Search is not available for this dataset
url
stringlengths
21
288
text
stringlengths
1
1.35M
https://www.akureyri.is/is/frettir/fimm-umsaekjendur-um-stodu-skolastjora-tonlistarskolans-a-akureyri-og-fimmtan-um-stodu-daggaesluradgjafa
Fimm umsækjendur um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri og fimmtán um stöðu Daggæsluráðgjafa. Fimm umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri en umsóknarfrestur rann út 14. mars síðastliðinn. Þeir sem sóttu um eru Eiríkur Stephensen skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri í Berlín, Daníel Arason tónlistarkennari á Eskifirði og Reyðarfirði, Herdís H. Oddsdóttir tónlistarkennari í Reykjavík og Vigdís Klara Aradóttir tónlistarkennari í Hafnarfirði. Ráðið verður í stöðuna eftir páka. Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1946 og er einn af elstu tónlistarskólum landsins. Hann er einn af stærri tónlistarskólum landsins með afar fjölbreytta starfsemi. Nemendur í hefðbundnu hljóðfæra- og söngnámi eru um 470 en kennarar eru 43. Boðið er upp á kennslu fyrir alla aldurshópa, auk þess sem skólinn þjónustar leik- og grunnskóla bæjarins. Nemendur eru því alls um 1200 talsins. Einnig heldur skólinn úti öflugu hljómsveitarstarfi. Tónlistarskólinn er nú til húsa að Hvannavöllum 14 en haustið 2009 mun hann flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði í Hofi, nýju menningarhúsi Akureyrarbæjar. Núverandi skólastjóri er Helgi Þ. Svavarsson. Einnig er nýlega runnin út umsóknarfrestur um stöðu Daggæsluráðgjafa á Akureyri. Umsækjendur um stöðuna voru 15 og eru eftirfarandi: Aðalheiður Hreiðarsdóttir, Anna Kristín Árnadóttir, Anna Gunnbjörnsdóttir, Ásta Hrund Jónsdóttir, Áslaug Ágústa Magnúsdóttir, Berglind Bergvinsdóttir, Elva Björg Vigfúsdóttir, Eva Ucnová, Guðrún Sigríður Kristinsdóttir, Heiða Hrönn Theódórsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Jóhanna K Tryggvadóttir Jessen, Sigríður Ásta Hauksdóttir, Sigríður Örvarsdóttir og Sonja Kro. Ráðið verður í stöðu Daggæsluráðgjafa eftir páska.
https://www.akureyri.is/is/frettir/orsyning-minjasafnsins-a-akureyri-og-opnun-um-paska
Örsýning Minjasafnsins á Akureyri og opnun um páska Minjasafnið á Akureyri hefur opnað örsýninguna Skíði, skautar, sleðar í Pennanum Eymundssyni í Hafnarstræti á Akureyri í samstarfi við Pennann Eymundsson og Skíðaþjónustuna. Sýningin stendur til 26.mars. Sýning Minjasafnis á Akureyri Skíði, skautar, sleðar er sett upp í tilefni af páskum þegar vetraríþróttir eru iðkaðar sem aldrei fyrr bæði af heimafólki og gestum. Oft iðaði bærinn af lífi á veturna. Akureyringar muna án efa eftir því þegar Skátagilið fylltist af ungu fólki um miðbik tuttugustu aldar til þess að renna sér og skautað var á Pollinum. Í glugga Pennans Eymundsonar eru ljósmyndir í bland við fatnað, tæki og tól, gömul og ný, sem minna á veturinn og þær íþróttir sem iðkaðar voru þá. Þar má meðal annars sjá sparksleða og innkaupanet sem oft voru full af matvöru á handfangi sleðanna, kvenskíði sem Adam Magnússon smíðaði á Akureyri og karlmansskíði smíðuð í Reykjavík ásamt skíðapressu sem nýtt var við smíði skíða. Þar gefur einnig á að líta snjóþrúgur, leðurbarnaskauta og magasleða svo eitthvað sé nefnt. Árið 1968 vann lið frá Akureyri fyrst Íslandskeppni í skíðagöngu. Á sýningunni er keppnisgalli Stefáns H. Jónassonar frá þeim merku tímamótum. Fyrstu útivistarfötin sem Sjóklæðagerðin framleiddi undir merkinu 66°N var galli sem allir fulltrúar Íslands notuðu á Ólympíuleikunum í Lillehammer í Noregi í brunagaddi 1994. Galli Ólafs H. Björnssonar, sem fór sem fararstjóri, má sjá á sýningunni. Gamlar stemningmyndir sem flestar eru frá Akureyri setja svo punktinn yfir i-ið en þeim er varpað upp á tjald í bókabúðinni. Opnun og sýningar í Minjasafninu á Akureyri Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58 er opið á skírdag, laugardaginn 22. mars og annan í páskum frá 14-17. Þar stendur nú yfir ljósmyndasýningin Þekkir þú?fjölbreytileika mannlífsins. Skarpskyggni gesta Minjasafnsins á Akureyri á greiningu áður óþekktra mynda á ljósmyndasýningunni hefur gert það að verkum að nú er búið að setja nafn á fólk, híbýli og mannvirki á 80% þeirra. Safnið hefur því brugðið á það ráð að setja upp 14 óþekktar myndir til viðbótar á sýninguna sem gaman væri að fá greiningu á. Myndirnar eru flestar úr safni áhugaljósmyndarans Maríu Pétursdóttur. Þær eru teknar héðan og þaðan eftir stríð. Fólk er hvatt til að leggja leið sína á Minjasafnið og leggja hönd á plóg við að koma heiti á fólk og hús og segja til um hvert tilefni myndatökunnar var. Á heimasíðu Minjasafnsins www.akmus.is má finna fyrstu sýninguna í ljósmyndasýningarröðinni Þekkir þú.... en hún hét Þekkir þú...híbýli mannanna. Enginn aðgangseyrir er á safnið meðan á sýningunni stendur þar sem óskað er eftir samvinnu við bæjarbúa og gesti bæjarins um að greina myndirnar. Á safninu er einnig að finna tvær aðrar áhugaverðar sýningar um Akureyri- bæinn við Pollinn og Eyjafjörð frá öndverðu. Opið er um páskana eins og hér segir: skírdag, laugardaginn 22. mars og annan í páskum frá 14-17. Einnig er opið á sama tíma í Nonnahúsi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/paskaaevintyri-a-akureyri-4
Páskaævintýri á Akureyri Framundan er Páskaævintýri á Akureyri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þar verður hver viðburðurinn á fætur öðrum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af menningu má nefna sýningar í Ketilhúsinu, Jónas Viðar Gallery, DaLí Gallerý, Deiglunni, Kunstraum Wohnraum, GalleriBOX, Listasafninu á Akureyri og í Populus Tremula. Minjasafnið, Nonnahús og Iðnaðarsafnið verða opin skírdag, laugardag og annan í páskum. Leikfélag Akureyrar sýnir Dubbeldusch í Rýminu og Fló á skinni er í Samkomuhúsinu og svo mun Pabbinn í hlutverki Bjarna Hauks Þórssonar skella sér norður yfir heiðar yfir páskana. Tónlistaráhugafólk getur notið páskatónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem verða á skírdag, 5 ára afmælistónleika Hvanndalsbræða og Ljótu hálfvitanna svo dæmi séu tekin. Af afþreyingu er fyrst að nefna Hlíðarfjall en þar er opið alla páskana frá 9 - 17, Sundlaug Akureyrar er opin frá 9-20 og Skautahöllin verður opin alla páskana frá 13-17. Þess utan er vert að nefna nýopnaðan keilusal og stjörnutöltsýningu í Skautahöllinni þar sem úrvals töltarar sýna listir sínar en einnig verður stóðhestasýning. Það er komin löng hefð fyrir því haldin sé Fitness- og vaxtarræktarhátíð á Akureyri um páskana. Keppnin fer fram í Íþróttahöllinni á Föstudaginn langa og skírdag en þetta er fjórtánda árið sem slík keppni fer fram á Akureyri og nýtur hún mikilla vinsælda. Þetta er einungis stutt yfirlit yfir það helsta sem finna má undir hatti Páskaævintýris á Akureyri. Smelltu hér til að nálgast dagskránna í heild sinni. Snjókarlinn sem prýðir nú Ráðhústorg og vekur óskipta athygli. Það voru nemendur við Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri og framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar sem sáu um að búa hann til.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bestu-paskar-og-dymbilvika-i-hlidarfjalli-fra-upphafi
Bestu páskar og dymbilvika í Hlíðarfjalli frá upphafi Mjög góð aðsókn var í Hlíðarfjall um páskana enda veðurblíða með eindæmum. „Þetta eru bestu páskar og dymbilvika í Hlíðarfjalli frá upphafi“, segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða. Hann segir að góða veðrið og frábært skíðafæri hafi skapað mikla stemningu og fólk hafi yfir höfðuð skemmt sér vel. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda hafi lengsta biðin eftir lyftum aðeins orðið um 16 mínútur. Fólk dvaldi lengi í fjallinu, mætti með samlokur og kakó og þeir allra hörðustu tóku grillið með sér. „Þetta voru ánægilegustu páskar í Hlíðarfjalli í mörg ár“, segir Guðmundur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fraedsludagur-leikskolanna
Fræðsludagur leikskólanna Lokað var á leikskólum Akureyrarbæjar í gær en þá var haldinn sérstakur fræðsludagur fyrir starfsfólk þeirra. Þar var meðal annars fjallað um stjórnkerfi og starfsemi Akureyrarbæjar, og ýmislegt sem tengist því að starfa í þágu bæjarbúa. Myndirnar að neðan voru teknar í Brekkuskóla í gærdag. Leikskólakennarar fjölmenntu í Brekkuskóla í gær. Guðrún Sigurðardóttir deildarstjóri Fjölskyldudeildar, Elva Haraldsdóttir leikskólaráðgjafi og Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar. Ljósmyndir: Gísli Baldvinsson
https://www.akureyri.is/is/frettir/urslitakeppni-meistaraflokks-i-ishokki-hefst-skautaholl-akureyrar-i-kvold
Úrslitakeppni meistaraflokks í íshokkí hefst Skautahöll Akureyrar í kvöld Skautafélag Akureyrar og Skautafélag Reykjavíkur leika til úrslita í meistaraflokki í íshokkí og er fyrsti leikurinn í kvöld. Leiknir eru að minnsta kosti fjórir leikir til að knýja fram úrslit og það lið sem hefur betur í þremur leikjum vinnur. Ef stendur á jöfnu eftir fjóra leiki er fimmti leikurinn spilaður. Leikurinn í kvöld verður í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19. Leikur númer tvö er á morgun, 27. mars og verður einnig í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 19. Leikir þrjú og fjögur verða 29. og 30. mars í Skautahöllinni í Laugardalnum í Reykjavík og ef til kemur verður hreinn úrslitaleikur haldinn hér á Akureyri 1. apríl nk. Stjórn íshokkídeildar SA segir að liðið þurfi á öllum þeim stuðningi að halda sem það getur fengið á áhorfendapallana og hvetur bæjarbúa til mæta í Skautahöllina í kvöld og annað kvöld. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna en frítt er fyrir börnin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/undirhlid-midholt-tillaga-ad-deiliskipulagi
Undirhlíð - Miðholt. Tillaga að deiliskipulagi. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi Undirhlíðar og Miðholts. Skipulagssvæðið afmarkast af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut. Tillagan gerir ráð fyrir fimm einbýlishúsum á einni hæð með aðkomu frá Miðholti og tveimur sjö hæða fjölbýlishúsum, auk bílakjallara, með aðkomu frá Undirhlíð. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 27. mars - 8. maí 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: undir: Stjórnkerfið/Skipulagstillögur. Undirhlíð - Miðholt. Tillaga að deiliskipulagi - uppdráttur og greinargerð. Undirhlíð - Miðholt. Tillaga að deilsiskipulagi - skýringaruppdráttur. Undirhlíð - Miðholt. Tillaga að deiliskipulagi - viðauki. Undirhlíð - MIðholt. Þrívíddarskyssa 1. Undirhlíð - MIðholt. Þrívíddarskyssa 2. Undirhlíð - MIðholt. Þrívíddarskyssa 3. Undirhlíð - Miðholt. Þrívíddarmynd, horft til norðurs. Undirhlíð - Miðholt. Þrívíddarmynd, horft í norð-vestur. Undirhlíð - Miðholt. Þrívíddarmynd, horft til vesturs. Undirhlíð - Miðholt. Þrívíddarmynd, horft til suð-vesturs. Undirhlíð - Miðholt. Þrívíddarmynd, horft til suð-austurs. Undirhlíð - Miðholt. Þrívíddarmynd, horft til austurs. Undirhlíð - Miðholt. Skuggavarp 21. apríl kl. 9. Undirhlíð - Miðholt. Skuggavarp 21. apríl kl. 12. Undirhlíð - Miðholt. Skuggavarp 21. apríl kl. 18. Undirhlíð - Miðholt. Skuggavarp - afstöðumynd 1. Undirhlíð - Miðholt. Skuggavarp - afstöðumynd 2. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 8. maí 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 27. mars 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/litli-nordlenski-utgafurisinn
Litli norðlenski útgáfurisinn... Akureyrska útgáfufyrirtækið Kimi records stækkar ört við sig. Nú hafa tvær góðar hljómsveitir bæst í hópinn: Reykjavík! og Benni Hemm Hemm, en fyrir hafa komið út diskar með Morðingjunum, Borkó, Hellvari og Hjaltalín. Nýju hljómsveitirnar hafa þegar getið sér gott orð fyrir plötur sínar. Fyrsta plata Benna Hemm Hemm var valin íslenska plata ársins 2005 í mörgum fjölmiðlum og fyrsta plata Reykjavík!, sem kom út árið 2006, fékk líka fína dóma og var valin plata ársins af Reykjavík Grapevine. „Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Kimi records," segir Baldvin Esra framkvæmdastjóri Kimi records. „Og nú eigum við von á tveimur meistaralega góðum plötum í sumar." Hjaltalín fékk fimm tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna 2007 sem veitt voru nú á dögunum. Þegar upp var staðið fékk Högni Egilsson, forsprakki sveitarinnar, verðlaun fyrir að vera lagahöfundur ársins og hljómsveitin var valin bjartasta vonin. Reykjavík! er nýjasti vinur Kimi records og er plötu að vænta seint í sumar. Hún verður tekin upp hjá hinum virta upptökustjóra Valgeiri Sigurðssyni. Fyrsta plata sveitarinnar fékk mjög góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins 2006 af Reykjavík Grapevine. Benni Hemm Hemm er um þessar mundir að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sína, en hún mun koma út hjá Kimi records í júní. Platan er tekin upp hjá Orra Jónssyni, oft kenndum við Slowblow, á 16 rása segulband. Útkoman lofar vægast sagt góðu og hefur verið skemmtilegt að fylgjast með ferlinu og hlusta á niðurstöðurnar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nonni-manni-og-julli-smaladrengur-hittast-i-nonnahusi
Nonni, Manni og Júlli smaladrengur hittast í Nonnahúsi Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Minjasafnið á Akureyri og Nonnahús um páskana. Að öllum öðrum gestum safnanna ólöstuðum var sérstaklega gaman þegar þeir Nonni, Manni og Júlli smaladrengur hittust á ný í Nonnahúsi á Akureyri. Þetta voru þeir Garðar Thór Cortes (Nonni), Einar Örn Einarsson (Manni) og Jóhann G. Jóhannsson (Júlli smaladrengur) sem léku í sjónvarpsþáttunum Nonni og Manni. Þættirnir voru sýndir víða um heim fyrir 20 árum við miklar vinsældir. Þættirnir voru samevrópskt verkefni en Þjóðverjar áttu hvað stærstan þátt í framleiðslunni enda hafa Nonnabækurnar löngum verið vinsælar þar í landi. Eftir sýningu þáttanna bárust leikurunum ógrynnin öll af aðdáendabréfum og aðsókn í Nonnahús jókst svo um munaði. Félagarnir hittust í Nonnahúsi í tilefni af því að 20 ár voru liðin frá framleiðslu þáttanna og tók Jóhann G. Jóhannsson upp efni í útvarpsþátt sem sent var út föstudaginn langa. Viðtölin má heyra í þættinum frá A til J á ruv.is. Enn þann dag í dag eiga þættirnir um Nonna og Manna dygga aðdáendur og mikið verið spurt um þá. Þættirnir eru fáanlegir á DVD á þýsku en starfsfólk Minjasafnsins, Zontaklúbbur Akureyrar, sem til fjölda margra ára rak Nonnahús, og aðrir dyggir aðdáendur Jóns Sveinssonar skora á sjónvarpið að endursýna þessa skemmtilegu þætti. Garðar Thór Cortes (Nonni), Einar Örn Einarsson (Manni) og Jóhann G. Jóhannsson (Júlli smaladrengur) sem léku í sjónvarpsþáttunum Nonni og Manni. Myndin var tekin í Nonnahúsi við þetta skemmtilega tilefni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarfulltruarnir-kristjan-thor-og-baldvin-med-vidtalstima-i-dag
Bæjarfulltrúarnir Kristján Þór og Baldvin með viðtalstíma í dag Kristján Þór Júlíusson og Baldvin H. Sigurðsson taka á móti bæjarbúum í viðtalstíma bæjarfulltrúa í dag. Viðtalstímar bæjarfulltrúa á Akureyri eru haldnir í Ráðhúsinu að jafnaði annan og fjórða fimmtudag hvers mánaðar kl. 17-19. Þar gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa sína í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Fundargerðir viðtalstímanna eru lagðar fram í bæjarráði. Bæjarfulltrúarnir svara einnig símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa í síma 460-1000. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér viðtalstímana og koma þannig málefnum á framfæri við bæjarstjórn, milliliðalaust. Staður: Ráðhúsið, Geislagötu 9 - 1. hæð Stund: Fimmtudagurinn 27. mars - kl. 17-19 Langir fimmtudagar Einnig er rétt að minnast á það að alla fimmtudaga er opið til kl. 19 í Þjónustuandyrinu í Ráðhúsinu. Þetta er gert til auðvelda fólki að reka erindi sín og er hægt að fá allar upplýsingar og eyðublöð og leggja inn umsóknir um störf og þjónustu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sverrir-og-smamunasafnid
Sverrir og Smámunasafnið “Gamalt er gott” nefnist heimildamynd, sem Gísli Sigurgeirsson hefur gert um Sverri Hermannsson, húsasmíðameistara og safnara. Myndin verður frumsýnd í Smámunasafninu í Sólgarði sunnudaginn 30. mars, en þá verður Sverrir áttræður. Sverrir fæddist á Akureyri en var frá unga aldri til fullorðins ára í sveit í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Eftir að skólagöngu lauk var hann þar vinnumaður í nokkur ár. Sverrir lærði húsasmíði hjá Grími Valdimarssyni en lengst af rak hann eigið trésmíðaverkstæði. Hann starfaði nær hálfa öld við smíðar, síðustu áratugina eingöngu við gömul hús. Hann opnaði augu Akureyringa fyrir því að gömul hús eru staðaprýði sé þeim vel við haldið. Fyrst klæddi hann Laxdalshús, elsta hús Akureyrar, í sparifötin, en það var þá að hruni komið. Síðar tók hann, ásamt völundum sínum, Höepfnershús, Tuliníusarhús, Skipalón, Grundarkirkju, Hólakirkju, Möðruvallakirkju, gamla barnaskólann á Akureyri og áfram mætti telja. Þegar heilsan tók að gefa sig tók við nýr kafli í lífi Sverris. Hann fór að huga að smámunasafni sínu sem þá þegar var kominn vísir að í gömlum útihúsum á bak við íbúðarhús hans við Aðalstræti 38. Þarna náði hann að safna að sér yfir tuttugu þúsund munum og margir þeirra voru til í mörgum eintökum. Hann átti til dæmis gamlan saum og mínusskrúfur í tonnavís. Hann átti einnig smíðatólin sem móðir hans færi stráknum sínum þegar hann var enn á barnsaldri. Í smámunasafninu eru einnig allir þeir blýantsstubbar sem Sverrir hefur notað frá því hann byrjaði að læra smíðar árið 1946. Á safninu er einnig mikið af handverkfærum, tólum, tækjum og smámunum sem voru í fullu gildi um miðja síðustu öld. Þegar Sverrir fann að degi var tekið að halla ákvað hann að launa Eyjafjarðarsveit fóstrið með því að gefa sveitinni safnið. Því var komið fyrir í Sólgarði sem var skóli og félagsheimili Saurbæjarhrepps fyrir sameiningu hreppanna þriggja innan Akureyrar. Smámunasafn Sverris var opnað árið 2003 og hefur safnið vakið mikla eftirtekt og aðsóknin verið í samræmi við það. Gísli hefur unnið að myndinni um Sverri af og til undanfarinn áratug. Elstu viðtölin eru frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en auk viðtala við Sverri er rætt við samferðamenn hans og lærisveina. Lífsganga Sverris er hryggjarstykkið í myndinni en auk þess fléttast inn í framvindu hennar brot úr sögu Akureyar og Eyjafjarðar. Sverrir hefur síðustu ár glímt við Parkinson-sjúkdóminn. Hann er rúmfastur og nýtur hjúkrunar á Hlíð. Kona hans var Auður Jónsdóttir sem lést í lok síðasta árs eftir langvarandi glímu við MS sjúkdóminn. Gísl, kvikmyndagerð framleiðir myndina í samvinnu við Sjónvarpið. Eyjafjarðarsveit og menningarsjóður KEA hafa stutt verkefnið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/skidahelgi
Skíðahelgi Það var sett aðsóknarmet í Hlíðarfjalli um páskana, enda aðstæður allar eins og best verður á kosið og þær eru ennþá frábærar. Opið verður í Fjallinu í dag frá klukkan 10-17 og eru Akureyringar, gestir og nærsveitarmenn hvattir til að nota tækifærið og skella sér á skíði. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns, er skíðaveturinn nú rétt að hefjast og margir góðir dagar fram undan. Klukkan 9 í morgun var 6 gráðu frost í Fjallinu, hægur vindur að norðan og færið með betra móti. Nú er um að gera að drífa sig á skíði því vorið er býsna langt handan við hornið. Vertíðinni lýkur varla fyrr en með Andrésar andar leikunum sem haldnir verða 23. - 26. apríl en þá mæta um 700 krakkar á aldrinum 7-14 ára í Fjallið ásamt aðstandendum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/namskeid-fyrir-dagforeldra
Námskeið fyrir dagforeldra Skóladeild Akureyrarbæjar hefur auglýst námskeið fyrir starfandi og verðandi dagforeldra á Akureyri og nágrenni. Áætlað er að námskeiðið hefjist miðvikudaginn 16. apríl nk. og því ljúki 31. maí. Kennsla fer fram að Glerárgötu 26, 2. hæð. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga frá kl. 19.00 – 22.00 og laugardagana 26. apríl, 17. maí og 31. maí frá kl. 9.00 – 16.00. Námskeiðið er alls 70 kennslustundir. Meðal efnisþátta verða: Kynning á starfi dagforeldra Umönnun, næring og heilsa Hagnýt uppeldisfræði Félagsþjónusta / barnavernd PMT / SMT Börn með sérþarfir Foreldrasamstarf Slysavarnir barna Brunavarnir Vinnusiðferði / sjálfstyrking Líkamsbeiting Námskeiðið er hluti þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að fá leyfi sem dagforeldri, en gefur þó ekki sjálfkrafa réttindi til þess að starfa sem slík. Nánari upplýsingar gefur Sesselja Sigurðardóttir, daggæslufulltrúi á skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460 1453. Námskeiðsgjald er 40.000 kr. sem greiðist í upphafi námskeiðsins. Skráning fer fram hjá daggæslufulltrúa á skóladeild í síma 460 1453 kl 13.00 – 14.00 virka daga eða á netfangi [email protected]. Skráningu lýkur fimmtudaginn 10. apríl nk.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonlistarveisla-a-graena-hattinum
Tónlistarveisla á Græna hattinum Það verður sannkölluð tónlistarveisla á Græna hattinum um næstu helgi eða frá fimmtudegi til laugardags. Þeir sem mæta til leiks eru Hörður Torfa, Blúsmenn Andreu, Dr. Spock og félagar, Benny's Cresbos Gang með Lay Low innanborðs og Sign en þrjár síðastnefndu hljómsveitirnar eru þessa dagana að rokka með Rás 2 um landið. Veislan hefst sem áður segir á fimmtudagskvöld með Kertaljósatónleikum Harðar Torfa. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og húsið verður opnað klukkustund áður. Miðasala verður við innganginn. Á föstudagskvöld mætir magnaðasta blússöngkona landsins, Andrea Gylfadóttir, á Græna hattinn með blússveit sína sem er skipuð þeim Guðmundi Péturssyni á gítar, Jóhanni Hjörleifssyni á trommur, Einari Rúnarssyni á hljómborð og Róberti Þórhallssyni á bassa. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og húsið verður opnað klukkan 21. Miðasala við innganginn. Loks er það Rás 2 sem rokkar um landið og verður með fríðu föruneyti á Græna hattinum á laugardagskvöld. Rás 2 býður að þessu sinni upp á Dr. Spock, sem sló svo eftirminnilega í gegn í þáttunum Laugardagslögin í Sjónvarpinu í vetur, Bennys Cresbo's Gang, eina efnilegustu hljómsveit landsins með Lay Low innanborðs og aldeilis frábæra tónleikasveit, Sign, hitaði upp fyrir Skid Row á síðasta ári og veit hvernig góðir tónleikar eiga að fara fram.
