Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/adventuaevintyrid-um-helgina
Aðventuævintýrið um helgina Tónlistin spilar stórt hlutverk í dagskrá Aðventuævintýris um helgina. Í kvöld ætlar Gunnar Gunnarssonar píanóleikari að halda tónleika í Ketihúsinu klukkan 20.30 þar sem hann kynnir lög af nýrri plötu. Árlegir Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fara fram á morgun, laugardag, klukkan 18 í íþróttahúsi Glerárskóla. Þar koma fram hinir mjög svo hæfileikaríku einsöngvarar Dízella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson, auk Kvennakórs Akureyrar og Vilhjálmur Ingi Siguðarson leikur einleik á trompet. Án efa frábærir tónleikar sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Það verður ljúf og notalega stemmning í Listagilinu um helgina með opnunum sýninga í galleríum og í Populus Tremula verður opnuð svokölluð Beate- og Helgabúð. Þar eru á ferðinni Helgi Þórsson söngvari hljómsveitarinnar Helgi og hljóðfæraleikararnir og kona hans Beat Stormo - þau munu selja afar fjölbreyttan heimavarning úr sveitinni. Á Græna hattinum verður hljómsveitin Sprengjuhöllin annaðkvöld með útgáfutónleika. Á Minjasafninu gefst kostur á að skoða gamla góða jólaskrautið sem rifjar upp minningar um jólin í den tid hjá ömmu og afa og ekki má gleyma þeim skemmtilega sið sem Akureyringar hafa haldið í og það er fylgjast með þegar jólasveinarnir taka lagið á svölunum sem gjarnan eru kenndar við KEA en eru nú undir hatti Pennans-Eymundsson. Jólasveinarnir ætla að taka lagið á svölunum á morgun klukkan 15. Á sunnudaginn er upplagt að renna fram í Eyjafjörð en þar verður hægt að gera skera út laufabrauð að Öngulsstöðum (skráning á [email protected]), smakka jólaísinn hjá Holtselssbændum, koma við í Leikfangasmiðjunni Stubb hjá Georg Hollanders og koma við í Laugaborg og fá sér þar gott í gogginn af kökuhlaðborði. Í Gamla bænum í Laufási verður frá klukkan 13.30-16 hægt að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu Sumsé - nóg um að vera á Aðventuævintýri - Nánari upplýsingar um viðburði er að finna á slóðinni www.visitakureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasti-markadsdagurinn-i-vidilundi-22
Síðasti markaðsdagurinn í Víðilundi 22 Klukkan 10 í morgun hófst markaður með ýmsan handunninn og fallegan varning í Víðilundi 22. Opið verður til kl. 15 í dag en þetta er síðasti markaðsdagurinn í Víðilundi þetta árið. Til sölu er margs konar heimagerður varningur, svo sem prjónaðar peysur, húfur, sokkar, vettlingar og vesti úr íslenskri ull, handgerð teppi, dúkar, jólaskraut, ljósaseríur og blóm, diskar, skálar, steikarföt, rúllutertudiskar og fleira úr gleri, könnur, kertastjakar og fleira úr postulíni og leir, dúkkuföt, barnarúmföt, grjónahitapokar, kort og myndaplattar, prjónaðar flöskupeysur, prjónaðir jólasveinar, þæfðar tátiljur, handklæði, náttsloppar og snyrtivörur, eða nánast allt á milli himins og jarðar, eins og þessi upptalning gefur til kynna!
https://www.akureyri.is/is/frettir/busetudeild-fekk-hvatningaverdlaun
Búsetudeild fékk hvatningaverðlaun Búsetudeild Akureyrar hlaut í síðustu viku Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir frumkvöðlastarf í útfærslu á notendastýrðri þjónustu fyrir fatlaða. Þetta var í annað sinn sem verðlaunin eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra til þeirra sem með jákvæðum hætti hafa stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Þrenn verðlaun voru veitt til fyrirtækis, stofnunar og einstaklings, sem skarað hafa fram úr og endurspegla nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Verðlaunahafar voru: Í flokki stofnana Akureyrarbær – búsetudeild, fyrir frumkvöðlastarf í útfærslu á “Independent living”, notendastýrðri þjónustu fyrir fatlaða. Í flokki fyrirtækja Tónstofa Valgerðar, fyrir frumkvöðlastarf í þá veru að nemendur með sérþarfir njóti forgangs til tónlistarnáms. Í flokki einstaklinga Guðjón Sigurðsson, fyrir sýnileika, dugnað og árangur í málefnum fatlaðra. Leitað var til aðildarfélaga ÖBÍ, fulltrúa ÖBÍ í svæðiráðum um málefni fatlaðra og ýmissa annarra aðila sem vinna að málefnum fatlaðra um tilnefningar. Undirbúningsnefnd valdi þrjár tilnefningar úr hverjum flokki sem sérstök dómnefnd tók endanlega afstöðu til. Þeim aðilum voru veitt viðurkenningarskjöl við sömu athöfn. Tengill á upplýsingar um tilnefningarnar þrjá í hvorum flokki. Dómnefnd skipuðu Ólöf Ríkarðsdóttir fyrrverandi formaður ÖBÍ, Kristín Rós Hákonardóttir afrekskona í sundi, Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ, Sigmundur Ernir Rúnarsson, forstöðumaður fréttasviðs Stöðvar 2 og Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og afhenti hann verðlaunin við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Frétt af www.obi.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/musik-og-meiri-musik
Músík og meiri músík Áfram heldur Aðventuævintýri á Akureyri með fjölda ýmissa viðburða. Næstu þrjá dagana er tónlistin mjög svo áberandi. Á miðvikudagsskvöld flytur Kvennakórinn Embla í Ketilhúsinu alla fallegu jólasöngvana sem við þekkjum svo vel. Flytjendur með kórnum verða Gítarkvartett Tónskóla Roars og einsöngvarar úr röðum kórsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis. Á fimmtudaginn verður einstök jólastemmning klukkan 20 í Akureyrarkirkju en þá ætla Páll Óskar, Monika Abendroth og Stúlknakór Akureyrarkirkju ásamt strengjasveit að flytja jólalög. Sama kvöld klukkan 21 verða útgáfutónleikar Elínar Eyþórsdóttur á Græna hattinum - þeir sem eru forvitnir að heyra í þessari ungu og upprennandi söngkonu geta fyrr um daginn hlustað á Elínu taka lagið í Pennanum-Eymundsson. Á föstudagskvöld klukkan 20 er svo komið að stórtónleikum Frostrósanna sem haldnir verða í Íþróttrahöllinni - þar stíga á svið dívurnar Dísella, Margrét Eir, Hera Björk og Eivor ásamt tenórunum Garðari Thor Cortes og Jóhanni Friðgeir. Með þeim verða góðri gestir, þau Edgar Smári og Guðný Árný. Þetta og svo miklu miklu meira á vefnum www.visitakureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jolagjof-tonlistarskolans-og-la
Jólagjöf tónlistarskólans og LA Tónlistarskólinn á Akureyri og Leikfélag Akureyrar halda tvenna hátíðartónleika í Leikhúsinu sunnudaginn 14. desember kl. 14.00 og 17.00. Aðgangur verður ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum sem renna munu til Hjálpræðishersins. Fram munu koma félagar úr Leikfélagi Akureyrar, Stórsveit Tónlistarskólans ásamt tónlistarkennurum og atvinnutónlistarmönnum víðsvegar af svæðinu. Hátíðartónleikarnir eru tilvalin skemmtun fyrir fjölskyldufólk sem vill gera sér glaðan dag og bjóða sér og sínum upp á frábæra jólatónleika með litlum tilkostnaði í einu fallegasta húsi bæjarins. Eftirfarandi söngvarar koma fram á tónleikunum: Margot Kiis Heimir Bjarni Ingimarsson Sigurður Ingimarsson Rannvá Olsen Rán Ringsted Inga Eydal Ingimar Björn Davíðsson Helgi Þórsson Hægt verður að nálgast miða í miðasölu leikhússins frá kl. 12.00 fimmtudaginn 11. desember. Fyrstir koma, fyrstir fá, segir í fréttatilkynningu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mannrettindayfirlysingin-60-ara
Mannréttindayfirlýsingin 60 ára Í dag kl. 12 verður sérstök hátíðarsamkoma í Ketilhúsinu á Akureyri í tilefni 60 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Þar verða meðal annars flutt tónlistaratriði, ávörp og sýnd stutt heimildarmynd um mannréttindi ólíkra hópa. Dagskráin er svohljóðandi: Tónlistaratriði: Nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri Kristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra ávarpar gesti Mannréttindayfirlýsingin í tónum og tali: Nemendur úr 8. bekk Lundarskóla Margrét Heinreksdóttir, emeritus, flytur ávarp Nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri kynna verkefni sín um mannréttindi Þorlákur Axel Jónsson formaður Samfélags- og mannréttindaráðs flytur ávarp Heimildarmynd um mannréttindi ólíkra hópa unnin af 8.bekk í Lundarskóla Það eru Jafnréttisstofa, Háskólinn á Akureyri og Akureyrarbær sem standa að dagskránni og eru allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-og-grimsey-vilja-sameinast
Akureyri og Grímsey vilja sameinast Sveitarfélögin Akureyrarbær og Grímseyjarhreppur vilja sameinast. Á kynningarfundi sem haldin var fyrir heimamenn í Grímsey í dag var ákveðið að óska formlega eftir sameiningu sveitarfélaganna. Á fundinum var ákveðið að bæjarstjóri Akureyrarbæjar og oddviti Grímseyjarhrepps skrifi ráðherra sveitarstjórnarmála bréf þar sem formlega verði óskað eftir því að sveitarfélögin verði sameinuð. Frétt af www.ruv.is. Meðfylgjandi mynd tók Friðþjófur Helgason í Grímsey.
https://www.akureyri.is/is/frettir/david-leggur-goliat
Davíð leggur Golíat Sunnudaginn 14. desember kl. 11.00 fer fram afhjúpun á minnisvarða um þrískiptingu ríkisvaldsins og meint umferðarlagabrot Jóns Kristinssonar á Akureyri. Athöfnin fer fram á horni Þingvallastrætis og Byggðavegar. Á þessum stað er markað upphaf eins mikilvægasta dómsmáls þjóðarinnar á síðari tímum. Forsaga málsins er þessi: Þriðjudaginn 26. júní 1984 kl. 16.40 stöðvuðu tveir lögreglumenn Jón Kristinsson á Subaru bifreið sinni A 3088 og gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðalagabrot Jóns á stuttum tíma. Voru málin tekin fyrir samtímis í Sakadómi Akureyrar og hann sakfelldur af báðum ákærum. Jón ákvað að una ekki dóminum og benti á að sami maður hafði sinnt málinu í umboði lögreglustjóra (framkvæmdavalds) annars vegar og bæjarfógeta (dómsvalds) hins vegar. Fullyrti hann að með því væri réttlát málsmeðferð ekki tryggð. Eftir að dómur fyrir fyrra brotið hafði verið staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga. Niðurstaðan var afdráttarlaus: Málsmeðferð í kjölfar meints umferðalagabrots Jóns Kristinssonar braut í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum. Þegar ljóst varð að íslenska ríkið myndi tapa málinu í Strassburg leitaði það sátta með fororði um að réttarskipan landsins yrði breytt innan tiltekins tíma. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdavalds. Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til.
https://www.akureyri.is/is/frettir/helgin-i-baenum
Helgin í bænum Um helgina verður auðvelt að sameina verslun og aðra skemmtun á Akureyri. Fjölmargir viðburðir verða í boði í miðbænum og í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Meðal þess sem verður í boði í miðbænum á laugardag er morgunkaffi um borð í Húna II frá kl. 10-11, Meistarinn og áhugamaðurinn bjóða upp á fiskisúpu í Eymundsson í hádeginu, útvarp Jólaland og gangandi jólatré verða á ferðinni eftir hádegið, Tónræktin verður með jólatónleika í Græna hattinum, Krossbandið leikur létt jólalög kl. 16, Kvennakór Akureyrar syngur jólalög kl. 17 og allan daginn verður haldin hátíðlegur dagur Heilagrar Lúsíu í Bakgarðinum. Á Glerártorgi verður samfelld dagskrá frá kl. 13 á laugardag þar sem fjölmargt í boði; Stórsveit Tónlistarskólans, jólasveinar kíkja í heimsókn, Víbrafónjól, Æskulýðskór Glerárkirkju og Magni Ásgeirsson, Hara systur, strengjasveit og Karlakór Akureyrar. Það verður því auðvelt að eiga notalegan og skemmtilegan dag við jólaundirbúninginn á Aðventuævintýrinu á Akureyri. Akureyri 13. desember 2008.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjaroflunartonleikar-til-styrktar-bagstoddum
Fjáröflunartónleikar til styrktar bágstöddum Í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. desember, kl. 20.30 verða haldnir í Akureyrarkirkju fjáröflunartónleikar til styrktar bágstöddum. Á tónleikunum koma fram Björg Þórhallsdóttir sópran, Óskar Pétursson tenór, Kór Akureyrarkirkju, Stúlknakór Akureyrarkirkju og kammerkórinn Hymnodia. Organistar og stjórnendur kóra eru Eyþór Ingi Jónsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína og mun aðgangseyririnn renna óskiptur til nýstofnaðs líknarsjóðs við Akureyrarkirkju, Líknarsjóðinn Ljósberann - minningarsjóð séra Þórhalls Höskuldssonar. Sjóðurinn var stofnaður 16. nóvember sl. að tilhlutan ekkju og barna séra Þórhalls heitins. Tilgangur sjóðsins er að veita líknar- og viðlagaaðstoð til sóknarbarna Akureyrarkirkju, með sérstaka áherslu á aðstoð til bágstaddra fjölskyldna fyrir jól, sem séra Þórhallur lagði mikla áherslu á í sínu starfi og sinnti af mikilli alúð. Hægt er að gefa ábendingar eða koma á framfæri umsóknum um framlög úr sjóðnum til presta Akureyrarkirkju og er farið með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Sjóðurinn er í vörslu Akureyrarkirkju og hægt er að leggja fjárframlög inn á reikning sjóðsins hjá Kaupþingi, 0302-13-701414, kt. 410169-6149.
https://www.akureyri.is/is/frettir/grunnstodir-i-thjonustunni-vardar
Grunnstoðir í þjónustunni varðar Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2009 var kynnt á blaðamannafundi í dag en hún var unnin af oddvitum allra flokka í bæjarstjórn ásamt starfsmönnum. Haft var að leiðarljósi að verja grunnstoðir í þjónustu bæjarfélagsins í þeim efnahagsþrengingum sem nú ganga yfir þjóðfélagið. Sérstaklega var horft til þess að halda vel utan um starfsemi grunn- og leikskóla bæjarins, sem og félagsþjónustuna, og einnig að verja störf og mannaflsfrekar framkvæmdir eftir því sem kostur er. Í ljósi stöðunnar er betra að búa við tímabundinn hallarekstur en að skera niður í mannafla og framkvæmdum. Það er gert í þeirri von að staðan verði betri á árinu 2010. Frá blaðamannafundinum í dag. Talið frá vinstri: Baldvin Halldór Sigurðsson frá Vinstri grænum, Hermann Jón Tómasson Samfylkingu, Sigrún Björk Jakobsdóttir Sjálfstæðisflokki og Oddur Helgi Halldórsson frá Lista fólksins. Jóhannes Gunnar Bjarnason, Framsóknarflokki, átti ekki heimangengt. Fjárhagsáætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, þriðjudaginn 16. desember, og gert er ráð fyrir að síðari umræða verði 20. janúar 2009. Forsendur áætlunarinnar er að hér verði 7% meðalverðbólga á árinu og að íbúum fjölgi um 200 manns. Tekjur aðalsjóðs verða rúmir 9,8 milljarðar en heildargjöld tæpir 10,7 milljarðar. Fjármunatekjur aðalsjóðs eru áætlaðar tæpir 1,2 milljarðar. Gert er ráð fyrir útsvarsprósentu 13,03% í fyrirliggjandi áætlun en tillaga verður gerð í bæjarstjórn um að hækka útsvarið í 13,28%. Álagningaprósenta fasteigna-skatta hækkar um 10% en ekki er gert ráð fyrir að stofn fasteignamats hækki. Skerðing jöfnunarsjóðs er áætluð 150 m.kr. milli ára. Leikskólagjöld og frístund hækka ekki en almennt hækka gjaldskrár um 10%, þar má nefna hækkun á fæði í leik- og grunnskólum, Hlíðarfjalli og Sundlaug. Sorphirðugjald hækkar um 2.700 kr. Þrátt fyrir miklar almennar kostnaðarhækkanir er reynt að stilla hækkunum á gjaldskrám mjög í hóf. Launanefnd sveitarfélaga hefur nú lokið kjarasamningum við nær alla hópa starfsmanna og leiða þeir til töluverðrar hækkunar launagreiðslna eða að meðaltali um 20.300 kr. pr. mánuð miðað við fullt starf. Laun bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og nefndarfólks verða lækkuð um 10%. Dregið verður úr yfirvinnu þar sem það er mögulegt. Ekki verða uppsagnir meðal starfsmanna bæjarins en öll störf sem losna verða skoðuð sérstaklega og reynt að forðast allar nýráðningar. Í almennum rekstrargjöldum stofnana og deilda er skorið niður eins og hægt er og horft þá sérstaklega til þátta eins og ferðakostnaðar, skrifstofuvara, kaupa á áhöldum og munum o.s.frv. Samtals er áætlaður sparnaður hér 200-300 milljónir króna. Framkvæmdaáætlun ársins 2009 hefur verið endurskoðuð. Opnun Hofs er frestað til mars/apríl 2010 og sama gildir um opnun íþróttamiðstöðvar við Giljaskóla. Framkvæmdir á KA-velli eru settar í bið, en áfram er ráðgert að opna Naustaskóla haustið 2009. Framkvæmdum vegna Landsmóts UMFÍ í júlí 2009 verður haldið áfram samkvæmt áætlun. Samtals eru framkvæmdir áætlaðar tæpir 1,8 milljarðar kr. í aðalsjóði og tæpir 2,6 milljarðar í samstæðunni allri og er það nokkur lækkun frá þriggja ára áætlun þar sem gert var ráð fyrir framkvæmdum fyrir röska 3,0 milljarða króna á árinu 2009. Heildartekjur samstæðureiknings Akureyrarbæjar eru áætlaðar tæpir 14,6 milljarðar króna en halli er áætlaður 1,0 milljarður kr. á samstæðunni. Þarna munar mest um fjármagnskostnað Fasteigna Akureyrarbæjar en gert er ráð fyrir að hann nemi tæpum 2 milljörðum á árinu 2009. Halli á rekstri Fasteigna Akureyrarbæjar er áætlaður rúmir 1,2 milljarðar króna. Afborganir lána nema 2,3 milljörðum og ný lán verða tekin fyrir rúman 3,1 milljarð í samstæðunni allri svo mismunurinn er skuldaaukning um rúmar 800 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri verður tæpar 950 milljónir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/krossaneshagi-c-afangi-tillaga-ad-deiliskipulagi
Krossaneshagi C-áfangi. Tillaga að deiliskipulagi. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi Krossaneshaga C-áfanga. Skipulagssvæðið afmarkast af Óðinsnesi í suðri, Krossanesbraut í austri og Krossanesborgum í norðri. Lóðir nr. 1 og 2 við Ægisnes eru einnig innan skipulagsins en auk þeirra gerir deiliskipulagstillagan ráð fyrir tólf atvinnulóðum við nýja götu, Týsnes. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 18. desember 2008 - 29. janúar 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: http://www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir. Krossaneshagi C-áfangi - deiliskipulagsuppdráttur Krossaneshagi C-áfangi - skýringaruppdráttur Krossaneshagi C-áfangi - greinargerð Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 29. janúar 2009 og skal athugasemdum skilað til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 18. desember 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsoknir-um-haskolanam
Umsóknir um háskólanám Umsóknarfrestur í Háskólanum á Akureyri rann út á mánudaginn en þá höfðu 134 sótt um grunnnám við skólann og 30 í framhaldsnám. Fjöldi umsókna er því um 12% af nemendafjölda skólans. Útgjöld til Háskólans á Akureyri eru skorin niður um 127,5 mkr. eða 8,8% samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar, verði það samþykkt. Háskólaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela framkvæmdastjórn háskólans að gera tillögur að rekstraráætlun fyrir árið 2009 þar sem stefnt verði að því að mæta fyrirhuguðum niðurskurði án þess að segja upp starfsfólki. Fyrirsjáanlegt er að þessi niðurskurður mun leggjast þungt á starfsemi háskólans á næsta ári. Þrátt fyrir þennan niðurskurð verða þeir umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði innritaðir í háskólann enda ganga þeir inn í námshópa sem þegar hefur verið gert ráð fyrir. Kappkostað verður að kennsla uppfylli ströngustu gæðakröfur hér eftir sem hingað til.
