Search is not available for this dataset
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/snertigardur-vid-hlid
|
Snertigarður við Hlíð
Í gær var garðurinn sunnan og austan við nýbyggingu Öldrunarheimilisins Hlíðar vígður með pompi og prakt. Við það tækifæri söng kór Möðruvallaklausturssóknar undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur nokkur lög, bæjarstjórinn, Sigrún Björk Jakobsdóttir, hélt stutta tölu og Brit Bieltvedt, framkvæmdastjóri ÖA, kallaði nýja garðinn snertigarð þar sem jafnvel fólk í hjólastólum gæti farið um og snert plönturnar.
Í nýja garðinum er lítill púttvöllur og fallegur gosbrunnur í stórri tjörn þar sem synda um litlir skrautfiskar af japönskum uppruna. Við vígsluna í gær skoruðu tveir heimilismenn tvo starfsmenn á hólm á púttvellinum og gestum og gangandi var boið upp á kaffi og tertu í tilefni dagsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmenni-vid-vigsluhatid-i-hrisey
|
Fjölmenni við vígsluhátíð í Hrísey
Mikill fjöldi fólks var við vígsluhátíð nýrrar Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar í Hrísey í dag. Um þrjú hundruð manns fóru með ferjunni Sævari út í eyju og fögnuðu þessum merka áfanga með Hríseyingum. Ýmsir tóku til máls á þessari hátíðlegu stund og að lokinni formlegri dagskrá þáði fólk veitingar og krakkarnir fengu að busla í nýju sundlauginni.
Grunn- og leikskólabörn í Hrísey hófu hátíðina með fögrum söng.
Þórarinn B. Jónsson, formaður verkefnisliðs byggingarinnar, rekur sögu hennar.
Mikill fjöldi fólks var viðstaddur hátíðarhöldin.
Gréta Kristín Ómarsdóttir fór með frumsamin ljóð.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyringa og Hríseyinga.
Séra Hulda Hrönn Helgadóttir, sóknarprestur í Hrísey, blessaði nýja húsið.
Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugarvörður í Hrísey, kallaði Rósamundu Káradóttur upp á svið og afhenti henni blómvönd sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf hennar í gömlu sundlauginni.
Kristinn Árnason, formaður hverfisráðs Hríseyjar.
Glæsilegar veitingar voru á boðsólum.
Og fyrir utan húsið var boðið upp á grillaðar pylsur.
Aðalsteinn Bergal söng og stýrði fjöldasöng...
...við undirleik Guðjóns Pálssonar.
Börnin nutu þess að synda í nýju lauginni að dagskrá lokinni.
Glæsileg ný sundlaug í Íþróttamiðstöð Hríseyjar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/the-hoodangers-a-akureyri
|
The Hoodangers á Akureyri
Ástralska djasshljómsveitin The Hoodangers verður í hljómleikaferð á Íslandi 12. til 21. júní næstkomandi. Hljómsveitin mun hefja ferð sína á AIM hátíðinni á Akureyri við opnun þeirrar hátíðar þann 12. júní og verður síðan með tónleika laugardaginn 14. júní á Marina á Akureyri þar sem Oddvitinn var áður.
The Hoodangers hefur starfað í 13 ár og spilað á flestum helstu djasshátíðum heims og hvarvetna hlotið góðar undirtektir. Hljómsveitin er þekkt fyrir að spila vandaðan og fjörugan djass, sem jafnframt er aðgengilegur til hlustunar. Spilagleðin er alltaf í fyrirrúmi.
Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur til Íslands en hún hefur heimsótt nágrannalönd okkar nokkrum sinnum á starfsferlinum. Héðan halda The Hoodangers til Danmerkur þar sem þeir spila m.a. á Djasshátíð Kaupmannahafnar (Copenhagen Jazz Festival).
Það er öllum sem áhuga hafa á jassi mikill hvalreki að fá The Hoodangers til landsins og ekki að efa að heimsókn þeirra verður fagnað. Nánari upplýsingar um The Hoodangers má fá á heimasíðu þeirra www.hoodangers.com.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/biladagar-2008
|
Bíladagar 2008
Bílaklúbbur Akureyrar stendur fyrir hátíðinni “Bíladagar á Akureyri” dagana 13. - 17. júní nk. Bílaklúbburinn hefur staðið fyrir bílasýningu á þjóðhátíðardaginn óslitið frá árinu 1974 og efnt til sérstakra bíladaga síðustu árin en þeir hafa notið mikilla vinsælda meðal áhugamanna um mótorsport.
Skráningar í alla viðburði og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.ba.is.
Dagskrá bíladaga 2008 er svo hljóðandi:
13. júní Kl. 20.30: Hóprúntur um bæinn og formleg setning Bíladaga
14. júní Kl. 17.00: Olís – Götuspyrnan, Tryggvabraut
15. júní Kl. 15.00: Drift – (Staðsetning kynnt á Götuspyrnu)
16. júní Kl. 20.30: Burn-Out á Akureyrarvelli
17. júní Kl. 10.00: Þjóhátíðarbílasýning í Boganum – opið til 18.00
VIP armbönd inn á alla viðburði eru seld hjá Olís Álfheimum og Fellabæ ásamt Ellingsen á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gifurlegur-ahugi-a-nami
|
Gífurlegur áhugi á námi
Fimmtudaginn 5. júní rann út frestur til að sækja um nám við Háskólann á Akureyri og hafa alls borist rúmlega 900 umsóknir frá nýnemum sem er met í sögu skólans. Þetta er gífurleg aukning frá fyrri árum og til samanburðar má nefna að árið 2007 sóttu 730 nýnemar um nám við skólann.
Flestir nýnemar hafa sótt um nám við Viðskipta- og raunvísindadeild eða 318 manns. Um nám í Heilbrigðisdeild sækja 119 manns og þá sækja 310 um nám í Kennaradeild og 157 um nám í Félagsvísinda- og lagadeild en þessar tvær deildir verða sameinaðar í haust undir nafninu Hug- og félagsvísindadeild.
„Þessi mikli áhugi á námi við Háskólann á Akureyri er mjög ánægjulegur. Gæði náms við Háskólann á Akureyri eru alþjóðlega viðurkennd og nemendur leita að námi sem þeir geta byggt framtíð sína á," segir Þorsteinn Gunnarsson, rektor skólans.
Enn á eftir að fjalla um umsóknir svo ekki er vitað hversu margir fá skólavist. Inn í þessum tölum eru bæði þeir sem sækja um gunnnám og þeir sem sækja um meistaranám. Að svo stöddu er ekki hægt að veita upplýsingar um hvort fyrir sig.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonsmessuleikur-fyrir-bornin
|
Jónsmessuleikur fyrir börnin
Hinn árlegi Jónsmessuleikur verður haldinn í Kjarnaskógi mánudaginn 23. júní og er athygli foreldra vakin á því að ennþá er hægt að skrá börn til þátttöku. Þennan dag verður unnið á ýmsan skemmtilegan hátt með efnivið úr skóginum og farið í leiki og spuna.
Dagskráin stendur frá klukkan 10 til 18 og þátttaka kostar einungis 1.500 krónur fyrir hvert barn. Innifalið í því er hópferð frá Ketilhúsinu kl. 9.30 árdegis, morgun- og hádegisverður og miðdegishressing. Foreldrar eða aðstandendur þurfa að sækja börnin í skóginn klukkan 18. Eftir það verður uppskera dagsins kynnt og farið í hinn eiginlega Jónsmessuleik frá klukkan 18-21.
Skráning er hjá Menningarmiðstöðinni í Listagili í síma 466 2609 á milli kl. 10 og 16 til og með föstudeginum 13. júní eða með því að senda póst á netfangið [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lad-og-logur
|
Láð og lögur
Ljósmyndasýningin Láð og lögur verður opnuð laugardaginn 14. júní kl. 14 í Jónas Viðar Gallerí í Grófargilinu á Akureyri.
Þar sýnir Hörður Geirsson loftljósmyndir sem teknar voru á síðasta ári. Hörður hefur áður haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum allt frá árinu 1983 en þó aldrei sýnt loftmyndir áður.
Hörður Geirsson hefur starfað sem safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnins á Akureyri frá árinu 1987. Hann kom að stofnun og uppsetningu sýninga á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli.
Sýningin stendur til 29. júní og verður opin virka daga frá kl. 16 til 18 og um helgar frá kl. 13 til 17.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arsfundur-afe
|
Ársfundur AFE
Ársfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 11. júní að Melum í Hörgárdal. Á fundinum verður sjónum sérstaklega beint að tækifærum samfara lengingu flugbrautarinnar á Akureyri. Aðalræðumaður verður Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.
Dagskrá fundarins er þannig að klukkan 11 hefjast venjuleg aðalfundarstörf og klukkan 12 er á dagskrá þema fundarins undir yfirskriftinni "Beint flug - Innanlandsflug - Fraktflug". Léttar veitingar verða í boði og eru allir velkomnir. Fólk er beðið að skrá þátttöku hjá Sólveigu í síma 460 5700 eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennahlaup-isi
|
Kvennahlaup ÍSÍ
Mjög góð þátttaka var í Kvennahlaupi ÍSÍ síðasta laugardag á Akureyri og hið sama var uppi á teningnum við Öldrunarheimilið Hlíð á föstudag þegar heimilisfólk og starfsfólk þar þjófstartaði hlaupinu og tók sér örlítið forskot á sæluna. Myndirnar hér að neðan voru teknar við Hlíð á föstudag og í sjálfu hlaupinu á laugardag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fifilbrekkuhatid
|
Fífilbrekkuhátíð
Árleg Fífilbrekkuhátíð verður haldin á Hrauni í Öxnadal laugardaginn 14. júní en þar verður gestum meðal annars boðið í gönguferðir undir leiðsögn um fólkvanginn Jónasarvang sem opnaður var í fyrrasumar til minningar um Jónas Hallgrímsson.
Göngurnar eru þrjár, sú lengsta upp Kisubrekku um Drangabolla að Hraunsvatni. Sú ganga tekur um fjórar klukkustundir. Þurfa göngumenn að vera vel búnir með nesti og nýja skó. Hinar tvær gönguferðirnar eru um heimalandið, suður í Hraunin og niður að Öxnadalsá. Þær taka um tvo tíma og eru þægilegar ungum sem öldnum. Lagt verður upp í gönguferðirnar frá Hrauni kl. 14.
Minningarstofur um Jónas Hallgrímsson á Hrauni verða opnar þennan dag kl. 13-17.
Hraun er fæðingarstaður Jónasar og við þann stað er nafn hans bundið. Jónas var fyrsta nútímaskáld Íslendinga, sem fann fegurð íslenskrar náttúru. Hann var líka fyrsti menntaði náttúrufræðingurinn hérlendis. Stórbrotið náttúrufar Öxnadals mótaði Jónas og glæddi meðfæddan áhuga á því sviði.
Þáttaka í gönguferðum og aðgangur að minningarstofum er ókeypis.
Enginn þarf að fara svangur eða þyrstur úr Öxnadal. Ljúffengar veitingar má fá á Halastjörnunni Veitingahúsi og Ferðaþjónustunni Engimýri, sem bæði eru opin frá kl. 12 og fram á kvöld.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gullid-i-grafiskri-honnun
|
Gullið í grafískri hönnun
Margrét Ingibjörg Lindquist frá Akureyri fékk "gullið" og nafnbótina "Evrópski nemandi ársins" nú nýverið hjá ADC*E, samtökum fagfélaga grafískra hönnuða.
Viðurkenninguna hlaut Margrét fyrir verk sitt "how2own" sem hún vann í Myndlistaskólanum á Akureyri. Áður hafði hún hlotið viðurkenningu Félags íslenskra teiknara fyrir þetta sama verk.
ADC*E eru samtök fagfélaga grafískra hönnuða í Evrópu sem hafa það að markmiði kynna og verðlauna framúrskarandi hönnun í þeim löndum sem að samtökunum standa.
Á heimasíðu ADC*E segir m.a. að samtökin hafi verið stofnað 1990 til að efla og kynna evrópskt hugvit og sköpun á sviði hönnunar og auglýsingagerðar. Samtökunum er ætlað að skerpa skilning á sérkennum evrópulandanna og kynna á alþjóðavettvangi með útgáfustarfsemi og sýningarhaldi. ADC*E er þess vegna einskonar gluggi að skapandi samfélagi Evrópuþjóða.
ADC*E verðlaunahátíðin er einstök fyrir þær sakir að þar er safnað saman því besta sem hönnuðir hafa afrekað í hverju þátttökulandi, í auglýsingagerð, hönnun, umbroti, myndskreytingu, kvikmynd, margmiðlun og ljósmyndun. Þegar aðildarfélögin hafa skilað inn verkum sem hlutu viðurkenningar í hverju landi fyrir sig taka dómarar til starfa og velja 50 bestu sem síðan eru kynntir í veglegri bók ADC*E Award Annual 2008.
www.adceurope.org
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/17-juni-a-akureyri-8
|
17. júní á Akureyri
Hátíðarhöldin 17. júní á Akureyri sem eru í umsjón Skátafélagsins Klakks eru fjölbreytt þetta árið líkt og venjulega. Áður en hefðbundin dagskrá hefst í Lystigarðinum mun Lúðrasveit Akureyrar fara um bæinn milli klukkan 10 og 12 með viðkomu m.a. á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Dvalaheimilinu Hlíð.
Á sama tíma opnar árleg bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar í Boganum. Klukkan 13 hefst síðan hefðbundin dagskrá í Lystigarðinum sem endar með því að skrúðgangan leggur af stað niður í miðbæ og endar á Ráðhústorgi þar sem hátíðardagskrá hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 17.
Dagskráin öll er svohljóðandi:
Kl. 8: Fánar dregnir að húni.
Kl. 10-12: Lúðrasveit Akureyrar mun keyra um bæinn með viðkomu á m.a. Sjúkrahúsinu á Akureyri og Dvalarheilmilinu Hlíð.
Kl. 13: Hátíðardagskrá í Lystigarðinum
Lúðrablástur og fánahylling.
Séra Arnaldur Bárðarson prestur í Glerárkirkju og kór Glerárkirkju leiða helgistund.
Ávarp forseta bæjarstjórnar, Kristjáns Þórs Júlíussonar.
Kl. 14-17: Hátíðardagskrá á Ráðhústorgi
Heimir Ingimarsson og Óðinn Valsson stjórna dagskránni.
Æskulýðskór Glerárkirju syngur.
Ávarp fjallkonu - Eygló Einarsdóttir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Ávarp nýstúdents frá Menntaskólanum á Akureyri.
Ávarps Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur bæjarstjóra.
Kl. 14.30: Kúrekar norðursins spila.
Matti Matt spilar nokkur lög.
Tón-Leikur. Heimir Ingimarsson syngur fyrir yngstu börnin.
Kl. 15.30: Sigríður Klingenberg spákona.
Lea söngkona.
Dansflokkurinn Vefarinn.
Sjálfsprottin Spévísi-bjartasta vonin í keppninni Viðarstaukurinn í MA.
Kl. 16.30: Jógvan spilar.
Fjölskylduskemmtun í miðbænum frá kl. 14 til 17:
Skátatívoli - með sól í hjarta.
Hoppikastali.
Hjólabílar á bak við Sjóvá.
Kl. 21: Kvöldskemmtun á Ráðhústorgi
Heimir Ingimarsson og Óðinn Valsson stjórna dagskránni.
Kammerkórinn Hymnodia hefur dagskrána.
Gunni og Felix skemmta.
Kl. 22: Sigríður Klingenberg spákona.
Jógvan spilar og syngur.
Kl. 23: Syrpa úr Wake me up sýningunni.
Hvanndalsbræður klára kvöldið.
Kl. 24: MA stúdentar kom í bæinn.
Dagskrá lýkur um klukkan 00.30.
Önnur dagskrá á 17. júní:
Kl. 10: Bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar í Boganum. Sýningin er opin til klukkan 18.
Kl. 17: Sigling með Húna II. Börn undir 10 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Kl. 22: Sigling með Húna II. Börn undir 10 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/solstoduhatid-i-grimsey-1
|
Sólstöðuhátíð í Grímsey
Grímseyingar fagna sumarsólstöðum um næstu helgi og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í gleðinni. Á föstudagskvöldið verður sólarfundur í félagsheimilinu þar sem maður verður manns gaman. Þar verður boðið upp á smárétti og léttar veigar, jafnvel “Grímseyjarvatn”. Um miðnætti verður fjölmennt norður á Eyjarfót ef veður leyfir. Þar má sjá sólina fljóta yfir haffletinum þar til hún rís á ný.
Matreiðslusnillingarnir Snæbjörn Kristjánsson og Gunnar Karl, báðir úr kokkalandsliðinu, töfra fram lostafulla rétti á veitingastaðnum Kríunni á laugardagskvöldið. Þeir nýta það hráefni sem finna má í matarkistu Grímseyjar; fisk, fugl, egg, höfrung, hnísu og sitt hvað fleira.
Á laugardeginum verður hátíðarstemmning við höfnina. Þar verður dragspilið þanið, “Feðgabandið” tekur lagið, heimamenn bjóða “konfekt” úr “heimafengnum bagga”, sína fagleg handtök við beitningu og yngsta kynslóð Grímseyinga tekur lagið. Hreppsstjórinn býður upp á lystireisur með hestvagni, sem eðalgæðingurinn “Mö” dregur.
Heimamenn bjóða upp á siglingu umhverfis eyjuna til að sýna matarbúrið í björgunum. Ef til vill verður hægt að renna færi. Grímseyingar eru einnig tilbúnir til að fara í gönguferðir með gestum og oddvitinn, hreppstjórinn og vélsmiðurinn ætla að sýna bjargsig, þótt eggjatíminn sé búinn.
Vel verður tekið á móti gestum í gistiheimilinu Básum, þar sem heimskautsbaugurinn liggur eftir endilöngu rúminu í hjónasvítunni! Kvenfélagskonur í Gallerí Sól bjóða upp á handverk, vöflur, kaffi og rjúkandi súkkulaði með rjóma. Búðin verður líka opin eins og venjulega.
Hinn eini sanni KK, Kristján Kristjánsson, verður með tónleika í Miðgarðakirkju klukkan15 á laugardaginn. Þar flytur hann tónlist af ýmsu tagi sem höfðar til allra aldurshópa.
Ferðir: Sæfari siglir á föstudagsmorgun klukkan níu frá Dalvík og hann fer einnig aukaferð á laugardaginn en uppselt mun vera í þá ferð. Flugfélag Íslands er með daglegar ferðir til Grímseyjar klukkan 19.30 frá Akureyri. Aukaferð verður klukkan 17 á laugardag. Norðursigling siglir frá Húsavík til Grímseyjar klukkan 14 á Laugardag.
Meðfylgjandi myndir tók Friðþjófur Helgason.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afengisneysla-og-kynhegdun-islenskra-ungmenna
|
Áfengisneysla og kynhegðun íslenskra ungmenna
Fyrstu niðurstöður alþjóðlegu rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema (Health Behaviours in School-Aged Children, HBSC) voru kynntar á fjölsóttum blaðamannafundi á Akureyri í dag. Á Íslandi var rannsóknin unnin af rannsóknateymi við Háskólann á Akureyri undir stjórn Þórodds Bjarnasonar prófessors í félagsfræði.
Í rannsókninni kom fram að íslensk börn og unglingar verða snemma sjálfstæð í samanburði við jafnaldra annars staðar á Vesturlöndum. Vinahópurinn öðlast snemma aukið gildi á kostnað fjölskyldunnar og íslenskum börnum líkar betur í skólanum en börnum víðast hvar annars staðar.
„Varðandi líðan barna í skólum, þá finnst mér sérstaklega ánægjulegt að sjá að íslenskum skólabörnum virðist líða vel í skólanum og að sú ánægja helst nokkuð stöðug eftir auknum aldri, ólíkt því sem gerist víðast hvar annars staðar," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. „Líðan barna í skóla er einn af mikilvægari mælikvörðum á gæði skólakerfa og þarna hlýtur þáttur kennara og annars starfsfólks að vega einna þyngst."
Íslensk börn eru undir minna eftirliti foreldra og verða oftar fyrir slysum en börn flestra þjóða. Þau drekka áfengi að jafnaði sjaldnar en hafa álíka oft orðið drukkin og jafnaldrar þeirra á meginlandi Evrópu. Íslenskar unglingsstúlkur byrja snemma að stunda kynlíf með sér eldri strákum en hlutfall íslenskra unglingsstráka sem hafa sofið hjá við fimmtán ára aldur er hins vegar nálægt meðaltali stráka á Vesturlöndum.
Margrét Kristín Helgadóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrarbæjar telur sláandi að Ísland sé í 3. sæti hvað varðar 15 ára stelpur sem hafa sofið hjá. „Maður spyr sig ósjálfrátt hvað hafi legið að baki þeirri ákvörðun að byrja að stunda kynlíf; var það vegna þrýstings, vegna áfengisölvunar eða að vel ígrundaðri ákvörðun beggja aðila? Þetta er eitthvað sem að við þurfum að skoða betur með það að markmiði að efla kynvitund ungmenna - að þau viti hvað þau séu að fara út í og þekki ábyrgðina á bak við slíka ákvörðun. "
Nánar um rannsóknina: www.hbsc.is.
Á myndinni er Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thrjar-grimur-til-la
|
Þrjár Grímur til LA
Föstudagskvöldið 13. júní var Grímuhátíðin haldin í Þjóðleikhúsinu og þá var tilkynnt hvaða listamenn og leiksýningar hlutu Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin. Þrenn Grímuverðlaun komu í hlut listamanna og sýninga Leikfélags Akureyrar, fleiri en nokkru sinni fyrr:
Þröstur Leó Gunnarsson var valinn besti karlleikari í aðalhlutverki fyrir Ökutíma.
Lay Low fékk Grímuna fyrir tónlist sína í Ökutímum.
Fló á skinni fékk svo langflest atkvæði almennings í netkosningu og hlaut Grímuna sem Áhorfendasýning ársins 2008.
Segja má að hugljúfur norðanblær hafi leikið um Grímuhátíðina í ár, þar sem hinir fjölhæfu og skemmtilegu kynnar kvöldsins, Jói og Gói, hafa um nokkurt árabil alið manninn hér á Akureyri, og einmitt á fjölum LA. Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, afhenti verðlaun og síðast en ekki síst sá hljómsveitin Leikhúsbandið um tónlistarflutning, en sú sveit er einmitt skipuð norðanmönnum.
Lay Low og Sigrún Björk Jakobsdóttir á sviði Þjóðleikhússins. Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson.
Leikfélag Akureyrar frumsýndi fjórar sýningar á síðasta leikári sem allar fengu gríðarlega góðar móttökur áhorfenda og gagnrýnenda og voru sýndar fyrir fullu húsi.
Hin stóru leikhúsin fyrir sunnan frumsýna yfirleitt u.þ.b. 10-12 sýningar á hverju leikári svo það má teljast mjög góður árangur hjá LA að af þeim 13 Grímuverðlaunum sem veitt voru atvinnuleikhúsum skuli LA fá þrenn. Þessi viðurkenning ber vitni miklum metnaði og faglegum vinnubrögðum LA, bæði hvað varðar val á verkefnum og listamönnum, ásamt því að hafa á að skipa ákaflega metnaðarfullu starfsfólki við húsið. Án áhorfenda er ekkert leikhús, og það gleður og eflir svo sannarlega andann hjá Leikfélagi Akureyrar hversu margir gestir hafa sótt það heim og sú jákvæðni og bjartsýni sem ríkir gagnvart leikhúsinu.
