstöð annars vegar og hins vegar fyrir þjónustusvæði. Athugasemdafrestur hennar er frá 7. febrúar til 25. mars 2008.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þriðjudaginn 25. mars 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
7. febrúar 2008
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-svaedi-nordan-tjarnarhols-akureyri-tillaga-ad
|
Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls, Akureyri. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, svæðis norðan Tjarnarhóls, samþykkta í bæjarstjórn 22. janúar 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Miðhúsabraut, Kjarnagötu, Tjarnarhóls og golfvallar. Tvær nýjar lóðir eru skilgreindar, annars vegar fyrir verslun og bensínstöð og hins vegar lóð fyrir þjónustusvæði. Verslunarhús má byggja á 1-2 hæðum og bensínstöð verður sjálfsafgreiðslustöð með tilheyrandi mannvirkjum. Þjónustuhús verður á einni hæð og á að þjóna íþróttavöllum og þjónustusvæði. Bílastæði fyrir stóra bíla verða gerð og gert er ráð fyrir upplýstum höggmyndagarði við Kjarnagötu.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 7. febrúar til 25. mars 2008 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls - deiliskipulagsuppdráttur.
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem opið svæði til sérstakra nota, 3.21.7 O er minnkað og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu skilgreint. Athugasemdafrestur hennar er frá 7. febrúar til 25. mars 2008.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þriðjudaginn 25. mars 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
7. febrúar 2008
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2005-2018-tillaga-ad-breytingu-veg-4
|
Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Tillaga að breytingu vegna stækkunar stofnanasvæðis Sjúkrahúss Akureyrar.
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 22. janúar 2008.
Breytingin gerir ráð fyrir að stofnanasvæði 2.52.8 S fyrir Sjúkrahús Akureyrar stækkar úr 7,8 ha í 7,9 ha og er mörkunum breytt í suðaustur horni þess. Íbúðarsvæði 2.61.4. Íb minnkar að sama skapi.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 7. febrúar til 25. mars svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Sjúkrahús Akureyrar - Aðalskipulagsuppdráttur.
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. þar sem mörk lóðar fyrir Sjúkrahús Akureyrar er skilgreind og gerð grein fyrir byggingasvæði til framtíðar og svæði fyrir líknadeild. Athugasemdafrestur hennar er frá 7. febrúar til 25. mars 2008.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þriðjudaginn 25. mars 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
7. febrúar 2008
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjukrahusid-a-akureyri-fsa-vid-eyrarlandsveg-tillaga-ad-d
|
Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) við Eyrarlandsveg. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi Sjúkrahúss Akureyrar við Eyrarlandsveg, samþykkta í bæjarstjórn 22. janúar 2008.
Deiliskipulagið nær til svæðis sem afmarkast af Þórunnarstræti til vesturs, Lystigarði til norðurs og grænu svæði til austurs og suðurs. Tillagan felur í sér að ákvörðuð eru mörk lóðar Sjúkrahúss Akureyrar og gerð grein fyrir byggingasvæði þess til framtíðar sem og svæði fyrir líknardeild.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 7. febrúar til 25. mars 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Sjúkrahúsið á Akureyri - deiliskipulagsuppdráttur.
Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem stofnanasvæði 2.52.8 S er stækkað lítillega og íbúðarsvæði 2.61.4 Íb er minnkað að sama skapi. Athugasemdafrestur hennar er frá 7. febrúar til 25. mars 2008.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 þriðjudaginn 25. mars 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
7. febrúar 2008
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikfelag-akureyrar-frumsynir-flo-a-skinni
|
Leikfélag Akureyrar frumsýnir Fló á skinni
Á morgun verður farsinn Fló á skinni, frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í glænýrri leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar. Gríðarlegur áhugi er á sýningunni og er þegar orðið uppselt á 24 sýningar verksins. Bætt hefur verið við fjölda aukasýninga til að bregðast við hinni miklu eftirspurn.
Höfundur upprunalegs verks er George Feydeau, leikstjórn annast María Sigurðardóttir en leikmynd og búninga hannar Snorri Freyr Hilmarsson. Ljósahönnuður er Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlistin er eftir hljómsveitina Sprengjuhöllin og er lag þeirra, Fló á skinni farin að hljóma á öldum ljósvakans.
Leikarar eru Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Viktor Már Bjarnason, Atli Þór Albertsson, Linda Ásgeirsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Randver Þorláksson, Valdimar Örn Flygenring, Þráinn Karlsson og Árni Tryggvason en þeir tveir síðastnefndu skipta hlutverkinu á milli sín.
Fló á skinni verður sem fyrr segir frumsýnd 8. febrúar í Samkomuhúsinu á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-aherslur-i-oldrunarmalum
|
Nýjar áherslur í öldrunarmálum
Öldrunarheimili Akureyrar fengu úthlutað hálfri milljón úr styrktarsjóði Baugs fyrir skemmstu. Styrkurinn verður notaður til að halda námskeið hér á Akureyri um Eden Alernative hugmyndafræðina í vor. Einn virtasti fyrirlesari í heimi í öldrunarþjónustu, Jane Verity hefur verið fengin til að kynna hugmyndafræðina.
Eden Alernative hugmyndafræðin byggir á nýrri sýn og nýjum áherslum í þjónustu á öldrunarheimilum. Lögð er áhersla á heimilisbrag í stað sjúkdómsmiðunar, getu íbúa en ekki getuleysi og sjálfsákvörðunarrétt hvers og eins. Áhersla er lögð á að skapa innihaldsríkt líf á öldrunarheimilum og að íbúar fái tækifæri til að vaxa og dafna sem einstaklingar þrátt fyrir heilsuleysi.
Jane Verity er fædd og uppalin í Danmörku en hefur búið í Melbourne í Ástralíu síðustu áratugi. Hún er iðjuþjálfi og fjölskylduráðgjafi að mennt, er með meistaragráðu í NLP (Neuro- Linguistic Programming) og er mentor í Skandinavíu fyrir Eden Alternative hugmyndafræðina. Hún er stofnandi og framkvæmdastjóri “Demencia Care Australia”, sem er ráðgjafafyrirtæki fyrir fólk með heilabilun, aðstandendur þeirra og starfsfólk í öldrunarþjónustu. Jane hefur sett sér það markmið að breyta viðteknum hugmyndum í samfélaginu um heilabilun. Hún telur mögulegt að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun og þeim sem annast þá.
Aðstandendur námskeiðsins segja það mikinn heiður að Jane gefi sér tíma til að koma hingað til lands og kynna Íslendingum þessa hugmyndafræði. Námskeiðið verður á Akureyri 13.-16. maí næstkomandi. Öldrunarheimilin senda bestu þakkir til Baugs fyrir þennan höfðinglega styrk.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikfangasmidurinn-george-hollanders-gestakennari-a-idavelli
|
Leikfangasmiðurinn George Hollanders gestakennari á Iðavelli
Í janúar hófst samstarf milli leikskólans Iðavallar og George Hollanders leikfangasmiðs. George kemur í leikskólann einu sinni í viku sem gestakennari til að miðla þekkingu sinni með börnum og kennurum. Börn af öllum deildum og á öllum aldri, jafnt tveggja sem sex ára, taka þátt í verkefninu.
George hefur undanfarin misseri smíðað ýmislegt fyrir leikskólann Iðavöll, m.a. skilrúm og húsgögn. Upp úr þeirri vinnu kviknaði hugmyndin um að hann kæmi í leikskólann sem gestakennari. Börnin eru mjög áhugasöm um þessa nýbreytni og mikil vinnugleði ríkti í fyrstu kennslustundinni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gongudeild-saa-flutt-i-husnaedi-heilsugaeslunnar
|
Göngudeild SÁÁ flutt í húsnæði heilsugæslunnar
Göngudeild SÁÁ á Akureyri hefur verið flutt í húsnæði heilsugæslunnar í Amaróhúsinu Hafnarstræti 99 en starfsemin var áður til húsa í Glerárgötu. Göngudeildin verður staðsett á 5. hæð heilsugæslunnar og mun Ásgrímur Jörundsson, starfsmaður SÁÁ sjá um óbreytta göngudeildarþjónustu, þ.m.t. viðtalsþjónustu.
Allar upplýsingar um starfsemi SÁÁ má finna á heimasíðu þeirra: www.saa.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-skoflustungan-tekin-ad-fjorda-afanga-haskolans-a-akureyri
|
Fyrsta skóflustungan tekin að fjórða áfanga Háskólans á Akureyri
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók um helgina fyrstu skóflustunguna að fjórða áfanga nýbygginga Háskólans á Akureyri við Sólborg. Í ávarpi ráðherra kom fram að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan háskólinn var stofnaður árið 1987. Hann hafi á tuttugu árum vaxið frá því að vera með 30 nemendur í að vera háskóli með á annað þúsund nemendur. Þorgerður sagði að Háskólinn á Akureyri hafi fyrir löngu sprengt utan af sér allt kennslurými, brýn þörf væri á fyrirlestrarsölum og því ljóst að ný háskólabygging muni leysta úr brýnni húsnæðisþörf háskólans.
Í viðbyggingunni verða hátíðarsalur og fyrirlestrarsalur auk smærri kennslurýma, alls 2000 fermetrar. Einnig er gert ráð fyrir bílastæðum og háskólatorgi. Áætluð verklok eru sumarið 2010.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-um-grunnskolana-a-akureyri
|
Kynningarfundur um grunnskólana á Akureyri
Kynningar fundur um val á grunnskóla verður haldinn miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20:00-21:45 í sal Brekkuskóla. Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar mun flytja ávarp og þar á eftir verða grunnskólarnir kynntir í eftirfarandi röð: Glerárskóli, Lundarskóli, Brekkuskóli, Oddeyrarskóli, Giljaskóli og Síðuskóli. Þar á eftir verður tekið á móti fyrirspurnum. Stjórnandi fundarins er Gunnar Gíslason, fræðslustjóri.