https://www.akureyri.is/is/frettir/utsvar-i-kvold
Útsvar í kvöld Ögurstundin nálgast í spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, og í kvöld mæta Akureyringar liði Fjallabyggðar í átta liða úrslitum. Lið Akureyrar skipa þau Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Erlingur Sigurðarson og Pálmi Óskarsson. Reikna má með að fámennt verði á götum úti hér nyrðra meðan á útsendingu þáttarins stendur því bæjarbúar hafa sýnt keppninni mikinn áhuga, enda frammistaða þremenninganna með ágætum. Þátturinn í kvöld verður að venju í beinni útsendingu frá Reykjavík og eru stuðningsmenn liðsins sem eru staddir eða búsettir syðra hvattir til að vera viðstaddir útsendinguna og hvetja Akureyringa til dáða. Hægt er að skrá sig til leiks á netinu. Smellið HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/korfuboltaskoli-thors
Körfuboltaskóli Þórs Körfuboltaskóli Þórs verður haldinn helgina 5. - 6. apríl í Síðuskóla. Skólinn er ætlaður öllum krökkum á aldrinum 9 til 15 ára (4. - 10. bekk) sem hafa áhuga á að prófa skemmtilega íþrótt og eru skólagjöld engin. Farið verður í fjölbreytilega leiki, skotkeppni og ýmsar grunnæfingar, auk þess sem skipt verður í lið og spilað. Allir þátttakendur fá minningargrip að skólanum loknum. Verðlaun verða veitt þeim sem sigra í skotkeppni, sem m.a. felast í því að hitta af löngu færi, en einnig verður keppt í Stinger, Hot-shot og vítaskotum. Skólinn fer fram á eftirfarandi tímum: Laugardagur 5. apríl kl. 11.00–15.00. Sunnudagur 6. apríl kl. 12.30 – 17.00. Mjög mikilvægt er að allir komi með nesti með sér báða dagana, s.s. ávexti, smurt brauð og ávaxtasafa. Að skólanum loknum er öllum frjálst að mæta á æfingar til prufu ókeypis í eina viku ef vilji er fyrir hendi og hvetja forsvarsmenn körfuboltaskólans krakkana til þess að gera það. Einnig er tekið fram að það er ekki skilyrði að hafa mætt í skólann til þess að fá að prófa. Æfingatöfluna má nálgast á heimasíðu Þórs. Enn skal ítrekað að aðgangur að skólanum er ókeypis. Nánari upplýsingar veitir Baldur I. Jónasson í síma 895 7160 og netfang hans er [email protected]. Nánar HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/leidsogn-um-kjarnaskog-a-gonguskidum
Leiðsögn um Kjarnaskóg á gönguskíðum Aðstæður til gönguskíðaiðkunar verða trúlega með besta móti um helgina og því hefur verið blásið til skemmtilegrar hópferðar með leiðsögn um Kjarnaskóg kl. 10 á sunnudagsmorgun. Safnast verður saman á bílastæðinu við Kjarnakot, gengið þaðan upp í gegnum skóginn og góðan hring um Hamramýrar. Hringurinn sem farinn verður er um 10 km og er ætlunin að taka um tvær klukkustundir í skíðagönguna. Fólk er beðið að hafa með sér nesti, heitt kakó og eitthvað til að maula. Það er Johan Holst, framvkæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem sér um leiðsögnina á sunnudaginn. Kortið að neðan sýnir þá leið sem áætlað er að farin verði. Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stora-upplestrarkeppnin-4
Stóra upplestrarkeppnin Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er haldin í ellefta sinn á þessu skólaári. Að vanda hófst verkefnið með samstilltu átaki í öllum þátttökubekkjum á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Frá þeim degi og fram í mars lögðu kennarar sérstaka rækt við vandaðan upplestur og framsögn í bekkjum sínum, leiðbeindu nemendum og gáfu þeim færi á að lesa upp við ýmis tækifæri, bæði innan skóla og utan. Lokahátíð upplestrarkeppninnar verður síðan haldin þriðjudaginn 8. apríl kl. 17–19 í Menntaskólanum á Akureyri en þar keppa til úrslita grunnskólar Akureyrar. Nánari upplýsingar má finna HÉR.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vilt-thu-breyta-einhverju-i-baenum-thinum
Vilt þú breyta einhverju í bænum þínum? Lýðræðisdagurinn 2008 verður haldinn laugardaginn 12. apríl nk. í Brekkuskóla undir yfirskriftinni "Þú & ég & Akureyri". Tilgangurinn með framtakinu er fyrst og fremst að efla íbúalýðræðið og koma af stað frjóum umræðum um það hvernig bæjarbúar sjái fyrir sér að gera megi Akureyri að ennþá betri bæ. Dagskráin hefst kl. 13.00 og er áætlað að henni ljúki um klukkan 17.00. Vonast er eftir góðri þátttöku þar sem fólk getur valið um að ræða málin í átta ólíkum málstofum þar sem fjallað verður um ýmis áhugaverð málefni sem varða hag bæjarbúa. Flestar málstofurnar verða haldnar tvisvar og því ætti jafnvel að vera hægt að taka þátt í tveimur þeirra ef vilji er fyrir hendi. Á fundinum gefst bæjarbúum tækifæri til að hafa áhrif á bæjarbraginn, deila skoðunum sínum og sjónarmiðum með öðrum, og láta gott af sér leiða í bæjarmálum almennt. Málstofurnar eru eftirfarandi: Íbúalýðræði Framsaga: Ágúst Þór Árnason Umræðustjóri: Margrét Guðjónsdóttir Mengun, umferð og lýðheilsa Framsaga: Pétur Halldórsson Umræðustjóri: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir Göngu- og hjólreiðastígar Framsaga: Guðmundur Haukur Sigurðarson Umræðustjóri: Inga Þöll Þórgnýsdóttir Lýðheilsa og skipulag Framsaga: Matthildur Elmarsdóttir Umræðustjóri: Karl Guðmundsson Hæglætisbær eða heimsborgarbragur? Framsaga: Hólmkell Hreinsson Umræðustjóri: Katrín Björg Ríkarðsdóttir Vistvernd í verki. Allra hagur. Framsaga: Stella Árnadóttir Umræðustjóri: Gunnar Gíslason Að eldast á Akureyri. Framsaga: Sigrún Sveinbjörnsdóttir Umræðustjóri: Þórgnýr Dýrfjörð Akureyri – fjölskylduvænt samfélag. Framsaga: Jan Eric Jessen Umræðustjóri: Sigríður Stefánsdóttir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, setur Lýðræðisdaginn kl. 13.00 með stuttu ávarpi og síðan hefst vinnan í málstofunum. Að þinginu loknu, upp úr kl. 16.00, mun María Sigurðardóttir, nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, sjá um að slíta samkomunni á viðeigandi hátt. Skorað er á Akureyringa að fjölmenna og taka þátt í líflegum umræðum um bæinn sinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/listhlaup-a-skautum
Listhlaup á skautum Akureyrarmót Goða í Listhlaupi á skautum var haldið um helgina. Mótið var vel heppnað í alla staði og stóðu keppendur sig með stakri prýði. Augljóst er að iðkendur deildarinnar hafa tekið miklum framförum á þessu skautaári. Á Akureyrarmóti Goða var keppt í öllum keppnisflokkum; A, B og C. Mótið er síðasta mót ársins en framundan er vorsýning. Þá er einnig framundan skautamaraþon sem haldið er til að standa straum af æfingabúðum næsta sumar þar sem erlendir og skautaþjálfarar þjálfa bæði iðkendur og þjálfara deildarinnar. Akureyrarmeistari SA í listdansi á skautum 2008 er Sigrún Lind Sigurðardóttir. Aðrir sem sigruðu í sínum styrkleika og aldursflokkum voru: C-flokkar: Sara Júlía Baldvinsdóttir, Stefán Ásgeir Eyfjörð Ásgeirsson, Særún Halldórsdóttir, Elva Karitas Baldvinsdóttir og Hildigunnur Larsen. B-flokkar Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir , Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir, Urður Steinunn Frostadóttir, Andrea Halldórsdóttir og Guðný ósk Hilmarsdóttir. A-flokkum: Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Urður Ylfa Arnarsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Lind Sigurðardóttir - jafnframt Akureyrarmeistari árið 2008.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hjorleifur-skolastjori-tonlistarskolans
Hjörleifur skólastjóri Tónlistarskólans Á fundi skólanefndar Akureyrarbæjar þann 7. apríl 2008 var tilkynnt um ráðningu Hjörleifs Jónssonar sem skólastjóra Tónlistarskóla Akureyrar. Hjörleifur er fæddur í Reykjavík 1972 en fluttist í Mosfellssveit þar sem hann hóf ungur tónlistarnám. Hann er með meistaraprófsgráður bæði í klassískum slagverksleik, og kennslufræðum í tónlist frá Hochenschule für Musik Hanns Eisler. Hjörleifur er skólastjóri Neue Musikschule í Berlín og stofnandi og framkvæmdastjóri Hypno leikhússins í Berlin sem sérhæfir sig í tónlistar og leiksýningum fyrir börn og unglinga og hefur tekið þátt í að þróa fjöldamörg verkefni sem hafa það að markmiði að efla tónlistaráhuga meðal barna og unglinga. Hann hefur unnið í nánu samstarfi við verkefnið Tónlist fyrir alla og nýlega við Listahátíð í Reykjavík. Hjörleifur hefur viðtæka reynslu af tónlistarnámi, tónlistarkennslu og stjórnun, þar sem hann hefur starfað sem tónlistarkennari og námskeiðshaldari á Íslandi og í Amsterdam en ásamt þessu einnig stýrt tónlistarskóla í Berlín. Þá hefur hann komið að skipulagningu ýmissa listviðburða í Berlín.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gedhjalp-a-nordurlandi-eystra
Geðhjálp á Norðurlandi eystra Fimmtudaginn 10. apríl kl. 18 verður stofnfundur Geðhjálpar á Norðurlandi eystra haldinn í Laut, athvarfi Rauða krossins, Brekkugötu 34 á Akureyri. Svanur Kristjánsson formaður Geðhjálpar og Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri samtakanna verða á fundinum. Félagið Geðhjálp var stofnað 9. október 1979 og er félag þeirra sem þurfa eða hafa þurft aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra, og annarra sem láta sig geðheilbrigðismál varða. Tilgangur félagsins er að bæta hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða svo og aðstandenda þeirra. Allt áhugafólk í fjórðungnum er hvatt til að mæta á fundinn. Boðið verður upp á léttar veitingar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-sveitarstjornarrett
Ráðstefna um sveitarstjórnarrétt Ráðstefna um sveitarstjórnarrétt verður haldin á Hótel KEA föstudaginn 11. apríl. Kristján Möller, samgönguráðherra, setur ráðstefnuna og er búist við mjög góðri þátttöku sveitarstjórnarfólks hvaðanæva af landinu. Dagskrá ráðstefnunnar er svohljóðandi: Kl. 13.15: Setning ráðstefnu. Kristján Möller samgönguráðherra. Kl. 13.30: Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis: Stjórnsýslueftirlit með sveitarfélögum - réttaröryggi eða ógn við sjálfstæði sveitarfélaga? Kl. 14.00: Sesselja Árnadóttir, lögfræðingur KPMG og höfundur skýringarrits um sveitarstjórnarlögin: Ábyrgð sveitarstjórnarmanna, réttindi og skyldur, hefur aukin dreifstýring hjá sveitarfélögum áhrif? Kl. 14.30: Guðjón Bragason, lögfræðingur Sambands sveitarfélaga: Er rammalöggjöf betri en miðstýring? – Sjálfsstjórnarsvið sveitarfélaga skv. 4. gr. Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga. Kl. 15.00: Kaffihlé. Kl. 15.30: Trausti Fannar Valsson, lögfræðingur og doktorsnemi í sveitarstjórnarrétti: Heimild sveitarfélaga til að ákveða sér afrakstur af fyrirtækjum sínum og stofnunum. Kl. 16.00: Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður: Hver á að bera kostnað við rekstur máls fyrir stjórnvöldum? Kl. 16.30: Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri er Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mest-jafnretti-hja-akureyrarbae
Mest jafnrétti hjá Akureyrarbæ Akureyrarbær er það sveitarfélag á Íslandi þar sem mest jafnrétti ríkir, samkvæmt niðurstöðum Jafnréttisvogarinnar, Evrópuverkefnis sem stýrt var af Jafnréttisstofu. Þetta kom fram á málþingi sem Jafnréttisstofa stóð fyrir á Hótel KEA í hádeginu í dag. Kynntar voru íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum. Á fundinum var meðal annars skýrt frá því hvaða sveitarfélög standa sig best í jafnréttismálum, miðað við mælikvarða verkefnisins. Ástæður þess að Akureyrarbær fékk hæstu einkunn eru meðal annars jafnt hlutfall kynjanna í bæjarstjórn og jafnt hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum. Auk þess kemur bærinn vel út hvað varðar dagvistun barna á aldrinum 3-5 ára og ágætlega hvað varðar hlutfall kynjanna í íbúafjölda. Tilgangur verkefnisins var að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi. Spurningar sem varða hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum, atvinnuþátttöku kynjanna og þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku voru sendar til sveitarfélaga. Þátttakendur í verkefninu voru, auk Íslands, Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur. Auk samanburðar á milli sveitarfélaga innanlands er því hægt að bera saman niðurstöður á milli landanna. Niðurstöðurnar eru birtar á myndrænan hátt á heimasíðu verkefnisins. Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu, kynnti niðurstöðurnar. Halla M. Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar, skýrði frá því hvernig Akureyrarbær náði þessum árangri. Niðurstöðurnar vöktu að sjálfsögðu óskipta athygli fundargesta. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er að vonum mjög ánægð með þann árangur sem náðst hefur. Hér er hún fyrir miðri mynd á fundi Jafnréttisstofu í hádeginu í dag. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/svanhildur-arna-sigradi
Svanhildur Arna sigraði Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í gær, þriðjudaginn 8. apríl, í Menntaskólanum á Akureyri. Svanhildur Arna Óskarsdóttir, Síðuskóla sigraði, í öðru sæti varð Ævar Ingi Jóhannesson, Lundarskóla og í þriðja sæti varð Aldís Bergsveinsdóttir, Giljaskóla. Keppendur stóðu sig allir með prýði og var dómnefndinni mikill vandi á höndum. Í fyrstu umferð lásu keppendur úr verkum Jóns Sveinssonar, Nonna, og í annarri umferð ljóð eftir Stein Steinarr, en í ár eru 100 ár frá fæðingu Steins, og 50 ár frá því hann lést. Í þriðju umferð lásu keppendur síðan ljóð að eigin vali. Veturinn 1996-1997 var haldin keppni í upplestri meðal nemenda 7. bekkjar í fimm skólum í Hafnarfirði og á Álftanesi. Að þessari keppni stóð nefnd sem kallaði sig "undirbúningnsefnd um landskeppni í upplestri". Að baki því nafni bjó sú ætlun nefndarinnar að keppnin næði til landsins alls innan fárra ára. Aðstandendur keppninnar hafa frá upphafi verið Heimili og skóli, Íslensk málnefnd, Íslenska lestrarfélagið, Kennarasamband Íslands og Samtök móðurmálskennara. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar Akureyarbæjar, kynnti dagskrána og ávarpaði gesti og keppendur við upphaf keppninnar. Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri fluttu tónlist á milli atriða, þar á meðal var Aldís Bergsveinsdóttir sem einnig tók þátt í upplestrarkeppninni og hreppti þar þriðja sæti. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur, ávarpaði keppendur og brýndi þá til að lesa mikið sér til ánægju og yndisauka. Það var fríður hópur 13 grunnskólanema frá Akureyri sem tók þátt í upplestrarkeppninni. Jón Sveinsson, Nonni, og Steinn Steinarr voru í aðalhlutverkum í upplestrum gærdagsins. Sigurvegararnir. Talið frá vinstri: Aldís Bergsveinsdóttir úr Giljaskóla varð í þriðja sæti, Svanhildur Arna Óskarsdóttir úr Síðuskóla hreppti fyrsta sæti og Ævar Ingi Jóhannesson úr Lundarskóla varð í öðru sæti.