https://www.akureyri.is/is/frettir/graenlendingar-leita-samstarfs
Grænlendingar leita samstarfs Mennta- og menningarmálaráðherra grænlensku landsstjórnarinnar, Tommy Marø, heimsótti Menntaskólann á Akureyri í gær. Heimsóknin var liður í mikilli endurskoðun á grænlenska menntakerfinu. Í för með ráðherranum voru Kunuunnguaq Fleischer, ráðgjafi heimastjórnarinnar og Vittus Qujaukitsoq, ritari ráðherra. Í kjölfar nýafstaðinna kosninga á Grænlandi fer nú fram mikil endurskoðun og uppstokkun á mennta- og menningarstarfi, meðal annars með það að markmiði að vekja áhuga grænlenskra ungmenna á eigin menningu og tungu, sem lið í því metnaðarfulla verkefni að leiða þjóðina til sjálfstæðis. Einn liður í þessu starfi er að freista þess að sérhanna grænlenskt skólakerfi og sníða það að grænlenskum aðstæðum í stað þess að laga hið danska kerfi að aðstæðum á Grænlandi. Þess vegna hefur verið höfð hliðsjón af inúítasamfélögum í öðrum löndum og einnig leitað fyrirmynda hjá norðlægri smáþjóð, eins og Íslendingar eru. Sendinefndin hefur þegar heimsótt Fjölbrautaskólann á Akranesi, kom í gær í Menntaskólann á Akureyri og ætlaði einnig að líta inn í Myndlistaskólann og á svo fund með menntamálaráðherra í Reykjavík í dag. Fundinn með grænlensku gestunum sátu Jón Már Héðinsson skólameistari, Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari og Hildur Hauksdóttir, brautarstjóri almennrar námsbrautar. Að sögn Hildar spurðu gestirnir mjög um starfsemi og rekstur Menntaskólans og hrifust af mörgu í starsemi hans. Sérstaklega voru þeir áhugasamir um hraðlínu almennrar brautar, sem gefur framúrskarandi námsmönnum kost á að koma rakleitt í Menntaskólann úr 9. bekk. Einnig vakti athygli þeirra starf Menntaskólans að því að draga úr brottfalli í skólanum án þess að slá á námskröfur, en brottfall úr námi hefur lengi verið mikið vandamál í grænlenskum skólum. Á fundinum með grænlenska ráðherranum var rætt um að leita leið til samstarfs milli grænlenska menntamálaráðuneytisins og standa vonir til að svo geti orðið. Að fundi loknum fóru gestirnir í skoðunarferð um skólann. Fremri röð frá vinstri: Vittus Qujaukitsoq, ritari ráðherra, Tommy Marø menntamálaráðherra, og Kunuunnguaq Fleischer ráðgjafi heimastjórnarinnar. Að baki þeim eru frá vinstri: Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari, Hildur Hauksdóttir brautarstjóri almennrar brautar og Jón Már Héðinsson skólameistari. Frétt af www.ma.is / Ljósm: Sverrir Páll Erlendsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/blysfor-og-adventustemning
Blysför og aðventustemning Hin árlega Blysför í þágu friðar verður gengin á Þorláksmessu á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Ljúf aðventustemning mun ríkja í bænum, hvort heldur sem litið er til miðbæjarins, inn á Glerártorg eða annað. Með blysförinni er ætlunin að gefa almennum orðum um frið ríkra innihald og sýna samstöðu gegn stríði og yfirgangi. Ávarp flytur Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur. Boðið verður upp á kórsöng og almennan söng, og kerti seld í upphafi göngunnar. Ýmis tónlistaratriði og uppákomur verða í boði vítt og breitt um bæinn og má meðal annars kynna sér dagskrána með því að kíkja á heimasíðu Aðventuævintýrisins. Meðfylgjandi mynd tók Rúnar Þór Björnsson.
https://www.akureyri.is/is/frettir/a-skidum-skemmti-eg-mer
Á skíðum skemmti ég mér Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað kl. 12 á hádegi annan í jólum og er stefnt að því að hafa opið alla daga milli jóla og nýárs að gamlársdegi og nýársdegi meðtöldum. Ennþá er að sögn nægur skíðasnjór í Fjallinu þrátt fyrir hlákuna sem verið hefur síðustu daga. Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-eru-17522
Akureyringar eru 17.522 Íbúum Akureyrar fjölgaði um 269 á milli ára en þann 1. desember sl. voru íbúar bæjarins 17.522, samkvæmt yfirliti frá Hagstofunni. Í sveitarfélögum í Eyjafirði fjölgaði íbúum ýmist eða fækkaði á milli ára. Íbúum fjölgaði í Eyjafjarðarsveit, Arnarneshreppi og Svalbarðsstrandarhreppi. Í Eyjafjarðarsveit voru íbúar þann 1. desember sl. 1.040 og fjölgaði um 31 frá árinu 2007. Í Arnarneshreppi fjölgaði íbúum um 7 en þeir voru 178 þann 1. desember sl. Í Svalbarðsstrandarhreppi voru íbúar 396 þann 1. desember og hafði fjölgað um 11 frá árinu á undan. Í Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Grímsey, Hörgárbyggð og Grýtubakkahreppi fækkaði íbúum á milli. Í Fjallabyggð voru íbúar 2.129 þann 1. desember sl. og hafði fækkað um 59 og í Dalvíkurbyggð voru íbúar 1.942 og fækkaði um 9 frá árinu 2007. Í Grímsey fór íbúatalan undir 100 en þann 1. desember voru íbúar eyjarinnar 92 og hafði fækkað um 11 frá árinu á undan. Í Hörgárbyggð fækkaði um einn íbúa á milli ára en þann 1. desember sl. voru íbúar sveitarfélagsins 415. Í Grýtubakkahreppi fækkaði um 19 íbúa á milli ára en þar eru nú 338 íbúar. Aðaldælahreppur sameinaðist Þingeyjarsveit á árinu og þar eru nú 945 íbúar og fjölgaði um 264. Af þeirri tölu voru íbúar í Aðaldælahreppi 261 í fyrra. Akureyringum hefur verið að fjölga jafnt og þétt á síðustu árum. Íbúum í Ólafsfirði og á Siglufirði hafði verið að fækka og fækkunin heldur áfram eftir að sveitarfélögin tvö sameinuðust undir Fjallabyggð. Í Dalvíkurbyggð hefur orðið fækkun í ár og í fyrra, í Grímsey hefur íbúum fjölgað og fækkað á síðustu árum og það sama á við í Arnarneshreppi. Í Eyjafjarðarsveit hefur íbúum fjölgað síðustu 5 ár og þar eru íbúar yfir 1000 annað árið í röð. Í Hörgárbyggð hefur íbúum fjölgað síðustu ár en sem fyrr segir fækkaði nú um einn íbúa á milli ára. Þá hefur frekar fjölgað í Svalbarðsstrandarhreppi á síðustu árum en þó hefur einnig orðið fækkun á milli ára. Síðustu ár hefur íbúum í Grýtubakkahreppi verið að fækka á milli ára. Frétt af www.vikudagur.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/flugeldasyning-og-aramotabrenna
Flugeldasýning og áramótabrenna Áramótabrenna verður við Réttarhvamm á Akureyri og verður kveikt í henni klukkan 20.30 á gamlárskvöld. Klukkan 21.00 hefst síðan flugeldasýning sem Björgunarsveitin Súlur býður upp á. Búast má við mikilli umferð við Réttarhvamm á gamlárskvöld og því er mælt með því að fólk leggi tímanlega af stað til að vera við brennuna og sjá flugeldasýninguna.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vid-aramot
Við áramót Bæjarstjórn Akureyrar og bæjarstjórinn, Sigrún Björk Jakobsdóttir, óska Akureyringum og landsmönnum öllum gleðilegs árs. Sigrún Björk sendir bæjarbúum kærar kveðjur á þessum tímamótum: „Árið 2009 færir okkur ný tækifæri. Það verður ár breytinga, ekki bara fyrir okkur Íslendinga heldur allan heiminn. Við verðum að einsetja okkur að grípa tækifærin og nýta sköpunarkraftinn til góðra verka. Það er undir okkur komið hvernig framtíðin verður. Því heiti ég á ykkur, góðir Akureyringar, að við snúum bökum saman, jafnt einstaklingar, félög sem fyrirtæki, með bæjarstjórn í fararbroddi. Ég heiti á ykkur til samstöðu og samstarfs, eljusamra athafna, að við horfum öll hugrökk fram á veginn. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Þessa spurði Jónas Hallgrímsson í kvæðinu Ísland í fyrsta árgangi Fjölnis árið 1835 og lyfti íslenskri ættjarðarást í áður óþekktar hæðir.Við skulum vinna þannig, að við getum þennan dag að ári liðnu svarað: „Já, við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg.“ Þetta skal vera áramótaheit okkar á fyrsta degi ársins 2009. Ég óska ykkur farsældar á nýju ári og megi gæfan vaka yfir bænum okkar og íbúum hans. Gleðilegt ár!"
https://www.akureyri.is/is/frettir/nordlendingur-arsins-2008
Norðlendingur ársins 2008 Norðlendingur ársins 2008, að mati hlustenda Útvarps Norðurlands, er Sindri Cæsar Magnason. Sindri vann þá hetjudáð, í nóvember síðastliðnum, að bjarga konu úr bíl sem oltið hafði út í Eyjafjarðará. Bíllinn fór á hvolf í mittisdjúpu vatni og var konan meðvitundarlaus þegar Sindri náði að opna hurð á bílnum og bjarga konunni á þurrt. Norðlendingur ársins er jafnframt fulltrúi hóps vegfarenda sem að slysinu komu og náðu, með miklu snarræði og samstilltu átaki, að bjarga lífi konunnar. Meðfylgjandi mynd er af Sindra með viðurkenningarskjal frá Útvarpi Norðurlands.
https://www.akureyri.is/is/frettir/threttandagledi-a-fostudag
Þrettándagleði á föstudag Þrettándagleði Þórs verður haldin föstudaginn 9. janúar kl. 19 við Réttarhvamm. Þar munu jólasveinar heilsa upp á fólkið áður en þeir halda til heimkynna sinna í fjöllunum. Einnig verða á svæðinu ýmsar kynjaverur, svo sem tröll og púkar, og álfakóngurinn og álfadrottningin. Loks verður boðið upp á dans og tónlist. Dagskráin hefst kl. 19 með því að kveikt verður í brennu og henni lýkur með veglegri flugeldasýningu í boði verslunarinnar Bónus. Íþróttafélagið Þór vekur athygli á því að öllum bæjarbúum er boðið til þessara dagskrár án endurgjalds og eru bæjarbúar hvattir til þess að fjölmenna á staðinn og kveðja jólin með pompi og prakt. Þess má um leið geta að mikill mannfjöldi var við árlega áramótabrennu á gamlárskvöld og naut glæsilegrar flugeldasýningar sem Björgunarsveitin Súlur skipulagði að venju. Það voru nokkur fyrirtæki í matvælaframleiðslu á Akureyri sem gerðu Súlum kleyft að bjóða upp á svo glæsilega flugeldasýningu þrátt fyrir erfitt árferði. Fyrirtækin sem um ræðir eru: Brim, Brauðgerð Kristjáns, Norðlenska, Kjarnafæði, Norðlenska og Vífilfell.
https://www.akureyri.is/is/frettir/2263-utkoll-hja-slokkvilidi-akureyrar-2008
2.263 útköll hjá Slökkviliði Akureyrar 2008 Útköll hjá slökkviliði Akureyrar voru 2.263 árið 2008 og er það fjölgun um 119 útköll á milli ára eða um 5.5%. Útköll slökkvibíla liðsins voru 124 og er það fækkun á milli ára. Útköll sjúkrabíla liðsins voru 1.645 sem er 145 útköllum fleira en árið 2007. Sjúklingar voru fluttir í 1.433 skipti. Farið var í 494 sjúkraflug á árinu 2008 og er það nánast sami fjöldi og 2007 en þá voru þau 493. Fluttir voru 525 sjúklingar í þessum ferðum sem er minna en á síðasta ári.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjallagarpurinn-jokull-bergmann
Fjallagarpurinn Jökull Bergmann Hinn landsþekkti klifrari og fjallaleiðsögumaður Jökull Bergmann hefur sagt kreppunni stríð á hendur og sett í loftið nýja heimasíðu fjallaleiðsögufyrirtækið. Þetta er nýjung í framboði á fjallaferðum á Íslandi þar sem mikil áhersla er lögð á t.d þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga. Á síðunni er að finna afar gott safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hvers konar á Íslandi en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir. Jökull býður upp á magnað úrval ferða á Íslandi sem og sérsniðnar Alpa ferðir fyrir Íslendinga, en hann er eini Íslendingurinn sem hefur starfsréttindi í Evrópsku Ölpunum. Jökull náði þeim merka áfanga á síðasta ári að verða fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast með hina gríðarlega virtu alþjóðlegu UIAGM-IFMGA fjallaleiðsögumanna gráðu. Þetta er árangur yfir tíu ára þrotlausrar þjálfunnar og prófaferlis sem er án efa eitt það erfiðasta í heiminum þar sem aðeins um 10% þeirra sem hefja námið ná að ljúka fullum réttindum. Jökull starfar víðsvegar um heiminn við fjallaleiðsögn allt árið um kring, m.a í Kanada yfir köldustu vetrarmánuðina í þyrluskíðaleiðsögn, á Íslandi á vorin í fjalla og þyrluskíðaferðum. Jökull hefur einnig um árabil boðið upp á ferðir á Hvannadalshnúk og fleiri fjöll á Íslandi. Alparnir, Afríka, Suður Ameríka og Nepal eru einnig á lista yfir þá staði þar sem Jökull starfar reglubundið. Slóðin á heimasíðu Jökuls er www.bergmenn.com.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrstu-hadegistonleikar-nys-ars
Fyrstu hádegistónleikar nýs árs Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópransöngkona, Una Björg Hjartardóttir þverflautuleikari, Ásdis Arnardóttir sellóleikari og Guðný Erla Guðmundsdóttir semballeikari koma fram á fyrstu hádegistónleikum Tónlistarfélags Akureyrar á nýju ári. Þær flytja aríur eftir Luigi Cherubini, Georg Friedrich Händel og Sir Henry Bishop. Ludwig van Beethoven hafði Luigi Cherubini (1760-1846) í hávegum og mat hann flestum öðrum samtímamönnum sínum meira. Cherubini er þekktastur fyrir óperur sínar og trúarleg verk. Annað tónskáld sem Beethoven mat mikils var G.F. Händel (1685-1759). Händel þekkja flestir sem eitt mesta tónskáld barokktímans og hann er ekki síst þekktur fyrir sínar stóru óratóríur eins og Messías og Sál svo einhverjar séu nefndar. Sir Henry Bishop (1786-1855) var líka afkastamikið tónskáld og samdi um 120 dramatísk verk, þar af um 80 óperur. Það verður því spennandi blanda í boði í Ketilhúsinu á Akureyri á föstudag, aríur þessara þriggja merku tónskálda. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 með dýrindis súpu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-keppa-i-utsvari
Akureyringar keppa í Útsvari Lið Akureyrar mætir liði Garðabæjar í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, klukkan 20.15 í kvöld í Sjónvarpinu. Fyrir hönd Akureyrar keppa eins og áður Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Finnur Friðriksson og Pálmi Óskarsson. Fyrir áramót lagði Akureyri Fjallabyggð með 105 stigum gegn 47 og þá hafði Garðabær betur gegn Reykjavík með 96 stigum gegn 64. Það má því búast við spennandi keppni í kvöld. Lið Garðabæjar skipa þau Einar Sveinbjörnsson, Ólöf Ýrr Atladóttir og Vilhjálmur Bjarnason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utnefning-ithrottamanns-arsins-2008
Útnefning Íþróttamanns ársins 2008 Íþróttamaður ársins 2008 á Akureyri verður útnefndur í sérstöku hófi næsta miðvikudagskvöld. Fjórtán aðildarfélög ÍBA hafa tilnefnt íþróttamenn úr sínum röðum. Úr þessum hópi kýs stjórn Íþróttabandalags Akureyrar, auk fulltrúa fjölmiðla á Akureyri, Íþróttamann Akureyrar 2008. Upplýst verður um þrjú efstu sætin í hófinu nk. miðvikudag, en allir þeir íþróttamenn sem eru tilnefndir fá viðurkenningar. Auk útnefningar Íþróttamanns Akureyrar 2008 verður við þetta tækifæri skrifað undir styrktarsamninga Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrarbæjar við íþróttamenn og einnig mun Akureyrarbær heiðra einstaklinga sem hafa í gegnum tíðina unnið mikið og óeigingjarn starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri. Þeir íþróttamenn sem eru tilefndir til kjörs Íþróttamanns Akureyrar 2008 eru (í stafrófsröð): Andri Snær Stefánsson, handknattleiksmaður í Akureyri handboltafélagi Bergþór Jónsson, siglingamaður í Nökkva Bjarki Sigurðsson, akstursíþróttamaður í KKA – akstursíþróttafélagi torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri Bjartmar Örnuson, hlaupari í Ungmennafélagi Akureyrar Björgvin Ólafsson, akstursíþróttamaður í Bílaklúbbi Akureyrar Bryndís Rún Hansen, sundkona í Sundfélaginu Óðni Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona í Skíðafélagi Akureyrar Evita Alice Möller, fimleikakona í Fimleikafélagi Akureyrar Finnur Steingrímsson, skotmaður í Skotfélagi Akureyrar Jónína Margrét Guðbjartsdóttir, íshokkíkona í Skautafélagi Akureyrar Matus Sandor, knattspyrnumaður í KA Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona í Þór/KA Þorbjörn Hreinn Matthíasson, hestamaður í Létti Öldungasveit karla í Golfklúbbi Akureyrar
https://www.akureyri.is/is/frettir/la-frumsynir-nytt-islenskt-leikrit
LA frumsýnir nýtt íslenskt leikrit Á föstudag frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikritið Falið fylgi, nýtt verk eftir Bjarna Jónsson. Leikritið segir frá Ellen sem er að leggja af stað í kosningabaráttu sem frambjóðandi í prófkjöri. Hún ræður til sín tvo starfsmenn og fljótlega kemur í ljós að þeir eiga erfitt með að vinna í teymi. Þegar dularfullur maður tekur að gerast daglegur gestur á skrifstofunni reynir fyrir alvöru á forsvarsmenn framboðsins. Hér er á ferðinni spennandi verk um ábyrgð fólks sem tekur að sér að gæta samborgara sinna og hagsmuna þeirra, verk sem hittir beint í mark í þeim hræringum sem hafa átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarið. Er pólitík bara froðusnakk á milli þess sem skelfilegir atburðir eiga sér stað? Ber einhver ábyrgð? Getur maður haldið endalaust áfram án þess að líta í hinn margumrædda "baksýnisspegil"? Verkið er mannlegt, tilfinningaþrungið og þó leiftrandi af húmor. Bjarni Jónsson er eitt af okkar mikilvirkustu leikskáldum í dag og hefur hlotið margar viðurkenningar hérlendis og erlendis. Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri er einn af okkar efnilegustu ungu leikstjórum. Hann setti m.a. upp Fool for love, sem hlaut fjölda tilnefninga til Grímunnar sl. Leikár. Andrea Gylfa semur tónlist í sýningunni. Leikarar eru Anna Svava Knútsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Viktor Már Bjarnason.