Grunnskólarnir verða með kynningu í viðkomandi skólum fyrir foreldra og forráðamenn kl. 17:00-18:00 eftirtalda daga í febrúar:
Fimmtudaginn 14. febrúar - Glerárskóli
Mánudaginn 18. febrúar - Brekkuskóli
Þriðjudaginn 19. febrúar - Síðuskóli
Miðvikudaginn 20. febrúar - Giljaskóli
Fimmtudaginn 21. febrúar - Oddeyrarskóli
Mánudaginn 25. febrúar - Lundarskóli
Foreldrar eru auk þess velkomnir í skólana þessa daga kl. 8:00-14:00 til að kynnast starfseminni á skólatíma. Foreldrar barna sem fædd eru árið 2002 eru hvattir til að mæta.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/athafnasvaedi-vid-graenhol-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
|
Athafnasvæði við Grænhól. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á athafnasvæði við Grænhól, samþykkta í bæjarstjórn þann 5. febrúar 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Svæðið afmarkast af Hörgárbraut til norðurs, Síðubraut til austurs og óbyggðu svæði til suðurs og vesturs. Breytingin felur í sér að lóðir 7, 9, 11 og 13 við Sjafnargötu eru sameinaðar í eina lóð, nr. 7. Þar er einn byggingarreitur með skilum milli tveggja og þriggja hæða byggingar. Lóð nr. 2 við Sjafnargötu er stækkuð auk þess sem byggingarreit og umferðartengingu er breytt.
Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 13. febrúar - 26. mars 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir / Skipulagstillögur.
Athafnasvæðið við Grænhól - deiliskipulag.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 26. mars 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
13. febrúar 2008
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-1-afangi-holmatun-1-3-5-tillaga-ad-deiliskip
|
Naustahverfi 1. áfangi. Hólmatún 1-3-5. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Naustahverfi 1. áfanga, samþykkta í bæjarstjórn þann 5. febrúar 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga.
Breytingin felur í sér að lóðin Hólmatún 1-3-5 verður skipt upp í tvær lóðir. Á vestari lóðinni, Hólmatúni 1, er gert ráð fyrir tveggja hæða verslunar- og þjónustuhúsi. Á austari lóðinni, Hólmatúni 3-5, er áætlað að verði fjögurra hæða fjölbýlishús með 25-30 íbúðum auk bílakjallara.
Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 13. febrúar - 26. mars 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir / Skipulagstillögur.
Naustahverfi 1. áfangi. Hólmatún 1-5 - tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 26. mars 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
13. febrúar 2008
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hafnarsvaedid-i-krossanesi-tillaga-ad-deiliskipulagi
|
Hafnarsvæðið í Krossanesi. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðisins í Krossanesi.
Skipulagssvæðið afmarkast til vesturs við áætlaða legu Krossanesbrautar og suður fyrir Jötunheimavík. Það tekur yfir allt núverandi land og landfyllingar austan brautarinnar, frá Jötunheimavík norður að túnum í Ytra-Krossanesi. Helstu breytingar eru vegna áforma um byggingu aflþynnuverksmiðju í stað síldarverksmiðjunnar/ loðnubræðslunnar, lóðamarka og aðkomu.
Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 13. febrúar - 26. mars 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Hafnarsvæðið í Krossanesi - Tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur.
Hafnarsvæðið í Krossanesi - Tillaga að deiliskipulagi, greinargerð.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 26. mars 2008 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
13. febrúar 2008
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samtaka-svaedisrad-foreldra-opnar-heimasidu
|
Samtaka ? svæðisráð foreldra opnar heimasíðu
Svæðisráð foreldra, Samtaka, hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni http://samtaka.org. Þar má finna allar upplýsingar um svæðisráðið og fundargerðir frá upphafi. Á vefnum verða einnig birtar upplýsingar um viðburði fyrir foreldra í bæjarfélaginu og utan þess ef ástæða þykir til. Samtaka var stofnað 5. febrúar árið 2007 og varð því nýlega eins árs.
Í Samtaka sitja 12 manns, tveir frá hverjum skóla í Akureyrarbæ nema einn frá Hrísey og einn frá Síðuskóla. Svæðisráðið var stofnað til að sameina og styrkja raddir foreldra í Akureyrarbæ og auðvelda þeim að koma sínum málum á framfæri við bæjaryfirvöld. Á sama hátt auðveldar þetta bæjaryfirvöldum að koma málefnum til foreldra og fá þá til að starfa í ráðum og nefndum sem tengjast skólamálum. Samtaka gerir því foreldrum kost á að hafa meiri áhrif í bæjarfélaginu.
Arnheiður Jóhannsdóttir er fulltrúi foreldra grunnskólabarna á fundum skólanefndar og þar með tengiliður Samtaka við bæjaryfirvöld. Hólmfríður Þórðardóttir er svæðisfulltrúi Akureyrar í landssamtökunum Heimili og Skóli og er þar með tengiliður svæðisráðsins þangað. Í vetur hefur Samtaka hugað að umferðar- og öryggismálum barna. Foreldrar eiga fulltrúa í göngu- og hjólreiðastíganefnd og einnig í heilsueflingarráði bæjarins. Fljótlega verður haldinn fræðslufundur fyrir foreldra um örugga netnotkun barna og unglinga og verður hann nánar auglýstur síðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinningahafar-i-eldvarnargetraun
|
Vinningahafar í eldvarnargetraun
Héðinn Ingimundarson úr Lundarskóla og Sigrún R. Brynjólfsdóttir úr Glerárskóla eru vinningahafar þessa svæðis í eldvarnargetraun Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. Getraunin var lögð fyrir alla þriðju bekki í landinu í framhaldi af heimsókn slökkviliðsmanna í skólana í lok nóvember og byrjun desember sl. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á slökkvistöðinni á Akureyri í gær en alls voru veitt 34 verðlaun á landinu öllu. Að athöfn lokinni var boðið upp á veitingar og skoðunarferð um slökkvistöðina þar sem slökkviliðsmennirnir sýndu börnunum m.a. hvernig reykköfunarbúningur virkar.
Vinningashafarnir Héðinn Ingimundarson og Sigrún Rós Brynjólfsdóttir ásamt starfsmönnum SA. Fv. Þorlákur Snær Helgason, Friðrik Jónsson, Magnús Smári Smárason, Gauti Þór Grétarsson, Þorbjörn Haraldsson, Ingimar Eydal og Magnús Viðar Arnarsson.
Í sjúkrabílnum fengu Héðinn og Sigrún Rós að prófa hlustunarpípuna og heyra hjartsláttinn í Magnúsi Smára Smárasyni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/siduskoli-faer-vidurkenningu
|
Síðuskóli fær viðurkenningu
Síðuskóli hlaut fyrstu verðlaun í keppninni Gagnvirkt efni um öryggi á netinu sem Heimili og skóli hélt í tilefni Alþjóðlega netöryggisdagsins 12. febrúar. Blásið var til málþings þennan dag um kosti og galla netsins, framtíð þess og fleira og þar voru verðlaunin afhent. Sigurður Freyr Sigurðsson kennari í Síðuskóla og Brynjar Elís Ákason nemandi í 10. bekk fóru á málþingið í boði Heimilis og skóla og tóku á móti verðlaununum sem voru glæsileg myndbandsupptökuvél.
Nemendur á unglingastigi Síðuskóla gerðu „power point“ sýningar sem fjölluðu um öryggi á netinu. Þær voru að mati dómnefndar vel unnar og sýndu innsæi í þann heim sem netið er. Auk Síðuskóla hlaut Hádegisskóli einnig fyrstu verðlaun.
Sigurður Freyr Sigurðsson kennari í Síðuskóla og Brynjar Elís Ákason nemandi í 10. bekk Síðuskóla.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidtalstimi-baejarfulltrua-sigrun-bjork-og-baldvin
|
Viðtalstími bæjarfulltrúa - Sigrún Björk og Baldvin
Sigrún Björk Jakobsdóttir og Baldvin H. Sigurðsson taka á móti bæjarbúum í viðtalstíma bæjarfulltrúa í dag. Viðtalstímar bæjarfulltrúa á Akureyri eru haldnir í Ráðhúsinu að jafnaði annan og fjórða fimmtudag hvers mánaðar kl. 17-19. Þar gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa sína í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Fundargerðir viðtalstímanna eru lagðar fram í bæjarráði. Bæjarfulltrúarnir svara einnig símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa í síma 460-1000.
Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér viðtalstímana og koma þannig málefnum á framfæri við bæjarstjórn, milliliðalaust.
Staður: Ráðhúsið, Geislagötu 9 - 1. hæð
Stund: Fimmtudagurinn 14. febrúar - kl. 17-19
Langir fimmtudagar
Einnig er rétt að minnast á það að alla fimmtudaga er opið til kl. 19 í Þjónustuandyrinu í Ráðhúsinu. Þetta er gert til auðvelda fólki að reka erindi sín og er hægt að fá allar upplýsingar og eyðublöð og leggja inn umsóknir um störf og þjónustu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/res-orkuskolinn-a-akureyri-settur-i-fyrsta-sinn
|
RES Orkuskólinn á Akureyri settur í fyrsta sinn
RES Orkuskólinn var settur í fyrsta sinn laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Skólinn er staðsettur á Akureyri og starfræktur í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Þrjátíu og einn nemandi frá tíu löndum hefja nú meistarnám við skólann í vistvænni orkunýtingu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti skólann við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á Akureyri.
Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að uppbyggingu skólans en RES er einkarekin mennta- og vísindastofnun sem mun byggja starfsemi sína á forystu Íslendinga á sviði orkumála. Boðið er upp á eins árs alþjóðlegt meistaranám (MSc) í vistvænni orkunýtingu, auk leiðtogaskóla og sumarnámskeiða með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa.