https://www.akureyri.is/is/frettir/heimsokn-fra-arborg
Heimsókn frá Árborg Stjórnendur og starfsfólk fjölskyldumiðstöðvar sveitarfélagsins Árborgar voru í heimsókn á Akureyri fyrr í vikunni og kynntu sér skipulag og starfsemi Akureyrarbæjar. Gestirnir voru afar ánægðir með heimsóknina og báru lof á þá góðu samvinnu sem er á milli deilda og stofnana hjá Akureyrarbæ og út fyrir bæjarkerfið. Einsýnt þótti að það skilaði sér í bættri þjónustu við bæjarbúa og gesti þeirra. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna sér starf sveitarfélagsins Akureyrarkaupstaðar, og nýjungar og þróun sem orðið hefur í deildum sambærilegum við fjölskyldumiðstöð Árborgar. Kynningar fóru fram í fyrirlestrum, óformlegum samræðum, heimsóknum og skoðunarferðum. Mjög gagnlegt er að starfsfólk sveitarfélaga beri saman bækur sínar með þessum hætti og miðli af reynslu sinni til annarra. Myndirnar að neðan voru teknar á þriðjudagsmorgun þegar gestirnir frá Árborg fengu almenna kynningu á stjórnkerfi Akureyrarbæjar og fór sú kynning fram í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsi bæjarins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalskipulag-akureyrar-2005-2018-tillaga-ad-breytingu-veg-5
Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018. Tillaga að breytingu vegna athafnasvæðisins við Austursíðu. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018 samþykkta í bæjarstjórn 18. mars 2008. Breytingin fellst í því að á athafnasvæði 1.24.9A við Austursíðu verður blönduð landnotkun, athafna- og verslunarsvæði merkt 1.24.9A/V. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá 11. apríl til 23. maí svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulagstillögur. Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Tillaga að breytingu athafnasvæðisins við Austursíðu. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 föstudaginn 23. maí 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 11. apríl 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/songkeppni-framhaldsskolanna
Söngkeppni framhaldsskólanna Á morgun, laugardag, verður Söngkeppni framhaldsskólanna enn einu sinni í beinni útsendingu frá Íþróttahöllinni á Akureyri. Keppendur eru frá alls 33 skólum og hafa aldrei verið fleiri. Keppendur koma úr öllum áttum og þeim fylgir fjöldi áheyrenda og stuðningsmanna og búast aðstandendur við því að um 2000 manns verði í Höllinni þegar keppnin verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Fyrir hönd MA keppir Helga Maggý Magnúsdóttir og Stefán Þór Friðriksson fyrir VMA. Frétt af www.ma.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lydraedisdagurinn-er-a-morgun
Lýðræðisdagurinn er á morgun Lýðræðisdagurinn 2008 verður haldinn á morgun, laugardaginn 12. apríl, í Brekkuskóla undir yfirskriftinni "Þú & ég & Akureyri". Tilgangurinn er fyrst og fremst að efla íbúalýðræðið og koma af stað frjóum umræðum um það hvernig bæjarbúar sjái fyrir sér að gera megi Akureyri að ennþá betri bæ. Dagskráin hefst kl. 13.00 og er áætlað að henni ljúki um klukkan 17.00. Vonast er eftir góðri þátttöku þar sem fólk getur valið um að ræða málin í átta ólíkum málstofum þar sem fjallað verður um ýmis áhugaverð málefni sem varða hag bæjarbúa. Flestar málstofurnar verða haldnar tvisvar og því ætti jafnvel að vera hægt að taka þátt í tveimur þeirra ef vilji er fyrir hendi. Á fundinum gefst bæjarbúum tækifæri til að hafa áhrif á bæjarbraginn, deila skoðunum sínum og sjónarmiðum með öðrum, og láta gott af sér leiða í bæjarmálum almennt. Málstofurnar eru eftirfarandi: Íbúalýðræði Framsaga: Ágúst Þór Árnason Umræðustjóri: Margrét Guðjónsdóttir Mengun, umferð og lýðheilsa Framsaga: Pétur Halldórsson Umræðustjóri: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir Göngu- og hjólreiðastígar Framsaga: Guðmundur Haukur Sigurðarson Umræðustjóri: Inga Þöll Þórgnýsdóttir Lýðheilsa og skipulag Framsaga: Matthildur Elmarsdóttir Umræðustjóri: Karl Guðmundsson Hæglætisbær eða heimsborgarbragur? Framsaga: Hólmkell Hreinsson Umræðustjóri: Katrín Björg Ríkarðsdóttir Vistvernd í verki. Allra hagur. Framsaga: Stella Árnadóttir Umræðustjóri: Gunnar Gíslason Að eldast á Akureyri. Framsaga: Sigrún Sveinbjörnsdóttir Umræðustjóri: Þórgnýr Dýrfjörð Akureyri – fjölskylduvænt samfélag. Framsaga: Jan Eric Jessen Umræðustjóri: Sigríður Stefánsdóttir Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, setur Lýðræðisdaginn kl. 13.00 með stuttu ávarpi og síðan hefst vinnan í málstofunum. Að þinginu loknu, upp úr kl. 16.00, mun María Sigurðardóttir, nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, sjá um að slíta samkomunni á viðeigandi hátt. Skorað er á Akureyringa að fjölmenna og taka þátt í líflegum umræðum um bæinn sinn.
https://www.akureyri.is/is/frettir/uppstoppad-listaverk
Uppstoppað listaverk Í dag, laugardaginn 12. apríl, opnaði Haraldur Ólafsson allsérstæða listsýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri. Haraldur er hamskeri og hefur unnið til fjölda verðlauna á því sviði út um allan heim. Hann sýnir nú eitt af sínum nýjustu verkum. Verkið er uppstoppaður lax sem ættaður er úr Laxá í Aðaldal og var gerður fyrir heimsmeistaramót í hamskurði sem haldið var í Salzurg í Austurríki í febrúar sl. Haraldur keppti í meistaraflokki og fékk fyrstu einkunn eða 90 stig af 100 mögulegum. Ef grannt er skoðað má sjá fiska sem eru tálgaðir út úr rekaviðarrót sem er umgjörð utan um verkið og gert í þeim tilgangi til að skora stig fyrir listræna útfærslu á verkinu. Sýningin stendur til 17. apríl. Haraldur Ólafsson er fæddur á Akureyri 1962. Hann er menntaður sem tækniteiknari og starfaði sem slíkur um tíu ára skeið hjá Pósti og síma hér í bæ. Hann byrjaði fljótlega upp úr 1990 að stoppa upp fugla og var það aðeins áhugamál til að byrja með. Haraldur vann í nokkur ár sem fangavörður við fangelsið á Akureyri en árið 1997 tók hann þá ákvörðun að helga sig eingöngu list sinni og hefur hann starfað sem hamskeri (uppstoppari) síðan. Frá árinu 2000 hefur Haraldur tekið þátt í 9 stórum sýningum og keppni í þeirri listgrein sem hefur verið kölluð hamskurður og sérhæft sig í upptoppun fiska. Má segja að sú grein tengist listmálun allnokkuð þar sem litir, málun og litgreining fara saman.
https://www.akureyri.is/is/frettir/innritun-i-leikskola-1
Innritun í leikskóla Skóladeild Akureyrarbæjar hefur sent út flest bréf vegna innritunar í leikskóla. Í aprílmánuði verður gengið fá innritun barna sem fædd eru árið 2006 og fyrr. Þeir foreldrar sem eiga börn á þessum aldri og fá ekki innritunarbréf vegna barna sinna nú í vikunni mega eiga von á bréfi síðar í aprílmánuði. Mismunandi er milli leikskóla hvenær aðlögun nýrra barna getur hafist en gert er ráð fyrir að búið verði að aðlaga öll ný börn í leikskólana fyrir septemberlok. Upplýsingar um innritun barna sem fædd eru árið 2007 liggja ekki fyrir fyrr en líður á maímánuð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/felag-eldri-borgara-a-akureyri
Félag eldri borgara á Akureyri Félag eldri borgara á Akureyri og Akureyrarbær endurnýjuðu sl. föstudag samkomulag sitt frá árinu 2005 en það rennur út í árslok. Nýja samkomulagið tekur gildi 1. janúar 2009 og er efnislega að mestu sambærilegt fyrra samkomulagi. Samkomulagið á að stuðla að því sameiginlega markmiði bæjarins og félagsins að eldri borgarar í bænum eigi kost á eins góðu félags- og tómstundastarfi og þörf er á hverju sinni til að viðhalda færni sinni og njóta efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins. Félagið fær til endurgjaldslausra afnota húsnæði í Félags- og þjónustumiðstöðinni í Bugðusíðu 1 og auk þess árlegan rekstrarstyrk að upphæð 700.000 kr. Félagið sinnir margháttaðri starfsemi á eigin vegum og eykur þannig fjölbreytni þeirra tilboða sem eldri borgurum stendur til boða. Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir auknu samráði milli félagsins og bæjarins um ýmislegt sem varðar þennan aldurshóp sérstaklega og hagsmuni hans. Félagar í Félagi eldri borgara á Akureyri eru ríflega 900 talsins. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, og Jóhannes Sigvaldason, formaður Félags eldri borgara á Akureyri, búa sig undir að undirrita samkomulagið. Talið frá vinstri: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, Jóhannes Sigvaldason, formaður Félags eldri borgara, og Hulda Eggertsdóttir, varaformaður félagsins.
https://www.akureyri.is/is/frettir/alheimshreingjorningur
Alheimshreingjörningur Anna Richards hélt fjórða alheimshreingjörning sinn af tíu síðastliðið laugardagskvöld í bílageymslu Norðurorku á Rangárvöllum. Hátt í 100 manns sóttu viðburðinn og gerðu góðan róm að hreingjörningnum. Fjórði Alheimshreingjörningurinn kallaðist Hreingjörningur í lit. Auk fjöllistakonunnar Önnu var hann fluttur af Brynhildi Kristinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur myndlistakonum, Kristjáni Edelstein og Wolfgang Sahr tónlistamönnum, ásamt Þorbjörgu Halldórsdóttur leikmyndahönnuði. Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/orugg-netnotkun-barna-og-unglinga
Örugg netnotkun barna og unglinga SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga notkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum, stendur fyrir opnum málþingum um allt land í apríl og maí. Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum netsins. Einnig verður áhersla lögð á að fá fram framtíðarsýn hópanna varðandi ábyrga og ánægjulega notkun og þróun netsins. Þátttakendur vinna fyrst í tveimur málstofum en málþinginu lýkur með sameiginlegri málstofu nemenda, foreldra og kennara þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöðum. Málþingið er öllum opið og þátttökugjald er ekkert. Nemendur á aldrinum 11-16 ára eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt foreldrum sínum og kennurum. Mikilvægt er að þessir aðilar styðji við forvarnir í netöryggismálum. Dagskrá: 20.00 Setning 20.05 Fyrirlestur um Netið 20.30 Málstofur 21.15 Kaffi 21.30 Samantekt úr málstofum og umræður Málþingið verður haldið á Akureyri miðvikudaginn 16. apríl kl. 20-22 í Brekkuskóla. Allir velkomnir!
https://www.akureyri.is/is/frettir/northern-forum-a-akureyri
Northern Forum á Akureyri Tveir fundir á vegum Northern Forum samtakanna eru haldnir á Akureyri dagana 15.-18. apríl. Annars vegar er þar um að ræða árlegan tengiliðafund og hins vegar fund um samstarf í atvinnumálum og á milli fyrirtækja á aðildarsvæðunum. Fundina sækja á þriðja tug fulltrúa frá Finnlandi, Íslandi, Kanada, Kína, Kóreu og Rússlandi. Undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma og hefur m.a. annars falið í sér samskipti við aðalskrifstofuna í Anchorage, skipulagningu hér heima fyrir, útgáfu boðsbréfa og upplýsingar til sendiráða vegna þeirra þátttakenda sem þurfa vegabréfsáritun, og margvíslega upplýsingagjöf og aðstoð vegna ferða þátttakenda. Á fundunum og í kringum þá munu fulltrúar Akureyrarbæjar meðal annars ræða tilboð Akureyrar um að hér verði höfuðstöðvar Northern Forum. Samtökin Northern Forum voru stofnuð árið 1991. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum. Í starfi NF hefur mest áhersla verið lögð á verkefni á sviði umhverfismála, sjálfbærrar þróunar og félags- og menningarmála. Síðustu ár hefur mikið verið fjallað um breytingar í loftlagsmálum og áhrif þeirra á byggð á norðurslóðum. Frá fundi með framkvæmdastjóra NF, Priscillu P. Wohl, síðdegis í gær. Talið frá vinstri: Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Priscilla P. Wohl, og Sigríður Stefánsdóttir, skrifstofustjóri ráðhússins á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/lydraedisdagurinn-tokst-vel
Lýðræðisdagurinn tókst vel Rétt innan við 200 manns sóttu Lýðræðisdaginn 2008 sem haldinn var í Brekkuskóla sl. laugardag. Fjörlegar og gagnlegar umræður spunnust í öllum átta málstofunum og var fólk almennt mjög ánægt með daginn. Málstofurnar sem í boði voru fjölluðu um íbúalýðræði, mengun, umferð og lýðheilsu, göngu- og hjólreiðastíga, lýðheilsu og skipulag, hæglætisbæ eða heimsborgarabrag, vistvernd í verki, það að eldast á Akureyri og stöðu fjölskyldunnar á Akureyri. Niðurstöður úr umræðunum verða birtar í sérstöku fylgiblaði sem dreift verður í hvert hús á Akureyri um næstu mánaðamót með Vikudegi. Myndirnar hér að neðan voru teknar í málstofunum, einnig í kaffihléi þegar tími gafst til óformlegra samræðna, og loks undir lokin þegar María Sigurðardóttir, nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, brá á leik með þátttakendum í Lýðræðisdeginum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/husaleigubaetur-haekka
Húsaleigubætur hækka Húsaleigubætur hækkuðu frá og með 1. apríl sl. Grunnbætur hækka úr 8.000 kr. í 13.500 kr. Greiðsla fyrir fyrsta barn hækkar úr 7.000 kr. í 14.000 kr. og fyrir annað barn úr 6.000 kr. í 8.500 kr. Hækkunin þýðir að fleiri leigjendur eiga rétt á húsaleigubótum. Þannig geta barnlausir leigjendur með árstekjur allt að 3.800.000 kr. átt rétt á bótum og fjölskyldur með 1 barn og allt að 5.200.000 kr. í árstekjur. Hér getur þú reiknað út húsaleigubætur. Síðasti dagur til að tryggja sér bótarétt fyrir apríl er miðvikudagurinn 16. apríl. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð og leiðbeiningar hér. Athugið að hægt er að leggja inn umsókn þótt ekki séu öll gögn tilbúin.
https://www.akureyri.is/is/frettir/adalfundur-og-ibuafundur
Aðalfundur og íbúafundur Aðalfundur hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis verður haldinn í Glerárskóla þriðjudaginn 22. apríl kl. 19.30. Í framhaldi af aðalfundinum verður svo íbúa fundur þar sem kynntar verða deiliskipulagstillaga að deiliskipulagi af svæði sem afmarkast af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut. Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar ákvað 18. mars sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Undirhlíðar og Miðholts. Í framhaldi af því boðar skipulagsdeild fyrir hönd Akureyrarbæjar til opins íbúafundar þann 22. apríl nk. kl. 20.00 í Glerárskóla. Skipulagssvæðið afmarkast af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut. Tillagan gerir ráð fyrir fimm einbýlishúsum á einni hæð með aðkomu frá Miðholti og tveimur sjö hæða fjölbýlishúsum, auk bílakjallara, með aðkomu frá Undirhlíð. Fulltrúar frá VGK-Hönnun (Mannvit) munu koma á fundinn og skýra niðurstöður jarðvegsrannsókna á svæðinu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/athafnasvaedi-i-krossaneshaga-tillaga-ad-deiliskipulagsbreyt
Athafnasvæði í Krossaneshaga. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Krossaneshaga, A-áfanga, samþykkta í bæjarstjórn þann 8. apríl 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Svæðið liggur á milli Hörgárbrautar og Krossanesbrautar, frá Hlíðarbraut í suðri að Krossanesborgum í norðri. Breytingin fellst í að heimilt er að gera millifleti/milliloft innanhúss á lóðum með nýtingarhlutfallið 0,3. Á lóðum nr. 1 og 3 við Goðanes hækkar nýtingarhlutfallið í 0,5 ef byggt er á tveimur hæðum og nýtingarhlutfall á lóð nr. 5 við Baldursnes eykst í 0,45. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Athafnasvæði í Krossaneshaga, A-áfangi. Tillaga að breytingu í greinargerð deiliskipulagsins mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 16. apríl til 28. maí 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: undir: Stjórnkerfið/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 28. maí 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 16. apríl 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hverjir-eru-a-vagninum
Hverjir eru á vagninum? Bæjarstjóranum á Akureyri barst nýlega bréf frá George "Tiny" Harris sem var í breska hernum og kom til Akureyrar í ágúst 1940 með herdeild sinni. Með bréfinu fylgdi mynd af Harris þar sem hann ekur litlu farartæki upp Torfunefsbryggjuna með vagn í eftirdragi og á vagninum eru fjórir akureyrskir piltar. Nú leikur okkur forvitni á að vita hvort einhver kannist þarna við sjálfan sig eða þekki þá sem á vagninum sitja. Gaman væri að heyra frá fólki sem hefur einhverja vitneskju um piltana á vagninum. Myndin er að vísu gömul, velkt og óskýr en þó er aldrei að vita nema einhver þekki einhvern piltanna. Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] eða póst með gamla laginu til Ráðhúss Akureyrarbæjar, merkt "George Harris", Geislagötu 9, 600 Akureyri. George Harris var á Akureyri frá því í ágúst 1940 og fram í október 1942 þegar bandaríski herinn kom. George segist hafa eignast hér marga vini en hann var í hernum til 1962 og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí 1945 sem leiddi til sigurs Bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. Í bréfi sínu til Sigrúnar Bjarkar spurðist George meðal annars fyrir um leiði félaga síns sem lést hér á Akureyri 1941 úr heilahimnubólgu og spurði hvort það væri kross á leiði hans. Tekin var mynd af gröf mannsins sem hélt L.E. Delanoe og hún send George Harris með góðri kveðju frá Akureyri. George er nú 92ja ára og býr í Swansea í Wales.
https://www.akureyri.is/is/frettir/blasum-til-veislu
Blásum til veislu Sunnudaginn 20. apríl kl. 16 leika saman nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Akureyri ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í íþróttahúsi Glerárskóla. Einleikari á trompet er Vilhjálmur Ingi Sigurðarson sem um þessar mundir er að ljúka mastersnámi frá Síbelíusarakademíunni í Helsinki. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri hafa átt afar farsælt samstarf. Til margra ára tóku nemendur skólans þátt í aðventutónleikum hljómsveitarinnar en nú síðastliðin þrjú ár hefur SN helgað eina tónleika samstarfi þessara stofnanna, þar sem nemendur skólans spila með í hljómsveitinni og einleikarar koma úr röðum fyrrverandi nemenda skólans. Á tónleikunum 20. apríl verða 30 hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar úr röðum nemenda TA. Einleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðarson lærði á trompet við Tónlistarskóla Eyjafjarðar og síðar við Tónlistarskólann á Akureyri til ársins 2000. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnám stundaði hann við Tónlistarháskólann í Osló þar sem hann lauk cand. mag prófi vorið 2005. Frá haustinu 2005 hefur Vilhjálmur verið við nám í Sibelíusarakademíuna í Helsinki og lýkur meistaraprófi þaðan nú í vor. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/frabaert-i-hlidarfjalli-2
Frábært í Hlíðarfjalli Nú er allt eins og best verður á kosið á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Þar er góður snjór, gott færi, frábært veður, hlýtt og glampandi sól. Að sjálfsögðu verður opið alla helgina efra og veðurspáin er mjög góð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hlíðarfjalls. Myndirnar hér að neðan voru teknar í gær í veðurblíðunni í Hlíðarfjalli.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fristund-a-skidum
Frístund á skíðum Í vetur hefur staðið yfir tilraunaverkefni á vegum Akureyrarbæjar þar sem þeim nemendum sem skrá sig í svokallaða frístund er boðið upp á hreyfingu tvisvar í viku. Verkefnið nær til 2. bekkjar. Skíðafélag Akureyrar bauð meðal annars krökkunum að koma og prófa gönguskíði. Skíðafélagið hefur til láns og leigu gönguskíðaútbúnað fyrir 20-30 krakka og hafa ýmsir bekkir komið og fengið að prófa. Myndin sýnir síðasta frístundarhópinn sem kom í Hlíðarfjall og voru þetta nemendur frá Lundarskóla og Oddeyrarskóla. Flottir krakkar og mikið fjör.