https://www.akureyri.is/is/frettir/margret-jonsdottir-i-listasafninu
Margrét Jónsdóttir í Listasafninu Laugardaginn 17. janúar kl. 15 verður opnuð sýning á verkum leirlistakonunnar Margrétar Jónsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Margrét (f. 1961) hefur unnið að listsköpun sinni á Akureyri síðan 1985 en hún lærði leirlist í Danmörku við Listiðnaðarskólann í Kolding frá 1980-1984. Árið 1992 hlaut Margrét styrk til námsdvalar við Haystack School of Arts and Crafts í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á flísagerð. Árið eftir var hún valin bæjarlistamaður Akureyrar og sótti á þeim tíma mósaíknámskeið í Ravenna á Ítalíu. Margrét vinnur jöfnum höndum að gerð nytjahluta, stærri listmuna og listskreytinga. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði heima og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Hvítir Skuggar í Listasafninu á Akureyri er stærsta einkasýning hennar fram til þessa. Margrét settist að í heimabæ sínum, Akureyri, og gerðist þar brautryðjandi á sínu sviði. Fyrst í stað stundaði hún lágbrennslur á jarðleir í gömlum ofni sem hún hafði með sér frá Danmörku; m.a. var hún meðal fyrstu leirlistarmanna hér á landi til að stunda rakú-brennslu. Í árslok 1986 hafði Margrét komið sér upp stórum hábrennslu rafmagnsofn, sem gerði henni kleift að vinna með steinleir og postulín. Margrét hefur gert ótal tilraunir með samspil leirs og annarra efna, svo sem steinsteypu, kopars, silfurs og mósaíks. Á ferli sínum hefur hún komið sér upp persónulegum og afar þokkafullum skreytistíl, m.a. með gyllingum, en á tímabili urðu þær eins konar aðalsmerki hennar sem leirlistarmanns. Margrét hefur einnig komið að rýmis- og umhverfismótun með gerð gólf- og veggflísa, handlauga og skírnarsáa fyrir kirkjur. Áhrifa hennar gætir því víðar en á Akureyri, jafnt í umhverfinu sem annarri leirlist. Margrét sker sig frá þeirri tilhneigingu að draga girðingar milli lífs og listar. Hún blygðast sín ekki fyrir að sýna einlægni og hlýju, sem virðist eitur í augum þeirra sem sigra vilja heiminn. Og það sem meira er, hún deilir ástfóstrum sínum með fólki á þann hátt að notkun og áhorf fellur saman í eina sæng. Sýning Margrétar gefur út vissa yfirlýsingu til listheimsins sem löngum hefur haft tilheigingu til að taka sig of alvarlega. Verk hennar hampa þeim eiginleikum sem samtímalistin lítur vanalega hornauga nema þeir séu umvafðir afsakandi kaldhæðni. Margrét gerir út á mýkt, kímnigáfu og tilfinngasemi án nokkurs háðs. Hún skapar verk sín af einlægni og minnir um leið hæversklega á, að það er aldrei til of mikil fegurð í heiminum. Í tilefni af sýningunni hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 176 síðna bók um listakonuna með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Shaunu Laurel Jones, Aðalstein Ingólfsson og Sigurð Örn Guðjónsson. Inn fjárfesting styrkir útáfuna. Bókin fæst í Listasafninu. Sýningin stendur til 9. mars. Ókeypis er í Listasafnið á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rakel-honnudottir-ithrottamadur-akureyrar-2008
Rakel Hönnudóttir Íþróttamaður Akureyrar 2008 Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona í Þór/KA er Íþróttamaður Akureyrar 2008. Önnur í kjörinu var Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona í Skíðafélagi Akureyrar og í þriðja sæti var Bryndís Rún Hansen, sundkona í Óðni. Talið frá vinstri: Bryndís Rún Hansen, Rakel Hönnudóttir og Dagný Linda Kristjánsdóttir. Sú niðurstaða að þrjár konur lentu í þremur efstu sætum í kjöri til Íþróttamanns Akureyrar er einstök í akureyrskri íþróttasögu. Þetta hefur aldrei gerst áður og raunar er ekki vitað til þess að það hafi áður gerst hér á landi við útnefningu íþróttamanns ársins að konur væru í þremur efstu sætunum. Fjórtán aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar tilnefndu íþróttamenn úr þeirra röðum til kjörs Íþróttamanns Akureyrar 2008. Stjórn ÍBA og fulltrúar fjölmiðla á Akureyri kusu síðan Íþróttamann Akureyrar úr þessum hópi glæsilegra íþróttamanna. Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona í Þór/KA hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár og hæst reis hennar frægðarsól á liðnu ári. Hún var fyrirliði meistaraflokks Þórs/KA, sem endaði í fjórða sæti Landsbankadeildarinnar sl. sumar. Þessi árangur undirstrikar þær miklu framfarir sem hafa orðið í kvennaknattspyrnunni á Akureyri á undanförnum árum. Rakel skoraði 20 mörk í Landsbankadeildinni sl. sumar og varð önnur markahæst í deildinni – á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur. Og húnRakel stóð sig frábærlega á árinu í A-landsliði kvenna, sem svo eftirminnilega tryggði sér farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Finnlandi næsta sumar. Undir lok árs var Rakel kjörin íþróttamaður Þórs árið 2008. Íþróttamaður Akureyrar var útnefndur í hófi sem Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær efndu til í Ketilhúsinu í gærkvöld. Við það tækifæri var skrifað undir styrktarsamninga við nokkra unga og efnilega íþróttamenn á Akureyri – knattspyrnu-, frjálsíþrótta-, sund- og skíðamenn. Þá heiðraði Íþróttaráð Akureyrar þrjá valinkunna einstaklinga fyrir framlag þeirra til íþróttastarfs á Akureyri í gegnum tíðina: Rebekku Guðmann, Samúel Jóhannsson og Sigrúnu Aðalsteinsdóttur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dyrleif-heidrud
Dýrleif heiðruð Dýrleif Bjarnadóttir píanókennari lauk störfum við Tónlistarskólann á Akureyri nú á dögunum en þá hafði hún starfað við skólann í 44 ár. Dýrleif hóf sjálf nám við Tónlistarskólann á Akureyri árið 1951 þá aðeins 8 ára gömul og gekk síðar til liðs við skólann sem kennari undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Í síðustu viku var Dýrleif heiðruð fyrir framlag sitt til tónlistarlífsins á Akureyri og henni þökkuð vel unnin störf. Tónlistarskólinn á Akureyri hefur notið góðs af frábæru frumkvæði Dýrleifar á starfstíma hennar og kann starfsfólk skólans henni mikla þökk fyrir frábært samstarf. Dýrleif Bjarnadóttir með nemendum sínum og Helenu Guðlaugu Bjarnadóttur sér á hægri hönd. Helena er nú kennari við Tónlistarskólann á Akureyri en var áður nemandi Dýrleifar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/allt-a-aaetlun
Allt á áætlun Landsmót UMFÍ, það 26. í röðinni, verður haldið á Akureyri dagana 9. til 12. júlí í sumar. Mótið verður sögulegt því í ár eru liðin eitt hundrað ár frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. Þessara tímamóta verður minnst á ýmsan hátt í tengslum við landsmótið. Landsmót UMFÍ eru fjölmennustu íþróttamót á Íslandi, ætla má að keppendur verði um 2.000 og búast má við að landsmótsgestir verði á annan tug þúsunda. Þetta verður fjórða Landsmót UMFÍ á Akureyri. Fyrri mót voru árið 1909, 1955 og 1981. Undirbúningur landsmótsins hér á Akureyri hefur staðið yfir síðan síðasta móti, sem var í Kópavogi sumarið 2007, var slitið. Undirbúningur og framkvæmd mótsins er og hefur að stærstum hluta verið í höndum tólf manna landsmótsnefndar, en í henni eru fulltrúar Ungmennafélags Íslands, Ungmennasambands Eyjafjarðar, Ungmennafélags Akureyrar og Akureyrarbæjar. Sérstaða Landsmóta UMFÍ felst ekki síst í fjölda keppenda og gesta sem tekur þátt í mótinu. Keppt er í miklum fjölda hefðbundinna keppnisgreina auk svokallaðra starfsíþrótta. Á landsmótinu á Akureyri verður keppt í: Frjálsum íþróttum, golfi, sundi, badminton, borðtennis, blaki, bridge, dansi, glímu, handknattleik, hestaíþróttum, júdó, knattspyrnu, körfuknattleik, siglingum, skotfimi, skák, fimleikum og íþróttum fatlaðra. Starfsíþróttirnar verða á sínum stað – dráttarvélaakstur, gróðursetning, hestadómar, jurtagreining, lagt á borð, pönnukökubakstur, stafsetning o.fl. Auk þess verður keppt í nokkrum almenningsgreinum sem ekki reiknast til stiga í stigakeppni mótsins. Nú þegar er búið að tímasetja og staðsetja bróðurpart keppnisgreina á Landsmótinu og er allar upplýsingar um það finna á heimasíðu mótsins. Keppni hefst á Landsmótinu um hádegisbil fimmtudaginn 9. júlí og því verður slitið um hádegi sunnudaginn 12. júlí. Landsmót UMFÍ mun setja mark sitt á Akureyri mótsdagana. Allur bærinn verður iðandi af mannlífi. Öll íþróttamannvirki bæjarins verða undirlögð á meðan á mótinu stendur og á ýmsan annan hátt mun það ekki fara framhjá nokkrum manni að 100 ára afmælismót Landsmóta UMFÍ fer fram í bænum. Til dæmis er stefnt að því að bjóða öllum landsmönnum til afmælisveislu laugardaginn 11. júlí og hundrað ára saga landsmótanna mun birtast bæjarbúum og gestum í mörgum myndum á meðan á mótinu stendur. Í tengslum við landsmótið verða margskonar menningarviðburðir í boði á Akureyri. Ástæða er til að undirstrika að aðgangur að öllum viðburðum undir merkjum Landsmóts UMFÍ er ókeypis. Ekki er ofsögum sagt að Akureyri verður suðupottur mannlífs í júlí, því helgina áður en mótið hefst verður haldið hið árlega N1-mót KA í knattspyrnu fyrir 5. flokk drengja og Pollamót Þórs fyrir knattspyrnumenn sem eru komnir af léttasta skeiði. Ákveðið hefur verið að flytja árlegt Akureyrarhlaup KEA, sem var hlaupið í júní í fyrra, og fella það að þessu sinni inn í dagskrá Landsmóts UMFÍ laugardaginn 11. júlí. Af þessu tilefni verður í fyrsta skipti á Akureyri og á Landsmótum UMFÍ hlaupið heilt maraþon. Einnig verður í boði hálft maraþon, tíu kílómetra hlaup og skemmtiskokk. Þá skal það nefnt að í aðdraganda landsmótsins, dagana 6.-9. júlí, standa Siglingasamband Íslands, SÍL, og Siglingaklúbburinn Nökkvi fyrir æfingabúðum fyrir siglingakrakka af öllu landinu á Pollinum. Í tengslum við þetta er stefnt að því að hafa kynningu á kjölbátasiglingum, kæjakróðri o.fl. Það verður því örugglega mikið líf og fjör á Pollinum alla landsmótsvikuna. Þó svo að keppt verði í einstaka landsmótsgreinum í fjölmörgum íþróttamannvirkjum Akureyrar verður miðpunktur mótshaldsins á nýjum íþróttaleikvangi, sunnan Hamars, félagsheimilis Íþróttafélagsins Þórs, sem Akureyrarbær er nú að byggja upp. Síðastliðið haust var lokið við að þökuleggja hinn nýja íþróttavöll. Í vetur hefur verið unnið við byggingu stúku við leikvanginn og þeirri framkvæmd verður fram haldið fram að móti í júlí. Í vor verður lokið við lagningu hlaupabrauta og annan frágang sem þarf að ljúka áður en mótið hefst 9. júlí. Nú er unnið að því að byggja áhorfendastúkuna, sem kemur til með að rúma um eitt þúsund áhorfendur. Þakvirki stúkunnar verður ekki komið á sinn stað fyrir Landsmótið. Um þessar mundir vinna að staðaldri á bilinu 20-30 iðnaðarmenn við framkvæmdir á Hamarssvæðinu. Í stórum dráttum er bygging stúkunnar við hinn nýja leikvang á áætlun. Nú þegar er búið að steypa tæplega 70% mannvirkisins. Lokið er við að steypa neðstu hæð byggingarinnar og alla veggi á annarri hæð. Þessa dagana er verið að undirbúa að steypa skáplötu stúkunnar þar sem um eitt þúsund sætum verður komið fyrir. Í framhaldinu verður ráðist í byggingu þriðju hæðar stúkunnar, þar sem verða m.a. salerni, aðstaða fyrir fréttamenn, mótstjórn, tímatökuherbergi og margt fleira. Allar áætlanir miðast við að mannvirkið verði tilbúið þegar flautað verður til leiks á Landsmótinu 9. júlí í sumar. Ekki er gert ráð fyrir að þakvirki stúkunnar verði komið á sinn stað fyrir Landsmótið í sumar, en að öðru leyti verður hún tilbúin til þess að taka við allt að eitt þúsund áhorfendum. Tveir af fjórum búningsklefum verða tilbúnir til notkunar fyrir Landsmótið sem og dómaraherbergi, sjúkraherbergi o.fl. Í vor og fram að Landsmóti verður auk stúkubyggingarinnar lokið við frágang sjálfs íþróttasvæðisins – hlaupabrautir, atrennubrautir, stökkgryfjur og kastsvæði. Formleg mótsetning verður á hinum nýja íþróttaleikvangi föstudagskvöldið 10. júlí og þar fara mótslit einnig fram sunnudaginn 12. júlí. Yfirlitsmynd af Hamarssvæðinu. Heimasíða Landsmóts UMFÍ á Akureyri er á slóðinni www.landsmotumfi.is, þar sem er að finna ýmsar upplýsingar um mótið og fram að mótinu í júlí munu stöðugt birtast þar nýjustu fréttir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarbaerinn-um-helgina-1
Menningarbærinn um helgina Menningin verður með blómlegra móti á Akureyri um helgina og setur sem endranær svip sinn á bæjarbraginn. Á föstudagskvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar nýtt íslenskt leikrit, "Falið fylgi" eftir Bjarna Jónsson og Vinir Dóra með Ragnheiði Gröndal innanborðs halda tónleika á Græna hattinum. Á laugardag verður meðal annars opnuð sýning leirlistakonunnar Margrétar Jónsdóttur í Listasafninu. Aðrir athyglisverðir viðburðir um helgina eru meðal annars að á föstudag opnar myndlistarmaðurinn og leikmyndahönnuðurinn Finnur Arnar sýninguna "Húsgögn" í Laxdalshúsi og í DaLí Gallerý opnar bæjarlistamaðurinn Anna Gunnarsdóttir sýninguna "Sjávarföll". Listmálarinn Kristinn. G. Jóhannsson opnar á laugardag sýningu á nýjum verkum í Jónas Viðar Gallery og þá verður Myndlistarfélagið með opið hús í Gallerí BOX. Á sunnudag verður sýning Hönnu Hlífar Bjarnadóttur Heima er best opnuð í Kunstraum Wohnraum og þess má að lokum geta að á Café Karólínu stendur nú yfir sýning Herdísar Bjarkar Þórðardóttur "Rok". Yfirlit atburða á laugardag, með nánari upplýsingum, er að finna HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/borgarafundur-um-menntamal
Borgarafundur um menntamál Miðvikudaginn 21. janúar kl. 20 verður haldinn opinn borgarafundur í Deiglunni á Akureyri um niðurskurð í menntamálum. Framsögu flytja Ragnar Sigurðsson, formaður Félags Stúdenta við Háskólan á Akureyri, Rakel Snorradóttir, framhaldsskólanemi, og Rúnar Sigþórsson, dósent við Háskólann á Akureyri. Í pallborði verða Hjalti Jón Sveinsson, rektor við VMA, Gunnar Gíslason, fræðslustjóri, Jón Már Héðinsson, rektor við MA, og Kristín Björk Gunnarsdóttir, Menntasmiðjunni. Fulltrúm menntamálanefndar Alþingis og skólanefndar Akureyrarbæjar hefur einnig verið boðið til fundarins. Fundarstjórar verða Björn Þorláksson, fréttamaður og Edward H. Huijbens forstöðumaður RMF. Borgarafundur verður einnig haldinn miðvikudaginn 28. janúar á sama tíma í Deiglunni. Þá verða heilbrigðismál til umræðu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/okeypis-i-hlidarfjall-um-naestu-helgi
Ókeypis í Hlíðarfjall um næstu helgi Mjög góðar aðstæður eru nú til skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli við Akureyri og því hefur verið ákveðið að hafa ókeypis í allar skíðalyftur á svæðinu um næstu helgi, 24.-25. janúar, til að fagna frábærri byrjun á góðum vetri. Það eru "Vinir Hlíðarfjalls" sem gera þetta mögulegt en "Vinir Hlíðarfjalls" eru hópur fyrirtækja sem hafa stutt snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli síðan 2006 og eru leiðandi hvert á sínu sviði. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir að snjóframleiðslan hafi gjörbreytt öllum aðstæðum í Fjallinu síðustu vetur og fjölgað þeim dögum sem hægt er að hafa opið svo um munar. Nú þegar hefur verið opið í Fjallinu í 61 dag frá 1. nóvember. Um næstu helgi verður opið frá kl. 10-16.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opinn-fundur-i-brekkuskola-a-fimmtudag
Opinn fundur í Brekkuskóla á fimmtudag Á fimmtudag verður haldinn opinn fundur í Brekkuskóla á Akureyri frá kl. 18.00 til 21.00 undir yfirskriftinni "Gleðilegt ár 2009". Ræddar verða spurningar á borð við þessar: Staðan er eins og hún er... hvað getum við gert? Hvernig hlúum við að því góða sem við eigum og hvernig sköpum við nýtt? Tilgangurinn með fundinum er að sameina kraftana og finna leiðir fyrir næstu skref hvort sem þau snúa að atvinnusköpun eða heimilisbókhaldi, bættum bæjarbrag eða almennri bjartsýni sem verður öllum til góðs. Markmiðið er að fólk fari af fundinum bjartsýnna og tilbúnara til að takast á við nýtt ár en það var þegar það mætti. Frummælendur á fundinum verða Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital, Jón Björnsson rithöfundur og Inga Eydal hjúkrunarfræðingur. Fiskisúpa, brauð og kaffi í hléi og síðan verða umræðuhópar þar sem við gefum og þiggjum ráð og hugmyndir sem tengjast atvinnumálum, heimilinu, nýsköpun, ferðamálum, heilsu og frumkvöðlastarfi. Fjölmargir koma að fundinum enda margt í boði og möguleikarnir margir. Sjá nánar á www.brostumedhjartanu.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfoniutonleikar-a-sunnudag
Sinfóníutónleikar á sunnudag Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 25. janúar kl. 16.00. Einleikari á orgel er Eyþór Ingi Jónsson og stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Á efnisskrá tónleikanna er Orgelkonsert í a-moll op. 100 eftir Marco Enrico Bossi og Sinfónía nr. 4 eftir Ludvig van Beethoven. Marco Enrico Bossi (1861-1925) gat sér gott orð sem orgelleikari og kennari en stundaði einnig tónsmíðar af kappi og er hvað frægastur fyrir orgelverk sín. Konsert fyrir orgel og hljómsveit í a-moll op. 100 samdi hann fyrir hljómsveit án blásara að undanskildum hornum. Með því að sleppa blásturshljóðfærunum vildi Bossi ef til vill fyrirbyggja að blæbrigði blásturshljóðfæranna skyggðu á fjölbreytt litbrigði orgelsins. Um 4. sinfóníu eftir Ludvig van Beethoven (1770-1827) sagði Robert Schumann að hún væri eins og grannvaxin grísk gyðja á milli tveggja norrænna risa. Með þessu átti hann ef til vill við að sú fjórða væri ekki eins átakamikil og þær sem komu á undan og eftir. En þó hún hafi heldur klassískara og hógværara svipmót en margar aðrar sinfóníur Beethovens leynir handbragð meistarans sér hvergi. Eyþór Ingi Jónsson er fæddur og uppalinn í Dalasýslu, þar sem hann hóf tónlistarnám sitt sex ára gamall. Hann nam síðar orgelleik hjá Fríðu Lárusdóttur við Tónlistarskólann á Akranesi og hjá Herði Áskelssyni við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk þaðan kantorsprófi 1998. Við tók nám við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð, fyrst við kirkjutónlistardeild og síðar við konsertorganistadeild, og lauk prófi þaðan vorið 2007. Hann hefur haldið hátt í 100 einleikstónleika bæði hér á landi og erlendis. Eyþór starfar nú sem organisti við Akureyrarkirkju og kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Eyþór hefur einbeitt sér að flutningi tónlistar annars vegar frá 17. öld og hinsvegar nútímatónlistar og spuna, bæði fyrir orgel og kór. Hann situr í ýmsum fagráðum og nefndum og er listrænn stjórnandi Barokksmiðju Hólastiftis. Einnig er hann stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu. Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri lauk prófi í hljómsveitarstjórn frá Tónlistarháskólanum í Utrecht í Hollandi. Eftir það stundaði hann framhaldsnám hjá Jorma Panula í Helsinki. Guðmundur Óli hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuuppfærslum svo og kórum og hljómsveitum áhugamanna og nemenda. Guðmundur Óli hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 og fagnaði því 15 ára farsælu starfi í nýliðnum október. Kjarni hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri og hópur hljóðfæraleikara sem býr og starfar á landsbyggðinni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika á Akureyri og víða á Norðurlandi og fengið til liðs við sig kóra, einleikara og einsöngvara frá Akureyri og úr nágrannabyggðum og þannig stutt við og auðgað norðlenskt tónlistarlíf. Forsala aðgöngumiða er í Pennanum Hafnarstræti. Verð aðgöngumiða í forsölu er 1.500 kr. en miðaverð við innganginn 2.000 kr. Aðgangur ókeypis fyrir 20 ára og yngri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kvoldvaka-og-sapugerd-i-laufasi
