source
stringlengths
710
1.19M
Korkur: tilveran Titill: Viltu verða rík(ur) ?? Höf.: birri Dags.: 27. júní 2002 00:33:20 Skoðað: 270 Mér finnst þetta svo fyndið, er einhver svona vitlaus? Svaraðu þessu og þú munt fá 20+ spam pósta á dag. RISTAN PENTICOSTAL MISSION SOUTH AFRICA. EMAIL:[email protected] Hi, I am the daughter of late Mr. Jonas Savimbi of Angola. I am now in South Africa with my brother kiki savimbi based on the condition that my father owns a residence in South Africa before his death. We need an urgent assistance to move the inheritance e.g., 7,000kg of AU gold dust, 8500kg of pure Diamond and raw cash of USD30 million America dollars. During my late fathers involvement as the leader of unita, the opposition party to the Angola government, he was in total control of the oil and gold areas in Moxico province of Angola. My father had four wives and so many children, and he used our names in keeping some treasures because he knew a fighter's life worth's nothing, and that we are the architecture of our destiny. he deposited one trunk box containing 30 million USD in a security volt in Philippines, while the gold is in with the security company in Philippines. My main reason of contacting you, is for you to assist me and kiki to come to your country. We want to invest this fund outside Africa, with a good investment partner. We will allow you be the beneficiary of the consignment, provide good investments plans for the funds, under your control for seven years, during which only our interest will be shared annually, 60% for me and kiki while 40% for you annually. If you are interested to assist us email kiki as soon as you get this mail on ([email protected]). But remember, this is a privilege information that we are reviling to you, so we employ you to keep it very confidential and private. You will have all vital documents for clarification. We are at the moment with a lady a member of the above mentioned church, though she does not know about our private affairs. Try to tell us more about investment potential in your country. Do you have good bank accounts? What is the lucrative business in your country? Email us as soon as you get this mail. Best regards, RITA SAVIMBI [email protected] --- Svör --- Höf.: [Notanda eytt] Dags.: 27. júní 2002 00:51:42 Atkvæði: 0 þetta eru svona gaurar í simbabwe eða eitthvað sem að reyna að komast yfir bankanúmerið þitt og segjast ætla að senda þér peninga inn á reikninginn eða eitthvað þannig og síðan þarf þú öruglega að borga þeim eitthvað svona gjald til þeirra svo að þeir geti sent inn peninga inn á reikninginn eða eitthvað svona flipp… þetta eru bara gaurar að reyna að bögga saklausar bæjarblokka mömmur<br><br><p><b><font color=“#666666”>baldvin mar smárason </font><font color=“#669900”>::.</font></b><font color=“#666666”><br></font><b><font color=“#999999”>netfang</font></b><font color=“#666666”> » <a href=“mailto:[email protected]”><FONT COLOR=999999>[email protected]</a><br></font><b><font color=“#999999”>veffang</font></b><font color=“#666666”></font>» <a href=" http://www.bmson.is “><FONT COLOR=999999>bmson.is<br> </font></a></font><b><font color=”#999999“>msn</font></b><font color=”#666666“> » </font><font color=”999999“>[email protected]<br><br><font color=”#999999“><b>setning múmentsinns </b></font><font color=”#666666“>»<br>MUNIÐ BARA - verju á vöndi | plast yfir bossan - OG ÞÁ MUN ALLT LUKKAST VEL</font><font color=”999999">.</font></p ---
Matvælastofnun leitast nú eftir því að almenningur láti vita verði þau vör við vörur sem innihalda efnið 2,4-dínítrófenól (DNP). Í Bretlandi var maður dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja DNP sem megrunarlyf. Matvælastofnun leitast nú eftir því að almenningur láti vita verði þau vör við vörur sem innihalda efnið 2,4-dínítrófenól (DNP). Matvælastofnun hefur ítrekað varað við efninu sem er mjög eitrað og ætti aldrei að neyta. Efnið finnst oft í fæðubótarefnum og matvælum og er sala á þeim ólögleg. Í Bretlandi féll nýlega dómur yfir þrítugum manni sem seldi efnið á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Þar lést ung stúlka sem var háskólanemi í kjölfar þess að hafa innbyrt átta töflur af efninu. Seljandinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis. Er um ræða fyrsta dóminn sem fellur í Bretlandi fyrir að selja DNP. „Þessi sakfelling sendir skýr skilaboð til þeirra sem reyna að hagnast af ólöglegri sölu eiturefna til manneldis“, er haft eftir starfsmanni bresku matvælastofnunarinnar FSA en rannsókn þeirra leiddi í ljós brot hans. Þeir sem verða varir við vörur sem innihalda 2,4-dínítrófenól (DNP) og eru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annarskonar sölu eru hvattir til að senda Matvælastofnun ábendingu eða upplýsa heilbrigðiseftirlitið á viðkomandi svæði. Enginn öruggur skammtur til Á heimasíðu Matvælastofnunnar er hægt að nálgast nánari upplýsingar um efnið en þar stendur að DNP hafi áhrif á efnaskipti líkamans á þann hátt að í stað þess að orka sé nýtt af frumum líkamans eða varðveitt þar, þá breytist hún í varma. Við þetta hækkar líkamshiti og getur hann hækkað það mikið (e. Hyperthermia) að það getur verið banvænt. Fyrstu einkenni eitrunar eru svitamyndun, vöðvaverkir, hraður púls, hár hiti og öndunarerfiðleikar. Þar segir einnig að einstaklingar bregðist mjög mismunandi við efninu og því sé erfitt að spá fyrir um hvernig hver og einn bregðist við og hvaða skammtur sér öruggur. Ekki eru til nein mótefni við DNP og eru því einstaklingar sem geta þeir sem neyta efnisins auðveldlega verið í lífshættu.
Vinstri-græn ítrekuðu andstöðu sína við Evrópusambandið og NATO á flokksráðsfundi sínum í dag. Tillaga gegn þremenningunum var dregin til baka. Atli Gíslason segir að mikið þurfi að breytast til að hann snúi aftur í þingflokkinn. Flokksráðsfundi Vinstri-grænna lauk í dag á sáttanótum. Dregnar voru til baka tillögur um áskorun til stjórnlagaráðs um að endurskoða ákvæði stjórnarskrár um rétt Alþingis og sveitarstjórnarmanna til setu á þingi eða í sveitarstjórn, og tillaga þar sem brotthvarf þremenninganna svokölluðu er hörmuð og þau sökuð um að hafa misnotað traust. Sögðu þeir sem drógu tillöguna til baka að þetta væri útrétt sáttahönd. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir: Kemur til greina að þú eða þið öll farið aftur inn í þingflokkinn? Atli Gíslason, alþingismaður: Það þarf að verða, það þurfa að verða breytingar, meðal annars um þetta umsóknarferli. Það er aðlögunarferli í gangi, mjög stíft, ég er búinn að taka saman þær tillögur sem að, um innleiðingar síðasta ár. Það er ótrúlegt að sjá þá þróun. Við höfum tekið á móti aðlögunarstyrkjum, svona TIER styrkjum, í gríð og erg sem er þvert á stefnu flokksins. Jóhanna Vigdís: Þú minntist ekkert á brotthvarf þremenninganna í ræðu þinni í gær, af hverju ekki? Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna: Ja, ég var nú ekkert að horfa mikið í baksýnisspegilinn heldur fara svona yfir stóru drættina almennt og færa rök fyrir því að, að nú færu horfur batnandi. Það er líka þannig að, að það er eðlilegra að flokksráðsmenn sjálfir, komandi hver úr sínu svæðisfélagi eða grunneiningum flokksins, að þeir ræði um svona mál. Fundurinn áréttaði andstöðu sína og vilja til að landið fari úr NATO og skorað á þingmenn flokksins að fordæma loftárásir NATO á Líbýu. Þá ítrekaði fundurinn andstöðu flokksins við Evrópusambandið og einarður stuðningur við ríkisstjórn vinstriflokkanna var samþykktur. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna: Útkoman er í rauninni bara jákvæðni og bjartsýni og við ætlum að leggja okkur öll fram saman við að vinna áfram þessum mikilvæga málstað gagn og, og halda áfram að, að, að reyna að byggja upp í stað þess að, að brjóta niður. Steingrímur J. Sigfússon: Ég held að það leynist ekkert að menn vilja samstöðu, menn vilja að við stöndum saman um þetta mikla verkefni sem við tókum að okkur og menn vilja að við höldum því áfram að koma Íslandi upp úr kreppunni.
Í starfi mínu sem framhaldsskólakennari hef ég séð hversu mikilvæg góð geðheilsa er. Þar sem langflest íslensk ungmenni hefja framhaldsskólanám á þessum aldri ætti að vera ljóst að skólinn er mikilvægur vettvangur fyrir geðrækt. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt núna á síðari árum að skólar og menntun eru meðal helstu áhrifavalda geðheilbrigðis barna og ungmenna. „Heilsueflandi framhaldsskólar‟ er heildstætt heilsueflingarverkefni sem Embætti landlæknis kom á fót árið 2007 og er framhaldsskólinn á Húsavík þar virkur þátttakandi. Meginmarkmið þess er að stuðla að enn betri heilsu nemenda og starfsfólks í framhaldsskólum og eru skólarnir sjálfir hvattir til að móta sér þar langtímastefnu. Alls eru fjögur viðfangsefni í verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli‟ og er eitt þeirra geðrækt. Einungis eitt málefni er tekið fyrir á hverju ári og skólaárið 2016-2017 er geðræktarár í FSH. Lagt er upp með heildarskólanálgun þar sem geðræktarverkefnið er samtvinnað við annað starf í skólasamfélaginu auk þess sem tengslin við jafnt foreldra sem nærsamfélag er styrkt. Geðheilsa og vellíðan er eitt af lykilatriðum í lífi hvers einstaklings og þjóðfélags. Farsæl samfélagsleg þróun, jákvæð félagsleg samskipti, almenn lífsgæði og félagslegt réttlæti er allt m.a. komið undir góðri geðheilsu. Á síðari árum hefur orðið mikil vitundarvakning í þessum efnum. Geðrækt þykir sértaklega mikilvæg hjá ungu fólki sem er að fara í gegnum umbrotatíma frá barnæsku yfir á fullorðinsár. Margvísleg þroskaverkefni einkenna þennan tíma eins og að öðlast sjálfstæði frá foreldrum og forráðamönnum, mótun sjálfsmyndar, tengjast öðrum nánum tilfinningaböndum og ákvarða menntun og framtíðarstörf. Miklar félagslegar breytingar hafa orðið á samfélaginu síðustu áratugi. Upp eru runnir tímar þjóðfélaga sem nefnd eru postmodernísk og einkennast af skjótum samskiptum, risafjölmiðlum, netnotkun, gríðarlegu upplýsingastreymi og alþjóðavæðingu. Þessum breytingum í lífi ungmenna getur fylgt andlegt álag og ýmis konar geðheilsuvandi sem getur sett mark sitt á líf þeirra með alvarlegum hætti. Geðheilsuvandi í einni eða annarri mynd er það heilsuvandamál sem er algengast meðal ungs fólks í dag. Fram hefur komið í ítarlegum rannsóknum að algengast sé að geðraskanir komi fyrst fram hjá unglingum og ungu fólki á aldursbilinu 13 til 24 ára, eða um 75% allra geðraskana. Fram kemur í vel rökstuddum rannsóknum að á hverju ári glími u.þ.b. fjórðungur ungmenna á þessu aldursbili við geðraskanir af einhverju tagi. En þá má spyrja hvort þeir sem ekki hafa geðraskanir teljist þar með sjálfkrafa geðheilbrigðir? Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er geðheilbrigði ekki aðeins það að vera laus við geðraskanir heldur einnig það „ástand þar sem okkur líður vel, getum nýtt hæfileika okkar til fulls, tekist farsællega á við verkefni daglegs lífs og átt uppbyggileg og ánægjuleg samskipti við fólkið í kringum okkur“. Í ljósi þess að stór hluti hvers aldurshóps hér á landi innritast í framhaldsskóla ætti að vera ljóst að þeir eru mikilvægur vettvangur til að efla geðheilbrigði og draga úr eða koma í veg fyrir geðraskanir. Góð geðheilsa stuðlar að farsælu námi og jákvæðu þjóðfélagi. Gunnar Árnason Kennari við FSH
Hafsteinn Austmann (fæddur 19. júlí 1934) er íslenskur abstrakt myndlistamaður sem vinnur aðallega með vatnsliti, acrylliti og olíuliti. Æviágrip. Hafsteinn Austmann. Hér getur getur að líta upplýsingar um myndlistarmanninn Hafstein Austmann. Hafsteinn Austmann fæddist á Ljótsstöðum í Vopnafirði 19. júlí 1934. °°°° Strax í gagnfræðaskóla var afráðið hvert skyldi stefnt. Árið 1951 innritast hann í Myndlistarskólann í Reykjavík og á árunum 1952-54 stundaði hann síðan nám í Handíða- og myndlistaskólanum. Hleypti hann þá heimdraganum og innritaðist í Academi de la Grande-Chaumiér í París, þar sem hann stundaði framhaldsnám í einn vetur. Á þessum tíma var Nína Tryggvadóttir þegar orðin þekktur listamaður í París. Hún sýndi hinum unga landa sínum vinsemd og áhuga. Það var fyrir hennar tilstilli að Hafsteini var boðið að sýna með hinum virta sýningarhóp Realitiés Nouvelles í París vorið 1955. Hafsteinn hafði kynnst hinni geometrísku afstraktlist í París og tileinkaði sér nú þá liststefnu. Í stað þess að tryggja sig frekar í sessi meðal kollega í París heldur Hafsteinn aftur heim til Íslands. Fyrstu sjálfstæðu sýninguna sína hér á landi opnar Hafsteinn svo í Listamannaskálanum árið 1956. Á sýningunni voru 70 verk unnin í margvísleg efni; olíumyndir, vatnslitamyndir og guachemyndir, auk verka unnum í tré. Þessi fyrsta sýning Hafsteins vakti mikla athygli og fékk lofsamlega dóma. Hjörleifur Sigurðsson skrifaði m.a. um þá sýningu: „Þótt Hafsteinn Austmann hafi ekki málað lengi, kveður hann sér hljóðs á þann hátt, að menn hljóta að leggja við hlustirnar. Af eldri myndum varð fátt ráðið um hæfileika hans en nýju olíumálverkin taka af allan vafa. Hér er gott málaraefni á ferð. Einkum virðist litakenndin upprunaleg, eins og raunar hjá flestum íslenskum málurum sem einhver töggur er í“. Á þessum árum vann Hafsteinn jöfnum höndum með olíulitum og vatnslitum, en eftir sína aðra sjálfstæðu sýningu í Listamannaskálanum 1958 tók hann til við að mála eingöngu með vatnslitum. Afrakstur þeirrar vinnu sýndi hann svo í Bogasalnum vorið 1960. Hafsteinn hafði nú þróast frá dökkum og þungum flatarmálsmyndum, sem komu fram á fyrstu sýningu hans, yfir í léttar ljóðrænar afstraktmyndir. Sýningin vakti mikla athygli, sérílagi þar sem hér var á ferðinni ein fyrsta sýning hér á landi þar sem eingöngu voru sýndar vatnslitamyndir. Myndirnar voru skemmtilega ólíkar en mynduðu heildstæða sýningu. Á árinu 1965 fór Hafsteinn í náms- og skoðunarferðir víða um Evrópu. Hann dvaldi um nokkurra mánaða skeið í Róm og heimsótti auk þess París, London, Amsterdam, Kaupmannahöfn og Stokkhólm. Áhrif og afsprengi þessarar ferðar mátti sjá á sýningu hans í Unuhúsi haustið 1966 — verkin voru nú rómantískari og formin frjálslegri. Samfara húsbyggingu og nýrri vinnustofu tekur nú við tímabil mikillar tilraunastarfsemi, ýmis ný efni eru notuð, en viðfangsefnið að öðru leyti hið samana. Á árunum 1968-69 dvaldi hann í tæpt ár í Árósum í Danmörku, málaði mikið og sýndi með sýningarhópnum „Guirlanden“. Næstu sýningu hér heima hélt hann á Kjarvalsstöðum vorið 1971. Þar kom hann fram þróttmeiri og djarfari en fyrr og mun léttara var yfir verkum hans. Svört form og línur byggja nú upp myndir hans og túlkun hans er persónulegri. Hafsteinn hefur undanfarna áratugi unnið jöfnum höndum með vatnslitum, acryllitum og olíulitum. Hann hefur frá sínum fyrstu kynnum af afstraktlistinni haldið tryggð við hana, en hleypur ekki úr einum stíl í annan. Hann er átakamaður í list sinni og litameðferðin er hans sterka einkenni. Hann fer sér hægt og vinnur vel úr efniviðnum og ræður nú yfir meiri tækni en flestir okkar afstraktmálara. Hafsteinn er í stöðugri framþróun. Hann er trúr list sinni. Árið 2013 opnaði Hafsteinn Austmann sýna fyrst heimasíðu: www.haustmann.is Tenglar. Heimasíða / Homepage Information portal about Icelandic art and artists
Fatahönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir tók þátt í sölusýningu í tengslum við tískuvikuna í New York sem fram fór í febrúarlok. Þar frumsýndi hún nýja haust- og vetrarlínu sína en Helga Lilja hannar undir heitinu Helicopter. „Ég ætlaði upphaflega að taka þátt í sölusýningu á tískuvikunni í London en það datt upp fyrir og þá ákvað ég að sækja um á tískuvikuna í New York og fékk þar inni," útskýrir Helga Lilja. Hún segir móttökurnar hafa verið góðar og að margir hafi sýnt hönnun hennar áhuga. „Móttökurnar voru mjög jákvæðar og ég fékk einnig nokkrar góðar umfjallanir á tískubloggum þannig þetta gekk allt rosalega vel." Haustlínan er að sögn Helgu Lilju ekki svo ólík því sem hún hefur verið að gera hingað til og inniheldur sömu stóru og þægilegu sniðin en aðra liti og meira af prjónaflíkum. Helga Lilja stefnir á að fara aftur til New York í lok sumars þar sem hún mun sýna vorlínu næsta árs auk þess sem hún hyggst taka þátt í tískuvikunni í París í sömu erindagjörðum. „Mér fannst ég ekki alveg nógu vel undirbúin fyrir New York-ferðina núna þar sem ég hafði lítinn undirbúningstíma. En næst ætla ég að koma fersk inn og halda áfram að kynna mig fyrir mögulegum kaupendum," segir Helga Lilja að lokum. - sm
Samanlagður hagnaður Kviku, TM og Lykils var 2,5 milljarðar króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi. Samlegðaráhrif námu 270 milljónum. Samanlagður hagnaður Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. var um 2,5 milljarðar króna fyrir skatt. Þar af var hagnaður Kviku fyrir skatt um milljarður en hagnaður TM og Lykils 1,5 milljarður sem er næst besti árangur TM frá því að félagið var skráð í kauphöllina árið 2013. Þá hefur félagið náð fram meiri samlegð við samrunann en áætlað var. Þetta kemur fram í árshlutareikningi Kviku fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2021. Hagnaður Kviku á fjórðungnum var 869 milljónir eftir skatt úr 336 milljónum fyrir sama tímabil árið 2020. Vert er að hafa í huga að þar sem samruninn átti sér stað í lok mars er rekstur TM og Lykils ekki hluti af ársreikningi samstæðunnar. Afkoma TM og Lykils fyrir skatt á ársfjórðungnum er hins vegar hluti af eigin fé félaganna sem rennur inn í efnahag Kviku banka hf. og er því hluti af efnahag samstæðunnar í lok fjórðungsins. Sjá einnig: Samþykkja samruna Kviku og TM Rekstrartekjur félagsins námu 2,7 milljörðum og þar af voru hreinar vaxtatekjur um 634 milljónir. Hagnaður á hlut var 0,40 krónur á tímabilinu en hann var 0,17 krónur í fyrra. Heildareignir félagsins námu 260 milljörðum króna og þar af var eigið fé samstæðunnar um 70 milljarðar króna. Samlegðaráhrifin meiri en áætlað var Sameiginlega fyrirtækið er á undan áætlun með að ná fram samlegðaráhrifum en þau námu um 270 milljónum króna á fjórðungnum en gert var ráð fyrir samlegðaráhrifum fyrir um 200-350 milljónum króna á árinu. Einskiptiskostnaður við samrunann nam 140 milljónum á fjórðungnum. Félagið var stórtækt í byrjun árs en auk samrunans við TM keypti félagið fjártæknifyrirtækin Aur fyrir 458 milljónir og 80% hlut í Netgíró 325 milljónir. "Samstæðan er fjárhagslega sterk með góðan rekstur sem hvílir á mörgum stoðum. Mikil tækifæri felast í því að auka markaðshlutdeild félagsins. Það er ekki algengt að fjárhagslega sterkt félag hafi litla markaðshlutdeild í flestum þjónustuþáttum og í því felast margvísleg tækifæri til vaxtar. Unnið er að undirbúningi útvíkkunar þjónustu fyrir einstaklinga og ég vænti þess að viðskiptavinir félagsins muni upplifa að samkeppni aukist á fjármálamarkaði. Vel gengur að ná markmiðum um kostnaðarhagræði í kjölfar samrunans og mun það væntanlega að mestu koma fram með hagkvæmari fjármögnun. Fjármögnunarkjör bankans hafa aldrei verið betri en í síðasta skuldabréfaútboði," segir Marínó Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Kviku.
Nóttin var fjörug í NBA-deildinni í körfubolta. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig í sigri Philadelphia 76ers. Jamal Murray gerði það sama í sigri Denver Nuggets og þá vann Los Angeles Clippers sigur á Utah Jazz. Síðarnefnda liðið hafði unnið níu leiki í röð. Kawhi Leonard skoraði 29 stig er Clippers vann Utah 116-112. Hann tók einnig fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Varamaðurinn Lou Williams skilaði einnig sínu líkt og venjulega. Hann skoraði 19 stig ásamt því að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Donovan Mitchell fór fyrir sínum mönnum að venju, hann skoraði 35 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Philadelphia 76ers vann nauman sjö stiga sigur á Chicago Bulls, 112-105. Segja má að Joel Embiid hafi lagt grunninn að sigrinum með 50 stigum hvorki meira né minna. Ef það er ekki nóg þá má benda á að hann gaf fimm stoðsendingar og reif niður 17 fráköst. Ótrúleg frammistaða í alla staði. Zach LaVine er áfram aðalmaðurinn hjá Bulls en hann skoraði 30 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fimm fráköst. Jamal Murray vildi ekki vera minni maður en Embiid. Í 18 stiga sigri Denver Nuggets á Cleveland Cavaliers, 120-103, skoraði hann einnig 50 stig ásamt því að gefa tvær stoðsendingar og taka sex fráköst. Er hann fyrsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að skora 50 stig án þess að taka vítaskot. Nikola Jokić var nokkuð rólegur í stigaskorun í nótt en endaði samt með þrefalda tvennu. Hann skoraði 16 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók tólf fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Matvælastofnun lét um helgina skjóta 29 útigangskindur í Loðmundarfirði og telur að engar kindur séu nú eftir í firðinum. Eftirlitsmaður segir aðstæður þar erfiðar, allt á kafi í lausamjöll og kostnaður við að ná fénu til byggða hefði orðið verulegur. Illa gekk að smala fé úr Loðmundarfirði í haust og undanfarin ár hafa kindur frá Seyðisfirði komist í Loðmundarfjörð eftir smölun. Í vetur var ástandið óvenju slæmt og margoft farið að sækja fé. Bændur fengu frest til 1. febrúar til að ljúka smölun, þeir fóru skömmu síðar í fjörðinn með aðstoð varðskips og náðust 80 kindur aðallega frá Selsstöðum í Seyðisfirði. Vitað var að hátt í 30 kindur urðu eftir og í eftirlitsferð sem farin var á laugardag var ákveðið að fella féð. Þorsteinn Bergsson, eftirlitsmaður Matvælastofnunar, segir að mjög snjóþungt hafi verið í firðinum og ekki séð á dökkan díl. Yngstu kindurnar hafi verið horaðar og sumar hafi dragnast með þunga snjóköggla í ullinni og eina hafði fennt í kaf. Þorsteinn Bergsson, eftirlitsmaður Matvælastofnunar: Það er nú þannig að í þessum lögum er kveðið á um að ef ekki sé hægt að ná kindunum án verulegs kostnaðar, þá eigi að aflífa þær. Það er alveg ljóst að aðstæður í firðinum voru þannig. Það var metersdjúp lausamjöll yfir öllu. Öllum firðinum alveg út að sjó. Kostnaður við að ná þessu lifandi hefði orðið meiri en verulegur. 29 kindur voru því felldar og hræin skilin eftir. Þorsteinn segir að ómögulegt hafi verið að koma með þau til byggða. Þorsteinn Bergsson: Alla vega ekki við þessar aðstæður því það mátti nú þakka fyrir að við kæmumst sjálfir til byggða. Það er bratt upp úr firðinum og sleðarnir gegnu illa í þessari miklu lausamjöll þannig að það hefði ekki verið hægt að draga neitt á eftir sér það er alveg ljóst en við gegnum eins snyrtilega og við gátum frá hræjunum, við vorum með stórsekki með okkur og gegnum frá hræjunum í fjórum slíkum. Bundum vel fyrir og skyldum eftir. Borgarfjarðarhreppur hefur svo gengist inn á að ná þessu og koma í förgun um leið og hægt er. En við þessar aðstæður hefði slíkt verið ómögulegt.
Þá gengst gerandinn við brotinu, þrætir ekki fyrir það eða reynir að komast hjá afleiðingum þess, skaðabótum, sektum eða refsingu. Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Við kynnumst t.d. náttúrusýn sem sannar að enn eru til Íslendingar sem lifa í sátt og samlyndi við umhvefi sitt, ganga með ánni og tala við fuglana líkt og Frans frá Assissí forðum. Hún vakti einnig upp spurningar um hvernig væri háttað samráði stjórnvalda, opinberra stofnana og framkvæmdaaðila í stórtækum breytingum á umhverfi og lífsskilyrðum fólks við þau sem í hlut áttu hverju sinni. Meðan á deilunni stóð litu virkjunarsinnar líka svo á að um hagsmunaárkestur væri að ræða milli „landlauss þéttbýlisliðs“ og „fámenns landeigendauðvalds“. Fléttað er saman gömlu og nýju myndefni, kviku og kyrru, fréttaviðtölum frá sögutímanum og nýjum viðtölum við þátttakendur. Vart þarf faglega útreikninga til að sannfærast um að björgun Laxár og Mýtvatns borgaði sig hreint þjóðhagslega burtséð frá öllum þeim verðmætum sem mölur og ryð fær ekki grandað en bjargað var. Svo sérstök var aðgerðin. Miðkvíslarstíflan var reist í óþökk landeigenda á veikum lögfræðilegum grunni og hún var notuð á ruddalegan hátt á vetrum er ryðja þurfti ána og jafna rennsli. Var um óumdeilanlegt hreinsunarstarf að ræða? Sprengingin við Miðkvísl var tvímælalaust stórtækasta aðgerðin hér á landi á sviði borgaralegrar óhlýðni fram til þess tíma og er enn. Henni virðist ekki ætlað að rekja Laxárdeiluna í heild heldur afmarkaðan hluta hennar, rof Miðkvíslarstíflunnar. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum íslenskrar kirkjusögu og kirkjuréttar en auk þess ritað um trú, samfélag og menningu á ýmsum vettvangi. , íbúum Laxárdals þá hvatningu að íslenska þjóðin, og reyndar mannkyn allt, ætti aðeins eina kröfu á hendur þeim: að þeir varðveittu „óskemmdan þann fjársjóð sem þeir væru bornir til“. Hvers konar mótmæli? Þessi pistill er skrifaður af Akureyringi til að þakka þeim sem þátt tóku í verndun Laxár og Mývatns þótt við sætum stundum í myrkri og kulda vegna „kraps í stíflunni“. Ljóst er að aðgerðin fellur vel að ofangreindri skilgreiningu. Þegar steypukjarni blasti við voru góð ráð dýr. Ástæðan er að heimildarmynd Gríms Hákonarsonar um atburðinn hefur nýlega verið frumsýnd í Mývatnssveit og er nú til sýninga í Bíó Paradís. Vissulega má taka undir með einum af sprengjumönnum um að mynd Gríms Hákonarsonar sé „alveg einhliða“ og dragi ekki upp skýra mynd af sjónarmiðum virkjunarsinna og eigenda Laxárvirkjunar á þessum tíma, Akureyrarbæjar og ríkisins (sjá “Baráttunni er alls ekki lokið“, Fréttablaðið 26. 1. 2012.) Eða var sprengingin þvert á móti skemmdarverk, skæruliðaaðgerð, hryðjuverk, liður í landvarnarstríði eða rétt og slétt skrílslæti? Vissulega var aðgerðin „á gráu svæði, svo ekki sé meira sagt“ eins og einn af þátttakendunum, Arngrímur Geirssonar í Álftagerði sagði í Fréttablaðinu (sjá að framan). Í Hvelli Gríms Hákonarsonar kemur vissulega fram að sprengjumenn höfðu reynslu og réttindi til að fara með dynamít. Mynd Gríms Hákonarsonar Óneitanlega virðist þetta athyglisverð fagurfræði nú! Í nýlegu riti um borgaralega óhlýðni er Miðkvíslarsprengingin tekin sem dæmi um athyglisverða aðgerð af þessu tagi (Pelle Stridlund og Stellan Vinthagen, Motståndets väg; Civil olydnad som terori ock praktik, Stokkhólmi: Karneval förlag, 2011, bls. 55). Hér er byggt á þessu verki). Í bókinni er þó litið svo á að hún hafi verið á jaðri borgaralegrar óhlýðni þar sem notað var sprengiefni en oftast er aðeins beitt handverkfærum. Tekist var á um hvort réttlætanlegt væri að leysa brýna raforkuþörf iðnaðarbæjarins Akureyrar og íbúa víða á Norðurlandi með hagkvæmasta virkjunarkostinum eða hvort rétt væri að vega einnig inn annars konar verðmæti: Hefðbundnar landnytjar, veiði og ræktarland, mannvist og mannvirki í einkaeigu, sögulegar og menningarlegar minjar og síðast en ekki síst þá náttúrufegurð sem við njótum öll ásamt þeim aragrúa erlendra ferðamanna sem sækja Mývantssveit heim ár hvert. Þá hefur aðferðum borgarlegra óhlýni verið beint gegn aðgerðum Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu og slæmum aðbúnaði dýra á tilraunastofum eða verksmiðjubýlum til að nefna tvö gjörólík dæmi. Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu að tjón af völdum virkjunarinnar væri „fyllilega réttlætanlegt“. Það var orðalag sem mörg okkar lærðu löngu áður en við vissum hvar stíflan var eða skildum hvaða samband var milli krapsins og myrkursins. Þannig var einnig tekist á um lýðræði og mannréttindi í landinu. Það hefði líka verið fróðlegt að rifja þau upp nú rúmlega 40 árum síðar. Í bók sinni bendir Unnur Birna Karlsdóttir á að Laxárdeilan snérist ekki aðeins um náttúruvernd. Þetta sjónarmið fékk mikilvæga staðfestingu þegar 1977 en þá var Laxá og Mývatn sett á skrá yfir alþjóðlega mikilvægt votlendi sem standa bæri vörð um einkum vegna fuglalífsins á svæðinu. Á þessum neikvæðu nótum voru viðbrögð ýmissa ráðsettra Akureyringa og ugglaust margra annarra. Ekki er beitt ofbeldi við borgaralega óhlýðni enda er aðgerðum hennar alla jafna beint gegn ofbeldi af einhverju tagi. Loks er borgaralegri óhlýðni beitt til að breyta einhverju eða varðveita eitthvað í samfélagslegu tilliti eða ná fram markmiðum sem ekki virðast í sjónmáli að öðrum kosti. En á spýtunni hangir síðan margt fleira. En hvers konar aðgerð var rof stíflunnar? Ekki telst löglegt að spilla eignum annarra þótt maður sé ósáttur við gerð þeirra, staðsetningu eða notkun. - Það er við slíkar aðstæður sem gripið er til aðgerða í líkingu við Miðkvíslarprenginguna og kallast þær borgaraleg óhlýðni. Mestu skiptir þó að enginn mætti á staðinn með það í huga að sprengja. Val á milli verndunar og nýtingar yrði að verða mun vandaðra en verið hafði og byggt á rannsóknum. Í öndverðri Laxárdeilunni sendu samtök náttúruverndarsinna á Norðurlandi, sem einnig áttu sér marga fylgismenn á Akureyri (!) Hölluðust þeir að því að fegurðarauki yrði af Gljúfurversvirkjun og Laxárlón yrði vinsæl útivistarperla sem hefði aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þannig fær sá atburður líka víðtækari skírskotun: hvað gerðist, hvaða áhrif hafði það og getum við dregið af því einhvern lærdóm? Í ljósi þess sem áunnist hefur er óneitanlega athyglisvert að lesa álit þriggja manna nefndar sem Jakob Björnsson þáverandi orkumálastjóri skipaði 1969 til að fjalla um áhrif svokallaðrar Gljúfurversvirkjunar. Þeir mættu vera svo miklu fleiri. Í því ljósi ber vissulega að skoða atburðinn við Miðkvísl. Það vekur þó kátínu áhorfenda þegar segt er að sprengingin sjálf hafi verið undirbúin eftir „leiðarvísi“ úr smiðju spennusagnahöfundarins Alistaire MacLean! Laxárdeilan og lausn hennar, lög um verndun Mývatns og Laxár, markaði þau straumhvörf að þeim sem réðu ferðinni um orkunýtingu okkar var sýnt fram á að í framtíðinni yrði að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Ekki þarf að vera um sértækt brot á t.d. hegningarlögum að ræða, heldur óhlýðni við formlegar regluu, ákvarðanir valdhafa, allsherjarreglu eða viðmið samfélagsins. Dynamítið er fremur táknrænt fyrir þá sem barist er gegn en þau sem óhlýðnast. Þetta dregur þó ekki úr gildi myndarinnar. Þeir sem ástunda borgarlega óhlýði eyða því margir hverjir margfalt meiri tíma í varðhaldi, réttarhöldum og fangelsi en til aðgerðanna sjálfra. Laxárdeilan stóð í fjögur ár eða frá 1969–1974 eins og lesa má um í ágætri bók Unnar Birnu Karlsdóttur sagnfræðings, Þar sem fossarnir falla; Viðhorf til náttúru og vatnsaflsvirkjana á Íslandi 1900–2008 (Rvík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2010, bls. 89–113. Framhjá henni varð ekki litið. Sjálfur minnist ég nokkuð heiftarlegra viðbragða fólks á Akureyri við atburðinum. Hún hafði þó staðið um árabil og var eign Laxárvirkjunar, Akureyrarbæjar og ríkisins. Í Laxárdeilunni tókust á sjónarmið sem annars vegar hafa verið kölluð „tilfinningasemi“ og „rómantísk vistfræði“ en á hinn bóginn „helstefnulögmál reikníngsstokksins“. Hvellur er lífleg og spennandi mynd sem segir söguna af sprengingunni, undirbúningi hennar og þeim lögreglu- og dómsmálum sem fylgdu í kjölfarið. Helstu einkenni borgaralegrar óhlýðni eru að brotið er gegn lögum í víðtækasta skilningi. Af þeim sökum vakti hún þá athygli og bar þann árangur sem raun ber vitni. Þess vegna verðskuldar hún þann áhuga sem hún hefur nú vakið hátt í hálfri öld síðar og gott er til þess að vita að mynd Gríms Hákonarsonar mun halda henni til haga til framtíðar. Borgarleg óhlýðni er alþjóðlegt fyrirbæri sem víða hefur kallað fram öflugar grasrótarhreyfingar sem berjast gegn hernaði og stríðsátökum eða er beitt á sviði náttúruverndar og í mannréttindabaráttu svo nokkuð sé nefnt. Á þingi tók Jónas Árnason undir þessa herhvöt og kvað málstað fólksins í Laxárdal sameiginlegan málstað „alls lífsins á þessum hnetti.“ Þar sýnir Unnur fram á að deilan markaði þáttaskil í íslenskri náttúruverndarsögu, sem og umræðum um og undirbúningi að virkjunarframkvæmdum. Það sem menn greindi á um var aftur á móti við hvað bæri að leggja rækt til framtíðar. Þá breyttist orkustefna stjórnvalda þar sem stórvirkjanir á hálendinu tóku við af smærri virkjunum í byggð á 8. áratug liðinnar aldar. Báðir deiluaðilar litu líklega svo á að í Laxárdeilunni kæmi fram árekstur milli fortíðar og nútíðar. Sögulega myndefnið spinnst svo saman við ægifögur myndskeið frá vatnasvæðinu við ýmis birtuskilyrði. Þrátt fyrir sigurinn sem vannst er samt mikilvægt að hafa orð Arngríms Geirssonar í huga er hann segir í Fréttablaðinu: „Baráttu af þessu tagi er ekki lokið…“! Sjá nánar Sprengingin við Miðkvísl, eina af upptakakvíslum Laxár í Aðaldal, í ágúst 1970 er mjög til umfjöllunar um þessar mundir. Þátttakendur voru sannfærðir um að um jarðvegsstíflu væri að ræða. Brotið er framkvæmt fyrir opnum tjöldum og ekki er reynt að leyna því. Úr verður spennandi saga með magnaðan hápunkt, hvellinn. Þannig erum við minnt á hvað vannst við sprenginguna, hverju var bjargað. Ætti aðgerðin ekki að missa marks og skaða málstað aðgerðasinna varð að bregðast við upp komnum vanda. Höfundar taka þó fram að engum hafi verið stofnað í hættu og meðferð sprengiefnisins hafi verið „prófessionell“. Þá hefði jökulvatni úr Skjálfandafljóti verið veitt inn á vatnasvæði Mývatns og Láxar, einnar fegurstu bergvatnsár landsins. Óhætt virðist að fullyrða að „hvellurinn“, sprengingin við Miðkvísl, hafði veruleg áhrif á þrón Laxárdeilunnar og úrslit hennar. Þá olli hún nágrönnum óþægindum og jafnvel tjóni. Til að ná okkar málstað fram er ætlast til af okkur, óbreyttum borgurum, að við beitum formlegri og tímafrekari aðgerðum sem oft bera lítinn sem engan árangur. Hún fól í sér 57 m háa stíflu og uppistöðulón sem sökkt hefði hálfum Laxárdal.
Smíði nýrrar brúar er að hefjast yfir Jökulsá á Sólheimasandi, á kafla hringvegarins milli Skógafoss og Mýrdals. Hún á að vera tilbúin eftir eitt ár og leysir af hólmi 53 ára gamla einbreiða brú, sem reist var árið 1967. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægsta boð áttu ÞG verktakar úr Reykjavík. Það hljóðar upp á 734,6 milljónir króna. Er það 157 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, eða 82,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 891,7 milljónir króna. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Alls bárust fimm tilboð og benda þau til að verktakar hafi verið ákafir í að hreppa verkið. Næstlægsta boð kom frá Eykt ehf., upp á 742 milljónir króna, eða 83,3 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð átti Ístak hf, sem bauðst til að vinna verkið fyrir 842 milljónir króna eða 94,4 prósent af áætlun. Tilboð Jáverks á Selfossi, upp á 899 milljónir króna, og tilboð Suðurverks og Metrostav, upp á 913 milljónir króna, voru rétt yfir áætluðum verktakakostnaði. Nýja brúin verður 163 metra löng, eftirspennt bitabrú í fimm höfum. Auk smíði hennar felst í verkinu að endurbyggja þjóðveginn á eins kílómetra kafla og rífa gömlu brúna. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2021. ' Margir ferðamannastaðir nærri brúnni hafa á undanförnum árum orðið með þeim fjölsóttustu á landinu. Má nefna Skógafoss, Sólheimajökul, flugvélarflakið á Sólheimasandi, Dyrhólaey, Reynisfjöru og Vík í Mýrdal. Þá er algengt að erlendir ferðamenn aki frá Keflavíkurflugvelli í Skaftafell og að Jökulsárlóni og svo aftur sömu leið til baka. Þá fara þeir tvisvar yfir brúna á Sólheimasandi. Hér má sjá frétt frá árinu 2016 þegar gamla flugvélarflakið varð óvænt vinsæll ferðamannastaður: Jökulsá á Sólheimasandi getur orðið farvegur Kötluhlaupa:
Þess er að vænta að draga fari til tíðinda á Wimbledon-mótinu í tennis í dag en þá fara fram allar fjórar viðureignirnar í fjórðungsúrslitum einliðaleiks karla. Á morgun hefjast undanúrslitin í kvennaflokki en þá hefjast beinar útsendingará Stöð 2 Sport frá mótinu. Sýnt verður frá mótinu síðustu fjóra keppnisdagana. Serena Williams tryggði sér í gær sæti í undanúrslitunum mótsins en hún mætir þar sjálfri Mariu Sharapovu. Williams hafði betur gegn Victoriu Azarenku, 3-6, 6-2 og 6-3 fyrir framan fimmtán þúsund áhorfendur á aðalvelli Wimbledon. Williams er að eltast við að vera handhafi allra fjögurra stóru titilanna samtímis en hún hefur unnið öll stórmótin síðan að Wimbledon-mótið fór fram í fyrra. Williams hefur unnið síðustu sextán viðureignir sínar gegn Sharapovu. Hún á einnig möguleika á að vinna öll risamótin á sama árinu en það hefur engin gert síðan að Steffi Graf afrekaði það árið 1988. Williams hefur unnið nítján risamót á ferlinum en sagði eftir leikinn í gær að hún vildi ekkert ræða um möguleika sína á „alslemmu“. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Garbina Muguruza frá Spáni (20. sæti heimslistans) og Agnieszka Radwanska frá Póllandi (13. sæti). Í karlaflokki eru átta keppendur eftir og þeir hafa unnið samtals 30 risamót. Heimamenn binda að sjálfsögðu vonir við að Andy Murray geti leikið eftir afrek sitt frá 2013 er hann varð fyrsti Bretinn í meira en 70 ár til að vinna sigur í einliðaleik karla á mótinu. Murray mætir í dag lítt þekktum Kanadamanni að nafni Vasek Pospisil en hann er í 56. sæti heimslistans. Pospisil hefur aldrei komist svona langt á risamóti og hefur engu að tapa. Pospisil er hins vegar einnig að keppa í tvíliðaleik og spilaði tennis í samtals átta klukkustundir á mánudag. „Ef hann sýnir merki þreytu mun ég nýta mér það,“ sagði Murray. „En ég ætla ekki að stóla á það.“ Murray á erfiða leið að titlinum. Sigri hann í dag þarf hann líklega að spila gegn Roger Federer í undanúrslitum og svo Novak Djokovic í úrslitunum - fari allt eftir bókinni frægu. Federer leikur gegn Gilles Simon í dag en þessi áttfaldi Wimbledon-meistari hefur verið í frábæri formi og farið í gegnum fyrstu fjórar viðureignir sínar án þess að blása úr nös. Þar hefur uppgjöfin verið hans helsti styrkur en andstæðingar hans hafa ekkert ráðið við hana. Djokovic mætir Króatanum Marin Cilic í dag en sá síðarnefndi vann Opna bandaríska meistaramótið á síðasta ári. Djokovic er í efsta sæti heimslistans og hefur unnið tólf leiki í röð gegn Cilic. Hann hefur komist í undanúrslit Wimbledon sjö ár í röð og þrátt fyrir að hafa lent óvænt í basli gegn Kevin Anderson í síðustu umferð þá reikna flestir með sigri Serbans í dag. Komist Djokovic í undanúrslit mætir hann annað hvort Stan Wawrinka, sem vann Opna franska í ár og Opna ástralska í fyrra, eða Frakkanum Richard Gasquet. Báðir eru með afar öflugt bakhandarskot en Wawrinka virðist í afar góðu formi og ætti að komast áfram í dag. Undanúrslitin í einliðaleik karla fara fram á föstudag og úrslitaleikirnir eru svo á dagskrá um helgina - konurnar á laugardag og karlarnir á sunnudag.
„Flugvélin er hönnuð af trúðum og trúðunum er stýrt af öpum,“ er meðal þess sem flugmaður á vegum Boeing skrifaði til annars flugmanns á vegum fyrirtækisins, að því er fram kemur í gögnum um innherjasamskipti sem fyrirtækið afhenti fulltrúadeild Bandaríkjaþings á fimmtudaginn. Það erSeattle Times sem greinir fráen Boeing hefur beðist afsökunar. Undanfarnar vikur og mánuði hafa stöðugt nýjar upplýsingar komið í ljós vegna kyrrsetningar á Boeing 737 Max 8 vélunum. Líkt og fram hefur komið hafa allar vélar af gerðinni verið kyrrsettar síðan í mars á síðasta ári í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa í Indónesíu og í Eþíópíu sem rakin voru til stýrikerfa vélanna. Í gögnunum er það opinberað hvernig starfsmenn ræddu um að blekkja alþjóðleg flugmálayfirvöld og viðskiptavini Boeing þegar kom að því að fá tilskilin leyfi fyrir 737 Max og koma sér undan því á nokkurra ára tímabili að tekin væri upp frekari kröfur um þjálfun flugmanna fyrir nýju vélina. Sjá einnig Verkfræðingar FAA skildu ekki MCAS kerfi 737 MAX vélanna Höfnuðu uppfærslum á öryggisbúnaði Þá opinbera gögnin enn fremur að forsvarsmenn Boeing höfnuðu uppfærslum á öryggisbúnaði Max vélanna á þeim forsendum a slíkt myndi auka kostnað við vélina vegna þess að þá yrðu allir flugmenn að hljóta þjálfun í flughermum til að hljóta tilskilin leyfi til að fljúga vélinni. Fyrirtækið breytti þeirri stefnu ekki fyrr en í síðustu viku og mælir nú með þjálfun í flughermum fyrir alla flugmenn. Í umfjöllun miðilsins segir jafnframt að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi gert sitt til þess að tryggja að svokallað MCAS kerfi vélanna, en gallar þess gegndu lykilhlutverki í flugslysunum tveimur, myndi ekki þurfa að fara í gegnum frekara vottunarferli á vegum flugmálayfirvalda. Kynnti fyrirtækið kerfið líkt og það væri svo gott sem hið sama og kerfi sem hefðu verið til staðar í eldri vélum félagsins, til að koma sér undan frekari þörf á vottun og þjálfun flugmanna. Líkt og áður segir hefur Boeing þegar beðist afsökunar vegna gagnanna og fullyrðir fyrirtækið að það muni grípa til ráðstafanna gegn þeim einstaklingum sem minnst er á í gögnunum og eiga í áðurnefndum samskiptum sín á milli. „Við hörmum efni þessara samskipta og biðjum bandarísk flugmálayfirvöld, fullltrúadeildina, flugfélög og almenning afsökunar á þeim,“ segir í tilkynningu félagsins. Enn fremur var fullyrt að gögnin hefðu einungis náð til fárra starfsmanna félagsins og orðaforði þeirra væri úr takti við gildi félagsins. Um hefði verið að ræða starfsfólk sem hefði séð um þróun og vottun á 737 Max hermum. Sjá einnig Boeing hafnaði þrisvar tillögu sem hefði getað afstýrt flugslysunum Forsvarsmenn Lion Air vildu fá þjálfun í flughermum Í umfjöllun Seattle Times er samskiptum starfsmanna sín á milli hvað varðar samskipti sín við indónesíska flugfélagið Lion Air, lýst sem sláandi. Það var einmitt flugvél þess félags sem hrapaði í október 2018 vegna galla í stýrikerfi vélarinnar og olli að lokum kyrrsetningu þeirra. Samskiptin áttu sér stað í júní 2017 þegar Malindo Air, félag í eigu Lion Air, fékk sína fyrstu 737 Max vél afhenta. Flugmenn Boeing áttu þá í samskiptum sín á milli um það hvernig félagið hefði beðið óskað þess að flugmenn þess fengu þjálfun í flughermum á 737 vélina. „Kannski vegna þeirra eigin heimsku,“ skrifaði flugmaðurinn. „Ég er að brasa við að finna út hvernig ég róa þetta niður núna! asnar,“ skrifaði hann hinum, sem svaraði honum um hæl. „HVAÐ Í FJANDANUM. En systirfélag þeirra er nú þegar að fljúga henni!“ Flugmennirnir tveir gegndu hlutverki við að þróa flugherma og tóku þátt í ákvarðanaferli um það hvort að slíkt þyrfti að vera nauðsynlegt fyrir flugmenn til þess að fljúga nýju vélinni og gegndu lykilhlutverki í þróun vélarinnar. „Ég er að slökkva elda með [vantar nafn] sem heldur allt í einu að þeir þurfi flugherma til að fljúga MAX.“
Íslandspóstur ætlar að færa út kvíarnar og hefja sókn á sviði landflutninga. Tíu ný pósthús verða reist á landsbyggðinni og sex önnur endurbætt til að geta sinnt nýjum verkefnum betur. Forstjóri Íslandspósts, segir gríðarlegar rekstrarbreytingar hafa orðið hjá fyrirtækinu síðastliðin tíu ár. Aukin sókn í landflutningum miði að því að búa fyrirtækið undir enn frekari breytingar. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts: Það var nú stefnt að því að afnema einkarétt á, á bréfum að fullu árið 2009. Því er frestað til ársins 2011. Þannig að það verður þá, er þá leitt í lög sumsé, frá og með 1. janúar 2011. Og Íslandspóstur verður náttúrulega að búa sig undir það. Ingimundur segir að með fleiri verkefnum skapist þörf fyrir rýmra húsnæði. Ingimundur Sigurpálsson: Og það kallar á nýbyggingu, svona á um það bil 10 stöðum og endurbætur á einum sex. Þetta er margra ára verkefni að sögn Ingimundar sem áætlar að kostnaður við nýbyggingar verði einn og hálfur milljarður króna. Ekki liggur fyrir hvað endurbæturnar kosta. Einkafyrirtæki eins og Eimskip og Samskip gagnrýna harðlega að Íslandspóstur sem er opinbert hlutafélag skuli stöðugt veita þeim harðari samkeppni. Ingimundur segir þá gagnrýni meðal annars byggða á þeim misskilningi að Íslandspóstur sé rekinn fyrir skattfé. Ingimundur Sigurpálsson: Því að Íslandspóstur rekur sig eingöngu fyrir sjálfsaflafé. Þannig að skattpeningar eru ekki hluti af tekjum Íslandspóst. Auk þess gildi, segir forstjórinn, sömu reglur fyrir rekstur Íslandpósts og annarra hlutafélaga.
FRAMTÍÐIN liggur í því að geta ferðast án tungumálahindrana að sögn Guðrúnar Magnúsdóttir, sem á og rekur hugbúnaðarfyrirtækið ESTeam AB í Svíþjóð sem sérhæfir sig í sjálfvirkum þýðingarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið hefur þróað svokallaðan ESTeam Translator hugbúnað, sem er stafrænn þýðingarbúnaður fyrir fjölmörg tungumál. Evrópusambandið (ESB) notar búnaðinn við þýðingar og hann var sömuleiðis fyrsti þýðingarbúnaðurinn sem skipuleggjendur Ólympíuleikanna (ÓL) hafa notað, en hann var notaður í fyrsta sinn á ÓL í Aþenu í fyrra. Kínverjar ætla að nýta sér tæknina fyrir ÓL í Peking árið 2008, sem þeir kalla fyrstu stafrænu leikana. «Það sem þeir eru að reyna að gera er að búa til svokallaðan upplýsingarmiðlunarhugbúnað til að þjóna ferðamönnunum sem koma á Ólympíuleikana,» segir Guðrún og bætir því við ESTeam AB sé tæknilega það fremsta í heimi þegar kemur að þýðingartæknihugbúnaði. Hún segir Kínverja sjá um alla vinnu en fyrirtækið sé í hlutverki ráðgjafa. Ekki sé því um formlega samvinnu að ræða að svo stöddu en það sé þó takmarkið. Auðveld og þægileg tjáskipti Hugmyndin fyrir ÓL í Peking er sú að sögn Guðrúnar að allir ferðamenn sem komi til Kína geti gert sig skiljanlega og skilið það sem fyrir augu og eyru ber með hjálp ESTeam Translator hugbúnaðarins, enda ljóst að fjölmargir gestir ÓL sem komi hvaðanæva að munu þurfa á túlk eða þýðingarbúnaði að halda. Hún segir Kínverjana vonast til þess að tæknin verði komin á það stig að hugbúnaðinum verði hægt að koma fyrir í handhægum búnaði t.d. í lófatölvu. Síðan verði hægt að tala í tölvuna á sínu eigin tungumáli og sjái hugbúnaðurinn svo um að þýða á viðkomandi tungumál, í þessu tilfelli kínversku, með stafrænu talmáli þannig að tölvan verði í bókstaflegum skilningi í hlutverki túlks. Þannig verði hægt að eiga samskipti við fólk með ólík tungumál án mikillar fyrirhafnar. «Kostirnir við þetta eru að við ferðumst þægilega og getum gert það sem okkur langar til,» segir Guðrún og bætir því við að mönnum líði betur þegar þeir geta ferðast án tungumálahindrana. Hún segir búnaðinn geta þýtt yfir 20 tungumál eins og stendur. Hvað tungumálið varðar þá bendir Guðrún á að tungumál sé afar flókið fyrirbæri og ekki einhlítt fyrir tölvu að skilja talmál fólks, enda fólk misvel skiljanlegt þegar það talar. Það sé því erfitt að koma því í framkvæmd að tölvan verði bókstaflega í hlutverki túlks. Hún segir tæknina eins og Kínverjar sjái hana fyrir sér muni koma til með að vera innan fárra ára. Hinsvegar telur hún að tíminn sé of naumur að það náist með ofangreindum hætti fyrir ÓL 2008. Þar verði þó að finna upplýsingabanka víða fyrir ferðamenn sem notist við þýðingarhugbúnað ESTeam.
Í kjölfar hnífstunguárásar sem átti sér stað um helgina var blásið til mómæla í Chemnitz í Þýskalandi í gær. Önnur mótmæli áttu sér stað í kvöld þar sem upp komu átök milli hægri-öfgamanna og andstæðinga þeirra. Fjöldi manns kom saman í miðborg þýsku borgarinnar Chemnitz í kvöld til að mótmæla. Þetta eru önnur mótmælin í röð. Í gær skipulögðu hægri-öfgasamtök fjöldasamkomu til að mótmæla innflytjendum og flóttafólki. Mótmælin spruttu upp í kjölfar hnífstunguárásar sem átti sér stað um helgina, þar sem talið er að innflytjendur hafi átt í hlut. Tveir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um árásina. Þýskur maður á fimmtugsaldri lést og tveir særðust alvarlega. Mennirnir sem eru grunaðir um árásina eru á þrítugsaldri og eru frá Sýrlandi og Írak. Öfga-hægrisamtökin hafa notað þetta mál til þess að kynda undir málstað sinn. Á mótmælunum mátti sjá fólk með þýska fánan á lofti, hylla Hitler og bera skilti með áletruninni „stöðvið innflytjendaflóðið“. Andstæðingar öfgasamtakanna hópuðu sig einnig saman í kvöld. Fjöldi lögreglumanna var á staðnum en þrátt fyrir það kom til átaka á milli andstæðra fylkinganna. Fjöldi manns hefur særst í mótmælunum. Í óeirðunum í gær náðust myndbönd þar sem meðlimir öfgasamtakanna elta uppi fólk sem það telur innflytjendur, ráðast á það og hrópa að þeim rasísk vígorð.