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarfjor-2008
Akureyrarfjör 2008 Helgina 12. og 13. apríl sl. var haldið hið árlega Akureyrarfjör hjá Fimleikafélagi Akureyrar. Að þessu sinni var keppt bæði í áhalda-, almennum- og hópfimleikum. Þrjú önnur félög komu til að keppa á þessu móti; Grótta, Ármann og Egilsstaðir. Í áhaldafimleikum í 5. þrepi var keppt í tveimur riðlum. Í A riðli í 5. þrepi náði lið FA öðru sæti. Í B riðli lönduðu stelpurnar gulli. Í 4. þrepi varð lið FA í 2. sæti. Veitt voru verðlaun fyrir samanlagðan árangur með einstaka áhöld. Í 4. þrepi urðu úrslit eftirfarandi: 1. sæti Edda Líf Jónsdóttir frá Ármanni. 2. sæti Evíta Alice Möller FA. 3. sæti Karen Harpa Kristinsdóttir Ármanni. Þessa má geta að þessar þrjár dömur eru með þeim efnilegustu á landinu í dag í 4. þrepi fimleikastigans í áhaldafimleikum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að árangur liða og einstaklinga frá Fimleikafélagi Akureyrar hefur verið afburðargóður í vetur og átti félagið 7 keppendur á Íslandsmóti FSÍ, einn keppenda í 4. þrepi og sex keppendur í 5. þrepi. Það er frábær árangur, enda hefur félagið á að skipa frábærum þjálfurum, hvort heldur sem um ræðir áhalda-, almenna- eða hópfimleika. Þjálfarar áhaldahópa sem tóku þátt í þessu móti eru Florin, Mirela og Clara Paun og Ionela Loaies. Á mótinu voru einnig krýndir Akureyrarmeistarar í þrepum: Evíta Alice Möller er Akureyrarmeistari í 4. þrepi Sigrún Harpa Baldursdóttir er Akureyrarmeistari í 5. þrepi. Laugardaginn 12. apríl, eftir hádegi, var keppni í hópfimleikum. Frá Egilstöðum komu þrjú lið til keppni. Úrslit urðu þau að lið Akureyrar varð í 1. sæti. Á sunnudag var loks haldið mót í almennum fimleikum og var þar um að ræða einstaklingskeppni innanfélags. Þar urðu úrslit þau að í 1. sæti varð Elín Margrét Þórisdóttir, í 2. sæti varð Ragnheiður Vilma Ingvarsdóttir og í 3. sæti varð Arnhildur Jóhannsdóttir. Frekari upplýsingar um úrslit og myndir er að finna á heimasíðu Fimleikafélags Akureyrar. Fríður hópur verðlaunahafa mótsins með þjálfurum sínum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/afburdanemendur-hljota-styrk
Afburðanemendur hljóta styrk Á mánudag voru afhentir styrkir frá fyrirtækinu Hugviti til nemenda sem stunda raunvísindanám við Háskólann á Akureyri. Styrkina hlutu Ástríður Ólafsdóttir, nemandi í líftækni og Eyrún Elva Marinósdóttir, nemandi í sjávarútvegsfræði. Fengu þær peningastyrk að upphæð 500.000 krónur hvor. Við úthlutun var litið til árangurs þeirra í raungreinum í framhaldsskóla sem og árangurs á fyrsta misseri við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Árið 2006 gerðu Hugvit hf. og Háskólinn á Akureyri með sér þriggja ára samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að Hugvit mun á samningstímanum árlega veita veglega námsstyrki til tveggja námsmanna við skólann sem þykja hafa sýnt framúrskarandi árangur í námi. Hugvit þróar og markaðssetur GoPro hugbúnaðarlausnir. Fyrirtækið er með starfsstöðvar viða í Evrópu, meðal annars á Akureyri, og vill með þessu framlagi efla nám í raunvísindum við háskólann, en nægt framboð háskólamenntaðs fólks er ein af frumforsendum góðs árangurs upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Talið frá vinstri: Eggert Claessen stjórnarformaður Hugvits, Ástríður Ólafsdóttir, Eyrún Elva Marinósdóttir, Þorsteinn Gunnarsson rektor og Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/furduverk
Furðuverk Síðastliðinn laugardag héldu félagsmiðstöðvarnar á Akureyri hönnunarkeppni í félagsmiðstöðinni Tróju í Rósenborg undir yfirskriftinni Furðuverk. Þema keppninnar var náttúran. Keppt var í þremur flokkum en þeir voru hárgreiðsla, förðun og fatahönnun. Aðalverðlaunin voru svo veitt fyrir heildarhönnun þessara þriggja flokka. Þau verðlaun hlutu Vaka Mar Valsdóttir, Katrín Jónasdóttir, Hildur María Hólmarsdóttir og Brynja Heimisdóttir fyrir verkið sitt Frostrósina. Þorbjörg Ásgeirsdóttir forstöðufreyja Menntasmiðjunnar á Akureyri og klæðskeri var einn þriggja dómara og segir hún að það hafi verið gaman að taka þátt í verkefninu og að sjá hversu mikilli sköpunargleði ungt fólk á Akureyri býr yfir. Hún segir einnig að það sé greinilegt að mikil vinna var lögð í verkefnið og vonar að keppnin sé komin til að vera.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagur-umhverfisins
Dagur umhverfisins Dagur umhverfisins á Íslandi er 25. apríl ár hvert, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins, og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði fyrst á íslensku þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Mikið verður um að vera af þessu tilefni næsta föstudag. Málþing á Amtsbókasafninu kl. 16:00: Stefna Akureyrarbæjar í sorpmálum. Formaður umhverfisnefndar, Hjalti Jón Sveinsson kynnir. Mikilvægi flokkunar. Stefán Gíslason verkefnastjóri staðardagskrár 21 á Íslandi. Flokkun og jarðgerð: Eiður Guðmundsson framkvæmdastjóri Flokkunar. Umhverfisátak á Akureyri: Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar. Svifryksmengun: Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá umhverfisstofnun. Fundarstjórar eru Hulda Sif Hermannsdóttir og Hólmkell Hreinsson. Í tilefni dagsins býður umhverfisnefnd Akureyrarbæjar gestum upp á grillaðar pylsur og drykk við Amtsbókasafnið frá kl. 16.30-17.30. Ræktunarstöð Akureyrarbæjar, Krókeyri: Opið hús kl. 13.00-15.00. Kynning á ræktun sumarblóma í gróðurhúsi Akureyrarbæjar. Lystigarðurinn: Opið hús kl. 13.00-16.00. Lystigarðurinn er á suðurbrekkunni sunnan Menntaskólans og er hann rekinn af Akureyrarbæ sem grasagarður og skrúðgarður. Almenningsgarðurinn var opnaður formlega 1912 en grasagarðurinn 1957 og er því 50 ára á þessu ári. Garðurinn er um 3,7 hektarar að stærð. Hlutverk garðsins er margþætt. Fyrst og fremst er þó lögð áhersla á að finna með innflutningi og prófunum, fallegar, harðgerar, erlendar plöntur sem eftirsóknarvert væri að rækta hérlendis auk þess að vera almenningsgarður sem nýtist fólki til fróðleiks og skemmtunar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sumar-a-minjasafninu
Sumar á Minjasafninu Sannkölluð sumarstemning mun ríkja á Minjasafninu á Akureyri á sumardaginn fyrsta. Í Minjasafnskirkjunni verður hægt að hlusta á skemmtilegan fróðleik í tilefni dagsins og sumarið verður sungið inn með hárri raust kirkjugesta. Á flötinni neðan við safnið geta börn og fullorðnir hlaupið í skarðið, farið í reiptog, pokahlup og skeifukast svo eitthvað sé nefnt. Börnin fá að fara á hestbak í garðinum og við Nonnahús verður hægt að leika sér í alvöru búi með leggjum og skeljum. Í safninu geta börnin spreytt sig á blómagerð til að lífga uppa lífið og tilveruna þegar heim kemur. Lummuangan og kakóilmur munu fylla vit gesta og veitingarnar verða reiddar fram í boði STOÐvina safnins. Vetrinum verður blásið hressilega burt með sápukúlublæstri með hjálp barna og fullorðna kl 16. Það er nóg um að vera og því upplagt fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa, langömmur og langafa, frænkur og frændur að gera sér glaðan dag með börnunum á Minjasafninu á Akureyri. Það eru Minjasafnið á Akureyri, STOÐvinir Minjasafnins, St. Georgsgildið Kvistur og Akureyrarstofa sem standa að barnaskemmtuninni á Minjasafninu. Myndin er af krökkum í pokahlaupi á sumardaginn fyrsta 2007 – mynd í eigu Minjasafnins á Akureyri.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ithrottasvaedi-thors-vid-skardshlid-tillaga-ad-deiliskipulagsb
Íþróttasvæði Þórs við Skarðshlíð. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á íþróttasvæði Þórs, samþykkta í bæjarstjórn þann 22. apríl 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Breytingin felur í sér að á íþróttasvæði Þórs við Skarðshlíð stækkar aðstaða í stúkubyggingu úr 600 m2 í 1600m2, auk þess sem hámarkshæð stúkunnar hækkar úr 10 m í 11 m og byggingarreitur stækkar til austurs. Breyting verður á staðsetningu stangarstökks og aðkoma fatlaðra bætt. Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 23. apríl til 4. júní 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulagstillögur. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu - Íþróttasvæði Þórs við Skarðshlíð. Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 4. júní 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 23. apríl 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gestasyningar-hja-la
Gestasýningar hjá LA LA hefur nú kynnt dagskrána fyrir lokasprett leikársins sem er það langaðsóknarmesta í sögu leikhússins. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir komu Killer Joe en sýningar verða upp úr miðjum maí, þá hefur nú verið tilkynnt hver óvissusýning ársins er. Þar er á ferðinni drepfyndin sýning Eddu Björgvinsdóttur Alveg brillíant skilnaður sem sýnd verður í lok maí. Í byrjun maí verður leikhúsið í fósturhlutverki við fjörlega sýningu á Wake me up sem glæsilegur hópur ungra leikara í grunn- og menntaskólum Akureyrar setja upp undir stjórn Guðjóns Davíðs Karlssonar. Maímánuður verður fjörlegur hjá LA og því í takt við einkar glæsilegt leikár sem er senn á enda. Troðfullt hefur verið út úr dyrum á allar sýningar vetrarins en þær hafa allar, Óvitar, Ökutímar, Fló á skinni og Dubbeldusch, notið fádæma vinsælda. Gestir á Akureyri verða um 40.000 þegar leikárinu lýkur en það er um 40% meira en á síðasta leikári sem þó var metár. Tvær vinsælar sýningar LA, Fló á skinni og Dubbeldusch, víkja af fjölunum nú í lok apríl til að rýma til fyrir síðustu sýningum leikársins. Fló á skinni verður svo frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins 5. september n.k. Killer Joe hlaut afburðardóma þegar hún var frumsýnd í Borgarleikhúsinu og var svo tilnefnd til átta Grímuverðlauna í fyrra. Hér er á ferðinni mögnuð sýning á leikriti sem hreyfir við þér. LA mælir eindregið með þessari – ekki láta hana framhjá ykkur fara! Leikstjóri er Stefán Baldursson. Einleikur Eddu Björgvinsdóttur, Alveg brillíant skilnaður, hefur notið fádæma vinsælda á síðustu þremur leikárum enda einstaklega fyndin sýning hér á ferðinni. Miðasala hefst miðvikudaginn 30. apríl kl. 13 en takmarkaður fjöldi miða er í boði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stor-afangi
Stór áfangi Reisugildi var haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri síðdegis í gær að viðstöddu fjölmenni. Tilefnið var að húsið er nú orðið fokhelt og gott betur en það. Ráðgert er að starfsemi hefjist í Hofi á vordögum 2009. Sögu hússins megi rekja aftur til ársins 2003 þegar menntamálaráðherra og bæjarstjórnin á Akureyri undirrituðu samkomulag um byggingu menningarhúss. Í kjölfarið var hrint af stað samkeppni um hönnun hússins og var það tillaga arkitektastofanna Arkþings og Arkitema í Danmörku sem valin var til frekari útfærslu. Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, flutti ávarp á reisugildinu og lýsti ánægju sinni með það hvernig til hefur tekist. Hún greindi frá því að allt bendi til þess að Menningarhúsið Hof verði vinsælt til ráðstefnu- og tónleikahalds því nú þegar hafi borist pantanir á sölum þess fyrir haustið 2010. Eitt af meginmarkmiðum með byggingu hússins var að skapa verðugan ramma um tónlistarlíf á Norðurlandi ásamt ráðstefnu- og sýningarhaldi. Það var því vel við hæfi að framtíðarnotendur hússins kæmu að þessum tímamótum í byggingarsögu hússins en fulltrúar Sinfóníuhljómsveitar norðurlands spiluðu fyrir gesti. Við þetta tilefni var jafnframt skrifað undir samkomulag KEA og Akureyrarbæjar um afhendingu flygils sem KEA mun festa kaup á og afhenda bænum til afnota í Hofi. Halldór Jóhannsson, framkvæmdarstjóri KEA, segir kaupin á flyglinum vera framlag KEA til þess metnaðarfulla verkefnis sem bygging Mennignarhússins Hofs er og að með þessu vilji KEA leggja sitt af mörkum til að vegur þess verði sem mestur og bestur. Ávarp Sigrúnar Bjarkar má lesa hér í heild: Góðir gestir, ágætu iðnaðarmenn og aðrir sem að þessu verki hafa komið. Það er að vissu leyti undarleg tilfinning að standa hér í dag í Hofinu okkar sem risið hefur hægt og bítandi, jafnt og þétt, upp úr jörðinni og hefur nú gjörbreytt ásýnd Akureyrar, er strax orðið eitt af kennileitum bæjarins. Þessi kastali – þessi höll sumarlandsins – sem við trúum að muni einnig gjörbreyta öllu mannlífi í höfuðborg hins bjarta norðurs. Er full ástæða til að óska okkur öllum til hamingju með það hvernig til hefur tekist. Forsaga málsins er sú að ríkisstjórn Íslands ákvað árið 1999 að veita stofnstyrki til uppbyggingar menningarhúsa utan höfuborgarsvæðisins með það að markmiði að bæta þar aðstöðu til menningar- og listastarfsemi og efla um leið þá starfsemi. Á fundi ríkisstjórnar hinn 11. febrúar 2003 var ákveðið að veita einum milljarði kr. til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Skömmu síðar hófust samningaviðræður menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar. Hinn 7. apríl 2003 undirrituðu Tómas Ingi Olrich, þáverandi menntamálaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, samkomulag um byggingu menningarhúss á Akureyri. Í samræmi við samkomulagið var skipuð verkefnisstjórn, sem ætlað var að gera tillögu um starfsemi í fyrirhuguðu menningarhúsi og gera rýmisáætlun og tímaáætlun um framkvæmdina í heild sinni. Verkefnisstjórnin lauk þessu verki í byrjun nóvember 2003 með greinargerð til menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar. Tillögur verkefnisstjórnarinnar voru að farið yrði í hönnunarsamkeppni um húsið og skipuð yrði dómnefnd með aðilum bæði frá ríki og bæ. Keppnistillögum var skilað 5. júlí 2004 og dómnefnd kunngerði niðurstöður sínar 28. ágúst 2004. Alls bárust 33 tillögur og athygli vakti að tillögurnar voru unnar með þátttöku arkitekta í alls 9 löndum. Ákveðið var að við mat á tillögum yrði höfuðáhersla lögð á byggingarlist, innra fyrirkomulag, hagkvæmni í rekstri, byggingarkostnað, aðgengis- og öryggismál, fyrikomulag á lóð og umhverfisþætti. Tilgangur samkeppninnar var að fá snjallar og raunhæfar tillögur að fallegri byggingu sem fellur vel að umhverfi sínu. Niðurstaða samkeppninnar var að nota og útfæra tillögu arkitektastofanna Arkþings og Arkitema í Danmörku. Hönnun hússins tók síðan við og húsið tók nokkrum breytingum – eða verulegum breytingum og fór frá því að vera ca 3500 fm að stærð uppí rúma 7000 fm - þá var búið að taka ákvörðun um að bæta tónlistarskólanum við sem og kjallara sem var talið nauðsynlegt vegna grundunar hússins. Aðalhönnuðir voru eins og áður segir Arkþing og Arkitema. Ásamt teiknistofu Vífils Oddsonar sem sá um burðarþol, VSt annaðist verkfræðilegan undirbúning varðandi jarðvinnu og stálþil, Verkfræðistofa Norðurlands sá um lagnir og loftræslingu, Raftákn um raflagnir og stjórnkerfi og Akustikona um hljóðtæknihönnun og verkfræðistofa Snorra Ingimarssonar um brunahönnun. Skóflustunga tekin 1. ágúst 2006 og jafnframt þá undiritaður samningur við uppsteypu hússins og klæðningu við Ístak sem hefur unnið þetta verk af myndarskap. Við íbúar Akureyrar höfum fylgst með þessu verki af athygli og það er gaman að rifja upp hvernig hér var umhorfs við skóflustunguna en þá var dreginn hringur sem afmarkaði útlínur hússins og höfðu þá nokkrir á orði við mig að þetta væri allt of lítið hús. Í nafnasamkeppni sem haldin var í byrjun árs 2007 bárust 338 tillögur að 241 nafni. Álit nefndarinnar var einróma og gerði hún tillögu um að húsið skyldi hljóta nafnið Hof. Tveir skiluðu inn tillögu um nafnið Hof, þau Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson. En hér hafa fjölmargir verktakar lagt hér gjörva hönd á plóg. Árni Helgason sá um jarðvegsskipti og grundun, Ístak hf um uppsteypu og klæðniingu, Klemenz Jónsson um dúklögn, Völvusteinn um Gifsveggi og föst loft, Blikkrás um loftræsingu, Málningarmiðstöðin um málun, Magnús Gíslason um múverk, Haraldur Helgason um pípulögn, Rafmenn um rafkerfi og útrás um Stálsmíði. Innivinna hófst nú í janúar og eru verklok áætluð í júní 2009. Fram til þessa hefur framkvæmdin gengið mjög vel, það hefur verið lítið um vinnuslys og verkið á allan hátt gengið samkvæmt áætlun. Í hofinu okkar kemur til með að verða mjög fjölbreytt starfsemi. Hér verður tónlistarskólinn á efstu hæðunum en í öðrum rýmum verður meðal annars að finna veitingastað, upplýsingamiðstöð ferðamanna og Akureyrarstofu. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Leikfélagið verða hér með sína viðburði og ég á von á að húsið verði vinsælt til ráðstefnu og fundarhalda. Nú þegar eru farnar að berast pantanir fyrir ráðstefnuhald í Hofi allt fram til haustsins 2010 – í þessum geira er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ég vil nota tækifærið og þakka bæði hönnuðum, verktökum og þeim sem hér hafa komið að verki kærlega fyrir vel unnin störf. Þið eruð að skapa nýtt kennileiti fyrir Akureyri og þetta hús verður jafnframt minnisvarði um gott handbragð og fagmennsku íslenskra og erlendra fagmanna. Að endingu óska ég þess að starf ykkar og annarra hér innanhúss gangi að óskum hér eftir sem hingað til. Þið hafið skilað frábæru verki og eins og sagt er, verkið lofar meistarann.