Kvöldvaka og sápugerð í Laufási Hvernig var spáð fyrir um framtíðina hér áður fyrr? Hvernig sá fólk fyrir um gestakomur, veður og þess háttar? Í kvöld kl. 20, fimmtudagskvöldið 22. janúar, geta gestir Gamla prestshússins í Laufási fengið svör við þessum spurningum og fleirum er snerta spádóma og drauma. Þór Sigurðsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, og Hólmfríður Erlingsdóttir, staðarhaldari í Gamla bænum Laufási, munu fjalla um ýmsa þætti sem forfeður okkar notuðust við til að spá fyrir um hlutina. Þjóðlegur fróðleikur um fyrirboða, drauma, hegðun dýra til að spá fyrir um veður og gestakomur og margt fleira. Til að krydda tilveruna í skammdeginu munu gestir geta látið spá fyrir sér í t.d. í bolla, lófa og spil og eru þeir hvattir til að taka spábollann sinn með sér. Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Innifalið er kaffi og með því. Þennan sama dag, 22. janúar kl. 16 stendur Gamli bærinn í Laufási í samvinnu við Laufásshópinn fyrir námskeiði í gerð tólgarsápu. Nánari upplýsingar má fá hjá Höddu í síma 462 6248 og 899 8770. Vekja má athygli á að einu sinni í mánuði verða ýmis konar námskeið á þjóðlegum nótum haldin í Gamla bænum í Laufási. Kennarar verða frá Laufásshópnum en það er hópur fólks í Eyjafirði sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á þjóðháttum landsins hvort sem það er í handverki, tónlist, sagnahefð eða náttúru. Upplýsingar má finna inn á www.minjasafnid.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-gestasyning-vetrarins-hja-la
Fyrsta gestasýning vetrarins hjá LA Í kvöld og annað kvöld býður Leikfélag Akureyrar upp á fyrstu gestasýningu ársins. Þar eru á ferðinni tveir af okkar reyndustu dönsurum, þær Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir. Sýnt verður í Samkomuhúsinu föstudagskvöldið 23. janúar og laugardagskvöldið 24. janúar. Þær Ástrós og Lára hafa samið dansverkið "Systur" þar sem þær dansa við talaðan texta Hrafnhildar Hagalín og tónlist Guðna Franzsonar og fleiri. Þorfinnur Ómarsson kemur fram með þeim stöllum í sýningunni og má segja að hér sé á ferðinni mögnuð sýning sem geislar af orku og fegurð þótt glettnin sé aldrei langt undan. Listrænn ráðgjafi við sýninguna var Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fyrrverandi dansari.
https://www.akureyri.is/is/frettir/saetaferdir-upp-i-hlidarfjall
Sætaferðir upp í Hlíðarfjall Hópferðabílar Akureyrar ehf. bjóða nú sætaferðir upp í Hlíðarfjall og til baka, alla daga nema þriðjudaga og sunnudaga. Þetta er kærkomin nýjung sem margir munu eflaust nýta sér Tímaáætlun - upp í Hlíðarfjall: * Frá Giljaskóla kl. 16:15 virka dag og kl. 9:15 laugardaga (brottför frá planinu við aðalinngang skólans) * Frá Hrísalundi kl. 16:30 virka daga og kl. 9:30 laugardaga (brottför við ljósastaurana sem skilja að planið milli Hrísalundar (verslun) og Kristjánsbakarís. * Frá Upplýsingamiðstöð ferðamála (Umferðamiðstöðinni), Hafnarstræti 82 kl. 16.00 virka daga og kl. 9:00 laugardaga. Athugið að panta þarf sérstaklega í þessa brottför og er lágmarkið 2 farþegar. Til að panta brottför frá Umferðamiðstöðinni þarf að hafa samband við Inga Rúnar í síma 895 7922 eða Ómar í síma 898 5156. Tímaáætlun - frá Hlíðarfjalli: Frá Hlíðarfjalli kl.19:10 virka daga og kl. 12:10 laugardaga. Miðaverð er 500 kr. ef keypt er ferð fram og til baka en 300 kr. ef aðeins er keypt önnur leiðin. Einnig er hægt að kaupa 20 miða kort og kostar þá ferðin, fram og tilbaka kr 400.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stofutonleikar-i-davidshusi
Stofutónleikar í Davíðshúsi Miðvikudaginn 28. janúar kl. 20 verða stofutónleikar í Davíðshúsi. Flutt verða tvö kammerverk, annars vegar Kvartett í D dúr fyrir þverflautu, fiðlu, víólu og selló eftir Mozart og hins vegar Strengjakvartett opus 12 í Es dúr eftir Mendelssohn. Flytjendur eru Ásdís Arnardóttir selló, Eydís Úlfarsdóttir víóla, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðla, Petrea Óskarsdóttir þverflauta, Valmar Valjaots víóla og Zsuzsanna Bitay fiðla. Vitað er að Davíð Stefánsson unni sígildri tónlist og því kom upp sú hugmynd að efna til tónleika á heimili hans. Davíð var fæddur þann 21. janúar 1895, Mozart þann 27. janúar 1756 en Mendelssohn þann 3. febrúar 1809 og eru þvi 200 ár liðin frá fæðingu hans á þessu ári. Það er því tilhlýðilegt að efna til afmælishátíðar í Davíðshúsi og flytja stofutónlist í stofu Davíðs Stefánssonar. Aðgangur á tónleikana er ókeypis, en fjöldi gesta takmarkaður við 30.
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyttur-opnunartimi-gamasvaedis
Breyttur opnunartími gámasvæðis Frá og með 1. febrúar nk. verða breytingar á opnunartíma gámasvæðis við Réttarhvamm og urðunarstaðar á Glerárdal. Nýr opnunartími verður sem hér segir: Gámasvæði Sumar (16. maí til 15. ágúst): Virkir dagar 16.00 – 20.30 Helgar 13.00 – 17.00 Vetur (16. ágúst til 15. maí): Virkir dagar 16.00 – 18.30 Helgar 13.00 – 17.00 Urðunarstaður á Glerárdal Sumar og vetur: Virkir dagar 8.00 – 17.00 Laugardagar og sunnudagar – lokað Nánari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdadeild Akureyrarkaupstaðar og hjá Flokkun ehf.
https://www.akureyri.is/is/frettir/godir-gestir-hja-baejarstjora
Góðir gestir hjá bæjarstjóra Sjö krakkar af leikskólanum Kiðagili heimsóttu bæjarstjórann Sigrúnu Björk Jakobsdóttur í morgun og lögðu fyrir hana nokkrar spurningar sem á þeim brenna en krakkarnir eru að vinna þemaverkefni um bæinn sinn. Sigrún var meðal annars spurð að því hvort henni þætti gaman að taka upp pakka á jólunum, hvort hún ætti reiðhjól, hvort hún kynni á mótorhjól, hvort hún gerð æfingar sér til heilsubótar, hvort hún kynni að mála myndir og í hverju starf bæjarstjóra væri fólgið. Svör bæjarstjórans verða væntanlega kynnt í niðurstöðum þemaverkefnins krakkanna. Myndirnar að neðan voru teknar á skrifstofu bæjarstjóra í morgun.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hlidarfjall-ski-area
Hlíðarfjall Ski Area Hlíðarfjall Ski Area Eyjafjördur Fjord is one of the best places in Iceland for cross-country and downhill skiing. Akureyri's ski slopes, which are on mountain Hlíðarfjall, 5 km above the town, are in many ways unique. Their elevation ranges from 500 m to 1000 m above sea level, and there is therefore plenty of snow during the winter. A brochure presenting the Hlíðarfjall ski area as well as other ski areas in the neighbourhood, can be found here (NB! 2007 edition) Opening hours 2009 2010: Wedensday, Thursday and Friday 16:00 - 19:00 Saturday & Sunday 10:00 - 16:00 Opening hours during christmas holidays 2009 21. and 22. des.: 13 - 19 23. des.: 13 - 17 26. and 27. des.: 10 - 16 28, 29, 30.: 11 - 19 31.: 10 -15 1. jan. 11 - 16 2. and 3. jan.: 10 - 16 4. jan.: 13 - 19. Note that the openings are subject to change and might also change due to weather conditions. Call (+354) 462 – 2280 for latest updates. Skiers are always on their own responsibilities and should ski in open tracks and according to situation at all time. Prices Adult Children, Senior Citizens 1 hour Lift card 1.300 500 2 hours Lift Card 1.500 650 3 Hours Lift Card 1.800 800 1 Day 2.500 900 2 Days 4.200 1.450 3 Days 6.300 2.200 4 Days 7.900 2.800 5 Days 9.400 3.600 6 Days 11.800 4.400 7 Days 13.800 5.100 8 Days 15.600 5.800 Hólabrautar-area* 1.300 500 Key Card 1.000 1.000 Free of charge: Children born 2004 and younger. Children: Born 2004-1994 Adult: Born 1993 and earlier. *Hólabrautar-area is defined as the slopes Hólabraut, Auður and the Törfrateppið Electronic Card The Electronic Cards used in the main lifts have to be inserted in to a special sensor machine at the bottom stations. It is possible to have these Cards inserted into a hand free equipment = Key card. The Key card is easy to use as it dose not need to be inserted into the sensor machines. The Key card is a multiuse card i.e. can be used for many seasons, just needs to be updated after purchase of a new seasons Card each year. The Key card cost Isk 1000 and can be returned, for a return fee of ISK 1000. Ski- and Snowboard rental The rental has diverse equipment for all ages. More information available at: 462 2280 Ski 1day 2 days 3 days 4 days 5 days after 3 pm. Adult ski, shoe & sticks, 145 & larger 3.000 4.800 7.300 9.700 12.100 1.800 Adult ski, 145 & larger 1.540 2.460 3.690 4.920 6.160 Shoe nr. 37 & larger 1.210 1.930 2.900 3.870 4.840 Children ski shoes nr. 36 & smaller 820 1.320 1.980 2.640 3.300 Sticks 380 610 920 1.230 1.540 High quality ski 3.080 4.920 7.390 9.850 12.320 Children- & Youth ski, shoes & sticks, 150 cm & smaller 1.920 3.080 4.620 6.160 7.700 1.320 Childrenski, shoes, 110 cm & smaller 1.650 2.640 3.960 5.280 6.600 1.100 Snowblades 1.540 2.460 3.690 4.920 6160 1.100 Cross-country ski Cross country package 2.000 2.640 3.960 5.280 6.600 Cross-country ski 1.200 1.760 2.640 3.520 4.400 Cross-country shoes 550 880 1.320 1.760 2.200 Snowboard Adult snowboard & shoes, 130 cm. & larger 2.750 4.400 6.600 8.800 11.000 1.650 Snowboard, 130 cm. & larger 1.540 2.460 3.690 4.920 6.160 Children- & Youth snowboard, shoes, 125 cm & smaller 1.920 3.080 4.620 6.160 7.700 1.320 Shoes, nr. 37 & larger 1.210 1.930 2.900 3.870 4.840 Shoes, children nr. 36 & smaller 820 1.320 1.980 2.640 3.300 Other Ski overalls 1.650 2.110 3.160 4.220 5.360 Ski package: Skis shoe & sticks Ski – and Snowboard School Hlíðarfjall ski resort offers ski and snowboard lessons for both children and adults, at all times. Lessons must be booked in advance. For further information phone: Call (+354) 462 – 2280 To get information about openinghours, weather and more, press here
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-fyrir-folk-i-atvinnuleit
Opið hús fyrir fólk í atvinnuleit Næstu vikurnar verður opið hús í Glerárkirkju fyrir fólk í atvinnuleit alla mánudaga og þar verða einnig veittar ýmsar gagnlegar upplýsingar um atvinnumál og fleira. Húsið verður opnað kl. 9.00 árdegis, kl. 9.30 hefst upplýsingamiðlun og frá 10.00-11.00 verður almennt kaffispjall þar sem boðið verður upp á brauð, álegg og kaffi. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Á næstu vikum verða veittar gagnlegar upplýsingar sem hér segir: 2. febrúar: Þorsteinn E. Arnórsson frá Einingu-Iðju, upplýsir um ábyrgðasjóð launa. 9. febrúar: Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum, upplýsir um neytendamál. 16. febrúar: Hafsteinn Jakobsson upplýsir um starf Rauða Krossins og tækifæri til þátttöku þar. 23. febrúar: Soffía Gísladóttir upplýsir um mikilvægustu þætti sem einstaklingar á atvinnuleysisskrá þurfa að hafa í huga. Prestur eða djákni verða til staðar á sama tíma fyrir þá sem vilja nýta sér sálgæsluviðtöl.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samlist-leitar-ad-husnaedi
Samlist leitar að húsnæði Skráning er komin á fullt skrið í verkefnið Samlist á Akureyri en þar er um að ræða grasrótarstarf listamanna í bænum með nýjar leiðir að markmiði. Verkefnið er unnið í samvinnu við Akureyrarstofu og Vinnumálastofnun. Í Samlist verður unnið eftir óhefðbundnum leiðum og síðan sett upp öðruvísi sýning sem sýnd verður um páskana. Þeir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars leikarar, dansarar, myndlistafólk, unglingar, tónlistarfólk, smiðir, leikmyndahönnuðir, fatahönnuðir, grafískir hönnuðir, förðunarfræðingar, bílstjórar og matráðsfólk svo eitthvað sé nefnt. Allt starfið er unnið af einskærum áhuga og í sjálfboðavinnu. Hópurinn leitar nú að spennandi auðu húsnæði á Akureyri undir sýningarhaldið en æfingar hefjast 16. febrúar. Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á www.akureyri.is/samlist og á Facebook undir “Samlist á Akureyri”. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/slagverk-i-ketilhusinu
Slagverk í Ketilhúsinu Næstu Föstudagsfreistingar í Ketilhúsinu eru spennandi fyrir allt tónlistaráhugafólk, hvaða tónlistarstefnu sem það telur sig tilheyra. Hjörleifur Örn Jónsson slagverksleikari flytur verk fyrir ýmis slagverkshljóðfæri og á efnisskránni er Schlagmusik 1 / Hertz eftir Georg Katzer, Prím fyrir sneriltrommu eftir Áskel Másson, Suite for Toy Piano eftir Cage og She who sleeps with a smallo blanket eftir Kevin Volans. Hjörleifur Örn hefur getið sér gott orð fyrir slagverksleik sinn, bæði hérlendis og í útlöndum. Hann nam og starfaði um árabil í Amsterdam og Berlín, stofnaði og rak lítinn tónlistarskóla, stýrði tónlistar- og brúðuleikhúsi og starfaði með þekktum slagverkshópi, Percusemble, sem hann ferðaðist með um heiminn og lék á tónleikum. Hjörleifur Örn er nú skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og hefur sett svip sinn á Akureyri, bæði með eigin tónlistarsköpun og með því að gera skólann sýnilegri í samfélaginu með alls kyns viðburðum. Sjaldgæft er að í boði séu einleikstónleikar á slagverk. Tónleikar Hjörleifs Arnar á föstudag hefjast kl. 12.15 og boðið verður upp á ljúffenga súpu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrkir-ur-menningarsjodi-1
Styrkir úr Menningarsjóði Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar og er umsóknarfrestur til 13. febrúar. Það er stjórn Akureyrarstofu sem úthlutar úr sjóðnum í febrúar og september ár hvert en hlutverk hans er að styrkja listastarfsemi og aðra menningarstarfsemi á Akureyri með fjárframlögum. Umsóknum skal skilað til Akureyrarstofu á eyðublöðum sem fást í þjónustuanddyri Ráðhússins og á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is/auglysingar/adrarumsoknir/. Umsækjendur skulu gæta þess vandlega að allar umbeðnar upplýsingar komi fram á innsendum umsóknum. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-akureyrar-2005-2018
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018. Æfingarsvæði við Skarðshlíð. Skipulagsdeild Akureyrarbæjar kynnir í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Með breytingunni er afmarkað opið svæði til sérstakra nota, 1.33.16 O, norðan Skarðshlíðar. Opið svæði minnkar að sama skapi. Austurmörk íbúðarsvæðisins 1.363.13 Íb, eru lagfærð til samræmis við lóðamörk. Tillaga að breyttu aðalskipulagi - Uppdráttur 4. febrúar 2009 Skipulagsstjóri
https://www.akureyri.is/is/frettir/opid-hus-i-leikskolum
Opið hús í leikskólum Dagur leikskólans var haldinn í fyrsta skipti 6. febrúar á síðasta ári en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Ákveðið var að halda upp á daginn ár hvert og í fyrra gaf menntamálaráðuneytið út bæklinginn “Dagur leikskólans” í samvinnu við samstarfsaðila. Hægt er að nálgast rafræna útgáfu bæklingsins á netslóðinni http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/dagur_leikskolans.pdf Dagur leikskólans tókst í alla staði vel í fyrra og leikskólar héldu upp á daginn með fjölbreyttum hætti. Í fyrrgreindum bæklingi má meðal annars lesa viðtal við þriggja og hálfs árs nemanda í leikskólanum Pálmholti, Eystein Ísidór Ólafsson þar sem hann svarar spurningum um tilgang leikskóla og hvernig kennarar eigi að vera. Einnig gaf Leikskólinn Tröllaborgir út blað með svörum barnanna um hugtakið lífsleikni í leikskólum. Í Morgunblaðinu birtist viðtal við leikskólastjóra í þremur leikskólum Akureyrarbæjar; Iðavöllum, Lundarseli og Naustatjörn þar sem greint var frá helstu áherslum í starfi hvers leikskóla. Í tilefni af Degi leikskólans hefur verið tekin sú ákvörðun að hafa opið hús í öllum leikskólum Akureyrar frá klukkan 8.30–15.30 föstudaginn 6. febrúar. Þá er öllum bæjarbúum boðið að kíkja í heimsókn, skoða leikskólana og kynna sér starf þeirra. Allir áhugasamir eru hvattir til að nýta þetta tækifæri til að skoða og fræðast um leikskólana. Foreldrar með börn á umsóknarlista eru sérstaklega hvattir til að heimsækja leikskólana og bent á að þetta er kjörið tækifæri til að skoða og velja sér leikskóla fyrir barnið sitt. Hér að neðan eru nöfn og heimilisföng leikskólana 14 sem opnir eru þennan dag. Iðavöllur við Gránufélagsgötu Hlíðaból við Skarðshlíð Tröllaborgir við Tröllagil Kiðagil við Kiðagil Holtakot, Þverholti 3-5 Síðusel við Kjalarsíðu Krógaból, Glerárkirkju Sunnuból, Móasíðu 1 Flúðir við Þingvallarstræti Pálmholt við Þingvallarstræti Lundarsel, Hlíðarlundi 4 Hólmasól við Helgarmagrastræti Naustatjörn, Hólmatúni 2 Smábær í Hrísey
https://www.akureyri.is/is/frettir/landrad-af-galeysi
Landráð af gáleysi? Landráð er alvarlegasti glæpur sem hægt er að fremja. Eru útrásarvíkingarnir Quislingar Íslands – af gáleysi? Er hægt að koma lögum yfir þá? Er hægt að kæra fyrir landráð af gáleysi? Hvaða möguleikar eru til lögsókna fyrir almenning, fyrir þjóðina? Þessum og fleiri spurningum verður velt upp á borgarafundi í Ketilhúsinu nk. sunnudag kl. 15.00. Frummælendur á fundinum verða: Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Sauðárkróki Margrét Heinreksdóttir, lögfræðingur Andrés Magnússon, læknir Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur Í pallborði sitja: Lilja Skaftadóttir, fulltrúi Landráðshópsins Atli Gíslason, lögfræðingur og þingmaður VG og fleiri Ölllum þingmönnum kjördæmisins hefur verið sent fundarboð. Fundarstjóri verður Edward Huijbens en fundurinn er haldinn í samvinnu við undirbúningsnefnd borgarafundanna í Reykjavík.