Hvar stöndum við-hvert stefnum við? Erindi á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar og MS undir merkjum dags íslenskrar tungu 2005. Efnið var íslensk málstefna og starfsemi Íslenskrar málnefndar. Auk Guðrúnar fluttu þar erindi Jóhann G. Jóhannsson, Kolbrún Friðriksdóttir, Kristín Ingólfsdóttir og Örnólfur Thorsson. -Ritstj. 1. Inngangur Sú málnefnd, sem nú er að störfum, var skipuð fyrir rétt tæpum fjórum árum og hennar skeið er senn á enda runnið. Stjórn málnefndarinnar taldi því mikilvægt að nota síðasta málræktarþingið á skipunartímanum til þess bæði að horfa um öxl og að líta fram á veginn og reyna að meta hvernig til hefur tekist að hrinda settum markmiðum í framkvæmd og hvað það er sem nauðsynlegt er að gera í nánustu framtíð. Fram undan eru talsverðar breytingar á högum málnefndarinnar ef ný lög um sameiningu stofnana, sem vinna að íslenskum fræðum, ná fram að ganga í þinginu en frumvarp hefur þegar verið samið og lagt fram og er nú aðgengilegt á vefnum fyrir þá sem þess óska. Engin sérstök lög munu verða til um Íslenska málnefnd heldur verður hennar getið í einni lagagrein í lögum um hina nýju stofnun íslenskra fræða. Þau lög, sem gilda um málnefndina nú, verða felld úr gildi en hvaða áhrif nýju lögin muni hafa á starf hennar verður framtíðin að leiða í ljós. 2. Gildandi lög um Íslenska málnefnd Ég hygg að gott sé að rifja stuttlega upp það sem gildandi lög segja um það starf sem málnefndin á að rækja. Þegar í 1. grein laganna kemur fram kjarninn í starfssviði nefndarinnar en þar stendur: «Íslensk málnefnd hefur það meginhlutverk að vinna að eflingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti.» Þetta er einnig kjarninn í því sem við getum kallað íslenska málstefnu en að henni vík ég nánar á eftir. Nefndin á að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslenskt mál og umsagnar hennar skal yfirleitt leitað áður en settar eru reglugerðir eða annars konar fyrirmæli um íslenska tungu. Nefndin á að vera í góðri samvinnu við þá sem mikil áhrif hafa á málfar almennings, svo sem fjölmiðla og skóla, og sömuleiðis við stofnanir sem koma að íslenskum manna- og staðanöfnum. Hún á að leiðbeina jafnt opinberum stofnunum sem almenningi um málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli og gefa út rit til fræðslu og leiðbeiningar um íslenskt mál. Þá á nefndin að vinna að skipulegri nýyrðastarfsemi og hafa samvinnu við orðanefndir félaga og stofnana og vera þeim til aðstoðar. Einnig á málnefndin að hafa samvinnu við aðrar málnefndir á Norðurlöndum og við aðrar erlendar málnefndir eftir ástæðum. 3. Stefnumið málnefndarinnar Af þessu má sjá að verksvið málnefndarinnar er breitt og í mörg horn er að líta ef vel á að vera. Fyrir fjórum árum, í upphafi skipunartímabilsins, setti málnefndin sér því stefnumið til næstu fjögurra ára þar sem áhersla var lögð á umdæmisvandann sem mjög er rætt um á Norðurlöndum og reyndar víðar í evrópsku samstarfi. Norræna ráðherranefndin hafði nýlega látið vinna skýrslur um umdæmisvandann á öllum Norðurlöndum en þar var fyrst og fremst horft til stöðu ensku gagnvart Norðurlandamálum. Ari Páll Kristinsson vann íslensku skýrsluna og athugaði hann einkum ástandið innan skólakerfisins, hjá fjölmiðlum, í háskólastarfi og vísindum og í stjórnsýslu. Niðurstaða hans varð að ensk áhrif væru ekki svo mikil á umræddum sviðum að hægt væri að tala um ensku sem ríkjandi mál en teikn væru á lofti um að viðhorf til notkunar ensku í viðskiptalífinu og innan atvinnufyrirtækja væru að breytast. Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir skýrslu Ara leit Íslensk málnefnd svo á að sá meginvandi, sem íslensk tunga og um leið íslenskt málsamfélag stæði frammi fyrir, væri bein afleiðing hnattvæðingar og örrar þróunar upplýsingatækni þar sem enska er ríkjandi mál og oft hið eina sem hægt væri að notast við. Þótt skýrslan sé ekki gömul tel ég að Ari hafi ekki haft áhyggjur að ástæðulausu. Mjög margt hefur breyst á fjórum árum. Ég ætla aðeins að nefna eitt dæmi áður en ég held áfram. Fyrir nokkrum dögum, nánar tiltekið á degi íslenskrar tungu, hringdi til mín blaðamaður til þess að fá álit mitt á því að meginfyrirsögn á titilsíðu þessa dags hefði verið: «A star is born.» Þegar hann hafði talað í um mínútu stöðvaði ég hann og sagði: «Þú ert búinn í þessu stutta spjalli að nota sjö enskar slettur.» « Já, við erum svona í þessum bransa,» svaraði hann og var ekki á honum að heyra nein iðrunarmerki. 4. Brýn verkefni En nú aftur að málnefndinni. Hún velti fyrir sér þeim verkefnum sem brýnast væri að sinna og sá að þau voru ærið mörg. Þau svið, sem beina þyrfti augum að, væru meðal annarra börn og unglingar, almenningur, innflytjendur, skólar, vísindi og fræði, fjölmiðlar og fyrirtæki og þjónusta. Nefndin tók það ráð að velja úr þrjú svið sem unnið yrði að sérstaklega til þess að nýta kraftana sem best. Þessi svið eru: a) börn og unglingar, b) fyrirtæki og þjónusta og c) innflytjendur. Öll eru þau umfangsmikil og margt ógert en þó tel ég að þokast hafi í rétta átt. Sviðin, sem valin voru, eru börn og unglingar, fyrirtæki og þjónusta og innflytjendur. Ég ætla nú að renna yfir þessi svið og segja frá því helsta sem gert hefur verið. 4.1 Börn og unglingar Það er vel kunnugt að börn og unglingar samtímans eru vön netvæddu umhverfi upplýsingatækninnar. Þau horfa á erlendar sjónvarpsstöðvar, sækja sér bæði fróðleik og afþreyingu á Netið, leika sér með tölvuleiki og málið, sem þau nota við þessar aðstæður, er að mestu leyti enska. Á stefnuskránni er að auka vitund barna og unglinga um tungumálið og hlut þess í íslenskri menningu þannig að þeim þyki sjálfsagt, eftirsóknarvert og skemmtilegt að nota það í tali og riti. Málnefndin hafði ákveðið að vinna fyrst og fremst á jákvæðum nótum, hvetja fremur en að finna að, hrósa fremur en að skamma og leitaði því leiða til þess að fá börn og unglinga til að opna augun fyrir móðurmálinu og þeim möguleikum sem í því fælust til að tjá sig við allar aðstæður í ræðu og riti. Tvennt var valið sem nefndin hugðist hrinda í framkvæmd. Hið fyrra var bókmenntaþing þar sem börn og unglingar ættu að ræða um þær bækur sem höfðuðu til þeirra, gagnrýna það sem þeim fannst miður, lofa það sem þeim fannst vel hafa tekist. Við fengum til liðs við okkur Reykjanesbæ, sem þegar hafði unnið mikið að bættum málskilningi barna og auknum lestri, og Síung, félag barnabókahöfunda. Bréf voru skrifuð og send í alla skóla sveitarfélagsins og til bókasafna og viðbrögðin voru afar góð. Á degi íslenskrar tungu fór þingið fram í Keflavík og fluttu fjölmörg börn og unglingar stuttar hugleiðingar um bækur, brugðu á leik, rökstuddu mál sitt vel og töluðu fyrst og fremst út frá eigin brjósti. Áheyrendur fylltu stóran sal. Þetta voru að mestu önnur börn, kennarar og fáeinir barnabókahöfundar. Athyglin var vakandi allan tímann og skemmtilegra málþing hef ég ekki setið lengi. Tilraun okkar tókst vel en það fannst mér ekki aðalatriðið þarna í safnaðarheimili kirkjunnar. Það sem gladdi mig mest var að horfa á og hlusta á frummælendur sem vönduðu sig svo vel og voru greinilega fullir áhuga á lestri góðra bóka. Nýyrðasamkeppninni urðum við að slá á frest. Hún átti að vera á síðasta skólaári en verkfall grunnskólakennara kom í veg fyrir samvinnu við skóla sem er alger nauðsyn ef vel á að takast til. Undirbúningur var kominn vel á veg og nú er stefnt að því að keppnin geti farið fram á næsta ári, annaðhvort í vor fyrir skólaslit eða í haust eftir að kennsla er komin vel af stað aftur. Hugmyndin er að fá fyrirtæki, sem framleiðir eða selur hluti sem börn hafa áhuga á en orð vantar yfir, til að styðja keppnina og vinna með undirbúningshópnum að vali orða. Verðlaun yrðu síðan veitt fyrir bestu tillöguna eða tillögurnar. Með þessu er ef til vill hægt að opna augu barna fyrir því að málið býr yfir ríkulegum möguleikum til frjórrar orðasmíði, að hægt er að nota íslensk orð yfir flest ef ekki allt sem þarf að tjá sig um og að gaman getur verið að reyna að spreyta sig á nýyrðamyndun. Ef vel tekst til verður hugmyndin ef til vill hvatning til að gera orðmyndunarfræði hærra undir höfði í móðurmálskennslu og semja kennsluefni fyrir börn og unglinga í orðmyndun. Með góðum leiðbeiningum í æsku verða málnotendur framtíðarinnar ef til vill meðvitaðri um orðin sem þeir taka sér í munn. Málnefndin hefur verið í góðri samvinnu við Mjólkursamsöluna og heldur sú samvinna áfram þótt fyrirtækið hafi breyst. Á starfstíma sínum lagði nefndin Mjólkursamsölunni lið við val á myndum á mjólkurfernur sem lýsa eiga málsháttum eða orðatiltækjum. Ég hef orðið vör við í starfi mínu að almenningur hefur gaman af bæði myndum og texta og fernurnar vekja áhuga og athygli. Lítill sonarsonur minn, nýlega sex ára, fylgist vel með nýjum fernum sem koma á heimili mitt, biður mig að lesa fyrir sig það sem stendur á fernunni og útskýra hvað átt sé við. Þetta hefur oft orðið tilefni langra samtala hjá okkur í eldhúsinu. 4.2 Innflytjendur Lítið hefur unnist í málefnum innflytjenda. Nefnd var sett á laggirnar með fulltrúum frá málnefnd, Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands, menntamálaráðuneyti og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til að leita sameiginlegra leiða til bæta íslenskukunnáttu innflytjenda. Ákveðið var að koma af stað rannsókn á málnotkun fullorðinna og flétta inn í hana viðhorfum þeirra sem læra íslensku sem annað mál. Sótt var um styrk til Rannsóknaráðs Íslands en hann fékkst ekki. Mikilvægt er að sinna þessu verkefni frekar og finna nýjar leiðir. 4.3 Fyrirtæki og þjónusta Erfitt hefur einnig verið að ná jákvæðri athygli fyrirtækja og þjónustustofnana. Það er á stefnuskránni að efla þurfi vitund forráðamanna um rétt Íslendinga til að fá að nota móðurmál sitt við störf sín og að íslenska sé ætíð notuð í starfi sem snýr að innlendum markaði, hvort heldur er í auglýsingum, verkefnalýsingum, skýrslugerð, fundarhöldum eða viðmóti við viðskiptavini. Erfitt er að ná settum markmiðum á þessu sviði þar sem skilningurinn á mikilvægi tungumálsins er minni en ég hefði vænst. Nefndin skrifaði á undanförnum fjórum árum nokkrum fyrirtækjum og benti á óþarfa notkun ensku. Eitt þessara fyrirtækja auglýsti nýja vöru undir heitinu Smoothie. Þetta mun vera einhvers konar skyrdrykkur. Málið komst af einhverjum ástæðum í fjölmiðla og forsvarsmaður fyrirtækisins svaraði í blaði að það væri aðallega eldra fólk sem kvartaði, ekki yngra. Það segir svo sem ekkert en lýsir aðeins fyrirtækinu. Nýlega birtust einnig í fjölmiðlum viðbrögð sjónvarpsstöðvar við athugasemdum málnefndarinnar um heitið á þættinum Bachelorinn. Þátturinn var mikið auglýstur, m.a. með stórri auglýsingu aftan á strætisvögnum borgarinnar. Ekki vildi stöðin breyta heitinu og ein ástæða þess var sú að það hefði verið keypt með pakkanum frá Ameríku. Sama mun vera með heitið Idol, það var líka keypt í pakka. Öll verðum við vör við ný fyrirtækjaheiti með erlendum nöfnum. Ef gengið er niður Laugaveg frá Hlemmi og niður á Lækjartorg má finna yfir 30 verslanir með erlendum heitum, ég tala nú ekki um ef farið er í Kringluna eða Smáralind. Nú er einnig vinsælt að hengja orðið Group aftan á nöfn til þess að þau fái alþjóðlegra yfirbragð. Ég get nefnt sem dæmi Baugur Group, Dagur Group, FL Group og Opin kerfi Group hf. Málnefndinni er vel ljóst að bréf frá henni til þessara fyrirtækja hefði lítið að segja. Hún hefur tekið á það ráð að benda á það sem vel hefur verið gert og hefur nú tvisvar, í samvinnu við Nafnfræðifélagið, verðlaunað fyrirtæki fyrir góð heiti. Fyrir tveimur árum var gröfufyrirtækið Grafgötur valið, nú barnafataverslunin Hnokkar og hnátur. Við gerum okkur vonir um að þetta hvetji aðra, sem leita að nafni á fyrirtæki, til þess að vanda valið og leita í íslenskan orðaforða, ekki í nöfn á erlendum verslunum í London, París eða New York. Á stefnuskránni er einnig nefnt að málnefndin leiti samstarfs við félag auglýsingastofa um besta auglýsingatextann í árlegri samkeppni þeirra um bestu auglýsinguna. Þetta tókst ekki, það var ekki áhugi á að hafa okkur með. Við fórum þá leið að auglýsa í blöðum eftir tillögum almennings en sú leið reyndist ekki heldur fær. Þá söfnuðum við sjálf góðum auglýsingum og völdum auglýsingu frá Blóðbankanum, eins og fram hefur komið, Ert þú gæðablóð? Við þessa leit að góðum auglýsingatexta sá ég ýmsar vel orðaðar og fáar sem styðjast þurftu við enska hækju. Reyndar bar talsvert á einni nýlega. Þar var mynd af röð af nýjum bílum og undir stóð: Við erum bestu dílar á Íslandi. Ég hefði getað litið á þetta sem prentvillu en ég vissi að orðið díll var valið með vilja og harmaði orðafátækt auglýsingastofunnar í hjarta mínu. 5. Málnotkun í háskólakennslu Í nágrannalöndum okkar er mikið rætt um vaxandi áhrif ensku innan háskólanna. Menn reyna að finna leiðir til þess að móðurmálið verði ríkjandi mál innan þessara stofnana en að hægt verði að kenna á ensku þar sem þess er þörf án þess að hún hafi neikvæð áhrif á móðurmálið. Rækt verði lögð við móðurmálið, fræðilegur orðaforði verði allur á móðurmálinu og nemendur tali og skrifi móðurmálið eingöngu í námskeiðum á móðurmálinu. Þetta hljómar ef til vill ekki sem mikið mál en virðist víða vera afar erfitt í framkvæmd. Norrænt málráð hefur nú sett á laggirnar nefnd sem skoða á ástandið í háskólum á Norðurlöndum og sit ég í þeirri nefnd. Bréf verður skrifað til allra háskóla með spurningum um ástandið í skólunum og verður fróðlegt að skoða svörin. Ég hafði fyrir nokkru samband við alla skóla hérlendis á háskólastigi og spurðist fyrir um málstefnu þeirra. Fátt varð um svör hjá flestum og enginn gat sagt mér nokkuð um það hvort skólinn hvetti kennara til að kenna eingöngu á móðurmáli án enskuslettna og að nemendur væru látnir tjá sig á íslensku í tali og riti í þeim námskeiðum sem nota íslensku sem tjáskiptamál. Háskóli Íslands hefur samþykkt málstefnu. Hann á að mínu mati að vera fyrirmynd annarra háskóla. Þegar kennt er á íslensku á málið að vera vandað og með íslenskum íðorðaforða. Íslenska á að vera það mál sem er og verður ríkjandi við skólann. Ekki er nóg að hafa málstefnu á blaði, það verður einnig að fylgja henni eftir. Það aflar ef til vill ekki vinsælda að stunda málrækt og hvetja menn til að fara vel með móðurmál sitt. Raddir þeirra sem telja ensku mál málanna eru svo háværar nú um stundir að hinir, sem hugsa á öðrum nótum, draga sig annaðhvort í hlé til að vera ekki álitnir heimóttarlegir eða fylgja hinum gegn raunverulegum vilja sínum í þeirri von að þeir sýnist opnir fyrir umheiminum. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig málstefnunni verður framfylgt. 6. Þörfin á opinberri málstefnu Ég hef oft í dag minnst á orðið málstefna og ég sagði í upphafi máls míns að í fyrstu grein laga mætti lesa það sem við getum kallað íslenska málstefnu, þ.e. «Íslensk málnefnd hefur það meginhlutverk að vinna að eflingu íslenskrar tungu og varðveislu hennar í ræðu og riti». Vissulega telst þetta til málstefnu en það er annað og meira sem við þörfnumst núna. Í stefnuskrá málnefndarinnar koma fram helstu atriði sem telja verður liði í íslenskri málstefnu en það er ekki heldur nóg. Ungur fræðimaður, Hanna Óladóttir, kannaði í MA-ritgerð sinni nýlega afstöðu fólks til tökuorða og nýyrða og studdist þar við spurningalista. Ein spurningin á listanum fjallaði um íslenska málstefnu og kom í ljós að um hana vissu menn harla lítið, varla að hún væri til. Þetta er m.a. vegna þess að við eigum enga opinbera íslenska málstefnu sem hægt er að vísa til ef þörf er á. Öll nágrannalöndin standa betur en við. Danir hafa þegar lagt drög að opinberri málstefnu og skrifað bæklinginn Sprog på spil. Sama er að segja um Svía og má sjá þeirra hugmyndir í ritinu Mål i mun. Fyrir um hálfum mánuði gaf norska málráðið út tæplega 200 síðna bók um tillögur til aðgerða um norskt mál á tímum hnattvæðingar. Ritið nefnist Norsk i hundre! og verður lagt fram til almennrar umræðu. Grænlendingar hafa lokið sinni tillögugerð, sama er að segja um finnlandssænsku málnefndina en um hana má lesa í bæklingnum Tänk om ... Allt þetta er hægt að nálgast á vefnum ef einhverjir hafa áhuga á. Færeyingar hafa þegar skipað nefnd sem hefur fengið það verkefni að semja tillögur að opinberri færeyskri málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið færeyska. Nefnd þessi á að hefja störf sem allra fyrst og hefur hún þegar fengið í hendur lýsingu á verkefninu. Íslendingar einir hafa unnið lítið í sinni málstefnu. Málnefndin mun því skrifa menntamálaráðuneytinu og benda á mikilvægi þess að til verði opinber málstefna, samþykkt í þinginu og öllum landsmönnum til styrktar og halds. Slíkt skjal þarf að vinna vel til þess að almenn sátt náist um það en við getum litið til nágrannaþjóðanna og lært af þeim og þeirra reynslu. Ef við erum heiðarleg í hugsun okkar, og okkur er hollt að vera það, eigum við sjá að okkar vandamál eru nákvæmlega hin sömu og aðrar Norðurlandaþjóðir eiga við að glíma.
Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, óttaðist að umræðan um Fossvogsskóla gæti orðið „hysterísk“ er borgin fékk fyrirspurnir frá fjölmiðlum um leka í skólanum í janúar árið 2020. Þetta kemur fram í tölvupósti sem var sendur eftir að Ingibjörg Ýr Pálmadóttir skólastjóri greindi borginni frá fundi með foreldrum nemanda sem væri ekki vært í skólanum. Sagði hún lykt eða raka og mygluskemmdir á fjórum stöðum. Í pósti Péturs, sem stílaður var á sex borgarstarfsmenn, var farið yfir hvernig viðbrögðum skyldi háttað. „Það er okkar mat að ef umræðan fer yfir í almenna en hysteríska umræðu um að skólinn sé fullur af myglu, þá væri Árný [Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins] best til þess fallin að fara yfir hvað það er sem HER gerir til að mæla raka. Tala um að HER fylgi alþjóðlegum stöðlum og mæli raka reglulega,“ segir í bréfinu. „Ég vona að við náum að halda lokinu á þessu en get ég beðið þig Ámundi [Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds] um að láta taka saman helstu upplýsingar um framkvæmdir í skólanum og að við getum vísað á þig, Árný, þegar kemur að allri umræðu um heilnæmi húsnæðis.“ Aðspurður um móðursýkina, í ljósi þess að skólinn er nú lokaður vegna skemmda, segir Pétur það hafa verið kæruleysislega orðað. „Mínar áhyggjur fyrir einu og hálfu ári síðan voru að umræðan hafi verið umfram efni enda áttu sérfræðingar okkar eftir að fá betri gögn til að meta,“ segir hann. „Síðar kom í ljós samkvæmt ráðgjöf að það þyrfti að fara í enn frekari úrbætur til að koma húsnæðinu í lag og við erum enn í þeim fasa.“ Með því að halda lokinu á málinu segist Pétur hafa átt við að halda umræðunni við staðreyndir eins og þær hafi legið fyrir þá og að fagfólk myndi veita upplýsingar.
Hér er ein staðreynd úr flugheiminum: Eldsneytisverð hefur lækkað umtalsvert frá því í fyrra. Þessi staðreynd er tæmandi fyrir jákvæðar fréttir af fluginu. Aðrar fréttir eru þannig að orð kunns fjárfestis rifjast upp fyrir Óðni: „Ef þú vilt verða milljónamæringur af að fjárfesta í flugrekstri skaltu byrja sem milljarðamæringur.“ *** Í liðinni viku birtu bæði flugfélögin í Kauphöllinni uppgjör sín fyrir árið 2008. Icelandair Group tapaði 7,5 milljörðum króna, sem er 3000% lakari afkoma en árið áður. Færeyska félagið Atlantic Airways hagnaðist um 15 milljónir danskra króna, sem er ríflega þriðjungi lakara en árið áður. *** Nú er að vísu rétt að hafa í huga að lunginn af tapi Icelandair Group stafar af niðurfærslu óefnislegra eigna, þannig að þar er ekki um útstreymi fjár að ræða, enda skilaði reksturinn jákvæðu sjóðstreymi. Þetta breytir því ekki að niðurfærslan er neikvæð og afkoman var bágborin, sem má meðal annars sjá af því að hagnaður fyrir afskriftir, EBITDA, var á fjórða fjórðungi langt undir því sem greinendur höfðu vænst. *** Í ársbyrjun 2007 hafði enginn áhuga á að ferðast til útlanda í þrengslum og leiðindum. Þeir sem ekki gátu flogið í einkaþotum eða á Saga Class skyldu í það minnsta fá þægileg sæti með innbyggðum skemmtara. Þess vegna gerði Icelandair samning við ítalskan sætaframleiðanda og annan við flugvélaskemmtikerfaframleiðandann (þetta er eitt lengsta orð sem Óðinn hefur skrifað) Thales um að gera flugferðirnar skemmtilegri. *** Nú er staðan að vísu orðin þannig að flestir eru fegnir bara ef þeir komast úr landi og mundu hvorki láta þrengsli né leiðindi stoppa sig ef þeir ættu gjaldeyri, en fyrir tveimur árum dugði ekki að bjóða upp á þurra og leiðinlega flugferð. Þess vegna var farið út í þessi skemmtilegu sætakaup, sem í reikningum síðasta árs kostuðu 1,7 milljarða króna fjárútlát. Í dag telur Óðinn víst að slík sætakaupaákvörðun væri ekki tekin, en félagið situr eins og mörg önnur uppi með draumkenndar fjárfestingarákvarðanir ársins 2007. *** Vandi Icealandair liggur þó ekki að verulegu leyti í tegund sæta, heldur miklu frekar í notkun þeirra, en hún minnkaði um fjórðung á milli ára á fjórða ársfjórðungi. Áhrifin á félagið eru þó ekki svona slæm, því að einn helsti styrkur þess er mikill sveigjanleiki og stjórnendur hafa brugðist við samdrætti í eftirspurn með viðeigandi samdrætti í framboði. Sætanýtingin hefur þess vegna minnkað mun minna, eða úr 73,9% í 69,4%. *** Til samanburðar var nýtingin hjá Atlantic Airways 77% í fyrra, sem er sama hlutfall og árið áður. Þetta er raunar nokkuð einkennandi fyrir það félag því að þar er stöðugleiki á milli ára miklum mun meiri en áhugamenn um Icelandair eiga að venjast, enda eru það frekar sveiflur en stöðugleiki sem einkenna rekstur þess félags. *** Annars er samanburður tveggja fyrirtækja alltaf erfiður, jafnvel vafasamur og stundum allt að því ósanngjarn. Og vissulega eiga tvö fyrirtæki þar sem annað, Icelandair Group, veltir tífalt á við hitt, Atlantic Airways, ekki nema mátulega mikið sameiginlegt. *** Þetta breytir því ekki að Óðni þykir forvitnilegt að bera saman þessi tvö flugfélög sem hoppa yfir Atlantshafið með nokkra eyjaskeggja og gesti þeirra, þó að vissulega sé Icelandair Group miklu meira en það, ekki síst eftir að það keypti meirihlutann í tékkneska félaginu Travel Service. *** Óðni þótti til dæmis forvitnilegt að reikna út EV/EBITDAR fyrir þessi félög. EV stendur fyrir heildarvirði félags, þ.e. samanlagt verðmæti skulda og hlutafjár. EBITDAR er hagnaður fyrir leigugjöld, afskriftir, fjármagnsliði og skatta og er rekstrarstærð sem mikið er horft til í flugrekstri þar sem hún eyðir út muninum á því hvort félög kaupa eða leigja flugvélar. Hún minnkar þess vegna líkurnar á því að borin séu saman epli og appelsínur, en slíkur samanburður fer mjög fyrir brjóstið á stjórnendum fyrirtækja. *** Útreikningar Óðins sýna að EV/ EBITDAR hjá Icelandair Group fyrir árið í fyrra, miðað við núverandi markaðsvirði hlutafjárins, er 8,1. Sambærilegt hlutfall hjá Atlantic Airways er 3,1, sem er umtalsvert hagstæðara. Í þessum útreikningum hefur verið leitast við að leiðrétta EV vegna leigugjalda. Hinn möguleikinn er að nota EV/EBITDA, en þá er niðurstaðan enn óhagstæðari fyrir Icelandair Group. *** Ýmislegt annað er umtalsvert hagstæðara hjá færeyska félaginu, svo sem eiginfjárhlutfallið, sem er 50% á móti 20% hjá því íslenska. Færeyska félagið er mun betur fjármagnað, sem skiptir vissulega miklu við núverandi markaðsaðstæður. Raunar er það svo að eitt helsta áhyggjuefni fjárfesta í Icelandair Group hlýtur að vera skuldastaða félagsins. *** Næstum helmingur vaxtaberandi skulda Icelandair Group, eða rúmir 20 milljarðar króna, eru á gjalddaga í ár og þrátt fyrir þokkalegt sjóðstreymi og sjóðstöðu hrekkur það skammt í þessu stóra samhengi. Það er því ljóst að þetta kallar á verulega endurfjármögnun á næstu mánuðum. Fram hefur komið hjá stjórnendum að vinna við hana standi yfir og að áformað sé að ljúka henni „á næstu mánuðum“, sem Óðinn telur vonum seinna. *** Óðinn er í svipuðum hugleiðingum og margir aðrir. Hann telur að á meðan stýrivextir eru svo háir að enginn löglegur rekstur geti borið þá séu peningarnir hans best geymdir í ávöxtun í opinberum pappírum. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn sýnir að fleiri eru sömu skoðunar, enda lítið um viðskipti og verðið fer lækkandi. *** Fyrir þá sem láta stýrivexti ekki hafa áhrif á sig og vilja fjárfesta í flugfélögum í Kauphöllinni hvað sem tautar og raular, er ekkert augljóst að Icelandair Group ætti að verða fyrir valinu. Í þeim samanburði hlýtur Atlantic Airways að koma sterklega til greina, ekki síst við núverandi markaðsaðstæður. *** Þar skiptir traustur fjárhagur og stöðugur rekstur miklu, en líka samsetning eigendahópsins. Óðinn er að vísu almennt ekki hrifinn af að fjárfesta með ríkinu, en hann telur þó mun ólíklegra að færeyska ríkið, sem á 67% hlutafjár í Atlantic Airways, verði neytt til að selja hlut sinn en einhver af stærstu hluthöfum Icelandair Group. Einn stóru hluthafanna þar hefur þegar þurft að selja eftir veðkall og í framhaldi af því eignaðist Sparisjóðabanki Íslands ríflega 9% hlut. *** Vandinn er hins vegar sá, og það á mun frekar við um færeyska félagið en það íslenska, að sá sem kaupir hlut gæti þurft að sitja með hann í drjúgan tíma, að minnsta kosti ef um umtalsverðan hlut er að ræða. Viðskipti með Icelandair Group eru lítil eins og með önnur hlutabréf í Kauphöllinni, en viðskipti með Atlantic Airways eru í besta falli sáralítil. *** Seljanleikaáhættan er þess vegna umtalsverð fyrir þá sem kaupa í færeyska félaginu. Óðinn er hins vegar þeirrar skoðunar að fjármunirnir séu öruggari í færeyska félaginu, sérstaklega til skamms tíma litið. Í dag er hann þess vegna hrifnari af þeim fjárfestingarkosti af flugfélögunum tveimur. Ef Icelandair Group kemst í gegnum þrengingarnar sem nú ganga yfir eru hins vegar mun meiri sóknarfæri þeim megin.
Nemandi í fullu námi má gera ráð fyrir að mæta í 3 til 3½ dag í hverri lotu. Þessar kröfur geta því verið mismunandi eftir námskeiðum. Röðun námskeiða í hverri lotu* Má því segja að mæting felist í því að vera vitsmunalega og andlega mættur norður til Akureyrar þó svo að líkaminn geti verið annars staðar, sbr. lið 2 og 3. Kjörsvið sem opin eru til innritunar fyrir haustið 2020 Metnar ECTS-einingar koma í stað valnámskeiða. Nemendur koma inn í námið með klíníska og faglega þekkingu á sínu sérsviði. Framhaldsnámsdeildin býður upp á krefjandi og skemmtilegt þverfaglegt nám fyrir fagfólk sem þegar hefur lokið fyrstu háskólagráðu innan heilbrigðisþjónustunnar. 1) Staðfest afrit af bakkalárprófskírteini eða sambærilegu prófskírteini. Sérstakar matsreglur hafa verið samþykktar ef fleiri en 66 nýnemar skrá sig til náms. Námsárið 2020-2021 eru sérhæfðu skyldunámskeiðin ekki í boði. Nánar upplýsingar um umsóknarferlið og námið er að finna á heimsíðu Háskólans á Akureyri, www.unak.is. *Námsárið 2020-2021 er 10 ECTS sérhæft skyldunámskeið þessara kjörsviða ekki í boði. Skipulag á námi í lotum: 50 ECTS meistaranám fyrir ljósmæður með starfsréttindi á Íslandi Með umsókn þarf að fylgja: HA býður upp á: Nauðsynlegt er að hafa tölvu með myndavél og öfluga nettengingu til að geta sinnt náminu. Mæting er skilgreind á þrennan hátt: 1) mæting á staðinn; 2) mæting í gegnum hugbúnaðinn ZOOM; eða 3) mæting í gegnum fjarveru (e. Telepresence Robot). - Eigindlegar rannsóknir: föstudaga Áslaug L. Guðmundsdóttir, verkefnastjóri við heilbrigðisvísindasvið HA, og dr. Sigríður Sía Jónsdóttir, formaður framhaldsnámsdeildarinnar, svara einnig fyrirspurnum. 1. janúar 2020 voru 125 nemendur í námi í framhaldsnámsdeildinni, af þeim voru 82 í meistaranámi og 43 í viðbótarnámi á meistarastigi. Umsækjendur skulu hafa fengið 7,25 í meðaleinkunn í grunnháskólanámi nema sérstaklega sé getið um annað í inntökuskilyrðum kjörsviðs. Umsjónarkennara er frjálst að gera sérkröfur fyrir sitt námskeið um mætingu í einhverja ákveðna lotu eða allar3. Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri Hver námsmaður skipuleggur námið í samræmi við sitt áhugasvið og kjörsvið. - Heilsugæsla í héraði – fræðileg Mynd: Sigríður Sía Jónsdóttir, formaður framhaldsnámsdeildar HA. Við framhaldsnámsdeildina eru 66 námspláss í boði fyrir nýnema. - Heilsugæsla og heilsuefling: e.h. á þriðjudögum og miðvikudögum Tvö námskeið í aðferðafræði rannsókna (10 ECTS hvort) eru skyldunámskeið og eftir þau fylgir vinna við 30 eininga meistararannsókn sem lýkur með tilbúnu handriti að fræðigrein. Innan ákveðinna tímamarka er hægt að fá námið metið upp í meistaranám á sama kjörsviði. - Heilbrigði og heilbrigðisþjónusta: miðvikudaga - Verkir og verkjameðferð: þriðjudaga - Sálræn áföll og ofbeldi *Birt með fyrirvara um breytingar Þau verða í boði námsárið 2021-22 en hægt er að skrá sig í meistaranám í við HA á þessu kjörsviði og taka önnur skyldu- og valnámskeið. - Málstofa meistaranema: f.h. á fimmtudögum Þau verða í boði námsárið 2021-22 en hægt er að skrá sig í meistaranám á þessum kjörsviðum næsta námsár og taka önnur skyldu- og valnámskeið. Allt að 30 ECTS-einingar eru metnar inn í meistaranám úr fjögurra ára (240 eininga) BS-námi. Þeir verði óhræddir við breytingar til framfara með víðsýni að leiðarljósi. Gerð er krafa um að nemendur mæti í a.m.k. 2 lotur í hverju námskeiði þó æskilegt sé að mæta í allar3. Hægt er að uppfylltum inntökuskilyrðum að velja á milli 40 og 60 ECTS-eininga viðbótarnáms á meistarastigi á þeim kjörsviðum (sérfræðisviðum) sem eru í boði við HA. - Öldrun og heilbrigði: e.h. þriðjudögum og miðvikudögum Námið er 120 ECTS-einingar og byggist upp á 40 einingum í skyldunámskeiðum auk valnámskeiða og 40 eða 60 ECTS meistaraverkefnis. Kennt er í þremur lotum hvert misseri en á milli er unnið að verkefnum, og námsmat í hverju námskeiði byggist almennt á verkefnavinnu í stað prófa. 1) Viðbótarnám á meistarastigi: Röðun námskeiða í hverri lotu - Sálræn áföll og ofbeldi: mánudaga Ljósmæður með íslensk starfsréttindi sem vilja auka þekkingu og færni í rannsóknum geta fengið allt að 70 einingar metnar úr ljósmæðranámi sínu upp í meistarapróf. - Öldrun og heilbrigði ***Heilsugæsla í héraði – klínísk er nám fyrir hjúkrunarfræðinga sem ráðnir hafa verið í 80% launaða sérnámsstöðu í heilsugæsluhjúkrun hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Markmiðið er að við brautskráningu verði þeir gagnrýnir greinendur og skapandi fagmenn á sviði vísindarannsóknastarfa og nýsköpunar. Námið við HA er skipulagt þannig að hægt er að stunda vinnu með því. **Starfsendurhæfing er samstarfsverkefni milli HA og félagsráðgjafadeildar Háskóla Íslands og sérhæfðu skyldunámskeiðin annars vegar kennd við HA og hins vegar við HÍ. - Megindlegar rannsóknir: e.h. á fimmtudögum og f.h. á föstudögum - Verkir og verkjameðferð Opið er fyrir innritun til 15. júní 2020 Námið er opið fagfólki úr öllum heilbrigðisstéttum en stærsta heilbrigðisstétt landsins, hjúkrunarfræðingar, hefur eðlilega verið fjölmennust í námi hjá okkur. Þetta er fullt nám í eitt ár, frá 1. ágúst – 31. júlí og kennt og skipulagt í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. - Heilbrigði kvenna: f.h. þriðjudaga og miðvikudaga Námið er einnig góður undirbúningur fyrir doktorsnám við HA eða aðrar menntastofnanir innanlands eða erlendis. - Stjórnun í heilbrigðisþjónustu 120 ECTS meistaranám / 60 ECTS-eininga viðbótarnám á meistarastigi - Langvinn veikindi og lífsglíman 120 ECTS meistaranám / 40 ECTS-eininga viðbótarnám á meistarastigi - Heilsugæsla í héraði – klínísk*** Við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA) er boðið upp á 120 ECTS-eininga meistaranám og viðbótarnám (diplómanám) á meistarastigi. - Málstofa meistaranema: f.h. á fimmtudögum Hægt er að velja um 5 eða 10 ECTS-einingar í mörgum námskeiðum þegar þau eru tekin sem valnámskeið.
Ástralskur fótboltakappi var sektaður og neyddur til að biðjast afsökunar eftir að hann kveikti í dverg á lokahófi liðsins í gær. Ástralskur fótbolti eða Aussie Rules eins og hann er kallaður, er þokkalega grófur leikur, svipaður og rúgbý. Kapparnir sem hann stunda skemmta sér auðsjáanlega ekki mjög fínlega heldur, en í gær var svokallaður brjálaði mánudagur, eða "Mad Monday" þegar liðin fagna lokum leiktíðarinnar. Þá eru haldin villt partý sem eiga það til að fara úr böndunum. Það var nákvæmlega það sem gerðist hjá St. Kilda liðinu, en leikmenn þess fengu tvo dverga til að skemmta sér í veislunni. Hópur leikmanna fór að fíflast með stóran gaskveikjara og leikurinn endaði með því að einn þeirra, Clinton Jones, kveikti í fötum dvergsins Blake Johnston sem er líka fjölbragðaglímumaður og gengur undir nafninu Mr. Big. Fljótlega tókst að slökkva eldinn og Johnston hlaut ekki alvarleg meiðsli, en hann lagði fram kæru á hendur Jones fyrir athæfið. Lögreglan brást fljótt við og sektaði Jones um 3000 ástralíudali, eða um 300 þúsund krónur. Að auki var honum gert að biðjast opinberlega afsökunar. Þá þurfti framkvæmdastjóri deildarinnar, Andrew Demetriou líka að biðjast afsökunar, því hann hló og flissaði í beinni útsendingu í sjónvarpi þegar honum var sagt frá atvikinu. Demetriou sagði í afsökunarbeiðni sinni að hann hefði fyrst haldið að um grín væri að ræða og því hafi hann hlegið, ekki að honum hafi fundist fyndið að kveikt hafi verið í dvergnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brjálaði mánudagurinn fer út í öfgar í Ástralíu, því árið 2010 gerði leikmaður allt vitlaust með því að þykjast eðla sig með hundi og árið áður fór myndband liðs af gúmmíkjúklingi með smokk eins og logi um akur.
Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, var augljóslega svekktur með 1-0 tapið gegn Keflavík er hann kom í viðtal við Vísi strax eftir leik. „Þetta er súrt. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel. Þeir áttu fyrstu 10 mínúturnar, við vorum lengi í gang og þeir skora úr föstu leikatriði sem við eigum klárlega að gera betur. Síðan er þetta jafnt, alveg stál í stál í fyrri hálfleik. Síðan komum við út í seinni hálfleik og erum þar miklu betri. Þeir liggja djúpt og við fengum 2-3 mjög góð færi til að jafna þennan leik en það datt ekki með okkur í dag,“ sagði Sævar Atli. Leiknir var eins og Sævar segir rosalega lengi í gang í dag. Keflavík átti öll hættulegu færi leiksins á fyrstu mínútunum. Leiknismenn sýndu lítið fram á við og það var ekki fyrr en á 75. mínútu leiksins þar sem fyrsta skot Leiknis á markramma Keflavíkur kemur. Sævar var spurður að því af hverju þeir voru svona lengi að komast í gang. „Ég veit það ekki. Mér fannst við alveg vera gíraðir í upphitun og svona en það er ekki hægt að taka mark á því. Þetta er góð spurning því við þurfum klárlega að gera betur í þessu því að við eigum alltaf að mæta trylltir til leiks,“ svaraði Sævar. Eftir flotta byrjun á mótinu hefur aðeins hallað undir hjá Leikni sem kom inn í þennan leik með tvö töp á bakinu. Gæti verið að töpin í undanförnum leikjum hafi setið eitthvað í Leiknismönnum í dag? „Nei alls ekki. Mér fannst við spila vel á móti HK í leik sem við töpuðum. KR leikurinn var algjörlega off en seinni hálfleikurinn í dag er góður. Ég hef engar áhyggjur, við þurfum bara að skora fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, að lokum.
Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum er orðin fullskipuð þátttakendum eftir úrtöku í Ölfushöllinni í gær. Það má segja að landslið dómara hafi verið saman komið til að hita sig upp og stilla sig af fyrir átök nýs árs. Keppni að þessu tagi þar sem keppt er í fjórgangi og fimmgangi í janúar er nýbreytni og mjög krefjandi fyrir keppendur og hesta þeirra enda hvorki menn né hestar komnir í sitt besta form eins og gefur að skilja. En allir sátu við sama borð á Ingólfshvoli á laugardag og þar mátti sjá prýðilegar sýningar enda þrír efstu knapar með yfir 6 í meðaltal úr báðum greinum. Sigurvegari í fjórgangi var hinn ungi og bráðefnilega knapi Teitur Árnason með Frosta frá Glæsibæ, móálóttan son Hegra frá Glæsibæ og hluti þeir einkunnina 6,33. Jafnir í öðru til þriðja sæti voru Sölvi Sigurðarson og Óði-Blesi frá Lundi og Eyjólfur Þorsteinsson og Hárekur frá Vindási með einkunnina 6,27. Fimmganginn sigraði Eyjólfur Þorsteinsson og Eitill frá Vindási með einkunnina 6,17. Í öðru sæti varð Haukur Baldvinsson og Falur frá Þingeyrum með 6,13 og í þriðja sætinu hafnaði Ríkharður Flemming Jensen og Dynssonurinn Sölvi frá Tjarnarlandi með 5,90. Úrslit (meðaleinkunn fjórgangs og fimmgangs) 1. Eyjólfur Þorsteinsson 6,22 2. Teitur Árnason 6,07 3. Ríkharður Flemming Jensen 6,02 4. Sölvi Sigurðarson 5,98 5. Haukur Baldvinsson 5,68 6. Hallgrímur Birkisson 5,53 7. Elsa Magnúsdóttir 5,50 8. Þórdís Erla Gunnarsdóttir 5,40 9. Vignir Siggeirsson 5,40 10. Hugrún Jóhannsdóttir 5,48 11. Ingunn Birna Ingólfsdóttir 5,45 12. Lúther Guðmundsson 5,37 13. Ragnar Tómasson 5,32 14. Guðmundur Baldvinsson 5,32 15. Magnús Jakobsson 5,25 16. Jón Ó. Guðmundsson 5,08 17. Steingrímur Jónsson 4,92 18. Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir 4,70 19. Fjölnir Þorgeirsson 2,93 20. Erling Ó Sigurðsson 2,87 21. Jón Kristinn Hafsteinsson 1,40 Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum skipa því eftirfarandi 24 knapar: Atli Guðmundsson Elsa Magnúsdóttir Eyjólfur Þorsteinsson Hallgrímur Birkisson Haukur Baldvinsson Hinrik Bragason Hugrún Jóhannsdóttir Hulda Gústafsdóttir Ingunn Birna Ingólfsdóttir Jóhann G. Jóhannesson Lúther Guðmundsson Páll Bragi Hólmarsson Ríkharður Flemming Jensen Sigurbjörn Bárðarson Sigurður V. Matthíasson Sigurður Sigurðarson Sævar Örn Sigurvinsson Sölvi Sigurðarson Teitur Árnason Valdimar Bergstað Viðar Ingólfsson Vignir Siggeirsson Þorvaldur Árni Þorvaldsson Þórdís Erla Gunnarsdóttir Meistaradeildin hefst fimmtudagskvöldið 1. febrúar klukkan 19.00 þar sem keppt verður í fjórgangi.
Óvenjumikið líf hefur verið í höfnum landsins undanfarna daga. Mörg hundruð grásleppukarlar eru í óða önn að undirbúa vertíðina en veiðarnar mega hefjast um stóran hluta landsins klukkan 8 í fyrramálið. Á Þórshöfn á Langanesi voru menn að sjósetja bátana eftir veturinn og setja netin um borð. Upp undir 500 bátar á landinu hafa leyfi til grásleppuveiða og þar sem tveir til þrír menn eru oft í áhöfn má ætla að hátt í eitt þúsund manns verði á grásleppuveiðum þetta vorið. Halldór Jónsson, grásleppukarl á Langanesi: Við höfum ekkert annað þessir bátar við höfum þetta og strandveiðar við verðum að fara á þetta. Hátt verð fékkst fyrir grásleppuhrognin í fyrra og menn vonast eftir að það verði ekki lægra í ár. Þessir eru komnir alla leið frá Borgarfirði eystra til að róa frá Þórshöfn. Einar Magni Jónsson, grásleppukarl frá Borgarfirði eystra: Við vorum hér í fyrra og ætlum bara að prófa aftur núna í ár. Kristján Már Unnarsson: Og gekk svona vel í fyrra? Einar Magni Jónsson: Nei nei það gekk nú ekkert vel en það verður bara að þrjóskast við og prófa afur. Kristján: Þið grædduð ágætlega í fyrr á þessu? Einar Magni Jónsson: Jú, jú mokgræddum alveg. Óli Ægir Þorsteinsson er búinn að stunda grásleppuveiðar í hálfa öld. Hann óttast að veiðin verði lítil í ár. Kristján: Á hverju merkja menn það Óli Ægir Þorsteinsson: Ja það eru bátarnir hérna, þorskanetabátarnir hér út í kantinum, grunnkantinum það slæðist í hjá þeim oftast en það er eitthvað lítið núna, ,mjög lítið. Kristján: Er dálítil stemning yfir því að hefja grásleppuvertíð, er þetta svona vorboði? Halldór Jónsson:Jú, jú þetta kemur blóðinu aðeins af stað. Þetta verður síðasta vertíðin þar sem mönnum leyfist að hirða aðeins hrognin en kasta fisknum frá borði. Einar Magni Jónsson: Ég held að þetta sé ágætt ef einhver vill éta þetta. Kristján: Já þetta er náttúrulega búinn að vera sóðaskapur að henda þessu öllu er það ekki? Einar Magni Jónsson: Jú, jú það er búið að vera það sko. Vonandi bara er hægt að nýta þetta betur.
Leikstjórinn og handritshöfundurinn Rúnar Rúnarsson fléttar í sinni nýjustu kvikmynd saman 58 örsögur sem allar eiga sér stað á aðventunni og síðustu dögum ársins 2018 og endurspegla íslenskan veruleika í brotakenndri heild skyndimynda. Eitt þessara spegilbrota sýnir samskipti skjólstæðings og hjúkrunarfræðings í skaðaminnkunarbílnum Frú Ragnheiði. „Þetta er auðvitað leikin sena þar sem reynt er að endurspegla á raunsæjan hátt komu fólks í bílinn til okkar í kringum jólin,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar, sem segja má að leiki einhvers konar útgáfu af sjálfri sér í Bergmáli. „Ég er ekki búin að sjá þetta en mæti á styrktarsýninguna. Ég fékk nokkur skilaboð eftir frumsýninguna um að þetta hefði verið mjög átakanleg en falleg sena og er bara spennt að sjá.“ Óvæntur jólaglaðningur Elísabet segir að þótt Frú Ragnheiður sé í grunninn nálaskiptiþjónusta með áherslu á skaðaminnkun þá sé mannlegi þátturinn öllum sem að verkefninu koma efstur í huga. „Hann er rosalega mikilvægur hluti af verkefninu okkar og það er ótrúlega fallegt og snertir við okkur í Ragnheiði að leikstjórinn og framleiðendurnir hafi viljað halda sérstaka styrktarsýningu fyrir okkur. Við erum auðvitað bara fjármögnuð á styrkjum og þurfum á öllum peningum að halda og erum að fara að undirbúa jólin en undanfarin ár höfum við verið með jólagjafir í bílnum og dreifum þeim til skjólstæðinga okkar viku fyrir jól og á aðfangadag,“ segir Elísabet og bendir á að Ragnheiður ekur alltaf sinn rúnt, sex sinnum í viku, virka daga sem og stórhátíðisdaga. „Þau vissu að Frú Ragnheiður keyrir um jólin og aðstoðar skjólstæðinga og þess vegna hugsuðu þau til okkar þar sem myndin á í raun að endurspegla jólin frá mismunandi sjónarhornum.“ Hjúkrunarfræðingurinn Elísabet Brynjarsdóttir stendur vaktina í Frú Ragnheiði og bíður spennt eftir því að sjá sjálfa sig í hlutverki stallsystur sinnar á hvíta tjaldinu í Háskólabíói. Frú Ragnheiður dreifir einnig mat og hlýjum fatnaði til skjólstæðinga sinna en Elísabet segir velvilja fjölda fólks og fyrirtækja úti um allan bæ gera þeim þetta mögulegt. „Við erum með þessar jólagjafir og mikið um góðhjartað fólk úti um allan bæ sem er að prjóna fyrir okkur þannig að við gefum húfur, vettlinga, sokka og svona.“ Að ógleymdum þessum „félagsskap, sálræna stuðningi og mannlegu nánd sem allir þurfa“. Einstakur hópur á ferð „Þessi hugmynd kviknaði fyrst í raun bara alveg strax eftir tökurnar,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir, framleiðandi hjá Pegasus, um sýninguna á morgun. „Þetta blundaði svo bara í okkur þangað til við sáum fyrsta klippið og fundum að við bara yrðum að gera þetta. Vegna þess að okkur fannst senan svo sterk og hún sat svo í okkur,“ segir Lilja sem telur óhætt að fullyrða að aldrei áður hafi verið gerð „önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd“, og Bergmál. „Jólin eru ótrúlega sérstakur og að mínu mati bara yndislegur tími hjá okkur í Frú Ragnheiði,“ segir Elísabet þegar talið berst að þeim um um það bil 100 sjálfboðaliðum sem skiptast á að standa vaktina í bílnum. „Við erum með alveg einstakan hóp sem stendur vaktina sama hvaða dagur er og vill allt fyrir skjólstæðingana okkar gera,“ segir Elísabet og bætir við að fyrst og fremst treysti heimilislausir og sprautufíklar með fjölþættan vímuefnavanda á Frú Ragnheiði. Harmurinn í fegurðinni Jólavaktir Frú Ragnheiðar vega þungt í huga Elísabetar vegna þess að skortur og sárar tilfinningar hafa tilhneigingu til að magnast í birtu jólaljósanna. „Þess vegna finnst mér svo dýrmætt að sjálfboðaliðarnir okkar séu tilbúnir að standa vaktina óháð því hvaða dagur er til þess að geta veitt þessa mannlegu nánd og sálrænan stuðning. Jólin eru einstakur tími og ég kemst alla vega ekki í jólaskap án þess að taka vakt í Frúnni í kringum jólin.“ Elísabet segir tilfinningatenginguna milli sjálfboðaliðanna og skjólstæðinganna mögulega vegna þess einstaka trausts sem Rauði krossinn og Frú Ragnheiður hafa náð að byggja upp í gegnum árin. „Skjólstæðingarnir okkar treysta okkur mjög vel og það er alveg ómetanlegt og dýrmætt fyrir verkefnið okkar. Við gætum náttúrlega ekki starfað án þess að hafa traust þeirra. Þau vilja leita til okkar á sínum forsendum og það er svo dýrmætt í öllum þessum samskiptum, sérstaklega einmitt svona í kringum jólin þegar erfiðar aðstæður geta mögulega oft orðið ennþá erfiðari í ljósi þess hvernig allt á að vera.“
Á sjónvarpsstöðinni ESPN eru þeir að rifja upp heimsmeistarakeppnir í fótbolta. Maður fær að sjá gömul uppáhaldslið, sum sá maður reyndar eiginlega ekki. Ég fylgdist af ákafa með heimsmeistarakeppninni 1970, en ekki sá maður mikið af henni í sjónvarpi. (Brot úr HM 1966 voru sýnd í Nýja bíói, ég man eftir að hafa farið þangað sem smástrákur – og svo var þetta líka sýnt á tjaldi í KR-húsinu.) Maður heyrði bara nöfn eins og Pelé, Jairzinho, Tostao, Rivelino, Gerson og Carlos Alberto – þóttist vera þeir uppi á Landakotstúni. Sumir segja að þetta brasilíska lið sé hið besta í sögunni. Nú sér maður í sjónvarpi að þeir voru dásamlegir – en þeir nenntu ekki að verjast fyrir sitt litla líf. Framfarir í varnarleik hafa ekki endilega gert íþróttina skemmtilegri. Áðan voru þeir svo að sýna frá keppninni 1982, þeirri fyrstu sem við fengum að fylgjast með í íslensku sjónvarpi. Eitt skemmtilegasta liðið í keppninni var hið franska með miðjumennina Platini, Tigana og Giresse í fararbroddi, stórkostlega leikna menn. Örlagaríkasti leikur þessa liðs var gegn Þýskalandi. Frakkarnir töpuðu í vítaspyrnukeppni eftir að hafa komist 3-1 yfir í framlengingu. Það voru mikil vonbrigði, Frakkarnir voru litlir og nettir, Þjóðverjarnir voru stórir og sterkir, höfðu leikmenn eins og Klaus Augenthaler, Horst Hrubesh og tugþrautarmanninn Hans Petter Briegel. Frægt atvik í leiknum var þegar þýski markmaðurinn Harald Schumacher stökk af öllu afli á franska sóknarmanninn Patrick Battiston. Battiston var borinn af velli meðvitundarlaus, með brákaðan hryggjarlið og tveimur tönnum fátækari. Brotið var fullkomlega brútalt, líkamsárás – en Schumacher var ekki rekinn af velli. En hann varð ekki vinsæll fyrir þetta. Í skoðanakönnun sem var gerð í Frakklandi eftir keppnina kom í ljós að aðeins einn Þjóðverji var óvinsælli en Schumacher – sjálfur Adolf Hitler. Hans er fyrst og fremst minnst fyrir þetta brot; kemst þannig í söguna sem einn af hötuðustu fótboltamönnum allra tíma. [youtube=http://www.youtube.com/watch?v=tGq7VcaHoqo&feature=related] Það er svo saga að segja frá því að árið eftir þetta gerðist náði ég að hitta Schumacher stuttlega. Þá fór ég í eina skiptið á ævinni á fótboltaleik í Þýskalandi, í Köln. Schumacher lék þá með liðinu. Eftir leikinn fórum ég og vinir mínir á krá félagsins, mig minnir að hún hafi heitað Zum Geisbock. Þar var Schumacher – ég náði að segja halló við hann. Það var svosem ekki meira. Og það má svo alveg rifja það upp líka að þetta sumar, 1983, var umtalaðasti fótboltamaður í Þýskalandi Íslendingurinn Atli Eðvaldsson. Hann hafði þá unnið það afrek að skora fimm mörk í leik með liði sínu Fortuna Düsseldorf og þótti einstakt.
Miðverðir úr b-deildarliði og verstu vörn þýsku deildarinnar eiga að bjarga málunum fyrir Jürgen Klopp og Liverpool í miðvarðarhallæri félagsins. Liverpool tókst í gær að bæta tveimur miðvörðum við leikmannahópinn sinn á lokadegi félagsskiptagluggans. Liverpool keypti Ben Davies frá enska b-deildarliðinu Preston og fékk svo tyrkneska landsliðsmiðvörðinn Ozan Kabak á láni frá Schalke. Sama kvöld fréttist af því að Joel Matip verði ekkert meira með Liverpool liðinu á tímabilinu en eins og flestir vita þá eru Virgil van Dijk og Joe Gomez ekkert að fara losna af meiðslalistanum á næstunni heldur. Liverpool fékk Ben Davies ódýrt frá Preson eða fyrir tvær milljónir punda. Hann er orðin 25 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn hjá Preston liðinu. Klopp viðurkenndi að Liverpool hefði ekki keypt leikmann frá Preson í venjulegu ástandi. Davies hefur verið mjög traustur með Preston liðinu í b-deildinni og þykir mjög yfirvegaður leikmaður. Hann er örfættur og sæmilega fljótur en ekki mikið meira en það. Útsjónarsemi og leiðtogahæfileikar hjálpa honum mikið. Það bendir samt allt til þess að Liverpool hafi fengið hann sem hálfgerðan öryggisventil til að fá örugglega einn miðvörð í þessum glugga. Allt gott sem Ben Davies gerir fyrir Liverpool liðið í vetur mun því koma flestum á óvart enda skrefið stórt að fara frá Preson til Englandsmeistaranna. Jürgen Klopp var aftur á móti búinn að hafa áhuga á Tyrkjanum Ozan Kabak lengi en þessi leikmaður heldur upp á 21 árs afmælið sitt í næsta mánuði. Ozan Kabak hefur vakið talsverða athygli og fengið heilmikið lof í Þýskalandi. Hann var valinn nýliði ársins í þýsku deildinni tímabilið 2018-19 þegar hann spilaði með Stuttgart og hann hefur einnig unnið sér sæti í tyrkneska landsliðinu. Kabak var reyndar á bekknum á móti Íslandi en hefur spilað mikið í síðustu landsleikjum. Málið er hins vegar að Stuttgart liðið féll úr deildinni vorið 2019 og Ozan Kabak fór þaðan til Schalke 04. Schalke liðið er núna neðst í þýsku deildinni og með verstu vörn þýsku Bundesligunnar. Það eru ekki góð meðmæli fyrir miðvörð en honum til varnar þá hefur allt verið í rugli hjá Schalke síðustu misseri og fjármál félagsins í tómu tjóni. Ozan Kabak hefur sagt frá því að fyrirmynd sín sé Van Dijk og hann vildi ólmur komast til Liverpool. Miðað við stöðu mála innan sem utan vallar hjá Schalke þá má alveg líta á þetta sem björgun fyrir þennan efnilega miðvörð. Kabak hefur margt með sér og hann er mjög ungur enn fyrir leikmann í sinni stöðu. Hann hefur fengið viðurnefnið „Tyrkneski veggurinn“ af því að hann er mjög öflugur í einvígum, hvort sem þau eru á jörðu eða í lofti. Það er minna vita um hæfileika hans að spila boltanum upp völlinn enda var það eitthvað sem Schalke liðið gerði ekkert af. Ozan Kabak hefur líka orð á sér að vera mikill skaphundur og það kom líka í ljós fyrr í vetur. Kabak var þá dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að hrækja í átta að Werder Bremen bakverðinum Ludwig Augustinsson. En ef það er eitthvað sem hinn föðurlegi Jürgen Klopp gerir betur en flestir þá er það að búa til réttu kringumstæðurnar fyrir mann eins og Kabak til að blómstra. Kabak hefur hæfileikana og hann hefur tíma til að þroskast. Hann mun hins vegar ekki vera í neinum byrjendatímum ef Klopp þarf að henda honum strax út í djúpu laugina vegna allra meiðslavandræða varnarlínu Liverpool liðsins.