https://www.akureyri.is/is/frettir/anna-gunnars-og-anna-richards-fa-starfslaun
Anna Gunnars og Anna Richards fá starfslaun Stjórn Akureyrarstofu hélt sína árlegu vorkomu í Ketilhúsinu á Akureyri í gær, sumardaginn fyrsta. Þar var tilkynnt hverjir hljóta starfslaun listamanna næsta árið og jafnframt voru veittar viðurkenningar Húsverndarsjóðs fyrir endurbætur á eldri byggingum. Starfslaun listamanna frá júní 2008 til maí 2009 hlutu Anna Gunnarsdóttir textíllistakona og fjöllistakonan Anna Richards. Alls bárust vel á annan tug umsókna. Í ræðu sinni á Vorkomunni sagði Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu, að þessi fjöldi umsókna og fjölbreytileiki listamannanna sjálfra og listgreina þeirra, væri til marks um gróskuna sem einkennir listalífið á Akureyri og sem felur jafnframt í sér heilmikið aðdráttarafl fyrir bæinn. Á síðasta ári fengu Björg Þórhallsdóttir söngkona og Kristján Ingimarsson leikari starfslaun til sex mánaða hvort. Viðurkenningar Húsverndarsjóðs voru annars vegar veittar fyrir endurbyggingu á Hafnarstræti 53, Gamla barnaskólanum, sem hýsir nú fjárfestingarbankann Saga Capital, og hins vegar fyrir miklar endurbætur á Kaupvangsstræti 6, Gömlu bögglageymslunni þar sem veitingahúsið Friðrik V er nú til húsa. Eiður Gunnlaugsson, núverandi eigandi Gamla barnaskólans, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital, tóku við viðurkenningum fyrir Hafnarstræti 53, en fyrir Kaupvangsstræti 6 tóku Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA og Friðrik Valur Karlsson veitingamaður við viðurkenningum. Gamla bögglageymslan er í eigu Klappa, fasteignafélags KEA. Aftari röð frá vinstri: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Elín Margrét Hallgrímsdóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu, Friðrik Valur Karlsson veitingamaður á Friðriki V, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital og Eiður Gunnlaugsson eigandi Gamla barnaskólahússins. Fremri röð frá vinstri: Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA, Anna Gunnarsdóttir textíllistakona og Anna Richards fjöllistakona.
https://www.akureyri.is/is/frettir/mig-langar-ad-flytja-til-akureyrar
Mig langar að flytja til Akureyrar Nú á dögunum funduðu forstöðumenn ríkisstofnana hér á Akureyri og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, færði einum forstöðumannanna óvænta gjöf sem öðruvísi innlegg í umræðu um flutning opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu. Sigrúnu var boðið að flytja erindi á fundinum og fjallaði hún þar um þá kosti sem Akureyri hefur að bjóða bæði fólki og fyrirtækjum. Undir lok erindis síns kallaði hún Guðmund Bjarnason, framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs upp í pontu til sín, og færði hún að gjöf forláta bol sem sjá má hér að neðan.
https://www.akureyri.is/is/frettir/godir-andresar-andar-leikar
Góðir Andrésar andar leikar Andrésar Andar leikunum 2008 lauk á laugardag með verðlaunaafhendingu í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta var í 33. sinn sem leikarnir eru haldnir, 765 keppendur voru skráðir til leiks, þar af 102 í göngu sem er metþátttaka frá upphafi. Mótahald gekk mjög vel og allt gekk eftir áætlun. Færi var mjög gott og ekki skemmdi veðrið fyrir, sól og blíða fyrstu tvo dagana en á laugardeginum var skýjað og nokkur vindur. Af keppendunum 765 voru 170 skráðir í 7 ára flokk og er auðséð að góð snjóaalög um mestallt land þennan veturinn hafa aukið mjög áhuga allra aldursflokka á skíðaíþróttinni. Mótshaldarar þakka öllu því frábæra fólki sem hjálpaði til á Andrésar andar leikunum að þessu sinni og síðast en ekki síst starfsfólki Hlíðarfjalls fyrir afar gott samstarf. Nánar á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar, www.skidi.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/stortonleikar-i-ma
Stórtónleikar í MA Í kvöld kl. 20.00 verða haldnir tónleikar í Kvos Menntaskólans á Akureyri til styrktar verkefni Barnaheilla, Bætum framtíð barna. Fram koma hin ástsæla söngkona Helena Eyjólfs, Óskar Pétursson stórsöngvari, Eyþór Ingi sigurvegari í Bandinu hans Bubba og Magni söngvari í hljómsveitinni Á móti sól. Tónleikarnir eru liður í lífsleikninámi nokkurra útskriftarnemenda Menntaskólans. Samtökin Barnaheill styðja menntun barna í stríðshrjáðum löndum, s.s. Afganistan, Kambódíu og Úganda. Auk þeirra sem að ofan eru nefnd koma fram á tónleikunum hin efnilegu Helga Maggý söngkona og hljómsveitin Flashy Hannes. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og aðgangseyrir er 1.500 krónur, 1.000 fyrir skólafólk. Veitingar eru seldar í hléi gegn vægu verði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/bae-bae-syningarlok
Bæ bæ sýningarlok Sunnudaginn 4. maí lýkur sýningunni „Bæ bæ Ísland" í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er átaksverkefni tuttugu og þriggja myndlistamanna og fjölmargra annarra sem vilja ræða landsins gagn og nauðsynjar með einum eða öðrum hætti. Höfundur verkefnisins og sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni í eru Ásmundur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Erling Þ. V. Klingenberg, Hallgrímur Helgason, Hannes Lárusson, Hlynur Hallsson, Inga Svala Þórsdóttir & Wu Shan Zhuan, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Libia Pérez de Siles de Castro & Ólafur Árni Ólafsson, Magnús Sigurðarson, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn Auðarson & Huginn Þór Arason, Þorvaldur Þorsteinsson og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Heiti verkefnisins, „Bæ bæ Ísland", vísar í fyrsta lagi til kveðjuhófs eða útfarar um 19. og 20. aldar hugmyndarinnar um Ísland. Það sem í gær var unga Ísland er nú tákn hins liðna.Bless bless (hin kristilega blessun) víkur fyrir hinu ennþá óformlegra bæ bæ og vitnar um leið um það hvernig íslenskan er farin á límingunum. Í öðru lagi hljómar bæ eins og sögnin að kaupa (buy) á ensku og verður því til eins konar undiráróður: „Kaupum kaupum Ísland!" „Bæ bæ Ísland" er þannig uppgjör við hugmyndina um tunguna sem upphaf og endi sögulegrar tilvistar þjóðarinnar, sem og möguleika hennar til að lifa af menningarlega útjöfnun hnattvæðingarinnar. Laugardaginn 3. maí kl. 14 mun Hlynur Hallsson myndlistamaður og þátttakandi í sýningunni vera með leiðsögn um sýninguna og eru allir velkomnir. Rýnt verður í einstök verk og velt upp spurningum um samfélagið og sýn listamanna og almennings á það. Spurningum verður velt upp eins og: Hvað er fallegt? Er allt leyfilegt? Getur listin breytt einhverju? Er komin kreppa? Hvar endar þetta? Boðið verður uppá umræður um sýninguna og einstök verk. Ítarlegar upplýsingar um listamennina og inntak sýningarinnar er að finna á vefsíðu Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/langar-thig-i-tonlist
Langar þig í tónlist? Nemendur í hljóðfæra- eða söngnámi í Tónlistarskólanum á Akureyri voru um 500 í vetur. Innritun fyrir skólaárið 2008-2009 stendur yfir frá 2.-16. maí frá klukkan 8-16 á skrifstofu skólans en einnig er hægt að sækja um á heimasíðunni www.tonak.is. Í Tónlistarskólanum er kennt á flest hljóðfæri og einnig söng, bæði klassískan og djass/dægurlagasöng. Reynt er að koma til móts við óskir nemenda um val á hljóðfæri en einhverjir biðlistar eru á sum hljóðfærin og því betra að tiltaka fleiri en eitt á umsóknina. Fyrir utan þá 500 nemendur sem lögðu stund á hljóðfæra- og söngnám í vetur, voru þónokkrir í tónæði en það eru tónlistartímar sem byrjað var með í haust og voru í boði fyrir nemendur í 3. og 4. bekk. Tónæðið er kennt hópum og fór kennslan fram í grunnskólunum að loknum skóladegi. Önnur nýjung í Tónlistarskólanum í vetur var tónleikur, tónlistarkennsla í leikskólunum. Kennari frá Tónlistarskólanum fór í 9 leikskóla á Akureyri og kenndi 300 börnum 3-6 ára. Þar var aðaláherslan lögð á söng og hreyfingu. Hljóðfæra og söngkennsla fer að mestu fram í húsnæði skólans að Hvannavöllum 14, en Tónlistarskólinn hefur einnig aðstöðu í öllum grunnskólum bæjarins og er hún mestmegnis nýtt fyrir yngstu nemendurna. Haustið 2009 mun svo skólinn flytja í Menningarhúsið Hof og mun þá aðstaðan breytast og batna heilmikið. Nemendur sem eru nú þegar í skólanum eru minntir á að þeir þurfa að endurnýja umsókn sína og einnig þeir sem eru á biðlista. Allar óstaðfestar umsóknir verða teknar af skrá 19. maí.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-starfsmannavefur
Nýr starfsmannavefur Tekinn hefur verið í notkun nýr gagnvirkur vefur fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar, http://sulur.akureyri.is, þar sem nálgast má upplýsingar sem skráðar eru um viðkomandi í SAP mannauðskerfi bæjarins. Vefurinn býður upp á marga möguleika, t.a.m. getur starfsfólk skráð náms- og starfsferil sinn á vefinn sem og uppfært persónuupplýsingar, s.s. breytingar á aðsetri, símanúmeri, bankaupplýsingum o.fl. Auk þess getur starfsfólk skoðað launaseðla sína á vefnum frá og með síðustu áramótum, fengið upplýsingar um stöðu orlofs og sent inn beiðni til viðkomandi yfirmanns um töku orlofs. Á forsíðu vefjarins birtist daglega listi yfir þá starfsmenn sem eiga afmæli ásamt lista yfir nýtt starfsfólk hjá Akureyarbæ. Að auki birtast á forsíðunni fréttir af starfsmannahandbókinni á heimasíðu Akureyrarbæjar. Einnig er á vefnum að finna starfsmannalista fyrir alla vinnustaði á vegum Akureyrarbæjar. Vefurinn verður í stöðugri þróun og á næstunni mun bætast við möguleiki á að skoða reikninga sem gefnir eru út af Akureyrarbæ á viðkomandi starfsmann s.s. leikskólagjöld og fasteignagjöld. Fljótlega mun einnig koma inn möguleiki á að skrá þátttöku á námskeið á vegum viðkomandi vinnustaðar. Sækja þarf um lykilorð á slóðinni http://sulur.akureyri.is sem síðan er sent í heimabanka viðkomandi starfsmanns. Hafi starfsmaður ekki aðgang að heimabanka getur viðkomandi nálgast lykilorðið hjá Starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar. Fyrirspurnum um aðgang að starfsmannavefnum svarar Kristjana Kristjánsdóttir, verkefnastjóri, með tölvupósti; [email protected] og í síma 460 1075.
https://www.akureyri.is/is/frettir/eyfirski-safnadagurinn-1
Eyfirski safnadagurinn Söfnin í Eyjafirði opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 3. maí. Fólk getur farið með safnarútum um allan fjörð að skoða söfn án endurgjalds. Tilefnið er eyfirski safnadagurinn en markmiðið með deginum er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða. Söfnin munu þennan dag kynna starfsemi sína og að þessu sinni verður áherslan á innra starf safna. Af því tilefni gefst gestum Minjasafnsins á Akureyri kostur á því að láta greina gersemar úr fórum sínum og á Byggðasafninu Hvoli á Dalvík verður hægt að fylgjast með hvernig safnmunir eru skráðir. Í Gamla bænum Laufási verður kynning og sýnikennsla á torfhleðslu en torfbær krefst mikils viðhalds og þá gildir að hafa handverkið í lagi. Á Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði verða bátasmiðir að vinna að safnkostinum í Bátahúsinu, viðtalasafn við iðnverkafólk verður kynnt á Iðnaðarsafninu og á Safnasafninu verður safnastefna þess kynnt. Auk þess bjóða söfnin uppá margt annað áhugavert þar má til dæmis nefna listflug, upplestur, leiðsögn, tónlist og kvikmyndasýningu. Eftirfarandi söfn verða opin frá 11-17 og aðgangur er ókeypis: Amtsbókasafnið, Davíðshús, Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Sigurhæðir, Byggðasafnið Hvoll á Akureyri, Gamli bærinn Laufás, Holt – hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey, Hús hákarla-Jörundar í Hrísey, Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar, Safnasafnið, Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, Smámunasafn Sverris Hermannssonar og Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Fólk getur farið með safnarútum um allan fjörðinn án endurgjalds og er þannig hvatt til að skilja bílinn eftir heima. Áætlanir safnarútanna eru sem hér segir: Safnarúta 1: Frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Hafnarstræti 82, kl. 10. Fer á Smámunasafn Sverris Hermannssonar, Safnasafnið og Gamla bæinn Laufás. Leiðsögumaður með í för. Heimkoma kl 15. Safnarúta 2: Frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Hafnarstræti 82, kl. 10. Fer á Byggðasafnið Hvol á Dalvík, Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði, Þjóðlagasetrið á Siglufirði og Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði. Leiðsögumaður með í för. Heimkoma kl 17. Hríseyjarferð: Farið með safnarútu 2 út á Árskógssand – siglt til Hríseyjar, leiðsögn í Húsi hákarla-Jörundar og Ölduhúsi – siglt með ferju með leiðsögn til Dalvíkur og farið á Byggðasafnið Hvol. Lágmarks fjöldi farþega í safnarúturnar er 10 manns. Safnastrætó : Frá Nætursölunni kl. 13, 14, 15 og 16 á milli safnanna á Akureyri. Verkefnið er afrakstur samstarfs safnafólks í Eyjafirði styrkt af Akureyrarstofu, Menningarráði Eyþings, Sérleyfisbílum Akureyrar og leiðsögumönnum á Norðurlandi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/danmork-eda-svithjod
Danmörk eða Svíþjóð? Akureyrskum ungmennum bjóðast sem kunnugt er ýmis skemmtileg tækifæri. Nú í sumar geta þau til að mynda farið á dönskunámskeið til Danmerkur eða vinabæjarmót ungmenna í Svíþjóð. Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri, í samstarfi við Skóladeild Akureyrarbæjar og Europahøjskolen í Danmörku, hafa staðið fyrir vellukkuðum tungumálanámskeiðum fyrir íslenska grunnskólanema (7. - 10 bekk) undanfarin fjögur ár. Námskeiðið er haldið í júní. Brottför frá Íslandi er 8. júní og heimkoma er 22. júní. Í ár eru 18 pláss í boði fyrir nemendur í 8. og 9. bekk grunnskóla. Kennsla fer fram í skólastofu í fjórar kennslustundir fyrir hádegi og eftir hádegi er kennt að mestu leyti utandyra í stórbrotnu umhverfi skólans og verður boðið upp á eitt og annað spennandi fyrir unga fólkið. 117 íslenskir nemendur hafa tekið þátt í þessum námskeiðum og hefur almenn ánægja verið með námsdvölina. Heimasíður námsskeiðanna 2006 og 2007 eru aðgengilegar á heimasíðu Norrænu upplýsingaskrifstofunnar www.akmennt.is/nu. Skráning er hafin á næsta námskeið sem haldið verður 8. - 22. júní og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband sem allra fyrst með tölvupósti til [email protected] eða í síma 462 7000. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Nordplus Sprog og Kultur. Dagana 4. til 9. ágúst verður haldið vinabæjamót í Västerås í Svíþjóð. Aðrir norrænir vinabæir Akureyrar eru Ålesund í Noregi, Randers í Danmörku og Lahti í Finnlandi. Til mótsins er boðið ungu fólki á aldrinum 16-20 ára, 16 fulltrúum frá hverju landi. Sérstaklega er leitað að fólki sem hefur tekið þátt í skapandi verkefnum og tómstundastarfi af einhverju tagi. Unnið verður í fjórum smiðjum: Frásagnarlist, sirkussmiðju, tónlistarsmiðju og dans- og hreyfismiðju. Engin krafa um sérstaka kunnáttu, allir geta verið með. Að auki verða með í för 2 fararstjórar og stjórnmálamenn frá Akureyrarbæ. Gist verður í stórri félagsmiðstöð í Västerås. Ferðalög, gisting og fæði eru án endurgjalds fyrir þátttakendur. Áhugasamt ungt fólk á aldrinum 16-20 ára getur skráð sig hjá Maríu Jónsdóttur hjá Norrænu upplýsingaskrifstofunni, netfang [email protected] eða í síma 462 7000. Skráningarfrestur er til 9. maí nk. Nánari upplýsingar um vinabæjamótið er að finna á: www.vasteras.se/novu2008.
https://www.akureyri.is/is/frettir/yfirlidsbraedur-i-ka-heimilinu
Yfirliðsbræður í KA-heimilinu Mánudaginn 12. maí (annan í hvítasunnu) kl. 20 verður haldin söng- og grínskemmtun í KA-heimilinu með þeim Yfirliðsbræðrum, Óskari Péturssyni og Erni Árnasyni, ásamt undirleikaranum Jónasi Þórir. Samstarf þessara manna er ekki nýtt af nálinni en þeir hafa komið fram áður þó ekki undir nafninu Yfirliðsbræður. Söng- og grínskemmtun þeirra er sú fyrsta í langri tónleikaröð á landsvísu en þar munu þeir fylgja eftir geisladiski þar sem þeir syngja lög eftir Everly Brothers. Hafa þeir félagar samið íslenskað texta við lögin og þykja þeir góðir. Nafnið Yfirliðsbræður er klár og bein tilvísun í Everly Brothers og einnig má koma fram að þeir félagar leggja þá meiningu í orðið að margar miðaldra konur falli hreinlega í yfirlið þegar þeir stíga á svið. Fátt eitt er vitað um sannleiksgildi þessa en það er þó víst að þessi skemmtun á eftir að kitla hláturtaugarnar og síðast en ekki síst á söngur þeirra eftir að ylja okkur um hjartarætur. Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson, Glerártorgi. Miðaverð er 2.500 krónur.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-skolastjori-brekkuskola
Nýr skólastjóri Brekkuskóla Jóhanna María Agnarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Hrísey, hefur verið ráðin skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri. Jóhanna María útskrifaðist með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands 1991 og Dipl.Ed. prófi í uppeldis- og menntnarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana frá sama skóla árið 2006. Jóhanna hefur því 17 ára starfsreynslu og þar af 6 ár sem skólastjóri. Skólastarf í Hrísey hefur gengið mjög vel undir hennar stjórn og þar hefur verið unnið að margþættu þróunarstarfi á þessum árum í góðu samstarfi við foreldra og samfélagið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/gestir-fra-grimsby
Gestir frá Grimsby Góðir gestir frá Grimsby eru nú á Akureyri í boði bæjarstjórnar og kynna sér ýmislegt í starfsemi sveitarfélagsins og ýmissa aðila og stofnana í bænum. Er meðal annars verið að endurgjalda heimsókn Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, bæjarstjóra, og föruneytis hennar til Grimsby fyrir um ári en einnig hefur verið rætt um að koma á vinabæjarsambandi og hugmyndin er að byggja það á samstarfi í atvinnumálum. Við Háskólann á Akureyri. Talið frá vinstri: Sigrún Björk Jakobsdóttir, Geoff Lowis, Keith Brookes, Stewart Swinburn, borgarstjóri í Norðaustur-Lincolnskíri, Karen Swinburn, eiginkona hans, Sigríður Stefánsdóttir, Colin Bulger, María Helena Tryggvadóttir, Peter Everett og Stuart Cake. Hópurinn fór víða í gær, heimsótti meðal annars Norðurorku og Háskólann á Akureyri, en lauk deginum með góðri heimsókn út í Hrísey. Í dag hitta gestirnir frá Grimsby ýmsa fulltrúa atvinnulífsins á Akureyri, hlýða á kynningu á Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi og Peter Everett, formaður verslunarráðs Norðaustur-Lincolnskíris, kynnir stöðu atvinnu- og þróunarmála í Grimsby og nágrenni.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tonleikar-i-tonlistarskolanum-2
Tónleikar í Tónlistarskólanum Um Hvítasunnuhelgina verða haldnir tvennir framhaldsprófstónleikar í Tónlistarskólanum, annars vegar leikur Ágúst Bragi Björnsson á gítar og hins vegar Helen M. Teitsson á blokkflautu. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Fyrri tónleikarnir eru laugardaginn 10. maí kl. 15 í sal skólans. Þar leikur Ágúst Bragi Björnsson gítarleikari verk eftir W. Walton, F. Tarrega, J.S. Bach, Coste-Sor, A. B. Mangóre og I. Albeniz. Ágúst Bragi hóf nám við Tónlistarskólann á Akureyri haustið 1996 og hefur kennari hans frá upphafi verið Kristján Þór Bjarnason. Seinni tónleikarnir eru mánudaginn 12. maí kl. 17 í sal skólans. Þar leikur Helen M. Teitsson blokkflautuleikari verk eftir P. Philidor, G.P. Telemann, J.S. Bach, C. Ball, J. Golland og M. Arnold. Meðleikari á píanó og sembal er Guðný Erla Guðmundsdóttir. Helen hefur stundað nám við Tónlistarskólann síðan haustið 1993 bæði á blokkflautu og klarinett. Allir eru hjartanlega velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/tilnefningar-til-sjonlistaverdlaunanna
Tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna Tilefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2008 voru kynntar í dag. Fyrir hönnun eru tilnefnd Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir fyrir fimm skartgripalínur sem kynntar voru á síðasta ári, Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýningu sína Stólar og Sigurður Eggertsson fyrir verk sín í grafískri hönnun frá árinu 2007 en þar var umfangsmest verkið Sequences. Í myndlist eru tilnefnd Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjartvíæringnum 2007, Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna Guð á samnefndri sýningu í Nýlistasafninu og Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland – samtaka hönnuða og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Markmið verkefnisins er að veita verðlaun á sviði sjónlista árlega og beina þannig sjónum að framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og hönnuða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis, stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfsmöguleika sjónlistamanna á Íslandi. Sex listamenn eða hópar listamanna sem starfa að jafnaði saman, hljóta tilnefningu á tveimur sviðum, myndlist og hönnun, fyrir framlag sitt til greinarinnar á tólf mánaða tímabili áður en tilkynnt er um tilnefningar. Allir hönnuðir og myndlistarmenn sem sýna verk sín á tímabilinu, eða kynna þau með öðrum hætti, koma til greina við tilnefninguna. Tveir úr þeirra hópi hljóta Sjónlistaorðuna, auk peningaverðlauna að upphæð 2.000.000 kr. hvor. Heiðursorðu Sjónlistar hlýtur myndlistarmaður eða hönnuður ár hvert fyrir einstakt æviframlag til sjónlistanna. Sjónlistaverðlaunin verða afhent í Flugsafni Íslands á Akureyri 19. september. Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, og fulltrúar helstu bakhjarla Sjónlistahátíðarinnar, Birna Einarsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Glitnis og Árni Gunnarsson forstjóri Flugfélags Íslands, undirrita samning um samstarfið.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ekki-dyrara-a-holmasol
Ekki dýrara á Hólmasól Vegna umræðna sem skapast hafa um leikskólagjöld á leikskólanum Hólmasól þar sem því er haldið fram að þau séu hærri þar en annars staðar, hefur Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: "Í bókun sem Hlynur Hallsson lagði fram í skólanefnd Akureyrarbæjar þann 5. maí sl. er því haldið fram að hvert pláss í leikskólanum Hólmasól sé dýrara fyrir Akureyrarbæ en í öðrum leikskólum sem reknir eru af bænum. Einnig er því haldið fram að foreldrar greiði hærra gjald í Hólmasól en í öðrum leikskólum bæjarins. Samkvæmt samningi sem gerður var við Hjallastefnuna ehf. þann 19. desember 2005 um rekstur leikskólans Hólmsólar, gildir gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar. Ef verið er að vitna til þess að foreldrar eru rukkaðir um aukagjöld er því til að svara að samkvæmt upplýsingum frá leikskólastjóra Hólmasólar er þar um að ræða gjald í foreldrafélag, gjald vegna aðgangs að myndasíðu og vegna kaupa foreldra á fatnaði á börn sín eða annars kostnaðar, svo sem kaupa á tilfallandi lengri vistun. Fram kemur í þessum upplýsingum að þessi kostnaður veltur á vilja og vali foreldra sjálfra. Af þessu má ljóst vera að foreldrar greiða sama gjald í Hólamsól eins og öðrum leikskólum bæjarins, nema þeir sjálfir ákveði annað. Hvert pláss í Hólmasól er ekki dýrara fyrir Akureyrarbæ en í öðrum leikskólum sem Akureyrarbær rekur. Þetta kemur fram þegar rekstrarkostnaður leikskólanna á árinu 2007 er borinn saman og tekið tillit til mismunandi fjölda leikskólakennara í skólunum. Í fjárhagsáætlun ársins 2008 er gert ráð fyrir vísitöluhækkun í rekstrarkostnaði Hólmasólar og er kostnaður á hvert pláss ekki meiri fyrir Akureyrarbæ, að teknu tilliti til fjölda leikskólakennara. Það er rétt að 20% af kostnaði við rekstur Hólmasólar er bundinn við neysluvísitölu. Þetta á ekki við aðra leikskóla þar sem ekki er í gildi sambærilegur rekstrarsamningur. Leikskólinn Hólmasól er rekinn fyrir samningsupphæðina á hverju ári og inni í þeim kostnaði er allur tilfallandi kostnaður s.s. vegna forfalla og afskrifaðra leikskólagjalda. Fjárhagsáætlanir leikskóla Akureyrarbæjar eru teknar til endurskoðunar á hverju ári og mikil frávik hjá leikskólum bæjarins þá metin og bætt í ef þannig stendur á. Einnig er það svo að ef rekstur leikskóla fer fram úr fjárhagsáætlun t.d. vegna mikils forfallakostnaðar, ber Akureyrarbær þann kostnað. Slík tilvik koma ekki upp í rekstri Hólmasólar. Það er því vandséð að sú fullyrðing standist að Akureyrarbær muni greiða hlutfallslega hærri upphæð á þessu ári en fyrir aðra leikskóla í bænum eins og Hlynur Hallsson heldur fram. Hlynur segir fjölbreytt skólastarf mikilvægt en einungis skuli treysta opinberum aðilum fyrir því. Þessu er ég algerlega ósammála og er hlynnt þjónustusamningum við einstaklinga eða fyrirtæki eins og Hjallastefnunna ehf. sem hefur skilað góðum árangri í rekstri leikskóla. Auk þess sem það hefur sýnt sig að samkeppni örvar opinberan rekstur á sambærilegum sviðum sem leitt hefur til meiri fjölbreytni. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf. er höfundur að hugmyndafræði Hjallastefnunnarog er skólanámsskrá hennar líklegast ein sú athyglisverðasta og þekktasta á Norðurlöndunum sem dregur til sín fjölda erlendra gesta, nemendur og rannsakendur á hverju ári. Margrét Pála hefur af miklum krafti og eljusemi skapað nýja valmöguleika í skólastarfi sem eins og Hlynur bendir á opinberir leikskólar hafa nýtt sér." Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jardgerdarstod-a-thvera
Jarðgerðarstöð á Þverá Í gær var undirritaður samningur milli Moltu ehf. og Þverár Fasteigna ehf. um byggingu jarðgerðarstöðvar á Þverá í Eyjafjarðarsveit. Stöðin mun taka til starfa í upphafi næsta árs en framkvæmdir við 1200 fermetra hús stöðvarinnar hefjast strax og nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna skipulags verður lokið. Í jarðgerðarstöðinni verður jarðgerður lífrænn úrgangur af Eyjafjarðarsvæðinu, í fyrstu frá matvælaframleiðendum og öðrum atvinnufyrirtækjum en reiknað er með að í kjölfarið fylgi flokkunarkerfi í sveitarfélögunum þannig að lífrænn úrgangur frá heimilum geti í framtíðinni farið til vinnslu í stöðinni. Undirbúningur að byggingu jarðgerðarstöðvarinnar hefur staðið um tveggja ára skeið. Félagið Molta ehf. var stofnað snemma árs 2007 um undirbúningsvinnuna og næsta skref stigið síðastliðið haust með hlutafjáraukningu og ákvörðun um tækjakaup. Með samningnum við Þverá Fasteign ehf. er síðan stigið eitt mikilvægasta skrefið í ferlinu, þ.e. ákvörðun um staðsetningu og byggingu stöðvarinnar. Samkvæmt samningnum leggur Þverá Fasteign fram lóð og byggir 1200 fermetra hús fyrir starfsemina. Molta ehf. kaupir tækjabúnað og mun annast rekstur stöðvarinnar. Helstu hluthafar í Moltu ehf. eru Flokkun, Norðlenska, Kjarnafæði, Tækifæri, Gámaþjónustan ehf., Sagaplast ehf., Preseoco OY og Þverá Fasteign ehf. Stöðin mun í byrjun vinna úr um 10.000 tonnum af lífrænum úrgangi á ári, sem skilar um 6000 tonnum af fullunninni moltu. Um er að ræða meira en helming af öllum þeim lífræna úrgangi sem nú fer í urðun á Glerárdal. Á myndinni eru frá vinstri: Feðgarnir Ari Hilmarsson og Jón Bergur Arason, eigendur Þverár Fasteignar ehf., Hermann Jón Tómasson, formaður stjórnar Moltu og Eiður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Flokkunar ehf. Hermann Jón Tómasson, formaður stjórnar Moltu ehf., segist sannfærður um að með tilkomu jarðgerðarstöðvarinnar verði stigið mjög stórt framfaraskref í umhverfismálum á Eyjafjarðarsvæðinu. „Við höfum beðið þess lengi að hægt verði að finna aðrar lausnir varðandi lífræna úrganginn, sem er sá hluti úrgangsins sem erfiðast hefur verið við að eiga til þessa. Moltan sem til fellur verður nýtanleg í alls kyns uppgræðsluverkefni en það er einnig mikill vilji til þess hjá Moltu ehf. að þróa frekari úrvinnslu á moltunni í framhaldinu og gera afurðina þannig verðmætari fyrir fyrirtækið. En fyrsti áfanginn eru framkvæmdirnar, að hefja vinnsluna í stöðinni og koma þannig stærstum hluta af lífrænum úrgangi héðan af svæðinu í góðan farveg. Fyrir alla Eyfirðinga verður langþráðum áfanga náð með því að stöð Moltu ehf. kemst í gangið,“ segir Hermann Jón. Eins og áður segir verður reist um 1200 fermetra vinnsluhús á Þverá fyrir starfsemi Moltu en öll vinnslan fer fram innan dyra. Tækjabúnaður kemur frá Finnlandi og eru sjálfar jarðgerðartromlurnar sex nú þegar komnar til Akureyrar. Þeim verður komið fyrir á húsgrunninum áður en vinnsluhúsið rís. Áætlanir miða við að verkefnið í heild kosti um 430 milljónir króna. Á aðalfundi Moltu ehf. í byrjun vikunnar var samþykkt heimild til aukningar hlutafjár um 120 milljónir króna en verkefnið verður fjármagnað með hlutafé og lánafyrirgreiðslu frá Byggðastofnun, sem fengist hefur vilyrði fyrir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/dagny-linda-haett-keppni
Dagný Linda hætt keppni Dagný Linda Kristjánsdóttir, fremsta skíðakona Íslands um árabil, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna og hætta æfingum og keppni. Ástæðan eru þau þrálátu meiðsli sem Dagný Linda hefur átt við að stríða í vetur á hægri fótlegg og liggur fyrir að hún þarf að fara í aðgerð til þess að freista þess að fá sig góða af þeim. Ekki er hins vegar tryggt að aðgerð myndi skila fullum bata. „Ég er sátt við að hafa tekið þessa ákvörðun þó það séu mér mikil vonbrigði að geta ekki náð því markmiði, sem ég hafði sett mér, að keppa á Ólympíuleikunum í Vancouver í Kanada árið 2010. Það er ljóst að þau meiðsli sem ég hef átt við að stríða í vetur hafa nú sett verulegt strik í reikninginn. Á mínum ferli hef ég upplifað margt og haft tækifæri til þess að ferðast til fjölmargra landa vegna æfinga og keppni. Fyrir það er ég afar þakklát. Sá stuðningur sem ég hef fengið frá Skíðasambandinu, Akureyrarbæ, fjölmörgum fyrirtækjum, Afrekssjóði ÍSÍ, Skíðafélagi Akureyrar, sjúkraþjálfurum og læknum að ógleymdri fjölskyldu minni hefur verið mér ómetanlegur og án hans hefði ég ekki keppt á skíðunum í öll þessi ár. En meiðsli hafa tekið sinn toll. Ég var frá æfingum og keppni meira og minna í tuttugu mánuði á árunum 2004 og 2005 vegna hnémeiðsla og nú bætast við þessi meiðsli, sem hafa gert mér mjög erfitt fyrir við æfingar og keppni í allan vetur. Að öllu samanlögðu taldi ég því rétt á þessum tímapunkti að láta hér staðar numið, þó svo að ég viðurkenni það fúslega að sú ákvörðun var mér erfið,“ segir Dagný Linda Kristjánsdóttir. Dagný Linda Kristjánsdóttir á sérlega glæsilegan feril að baki. Hún keppti á sínu fyrsta FIS-móti árið 1996 og síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Nokkrir punktar um skíðaferil Dagnýjar Lindu: Hún hefur keppt á 316 alþjóðlegum mótum í þrettán þjóðlöndum. Tekið þátt í tvennum Ólympíuleikum, annars vegar í Salt Lake City í Bandaríkjunum árið 2002 og hins vegar í Tórínó á Ítalíu árið 2006. Keppt á þremur heimsmeistaramótum – í St. Anton í Austurríki árið 2001, St. Moritz árið 2003 og Åre í Svíþjóð árið 2007. Keppt á 31 heimsbikarmóti – það fyrsta var í bruni í Lenzerheide í Sviss árið 2002. Keppt á 39 Evrópubikarmótum. Verið í einu af fimm efstu sætunum á 87 alþjóðlegum mótum, þar af verið í 1. sæti á 35 mótum, 2. sæti á 17 mótum og 3. sæti á 12 mótum. Hefur átján sinnum orðið Íslandsmeistari á skíðum, fyrst árið 1997. Hefur keppt á norska, sænska og þýska meistaramótinu og verið í einu af fimm efstu sætunum á þeim öllum. Besti árangur á stórmótum er 23. sæti í bruni og risasvigi á Ólympíuleikunum í Tórínó árið 2006 og 19. sæti í samanlögðu bruni og svigi á HM í St. Moritz í Sviss árið 2003. Sjö sinnum hefur Dagný Linda verið valin skíðakona ársins. Þrisvar sinnum hefur Dagný Linda verið valin Íþróttamaður Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vorhreinsun-a-akureyri
Vorhreinsun á Akureyri Vorhreinsun á Akureyri lýkur mánudaginn 19. maí. Eigendur og umráðamenn lóða eru hvattir til að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði. Setja má ruslið að götukanti og starfsmenn bæjarins sjá um að fjarlægja það. Hreinsun er lokið í ýmsum hverfum en þessi eru eftir, svo enn er tími til stefnu: Föstudagur 16. maí: Miðbær, Oddeyri og ytri brekka norðan Þingvallastrætis og austan Mýrarvegar. Mánudagur 19. maí: Holtahverfi, Hlíðahverfi, Síðuhverfi og Giljahverfi. Gert er ráð fyrir að trjábolir og sverar greinar fari í kurlun og má því ekki blanda því saman við annan garðaúrgang. Flokka þarf rusl eins og hægt er samkvæmt viðteknum venjum, þ.e. járn, timbur, o.s.frv. Í samvinnu við hestamenn verða gámar fyrir rusl staðsettir í Breiðholti og Hlíðarholti til 19. maí og eru lóðarhafar í þessum hverfum hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu. Nánari upplýsingar: Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar, sími 460 1212.
https://www.akureyri.is/is/frettir/samningur-um-oldrunarlaekningathjonustu
Samningur um öldrunarlækningaþjónustu Fimmtudaginn 8. maí var skrifað undir samning á milli Öldrunarheimila Akureyrar og FSA um öldrunarlæknaþjónustu. Samningurinn felur í sér að frá og með 1. september nk. mun öldrunarlækningadeild FSA annast alla læknis- og vaktþjónustu á öldrunarheimilum Akureyrarbæjar. Með samningi þessara aðila fjölgar öldrunarlæknum um tvo á Akureyri og mun þjónustan á þessu sviði aukast verulega, Akureyringum og nærsveitamönnum til hagsbóta. Öldrunarheimili Akureyrar hafa um langt skeið notið góðrar þjónustu lækna á Heilsugæslustöð Akureyrar en með þessum samningi við FSA mun þjónustan verða stóraukin og gefst þá betri tími og tækifæri til þróunar og breyttra vinnubragða. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og hlakka starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar til samstarfsins við öldrunarlækningadeild FSA um leið og læknum HAK er þakkað gott samstarf á liðnum árum. Myndin er frá undirritun samningsinis. Þorvaldur Ingvarsson, framkvæmdastjóri lækninga á FSA og Brit Bieltvelt framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaffihusamessa-i-hrisey
Kaffihúsamessa í Hrísey Kaffihúsamessa og tónleikar verða haldnir í félagsheimilinu Sæborg í Hrísey laugardaginn 10. maí kl. 16.00. Séra Kristján Björnsson sóknarprestur í Vestmanneyjum ásamt kaffihúsakór Landakirkju flytja guðþjónustu á léttum og ljúfum nótum. Foreldrafélag Grunnskólans í Hrísey verður með kaffiveitingar til fjáröflunar fyrir félagsstarfið. Áætlun Hríseyjarferjunar: Frá Árskógssandi kl. 15.30 / frá Hrísey 17.30 / 19.30. Sjá nánar á slóðinni www.akureyri.is/hrisey/ferjan/.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinnuhjuskildagur
Vinnuhjúskildagur Sögulegir íslenskir merkisdagar sem tengjast atvinnulífi er margir. Þar á meðal má nefna hinn veraldlega merkisdag sem vinnuhjúaskildagur var en sá dagur tengist bændasamfélaginu. Í tilefni þessa merkisdags og sumaropnun Gamla bæjarins í Laufási munu STOÐvinir Minjasafnins flytja fróðleiksmola um vinnuhjúaskildaginn fimmtudaginn 15. maí kl. 14 og kveðnar verða rímur í baðstofunni. Gamli bærin verður opinn þennan dag milli kl. 14 og 16. Kaffi/kakó og lummur verða á boðstólum í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn til 15. september daglega kl. 9-18.
https://www.akureyri.is/is/frettir/umhverfisdagur-lunda-og-gerdahverfis-2
Umhverfisdagur Lunda- og Gerðahverfis Laugardaginn 17. maí verður blásið til umhverfisdags og hverfishátíðar í Lunda- og Gerðahverfi. Átakið hefst klukkan 10 að morgni við Lundarskóla, þar sem íbúar fá afhenta ruslapoka og verður hreinsað til á göngustígum, opnum svæðum, leikvöllum og annars staðar utan lóða í hverfinu. Klukkan 11.30 hefjast hátíðarhöld við Lundarskóla. Þar verða ýmis skemmtiatriði. Siggi Ingimars kemur og skemmtir, einnig verða skemtiatriði frá kór eldriborgara og nemendum skólans sem og leikskólabörnum. Glæsileg sýning verður innandyra á verkum nemenda við skólann, einnig verða þrautir og leikir og svo verða grillaðar pylsur í boði Norðlenska og kókómjólk í boði MS.
https://www.akureyri.is/is/frettir/metadsokn-a-skidasvaedin
Metaðsókn á skíðasvæðin Skíðsvæðin á Íslandi hafa lokið starfssemi sinni þennan veturinn sem óhætt er að segja að hafi verið með þeim allra bestu frá upphafi. Á ársfundi Samtaka skíðavsæða á Íslandi sem haldinn var á skíðsvæðinu í Oddskarði dagana 8.-9. maí voru birtar aðsóknartölur skíðasvæða landsins. Fyrstu skíðasvæðin voru opnuð í byrjun desember og þeim síðustu lokað núna um Hvítasunnuna. Alls sóttu um 170 þúsund manns skíðsvæðin heim sem er það mesta síðan talningar hófust. Mest var aðsóknin í Bláfjöllum, eða um 60 þúsund manns, og í Hlíðarfjall á Akureyri voru gestirnir um 50 þúsund. Í fyrsta skipti í mörg ár voru öll skíðsvæðin á landinu opin á sama tíma. Aukin aðsókn var að öllum skíðasvæðum um allt land. Til marks um það var sala á skíða- og snjóbrettabúnaði með besta móti og varð margvíslegur búnaður sem er til sölu í skíðavöruverslunum uppseldur um miðjan vetur, sérstaklega var tekið eftir aukningu á notkun skíðahjálma.
https://www.akureyri.is/is/frettir/spitalavegur-deiliskipulag
Spítalavegur - deiliskipulag Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að endurskoðun deiliskipulags Spítalavegar. Skipulagssvæðið nær til Spítalavegar, Steinatraðar og Tónatraðar. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir 12 nýjum lóðum fyrir einbýlishús og einstefnu upp Spítalaveginn að Steinatröð. Tillöguuppdráttur mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 14. maí - 25. júní 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Spítalavegur - tillaga að deiliskipulagi. Spítalavegur - skýringaruppdráttur A. Spítalavegur - skýringaruppdráttur B. Spítalavegur - skýringaruppdráttur C. Spítalavegur - loftmynd. Spítalavegur - greinargerð. Spítalavegur - gildandi deiliskipulag frá 1990. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 25. júní 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 14. maí 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vals-yfir-midbaenum
Vals yfir miðbænum Opnunaratriði AIM Festivals, alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Akureyri dagana 12. til 16. júní næstkomandi, verður með dirfskulegra móti í ár. Þá mun Arngrímur Jóhannsson, flugkappi, dansa á svifflugvél sinni yfir miðbæ Akureyrar við undirspil vals, sem sérstaklega var saminn fyrir tónlistarhátíðina. Valsinum verður útvarpað beint í Síðdegisútvarpi Rásar 2, stundvíslega kl. 16.30, fimmtudaginn 12. júní, svo áhorfendur geta hlustað á lagið og fylgst með svifflugi Arngríms á meðan. Arngrímur, sem er sérlegur verndari tónlistarhátíðarinnar, segist með þessu dirfskufulla opnunaratriði, slá tvær flugur í einu höggi og sameina sín áhugamál; listflug og tónlist. Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld, samdi valsinn og Kristján Edelstein, tónlistarmaður, útsetti. AIM Festival er nú haldin í þriðja sinn á Akureyri. Þetta er alhliða tónlistarhátíð sem býður upp á breitt úrval tónlistar; popp, rokk, djass, pönk, blús og klassík. Í fyrra komu 90 tónlistarmenn frá 14 þjóðlöndum og hátíðin verður ekki síður glæsileg í ár þegar Akureyri mun iða af músík í fimm daga samfleytt. Meðal tónlistarmanna sem troða upp á AIM Festival í ár eru þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky sem spilar sambland af djassi og poppi og er gjarnan líkt er við meistara Miles Davis og ástralska sveitin Hoodangers sem spilar létt og pönkað djass og hafa ekki síst vakið athygli fyrir kraftmikla og húmoríska sviðsframkomu. Hrund Ósk Árnadóttir, hin nýja íslenska blúsdrottning kemur fram með hljómsveitinni Park Projekt á Marínu á föstudag og ísfirski undradrengurinn Mugison spilar á sérstöku Kimi Records kvöldi á Græna hattinum á laugardag ásamt ungu poppurunum í Retro Stefson og gleðipönkurunum Helga og hljóðfæraleikurunum. Klassíkinni verða gerð mjög góð skil á AIM Festival. Mótettukórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar flytur stórvirkið Vesper op 37 eftir Rachmaninov í Akureyrarkirkju á sunnudaginn en með þeim í för eru tveir rússneskir bassasöngvarar. Þá mun píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson flytja valsa eftir Brahms og Beethoven á flyglinum í Ketilhúsinu. Hin eina sanna akureyrska gleðihljómsveit, Hvanndalsbræður, munu síðan slá botninn í tónlistarhátíðina með tónleikum á Græna hattinum á mánudagskvöld. Nánari upplýsingar um AIM Festival og dagskráin öll er inni á heimasíðu hátíðarinnar: www.aimfestival.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/evropa-unga-folksins
Evrópa unga fólksins Verkefnið Evrópa unga fólksins verður kynnt á fundi í Húsinu á 4. hæð í Rósenborg á Akureyri þriðjudaginn 20. maí nk. Evrópa unga fólksins er hluti af Ungmennaáætlun Evrópusambandsins. Styrkir verkefnisins gefa marga skemmtilega möguleika fyrir ungt fólk á aldrinum 13–30 ára og þá sem vinna með ungu fólki. Viltu eignast nýja vini í Evrópu ? Ertu hugmyndaríkur? Viltu hafa áhrif á samfélagið þitt? Blundar í þér ævintýraþrá? Ertu að vinna að æskulýðsmálum? Ef eitthvað af þessu á við, getur Evrópa unga fólksins gefið viðkomandi möguleika á að láta drauma sína rætast. Ungt fólk er hvatt til að mæta á fundinn til að kynnast því sem verkefnið hefur upp á að bjóða. Rétt er að tilkynna þátttöku með því að senda póst á netfangið [email protected].
https://www.akureyri.is/is/frettir/minningarsjodur-thorgerdar-s-eiriksdottur-2
Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur Nemendur sem stundað hafa nám við Tónlistarskólann á Akureyri og hyggja á eða hafa þegar hafið háskólanám í tónlist, geta sótt um styrk úr Minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur. Umsóknarfrestur er til 21. maí og þurfa umsækjendur að greina frá námsferli og námsáformum í umsókn sinni. Þorgerður S. Eiríksdóttir fæddist 20. janúar 1954 og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri vorið 1971. Hún þótti mjög efnilegur píanóleikari og var nýkomin til Lundúnaborgar til að hefja framhaldsnám þegar hún lést af slysförum 2. febrúar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar minningarsjóð ásamt Tónlistarfélagi Akureyrar, Tónlistarskólanum og kennurum við skólann. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur sem lokið hafa burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms. Megintekjulind sjóðsins er að jafnaði vextir af höfuðstól ásamt tekjum af styrktartónleikum sem nemendur og kennarar Tónlistarskólans halda árlega. Sjóðurinn hefur einnig tekjur af minningarframlögum en minningarkort eru seld í Tónlistarskólanum á Akureyri og Pennanum.
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverkssyning-i-hlid-3
Handverkssýning í Hlíð Hin árlega handverkssýning í Hlíð verður haldin sunnudaginn 19. og mánudaginn 20. maí nk. Þar sýna íbúar öldrunarheimilanna og dagþjónustugestir einstakt handverk. Söluhornið vinsæla verður á sínum stað og sömuleiðis kaffihlaðborðið góða. Opið verður á sunnudag frá kl. 13-17 en frá kl. 13-16 á mánudag. Allir eru velkomnir.
https://www.akureyri.is/is/frettir/opnun-a-listasafninu
Opnun á Listasafninu Laugardaginn 17. maí kl. 13 verður sýningin Facing China ( Augliti til auglitis við Kína ) opnuð í Listasafninu á Akureyri. Heiti sýningarinnar endurspeglar meginstef hennar, manninn og andlitið, sem sjá má í málverkum og skúlptúrum eftir níu kínverska samtímalistamenn sem vakið hafa alþjóðlega athygli og sett hvert sölumetið á fætur öðru í uppboðshúsum heimsins. Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Chen Qing Qing, Fang Lijun, Liu Ye, Tang Zhigang, Wei Dong, Yang Shaobin, Yue Minjun, Zhang Xiaogang og Zhao Nengzhi. Öll verkin á sýningunni koma úr fórum hollenska listaverkasafnarans Fu Ruide. Hann hefur reynst Listasafninu á Akureyri mikill haukur í horni við mótun og undirbúning sýningarinnar og bætti við mörgum nýjum verkum í safn sitt til að gera hana sem best úr garði. Af þessu tilefni hefur verið gefin út glæsileg 270 síðna bók í hörðu bandi á ensku og kínversku sem í rita, auk forstöðumanns Listasafnsins og eiganda verkanna, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, hinn þekkti bandaríski listfræðingur Robert C. Morgan og virtasti gagnrýnandi kínverskrar myndlistar, Li Xianting, sem stundum er kallaður guðfaðir samtímalistarinnar þar í landi. Þá hefur Listasafnið gefið út dagblað sem hefur að geyma valda texta á íslensku og myndir í áðurnefndri bók. Sýningin er sett upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, sem árið 2008 er að miklu leyti helguð alþjóðlegri myndlist. Frá Akureyri ferðast sýningin víða um lönd og verður hún meðal annars sett upp í söfnum í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. „Skandinavíuför" hennar lýkur árið 2010, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt listasafn á frumkvæðið að skipulagningu alþjóðlegrar farandsýningar af þessari stærðargráðu. Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri. Verkin úr safni Fu Ruide voru ekki einvörðungu valin vegna verðleika sinna, heldur einnig til að þau væru í samræmi við stef sýningarinnar, sem er manneskjan, fas hennar og fés, og þar af sprettur heitið, Facing China . En þótt líta megi á sýninguna harla bókstaflega í þessu tilliti, er heitið einnig margrætt með ráðnum hug, jafnvel eilítið ógnvænlegt, þar eð það að standa „augliti til auglitis við eitthvað" þýðir að takast á við veruleikann. Sýningin býður því birginn að mögulega kvikni einhverjar væntingar til kínverskrar listar um að hún sé annaðhvort sprottin af eintómri pólitík eða seiðandi „exótísk" og öðrum hefðbundnum grillum. Málverkin og skúlptúrarnir á sýningunni eru ekki til marks um „Kínverjaskap" þessara listamanna. Þess í stað afhjúpa þau stereótýpur, beina sjónum okkar frá hinu dálítið kunnuglega að djúpri sjálfshygli þegar við leiðum augun um andlitin og líkamana sem bregður fyrir í verkunum. Þau afhjúpa persónulegar og andlegar sneiðmyndir af fólkinu sem þau sýna, og mannlega eiginleika sem eru almennari en áhorfandinn kann að gera sér í hugarlund við fyrstu sýn. Nánari upplýsingar sýninguna er að finna á vefsíðu Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/minjasafnid-tilnefnt-til-islensku-safnverdlaunanna
Minjasafnið tilnefnt til Íslensku safnverðlaunanna Félag íslenskra safna og safnmanna ásamt Íslandsdeild ICOM (Alþjóðarás safna) standa saman að íslensku safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara fram úr. Eftirtalin söfn eru tilnefnd til Safnverðlaunanna 2008: Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði, Minjasafnið á Akureyri og Safnasafnið á Svalbarðströnd. Verðlaunin voru fyrst veitt Síldarminjasafninu á Siglufirði árið 2000 og eru nú veitt í sjötta sinn. Síðast fékk Minjasafn Reykjavíkur viðurkenninguna meðal annars fyrir Landnámssýninguna 871±2 við Aðalstræti. Í ár var kallað eftir ábendingum frá almenningi með auglýsingu í blöðum og bárust yfir sextíu hugmyndir sem endurspegla fjölbreytini og metnað í íslensku safnalífi. Þrjú söfn voru valin til tilnefningar úr þessum fjölda. Mikill fjöldi góðra ábendinga barst og er ljóst að áhugaverð verkefni verða tilnefnd. Dómnefnd er skipuð fulltrúum félaganna tveggja og fulltrúa frá því safni sem síðast hlut verðlaunin. Umsögn dómnefndar um þessi þrjú söfn var ítarlega og vel rökstudd. Hér má sjá umsögn hennar um Minjasafnið á Akureyri. "Minjasafnið á Akureyri er eitt öflugasta byggðasafn landsins og í góðum tengslum við umhverfi sitt. Það hefur markvisst byggt upp öfluga starfsemi þar sem hin innri og þýðingarmiklu störf hafa verið unnin af alúð og samviskusemi. Það stendur fyrir metnaðarfullum sýningum í Laufási, Kirkjuhvoli á Akureyri, Nonnahúsi og víðar. Safnfræðsla, þar sem safnkennsla er í lykilhlutverki, og önnur miðlun, eru til fyrirmyndar. Safnið hefur um árabil virkjað almenning til samvinnu til að viðhalda þekkingu eldri kynslóða og notað rannsóknir á minjaumhverfinu, s.s. fornleifaskráningar, - rannsóknir og húsakannanir til vitundarvakningar um menningu byggðanna. Safnið varðveitir þúsundir muna og heimilda um minjaumhverfið og á mikið safn ljósmynda. Allt skráð með aðgengilegum hætti. Safninu hefur tekist að virkja vel áhugamannafélög, sem standa að safninu, sýna vel lifandi áhuga heimamanna og starfsfólks safnsins fyrir störfum þess. Með hinu nýja Gásaverkefni sýnir safnið hvernig hægt er að nýta minjaarfinn til vitundarvakningar um þýðingu minjastaða og sögunnar og hvernið hægt er að sameina krafta áhugahópa í starfsumhverfi safnsins um leið og styrktar eru stoðir menningartengdrar ferðaþjónustu í héraði. Minjasafnið á Akureyri er til fyrirmyndar varðandi tengsl safns og samfélags."
https://www.akureyri.is/is/frettir/la-hlytur-11-tilnefningar-til-grimunnar
LA hlýtur 11 tilnefningar til Grímunnar Nú liggja fyrir niðurstöður um tilnefningar til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar leikárið 2007-2008. LA kemur afar sterkt út úr tilnefningum ársins og hlýtur 11 tilnefningar sem er meira en nokkru sinni fyrr. Að auki er líklegt að LA komi sterkt út úr vali á áhorfendasýningu ársins, enda hafa sýningar leikhússins notið mikilla vinsælda í vetur – og meiri vinsælda en flestar aðrar sýningar leikársins á landinu. Leikárið sem nú er að líða er það aðsóknarmesta í sögu Leikfélags Akureyrar. Rúmlega 40.000 gestir sáu sýningar félagsins á Akureyri sem er 40% aukning frá metárinu í fyrra. Tilnefningarnar til LA eru eftirfarandi: Sýningin Dubbeldusch sem sýning ársins Óvitar sem barnaleiksýning ársins Björn Hlynur sem leikskáld ársins fyrir Dubbeldusch Þröstur Leó sem leikari ársins fyrir Ökutíma Hilmar Jónsson sem leikari ársins fyrir Dubbeldusch Harpa Arnardóttir sem leikkona ársins fyrir Dubbeldusch Lay Low fyrir tónlist ársins fyrir Ökutíma Frank Hall fyrir tónlist ársins í Dubbeldusch Lay Low sem söngkona ársins fyrir Ökutíma Aðalsteinn fyrir lýsingu ársins í Frelsaranum Filippía Elísdóttir fyrir búninga ársins í Ökutímum Val á sýningu ársins að mati áhorfenda er framundan og spennandi verður að sjá hvort sýningar LA í vetur komi jafn vel út og síðustu misseri en Óliver!, Fullkomið brúðkaup og Litla hryllingsbúðin voru sigursæl. Óvitar og Fló á skinni eru meðal allra vinsælustu sýninga ársins á Íslandi en hinar sýningarnar tvær, Ökutímar og Dubbeldusch hlutu einnig afburða aðsókn. Gríman verður afhent þann 13. júní næstkomandi. Nýr leikhússtjóri, María Sigurðardóttir undirbýr nú nýtt og glæsilegt leikár, það fyrsta undir hennar stjórn. Síðustu gestasýningar leikársins eru framundan.
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarstefnur-sveitarfelaga
Menningarstefnur sveitarfélaga „Menningarstefnur sveitarfélaga – marklaus plögg eða tæki til framfara?” er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Ketilhúsinu á morgun, fimmtudaginn 22. maí. Á ráðstefnunni verður fjallað um menningarstefnur sveitarfélaga og hvernig þær geti stuðlað að framförum og eflingu byggðar í landinu. Frummælendur eru Helgi Gestsson, lektor við Háskólann á Akureyri; Njörður Sigurjónsson, lektor við Háskólann á Bifröst og Gísli Sverrir Árnason, ráðgjafi hjá R3 ráðgjöf. Helgi Gestsson mun fjalla um menningarstefnu á landsbyggðinni, sérstöðu og sóknarfæri. Njörður Sigurjónsson fjallar um menningu og milliliði og Gísli Sverrir Árnason um menningarstarf sem vaxtarsprota byggðanna. Auk þeirra munu Björg Erlingsdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, fjalla um vinnu sveitarfélags í skjóli stefnumótunar og Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, mun fjalla um hugmyndafræðina að baki Akureyrarstofu. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Menningarráðs Eyþings, Menningarráðs Austurlands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst og Akureyrarstofu. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16.15. Ráðstefnan er öllum opin endurgjaldslaust.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-verkefni-saman-hopsins
Nýtt verkefni SAMAN-hópsins Akureyrarbær hefur um langa hríð tekið þátt í starfi SAMAN-hópsins sem er hópur fólks víða af landinu sem vinnur að málefnum barna og hefur forvarnafulltrúi Akureyrarbæjar tekið virkan þátt í starfinu. Hópurinn hefur beitt sér fyrir jákvæðum skilaboðum til foreldra um mikilvægi samveru foreldra og barna og jafnframt vakið athygli á ýmsum hættum sem tengjast neyslu á vímuefnum. Samtökin hafa engin föst fjárframlög en sækja styrki til starfseminnar víða. Samfélags- og mannréttindadeild Akureyrarbæjar veitti starfinu nýlega styrk og í dag tóku fulltrúar SAMAN-hópsins, Heiðrún Janusardóttir og Geir Bjarnason, við styrk frá Pokasjóði sem nam þremur milljónum króna. Pokasjóður hefur verið dyggur stuðningsaðili hópsins og framlag hans komið að góðum þörfum. Að þessu sinni styður Pokasjóður SAMAN-hópinn við gerð og dreifingu Fjölskylduspilastokks. Marmiðið með spilastokknum er að hvetja fjölskyldur til aukinna samvista og koma jákvæðum skilaboðum inn á flest heimili landsmanna þar sem eru börn. Um er að ræða sérhannaðan spilastokk sem er merktur Pokasjóði og þar sem fram koma jákvæð skilaboð til fjölskyldna. Spilastokkurinn er góð leið til að ýta undir góð samskipti á heimilum og hvetja fólk til að vera meir saman.