https://www.akureyri.is/is/frettir/farsaeld-til-framtidar
Farsæld til framtíðar Samtökin Landsbyggðin lifi hafa, í samvinnu við stofnanir og félagasamtök úr ýmsum greinum atvinnulífsins, skipulagt fundi á landsbyggðinni undir kjörorðunum Farsæld til framtíðar! Fyrsti fundurinn verður á Akureyri laugardaginn 7. febrúar 2009 kl. 12.30-15.00 í Brekkuskóla við Laugargötu. Dagskrá: Ragnar Stefánsson, prófessor og varaformaður LBL setur fundinn og ýtir fundaherferðinni úr vör. Framtíð lýðræðis: Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands Ný tækifæri í sjávarútvegi: Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri Framtíð landbúnaðar – lífrænn iðnaður? Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands Ný sköpun – Ný framtíð: Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Ferðaþjónusta til farsældar: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum Í pallborði verða, auk frummælenda: George Hollanders, leikfangasmiður Hreiðar Þór Valtýsson, fiskifræðingur Háskólanum á Akureyri Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Eyjafirði Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi að Hléskógum Sóley Björk Stefánsdóttir, háskólanemi í fjölmiðlafræði Sigurbjörg Árnadóttir, verkefnisstjóri í nýsköpun í ferðamálum Guðrún Þórsdóttir, nemandi við Myndlistaskólann á Akureyri Stefnt er að því að framsöguerindi verði stutt, þannig að góður tími gefist til almennrar umræðu. Fundarstjóri er Rafn Arnbjörnsson, frjótæknir. Veitingasala 10. bekkjar Brekkuskóla verður opin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/res-orkuskolinn-settur
RES Orkuskólinn settur RES Orkuskólinn á Akureyri (RES – the School for Renewable Energy Science) var settur á laugardag í annað sinn. Á komandi námsári munu yfir fjörtíu nemendur frá fjórtán löndum hefja meistaranám í vistvænni orkunýtingu við skólann. Um er að ræða eins árs meistaranám í endurnýjanlegum orkufræðum og vistvænni orkunýtingu í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Nemendurnir koma flestir frá erlendum háskólum og hafa þar lagt stund á verkfræði eða raunvísindi, margir á meistara- og doktorsstigi. Fyrstu þrír íslensku nemendurnir hefja nú nám við skólann, en auk þeirra stunda nú nám við RES í fyrsta skipti nemendur frá Mið og Suður Ameríku og Asíu. Björn Gunnarsson, skólastjóri RES Orkuskóla, flytur setningarræðu sína. Alþjóðlegt meistaranám Mikil ásókn hefur verið í skólann og stunduðu þrjátíu nemendur meistaranám við RES á síðasta skólaári. Nú verða nemendurnir rúmlega fjörtíu en um eitt hundrað umsóknir bárust um nám við skólann og komust því mun færri að en vildu. Nemendurnir koma flestir frá erlendum háskólum þar sem þeir hafa lagt stund á verkfræði eða raunvísindi á meistara- og doktorsstigi. Námið er mjög krefjandi og er byggt upp sem eins árs, þriggja anna nám, þar sem öll kennsla fer fram á ensku. Á þessu ári verður boðið upp á nám á fjórum áherslusviðum: jarðhitaorku, efnarafölum og vetni, lífmassaorku og vistvænu eldsneyti, og sviði orkukerfa og orkustjórnunar. Hátt í áttatíu kennarar koma að kennslu við RES á árinu frá innlendum og erlendum samstarfsháskólum og rannsóknarstofnunum. Það er til marks um góða reynslu á fyrsta starfsárinu að allir þeir kennarar sem þá kenndu hafa boðið fram starfskrafta sína við skólann á nýjan leik. Öflugur nemendahópur „Nemendurnir sem við erum að fá í skólann er fólk sem hefur náð afbragðs námsárangri við mjög virta háskóla þannig að við getum ekki verið annað en ánægð með gæði nemendahópsins. Gæðin í fyrsta námshópnum voru mikil en þau virðast ef eitthvað er enn meiri á komandi námsári,“ segir Dr. Björn Gunnarsson, skólastjóri RES. „Hugmyndafræðin að baki skólanum er að hann verði smár í sniðum en leggi mikla árherslu á að bjóða nám í háum gæðaflokki fyrir úrvalsnemendur. Miðað við reynsluna á fyrsta námsárinu og þann hóp sem nú hefur nám þá sýnist mér þetta markmið okkar ganga eftir. Annað námsárið verður um flest hliðstætt því fyrsta og byggir á þeirri reynslu sem við höfum fengið hingað til. Við fjölgum þó námsbrautum um eina frá fyrra námsári, auk þess sem nemedur verða nú fleiri á brautnum. En almennt séð hefur starfsemin sannað sig sem alþjóðleg menntastofnun,“ segir Björn. RES - Orkuskólinn RES er einkarekin mennta- og vísindastofnun sem byggir starfsemi sína á forystu Íslendinga á sviði orkumála. Auk meistaranámsins býður skólinn upp á leiðtoganám og sumarnámskeið með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa. Orkuvörður ehf. eiga og starfrækja skólann. Hluthafar í Orkuvörðum eru Þekkingavörður ehf., RARIK, KEA, Gift fjárfestingarfélag, Landsvirkjun, Norðurorka, Akureyrarbær og Landsbanki Íslands. Björn Gunnarsson, skólastjóri RES, setti skólann við hátíðlega athöfn í Ketilhúsinu á laugardag og auk hans fluttu ávörp þau Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og utanríkisráðherra, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri og Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri. Nánari upplýsingar um skólann eru að finna á heimasíðu RES á slóðinni www.res.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/alagningu-fasteignagjalda-lokid
Álagningu fasteignagjalda lokið Álagningu fasteignagjalda á Akureyri er lokið og hafa álagningarseðlar verið póstlagðir. Þrátt fyrir ríflega 15% meðalverðbólgu á milli ára, hefur verið reynt að sporna gegn hækkun fasteignagjalda og nemur hún vel innan við helmingi af almennum verðhækkunum í þjóðfélaginu. Heildarálagning fasteignagjalda er ríflega 1.929 milljónir króna á árinu 2009, en fasteignagjöld samanstanda af fasteignaskatti, lóðarleigu, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi og sorphirðugjaldi. Að meðaltali nema fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði um 1.000 kr. á m2. Fjöldi fasteigna sem lagt er á er 9.642. Fasteignamatið er óbreytt á milli ára en álagningarprósentur hafa breyst. Þannig hækkaði álagningarprósenta fasteignaskatts úr 0,28% á íbúðarhúsnæði í 0,32% og á öðru húsnæði (atvinnuhúsnæði) úr 1,55% í 1,65%. Álagningarprósenta fráveitugjalds lækkaði hins vegar úr 0,17% í 0,15%. Vatnsgjald hækkaði skv. breytingu á vísitölu. Eins og áður er tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum veittur afsláttur af fasteignaskatti. Afslátturinn er allt að 50.000 krónur og eru rétt um 1.000 heimili sem njóta hans. Sjá nánar: Reglur um álagningu fasteignagjalda 2009 og reglur um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Akureyrarbæ árið 2009 Umsókn um lækkun fasteignaskatts fyrir elli- og örorkulífeyrisþega
https://www.akureyri.is/is/frettir/skakfelag-akureyrar-90-ara
Skákfélag Akureyrar 90 ára Skákfélag Akureyrar fagnaði í dag 90 ára afmæli sínu en félagið var stofnað 10. febrúar 1919. Ýmislegt var gert til hátíðarbrigða vegna þessara tímamóta. Klukkan 17.00 var opið hús í skákmiðstöð félagsins í suðurenda Íþróttahallarinnar þar sem meðal annars var undirritaður samningur við Akureyrarbæ um skákþjálfun barna og unglinga undir heitinu „Æskan að tafli“. Í samningunum felst að Skákfélagið mun sjá um skákþjálfun barna og unglinga á Akureyri og bæjarfélagið útvega félaginu nauðsynlega aðstöðu og rekstrarstyrk. KEA kemur einnig að verkefninu „Æskan að tafli“ með myndarlegum styrk og félagið vonast til þess að fleiri styrktaraðilar bætist í hópinn á afmælisárinu. Með „Æskunni að tafli“ leggur Skákfélagið áherslu á að grunnskólanemendur á Akureyri fái að kynnast skáklistinni og gefist kostur á að þjálfa hæfileika sína á skáksviðinu. Félagið mun leggja áherslu á þjálfun fyrir jafnt skemmra sem lengra komna og auðvelda þeim iðkendum sem skara fram úr að reyna sig við jafnaldra sína annars staðar á landinu. Markmiðið er að Akureyringar eigi áfram Íslandsmeistara í barna- og unglingaflokkum og geti sent sigurstranglegar sveitir til keppni á Íslandsmóti grunnskólasveita. Félagið hefur lengi haldið uppi öflugu barna- og unglingastarfi og eignaðist á síðasta ári tvo Íslandsmeistara, Mikael Jóhann Karlsson sem varð Íslandsmeistari í skólaskák, yngri flokki, og Jón Kristinn Þorgeirsson í flokki 10 ára og yngri. Báðir þessir piltar eru nú staddir í Færeyjum þar sem þeir taka þátt í Norðurlandamótinu í skólaskák fyrir Íslands hönd. Gylfi Þórhallsson, formaður Skákfélags Akureyrar, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, undirrita samninginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumarstorf-hja-akureyrarbae-umsoknartimabil-fyrir-sumarstorf-er-hafid
Sumarstörf hjá Akureyrarbæ - 2009 Umsóknartímabil sumarstarfa hjá Akureyrarbæ hófst í dag, 11. febrúar 2009, og stendur til 18.mars 2009 nk. Fjölbreytt störf eru í boði og eru umsækjendur hvattir til þess að kynna sér framboðið á heimasíðu bæjarins. Ekki er tekið við starfsumsóknum á pappír og skulu því allir umsækjendur sækja um rafrænt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur umsækjendum til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sex-sottu-um-starf-rektors
Sex sóttu um starf rektors Staða rektors við Háskólann á Akureyri var auglýst þann 9. janúar 2008 og rann umsóknarfrestur út þann 10. febrúar sl. Alls bárust sex umsóknir um starfið, umsækjendur eru í stafrófsröð: Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við Háskólann á Akureyri Ívar Jónsson, forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns Stefán B. Sigurðsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands Zhanna Suprun, verkfræðingur Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Háskólaráð tilnefnir tvo menn í nefnd til að meta hæfni umsækjenda og skal annar þeirra vera formaður en menntamálaráðuneytið tilnefnir einn. Hæfni umsækjenda um embætti rektors skal metin í ljósi heildarmats, með tilliti til vísinda- og útgáfustarfa, ferils sem háskólakennari eða í öðrum störfum, rekstrar og stjórnunarreynslu og með tilliti til þess hversu menntun og reynsla viðkomandi muni nýtast í starf i rektors.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringar-keppa-i-utsvari-1
Akureyringar keppa í Útsvari Lið Akureyrar mætir liði Fljótsdalshéraðs í átta liða úrslitum spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, klukkan 20.15 í kvöld í Sjónvarpinu. Fyrir hönd Akureyrar keppa eins og áður Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Finnur Friðriksson og Pálmi Óskarsson. Lið Fljótsdalshéraðs skipa þau Þorsteinn Bergsson Margrét Urður Snædal og Stefán Bogi Sveinsson. Fyrir áramót lagði Akureyri Garðabæ með 73 stigum gegn 69 og þá hafði Fljótsdalshérað betur gegn Norðurþingi með 114 stigum gegn 83. Það má því búast við spennandi keppni í kvöld.