Yfir 30 nemendur frá tíu löndum
Mikil ásókn hefur verið í skólann og eru rúmlega 30 nemendur víðsvegar að úr heiminum skráðir til náms á komandi skólaári. Nemendurnir koma flestir frá erlendum háskólum þar sem þeir hafa lagt stund á verkfræði eða raunvísindi á meistara- og doktorsstigi. Námið er byggt upp sem eins árs, þriggja anna nám og verður á þessu ári boðið upp á nám á sviðum jarðvarma, efnarafala, og vistvæns eldsneytis og lífmassa. Stefnt er að því að fjölga þessum sviðum og munu fjögur ný bætast við á næstu árum: vatnsaflsorka; vind- og sjávarfallsorka; sólarorka; og orkukerfi og orkustjórnun.
Samstarf við erlendar rannsóknarstofnanir
Öflugt samskiptanet hefur verið byggt upp í kringum skólann og verður margvíslegt samstarf haft við viðurkennda erlenda rannsóknarháskóla og stofnanir. Stór hluti kennara við RES mun koma frá þessum skólum, meðal annars frá Warsaw University of Technology, Technical University of Kosice, Technical University of Lisbon, Columbia University, Norwegian University of Science & Technology og Colorado School of Mines. Þá verður einnig mikið samstarf við íslenska skóla, stofnanir og fyrirtæki, s.s. Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, ENEX og ÍSOR.
Orkuvörður ehf. eiga og starfrækja skólann. Hluthafar í Orkuvörðum eru Þekkingavörður ehf., RARIK, KEA, Gift fjárfestingarfélag, Landsvirkjun, Norðurorka, Akureyrarbær og Landsbanki Íslands.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gull-og-glamur-a-arshatid-akureyrarbaejar
|
Gull og glamúr á Árshátíð Akureyrarbæjar
Árshátíð starfsmanna Akureyrarbæjar verður haldin með pompi og prakt laugardaginn 1. mars. Þema árshátíðarinnar er gull og glamúr og er skipulagning hennar að þessu sinni í höndum Búsetudeildar.
Kristinn Már Torfason sem starfar í undirbúningsnefnd segir að undirbúningur gangi vel og dagskrá kvöldsins verði glæsileg. „Þetta er allt að smella saman. Það verða einhver heimatilbúin skemmtiatriði, Brynja Valdís Gísladóttir verður með uppistand en hún hefur verið að fá mjög góða dóma að undanförnu. Hinir bráðskemmtilegu félagar í Hundi í óskilum verða veislustjórar og Páll Óskar mun sjá um að halda fólki á dansgólfinu fram eftir nóttu. Nú er bara undir starfsfólki Akureyrarbæjar komið að mæta og sýna þannig samstöðu og að við erum samheldinn hópur“, segir Kristinn Már. Hann hvetur fólk til að vera hugmyndaríkt í fatavali og punta sig upp í anda þema kvöldsins.
Vinkonurnar Fabí og Óla gegnu fyrr í vikunni á milli stofnanna bæjarins og hvöttu starfsmenn Akureyrarbæjar til að fjölmenna á árshátíðina.
Smelltu hér til að skoða matseðil og upplýsingar um árshátíðina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynningarfundur-barnaheilla-um-kynferdislegt-ofbeldi-gegn-bornum-og-menntun-fagstetta
|
Kynningarfundur Barnaheilla um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og menntun fagstétta
Barnaheill boða til fundar fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 15 til að kynna niðurstöður úttektar um menntun fagstétta varðandi börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í úttektinni var leitað svara við spurningum á borð við: Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, búnar undir það að takast á við mál tengd kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvernig búa íslenskir háskólar nemendur sína undir slíkt?
Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheillum kynnir niðurstöður úttektarinnar en fundurinn fer fram í Háskólanum á Akureyri, Þingvallastræti 23.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verklegar-framkvaemdir-framundar-kynningarfundur
|
Verklegar framkvæmdir framundar - kynningarfundur
Kynningarfundur fyrir verktaka um fyrirhugaðar framkvæmdir hjá Akureyrarbæ verður haldinn í Ráðhúsinu Geislagötu 9, bæjarstjórnarsal 4. hæð, fimmtudaginn 21. febrúar 2008, klukkan 16. Á fundinum verður gefið yfirlit yfir helstu verkefni sem eru framundan.
Svona kemur íþróttahús Giljaskóla til með líta út fullbyggt.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarskolinn-a-akureyri-med-stortonleika-um-helgina
|
Tónlistarskólinn á Akureyri með stórtónleika um helgina
Tónlistarskólinn á Akureyri heldur tónleika í Ketilhúsinu laugardaginn 23. febrúar frá klukkan 11-17 í tilefni af degi tónlistarskólanna. Þetta er stærsti viðburður skólans á þessu ári en fram koma nemendur á öllum stigum skólans, bæði einir sér og í stærri og smærri hópum. Tónleikarnir verða klukkan 11, 12, 13, 14, 15 og endað með Þorgerðartónleikum klukkan 16 en þeir eru haldnir ár hvert til styrktar minningarsjóði Þorgerðar Eiríksdóttur.
Á Þorgerðartónleikum koma fram nemendur á framhaldsstigi. Suzukihópar verða á tónleikunum sem eru klukkan 13 og 14 og Stórsveit skólans verður á tónleikunum klukkan 13.
Frítt er inn á alla tónleikana en tekið er á móti frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð allan daginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tangohelgi-a-akureyri-1
|
Tangóhelgi á Akureyri
Hiti Suðurameríku í formi argentínsks Tangós mun um helgina ylja norðanmönnum og konum sem vilja tileinka sér tangótaktinn. Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna verða í Deiglunni á laugardaginn og í Ketilhúsinu á sunnudaginn.
Milonga Tangó dansiball verður svo haldið í Ketilhúsinu laugardagskvöldið 23. febrúar. Kvöldið hefst með æfingakennslu þar sem farið verður í grunnsporin fyrir þá sem aldrei hafa dansað. Fyrir þá sem hafa verið á námskeiðinu verður farið yfir það sem kennt var svo allir geti notið þess að dansa. Ballið verður brotið upp með lifandi tónlistaratriði ungra listamanna.
Kennarar eru þau Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya. Skráning er síma 8610354 á [email protected]. Nánari upplýsingar má einnig nálgast með því að smella hér.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/metthatttaka-a-gull-og-glamur-arshatid-akureyrarbaejar
|
Metþátttaka á Gull og glamúr árshátíð Akureyrarbæjar
Um 900 manns hafa nú skráð sig á árshátíð Akureyrarbæjar sem haldin verður 1. mars næstkomandi. Að sögn Kristins Más Torfasonar starfsmanns í undirbúningsnefnd er þetta metþátttaka. „Þess vegna hefur að auki verið ráðin hljómsveit Einars Guðmundssonar til að leika fyrir dansi í hliðarsal Íþróttahallarinnar á annarri hæð,“ segir Kristinn. Hann bætir við að mikil stemning sé fyrir árshátíðinni og ef starfsfólki sem ekki hafi ætlað að mæta hafi snúist hugur þá sé enn hægt að skrá sig á netfangið [email protected].
Systurnar Fabí og Óla í geðshræringarkasti yfir þessari miklu aðsókn á árshátíðina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/frumsyning-i-freyvangsleikhusinu-i-kvold
|
Frumsýning í Freyvangsleikhúsinu í kvöld
Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit frumsýnir í kvöld söng– og gleðileikinn Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason en fyrir nákvæmlega 38 árum var verkið fyrst frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Í Freyvangi eru valdir menn og konur í hverju rúmi. Hermann Arason og Eiríkur Bóasson, gamalreyndir tónlistarmenn, ganga fyrir vöskum hópi hljómlistarfólks. Burðarhlutverk leika Ingólfur Þórsson, Jónsteinn Aðalsteinsson, Stefán Guðlaugsson og Hannes Örn Blandon, en Sigríður Hulda Arnardóttir er aðalleik- og söngkona sýningarinnar. Öll hafa þau langa reynslu með Freyvangsleikhúsinu og öðrum leikfélögum. Alls eru tónlistarmenn og leikarar vel á þriðja tug og þessum stóra hóp stjórnar Saga Jónsdóttir. Þórarinn Blöndal hannaði leikmynd og Ingvar Björnsson og Pétur Skarphéðinsson sáu um hönnun lýsingar.
Allir þekkja ævintýrið um Jörund sem kom hingað til Íslands og gerðist yfirvald nánast upp á sitt eindæmi. Tónlist verksins hefur verið gerð ódauðleg í gegnum tíðina, Þrjú á palli spiluðu og sungu undir sýningunni í fyrstu uppfærslu hennar árið 1970 og í seinni tíð hefur hljómsveitin Papar tekið tónlistina upp á sina arma.
Upplýsingar um sýningardaga og –tíma má finna á heimasíðu Freyvangsleikhússins, www.freyvangur.net, eða í miðasölunni í síma 8575598. Þá er einnig hægt að panta miða í gegnum heimasíðuna.
Ingólfur Þórsson og Hannes Örn Blandon í hlutverkum Jörundar og Charlie Brown
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-adsokn-a-ljosmyndasyningu-minjasafnins
|
Góð aðsókn á ljósmyndasýningu Minjasafnins
Árangur og aðsókn að ljósmyndasýningunni Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins? hafa farið fram úr björtustu vonum starfsfólks Minjasafnins. Svörun almennings hefur verið einstök þar sem bæjarbúar og aðrir áhugasamir gestir safnins hafa greint um 75% myndanna. En betur má ef duga skal og því hvetur starfsfólk Minjasafnsins fólk til þess að koma og vita hvort það getur komið með nýjar upplýsingar um myndirnar eða komið með heiti á fólk, mannvirki og/eða sagt til um tilefni myndarinnar.
Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins? samanstendur af 70 óþekktum myndum Minjasafnsins á Akureyri. Þær eru teknar víða um landið á árunum 1920-1960 og eru flestar úr safni ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri. Látið þessa áhugaverðu sýningu Minjasafnins á Akureyri ekki fram hjá ykkur fara fremur en sýningarnar Akureyri bærinn við Pollinn eða Eyjafjörður frá öndverðu. Ljósmyndasýningin stendur til 26. apríl alla laugardaga frá 14-16. Aðgangur að safninu er ókeypis á meðan á sýningunni stendur.
Mynd af sýningunni Þekkir þú... fjölbreytileika mannlífsins. Myndin er tekin á Siglufirði en einstaklingarnir eru óþekktir. Myndin er úr safni ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tolf-saekja-um-stodu-leikhusstjora
|
Tólf sækja um stöðu leikhússtjóra
Alls sóttu tólf manns um stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar sem auglýst var til umsóknar 3. febrúar sl. Ráðið verður í stöðuna 1. mars nk. Tveir óskuðu nafnleyndar en hinir tíu eru eftirfarandi:
Gísli Þór Gunnarsson
Graeme Maley
Guðmundur Brynjólfsson
Gunnar I. Gunnsteinsson
Hjálmar Hjálmarsson
Kristín Elfa Gunnarsdóttir
María Sigurðardóttir
Sigurður Kaiser
Stefán Sturla Sigurjónsson
Valdimar Örn Flygerning
Nýr leikhússtjóri mun hefja störf fljótlega við undirbúning næsta leikárs og starfar því á vordögum við hlið fráfarandi leikhússtjóra, Magnúsar Geirs Þórðarsonar sem lætur brátt af störfum hjá LA enda hann hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Það er stjórn LA sem ræður í stöðuna til þriggja ára.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-og-ejs-semja-um-tolvubunad-og-thjonustu-til-fimm-ara
|
Akureyrarbær og EJS semja um tölvubúnað og þjónustu til fimm ára
Í gær undirrituðu forsvarsmenn Akureyrarbæjar og EJS samning um kaup bæjarins á tölvubúnaði og þjónustu sem því tengist til næstu fimm ára. Um er að ræða stærsta samning EJS Akureyri hingað til en Akureyrarbær er með um 1000 tölvur í rekstri. Tölvurnar sjálfar koma frá Dell og áttu forsvarsmenn Dell beina aðkomu að undirbúningi samningsins með verðtilboði sem skilar Akureyrarbæ verulegum ávinningi.
Samningurinn er að undangenginni verðkönnun Akureyrarbæjar hjá þremur aðilum og reyndist tilboð EJS Akureyri hagstæðast. Óskað var eftir verði í skilgreindar vélar en ekki er kveðið á um í samningnum hversu margar vélar verða keyptar á samningstímanum. EJS hefur síðustu fimm árin átt samstarf við Akureyrarbæ á hliðstæðum grunni og því verður um beint framhald á þeim samningi að ræða til næstu fimm ára.
Gunnar Frímannsson, verkefnisstjóri hjá Akureyrarbæ, segir góða reynslu af fyrri samningi við EJS Akureyri og ánægjulegt að samstarfið sé nú endurnýjað til næstu fimm ára. Hann segir samninginn mjög hagstæðan fyrir Akureyrarbæ en tilboð EJS reyndist afgerandi best í áðurnefndri verðkönnun. "Hjá Akureyrarbæ eru í heild um 1000 tölvur í rekstri og því er um nokkuð viðamikinn þátt að ræða í starfsemi bæjarins. Vélbúnaðurinn sem slíkur skiptir auðvitað miklu máli og reynsla okkar af Dell vélunum hefur verið góð. Hins vegar skiptir ekki síður máli fyrir okkur að þjónustan að baki vélbúnaðinum sé traust og áreiðanleg. Af reynslunni vitum við að hverjum við göngum hjá EJS á Akureyri hvað þetta varðar og fögnum því að eiga áfram aðgang að þeirri þjónustu," segir Gunnar.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri og Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri búnaðarlausna EJS, undirrituðu samninginn fyrir hönd samningsaðila en viðstaddir undirskriftina voru Reynir Stefánsson, svæðisstjóri EJS á Norðurlandi, Alfreð Markússon, viðskiptastjóri EJS Akureyri, Gunnar Frímannsson, verkefnisstjóri hjá Akureyrarbæ og Jón Bragi Gunnarsson, hagsýslustjóri Akureyrarbæjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikar-karli-petersen-til-heidurs
|
Tónleikar Karli Petersen til heiðurs
Jazztónleikar til heiðurs Karli Petersen trommuleikara verða haldnir á Græna Hattinum föstudagskvöldið 29. febrúar í samstarfi vina Kalla heitins og Jazzklúbbs Akureyrar.
Hljómsveitin Nanúna var stofnuð af Kalla og vinum hans Wolfgang Sahr og Stefáni Ingólfssyni árið 1998 til að flytja frumsamda tónlist. Fyrstu gítarleikarar hljómsveitarinnar voru Róbert Reynisson og Ólafur Haukur Árnason og voru haldnir þrennir tónleikar. Nú eru í hljómsveitinni auk Stebba og Wolla píanóleikarinn Aládar Rácz, gítaristinn Hallgrímur Ingvason, trommarinn Ingvi H. Ingvason og á slagverki Dallas Gambrell.
Karl Petersen var um árabil ötull sem aðaltrommari, slagverksmaður og slagverkskennari á Akureyri. Hann lék jöfnum höndum sígilda tónlist og jazz. Hann afkastaði á skammri ævi miklu brautryðjandastarfi á sviði sinnar listgreinar á Akureyri. Fjölbreytni ásláttarhljóðfæra og góð aðstaða til kennslu á slagverk í Tónlistarskólanum á Akureyri er ekki síst forystuhlutverki hans á þessu sviði að þakka.
Vinir Kalla, Nanúna og fleiri leggja þessum tónleikum ókeypis lið, en öllum ágóða verður varið til kaupa á nótum og kennslubókum fyrir slagverk að vali núverandi slagverkskennara við Tónlistarskólann á Akureyri og afhent skólanum.
Aðgöngumiðar á tónleikana á kr. 1.500 verða seldir við innganginn. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30 en húsið opnar klukkan 21.00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstur-hofs-undirbuinn-ingibjorg-osp-radin-til-ad-sinna-verkefnastjorn
|
Rekstur Hofs undirbúinn - Ingibjörg Ösp ráðin til að sinna verkefnastjórn
Akureyrarbær hefur samið við Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur um verkefnastjórn og ráðgjöf í tengslum við undirbúning á rekstri Menningarhússins Hofs.
Gert er ráð fyrir að húsið verði opnað á vormánuðum 2009 og er framundan vinna við undirbúning og mótun rekstursins og þeirrar starsfemi sem verður í húsinu. Samningurinn felur m.a. í sér endurgerð á eldri viðskiptaáætlunun fyrir húsið, áætlun um markaðssetningu, greiningu helstu verkferla eftir að starfsemi hefst og endanlega mótun listrænnar stefnu. Það eru Akureyrarstofa og Fasteignir Akureyrar sem gera samninginn fyrir hönd bæjarins.
Ingibjörg er 32 ára og lauk Bsc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2001 en stundar nú, samhliða vinnu, meistaranám í Viðskiptafræði við sama skóla. Hún starfaði sem framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar frá árinu 2004 – 2005 en hefur síðan þá starfað sem markaðs- og kynningarfulltrúi KEA. Ingibjörg er gift Karel Rafnssyni verslunarstjóra á Akureyri og eiga þau 3 börn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/althjodahus-a-nordurlandi-ehf-gerir-samning-vid-akureyrarbae
|
Alþjóðahús á Norðurlandi ehf. gerir samning við Akureyrarbæ
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri hefur skrifað undir samning til þriggja ára um þjónustu Alþjóðahúss á Norðurlandi ehf. við Akureyrarbæ. Í samningnum er gert ráð fyrir árlegu rekstrarframlagi Akureyrarbæjar auk þess sem Akureyrarbær sér Alþjóðahúsinu á Norðurlandi ehf. fyrir húsnæði í Rósenborg, Skólastíg 2 á Akureyri. Akureyrarbær leggur einnig stofnframlag til starfseminnar. Anna Guðný Guðmundsdóttir sem verið hefur verkefnastjóri Alþjóðastofu á Akureyri verður verkefnastjóri Alþjóðahúss á Norðurlandi.
Meginmarkmið samningsins er að tryggja öfluga starfsemi Alþjóðahússins á Norðurlandi ehf. Þannig verði stuðlað að því að íbúar nýti kosti fjölmenningarlegs samfélags og að útlendingum sem flust hafa til landsins verði gert kleift að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Tilgangurinn með samningnum er meðal annars að vinna gegn fordómum og skapa vettvang til frumkvæðis og nýsköpunar á sviði fjölmenningar. Einnig að efla samstarf sveitarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka á þessu sviði og leita leiða til að takast á við ný verkefni og breytt samfélag.
Samkvæmt samningnum ber Alþjóðahúsi Norðurlands ehf. einnig að efla félags- og menningarstarf ásamt móðurmálskennslu. Því er líka ætlað að auðga og styrkja lista- og menningarlíf á Norðurlandi með því að kynna menningu og listir hinna ýmsu þjóðerna og skipuleggja viðburði og verkefni sem tengja saman fólk af ólíkum uppruna.
Ásamt Akureyrarbæ hafa Tryggingamiðstöðin, Landsbankinn og Eining-Iðja einnig lagt Alþjóðahúsinu á Norðurlandi ehf. stofnstyrk.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/miklar-framkvaemdir-og-ibuum-fjolgar
|
Miklar framkvæmdir og íbúum fjölgar
Í forsendum þriggja ára áætlunar Akureyrarbæjar, sem lögð er fram í bæjarstjórn í dag, er gert ráð fyrir fjölgun íbúa um 200 á ári. Þróunin sl. 10 ár sýnir heldur meiri aukningu og síðasta ár sló öll met þegar bæjarbúum fjölgaði um ríflega 400 manns. Útsvarsprósenta er óbreytt á milli ára eða 13,03%.
Framkvæmdaáætlun áranna 2009-2011 gerir áfram ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfélagsins framan af þessu tímabili. Helst ber þar að nefna að byggingu Hofs menningarhúss, fyrri áfanga Naustaskóla og fimleikahúss verður lokið á árinu 2009. Unnið verður áfram að uppbyggingu íþróttasvæða í tengslum við væntanlegt landsmót UMFÍ.
Auk framangreindra verkefna verður unnið að hefðbundinni uppbyggingu á gatna- og fráveitukerfi bæjarins en framkvæmt verður fyrir rúma 2 milljarða króna á tímabilinu í þessum málaflokkum. Innifalið í því er bygging hreinsivirkis í Sandgerðisbót sem kosta mun nær 700 milljónir króna en þar af falla til tæpar 500 milljónir. kr. á árunum 2009-2011.
Framkvæmdir Norðurorku munu halda áfram og miðast þær að því að tryggja fyrirtækjum, bæjarfélaginu og nágrannasveitarfélögum nægjanlega orku til upphitunar húsnæðis og eflingar atvinnulífs.
Í heild, þ.e. fyrir A- og B-hluta gerir áætlunin ráð fyrir góðum rekstrarafgangi á tímabilinu, þrátt fyrir aukna þjónustu við bæjarbúa á flestum sviðum. Veltufé frá rekstri í A- og B-hluta er rúmir 4,8 milljarðar króna á tímabilinu.
Í A-hluta, þ.e. bæjarsjóði og A-hluta fyrirtækjum, er veltufé frá rekstri tæpir 2 milljarðar króna á tímabilinu og skilar það handbæru fé upp á rúma 1,5 milljarða í lok árs 2011.
Velta sveitarfélagsins og fyrirtækja þess er um 14 milljarðar króna á ári þessi ár en þar af eru skatttekjur tæpir 6 milljarðar króna á ári. Mikil uppbygging í stoðþjónustu bæjarfélagsins undanfarin ár hefur leitt til vaxandi rekstrarútgjalda en tekjuþróun sveitarfélagsins brúar bilið að mestu leyti. Tekið er á þessari þróun með 50-150 milljóna kr. árlegri hagræðingarkröfu í rekstri málaflokka.
Fjárhagsleg staða Akureyrarbæjar er traust og þrátt fyrir miklar framkvæmdir aukast skuldir A- og B-hluta lítið á tímabilinu en verða þó nokkuð lægri á hvern. íbúa árið 2011 en var í árslok 2006.
Eiginfjárhlutfall Aðalsjóðs hækkar úr 0,68 í 0,78 á tímabilinu. Veltufjárhlutfall Aðalsjóðs verður mjög gott eða 2,9 í lok tímabilsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-leikhusstjori-er-tekinn-til-starfa
|
Nýr leikhússtjóri er tekinn til starfa
María Sigurðardóttir nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar er tekin til starfa og mun fram á vorið vinna við hlið fráfarandi leikhússtjóra Magnúsar Geirs Þórðarsonar við undirbúning næsta leikárs. Ráðningin er til þriggja ára og væntir stjórn leikfélags Akureyrar mikils af störfum Maríu sem tekur við góðu búi eftir uppgangstíma síðustu ára.
María er fædd 1954 í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1983 og lék eftir það um árabil hjá Þjóðleikhúsinu og Alþýðuleikhúsinu. María hefur leikstýrt fjölda verka á síðustu árum hjá Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Íslands, Sögn ehf. og Þjóðleikhúsinu og má þar nefna Fegurðardrottninguna frá Línakri, Pétur Pan, Sex í sveit, Honk! Ljóta andarungann, Leitina að vísbendingu, Fífl í hófi og Sýnda veiði. Síðustu tvö verkefni Maríu hjá atvinnuleikhúsunum hafa verið Hálsfesti Helenu í Þjóðleikhúsinu og Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar.
Þá hefur María unnið að gerð 10 kvikmynda sem fyrsti aðstoðarleikstjóri og leikstýrt eigin söngvamynd fyrir börn, Regínu, ásamt því að vinna að heimildamyndagerð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/namskeid-um-skolagongu-barna-med-athyglisbrest-og-ofvirkni
|
Námskeið um skólagöngu barna með athyglisbrest og ofvirkni
Námskeið fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla og alla áhugasama um skólagöngu barna með athyglisbrest og ofvirkni verður haldið í Brekkuskóla 13. og 14. mars nk. Um er að ræða fimm fyrirlestra og verður námskeiðinu skipt niður á tvo daga.
13. mars klukkan 13.00-16.40
Almennt yfirlit um athyglisbrest og ofvirkni, fyrirlesari Páll Magnússon sálfræðingur.
Athyglisbrestur og nám, fyrirlesari Málfríður Lorange sálfræðingur.
14. mars klukkan 13.00-16.40
Samskipti skóla og heimila barna með ADHD, fyrirlesari Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur kennari og foreldri.
Kennsla nemenda með ADHD, fyrirlesari Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari.
Líðan barna með ADHD í skólanum, fyrirlesari Urður Njarðvík sálfræðingur.
Að námskeiðinu stendur samstarfshópur fulltrúa frá ADHD samtökunum, Símenntun KHÍ, Félagi grunnskólakennara, SAMFOK, Heimili og skóla, Skólastjórafélagi Reykjavíkur og Eirð fræðslu- og ráðgjafarþjónustu.
Skráning fer fram Gísla Baldvinssyni, skóladeild. [email protected]
Boðið verður upp á léttar veitingar í kaffihléum. Námskeiðsgjald er kr. 15.000.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/namskeid-og-radstefna-um-utivist-og-vetrarithrottir-fatladra
|
Námskeið og ráðstefna um útivist og vetraríþróttir fatlaðra
Íþróttasamband Fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu og námskeiðum um útivist og vetraríþróttir fatlaðra í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 6. – 10. mars nk. Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður Beth Fox frá Colorado fylki í Bandaríknunum. Hún hefur unnið með fötluðum í útivist síðastliðin 25 ár og í Colorado stunda fatlaðir útivist af miklum krafti.
Ráðstefnan og námskeiðið er ætlað fyrir fatlaða iðkendur, aðstandendur þeirra, fagfólk og þá sem starfa með fötluðum og alla sem hafa áhuga á útiveru fyrir fatlaða. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig.
Beth Fox mun halda kynningu á útivistastarfsemi fatlaðra föstudagskvöldið 7. mars og þá munu aðstandendur kynna reynslu sína. Mánudaginn 10. mars verður málþing í Hlíðarfjalli um vetraríþróttir fatlaðra undir yfirskriftinni „Stoppar þekkingarleysi útivistarmöguleika fatlaðra?“. Allir velkomnir.
DAGSKRÁ:
6. mars 2008
Kl. 20:00 - Íþróttamiðstöðin í Laugardal. Opinn fundur um vetraríþróttir og útivist fyrir fatlaða.
7. mars 2008
Kl. 13:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Beth Fox kynnir skíðabúnað og fer yfir dagskrá námskeiðsins.
Kl. 17:30 - Skautahöllin á Akureyri. Kynning á sérbúnaði til skautaiðkunar.
Kl. 20:00 - Brekkuskóli. Beth Fox kynnir útivistarstarfsemi fatlaðra í Winter Park, kynning á Klökunum, aðstandendur kynna sína reynslu.
8. mars 2008
Kl. 9:30-16:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Beth Fox aðstoðar og leiðbeinir þátttakendum á skíðum. Fatlaðir þátttakendur prófa skíðabúnaðinn.
Kl. 17:30 - Skautahöllin á Akureyri. Kynning á sérbúnaði til skautaiðkunar.
9. mars 2008
Kl. 09:30-15:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Beth Fox aðstoðar og leiðbeinir þátttakendum á skíðum. Fatlaðir þátttakendur prófa skíðabúnaðinn.
Kl. 15:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Veitingarskáli. Umræður og fyrirspurnir í lok námskeiðs.
10. mars 2008
Kl. 09:00-15:00 - Hlíðarfjall v/Akureyri. Stoppar þekkingarleysi útivistarmöguleika fatlaðra? Málþing um vetraríþróttir fatlaðra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/keilusalur-opnadur-a-akureyri
|
Keilusalur opnaður á Akureyri
Keilan, fyrsti keilusalurinn á Akureyri, opnaði í gær. Í salnum eru átta brautir og hafa sérhæfðir starfsmenn frá Bandaríkjunum unnið að uppsetningu tækja síðustu vikur. Keilan Akureyri og Kaffi Jónsson eru rekin samhliða af sömu eigendum í glerhúsi við Hafnarstræti þar sem Blómaval var áður til húsa en aðaleigendur eru þau Dagný Ingólfsdóttir og Þorgeir Jónsson. Framkvæmdir hafa staðið síðan snemma hausts en kaffihúsið Kaffi Jónsson var opnað skömmu fyrir jól og nú er húsið fullbúið í nýju hlutverki með opnun Keilunnar.
Aðspurð segja Þorgeir og Dagný að áhuginn á keilunni hafi ekki leynt sér síðustu mánuði en umræða um nauðsyn á opnun keilusalar á Akureyri hefur staðið mjög lengi. “Við höfum fundið fyrir miklum áhuga að undanförnu og mikið verið hringt hingað og pantað. Keila er heimsþekkt íþrótt og hér á landi er t.d. Íslandsmeistaramót þannig að tilkoma Keilunnar Akureyri er viðbót við norðlenskt íþróttalíf. Keila er líka íþrótt sem allir geta spilað, allt frá börnum upp í harðfullorðið fólk þannig að hér er komin afþreying fyrir börn og fullorðna, íbúa á svæðinu og gesti. Oft er talað um að aukna afþreyingu vanti á svæðið fyrir ferðafólk og Keilan verður örugglega mörgum ferðahópum kærkomin afþreying og skemmtun í heimsókn til bæjarins,” segja Þorgeir og Dagný, eigendur Keilunnar og Kaffi Jónsson.
Opið verður í Keilunni og Kaffi Jónsson alla daga frá kl. 11 til 23.30.
Dagný Ingólfsdóttir og Þorgeir Jónsson eigendur Keilunnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akstursithrotta-og-skotsvaedi-a-glerardal-tillaga-ad-deilisk-1
|
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal. Tillaga að deiliskipulagi auglýst að nýju.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með að nýju skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal. Skipulagssvæðið afmarkast í megindráttum af: verndarsvæði Glerár í suðri, Hlíðarfjallsvegi í norðri, háspennulínum í austri og lækjum í rótum Hlíðarfjalls í vestri. Markmið deiliskipulagsins er að byggja upp Akstursíþrótta- og skotsvæði fyrir Bílaklúbb Akureyrar, KKA-Akstursíþróttafélag og Skotfélag Akureyrar.
Skipulagsgögn eru deiliskipulagsuppdráttur, skýringaruppdrættir og greinargerð, yfirfarin skýrsla um mat á áhrifum hljóðvistar. Einnig fylgir endurunnin umhverfisskýrsla, auk umsagna og svör við athugasemdum sem bárust við fyrri auglýsingu tillögunnar.
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - greinargerð án viðauka
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - viðaukar fyrir utan tillöguuppdrætti
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - deiliskipulagsuppdráttur
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - skýringaruppdráttur
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - snið
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - skýringaruppdráttur fyrir hvert svæði
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - skýrsla Línuhönnunar um mat á áhrifum hljóvistar
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - umhverfisskýrsla
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - athugasemdir vegna fyrri auglýsingu tillögunnar
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - svör við athugasemdum
Tillöguuppdráttur og önnur skipulagsgögn munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 12. mars til 23. apríl 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: /stjornkerfid/skipulagstillogur/ Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 23. apríl 2008 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
12. mars 2008
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bleik-orka-radstefna-i-ketilhusinu-a-althjodabarattudegi-kvenna
|
Bleik orka - ráðstefna í Ketilhúsinu á alþjóðabaráttudegi kvenna
Bleik orka umlykur Akureyrarbæ á alþjóðabaráttudegi kvenna, laugardaginn 8. mars. Ungir jafnaðarmenn á Akureyri halda ráðstefnu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu í Ketilhúsi milli kl. 10 og 16. Sjö konur taka til máls á ráðstefnunni meðal annars mun Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir frá því hvað sé á döfinni hjá ráðherra jafnréttismála og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri ræðir um Akureyrarbæ og jafnrétti.
Erindi Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra ber heitið "Umhverfisvernd er jafnréttisbarátta" og þá mun Anna Júlíusdóttir, verkakona, tala um hina íslensku fiskverkakonu.
Dagskrá þingsins:
10.00 Valdís Anna Jónsdóttir setur ráðstefnuna og felur Svanfríði Ingu Jónasdóttur, bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar, fundarstjórn.
10.20 Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra: Hvað er á döfinni hjá ráðherra jafnréttismála?
10.45 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Capacent: Staða kvenna á atvinnumarkaði.
11.10 Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri: Akureyri og jafnrétti.
11.30 Hádegishlé
12.30 Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital:
Að vera kona á alþjóðlegum vettvangi.
13.10 Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra: Umhverfisvernd er jafnréttisbarátta.
13.40 Kaffihlé
13.55 Kristín Ástgeirsdóttir, forstýra Jafnréttisstofu: Um sögu kvenréttinda.
14.30 Anna Júlíusdóttir, verkakona: Hin íslenska fiskvinnslukona.
15.00 Pallborðsumræður
15.45 Samantekt Svanfríðar Ingu
16.00 Fundi slitið
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-syningarhelgi-bdquo-budda-er-a-akureyri-ldquo-i-listasafninu-a-akureyri
|
Síðasta sýningarhelgi „Búdda er á Akureyri“ í Listasafninu á Akureyri
Nú um helgina er síðasta tækifæri fólks til að bera augum sýninguna „Búdda er á Akureyri“ sem opnuð var í Listasafninu á Akureyri 19. janúar sl. Sýningin hefur lífsspeki búddismans að leiðarljósi og listamennirnir sem að henni standa eru fjórir, þau Halldór Ásgeirsson, Erla Þórarinsdóttir, Finnbogi Pétursson og hinn heimskunni bandaríski vídeólistamaður Bill Viola, sem hér sýnir í fyrsta sinn á Íslandi.
Laugardaginn 15. mars nk. verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin „BÆ BÆ ÍSLAND" sem er átaksverkefni tuttugu og þriggja myndlistamanna og fjölmargra annarra sem vilja ræða landsins gagn og nauðsynjar með einum eða öðrum hætti.
Sjá nánar á http://www.listasafn.akureyri.is/
Frá opnun sýningarinnar „Búdda er á Akureyri“ í Listasafninu á Akureyri
Finnbogi Pétursson og Halldór Ásgeirsson tveir af listamönnum sýningarinnar.
Hljóðverkið Tesla tunes eftir Finnboga Pétursson.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vissir-thu
|
Vissir þú...
Laugardaginn 8. mars klukkan 14 mun Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnins á Akureyri, spjalla við gesti safnins um ljósmyndatækni fyrr og nú. Vissir þú að ljósmyndir voru teknar á silfurplötur? Vissir þú að þær voru einnig teknar á glerplötur og oft þurftu ljósmyndararnir að ferðast langa leið með slíkar plötur til að geta tekið myndir? Hvernig fóru þeir að því án þess að þær brotnuðu? Þessum spurningum og mörgum fleiri mun Hörður svara á laugardaginn.
Hörður mun auk þess segja stuttlega frá ljósmyndasýningunni Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins? sem nú stendur yfir á safninu. Glöggir gestir hafa borið kennsl á 73% myndanna sem er mjög góður árangur en betur má ef duga skal. Enn gefst því tækifæri til að spreyta sig á því að finna heiti á fólk, hús og þorp. Myndirnar eru teknar víða um land á árunum 1920-1960 og eru flestar úr safni ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar á Akureyri. Munt þú þekkja einhvern eða eitthvað eða veistu jafnvel af hvaða tilefni myndin er tekin?? Komdu og spreyttu þig og fræðstu í leiðinni um það hvernig myndir voru teknar hér áður fyrr.
Áhugasömum gestum er bent á að ljósmyndasýningin Þekkir þú...híbýli mannanna? sem sett var upp í fyrra má nú sjá á heimasíðu safnins www.akmus.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dubbeldusch-frumsynt
|
Dubbeldusch frumsýnt
Nýtt íslenskt leikrit, Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson, verður frumsýnt hjá LA á fimmtudag. Þar er á ferðinni ljúfsárt verk um mann sem stóð frammi fyrir erfiðu vali fyrir þrjátíu árum en nú bankar fortíðin upp á.
Björn Hlynur leikstýrir verkinu og Hilmar Jónsson leikur aðalhlutverkið en hann hefur ekki leikið að ráði á sviði síðan blómlegur leikstjórnarferill hans hófst.
Nokkrum sinnum á lífsleiðinni gerast atburðir í lífi okkar sem breyta öllu. Í kvöld kemur einkasonurinn í sumarbústað fjölskyldunnar og kynnir nýja unnustu fyrir foreldrum sínum. Smátt og smátt rennur upp fyrir föðurnum að með komu stúlkunnar knýr ljúfsár fortíðin dyra, þrjátíu ára gamalt leyndarmál sem hann hefur reynt að gleyma. Þá stóð hann frammi fyrir erfiðu vali og enn þann dag í dag veit hann ekki hvort hann valdi rétt, „hvað ef...?"
Dubbeldusch er leikrit um ástina, lífið, tilviljanir og erfiða valkosti. Leikritið er frumraun leikarans Björns Hlyns Haraldssonar sem leikskáld.
Sýninguna vinnur LA í samstarfi við leikhópinn Vesturport sem vakið hefur verðskuldaða athygli víða um heim á undanförnum árum. Meðal uppsetninga Vesturports eru Rómeó og Júlía, Brim, Woyzeck, Ást og Kommúnan.
Höfundur og leikstjóri: Björn Hlynur Haraldsson. Leikmynd og búningar: Börkur Jónsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist og hljóðmynd: Frank Hall. Leikarar: Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Davíð Guðbrandsson, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Dubbeldusch er sett upp í samstarfi við Flugfélag Íslands.
Dubbeldusch verður frumsýnt 13. mars í Rýminu. Rýmið er samstarfsverkefni LA og TM en fyrr í vetur voru Ökutímar sýndir þar. Þeir viku fyrir fullu húsi til að rýma til fyrir Dubbeldusch. Ökutímar verða sýndir á fjölum í Reykjavík síðar á árinu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/valkyrjur-horur-og-heilagar-meyjar
|
Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar
Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar – Ímyndir og hlutverk írskra yfirnáttúrulegra kvenna er yfirskrift fyrirlestrar sem Helga Einarsdóttir þjóðfræðingur heldur í Akureyrarakademíunni fimmtudaginn 13. mars klukkan 17. Fyrirlesturinn fjallar um breyttar ímyndir írskra yfirnáttúrlegra kvenna frá heiðnum tíma til nútíma kaþólsks samfélags. Þróun og breytingar þessara kvenímynda verða ræddar í menningar- og trúarlegu samhengi með áherslu á breytt kynhlutverk við kristnitöku. Áframhaldandi mikilvægi og áhrif yfirnáttúrlegra kvenna verða sérstaklega skoðuð í ljósi vinsælda Maríu meyjar í daglegu lífi og trúariðkun Íra.
Helga Einarsdóttir er með MA í þjóðfræði frá University College Cork, Írlandi, auk kennslufræði til kennsluréttinda og BA í þjóðfræði með íslensku sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Helga starfar sem safnfræðslufulltrúi við Þjóðminjasafn Íslands.
Akureyrarakademían er staðsett í gamla Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99 á Akureyri og eru allir velkomnir á fyrirlesturinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-leikskola-er-gaman
|
Í leikskóla er gaman
Foreldrum allra barna sem fædd eru árið 2006 og eiga lögheimili á Akureyri hefur verið sendur kynningabæklingur um leikskólana á Akureyri. Í bæklingnum eru upplýsingar um það hvernig sótt er um leikskóladvöl og hver leikskóli fyrir sig er kynntur sérstaklega. Smelltu hér til að opna og lesa bæklinginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/n4-hefur-utsendirnar-a-landsvisu
|
N4 hefur útsendirnar á landsvísu
Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri mun á morgun, miðvikudaginn 12. mars, hefja útsendingar á landsvísu í gegnum dreifikerfi Digital Ísland á rás 15. Dagskrágerð verður í framhaldinu aukin og nú þegar hafa fréttatímar stöðvarinnar hafist að nýju. Útsending á virkum dögum hefst kl. 19:15 og er dagskrá stöðvarinnar endursýnd á klukkustundar fresti til kl. 12:15 næsta dag.
Í samtali við dagblaðið 24 stundir segir Þorvaldur Jónsson framkvæmdastjóri N4 að þetta séu tímamót í sjónvarpssögu Íslands enda í fyrsta sinn sem sjónvarpsstöð af landsbyggðinni sendi út dagskrá á landsvísu. Hann segir að mikil eftirspurn sé eftir norðlenskum fréttum af höfuðborgarsvæðinu því þar sé fullt af fólki sem hafi tengsl norður vegna fjölskyldubanda eða uppruna.
Á N4 starfa ellefu manns í fullu starfi og þar af tveir fréttamenn. Að auki er stöðin í samstarfi við Stöð 2 um fréttaflutning af Norðurlandi.
Fastir liðir á N4 verða til að byrja með:
Fréttir: Fréttir af Norðurlandi, alla virka daga.
Að Norðan: Dægurmálaþáttur um Norðlendinga og norðlensk málefni, strax á eftir fréttum mánudaga til fimmtudaga með innslögum víðsvegar af Norðurlandi um allt milli himins og jarðar.
Föstudagsþátturinn er á eftir fréttum á föstudögum. Hvað brennur heitast á Norðlendingum? Umræðuþáttur um hitamál líðandi stundar. Í þættinum er einnig fjallað um tónlist, afþreyingu, menningu og annað sem tengist norðlensku mannlífi.
Bæjarstjórnarfundir á Akureyri eru annan hvern þriðjudag kl. 21:00 og endursýndir viku seinna.
Samantekt vikunnar verður sýnd á laugardögum og sunnudögum.
Þá verða sýndir á næstu vikum snjósleðaþættir, fittnessþættir, söngvakeppnir VMA og MA, útsending frá Ungfrú Norðurland ofl. og er stefnt að enn frekari dagskrágerð.
Heimasíða stöðvarinnar er www.n4.is
Starfsmenn N4. Aftari röð frá vinstri: Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson útgáfustjóri N4 Extra, Sigurður Hlöðversson tökumaður, Harpa Hjarðar markaðsfulltrúi N4 sjónvarps, Sindri Þór Sverrisson tökumaður, Sigrún Björg Aradóttir klippari. Fremri röð frá vinstri: Ágúst Ólafsson sjónvarpsstjóri, Björn Þorláksson fréttamaður Stöðvar 2, Dagmar Ýr Stefánsdóttir fréttamaður og Sigurður Erlingsson fréttamaður. Á myndina vantar Gígju Ívarsdóttur grafískan hönnuð og Þorvald Jónsson framkvæmdastjóra.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/listaveisla-a-akureyri-um-helgina
|
Listaveisla á Akureyri um helgina
Laugardaginn 15. mars verður sannkölluð listaveisla á Akureyri með listviðburðum og opnunum um allan bæinn. Þar verður í aðalhlutverki opnun sýningarinnar Bæ bæ Ísland á Listasafninu á Akureyri. Sýningin opnar klukkan 15 og er átaksverkefni tuttugu og þriggja myndlistamanna og fjölmargra annarra sem vilja ræða landsins gagn og nauðsynjar með einum eða öðrum hætti.Höfundur verkefnisins og sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni í Listasafninu eru Ásmundur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Erling Þ. V. Klingenberg, Hallgrímur Helgason, Hannes Lárusson, Hlynur Hallsson, Inga Svala Þórðardóttir & Wu Shan Zhuan, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Libia Pérez de Siles de Castro & Ólafur Árni Ólafsson, Magnús Sigurðarson, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn Auðarson & Huginn Þór Arason, Þorvaldur Þorsteinsson og Þórdís Alda Sigurðardóttir.
Á opnunardegi sýningarinnar kl. 14 verður frumflutt tónverkið „Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands" í Ketishúsinu á Akureyri, en verkið var unnið í samstarfi myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Ólafsson og tónskáldsins Karólínu Eiríksdóttur . Libia og Ólafur fóru þess á leit við Karólínu að hún semdi tónverk þar sem allar 81 greinar stjórnarskrárinnar væru sungnar. Verkið er skrifað fyrir tvo einsöngvara, píanó, kontrabassa og blandaðan kór og flytjendur verksins eru: Ingibjörg Guðjónsdóttir (sópran), Bergþór Pálsson (baritón) Tinna Þorsteinsdóttir (píanóleikari), Gunnlaugur Torfi Stefánsson (kontrabassaleikari) og kammerkórinn Hymnódía frá Akureyri undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
Ósk Vilhjálmsdóttir að mála verk fyrir sýninguna Bæ bæ Ísland.
Aðrar opnanir og viðburðir:
Populus Tremula í Listagilinu. Opnun á myndlistarsýningu Arnars Tryggvasonar klukkan 14
GalleríBOX í Listagilinu. Sýningin Vorverk eftir Hrafnkell Sigurðsson er opin klukkan14-17
Jónas Viðar Gallery í Listagilinu. Opnun á árlegri páskasýningu Jónasar Viðars klukkan 14.30-18.00
Deiglan í Listagilinu. Opnun á sýningunni Bakland eftir Jón Garðar Henrysson klukkan 14:30
Gilfélagið. DJ Sverrir þeytir skífur í Listagilinu klukkan 15-17 og Karlakór Akureyrar - Geysir þenur raddböndin yfir Listagilið klukkan 15
DaLí Gallery Brekkugötu 9. Opnun sýningarinnar Stóð eftir Þuríði Sigurðardóttur klukkan 17-19
Gallerí Veggverk við Glerárgötu. Þórarinn Blöndal opnar sýninguna Ský á VeggVerki
Vinnustofan Báshús Brekkugötu 13. Listakonurnar Sveinka, Bogga og Steinunn Ásta taka á móti gestum laugardaginn klukkan 17-19
Gallerí Svartfugl og Hvítspói Brekkugötu 3a. Opið klukkan 11-14
Kunstraum Wohnraum Ásabyggð 2. Opnun á sýningu Ragnars Kjartanssonar, Allt er gott að frétta af Póesíunni,16. mars klukkan 11-13
Ketilhúsið. Gluggalistaverk kanadíska listamannsins Paul Fortin.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/horft-til-akureyrar-sem-fyrirmyndar
|
Horft til Akureyrar sem fyrirmyndar
Nú síðdegis var fulltrúum átaksins Akureyri í öndvegi og skipulagsyfirvöldum á Akureyri kynnt vinningstillagan í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni sem Reykjavíkurborg efndi til um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Sem kunnugt er urðu Graeme Massie og félagar hans frá Skotlandi hlutskarpastir bæði hér á Akureyri sem og í Reykjavík.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, kynnti góða gesti að sunnan og kallaði skoska vinningshafann Graeme "okkar" Massie og Dagur B. Eggertsson, formaður reykvísku dómnefndarinnar, sagði meðal annars að vissulega hefði verið litið til fordæmis Akureyrar í öndvegi þegar farið var af stað með hugmyndasamkeppnina um skipulag Vatnsmýrarinnar. Undir það tók Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar sem einnig sat í dómnefndinni, og kynnti vinningstillöguna með Degi í Ráðhúsi Akureyrar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Eggertsson kynna vinningstillöguna í Ráðhúsi Akureyrarbæjar.
Það var létt yfir mannskapnum í bæjarstjórnarsalnum í dag.
Hanna Birna færði Akureyrarbæ þrjú eintök af bókinni um hugmyndasamkeppnina sem efnt var til um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. Sigrún Björk veitti gjöfinni viðtöku.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarfulltruarnir-helena-og-oddur-helgi-med-vidtalstima-i-dag
|
Bæjarfulltrúarnir Helena og Oddur Helgi með viðtalstíma í dag
Helena Þ. Karlsdóttir og Oddur Helgi Halldórsson taka á móti bæjarbúum í viðtalstíma bæjarfulltrúa í dag. Viðtalstímar bæjarfulltrúa á Akureyri eru haldnir í Ráðhúsinu að jafnaði annan og fjórða fimmtudag hvers mánaðar kl. 17-19. Þar gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa sína í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Fundargerðir viðtalstímanna eru lagðar fram í bæjarráði. Bæjarfulltrúarnir svara einnig símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa í síma 460-1000.
Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér viðtalstímana og koma þannig málefnum á framfæri við bæjarstjórn, milliliðalaust.
Staður: Ráðhúsið, Geislagötu 9 - 1. hæð
Stund: Fimmtudagurinn 13. mars - kl. 17-19
Langir fimmtudagar
Einnig er rétt að minnast á það að alla fimmtudaga er opið til kl. 19 í Þjónustuandyrinu í Ráðhúsinu. Þetta er gert til auðvelda fólki að reka erindi sín og er hægt að fá allar upplýsingar og eyðublöð og leggja inn umsóknir um störf og þjónustu.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/streptokokkasykingar
|
Streptókokkasýkingar
Undanfarið hefur aðsókn á bráðamóttökur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri aukist umtalsvert vegna ótta við sýkingar af völdum streptókokka. Talsvert hefur verið um að börn með eða án einkenna um hálsbólgu séu send úr leikskólanum til læknis með fyrirmæli um að fá strok frá hálsi í rannsókn. Jafnvel hefur borið á því að börnum sé meinað að koma í leikskólann fyrr en streptókokkar hafa verið útilokaðir. Vegna þessa hefur verið gefin út sérstök yfirlýsing sem er að finna á fréttasíðu Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
Smelltu HÉR til að lesa fréttina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snjokarl-i-smidum
|
Snjókarl í smíðum
Á Ráðhústorginu á Akureyri er verið að legga lokahönd á gerð stærðarinnar snjókarls. Það eru nemendur Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri sem sjá um verkið í samvinnu við Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar. Snjókarlinn er u.þ.b. sjö merta hár en flytja þurfti nokkur tonn af snjó á torgið til gerðarinnar.
Þegar fréttamann bar að garði í dag var búið að fullmóta karlinn og bara eftir að klára hattinn og aðra fylgihluti til að fullkomna verkið. Að sögn nemenda Listnámsbrautar VMA er gert ráð fyrir að allt verði klappað og klár seinnipartinn í dag.
Sigfús Sigfússon starfsmaður Framkvæmdamiðstöðvarinnar ásamt Arnóri Kárasyni, Jóhannesi Gunnari Þorsteinssyni og Katrínu Ósk Steingrímsdóttir nemendum á Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.
Snjókarlinn farinn að taka á sig mynd.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/elfa-run-bjartasta-vonin-2006-a-tonleikum-sinfoniuhljomsveitar-nordurlands
|
Elfa Rún ?Bjartasta vonin 2006? á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri fimmtudaginn 20. mars (skírdag) kl. 16.00. Einleikari á fiðlu er Elfa Rún Kristinsdóttir en hún var valin "Bjartasta vonin" á Íslensku tónlistarverðlaununum 2006. Á efnisskrá tónleikanna er Fiðlukonsert í a-moll eftir Antonin Dvorák og Sinfónía nr. 4 eftir P.I.Tchaikovsky. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Fiðlukonsert í a-moll op. 53 var annar í röðinni af þrem konsertum sem Antonin Dvorák samdi. Hann hafði kynnst hinum mikla fiðlusnilling Joseph Joachim og skrifar þennan konsert fyrir hann. Joachim flutti þó ekki verkið sjálfur opinberlega, það var frumflutt af í Pragh árið 1883 af fiðluleikaranum Franti?ek Ondříček við feikna góðar viðtökur.
P.I.Tchaikovsky var mikill rómantíker og í verkum hans sameinast evrópsk hárómantík 19. aldar og rússnesk drungaviðkvæmni. Sinfóníu nr. 4 í f-moll var samin á árunum 1877 – 1878 en á þeimárum var hann styrktur fjárhagslega af ríkri ekkju Madame Nadezhda von Meck og það gaf honum það svigrúm að geta helgað sig alfarið tónsmíðum. Sinfónían er í 4 þáttum og var frumflutt árið 1878.
Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari er fædd á Akureyri árið 1985. Hún hóf fiðlunám fjögurra ára gömul hjá móður sinni Lilju Hjaltadóttur. Síðar nam hún m.a. hjá Guðnýju Guðmundsdóttur. Elfa Rún útskrifaðist úr Tónlistarháskólanum úr Freiburg í Þýskalandi í febrúar 2007 með hæstu einkunn undir handleiðslu Prof. Rainer Kussmaul.
Elfa Rún hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Royal Chamber Orchestra Tokyo og Akademisches Orchester Freiburg í Þýskalandi. Hún er fastur meðlimur Kammersveitarinnar Ísafoldar, Camerata Drammatica og Solistenensemble Kaleidoskop í Berlín en hefur einnig leikið með fjölda annarra hljómsveita þar á meðal Balthasar Neumann Ensemble og fleirri kammerhópa í Þýskalandi. Hún hefur mikinn áhuga á flutningi barokktónlistar og hefur á síðustu árum meðal annars unnið með Trevor Pinnock og Thomas Helngelbrock.
Elfa Rún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach tónlistarkeppninni í Leipzig 2006. Hún var valin "Bjartasta vonin" á Íslensku tónlistarverðlaununum 2006 og hlaut einnig hvatningarverðlaun Evrópska menningarsjóðsins Pro Europa 2006. Elfa Rún er tilnefnd "flytjandi ársins" á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent verða þriðjudaginn 18. mars.
Guðmundur Óli Gunnarsson hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur. Einnig hefur hann komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitarinnar og Caput. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika haustið 1993 og er því nú á sínu 15. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Á þessum tónleikum kemur einnig hópur hljóðfæraleikarar af Reykjavíkursvæðinu til liðs við hljómsveitina.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gamasvaedid-um-paska
|
Gámasvæðið um páska
Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar hefur sent frá sér upplýsingar um opnunartíma gámasvæðis og sorphauga um páska. Opið verður sem hér segir:
Skírdagur
20. mars
Lokað
Föstudagurinn langi
21. mars
Lokað
Laugardagur
22. mars
Opið 10 – 16
Páskadagur
23. mars
Lokað
Annar í páskum
24. mars
Lokað
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/taepum-18-milljonum-uthlutad-ur-vaxtarsamningi-eyjafjardar
|
Tæpum 18 milljónum úthlutað úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar úthlutaði í dag í fyrsta skipti þátttökuframlögum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar 2008-2010 en samningurinn var undirritaður í janúar síðast-liðnum. Á samningstímanum er varið 90 milljónum króna úr ríkissjóði í þeim tilgangi að efla nýsköpun atvinnulífsins á Eyjafjarðarsvæðinu og auka hagvöxt með samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Vaxtarsamningurinn samþykkti að þessu sinni þátttöku í 10 verkefnum og ver til þeirra samtals 17.750.000 kr.
Fyrsta skilyrði fyrir þátttöku Vaxtarsamningsins í verkefnum er að um sé að ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki. Þá er lögð áhersla á verkefni sem efla tengsl háskóla og atvinnulífs, sem og verkefni sem miða að markaðssetningu og útrás. Við val á verkefnum er við það miðað að þau efli nýsköpun á Eyjafjarðarsvæðinu og stuðli að vexti svæðisins.
Verkefni sem hljóta samþykki hjá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar fyrir þátttöku fá allt að 50% heildarkostnaðar við þau, gegn mótframlagi annarra þátttakenda.
Þau verkefni sem Vaxtarsamningurinn samþykkti í dag að taka þátt í eru:
Akureyrarstofa Komdu norður 1.000.000
Pharmarctica ehf. Nýjungar í lyfjaframleiðslu 2.000.000
Draumasetrið Skuggsjá Draumar í Eyjafirði 750.000
Hlíðarfjall ehf. Svifbraut 2.000.000
Formula Iceland ehf. Motorgames.eu 2.000.000
Stöng – sumarhús ehf. Haust- og vetrarveiðiferðir 1.000.000
Sounds ehf. Valhalla Studio 2.000.000
Norðanflug ehf. Norðanflug ehf. 2.000.000
Markaðsskrifstofa ferðamála
á Norðurlandi Beint flug 2.000.000
Matur úr héraði – Local food Matur úr héraði – Local food 3.000.000
Samtals 17.750.000
Fjölbreytt verkefni
Mikil ásókn var eftir verkefnaaðild Vaxtarsamnings Eyjafjarðar en alls bárust 23 umsóknir og var óskað samtals eftir tæplega 105 milljónum króna. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, segist ánægður með þær umsóknir sem bárust að þessu sinni og bendir á að hér sé um að ræða fyrstu úthlutun af þremur á þessu ári.
“Þau verkefni sem við tökum nú þátt í eru fjölbreytt, bæði stór og smá, hrein nýsköpunarverkefni og einnig verkefni sem komin eru á legg og unnið er að uppbyggingu á. Markmiðið með nýgerðum Vaxtarsamningi fyrir næstu þrjú ár er einmitt að tryggja að sem fjölbreyttust verkefni eigi möguleika á þátttöku. Það tryggir fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu á svæðinu og vöxt til framtíðar og mér sýnist hafa tekist vel til hvað þessi markmið varðar,” segir Hjalti Páll Þórarinsson.
Fulltrúar verkefna sem hlutu samþykki hjá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ogurstund-hja-thorsurum
|
Ögurstund hjá Þórsurum
Annað kvöld kl. 19.15, þriðjudagskvöldið 18. mars, fer fram í íþróttahúsinu við Síðuskóla lokaleikur úrvalsdeildarliðs Þórs í körfubolta þegar þeir taka á móti bikarmeisturum Snæfells. Þórsarar þurfa að vinna leikinn til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Tæknilega séð gætu þeir komist áfram þrátt fyrir ósigur ef ÍR-ingar töpuðu líka og Tindastóll ynni Stjörnuna. Þórsarar vita hins vegar að það er alltaf best að treysta á sjálfan sig og ætla sér því sigur í leiknum.
Minnt er á að það verður frítt á leikinn í boði Íslenskra verðbréfa og eru Akureyringar og nærsveitarmenn hvattir til að fjölmenna á völlinn og leggja sitt af mörkum við að styðja heimamenn í Þór til sigurs. Meira um leikinn HÉR.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.