https://www.akureyri.is/is/frettir/thad-er-edlilegt-ad-eldast
Það er eðlilegt að eldast Í síðustu viku var haldið á Hótel KEA afar áhugavert námskeið um Eden Alternative hugmyndafræðina. Starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar eru frumkvöðlar í að kynna þessa hugmyndafræði á Íslandi og undirbjuggu þetta námskeið í samstarfi við Símey. Fyrirlesarinn, Jane Verity, er frumkvöðull og boðberi Eden hugmyndafræðinnar á Norðurlöndum og eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi í öldrunamálum víða um heim. Á öldrunarstofnunum hefur víðast hvar verið mikil áhersla á sjúkdóma og meðferð við þeim sem í sjálfu sér er eðlilegt þar sem aldraðir á öldrunarstofnunum búa við vaxandi heilsuleysi. Í Eden hugmyndafræðinni er hins vegar lögð áhersla á að öldrun sé eðlilegt ástand en ekki sjúkdómur, sjúkdómar séu meðhöndlaðir á sjúkrahúsum en öldrunarstofnanir séu heimili þeirra sem þar búa. Því þurfi að breyta menningunni á öldrunarstofnunum, það þurfi að draga úr sjúkdómshugsun og í stað þess leggja áherslu á heimilisbrag, viðmót og virðingu. Áhersla er á einstaklinginn og þarfir hans og getu íbúanna í stað þess að einblína á sjúkdóma og getuleysi eins og oft hefur verið gert. Áhersla er á umhyggju og hlýju, óvæntar uppákomur, liti og gleði þar sem börn, plöntur og dýr eru sjálfsagður hluti af tilverunni. Takmarkið er að þróa þjónustuna í nokkurs konar gróðurreiti þar sem öllum líður vel og íbúar hlakka til hvers dags. Líkja má starfsmönnum við garðyrkjumenn sem undirbúa jarðveginn, sá fræjum og yrkja garðinn til þess að skapa skjólsæla gróðurreiti. Slíkt taki tíma en þrautseigja og þolinmæði skili smám saman fjölskrúðugri og skjólbetri gróðri. Námskeiðið sóttu 40 þátttakendur víða af landinu. Óhætt er að fullyrða að allir hafi verið ákaflega ánægðir með fyrirlesarann og námskeiðið og farið heim með margs konar hugmyndir um hvernig “sá má fræjum” og breyta smátt og smátt öldrunarstofnunum í heimili þar sem öllum líður vel. Þátttakendur á námskeiðinu. Jane Verity er í gulum bol í fremstu röð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/jafnrettisfraedsla
Jafnréttisfræðsla Fimmtudaginn 22. maí undirrituðu Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra, Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra, Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Árni Þór Hilmarsson framkvæmdastjóri fræðslusviðs Kópavogsbæjar, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar og Jóhanna B. Magnúsdóttir formaður fjölskyldunefndar í Mosfellsbæ, samstarfssamning um þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum. Þátttökusveitarfélögin eru auk Akureyrar, Kópavogur, Reykjavík, Hafnarfjörður og Mosfellsbær. Undirritunin fór fram í leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði í kjölfar fyrsta vinnufundar verkefnisins sem er hrundið af stokkunum í tengslum við Dag barnsins sunnudaginn 25. maí. Þróunarverkefnið miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í leikskólum og grunnskólum. Verkefnið felst annars vegar í því að hanna vefsíðu þar sem upplýsingar um jafnréttisfræðslu verða aðgengilegar og hins vegar í því að leikskólar og grunnskólar sinni tilraunaverkefnum á sviði jafnréttismála. Sveitarfélögin hafa tilnefnt leikskóla og grunnskóla sem tilraunaskóla í sínu sveitarfélagi og eru skólarnir farnir að huga að tilraunaverkefnum sem unnin verða á næsta skólaári. Tilraunaskólar á Akureyri eru Lundarsel og Lundarskóli. Vorið 2009, þegar tilraunaverkefnunum lýkur, verða væntanlega til verkefni og fræðsluefni sem nýst geta í jafnréttisfræðslu í íslenskum leikskólum og grunnskólum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri og fulltrúi í samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar, er í forystu faghóps sem í eiga sæti fulltrúar frá Félagi leikskólakennara, Björk Óttarsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Núpi í Kópavogi, Félagi grunnskólakennara og Félagi náms- og starfsráðgjafa. Faghópurinn mun veita tilraunaskólum, stýrihópi, verkefnisstjóra og öðrum sem að verkefninu koma faglegan stuðning og ráðleggingar. Hægt að nálgast upplýsingar um verkefnið á heimasíðu verkefnisins. Ráðinn hefur verið verkefnisstjóri til eins árs, Arnfríður Aðalsteinsdóttir, með aðsetur á Jafnréttisstofu. Hlutverk hans er að hafa umsjón með söfnun og innsetningu efnis á vefsíðu auk þess að vera tengiliður við tilraunaskólana og aðra sem að verkefninu koma.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibudasvaedi-vid-myrarveg-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
Íbúðasvæði við Mýrarveg. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á íbúðasvæði við Mýrarveg, samþykkta í bæjarstjórn þann 20. maí 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Svæðið sem breytingum tekur liggur vestan Mýrarvegar og norðan Akurgerðis. Það nær til lóðanna nr. 111 til 117 við Mýrarveg þar sem lóðastærðum er breytt lítillega og bætt við bílastæðum, auk lóðar nr. 14 við Kambsmýri þar sem gerður er byggingarreitur fyrir bílgeymslu. Breytingar eru gerðar á götu og þar er m.a. bætt við bílastæðum. Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 28. maí til 9. júlí 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulagstillögur. Íbúðasvæði við Mýrarveg - deilisipulagsuppdráttur. Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 9. júlí 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 28. maí 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/rangarvellir-tillaga-ad-deiliskipulagsbreytingu
Rangárvellir. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á Rangárvöllum, samþykkta í bæjarstjórn þann 20. maí 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Svæðið sem breytingum tekur afmarkast af Hlíðarfjallsvegi að sunnan, Síðubraut að vestan, Rangárvöllum að austan og Liljulundi að norðan. Fyrirhugað er að á svæðinu verði móttöku- og flokkunarsvæði fyrir endurvinnanlegan úrgang og spilliefni frá einstaklingum og fyrirtækjum. Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 28. maí til 9. júlí 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulagstillögur. Rangárvellir - greinargerð. Rangárvellir - deiliskipulagsuppdráttur. Rangárvellir - skýringaruppdráttur. Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 9. júlí 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 28. maí 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/naustahverfi-2-afangi-brekatun-2-tillaga-ad-deiliskipulag
Naustahverfi 2. áfangi, Brekatún 2. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu. Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að deiliskipulagsbreytingu í Naustahverfi 2. áfanga, samþykkta í bæjarstjórn þann 20. maí 2008. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Deiliskipulagsbreytingin nær til lóðar nr. 2 við Brekatún og felur í sér lóðastækkun til vesturs um 5 m. og að einungis efsta hæð byggingarinnar verði inndregin í stað tveggja efstu hæðanna. Tillöguuppdráttur og greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. frá 28. maí til 9. júlí 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Stjórnkerfið/Skipulagstillögur. Brekatún 2 - deiliskipulagsuppdráttur. Frestur til að gera athugasemdir er til og með miðvikudeginum 9. júlí 2008 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 28. maí 2008 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hvad-er-i-matinn
Hvað er í matinn? "Hvað er í matinn?" er yfirskrift sumarsýningar Minjasafnsins á Akureyri sem opnuð verður 31. maí kl. 14. Sýningin fjallar um matarmenningu Íslendinga í kaupstað og hvernig hún hefur breyst frá því á 19. öld. Fjölbreytni í matargerð hefur mikið breyst á ýmsum sviðum þó enn eimi eftir af matarhefðum forfeðranna.Í sýningunni er gefin innsýn í eldhús nokkurra tíma. Elst er hlóðaeldhúsið þar sem litlar breytingar urðu í úrvali og eldun matar svo öldum skipti. Næst er litast um í kokkhúsi frá um 1900. Þá er kolavélin komin til sögunnar og heimilisfólk neytir matar af diskum með hnífapörum í stað þess að borða úr aski í baðstofu. Í eldhúsi frá um 1950 er úrval rafmagnstækja komið til að létta lífið. Loks er eldhús frá um 1970 þá örlar á þeirri alþjóðlegu matarmenningu sem Íslendingar tileinkuðu sér síðar. Eins og margir muna varð hakk og spaghettí vinsæll matur, og kjúklingur og franskar algjör lúxus á þeim tíma. Á sýningunni kynnast gestir safnsins meðal annars gömlum aðferðum við geymslu á mat og ræktun jarðeplna svo eitthvað sé nefnt. Í ár eru einmitt 200 ár liðin frá því samfelld ræktun þeirra hófst á Akureyri. Í tengslum við sýninguna safnar Minjasafnið á Akureyri munum tengdum matarhefð og eldhúsum. Starfsfólk safnins hvetur gesti til að koma með slíka muni um leið og það skoðar sýninguna. Hver veit nema þinn hlutur rati á sýninguna? Athygli er vakin á því að í Nonnahúsi er eldhús og búr búið tækjum frá síðari hluta 19. aldar. Af þeim má nefna eldhúsvaskinn og kolavélina. Nonnahús er mjög gott dæmi um kaupstaðarhús, frá kjallara til rjáfurs og því forvitnilegt að skoða. Í gamla bænum í Laufási eru tvær kynslóðir af eldhúsum og búr, sem tala sínu máli um matvælaframleiðslu og hefðir á stórbýli til sveita. Það er því er tilvalið að sækja bæði Nonnahús og Gamla bæinn í Laufási heim í tengslum við sýninguna. Minjasafnið er opið daglega í sumar kl. 10-17, frá 31. maí til 15. september. Nonnahús er opið frá 1. júní til 30. sept. daglega, á sama tíma. Opið er í Laufási alla daga frá kl. 9-18. Myndin að ofan er úr safni Gísla Ólafssonar sem er í eigu Minjasafnins á Akureyri. Rósa Sveinbjarnardóttir stendur við fyrstu gasvélina í Hleiðagarði í Saurbæjarhreppi.
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsta-skoflustungan-ad-naustaskola
Fyrsta skóflustungan að Naustaskóla Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, tók í gær fyrstu skóflustunguna að Naustaskóla en fyrri áfanga byggingarinnar á að vera lokið fyrir 1. ágúst 2009. Krakkar af leikskólanum Naustatjörn sungu tvö lög við athöfnina og hjálpuðu síðan Sigrúnu að moka. Helstu áherslur sem lagðar voru til grundvallar við hönnun skólans eru þessar: Opinn skóli. Miðstöð hverfisins. Góð tengsl við umhverfið og íbúa. Bygging hönnuð sem einingar sem umlykja miðlægt fjölnotarými. Gott flæði milli eininganna og miðrýmis. Stjórnunarsvæði við aðalinngang. Fjölbreytileiki í rýmismyndun. Gott flæði milli inni- og útisvæða. Tengsl við leikskólann. Skólinn skiptist í þrjú heimasvæði, stjórnunarálmu, miðrými og íþróttasal. Byggingin er öll björt og opin, gluggar eru frá heimasvæðum að miðrými. Einnig eru gluggar inn í öll lokuð vinnurými á heimasvæðunum. Gott flæði er um alla bygginguna og að miðrýminu sem er hjarta skólans. Ákveðið var að bjóða framkvæmd út í tveimur áföngum og var sá fyrri boðinn út í mars 2008. Áfanginn mun hýsa tvö af þremur svokölluð heimasvæum nemenda ásamt vistun og tónlistarkennslusvæði. Fyrri áfanginn er um 2,300 m², að mestu leyti á tveimur hæðum ásamt yfirbyggðum gangi að aðliggjandi leikskóla. Lóðafrágangur fyrri áfanga er u.þ.b. 7000 m². Sex tilboð bárust í verkið og var gengið til samninga við lægstbjóðanda, SS Byggi ehf.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sveitatonleikar-med-sumarivafi
Sveitatónleikar með sumarívafi Söngvararnir Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór og Jón Svavar Jósefsson barítón leggja land undir fót til tónleikahalds undir yfirskriftinni "Sveitatónleikar með sumarívafi" og halda tónleika á Akureyri 8. júní. Dagskrá tónleikanna verður að stærstum hluta íslensk sönglög og dúettar en þó verður hún brotin upp með nokkrum gullkornum óperubókmenntanna. Píanóleikur verður í höndum hinnar skeleggu Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur. Eftir að hafa sungið saman í óperunni Cosí fan tutte og fundið með sér góðan samhljóm ákváðu Sveinn Dúa og Jón Svavar á frekara samstarf. Sveinn er að ljúka námi sínu hér á Íslandi og þykir með efnilegri tenórsöngvurum sem fram hafa komið á Íslandi undanfarin ár. Jón Svavar lauk á síðasta ári námi frá óperudeild Universität für Musik und darstellende Kunst Wien í Vínarborg og hefur margoft komið fram á tónleikum hér heima og á erlendri grund. Píanóleikarinn Guðrún Dalía útskrifaðist frá Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst Stuttgart með hæstu einkunn sumarið 2007. Þríeykið leiðir nú saman hesta sína á skemmtilegum og léttum tónleikum. Tónleikarnir á Akureyri verða í Ketilhúsinu sunnudaginn 8. júní og hefjast kl. 17.00.
https://www.akureyri.is/is/frettir/vortonleikar-stulknakors-akureyrarkirkju
Vortónleikar Stúlknakórs Akureyrarkirkju Í byrjun júní fer Stúlknakór Akureyrarkirkju í tónleikaferð til Þýskalands. Þar mun kórinn halda tónleika í tilefni af 1000 ára afmæli kirkju í Bochum auk þess að halda nokkra sjálfstæða tónleika. Upphitun fyrir ferðina verður í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 1. júní kl. 16. Þar mun kórinn m.a. syngja valda kafla úr Gloríu eftir Antonio Vivaldi, djassmessu eftir Bob Chilcott og norræna kórtónlist. Einsöngvari á tónleikunum verður Sigrún Arna Arngrímsdóttir. Aðgangur er ókeypis.
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjomannadagurinn-a-akureyri-2
Sjómannadagurinn á Akureyri Það verður mikið um að vera á sjómannadaginn á Akureyri. Sjómannafélag Eyjafjarðar og Hollvinir Húna II. bjóða til hátíðahalda á Torfunefsbryggju og er dagskráin svohljóðandi: Kl. 08.00: Fánar dregnir að hún. Bæjarbúar hvattir til að flagga. Kl. 11.00: Sjómannamessur í Akureyrar og Glerárkirkju. Kl. 12.15: Blómsveigur lagður að minnismerki um týnda og drukknaða sjómenn við Glerárkirkju. Kl. 13.00: Húni II. og Haffari leggja frá Torfunefsbryggju og sigla að Sandgerðisbót. Þar safnast sem flestir bátar saman, skorað er á alla smábátaeigendur að sigla með í hópsiglingu inn á Torfunef. Sjómenn, takið fjölskylduna með og flaggið á bátunum. Kl. 13.30: Lúðrasveit Akureyrar spilar á Torfunefsbryggju. Húni II. Haffari og allir bátarnir leggjast að Torfunefsbryggju. Kl. 14.00: Helgistund undir stjórn Arnaldar Bárðarsonar, og kór Glerárkirkju. Kl. 14.45: Örn Árnason tekur við stjórn skemmtunarinnar. Þar verður m.a.: Örn og Óskar Pétursson skemmta, Karlakór Akureyrar-Geysir, Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir syngja sjómannalög, þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun úr sjó, danshópurinn Vefarinn sýnir þjóðdansa, sjómenn fara í koddaslag, Arngrímur Jóhannsson flugmaður lendir sjóflugvél. Kaffi og kleinur fyrir fullorðna. Svali og pizza fyrir börnin. Börn fá að fara á báta undir stjórn Siglingaklúbbsins Nökkva. Kl. 17.15: Húni siglir með sjómenn og fjölskyldur þeirra, rúmlega klst. Borð og bekkir verða á bryggjunni en fólk er hvatt til þess að taka með sér létta garðstóla.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ort-til-hafnarfjardar-og-siglufjardar
Ort til Hafnarfjarðar og Siglufjarðar Hafnarfjarðarbær fagnaði 100 ára afmæli sínu um nýliðna helgi. Á sunnudag heimsótti bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæinn og flutti honum kveðju vinabæjarins fyrir norðan. Þar fór hún meðal annars með kvæði sem Davíð Hjálmar Haraldsson orti í tilefni dagsins. Við fæðinguna fyrir hundrað árum þú fátækur og bljúgur varst og smár. Við hraunið grátt og hafið þakið bárum þú hefur unað, þrautseigur og knár og æskuna nú kveður tregatárum. Nú tekur lífið við með þúsund ár. Þú vex og stækkar – byrjuð önnur öldin – og áfram stendur gæfudís þér vörð en reyndu æ að fara vel með völdin og varast stríð við himin, sæ og jörð. Á dags þíns glugga dregurðu frá tjöldin og Drottinn veitir sól um Hafnarfjörð. Á sunnudag heimsótti Sinfóníuhljómsveit Norðurlands einnig Hafnarfjörð og spilaði undir með 700 manna kór sem samsettur var úr öllum helstu kórum bæjarins. Meðal einsöngvara var Eyjólfur Eyjólfsson tenór sem heimsækja mun Akureyri í sumar og halda tónleika með Flensborgarkórnum í Glerárkirkju 8. júní. Davíð Hjálmar lætur ekki nægja að yrkja til Hafnarfjarðar því á dögunum fagnaði Siglufjörður 90 ára kaupstaðarafmæli sínu og þá flutti Sigrún Björk svohljóðandi afmæliskveðju í bundnu máli eftir Davíð: Er gróa blóm og grænkar jörð er guðdómlegt um Siglufjörð en vetur þarf að þreyja. Allt þér gangi hér í hag. Til hamingju með þennan dag! Stóra systir, innst við fjörðin Eyja. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 700 manna kór úr Hafnarfirði.
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-a-markadsskrifstofu-ferdamala
Nýr á Markaðsskrifstofu ferðamála Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Hann tekur við starfinu 15. ágúst næstkomandi af Kjartani Lárussyni, sem veitt hefur skrifstofunni forstöðu frá stofnun hennar. Ásbjörn hefur um árabil unnið að ferðamálum á Húsavík og verið einn af framámönnum í norðlenskri ferðaþjónustu. Hann tók sem slíkur þátt í stofnun Markaðsskrifstofunnar á sínum tíma, auk þess að vera stjórnarformaður hennar fyrstu þrjú árin. Frétt af www.ruv.is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-ithrottamidstod-vid-giljaskola
Ný íþróttamiðstöð við Giljaskóla Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri íþróttamiðstöð og fimleikahúsi við Giljaskóla á Akureyri. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar í júlí 2009. Heildarkostnaður er áætlaður um 750 milljónir og stærð hússins um 2674 m². Markmiðið með þessari framkvæmd er að bygga upp aðstöðu fyrir Fimleikafélag Akureyrar, ásamt aðstöðu fyrir leikfimiskennslu og sérdeild Giljaskóla. Helstu áherslur sem lagðar voru til grundvallar við hönnun: Íþróttamiðstöð fyrir hverfið Góð aðstaða til iðkunar fimleika Góð aðstaða til leikfimikennslu Stórbætt aðstaða fyrir sérdeild skóla Stórbætt aðastaða til samkomuhalds Gott flæði milli íþróttamiðstöðvar og skóla Húsið er staðsett norðan Giljaskóla og er innangengt milli húsanna. Salurinn er tvískiptur, skiptist í íþróttasal annars vegar, þar sem mun fara fram íþróttakennsla og ýmist samkomuhald og hins vegar fimleikasal sem búinn er tækjum af fullkomnustu gerð. Auk þess eru í byggingunni búningsklefar, anddyri, aðstaða fyrir Fimleikafélagið og heitur pottur. Fyrir skóflustunguna sýndu krakkar úr Fimleikafélagi Akureyrar listir sínar. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, undirritar samning við aðalverktakann, Pál Alfreðsson. Vottar eru Gylfi Snorrason og Guðríður Friðriksdóttir frá Fasteignum Akureyrarbæjar. I Skóflustunguna tóku Sigrún Björk Jakobsdóttir, Karen Hrönn Vatnsdal og Númi Kárason. Og eftir athöfnina var boðið upp á léttar veitingar sem gestir gerðu sér að góðu.
https://www.akureyri.is/is/frettir/setning-vinattuhlaupsins-a-akureyri
Setning Vináttuhlaupsins á Akureyri Þrjú hundruð börn á aldrinum 4ra ára og upp úr munu sameinast um vináttuhugsjónina með bæjarráði Akureyrar og alþjóðlegu boðhlaupsliði á hlaupabrautinni á Akureyrarvelli fimmtudaginn 5. júní kl. 11.30. Við það tækifæri verður Vináttuhlaupið á Íslandi sett og bæjarstjórinn, Sigrún Björk Jakobsdóttir, hleypur fyrsta spölinn með logandi Vináttukyndilinn. Kyndillinn verður síðan afhentur átta manna alþjóðlegu hlaupaliði sem mun bera hann til Reykjavíkur, með fulltingi ungmennafélaga og almennings, en þar lýkur hlaupinu mánudaginn 9. júní. Börnin 300 á Akureyri koma úr leikskólum og íþróttafélögum bæjarins og eru búin að læra Vináttuhlaupslagið sem sungið verður við setninguna. Að því loknu fylgja þau bæjarstjóranum einn hring í kringum Akureyrarvöll og halda á Vináttukyndlinum. Þar með verða þau fullgildir meðlimir í Vináttuhlaupsliðinu sem fer um öll 49 lönd Evrópu í boðhlaupi sem hófst 27. mars í Róm og lýkur 6. október í Prag. World Harmony Vináttuhlaupið fer fram í yfir 100 löndum í ár og er gert ráð fyrir að þátttakendur verði vel á aðra milljón. Vináttuhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem stofnað var árið 1987 af hugsjónamanninum Sri Chinmoy. Tilgangur hlaupsins er að efla vináttu og skilning. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir sjötíu löndum. Heimasíða hlaupsins er www.worldharmonyrun.org/is.
https://www.akureyri.is/is/frettir/hugrun-radin-leikskolastjori
Hugrún ráðin leikskólastjóri Hugrún Sigmundsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Pálmholti. Hún hefur áður gegnt starfi leikskólastjóra í Leikbæ, Kiðagili og Pálmholti, auk þess að sinna sérkennslu við Giljaskóla. Hugrún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1984 frá Svíðþjóð.
https://www.akureyri.is/is/frettir/baejarrad-bar-kyndilinn
Bæjarráð bar kyndilinn Íslenskur hluti Vináttuhlaupsins, World Harmony Run, hófst á Akureyri í dag og hlupu um 300 leikskólabörn með erlendu gestunum og fulltrúum úr bæjarráði Akureyrar hringinn á Akureyrarvelli með friðarkyndilinn. Að athöfninni lokinni lagði alþjóðlega boðhlaupsliðið af stað áleiðis til Reykjavíkur en þar lýkur hlaupinu á mánudag. Myndirnar voru teknar á Akureyrarvelli í dag þar sem allir fengu að halda á kyndli og bera fram eina ósk í hljóði áður en hringurinn um völlinn var hlaupinn.