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarbaerinn-um-helgina-2
Menningarbærinn um helgina Það verður án efa forvitnilegt að skoða sýninguna Þekkir þú...áningastaðinn? sem opnar á morgun klukkan 14 í Minjasafninu á Akureyri. Sýningin samanstendur af 80 óþekktum myndum úr safni Minjasafnsins. Á henni má meðal annars sjá nokkrar litmyndir sem talið er að séu meðal þeirra elstu á landinu. Hluti myndanna á sýningunni eru úr eigu Ferðafélags Akureyrar, en félagið varðveitti þær á glerplötum. Það gerði þeim kleift að varpa þeim uppá á vegg fyrir almenning. Óþekktar myndir úr safni Bárðar Sigurðssonar, úr Mývatnssveit, og Ara Leós Björnssonar, ljósmyndara á Akureyri, má einnig sjá á sýningunni. Þeir ferðuðust víða um landið og tóku myndir. Minjasafnið leitar aðstoðar þeirra sem hafa farið víða innanlands og eru minnugir á staðhætti með að koma nafni á áningarstaðina sem og andlit þeirra sem bera sjá má á ljósmyndunum. Sýningin er opin allar helgar til 15. mars frá klukkan 14-16. Um helgina opna líka tvær listsýningar í galleríum bæjarins. Í Jónas Viðar Gallerý opnar Ásdís Spanó einkasýningu sem ber nafnið Tellus Ictus. Sýning opnar á morgun klukkan 15. Í DaLí Gallerý opnar Sæunn Þorsteinsdóttir á morgun klukkan 14 sýninguna Veggskraut og ekki má gleyma sýningum sem standa yfir t.a.m. sýning Margrétar Jónasdóttur leirlistakonu í Listasafninu á Akureyri, sýningin Kappar og ofurhetjur í Gallerí BOX og sýning Arnars Sigurðssonar á Café Karólínu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-a-vetrarhatid
Akureyri á Vetrarhátíð Sérstakir gestir á Vetrarhátíð í Reykjavík um síðustu helgi voru fulltrúar úr ferðaþjónustu á Akureyri og af Norðurlandi öllu. Þeir höfðu aðsetur í Höfuðborgarstofu þar sem kynntar voru dásemdir Norðurlands, gestir og gangandi fengu að bragða á norðlenskum matvælum og boðið var upp á ýmsar óvæntar uppákomur. Kynning Norðlendinganna var afar vel sótt en gestir Höfuðborgarstofu þá tvo daga sem kynningin stóð yfir voru ríflega 7.000. Rauðu hjörtun, sem nú eru orðin eins konar tákn Akureyrar, voru áberandi um alla miðborgina og þeir sem komu í Höfuðborgarstofu fengu allir hjarta í barminn. Má því segja að vel hafi tekist að smita bjartsýni til allra og fá íbúa höfuðborgarsvæðisins til að brosa með hjartanu. Gestir fengu að bragða á norðlenskum kræsingum sem vöktu mikla lukku. Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir kynntu leikritið "Fúlar á móti" sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akureyrar 20. febrúar. Vetrarfrí á Akureyri var meðal þess sem kynnt var í Höfuðborgarstofu um helgina. Stóll úr Fjarkanum í Hlíðarfjalli fyrir utan Höfuðborgarstofu. Hallgrímur Friðrik Sigurðsson sker út hjörtu í ís.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thaer-eru-lentar-a-akureyri
Þær eru lentar á Akureyri! Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Björk Jakobsdóttir eru "Fúlar á móti" í nýju skítfyndnu uppistandi í útfærslu Gísla Rúnars Jónssonar sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akureyrar föstudaginn 20. febrúar. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar vinsælustu uppistandsleikkonur þjóðarinnar stíga saman á stokk og einnig í fyrsta skipti sem þær leika hjá Leikfélagi Akureyrar. Þær skauta af sinni alkunnu snilld í gegnum síðara skeiðið og gera óspart grín að sjálfum sér og öðrum. Nú fá karlmenn loksins að vita hvers vegna eiginkonur, systur og mæður þeirra eru eins og þær eru. Þetta er einstakt tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim fúlla á móti. Hvað gerist þegar þessar fögru en viðsjárverðu dömur tipla saman um sviðið? Höfundar verksins eru tvær af þekktustu uppistöndurum Bretlands þær Jenny Eclair og Judith Holder, en Fúlar á móti byggir á sjónvarpsþáttunum "Grumpy Old Women". Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp utan Bretlandseyja og af því tilefni koma þær Jenny og Judith og verða viðstaddar frumsýninguna. Leikstjóri er María Sigurðardóttir, leikhússtjóri LA, en hún hefur sett upp fjölmargar vinsælar sýningar eins og t.d. Sex í sveit og nú síðast Fló á skinni sem hefur fengið fádæma góðar viðtökur bæði norðan og sunnan heiða. Upplýsingar um sýningar og miðasölu er að finna HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-nyju-deiliskipulagi-fyrir-midbaeinn
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir miðbæinn Akureyrarbær og Graeme Massie Architects hafa á síðustu misserum unnið markvisst að því að móta verðlaunahugmyndir úr hugmyndasamkeppni Akureyrar í öndvegi. Nú liggur fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi og er óskað eftir viðbrögðum íbúa og atvinnurekenda við þeim. Markmiðið er að miðbærinn verði öflugur vettvangur mannlífs, menningar og atvinnutækifæra. Akureyrarbær býður til kynningar og samráðs um fyrirliggjandi skipulagshugmyndir í Amtsbókasafninu frá laugardeginum 21. febrúar til 4. mars. Þar eru tillögurnar kynntar á veggspjöldum í máli og myndum. Amtsbókasafnið er opið á virkum dögum frá kl. 10 til 19, laugardaga frá 12 til 17 en lokað á sunnudögum. Laugardaginn 21. febrúar munu bæjarstjóri og formaður bæjarráðs ásamt hönnuðum frá Graeme Massie Architects og skipulagsstjóra gera grein fyrir skipulagshugmyndunum á opnum fundi í Amtsbókasafninu frá kl. 14 til 15.30 og svara fyrirspurnum. Skipulagsráðgjafar og skipulagsstjóri verða á svæðinu frá 13 til 17 þann dag. Tillögum og athugasemdum við deiliskipulagstillöguna má skila á netfangið [email protected] fyrir 5. mars 2009. Í kjölfar þessarar kynningar heldur deiliskipulagsvinnan áfram. Niðurstöður hennar verða síðan kynntar á næstu vikum formlega samkvæmt skipulagslögum. Gera má ráð fyrir að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag á vormánuðum, svo hægt verði að hefjast handa um fyrstu breytingar í miðbænum í sumar. Þeim metnaðarfullu tillögum sem hér eru kynntar samhliða öðrum verkefnum sem í gangi eru, er ætlað að snúa við blaðinu í miðbæ Akureyrar. Að skapa ný tækifæri til vaxtar og eflingar miðbæjarins. Það verði gert með mótun yfirbragðs sem virðir, viðheldur og styrkir þau gæði sem gera Akureyri að einstökum stað, höfuðstað Norðurlands. Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér tillögurnar á Amtsbókasafninu og taka þátt í frekari mótun miðbæjarins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-tonlistarinnar-a-akureyri
Dagur tónlistarinnar á Akureyri Laugardaginn 21. febrúar verður "Dagur tónlistarskólanna" haldinn hátíðlegur. Þá verður opið hús í Tónlistarskólanum á Akureyri að Hvannavöllum 14 frá kl. 10-14. Tónleikar verða á heila tímanum og opnar tónsmiðjur á hálfa tímanum þar sem almenningi gefst kostur á að taka þátt sér til ánægju og að kostnaðarlausu. Sem dæmi verður boðið upp á smiðju fyrir leikskólabörnin, öskudagsliðin eru boðin velkomin til að fá tilsögn í söng og lagavali (endilega að mæta í búningum), trommuhringur og Guitar Hero, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður hægt að kynna sér námið og hljóðfæri á staðnum. Kaffisala verður á vegum foreldrafélaganna. Þar fyrir utan verða tónleikar í safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 14, í Eymundsson Hafnarstræti kl. 15 og stórir gítartónleikar í Brekkuskóla kl. 16 en þar koma fram m.a. 200 gítarnemendur af Eyjafjarðasvæðinu og spila allir saman eitt lag, sem er einstakur viðburður. Föstudaginn 20. febrúar verður kynning á tónsmiðjunum í Eymundsson frá kl. 15-17 og á Glerártorgi frá 16-18. Sjá nánari dagskrá á www.tonak.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tangohelgi-a-akureyri
Tangóhelgi á Akureyri Tangóklúbbur Norðurlands stendur fyrir sérstakri tangóhelgi á Akureyri um helgina. Hið frábæra tangópar Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya koma norður í þriðja sinn og dansa sig inn í konudaginn með Norðlendingum. Sporin verða rifjuð upp með reyndum dönsurum og byrjendum kennt frá grunni. Allar nánari upplýsingar um dagskrá tangóhelgarinnar er að finna á www.tango.is/tangonor2009.htm.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eflingarsamingur-vid-polyhudun
Eflingarsamingur við Pólýhúðun Sigþór Heimisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Pólýhúðun á Akureyri, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í gær eflingarsamning til atvinnuuppbyggingar hjá þessu nýja og ört vaxandi fyrirtæki. Pólýhúðun býður umhverfisvæna og hagkvæma leið til lökkunar á málmhlutum með svokallaðri pólýhúðun eða innbrenndri duftlökkun. Við duftlökkun er litarefni sem hlaðið er rafspennu sprautað á jarðtengt viðfangsefni. Spennumunurinn veldur því að málmurinn dregur að sér litarefnið og þekur það yfirborð hlutarins með jöfnu lagi. Hluturinn er síðan "bakaður" í ofni við hátt hitastig og myndast þannig níðsterk lakkhúð. Aðferðin er einstök hvað varðar viðloðun, áferð, slitþol, endingu og hagkvæmni, auk þess að vera umhverfisvæn. Sigþór Hannesson og Sigrún Björk Jakobsdóttir takast í hendur að lokinni undirritun samningsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/orugg-netnotkun-barna
Örugg netnotkun barna Foreldrum, forráðamönnum og öðrum áhugasömum er boðið á fyrirlestur um örugga netnotkun barna og unglinga sem haldinn verður í dag, mánudaginn 23. febrúar, kl. 18 á sal Brekkuskóla á Akureyri. Það er Heimili og skóli og SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) í samvinnu við Símann sem standa að fræðsluherferð um þessi mál og er markmiðið m.a. að benda á örugga og jákvæða notkun netsins. Kannanir SAFT gefa til kynna að netaðgengi grunnskólabarna á Íslandi sé yfir 99%. Einnig að foreldrar séu ekki nægilega upplýstir um notkun barna sinna á netinu þrátt fyrir að börnin vilji að foreldrar sýni notkun þeirra meiri áhuga. Í erindinu er fjallað um netið sem upplýsingaveitu og tæki til samskipta og þær hættur sem þar kunna að leynast. Fyrirlesturinn er haldinn í sal Brekkuskóla, mánudaginn 23. febrúar kl. 18-19.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikill-ahugi-a-nyjum-midbae
Mikill áhugi á nýjum miðbæ Ríflega 150 manns sóttu kynningu á tillögum að nýju deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Akureyri sem haldin var á Amtsbókasafninu á laugardag. Þar gerðu bæjarstjóri, hönnuður frá Graeme Massie Architects og skipulagsstjóri grein fyrir skipulagshugmyndunum og svöruðu fyrirspurnum. Skipulagstillögurnar eru kynntar á veggspjöldum sem hanga uppi í Amtsbókasafninu og mun sýningin standa til 4. mars. Amtsbókasafnið er opið á virkum dögum frá kl. 10 til 19, laugardaga frá 12 til 17 en lokað á sunnudögum. Athugasemdum við deiliskipulagstillöguna má skila á netfangið [email protected] fyrir 5. mars 2009. Hægt er að nálgast sýningargögn og kynningu á vef Akureyrarbæjar /skipulagsdeild/. Myndirnar að neðan tók Rúnar Þór Björnsson (Myndrún) á Amtsbókasafninu á laugardag. Robin Sutherland frá Graeme Massie Architects kynnir tillögurnar með aðstoð Halldóru Hreggviðsdóttur frá Alta. Bekkurinn var þétt setinn á Amtsbókasafninu á laugardag og áhuginn skein úr hverju andliti. Gestir safnsins skoða líkan að nýjum miðbæ Akureyrar. Líkanið í nærmynd. Robin Sutherland frá Graeme Massie Architects og Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skolatonleikar-sinfoniuhljomsveitar-nordurlands
Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur nú í febrúarmánuði haldið tónleika í grunnskólum bæjarins. Á efnisskránni er tónverkið Lykillinn eftir Tryggva M. Baldvinsson við sögu eftir Sveinbjörn I Baldvinsson. Sögumaður er Hannes Örn Blandon og stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Einnig er flutt lagið úr bíómyndunum um spæjarann James Bond og tónleikunum lýkur með með þátttöku allra tónleikagesta þegar sungið er lag Sigvalda Kaldalóns um Suðurnesjamenn. Tónverkið Lykillinn var samið að beiðni SN árið 2002 og flutt þann vetur á skólatónleikum. Hljómsveitin hefur fengið afar góðar viðtökur í skólunum og eins og sjá má af myndum sem teknar voru á tónleikunum í Lundarskóla í morgun þá eru krakkarnir áhugasamir hlustendur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kynning-a-nyju-skipulagi-midbaejar-akureyrar
Kynning á nýju skipulagi miðbæjar Akureyrar. Nú liggur fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi og er óskað eftir viðbrögðum íbúa og atvinnurekenda við þeim. Markmiðið er að miðbærinn verði öflugur vettvangur mannlífs, menningar og atvinnutækifæra. Skipulagstillögurnar eru kynntar á veggspjöldum sem hanga uppi í Amtsbókasafninu og mun sýningin standa til 4. mars. Amtsbókasafnið er opið á virkum dögum frá kl. 10 til 19, laugardaga frá 12 til 17 en lokað á sunnudögum. Hér fyrir neðan má nálgast kynninguna á pdf formi. Kynning Sýning 1 Sýning 2 Athugasemdum við deiliskipulagstillöguna má skila á netfangið [email protected] fyrir 5. mars 2009.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oskudagurinn-a-akureyri
Öskudagurinn á Akureyri Að venju verður mikið um að vera á öskudaginn á Akureyri. Þann dag hefjast vetrarfrí í grunnskólum bæjarins og einnig má búast við að mikill fjöldi gesta verði í bænum því á sama tíma hefjast vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á Reykjavíkursvæðinu. Löng hefð er fyrir því að krakkar fari um í grímubúningum og syngi fyrir nammi og einnig verður kötturinn sleginn úr tunnunni á tveimur stöðum í bænum. Um morguninn verður það gert kl. 10.30 á Ráðhústorgi og síðan eftir hádegið á Glerártorgi kl. 13.30. Kötturinn sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi árið 2006. Skrautlegur hópur á Glerártorgi á öskudaginn 2007.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gestkvaemt-i-radhusi
Gestkvæmt í Ráðhúsi Það hefur verið gestkvæmt í Ráðhúsi Akureyrarbæjar í dag þegar krakkar í skrautlegum öskudagsbúningum hafa lagt þangað leið sína til að syngja fyrir nammi. Sungið hefur verið á öllum hæðum og alls kyns lög, allt frá ættjarðarlögum til nýjustu dægurlagaslagara. Einnig komu í heimsókn fiðlunemendur í Suzukideild Tónlistarskólans á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lundarhverfi-ndash-bralundur-og-daggarlundur-tillaga-ad-d
Lundarhverfi – Brálundur og Daggarlundur. Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi Brálundar og nýrrar húsagötu, Daggarlundar, í Lundarhverfi. Skipulagssvæðið afmarkast af Miðhúsabraut að sunnan og lóðum við Eikarlund að norðan, göngustíg frá Eikarlundi að vestan og Brálundi að austan. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að Brálundur tengi Lundarhverfi við Miðhúsabraut. Einnig er gert ráð fyrir nýrri húsagötu, Daggarlundi, með 16 einbýlishúsalóðum. T illöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 25. febrúar til 8. apríl 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir. Brálundur og Daggarlundur - deiliskipulagsuppdráttur Brálundur og Daggarlundur - greinargerð Vegna stærðar er skýringaruppdráttur ekki aðgengilegur hér. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 8. apríl 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 25. febrúar 2009 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/thekkir-thu-aningarstadinn-og-folkid
Þekkir þú áningarstaðinn og fólkið? Það er ekki ofsögum sagt að ósk Minjasafnsins um aðstoð frá almenningi til að bera kennsl á áningarstaði og þá sem þar áðu hafi verið tekið með eindæmum vel. Hátt í 200 gestir, bæjarbúar og áhugasamir ferðalangar á leið um vetrarríkið Akureyri, hafa lagt hönd á plóginn og borist hafa upplýsingar um mjög margar myndir. En betur má ef duga skal því enn vantar þó nokkur mörg nöfn á ferðalanga á hópmyndum þótt vissulega sé búið að bera kennsl á nokkra þeirra. Starfsfólk Minjasafnsins hvetur því áhugasama að gera sér ferð á safnið til að vita hvort þeir geti komið með nýjar upplýsingar um myndirnar. Sýningin samanstendur af 80 óþekktum myndum úr safni Minjasafnsins. Á henni má meðal annars sjá nokkrar litmyndir sem talið er að séu meðal þeirra elstu á landinu. Hluti myndanna á sýningunni er úr eigu Ferðafélags Akureyrar en félagið varðveitti þær á glerplötum. Það gerði kleift að varpa þeim á vegg fyrir almenning. Óþekktar myndir úr safni Bárðar Sigurðssonar úr Mývatnssveit og Ara Leós Björnssonar, ljósmyndara á Akureyri, má einnig sjá á sýningunni. Þeir ferðuðust víða um landið og tóku myndir. Sýningin er opin um helgar til og með 15. mars frá kl. 14-16. Enginn aðgangseyrir er að safninu þessa daga. Heimasíða Minjasafnsins: www.akmus.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrarfri-a-akureyri
Vetrarfrí á Akureyri Vetrarfrí eru hafin í grunnskólum á Akureyri og í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks leggi leið sína norður til Akureyrar þessa dagana til að njóta lífsins með fjölskyldunni, enda mikið úrval viðburða og fjölbreytt afþreying í boði. Á vefsíðunni www.visitakureyri.is hefur verið safnað saman upplýsingum um helstu viðburði til glöggvunar fyrir heimamenn og gesti bæjarins. Hlíðarfjall opið virka daga frá klukkan 10-19. Um helgar frá 10-16 Sundlaug Akureyrar Listasafnið á Akureyri: Frábær sýning Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu Reiðhöll Léttis: Teymt undir börnum og sýning á gangtegundum og litafbrigðum íslenska hestsins Vetrarhlaup UFA - öllum velkomið að vera með í því Leikfélag Akureyrar sýnir Fúla á móti og Falið fylgi Freyvangsleikhúsið sýnir rokksöngleikinn Vínland Græni hatturinn: Riot á föstudagskvöld og Gunnar Þórðarson á laugardagskvöld Iðnaðarsafnið: Opnun á sýningunni "Öl í krús" Minjasafnið á Akureyri - sýningin "Þekkir þú...áningarstaðinn?" Tvö kvikmyndahús Skautahöll Keilusalur Rölt um Listagilið Matur úr héraði á fjölda veitingahúsa Nánari upplýsingar um tímasetningar og fleiri viðburði er að finna á vefsíðunni www.visitakureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gafu-hlidarfjalli-50-hjalma
Gáfu Hlíðarfjalli 50 hjálma Mjög góðar aðstæður til skíðaiðkunar hafa verið í Hlíðarfjalli undanfarnar vikur og núna hefur verið opið þar í rétt innan við 100 daga í vetur. Fjölmenni var í Fjallinu í dag í ágætu veðri og meðal gesta var Pétur Ringsted, svæðisstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar á Norðurlandi, sem afhenti forstöðumanni Hlíðarfjalls 50 skíðahjálma að gjöf frá fyrirtækinu. Krakkar í Hlíðarfjalli máta hjálmana og fyrir aftan standa Pétur Ringsted frá TM vinstra megin og Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls hægra megin. Ljúf stemning í Fjallinu: Fjölskyldan að fá sér heitt kakó saman úti í snjónum. Aðrir kusu að nærast innan dyra og þar var þröng á þingi. Ungar blómarósir í sólskinsskapi, enda allt eins og best verður á kosið í Hlíðarfjalli þessa dagana.
https://www.akureyri.is/is/frettir/trjasafn-a-hrauni-i-oxnadal
Trjásafn á Hrauni í Öxnadal Menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf og Skógrækt ríkisins hafa gert með sér samstarfssamning um að koma upp trjásafni (arboretum) í afgirtum garði umhverfis íbúðarhúsið að Hrauni. Í trjásafninu verða gróðursett eintök af öllum íslensku trjám og runnum sem þar geta þrifist. Auk þess verður stofnað til skógræktar í heimalandi Hrauns í Öxnadal á þeim hluta jarðarinnar sem er utan fólkvangsins, Jónasarvangs, sem opnaður var 2007. Verður þess sérstaklega gætt að allur trjágróður lagi sig að landinu. Stefnt er að því að á Hrauni í Öxnadal vaxi upp sem flestar trjátegundir og runnar sem þrifist geta á svæðinu. Tré og runnar verða merkt til þess að gestir og gangandi geti fræðst um trjágóður á Íslandi. Einnig verður skólahópum og öðrum, sem þess óska, gefinn kostur á kynningu og leiðsögn um svæðið. Meðfylgjandi myndir eru annars vegnar ljósmynd af Hrauni í Öxnadal sem Tryggvi Gíslason tók og hins vegar mynd sem var teiknuð af Jónasi Hallgrímssyni í maí árið 1845.