LA þakkar hjartanlega fyrir sig þetta leikár og vonast til að sjá sem flesta aftur að hausti þegar nýtt og spennandi leikár hefur sig til flugs. LA óskar jafnframt öllum Grímuverðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvennasoguganga-19-juni-1
|
Kvennasöguganga 19. júní
Mikið verður um að vera á Akureyri 19. júní þegar haldið verður upp á það að þann dag árið 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þótt fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í ár eru liðin 93 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Í tilefni dagsins verður í ár boðið upp á eftirfarandi dagskrá:
Kvennasöguganga um innbæinn á Akureyri í boði Jafnréttisstofu, Minjasafnsins á Akureyri og Zonta-klúbbana á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu kl.16.15 og mun Elín Antonsdóttir leiða gönguna.
Áður en gangan hefst mun Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, ávarpa göngugesti en síðan verður haldið af stað sem leið liggur inn innbæinn. Á leið um innbæinn munu göngugestir vitja ýmissa kvenna sem bjuggu og störfuðu í innbænum. Staldrað verður við heimili Vilhelmínu Lever, Ragnheiðar O. Björnsson, Önnu Þorbjargar, Elísabetar Geirmundsdóttur og fleiri kvenna í innbænum.
Kvennasögugangan er nú gengin í fyrsta sinn á Akureyri og vonandi mun hún finna sér stað í hugum bæjarbúa og verða að árvissum viðburði. Auk þess að vera góð útivera þá hefur gangan það að markmiði að glæða húsin í innbænum lífi og vonandi munu göngugestir upplifa nýja og áhugaverða tengingu við húsin. Í lok göngu mun Valgerður Bjarnadóttir flytja ávarp.
Zontaklúbbarnir á Akureyri afhenda Aflinu styrktarfé. Dagana 7. og 8. mars sl. stóðu Zontakonur á Íslandi fyrir sölu á gullrósarnælu undir yfirskriftinni ,,Zonta gegn kynferðisofbeldi". Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur Stígamótum og systursamtökum þeirra á kvenréttindadaginn 19. júní. Á Akureyri munu Zontaklúbbarnir á Akureyri afhenda Aflinu styrktarfé sem hljómar upp á 1 milljón krónur.
Að lokinni kvennasögugöngu og styrktarafhendingu verður boðið upp á kaffi í húsi Zontaklúbbs Akureyrar.
Annað í tilefni dagsins: Fyrr um daginn, kl. 12.15, fer fram gróðursetning í Vilhelmínulundi við Hamra sem samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar stendur fyrir. Vilhelmínulundur er tileinkaður Vilhelmínu Lever verslunarborgarinnu á Akureyri. Dagskráin hefst við minningarskilti um Vilhelmínu við Hamra ofan Akureyrar. Flutt verður stutt ávarp, settar niður plöntur og boðið upp á kaffi og kleinur. Til nánari glöggvunar skal tekið fram að Vilhelmínulundur er við göngustíginn sem liggur meðfram tjaldsvæðinu að Hömrum.
Myndin er frá gróðursetningu í Vilhelmínulundi í júní 2007.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/setning-listasumars
|
Setning Listasumars
Sextánda Listasumarið verður sett í Ketilhúsinu í dag, fimmtudaginn 19. júní, þar sem opnuð verður sýningin Bráðnun, samsýning tíu listakvenna frá Danmörku, Íslandi og Noregi. Sýningin var sett saman í tilefni af Alþjóðlega heimskautárinu 2007 og hefur þegar verið sýnd á Grænlandi og í Danmörku.
Samtímis opnar ljósmyndasýningin Gamla Akureyri á Ráðhústorgi, útisýning sem Hermann Arason hefur sett saman í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri. Á opnuninni flytur Sigurður Heiðar Jónsson, fyrrum stjórnarmaður Gilfélagsins og einn af forsvarsmönnum Populus tremula menningarsmiðju í Listagili, ávarp þar sem hann mun líta yfir farin veg lista- og menningarlífs í Gilinu og á Akureyri. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi forseti bæjarstjórnar Akureyrar, setur Listasumar og Helgi Jóhannesson ræðismaður Dana opnar sýninguna Bráðnun.
Dagskrá Listasumars 2008 og ýmislegt fleira er að finna á heimasíðunni www.listasumar.akureyri.is.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-tonlistarhatid
|
Vel heppnuð tónlistarhátíð
Tónlistarhátíðin AIM Festival stóð í 5 daga á Akureyri og haldnir voru 19 tónleikar á 10 stöðum. Mikill fjöldi gesta, eða um 5.500 manns, mættu á tónleika þessa daga og skemmtu sér konunglega, enda margt í boði, mikil tónlist og taumlaus gleði. Allt fór vel fram og tónleikagestir sýndu af sér stillingu og prúðmennsku.
AIM Festivali lauk með glæsibrag síðastliðinn mánudag þegar sveitungarnir í Hvanndalsbræðrum spiluðu fyrir fullu húsi á Græna Hattinum og Helgi og hljóðfæraleikararnir héldu uppi gleðinni á Allanum. Reyndar var þetta í þriðja sinn þessa miklu tónleikahelgi sem Helgi og hljóðfæraleikararnir spiluðu enda spilaglaðir með endemum.
Þetta var í þriðja sinn sem AIM Festival var haldið og er hátíðin orðin að árlegum viðburði hér norðan heiða. Í þetta sinn komu fram Mugison og Mannakorn, Park Projekt og Hrund Ósk Árnadóttir, Sebastian Studnitzky trompetsnillingur, Helgi og hljóðfæraleikararnir, Hvanndalsbræður, Sickbird, Múgsefjun, Hjálmar, Retro Stefson, píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson, Mótettukór Hallgrímskirkju með Vladimir Miller, ofurbassa og Hoodangers jazz sextett frá Ástralíu.
Óhætt er að fullyrða að Hoodangers hafi heillað þá sem á hlýddu en kjarninn í sveitinni hefur spilað saman í 13 ár. Hoodangers eru að spila á Organ í Reykjavík 19. júní og ljúka ferð sinni um Ísland á Cafe Cultura þann 22. júní. Héðan halda þeir svo til Evrópu að spila á ýmsum tónlistarhátíðum.
Skipuleggjendur AIM Festival þakka kærlega fyrir frábæra tónlistarhelgi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sprettum-ur-spori
|
Sprettum úr spori
Laugardaginn 21. júní fer fram Akureyrarhlaup KEA en það er UFA (Ungmennafélag Akureyrar) sem stendur fyrir hlaupinu í samstarfi við styrktaraðila. Akureyrarhlaup KEA er fyrir alla, stóra sem smáa, unga sem aldna, íþróttafólk og almenning. Bæjarbúar sem og landsmenn allir eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegum viðburði þar sem hreyfing og heilbrigði er í fyrirrúmi.
Hlaupið hefst og endar á Ráðhústorgi og hafa nýjar hlaupaleiðir verið lagðar í öllum vegalengdum en þær eru 3 km, 5 km, 10 km, og hálft maraþon. Leiðirnar, sem liggja um Eyrina og Innbæinn eru marflatar og því afskaplega vænlegar til góðra afreka. Hálfmaraþonið hefst klukkan tíu og 10 km, 5 km og skemmtiskokkið klukkan 11.
Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjá fyrstu karla og konur í 3 og 5 km skemmtiskokki. Sérverðlaun fá fyrstu karlar og konur í 10 og 21,1 km hlaupi og verðlaunapeningar verða veittir fyrir aldursflokka. Að auki verða dregin út vegleg verðlaun sem allir þátttakendur eiga jafna möguleika á að hreppa.
Megintilgangur Akureyrarhlaupsins er að hvetja unga sem aldna til hreyfingar og heilbrigðra lífshátta og skapa tækifæri fyrir almenning að taka þátt í skemmtilegum íþróttaviðburði. Svipaðar uppákomur hafa unnið sér sess víða í heiminum á síðustu áratugum og hleypa lífi í menningu staðanna. Bæjarbúar og gestir bæjarins reima á sig skóna og sigla af stað í iðandi mannhafinu og stemningin er slík að enginn lætur sig vanta að ári. Hér heima hefur Reykjavíkurmaraþon og Kvennahlaupið unnið sér slíkan sess og vita allir sem reynt hafa hve skemmtilegan svip þessar uppákomur setja á bæjarlífið. Íbúar við Strandgötu, Hafnarstræti og Aðalstræti eru hvattir til að fara út og hvetja hlauparana til dáða.
Smelltu HÉR til að skoða kort af hlaupaleiðunum á pdf-formi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-allra-vorum-i-radhusinu
|
Á allra vörum í Ráðhúsinu
Vaskur hópur kvenna í Ráðhúsi Akureyrarbæjar hefur stutt átakið "Á allra vörum" með því að kaupa varagloss frá Yves Saint Laurent, sérmerkt átakinu. Um er að ræða kynningar- og fjáröflunarátak sem hefur að markmiði að leggja Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands lið við að safna peningum til kaupa á nýju greiningartæki sem eykur möguleika á greiningu krabbameins í brjóstum á frumstigi. Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélagsins.
Konurnar úr Ráðhúsinu stilltu sér upp til myndatöku og brostu sínu breiðasta með varaglossið á lofti. Þess ber að geta að konur á bæjarskrifstofunum í Glerárgötu 26 létu heldur ekki sitt eftir liggja og keyptu flestar varagloss.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-rekstrarnidurstada-og-traustur-fjarhagur
|
Góð rekstrarniðurstaða og traustur fjárhagur
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2007 var lagður fram í bæjarráði í gær. Þar kemur fram að reksturinn skilaði góðri niðurstöðu og fjárhagurinn er traustur. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar 24. júni og 1. júli nk.
Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, Fasteignir Akureyrarbæjar, Framkvæmdamiðstöð og Eignasjóð gatna. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Akureyrabæjar, Strætisvagnar Akureyrabæjar, Öldrunarheimili Akureyrabæjar, Framkvæmdasjóður Akureyrarbæjar, Bifreiðastæðasjóður Akureyrabæjar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka hf, Heilsugæslustöðin á Akureyri, Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar og Gjafasjóður Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Rekstur Akureyrarbæjar gekk vel á árinu og er heildarniðurstaða ársins betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og er fjárhagurinn traustur. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar var jákvæð um 1.585 milljónir króna en áætlun hafði gert ráð fyrir 1.414 milljóna króna hagnaði á árinu. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 1.682 millj.kr. og handbært fé frá rekstri 1.671 millj.kr. Fjárfestingarhreyfingar námu samtals 1.515 millj.kr. Fjármögnunarhreyfingar námu samtals 2.761 millj.kr. Afborgun langtímalána nam 997 millj.kr. en ný langtímalán námu 1.495 millj.kr. Hækkun á handbæru fé á árinu nam 425,5 millj.kr. og nam handbært fé sveitarfélagsins í árslok 1.732,2 millj.kr.
Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 5.517.436 þúsundir króna. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.473 og hafði aukist um 14 frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins, í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 51,4%. Annar rekstrarkostnaður var 35,6% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 356 þús.kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 763 þús.kr. á hvern íbúa. Árið 2006 voru skatttekjurnar 315 þús.kr. á hvern íbúa og heildartekjurnar 660 þús.kr.
Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærðar á 24.014 millj.kr., þar af eru veltufjármunir 3.264 millj.kr. Skuldir sveitarfélagsins með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 14.294 millj.kr., þar af eru skammtímaskuldir 2.945 millj.kr. Veltufjárhlutfallið er 1,11 í árslok, en var 0,79 árið áður. Bókfært eigið fé nemur 9.720 millj.kr í árloken nam árið áður 7.502 millj. kr. Eiginfjárhlutfall er 40% af heildarfjármagni en var 31% árið áður.
Ársreikningur Akureyrarbæjar 2007.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmennt-i-fyrstu-kvennasogugongunni
|
Fjölmennt í fyrstu kvennasögugöngunni
Í tilefni kvenréttindadagsins 19. júní var boðið upp á kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri. Jafnréttisstofa, Minjasafnið á Akureyri og Zonta-klúbbarnir stóðu fyrir göngunni og þótti hún mjög fróðleg.
Sigrún Björk Jakobsdóttir ávarpaði göngugesti við upphaf göngunnar og síðan var haldið af stað inn innbæinn undir leiðsögn Elínar Antonsdóttur. Staldrað var við hús kvenna sem bjuggu og störfuðu í innbænum í kringum aldarmótin 1900 og óhætt að segja að ný tengsl hafi skapast við líf fólks í innbænum á þessum tíma.
Þátttaka í göngunni var mjög góð og voru göngugestir 150 þegar mest var. Gangan endaði við hús Zontaklúbbs Akureyrar þar sem Zontaklúbbarnir afhentu Aflinu eina milljón en Zontaklúbbarnir á Íslandi hafa í vetur safnað fé með sölu gullrósarnælunnar. Heildarafrakstur söfnunarinnar var 8 milljónir sem komu í hlut Stígamóta, Aflsins á Akureyri og Sólstafa á Ísafirði.
Valgerður Bjarnadóttir flutti ávarp um jafnréttismál í Zontahúsinu á meðan göngugestir gæddu sér á kleinum og kaffi í kjölfar göngunnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/margvisleg-afthreying-fyrir-born-a-akureyri-i-sumar
|
Margvísleg afþreying fyrir börn á Akureyri í sumar
Margvísleg afþreying fyrir börn er í boði á Akureyri í sumar. Akureyrarbær mun starfrækja smíðavöll á svæðinu austan Vestursíðu ef næg þátttaka næst. Völlurinn er ætlaður börnum á aldrinum 7-12 ára og verður opinn frá og með 30. júní - 30. júlí kl. 13-16. Leiðbeinandi verður á staðnum en forráðamönnum er bent á að ekki er um gæslu að ræða og er frjáls mæting á tímabilinu. Skráning fer fram í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9 dagana 19.-27. júní. Gjaldið er 3500 krónur en systkinaafsláttur er 1000 krónur.
Íþrótta- og tómstundaskóli KA, Þórs og Akureyrarbæjar er starfræktur í allt sumar og í dag hófst námskeið númer tvö en alls verða þau fimm. Hvert námskeið er 10 daga langt frá klukkan 9-12 eða 13-16 og kostar 6800 krónur. Boðið er upp á vistun frá kl. 7:45-9:00 og 16:00-17:00 hvern virkan dag sem námskeiðin standa yfir. Upplýsingar og skráning eru hjá KA í síma 462 3482 og hjá Þór í síma 461 2080. Enn er laust í öll námskeið sumarsins.
Útilífsskóli í umsjón skátanna verður að Hömrum í sumar. Um er að ræða sannkölluð ævintýranámskeið þar sem boðið er upp á margvíslega fræðslu, leik og útiveru. Þar má nefna sig, föndur, vatnasafarí, gönguferðir, kanósiglingar, þrautabrautir og fleira. Hvert námskeið tekur fimm daga og er í sex klukkustundir á dag. Námskeiðin eru fyrir 6-8 ára börn annars vegar og fyrir 9-12 ára börn hins vegar. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni www.hamrar.is eða í síma 461 2265
Siglingaklúbburinn Nökkvi er með námskeið í siglingum alla daga í sumar, bæði fyrir og eftir hádegi. Nánari upplýsingar fást á heimasíðunni www.nokkvi.iba.is eða í síma 694 7509.
Þá eru reiðskólar starfræktir á Akureyri í sumar. Reiðskóli Hestamannafélagsins Létti og Samfélags og mannréttindanefndar Akureyrarbæjar er með hestanámskeið á Hamraborg við Kjarnaskóg frá 16. júní - 18. júlí fyrir börn frá 5-14 ára. Nánari upplýsingar gefur Arnaldur í síma 865 9165. Og Reiðskólinn Kátur er einnig með reiðnámskeið fyrir krakka í sumar en upplýsingar um hann má fá í síma 695 7218 eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].
Tónræktin verður með sumarnámskeið fyrir söngelska krakka í sumar. Um er að ræða tveggja vikna námskeið fyrir 7 til 11 ára börn í söng, tónheyrn, notkun hljóðnema og framsögn, 30. júní - 12. júlí. Kennt verður á virkum dögum kl. 17-18 og 18-19. Kennarar eru Björn Þórarinsson tónmenntakennari og Siríður Birna Guðjónsdóttir söngkona og íslenskufræðingur. Upplýsingar og skráning eru í símum 695 3217 og 461 3217 og á heimasíðunni www.tonraektin.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jonsmessuleikur-i-kjarnaskogi-5
|
Jónsmessuleikur í Kjarnaskógi
Hinn árlegi Jónsmessuleikur verður haldinn í Kjarnaskógi í kvöld og hefur hópur ungmenna undir leiðsögn starfsmanna Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili staðið að undirbúningi í allan dag. Að venju er unnið á ýmsan skemmtilegan hátt með efnivið úr skóginum, málað og föndrað úr timbri, tálgaðir grillteinar og búin til ýmiskonar listaverk. Meðal þess sem krakkarnir gerðu voru alls konar litlar skrítnar verur og kýr og verður fróðlegt að sjá hvort kýrnar munu tala í kvöld. Einnig gafst tími til að fara í leiki og sulla og í hádeginu var elduð súpa í rómantíska rjórðrinu.
Jónsmessuleikurinn verður svo milli 18 og 21 í kvöld. Þátttakendur geta mætt á hvaða tíma sem þeir vilja, fengið kort og farið á milli stöðvanna en meðal þess sem búast má við eru aflraunastöð, kútjald, snúpyls og skapraunastöð. Strætisvagnar Akureyrar verða með ferðir frá Ráðhústorgi í Kjarnaskóg klukkan 18 og aftur frá Kjarnakoti klukkan 21. Allir eru velkomnir og það er enginn aðgangseyrir.
Vaskir drengir að gera aflraunastöðina klára.
Kaffipása hjá undirbúningshópnum.
Krakkarnir gæða sér á banana og kókómjólk.
Ásdís Björk Gunnarsdóttir og Telma Rut Rögnvaldsdóttir leggja lokahönd á brúðkaupskýrnar sínar Evu og Nóa.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thetta-vilja-bornin-sja
|
Þetta vilja börnin sjá!
Sýningin Þetta vilja börnin sjá! var opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri 19. júní. Á sýningunni má sjá myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum en markmið sýningarinnar er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum. Sýning þessi hefur verið haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík síðan árið 2002. Þá eru íslensku myndskreytiverðlaunin Dimmalimm einnig veitt sem í ár komu í hlut Sigrúnar Eldjárn fyrir myndskreytingar í bókinni Gælur, fælur og þvælur eftir Þórarinn Eldjárn.
Sýningin hefur í ár verið sett upp í Sögusetrinu á Hvolsvelli, Menningarmiðstöðinni á Hornarfirði og er nú komin í Amtsbókasafnið á Akureyri og stendur til loka júlí. Í byrjun ágúst verður hún svo sett upp í safnahúsinu í Borgarfirði.
Þátttakendur í sýningunni eru:
Anna Cynthia Leplar ? Ágúst Bjarnason ? Áslaug Jónsdóttir ? Bjarni Þór Bjarnason ? Björk Bjarkadóttir ? Björn H. Önundarson ? Brynhildur Jenný Bjarnadóttir ? Fanney Sizemore ? Freydís Kristjánsdóttir ? Halldór Ásgrímur Elvarsson ? Halldór Baldursson ? Ingólfur Örn Björgvinsson ? Embla Ýr Bárudóttir ? Jean Posocco ? Kristín Arngrímsdóttir ? Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir ? Margrét Laxness ? Sigrún Eldjárn ? Þórarinn Leifsson ? Þórey Mjallhvít Heiðardóttir
Ísar Enok Evuson kemur reglulega á bókasafnið og finnst sýningin mjög skemmtileg
Myndskreytingar úr bókinni Hetjan - sögur úr Njálu eftir Emblu Ýr Bárudóttur og Ingólf Örn Björgvinsson
Myndskreytingar eftir Halldór Baldursson úr bókinni Drekinn sem varð bálreiður eftir Margréti Tryggvadóttur
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/audvelt-adgengi-ad-reidhjolum-a-akureyri-i-sumar
|
Auðvelt aðgengi að reiðhjólum á Akureyri í sumar
Ferðamenn og heimamenn geta á auðveldan hátt ferðast á reiðhjólum um Akureyri í sumar. Verslunin Víkingur í Hafnarstræti býður upp á reiðhjólaleigu en í boði eru 10 reiðhjól án gíra eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Gjaldið fyrir sex tíma er 500 krónur og 1000 krónur fyrir heilan dag (8-22) en verslunin er opin daglega frá 8-22. Sigurður Guðmundsson eigandi Víkings segir að hjólaleigan hafi farið vel af stað og viðskiptavinir séu aðallega erlendir ferðamenn, alla vega ennþá.
Einnig hefur nokkrum reiðhjólum verið komið fyrir við Sundlaug Akureyrar í boði Vodafone og verða þau aðgengileg á opnunartíma sundlaugarinnar í sumar. Tryggingamiðstöðin útvegar reiðhjólahjálma. Að sögn Margrétar Sölvadóttur aðstoðarmanns forstöðumanns Sundlaugar Akureyrar hefur framtakinu verið vel tekið, mikið spurt um reiðhjólin og margir skellt sér í hjólreiðatúr. Hún segir að von sé á fleiri reiðhjólum í sumar og einnig til Sundlaugarinnar í Hrísey. Þetta samstarfsverkefni Vodafone og Tryggingamiðstöðvarinnar er í gangi um allt land en markmiðið framtaksins er að hvetja fólk til hollrar hreyfingar og auðvelda því að ferðast milli staða í bæjunum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gamla-akureyri
|
Gamla Akureyri
Á Ráðhústorgi á Akureyri ber að líta skemmtilega ljósmyndasýningu sem Hermann Arason hefur sett saman í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri. Sýningin nefnist Gamla Akureyri og sýnir eins og nafnið ber til kynna gamlar myndir frá akureyrsku mannlífi. Myndirnar eru allar frá Ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar, (Jón Sigurðsson og Vigfús Friðriksson) og eru teknar á árunum 1920 og fram yfir 1950.
Myndirnar lífga mikið upp á torgið og er gaman að rölta þar um og sjá hvernig bærinn hefur þróast í áranna rás. Sýningin er hluti af Listasumri á Akureyri.
Knattspyrnulið Frystihúss KEA við félagshús Þórs á Oddeyri
Skemmtileg mynd af Sundlauginni á Akureyri.
Frá baráttufundi verkalýðsins 1. maí
Ljósmyndasýningin Gamla Akureyri lífgar upp á Ráðhústogið og trekkir að fólk á öllum aldri
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lesid-a-legsteina-2
|
Lesið á legsteina
Gönguferð með leiðsögn um kirkjugarð Akureyrar verður fimmtudagskvöldið 26. júní klukkan 20:00. Gangan hefst við Minjasafnskirkjuna en hún stendur á lóð fyrstu sóknarkirkju Akureyringa. Þaðan verður gengið upp í kirkjugarðinn á Höfðanum, sömu leið og áður var gengið með kistur til greftrunar. Tilurð og saga kirkjugarðsins verður rakin og staldrað verður við valda legsteina sem eru eins og svo margt annað mótaðir af tískustraumum á hverjum tíma.
Smári Sigurðsson forstöðumaður Kirkjugarða Akureyrar og Hanna Rósa Sveinsdóttir safnvörður við Minjasafnið leiða gönguna sem áætlað er að taki um tvær klukkustundir.
Ekkert þátttökugjald og allir eru velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ljodveisla-i-deiglunni
|
Ljóðveisla í Deiglunni
Á sextugsafmæli sínu, fimmtudaginn 26. júní, býður Erlingur Sigurðarson til ljóðveislu í Deiglunni. Þar mun hann létta leynd af ýmsu því sem hann hefur sett saman síðustu misserin. Ljóðveislan er öllum opin og hefst kl. 20.45 (Ath: þegar að loknum leik Rússa og Spánverja) og stendur í u.þ.b. klukkustund. Erlingur vonast til að sjá sem flesta vini, ættingja og aðra áhugamenn.
Erlingur Sigurðarson er frá Grænavatni í Mývatnssveit en hefur búið á Akureyri áratugum saman. Hann var lengi kennari við Menntaskólann á Akureyri, og síðast forstöðumaður skáldasafna á Akureyri og hélt þar fjölda ljóðakvölda og námskeiða um bókmenntir. Hann hefur einnig fengist við ritstörf og skriftir og gaf t.d. út ljóðabókina Heilyndi árið 1997. Erlingur var útnefndur bæjarlistamaður á Akureyri árið 2005.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/margret-blondal-radin-framkvaemdastjori-hatidarhaldanna-a-akureyri
|
Margrét Blöndal ráðin framkvæmdastjóri hátíðarhaldanna á Akureyri
Akureyrarstofa hefur samið við Margréti Blöndal fjölmiðlakonu um að taka að sér að stýra undirbúningi og hátíðarhöldum á Akureyri um verslunarmannahelgina. Margrét mun leiða hóp hagsmunaaðila sem standa saman að því að bjóða til fjölskylduhátíðar í bænum. Markmiðið er að bjóða upp á ljúfa og skemmtilega hátíð og tengja hana sögu og bæjarbrag á Akureyri í ríkari mæli en verið hefur.
Margrét er að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum um árabil hefur jafnframt komið að skipulagningu ýmissa viðburða í gegnum tíðina. Margrét hefur strax störf við skipulagninguna í samvinnu við Akureyrarstofu og fjölmarga aðila í athafnalífi á Akureyri, fyrirtæki, félög og einstaklinga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/syning-um-leikminjar-og-leikhus-i-laxdalshusi
|
Sýning um leikminjar og leikhús í Laxdalshúsi
Leikminjasafn Íslands opnar sýningu um leiklist á Akureyri og Norðurlandi í Laxdaldhúsi á laugardaginn klukkan 15-17. Við opnunina býður Bernhard August Steincke, frumkvöðull leiksýninga á Akureyri, gesti velkomna í húsið, auk þess sem flutt verður tónlist úr leikhúsinu. Það er Þórarinn Blöndal, myndlistamaður á Akureyri, sem hefur séð um uppsetningu sýningarinnar.
Samhliða mun á laugardaginn opna sýning á handverki eftir Þráin Karlsson í húsinu en stefnt er á að hafa þar farandsýningar reglulega. Laxdalshús er elsta hús Akureyrar og verður sýningin og húsið opið almenningi alla daga nema mánudaga klukkan 11-17.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/facing-china-lykur-i-listasafninu-a-akureyri
|
Facing China lýkur í Listasafninu á Akureyri
Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna Facing China ( Augliti til auglitis við Kína ) í Listasafninu á Akureyri en henni lýkur föstudaginn 27. júní klukkan 17.
Heiti sýningarinnar endurspeglar meginstef hennar, manninn og andlitið, sem sjá má í málverkum og skúlptúrum eftir níu kínverska samtímalistamenn sem vakið hafa alþjóðlega athygli og sett hvert
sölumetið á fætur öðru í uppboðshúsum heimsins. Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Chen Qing Qing, Fang Lijun, Liu Ye, Tang Zhigang, Wei Dong, Yang Shaobin, Yue Minjun, Zhang Xiaogang og Zhao Nengzhi.
Öll verkin á sýningunni koma úr fórum hollenska listaverkasafnarans Fu Ruide. Hann hefur reynst Listasafninu á
Akureyri mikill haukur í horni við mótun og undirbúning sýningarinnar og bætti við mörgum nýjum verkum í safn sitt til
að gera hana sem best úr garði. Af þessu tilefni hefur verið gefin út glæsileg 270 síðna bók í hörðu bandi á ensku og
kínversku sem í rita, auk forstöðumanns Listasafnsins og eiganda verkanna, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, hinn þekkti bandaríski listfræðingur Robert C. Morgan og virtasti gagnrýnandi kínverskrar myndlistar, Li Xianting, sem stundum er kallaður guðfaðir samtímalistarinnar þar í landi. Þá hefur Listasafnið gefið út dagblað sem hefur að geyma valda texta á íslensku og myndir í áðurnefndri bók. Sýningin er sett upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, sem árið 2008 er að miklu leyti helguð alþjóðlegri myndlist. Frá Akureyri ferðast sýningin víða um lönd og verður hún meðal annars sett upp ísöfnum í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. „Skandinavíuför" hennar lýkur árið 2010, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt listasafn á frumkvæðið að skipulagningu alþjóðlegrar farandsýningar af þessari stærðargráðu. Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.
Verkin úr safni Fu Ruide voru ekki einvörðungu valin vegna verðleika sinna, heldur einnig til að þau væru í samræmi við
stef sýningarinnar, sem er manneskjan, fas hennar og fés, og þar af sprettur heitið, Facing China . En þótt líta megi á sýninguna harla bókstaflega í þessu tilliti, er heitið einnig margrætt með ráðnum hug, jafnvel eilítið ógnvænlegt, þar eð það að standa „augliti til auglitis við eitthvað" þýðir að takast á við veruleikann.
www.listasafn.akureyri.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/veraldarvinir-gera-gongustiga-i-krossanesborgum
|
Veraldarvinir gera göngustíga í Krossanesborgum
Veraldarvinir vinna þessa dagana að gerð göngustíga í fólkvanginum í Krossanesborgum. Þetta eru átta einstaklingar sem koma frá sex þjóðlöndum og munu þau dvelja hér í tvær vikur í umsjón Framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar. Akureyrarbær sér þeim fyrir fæði og húsnæði á meðan dvöl þeirra stendur en að öðru leyti vinna þau hér launalaust. Þetta er í þriðja árið í röð sem Veraldarvinir eru á Akureyri við göngustígagerð í Krossanesborgum.
Veraldarvinir eru félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin voru stofnuð í júní 2001 og hafa frá upphafi haft umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Þetta er gert meðal annars með alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi og skipulagningu umhverfisverkefna í samvinnu við sveitarfélög og frjáls félagasamtök. Veraldarvinir starfa náið með hliðstæðum samtökum í yfir 120 þjóðlöndum.
Gera má ráð fyrir því að um 600 erlendir sjálfboðaliðar komi til landsins í sumar á þeirra vegum. Verkefnin eru margvísleg og dreifast um allt land. Meðal þess sem Veraldarvinir hafa unnið að undanfarin tvö ár er hreinsun strandlengju Íslands en auk þess munu Veraldarvinir í sumar meðal annars hjálpa til við Víkingaþorpið í Hafnarfirði, týna rusl og gera göngustíga víðvegar um landið, planta trjám og leika drauga á Stokkseyri.
Heimasíða samtakanna er www.wf.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/haraldur-thor-radinn-safnstjori
|
Haraldur Þór ráðinn safnstjóri
Haraldur Þór Egilsson hefur verið ráðinn safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri. Staðan var auglýst á dögunum og alls bárust sex umsóknir. Haraldur Þór hefur verið safnkennari á Minjasafninu frá árinu 2003 en mun hefja störf sem safnstjóri þann 1. ágúst.
Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og lauk MA prófi í Diplomatic Studies frá University of Leicester árið 2003. Hann hefur starfað sem leiðbeinandi við Lundarskóla og Brekkuskóla á Akureyri og sinnt sagnfræðirannsóknum auk þess að vera stundakennari við Háskólann á Akureyri og við DiploFoundation.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikmunasafn-opnad-i-elsta-husi-akureyrar
|
Leikmunasafn opnað í elsta húsi Akureyrar
Leikmunasafn um leiklist á Akureyri og á Norðurlandi opnaði í Laxdalshúsi um helgina. Sýningin er á vegum Leikminjasafns Íslands en Þórarinn Blöndal sá um uppsetninguna. Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafnsins opnaði sýninguna og sagði vel við hæfi að hún hefði fengið stað í þessu húsi því upphaf leiklistar á Akureyri tengist húsinu. Mikill menningarfrömuður síns tíma, maður að nafni Bernhard August Steincke bjó í Laxdalshúsi á árunum 1858-74. Steincke kom á þeim tíma leikhússtarfi Akureyrar af stað ásamt því að kenna ungu fólki að syngja og dansa. Leikhús hefur verið starfrækt á Akureyri allar götur síðan.
Bernhard August Steincke ávarpaði gesti við opnun safnsins, í leikgerð Þráins Karlssonar, við mikin fögnuð viðstaddra. Stefnt er að því að hafa reglulega farandsýningar í einu herbergi hússins og við hæfi að sú fyrsta sé sýning á handverki eftir Þráinn Karlsson, einn ástsælasta leikara Leikfélags Akureyrar til margra ára.
Einnig hefur verið útbúið lítið kaffihús í húsinu með húsbúnaði sem er alfarið úr leikmunasafni Leikfélags Akureyrar. Það er sannarlega ánægulegt að Laxdalshús hafi fengið þetta hlutverk og verður skemmtilegur viðkomustaður fyrir ferðamenn og heimafólk á Akureyri í sumar.
Sýningin og húsið er opið almenningi alla daga í sumar nema mánudaga klukkan 11-17.
Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands, opnaði sýninguna.
Aðalsteinn Bergdal leikari tók lagið við undirleik Guðjóns Pálssonar.
Margir lögðu leið sína í Laxdalshús um helgina til að skoða sýninguna. Meðal annars er búið að setja starfsemi Leikfélags Akureyrar upp í tímaröð ásamt fjölmörgum myndum.
Saga Jónsdóttir leikkona og Þórarinn Blöndal rifja upp gamla tíma og skoða sýninguna ásamt fleirum. Þórarinn starfaði hjá Leikfélagi Akureyrar á árum áður sem leikmyndasmiður.
Nokkur verka Þráins Karlssonar.
Búið er að gera huggulegt kaffihús í Laxdalshúsi. Öll húsgögn og allt leirtau er úr leikmunasafni Leikfélags Akureyrar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorunn-bjorg-radin-skolastjori
|
Þórunn Björg ráðin skólastjóri
Þórunn Björg Arnórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri grunnskólans í Hrísey. Þórunn lauk B.Ed. gráðu frá KHÍ nú í vor eftir 4 ára fjarnám. Þórunn hefur starfað sem leiðbeinandi við Grunnskólann í Hrísey sl. 7 ár.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/upplysingalisti-um-opnunartima-safna-afthreyingu-og-fleira
|
Upplýsingalisti um opnunartíma safna, afþreyingu og fleira
Tekinn hefur verið saman listi um opnunartíma safna, afþreyingu og fleira sem kemur að góðum notum fyrir ferðamenn jafnt sem heimamenn í sumar. Þar eru einnig upplýsingar um aðgangseyri viðkomandi staða, opnunartíma matvöruverslana, sundlauga, bókabúða og upplýsingamiðstöðva svo eitthvað sé nefnt. Smellið hér til að nálgast listann.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/heitir-fimmtudagar-hefjast-annad-kvold
|
Heitir fimmtudagar hefjast annað kvöld
Heitir fimmtudagar hefjast í Ketilhúisu 3. júlí klukkan 21:30 með „Súpergrúppunni" Bláum skuggum, kvartetti saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Auk hans skipa kvartettinn þjóðsagnapersónur í íslenskri tónlist og framverðir elstu starfandi kynslóðar íslenskra jazztónlistarmanna, þeir Þórir Baldursson á Hammond orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur Östlund á trommur.
Tónlistin sem Bláir skuggar flytja er aðgengilegur og skemmtilegur samruni jazz- og blús tónlistar þar sem spilagleði er í fyrirrúmi. Á innan við ári hafa Bláir skuggar sent frá sér tvo diska; Blátt ljós og Bláa skugga, sem báðir hafa fengið frábæra dóma og góða sölu. Þess má geta að Sigurður Flosason hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem jazztónlistarflytjandi ársins síðast þegar þau verðlaun voru veitt.
Heitir fimmtudagar á Listasumri á Akureyri eru ein stærsta jazzhátíð landsins, þar sem boðið er upp á fjölbreytta jazzdagskrá í nær tvo mánuði. Á þessu sumri koma fram þeir bestu í flokki íslenskra djassara og einnig spennandi erlendir djasstónlistarmenn, alls um 30 tónlistarmenn á níu tónleikum.
Fjölbreytni og sveiflugleði einkenna jazzdagskrá þessa sumars: Söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir, Guðlaug Ólafsdóttir og Heiða Árnasdóttir, verða hver með sína tónleika og einnig mætir Robin Nolan til leiks, svo dæmi séu nefnd.
Síðastliðið sumar var tekinn upp sú nýbreytni að tónleikagestir gátu keypt aðgangskort á sex tónleika með 50 % afslætti og velja sjálfir á hvaða Heitan fimmtudag þeir vildu fara. Þetta fyrirkomulag gafst vel gildir einnig fyrir Listasumar 2008. Aðgöngumiðasala er við innganginn frá kl. 20:30 tónleikadagana.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/garur-yfirlitssyning-a-verkum-gudmundar-armanns
|
GÁRUR - Yfirlitssýning á verkum Guðmundar Ármanns
Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri er helguð yfirliti á verkum Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar. Sýningin verður opnuð laugardaginn 5. júlí og stendur til loka ágústmánaðar.
Guðmundur hefur starfað við myndlist og kennslu síðastliðna fjóra áratugi og verið mikilvirkur í félags- og baráttumálum
myndlistarmanna. Eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1967 og Valand-listaháskólann í Gautaborg með MA-gráðu frá grafíkdeild árið 1972, flutti Guðmundur norður og hóf kennslu við hið nýstofnaða Myndlistarfélag Akureyrar. Guðmundur lét strax að sér kveða sem einn fyrsti gagnmenntaði myndlistarmaður Norðurlands. Myndlistafélagið varð vísirinn að Myndlistaskólanum á Akureyri.
Árið 1975 stofnaði hann Teiknihönnun KG (Kristjáns Steingrímssonar myndlistarmanns og Guðmundar Ármanns) sem síðar varð að Teiknistofunni Stíl. Guðmundur var kennari við Myndlistaskólann á Akureyri frá 1986 til 2000 þegar hann sneri sér að kennslu við listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Guðmundur er einn af stofnendum Gilfélagsins og átti ekki hvað minnstan þátt í því að Listagilið og Listasafnið á Akureyri komust á fót árið 1993 og þeim harða straumi frambærilegra myndlistarmanna norðan heiða sem runnið hafa um menningarfarvegi landins í seinni tíð.
Guðmundur er blessunarlega ekki nein opinber brimalda, hvað þá gárungur, en vissulega orsakavaldur margra gára á bakvið öldurót okkar tíma. Aldrei er ein báran stök og safnast þegar saman kemur. Hann er málarinn sem kann þá list að kenna. Áhrifavaldur og spegill hræringanna sem virðist nú alfarið vísa inn á við.
Það er með stolti og ánægju sem Listasafnið á Akureyri setur upp þessa sýningu á verkum Guðmundar, sem er aðallega helguð nýlegum málverkum hans og þrykkimyndum en varpar einnig ljósi á vítt umfang listamannsferils hans í rúmlega fjörutíu og fimm ár. Enda þótt lífsstarf hans samanstandi af hlutbundnum teikningum, hlutlægum og hálf-abstrakt landslagsmálverkum, dúkristum og tréþrykksmyndum, var það framan af tilgangurinn, fremur en formið, sem var driffjöðrin í listsköpun hans.
Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út 150 síðna bók um listferil Guðmundar sem í rita m.a. Kristján Kristjánsson
heimspekingur og listfræðingurinn Shauna Laurel Jones, sem segir að ígrunduð rannsókn Guðmundar á burðarþoli og takmörkunum hinna ýmsu miðla hafi gert honum kleift að nýta efniviðinn vel og slípa sínar ólíku listrænu aðferðir.
Þess má einnig geta að í framhaldi af þessu yfirliti á verkum Guðmundar í Listasafninu á Akureyri verða settar upp sýningar með honum í Turpentine galleríinu í Reykjavík í júlí 2008 og í Norræna húsinu í Færeyjum sama ár um haustið. Það mun því halda áfram að gára um G.Ármann, eins og hann signerar myndir sínar, um ókomna tíð.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/liflegur-laugardagur
|
Líflegur laugardagur
Það verður listaveisla og mikil stemning á Akureyri á laugardaginn. Listasafnið á Akureyri opnar yfirlitssýningu á verkum Guðmundar Ármanns ásamt því sem gallerí bæjarins verða með áhugaverðar opnanir. Einnig má nefna söngvöku í Minjasafnskirkjunni og miðnætursólarsiglingu í Hrísey.
Hér má sá margt af því sem í boði verður í tímaröð:
Ketilhús kl. 13:00: Fyrirlestur í tengslum við sýningu Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar sem opnar í Listasafninu sama dag
Jónas Viðar Gallery kl. 14:00: Opnun á sýningu Stefáns Boulter. Stendur til 27. júlí
Deiglan kl. 14:00: "Tvisvar sinnum Mývatn". Ljósmynda-sýning Guðrúnar Höddu Bjarnadóttur. Sýningin stendur til 20. júlí
Café Karólína kl. 14:00: Opnun á sýningu Vilhelms Jónssonar. Stendur til 1. ágúst
Byggðasafnið Hvoll kl. 14:00: Fyrirlestur um handverk. Þórarinn Hjartarson
Listasafnið á Akureyri kl. 15:00: Opnun á sýningu Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar. Stendur til 24. ágúst.
galleríBOX kl. 16:00: Opnun á sýningu Heimis Björgúlfssonar. Stendur til 20. júlí
Gallerí + kl. 16:00: Opnun á samsýningu Jorisar Rademaker og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur. Stendur til 27. júlí
Gallerí VeggVerk: Opnun á sýningu Bridget Kennedy. Stendur til 23. ágúst
Minjasafnskirkjan kl. 20:30: Söngvaka
Hrísey á miðnætti: Miðnætursólarsigling frá Árskógssandi
Söngvakan í Minjasafnskirkjunni sem haldin verður á laugardagskvöldið kl. 20:30 er önnur söngvaka sumarsins. Minjasafnið á Akureyri hefur boðið upp á söngvökur síðan 1994. Þær hafa vakið verðskuldaða athygli enda hvergi hægt að finna skemmtidagskrá af þessum toga.
Í sérstakri en viðeigandi umgjörð Minjasafnskirkjunnar eru áheyrendur leiddir í söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld. Flytjendur eru þau Þórarinn Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ull-i-klaedi
|
Ull í klæði
Hefur þú séð hvernig ullarhnoðri verður að fínustu klæðum? Getur ullinn orðið að fallegu skarti? Elísabet Jóhönna Zitterbart og Inger N. Jensen munu á laugardaginn sýna réttu handbrögðin við þessu mikilvægu iðn í Gamla bænum í Laufási. Tóvinna var mjög mikilvæg þegar sauðfjárrækt var grundvöllur alls mannlífs á landinu.
Sýningin verður opin laugardaginn 5. júlí milli 10 og 17. Gamli bærinn í Laufási er í Grýtubakkahreppi um 30 km frá Akureyri. Í tilefni af ári kartöflunnar má finna ýmsar forvitnilegar veitingar til sölu í Gamla prestshúsinu þar sem kartaflan er í aðalhlutverki. Gamli bærinn Laufási er opinn alla daga frá kl. 9-18.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lifandi-leidsogn-um-innbaeinn
|
Lifandi leiðsögn um innbæinn
Eitt af fjölmörgu sem hægt er að upplifa á Akureyri í sumar er lifandi leiðsögn um innbæinn. Gengið er frá kirkjutröppunum við Hótel KEA og inn í elsta hluta bæjarins að Minjasafninu. Sagt er frá þróun bæjarins, markverðum stöðum og frásögnum.
Þrír lærðir leiðsögumenn, þær Sigrún Óladóttir, Herdís Gunnlaugsdóttir og Hulda Mekkín sjá um leiðsögnina. Þær hafa á undanförnum mánuðum kynnt sér ítarlega sögu innbæjarins og meðal annars fengið Jón Hjaltason sagnfræðing til liðs við sig, sem skrifaði Sögu Akureyrar fyrir nokkrum árum. Sigrún segir aðkomu Jóns að verkefninu hafa verið mjög mikilvæga og skemmtilega. „Í bland við ýmsar staðreyndir hefur hann sagt okkur sögur af skemmtilegum karakterum, kjaftasögur og brandara sem við fléttum inn í leiðsögnina, frásagnir sem ekki voru gjaldgengar í Sögu Akureyrar," segir Sigrún og hlær. Hún segir verkefnið lofa góðu og bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar hafi sýnt því áhuga. „Akureyringar eru ekki síst áhugasamir, þá langar að fræðast meira um bæinn sinn og söguna," segir Sigrún.
Gangan tekur um tvær klukkustundir og er um einn og hálfur kílómetri að lengd. Fastar ferðir eru á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum klukkan 20, mæting við kirkjutröppurnar við hótel KEA. Hægt er að panta gönguferðir á öðrum tímum og dögum fyrir lágmark fjóra. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnud-fotboltahelgi
|
Vel heppnuð fótboltahelgi
Pollamótið og N1-mótið voru haldin í blíðskaparveðri á Akureyri um helgina. Á Pollamótinu keppa öldungalið karla og kvenna í knattspyrnu á Þórsvellinum og í Boganum. N1-mótið er eitt stærsta knattspyrnumót landsins og er ætlað strákum í fimmta flokki. Liðin koma frá öllu landinu og var leikið á 10 völlum á KA-svæðinu frá miðvikudegi til laugardags.
Nokkur þúsund manns heimsóttu bæinn í tilefni mótanna og var mikil stemning á þeim báðum. Á laugardagskvöldinu voru haldin lokahóf með tilheyrandi skemmtiatriðum og verðlaunaafheldingu. Mótshaldarar voru mjög ánægðir með helgina og prúðmannlega framkomu gesta. Á myndinni hér fyrir ofan má sá tvo KA-stráka í hörkubaráttu við liðsmann Stjörnunnar úr Garðabæ.
Hressir strákar í upphitun
Gestir mótsins góða veðursins og margir skelltu sér í sólbað
Fylkisstrákar fagna marki í vítaspyrnukeppni
Líf og fjör á hliðarlínunni
Pedrómyndir tóku myndir af þátttakendum mótsins alla helgina og ef menn fundu flotta mynd af sér og sínum var hægt að kaupa hana á staðnum
Keppt var á 10 völlum á KA-svæðinu og því þröng á þingi. Þarna má sjá keppendur í fjórum liðum á tveimur völlum í baráttunni
Öldungaliðin á Pollamótinu á Þórssvæðinu sýndu glæsileg tilþrif
Hörkubarátta kvennaliða í Boganum
Fjölmargir nýttu sér tjaldstæðið norðan við Bogann og ljóst að þröngt máttu sáttir sitja
Meðal þess sem krakkarnir gátu dundað við meðan foreldrar þeirra voru að keppa var að prófa þessi skemmtilegu hjól
Mávarnir létu sig ekki vanta á Pollamótið
Eiginkonur og fleiri áhangendur fylgjast spenntir með sínu liði og á næsta velli þakkar annað lið fyrir leikinn
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gattir-ndash-throunarverkefni-i-menningartengdri-ferdathjonustu
|
Gáttir – þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu.
Mánudaginn 14. júlí rennur út umsóknarfrestur um þátttöku í verkefninu Gáttir – þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu. Um er að ræða verkefni á vegum Iðnaðarráðuneytis unnið af Impru á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofu í samvinnu við Háskólann á Hólum.
Þróunarverkefni þau sem hér um ræðir eru á sviði vöruþróunar í ferðaþjónustu; þeim er einkum ætlað að búa til nýja kosti sem haft geta áhrif á ferðatilhögun eða dvalarlengd ferðamanna en einnig að svara eftirspurn sem þegar er til staðar og hefur ekki hingað til verið sinnt. Horft til þess annars vegar að efla þá menningartengdu ferðaþjónustu sem fyrir hendi er og hins vegar að því að kynna ný sóknarfæri til frekari uppbyggingar í héraði.
Tilgangur verkefnisins er að efla ferðaþjónustu með því að vinna úr svæðisbundnum menningarverðmætum, bæði í einstökum héruðum og á landsvísu. Ennfremur að efla skilning og samstarf milli héraða og innan héraðs á því að þróa vöru og þjónustu byggða á menningu og menningararfi landsbyggðarinnar. Ferðaþjónustufyrirtæki eða hópar fyrirtækja, sem taka þátt fá aðstoð við stjórnun vöruþróunarverkefnis í menningartengdri ferðaþjónustu. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og þróun nýrrar vöru og/eða þjónustu.
Um er að ræða 2ja ára stuðningsverkefni í vöruþróun menningartengdrar ferðaþjónustu. Með þessu verkefni er stefnt að því að auka framboð á arðbærri vöru/þjónustu í menningartengdri ferðaþjónustu og stuðla að faglegum lausnum við vöruþróun í greininni. Gert er ráð fyrir að um nokkurs konar klasasamstarf fyrirtækja verði að ræða ýmist svæðisbundið samstarf eða samstarf á landsvísu á faglegum grundvelli.
Frekari upplýsingar veita: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í síma 450-4050, netfang: [email protected] og Alda Þrastardóttir verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu í síma 464-9990, netfang: [email protected]
Einnig á vefjunum www.nmi.is og www.ferdamalastofa.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfsdagur-i-laufasi-6
|
Starfsdagur í Laufási
Hvernig verður smjör til? Hvernig fór fólk að því í gamla daga að gera skyr? Hvernig fór fólk að við heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla? Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga á safnadaginn, sunnudaginn 13. júlí, frá klukkan 13-16.
Í Gamla bænum verður fólk að störfum. Tóvinna verður í baðstofunni. Unnið verður úr undirstöðu matarræðis Íslendinga fyrr á öldum, mjólkinni. Kynnt verður undir hlóðum og bakaðar gómsætar lummur. Gestum og gangandi verður boðið að smakka á ýmsu góðgæti sem unnið verður í gamla bænum. Á hlaðinu verður heypskapur í fullum gangi.
Þátttakendur í starfsdeginum í Laufási eru félagar úr Laufáshópnum, velunnarar Gamla bæjarins auk nemenda við Grenivíkurskóla.
Veitingasala er í Gamla presthúsinu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum haft. Í tilefni af ári kartöflunnar má finna afar forvitnilegar og gómsætar veitingar í veitingasölunni þar sem uppistaðan er einmitt kartaflan.
Í tilefni af íslenska safnadeginum, sem tileinkaður er fjölskyldunni, er enginn aðgangseyrir þennan dag. Opnunartími í Laufási er 9-18 alla daga.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/til-styrktar-myndlistaskolanum
|
Til styrktar Myndlistaskólanum
Í þessari viku verða haldnir styrktartónleikar og listaverkauppboð til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri vegna brunans sem varð í húsnæði hans 27. júní síðastliðinn. Haldið verður svokallað "þögult uppboð" á listaverkum en fólki gefst síðan kostur á að bjóða enn betur á tónleikum sem haldnir verða á fimmtudagskvöld.
Þögult uppboð fer þannig fram að myndlistaverkin eru til sýnis í Marínu við Strandgötu og ef fólk vill bjóða í verk þá skráir það sig á sérstakt blað og fær númer. Síðan skráir það númer og upphæð á annað blað og setur í bauk við viðkomandi verk. Á styrktartónleikunum á fimmtudagskvöld verður síðan reynt að fá ennþá hærri uppboð í verkin með hefðbundnu uppboði en ef það tekst ekki þá fær sá verkið sem bauð í það á "þögla uppboðinu". Listaverkin verða öll merkt með lágmarksuppboðsverði.
Opnaður hefur verið styrktarreikningur þar sem fólk getur lagt inn frjáls framlög til söfunarinnar. Númer reikningsins er 0565-14-400044 og kennitalan er 550978-0409.
Dagskráin er svohljóðandi:
Miðvikudagur 9. júlí kl. 9-18:
Þögult uppboð opið.
Fimmtudagur 10. júlí kl. 9-20:
Þögult uppboð opið.
Fimmtudagur 10. júlí kl. 20:
Styrktarsónleikar og framhaldsuppboð á Marínu. Nýir eigendur geta nálgast verkin. Kynnir: Júlíus Júlíusson. Aðgangseyrir 2.000 krónur.
Verk á uppboðinu eiga:
Jónas Viðar
Hlynur Halls
Rannveig Helgadóttir
Stefán Boulder
Dagrún og Lína á Dalí gallery
Inga Björk Harðardóttir
Margreir Sigurðsson
Og mun fleiri?
Tónlist:
Hvanndalsbræður
Hundur í óskilum
Pálmi Gunnars (og co)
(pönk)listamaðurinn Blái Hnefinn/Gwendr-
Silja, Rósa og Axel úr Wake Me Up söngleiknum
Styrktaraðilar: Marína, Hljóðkerfa- og ljósaleiga Akureyrar, Vífilfell, Voice, Stíll, N4, tónlistar- og myndlistarmenn, fyrrum og núverandi nemendur Myndlistaskólans á Akureyri og velunnarar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/minningarstofur-um-jonas-hallgrimsson-a-hrauni-i-oxnadal-opnar-almenningi-i-sumar
|
Minningarstofur um Jónas Hallgrímsson á Hrauni í Öxnadal opnar almenningi í sumar
Minningarstofurnar í íbúðarhúsinu á Hrauni í Öxnadal voru opnaðar 16. nóvember í fyrra, þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Í húsinu er einnig íbúð fyrir fræðimenn og listamenn sem er mikið sótt enda er kyrrð og fegurð einstök á Hrauni í Öxnadal undir Hraundranga.
Í fyrra var einnig opnaður fólkvangur í landi Hrauns, Jónasarvangur , og gefinn út bæklingur um gönguleiðir um fólkvanginn. Margir leggja leið sína að Hraunsvatni. Auðveldast er að ganga frá Hálsi en tilkomumest að ganga frá Hraunsbænum upp gróið dalverpi með Hraunstapana á vinstri hönd en hinum megin, að norðan, er gróin sandbrekka, Kisubrekka. Þegar komið er upp dalverpið á Stapana er gengið til suðurs um 3 km leið að norðurenda Hraunsvatns. Einnig er skemmtileg að ganga frá bænum suður í Hraunin, sem er stórgrýtt urð með fjölbreyttum gróðri og sérkennilegum náttúrumyndum, en jörðin heitir eftir þessu hruni úr Drangafjalli, Hraunum.
Minningarstofurnar á Hrauni verða opnar föstudaga, laugardaga og sunnudaga í júlí kl. 14-18. Þar er sögð ævisaga Jónasar Hallgrímssonar í máli og myndum. Ýmsir listamenn hafa gefið verk í minningarstofurnar, s.s. Arna Valsdóttir sem gaf vídeóverk, Í hjarta mér , og Kristinn E. Hrafnsson sem gaf lágmynd sína af Jónasi Hallgrímssyni.
Aðgangur að minningarstofunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Á Engimýri og á Halastjörnunni á Hálsi fást ljúffengar veitingar, bæði matur og kaffi.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/radid-i-stodur-forvarnafulltrua-og-umsjonarmanns-punktsins
|
Ráðið í stöður forvarnafulltrúa og umsjónarmanns Punktsins
Samfélags- og mannréttindadeild hefur ráðið Grétu Kristjánsdóttur til starfa sem forvarnafulltrúa og í vor var Halldóra Björg Sævarsdóttir ráðin sem umsjónarmaður handverksmiðstöðvarinnar Punktsins. Báðar hafa þær Gréta og Halldóra starfsstöð í Rósenborg þar sem samfélags- og mannréttindadeild er til húsa.
Gréta og Halldóra eru báðar brautskráðar frá Háskólanum á Akureyri. Halldóra er með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum með textílmennt sem kjörsvið auk þess sem hún hefur sótt fjölda námskeiða í ýmiskonar handverki. Hún hefur undanfarið starfað á leikskólanum Tröllaborgum. Gréta hefur B.A. gráðu í sálfræði og hefur síðastliðið ár starfað sem umsjónarmaður félagsmiðstöðvar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/villiborn
|
Villibörn
Skáldsagan Villibörn eftir Akureyringinn Björn Þorláksson fréttamann kom út nýverið. Í bókinni blandar höfundur sér í umhverfismálin og segir í fréttatilkynningu að þar sé tekist með dramatískum hætti á við eina stærstu spurningu íslensks samtíma en aldrei sé langt í kímnina. Bókin fjallar um fólk í sveit sem stendur óvænt frammi fyrir nýjum tækifærum sem gætu þó kostað sitt.
Þetta er þriðja skáldsaga Björns en áður hefur hann gefið út bækurnar Við, Rottuholan og Lífsloginn.
Ummæli:
Bók sem fæst við knýjandi spurningar í samtímanum.
- Katrín Jakobsdóttir, þingmaður.
Beitt sýn á samfélag græðginnar með dramatískri rómantík.
Holl lesning ? og auk þess skemmtileg.
- Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.
Saga úr íslenskum veruleika. Hversdagsleg, frumleg og spennandi. Bullandi ádeila sem hittir í mark. Himnasending.
- Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/islenski-safnadagurinn-a-sunnudaginn
|
Íslenski safnadagurinn á sunnudaginn
Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur vítt og breitt um landið á sunnudaginn, 13. júlí. Mikið verður um að vera í Eyjafirði í tilefni dagsins og má þar nefna Starfsdag í Gamla bænum á Laufási, gönguferð með leiðsögn um verslunarstaðinn á Gásum og siglingu með Húna II. Frítt verður inn á mörg safnanna og hér fyrir neðan má sjá opnunartíma þeirra og fleiri upplýsingar. Tvö söfn í Eyjafirði eru tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna í ár en það eru Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Minjasafnið á Akureyri.
Verið velkomin í söfnin í Eyjafirði
Davíðshús
Opið 13-17 - Frítt inn
Flugsafnið
Opið 13-17 -Aðgangseyrir
Ölduhús -Holt, Hrísey
Opið 13-18 - Frítt inn
Húni II
Opið 14-18 - Frítt inn
Sigling kl. 20.00 kostar 2000kr
Hús hákarla-Jörundar, Hrísey
Opið 13-18 - Frítt inn
Hvoll á Dalvík
Opið 11-18 -Frítt inn
Iðnaðarsafnið á Akureyri
Opið 10-17 - Frítt inn
Gamli bærinn Laufás
Opið 10-18 – Frítt inn
Starfsdagur í Gamla bænum Laufási kl 13:30-16
Listasafnið á Akureyri
Opið 12-17 – Frítt inn
Minjasafnið á Akureyri
Opið 10-18 – Frítt inn
Gönguferð með leiðsögn um forna verslunarstaðinn á Gásum kl. 14.00. Farið frá bílastæðinu á Gásum
Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar
Opið 14-17 – Aðgangseyrir
Nonnahús
Opið 10-17 – Aðgangseyrir
Safnasafnið, Svalbarðsströnd
Opið 10-18 – Aðgangseyrir
Síldarminjasafnið á Siglufirði
Opið 10-18 – Aðgangseyrir
Smámunasafnið
Opið 13-18 - Aðgangseyrir
Kvikmynd Gísla Sigurgeirssonar um safnarann og húsasmíðameistarann Sverri Hermannsson verður sýnd
Þjóðlagasetrið
Opið 10-1 - Aðgangseyrir
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gengid-um-toftir-midaldakaupstadarins-a-gasum
|
Gengið um tóftir miðaldakaupstaðarins á Gásum
Gönguferð með leiðsögn verður í Gásakaupstað á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 13. júlí klukkan 14. Kristín Sóley Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Gásakaupstaðar ses, leiðir gönguna.
Gásakaupstaður er verslunarstaður frá miðöldum og meðal merkustu minja á landinu aðeins 11 km norðan við Akureyri. Minjasvæðið er friðlýst og í umsjá Fornleifaverndar ríkisins en það er um 14.000 m² og telur hátt í 60 búðartóftir. Á árunum 2001 – 2006 fór fram viðamikil fornleifarannsókn á staðnum undir stjórn Minjasafnsins á Akureyri.
Í göngunni verður sagt frá helstu niðurstöðum rannsóknanna og framtíðar skipulagningu nýstofnaðrar sjálfseignastofnunar, Gásakaupstaðar ses, um uppbyggingu sem byggir á þessum merka sögustað. Gangan tekur um klukkustund og farið verður frá nýja bílastæðinu á Gásum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gattir-umsoknarfrestur-framlengdur-til-5-agust
|
Gáttir - umsóknarfrestur framlengdur til 5. ágúst
Umsóknarfrestur um þátttöku í verkefninu Gáttir – þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu hefur verið framlengdur til 5. ágúst vegna fjölda ábendinga um að tími sé knappur til umsóknagerðar. Um er að ræða verkefni á vegum Iðnaðarráðuneytis unnið af Impru á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofu í samvinnu við Háskólann á Hólum.
Þróunarverkefni þau sem hér um ræðir eru á sviði vöruþróunar í ferðaþjónustu; þeim er einkum ætlað að búa til nýja kosti sem haft geta áhrif á ferðatilhögun eða dvalarlengd ferðamanna en einnig að svara eftirspurn sem þegar er til staðar og hefur ekki hingað til verið sinnt. Horft til þess annars vegar að efla þá menningartengdu ferðaþjónustu sem fyrir hendi er og hins vegar að því að kynna ný sóknarfæri til frekari uppbyggingar í héraði.
Tilgangur verkefnisins er að efla ferðaþjónustu með því að vinna úr svæðisbundnum menningarverðmætum, bæði í einstökum héruðum og á landsvísu. Ennfremur að efla skilning og samstarf milli héraða og innan héraðs á því að þróa vöru og þjónustu byggða á menningu og menningararfi landsbyggðarinnar. Ferðaþjónustufyrirtæki eða hópar fyrirtækja, sem taka þátt fá aðstoð við stjórnun vöruþróunarverkefnis í menningartengdri ferðaþjónustu. Með verkefninu er verið að auka þekkingu á gæðum og þróun nýrrar vöru og/eða þjónustu.
Um er að ræða 2ja ára stuðningsverkefni í vöruþróun menningartengdrar ferðaþjónustu. Með þessu verkefni er stefnt að því að auka framboð á arðbærri vöru/þjónustu í menningartengdri ferðaþjónustu og stuðla að faglegum lausnum við vöruþróun í greininni. Gert er ráð fyrir að um nokkurs konar klasasamstarf fyrirtækja verði að ræða ýmist svæðisbundið samstarf eða samstarf á landsvísu á faglegum grundvelli.
Frekari upplýsingar veita: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í síma 861-4913, netfang: [email protected] eða Ferðamálastofa á Akureyri í síma 464-9990.
Einnig á vefjunum www.nmi.is og www.ferdamalastofa.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-idar-af-tonlist
|
Akureyri iðar af tónlist
Það er jafnan mikið tónlistarlíf á Akureyri á sumrin og engin undantekning þar á þetta árið. Í þessari viku verða fjölbreyttir tónlistarviðburðir í bænum og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Á morgun, 16. júlí, heldur tenórinn Þór Breiðfjörð tónleika í Ketilhúsinu. Á efnisskránni verða að mestu verk úr söngleikjum og meðleikari er Vignir Þór Stefánsson. Þór Breiðfjörð hefur nú lifað og starfað sem leikari og söngvari í Bretlandi í rúm 10 ár. Hann hefur mörg af stærstu hlutverkum söngleikjasögunnar undir beltinu ásamt því að hafa gælt við kvikmyndir og sjónvarp. Þór hóf feril sinn sem rokksöngvari og lagahöfundur á Íslandi, samdi meðal annars einkennislag á Súðavíkurtónleikum í Háskólabíói þegar snjóflóðið alræmda féll.
Fimmtudagskvöldið 17. júlí klukkan 21:30 jazzar söngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir í Ketilhúsi ásamt kvintett sínum. Kvintettinn skipa Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Róbert Þórhallsson á bassa, Scott McLemore á trommur og Vignir Þór Stefánsson á píanó. Á efnisskránni eru meðal annars lög af nýlega út komnum geisladisk Guðlaugar Gentle Rain sem hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda.
Það verður einnig mikið um að vera á Græna Hattinum í vikunni. Annað kvöld verður svokölluð sumargleði Kimi records þar sem hljómsveitirnar Benni Hemm Hemm, Borkó, Morðingjarnir og Reykjavík kom fram. Sumargleðin hefst klukkan 20. Rúnar Eff verður með tónleika á Græna Hattinum á fimmtudagskvöldið klukkan 21. Hann gaf nýlega út geisladiskinn Farg sem hann mun meðal annars leika efni af. Á laugardagskvöld er það dansk/íslenski trúbadorinn Oddur sem mun halda einleikstónleika sem hefjast klukkan 21. Oddur á ættir sínar að rekja til Akureyrar og verður spennandi að sjá hvað hann hefur verið að gera.
Ljúfir og léttir tónar verða á föstudagshádegistónleikum í Ketilhúsinu þann 18. júlí klukkan 12 en þar leika Grímur Helgason á klarinett, Guðrún Dalía Salómonsdóttir á píanó og Þórarinn Már Baldursson á víólu.
Á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn klukkan 17 verða Spilmenn Ríkínis með tvísöng og tónlist. Fram koma Marta Halldórsdóttir sópran, Örn Magnússon og Sigursveinn Magnússon
Og á sunnudagskvöldið verða skemmtilegir blústónleikar í Ketilhúsinu sem hefjast klukkan 20. Hljómsveitin Veröndin býður til sannkallaðrar verandarstemmningar að hætti blúsmanna í Mississippi forðum, þegar blúsinn var í árdaga. Þjóðsaga í Mississippi segir að ef blúsmenn biðu við krossgötur í myrkri þá myndi gamli skratti Legba koma og stilla gítar blúsmanna. Þetta hefði þau áhrif að blúsmenn gætu dáleitt áheyrendur og öðlast snilligáfu. Sumir segja að þessir þremenningar hafi hitt Legba á krossgötum og ætli að kveða hann í kútinn þetta kvöld. Veröndina skipa Björgvin Gíslason, gítar, Halldór Bragason, gítar og söngur og Dr. Róbert Þórhallsson, bassi
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fullveldishatidin-i-hrisey
|
Fullveldishátíðin í Hrísey
Um helgina verður hátíðarhelgi fjölskyldunnar í Hrísey. Boðið verður upp á óvissuferðir, leiktæki fyrir börnin, kvöldvökur og vitaferðir. Gönguferð með leiðsögn, sem Minjasafnið á Akureyri hefur skipulagt, verður um eyjuna á laugardag.
Einnig verður skeljahátíð á laugardeginum þar sem farið verður í skeljakappát og búnir til ýmsir réttir úr skeljum. Söngkeppni barna og ratleikur verða á sínum stað ásamt því sem boðið verður upp á sjóstangveiði og margt fleira. Hér fyrir neðan má sjá dagskránna í heild sinni.
Föstudagurinn 18. júlí
Sundlaugin opnar kl. 8:30-11:30 og 13:00-18:30
13.00 Leiktæki opna og eru opin til kl. 22.00
13.00 Kassaklifursæfingar til kl. 18.00
14.00 Kajakæfingar við hús Björgunarsveitarinnar til kl.18.00
18.00 Óvissuferð barna
18.30 Kveikt upp í grillum
20.00 Ljótu hálfvitarnir - tónleikar í Íþróttamiðstöðinni.
Aðgangseyrir 2.500 kr. Frítt fyrir börn að 12 ára aldri
22.00 Unglingadiskó á hátíðarsvæði
- Óvissuferð (fyrir 18 ára og eldri)
Veitingahúsin Brekka og Fossinn opin fram á nótt.
Jazzbandið spilar á Fossinum.
Laugardagurinn 19. júlí
10.00 Leiktæki opna og verða opin til kl. 18.00
10.30 Sundlaugin opnar og er opin til kl. 17.00
Sædýrasafn hjá Norðurskel til kl. 18.00
10.30 Kassaklifurskeppni við Hvamm
11.00 Vitaferð
- Kaffisala í hátíðartjaldi á vegum Kvenfélagsins til kl. 17.00
- Fitness keppni við skólann
- Kajakæfingar við hús Björgunarsveitarinnar til kl. 17.00
13.00 Hjólböruformúla í boði Húsasmiðjunnar
- Götuleikhús á svæðinu til kl. 17.00
14.00 Skeljahátíð á svæðinu:
Skeljakappát, súpa og ýmsir réttir gerðir úr bláskel
14.00 Hákarlasafnið opnar og er opið til kl. 17.00
15.00 Söngvarakeppni barna og unglinga
16:00 Gönguferð með leiðsögn um Hrísey. Þorsteinn Þorsteinsson leiðir gönguna og mun segja frá Hrísey fyrr og nú. Gangan hefst á bryggjunni í Hrísey og tekur um tvo tíma. Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald.
17.00 Ratleikur
18.30 Kveikt upp í grillum
- Hópakstur dráttarvéla um þorpið
20.30 Kvöldvaka:
- Oddný Sturludóttir
- Gréta Ómarsdóttir
- Kúrekar norðursins
- Lára Stefánsdóttir
22.00 Brekkusöngur og varðeldur
Sjóstangveiði á fiskibátum 1 klst. á kr 1.000 -nánar auglýst síðar
Veitingahúsið Brekka - Johnny King frá miðnætti
Fossinn - Jazzbandið
Sunnudagurinn 20. júlí
10.30 Sundlaug opnar og er opin til kl. 17.00
11.00 Leiktæki opna og verða opin til kl. 15.00
- Vitaferð
14.00 Hákarlasafnið opnar og opið til kl. 17.00
- Holt opnar og er opið til kl. 17.00
Miðasala og skráning í miðasöluskúr á hátíðarsvæði við hliðina á Galleríinu:
vitaferðir, óvissuferðir, fitness, skeljakappát, söngvarakeppni, kassaklifur, ratleikur.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/midaldalif-a-gasum-i-eyjafirdi
|
Miðaldalíf á Gásum í Eyjafirði
Miðaldastemning mun ríkja á Gásum um helgina og verður hátíðn sett á laugardaginn klukkan 12.30 þegar Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregður sér í gervi héraðshöfðingja og setur kauptíðina á Gásum að fornum sið. Að því loknu gefst gestum miðaldadaganna kostur á því að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda. Sýningin verður opin laugardaginn 19. júlí og sunnudaginn 20. júlí milli klukkan 11 og 17.
Kaupmenn og handverksfólk, íklætt miðaldaklæðaði, mun vinna að leður- og vattarsaumi, málmsteypun, jurtalitun, reipisgerð og spjaldvefnaði. Miðaldasöngur að hætti sönghópsins Hymnodiu mun hljóma um kaupstaðinn ásamt
hamarshöggum eldsmiðsins og brennisteinn úr Námafjalli verður hreinsaður. Völva spáir í rúnir fyrir þá sem skyggnast vilja inní framtíðina og börn á öllum aldri geta reynt sig við bogfimi og steinakast. Í fyrsta skipti svo vitað sé í 800 ár verður leikinn knattleikur eins og hinir fornu kappar og helgjarmenni léku á sínum tíma. Miðaldamenn munu sýna réttu handtökin en áhugasömum gestum gefinn kostur að taka þátt og sýna hvað í þeim býr. Örleikþátturinn Munkar og Mjöður, sem lauslega er byggður á viðburðum og fólki sem nefnt er í hinum fornu ritum, verður frumsýndur á laugardeginum og leikinn tvisvar hvorn dag. Kaupmennirnir og handverksfólkið kemur að sjálfsögðu hlaðið vörum í kaupstaðinn og því viðbúið að perlur, gler, skart, trésverð, skeiðar, litað band og fleiri skemmtilegir hlutir ættaðir frá
miðöldum skipti um eigendur. Greiðslukort tíðkuðust vitaskuld ekki á miðöldum og því eru gestir beðnir um að hafa með sér reiðufé (vöruskipti því miður ekki möguleg) hyggist þeir fara vörum hlaðnir frá Gásum.
Friðrik V mun, í samvinnu við Norðlenska, elda súpu í miðaldastíl sem verður seld gegn vægu gjaldi til styrktar áframhaldandi lifandi miðlunar á Gásum. Auk þess verður boðið uppá leiðsögn báða dagana um þennan merka sögustað.
Aðgangseyrir er 1000 kr. á fullorðinn, 13 ára og yngri borga 250 kr en fyrir þá sem eru minni en miðaldasverð er enginn aðgangseyrir. Dagskrá markaðarins í heild sinni má finna á www.gasir.is.
Að þessu sinni er það Gásakaupstaður ses í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri sem stendur að miðaldadögunum á Gásum. Að sjálfseignastofnuninni Gásakaupstaður ses, sem stofnuð var í desember 2007 standa Akureyrarbær,
Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Gásafélagið, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Minjasafnið á Akureyri, Svalbarðsstrandarhreppur og Gásahópurinn - handverksfólk úr Eyjafirði. Helstu markmið stofnunarinnar er að vinna að uppbyggingu þjónustu og sýningarsvæðis til að miðla upplýsingum um hinn forna sögustað Gásakaupstað í Eyjafirði þannig að á Gásum verði hægt að fá heildstæða upplifun á því hvernig lífið var í Gásakaupstað á miðöldum og skapa lifandi vettvang til að koma sögu staðarins á framfæri við almenning. Framkvæmdir við 1. áfanga uppbygginar á Gásum eru hafnar. Nýr vegur ásamt bílastæði gera aðkomuna að svæðinu aðgengilegri. Komið hefur verið upp salernisaðstöðu og í haust munu tvö fræðsluskilti um staðinn verða afhjúpuð. Minjasafnið á Akureyri vinnur auk þess Þessa dagana að því í samvinnu við Fornleifavernd ríkisins að ganga frá búðartóftunum sem grafið hefur verið í síðustu árin. Og síðast en ekki síst hefur Gásakaupstaður ses fengið barnabókahöfundurinn Brynhildi Þórarinsdóttur til að skrifa barnabók um Gásir sem m.a. styrkt er af Menningarráði Eyþings.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-og-allt-undir
|
Ein með öllu og allt undir
Dagskrá hátíðahaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina var kynnt á blaðamannafundi í dag. Yfirskrift hátíðarinnar er Ein með öllu og allt undir en Margrét Blöndal, framkvæmdastjóri hátíðahaldanna, segir að þemað sé elskulegheit og að árangurinn verði mældur í brosum.
Alla helgina verða fjölmargir viðburðir um allan bæ sem fólk getur notið. Meðal þess sem boðið verður upp á er Hlöðuball í Dynheimum, siglingar um Eyjafjörð með Húna II og hádegistónleikar í Lystigarðinum með teppi, nesti og huggulegheitum. Þá mun 80´s taka völdin í miðbænum í samstarfi við starfsfólk verslana og kaffihúsa. Þar verða herðapúðar og hárlakk í algleymingi og lögreglumenn á bæjarvakt munu klæðast búningum frá þessu tímabili. Dr. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarps á Rúv, ætlar svo að rifja upp Jane Fonda leikfimina sem hún kenndi á 9. áratugnum. Þá verða pylsur með rauðkáli og Vallash til sölu og alla helgina verða tónleikar og dansiböll af öllum gerðum.
Dagskránni líkur með lokatónleikum á Akureyrarvelli sem verða sérsniðnir stemningu helgarinnar en fram koma Guðrún Gunnarsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Eurobandið, Sigga Beinteins og Bryndís Ásmundsdóttir ásamt danska Evróvisjónfaranum Simon Mathew. Dagskráin endar á lögum Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar sem hóf sinn tónlistarferil á Akureyri, fyrst í MA og svo með Hljómsveit Ingimars Eydal.
Dagskráin er í stöðugri þróun og er uppfærð á heimasíðunni www.einmedollu.is
Föstudagur 1. ágúst
12:00 Ketilhús - Föstudagstónleikar. Heidelberg-kvartett frá Þýskalandi.
14:00 Létt grill fyrir heimamenn og gesti á svölunum á Strikinu.
20.00 Akureyrarkirkja - Óskalagatónleikar Eyþórs Inga Jónssonar organista.
21.00 Sögusigling með Húna.
22.00 Hlöðuball í Dynheimum - Dynheimakynslóðirnar mæta með börnin sín og kenna þeim hvernig á að skemmta sér. Þórhallur í Pedró og Hólmar Svansson í diskótekinu.
Verslanir í miðbænum verða opnar fram eftir kvöldi.
Græni hatturinn: Hvanndalsbræður
Sjallinn: SWITCH (Trevor Lovey), plötusnúðar Flex Music og Barcode
Vélsmiðjan: Hljómsveitin Von ásamt Matta úr Pöpunum
Kaffi Akureyri: Doddi litli.
101 Akureyri: MR.Cuellar
Kaffi Amor: Double trouble
Marína: Ný dönsk
Laugardagur 2. ágúst
12.00 Ljúf stund í Lystigarðinum við undirleik Húsbænda og hjúa. Nestiskarfa og teppi, býflugur og blóm.
13.00 Jónas Viðar Gallery - Sumarsýningin opnuð
14.00 Níundi áratugurinn tekur völdin í miðbænum með tilheyrandi hárlakki og herðapúðum, myndböndum, minningum og ótal ævintýrum sem krydda tilveruna.
- hraðnámskeið í tungumáli innfæddra
- Jane Fonda leikfimi v/Amtsbókasafnið kl. 15.00
- Eyfirska sumartískan í Hafnarstræti kl. 16.00
- ´80s hárgreiðslur í boði Félags hárgreiðslu- og hárskerameistara á Norðurlandi
... og ótal, ótalmargt annað sem laðar fram bros gesta og gangandi.
14:00 Aflraunameistari Íslands. Stjórnandi Magnús Ver Magnússon
14:00 Söguganga um Innbæinn á vegum Minjasafnsins með Herði Geirssyni. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi.
14.00 Ketilhúsið - Opnun á sýningunni "Flétta", samsýning Önnu Maríu Guðmann, Bjarkar Eiríksdóttur og Sveinu Bjarkar Jóhannesdóttur.
14.00 Ketilhús – utandyra. Gjörningur: "Gullna röndin". Aðalsteinn Þórsson "pimpar" upp veggverkið Akureyri menningarborg og gefur því "glim-glim".
14.00 Café Karólína - Opnun á sýningu Margeirs Dire Sigurðssonar.
14:00 Svala söngvakeppnin á Glerártorgi. Skemmtileg keppni fyrir söngelska krakka og strax að henni lokinni breyta Masi, Stubbi sjóræningi, Silja, Sigga Beinteins og María Björk Glerártorginu í Söngvaborg. Skráning í söngvakeppnina hefst á Glerártorgi kl. 13.00
15.00 Deiglan "Dúett-Sonnettusveigur", myndlist og ljóð. Ólöf Björk Bragadóttir og Sigurður Ingólfsson.
18.00 Leikfélagið Sýnir frumsýnir nýtt verk í Lystigarðinum.
18.00 Sigling með Húna til Hjalteyrar (sjá Hjalteyrarhátíð www.verksmidjan.blogspot.com )
20.00 Ráðhústorg
- What a feeling! Danskennsla á Ráðhústorgi
- Karókíkeppni (sjá lagalista á www.einmedollu.is)
- Páll Óskar
- Sigga, Bryndís og Tina Turner
- ´80s ball með Hljómsveitinni Von.
Græni hatturinn: Hvanndalsbræður
Sjallinn: Sálin hans Jóns míns
Vélsmiðjan: Hljómsveitin Von, Tina Turner tribute og hljómsveit
KA-heimilið: Páll Óskar. Frítt inn fyrir foreldra. Strætó eftir ball.
Kaffi Akureyri: DJ Geir Flóvent
101 Akureyri: A.Ramirez
Kaffi Amor: Double trouble
Marina: Eyfirsk tónlistarhátíð
Dátinn: DJ Hreggo
Strikið: ´80s tónlist á svölunum
Sunnudagur 3. ágúst
12.00 Hádegistónleikar í Iðnaðarsafninu. Söngkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir og Inga Eydal ásamt meðspilurum. Pylsur með rauðkáli og Vallash.
14.00 Feluleikur Egils á Hamarskotstúni. Þar verður búið að fela hitt og þetta sem kátir krakkar geta spreytt sig á að finna.
14:00 Lifandi leiðsögn um Innbæinn. Lagt af stað frá kirkjutröppunum.
14.00-17.00 Skautaball í Skautahöllinni
15.00-17.00 Garðveisla í Laxdalshúsi að hætti heldri borgara. Ljóðalestur og tónlist, kaffisala og huggulegheit. Í húsinu er sýning Leikminjasafns Íslands þar sem leiklist á Akureyri er í aðalhlutverki og einnig sýning á listaverkum Þráins Karlssonar eins ástsælasta leikara bæjarins. Æskilegt er að gestir mæti í sunnudagafötunum og tali dönsku eftir bestu getu.
Sunnudagsbíltúrinn: Eyjafjarðarhringurinn (sjá nánar á www.einmedollu.is)
Markaðsstemmning og Matur úr héraði í miðbænum.
21.00 Bæjarbúar og gestir leggja af stað á Akureyrarvöll. Heilsa vinum og vandamönnum, sumum með handabandi, öðrum með kossi og koma sér vel fyrir.
21.30 Sparitónleikar á Akureyrarvelli
Eurobandið ásamt danska Evróvisjónfaranum Simon Mathew, Pálmi Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Karlakór Akureyrar Geysir, Sigga Beinteins og Bryndís Ásmundsdóttir. Dagskráin endar á lögum Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar sem hóf sinn tónlistarferil á Akureyri, fyrst í MA og svo með Hljómsveit Ingimars Eydal.
23.00 Flugeldasýning
Sjallinn: Eurobandið og Simon Mathew
Vélsmiðjan: Tina Turner tribute – Sigga Beinteins Bryndís Ásmunds
Kaffi Akureyri:
A.Ramirez og Haffi Haff
101 Akureyri: Klúbbadúettinn ZurgBassi
Kaffi Amor: Double trouble
Marina: Eyfirsk tónlistarhátíð
KA-heimilið: N3 ásamt BIGBEN
Dátinn: Dj Leibbi
Strikið: Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson
Alla helgina:
Glerártorg: Tívolí UK frá 1. – 10. ágúst
Opið alla daga frá 13.00 – 23.00
Siglingaklúbburinn Nökkvi. Bátasport laugardag og sunnudag frá 11.00 – 17.00
Húni II: Föstudagur: Sögusigling
Laugardagur: 14.00 16.00 18.00 (Hjalteyrarferð)
Haffari: Sjóstangveiði
Þrjár ferðir á dag kl. 10.00, 15.30, 20.00
Hrísey: Vagnferðir, handverkshús, merktar gönguleiðir, söfnin opin, sundlaug, veitingastaður, verslun og tjaldsvæði. (www.hrisey.net)
Ævintýraland á fjölskyldutjaldsvæðinu að Hömrum: Ratleikir, hoppkastalar og bátar. Barnaefni á morgnana í Grænu hlöðunni, golfmót, risafótboltaspil og kvöldvaka á hátíðarsvæði. Allir velkomnir.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/metnadarfullar-aefingabudir
|
Metnaðarfullar æfingabúðir
Í dag hófust fjögurra vikna æfingabúðir Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Tveir erlendir þjálfarar eru komnir til landsins til að aðstoða við þjálfun. Þátttaka er framar væntingum en 54 skráðu sig af þeim 60 iðkendum S.A. sem farnir eru að keppa á skautum og æfingarbúðirnar stóðu til boða. Búðirnar eru alla virka daga frá 9-15 auk nokkurra daga um helgar.
Erlendu þjálfararnir eru þær Margret O´Nell frá Bretlandi og Iveta Reitmayerova frá Slóvakíu. Báðar eru þær mjög mikilsmetnir þjálfarar og er deildin mjög heppin að fá þær. Margret er meðal annars fyrrum þjálfari Jennu McCorkel sem er einn besti skautari Breta í dag. Iveta þjálfar meðal annars dóttur sína sem keppti á síðasta heimsmeistaramóti og er dóttirin með í för hér á landi. Auk þjálfunar á ís verður þrekþjálfun og ballett sem er í höndum þjálfara frá Bjargi og Point dansstúdíói. Einnig fá iðkendur ýmis konar fræðslu.
Samhliða æfingabúðum, hefst í dag skautaskóli fyrir börn fædd 2004. Síðar verður einnig skautanámskeið, fyrir yngri iðkendur sem ekki eru byrjaðir að keppa í íþróttinni. Á tímabilinu verður einnig skautadiskó og opinn tími fyrir almenning.
Sumarskautafjörið gæti því náð til um 200 barna með skautaáhuga á einhverju stigi, auk þess sem svona búðir eru gríðarlega mikilvægar fyrir uppbyggingu skautadeildarinnar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aldrei-fleiri-gestir-ne-gasverjar-a-midaldadogum-a-gasum
|
Aldrei fleiri gestir né Gásverjar á miðaldadögum á Gásum
Um 1500 gestir sóttu Gásverja heim um síðustu helgi þegar miðaldastemning sveif yfir vötnum á Gáseyrinni rétt neðan við rústir hins forna verslunarstaðar á Gásum. Í blíðskaparveðri gafst gestum svæðisins færi á að skyggnast inní lífs- og starfshætti fólks á síðmiðöldum.
Söngvarar, dönsk kaupmannsfjölskylda og stór hópur innlendra handverksmanna og fjölskyldur voru íklædd miðaldalegum fötum við störf og leik. Þarna skiptu perlur, skart, fatnaður, eldsmíðaðir hnífar, kransar úr ilmreyr og margt fleira um eigendur. Knattleikur, sem ekki hefur verið leikinn í 800 ár, vakti óskipta athygli gesta sem vildu ólmir spila með. Illa fór þó fyrir öðrum munknum, sem var í verslunarferð, því hann gaf sig allan í leikinn og þurfti á endanum að haltra heim og sást ekki meir. Leikþátturinn Munkar og Mjöður gerði staðin enn meira lifandi en ella og höfðu gestir gaman af. Brennisteinsvinnsla, eldsmíði, kaðalgerð, jurtalitun, spjaldvefnaður, vattarsaumur og málmsteypun var meðal þess sem gestir staðarins gátu fræðst um ásamt húsakosti á Gásum og fornleifasvæðinu sjálfu.
Aðstandendur miðaldadaganna, Gásakaupstaður ses, vilja vekja athygli á því að í ár voru heimamenn þ.e.a.s. Eyfirðingar í meirihluta Gásverja eða 52 þegar mest lét en góður liðsauki kom frá Akranesi, Dölunum, Þingeyri og Danmörku eða 10 manns. Því má með sanni segja að áhugafólk um miðaldir fjölgi ár frá ári hér i Eyjafirði og spurt er að leikslokum. Verða allir Eyfirðingar áður en langt um líður Gásverjar miklir?
Knattleikur á Miðaldadögum á Gásum
Hadda við jurtalitun
Miðaldastúlkurnar Aldís og Alda
Ljósmyndir: Hörður Geirsson
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikhopurinn-lotta-synir-galdrakarlinn-i-oz-a-akureyri
|
Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz á Akureyri.
Leikhópurinn Lotta mun á sunnudaginn kemur, 27. júlí klukkan 14, sýna leikritið Galdrakarlinn í Oz í Lystigarðinum á Akureyri. Leikhópurinn sýnir undir berum himni og ferðast víðsvegar um landið með þessa skemmtilegu fjölskyldusýningu. Sami hópur sýndi Dýrin í Hálsaskógi í fyrrasumar við góðar undirtektir.
Flestir þekkja söguna af ævintýralegu ferðalagi Kansasstúlkunnar Dórótheu og Tótó, hundinum hennar, til landsins Oz. Þar kynnist hún heilalausu Fuglahræðunni, hjartalausa Pjáturkarlinum og huglausa Ljóninu. Einnig kemst hún í kast við vondu Vestannornina sem vill ná af Dórótheu silfurskónum sem henni eru gefnir. Spurning er bara hvort Galdrakarlinn ógurlegi í Oz getur hjálpað Dórótheu að komast aftur heim og vinum hennar að fá það sem þá svo sárlega vantar.
Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Ármann Guðmundsson og er hann jafnframt höfundur tónlistar og söngtexta ásamt þeim Baldri Ragnarssyni, Eggerti Hilmarssyni og Snæbirni Ragnarsyni en þeir eru allir meðlimir hljómsveitarinnar Ljótu hálfvitarnir.
Með helstu hlutverk fara Rósa Björk Ásgeirsdóttir sem Dóróthea, Baldur Ragnarsson sem Fuglahræðan, Sigsteinn Sigurbergsson sem Pjáturkarlinn, Anna Bergljót Thorarensen sem Ljónið og hundurinn Bella sem Tótó.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grilladstada-a-hamarkotstuni-og-eidsvelli
|
Grillaðstaða á Hamarkotstúni og Eiðsvelli
Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar hefur komið upp grillaðstöðu á Hamarkotstúni og Eiðsvelli hér í bænum. Fyrir þá sem ekki vita er Eiðsvöllur garðurinn norðan við Ráðhúsið, austan Glerárgötu, svæðið milli Grænugötu og Eiðsvallagötu. Hamarkotstún er útivistasvæði milli Byggðavegar, Þórunnarstrætis, Þingvallastrætis og Hamarstígs.
Grillin eru steypt kolagrill og er fólk hvatt til að nýta sér þessa góðu þjónustu. Bara mæta á svæðið með kol, grillmat og góða skapið.
Grillaðstaðan á Hamarkotstúni er við leikvöllinn.
Tveir ungir peyjar að skoða grillaðstöðuna á Eiðsvelli.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokad-vegna-blidvidris
|
Lokað vegna blíðviðris
Ráðhúsið á Akureyri og skrifstofur Akureyrarbæjar að Glerárgötu 26 munu loka klukkan 14 á föstudaginn 25. júlí vegna blíðviðris. Veðurspáin næstu daga er einstaklega góð en spáð er allt að 20 stiga hita og sól hér norðanlands fram yfir helgi.
Margir bæjarbúar eru nú í sumarfríi enda hásumar og því rólegt á skrifstofum bæjarins þessa dagana. Þar sem staðgengill bæjarstóra, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, er í sumarskapi ákvað hún, að fengnu samráði við Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra, að leyfa bæjarstarfsmönnum að njóta blíðunnar og taka forskot á helgarfríið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vedurblida-a-landsmoti-skata
|
Veðurblíða á Landsmóti Skáta
Mörg þúsund manns alls staðar af landinu og heiminum eru saman komin á Hömrum við Akureyri þar sem Landsmót Skáta fer fram nú um helgina. Mótið var formlega sett á þriðjudaginn og eftir fánahyllingu ávarpaði Margrét Tómasdóttir landsmótsgesti, Elín Hallgrímsdóttir fulltrúi bæjarstjórnar Akureyrar flutti stutt ávarp og að lokum steig Birgir Örn Björnsson landsmótsstjóri á svið og setti mótið með erindi úr Hávamálum. Páll Óskar Hjálmtýsson mætti svo á svæðið og tryllti lýðinn.
Stemningin hefur verið afar góð það sem af er móti enda veðrið einstaklega gott. Skátarnir hafa brallað ýmislegt t.d. verið í tjaldbúðavinnu, póstaleik, buslað í tjörnunum og kynnst svæðinu og nýjum vinum. Útvarpsstöðin Ragnarök er komin í loftið og er á Fm 97,7 á Norðurlandinu en Fm 97, 2 á Faxaflóasvæðinu. Einnig er sent út á netinu.
Á laugardaginn verður svokallaður heimsóknardagur þar sem almenningi er boðið á svæðið. Þar munu félögin, bæði erlend og íslensk, vera með kynningu á sínum heimaslóðum og dagskrá í tjaldbúðunum. Alls konar sýningar verða á svæðinu og fólki verður boðið upp á að upplifa dæmigerða skátadagskrá. Þá fer einnig fram Íslandsmót í kassaklifri. Aðgangseyrir á Heimsóknardag er kr.1000 fyrir fullorðna en kr. 500 fyrir börn og ellilífeyrisþega. Frítt er fyrir börn undir 8 ára aldri. Dagskráin er frá 14-17 en klukkan 20:30 byrjar kvöldvaka og þá verður kveikt á aðalvarðeldinum. Allir eru velkomnir á kvöldvökuna en þess bera að geta að um vímuefnalausa hátíð er að ræða og meðferð áfengis því stranglega bönnuð.
Daglegar fréttir og myndir eru birtar á vef Landsmótsins á slóðinni www.skatar.is/landsmot2008
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/auglyst-eftir-umsoknum-um-byggdakvota
|
Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta
Fiskistofa auglýsir eftir umsókum um byggðakvóta fyrir byggðalögin Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Húnaþing vestra, Stykkishólmsbæ og Grundafjarðarbæ. Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst og umsóknum skal skila til Fiskistofa á sérstöku eyðublaði sem er að finna hér.
Auglýsingin er samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 24. júní 2008, auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 731/2008 í Stjórnartíðindum.
Sjá nánar á www.fiskistofa.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verksmidjan-opnud-a-laugardag
|
Verksmiðjan opnuð á laugardag
Fyrsta sýningin í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri verður opnuð á laugardag en þar sýna ólíkir myndlistarmenn af þremur kynslóðum sem vinna í sex löndum.
Fólkið vinnur með innsetningar, kvikmyndir, myndbönd, hljóð, málverk, teikningar og gjörninga, svo eitthvað sé nefnt. Verksmiðjan sjálf er spennandi útgangspunktur og umgjörð fyrir verkin sem sum eru gerð sérstaklaga fyrir þessar aðstæður en önnur fá nýja merkingu í þessu hráa umhverfi.
Myndlistarsýningin ber yfirskriftina START og verður opnuð laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14. Sýningin stendur til 23. ágúst og verður opið á frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14-17.
Dagskrá:
Laugardagurinn 2. ágúst
Kl. 14: Opnun. Þátttakendur eru Sigga Björg Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Alexander Steig, Boekie Woekie, Nicolas Moulin og Arna Valsdóttir.
Kl. 15: Arna Valsdóttir, sönggjörningur.
Kl. 17: Arna Valsdóttir, sönggjörningur.
Kl. 18: Ghazi Barakat, tónlistaratriði.
Sunnudagurinn 3. ágúst
Kl. 14-17: Listasmiðja fyrir börn og foreldra. Opið öllum.
Laugardagurinn 9. ágúst
Kl. 10-15: Listasmiðja fyrir börn.
Kl. 15: Arna Valsdóttir, sönggjörningur.
Kl. 18: Kammerkórinn Hymnodia.
Sunnudagurinn 10. ágúst
Kl. 10-15: Listasmiðja fyrir börn. Listasmiðjurnar eru fyrir 10 til 14 ára krakka, ekkert þátttökugjald. Umsjónarmenn: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Gústav Geir Bollason og Þórarinn Blöndal. Skráning hjá Aðalheiði í síma 865 5091.
Sunnudagurinn 17. ágúst
Kl. 15: Ljóðadagskrá í umsjón Jóns Laxdal.
Aðstandendur Verksmiðjunnar eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Arna Valsdóttir, Arnar Ómarsson, Gústav Geir Bollason, Hlynur Hallsson, Jón Laxdal Halldórsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Lene Zachariassen, Véronique Legros, Þórarinn Blöndal, Clémentine Roy, Henriette van Egten, Kristján Guðmundsson, Jan Voss, Nicolas Moulin og Rúna Þorkelsdóttir.
Nánari upplýsingar á http://www.verksmidjan.blogspot.com.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grasid-verdur-afram-a-torginu
|
Grasið verður áfram á torginu
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, tilkynnti skömmu eftir hádegið að þökurnar sem lagðar voru á Ráðhústorgið í skjóli nætur fái að vera þar áfram fram yfir verslunarmannahelgi. Það var Sigurður Guðmundsson, kaupmaður í versluninni Viking, sem stóð fyrir því að torgið var þökulagt að hluta og virðist sú framkvæmd hafa mælst vel fyrir á meðal bæjarbúa.
Stanslaus veðurblíða hefur verið á Akureyri í rúma viku og samkvæmt veðurspánni verður svo áfram yfir helgina. Sviðið sem ráðgert var að yrði á torginu sjálfu, verður reist vestan við það, nærri Sýslumannsskrifstofunum, líkt og var 17. júní. Fólk getur þá setið í grasinu í blíðviðrinu og notið þess sem í boði verður á fjölskylduhátíðinni "Ein með öllu og allt undir". Dagskrá hátíðarinnar er að finna HÉR.
Myndirnar að neðan voru teknar á Ráðhústorginu í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/verkefnastyrkir-til-menningarmala
|
Verkefnastyrkir til menningarmála
Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að í aukaúthlutun árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Verkefni sem tengjast aðventunni
Verkefni sem auka þátttöku ungs fólks í menningarstarfi
Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina
Uppsetning viðburða á fleiri en einum stað
Umsóknarfrestur er til og með 1. September. Úthlutun fer fram í október.
Verkefni sem fá úthlutað í aukaúthlutun verða að fara fram á tímabilinu október 2008 – janúar 2009. Hámarksstyrkur aukaúthlutunarinnar er 300.000 krónur.
Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is.
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð.
Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfanginu [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ast-a-raudu-ljosi-a-akureyri
|
Ást á rauðu ljósi á Akureyri
Lokasprettur undirbúnings fyrir verslunarmannahelgina á Akureyri er nú hafinn og bærinn óðum að taka á sig ennþá vingjarnlegri og fegurri svip en hann skartar þó dagsdaglega. Götuvitar bæjarins senda bílstjórum hjartalaga bros á rauðu ljósi og grasbletturinn á Ráðhústorgi er iðjagrænn og vinsæll til útiveru í blíðviðrinu.
Vingjarnlegustu götuvita landsins er að finna á Akureyri.
Tíska níunda áratugarins verður allsráðandi í bænum.
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri, Þorbjörn Haraldsson, var mættur inn á Ráðhústorg í morgunsárið til að vökva vinsælasta og umtalaðasta túnblett landsins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/tunglmyrkvi-i-fyrramalid
|
Tunglmyrkvi í fyrramálið
Tunglið mun í fyrramálið varpa skugga sínum á sólina þannig að frá Reykjavík mun það skyggja á 59% af skífu sólar þegar mest verður.
Á Akureyri stendur myrkvinn frá kl. 8.17 til 10.14 og þar skyggir tunglið á 62% af þvermáli sólarinnar.
Mun deildarmyrkvinn hefjast klukkan 8.15 í Reykjavík og standa til 10.09. Í Kanada, Síberíu, Mongólíu, Kína og á Grænlandi mun skuggi tungls skyggja að fullu á sólu.
Sólmyrkvar verða þegar sól, tunglið og jörð liggja í beinni línu þannig að skuggi tunglsins fellur á jörðu. Að auki verður tungl að vera fullt eða nýtt. Nýtt er tungl þegar hin myrkvaða hlið þess snýr að jörðu þannig að það sést ekki.
Þegar tunglið skyggir að fullu á sól er talað um almyrkva en það nefnist deildarmyrkvi þegar skuggi þess hylur aðeins hluta sólar. Hringmyrkvi verður þegar skuggi tunglsins er fyrir miðri sól en grannur baugur sólar umlykur hann.
Þorsteinn Sæmundarson, doktor í stjörnufræði, segir í Almanaki Háskóla Íslands erfitt að svara því hve algengir sólmyrkvar séu. Á árunum 1000 til 2000 sáust samkvæmt Almanakinu 239 sólmyrkvar á öld að meðaltali. Þar af voru 84 deildarmyrkvar en almyrkvar voru 78 og hringmyrkvar 77.
Úr fréttum á mbl.is og vedur.is.
Meðfylgjandi mynd var tekin í blíðviðrinu á Akureyri í gær. Klukkan 9 í morgun var hitastigið komið upp undir 20 gráður og spáin lofar góðu um framhaldið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/baerinn-ad-fyllast-af-folki
|
Bærinn að fyllast af fólki
Núna klukkan 14.30 er heiðskír himinn á Akureyri og hitastigið 17 gráður í forsælu. Talsvert af fólki virðist vera komið til bæjarins, enda fjölskylduhátíðin "Ein með öllu og allt undir" að hefjast. Léttklæddir bæjarbúar og gestir þeirra spranga um götur og torg, og ekki ber á öðru en að allir séu í sólskinsskapi.
Smelltu HÉR til að skoða dagskrá hátíðarinnar "Ein með öllu og allt undir".
Myndirnar að neðan voru teknar í Sundlauginni á Akureyri laust eftir hádegið í dag.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaer-verslunarmannahelgi
|
Frábær verslunarmannahelgi
Fjölskylduhátíðin "Ein með öllu og allt undir" þótti takst með eindæmum vel. Veðrið lék við hátíðargesti og allir voru í sólskinsskapi. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist afar ánægð með það hvernig til tókst og sendir bæjarbúum og gestum bæjarins svohljóðandi kveðju:
Ágætu Akureyringar og gestir,
Takk fyrir frábæra verslunarmannahelgi!
Þetta var hátíð okkar allra og yfirbragð og stemmning eins og best verður á kosið. Ég sendi bakhjörlum hátíðarinnar; KEA, Landflutningum, Nettó, Norðlenska, Ölgerðinni og Saga Capital bestu þakkir fyrir góðan stuðning. Án þeirra hefði þetta ekki verið gerlegt.
Og allir þeir sem lögðu hönd á plóg við kraftmikinn og skemmtilegan undirbúning og framkvæmd "Einnar með öllu – og allt undir" - ykkar framlag er ómetanlegt. Vinir Akureyrar, Framkvæmdamiðstöðin, starfsfólk Akureyrarstofu, söngvarar og listamenn, félagsskapurinn matur úr Eyjafirði, Þórsarar, Dynheimakynslóðin, lögreglan, slökkviliðið, Björgunarsveitin Súlur, Leikfélag Akureyrar, Point dansstudio, Skapandi sumarstörf, kaupmenn og veitingahúsaeigendur, Aflið, Karlahópur Feministafélagsins, og að ógleymdri drottningunni sjálfri Margréti Blöndal.
Samvinna ykkar, áherslur og kraftur var til fyrirmyndar.
Kær kveðja,
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Myndirnar að neðan voru teknar á hlöðuballi í Dynheimum, í Jane Fonda leikfimi við Amtsbókasafnið, miðbænum á sunnudag og við afar fjölmenna lokaathöfn á sunnudagskvöld.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/abendingar
|
Ábendingar
Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskar eftir ábendingum frá bæjarbúum fyrir góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins. Óskað er eftir ábendingum í eftirfarandi flokka:
Flokkur nýrri garða.
Flokkur eldri garða.
Flokkur raðhúsa/fjölbýlishúsa.
Flokkur fyrirtækja.
Flokkur stofnana.
Fyrirmyndar gata bæjarins.
Sérstaklega verður horft til hönnunar, frágangs lóðar/athafnasvæðis, viðhalds, hirðingar, umgengni, fjölbreytilegs plöntuvals, aðlaðandi götumyndar o.fl. Ef þurfa þykir getur dómnefnd ákveðið önnur áhersluatriði en fyrr eru nefnd og veitt viðurkenningar samkvæmt því.
Dómnefnd ákveður hversu margar viðurkenningar eru veittar í hverjum flokki. Heimilt er að fella niður úthlutun viðurkenningar í einstökum flokkum, ef sýnt þykir að enginn standist ofangreindar viðmiðanir.
Tekið er á móti ábendingum í netfangi [email protected] frá 5. ágúst til og með 20. ágúst og í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í síma 460 1000.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/kertafleyting-vid-minjasafntjornina
|
Kertafleyting við Minjasafntjörnina
Kertafleyting verður við Minjasafnstjörnina á Akureyri í kvöld fimmtudagskvöldið 7.ágúst kl. 22.30. Athöfnin er í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí en nú eru 63 ár frá því að árásirnar voru gerðar. Lögð er áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim. Ávarp flytur Svavar Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega við Minjasafnið. Hægt er að kaupa flotkerti á staðnum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fiskidagurinn-mikli-a-dalvik
|
Fiskidagurinn mikli á Dalvík
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli 2008 verður haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð í áttunda sinn laugardaginn 9. ágúst
· Stærsta flatbaka á Íslandi?
· Heimildarmynd gefin á hvert heimili.
· Skreytingar í byggðarlaginu aldrei viðameiri
· 800 1. bekkingar fara á kostum í nýju sýningarrými
· Vináttukeðjan 2008
· Skóflustunga að nýrri íþróttamiðstöð
· Nýjungar á matseðlinum
· Risaknús og Knúskort
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er nú haldinn í Dalvíkurbyggð í áttunda sinn. Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fá fólk til þess að koma saman, skemmta sér og borða fisk. Allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu er ókeypis. Hátíðin er með svipuðu sniði og áður en alltaf er nýjum hugmyndum hrint í framkvæmd. Föstudaginn 8. ágúst taka Ólympíufarar Dalvíkurbyggðar fyrstu skóflustunguna að nýrri íþróttamiðstöð í Dalvíkurbyggð. Vináttukeðjan verður mynduð aftur líkt og síðasta ár með þátttöku íbúa og gesta. Meðal aðila sem fram koma í Vináttukeðjunni eru Kristjana Arngrímsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Karlakór Dalvíkur og leikskólabörn í Dalvíkurbyggð. Vinátturæðuna flytur Jón Helgi Þórarinsson. 5.000 friðardúfublöðrum verður sleppt, mikið verður knúsast, knúskortinu dreift og í lokin mynda allir risaknús. Fiskisúpukvöldið sem svo sannarlega hefur slegið í gegn er á sínum stað kl. 20:15 og þá opna íbúar heimili sín og bjóða gestum og gangandi að smakka fiskisúpu.
Á sjálfum Fiskideginum mikla, laugardeginum 9. ágúst milli kl. 11:00 og 17:00, verður að vanda margt í boði. 15 réttir eru á matseðlinum og meðal nýjunga eru 120 tommu saltfiskpizzur, bakaðar í hverfisteypuofni Promens, saltfiskbollur, Ektaplokkfiskur og austurlensk kræklingasúpa að hætti Nings úr eyfirsku úrvals hráefni frá Norðurskel í Hrísey.
Skemmtidagskráin hefur aldrei verið eins fjölbreytt og nú. Dagskrá verður á aðalhátíðarsviðinu allan daginn og til viðbótar verða á annan tug fjölskylduvænna atriða vítt og breitt um hátíðarsvæðið. Heiðurgestur Fiskidagins mikla 2008 forsætisráðherrann Geir H. Haarde, flytur ávarp. Fiskasýningin verður sú stærsta frá upphafi og að öllum líkindum sú stærsta í Evrópu með yfir 200 tegundir af ferskum fiski. „Margt býr í hafinu“ - 800 mynda sýning verður sett upp í sérhönnuðu húsi byggðu úr plastkerjum frá Promens. Sýningin er samvinnuverkefni Fiskidagsins mikla og 1. bekkinga í grunnskólum landsins. Sýningarhúsið lítur út eins fiskabein séð úr lofti – rétt eins og fiskurinn hafi verið snæddur á Fiskideginum mikla. Á annað hundrað skemmtikrafta koma fram á sviðinu og að þessu sinni eru velflestir á einn eða annan hátt tengdir byggðarlaginu.
Örn Ingi Gíslason, Arnarauga hefur gert heimildamynd frá síðasta Fiskidegi og gefst gestum Fiskidagsins kostur á að sjá myndina í leikhúsinu.
Fréttir af öðrum viðburðum í tengslum við Fiskidaginn mikla 2008
Fjölskylduganga fram að Kofa – Dísa í dalakofanum.
Annað árið í röð hefjast herlegheitin strax á miðvikudagskvöldinu 6. ágúst. Þá verður efnt til Fiskidagsgöngunnar miklu fram að Kofa. Fiskidagurinn mikli mun koma upp sérstakri gestabók í kofanum sem stendur frammi í Böggvisstaðadal. Þeir sem skrifa í gestabókina lenda í potti og á aðalsviði Fiskidagsins mikla verða veglegir vinningar dregnir út. Kofinn stendur á gömlum tóftabrotum smalakofa sem var þar til skamms tíma en þar er sagt að Davíð Stefánsson frá Fagraskógi hafi ort kvæðið um Dísu í dalakofanum. Lagt verður upp frá Dalvíkurkirkju kl 19:00 og munu Brynjólfur Sveinsson, Sveinn Brynjólfsson, Þorsteinn Skaptason og Vilhelm Hallgrímsson leiða hópinn. Gangan tekur rúmar þrjár klukkustundir, fram og til baka, og er öllum fær.
Ljósmyndasamkeppni Fiskidagsins mikla 2008
Fiskidagurinn mikli, Pedromyndir og Canon standa fyrir skemmtilegri ljósmyndasamkeppni sem allir geta tekið þátt í. Myndefnið verður að tengjast Fiskideginum mikla á einhvern hátt. Til að taka þátt skal velja hnappinn „ljósmyndasamkeppni“ á heimasíðu Fiskidagsins mikla www.fiskisdagur.muna.is og fylgja leiðbeiningunum. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Myndum er hægt að skila inn til mánudagsins 18. ágúst.
Fiskaskiltin – Skreytingar í byggðarlaginu
Allir íbúar í Dalvíkurbyggð fá sendan heim útsagaðan fisk og staur til að festa fiskinn á. Hvert heimili skreytir sinn fisk eftir sínu höfði. Fimmtudaginn fyrir Fiskidaginn mikla er fiskurinn settur út að lóðarmörkum þar sem gestir og gangandi geta séð hann. Mikil spenna og leynd ríkir yfir þessu verkefni, það verður skemmtilegt að fá sér göngutúr um bæinn og skoða þessa merkilegu listsýningu og annað Fiskidagsskraut.
Götunöfnin breytast
Fiskidagsvikuna breytast götunöfnin á Dalvík og er þá fyrri hluta nafnanna breytt í fiskanafn. Nú hafa fulltrúar gatnanna í bænum dregið sér ný nöfn. Sem dæmi um hvernig nöfnin breytast verður Sunnubraut Steinbítsbraut og Bárugata Grásleppugata.
Sýningar í tengslum við Fiskidaginn mikla
· Guðbjörg Ringsted sýnir í Krækishúsinu Hafnarbraut.
· Ljósmyndasýning á hafnarbakkanum. 10 myndir úr ljósmyndasamkeppni Dalvíkurbyggðar og 10 myndir af hafnarsvæðinu frá síldarárunum frá Jóni Þ. Baldvinssyni.
· Leikfélagið Sýnir setur upp leikritið Eyjuna í Hánefsstaðareit. Leikritið segir frá baráttu þriggja kvenna á eyðieyju.
· Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz í kirkjubrekkunni í boði Samherja.
· „Margt býr í hafinu“, 800 mynda sýning í sérhönnuðu húsi á lóð Promens.
· Dagur og Dalvíkursleðinn í glugga Húsasmiðjunnar og í kirkjubrekkunni á Fiskidaginn mikla.
· Sýning á skíðum Ólympíufara Dalvíkurbyggðar í sundlaug Dalvíkur.
· Brúðubíllinn með 3 sýningar á Fiskidaginn mikla á hafnarsvæðinu.
· Húni II verður til sýnis við hafnargarðinn.
· Tveggja mastra seglskipið Haukur frá Norðursiglingu á Húsavík við hafnargarðinn.
· Stærsta fiskasýningu í Evrópu þar sem sýndar eru yfir 200 tegundir af ferskum fiski.
· Risaflugeldasýning á hafnargarðinum að kvöldi Fiskidagsins mikla í boði Björgunarsveitarinnar og Sparisjóðs Svarfdæla.
· Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleikritið „Klókur ertu, Einar Áskell“ í Víkurröst.
· Heimildarmynd um Fiskidaginn mikla sýnd í Ungó.
· Sýning Björgunarsveitarinnar og Slysavarnardeildar kvenna á munum sveitanna.
· Svo má segja að stærsta sýningin sé skrautsýning bæjarbúa á fiskskiltum og fleiru.
Það er von aðstandenda Fiskidagsins mikla að allir skemmti sér vel, njóti matarins og þeirra atriða sem í boði eru. Sérstaklega vonumst við til þess að allir eigi góðar og ljúfar stundir með fjölskyldunni og vinum. Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð þar sem hvorki er pláss fyrir dóp né drykkjulæti og leggja aðstandendur mikla áhersku á að íbúar eða gestir hafi ekki áfengi um hönd á auglýstum dagskrárliðum Fiskidagsins mikla. Frá upphafi höfum við haft frábæra gesti sem hafa gengið einstaklega vel um og fyrir það viljum við þakka sérstaklega.
Matseðilinn, dagskrá, aðrar almennar upplýsingar og fréttir má skoða á heimasíðu dagsins www.fiskidagur.muna.is. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, Júlíus Júlíusson í síma 897-9748 eða gegnum póstfangið [email protected].
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-aetladir-thu-ad-verda-ljosmyndasyning-a-radhustorgi
|
Hvað ætlaðir þú að verða? Ljósmyndasýning á Ráðhústorgi
Hvað ætlaðir þú að verða? er heiti á ljósmyndasýningu Ragnheiðar Arngrímsdóttur sem opnuð verður á Ráðhústorgi á föstudaginn og stendur til 31. ágúst.
,,Halló ég heiti Ragnheiður. Ég er að fara að undirbúa ljósmyndasýningu og langar að biðja þig um...”
,,Já, en spennandi, hvernig get ég hjálpað til”. Svona lýsir Ragnheiður Arngrímsdóttir viðbrögðum Akureyringa þegar hún fór þess á leit að þeir deildu með henni framtíðarplönum sínum úr æsku. Föstudaginn 8. ágúst verða svörin opinberuð á Ráðhústorgi.
,,Eftir viðburðaríkar draumfarir í flugi á leið til Akureyrar var komin fyrsta hugmynd og eftir það einhvern veginn rauk
allt í gang. Það virtist sama hvað mér datt í hug, það voru allir tilbúnir að prófa og hjálpandi hendur allsstaðar.
Við tókum flugið, fórum á sjó, áttum stefnumót við ,,sællegar kýr útá túni...” og hurfum aftur í tímann á Minjasafninu. Það
var magnaður upp eldur í járnsmiðju, messað og barist við dreka... Þannig að útkoman er eins og hún er, allt frá því að vera hin mesta alvara uppí heitasta grín.”
Þeir sem vilja sjá fleiri verk Ragnheiðar geta skoðað slóðina www.ragnheidurarngrims.is
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/dyggdateppid-synt-a-amtsbokasafninu
|
Dyggðateppið sýnt á Amtsbókasafninu
Á Amtsbókasafninu á Akureyri stendur nú yfir sýning á Dyggðateppinu. Teppið er hannað og teiknað af vöruhönnuðinum Marý (Ólöfu Maríu Ólafsdóttur) og er hugmyndin að því sprottin frá íslensku dyggðaklæði frá fyrri hluta 18. aldar, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu. Þrjú slík dyggðaklæði hafa varðveist og og er talið að dætur sr. Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði hafi saumað út í þau tíu dyggðir í kvennalíki með latneskum nöfnum dyggðanna, trú, von, kærleikur guðhræðsla, hógværð, auðmýkt, þolinmæði, hófsemi, skírlífi og staðfesta. Mikilvægt þótti að þessar dyggðir prýddu góða brúði og fyrirmyndar eiginkonu á 17. og 18. öld.
Dyggðateppið hannaði Marý hins vegar með nútímalegri dyggðir í huga. Dyggðirnar eru þar ritaðar á íslensku, trú, þolinmæði, jákvæðni, heilsa, hreinskilni, heiðarleiki, fjölskyldu- og vinabönd. Til hliðsjónar við val á nútímadyggðum var notuð skoðanakönnun Gallup frá 1999 á því hverjar nútímadyggðir Íslendinga væru.
Dyggðateppið er vélprjónað úr íslenskri gæðaull í sínum náttúrulegu litum, það yljar um leið og það minnir á að ástunda dyggðirnar. Í nútíma þjóðfélagi kemur teppið tilbúið, það er því ekki þörf á að sauma í það til þess að það hafi góð áhrif á hjónaband eða samband og minni fólk á að ástunda dyggðirnar.
Sýningin er opin allan ágústmánuð, mánudaga til föstudaga, frá kl. 10-19.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/skapandi-sumarstorf-2
|
Skapandi sumarstörf
Í sumar hefur verið starfandi uppákomuhópur á vegum Hússins, Akureyrarstofu og Vinnuskólans. Þetta eru sjö ungmenni úr MA og VMA sem með aðstoð Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur, listræns stjórnanda, hafa staðið fyrir ýmsum uppákomum.
Starf hópsins miðar að því að hleypa nýju lífi í miðbæinn og kynna bæinn fyrir ferðafólki, auk þess að taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa sem koma til bæjarins. Þau hafa því verið áberandi við höfnina og meðfram Strandgötunni þá daga sem skip eru í höfn, auk þess að vera reglulega í miðbænum.
Verkefni hópsins hafa verið margvísleg og miða meðal annars að því að birta vegfarendum stuttmyndir af hinum dæmigerða nútíma Íslendingi. Þar koma m.a. við sögu konan sem fer í sólbað í 10 stiga hita þegar rétt sést til sólar, maðurinn sem missir sig yfir öllum fótboltaleikjum sem Íslendingar tengjast á einhvern hátt, kraftlyftingamaðurinn sem rembist við að lyfta kringlum með það að markmiði að líkjast fyrirmyndinni Jóni Páli og svo sofandi maður, sem sumir segja að sé hinn dæmigerði íslenski unglingur.
Hópurinn hefur verið að safna "Ást Akureyringa" með þvi að heimsækja elliheimili, leikskóla og ræða við gangandi vegfarendur og afraksturinn kemur í ljós á Akureyrarvöku.
Nýjasta uppákoma hópsins eru "vökvandi blómapottar" sem er stuðningsyfirlýsing hópsins við "Græna torgið" – í daglegu tali nefnt Ráðhústorg.
Myndirnar að neðan voru teknar við Strandgötuna í morgun.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-skidasvaedi
|
Ráðstefna um skíðasvæði
Um helgina verður haldin á Akureyri ráðstefna þeirra sem reka skíðasvæði víðsvegar um heiminn. Samtök skíðasvæða á Íslandi og sambærileg samtök skíðasvæða í Skotlandi standa fyrir ráðstefnunni sem er sú fyrsta sinnar tegundar á vegum nýstofnaðra samtaka, NASAA sem stendur fyrir North Atlantic Ski Areas Association.
Á ráðstefnunni verður rætt um stöðuna á skíðasvæðum víða um heim, möguleika í framtíðinni, það sem vel hefur verið gert og það sem betur má fara. Til máls taka sérfræðingar á þessu sviði frá meðal annars Íslandi, Skotlandi, Ítalíu og Austurríki. Má segja að með þessari ráðstefnu sé undirbúningur fyrir skíðavertíð næsta vetrar formlega hafinn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/arsskyrsla-2007
|
Ársskýrsla 2007
Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir árið 2007 kom út á dögunum. Þar er fjallað ítarlega um starfsemi allra deilda bæjarins, greint frá helstu verkefnum og nýjungum í starfi þeirra. Þeir sem vilja kynna sér efni skýrslunnar geta sótt eintak í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-leikar-hja-la
|
Nýtt leikár hjá LA
Framundan er fjölbreyttur, skemmtilegur og kraftmikill vetur hjá LA þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. LA hefur ráðið til sín bæði reynda leikstjóra, hönnuði og aðra listamenn að sýningum vetrarins, ásamt því að gefa ungu og efnilegu fólki tækifæri til að springa út og hefja blómlegan feril hjá leikfélaginu.
Af ungum leikurum leikársins má nefna Önnu Svövu Knútsdóttur sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2007, Einar Örn Einarsson (sem í æsku lék Manna í Nonni og Manni sjónvarpsþáttunum), Sindra Birgisson, sem mætir ferskur úr leiklistarnámi í Danmörku og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur sem lauk námi frá Listaháskólanum vorið 2005. Viktor Már Bjarnason sem átti stórkostlegan leik í hlutverki hins “glaðlynda” Eiðs í Fló á skinni sl. vetur mun einnig leika hjá LA í vetur. Anna Svava og Viktor Már verða fastráðnir leikarar hjá LA í vetur og taka þátt í 4 leiksýningum.
LA á í góðri samvinnu við hin stóru leikhúsin og hefur Þjóðleikhúsið lánað leikfélaginu leikkonuna Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur sem mun leika í tveimur af sýningum vetrarins.
Þráinn Karlsson mun verða áfram með okkur í vetur, svo og Aðalsteinn Bergdal. Guðmundur Ólafsson, Ólafsfirðingurinn knái sem hefur undanfarin ár leikið mörg eftirminnileg hlutverk hjá Borgarleikhúsinu mun koma á heimaslóðir í vetur og leika hjá LA.
Að lokum má svo nefna hinar stórkostlegu gamanleikkonur Helgu Brögu, Eddu Björgvins og Sigrúnu Eddu sem mæta eins og hvítur stormsveipur í bæinn eftir áramótin í eitruðum gamanleik. Sigrún Edda leikur hjá LA með góðfúslegu leyfi Borgarleikhússins.
LA hefur valið ólík og mögnuð verk til frumsýningar í vetur. Músagildran eftir drottningu glæpasagnanna Agöthu Christie, verður frumsýnd í október. Verkið sem státar af einhverju mergjaðasta plotti allra sakamálaverka hefur verið sýnt í London í samfellt 56 ár, sem er heimsmet. LA er fyrst atvinnuleikhúsa á Íslandi til að setja upp Músagildruna. Íslenskun og leikgerð er í höndum Gísla Rúnars Jónssonar en leikstjóri er Þór Tulinius.
Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir skemmtilegu aðventuleikriti fyrir alla fjölskylduna, Lápur, Skrápur og jólaskapið. Þarna er á ferðinni bráðfyndið verk með fallegum jólaboðskap, eftir Snæbjörn Ragnarsson, og semur hann einnig tónlistina. Sýning fyrir alla fjölskylduna og snjöll hugmynd til að slaka svolítið á á aðventunni.
Í janúar frumsýnir LA nýtt íslenskt verk Falið fylgi eftir Bjarna Jónsson. Falið fylgi skrifar Bjarni sérstaklega fyrir LA. Bjarni er einn af okkar bestu leikritahöfundum, hefur skrifað bæði fyrir útvarp og leiksvið og unnið til margvíslegra viðurkenninga. Hann hlaut m.a. Grímuna 2008 flokki útvarpsverka. Leikstjórn er í höndum Jóns Gunnars Þórðarsonar. Jón Gunnar hefur vakið verðskuldaða athygli hérlendis og í Bretlandi, þar sem hann lauk námi í leikstjórn árið 2006. Hann hefur leikstýrt nokkrum sýningum þar ytra við góðan orðstír. Jón Gunnar leikstýrði Fool for love, en sú sýning hlaut 7 tilnefningar til Grímunnar 2008, og verður gestasýning LA í september. Andrea Gylfadóttir mun semja tónlist við sýninguna Falið fylgi.
Fúlar á móti
Nýtt skítfyndið frístandandi uppistand í íslenskri útfærslu Gísla Rúnars Jónssonar, þar sem þær Edda Björgvins, Helga Braga og Sigrún Edda fara á kostum sem “gallaðar, ellilegar kellingar á síðasta söludegi, enda eru þær Fúlar á móti”.
Leikstjóri verður leikhússtjórinn María Sigurðardóttir, sem leikstýrði Fló á skinni síðastliðinn vetur hjá LA. Ragnhildur Gísladóttir tónlistarkona mun sjá um tónlistina í sýningunni og Gunnar Sigurbjörnsson, tæknimaður LA, mun hanna hljóðmyndina og það gerir hann í fleiri verkum vetrarins.
LA ætlar í vetur að reka sinn eigin leiklistarskóla fyrir börn. Þar verða eingöngu faglærðir kennarar á ferðinni og veita börnunum innsýn í hina ýmsu kima leik- og sönglistarinnar.
Krónuleikhúsið verður á sínum stað, þar skyggnumst við inn í íslenska klassík eftir karla og konur. Fyrir tveimur árum bauð LA upp á sviðsettan leiklestur á Ævintýri á gönguför sem féll í góðan jarðveg og munum við í vetur halda áfram á sömu braut og bjóða upp á Piltu og Stúlku eftir Jón Thoroddsen, í leikgerð Emils Thoroddsen, Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson, og að lokum Tengdamömmu eftir Kristínu Sigfúsdóttur.
GESTASÝNINGAR LA:
LA hefur valið mjög vandaðar, spennandi og fjölbreyttar gestasýningar sem koma til okkar í vetur.
Fool for love, ástríðufullt verðlaunaverk eftir Sam Shephard í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar og uppsetningu Silfurtunglsins. Sýning sem hlaut 7 Grímutilnefningar 2008. (Rýmið í September).
Dauðasyndirnar – Guðdómlegur gleðileikur sem er gestasýning frá Borgarleikhúsinu. Mögnuð, meinfyndin en með háalvarlegum undirtóni. Leikstjóri er Rafael Bianciotto. Trúðarnir Barbara og Úlfur eru löngu orðin þekkt fyrir frábærar sýningar og uppákomur undanfarin mörg ár, en þarna hittum við líka Gjólu og Zö-ru sem ekki gefa þeim neitt eftir. (Rýmið í September).
Systur – er mögnuð, djörf og ákaflega falleg dans-sýning þeirra Ástrósar Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur, sem þær hafa samið við texta eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur og tónlist eftir Guðna Franzsonar og fleiri. Þorfinnur Ómarsson kemur fram í sýningunni og er óhætt að segja að þarna sjái maður Þorfinn í alveg nýju ljósi!! (Samkomuhúsið í janúar).
Þær Skoppa og Skrítla koma og skemmta yngstu áhorfendunum um páskana í fjörugum söng-leik, þar sem þær ferðast um heiminn og hitta margar kunnar persónur eins og Frelsisstyttuna í New York, Englands drottningu og sjálfan Shakespeare. Sýningin sló rækilega í gegn í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn vetur. Í sýningunni koma fram nokkrir ungir leikarar og dansarar frá Akureyri. (Rýmið um páskana).
CREATURE – 7 söngvar um “skepnuna” er óvænt og bráðfyndin leikhúsupplifun úr tilraunasmiðju Kristjáns Ingimarssonar. Kristján mun frumsýna þessa sýningu í Kaupmannahöfn núna í nóvember, en koma síðan með hana til Íslands. Höfundur er Kristján sjálfur, en leikstjóri Kenneth Kreutzman. Í sýningunni tekur Kristján fyrir grátbroslegar hliðar manneskjunnar og þörf hennar til að endurskapa sig aftur og aftur. (Samkomuhúsið í apríl).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/ekki-innritad-i-tolvunarfraedi
|
Ekki innritað í tölvunarfræði
Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í gær að ekki verði innritaðir nemendur á fyrsta ár í tölvunarfræði veturinn 2008-2009. Einungis fjórir nemendur sóttu um námið að þessu sinni og hefur endurskoðun á skipulagi námsins fyrir þremur árum ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir.
Háskólaráð samþykkti einnig að nú þegar verði hafið endurmat á skipulagi og forsendum námsins. Vegna þessa verður að endurskoða starfsmannamál í tölvunarfræði í heild, þar sem framtíð núverandi náms er óviss og ekki er þörf fyrir alla kennara í tölvunarfræði til að ljúka kennslu nemenda næstu tvo vetur.
Í dag var öllum kennurum í tölvunarfræði sagt upp störfum en þeir eru sex talsins. Hluta starfsmanna verður gefin kostur á endurráðningu til að ljúka kennslu núverandi nemenda. Í framhaldinu verður unnið að því að breyta tilhögun námsins og bjóða upp á það í formi fjarnáms en það samræmist vel áætlun Háskólans á Akureyri um að efla fjarnám við stofnunina.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, „harmar að til þessarar ákvörðunar hafi þurft að koma en Háskólinn hafi verið nauðbeygður til að grípa til þessara aðgerða vegna þess hve fáir nemendur stundi þetta nám."
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/afram-island
|
Áfram Ísland!
Það setti sinn svip á allt bæjarlífið á Akureyri síðasta föstudag að íslenska landsliðið í handbolta atti þá kappi við það spænska á Ólympíuleikunum í Peking. Hér að neðan eru myndir sem teknar voru af börnunum í leikskólanum Holtakoti þegar þau undirbjuggu sig undir leikinn og einnig úr Ráðhúsi Akureyrarbæjar þar sem sjónvarpi var komið fyrir í anddyri hússins.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/upphaf-skolaars-vid-ha
|
Upphaf skólaárs við HA
Í haust eru um 1.450 nemendur skráðir til náms við Háskólann á Akureyri. Í dagskóla eru skráðir um 650 nemendur og 475 í fjarnám. Að auki stunda um 325 nemendur í lotunámi. Stærsta deild skólans er nýstofnuð Hug- og félagsvísindadeild með um 630 nemendur innanborðs. Hvað einstaka námsleið varðar er viðskiptafræði vinsælust en þar eru skráðir 362 nemendur til náms í haust á öllum námsárum.
Ný deild – Hug- og félagsvísindadeild
Þann fyrsta ágúst síðast liðinn gengu kennaradeild og félagsvísinda- og lagadeild saman í eina sæng og heitir deildin nú hug- og félagsvísindadeild. Námsframboð er hið sama og áður og er eina breytingin sú að yfirstjórn er sameinuð. Deildarforseti nýju deildarinnar er Sigurður Kristinsson en hann gegndi áður starfi deildarforseta félagsvísinda- og lagadeildar.
Nýtt nám – Heimskautaréttur (Polar Law)
Við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri er boðið upp á þriggja missera (90 ECTS) meistaranám í heimskautarétti sem leiðir til prófgráðunnar LL.M. (Legum Magister, meistari í lögum) og fjögurra missera (120 ECTS) nám sem lýkur með M.A.-gráðu. Auk þess er boðið upp á tveggja missera (60 ECTS) diplómunám á meistarastigi og tveggja missera (60 ECTS) diplómunám á bakkalárstigi.
Í námi í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri er lögð sérstök áhersla á umhverfis-, auðlinda- og hafrétt, réttindi minnihluta og frumbyggjarétt, sem og landsrétt þjóða á heimskautasvæðinu. Nemendur kynnast réttarstöðu, stjórnskipun og stjórnsýslu landsbyggðar, jaðarsvæða og örríkja á heimsskautasvæðinu sérstaklega með hliðsjón af þróuninni í Evrópu (ESB) og út frá hugmyndum um „norrænu víddina" innan ESB og „vesturheimsvíddina", s.s. NAFTA. Einnig er fjallað ítarlega um lagalegar forsendur sjálfbærrar þróunar, mannlífsþróun á norðurslóðum og festu og gagnsæi í stjórnsýslu, stefnumótun á norðurslóðum og nýjungar í þjóðarétti.
Upphaf kennslu
Kennsla nýnema í grunnnámi hefst þriðjudaginn 19. ágúst með dagskrá sem nefnd er velgengnisvika. Um er að ræða sérstaka kynningarviku sem hefur það að markmiði að undirbúa nýnema fyrir nám og starf í háskóla. Þar er tölvuumhverfi og þjónusta við nemendur kynnt samhliða því að nemendur vinna saman og kynnast eldri nemendum og starfsfólki. Boðið er upp á hagnýt undirbúningsnámskeið auk hópeflis og ætlast er til að allir nýnemar noti sér þessa daga til að undirbúa sig fyrir háskólanámið. Þetta er í sjöunda sinn sem velgengnisvikan er haldin, en hugmyndin er upphaflega fengin frá erlendum háskólum og er sérstaklega þekkt hjá skólum þar sem nemendur koma víðsvegar að. Boðið er upp á hliðstæða dagskrá fyrir skiptinema og nýja starfsmenn. Kennsla eldri nemenda hófst mánudaginn 25. ágúst samkvæmt stundaskrá.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/grunnskolarnir-a-akureyri
|
Grunnskólarnir á Akureyri
Þessa dagana eru um 2.560 nemendur á grunnskólaaldri að hefja vetrarstarfið sitt. Þar af eru 243 nemendur í 1. bekk að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla. Brekkuskóli verður fjölmennastur með um 550 nemendur og fæstir verða nemendurnir í Grunnskólanum í Hrísey eða 18. Þá munu 24 nemendur stunda nám í Hlíðarskóla og Skildi þetta skólaár.
Í heildina gekk vel að manna grunnskólana á Akureyri. Hlutfall fagmenntaðra er mjög hátt eða 99%. Mikill stöðugleiki hefur einkennt starfsmannahaldið undanfarin ár, sem er mikill styrkur fyrir allt faglegt starf, því grundvöllur þess byggist á hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Í grunnskólunum eru nú um 279 stöðugildi við stjórnun, kennslu og ráðgjöf og 97 stöðugildi við önnur stöf s.s. umsjónarmenn húsa, skólaliðar, stuðningsfulltrúar og ritarar. Ríflega 400 starfsmenn sitja í þessum 376 stöðugildum.
Í grunnskólunum er verið að vinna að mörgum metnaðarfullum verkefnum og verða aðeins fáein nefnd hér.
Mannréttindaþema skólaársins verður staða barna sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Skólaárið hjá starfsmönnum skólanna byrjaði föstudaginn 15. ágúst með fyrirlestri Sigríðar Björnsdóttur frá Blátt áfram, sem var mjög áhrifamikill. Í kjölfar hans verður skipulögð frekari fræðsla til starfsmanna um þetta málefni.
Einstaklingsmiðaðir kennsluhættir eða nám og kennsla við hæfi hvers og eins er verkefni sem lengi hefur verið að leita leiða til að koma í kring. Í vetur verður skipulega unnið að því að leita slíkra leiða og er einn liður í því sérstakt samkomulag um breytingu á vinnutímaskilgreiningu og launahækkun á móti við afmarkaða kennarahópa í sex grunnskólum, sem ætla að láta reyna á meira samstarf í kennslu en verið hefur. Allir skólarnir munu vinna að þessu verkefni en nálgast það frá mismunandi sjónarhornum.
Fjölbreytt einstaklingsmiðað námsmat er verkefni á vegum allra grunnskólanna. Þetta verkefni felst í að byggja upp hugmyndabanka fyrir grunnskóla á Akureyri með upplýsingum og dæmum um fjölbreytt, einstaklingsmiðað námsmat.
Hús fyrir alla er verkefni sem snýst um að semja og tilraunakenna námsefni um fjölbreytileika mannlífsins sem á að auka víðsýni og umburðarlyndi meðal barna (og fullorðinna óbeint) og þar með jafnrétti allra til merkingarbærs lífs án fordóma.
Áfram verður unnið að því að innleiða skólafærni – SMT í leik- og grunnskóla. SMT-skólafærni er hliðstæð aðferð og PMT þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því m.a. að kenna og þjálfa félagsfærni, hvetja æskilega hegðun og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. Þrír grunnskólar og níu leikskólar eru nú að innleiða aðferðafræðina. Giljaskóla er að innleiða Uppbyggingarstefnuna, en þar er lögð áhersla á kennslu sjálfsaga, sjálfsstjórn og uppbyggileg samskipti. Glerárskóli vinnur eftir Olweusarkerfinu gegn einelti og er að þróa agstjórnuanrkerfi út frá því.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/aufusugestir-i-pollinum
|
Aufúsugestir í Pollinum
Andanefjurnar tvær sem haldið hafa til í Pollinum undanfarna daga, vekja óskipa athygli vegfarenda og þegar þær stökkva liggur við að það valdi umferðaróhöppum á Drottningarbrautinni. Myndirnar hér að neðan tók Ragnar Hólm Ragnarsson við Pollinn núna síðdegis.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfonian-a-akureyrarvoku
|
Sinfónían á Akureyrarvöku
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands verður með ókeypis tónleika á Akureyrarvöku í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Tónleikarnir verða á Marína, Strandgötu 53, og hefjast kl. 17.00.
Flutt verður verkið Saga dátans eftir Igor Stravinsky. Verkið, sem er ádeila á græðgi og auðsöfnun, fjallar um hermanninn Jósef sem er á leið heim í frí. Hann hvílir sig, tekur upp filðuna sína og leikur á hana. Í því kemur Kölski til hans og falast eftir fiðlunni í skiptum fyrir óendanleg auðæfi. Jósef lætur Kölska sannfæra sig en uppgötvar þó fljótt að auðurinn færir honum ekki hamingju og hann þráir það eitt að verða fátækur á ný.
Verkið sem var frumflutt í Sviss í lok fyrri heimsstyrjaldar er enn í dag þörf áminning fyrir okkur að hamingjan er ekki keypt fyrir öll heimsins auðæfi.
Þetta er leikhúsverk, skrifað fyrir litla hljómsveit, þrjá leikara og ballerínu. Í þessari uppfærslu hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er þó einungis notast við sögumann, sem bregður sér einnig í hlutverk hermannsins og Kölska.
Sögumaður er Aðalsteinn Bergdal og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og hefjast þeir sem fyrr segir á Marína kl. 17.00.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/sirkus-agora-a-akureyri-um-helgina
|
Sirkus Agora á Akureyri um helgina
Fjölleikahúsið Sirkus Agora er nú komið til landsins með 150 metra langa vagnalest og mun ferðast um landið og setja upp sýningar á 10 stöðum frá 29. ágúst til 16. september. Sirkus Agora er að fagna 20 ára starfsafmæli sínu þetta árið og kusu forráðamenn Agora að koma til Íslands til að fagna þeim áfanga. Sirkusinn verður á Akureyri um næstu helgi þegar Akureyrarvaka verður haldin.
Sirkusinn hefur ferðast um Noreg í allt sumar og hafa yfir 150.000 manns séð sýningarnar sem fá frábæra dóma. Hér er um að ræða frábæra fjölskylduskemmtun og er þetta einstakt tækifæri til að sjá alvöru Sirkusfólk að störfum en Sirkusinn er samansettur af mörgum þjóðarbrotum.
Hægt er að nálgast miða á www.midi.is en einnig verða þeir seldir við innganginn.
Sýningar á Akureyri verða laugardaginn 30. ágúst kl. 17.00 og sunnudaginn 31. ágúst kl. 18.00 á flötinni fyrir framan Samkomuhúsið.
www.cirkusagora.no
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/samvinna-um-forvarnarmal
|
Samvinna um forvarnarmál
Í gær var undirritaður samningur á milli Sjóvár, Akureyrarbæjar og Norðurorku um að Sjóvá muni annast alla vátryggingavernd fyrir þessa aðila næstu fjögur árin. Í samningnum er kveðið á um aukið samstarf samningsaðila við Sjóvá Forvarnahúsið um úttektir, áhættumat og framkvæmd sértækra forvarnaverkefna ásamt ráðgjöf, fræðslu og uppsetningu öryggisferla.
Þess má geta að allt frá árinu 1999 hafa samningsaðilar átt farsælt og árangursríkt samstarf á sviði forvarnamála sem hefur m.a. náð yfir árlega forvarnadaga, umferðarfræðslu, fræðslu um örugga notkun reiðhjóla, sem og úttekt á vinnustöðum.
Ennfremur er í samningnum ákvæði um ágóðahlutdeild vátryggingataka ár hvert verði tjónareynsla undir skilgreindu hámarki af iðgjöldum. Þess má geta að sams konar ákvæði var í samningi þessara aðila undangengin ár. Ágóðahlutdeild Akureyrarbæjar fyrir árið 2007 nam 3,4 milljónum króna.
Ofangreindir samningur er gerður í kjölfar útboðs sem fram fór í júní sl. með þátttöku allra tryggingafélaganna. Tilboð Sjóvár reyndist hagstæðast. Sjóvá hefur annast vátryggingavernd fyrir Akureyrarbæ og tengdar stofnanir síðastliðin 10 ár.
Á myndinni undirrita Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, samninginn.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/draugaganga-minjasafnsins
|
Draugaganga Minjasafnsins
Hrollvekjandi óp, annarlegar verur og draugasögur munu einkenna Innbæinn, elsta hluta Akureyrarbæjar, eftir setningu Akureyrarvöku föstudagskvöldið 29. ágúst kl. 22.00. Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Leikfélag Akureyrar stendur þá fyrir draugagöngu.
Gangan hefst í Minjasafnsgarðinum þar sem drungalegt verður um að litast. Þaðan verður gengið út Aðalstrætið, sem verður myrkvað, staldrað verður við á leiðinni og sagðar draugasögur. Draugar ganga ljósum logum og þátttakendur mega eiga von á ýmsum óhugnaði, en þó ekki skelfilegum, á meðan á göngunni stendur. Í lokin safnast göngufólk saman í Samkomuhúsinu þar sem sagðar verða sögur um afturgöngur í einkar draugalegu umhverfi .
Bent er á að sætaferðir verða frá Lystigarðinum (austurinngangi) kl. 21.30 að Minjasafninu – fólk þarf þó að koma sér sjálft heim.
Annarlegar verur á sveimi í Innbæ Akureyrar. (Ljósmynd: Hörður Geirsson).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfsendurhaefing-nordurlands-rekur-menntasmidju-kvenna
|
Starfsendurhæfing Norðurlands rekur Menntasmiðju kvenna
Í gær var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Starfsendurhæfingar Norðurlands um rekstur Menntasmiðju kvenna. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára. Með samningnum yfirtekur Starfsendurhæfing Norðurlands rekstur Menntasmiðjunnar og er meginmarkmiðið að tryggja öfluga starfsemi Menntasmiðju kvenna og tengja hana öðrum tilboðum á vegum Starfsendurhæfingar, þó þannig að ætíð sé í boði sérstök Menntasmiðja kvenna sem byggir á sömu nálgun og hugmyndafræði og verið hefur. Menntasmiðjan verður áfram til húsa í Rósenborg Skólastíg 2.
Menntasmiðja kvenna hófst sem þróunarverkefni haustið 1994 með það að markmiði að skapa skóla með innihaldi og andrúmslofti sem gæfi konum án atvinnu nýjan grunn til að byggja á í lífi og starfi. Hugmyndafræði Menntasmiðju kvenna var sótt til kvennadagháskóla á Norðurlöndunum. Starfsendurhæfing Norðurlands býður upp á námstengda endurhæfingu þar sem horft er til heildstæðrar úrlausnar á vanda hvers þátttakanda. Markmiðin eru að endurhæfa þátttakendur svo þeir geti stundað atvinnu og/eða nám ásamt því að auka lífsgæði þátttakenda og fjölskyldna þeirra.
Samstarf Akureyrarbæjar og Starfsendurhæfingar Norðurlands er talin hagkvæm og skynsamleg leið til að flétta saman endurhæfingarstarfi sem miðar að því að auka lífsgæði þátttakenda og byggja upp sjálfstraust sem leitt getur þátttakendur aftur á vinnumarkað eða í nám.
Þessa dagana stendur yfir innritun í Menntasmiðju kvenna en námið hefst 3. september.
Geirlaug G. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Norðurlands, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, að undirritun lokinni.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarvaka-2010
|
Akureyrarvaka 2008
Akureyrarvaka verður sett í Lystigarðinum í kvöld við rökkurró. Á morgun verður síðan stíf dagskrá langt fram á kvöld þar sem kennir ýmissa grasa. Má þar nefna að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur Sögu dátans eftir Stravinsky, sýningin Sjónlistaverðlaunin 2008 verður opnuð á Listasafninu, hljómsveitin Hjaltalín spilar í göngugötunni, Anna Richards og Ragga Gísla fremja gjörning við Menningarhúsið og Bubbi Morthens heldur útitónleika í Gilinu.
Setning Akureyrarvöku fer fram í kvöld klukkan 20.00 í Lystigarðinum í rökkurró stemmningu og kósyheitum. Þar verður boðið upp á tónlist frá Retro Stefson, D.Rangers sem njóta mikilla vinsælda í Kanada, gjörning, upplestur fyrir unga sem aldna, rúnalestur og rjúkandi heitt kakó svo eitthvað sé nefnt.
Klukkan 22.00 í kvöld leggur Draugagangan af stað frá Minjasafninu þar sem að venju á þessum tíma árs færist vægast sagt draugalegur blær í innbæinn. Boðið verður upp á strætóferð frá Lystigarðinum að Minjasafninu kl. 21.30 fyrir þá sem vilja.
Á laugardaginn hefst svo hin eiginlega Akureyrarvaka sem markar lok Listasumars. Fyrstu dagskrárliðirnir hefjast fyrir hádegi þegar kaffihús og verslanir opna með kaffi, lifandi tónlist og þægilegheitum. Þeir sem vilja hefja daginn á að dorga með börnunum sínum ættu að taka sér ferð með Haffara sem liggur við Torfunefsbryggju.
Á hádegi hefjast svo opnanir sýninga og uppákomur í söfnum, galleríum, Akureyrarkirkju, verslunum og Leirutjörn. Dæmi: VeggVerk-Guðmundur Thoroddsen, Jónas Viðar Gallery-Sigryggur Baldvinsson, Ketilhúsið-Anna Gunnarsdóttir, Populus tremula-Bryndís, GalleriBOX-Siggi Eggerts og Raquel Mendez, Listasafnið á Akureyri -Sjónlist 2008, Súlnasalur í Sunnuhlíð -Billa og Heiða, DaLí Gallerí - Baltasar og Kristjana Samper, Amtsbókasafnið-Portraits of the north, Gallerí Víð8ttu601- Þórarinn Blöndal og Hanna Hlíf Bjarnadóttir og fl.
Útimarkaðir, samkirkjuleg útimessa, flóamarkaðir, leikhús og sirkus eru auðvitað hluti af stemmningu Akureyrarvöku og það sama gildir um tísku og falleg föt. Tvær tískusýninar verða á Akureyrarvöku, bæði fyrir fínu frúrnar og þær sem yngri eru.
Tónlistinni verða gerð góð skil á Akureyrarvöku: Bubbi Morthens kóngurinn sjálfur í Gilinu, Hjaltalín í göngugötunni, Blind Derek and the backhouse band, að ógleymdri sjálfri Sinfóníuhjómsveit Norðurlands sem í samvinnu við Leikfélag Akureyrar flytur Sögu dátans eftir Igor Stravinsky, þar sem er ádeila á auðsöfnun og ríkidæmi.
Utan miðbæjarsvæðisins má nefna heyskap og fyrirlestur í Akureyrarakademíunni sem staðsett er í Gamla Húsmæðraskólanum í Þórunnarstræti - notalega stemmning og veitingar í Laxdalshúsi þar sem Sigurður Hallmarsson fjöllistamaður sýnir verk sín. Þing Þjóðræknisfélags Íslendinga fer fram í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Akureyrarvaka nær hámarki á laugardagskvöldið þegar fólk safnast saman fyrir framan Samkomuhúsið þar sem Bakaríið við Brúna býður bæjarbúum upp á 16 metra langa ástarköku. Á meðan fólk gæðir sér á ástarkökunni opnar hvorki meira né minna en Ástarsafnið á Akureyri. Í allt sumar hefur kossum, ástarjátningum og ástarsögum frá ungum sem öldnum verið safnað. Ástarsafnið sem verður til húsa í gömlum strætó mun leiða ástargöngu Akureyringa þar sem ástin mun gleðja augu og eyru og vonandi snerta hjörtu þeirra þar sem hún brýst fram á ótrúlegustu stöðum.
Leiðin liggur inn á Ráðhústorg og þaðan að Menningarhúsinu Hofi þar sem Anna Richards í gervi furðufuglsins mun birtast með fulltingi Röggu Gísla.
Nánari dagskrá með tímasetningum er að finna HÉR.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/strakarnir-okkar-heidradir
|
Strákarnir okkar heiðraðir
Á Akureyrarvöku í kvöld verður íslenska landsliðið í handknattleik heiðrað fyrir framgöngu sína í Peking og þá sérstaklega þeir fjórir liðsmenn sem alið hafa aldur sinn um lengri eða skemmri tíma hjá handknattleiksdeild KA. Þeir eru Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Hreiðar Levi Guðmundsson og Sverre Jakobsson.
Allir fá þeir viðurkenningarskildi frá Akureyringum fyrir ómetanlegt framlag sitt til handknattleiksíþróttarinnar og fyrir þau jákvæðu áhrif sem þeir hafa haft á akureyrska íþróttaæsku.
Sverre Jakobsson veitir viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd fjórmenninganna og fer athöfnin fram í Listagilinu á Akureyri laust fyrir klukkan níu í kvöld. Að því loknu hitar hljómsveitin Retro Stefson upp fyrir útitónleika með Bubba Morthens. Skorað er á Akureyringa að fjölmenna í Gilið.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/morg-thusund-manns-a-akureyrarvoku
|
Mörg þúsund manns á Akureyrarvöku
Akureyrarvaka var haldin á laugardagskvöld og markar hún lok Listasumars. Mikið var um að vera í bænum allan daginn og er áætlað að hátt í sex þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var klukkan að ganga ellefu um kvöldið. Þá hélt Bubbi Morthens útitónleika í Gilinu og var Kaupvangsstrætið allt eitt mannhaf yfir að líta. Gjörningur Önnu Richards og Ragnhildar Gísladóttur við menningarhúsið Hof mæltist mjög vel fyrir hjá áhorfendum sem hópuðust á gatnamót Strandgötu og Glerárgötu en þjóðvegi 1 var lokað meðan á lokaatriðinu við menningarhúsið stóð.
Opnun Ástarsafnsins í gömlum strætisvagni í miðbænum var einnig á meðal þess sem vakti óskipta athygli gesta hátíðarinnar, sem og útdeiling Ástarkökunnar við Samkomuhúsið og ástarleikir í gosbrunninum fyrir neðan Sigurhæðir. Þess má geta að Ástarsafnið verður opið næstu daga á Ráðhústorgi frá kl. 14-16.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolmenn-draugaganga
|
Fjölmenn draugaganga
Hátt á annað þúsund manns, þessa heims, gengu að þessu sinni um Innbæ Akureyrar í Draugagöngu Minjasafnins og Leikfélags Akureyrar síðasta föstudagskvöld. Veðrið lék við göngufólk en samt sem áður risu hár þess trekk í trekk vegna óhugnalegra ópa, gangandi og ríðandi drauga og annars óhugnaðs en menn, konur og börn höfðu gaman af.
Göngunni lauk í Samkomuhúsinu þar sem draugaleg stemmning sveif yfir vötnum þar sem fjöldi manns hlýddi á draugasögur. Minjasafnið mun á næsta ári breyta göngunni og biður áhugasama að fylgjast með á heimasíðu safnsins. Ætli það verði hægt að heilsa uppá voflegar verur og þjóðþekkta brottgengna Akureyringa í Innbænum að ári?
Við upphaf göngunnar við Minjasafnskirkjuna.
Draugalegt, ekki satt? (Myndir: Hörður Geirsson).
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/gafu-eftirlitsmyndavelar
|
Gáfu eftirlitsmyndavélar
Þrjár löggæslumyndavélar hafa verið settar upp í miðbæ Akureyrar og eru þær beintengdar lögreglustöðinni á Akureyri. Íslensk verðbréf hf. og Akureyrarbær tóku höndum saman um kaup og uppsetningu myndavélanna og er heildarkostnaður um 1,7 milljónir króna.
Nú þegar hefur fengist góð reynsla af notkun vélanna en tvær þeirra voru settar upp og tengdar fyrir liðna verslunarmannahelgi. Þriðju vélina er verið að taka í notkun þessa dagana. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir þennan búnað afar mikilvægan fyrir lögregluna og hann fagnar þessu framtaki Íslenskra verðbréfa og Akureyrarbæjar.
Myndin var tekin á lögreglustöðinni á Akureyri. Talið frá vinstri: Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa hf., Gunnar J. Jóhannsson, lögreglufulltrúi, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri og sitjandi er Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri.
„Tvær myndavélar hafa verið í notkun síðan fyrir verslunarmannahelgi og við erum mjög ánægðir með þær. Myndavélarnar eru sítengdar og þær sýna Ráðhústorg, Hafnarstræti og Geislagötu. Á þessu svæði er okkar reynsla að mestar líkur séu á að eitthvað geti út af brugðið. Vélarnar eru með möguleika á upptöku og þær eru ekki vaktaðar nema við teljum að ástæða sé til og eitthvað sérstakt sé um að vera. Um vélarnar gilda sömu reglur og aðrar sambærilegar eftirlitsmyndavélar. Vélarnar hafa verið tilkynntar til Persónuverndar og sett hafa verið upp skilti í miðbænum sem upplýsa fólk um að svæðið sé vaktað með eftirlitsmyndavélum. Sambærilegar vélar hafa gefið góða raun í miðborg Reykjavíkur og enginn vafi er á að þær munu einnig nýtast okkur mjög vel hér. Í mínum huga er mikilvægi vélanna af þrennum toga. Í fyrsta lagi gera þær okkur lögreglumönnum kleift að fylgjast vel með stöðu mála í miðbænum, í öðru lagi stuðla þær að meira öryggi borgaranna og löggæslumanna og í þriðja lagi geta upptökur úr vélunum nýst sem sönnunargögn í sakamálum. Það hefði t.d. verið lögreglunni mikilvægt að hafa upptökur úr slíkum eftirlitsmyndavélum þegar veist var að henni í miðbæ Akureyrar í tengslum við Bíladaga í júní sl.,“ segir Daníel Guðjónsson.
Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, segir að fyrirtækið hafi fyrir nokkru lýst vilja til þess að leggja lögreglunni á Akureyri lið í hennar störfum og niðurstaðan hafi verið sú að það væri best gert með kaupum á umræddu eftirlitsmyndavélakerfi. „Lögreglan hefur lengi horft til þess að fá slíkan búnað í miðbæinn, en ekki haft fjárhagslegt svigrúm til að kaupa hann. Akureyrarbær var fús að taka þátt í verkefninu og niðurstaðan er sú að búnaðurinn er kominn upp og lögreglan lýsir mikilli ánægju með hann. Ég er mjög ánægður með þátttöku okkar hjá Íslenskum verðbréfum í þessu verkefni og tel að hér sé um mikið öryggisatriði að ræða fyrir borgarana og löggæslumennina,“ segir Sævar Helgason.
Bæjarráð Akureyrar staðfesti 17. júlí sl. þátttöku í fjármögnun eftirlitsmyndavélanna. Í bókun bæjarráðs er getið um „mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um meðferð upptaka úr vélunum.“
„Akureyrarbær hefur og vill áfram leggja sitt af mörkum til þess að styðja lögregluna í sínum störfum og við teljum að þessar löggæslumyndavélar á miðbæjarsvæðinu hér á Akureyri sé ein leið til þess. Því miður, vil ég segja, virðist slíkur búnaður vera nauðsynlegur til að auka öryggi íbúa nú til dags. Reynslan segir okkur það,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenningar-fyrir-fallega-garda
|
Viðurkenningar fyrir fallega garða
Við setningu Akureyrarvöku föstudagskvöldið 29. ágúst voru afhentar viðurkenningar Akureyrarbæjar fyrir fallega garða. Áður hafði framkvæmdadeild Akureyrarbæjar óskað eftir ábendingum frá bæjarbúum fyrir góðan árangur í fegrun og hirðingu bæjarins, og bárust fjölmargar ábendingar. Farið var yfir þær allar og skimað inn í fjölda annarra garða í leiðinni. Í valnefndinni voru að þessu sinni Guðrún Björgvinsdóttir, Matthildur Bjarnadóttir og Björgvin Steindórsson.
Niðurstöður valnefndar voru þessar:
Nýr garður: Mýratún 12
Eigendur: Finnur Steingrímsson og Sigríður Ingunn Helgadóttir. Mjög vel hannaður garður með fallegri aðkomu. Blandað er saman náttúrustein af stærri gerðinn sem notað er sem stoðveggur til að taka af hæðarmun og skemmtilega útfærðum hellulögnum á bílastæði og verönd. Fallegur og fjölbreyttur gróður. Mikið af sumarblómum sem greinilega eru ræktuð í gróðurhúsi sem stendur nánast út við götu og affall úr garðinum er jarðgert í safntunnu sem komið er smekklega fyrir við veröndina.
Endurgerður garður: Jörvabyggð 7
Eigendur: Sigmundur Ófeigsson og Anna Lilja Stefánsdóttir. Nýlega uppgerður garður þar sem hönnun öll og frágangur er til fyrirmyndar. Hellulagt bílastæði og tenging allt í kring um húsið. Skemmtilegar línur í hleðslum sem taka af hæðarmun á milli lóða. Bak við húsið er síðan verönd, heitur pottur, garðhýsi og skemmtileg garðlýsing. Fallegar hleðslur mynda aðeins upphækkuð beð í útköntum. Gróður fallegur og fjölbreyttur og umhirða öll til fyrirmyndar.
Gamall garður: Hamarstígur 24
Eigendur: Þóra Steinunn Gísladóttir. Gamall garður sem gengið hefur í gegn um mikla endurnýjun á síðustu árum. Garðurinn er mjög stór en vel hirtur og greinilegt er að eigandinn leggur sál sína í garðinn. Gróður afar fjölbreyttur og skemmtileg blanda af gömlum trjám, sumarblómum og miklum fjölda fjölærra tegunda. Garður sem ber áhuga og natni eigenda fagurt vitni.
Fyrirtæki: Vottar Jehóva, Sjafnargata 1
Eigendur: Vottar Jehova. Mjög vel hannaður garður. Snyrtileg aðkoma þar sem plöntur beðum allt í kring um húsið setja svip sinn á umhverfið. Beð með fjölbreyttum gróðri í bland við náttúrusteina. Garður sem er fallegur frá því snemma á vorin og langt fram á haust. Skemmtileg blanda af vorblómstrandi laukum og fjölærum plöntum og mikið úrval trjáa og runna. Allt viðhald til fyrirmyndar og hefur svo verið í fjöldamörg ár.
Stofnanir: Leikskólinn Naustatjörn
Eigandi: Akureyrarbær. Fyrirmyndar hönnun á lóð og útfærsla öll til fyrirmyndar. Góð blanda af náttúrlegum efnum og hellum.Vel hirt lóð með miklum fjölda leiktækja í samspili við gróður utan og innan girðingar.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolskylduhatid-einingar-idju
|
Fjölskylduhátíð Einingar-iðju
Laugardaginn 6. september nk. stendur Eining-Iðja fyrir fjölskylduhátíð á Hömrum við Akureyri á milli kl 13 og 17. Fjölmargt verður gert til skemmtunar, bæði á sviði og á leiksvæði. Meðal listamanna sem mæta á svæðið má nefna Jónsa, Óskar Pétursson, leikara úr Óvitunum, o.fl.
Á leiksvæði sem skátar sjá um verður m.a. boðið upp á minigolf, frisbígolf, hoppkastala, hjólabíla, báta og kassaklifur. Einnig verður farið í atleik og ýmsa hópleiki, eins og t.d. hlaupa í skarðið, pokahlaup, boðhlaup og slíkt.
Þetta er í fyrsta sinn sem félagið stendur fyrir hátíð af þessu tagi. Ýmislegt hefur þó verið í boði fyrir félagsmenn í gegnum tíðina, t.d. hafa þeir farið í ferðir bæði innanlands og utan, fengið leigð orlofshús víða um land og fleira. Nú var ákveðið að bjóða upp á þessa hátíð á Hömrum. Vonandi sjá félagsmenn sér fært að koma ásamt fjölskyldum sínum og gera sér glaðan dag með stjórn og starfsfólki félagsins. Auk veglegrar skemmtidagskrár verða í boði grillaðar pylsur frá Kjarnafæði og Goða, ásamt drykkjum frá Egils.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/bokun-baejarrads-um-reykjavikurflugvoll
|
Bókun bæjarráðs um Reykjavíkurflugvöll
Á fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar í morgun var lögð fram tillaga að bókun um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar sem síðan var samþykkt samhljóða. Bókunin er svohljóðandi:
"Vegna umræðu um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni vill bæjarráð Akureyrar minna á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Að mati bæjarráðs eru greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til Reykjavíkur forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig sínar höfuðstöðvar. Bæjarráð hvetur borgarstjórn Reykjavíkur til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun sína um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallarins.
Bæjarráð Akureyrar ítrekar fyrri ályktanir vegna þessa máls og bendir á að ef innanlandsflugvöllur verði fluttur úr miðborginni er verið að takmarka aðgengi landsbyggðarfólks að miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, viðskipta og ekki síst Landspítala háskólasjúkrahúsi með því að lengja ferðatíma til borgarinnar."
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordurlandamot-u19-ara-landslida-i-blaki-haldid-a-akureyri-5-7-september
|
Norðurlandamót U19 ára landsliða í blaki haldið á Akureyri 5. - 7. september
NEVZA mótið (Norðurlandamót) í blaki 19 ára (U19) landsliða verður sett af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra á Akureyri klukkan 15.30 í íþróttahöllinni í dag og stendur mótið fram á sunnudag. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið hér á landi. Blaksamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins í samstarfi við Blakdeild KA.
NEVZA (Northern European Volleyball Zonal Association) var stofnað árið 2003 og tók við framkvæmd Norðurlandamóta ungmenna í blaki sem haldin hafa verið á hverju ári um áratugaskeið.
Keppendur á mótinu verða um 120 talsins frá 6 þjóðlöndum en leikið verður bæði í karla og kvennaflokki. Karlaliðin eru 5 talsins: Danmörk, Ísland, Noregur, England og Svíþjóð. Kvennaliðin eru einnig 5: Danmörk, Færeyjar Ísland, Noregur, og Svíþjóð. Leiknir verða 20 leikir á 3 dögum og fara leikirnir fram í KA heimilinu á Akureyri (kvennaflokkur) og í Íþróttahöllinni (karlaflokkur). Þess má geta að fjórir landsliðsmenn og tvær landsliðskonur í U19 liðum Íslands koma frá KA. Upplýsingavefur mótsins verður www.blak.is en þar má fylgjast með framgangi leikja jafnóðum og þeir fara fram, skoða upplýsingar um liðin og úrslit leikja.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-i-haskolanum-a-akureyri-um-heimskautarett
|
Ráðstefna í Háskólanum á Akureyri um heimskautarétt
Dagana 7. til 9. september fer fram ráðstefna við Háskólann á Akureyri, í samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna fyrir æðri menntun í Japan og fleiri aðila, um stöðuna á heimskautasvæðunum. Helstu sérfræðingar heims í málefnum þessu tengdu koma saman og ræða þörf fyrir nýja löggjöf vegna viðkvæmrar stöðu á heimskautasvæðunum en vegna hlýnunar jarðar er ísinn þar á undanhaldi. Þar með skapast rými fyrir siglingar, fiskveiðar og aðra notkun á náttúruauðlindum á svæðum sem fram að þessu hafa verið utan seilingar.
Ráðstefnan verður lokuð en hana munu sækja um 60 sérfræðingar í heimskautamálefnum alls staðar að úr heiminum.
|
https://www.akureyri.is/is/frettir/jardepli-i-islenskri-menningu-i-250-ar
|
Jarðepli í íslenskri menningu í 250 ár
Laugardaginn 13. september nk. stendur AkureyrarAkademían fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri.
Málþingið er styrkt af Menningarráði Eyþings og er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð með erindum, uppákomum, veisluhaldi og dansi - fræðandi og nærandi. Þau sem að þinginu koma eru Hildur Hákonardóttir, myndlistakona og rithöfundur, og Bergvin Jóhannsson, formaður Samtaka kartöfluræktenda, Anna Richardsdóttir, dansari, Brynhildur Þórarinsdóttir hjá Neytendasamtökunum, Björn Teitsson, sagnfræðingur, Joris Rademaker, myndlistamaður, Guðrún H. Bjarnadóttir, vefnaðarkona, Sigríður Bergvinsdóttir, verkefnisstjóri Kartöfluárs, Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur, Helgi Þórsson, listamaður og umhverfisfræðingur, Friðrik Vagn Karlsson, matreiðslumeistari. Páll Björnsson stýrir umræðum. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðrik V töfra fram kartöflutertur og kartöflurétti og Helgi og hljóðfæraleikararnir sjá um tónlistarveislu um kvöldið.
Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Garðyrkjufólki, fræðifólki, bændum, heimaræktendum og áhugafólki um ræktun, neyslu og matarmenningu sérstaklega bent á að sækja þingið sem haldið er í húsakynnum Akademíunnar í Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Þingið hefst klukkan 13 á laugardaginn og stendur fram eftir kvöldi. Nánari upplýsingar eða fyrirspurnir á www.akureyrarakademian.is.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.