Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/aefingamot-i-korfuknattleik
Æfingamót í körfuknattleik Körfuknattleiksdeild Þórs heldur æfingamót á Akureyri helgina 12. - 14. september. Að þessu sinni er mótið smærra í sniðum en mörg undanfarin ár og gaman er að geta þess að allir leikirnir fara fram á nýju parketlögðu gólfi Íþróttahallarinnar. Körfuboltamenn líta björtum augum til framtíðar enda langþráður draumur orðin að veruleika, en körfuboltamenn hafa barist í mörg herrans ár fyrir því að parket verði lagt á gólf íþróttahallarinnar. Nú er sá draumur orðin að veruleika. Mikill kraftur er í starfi körfuknattleiksdeildar Þórs og allt komið á fullt við undirbúning fyrir átökin í Iceland Express deildinni. Að þessu sinni mæta KFÍ, Valur og Tindastóll til leiks auk heimamanna. Framkvæmd: Leikið verður í einum riðli sem spilast á föstudegi og laugardegi. Leikið verður í “Höllinni”. Úrslit ráðast á sunnudag þegar leikið verður um sæti. Stefnt er á að fá þrjá réttindadómara á svæðið auk þess sem leitað verður til réttindadómara að norðan. Niðurröðun leikja (með fyrirvara um athugasemdir félaga): Föstudagur 15. september: Höllin kl. 19:00 Þór - Tindastóll Höllin kl. 21:00 Valur - KFÍ Laugardagur 16. september: Höllin kl. 09:00 Þór - Valur Höllin kl. 11:00 Tindastóll - KFÍ Höllin kl. 15:00 Valur – Tindastóll Höllin kl. 17:00 Þór - KFÍ Sunnudagur 17. september: Höllin kl. 09:00 Leikur um 3. sæti Höllin kl. 11:00 Úrslitaleikur
https://www.akureyri.is/is/frettir/norraenir-svifflugsmenn-thinga
Norrænir svifflugsmenn þinga Þing norrænna svifflugmanna var haldið á Akureyri um síðustu helgi. Yfir 20 fulltrúar frá norðurlöndum mættu til samráðs um málefni svifflugs. Einnig kom forseti breska svifflugsambandsins sem gestafyrirlesari. Rætt var um kennslu- og námskeiðahald, öryggismál, réttindamál og reglugerðir, mótahald, loftrými og starfsemi svifflugklúbba en svifflug er víðast stundað á íþróttafélagsgrunni og er starfsemin rekin að mestu í sjálfboðavinnu. Á Íslandi er svifflug stundað á Sandskeiði og Meðgerðismelum og fengu fundarmenn tækifæri á föstudaginn að fljúga svifflug um Eyjafjörðinn í góðu veðri og flugskilyrðum. Erlendu gestirnir voru hæstánægðir með þingið og góðar mótttökur. Myndin sýnir þátttakendur skoða hið glæsilega flugsafn Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fool-for-love-i-samkomuhusinu
Fool for Love í Samkomuhúsinu Þann 11. september kl. 20.00 hefjast sýningar á bandaríska verðlaunaleikritinu Fool for Love sem er fyrsta gestasýning vetrarins hjá LA. Sýningin var sett upp hjá Silfurtunglinu og hlaut 7 tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2007-2008. Tónlistin er eftir KK sem einnig leikur í sýningunni. Þetta er ástríðufullt verðlaunaleikrit sem einkennist af hraða, spennu og beittum húmor. Leikritið gerist á mótelherbergi í Texas. Eddie hefur fundið May eftir að hafa ferðast 2000 mílur. Á veröndinni situr dularfullur maður og skyndilega er skotið úr haglabyssu. Höfundur er Sam Shephard en þýðinguna gerðu hópurinn og Gísli Ragnarsson. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Leikarar í sýningunni eru Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þóra Karitas, Magnús Guðmundsson og KK. Nánar á www.leikfelag.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/upplysingaskilti-um-andarnefjur
Upplýsingaskilti um andarnefjur Sett hafa verið upp tvö skilti við Pollinn á Akureyri þar sem er að finna almennar upplýsingar, bæði á ensku og íslensku, um hvalategundina andarnefjur. Sem kunnugt er hafa tvær andarnefjur glatt Akureyringa og gesti bæjarins með veru sinni í Pollinum síðustu vikurnar og vona bæjarbúar að þær sýni ekki á sér fararsnið á næstunni. Skiltin voru sett upp að frumkvæði Akureyrarstofu í samvinnu við Hvalasafnið á Húsavík. Á þeim segir um andarnefjur: Andarnefja er allstór tannhvalur sem heldur sig mest fjarri landi þó raunar megi stundum finna hann nærri landi. Hún veiðir yfirleitt ein og lifir á fiski, sæbjúgum, krossfiskum en aðallega á smokkfiski. Andarnefja er einn besti kafarinn af hvölunum og getur kafað niður á 1.000 metra dýpi og verið í kafi í allt að klukkustund. Andarnefjur finnast umhverfis Ísland á sumrin, oftast á rúmsjó utan landgrunnsins. Við kelfingu er kálfurinn um 3 m á lengd, en fullorðinn tarfur getur orðið um 10 m langur og nær 10 tonn að þyngd. Andarnefjur geta orðið 40–60 ára gamlar. Andarnefjur eru mjög félagslyndar. Þær ferðast saman í litlum hópum, sýna skipaferðum mikinn áhuga og eru mjög spakar. Andarnefjutarfar hafa aðeins tvær tennur sem vaxa fremst í neðri kjálka og verða aðeins sýnilegar þegar dýrin eru að verða fullvaxta, kýrnar hafa ekki neinar sýnilegar tennur. Þær opna munnin snögglega og soga fæðuna upp í munninn og kyngja henni síðan í heilu lagi. Á fyrri hluta 20. aldar var andarnefja mikið veidd kringum Ísland og mjög eftirsótt af hvalveiðimönnum en erlendir hvalfangarar veiddu tugi þúsunda af andarnefju á Íslandsmiðum á síðustu hundrað árum. Andarnefja hefur verið friðuð síðan 1977 og fer nú fjölgandi jafnvel þó Norðmenn hafi veitt þessa tegund í litlum mæli. Olía var unnin úr andarnefju sem var mjög eftirsótt en nú hafa tilbúnar olíur leyst hana af hólmi og kom það tegundinni til góða í minni veiðisókn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-91-flokka-sorp
Um 91% flokka sorp Um 91% Íslendinga flokka sorp til endurvinnslu Reykjavík, 15. september 2008 Samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð flokka tæplega 91% Íslendinga sorp til endurvinnslu. Nær 19% segjast gera það alltaf og um 37% oft. Um 35% segjast flokka sorp stundum eða sjaldan. Hlutfall þeirra sem flokka sorp til endurvinnslu hefur hækkað frá síðustu mælingu árið 2006, þegar um 84% sögðust flokka sorp. Vikuna 12.-19. september verður haldin endurvinnsluvika þar sem kynnt verður mikilvægi endurvinnslu fyrir íslenskt samfélag. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu fyrir unglinga þar sem kannanir benda til að fólk á aldrinum 16-20 ára standi sig einna verst í flokkun sorps. Til dæmis segjast ríflega 15% unglinga á aldrinum 16-20 ára aldrei flokka sorp en sambærileg tala fyrir alla aldurshópa yfir 16 ára aldri er 9,2%. Á meðan á endurvinnsluvikunni stendur verður lögð sérstök áhersla á að kynna úrræði til endurvinnslu í framhaldsskólum landsins. Sérstakt kennsluefni fyrir framhaldsskóla hefur verið unnið í tilefni endurvinnsluvikunnar. Vefsíða Úrvinnslusjóðs hefur verið endurbætt með það að markmiði að upplýsa betur um þau úrræði sem standa til boða í hverjum landshluta fyrir sig. Nokkur fyrirtæki í endurvinnslugeiranum hafa opið hús fyrir framhaldsskóla á síðasta degi vikunnar, föstudaginn 19. september. Þetta er í fyrsta sinn sem endurvinnsluvika er haldin hér á landi en hún er haldin að evrópskri fyrirmynd. Það er Úrvinnslusjóður sem stendur að átakinu í samvinnu við umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Gámaþjónustuna, SORPU, Íslenska gámafélagið og Endurvinnsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra setti endurvinnsluvikuna í Menntaskólanum við Hamrahlíð föstudaginn 12. september. Full ástæða er til að fræða almenning betur um þau úrræði sem standa til boða. Þótt kannanir sýni að almenningur á Íslandi sé almennt mjög jákvæður í garð endurvinnslu og langflestir flokki sorp að einhverju leyti má alltaf gera betur. Nánari upplýsingar um flokkun sorps má til að mynda finna á heimasíðu Flokkunar Eyjafjarðar ehf.
https://www.akureyri.is/is/frettir/synid-andarnefjunum-adgat
Sýnið andarnefjunum aðgát Andarnefjurnar sem dvalið hafa í Pollinum síðustu vikurnar virðast sýna vegfarendum á landi álíka mikinn áhuga og þeir sýna þeim. Þessir fallegu hvalir, sem nú eru orðnir fjórir, leika listir sínar af miklum móð og gætu vart boðist betri áhorfendapallar í hvalaskoðun en þeir við Drottningarbrautina. Fólk er hins vegar beðið að sýna andarnefjunum tillitssemi, sérstaklega sjófarendur á litlum mótorbátum, sjóköttum eða öðru þvíumlíku. Hætt er við því að ef mikil og óvænt styggð kemur að dýrunum þá geti þau hreinlega synt upp í fjöru eða sýnt einhver ófyrirséð hræðsluviðbrögð. Í hádegisfréttum Útvarps hvatti Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóða dýraverndunarsjóðsins (IFAW), til þess að fólk fari með fyllstu varúð um svæðið enda sé mikilvægt að þetta ævintýri um hvalina endi vel. Sigursteinn sagði að IFAW þyki þetta mjög merkilegt; sams konar hegðun andarnefja eigi sér stað í Skotlandi en annars sé þetta afar sjaldgæft. Hann segir að andarnefjurnar í Pollinum hafi það bersýnilega gott en vill að fólk sem er á vélknúnum tækjum á svæðinu fari með aðgát og styggi ekki dýrin vísvitandi. Meðfylgjandi myndir voru teknar við Pollinn á Akureyri um hádegisbil í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hollusta-sjavarfangs
Hollusta sjávarfangs Er hægt að efla fiskneyslu ungs fólks með fræðandi vettvangsferðum á sjó og vinna að því að halda uppi einu af þjóðareinkennum okkar sem hefur verið mikil fiskneysla? Í könnun á mataræði 9 og 15 ára unglinga á árunum 2003-2004 á vegum Rannsóknarstofu í næringarfræði (RÍN) kom í ljós að fiskneysla þessa aldurshóps hefur dregist saman. Til að sporna við þeirri þróun hefur fræðsluefni um hollustu sjávarfangs verið gefið út á vegum Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) og Fiskifélags Íslands. Fjölmargir hafa komið að verkefninu og meðal samstarfs- og styrktaraðilar eru Menningarráð Eyþings, Hollvinir Húna og Matvælasetur Háskólans á Akureyri. Um er að ræða veggspjald sem afhendist heimilisfræðikennurum til að hengja upp í kennslustofu þar sem það minnir á hollustu sjávarfangs. Nemendur fá fræðsluefni afhent þar sem fjallað er um hollustu sjávarfangs með slagorðinu Verum klár – Borðum fisk. Nemendur fá einnig að svara spurningum upp úr fræðsluefninu með möguleika á því að verða dregin út í verðlaunapotti. Í vettvangsferðunum er áhersla lögð á gleði samfara fróðleik og nýrri upplifun. Nemendur fá að kynnast sjávarútveginum og fræðast um lífríkið í sjónum á metnaðarfullan hátt. Sjávarlíffræðingur miðlar til þeirra ýmsum fróðleik m.a. eru krabbagildrur eru teknar upp og innihald þeirra skoðað. Rennt er fyrir fisk og gert að honum um borð. Að lokum er aflinn grillaður. Nemendum eru sýnd gömul fiskleitartæki og þau heimsækja skipstjórann í brúnni. Vettvangsferðirnar eru miklar ævintýraferðir og það eru fróðir nemendur um sjávarútveg og stoltir veiðimenn sem fara frá borði í lok ferðar. Það eru Hollvinir Húna II. sem standa að ferðunum í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Skóladeild Akureyrabæjar með stuðningi frá Saga Capital fjárfestingarbanka. Umsjónar- og heimilisfræðikennarar fylgja nemendum í ferðirnar sem taka u.þ.b. 3 klst.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstur-hofs-undirbuinn
Rekstur Hofs undirbúinn Þessa dagana er unnið að stofnun sjálfseignarstofnunar sem mun annast rekstur Menningarhússins Hofs samkvæmt samningi við Akureyrarbæ. Fyrirtækjum, einstaklingum, stofnunum og sveitarfélögum hefur verið boðin aðild að félaginu og er markmiðið að þannig verði hægt að stuðla að framgangi sem flestra sjónarmiða sem tengjast rekstrinum. Margir hafa sýnt verkefninu áhuga og ljóst er að skilningur á mikilvægi byggingu á Menningar- og ráðstefnuhúsi á Akureyri er mikill. Stefnt er að því að stofnfundur Menningarfélagsins Hofs verði haldinn í lok mánaðarins en þar verður fyrsta stjórn félagsins skipuð. Nú þegar tæpt ár er í opnun er hafin vinna við uppsetningu á búnaði og skipulagningu fyrsta starfsárs. Þegar hefur verið auglýst eftir framvkæmdarstjóra Menningarfélagsins og verður það fyrsta verk stjórnar félagsins að ráða hann til starfa, enda mörg verk sem bíða og brýnt að hann komi til starfa sem allra fyrst. Myndirnar að neðan voru teknar í Menningarhúsinu Hofi fyrir skemmstu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-andarnefjan-horfin
Ein andarnefjan horfin? Talið er að ein af andarnefjunum fjórum sem haldið hafa til í Pollinum á Akureyri undanfarið, hafi fest sig í bauju seint í gærkvöldi og síðan horfið með öllu því einungis þrjár andarnefjur hafa sést við Drottningarbrautina í dag. Að sögn sjónarvotta virtist sem andarnefjurnar væru að leika sér við eina af baujum siglingaklúbbsins Nökkva undir rökkur seint í gærkvöldi en síðan fór menn að gruna að ein þeirra hefði óvart fest sig í henni. Ætlunin var að kanna málið betur í morgun þegar birti af degi en þá var baujan horfin veg allrar veraldar og í dag hafa aðeins þrjár andarnefjur sést í Pollinum. Menn leiða að því getum að fjórða andarnefjan hafi farið sér að voða og e.t.v. drukknað en vonandi birtist hún aftur fljótlega sprækari en nokkru sinni fyrr. Myndirnar að neðan voru teknar seinnipartinn í dag í sunnan strekkingi og 17 stiga hita.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafnrettissattmali-evropu-undirritadur
Jafnréttissáttmáli Evrópu undirritaður Sérstakur Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum var undirritaður í gær af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri, fyrir hönd bæjarstjórnar. Sáttmálinn var unninn á vegum Evrópusamtaka sveitarfélaga og verkefnið hlaut stuðning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórum og stjórnendum íslenskra sveitarfélaga verður boðið að undirrita sáttmálann á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður í Mosfellsbæ 18.-19. september. Þá á Sigrún Björk hins vegar ekki heimangengt og getur því ekki sótt landsfundinn. Þess vegna var ákveðið að hún staðfesti sáttmálann við lok bæjarstjórnarfundar sem haldinn var í gær. Sáttmálinn er ekki lagalega bindandi heldur felur í sér pólitíska viljayfirlýsingu um að vinna að framgangi jafnréttis milla karla og kvenna. Ef rétt er haldið á málum getur sáttmálinn reynst mjög gagnlegt verkfæri til að vinna að jafnréttismálum innan sveitarfélaga og hann felur í sér ýmis nýmæli fyrir íslensk sveitarfélög í jafnréttismálum. Með því að undirrita hann eru sveitarfélög líka orðin hluti af evrópsku tengslaneti og geta notið góðs af reynslu annarra evrópskra sveitarfélaga í jafnréttismálum. Sigrún Björk býr sig undir að undirrita sáttmálann á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstrarsamningur-um-reidhollina
Rekstrarsamningur um Reiðhöllina Í gær var undirritaður nýr rekstrarsamningur Akureyrarbæjar við hestamannafélagið Létti sem felur í sér samkomulag um rekstur Reiðhallarinnar á Akureyri. Með samningnum tekur hestamannafélagið Léttir alfarið að sér rekstur mannvirkisins, sem og minniháttar viðhaldsframkvæmdir, og fær til þess fjárhagslegan styrk frá Akureyrarbæ. Í samningnum er kveðið á um að Léttir leggi rækt við barna- og unglingastarf í Reiðhöllinni, og haldi þar meðal annars námskeið fyrir fatlaða og fyrir grunnskólabörn bæjarins. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Ásta Ásmundsdóttir, formaður Léttis, undirrita samninginn. Með gerð samningsins má segja að hestamannafélagið Léttir sé komið í sambærilega stöðu og KA og Skautafélagið, að því leyti að þau félög reka samkvæmt rekstrarsamningi þau mannvirki sem hýsa starfsemi þeirra en mannvirkin eru þó alfarið í eigu Akureyrarbæjar. Eignaskipting Reiðhallarinnar liggur ekki enn fyrir þar sem framkvæmdum er ekki að fullu lokið, en Akureyrarbær lagði 150 milljónir króna til byggingarinnar og áætlaður heildarkostnaður er um 200 milljónir króna. Frá undirritun rekstrarsamningsins sem fór fram í Reiðhöllinni á Akureyri í gær.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ovedur-a-akureyri
Óveður á Akureyri Mikið hvassveður gekk yfir landið í nótt og fór Akureyri ekki varhluta af því. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands fóru mestu vindhviður upp í 32 metra á sekúndu klukkan fimm í morgun og eitthvað hlaut fyrr eða síðar undan að láta. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Suður-Brekkunni í morgun. Reyniviður hefur rifnað upp með rótum við Ásabyggð 1 og liggur þvert yfir götuna. Aðalsteinn Sigurðsson virðir fyrir sér tréð sem var gróðursett í garðinum við Ásabyggð 1 um 1950. Annar gamall reyniviður rifnaði upp með rótum á lóðinni á horni Hrafnagilsstrætis og Byggðavegar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-galleri-opnad-a-glerartorgi
Nýtt gallerí opnað á Glerártorgi Föstudaginn 19. september kl. 16.30 verður opnað nýtt gallerí á Glerártorgi. Það hefur hlotið nafnið Galleri M3 og opnunarsýningin er "Réttardagur" eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur. Galleri M3 er sett saman úr einingum sem framleiddar eru af Montana fyrirtækinu og er gjöf Peters J. Lassens forstjóra og aðaleiganda danska húsgagnafyrirtækisins og Eyjólfs Pálssonar eiganda húsgagnaverslunarinnar Epal til Akureyrarbæjar. Montana einingarnar voru hannaðar og framleiddar í þeim tilgangi að fá listamenn til að raða þeim saman og skapa með þeim innsetningar og er Ólafur Elíasson t.d. einn þeirra sem hefur unnið með einingarnar. Árið 2005 vann Finnur Arnar myndlistarmaður verkið "Stígur" sem sýnt var í versluninni Epal. Það verk var gefið Akureyrarbæ en síðan ákveðið að setja einingarnar, sem upphaflega voru hluti af verki Finns, saman aftur en leyfa fleiri listamönnum að vinna inn í þær sín myndlistarverk. Aðalheiður er fædd og uppalin á Siglufirði en fluttist til Akureyrar og bjó þar í 20 ár. Hún hefur fengist við myndlist síðan 1993, sett upp fjölda einkasýninga í 14 löndum og tekið þátt í samsýningum, listasmiðjum og Dieter Roth Akademíunni. Aðalheiður hefur starfað við ýmislegt tengt listum og hlotið tvívegis starfslaun frá ríki og bæ. Hún var þátttakandi í uppbyggingu Listagilsins á Akureyri og er í stjórn Myndlistafélagsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Undanfarin fjögur ár hefur Aðalheiður búið og starfað í Freyjulundi ([email protected], www.freyjulundur.is). Sýningin er sú þriðja af fimmtíu sem Aðalheiður setur upp víða um heim á næstu fimm árum. Sýningarnar eru allar undir yfirskriftinni " Réttardagur " og fjalla á fjölbreyttan hátt um þá menningu sem skapast hefur í kringum íslensku sauðkindina. Hver sýning tekur mið af rýminu sem í boði er og verður öðrum listamönnum eða aðilum sem fjalla um sauðkindina boðin þátttaka. Einnig eru bókaðar sýningar á næsta ári í Hollandi, Þýskalandi og Afríku. Galleri M3 verður staðsett á Glerártorgi um hríð en rýmið er hins vegar þess eðlis að auðvelt er að flytja það milli staða. Það er mikill heiður fyrir bæinn að þiggja slíka gjöf en þess má geta að Lassen hefur í þrjú ár veitt verðlaunafé í flokki hönnunar á hinni árlegu Sjónlistahátíð sem einmitt verður haldin um næstu helgi hér í bæ. "Réttardagur" eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjonlist-2008-a-morgun
Sjónlist 2008 á morgun Íslensku sjónlistaverðlaunin 2008 verða veitt föstudaginn 19. september í Flugsafni Íslands á Akureyri og verður verðlaunaafhendingin sýnd í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins. Þetta er þriðja árið í röð sem Sjónlistaorðan er veitt en markmiðið með henni er einkum þríþætt: að beina sjónum að framúrskarandi framlagi íslenskra myndlistarmanna og hönnuða sem starfa hér heima og erlendis að stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum að hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistafólks á Íslandi Tilnefnd til verðlauna fyrir hönnun eru: Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýninguna STÓLAR sem sett var upp í Gallerí 101 og bar þess glögg merki að á ferð var mikill fagmaður, tímalaus hönnun og fagmannleg framsetning. Sýningin var bundin saman af svarthvítum gríðarstórum myndum sem þöktu veggina. Myndirnar voru í senn bakgrunnur fyrir stólana og hönnunarsaga Hjalta. Grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson er tilnefndur fyrir verk sín frá árinu 2007. Umfangsmesta verkið var unnið fyrir listahátíðina Sequences en einnig ber að geta teikningaseríunnar Athletes sem sýnd var í Vallery gallerí, Barcelona, teikningarnar Hrísey fyrir Print magazine og grafík á fatnað fyrir Stüssy og H&M. Skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir er tilnefnd fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síðasta ári. Þær bera nöfnin Agla, Brynja, Fold, Salka og Gerður. Tilnefnd til verðlauna fyrir myndlist eru: Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíæringnum 2007. Ragnar Kjartansson fyrir fyrir innsetninguna Guð á samnefndri sýningu í Nýlistasafninu. Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Auk Sjónlistaverðlaunanna hlýtur myndlistarmaður eða hönnuður Heiðursorðu Sjónlistar fyrir einstakt æviframlag til sjónlistanna. Í tengslum við Sjónlist 2008 verður efnt til málþings þar sem rætt verður um "(af)Myndun almenningsrýmis". Þátttakendur eru bandaríski rithöfundurinn og dálkahöfundurinn Jeff Byles, Haukur Már Helgason rithöfundur og Berglind Jóna Hlynsdóttir myndlistarkona. Stjórnandi málþingsins er Páll Björnsson lektor við HA. Smelltu HÉR til að skoða dagskrá Sjónlistahátíðarinnar 2008.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-i-utsvari
Akureyri í Útsvari Nú er spurningakeppni sveitarfélaganna hafin aftur í Sjónvarpinu og lið Akureyringa er klárt í slaginn. Liðskipan er ofurlítið breytt því í stað Erlings Sigurðarsonar kemur Finnur Friðriksson lektor við Háskólann á Akureyri. Aðrir í liðinu eru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona og Pálmi Óskarsson læknir. Fyrsta viðureign liðsins verður við Fjallabyggð föstudagskvöldið 17. október. Akureyringar eru hvattir til að styðja sitt lið og minnt er á að hægt er að fylgjast með keppninni í sjónvarpssal með því að skrá sig HÉR. Myndin er af Finni Friðrikssyni, nýjum liðsmanni Akureyrarliðsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/merkast-i-myndlist-og-honnun-2008
Merkast í myndlist og hönnun 2008 Sjónlistaverðlaunin 2008 voru afhent við hátíðlega athöfn í Flugsafni Íslands á Akureyri í köld. Tilkynnt var um val dómnefndar á merkasta framlagi til myndlistar og hönnunar árið 2008 í beinni útsendingu Sjónvarpins að viðstöddu fjölmenni. Verðlaun á sviði myndlistar hlaut Steingrímur Eyfjörð fyrir sýningu sína "Lóan er komin." Fyrir framúrskarandi starf á sviði hönnunar hlaut Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir verðlaun. Steingrímur Eyfjörð þegar úrslitin höfðu verið kunngerð. Guðbjörg Kristín og fjöskylda fagna á Sjónlist 2008. Heiðursorðu Sjónlistar 2008 hlaut Steinun Bjarnadóttir myndlistarmaður fyrir framlag sitt til alþjóðlegrar myndbandslistar. Þótt Steina sé enn ekki nægilega vel kynnt í heimalandi sínu hafa sigrar hennar á alþjóðlegum vettvangi tryggt henni verðugan sess í listasögunni. Þannig hefur hún verið ötull sendiherra íslenskrar menningar með endalausum upptökum sínum á náttúrufyrirbærum landsins, hafróti, vatnsföllum, gróandi og vængjaslætti, sem hafa verið henni stöðug uppspretta hrífandi verka. Steinunn Bjarnadóttir við opnun gallerísins M3 á Glerártorgi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/daud-andarnefja-i-hofdahverfi
Dauð andarnefja í Höfðahverfi Dauð andarnefja er fundin við bæinn Nes í Höfðahverfi, skammt frá Grenivík. Telja verður líklegt að það sé ein þeirra fjögurra sem verið hafa á Pollinum við Akureyri undanfarið. Andarnefjurnar voru lengi vel tvær, en tvær bættust við fyrir skömmu. Eitt kvöldið í vikunni þóttist fólk svo sjá eina þeirra flækta í bauju á Pollinum og daginn eftir varð hennar ekki vart. Var þá jafnvel álitið að hún hefði drepist. Dýrið sem fannst við Nes verður líklega krufið skv. upplýsingum Hreiðars Þórs Valtýssonar fiskifræðings hjá Háskólanum á Akureyri. Frétt af www.mbl.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/langur-starfsaldur-hja-baenum
Langur starfsaldur hjá bænum Hár starfsaldur innan fyrirtækja þykir jafnan endurspegla ánægju í starfi og vellíðan á vinnustað. Í erindi sem Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, heldur á ráðstefnu hjá Vinnumálastofnun á fimmtudag, kemur meðal annars fram að 62 af núverandi starfsmönnum Akureyrarbæjar hafa starfað þar í 25 ár eða lengur. Sá sem lengst hefur unnið hjá bænum hefur nú starfað þar í 47 ár og 444 starfsmenn eru með starfsaldur á bilinu 10-24 ár. Sigrún Björk segir að það sé afar ánægjulegt að fólk skuli sýna vinnustað sínum slíka tryggð og hún er sannfærð um að lítil starfsmannavelta margra fyrirtækja á Akureyri sé til marks um þau góðu búsetuskilyrði sem fólki eru búin á Akureyri. Hér hafi verið unnið ötullega að því að útrýma biðlistum á leikskólum, skólakerfi bæjarins sé allt í fremstu röð og möguleikar fólks til afþreyingar og útivistar séu með því besta sem þekkist á landinu öllu og þótt víðar væri leitað. Þess má geta að einmitt í dag, 22. september, á Heiða Karlsdóttir, ritari bæjarstjóra, 25 ára starfsafmæli. Hún hefur nú starfað með Sigrúnu Björk í bráðum tvö ár en áður hefur hún unnið með bæjarstjórunum Kristjáni Þór Júlíussyni, Jakobi Björnssyni, Halldóri Jónssyni, Sigfúsi Jónssyni og Helga H. Bergs. Á myndinni að neðan er Heiða með Kristjáni Þór í janúar 2007 þegar hann lét af störfum sem bæjarstjóri á Akureyri. Áðurnefnd ráðstefna Vinnumálastofnunar verður haldin í Ketilhúsinu á Akureyri frá kl. 13-16 á fimmtudag og er yfirskrift hennar "Eldri starfsmenn - akkur vinnustaða".
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-landsbankans-og-la
Samstarf Landsbankans og LA Landsbankinn og Leikfélag Akureyrar hafa endurnýjað samstarfssamning sinn en markmið samstarfsins, sem hófst fyrir fjórum árum, er að fjölga ungu fólki á sýningum Leikfélagsins. Árangurinn hingað til hefur verið hreint einstakur en vonir standa til að enn fleiri ungmenni kaupi árskort á næsta leikári fyrir tilstilli Landsbankans sem gerir Leikfélaginu kleift að bjóða ungu fólki sérkjör á árskortum í leikhúsinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/andarnefjurnar-ordnar-fimm
Andarnefjurnar orðnar fimm Ævintýrið um andarnefjurnar við Akureyri heldur áfram, því tvær bættust við í dag og eru þær nú fimm. Þrjár voru á Pollinum nú áðan, þar sem þær hafa haldið sig undanfarið, en tvær svamla þessa stundina við Krossanes. Droplaug Ólafsdóttir líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun sagði í samtali við mbl.is rétt áðan að vísindamenn hafi enn enga skýringu á því hvers vegna skepnurnar séu við Akureyri. „Það er hugsanlegt að óvenju margar andarnefjur hafi verið norðan við land í sumar en við vitum það ekki. Þær rak óvenju margar í Þingeyjarsýslum í sumar, allar löngu dauðar; höfðu drepist úti á sjó og rekið með straumum. En á meðan við vitum ekki hve mikið er af andarnefju í djúpinu norðan við land eigum við erfitt með að útskýra þessa göngu inn Eyjafjörð,“ sagði Droplaug. Andarnefjur eru yfirleitt sunnar í Atlantshafinu á veturna en oft norðan við land á sumrin, en þá mun utar. Þær eru djúpsjávartegund og sjást oft langt frá landi. Ástandið er óvenjulegt, svo ekki sé meira sagt. Fyrst komu tvær andarnefjur á Pollinn, kýr og kálfur, og hafa nú dvalið hátt á annan mánuð. Fyrir nokkrum vikum komu tvær til viðbótar - tveir „unglingar“ en annar þeirra er dauður og rak á land við Nes í Höfðahverfi á dögunum. Og nú hafa tvær bæst við; dúettinn varð kvartett, hann varð tríó en nú er orðinn til andarnefjukvintett við Akureyri! „Það er ekkert óeðlilegt þó ein og ein andarnefja villist inn á grunnsævi og rati ekki út aftur en þetta er sérstakt,“ sagði Droplaug sem vill ekki útiloka að dýrin hafi elt eitthvert æti inn fjörðinn, einhverja torfufiska, og segir andarnefjurnar geta staldrað í nokkrar vikur en varla mikið lengur. „Þetta er auðvitað áhugavert og ef fólk sér andarnefjur víðar hvet ég til þess að það tilkynni okkur það. Við viljum endilega fylgjast með og safna upplýsingum. Líka ef þær sjást utar, norðan við land. Það væri gott að vita af því,“ sagði Droplaug Ólafsdóttir líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Frétt af www.mbl.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ka-svaedi-lundarskoli-og-lundarsel-tillaga-ad-deiliskipulag
KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel. Tillaga að deiliskipulagi. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi KA-svæðisins, Lundarskóla og Lundarsels. Skipulagssvæðið afmarkast af Þingvallastræti í norðri, Dalsbraut í austri, lóðamörkum við Heiðarlund og Hjallalund í suðri og lóðamörkum við Hrísalund og Tjarnarlund í vestri. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir knattspyrnuvelli og áhorfendastúku á lóð Knattspyrnufélags Akureyrar og á lóð Lundarskóla verður byggingareitur fyrir fjórða áfanga skólans. KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - deiliskipulagsuppdráttur. KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - skýringaruppdráttur. KA svæði, Lundarskóli og Lundarsel - greinargerð. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 24. september - 5. nóvember 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: http://www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 5. nóvember 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 24.september 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/12-000-litrar-af-mjolk
12,000 lítrar af mjólk Í dag er alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í níunda sinn. Af því tilefni býður Mjólkursamsalan öllum grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum og má reikna með að þar verði drukknir 12.000 lítrar af mjólk. Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim en það er Matvælastofnun Sameinuðu þjóðana sem hvetur til að haldið sé upp á daginn. Á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum "Holl mjólk og heilbrigðir krakkar". Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. Mjólkurneysla barna og unglinga hefur dregist verulega saman víða um heim á síðustu árum, þar á meðal hér á landi. Hart er sótt að mjólkinni og mikið drukkið af alls kyns söfum og gosdrykkjum. Mjólk er mjög próteinrík og auk þess mikilvæg uppspretta 11 lífsnauðsynlegra vítamína og steinefna í fæðunni. Sérstaða mjólkur felst þó fyrst og fremst í því hve góður kalkgjafi hún er, en kalk er mjög mikilvægt fyrir byggingu beina. Vart er hægt að hugsa sér betri og næringarríkari drykk en mjólk til að gefa börnum sínum og unglingum og full ástæða til að hvetja þau til að auka mjólkurneyslu sína. Samtímis því að skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur er árlegri teiknisamkeppni hleypt af stokkunum. Öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt í samkeppninni. Myndefnið er algjörlega frjálst en æskilegt er að myndefnið tengist hollustu mjólkurinnar fyrir ungt fólk.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-log-ny-taekifaeri
Ný lög - ný tækifæri Þann 26. september nk. verður haldin ráðstefna um menntamál í Íþróttahöllinni á Akureyri undir yfirskriftinni "Ný lög - ný tækifæri: Samræða allra skólastiga". Tilgangur ráðstefnunnar er að stuðla að samræðu kennara og stjórnenda af öllum skólastigum um ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara. Ný lög fela í sér nýja menntastefnu og er ætlunin að ræða á ráðstefnunni um ný tækifæri sem í henni felast. Á Akureyri og víðar á Norðausturlandi verður starfsdagur í leik- grunn- og framhaldsskólum þennan dag og er gert ráð fyrir því að kennarar þessara skóla mæti á ráðstefnuna. Mikil áhersla er lögð á það við skipulag ráðstefnunnar að skapa kennurum á mismunandi skólastigum tækifæri til samræðu um efni fyrirlestranna. Aðalfyrirlestrarnir fjalla um skólasöguna í ljósi breytinga á menntastefnu, nýja menntastefnu, nýjar áherslur í kennaramenntun og hugarfarsbreytingu í samræðu milli skólastiga. Þá er boðið upp á samhliðafyrirlestra, þ.e. níu fyrirlestra um ýmis menntamál sem fluttir eru samtímis auk þess sem boðið er upp á 47 málstofur. Í málstofunum er fjallað um verkefni sem verið er að vinna í skólunum nú þegar og eru í samræmi við nýja menntastefnu. Það að ná saman kennurum af öllum skólastigum á einu og sömu ráðstefnuna, með þeim hætti sem hér er gert er einstakt á Íslandi og því verður mjög fróðlegt að sjá hver afrakstur hennar verður. Sambærileg ráðstefna var haldin fyrir tveimur árum en hún var öll minni í sniðum. Sú ráðstefna tókst mjög vel og því eru miklar væntingar bundnar við árangur þessarar ráðstefnu. Ráðstefnan er haldin á Akureyri og er öllum opin. Sendar hafa verið út auglýsingar til allra fræðslumiðstöðva, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Að ráðstefnunni standa Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Þekkingarsetur Þingeyinga, Bandalag kennara á Norðurlandi eystra, Félag skólastjóra á Norðurlandi eystra, Félag leikskólakennara 6. deild, Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri og Skóladeild Akureyrarbæjar. Frekari upplýsingar má finna á www.simey.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikum-alexondru-frestad
Tónleikum Alexöndru frestað Fyrirhuguðum tónleikum Alexöndru Chernyshovu á Húsavík og Akureyri um helgina hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veikinda söngkonunnar. Alexandra er búsett í Skagafirði, stofnaði Óperu Skagafjarðar sem setti upp La Traviata á síðasta ári. Alexandra er að taka upp geisladisk um þessar mundir með lögum eftir Sergei Rachmaninov.
https://www.akureyri.is/is/frettir/foreldraorlof-hja-akureyrarbae
Foreldraorlof hjá Akureyrarbæ Frá því í júní árið 2000 hefur foreldrum gefist kostur á að taka svokallað foreldraorlof, þ.e. ólaunað leyfi frá störfum í allt að 13 vikur til að annast barn sitt. Nú hefur Sædís Gunnarsdóttir nýtt sér þennan rétt fyrst starfsmanna hjá Akureyrarbæ. Sædís er verkefnastjóri fasteignaskráningar og verður í foreldraorlofi í tvær klukkustundir dag hvern í vetur. Vinnudegi hennar lýkur því kl. 14.00 og að hennar sögn mun orlofið nýtast vel til að sinna betur dætrunum tveimur. Fræðast má um foreldraorlof og reglur sem að því lúta HÉR. Sædís Gunnarsdóttir með dætrum sínum, Unu sem er 9 ára og Eik sem er að verða 6 ára.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mattur-tengslanna
Máttur tengslanna Heilsugæslustöðin á Akureyri efnir málþings föstudaginn 3. október nk. í tilefni af 20 ára afmæli fjölskylduráðgjafar HAK. Málþingið er ætlað fagfólki og stjórnendum á heilbrigðis- og félagsviði. Eins og dagskrá málþingsins ber með sér eru annars vegar kallaðir til fræðimenn sem kynna það nýjasta í samskiptafræðum, í samspili erfða og aðstæðna og hvað skapar heilbrigði og hvað sjúkleika, og hins vegar er horft til þeirrar reynslu sem aflast hefur. Með tilliti til fenginnar reynslu og nýrrar þekkingar verður síðan horft til framtíðar. Á málþinginu verður meðal annars fjallað um nýjan skilning á tilfinningalífi og tengslamyndun sem byggir bæði á fjölfræðilegri þekkingu og niðurstöðum rannsókna sem sýna fram á að heilinn og taugakerfið beinlínis nærast á ást og umhyggju, sér í lagi á fyrsta æviskeiði. Samfélagsþróunin er slík í dag að mikil og vaxandi þörf er fyrir margvíslega þjónustu og stuðning við fjölskyldur og einstaklinga sem eru að takast á við afleiðingar áfalla, mikillar streitu, sjúkdóma eða vanrækslu. Kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess eru stöðugt meira að koma upp á yfirborðið og um leið vaxandi skilningur á því hvernig óleystur vandi foreldra og þöggun samfélagsins kemur niður á heilsu og velferð barna. Rannsóknir benda til að heilbrigð og ástrík tilfinningatengsl verki líkt og bólusetning fyrir áföllum síðar meir. Góð tengslamyndun byggist fyrst og síðast á innlifunarhæfni foreldra og getu til að mæta og takast á við erfiðar tilfinningar á verðugan hátt. Því þykir mikilvægt að foreldrum bjóðist aðgengileg aðstoð til að takast á við streitu, áföll, erfið samskipti eða vanlíðan innan fjölskyldunnar. Til þess þarf heilsugæsla landsins að vera í stakk búin til að þróa virka fjölskyldu- og geðvernd. Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarsson, setur málþingið og verndari þess er bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir. Málþingið verður haldin á Hótel KEA og dagskrá hennar má nálgast HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjalfseignarstofnun-um-rekstur-hofs
Sjálfseignarstofnun um rekstur HOFS Í dag var formlega gengið frá stofnun sjálfseignarstofnunar sem fyrirhugað er að reki Menningarhúsið HOF samkvæmt samningi við Akureyrarbæ. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, segir að þessi leið hafi verið valin því bærinn hafi viljað skapa húsinu sjálfstæða ímynd og tryggja að ólík sjónarmið gætu komið fram hvað varðar reksturinn. Áætlað er að framkvæmdum við Menningarhúsið HOF ljúki í júní 2009 og að húsið verði formlega opnað þann 29. ágúst.Á stofnfundi Menningarfélagsins HOFS ses í dag undirrituðu þrjátíu og fjórir stofnaðilar skipulagsskrá félagsins. Á meðal stofnaðila eru sveitarfélög, einstaklingar, menningastofnanir og fyrirtæki á svæðinu. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að aðkoma þessara aðila að félaginu sé mikil viðurkenning fyrir mikilvægi verkefnisins og að með þessum hætti hafi verið skapað ákveðið bakland eða góðvinahópur hússins. Hún segir jafnframt ljóst að opnun þess feli í sér fjölmörg tækifæri fyrir svæðið, jafnt menningarlíf, ferðaþjónustu sem og annað atvinnulíf. Á fundinum var tilkynnt um skipun þriggja manna stjórnar félagsins en í henni eiga sæti Magnús Þór Ásgeirsson sem skipaður er af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Freyja Dögg Frímansdóttir, starfsmaður RÚV, sem skipuð er af Akureyrarbæ og Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla, sem kjörinn var fulltrúi stofnaðila á þessum fyrsta fundi félagsins. Fyrsta verk nýskipaðrar stjórnar er að ráða framkvæmdarstjóra félagsins en staðan var auglýst í síðasta mánuði og bárust 34 umsóknir um starfið. Við þetta tækifæri var heimasíða hússins einnig opnuð, www.menningarhus.is, en hún er hönnuð af veffyrirtækinu Hugsmiðjunni og merki HOFS var kynnt en höfundur þess er Þórhallur Kristjánsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrktartonleikar-aflsins
Styrktartónleikar Aflsins Í kvöld, fimmtudaginn 2. október, verða haldnir í Sjallanum á Akureyri styrktartónleikar Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Margir góðir tónlistarmenn munu leggja Aflinu lið, og má þar nefna Hvanndalsbræður, Hund í óskilum, Sigga Kapteinn, Eyþór Inga, Einar Ágúst, Helga og hljóðfæraleikarana, Umsvif og Sniglabandið. Skúli Gauta verður kynnir. Málefnið er brýnt og sem dæmi má nefna að samkvæmt ársskýrslu Aflsins var 75% aukning í hópavinnu á síðasta ári og fer fjöldinn sem leitar aðstoðar vaxandi. Konur (fólk) hvaðan af landinu hafa leitað til Aflsins, og óskað eftir því að Aflið heimsæki nágrannasveitarfélög, þar sem boðið verði upp á kynningu á starfsemi Aflsins, einkaviðtöl og jafnvel hópavinnu með þolendum. Aflið eru 6 ára gömul grasrótarsamtök þar sem öll vinna hefur verið að mestu í sjálfboðavinnu, en nú er svo komið að þörfin krefst þess að starfsemi Aflsins breiði úr sér. Styrktartónleikar Aflsins hafa þróast í það að verða árviss atburður og er ánægjulegt að finna þau jákvæðu og góðu viðbrögð sem Aflið hefur fengið allsstaðar. Húsið opnar kl. 20.30 og hefjast tónleikarnir stundvíslega 21.21. Forsala verður í Pennanum á Glerártorgi og er miðaverð einungis 2.000 kr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/musagildran-og-aheyrnarprufur
Músagildran og áheyrnarprufur Leikfélag Akureyrar frumsýnir þann 18. október nk. hið víðfræga leikrit Músagildran eftir Agöthu Christie. Þetta er í fyrsta sinn sem leikritið er sett upp í íslensku atvinnuleikhúsi en verkið hefur verið sýnt í London í samfellt 56 ár eða síðan 1952 og er það heimsmet! Sýningarnar í London eru orðnar yfir 23.000. Agatha Christie hefur verið kölluð drottning glæpasögunnar og hafa komið út eftir hana hundruð spennusagna og leikrita. Samkvæmt tölum frá UNESCO hafa aðeins Biblían og verk Shakespears selst meira en bækur Christie sem hafa selst í alls 4 milljörðum eintaka. Íslenskun Músagildrunnar og leikgerð er í höndum Gísla Rúnars Jónssonar en leikstjóri er Þór Tulinius. Leikarar í sýningunni eru Aðalsteinn Bergdal, Anna Svava Knútsdóttir, Einar Örn Einarsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sindri Birgisson, Viktor Már Bjarnason og Þráinn Karlsson. Áheyrnarprufur hjá LA Leikfélag Akureyrar auglýsir eftir 9-12 ára stúlku til að leika og syngja í jólaleikriti LA. Skráning verður mánudaginn 6. október nk. milli kl. 15 og 17 í Rýminu. Seinni hluta október mun LA hefja æfingar á íslensku jólaleikriti, Lápur, Skrápur og jólaskapið sem ætlunin er að sýna á aðventunni. Þetta er bráðskemmtilegt leikrit með söngvum eftir Snæbjörn Ragnarsson sem einnig semur tónlistina. Lápur og Skrápur eru einu tröllabörnin í Grýluhelli sem hafa ekki enn komist í jólaskap. Grýla mamma þeirra rekur þá því af stað úr hellinum og bannar þeim að koma til baka fyrr en þeir eru búnir að finna jólaskapið. Lápur og Skrápur leita um allt og leitin ber þá inn í herbergi Sunnu litlu. Hún ákveður að hjálpa bræðrunum og saman rata þau í alls kyns ævintýri. Það sannaðist svo sannarlega í Óvitum og Óliver á sínum tíma að hér á svæðinu búa mörg mjög hæfileikarík börn og unglingar og LA vonast til að sem flestar stúlkur láti sjá sig á mánudaginn og taki þátt í áheyrnarprufum fyrir stórt og skemmtilegt hlutverk í Lápi, Skrápi og jólaskapinu. Nánar á heimasíðu LA, www.leikfelag.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppbygging-midbaejar-akureyrar
Uppbygging miðbæjar Akureyrar Nýjar hugmyndir að breyttu skipulagi miðbæjarins á Akureyri voru kynntar á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í dag. Unnið er áfram eftir verðlaunatillögu Graeme Massie, þó með nokkuð breyttum áherslum. Tillögurnar voru kynntar í bæjarráði í morgun en allt kynningarferli er eftir og er áætlað að því ljúki snemma á næsta ári. Meðal helstu breytinga eru að gert er ráð fyrir að Glerárgata verði þrengd úr fjórum akreinum í tvær, umtalsverðri uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis, nýtingu bílastæða í miðbænum verður breytt og síki/vatnasvæði mun ná frá Torfunefsbryggju inn að bakhlið gamla Apóteksins við Hafnarstræti. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um útfærslur á endanlegu dýpi á síki/vatnasvæði. Hægt er að smella á myndina hér að neðan til að sjá stærri útgáfu hennar. Nýjar áherslur í miðbæ Akureyrar Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa á síðustu misserum unnið að fjölbreyttum verkefnum til að styrkja miðbæ Akureyrar. Markmiðið er að miðbærinn hafi sterkt aðdráttarafl fyrir íbúa, ferðamenn og fyrirtæki. Fleira fólk geti búið í og við miðbæinn og þar verði fjölbreyttari þjónusta og atvinnustarfsemi. Leiðarljós um áherslur í skipulagi miðbæjar Hinar nýju áherslur byggja m.a. á íbúaþingi þar sem landsmet var slegið og um 1650 manns komu í íþróttahöllina á Akureyri til að ræða um miðbæinn og tækifæri þar. Frekari úrvinnsla byggðist á tillögu frá Graeme Massie Architects (GMA) sem hlutskörpust var í hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjarins sem sjálfseignarstofnunin, „Akureyri í öndvegi“ stóð fyrir. GMA brugðust í sinni tillögu við óskum bæjarbúa um „meira skjól og sól“ með því að leggja til að sjávarsíki næði frá Bótinni að Hafnarstræti. Þannig snúa þeir miðbænum í raun austur-vestur og mynda skjólsæl sólrík rými meðfram síkinu. Með þessu eru einnig áréttuð einstök einkenni Akureyrar, þar sem sjórinn og ströndin eru dregin inn í miðbæinn en sjórinn hefur tengst bæjarlífinu í gegnum tíðina. Þannig myndast sterk tengsl á milli landslags og menningar. Nú liggur fyrir deiliskipulagstillaga sem byggir á ofangreindum tillögum, sem þverpólitískur stýrihópur bæjarins hefur unnið að með Graeme Massie Architects sem skipulagshönnuðum, ásamt ráðgjafarfyrirtækinu Alta, umferðarskipulagssérfræðingum frá Alan Baxters Associates og Línuhönnun. Helstu breytingar í miðbænum – góðar tengingar og öruggt og fjölbreytt umhverfi o Áhersla er lögð á að skapa aðlaðandi og eftirsótt rými, sem byggja á menningu Akureyrar, sögu, náttúrulegu umhverfi, landslagi og strandlengju. Þannig eru áréttuð einstök einkenni í miðbænum. o Gert er ráð fyrir nýjum 3 – 5 hæða byggingum með yfir 150 nýjum íbúðum og allt að 16.000 fermetrum af atvinnuhúsnæði auk bílastæðakjallara undir húsum. o Tengsl miðbæjar við Pollinn og menningarhúsið verða styrkt og síki/vatnasvæði lagt frá Bótinni að Skipagötu með tjörn þaðan að gamla Apótekinu, þar sem sólrík og skjólsæl rými munu verða beggja vegna. Braunshús verður flutt og þannig myndast göngutenging að Hafnarstræti og Skátagilinu. o Götum verður breytt þ.a. bílastæði verða meðfram þeim og göturýmin um leið gerð meira aðlaðandi með nýju yfirborði og meiri gróðri. o Áhersla er lögð á góðar göngu og hjólaleiðir og meðal annars yfirbyggð hjólastæði í miðbænum. o Glerárgatan verður öruggari og henni breytt í aðlaðandi borgarstræti frá Kaupvangsstræti að gatnamótum við Strandgötu. Á þessu svæði verður hún þrengd úr fjórum akreinum í tvær, en um leið tryggt að hægt verði að snúa til baka ef þörf krefur. Með þessu verður Pollurinn og menningarhúsið Hof órjúfanlegur hluti miðbæjarins. o Bílastæðum fyrir almenning mun ekki fækka, þeim verður fjölgað meðfram götum og síðan liggja fyrir tillögur að bílastæðahúsi eða bílastæðakjallara sem munu fullnægja þörfinni. Uppbygging að hefjast Ráðgert er að fyrir liggi samþykkt deiliskipulagstillaga á fyrri hluta næsta árs. Þá verður þegar hafist handa um framkvæmdir, þar sem nú þegar liggja fyrir áform um byggingu hótels og íbúða á svæðinu norðan við síki/vatnasvæði. Áætlaðar tekjur bæjarins af gatnagerðargjöldum verða yfir einn milljarður króna og verða þær að hluta til nýttar til að fjármagna nauðsynlegar lykil framkvæmdir. Með þessum hugmyndum vilja bæjaryfirvöld tryggja að miðbærinn verði til framtíðar uppspretta hugmynda og tækifæra á sviði menningar, lista og viðskipta, með það fyrir augum að styrkja mannlíf og um leið atvinnulíf á Akureyrarsvæðinu öllu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/radhusid-bleikt
Ráðhúsið bleikt Ráðhúsið á Akureyri verður lýst upp að hluta í bleikum lit í október. Þetta er gert að áeggjan bæjarstjórans, Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, til að minna á árveknisátak um brjóstakrabbamein sem nú stendur yfir. Rétt er að minna á að nú er hafið lokaátak í söfnun Krabbameinsfélags Íslands með sölu á bleiku slaufunni en allur ágóði af sölunni rennur til kaupa á nýjum tækjum til að leita að brjóstakrabbameini. Nánari upplýsingar HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aukauthlutun-verkefnastyrkja-menningarrads-eythings
Aukaúthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Eyþings Síðastliðinn laugardag úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings. Er þetta þriðja úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Alls bárust ráðinu 28 umsóknir um rúmar 7 milljónir. 19 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar fjórar milljónir króna. Ávörp fluttu Guðný Helgadóttir deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu og Björn Ingimarsson varaformaður menningarráðs. Flutt voru tónlistaratriði af styrkþegum en einnig sýndu styrkþegarnir Hugrún Ívarsdóttir Akureyri og Kristín Sigurðardóttir Mývatnssveit verk sín. Að þessu sinni var áhersla menningarráðsins á verkefni sem tengjast aðventunni, verkefni sem auka þátttöku ungs fólks í menningarstarfi og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað. Auk þess leggur menningarráðið áherslu á samstarf milli aðila, byggðarlaga og listgreina. Hámarksstyrkur í þessari aukaúthlutun var 300.000 krónur. Eftirtalin verkefni hlutu verkefnastyrk Menningarráðs Eyþings: Verkefni Umsækjandi Stúfur heimsækir Finnland Atvinnuþr.fél Þingeyinga Menning úr heimabyggð Glitský/ Ásdís Arnardóttir Allt í þróun: Allt um jól árið 2008 Myriam Dalstein Fyrsta þjóðlega ljóðahátíð Nýhils Litl ljóðahátíðin /Hjálmar Brynjólfsson Motzart og Mendelsohn í Davíðshúsi Glitský/ Ásdís Arnardóttir Íslensku jólasveinarnir handverkssýning í Austurríki og Mývatnssveit Kristín Sigurðardóttir Árbók Þingeyinga 50 ára Menningarmiðstöð Þingeyinga Jólin í þá daga, en hvernig núna? Félagsmiðstöðin Pleizið - nemendafélag Skapandi aðventuverkefni Akureyrarstofa Mývatnssveit, töfraland jólanna Atvinnuþr.fél Þingeyinga Hymnodia útgáfutónleikar vegna plötu með kórverkum eftir íslenskar konur Kammerkórinn Hymnodia Mynstrað munngæti Hugrún Ívarsdóttir Baðstofukvöld Menningarmiðstöð Þingeyinga Aðventu- og jóladagskrá Leikfélag Dalvíkur Aðventuævintýri Akureyrarstofa Dagskrá í Möðruvallakirkju til minningar um Davíð Stefánsson Sigrún Jónsdóttir Aðventuljós í Þingeyjarsýslum Sauðanesnefnd í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga Norðurreið riddarans, Ástarljóð Páls Ólafssonar sungin og upplesin Þórarinn Hjartarson Að koma kórnum á kortið - framhaldsumsókn Kammerkór Norðurlands Frétt af heimasíðu Eyþings.
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsmot-samfes
Landsmót Samfés Um 30 krakkar úr grunnskólum Akureyrar fóru á Landmót Samfés sem haldið var á Reykjanesi um síðustu helgi. Markmið landsmótsins er að stjórnir í unglingaráðum félagsmiðstöðva landsins hafi vettvang til að mynda tengsl sín á milli og kynnast nýjum hugmyndum. Landsmótið er þó alls ekki einskorðað við fulltrúa úr unglingaráðum. Boðið var upp á mismunandi smiðjur sem unglingarnir völdu um að taka þátt í yfir þessa helgi og afrakstur þeirra smiðja var sýndur í hátíðarkvöldverði síðasta kvöldið. Lögð var áhersla á að fulltrúar félagsmiðstöðva veldu sér fjölbreyttar smiðjur sem þeir síðan kynna í sinni félagsmiðstöð. Þannig nær landsmótið í raun til fleiri einstaklinga en bara þeirra sem sækja það. Myndin að neðan var tekin á landsmótinu um síðustu helgi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-framkvaemdastjori-hofs
Nýr framkvæmdastjóri Hofs Stjórn Hofs menningarfélags ses. hefur ráðið Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg hefur lokið B.Sc prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og er að ljúka meistaranámi í viðskiptafræði frá sama skóla. Ingibjörg hefur víðtæka reynslu og þekkingu sem nýtist í starfið. Áður var hún starfsmaður KEA svf. en þar sinnti Ingibjörg framkvæmdastjórn í fasteignafélagi í eigu KEA, jafnframt því að sjá um markaðs- og kynningarmál félagsins. Á árunum 2003-2005 var Ingibjörg framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar, þar sem hún bar m.a. ábyrgð á daglegum rekstri og fjármálum félagsins. Hún hefur verið starfandi verkefnastjóri vegna undirbúnings á rekstri Hofs síðasta hálfa árið. Ingibjörg er gift Karel Rafnssyni og eiga þau þrjú börn. Stjórn Hofs menningarfélags ses. er skipuð þeim Freyju Dögg Frímannsdóttur, Magnúsi Þór Ásgeirssyni og Karli Frímannssyni sem jafnframt er formaður. Þetta er fyrsta verk stjórnarinnar sem skipuð var á stofnfundi miðvikudaginn 1. október sl. Framundan er vinna við stefnumótun um rekstur Hofs en stjórnarmenn hafa ekki átt aðkomu að undirbúningi á starfsemi Hofs fram til þessa.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oflugar-grunnstodir-baejarfelagsins
Öflugar grunnstoðir bæjarfélagsins Í upphafi fundar bæjarstjórnar Akureyrar í gær las forseti upp yfirlýsingu frá öllum fulltrúum í bæjarstjórn Akureyrar svohljóðandi: Í ljósi efnahagsástands landsins eins og það blasir við í dag, vill bæjarstjórn Akureyrar taka skýrt fram, að hún muni beita sér, með öllum tiltækum ráðum, fyrir því að hjól samfélagsins haldi áfram að snúast hér í bæ með velferð bæjarbúa að leiðarljósi. Sveitarfélögin eru stór hluti af hagstjórninni í landinu og því ekki undanþegin þátttöku í þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að halda samfélaginu gangandi. Bæjarbúar eru fullvissaðir um að í því efni mun bæjarstjórn Akureyrar ekki skerast úr leik. Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Grunnstoðir bæjarfélagsins eru öflugar og vel í stakk búnar að taka á móti tímabundinni ágjöf. Samfélagið okkar er sterkt og saman munum við komast í gegnum þennan brimskafl.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utgafutonleikar-kvennakors-akureyrar
Útgáfutónleikar Kvennakórs Akureyrar Kvennakór Akureyrar heldur útgáfutónleika í Lóni við Hrísalund föstudaginn 10. október kl. 21.00. Sungin verða lög af nýja diskinum, Sólardans á vori, ásamt öðru nýju efni. Þetta er fyrsti geisladiskur kórsins og var hann hljóðritaður í Tónlistarhúsinu Laugarborg í apríl sl. Sigurður Rúnar Jónsson, eða Diddi fiðla, sá um upptökur og hljóðblöndun, en undirleikarar voru Jaan Alavere og Daníel Þorsteinsson. Við þetta tækifæri kveður kórinn stjórnandann Arnór B. Vilbergsson, sem stjórnað hefur undanfarin þrjú ár og fagnar nýjum stjórnanda Jaan Alavere, deildarstjóra tónlistardeildar Stórutjarnarskóla og munu þeir skipta með sér kórstjórn og undirleik á tónleikunum. Nánari upplýsingar um kórinn má finna á vefsíðunni http://www.kvak.is. Hér gefst færi á að taka þátt í frábærri skemmtun og eignast diskinn á gjafverði. Húsið verður opnað kl. 20.00, tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og er miðaverð 1.000 kr. en miði og diskur kosta 2.700 kr.
https://www.akureyri.is/is/frettir/domulegir-dekurdagar
Dömulegir dekurdagar Um helgina ætla fjölmörg fyrirtæki á Akureyri að standa fyrir "Dömulegum dekurdögum" með margvíslegum hætti og hafa það fyrst og fremst að leiðarljósi að það sé gaman að gleðja aðra. Það eru athafnakonur í bænum sem eiga frumkvæðið að dekurdögunum og stefna að því að gera þetta að árlegum viðburði, öllum konum landsins til ánægju og yndisauka. Skoðaðu dagskrá dekurdaganna með því að smella HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/framkvaemdastjori-gasakaupstadar
Framkvæmdastjóri Gásakaupstaðar Gásakaupstaður ses. hefur auglýst lausa stöðu framkvæmdastjóra frá áramótum. Um er að ræða 70-80% starfshlutfall. Í dag hefur framkvæmdastjóri aðsetur á Akureyri en möguleiki er á aðsetri annars staðar í Eyjafirði. Starfssvið Umsjón með rekstri sjálfseignarstofnunarinnar Uppbygging á Gásakaupstað og fjármögnun hennar Umsjón, skipulagning og stjórnun viðburða á vegum stofnunarinnar s.s. miðaldadaga Kynningarmál hérlendis sem erlendis Samskipti við stofnanir, hönnuði, arkitekta, félagasamtök o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Þekking og áhugi á menningartengdri ferðaþjónustu Góð færni í ensku og í a.m.k. einu norðurlandamáli Þekking og reynsla í viðburðastjórnun Leiðtogahæfni, hugmyndaauðgi, árangursþörf og framúrskarandi hæfni í samskiptum Skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt Umsóknarfrestur er til 31. október nk. Umsóknir og ferilskrár óskast sendar rafrænt á netfangið [email protected] og mun móttaka umsókna verða staðfest. Nánari upplýsingar um starfið veita Kristín Sóley Björnsdóttir, framkvæmdastjóri ses. í síma 462 4162 og Guðmundur Sigvaldason, stjórnarformaður í síma 860 5474. Gásakaupstaður ses. er sjálfseignarstofnun í eigu sex sveitarfélaga í Eyjafirði, Minjasafnins á Akureyri, Gásafélagsins og Laufáshópsins. Markmið stofnunarinnar er að vinna að uppbyggingu þjónustu og sýningarsvæðis til að miðla upplýsingum um hinn forna sögustað Gásakaupstað í Eyjafirði. Gásakaupstaður er verslunarstaður frá miðöldum og eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem voru við lýði allt frá 12. öld jafnvel þar til verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Þar lauk viðamiklum fornleifauppgreftri 2006 í umsjón Minjasafnsins á Akureyri. Nánari upplýsingar um Gásir má nálgast á www.gasir.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/list-an-landamaera-2009
List án landamæra 2009 Á miðvikudag verður haldinn undirbúningsfundur fyrir List án landamæra 2009 á Akureyri. Fundurinn er hugsaður fyrir hugarflug, umræður og skoðanaskipti en List án landamæra er öllum opin og þar er pláss fyrir alls konar fólk og alls konar atriði. Fundurinn verður haldinn í fundarsal á 2. hæð í Ráðhúsinu á Akureyri kl. 10.30 á miðvikudaginn. Leitað er að atriðum fyrir listahátíðina frá fötluðum jafnt sem ófötluðum þátttakendum. List án landamæra tókst með eindæmum vel síðasta vor og má kynna sér dagskrárbæklinga og fleira á heimasíðunni www.listanlandamaera.blog.is. Þeir sem ætla að mæta á fundinn á miðvikudag ættu að staðfesta mætingu með því að senda póst á netfangið [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-ibuafundur-a-midvikudag
Opinn íbúafundur á miðvikudag Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar ákvað 16. september 2008 að auglýsa tillögu á deiliskipulagi KA svæðisins, Lundarskóla og Lundarsels. Í framhaldi af því boðar skipulagsdeild fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar til opins íbúafundar miðvikudaginn 15. október kl. 20.00 í sal Lundarskóla þar sem skipulagsstjóri kynnir deiliskipulagstillögunina. Skipulagssvæðið afmarkast af Þingvallastræti í norðri, Dalsbraut í austri, lóðamörkum við Heiðarlund og Hjallalund í suðri og lóðamörkum við Hrísalund og Tjarnarlund í vestri. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir knattspyrnuvelli og áhorfendastúku á lóð Knattspyrnufélags Akureyrar og á lóð Lundarskóla verður byggingareitur fyrir fjórða áfanga skólans. Allir eru velkomnir á fundinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mozart-a-tonleikum-sn
Mozart á tónleikum SN Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri sunnudaginn 19. október kl. 16.00. Á tónleikunum verða leikin verk eftir W. A. Mozart. Einleikari á horn er Ella Vala Ármannsdóttir og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónleikarnir hefjast á Sinfóníu nr. 1 sem Mozart samdi aðeins 8 ára gamall, en eins og flestir vita var Mozart undrabarn í tónlist. Hann hafði þá þegar samið nokkur lítil verk fyrir pianó en fyrstu skráðu tónsmíðina samdi hann aðeins 5 ára gamall. Tónverkin sem Mozart samdi á unga aldri urðu smám saman flóknari og í upphafi árs 1764, þegar hann 8 ára, samdi hann tvær sónötur fyrir fiðlu og píanó. Það var síðan í október sama ár sem hann lauk við sína fyrstu sinfóníu sem verður flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á sunnudaginn. Þetta er lítil sinfónía í þremur köflum og verður ekki síst gaman bera þá tónsmíð saman við sinfóníu nr. 29 sem sem einnig verður flutt og Mozart samdi 10 árum síðar eða þegar hann er 18 ára gamall. Einnig verður á tónleikunum fluttur Hornkonsert nr. 2 í Es dúr sem Mozart samdi fyrir æskuvin sinn Josef Lautgeb. Einleikari á horn er Ella Vala Ármannsdóttir en hún er fædd í Svarfaðardal árið 1980. Hún hóf að leika á horn við Tónlistarskóla Dalvíkur hjá Eiríki Stephensen og hélt áfram námi hjá Sveini Sigurbjörnssyni í Tónlistarskólanum á Akureyri. Á árunum 1997-2003 stundaði hún nám við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Joseph Ognibene og lauk þaðan blásarakennara- og einleikaraprófi. Árin 2003-2006 hélt Ella Vala áfram námi við Musikhochschule Freiburg im Breisgau. Nú er hún í framhaldsnámi í Schola Cantorum Basiliensis í Sviss við náttúruhornleik. Ella Vala er stofnmeðlimur kammersveitarinnar Ísafoldar, hefur verið lausráðin hjá Sinfoníuhljómsveit Íslands síðan 1999 og leikið m.a. með Hljómsveit Íslensku óperunnar, Sinfoníuhljómsveit Norðurlands, Orkester Norden og Freiburger Barocksolisten. Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri lauk prófi í hljómsveitarstjórn frá Tónlistarháskólanum í Utrecht í Hollandi. Eftir það stundaði hann framhaldsnám hjá Jorma Panula í Helsinki. Guðmundur Óli hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og fagnar því nú í október 15 ára farsælu starfi. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víða á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf.
https://www.akureyri.is/is/frettir/listasumar-2009-undirbuid
Listasumar 2009 undirbúið Menningarmiðstöðin í Listagili hefur auglýst eftir umsóknum um þátttöku í Listasumri á Akureyri 2009. Listasumar stendur yfir frá Jónsmessu í júní til Akureyrarvöku í lok ágúst. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilmála fyrir þátttakendur á vefsíðu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili www.listagil.akureyri.is. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2008. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast HÉR og á heimasíðu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili www.listagil.akureyri.is. Nánari upplýsingar á skrifstofu Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili í síma 466-2609 eða í netpósti [email protected] og/eða [email protected]. Umsóknir og fylgigögn skulu send á neðanskráð póstfang, póststimplað fyrir 15. desember 2008: Menningarmiðstöðin í Listagili Ketilhúsið Pósthólf 115 602 Akureyri
https://www.akureyri.is/is/frettir/frumsyning-hja-la
Frumsýning hjá LA Leikfélag Akureyrar frumsýnir Músagildruna eftir Agötu Christie á laugardagskvöld. LA er fyrsta atvinnuleikhúsið á Íslandi sem sýnir Músagildruna en þetta fræga verk hefur verið sýnt í 56 ár í London. Gísli Rúnar Jónsson vann leikgerðina og Þór Tuliníus leikstýrir. Átta leikarar taka þátt í sýningunni og meðal þeirra eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir sem fagnar 30 ára leikafmæli á þessu ári og nýliðinn Sindri Birgisson sem nú er að þreyta frumraun sína á sviði atvinnuleikhúss. Veðrið er afleitt, snjórinn hleðst upp og hópur ferðalanga verður að halda kyrru fyrir í Skíðaskálnum í Hegradölum. Spennan magnast, það er morðingi í hópnum og ... svo má ekki segja meira.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lydraedisvika-a-akureyri-1
Lýðræðisvika á Akureyri Miðvikudaginn 15. október gefst bæjarbúum kostur á að skoða Handverksmiðstöðina Punktinn og starfsemi Hússins, upplýsinga- og menningarmiðstöðvar fyrir ungt fólk. Fimmtudaginn 16. október verður opið hús í Ráðhúsinu frá kl. 15.30 og þar hefst kynningarfundur í bæjarstjórnarsalnum kl. 16. Starfsemi deilda verður kynnt og m.a. boðið upp á sérstaka kynningu á framkvæmdum á vegum Fasteigna Akureyrarbæjar og á nýjum tillögum um miðbæjarskipulag. Sama dag heldur bæjarlögmaður kynningu á stjórnsýslureglum á Amtsbókasafninu kl. 17. Laugardaginn 18. október kl. 10 - 14 verður opið í Glerárstöð þar sem vatnsaflsvirkjun verður kynnt á vegum Norðurorku. Einnig verður opið í dælustöðinni við Þórunnarstræti þar sem hægt verður að skoða m.a. hluta af stjórnkerfi hitaveitunnar. Á laugardeginum kl. 14 - 16 verður gestum og gangandi boðið að skoða nýja aðstöðu dagþjónustu og annarrar stoðþjónustu í Hlíð. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/konnarar-sungu-fyrir-mommu
Konnarar sungu fyrir mömmu Stórsöngvararnir Kristján og Jóhann Jóhannssynir sungu í samkomusalnum í Hlíð á miðvikudag en móðir þeirra Fanney Oddgeirsdóttir býr í Hlíð. Tilhlökkun lá í loftinu allan daginn fyrir komu söngvaranna og var mikil og góð stemning meðal heimilisfólksins. Mjög vel var látið af söng og framkomu þeirra bræðra sem sungu bæði innlend og erlend lög við undirleik Daníels Þorsteinssonar og var þeim ákaft fagnað af yfir fullum sal. Kristján Jóhannsson býr sem kunnugt er á Ítalíu og er hefð fyrir því að þegar hann kemur norður þá gleðji hann móður sína og alla í Hlíð með nærveru sinni. Kristján Jóhannsson og Fanney Oddgeirsdóttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/haustverkin-kalla
Haustverkin kalla Það er tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási í dag, laugardaginn 18. október, til að upplifa gamla tíð með öllum skynfærum. Þar verður boðið upp á dagskrá frá kl. 14-16 undir yfirskriftinni "Haustverkin kalla". Hefur þú séð hvernig kindahausar og lappir eru sviðin? Hefur þú fylgst með alvöru sláturgerð? Hefur þú smakkað heimagerða kæfu, slátur, fjallagrasabrauð eða fjallagrasamjólk? Tóvinnufólk verður að störfum í baðstofunni og forvitnilegur markaður með handverki og ýmsu góðgæti fyrir munn og maga verður til sölu í skálanum. Lummukaffi verður til sölu í Gamla prestshúsinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/forsetinn-a-akureyri
Forsetinn á Akureyri Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur verið í heimsókn á Akureyri í dag og heimsótt fyrirtæki og stofnanir. Á þriðja tímanum átti hann fund með starfsfólki Ráðhússins og skrifstofanna í Glerárgötu. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Forsetinn hvatti Akureyringa til þess að rifja upp og halda á lofti sögunni um það hvernig þeir brugðust við þegar veldi Sambandsins og Kaupfélagana leið undir lok, hvernig samfélagið stóð af sér erfiðleikana og ný tækifæri voru sköpuð. Ólafur Ragnar minnti sérstaklega á tilkomu Háskólans á Akureyri sem hefur á undraskömmum tíma breyst í rannsóknarmiðstöð með öflug alþjóðleg tengsl. Á fundinum var rætt um mikilvægi innlendrar framleiðslu, ekki síst matvælaframleiðslu, þar sem Akureyri og Eyjafjörður standa styrkum fótum. Forsetinn ræddi mikilvægi þess að vel væri haldið utan um grunnþjónustu samfélagsins, skólana, félags- og heilbrigiðsþjónustu, um leið og hann fagnaði sérstaklega fundum sem hann hefur átt í dag með ungu fólki í grunn- og framhaldsskólum og hvernig það bregst við af bjartsýni og þor. Það kom Ólafi Ragnari ánægjulega á óvart þegar honum var sagt á fundinum í Ráðhúsinu að fjárfestingarbankinn Saga Capital, sem hefur höfuðstöðvar á Akureyri, hefði auglýst eftir fólki um helgina.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ha-innritar-um-aramot
H.A. innritar um áramót Á fundi framkvæmdarstjórnar Háskólans á Akureyri fimmtudaginn 16. október var ákveðið að innrita í háskólann um áramót. Vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi var ákveðið að heimila innritun í fleiri námsleiðir en undanfarin vormisseri. Innritað verður bæði í grunnám og framhaldsnám í staðar- og fjarnámi. Eftirfarandi námsleiðir verða í boði: Hug- og félagsvísindadeild Fjölmiðlafræði Nútímafræði Samfélags- og hagþróunarfræði Þjóðfélagsfræði Diplómu- og meistaranám í menntunarfræðum Verið er að athuga hvort hægt verði að innrita í kennaranám, bæði í staðarnám og fjarnám. Heilbrigðisdeild Diplómu- og meistaranám í heilbrigðisvísindum Viðskipta- og raunvísindadeild Viðskiptafræði grunnám, fjar- og staðarnám (fjármál, markaðsfræði, stjórnun) Sjávarútvegsfræði Vakin er sérstök athygli á námi í sjávarútvegsfræðum en unnið er að eflingu þess náms með þátttöku Landsambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og menntamálaráðuneytisins. Vægi sjávarútvegs mun aukast enn frekar á komandi misserum og því mikilvægt að búið sé vel að menntun fólks sem ætlar að starfa í þeirri atvinnugrein. Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í sjávarútvegsfræðum. Þá mun skólinn leggja enn frekari áherslu á fjarnám og með því gera fólki kleift á að stunda nám í heimabyggð sinni. Ennfremur mun Háskólinn á Akureyri leggja sitt af mörkum með því að taka þátt í undirbúningi og skipulagningu upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu með Akureyrarbæ. Við háskólann starfa sérfræðingar á mörgum sviðum sem munu leggja þessari starfsemi lið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsti-vetrardagur-a-minjasafninu
Fyrsti vetrardagur á Minjasafninu Nú þegar landsmenn horfa um öxl er ekki úr vegi að líta inn á Minjasafnið á Akureyri nk. laugardag, fyrsta vetrardag. Þá koma Stoðvinir Minjasafnsins með nýtt kjöt í skjóðu, verða í öllum sölum Minjasafnsins og bjóða upp á margvíslegar fróðleiksstöðvar í tengslum við sýninguna "Hvað er í matinn?" Aðrar sýningar sem opnar eru á safninu eru "Eyjafjörður frá öndverðu" og "Akureyri – bærinn við Pollinn". Gestum verður boðið að skoða þær og í leiðinni að spjalla við stoðfélaga um forvitnilega hluti sem tengjast matarhefð fyrri tíðar. Hvernig var hægt að nýta fjaðrir, bein eða grös? Hvar og hvernig náði fólk í mysu? Hvernig eru súrsaðar lambalappir eiginlega á bragðið? Er bara hægt að nota kartöflur með kjöti eða fiski? Hægt verður að nálgast gömul húsráð, sjá og heyra hvernig tungumálið og matargerðin tengjast og ýmislegt fleira í þeim dúr. Stoðvinir Minjasafnsins er félagsskapur fólks sem hefur áhuga á starfi safnsins og vill styðja við það með aðkomu að viðburðum og daglegum verkefnum Minjasafnsins. Undanfarin ár hafa Stoðvinir Minjasafnsins staðið að vönduðum dagskrám fyrsta vetrardag og í ár verður þar engin undantekning. Til að bæta geð Eyfirðinga og gesta í héraði verður aðgangur ókeypis á laugardaginn og opið frá kl. 14-16.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rektorar-islenskra-haskola-alykta
Rektorar íslenskra háskóla álykta Rektorar íslenskra háskóla hafa sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: Rektorar íslenskra háskóla telja að bregðast þurfi við erfiðleikum í efnahagslífinu og yfirvofandi atvinnuleysi með fjölþættum aðgerðum á sviði menntamála. Sérstaklega þurfi að nýta þann kraft og þekkingu sem háskólarnir búa yfir til að efla nýsköpun og skapa ný atvinnutækifæri. Stór hluti atvinnulausra verður háskólamenntað fólk og þarf að gefa því tækifæri til að bæta við sína menntun með fjölbreytilegu námsframboði svo það geti gengið tvíeflt til starfa þegar aðstæður batna. Setja þarf aukinn kraft í rannsóknir og þá sérstaklega líta til ávinningsins sem ætla má að þær leiði til fyrir atvinnusköpun í landinu. Til grundvallar liggur að efla þarf gagnrýna hugsun og víðsýni og auka með landsmönnum kjark og áræði til að takast á við breyttar aðstæður og ný viðhorf. Mikil og stórkostleg tækifæri blasa við Íslendingum og vilja háskólarnir leggjast á eitt með þjóðinni um að þau verði nýtt til uppbyggingar og framþróunar á öllum sviðum atvinnulífs og menningar. Rektorar hvetja stjórnvöld eindregið til að setja virkjun mannauðsins í forgang og móta með háskólunum nýja sókn til velferðar og öflugs samfélags. Framtíð þjóðarinnar byggir á því að hér búi vel menntað og framsækið fólk. 20. október 2008 Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri Táknræn mynd fyrir samstarf íslenskra háskóla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarveisla-i-kvold
Tónlistarveisla í kvöld Nú stendur yfir þemavika í Tónlistarskólanum á Akureyri og ein af stærri uppákomunum eru tónleikar sem fjórar atvinnuhljómsveitir sem tengjast skólanum halda í Eymundsson í kvöld, gestum og gangandi til ánægju og yndisauka og þeim að kostnaðarlausu. Hljómsveitirnar sem koma fram eru Molta, Stand-Art, Sexdrive og Harrí og Heimir. Starfsmenn og vinir tónlistarskólans hafa ákveðið að gefa vinnu sína í ljósi atburða síðustu vikna til að kæta og létta lund Akureyringa. Í kvöld er því tilvalið að leggja leið sína í Bókval og fá sér kaffi og köku eftir matinn. Þetta framtak Tónlistarskólans á Akureyri er einungis háð einu skilyrði og það er að enginn hagnist fjárhagslega af uppákomunni. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 í kvöld og standa fram að lokun í Eymundsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rekstrasjon-i-ketilhusinu
Rekstrasjón í Ketilhúsinu Sunnudaginn 26. október stendur Tónlistarskólinn á Akureyri fyrir balli eða "Rekstrasjón" í Ketilhúsinu á Akureyri á milli kl. 15.00 og 17.00. Fram koma valinkunnir tónlistarmenn af Eyjafjarðarsvæðinu sem ætla að rifja upp þá stemmningu sem skapaðist á Hótel Kea, Hótel Norðurlandi, í Allanum og Sjallanum í þá gömlu góðu daga. Hljómsveitin mun leika tangó, vals, polka og ræl ásamt íslenskum dægurlögum. Allir eru velkomnir að koma og hlusta, syngja með eða jafnvel taka snúning sér að kostnaðarlausu, aðeins er farið fram á að fólk taki með sér góða skapið. Þetta er tilvalin stund fyrir börnin, unglingana, foreldrana og afa og ömmur til að hittast, brúa kynslóðabilið og gera sér glaðan dag. Það kostar ekki krónu inn og svo verður bakkelsi og kaffi í boði á meðan birgðir endast. Eftirtaldir listamenn koma fram og gefa vinnu sína: Kristjana Arngrímsdóttir, söngur, Heimir Bjarni Ingimarsson, söngur, Daníel Þorsteinsson, píanó og harmonika, Hjörleifur Örn Jónsson, víbrafónn, Ingvi Rafn Ingvason, ásláttur, Hallgrímur Jónas Ingvason, bassi, og Ármann Einarsson, tilfallandi. Uppákoman er haldin í samvinnu við Menningarmiðstöðina í Listagilinu. Hljómsveitir sem tengjast Tónlistarskólanum á Akureyri héldu tónleika í Eymundsson á miðvikudagskvöld. Hér er það hljómsveitin Molta sem lætur gamminn geisa.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventuaevintyri
Aðventuævintýri Jólin nálgast með sinni hlýju og góðu aðventustemmningu. Akureyrarstofa mun í annað sinn halda utan um dagskrá undir heitinu Aðventuævintýri og verður hægt að nálgast hana á www.visitakureyri.is auk þess sem hún verður kynnt í ýmsum miðlum. Fólki sem hefur hug á að standa fyrir viðburði á aðventunni og vilja vera undir hatti Aðventuævintýris er bent á að senda línu á netfangið [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristjan-johannsson-og-si-a-akureyri
Kristján Jóhannsson og SÍ á Akureyri Þriðjudaginn 4. nóvember nk. mun Sinfóníuhljómsveit Íslands halda tónleika í íþróttahúsi Síðuskóla og eingöngvari verður enginn annar en Kristján Jóhannsson. Stjórnandi á tónleikunum verður Petri Sakari og hefjast þeir kl. 20.00. Aðgangseyri á tónleikana verður mjög stillt í hóf eða 1.000 kr. miðinn. Búist er við miklum fjölda gesta og þess vegna verða tónleikarnir í íþróttahúsi Síðuskóla. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Akureyrarstofu. Nánar verður sagt frá tónleikunum í næstu viku.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ord-guds-a-listasafninu
Orð Guðs á Listasafninu Sýningin Orð Guðs verður opnuð á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 25.október kl. 15 og stendur til 14. desember. Málþing um sýninguna verður haldið sama dag í Ketilhúsi kl.13.00 þar sem þátttakendur sýningarinnar kynna hana og taka á móti fyrirspurnum. Allir velkomnir. Á sýningunni eiga sex listamenn verk sem fjalla um og vekja upp spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar. Gengið er út frá að færa trúarlega umræðu inn í íslenskan samtíma og á öðrum vettvangi en við höfum átt að venjast. Á sýningunni er nýstárlegt verk eftir franska listamanninn Etienne de France þar sem þema kvöldmáltíðarinnar, hins sígilda viðfangsefni trúarlegrar listar á vesturlöndum er látið spegla veruleika samtímans á kómískan og gagnrýnin hátt. Sýnt verður nýtt verk eftir Steingrím Eyfjörð þar sem hugað er að ímynd og vilja Guðs í gagnvirku samtali við áhorfendur sem eru hvattir til að draga upp sína eigin hugmynd af Guði. Leitin að gralinum á Kili er viðfangsefni Jeannette Castioni og sett í samhengi við spurningar um fjársjóð, leyndardóma og leitina að sannleikanum. Í verkinu fjallar hún um ímynd og áhrif Maríu meyjar í kristinni kenningu, um móðurlíkamann sem iðulega er upphafinn og afnumin á sama tíma. Ólöf Nordal sýnir innsetningu sína Volto santo eða hina heilögu ásjónu þar sem kristsmyndin er skoðuð í samhengi við sauðfjármenningu Íslendinga, með tilliti til lambsins, hirðisins og ekki síst forustusauðarins. Aðrar heilagar táknmyndir kristninnar hvað varðar sköpunarkraft Guðs og manna eru túlkaðar í verkum Þóru Þórisdóttur með sérstöku tilliti til kvennaguðfræði og veruleika heilags anda. Bænin sjálf, svar mannsins við ákalli Guðs mun fá sinn sess á sýningunni þar sem Arnaldur Máni Finnson býður upp á óvenjulega aðstöðu til bænahalds og íhugunar. Þá eru hinum ýmsu kristnu trúfélögum á Akureyri og víðar boðið að taka þátt í sýningunni í formi leiðsagnar þar sem tækifæri skapast til hugmyndalegrar samsömunar eða aðgreiningar eftir þörfum. Sýningarstjóri er Þóra Þórisdóttir. Sýningunni lýkur 14. desember og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
https://www.akureyri.is/is/frettir/siduhverfi-leiksvaedi-vid-brekkusidu-tillaga-ad-deiliskipul
Síðuhverfi, leiksvæði við Brekkusíðu. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á opnu svæði við Brekkusíðu, samþykkta í bæjarstjórn þann 21. október 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Svæðið sem breytingum tekur afmarkast af lóðamörkum við Búðasíðu, Borgarsíðu og Brekkusíðu. Gert er ráð fyrir 710 m2 leiksvæði nyrst á svæðinu með leiktækjum fyrir börn á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla. Síðuhverfi, leiksvæði við Brekkusíðu. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Uppdráttur. Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 29. október til 10. desember 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir. Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 10. desember 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 29. október 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mjolkursamsalan-a-akureyri-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytin
Mjólkursamsalan á Akureyri. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á lóð Mjólkursamsölunnar við Súluveg, samþykkta í bæjarstjórn þann 21. október 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Svæðið sem breytingum tekur er lóð Mjólkursamsölunnar. Byggingarreitur fyrir mjólkurmóttökuhús (G) stækkar um 75 m2 og verður 604 m2 og hámarksstærð byggingar innan byggingarreitsins stækkar um 40 m2 og verður 380 m2. Mjólkursamsalan á Akureyri. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Uppdráttur. Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 29. október til 10. desember 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir. Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 10. desember 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 29. október 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songvakeppni-starfsbrauta
Söngvakeppni starfsbrauta Söngvakeppni starfsbrauta verður haldin í Verkmenntaskólanum næstkomandi fimmtudag. Þar munu starfsbrautir framhaldsskólanna leiða saman hesta sína og keppa sín á milli um hylli dómara í söng og leik. Búist er við skemmtilegum atriðum og harðri keppni. Ellefu skólar hafa tilkynnt þátttöku í ár og eru þeir víðs vegar að af landinu. Síðasta keppni var haldin í Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU) og vann Verkmenntaskólinn þar eftirminnilegan sigur. Nemendur starfsbrautarinnar hafa verið að æfa síðustu vikur atriðið sem þau ætla að flytja. Einnig hafa þau haft nóg fyrir stafni við undirbúning keppninnar. Nemendur af starfsbraut VMA fagna sigri í keppninni í fyrra en þá var hún haldin á Selfossi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/radgjafartorg-a-akureyriis
Ráðgjafartorg á Akureyri.is Akureyrarbær hefur í samstarfi við ýmsa aðila í bæjarfélaginu tekið saman samræmdar upplýsingar inn á sérstakt Ráðgjafartorg vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í efnahagslífi þjóðarinnar. Markmiðið er að samræma og auðvelda aðgang að þjónustu og ráðgjöf á vegum Akureyrarbæjar og samstarfsaðila. Ráðgjafartorgið er samstarfsverkefni fjölmargra aðila sem myndað hafa Almannaheillanefnd í bæjarfélaginu. Þetta eru Akureyrarbær, Heilsugæslustöðin, Rauði krossinn, kirkjurnar, verkalýðsfélögin, framhaldsskólarnir, Háskólinn á Akureyri, Vinnumálastofnun og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á Ráðgjafartorginu eru teknar saman ýmsar upplýsingar sem gagnast geta þeim sem telja sig þurfa aðstoð vegna þeirra erfiðleika sem þjóðin glímir nú við. Þar eru hlekkir inn á ýmsar síður á vegum fjölda stofnana í þjóðfélaginu þar sem finna má svör við mörgum þeirra spurninga sem kvikna við þær aðstæður sem nú eru uppi. Þá eru hér upplýsingar um hvert leita megi ef þörf er á aðstoð eða ráðgjöf. Smelltu HÉR til að skoða Ráðgjafartorgið og HÉR til að skoða auglýsingu sem birtist í Dagskránni í dag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfonian-a-ferd-og-flugi
Sinfónían á ferð og flugi Þó svo að Japansferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið aflýst eins og fram hefur komið er engan bilbug að finna á hljómsveitinni. Nú hefur verið sett saman metnaðarfull verkefnaskrá fyrir næstu vikur þar sem hljómsveitin verður á faraldsfæti um Ísland. Tveir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar syngja og leika með hljómsveitinni á þessum tónleikum og stjórnandi verður Petri Sakari. Laugardaginn 1. nóvember kl. 17 verða stórtónleikar í Háskólabíói. Þar leiða saman hesta sína hljómsveitin og stórtenórinn Kristján Jóhannsson. Það eru átta ár síðan Kristján söng síðast með hljómsveitinni og því kærkomið tækifæri til að njóta listar stórsöngvarans, sem vitaskuld er óþarfi að kynna frekar. Á efnisskránni eru íslenskar söngperlur og frægar aríur eftir Puccini og Leoncavallo. AUk þess verður leikin fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur Dvoráks og tveir kaflar úr hinni ástsælu tónlist Griegs við Pétur Gaut. Strax eftir helgina heldur hljómsveitin í tónleikaferð úr fyrir höfuðborgina, þótt leiðin verði ekki eins löng og áður var gert ráð fyrir. Þriðjudaginn 4. nóvember verður hljómsveitin ásamt Kristjáni Jóhannssyni á Akureyri og leikur sömu efnisskrá og á tónleikunum í Háskólabíói í íþróttahúsi Síðuskóla. Líkt og í Háskólabíói verður miðaverð á tónleikana á Akureyri aðeins 1.000 kr. Þeir tónleikar hefjast kl. 20.00. Miðasala verður við innganginn, en einnig er hægt að tryggja sér miða á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akstursithrottamadur-akureyrar
Akstursíþróttamaður Akureyrar Akstursíþróttanefnd ÍSÍ hélt lokahóf sitt fyrir árið 2008 í Sjallanum á Akureyri á laugardaginn var. Þar voru veittir Íslandsmeitaratitlar fyrir allar akstursíþróttir á vegum nefndarinnar. Viðar Sigurjónsson starfsmaður ÍSÍ á Akureyri veitti þar titilinn Akstursíþróttamaður Akureyrar fyrir hönd sambandsins en þann titil hlaut að þessu sinni Björgvin Ólafsson. Björgvin sýndi afgerandi góðan árangur á liðnu keppnistímabili. Hann krækti í tvo Íslandsmeistaratitla í spyrnum, setti tvívegis Íslandsmet og sigraði í öllum keppnum sem hann tók þátt í á árinu. Lokahófið fór mjög vel fram og var mæting með eindæmum góð þrátt fyrir leiðindafæri og veður, en húsfyllir var í Sjallanum. Það voru 49 Íslandsmeistarar sem tóku á móti verðlaunum, ásamt því að viðurkenningar voru veittar fyrir efnilegustu nýliða í sportinu. Á myndinni til hliðar hampar Björgvin Ólafsson bikarnum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnad-i-hlidarfjalli-a-laugardag
Opnað í Hlíðarfjalli á laugardag Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað kl. 10.00 á laugardagsmorgun. Mjög góðar aðstæður hafa verið fyrir snjóframleiðslu undanfarnar vikur og búið hefur verið til traust undirlag fyrir þann mikla snjó sem fallið hefur af himnum ofan. Á laugardag verður Andrésarbrekkan meðfram Fjarkanum opin og einnig töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið. Fleiri brekkur verða tilbúnar fljótlega. Opið verður í Hlíðarfjalli frá kl. 10-17 á laugardaginn. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segist fullviss um að skíðaveturinn fram undan verði afar góður og hann á von á því að strax um næstu helgi njóti bæði bæjarbúar og gestir bæjarins útiverunnar á þessu einu albesta skíðasvæði landsins. ,,Ég held að það sé fátt meira hressandi og mannbætandi en að renna sér á skíðum og anda að sér heilnæmu og fersku fjallaloftinu. Hér fyrir norðan getur fólk gleymt sér í sannkallaðri vetrarparadís," segir Guðmundur Karl.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ord-guds-og-heimspekikaffi
Orð Guðs og heimspekikaffi Það verður nóg um að vera á Akureyri um helgina og hægt að sækja ýmsar skemmtilegar uppákomur og samkomur. Meðal annars verður bókarkynning í Listasafninu í tengslum við sýninguna Orð Guðs og kaffihúsaspjall um heimspeki hefst að nýju á Bláu könnunni. Á laugardag kl. 15 ætlar sr. Þórhallur Heimisson að fjalla um væntanlega bók sína "María Magdalena - vegastjarna eða vændiskona?" sem kemur út um miðjan nóvember. Bókarkynningin fer fram í Listasafninu. Sjá nánar HÉR. Á sunnudagsmorgun kl. 11 hefst að nýju fundarröð um heimspeki á Bláu könnunni. Þessir fundir voru afar vel sóttir í fyrra og því verður haldið áfram á sömu braut með vikulegum fyrirlestrum um ýmis áhugaverð málefni. Það er Valgerður Dögg Jónsdóttir sem ríður á vaðið og nefnir hún fyrirlestur sinn "Í kjölfar kreppu á kaffihúsi". Upplýsingar um myndlistarsýningar, tónleika og aðrar uppákomur er að finna í viðburðadagatalinu. Laugardagurinn 1. nóvember Sunnudagurinn 2. nóvember Einnig er ýmsa gagnlega tengla að finna á Ráðgjafartorginu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/forvarnardagurinn-2008
Forvarnardagurinn 2008 Forvarnardagur 2008 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt. Að venju er dagskrá forvarnardagsins miðuð við nemendur í 9. bekkjum grunnskóla landsins sem tekið hafa öflugan og virkan þátt í verkefnum dagsins. Á heimasíðu verkefnisins http://www.forvarnardagur.is má m.a. finna skýrslu með samanteknum niðurstöðum Forvarnardagsins 2007, ávarp forseta Íslands auk kynningarmyndbands dagsins, upplýsingum um ratleik og fleira áhugavert. Sveitarstjórnarmenn, forvarnarfulltrúar sveitarfélaga og forsvarsmenn íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi eru hvattir til þess að kynna sér það sem fram fer í skólum í þeirra heimabyggð með mögulega hagnýtingu inn í stefnumótun í þessum málaflokkum í huga.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristjan-johanns-i-kvold
Kristján Jóhanns í kvöld Í kvöld klukkan 20.00 heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika í íþróttahúsi Síðuskóla og eingöngvari verður enginn annar en Kristján Jóhannsson. Stjórnandi á tónleikunum verður Petri Sakari. Aðgangseyri á tónleikana verður mjög stillt í hóf og kostar miðinn aðeins 1.000 kr. Miðasala verður við innganginn en einnig er hægt að tryggja sér miða á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500. Búist er við miklum fjölda gesta og þess vegna verða tónleikarnir í íþróttahúsi Síðuskóla. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Akureyrarstofu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-nyjum-skolalogum
Kynning á nýjum skólalögum Menntamálaráðuneytið boðar til opins kynningarfundar á nýjum skólalögum kl. 20.00 á miðvikudagskvöld í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Fundurinn er sérstaklega hugsaður fyrir skólafólk, foreldra, nemendur og annað áhugafólk um skólamál. Ráðherra og sérfræðingar ráðuneytisins kynna nýja menntalöggjöf og opnað verður fyrir umræður að erindum þeirra loknum. Fundarstjóri verður Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Sjá nánar HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/borgarafundur-um-stodu-mala
Borgarafundur um stöðu mála Fimmtudagskvöldið 6. nóvember verður haldinn opinn borgarafundur á sal Brekkuskóla og hefst hann klukkan 20.00. Fundurinn ber yfirskriftina "Breyttir tímar: Nýr veruleiki um betri framtíð" og er boðað til hans af grasrótarsamtökum í bænum. Á fundinum verða meðal annarra Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, og Gunnar Gíslason, fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar og fulltrúi nýstofnaðrar Almannaheillanefndar. Í boðun fundarins segir að markmið hans sé að fá svör við spurningum um það hvernig bæjarfélagið standi, til hvaða aðgerða bæjaryfirvöld ætli að grípa og hvert hlutverk Almannaheillanefndar sé. Í fréttatilkynningu segir ennfremur: "Þessari röð borgarafunda er ætlað að skapa vettvang til umræðna og er markmið þeirra að vinna að lausnum sem mótað geta nýjan veruleika um betri framtíð, framtíð sem byggir á samfélagi þar sem mannauður er í fyrirrúmi, byggist á samkennd og allir eiga hlutdeild að." Skorað er á bæjarbúa að fjölmenna á fundinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adgerdir-gegn-svifryksmengun-a-akureyri
Aðgerðir gegn svifryksmengun á Akureyri Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag voru lagðar fram til kynningar reglur um hálkuvarnir í bænum sem nýlega voru samþykktar í framkvæmdaráði að tillögu umhverfisnefndar. Reglurnar miða að því að stemma stigu við svifryksmengun í bænum sem er mikil heilsuvá fyrir bæjarbúa og stafar m.a. af notkun malarefna við hálkuvarnir. Í vetur verða gerðar tilraunir með að notast m.a. við salt og saltblönduð efni í stað malarefna þegar nauðsyn krefur. Notkun malarefna til hálkuvarna hefur stóraukist síðustu ár á Akureyri og var svo komið að á síðasta ári var rúmlega 400 tonnum af malarefnum dreift á göturnar. Afleiðing þessa er stóraukin rykmengun og mælingar á svifryki við Tryggvagötu sýna að ástandið er alvarlegt og óviðunandi. Má til að mynda geta þess að það sem af er árinu 2008 hefur svifryksmengun mælst yfir heilsuverndarmörkum í 32 daga en leyfilegt hámark er 18 dagar og verður 7 dagar árið 2010. Reglur og áhersluatriði umhverfisnefndar eru sett fram í því augnamiði að viðvarandi árangur náist í baráttunni við hið hættulega svifryk og að heilsu bæjarbúa verði ekki stefnt í voða. Eftirfarandi eru áherslupunktar umhverfisnefndar: Notkun malarefna til hálkuvarna á götur skal ekki nota nema í algjörum undantekningartilfellum, s.s. þegar önnur hálkuvarnarefni duga ekki til Þar sem aðstæður m.t.t. öryggis vegfarenda krefjast þess má beita hálkuvörnum á sérstaklega erfiða staði (sbr. myndina að neðan) Fínt malarefni má nota á gangstéttar og göngustíga þegar aðstæður krefjast Starfsmenn framkvæmdamiðstöðvar verði fræddir um svifryk, orsök og afleiðingar Opin malar- og sandsvæði innan bæjarmarkanna verði tekin út sérstaklega og þeim komið í viðunandi horf sem fyrst (vegaxlir, bílastæði, strætisvagnabiðstöðvar o.fl.) Reglur verði settar og eftirlit hert með efnisflutningum í bænum Reglur verði settar um þrif bifreiða verkataka á vinnslusvæðum Efnis- og foksvæðun ofan bæjarins verði lokað, sbr. samþykkt deiliskipulags af aksturs- og skotsvæði og framkvæmdaáætlun vegna verkefnisins “Countdown 2010” Reglur verði settar um frágang og umgengni við efnisgeymslusvæði Lagering fínefna á framkvæmdasvæðum, opnum svæðum og lóðum verði bönnuð nema eigendur tryggi að ekki fjúki úr þeim Reglum um vinnslu jarðefna í efnisnámum verði fylgt eftir Kynningarefni á vegum Akureyrarbæjar um svifryk, orsök og afleiðingar verði gefið út og dreift til bæjarbúa Endurnýjun tækja og búnaðar til hreinsunar gatna og gangstíga verði flýtt Hreinsun gatna og stíga verði aukin Umhverfisvísar verði skilgreindir og notaðir til upplýsingar og aðhalds Staðsetning og meðferð svifryksmæla verði ákveðin í samráði við sérfræðing umhverfisstofnunar Reglur þessar verði endurskoðaðar í september 2009 Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gleymdir-atburdir
Gleymdir atburðir Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti. Árið 2001 sameinuðust þau um árlegan kynningardag, Norræna skjaladaginn, annan laugardag í nóvember sem nú ber upp á 8. nóvember. Tilgangur norræna skjaladagsins er að kynna starfsemi skjalasafnanna í landinu og leggja jafnframt áherslu á sameiginlega þætti í sögu Norðurlandanna. Með kynningardegi sem þessum vill starfsfólk skjalasafna vekja athygli á starfsemi sinni og hlutverki þeirra fyrir menningu og sögu byggðarinnar á safnsvæðinu. Í ár er þema skjaladagsins „Gleymdir atburðir“. Hugsunin er m.a. sú að rifja upp atburði sem ekki eru í hávegum hafðir þessa stundina eða hafa þokað nokkuð til hliðar. Hægt er að lesa nánar um þemað í leiðara skjaladagsins http://www.skjaladagur.is og kanna þar hvað er á dagskrá hjá þeim skjalasöfnum sem taka þátt í skjaladeginum. Héraðsskjalasafnið á Akureyri tekur þátt í þessum vef og rifjar þar upp þrjá gleymda atburði. Þar er rifjuð upp fyrsta kvikmyndasýning á Íslandi, en hún var einmitt á Akureyri árið 1903. Annar atburður sem tekinn er fyrir er hvalveiðiævintýri Jakobs V. Havsteen árið 1882, en þar má sjá frásögn hans sjálfs af þessum atburði. Í þriðja lagi eru rifjuð upp hátíðahöld í tilefni af 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar árið 1962. Til þess að skoða enn betur þessi afmælishátíðahöld er sett upp sýning á skjölum, myndum og munum í Héraðsskjalasafninu í Brekkugötu 17. Þar er hægt að rifja upp hina veglegu dagskrá sem stóð yfir í rúma viku og margir minnast með mikilli ánægju en aðrir hafa kannski gleymt eða aldrei heyrt um. Á skjaladaginn 8. nóvember er opið kl. 12–17 og þá verður heitt á könnunni en sýningin stendur síðan áfram til 28. nóvember. Myndirnar að neðan eru tvær af fjölmörgum sem verða til sýnis í Héraðsskjalasafninu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/brostu-med-hjartanu
Brostu með hjartanu Snotur rauð hjörtu í hinum ýmsu stærðum, sem sett hafa verið upp síðustu daga á fjölförum stöðum á Akureyri, hafa vakið mikla athygli og forvitni. Þessi hjörtu eru hluti af verkefni sem ber yfirskriftina "Brostu með hjartanu" og er unnið af Ásprent-Stíl í samvinnu við Akureyrarstofu. Markmiðið er einfalt: Að smita jákvæðni og bjartsýni til allra. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að sem flestir taki þátt í því að smita jákvæðni og bjartsýni út á meðal fólks. Þátttakan í því að dreifa jákvæðni þarf ekki að vera flókin, enda hefur það sýnt sig að gleðin felst oftar en ekki í smáu hlutunum. Því meira af jákvæðni og bjartsýni því betra. Þau fyrirtæki og stofnanir sem vilja taka þátt í því að "brosa með hjartanu" eiga þess kost að fá hjörtu til að líma í glugga, á veggi, bíla o.s.frv. án endurgjalds hjá Stíl að Óseyri 2. Einnig hefur hópurinn sem stendur að "Brostu með hjartanu" sett saman lista með ljóðum og spakmælum sem vitna um jákvæðni, bjartsýni og virðingu fyrir gömlum gildum og á allra næstu dögum verða þau límd upp á ýmsum stöðum hingað og þangað um bæinn. Það má líta á þessi spakmæli og ljóð sem litla konfektmola í dagsins önn. Gaman er að segja frá því að þetta er einungis lítið brot af hugmyndinni sem ganga út á jákvæðni og bjartsýni. Á næstu dögum og vikum kemur í ljós hvað fleira er í farvatninu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikill-hugur-thratt-fyrir-threngingar
Mikill hugur þrátt fyrir þrengingar Rúmlega 70 aðilar úr viðskiptalífinu á Akureyri komu saman á Hótel KEA kl. 8 í morgun að tilstuðlan Skrifstofu Atvinnulífsins, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Akureyrarstofu. Markmið fundarins var að ræða stöðu athafnalífsins í ljósi efnahagsþrenginga, en fyrst og fremst að greina möguleg tækifæri sem falist geta í stöðunni fyrir fyrirtæki á Akureyri og í nágrenni. Fundargestir voru sammála um að staðan væri alvarleg en engu að síður komu fram fjölmargar hugmyndir og ábendingar um tækifæri og áherslur sem nýst gætu til að milda áhrifin af þeim erfiðleikum sem fram undan eru. Hugmyndirnar snerust annars vegar um það sem mögulegt er að gera strax, en jafnframt um verkefni sem liggja lengra inn í framtíðinni og eru líkleg til að styrkja og efla svæðið til lengri tíma. Meðal þess sem fram kom var áhersla á að opinberir aðilar yrðu að forgangsraða verkefnum í nánustu framtíð, þannig að mannfrek verkefni og verkefni sem fela í sér innlendan kostnað verði tekin framar í framkvæmdaröð en önnur, að efla ferðaþjónustu sem er til staðar og felur í sér gríðarlega möguleika og svo að leggja aukna áherslu á innlenda framleiðslu sem er í miklu mæli á Eyjafjarðarsvæðinu. Fram kom að ýmis fyrirtæki hafa þegar brugðist við og hafa sett í gang verkefni sem að þessu lúta. Fundurinn var jákvæður og fól í sér baráttuanda og vilja til að snúa bökum saman í sókn til framtíðar. Gert er ráð fyrir að áframhald verði á þeirri samvinnu sem hófst með þessum fundi. Myndirnar að neðan voru teknar á fundinum í morgun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thorsteinn-haettir-sem-rektor
Þorsteinn hættir sem rektor Á háskólaráðsfundi í dag tilkynnti Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, þá ákvörðun sína að hætta störfum sem rektor þegar ráðningartímabili hans lýkur 5. maí nk. Í tilkynningu sem Þorsteinn sendi starfsfólki háskólans segir: „Ég hef gegnt starfi rektors í næstum 15 viðburðarrík en ánægjuleg ár. Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með ykkur við uppbyggingu háskólans. Fyrir ykkar tilstyrk hefur tekist að gera háskólann að því lifandi og öfluga samfélagi sem hann er í dag. Ég vil þakka ykkur fyrir framúrskarandi störf og óska ykkur áframhaldandi velgengni í lífi ykkar og störfum.“
https://www.akureyri.is/is/frettir/okeypis-a-listasafnid
Ókeypis á Listasafnið Ákveðið hefur verið að fella niður aðgangseyri að Listasafninu á Akureyri og verður nú ókeypis fyrir gesti og gangandi að skoða sýningar þess. Sýningar Listasafnsins hafa jafnan vakið mikla athygli og er um að gera fyrir bæjarbúa að nýta sér þetta tækifæri til að eiga góðar stundir í sölum þess. Sýningin sem núna hangir uppi í Listasafninu, ber yfirskriftina "Orð Guðs" og stendur hún til 14. desember. Á sýningunni eiga sex listamenn verk sem fjalla um og vekja upp spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar. Gengið er út frá að færa trúarlega umræðu inn í íslenskan samtíma og á öðrum vettvangi en við höfum átt að venjast. Á sýningunni er nýstárlegt verk eftir franska listamanninn Etienne de France þar sem þema kvöldmáltíðarinnar, hins sígilda viðfangsefni trúarlegrar listar á vesturlöndum er látið spegla veruleika samtímans á kómískan og gagnrýnin hátt. Sýnt verður nýtt verk eftir Steingrím Eyfjörð þar sem hugað er að ímynd og vilja Guðs í gagnvirku samtali við áhorfendur sem eru hvattir til að draga upp sína eigin hugmynd af Guði. Leitin að gralinum á Kili er viðfangsefni Jeannette Castioni og sett í samhengi við spurningar um fjársjóð, leyndardóma og leitina að sannleikanum. Í verkinu fjallar hún um ímynd og áhrif Maríu meyjar í kristinni kenningu, um móðurlíkamann sem iðulega er upphafinn og afnumin á sama tíma. Ólöf Nordal sýnir innsetningu sína Volto santo eða hina heilögu ásjónu þar sem kristsmyndin er skoðuð í samhengi við sauðfjármenningu Íslendinga, með tilliti til lambsins, hirðisins og ekki síst forustusauðarins. Aðrar heilagar táknmyndir kristninnar hvað varðar sköpunarkraft Guðs og manna eru túlkaðar í verkum Þóru Þórisdóttur með sérstöku tilliti til kvennaguðfræði og veruleika heilags anda. Bænin sjálf, svar mannsins við ákalli Guðs mun fá sinn sess á sýningunni þar sem Arnaldur Máni Finnson býður upp á óvenjulega aðstöðu til bænahalds og íhugunar. Þá eru hinum ýmsu kristnu trúfélögum á Akureyri og víðar boðið að taka þátt í sýningunni í formi leiðsagnar þar sem tækifæri skapast til hugmyndalegrar samsömunar eða aðgreiningar eftir þörfum. Hægt er að skoða sýningarskrána með því að smella HÉR. Sýningarstjóri er Þóra Þórisdóttir. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningar-og-vidurkenningasjodur-kea-1
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA KEA hefur nú auglýst eftir styrkumsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð félagsins og tekur styrkúthlutunin til tveggja flokka. Til einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæðinu. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. Til þátttökuverkefna á sviði menningarmála. Í flokki þátttökuverkefna er horft til stærri verkefna á sviði menningamála á félagssvæði KEA. Umsóknarfrestur er til 19. nóvember. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.kea.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/paris-at-night-i-samkomuhusinu
Paris at Night í Samkomuhúsinu Leikhópurinn Á senunni verður með tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöldið 12. nóvember, kl. 20.00 í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. Paris at Night er byggt á ljóðum Jacques Prévert og tónlist Joseph Kosma. Þýðingar ljóðanna eru eftir Sigurð Pálsson. Leikarar/söngvarar í sýningunni eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bergsson. Hljómsveitinni stjórnar Karl Olgeirsson, en auk hans eru í hljómsveitinni þeir Róbert Þórhallsson og Stefán Már Magnússon. Texti um Jacques Prévert verður fluttur af Gerard Lemarquis. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Edda Þórarinsdóttir söng- og leikkona, en hún mun meðal annars syngja tónlist Edith Piaf, sem hún lék hjá Leikfélagi Akureyrar á níunda áratugnum. Paris at Night gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu vorið og haustið 2004 og var sýningin tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir bestu tónlistina það árið. Plata með tónlistinni og völdum ljóðum kom út haustið 2004. Hana er enn hægt að nálgast hjá hópnum. Ljóðaþýðingar Sigurðar Pálsson, Ljóð í mæltu máli, eru uppseldar. Dómar gagnrýnenda um sýninguna voru lofsamlegir: “Perla!” (Stefán Sturla, Rás 2) “Hér er eins og maður hafi fest hendur á einhverju sönnu og tæru eftir að hafa vaðið endalaust um í ótræðismýri falskra tilfinninga og ofhlæðis. Hér finnst loks hinn eini sanni tónn eftir óralanga leit.” (Sveinn Haraldsson, Mbl.) Tónleikarnir á Akureyri verða í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20.00. Miðasala er hjá Leikfélagi Akureyrar í síma 4 600 200 og á www.leikfelag.is og á www.midi.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stofnun-sprotaseturs
Stofnun Sprotaseturs Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur ákveðið að bregðast við þrengingum á atvinnumarkaði með stofnun Sprotaseturs Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Með því er sköpuð aðstaða og stuðningsumhverfi fyrir fólk sem vill hrinda nýjum hugmyndum til atvinnusköpunar í framkvæmd. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um aðstöðu hjá Sprotasetrinu en 10-12 manns geta starfað þar í senn. Hægt verður að sækja um aðstöðu til sex mánaða, með möguleika á framlengingu. Fyrsti umsóknarfrestur verður til 4. desember næstkomandi. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnisstjóri VAXEY, segir stofnun Sprotaseturs VAXEY koma í kjölfar efnahagsþrenginga og samdráttar á atvinnumarkaði. „Bakgrunnur þess fólks sem stendur frammi fyrir atvinnumissi er fjölbreyttur, allt upp í að fólk hefur mikla menntun og víðtæka starfsreynslu. Með Sprotasetrinu er hugsun okkar að bjóða nýja lausn fyrir þá sem vilja takast á við ný verkefni, jafnvel stofna fyrirtæki og fá til þess stuðning í formi aðstöðu og ráðgjafar. Aðstæður á atvinnumarkaði nú um stundir krefjast þess að allt verði reynt til að spyrna við fótum, efla nýsköpun og skapa ný störf. Sprotasetrið er liður í því hér á svæðinu og er viðbót við þá starfsemi sem Vaxtarsamningur Eyjafjarðar hefur þegar með höndum," segir Hjalti. Sprotasetur VAXEY verður á skrifstofuhæð Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í miðbæ Akureyrar. Þeim aðilum sem fá inni á Sprotasetri VAXEY er lögð til bæði aðstaða og þjónusta frá AFE, auk þess verður þeim veitt aðstoð við aðra fjármögnun. Þar verður boðið upp á fullbúnar skrifstofur með allri þjónustu s.s. ritaraþjónustu, þrifum, símsvörun, nettengingu, fundarherbergi, ljósritun, kaffiaðstöðu og fleiru. Þar verður því glæsilegt sprotasetur fyrir 10-12 manns en auk AFE eru starfsmenn Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi með aðsetur á hæðinni. Markmið Sprotaseturs VAXEY er að: Skapa nýjan valkost fyrir fólk sem vill vinna að arðbærum verkefnum og/eða stofna eigin fyrirtæki. Veita aðstöðu til áhugaverðra verkefna einstaklinga og fyrirtækja. Veita þjónustu og handleiðslu sérfræðinga og ráðgjafa aðstandenda Sprotaseturs VAXEY og efla svæðisbundna sérþekkingu. Fjölga samkeppnishæfum fyrirtækjum og störfum og efla framboð á vörum og þjónustu. Lögð verður áhersla á að skapa verðmæti með arðbærum verkefnum, skapa aðstæður til að nýta nýjustu þekkingu á hverju sviði, auka samvinnu aðila í rannsóknum og þekkingariðnaði og auka starfsþjálfun og menntun. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu AFE eða á heimasíðu, www.afe.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaelisveisla-nonna
Afmælisveisla Nonna Hverjum finnst ekki gaman að vera boðið í afmæli? Jafnvel þótt afmælisbarnið sé fjarverandi? Sunnudaginn 16. nóvember verður boðið til afmælisveislu Jóns Sveinssonar, fyrrum íbúa í Aðalstræti 54, í Nonnahúsi. Nonni hefði orðið 151 árs þennan dag. Húsið verður opið frá 13-16 en þar verður upplestur fyrir börn úr bókum sem Nonni sjálfur las þegar hann bjó í húsinu sem barn. Í sal Zontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54, flytur Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum safnstjóri Nonnahúss, ferðasögu og frásögn af tilurð og opnun sýningar um Nonna sem opnuð var í Japan í október síðastliðinn. Aðgangur er ókeypis á sunnudaginn í Nonnahúsi og heitt á könnunni í Zontahúsinu. Verið hjartanlega velkomin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-ordnir-17500
Akureyringar orðnir 17.500 Hinn 18. október sl. fæddist á Akureyri myndarlegur drengur sem telst vera 17.500. Akureyringurinn. Foreldrar hans eru Brynhildur Guðmundsdóttir og Brynjar Örn Þorleifsson og bróðir nýfædda drengsins heitir Róbert Örn, fjögurra ára. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, heimsótti fjölskylduna í dag og færði foreldrunum blómvönd og Dagbók barnsins. Brynhildur og Brynjar fluttu til Akureyrar frá Reykjavík árið 2005 til að stunda nám við Verkmenntaskólann og Háskólann. Þau láta mjög vel af bæjarlífinu, hæla meðal annars skólunum og fæðingardeildinni á FSA á hvert reipi og segjast una hag sínum afar vel á Akureyri. Sigrún Björk Jakobsdóttir færir fjölskyldunni blómvönd og Dagbók barnsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fundur-med-kaupmonnum
Fundur með kaupmönnum Akureyrarstofa boðar til fundar með kaupmönnum á Akureyri í kvöld kl. 20.00 á Stássinu, Greifanum. Þar verða ræddar ýmsar leiðir til að styrkja ímynd Akureyrar sem verslunarbæjar og stuðla að verslun í heimabyggð. Leitað verður svara við spurningum á borð við þessar: Hvernig kynnum við verslunarbæinn Akureyri? Eru kaupmenn góðir sendiherrar bæjarins? Vantar nýjar uppákomur í tengslum við verslanir? Hvað með merkingar og skreytingar? Vilja fundarmenn leggja góðar hugmyndir í púkkið? Verslunareigendur og kaupmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðunni um það hvernig styrkja megi verslunarbæinn Akureyri til framtíðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventuaevintyrid-2008
Aðventuævintýrið 2008 Jólin nálgast með notalegri aðventustemmningu. Starfsfólk Akureyrarstofu heldur utan um ljúfa og góða dagskrá undir heitinu Aðventuævintýri 2008 þar sem kennir ýmissa grasa. Ævintýrið hefst í Minjasafninu á laugardaginn kl. 14 með jólalegri uppákomu. Smelltu HÉR til að skoða dagskrá Aðventuævintýrisins. Aðventuævintýri 2008 er samstarfsverkefni Akureyrarstofu, Eyjafjarðarsveitar og Mývatnsstofu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/okeypis-a-utgafutonleika
Ókeypis á útgáfutónleika Kammerkórinn Hymnodia heldur útgáfutónleika í Listasafninu á Akureyri sunnudaginn 23. nóvember kl. 16. Á tónleikunum flytur kórinn verk af nýútkominni plötu sem er fyrsta útgáfa kórsins. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana. Útgáfutónleikar verða einnig í Hvalasafninu á Húsavík fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 20.30. Menningarráð Eyþings styrkir tónleikana. Í kynningu frá Hymnodiu segir um meðfylgjandi mynd: Hver er þessi fallega stúlka sem sést á myndinni? Hún hét Katrín Ólafsdóttir og situr hér fyrir hjá ljósmyndara í Reykjavík árið 1913. Síðar lærði hún fiðluleik við konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn en gaf tónlistarferilinn upp á bátinn þegar hún giftist og eignaðist börn. Katrín er fulltrúi íslenskra kvenna og saga hennar er saga svo margra þeirra. En nýi geisladiskurinn frá Hymnodiu, Heyr mig mín sál, er líka saga um sigra íslenskra kvenna á 20. öld. Á plötunni eru eingöngu kórverk án undirleiks eftir íslensk kventónskáld. Tónskáldin eru Guðrún Böðvarsdóttir, Jórunn Viðar, Karólína Eiríksdóttir, Bára Grímsdóttir, Mist Þorkelsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Anna S. Þorvaldsdóttir og Þóra Marteinsdóttir. Platan er öll hin vandaðasta. Finnski upptökumaðurinn Håkan Ekman hljóðritaði söng Hymnodiu í Akureyrarkirkju í vor sem leið og tókst frábærlega til. Hymnodia hefur skipað sér meðal bestu kóra landsins og festir sig enn frekar í sessi með þessari plötu. Halldór Björn Halldórsson, grafískur hönnuður, hannaði umslagið. Stjórnandi Hymnodiu er Eyþór Ingi Jónsson. Platan verður til sölu í Pennanum Eymundsson og fleiri verslunum en einnig hjá kórfélögum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventutonleikar-i-ithrottahusi-glerarskola
Aðventutónleikar í Íþróttahúsi Glerárskóla Laugardaginn 6. desember kl. 18.00 verða aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Dísella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson leikur einleik á trompet og einnig kemur fram með hljómsveitinni Kvennakór Akureyrar. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á efnisskránni er jóla- og aðventutónlist, m.a. eftir J. Haydn, Leroy Anderson, Gunnar Þórðarson, Jórunni Viðar og Jaan Alavere sem er jafnframt stjórnandi Kvennakórs Akureyrar. Miðaverð er 2.500 kr. og er miðasala í Pennanum Hafnarstræti og í Hamri félgasheimili Þórs v/ Skarðshlíð. Knattspyrnudeild Þórs samstarfsaðili SN á þessum tónleikum. Dísella Lárusdóttir útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavik árið 2002. Hún stundaði meistaranám við Westminster Choir College of Rider University i Princeton, USA þar sem hún útskrifaðist vorið 2005. Hún sigraði alþjóðlegri keppni Astral Artistic Services árið 2006 og komst sama ár í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition og einnig i keppni Placido Domingo's Operalia. Árid 2007 sigradi hún Philadelphia Orchestra Greenfield Competition og í kjölfarið kom hún fram með hljómsveitinni a 151st Academy Concert & Ball undir stjórn Christoph Eschenbach en á þeim tónleikum komu með henni fram m.a. pop-goðið Billy Joel. Dísella komst í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og fékk í framhaldi af því starfssamning hjá Metropolitan Operunni i hlutverki Miss Schlesen i operunni Satyagraha eftir Philips Glass. Í april sl. hélt hún sína NY debut-tónleika i Merkin Hall og hlaut einróma góða dóma fyrir. Dísella býr og starfar í Bandaríkjunum. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Àrna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann Smári hefur átt einn glæstasta feril íslenskra óperusöngvara í Evrópu um árabil, og hefur á sautján ára ferli sínum sungið yfir 50 hlutverk í óperuhúsum víðsvegar um Evrópu. Hann er nú búsettur hér á landi og starfar við kennslu og söng. Um þessar mundir er hann að að undirbúa Vetrarferðina, eftir Franz Schubert í leikinni útfærslu sem verður flutt í Íslensku Óperunni nú í nóvember. Vilhjálmur Ingi Sigurðarson lærði á trompet við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og síðar við Tónlistarskólann á Akureyri til ársins 2000. Vilhjálmur lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2003. Framhaldsnám stundaði hann við Tónlistarháskólann í Osló og lauk þaðan cand. mag prófi vorið 2005. Frá haustinu 2005 var hann við nám í Sibelíusarakademíuni í Helsinki og lauk meistaraprófi þaðan sl. vor. Vilhjálmur hefur spilað með fjölda hljómsveita og kammerhópa á Íslandi og erlendis. Má þar helst nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kammersveitina Ísafold sem hann er fastur meðlimur í. Vilhjálmur býr og starfar á Akureyri. Kvennakór Akureyrar var stofnaður árið 2001 og er stjórnandi kórsins er Jaan Alavere. Kvennakór Akureyrar heldur að jafnið þrenna tónleika ári og eru framundan árlegir styrktartónleikar fyrir mæðrastyrksnefnd þann 30. nóvember nk. Kórinn gaf úr sinn fyrsta geisladisk sl. vor sem nefnist “Sólardans á vori”. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur starfað með SN frá stofnun hennar. Hann hefur einnig stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur og verið stjórnandi Caput. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli starfar við Tónlsitarskólann á Akureyri þar sem hann m.a. stjórnar strengjasveit skólans. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og er því nú á sínu 16. starfsári. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víða á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-hja-brim
Opið hús hjá Brim Landvinnsla Brims hf. á Akureyri býður bæjarbúum og öðrum áhugasömum að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi fyrirtækisins á morgun, laugardaginn 22. nóvember, milli kl. 13 og 16. Gestum gefst færi á að kynna sér tæknivædda nútíma fiskvinnslu og hvernig afli verður að afurð. Friðrik V verður á staðnum og útbýr ýmsa rétti úr afurðum vinnslunnar og gefur gestum að smakka. Hjá Landvinnslu Brims hf. á Akureyri starfa um 110 manns og fer nær öll framleiðslan í útflutning. Bæjarbúum er boðið að koma í heimsókn og sjá með eigin augum hvernig gjaldeyririnn verður til á eyrinni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventuaevintyrid-hefst
Aðventuævintýrið hefst Aðventuævintýrið 2008 hefst í dag með setningu í Minjasafninu klukkan 14. Síðan tekur við hver viðburðurinn á fætur öðrum fram undir jól og um leið er fólk hvatt til að bíða ekki með að tendra jólaljósin. Tendrum strax hin fögru og litríku ljós sem boða komu hátíðar ljóss og friðar. Dagskráin um helgina er svohljóðandi: 22. NÓVEMBER, LAUGARDAGUR Setning Aðventuævintýris klukkan 14 í Minjasafninu á Akureyri þar sem sýningin “Hvað er í matinn?” verður opnuð. Á sýningunni gefur að líta brot af jólagjöfum sem gefnar hafa verið í gefnar hafa verið í gegnum tíðina, jólaskraut sem tíðkaðist frá 1900-1980 , jólatré og fl. Ungir listamenn og konur verða með gjörning sem tengist jólunum á mismunandi tímum. Einnig verður breytt og forvitnileg safnbúð opnuð. Opið 14-16. www.akmus.is/ Hátíðlegt heimboð á fjölmenningarlega vísu í Ketilhúsinu frá kl. 14 -17. Erlendir íbúar á Norðurlandi bjóða gestum og gangandi að kíkja heim í stofu. Hátíðarstemmning og veitingar frá hinum ýmsu heimshornum í boði. . ~ Aðventustemmning í Hrísey: Markaður í handverkshúsinu Perlan frá kl 13-18. Jólasaga og kórsöngur í Hákarlasafninu kl. 14. Upplagt að taka með sér sundfötin og fara í heita pottinn. www.hrisey.net ~ Listasafnið á Akureyri: Sýningin Orð Guðs. Opið 12-17. www.listasafn.akureyri.is ~ Opnun sýningar kl. 14 í Deiglunni á verkum Margrétar Steingrímsdóttur. Opið er frá kl 14-17 ~ Opnun sýningar kl. 15 í Jónas Viðar Gallery. Verk eftir Jónas Viðar. http://jvs.is ~ Opnun sýningar kl. 14 í Populus Tremula í Listagilinu. http://poptremblogspot.com ~ Jólaævintýri Striksins. www.strikid.is ~ Mývatnssveit – töfraland jólanna. Heimboð jólasveinanna í Dimmuborgir kl. 15-15.30. www.visitmyvatn.is ~ Mývatnssveit – töfraland jólanna. Jólasveinakaffi í Skjólbrekku frá kl. 16-17. www.visitmyvatn.is ~ Jólatónleikar Gospelkórs Akureyri í Ólafsfjarðarkirkju kl. 16.00. ~ Leikfélag Akureyrar frumsýnir kl. 14 í Rýminu verkið Lápur, Skrápur og jólaskapið. Önnur frumsýning á verkinu kl. 16. Músagildan sýnd í Samkomuhúsinu kl. 19. www.leikfelag.is ~ Jólatónleikar Gospelkórs Akureyri í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20.00 ~ Stórsveit Baggalúts með Kósíkvöld á Græna hattinum kl. 20 og 23. ~ 23. NÓVEMBER, SUNNUDAGUR Barnasamvera og messa í Glerárkirkju kl 11 www.glerarkirkja.is ~ Listasafnið á Akureyri: Sýningin Orð Guðs Opið 12-17 www.listasafn.akureyri.is ~ Minjasafnið á Akureyri –jólainnsetning í sýningunni Hvað er í matinn? Opið 14-16 www.akmus.is/ ~ Útgáfutónleikar í Listasafninu á Akureyri. Hymnodia syngur kórtónlist eftir íslenskar konum. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og aðgangur er ókeypis. ~ Lápur, Skrápur og jólaskapið sýnt í Rýminu kl. 15. www.leikfelag.is . Jólatónleikar Gospelkórs Akureyri í Akureyrarkirkju kl. 17.00 www.akirkja.is ~ Tize stund í Glerárkirkju kl. 20.30 www.glerarkirkja.is Dagskrána í heild sinni er að finna HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/aeskan-a-ovissutimum
Æskan á óvissutímum Æskulýðsvettvangurinn, samráðsvettvangur KFUM/K, Skátahreyfingarinnar og UMFÍ í samstarfi við Æskulýðsráð efna til málþings í Rósenborg fimmtudaginn 27. nóvember klukkan 13.00-16.30. Á þinginu, sem ber yfirskriftina ÆSKAN Á ÓVISSUTÍMUM, verður fjallað um áhrif óvissuástandsins í samfélaginu á börn og ungmenni og hvað er til ráða fyrir þá aðila er vinna með æskunni í frístundum þeirra. Farið er yfir stöðuna eins og hún lítur út í dag og síðan er farið yfir þætti er skipta máli fyrir leiðtoga í frístundastarfi barna og ungmenna og hvernig bregðast má við. Án efa kemur efnið sér einnig vel fyrir starfsfólk skóla sem jafnframt eru að upplifa það sama og leiðtogarnir. Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Smelltu HÉR til að skoða dagskrána.
https://www.akureyri.is/is/frettir/16-daga-atak-gegn-kynbundnu-ofbeldi
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttisstofa stendur fyrir ýmsum uppákomum í tengslum við alþjóðlega 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Á liðnum áratug hefur vitneskja um kynbundið ofbeldi aukist fyrir tilstilli samtaka, stofnana og einstaklinga um allan heim. Þó mörgu hafi verið áorkað er enn langt í land. Markmið átaksins er að knýja fram afnám alls ofbeldis gegn konum og er enginn afsláttur veittur af mannréttindum. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hófst 25. nóvember og lýkur 10. desember. Háskólinn á Akureyri kl. 12.00 miðvikudaginn 26. nóvember: Forsvarsmenn verkefnisins Karlar til ábyrgðar munu kynna verkefnið miðvikudaginn 26. nóvember kl. 12.00 í stofu L201 í Háskólanum á Akureyri. Einnig mun fara fram undirritun samnings um áframhaldandi samstarf við Jafnréttisstofu. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er eina sérhæfða meðferðaúrræðið fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum hér á landi. Saga Karla til ábyrgðar hófst með ráðstefnu sem Karlanefnd Jafnréttisráðs hélt árið 1994. Karlar til ábyrgðar var síðan tilraunaverkefni á árunum 1998-2002, en þá var því hætt sökum fjárhagserfiðleika. Á árunum 1998-2002 komu rúmlega sjötíu karlar í viðtöl hjá KTÁ. Verkefnisstjóri verkefnisins er Ingólfur V. Gíslason, lektor við Háskóla Íslands. Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson eru sálfræðingar verkefnisins. Glerártorg kl. 15.00 miðvikudaginn 26. nóvember: Í tilefni 16 daga átaksins hafa Jafnréttisstofa og Myndlistaskólinn á Akureyri verið í samstarfi. Undanfarnar vikur hafa nemendur á 1. og 2. ári í grafískri hönnun tekið þátt í samkeppni um hönnun veggspjalda sem tengjast kynbundnu ofbeldi. Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 15.00 munu forsvarsmenn verkefnisins Karlar til ábyrgðar veita nemendum í Myndlistaskólanum á Akureyri viðurkenningar fyrir bestu veggspjöldin á Glerártorgi þar sem veggspjöldin hafa verið sett upp. Amtsbókasafnið kl. 17.15 fimmtudaginn 27. nóvember: Á fimmtudaginn verður bókmenntadagskrá á Amtinu kl. 17.15 þar sem þekktir leikarar lesa bókmenntatexta og nemendur úr MA flytja ljóð í tengslum við kynbundið ofbeldi. Leikararnir Guðmundur Ólafsson, Saga Jónsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir lesa kafla úr skáldsögum sem tengjast kynbundnu ofbeldi. Pálína Dagný Guðnadóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir í Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri munu flytja ljóð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/til-styrktar-maedrastyrksnefnd
Til styrktar Mæðrastyrksnefnd Sunnudaginn 30. nóvember verða haldnir jólatónleikar í Akureyrarkirkju til styrktar Mæðrarstyrksnefnd Akureyrar. Kvennakór Akureyrar hefur undanfarin ár staðið fyrir sams konar tónleikum til þess að gefa fólki tækifæri til að láta gott af sér leiða og styrkja þá sem lítið hafa milli handanna. Í ár er þetta sérstaklega nauðsynlegt þar sem víða er samdráttur og fjöldi fólks hefur misst vinnuna. Andi jólanna felst ekki síst í því að gefa þeim sem þurfa og ekki er verra að geta um leið notið þess að hlusta á þrjá stóra kóra flytja jólalög. Að þessu sinni hefur Kvennakór Akureyrar fengið til liðs við sig Karlakór Akureyrar Geysi og Söngfélagið Sálubót. Kórarnir flytja hver sína dagskrá og syngja síðan tveir og loks þrír saman. Stjórnandi Kvennakórs Akureyrar og Söngfélagsins Sálubótar er Jaan Alavere en stjórnandi Karlakórs Akureyrar Geysir er Valmar Väljaots. Undirleikarar á píanó eru stjórnendurnir Jaan Alavere og Valmar Väljaots og að auki Tarvo Nómm á bassa. Þetta er í fimmta skiptið sem tónleikar sem þessir eru haldnir. Í fyrra safnaðist vel og er það einlæg von kóranna að fólk sjái sér fært að eiga notalega stund í Akureyrarkirkju og að styrkja um leið mjög gott málefni. Verð aðgöngumiða er 1.500 kr. fyrir fullorðna, ekkert gjald er fyrir börn, en frjáls framlög eru einnig vel þegin. Í lok tónleikanna verður að venju afraksturinn færður óskiptur Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Allir sem að tónleikunum koma, þ.e. tónlistarfólkið, auglýsendur og Akureyrarkirkja, leggja sitt af mörkum til að styrkja þetta málefni. Tónleikarnir eru sunnudaginn 30. nóvember í Akureyrarkirkju og hefjast klukkan 16.00. Því miður verður ekki hægt að taka við greiðslukortum í miðasölu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjoldatakmorkunum-aflett-i-idjuthjalfun
Fjöldatakmörkunum aflétt í iðjuþjálfun Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur ákveðið að aflétta fjöldatakmörkunum (Numerus Clausus) í iðjuþjálfun þannig að allir nemendur á fyrsta ári sem standast lágmarkskröfur geti haldið áfram námi á vormisseri 2009. Með breytingunni er tekið tillit til efnahagsástandsins þannig og komið í veg fyrir að þeir sem hefðu ekki komist í gegnum fjöldatakmörkunina hrektist út í atvinnuleysi. Fjöldatakmörkunin var 25 nemendur en nú eru 29 nemendur skráðir til náms á fyrsta ári. Í samráði við Iðjuþjálfafélag Íslands munu starfsmenn heilbrigðisdeildar leita leiða til að leysa vanda er upp kann að koma í tengslum við vettvangsnám fyrir þennan hóp, enda sé þessi fjölgun nemenda undantekning frá reglunni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverk-og-honnun-i-ketilhusinu
Handverk og hönnun í Ketilhúsinu Í samvinnu við Menningarmiðstöðina í Listagili hefur félagið "Handverk og hönnun" skipulagt sýningu/markað á handverki, hönnun og listiðnaði í Ketilhúsinu á föstudag og laugardag. Þar verður fjölbreytt úrval af handverki, listiðnaði og hönnun. Sérstök valnefnd valdi 17 þátttakendur sem sjálfir munu kynna vörur sínar. Það sem verður til sýnis og sölu er t.a.m. munir úr leðri og roði, skartgripir, glermunir, nytjahlutir úr leir, fjölbreyttar textílvörur og hlutir úr hornum og beinum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir Akureyringa og nærsveitunga að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun. Opið verður föstudaginn 28. nóvember frá kl. 12-19 og laugardaginn 29. nóvember frá kl. 11-17. Smellið hér og skoðið kynningu á öllum þátttakendum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolatred-a-radhustorgi-4
Jólatréð á Ráðhústorgi Á morgun klukkan 15.45 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en tréð er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar. Dagskráin hefst með fallegum jólatónum frá Big Bandi Tónlistarskólans á Akureyri. Tröllastrákarnir Lápur og Skrápur stíga svo á sviðið og sjá um að kynna dagskrána, auk þess sem Leiðindaskjóða og Gáttarþefur verða á svæðinu og aðstoða þá félaga. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri heldur stutta tölu og Lasse Reimann sendiherra Dana á Íslandi gefur Akureyringum jólatréð. Isak Godsk Rögnvaldsson tendrar ljósin og þá er komið að jólasveinunum Bjúgnakræki, Kertasníki og Kjötkróki. Þeir syngja og tralla eins og þeim er einum lagið. Æskulýðskór Glerárkirkju syngur nokkur lög undir stjórn Ástu Magnúsdóttur og Lápur og Skrápur hefja upp raust sína í lokin. Þegar dagskránni á Ráðhústorgi lýkur er fólk hvatt til að mæta á stefnumót á slaginu fimm á Torfunefsbryggju en þá mun verkefnið Brostu með hjartanu ná nýjum hæðum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarsport-2009
Vetrarsport 2009 Vetrarsportsýningin er haldin nú um helgina í 17. sinn á Akureyri. Að þessu sinni er hún haldin í KA heimilinu. Þetta er mikill viðburður fyrir þá sem hafa almennt áhuga á útivist og vetrarsporti. Það sem gerir þessa sýningu frábrugða þeim fyrri er að mikið verður af gömlum vélsleðum til sýnis, þ.e. 30-40 ára gamlir. Þarna verður mikið úrval af af ýmis konar búnaði til útivistar, s.s. fatnaði, hjálmum, skóm, vélsleðum, jeppum, vélhjólum og fleiru. Árshátíð vélsleðamanna verður síðan haldin í Sjallanum um laugardagskvöldið. Sýningin verður opin frá kl. 10-17 á laugardag og 12-17 á sunnudag.
https://www.akureyri.is/is/frettir/maedrastyrksnefnd-faerd-half-milljon
Mæðrastyrksnefnd færð hálf milljón Styrktartónleikar Kvennakórs Akureyrar fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar sem haldnir voru í gær, 30. nóvember, tókust afar vel. Húsfyllir var í Akureyrarkirkju og var góður rómur gerður að söng kóranna þriggja sem þar komu fram. Í lok tónleikanna var fulltrúi Mæðrastyrksnefndar, Jóna Berta Jónsdóttir, kölluð upp og henni færður afraksturinn, 500.000 krónur. Þess má geta að aldrei fyrr hefur safnast svona vel eins og á þessum 6. styrktartónleikum. Kvennakór Akureyrar vill færa öllum þeim sem sóttu tónleikana bestu þakkir fyrir góða þáttöku, án ykkar hefði þetta ekki verið mögulegt. Sömuleiðis bestu þakkir til Karlakórs Akureyrar Geysis, Söngfélagsins Sálubótar, stjórnenda, undirleikara, auglýsenda og Akureyrarkirkju fyrir þeirra framlag. Húsfyllir var í Akureyrarkirkju.
https://www.akureyri.is/is/frettir/islandsklukkunni-hringt-4
Íslandsklukkunni hringt Það er mikið um að vera í Háskólanum á Akureyri í dag í tilefni fullveldisdagsins. Núna kl. 14 hófst málþing með yfirskriftinni "Fallvalt fullveldi" í Stofu L201 á Sólborg og klukkan 16.10 hefst hátíðardagskrá við Íslandsklukkuna sem verður síðan hringt átta sinnum af bæjarlistamanninum Önnu Richardsdóttur. Dagskráin í háskólanum er svohljóðandi: Kl. 14.00-16.00: Fallvalt fullveldi? Stofa L201 á Sólborg Opið málþing þar sem fjallað verður um fullveldið frá öllum hliðum, í fortíð, nútíð og framtíð. Framsögumenn og yfirskrift erinda eru: Sigurður Líndal - Frelsi og fullveldi á 21. öld. Eiríkur Bergmann – Er Ísland fullvalda? Silja Bára Ómarsdóttir - Er fullveldi nauðsynlegt? Sundurliðun og samþjöppun ríkja á 21. öld. Ágúst Þór Árnason – Fullveldishugtakið togað og teygt Fundarstjóri er Guðmundur Heiðar Frímannsson. Kl. 16.10-16.40: Hátíðardagskrá við Íslandsklukkuna á Sólborg. Ávarp rektors. Anna Richardsdóttir, bæjarlistamaður hringir Íslandsklukkunni fyrir árið 2008. Félagar í kór Akureyrarkirkju syngja inn jólamánuðinn. Kl. 16.40 - 18.00: Hugguleg stund í háskólanum Öllum boðið upp á kakó og smákökur í matsal skólans, jólatónlistin ómar undir. Listasýningin Íslendingar verður opnuð í bókasafni háskólans en þar er um að ræða samsýningu Gústavs Geirs Bollasonar, Hönnu Hlífar Bjarnadóttur, Véronique Legros og Þórarins Blöndal.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gefum-gjof-sem-gledur
Gefum gjöf sem gleður Undanfarin tvö ár hefur farið fram söfnun á Glerártorgi á jólapökkum fyrir mæðrastyrksnefnd. Þetta árið verður engin breyting á og hefst söfnunin miðvikudaginn 3. desember og stendur til 23. desember. Söfnun fer þannig fram að fólk pakkar inn gjöf, merkir hana strák eða stelpu og aldur barns sem á að fá pakkann. Pakkinn er settur undir jólatré á Glerártorgi og verður svo dreift af mæðrastyrsknefnd til fjölskyldna sem til nefndarinnar leita fyrir jólin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vidurkenning-fyrir-gott-adgengi
Viðurkenning fyrir gott aðgengi Saga Capital fjárfestingabanki og leikskólinn Naustatjörn hlutu í dag viðurkenningar samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra á Akureyri fyrir gott aðgengi. Viðurkenningarnar voru afhentar í húsnæði Saga Capital fjárfestingarbanka fyrr í dag, 3. desember sem er alþjóðadagur fatlaðra. Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri samþykkti á síðasta fundi sínum að verðlauna hús Saga Capital fjárfestingarbanka að Hafnarstræti 53 og leikskólann Naustatjörn Hólmatúni 2, fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða. Það var Bergur Þorri Benjamínsson formaður samstarfsnefndarinnar sem afhenti viðurkenningarnar. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins og Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd Naustatjarnar. Bergur Þorri sagði að ástandið í þessum málum færi batnandi í bænum en þetta væri jafnan spurning um vilja og peninga. Þorvaldur Lúðvík var að vonum ánægður og hann sagði það jákvætt fyrir Saga Capital að hafa orðið fyrir valinu. Hann sagði að lagt hafi verið upp með það strax í byrjun að aðgengismál yrðu í lagi og að við breytingarnar á húsnæðinu hafi verið ráðist í lagfæringar, hafi komið ábendingar þar um. Sigrún Björk var einnig ánægð með taka við viðurkenningunni fyrir hönd Naustatjarnar. Hún sagði að viðurkenningar sem þessar ættu vera hvatning fyrir aðra. Sigrún sagði að hjá Akureyrarbæ væri lögð áhersla á gott aðgengi fyrir alla og að nýjum byggingum ættu þau mál að vera í lagi. Mynd og frétt af www.vikudagur.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/markadur-med-notad-og-nytt
Markaður með notað og nýtt Laugardaginn 6. desember kl. 11 verður opnaður markaður með notað og nýtt á Akureyri en markaðurinn hefur hlotið nafnið Norðurport. Að sögn aðstandenda verður hér um að ræða lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan markað þar sem boðið verður til sölu fjölbreytt úrval af nýrri og notaðri vöru. Markaðurinn verður til húsa að Dalsbraut 1 og opið verður um helgina frá kl. 11-17 bæði á laugardag og sunnudag. Þeir sem vilja koma upp sölubásum eða söluborðum á markaðinum geta hringt í síma 461 1295 milli kl. 9 og 12 og einnig eftir kl. 18 eða sent tölvupóst á netfangið [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjartad-slaer-i-heidinni
Hjartað slær í heiðinni Átakið "Brostu með hjartanu", sem snýst um að smita jákvæðni og bjartsýni til allra, náði nýjum hæðum um helgina þegar kveikt var á risastóru rauðu hjarta í Vaðlaheiði. Hjartað er á stærð við fótboltavöll og unnu starfsmenn fyrirtækisins Rafeyrar að því hörðum höndum í síðustu viku í nístingskulda að leggja rafmagnsleiðslur og annað sem til þurfti. Það eru fyrirtækin Rafeyri, Bechromal og Norðurorka sem eiga heiðurinn að vinnunni og kostnaðinum á bak við hið sláandi hjarta í Vaðlaheiðinni. Myndin að neðan sýnir hjartað í allri sinni dýrð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songur-i-troppunum
Söngur í tröppunum Fullveldisdeginum var fagnað með ýmsu móti á Akureyri og áberandi var söngur fólks á öllum aldri í kirkjutröppunum frá morgni og fram eftir degi. Það var Tónlistarskólinn á Akureyri sem stóð fyrir uppákomunni með styrk frá Menningarráði Eyþings. Sungin voru lög við ljóð eftir tvö höfuðskáld okkar Akureyringa, Davíð Stefánsson og Matthías Jochumsson. Söngurinn stóð frá klukkan 10 að morgni til klukkan 16 síðdegis. Þarna sungu grunnskólabörn á Akureyri, Karlakór Akureyrar Geysir, Kór aldraðra og börn úr leikskólum Akureyrar ásamt barnakórum bæjarins. Myndirnar að neðan tók María Helena Tryggvadóttir þegar grunnskólabörnin hófu upp raust sína.
https://www.akureyri.is/is/frettir/svaedisutsendingum-ekki-haett
Svæðisútsendingum ekki hætt Ríkisútvarpið hefur ákveðið að draga til baka áform um að leggja af svæðisbundnar fréttasendingar frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Fram kemur í tilkynningu frá útvarpsstjóra að síðustu daga hafi fjölmargir hollvinir svæðissendinganna hvatt til þess að ekki verði gripið til þessara sparnaðaraðgerða þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu Ríkisútvarpsins. Ljóst sé að hlustendur á landsbyggðinni telja svæðissendingarnar veigamikinn þátt í þjónustu RÚV. Fréttatilkynning útvarpsstjóra: Ríkisútvarpið hefur ákveðið að draga til baka áform um að leggja af svæðisbundnar fréttasendingar frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Síðustu daga hafa fjölmargir hollvinir svæðissendinganna hvatt til þess að ekki verði gripið til þessara sparnaðaraðgerða þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu Ríkisútvarpsins. Ljóst er að hlustendur á landsbyggðinni telja svæðissendingarnar veigamikinn þátt í þjónustu RÚV. Þetta hefur endurspeglast í vaxandi auglýsingatekjum á svæðisstöðvunum að undanförnu þrátt fyrir almennan samdrátt í sölu auglýsinga. Fjölmargir viðskiptavinir á landsbyggðinni hafa haft samband síðustu daga og lýst yfir miklum vonbrigðum með að missa þann mikilvæga auglýsingamiðil sem svæðisstöðvarnar eru. Í framhaldinu hefur farið fram endurmat á tekjuáætlunum á svæðisstöðvunum og er niðurstaðan að væntanlegar tekjur muni duga til að halda útsendingunum áfram. Svæðisstöðvarnar heyra undir Fréttastofuna og hafði henni verið ætlað að ná fram verulegum sparnaði. Meðal þess sem blasti við var að draga þyrfti úr kostnaði við svæðisstöðvarnar. Nú hefur verið ákveðið að endurskipuleggja fréttaöflunina á landsbyggðinni til að tryggja að svæðissendingarnar geti haldið áfram. Útvarpsstjóri þakkar þeim fjölmörgu hlustendum sem sent hafa áskoranir um að svæðissendingum verði haldið áfram. „Það er Ríkisútvarpinu hvatning á erfiðum tímum að finna fyrir þessum stuðningi hlustenda", segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Frétt af www.ruv.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lokun-svaedisutvarps-motmaelt
Lokun Svæðisútvarps mótmælt Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á fundi sínum í gær, þann 3. desember, bókun þar sem því er mótmælt að hætta eigi útsendingum Svæðisútvarpsins. Bókunin er svohljóðandi: "Stjórn Akureyrarstofu mótmælir harðlega þeim áformum Ríkisútvarpins að hætta útsendingum Svæðisútvarpsins á Akureyri. Svæðisútvarp landshlutanna er, og hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í miðlun frétta, menningarviðburða, og almennra samskipta fyrir landsbyggðina um árabil. Svæðisútsendingarnar eru til fyrirmyndar í starfsemi Ríkisútvarpsins og skapa því mikla sérstöðu. Stjórnin skorar á stjórnendur útvarpsins að draga áformin til baka og leita annarra leiða til lækkunar á kostnaði stofnunarinnar." Þessu hefur nú þegar verið komið á framfæri við Pál Magnússon útvarpsstjóra RÚV, Bjarna Guðmundsson aðstoðarforstjóra RÚV, Bjarna Kristjánsson fjármálastjóra RÚV, Sigrúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra Rásar 1 og 2, Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Sjónvarpsins og Ágúst Ólafsson forstöðumann á Akureyri.