https://www.akureyri.is/is/frettir/starfslaun-listamanna-a-akureyri
Starfslaun listamanna á Akureyri Stjórn Akureyrarstofu hefur auglýst eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2009 til 31. maí 2010. Starfslaunum verður úthlutað til tveggja listamanna og hlýtur hvor um sig sex mánaða laun. Ætlast er til að viðkomandi listamaður helgi sig list sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum og einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur eiga að skila með umsókninni upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu [email protected]. Umsóknarfrestur er til og með 20. mars. Á síðasta ári hlutu Anna Richards og Anna Gunnarsdóttir starfslaun listamanna og þær hafa verið iðnar við kolann síðustu mánuðina. Anna Richards hefur síðustu vikur heimsótt fyrirtæki og stofnanir og dansað fyrir starfsfólk en hún vinnur þessa dagana að undirbúningi nýrrar sýningar. Anna Richards sýnir í matsalnum hjá Brim nú á dögunum. Önnu Gunnarsdóttur textillistakonu bárust nýverið þær fréttir að verk eftir hana hafi verið valin á sýninguna World Textil Art í Buenos Aries í Argentínu en þar er um að ræða heimssýningu listakvenna í textíl sem hefst 1. apríl nk. Verkin sem Anna sýnir voru hluti sýningarinnar sem var í Ketilhúsinu á Akureyrarvöku á síðasta ári og vakti gríðarmikla athygli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leikfelag-horgdaela-synir
Leikfélag Hörgdæla sýnir Leikfélag Hörgdæla vinnur nú hörðum höndum að uppsetningu farsans Stundum og stundum ekki eftir þá kumpána Arnold og Bach. 15 leikarar taka þátt í uppsetningunni auk fjölda annarra sem koma að tæknimálum, hönnum og smíði sviðsmyndar, búningahönnun, förðun o.fl. Hallmundur Kristinsson hannar leikmynd, Ingvar Björnsson sér um ljósahönnun og Guðmundur Óskar Guðmundsson hefur yfirumsjón með smíðavinnu. Saga Jónsdóttir leikstýrir og heldur um þræði af útsjónarsemi og fagmennsku. Frumsýning er 5. mars og er miðasala í símum 862 6821 og 695 7185 milli kl. 17.00 og 19.00 virka daga og milli kl. 13.00 og 17.00 um helgar. Stundum og stundum ekki var frumsýnt á Íslandi í Iðnó árið 1940. Rúmum þrjátíu árum síðar var stykkið sýnt í eilítið breyttri útgáfu hjá LA við góðan orðstír árið 1972. Á sínum tíma þótti verkið fara langt út fyrir yfir velsæmismörk sökum fáklæddra leikara en ekki þótti við hæfi að sjá í bert hold á sviði. Nú eru allir hvattir til að mæta og leggja mat á siðferðiskennd leikfélags Hörgdæla. Leikhópurinn sem kemur fram í Stunum og stundum ekki. Verkið fjallar um Hörgdal, embættismann hjá ríkinu, sem árum saman hefur starfað hjá útbreiðslumálaráðuneytinu af samviskusemi og dugnaði. Hörgdal er heiðarlegur maður sem má ekki vamm sitt vita en engu að síður, eða kannski þess vegna, er ítrekað gengið fram hjá honum við ráðningar í æðri stöður. Frændsemi og bitlingar enda lagðir til grundvallar stöðuveitingum frekar en vel unnin störf. Kunnuglegt? En í fyllingu tímans er rósemdarmanninum Hörgdal nóg boðið og þegar tækifæri til að láta að sér kveða fellur honum skyndilega í skaut taka hjólin að snúast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þrátt fyrir aldur verksins á það einkar vel við í dag, kannski einkum og sér í lagi í ljósi atburða síðustu vikna og mánaða í landinu okkar. Stundum og stundum ekki er farsi í sinni bestu mynd. Misskilningur á misskilning ofan, kostulegir karakterar og hröð atburðarrás þar sem eitt leiðir af öðru þar til allt er orðið ein hringavitleysa. Svo er það spurningin, hvernig verður leyst úr allri flækjunni?
https://www.akureyri.is/is/frettir/hverfakaffi-hverfisnefndanna-i-kvold
Hverfakaffi hverfisnefndanna í kvöld Akureyringar eru hvattir til að mæta í sameiginlegt hverfakaffi sem hverfisnefndir bæjarins halda í Brekkuskóla í kvöld, fimmtudagskvöldið 5. mars, kl. 20.00. Þar gefst kjörið tækifæri til að hittast og vinna saman að því að gera góðan bæ betri. Dagskrá: Sigrún Björk Jakobsdóttir fjallar um tilurð og hlutverk hverfisnefnda Pétur Bolli Jóhannesson fjallar um skipulagsmál Guðmundur Haukur Sigurðarson kynnir verkefni varðandi hjólastíga í bænum Póstlistar nefndanna verða kynntir: http://akureyri.is/stjornkerfid/hverfisnefndir/
https://www.akureyri.is/is/frettir/aefingasvaedi-vid-skardshlid-tillaga-ad-deiliskipulagi
Æfingasvæði við Skarðshlíð. Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi æfingasvæðis við Skarðshlíð, samþykkta í bæjarstjórn 17. febrúar 2009. Deiliskipulagssvæðið liggur milli Skarðshlíðar og Hörgárbrautar. Skilgreind eru lóðarmörk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir sem stækkar núverandi íþróttasvæði Þórs handan Skarðshlíðar. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum byggingum á svæðinu. Lóð nr. 46 við Skarðshlíð minnkar um 1182 m2 og er sá hluti felldur inn í æfingasvæðið. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 4. mars til 15. apríl 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir. Æfingasvæði við Skarðshlíð - deiliskipulagsuppdráttur Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem afmarkað er opið svæði til sérstakra nota norðan Skarðshlíðar. Athugasemdafrestur hennar er frá 4. mars til 15. apríl 2009. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 15. apríl 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 4. mars 2009 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2005-2018-tillaga-ad-breytingu-veg-6
Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Tillaga að breytingu vegna æfingasvæðis við Skarðshlíð Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 17. febrúar 2009. Með breytingunni er afmarkað 0,7 ha opið svæði til sérstakra nota, 1.33.16 O, norðan Skarðshlíðar. Opið svæði minnkar að sama skapi. Austurmörk íbúðarsvæðisins 1.33.13 Íb, eru lagfærð til samræmis við lóðamörk. Gert er ráð fyrir æfingasvæði í tengslum við íþróttasvæði Þórs handan Skarðshlíðar. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 4. mars til 15. apríl svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir. Æfingasvæðið við Skarðshlíð - aðalskipulagsbreyting, uppdráttur Samhliða þessari auglýsingu er auglýst tillaga að deiliskipulagi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar sem skilgreind eru lóðarmörk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir sem stækkar núverandi íþróttasvæði Þórs við Skarðshlíð. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 15. apríl 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 4. mars 2009 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kontrabassakonsert-og-godi-datinn-svejk
Kontrabassakonsert og Góði dátinn Svejk Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 8. mars kl. 16.00. Á tónleikunum verður frumfluttur Konsert fyrir kontrabassa og kammersveit eftir Óliver Kentish. Einleikari á kontrabassa er Þórir Jóhannsson og stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Á þessum tónleikum er hljómsveitin eingöngu skipuð blásara- og slagverksleikurum. Á tónleikunum verður einnig flutt Lítil sinfónía fyrir blásara eftir Charles Gounod og Góði dátinn Sveik, svíta fyrir blásara og slagverk eftir Robert Kurka. Forsala aðgönguiða er á midi.is og í miðasölu Leikfélags Akureyrar Hafnastræti 57. Kontrabassakonsertinn Ad Lucem („Að ljósinu“) eftir Oliver Kentish (1954) var saminn veturinn 2006 -2007 að beiðni einleikarans Þóris Jóhannssonar. Verkið er í hefðbundnu ,,konsertformi“, þ.e.a.s. í þremur köflum; hratt – hægt – hratt, sem í þessu tilfelli eru spilaðir án hlés. Það byggist á laginu Ljósið kemur langt og mjótt, þar sem hver strófa laglínunnar er lögð til grundvallar fyrir hvern þátt fyrir sig. Kontrabassinn er eina strengjahljóðfærið í verkinu; hljómsveitin er skipuð 15 manns, blásurum og slagverki. Hljóðfæraskipan er í upphafi valin með það í huga að endurspegla dimmu og í því hlutverki eru altflauta, enskt horn og bassaklarinett sem meðal annars sinna því hlutverki með sínum dökku litum. Marimban spilar stórt hlutverk í verkinu, einskonar andsvar við einleikarann. Robert Kurka (1921-1957) er eflaust hvað þekktastur fyrir svítuna sína um Góða dátann Sveik sem verður flutt á tónleikunum, en hún er eins og nafnið bendir til samin út frá sögunni um Góða dátann Sveik eftir Jaroslav Hasek. Sagan gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Hermaðurinn Jósef Sveik er handtekinn fyrir pólitískar skoðanir sínar. Hann er talinn fábjáni og er sendur á geðveikrahæli. Sveik er í raun slyngur og sviptir hulunni af drambi og hræsni yfirvalda með sinni bjánalegu framkomu. Í meginatriðum fjallar sagan um hinn almenna borgara sem er neyddur til að ganga í herinn og berjast fyrir málstað sem hann trúir ekki á. Má segja að Sveik sé tákn fyrir andstöðu almennings við stríði sem þeir voru leiddir í en fengu engu um ráðið. Litla sinfóníu fyrir blásara samdi Charles Gounod (1818-1893) árið 1885 fyrir flautuleikarann Paul Taffanel og blásarahóp sem hann hafði stofnað. Verkið sem er í klassísku formi undirstrikar stórkostlega hæfni Gounod fyrir laglínum og hreyfingu í tónlistinni. Verkið er skrifað fyrir 9 blásara og var frumflutt í París árið 1885. Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut MA og síðar burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þaðan lá leiðin til Manchester þar sem hann lauk Postgraduate Diploma frá the Royal Northern College of Music. Þórir lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands í tvö ár en fluttist síðan til Danmerkur þar sem hann bjó í rúm fjögur ár. Þar kenndi hann við tónlistarskóla á Norður-Sjálandi og var lausráðinn við nokkrar helstu hljómsveitir beggja vegna Eyrarsundsins. Þórir flutti aftur til Íslands haustið 2000 og er nú fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er kennari í Tónlistarskóla Kópavogs og virkur í kammertónlistarlífi Reykjavíkur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/straumurinn-liggur-nordur
Straumurinn liggur norður Íslendingar ferðast nú mun meira innanlands en áður hefur verið og virðist sem straumurinn liggi helst norður til Akureyrar. Mikill fjöldi gesta hefur verið í bænum síðustu helgar og í rauninni síðustu vikur. Aðsóknarmet hafa verið sett bæði í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar og má fullyrða að fólksstraumurinn til bæjarins sé óvenju mikill miðað við árstíma. Opið hefur verið í Hlíðarfjalli í um 100 daga núna en á sama tíma í fyrra hafði verið opið í um 70 daga. Um 38.000 gestir hafa komið í fjallið það sem af er vetri en voru 17.000 á sama tíma í fyrra. Það er um 120% aukning á milli ára og munar um minna. Talið er að síðasta laugardag hafi um 2.500 manns verið í fjallinu þegar mest var. Aðsóknin hefur ekki verið síðri í Sundlaug Akureyrar en þar hefur gestum fjölgað um 20% í febrúar á milli ára. Líkast til var sett nýtt met síðasta laugardag miðað við árstíma en þá komu tæplega 1.300 manns í laugina. Það er svipaður fjöldi og oft hefur komið í laugina á dag um páskahelgina og má segja að nokkurs konar hátíðarstemning hafi ríkt þegar gestirnir komu sællegir með rauðar kinnar til að slaka á í pottunum eftir góðan dag í Hlíðarfjalli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sidasta-syningarhelgi-i-listasafninu
Síðasta sýningarhelgi í Listasafninu Sunnudaginn 8. mars kl. 15 lýkur sýningu á verkum leirlistakonunnar Margrétar Jónsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Margrét (f. 1961) hefur unnið að listsköpun sinni á Akureyri síðan 1985, en hún lærði leirlist í Danmörku við Listiðnaðarskólann í Kolding frá 1980-1984. Árið 1992 hlaut Margrét styrk til námsdvalar við Haystack School of Arts and Crafts í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á flísagerð. Árið eftir var hún valin bæjarlistamaður Akureyrar og sótti á þeim tíma mósaíknámskeið í Ravenna á Ítalíu. Margrét vinnur jöfnum höndum að gerð nytjahluta, stærri listmuna og listskreytinga. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði heima og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Hvítir Skuggar í Listasafninu á Akureyri er stærsta einkasýning hennar fram til þessa. Margrét hefur gert ótal tilraunir með samspil leirs og annarra efna, svo sem steinsteypu, kopars, silfurs og mósaíks. Á ferli sínum hefur hún komið sér upp persónulegum og afar þokkafullum skreytistíl, m.a. með gyllingum, en á tímabili urðu þær eins konar aðalsmerki hennar sem leirlistarmanns. Margrét hefur einnig komið að rýmis- og umhverfismótun með gerð gólf- og veggflísa, handlauga og skírnarsáa fyrir kirkjur. Áhrifa hennar gætir því víðar en á Akureyri, jafnt í umhverfinu sem annarri leirlist. Í tilefni af sýningunni hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 176 síðna bók um listakonuna með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Shaunu Laurel Jones, Aðalstein Ingólfsson og Sigurð Örn Guðjónsson. Inn fjárfesting styrkir útáfuna. Bókin fæst í Listasafninu. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12 til 17 en sýningu Margrétar lýkur hins vegar sem áður segir kl. 15 á sunnudag. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/islensk-pianotonlist-i-ketilhusinu
Íslensk píanótónlist í Ketilhúsinu Þórarinn Stefánsson píanóleikari flytur íslensk píanóverk á föstudagstónleikum Tónlistarfélags Akureyrar 6. mars. Á efnisskránni er Íslenskur dans eftir Hallgrím Helgason, kaflar úr Átján hugleiðingum um íslensk þjóðlög eftir Ríkharð Örn Pálsson, Íslensk rapsódía eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og fjórar þjóðlagaútsetningar eftir Karólínu Eiríksdóttur. Þórarinn stundaði tónlistarnám á æskuárum í heimabæ sínum Akureyri en lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Framhaldsnám stundaði hann í Hannover í Þýskalandi og naut þar leiðsagnar prófessor Eriku Haase. Á námsárunum sótti Þórarinn námskeið og einkatíma til kennara eins og Vlados Perlemuters, Edit Picht-Axenfeld, Colette Zerah og Einars Steen-Nøklebergs. Þórarinn bjó í Þýskalandi og Danmörku um árabil og kom þar oft fram á tónleikum, ýmist sem einleikari eða í samvinnu við aðra tónlistarmenn. Þórarinn býr nú á Akureyri og kennir við Tónlistarskólann. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 með dýrindis súpu. Ekki er tekið við greiðslukortum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/god-adsokn-i-leiklistarskola-la
Góð aðsókn í Leiklistarskóla LA Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar tók til starfa þriðjudaginn 3. mars. Mikil ásókn var í skólann og því var ákveðið að halda tvö námskeið í vor og hefst seinna námskeiðið í apríl. Þannig var hægt að mæta löngum biðlista sem myndaðist. Nemendur eru á aldrinum 9-16 ára og eru búsettir á Akureyri og í nærsveitum. Það er ánægjulegt að finna hversu mörg börn á svæðinu hafa brennandi áhuga á leiklist. Það er ávísun á bjarta framtíð Leikfélagsins og leiklistar í landinu. Námskeiðið stendur í fjórar vikur og í lok námsins munu nemendur sýna afraksturinn á sviði Samkomuhússins. Lögð er áhersla á leikræna tjáningu, söng og ryþma. Einnig fá nemendur innsýn inn í ýmsa leyndardóma leiklistarinnar. Námið er fjölbreytt og LA er stolt af því að geta boðið upp á faglærða listamenn sem kennara í öllum greinum. Aðalkennari í leikrænni tjáningu er Aðalbjörg Þóra Árnadóttir leikkona og Ásta Magnúsdóttir kennir söng. Þráinn Karlsson kennir framsögn, Sigyn Blöndal dans og ryþma, og Þórarinn Blöndal leikmunagerð. Leikararnir Anna Svava Knútsdóttir og Viktor Már Bjarnason munu koma að spuna- og leiklistarkennslu. Stefnt er að því að útvíkka námið í Leiklistarskóla LA enn meira, halda jafnvel námskeið að sumrinu og draumurinn er að bjóða upp á nám fyrir alla aldurshópa og tengja námið jafnvel beint við sýningar leikhússins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fuglinn-ur-heimskringlu
Fuglinn úr Heimskringlu? Í byggðamerki Akureyrar er hvítur fugl á bláum grunni en fyrirmyndin að honum er sótt til Heimskringlu þar sem segir af fugli á Eyjafirði sem var svo stór að vængirnir náðu til fjallanna beggja vegna fjarðarins. Engu er líkara en Cosima Celine Zewe hafi náð mynd af þessum fugli þegar hún var á ferðinni með myndavélina sína í Vaðlaheiðinni fyrir skemmstu. Í reglum um byggðamerki Akureyrar segir orðrétt: "Byggðarmerki Akureyrar skal vera blár skjöldur (Pantone process blue) með hvítum fugli. Á bringu fuglsins er skjöldur markaður með kornknippi. Blái liturinn er litur himinsins og fjarlægra fjalla, kornknippið tákn nafnsins Akureyri en fuglinn er tengdur frásögn Heimskringlu um landvættir. Haraldur Gormsson konungur bauð fjölkunnugum manni að fara hamförum til Íslands. Sá fór í hvalslíki. Er hann fór inn eftir Eyjafirði kom á móti honum fugl svo mikill að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir."