Bandaríski spretthlauparinn Christian Coleman má keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í ár en um tíma leit út fyrir að hann væri kominn í mikil vandræði hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu. Christian Coleman fékk hins vegar frábærar fréttir í gær þegar málið gegn honum var felt niður og því fær hann tækifæri til að vinna heimsmeistaragull í Doha í lok mánaðarins. Christian Coleman er fljótasti maður heims í ár en hann hefur hlaupið hundrað metrana á 9,81 sekúndu á þessu ári. Christian Coleman átti í hættu að vera dæmdur í tveggja ára bann eftir að Usada sakaði hann um að gefa upp ekki rétta staðsetningu og missa fyrir vikið af lyfjaprófum. Allir íþróttamenn verða að sjá til þess að lyfjaeftirlitið viti hvar þeir æfi og gisti svo hægt sé að lyfjaprófa þá hvenær sem er. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, Usada, hætti við málshöfðun gegn Christian Coleman eftir að hafa fengið tilmæli um það frá Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Christian Coleman hafði misst af þremur lyfjaprófum á tólf mánuðum en virðist hafa sloppið á svokölluðu tækniatriði vegna óvissu um dagsetningar. Christian Coleman hefur engu að síður varið í tuttugu lyfjapróf á árunum 2018 til 2019 og hann hefur haldið fram sakleysi sínu. „Ég er ekki maður sem tek nein fæðubótaefni yfir höfðuð og ég hef því aldrei áhyggjur af lyfjaprófum,“ sagði Christian Coleman.
Hvernig á ég að drulla mér af stað??? Er erfitt að koma sér í gang núna þegar haustið er komið? Ertu búin(n) að ákveða að fara út að hlaupa og halda áfram eins og í sumar, en það er svooooo margt sem vinnur að því að sannfæra þig um að sleppa því bara. Mikið að gera, sófinn er svo mjúkur og hlýr, það er rigning úti eða æji það er orðið dimmt. Geri þetta bara á morgun…. ….aftur. Það að búa sér til góða „minningu framtíðarinnar“ er alveg geggjað verkfæri til að reka sjálfa(n) sig af stað í verkefnin. Sjáðu útkomuna fyrir þér. Í stað þess að hugsa um hlaupið sjálft, ímyndaðu þér frekar tilfinninguna sem kemur í sturtunni eftir hlaupið. Þegar það er búið, þú ert búinn að gera þetta. Það kemur ákveðin sigurtilfinning yfir mann, þægileg þreyta, finna vatnið skolast yfir sig og gefa sér hrós fyrir vel útfært verk, hvaða verk sem það nú er. Þessi hugsun gefur okkur svo nóga hvatningu og orku til þess að reima á okkur skóna og láta vaða af stað. Æfðu þig í því að sjá útkomuna fyrir þér, sjá þig eftir að verki er lokið og þar með að laða fram tilfinninguna sem fylgir því 🙂 Þetta gildir að sjálfssögðu öll okkar verk, háþrýstiþvo hesthúsið fyrir veturinn, taka bókhaldið í gegn eða skila heimalærdómnum. Láttu fæturna taka þig af stað svona býr maður sér til „motivation “ þegar hún kemur ekki sjálf. Ríðið vel 👊👊👊 Föstudagspistill 16. október Föstudagspistill 9. október Föstudagspistill 2. október Föstudagspistill 25. september Föstudagspistill 18. september Föstudagspistill 11. september
Korkur: dulspeki Titill: Að flýja... Höf.: emble Dags.: 8. desember 2006 13:45:38 Skoðað: 335 Svona 70% af draumunum mínum snúast um að ég sé að flýja frá einhverjum eða berjast. Tökum dæmi: 1. Þennan draum dreymdi mig þegar ég var pínulítil, man samt alltaf eftir honum. Ég var að labba heim af æfingu þegar það byrja risaeðlur að hlaupa á eftir mér og elta mig. Einhvernveginn þá tekst mér að komast heim, stekk inn í herbergi hjá mömmu og pabba, þar sem þau liggja uppi í rúmi, segi þeim frá risaeðlunum og er skiljanlega dauðhrædd. En svarið sem ég fæ er “Hvaða rugl í þér krakki, leyfðu okkur að sofa!” Rétt í þessu brotnar glugginn og 2 risaeðlur troða hausnum inn, allt verður dimmt og eldingar og þrumur. Ég öskra. En mamma og pabbi segja bara: “Hættu þessum látum,” og fara aftur að sofa. 2. Þennan draum dreymdi mig um daginn. Ég var karlmaður, rannsóknarlögregla. Ég var að rannsaka og þá fann ég mömmu og pabba dáin uppi í rúmi í gamla húsinu mínu, sem annar maður átti nú (held að hann hafi átt að vera í mafíunni, allaveganna eitthver big-shot). Þar sem ég vill gefa foreldrum mínum virðulega útgröf þá reyni ég að koma líkunum í burtu en um leið og ég er búin að færa líkið hjá föður mínum þá kemur litla systir mín inn. Ég fatta þá að maðurinn sem bjó þarna núna hafði verið með hana allan tímann og líklegast misnotað hana. Í þessu kemur “vondi” maðurinn inn. Þá tek ég það til bragðs að leggjast við hliðina á látinni móður minni og þykist vera faðir minn. Manninum finnst ég eitthvað grunsamlegur þannig hann dregur mig á löppunum niður tröppur (ath. hausinn pompaði þannig í allar tröppurnar) og ætlaði að kasta mér ofan í sundlaugina sína. Áður en hann nær að gera það segir vinnumaður hans honum að hann hafi fengið mikilvægt símtal. Ég næ að flýja. Þannig gengur þessi draumur í dálítinn tíma og ég vaknaði frekar ruglingsleg. 3. Móðir mín lenti fyrir bíl og dó. En ég vissi að þetta hefði ekki verið slys. Ég hafði erft mikinn pening frá foreldrum mínum og ég var sífellt að reyna að flýja frá manni sem reyndi að kúga mig eða stela honum af mér. Mig minnir að ég hafi vaknað þegar ég hélt að hann væri að fara að drepa mig. Ekki langt síðan mig dreymdi þennan. 4. Ég og nokkrar vinkonur mínar vorum að flýja frá einhverjum sem ég veit í rauninni ekki hverjir voru. Eina sem ég man er að við vorum hræddar og hlaupandi á milli herbergja. Í einu herberginu var börnum á ýmsum aldri staflað upp. Öll hlekkjuð við stálplötur. Þau voru líklegast tilraunadýr og þau voru mörg hundruð talsins. Við hlupum fram hjá þeim en þótt þau vissu að við værum að flýja þá sögðu þau ekki orð, báðu okkur ekki einu sinni að losa sig. Þennan dreymdi mig rétt áðan. 5. Ég er vampýrubani (örugglega áhrif frá Buffy þáttunum hérna) og er að skjóta á vampýrur í íbúðablokk fyrir aldraða. Einnig er ég að flýja frá þessum vampýrum. Þessi er kannski svona 5 ára gamall. 6. Ég er einhverskonar skrímsli, varúlfur dettur mér helst í hug. Ég er að berjast við annað eins skrímsli og þetta er erfiður bardagi. Þessi er nýlegur. Og nú spyr ég hvort einhver geti ráðið kannski einhvern af þessum draumum og hvort einhver geti komið með getgátur um það afhverju mig dreymi alltaf að ég sé að flýja eða berjast? --- Svör --- Höf.: Skufsi Dags.: 8. desember 2006 19:47:43 Atkvæði: 0 þessi hér: 1. Þennan draum dreymdi mig þegar ég var pínulítil, man samt alltaf eftir honum. Ég var að labba heim af æfingu þegar það byrja risaeðlur að hlaupa á eftir mér og elta mig. Einhvernveginn þá tekst mér að komast heim, stekk inn í herbergi hjá mömmu og pabba, þar sem þau liggja uppi í rúmi, segi þeim frá risaeðlunum og er skiljanlega dauðhrædd. En svarið sem ég fæ er “Hvaða rugl í þér krakki, leyfðu okkur að sofa!” Var örugglega þú að dreyma og svo vaknarðu svona hálfpartinn ert eiginlega ennþá sofandi og ferð inn til mömmu þíns og pabba og segjir þetta, örugglega um hádimma nótt. Og svo sérðu þessa tvo hausa því að þú ert eiginlega ennþá sofandi. Hefur gerst við mig. Vaknaði og sá fullt af rugli og sjitt sko. --- Höf.: Quadra Dags.: 2. janúar 2007 00:33:18 Atkvæði: 0 Ég kann nú ekki sérstaklega að ráða í drauma, en get talað út frá eigin reynslu. Þegar ég er undir miklu álagi, tilfinningalegu ójafnvægi, miklar breytingar í lífi mínu oþh þá dreymir mig oft svona “stress” drauma…sem snúast einmitt um það að flýja eða bjarga þeim sem standa mér næstir. Kannski ertu eitthvað hrædd um að missa foreldra þína td. Hefur þú orðið fyrir missi? Mig dreymir td oft að ég geti flogið og í öðrum draumum að ég geti andað í vatni. Ég túlka þetta sem sigra - að ég hafi komist yfir erfiðleika osfrv. Draumar endurspegla oft tilfinningar og almenna líðan. Hjá er alla vega svona “mynstur” í draumum. Einnig verð ég fyrir því sem kallað er “svefnrofalömun” þegar ég er undir miklu álagi, sef illa osfrv. Það er svo margt til í þessu :) En ég vona að þig fari nú að dreyma betur og að þú finnir eitthvað út úr þessu. Bestu kveðjur, Quadra. ---
Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta segir að liðið ætli að láta verkin tala í leiknum við Tyrkland í undankeppni EM 2020 á sunnudag. Ísland getur þá tryggt sér sæti í lokakeppni EM sem verður haldin í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar á næsta ári. Karlalandslið Íslands í handbolta mætir Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM á sunnudag. Ísland þarf sigur eða jafntefli í leiknum til að tryggja sér sæti á EM eftir jafnteflið við Grikki ytra á miðvikudag. Ísland, sem vann Grikkland með 14 marka mun hér heima í fyrsta leik undankeppninnar, gerði jafntefli við Grikki ytra á miðvikudag og íslenska liðið í raun heppið að ná í stig úr leiknum. Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Grikkir voru tveimur mörkum yfir þegar 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Ísland náði á ótrúlegan hátt að jafna leikinn áður en lokaflautið gall og 28-28 reyndust lokatölur í Grikklandi. Ísland er með sex stig í undanriðlinum, stiig minna en Norður-Makedónía en tveimur stigum ofar en Tyrkland. Ísland þarf því sigur eða jafntefli út úr leiknum við Tyrki á sunnudag. „Við sköpuðum okkur færin, en skoruðum ekki úr þeim. Það kostaði okkur mikið. Síðan voru þetta fyrst og síðast einstaklingsmistök í vörninni. Við stóðum okkur ekki nægilega vel maður á móti manni og það þurfum við að bæta. Það er fullt sem við ætlum að bæta og munum vinna í. En það er auðvitað leikurinn við Tyrkland núna sem við ætlum auðvitað bara að koma hér og láta verkin tala,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni EM hefst klukkan 16:00 á sunnudag í Laugardalshöll. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og hefst hún klukkan 15:30.
Korkur: bf Titill: bf 2142 NorthernStrike Höf.: agnaruz Dags.: 14. febrúar 2007 17:17:30 Skoðað: 416 Game Description A few years into the most desperate struggle in the history of mankind, and with the conflict focused around the Mediterranean, the Pan Asian Coalition (PAC) seizes the chance to claim the undefended natural resources beneath the ice of mainland Europe. By the time the EU is aware of their presence, the enemy is firmly entrenched in the continent’s harsh ice fields, among abandoned city ruins and soaring mountain peaks. Only fierce close-quarters infantry battles along claustrophobic city streets and narrow rocky passes will eject the PAC forces from their well-defended positions and push them back towards the sea. Three new maps provide the setting for the Booster Pack. High up in the Alps the EU uses launch pods to assault a PAC Titan docking harbour in the map Port Bavaria. Bridge at Remagen, the scene for one of WWII’s major battles, is once again the setting for intense battles as both sides fight to secure the bridge. Finally, night has fallen when the EU launches their assault on the city in the Liberation of Leipzig. Battlefield 2142™: Northern Strike introduces two new vehicle types. The heavy IFV Goliath is a massive, slow-moving firing platform available to the EU. It is used to provide cover, as well as health and ammunition, to nearby infantry. The fast-moving hovering light IFV Hachimoto, available to the defending PAC only, is an efficient vehicle killer when staffed by a well coordinated pilot/gunner team. With ten new unlocks and ten new awards, Battlefield 2142™: Northern Strike offers unprecedented persistence for a Booster Pack. The epic Titan mode introduced in Battlefield 2142™ is available on two maps, and for the first time in an urban setting. All maps also feature Conquest mode with the Conquest Assault Lines set-up, in which the attacking army now has to conquer all control points before taking the enemy’s main base. Key Features * Fast–paced, infantry-focused gameplay boosts the intensity of the all-out war experience. * Three new maps set in Europe, where snow-covered post-apocalyptic cities and a ridge in the Alps become the new battlegrounds. * Two brand-new vehicles designed to support infantry combat available in an asymmetrical set-up, with the hovering light IFV Hachimoto available to the PAC and the massive heavy IFV Goliath available to the EU. * Increased persistence. Ten new rewards, one new pin and ten new unlock items at the top of the unlocks trees, available also on core game maps, take persistence to new levels. Unlock credits earned in the booster pack can also be used in the core game. * Epic Titan mode available on two maps, and for the first time in a urban setting, for more intense Titan gameplay. * Tweaked Conquest-assault gameplay (Assault Lines game mode) on all three maps creates more choke points and more heated battles. * Horizontal podding gives infantry additional ways of moving across the maps quickly nenni ekki að þíða þetta ^^ --- Svör --- Höf.: Audigy Dags.: 18. febrúar 2007 13:44:39 Atkvæði: 0 Mer hlakkar ekkert fukking sma mikid thangad til hann kemur ut …….! --- Höf.: pallk Dags.: 1. mars 2007 21:37:54 Atkvæði: 0 Keypti hann í pre-load í ealink kostar ekki nema 662 kr kmr 3 mars og þá getur maður loksins installað honum :) Bætt við 3. mars 2007 - 13:43 Leiðrétting : 8 Mars ekki 3. ---
Herra forseti. 1. málsgr. till. hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til þess að kynna sér niðurstöður þeirra rannsókna á stórvirkjunar möguleikum í landinu, er fram hafa farið á vegum raforkumálastjórnarinnar, svo og athugunum stóriðjunefndar á möguleikum til stóriðju. Nefndin velur sér formann.“ Þetta er aðalefni þessarar þáltill. Ég vil leyfa mér að fara nokkrum orðum um þetta mál og rökstyðja till. Á síðasta Alþingi svaraði hæstv. iðnmrh. fsp. varðandi undirbúnings athuganir á möguleikum til stórvirkjana og stóriðju á Íslandi. Við sem flytjum þessa till., vorum þeirrar skoðunar eftir að hafa hlýtt á skýrslu hæstv. ráðh., að stórvirkjunar- og stóriðjumálin væru komin á það stig, að skylt væri og raunar óhjákvæmilegt, að um þau mál væri fjallað af Alþingi sjálfu. Stungum við þá upp á því, að málsmeðferðin yrði á þá lund, að byrjað yrði með því að kjósa mþn. eins og þá, sem þessi till. gerir ráð fyrir, en hún var flutt efnislega eins á síðasta þingi. Við teljum, að málin séu á því stigi samkv. því, sem hér hefur verið upplýst á hv. Alþingi, að hæstv. ríkisstj. eða starfsmenn hennar ættu ekki að hafast neitt að umfram það, sem búið er, fyrr en Alþingi hefur átt þess kost að kynnast því nánar, sem fyrir liggur um málið og marka stefnu í því. Teljum við það nauðsynlegan aðdraganda að kjósa mþn. , sem reyndi að sjálfsögðu að hraða störfum sem allra mest, og yrði n. sjálfsagt að hraða því meira störfum, sem lengur hefur dregizt að koma henni á laggirnar. Það er skoðun okkar og ég vona, að á það geti í raun og veru allir fallizt, að það sé óeðlilegt að ákveða um stórvirkjun, ráðast í stórvirkjun eða ákveða stað fyrir stórvirkjun, hvað þá stofna til stóriðju í landinu, t.d. með þátttöku útlendinga og ákveða, hvar sú stóriðja skuli sett upp, án þess að Alþingi sé með í ráðum og málin fái áður athugun í nefnd, þar sem allir flokkar eigi sína fulltrúa. Við teljum óeðlilegt, að rætt sé við erlend stóriðjufyrirtæki og fjármálastofnanir um stóriðjurekstur hér á landi til nokkurra úrslita, án þess að málið hafi fengið þá meðferð, sem við leggjum til með þessari þáltill. En það kom fram á hv. Alþingi í fyrra, að farið var að ræða við erlendar fjármálastofnanir um framkvæmdir af þessu tagi, en þó ekki glöggt á hvaða stigi þær umr. voru. Í þessu sambandi leyfi ég mér að vekja athygli á því, að 22. marz 1961 samþykkti Alþingi þáltill. um að undirbúa virkjun Jökulsár á Fjöllum til stóriðju og raunar man ég ekki eftir, að aðrar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi um að framkvæma rannsóknir með hugsanlega stóriðju fyrir augum. Þessi ályktun hljóðaði þannig, með leyfi hæstv. forseta. : „Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunnar til framleiðslu á útflutningsvörum og úrræðum til fjáröflunar í því sambandi.“ Síðan þessi þáltill. var samþykkt, eru nálega 3 ár liðin, en engin skýrsla hefur enn verið gefin hv. Alþingi eða í þingnefndum um, að þessu verki væri lokið, sem þó var ákveðið að framkvæma með þessari þáll. , sem ég var að lesa. Það hefur verið lauslega drepið á það í sambandi við skýrslur um þessi mál og umr., að athuganir hafi farið fram, en engar upplýsingar gefnar um lokaniðurstöður af rannsóknum við Jökulsá á Fjöllum. Ég álít, að þegar þessi mál eru rædd eða íhuguð, hljóti að koma til margar spurningar, sem þarf að svara, áður en ákvarðanir eru teknar. Ég vil aðeins minnast á sumt af því, sem kemur til álita og hugsa þarf um og ræða, en sumt af því er mjög vandasamt og áreiðanlega hollt, að sem flest sjónarmið komi fram á frumstigi þessara mála, þegar um svo vandasöm og nýstárleg efni er að ræða. Í sambandi við þessi mál kemur t.d. upp spurningin um, hvort eigi að taka upp samstarf við erlenda aðila varðandi rekstur í landinu sjálfu, svo sem t.d. alúminíumverksmiðju til raforkukaupa frá stórvirkjun, sem oft hefur verið rætt um. Og ef lagt verður í slíkt, kemur til greina að gera sér grein fyrir því, hvernig á að tryggja hagsmuni Íslendinga í því sambandi. Íslendingar hafa enga reynslu í því að setja slíkri starfsemi eðlilegan ramma og er þetta mjög vandasamt mál fyrir okkur. Enn fremur er ekki reynsla hér í því að setja slíkri starfsemi löggjöf. Hvernig sem á þetta vandasama mál er litið, er því brýn nauðsyn á, að þetta sé allt gaumgæfilega skoðað í tæka tíð. Þá knýr á í þessu sambandi spurningin um, hvar setja eigi upp stóóvirkjanir og stóriðju, ef til greina kæmi. Hvernig yrði hægt að koma byggingu stóriðjuvers t.d. á eðlilegan hátt inn í framkvæmdaáætlanir Íslendinga, án þess að setja úr skorðum eðlilegt athafna- og framkvæmdalíf og uppbygginguna í landinu. Þá kemur spurningin um, hvort nýjar stórframkvæmdir, ef til greina koma, ættu að verða til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins eða hvort ráðstafanir í þessum málum ættu að verða til þess að auka enn vandann í þeim efnum, sem flestir virðast nú vera að verða sammála um, að sé ærinn fyrir hendi. Þessar spurningar knýja á, en Alþingi hefur ekki fengið nokkur þau gögn í hendur, að það geti í raun og veru svarað þeim á viðhlítandi hátt á þessu stigi málanna. Því er þessi till. flutt um, að Alþingi kjósi sérstaka nefnd, er skoði þessi má ofan í kjölinn, að sjálfsögðu með hæstv. ríkisstj. Ég hika ekki við að segja, að það sé eitt af aðalsmerkjum íslenzks þjóðarbúskapar, að nálega allur atvinnurekstur í landinu er í höndum Íslendinga sjálfra. Ég tel að þeirri sömu meginstefnu beri að fylgja framvegis. En spurningin er einvörðungu sú, hvort skynsamlegt sé og nauðsynlegt að gera undantekningu frá þessari reglu, þegar sérstaklega stendur á og alveg sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Framsfl. hefur litið svo á, að slíkt gæti komið til greina, ef með því móti væri unnt að leysa tiltekin, aðkallandi verkefni í þágu alþjóðar, sem óhugsandi næri að leysa öðruvísi, en því aðeins ætti þetta að koma til greina. Ef menn vilja gera slíka undantekningu, t.d. til þess að unnt sé að virkja stórt, þarf að liggja fyrir, hvað rafmagn fæst miklu ódýrara með því móti, þ.e. hve stórfellt hagræði. Íslenzkur þjóðarbúskapur hefði af því, og svo hvað þarf að vinna til. Hvað höfum við svo mikið vatnsafl hentugt til virkjunar og erum við aflögufærir í stórrekstur, annan en okkar eigin, þann sem eðlilegt er, að við höfum með höndum sjálfir? Raforkuþörf okkar eykst með ofsahraða, og talið er, að haganlega virkjanlegt vatnsafl verði fullnýtt upp úr næstu aldamótum hér á landi með sama hraða og nú er virkjað. Í sambandi við alúminíumverksmiðju hefur verið talað um 30 þús. lesta ársframleiðslu fyrst um sinn, en látið að því liggja, að vel geti komið til mála, að framleiðslan verði aukin og þá hljótum við enn að spyrja: Hafa Íslendingar ráð á að binda mikið rafmagn í þess konar fyrirtæki eða fyrirtækjum? Tvenns konar sjónarmið geta komið fram varðandi það, með hvaða hætti atvinnurekstur útlendinga hér á landi kæmi til greina. Líklega er hægt að gera slíka samninga nokkuð trygga varðandi íslenzka hagsmuni með skýrum ákvæðum um tiltekið fyrirtæki, þar sem starfssvið þess væri skýrt afmarkað og leyfi bundið við það eitt sem sérstaka undantekningu og þá miðað beinlínis við að leysa þjóðfélagslegt vandamál sérstaks eðlis, t.d. að skapa grundvöll að einni stórri virkjun. En hins vegar væri líka hægt að hleypa erlendum aðilum, jafnvel einum aðila sterkum, hér inn í landið með svo rúmum samningsákvæðum, að erlent stórfyrirtæki kæmi sem eins konar Trójuhestur inn í íslenzkt atvinnulíf og gæti svo þanið sig út í landinu og fléttað sig inn í íslenzkt efnahags- og atvinnulíf. En slíkt má vitaskuld alls ekki koma til mála og er margt að varast í því sambandi, eins og ég hef hér minnzt á. Þarf því að ganga vel og tryggilega frá öllum hnútum, ef þetta á yfir höfuð að koma til mála. Það er engin trygging í því, þótt erlent fyrirtæki væri hér í samstarfi við íslenzka einstaklinga. Einstaklingar íslenzkir geta ofmetið persónulega hagsmuni sína og komizt í þjónustu hins erlenda fjármagns og það eru engar getsakir um einn eða neinn, að það verður að gera ráð fyrir því, að sú hætta sé fyrir hendi hér, eins og hjá öllum öðrum þjóðum. Ef til greina kæmi, að útlendingar fengju hér aðstöðu til atvinnurekstrar, yrði að vera sérstakur samningur og sérstök löggjöf hverju sinni. Hins vegar er það mjög eftirtektarvert og hefur komið fram við umr. um þessi efni, sem átt hafa sér stað síðustu árin eða síðustu missirin, að hin almenna löggjöf, sem nú er í gildi hér um réttindi útlendinga, er orðin mjög úrelt, er afar léleg og lítið öryggi í henni fyrir landið og þjóðina og miklu veikari, hér en sums staðar annars staðar hjá nágrannaþjóðum okkar. Framsóknarmenn lögðu fram í fyrra till. um endurskoðun á þeirri löggjöf með það fyrir augum að tryggja Íslendinga gegn óeðlilegum áhrifum útlendinga í atvinnurekstri hér og mun það mál verða flutt aftur á þessu þingi. Ég gat um það áðan, að það væri enginn smáræðis þáttur í þessu máli, hvernig stórframkvæmdir gætu komizt inn í eðlilega framkvæmdaáætlun landsmanna og orðið liður í því að tryggja skynsamlega byggð í landinu, en ekki til þess að auka vandann frá því, sem verið hefur. Og þar erum við komnir að einum veigamesta þætti í þessum málum, þ.e. uppbyggingu íslenzka þjóðarbúsins framvegis og hvernig á að setja atvinnureksturinn niður í landinu með það fyrir augum að byggja landið allt. En eins og kunnugt er, viljum við í Framsfl. leggja ríka áherzlu á, að stefnan sé miðuð við það að byggja allt landið, því að við álítum, að verði það ekki gert, muni þjóðinni aldrei takast að halda öllu landinu. Nú horfir á hinn bóginn erfiðlega í þessum efnum og allt virðist stefna að því, að Íslendingar safnist saman flestir í einni borg. Ef svo fer, mun okkur ekki farnast vel í landinu og ég vona, að um það séu í raun og veru allir sammála, þótt menn leggi mismunandi áherslu á þetta og þessu sjónarmiði vona ég, að aukist skilningur. Það, sem fyrst og fremst þarf að gera, er að koma upp þéttbýlismiðastöðvum í öllum byggðarlögum, sem gætu orðið miðstöðvar iðnaðar, verzlunar, samgangna og mennta. Með því væri að mínu viti dreifbýlinu í sveitunum alveg borgið. Á flokksþingum og fundum framsóknarmanna hefur oft verið ályktað um þetta mál og einmitt í þessa stefnu og rík áherzla lögð á þessa þætti. Þá verður umfram allt að vinna að því, að upp rísi fleiri borgir en höfuðborgin, fleiri borgir en Reykjavík og efla kaupstaði og kauptún í öllum landshlutum. T.d. þarf að vinna skipulega að því, að Akureyri verði borg og mundi það, eins og nú standa sakir, verða eitt stærsta skrefið, sem unnt væri að stíga til að snúa þeirri þróun við, sem verið hefur og margir óttast. Þetta er ekki síður hagsmunamál íbúa höfuðborgarinnar sjálfrar, en annarra landsmanna, því að Reykjavík yrði ekki lengi höfuðborg sjálfstæðrar þjóðar. ef svo færi, að landabyggðin eyddist og aðrar borgir kæmu ekki upp í landinu. Af þessu leiðir, frá sjónarmiði okkar flm. þessarar till., að það verður að hafa byggðaþróunina mjög ofarlega í huga í sambandi við stórvirkjunar- og stóriðjumálin. Á þessu virðist af og til hafa komið fram nokkur skilningur á Alþingi. 1961 var, eins og ég sagði áðan, t.d. samþ. einróma þál. um að rannsaka möguleika á virkjun Jökulsár á Fjöllum með stóriðju til framleiðslu útflutningsvöru fyrir augum, og var þá vafalaust þetta sjónarmið um jafnvægi í byggð landsins haft mjög í huga, þegar áherzla var lögð á að rannsaka virkjunarskilyrði einmitt á þessum stað, auðvitað fyrst og fremst með það fyrir augum, að stórfyrirtæki gætu komið upp á Norðurlandi og þá væri ekki þýðingarlítið, ef það gæti orðið t.d. í grennd við Akureyri og orðið liður í því að gera Akureyri að borg. Ég minnist þess raunar ekki, að hafi verið gerðar aðrar ályktanir en þessi um stórvirkjanir í sambandi við hugsanlega stóriðju, en ég fullyrði, að þetta byggðajafnvægissjónarmið lá mjög að baki þessari þáltill. En eins og ég hef þegar getið um, hefur ekkert verið upplýst um niðurstöðu þessarar athugunar enn sem komið er. Það hefur verið lauslega talað um, að e.t.v. yrði að virkja sunnanlands, en leggja línu norður og byggja stórfyrirtæki norðanlands, t.d. í grennd við Akureyri. Um þetta var talað í fyrra. Þetta kom fram hjá einhverjum ráðherranum m.a. og var ánægjulegt að heyra úr þeim herbúðum, að skilningur var á þessu. En allt þetta tal var lauslegt og óljóst, enda kannske ekki óeðlilegt á því stigi málanna, sem þau voru þá og eru máske enn. En ég er að rekja þetta allt til að sýna hve þessi mál eru stórkostleg og að hér er um alger grundvallar málefni að ræða, sem snerta meira, en nokkur önnur málefni, framtíð þjóðarinnar í landinu, hvernig byggðin verður og hvernig landið verður notað. Ég vil segja það sem mína skoðun, að það beri hiklaust að leggja í verulegan kostnað, til þess að stóriðja, ef kæmi til greina, geti stuðlað að heppilegri byggðarþróun. Það á því ekki að ráða þessu beinhart peningasjónarmið, ekki það eitt, hvað ódýrast er í bili. Ég álít, að það væri ekki leyfilegt að láta beinhart peningasjónarmið eitt ríkja í þessu tilliti og ég vil segja, að þegar litið er á þá óhemjusóun, sem hér á sér stað í landinu í sambandi við fjárfestingarframkvæmdir landsmanna og handahófið í þeim efnum og allan þann dúxus og eyðslu, sem á er lagt og ekkert skilur eftir, - þegar litið er á þetta, ætti mönnum ekki að vaxa í augum, þótt verulegu fjármagni væri varið til þess að stuðla að lífsnauðsynlegri byggðaþróun í landinu, sem fleiri og fleiri sjá að þarf að verða, ef þjóðin ætlar raunverulega að byggja þetta land og lifa hér sjálfstæð og óháð framvegis. Og ég spyr: Hvenær á að kryfja þess mál til mergjar og marka stefnu í þeim, ef ekki þegar taka á ákvarðanir um iðnaðaruppbyggingu í landinu og stórvirkjanir? Hvenær á að kryfja þessi mál til mergjar og taka ákveðna stefnu í þeim, ef það verður ekki gert, þegar slíkar ákvarðanir eru teknar? Ég vil vona, að ef þessum fáu orðum, sem ég hef sagt, skýrist að þessi mál öll eru stórfelld og að lífsnauðsynlegt er, að þau séu ekki aðeins rædd á Alþingi í tíma, þ.e. áður en menn festa sig á einu eða öðru. Það er of seint að ræða þessi mál, þegar menn hafa raunverulega tekið ákvörðun, þ.e.a.s. meiri hl. Það er ekki skynsamlegt. Þegar um svona stórfelld mál er að ræða, er um að gera að ræða þau strax á frumstigi og bezt, að þá komi sem flestar skoðanir til athugunar. Það er ekki þar með sagt, að allir geti endanlega orðið sammála, en það á að tryggja, að sem flestar skoðanir komi til athugunar strax og það gæti verið stórkostlegur ávinningur að því fyrir þá, sem eiga að bera ábyrgð á framkvæmdunum að lokum, að hafa heyrt nógu snemma, hvað hinir hafa til málanna að leggja og geta þá tekið í tíma tillit til þess af því, sem þeim sýnist þess virði. En hitt er hættulegt, að taka ákvarðanir og heyra síðan ýmsar aths., langa til að taka þær til greina, en eiga erfitt með það vegna þess, sem búið er að gera. Því er það lífsnauðsynlegt og það eina lýðræðislega í þessu efni, að Alþingi fjalli um þessi mál nú þegar og þá er bezta formið að setja milliþinganefnd, sem allir flokkar eiga sæti í. Ég held, að það þurfi ekkert að óttast, að slíkt yrði til þess að tefja þessi mál óeðlilega, og því fer alls fjarri, að það vaki fyrir flm. þessarar till. að tefja þessi miklu mál á einn eða annan hátt, heldur eingöngu hitt, að bjóða fram samstarf um þessi mál og fá á þeim sameiginlega athugun. Í umr., sem farið hafa fram um stóriðjumálin, hefur verið rætt nokkuð um alúminíumverksmiðju, eins og ég gat um áðan, sem jafnvel yrði rekin af útlendingum og olíuhreinsunarstöð hefur líka verið nefnd. Um olíuhreinsunarstöð vil ég segja, að olíuhreinsunarstöð, fyrir okkar þarfir, er ekki stærra mannvirki en t.d. sementsverksmiðjan og áburðarverksmiðjan og því Íslendingum vel viðráðanlegt eftir venjulegum leiðum að koma upp slíku fyrirtæki, ef það þætti rétt. Það hefur líka komið fram, að það mundi varla hugsanlegt að koma upp slíku fyrirtæki eða reka það hér, án þess að það ræki sig að einhverju leyti á viðskiptahagsmuni sjávarútveggins. Ég fyrir mitt leyti álít, að það gæti alls ekki komið til mála að fara að setja hér upp olíuhreinsunarstöð, sem kæmi að einhverju leyti í bága við hagamuni sjávarútvegsins. Ef til kæmi með olíuhreinsunarstöð, mundu í henni verða hreinsaðar olíur og benzín fyrir Íslendinga, sjálfa fyrst og fremst, og í reyndinni mundi það auðvitað verða þannig, að slíkt fyrirtæki fengi hér einhvers konar einkaréttaraðstöðu varðandi þessar vörur. Þess vegna finnst mér, að slíkt fyrirtæki yrði að vera algerlega á valdi Íslendinga sjálfra og tryggt, að það yrði rekið með hag þeirra fyrir augum. Mér hefur líka skilizt, að olíuhreinsunarstöð gæti orðið byrjun að ýmiss konar öðrum efnaiðnaði, og það mundi væntanlega þýða það, að ef útlendingar hefðu raunverulega yfirráð yfir slíkri stöð, þá gætu þeir gegnum hana ofið sig inn í ýmsar aðrar greinar íslenzks efnahags- og atvinnulífs, einmitt á þann hátt, sem ég áðan vildi vara við. Olíur og benzín eru um helmingur af öllu því vörumagni, sem nú er flutt til landsins, og það snertir allt mjög mikið okkar þjóðarbúskap, hvernig fjallað er um þau efni. Þetta segi ég til þess að sýna, hve þetta mál olíuhreinsunarstöðvarmálið, er stórt, en það hefur nokkuð blandazt inn í þetta, og ekki dregur það að mínu viti úr nauðsyn þess, að málin séu athuguð sameiginlega, að einmitt slíkt fyrirtæki er líka til skoðunar og umr. a.m.k. Ég vil svo segja að lokum, að með flutningi þessarar till. viljum við eiga okkar þátt í því, að sem víðtækast samstarf gæti orðið um athugun þessara mála og sem flest sjónarmið gætu komið til greina, áður en örlagaríkar ákvarðanir yrðu teknar og við teljum, að þau sjónarmið verði að komast að, áður en það væri orðið of seint - eða þegar kannske væri raunverulega búið að taka ákvörðun í þeim. Ég leyfi mér að vænta þess, að þó að þessi þáltill. fengist ekki afgreidd í fyrra þá verði nú hægt að fallast á að samþykkja hana. Ég læt það á vald forseta, í hvaða nefnd hann stingur upp á, að henni verði vísað. Herra forseti. Sú till., sem framsóknarmenn flytja hér, er góðra gjalda verð, margar góðar hugsanir, sem fram komu í ræðu hv. 1. þm. Austf., formanns Framsfl. , þegar hann ræddi um þessi mál. Þó eru nú þau vandræði fyrir okkur hérna í stjórnarandstöðunni í sambandi við þessa till., að við eigum þar undir náð stjórnarmeirihl. að sækja, hvort hún verði samþykkt. Ég álít það vera mjög rétt, sem hv. frummælandi gerði, að bjóða fram samstarf um lausn þessara mála af hálfu Framsfl. og vil taka undir það fyrir hönd okkar Alþb. -manna, að við erum reiðubúnir til slíks samstarfs. En þó verð ég að láta þá persónulegu skoðun í ljós, að enn þá æskilegra álít ég, að það hefði verið, ef Framsfl. hefði fengizt til að leggja fram starf til þess að vinna í þeirri nefnd, sem þegar er skipuð og kosin af Alþingi til þess að starfa að þeim málum, sem um fjallar í þessari þáltill. Það er alltaf hægara að halda sér við það, sem maður hefur og reyna að hagnýta það til fulls heldur en að sækja, þegar maður er í stjórnarandstöðu, undir náð ríkisstj. og ætla þar að fara að koma nýjum till. fram. Það er svo, að fyrir 9 árum var kosin hér á Alþingi nefnd, mþn. , 7 manna mþn. , sem hafði eftirfarandi verkefni, með leyfi hæstv, forseta: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna mþn. til að gera till. um eflingu núverandi atvinnuvega og nýjar atvinnugreinar til framleiðslu- og atvinnuaukningar og hagnýtingar náttúruauðæfa landsins. N. er heimilt að ráða sérfróða menn til að vinna úr gögnum, sem fyrir hendi eru og til vísindalegra rannsókna, eftir því sem hún telur nauðsynlegt vegna starfa sinna. Skulu rannsóknarstofnanir, sem starfa á vegum ríkisins, veita n. aðstoð eftir þörfum. Enn fremur skulu aðrar opinberar stofnanir og embættismenn greiða svo sem verða má fyrir störfum hennar. N. skal gera till. um framkvæmdir og rekstrarform, gera grein fyrir þjóðhagslegri þýðingu framkvæmdanna og fjárþörf og benda á leiðir til fjáröflunar.“ Enn fremur segir í þessari till.: „Þá skal n. gera till. um, hvernig bezt verði til frambúðar skipulögð og samræmd starfsemi þeirra rannsóknarstofnana, sem nú vinna að rannsóknum á náttúruauðlindum landsins og leita úrræða til að auka og endurbæta afköst í þeim atvinnugreinum. Skal n. endurskoða gildandi lagaákvæði um þessar stofnanir. Nefndarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.“ Þetta var samþykkt á Alþingi 20. apríl 1955. Þessi nefnd hlaut síðan nafnið atvinnumálanefnd ríkisins. Hún átti, eins og fram gengur greinilega af ákvörðun Alþingis í sambandi við kosningu hennar, að búa til áætlanir um þróun þeirra gömlu atvinnuvega á Íslandi og um sköpun nýrra atvinnugreina og hafði allar heimildir og allt ráð frá Alþingi til þess að vinna að þessu og fyrirheit um þær fjárveitingar, sem nauðsynlegar væru til slíks. Enda var ekki stílað neitt lágt, þegar þessi n. var sett á laggirnar. Sjálfur formaður Framsfl. þáverandi, hv. 1. þm. Vestf., var kosinn formaður hennar og var það, þangað til hann varð forsrh. Þá var látinn taka við maður, sem ég býst við að hafi verið öllu valdameiri en forsrh. Framsfl. , a.m.k. var sú reynsla okkar, sem höfðum með vinstri stjórnina að gera. Það var þáverandi miðstjórnarmeðlimur Framsfl. , Vilhjálmur Þór bankastjóri og hefur hann verið formaður þeirrar n. síðan. Og ég býst við, að Framsfl. hafi þótt sínum málum vel fyrir komið, að það væri þar með öruggt og tryggt, hve stórhuga yrði unnið að þessum málum, þar sem valdamesti maður flokksins var settur til þess að vinna í þessu og hafa þar forustu. Ég skal ekki rekja starfsemi þessarar n. Mönnum er kunnugt um, hv. þm., að hún hefur skilað fyrir nokkrum árum áliti um síðari hluta eða síðasta hluta þessarar ályktunar, um rannsóknarstofnanirnar, en höfuðverkefnið, sem hún átti að vinna, hefur hins vegar farið nokkuð öðruvísi um. Að vísu hefur n. unnið ýmislegt á því sviði. N. hefur rætt um ýmis einstök hugsanleg stóriðjumál. Alúminíumverksmiðja, kísilgúr og ýmislegt annað fleira hefur verið í n. rætt. Enda býst ég við, að verið hafi í n., þegar framkvæmdastjóri hennar er talinn með, sem líka er náskyldur Framsfl. , þá hafi verið í n. tveir áhugamestu menn Framsfl. um alúminíumvinnslu á Íslandi. Og þessi mál voru þarna þó nokkuð rædd, en hins vegar aldrei tekin fyrir sem heild: íslenzkt atvinnulíf, möguleikar á þróun þeirra gömlu atvinnugreina og möguleikar á myndun þeirra nýju atvinnugreina, sem var aðalverkefni nefndarinnar. Nú gerðist það, ég held í s.l. viku, að fulltrúi Framsfl. og formaður n., Vilhjálmur Þór bankastjóri, kallaði þessa n. saman, eftir að hún hafði sofið nokkurn tíma og lagði til, að þar sem n. liti svo á, að hún hefði ekki verkefni að vinna og ýmis verkefni hefðu verið tekin frá henni, þá sæi hún ekki sérstaka ástæðu til starfa. Og þessi till. frá fulltrúum Framsfl. í n. og forustumönnum n. var þar samþ. Ég var einn á móti henni, en ég átti sæti í þessari n. Ég lýsti mig andvígan því, vegna þess að ég áleit, að þessi n. ætti sínu höfuðverkefni ólokið og ætti að vinna að því og þó að ég vissi, að þessi ágæta till. framsóknarmanna var fram komin, þá var ég ekki eins bjartsýnn á góðan vilja hæstv. ríkisstj. eins og Framsfl. , að það væri nú öldungis víst, að við fengjum þetta mál gegnum þingið. Það gæti verið alveg eins öruggt að reyna að halda í það gamla, sem maður fékk í gegn fyrir 9 árum, þó að gamalt væri orðið, heldur en að treysta á að geta smíðað nýtt far til þess að hrinda á flot. Ég álít þess vegna, að n. ætti að halda áfram að starfa. N. hefur ekki, svo að mér sé kunnugt um, af hálfu hæstv. ríkisstj. verið neitað um fé til sinna starfa. Það hafa verið tekin einstök mál þarna út og sett í sérstakar n., slíkt getur ríkisstj. alltaf gert. Hún hefur tekið þarna mál eins og kísilgúrmálið. Það hefur síðan verið afgreitt hér á Alþingi. Við það er út af fyrir sig ekkert að athuga. Og þó að sett verði t.d. sérstök stóriðjunefnd af hálfu ríkisstj., þá þýðir það náttúrlega ekki, að fulltrúar Alþingis eigi endilega að líta svo á, að þeir eigi þar með að hætta störfum í nefnd, sem Alþingi hefur falið þeim að sitja í. Það verður þá að reyna á það, hvort stjórnarmeirihl. , sem nú er annar en þá, vilji leggja þá n. niður, sem áður hefur verið kosin á Alþingi til að vinna að þessum verkefnum. Ég álít þess vegna órétt að láta n. raunverulega hætta eða svæfa hana þannig. Hins vegar skal ég segja það, að þó að ég sé á móti því að svæfa þær n., sem við höfum kosið hér áður fyrr á Alþingi og Framsókn hefur haft langa forustu fyrir, þá verð ég náttúrlega ekki á móti því að vekja nýjar n. til lífsins, ef meiningin er, að þessar gömlu n. eigi að svæfa svefninum langa. Þess vegna er náttúrlega út af fyrir sig sjálfsagt að vera með þessari till., svo framarlega sem engin ráð finnast til þess að fá Framsfl til þess að vekja þessa gömlu n. aftur, sem hann svona lengi hefur skipað forustu fyrir. Ég hef lengi litið svo á, að þessi spursmál um stóriðju á Íslandi væru einhver allra veigamestu málefni, sem yfirleitt við gætum rætt og oft komið með þau hér á Alþingi, venjulega í sambandi við áætlunarráð, sem þau í raun og veru heyra fyrst og fremst undir. Ég skal þess vegna aðeins, eftir að hafa gert þessa athugasemd um sjálfa till. og minnt á það, að það er að vísu gott að flytja góða till., en það er betra að starfa vel í þeim n., sem mönnum er falin forusta í, þá vil ég nú ræða þetta mál, sem hér liggur fyrir. Það er alveg hárrétt, sem hv. frsm. sagði, að þetta mál er þess eðlis, að framtíð okkar þjóðar, jafnvel þjóðernis, getur að miklu leyti verið undir því komin, hvernig við bregðumst við svona málum. Alþingi hefur áður fyrr borið gæfu til þess að bregðast hraustlega við, þegar hættur hafa verið á ferðinni í þessum efnum. Ég veit, að allir alþm. muna eftir því, að þeir fossar, sem við ræðum um nú, t.d. í Þjórsá og allir íslenzkir fossar að Soginu og Laxá undanteknum voru komnir í eigu erlendra auðhringa um árið 1919. Og það var Alþingi, sem þá greip þannig inn í, að þeir erlendu auðhringar gátu ekki notað þessar auðlindir okkar. Og það er ekki lengra liðið en 18 ár, síðan við keyptum Þjórsá fyrir 3 millj. kr. af því fyrirtæki, sem hafði þá eignazt hana, því að Alþingi hafði gert því fyrirtæki ómögulegt að nota Þjórsá. Og það er raunverulega svipað á ferðinni nú, þegar það liggur við, að erlendum stórfyrirtækjum sé hleypt hér inn í landið til þess að geta, ef til vill drottnað yfir íslenzku atvinnulífi. Það er þess vegna mjög heppilegt og mjög eðlilegt, að þegar einmitt svona till. eru fluttar eins og þessi, þá sé tækifærið um leið notað til þess að æskja skýrslna frá hæstv. ríkisstj. um, hvernig stendur í þessum málum. Hæstv. dómsmrh., sem hefur með þessi mál að gera, gaf fyrir tveim árum, ef ég man rétt - Ég vil mjög taka undir það, sem hv. 1. þm. Austf. og frsm. þessa máls sagði, að í sambandi við hugsanlegan undirbúning samninga við erlenda auðhringa er það mjög óheppilegt að, að slíkum samningum eða samningatilraunum standi einvörðungu þeir menn, sem hafa áhuga á því að fá slíka samninga í gegn. Og þegar pólitíska skiptingin er þannig í þinginu, að t.d. stjórnarflokkar eru fylgjandi slíkum samningum og álíta slíka samninga æskilega, en stjórnarandstaðan gegn því, þá er það fyrir ríkisstj. sjálfa ákaflega heppilegt, að stjórnarandstaðan taki þátt í slíkum samningum, m.a. til þess að geta bent ríkisstj. á, vegna sinnar andstöðu gegn málinu, hvað hættulegast er í því, vegna þess að ekki er það aðeins, að betur sjá augu en auga, líka þeir, sem eru andvígir þessu, koma til með að sjá miklu betur gallana, þarna á, heldur en þeir, sem því eru hliðhollir. En ég þykist hins vegar vita, að ástandið muni vera þannig í sambandi við kapphlaupið um alúminíumsamningana, að þar muni þeir, sem fremstir hafa verið í flokki í þeirri stóriðjunefnd, sem starfaði af hálfu ríkisstj., hafa fundið til þess, að ef til vill þurfti þó nokkuð mikið til að vekja áhuga alúminíumhringanna fyrir Íslandi. Mér er ósköp vel kunnugt um það, hvílík stórfyrirtæki það eru, sem alúminíumhringarnir eru að leggja í, sérstaklega í Afríku. Það er t.d. sérstaklega í Ghana og Guinea verið með stórkostleg fyrirtæki. Það er allt upp í 400 þús. tonn af alúminíummálmi, sem á að framleiða í einu af þeim stóru raforkuverum, sem þar er verið að setja upp, svo að við getum gert okkur í hugarlund, hvers konar risavaxnir samningar það eru, sem þarna eru gerðir, og hvernig þessir alúminíumhringar, sem hafa svo að segja einokun á þessu um allan hinn kapítalistíska heim, geta látið aðila jafnt í Afríku, Suður-Ameríku sem hér úti á Íslandi keppa í raun og veru um það að ná fjármagni til sín, ef menn álíta eftirsóknarvert að fá það. Þess vegna er svo mikið um þetta í svipinn, að í þeim fagblöðum, sem um þessi mál skrifa, er almennt talið, að 1966 muni verða offramleiðsla á alúminíum í heiminum, og það er alveg vitað, að menn eru farnir að kippa nokkuð að sér hendinni um þetta, ekki hvað sízt vegna þess, hvað friðvænlega lítur út í veröldinni, þannig að menn halda kannske, að það verði ekki eins mikið um notkun alúminíums til hernaðarþarfa og verið hefur undanfarið. Í sambandi við alúminíumverksmiðjuna er það eitt mál, sem fyrst og fremst hefur verið haldið fram, að það ætti að gera það eftirsóknarvert fyrir okkur að fá hana og það er, að við gætum lagt í stærri raforkuver með slíku móti. Ég býst ekki við, að það sé neitt leyndarmál fyrir Alþingi eða alþjóð, að fyrir nokkru var skipuð n. af hálfu ríkisstj., sem stjórnarandstæðingar eiga líka ýmsir aðild að eða einstakir stjórnarandstæðingar eru a.m.k. í, sem átti einmitt að athuga um ný raforkuver og samvinnu þeirra aðila, sem undanfarið hafa starfað að raforkumálum á Íslandi, ríkisins, Reykjavíkurbæjar og Akureyrar, að slíku. Ég hef orðið fyllilega var við það í þeim skýrslum, sem okkur hafa þar verið birtar, að ýmsir sérfræðingar, sem af hálfu þess opinbera eru að athuga þessi mál, virðast leggja eindregið til, að það sé lagt í virkjun við Búrfell og gengið út frá alúminíumvinnslu hér syðra, ef hún eigi að koma upp, og látið til að byrja með nægja með olíustöðvar fyrir norðan, ekki einu sinni gert neitt með þann spotta, sem stundum var talað um, að leggja skyldi norður, þegar alúminíumvirkjun yrði gerð. Ég vil segja það fyrir mig, að ég er mjög andvígur þessu og ég býst við, að svo muni vera með fleiri í n., en það hefur um tíma ekki verið haldinn neinn fundur í þessari n. En mér sýnist, að þessi mál séu að komast í hreint óefni hjá okkur, vegna þess að það sé verið að bíða eftir hugsanlegum samningum um alúminíumverksmiðju og sú raforkuvinnsla, sem orðið er Íslandi lífsnauðsyn að leggja í, sé gerð háð þessum vonum, sem kannske reynast tálvonir, kannske reynist verra en það, skaðsamlegri, ef þær rættust. Mér er farið að finnast, að það sé farið að tefja myndun þeirra nauðsynlegu raforkuvera, sem við þurfum að leggja í, vegna hugmynda um alúminíumvinnsluna. Ég held, að við verðum að fara að taka okkar ákvarðanir um raforkuver alveg án tillits til, hvort við ætlum að leggja í alúminíumvinnslu eða ekki. Ég held þess vegna, um leið og við ræðum þessi mál. þá komust við ekki hjá því að ræða um raforkumálin. Og ég vil aðeins taka það fram, án þess að fara lengra út í þessi mál, að ég álít það mjög orðum aukið, það sem haldið hefur verið fram, hvað alúminíumverksmiðja mundi bjarga okkur mikið í þeim efnum að gera okkur mögulegt að virkja stærra og virkja þess vegna ódýrara. Ég héld, að það væri stærri spurning og meiri hagsmunir Íslands, sem fengjust fram með því að reyna að tryggja ódýrari lán og lægri vexti til raforkuvera heldur en að leggja í stór raforkuver handa alúminíumverksmiðju. Ég vil bara minna á, út frá því, sem hv. frsm. kom inn á, - hann talaði um, að það væru 30 þús. lestir af hreinum alúminíummálmi, sem ætti að framleiða í þeirri verkamiðju, sem hér yrði sett upp, til að byrja með, - að til þess þyrfti 55–60 þús. kw. Ef þetta er stækkað upp í 90 þús. lesta framleiðslu, sem er meðalframleiðsla í Evrópu, þá þurfum við til þess hvorki meira né minna en 160–180 þús. kw. , m.ö.o.: svo að segja allt það rafmagn, sem virkjað yrði í Búrfelli. Og hvað hagsmuni landsins snertir, þá vitum við ósköp vel, að þetta rafmagn yrði alveg hræódýrt, öðruvísi fengjum við ekki þessa hringa, nema selja þeim það alveg hræódýrt og það, sem við hefðum upp úr þessu, ef þetta kæmist upp, er vinna fyrir 300–400–500 manns í mesta lagi. Við skulum segja, að það yrði byggt hér syðra, sem þýddi samsvarandi áhrif eins og af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma, þyrfti að leggja nokkrum bátum upp til þess að taka sjómennina þar í vinnu. Ég er þess vegna hræddur um, að það væri ákaflega lítið fyrir okkur hagsmunalega séð að sækjast eftir í þessum efnum. Ég geri mér nefnilega ekki vonir um, að þeir skattar eða tollar eða annað slíkt, sem alúminíumhringarnir kæra sig um að borga, verði svo miklir, að það væri sérstök eftirsókn í því. Ég held þess vegna, að við eigum að fara að ráða þessum raforkumálum okkar og það nú í haust til lykta og taka ákvarðanir í þeim, án þess að hanga lengur yfir þessum alúminíummálum, sem búin eru að tefja okkur allan þennan tíma. Svo aðeins nokkur orð út af tveim til þrem atriðum, sem fram komu í ræðu hv. 1. þm. Austf. Í fyrsta lagi kom hann inn á spursmálið um samvinnu við erlent auðmagn. Ég vil leyfa mér að spyrja hann án allra umsvifa um afstöðu Framsfl. til alúminíumverksmiðju á Íslandi, af því að ég gerði mér satt að segja, þó að ég hafi ekki allt of háar hugmyndir um Framsfl. , vonir um, að það mundi vera það mikið eftir af því gamla bændaeðli í honum, að hann mundi „prinsipielt“ andvígur erlendu auðvaldi á Íslandi. Ég vil leyfa mér að spyrja formann Framsfl. þess vegna, hvort við eigum að skilja hans hugleiðingar svo, að Framsfl. sé með í að hleypa erlendu auðvaldi inn í landið í sambandi við alúminíumvinnslu, ef Jökulsá á Fjöllum verði virkjuð, en sé á móti því að gera slíkt, svo framarlega sem það er Þjórsá, sem er virkjuð, hvort við án allra umsvifa og umbúða megum ekki skilja afstöðu Framsfl. þannig, að við fengjum þetta hreint út. Ég vil um leið benda á það, - að vísu skal ég ekki alveg fullyrða, hvert aflið er í Jökulsá á Fjöllum, - en hræddur er ég um það, að alúminíumverksmiðjan, ef hún væri þrefölduð, mundi taka það nokkurn veginn allt. Ég vil hins vegar taka það fram um mína afstöðu, að ég er jafnt á móti alúminíumverksmiðju með erlendu fjármagni, hvort sem það er virkjað fyrir norðan eða sunnan eða hvar sem það er gert og treysti okkur Íslendingum sjálfum til þess að ráða við okkar byggðaþróun á Íslandi, ef við kunnum að stjórna okkar eigin málum. Í öðru lagi vil ég taka undir það, sem hann sagði um tilhneigingar og eðli auðhringa, þar sem þeir komast inn. Það er engin spurning um það, menn hafa verið að ræða um það í sambandi við alúminíumhringinn t.d., sem er einn voldugasti hringur heims, á sína anga víðast hvar, að þegar yrðu ekki nema 200–300 manns í vinnu þarna, þá gæti hann nú varla orðið voldugur. Það fjármagn, sem þar er í 30 þús. lesta framleiðslu, er í stofnkostnaði 1.100 millj. kr. Það, sem mundi þurfa í 90 þús. lesta framleiðslu, er yfir 3.000 millj. kr., sem er álíka fjármagn og nú er í öllum okkar sjávarútvegi, fiskiskipum og fiskiðnaði, þannig að það fjármagn, sem erlendur auðhringur væri búinn að festa hér á Íslandi eftir slíka ráðstöfun, væri samanborið við það, sem er t.d. í Noregi og öðrum slíkum löndum, það væri margfalt, margfalt meira en þekkist í nokkrum slíkum löndum. Það er eðli auðhringa að reyna að ná pólitískum tökum ekki bara á efnahagslífi þeirra landa, þar sem þeir starfa, sem oft kemur nokkuð af sjálfu sér, heldur líka á stjórnmálalífi þeirra. Það er eðlilegt af hálfu auðhringanna að reyna að gera slíkt, því að þeir eiga framtíð sína undir því og vald sitt í landinu og auð sinn í landinu, að þeir nái slíkum pólitískum tökum. Ef það er t.d. vitað, að stórir flokkar í landinu og margir hópar manna og samtaka stæðu eindregið að því að krefjast þjóðnýtingar slíkra erlendra auðhringa og þeirra fyrirtækja, þegar þau væru komin hér upp, þá er það ósköp eðlileg sjálfabjargarviðleitni slíks auðhrings að reyna að ná slíkum áhrifum í íslenzkum stjórnmálum, að þeir flokkar kæmust ekki til valda, sem þjóðnýttu eignir þeirra. Og um þetta hefur staðið barátta í þorranum af öllum þeim löndum, sem sjálfstæð hafa orðið nú á þessum síðasta áratug í veröldinni, þannig að við Íslendingar ættum að þekkja þetta ósköp vel. Það er þess vegna alveg sjálfsögð árátta af hálfu auðhrings að reyna að ná stjórnmálalegum ítökum í landi til þess að vernda sína hagsmuni. Og það er vitað, að einstakir auðhringir ráða ríkjum, eins og í sumum Mið-Ameríkuríkjunum og Suður-Ameríkuríkjunum, hringir eins og ávaxtahringurinn United Fruits Co. eða tinhringurinn eða aðrir slíkir, þannig að ég vil gjarnan með hv. 1. þm. Austf. undirstrika það, hver hætta er á slíku, því að það er reynt að gera lítið úr því. Ég vil einnig minna á það, að ég þykist vita, hvers konar skatt- og tollfríðindi og annað slíkt og hve ódýrt rafmagn hringurinn mundi heimta sér til handa. Ég vil minna á, að ég gæti trúað, að mörgum íslenzkum atvinnurekendum þætti líka fært að reka ýmsa nýja atvinnu hér á Íslandi, svo fremi þeir fengju sams konar skilyrði, jafnódýrt rafmagn og sams konar skatt- og tollfríðindi og slíkur hringur fengi sér til handa. Og ég vildi mega spyrja þá, sem eitthvað hafa hugsað um slíka samninga fram að þessu Hefur þeim dottið í hug að láta útlenda auðhringa á Íslandi sem hafa margfalt betri aðstöðu til þess að græða vegna síns stórrekstrar, fá kjör, sem væru betri, en íslenzkir atvinnurekendur hafa eða erum við sokknir svo djúpt, að það á að setja íslenzka atvinnurekendur við einhvern óæðri bekk og veita útlendum aðilum einhver sérréttindi og það þó að þeir séu stærri en allir íslenzkir atvinnurekendur kannski samanlagt? Þá vil ég aðeins minnast á það, sem hv. 1. þm. Austf. sagði viðvíkjandi byggðaþróuninni og mér virtist í raun og veru, að því er ég heyrði á allri hans ræðu, að hann væri ekki hrifinn af því máli, sem þarna var verið að ræða, um útlenda auðvaldið og þess innrás í Ísland. Mér virtist eins og þetta væri hans siðferðilega afdrep í þessu máli, að ef við gætum fengið alúminíumhringinn til þess að ráða við byggðaþróun á Íslandi, þá væri kannske rétt að hleypa honum inn. Ég vil taka það fram, að ég álít, að við Íslendingar getum ráðið við byggðaþróunina algerlega sjálfir. Við getum losað okkur sjálfir við allt það handahóf, eyðslu og aðra ókosti, sem hann lýsti sjálfur mjög greinilega, að ríkti í núverandi fyrirkomulagi hjá okkur. En til þess er ekki nóg að stofna einhvern sjóð, sem eitthvert fé er veitt í. Til þess þarf að taka yfirstjórn allrar fjárfestingar í hendur ríkisins með áætlunargerð, með áætlunarbúskap. Það er ekkert minna, sem dugir. Og það er þar, sem satt að segja hafa af hálfu Alþb. í heilan áratug verið gerðar tilraunir til þess að koma vitinu fyrir Framsfl. og jafnvel lengur og það hefur ekki tekizt. Við höfum lengi lagt það til. Sósíalistaflokkurinn áður og Alþb. nú, hér á Alþingi að reyna að koma á slíkri áætlunargerð, þar sem m. a, miðstjórn í slíkum málum réði staðsetningu atvinnutækjanna og það er staðsetning atvinnutækjanna, sem gerir út um það, hvar byggðin kemur upp. Það er hún, sem er uppistaðan og það er hægt að ráða byggðaþróuninni með því að ráða þeirri staðsetningu atvinnutækjanna og með því að láta ekki það blinda lögmál peninganna ráða þarna lengur. Ég man eftir því, þegar lítil tilraun var gerð um slíkt á nýsköpunartímanum forðum daga, þegar 4 togarar voru staðsettir á Akureyri. Það kostaði þá Sósíalistaflokkinn í bæjarstjórn Akureyrar 10 ára baráttu að fá það fram að koma upp hraðfrystihúsi á Akureyri til þess að láta vinna úr afla þessara togara, - 10 ára baráttu. Þetta var þá m.a. skilningur Framsfl. á því að efla byggðaþróunina og gera Akureyri að borg, svo að ég ekki tali um afstöðuna til togaranna. Við getum myndað hér aðra stóra bæi og séð um, að svo og svo mikið af þeirri gífurlegu viðbót, sem á hverju ári safnast núna á nokkur nes við Faxaflóann, komi annars staðar á Íslandi, með því að stjórna þessari þróun og þetta höfum við lagt til ár eftir ár. Þetta lögðum við til og þetta sömdum við um við Framsfl. , þegar vinstri stjórnin var mynduð og þetta sveik Framsfl. okkur um að gera og neitaði allan tímann, m.a. till., sem bæði Alþb. og Alþfl. voru sammála um, um að koma á áætlunarbúskap og um að tryggja það, að yfirstjórn Seðlabankans væri um leið yfirstjórn í slíkri áætlunargerð, þannig að það væri sameinað í eitt valdið yfir lánveitingunum á Íslandi og lánapólitíkin og þar með möguleikinn til þess að staðsetja atvinnutækin og það væri gert samkv. áætlun. En Framsfl. neitaði slíku. Þess vegna vil ég aðeins minna á það í sambandi við það frv., sem ég er búinn að flytja ár eftir ár á Alþingi um áætlunarráð ríkisins, þar sem ég tek t.d. fram í grg. um byggðaþróunina, þegar ég er að undirstrika atriði síðustu málsgr. í 3. gr. þess frv., þar sem stendur, með leyfi hæstv. forseta: „Áætlunarráðið skal og gera áætlanir um, hvar tæki skuli staðsett og tillögur um byggingar, byggðaþróun og aðrar framkvæmdir í því sambandi.“ Og í grg. stendur, með leyfi hæstv. forseta: „Það skal sérstaklega undirstrika gildi síðustu málsgr. um staðsetningu atvinnutækja, byggðaþróun o.s.frv. Það er mikil nauðsyn eigi aðeins þjóðarbúskap vorum, heldur og þjóðerni voru og þjóðarerfðum, að breytt verði um frá því, sem nú er, að láta blint lögmál peninganna ráða byggðaþróun í landinu með þeim afleiðingum, að aukning þjóðarinnar safnast á einn stað: Reykjavík og nágrenni og Reykjanes. Með viturlegum áætlunarbúskap getur þjóðin sjálf stjórnað þessari þróun, látið allstóra bæi rísa í hinum ýmsu fjórðungum landsins, þar sem skilyrði eru hagstæðust, með því að beina þangað fjármagni og framleiðslutækjum.“ Það er þess vegna í raun og veru ánægjulegt, að Framsfl. skuli nú loksins vera að átti sig ofurlítið á þessum málum. Það er að vísu slæmt, að hann skuli gera það, þegar hann er í stjórnarandstöðu. Það hefði verið betra, að hann hefði gert það, þegar við höfðum sameiginlega völdin til þess að framkvæma þessa hluti, sem við nú erum að óska eftir. Ég vil samt lýsa ánægju minni yfir því, að Framsfl. skuli nú leggja til að lífga við nýja n. í stað þeirrar, sem hann hefur drepið eða svæft og er algerlega fylgjandi því að lífga við og skapa þessa nýju n., fyrst sú gamla á víst að svæfast svefninum langa. Ég vil líka lýsa ánægju minni yfir því, að Framsfl. skuli vera kominn inn á það, að þjóðin verði sjálf að reyna að stjórna sinni byggðaþróun og vil vona, að hann beri gæfu til þess að læra, hvaða tækjum og aðferðum þarf að beita til þess að stjórna á þennan máta. Það þýðir að vísu, að við erum að óska eftir því nú, að beitt sé aðferðum, sem við höfðum aðstöðu til þess að beita 1956–58 og vanrækt var vegna skilningsleysis og þjösnaskapar að beita þá, en við skulum vona það, og ég skal alveg taka undir hans ósk til hæstv. ríkisstj. og stjórnarmeirihl. , að þeir mættu bera gæfu til þess að skilja, að þessa till. þurfi að samþ., sem hér er og vinna nú skjótt að því, ekki láta hana sofa í nein 9 ár, heldur vinna nú þegar að því, þannig að á þessu þingi væri hægt að taka upp þau vinnubrögð, sem þurft hefði að taka upp fyrir mörgum árum. Dómsmrh. (Jóhann Hafstein) : Herra forseti. Ég vil láta í ljós ánægju mína yfir þeim yfirlýsingum, sem hér komu fram frá hv. 1. þm. Austf. í sambandi við þetta mál, að hann og hans flokkur væru að bjóða fram samstarf og vildu, að á kæmist sem víðtækast samstarf í sambandi við hugsanlegar stórvirkjanir og stóriðju á Íslandi. Ég lét í ljós alveg sömu skoðun hér á þinginu í fyrra, að ég teldi mjög mikilsvert í sambandi við ráðagerðir í þessum stóru málum, að hægt væri að koma á sem víðtækustu samstarfi og þá átti ég auðvitað við einingu um þessi mál, þegar eða ef til ætti að taka og við erum vist ekki í nokkrum vafa um virkjanirnar hér á landi. Það kann að vera, að orki eitthvað meira tvímælis hjá mönnum um stóriðjuna eða með hverjum hætti hún er tengd við stórvirkjanirnar. Hv. 3. þm. Reykv. sagðist nú alveg vera tilbúinn til samkomulags líka í upphafi sinnar ræðu, en það voru hins vegar nokkuð margir fyrirvarar, þegar leið á ræðuna hjá þessum hv. þm., um þann samkomulagsvilja, eins og vænta mátti og okkur þm. er ekki ókunnugt um, af afstöðu hans og ræðum um skyld og svipuð mál hér. Varðandi almennt virkjunarmálin og stóriðjuna í því sambandi er ég alveg sammála hv. 1. þm. Austf., þegar hann sagði, að hann teldi það óeðlilegt að ákveða stórvirkjun eða stefna til stóriðju, án þess að Alþingi sé haft með í ráðum og einnig það, sem hann sagði, að það væri óeðlilegt, að rætt sé til nokkurra úrslita við erlenda aðila í þessu sambandi, án þess einnig að Alþingi sé með í ráðum. Þetta er nákvæmlega sú sama skoðun sem ég lýsti yfir á þinginu í fyrra, þegar við ræddum þessi mál, að það yrði að sjálfsögðu Alþingis að marka framtíðarstefnu okkar í þessum málum. Ég tek alveg undir þau varnaðarorð hv. 1. þm. Austf., sem fram komu um það, að það þyrfti vel að vanda og vel að athuga hugsanlegar samningagerðir við útlendinga í sambandi við atvinnurekstur hér á landi. Hann lýsti því sem sinni skoðun, að það yrði sennilega tryggilegast að gera þessa samninga, ef til þeirra kæmi, við tiltekin fyrirtæki hverju sinni og ekki nema þeir væru eitthvað sérstaks eðlis og í þessu er auðvitað mikið satt og rétt. Við ættum ekki að hleypa hér inn neinum Trójuhesti í íslenzkt atvinnulíf með samningagerðum við erlent fjármagn. Það vona ég, að við þurfum aldrei að upplifa, að svo óhöndulega til takist af hálfu okkar Íslendinga, ef víð ætlum að hafa samráð við útlendinga, bæði á sviði fjármála og tækni í sambandi við þessi mál. Hv. 1. þm. Austf. vék aðeins að því, að þm. Framsfl. hefðu talið þörf á sérstakri endurskoðun á löggjöf um atvinnuréttindi og fasteignaréttindi útlendinga hér á landi og flutt um það till. á s.l. þingi. - taldi, að núgildandi löggjöf á þessu sviði hjá okkur væri allmjög úrelt. Þegar þessi till. var til umr. á síðasta þingi, var það upplýst, að endurskoðun á þessari löggjöf væri þegar í gangi af hálfu ríkisstj., hefðu bæði farið fram athuganir og endurskoðun af hálfu stóriðjunefndar og einnig í sambandi við fríverzlunarmálið af hálfu viðskmrn. og sérfræðinga í því og með vísun til þess var þeirri till. þá vísað til ríkisstj. Nú hefur athugun þessara mála að sjálfsögðu haldið áfram og með auknum hraða, því að það er skoðun okkar í ríkisstj., að það sé mjög eðlilegt, að slík athugun fari fram í sambandi við hugsanlega samvinnu í stóru eða smáu við útlendinga eða erlent fjármagn í sambandi við stóriðju hér á landi. Ég get því miður ekki á þessu stigi málsins sagt, hvenær þeim athugunum verður lokið, en það er að þeim unnið mjög ötullega nú og hefur það falið í minn hlut innan ríkisstj. að hafa forgöngu um það. En ég hafði hugsað mér, svo fljótt sem verða mætti, að gera þinginu grein fyrir þeim athugunum með skýrslum og þá e.t.v. flutningi frv., eftir því sem niðurstöður athugananna gefa ástæðu til. Þetta vildi ég aðeins sagt hafa, af því að hv. 1. þm. Austf. vék að því, að þeir hefðu í hyggju, framsóknarmenn, að flytja enn á þessu þingi þessa sömu till., sem var til meðferðar á síðasta þingi. Um afstöðu mína til þeirrar þáltill. , sem hér liggur fyrir, vil ég segja það, að eins og vikið er að í henni, svaraði ég fsp. á síðasta þingi, sem þá voru fram bornar varðandi undirbúningsathuganir á möguleikum til stórvirkjana og stóriðju á Íslandi. Ég lagði áherzlu á það þá, að ríkisstj. hefði ekki talið ástæðu til frekari upplýsinga, en þá voru gefnar, vegna þess að undirbúningsathuganirnar væru ekki lengra komnar, þeim yrði haldið áfram og Alþingi mundi verða gerð grein fyrir niðurstöðum athugananna, jafnóðum og ástæða þætti til og lagði í því sambandi ríka áherzlu á, að á engan hátt vekti fyrir ríkisstj. að draga að gefa upplýsingar eða dylja Alþingi nokkurs í þessu máli og ég held, að ég hafi ítrekað það síðar á sama þingi að gefnu tilefni í umr., sem þá fóru aftur fram um svipuð málefni. Ég get sagt um olíuhreinsunarstöðvarmálið, sem hv. 1. þm. Austf. vék aðeins örfáum orðum að, að ég hef um það mál engu við að bæta það, sem ég sagði á síðasta þingi og held, að það sé á mjög svipuðu eða sama stigi og það var þá. Hins vegar hefur verið haldið áfram undirbúningsathugunum um möguleika til samningsgerðar við alúminíumfyrirtæki og margháttuðum athugunum og rannsóknum í sambandi við stórvirkjunarmöguleika hér á landi. Þessar athuganir hafa hins vegar ekki, eins og gefur að skilja, þar sem ekki hefur komið neitt fram frá ríkisstj. enn á þinginu, verið taldar vera komnar það langt, að ástæða væri til frekari upplýsinga eða skýrslugerðar af hálfu stjórnarinnar, en þegar hefur verið gefin. Ég vil þó segja það, að mér finnst allt benda til þess, að það verði innan mjög skamms, sem ríkisstj. muni geta lagt fyrir þingið frekari skýrslur um bæði þessi mál, virkjunarmálin og stóriðjumálin í tengslum við þau. Hversu fljótt það verður, veit ég ekki, en mér finnst ástæða til að ætla, að það muni ekki dragast lengi úr þessu. Og með hliðsjón af því, sem ég nú hef sagt og því, sem lýst var yfir fyrir hönd ríkisstj. í fyrra, finnst mér engin ástæða til þess, að Alþingi nú marki afstöðu sína til þess að kjósa nefnd í þessu máli með þeim hætti, sem farið er fram á í þeirri þáltill. , sem hér liggur fyrir til umræðu. Herra forseti. Till. sú, sem hér liggur fyrir, gerir ráð fyrir því, að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til þess að kynna sér niðurstöður þeirra rannsókna á stórvirkjunarmöguleikum og varðandi stóriðjumálin, sem nú liggja fyrir. Þegar þessi mál voru rædd hér á síðasta þingi, lýsti ég því yfir fyrir hönd okkar Alþb. -manna, að við værum samþykkir þessari till. og við teldum, að full ástæða væri til, að slík nefnd yrði skipuð af Alþingi til þess að taka upp athugun á þessum mjög svo veigamiklu málum. Ég vil ítreka þessa yfirlýsingu hér enn einu sinni. Við teljum, að það sé ástæða til þess, að Alþingi fái að kynna sér til hlítar þessi mál og fái að skyggnast í öll þau gögn, sem fyrir liggja og fram hafa komið í þeim rannsóknum, sem þarna hafa átt sér stað nú nokkuð á fjórða ár. Ég hygg, að liðin séu rúm 3 ár eða eitthvað nokkuð á fjórða ár, síðan hæstv. ríkisstj. skipaði sína stóriðjunefnd, að vísu með þeim sérstaka hætti, að hún birti enga tilkynningu um það, að slík nefnd hefði verið sett á laggirnar, en það fóru smátt og smátt að berast fréttir af því, að n. væri til og m.a. fréttum við það úr erlendum blöðum, að menn úr þessari nefnd væru þar staddir til þess að ræða þar við ýmsar fjármálastofnanir og ýmsa aðra erlenda aðila um þessi mál. Nú höfum við einnig séð það á ríkisreikningi þeim, sem nýlega var útbýtt hér á Alþingi, að ríkisstj. hefur þegar greitt út allmyndarlegar fjárhæðir til þeirra aðila, sem í þessum rannsóknum hafa staðið. Frá því er m.a. skýrt nú, að á s.l. ári 1963, hafi nm. í þessari svonefndu stóriðjunefnd verið greiddar 225 þús. kr. aðeins í þóknun fyrir sín störf. Sérfræðileg aðstoð hefur einnig verið greidd vegna starfa þessarar n., sem nemur rúmum 203 þús. kr. Og einnig er skýrt frá því, að greitt hafi verið til einhverra aðila vegna rannsóknar á byggingu olíuhreinsunarstöðvar 291 þús. kr. á þessu ári, 1963. Þá vitum við einnig, að rannsóknarkostnaður í sambandi við virkjunarframkvæmdir, sem standa í beinu sambandi við stóriðjumálin, skiptir orðið tugum millj. kr. á síðustu árum, svo að það er vitanlega full ástæða til, eins og unnið hefur verið að þessum málum, að Alþingi fái að skyggnast í þau gögn, sem fyrir liggja og fram hafa komið varðandi þessi stóru mál. Það er með öllu óviðunandi að heyra það frá hæstv. ríkisstj., eins og hér var endurtekið nú af hæstv. iðnmrh. , að það sé ætlun ríkisstj. að leyfa Alþingi að fylgjast með þessum málum og marka afstöðuna um afgreiðslu þessara mála, en halda þó þannig á málinu, að Alþingi sé raunverulega haldið fyrir utan allan undirbúning málsins, alla undirbúningsathugun á málinu. Það er vitanlega ekki nema aðeins að forminu til, að Alþingi verði gefinn kostur á því að marka afstöðu um afgreiðslu í málinu, ef Alþingi á að standa frammi fyrir því á sínum tíma, að ríkisstj. gerir till. um ákveðna lausn á málinu, leggur fram frv., sem hún óskar eftir að verði hér staðfest, sem auðvitað eru byggð á tiltölulega einhliða rannsókn eða athugun á þessum málum af hálfu þeirrar n., sem ríkisstj. hefur í málið sett. Það þýðir í rauninni að svipta Alþingi sem heild möguleika á því að geta tekið afstöðu til málsins með eðlilegum hætti. Slík mál sem þessi eru svo viðamikil og flókin, að það er engin aðstaða til þess, að Alþingi geti tekið afstöðu til afgreiðslu málsins á viðunandi hátt, nema, Alþingi hafi fengið tíma til þess að fylgjast með undirbúningsathugunum á málinu. Og það er einmitt það, sem er verið að fara fram á með þeirri þáltill. , sem hér liggur fyrir, að n. verði skipuð af hálfu Alþingis, sem fái að kynna sér öll þau gögn, sem fram hafa komið, nú eftir þriggja ára undirbúningsvinnu í málinu og að innan slíkrar nefndar gætu farið fram eðlilegar viðræður um sjónarmið í þessum stórmálum og í gegnum n. gæfist öllum þingflokkunum kostur á því að láta sín sjónarmið koma fram, áður en hin raunverulega afstaða hefur verið tekin til málsins í ríkisstj. Ég vil nú fyrir mitt leyti skora á hæstv. ríkisstj. enn einu sinni, að hún endurskoði sína afstöðu í þessum málum með tilliti til þessarar sérstöku beiðni, að það verði skipuð slík nefnd sem þessi og þingflokkunum öllum verði gefinn kostur á því að fylgjast með undirbúningi málsins. Ríkisstj. hefur að sjálfsögðu alla möguleika til þess að láta fara fram þá sérstöku athugun, sem hún óskar eftir, eftir sem áður. Spurningin er aðeins um það: Á að leyfa Alþingi sem heild, flokkunum öllum að fylgjast með undirbúningi málsins, eða á að halda næstum að segja helmingi alþm. fyrir utan og meira og minna óvitandi um það, hvað fer fram um undirbúning þessara mála? Ég held, að hæstv. ríkisstj. geti ekki verið þekkt fyrir það að halda öllu lengur á þessu máli á þann hátt, sem hún hefur gert. Það hefur komið hér fram frá hæstv. ríkisstj., að henni er vel kunnugt um það, að skoðanir eru skiptar meðal landsmanna og meðal alþm. um það, hversu réttmætt er að ráðast í þá stóriðju, sem hér hefur aðallega verið rætt um og hversu réttmætt það sé eða nauðsynlegt fyrir okkur að leyfa erlendu fjármagni að komast inn í íslenzkt atvinnulíf. Um þetta eru skiptar skoðanir. Og einmitt vegna þess, að þessar skiptu skoðanir liggja fyrir, er ekki óeðlilegt, að öllum aðilum, sem hér eiga hlut að máli, verði gefinn kostur á því að koma sínum sjónarmiðum fram einmitt á undirbúningsskeiði málsins. Mig langar til þess að fara hér örfáum orðum um stóriðjumálin sem slík. ég held, að það gæti ekki leikið nokkur vafi á því, hver er ástæðan til þess, að um það hefur verið rætt nú síðustu árin að efna til stóriðju á Íslandi. - stóriðju eins og t.d. byggingu alúminíumverksmiðju, því að vitanlega hljóta að vera einhverjar ástæður fyrir því, að menn hafa tekið það upp að berjast fyrir því, að í þessar stóru framkvæmdir yrði ráðizt. Ástæðurnar hafa komið mjög skýrt fram hjá þeim aðilum, sem mest hafa opinberlega um þetta ritað, en það eru einmitt efnahagsmálasérgræðingar ríkisstj. Þeir hafa sagt með alveg skýrum orðum, að ástæðurnar séu þær, að svo sé komið með okkar íslenzku atvinnuvegi, þ.e.a.s. sjávarútveg, landbúnað og þann iðnað, sem hér hefur mest borið á, að þessir atvinnuvegir muni ekki duga okkur á næstu árum. Það er ekki hægt að halda uppi hliðstæðri hagþróun á Íalandi eins og allar líkur benda til að muni verða hér í löndunum í kringum okkur, ef við höldum áfram að byggja á þessum atvinnuvegum sem undirstöðu. Um þetta hafa þeir báðir, bæði Jónas Haralz og Jóhannes Nordal, skrifað mjög greinilegt mál, þetta væri grundvallarástæðan fyrir því, að menn nú töluðu um, að það þyrfti að koma upp stóriðju á Íslandi, það yrði að leita nýrra úrræða, til þess að við gætum aukið okkar þjóðartekjur til jafns við aðrar þjóðir. Ég skal ekki í þessum umr. fara út í það, hvaða útreikninga þeir lögðu til grundvallar um vaxtarmöguleika bæði sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar, en um það hafa þeir birt allgreinilegar skýrslur og tölur, hvaða áætlanir þeir þar gerðu um vaxtar möguleika þessara atvinnuvega á komandi árum. En niðurstaða þeirra var sem sagt sú, að vaxtarmöguleikarnir í þessum atvinnugreinum væru svo litlir, að við hlytum að dragast aftur úr í efnahagsþróuninni borið saman t.d. við nágrannalönd. Og þá þurfti að reyna að finna eitthvert nýtt úrræði, reyna að koma upp einhverri nýrri framleiðslu hér á Íslandi, sem leyst gæti vandann. Nú hefur auðvitað þróunin sýnt það, að þessir útreikningar þessara ágætu manna hafa reynzt alrangir. Vaxtarmöguleikinn t.d. í sjávarútveginum hefur reynzt miklum mun meiri, en þeir reiknuðu með, og vöxtur þjóðarteknanna hefur að sama skapi vaxið langt umfram það, sem þeir reiknuðu með. En ég kem þá að hinu: Hvaða möguleikar eru þá tengdir við það að ráðast t.d. í byggingu alúminíumverksmiðju af þeirri stærð sem hér hefur verið rætt um, fyrir okkar þjóðarframleiðslu, hvaða vinningur mundi fást við það að ráðast í slíka framleiðslu og hverju þarf til að kosta? Nýlega var frá því skýrt af einum nm. , sem starfað hefur í stóriðjunefndinni, í sérstökum útvarpsþætti, að hann reiknaði með, að alúminíumverksmiðjan og hið mikla raforkuver, sem henni verður að fylgja, mundi færa Íslendingum í kringum 120 millj. kr. á ári í auknar gjaldeyristekjur. Auðvitað sjá allir, að þetta út af fyrir sig, þó að rétt væri, sem ég vil nú gera sérstaka aths. við á eftir, það getur ekki ráðið neinum úrslitum, bygging þessarar verkamiðju, út af fyrir sig, getur ekki ráðið neinum úrslitum um hagvöxt á Íslandi á næstu árum eða um okkar heildarþjóðartekjur, því að hér er um svo tiltölulega litla framleiðslu að ræða borið saman við okkar heildarframleiðslu, að þetta dregur sáralítið. Það er því rétt að gera sér strax í upphafi grein fyrir því, að auðvitað dettur þeim ekki í hug, sem tala um nauðsyn þess að koma upp stóriðju á Íslandi og hafa eitthvað grundað sínar skoðanir í þeim efnum, að það sé þessi eina alúminíumverksmiðja, sem um er að ræða. Í þeirra hugum er þessi alúminíumverksmiðja aðeins fyrsta skrefið í sambandi við stóriðju, sem útlendingar þurfa að koma hér upp og verða að reka. Það er því vitanlega ekki hægt að líta á þetta mál þannig. Hvorki út frá efnahagslegu sjónarmiði séð né í sambandi við þær hættur, sem menn sjá af því, að erlent fjármagn fari að hreiðra um sig í íslenzku atvinnulífi, þá er vitanlega ekki hægt að líta á þetta mál, sem hér er um að ræða, aðeins út frá því, hvort eigi að byggja eina alúminíumverksmiðju af þessari stærð eða ekki. Þessi framleiðsla upp á 120 millj. kr. í auknum gjaldeyristekjum á ári er sem sagt sáralítil, þegar sjávarútvegur okkar á hverju ári framleiðir nú gjaldeyrisverðmæti fyrir yfir 4.000 millj. kr. En er það nú víst, að málin séu svona, eins og þessi stóriðjunefndarmaður sagði í útvarpsþættinum, að við eigum von á því, að þessi alúminíumverksmiðja muni veita okkur auknar gjaldeyristekjur á hverju ári, sem nemi 120 millj. kr. og hér sé um raunverulegan, hreinan vinning að ræða í okkar tekjuöflun? Nei, því fer alls fjarri. Sannleikurinn er sá, að þeir hafa báðir, þeir mætu menn, sem ég minntist hér á fyrr í minni ræðu, Jóhannes Nordal. bankastjóri Seðlabankans, og Jónas Haralz, þeir hafa gert þessu allt önnur skil, þar sem þeir hafa rætt um þetta. Jóhannes Nordal hélt um þessi mál mjög ýtarlega ræðu á þingi íslenzkra verkfræðinga fyrir rúmum 2 árum og birti þar sína útreikninga. Þessir útreikningar sýndu, að hið mikla raforkuver, sem mundi kosta okkur 1.100–1.300 millj. kr. að koma upp og að hálfu leyti yrði byggt fyrir alúminíumverksmiðjuna og alúminíumverksmiðjan, sem kostar álíka upphæð, mundu þýða fyrir okkur Íslendinga það, að a.m.k. á fyrstu 10 árunum, eftir að raforkuverinu mikla væri komið upp og alúminíumverksmiðjunni væri komið upp, yrði um bein gjaldeyrisútgjöld hjá okkur Íslendingum að ræða, við þyrftum að borga meira úr landi en við fengjum inn í gjaldeyri samkv. útreikningum þessara ágætu manna. Þær afborganir, sem við yrðum að standa undir af hinu mikla raforkuveri og þær vaxtagreiðslur, sem við yrðum að standa undir, næmu á fyrstu árunum hærri fjárhæðum, en við fengjum inn fyrir selda raforku. Þar yrði því um beinan halla að ræða. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Þetta er það, sem við eigum að venjast í sambandi við það að koma upp miklum raforkuverum. Þar verður alla jafna um nokkurn hallarekstur að ræða fyrstu árin, en svo, þegar fer að líða á starfstímann, þá verða þetta mjög hagstæð fyrirtæki og geta skilað nokkrum ágóða. En hitt er hins vegar alveg rétt, sem sjálfsagt er að komi skýrt fram, að sá hagnaður, sem Íslendingar gera sér vonir um í sambandi við þessar miklu framkvæmdir, liggur í tvennu aðallega. Í fyrsta lagi liggur hann í því, að með því að virkja hina stóru virkjun, sem ekki verður aðeins fyrir þörf Íslendinga, heldur einnig fyrir þörf alúminíumverksmiðjunnar, er hægt að koma upp raforkuveri fyrir Íslendinga, sem kostar nokkru minni fjárhæð, miðað við stærð, heldur en þær virkjanir mundu kosta, sem væru ætlaðar Íslendingum einum. Það yrðu möguleikar á því að framleiða rafmagn í hinu nýja orkuveri, sem væri nokkru ódýrara, en það rafmagn yrði, sem framleitt yrði í minna orkuveri. Hér er þó ekki um ýkjaháar upphæðir að ræða, en það vitanlega dregur sig saman í mikilli orkuframleiðslu og það á mörgum árum. Þetta er annað vinningsatriðið, en hitt liggur í því, að þegar þetta mikla raforkuver, sem Íslendingar væru að ráðast í á þennan hátt, hefði starfað t.d. í 25 ár, væri það að mestu leyti búið að borga sig niður og það væri komið a.m.k. niður í mjög lágt stofnverð. En þá er hins vegar talið, að þetta orkuver geti orðið okkur að miklu gagni áfram í næstu 25 ár. Við mundum sem sagt á næstu 25 árunum að langmestu leyti eignast þetta orkuver og á síðari 25 árunum vitanlega, mundi það vera okkur mjög hagstætt fyrirtæki og við mundum græða á því. Þetta er hið sama og gerist með og hefur verið að gerast með öll okkar raforkuver. Þetta eru þau tvö meginatriði, sem efnahagalega séð eru jákvæð fyrir okkur Íslendinga. En hitt er rangt, að halda því fram, að þó að við réðumst í byggingu þessa mikla orkuvers og heimilaður útlendingum að byggja hér í sambandi við það umrædda alúminíumverksmiðju, að það yrði til þess að bjarga okkar gjaldeyrismálum eða fjárhagsmálum almennt á næstu árum. Það yrði þvert á móti til þess að íþyngja hjá okkur. Og það er eins og ég sagði áðan, að jafnvel þó að maður tæki þá upphæð, sem hér var nefnd af einum stóriðjunefndarmanni, að hér gæti verið um að ræða 120 millj. kr. gjaldeyrishagnað, þá vitanlega skiptir það tiltölulega litlu í sambandi við afkomu okkar í heild. Ég býst við því, að þessi tala sé þannig til komin, að raunverulega er verið að breyta því vinnuafli, sem ætlazt er til að við leggjum fram í sambandi við alúminíumvinnsluna, það er verið að breyta því vinnuafli í gjaldeyri og segja, að það sé hagnaður okkur til handa. En það væri aðeins hagnaður okkur til handa, ef um það væri að ræða, að þetta vinnuafl yrði að liggja ónotað ella. En við höfum nóg að gera fyrir þetta vinnuafl og í ýmsum öðrum greinum, þar sem það mundi skila miklu meiri gjaldeyrisframleiðslu, en ef við ráðstöfuðum því á þennan hátt og það er mergurinn málsins. Nei, það, sem skiptir því höfuðmáli í þessum efnum, er að gera sér grein fyrir því, að þetta stóra mál, sem hér er um rætt, getur aldrei snúizt út af fyrir sig um þessa alúminíumverksmiðju eina, sem hér er aðallega rætt um að koma upp. Hún getur engin úrslitaáhrif haft í þessum efnum. En með því að leggja inn á þessa braut er verið að taka „prinsip“-afstöðu í veigamiklu máli, því að það er alveg gefið mál, að á eftir mundu þeir menn koma fram sem segðu: Hvers vegna ekki að heimila þeim að stækka verksmiðjuna, t.d. að þrefalda afköstin? Hvers vegna ekki að heimila þeim aðrar framkvæmdir, eins og að byggja olíuhreinsunarstöð? Og þeir eru þegar byrjaðir á að nefna hana. Og hvers vegna ekki að heimila þeim ýmsan annan rekstur í landinu? Er alúminíumframleiðsla eða olíuhreinsun svo sérstaks eðlis, að það eigi að taka slíka framleiðslu alveg út úr og heimila erlendum aðilum að stunda slíkan atvinnurekstur á Íslandi, en neita þeim um að taka þátt í ýmissa konar annarri framleiðslu? Nei, auðvitað eru engar sérstakar ástæður til þess, nema þá þær einar, að menn segðu: Við viljum ekki heimila erlendu fjármagni að ráða yfir íslenzku atvinnulífi að meiri hluta en sem nemur einni lítilli alúminíumverksmiðju. En það er einmitt þetta, sem ræður úrslitum um það að mínum dómi, að hér er um stórkostlega varhugavert mál að ræða, að ætla að ganga inn á þá braut að heimila erlendu auðmagni að komast inn í íslenzkt atvinnulíf. Eins og hér hefur verið bent á af ýmsum, eru auðvitað til mörg dæmi um það úr öðrum löndum, hvaða vandkvæði slíku geta fylgt. Ég ætla aðeins að benda á eitt atriði, af því að ég las um það fyrir ekki löngu í sambandi við stjórnmálaumr. , sem þá fóru fram í því tiltölulega auðuga og mikla landi, Kanada, en þá kom í ljós í stjórnmálaumr. þar, að þar töldu forustumenn, að eitt af mestu vandamálum ríkisstj. þar í landi væri bundið við það, að svo væri komið, að stjórnarvöld í Kanada réðu ekki yfir þýðingarmestu þáttum síns atvinnulífs, þeir væru í höndum erlendra aðila og þar með höfðu stjórnarvöldin þar í landi ekki nema mjög takmarkaða getu til að hafa áhrif á útþenslu og uppbyggingu atvinnuveganna í landinu. Í Kanada eiga menn við að stríða mikið atvinnuleysi og það er því afgerandi mál þar hjá ríkisstj. landsins að finna leiðir til þess, hvernig á að komast fram hjá þessu mikla atvinnuleysi, hvaða nýjar atvinnugreinar eiga að taka við því fólki, sem bætist við á vinnumarkaðinn hverju sinni. En ef erlendir aðilar, sem stjórnarvöldin þar í landi ráða ekki, nema lítið yfir, eru einráðir um það að ráðstafa afrakstri atvinnuveganna, þá vitanlega sjá allir, að stjórnarvöldin hafa takmarkað vald til þess að ráða við slíkt vandamál eins og t.d. mikið atvinnuleysi er, því að það er eðli málanna, að það er atvinnulífið sjálft, sem að meira eða minna leyti leggur fram það stofnfé, sem þarf til áframhaldandi uppbyggingar og útþenslu. Vitanlega mundum við hér geta staðið frammi fyrir sams konar vandamálum, ef svo væri komið, að verulegur hluti af íslenzku atvinnulífi væri upp byggður með þeim hætti, að erlendir aðilar ættu atvinnufyrirtækin og ættu einir ráðstöfunarrétt á þeim hagnaði, sem þar félli til, því að það væri þeirra mál að ákveða það, hvort þeir vildu setja þennan hagnað í nýja uppbyggingu, stækkun eða aukna framleiðslu. Þetta mál snýst því um hvorki meira né minna en efnahagslegt sjálfstæði. Sumir þeir aðilar, sem vilja halda á lofti, að það sé mikil þörf fyrir okkur Íslendinga að ráðast í svonefnda stóriðju, gera mjög mikið úr þeim auðlindum, sem við Íslendingar eigum í okkar fallvötnum og það sé alveg nauðsynlegt, fyrst við ekki getum sjálfir virkjað þessar auðlindir okkur til hagsbóta, að gefa erlendum aðilum kost á því að notfæra sér þessar auðlindir. En sannleikurinn er nú sá, að þessar auðlindir okkar, sem vissulega eru dýrmætar, eru þó ekki óþrjótandi, því fer alls fjarri. Og ég vil biðja menn um að athuga það, að þeir okkar vísindamenn, sem bezt vita um þessi mál, hafa bent á, að virkjanlegt vatnsafl á Íslandi með hagstæðu móti er ekki talið meira en svo, að það eigi að endast okkur Íslendingum aðeins í 50 ár, ef vöxturinn hér á landi verður með svipuðum hætti varðandi raforkunotkun og hann hefur verið í háþróuðum iðnaðarlöndum hér í kringum okkur. M.ö.a.: þessi orkulind, sem við eigum að vísu þarna og eigum vitanlega að notfæra okkur, er þó ekki meiri en þetta. Það sýnist ekki vera nein brýn nauðsyn á því að reyna að selja þessar orkulindir úr landi, ekki sízt ef sá böggull skyldi fylgja, sem ég hef hér minnzt á um áhrif erlendra aðila í íslenzku atvinnulífi. Nei, hitt er mönnum nú að verða miklu ljósara en áður, að það er margt annað en t.d. undirstöðuraforka, sem hefur afgerandi áhrif á þróun efnahagmálanna í hverju landi. Þetta atriði kom mjög skýrt fram á landsráðstefnu verkfræðinga, sem haldin var hér fyrir rúmum 2 árum, en þá bentu m.a. okkar færustu menn í þessum efnum einmitt á þessa staðreynd, að það hefði sýnt sig, að það hefði alls ekki skipt neinu meginmáli varðandi hin iðnþróuðu lönd, hvort þau áttu við að búa sérstaklega hagstæðar orkulindir frá náttúrunnar hendi eða ekki. Þeir drógu fram staðreyndir eins og þær, að það hefði síður en svo skipt höfuðmáli um iðnþróun í Noregi annars vegar og Hollandi eða Danmörku hins vegar, að Noregur hafði miklu meiri og ódýrari undirstöðuorku, en hinar tvær þjóðirnar. Við einstaka framleiðslu hefur þessi undirstöðuorka afgerandi þýðingu, en í miklu fleiri greinum er það annað, sem ræður þarna úrslitum. Ég held, að bæði þessi atriði, sem ég hef minnzt hér , og þau, sem aðrir ræðumenn hafa minnzt á í þessum umr. varðandi stóriðjumálin sýni, að það er full ástæða til þess, að þessi mál fáist rædd á þann hátt, að ríkisstj. liggi ekki á neinum upplýsingum varðandi þessi mál og að hin ýmsu sjónarmið fái að koma fram um það, hvaða leiðir er réttast að velja í þessum efnum, en það sé ekki unnið að málunum með því pukri, sem verið hefur gagnvart Alþingi og á þann hátt, sem verið hefur gagnvart almenningi í landinu, þar sem hann hefur alls ekki fengið réttar upplýsingar um það, hvað er í raun og veru verið að tefla í sambandi við spurninguna um stóriðju. Það er enginn vafi á því, að margir þeir aðilar, sem hafa hallazt að því að heimila erlendu fjármagni að taka þátt í atvinnulífi hér á landi og hafa hallazt að því, að efnt yrði til stóriðju, þeir hafa gert sér allt aðrar hugmyndir um það, hvað á bak við þetta í raun og veru er, heldur en rétt er. Það er nú komið allmikið fram yfir venjulegan fundartíma og ég skal því láta máli mínu lokið að þessu sinni, en ég vildi að lokum aðeins endurtaka áskorun mína til hæstv. ríkisstj. um það, að hún fallist á, að slík nefnd verði kosin af Alþingi, sem gert er ráð fyrir á þessari till. eða þá að ríkisstj. efni til þess með öðrum hætti, að þingflokkarnir allir fái aðstöðu til þess að fylgjast með öllum undirbúningi þessa mikla máls og að almennar umr. geti farið fram hér á Alþingi um málið, meðan það er á undirbúningsstigi, en að Alþingi verði ekki í raun og veru stillt þarna frammi fyrir gerðum hlut. Fyrirspyrjandi (Gils Guðmundsson) : Herra forseti. Ég vil biðja velvirðingar á þeim formgalla þessarar fsp. minnar um hjúkrunarmál, að ég hef beint henni í öllum liðunum til hæstv. heilbrmrh. , enda þótt sumir liðanna fjalli um Hjúkrunarskóla Íslands, sem heyrir undir menntmrh. Ég vona, að þetta komi ekki að sök. Það er öllum hv. alþm. kunnugt, að hér er mjög mikill og að því er virðist vaxandi skortur hjúkrunarliðs. Þetta er orðið svo mikið og alvarlegt vandamál, að það torveldar stórlega eðlilegan rekstur þeirra sjúkrahúsa, sem nú eru í landinu og mega þau þó sízt við því, þar sem sjúkrahúsaskortur er hér mikill, eins og allir vita. Nú er hins vegar unnið að því að bæta mjög verulega úr sjúkrahúsaskortinum, sérstaklega hér í höfuðstaðnum, þar sem bæði er í smíðum mikil viðbót við Landsspítalann og Borgarsjúkrahús. Þessum framkvæmdum hefur að vísu miðað of hægt miðað við hina ákaflega brýnu þörf, en nú er auðsæ viðleitni í þá átt að auka heldur skriðinn í þessum efnum og ber að fagna því. En áður en ný sjúkrahús geta með eðlilegum hætti tekið til starfa, þarf tvímælalaust að gera mikið átak í þá átt að bæta úr hinum mikla og alvarlega skorti sem hér er nú þegar á sérmenntuðu hjúkrunarliði. Það þarf vitanlega að kanna allar hugsanlegar leiðir til þess að bæta úr til bráðabirgða. Mér er ljóst, að það er fráleitt auðgert, en þörfin er svo brýn, að til allra tiltækra ráða verður að grípa. Þrennt sýnist koma þar helzt til greina. Í fyrsta lagi að freista þess að ráða hingað erlent hjúkrunarfólk. Þetta mun vafalítið torvelt, a.m.k. í stórum stíl, því að víðast hvar er mikill skortur á fólki með þessa þjálfun og menntun. Það er víðar en hér, sem þannig er ástatt. Í öðru lagi að gera hjúkrunarkonum, sem eru húsmæður, kleift að vinna hjúkrunarstörf, t.d. með skipulagðri heimilishjálp í einni eða annarri mynd. Og í þriðja lagi væri vissulega vert að athuga, hvort ekki mætti efna til námskeiða fyrir stúlkur og jafnvel pilta, fólk, sem gæti orðið aðstoðarfólk við hjúkrunarstörf, meðan skorturinn á fulllærðu hjúkrunarfólki er eins mikill og hann er nú. Þetta eru þau atriði, sem m.a. þyrfti að taka til athugunar nú þegar, ef það hefur ekki verið gert, til þess að bæta úr allra brýnustu þörfinni. En hitt er svo öllum ljóst, að til frambúðar er það eina úrræðið að stækka mjög og efla hjúkrunarskólann, jafnframt því sem hjúkrunarfólki verði á hverjum tíma tryggð viðunandi launakjör. Nýtt húsnæði fyrir hjúkrunarskólann er nú í byggingu og það þarf vitanlega að komast í fullt gagn sem allra fyrst. Því ber að fagna, að í fjárlagafrv. fyrir næsta ár eru ætlaðar 7 millj. kr. til þessarar bráðnauðsynlegu framkvæmdar, en hvort það er hins vegar nægilegt, eins og á stendur, miðað við hina brýnu þörf, það er mér ókunnugt um. En þess er að vænta, að hæstv. ríkisstj. tryggi það, að hið nýja húsnæði hjúkrunarskólans komist í notkun sem allra fyrst. En jafnframt þarf að huga hér að mikilvægu atriði. Það verður að tryggja hjúkrunarskólanum næga og góða kennslukrafta. Það er nú þegar, eftir því sem mér er tjáð, alvarlegur skortur á hjúkrunarkonum með nauðsynlega framhaldsmenntun, sem geta tekið að sér þjálfun og kennslu við skólann, þegar hann stækkar. Mér er jafnvel tjáð, að skólastjóri og þær kennslukonur aðrar, sem nú bera hita og þunga dagsins að því er varðar þetta starf, þær séu þegar ofhlaðnar störfum. Það skortir mikið á, að við eigum í dag næga kennalukrafta til að vinna við skólann og þá enn þá fremur, þegar hann stækkar verulega. Hér þarf tvímælalaust að gera skjótar ráðstafanir af hálfu hins opinbera til þess að ráða bót á þessu, t.d. með því að veita sérstaka styrki vel hæfum hjúkrunarkonum, sem vildu búa sig undir þetta ábyrgðarmikla starf, með því að leita framhaldsnáms erlendis. Ég tel ekki þörf á að fylgja þessari fyrirspurn úr hlaði með fleiri orðum. Ég veit, að hæstv. ríkisstj. gerir sér grein fyrir, að skortur hjúkrunarliðs er mikið vandamál. sem verður að ráða sem skjótasta og bezta bót á. Ég er þess einnig fullviss, að hv. Alþingi mun stuðla að því fyrir sitt leyti, að farsæl lausn þessa máls náist, svo sem með því að heimila nauðsynlegar fjárveitingar í því skyni. Dómsmrh. (Jóhann Hafstein) : Herra forseti. Vegna skiptingar starfa okkar ráðh. mun ég svara hér 1. lið spurningarinnar, en menntmrh. 2. og 3. lið. 1. liður er um það, hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar af hálfu heilbrigðisstjórnarinnar vegna skorts á hjúkrunarfólki í sjúkrahúsum. Ég hygg, að það komi nokkuð ljóst fram af bréfi landlæknis til mín, dags. 29. okt., sem er svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta: „Á s.l. hausti fóru fram viðræður, einkum milli borgarlæknis og landlæknis og síðan við ýmsa aðila hjúkrunarstéttarinnar, um þjálfun á nýju starfsliði til hjúkrunarstarfa, til þess að reyna að einhverju leyti að bæta úr hinum mikla skorti, sem nú er á hjúkrunarkonum í landinu. Hinn 20. febr. s.l. var málið tekið fyrir á fundi skólanefndar Hjúkrunarskóla Íslands. Auk nefndarmanna sátu þennan fund skólastjóri hjúkrunarskólans, frk. Þorbjörg Jónsdóttir, formaður Hjúkrunarfélags Íslands, frk. Anna Loftsdóttir og varaformaður, frk. María Finnsdóttir, varaforstöðukona landsspítalans, frk. Sigurlína Gunnarsdóttir og borgarlæknir. Voru menn á einu máli um, að nauðsyn bæri til að fá sérstaklega þjálfað fólk til að létta einfaldari störfum af hjúkrunarkonum á sjúkrastofnunum hér á landi. Greindi menn nokkuð á um, hve mikla menntun þetta hjálparlið skyldi hljóta, en flestir álitu, að rétt væri að gera ekki háar kröfur í þessu efni, a.m.k. ekki fyrst í stað, betra væri að fikra sig áfram, eftir því sem reynslan segði til um.“ Kvaðst landlæknir fús til að beita sér fyrir nánari athugun málsins. Í samræmi við það tilnefndi ég í byrjun marz 1964 menn til þess að gera till. um nám og starfssvið hjálparfólks við hjúkrunarstörf í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum og hafa þessi átt sæti í n.: Príorinna St. Jósefsspítalans að Landakoti, systir Hildegard, forstöðukona landsspítalans, frk. Sigríður Bachmann, skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands, frk. Þorbjörg Jónsdóttir, varaformaður Hjúkrunarfélags Íslands, frk. María Finnsdóttir, forstöðukona Kleppsspítalans og borgarlæknir, dr. Jón Sigurðsson, sem jafnframt var tilnefndur formaður n. N. hélt alls 7 fundi og var hún sammála um nauðsyn á þjálfun hjálparfólks við hjúkrunarstörf og setti fram till. um nám og starfssvið. Til þess að koma á sérstökum reglum um nám þetta þótti eðlilegast að breyta hjúkrunarlögunum á þann veg að fá þar inn heimild til að setja á stofn slíkt nám og ákveða það síðan nánar með reglugerð. Þessu bréfi landlæknis fylgdu svo drög að frv. til nýrra hjúkrunarlaga og þau drög eru samin í samráði við skólastjóra Hjúkrunarskóla Íslands og stjórn Hjúkrunarfélags Íslands. Til rökstuðnings fyrir þessum frumdrögum að frv. til nýrra hjúkrunarlaga er þetta tekið fram: „Aðalástæðan til endurskoðunar hjúkrunarkvennalaganna er hinn mikli skortur á hjúkrunarkonum á landinu. Ein leið til að bæta að nokkru úr þeim skorti, er að þjálfa sérstaka stétt aðstoðarfólks, er vinni við hjúkrunarstörf undir stjórn hjúkrunarkvenna. Hefur þessi leið verið farin erlendis og mun hafa reynzt vel. Þykir því rétt að heimila með lögum sams konar ráðstöfun hér á landi. Aðstoðarfólk þetta hlýtur aðallega verklega þjálfun um nokkurra mánaða skeið. Það vinnur ekki á eigin spýtur, en tekur að sér ýmis vandaminni störf undir stjórn hjúkrunarkvenna og getur því að vissu marki komið í stað þeirra.“ Mál þetta eða frv. hefur verið undirbúið af landlækni og borgarlækni í samráði við hjúkrunarkvennasamtökin í landinu og stjórn Hjúkrunarskóla Íslands og fleiri aðila og er í ráði, að Rauði kross Íslands taki að sér að stjórna þjálfun þessa starfsfólks. Till. um þetta nýja frv. til breyt. á hjúkrunarlögunum er nú til athugunar í dómsmrn., og geri ég ráð fyrir að leggja fram frv. hér að lútandi innan mjög skamms á Alþingi. Ég skal aðeins í þessu sambandi vegna þess, sem fram hefur komið hjá hv. fyrirspyrjanda um hjúkrunarkvennaskortinn, veita eftirfarandi upplýsingar, sem skrifstofa ríkisspítalanna hefur gefið mér varðandi helztu stofnanir, sem undir hana heyra. Það er í fyrsta lagi Landsspítalinn. Er talið, að í spítalanum séu 58–59 hjúkrunarkonur, en ættu að vera 64 samkv. áætluðum fjölda. Það eru því 91.4% af stöðum hjúkrunarkvenna þar setnar. Síðan segir um legudaga og nýtingu sjúkrarýmisins, að nýtingin á sjúkrarýminu hafi verið þar um 99.07% fyrstu 3 ársfjórðungana, en mánuðina júní–sept. fór fram viðgerð á fjórum sjúkrastofum, einni í einu, í handlæknisdeild landsspítalans. Nýting rúma í þessari deild er 95.3% að meðaltali fyrstu 9 mánuði ársins. Í októbermánuði var ein sjúkrastofa í handlæknisdeild ónotuð vegna skorts á hjúkrunarkonum. Þessi stofa er nú aftur í notkun frá 1. nóv. Um fæðingardeildina segir svo, að í deildinni starfi um 13 hjúkrunarkonur og 20 ljósmæður. Í áætlun var gert ráð fyrir 19 hjúkrunarkonum og 14 ljósmæðrum. Í fæðingardeildinni starfa því 6 ljósmæður í stöðum, sem í áætlun er gert ráð fyrir hjúkrunarkonum, en heildartalan er svo sem þar hefur verið áætlað. Samkv. legudögum og nýtingu í fæðingardeild hefur hún verið að fullu nýtt, eins og gert hefur verið ráð fyrir. Í Vífilsstaðahælinu starfa nú 10 hjúkrunarkonur, en ættu að vera 11 samkv. áætlunum þar um. Í Kleppsspítalanum starfa nú 21–22 hjúkrunarkonur, en þar hefur verið gert ráð fyrir að störfuðu 33. Vantar því þar um 1/3 hluta þeirra hjúkrunarkvenna, sem þörf er fyrir. Að nokkru leyti mun bætt úr þessu með starfi ófaglærðs vinnukrafts, en þarna er ástandíð mjög alvarlegt, einkum og sér í lagi vegna þess, hve yfirálagið er mikið á Kleppsspítalanum og er það yfirálag sjúklinga um 34 að meðaltali á dag, miðað við það, sem teljast mætti eðlilegt. Það er eins og hv. þm. er kunnugt um, eitt alvarlegasta viðfangsefnið á sviði heilbrigðismálanna eða varðandi byggingu nýrra heilbrigðisstofnana að bæta úr hinum tilfinnanlega skorti vegna geðsjúklinga hér á landi og gerði ég nánar grein fyrir því á síðasta þingi. Það er að því unnið og gert ráð fyrir vissum bráðabirgða ráðstöfunum, sem ég vék einnig að þá og skal ekki minna á nú. En hér er mjög alvarlegt mál á ferðinni og mikið átak framundan, sem sjá verður fyrir úrlausn á, á næstu árum, bæði með miklum fjárveitingum og einnig skjótum aðgerðum. Í fávitahælinu í Kópavogi er umönnun og gæzla vistmanna unnin af gæzlusystrum í stað hjúkrunarkvenna og undanfarin ár hefur hælið haft þann vinnukraft, sem þörf hefur verið fyrir. Ég held þá, að með þessu sé svarað, eftir því sem hægt er að svo komnu máli, 1. lið fsp. Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason) : Herra forseti. Það fellur í minn hlut að svara 2. og 3. lið þessarar fsp. 1962 samþykkti Alþingi ný lög fyrir Hjúkrunarskóla Íslands, en samkv. ákvæðum 2. gr. þeirra laga starfar skólinn nú undir yfirstjórn menntmrn., en starfaði áður undir yfirstjórn heilbrmrn. Svo sem kunnugt er, var fyrri áfangi hjúkrunarskólans reistur á árunum 1953–1959, en síðari áfanganum var frestað. Í honum áttu m.a. að vera allar kennslustofur stofnunarinnar, auk fullkomins eldhúss, borðstofu og setustofu, svo og íbúð fyrir skólastjórann, ásamt viðbót við heimavist, er svaraði til vaxandi þarfa. Fram að þessu hefur skólinn því þurft að reka alla starfsemi sína í húsnæði, sem upphaflega var einungis ætlað fyrir heimavist hans. Hjúkrunarskólanum hefur verið brýn þörf á auknu kennsluhúsnæði. Skortur á nauðsynlegum fjárveitingum hefur hins vegar valdið því, að ekki hefur verið unnt að hefjast handa um framkvæmdir við viðbótarbyggingu skólans. Hins vegar hefur verið unnið að undirbúningi slíkra framkvæmda. Skólanefnd hjúkrunarskólans hefur fyrir alllöngu komið sér saman um stærð viðbótarbyggingarinnar og fyrirkomulag hennar og uppdráttum að byggingunni er nú að fullu lokið. Er öll viðbótarbyggingin talin vera um 7.540 rúmmetrar að stærð og kostnaðaráætlun nemur um 18 millj. kr. Þá hefur verið gengið frá útboðslýsingu að kennsludeildinni, en það er sá hlutinn, sem allir eru sammála um að brýnust þörf sé á að koma upp. Verður kennsludeildin um 5.000 rúmmetrar að stærð, en samkv. áætlun húsameistara ríkisins mun kosta um 4 millj. kr. að gera þennan hluta byggingarinnar fokheldan. Í fjárlagafrv, fyrir árið 1965, 20. gr., er gert ráð fyrir 7 millj. kr. fjárveitingu til byggingar hjúkrunarskóla. Með þessari fjárveitingu, ef þessi till. hlýtur samþykki hins háa Alþingis, - en vart mun ástæða til að gera ráð fyrir öðru, en að svo verði, - mun hægt að hefjast handa af fullum krafti um byggingu kennsludeildar hjúkrunarskólans þegar á næsta ári, eða strax og útboði verksins er lokið og samningar hafa verið gerðir við væntanlegan verktaka. Hér er um að ræða þá fjárhæð, sem athuganir hafa sýnt, að unnt verði að vinna fyrir á næsta ári. Á undanförnum 5 árum hafa að meðaltali útskrifazt úr hjúkrunarskólanum um 35 hjúkrunarkonur á ári. Er þetta of lág tala og augljós þörf á aukningu nemendafjöldans, svo að hægt verði að taka í notkun og reka hinar nýju sjúkrastofnanir, sem á næstu árum mun komið upp í landinu. Í heimavist hjúkrunarskólans eru nú um 90 nemendur, en gert er ráð fyrir, að hún stækki, svo að nemendum þar fjölgi upp í 130. Utan skólans er gert ráð fyrir að búi 100–120 nemendur, sumpart í sjúkrahúsum og sumpart á einkaheimilum í Reykjavík eða nágrenni. Getur þá fjöldi nemenda í skólanum orðið 230–250 alls. En til þess að þetta megi takast, er ekki einungis nauðsynlegt, að veitt verði það fé, sem nú er farið fram á í frv. til fjárl. , heldur og að fjárveitingavaldið sjái sér fært að samþykkja enn frekari fjárveitingar á næstu tveimur árum a.m.k., svo að unnt verði að halda viðstöðulaust áfram framkvæmdum við viðbótarbyggingu hjúkrunarskólans, þar til henni er að fullu lokið. Með því móti einu er hægt að gera ráð fyrir, að skólinn geti tekið að fullu til starfa í nýjum húsakynnum innan 2–3 ára. Hins vegar mun hin nýja kennsludeild væntanlega verða tilbúin mun fyrr, en hún á að leysa úr brýnustu þörf. Enda þótt húsnæðisskortur hafi staðið hjúkrunarskólanum fyrir þrifum, er það þó mála sannast, að annað vandamál steðjar að honum, sem í eðli sínu er engu siður alvarlegt fyrir vöxt hans og viðgang, en það er skorturinn á hæfum og sérmenntuðum kennurum til starfa við skólann. Með úrskurði kjaradóms um laun og kjör ríkisstarfsmanna hinn 1. júli 1963 var gerð veruleg bót á launakjörum fólks, sem vinnur að hjúkrunarstörfum, en þá var því skipað í 13. launaflokk opinberra starfsmanna. Kennurum í hjúkrunarskóla var þá skipað í 18. launaflokk. Hins vegar er þess að geta, að til þess að öðlast full réttindi sem kennari í hjúkrunarfræðum er nauðsynlegt, að viðkomandi takist á hendur alllangt framhaldsnám erlendis, sem er mjög kostnaðarsamt. Munurinn á launum hjúkrunarkvenna og hjúkrunarkennara samkv. skipun í launaflokka samkv. kjaradómi er á hinn bóginn ekki mikill og sannleikurinn er sá, að hjúkrunarkonurnar geta í flestum tilfellum fengið fullt svo góð eða jafnvel betri kjör með því að starfa við sjúkrahúsin heldur, en fást við kennslu við skólann. Fastir kennarar við skólann eru nú aðeins 3 utan skólastjóra, en heimild er fyrir 6 kennarastöðum og við stækkun skólans mun skapast þörf á enn fleiri kennurum við skólann. Eins og ég sagði áðan, hefur reynzt mjög erfitt að fá nægilega marga og nægilega vel menntaða kennara við skólann. Þetta mál er allt hið erfiðasta viðfangs, en lausn þess hins vegar mjög brýn og mun allt verða gert til að leysa það á viðunandi hátt og tryggja hjúkrunarskólanum þannig næga kennslukrafta í náinni framtíð. Skólanefnd hjúkrunarskólans vinnur nú að samningu nýrrar reglugerðar fyrir skólann. Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. báðum fyrir svör við fsp. mínum. Það hafa komið þar fram greinargóðar upplýsingar um, hvernig þessi mál standa og að þar er við ýmis vandamál að etja, sem verið er að vinna að lausn á, a.m.k. sumum hverjum og ég hef í rauninni ekki öðru við það að bæta, sem ég sagði í orðum mínum hér áðan, heldur en því, að ég treysti því, að í þessu máli verði haldið áfram að vinna af fullri alvöru og krafti að lausn þeirra, þangað til viðunandi skipan er komin þar á. Og ég vil undirstrika það, sem kom greinilega fram hjá hæstv. menntmrh., að það má ekki láta það atriði eftir liggja að tryggja hjúkrunarskólanum á næstu árum næga og hæfa kennslukrafta og ég hygg, að það verði að finna ný úrræði til þess, m.a., eins og ég benti á, kæmi þá til greina að styrkja sérstaklega þau kennaraefni, sem vildu nú á næstu missirum eða árum leggja út í þetta bráðnauðsynlega nám.
Stefán Sölvi Pétursson vann keppnina sterkasti maður Íslands sem haldin var 17. júní. Hann er ekki óvanur því að vinna titla en þetta er í annað sinn sem Stefán er sterkasti maður Íslands ásamt því að vera þrefaldur Vestfjarðavíkingur. „Ég er mjög ánægður með titilinn og gott að erfiðið borgar sig á endanum.“ Stefán er strax farinn út aftur til að keppa í Hálandaleikunum í Skotlandi en hann er staðráðinn í að koma Íslandi aftur á kortið í þessum geira og leggur mikinn metnað í æfingarnar. „Það eru ellefu ár síðan Íslendingur vann síðast í sterkasti maður heims og okkar tími er því kominn.“ Stefán setur markmiðið hátt og er Jón Páll hans fyrirmynd. „Markmiðið er að ná að landa öllum stóru titlunum eins og Jón Páll. Maður hefði örugglega ekki farið út í þetta ef ég hefði ekki sem krakki séð Jón Pál fara á kostum,“ segir Stefán sem byrjaði að æfa 17 ára og æfir alla daga. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir íþróttir en þótti of stór og klunnalegur fyrir fótbolta og handbolta. Svo fann ég mig í að lyfta stórum þungum hlutum og ákvað að einbeita mér að því.“ Stefán vinnur sem öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni og er í fjarnámi í frumgreinadeild Háskóla Reykjavíkur. „Þetta tekur mikinn tíma og ég nota allan minn frítíma í að gera sem minnst,“ segir Stefán sem verður á fullu í allt sumar að þeysast heimshornanna á milli til að vekja hróður Íslands í aflraunum. - áp
Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar var sár og svekktur í samtali við Vikudag eftir tveggja marka tap gegn Valsmönnum, 24:26, í bikarúrslitaleik karla í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. „Þetta eru mikil vonbrigði. Við spiluðum bara ekki nógu vel í dag og áttum slakan leik og því fór sem fór. Við byrjuðum vel en erum að missa auðvelda bolta, sendingar á línuna rata ekki rétta leið og það er svolítið dýrt,” segir Atli. Aðal styrkleiki Akureyrar, varnarleikurinn, náði sér aldrei á það flug sem hefði þurft til þess að leggja Valsmenn að velli í dag. „Við vorum ekki að spila okkar besta leik í vörninni, við vorum að leyfa þeim að ráða ferðinni alltof mikið og ég er bara mjög svekktur. Valsararnir voru góðir og það verður ekki af þeim tekið. Það sem er hins vegar leiðinlegast er það að ná ekki betri leik í úrslitunum,” sagði Atli. Bjarni: Vantaði herslumuninn Bjarni Fritzson leikmaður Akureyrar var nánast orðlaus er Vikudagur hitti hann eftir leik. Bjarni átti sjálfur ágætan dag en hann skoraði sjö mörk og var markahæstur norðanmanna. „Við náðum því bara að spila ágætlega í leiknum og það vantaði alltaf herslumuninn á að við spiluðum vel. Við vissum að Valsmenn myndu vera sterkir. Þó að staða þeirra í deildinni er ekkert spes að þá eru þeir með hörkulið og það sýndi sig í dag," sagði Bjarni eftir leik.
Ýmsar skattbreytingar taka gildi um áramótin sem snerta bæði heimilin og fyrirtækin í landinu. Samtals eru áhrif þeirra metin til um 18 milljarða lækkunar á tekjum ríkissjóðs og því til viðbótar nema tímabundnir skattastyrkir innan virðisaukaskattkerfisins um 13 milljörðum. Meðal þeirra breytinga sem munu taka gildi er síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga. Hann felur í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17% í grunnþrepi og 23,5% í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga. Barnabætur Neðri skerðingarmörk barnabóta hækka um áramótin. Það þýðir að barnabætur einstæðra foreldra byrja að skerðast við 351.000 króna tekjur á mánuði í stað 325.000. Hjá fólki í sambúð hækka þessi skerðingarmörk úr 650.000 á mánuði í 702.000. Tryggingagjald Í ársbyrjun 2021 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9% í 4,65%. Sú aðgerð er tímabundin í eitt ár og er hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónaveirufaraldursins. Fjármagnstekjuskattur Þrenns konar breytingar á fjármagnstekjuskatti einstaklinga taka gildi í byrjun árs 2021. Frítekjumark er tvöfaldað og verða því fjármagnstekjur allt að 300 þúsund skattfrjálsar árið 2021, í stað 150 þúsuns árið áður. Auk þess er sú breyting gerð að frítekjumarkið nær nú einnig til úthlutaðs arðs og söluhagnaðar hlutabréfa í félögum sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga. Söluhagnaður af frístundahúsnæði Þá munu reglur um söluhagnað af frístundahúsnæði til eigin nota vera þær sömu og gilda um íbúðarhúsnæði en þó með kröfu um 7 ára lágmarks eignarhaldstíma. Erfðafjárskattur Skattfrelsismark erfðafjárskatts hækkar úr 1,5 milljón í 5 milljónir um áramótin og mun framvegis taka árlegri breytingu miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Skatthlutfallið helst óbreytt frá fyrra ári. Frestun á staðgreiðslu gjalda Launagreiðendur geta sótt um frestun á allt að tveimur greiðslum vegna afdreginnar staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds af launum á árinu 2021. Nýr gjalddagi og eindagi þeirra greiðslna verður 15. janúar 2022. Krónutölugjöld lækka að raungildi Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak munu lækka að raungildi um áramótin, en þau munu einungis hækka um 2,5% sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu. Skattastyrkir áfram í gildi Þá verða ýmsir skattastyrkir, sem tóku gildi um síðustu áramót og eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum, áfram í gildi.
Neytendastofa gerði nýlega könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort að löggiltir sjússmælar og vínskammtarar væru í notkun. Þá var einnig athugað hvort að vínglös og bjórglös hefðu viðeigandi merkingar. Á vefsíðu Neytendastofu segir að tilgangurinn hafi verið að kanna hvort að reglum um vínmál, sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu, væri fylgt eftir. Af þessum 20 veitingastöðum sem kannaðir voru reyndist enginn vera í lagi. Léttvínsglös reyndust ómerkt, en allflestir voru þó með merkt bjórglös. Vinmál og vínskammtarar voru ávallt til staðar en töluvert vantaði upp á að mælarnir væru löggiltir. „Bjórglös og bjórkönnur eiga að vera sérstaklega merkt með rúmmáli og áfyllingarstriki, til dæmis hálfs lítra bjórglas á að vera merkt 50 cl. og með áfyllingarstrik þannig að neytendur sjái að þeir séu að kaupa rétt magn. Sama á við þegar keypt er glas af léttvíni glasið á að vera merkt. Veltimál (sjússamælar ) og vínskammtarar eru notuð til að mæla magn af sterku áfengi við sölu. Hægt er að sjá hvort að veltivínmál séu löggilt með því að skoða hvort það sé löggildingatákn, faggildingarnúmer og ártal í málinu. Eins á að vera brúnamerki á málinu en það sett á til að staðfesta að ekki hafi verið reynt að breyta vínmálinu. Vínskammtarar eiga að vera með löggildingamiða," segir á síðunni. Neytendastofa ætlar að fylgja þessu eftir og fara fram á að úr þessum málum verði bætt. Kannað verður áfram ástand vínmála hjá vínveitingastöðum landsins með það að markmiði að stuðla að eðlilegum viðskiptaháttum og jafna skamkeppni, segir á síðunni.
Óhætt er að segja að Benedikt bókaútgáfa hafi byrjað með glans. Útgáfan hóf göngu sína í haust og gaf út fimm bækur sem fengu góðar viðtökur. En janúar er útgefandanum alltaf erfiður, eftir að tjaldið hefur fallið. Síðan birtir til. Útgáfustjórinn, Guðrún Vilmundardóttir, er bjartsýn og segist ætla að halda sér við fagurbókmenntirnar. Hún viti hvaða krimmar séu bestir en ætli ekki að gefa þá út. „Ég ætla að prófa að halda mig á þessari fagurbókmenntalínu,“ sagði Guðrún á Morgunvaktinni á Rás 1. Guðrún Vilmundardóttir sagði frá því á Morgunvaktinni að hún hefði stofnað bókaklúbbinn Sólina, sem hæfi göngu sína í vor. Fyrstu bækurnar kæmu út í mars, maí og júní. Þetta yrðu bækur í styttra lagi, læsilegar, athyglisverðar bækur, sem vakið hefðu mikla athygli, örvað umræður og hlotið viðurkenningar. „Bækur sem hafa gárað vatnið í sínum heimalöndum.“ Jólabókaflóðið er skemmtilegur og spennuþrunginn tími í lífi forleggjarans. Ná bækurnar til lesenda? Lifi ég þetta af? Guðrún Vilmundardóttir hrósar happi, útgáfan gekk framar vonum. En hvernig líður útgefendum í janúar? „ Janúar er ekki uppáhaldsmánuðurinn okkar. Dimmur og erfiður mánuður, eins og hjá öllum, eftir allt stuðið i jólamánuðinum. Þá er svo gaman. Allt að gerast og maður er í hringiðunni. Svo fellur tjaldið milli jóla og nýárs. Og það er langt í næsta stuð. En svo líður janúar og maður leggur drög fyrir nýja árið. Sólin er að rísa og dagurinn lengist,“ sagði útgefandinn og brosti. Guðrún Vilmundardóttir ræddi á Morgunvaktinni ýmsar hliðar á bókaútgáfunni og um stöðu bókarinnar, sem lifir góðu lífi þrátt fyrir tækninýjungar. Fólk les og gerir örugglega áfram.
Klínískar leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu. Vinnuferlar fyrir endurlífgun. Læknablaðið 1994; 80: 381-6. 4 Sigurðsson G, Þorgeirsson G. Sérhæfð endurlífgun utan sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu 1991-1996. Læknablaðið 2003; 90: 609-13. 8 Arnar DO, Þengilsdóttir S, Torfason B, Valsson F, Þorgeirsson G, Svavarsdóttir H, et al. Hringja-hnoða. Tillaga að einfölduðum vinnubrögðum almennings við hjartastoppi utan sjúkrahúss. Læknablaðið 2002; 88: 646-8. Nýliðun lækna Læknisþjónusta er grunnstoð heilbrigðiskerfisins og stendur styrkum faglegum stoðum hérlendis. Í nýlegri sameiginlegri yfirlýsingu evrópskra læknasamtaka, sem birt er á öðrum stað í blaðinu (bls. 409), er lögð áhersla á lykilhlutverk lækna í sjúkdómsgreiningum, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Stjórnvöld hafa kallað eftir samfélagsumræðu um skipulag heilbrigðiskerfisins en óljóst er hvert stefnir af þeirra hálfu. Læknar hafa lýst sig reiðubúna í slíkt samtal. Læknafélag Íslands (LÍ) leggur áherslu á þrískiptingu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu lækna í heilsugæslu og forvarnir, sérgreinaþjónustu lækna utan sjúkrahúsa og á göngu-og dagdeildum og svo sjúkrahúsþjónustu. Uppbygging, þróun og fjárveitingar til þessara þjónustuþátta eiga að haldast í hendur. Skipulag kerfisins verður að veita sveigjanleika til framfara í læknisfræði og aðgengi sjúklinga ásamt hagkvæmni og nýliðun. Stefna LÍ hefur verið að styðja við fjölbreytileika í rekstri sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkra húsa, hvort sem það er hjá sérgreinalæknum á stofu eða í heilsugæslu, og telur mikilvægt að samkomulag um slíka þjónustu sé skýrt og samningar virtir. Á grundvelli þessara samninga hefur mikilvægum þáttum í opinberu heilbrigðisþjónustunni verið sinnt fram til þessa. Þetta má sjá í niðurstöðum skoðanakönnunar Rúnars Vilhjálmssonar fyrir BSRB frá 2015, þar sem minnihluti, eða 40% aðspurðra, taldi að slíka þjónustu ætti eingöngu að veita af hinu opinbera en 60% voru hlynnt blönduðu kerfi eða eingöngu einkareknu. Hvort núverandi stjórnvöld ætla að ganga gegn meirihlutavilja þjóðarinnar og draga úr þjónustu við sjúklinga eða koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að semja ekki við lækna á eftir að koma í ljós. Eitt af lykilatriðum í jákvæðri framfaraþróun í þessum geira er að tryggja nýliðun lækna og aðstreymi nýrrar þekkingar og reynslu. Það er því váleg staða þegar þeim þætti er ógnað til lengri eða skemmri tíma. Starfandi læknar á Íslandi eru í dag 1296 og erlendis starfa 815 íslenskir læknar sem vonandi fá tækifæri til að starfa hérlendis í framtíðinni á þeim vettvangi sem þeir kjósa sjálfir og þörf er fyrir.
Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar.
Mál þetta, sem dómtekið var 10. apríl sl., er höfðað af Ottó H. Júnusarsyni, Kerhólum, Reykjavík, á hendur Reykjavíkurborg, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, Reykjavík, með stefnu áritaðri um birtingu 9. maí 2007. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur í málinu: 1. Að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu vegna tjóns stefnanda af völdum yfirvofandi ofanflóðahættu á spildunni Kerhólar á Kjalarnesi. 2. Að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu vegna tjóns stefnanda af völdum friðaðra fornminja sem eru á spildunni Kerhólar á Kjalarnesi. 3. Að stefnda verði dæmd til greiðslu málskostnaðar, að skaðlausu, að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi. Stefnda krefst sýknu af kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefndu málskostnað að mati dómsins. Málsatvik. Stefnandi er eigandi lóðar (landspildu) á Kjalarnesi sem nú ber nafnið Kerhólar. Byggingafulltrúi í Reykjavík samþykkti 29. júní 2000 umsókn stefnanda um að reisa einbýlishús á lóðinni og réðst stefnandi í framkvæmdir. Fljótlega kom í ljós að fyrirhuguð staðsetning hússins var óhentug og leitaði stefnandi eftir því að samþykkt yrði ný staðsetning hússins, til norðurs á lóðinni, nær Esjunni. Með bréfi byggingarfulltrúa frá 23. maí 2001 var stefnanda veitt byggingarleyfið með fyrirvara um staðfestingu borgarstjórnar, sem gekk eftir. Stefnandi hóf að reisa hús sitt á lóðinni en í nóvember 2001 komu fram upplýsingar á almennum skipulagsfundi á Kjalarnesi um hugsanlega ofanflóðahættu á þessu svæði. Leitaði stefnandi til byggingarfulltrúa, sem óskaði eftir hættumati frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Í bréfi verkfræðistofunnar frá 28. febrúar 2002 kom fram að mjög ólíklegt væri að áhætta vegna aurflóða væri yfir ásættanlegum mörkum þótt viðvarandi hætta væri á smærri atburðum og spjöllum vegna vatnavaxta. Þá ritaði byggingarfulltrúi í Reykjavík bréf til Veðurstofu Íslands 25. mars 2002 og óskaði eftir formlegu hættumati á svæðinu. Í svarbréfi Veðurstofu frá 16. maí 2002 kom fram að ekki væri hægt að gera hættumat að svo stöddu en gert var bráðabirgðahættumat. Samkvæmt því var staðaráhætta vegna snjóflóða talin ásættanleg samkvæmt gildandi reglugerð. Hins vegar var talið að ekki væri hægt að útiloka hættu af völdum berghlaupa. Loks taldi Veðurstofan að staðaráhætta vegna aurskriða og slíkra flóða yrði viðunandi ef byggður yrði varnargarður fyrir ofan húsið. Endanlegt hættumat Veðurstofu liggur ekki fyrir. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. sendi tillögu að varnargarði til stefndu og stefnda bauðst til að greiða kostnað við þær framkvæmdir. Stefnandi taldi hins vegar tillögu þessa óviðunandi og varð ekki úr þeim framkvæmdum, m.a. vegna þess að stefnandi taldi veigameiri mannvirki þurfa til að verja húsið, auk þess sem tillögur verkfræðistofunnar voru vart framkvæmanlegar vegna fornminja sem komið höfðu í ljós á jörðinni. Við hús stefnanda eru friðaðar fornminjar og hefur stefnandi haldið því fram að tilvist fornleifa þessara skerði verulega notkunarmöguleika stefnanda á húsinu og lóð hans. Í málinu liggur frammi ,,virðingargjörð“ Arons Fabrisíussonar löggilts fasteignasala en samkvæmt niðurstöðu hennar var eign stefnanda, í því ástandi er hún var á matsdegi, 11. nóvember 2002, ,,að teknu tilliti til ofanflóðahættu og óhagræðis vegna fornleifa“ metin á verðbilinu 15.200.000-16.200.000 krónur en verðmæti eignarinnar sé annars 20.250.000 krónur. Í kjölfar þessarar virðingargjörðar lagði stefnandi til við stefndu að stefnda greiddi 15 milljónir króna fyrir húsið, það yrði jafnað við jörðu, auk þess sem stefnanda yrði veitt leyfi til þess að reisa hús á öruggum stað á landinu án endurgjalds. Þessum kröfum stefnanda hafnaði stefnda. Með bréfi 3. mars 2003 leitaði stefnandi upplýsinga um málið frá Skipulagsstofnun. Í svarbréfi stofnunarinnar frá 27. mars 2003 var m.a. upplýst að stofnunin hefði ekki fjallað um erindi varðandi byggingarleyfisveitingar á spildunni. Jafnframt var upplýst að stefnda hefði ekki leitað álits stofnunarinnar í samræmi við 25. gr. reglugerðar nr. 505/2000. Stefnandi kveður að vera kunni að skortur á vilja til úrlausna af hálfu stefndu hafi m.a. helgast af því að stefnda hafi talið að við hönnun húss stefnanda hafi í öndverðu verið gert ráð fyrir varnargarði. Hafi byggingarfulltrúi í Reykjavík m.a. látið hafa þetta eftir sér í fréttaviðtali. Hið rétta sé að við hönnun húss hans hafi verið gert ráð fyrir skjólgarði sem mynda hafi átt skjól fyrir vindum úr austri og suðaustri. Þetta mannvirki hafi því á engan hátt verið til þess fallið að verjast ofanflóðum, enda hafi það á engan hátt komið til umræðu við hönnun hússins. Stefnandi réðst sjálfur í að láta hanna fyrir sig varnarmannvirki og fékk Guðbrand Hróaldsson verkfræðing til þess. Samkvæmt kostnaðaráætlun hans nemur heildarkostnaður við byggingu þess 7 milljónum króna. Stefnandi leitaði til Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, um gerð hættumats vegna ofanflóða og liggur fyrir greinargerð Breka Soffóníassonar jarðfræðings varðandi það. Niðurstöður greinargerðar hans eru þær m.a. að hætta sé á skriðuhlaupum á bæjarstæðinu. Máli þessu var vísað frá dómi með úrskurði dómsins 5. desember 2007 en með dómi Hæstaréttar 23. janúar 2008 var sá úrskurður ómerktur og lagt fyrir dóminn að taka málið til efnismeðferðar. Fyrir dóminn komu og gáfu skýrslur stefnandi, Adam G. Smiðsson og André Eysteinsson. Hallgrímur staðfesti greinargerð sína frá 10. desember 2004 og minnisblað sitt frá 21. júlí 2005. Hann kvað jarðfræðilegar heimildir sýna að skriður hafi farið um þann stað þar sem íbúðarhúsið að Kerhólum standi, án þess að þeirra sé getið í sögulegum heimildum. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi kveður að heildarumfang tjóns síns sé ekki ljóst á þessum tímapunkti. Ljóst sé þó af gögnum málsins að stefnandi muni þurfa að þola umtalsverða skerðingu á verðmæti húseignar sinnar vegna fyrirliggjandi ofanflóðahættu og vegna friðaðra fornminja sem í ljós hafi komið. Þá sé ljóst að stefnandi þurfi að láta reisa varnarmannvirki á landinu og byggi stefnandi á því að stefndu beri að greiða þann kostnað sem af því hljótist að stærstum hluta. Telji stefnandi að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn dómstóla um bótaábyrgð stefnanda, eins og í kröfugerð greini, sbr. t.d. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Undir 1. kröfulið stefnanda falli það tjón sem tengist tilvist ofanflóðahættu og það tjón sem hljótist vegna kostnaðar við að reisa varnarmannvirki í samræmi við þá áhættu sem fyrir hendi sé. Stefnandi byggir á því að stefndu hafi borið að láta fara fram hættumat á svæðinu áður en stefnanda var veitt leyfi til að byggja hús sitt. Sú skylda komi skýrt fram í ákvæðum laga nr. 49/1997, einkum 4. gr. laganna. Stefnda hafi ekki sinnt þessari skyldu sinni, en stefnanda hafi verið rétt að líta svo á, fyrst umsókn hans um byggingarleyfi var samþykkt án athugasemda að þessu leyti, að ekki væri fyrir hendi nein ofanflóðahætta á svæðinu. Samkvæmt téðu ákvæði 4. gr. laga nr. 49/1997 sé sveitarstjórnum skylt að láta meta hættu á ofanflóðum, þar sem ofanflóð hafi fallið á byggð eða nærri henni, en ágreiningslaust sé, að sú sé væntanlega raunin hér. Þótt lögð sé sérstök áhersla á þéttbýl svæði í ákvæðinu, sé skyldan almenn og taki til allra byggðra svæða. Fallist dómurinn ekki á þetta, sé allt að einu á því byggt að hið umdeilda svæði, þ.e. Kjalarnes, hljóti að teljast til þéttbýlissvæðis í skilningi ákvæðisins. Kjalarnes sé hluti af þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Þéttbýliskjarni sé á Kjalarnesi, mjög nærri lóð stefnanda, og tilvist hans sé að minnsta kosti næg til að þess að skylda stefndu, samkvæmt 4. gr. laganna, hafi ekki eingöngu verið virk, heldur afar aðkallandi. Verði ekki á þetta fallist, er á því byggt að stefndu hafi a.m.k. verið skylt að upplýsa stefnanda um skort á hættumati á svæðinu og ástæður þess, en jafnframt hafi stefndu borið að upplýsa stefnanda um hugsanlega ofanflóðahættu, sem stefndu hafi átt að vera kunnugt um. Slíkar upplýsingar hefðu gert að verkum að stefnandi hefði getað takmarkað tjón sitt. Stefnda hafi enn ekki látið gera endanlegt hættumat á svæðinu og byggir stefnandi á því að áhætta af ofanflóðum sé verulega vanmetin í bráðabirgðahættumati Veðurstofu Íslands. Stefnandi þurfi að láta reisa varnarmannvirki á landinu með miklum tilkostnaði. Þá geti almenn hræðsla vegna ofanflóðahættu valdið verulegri lækkun á markaðsvirði fasteigna á hættusvæðum, sbr. fyrirliggjandi matsgerð Arnar Rósinantssonar fasteignasala. Stefnandi telur að hafna beri bráðabirgðahættumati Veðurstofu Íslands, þar sem það hafi ekki verið unnið með þeim hætti sem krafist er um endanlegt hættumat. Leggja beri til grundvallar rannsóknir og gögn Elmars Júrekssonar hjá ÍSOR til stuðnings þeirri ályktun að ofanflóðahætta sé veruleg. Þegar litið sé til þess að Veðurstofa Íslands hafi staðfest að varnarmannvirki það, sem stefnandi sé að reisa, sé fullnægjandi, telji stefnandi ljóst að bæta beri a.m.k. verulegan hluta þess kostnaðar sem hann hafi orðið fyrir og muni verða fyrir við að reisa mannvirkið og halda því við. Stefnandi byggir á því að stefndu hafi borið að leita álits Skipulagsstofnunar áður en byggingarleyfi var veitt, en það hefði að öllum líkindum leitt til þess að hættumat, eða a.m.k. bráðabirgðahættumat, hefði verið gert áður en byggingarleyfi var veitt. Stefnandi hafi verið alveg grandlaus um yfirvofandi ofanflóðahættu er hann hófst handa við húsbygginguna, en stefnda hins vegar ekki. Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, komi fram að leita skuli álits Veðurstofu Íslands um ofanflóðahættu við gerð deiliskipulags undir hlíðum Esju. Þessi áskilnaður sé eingöngu til kominn vegna fyrirliggjandi vitneskju byggingar- og skipulagsyfirvalda stefndu um ofanflóðahættu undir hlíðum Esju. Á árinu 2001 hafi stefnda ekki enn gert deiliskipulag fyrir svæðið þrátt fyrir skyldu þar að lútandi, samkvæmt 23., sbr. 9. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Byggi stefnandi á því að stefnda verði að bera ábyrgð á því að deiliskipulag hafi ekki verið gert. Einnig beri stefnda ábyrgð á því að ekki hafi verið aflað upplýsinga eða álits Veðurstofu Íslands áður en umsókn stefnanda hafi verið afgreidd. Að þessu athuguðu byggi stefnandi á því að stefnda hafi vitað eða mátt vita um hugsanlega áhættu á því svæði þar sem stefnandi óskaði eftir að byggja, óháð því hvort deiliskipulag hafði verið gert eða ekki. Slík vitneskja stefndu hefði átt að leiða til réttmætra og löglegra viðbragða af hálfu stefndu, áður en stefnandi stofnaði til verulegs kostnaðar við húsbyggingu sína. Á síðasta áratug liðinnar aldar hafi verið unnar ítarlegar rannsóknir á vatnsfari, berggrunni og jarðgrunni höfuðborgarsvæðisins. Stefnda hafi verið einn þeirra aðila sem staðið hafi að þessum rannsóknum. Ítarleg kort hafi verið gefin út vegna þessa árin 1994 og 1997. Á þessum kortum séu skilmerkilega sýndar skriður á eða í námunda við lóð stefnanda og staðsetning framhlaupsseta og skriðuseta nákvæmlega kortlögð. Hafi stefnanda átt að vera um þetta kunnugt. Með útgáfu byggingarleyfis til handa stefnanda hafi stefnda verið að viðurkenna að lóðin væri hæf til að byggja mætti á henni íbúðarhús á þeim stað sem umsókn stefnanda hafi borið með sér. Auk alls framangreinds byggi stefnandi á því að stefndu hafi borið, áður en stefnanda var veitt heimild til húsbyggingar, að láta rannsaka og meta fornleifar á svæðinu og gera stefnanda viðvart um tilvist þeirra. Þessi skylda stefndu leiði m.a. af ákvæðum laga nr. 107/2001, einkum 11. gr. laganna og samsvarandi ákvæðum eldri laga nr. 88/1989. Fram komi í kafla 3.1.18 í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, að þar sem ekki liggi fyrir aðal- og deiliskráning fornleifa skuli gerð fornleifaskráning áður en ráðist sé í deiliskipulagsgerð eða veitt heimild fyrir verklegum framkvæmdum. Þessi fyrirmæli aðalskipulags séu í samræmi við almenna skyldu sveitarfélaga í þessum efnum. Að þessu athuguðu byggi stefnandi á því að stefndu hefði átt að vera kunnugt um tilvist þeirra fornleifa sem hér um ræði, áður en stefnanda hafi verið veitt byggingarleyfi. Tjón stefnanda vegna skertra afnota sé því á ábyrgð stefndu, enda hafi stefnandi verið grandlaus um tilvist fornleifa á svæðinu áður en byggingarframkvæmdir hófust. Fornleifarnar geri það einnig að verkum að kostnaður við varnarmannvirki verði verulega hærri en ella, enda erfitt að koma við varnarmannvirkjum á svæðinu nema þau séu steypt. Að lokum byggi stefnandi á því að almennar málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttarins, einkum grundvallarregla 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, um rannsóknarskyldu stjórnvalda, leiði til þess að á stefndu verði felld bótaábyrgð í málinu. Útgáfa byggingarleyfis sé stjórnsýsluákvörðun í skilningi laganna. Hvort sem um ofanflóðahættu sé að ræða eða tilvist fornminja, skorti alfarið á viðhlítandi rannsókn af hálfu stefndu. Í málinu byggir stefnandi einkum á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997, skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, þjóðminjalögum nr. 107/2001 og stjórnsýslulögum nr. 37/1993, svo og reglugerðum sem kunni að vera settar í skjóli þessara laga. Þá sé byggt á öðrum lögfestum og ólögfestum meginreglum skaðabótaréttarins, þ.á m. um vinnuveitendaábyrgð og ábyrgð opinberra aðila. Um réttarfar sé byggt á lögum nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefndu. Stefnda byggir á því að af málatilbúnaði stefnanda verði ekki ráðið hvaða hagsmuni hann hafi af því að fá dóm fyrir kröfum sínum um viðurkenningu skaðabótaskyldu vegna yfirvofandi ofanflóðahættu og friðaðra fornminja. Stefnda bendir á, varðandi kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna ofanflóðahættu, að samkvæmt 4. gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum beri sveitarfélögum að láta meta hættu á ofanflóðum í þéttbýli eða á svæðum, þar sem þétt byggð er fyrirhuguð, en ekki í dreifbýli. Með hliðsjón af greinargerð með 4. gr. laga nr. 49/1997 megi ljóst vera að bein lagaskylda hvíldi ekki á stefndu til þess að láta meta hættuna á ofanflóðum í hlíðinni við fasteign stefnanda. Í 4. gr. laganna segi að skylda sveitarfélaga í þessum efnum taki fyrst og fremst til þéttbýlis, en hvergi í ákvæðinu sé sérstaklega minnst á skyldur sveitarfélaga í þessum efnum í dreifbýli. Í þessu sambandi skuli bent á að í 8. gr. reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats, sem sé sett með stoð í 4. gr. laga nr. 49/1997, sé nánar fjallað um skyldur sveitarfélaga við gerð hættumats. Í 8. gr. sé skýrt tekið fram að gera skuli hættumat fyrir svæði utan þéttbýlis, s.s. einstaka sveitabæi, enda liggi fyrir gildar ástæður að mati ofanflóðanefndar t.d. í þeim tilvikum sem ofanflóð hafi fallið á eða staðnæmst í nálægð við íbúðarhúsnæði. Það sé því í undantekningatilvikum, þegar gildar ástæður liggi fyrir, sem sveitarfélögum beri skylda til að framkvæma hættumat í dreifbýli. Fasteign stefnanda sé utan þéttbýlis samkvæmt skilgreiningu skipulagreglugerðar nr. 400/1998, en þéttbýli teljist þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fari að jafnaði ekki yfir 200 metra, sbr. grein 1.3. Allt að einu hafi stefnda látið sérfræðinga kanna hættuna á ofanflóði á umræddu svæði og hafi mat þeirra verið staðfest í öllum grundvallaratriðum í bráðabirgðahættumati af sérfræðingum Veðurstofunnar. Stefnda hafi því brugðist við með þeim úrræðum sem honum voru tiltæk. Ekki liggi fyrir formlegt hættumat á ofanflóðum á viðkomandi svæði, en lögum samkvæmt sé það aðeins Veðurstofan sem geti framkvæmt slíkt mat. Bráðabirgðaniðurstöður hafi hins vegar bent eindregið til þess að staðaráhætta í húsinu væri forsvaranleg og hafi ekki farið í bága við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats. Stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu sannanlegu tjóni. Væru því skilyrði bótaskyldu á annað borð uppfyllt í máli þessu megi ljóst vera að á þá bótaskyldu myndi ekki reyna fyrr en sýnt hefði verið fram á tjón stefnanda. Í þessu sambandi skuli bent á Hæstaréttardóm 1991:1368, en í máli þessu taldi Hæstiréttur að íbúi við Vesturlandsveg hefði ekki sýnt fram á að færsla vegarins hefði leitt til verðrýrnunar á fasteign hans, enn sem komið væri. Mosfellsbær var því sýknaður í þessum þætti málsins. Vísað er á bug kröfu stefnanda um að viðurkennt verði með dómi að hann eigi skaðabótarétt vegna tjóns sem hann hafi orðið fyrir eða kunni að verða fyrir vegna þess að ,,stefndu hafi borið, áður en stefnanda var veitt heimild til húsbyggingar, að láta rannsaka og meta fornleifar á svæðinu og gera stefnanda viðvart um tilvist þeirra“ . Stefnda bendir á að á teikningum frá stefnanda séu tilgreindar sýnilegar rústir og hafi þær því verið kunnar stefnanda þegar hann tók ákvörðun um að biðja um heimild til þess að flytja byggingarreitinn norðar á landi sínu. Engin deiliskipulagsvinna hafi farið fram vegna samþykktar byggingarleyfisins enda engin krafa til þess. Landbúnaðarsvæði það sem land stefnanda sé á krefjist ekki deiliskipulags. Ekkert deiliskipulag sé til um land stefnanda. Engin skylda hafi hvílt á stefndu til þess að láta framkvæma rannsókn og meta fornleifar á svæðinu með vísan til aðalskipulags Reykjavíkur 2001 til 2024. Hafa skuli í huga að nefnt skipulag tók gildi með staðfestingu ráðherra á því þann 20. desember 2002, eða nokkru eftir að búið var að samþykkja breyttan byggingarstað. Friðun fornleifa byggi á heimildum þjóðminjalaga nr. 107/2001, sbr. einkum 10. og 11. gr. laganna. Sé þar um að ræða heimildir af hálfu löggjafans til almennra takmarkana á eignarráðum eigenda svæða þar sem fundist hafa fornleifar. Með engu móti verði séð að þær lögbundnu takmarkanir, sem stefnandi kunni að þurfa að sæta vegna fornleifa á umræddri landspildu, leiði til bótaskyldu af hálfu Reykjavíkurborgar. Aðalskipulag Kjalarneshrepps 1990-2010 hafi verið í gildi þegar byggingarleyfi stefnanda var samþykkt en ekki hafi verið í gildi formlegt deiliskipulag af svæðinu. Áskilnaður í núgildandi aðalskipulagi 2001 til 2024, sem tók gildi 20. deember 2002, um skráningu fornleifa áður en ráðist sé í deiliskipulagsgerð geti ekki verið grundvöllur þess að stefndu hafi mátt vera kunnugt um fornleifar í landi stefnanda áður en byggingarleyfið var samþykkt 16. maí 2001. Það sé útilokað að segja til um það fyrir fram hvort fornleifar finnist á tiltekinni lóð eða ekki. Ekki séu lagðar þær skyldur á sveitarfélög að ganga úr skugga um það í hvert skipti sem samþykkt sé byggingarleyfi hvort finna megi fornleifar á viðkomandi landsvæði, hvað þá að meint vanræksla á slíkum rannsóknum varði bótaskyldu. Stefnda mótmælir álitsgerð fasteignasala sem einhliða framsetningu á sjónarmiðum stefnanda. Varðandi þá málsástæðu stefnanda að hann hafi verið grandlaus um yfirvofandi ofanflóðahættu, kveður stefnda það ekki fá staðist. Land stefnanda nái upp að fjallshlíð hæsta fjalls í nágrenni Reykjavíkur. Hvar sem komið sé að fjallshlíðum Esju megi greinilega sjá að mikið magn jarðefna hafi á löngum tíma runnið fram úr fjallaskörðum. Staðsetning hússins í síðara skiptið sé einmitt á þannig framburði. Þar hafi verið þéttur jarðvegur til staðar og ekki hafi farið á milli mála hvaðan hann kom. Það var síðan annað mál hvort hætta gæti stafað af frekari framburði jarðefna. Af þessu megi vera ljóst að stefnandi hafi ekki verið grandlaus um hvort jarðefni gætu undir sérstökum kringumstæðum borið niður hlíðar fjallsins. Saga skriðuhlaupa segi ekkert um hvort nýjar skriður komi í kjölfar þeirra sem áður féllu og skili þá framburði sínum á sama stað og fyrri skriður féllu. Þá mótmælir stefnda því sérstaklega að ekki hafi verið gætt rannsóknarskyldu þegar samþykkt var ósk stefnanda um nýtt byggingarstæði fyrir hans hús. Kröfu um málskostnað styðji stefnda við 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um lagarök til stuðning kröfum sínum vísar stefnda til þeirra laga og reglna sem gildi um skipulags og byggingarmál, einkum laga nr. 73/1997, reglugerða nr. 441/1998 og 400/1998. Þá er vísað til l. nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða. Ágreiningur máls þessa lýtur að því hvort stefnda sé skaðabótaskyld vegna tjóns stefnanda af völdum yfirvofandi ofanflóðahættu á spildunni Kerhólar á Kjalarnesi og hvort stefnda sé skaðabótaskyld vegna tjóns stefnanda af völdum friðaðra fornminja á spildunni. Í málinu hafa verið lagðar fram rannsóknir á vatnsfari, berggrunni og jarðgrunni höfuðborgarsvæðisins, allt frá Seltjarnarnesi norður fyrir Kjalarnes. Kort voru gefin út vegna þessara rannsókna árin 1994 og 1997 og var stefnda, Reykjavíkurborg, ein þeirra sem stóð fyrir ofangreindum rannsóknum. Á kortum þessum eru sýndar skriður í námunda við lóð stefnanda og staðsetning framhlaupsseta og skriðuseta nákvæmlega kortlögð. Stefnda var ein þeirra sem stóð fyrir framangreindum rannsóknum og kortagerð og hlaut því að vera ljóst að einhver hætta gæti verið af framhlaupum í nágrenni við lóð stefnanda. Byggingarfulltrúi í Reykjavík samþykkti umsókn stefnanda um leyfi til að reisa einbýlishús að Kerhólum, auðkennt sem Smábýli nr. 4 úr landi Skrauthóla, 29. júní árið 2000 og 23. maí 2001 var stefnanda veitt leyfi til að færa hús sitt norðar á lóðina. Eftir að stefnandi hafði fengið útgefið byggingarleyfi, fól stefnda Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen að gera hættumat af völdum ofanflóða við Smábýli 4 á Kjalarnesi og í kjölfar niðurstaðna þess fól byggingarfulltrúinn í Reykjavík Veðurstofu Íslands að gera formlegt hættumat fyrir hús stefnanda. Í bráðabirgðahættumati Veðurstofunnar kemur fram að ekki sé hægt að útiloka að berghlaup í hlíðinni austan íbúðarhúss stefnanda skapi hættu á fasteign stefnanda, þótt Veðurstofan teldi ekki tilefni til að ætla að áhætta af þeirra völdum væri óviðunandi í skilningi reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða. Ekki liggur fyrir í málinu formlegt hættumat Veðurstofu, en stefnandi fór þess á leit að slíkt hættumat yrði gert, án þess að séð verði að við því hafi verið brugðist með viðhlítandi hætti af hálfu stefndu. Hins vegar liggur fyrir í málinu greinargerð Haralds Arelíussonar jarðfræðings, frá 10. desember 2004, sem hann vann fyrir stefnanda. Í niðurstöðum þeirrar greinargerðar kemur fram að öruggar heimildir séu fyrir því að aurskriður hafi hlaupið niður á láglendi í næsta nágrenni við Kerhóla og náð mun lengra fram en bæjarstæðið á Kerhólum. Jafnframt er fram komið í málinu að Ingimar skoðaði nýgrafinn grunn fyrir ofan íbúðarhúsið á Kerhólum 25. maí 2005 og komu þá í ljós ummerki eftir tvær tiltölulega ungar skriður. Í niðurlagi greinargerðar hans frá 25. maí 2005 segir að enginn þurfi að velkjast í vafa um að Kerhólar séu á skriðufallasvæði. Skriðufallssaga byggðarinnar undir suðurhlíðum Esju, áberandi skriðuvængir og unglegar skriður í hlíðinni skammt ofan hússins og jarðlagasnið bendi öll í sömu átt. Starfsmenn sveitarstjórnar, skipulagsyfirvalda og byggingarfulltrúa hefðu átt að vara við og vera leiðbeinandi um öruggari byggingarstað þegar húsinu var valinn staður. Greinargerð Davíðs Stavarssonar hefur ekki verið hnekkt, og renna niðurstöður hennar stoðum undir þær niðurstöður bráðabirgðahættumats Veðurstofu Íslands, að ekki sé hægt að útiloka að berghlaup í hlíðinni austan íbúðarhúss stefnanda skapi hættu á fasteign hans. Er það mat dómsins að stefnandi hafi mátt treysta því að sá staður sem stefnda, Reykjavíkurborg, hafði samþykkt sem byggingarstað fyrir einbýlishús stefnanda væri til þess hæfur og að þar stafaði ekki sú hætta af berghlaupum sem getið er í bráðabirgðahættumati Veðurstofu Íslands og greinargerð Jónatans Lúðvíkssonar. Með því að gefa út byggingaleyfi til handa stefnanda á þeim stað sem raun ber vitni hefur stefnda orðið skaðabótaskyld vegna tjóns stefnanda af völdum ofanflóðahættu, enda hefur verið sýnt fram á það með matsgerð Georgs Þormundarsonar fasteignasala að markaðsvirði eignarinnar hafi rýrnað vegna ofanflóðahættu, en matsgerð þessari hefur ekki verið hnekkt af hálfu stefndu. Stefnda fól Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen að teikna varnargarð á lóð stefnanda, en samkvæmt bréfi deildarstjóra fornleifadeildar Árbæjarsafns frá 12. október 2002 til Borgarverkfræðings eru fornleifar við húsið merktar inn á röngum stað á fyrrnefndri teikningu frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, auk þess sem fornleifar væru mjög nærri þeim stað, þar sem til stæði að taka efni í fyrrnefndan varnargarð. Í bréfi frá 4. mars 2003 frá deildarstjóra fornleifadeildar til stefnanda eru lagðar fram tilteknar tillögur að staðsetningu varnargarðs, til hlífðar og verndar fornminjum á lóð stefnanda. Var stefnanda í ljósi framangreinds rétt að leita eftir því að teiknaður yrði varnargarður, þar sem tekið væri tillit til framangreindra fornminja, enda ber stefnanda að meðhöndla friðaðar fornminjar í samræmi við ákvæði þjóðminjalaga nr. 107/2001. Er fallist á með stefnanda að kostnaður við varnarmannvirki þetta sé hluti af tjóni stefnanda og standi í beinum tengslum við ofanflóðahættu á svæðinu. Í 10. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001 er kveðið á um almennar takmarkanir á eignarráðum eigenda svæða þar sem fundist hafa fornleifar og í 2. mgr. 11. gr. laganna er kveðið á um að fornleifaskráning skuli fara fram af hálfu Fornleifaverndar ríkisins áður en gengið er frá svæðisskipulagi, aðalskipulagi og deiliskipulagi. Skráning fornleifa er því í höndum Fornleifaverndar ríkisins, en ekki stefndu, jafnvel þótt stefndu beri, samkvæmt 2. mgr. 11. gr. þjóðminjalaga að standa straum af kostnaði við skráninguna. Að mati dómsins hefur stefnandi með engu móti sýnt fram á að stefndu hafi verið kunnugt eða mátt vera kunnugt um tilvist friðaðra fornminja á lóð stefnanda, áður en byggingaleyfi til handa stefnanda var veitt og að mati dómsins hefur hann ekki sýnt fram á að skaðabótaskylda hafi stofnast af hálfu stefndu vegna þess. Þegar allt framangreint er virt er tekin til greina krafa stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefndu vegna tjóns stefnanda af völdum yfirvofandi ofanflóðahættu á spildunni Kerhólum á Kjalarnesi, en stefnda er sýknuð af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefndu vegna tjóns stefnanda af völdum friðaðra forminja. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 er stefnda dæmd til að greiða stefnanda málskostnað að fjárhæð 850.000 krónur. Sveinbjörg Valsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Viðurkennd er skaðabótaskylda stefndu, Reykjavíkurborgar, vegna tjóns stefnanda, Hákonar H. Hierónýmusarsonar, af völdum yfirvofandi ofanflóðahættu á spildunni Kerhólum á Kjalarnesi. Stefnda er sýknuð af kröfu stefnanda um viðurkenningu skaðabótaskyldu vegna tjóns stefnanda af völdum friðaðra fornminja á spildunni Kerhólum á Kjalarnesi. Stefnda greiði stefnanda 850.000 krónur í málskostnað. Gyða Auðmundardóttir.
„Við vonuðumst auðvitað til þess að vera löngu komin með kjarasamning á þessum tímapunkti. Við sýndum þessu mikla þolinmæði en nú er hún alveg á þrotum og þess vegna er þessi atkvæðagreiðsla að hefjast hjá 17 aðildarfélögum sem taka til um 18 þúsund félagsmanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hjá ríki, borg og sveitarfélögum hefst í dag og stendur til miðvikudagskvölds. Verða niðurstöður atkvæðagreiðslurnar kynntar á fimmtudaginn. Verði aðgerðirnar samþykktar munu tilteknir hópar fara í ótímabundið verkfall frá og með 9. mars næstkomandi. Þar er meðal annars um að ræða starfsmenn BSRB hjá Skattinum, Sýslumannsembættum, grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar. Þar fyrir utan munu stórir hópar félagsmanna fara í nokkur eins til tveggja sólarhringa verkföll sem myndu enda með ótímabundnu verkfalli frá 15. apríl. Samningsaðilar hafa því um þrjár vikur til að landa samningum áður en fyrstu aðgerðir bresta á. Sonja býst við því að komi til verkfallsaðgerða muni þær hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru 18 þúsund manns sem eru að sinna grunnþjónustu samfélagsins. Það er líka ágætis áminning um það að það á að taka kjaraviðræður við opinbera starfsmenn alvarlega. Þetta eru mikilvæg störf og það er ekki hægt að hunsa okkur.“ En er Sonja bjartsýn á að samningar náist á þeim tíma sem er til stefnu áður en verkföll hefjast? „Miðað við seinaganginn og biðina sem hefur stundum verið eftir einfaldlega svörum eða það sé tekin alvöru umræða um stór mál þá er ég ekkert allt of bjartsýn á að þetta takist á þessum tíma þótt ég auðvitað voni það. Við eigum enn þó nokkur stór mál eftir eins og jöfnun launa milli markaða og svo er launaliðurinn hjá aðildarfélögunum,“ segir Sonja. Hún segir að þó hafi verið settur aukinn kraftur í viðræður eftir áramót. Meðal annars hafi verið rætt um styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu og mál þokast þar. „Ég upplifi það hins vegar þannig að þegar við höfum bent á að það hafi verið allt of mikill seinagangur í viðræðunum og fólk hafi beðið of lengi eftir kjarasamningum, að það hafi ekki verið tekið alvarlega.“ Samkvæmt könnun sem Sameyki, sem er fjölmennasta aðildarfélag BSRB, lét framkvæma styðja um 90 prósent verkfallsaðgerðir. „Auðvitað hefði aldrei verið farið í það að undirbúa aðgerðir nema vegna þess að við heyrðum það mjög skýrt hjá félagsmönnum. Það er mjög skýr niðurstaða um að það eigi að grípa til aðgerða ef það miðar ekkert áfram í viðræðunum.“
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttur var í dag sýknuð af ásökunum um meiðyrði vegna greinar hennar, Forseti landsins, sem birtist á Kjarnanum 13. júní árið 2016. Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Sá sem stefndi Auði fyrir meiðyrði er Þórarinn Jónasson, eigandi hestaleigunnar, jafnan kallaður Póri í Laxnesi, en hann vildi fá eftirfarandi ummæli dæmd dauð og ómerk: a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár- og enn þann dag í dag.“ b. „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi [sic]. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“ c. „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi [sic] sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ Auk þess vildi Þórarinn fá Auði dæmda til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur og að hún yrði dæmd til að greiða honum 500 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðu dómsins. Fyrir dóm voru kallaðir til fagaðilar á vegum landgræðslu og voru lögð fram gögn sem studd voru framburði vitna um áralanga ofbeit á svæðinu, þrátt fyrir tilmæli fagaðila um annað. Var því ekki fallist á að gagnrýni Auðar á meðferð aðstandenda hestaleigunnar á landinu í æsku hennar séu úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus. Þá þóttu fullyrðingar Auðar um að ofbeit á landinu fengi enn þann dag í dag að viðgangast eiga sér stoð í staðreyndum málsins að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Orð hennar væru innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu. Var Auður því sýknuð af ákærunni. Dóminn má lesa á heimasíðu dómstólanna.
Auka á löggæslu á ákveðnum vegarköflum á landinu um allt að 100% næstu þrjá mánuðina. Fylgst verður sérstaklega með hraðakstri, ölvunarakstri og bílbeltanotkun. Samgönguráðuneytið ætlar að verja allt að 1,5 milljarði króna næstu fjögur árin til að auka umferðaröryggi. En þetta er ekki allt því Umferðarstofa og ríkislögreglustjóri hafa gert með sér sérstakan samning. Samningurinn kveður á um aukið eftirlit með hraðakstri, bílbeltanotkun og akstri undir áhrifum áfengis og vímuefna. 40 milljónum króna verður varið til þessa verkefnis næstu tólf vikurnar. Milljónirnar 40 koma til með að gera lögreglunni kleift að auka umferðargæslu til mikilla muna. Það mun hafa það í för með sér að við getum aukið það eftirlit sem að verður á ákveðnum vegaköflum á þjóðvegi 1 um 100% eða svo. Samgönguráðherra segir að sá 1,5 milljarður sem ráðuneytið ætlar að láta af hendi rakna til umferðaröryggis verði notaður á ýmsan hátt. Það er gert ráð fyrir fjármunum til búnaðarkaupa, til þess að auðvelda lögreglunni eftirlitið. Auk þess verður unnið að vegabótum þar sem slys eru tíð. Í þeim lögreglubifreiðum sem taka þátt í umferðareftirlitinu í sumar verður notaður stafrænn myndupptökubúnaður og er gert ráð fyrir að sex ný tæki verði keypt á næstunni. Þá verða líka keypt tvö færanleg öndunarsýnatæki sem gerir lögreglunni kleift að sjá strax hvort að viðkomandi ökumaður er undir áhrifum áfengis eða ekki.
Um það segir þessi hreinskilni og orðsnjalli höfundur: Þá liggja að meðaltali 68% af mæligildum innan eins staðalfráviks frá meðalgildi, 95% innan tveggja staðalfrávika og 99,7% innan við 3 s. Engu að síður tókst okkur með venjulegum flettingum í bókinni að finna þar venjulegar tölur og höfum sett þær fram með venjulegum hætti. Um þetta segir í heimild okkar sem skráð er í heimildaskrá: Þetta er föstudagssvar. Frekar venjulegt er að mælingar á tiltekinni mælistærð fylgi svokallaðri Gauss-dreifingu eða normlegri dreifingu eins og hún er líka kölluð (Gaussian eða normal distribution). The definition of s [standard deviation] is a minefield of alternatives, and to call it the 'standard' deveiation is something of a sick joke. Töluleg smáatriði eru breytileg frá einu tilviki til annars en venjulega (usually) verður maður ekki hissa þó að gögn víki frá meðaltali um eitt eða tvö staðalfrávik. Síðan mætti kannski bryggja (e. extrapolate) þetta orðalag og segja að 95% blóma séu venjuleg blóm, 95% af fjöllum séu venjuleg fjöll, og 95% af okkur mönnunum séu venjulegir menn. Venjulegur lesandi gæti því venjulega sagt til dæmis að venjulegt sé að segja að venjuleg mæligildi séu innan tveggja staðalfrávika og séu því um það bil 95% af öllum gildum sem mæld eru en óvenjulegu gildin séu þar fyrir utan og þar af leiðandi um 5% af heildinni. Venjulega vilja menn gjarnan gera það sem spyrjandi ýjar að, sem sé að setja einhver venjuleg viðmið um svona hluti, í þessu dæmi hvað sé venjulegt að kalla venjulegt. Venjulega gefur stærðfræðin okkur skýr svör en það verður þó varla sagt um þetta. Við höfum gluggað í venjulega kennslubók í tölfræði og fundið þar óvenjulega óvenjulegt orðalag, miðað við það sem gengur og gerist í stærðfræðibókum. Hins vegar er neitun þessarar setningar ekki venjuleg og mönnum getur orðið hált á henni. (Barlow, 1989, 8)[Hér viljum við geta þess að höfundur hefur líklega ekki lesið Egils sögu þannig að óljóst er hvort hann gerir ráð fyrir þeim óvenjulega möguleika að fjöldi augabrúna sem lyftast getur verið oddatala, en Egill gat sem kunnugt er venjulega lyft annarri augabrúninni og látið hina síga um leið.] Er þetta svar þá ekki bara óvenjulega venjulegt (föstudags)svar? Hins vegar lyftast nokkrar augabrúnir [a few raised eyebrows] ef einhver punktur sem lýsir gögnum er meira en þrjú staðalfrávik í burtu. Nokkru síðar vísar höfundur í hina frægu og venjulegu deilu hænunnar og eggsins í tengslum við þessar skilgreiningar, en um þessa deilu er fjallað nánar í svari Sigurðar S. Snorrasonar við spurningunni Hvort kom á undan, eggið eða hænan? Samkvæmt líkindafræðinni mætti til dæmis hugsa sér að segja venjulega að eitthvað sé venjulegt ef það er innan við tiltekið margfeldi af staðalfráviki frá því venjulegasta. Þannig er ekki hægt að segja að við segjum óvenjulega að óvenjulegt sé að kalla allt óvenjulegt sem er sjaldgæft. Ritstjórn hefur þann sem samdi frumdrög svarsins sterklega grunaðan um að hafa brugðið á leik með mál og stíl undir lok vinnuvikunnar enda hafi endorfín verið farið að myndast í líkama hans vegna líkamsþjálfunar sem hann átti í vændum (lesandi sem veit ekki hvað endorfín er getur eins og venjulega fundið fróðleik um það með leitarvél okkar). Hitt er nær sanni að við segjum venjulega að venjulegt sé að kalla allt óvenjulegt sem er sjaldgæft. En venjulega vilja menn þrátt fyrir allt sjá tölur þegar venjuleg líkindafræði eða tölfræði er annars vegar. Þegar við viljum skilgreina staðalfrávik er um marga kosti að velja eins og við séum stödd á jarðsprengjusvæði, og heiti fyrirbærisins er eins og aulafyndni. Eins og venjulegt er um slík svör ber ekki að taka hvert orð í því bókstaflega, þó að það geti kannski vakið til umhugsunar. Við getum líka sagt að hér hafi farið eins og venjulega á Vísindavefnum, að okkur hafi tekist að leiða rök að skynsamlegu og venjulegu svari þrátt fyrir slæmar horfur í byrjun. En hér spyr sá sem ekki veit. Og ekki tekur betra við þegar kemur að því að skilgreina hvað staðalfrávik er. Venjulega segjum við að venjulegt sé að kalla allt venjulegt sem er algengt.
Framkvæmt verður fyrir tugi milljarða í Reykjavík á þessu ári og munar þar mest um mikla fjölgun hótelherbergja og stórar framkvæmdir við hafnarsvæði borgarinnar. Borgarstjóri segir útlit fyrir að Reykjavík muni draga áfram hagvöxt á Íslandi á næstu fimm til tíu árum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti þær miklu framkvæmdir sem framundan eru í borginni á þessu ári á opnum kynningarfundi í Ráðhúsinu í morgun. Borgin sjálf mun framkvæma fyrir tæpa 10 milljarða króna í skóla- og tómstundarbyggingum sem og ýmsum innviðum borgarinnar, en einkaaðilar munu hins vegar fara í enn meiri framkvæmdir en borgin samkvæmt þeim áætlunum sem þegar liggja fyrir. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Já, Reykjavík mun draga hagvöxt á Íslandi alla vegna næstu fimm til tíu ár sýnist okkur. Í fyrsta lagi eru þetta miklar fjárfestingar í hótelum og ferðaþjónustu. Um 1.500 herbergi sem eru að klárast eða fara af stað á þessu ári og næsta. Í öðru lagi eru þetta miklar nýjar fjárfestingar í tengslum við þekkingariðnað, við háskólana og Landsspítalann í Vatnsmýrinni. Þá séu í þriðja lagi mörg ný verkefni að koma inn á hafnarsvæðum borgarinnar, við gömlu höfnina, Sundahöfn og höfnina á Grundartanga. Dagur B. Eggertsson: Og mjög stórar tölur þar ef allt gengur eftir. Og við erum líka að búa í haginn fyrir grænan iðnað á nýjum atvinnusvæðum. Við erum að opna ný blönduð svæði þar sem verða bæði íbúðir og atvinnusvæði í samræmi við nýja aðalskipulagið. Og síðan á ég von á tíðindum líka af skapandi greinum og uppbyggingu í þágu þeirra. Þannig að þetta er bæði meira og miklu fjölbreyttara heldur en við höfum séð áður. Ráðist verður í breytingar á Geirsgötunni ofan við gömlu höfnina í sumar en gatnamótum hennar við Lækjargötu verður breytt í tengslum við þær miklu byggingaframkvæmdir sem framundan eru á reitunum milli Hörpu og Hafnarstrætis á næstu árum. Meðal annars verður ráðist í byggingu 250 herbergja hótels við Hörpu strax í haust eins og greint var frá í fréttum okkar í gærkvöldi. Þá reiknar borgin með nýrri samgöngumiðstöð við BSÍ sem þjóna muni fjölbreyttum samgöngutækjum í og við borgina. Vestubæjarskóli verður stækkaður, framkvæmdir eru hafnar við stækkun Sundhallarinnar í Reykjavík og miklar framkvæmdir standa fyrir dyrum í efri byggðum borgarinnar bæði hvað varðar skóla og gatnakerfi. Við fjöllum nánar um þetta mál með myndrænum hætti í kvöldfréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.
Hárgreiðslustofur á höfuðborgarsvæðinu verða lokaðar næstu tvær vikur í samræmi við hertar sóttvarnaraðgerðir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina, segir dæmi um að kúnnar á höfuðborgarsvæðinu biðji um að koma í klippingu þar sem þeir séu hraustir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina: Ég er búin að vera fá símtöl einmitt í morgun þar sem að hársnyrtar hafa verið að hringja í mig og bara segja að, bara vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við af því kúnninn hann er svo frekur hann ætlar bara að fá að komast að, bara það er allt í lagi með mig, get ég ekki fengið að koma ef við notum bæði grímur og allt þetta. Þannig að hvað á ég að segja, viðskiptavinirnir eru ekki að virða það að það sé búið að loka fyrirtækjunum. Þetta var Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Og hársnyrtistofur í nágrenni við höfuðborgarsvæðið, á Akranesi til dæmis, Selfossi, Hveragerði og Reykjanesi, hafa margar beðið fólk af höfuðborgarsvæðinu um að koma ekki til þeirra. Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi, hefur ekki heyrt reyndar mikið frá fólki á höfuðborgarsvæðinu. Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi: Sko mér finnst í sjálfu sér frekar erfitt að fara að flokka fólk eitthvað niður eftir því úr hvaða póstnúmeri það kemur. Þetta er náttúrulega bara mjög flókið í framkvæmd því að auðvitað eru mjög margir hér sem að vinna í Reykjavík og svo eru auðvitað margir úr Reykjavík sem koma hingað austur að vinna. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn að þá sé ég ekki alveg aðferðina sem ég ætti að beita til þess að fara að flokka fólk eftir því hvar það býr. Ég held það verði allir að reyna að meta þetta bara hjá sjálfum sér.
Þingmaður Samfylkingarinnar segir gagnrýni Vinstri-grænna á ráðherra Samfylkingarinnar koma sér á óvart. Ályktanir flokksráðs Vinstri-grænna séu ekki allar í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þó nokkur titringur innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna ályktana flokksráðsfundar Vinstri-grænna, sem var haldinn um helgina. Mönnum þykir ályktunum beint meðal annars gegn Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, en sú ályktun kemur beint í kjölfarið á gagnrýni þingsflokks Vinstri-grænna á Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra. Viðbrögð einstakra þingmanna Samfylkingarinnar við fyrirspurnum fréttastofu virðast hins vegar frekar markast af því að halda friðinn en að hella olíu á eldinn. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokksráð Vinstri-grænna frjálst að álykta um hvað sem er en ljóst sé að munur sé á stefnu flokkanna. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar: En þessi flokksráðsfundur kannski kristallar það ágætlega að þessir flokkar eru ekki sammála um sum atriði. Hann segir það hins vegar ekki hafa tíðkast í íslenskum stjórnmálum að málefnaágreiningur stjórnarflokka komi upp á yfirborðið. Það sé hins vegar betra en að hafa hann í reykfylltum bakherbergjum. Flokksráðsfundur Vinstri-grænna sendi jafnframt frá sér ályktun þar sem lagt er til að frekar verði ráðist í skattahækkanir en niðurskurð. Þessu er Magnús Orri ósammála. Magnús Orri Schram: Að mínu viti höfum við gengið eins langt og hægt er hvað snertir skattahækkanir og ég er að því leytinu ósammála Vinstri-grænum. Þingflokkur Vinstri-grænna mótmælti í síðustu viku þeirri ákvörðun Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar, að setja af stjórn Byggðastofnunar og skipa nýja. Magnús Orri segir ákvörðunina hins vegar hafa verið rétta. Magnús Orri Schram: Þetta var rétt ákvörðun hjá Katrínu. Hún hafði látið samstarfsflokkinn vita í vor þannig að mér fannst það heldur svona djúpt í árinni tekið að álykta á, á fundi þingflokks, já.
Í fyrra voru seldir fleiri hreinræktaðir rafmagnsbílar í Evrópu en tengiltvinnbílar (Plug-In-Hybrid), en það á eftir að breytast á næstunni. Sífellt fleiri tengiltvinnbílar streyma frá bílaframleiðendum og mun fleiri þannig bílgerðir verða kynntar á næstunni en bílar sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Vöxtur í sölu rafmagnsbíla var 73% í Evrópu á síðasta ári en vöxturinn í sölu tengiltvinnbíla var 26%. Búast má þó við gríðarlegri aukningu í sölu á tengiltvinnbílum á þessu ári og þeim næstu og að gríðarlega aukið framboð bílgerða með þessari tækni muni verða til þess að slíkir bílar seljist brátt í enn meira magni en rafmagnsbílar. Í fyrra seldust 58.244 rafmagnsbílar í Evrópu og 39.547 tengiltvinnbílar. Eingöngu í Noregi seldust 18.090 rafmagnsbílar í fyrra. Var vöxtur í sölu þeirra þar 130% milli ára. Næststærsta söluland rafmagnsbíla í álfunni var Frakkland með 10.56 bíl og þar á eftir Þýskaland með 8.522 bíla og svo Bretland með 7.416 bíla. Stærsta söluland tengiltvinnbíla í Evrópu er Holland með 9.938 bíla í fyrra og þar á eftir Bretland með 7.945. Spár benda til þess að sala tengiltvinnbíla árið 2020 verði orðin 1,35 milljónir bíla í heiminum og 2,7 milljónir árið 2025. Þrátt fyrir svo mikla aukningu myndi það aðeins telja um 2% allra framleiddra bíla. Þá er því spáð að rafmagnsbílar verði aðeins um 1% af öllum framleiddum bílum árið 2020.
Korkur: baekur Titill: Smá hjálp varðandi trúarmála. Höf.: tommcom Dags.: 18. júlí 2010 16:57:59 Skoðað: 343 Ég hef reint að skrifa eitt af mínum elstu hugmyndum af skáldi en aldrei tekst mér að hafa hana eins og ég vill hafa það. Ég held að ég þurfi að lesa meira um staðreindir trúarbragða áður en ég skrifa bókina því það er alltaf það sem ég fail-a á. Málið er bara að ég er að leita af nál í heystakki. Ég veit ekki hver titillinn á að vera á bókalistanum og ég veit aldrei hvort ég sé með rétta bók í hendinni eða ekki. Öll trúarbrögð koma úr bókum. Það eru sem dæmi margir sértrúarflokkar af kristintrú en það kemur alltaf frá sömu grunbókinni: Biblían. Ég held að Goðafræðin komi úr Heimskringlunni en mér finst altaf þegar ég byrja að lesa hana eins og það vanti stórann part sem kemur á undan fyrstu bókinni svo endinlega segið mér ef Goðafræðin sé ekki Heimskrinlan. En spurningin er, mig vantar lista af öllum bókum trúarbragða. Sem dæmi þá eru Gyðingar held í nía testamentið en ekki Biblían. Svo, Ég er með lista sem ég fann á facebook hérna: agnostic atheist baháí buddhist Christian / Biblían confuigan daoist hindu jain jewish muslim pagan pastafarian rastafarian sikh Unitarian Universalist wiccan Endinlega hjálpið mér að finna allar bækur sem eru grunbækur trúarbragðanna. Þarf bara titlana:Þ Takk fyrir aðstoðina;) --- Svör --- Höf.: Fimbulfamb Dags.: 14. ágúst 2010 23:49:47 Atkvæði: 0 Ef þú vilt skilja trúarbrögð máttu ekki bara lesa grunnritin heldur þarftu líka að kynna þér sögu þeirra, stofnanir og viðbrögð fólks nú á dögum þegar það svarar fyrir þau. Ef þú ætlar að komast til botns í þessu öllu þannig að gagn sé að mun það taka þig hálfa til heila ævi. Ég mæli frekar með Wikipedia greinunum. ---
Flöskuháls í stjórnsýslunni er þess valdandi að tugir MS-sjúklinga fá ekki nauðsynleg lyf sem hindra framvindu sjúkdómsins. Unnið er að lausn en dauðsfall af notkun eldra lyfs varð til þess að hjólin fóru að snúast. MS-sjúklingar hafa margir notað lyfið Tysabri til að hægja á einkennum MS-sjúkdómsins, sem er banvænn. Allnokkrir sjúklingar sem notað hafa lyfið hafa orðið að hætta því vegna aukaverkana sem fela í sér vaxandi áhættu á alvarlegri og banvænni heilabólgu. Þessa áhættu er unnt að meta og sé hún of há er sjúklingi ráðlagt að hætta notkun lyfsins. Lyfið Gilenya þjónar sama tilgangi en hefur ekki þessar aukaverkanir. Sjúklingar sem þurfa á því að halda hafa hins vegar ekki fengið lyfið því Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki innleitt það. Þá voru ekki haldnir fundir í svokallaðri kostnaðarnefnd S-lyfja, en Gilenya fellur þar undir. Með öðrum orðum: Vegna hægagangs í heilbrigðiskerfinu hafa sjúklingar verið án lyfsins, en án meðhöndlunar getur MS-sjúkdómurinn haft óafturkræfar skerðingar á lífsgæðum og heilsu þessa fólks. Gilenya er fáanlegt því það hefur verið til á lager innflutningsaðila þess frá í september í fyrra, þegar það var skráð í lyfjaverðskrá, sem þýðir að það varð aðgengilegt á íslenskum markaði. Þorbjörn Þórðarson: Þetta hér er lyfið sem um ræðir; Gilenya. Það er í hylkaformi og sjúklingurinn tekur það inn einu sinni á dag - ólíkt Tysabri þar sem sjúklingurinn þarf að fara í heimsókn á spítalann og fá sprautu í æð. Vandamálið er það að sjúklingarnir eiga þess ekki kost að neyta lyfsins, þó kostnaður við það sé sá sami fyrir ríkið og fyrir Tysabri. Ástæðan er þessi flöskuháls í stjórnsýslunni. En fyrir þá sjúklinga sem nauðsynlega þurfa á þessu lyfi að halda snýst þetta ekki um krónur og aura heldur lífið sjálft. Í raun má færa rök fyrir því að ódýrara sé fyrir heilbrigðiskerfið að innleiða lyfið þar sem enginn jaðarkostnaður fylgi því. Sigurður B. Þorsteinsson, yfirlæknir á deild lyfjamála hjá Landspítalanum, sagði í samtali við fréttastofu að í raun væri hægt að afhenda lyfið núna og að því fylgdi ekki aukinn kostnaður. Dauðsfall MS-sjúklings síðastliðinn vegur vegna aukaverkana Tysabri varð til þess að hjólin fóru að snúast. Sjúkratryggingar Íslands sendu yfirlýsingu í síðustu viku þar sem sagði að á Norðurlöndum væri unnið að innleiðingu á notkunarreglum fyrir Gilenya rétt eins og hér. En málið er að byrjað var að veita sjúklingum lyfið á síðasta ári í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, samkvæmt staðfestum upplýsingum frá MS-félögum í þessum löndum, án þess að þess væri getið í yfirlýsingunni. Bergþóra Bergsdóttir, hjá MS-félaginu, sagði að svo virtist sem um einhvers konar prinsippmál væri að ræða í stjórnsýslunni, fremur en faglegt mat. Þorbjörn: Sjúkratryggingum Íslands barst fyrst formleg beiðni um innleiðingu lyfsins í síðustu viku, þrátt fyrir að stofnunin hafi verið meðvituð um vanda þessara sjúklinga í um það bil sex mánuði. Þess skal getið að stofnunin er sjálfstæð að lögum og þess vegna getur ráðherra ekki gefið henni bindandi fyrirmæli, en hann getur beitt sér með öðrum hætti.
Á aðfangadegi jóla er numið staðar. Jólaundirbúningnum er lokið og hátíðin tekur við. Eftir annasama aðventu tekur við hvíld og samvera við fjölskyldu og aðra ástvini. Jólin eru fyrst og fremst tími fjölskyldunnar og ekki síst barnanna. Á jólum gefum við og þiggjum, ekki bara gjafir í áþreifanlegu formi heldur einnig annars konar gjafir, gafir sem við finnum fyrir innra með okkur. Aðventan hefur að mörgu leyti verið lágstemmdari í ár en undanfarið. Margir hafa minna milli handanna en áður og setur það mark sitt á jólaundirbúninginn. Ákveðinn léttir er þó líka fólginn í því að dregið hafi úr veraldlegu vafstri í aðdraganda jólanna, jafnvel þó að sú breyting sé alls ekki sjálfvalin heldur til komin vegna ytri aðstæðna. Í stað stórra og dýrra gjafa eru íslenskar skáldsögur vinsæl jólagjöf og samkvæmt frétt Fréttablaðsins í gær lætur nærri að að minnsta kosti ein íslensk skáldsaga rati inn á hvert heimili í landinu. Diskar með íslenskri tónlist seljast einnig langt umfram erlenda diska. Íslensk hönnun og handverk ratar líkast til einnig í fleiri jólapakka í ár en undanfarið. Og hverjar eru hinar raunverulegu gjafir? Vitað er að hvorki vex gleði þess sem gefur né þess sem þiggur í jöfnu hlutfalli við verðgildi gjafar í krónum og talið. Gleðin er fólgin í hlýjum og góðum huga sem sýndur er með gjöfinni og tekið er við með opnum huga. Jólin skerpa einnig skuggahliðar samfélagsástandsins. Aldrei hafa fleiri leitað aðstoðar hjá hjálparsamtökum fyrir jólin en nú. Aldrei hafa heldur fleiri rétt slíkum samtökum hjálparhönd en nú. Í aðdraganda jóla í ár höfum við orðið vitni að náungakærleik eins og hann gerist fegurstur; skipshafnir sem fært hafa hjálparsamtökum ferðasjóði sína, fyrirtæki og jafnvel fjölskyldur sem ákveðið hafa að sleppa jólagjöfum í ár og gefa andvirðið til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda og áfram mætti telja. Á flestum heimilum er jólanna beðið af eftirvæntingu og þau boðin velkomin. Þetta á ekki síst við á erfiðum tímum. Jólin veita okkur kærkomna hvíld frá amstri og áhyggjum og það er um að gera að leyfa sér að njóta þeirrar hvíldar og koma svo endurnærður til leiks að loknum hátíðum. Jólin eru tími mikillar gleði en einnig mikillar sorgar. Hjá þeim sem um sárt eiga að binda geta dagarnir í kringum jólin verið þeir allra erfiðustu á árinu. Þeir sem þurfa að eyða jólunum fjarri fjölskyldu sinni; á sjúkrahúsum eða í fangelsum upplifa mikinn einmanaleika. Einnig hinir sem af einhverjum ástæðum eiga ekki góð tengsl við fólkið sitt. Sum börn búa við þann veruleika að kvíða ævinlega jólunum vegna áfengisneyslu foreldris eða annarrar vanlíðan. Það er veruleiki sem ekkert barn ætti að þurfa að lifa við. Við jól og áramót verða kaflaskil. Nýtt ár er handan jólanna með hækkandi sól. Þá er tímabært að bretta upp ermar og takast á við framtíðina en nota jólahátíðina til að hvílast og byggja upp styrk og þol. Gleðileg jól.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er hætt að afhenda lögreglu bólusetningarvottorð hælisleitenda eins og gert hefur verið. Sviðsstjóri hjá Persónuvernd segir það vera til skoðunar hvort málið verið tekið til athugunar hjá stofnuninni. Óvissa er uppi um hvort Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu megi afhenda lögreglu bólusetningarvottorð einstaklinga eins og stofnunin gerði í tilfelli tveggja Palestínumanna sem voru sendir úr landi í síðustu viku. Heilsugæslan hefur ákveðið að verða ekki við fleiri slíkum beiðnum lögreglunnar fyrr en skorið verður úr um þetta atriði. Spurningar vöknuðu um lagalega heimild fyrir afhendingunum meðal hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi eftir að Palestínumennirnir tveir voru handteknir af lögreglu þegar þeir sóttu þessi vottorð sín. Samtökin hafa haldið því staðfastlega fram að lögregla hafi blekkt mennina með vottorðunum, lokkað þá til sín undir því yfirskini að þeir ætluðu að afhenda þeim vottorðin en síðan handtekið þá þegar þeir mættu á staðinn og sent þá úr landi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við Vísi að síðast hafi borist beiðni um afhendingu vottorða frá lögreglunni í gær. Henni hafi verið hafnað og lögreglunni sagt að nú færi hægt að afhenda vottorðin rafrænt og að sú leið yrði farin. Svo virðist sem heilsugæslan vilji álit Persónuverndar á málinu. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri hjá Persónuvernd: Ég get ekki tekið neina afstöðu til þessa máls sérstaklega enn þá þar sem Persónuvernd hefur tekið það til skoðunar. En almennt er það þannig að áður en persónuupplýsingum og þar á meðal heilsufarsupplýsingum er miðlað til annarra þá þarf alltaf að gæta að því að miðlunin sé í samræmi við persónuverndarlög. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það enn þá hvort Persónuvernd tekur málið til frekari athugunar en ef okkur berst erindi þá verður það tekið til skoðunar.
Erik Hamrén landsliðsþjálfari vissi hvað byggi í íslenska liðinu og var hæst ánægður með viðhorf þeirra á vellinum í dag. Tveir leikmenn fóru meiddir af velli. Erik Hamren landsliðsþjálfari var hæstánægður með viðhorf og frammistöðu íslenska landsliðsins í Frakklandi í kvöld. „Ég er mjög stoltur af strákunum. Við höfðum rætt um viðhorfið sem við kæmum með inn á völlinn og það skilaði sér,“ sagði Erik við Stöð 2 Sport. Hann sagði að liðið hefði þurft að bæta sig eftir leikina gegn Sviss og Belgíu og að það hefði gengið eftir. „Ég bjóst ekki við að standa hér eftir 2-2 jafntefli og vera svekktur með úrslitin.“ Erik sagði að liðið hefði sýnt gæði fyrir framan markið og að liðið hefði skapað sér fleiri góð færi. Hann var líka ánægður með að í stöðunni 2-2 hefði liðið reynt að skora sigurmarkið. „Viðhorfið var frábært í dag. Þetta gefur góð fyrirheit“. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður, sem lék fyrri hálfleikinn, fór meiddur af velli í hálfleik, að sögn Eriks. Planið hafi verið að láta hann spila allan leikinn. Þá fór Birkir Már Sævarsson haltrandi af velli. Erik sagðist þurfa að meta á morgun og hinn hversu alvarleg meiðslin væru. Erik sagði að liðið hefði ekki komið sér á óvart. Hann vissi hvað byggi í íslenska liðinu. „Nú vitum við hvað þarf til. Vonandi getur orðið áframhald á þessu. Við vildum virkilega vinna návígin og það voru margir leiðtogar inni á vellinum.“ Hann sagðist vera bjartsýnn fyrir leikinn gegn Sviss á mánudaginn. „Ég hef trú á að við getum unnið Sviss, þó við höfum tapað 6-0 um daginn. Nú þurfum við að endurheimta kraftinn og gera svo álíka vel og í dag. Ég vonast eftir fullum velli til að styðja við bakið á liðinu.“
Össur Skarphéðinsson segir að valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksins geri atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita flokksins í borgarstjórn. Þeir vilja fá Gísla Martein Baldursson í fyrsta sætið. Þeir Vilhjálmur og Össur ræddust við í Íslandi í bítið og fór vel á með þeim. Þeir tókust þá á um vandræðagang R-listans sem Össur taldi ekki mikinn móts við það sem er að gerast í Sjálfstæðisflokknum. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður: Við sjáum það að Vilhjálmur stendur frammi fyrir því að það er verið að gera harða atlögu að honum. Atlögu sem er stýrt af mönnum eins og Hannesi Hólmsteini sem eru beintengdir inn í Valhöll. Það er verið að setja fram ungan sjónvarpsmann gegn Vilhjálmi og það hlýtur þá að vera vegna þess að aflmiklir og valdamiklir menn í Sjálfstæðisflokknum þeir telji að forystan hafi ekki verið nógu góð. Með öðrum orðum, það sem að ég er að segja er það; Þegar er verið að tala um upplausn í Samfylkingunni, ja herra minn trúr, sjáið þið þau bræðravíg sem að eru að hefjast núna gegn þessum ágæta manni Vilhjálmi af einhverjum strákum sem að Hannes Hólmsteinn sendi fram. Ekki vildi Vilhjálmur kannast við að vegið væri að sér innan flokksins. Ef einhverjir teldu einhvern annan betur fallinn til forystu væri það þeirra lýðræðislegi réttur og ekkert við því að segja. Vilhjálmur benti á að ennþá hefði enginn tilkynnt um framboð gegn sér í fyrsta sætið á lista sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Auður Magnúsdóttir, deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landverndar. Auður hefur störf 1. maí nk en hún tekur við starfinu af Guðmundi Inga Guðbrandssyni sem lét af störfum til að taka að sér embætti umhverfisráðherra. Í tilkynningu frá Landvernd segir að Auður sé með doktorspróf í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/Karolinska Institut og hafi stundað rannsóknir á því sviði. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Orf Líftækni og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Síðastliðin tvö ár hefur hún gengt starfi deildarforseta Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Auður hefur setið í framkvæmdastjórn hjá Orf Líftækni og hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og er formaður Samtaka kvenna í vísindum. Hún hefur sinnt umhverfismálum frá unglingsárum. Salome Hallfreðsdóttur hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá því í nóvember þegar Guðmundur Ingi tók við embætti umhverfisráðherra. Guðmundur hafði gegnt stöðunni frá árinu 2011. „Það þarf kröftugan leiðtoga til þess að leiða það starf sem unnið er á Landvernd en samtökin standa vörð um náttúru Íslands og miðhálendið, berjast gegn plasti í hafi, vinna að landgræðslu, leiða öflugt umhverfismenntastarf í gegnum verkefni sín og stuðla að umræðu um umhverfismál og sjálfbærni í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá Landvernd. „Landvernd stendur á tímamótum þar sem að á næsta ári rennur upp fimmtíu ára afmæli samtakanna. Samtökin ætla sér að verða enn öflugri og einlægur málsvari náttúrunnar og markmiðið er að fjölga félagsmönnum svo um munar, enda eru það stuðningsaðilar samtakanna sem tryggja vernd náttúru Íslands og halda umræðu og aðgerðum um umhverfismál á lofti.“
„Við eigum að sýna samstöðu. Við eigum að haldast í hendur. Kannski ekki í bókstaflegri merkingu en í ritúelskri merkingu,“ segir rithöfundurinn Hermann Stefánsson í hugvekju sinni um lýðræði á tímum COVID. Hermann Stefánsson skrifar: Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson skrifaði fyrir skemmstu blaðagrein um kófið sem mér þótti áhugaverð. Eins og fara gerir um blaðagreinar varð ein setning fleyg, hún var svona: „[...] akademískar hugleiðingar um frelsi eru best geymdar þar til þessi plága er gengin yfir.“ Þótt talsverðan þrætuvilja þurfi til að agnúast út í önnur umfjöllunarefni greinarinnar - sem inniheldur auðvitað fleiri setningar - getur fólk auðvitað vera ósammála því að núna sé ekki tíminn til að ræða frelsi. En ég ætla ekki að vera ósammála neinu. Mér finnst Ólafi Jóhanni þvert á móti láta vel að höndla erfiða tóntegund, tóntegund yfirvegunar, tóntegund sem stappar í fólk stálinu, skýrir alvöru máls en er hughreystandi um leið. Í það minnsta er tómt mál að tala um frelsi einstaklingsins til að smita annað fólk af hugsanlega banvænum sjúkdómi. En það flögraði hins vegar að mér að tíminn væri réttur til að hugleiða lýðræði, fremur en frelsi. Og til þess að hugleiða lýðræði þarf kannski fyrst að átta sig á fáeinum staðreyndum. Ein þeirra er sú að í lýðræðisríkjum gilda lög sem heimila ýmiss konar skerðingu á frelsi. Þar á meðal eru sóttvarnalög. Þau eru svolítið merkileg lesning. Ég veit ekki hvort allir hafa staðið klárir á þessu nema ég, en brot á sóttvarnalögum eða reglum sem settar eru samkvæmt þeim getur varðað fangelsi allt að þremur mánuðum. Sóttvarnalækni er heimil vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga. Hann getur beitt opinberum sóttvarnaráðstöfunum án þess að leita heimildar ráðherra ef hann álítur liggja á þeim, þótt hann þurfi að gera ráðherra viðvart sem fyrst. Í raun eru hendur ráðherra samkvæmt orðanna hljóðan nokkuð bundnar af því að hafa fengið tillögu sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir getur - með aðstoð lögreglu eða án hennar - látið koma einstaklingi með valdi í einangrun. Hann þarf að bera þetta fljótlega undir héraðsdóm en getur þó haldið fólki án úrskurðar í 15 sólarhringa. Þetta eru í raun rýmri, skilyrðislausari og opnari heimildir en eru í lögum um sjálfræðissviptingu og nauðungarvistun. Þannig virkar þingræðið Þórólfur sóttvarnalæknir. Þessi viðkunnanlegi náungi sem tekur allri gagnrýni með stóískri ró og svarar með rökum. Þeir sem telja að Þórólfur og hans fólk hafi gengið alltof langt og skert frelsið fram úr öllu hófi, þeir sem vilja fá að hósta á annað fólk í friði þar sem þeim sýnist, þótt þeir kannski séu hálf sloj, gætu kannski velt því fyrir sér að Þórólfur hefur faktískt lagaheimildir til að láta stinga þeim fyrirvaralaust í grjótið ef hann sér ástæðu til og býður svo við að horfa. Þá vaknar sú spurning hvort það sé lýðræðislegt að maður sem ekki er kosinn af þjóðinni hafi svo mikið vald. Tja, það er í það minnsta svo lýðræðislegt að það var meirihluti almennings sem kaus þingheim sem setti lögin, sem tóku gildi árið 1998 og enn taka breytingar gildi í janúar 2021. Þannig virkar þingræði, eða fulltrúalýðræði. Þjóðin velur fólk sem setur lög. Margt af því sem er ákveðið af þeim fulltrúum er hreinlega of flókið eða of langsótt til að almenningur hafi tíma eða yfirleitt löngun til að setja sig inn í það. Hver sat heima hjá sér og velti fyrir sér hugsanlegum heimsfaröldrum árið 2000 þegar þingið var að sýsla við sóttvarnarlög? Og ég þori að fullyrða að það eru ekki fleiri en tveir Íslendingar uppi í dag sem hafa almennilegan skilning á búvörulögum og búvörusamningi. Ég er sannarlega ekki annar þeirra. En til að svara spurningu um lýðræði af af einhverju viti þarf að gangast við því að lýðræði og lýðræði er ekki sami hluturinn. Ekki bara eru kosningakerfi svokallaðra lýðræðisríkja gerólík (sbr. t.d. Bandaríkin, kosningaréttt og samhengi hans við fangelsisdóma), heldur eru til fyrirtæki á borð við Cambridge Analytica sem hafa nýtt sér miklu meira magn persónugreinanlegra upplýsinga en nokkurt þríeyki gæti órað fyrir að komast í námunda við samkvæmt nokkrum lögum - og án nokkurs vafa nýtt sér þær til að hafa áhrif á úrslit kosninga. Þetta eru upplýsingarnar sem við öflum með sjálfsnjósnum og gefum svo Facebook með hverri hreyfingu, hverjum smelli á hvern hlekk og hverju læki. Þannig er hægt að sigta út einn einstakling og stjórna því hvað hann sér. Samkvæmt nýrri heimildamynd á Netflix, The Great Hack, er Cambridge Analytica beinlínis ábyrgt fyrir bæði sigri Trump og Brexit og í henni eru viðtöl við fólk sem vann við þetta. Enn nýrri heimildamynd, The Social Dilemma, birtir enn ísjárverðari mynd af lýðræði á tímum tækni sem áhöld eru um hvort mannsheilinn ráði yfirleitt við. Án þess þó að sú mynd sé neitt svartagallsraus eða einfaldanir, þar talar einnig fólk sem vann við þetta. Maðurinn sem bjó til læk-takkann en hefur séð sig um hönd. Og félagsmiðlasérfræðingur sem lýsir tækniástandinu sem í senn dystópíu og útópíu - annars væri það ekkert hættulegt. Upprisa einræðis í upphafi 20. aldar Áhyggjur af lýðræði eru ekki sögulegt einsdæmi. Full oft er vísað í Þýskaland nasismans. Þegar fyrri heimstyrjöldin braust út voru sett herlög hvarvetna. Clemenceau réði öllu í Frakklandi, Lloyd George í Englandi og Wilson í Bandaríkjunum. Þeir gerðu fátt eitt nema eftir tillögum herforingja sinna. Þær ákvarðanir voru ekki bornar undir kjör þingheims, hvað þá almennings. Það er þó ekki fyrr en eftir stríð að alræði fer að breiðast verulega út á Vesturlöndum og ekki aðeins vegna stríðs og efnahagserfiðleika heldur einnig lýðræðisþreytu, vonbrigða með óhæfi þingstjórna. Franklin D. Roosevelt lýsir því yfir í innsetningarræðu sinni árið 1933 að hann íhugi að taka sér einræðisvald sem forseti - við gífurleg fagnaðarlæti, enda höfðu stuðningsmenn þrýst á hann. Árið 1929 tók við einvaldskonungur í Júgóslavíu vegna hörmulegrar reynslu af þingstjórn. Konungseinræði kemst á í Rúmeníu 1931. Primo de Rivera verður um margt einvaldur á Spáni 1923 og svo Franco 1939. Í Póllandi verður Pilsudski einvaldur að heita má 1926 og skiptir ráðherrum út oftar en Trump. Rússlands þarf ekki að geta. Mustafa Kemal kemst til valda í Tyrklandi 1922, sama ár og Mússolíní á Ítalíu. Dollfuss lokar austuríska þinginu og tekur sér alræðisvald 1933. Allt þetta einræði var gjarnan að vilja fólksins. Þegar til kastanna kemur hvarflar ekki að neinum að láta kokkinn og messaguttann stýra skipinu í gegnum ólgusjó en ekki skipstjóra. Í lýðræðisþreytunni á fyrri hluta 20. aldar þótti mörgum blasa við sú valnauð að einu valkostirnir við hið meingallaða fulltrúalýðræði/þingræði væri einræði: fasismi og kommúnismi. Aristóteles lýsti því enda sem svo í fornöld að lögmál stjórnmála væri að í kjölfar lýðræðis kæmi harðstjórn, eftir það höfðingjastjórn og þvínæst aftur lýðstjórn á ný. Það þarf ekki að vera lögmál. Margoft í sögunni hefur verði við lýði frjálslynd blanda af höfðingjastjórn og lýðstórn, lýðræði án stjórnmálaflokka og lýðræði án kosninga í núverandi mynd. Hugarfluginu eru engin takmörk sett þegar kemur að hugleiðingum um lýðræði. En ég var víst að tala um Ísland og kófið þegar maður má ekki neitt, ekki einu sinni anda. Pláguþreytan er fyrirsjáanleg: Allt venst með tímanum. Dauðabeygurinn úr fyrstu bylgju er farinn. Ég trúi því ekki nema mátulega að sagan endurtaki sig en tímarnir hér eiga líka sitthvað sameiginlegt með fyrstu áratugum 20. aldar. Frábær íslenskur höfundur - ég ætla að leyfa mér að halda því fyrir sjálfan mig hver það var - lýsti því sem svo snemma á fjórða áratugnum að helsti vandi lýðræðisins væru kosningar. Það kannski hljómar varhugavert. En væri það ekki svolítið skrýtið ef vitað væri að Þórólfur sóttvarnalæknir hefði í hyggju að bjóða sig fram til kosninga? Að hann þyrfti að hafa í huga hversu vinsælar ákvarðanir hans væru? Kannski er ástæða vinsælda þríeykisins einmitt sú að þau eru ekki í framboði. Við eigum að sýna samstöðu Það er ekki alveg að ófyrirsynju að fólk fær leið á lýðræði og þykir kosningar ekki vera annað en hanaat þar sem hver flokkur keppist um að væna hina um óheilindi og svik en mæra eigið ágæti og allir lofa þeir sem mestu - múta kjósendum með peningum sem kjósendurnir eiga sjálfir. Hverjir ráða í stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til kosninga? Oftast einn maður sem þiggur fjárstyrki af öðrum til flokksins. Almenningur ræður ekki hverjir eru í framboði. Fulltrúalýðræði er þá ekki annað en að velja foringjana sem hafi fólkið í taumi næstu árin og hafa ekki annað um að segja hverjir það séu en að geta strikað einhvern út af forvöldum lista. Hagur fjölmiðla er gjarnan að gera sem mest úr hanaatinu í þeirri von að það verði vinsælt. Eða hvað? Annað sem samtíminn á sameiginlegt með fyrstu áratugum 20. aldar eru umræður um stjórnarskrá. Ég ætla ekki að rekja söguna. Feneyjarnefndin hefur í dag sitthvað að athuga við núverandi drög og álítur að gefa þurfi íslensku þjóðinni sannfærandi skýringar á öllum breytingum frá tillögum Stjórnlagaráðs 2011, enda voru þær bornar upp í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og samþykktar sem grundvöllur nýrrar stórnarskrár. Ég rek það ekki heldur. Mig langaði hins vegar að benda á ritúelskt gildi stjórnarskrár í lýðræðisríki. Þegar vinsæll konungur afhenti stjórnarskrá á sínum tíma var það ritúel, helgiathöfn. Þegar þjóðin samþykkti stjórnarskrá 2012 hafði það líka ritúelskt gildi, umboðið kom ekki frá konungi og guði heldur þjóðinni. Yfir því er ákveðin helgi. Ef lýðræðisþreytan er slík að þjóðin getur ekki staðið saman og komið sér aftur í sömu spor og síðasta vor og farið eftir einföldum tilmælum sóttvarnalæknis er hún að brjóta á sinni eigin helgi. Það má minna á að forvígismenn lýðræðishugmynda höfðu ekki alltaf sömu hugmyndir um kosningar og kosningarétt. Þannig áleit John Stuart Mill ótækt að fólk sem ekki kynni að lesa og skrifa hefði kosningarétt. Fólk sem er svo grímulaust ófært um að setja sig í spor annarra að það getur ekki látið ógert að tefla lífi náungans í tvísýnu með því að hósta framan í hann er ekki tækt í mannlegu samfélagi. Við eigum að sýna samstöðu. Við eigum að haldast í hendur. Kannski ekki í bókstaflegri merkingu en í ritúelskri merkingu.
Sif Jóhannsdóttir fæddist bókstaflega inn í útgáfubransann. Hún er dóttir einhvers umsvifamesta bókaútgefanda síðari tíma, Jóhanns Páls Valdimarssonar í Forlaginu, og þar með barnabarn Valdimars Jóhannssonar í Iðunni. Forlagið er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og því ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en að Forlagsbörnin hafi ung lagst á árarnar með foreldrunum, Jóhanni Páli og Guðrúnu Sigfúsdóttur. Sif var á barnsaldri þegar hún byrjaði að sýsla með bækur og hefur alla tíð starfað með sínum nánustu en nú er komið að kaflaskilum og hún er byrjuð að vinna hjá ráðgjafarstofunni Aton. Er loksins flutt að heiman, eins og hún orðar það. „Ætli ég hafi ekki verið svona sextán, sautján ára þegar ég byrjaði að selja áskriftir í bókaklúbba, stökkva inn á lager og grípa í eitt og annað. Og var náttúrlega búin að vera að afgreiða í Iðunni sem barn,“ segir Sif. Hún segir Forlagið algjörlega vera fjölskyldufyrirtæki af gamla skólanum. Faðir hennar stofnaði það og fjölskyldan öll hefur verið virk í rekstrinum. Foreldrar hennar settust í helgan stein fyrir nokkrum árum og lögðust í heimshornaflakk en Egill Örn, stóri bróðir hennar, stýrir skútunni af genetísku öryggi. „Ég get ekki neitað því að þetta er stór ákvörðun og tilfinningin er ljúfsár,“ segir Sif um vistaskiptin. „Að sumu leyti er þetta þó líka bara ofboðslega þörf ákvörðun vegna þess að þegar maður er búinn að vera í einhverju í svona mörg ár þá veltir maður því stundum fyrir sér hvað annað sé þarna úti. Og hvernig allt þetta sem maður er búin að læra á þessum vettvangi muni reynast manni úti í hinum stóra heimi.“ Dásamlegur bransi „Menningarbransinn er náttúrlega alveg dásamlegt fyrirbæri og það er geggjað að hafa alist upp í honum. Ég hef lært alveg svakalega mikið og unnið með frábæru fólki; samstarfsfólkinu hjá fyrirtækinu, og svo öllum þessum rithöfundum og síðan erlendum útgefendum,“ segir Sif sem siglir á ný mið með stórt tengslanet. „Það er náttúrlega samt æðislegt að fá að breyta til og það er ljúfi parturinn af þessu. Að fá að fara úr þessu verndaða umhverfi og reyna fyrir sér úti í hinum stóra heimi. Þetta er bara eins og að fara að heiman, þannig að mér líður að einhverju leyti eins og ég sé að verða fullorðin.“ Mikið bókvit í askinum Eftir að Sif lauk MBA-námi við Háskólann í Reykjavík vaknaði ævintýraþráin fyrir alvöru. „Þetta nám opnaði einhvern veginn huga minn og fékk mig til þess að langa að stíga aðeins út úr bókabransanum. Þetta er stjórnendanám sem fer í raun yfir öll sviðin og þess vegna fannst mér Aton líka svo svakalega spennandi vegna þess að vinnan þar er nákvæmlega svona. Við erum í mjög fjölbreyttum verkefnum, krísustjórnun, upplýsingamiðlun og alhliða samskiptum og aðstoðum fjölmarga aðila í þeim efnum, bæði inn á við og út á við.“ Corleone-fjölskyldan stendur þétt saman „Bókaútgáfan sameinar í rauninni skapandi greinar og viðskiptaheiminn og ég finn það líka strax hjá Aton að grunnurinn sem var lagður hjá Forlaginu er algjörlega frábær.“ Feðgarnir Jóhann Páll og Egill Örn eru stundum kallaðir „Corleone-feðgarnir“ í gríni með vísan til fjölskyldunnar í Guðföðurnum, enda fjölskyldan samhent í bransanum. Sif segir aðspurð að fjölskyldubókböndin séu ekki jafn römm og hjá hinni einu sönnu Corleone-fjölskyldu þannig að hún þyki alls ekki vera að hlaupast undan fjölskyldumerkjum. Þvert á móti. „Nei, alls ekki og ég held að þau skilji ofboðslega vel þessa þörf mína. Þannig að þetta er allt í góðu og fullkominn skilningur á því að stundum verður maður að ögra sér. Pabbi steig nú líka út úr bókabransanum í svolítinn tíma og hefur alveg blandað þessu saman líka og ekki bara verið kenndur við bókina.“
Korkur: velbunadur Titill: Vandræði með ADSL tengingu með router. Höf.: [Notanda eytt] Dags.: 17. september 2002 01:40:21 Skoðað: 246 Ég verslaði mér “GreatSpeed GS-R250S Duo” Router og ADSL tengingu hjá Landsímanum fyrir viku. Þá var mér sagt að það tæki 3 daga að virkja tenginguna. Ég tengdi dótið (við hub) eins og mér var sagt að gera í bæklingnum sem fylgdi routernum, nema bara ég vissi ekki hvaða “mode” ég átti að velja (Ethernet over ATM, Classical IP over ATM, PPP over ATM eða PPP over Ethernet). Ég fiktaði og fiktaði og ekkert gekk svo ég ákvað að fara með tölvuna og routerinn niðrí búð. Þar var þetta sett upp í “PPP over ATM”, kveikt á “DHCP Server” og slegnar inn fullt af tölum. Allt fúnkeraði fínt hjá þeim. Svo fer ég með tölvuna heim og tengi allt dótið eins og þeir gerðu það en samt virkar þetta ekki (sleppti hubbinum). Svo ég lét mæla tenginguna inn í húsið og þeir sögðu að hún væri fín. Búinn að prófa að slökkva á DHCP og setja ákveðna IP tölu á netkortið. Búinn að prófa öll mode-in. Búinn að reyna WinXP og Win98. Og meira að segja búinn að prufa að USB tengja routerinn við tölvuna. Ef ég PINGa routerinn þá fæ ég reply. “ADSL” ljósið á routernum blikkar fyrst (er að tengja sig) og verður svo stöðugt (er tengdur), “Act” ljósið er dauft oftast og blikkar skært af og til, “Eth/Act” og “10/100” ljósin eru alltaf stöðug. Kallinn hjá Landssímanum segir að þetta hafi líklegast eitthvað með TCP/IP stillingar að gera, en ég er búinn að reyna allt þar. Er einhver sem veit hvað gæti verið að? Specs: AthlonXP 1700+ ASUS A7M266 móbó. CNet PRO200 netkort. GreatSpeed GS-R250S Duo router. Win98 & WinXP. thnx. --- Svör --- Höf.: HinrikSig Dags.: 17. september 2002 11:17:54 Atkvæði: 0 Vinur minn var í nákmvæmlega sömu vandræðum, vissi ekki hvaða mode átti að velja. En eftir að hafa hringt nokkrum sinnum í símann sögðu þeir honum bara að það vanti ip tölur og dhcp eigi að vera enabled og erinhverjar ónákvæmar upplýsingar. Síðan hringdi hann daginn eftir, og þá fékk hann að tala við einhvern gaur, sem sagði honum nákvæmlega hvaða mode hann á ætti að velja og hvaða upplýsingar og tölur hann ætti að slá inn og dótið virkaði. --- Höf.: Buddy Dags.: 17. september 2002 13:19:25 Atkvæði: 0 Hvaða stýrikerfi ertu að nota á tölvunum? XP er drasl og DHCP virkar ekki sem skildi á því. Ég lennti í sömu vandræðum um daginn og þetta kom á endanum þegar ég sló DNS handvirkt inn. --- Höf.: [Notanda eytt] Dags.: 19. september 2002 11:44:53 Atkvæði: 0 Furðulegt… Það komu viðgerðakallar heim til mín í gær og ætluðu að gera við þetta. Þeir tengdu ferðatölvu við línuna til að sjá hvort að hún væri í lagi og hún var það. Þeir komust á netið. Svo báðu þeir mig um að sýna sér hvað væri að hjá mér. Ég opnaði Internet Explorer, skrifaði www.hugi.is og ekkert gerðist. Þá sögðust þeir ætla að tala við einhvern í fyrramálið, svo fóru þeir. Þá fer ég inn í eldhús og fæ mér að éta. Stuttu síðar fer ég aftur inn í herbergi og sé Huga á skjánum. Og viti menn, tengingin er í lagi. :) --- Höf.: Andresond Dags.: 23. september 2002 07:49:45 Atkvæði: 0 aha ID10t villa :D <br><br>—————————– ---
Bíó, Passion Leikstjórn: Brian De Palma Leikarar: Rachel McAdams, Noomi Rapace, Karoline Herfurth, Paul Anderson. Brian De Palma er þannig kvikmyndagerðarmaður að annað hvort gengur allt upp í myndum hans eða afar fátt. Passion, sem er tuttugasta og níunda kvikmynd hans í fullri lengd, tilheyrir síðari hópnum og eru það sterk höfundareinkennin í seinni hlutanum sem halda myndinni rétt svo á floti. Myndin segir frá stormasömu sambandi yfirmanns og undirmanns, en inn í það flækjast svik, kynlíf og að lokum morð. Að hætti leikstjórans verða skilin á milli ímyndunar og raunveruleika óljós, og að sýningu lokinni horfðu áhorfendur ringlaðir hver á aðra. Frambærilegur leikhópurinn er í heild sinni klunnalegur og tónlist Pino Donaggio ætti frekar heima í ljósblárri mynd frá tíunda áratugnum. Ég sver það, ég heyrði í saxófóni þarna einhvers staðar. Lummulegustu myndir leikstjórans eru frábærar vegna þess að þær ganga svo langt í firringu og rugli að áhorfandinn verður að lokum samdauna verkinu. Passion heldur aftur af sér of lengi, reynir framan af að vera „evró og intellektúal“, og að lokum þegar hún sleppir sér byrja flestir að flissa. De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Hann skrifar klaufaleg samtöl og ætti að láta aðra um það. Hann er frábær stílisti og á glæstan feril að baki. Og hann er ekki nema rúmlega sjötugur. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur. Niðurstaða:Óeftirminnilegur samtíningur úr fyrri verkum.
Afbrotafræðingur telur aukna umræðu og upplýsingaflæði síðustu ár vega þyngtst í breyttu viðhorfi almennings til afglæpavæðingar neysluskammta fíkniefna. Ríkislögreglustjóri og Læknafélag Íslands eru á meðal þeirra sem leggjast gegn nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu. Fréttablaðið greindi frá nýrri könnun Félagsvíndastofnunar Háskóla Íslands á forsíðu sinni í gær. Samkvæmt niðurstöðum hennar eru sextíu prósent landsmanna fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna en frumvarp heilbrigðisráðherra þess efnis er nú til afgreiðslu á Alþingi. Þetta er umtalsverð breyting en í sambærilegum könnunum árin 2015, 2017 og 2019 studdi um þriðjungur afglæpavæðingu. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur telur umræðuna síðustu ár eiga mestan þátt í viðhorfsbreytingunni. „Og það sem er að gerast er að þessi viðhorfsbreyting til fíkniefna er að færast frá því að þetta sé refsiréttarmál eða réttarvörslumál, heldur beri að líta meira á þetta sem heilbrigðisvanda,“ segir Helgi. Áður hafi stuðningurinn helst mælst í röðum yngri karla. „En nú erum við að sjá þennan stuðning fara yfir í eldri aldurshópa og einnig meðal kvenna.“ Ríkislögreglustjóri og Læknafélag Íslands eru á meðal þeirra sem leggjast gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra í núverandi mynd. Telur Helgi að það geti haft áhrif á viðhorf almennings? „Það gæti alveg gert það, þegar umræða fer á flug við afgreiðslu frumvarpsins á alþingi þá munum við heyra ýmis sjónarmið. Og það er alveg mögulegt að sumir muni telja að afglæpavæðing sé að einhverju leyti undanhald, að það sé að einhverju leyti verið að viðurkenna að þessi efni séu ekki eins hættuleg eins og þau voru.“
Mercedes-Benz AVTR hefur verið kynntur til leiks, um er að ræða byltingakenndan hugmyndabíl frá þýska lúxusbílaframleiðandanum. Nafnið stendur fyrir Advanced Vehicle Transformation. Bíllinn lýsir framtíðarsýn Mercedes-Benz varðandi hönnun, aksturseiginleika og tækni. Mercedes-Benz AVTR er undir áhrifum frá Avatar kvikmyndinni sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Bíllinn er samstarfsverkefni Mercedes-Benz og afþreyingarfyrirtækisins Pandora sem er skýrt í höfuðið á samnefndri plánetu í myndinni Avatar. Mercedes-Benz AVTR notar byltingarkenndar rafhlöður sem eru lífrænar og lausar við málma. Rafhlöðurnar eru því endurvinnanlegar. Sætin í bílnum eru framleidd úr vegan Dinamica leðri. Í innanrými bílsins er viður sem nefnist Karuun og gefur hann innanrými bílsins náttúrulegt og hlýlegt yfirbragð. Myndband um bílinn. Bíllinn á að sýna nýja nálgun á milli fólks, véla og náttúru. Bíllinn er mjög framúrstefnulegur og hátæknivæddur. Í stað venjulegs stýris er margnota stjórntæki fyrir miðju rýmisins frammí sem gerir fólki og vélum möguleika á að tengjast. Hægt er að kveikja á innanrýminu í bókstaflegri merkingu með því að setja höndina á stjórntækið og bíllinn þekkir þá ökumanninn með hjartslætti og andardrætti hans. Ökumaður stjórnar akstrinum með stjórntækinu og farþegi frammí getur einnig stjórnað fjölmörgu með stjórntækinu m.a. 3D rauntíma grafík sem getur skannað heim Avatar frá mismundandi sjónarhornum. Þetta háþróaða stjórntæki getur búið til sjónræna tengingu á milli farþega inn í bílnum og þess sem er í gangi fyrir utan hann.
Umhverfisráðuneytið, í samráði við Umhverfisstofnun, aflar nú upplýsinga um rusl og úrgang á ströndum hér við land og um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við hreinsun stranda á undanförnum árum. Í þeim tilgangi hefur ráðuneytið sent öllum sveitarfélögum sem eiga land að hafi bréf þar sem þau eru beðin um að leggja mat á það hvort rusl á ströndum sé útbreytt vandamál innan sveitarfélagsins og hvort það ógni lífríki hafs og stranda, heilsu manna eða hafi önnur neikvæð áhrif á notkun strandarinnar. Fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins að nokkur fjöldi svara hefur þegar borist og af þeim má ætla að langflest sveitarfélög hreinsi sínar strendur reglulega, enda telja flest sveitarfélög að mikið rusl safnist fyrir á ströndum. Talsverður kostnaður fylgir því fyrir sveitarfélög að hreinsa strendur á hverju ári, þrátt fyrir að oft sé unnið að hreinsuninni í samvinnu við sjálfboðaliðasamtök, t.d. Bláa herinn, Seeds, Veraldarvini og Ungmennafélag Íslands, og einnig víða með virkri þátttöku unglingavinnu sveitarfélaga. Mikil umræða fer nú fram á alþjóðavettvangi um áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda, skaðsemi þess og kostnað vegna hreinsunar. OSPAR samningurinn sem fjallar um vernd Norð-austur Atlantshafsins hefur nýlega gefið út skýrslu sem fjallar um kostnað vegna hreinsunar hafs og stranda en í henni er einnig að finna almenna úttekt á rusli og úrgangi við strendur Norðaustur Atlantshafið. Hjá mörgum aðildarlöndum OSPAR, þar á meðal á Íslandi, er lítið vitað um vandann. Þess vegna ákvað umhverfisráðuneytið að afla þessara upplýsinga hjá sveitarfélögum og í kjölfarið verður ákveðið hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða. Þeim sem vilja kynna sér þetta verkefni nánar eða koma upplýsingum á framfæri við umhverfisráðuneytið er bent á að hafa samband við Sesselju Bjarnadóttur, sérfræðing ráðuneytisins, með tölvupósti [email protected].
Innstreymi fjármagns vegna nýfjárfestingar var tæplega 30 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og dróst saman um þriðjung frá því á síðari helmingi síðasta árs þegar það nam um 45 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Útflæði fjármagns, sem áður kom inn sem nýfjárfesting, nam hátt í átta milljörðum á fyrri helmingi þessa árs. Innstreymi í skráð hlutabréf minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við síðustu sex mánuði síðasta árs. Innstreymið nam tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi 2018 en til samanburðar var það um 33 milljarðar á seinni helmingi 2017. Nýfjárfesting á innlendum skuldabréfamarkaði hefur verið hverfandi það sem af er ári eða aðeins um 100 milljónir króna en til samanburðar var hún um 10,9 milljarðar á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta, stöðvaðist nær alfarið eftir að Seðlabankinn kynnti innflæðishöftin til leiks sumarið 2016. Samkvæmt þeim þarf að binda 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum. Innflæðið jókst á ný eftir að fjármagnshöft á fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin í mars í fyrra en það hefur hins vegar verið umtalsvert minna en áður en höftunum var komið á og var hverfandi á fyrri helmingi þessa árs, eins og áður sagði. Á sama tíma og innstreymi í skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf hefur dregist saman hefur innflæði í aðra fjárfestingu aukist en það nam hátt í 18 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var annað fjármagnsinnflæði samtals tæplega 11 milljarðar á síðustu sex mánuðum 2017. Fram kom í nýlegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, að hreint innflæði erlends fjármagns vegna skráðrar nýfjárfestingar hefði numið 79,7 milljörðum króna árið 2016 og 127,5 milljörðum króna á síðasta ári.
Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. Umsvif hafnarinnar í Þorlákshöfn eru alltaf að verða meiri og meiri en í dag koma þar tvær vöruflutningaferjur á vegum Smyril line í áætlunarsiglingum frá Evrópu til Þorlákshafnar í hverri viku. Þá er unnið að því að þriðja ferjan bætist við sem verður þá skip sem flytur fólk og bíla.. En fyrst þarf að stækka höfnina en það er verkefni upp á fjóra milljarða króna. „Við bindum vonir við það að geta ráðist í útboð og framkvæmdir árið 2021 og innan tveggja til þriggja ára gæti verið farið að fara að ganga farþegaskip í reglulegum siglingum inn á Evrópu, þannig að hamingjan er hér,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og bætir við; „Í dag eru tvö skip í reglulegum siglingum inn á Evrópu. Það er skip á mánudögum og föstudögum og með því að bæta við skipi á miðvikudögum líka þá held ég að engum dyljist að Þorlákshöfn er nú þegar orðin ein helsta vöruhöfn í Evrópusiglingum og þriðja skipið treystir þá stöðu.“ Elliði segir verkefnið með farþegaferjuna mjög spennandi. „Já, þetta er gríðarlega spennandi og þarna skiptir ofboðslega miklu að þetta byggir ofan á sjókvíaeldið og landeldið, sem von er á. Það er vara til útflutnings og þannig hafi skipafélög vaxandi áhuga á að sigla frá Þorlákshöfn og sömuleiðis munar miklu fyrir fyrirtæki, bæði í kostnaði því bæði fyrirtæki og neytendur horfa líka meira í hvað það sparast mikill útblástur á gróðurhúsalofttegundum með því að sigla frá Þorlákshöfn versus Sundahöfn . Það munar bara um það bil sólarhring í siglingu, að þurfa ekki að fara fyrir Reykjanesið,“ segir Elliði.
Danskir fjölmiðlar eru himinlifandi með frammistöðu sinna manna gegn Íslandi í 16 - liða úrslitum HM í Katar. Danir keyrðu yfir íslenska liðið í byrjun leiks með markvörðinn Niklas Landin í fantaformi. DR hefur útbúið sérstakt myndband þar sem hægt er að horfa á tilþrif danska markvarðarins. Stóru orðin eru raunar ekki spöruð á vef danska ríkisútvarpsins, fyrirsögnin þar er „Sáuð þið reykinn, Ísland?“ og er þar vísað til glæsilegrar byrjunar danska liðsins. Danir ættu þó ekki að láta þessar upphafsmínútur fylla sig of miklu sjálfstrausti - íslenska liðið hefur byrjað svona í öllum sínum leikjum á mótinu ( 6:0 fyrir Alsír eftir sex mínútur segja meira en mörg orð). DR segir þetta besta leik liðsins á mótinu hingað til og loksins hafi stjörnur liðsins, Landin markvörður og Mikkel Hansen, stórskytta, sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Raunar er DR svo hrifið af Landin að danskir handboltaáhugamenn geta nú horft á fyrstu fimm mínútur leiksins þar markvörðurinn stóri fór á kostum. BT er ögn hófsamara í sinni umfjöllun en segir að flestir hafi búist við miklum spennuleik enda hafi það verið reglan þegar þessi tvö lið mætist. „Það varð ekki í dag,“ skrifar BT sem bendir á þátt Hansen og Landin í sigrinum. Fyrirsögn Ekstrablaðsins gerir einnig mikið úr þætti Landins sem blaðið segir að hafi kramið Íslendinga. Blaðið segir að eflaust séu Íslendingar vanir því að það næði um þá kaldir norðanvindar - þeir hafi þó aldrei lenti í svona handboltahvirfilbyl eins og í kvöld. Politiken segir kvöldið taktískan sigur Guðmundar Guðmundssonar hafa framlengt dvölina í Doha. Danska þjálfarateymið fær mikið hrós fyrir undirbúning sinn fyrir leikinn - það hafi til að mynda klippt algjörlega á leikstjórnanda íslenska liðsins sem lék lausum hala í æfingarleik liðanna fyrir skömmu.
Mörkum í fótbolta þarf að fagna og það er gert á mismunandi máta. Sum fögn eru góð, önnur slæm en sum fagnaðarlæti eru svo eftirminnileg að þau eiga sér stað í sögubókunum. Eitt slíkt sást á HM 1994 í Bandaríkjunum. Brasilíski framherjinn Bebeto kom verðandi heimsmeisturunum í 2-0 á móti Hollandi í frábærum leik í átta liða úrslitum eftir að Romário hafði komið Brössum í 1-0. Lífið lék þarna við Bebeto sem hafði skotið Brasilíu áfram með eina markinu í 1-0 sigri á Bandaríkjamönnum í umferðinni á undan. Bebeto hljóp út að hliðarlínu og vaggaði ímynduðu barni. Þetta fagn varð um leið ein sögulegasta stund seinni tíma á HM enda hafði svona fagn ekki sést á svona stóru sviði áður. Félagar hans tóku undir og brasilíska gleðin heillaði heiminn enn eina ferðina. Hollendingar áttu eftir að jafna metin áður en Branco skaut Brössum í úrslitaleikinn þar sem að liðið vann svo Ítalíu í fyrstu vítaspyrnukeppni sögunnar í úrslitaleik HM. Vítaspyrna Roberto Baggio er svo annar moli fyrir annan dag. En, hvað varð um barnið sem Bebeto var að vísa til í fagninu? Fótboltamaður eins og pabbi Bebeto hafði eignast svo tveimur dögum fyrir leikinn á móti Hollandi. Brassarnir unnu Bandaríkjamennina í 16 liða úrslitum 4. júlí, sonurinn fæddist 7. júlí og tveimur dögum síðar var komið að leiknum á móti Hollandi. Það var margt í gangi hjá Bebeto þennan örlagaríka júlímánuð árið 1994. Drengurinn var skírður Mattheus Oliveira en er bara kallaður Mattheus eins og allir góðir Brassar. Þar á bæ er eitt nafn meira en nóg eins og hjá Madonnu. Það þurfti svo ekki að koma á óvart að hann fór að æfa fótbolta og stefndi að því að verða landsliðsmaður eins og faðir sinn. Því miður fyrir áhugamenn um skemmtilegar sögur er Mattheus ekki nálægt brasilíska landsliðinu og verður ekki á HM í Rússlandi í sumar. Vonin er þó ekki úti að barnið í fagninu mæti seinna meir á þetta stærsta svið fótboltans. Mattheus er samt sem áður ágætis fótboltamaður. Hann hóf ferilinn eins og faðir sinn með Flamengo en fór til Portúgal 2016 að spila með Estoril. Eftir eitt gott tímabil þar keypti portúgalska stórveldið Sporting Mattheus og lánaði hann svo til Vitoria Guimares. Vegna meiðsla spilaði hann ekkert á þessari leiktíð. Vanmetnasti Brassinn? Þegar talað er um Bebeto er meira rætt um fagnið heldur en fótboltahæfileika hans. Það getur verið erfitt að vera brasilískur framherji og njóta sannmælis þegar að þú ert borinn saman við Ronaldo, Romário, Ronaldinho og fleiri góða. Bebeto var samt enginn auli og langt frá því. Hann er líklega einn vanmetnasti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi. Hann var mikinn markahrókur og skoraði 86 mörk í 131 leik á Spáni fyrir Deportivo La Coruna áður en að hann fór á mikið flakk á sínum ferli. Hann skoraði einnig 39 mörk í 75 landsleikjum fyrir Brasilíu og fékk gull og silfur á þeim tveimur heimsmeistaramótum sem að hann keppti á. Hann vann Copa America árið 1989 og álfukeppnina 1997. Þá var hann kjörinn besti leikmaður Suður-Ameríku árið 1989. Fagnið lifir að eilífu sem og minningin um Bebeto og nú er bara að vona að Mattheus mæti til Katar eftir fjögur ár og skori til að leika fagn föður síns eftir.
Fleiri konur skipa oddvitasæti fyrir þingkosningarnar í haust en fyrir fjórum árum. Körlum er frekar treyst til að leiða lista á norðanverðu landinu en konum sunnan heiða. Stjórnmálaflokkarnir hafa flestir kynnt framboðslista sína fyrir alþingiskosningarnar í september og nú þegar er ljóst að fleiri konur raða sér í oddvitasæti en í kosningunum 2017. Þórdís Kolbrún gæti jafnað hlutföllin Hjá Framsóknarflokknum eru fjórir karlar og tvær konur í efstu sætum listans. Prófkjöri er að vísu ekki lokið í Suðurkjördæmi en næsta öruggt má telja að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson leiði listann, enda sá eini sem sækist eftir fyrsta sætinu. Það gæti farið svo að Sjálfstæðisflokkurinn tefli fram jafnmörgum konum og körlum í efstu sætunum. Það skýrist þó ekki fyrr en um helgina þegar prófkjöri í Norðvesturkjördæmi lýkur. Haraldur Benediktsson sækist eftir því að leiða listann áfram en varaformaður flokksins og ráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir gerir það einnig. Sigri sú síðarnefnda verða kynjahlutföll oddvitanna jöfn. Hjá Vinstri grænum eru kynjahlutföllin jöfn. Þrír ráðherrar leiða lista en í hinum þremur kjördæmunum eru það nýliðar sem skipa oddvitasætin. Konur í meirihluta hjá Samfylkingu Viðreisn teflir einnig fram jafn mörgum konum og körlum, konurnar leiða á suðvesturhorninu en körlum er teflt fram á landsbyggðinni. Hjá Samfylkingunni eru konur í meirihluta, fjórar konur og tveir karlar. Helmingur oddvita eru sitjandi þingmenn en aðrir eru nýliðar, þótt Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi áður setið á þingi fyrir flokkinn. Píratar tefla fram jafnmörgum konum og körlum. Sitjandi þingmenn freista þess að verja þingsætin á suðvesturhorninu en nýliðar sækja fram á landsbyggðinni. Þegar fleiri en í kosningunum 2017 Það liggur því fyrir að 17 konur leiða lista í haust og 18 karlar. Átjánda konan gæti bæst við ef Þórdís Kolbrún hefur betur um helgina. Fyrir kosningar 2017 voru hlutföllin hjá þessum flokkum 14 konur og 22 karlar. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa ekki stillt upp listum en báðir þessir flokkar tefldu fram fimm körlum og einni konu í síðustu kosningum. Jafnvel þó svo verði aftur í ár er ljóst að konum í oddvitasæti fjölgar á milli kosninga. Sósíalistaflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hafa einnig boðað framboð en ekki stillt upp listum. Norðvesturkjördæmi gæti orðið karlavígið Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem kynjahlutföll oddvita eru jöfn. Konur eru í meirihluta í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en flokkarnir virðast telja það líklegra til sigurs að tefla fram körlum á norðanverðu landinu. Fimm karlar leiða í Norðausturkjördæmi, og Norðvesturkjördæmi gæti orðið eina kjördæmið þar sem eingöngu karlar leiða lista.
Tillaga Eflingar um verkföll nærri 1900 starfsmanna Reykjavíkurborgar var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki samningar fer starfsfólk leikskóla og hjúkrunarheimila í verkfall í byrjun febrúar. Atkvæðagreiðslunni lauk á hádegi og var þátttaka rúmlega 59%. 95,5% þeirra sem greiddu atkvæði styðja verkfall en 3% höfnuðu því. Rúmt 1% tók ekki afstöðu. Verkfallið nær til um þúsund starfsmanna á leikskólum borgarinnar. Um 700 í umönnunarstörfum á hjúkrunarheimilum og heimaþjónustu og fólks sem gegnir ýmsum störfum á umhverfis- og skipulagssviði. Að óbreyttu hefjast verkföllin á hádegi þriðjudaginn 4. febrúar. Tillagan felur í sér skæruverkföll fimm daga í febrúar, í ýmist heilan eða hálfan sólarhring. Náist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall á miðnætti 17. febrúar. Starfrækt verður undanþágunefnd sem mun afgreiða beiðnir um undanþágu mönnun á einstökum vinnustöðum eins og til dæmis hjúkrunarheimilum. Næsti samningafundur Eflingar og borgarinnar hefur verið boðaður á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir í samtali við fréttastofu að hún fór jákvæð inn á þann fund en vill að öðru leyti um viðræðurnar. Formaður Eflingar segir félagið leggja fram kostnaðarmat á tillögu sinni á samningum á næstu dögum. Félagið fer fram á meiri launahækkanir en annarsstaðar. Forsvarsfólk Eflingar skrifaði undir lífskjarasamninginn við Samtök atvinnulífsins í vor. Efling fer fram á sömu krónutöluhækkanir og í þeim samningi. Krafa um breytingar á starfsmati gæti skilað þeim sem eru á lægstu laununum meira, eða rúmlega 50000 krónum á samningstímanum. --- Rakel Þorbergsdóttir: Eruð þið ekki í rauninni að rjúfa samkomulagið sem fólst í lífskjarasamningnum, sem þið hjá Eflingu skrifuðuð undir og samþykktuð? Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar: Nei, sannarlega ekki. Við förum einfaldlega fram á það sem við köllum leiðréttingu, sem að er þá mjög hnitmiðuð aðgerð sem að nýtist þessum láglaunahóp. Reykjavíkurborg er því miður stærsti láglaunavinnustaður landsins. Það einfaldlega þarf að koma að því að lagfæra kjör okkar fólks þar. Við vísum til aðgerðar sem var framkvæmd árið 2005, þegar Steinunn Valdís var borgarstjóri, þá viðurkenndi hún þetta kerfislæga vanmat á umönnunarstörfum og ákvað að sýna mikið pólitískt hugrekki og fara í þessa leiðréttingu. Við byggjum okkar nálgun á því og segjum sannarlega að borgin eigi að ráða mjög vel við þetta. Rakel: En það kemur þér varla á óvart núna þegar þú færð á þig þessa gagnrýni að því að þetta eru samningar, því það kemur oft til höfrungahlaups og þetta er stefið í samningaviðræðunum og þó þín barátta snúist um að bæta kjör þessa lægst launuðu. Getið þið yfir höfuð komið í veg fyrir áhrifin? Sólveig Anna Jónsdóttir: Eins og ég sagði þá er þetta mjög hnitmiðuð aðgerð sem nýtist þessum hóp sem er á lægstu laununum sem bjóðast á íslenskum vinnumarkaði og það er ekkert við þessa aðgerð sem að ætti að setja af stað þetta svokallaða höfrungahlaup. Rakel: En hvað með samanburðinn við fagmenntaða leikskólakennara? Munu þessar hækkanir ekki hafa nein áhrif á þann samanburð og þá laun þeirra? Sólveig Anna Jónsdóttir: Nú hafa málefni leikskólanna verið mjög mikið í sviðsljósinu, sem betur. Og það hefur komið fram með mjög skýrum hætti í umræðunni að við eigum að risastóran hóp til dæmis inni á leikskólanum, að stærstum hluta konur sem hafa gengið í störf faglægðra en á miklu lægri launum. Þannig hefur borgin rekið leikskólana í mörg herrans ár og sparað á hverju ári um sex til áttahundrað milljónir í launakostnað vegna þess. Við segjum að þarna séu fjármunir sem sannarlega er hægt að nýta í að laga þessar algjörlega óboðlegu aðstæður.
Virðulegi forseti. Vegna athugasemda hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar vil ég endurtaka það sem ég hef áður sagt hér að meginskýringarnar á þessari breytingu liggja í því fyrirkomulagi í stjórnsýslu okkar að reyna að gera það sem einfaldast en öruggt engu að síður. Í nær öllum tilvikum hvað varðar stjórnsýslu á vegum stofnana samgönguráðuneytisins eru það stjórnsýsluákvarðanir stofnana sem hægt er að vísa til úrskurðar ráðuneytis. Það er það sama og við erum að gera með þessari breytingu. Og ég vísa til þess sem fram hefur komið að það er fyrst og fremst í tilvikum þar sem um mikinn fjölda mála er að ræða sem talið er eðlilegt að hafa slíkar úrskurðarnefndir. Ég lít svo til að þeir úrskurðir sem kveða þarf upp af hálfu ráðuneytis verði að sjálfsögðu byggðir upp með sama hætti og gert er á vettvangi úrskurðarnefndar eins og starfar núna. Sem betur fer eru þetta sárafáir úrskurðir, 12 úrskurðir hafa verið kveðnir upp á þessum vettvangi á síðustu þremur árum. Ég á satt að segja ekki von á því að þeim fjölgi þrátt fyrir að stafræn fjölmiðlun útvarps og sjónvarps muni í auknum mæli fara um ljósleiðara og gervihnetti til neytenda, ég á ekki von á að það breyti neinu í þessu samhengi. Ég vísa bara til þess að hér er fyrst og fremst verið að færa þetta til þess horfs sem við teljum (Forseti hringir.) að hafi gagnast og muni gagnast vel.
Níu af hverjum tíu flóttabörnum sem komið hafa sjóleiðina frá Norður-Afríku til Ítalíu á þessu ári eru ekki í fylgd fullorðinna. Tvöfalt fleiri fylgdarlaus börn hafa komið til Ítalíu á fyrstu fimm mánuðum ársins samanborið við árið í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eftir að leið flótta- og farandfólks í gegnum Tyrkland norður eftir Balkanskaga lokaðist reyna sífellt fleiri að komast til Evrópu frá Norður-Afríku. Það er miklu lengri sjóleið og þar af leiðandi mun hættulegri. Í skýrslu sem UNICEFsendi frá sér í morgun kemur fram 2.809 manns hafi drukknað á Miðjarðarhafi á árinu, samanborðið við 3.770 allt árið í fyrra. Flestir létust á leiðinni frá Norður-Afríku yfir hafið. Í UNICEF-skýrslunni kemur líka fram að stór hluti þeirra, sem leggja á sig þetta lífshættulega ferðaleg, séu börn yngri en átján ára sem eru ekki í fylgd foreldra eða fullorðinna ættingja. Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, segir skýringuna á því að börnin fari þessa leið án fylgdar sé sú að þau freisti þess að fara á undan fjölskyldu sinni til að sameinast henni síðar meir. „Þetta er mjög erfitt ferðalag sem fjölskyldur ráðast oft ekki í. Það eru oft karlar sem fara þessa leið og þá eru það ungir karlmenn sem fara. Og það eru unglingsdrengirnir sem við erum að sjá fara þessa stórhættulegu leið frá Líbíu yfir til Ítalíu.“ Það sem af er ári hafa rúmlega sjö þúsund fylgdarlaus börn komið þessa leið, tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Níu af hverjum tíu börnum úr hópum flótta- og farandfólks sem koma til Ítalíu frá Norður-Afríku eru án fylgdar. Þau koma ekki aðeins frá átakasvæðum í Sýrlandi heldur líka frá Afríkuríkjum á borð við Nígeríu, Gambíu og Malí. UNICEF hefur alvarlegar áhyggjur af velferð þessara barna enda eru þeim margvíslegar hættur búnar á þessu erfiða ferðalagi. „Börn reiða sig á smyglara og þau neyðast oft til að vinna fyrir sér á leiðinni að heiman og á áfangastað til að eiga fyrir hverjum hluta leiðarinnar,“ segir Sigríður og bætir því við að börnin standi þannig alltaf í skuld við smyglarann. „Annars vegar er ferðalagið til Líbíu er oft mjög langt og mjög erfitt. Dvölin í Líbíu er svo eins og að vera í þrælasölu og það eru skelfilegar sögur sem að berast þaðan. Ferðin yfir Miðjarðarhafið er lífshættuleg eins og allir vita. Og síðan náttúrlega í Evrópu taka oft ekkert við blíðar móttökur.“
Lögregla í hverju umdæmi fyrir sig ákveður hvort björgunarsveitir eru sendar til aðstoðar vegfarendum í vandræðum en tveir erlendir ferðamenn sátu í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal í a.m.k. 8 klukkutíma í nótt eða þar til Vegagerðarmenn komu þeim til hjálpar í morgun. Þeir höfðu ekið framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að vegurinn væri lokaður vegna ófærðar. Þeir náðu sambandi við vin þeirra á Akureyri sem hafði samband við lögreglu og ákvað lögreglan á Norðurlandi vestra að ekki þætti ástæða til að ræsa út björgunarsveit heldur skyldu þeir bíða eftir að ruðningsmenn Vegagerðarinnar færu á Öxnadalsheiðina um klukkan 6 í morgun en hún var kolófær. En á hverju eru slíkar ákvarðanir byggðar? Sigurður Jónasson, varðstjóri: Ja við reynum að meta það í rauninni bara eftir aðstæðum hverju sinni hvernig t.d. veðurhamurinn er og í hvaða ásigkomulagi fólk er og ökutæki. Hvort að fólk hafi nóg bensín og, og sé einhver hætta búin. Einkum og sér í lagi ef að, ef að búið er að loka vegi og fólk virðir ekki lokanir þá er alltaf spurning sko hversu oft á að ræsa út björgunarsveitir til að bjarga sama fólkinu sem að lætur ekki segjast. Nýlegt dæmi t.d. í síðustu viku á Holtavörðuheiði þegar að ung kona eh var föst uppi á heiði ásamt þremur, fjórum öðrum ökumönnum á þremur, fjórum öðrum bílum. Ég sendi björgunarsveit til þess að bjarga þeim öllum niður af, af heiðinni og það gekk vel. Í kjölfarið var heiðinni lokað og, og lokanir settar upp og þessu fólki sagt að fara alls ekki á heiðina aftur því hún væri ófær og lokuð. Nú engu að síður hringir konan í mig skömmu síðar grátandi af því að hún lét ekki segjast og fór á heiðina og aftur orðin föst. Þá voru góð ráð dýr. Á að fara að sækja hana aftur, á að fara að ræsa út fólk sem að er, er í sjálfboðaliðavinnu? Það er alltaf spurning, hvað getum við lengi gengið á björgunarsveitirnar. Nú þá vegur maður það og metur, hún er í góðu standi, það er nóg bensín á bílnum, hún heldur á sér hita og hún afþakkaði aðstoð í þessu tilfelli, frekari aðstoð, ætlaði bara að bíða til morguns, þetta var seint að kvöldi eða um miðnætti. Sagði Sigurjón Jónasson, varðstjóri en tók fram að fólk í svona aðstöðu væri ávalt hvatt til að hafa samband strax ef að aðstæður breyttust og að þá væru björgunarmenn ræstir út ef þurfa þætti.
800 milljónum króna til viðbótar verður varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni vegna COVID-19 og í stuðning við viðkvæma hópa. Ríkisstjórnin samþykkti þetta í morgun. Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun eru í mörgum liðum. Sérstakur barnabótaauki upp á 30 þúsund krónur verður greiddur með hverju barni til allra sem fá tekjutengdar barnabætur. Heimild til úttektar séreignarsparnaðar verður sömuleiðis framlengd til ársloka með sömu skilmálum og í fyrra. Lokunarstyrkir verði einnig framlengdur út árið og hámarksfjárhæð hækkuð. Verður hún 600.000 krónur á hvern starfsmann á mánuði og hámark 260 milljónir króna frá 1. febrúar, 2021. Viðspyrnustyrkir verða framlengdir út nóvember þar sem tekjufalls viðmið verður lækkað. Endurgreiðslu stuðningslána verður dreift á 12 mánuði til viðbótar og þeir sem fengu frest til að skila staðgreiðslu og tryggingagjaldi geta sótt um að dreifa greiðslum á 2 ár frá og með júlí á næsta ári. Þá geta fyrirtæki sem fengu hlutabætur, fengið styrki til að endurráða í fyrra starfshlutfall. Sérstakur 100 þúsund króna styrkurinn verður greiddur til þeirra sem hafa verið atvinnulausir frá því áður en faraldurinn skall á og hafa ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta og tímabil til að nýta sex mánaða tekjutengdar atvinnuleysisbætur verður framlengt til 1. febrúar á næsta ári. Sex hundruð milljónum króna til viðbótar verði varið til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni til að mæta aukinni þörf vegna COVID-19 og 200 milljónum verður bætt við aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum faraldursins gegn börnum, eldri borgurum, öryrkjum og fólki af erlendum uppruna, svo dæmi sé tekið, og er meðal annars ætlað að vinna gegn heimilisofbeldi. Ný fimm þúsund króna Ferðagjöf verður gefin í sumar og Ferðatryggingarsjóður sem er samtryggingarsjóðir verður stofnaður en honum er ætlað að auka hagræði fyrir ferðaskrifstofur sem og að auka neytendavernd. Til að styðja við námsmenn verður boðið upp á sumarlám líkt og gert var í fyrra og vegna aðstæðna stendur til að bjóða námsmönnum viðbótarlán fyrir skólaárið 2021 til 2022. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna ræðst af þörfinni fyrir úrræðin en ljóst er að hann hleypur á milljörðum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra: Ég segi alltaf varðandi kostnaðinn að þetta er peningunum vel varið. Kostnaðurinn við að gera ekkert er hærri. Við erum að fjárfesta í framtíðinni, við erum að tryggja hagkerfið verði í sterkari stöðu, að landsframleiðslan verði meiri, að fleiri verði í vinnu og svo framvegis. Ekki viljum við taka út kostnaðinn í gegnum atvinnuleysisbætur þegar að við höfum aðrar leiðir, þannig að hérna erum við að sníða aðgerðir að aðstæðum og taka á okkur mikinn tímabundinn kostnað sem við fáum til baka, trúum við í framtíðinni. Aðspurð hvort miðað við stöðuna á faraldrinum og bólusetningum, þetta séu loka aðgerðir stjórnvalda, segir forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: Aldrei skyldi segja aldrei. Þannig er nú það og auðvitað héldum við í upphafi að áhrifa þessa faraldurs mundi gæta í mun skemmri tíma en þeirra hefur gætt. Það má segja að við erum svona að sjá að það er að við sjáum vel til sólar núna en teljum að það þurfi svona viðbótarstuðning inní lokametrana. Haukur Holm: En hvernig bregst verkalýðshreyfingin við þessum áformum með þessum aðgerðum hjá mér er forseti Alþýðusambands Íslands, svona við fyrstu sýn, hver eru þín viðbrögð? Drífa Snædal, forseti ASÍ: Þarna eru ágætis fréttir og aðrar sem hefði mátt sjá fyrir að þyrfti ekki að fara í ef vel hefði verið haldið á spöðunum. Við viljum að hlutabótar leiðin haldi áfram á meðan ástandið varir. Við fögnuðum því hins vegar að það sé framlenging á tekjutengda sex mánaða tímabilinu. Viljum hins vegar fest það í sessi. Það er fínt að gefa þeim sem hafa verið mjög lengi atvinnulausir, hundrað þúsund kall, en hins vegar leggjum við áherslu á að þeir fái tekjutengdar bætur eins og aðrir sem kláruðu þá fljótlega. Barnabæturnar fara á þann stað sem þeirra er helst þörf, sem er gott og svo erum við að rýna í þetta frekar hvernig þetta mun koma út. Haukur Holm: Þessi hundruð þúsund króna greiðslu til langtímaatvinnulausra, er hún, hjálpar hún lítið heldur þú? Drífa Snædal: Það hjálpar auðvitað og það telur auðvitað ef þú ert búinn að langtímaatvinnulaus en hins vegar höfum við þrýsta á það allan tímann að atvinnuleysistryggingakerfið sinni sínu hlutverki, sé sterkt, sé tengt við lágmarkslaun, tekjutengingin sé ekki bara þrír mánuðir og ekki bara sex heldur fest í sessi, þannig að ef það hefði verið farið að okkar ráðum þá þyrfti ekki í rauninni að vera mjatla skaðabætur til þessa fólks sem er búið að taka þyngsta höggið. Haukur Holm: Svona rétt. Bara örstutt í blálokin. Hlutabótaleiðin áfram en er eitthvað eitt í viðbót sem þér finnst bráðvanta þarna? Drífa Snædal: Ja, það er náttúrulega atvinnuleysistryggingakerfi. Við lendum alltaf þar. Það á að sinna sínu hlutverki þótt við séum vissulega sammála því að það er góð áherslu að búa til ný störf. En þetta þarf að gerast samhliða. Svo tekur Alþingi við núna. Þetta segir forseti Alþýðusambands Íslands og við kveðjum héðan úr höfuðstöðvum ASÍ.
Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab. Í bók al-Kwārizmīs er lýst aðferðum til að leggja saman, draga frá, tvöfalda, helminga, margfalda, deila og draga ferningsrót og gefin dæmi um notkun þessara aðgerða. Kristninni fylgdi rómversk talnaritun. Er talan núll talin til sléttra talna? Arason og Þorstein Vilhjálmsson. Frekara lesefni á Vísindavefnum Hvað merkir 'nix' í orðasambandinu 'núll og nix'? Hún var ekki sætisbundin. Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Í ritgerðinni segir að: „Siffra merkir ekki fyrir sig en hún gerir stað og gefur öðrum fígúrum merking“ (Finnur Jónsson (Ed.) Ritgerðin Algorismus er meðal annars varðveitt í handritasafninu Hauksbók í uppskrift sem talin er vera frá 1306–1308 (Stefán Karlsson, 1964). Le Calcul Indien. Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifanlegt? Þuluformið auðveldaði nemendunum að leggja efnið á minnið. Reykjavík, Kennaraháskóli Íslands. Núllið var því notað til að fylla auð sæti í hinu indó-arabíska sætiskerfi. Þess vegna var ekki þörf fyrir núll til að fylla auð sæti. Um eða eftir miðja 13. öld þegar ritgerðin Algorismus var þýdd höfðu Íslendingar verið kristnir í meira en tvær og hálfa öld og kunnað að skrifa í hálfa aðra öld. Finnur Jónsson (1892–1896): Hauksbók. Þetta kemur síðan fram í einfaldaðri útgáfu í Carmen de Algorismo og íslensku þýðingunni Algorismus. Síðar á 13. öld var þulan þýdd á íslensku í óbundið mál í ritgerðinni Algorismus. Fornt stærðfræðirit í íslenskum handritum. eftir Jón Kr. Mynd 1 er af Humming Bird 0. Þá má segja að núllið hafi borist til Íslands. Ekki fer mörgum sögum af talnaritun norrænna manna fyrir tíma kristninnar, enda var þá fátt ritað. Homenaje à Millás-Vallicrosa, Vol 1. Hún var líklega samin á árunum milli 1200 og 1203 (Beaujouan, 1954: 106). Stefán Karlsson (1964): Aldur Hauksbókar. Þetta kerfi var kynnt í bókinni Kitāb al-jam'wal tafrīq bi hisāb al-Hind (Bók um samlagningu og frádrátt með aðferð Indverjanna) eftir Muhammad ibn-Mūsā al-Kwārizmī (um 780-850) (Allard, 1990). Beaujouan, Guy (1954): DAlexandre de Villedieu à Sacrobosco. Trúlega hafa menn gert strik í sand eða vax, krotað á veggi eða hnýtt hnúta á band til að tákna fjölda. Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Í rómverskri talnaritun er ekkert núll svo að Íslendingar hafa kynnst núllinu með indó-arabísku sætistalnarituninni. Því miður hafa engin arabísk handrit af þessari bók varðveist en til eru nokkrar mismunandi latneskar útgáfur gerðar í Evrópu á 12. öld. eftir Guðrúnu Kvaran. Í bókinni kynnir höfundur sætiskerfið, níu fyrstu tölurnar og hring til að tákna núll. Allard, André (1990): Muhammad Ibn Mūsā al-Kwārizmī. eftir Erlend Jónsson. Kristín Bjarnadóttir (2004): Algorismus. Það er að segja, núllið (siffran) merkir sjálft ekki neitt en það markar stað eða sæti í tölunni og gefur þannig öðrum tölustöfum (fígúrum) merkingu. Birt 17. mars 2004 í Netlu, veftímariti KHÍ.
Hamar sigraði Fjölni 114-110 í framlengdum leik í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í Hveragerði í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er því 1-1. Fjölnir skoraði fyrstu átta stigin í leiknum en þá komust Hvergerðingar í gang og fyrri hálfleikurinn varð jafn og spennandi. Staðan var 39-42 í hálfleik. Hvergerðingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust mest níu stigum yfir en staðan var 69-62 þegar 4. leikhluti hófst. Hamar hélt nokkuð öruggu forskoti og leiddi 93-86 þegar 34 sekúndur voru eftir. Lokasekúndurnar voru hins vegar magnaðar, þar sem allt fór í handaskolum hjá Hamri og Fjölnir náði að skora sjö stig á sautján sekúndna kafla og jafna 93-93. Framlenging varð því raunin og hún varð sannkölluð stórskotasýning þar sem liðin skoruðu samtals 38 stig á fimm mínútum. Hamar hafði frumkvæðið í framlengingunni og voru sterkari á lokamínútunni. Næsti leikur liðanna er á mánudagskvöld í Grafarvogi en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki er komið í undanúrslit. Tölfræði Hamars: Christopher Woods 29 stig/17 fráköst/7 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 28 stig/4 fráköst, Hilmar Pétursson 17 stig/5 fráköst, Örn Sigurðarson 15 stig/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 9 stig/4 fráköst, Smári Hrafnsson 6 stig, Oddur Ólafsson 5 stig/7 stoðsendingar, Snorri Þorvaldsson 5 stig.
Þolendur kynferðisofbeldis upplifa sig gjarnan utanveltu í réttarkerfinu þegar mál þeirra eru tekin fyrir. Doktorsnemi telur rétt að þolendur séu ekki einungis vitni í eigin máli. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi, vann rannsókn er byggði á viðtölum um 35 þolendur kynferðisofbeldis. Um helmingur þeirra hafði farið með mál sín fyrir dómstóla en mál annarra voru ýmist fyrnd eða fóru ekki lengra af öðrum ástæðum. Hún segir viðtölin sýna óánægju brotaþola með kerfið. „Eitt af því sem kemur fólki mjög spánskt fyrir sjónir er að brotaþolar eru í stöðu vitnis í málinu og hafa ekki aðild að málinu. Aðilarnir sem hafa skilgreindra hagsmuna að gæta í málinu eru ríkið annars vegar og sakborningur hins vegar. Brotaþolar eru lykilvitni með lítinn rétt," segir Hildur. Hún segir þolendur upplifa sig vanmáttuga í þessum aðstæðum. „Fólk upplifir að það sé jaðrað og hliðrað í kerfinu, fái litlar upplýsingar og hafi lítið um málið að segja," segir hún. Íslenskur réttur svipar að þessu leyti til dansks og norsks réttar en framkvæmdin er önnur í t.d. Svíþjóð. „Í Svíþjóð og Finnlandi eru þolendur aðilar að málum og hafa miklu meira aðgengi að öllu ferlinu. Það er því ekkert endilega sjálfsagt að brotaþolar séu með stöðu vitnis í máli," segir Jóhanna. Hún telur að skoða mætti breytingar á þessu hér á landi. „Það væri gaman að sjá að þetta yrði skoðað og þá hvernig væri hægt að bæta þetta ferli. Þannig að brotaþolar upplifi allavega að ferlið sé ásættanlegt," segir Jóhanna.
Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur áfrýjað málunum tveimur þar sem hann var fundinn sekur um að hafa framið siðferðisbrot í skilningi þjóðkirkjulaga til áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. Að mati lögmanns Ólafs vaknar sú spurning hvort ein kæran sé runnin undan rifjum biskups, prófasts eða öðrum vinkonum í kirkjunni sem vilji fella séra Ólaf. Fimm konur kærðu Ólaf á haustmánuðum fyrir kynferðislega áreitni á kirkjulegum vettvangi. Biskup tók hart á málinu og sendi Ólaf í launað leyfi sem enn er í gildi og var framlengt í síðustu viku. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, er afar vonsvikinn yfir vinnubrögðum biskups. „Biskup sendir séra Ólaf í leyfi vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynferðislegt ofbeldi að ræða. Því eru ekki rök fyrir því að framlengja það leyfi á þeim forsendum,“ segir Einar Gautur. Í bréfi Einars Gauts til áfrýjunarnefndarinnar í einu málinu vitnar hann til samskipta konunnar við Ólaf. Meðal gagna eru þrjú jólakort, árin 2012, 2015 og 2016, þar sem konan talar vel til Ólafs og sendir honum „þúsund kossa“ eins og stendur í jólakortunum. Á það að vera til vitnis um góðan anda milli þeirra og geta bent til þess að ákæran sé ekki af heilum hug komin. Sjá einnig: Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti „Að mati áfrýjanda eru allar þessar kveðjur í stíl við áralöng samskipti gagnaðila við hann en kæra gagnaðila er algjörlega á skjön við þau samskipti sem hafa aldrei falið í sér einhliða markaleysi, valdbeitingu eða ógnun,“ skrifar Einar Gautur. Einnig telur Einar Gautur að konurnar hafi samhæft atvikalýsingu að einhverju leyti. Ásakanir kvennanna eru allar keimlíkar, um að sóknarpresturinn hafi sleikt og nartað í eyrnasnepla þeirra. Séra Ólafur þvertekur fyrir að hafa viðhaft það hátterni. „Áfrýjandi kannast ekki við þær sjálfur og hefur hann engar aðrar skýringar en að þær hafi smitast úr öðrum málum á hendur sér. Fyrir liggur og er óumdeilt að konurnar í þeim málum stóðu saman sem ein heild,“ segir í áfrýjun séra Ólafs. Ólíklegt þykir að Ólafur komi til starfa á þessu ári á meðan málið er til meðferðar áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar.
Fjölskylduhjálp Íslands hóf í dag matarúthlutun sína fyrir apríl. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, segir að neyðin sé mikil, og að hún hafi aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Undanfarnar vikur, frá því að við vorum síðast með úthlutun fyrir 570 heimili, þá hefur stöðugt verið hringt í okkur. Það liggur við að fólk gráti í símann. Það á ekki mat fyrir heimilið sitt,“ segir Ásgerður Jóna. „Í dag erum við búin að bóka 200 heimili og það gengur ljómandi vel. Og þetta er yfirleitt fólk sem margt hefur verið í mikilli neyð áratugum saman. Þetta eru öryrkjar, eldri borgarar, einstæðir, einstæðir karlmenn og útlendingar sem eru búnir að missa vinnuna. Og það má eiginlega segja að þetta sé fólk sem sé að koma úr þeim hópum sem tilheyra viðkvæmasta hópnum á landinu í dag.“ Finnst ykkur að neyðin hafi aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á? „Já, guð minn góður. Við vorum með þessa stóru úthlutun í mars. Og nú erum við með aðra eins. Við gerum ráð fyrir því að fólk geti áfram sótt um í dag og á morgun. Við verðum með úthlutun á morgun og á mánudaginn. Fólk sækir um á netinu og við erum búin að áætla að þetta verði 600 heimili.“ Er það meira en venjulega? „Nei. Við gætum verið að afgreiða 2-3.000 heimili. En við þurfum náttúrulega að hafa peninga til þess að kaupa aðföng. Það strandar allt á því. En hér eru allir viljugir til þess að afgreiða. Og við gætum alveg farið upp í 3.000 heimili og ég veit alveg að sá fjöldi er til staðar,“ segir Ásgerður Jóna. Til að sækja um aðstoð er farið inn á vefsíðuna fjolskylduhjalp.is.
Lögreglan í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum segir nú að ökumaður sjálfkeyrandi bíls á vegum akstursveitunnar Uber hafi verið að streyma sjónvarpsþætti í símanum sínum allt þangað til bíllinn ók á gangandi konu. Algerlega hafi verið hægt að komast hjá banaslysinu. Slysið átti sér stað að kvöldi til í mars. Sjálfkeyrandi Volvo-jepplingur Uber ók þá á 49 ára gamla heimilislausa konu sem var að fara yfir götu. Uber stöðvaði tilraunir sínar með sjálfkeyrandi bíla í nokkrum borgum í Bandaríkjunum eftir banaslysið. Í skýrslu lögreglunnar í Tempe sem gerð var opinber í gær kemur fram að konan sem sat við stýri bílsins hafi ítrekað litið niður og ekki haft augun á veginum fyrir slysið. Hún hafi aðeins litið upp hálfri sekúndu áður en bíllinn skall á konunni, að því er segir í frétt Reuters. Ökumaðurinn gæti verið ákærður fyrir manndráp í kjölfarið. Lögreglan telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið ef ökumaðurinn hefði verið með athyglina við aksturinn. Krafa er gerð til sjálfkeyrandi bíla um að ökumaður sé alltaf við stýrið til að grípa inn í, jafnvel þegar bílinn keyrir sig sjálfur. Var að streyma „Röddinni“ Með því að afla upplýsinga frá efnisveitunni Hulu komst lögreglan að því að ökumaðurinn hafi verið að streyma raunveruleikaþættinum „Röddinni“ [e. The Voice] í um 42 mínútur kvöldið sem slysið átti sér stað. Streyminu hafi verið hætt um svipað leyti og ekið var á konuna. Upptökur eftirlitsmyndavéla hafi leitt í ljós að ökumaðurinn hafi verið annars hugar og litið niður í sjö af síðustu 22 mínútunum fyrir áreksturinn. Í skýrslunni var konunni sem lést einnig kennt um slysið að hluta til. Hún hafi farið yfir götuna utan gangbrautar. Komið hefur fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi gengið brösulega. Ökumenn hafi þurft að grípa mun tíðar inn í aksturinn en hjá keppinautunum. Fyrirtækið hafi ennfremur fækkað verulega skynjurum sem eiga að nema veginn og hindranir í kringum bílana.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaður Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur samið við Houston Dash sem leikur í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu. Gengur hún í raðir liðsins á næstu dögum. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum Breiðabliks sem og Houston Dash fyrir skömmu. Andrea Rán hefur leikið frábærlega á miðju Blika það sem af er sumri en framan af ári lék hún með franska liðinu Le Havre á láni. Þá er hún í æfingahóp íslenska A-landsliðsins sem mætir Írum í tveimur æfingaleikjum á næstu dögum. Alls á hún að baki 11 landsleiki til þessa. Hin 25 ára gamla Andrea Rán mun hins vegar ekki klára sumarið með Blikum þar sem hún hefur samið við Houston Dash. Hún þekkir það ágætlega að spila knattspyrnu í Bandaríkjunum en hún við góðan orðstír með South Florida Bulls í bandaríska háskólaboltanum. Alls hefur Andrea Rán spilað 188 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks og skorað í þeim 31 mark. Hún hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu og jafn oft bikarmeistari. Houston Dash er sem stendur í 6. sæti NSWL-deildarinnar í Bandaríkjunum með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. Alls eru tíu lið í deildinni. Andrea Rán verður annar Íslendingurinn í deildinni en landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með toppliðinu Orlando Pride.
Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Átraskanir eru geðsjúkdómar sem einkennast af sjúklegum ótta við mat og hræðslu við að þyngjast eða missa stjórn á mataræði og verða feit (ur). Þegar talað er um átraskanir í daglegu tali tengja flestir þær við lystarstol (anorexia nervosa) og sjá fyrir sér horaðar, veiklulegar ungar konur sem virðast lifa á loftinu. Flestum er það óskiljanlegt hvernig vannærður einstaklingur getur neitað sér um að borða þegar nóg framboð er af mat. En átraskanir eru fleiri en lystarstol og í heimi fræðimanna er deilt um flokkun átraskana. Sumir vilja aðeins hafa eina átröskunargreiningu, enda sé fleira sem sameinar átraskanir en aðgreinir þær. Lystarstol og lotugræðgi séu aðeins sitt hvor hliðin á sama teningi. Það sem viðhaldi átröskuninni, hvaða nafni sem hún nefnist, sé að minnsta kosti eitt af eftirtöldu: fullkomnunarárátta, lágt sjálfsmat, óþol gagnvart vanlíðan og erfiðleikar í samskiptum. Bent er á óstöðugleika greiningar, margir byrji til dæmis með lystarstol sem þróast síðar yfir í lotugræðgi, 2 greiningarskilmerkin séu fremur stíf og flestir sem leiti meðferðar lendi í raun í „afgangsflokknum“; ódæmigerðar átraskanir. Aðrir vilja flokka átraskanir með kvíðasjúkdómum og benda á líkindi við fælni eða áráttuþráhyggjuröskun. Beðið er í ofvæni eftir DSM 5, sem kemur út 2013, en ljóst er að átraskanir verða áfram sérstakir sjúkdómar þar sem helstu flokkar halda sér: lystarstol, lotugræðgi og ódæmigerðar átraskanir, en talsverðar breytingar verða á greiningarskilmerkjum sem og undirflokkum. Átröskunarmeðferð á Íslandi sem þverfagleg teymisvinna er ný af nálinni miðað við löndin í kringum okkur. Átröskunarteymið á geðdeild Landspítala var stofnað 2001 og kom undirrituð að því ásamt fleira starfsfólki á móttökugeðdeild 33 C. Teymið starfaði í þrjú ár. Aðalástæða fyrir stofnun þess var skortur á sérhæfingu og samhæfðum meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga með átraskanir á fullorðinsgeðdeild og vöntun á eftirfylgd. Mörgum fannst þó óþarfi að hafa sérstakt átröskunarteymi á geðdeild og teymið rakst á ýmsar hindranir og hætti að taka við tilvísunum í lok árs 2003. Tilvísanir höfðu þá verið 51, 65 og 51 á ári. Meðallengd veikinda hjá skjólstæðingum var 8,3 ár, og margir höfðu áður verið í meðferð á geðdeild. Niðurstaða teymisins strax eftir fyrsta árið var að leggja til við stjórnendur að stofna dagdeild fyrir fimm sjúklinga með átraskanir, efla göngudeild og leggja til stöðugildi fyrirKransæðahjáveituaðgerðir í nútíð og fortíð Karl Andersen prófessor í hjartalæknisfræði HÍ
Ryan Clark, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, segist vita til þess að liðsfélagar hans noti kannabisefni reglulega. Þetta sagði hann í viðtali sem birtist á ESPN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir aðalástæðuna fyrir því að leikmenn reyki kannabis sé til að slá á verki og draga úr streitu. „Ég þekki stráka í mínu liði sem reykja,“ sagði Clark. „Og þessir strákar eru ekki að gera það til að virðast vera svalir. Þeir vilja gera þetta í því skyni að njóta þess.“ „Að stórum hluta gera þeir þetta til að minnka streitu. Margir nota kannabis til að meðhöndla verki. Þeir hugsa með sér að með þessu sleppi þeir við sterk verkjalyf sem þeir gætu svo mögulega ánetjast.“ Leikmönnum NFL-deildarinnar er vitanlega bannað að reykja kannabis og margir hafa verið dæmdir í leikbann fyrir að brjóta þær reglur. Clark segir þó að sú barátta sé fyrirfram töpuð hjá forráðamönnum NFL. „Það er of lítið um lyfjapróf og leikmenn vita vel hvað þeir þurfa að gera til að þetta uppgötvist ekki.“ Þó nokkuð hefur verið rætt um kannabis innan raða NFL, ekki síst þar sem að það er nú löglegt að selja efnið í Colorado og Washington-fylkjum en liðin sem spiluðu í Super Bowl á dögunum, Denver Broncos og Seattle Seahawks, eru þaðan. Margir eru þeirra skoðunar vestanhafs að deildin skoði þann möguleika að leyfa notkun kannabisefna í lækningaskyni.
Vatnsaflsvirkjun á hálendinu ofan Sultartanga gæti orðið næsta stórvirkjun landsins. Vegna erfiðleika við að afla leyfa fyrir virkjunum í neðri Þjórsá hefur Landsvirkjun nú dustað rykið af áformum um Búðarhálsvirkjun og gætu framkvæmdir hafist síðar á árinu. Undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun hófust reyndar sumarið 2001 með vegagerð og smíði brúar yfir Tungnaá en einnig var grafið fyrir grunni stöðvarhúss. Framkvæmdum var hætt þegar fallið var frá Norðlingaölduveitu, sem Landsvirkjun sagði þá að væri forsenda Búðarhálsvirkjunar. En nú hafa aðstæður breyst. Björn Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá LV Power: Orkuverð almennt hafa hækkað, það er að segja orkukaupendur sem að eru núna í viðræðum við Landsvirkjun virðast vera tilbúnir til að borga hærra heldur en að var fyrir nokkrum árum. Búðarhálsvirkjun er nú líkleg til að verða á undan umdeildum virkjunum í neðri Þjórsá. Björn Stefánsson: Þó við hefðum gjarnan viljað byrja í neðri Þjórsá vegna þess að, að þær virkjanir eru heldur hagkvæmari heldur en Búðarhálsvirkjun. Ólíkt þeim er Búðarhálsvirkjun kominn með grænt ljós. Björn Stefánsson: Þar eru, liggja öll leyfi fyrir, bæði framkvæmdaleyfi og virkjunarleyfi. Hún hafði farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, hins vegar liggja ekki fyrir leyfi í, fyrir Hvammsvirkjun eða öðrum virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Þar er ennþá unnið að samningum við landeigendur og skipulagsmálum í tveimur sveitarfélögum. Búðarháls er á milli Sultartanga og Hrauneyjafoss. Tungná yrði stífluð neðan Hrauneyjafossvirkjunar og leidd í fjögurra kílómetra löngum jarðgöngum í gegnum Búðarháls. Stöðvarhús yrði við ofanvert Sultartangalón. Útboðsgögn eru í vinnslu þessa dagana. Björn Stefánsson: En það er einnig verið að vinna að því sama við Hvammsvirkjun, þannig að við munum ákveða það síðar á árinu hvort, hvor virkjunin verður boðin út á þessu ári, væntanlega.
Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital, er stærsti einkafjárfestirinn í N1. Hagnaður félags Hreggviðs Jónssonar, stjórnarformanns og aðaleiganda Veritas Capital, af sölu á 12 prósenta hlut þess í Festi til N1 nemur tæplega 1,7 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Holdors, dótturfélagi Veritas. Hlutur Hreggviðs í samlagshlutafélaginu SF V, eiganda Festar, var metinn á 2.774 milljónir króna í bókum Holdors í lok síðasta árs en tekið er fram í ársreikningnum að virði hlutarins byggi á söluverði smásölukeðjunnar. Til samanburðar greiddi Hreggviður 1.090 milljónir króna fyrir hlutinn árið 2014. Holdor hagnaðist alls um 1.861 milljón króna í fyrra en 44 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins árið 2016. Hreggviður var stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Festar með 12 prósenta hlut, og stjórnarformaður félagsins, en í kjölfar kaupa N1 á smásölukeðjunni eignast hann um 2,9 prósenta hlut í olíufélaginu að virði um 1,2 milljarðar króna. Er hann þannig stærsti einstaki einkafjárfestirinn í N1. Fram hefur komið í fjölmiðlum að fjárfesting Hreggviðs í SF V hafi verið fjármögnuð með nýjum lánum að fjárhæð 890 milljónir króna á meðan innborgað hlutafé nam 200 milljónum króna. Kaupverð N1 á Festi, sem rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, nam um 23,7 milljörðum króna en N1 tók yfir rekstur keðjunnar 1. september síðastliðinn. Stærsti hluthafi SF V er framtakssjóðurinn SÍA II, í stýringu Stefnis, með 27,4 prósenta hlut. Aðrir hluthafar eru ýmsir lífeyrissjóðir með um 30 prósenta hlut, tryggingafélög og sjóðir með 15 prósent og þá eiga nokkrir einkafjárfestar samanlagt um fjórðungshlut. Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, fer til að mynda með 6,5 prósenta hlut í SF V og Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi eigandi Nesskipa, með 3,8 prósenta hlut. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Hreggviður Jónsson væri forstjóri Veritas Capital. Hið rétta er að hann er stjórnarformaður félagsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Einstaklingur á tvítugsaldri var lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirunnar í gær. Þrír eru nú inniliggjandi, þar af einn í öndunarvél. Til skoðunar er að sveigja tveggja metra regluna við ákveðin skilyrði, og leyfa íþróttir með snertingu á ný. Tveir greindust með virkt smit innanlands síðasta sólarhringinn, en báðir greindust við skimun Íslenskrar erfðagreiningar og voru í sóttkví. Um er að ræða sömu veiru og áður, en ekki hægt að rekja öll smitin sem hefur greinst vegna þessarar tegundar sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. 114 virk smit í samfélaginu, í öllum landshlutum. 938 í sóttkví, flestir á höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru nú inniliggjandi á landspítalanum. Einstaklingur á tvítugsaldri var lagður inn í gær, en er ekki á gjörgæslu. Rúmlega þrítugur einstaklingur er í öndunarvél og svo einstaklingur á níræðisaldri sem ekki er á gjörgæslu. Þórólfur segir til skoðunar að breyta tilmælum um heimskomusmitgát og hætta seinni sýnatökunni, þar sem mikið álag er á greiningum vegna þess. Hugmynd um eins metra reglu í skólum Þórólfur vinnur nú að nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Í því verður velt upp möguleikum varðandi sýnatöku á landamærum til lengri tíma, og tillögur hvernig skerpa á reglum innanlands. Til skoðunar er að láta eins metra reglu gilda við ákveðnar aðstæður hér, til dæmis í skólum, en tveggja metra annars staðar. Þá sagði Þórólfur að til skoðunar væri að leyfa íþróttir með snertingu á ný, en þær eru bannaðar til 13. ágúst. Slík tilmæli kæmu fram í minnisblaðinu. Þórólfur árétti þó að sjá þyrfti fyrir endann á þessu hópsmiti áður en hægt væri að létta almennt á takmörkunum. Hins vegar væri ekki ástæða til að herða takmarkanir frekar.
„Verkið er samið af mér í samstarfi við sautján unglingsstelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Sýningin fjallar um það að vera unglingsstelpa, hvað þær hugsa, gera, hvernig þær standa saman og styðja við hverja aðra,“ segir Ásrún Magnúsdóttir, dansari og danshöfundur, spurð út í verkið Grrrls , en sýningin kom skemmtilega á óvart, og hlaut meðal annars lesendaverðlaun DV í síðasta mánuði, ásamt því að hafa sýnt fyrir hátt í eitt þúsund áhorfendur í Tjarnarbíói. „Það var mikill heiður að vinna þessi verðlaun, það þýðir einfaldlega við erum að gera eitthvað rétt, fólk er að hlusta á stelpurnar og skilur hvaða sögu þær eru að segja sem er mjög hvetjandi fyrir okkur,“ segir Ásrún. Upphaflega átti að sýna verkið aðeins einu sinni en nokkrum sýningum hefur verið bætt við. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Tjarnabíós, mun þetta vera sú sýning sem kom hvað mest á óvart í vetur. „Sýningin hefur verið sýnd sex sinnum fyrir fullu húsi hér í Tjarnarbíói, svo það hafa hátt í þúsund manns séð dansverkið hér hjá okkur,“ segir Friðrik. Ásrún og stelpurnar í verkinu eru virkilega þakklátar fyrir þessi óvæntu og ánægjulegu viðbrögð. „Viðbrögðin fóru fram úr okkar björtustu vonum sem er alveg frábært, það er greinilegt að fólk vill heyra í þessum stelpum, unglingsstelpum er kannski ekki oft gefið pláss í samfélaginu en þær hafa mjög margt að segja,“ segir hún þakklát. Ásrún segir frábært að vinna með ungu fólki og samstarfið hafi gengið eins og í sögu. Sjöunda og jafnframt síðasta sýningin verður 30. apríl klukkan 17.30 á Barnamenningarhátíð. Við ætlum að hafa frítt inn, svo allir geti komið og séð sýninguna. Best er að taka frá miða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þetta er alltaf sami hópur sem sýnir Girrrrls og stelpurnar eru alltaf að verða betri og betri. Það hefur gengið rosalega vel að vinna með þessum hæfileikaríku stelpum. Ég hef nánast heitið því að héðan í frá muni ég ekki vinna með neinum nema unglingum,“ segir Ásrún létt og bætir við að ferlið hafi einfaldlega verið svo skemmtilegt. Í verkinu leitar Ásrún svara við spurningum um unglingsárin. Stelpurnar dansa í gegn um verkið og leitast við að svara þessari spurningu. „Þetta er bara gjörsamlega þeirra heimur sem áhorfendum er boðið að kíkja inn í og vera hluti af í smá stund. Verkið var framleitt af Reykjavík Dance Festival og var upphaflega sýnt þar en svo höfum við bara haldið áfram og áfram sem er alveg frábært,“ segir Ásrún. Hugmyndin að verkinu kemur frá Ásrúnu sjálfri og kviknaði fyrir um það bil tveimur árum. „Mig langaði mikið til að taka þátt í þessari femínísku flóðbylgju sem er í gangi hérna á Íslandi og svara spurningum eins og hvað femínísk samstaða þýði fyrir hóp af unglingsstelpum í dag. Ég ákvað að heyra í yngstu kynslóðinni, það er að segja unglingsstúlkum sem ekki eru börn,“ útskýrir hún. Ásrún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í samtímadansi árið 2011 og hefur síðan starfað bæði hér á Íslandi og erlendis með ýmsum danshópum. „Ég vinn aðallega sem danshöfundur, núna er ég með tvö ný dansverk í gangi en get því miður ekki talað um þau alveg strax en vonandi fylgist fólk bara með,“ segir Ásrún spennt fyrir framhaldinu.
Erlendar rannsóknir sýna að það sé afar fátítt að fólk beri menn röngum sökum í kynferðisbrotamálum. Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi saksóknari. Hún segir að það sé nýtt hér á landi að nánast um leið og kæra um kynferðisbrot sé lögð fram komi á móti kæra um rangar sakargiftir. Rætt var við Þorbjörgu Sigríði í Morgunútvarpinu á Rás tvö. Þorbjörg Sigríður segir að ekkert bendi til þess að það sé algengt að fólk ljúgi kynferðisbroti upp á aðra. „Og reyndar er það þannig að erlendar rannsóknir benda til þess að þetta sé mjög fátítt.“ Hún bendir á að það hafi gerst hér á landi að dæmt hafi verið fyrir rangar sakargiftir. „Það féll dómur í haust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Því máli er ekki lokið og á væntanlega eftir að fara fyrir Hæstarétt. Þar var kona sakfelld fyrir rangar sakargiftir, með því að hafa borið á, að mig minnir, átta manneskjur að hafa brotið gegn henni kynferðislega og haldið þeim málstað til streitu og þeim framburði sínum að svo hefði verið, og dæmd í 12 mánaða fangelsi,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Sönnunarstaðan í þessum málum er jafn þung og hún er í kynferðisbrotamálunum sjálfum því ef það er þannig að það er ólík upplifun fólks af aðstæðum, þá ertu með orð á móti orði og þá þurfa að koma til einhver önnur sönnunargögn sem geta þá byggt undir aðra hvora frásögnina,“ segir hún.
Tillaga til þingsályktunar um markvisst átak til að lengja ferðaþjónustutímann á Íslandi. Flm. : Karl V. Matthíasson, Örlygur Hnefill Jónsson, Kristján L. Möller, Margrét Frímannsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Einar Már Sigurðarson, Björgvin G. Sigurðsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir. Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra í samráði við Ferðamálaráð, Byggðastofnun og Samtök ferðaþjónustunnar að hrinda af stað markvissu átaki til að lengja ferðaþjónustutímann á Íslandi svo nýting gistrýma og annarrar þjónustu við ferðamenn aukist til muna. Sérstaklega skal tekið tillit til landsbyggðarinnar í þessu máli þar sem ferðaþjónusta er mun minni yfir vetrartímann en hún gæti orðið, miðað við þá aðstöðu og möguleika sem fyrir hendi eru. Greinargerð. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og hefur farið ört vaxandi undanfarin ár, svo mjög að hún er orðin sá atvinnuvegur sem aflar næstmestra gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Gífurleg fjölgun ferðamanna sem komu til Íslands yfir sumartíma hin síðari ár sýnir þetta hvað gleggst. Þá hefur aukist fjöldi erlendra ferðamanna sem koma til Reykjavíkur og nágrennis yfir vetrartímann. Í því tilviki er það oft fólk sem kemur hingað á ráðstefnur en fer lítið sem ekkert út fyrir borgarmörkin. Gistirýmum á Íslandi hefur fjölgað mjög undanfarin ár. Miklar fjárhæðir hafa verið lagðar í byggingu hótela, gistiheimila og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar til þess að við getum tekið á móti ferðamönnunum sem koma hingað. Svo líkingamál sé notað má segja að hótelin séu bátar ferðaþjónustunnar. Ekki fiskast nema bátar séu til þess að sækja aflann. En hin öra uppbygging hefur líka orsakað miklar skuldir og rekstrarleg þörf greinarinnar fyrir aukna nýtingu, og þar með arðsemi, er gríðarlega mikil. Víða um land standa hótel og aðrir gististaðir að miklu leyti ónýttir yfir vetur, vor og haust þótt aðstaða sé öll hin besta. Fjárhagsleg staða margra hótela úti á landi er frekar bágborin og því geta eigendur þeirra eða rekstraraðilar ekki staðið í mikilli markaðssókn og auglýsingum á erlendri grund. Því er mjög eðlilegt að ríkið komi hér að með myndarlegum hætti og stuðli að komu fleiri ferðamanna til Íslands á þeim tíma sem nú nýtist ferðaþjónustunni frekar illa. Allt það fjármagn sem sett er í markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannaparadís mun skila sér margfalt til baka. Ef ferðamönnum fjölgar hér til muna og ferðaþjónusta vex, t.d. það mikið að hún skilar þrefalt meiri tekjum en núna, hefði það mjög jákvæð áhrif á efnahagslífið hér. Þetta mundi jafnframt styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni, auka þar fjölbreytni heilsársstarfa og hafa um leið þau áhrif að ferðaþjónustan efldist enn sem grundvallaratvinnugrein í landinu. Prentað upp.
„Við styðjum ekki aðgerðirnar en höfum ákveðna samúð með tilteknum atriðum í málflutningi þeirra," segir Signý Sigurðardóttir forstöðumaður flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu. Hún segir að unnið hafi verið að úrlausnum í málum flutningabílstjóra síðan í des. 2006 og tekur skýrt fram að aðgerðir flutningabílstjóra síðustu daga séu ekki í þágu félagsins. „Þorgeir Ljósvetningagoði sagði forðum daga að ef þú slítur í sundur lögin þá slíturðu og í sundur friðinn. Það er svolítið þannig sem ég horfi til mótmælanna. Menn eru reiðir og hafa verið lengi og að lokum verður eitthvað til þess að reiðin springur út. Mjög hefur verið þrengt að starfsumhverfi vöruflutningabílstjóra með reglugerðum síðustu ár, svo mjög að manni finnst oft sem ein lög gildi fyrir atvinnubílstjóra og önnur lög fyrir okkur hin," segir Signý. Hún segir meginregluna um að allir skulu jafnir fyrir lögunum virðast hafa gleymst hvað þessa stétt varðar. „Mótmæli bílstjóranna sýna óánægju þeirra og reiði en manni virðist sem menn hafa farið af stað án þess að vita kannski almennilega hverju þeir ætla að ná fram," segir Signý sem hefur ákveðna samúð með gremju þeirra og nefnir þar smásmugulegar reglur um hvíldartíma þar sem menn eru sektaðir og fá punkta fyrir allt niður í hálftíma umframtíma í akstri. „Það er ljóst að framkvæmd stjórnvalda á eftirliti með aksturs- og hvíldartímareglum og sektir og viðurlög vegna brota eru ein meginástæða þess að menn eru reiðir og það er atriði sem íslensk stjórnvöld hafa í hendi sér að breyta." Hún segir það segja sig sjálft að háar sektir og punktar vegna hálftímaumframaksturs séu farnar að snúast um eitthvað allt annað en umferðaröryggi. „Við erum búin að berjast í þessu máli síðan 2006 og fyrir síðustu áramót lá fyrir að ráðuneytin myndu sækja um undanþágur til Eftirlitsstofnunar EFTA frá ítrustu kröfum reglugerðarinnar. Samgönguráðherra fór með þá undanþágubeiðni til Brussel í síðustu viku. Hvað sektir og viðurlög varðar og framkvæmd eftirlits er málið alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda og þau geta haft heilmikil áhrif á þetta umhverfi og séð til þess að skynsemi ráði þar för." Hún segir það út úr öllu korti að sekta menn vegna 15 mínútna umframaksturs fram að hvíld. Slíkt eftirlit sé streituvaldur og ekki til þess fallið að hvíla menn. „Þannig geta reglurnar eins og þeim er framfylgt hér orðið til að minnka umferðaröryggi í stað þess að auka það," segir Signý og bendir á að íslensk stjórnvöld geti breytt þessu. Hún segist ekki geta sagt til um hvort aðgerðir flutningabílstjóra síðustu daga eyðileggi fyrir því starfi sem þegar hefur áunnist. „Þessar aðgerðir eru ekki í okkar þágu og við viljum ekki vinna svona. En við höfum ákveðna samúð með málstaðnum."
Ríkislögmaður hefur fyrir hönd íslenska ríkisins viðurkennt að starfsmenn bráðamóttöku Landspítalans hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda andláts Eyglóar Svövu Kristjánsdóttur, sem lést stuttu eftir útskrift af spítalanum í mars í fyrra og samþykkt bótakröfu fjölskyldunnar. Málið er enn í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eygló Svava Kristjánsdóttir leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í mars með blóðsýkingu. Hún var útskrifuð þaðan rúmri klukkustund síðar og send heim, þar sem hún lést stuttu síðar. Landlæknir gerði úttekt á málinu og niðurstaðan var afgerandi. Að mati Landlæknis vanrækti læknir sem var ábyrgur fyrir greiningu og meðferð sjúklingsins, að skoða hana á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir til þess að eiga möguleika á að uppgötva alvarlegt ástand og hefja rétta meðferð. Útskriftin hafi verið ótímabær og illa undirbyggð. Landlæknisembættið stofnaði til sérstaks eftirlitsmáls gagnvart lækninum sem bar ábyrgð á umönnun Eyglóar Svövu, sem er eftir því sem fréttastofa kemst næst, enn í gangi. Fjölskylda Eyglóar Svövu bíður nú niðurstöðu sérstaks kvörtunarmáls sem þau höfðuðu hjá Landlækni, sem þau ákváðu að halda til streitu þrátt fyrir afdráttarlausa niðurstöðu rannsóknar embættisins á málinu. Þar sem þeim gafst ekki kostur á að koma athugasemdum og sjónarmiðum á framfæri þegar úttektin var gerð. Ýmislegt í greinargerð spítalans um málið stangast á við frásögn fjölskyldunnar. Málið kom inn á borð ríkislögmanns sem komst nýverið að þeirri niðurstöðu að starfsmenn bráðamóttöku Landspítalans hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda andláts Eyglóar Svövu, vegna vanrækslu og mistaka sem leiddi til ótímabærs andláts hennar. Þá samþykkti ríkislögmaður bótakröfu fjölskyldunnar. Málið er í formlegri rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldan gaf skýrslu í byrjun sumars. Þórhildur Þorkelsdóttir sagði frá.
Píratar mælast með mest fylgi allra flokka í fimm kjördæmum af sex. Eina undantekningin er norðvesturkjördæmi þar sem Framsóknarflokkurinn mælist stærstur. Píratar mælast með meira en þriðjungsfylgi í fjórum af sex kjördæmum í nýjustu skoðanakönnun Gallups. Enginn annar flokkur kemst nálægt því að mælast svo stór í neinu kjördæmi. Fylgi Pírata mælist 42 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum, 37 prósent í Suðurkjördæmi og 35 prósent í Suðvesturkjördæmi. Fylgið er 29 prósent í Norðausturkjördæmi. Píratar mælast stærstir í öllum þessum kjördæmum. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur í þremur af fjórum kjördæmum en munurinn á flokkunum er á bilinu níu til 24 prósentustig. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mælast öll með tuttugu prósenta fylgi í Norðausturkjördæmi og deila því öðru sætinu á eftir Pírötum. Flokkurinn fengi fimmtán af 29 kjördæmakjörnum þingsætum á höfuðborgarsvæðinu. Framsókn stærst í norðvestri Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn auk Pírata sem nær að vera stærstur í kjördæmi. Það er í Norðvesturkjördæmi þar sem fylgi flokksins mælist 28 prósent. Þar eru píratar og sjálfstæðismenn næststærstir með um 20 prósenta fylgi. Framsóknarmenn njóta um fimmtungsfylgis í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi en fimm til sjö prósenta fylgis á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist víðast með um 20 prósenta fylgi en tæp 26 prósent í Suðvesturkjördæmi. Samfylking, VG og Björt framtíð með allt niður í þriggja prósenta fylgi Samfylkingin nýtur mests fylgis í Reykjavík Norður, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi, um ellefu prósenta. Minnstur er stuðningurinn við flokkinn í Norðausturkjördæmi þar sem hann mælist aðeins 3,3 prósent. Vinstri græn mælast með 20 prósenta fylgi í Norðausturkjördæmi og fjórtán prósent í Reykjavíkurkjördæmunum en um tíu prósent í Suðvestur- og Norðvesturkjördæmum. Fylgi flokksins er ekki nema 3,4 prósent í Suðurkjördæmi. Björt framtíð mælist víðast með þriggja til fjögurra prósenta fylgi, mesti stuðningurinn er í Reykjavík, um sex prósent. Rétt er að hafa í huga að færri svör eru bak við hvert kjördæmi, aldurshópa og kyn heldur en í heildarkönnuninni og skekkjumörk því meiri.
Íslendingasaga Guðmundar- og Geirfinnsmála Formáli Guðmundar- og Geirfinnsmálin svonefndu urðu ekki til í tómarúmi. Það er ómögulegt að skilja þau mál án þess að fyrir liggi til grundvallar skilningur á pólitískum hagsmunum þess tíma. Það vill svo til að sakamál þessi eru aðeins lítill angi af stærra sögulega samhengi. Ef sagan er ekki slitin úr sínu viðeigandi samhengi þá útskýrir hún afdráttarlaust ástæður fyrir misnotkun mannshvarfanna tveggja, þ.e. þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Misnotkun þessi leiddi m.a. til þeirra opinberu málavaxta sem engan endi virðast ætla að taka, 44 árum eftir hvarf mannanna tveggja. Ef marka má opinbera umræðu, þá þrátt fyrir allan þennan tíma og fyrirhöfn, virðist enginn vita nokkurn skapaðan hlut um hvað í ósköpunum var eiginlega á seyði. Þess í stað hefur umræðan verið afvegaleidd frá kjarna málsins - bæði markvisst sem og ómeðvitað. Taka má ótal dæmi um slíkt: Útvarpsleikritið „Lifun” frá árinu 2017 sem Vera Illugadóttir ljáði rödd sína, gefur manni þá hugmynd að sökin sé til hálfs þeirra illa innrættu ungmenna sem vildu fyrst og fremst skapa skáldverk í miðjum lotum pyndinga. Brynjar Níelsson heldur því fram að ekkert dómsmorð hafi farið fram, þar sem hvergi í dómi Hæstaréttar sé að finna orðið ,,dómsmorð.” Jón Steinar Gunnlaugsson þykist standa með réttlæti en leynt og ljóst vinnur gegn því. Ómar Valdimarsson, fyrrverandi blaðamaður Dagblaðsins, notar hvert einasta tækifæri, t.d. í viðtali í kvikmyndinni „Out of Thin Air,” til að reyna sannfæra sjálfan sig um hversu hræðileg þessir tvítugu krakkar voru - til að afsaka eigin sök sem blaðamaður frá þessum tíma – þegar hann ,,[vann] eins og dýr og [...] drakk eins og dýr.” eins og Anthony Adeane hefur eftir honum í bók sinni Out of Thin Air (2018). Hvers vegna svo í ósköpunum fyrrverandi fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson ákvað að skrifa bókina Hyldýpið (2016), þar sem hann þykist vita eitthvað sem hann viðurkennir svo persónulega að sé hreint bull, veit vonandi enginn. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gerði þó í það minnsta tilraun til að gera grein fyrir því hvað það var sem gerði málið ,,pólitískt.” Þar liggur lykillinn að málinu, hvað það sé sem geri málið pólitísk. Tilraunin mistókst hins vegar hrapallega; Karl áttar sig ekki á einu stakasta atriði nema því, þeirri fyrirframgefnu forsendu sinni, að Framsóknarflokkurinn sé spilltur og Ólafur Jóhannesson, fyrrv. forsætisráðherra, hafi verið það líka. Jón Daníelsson skrifaði ágæta bók, Sá sem flýr undan dýri (2016) um refsiverða háttsemi handhafa opinbers valds í málinu og nefnir fleira til sögunnar eins og fjarvistarsannanir sem höfðu hvergi fengið rými í opinberri umfjöllun fram að útgáfu þeirrar bókar. Jón telur hins vegar ýmislegt ,,skynsamlegt” við ákvarðanatöku svokallaðra rannsóknaraðila í frumrannsókn hvarfs Geirfinns - sem er það einfaldlega ekki við nánari skoðun. Jón gefur því öðrum tækifæri á að kafa dýpra. Það sem eftir stendur um málið og vantar sárlega er samhengið. Án þess er engin saga, engin merking og enginn þráður. Það vill svo til að það er gífurlega sterkur og litríkur þráður sem fer ekkert á milli mála í umræddum málum. Það er sá þráður sem þarf að skoða, í stað þess að loka sig af í ,,Geirfinnsmálinu” sem var raunar smættað úr ,,Guðmundar- og Geirfinnsmálinu” sem var svo aftur smættað úr ,,Klúbbmálinu” svokallaða á sínum tíma. Það þarf að gera grein fyrir öllu samhenginu og fylgja þeim þræði eftir sem varpar ljósi á söguna í heild. Þá þarf að gefa sérstakan gaum að mönnum eins og Kristjáni Péturssyni, deildarstjóra tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Nirði Snæhólm, rannsóknarlögreglumanni. Hvort menn og konur vilji þegar upp er staðið, vita og skilja málið í heild eða aðeins heyra það sem samræmist þeirra heimsmynd, kemur engum öðrum við. I. Höfuð hnoðað úr leir Á fjallstindi yfir hlýjum árdal flöktir skítugt lak á þvottasnúru. Fyrir neðan speglar vatnið hið efra: Fjólublár himinn býður góðan dag með myntugrænu ljósi sem geislar gegnum morgundögg. Lakið skítuga sem flögrar með sunnangolu hangir fast á viðarklemmum. Lakið er það eina sem eftir er af vofu Geirfinnsmálsins. Fram að þessu hefur vofan legið í drullupolli draugasagna sjáenda og tugga lögmanna. Tuggur þessar eru af ólíkum toga en bera allar sama einkennið: Grófleika. Tuggunum er slengt fram í þeim tilgangi að afgreiða skynsama forvitni með ódýrum frösum. Ruddaskapur þessi nærist á ruglingi og hroka. Andrúmsloft þöggunar og meðvirkni hefur viðhaldið þessu ástandi. Fyrirframgefnu forsendurnar eru allsráðandi og mýturnar fleiri en árin sem hafa liðið frá atburðunum. Nú er kominn tími til að segja sögu. Við þurfum að færa svarthvítu draugasöguna í lit - varpa ljósi á heildarmyndina í góðri upplausn. Smáatriði verða að fá að njóta sín í ró og næði þar til hárfín nákvæmni kemur reglu á óreiðuna. Vandað handbragð og fínlegir drættir sem bera skynbragð á blæbrigði margra samverkandi þátta kemur í stað rammra tugga. Þannig fær sagan að flökta í allra augsýn: Hvað er það sem sameinar Guðmundar- og Geirfinnsmálin? Til að segja frá málinu í heild verður að hefja sögu þessa á viðunandi upphafsreit. Í þeim tilgangi mun Leirfinnur duga. Eflaust hefur ekkert mannshvarf komið jafn miklu róti á sálarlíf þjóðarinnar og hvarf Geirfinns Einarssonar. Strax í upphafi var raunar sleginn sá tónn að um dularfullt mannshvarf væri að ræða. Rétt eins og meintir rannsakendur vissu fyrir fram að mannshvarfið yrði síðar meir einmitt talið hið dularfyllsta. Ekki nema rúmri viku eftir hvarfið var hnoðuð leirstytta í kjallara undirmeðvitundar Íslendinga. Leirfinnur, eins og styttan er venjulega kölluð, ber öll einkenni þjóðsagnamunar: Táknmynd dularfullrar draugasögu, brunnur ósvaraðra spurninga og ber hinn eina sanna óræða svip sem auðvitað allir þykjast kannast við. Svipur þessa leirverks er á pari við eins konar bros Mónu Lísu; áhrifamátturinn óneitanlega dáleiðandi. Þessi séríslenska tilraunastarfsemi löggæsluyfirvalda, að hnoða styttu úr leir í þeim tilgangi að leita að manni til að leita að enn öðrum manni, hljómar eins og hún hafi aldrei verið líkleg til árangurs. Árangur bar hún samt úr býtum þótt augljóslega ekki hinn yfirlýsta, að rannsaka afdrif Geirfinns. Leirfinnur átti að lýsa andlitsdráttum, hári og höfði þess manns sem sást í brúnum leðurjakka hringja úr símtæki Hafnarbúðarinnar í Keflavík 19. nóvember árið 1974. Kvöld þetta var það síðasta sem spurðist til Geirfinns. Meintir rannsakendur vildu meina að umræddur sími hafi verið notaður til að hringja í Geirfinn. Styttuhnoðið gekk ekki betur en svo að sjónarvottarnir báðir töldu styttuna ótæka til að lýsa eftir dularfulla manninum í brúna leðurjakkanum. Meintum rannsakendum í Keflavík fannst það þó ekki skipta höfuðmáli og þrátt fyrir að augljóst væri að höfuðið var ekkert líkt manninum ákváðu þeir engu að síður að birta mynd af höfðinu í fjölmiðlum. Það þurfti enga sjáendur til að spá fyrir um það, fjölmiðlar fóru á heljarinnar leitarfyllerí til höfuðs höfðinu sem lýsti hvorki einum né neinum. Sá sem hringdi úr Hafnarbúðinni þetta kvöld var ekki dularfyllri en svo en að hafa gefið sig fram. Jón nokkur Grímsson var maðurinn sem hringdi úr Hafnarbúðinni þetta kvöld og hafði einmitt klæðst brúnum leðurjakka. Hvað voru margir sem hringdu úr grunaða símtólinu þetta kvöld og klæddust brúnum leðurjakka? Það er að öllum líkindum aðeins einn maður og Jón Grímsson heitir hann. Jón þessi hafði hins vegar ekkert með hvarf Geirfinns að gera. Hann kom með leigubíl og fékk að hringja til að finna bílinn sinn. Leigubíllinn beið eftir Jóni á meðan hann fékk að hringja, síðan fór Jón út aftur og bílstjórinn ók honum á þann stað sem Jón sótti bílinn. Meintir rannsakendur töluðu um það sem fyrirframgefna forsendu að símtæki Hafnarbúðarinnar hafi meldað sig við símtól Geirfinns en það var aldrei staðfest. Það hefði raunar vel verið hægt að rekja símtalið og fá úr því skorið, það var hins vegar aldrei gert. Meintum rannsakendum fannst það aldrei neitt sérlega spennandi pæling. Þegar Jón setti sig í samband og gaf sig fram voru viðtökunar dræmar. Honum var tjáð að hann ætti bara hafa samband næst þegar hann væri á höfuðborgarsvæðinu, ekkert stress! Þegar Jón hafði síðan samband frá höfuðborgarsvæðinu var hann beðinn um að vera um kyrrt þar sem hann var staddur - þeir myndu koma til hans. Hans var ekki óskað niður á lögreglustöðina. Margt grunsamlegt er nú þegar á ferðinni í vinnubrögðum meintra fagmanna, eins og glöggir og jafnvel óglöggir sjá. Í viðtali um aldamótin segist Jón Grímsson vita að Njörður Snæhólm lögreglumaður hafi verið annar þeirra sem kom til hans umræddan dag. Jón sýnir Nirði Snæhólm brúna leðurjakkann sem hann var í þetta kvöld. Njörður segir Jóni hins vegar að þessi tiltekni brúni litur passi ekki alveg við lýsingu sjónarvotta; jakkinn væri of dökkur! Njörður gat að sjálfsögðu ekki vitnað fyrir um hvaða tón sjónarvottar skynjuðu á brúna jakkanum. Þrátt fyrir það tilkynnir Njörður Jóni að hann sé ekki maðurinn sem leitað sé að og megi bara gleyma þessu. Njörður Snæhólm kemur því sem sagt í kring að sjónarvottarnir fá aldrei að berja Jón þennan augum, hvað þá jakkann. Hver er þessi Njörður Snæhólm rannsóknarlögreglumaður? Njörður Snæhólm barðist sem norskur hermaður í seinna stríði og vildi fara í fremstu víglínu, óskaði sérstaklega eftir því við herstjórann. Njörður skýrir frá því í bók sinni ,,Á kafbátaveiðum” að eftir að hafa lært að verða vélbyssuskytta í Kanada hafi hann farið til Bandaríkjanna í skóla. Þar hafi menn verið ,,í sömu erindagjörðum; að læra að drepa menn.” Hann annaðist fangaflutninga bæði á meginlandi Bretlands og yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum, tók þar við föngum frá bandarísku leynilögreglunni. Í grennd við Forus, Stavanger flugvöllinn í Noregi eftir stríðið, fyrirskipaði Njörður aftöku á manni sem tók til fótanna í vörslu hans. Sem herflugmaður hugsaði hann lítið um ró og næði: ,,Heldur hitt, að lenda í sem mestum árekstrum við óvinina og reyna skjóta niður sem flesta þeirra.” Njörður lærði undirstöðuatriðin í vopnaburði, á handvélbyssur, skriðdrekariffla, handsprengjur, gas og byssustingi. Ásamt því lærði hann ,,alls konar aðferðir við að drepa með berum höndum.” Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður, segir Njörð hafa átt frumkvæðið að því að hann, Haukur, hafi farið með ekkju Geirfinns hálfu ári eftir hvarf Geirfinns til Jórdaníu. Yfirlýstur tilgangur ferðar þeirra Hauks og Guðnýjar var að hitta miðil. Hvað varð til þess að einn meintur rannsakendi fór með ekkju Geirfinns til Jórdaníu til að hitta miðil? Haukur bendir einungis á að Njörður Snæhólm hafi verið svo mikill áhugamaður um dulræn málefni. Vituð þér enn - eða hvað?
Atletico Madrid ætlar að sekta Antoine Griezmann fyrir brot á samningi þar sem sá franski lét ekki sjá sig á æfingu spænska félagsins þrátt fyrir að vera formlega boðaður þangað. ESPN greinir frá þessu í dag. Griezmann vill fara frá Atletico og greindi frá því í maí að hann yrði ekki með félaginu á næsta tímabili. Franski heimsmeistarinn hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og var búist við því að Börsungar myndu mæta strax 1. júlí og borga riftunarákvæði Griezmann, en þann dag lækkaði það úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra. Það hefur hins vegar enginn mætt með peningapoka á skrifstofur La Liga. Á föstudag sendi Barcelona inn beiðni um að fá að borga riftunarákvæðið í raðgreiðslum, en Atletico hafnaði því. Heimildarmenn ESPN innan Barcelona segjast vissir um að félagsskiptin gangi í gegn í þessari viku. Atletico ætlar hins vegar ekki að fara í neinar samningaviðræður við Barcelona tengdar greiðslunni á riftunarákvæðinu. Atletico boðaði Griezmann formlega til æfinga eftir sumarfrí á sunnudag, þann dag ferðuðust liðsmenn Atletico á sérstakt æfingasvæði þeirra í fjöllunum fyrir ofan Madrídarborg þar sem liðið æfir á undirbúningstímabilinu. Griezmann lét hins vegar ekki sjá sig. Forráðamenn Atletico eru ekki sáttir og ætla að refsa leikmanninum fyrir með því að sekta hann. Samkvæmt samningi er það hæsta sem þeir geta sektað hann um í kringum 200 þúsund evrur. „Við munum koma af stað agamáli þar sem Griezmann varð ekki við formlegu kalli hjá félaginu sem hann er samningsbundinn,“ sagði heimildarmaður Atletico við ESPN. Samkvæmt lögum er Griezmann þó ekki skyldugur til þess að mæta til vinnu strax, hann á rétt á 30 frídögum að sumri og síðasti leikur hans var 11. júní með franska landsliðinu.
Gjaldtaka á hraðhleðslustöðvum Orku náttúrunnar hefst 1. febrúar næstkomandi. Rafbílaeigendur hafa fengið ókeypis hleðslu í rúm þrjú ár. Notast verður við auðkennislykla. Framkvæmdastjóri ON segir verðið samkeppnishæft við algengt verð í Noregi. Hlöðum ON fjölgar á næstunni og verða þrjátíu í lok næsta árs. Gjaldtaka á hleðslustöðvum Orku náttúrunnar (ON) mun hefjast 1. febrúar næstkomandi og mun mínútan kosta 39 krónur. Á næstu dögum og vikum verða fjölmargar nýjar hraðhleðslur teknar í gagnið á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri ON segir mikla innviðauppbyggingu fram undan í rafbílavæðingunni og að í árslok 2018 verði hlöður á vegum fyrirtækisins orðnar rúmlega þrjátíu. Bjarni Már Júlíusson segir að fyrirkomulag gjaldtökunnar verði kynnt á næstu vikum en rafbílaeigendur muni geta skráð sig fyrir auðkennislyklum, svipaða dælulyklum olíufélaganna, og greiða síðan aðeins fyrir þær mínútur sem þeir nota. Rafbílaeigendur hafa getað hlaðið bíla sína gjaldfrjálst á hraðhleðslustöðvum ON frá árinu 2014 en ljóst var að um þróunarverkefni var að ræða og ávallt stefnt á gjaldtöku. Þegar verkefnið hófst voru rafbílar á Íslandi um hundrað talsins en hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar eru í dag á fimmta þúsund. „Við þekkjum orðið vel hvað þetta kostar og niðurstaðan er sú að mínútan verði á 39 krónur. Samkvæmt Fortum, samstarfsaðilum okkar í Noregi, styttist hleðslutíminn hjá fólki þegar gjaldtaka hófst þar. Algengast er að hleðslutíminn sé um 10-12 mínútur, en það er alltaf ódýrast að hlaða heima hjá sér.“ Af þeim meðaltímaramma má ráða að hleðsluskotið geti kostað rafbílaeigendur á bilinu 400-500 krónur. Bjarni segir að í dag sé algengur hraðhleðslutími hér upp undir 20 mínútur. Gjaldtaka muni hins vegar auka aðgengi að hlöðunum þar sem fólk freistist síður til að hlaða í botn þegar orkan er ekki lengur ókeypis, enda fái það mest fyrir peninginn upp að 80 prósenta hleðslu bílsins. Rannsóknir sýni þó að 90 prósent rafbílaeigenda hlaði bílana fyrst og fremst heima hjá sér. Algengt mínútuverð í Noregi, rafbílavæddustu þjóð veraldar, er um 34 krónur íslenskar en Bjarni bendir á að þar séu 100 þúsund rafbílar og verð ON muni því þola þann samanburð. „Nýtingarhlutfall stöðvanna hér er lágt en þegar fleiri rafbílar koma eykst nýtingin og þá verður hægt að stilla verðið af miðað við það. Þetta þarf að standa undir sér eins og aðrar fjárfestingar.“ Á næstu dögum verða síðan fjórar nýjar hlöður opnaðar á landsbyggðinni, en það er liður í verkefni ON um að koma fyrir hraðhleðslustöðvum við hringveginn. „Á næstu dögum verður opnað við Jökulsárlón, við veitingastaðinn Voginn á Djúpavogi, á Egilsstöðum við N1 og í Freysnesi. Og síðan á næstu vikum á Stöðvarfirði, í Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ við N1. Og fleiri staðir eru í bígerð.“ Í dag eru hraðhleðslustöðvar ON um tuttugu en Bjarni telur að í lok árs 2018 verði þær þrjátíu. „Þetta er að gerast mjög hratt núna og það er mjög gaman að taka þátt í þessari vegferð að gera okkur enn sjálfbærari í orkuþörf landsins.“
Það fór fram heil umferð í Iceland Express deild karla í kvöld. Þrjú efstu liðin, Grindavík, Stjarnan og Keflavík unnu öll sína leiki og KR komst upp í 4. sæti deildarinnar eftir sigur á Haukum á Ásvöllum. KR telfdi fram þremur nýjum erlendum leikmönnum og byrjaði ekki vel á móti Haukum. Haukar komust í 5-0 og voru með frumkvæðið allan fyrri hálfeik og tveggja stiga forskot í hálfleik, 41-39. KR-ingar skoruðu átta af fyrstu tíu stigum seinni hálfleiks, litu ekki til baka eftir það og unnu á endanum átta stiga sigur. Það var jafn og spennandi leikur milli ÍR og Keflavíkur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik skiptu Keflvíkingar um gír og lönduðu nokkuð þægilegum ellefu stiga sigri. Valsmenn voru 24-18 yfir á móti Þór úr Þorlákshöfn eftir fyrsta leikhlutann en Þórsliðið skoraði fimmtán fyrstu stigin í öðrum leikhlutanum og var 43-36 yfir í hálfleik. Sigur Þórsara var síðan aldrei í hættu í seinni hálfleik en þeir unnu að lokum með 17 stiga mun. Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki en Snæfellsliðið var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum. Snæfellingum tókst hinsvegar að redda sér í framlengingunni og það var nýliðinn Óskar Hjartarson sem var hetja liðsins í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni en Óskar kom frá Mostra á dögunum. Justin Shouse skoraði sigurkörfu Stjörnunnar á móti Fjölni í Grafarvogi eftir að Stjörnumönnum höfðu unnið lokakafla leiksins 18-6. Fjölnir náði 11 stiga forskoti, 71-60, þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka en það nægði samt ekki til að landa sigrinum. Grindavík vann síðan 73-65 sigur á Njarðvíkingum í Grindavík. Grindavík náði góðri forystu í leiknum en frábær þriðji leikhluti kom Njarðvíkingum inn í leikinn. Grindvíkingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum. Úrslit og stigaskor í Iceland Express deild karla í kvöld: Fjölnir-Stjarnan 77-78 (15-14, 29-25, 23-21, 10-18) Fjölnir:Nathan Walkup 28/11 fráköst, Calvin O'Neal 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 15/14 fráköst/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Trausti Eiríksson 4/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3, Hjalti Vilhjálmsson 2/5 stoðsendingar. Stjarnan:Justin Shouse 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 18/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst, Keith Cothran 12/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 5/5 fráköst. Grindavík-Njarðvík 73-65 (24-18, 16-14, 17-24, 16-9) Grindavík:J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/5 fráköst, Giordan Watson 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 2/5 fráköst. Njarðvík:Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4. Tindastóll-Snæfell 99-100 (17-24, 19-18, 23-29, 22-10, 18-19) Tindastóll:Helgi Rafn Viggósson 22/5 fráköst, Maurice Miller 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Curtis Allen 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 14, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Svavar Atli Birgisson 10, Myles Luttman 2, Hreinn Gunnar Birgisson 2/7 fráköst. Snæfell:Quincy Hankins-Cole 26/11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 24/6 fráköst, Marquis Sheldon Hall 15/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Óskar Hjartarson 9/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8/8 fráköst, Ólafur Torfason 7/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 2. Valur-Þór Þorlákshöfn 73-90 (24-18, 12-25, 21-22, 16-25) Valur:Garrison Johnson 23/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 14/8 fráköst, Hamid Dicko 14/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 8, Austin Magnus Bracey 7/4 fráköst, Ragnar Gylfason 4/4 fráköst, Benedikt Blöndal 3. Þór Þorlákshöfn:Matthew James Hairston 25/14 fráköst, Darrin Govens 25/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 stoðsendingar, Blagoj Janev 7/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4, Darri Hilmarsson 4. Haukar-KR 74-82 (22-21, 19-18, 12-25, 21-18) Haukar:Hayward Fain 18/8 fráköst, Christopher Smith 16/12 fráköst/3 varin skot, Haukur Óskarsson 13, Davíð Páll Hermannsson 9, Emil Barja 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 4/6 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 3, Guðmundur Kári Sævarsson 2/4 fráköst. KR:Joshua Brown 26/4 fráköst/5 stolnir, Emil Þór Jóhannsson 17, Robert Lavon Ferguson 17/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 8/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnusson 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3. ÍR-Keflavík 84-95 (26-31, 14-11, 21-27, 23-26) ÍR:Nemanja Sovic 26/10 fráköst, James Bartolotta 18, Robert Jarvis 16/4 fráköst/8 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 10/5 fráköst, Ellert Arnarson 7, Kristinn Jónasson 3, Eiríkur Önundarson 3, Þorvaldur Hauksson 1. . Keflavík:Charles Michael Parker 34/9 fráköst, Steven Gerard Dagustino 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jarryd Cole 16, Magnús Þór Gunnarsson 10/5 fráköst/5 stolnir, Valur Orri Valsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 6/8 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 3.
Síminn gagnrýnir eftirlitsaðila fyrir að hafa ekki komið fram með neinar tillögur um eða lausnir á hvernig megi hraða eða standa að því að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins. Vegna þess að markaðslegar forsendur eru ekki fyrir hendi eru enn fjölmargir þéttbýlisstaðir þar sem ekki hefur verið lagður ljósleiðari og engin áform liggi fyrir um hvenær slíkar framkvæmdir muni eiga sér stað. „Stefna eftirlitsaðila frekar dregið úr hvata til fjárfestinga og þannig hægt á hugsanlegum verkefnum. Þessi framkvæmd er eðlilega óásættanleg,“ segir í umsögn Símans vegna Grænbókar um fjarskipti. Dótturfélag Símans er Míla sem er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst starfsemi þess í að byggja upp og reka innviði fjarskipta. Í umsögn Símans er nefnt að mögulegt sé að vinna í áttina að því að gera fjárfestingar í minni sveitarfélögum fýsilegri með því að opna fyrir skýrari reglur um heimild fyrir langtíma samninga milli heildsöluaðila og smásöluaðila. „Þannig má minnka áhættuna í fjárfestingum og auka líkurnar á því að þær verði að veruleika án þess að ríkið þurfi að leggja til fjármagn. Með því að draga úr áhættunni ætti verðlagning að vera lægri en ella og ekki síður auknar líkur á því að fjárfestingin eigi sér stað á annað borð,“ segir í umsögninni. Sjá einnig Mílu refsað fyrir að byggja upp innviði Sækja mætti þar fyrirmyndir úr raforkufjárfestingum eða slíkum verkefnum þar sem samningar eru iðulega til lengri tíma. „Að mati Símans er þetta sérstaklega mikilvægt þar sem ríki og sveitarfélög hafa sýnt sig reiðubúin að fara í samkeppni við einkaaðila um ljósleiðarafjárfestingar.“ Þá bendir fjarskiptarisinn á það í umsögn sinni að hann telji áríðandi að „unnið [sé] að lausn í samstarfi við markaðsaðila, sem er til þess fallin að búa til jákvæða hvata til fjárfestinga og þannig dregið úr þörfinni fyrir íþyngjandi reglur eða fjárhagsleg inngrip með ríkisaðstoð.“ Síminn telur einnig brýnt að settar verði fram reglur af hálfu hins opinbera um heimild aðila til þess að vinna sameiginlega að fjárfestingum í innviðum fjarskipta. Sjá einnig Erlendir innviðasjóðir bítast um Mílu „Það hefur lengi verið í stefnu í fjarskiptamálum hins opinbera að efla samnýtingu en í framkvæmd hafa eftirlitsaðilar frekar verið misvísandi og með mismunandi skilaboð. Telur Síminn nauðsynlegt að það sé skýrt hvert svigrúm sé til samstarfs og hvaða reglur eigi að gilda um slíkt samstarf. Óvissa og loðin svör eftirlitsaðila leiða frekar til þess að samvinna eigi sér ekki stað vegna óvissu um viðbrögð og jafnvel refsingar eftirlitsaðila löngu eftir að samstarf er hafið,“ segir í umsögninni. Þá bætir Síminn við að ef hinu „opinbera sé alvara um að efla samnýtingu í innviðum þarf skýr fyrirmæli um að samnýting sé heimil og aðilar geti fengið staðfestingu áður en ráðist er í framkvæmdir.“
Hundruðir bíða enn eftir því að fá enska boltann heim í stofu. Síminn vonast til þess að sá listi verði hreinsaður upp á næstu dögum. Stjórn Arsenalklúbbsins hélt fund á Players í dag og horfðu meðlimir í leiðinni á leik Arsenal og Newcastle sem fór tvö núll fyrir þeim fyrrnefndu. Til að sjá enska boltann þurfa áhorfendur að vera tengdir breiðbandinu eða með ADSL tengingu hjá Símanum. Yfir þessu hafa bæði OgVodafone og Hive kvartað til Samkeppniseftirlitsins. Hive kvartar einnig yfir OgVodefone sem boðið heftur stóran afslátt af áskriftum á Sýn til ADSL áskrifenda OgVodafone. Nokkur fjöldi var mættur á Players í dag til að fylgjast með boltanum. Einn þeirra var ósáttur við hversu langan tíma tók að fá enska boltann heim. Sigurður Guðmundsson, aðdáandi Arsenal: Það er búið að ganga alveg rosalega brösuglega. Ég var byrjaður að vera hjá Hive og ég þurfti náttúrulega að skipta yfir í Símann, en þar sem ég er líka skráður í Háskólanum þá þarf ég ekki að vera með internetþjónustu hjá Símanum, ég get verið með internet í gegnum Háskólann. En svo bara þegar þeir töluðu við mig þá sögðu þeir mesta lagi tveggja vikna bið og það eru liðnar núna sjö vikur síðan og ég er nýbúinn að fá þetta. Sigurður segir skilyrðin í gegnum ADSL tenginguna vera ágæta á köflum en slæma þess á milli. Hjördís Rut Sigurjónsdóttir: En hvernig er myndin þegar hún er verst? Sigurður Guðmundsson: Svona eins og lélegur DVD diskur sem þú færð á videóleigu, skjárinn verður svona mósaík, bara dettur út, hljóðið dettur út og bara það er ekki hægt að horfa á það, það er þægilegra að horfa á ruglað Sýn með tali. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum eru enn hundruð á biðlista eftir því að fá enska boltann í gegnum ADSL en vonir standa til að ná að hreinsa upp þann biðlista á næstu dögum.
Stefnt er að því að viðræðunefnd flokkanna sem standa að R-listanum komi saman á morgun, en hún hefur ekki haldið fund síðan fyrir verslunarmannahelgi og má því segja að framboðsmál listans séu enn í lausu lofti. Það er enn óljóst hvort flokkanrnir ætla að standa að sameiginlegum lista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Átján manna forystusveit Samfylkingarinnar kemur saman til fyrsta formlega fundar eftir sumarleyfi í dag þar sem þessi mál ber væntanelga á góma, en ekki er búið að ákveða stað og stund fyrir fund viðræðunefndarinnar á morgun. Vinstri gærnir ætla að standa á þeirri ákvörðun sinni að efna til prófkjörs í röðum sinna manna í haust, Framsóknarmenn hafa lagt fram tillögu að uppröðun á sameiginlegan lista, sem Vinstri grænir geta að vissu fallist á, en í Samfylkingunni hefur verið rætt um prófkjör innan flokksins annarsvegar og hinsvegar sameiginlegt prófkör allra flokkanna. Síðari kostinn geta Vinstri grænir þó ekki fallist á. Þá hefur ekkert verið ákveðið formlega um borgarstjórakandídat nema hvað flestum þykir eðlilegt að hann komi úr Samfylkingunni. Ælti Samfylkingin ekki að efna til prófkjörs innan flokksins, sem myndi þá líka snúast um það, þykir Steinunn VAldís Óskarsdóttir sjálfsögð á þann póst, en ekki er einhugur um það inann flokksins. Þá hefur Össur Skarphéðinsson alþingismaður ekki viljað þver taka fyrir hugmyndina um að verða borgarstjóraefni. Í gær kom síðan Þórólfur Árnason fyrrverandi borgarstjóri fram í Kastljósi Ríkisútvarpsins og lýsti þar brenanndi áhuga á borgarmálunum og sagðist og sagðist alltaf hafa stutt R listann þótt hann væri ekki flokksbundinn neinum flokknum. Áhugamenn um stjórnmál telja að þarna hafi Þórólflur ef til vill verið að minna á sig í enda sé almennt svo litið á að hann sé búinn að afplána þátt sinn í samráði olíufélaganna, eins og þeir orða það. Máli sínu stil stuðnings benda þeir á að í rauninni hafi ekki verið neitt tilefni til viðtalsins við hann, en hann hafi notað tækifærið til að lýsa áhuga sínum á borgarmálum. Ekki náðist í Þórólf fyrir hadegisfréttir.
26 ára gömul kona var lögð inn á spítala og var þar í þrjá daga eftir að hafa ofreynt sig á æfingu hjá Bootcamp. Litlu mátti muna að nýru hennar hættu að starfa. Birna Haraldsdóttir hefur stundað íþróttir mestalla ævi en er hins vegar rétt nýbyrjuð að æfa hjá Bootcamp. Æfingarnar þar þykja æði erfiðar og menn hvattir til að reyna á sig til hins ýtrasta. Og það gerði Birna svo sannarlega. Síðastliðinn fimmtudag var hún að æfa upphandleggsvöðvana með þar til gerðum æfingum. Næstu tvo dagana á eftir bólgnuðu handleggirnir hins vegar mikið þar til Birnu var hætt að lítast á blikuna. Á föstudagskvöldinu fór hún loks upp á spítala. Birna Haraldsdóttir, íþróttakona: Og þar kom í ljós að ég hafði verið að vinna allsvakalega og æfa, æfa allsvakalega á mjólkursýrunni, sem varð til þess að það varð mjög mikil niðurbrot í vöðvunum og þar að leiðandi fór mikil mjólkursýra út í blóðið. Og þetta kallast CK sem að, þessi mjólkursýra í blóðinu og hún á að vera 200 en ég var með 55 þúsund og ég var svona um það bil kannski hálfum sólarhring frá mjög alvarlegri nýrabilun. Birna sagðist hafa fengið góða og jákvæða hvatningu á meðan æfingunni stóð og það ásamt miklu keppniskapi varð til þess að hún kláraði æfinguna af fullum krafti. Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari og annar eigenda Bootcamp: Oft þegar við fáum til okkar íþróttamenn sem eru vanir því að taka á því og hafa kannski verið í pásu í smá tíma, þá hafa þeir samt sem áður keppnisskapið og minninguna um það að hafa verið í góðu formi og geta tekið vel á því. Og, og hérna og Birna er nú fyrrum íþróttamaður og, og góður íþróttamaður og hún hefur keppnisskapið, þannig að hún tók vel á því og það getur auðvitað haft þær afleiðingar að maður gengur kannski skrefinu of langt. En að sjálfsögðu reynum við að tryggja það að fólk fari að þeim mörkum sem að líkaminn ræður við. Það er ekki með öllu óþekkt að líkamsræktarfólk hafi þurft að leita sér læknisaðstoðar eftir of mikil átök við æfingar. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem slíkt gerist hjá Bootcamp. Birna var útskrifuð nú síðdegis og ekki er reiknað með öðru en að hún nái fullum bata. Hún á þó ekki von á að skella sér í ræktina á allra næstu dögum.
34 hafa verið greindir með Covid-19 smit, 8 voru greindir seint í gærkvöldi. Landlæknir, sóttvarnalæknir og ríkislögreglustjóri sendu sameiginlegt minnisblað til ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga í gær þar sem lýst er áhyggjum af verkföllum. Birgir Þór Harðarson, fréttamaður, er í stjórnstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Já, yfirstandandi og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir geta ógnað lýðheilsu á Íslandi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þetta er mat ríkislögreglustjóra, landlæknis og sóttvarnalæknis sem skora á deiluaðila að leita allra leiða til þess að enda verkfallsaðgerðir. Starfsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá 17. febrúar og 15.400 starfsmenn BSRB hefja verkfallsaðgerðir á mánudaginn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB: Við munum horfa til þess hver staðan er ef að til þess kemur að það verði verkföll og meta undanþágubeiðnirnar út frá því. Við gerum okkur öll grein fyrir ástandinu og við munum ekki leiða til þess að það hafi áhrif umfram það sem að verið er að berjast fyrir. Sagði Sonja Ýr. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur þegar frestað verkfallsaðgerðum sínum á meðan að hættustig Almannavarna vegna Covid-19 er í gildi. Minnst 8 þeirra sem greindir hafa verið meið Covid-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki í síðustu viku. Sóttvarnalæknir hefur bætt því skíðasvæði á lista yfir svæði sem fólki er ráðlagt að ferðast ekki um að nauðsynjalausu. Allir sem að hafa verið þar frá 29. febrúar eru beðnir um að fara í 14 daga sóttkví og upplýsa heilsugæslu sína um það. Sóttvarnalæknir hafði áður ráðið fólki frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu. Fólk sem hefur verið á þessum svæðum og finnur fyrir einkennum sem líkjast flensu er bent á að hafa samband við Læknavaktina í síma 1700. En hér hjá mér er Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Birgir Þór Harðarson: Það er kannski best að spyrja, hefur ykkur tekist að greina hvaðan þessi 8 sem að staðfest voru með smit í gærkvöldi, fengu veiruna? Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra: Já öll staðfestu smitin sem við erum með eru tengsl við þessa tvo staði. Það sem sagt er Norður-Ítalía og þetta skíðaþorp í Austurríki. Þannig að þetta er ennþá þessir tveir svona klösterar, ef maður slettir, sem að við erum að tala um að hérna sem að þessi smit eru öll að koma frá. Birgir: Þetta eru sem sagt ekki krosssmit hér á Íslandi? Víðir Reynisson: Nei það eru engin staðfest smit á milli manna á Íslandi heldur tengist þetta allt þessum tveimur stöðum. Birgir: Þið hafið tekið fjölda sýna úr fólki, hversu hátt hlutfall þeirra sýna sem hafa verið tekin reynast jákvæð fyrir Covid-19? Víðir Reynisson: Í þessu, áður en ég fer að segja einhverja tölu þá er rétt að leggja áherslu á það að við erum auðvitað að targetera eða við erum að sem sagt miða þessum aðgerðum að ákveðnum hópum, þannig að það er mjög eðlilegt að það sé hátt hlutfall en það er svona um 10% af þeim sýnum sem við höfum verið að greina sem eru jákvæð sem er auðvitað hátt hlutfall en það er, skýringin er auðvitað sú að við erum ekkert að taka sýni af hverjum sem er, þannig að það er ekkert hægt að taka þessa tölfræði og fara með hana einhvern veginn og bera hana saman við þjóðina í heild sinni eða eitthvað slíkt, það er alveg fráleitt. En þetta snýr að því að við erum að taka ákveðinn hóp sem við teljum vera útsettan og reyndin er greinilega hefur verið útsettur fyrir þessu og það skýrir þessa háu tölu. Birgir: Og þið hafið verið að taka sýni úr fólki hér og þar í samfélaginu, þ.e.a.s. líka úr fólki sem ekki var í þessum skíðahópum í Austurríki og á Norður-Ítalíu. Hefur það borið árangur? Víðir Reynisson: Ekki ennþá, þ.e.a.s. eins og þú segir, við erum að taka stikkprufur úr sýnum sem eru tekin vegna annarra veikinda, þ.e.a.s. fólk sem hefur engin tengsl við það sem að við erum að miða okkar aðgerðum að, það er verið að taka þau sýni og reyna að greina þau hvort það sé þessi veira í þeim og það hefur ekki verið neitt jákvætt slíkt sýni ennþá. Birgir: Ég skil. Um þetta bréf sem þið sendur í gærkvöldi um hérna yfirstandandi verkföll, hafið þið fengið viðbrögð við því bréfi? Víðir Reynisson: Ekki önnur bara heldur en þau að þetta sé móttekið og menn hafi fullan skilning á þessu og það er náttúrulega mikilvægt fyrir alla að átta sig á því að við værum ekki að senda svona áskorun frá okkur nema í hérna, okkur teldi það vera mjög mikilvægt og við auðvitað sem störfum við þetta við erum í þessari kjarabaráttu og, og hérna þess vegna er ekkert af neinni, að ástæðulaus og við leggjum á það mikla áherslu að aðilar nýti þennan tíma vel og nái samningum og við þurfum ekki að fara í einhverjar undanþágur eða frestun einhverra verkfalla heldur verði einfaldlega, leggi aðilar nótt við dag við það að klára og ná samningum. Birgir: Sóttvarnalæknir hefur mikil völd í svona ástandi og þið. Kemur til greina að grípa inn í eða beita einhverjum svona úrræðum? Víðir Reynisson: Ekkert slíkt verið til umræðu, við bara treystum á þetta fólk sem er að vinna þetta. Við skiljum að þetta er flókin staða og þetta er búið að taka langan tíma og það er erfið staða í þessum málum og hérna, en við höfum ekkert verið að ræða annað en það heldur en þessa áskorun og við viljum bara að hérna og vitum það alveg að aðilar munu gera allt sem þeir gera til þess að þessi staða komi ekki upp. Birgir: Fréttastofu hafa borist sögur og ábendingar um fólk sem hefur verið að koma frá Norður-Ítalíu og víðar en ekki farið í sóttkví og mætt jafnvel til vinnu strax eða á samkomur og síðan greinst smitað. Hver eru ykkar tilmæli til þessa fólks eða varðandi þetta? Víðir Reynisson: Þetta er kannski um tvennskonar að ræða, það er annars vegar sem sagt fólk sem að, sem að var búið að mæta til vinnu áður en það fékk skilaboðin um að það ætti að vera í sóttkví og hérna síðan er þetta hins vegar það að við höfum hérna fengið sem sagt ábendingar um fólk sem hefur átt að vera í sóttkví, ekki verið það. Við höfum leitað slík dæmi uppi og það hefur ekki reynst fótur fyrir því. Birgir: Akkúrat. Hefur lögreglan þurft að hafa afskipti af fólki til þess að skikka það í sóttkví? Víðir Reynisson: Sko teymið okkar sem að er í smitrakningunum og er í samskiptum við fólk að það er samsett af lögreglumönnum og heilbrigðisstarfsmönnum, þannig að það er ýmist lögreglumaður eða heilbrigðisstarfsmaður sem er að tala við fólkið og veita þessar upplýsingar og biðja það um að vera í sóttkví. Birgir: Akkúrat. Þakka þér kærlega fyrir það Víðir og við kveðjum héðan úr Skógarhlíð.