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2005-2018-tillaga-ad-breytingu-veg-7
Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Tillaga að breytingu vegna smábátahafnar við Leiruna Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 21. október 2008. Með breytingunni verður afmarkað um 5,1 ha opið svæði til sérstakra nota, 2.61.18 O, sem ætlað er undir smábátahöfn með um 50-100 bátalægjum og starfsemi siglingaklúbbs. Gert er ráð fyrir nýrri 4,7 ha landfyllingu vestast á Leirunni norðan Leiruvegar. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 11. mars til 22. apríl svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir. Breyting á aðalskipulagi. Smábátahöfn á Leirunni - uppdráttur Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 22. apríl 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 11. mars 2009 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
https://www.akureyri.is/is/frettir/gangid-tryggilega-fra-gaskutum
Gangið tryggilega frá gaskútum Ekki er langt um liðið síðan Slökkvilið Akureyrar fór í útkall að brennandi húsi þar sem 25 gaskútar fundust innandyra. Hluta af kútunum hafði klárlega verið stolið þar sem þeir höfðu verið skornir lausir frá gasgrillum. Slökkviliðsstjórinn á Akureyri hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við áframhaldandi þjófnaði á gaskútum. Á heimasíðu Slökkviliðs Akureyrar segir: Nú eru enn teikn á lofti um að verið sé að stela kútum í samskonar tilgangi og vil ég því biðla til þeirra sem eru með gaskúta úti við að ganga tryggilega frá þeim (læsa þeim við trygga pósta). Ef þú, lesandi góður, verður vitni að því að verið sé að stela gaskútum í þínu nágrenni eða veist af stöðum þar sem einstaklingar eru að sniffa gas, vinsamlega hafðu strax samband við lögreglu. Það er afar brýnt að við sameinumst í að miðla upplýsingum um þessi mál til að reyna að tryggja betur öryggi hvers annars. Þorbjörn Haraldsson, slökkviliðsstjóri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/danskeppni-i-kvosinni
Danskeppni í Kvosinni Á morgun laugardag fer fram í Kvos Menntaskólans á Akureyri "freestyle" danskeppni þar sem keppt verður um PríMA-bikarinn og er þetta fyrsta freestyle keppnin sem haldin er utan höfuðborgarsvæðisins en þess má geta að í ár verður engin keppni sunnan heiða. Það er PríMA, dansfélag Menntaskólans á Akureyri, sem stendur fyrir keppninni. Alls eru 26 atriði skráð til leiks og eru þátttakendur um 70 á aldrinum 13-20 ára og koma alls staðar að á landinu. Keppninni er skipt niður í 4 flokka: Einstaklingar eldri, einstaklingar yngri, hópar eldri og hópar yngri og í hverjum flokki eru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú fyrstu sætin, auk þess sem valið verður frumlegasta atriðið. Dómarar verða þau Sigyn Blöndal, Logi Vígþórsson og Stella Rosinkranz. Keppnin hefst á morgun klukkan 18 en húsið verður opnað klukkan 17 og kostar 800 kr. inn á keppnina en aðeins 500 kr. fyrir foreldra keppenda og Hugins/Þórduna-félaga. Frítt er inn fyrir PríMA-félaga og börn 12 ára og yngri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/oll-lifsins-list-a-akureyri
Öll lífsins list á Akureyri Fjölmargar listsýningar verða opnaðar í dag, laugardag, á Akureyri og ber þar hæst sýningin "Kenjóttar hvatir" á Listasafninu en af nógu öðru er líka að taka. Það er því tilvalið að leggja leið sína í miðbæinn til að sjá hvernig öll lífsins list birtist þar í ýmsum myndum. Í DaLí Gallerý verður opnuð sýningin GÓMS. Þar sýna listamennirnir Georg Óskar & Margeir Dire. Í Listasafninu á Akureyri hefst sýningin Kenjóttar hvatir kl. 15. Þetta er samsýning fimm málara sem eiga það sameiginlegt að vinna óhlutbundið, en síðustu árin er engu líkara en að abstrakt-expressjónisminn hafi gengið í endurnýjun lífdaga á Íslandi. Hér eru á ferðinni athyglisverðar og upprennandi listakonur, ástríðufullar og flestar lítt þekktar. Laufey Johansen, Maja Siska og Arna Gná Gunnarsdóttir hafa sótt tíma hjá Bjarna Sigurbjörnssyni sem jafnframt er sýningarstjóri, Anna Jóelsdóttir hefur ræktað sinn garð í Bandaríkjunum og Guðný Kristmannsdóttir hefur starfað af elju á Akureyri. Myndlistarsýningin SAM-SPIL verður opnuð kl. 14 í Populus Tremula. Það er listamaðurinn Joris Rademaker sem sýnir ný spaghettí/spreyverk á pappír. Jafnframt gefur Populus tremula út bókina SAM-SPIL með hugleiðingum Jorisar um samspil orðs og línuteikningar. Í Jónas Viðar Gallery opnar Eiríkur Arnar málverkasýningu kl. 15. Listakonan YST opnar í Ketilhúsinu sýninguna Ekki án. Verkin eru unnin á síðustu fimm árum og tengjast öll vatni á einn eða annan hátt og tjá um leið ákveðna tilfinningu, sem stundum er tæpt á í titlinum. Verkin eru misstór gólf-, vegg-, og loftverk ásamt einu hljóðverki. Í Gallerí BOX verður opnuð kl. 16 sýningin Góða veislu gjöra skal. Þarna verða sýnd verk þeirra þriggja kvenna sem stofnuðu Gallerí BOX en þær eru Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. BOXIÐ var stofnað 16. mars árið 2005 og BOX-stúlkurnar vilja með þessari sýningu bjóða öllum þeim sem hafa heimsótt BOXIÐ síðustu ár að koma og sjá brot af list stofnendanna. Meðfylgjandi mynd er af Georg Óskari og Margeiri Dire sem opna sýningu í DaLí Gallerý.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stora-upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin Stóra upplestrarkeppnin fer fram í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri í dag og hefst klukkan 17. Þar keppa til úrslita krakkar úr grunnskólum Akureyrar. Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996-1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Sex árum síðar voru börnin 4.579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Keppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Þátttaka í upplestrarkeppninni stendur öllum 7. bekkjum landsins til boða. Verkefnið hefur notið velvilja og stuðnings í ríkum mæli. Menntamálaráðherra, Lýðveldissjóður og Málræktarsjóður styrktu verkefnið fyrstu árin, bókaútgefendur hafa lagt til bókaverðlaun, bankar og sparisjóðir veitt peningaverðlaun, Mjólkursamsalan, kexgerðir og bakarí hafa lagt til veitingar við lokahátíðir, en blómabúðir blóm. Frá upphafi hefur verkefnið notið stuðnings menntamálaráðuneytisins, auk þess sem fjölmargir aðrir hafa styrkt það (í stafrófsröð): Akureyrarbær, Barnavinafélagið Sumargjöf, Byggðastofnun, Flugfélag Íslands, Fræðsluráð Reykjavíkur, Edda, Garðabær, Kennaraháskólinn, Kópavogsbær, Lýðveldissjóður, Málræktarsjóður, Mjólkursamsalan, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Seðlabankinn, Seltjarnarnesbær, Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar og Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar er að finna HÉR. Myndin var tekin á Stóru upplestrarkeppninni í fyrra.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bidlisti-eftir-matjurtargordum
Biðlisti eftir matjurtargörðum Bæjarbúar hafa sýnt mikinn áhuga á því að rækta "garðinn sinn" næsta sumar. Akureyrarbær auglýsti á dögunum matjurtagarða til leigu, þar sem bæjarbúar geta ræktað sitt eigið grænmeti. Ráðgert var að bjóða upp á 100 garða og var umsóknarfrestur til 20. mars. Nú er svo komið að allir garðarnir hafa gengið út og er kominn biðlisti ef eitthvað skyldi losna eða görðunum verða fjölgað. Eins og fram hefur komið verða í boði tvær stærðir af görðum, 15 fermetrar og 30 fermetrar. Verð fyrir minni garðana er 6.000 krónur en 10.000 krónur fyrir þá stærri. Innifalið í verðinu eru matjurtir, fræ og kartöfluútstæði, auk þess sem fólk á þess kost að fá leiðbeiningar og ráðgjöf. Fólk fær garðinn tættan en þá á eftir að moka götur og reyta illgresi. Svæðið sem um ræðir er sunnan gömlu Gróðrarstöðvarinnar á Krókeyri. Frétt og mynd af www.vikudagur.is. Á myndinni bendir Jóhann Thorarensen á svæðið sem notað verður undir matjurtagarðana. Við þetta má bæta að nú er leitað leiða til að útbúa fleiri garða fyrir þá sem eru á biðlista en þeir skipta tugum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/styrktarsamningar-vegna-landsmots-umfi
Styrktarsamningar vegna Landsmóts UMFÍ Í gær var skrifað undir styrktarsamninga við fimm fyrirtæki vegna Landsmóts UMFí sem haldið verður á Akureyri 9. - 12. júlí í sumar. Aðalstyrktaraðilar eru Alcoa Fjarðaál og KEA og einnig leggja Icelandair Group, Saga Capital og Landsbankinn mótshaldinu lið með myndarlegum hætti. Í máli forsvarsmanna UMFÍ, Landsmótsnefndar og þessara fimm fyrirtækja var látin í ljós mikil ánægja með að þessir samningar væru nú í höfn og eru menn staðráðnir í því að vinna ötullega að því að halda glæsilegt landsmót á Akureyri í sumar. Af hálfu Ungmennafélags Íslands skrifaði Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, undir samningana og Kristján Þór Júlíusson, undirritaði þá af hálfu Landmótsnefndar. Kristján Þór sagðist við þetta tækifæri lýsa yfir mikilli ánægju með samstarf við þessi fyrirtæki. Hér væri um gríðarlega mikilvægan áfanga að ræða í mótshaldinu í sumar. Samningarnir bæru vott um að forsvarsmenn fyrirtækjanna vildu leggja æskulýðs- og íþróttastarfi lið og það út af fyrir sig væri æsku þessa lands dýrmætt vegarnesti. "Þið forsvarsmenn þessara samstarfsfyrirtækja okkar við þetta landsmót eigið heiður skilinn að leggja þessu lið," sagði Kristján Þór og bætti við að Landsmótsnefnd hafi unnið mjög gott starf í samvinnu við UMSE, UFA og Akureyrarbæ. "Það er mikilvægt að við horfum með bjartsýni fram á veginn. Nú er það verkefni okkar mótshaldara að standa fyrir glæsilegu og eftirminnilegu landsmóti og við munum leggja okkur fram um það," sagði Kristján Þór Júlíusson. Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, sagðist vera stoltur af því fyrir hönd KEA að vera annar tveggja aðal styrktaraðila Landsmótsins á Akureyri í sumar. Stuðningur við æskulýðs- og íþróttastarf hefði ætíð verið einn af mikilvægum þáttum í starfsemi KEA og því rímaði stuðningur félagsins við Landsmótið í sumar vel við þessa áherslu félagsins. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, sagði að fyrirtækið væri ekki gamalt á Íslandi en það hefði nú þegar látið til sín taka í stuðningi við íþróttastarf, fyrst og fremst á heimavelli Alcoa á Austurlandi. Með því að styðja við Landsmót UMFÍ, sem væri fyrir allt landið, vildi Alcoa stækka hringinn, ef svo mætti að orði komast. "Það er okkur sannarlega akkur og heiður af því að tengjast ungmennafélagsstarfinu með þessum hætti," sagði Tómas Már. Þórleifur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, sagði forsvarsmenn fyrirtækisins stolta af því að tengjast Landsmóti UMFÍ á Akureyri. Gott væri að setja sér ákveðin markmið með mótið í huga og því væri ekki til setunnar boðið að hefjast handa við markvissa þjálfun fyrir maraþonhlaupið, sem verður laugardaginn 11. júlí í tengslum við Landsmót UMFI, en þess má geta að Þórleifur hefur í gegnum tíðina tekið þátt í ófáum almenningshlaupum á Íslandi. Ingi Þór Guðmundsson, forstöðumaður markaðssviðs Flugfélags Íslands, skrifaði undir samstarfssamninginn fyrir hönd Icelandair Group, en innan þeirrar samstæðu eru m.a. Icelandair, Icelandair Cargo, Flugfélag Íslands og Edduhótelin. Ingi Þór sagði að í gegnum tíðina hafi Icelandair og Flugfélag Íslands stutt vel og dyggilega við íþróttastarf í landinu og því færi vel á því að koma að Landsmóti UMFÍ. "Það er auðvitað rúsínan í pylsuendanum að tengjast Landsmóti UMFÍ á Akureyri í sumar með þessum hætti - stærsta íþróttamóti á Íslandi." Helgi Teitur Helgason, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, fagnaði því fyrir hönd bankans að koma að málum við undirbúning og framkvæmd Landsmóts UMFÍ í sumar. "Ef veðrið verður gott, sem mér skilst að sé búið að lofa, þá getur þetta einfaldlega ekki klikkað," sagði Helgi Teitur. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Helga G. Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, Þórleifur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Saga Capital, Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, Helgi Teitur Helgason, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, Ingi Þór Guðmundsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Kristján Þór Júlíusson, formaður Landsmótsnefndar UMFÍ 2009 á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umsoknarfrestur-um-starfslaun-listamanna
Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna Á morgun, föstudaginn 20. mars, rennur út umsóknarfrestur til að sækja um starfslaun listamanna á Akureyri. Það er stjórn Akureyrarstofu sem auglýsir eftir umsóknunum en starfslaunin eru fyrir tímabilið 1. júní 2009 til 31. mai 2010. Starfslaununum verður úthlutað til tveggja listamanna og hlýtur hvor um sig sex mánaða laun. Ætlast er til að viðkomandi helgi sig list sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum og einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur þurfa að skila inn umsókn með upplýsingum um listferil sinn, ásamt greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn verður notaður. Bæjarlistmenn Akureyrar 2008-2009 eru Anna Gunnarsdóttir textíllistakona og Anna Richardsdóttir fjöllistakona.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skodadu-syninguna-i-for-med-serfraedingi
Skoðaðu sýninguna í för með sérfræðingi Síðasta sýningarhelgi ljósmyndasýningarinnar „Þekkir þú...áningarstaðinn?" er 21.-22. mars. Af því tilefni verður sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnsins, Hörður Geirsson, á staðnum laugardaginn 21. mars frá kl. 14-16. Starfsfólk Minjasafnsins óskar eftir áframhaldandi aðstoð gesta við að bera kennsl á ferðalangana og áningarstaði en hvetur jafnframt gesti sem þegar hafa komið til að koma aftur. Með því móti er hægt að yfirfara upplýsingarnar, leiðrétta og/eða bæta við það sem þegar hefur komið fram um myndefnið. Gestir hafa verið duglegir að koma á sýninguna og verið mikil hjálp því þeir hafa borið kennsl á um 80% myndefnisins og eiga þeir bestu þakkir skildar fyrir góða hjálp. Látið ekki þessa áhugaverðu sýningu Minjasafnins á Akureyri fram hjá ykkur fara fremur en sýningarnar „Akureyri bærinn við Pollinn" eða „Eyjafjörður frá öndverðu". Opið er á safninu laugardag og sunnudag frá kl. 14-16. Enginn aðgangseyrir er að safninu þessa helgi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/400-tefla-a-akureyri
400 tefla á Akureyri Íslandsmót Skákfélaga verður haldið í Brekkuskóla á Akureyri á föstudag og laugardag og er mótið haldið norðan heiða í tilefni af 90 ára afmæli Skákfélags Akureyrar sem var fyrir skömmu. Um er að ræða sveitakeppni og er teflt í fjórum deildum. Í fyrstu deild tefla 8 sveitir og fer hver viðureign fram á 8 borðum. Keppendur á mótinu eru tæplega 400 og er það er hið fjölmennasta sem háð hefur verið á Akureyri. Meðal keppenda verða allir sterkustu skákmenn landsins, s.s. Jóhann Hjartarson, núverandi Íslandsmeistari, Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson. Auk þess sem sveitirnar hafa erlenda meistara í sínum röðum. Gera má ráð fyrir að a.m.k. 15 stórmeistarar sitji að tafli í Brekkuskóla meðan mótið fer fram, þ.m.t. skákmenn frá Grikklandi, Frakklandi, Búlgaríu,Tékklandi, Hollandi, Litháen, Úkraínu Svíþjóð og Danmörku. Mótið hefst klukkan 20.00 á föstudag í Brekkuskóla og mun Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri setja mótið með því að leika fyrsta leiknum í viðureign heimamanna í Skákfélagi Akureyrar og Taflfélags Bolungarvíkur, sem teflir fram sterkustu sveitinni á mótinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibuafundur-um-spitalaveg-og-steinatrod
Íbúafundur um Spítalaveg og Steinatröð Í vinnslu er nýtt deiliskipulag fyrir Spítalaveg og Steinatröð á Akureyri. Af því tilefni boðar skipulagsdeild til opins íbúafundar þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn í bæjarstjórnarsal í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9. Allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolsott-akureyrarmessa-i-reykjavik
Fjölsótt Akureyrarmessa í Reykjavík Um síðustu helgi var haldin sérstök Akureyrarmessa í Bústaðakirkju í Reykjavík. Var hún afar vel sótt og mikil ánægja með framtakið. Prestur var séra Pálmi Matthíasson, Kristján Jóhannsson söng tvö lög með kór kirkjunnar og Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari MA flutti stólræðu. Í lok messunnar var sungið kvæði um Akureyri sem frekar fáir virðast þekkja og er eftir Jón nokkurn Sigurðsson ljósmyndara. Kvæðið er sungið við sama lag og "Vísur Íslendinga" eða "Hvað er svo glatt..." og hljóðar svo: Þú rís sem drottning innst við Eyjafjörðinn. Vor Akureyri – prýði Norðurlands. Að vestan þýð þér brosir blómajörðin, en bárur austan leggj'að fótum krans. Þig sveipar gulli sumarnóttin fríða, er sólin eldrauð kyssir þína vör og höfn þín fögur býður gisting blíða í björtum örmum ránarþreyttum knörr. Þú gulli stöfuð ætíð átt að vera um aldir fram, með fagurbúin torg. Lát merkið hreint og hátt við Súlur bera og hvetja lýð til starfa í þinni borg. Og gerðu börn þín sterk í lífsins stríði og stattu frjáls við Ægis konungs láð og vertu Norðurlandsins ljós og prýði í listum, fegurð, andans mennt og dáð. Þeir sem kunna frekari deili á höfundi kvæðisins eða tilurð þess eru vinsamlegast beðnir að senda okkur póst á netfangið [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsvirkjun-stydur-afram-vid-ha
Landsvirkjun styður áfram við HA Háskólinn á Akureyri og Landsvirkjun hafa undirritað samstarfssamning um rannsóknir. Samningurinn er framlenging á fyrri samningi sem var upprunalega gerður í apríl 2001 og framlengdur 2007. Markmið samningsins er að efla grunnrannsóknir á þeim fagsviðum er tengjast rannsóknum og nýtingu á orkulindum landsins og áhrifum hennar á samfélag og umhverfi. Það verður gert með því að styrkja kennslu og rannsóknir við Háskólann á Akureyri. Árlegt framlag Landsvirkjunar til háskólans nemur einu stöðugildi prófessors og á móti kemur árlegt vinnuframlag sérfræðinga Háskólans við rannsóknarverkefni og sérfræðistörf fyrir Landsvirkjun. Meðal verkefna sem sérfræðingar Háskólans á Akureyri hafa unnið að undanfarið og munu vinna á næstunni í tengslum við samninginn eru: Gerð áhættumats fyrir Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda fyrirtækisins á háhitasvæðunum á Norðausturlandi undir stjórn Axels Björnssonar prófessors Úttekt á grunnvatni og afrennsli grunnvatns frá Þeistareykjum og Gjástykki undir stjórn Hrefnu Kristmannsdóttur prófessors. Sú úttekt verður liður í almennu umhverfismati vegna fyrirhugaðra virkjana. Áformuð eru frekari samstarfsverkefni í tengslum við virkjun háhitasvæðanna á Norðausturlandi. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, takast í hendur eftir að hafa undirritað samninginn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sandgerdisbot-tillaga-ad-deiliskipulagi
Sandgerðisbót. Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi Sandgerðisbótar, samþykkta í bæjarstjórn 17. mars 2009. Deiliskipulagssvæðið nær til Sandgerðisbótar á Akureyri. M.a. er gert. ráð fyrir nýrri lóð fyrir verbúð og aðstaðan bætt fyrir smábáta með flotbryggjum, löndunarbryggju og landfyllingu við innsiglinguna. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 25. mars til 6. maí 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulag og lausar lóðir. Sandgerðisbót - skipulagsuppdráttur Samhliða þessari auglýsingu er auglýst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, þar sem gerðar eru minniháttar breytingar á landfyllingum og á afmörkun landnotkunarreita í Sandgerðisbót. Athugasemdafrestur hennar er frá 25. mars til 6. maí 2009. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 6. maí 2009 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 25. mars 2009 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar