Title
stringlengths
15
17
Keywords
stringlengths
3
238
Summary
stringlengths
73
7.23k
Text
stringlengths
125
444k
Mál nr. 584/2017
Lánssamningur Gengistrygging
Ú ehf. krafðist þess að viðurkennt yrði að lánssamningur milli hans og LÍ hf., forvera L hf., hafi verið bundinn ólögmætri gengistryggingu samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Var um að ræða fjölmyntalán „að jafnvirði“ 85.000.000 krónur í þremur erlendum gjaldmiðlum sem skiptust í jöfnum hlutföllum. Í dómi Hæstaréttar kom fram að slík tilgreining á fjárhæð lánsins nægði ekki ein og sér til að komast að niðurstöðu um hvort hann tæki til láns í erlendum gjaldmiðli eða í íslenskum krónum bundið gengi erlendrar myntar heldur yrði að líta til þess hvernig aðilar efndu aðalskyldur sínar samkvæmt samningnum. Var tekið fram að andvirði lánsins hefði verið ráðstafað að ósk Ú ehf. inn á gjaldeyrisreikninga, en með því móti hefði stofnast samsvarandi krafa í erlendum myntum á hendur bankanum vegna reikninganna. Talið var að þegar lánveitandi efni aðalskyldu sína með því móti hefði fé í erlendum gjaldmiðlum í reynd skipt um hendur. Var því fallist á það með héraðsdómi að um hafi verið að ræða lán í erlendum gjaldmiðlum og L hf. því sýknað af kröfu Ú ehf.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Benedikt Bogason og SímonSigvaldason dómstjóri.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 18. september 2017. Hann krefst þess að viðurkennt verðiað lánssamningur milli áfrýjanda og Landsbanka Íslands hf. 20. febrúar 2004 sébundinn ólögmætri gengistryggingu samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Málsatvikum og málsástæðum aðila er lýst í héraðsdómi. Við úrlausn umhvort samningur sé um lán í erlendum gjaldmiðli eða í íslenskum krónum bundiðgengi erlendra mynta hefur í fjölmörgum dómum Hæstiréttar verið lagt tilgrundvallar að fyrst og fremst verði byggt á skýringu á texta viðkomandisamnings þar sem lýst er skuldbindingunni sem lántaki gengst undir. Þegar sútextaskýring tekur ekki af skarið um efni lánssamningsins hefur verið litið tilatriða sem lúta að því hvernig hann hefur verið efndur og framkvæmdur að öðruleyti.Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi sagði í fyrrgreindum lánssamningiað um væri að ræða fjölmyntalán „að jafnvirði“ 85.000.000 krónur í þremur erlendumgjaldmiðlum sem skiptust í jöfnum hlutföllum. Hæstiréttur hefur ítrekað slegiðþví föstu að slík tilgreining á fjárhæð láns í texta samnings nægi ekki ein ogsér til að komast að niðurstöðu um hvort hann taki til láns í erlendumgjaldmiðli eða í íslenskum krónum bundið gengi erlendrar myntar, sbr. meðalannars dóm Hæstaréttar 15. júní 2012 í máli nr. 3/2012. Verður því að líta tilþess hvernig lánveitandinn og lántakinn efndu aðalskyldur sínar samkvæmtsamningnum. Svo sem rakið er í héraðsdómi var andvirði lánsins ráðstafað að óskáfrýjanda inn á gjaldeyrisreikninga, en með því móti stofnaðist samsvarandikrafa í erlendum myntum á hendur bankanum vegna reikninganna. Þegar lánveitandiefnir aðalskyldu sína með því móti hefur verið talið að fé í erlendumgjaldmiðlum skipti í reynd um hendur, sbr. meðal annars dóma réttarins 11.september 2014 í máli nr. 90/2014 og 15. janúar 2015 í máli nr. 409/2014. Samkvæmtþessu verður fallist á það með héraðsdómi að um hafi verið að ræða lán íerlendum gjaldmiðlum. Verður dómurinn því staðfestur.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti einsog í dómsorði greinir, en fjárhæð hans tekur mið af því að samhliða er rekiðannað mál um samkynja sakarefni.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Útgerðarfélagið Dvergur ehf., greiði stefnda,Landsbankanum hf., 600.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, 27. júní 2017, í máli nr. E-2161/2015:Mál þetta, sem dómtekiðvar 17. maí sl., var höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 12. júní 2015, afÚtgerðarfélaginu Dverg hf., Grundarbraut 26, Ólafsvík, á hendur Landsbankanumhf., Austurstræti 11, Reykjavík.Dómkröfur stefnanda eruþær, að viðurkennt verði með dómi að lánssamningur milli stefnanda og LandsbankaÍslands hf., frá 20. febrúar 2004, að fjárhæð 85.000.000 króna, sé bundinnólögmætri gengistryggingu samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu.Stefnandi krefst einnigmálskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda, auk virðisaukaskatts ámálflutningsþóknun.Dómkröfur stefnda eruþær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendistefnanda, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.IIStefnandi, sem erútgerðarfyrirtæki, gerði samning við Útgerðarfélagið Tjald í febrúar 2004 umkaup stefnanda á aflahlutdeild skipsins Tjalds SH-270, ásamt 70.000 kgaflamarki í þroski fiskveiðiárið 2003/2004.Kaupverð aflahlutdeilda var ákveðið 75.600.000 krónur og kaupverðaflamarks 8.400.000 krónur og bar stefnanda að leggja fjárhæðina inn áfjárvörslureikning Magnúsar Helga Árnasonar hdl., nr. 0101-26-27175, en honumbar svo að flytja fjárhæðina inn á reikning Útgerðarfélagsins Tjalds, nr.190-26-200058, þegar Fiskistofa hefði staðfest að flutningur aflahlutdeildannaog aflamarksins hefði farið fram.Stefnandi kveður að vegnaframangreindra kaupa hafi hann óskað eftir því að Landsbanki Íslands hf. lánaðihonum íslenskar krónur og hafi honum verið boðið lán í íslenskum krónum, bundiðvið gengi annarra gjaldmiðla.Stefnandi og LandsbankiÍslands gerðu með sér lánssamning, dagsettan 20. febrúar 2004, um lán aðfjárhæð 85.000.000 króna. Umdeilt lán erá forsíðu lánssamningsins tilgreint í íslenskum krónum en í upphafsorðum samningsinssegir að aðilar geri með sér lánssamning um „fjölmyntalán til 15 ára aðjafnvirði“ 85.000.000 króna „í neðanskráðum myntum og hlutföllum: EUR 1/3, CHF1/3, JPY 1/3“. Síðan segir: „Fjárhæð hvers gjaldmiðils ákvarðast þó ekkifyrr en tveimur virkum bankadögum fyrir útborgunardag lánsins. Skuldin verður þá eftirleiðis tilgreind meðfjárhæð þeirra erlendu mynta eða jafngildi þeirra í öðrum erlendum myntum. Greiði lántaki afborganir, vexti ogdráttarvexti eða aðrar greiðslur í íslenskum krónum skal hann greiða samkvæmtsölugengi bankans á gjalddaga.“Í grein 1.1 segir aðlántaki, þ.e. stefnandi, lofi að taka að láni og Landsbanki Íslands hf. að lánaumsamda lánsfjárhæð. Í grein 1.2 segirað lántaki sendi bankanum beiðni um útborgun með að minnsta kosti tveggja virkrabankadaga fyrirvara, þar sem tiltekinn sé sá reikningur sem leggja skulilánshlutann inn á. Form aðútborgunarbeiðni sé viðauki 1 við samninginn.Í útborgunarbeiðni,dagsettri 20. febrúar 2004, óskar stefnandi eftir því að lánið verði greitt út23. febrúar 2004, inn á IG-reikning í eigu Útgerðarfélagsins Tjalds ehf. Þá segir að stefnandi heimili LandsbankaÍslands hf. að skuldfæra greiðslu afborgana, vaxta og annarra gjalda samkvæmtlánssamningnum af reikningi hans nr. 190-26-30002.Samkvæmt framlögðutölvuskeyti fór Útgerðarfélagið Tjaldur ehf. fram á að andvirði kvótasölufélagsins til Útgerðarfélaganna Hauks og Dvergs yrði „að eins miklu leyti oghægt er“ greitt í erlendum myntum inn á gjaldeyrisreikninga félagsins íbandaríkjadölum, evrum, sterlingspundum, japönskum jenum og svissneskumfrönkum. Eftirstöðvar skyldu greiðastinn á tékkareikning félagsins í íslenskum krónum.Í grein 2.1 ílánssamningnum segir að lánið sé til fimmtán ára og skuli greiða með 30 jöfnumafborgunum á sex mánaða fresti, fyrst 1. júní 2004. Í grein 2.2 kemur fram að lántaki óski eftirþví að reikningur hans hjá bankanum verði skuldfærður fyrir afborgunum ogvöxtum en númer reikningsins er ekki tilgreint.Í grein 2.3 segir meðalannars að lántaka sé heimilt að greiða lánið hraðar eða að fullu áður en aðlokagjalddaga komi en það sé þó háð samþykki bankans. Sé þessi heimild nýtt skuli „lágmarksgreiðslanema a.m.k. jafnvirði 10 milljóna íslenskra króna hverju sinni“.Í grein 2.5 er kveðið áum að komi til vanefnda af hálfu lántaka skuldbindi hann sig til þess að greiðabankanum, auk vaxta og dráttarvaxta samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001, allankostnað sem bankinn leggi út vegna vanefndanna.Í grein 3.1 segir aðlántaki lofi að greiða bankanum vexti sem skuli vera breytilegir vextirjafnháir sex mánaða LIBOR-vöxtum, auk 1,50% vaxtaálags.Í grein 4.1 er kveðið áum að sé skuldin í skilum geti lántaki óskað eftir því við bankann ávaxtagjalddaga að myntsamsetningu lánsins verði breytt, þannig að eftirstöðvarskuldarinnar miðist að öllu leyti eða að hluta við aðrar erlendar myntir eðamynteiningar, eina eða fleiri, og í öðrum hlutföllum en upphaflega var umsamið. Síðan segir: „Við myntbreytinguskal við umreikning nota sölugengi þess gjaldmiðils sem hætt er að miða við ogkaupgengi þess gjaldmiðils sem framvegis skal miða við, samkvæmt gengisskráningLandsbanka Íslands hf. á íslensku krónunni, tveimur virkum bankadögum fyrirmyntbreytinguna nema um annað sé sérstaklega samið.“Í grein 7.1 er kveðið áum að standi lántaki ekki skil á greiðslu vaxta eða afborgunar beri honum aðgreiða dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð frá gjalddaga til greiðsludagssamkvæmt ákvæðum laga nr. 38/2001.Bankinn hafi um það val, hvort hann krefjist dráttarvaxta af fjárhæðinnií erlendri mynt, eða af skuldinni breyttri í íslenskar krónur.Í grein 10.1 kemur framað til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu allra lánshluta samkvæmtsamningnum skuli lántaki gefa út tryggingarbréf að fjárhæð 102.000.000 króna,tryggt með 3. veðrétti í skipinu Sveinbirni Jakobssyni SH-10,skipaskráningarnúmer 260.Í grein 11.2 er kveðið áum að sé samningurinn gjaldfelldur á grundvelli ákvæða í grein 11.1 ísamningnum, sé bankanum heimilt að umreikna skuldina í íslenskar krónur ágjalddaga eða uppsagnardegi miðað við skráð sölugengi bankans á þeim myntum semhver lánshluti sé í og krefja lántaka um greiðslu hans í samræmi við ákvæðisamningsins. Samkvæmt grein 11.3 beraallar skuldir í tilvikum gjaldfellingar dráttarvexti í samræmi við III. kaflalaga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af gjaldfallinni eða gjaldfelldrifjárhæð.Samkvæmt framlögðumkaupnótum millifærði forveri stefnda inn á reikninga Útgerðar­félagsins Tjaldsehf., 23. febrúar 2004, 325.344,44 evrur inn á reikning nr. 190-38-710006,513.736,70 svissneska franka inn á reikning nr. 190-38-600558 og 44.235.925japönsk jen inn á reikning nr. 190-38-670058.Fjármálaeftirlitið neytti7. október 2008 heimildar í 100. gr. a í lögum nr. 161/2002, umfjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundarí Landsbanka Íslands hf., víkja stjórn félagsins frá og setja yfir þaðskilanefnd. Í framhaldi af því varstofnaður Nýi Landsbanki Íslands hf., nú Landsbankinn hf., stefndi þessa máls. Tók stefndi við ýmsum réttindum og skyldumeldri bankans og er óumdeilt að hann hafi þar á meðal tekið yfir kröfu á hendurstefnanda samkvæmt lánssamningnum frá 20. febrúar 2004.Af hálfu stefnanda ogstefnda var undirritaður viðauki við umþrættan lánssamning 28. janúar2009. Í viðaukanum segir að samningurinnhafi verið um lán að fjárhæð 85.000.000 króna, í eftirtöldum myntum oghlutföllum: CHF 1/3, EUR 1/3 og JPY 1/3.Eftirstöðvar lánsins, 2. júní 2008, eru tilgreindar 47.946.035 japönskjen og 575.490,62 svissneskir frankar.Lánstímanum var breytt þannig að eftirstöðvar lánsins skyldi endurgreiðaað fullu með 21 jafnri afborgun á sex mánaða fresti. Vexti skyldi einnig greiða á sex mánaðafresti og reiknast frá 2. júní 2008.Í framlögðum tilkynninguum gjalddaga frá stefnda, dagsettum 20. maí 2009, 25. maí 2010 og 21. maí 2012,eru fjárhæðir afborgana og vaxta tilgreindar í svissneskum frönkum og japönskumjenum. Samkvæmt framlögðum kvittunum,útgefnum 1. september 2015, greiddi stefnandi af láninu 2. júní 2009 í svissneskumfrönkum og japönskum jenum, 1. júní 2010 í sömu gjaldmiðlum og 1. júní 2012 ísvissneskum frönkum. Þá er lögð framkvittun, gefin út 1. júní 2007, og samkvæmt henni greiddi stefnandi af láninuþann sama dag í evrum, japönskum jenum og svissneskum frönkum.Stefnandi kveður stefndaekki hafa samþykkt ítrekuð erindi hans þess efnis að lán hans verði leiðrétt ísamræmi við niðurstöður dóma Hæstaréttar Íslands sem kveða á um ólögmæti lána ííslenskum krónum, sem bundin séu við gengi erlendra gjaldmiðla, líkt og ágreininguraðila stendur nú um.IIIStefnandi byggir kröfursínar á því að lánssamningurinn frá 20. febrúar 2004, nr. 445, sé um lán semverðtryggt hafi verið við gengi erlendra mynta og að slík verðtrygging fari íbága við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. 13. og 14. gr.laganna, eins og dómstólar hafi margsinnis staðfest. Stefnandi heldur því fram að samningur þessisé sams konar og fjallað var um í dómi Hæstaréttar Íslands frá 9. júní 2011, ímáli nr. 155/2011, þar sem staðfest hafi verið að samhljóða samningur væri umlán í íslenskum krónum, bundinn með ólögmætum hætti við gengi erlendragjaldmiðla.Stefnandi vísar tilforsíðu lánssamningsins og að hvergi sé þar að finna tilgreiningu á láninu íerlendum myntum. Hafi það verið ætlunstefnda að veita lán í erlendri mynt hefði slíkt vitaskuld verið tekið fram áforsíðu samningsins. Í upphafsorðumsamningsins sé lánsfjárhæðin jafnframt aðeins tilgreind í íslenskumkrónum. Hvorki þar né annars staðar ílánssamningnum sé að finna ákvæði um hversu há lánsfjárhæðin sé í erlendummyntum en slíkt er, að mati stefnanda, forsenda þess að skuldbinding getitalist vera í erlendum myntum. Aðeinshlutföll hinna erlendu mynta séu tilgreind.Að mati stefnanda gefi þetta bersýnilega til kynna að lánið sé í raun ogveru í íslenskum krónum og bundið við gengi umræddra gjaldmiðla í tilgreindumhlutföllum. Þá komi fram í aðfaraorðumsamningsins að fjárhæð hvers gjaldmiðils ákvarðist ekki fyrr en tveimur virkumbankadögum fyrir útborgunardag lánsins.Með öðrum orðum ákvarðist „viðmiðunargengið“ ekki fyrr en tveimurbankadögum fyrir útborgunardag lánsins.Þetta ákvæði þjóni vart öðrum tilgangi en að binda skuld­bindinguna, semsé í íslenskum krónum, við gengi gjaldmiðlanna á þeim tiltekna degi. Vísar stefnandi um þetta til dóma HæstaréttarÍslands frá 9. júní 2011, í máli nr. 155/2011, frá 14. febrúar 2011, í máli nr.603/2010, og frá 8. mars 2011, í máli nr. 30/2011. Í ljósi þess að skuldbinding aðila séeingöngu tilgreind í íslenskum krónum geti lánið ekki hafa verið í erlendummyntum. Af þeim sökum blasi við aðumþrætt lán hafi verið gengistryggt lán.Stefnandi vísar jafnframtí grein 4.1 í lánssamningnum um heimild lántaka til þess að óska eftir því aðmyntsamsetningu lánsins verði breytt þannig að eftirstöðvar skuldarinnar miðistað öllu leyti eða hluta við aðrar erlendar myntir en upphaflega hafi veriðsamið um. Ákvæðið gefi það bersýnilegatil kynna að verið sé að gengistryggja lán í íslenskum krónum enda komi þaðbeinlínis fram í ákvæðinu að hægt sé að greiða eftirstöðvar skuldarinnar þannigað þær „miðist“ við aðrar myntir.Stefnandi fái ekki séð hvers vegna erlent lán ætti að miðast við aðrarmyntir, hafi það í raun verið í erlendum myntum. Lántaka hafi verið veitt heimild til þess aðbreyta „vísitölu“ lánsins meðan á lánstíma stæði og sýni það glöggt að lániðhafi aldrei verið í erlendum myntum heldur í íslenskum krónum með tengingu viðgengi erlendra gjaldmiðla. Hefði lánið íreynd verið í erlendum myntum hefði heimildarákvæði um breytingu á andlagilánsfjárhæðar ekki kveðið á um breytingu á viðmiðum heldur beinlínis um sölueins gjaldmiðils og kaup annars. Í grein4.1 sé jafnframt útfært með hvaða hætti skuli staðið að myntbreytingu. Þar segi að við umreikning skuli notasölugengi þess gjaldmiðils sem hætt sé að miða við og kaupgengi þessgjaldmiðils sem framvegis skuli miða við, samkvæmt gengisskráningu bankans áíslensku krónunni. Að mati stefnandastaðfesti framangreint ákvæði enn betur að verið sé að miða lánið við erlendarmyntir, þ.e. gengistryggja það. Þástaðfesti ákvæðið einnig, að við slíka breytingu á „myntvísitölu“ eðagengistryggingu, sé höfuðstóll lánsins ávallt reiknaður í íslenskumkrónum. Þýðingarlaust hefði verið aðvísa til gengisskráningar íslensku krónunnar, hefði höfuðstóllinn ekki verið ííslenskum krónum, t.d. ef umbreyta ætti láni sem í raun væri í evrum í japönskjen. Vísar stefnandi um þetta tilfyrrgreinds dóms Hæstaréttar Íslands frá 9. júní 2011, í máli nr.155/2011. Samkvæmt dóminum hafi ákvæði4. gr. samningsins verulegt vægi við mat á því hvort lán sé gengistryggt eða íerlendum myntum.Í málinu liggi fyrirbeiðni um útborgun, dagsett 20. febrúar 2004, þar sem vísað sé tillánssamningsins og með vísan til greinar 1.2 í lánssamningi aðila óskað eftirþví að lánið verði greitt út 23. febrúar 2004.Þess sé óskað að útborgunarfjárhæð lánsins verði greidd inn áIG-reikning í eigu Útgerðarfélagsins Tjalds ehf. Í útborgunarbeiðninni sé einnig tiltekið aðstefnandi heimili bankanum að skuldfæra greiðslu afborgana, vaxta og annarragjalda samkvæmt lánssamningnum af reikningi stefnanda nr. 190-26-30002.Samkvæmt framlögðumtölvupósti hafi, af hálfu Útgerðarfélagsins Tjalds ehf., verið óskað eftir þvíað andvirði kvótasölu félagsins yrði greitt að eins miklu leyti og hægt væri íerlendum myntum inn á tilgreinda reikninga félagsins í bandaríkjadölum, evrum,sterlingspundum, japönskum jenum og svissneskum frönkum, og að eftirstöðvaryrðu greiddar inn á tékkareikning félagsins nr. 0106-26-1055. Á grundvelli þeirrar beiðni hafi veriðákveðið að nýta lánsfjárhæðina, sem stefnandi hafi tryggt sér í íslenskumkrónum, til þess að kaupa erlendan gjaldeyri.Kaupnótur þar að lútandi, dagsettar 23. febrúar 2004, hafi verið útbúnarog stílaðar á stefnanda. Í kaupnótunumsegi: „Við höfum keypt af yður erlent lán.“Stefnandi hafi hins vegar aldrei átt erlendir myntir eða erlendangjaldeyrisreikning og erlendur gjaldeyrir hafi ekki verið færður millistefnanda og Landsbanka Íslands hf. Stefnandiskilji því ekki hvernig ætluð gjaldeyrisviðskipti eigi að hafa farið fram eðahvernig bankinn geti hafa „keypt“ lán af stefnanda.Tilefni lánveitingarinnarhafi verið kaup stefnanda á aflahlutdeild af Útgerðarfélaginu Tjaldi ehf. Í kaupsamningi vegna þeirra viðskipta hafikaupverðið eingöngu verið tilgreint í íslenskum krónum og í raun hafi átt aðleggja það inn á íslenskan tékkareikning, þ.e. fjárvörslureikning í eiguMagnúsar Helga Árnasonar hdl. Það hafihins vegar ekki verið gert vegna óska Útgerðarfélagsins Tjalds um að fá kaupverðiðgreitt í erlendri mynt. Bankinn hafiorðið við þeirri beiðni og því hafi erlendur gjaldeyrir verið lagður inn ágjaldeyrisreikninga Útgerðarfélagsins Tjalds.Að mati stefnanda geti krafa þriðja aðila um útborgun, og þaðan af síðurútborgunarbeiðni eða kaupnótur, ekki breytt eðli lánssamningsins sem kveði á umskuldbindingu í íslenskum krónum.Stefnandi leggi áherslu á að túlka verði ákvæði samningsins eins og þaukomi fram í samningnum sjálfum og að beita beri hefðbundinni textaskýringuþeirra ákvæða. Sú leið hafi enda veriðfarin í dómum Hæstaréttar Íslands og vísar stefnandi í því samhengi til dómsréttarins frá 17. janúar 2013, í máli nr. 386/2012. Í málinu hafi verið deilt um hvortlánssamningur væri gengistryggður eða í erlendi mynt. Líkt og í þessu máli hafi lánssamningur aðilaaðeins kveðið á um skuldbindingu í íslenskum krónum. Í útborgunarbeiðni, eða lánsumsókn, hafi hinsvegar verið tilgreind tiltekin fjárhæð erlendrar myntar. Lánveitandi hafi talið að slík umsókn værihluti af samningi aðila en því hafi Hæstiréttur Íslands hafnað og talið aðeinungis bæri að líta til orðalags lánssamningsins sjálfs. Að virtri niðurstöðu framangreinds dóms séljóst að útborgunarbeiðni geti aldrei breytt efni samningsins, sem sé um lán ííslenskum krónum með verðtryggingu í erlendri mynt.Hafa beri í huga aðlánssamningur aðila hafi verið saminn einhliða af forvera stefnda. Af þeim sökum beri að beita andskýringarregluvið túlkun ákvæða samningsins. Samkvæmtþeirri túlkunarreglu skuli óljós samningsákvæði, sem ágreiningi valda, skýrðþeim aðila í óhag sem hafi samið þau einhliða eða ráðið þeim atriðum tillykta. Löggerninga skuli, í samræmi viðþetta, túlka þeim aðila í óhag sem hefði átt að hlutast til um skýrara formsamningsins eða tjá sig skýrar um viðkomandi ágreiningsatriði. Stefndi beri þar af leiðandi hallann afóljósum ákvæðum samningsins.Stefnandi hafi greittallar afborganir lánsins með íslenskum krónum, í samræmi við útborgunarbeiðnisamkvæmt samningnum. Í henni hafisérstaklega verið tekið fram að tékkareikningur stefnanda í íslenskum krónumskyldi skuldfærður fyrir afborgunum. Þaðsýni, svo ekki verði um villst, að lánið hafi verið gengistryggt.Í ljósi allsframangreinds sé þess krafist að viðurkennt verði með dómi að lánssamninguraðila frá 20. febrúar 2004, að fjárhæð 85.000.000 króna, kveði á um lán bundiðólögmætri gengistryggingu samkvæmt 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Til grundvallarviðurkenningakröfu stefnanda liggi fyrir útreikningar PWC sem sýni að stefnandihafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins.Verði ekki fallist áframangreind sjónarmið byggir stefnandi á því að umþrætt lán hafi verið greittút í íslenskum krónum en fært í þann búning að það hafi verið millifært inn áinnlenda gjaldeyrisreikninga Útgerðarfélagsins Tjalds. Frá árinu 1960 hafi almennt verið óheimilt aðbinda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessi almenna regla hafi verið tekin upp ílög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl.Með setningu reglugerðar um gengisbundin inn- og útlán í bönkum ogsparisjóðum, sem sett hafi verið með heimild í 3. mgr. 65. gr., sbr. b-lið 4.töluliðar 1. mgr. 39. gr. laganna, hafi bönkum og sparisjóðum verið heimilað aðtaka við innlánum sem tengd hafi verið við ECU, sem sé evrópsk reiknieining, ogSDR, sem sé reiknieining Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Eftir setningu reglugerðarinnar hafi innstæðaí bönkum og sparisjóðum því getað breyst eftir gengi íslensku krónunnargagnvart ECU og SDR. Með setningu laganr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, hafi þessi heimild fjármálastofnannaverið felld úr gildi. Í sérstökumathugasemdum við 13. og 14. gr. í frumvarpi til laganna segir orðrétt: „Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr.frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum viðdagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar aðlútandi.“Eins og alkunna sé hafiHæstiréttur Íslands margstaðfest að óheimilt sé að gengistryggja lánssamningaog vísast um það m.a. til dóma réttarins frá 16. júní 2010, í málum nr. 92/2010og 153/2010. Lög nr. 38/2001 banni hinsvegar ekki einungis gengistryggingu lánssamninga heldur einnig sparifjár oginnlánsreikninga. Að mati stefnanda séeinsýnt að þeir reikningar sem forveri stefnda hafi lagt lánsféð inn á, ágrundvelli umþrætts lánssamnings, hafi verið ólögmætir gengistryggðirreikningar samkvæmt lögum nr. 38/2001 og því óhjákvæmilegt að líta svo á aðumþrætt lán hafi verið ólögmætt gengistryggt lán.Stefnandi byggir á því aðþegar lán sé lagt inn á reikning með höfuðbók 38 felist ekki í því afhending áerlendum gjaldeyri heldur íslenskum krónum með gengistryggingu, þ.e. tenginguvið erlenda gjaldmiðla. Innlendirviðskiptabankar hafi til marga ára boðið upp á sparireikninga í erlendummyntum, svokallaða IG-reikninga.Höfuðbók IG-reikninga sé einkennd með númerinu 38. Um það sé ekki deilt. Hins vegar sé nákvæmlega sami texti íumþrættum lánssamningi og í þeim samningi sem Hæstiréttur Íslands hafi þegardæmt um að feli í sér ólögmæta gengistryggingu, sbr. dóm réttarins frá 9. júní2011, í máli nr. 155/2011. Það liggi þvífyrir að lánssamningurinn sjálfur kveði á um ólögmæta gengisviðmiðun.Að mati stefnanda sé þaðútbreiddur misskilningur að með því að fá millifærslu inn á slíkagjaldeyrisreikninga, sem að framan greini, flytjist gjaldeyrir tilÍslands. Gjaldeyrir þjóðarinnar séaldrei geymdur á Íslandi heldur sé hann í því landi eða löndum sem gefi útviðkomandi gjaldmiðil. Til dæmis séu ölljapönsk jen ávallt geymd í Japan og svissneskir frankar í Sviss. Stefnandi byggir á því að afhending ágjaldeyri felist ekki í því að „leggja inn“ gjaldeyri á reikninga nr. 38 hér álandi, heldur sé þar einungis um færslu á blaði að ræða. Eina leiðin til þess að afhenda gjaldeyri íraun sé að leggja hann inn á reikning í eigu lántakans í banka í því landi semgefi út viðkomandi gjaldeyri, eða að afhenda gjaldeyrinn í seðlum hjágjaldkera. Hvorugt eigi við í tilvikiþessu og þar sem viðskiptin hafi farið fram innan sömu bankastofnunar,Landsbanka Íslands hf., forvera stefnda þessa máls, hafi ekki farið fram neinarfærslur af „nostro“ reikningum Landsbanka Íslands hf. hjá erlendumbankastofnunum.Stefnandi kveður reglurSeðlabanka Íslands um gjaldeyrisjöfnuð taka af öll tvímæli í þessum efnum. Í reglum um gjaldeyrisjöfnuð og umflokkunarlykla Seðlabanka Íslands komi fram að það sé afstaða SeðlabankaÍslands að íslenskar krónur með gengisviðmiðun séu innstæður á innlendumgjaldeyrisreikningum, IG-reikningum, eins og höfuðbók 38. Millifærsla stefnda inn á IG-reikninga feliþví ekki í sér að erlendur gjaldeyrir skipti um hendur heldur séu það íslenskarkrónur sem miðist við gengi erlendra gjaldmiðla, sem stefnda sé ekki heimilt aðlána viðskiptamönnum. Lög séu því brotinþegar lán sé greitt út með millifærslu inn á reikning þar sem innstæðan sé ííslenskum krónum, bundin við gengi erlendra gjaldmiðla.Innstæður á innlendumgjaldeyrisreikningum, IG-reikningum, eins og höfuðbók 38, teljist samkvæmtreglum um gjaldeyrisjöfnuð til eignaliða og skuldaliða, þegar nústaðagjaldmiðla í eignaliðum og skuldaliðum sé metin í gjaldeyrisjöfnuði, samanberreglur Seðlabanka nr. 387 frá 22. maí 2002, sem í gildi hafi verið viðundirritun umþrætts lánssamnings. Reglurum gjaldeyrisjöfnuð, hafi að mestu haldist óbreyttar allt til ársins 2010. Reglur um gjaldeyrisjöfnuð frá árinu 2010tilgreini í fyrsta sinn „nostro“ reikninga bindisskyldra lánastofna, við mat áopinni gjaldeyrisstöðu til gjaldeyrisjöfnunar.Innstæður “nostro“ reikninga stefnda séu erlendar myntir enda séu þeirreikningar í banka í því landi sem gefi út þá mynt sem sé innstæða slíkrareikninga. Hlutverki íslenskra króna,sem bundnar séu við gengi erlendra gjaldmiðla, sem eignir og skuldir ígjaldeyrisjöfnuði þjóðarinnar, hafi lokið með setningu Seðlabankans á reglumnr. 950 frá 6. desember 2010 um gjaldeyrisjöfnuð.Stefnandi byggir kröfursínar á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, einkum á 13. og 14. gr.laganna, reglum Seðlabanka Íslands frá 22. maí 2002, nr. 387/2002, umgjaldeyrisjöfnuð, og á almennum reglum kröfu- og samningaréttarins. Um heimild til að höfða viðurkenningarmálvísar stefnandi til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, ogum málskostnaðarkröfu til XXI. kafla sömu laga, einkum 1. mgr. 130. gr.laganna.IVStefndi mótmælir öllummálsástæðum, lagarökum og dómatilvísunum stefnanda og telur að engin þeirraeigi að leiða til þess að dómkröfur hans verði teknar til greina. Sýknukrafa stefnda sé byggð á því að meðundirritun lánssamnings nr. 442 hafi stefnandi skuldbundið sig til þess að takalán í erlendum gjaldmiðlum. Stefnandaberi að efna gerða samninga og virða skuldbindingar sínar. Stefndi telur að krafa hans á hendurstefnanda samkvæmt umþrættum lánssamningi sé skuldbinding í erlendri mynt ogfalli þess vegna utan gildissviðs VI. kafla laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, sbr. 1. mgr. 13. gr. sömu laga.Stefndi byggir á því að láns­samningurinn og framkvæmdlánveitingarinnar, m.a. útgreiðsla lánsins, beri það með sér að skuldbindinginsé í erlendri mynt og vísar um það m.a. til dómaframkvæmdar HæstaréttarÍslands.Eftir að stefnandi hafitekið lán nr. 442 hjá Landsbanka Íslands hf. hafi hann tekið tvö önnur lán hjábankanum í erlendum myntum.Í stefnu málsins sé á þvíbyggt að lán samkvæmt lánssamningi aðila sé í íslenskum krónum, bundið viðgengi erlendra gjaldmiðla, þar sem lánsfjárhæðin sé tilgreind í íslenskumkrónum og aðeins getið um hlutfall hinna erlendu mynta. Lögð sé áhersla á að í fyrirsögnlánssamningsins segi „lánssamningur um fjölmyntalán“ og vísað til þess að talaðsé um „jafnvirði“ íslenskra króna, sem ekki geti talist vera tilgreining áskuldbindingu í íslenskum krónum.Stefndi vísar hins vegar til þess að skuldbindingin sé, í öðrum skjölumsem tengd séu lánssamningnum órjúfanlegum böndum, tilgreind í hinum erlendumyntum. Í skilmálabreytingu lánsins hafiskuldbinding stefnanda einungis verið tilgreindar í hinum erlendu myntum ogsama eigi við um tilkynningu um gjalddaga og kvittanir fyrir greiðslu hversgjalddaga. Stefnandi hafi fengið öll framangreindskjöl send til sín og aldrei gert athugasemd við efni þeirra. Það liggi því fyrir að skuldbinding stefnandahafi í öllum skjölum, frá og með útgreiðslu lánsins, verið tilgreind í þeimerlendu gjaldmiðlum sem hún hafi verið tilgreind í, en ekki í íslenskum krónum.Í dómum Hæstaréttar Íslandsfrá 16. júní 2010, í málum nr. 92/2010 og 153/2010, hafi því verið slegið föstuað ófrávíkjanleg ákvæði 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,stæðu því í vegi að lántaki væri skuldbundinn af ákvæði í samningi um aðfjárhæð láns í íslenskum krónum tæki breytingum eftir gengi erlendsgjaldmiðils. Frá þeim tíma hafirétturinn kveðið upp marga dóma, þar sem á það hafi reynt hvort skuldbindingsamkvæmt lánssamningi teljist vera um fjárhæð í íslenskum krónum, sem á þennanóheimila hátt hafi verið gengistryggð, eða fjárhæð í erlendum gjaldmiðlum,einum eða fleiri, sem fyrrnefnt lagaákvæði taki ekki til. Af þeim meiði séu meðal annarra dómarHæstaréttar Íslands frá 9. júní 2011, í máli nr. 155/2011, frá 15. júní 2012, ímáli nr. 3/2012, frá 1. nóvember 2012, í máli nr. 66/2012, og frá 14. nóvember2013, í máli nr. 337/2013. Í þeim öllumhafi verið deilt um samninga um lán, sem tilgreind hafi verið sem jafnvirðitiltekinnar fjárhæðar í íslenskum krónum í tilteknum gjaldmiðlum, og hafi þessþá einnig verið getið hvert hlutfall hvers erlends gjaldmiðils ætti að vera affjárhæð lánsins. Í þessum tilvikum hefiverið litið svo á að orðalag í samningi um skuldbindingu í þessari mynt dygðiekki eitt og sér til að komast að niðurstöðu heldur yrði jafnframt að líta tilþess hvernig aðilar samnings hefðu í raun efnt hann, hvor fyrir sittleyti. Að framangreindu virtu, hafi ífyrrgreindum dómi Hæstaréttar Íslands frá 9. júní 2011, í máli nr. 155/2011,verið litið svo á að samningur hafi verið um lán í íslenskum krónum, bundið meðólögmætum hætti við gengi erlendra gjaldmiðla.Í hinum dómunum, sem að framan greini, hafi verið komist að þeirriniðurstöðu að samningar væru um lán í erlendum gjaldmiðlum, sem væru skuldbindandifyrir lántaka.Í dómum HæstaréttarÍslands, í málum nr. 3/2012, 66/2012 og 337/2013, hafi orðalag þeirralánssamninga, sem til umfjöllunar hafi verið, í öllum meginatriðum verið þaðsama og í umþrættum samningi. Í málumnr. 3/2012 og 66/2012 hafi lánin verið greidd út með því að bankinn hafi lagttilteknar fjárhæðir í erlendum gjaldmiðlum inn á gjaldeyrisreikninga lántaka íþeim sömu gjaldmiðlum en í máli nr. 337/2013 hafi verið lagt til grundvallar aðlánsfjárhæðin hafi verið greidd út í evrum.Fé í erlendum gjaldmiðlum hafi því í reynd skipt um hendur þegarlánveitandi hafi efnt aðalskyldu sína samkvæmt lánssamningnum. Í máli nr. 3/2012 hafi verið komist að þeirriniðurstöðu að samningsaðilar hefðu báðir efnt skyldur sínar með því að fjárhæðirí erlendum gjaldmiðlum hafi skipt um hendur.Í máli nr. 66/2012 hafi hins vegar sérstaklega verið vísað til þess aðað það breytti ekki niðurstöðunni þótt lántaki hafi ekki greitt afborganir afskuld sinni, þ.e. efnt aðalskyldu sína, með fé í sömu erlendu gjaldmiðlum, endahafi borið að endurgreiða lánið eftir hljóðan samningsins „í þeim gjaldmiðlumsem það samanstendur af“. Í samningnumhafi því verið kveðið á um að „fé í erlendum gjaldmiðlum myndi einnig skipta umhendur við efndir [lántaka] á aðalskyldu sinni, þótt svo hafi ekki verið íraun“. Þá hafi það ekki verið látið ráðaúrslitum í máli nr. 337/2013 að lántaka hafi verið heimilt samkvæmt samningi aðinna af hendi afborganir í íslenskum krónum og sé vísað til dóms í máli nr.66/2012 til stuðnings þeirri niðurstöðu.Þvert á móti sé í niðurstöðu réttarins sérstaklega vísað til þess aðefndir á aðalskyldu lánveitanda hafi farið fram í hinum umsömdu erlendugjaldmiðlum. Stefndi vísar einnig tildóma Hæstaréttar Íslands frá 6. mars 2014, í máli nr. 602/2013, og frá 11.september 2014, í máli nr. 90/2014. Íþeim málum hafi orðalag lánssamninga í öllum meginatriðum verið það sama og íumþrættum samningi og hafi þá verið litið til þess hvernig aðilar hefðu efntsamninginn. Komist hafi verið að þeirriniðurstöðu að efndir samningsaðila á aðalskyldum sínum samkvæmt hinum umdeildusamningum hefðu að verulegu en ekki öllu leyti falið í sér að erlendirgjaldmiðlar hafi skipt um hendur. Hafiþví verið talið að um gild erlend lán væri að ræða.Eins og í þeim dómum semað framan greini telji stefndi að leggja verði til grundvallar að umþrætturlánssamningur sé um gilt lán í erlendum gjaldmiðlum. Óumdeilt sé í málinu að lánið hafi veriðgreitt út í erlendum gjaldmiðlum. Íútborgunarbeiðni, sem sé hluti af lánssamningnum, hafi stefnandi farið fram áað lánið yrði greitt inn á IG-reikning í eigu Útgerðarfélagsins Tjaldsehf. Útgerðarfélagið Tjaldur ehf. hafitilgreint gjaldeyrisreikninga sína í þeim myntum sem lánið hafi verið tekið íog hafi lánið verið greitt út í þeim myntum inn á reikninga. Það sé ekki rétt sem fram komi í stefnu aðlánið hafi verið greitt út í þeim myntum af því að Útgerðarfélagið Tjaldur ehf.hafi farið fram á greiðslu í erlendum myntum.Stefnandi sjálfur hafi farið fram á að lánið yrði greitt út í erlendummyntum inn á reikninga sem Útgerðarfélagið Tjaldur ehf. myndi tilgreina. Stefnandi vísi til framlagðs kaupsamnings semkveði á um það hvernig stefnandi skyldi greiða Útgerðarfélaginu Tjaldi ehf.fyrir aflahlutdeild í þorski. Stefndihafi ekki verið aðili að þessum samningi og sé því ekki bundinn af efnihans. Hvorugur samningsaðila hafi fariðeftir ákvæði samningsins um greiðslu kaupverðsins þegar þeir hafi óskað eftirþví að lán nr. 442 yrði greitt út í erlendum myntum þess.Stefndi mótmælirfullyrðingum stefnanda um að hann hafi, þegar hann hafi tekið lánið í febrúar2004, talið að heimilt væri að tengja lán í íslenskum krónum við gengi erlendragjaldmiðla og talið gengistryggð lán lögleg.Á árinu 2004 hafi engin umræða verið um að þessi lán værugengistryggð. Sú umræða hafi ekki komiðfram fyrr en í júní 2010 þegar fyrstu dómarnir þar um hafi verið kveðnir upp íHæstarétti Íslands. Stefnandi hafi sóttum erlent lán hjá Landsbanka Íslands hf. í febrúar 2004, skrifað undir lán nr.442 og óskað eftir því að lánið yrði greitt út í erlendum myntum. Stefndi leyfi sér að benda á að ársreikningarstefnanda bendi ótvírætt til þess að hann hafi talið skuldbindingarnar íerlendum gjaldmiðlum, sbr. framlagða ársreikninga fyrir árin 2004-2007. Þá hafi stefnandi gert tvo lánssamninga viðLandsbanka Íslands hf. árið 2006, sem séu sambærilegir umþrættum lánssamninginr. 442. Þar af leiðandi sé ljóst aðvilji stefnanda hafi staðið til þess að taka erlend lán.Greiðsla afborgana ogvaxta af láni nr. 442 hafi verið í samræmi við beiðni stefnanda um að íslenskurtékkareikningur hans skyldi skuldfærður.Erlendar myntir lánsins hafi verið keyptar fyrir íslensku krónurnar ogerlendu myntirnar greiddar inn á lánið.Í meginatriðum hafi samningsaðilar því efnt aðalskyldur sínar samkvæmtlánssamningnum með því að fjárhæðir í erlendum gjaldmiðlum hafi skipt umhendur, eins og skýrlega hafi verið gengið út frá í lánssamningnum.Því sé ranglega haldiðfram í stefnu að stefnandi hafi tryggt sér lánsfjárhæðina í íslenskum krónum ogþví hafi íslenskar krónur verið notaðar til að kaupa hinar erlendu myntirlánsins og þær millifærðar inn á gjaldeyrisreikninga Útgerðarfélagsins Tjaldsehf. Landsbanki Íslands hf. hafi áttgjaldeyrisreikninga í framangreindum myntum lánsins og hafi millifært af þeiminn á gjaldeyrisreikninga Útgerðarfélagsins Tjalds ehf. af því að stefnandihafi óskað eftir því að sá háttur yrði hafður á varðandi útgreiðslu lánsins enekki að erlendu myntirnar yrðu færðar inn á hans eigin gjaldeyrisreikninga. Því hafi erlendar myntir ekki verið keyptar,eins og stefnandi haldi fram, heldur hafi Landsbanki Íslands hf. millifært afeigin gjaldeyrisreikningum. Framlagðarkaupnóturnar staðfesti þessa framkvæmd.Í kaupnótunum staðfesti bankinn að hann hafi keypt lánssamninginn,erlent lán, af stefnanda og greitt lánið út í erlendri mynt. Með vísan til framangreinds telji stefndiljóst að form og meginefni lánssamningsins bendi eindregið til þess aðskuldbindingin hafi verið í erlendum gjaldmiðlum. Því sé ekki tilefni til að líta svo á aðsamningsskilmálar séu svo óskýrir eða óljósir að beita eigi einhvers konar„andskýringarreglu“, svo sem stefnandi vísi til. Einnig sé til þess að líta að umþrættursamningur sé í eðli sínu gagnkvæmur. Viðskýringu hans beri að hafa í huga meginreglu íslensks réttar um frelsi mannatil að bindast skuldbindingum með samningum við aðra þannig að samningarteljist gildir nema sýnt sé fram á að þeir fari í bága við ófrávíkjanlegarreglur í settum lögum. Þá verði að telja,hvað sem öðru líði, að stefnandi hafi með athafnaleysi sínu viðurkennt aðumþrættar skuldbindingar séu að sönnu í erlendum gjaldmiðlum og í öllu falli aðhann hafi fyrirgert rétti til að bera öðru við.Samkvæmt ákvæði 3.1 ílánssamningnum hafi stefnandi átt að greiða stefnda breytilega vexti, jafnháasex mánaða LIBOR-vöxtum, auk 1,50% vaxtaálags.Stefnandi hafi því ekki átt að greiða vexti á íslenskar krónur. Ef svo hefði verið hefði skuldbindingstefnanda að grunni til byggst á svokölluðum REIBOR-vöxtum og vextirnir orðiðumtalsvert hærri en þeir hafi í raun verið enda séu LIBOR-vextir ekkiákvarðaðir á íslenskar krónur.Skuldbinding stefnanda hafi því án alls vafa verið í erlendum myntum.Samkvæmt ákvæðumsamningsins hafi stefnanda verið heimilt að greiða afborganir, vexti ogdráttarvexti, eða aðrar greiðslur, í íslenskum krónum en þá skyldi hann greiðasamkvæmt sölugengi bankans á gjalddaga.Því sé ljóst að aðalskylda stefnanda hafi verið að greiða í viðeigandimynt en honum hafi verið heimilt að greiða í íslenskum krónum samkvæmt samningnum. Engin þörf hefði verið á að kveða á um slíkanrétt hefði lánið verið að öllu leyti í íslenskum krónum.Stefnandi byggi á því aðorðalag myntbreytingarheimildar í ákvæði 4.1 bendi ótvírætt til þess að veriðsé að gengistryggja lán í íslenskum krónum.Þessu sé mótmælt af hálfu stefnda.Myntbreytingarákvæðið sé ákvæði sem veiti skuldara heimild til að breytahinni erlendu mynt sem lánið hafi upphaflega verið tekið í, að ákveðnumskilyrðum uppfylltum. Beiðni umbreytingu mynta skyldi setja fram með ákveðnum fyrirvara til þess að gerabankanum kleift að kaupa viðkomandi myntir eða eftir atvikum gera skiptasamningvið annan aðila um viðkomandi myntir, til að geta veitt skuldara þau vaxtakjörsem umræddar myntir bjóði upp á.Skýrlega megi ráða af ákvæðinu að við hugsanlega myntbreytingu á lánifari fram viðskipti með viðkomandi myntir.Orðrétt segi: „[g]eti bankinnekki útvegað lántaka einhverja tiltekna mynt eða útvegun hennar myndi hafa íför með sér verulegan kostnað fyrir bankann er honum heimilt að nota USD í staðþeirrar myntar.“ Hefði ætlunin verið aðmiða íslenska fjárhæð við gengi myntar væri framangreint orðalag óþarft endaljóst að þá þyrfti ekki að útvega neina mynt.Í orðalaginu felist að gert sé ráð fyrir því að við hugsanlega myntbreytingusé raunveruleg umsýsla með þær myntir sem lántaki kunni að óska eftir aðumbreyta láninu í.Málatilbúnaður stefnandavirðist byggður á því að þrátt fyrir að stefndi hafi millifært hinar erlendumyntir lánsins af eigin gjaldeyrisreikningum inn á gjaldeyrisreikningaÚtgerðarfélagsins Tjalds ehf. breyti það engu um lögmæti samningsins þar semerlendur gjaldeyrir hafi ekki í reynd skipt um hendur. Að mati stefnanda hafi allar greiðslur, jafntútgreiðsla lánsins sem og endurgreiðslur, verið í íslenskum krónum. Um þennan málatilbúnað stefnanda, sem stefndimótmæli, vísast til allrar framangreindrar og jafnframt eftirfarandiumfjöllunar.Málatilbúnaður stefnandaum að „IG reikningar séu í raun ekki annað en gengistryggðir innlánsreikningarí íslenskum krónum“, sé ekki studdur neinum haldbærum rökum eða gögnum. Fráleitt sé, m.a. í ljósi tilvísaðrardómaframkvæmdar, að halda því fram að á IG-reikningum hvíli ekki raunverulegurgjaldeyrir. Við úrlausn þessa ágreiningsgeti ekki skipt máli hverjir flokkunarlyklar Seðlabanka Íslands séu eða hvernighann líti á skuldbindingar á innlendum gjaldeyrisreikningum. Því sé jafnframt mótmælt að SeðlabankiÍslands líti á þær sem skuldbindingar í íslenskum krónum með gengisviðmiðun. Þá sé því hafnað að „greiðslur inn og út afIG reikningum geti ekki falið í sér yfirfærslu erlends gjaldeyris milli aðila íreynd“. Árétta beri í þessu sambandi aðandvirði lánsins í erlendum gjaldmiðlum hafi verið ráðstafað inn ágjaldeyrisreikninga þriðja aðila, Útgerðarfélagsins Tjalds ehf., í samræmi viðbeiðni stefnanda.Samkvæmt afdráttarlausridómaframkvæmd hér á landi teljist innlendir gjaldeyrisreikningar, með höfuðbók38, fela í sér innstæðu í erlendum gjaldmiðlum, með sama hætti og innstæður áreikningum í íslenskum krónum teljast í íslenskum krónum. Stefndi vísar um þetta m.a. til dómsHæstaréttar Íslands frá 1. nóvember 2012, í máli nr. 66/2012, þar semsérstaklega hafi verið tekið fram að lánveitandi í því tilviki hefði lagttilteknar fjárhæðir í erlendum gjaldmiðlum „inn á fjóra gjaldeyrisreikninga[lántaka] í þeim gjaldmiðlum“ og að „[f]é í erlendum gjaldmiðlum skipti því íreynd um hendur þegar [lánveitandi] efndi aðalskyldu sína samkvæmtlánssamningnum“. Stefndi vísar um þettaeinnig til dóms Hæstaréttar Íslands frá 11. september 2014, í máli nr. 90/2014.Í öllu falli sé langsóttað halda því fram, í ljósi fyrirliggjandi dómaframkvæmdar sem að framan sévísað til, að erlendur gjaldeyrir geti aðeins „talist hafa skipt um hendur“ efframkvæmdin sé með þeim hætti sem stefnandi lýsi, þ.e. með afhendingu erlendsgjaldeyris í „seðlum og mynt“ og endurgreiðslu með sama hætti eða með því aðtilgreina lánið í erlendri mynt í samningi og greiða það svo út í sömu mynt eðamyntum „inn á bankareikninga í fjármálafyrirtækjum í þeim löndum þar semviðeigandi myntir væru gefnar út (svonefnda „nostro“ reikninga)“.Stefndi byggir kröfursínar á meginreglum samninga- og kröfuréttar, um skuldbindingargildi samningaog efndir kröfuréttinda, og á lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,einkum 13. og 14. gr. laganna. Kröfu ummálskostnað byggir stefndi á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, og kröfu um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun á lögum nr.50/1988, um virðisaukaskatt. Stefndi séekki virðisaukaskattskyldur og því beri honum nauðsyn á að fá dóm fyrir þessumskatti úr hendi stefnanda.VVið aðalmeðferð komu oggáfu skýrslu vitnin Ásgeir Brynjar Torfason og Halldór Hildimundarson.Ágreiningur máls þessalýtur að því hvort skuldbinding stefnanda samkvæmt umþrættum lánssamningi sé umgilt lán í erlendum gjaldmiðlum eða lán í íslenskum krónum bundið við gengierlendra gjaldmiðla með ólögmætum hætti.Í málinu liggur fyrirmatsgerð dómkvaddra matsmanna, dagsett 31. október 2016.Í máli þessu er krafistviðurkenningar á því að lánssamningur aðila, dagsettur 20. febrúar 2004, sé umlán í íslenskum krónum, bundið við gengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætumhætti, með vísan til 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála. Byggir stefnandi á því að lánsamkvæmt lánssamningnum sé í íslenskum krónum, bundið við gengi erlendragjaldmiðla í andstöðu við 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,og þar af leiðandi ekki skuldbindandi fyrir stefnanda. Um lögvarða hagsmuni afviðurkenningarkröfunni vísar stefnandi til endurreiknings PWC, frá 4. maí 2015,sem lagður er fram í málinu.Samkvæmt framangreindumendurreikningi var síðasti greiddi gjalddagi lánsins 1. desember 2014. Miðað við að lánið hefði þá veriðendurreiknað í samræmi við 18. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu,og niðurstöður dóma Hæstaréttar Íslands um endurútreikninga gengistryggðralána, má ráða af framlögðum útreikningum að stefnandi hafi þá ofgreitt afláninu. Að því gefnu verður fallist á aðstefnandi hafi af því lögvarða hagsmuni að fá greitt úr viðurkenningarkröfusinni.Ákvæðum samningsins erlýst hér að framan. Í samræmi við dómaHæstaréttar Íslands, meðal annars í máli nr. 602/2013, gefa ákvæði sambærilegrasamninga ekki skýrt til kynna hvort skuldbinding aðila sé í íslenskum krónumeða erlendum gjaldmiðlum og þarf þá að meta heildstætt, meðal annars eftirefndum aðila, hvort samið hafi verið um lán í erlendum gjaldmiðlum eðaíslenskum krónum, bundið við gengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætum hætti.Þegar litið er til efndaaðila á skyldum sínum samkvæmt umdeildum lánssamningi er óumdeilt aðútborgunarfjárhæð lánsins var ráðstafað inn á reikninga ÚtgerðarfélagsinsTjalds ehf. í samræmi við beiðni um útborgun lánsins, sem er hluti aflánssamningnum, samkvæmt grein 1.2 í samningnum. Hvergi í lánssamningnum eða íútborgunarbeiðninni er vísað í kaupsamning stefnanda og ÚtgerðarfélagsinsTjalds ehf. en óumdeilt er að lán samkvæmt lánssamningnum var notað til aðgreiða Útgerðarfélaginu Tjaldi ehf. kaupverð samkvæmt kaupsamningnum. Í framangreindri útborgunarbeiðni segireingöngu að óskað sé eftir því að útborgunarfjárhæð lánsins verði greidd inn áIG-reikning í eigu Útgerðarfélagsins Tjalds ehf.Í framlögðu tölvuskeytifrá 18. febrúar 2004 er, af hálfu Útgerðarfélagsins Tjalds ehf., óskað eftirþví að kaupverðið verði greitt að eins miklu leyti og hægt sé í erlendum myntuminn á meðfylgjandi gjaldeyrisreikninga félagsins, sem tilgreindir eru íbandaríkjadölum, evrum, japönskum jenum, svissneskum frönkum ogsterlingspundum. Samkvæmt framlögðumkaupnótum voru eftirfarandi fjárhæðir lagðar inn á reikninga ÚtgerðarfélagsinsTjalds ehf., 23. febrúar 2004:325.344,44 evrur, 513.736,70 svissneskir frankar og 44.235.925 japönskjen. Sé miðað við skráð gengi SeðlabankaÍslands þann dag voru hlutföll framangreindra gjaldmiðla þannig að fjárhæðhvers gjaldmiðils var um 1/3 af heildarlánsfjárhæðinni, 85.000.000 króna. Er það í fullu samræmi við tilgreind hlutföllí lánssamningi aðila frá 20. febrúar 2004 og eru efndir bankans, forverastefnda, á aðalskyldu sinni samkvæmt samningnum því að fullu leyti í hinumerlendu gjaldmiðlum og í þeim hlutföllum sem í samningnum eru tilgreind. Að mati dómsins og í samræmi við það sem aðframan er rakið verður ekki talið að framangreint tölvuskeyti hafi breytteinhverju um efndir aðila á samningnum heldur hafi skeytið, samkvæmt efni sínu,aðeins verið til upplýsinga um þau reikningsnúmer Útgerðarfélagsins Tjalds ehf.sem óskað var eftir að kaupverðið, þ.e. lánsfjárhæðin, yrði lagt inn á.Í málinu eru ekki lögð framítarleg gögn um greiðslur stefnanda á afborgunum og vöxtum af láni samkvæmtlánssamningnum. Stefnandi kveðst hafagreitt af láninu í íslenskum krónum og er því ekki mótmælt af stefnda aðtékkareikningur stefnanda í íslenskum krónum hafi verið skuldfærður fyrirafborgunum og vöxtum af láninu. Kveðurstefndi hins vegar að erlendir gjaldmiðlar hafi verið keyptir fyrir íslenskukrónurnar og notaðir til uppgreiðslu lánsins.Samkvæmt framlögðum kvittunum, útgefnum 1. september 2015, greiddistefnandi af láninu 2. júní 2009 í svissneskum frönkum og japönskum jenum, 1.júní 2010 í sömu gjaldmiðlum og 1. júní 2012 í svissneskum frönkum. Þá er lögð fram kvittun, gefin út 1. júní2007, og samkvæmt henni greiddi stefnandi af láninu þann sama dag í evrum,japönskum jenum og svissneskum frönkum.Þau takmörkuðu gögn sem liggja fyrir um uppgreiðslu lánsins bera því meðsér að lánið hafi verið gert upp í erlendum gjaldmiðlum þannig að stefndiskuldfærði tékkareikning stefnanda fyrir afborgunum og vöxtum og notaði svoíslensku krónurnar til þess að kaupa erlendan gjaldmiðil til uppgjörs á láninu.Af dómum HæstaréttarÍslands, meðal annars í máli nr. 66/2012, má ráða að rétturinn gerir ekkifortakslausa kröfu til þess að skuldbindingar aðila á grundvelli samninga, einsog þeirrar sem deilt er um í þessu máli, séu að öllu leyti efndar með greiðslumí erlendum gjaldmiðlum til þess að lán verði talin í þeim gjaldmiðlum. Þegar efndir á hinum umdeilda samningi eruvirtar í heild verður að telja að þær hafi að svo verulegu marki falist í þvíað erlendir gjaldmiðlar skiptu um hendur, að leggja verði til grundvallar aðsamið hafi verið um lán í erlendum gjaldmiðlum.Það styður framangreindaniðurstöðu að í viðauka við lánssamninginn, dagsettum 28. janúar 2009, ogundirrituðum af hálfu beggja aðila, eru eftirstöðvar lánsins aðeins tilgreindarí erlendum gjaldmiðlum. Gefur það vísbendinguum að aðilar hafi litið svo á að lán samkvæmt samningnum væri í hinum erlendugjaldmiðlum.Loks verður, með hliðsjónaf niðurstöðu dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 602/2013, ekki litið fram hjáþví að stefnandi færði hið umdeilda lán sem skuldir í erlendum gjaldmiðlum íframlögðum ársreikningum félagsins. Íársreikningum félagsins frá árunum 2004-2007 eru undir liðnum „Langtímaskuldir“tilgreindar heildarfjárhæðir lána í erlendum myntum. Í sundurliðun ársreiknings eru skuldirfélagsins í erlendum gjaldmiðlum svo sundurliðaðar eftir hverjum og einumgjaldmiðli. Gefur það einnig vísbendinguum að samningsvilji stefnanda hafi staðið til þess að umdeilt lán væri íerlendum gjaldmiðlum.Í samræmi við dómaHæstaréttar Íslands ræðst niðurstaða um það hvort lán séu í erlendumgjaldmiðlum eða íslenskum krónum af ákveðnu heildarmati, sér í lagi séu ákvæðilánssamninga ekki skýr hvað það varðar.Að öllu framangreindu virtu er það mat dómsins að slíkt heildarmat leiðitil þess að umdeilt lán teljist hafa verið í erlendum gjaldmiðlum.Þá byggir stefnandi málsitt á því að þeir reikningar sem stefndi hafi lagt lánsféð inn á séureikningar með ólögmætri gengistryggingu samkvæmt lögum nr. 38/2001 og þvíóhjákvæmilegt að líta svo á að umþrætt lán hafi verið ólögmætt gengistryggtlán. Byggir stefnandi jafnframt á því aðmillifærsla á innlenda gjaldeyrisreikninga geti ekki falið í sér færslu áerlendum gjaldmiðli og vísar um það m.a. til reglna Seðlabanka Íslands.Í matsgerð dómkvaddramatsmanna, dagsettri 31. október 2016, kemur fram að niðurstaða matsins sé að„líta verði svo á að lánveiting [stefnda] til [stefnanda] hafi í raun veriðskuldbindingar í formi innistæðna í íslenskum krónum sem bundnar voru gengierlendra gjaldmiðla“. Jafnframt segir ísamantekt matsins:Þessi niðurstaða byggir áþví að banki getur með lánveitingu sinni aukið peningamagn í umferð, en aðeinsí eigin gjaldmiðli, eða nánar tiltekið í gjaldmiðli þess lands sem bankinnstarfar í, banki getur ekki aukið peningamagn í umferð í öðrum gjaldmiðli enþeim sem seðlabanki sá sem yfir honum vakir ræður yfir. Þó að lánveiting geti verið skráð í eðabundin erlendri mynt, þá verður sú lánveiting ávallt að hafa að baki sér erlendagjaldeyrisstöðu bankans.Loks segir að það sésamdóma álit matsmanna „að greiðslukerfi íslenskra banka hafi ekki getað í raunmillifært erlendan gjaldeyri inn á bankareikninga á Íslandi og að viðútgreiðslu [stefnda] á lánsfjárhæð inn á reikning [stefnanda] þá hafi enginfjárhæð færst af öðrum reikningi í eigu [stefnda] heldur hafi innistæðan orðiðtil við lánveitinguna og því ekki verið um aðrar færslur að ræða“.Í dómum HæstaréttarÍslands hefur ítrekað verið komist að þeirri niðurstöðu að hér á landi hafi lánverið veitt í erlendum gjaldmiðlum, m.a. með millifærslu banka inn ágjaldeyrisreikninga, eins og atvik voru til að mynda í dómum réttarins frá 1.nóvember 2012, í máli nr. 66/2012, og frá 11. september 2014, í máli nr.90/2014. Með hliðsjón af dómumHæstaréttar Íslands í málum sem varða lán í erlendum gjaldmiðlum geturniðurstaða matsmanna því ekki breytt framangreindri niðurstöðu um að umdeiltlán teljist vera lögmætt lán í erlendum gjaldmiðlum.Að öllu framangreinduvirtu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda.Eftir þessari niðurstöðuþykir rétt, samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála,að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem telst hæfilegaákveðinn 800.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti.Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómarikvað upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð :Stefndi, Landsbankinnhf., er sýkn af kröfum stefnanda, Útgerðarfélagsins Dvergs hf.Stefnandi greiði stefnda800.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 503/2009
Vátrygging Skip Gáleysi
M krafðist viðurkenningar á greiðsluskyldu V úr húftryggingu bátsins S vegna altjóns er varð þegar báturinn sökk. Talið var að M hefði brotið gegn varúðarreglu sem fram kæmi í vátryggingaskilmálum V, þar sem kveðið væri á um að M hefði borið að sjá til þess að skipið væri „fullkomlega haffært“. Þó var ekki talið að M hefði með þessu glatað öllum rétti til vátryggingarbóta og samkvæmt lokamálslið 26. gr. nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga voru atvik að bátskaðanum metin svo að V bæri að greiða M helming vátryggingarbóta fyrir altjónið á bátnum umrætt sinn.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. september 2009. Hann krefst viðurkenningar á greiðsluskyldu stefnda úr húftryggingu bátsins Sigurvin GK 119 vegna altjóns er varð á bátnum er hann sökk á Breiðafirði 25. ágúst 2006. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti en til vara að málskostnaður verði felldur niður. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Við meðferð málsins í héraði var gætt ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Samkvæmt skilmálum fyrir húftryggingu fiskiskipa, sem aðilar eru sammála að hafi gilt um vátryggingu Sigurvins GK 119 þegar báturinn sökk, skyldi bæta algert tjón í því tilviki að báturinn færist. Atvikið sem dómkrafa áfrýjanda lýtur að fellur því undir vátrygginguna. Stefndi heldur því fram að áfrýjandi hafi ekki virt þá varúðarreglu sem fram komi í skilmálunum, að vátryggðum beri að sjá um að skipið sé „fullkomlega haffært“. Þó að báturinn hafi haft gilt haffærisskírteini á þeim tíma sem um ræðir, telur stefndi að báturinn hafi ekki verið haffær vegna leka sem áfrýjanda hafi verið kunnugt um og lýst er í héraðsdómi. Einnig hafi staðsetning rafgeyma í gólfhæð í vélarrúmi bátsins verið varhugaverð þar sem rafmagni hafi slegið út þegar sjór komst að geymunum, en dælur sem hafi átt að dæla sjó úr bátnum hafi verið rafknúnar. Þá vísar stefndi einnig til ákvæðis í skilmálum vátryggingarinnar um að vátryggður skuli ekki eiga kröfu á hendur félaginu ef vátryggingaratburðurinn verði rakinn til stórkostlegs gáleysis vátryggðs. Telur hann áfrýjanda hafa gerst sekan um slíkt gáleysi með því að halda bátnum til veiða þrátt fyrir vitneskju sína um lekann og staðsetningu rafgeyma, sem hafi leitt til þess að dælur, sem hafi verið ætlað að dæla sjó úr bátnum, hafi orðið óvirkar strax og sjór komst að rafgeymunum. Fallist verður á með stefnda að áfrýjandi hafi brotið gegn fyrrgreindri varúðarreglu skilmálanna á þann hátt sem stefndi heldur fram. Þó að fallast megi á með stefnda að áfrýjandi hafi með þessu sýnt af sér gáleysi, sem ekki var óverulegt, verður ekki talið að hann glati vegna þess öllum rétti til vátryggingabóta. Við mat á atvikum að tjónsatburðinum verður annars vegar að líta til þess að báturinn hafði lekið um alllanga hríð en verið allt að einu haldið til veiða með þeim ráðstöfunum varðandi dælingu sem beitt var í umræddri veiðiferð. Þá er upplýst að áfrýjandi lét taka bátinn í slipp til úrbóta á lekanum í júlí 2006. Samkvæmt lokamálslið 26. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga verða atvik að bátsskaðanum metin svo að stefnda beri að greiða áfrýjanda helming vátryggingarbóta fyrir altjónið á bátnum umrætt sinn. Verður talið að slík niðurstaða rúmist innan kröfugerðar áfrýjanda. Ekki verður heldur fallist á að stefndi geti borið fyrir sig það ákvæði vátryggingarskilmála að áfrýjandi eigi að glata rétti til bóta af því að hann hafi valdið vátryggingaratburðinum með stórkostlegu gáleysi, sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004. Krafa áfrýjanda verður því tekin til greina að hluta á þann hátt sem í dómsorði greinir. Samkvæmt þessum málsúrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda vegna málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti þá fjárhæð sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Viðurkenndur er réttur áfrýjanda, Marons ehf., til helmings vátryggingarbóta úr húftryggingu fyrir Sigurvin GK 119 hjá stefnda, Verði tryggingum hf., vegna altjóns á bátnum þegar hann fórst á Breiðafirði 25. ágúst 2006. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 700.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2009. Mál þetta, sem dómtekið var 17. apríl sl., er höfðað með stefnu birtri 30. janúar 2008. Stefnandi er Maron ehf., Háseylu 36, Reykjanesbæ. Stefndi er Vörður tryggingar hf., Borgartúni 25, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að ógiltur verði með dómi úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum nr. 15/2007 í málinu Maron ehf. (M) og Vörður Íslandstrygging hf. (VÍ) v/Húftryggingar á fiskiskipum, v/bátsins Sigurvin GK-119, dags. 16. 03. 2007. Jafnframt er þess krafist að viðurkennd verði með dómi bótaskylda stefnda úr húftryggingu stefnanda hjá stefnda, vegna altjóns er Sigurvin GK-119 (skipaskrárnar. 1201), skip í eigu stefnanda, sökk u.þ.b. 14 sjómílur norður af Rifi, Breiðafirði, hinn 25. ágúst 2006. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins, en málskostnaðarreikningur verður lagður fram við aðalflutning málsins ef til kemur. Stefndi, Vörður tryggingar hf., krefst þess að öllum kröfum stefnanda verði hafnað og að stefnanda verði gert að greiða honum málskostnað. MÁLSATVIK OG MÁLSÁSTÆÐUR Sigurvin GK-119, skipaskrárnr. 1201 sökk u.þ.b. 14 sjómílur norður af Rifi, Breiðafirði, 25. ágúst 2006. Sigurvin var 27 bt. eikarbátur, smíðaður í Fáskrúðsfirði 1972. Þrír menn voru í áhöfn Sigurvins er hann sökk, þeir Ólafur Helgi Sigþórsson, skipstjóri og þeir Rúrik Hreinsson og Leifur Guðjónsson, skipverjar. Eftirfarandi er skráð í dagbók lögreglu: 25.08.2006 21:18 Tilkynnt frá gæslunni að neyðarboð komi frá skipi norður af Rifi, við Ólafsvík. Neyðarblys sjást á lofti og nærliggjandi bátar á leið á vettvang. Um það bil hálftími í að fyrstu bátar komi á vettvang. Björgunarsveitir og þyrla á leið á vettvang. Lögregla í Ólafsvík látin vita. 25.08.2006 21:47 LHG tilkynnir að skemmtibátur hafi komið fyrstur á vettvang og hafi bjargað þriggja manna áhöfn úr bátnum. Mennirnir verða fluttir í land í skemmtibátnum. 25.08.2006 22:19 LHG tilkynnir að þyrlan lendi við skýli LHG á Reykjavíkur- flugvelli klukkan 23 og óskað er eftir lögreglu á staðinn til gæslu. Aðalvarðstjóri í Reykjavík settur inn í málið og sér hann um að senda lögreglumenn á vettvang. 25.08.2006 22:21 Þyrla LHG TS-Líf tók skipverjana upp og fór með til Reykjavíkur. Guðmundi Lárussyni hjá rannsóknarnefnd sjóslysa var tilkynnt um atburði. Með bréfi Lögreglustjórans í Reykjavík til Sýslumannsins í Stykkishólmi, dags. 28. ágúst 2006, var framsend upplýsingaskýrsla Lögreglunnar í Reykjavík, er greinir m.a. frá móttöku skipbrotsmanna er komu með TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG) sem lenti á Reykjavikur-flugvelli um kl. 22:30 þann 25. ágúst 2006. Fyrir liggja í málinu upplýsingaskýrsla Lögreglunnar í Stykkishólmi/ Sýslum.Snæfellinga, dags. 7. september 2006, er greinir m.a. frá símtali lögreglu við Sigurjón Gísla Sigurðsson, eiganda og skipstjóra skemmtiferðabátsins Svölunnar, .skr.nr. 7108, sem bjargaði áhöfn Sigurvins GK-119, auk uppdráttar Landmælinga Íslands (sjókort). Sigurvin GK-119 var tryggður hjá Verði Íslandstryggingu hf. (nú Vörður tryggingar hf.), Sætúni 8, 105 Reykjavík, stefnda þessa máls. Í gildi voru vátryggingaskilmálar nr. M-6 - Húftrygging fiskiskipa undir 10 tonn. Stefndi hafi ekki viljað bæta stefnanda tjón (altjón) vegna Sigurvins GK-119.Beðið var um sjóróf 11. september 2006 en endurrit sjóprófa liggja frammi í málinu. Stefnandi kveður ekkert hafa komið fram við sjópróf er skýri hver hafi verið raunveruleg ástæða fyrir því að Sigurvin GK-119 sökk, u.þ.b. 14 sjómílur norður af Rifi, Breiðafirði, hinn 25. ágúst 2006. Sérstaklega skuli áréttað í þessu sambandi að ekkert hafi komið fram í sjóprófum um að áhöfnin og/eða eigandi og útgerðarmaður Sigurvins GK-119, hafi á einn eða annan hátt aðhafst eitthvað sem hafi verið þess valdandi beint eða óbeint að Sigurvin GK-119 sökk í umrætt sinn. Því síður sé nokkuð það sem fram kom í sjóprófum sem telja megi til athafnaleysis áhafnar og/eða eiganda og útgerðarmanns Sigurvins GK-119 sem hafi leitt til þess að Sigurvin GK-119 sökk. Því er ákveðið andmælt að áhöfn og/eða eigandi og útgerðarmaður Sigurvins GK-119 hafi af ásetningi eða gáleysi (með athöfnum eða athafnaleysi) á nokkurn hátt, átt hlut að máli að Sigurvin GK-119 sökk umrætt sinn. Því er sérstaklega andmælt að stefnandi og/eða þeir aðilar sem hann ber ábyrgð á þ.e. áhöfn Sigurvins GK-119 hafi brotið varúðarreglu skv. 13. skilmála vátryggingarinnar sem í gildi var. Á því er jafnframt byggt af hálfu stefnanda að ósannað sé með öllu að stefnandi og/eða áhöfn hans hafi valdið því að Sigurvin GK-119 sökk umrætt sinn. Þ.e. að rekja megi tjónsatburðinn til ásetnings og/eða stórkostlegs gáleysis þeirra. Þvert á móti sé það sérstaklega áréttað að Sigurvin GK-119 hafi verið með gilt haffærisskírteini sem gefið hafi verið út af Siglingastofnun Íslands 2. ágúst 2006 þ.e. röskum 3 vikum áður en skipið sökk. Með bréfi stefnda til stefnanda, dags. 28. nóvember 2006 hafi stefndi hafnað bótaskyldu m.a. með þeim rökum að „Félagið telur ljóst að skip þetta var ekki haffært þegar það lagði á sjó í umrætt sinn og því hafi verið brotið gegn ofangreindri varúðarreglu skilmálans“. Stefnandi hafi ekki viljað una við það að fá ekki tjón sitt bætt og vísað málinu til Úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum hinn 15. janúar 2007. Úrskurðarnefndin hvað upp úrskurð sinn hinn 16. mars 2007 og komst að þeirri niðurstöðu að stefnandi ætti ekki rétt ábótum úr húftryggingu sinni hjá stefnda. Með því að höfða mál þetta vill stefnandi hnekkja framangreindum úrskurði Úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum í málinu nr. 15/2007, og fá viðurkenningu/staðfestingu á bótaskyldu stefnda. Krafa stefnanda er sú að ógiltur verði með dómi úrskurður Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, dags. 16. mars 2007, í málinu nr. 15/2007: Maron ehf. (M) og Vörður Íslandstrygging hf. (VI) v. Húftryggingar á fiskiskipum v. bátsins S. Jafnframt er þess krafist að viðurkennd verði með dómi bótaskylda. Vísað er til meginreglna samningsréttarins svo og kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga. Jafnframt vísast til ákv. laga um vátryggingasamninga nr. 30/2004 eftir því sem við á. Krafan um málskostnað styðjist m.v. við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála. Af hálfu stefnda eru þær varnir hafðar uppi að brotnir hafi verið skilmálar þeir, sem giltu um vátrygginguna og vísar til greinar 13.3 og 14 í vátryggingaskilmálum þeim sem giltu. Sjópróf í máli Sigurvins GK 119, skipaskrárnúmer 1201, hafi farið fram miðvikudaginn 25. október 2006, en þar komi m.a. fram hjá Ólafi Helga Sigþórssyni, vél- og skipstjóra bátsins, um málsatvik: „Við vorum búnir að draga, búið að leggja hann, þá fór ég út á dekk að hjálpa strákunum að gera að, við erum þrír bara. Ég veit ekki alveg hvað hefur liðið langur tími þegar drapst á aðalvélinni. Ég fór inn til að athuga, hvað þetta er, reyni að setja í gang.Það er engin svörun. Ég kíki niður í vélarrúm og þá er það hálf fullt af sjó. Voða lítið hægt að segja eftir það, sá að vélarrúmið var hálf fullt af sjó, þá fór ég beint og sendi neyðarkall í sjálfvirka tilkynningarbúnaðinn. Rafmagn á talstöð og annað, það var dottið út, en það var ennþá rafmagn á tilkynningarbúnaðinum.“ Ólafur upplýsi að báturinn hafi verið í slipp í Njarðvíkum í júlí til að „slá í hann vegna leka“. Hann hafi ekki átt að fara í slipp fyrr en í september, en það hafi verið ákveðið að fara með hann fyrr til þess að reyna að laga þennan leka. Um það hvar þessi leki hafi verið, segi Ólafur Helgi að innanfrá séð hafi það virst vera bakborðsmegin, rétt hjá kili, þar sem sést hafi að það lak inní hann. Nánar um það segi Ólafur Helgi að þetta hafi verið fyrir framan vél, eiginlega við hliðina á spildælunni, sem hafi verið þarna. Þá upplýsi Ólafur Helgi, að þrátt fyrir tilraunir til viðgerðar á leka bátsins, hafi hann ekki lagast, hann hafi áfram orðið var við lekann, svipaðan og áður hafi verið. Hann ítreki að lekinn hafi ekki breyst neitt og að lekið hafi inn í vélarrúmið. Þá upplýsi Ólafur Helgi að þegar hann hafi byrjað sem vélstjóri á bátnum, að þá hafi einnig verið leki í honum, og að hann hafi bætt við einni sjálfvirkri lensudælu, til að halda honum þurrum, þannig að það væri ekki að flæða alltaf inn og að hægt væri að líta frá þessu um helgar. Hvort Ólafur Helgi hafi einhverja skýringar á því, hvers vegna svona hafi farið, þ.e. að báturinn hafi sokkið, svari hann því til að hann viti það ekki, en að þeir hafi að vísu fengið brot á bátinn fimm dögum áður og að honum hafi fundist að báturinn hafi aukið lekann. Hann ítreki það, að lekinn hafi aukist. Ólafur Helgi upplýsi, að það hafi verið sjór í lúkarnum, þegar hann hafi komið þarna inn og þegar hann hafi kíkt niður í vélarrúmið, hafi hann séð að það hafi verið hálf fullt af sjó og að lúkarinn og lestin hafi einnig verið hálf full af sjó. Um það, hvort skipverjar hafi eitthvað orðið varir við það að lekinn ykist, þegar skipið var á ferð, umfram það sem hann var þegar skipið lá kyrrt við bryggju, kvað Ólafur Helgi ekki vera gott um það að segja, því dælurnar hafi yfirleitt verið á, rafmagnsdælur, sem mjöltuðu jafnóðum út. Þá upplýsi Ólafur Helgi að þrjár austursdælur hafi verið um borð í Sigurvini GK 119, sem allt hafi verið rafmagnsdælur, ein sjálfvirk og tvær handvirkar. Afkastagetu tveggja, telji Ólafur Helgi að önnur hafi verið 3.800 gallon á klukkutíma, en hin 3.400 eða 3.500 gallon á klukkutíma og þeirrar þriðju hafi verið tvö þúsund og eitthvað gallon, sem hann mundi ekki nákvæmlega. Þrátt fyrir þennan leka bátsins kveður Ólafur Helgi ekki hafa verið viðvörunarbúnað í vélarrúminu fyrir vökvahæð. Um það, hvar rafgeymasettin hafi verið geymd í bátnum, upplýsi Ólafur Helgi að neyslugeymarnir, sem hafi verið fjórir, hafi verið stjórnborðsmegin á gólfinu, eiginlega á gólfinu stjórnborðsmegin niður í vélarrúmi og startgeymar hafi verið bakborðsmegin niður í vélarrúmi, líka á gólfinu Geymarnir hafi því verið komnir á kaf í sjó, þegar Ólafur Helgi hafi orðið var við sjó í lest og vél. Um það, hvort sérstök skoðun hafi farið fram á bátnum eftir að hann fékk á sig brotsjóinn, þ.e. fimm dögum áður en báturinn sekkur, svari Ólafur Helgi: “Nei. Ég taldi þetta ekki vera það stórt brot, að það hefði skipt máli, en eftir á, þegar maður fór að spá í þessu betur, þá fannst mér eins og lekinn hefði aukist, en ég er ekki viss, mér fannst það.“ Um það, hvort fúi hafi verið í bátnum, kveður Ólafur Helgi það ekki hafa verið skoðað sérstaklega. Eftir að drapst á vélinni, hafi Ólafur Helgi reynt að starta henni, en hann upplýsi að hún hafi ekki einu sinni snúist, hún hafi bara alveg verið dauð. Framburðir vitnanna og áhafnarmeðlimanna, Leifs Guðjónssonar og Rúriks Sveinssonar, staðfesti það sem Ólafur Helgi, vél- og skipstjóri bátsins, upplýsi í skýrslu sinni. Af því sem að framan greini, verði að telja að fullu upplýst, að báturinn Sigurvin GK 119 hafi ekki verið haffær, þegar hann fór í siglingu hinn 25. ágúst 2006 og breyti þar engu um haffærisskírteini bátsins, dags. 2. ágúst 2006, sem gefið hafi verið út aðeins til þriggja mánaða. Það sé ljóst að bátnum hafði verið haldið á floti með dælum sem gengu fyrir rafmagni frá rafgeymum, sem staðsettir voru með þeim hætti, að væri einhver leki í bátnum á annað borð, var stutt fyrir sjóinn að ná til þeirra og þá sé voðinn vís, straumfall verði og dælur hætti að ganga, allt rafkerfið detti út og sjóstreymi á svo leku fleyi sem dragnóta- og netabáturinn Sigurvin GK 119 hafi verið, aukist með þeim hætti að hann sökkvi. Það hafi verið stórkostlegt gáleysi og vítavert kæruleysi af skipstjórnendum, vél- og skipstjóra, svo og útgerðarmanni, að senda mannslíf á haf út á slíku fleyi, sem Sigurvin GK 119 hafi verið í umrætt sinn, vegna ástands þess, og öllum sem komu að var fullljóst. Af því sem að framan hefur verið rakið og með tilvísun til fyrirliggjandi gagna, hafi bótum verið hafnað í máli þessu, þar sem altjón á bátnum Sigurvin GK 119, skipaskrárnúmer 1201, liggi utan bótasviðs vátryggingaskilmála stefnda um húftryggingu fiskiskipa undir 100 tonnum nr. M-6, sem verið hafi í gildi þegar atburðir gerðust, vegna undanskildra áhætta og missis bótaréttar. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafi fallist á sjónarmið stefnda, samkvæmt áliti og niðurstöðu nefndarinnar frá 16. mars 2007 í málinu nr. 15/2007. Auk framangreindra lagatilvitnana sé málskostnaðarkrafan reist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Vísað er til meginreglna samningsréttar, um efndir fjárskuldbindinga, svo og til ákv. laga um vátryggingasamninga nr. 30 frá 2004 eftir því sem tilefni gefist til og við geti átt. Krafan um virðisaukaskatt er reist á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. NIÐURSTAÐA Engar ótvíræðar skýringar liggja fyrir í málinu um orsakir þess að mb. Sigurvin GK 119 sökk 25. ágúst 2006. Fram kemur í málinu að báturinn lak og að skipstjóra, sem jafnframt var vélstjóri og öðrum skipverjunum var kunnugt um lekann og ástæða var talin til þess að bæta við þriðju lensidælunni vegna lekans en tvær voru fyrir. Er báturinn sökk hafði verið kyrr sjór og gott veður og líklegt að við þær aðstæður hafi skipverjar síður orðið varir við að báturinn lak. Til greina kemur að eftir að sjór hafði safnast í bátinn hafi rafmagn farið af lensidælum með þeim afleiðingum að bátinn fyllti smám saman af sjó. Ljóst að tjóninu hefði mátt afstýra með viðhlítandi aðgát með því að lensibúnaður virkaði en vegna lekans var full ástæða til þess að fylgjast sérstaklega með því. Eins og málið liggur fyrir verður stefnandi að bera hallann af skorti á sönnun um orsakir þess að báturinn sökk og óvissu um hvort vanræksla við eftirlit með lensibúnaði hafði þýðingu í því sambandi. Verður stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda. Eftir úrslitum málsins verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda 400.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ Stefndi, Vörður tryggingar hf. skal sýkn af kröfu stefnanda Marons ehf. Stefnandi greiði stefnda 400.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 360/2017
Kærumál Gæsluvarðhald Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 15. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Helgi I. Jónsson hæstaréttardómariog Ingibjörg Benediktsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settirhæstaréttardómarar. Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 7. júní 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degisíðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. júní 2017, þar semvarnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan framsalsmál hans er tilmeðferðar hjá stjórnvöldum og dómstólum, en þó eigi lengur en tilmiðvikudagsins 21. júní 2017 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilikrefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en tilvara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími.Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.Varnaraðili er undir rökstuddum grun um verknað samkvæmt211. gr., sbr. 20. gr., eða 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940, sem varðað getur hann fangelsi í meira en eitt ár, sbr. 1. mgr. 3. gr.laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Að þessugættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hannstaðfestur.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7.júní 2017. Ríkissaksóknari hefur krafistþess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að varnaraðili, X, fæddur [...], sætiáfram gæsluvarðhaldi á meðan framsalsmál hans er til meðferðar hjá íslenskumstjórnvöldum og dómstólum, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 21. júní nk.,kl. 16:00. Til vara er þess krafist aðHéraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, fæddur [...], verði gert að sætafarbanni allt til miðvikudagsins 30. ágúst nk., kl. 16:00. Í greinargerð ríkissaksóknarakemur fram að varnaraðili hafi verið handtekinn þann 7. maí sl., í kjölfar komusinnar til landsins, eftir að í ljós hafi komið að hann var eftirlýstur afhollenskum yfirvöldum í Schengen-upplýsingakerfinu. Framsalsbeiðni hollenskrayfirvalda, dags. 18. maí sl., hafi borist dómsmálaráðuneytinu þann 22. maí sl.Óskað sé eftir framsali varnaraðila til meðferðar sakamáls, sem sé tilrannsóknar hjá lögreglunni í [...]. Fram komi í beiðninni og fylgigögnum meðhenni að varnaraðili sé grunaður um tilraun til manndráps þann 5. maí sl. umborð í gámaflutningaskipinu [...], þar sem skipið hafi verið statt undanströndum [...], með því að hafa ítrekað stungið A, [...] ríkisborgara, fæddan [...].Hafi brotaþoli verið fluttur með þyrlu bresku strandgæslunnar á sjúkrahús í [...]með stungusár á brjósti og í handlegg. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnamuni aðdragandi atviksins hafa verið rifrildi vegna athugasemda brotaþola umreykingar varnaraðila og annarra áhafnarmeðlima í matsal skipverja og hafivarnaraðili sótt tvo hnífa í eldhús skipsins og gert atlögu að brotaþola.Háttsemin sé talin varða við 289. gr., sbr. 45. gr. hollenskra hegningarlaga,en til vara við 287. gr., sbr. 45. gr. sömu laga. Þá komi fram í beiðninni að [...]sé fánaríki skipsins, [...]. Samkvæmt 3. gr. hollensku hegningarlaganna farihollensk yfirvöld með lögsögu í málinu. Í greinargerðinni kemur og framað samhliða meðferð málsins hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu haft tilmeðferðar beiðnir frá [...] yfirvöldum um réttaraðstoð við rannsókn málsins og öflunsönnunargagna. Tekin hafi veriðskýrsla af varnaraðila hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þann 8. maísl. þar sem hann hafi kannast við brotið en hafi borið því við að hafa veriðmjög ölvaður og að ásetningur hans hefði ekki staðið til þess. Þá hafi varðaraðiliskýrt frá því að hann hafi engin tengsl við Ísland og þurfi að komast sem fyrstheim til [...]. Í framsalsbeiðninni komi fram aðþann 7. maí sl. hafi saksóknari í [...] gefið út handtökuskipun á hendurvarnaraðila. Sama dag hafi evrópsk handtökuskipun verið gefin út á hendurhonum. Um nánari lýsingu málavaxta vísist til framsalsbeiðninnar og álitsgerðarríkissaksóknara, dags. 2. júní sl. Varnaraðila hafi verið kynntframsalsbeiðnin þann 26. maí sl. hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.Hafi hann kannast við sakamálið sem sé grundvöllur beiðninnar en hafi sagsthafna henni og mótmæla framsali. Þá hafivarnaraðili greint frá því að hann hefði ekki nein tengsl við Ísland.Eftir að framsalsbeiðnin hafi verið kynnt varnaraðila hjá lögreglustjóranum áhöfuðborgarsvæðinu hafi ríkissaksóknari sent dómsmálaráðuneytinu gögn málsinsásamt umsögn, dags. 2. júní sl., þar sem talið hafi verið að uppfyllt væruskilyrði framsals skv. lögum nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð ísakamálum. Sé nú af hálfu ráðuneytisins unnið að ákvörðun um það hvort orðiðverði við framsali varnaraðila og samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu muniniðurstaða liggja fyrir innan skamms. Fallist ráðuneytið á framsalsbeiðninahafi varnaraðili kost á því að krefjast dómsúrskurðar um skilyrði framsals. Varnaraðili sé [...]ríkisborgari, sem hafi engin tengsl við landið. Stutt sé síðan brot þetta hafiverið framið og þyki raunhæf hætta á því að hann kunni að reyna að komast úrlandi eða koma sér með öðrum hætti undan málsmeðferð vegna framsalsmálsins, semog málsmeðferð [...] yfirvalda. Til að tryggja nærveru varnaraðila á meðanframsalsmál hans sé til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum og dómstólum ogmeð hliðsjón af alvarleika sakargiftanna, sé þess beiðst að krafan nái fram aðganga. Ef ekki verðifallist á aðalkröfu um gæsluvarðhald sé þess krafist að varnaraðila verði gertað sæta farbanni til að tryggja nærveru hans hér á landi meðan mál hans sé tilmeðferðar. Varnaraðili hafi sættgæsluvarðhaldi vegna málsins frá 8. maí sl., sbr. úrskurði HéraðsdómsReykjaness í málum nr. [...], sbr. dóm Hæstaréttar nr. [...], og úrskurð HéraðsdómsReykjavíkur [...]. Meint brot varnaraðila munivarða við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Um lagaheimild fyrir kröfu um gæsluvarðhaldvísist til b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 15.gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Um varakröfu sé að auki vísað til 1. mgr. 100.gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.NiðurstaðaSamkvæmt gögnum málsins hafa hollensk yfirvöld krafistframsals varnaraðila, sem er [...] ríkisborgari. Við skýrslutöku lögreglu 8.maí sl. kvaðst varnaraðili mótmæla framsali. Í umsögn ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins, dags. 2.júní sl., var talið að uppfyllt væru skilyrði framsals skv. lögum nr. 13/1984um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili er grunaðurum tilraun til manndráps hinn 5. maí sl., með því að hafa ítrekað stungið annan skipverja íhandlegg og brjóst. Atburðurinn átti sér stað um borð í skipinu [...] sem var á leið til Íslands. Varnaraðili hefurkannast við brotið en ber við að ásetningur hans hafi ekki staðið til þess.Varnaraðili hefur ekki kosið að tjá sig um sakarefnið hér fyrir dóminum. Fyrirhendi er rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um háttsemi semfangelsisrefsing er lögð við, sbr. 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Fallistverður því á með ríkissaksóknara að skilyrðum b-liðar 95. gr. laga nr.88/2008fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila sé enn fullnægt, enda má ætla að hannmuni reyna að komast úr landi á meðan mál hans er til meðferðar hér á landi.Varnaraðili virðist ekki hafa tengsl við Ísland og það brot sem varnaraðili ergrunaður um er alvarlegt. [...] yfirvöld gáfu úthandtökuskipan á hendur varnaraðila og var hann handtekinn 7. maí sl. Að beiðni[...]yfirvalda hefur lögreglan annast rannsókn málsins og í því sambandivar varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi til dagsins í dag, samanber dóm HæstaréttarÍslands í málinu nr. [...] um að skilyrðum til gæsluvarðhalds sé fullnægt.Hefur ekkert nýtt komið fram sem breyti þeirri niðurstöðu. Breyta þau tímamörksem verjandi vísar til að sett séu í Evrópusamningi frá 1957 um hámarkstímaengu um að lagaskilyrði eru fyrir hendi til að varnaraðila verði gert að sætaáframhaldandi gæsluvarðhaldi svo sem krafist er. Þykja ekki efni til aðvarnaraðili sæti farbanni í stað gæsluvarðhalds. Með vísan til framgreindser krafa ríkissaksóknara tekin til greina og ákveðið með heimild í 15. gr. laganr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum og b-lið 1. mgr.95. gr. laga um meðferð sakamála að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi ítvær vikur, eins og nánar greinir í úrskurðarorði.Úrskurðinnkveður upp Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari.Ú R S K U R Ð A R O R ÐVarnaraðili, X, fæddur [...], skal sæta áframhaldandigæsluvarðhaldi á meðan framsalsmál hans er til meðferðar hjá íslenskumstjórnvöldum og dómstólum, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 21. júní nk.,kl. 16:00.
Mál nr. 319/2005
Kærumál Þinglýsing
Dómkröfur stefnanda í málinu eru þær að stefndu verði gert að þola að þinglesinn eignarhluti Kristínar Kristjánsdóttur í fasteigninni Roðasölum 20 Kópavogi, sem er helmings eignarhluti, verði veðsettur fyrir kröfu stefnanda samkvæmt víxli útgefnum 7. 9. 2001 með gjalddaga 11.3. 2002, útgefnum af stefnda Hákoni Hákonarsyni en samþykktum til greiðslu af Gunnari Jóhannssyni 11.3. 2002 í Sparisjóði Reykjavíkur. Gerð er krafa til að veðið verði til tryggingar fjárhæð 3.158.924 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. febrúar 2004 til greiðsludags, að frádreginni greiðslu 184.104 krónur miðað við 10. febrúar 2005. Þá er krafist málskostnaðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. júlí 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. júní 2005 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um þinglýsingu stefnu í máli hans gegn varnaraðilum, á þann hluta fasteignarinnar Roðasala 20, Kópavogi, sem áður hafi verið þinglýstur eignarhluti varnaraðilans Kristínar Kristjánsdóttur. Kæruheimild er í 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Sóknaraðili krefst þess að þinglýsing stefnu í málinu verði heimiluð á 50% eignarhluta, sem varnaraðilinn Kristín hafi áður átt í Roðasölum 20, Kópavogi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur og að sóknaraðila verði gert að greiða hverju þeirra fyrir sig málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Kröfu sóknaraðila verður að skýra svo að hann óski eftir að fá stefnunni þinglýst á fasteignina Roðasali 20 Kópavogi, sem nú mun vera í sameign varnaraðilanna Áslaugar og Matthíasar. Málavöxtum er skýrlega lýst í hinum kærða úrskurði, en eins og þar kemur fram lýstu samningsveðhafar við uppboð á helmings eignarhluta í nefndri fasteign fullri kröfufjárhæð samkvæmt heimildarbréfum sínum í þann eignarhluta hennar, þrátt fyrir að veðréttindi þeirra hafi náð til fasteignarinnar í heild. Varð það til þess að sóknaraðili, sem var uppboðsbeiðandi er átti aðfararveð í þessum helmingi eignarinnar, fékk ekki kröfu sína að fullu greidda af uppboðsandvirði. Með málsókn sinni nú freistar sóknaraðili þess að fá dóm um viðurkenningu á rétti sínum til þess að ganga inn í veðrétt í fasteigninni á grundvelli ákvæða 2. mgr. 12. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. þinglýsingalaga getur dómari ákveðið með úrskurði að stefnu í máli er varðar réttindi yfir fasteign, eða útdrætti úr stefnu í slíku máli, megi þinglýsa, en markmið þessarar heimildar er að gera viðsemjendum þinglýsts eiganda viðvart um ágreining sem varðar réttindi yfir fasteign. Í athugasemdum með frumvarpi til þinglýsingalaga kemur fram að til þess að rétt sé að taka til greina kröfu um þinglýsingu stefnu þurfi aðstæður að vera svipaðar því sem kveðið er á um í 2. mgr. 27. gr. laganna. Sá sem slíks úrræðis krefst þarf því að færa fram nægileg rök fyrir staðhæfingu sinni um réttindi sín yfir viðkomandi fasteign, þótt ekki verði á því stigi máls tekin efnisleg afstaða til ágreiningsefna málsaðila. Eins og málavöxtum er lýst þykir sóknaraðili hafa fært fram nægileg rök fyrir því að hann kunni að eiga þau réttindi sem hann krefst, til þess að verða megi við kröfu hans um að þinglýsa megi stefnunni. Kröfum aðila um málskostnað í héraði í þessum þætti málsins er vísað sjálfkrafa frá Hæstarétti þar sem ekki verður séð að krafa þess efnis hafi komið fram við meðferð málsins þar. Þá verður kærumálskostnaður ekki dæmdur sérstaklega fyrir þennan þátt málsins. Dómsorð: Sóknaraðila, Gunnlaugi Gestssyni, er heimilt að láta þinglýsa stefnu í málinu E-320/2005, sem hann hefur höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur varnaraðilum, Hákoni Hákonarsyni, Kristínu Kristjánsdóttur, Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur og Matthíasi V. Baldurssyni. Kröfum sóknaraðila og varnaraðila um málskostnað í héraði er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 265/2006
Líkamsárás Skilorð Miskabætur
E var sakfelldur fyrir líkamsárás samkvæmt 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fyrir að hafa slegið X í andlitið með bjórflösku, sem brotnaði við það og hlaut X meðal annars áverka á auga, mar, bólgu og hrufl. Var refsing ákveðin fangelsi í sex mánuði með vísan til 1., 2. og 3. töluliðar 70. gr. og 3. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga, en hluti refsingarinnar var skilorðsbundinn. E var dæmdur til greiðslu miskabóta og lögmannskostnaðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 5. maí 2006 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun en jafnframt af hálfu ákæruvalds sem krefst þyngingar á refsingu auk greiðslu skaðabóta til X að fjárhæð 1.749.268 krónum auk vaxta og dráttarvaxta eins og greinir í ákæru. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð og bótakröfum vísað frá héraðsdómi, þeim verði að öðrum kosti aðallega hafnað en til vara lækkaðar. Eins og nánar greinir í héraðsdómi fékk lögreglan tilkynningu um líkamsárás á skemmtistaðnum Players 26. mars 2005. Ákærði hefur viðurkennt hafa þennan dag slegið X með glasi í andlitið eins og lýst er í ákæru með þeim afleiðingum að hann hlaut hruflsár í andliti, stóra blæðingu undir húð og mar yfir hægra efra andliti, mar á vinstra kinnbeini og hreyfiskerðingu og tvísýni á vinstra auga vegna skaða á augntóft. Ákærði lýsti atburðarrásinni svo í skýrslu sinni hjá lögreglu að X hafi átt upptökin með því að ýta „hálfpartinn“ við honum og sparka svo í fótlegg hans. Í framhaldi af rifrildi þeirra hafi X svo kýlt hann í ennið af nokkru afli og sín fyrstu viðbrögð hafi verið að svara með því að slá hann í andlitið með bjórglasi sem hann hélt á. Glasið hafi komið í andlit hans vinstra megin og brotnað. Framburður ákærða var efnislega á sama veg fyrir dómi. Aðspurður þar hvort hann hafi veitt X fleiri högg kvaðst ákærði ekki muna eftir því, en sagði að þeir hafi tekist á eftir að þeir hafi verið „komnir niður í gólfið“ og svo hafi dyraverðir komið og farið með sig á brott. X bar í skýrslum sínum hjá lögreglu og fyrir dómi að upphaf deilu þeirra ákærða hafi verið að ákærði hafi ranglega sakað hann um að hafa sparkað í sig. Fljótlega eftir það hafi ákærði tekið bjórglas eða krús og slegið henni í andlit hans. Taldi X að við þetta hefði hann fallið í gólfið, komið niður á hnakkann og hálfvankast. Sagði hann í lögregluskýrslu að trúlega hefði ákærði einnig kýlt sig, en fyrir dómi fullyrti hann að ákærði hafi veitt sér fleiri högg eftir að hann datt í gólfið. Átökin hafi verið stöðvuð nánast strax og dyravörður farið með sig afsíðis. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að sjáanlegir áverkar hafi verið á ákærða, „lítillegur roði á enni á tveimur stöðum og einhver bólga.“ Í skýrslum hjá lögreglu og fyrir dómi báru vitnin A og B, kunningjar ákærða, að X hafi slegið ákærða fyrsta höggið og ákærði svarað því með höggi. Með vísan til framangreinds þykir mega leggja til grundvallar í málinu að X hafi slegið ákærða áður en ákærði sló hann með glasinu. Sú háttsemi X gat þó ekki réttlætt hina hættulegu atlögu ákærða. Upptök átaka milli kæranda og ákærða eru hins vegar óljós og verða ekki rakin frekar til annars þeirra en hins. Eins og fyrr greinir hefur ákærði játað að hafa slegið X með glasi í andlitið. Við munnlegan flutning málsins var því haldið fram af hálfu ákærða að ákverkar á hægri hluta andlits X gætu vart hafa verið af völdum þess að hann sló hann í andlitið með glasinu, þar sem glasið hafi lent vinstra megin í andlitinu. Á ljósmyndum af andliti X, sem teknar voru í kjölfar árásarinnar, má meðal annars sjá að mikil bólga og hrufl er á hægri kinn hans, en minni bólga fyrir neðan vinstra auga. Hrufl eða skrámur sjást á andliti hans fyrir ofan efri vör hægra og vinstra megin. Fyrir Hæstarétt hafa ekki verið lögð frekari gögn um batahorfur vegna skaðans á vinstra auga hans. Er því ekki komið fram í málinu að þau meiðsli séu varanleg. Með játningu ákærða sem fær stoð í öðrum gögnum málsins er sannað að hann hafi með háttsemi sinni valdið áverkum á tjónþola sem fjallað er um í ákæru, þó þannig að ekki verður fullyrt að hann hafi valdið öllum áverkunum á hægri hluta andlitsins. Er brot ákærða rétt heimfært til refsiákvæða í héraðsdómi vegna hinnar hættulegu aðferðar sem hann beitti. Við ákvörðun refsingar ákærða verður annars vegar vísað til 1., 2. og 3. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en hins vegar 3. mgr. 218. gr. b sömu laga með áorðnum breytingum. Er refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Ákærði hefur ekki áður hlotið refsingu fyrir hegningarlagabrot og fram er komið að brotaþoli hafði slegið hann áður en til atlögunnar kom. Þegar hins vegar er litið til þess hversu háskaleg atlagan var og þess alvarlega skaða sem sannað er að varð á vinstra auga tjónþola, jafnvel þótt að ósannað sé að hann verði varanlegur, svo og þess að ákærði hefur ekki leitast við að bæta fyrir brot sitt, þykir ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að öllu leyti. Skal fresta fullnustu fimm mánaða hennar og binda almennu skilorði eins og nánar greinir í dómsorði. Tjónþoli á rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sem eru ákveðnar 400.000 krónur. Ákærði hefur andmælt kröfum tjónþola um þjáningabætur og annað fjártjón. Kröfur þessar eru engum gögnum studdar og verður þeim því vísað frá héraðsdómi. Niðurstaða héraðsdóms um bætur vegna lögmannsþóknunar að fjárhæð 45.000 krónur verður staðfest. Ákærði verður því dæmdur til að greiða tjónþola 445.000 krónur ásamt vöxtum eins og í dómsorði greinir. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað og ákvörðun Hæstaréttar um málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans fyrir Hæstarétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Elvar Logi Rafnsson, sæti fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu fimm mánaða af refsingunni og hún niður falla að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði X 445.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 400.000 krónum frá 26. mars 2005 til 19. október 2005, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af 445.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, samtals 210.662 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 186.750 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var 10. mars sl., er höfðað með ákæru ríkissaksóknara 30. desember 2005 gegn Elvari Loga Rafnssyni, kt. 101082-3939, Flúðaseli 69, Reykjavík, „fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 26. mars á veitingastaðnum Players, Bæjarlind 2, Kópavogi, slegið X í andlitið með glerglasi með þeim afleiðingum að hann hlaut hruflsár í andliti, stóra blæðingu undir húð og mar yfir hægra efra andliti, mar á vinstra kinnbeini og hreyfiskerðingu og tvísýni á vinstra auga vegna skaða á augntóft. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. X, kennitala [...], krefst bóta að fjárhæð kr. 1.749.268 auk vaxta og dráttarvaxta skv. vaxtalögum nr. 38/2001 frá 26. mars 2005 til greiðsludags.“ Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar. Þá er þess krafist aðallega að bótakröfu verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð verulega. Málsvarnarlauna er krafist. I. Þann 26. mars 2005, kl. 02:07 fékk lögreglan tilkynningu um líkamsárás á skemmtistaðnum Players. Lögreglan fór á staðinn og hitti ákærða sem var með sjáanlega áverka, lítillegan roða á enni á tveimur stöðum og einhverja bólgu. Dyravörður gætti ákærða sem var sjáanlega undir áhrifum áfengis en rólegur. Vitnið, X, var með greinilega áverka á andliti, mjög bólginn við kinnbein báðum megin og blóðugur. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir ákærða að hann hafi verið á barnum og verið að panta sér áfengi. Þá hafi X komið að honum og ýtt við honum án ástæðu. Ákærði hafi ýtt eitthvað til baka en X þá sparkað í fótlegg ákærða. Þá hafi ákærði slegið til mannsins með glasi í hægri hönd í höfuð X. Þeir hafi síðan tekist á og högg gengið á milli. Haft er eftir X á staðnum að hann hafi verið að panta sér áfengi á barnum. Upp hafi komið einhver misskilningur milli hans og ákærða sem hafi undið upp á sig og endað með því að ákærði hafi slegið hann í andlitið með glasi. Kærandi, X, sagði hjá lögreglu að hann hafi verið staddur á veitingastaðnum Players ásamt félaga sínum, C. Hann hafi staðið við barinn að panta sér drykk þegar ákærði, sem hafi staðið við hlið hans, hafi borið það upp á hann að kærandi hafi sparkað í ákærða. Kærandi kvaðst hafa neitað því enda væri það ekki rétt. Í framhaldi af þessu hafi komið til orðahnippinga milli þeirra og pústra. Fljótlega eftir að þeir hafi byrjað að deila hafi ákærði tekið bjórglas og slegið því í andlit hans og trúlega kýlt hann á eftir. Hann hafi við þetta fallið í gólfið og komið niður á hnakkann og hálf vankast. Átökin hafi verið stöðvuð nánast strax. Fyrir dómi lýsti kærandi atvikum þannig að hann hafi staðið við barinn er ákærði hafi ásakað hann um að hafa sparkað í sig. Það hafi ekki verið rétt og hafi komið til orðahnippinga milli þeirra. Þetta rifrildi hafi staðið örskamma stund og fyrirvaralaust hafi ákærði slegið hann í andlitið með glasi. Við það hafi hann fallið í gólfið og ákærði fylgt á eftir og kýlt hann fleiri höggum. Hann hafi reynt að verjast og kýlt til baka. Hjá lögreglu skýrði ákærði svo frá að hann hafi í umrætt sinn staðið við barinn og verið að ræða við stúlku. Þá hafi kærandi komið aðvífandi og hálfpartinn ýtt honum frá. Hann kvaðst hafa ávarpað kæranda og sagt honum að kærandi gæti beðið ákærða um að færa sig ef kærandi teldi hann vera fyrir. Kærandi hafi þá svarað með hálfgerðum skætingi og sparkað létt í fótlegg ákærða. Í framhaldi af þessu hafi komið til orðaskipta þeirra í milli og báðir orðið æstir. Þá hafi kærandi kýlt ákærða í andlitið af nokkru afli. Hans fyrstu viðbrögð hafi verið að svara í sömu mynt. Hafi hann verið með bjórglas í hendi og hafi hann slegið því í andlit mannsins og það brotnað við það. Eftir það hafi þeir fallið í gólfið en dyravörður komið og skilið þá í sundur. Fyrir dómi skýrði ákærði á sama veg frá og hjá lögreglu. Vitnið B, vinur ákærða, sagði hjá lögreglu og fyrir dómi að hann hafi staðið við endann á barnum í um það bil 5-10 metra fjarlægð. Frekar mikið af fólki hafi verið við barinn og þvaga fyrir framan hann. Hann kveðst hafa séð er kærandi hafi komið upp að ákærða og ýtt við honum. Kærandi og ákærði hafi talað eitthvað saman en hann hafi ekki heyrt orðaskipti. Hann hafi síðan séð þegar kærandi hafi slegið ákærða og í framhaldi af því séð er ákærði hafi slegið til baka. Vitnið A, vinur ákærða, kvaðst hafa staðið við hlið félaga síns, vitnisins B. Hafi þeir verið í um það bil 10 metra fjarlægð frá ákærða. Hann sagðist hafa séð ákærða vera að tala við einhverja stúlku og hafi verið nokkur þvaga fyrir framan barinn. Síðan hafi hann séð kæranda slá ákærða í andlitið. Ákærði hafi slegið kæranda til baka en vitnið kvaðst ekki hafa séð hvort ákærði hafi verið með glas í hendi. Vitnið C, vinur kæranda, skýrði svo frá hjá lögreglu og fyrir dómi að hann og kærandi hafi staðið við barinn ásamt fleira fólki og beðið eftir afgreiðslu. Ákærði hafi staðið honum á vinstri hönd og kærandi á hægri hönd. Allt í einu hafi ákærði sakað kæranda um að hafa sparkað í sig en C taldi það útilokað vegna þess að hann hafi staðið á milli þeirra. Til orðahnippinga hafi komið milli kæranda og ákærða og hafi hann þá staðið fyrir aftan þá. Skyndilega hafi ákærði slegið kæranda með bjórglasi í andlitið með þeim afleiðingum að glasið brotnaði. Einhver átök hafi átt sér stað milli þeirra eftir að glasið brotnaði. II. Kærandi fór á slysavarðstofu og segir í læknisvottorði að hann hafi verið með mjög stóra blæðingu undir húð og mar yfir hægra kinnbeini og hafi þessir áverkar verið nánast yfir öllu hægra efra andliti. Hægri efrivör hafi verið bólgin og hún hrufluð. Mar hafi verið á vinstra kinnbeini ásamt hruflsári og storknað blóð í báðum nösum eftir blóðnasir. Kærandi hafi verið með mikil eymsli yfir kinnbeinsboga hægra megin. Kærandi var skoðaður aftur seinna sama dag og við skoðun á augum kom í ljós að hann var með tvísýni við að horfa upp á við og hægra auga gekk töluvert lengra upp en það vinstra. Hann var því með hreyfiskerðingu á vinstra auga. Röntgenmynd var tekin af kæranda og hann sendur til augnlæknis til frekara mats. Við skoðun 12. apríl 2005 vaknaði grunur um að augnhreyfivöði að neðanverðu vinstra megin væri fastur, hugsanlega vegna vöðvaskaða eða beinbrots. Var kærandi svæfður 15. apríl 2005 og gerð frekari rannsókn. Í svæfingu var ekki hægt að snúa vinstra auga upp á við og því áfram sterkur grunur um að neðri hreyfivöðvi vinstra auga væri fastur og því var gerð aðgerð á augntóftarbotni vinstra megin. Kærandi fór aftur í skoðun 19. apríl 2005 og kom þá í ljós að hann var ennþá með tvísýni þegar hann horfði upp á við. Við skoðun var hann vel gróinn en hafði áfram skerta hreyfigetu á auga upp á við og sá tvöfalt þá. Fyrir dómi skýrði kærandi svo frá að ástand hans væri óbreytt en til stæði að hann færi fljótlega í þriðju augnaðgerðina. Í vottorði Elínborgar Guðmundsdóttur, augnlæknis, dagsett 30. ágúst 2005, segir meðal annars að ástand kæranda sé óbreytt en til standi að reyna aðra aðgerð. III. Framburður ákærða og kæranda stangast á um hver hafi átt upptökin að átökunum. Framburðir vitna stangast einnig á um þetta atriði. Mest er þó að byggja á framburði vitnisins C sem stóð fyrir aftan ákærða og kæranda og sagðist hafa séð glögglega hvað fram fór. Sagði hann útilokað að kærandi hafi sparkað til ákærða þar sem hann hafi þá staðið á milli þeirra. Þá staðhæfði vitnið að fyrsta höggið sem gengið hafi milli þeirra hafi verið högg ákærða með glasinu. Önnur vitni stóðu í töluverðri fjarlægð en öllum ber þeim saman um að fjöldi fólks hafi staðið við barinn í umrætt sinn. Hvernig sem þessu var varið liggur ljóst fyrir og því játað af ákærða að hann sló kæranda með bjórglasi í andlitið. Þessi atlaga var háskaleg og ekki í neinu samhengi við það sem á undan var gengið. Orðaskak og jafnvel pústrar, þó sannað teldist, gátu ekki réttlætt þessa atlögu. Með þessari háttsemi stefndi ákærði heilsu kæranda í voða eins og raun varð og rakið er hér að framan. Þjáist kærandi af tvísýni við vissar aðstæður og er óljóst með batahorfur. Brot ákærða er réttilega fært undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga í ákæru. Sakaferill ákærða er þannig að hann hefur tvívegis gerst sekur um umferðarlagabrot. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Í ljósi þess hversu hættuleg árás ákærða var þykir ekki fært að skilorðsbinda refsingu hans í heild sinni. Þegar hins vegar er litið til sakaferils ákærða þykir mega skilorðsbinda refsingu hans að hluta eins og nánar greinir í dómsorði. IV. Kærandi sundurliðar skaðabótakröfu sína þannig: 1. Miskabætur 1.500.000 krónur. 2. Þjáningabætur 81.600 krónur. 3. Annað fjártjón 30.000 krónur. Lögmannsaðstoð 137.668 krónur. Miskabótakröfu sína byggir kærandi á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, þjáningabætur á 15. gr. sömu laga og annað fjártjón á 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga. Krafa um greiðslu vegna lögmannsaðstoðar styður kærandi við 4. tl. 172. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Skilyrði eru samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga til þess að dæma ákærða til greiðslu miskabóta og verða þær taldar hæfilegar 300.000 krónur. Taka ber kröfu kæranda um þjáningabætur að fjárhæð 81.600 krónur til greina með vísan til 15. gr. skaðabótalaga. Kærandi hefur ekki lagt fram reikninga fyrir öðru fjártjóni og verður því sú krafa ekki tekin til greina. Þá verður ákærði dæmdur til þess að greiða lögmannskostnað kæranda við að halda fram bótakröfunni og telst sá kostnaður hæfilegur 45.000 krónur. Ákærði verður því samtals dæmdur til að greiða kæranda 426.600 krónur í skaðabætur. Um vexti fer eins og í dómsorði greinir en ákærða var birt bótakrafan hjá lögreglu 19. september 2005. Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður ákærði dæmdur til þess að greiða verjanda sínum, Sveini Andra Sveinssyni hrl., 172.557 krónur í málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður er 40.700 krónur sem ákærði verður einnig dæmdur til að greiða. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Ákærði, Elvar Logi Rafnsson, sæti fangelsi í 6 mánuði. Fresta skal fullnustu þriggja mánaða af refsingunni og hún falla niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði brotaþola, X, 426.600 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. mars 2005 til 19. október 2005 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, samtals að fjárhæð 213.257 krónur, þar af 172.557 krónur til skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar hrl.
Mál nr. 245/2006
Verksamningur Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi
S tók að sér með verksamningi 19. mars 2004 vinnu við byggingu fjölbýlishúss fyrir B. Á vormánuðum 2004 seldu eigendur B allt hlutafé sitt í félaginu til R. Um svipað leyti tilkynnti R, S um að verkið skyldi stöðvað. S krafði B og R um greiðslu á 2.500.000 krónum. Óljóst var hvort að S reisti kröfu sína á greiðslu fyrir verkið eins og það stóð á þeim tíma sem hann hvarf frá því, auk skaðabótakröfu vegna riftunar, eða einvörðungu því að B og R hafi með sérstökum samningi og einhliða loforði skuldbundið sig til greiðslu á ósundurliðaðri fjárhæð 2.500.000 krónur. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að málatilbúnaður S sé knappur og misvísandi og stefna í héraði sé í andstöðu við e lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Vegna þessa annmarka S á reifun málsins og röksemdum, var ófært að taka efnislega afstöðu til krafna hans og varð því ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. maí 2006. Hann krefst þess að gagnáfrýjendur verði dæmdir til að greiða sér óskipt 2.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. ágúst 2004 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur áfrýjuðu héraðsdómi fyrir sitt leyti 3. júlí 2006. Þeir krefjast þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur að öðru leyti en því að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða þeim 1.164.943 krónur í málskostnað í héraði. Þá krefjast þeir málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Að undangengnu útboði tók aðaláfrýjandi að sér með verksamningi 19. mars 2004 fyrir gagnáfrýjandann M-þrjá ehf., er þá hét Byggingafélagið Viðar ehf., að slá upp, einangra, járna og steypa sökkla og botnplötu fyrir fjöleignarhús á lóðinni Álfkonuhvarfi 33-37, Kópavogi. Greiða skyldi samtals 6.000.000 krónur fyrir verkið og fyrsta greiðsla, 1.000.000 krónur, fara fram 26. mars 2004 eða viku eftir að verk átti að hefjast. Eftir það skyldu greiðslur inntar af hendi í samræmi við framgang verksins samkvæmt framlögðum reikningum, nákvæmlega sundurliðuðum með tilliti til verkliða og framvindu verks. Aðaláfrýjandi gaf út reikning 26. mars 2004 að fjárhæð 1.000.000 krónur sem var greiddur 29. þess mánaðar. Þá gaf hann út sundurliðaðan reikning 19. apríl 2004 að fjárhæð 2.222.500 krónur. Fylgdu þeim reikningi ýmis gögn í samræmi við verksamning og mun hann hafa verið greiddur í tvennu lagi 11. og 25. maí 2004. Í lok apríl eða byrjun maí það ár seldu eigendur gagnáfrýjandans M-þriggja ehf. allt hlutafé sitt í félaginu til hins gagnáfrýjandans. Um svipað leyti kom Hermann Hinriksson framkvæmdastjóri gagnáfrýjandans Rúmmetra ehf., en hann mun einnig vera núverandi framkvæmdastjóri hins gagnáfrýjandans, á verkstað og tilkynnti Ómari Rafnssyni fyrirsvarmanni aðaláfrýjanda að verkið skyldi stöðvað þar sem til stæði að reisa annars konar fjöleignarhús á lóðinni en áður hafði verið gert ráð fyrir. Í kjölfarið munu hafa farið fram óformlegar viðræður milli Ómars annars vegar og tveggja af fyrri eigendum gagnáfrýjandans M-þriggja ehf. hins vegar, sem og áðurnefnds Hermanns. Kveður aðaláfrýjandi að samkomulag hafi náðst milli hans og fyrri eigenda gagnáfrýjandans M-þriggja ehf. um að honum skyldu greiddar 2.500.000 krónur sem lokagreiðsla vegna verksins. Í samræmi við það hafi hann gert nýjan lokareikning með þessari fjárhæð í stað annars nokkuð hærri reiknings sem hann áður hefði sent verkkaupa. Var sá reikningur lagður fyrir Hæstarétt. II. Í stefnu í héraði segir svo: „Málsatvik og málsástæður: Krafa stefnanda á hendur stefnda, Byggingarfélaginu Viðari ehf. er byggð á reikningi vegna verks stefnanda við Álfkonuhvarf 33-37, en um lokauppgjör var að ræða. Rúmmeter ehf. keypti stefnda, Bygg.fél. Viðar ehf. og liggur fyrir yfirlýsing frá fyrrverandi eigendum þess að samkomulag hafi verið gert þess efnis að kaupandi, þ.e. Rúmmeter ehf. tæki yfir og greiddi umræddan verkkostnað. Er krafa stefnanda á hendur stefnda, Rúmmeter ehf. byggð á því að stefndi, Rúmmeter ehf. hafi ábyrgst gagnvart verkkaupa greiðslu reikningsins.“ Því næst er einungis tilgreindur útgáfudagur, gjalddagi, númer og fjárhæð reikningsins sem ekki hafi fengist greiddur þrátt fyrir innheimtutilraunir, en fjárhæð kröfunnar er ekki sundurliðuð. Til stuðnings kröfum sínum hefur aðaláfrýjandi meðal annars vísað til skriflegrar yfirlýsingar tveggja af fyrri eigendum gagnáfrýjandans M-þriggja ehf. sem rakin er í héraðsdómi. Jafnframt vísar aðaláfrýjandi til verksamnings aðila, útboðsgagna og ákvæða ÍST 30 um kröfur vegna unninna verka, vanefnda og riftunar samnings af hálfu verkkaupa. Í greinargerð í héraði kröfðust gagnáfrýjendur sýknu á þeim grundvelli að þeir hefðu ekki tekið á sig ofangreinda skuldbindingu að fjárhæð 2.500.000 krónur og töldu ágreininginn snúast um hvernig lokauppgjöri skyldi háttað og sé krafa aðaláfrýjanda „fullkomlega vanreifuð og órökstudd.“ Einnig sé þeim „ómögulegt að átta sig á því hvernig sú fjárhæð er saman sett og hverjar forsendur lágu til grundvallar meintu lokauppgjöri sem krafa stefnanda byggir alfarið á.“ Þá kröfðust gagnáfrýjendur sýknu eða lækkunar á kröfu aðaláfrýjanda vegna tafa og galla á umræddu verki. Jafnframt þessu kröfðust þeir „til öryggis“ að krafa aðaláfrýjanda yrði lækkuð verulega á þeim grunni að hann hefði með reikningi sínum innheimt „til mikilla muna of mikla vinnu miðað við umfang og eðli verka“ hans. Að beiðni gagnáfrýjenda var dómkvaddur maður til að meta hæfilegt endurgjald fyrir þá vinnu sem aðaláfrýjandi hafði innt af hendi og hæfilegt endurgjald vegna aðstöðu sem aðaláfrýjandi hafi veitt gagnáfrýjendum á verkstað. Upphaflega hafði verið óskað eftir að metnir yrðu gallar á verki, en síðar var fallið frá þeirri beiðni og þá einnig kröfu um sýknu eða afslátt vegna þessa. Matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að aðaláfrýjandi hefði lokið 58,8% af samningsverki og hefði auk þess unnið tiltekin aukaverk. Samkvæmt matinu nam verk aðaláfrýjanda hærri fjárhæð en honum hefur verið greidd. Fyrirsvarsmaður aðaláfrýjanda gaf skýrslu fyrir dómi og kvað umræddan samning um lokauppgjör vera vegna tilgreindra verkliða og aukaverka sem þegar hefði verið lokið við samkvæmt verksamningi, auk 150.000 króna vegna tjóns sem aðaláfrýjandi hafi orðið fyrir við það að þurfa að hverfa frá verki. Málatilbúnaður aðaláfrýjanda er knappur og misvísandi og er stefna í héraði í andstöðu við ákvæði e. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Er óljóst hvort hann reisir kröfu sína á greiðslu fyrir verkið eins og það stóð á þeim tíma sem hann hvarf frá því, auk skaðabóta vegna riftunar, eða einvörðungu á því að gagnáfrýjendur hafi með sérstökum samningi og einhliða loforði skuldbundið sig til greiðslu á ósundurliðaðri fjárhæð, 2.500.000 krónur. Vegna þessa annmarka á reifun málsins og röksemdum aðaláfrýjanda er ófært að taka efnislega afstöðu til krafna hans og verður ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 2. mgr. 130. gr. og 166. gr. laga nr. 91/1991 er rétt að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Aðaláfrýjandi, Suðurbær ehf., greiði gagnáfrýjendum, Byggingafélaginu M-þremur ehf. og Rúmmetra ehf., samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 2006. Mál þetta höfðaði Suðurbær ehf., kt. 570200-3050, Tómasarhaga 26, Reykjavík, með stefnu birtri 8. september 2004 á hendur Byggingafélaginu Viðari ehf., kt. 431203-2430, Bæjarlind 14-16, Kópavogi, og Rúmmeter ehf., kt. 500501-2350, Bíldshöfða 12, Reykjavík. Málið var dómtekið 26. janúar sl. Stefnandi krefst greiðslu á 2.500.000 krónum með dráttarvöxtum frá 10. ágúst 2004 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar. Stefndu krefjast aðallega sýknu. Til vara krefjast þeir lækkunar á kröfum stefnanda. Þá krefjast þeir málskostnaðar. Í stefnu er vísað til reiknings er stefnandi hafi gefið út vegna verks er hann hafi unnið að Álfkonuhvarfi 33-37 í Kópavogi. Virðist byggt á því að verk hafi verið unnið fyrir stefnda Byggingafélagið Viðar. Þá segir að samkomulag hafi verið gert um að stefndi Rúmmeter tæki yfir og greiddi þennan reikning. Kveðst stefndi byggja á því að stefndi Rúmmeter hafi ábyrgst gagnvart verkkaupa greiðslu reikningsins. Um er að ræða reikning dagsettan 10. ágúst 2004 með gjalddaga sama dag, að fjárhæð 2.500.000 krónur. Í greinargerð stefnda er því lýst að með verksamningi 19. mars 2004 hafi stefnandi tekið að sér tiltekið verk við umrætt fjölbýlishús sem verktaki fyrir stefnda Byggingafélagið Viðar. Hafi hann átt að slá upp, einangra, járnabinda og steypa sökkla og botnplötu á lóðinni. Stuttu síðar hafi nýir aðilar komið að stjórn þessa stefnda, en ný stjórn hafi verið kosin 27. apríl 2004, en þá hafði stefndi Rúmmeter keypt allt hlutafé í félaginu. Ómar Rafnsson, fyrirsvarsmaður stefnanda, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann sagði að eitt sinn er þeir voru við vinnu hafi Hermann Hinriksson komið til þeirra og sagst vera búinn að kaupa Byggingafélagið Viðar. Fyrri eigendur hafi þá sagt sér að það væri ekki frágengið og að þeir ætluðu ekki að stöðva verkið. Hafi þeir beðið hann að halda áfram. Nokkru síðar hafi hann síðan hætt samkvæmt beiðni. Ómar sagði að verkinu hefði ekki verið lokið. Hann hefði eftir stöðvunina sest niður með þeim Arnóri Heiðari Arnórssyni og Emil Emilssyni. Þeir hefðu verið sínir viðsemjendur. Það hafi tekið þá tvær til þrjár vikur að komast að því hve mikið var eftir. Lokið hefði verið ákveðinni vinnu við sökklagerð. Þeir hafi áætlað hversu mikið af verkinu hefði verið eftir og samið um að hann fengi greiddar 2.500.000 krónur. Rúmmeter ehf. hafi átt að greiða þessa fjárhæð, hann hafi strax sent þeim reikning. Ómar kvaðst eftir þetta hafa farið á fund með Hermanni Hinrikssyni, en hann hafi ekki verið tilbúinn að borga. Hermann hafi viljað semja um fjárhæðina en Ómar kvaðst ekki hafa verið tilbúinn til þess. Hermann Hinriksson, fyrirsvarsmaður beggja stefndu, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann sagði að um morguninn 27. apríl 2004 hefði verið skrifað undir samning um kaup Rúmmeters á Byggingafélaginu Viðari. Hann kvaðst hafa ætlað að láta breyta teikningum að umræddu húsi og því stöðvað vinnu við það. Hann hafi boðið stefnanda verk annars staðar þar til hægt væri að klára verkið. Það hafi ekki verið þegið. Stefnandi hafi sagt að hann hefði næg verkefni og hætt. Hann sagði að við kaupin á fyrirtækinu hefði verið talað um verksamninginn við stefnanda. Settar hefðu verið inn í samninginn áætlanir um skuldir við ýmsa undirverktaka og birgja. Talan 2.500.000 hefði verið áætlun á skuld við stefnanda. Hermann sagði að sér hefði verið ætlað að komast að því hvar verkið væri á vegi statt. Þá hefði sér ekki verið sagt frá því að samið hefði verið um greiðslu fyrir aukaverk. Hermann ítrekaði að stefndi Rúmmeter hefði aldrei lofað að greiða 2.500.000 krónur til stefnanda. Fyrri eigendur hefðu ekki sagt að þeir væru búnir að semja við stefnanda. Tveir af fyrri eigendum stefnda Byggingafélagsins Viðars, Emil Emilsson og Arnór Heiðar Arnórsson, gáfu skýrslur fyrir dómi. Emil Emilsson sagði að salan á fyrirtækinu hefði gengið hratt fyrir sig. Við söluna hefði verið áætluð verkstaða hjá stefnanda og metin ákveðin fjárhæð til að ljúka uppgjöri til stefnanda. Þeir hafi ekki haft neina aðstöðu til að sannreyna verk­stöðuna þá. Þá staðfesti Emil að samið hefði verið um 400.000 króna aukagreiðslu til Suðurbæjar vegna þess að púðar undir sökklum höfðu reynst of lágir. Hann sagði hins vegar að það hefði ekki verið búið að semja um lokauppgjör við stefnanda. Arnór Heiðar Arnórsson sagði að gert hefði verið ráð fyrir að halda eftir ákveðnum greiðslum til að mæta því sem ætti eftir að greiða. Verkið hafði ekki verið tekið út og þess vegna hefði talan sem sett var í samninginn verið áætluð. Hefði skuldin reynst önnur hefði það getað haft áhrif á kaupverðið. Þá hefði ekki verið ákveðið neitt um verklok eða að stefnandi færi frá verkinu. Hann kvaðst ekki hafa samið um lokagreiðslu við stefnanda. Að beiðni stefnda var Freyr Jóhannesson byggingatæknifræðingur dómkvaddur til að meta unnin verk og útlagðan kostnað stefnanda fyrir stefnda Byggingafélagið Viðar. Matsmaður taldi unnt að áætla að stefnandi hefði unnið svo mikið af samningsverkinu að réttmæt þóknun til hans næmi 3.617.743 krónum. Þá ætti hann að fá greiddar 172.500 krónur fyrir gerð sökkulskauta og 123.600 krónur vegna aðstöðu á verkstað. Matsmaður staðfesti matsgerð sína fyrir dómi. Loks gáfu skýrslur fyrir dómi Tryggvi Jakobsson og Skúli Finnbogason, sem höfðu sem starfsmenn TV tækniþjónustu mælt flatarmál mótaflata í sökklum að beiðni stefnanda. Málsástæður stefnanda. Í stefnu er málavöxtum ekki lýst. Þar kveðst stefnandi byggja kröfur á hendur stefnda Byggingafélaginu Viðari á reikningi vegna verksins við Álfkonuhvarf, um lokauppgjör sé að ræða. Gagnvart stefnda Rúmmeter segir í stefnu að samkomulag hafi verið gert þess efnis að þessi stefndi tæki yfir og greiddi þennan kostnað. Kveðst stefnandi byggja á því að þessi stefndi hafi ábyrgst greiðslu reikningsins gagnvart meðstefnda. Við fyrirtöku málsins 2. mars 2005 skoraði stefnandi á stefndu að leggja fram gögn um kaup stefnda Rúmmeters á meðstefnda. Stefndi lagði ekki fram kaup­samning og hélt stefnandi því fram við aðalmeðferð að því bæri að leggja til grundvallar að fullyrðing sín um greiðsluloforð væri rétt. Vísað er til meginreglu samninga- og kröfuréttarins um loforð og efndir fjár­skuldbindinga. Málsástæður stefnda Rúmmeters ehf. Þessi stefndi byggir sýknukröfu sína á því að hann hafi ekki óskað eftir vinnu stefnanda og ekki tekið að sér greiðslu á 2.500.000 krónum til stefnanda. Því beri að sýkna sig af kröfum stefnanda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 19/1991. Jafnframt vísar þessi stefndi til allra málsástæðna meðstefnda, Bygginga­félagsins Viðars. Málsástæður stefnda Byggingafélagsins Viðars. Stefndi byggir á því að aldrei hafi farið fram neitt lokauppgjör á milli aðila, ágreiningur þeirra snúist um það hvernig slíku uppgjöri skuli háttað. Ósannað sé að stefndi hafi samþykkt að greiða stefnanda 2.500.000 krónur. Stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir þeirri staðhæfingu sinni. Þá telur stefndi fráleitt að stefnandi eigi svo háa kröfu. Þessi fjárhæð sé van­reifuð og órökstudd. Varakröfu kveðst stefndi setja fram til öryggis. Með reikningi stefnanda sé innheimt allt of há fjárhæð miðað við umfang og eðli verka stefnanda. Krafan sé ósanngjörn, ósundurliðuð, órökstudd og vanreifuð. Engin sundurliðun fylgi umræddum reikningi. Stefndi vísar hér til áðurnefndrar matsgerðar. Stefndi segir að hann hafi greitt samtals 3.100.000 krónur til stefnanda vegna verksins. Þá hafi hann ekki séð þann reikning sem stefnt er út af fyrr en hann var lagður fram við þingfestingu málsins. Upphafsdegi dráttarvaxtareiknings er mótmælt. Þá skuli ekki dæma fyrr en frá dómsuppsögudegi vegna þess að verulega skorti á að kröfur stefnanda séu studdar fullnægjandi rökum og gögnum. Stefndi vísar til reglna kröfu- og verktakaréttar um sönnun og skýran mála­tilbúnað, svo og almennra reglna um skuldbindingargildi loforða og efndir fjár­skuldbindinga. Þá er vísað til ÍST 30. Forsendur og niðurstaða. Stefnandi fullyrðir að samið hafi verið um ákveðna lokagreiðslu. Hann hafi samið um hana við fyrri eigendur stefnda Byggingafélagsins Viðars. Þessi fullyrðing hans fær ekki stoð í skýrslum þeirra Emils Emilssonar og Arnórs Heiðars Arnórssonar, sem stefnandi kveðst hafa samið við. Þá benda fullyrðingar forsvars­mannsins til þess að hann telji sig hafa samið við þá Emil og Arnór eftir að þeir höfðu selt hluti sína í stefnda. Er því ósannað að náðst hafi bindandi samkomulag um loka­uppgjör með greiðslu á 2.500.000 krónum. Taka verður fram í þessu sambandi að við sönnunarmat er ekki unnt að byggja á skriflegum frásögnum aðila, sem síðar koma sem vitni fyrir dóm. Í framburðum þeirra sem komu að kaupum stefnda Rúmmeters á stefnda Byggingafélaginu Viðari kemur fram að áætlað hafi verið hversu mikið þyrfti að greiða til stefnda vegna þess sem hann hefði þegar unnið. Fullyrðingar stefnanda um annað eru ekki studdar neinum gögnum og breytir því ekki neinu þó stefndu hafi hunsað áskorun um framlagningu tiltekinna gagna. Er ósannað að stefndi Rúmmeter hafi skuldbundið sig á einhvern hátt gagnvart stefnanda. Í stefnu málsins hefur stefnandi lagt grundvöll að málsmeðferð. Þar er ekki vísað til annars en samkomulags um að greidd skyldi tiltekin fjárhæð til lokauppgjörs. Við ítarlega sönnunarfærslu af hálfu stefndu hefur komið fram að óunnið var allflókið uppgjör milli aðila. Þarf þar að ákvarða hversu mikið hafði verið unnið af verkinu og hvort samið hafi verið um tilteknar aukagreiðslur og aukaverk. Um þessi atriði hafa komið fram nokkrar vísbendingar í skjölum og skýrslum vitna. En þar sem ekki var lagður eðlilegur grunnur að umfjöllun um ágreiningsefni þessi með málavaxtalýsingu í stefnu er ekki unnt að dæma um annað en það sem fram kemur í stefnunni. Þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar þær sem stefnandi byggir þar á séu ósannaðar, verður að sýkna stefndu af kröfum hans. Með hliðsjón af framansögðu og atvikum málsins er rétt að stefnandi greiði hluta af málskostnaði stefndu, 200.000 krónur til hvors þeirra. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Stefndu, Byggingafélagið Viðar hf. og Rúmmeter ehf., eru sýknaðir af kröfum stefnanda, Suðurbæjar ehf. Stefnandi greiði hvorum stefnda 200.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 397/2015
Lóðarleigusamningur Sveitarfélög Stjórnvaldsákvörðun Stjórnsýsla Venja Jafnræðisregla
S ehf. fór þess á leit við bæjarfélagið H að félagið fengi að skila lóð undir atvinnustarfsemi sem það hafði fengið úthlutað hjá bæjarfélaginu. Á grundvelli reglna um lóðarskil, sem H hafði sett eftir úthlutun lóðarinnar, synjaði bæjarfélagið S ehf. lóðarskilum á þeirri forsendu að félagið hefði fengið samþykkta breytingu á deiliskipulagi eftir úthlutun lóðarinnar. S ehf. kærði synjunina til innanríkisráðuneytisins sem ógilti ákvörðun H. Í málinu krafðist H ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Talið var að hvorki væri kveðið á um einhliða skilarétt S ehf. í ákvæðum lóðarleigusamnings aðila og úthlutunarskilmálum, né ákvæðum laga nr. 17/1996 um gatnagerðargjald. Þá yrði skilaréttur ekki byggður á stjórnsýsluframkvæmd eða venju á því sviði. Þar sem einhliða skilaréttur S ehf. væri ekki til staðar væru áðurgreindar reglur H sem heimiluðu lóðarskil í raun ívilnandi fyrir lóðarhafa og því birtar með fullnægjandi hætti á heimasíðu bæjarfélagsins. Þar sem ekki væri sjálfgefið að H gæti breytt deiluskipulagi í fyrra horf þegar lóðum væri skilað, né heldur útilokað að slíkar breytingar gætu bakað bæjarfélaginu bótaskyldu, var ekki talið að áðurgreint skilyrði um breytingu á deiliskipulagi í reglunum gæti tralist ómálefnalegt. Loks var ekki fallist á það með S ehf. að H hefði brotið gegn jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar og meginreglunni um skyldubundið mat með ákvörðun sinni. Var því ekki talið að synjun H hefði verið ólögmæt og var úrskurður ráðuneytisins því felldur úr gildi.
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson, Helgi I. Jónsson og Karl Axelsson.Áfrýjandi skaut málinu tilHæstaréttar 16. júní 2015. Hann krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðarí héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingarhéraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 17/1996um gatnagerðargjald var ekki, fremur en gert er í 9. gr. núgildandi laga nr.153/2006 um sama efni, kveðið á um einhliða skilarétt lóðarhafa, sem gert hafðileigusamning við sveitarfélag um lóð undir húsbyggingu, til að hverfa frásamningi með skilum á lóðinni, heldur var þar einungs mælt fyrir um endurgreiðslugatnagerðargjalds hefði lóð verið skilað eftir að það gjald var greitt. Þá voruí 8. grein úthlutunarskilmála fyrir lóðinni ákvæði um hvernig með skyldi faraef lóðarhafi skilaði lóð eða skilmálunum væri ekki fullnægt eftir efni sínu.Þar var á hinn bóginn ekki kveðið á um einhliða skilarétt lóðarhafa. Getur áfrýjandiþví hvorki byggt rétt sinn til skila á lóðinni á lögum nr. 17/1996 né framangreinduákvæði úthlutunarskilmálanna. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan tilforsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Áfrýjanda verður gert aðgreiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal veraóraskaður.Áfrýjandi, Smáragarður ehf.,greiði stefnda, Hafnarfjarðarkaupstað, 800.000 krónur í málskostnað fyrirHæstarétti. DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 27. mars 2015. Málþetta, sem höfðað var með stefnu birtri 11. nóvember 2013, var dómtekið aðlokinni aðalmeðferð þann 27. febrúar sl. Stefnandi er Hafnarfjarðarkaupstaður,Strandgötu 6 í Hafnarfirði. Stefndi er Smáragarður ehf., Bíldshöfða 20 íReykjavík. Innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík, er stefnt tilréttargæslu. Stefnandikrefst þess að ógiltur verði með dómi úrskurður réttargæslustefnda,innanríkisráðuneytisins, dagsettur 13. maí 2013, í máli nr. IRR12040032, þessefnis að ógilda ákvörðun stefnanda um að synja Smáragarði ehf. þess að skilalóð númer 1 við Selhellu í Hafnarfirði. Þá krefst stefnandi málskostnaðar aðskaðlausu úr hendi stefnda Smáragarðs ehf. Stefndikrefst þess að dómkröfum stefnanda verði hafnað. Þá krefst hann greiðslumálskostnaðar út hendi stefnanda. Réttargæslustefndi hefur ekki uppi kröfur ímálinu. Málsatvik Áfundi bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 13. janúar 2012 synjaði stefnandi beiðnistefnda um að skila lóðinni Selhellu 1 í Hafnarfirði og fá endurgreiddþjónustugjöld og gatnagerðargjöld sem hann hafði áður greitt. Í bókun bæjarráðsum ákvörðunina er ekki að finna frekari rökstuðning fyrir henni. Stefndi kærðisynjun stefnanda til innanríkisráðuneytisins með heimild 111. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 11. gr. laga um gatnagerðargjöld nr.153/2006. Með úrskurði frá 13. maí 2013 felldi ráðuneytið ákvörðun stefnanda úrgildi. Selhella1 er liðlega 21.000 fermetra lóð, ætluð undir atvinnustarfsemi. Með samningiaðila, sem stefnandi undirritaði 6. júní 2006 og stefndi þann 24. janúar 2007,sömdu aðilar um leigu lóðarinnar til 25 ára frá 1. júní 2006. Í 8. gr.samningsins er ákvæði um skyldu stefnda til að ljúka við gerð teikninga ogbyggingarframkvæmda innan tilskilins frest og um skyldu hans til greiðsluþjónustugjalds og viðbótar gatnagerðargjalds. Þá segir í 3. og 4. mgr. greinarinnarað verði skilmálum greinarinnar ekki fullnægt í samræmi við tilgreinda frestiþá falli lóðarveitingin niður án fyrirvara. Í því tilviki muni stefnandiendurgreiða gatnagerðargjaldið og upptökugjaldið þegar nýr lóðarhafi hafigreitt þau gjöld. Fjárhæð endurgreiðslunnar skuli taka mið af breytingum ávísitölu byggingarkostnaðar. Þá undirritaði stefndi jafnframtúthlutunarskilmála stefnanda þann 24. janúar 2007 sem eru hluti af samningiaðila. Þar er einnig að finna ákvæði um greiðsluskyldu stefnda og greiðslufyrirkomulagá gatnagerðargjöldum, lóðarleigu og ýmsum öðrum sköttum og gjöldum. Ískilmálunum er m.a. gert ráð fyrir því að stefndi greiði eigi síðar en 7. júlí2006 lágmarks gatnagerðargjald fyrir lóðina, sbr. 1. gr. skilmálanna. Ísamningnum var einnig gert ráð fyrir því að frestur til byggingar ásökkulveggjum væri til 6. júní 2007. Þá skyldi húsið vera fokhelt og lóðingrófjöfnuð fyrir 6. júní 2008 og húsið, ásamt lóð, fullgert fyrir 6. janúar2009, sbr. 6. gr. skilmálanna. Framkvæmdir hófust hins vegar aldrei og varð þvíekki úr byggingu á lóðinni. Í8. gr. úthlutunarskilmálanna, sem ber yfirskriftina „vanefndir“ segir: „Eflóðarhafi skilar lóð, eða ef skilmálum þessum verður eigi fullnægt í samræmivið framangreinda fresti, greiðslur, gjalddaga eða önnur ákvæði, fellurlóðarveiting niður. Skal gatnagerðargjald þá endurgreitt og verðbætt, miðað viðvísitölu byggingarkostnaðar, eftir því sem kveðið er á um í 8. gr. gjaldskrárum gatnagerðargjöld í Hafnarfirði frá 6. apríl 2004. Heimilt er að frestaendurgreiðslu uns lóðin hefur verið úthlutað að nýju, þó almennt ekki lengur en6 mánuði frá því að lóðinni var skilað, eða hún afturkölluð vegna vanefnda.Umfjöllunar- og byggingarleyfisgjald endurgreiðist ekki.“ Ífebrúar 2008 féllst stefnandi á beiðni stefnda um að breyta deiliskipulagivegna lóðarinnar og tók breytingin gildi 21. maí 2008. BæjarráðHafnarfjarðar samþykkti reglur um skil á lóðum á fundi sínum 20. nóvember 2008.Í reglunum er gert að skilyrði fyrir skilum á lóðum að framkvæmdir séu ekkihafnar, lóðarhafi hafi ekki fengið samþykkta breytingu á deiliskipulagi, hvortheldur óverulega eða verulega breytingu, lóðarhafi hafi ekki selt lóðina né aðfyrirtæki sem hafi fengið lóð úthlutað hafi verið selt. Stefnandisynjaði beiðni stefnda um skil á lóðinni með vísan til framangreindra reglnaþar sem stefnandi hafði, að beiðni stefnda, breytt deiliskipulagi lóðarinnar.Stefndi kærði þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins sem felldi ákvörðunstefnanda um synjun úr gildi með úrskurði 13. maí 2013 með vísan til 114. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í rökstuðningi ráðuneytisins kemur fram aðbyggt sé á því að bæði fyrir og eftir setningu framangreindra reglna hafi veriðheimilt að skila atvinnuhúsalóðum í Hafnarfirði þó svo að engri lóð hafi íreynd verið skilað á árunum 2002-2007. Jafnframt segir að engin venja hafimyndast um takmörkun á lóðaskilum og því hafi stefnandi, með setningu reglna umefnið í nóvember 2008, verið að breyta stjórnsýsluframkvæmd með íþyngjandihætti fyrir lóðarhafa. Breytingin hafi ekki verið gerð á gagnsæjan hátt og ekkikynnt með fullnægjandi hætti. Stefnandiunir ekki úrskurði innanríkisráðuneytisins og er tilgangur málsóknar þessarar áhendur stefnda og réttargæslustefnda að fá hann felldan úr gildi. Með vísan til117. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er innanríkisráðuneytinu stefnt tilréttargæslu í máli þessu. LúðvíkGeirsson, fyrrum bæjarstjóri Hafnarfjarðar gaf skýrslu fyrir dómi. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandikrefst þess að úrskurður réttargæslustefnda verði felldur úr gildi.Úrskurðurinn sé ekki í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í sambærilegum málum.Slíkur réttur verði hvorki leiddur af settum lögum, lóðarleigusamningi ogúthlutunarskilmálum, né venju. Þegar erindi um lóðarskil barst frá stefnda hafilegið fyrir dómar Hæstaréttar nr. 151/2010, 473/2010, 474/2010 og 475/2010.Allir þessir dómar kváðu á um að ekki væri til staðar almennur skilaréttur þóað réttargæslustefndi komist að annarri niðurstöðu. Lóðarleigusamningurvegna umdeildrar lóðar sé í eðli sínu einkaréttarlegur gerningur og meðundirritun hans hafi stefndi tekið á sig tiltekin réttindi og skyldur. Umslíkan samning gildi allar sömu meginreglur og gilda almennt um kaupsamninga umfasteignir, m.a. um skuldbindingargildi samninga og sveitarstjórn sem aðilisamnings sé þar fyrst og fremst í hlutverki landeiganda. Skil á lóð séu þvíslit eða riftun einkaréttarlegs samnings á milli stefnanda og stefnda.Stefnandi hafi ekki getað rift einhliða slíkum samningi eða svipt lóðarhafaréttindum sínum bótalaust nema verulegar vanefndir eða aðrar málefnalegarforsendur séu fyrir hendi. Það sama hljóti að eiga við um lóðarhafa. Honum séekki heimilt að ganga frá slíkum samningi nema með skýrri heimild í skilmálumeða samningi. Slíku sé ekki til að dreifa í þessu tilviki og engar vanefndir afhálfu stefnanda geti réttlætt kröfu hans. Almenntákvæði í lóðarleigusamningi, þar sem fjallað sé um lóðarskil, veiti ekkiheimild til skila á lóð hvenær sem lóðarhafa detti í hug. Ákvæðið í lóðarleigusamningisem stefndi vísi til sé samhljóða ákvæði 9. gr. laga nr. 153/2006 umgatnagerðargjöld, og dómar Hæstaréttar um túlkun þess ákvæðis hafa staðfest aðí því felst ekki einhliða skilaréttur. Stefnandihafnar því einnig að stefndi hafi heimild til lóðarskila á grundvelli alkunnrarog venjuhelgaðrar reglu. Engin slík regla eða venja hafi verið til og engumatvinnuhúsalóðum hafi verið skilað á árunum 2002-2007, eftir að gengið hafðiverið frá samningi og greiðslu gatnagerðargjalda. Því geti stefndi ekki vísaðtil þess að hann hafi mátt treysta því, þegar lóðinni var úthlutað árið 2006,að skila mætti lóðinni með einhliða yfirlýsingu þar að lútandi og það mörgumárum eftir úthlutun að undangenginni breytingu á deiliskipulagi að hans ósk.Það geti því ekki hafa verið forsenda samningsgerðar af hálfu stefnda. Þávísar stefnandi til þess að gatnagerðargjald sé skattur samkvæmt lögum nr.153/2006 sem renni til gatnagerðar í sveitarfélaginu. Sveitarfélagi beri ekkiskylda til að varðveita skattfé þannig að unnt sé að skila því mörgum árumeftir innheimtu. Þá fyrnist krafa um ofgreidda skatta og gjöld á fjórum árumeftir að greiðsla átti sér stað samkvæmt lögum nr. 29/1995, um endurgreiðsluoftekins fjár. Þásé alkunna að efnahagslegt hrun varð á árinu 2008 sem komið hafi endanlega íljós í októbermánuði 2008. Fram að þeim tíma hafi eftirspurn eftir lóðum veriðmun meiri en framboð. Við hrunið hafi staðan algerlega snúist við, eftirspurninhafi horfið og lóðarhafar viljað skila lóðum. Stefnandi hafi við þær aðstæðurákveðið, til að flýta afgreiðslu slíkra mála, að setja almennar reglur umlóðaskil. Reglurnar séu að mati stefnanda ívilnandi fremur en íþyngjandi fyrirlóðarhafa. Til að koma til móts við lóðarhafa hafi sú meginregla verið sett aðskila mætti lóðum en með vissum skilyrðum sem byggðu á almennum og málefnalegumsjónarmiðum, m.a. því að ekki mátti vera búið að breyta lóðinni með neinumhætti. Reglurnar hafi verið samþykktar og birtar með almennum opinberum hætti ínóvember 2008 og engin andmæli borist frá stefnda. Stefnandihafnar staðhæfingum stefnda um að hann hafi ekki gætt jafnræðissjónarmiða eðabrotið gegn 11. gr. laga nr. 37/1997. Öll erindi aðila í sömu stöðu og stefndihafi verið afgreidd með sama hætti. Þávísar stefnandi til sjónarmiða um tómlæti. Þótt fallist yrði á að stefndi hafiskilarétt á umræddri lóð geti sá réttur ekki verið án eðlilegra tímatakmarkana.Ef ekki verður fallist á að sá réttur sé fallinn niður af öðrum ástæðum verðiað líta til tómlætis stefnda. Lóðinni hafi verið úthlutað í maí 2006. Meðerindi 11. október 2011 hafi fyrst verið farið fram á að mega skila lóðinni. Þáhafi rúm fimm ár verið liðin frá úthlutun og tæp þrjú ár frá því að almennarreglur um lóðaskil hafi verið settar. Slíkt hljóti að teljast tómlæti af hálfustefnda sem hafi gefið stefnanda réttmæta ástæðu til að ætla að þessari lóðyrði ekki skilað. Þábyggir stefnandi á því að það skilyrði í reglum um skil lóða, að ekki hafiverið gerðar deiliskipulagsbreytingar, sé málefnaleg ástæða til að hafnalóðaskilum. Deiliskipulag sé mun umfangsmeiri en það sem snýr að einni lóð,breyting á því geti haft áhrif á aðliggjandi lóðir innan sama deiliskipulags ogalls óvíst að unnt sé að breyta því til baka. Breyting á deiliskipulagi séyfirlýsing um að framkvæmdir muni hefjast enda sé deiliskipulag lóðar í samræmivið kröfu lóðarhafa. Deiliskipulag feli í sér skipulagsskilmála fyrir útgáfubyggingar- og framkvæmdaleyfa. Jafnframt séu skipulagsyfirvöld bundin af því ogþá um leið því að gæta jafnræðis gagnvart öðrum sem gera kröfur á grundvellislíks skipulags. Í því tilviki sem hér um ræðir hafi verið gerð verulegbreyting á deiliskipulagi. Í úrskurði réttargæslustefnda virðist sem alls ekkisé tekið tillit til þessa eðlis deiliskipulags. Umlagarök vísar stefnandi einkum til sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011,stjórnsýslulaga nr. 37/1997, laga um gatnagerðargjald nr.153/2006,skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um endurgreiðslu oftekins fjár nr. 29/1995.Krafa um málskostnað sæki stoð í 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Um varnarþing sé vísað til 1. mgr. 33. gr., og 42. gr. laga nr.91/1991. Málsástæðu og lagarök stefnda Stefndimótmælir öllum kröfum og málsástæðum stefnanda. Stefndi byggir á því að hanneigi, m.a. með vísan til úthlutunarskilmála og lóðarleigusamnings aðila, rétt áþví að skila umræddri lóð og fá endurgreidd gjöld í samræmi við það sem kveðiðer á um í skilmálum og samningi. Úthlutun lóða sé stjórnvaldsákvörðun ískilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og hið sama eigi við um ákvörðun þar sembeiðni um skil á lóð er hafnað. Byggir stefndi á því að ákvörðun stefnanda umað synja honum um að skila lóðinni hafi verið ólögmæt og ógild. Ákvörðuninsamræmist hvorki ákvæðum úthlutunarskilmála, lóðarleigusamnings né meginreglumsamningaréttar um skuldbindingargildi samninga. Þá samrýmist hún hvorki ákvæðumstjórnsýslulaga nr. 37/1993 né meginreglum stjórnsýsluréttar. Stefndibyggir í fyrsta lagi á því að réttur hans til að skila lóðinni byggi á ákvæðumsamnings milli aðila, þ.e. lóðarleigusamningnum og úthlutunarskilmálumstefnanda. Ákvæðilóðarleigusamnings og úthlutunarskilmála séu skýr og þau heimili ótvírættlóðarskil. Í 8. gr. úthlutunarskilmálanna, segi annars vegar „Ef lóðarhafiskilar lóð [...] fellur lóðarveitingin niður“. Hins vegar er kveðið á um það ísömu grein að lóðarveitingin falli niður „ef skilmálum þessum verður eigifullnægt í samræmi við framangreinda fresti, greiðslur, gjaldaga eða önnurákvæði“. Sambærilegt ákvæði sé að finna í 8. gr. lóðarleigusamningsins. Ísamningi aðila og úthlutunarskilmálum sé ekki að finna ákvæði þess efnis aðskilyrði fyrir skilum sé það að deiliskipulagi hafi ekki verið breytt.Stefnandi hafi sjálfur samið einhliða úthlutunarskilmála og lóðarleigusamning.Hafi hann viljað að lóðarskil yrðu bundin einhverjum takmörkunum, s.s. vegnadeiliskipulagsbreytinga, hefði honum verið í lófa lagið að taka það fram íframangreindum samningum. Stefndihafi ekki byggt sökkulveggi fyrir 6. júní 2007, húsið hafi þar af leiðandi ekkiverið fokhelt fyrir 6. júní 2008 og því ekki fullgert fyrir 6. janúar 2009. Ísamræmi við ákvæði 6. gr. úthlutunarskilmála og 8. gr. lóðarleigusamnings hafihann átt rétt á því að krefjast þess að lóðarúthlutunin félli niður ogstefnandi endurgreiddi gatnagerðargjald og upptökugjald í samræmi við ákvæðiúthlutunarskilmála og lóðarleigusamnings í framhaldi af því að stefndi krafðistþess. Verðiekki á það fallist að stefndi hafi átt rétt á að krefjast niðurfellingarlóðarúthlutunarinnar samkvæmt framangreindu í samræmi við ákvæði úthlutunarskilmálaog lóðarleigusamnings byggir stefndi á því að sér hafi verið heimilt að skilalóðinni og fá endurgreidd gjöld í samræmi við það sem kveðið er á um ískilmálum og samningi. Vísar stefndi til framangreindra málsástæðna þessu tilstuðnings og jafnframt til venju sem var til staðar hjá stefnanda og honum hafiverið kunn, þess efnis að heimilt væri að skila lóðum til stefnanda og fá gjöldendurgreidd. Íöðru lagi byggir stefndi á því að reglur um lagaskil og sjónarmið umafturvirkni laga komi í veg fyrir að stefnandi geti byggt á reglum sínum umafsal lóða frá 20. nóvember 2008 með þeim hætti sem hann geri í synjun sinni.Stefndi hafnar því að reglur um skil á lóðum, sem samþykkar voru í bæjarráðistefnanda þann 20. nóvember 2008, geti átt við í tilviki stefnda. Reglur þessarséu vinnureglur sem stefnandi hafi sett einhliða og án samráðs við stefnda ogþær hafi hvorki verið birtar opinberlega, s.s. í Stjórnartíðindum, né kynntarfyrir stefnda. Honum hafi ekki verið kunnugt um reglurnar fyrr en stefnandisynjaði honum um skil á lóðinni. Reglunar séu auk þess íþyngjandi og beitingþeirra gagnvart stefnda feli í sér afturvirka beitingu sem sé ólögmæt. Þábrjóti þær gegn skuldbindingagildi samnings milli aðila. Íþriðja lagi byggir stefndi á því að synjun stefnanda hafi falið í sér brot ástjórnsýslureglum. Á þeim tíma sem lóðinni hafi verið úthlutað hafi ekki veriðí gildi skráðar reglur um lóðaskil aðrar en þær sem leiddu af ákvæðumframangreindra samninga og skilmála. Stefnanda hafi borið að haga ákvörðunartökusinni í samræmi við gildandi ákvæði úthlutunarskilmála og lóðarleigusamnings,og í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga og meginreglur stjórnsýsluréttar þarsem ákvæðum framangreindra samninga sleppti. Á árinu 2008 hafi 28 lóðum veriðskilað til stefnanda, fimm lóðum árið 2009 og þremur lóðum árið 2010. Með vísantil þessa byggir stefndi á því að sér hafi einnig verið heimilt að skila lóðsinni. Synjun stefnda brjóti í bága við jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaganr. 37/1993 og 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 aukhinnar ólögfestu meginreglu stjórnsýsluréttar um réttmætar væntingar aðilamáls. Þáhafi stefnandi með reglunum frá 20. nóvember 2008 breytt þekktristjórnsýsluframkvæmd. Almennar reglur hafi verið í gildi þess efnis að heimilthafi verið að skila atvinnuhúsalóðum til stefnanda. Þar sem þekkt framkvæmd varvið lýði um skil lóða og almennar reglur um lóðaskil, brast stefnanda heimildtil þess að synja stefnda um skil á lóð. Jafnframt hafi synjunin byggst á ómálefnalegumsjónarmiðum. Þar sem sá möguleiki er enn til staðar að breyta deiliskipulagi ísama horf geti það ekki talist málefnalegt að útloka stefnda frá lóðarskilum afþeim ástæðum einum að deiliskipulagi hafi verið breytt, enda hófust framkvæmdiraldrei og lóðin alfarið eins og hún var þegar henni var úthlutað á sínum tíma.Þegar þekktri framkvæmd sé breytt þurfi að takatillit til réttmætra væntinga aðila og kynna breytinguna fyrir fram áður en þærtaki gildi. Ífjórða lagi byggir stefndi á því að hinir breyttu skilmálar sem stefnandibyggir á að gildi um lóðarúthlutunina feli í sér brostnar forsendur fyrirúthlutuninni, hvort sem litið sé til skilmálanna eða lóðarleigusamnings.Stefndi sé því ekki lengur bundinn við úthlutunina, honum sé heimilt að skilalóðinni og fá endurgreidd gjöld sem hann hefur greitt vegna hennar. Aukframangreinds byggir stefndi á því að með synjun sinni hafi stefnandi brotiðgegn meginreglunni um skyldubundið mat stjórnvalda. Í meginreglunni felist aðþegar stjórnvöldum sé eftirlátið tiltekið mat við töku stjórnvaldsákvörðunar,sé óheimilt að takmarka matið við tilteknar viðmiðunarreglur sem stefnandivirðist hafa gert, með því að líta til vinnureglna bæjarins um afsal lóða frá20. nóvember 2008. Af 9. gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjöld leiði aðsveitarfélögum er eftirlátið tiltekið mat á því hvenær lóðum kann að veraskilað. Stefnandi samdi sjálfur úthlutunarskilmála og lóðarleigusamning semgerði ráð fyrir lóðarskilum og batt þar með hendur sínar um það hvernig standaætti að stjórnvaldsákvörðun um þetta. Í ljósi meginreglunnar um skyldubundiðmat sé stefnanda óheimilt að takmarka mat sitt um lóðarskil við tilteknarvinnureglur. Heildstætt mat þurfi að fara fram að teknu tilliti til allraaðstæðna og atvika. Slíkt mat hafi ekki farið fram þar sem ákvörðun stefnandavar bundin við það eitt að deiliskipulagi lóðarinnar hafi verið breytt. Engarframkvæmdir hafi verið hafnar og ekkert mæli gegn því að breyta deiliskipulagií fyrra horf. Deiliskipulag veitir ekki aðilum heimild til framkvæmda.Deiliskipulag sé einungis skipulagsáætlun fyrir afmarkaða reiti innansveitarfélags sem byggð sé á aðalskipulagi og kveði nánar á um útfærslu þess. Loksbyggir stefndi á sömu sjónarmiðum og málsástæðum og fram koma í úrskurðiinnanríkisráðuneytisins frá 13. maí 2013. Tekið er undir öll sjónarmið sem komafram í niðurstöðum ráðuneytisins. Íljósi alls framangreinds er byggt á því að sýkna skuli stefnda og hafna kröfustefnanda. Þeirrimálsástæðu stefnanda að honum sé ekki skylt að endurgreiða gatnagerðargjöld,með vísan til laga um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda nr. 29/1995, eralfarið mótmælt. Lögin eigi ekki við í þessu máli þar sem ekki hafi verið umoftekin gjöld að ræða. Um greiðsluskyldu stefnanda vísast til laga um gatnagerðargjöldnr. 153/2006. Gjöldin hafi ekki verið fyrnd þar sem upphafstími fyrningarmiðist við uppkvaðningu úrskurðar innanríkisráðuneytisins, þ.e. 13. maí 2013. Varðandilagarök vísar stefndi til almennra reglna samningaréttar um skuldbindingargildisamninga og vísast um það efni til samningalaga nr. 7/1936. Þá vísar hann tilstjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meginreglna stjórnsýsluréttar og jafnræðisreglustjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Jafnframt vísar hann til laga nr. 153/2006 umgatnagerðargjald auk laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Kröfu ummálskostnað byggi hann á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. Forsendur og niðurstaða Ímáli þessu krefst stefnandi þess að ógiltur verði úrskurðurinnanríkisráðuneytisins frá 13. maí 2013 þar sem ákvörðun stefnanda um að synjastefnda um að skila lóð undir atvinnuhúsnæði var ógilt. Jafnvelþótt samningur um lóðarleigu sé gerningur sem lúti reglum einkaréttar þá erstefnandi stjórnvald og ákvarðanir hans, þ. á m. um ráðstöfun eigna með einkaréttarlegumsamningum, lúta því jafnframt meginreglum stjórnsýsluréttar og ákvæðumstjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrlausn dómsins tekur mið af þessu. Aðilagreinir í fyrsta lagi á um það hvort stefndi hafi heimild til að skilaumdeildri lóð á grundvelli ákvæða í lóðarleigusamningi aðila og meðfylgjandiúthlutunarskilmálum, sem eru hluti þess samnings. Stefndi heldur því fram aðskilaréttur hans byggist á þeim samningi og vísar í því efni til 8. gr.lóðarleigusamningsins og 8. gr. í úthlutunarskilmálum stefnanda. Stefnandibyggir á því að þessi ákvæði veiti stefnda ekki einhliða rétt til að skilalóðinni. Svosem rakið er í atvikalýsingu dómsins er í 8. gr. lóðarleigusamningsins fjallaðum skyldur stefnda til að ljúka framkvæmdum og greiða gjöld innan tiltekinsfrests. Í 3. mgr. greinarinnar segir að fullnægi stefndi ekki þeim skyldumfalli lóðarveitingin niður án fyrirvara. Í þeim tilvikum skuli stefnandiendurgreiða gatnagerðargjaldið og upptökugjaldið samkvæmt 4. mgr. greinarinnar.Að mati dómsins verður ekki annar skilningur lagður í þetta ákvæði en sá að umsé að ræða heimild stefnanda til að afturkalla lóðarúthlutun verði vanefndir afhálfu stefnda og í því tilviki eigi stefndi rétt á endurgreiðslugatnagerðargjaldsins og fleiri gjalda. Sá skilningur fær enn fremur stoð í 8.gr. úthlutunarskilmálanna, sem kveður á um að gatnagerðargjald skuliendurgreitt ef lóðarhafi skilar lóð, en fyrirsögn þeirrar greinar er„vanefndir“. Samningsákvæði þessi, hvort sem litið er til orðalags þeirra eðaviðurkenndra túlkunarreglna samningaréttar, verða með engu mótin skilin á þannveg að í þeim felist einhliða skilaréttur lóðarinnar af hálfu stefnda. Þá hefurstefndi ekki gert grein fyrir því með hvaða öðrum hætti það hafi getað veriðforsenda þess að hann gekk til samninga að slíkur einhliða skilaréttur væri tilstaðar. Skilaréttur stefnda á umdeildri lóð verður því ekki byggður á ákvæðumsamnings aðila og úthlutunarskilmálum stefnanda eða á reglum samningaréttar umbrostnar forsendur. Þágreinir aðila á um hvort skilaréttur stefnda byggi á stjórnsýsluframkvæmd eðavenju á því sviði. Stefndi heldur því fram að almenn óskráð regla þess efnishafi verið í gildi og hafi byggst á þekktri stjórnsýsluframkvæmd en stefnandiandmælir því og kveður enga slíka reglu hafa verið til. Í úrskurðiréttargæslustefnda virðist á því byggt að slík almenn óskráð regla hafi verið ígildi. Stjórnsýsluframkvæmdeða venja á einhverju sviði verður eðli málsins samkvæmt ekki til fyrr enframkvæmd eða háttsemi fer fram í samræmi við tiltekna reglu vegna þess að þeirsem þannig hegða sér telji sér skylt að gera það. Ekki er um það deilt að áárunum 2002-2007 var engri lóð skilað til stefnanda, eftir að gengið hafðiverið frá lóðarleigusamningi og gatnagerðargjöld greidd. Af því leiðir að enginframkvæmd var til staðar sem getur orðið grundvöllur reglu sem felur í séreinhliða skilarétt lóðarhafa á lóð. Reglur sem kunna að hafa gilt á umræddutímabili geta því ekki stuðst við stjórnsýsluframkvæmd eða venju þegar afþeirri ástæðu að engin framkvæmd á þessu sviði lá fyrir á umræddu tímabili ogekki er á því byggt að slík regla verði byggð á venju eða stjórnsýsluframkvæmdfyrir árið 2002. Er því fallist á það með stefnanda að skilaréttur stefndaverði ekki byggður á reglum sem grundvallast á fyrirliggjandistjórnsýsluframkvæmd á þeim tíma þegar samningur aðila var gerður. Ákvörðunstefnanda um að synja stefnda um skil lóðarinnar byggir á reglum sem bæjarráðstefnanda samþykkti á fundi sínum 20. nóvember 2008. Samkvæmt reglunum vorusett nokkur skilyrði fyrir lóðaskilum. Meðal skilyrða er eftirfarandi ákvæði í8. lið reglnanna: „Ekki verður tekið við lóðum þar sem lóðarhafi hefur fengiðsamþykkta deiliskipulagsbreytingu, hvort heldur sem um er að ræða óverulega eðaverulega breytingu.“ Stefnandi byggir á því að með framangreindum reglum hafihann heimilað skil á lóðum, með tilteknum skilyrðum, og því hafi í reglunumfalist ívilnandi reglur. Tilefni þess að reglurnar hafi verið settar hafi veriðgjörbreytt aðstaða á lóðamarkaði þar sem eftirspurn eftir lóðum, sem áður hafiverið meiri en framboðið, hafi hrunið í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008og margir lóðarhafa hafi óskað eftir því að skila lóðum. Við þessar aðstæðurhafi stefnanda verið heimilt að setja almennar reglur um lóðaskil. Stefndi heldurþví fram að með setningu reglna hafi stefnandi sett afturvirka, íþyngjandireglu sem hafi brotið gegn jafnræðissjónarmiðum þar sem sumir hafi fengið aðskila lóðum en aðrir ekki. Svosem rakið hefur verið hafnar dómurinn því að samningur aðila feli í séralmennan rétt stefnda til að skila lóðinni. Þá er því jafnframt hafnað aðstefndi geti byggt þann rétt á ákvæðum settra laga eða á grundvelli venju eðastjórnsýsluframkvæmdar. Á grundvelli reglna um skuldbindingargildi samninga,verður því að telja að sú almenna regla hafi gilt um samning aðila umlóðarleigu, að hvor aðili um sig var bundinn af þeim samningi, nema aðrarreglur samningaréttar heimili riftun eða ógildingu. Í málinu er ekki byggt áþví að þannig hafi staðið á. Af þessu verður dregin sú ályktun að þegarsamningur aðila var gerður átti stefndi ekki rétt á að skila lóðinni meðeinhliða ákvörðun þar að lútandi og gat ekki byggt væntingar um að sá rétturværi til staðar á neinum gildum rökum. Því verður að líta svo á að þegarstefnandi setti reglur um efnið, með samþykkt bæjarráðs stefnanda í nóvember2008, hafi í reynd verðið sett regla sem var ívilnandi fyrir lóðarhafa. Því erekki mótmælt af hálfu stefnda að áhrif efnahagslegra aðstæðna í landinu áframboð og eftirspurn eftir lóðum hafi verið með þeim hætti sem stefnandi lýsirog kemur sú lýsing einnig heim og saman við það sem er alkunna. Verður því aðtelja að stefnanda hafi verið heimilt að bregðast við með þeim hætti að setjaalmennar reglur sem heimiluðu lóðarhöfum, með vissum skilyrðum, að skila lóðum.Við setningu þeirra reglna er stefnandi hins vegar bundinn af reglumstjórnsýsluréttar, m.a. um að gæta málefnalegra sjónarmiða og jafnræðis. Hvaðvarðar birtingu reglnanna þá er ekki um það deilt að stefnandi birti þær meðsama hætti og aðrar samþykktir bæjarráðs, m.a. á vef stefnanda. Verður aðtelja, í ljósi efnis reglnanna og þess að dómurinn telur þær ívilnandi, að súbirting hafi verið fullnægjandi. Stefndibyggir á því að það sé ómálefnalegt sjónarmið að setja það skilyrði fyrirskilum á lóð að breytingar á deiliskipulagi hafi ekki verið gerðar að beiðnilóðarhafa. Á það er ekki fallist. Í deiliskipulagi er kveðið á um útfærsluskipulags á afmörkuðu svæði innan marka sem sett eru í aðalskipulagi sbr. 1.mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulag einstakra lóða, þar semm.a. er kveðið á um notkun lóðarinnar og nýtingarhlutfall, getur eðli málsinssamkvæmt haft áhrif á hagsmuni annarra lóðareigenda í nágrenninu, semsveitarstjórn er skylt að taka tillit til, og ber að fara eftir reglum þar aðlútandi sem nánar er fjallað um í VIII. kafla skipulagslaga. Þá bersveitarstjórnum að gæta almennra reglna stjórnsýsluréttar við meðferð umsóknaum breytingu á deiliskipulagi. Því er ekki sjálfgefið að stefnandi geti breyttdeiliskipulagi í fyrra horf þegar lóðum er skilað né heldur er útilokað aðslíkar breytingar geti bakað honum bótaskyldu. Að mati dómsins getur það þvíekki talist ómálefnalegt að setja það skilyrði fyrir skilum á lóð, aðdeiliskipulagi hennar hafi ekki áður verið breytt að beiðni lóðarhafa. Þáer jafnframt hafnað þeirri málsástæðu stefnda að ákvörðun stefnanda hafi brotiðgegn jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Engin gögn hafa verið lögð fram sem sýnaað stefnandi hafi ekki farið eins með umsóknir aðila sem voru í sambærilegriaðstöðu og stefndi. Breytir það ekki þeirri niðurstöðu þótt fyrir liggi aðstefnandi féllst á að taka til baka 28 lóðir á árinu 2008 og nokkuð færri áárunum þar á eftir enda hefur stefndi ekki hrakið þá staðhæfingu stefnanda að íþeim tilvikum hafi lóðarhafar uppfyllt þau skilyrði sem sett voru íframangreindum reglum bæjarráðs stefnanda í nóvember 2008. Þá verður ekki taliðað ólögfestar reglur stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda ámatskenndum lagaákvæðum eigi við í máli þessu sem lýtur að ívilnandi reglumstefnanda varðandi heimild lóðarhafa til að rifta þegar gerðum samningnum. Meðvísan til alls þess sem að framan greinir er fallist á kröfu stefnanda um aðfella úr gildi úrskurð réttargæslustefnda. Með hliðsjón af atvikum máls og úrlausnarefnier rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. IngibjörgÞorsteinsdóttir kvað upp dóminn.D ó m s o r ð: Úrskurðurinnanríkisráðuneytisins frá 13. maí 2013, þess efnis að ógilda ákvörðunstefnanda um að synja Smáragarði ehf. þess að skila lóð númer 1 við Selhellu íHafnarfirði, er felldur úr gildi. Málskostnaðurfellur niður.
Mál nr. 199/2004
Skaðabætur Vinnuslys Gjafsókn
S, sem var starfsmaður E, stjórnaði steypudælukrana í eigu E sem hafði tekið að sér sem verktaki steypuvinnu hjá H sf. S fór upp á u.þ.b. þriggja metra háan steyptan vegg til að stjórna dælubúnaði kranans með fjarstýringu. Honum skrikaði þá fótur með þeim afleiðingum að hann hrasaði og lenti á steypustyrktarjárni sem stóð upp úr veggnum. Talið var að S hafi mátt vera ljós hættan sem stafaði af því að fara upp á vegginn, en ekki yrði annað séð en hann hafi sjálfur ráðið því hvernig staðið yrði að verkinu. Hafi hann að þessu leyti ekki lotið verkstjórnarvaldi H sf. og hafi heldur ekkert komið fram um að hann hafi fengið fyrirmæli frá starfsmönnum H sf. um að stjórna krananum ofan af veggnum. Þá var ekki talið að slysið mætti rekja til skorts á öryggisráðstöfunum af hálfu H sf. Var H sf. því sýknað af kröfu S um greiðslu skaðabóta.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17. maí 2004. Hann krefst þess aðallega að stefnda verði gert að greiða sér 20.544.071 krónu með 4,5% ársvöxtum af 3.019.873 krónum frá 21. mars 2000 til 19. september sama árs, en af 20.544.071 krónu frá þeim degi til 15. september 2002, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hann annarrar lægri fjárhæðar að mati dómsins. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Hæstarétti að mati Hæstaréttar eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en áfrýjandi nýtur gjafsóknar fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti að skaðlausu samkvæmt mati Hæstaréttar, en til vara að kröfur áfrýjanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður í því tilviki látinn niður falla. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Eftir atvikum er rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda greiðist úr ríkissjóði, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Sverris Karlssonar, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans 400.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 2. apríl 2004. Mál þetta, sem dómtekið var 9. f.m., er höfðað 23. apríl 2003 af Sverri Karlssyni, Hraunsvegi 16, Reykjanesbæ, á hendur Hávirki sf., Hólmaslóð 4, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 20.544.071 krónu með 4,5% ársvöxtum af 3.019.873 krónum frá 21. mars 2000 til 19. september sama árs, en af 20.544.071 krónu frá þeim degi til 15. september 2002, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er krafist annarrar lægri fjárhæðar að mati dómsins. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda eins og málið var ekki gjafsóknarmál, en stefnanda var með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 21. maí 2003 veitt gjafsókn fyrir héraðsdómi. Stefndi krefst aðallega sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda, en til vara lækkunar á dómkröfu stefnanda og málskostnaður verði felldur niður. Stefnandi hefur stefnt Tryg-Baltica í Danmörku til réttargæslu. I. Mál þetta á rætur að rekja til vinnuslyss, sem stefnandi varð fyrir um hádegisbil þriðjudaginn 21. mars 2000, en hann var þá á 35. aldursári. Þegar slysið varð hafði stefnandi komið fyrir steypudælukrana við grunn nýbyggingar sem þá var verið að reisa við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli og hafði í hyggju að hefja dælingu á steypu með honum, en til stóð að steypa botnplötu. Til þess að geta séð yfir vinnusvæðið fór stefnandi upp á um það bil þriggja metra háan steyptan vegg. Ætlaði hann að stjórna krananum og steypudælingu þaðan með fjarstýringu sem hann hélt á. Þar skrikaði honum fótur með þeim afleiðingum að hann féll og lenti á steypustyrktarjárni sem stóð upp úr veggnum. Stakkst járnið inn í líkama hans, 20 til 30 cm. Náði stefnandi sjálfur að losa sig af járninu. Hann var í kjölfarið fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðan á Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi. Um skoðun á Landspítalnum og aðgerð sem stefnandi gekkst þar undir segir svo í vottorði Tryggva Stefánssonar sérfræðings í almennum skurðlækningum, sem ritað var 20. október 2001: „Við skoðun þá hefur hann 2 cm breitt gat aftantil og vinstra megin við endaþarmsop. Vegna gruns um innri áverka var Sverrir tekinn til aðgerðar. [...] Áverkanum er lýst þannig að það sé gat eins og áður segir við endaþarmsop og myndaðist sár sem lá á milli innri og ytri hringvöðva. Það hefur tæst upp hluti af ytri hringvöðvanum og síðan hafði teinninn stungist upp úr hringvöðvanum og upp í endaþarminn aftanverðan og í gegnum endaþarm og inn í framvegg endaþarms. Þar hafði teinninn stungist í gegnum blöðruhálskirtil. Við kviðarholsaðgerð var þvagblaðran opnuð og sást þá að teinninn hafði komið út úr blöðruhálskirtli og gert sér leið inn í blöðru milli þvagleiðaraopanna neðst í þvagblöðru [...]. Teinninn stakkst síðan út úr blöðrutoppi og inn í hengju bugaristils [...]. Teinninn hefur síðan farið á bakvið kviðarholið [...] og endað í hæð við þind. Við komu þann 21.03.2000 var hann tekinn til aðgerðar þar sem blæðing í hengju bugaristils var stöðvuð og blaðra opnuð og saumað fyrir gat í blöðrubotni og blaðran síðan saumuð saman aftur. Nóttina eftir eða þann 22.03. þurfti hann að fara í aðra aðgerð vegna blæðingar. Við seinni aðgerðina kom í ljós önnur blæðing í hengju bugaristils og var hún einnig stöðvuð. [...] Sárin greru og hann útskrifaðist eftir 10 daga legu [...].“ Mál þetta hefur stefnandi höfðað til heimtu bóta vegna þess líkamstjóns sem hann hlaut í framangreindu slysi. Krefst hann í fyrsta lagi bóta vegna tímabundins atvinnutjóns og nemur sú krafa hans 680.902 krónum. Þá er krafist þjáningabóta að fjárhæð 179.800 krónur og bóta fyrir varanlegan miska að fjárhæð 2.159.171 króna. Loks er gerð krafa um bætur vegna varanlegrar örorku og nemur sú krafa, að teknu tilliti til lækkunar vegna bótagreiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins, 17.524.198 krónum. Styðst þessi kröfugerð við matsgerð læknanna Atla Þórs Ólasonar og Ragnars Jónssonar frá 4. apríl 2002. Var það niðurstaða þeirra að stefnandi hafi verið óvinnufær með öllu frá slysdegi til 19. september 2000. Þá hafi hann verið rúmliggjandi frá slysdegi til 31. mars 2000 og veikur án þess að vera rúmfastur frá 1. apríl til 19. september sama árs. Loks var varanlegur miski stefnanda metinn 40% og varanleg örorka 45%. Er ekki ágreiningur um þetta mat. Stefndi hafnar því hins vegar að ábyrgð á slysinu verði felld á hann. Slysið verði alfarið rakið til stórkostlegs gáleysis stefnanda og ákvarðana sem hann sjálfur tók. Af hálfu stefnda er sú eina athugasemd gerð að því er varðar tölulegan grundvöll málsins að við útreikning á bótum fyrir varanlega örorku sé ökutækjastyrkur ranglega talinn með í meðaltalsárslaunum samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að teknu tilliti til þess eigi krafa stefnanda um bætur vegna varanlegrar örorku með réttu að nema 16.917.694 krónum. II. Á meðal gagna málsins er skjal frá sýslumanninum í Reykjavík þar sem fram kemur að samkvæmt firmaskrá embættisins sé stefndi sameignarfélag Ístaks hf., Miðvangs ehf. og Höjgaard og Schultz A/S í Danmörku. Segir þar að tilgangur félagsins sé „[að] annast verklegar framkvæmdir varðandi nýbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar“. Í samræmi við þetta og samkvæmt öðru því sem fram er komið í málinu hafði stefndi með höndum uppsteypu umræddrar nýbyggingar og utanhússfrágang. Stefnandi var á þeim tíma sem hér um ræðir starfsmaður hjá Einari Sædal Svavarssyni verktaka í Reykjanesbæ, en steypa til verksins var keypt af honum eða fyrirtæki á hans vegum. Í skýrslu Sveins Adolfssonar tæknifulltrúa hjá Vinnueftirliti ríkisins, sem er dagsett 21. mars 2000, segir svo um tildrög slyssins og aðstæður á slysstað: „Tildrög slyssins voru þau að verið var að gera klárt fyrir dælingu á steypu með steypudælukrana [...]. Stjórnandi dælunnar þurfti að fara fara upp á steyptan grunn með hallandi veggjum til að hafa yfirsýn yfir vinnusvæðið og stýrði dælunni þaðan með fjarstýringu. [...] Strengt hafði verið segl milli veggja og 1”x6” borð lögð á til að halda seglinu. Þegar hann var að fara með stjórntækin eftir vegg grunnsins skrikaði honum fótur með þeim afleiðingum að hann féll og lenti á steypustyrktarjárni sem stóð uppúr vegg sökkulsins [...]. [...] Aðstæður á slysstað voru þær, að snjóföl var yfir segli og veggjum og mjög hált [...].“ Að beiðni þáverandi lögmanns stefnanda fór fram rannsókn á slysinu á vegum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Gaf stefnandi skýrslu þar 8. febrúar 2001. Í henni er haft eftir honum að hann hafi verið búinn að vinna við umræddan steypudælukrana í nokkra mánuði þá er slysið varð. Hafi hann verið kominn með mikla reynslu í þessu starfi enda verið búinn að dæla „óhemju miklu magni af steypu við flugstöðvarbygginguna og á fleiri stöðum“. Þarna á staðnum hafi verið staddur starfsmaður byggingarverktakans, Jón Atli Brynjólfsson, og hafi hann átt að „sjá um þessi mál“. Vangaveltur hafi verið um það hvar stefnandi gæti staðsett sig með fjarstýringu dælukranans, en kapall hennar hafi ekki náð að þeim stað þar sem upphaflega hafi verið miðað við að stefnandi kæmi sér fyrir með hana. Jón Atli hafi þá spurt stefnanda hvar hann vildi vera. Þessu næst er eftirfarandi bókað eftir stefnanda: „Síðan segir mætti að Jón Atli hafi farið upp á vegg við dúkklæddu grindina og verið að segja mætta til með hvar mætti ætti að slaka bómunni til að hitta á gat sem var búið að gera dúkinn til að koma bómunni og steypunni þar niður. Mætti segir að mikið af steypustyrktarjárnum hafi verið á þeim vegg. Síðan hafi Jón Atli komið niður og mætti farið upp og Jón Atli farið að gefa slaka á kaplinum í stjórntækið. Mætti segir að sér hafi skrikað fótur á hálum dúknum en bæði var frost svo og nokkur snjór á dúknum svo hann var mjög háll en nokkur borð lágu langsum eftir dúknum. Mætti segir að sá sem tók við verkinu af sér hafi heldur ekki komist ætlaða aðgönguleið, heldur hafi verið rofið gat á dúkinn á hlið grindarinnar en það hafi sér ekki verið boðið upp á.“ Jón Atli Brynjólfsson gaf skýrslu hjá lögreglu 6. febrúar 2001. Kvaðst hann hafa verið starfsmaður Ístaks hf. þá er slysið varð. Til hafi staðið að steypa botnplötu „sem var undir grind sem var klædd dúki og kynt undir til að halda frosti frá“. Þá hafi hann verið búinn að gera göt á dúkinn, en niður um þau hafi endaslaga steypudælukranans átt að fara. Stigi hafi legið upp á þessa dúkklæddu grind. Hafi stefnandi farið þarna upp. Hafi hann haft á orði að líklega væri fjarstýringarkapall steypudælukranans ekki nógu langur til þess að hann gæti komist með fjarstýringuna á þann stað sem verið hafi „[ætluð] aðgönguleið vegna þessa verks“. Þessu næst er eftirfarandi bókað eftir Jóni Atla í þessari skýrslu hans: „Mætti segir að þeir hafi rætt um hvernig væri best að standa að þessu. Mætti segir að Sverrir hafi viljað fara þarna upp á þar sem að þægilegt væri að fylgjast með dælunni yfir götunum. Mætti segist hafa spurt Sverri hvort hann treysti sér þarna upp. Alla vega fór Sverrir þarna upp og mætti var að gefa eftir línu í stjórntækið og eitthvað að bauka og hafi þess vegna ekki fylgst með Sverri. [...] Mætti segir að þegar að annar starfsmaður kom á steypudælubílinn hafi verið ákveðið að kanna hvort snúran væri ekki nógu löng til að fara ætlaða gönguleið og reyndist svo vera“ Jóhannes Kristinn Jóhannesson, sem tók við stjórn steypudælukranans eftir slysið, gaf skýrslu hjá lögreglu 8. febrúar 2001. Í henni er haft eftir honum að þegar vettvangsrannsókn var lokið hafi starfsmaður á vegum byggingarverktakans, Jónas Þór Jónasson, spurt hann hvort ekki mætti koma fjarstýringunni í gegnum dúkinn við hliðina á steypudælukrananum, en þar hafi verið gat. Hann hafi talið svo vera og hafi orðið úr að taka fjarstýringuna þar í gegn. Þessu næst segir svo í skýrslunni: „Um hafi verið að ræða tvö bil en verið var að steypa í bil sem var fjær dælubílnum. Mætti segir að þó svo að tækið hafi verið tekið í gegnum hlið grindarinnar hafi það rétt náð yfir í bilið fjær en þó ekki nærri þeim stað sem verið var að steypa en nægjanlega þó að hægt væri að sinna þessu með aðstoð og tilsögn. Hér hafi kapallinn yfir í dælubílinn verið strekktur og því ekki lengra komist. Mætti segir að erfitt hafi verið að koma stjórntækinu þá leið sem það var tekið, það hafi verið þarna veggur og upp úr honum kaðrak af steypustyrktarjárnum. Mætti segir að Jón Atli Brynjólfsson hafi verið uppi á veggnum og tekið á móti stjórntækinu. Eftir að dælingu lauk segist mætti ekki hafa fengið neina aðstoð og verið einn að brasa við að koma stjórntækinu út og í gegnum þessi steypustyrktarjárn.“ Morten Feldskov Jannerup, sem er tæknifræðingur að mennt og sinnti meðal annars öryggismálum fyrir stefnda þá er slysið varð, gaf skýrslu hjá lögreglu 5. febrúar 2001. Í skýrslunni skýrði Morten svo frá að stiginn sem stefnandi notaði til að komast upp á vegginn hafi eingöngu verið ætlaður þeim sem unnið hefðu við það að koma fyrir dúknum, sem strengdur hefði verið á milli veggja grunnsins. Önnur aðgönguleið hafi verið ætluð þeim sem komu að steypuvinnunni. Kvaðst Morten telja að stefnanda hafi verið kunnugt um hana, en treysti sér ekki til að fullyrða það. Magnús Steinar Sigmarsson, sem ók steypubifreiðinni að byggingarstað í umrætt sinn, kvaðst í skýrslu hjá lögreglu 1. apríl 2003 hafi séð Jón Atla Brynjólfsson koma með stiga og reisa hann upp við þann vegg sem stefnandi hafi síðan farið upp á. Jón Atli hafi hins vegar strax farið þarna upp „þar sem máta þurfti hvort bóman með steypurörunum á“ næði að götum sem gerð höfðu verið á plastdúkinn. Þaðan hafi Jón Atli sagt stefnanda til, en stefnandi hafi þá staðið við hliðina á stepudælukrananum. Þá kvaðst Magnús Steinar ekki hafa séð til stefnanda uppi á veggnum. Óumdeilt er að stefnandi hafði réttindi til að stjórna steypudælukrananum sem hann vann við þá er slysið varð. Á meðal gagna málsins eru upplýsingar um slíkan krana og leiðbeiningar um notkun hans. Í þeim segir svo meðal annars: „Til þess að koma í veg fyrir slys og óhöpp er nauðsynlegt að skipuleggja vinnuna fyrirfram. Við skipulagningu er nauðsynlegt að meta heppilegustu staðsetningu steypudælunnar. [...] Við skipulagningu er einnig nauðsynlegt að athuga sjónlínu á milli þess staðar sem steypuvinna fer fram á, og stjórnanda steypudælunnar. Hafi stjórnandi ekki næga yfirsýn er nauðsynlegt að hafa merkjamann sem segir þá til um hreyfingar á bómu og dælingu. Nota skal viðurkennt merkjakerfi. Sé það ekki fullnægjandi skulu stjórnendur koma sér saman um merki sem ekki verða misskilin.“ III. Í stefnu er á því byggt að verkstjórnarvald á byggingarstað hafi verið í höndum starfsmanna stefnda. Í verkahring þeirra hafi þannig verið að ákveða og stjórna því hvar steypa yrði losuð hverju sinni og sjá stefnanda fyrir öruggri aðgangs- og gönguleið. Sú gönguleið sem Jón Atli Brynjólfsson hafi bent stefnanda á hafi ekki komið til greina þar sem kapall fjarstýringarinnar hafi ekki náð þangað. Í kjölfarið hafa Jón Atli farið upp á þann vegg sem stefnandi hafi verið að ganga eftir þegar slysið varð. Hafi Jón Atli reist stiga upp við vegginn þannig að unnt yrði að komast upp á hann og farið þangað á undan stefnanda. Er á því byggt af hálfu stefnanda að framganga Jóns Atla á byggingarstað hafi orðið til þess að stefnandi fór upp á vegginn með fjarstýringu steypudælukranans. Þá hafi af hálfu stefnda verið séð til þess að sá sem tók við verki stefnanda eftir slysið kæmist aðra og örugga leið með fjarstýringuna, en stefnanda hafi ekki verið boðið upp á að fara hana. Skaðabótakröfu sína í málinu byggir stefnandi annars vegar á því að öryggisbúnaður á vinnusvæðinu hafi verið óforsvaranlegur, en á því beri stefndi fulla ábyrgð. Í því sambandi vísar stefnandi til eftirfarandi umsagnar starfsmanns Vinnueftirlits ríkisins í skýrslu hans frá 21. mars 2000: „Örsök slyssins má rekja til þess að ekki voru til staðar fallvarnir og bendijárn (steypustyrktarjárn) stóðu óvarin uppúr vegg sökkulsins. Ennfremur getur hálka hafa verið meðvirkandi orsök slyssins. Ekki höfðu því verið gerðar öryggisráðstafanir sem uppfylltu ákvæði reglna um aðbúnað og hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og aðra tímabundna mannvirkjagerð nr. 547/1996 [...].“ Telur stefnandi að slysið hefði sennilega ekki orðið og að minnsta kosti ekki haft í för með sér jafn alvarlegar afleiðingar og raun varð á ef steypustyrktarjárnin hefðu verið varin, en skylt hafi verið samkvæmt framansögðu að búa þannig um hnútana enda hafi það verið gert eftir slysið. Þeim mun meiri ástæða hafi verið til að grípa til þessara öryggisráðstafana þegar litið sé til þess að trésmiðir á vegum stefnda hafi farið þarna um skömmu áður er þeir unnu við að koma fyrir segldúknum sem áður er nefndur. Þá hefði að áliti stefnanda mátt bæta úr skorti á fallvörnum á einfaldan og öruggan hátt með því að hafa tiltæka körfu á krana, svokallaða mannakörfu. Loks er vísað til þess að það sé ein af meginskyldum vinnuveitanda að tryggja það að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar á vinnustað, sbr. 13. gr. laga nr. 46/1980. Í þessu felist að vinnuveitanda og yfirmönnum á hans vegum beri að sjá til þess að starfsmönnum og utanaðkomandi sé ekki hætta búin á vinnustað. Í annan stað er bótaábyrgð stefnda á því reist að verkskipulagningu af hans hálfu hafi verið ábótavant og verkstjórn því ómarkviss. Það hafi verið hlutverk starfsmanna stefnda að ákveða hvar steypa skyldi losuð og sjá til þess að aðgangsleiðir væru greiðfærar og án hættu fyrir stefnanda. Þegar legið hafi ljóst fyrir að kapall fjarstýringarinnar náði ekki á þann stað sem gert hafi verið ráð fyrir í upphafi að stefnandi kæmi sér fyrir með hana hafi stefnda borið að benda stefnanda á annan stað þar sem hann gæti unnið sitt starf án þess að honum væri hætta búin. Hefðu yfirmenn stefnda átt að þekkja best allra til aðstæðna á vinnusvæðinu og mátt vera kunnugt um búnað steypudælukranans. Hefðu þeir mátt gera sér grein fyrir því að ekki væri forsvaranlegt að velja þá gönguleið sem farin var. Eftir slysið hafi verið séð til þess af hálfu stefnda að sá sem tók við verkinu af stefnanda kæmist aðra og örugga leið með fjarstýringuna, en stefnanda hafi verið gefinn kostur á því að fara hana. Þá er sérstaklega á því byggt að starfsmaður stefnda, Jón Atli Brynjólfsson, hafi farið upp á vegginn á undan stefnanda og vísað honum þangað með fjarstýringuna. Loks er að því er þessa málsástæðu stefnanda varðar vísað til þess að í ljósi allra aðstæðna á vinnusvæðinu hafi verið ríkari ástæða en ella til að haga verkskipulagi og verkstjórn af hálfu stefnda með markvissari hætti en raun hafi orðið á, ekki hvað síst með samhæfingu vinnubragða einstakra verktaka í huga. IV. Í greinargerð er á því byggt að þá er slysið varð hafi stefnandi búið yfir mikilli reynslu í stjórnun stórra vinnuvéla. Þá hafi hann verið búinn að vinna við það frá því í nóvember 1999 að afgreiða steypu í nýbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Hann hafi því verið kunnugur aðstæðum á á vinnusvæðinu. Af hálfu stefnda er lögð á það áhersla að veggurinn sem stefnandi fór upp á í umrætt sinn hafi ekki verið í ætlaðri göngu- eða aðgönguleið neins, enda veggurinn hár og mjór. Því hafi engum hugkvæmst að þörf væri á sérstökum fallvörnum þar eða að þar kynni að leynast slysagildra. Fullyrðir stefndi að það tíðkist ekki við framkvæmd af því tagi sem hér um ræðir að hvert einstakt steypustyrktarjárn sé varið sérstaklega burtséð frá staðsetningu þess. Þá hafi stiginn, sem vísað hafi verið til af hálfu stefnanda, verið notaður til að koma dúknum, sem áður er nefndur, fyrir. Stiganum hafi þannig ekki verið ætlað að vera sérstök gönguleið upp á vegginn. Þá hafnar stefndi þeirri fullyrðingu stefnanda að starfsmaður félagsins hafi farið með verkstjórnarvald gagnvart stefnanda við þær steypuframkvæmdir sem verið var að vinna við þá er slysið varð. Þar um sé í fyrsta lagi til þess að líta að stefnandi hafi verið starfsmaður annars sjálfstætt starfandi verktaka, sem stefndi hafi keypt þjónustu af. Í öðru lagi hafi stefnandi verið stjórnandi vinnuvélar, sem búin sé flóknum dælubúnaði. Vinnuveitandi stefnanda hafi borið ábyrgð á búnaðinum og stefnandi hafi kunnað manna best á hann. Í þriðja lagi hafi aðgönguleiðir á verkstað verið greiðar og ekki skapað vandamál, heldur takmörkuð lengd kapalsins í fjarstýringu dælubúnaðarins. Framangreindu til viðbótar mótmælir stefndi því að eftir slysið hafi þeim, sem tók við verkinu af stefnanda, verið gefinn kostur á að fara aðra leið með fjarstýringuna og að sá möguleiki hafi aldrei verið orðaður við stefnanda. Stefnandi hafi átt val um það með hvaða hætti hann sinnti starfi sínu og stefndi hafi engar skorður sett honum í því sambandi. Reyndar sé það ljóst að samstarfsmaður stefnanda hafi farið þá leið sem við blasti að athuguðu máli. Loks er til þess vísað af hálfu stefnda að hefði stefnandi litið svo á að aðstæður væru með þeim hætti að hann gæti ekki sinnt því verk sem honum var ætlað hafi hann með réttu getað brugðist við með þeim hætti að neita að svo stöddu að afgreiða steypuna. Sýknukröfu sína byggir stefndi á því að slysið verði alfarið rakið til stórkostlegs gáleysis stefnanda og ákvarðana sem á engan hátt voru á ábyrgð stefnda. Stefnandi hafi sjálfur ákveðið að fara í hálku og snjó upp á háan og mjóan vegg sem var engum vörnum búin. Þar sem hann hafi verið með fjarstýringuna í höndunum hafi verið útilokað fyrir hann að einbeita sér að því sem mestu skipti úr því sem komið var, það er að halda jafnvægi á mjóum og hálum vegg við erfiðar aðstæður. Hættan á alvarlegu slysi hafi því hlotið að vera honum ljós. Hvorki stefndi né starfsmenn hans hafi þannig valdið slysinu eða átt sök á því. Samkvæmt meginreglum skaðabótaréttar beri stefndi því ekki skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda. Þessu til frekari stuðnings vísar stefndi til þess að af framlögðum gögnum blasi við að staðurinn, þar sem stefnandi hrasaði, hafi ekki verið ætlað að vera í gönguleið neins. Sá sem þangað fór hafi gert það á eigin áhættu. Ekki hafi verið ætlast til þess að stefnandi færi upp á vegginn og er hann gerði sig líklegan til þess hafi hann sérstaklega verið inntur eftir því hvort hann treysti sér til þess. Ekki hafi verið til þess ætlast að brölt yrði upp á vegginn og því síður að gengið yrði eftir honum. Engin fyrirsjáanleg fallhætta fyrir starfsmenn hafi verið tengd veggnum, en þegar slysið varð hafi verið unnið við plötusteypu á jörðu niðri. Þá leiði það ekki af ákvæðum reglugerðar nr. 547/1996, sem stefnandi hefur vísað til, að stefnda hafi verið skylt að búa umræddan vegg sérstökum fallvörnum eða reisa þar vinnupalla. Hvernig sem á málið sé litið liggi ljóst fyrir að stefnandi hafi ekki krafist fallvarna. Ekki hafi heldur verið orsakatengsl á milli slyssins og meints skorts á fallvörnum því stefnandi hafi dottið aftur fyrir sig án þess að falla niður af veggnum. Af framangreindum ástæðum er ekki á það fallist af hálfu stefnda að á honum hafi hvílt sérstök skylda til að verja steypustyrktarjárn á þessum stað, það er á vegg sem ekki tilheyrði umferðarleið um vinnusvæðið. Hafnar stefndi því þannig alfarið með tilliti til þess verks sem unnið var við í umrætt sinn að fyrirsjáanleg slysahætta hafi stafað af umræddum vegg eða steypustyrktarjárnum sem stóðu upp úr honum. Þá mótmælir stefndi því að verkskipulagi af hans hálfu hafi verið ábótavant eða verkstjórn ómarkviss þá er slysið varð. Í því sambandi sé fyrst til þess að líta að stefnandi hafi komið fram sem starfsmaður sjálfstæðs verktaka, sem stefndi hafi keypt þjónustu af. Starfsmenn stefnda hafi ekki haft boðvald yfir stefnanda. Hann hafi verið sérfræðingurinn á sínu sviði, haft mikla reynslu í því starfi sem hann þarna gegndi og þekkt verkstaðinn vel. Hann hafi því verið fullkomlega bær til að taka sjálfur ákvarðanir um eigið verklag. Þá sé það fjarri öllu lagi að starfsmenn stefnda hafi lagt fyrir stefnanda að fara upp á margnefndan vegg. Að öðru leyti séu fullyrðingar í stefnu um að verkstjórn af hálfu stefnda hafi verið ábótavant engum haldbærum rökum studdar. Varakröfu sína um lækkun á dómkröfu stefnanda byggir stefndi á því að hvernig sem á málið sé litið hafi eigin sök stefnanda verið stórfelld af ástæðum sem raktar hafa verið hér að framan, einkum þegar litið sé til aldurs hans og reynslu. Stefnandi verði því í öllu falli að bera mestan hluta af tjóni sínu sjálfur. V. Svo sem fram er komið varð stefnandi fyrir talsverðu líkamstjóni í vinnuslysi 21. mars 2000, en hann var þá sem stjórnandi steypudælukrana að undirbúa dælingu á steypu í botnplötu nýbyggingar sem verið var að reisa við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Stefndi var verktaki við byggingu hússins, en starfi sínu á staðnum sinnti stefnandi á vegum þess aðila sem steypan var keypt af. Ljóst er að vandkvæði komu upp varðandi dælingu steypunnar vegna dúksins sem komið hafði verið fyrir yfir losunarstaðnum. Fram telst komið að gert hafi verið ráð fyrir því í upphafi að stefnandi myndi ná að athafna sig með fjarstýringu steypudælukranans við losunarstaðinn og undir dúknum. Atvikum í undanfara slyssins og slysinu sjálfu lýsti stefnandi svo í aðilaskýrslu sinni við aðalmeðferð málsins: „Á leiðinni á stjórnunarstaðinn þá spyr Jón Atli mig hvort að þetta nái nokkuð og þá meinar hann náttúrlega kapalstýribúnaðinn eða stjórntæki búnaðarsins. Og ég segi strax nei. Þá förum við til baka aftur og þá spyr hann að því hvar ég vilji vera og þá benti ég þarna upp, þarna vil ég vera ef hægt er. Þegar það var búið að tala um það þá fer Jón Atli upp á vegginn til þess að segja mér til, til að ég hitti ofan í götin. Svo kemur hann niður aftur og þá fer ég upp. Ég er varla kominn nema svona tvö til þrjú skref þegar mér varð fótaskortur og þetta voru afleiðingarnar af því. Ég svona hrasa aftur fyrir mig og lendi á þessum teini.“ Sá starfsmaður stefnda, sem stefnandi kveðst samkvæmt framansögðu hafa átt samskipti við í umrætt sinn, Jón Atli Brynjólfsson, skýrði svo frá í vitnisburði sínum fyrir dómi að stefnandi hafi viljað fara upp á vegginn og stjórna steypudælingu þaðan. Hafi vitnið þá innt hann eftir því hvort hann treysti sér til þess. Kvaðst vitnið ekki hafa sagt stefnanda að fara þarna upp, enda hafi vitnið ekki haft verkstjórnarvald yfir honum. Stefnandi var 34 ára gamall þá er slysið varð. Hann fékk réttindi til að stjórna steypudælukrana í febrúar 1999 og hafði á slysdegi öðlast nokkra reynslu við það verk. Verður í ljósi þessa og þeirrar reynslu sem stefnandi telst búa yfir vegna annarra starfa sem hann hefur haft með höndum í gegnum tíðina ekki ályktað á annan veg en þann, þegar litið er til þess hvernig aðstæðum öllum var háttað, að honum hafi mátt vera ljós hætta sem stafaði af því að fara upp á vegginn með fjarstýringu steypudælukranans í höndunum. Þá verður ekki annað séð en að stefnandi hafi sjálfur ráðið því hvernig staðið yrði að því verki sem hann átti að vinna. Hafi hann talið að hann gæti ekki framkvæmt verk sitt án þess að setja sjálfan sig í hættu gat hann með réttu gert kröfu til þess að úr yrði bætt, en ella neitað að vinna það. Að því marki sem hér skiptir máli laut stefnandi þannig ekki verkstjórnarvaldi stefnda eða starfsmanna félagsins. Er og ekkert komið fram í málinu sem virða má á þann veg að stefnandi hafi fengið um það fyrirmæli frá starfsmanni stefnda að hann ætti að fara upp á vegginn og stjórna steypudælingu þaðan. Þá er fallist á það með stefnda að engin efni séu til að líta svo á að slysið verði rakið til þess að skort hafi á öryggisráðstafanir af hálfu stefnda á vinnusvæðinu, enda undir það tekið að ekki hafi verið skylt að verja steypustyrktarjárn á þeim stað sem slysið varð, það er á vegg sem ekki tilheyrði umferðarleið um vinnusvæðið. Breytir í því sambandi engu þótt starfsmenn stefnda hafi þurft að athafna sig á veggnum meðan þeir voru að komu dúknum, sem áður er nefndur, fyrir þar. Með vísan til þess sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að ekki séu efni til að fella ábyrgð á slysi stefnanda á stefnda. Verður stefnandi þannig sjálfur að bera ábyrgð á því hvernig til tókst í umrætt sinn. Er stefndi samkvæmt þessu sýknaður af kröfu stefnanda um skaðabætur, en eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Vilhjálms Þórhallssonar hæstaréttarlögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 600.000 krónur. Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari dæmir mál þetta. D ó m s o r ð : Stefndi, Hávirki sf., á að vera sýkn af kröfum stefnanda, Sverris Karlssonar. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Vilhjálms Þórhallssonar hæstaréttarlögmanns, 600.000 krónur.
Mál nr. 419/2010
Kærumál Hlutafélag Hlutafé Handveð
Ágreiningur aðila laut að því hvort gilt handveð hefði stofnast í hlutafé ÞF í S með skriflegri handveðsyfirlýsingu og afhendingu hlutabréfs til N. Ekki var fallist á með ÞF að annmarkar á formi samþykktar stjórnar S hefðu valdið því að ekki hefði stofnast gilt handveð í hlutafénu. Var því fallist á kröfu N og viðurkenndur réttur félagsins í hlutfé ÞF í S.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. júní 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2010, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um viðurkenningu veðréttar í eignarhlut varnaraðila í Securitas hf., að nafnverði 149.900.000 krónur, samkvæmt handveðsyfirlýsingu frá 29. október 2008. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og framangreind krafa hans tekin til greina. Í endanlegri kröfugerð til Hæstaréttar 5. júlí 2010 krefst hann aðeins kærumálskostnaðar en ekki málskostnaðar í héraði. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Aðilar málsins deila um hvort gilt handveð hafi stofnast í hlutafé varnaraðila í Securitas hf. með skriflegri handveðsyfirlýsingu varnaraðila 29. október 2008 og afhendingu hlutabréfs til sóknaraðila. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði byggir varnaraðili mótmæli sín við gildi veðsetningarinnar á því að ekki hafi verið óskað skriflega eftir samþykki stjórnar Securitas hf. svo sem nauðsynlegt hafi verið samkvæmt 2. mgr. 7. gr. samþykkta félagsins. Gögn málsins benda til þess að stjórn Securitas hf. hafi í reynd verið samþykk veðsetningunni og véfengir varnaraðili ekki að svo hafi verið. Veðsetningin sé allt að einu ógild af framangreindri ástæðu. Þá verður málflutningur varnaraðila skilinn svo að hann byggi ennfremur á því að stjórn Securitas hf. hafi ekki tekið formlega ákvörðun um samþykki á stjórnarfundi og samþykki hafi ekki verið ritað á þann hátt sem samþykktirnar áskilja. Ekki varð breyting á réttarstöðu aðila innbyrðis við gjaldþrot varnaraðila. Varnaraðili hefur því stöðu veðsala gagnvart sóknaraðila í því ágreiningsmáli sem hér er til úrlausnar. Svo sem fram kemur í hinum kærða úrskurði er ósamræmi í samþykktum Securitas hf. um þörf á samþykki stjórnar við veðsetningu á hlutafé í félaginu. Fyrir liggur að varnaraðili átti nær allt hlutafé í Securitas hf. og hafði algerlega á valdi sínu hvernig á vettvangi þess félags yrði gengið formlega frá veðsetningunni. Þá liggur einnig fyrir að eigendur alls hlutafjárins voru samþykkir henni. Þegar til alls þessa er litið verður ekki fallist á með varnaraðila að nefndir ætlaðir annmarkar á formi samþykkis stjórnar Securitas hf. teljist hafa valdið því að ekki hafi stofnast gilt handveð í hlutafénu. Verður því fallist á kröfu sóknaraðila um viðurkenningu á veðrétti hans í greindu hlutafé á þann hátt sem í dómsorði greinir. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Viðurkenndur er veðréttur sóknaraðila, NBI hf., í hlutafé varnaraðila, þrotabús Fons hf., í Securitas hf. að nafnverði 149.900.000 krónur. Varnaraðili greiði sóknaraðila 300.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 487/2012
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem tekin var til greina beiðni þrotabús M ehf. um um dómkvaðningu tveggja matsmanna til að svara nánar tilteknum spurningum er vörðuðu atriði tengd dómsmáli sem þrotabúið hafði höfðað gegn K, annars vegar um riftun á tilteknum greiðslum til K, sbr. XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., og hins vegar að K yrði gert að greiða þrotabúinu tiltekna fjárhæð.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir og Benedikt Bogason settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. júlí 2012 sem barst héraðsdómi sama dag og Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2012, þar sem tekin var til greina beiðni varnaraðila um dómkvaðningu tveggja matsmanna í máli sem hann rekur á hendur sóknaraðila. Kæruheimild er í til c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að áðurgreindri beiðni varnaraðila verði hafnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I Varnaraðili höfðaði mál þetta 8. nóvember 2010 á hendur sóknaraðila til riftunar eftir reglum XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. á nánar tilgreindum greiðslum, samtals að fjárhæð 504.244.324 krónur, sem munu hafa verið inntar af hendi í aðdraganda þess að bú varnaraðila var tekið til gjaldþrotaskipta. Jafnframt er gerð sú krafa að sóknaraðila verði gert að greiða varnaraðila 418.793.766 krónur með nánar tilgreindum vöxtum. Sóknaraðili tók til varna og krafðist þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi, en til vara að hann yrði sýknaður af kröfum varnaraðila. Með dómi réttarins 7. desember 2011 í máli nr. 614/2011 var hrundið úrskurði héraðsdóms um frávísun málsins og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Á dómþingi 16. maí 2012 lagði varnaraðili fram beiðni um að dómkvaddir yrðu tveir menn „til að meta ógjaldfærni Milestone ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins“. Matsatriðin voru afmörkuð með tveimur matsspurningum og skiptist sú síðari í fjóra töluliði. Í sama þinghaldi lagði sóknaraðili fram bókun þar sem því var andmælt að matsmenn yrðu dómkvaddir. Úr þessum ágreining var leyst með hinum kærða úrskurði, en þar er að finna matsspurningar varnaraðila eins og þær koma fyrir í matsbeiðni. II Sóknaraðili heldur því fram að matsbeiðni sé reist á upplýsingum sem aflað hafi verið með ólögmætum og refsiverðum hætti. Felist þetta í því að tveir nafngreindir starfsmenn sérstaks saksóknara hafi án heimildar afhent varnaraðila gögn og upplýsingar sem aflað hafi verið við rannsókn sakamáls hjá embættinu. Á þessum grundvelli sem lagður er í matsbeiðni geti dómkvaðning ekki farið fram og því beri að hafna beiðninni. Jafnvel þótt fallist yrði á það með sóknaraðila að upplýsingum hafi verið miðlað til varnaraðila án viðhlítandi heimildar er þess að gæta að skýrsla frá fyrirtæki umræddra starfsmanna, sem störfuðu hjá embætti sérstaks saksóknara, hefur þegar verið lögð fram í málinu. Þótt í umfjöllun um málefni varnaraðila í matsbeiðni kunni að vera upplýsingar, sem aflað hefur verið með þessu móti, getur það ekki komið í veg fyrir að varnaraðili geti fengið dómkvadda menn til að taka saman matsgerð um þær matsspurningar sem settar eru fram í matsbeiðni og lúta að ógjaldfærni varnaraðila í aðdraganda gjaldþrotaskipta. Sóknaraðili telur einnig að með matsbeiðni sé óskað álits á lagaatriðum sem eru á valdi dómara að leysa úr, sbr. 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991, auk þess sem matsmönnum séu gefin sú forsenda við matið að aðeins verði tekið mið af fjármunum sem aflað varð með lögmætum hætti. Tekur þetta meðal annars til fullyrðinga í matsbeiðni um að lánveitingar Glitnis banka hf. hafi farið í bága við þágildandi reglur um stórar áhættuskuldbindingar, sbr. 30. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, svo sem ákvæðinu var breytt með lögum nr. 130/2004 og nr. 170/2006. Þótt með matsbeiðni sé leitað eftir áliti á einhverju sem öðrum þræði snertir lagaleg atriði myndi niðurstaða þar að lútandi í matsgerð ekki binda hendur dómara eða þrengja svigrúm hans og skyldu til að meta þau endanlega sjálfur. Þá geta staðhæfingar í matsbeiðni um atriði sem varnaraðili telur hafa áhrif við matið ekki skert frelsi matsmanna til að leggja á þau sjálfstætt mat. Er þess jafnframt að gæta að varnaraðili yrði að bera halla af því ef sönnunargildi matsgerðar verður rýrara en ella vegna þess að lögð hefur verið til grundvallar í mati forsenda varnaraðila sem reynist ekki eiga við rök að styðjast. Loks verður því ekki slegið föstu að útilokað sé fyrir dómkvadda menn að taka saman matsgerð um þær spurningar sem greinir í matsbeiðni þótt fallast megi á það með sóknaraðila að sumar þeirra séu að nokkru leyti óljósar og matskenndar. Verður varnaraðila ekki meinað að afla matsgerðar um þessar spurningar, enda ber hann sjálfur kostnað af matsgerðinni og áhættu af því hvort hún komi honum að notum. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Karl Emil Wernersson, greiði varnaraðila, þrotabúi Milestone ehf., 250.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 115/2007
Kærumál Nauðungarsala Tryggingarbréf Skuldabréf Veð Lausafé
G kærði úrskurð héraðsdóms, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumanns um að nauðungarsala á nánar tilgreindu sumarhúsi í eigu V skyldi ekki fara fram. Byggðist nauðungarsölubeiðni G á tryggingarbréfum, sem S hafði gefið út til tryggingar á skuld samkvæmt tveimur handhafaskuldabréfum frá 1988, en S var þá eigandi sumarhússins. Ekki var fallist á þá röksemd V að endurgjaldskrafa ábyrgðarmanna skuldarinnar hefði verið fyrnd þegar G átti að hafa fengið hana framselda til sín. V reisti kröfu sína ennfremur á því að umrædd tryggingarbréf gætu ekki staðið til tryggingar á kröfu samkvæmt héraðsdómi í máli G gegn S, auk þess sem V vísaði til þess að G hefði í sama máli fallið frá kröfu á hendur V um viðurkenningu á veðrétti í sumarhúsinu til tryggingar skuldinni. Ekki var á þetta fallist í dómi Hæstaréttar og vísað til þess að með umræddum héraðsdómi hefði grundvöllur að kröfu G á hendur aðalskuldara í engu breyst. Þá var ekki talið að G hefði gefið eftir veðréttindi í sumarhúsinu með því að falla frá kröfu þar að lútandi á hendur V. Ekki var heldur fallist á að með greiðslu, sem vísað var til í áritun á afrit tryggingarbréfanna, hefði skuld aðalskuldara verið greidd upp. Þeirri málsástæðu V, að tryggingarbréfin stæðu ekki lengur til tryggingar á skuldinni vegna þess að hún hefði verið að fullu greidd, var því hafnað. Þar sem ekki yrði annað séð en að skilyrði 2. tölul. 1. mgr. og 3. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991 fyrir því að krefjast mætti nauðungarsölu á sumarhúsinu væru uppfyllt var umrædd ákvörðun sýslumanns felld úr gildi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Hjördís Hákonardóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. febrúar 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 16. febrúar 2007, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins á Selfossi 20. október 2006 um að nauðungarsala á sumarhúsi að Stakkavík í sveitarfélaginu Ölfusi skyldi ekki fara fram. Kæruheimild er í 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og umrædd ákvörðun sýslumannsins verði felld úr gildi. Þá krefst hann aðallega málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar en til vara að málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður falli niður. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði gaf faðir sóknaraðila, Sveinn Kjartansson, út tvö skuldabréf til handhafa 15. mars 1988, sem hvort um sig var að fjárhæð 350.000 krónur og með gjalddaga 15. mars 1996. Samhliða útgáfu skuldabréfanna gaf Sveinn út tvö tryggingarbréf þar sem hann veðsetti handhafa skuldabréfanna sumarhús sitt að Stakkavík í Selvogshreppi, er stendur í landi sem er í eigu varnaraðila, til tryggingar greiðslu bréfanna. Tryggingarbréfunum var þinglýst 17. mars 1988 með athugasemd um að framsal lóðarréttinda væri óheimilt. Fyrir liggur að Sveinn seldi ofangreind skuldabréf til nafngreinds fjármálafyrirtækis. Við sölu bréfanna tók Gunnar Hjaltalín á sig sjálfskuldarábyrgð á greiðslu skuldarinnar gagnvart umræddu fyrirtæki ásamt tveimur öðrum mönnum. Gögn málsins bera með sér að Gunnar og annar hinna ábyrgðarmannanna hafi leyst til sín skuldina og fengið bréfin afhent en óljóst er hvenær það mun hafa verið. Þá liggur fyrir að bú Sveins var tekið til gjaldþrotaskipta um líkt leyti og að skiptastjóri þrotabúsins seldi varnaraðila umrætt sumarhús 5. maí 2000. Í hinum kærða úrskurði eru rakin bréfaskipti milli Gunnars og skiptastjóra þrotabúsins í apríl og maí 2000 um endurgreiðslukröfu vegna innlausnar ábyrgðarmannanna á bréfunum. Þar er ennfremur vísað orðrétt í texta, sem Gunnar ritaði á afrit áðurnefndra tryggingarbréfa, þar sem segir að hann hafi framselt þau til sóknaraðila og að sú skuld, sem bréfin tryggðu, væri að fullu greidd. Með stefnu útgefinni 20. janúar 2006 höfðaði sóknaraðili mál gegn föður sínum, Sveini, og varnaraðila þar sem þess var krafist að Sveinn greiddi honum 700.000 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum auk viðurkenningar á því að krafan væri tryggð með 1. veðrétti í áðurnefndu sumarhúsi að Stakkavík á grundvelli umræddra tryggingarbréfa. Var krafan á hendur Sveini reist á skuldabréfunum frá 15. mars 1988. Í þinghaldi 11. júlí 2006 féll sóknaraðili frá kröfu á hendur varnaraðila og sátt tókst á milli þeirra um málskostnað. Sveinn, faðir sóknaraðila, hafði áður sótt þing í málinu og samþykkt kröfu hans. Var dómur lagður á málið í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og Sveinn dæmdur til að greiða sóknaraðila 700.000 krónur ásamt vöxtum og málskostnaði. Sóknaraðili krafðist síðan nauðungarsölu á sumarhúsinu 4. september 2006 með vísan til þess að veðréttur samkvæmt áðurnefndum tryggingarbréfum tryggði greiðslu framangreindrar skuldar. Með vísan til mótmæla varnaraðila stöðvaði sýslumaður frekari aðgerðir við nauðungarsöluna 20. október 2006. Lýtur ágreiningur aðila að því hvort umrædd nauðungarsala eigi að fara fram. II. Í málinu eru ekki bornar brigður á að sóknaraðili sé handhafi þeirra skuldabréfa, sem Sveinn Kjartansson gaf út 15. mars 1988 með gjalddaga 15. mars 1996. Varnaraðili reisir kröfu sína um að nauðungarsalan eigi ekki að fara fram meðal annars á því að endurgjaldskrafa ábyrgðarmanna á hendur Sveini hafi verið fyrnd þegar hún á að hafa verið framseld sóknaraðila, sbr. 4. tölulið 3. gr. laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda. Samkvæmt umræddu ákvæði fyrnast endurgjaldskröfur ábyrgðarmanna eða samskuldara út af greiðslu skuldar á 4 árum. Krafan er þó „jafnan dómtæk eins lengi og innleysta krafan mundi verið hafa“, eins og segir í niðurlagi ákvæðisins. Kröfur samkvæmt skuldabréfi fyrnast á 10 árum, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 14/1905. Áður er getið hvenær krafan varð gjaldkræf. Með hliðsjón af þessu verður ekki fallist á með varnaraðila að endurgjaldskrafan hafi verið fyrnd á því tímamarki er sóknaraðili á að hafa fengið hana framselda til sín. Krafa varnaraðila styðst ennfremur við að áðurnefnd tryggingarbréf geti ekki staðið til tryggingar kröfu samkvæmt framangreindum dómi, enda sé í bréfunum mælt fyrir um að sumarhúsið sé veðsett til tryggingar greiðslu á skuld samkvæmt skuldabréfunum. Þá hafi sóknaraðili tapað ætluðum rétti sínum samkvæmt tryggingarbréfunum með því að falla frá viðurkenningarkröfu á hendur varnaraðila í áðurnefndu dómsmáli. Að framan er því lýst með hvaða hætti leyst var úr máli því sem sóknaraðili höfðaði gegn Sveini föður sínum og varnaraðila. Ekki verður fallist á að með dómi í málinu hafi orðið til ný krafa sóknaraðila á hendur Sveini heldur fólst í honum staðfesting á því að Sveini bæri að greiða sóknaraðila hina umkröfðu fjárhæð með vöxtum. Eins og að framan greinir leystu tveir af þremur ábyrgðarmönnum til sín þá skuld sem skuldabréfin kváðu á um. Eignuðust þeir með því endurgjaldskröfu á hendur aðalskuldara og gengu inn í öll þau réttindi sem áttu að fylgja skuldabréfunum, þar á meðal veðréttindi í sumarhúsinu. Hafi sóknaraðili fengið þessa kröfu framselda til sín, eins og hann heldur fram, færðust þessi réttindi til hans. Breytir niðurstaða í framangreindu dómsmáli engu um þennan grundvöll að kröfu sóknaraðila. Þá verður ekki fallist á að sóknaraðili hafi gefið eftir veðréttindi í sumarhúsinu með því að falla í dómsmálinu frá kröfu þar að lútandi á hendur varnaraðila. Varnaraðili reisir kröfu sína einnig á því að samkvæmt áritun á afrit af tryggingarbréfunum sé sú skuld, sem bréfunum hafi verið ætlað að tryggja, að fullu greidd. Því standi tryggingarbréfin ekki lengur til tryggingar á skuld samkvæmt skuldabréfunum. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði gaf Gunnar Hjaltalín skýrslu fyrir dómi. Aðspurður kvaðst hann hafa framselt umrædda kröfu til sóknaraðila og að áritunin sé „eiginlega kvittun til hans“, þar sem fram komi að Gunnar framselji bréfin til hans og að „hann sé búinn að borga mér það sem að okkur fór á milli.“ Með hliðsjón af þessu og þegar litið er til orðalags áritunarinnar í heild verður ekki talið að með þeirri greiðslu hafi skuld aðalskuldara samkvæmt skuldabréfunum verið greidd upp. Er því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu varnaraðila að tryggingarbréfin standi ekki lengur til tryggingar á skuld samkvæmt skuldabréfunum þar sem skuldin sé þegar greidd. Ekki verður séð að það haggi veðréttindum í sumarhúsinu þótt það kunni ekki að teljast til fasteigna, öndvert við það sem talið er í umræddum tryggingarbréfum, enda er hið veðsetta verðmæti að öðru leyti nægilega afmarkað í þeim. Þar sem ekki verður annað séð en að uppfyllt séu skilyrði 2. töluliðar 1. mgr. og 3. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1991 fyrir því að krefjast megi nauðungarsölu á sumarhúsinu ber að fallast á kröfu sóknaraðila á þann hátt sem í dómsorði greinir. Varnaraðili greiði sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem verður ákveðinn í einu lagi, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákvörðun sýslumannsins á Selfossi 20. október 2006 um að nauðungarsala skuli ekki fara fram á sumarhúsi Veiðifélagsins Stakkavíkur, Stakkavík í Selvogi, er felld úr gildi. Varnaraðili, Veiðifélagið Stakkavík, greiði sóknaraðila, Guðmundi Sveinssyni, samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Mál nr. 548/2005
Börn Forsjá Aðfinnslur Gjafsókn
K og M deildu um forsjá barna sinna, drengs, sem var fæddur 1993, og stúlku, sem fæddist 1998. Í héraðsdómi var K dæmd forsjá stúlkunnar en M falin forsjá drengsins. K krafðist m.a. ómerkingar héraðsdóms þar sem hvorugur aðila hefði gert kröfu um að forsjá barnanna yrði skipt. Til stuðnings kröfunni vísaði hún til breytingar, sem hafði verið gerð með 41. gr. núgildindi barnalaga, þar sem fellt var niður að dómari væri óbundinn af kröfugerð aðila. Í dómi Hæstaréttar var tekið fram að héraðsdómur hefði fallist á kröfur beggja aðila varðandi annað barn þeirra en að þeim hefði verið hafnað um hitt. Hefði dómurinn í hvorugu tilviki farið út fyrir kröfur aðila og var ómerkingarkröfunni því hafnað. Það var ennfremur niðurstaða Hæstaréttar að ekkert væri komið fram í málinu, sem mælti gegn því að systkinin ælust upp sitt á hvoru heimilinu, eða að það ætti að vega þyngra að þau yrðu ekki aðskilin, enda væri jafnframt litið til rúmrar umgengni, sem þau myndu hafa hvort við annað og við foreldra sína. Var niðurstaða héraðsdóms, sem var skipaður hafði verið sérfróðum meðdómsmönnum með mikla reynslu á sviði uppeldismála, staðfest.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 23. desember 2005 og krefst þess aðallega að héraðsdómur verði ómerktur sem og meðferð málsins í héraði frá síðasta þinghaldi fyrir aðalmeðferð, en til vara, að sér verði falin forsjá sonar aðilanna A, sem fæddur er [...] 1993, til átján ára aldurs hans, en héraðsdómur verði staðfestur um forsjá dóttur aðilanna. Hún krefst og málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt fyrir réttinum. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi 14. mars 2006 og krefst þess aðallega að sér verði falin forsjá dótturinnar B, sem fædd er [...] 1998, til átján ára aldurs hennar, en héraðsdómur verði staðfestur um forsjá sonar aðilanna. Til vara krefst gagnáfrýjandi að héraðsdómur verði staðfestur. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt, þar á meðal matsgerð Ágústu Gunnarsdóttur sálfræðings 22. maí 2006, sem aðaláfrýjandi beiddist eftir uppsögu héraðsdóms. I. Aðalkröfu sína um ómerkingu héraðsdóms og meðferðar málsins í héraði frá síðasta þinghaldi fyrir aðalmeðferð reisir aðaláfrýjandi á því að hvorugur aðila hafi gert kröfu um að forsjá barnanna yrði skipt. Hvort fyrir sig hafi krafist óskiptrar forsjár beggja barnanna og annars ekki. Samkvæmt 38. gr. barnalaga nr. 76/2003 séu mál vegna forsjár barns rekin eftir almennum reglum um einkamál nema að því leyti sem mælt sé fyrir á annan veg í lögunum. Í eldri barnalögum nr. 20/1992 hafi verið mælt fyrir um að dómari væri hvorki bundinn af kröfum né málsástæðum aðila, en sú breyting hafi verið gerð með 41. gr. laga nr. 76/2003, að fellt hafi verið niður að dómari væri óbundinn af kröfugerð aðila. Með vísan til þessa sé dómara samkvæmt yngri lögunum óheimilt að víkja frá kröfugerð aðila í forsjármáli, sbr. 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Gagnáfrýjandi krefst þess að hafnað verði aðalkröfu aðaláfrýjanda. Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. barnalaga skal mál vegna forsjár barns rekið eftir almennum reglum um einkamál nema að því leyti sem mælt er fyrir á annan veg í lögunum. Gildir því hin almenna regla laga um meðferð einkamála að dómari megi ganga skemur en kröfur aðila hljóða. Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á kröfur beggja aðila varðandi annað barn þeirra en þeim hafnað um hitt. Dómurinn fór í hvorugu tilviki út fyrir kröfur aðila. Eru því ekki rök fyrir aðalkröfu aðaláfrýjanda. II. Aðilar hófu sambúð haustið 1985. Þau fóru til náms í Englandi 1987, en þar fór aðaláfrýjandi að vinna 1991 og lauk námi 1992. Þau gengu í hjónaband í desember 1992 og eignuðust A [...] 1993. Drengurinn átti snemma við veikindi að stríða og jók það á erfiðleika sambands aðilanna, sem þá voru þegar komnir upp. Gagnáfrýjandi vann í lokaverkefni sínu og var mikið frá heimilinu, en lauk námi 1994. Hún fór aftur að vinna þá um haustið og hann hóf störf í fagi sínu. B fæddist í [...] 1998. Þá um haustið fluttust þau heim til Íslands. Fyrst bjuggu þau hjá foreldrum hans en keyptu svo hús og fluttu þangað í janúar 1999. Starfsstofa fyrir hana var útbúin í kjallaranum og hefur hún stundað þar vinnu sína síðan. Í desember 2001 tjáði hún honum að hún vildi skilnað. Hann flutti út af heimilinu í lok janúar 2002 og er í héraðsdómi greint frá skilnaði þeirra að borði og sæng í febrúar og lögskilnaði í desember sama ár, þar sem þau sömdu um sameiginlega forsjá barnanna. Við skilnað að borði og sæng var ákveðið að sonur þeirra ætti lögheimili hjá föður og dóttir hjá móður, en við lögskilnað að lögheimili beggja yrði hjá móður. Aðaláfrýjandi taldi umgengisrétt ekki virtan sem skyldi og höfðaði mál þetta í nóvember 2004. Í héraðsdómi er lýst matsgerð dómkvadds manns um forsjárhæfni aðilanna og þeim þáttum sem henni tengjast. III. Fram er komið að báðir aðilarnir séu hæfir uppalendur og hafi aðstöðu til að hafa börnin hjá sér. Héraðsdómur, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum með mikla reynslu á sviði uppeldismála, ákvað að hvorugt skyldi hafa forsjá beggja barnanna heldur skyldi forsjáin vera eins og skilmálar um lögheimili barnanna höfðu kveðið á um við skilnað að borði og sæng. Mat héraðsdóms var að það væri stúlkunni fyrir bestu að móðir hennar fengi forsjá hennar og drengnum fyrir bestu að faðir hans fengi forsjá hans. Ekkert er fram komið, hvorki í matsgerð sálfræðingsins, sem mat hæfi og aðstæður aðila, né í framburði hans fyrir héraðsdómi, sem mælir gegn því að systkinin alist upp sitt á hvoru heimilinu. Aðilar hafa stofnað nýjar fjölskyldur og bæði eignast barn með sínum nýju mökum. Þau ætla því bæði að ala börn sín upp með hálfsystkinum og gagnáfrýjandi einnig með stjúpdóttur sinni. Frumskylda foreldra er að sýna hverju barni sínu umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, sbr. 1. mgr. 28. gr. barnalaga. Þetta gildir jafnt í hjúskap sem við hjúskaparslit. Aðilar eru á svipuðum aldri, bæði við góða heilsu og hæf til að hafa forsjá og ættu því bæði að geta sinnt þörfum barnanna, meðal annars með því að virða umgengnisrétt þeirra við það foreldri sem ekki fær forsjá. Í héraðsdómi var kveðið á um rúman umgengnisrétt frá miðvikudegi til mánudagsmorguns aðra hverja viku, þannig að börnin eigi saman tíma í hverri viku, hjá aðilum til skiptis. Einnig var kveðið á um umgengni á sumri, jólum, áramótum og páskum. Aðilarnir áfrýjuðu ekki þessum þætti héraðsdóms. Samkvæmt gögnum málsins vilja börnin ógjarna gera upp á milli foreldra sinna. Þegar litið er til síðasta liðs í matsgerð þeirri er í héraðsdómi greinir má sjá að drengurinn hallast meira að jafnara skaplyndi föður og honum finnist hann eiga meira af sameiginlegum áhugamálum með föður en móður. Í skýrslu matsmannsins fyrir héraðsdómi kom og fram, að drengurinn næði góðu sambandi við stjúpmóður sína. Þegar þetta er virt og höfð í huga þau orð matsmannsins fyrir héraðsdómi, að stúlkan gengi út frá því sem vísu að hún yrði áfram hjá móður, svo og að aldursmunur er á systkinunum, þykir verða að líta svo á að ekki eigi að vega þyngra í máli þessu að systkinin verði ekki aðskilin, enda er jafnframt litið til þeirrar rúmu umgengni sem þau munu hafa hvort við annað og við foreldra sína. Að þessu athuguðu og með vísan til forsendna héraðsdóms að öðru leyti verður niðurstaða hans staðfest. Eftir atvikum er rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og í dómsorði greinir. Það athugast, að í dómsorði héraðsdóms var ekki tekið fram hvort áfrýjun frestaði réttaráhrifum hans, andstætt skýrum fyrirmælum 1. mgr. 44. gr. barnalaga. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður aðaláfrýjanda, K, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 500.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdómi Reykjavíkur 22. desember 2005. Mál þetta höfðaði K, [...], með stefnu birtri 3. nóvember 2004 á hendur M, [...]. Málið var dómtekið 30. nóvember sl. Stefnandi krefst þess að henni verði með dómi einni falin forsjá barna hennar og stefnda, A, [...] og B, [...], til 18 ára aldurs þeirra. Þá verði í dómi kveðið á um inntak umgengnis­réttar þess foreldris sem ekki fær forsjá. Loks krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst þess að kröfum stefnanda verði hafnað og að sér verði falin óskipt forsjá barnanna til 18 ára aldurs þeirra. Þá verði í dómi kveðið á um inntak umgengnisréttar þess foreldris sem ekki fær forsjá. Loks krefst stefndi málskostnaðar. Málavextir. Aðilar voru í óvígðri sambúð og síðar hjúskap allt þar til þau slitu samvistum í febrúar 2002. Þau eignuðust tvö börn saman, A, sem fæddur er [...] 1993, og B, sem fædd er [...] 1998. Aðilar fengu leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng 28. febrúar 2002. Þar segir að þau fari sameiginlega með forsjá barnanna. Þau fengu lögskilnað í desember sama ár og var bókað við fyrirtöku hjá sýslumanni að þau væru sammála um að for­sjáin væri sameiginleg. Lýsingar aðila á samskiptum sínum á árunum 2003 og 2004 er mismunandi og verður að nokkru gerð grein fyrir þeim hér á eftir. Samskiptin voru stirð og höfðaði stefnandi mál þetta í nóvember 2004. Undir rekstri málsins var Einar Ingi Magnússon, sálfræðingur, kvaddur til að vinna matsgerð. Er matsgerð hans dagsett 14. september 2005. Í lok matsgerðar eru niðurstöður dregnar saman: „1. Forsjárhæfni foreldra þ.á.m. helstu persónuleikaeinkenni foreldra, tilfinningaástand og tengslahæfni. Svar: Báðir foreldrar eru að mati undirritaðs afar vel hæfir sem uppalendur. Í niður­stöðum sálfræðilegra prófana kemur fram að greind þeirra er í góðu meðallagi og engin einkenni geðveiki eða persónuleikabresta koma þar fram. Þá er ekkert sem bendir til annars en að tilfinningalegt ástand sé í góðu lagi og þau hafi bæði góða hæfni til tilfinningatengsla og rísi vel undir því margþætta álagi sem barnauppeldi skapar. 2. Hvernig háttað er tilfinningalegu sambandi og tengslum milli hvors foreldris og barnanna og hver skilningur þeirra á þörfum barnanna er. Svar: Tilfinningatengsl beggja barnanna við foreldra sína eru afar áþekk og mælist nánast eins í styrkleika og tengslamynstri gagnvart þeim báðum. Ef þau tengsl eru borin saman við tilfinningaleg tengsl og viðhorf foreldra til barnanna falla þessi mynstur saman og einstök afmörkuð dæmi beggja aðila, s.s. um líkamlega snertingar undirstrika það enn frekar. Báðir foreldrar hafa gefið yfirgripsmiklar og nákvæmar lýsingar á börnunum, persónuleika þeirra og þörfum og er ekki annað að sjá en að sá skilningur sé fullnægjandi. Jafnframt hafa foreldrarnir gefið hvort öðru einkunnir sem uppalendur, sem er jákvæður í grundvallar­atriðum. Hins vegar greinir foreldrana á um afmörkuð mál, varðandi mismunandi uppeldis­aðferðir, sem teljast báðar viðurkenndar og vel má tengja saman í stærri heild. 3. Félagslegar aðstœður og persónulegir hagir foreldra með tilliti til heimilisaðstœðna, atvinnu og framtíðaráforma. Svar: Félagslegar aðstæður foreldranna eru ólíkar með hliðsjón af hjúskaparstöðu og fjölskylduaðstæðum. [M] er giftur og þau hjónin hafa nýverið eignast barn. Fyrir á eigin­konan, [C], telpuna [D], sem er á 6. aldursári. Þau búa í rúmgóðu raðhúsi og hafa bæði góða atvinnu, sem þau eru afar ánægð með. Framtíðaráform þeirra miðast við vöxt og fram­gang fjölskyldulífsins og að skapa börnunum sínum öryggi og stöðugleika í hvetjandi uppeldis­umhverfi. [K] er í ástarsambandi við írskan mann, sem hyggst flytja til Íslands í lok ársins og er sambúð þeirra þá fyrirhuguð. Heimilisaðstæður [K] nú eru þær að hún býr í fyrrum sameiginlegu húsnæði fjölskyldunnar og stundar eigin rekstur í kjallara hússins, sem hún er ánægð með og stefnir á að byggja upp frekar. Framtíðaráform [K] beinast fyrst og fremst að uppeldi barna sinna og uppbyggingu eigin atvinnustarfsemi. Það kom marg­endurtekið fram í rannsókn þessari að [K] hyggst ekki flytja til útlanda. 4. Hvernig er háttað uppeldisaðstœðum fyrir börnin hjá hvoru foreldri um sig. Svar: Þessari spurningu verður að svara þannig að uppeldisaðstæður á báðum heimilum voru afar góðar en ólíkar að einhverju leyti. Ytri aðstæður í húsnæði eru mun rýmri hjá föður en móður en á því heimili eru einnig fleiri fjölskyldumeðlimir. Allur heimilis­aðbúnaður eins og hann snýr að börnunum er vel viðunandi á báðum stöðum, svo og sam­skipti heimilisfólks. Sameiginlegur tími fjölskyldunnar, tómstundir og frí eru með nokkuð áþekkum brag á báðum heimilunum og stöðugur uppeldisrammi í daglegri önn. Benda má á að í gegnum tíðina hafa þau [M] og [K] lagt grunninn að þessum uppeldisramma og mótað hann saman og því lætur nærri að þau hafi áþekkar uppeldishugmyndir og mynd af því hvernig einstaklingar þau vilja að börn þeirra verði. 5. Liðsinni vandamanna hvors foreldris um sig og tengsl barnanna við fjölskyldur hvors foreldris um sig. Svar: Í þeim tilvikum þegar það reyndi á liðsinni vandamanna á meðan hjónaband [M] og [K] stóð, s.s. í barnapössun og við breytingar og umbætur á húsinu á [X], komu skyldmenni beggja foreldra til aðstoðar. Eftir skilnaðinn má ætla að stuðningur vandamanna gagnvart hvoru foreldrinu um sig haldi áfram. [M] nefnir að foreldrar hans hafi ætíð stutt sig á allan hátt og foreldrar hans létu í ljós vilja til að veita syni sínum áfram ótakmarkaðan stuðning í viðtali við undirritaðan. Systkinahópur [K] er stór og hún kveðst hafa mest samband við tvo bræður og tvær systur sínar. Samband hennar hefur þó mest verið við [E], eldri systur sína og til hennar hefur hún sótt verulegan styrk. Ekkert hefur komið fram annað en að [K] muni geta sótt sér liðsinni til vandamanna eftir tilefni og aðstæðum. Fram kom í niðurstöðum tengslaprófa að tengsl barnanna eru mest við [F] föðurafa sinn, að frátöldum þeim sem eru í þrengsta fjölskylduhring. Móðuramma barnanna hefur einnig verið tilgreind af [B]. Foreldrarnir hafa hvort um sig rakið hve mikil tengsl barnanna eru við frændur og frænkur í sinni ætt en þau tengsl virðast vera mjög tilfallandi fremur en samfelld og stöðug. 6. Umgengni barna og forsjárlauss foreldris. Hvort foreldra er líklegra til að viðhalda eðlilegri umgengni við hitt foreldrið til frambúðar. Svar: Bæði [M] og [K] telja sig hafa á ótvíræðan hátt sýnt og sannað að þau hafi stuðlað að rúmri umgengni við hinn aðilann og séð til þess að börnin geti umgengist hitt foreldrið mikið og rækt stórfjölskyldurnar báðar. Hins vegar kemur einnig það sjónarmið fram hjá báðum foreldrunum að þau vantreysti hinum aðilanum til þess að stuðla að slíkri um­gengni og nefna dæmi því til "staðfestingar". Undirritaður telur að báðir foreldrarnir séu vel hæfir til að halda utan um umgengnis­skipulag barnanna þegar búið er að úrskurða hvert það eigi að vera, því þeim [M] og [K] hefur ekki tekist að semja um það sín á milli. Eðlilegt er að taka tillit til þess að börnin geti verið sem mest saman í umgengni og verið rúmhelga daga sem helga daga á heimili forsjárlauss foreldris. 7. Tengsl barnanna innbyrðis. Svar: Tengsl barnanna innbyrðis eru afar sterk á heildina litið enda má glögglega sjá að þau systkinin eru ræktuð félagslega og tilfinningalega af báðum foreldrum sem stuðla að góðum tengslum þeirra á milli. Það koma fram samsett tengsl hjá þeim báðum gagnvart hinu en jákvæði hlutinn er afgerandi stærri en hinn sem er neikvæður og ræðst m.a. af mismunandi aldri og þroskastigi þeirra systkina. 8. Staða barnanna í félagslegu tilliti og lúti sú athugun bœði að skólavist þeirra nú og tengslum við félaga og vini, þ.m.t. áhrif umhverfisbreytinga á börnin. Svar: Fram kemur að aðlögun barnanna beggja er afar góð gagnvart sínum skóla, það fer vel um þau og vilja þau bæði vera áfram í sínum skólum. Ræddu þau þetta við undir­ritaðan. Í þessu samhengi hafa þau eignast vini og vinkonur í tengslum við núverandi skóla­veru, þótt [B] hafi einnig eignast vinkonur í leikskóla. Fram hefur komið að [B] á mjög margar vinkonur í sínu skólahverfi í nágrenni við heimili móður en aðeins tvær í nágrenni við heimili föður. [A] á hins vegar tvo vini í sínu skólahverfi, nálægt heimili föður en engan í hverfi móður sinnar. Það er ljóst í hugum barnanna að þau vilja ekki skipta um skóla og ítrekaði [A] það við undirritaðan. Undirrituðum þætti eðlilegt að foreldrarnir tækju mið af þessum vilja því röskun sem hlýst af skólaskiptum getur leitt til vanlíðunar barnsins og aðlögunar­vanda á nýjum stað. 9. Vilji og afstaða barnanna verði sérstaklega skoðuð um það hjá hvoru foreldrinu þau kjósi að búa, rætt verði við börnin og lögð fyrir þau hefðbundin sálfræðipróf í samræmi við aldur þeirra og þroska. Svar: Hvorugt barnanna vildi velja annað heimili foreldra sinna fram yfir hitt. Hins vegar má lesa þannig í svör [B] um kosti og galla hvors heimilis um sig auk tengsla­matsins, að hún velji heimili móður fram yfir heimili föður. Þar koma annars vegar til m.a. mjög náin félagstilfinningaleg tengsl hennar við móður sína og á hinn bóginn togstreita hennar við [D], stjúpdóttur [M] og rýr tengsl við [C], eiginkonu hans, þótt þau tengsl séu jákvæð. Hún upplifir ekki valið á milli föður síns og móður sinnar, heldur milli móður sinnar, vinkvenna og séraðstöðu sinnar á heimili hennar annars vegar og hins vegar nýrrar fjölskyldu, sem hún hefur ekki aðlagast fyllilega enn, þótt hún sé mjög tengd föður sínum einum og hlakki til að eignast nýtt hálfsystkin. Nokkuð erfiðara er að ráða í svör og óskir [A]. Hann kveðst vera nátengdur báðum foreldrum sínum og nái vel til beggja. Það kemur einnig fram í tengslamötunum. Honum líður vel á heimili móður og þau mæðginin eiga auðvelt með að tala saman og honum finnst hann vera líkur móður sinni í skapi en honum finnst að móðir sín sé skapmeiri og geti orðið reiðari en faðir hans og hann hallast mun meira að jafnara skaplyndi föður. Honum finnst einnig að herbergið sitt hjá móður sé fullþröngt auk þess sem skólinn er lengra í burtu frá heimili móður en föður. Hann kveðst jafnframt eiga mun meira af sameiginlegum áhuga­málum með föður sínum en móður. Það er einnig mun meira svigrúm í húsi föður en hjá móður, hann nær vel til þeirra mæðgna [C] og [D] auk þess sem hann var fullur til­hlökkunar yfir nýju hálfsystkini, sem var væntanlegt, jafnframt sem það er stutt í skólann. Honum finnst gott að vera þar í fjölskyldunni. Gallarnir eru helstir þeir að hann finnur að athygli föður hans dreifist yfir á fleiri en hann á heimilinu og hann þráir meiri athygli frá honum. Auk þess getur [D] verið æst og pirrandi og þá dregur hann sig í hlé. [A] tók það þó skýrt fram að hann vilji alls ekki gera upp á milli foreldra sinna.” Einar Ingi gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins og staðfesti matsgerð sína. Samkvæmt lýsingu aðila stóð sambúð þeirra samtals í 18 ár. Þau bjuggu í Bretlandi frá 1987 til 1998. Þau stunduðu bæði nám þar og síðar unnu þau í fagi sínu. Þau fluttu til Íslands 1998. Stefndi M er nú í sambúð með annarri konu. Eignuðust þau barn fyrr á þessu ári. Stefnandi K hefur nýverið tekið upp sambúð með manni þeim sem segir frá í matsgerðinni. Er hún barnshafandi. Við aðalmeðferð gáfu aðilar skýrslur svo og matsmaður eins og áður segir. Þá gáfu núverandi makar aðila skýrslur, systir stefnanda og meðeigandi stefnda að [...]. Málsútlistun stefnanda. Stefnandi segir að þau hafi bæði stundað nám í Bretlandi, hún [...], en hann nám í [...]. Hún hafi lokið námi 1991 og farið þá að vinna fulla vinnu í faginu. Hún hafi hætt vinnu nokkru áður en A fæddist í október 1993. Þann vetur hafi stefndi verið á lokaári í sínu námi og haft lítinn tíma til að sinna fjölskyldunni. Hún byrjaði í hlutastarfi haustið 1994, en stefndi hafi þá verið í fullri vinnu. Hún hafi að mestu sinnt A. Þau hafi flutt til Íslands 1998. Hún hafi verið heimavinnandi fyrstu tvö árin eftir heimkomuna. Í ársbyrjun 2000 hafi hún byrjað í hlutastarfi. Hún hafi að mestu séð um börnin, auk þess sem mæður málsaðila hafi skipst á að hjálpa þeim. Þá hafi hún ætíð séð um börnin ef þau voru heima vegna veikinda. Vinna hennar hafi vikið fyrir veikindum barnanna og takmarkast af dagvistartíma þeirra. Vinnutími stefnda hafi hins vegar miðast við þarfir vinnuveitanda hans. Tilhögun umgengni eftir skilnað þeirra hafi miðast við þær óskir stefnda að hafa börnin aðallega um helgar. Stefnandi kveðst hafa samþykkt þessa tilhögun, enda hafi þá samvera þeirra við stefnda verið sem líkust því sem verið hafði á meðan sambúð þeirra stóð. Hún hafi því séð að mestu um að koma börnunum í skóla og leik­skóla og sjá um þau utan skólatíma. Hún kveðst hafa strax óskað eftir því að hafa börnin hjá sér a.m.k. hluta úr annarri hverri helgi, svo að þau gætu notið samvista við fjölskyldu hennar. Stefndi hafi hins vegar aldrei samþykkt slíkt nema sérstakar ástæður væru til. Hún hafi óskað eftir þessari breytingu þar sem hún hafi talið mikilvægt að fá einhvern frítíma með börnunum, þar sem samveran gæti verið afslappaðri og þau fengju tækifæri til að gera meira saman. Virkir dagar séu litaðir af daglegu amstri. Stefnandi segir að í mars 2004 hafi stefndi ritað sér bréf og óskað eftir ýmsum breytingum á skilnaðarsamningi. Hafi hann sent drög að samningi. Hún hafi ekki samþykkt kröfur stefnda. Í kjölfarið hafi stefndi einhliða breytt fyrra samkomulagi og hætt að skila börnunum eftir umsamda umgengni annan hvern laugardag. Eftir að lögmenn komu að hafi þessu þó verið komið í fyrra horf. Með bréfaskiptum aðila í kjölfarið hafi hins vegar ekki tekist að ná samkomulagi um umgengni þannig að sameiginleg forsjá mætti haldast. Segist stefnandi telja að forsendur sameiginlegrar forsjár séu brostnar. Stefnandi kveðst hafa séð að mestu um uppeldi og umönnun barnanna allt frá fæðingu þeirra. Stefndi hafi nær einungis notið frítíma með börnunum, bæði á meðan hjúskapur aðila stóð og eins eftir skilnaðinn. Stefnandi kveðst búa með börnin í því húsi sem fjölskyldan festi kaup á skömmu eftir heimkomuna. Þá stundi hún eigin atvinnurekstur í sama húsi. Hún sé því alltaf heima við. Stefnandi leggur fram þessa kröfu um tilhögun umgengni stefnda: Regluleg umgengni þannig að börnin verði hjá stefnda aðra hverja helgi á föstudegi eftir skóla til þriðjudagsmorguns. Þau verði einnig hjá stefnda á fimmtu­dögum í sömu viku til kl. 18.00 sama dag. Mánudaga eftir helgar hjá stefnanda verði þau hjá stefnda eftir skóla og fram til þriðjudagsmorguns. Umgengni um jól og áramót víxlist eins og verið hefur þannig að börnin séu til skiptis hjá aðilum á aðfangadag og jóladag og gamlársdag og nýársdag. Börnin séu hjá öðrum aðilanum allt páskaleyfi skóla, til skiptis hvert ár. Í sumarleyfi verði börnin heilan almanaksmánuð hjá hvorum aðila um sig. Tilhögun sumarleyfa verði ákveðin fyrir 1. maí ár hvert. Málsútlistun stefnda. Stefndi lýsir sambúð aðila og umsjón barna þeirra á nokkuð annan veg. Hann segir að er A fæddist hafi hann verið á lokaári í námi sínu. Hann hafi ekki sótt tíma, heldur getað unnið verkefni sín alfarið heima. Því hafi þá þegar myndast sterk tengsl milli þeirra feðganna. Eftir að stefnandi fór að vinna úti aftur hafi hann verið mjög virkur í umönnun drengsins og gjarnan tekið sér frí úr vinnu til að annast um hann í veikindum. Þá segir stefndi að eftir að B fæddist hafi hann tekið þátt í umönnun beggja barnanna, þótt stefnandi hafi verið heima. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að vinntími hans hafi algjörlega tekið mið af þörfum vinnuveitanda. Stefndi segir að stefnandi hafi verið mjög ósátt við að vera flutt til Íslands og hafi lýst því er þau undirbjuggu skilnað að hún hygðist flytja utan til starfa. Kveðst stefndi hafa verið mjög sveigjanlegur í samningum um tilhögun lögheimilisskráningar o.fl. til að auðvelda stefnanda að koma undir sig fótunum í rekstri. Unnusti stefnanda reki þrjár [...] á Írlandi og virðist rekstur þeirra ganga vel. Telur stefndi að sú afstaða stefnanda að vilja ekki semja um umgengni lýsi þeim vilja hennar að fá forsjá barnanna til að geta flutt með þau úr landi. Stefndi kveðst hafa samþykkt ósk stefnanda um að hafa börnin um helgar. Þetta hafi hann gert gegn því að hann fengi þá tíma á virkum dögum í staðinn. Forsenda sín hafi verið að aðilar hefðu sem jafnastan tíma með börnunum. Þá mótmælir stefndi fullyrðingum stefnanda um að hann hafi meinað stefnanda að hafa börnin um helgar. Stefndi byggir á því að það sé hagsmunum barnanna fyrir bestu að honum verði falin forsjá þeirra. Þau hafi alla tíð verið mjög tengd honum. Þá hafi sá vilji drengsins að vera meira með honum lengi verið skýr. Þá sé stúlkan jafn tengd sér og stefnanda og hafi ríka þörf fyrir meiri samvistir við sig. Stefndi segir að stefnandi fegri mjög mynd sína í umfjöllun um uppeldi barnanna. Hún fari víða með ósannindi og dragi upp þá mynd af stefnda að hann hafi verið í aukahlutverki við umönnun þeirra. Það sé ósatt. Stefndi hefur tekið saman yfirlit um samverustundir aðila með börnunum. Þá dragi stefnandi ekki upp rétta mynd af framtíðarhorfum sínum. Hún minnist ekki í stefnu á tilvist unnusta síns, sem búi á Írlandi. Stefndi mótmælir því að hann hafi reynt að draga son þeirra inn í deiluna. Stefndi kveðst hafa góðar aðstæður til að sinna börnunum. Hann hafi t.d. mjög sveigjanlegan vinnutíma. Hann hafi alla tíð látið umönnun barnanna ganga fyrir vinnu og mótmælir fullyrðingum stefnanda um annað sem röngum. Þá telur stefndi sig geta boðið börnunum meiri stöðugleika og öryggi en stefnandi. Hann sé kvæntur konu sem börnin hafi kynnst og tengst mjög vel, svo og dóttur hennar. Loks vísar stefndi til þess að verði honum falin forsjá sé líklegra að börnin geti búið við sem jafnastar samvistir beggja foreldra og að tengsl við báða verði virt. Reynslan sýni þetta. Tillögur stefnanda sýni vilja hennar til að minnka umgengni barnanna við sig. Stefndi gerir þessa tillögu um tilhögun umgengni: Regluleg umgengni verði aðra hverja helgi frá kl. 14.00 á fimmtudegi til miðvikudagsmorguns og frá kl. 14.00 á þriðjudegi til miðvikudagsmorguns. Að börnin verði til skiptis hjá aðilum á aðfangadag og jóladag. Öðrum dögum um jól og áramót verði skipt jafnt. Í páskaleyfi verði börnin hjá aðilum til skiptis. Sumardeginum fyrsta og 17. júní verði skipt milli aðila. Á meðan sumarleyfi er í skólum verði börnin í fimm vikur samfleytt hjá hvorum aðila. Stefndi vísar til barnalaga nr. 76/2003, einkum 2. mgr. 34. gr. og 42. gr. Forsendur og niðurstaða. Í máli þessu skal leyst úr um forsjá drengs sem er 12 ára og stúlku sem verður 8 ára í næsta mánuði. Foreldrar barnanna hafa ekki getað komið sér saman um tilhögun forsjár og umgengni. Valkostirnir eru tveir og gerir hinn dómkvaddi mats­maður ekki upp á milli þeirra, þótt hann lýsi þeim sem nokkuð ólíkum að ýmsu leyti. Það athugast að stefnandi var einstæð er mat var gert, en hún hefur nú tekið upp sambúð með manni og er barnshafandi. Systkinin eru eðlilega samrýmd og eiga gott með að búa saman á heimili. Matsmaður telur stúlkuna hænast fremur að móður sinni en föður. Drengurinn sakni hins vegar föður síns og vilji eiga meiri tíma með honum. Dómurinn telur að taka verði sérstaklega tillit til þess að börnin verða ekki ein með foreldrum sínum, hjá föður er bæði hálfsystir og stjúpsystir, en hjá móður verður hálfsystkin. Þá sé eðlilegt að samanlögð umgengni við foreldrana verði tiltölulega jöfn. Dómurinn telur einnig að ekki sé óheppilegt að systkinin verði að nokkru aðskilin með því að þau lúti ekki forsjá sama aðila. Umgengni má koma þannig fyrir að þau yrðu yfirleitt á sama heimili. Dómurinn telur að það sé heppilegast fyrir bæði börnin að forsjá B verði falin móður, en forsjá A föður. Regluleg umgengni verði aðra hverja viku frá miðvikudegi til mánudagsmorguns, þannig að börnin dvelji saman þann tíma í hverri viku, hjá aðilum til skiptis. Sumartímanum á meðan grunnskólar starfa ekki er rétt að skipta alveg jafnt á milli aðila þannig að börnin verði bæði í einu hjá öðru foreldra sinna í allt að fjórar vikur í senn. Komi aðilar sér ekki saman um skiptingu skulu þeir hafa sjálfdæmi til skiptis og ákveður annað foreldra þá tíma barnanna með báðum foreldrum það sumar. Skal það foreldra sem ekki hefur sjálfdæmi eiga rétt á einu samfelldu fjögurra vikna tímabili með báðum börnunum. Er rétt að setja aðilum frest til 1. maí ár hvert til að semja um tilhögun umgengni. Komi til þess að annað fái sjálfdæmi ber því að tilkynna tilhögunina eigi síðar en 15. maí. Í samræmi við tillögur aðila verður ákveðið að um jól og áramót verði börnin saman og til skiptis hjá hvoru foreldri. Verða börnin þá hjá öðru á aðfangadag og nýársdag, en hjá hinu á jóladag, annan jóladag og gamlársdag. Að öðru leyti skulu börnin dvelja jafn lengi hjá hvoru foreldri á meðan jólaleyfi stendur. Báðir aðilar leggja til að í páskaleyfi dvelji börnin hjá öðru foreldra sinna. Er rétt að svo verði og að þau verði til skiptis hjá hvorum aðila, hjá stefnda M í páska­leyfi 2006, en síðan hjá aðilum ár hvert. Ekki er ástæða til að mæla fyrir um sérstaka tilhögun umgengni aðra daga. Rétt er að málskostnaður falli niður. Aðilar beiddust dómkvaðningar mats­manns sameiginlega og skiptu matskostnaði jafnt. Ekki er forsenda til þess nú að leggja kostnaðinn allan á þann sem hefur gjafsókn. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns, 500.000 krónur. Dóm þennan kveða upp Jón Finnbjörnsson héraðsdómari og Gunnar Hrafn Birgisson og Ragna Ólafsdóttir, sálfræðingar. D ó m s o r ð Stefnandi, K, skal fara með forsjá B. Stefndi, M, skal fara með forsjá A. Það foreldri sem ekki fer með forsjá barns skal hafa umgengni við það barn aðra hverja viku frá kl. 13.00 á miðvikudegi til kl. 9.00 á mánudegi. Umgengni skal skipt svo að systkinin dvelji á sama heimili þegar umgengni er. Regluleg umgengni fellur niður ár hvert frá 22. desember kl. 12.00 til 4. janúar kl. 12.00. Bæði börnin skulu dvelja hjá stefnda um jólin 2005 frá kl. 12.00 22. desember til kl. 18.00 þann 23., frá kl. 12.00 á jóladag til kl. 16.00 þann 28. og frá kl. 12.00 þann 30. desember til kl. 12.00 á nýársdag, en hjá stefnanda annars á þessu tímabili. Tilhögun verði á hinn veginn um jólin 2006 og síðan á víxl. Regluleg umgengni fellur niður um páska frá kl. 9.00 á mánudegi í dymbilviku til kl. 9.00 á miðvikudegi í vikunni eftir páska. Skulu börnin bæði vera hjá aðilum til skiptis. hjá stefnda um páska 2006. Á sumrin þegar skólar starfa ekki skulu börnin vera saman og dvelja jafn lengi hjá hvorum aðila um sig. Aðilar skulu eigi síðar en 1. maí ár hvert semja um skiptingu tímans. Náist ekki samkomulag hefur stefndi sjálfdæmi um tímabil fyrsta árið, en stefnandi það næsta. Skal þá tilkynna tilhögun eigi síðar en 15. maí. Börnin skulu dvelja samfellt í fjórar vikur hjá hvorum aðila hvert sumar. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns hans, 500.000 krónur.
Mál nr. 262/2010
Kærumál Sakarefni Frávísunarúrskurður staðfestur
Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 23. mars síðastliðinn, var höfðað 6. októ­ber 2009 af A, persónulega og fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar, B, bæði til heimilis að [...], gegn íslensku þjóðkirkjunni, Biskupsstofu, Reykjavík, og C, [...].
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Páll Hreinsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 20. apríl 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 2010, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þau aðallega að ákvörðun málskostnaðar bíði efnisdóms, en til vara falli hann niður. Varnaraðilinn íslenska þjóðkirkjan krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn C hefur ekki látið málið til sín taka. Með dómi 5. maí 2010 var máli þessu vísað frá Hæstarétti á þeirri forsendu að sóknaraðilar hefðu ekki kært úrskurð héraðsdóms í tæka tíð, þar sem kæra þeirra hefði ekki borist dóminum fyrr en 23. apríl sama ár samkvæmt áritun, sem færð var á kæruna um móttöku hennar. Sóknaraðilar fóru þess á leit 8. maí 2010 að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti sökum þess að kæra þeirra hafi í reynd borist héraðsdómi 20. apríl sama ár og gjald vegna málskotsins verið innt af hendi degi síðar. Með því að staðhæfingar þessar voru studdar gögnum var beiðni sóknaraðila um endurupptöku málsins tekin til greina 15. júní 2010. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvert sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Kærumál. Kærufrestur. Frávísun máls frá Hæstarétti. Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli A og B gegn Í og C var vísað frá dómi. Kæra barst héraðsdómi ekki fyrr en að liðnum tveggja vikna kærufresti og var málinu því vísað af sjálfsdáðum frá Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. apríl 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. apríl 2010, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þau að ákvörðun málskostnaðar bíði efnisdóms, en til vara falli hann niður. Varnaraðilinn íslenska þjóðkirkjan krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn C hefur ekki látið málið til sín taka. Samkvæmt endurriti úr þingbók héraðsdóms var hinn kærði úrskurður sem áður segir kveðinn upp 7. apríl 2010 og var þar meðal annarra viðstaddur lögmaður sóknaraðila. Tveggja vikna frestur til að kæra úrskurðinn samkvæmt 1. mgr. 144. gr. laga nr. 91/1991 hófst því þegar í stað. Kæra sóknaraðila, sem dagsett var 20. apríl 2010, var árituð um móttöku í Héraðsdómi Reykjavíkur 23. sama mánaðar. Samkvæmt því var úrskurður héraðsdóms ekki kærður í tæka tíð og ber af þeim sökum að vísa málinu af sjálfsdáðum frá Hæstarétti. Rétt er að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 236/2004
Vinnuvélar Refsiheimild Stjórnarskrá
X var ákærður fyrir brot gegn 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. tölulið A-liðar 3. gr. og 1. mgr. 11. gr. reglna nr. 198/1983 um réttindi til að stjórna vinnuvélum, sbr. 1. gr. reglna nr. 24/1999 og 1. gr. reglna nr. 816/2000, sbr. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með því að hafa stjórnað lyftara án tilskilinna réttinda. Í 1. mgr. 2. gr. reglna nr. 198/1983, eins og þeim var breytt með 1. gr. reglna nr. 816/2000, var kveðið á um að þeir einir mættu stjórna vinnuvélum sem til þess hefðu réttindi. Voru reglurnar settar af stjórn Vinnueftirlits ríkisins og staðfestar af félagsmálaráðherra. Brot gegn 1. mgr. 2. gr. reglnanna gat þá orðið refsivert samkvæmt 1. mgr. 11. gr. þeirra. Voru reglurnar settar með heimild í 3. mgr. 49. gr. laga nr. 46/1980, þar sem upphaflega var kveðið á um að stjórn Vinnueftirlits ríkisins skyldi setja reglur um kennslu, þjálfun og próf er gæfu til kynna næga þekkingu þeirra, sem óskuðu eftir leyfi til að mega stjórna eða fara með tilteknar vélar. Með 15. gr. laga nr. 68/2003, sem tóku gildi áður en meint brot X átti sér stað, var ákvæðinu breytt þannig að félagsmálaráðherra skyldi að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins setja umræddar reglur. Talið var að löggjafanum hafi ekki verið heimilt að framselja Vinnueftirliti ríkisins vald til að ákveða hvaða háttsemi skyldi varða refsingu samkvæmt lögum nr. 46/1980. Var X því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 26. maí 2004 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess nú að héraðsdómur verði staðfestur. Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfu ákæruvalds, en til vara að ákvörðun refsingar verði frestað. Ákærða er í máli þessu gefið að sök að hafa brotið gegn ákvæðum 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. tölulið A-liðar 3. gr. og 1. mgr. 11. gr. reglna nr. 198/1983 um réttindi til að stjórna vinnuvélum, sbr. 1. gr. reglna nr. 24/1999 og 1. gr. reglna nr. 816/2000, sbr. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með því að hafa 14. maí 2003 við vinnu sína á lager Húsasmiðjunnar hf., Skútuvogi 16 í Reykjavík, stjórnað án tilskilinna réttinda lyftaranum JL 4880. Samkvæmt 3. mgr. 49. gr. laga nr. 46/1980, svo sem ákvæðið hljóðaði áður en því var breytt með 15. gr. laga nr. 68/2003, skyldi stjórn Vinnueftirlits ríkisins setja reglur um kennslu, þjálfun og próf er gæfu til kynna næga hæfni og þekkingu þeirra, sem óskuðu eftir leyfi til að mega stjórna eða fara með tilteknar vélar, enda væri ekki kveðið á um slík leyfi í öðrum lögum. Reglur nr. 198/1983 voru settar með stoð í þessu lagaákvæði. Í 2. gr. þeirra kom fram að sá einn gæti öðlast rétttindi til að stjórna vinnuvélum samkvæmt reglunum sem uppfyllti nánar tilgreind skilyrði. Var í 1. tölulið A-lið 3. gr. reglnanna mælt svo fyrir að stjórnendur gaffallyftara með 1,2-10 tonna lyftigetu skyldu sækja svokallað frumnámskeið. Varðaði brot á reglunum nánar tilgreindri refsingu samkvæmt 1. mgr. 11. gr. þeirra. Fram kom í 3. mgr. sömu greinar að reglurnar væru settar samkvæmt áðurnefndu lagaákvæði en þær voru allt að einu undirritaðar af félagsmálaráðuneytinu. Með reglum nr. 24/1999 var 3. gr. áðurnefndra regla breytt. Sagði þar í 4. gr. að reglurnar væru settar af stjórn Vinnueftirlits ríkisins samkvæmt heimild í 49. gr. laga nr. 46/1980 og „staðfestast hér með til að öðlast þegar gildi.“ Voru þær undirritaðar af félagsmálaráðherra. Var hvorki í lögum nr. 46/1980, ákvæðum fyrrnefndra reglna nr. 198/1983 né breytingarreglunum nr. 24/1999 lagt bann við því að maður, sem ekki hefði hlotið sértök réttindi, stjórni gaffallyftara, þeirrar gerðar sem fjallað er um í þessu máli, sbr. dóm Hæstaréttar 5. október 2000, sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 2957. Vegna skorts á viðhlítandi lagastoð var ákærði í því máli sýknaður af akstri gaffallyftara án réttinda. Í kjölfar dómsins var gerð breyting á reglum nr. 198/1983 með síðari breytingum með 1. gr. reglna nr. 816/2000. Var þar bætt við nýrri málsgrein á undan 1. mgr. 2. gr. sem kveður á um að þeir einir megi stjórna vinnuvélum, sem til þess hafi öðlast réttindi samkvæmt 2. mgr. greinarinnar. Í 2. gr. breytingarreglnanna kemur fram að þær séu settar af stjórn Vinnueftirlits ríkisins samkvæmt heimild í 49. gr. laga nr. 46/1980. Reglurnar voru samt sem fyrr undirritaðar af félagsmálaráðherra. Með reglum nr. 883/2002 var reglum nr. 198/1983 enn breytt. Segir í 2. gr. þeirra að reglurnar séu settar samkvæmt heimild í 3. mgr. 49. gr. laga nr. 46/1980 að fengnum tillögum frá stjórn Vinnueftirlits ríkisins. Umræddri 3. mgr. 49. gr. laganna var svo breytt með 15. gr. laga nr. 68/2003, sem tóku gildi 7. apríl 2003, á þann veg að í stað stjórnar Vinnueftirlits ríkisins skuli félagsmálaráðherra, að fenginni umsögn stjórnarinnar, setja reglur um þau atriði sem kveðið er á um í ákvæðinu. Í ákæru er vísað til refsiákvæðis 1. mgr. 99. gr. laga nr. 46/1980. Sú grein hefur að geyma refsireglu sem vísar til verknaðarlýsingar í öðrum ákvæðum laganna eða reglugerðum samkvæmt þeim. Í lögunum er hvergi að finna efnisreglur sem fjalla um verknaðarlýsingu á því broti, sem ákærði er sakaður um í málinu. Hafa þau því ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa ákærða fyrir brotið. Reglur nr. 198/1983 með breytingum samkvæmt reglum nr. 24/1999, voru sem fyrr segir settar með heimild í 3. mgr. 49. gr. laganna eins og hún hljóðaði áður en henni var breytt með lögum nr. 68/2003. Í reglum þessum var heldur ekki að finna lýsingu á slíkri refsiverðri háttsemi. Gátu þær því ekki heldur orðið víðhlítandi refsiheimild fyrir ætluðu broti ákærða. Það var fyrst með 1. gr. reglna nr. 816/2000, sem kveðið var á um að þeir einir mættu stjórna vinnuvélum sem til þess hefðu réttindi. Líta verður svo á að þær reglur hafi, svo sem lagaheimildin stóð til, verið settar af stjórn vinnueftirlitsins og staðfestar af félagsmálaráðherra. Brot gegn því ákvæði gat þá orðið refsivert samkvæmt 1. mgr. 11. gr. reglnanna. Vinnueftirliti ríkisins var með 3. mgr. 49. gr. laga nr. 46/1980 veitt víðtæk heimild til að setja reglur um kennslu, þjálfun og próf þeirra, sem mega stjórna tilteknum vinnuvélum. Löggjafinn gat hins vegar ekki framselt stofnuninni það vald að ákveða hvaða háttsemi skyldi varða refsingu. Staðfestingu ráðherra á reglum vinnueftirlits varð heldur ekki jafnað til þess að hann setti þær sjálfur. Samkvæmt framansögðu skortir viðhlítandi lagastoð fyrir því að ákærði hafi unnið til refsingar fyrir þá háttsemi, sem honum er að sök gefin í ákæru, sbr. 69. gr. stjórnarskrárinnar, eins og henni var breytt með 7. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Verður ákærði því sýknaður af kröfu ákæruvalds í málinu. Allur sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X, er sýkn af kröfu ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans í héraði og fyrir Hæstarétti, Axels Kristjánssonar hæstaréttarlögmanns, samtals 250.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. janúar 2004. Mál þetta var höfðað með ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 14. október 2003 „fyrir brot á reglum um réttindi til að stjórna vinnuvélum með því að hafa, miðvikudaginn 14. maí 2003, við vinnu sína á lager Húsasmiðjunnar hf. að Skútuvogi 16 í Reykjavík, stjórnað lyftaranum JL-4880 án tilskilinna réttinda. Telst þetta varða við 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. tl. A-liðar 3. gr. og 1. mgr. 11. gr. reglna um réttindi til að stjórna vinnuvélum nr. 198/1983, sbr. 1. gr. reglna nr. 24/1999 og 1. gr. reglna nr. 816/2000, sbr. 1. mgr. 99. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.” Af hálfu ákærða er krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins. Samkvæmt lögregluskýrslu dagsettri 19. maí 2003 var lögreglunni í Reykjavík hinn 14. maí tilkynnt um vinnuslys sem varð á lager Húsasmiðjunnar. Þá var starfsmaður vinnueftirlitsins kallaður á staðinn. Tildrög slyssins voru þau að ákærði ók rafmagnslyftara afturábak en við það lenti afturhjól lyftarans á vinstri fót starfsmanns Húsasmiðjunnar. Fram kemur í lögregluskýrslunni að ákærði hafði ekki tilskilin réttindi til að aka lyftara. Aðspurður kvaðst ákærði hafa verið að sækja vörubretti í stæðu á lager Húsasmiðjunnar og ekki tekið eftir manninum. Niðurstaða. Ákærði hefur játað að hafa ekið lyftaranum JL-4880 eins og lýst er í ákæru en telur háttsemina ekki refsiverða enda skorti þar refsiheimild. Samkvæmt 1. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal eigi refsa manni nema hann hafi gerst sekur um háttsemi, sem refsing er lögð við í lögum, eða má öldungis jafna til hegðunar, sem þar er afbrot talin. Í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum segir í 3. mgr. 49. gr. að félagsmálaráðherra setji reglur að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins um kennslu, þjálfun og próf, er gefi til kynna næga hæfni og þekkingu þeirra aðila, sem óska eftir leyfi til að mega stjórna eða fara með tilteknar vélar, enda sé ekki kveðið á um slík leyfi í öðrum lögum. Þótt ekki sé í framangreindri lagagrein lagt bann við því að óheimilt sé að aka tilteknum vélum án tilskilinna réttinda, kemur skýrt fram að félagsmálaráðherra muni setja reglur um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að mega aka slíkum vélum. Í 3. mgr. 49. gr. laganna felst bann við akstri annarra á tilteknum vélum en þeirra sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi. Í 2. gr. reglna nr. 198/1983 um réttindi til að stjórna vinnuvélum segir síðan að þeir einir megi stjórna vinnuvélum sem hafi til þess öðlast réttindi sem nánar eru tilgreind í 2. mgr. sömu greinar en sá einn geti öðlast réttindi til að stjórna vinnuvélum sem uppfylli þau skilyrði sem þar koma fram. Af 99. gr. laga nr. 46/1980 má sjá að löggjafinn ætlaðist til þess að refsing lægi við brotum gegn þeim, enda er þar að finna refsiákvæði þar sem segir að brot gegn lögum eða reglugerðum samkvæmt þeim varði sektum nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum. Ekki er fallist á það með ákærða að framangreindar reglur um réttindi til að stjórna vinnuvélum hafi verið settar af Vinnueftirliti ríkisins þótt svo sé tekið til orða í 2. mgr. 11. gr. þeirra enda eru þær gefnar út í félagsmálaráðuneytinu og undirritaðar af starfsmanni ráðuneytisins fyrir hönd félagsmálaráðherra. Að öllu þessu virtu verður ekki fallist á það með ákærða að skort hafi refsiheimild í máli þessu, sbr. einnig dóm Hæstaréttar Íslands nr. 432/2000. Er ákærði því sakfelldur eins og krafist er. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu svo vitað sé. Þykir hæfileg refsing ákærða ákveðin 10.000 króna sekt í ríkissjóð en vararefsing skal vera 4 dagar. Ákærði greiði allan sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Axels Kristjánssonar hrl. 60.000 krónur. Þorsteinn Skúlason fulltrúi lögreglustjóra flutti málið fyrir ákæruvaldið. Arnfríður Einarsdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði, X, greiði 10.000 króna sekt til ríkissjóðs innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja en sæti ella fangelsi í 4 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Axels Kristjánssonar hrl. 60.000 krónur.
Mál nr. 720/2010
Verksamningur Fjármál hjóna
Þrotabú Í krafði M um greiðslu á tiltekinni fjárhæð vegna skuldbindinga sem eiginmaður hennar hafði gengist undir með samningi við Í, en Í hafði unnið við grunn og uppslátt á lóð sem M var leigutaki að. Hæstiréttur vísaði til þess að M hefði ekki skuldbundið sig með samningi til að ábyrgjast greiðslu á umræddum skuldbindingum eiginmanns síns og að 69. gr. hjúskaparlaga ætti ekki við í málinu. Yrði ábyrgð hennar heldur ekki leidd af því að hún væri leigutaki lóðarinnar. Staðfesti Hæstiréttur því niðurstöðu héraðsdóms um sýknu M.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir. Stefnda krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hún þess að dómkröfur áfrýjanda verði lækkaðar og að málskostnaður verði felldur niður á báðum dómstigum. Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi krefst áfrýjandi efnda úr hendi stefndu á skuldbindingum sem eiginmaður hennar hafði gengist undir með samningi við Ís-Spón ehf. 5. júní 2008. Samkvæmt 67. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 ber hvort hjóna um sig ábyrgð á þeim skuldbindingum sem á því hvíla. Getur annað hjóna ekki skuldbundið hitt nema sérstaklega sé heimilað í lögum eða samningi hjóna, sbr. 68. gr. laganna. Stefnda hefur ekki skuldbundið sig með samningi til að ábyrgjast greiðslu á umræddum skuldbindingum eiginmanns síns og 69. gr. hjúskaparlaga, sem áfrýjandi vísar til fyrir Hæstarétti, á hér ekki við. Ábyrgð hennar verður heldur ekki leidd af því sem óumdeilt er að hún er leigutaki lóðarinnar að Örvasölum 14 í Kópavogi. Af þessu leiðir með vísan til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að hinn áfrýjaði dómur verður staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti sem ákveðst eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, þrotabú Ís-Spóns ehf., greiði stefndu, Margréti Ármann, 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 22. október 2010. Mál þetta, sem var dómtekið 12. þessa mánaðar, er höfðað 1. desember 2009. Stefnandi er Ís-Spónn ehf., Kópavogsbraut 93, Kópavogi. Stefnda er Margrét Ármann, Jörfalind 5, Kópavogi. Stefnandi krefst þess að stefndu verði gert að greiða honum skuld að fjárhæð 5.419.800 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. desember 2008 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar. Stefnda krefst aðallega sýknu en til vara verulegrar lækkunar á kröfu stefnanda. Þá krefst hún málskostnaðar. Bú stefnanda var tekið til gjaldþrotaskipta undir meðferð málsins og hefur þrotabúið tekið við aðild að málinu samkvæmt 3. mgr. 22. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. I Mál þetta hefur stefnandi höfðað til heimtu skuldar samkvæmt reikningi vegna vinnu við grunn og uppslátt á lóð í eigu stefndu að Örvasölum 14, Kópavogi. Stefnandi kveður stefndu ásamt manni sínum Halldóri Jenssyni hafa leitað til stefnanda haustið 2007 um að taka að sér að byggja hús fyrir þau. Stefnandi hafi unnið kostnaðaráætlun um uppsteypu á húsinu og hafi áætlaður kostnaður verið um 10.000.000 krónur. Endanlegar teikningar af húsinu hafi þá ekki legið fyrir. Gert hafi verið ráð fyrir því að stefnda skyldi sjálf útvega allt efni og greiða fyrir það. Samningar um vinnu stefnanda við byggingu hússins hafi tekist með aðilum í samræmi við kostnaðaráætlunina og að Andrés Gíslason húsasmíðameistari og varamaður í stjórn stefnanda tæki að sér byggingarstjórn verksins. Hafist var handa við bygginguna í apríl 2008. Þá voru steyptir sökklar og í framhaldinu grunnplata. Þann 5. júní 2008 var gerð ný verðáætlun og í júlí var leigður krani og mót til verksins. Byrjað var að reisa einfalt byrði á kjallara og járnabinda í hann eftir leiðbeiningum verkfræðings. Framganga verksins stöðvaðist í desember 2008. Stefnandi kveðst þá aðeins hafa fengið afhentar teikningar fyrir sökklum, en verkfræðingur hafi synjað um afhendingu teikninga og arkitekt um uppáskrift á teikningar þar sem þeir hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Þurfti stefnandi sjálfur að greiða leigugjald vegna kranans. Þann 2. desember 2008 gerði stefnandi stefndu reikning fyrir vinnu sína og kostnað og 15. sama mánaðar var stefndu sent innheimtubréf. Stefnandi segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við reikninginn en eiginmaður stefndu hafi ítrekað verið í sambandi við fyrirsvarsmann stefnanda og óskað eftir greiðslufresti. Engar greiðslur hafi þó borist. Hafi krafan því verið ítrekuð með bréfi 28. apríl 2009. Þar sem enn hafi engin viðbrögð verið við því bréfi sé stefnanda nauðsynlegt að leita atbeina dómstóla. Fyrir dóminum gáfu skýrslur Andrés Freyr Gíslason, fyrirsvarsmaður stefnanda, stefnda og eiginmaður hennar Halldór Jensson. Verður framburður þeirra rakinn eftir því sem ástæða þykir til. II Stefnandi byggir á því að með aðilum hafi tekist samningur þess efnis að stefnandi tæki að sér byggingu húss fyrir stefndu og í samræmi við það hafi hann hafist handa við verkið í apríl 2008. Hann hafi unnið við verkið eftir bestu getu þar til í desember 2008 þegar hann hafi látið af vinnu af ástæðum sem varði stefndu, en ekki hafi fengist þær teikningar sem stefnanda hafi verið nauðsynlegar til að vinna verkið. Þá hafi orðið greiðslufall hjá stefndu. Krafa stefnanda byggi á reikningi sem stefnda hafi ekki hreyft mótmælum við, en hins vegar látið undir höfuð leggjast að greiða. Reikningurinn sé um endurgjald fyrir þegar unna vinnu auk efniskostnaðar. Þá sé og krafist endurgreiðslu á útlögðum kostnaði í þágu stefndu vegna leigugjalds sem stefnandi hafi innt af hendi fyrir leigu á krana og mótum á tímabilinu frá 10. júlí til 30. nóvember 2008. Stefnda hafi greitt stefnanda 386.172 krónur upp í vinnu stefnanda 20. október 2008 og hafi verið tekið mið af þeirri innborgun við útgáfu reikningsins. Með þessari greiðslu hafi stefnda viðurkennt greiðsluskyldu sína í verki. Þá er byggt á því að reikningurinn sé í senn sanngjarnt og eðlilegt verð fyrir vinnuframlag stefnanda, sbr. 45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og 7. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Um lagarök fyrir kröfum sínum vísar stefnandi að auki til meginreglna kröfu- og samningaréttar um greiðsluskyldu fjárskuldbindinga. Krafa um vexti byggir á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og krafa um málskostnað á 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III Stefnda kveður sig og eiginmann sinn, Halldór Jensson, hafa keypt lóðina að Örvasölum 14 árið 2006 og hafi þau ætlað að byggja á henni einbýlishús ásamt bílskúr. Þau hafi ákveðið sín á milli að stefnda yrði ein skráð eigandi fasteignarinnar en Halldór yrði einn skráður greiðandi áhvílandi lána og sæi um fjármögnun byggingarframkvæmda. Hann hafi fengið vilyrði um fjármögnun fram að fokheldi frá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Hann hafi haft samband við stefnanda og fengið hann til að reisa húsið og skrifað undir verksamning við hann sem verkkaupi. Haustið 2008 hafi vilyrði Frjálsa fjárfestingarbankans verið dregið til baka. Laun Halldórs hafi nánast hrunið, en hann hafi starfað sem sölustjóri fasteigna og löggiltur leigumiðlari. Hann hafi lent í miklum fjárhagslegum erfiðleikum og ekki getað staðið við upphafleg áform um byggingu hússins. Þar sem fjármögnun framkvæmda hafi verið úr sögunni hafi hann ekki getað staðið við verksamninginn sem hann hafi gert við stefnanda. Rangt sé að reikningi stefnanda hafi ekki verið mótmælt. Halldór Jensson hafi mótmælt fjárhæð hans og því að stefnda væri greiðandi hans við fyrirsvarsmann stefnanda. Aðalkrafa stefndu um sýknu byggir á því að um sé að ræða aðildarskort í málinu. Kröfu stefnanda sé beint að röngum aðila, en ekkert samningssamband sé á milli stefnanda og stefndu. Eiginmaður stefndu, Halldór Jensson, hafi séð um öll samskipti við stefnanda og komið fram sem eini samningsaðili stefnanda. Hann hafi einnig komið fram út á við gagnvart öðrum aðilum sem að verkinu hafi komið, t.d. verkfræðingnum og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Stefnda hafi þar hvergi komið nærri og sé henni því ranglega stefnt í málinu. Hennar eini þáttur sé að vera skráður eigandi fasteignarinnar að Örvasölum 14. Á upphaflegu ódagsettu tilboði vegna Örvasala 14 komi eingöngu nafn Halldórs fram, en hvergi sé minnst á stefndu. Í undirrituðum verksamningi frá 5. júní 2008 sé það ítrekað að verkkaupi sé eingöngu Halldór. Stefnda sé ekki aðili að verksamningnum og aldrei hafi komið til tals að svo yrði. Halldór hafi verið verkbeiðandi, verkkaupi og komið á allan hátt fram sem eini samningsaðili stefnanda. Stefnandi hafi engar athugasemdir gert við þessa tilhögun og aldrei óskað eftir því að stefnda væri verkkaupi ásamt eiginmanni sínum. Það hafi ekki verið fyrr en við hrun bankanna haustið 2008 þegar fjármögnun verksins hafi verið úr sögunni sem stefnandi virtist krefjast aðildar stefndu í málinu og hafi gert einhliða reikning á hana í byrjun desember 2008. Eins og fram komi í 67. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 sé meginreglan skipt skuldaábyrgð hjóna. Undantekningar frá þeirri meginreglu séu túlkaðar þröngt samkvæmt almennum lögskýringum. Ákvæði 69. gr. laganna um samninga sem annað hjóna geti gert á ábyrgð hins eigi ekki við í málinu, enda sé þar um að ræða samninga sem taldir séu venjulegir til sameiginlegs heimilishalds. Með því sé átt við kaup á neyslu- og nauðsynjavörum. Í 68. gr. laganna sé sérstaklega tekið fram að annað hjóna geti ekki skuldbundið hitt nema það sé sérstaklega heimilað í lögum eða samningi hjóna. Í greinargerð með frumvarpi til hjúskaparlaga sé ítrekað að maki beri ekki ábyrgð á skuldbindingum hins makans nema sérstök lagaheimild standi til. Engin slík heimild sé til staðar í máli þessu og samningsgerðin í málinu feli í sér að stefnda sé ekki aðili að málinu og beri því að sýkna hana. Halldór Jensson hafi 20. október 2008 greitt 386.172 krónur inn á skuld sína. Þrátt fyrir það hafi stefnandi gefið út reikning nokkrum vikum síðar á nafn stefndu og fjárhæðin sögð innborgun stefndu á reikninginn. Sé því harðlega mótmælt að greiðsla frá Halldóri sé notuð til lækkunar á meintri skuld annars aðila. Í ljósi þessa sé þeirri staðhæfingu í stefnu að stefnda hafi greitt upp í vinnu stefnanda alfarið vísað á bug. Verði ekki fallist á aðalkröfu stefndu er þess krafist til vara að krafa stefnanda verði verulega lækkuð. Verði þá að horfa til þess að tiltölulega litlum hluta verksins sé lokið, en heildarverkið hafi átt að kosta 20.000.000 krónur samkvæmt verksamningnum. Hafi verið gert ráð fyrir því að sökklar kostuðu alls 1.050.000 krónur, bæði vinna og efni. Vinna stefnanda að því loknu hafi verið minniháttar. Með reikningunum sé stefnda krafin um tæplega þrefalda þá fjárhæð sem samkvæmt verksamningi hafi átt að duga til að reisa stöplana. Sé ekki hægt að krefja stefndu um hærri fjárhæð en fyrir þá vinnu og kostnað sem stefnandi hafi sannanlega unnið fyrir. Ekkert sé minnst á kranaleigu eða leigu á mótum í umræddum verksamningi. Þrátt fyrir það krefji stefnandi stefndu um 2.686.000 krónur fyrir kranaleigu og mót. Sé því mótmælt að stefnda verði krafin um greiðslu á verklið sem sé ekki í verksamningi. Verði engu að síður talið að stefndu beri að greiða fyrir kranaleigu og leigu á mótum byggi stefnda á því að umræddur reikningur sé allt of hár hvað varði leiguna. Stefnda vísar einkum til 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála varðandi aðalkröfu um sýknu. Einnig er vísað til meginreglna samninga- og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga og meginreglna verktakaréttar. Þá er vísað til laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Þá er um málskostnað vísað til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV Deila aðila í málinu snýst um það hvort stefndu beri að greiða reikning útgefinn af stefnanda vegna vinnu við grunn og uppslátt á lóð í eigu stefndu. Stefnda byggir sýknukröfu sína á aðildarskorti þar sem hún hafi ekki gert neinn samning við stefnanda og beri því enga ábyrgð á kröfunni. Stefnandi kveður hins vegar stefndu hafa leitað til sín ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Jenssyni, um að taka að sér vinnu við húsbyggingu fyrir þau. Þá hefur stefnda til vara krafist lækkunar kröfu stefnanda. Í málinu liggur fyrir skriflegur verksamningur um vinnu stefnanda. Samkvæmt honum er verkkaupi Halldór Jensson og er hann undirritaður af honum. Þá liggur fyrir handskrifað upphaflegt tilboð þar sem nafn Halldórs hefur verið ritað efst. Nafn stefndu kemur hvergi fram í þessum gögnum. Fyrir dómi báru bæði stefnda og eiginmaður hennar að hann hafi séð um öll samskipti við stefnanda. Fyrirsvarsmaður stefnanda, Andrés Freyr Gíslason, bar fyrir dómi að hann hafi talið sig vera að semja við bæði Halldór og stefndu. Hann kvaðst hafa hitt stefndu á byggingarstað og á heimili þeirra, en Halldór hefði einn setið fundi um verkið. Aðspurður um hvers vegna reikningur hefði fyrst verið gefinn út á Halldór en svo á stefndu kvað hann viðskiptabanka sinn hafa bent á að þetta væri ekki traust, heldur væri sterkara að beina kröfum að eiganda lóðarinnar þar sem þau væru hjón. Óumdeilt er að það var Halldór Jensson sem hafði samband við stefnanda vegna verksins. Þá liggur fyrir að stefnandi gaf út reikning á grundvelli verksamningsins til hans 8. júlí 2008. Var sá reikningur greiddur af reikningi stefndu. Fyrir dómi báru bæði stefnda og eiginmaður hennar að reikningurinn hafi verið greiddur af Halldóri af reikningi stefndu, en hann hafi haft aðgang að reikningnum. Þá er óumdeilt að Halldór Jensson greiddi 386.172 krónur upp í kröfu stefnanda þann 28. október 2008 og hefur þessi greiðsla verið dregin frá skuldinni á umstefndum reikningi. Telja verður að verksamningurinn og reikningur frá 8. júlí 2008 til Halldórs Jenssonar renni stoðum undir þær fullyrðingar stefndu að Halldór hafi verið viðsemjandi stefnanda en ekki hún. Hver greiðandi reikningsins var getur ekki haft áhrif á það. Ákvörðun stefnanda um að krefja stefndu um greiðslu fyrir verkið á seinni stigum virðist hafa verið tekin í ljósi greiðsluerfiðleika Halldórs. Stefnandi getur ekki ákveðið að krefja annan en viðsemjanda sinn um greiðslu þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hans. Gegn andmælum stefndu þykir ósannað að hún hafi verið viðsemjandi stefnanda. Þá leiða ákvæði hjúskaparlaga um skuldaábyrgð hjóna ekki til þeirrar niðurstöðu að hún geti talist bera ábyrgð á skuldinni. Verður hún því sýknuð af kröfu stefnanda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Barbara Björnsdóttir settur héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Dómsorð: Stefnda, Margrét Ármann, er sýknuð af kröfu stefnanda, þrotabús Ís-Spóns ehf. Stefnandi greiði stefndu 350.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 385/2015
Kærumál Kyrrsetning Rannsókn
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að felldar yrðu úr gildi kyrrsetningar sýslumannsins í Reykjavík í tilgreindum eignum hans.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Karl Axelsson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. júní 2015, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní 2015, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að felldar yrðu úr gildi kyrrsetningar sýslumannsins í Reykjavík 8. nóvember 2013 í tilgreindum eignum varnaraðila. Kæruheimild er í k. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að framangreind krafa verði tekin til greina. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði var mál það, sem hér um ræðir, sent ríkissaksóknara til meðferðar í desember 2014. Samkvæmt 3. mgr. 18. gr. laga nr. 88/2008 ber ákærendum að hraða meðferð máls eftir því sem kostur er. Með þessari athugasemd, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 133/2003
Víxill Skaðabætur
P seldi Í allan rekstur P ehf. Kaupverðið var allt greitt við undirritun kaupsamings að undanskildum 1.000.000 krónum, sem greiðast áttu nokkru síðar. Gaf Í út víxil til tryggingar greiðslu eftirstöðvanna. Ágreiningur reis með aðilum um atriði er tengdust kaupunum og greiddi Í ekki eftirstöðvar kaupverðsins á umsömdum gjalddaga. Höfðaði P í framhaldi af þessu mál til innheimtu víxilsins. Var málið rekið samkvæmt XVII. kafla laga nr. 91/1991 og komust varnir Í, er lutu að lögskiptum aðila, því ekki að í málinu. Voru kröfur P teknar til greina, að teknu tilliti til þess að Í hafði undir rekstri málsins lækkað kröfur sínar um 500.000 krónur, sbr. dómasafn Hæstaréttar 2000, bls. 324. Í því máli var lækkunin ekki útskýrð af hálfu Í. Var það fyrst í því máli sem reifun þessi lýtur að, sem fram kom afstaða Í til þess hvaða afsláttur hefði verið veittur af kaupverði rekstrarins. Kom þá ítrekað fram af hálfu Í, að veittur hefði verið 500.000 króna afsláttur af kaupverðinu. Samkvæmt því var miðað við að Í hefði einungis skuldað P 500.000 krónur á gjalddaga víxilsins. Þá skuld hafði Í greitt upp þegar víxilmálið var tekið til dóms. Var P samkvæmt þessu gert að greiða Í þá fjárhæð sem P hafði krafist greiðslu á í víxilmálinu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. apríl 2003. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 1.110.782 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. maí 2002 til greiðsludags. Þess er jafnframt krafist að staðfest verði með dómi kyrrsetning sýslumannsins í Kópavogi 30. maí 2002 á 1.110.800 krónum í reiðufé, sem áfrýjandi greiddi stefnda við fyrirtöku aðfarargerðar hjá sýslumanni þann dag. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms en til vara að dómkröfur áfrýjanda verði lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Með kaupsamningi 11. febrúar 1998 seldi Pétur Sigurðsson ehf. áfrýjanda allan rekstur heildverslunar félagsins. Kaupverðið var 11.855.542 krónur og var það allt greitt við undirritun kaupsamnings að undanskildum 1.000.000 krónum, sem samkvæmt 2. tl. 2. gr. samningsins skyldi greiða 9. maí 1998. Í samningnum var tekið fram að afhending hins selda hafi átt sér stað 9. febrúar 1998. Til tryggingar greiðslu framangreindra eftirstöðva kaupverðs gaf stefndi út víxil 11. febrúar 1998 að fjárhæð 1.000.000 krónur með gjalddaga 9. maí sama árs. Var víxillinn samþykktur af áfrýjanda og framseldur af stefnda. Á framhlið víxilsins var ritað orðið „tryggingarvíxill“ og á bakhlið hans var svofelld áletrun: „Tryggingarvíxill: Víxill þessi er til tryggingar greiðslu samkv. 2. tl. 2. gr. kaupsamnings dags. 11/2 1998 vegna kaupa Ísbergs ehf. á rekstri heildversl. af Pétri Sigurðssyni ehf. ...“ Ágreiningur reis með aðilum um atriði er tengdust kaupunum og greiddi áfrýjandi ekki eftirstöðvar kaupverðsins á umsömdum gjalddaga en hins vegar 300.000 krónur 26. maí 1998. Er í greiðslukvittun tekið fram að um sé að ræða innágreiðslu samkvæmt kaupsamningi. Stefndi krafði áfrýjanda um greiðslu skuldar að fjárhæð 500.000 krónur „skv. samkomulagi við Pétur Sigurðsson“ með bréfi 19. júní 1998. Var tekið fram að yrði skuldin ekki greidd innan 10 daga yrði framangreindur víxill innheimtur ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Þann 31. ágúst 1998 höfðaði stefndi mál og krafðist þess að áfrýjandi yrði dæmdur til greiðslu skuldar að fjárhæð 1.000.000 krónur samkvæmt framangreindum víxli ásamt bankakostnaði, dráttarvöxtum og málskostnaði. Málið var af hálfu stefnda rekið sem víxilmál samkvæmt XVII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Áfrýjandi tók til varna og krafðist í greinargerð sinni til héraðsdóms 19. október 1998 aðallega frávísunar málsins en til vara að honum yrði aðeins gert að greiða stefnda 260.156 krónur. Reisti hann varakröfu sína á þeim málsástæðum að þar sem reksturinn hafi ekki reynst eins blómlegur og stefndi hefði upplýst hafi stefndi gefið eftir 200.000 krónur af framangreindri lokagreiðslu kaupsamningsins. Samtímis eða 26. maí 1998 hafi honum verið greiddar 300.000 krónur og hafi þá staðið eftir 500.000 krónur af lokagreiðslunni. Hafi áfrýjandi undir höndum gögn er sýni að stefndi skuldi honum fé vegna nánar tiltekinn atriða er tengdust kaupunum samtals að fjárhæð 239.844 krónur. Þannig fengist fjárhæð varakröfunnar 260.156 krónur, sem áfrýjandi væri reiðubúinn að greiða. Þann 10. febrúar 1999 greiddi áfrýjandi 300.000 krónur inn á geymslureikning í Landsbanka Íslands og skyldi greiðslan afhent stefnda gengi dómur í framangreindu máli honum í hag. Fyrir liggur að tveimur dögum síðar voru stefnda greiddar 260.000 krónur af geymslureikningnum. Stefndi lækkaði dómkröfur sínar í víxilmálinu um 500.000 krónur. Mun hann hafa gert það við aðalmeðferð málsins 15. júní 1999. Ekki verður séð að komið hafi fram af hans hálfu skýringar á hverju þessi lækkun byggðist. Málið var tekið til dóms að lokinni aðalmeðferð og var dómur í því upp kveðinn 30. júní 1999. Voru kröfur stefnda teknar til greina enda komust varnir er lutu að lögskiptum aðila ekki að í málinu. Þá var áfrýjandi dæmdur til greiðslu 200.000 króna í málskostnað. Dómi þessum var áfrýjað til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu hans 3. febrúar 2000 og dæmdi áfrýjanda til greiðslu 150.000 króna málskostnaðar fyrir Hæstarétti, sbr. dómasafn réttarins 2000, bls. 324. Þann 18. febrúar 2000 voru stefnda greiddar 40.000 krónur af fyrrnefndum geymslureikningi og loks 2.155 krónur 17. mars sama árs, sem munu hafa verið vextir af innistæðunni. Síðargreindan dag beiddist stefndi aðfarar og krafðist þess að fjárnám yrði gert til tryggingar skuld samkvæmt dóminum að viðbættum vöxtum og kostnaði en að frádreginni 300.000 króna innborgun eða samtals 703.066 krónur. Með beiðni 12. maí 2000 krafðist áfrýjandi kyrrsetningar eigna stefnda til tryggingar skaðabótakröfu að fjárhæð 703.066 krónur, auk dráttarvaxta og kostnaðar af kyrrsetningargerð og eftirfarandi staðfestingarmáli, þar sem stefndi hafi bakað sér tjón með því að innheimta fyrrnefndan víxil. Þann 8. maí 2002 krafðist áfrýjandi á ný kyrrsetningar eigna gerðarbeiðanda á sömu forsendum og fyrr, en nú til tryggingar kröfu að fjárhæð 1.110.782 krónur auk dráttarvaxta og kostnaðar af kyrrsetningu og eftirfarandi staðfestingarmáli. Samkvæmt yfirliti, er stafar frá stefnda og miðað er við 29. maí 2002, var krafa stefnda þá samkvæmt dóminum 1.110.782 krónur að meðtöldum vöxtum og kostnaði, en að frádreginni 302.155 króna innborgun. Sýslumaðurinn í Kópavogi tók aðfararbeiðni stefnda fyrir 30 maí 2002. Er bókað í gerðarbók að áfrýjandi hafi lagt fram 1.110.800 krónur til greiðslu á kröfunni. Jafnframt er bókað að lagt hafi verið fram „nýtt afrit af kyrrsetningarbeiðni“ ásamt 150.000 króna bankaábyrgð. Krafist hafi verið kyrrsetningar á þeirri fjárhæð, sem lögð hafi verið fram til greiðslu kröfunnar. Ákvað sýslumaður að umbeðin kyrrsetning næði fram að ganga og lagði fyrrnefnda greiðslu inn á bankabók í vörslum embættisins. II. Áfrýjandi höfðað mál þetta með stefnu 6. júní 2002. Krefst hann greiðslu bóta jafnhárra þeirri greiðslu, sem stefndi krafðist aðfarar fyrir 30. maí 2002 og jafnframt staðfestingar á fyrrnefndri kyrrsetningargerð. Til stuðnings endurkröfunni vísar hann til almennu skaðabótareglunnar og 2. mgr. 119. gr. laga nr. 91/1991. Í héraðsdómsstefnu lýsti áfrýjandi málavöxtum svo að áður en til lokagreiðslu hafi komið samkvæmt kaupsamningnum hafi forsendur brostið að nokkru fyrir kaupunum, enda hafi rekstur heildverslunarinnar ekki verið eins blómlegur og stefndi hafi upplýst. Hafi þetta leitt til þess að stefndi hafi gefið eftir 200.000 krónur af lokagreiðslunni og auk þess fallist á að frá henni skyldu dragast fjárhæðir sem áfrýjandi „legði út“ vegna kostnaðar, sem til varð áður en hann tók við rekstrinum. Áfrýjandi hafi síðan greitt 300.000 krónur. Frá þeim 500.000 krónum, sem þá stóðu eftir af lokagreiðslunni, skyldi draga skuldir heildverslunarinnar við áfrýjanda, sem nánar eru raktar í fimm liðum í hinum áfrýjaða dómi, en þær næmu samtals 239.844 krónum. Hafi skuld áfrýjanda við stefnda er fyrrgreint víxilmál var höfðað því numið 260.156 krónum. Áfrýjandi hafi síðan greitt 300.000 krónur inn á geymslureikning, eins og að framan er rakið. Stefndi hafi því ekki átt kröfu á hendur sér þegar hann knúði fram greiðslu í fyrrgreindu víxilmáli. Í málsatvikalýsingu í greinargerð stefnda fyrir héraðsdómi segir meðal annars að þar sem áfrýjandi hafi ekki greitt lokagreiðslu samkvæmt margnefndum kaupsamningi þrátt fyrir innheimtutilraunir hafi stefndi séð sig tilneyddan að höfða mál til innheimtu kröfunnar. Síðan segir: „Þar sem stefnandi var ekki sáttur við ýmislegt sem, að hans sögn, gekk ekki vel í rekstrinum fór hann að kenna stefnda um allt sem miður fór. Stefndi ákvað að koma til móts við stefnanda og gaf honum afslátt að fjárhæð kr. 500.000,00 á verði félagsins...“ Í þeim kafla greinargerðarinnar, sem fjallar um málsástæður og lagarök, segir um þetta atriði að hvað varði „þau lögskipti sem mál þetta er sprottið út af þá bendir stefndi á að hann hafi þegar gefið stefnanda kr. 500.000,00 afslátt af verði fyrirtækisins...“ Enn segir í sama kafla greinargerðarinnar: „Stefndi bendir á að í samkomulagi aðila, sem talað er um í stefnu, hafi falist heildarafsláttur af verði fyrirtækisins, þ.e.a.s. að stefnandi hafi ekki þurft að greiða kr. 1.000.000,00, heldur kr. 500.000,00 í lokagreiðslu, sbr. 3. tl. 2. gr. kaupsamningsins... Telur stefndi að með því að veita stefnanda 500.000 kr. afslátt af kaupsamningsgreiðslu hafi stefndi gengið lengra en honum bar, en afslátturinn var gefinn í þeirri trú að eftirstöðvar kaupsamningsgreiðslu yrðu greiddar. Í áðurnefndum afslætti fólust öll þau hugsanlegu útgjöld sem stefnandi kynni að þurfa að leggja út fyrir vegna skuldbindinga sem fyrirtækið var í við söluna...“ Er síðar í greinargerðinni fullyrt þrívegis til viðbótar að stefndi hafi gefið áfrýjanda 500.000 króna afslátt af kaupverðinu. Fyrir héraðsdómi gaf stefndi aðilaskýrslu. Var hann spurður um margnefndan afslátt af lögmönnum beggja aðila, en ekki kemur fram í svörum hans hversu hár afslátturinn hafi verið. Í hinum áfrýjaða dómi er við það miðað að stefndi hafi veitt 500.000 króna afslátt af kaupverðinu. Í áfrýjunarstefnu og greinargerð áfrýjanda til Hæstaréttar er byggt á því að stefndi hafi veitt 500.000 króna afslátt af kaupverðinu og er það meginatriði í röksemdafærslu áfrýjanda. Gerir stefndi ekki athugasemd við það í greinargerð sinni til Hæstaréttar og verður ekki ráðið af henni að hann reisi kröfu sína á því að annar og lægri afsláttur hafi verið veittur. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti hélt lögmaður stefnda því hins vegar fram að einungis hafi verið veittur 200.000 króna afsláttur af kaupverðinu og við það verði að miða við úrlausn málsins. Framangreind ummæli um afslátt í greinargerð stefnda til héraðsdóms hafi að vísu verið ónákvæm, en í þeim hafi ekki falist annað og meira en vísan til þess að með eftirgjöf stefnda á 200.000 krónum og greiðslu áfrýjanda á 300.000 krónum 26. maí 1998 hafi ógreiddar eftirstöðvar lokagreiðslu kaupsamningsins samtals lækkað um 500.000 krónur. III. Ágreiningur aðila snýst um eftirstöðvar kaupverðs rekstrar heildverslunarinnar Péturs Sigurðssonar ehf. samkvæmt kaupsamningi 11. febrúar 1998, en þær voru 1000.000 krónur og skyldu samkvæmt samningnum greiðast 9. maí 1998. Eins og að framan er rakið hélt áfrýjandi því fram við rekstur fyrrgreinds víxilmáls og í stefnu í því máli, sem hér er til úrlausnar, að umsaminn afsláttur hafi verið 200.000 krónur. Að auki hélt hann því fram í stefnunni að umsamið hafi verið að frá lokagreiðslunni skyldu dragast fjárhæðir, sem áfrýjandi hafi lagt út vegna kostnaðar, sem varð til áður en hann tók við rekstrinum. Ekki verður séð að fram hafi komið með skýrum hætti af hálfu stefnda við rekstur fyrrgreinds víxilmáls hvort aðilar hafi samið um afslátt af kaupverði fyrirtækisins og þá alls ekki hver sá afsláttur væri. Er lækkun kröfu hans í því máli um 500.000 krónur að engu skýrð með þeirri skriflegu yfirlýsingu, sem lögð mun hafa verið fram við aðalmeðferð þess máls í héraði. Það var fyrst með greinargerð stefnda til héraðsdóms í þessu máli að fram kom afstaða hans til þess hvaða afsláttur hafi verið veittur af kaupverði rekstrarins. Kom þar fram ítrekað með afdráttarlausum hætti að hann hafi veitt 500.000 krónu afslátt og er þar eins og að framan er rakið skýrt hvað falist hafi í þessum afslætti. Er héraðsdómur reistur á að afslátturinn hafi verið 500.000 krónur, sem og málatilbúnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Þrátt fyrir það andmælti stefndi þessu ekki í greinargerð til Hæstaréttar og reisti málatilbúnað sinn í greinargerðinni ekki á að annar og lægri afsláttur hafi verið veittur. Er stefndi bundinn af þessum yfirlýsingum og verður við úrlausn málsins að miða við að hann hafi veitt 500.000 króna afslátt af eftirstöðvum kaupverðsins og áfrýjandi því einungis skuldað 500.000 krónur á gjalddaga 9. maí 1998. Eins og að framan er rakið greiddi áfrýjandi 300.000 krónur 26. maí 1998. Höfuðstóll skuldar hans við áfrýjanda var því 200.000 krónur þegar fyrrgreint víxilmál var höfðað 31. ágúst þess árs. Óumdeilt er að 12. febrúar 1999 voru stefnda greiddar 260.000 krónur af geymslureikningi, sem áfrýjandi hafði stofnað tveimur dögum áður vegna málaferla aðila. Þar með hafði áfrýjandi greitt allan höfuðstól eftirstöðva kaupverðsins og 60.000 krónur að auki, sem er töluvert umfram þá dráttarvexti, sem á höfðu fallið frá gjalddaga lokagreiðslunnar til þess tíma. Áfrýjandi var samkvæmt þessu skuldlaus við stefnda þegar framangreint víxilmál var tekið til dóms. Ekki verður fallist á með stefnda að áfrýjandi hafi sýnt tómlæti þannig að áhrif geti haft á niðurstöðu málsins. Krafa áfrýjanda hefur ekki sætt tölulegum andmælum. Samkvæmt því verður stefnda gert að greiða áfrýjanda 1.110.782 krónur, en það er sú fjárhæð sem stefndi krafðist greiðslu á til fullnustu dóms í framangreindu víxilmáli en áfrýjandi reiddi fram ríflega þá fjárhæð við fyrirtöku fjárnámsbeiðni stefnda 30. maí 2002. Þá verður stefnda gert að greiða dráttarvexti eins og í dómsorði greinir. Staðfest er kyrrsetningargerð sýslumannsins í Kópavogi, sem fram fór 30. maí 2002 í reiðufé að fjárhæð 1.110.800 krónur. Stefndi verður dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndi, Pétur Sigurðsson, greiði áfrýjanda, Ísbergi ehf., 1.110.782 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. maí 2002 til greiðsludags. Staðfest er kyrrsetning, sem fram fór 30 maí 2002, í reiðufé að fjárhæð 1.110.800 krónur, sem áfrýjandi greiddi stefnda þann dag. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta var þingfest 19. júní 2002 og tekið til dóms 28. febrúar síðastliðinn. Stefnandi er Ísberg ehf., kt. 490298-2079, Sundaborg 1, Reykjavík en stefndi er Pétur Sigurðsson, kt. 040555-2779, Bandaríkjunum. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.110.782 krónur auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. maí 2002 til greiðsludags. Þá er þessi krafist að staðfest verði með dómi kyrrsetning sýslumannsins í Kópavogi, dagsett 30. maí 2002, í reiðufé, alls að fjarhæð 1.110.800 krónur sem stefnandi greiddi stefnda í fyrirtöku hjá sýslumanni. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst þess aðallega að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda en til vara að stefnukröfur verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar. I. Stefnandi og heildverslun Péturs Sigurðssonar ehf. gerðu með sér samning 11. febrúar 1998 um kaup stefnanda á rekstri heildverslunarinnar. Fyrrverandi eigandi og fyrirsvarsmaður seljanda, Pétur Sigurðsson, er stefndi í máli þessu. Samkvæmt 1. gr. samningsins var hinu selda lýst svo: „Nánar tiltekið er um að ræða allan rekstur, viðskiptavild, firma að nafni Ísberg, áhöld og tæki, húsbúnað og allar lausar innréttingar, sem eru í eigu seljanda, ásamt öllu sem fylgir og fylgja ber rekstrinum. Þá fylgir með í kaupunum öll innlend og erlend viðskiptasambönd...og allar vörubirgðir.“ Hinn seldi rekstur skyldi vera kvaða- og veðbandslaus og afhending skyldi fara fram 9. febrúar 1998. Frá og með þeim degi skyldi kaupandi hirða arð af hinu selda og greiða skatta og skyldur en seljandi til þess tíma. Samkvæmt 2. tl. 2. gr. samningsins skyldi stefnandi greiða lokagreiðslu kaupverðs að fjárhæð 1.000.000 krónur þann 9. maí 1998 og samþykkti stefnandi tryggingarvíxil til tryggingar á þeirri greiðslu. Víxillinn var gefinn út 11. febrúar 1998 af stefnda persónulega og framseldur eyðuframsali af honum. Stefnandi telur að forsendur hafi brostið fyrir kaupunum að nokkru leyti vegna þess að í ljós hafi komið að rekstur heildverslunarinnar hafi ekki verið jafn blómlegur og stefndi hafi upplýst um. Hafi stefnandi þurft að leysa til sín gallaða vöru og jafnframt að greiða ýmsa reikninga heildvöruverslunarinnar. Hinn 19. júní 1998 sendi stefndi stefnanda innheimtubréf og krafði hann um greiðslu á víxlinum. Þann 23. júní 1998 svaraði stefnandi innheimtubréfi stefnda. Þar segir meðal annars að ekki hafi reynst hald í öllum viðskiptasamböndum sem keypt hafi verið. Þá hafi einnig komið fram gallar á vörum sem hafi valdið stefnanda kostnaði og tekjumissi. Stefnandi greiddi ekki skuldina samkvæmt víxlinum og höfðaði stefndi því mál á hendur honum til heimtu kröfunnar. Stefnan var lögð fram í héraðsdómi 8. september 1998. Undir rekstri málsins ákvað stefndi að koma til móts við stefnanda og gaf honum afslátt að fjárhæð 500.000 krónur. Niðurstaða héraðsdóms varð því sú að stefnandi skyldi greiða stefnda 507.500 krónur ásamt dráttarvöxtum og málskostnað að fjárhæð 200.000 krónur. Hæstiréttur staðfesti síðan dóm héraðsdóms með dómi 3. febrúar 2000. Stefndi sendi aðfararbeiðni til sýslumannsins í Reykjavík 17. mars 2000. Beiðnin var framsend sýslumanninum í Kópavogi og var hún tekin fyrir 19. maí 2000. Stefnandi lagði þá fram kyrrsetningarbeiðni og var gerðinni þá frestað. Ekkert var aðhafst frekar í málinu fyrr en aðfararbeiðni var tekin fyrir aftur 30. maí 2002 hjá sýslumanni. Stefnandi greiddi þá kröfuna að fjárhæð 1.110.800 krónur en krafðist jafnframt kyrrsetningar á greiðslunni. Var kyrrsetningin samþykkt og í kjölfarið höfðaði stefnandi mál þetta á hendur stefnda. II. Stefnandi telur stefnda vera í skuld við sig að fjárhæð 239.844 krónur sem sundurliðast þannig: 1. Vegna símreikninga sem stefnandi hafi greitt fyrir stefnda að fjárhæð 63.643 krónur. 2. Vegna kaffikönnu sem stefnandi hafi tekið út úr rekstrinum andstætt samkomulagi aðila að fjárhæð 35.283 krónur. 3. Vegna vörusölu að fjárhæð 10.171 króna. Kaupendur hafi greitt vörur í fyrirtækinu með visakorti skömmu eftir yfirtöku stefnanda. Andvirðið hafi runnið inn á reikning stefnda en ekki til stefnanda. 4. Vegna ábyrgðarviðgerða að fjárhæð 113.164 krónur. Áður en stefnandi hafi tekið við rekstrinum hafi verið seldar gallaðar vörur og hafi stefnandi þurft að leggja til varahluti og mann til að gera við mótor í pizzaofni. 5. Vegna gallaðrar brauðristar sem hafi verið seld áður en stefnandi tók við rekstri fyrirtækisins að fjárhæð 17.583 krónur. Stefnandi hafi þurft að innleysa þessa brauðrist. Stefnandi byggir kröfu sína á því að stefndi hafi knúið fram greiðslu á 1.110.782 krónum þrátt fyrir að engin lögmæt krafa hafi staðið að baki. Stefnandi hafi neyðst til að greiða kröfuna vegna formreglna 17. kafla laga nr. 91/1991. Hann hafi hins vegar ekki skuldað stefnda neitt. Umrædd fjárhæð sé jöfn fjártjóni stefnanda vegna ólögmætrar meðferðar stefnda á víxlinum. Stefnandi hafi greitt 300.000 krónur með deponeringu og hafi raunveruleg skuld stefnanda við stefnda einungis verið að fjárhæð 260.156 krónur. Stefnandi hafi síðan þurft að greiða 239.844 krónur vegna úttekta stefnda, kostnaðar og ábyrgðarviðgerða. Vísar stefnandi til reglna um skuldajöfnuð, reglna um afslátt vegna galla hins selda og meginreglna samninga og kröfuréttar um að gerða samninga beri að halda. Stefnandi telur að hinar ólögmætu innheimtuaðgerðir hafi kostað sig 1.110.782 krónur. Í þessu sambandi vísar stefnandi til almennu skaðabótareglunnar og til 2. mgr. 119. gr. laga nr. 91/1991. III. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á þeirri málsástæðu að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann eigi lögvarða kröfu á hendur stefnda. Telur stefndi raunar að kröfur stefnanda á hendur stefnda séu með öllu ósannaðar og eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. Þá bendir stefndi á að hann hafi þegar veitt stefnanda 500.000 krónur í afslátt af verði fyrirtækisins. Stefndi bendir einnig á að dómkrafa stefnanda sé illskiljanleg og að mestu leyti órökstudd. Stefndi mótmælir því sérstaklega sem röngu og ósönnuðu að rekstur heildverslunarinnar hafi ekki verið jafn blómlegur og stefndi hafi upplýst um. Þvert á móti hafi verið um gott fyrirtæki að ræða með mikla framtíðarmöguleika. Stefndi hafi því uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart stefnanda. Stefndi telur að með því að veita stefnanda 500.000 krónur í afslátt hafi stefndi gengið lengra en honum hafi borið. Afslátturinn hafi verið gefinn í þeirri trú að eftirstöðvar kaupsamnings yrðu greiddar. Í þessum afslætti hafi falist öll þau hugsanleg útgjöld sem stefnandi kynni að verða fyrir vegna skuldbindinga sem fyrirtækið hafi verið í. Varðandi einstaka kröfuliði tekur stefndi eftirfarandi fram: 1. Símreikningar. Stefndi heldur því fram að hann hafi greitt alla reikninga til þess dags er stefnandi hafi yfirtekið reksturinn, þar á meðal símreikninga. Í því sambandi bendir stefndi á yfirlýsingu Önnu Guðmundsdóttur, fyrrverandi starfsmanns heildverslunarinnar, þar sem hún staðfesti að hafa séð um greiðslur á öllum reikningum sem henni hafi verið falið að greiða. 2. Kaffikanna. Þessum kröfulið hafnar stefndi alfarið og segist ekkert kannast við að hafa tekið kaffikönnu út úr rekstri fyrirtækisins. 3. Vörusala. Stefndi heldur því fram að þessi krafa hafi verið greidd af Önnu Guðmundsdóttur eins og allir aðrir reikningar stefnda. 4. Ábyrgðarviðgerðir. Þessum kröfulið hafnar stefndi sem röngum og ósönnuðum. Ekkert liggi fyrir um að stefnandi hafi þurft að leggja út fyrir ofangreindum kostnaði. Í því sambandi bendir stefndi á að umræddur pizzaofn hafi verið í ábyrgð hjá framleiðanda. Þá bendir stefndi einnig á yfirlýsingu Sigþórs Hákonarsonar, rafverktaka, sem fram hafi verið lögð fram í málinu. Þar komi fram að stefndi hafi greitt Sigþóri alla vinnu hans við ábyrgðarviðgerðir. 5. Brauðrist. Stefndi mótmælir þessum kröfulið og telur kröfu samkvæmt honum ósannaða. Stefndi byggir sýknukröfu sína einnig á því að stefnandi hafi ekki sannað að hann hafi orðið fyrir tjóni. Stefnandi hafi keypt öflugt fyrirtæki af stefnda á góðu verði og fengið síðan afslátt af umsömdu kaupverði. Stefnandi beri því fulla ábyrgð á því tjóni sem hann hafi orðið fyrir vegna innheimtuaðgerða stefnda. Í þriðja lagi byggir stefndi á meginreglum samninga- og kröfuréttar um skulbindingargildi samninga. Stefnandi og stefndi hafi gert með sér samning sem stefnanda beri að efna. Varakröfu sína um lækkun á stefnufjárhæð byggir stefndi á því að stefnanda hafi ekki tekist að sanna að staðhæfingar hans séu réttar. Lækkunarkrafan er einnig byggð á þeirri málsástæðu að lækka beri dómkröfu vegna tómlætis stefnanda við að sækja rétt sinn. IV. Stefnandi keypti heildverslun Péturs Sigurðssonar ehf. af stefnda. Lokagreiðslu kaupverðs að fjárhæð 1.000.000 króna skyldi greiða 9. maí 1998 og samþykkti stefnandi tryggingarvíxil til tryggingar þeirri greiðslu. Stefnandi greiddi ekki lokagreiðslu og fór svo að stefndi setti víxilinn í innheimtu. Stefnandi tók til varna og taldi hið selda gallað og að hann hefði orðið fyrir fjárútlátum vegna reikninga stefnda og annars er stefndi ætti með réttu að greiða. Af þessu tilefni veitti stefndi stefnanda afslátt að fjárhæð 500.000 krónur. Stefnandi taldi þennan afslátt ekki nægilegan en stefndi féllst ekki á frekari afslátt. Varnir komust ekki að í víxilmálinu og var stefnandi dæmdur til þess að greiða eftirstöðvar víxilsins að fjárhæð 507.500 krónur ásamt vöxtum og kostnaði. Stefnandi greiddi kröfuna við fjárnám hjá sýslumanni 30. maí 2002 með 1.110.800 krónum en kyrrsetti hana um leið. Þetta mál höfðaði stefnandi sem skaðabótamál skv. 2. mgr. 119. gr. laga nr. 91/1991 og er skaðabótakrafan sama fjárhæð og stefnandi var dæmdur til að greiða í fyrra máli, 1.110.800 krónur. Eins og framan er rakið veitti stefndi stefnanda 500.000 króna afslátt af kaupverði heildverslunarinnar. Sá afsláttur var ekki sérstaklega skilgreindur en fram kom þó hjá stefnda fyrir dómi að litið hafi verið til gallaðrar vöru og fleiri umkvörtunarefna stefnanda. Stefnandi telur sig hins vegar eiga rétt á frekari afslætti. Sú krafa er að fjárhæð 239.844 krónu og er sundurliðuð hér að framan. Stefndi hefur mómælt þessari kröfu. Gegn mótmælum stefnda verður talið að krafa vegna kaffikönnu, vörusölu, ábyrgðarviðgerðar og brauðristar sé órökstudd og ósönnuð. Krafa vegna rafmagnsreiknings virðist réttmæt, a.m.k. að hluta, en í heild verður ekki annað séð en að öll þessi krafa að fjárhæð 239.844 krónur rúmist innan þess afsláttar er stefndi veitti stefnanda í fyrra dómsmáli aðila er hann gaf stefnanda eftir 500.000 krónur af kaupverði heildsölunnar. Stefnandi þykir því ekki hafa sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir frekara tjóni. Er því ekki unnt að fallast á skaðabótakröfu hans. Niðurstaða málsins verður því sú að stefndi verður sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Eftir þeirri niðurstöðu verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda 250.000 krónur í málskostnað og hefur þá verið tekið tillit til reglna um virðisaukaskatt. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Stefndi, Pétur Sigurðsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Ísbergs ehf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 250.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 377/2013
Sjúkrahús Læknir Matsgerð Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi
A krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda Í vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í kjölfar læknismeðferðar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Héraðsdómur sýknaði Í með vísan til þess að þótt standa hefði mátt betur að málum en gert var umrætt sinn væri ekki unnt að fullyrða að hvaða leyti draga hefði mátt úr heilsutjóni A með markvissari aðgerðum. Hæstiréttur vísaði til þess að A hefði verið nauðsynlegt að afla matsgerðar þegar á frumstigum málatilbúnaðar síns, en A fékk dómkvadda tvo matsmenn eftir áfrýjun héraðsdóms. Hefðu matsmennirnir ekki staðið saman að rökstuddri matsgerð svo sem þeim hefði borið samkvæmt 1. mgr. 63. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála heldur hefðu þeir skilað tveimur ólíkum og innbyrðis misvísandi álitsgerðum, sem ekki gætu haft það sönnunargildi sem stefnt hefði verið að með dómkvaðningu matsmanna. Þá hefðu matsgerðirnar verið svo seint fram komnar að Í hefði hvorki gefist færi til andmæla fyrr en við munnlegan flutning málsins né hefði hann getað leitast við að fá þeim hnekkt. Þótt aðilum einkamáls væri almennt heimilt að afla nýrra sönnunargagna undir áfrýjun héraðsdóms hefði málatilbúnaður A hvað þetta varðaði farið verulega úrskeiðis. Með vísan til þessa taldi Hæstiréttur að málið væri svo vanreifað af hálfu A að ekki væri hægt að leggja dóm á það og því óhjákvæmilegt að vísa því frá héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 14. mars 2013. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 8. maí 2013 og áfrýjaði hún öðru sinni 4. júní sama ár. Hún krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í kjölfar læknismeðferðar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 20. til 21. febrúar 2001. Þá krefst hún málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi var áfrýjandi 20. febrúar 2001, þá átta vikna gömul, lögð inn á bráðamóttöku barna á Landspítala vegna alvarlegrar sýkingar. Var hún með háan hita, skerta meðvitund, öndunarerfiðleika, lélega blóðrás og einkenni blóðsýkingar. Henni var gefið sýklalyf og vökvi í æð og í framhaldi af því lögð inn á vökudeild klukkan 13.30 og sett þar til meðferðar í einangrun. Um klukkan 15 var settur æðaleggur í slagæð rétt fyrir ofan olnbogabót hægri handar áfrýjanda sem er meginæð til framhandleggs og handarinnar, en áður hafði árangurslaust verið reynt að setja upp legg í úlnliðsslagæðum og leitað hafði verið eftir slagæðum í fæti. Ástand áfrýjanda fór batnandi næstu klukkustundir að öðru leyti en því að blóðrásartruflanir urðu til handarinnar þar sem slagæðaleggurinn var og um klukkan 21 var hann fjarlægður. Þá komu fram einkenni um víðtæka storkuröskun og var áfrýjandi með húðblæðingar, blæðingar í meltingar- og öndunarvegi og frávik voru í storkumælingum. Blóðrás til handar fór versnandi á næsta hálfa sólarhring og komu fram örugg merki um blóðrásarþurrð. Áfrýjanda var gefið heparín um klukkan 1.30. Þrátt fyrir skurðaðgerð er hófst klukkan 14.30 daginn eftir þar sem slagæðin var opnuð, segi sótaður úr og gefið segalosandi lyf í æðina, urðu óafturkræfar vefjaskemmdir á fingrum. Missti áfrýjandi alla fingur hægri handar og fékk örvefsmyndun og kreppu um úlnlið. Áfrýjandi var léttburi og 3,5 kg er atvik gerðust og hafði hún áður verið til rannsókna vegna hjartagalla og síðar greindust hjá henni Williams heilkenni. Með bréfi þáverandi lögmanns áfrýjanda til landlæknis 23. apríl 2002 var óskað eftir sjúkragögnum frá Landspítalanum vegna meðferðarinnar og áliti um hvort veitt hafi verið tilhlýðileg læknisaðstoð umrætt sinn. Landlæknir sendi frá sér álitsgerð 23. apríl 2003 með eftirfarandi niðurstöðu: „A fékk lífshættulegan sjúkdóm en vegna réttrar meðferðar lifði hún hann af. Æðaleggur í slagæð í olnbogabót olli segamyndun en hætta á slíku var aukin vegna undirliggjandi sýkingar og blóðstorkusjúkdóms (DIC). Læknum var nauðugur einn kostur að setja legginn í olnbogabótina og síðan var brugðist rétt og ákveðið við mjög erfiðu fylgivandamáli og á engan hátt er því unnt að áfellast lækna A fyrir vanrækslu eða mistök í starfi. Þvert á móti sinntu þeir henni mjög vel.“ Með bréfi lögmannsins 14. mars 2003 til nefndar um ágreiningsmál samkvæmt þágildandi lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 var farið fram á að nefndin gæfi álit sitt um ýmis tilgreind atriði málsins. Hinn 3. júní 2004 sendi nefndin frá sér álitsgerð með þeirri niðurstöðu að ekki yrði talið að mistök hafi orðið hjá starfsfólki Landspítala við meðferð áfrýjanda. Í forsendum álitsgerðarinnar sagði: „A var mjög hætt komin við innlögn ... og þar sem ekki reyndist unnt að setja upp nál með venjulegum hætti var gripið til þess ráðs að setja nál í slagæð til að fylgjast með blóðþrýstingi og blóðgösum hennar. Nefndin telur ljóst að þó ávallt fylgi því hætta að setja nál í slagæð hafi slíkt verið nauðsynlegt í þessu tilviki vegna þess lífshættulega ástands er barnið var í við komu á sjúkrahúsið. Nálin var tekin úr slagæðinni um það bil 6 klst. síðar þar sem fram komu merki um blóðrennslistruflanir. Ástand barnsins hafði lagast smám saman á þessum tíma en ætlunin var þó að hafa nálina lengur í til að fylgjast með líðan hennar. Af framlögðum gögnum málsins telur nefndin að mat starfsfólks sjúkrahússins á nauðsyn þess að hafa nálina svo lengi í slagæðinni verði að teljast réttmætt. Barnið var í sjokkástandi sem lagaðist smám saman og því var nauðsynlegt að fylgjast mjög náið með ástandi þess. Þegar merki sáust um blóðrennslistruflanir var brugðist við og nálin fjarlægð. Er ljóst varð að tjón hafði orðið var leitað allra leiða til að draga úr tjóni hennar og telur nefndin að brugðist hafi verið eins vel við og unnt var miðað við aðstæður.“ Áfrýjandi höfðaði málið 18. febrúar 2011 og gerði fjárkröfur á hendur stefnda vegna mistaka við meðferð hennar 20. og 21. febrúar 2001 og einnig á hendur Sjúkratryggingum Íslands þar sem krafist var hærri bóta vegna varanlegrar örorku en henni höfðu verið ákvarðaðar af tryggingunum samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu. Samkvæmt ákvörðun héraðsdóms 13. janúar 2012 var, með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sakarefninu skipt á þann veg að fyrst skyldi skorið úr um bótaskyldu stefnda. Hinn áfrýjaði dómur gekk um það atriði 18. desember 2012. II Áfrýjandi kveður stefnda bera skaðabótaábyrgð á mistökum lækna af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi hafi verið óforsvaranlegt að setja æðalegg í olnbogabót, í öðru lagi hafi ekki mátt hafa æðalegginn svo lengi í slagæðinni sem raun bar vitni og loks hafi verið saknæmt að grípa ekki fyrr til skurðaðgerðar á hendi áfrýjanda þrátt fyrir augljós merki um nauðsyn slíkrar aðgerðar. Í hinum áfrýjaða dómi var fyrstu tveimur atriðunum hafnað. Héraðsdómur, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, taldi að eðlilegt hefði verið að hafa fyrr samráð við skurðlækni en gert var, þegar vakað væri yfir sjúklingi með fylgikvilla sem líklega þyrfti að bregðast við með aðgerð jafnskjótt og heilsa sjúklings leyfði. Skurðaðgerð hafi dregist án þess að slík töf hafi verið réttlætt, en þó ekki nema í mesta lagi fjórar til fimm klukkustundir, en ekki 17 ½ eins og byggt sé á af hálfu áfrýjanda. Leit héraðsdómur til þess að samkvæmt gögnum málsins og framburði lækna um ástand hægri handar áfrýjanda væri ljóst að mjög alvarleg einkenni um skert blóðflæði hafi komið fram að morgni 21. febrúar 2001 með greinilegum litaskilum um miðjan framhandlegg og rauðbláum fingrum. Tekið var fram að hinir sérfróðu meðdómsmenn teldu að umfang þess skaða sem um ræðir hafi þá verið orðið það mikið, að ekki hafi verið unnt að bjarga allri hendinni, þótt eðlilega hefði verið tekin ákvörðun um að grípa til allra mögulegra úrræða til þess að takmarka tjónið eins og hægt var. Ósannað yrði því að telja að töf á skurðaðgerð um fjórar til fimm klukkustundir hefði breytt markvert endanlegri útkomu. Á hinn bóginn sagði einnig að meðferðin hefði verið vandasöm og á tíðum hafi orðið að velja milli slæmra kosta, eins og að hafa hættulegan slagæðalegg eða engan eða að gefa segalausn, gera aðgerð eða bíða átekta. Val á meðferðarúrræðum feli í sér að meta áhættu og ekki verði annað séð en að læknar, sem önnuðust áfrýjanda, hafi fylgst með ástandi hennar og brugðist af yfirvegun við álitamálum um meðferð. Eftir áfrýjun héraðsdóms fékk áfrýjandi dómkvadda tvo matsmenn til að svara eftirfarandi spurningum: „1. Var forsvaranlegt að setja upp nál í slagæð í olnbogabót ... matsbeiðanda ... í ljósi aðstæðna og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í sambærilegum aðstæðum? 2. Var forsvaranlegt að hafa æðalegginn svo lengi í slagæð olnbogabótar sem raun bar vitni, í ljósi aðstæðna og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í sambærilegum aðstæðum? 3. Leið of langur tími frá því að blóðrásartruflanir komu í ljós í hönd matsbeiðanda og þar til gripið var til skurðaðgerðar til að leysa þann vanda sem upp var kominn, í ljósi aðstæðna og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í sambærilegum aðstæðum? 4. Má ætla að hægt hefði verið að takmarka eða koma í veg fyrir tjón matsbeiðanda ef læknismeðferð ... hefði verið hagað eins vel og unnt hefði verið og í samræmi við þá þekkingu og reynslu sem var fyrir hendi á þeim tíma? 5. Eru orsakatengsl á milli tjóns matsbeiðanda og einhverra þeirra atvika sem nefnd eru í 2. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu? 6. Ef tjón matsbeiðanda má að einhverju leyti rekja til annarra orsaka, að hve miklu leyti má rekja það til atviks skv. 2. gr. laga um sjúklingatryggingu?“ Hinn 25. júlí 2013 voru dómkvödd til matsins Elín Hanna Laxdal, sérfræðingur í almennum skurðlækningum og æðaskurðlækningum og Björn Gunnarsson, sérfræðingur í barnalækningum, barnagjörgæslu, svæfinga- og gjörgæslulækningum. Skiluðu þau hvort sínum skriflegum niðurstöðum 13. ágúst 2013. Báðir matsmenn svöruðu fyrstu tveimur spurningunum játandi, en hvort með sínum forsendum. Sem svar við þriðju spurningu rakti Elín Hanna ítarlega gögn málsins og fjallaði um réttmæti og þá áhættu sem fylgdi því að gera skurðaðgerð sem þessa á svo ungu barni. Þá sagði: „Spurningunni um það hvort að of langur tími leið frá því að einkenni um blóðrásartruflanir komu í ljós þar til gripið var til skurðaðgerðar er ekki hægt að svara. Út frá þeim skilyrðum sem lágu fyrir, þ.e.a.s. DIC ástands og örsmáar æðar, er fullt eins mögulegt að meiri skaði hefði orðið af því að leggja í aðgerð fyrr en raunin var. Hins vegar er ámælisvert að ekki var haft samband við æðaskurðlækni fyrr en raunin var. ... Með því að bíða með að leita ráðgjafar æðaskurðlæknis þar til u.þ.b. 9-12 tímum eftir að ljóst var að blóðrásin í hendinni batnaði ekki nægjanlega við það að fjarlægja nálina og gefa heparín, þá var tekinn frá sjúklingi möguleikinn (þótt lítill væri) á því að fyrirbyggja varanlegar vefjaskemmdir vegna blóðþurrðar. Það hefði átt að kalla til sérfræðing í æðaskurðlækningum um leið og ljóst var að blóðrásin í hendinni versnaði, um kvöldið þess 20.2. eða aðfaranótt 21.2. Þannig hefði mátt spara tíma og auka þannig líkur á jákvæðum árangri þeirrar meðferðar sem varð fyrir valinu.“ Í áliti Björns vegna þriðju matsspurningar voru gögn málsins einnig rakin en með nokkuð öðrum hætti þó en gert var í svari Elínar Hönnu. Dró hann þá ályktun að „blóðrás fram í hönd hafi verið lítil eða engin seint um kvöldið, eða 2-2 ½ klst. eftir að leggurinn var fjarlægður. Þetta eru augljós teikn um bráðan TE og voðinn vís væri ekkert aðhafst.“ Þá sagði: „Ástandið var því mjög slæmt um 10 klst. eftir að leggurinn var fjarlægður og ekkert sem bendir til að það hafi nokkurn tíma verið ásættanlegt eftir kl. 21 þann 20. febrúar. ... Ég tel að samkvæmt lýsingu hjúkrunarfræðings hafi ástand handarinnar augljóslega verið það slæmt að kvöldi 20. febrúar að nauðsynlegt var að hefja þegar í stað blóðþynningu með fullum skömmtum af heparíni og taka síðan afstöðu til segaleysandi meðferðar eftir tilraun til leiðréttingar á storkutruflunum með gjöf blóðhluta ... Þá var einnig nauðsynlegt að kalla til að kvöldi 20. febrúar vakthafandi æðaskurðlækni með sérþekkingu á svona vandamálum. Ég tel að það hefði mjög líklega leitt til þess að blóðþynning hefði hafist fyrr og aðgerð framkvæmd áður en í óefni var komið. Almennt ástand stúlkunnar lagaðist fljótt og það hefði alls ekki átt að koma í veg fyrir aðgerð í svæfingu seint um kvöldið 20. febrúar eða fyrripart nætur aðfaranótt 21. febrúar. ... Ég tel því að það hafi liðið of langur tími frá því að blóðrásartruflanir komu í ljós í hönd matsbeiðanda og þar til gripið var til viðeigandi ráðstafana til að leysa þann vanda sem upp var kominn.“ Um fjórðu spurningu sagði í mati Elínar Hönnu: „Svarið við þessari spurningu er í raun það sama og við spurningu 3. Hver besta meðferð var í tilfelli sem þessu var ekki augljóst á þeim tíma, og er það reyndar heldur ekki í dag. Hins vegar hefði mátt auka líkur á jákvæðum árangri af skurðaðgerð eða annarri meðferð ef leitað hefði verið til æðaskurðlæknis um leið og ljóst var að blóðrásin í hendinni lagaðist ekki við það að fjarlægja nálina og gefa heparín.“ Í umfjöllun Björns um þetta sagði meðal annars: „Þekkingu og reynslu í greiningu og meðferð arterial TE hjá litlum börnum er ábótavant og því engin leið að svara þessari spurningu með vissu.“ Kom fram að ekki væri unnt að telja það vanrækslu lækna að láta ógert að gefa segaleysandi lyf miðað við þá þekkingu og reynslu sem var til staðar er atvik gerðust. Loks sagði: „Ég tel að heparín meðferð hafi hafist of seint og einnig dróst úr hófi að kalla til æðaskurðlækni. Því var meðferð ekki hagað eins vel og unnt var og í samræmi við þekkingu og reynslu sem var fyrir hendi.“ Um fimmtu spurningu sagði Elín Hanna: „Orsakir tjóns matsbeiðanda eru margþættar og verða því ekki rakin beint til mistaka í meðferð. Þegar myndast blóðsegi í útlimaslagæð 8 vikna gamals barns með sýkingu og DIC eru líkur á því að meðferð – skurðaðgerð eða blóðsegaleysandi meðferð – heppnist, mun minni en meiri. Þó verður að taka tillit til að líkurnar á jákvæðum árangri meðferðar minnka eftir því sem lengri tími líður frá því að blóðþurrðar verður vart þar til haft er samband við þann sérfræðing, þ.e. æðaskurðlækni, sem hefur yfir mestri faglegri þekkingu og úrræðum að ráða.“ Við sjöttu spurningu gaf Elín Hanna svofellt álit: „Þessari spurningu er erfitt, ef ekki ómögulegt að svara. Tilfellið var erfitt og líkur á neikvæðri útkomu voru miklar óháð því hvernig reynt var að leysa vandann.“ Um þetta sagði Björn: „Engin leið er að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem þekking og reynsla í greiningu og meðferð arterial TE hjá litlum börnum er ábótavant. Hugsanlega hefði útkoman orðið betri hefði aðgerð verið framkvæmd 12 klst. fyrr. Óvissuþættirnir eru gríðarlega margir, litlar æðar lokast gjarnan aftur og stúlkan hafði óneitanlega alvarlega truflun á storkukerfinu sem getur aukið tilhneigingu til storkumyndunar. ... verður að telja talsverðar líkur á að stúlkan hefði hlotið varanlegan skaða að einhverju marki, jafnvel þótt læknismeðferð þann 20. og 21. febrúar 2001 hefði verið hagað eins vel og unnt hefði verið“. III Eins og áður segir óskaði áfrýjandi á árunum 2002 og 2003 eftir áliti landlæknis og síðan nefndar um ágreiningsmál samkvæmt þágildandi lögum nr. 97/1990. Þrátt fyrir að niðurstöður þeirra hafi orðið öndvert við það sem áfrýjandi heldur fram í málinu var það höfðað á árinu 2011 án frekari gagnaöflunar um grundvallaratriði þess. Með þeim hætti sem áður er rakinn komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að standa hefði mátt betur að málum en gert var þótt ekki væri unnt að fullyrða að hvaða leyti hefði mátt draga úr heilsutjóni áfrýjanda með markvissari aðgerðum. Var stefndi því sýknaður. Áfrýjandi fékk sem áður segir dómkvadda tvo matsmenn eftir að héraðsdómi hafði verið áfrýjað öðru sinni. Matsmennirnir stóðu ekki saman að rökstuddri matsgerð, svo sem þeim hefði borið samkvæmt 1. mgr. 63. gr. laga nr. 91/1991, heldur létu þeir frá sér fara tvær ólíkar og innbyrðis misvísandi álitsgerðir, sem geta ekki haft það sönnunargildi sem stefnt var að með dómkvaðningu matsmannanna. Við bætist að þessi gögn voru ekki lögð fram fyrr en degi fyrir lok gagnaöflunarfrests í Hæstarétti eða 3. september 2013. Hafði stefndi þá skilað greinargerð sinni til réttarins. Eins og mál þetta lá fyrir hefði áfrýjanda verið nauðsynlegt að afla matsgerðar þegar á frumstigum málatilbúnaðar síns, enda hlaut framhald þess að mótast af slíku sönnunargagni. Matsgerð lá ekki fyrir héraðsdómi, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, þegar dómur var lagður á málið þar og áttu þeir ekki kost á að spyrja frekar um sérfræðileg atriði í matsgerðum. Þá eru álitsgerðir matsmanna, sem að auki eru haldnar formlegum annmörkum samkvæmt áðursögðu, svo seint fram komnar í Hæstarétti að stefnda gafst hvorki færi til andmæla fyrr en við munnlegan flutning málsins né gat hann leitast við að fá þessum álitsgerðum hnekkt. Þótt aðilum einkamáls sé almennt heimilt að afla nýrra sönnunargagna undir áfrýjun héraðsdóms fór málatilbúnaður áfrýjanda, að virtu öllu því sem að framan greinir, verulega úrskeiðis. Verður því að telja málið svo vanreifað af hálfu áfrýjanda að ekki sé unnt að leggja dóm á það og af þeim sökum verður ekki komist hjá að vísa því frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað verða látin standa óröskuð. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda hér fyrir dómi fer samkvæmt því, sem nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Málinu er vísað frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, 500.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2012. Mál þetta, sem dómtekið var 22. nóvember síðastliðinn, var höfðað 18. febrúar 2011 af B, [...] og C, sama stað, fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar, A, sama stað, gegn íslenska ríkinu, Sölvhólsgötu 7, Reykjavík, og Sjúkratryggingum Íslands, Laugavegi 114-118, Reykjavík, Í málinu er þess aðallega krafist af hálfu stefnanda að stefndi, Sjúkratryggingar Íslands, verði dæmdur til að greiða stefnanda 3.270.751 krónu að viðbættum 4,50% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, af 3.267.254 krónum frá 20. febrúar 2002 til 26. september 2009 og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, af 3.267.254 krónum frá 26. september 2009 til 29. nóvember sama ár og af 3.270.751 krónu frá 30. nóvember 2009 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefndi, íslenska ríkið, verði dæmt til að greiða stefnanda 658.654 krónur með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 30. nóvember 2009 til greiðsludags. Til vara er þess krafist af hálfu stefnanda að stefndi, íslenska ríkið, verði dæmt til að greiða stefnanda 3.929.405 krónur að viðbættum 4,50% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaða­bóta­laga nr. 50/1993, af 3.267.254 krónum frá 20. febrúar 2002 til 26. september 2009 og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga um vexti og verð­tryggingu nr. 38/2001 af 3.267.254 krónum frá 26. september 2009 til 29. nóvember sama ár og af 3.929.405 krónum frá 30. nóvember s.á. til greiðsludags. Í báðum tilfellum er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt máls­kostnaðar­reikningi, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, auk virðisaukaskatts en stefnanda var veitt gjafsókn 14. janúar 2010. Af hálfu stefnda, Sjúkratrygginga Íslands, er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt málskostnaðarreikningi. Til vara er krafist lækkunar á dómkröfu stefnanda og að málskostnaður verði látinn falla niður. Af hálfu stefnda, íslenska ríkisins, er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Til vara er þess krafist að kröfur stefnanda á hendur stefnda, íslenska ríkinu, verði stórlega lækkaðar og að málskostnaður verði látinn niður falla. Með ákvörðun dómsins 13. janúar 2012 var ákveðið með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 að skipta sakarefni málsins á þann veg að fyrst verði skorið úr því hvort bótaskylda stefnda, íslenska ríkisins, sé fyrir hendi hvað varðar tjón stefnanda, en aðrar kröfur verða látnar bíða um sinn. Er sá þáttur málsins hér til úrlausnar. Í þessum þætti málsins krefst stefnandi þess að viðurkennd verði með dómi bótaskylda stefnda, íslenska ríkisins, vegna líkamstjóns stefnanda, A, er hún varð fyrir við meint læknamistök við meðferð hennar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 20. til 21. febrúar 2001. Einnig er krafist málskostnaðar að skað­lausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eins og málið væri ekki gjaf­sóknarmál. Jafnframt er krafist virðisaukaskatts á málskostnað. Af hálfu stefnda, íslenska ríkisins, er í þessum þætti málsins krafist sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Af hálfu stefnda er því mót­mælt að stefnandi fái greiddan annan málskostnað en þann sem varðar þennan þátt málsins sem hér er til úrlausnar. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Hinn 20. febrúar 2001, þegar stefnandi var átta vikna gömul, var hún lögð inn á bráðamóttöku barna og síðar vökudeild Landspítala vegna alvarlegrar sýkingar. Við innlögn var ástand stefnanda mjög alvarlegt. Var hún m.a. með háan hita, skerta með­vitund, öndunarerfiðleika og lélega blóðrás. Ástandið bar öll merki alvarlegrar blóð­sýkingar með losti og blóðsýringu. Var henni gefinn vökvi í æð, sýklalyf og var hún sett í öndunarvél. Þar sem ekki tókst að setja upp slagæðalegg í úlnliðsæð stefnanda var tekin sú ákvörðun að setja æðalegg upp í slagæð í olnbogabót sem er meginæð til framhaldleggs og handar. Ástand stefnanda fór batnandi næstu klukku­stundirnar á eftir. Blóðrásar­truflanir urðu til hægri handar, sömu megin og slagæða­leggur var, og var æðaleggurinn fjarlægður eftir um sex klukkustundir og gefið heparín. Um þetta leyti sýndi stefnandi einkenni um víðtæka storkuröskun og var með húð­blæðingar svo og blæðingu í meltingarveg og öndunarveg, auk þess sem frávik voru í storku­mælingum. Blóðrás til handar fór versnandi á næsta hálfa sólarhring og komu fram örugg merki um blóðrásarþurrð. Framkvæmd var skurðaðgerð þar sem slagæðin var opnuð, segi sótaður úr og segalosandi lyf gefið beint í æðina til að takmarka umfang skaðans. Óafturkræfar vefjaskemmdir urðu á fingrum og missti stefnandi alla fingur hægri handar og fékk örvefsmyndun og kreppu um úlnlið. Stefnandi var með útbreidda storkuröskun (DIC, blóðstorkusótt) sem greindist eftir að slagæðaleggurinn var fjarlægður. Þetta ástand jók á storkuhneigð og þá sérstaklega í smæstu slagæðum, eins og í fingrum. Storkuröskun sem þessi er þekktur fylgifiskur alvarlegra sýkinga. Auk þessara veikinda var stefnandi léttburi, vigtaðist 3,5 kg þegar veikindi hófust. Hún var til rannsókna vegna hjartagalla og síðar greindist hjá henni Williams heilkenni. Stefnandi telur stefnda, íslenska ríkið, bera skaðabótaábyrgð á tjóni hennar. Af hálfu stefnanda er vísað til þess að ákvarðanir lækna um að setja upp æðalegg í oln­boga­bót, það hversu lengi æðaleggurinn var hafður í slagæðinni og tíminn sem leið frá því að blóðrásartruflanir komu upp í hendinni og þar til gripið var til skurðaðgerðar, hafi falið í sér mistök sem leiddu til þess að stefnandi varð fyrir alvarlegu líkamstjóni. Stefnandi telur að mistökin leiði til skaðabótaskyldu stefnda, íslenska ríkisins, og vísar til þess að sök sé sönnuð. Stefnandi vísar einnig til almennu sakar­reglunnar og megin­reglunnar um vinnuveitanda­ábyrgð. Af hálfu stefnda, íslenska ríkisins, er skaðabótaskyldu mótmælt. Vísað er til þess að ekki hafi verið sýnt fram á saknæma eða ólögmæta háttsemi starfsmanna stefnda. Meðhöndlun stefnanda hafi verið erfið og flókin eins og gögn málsins sýni ótvírætt fram á. Hvergi sé með rökum eða gögnum sýnt fram á að annars konar meðferð eða að aðgerð, sem hefði verið framkvæmd fyrr, hefði komið í veg fyrir tjón. Því sé hvorki sýnt fram á sök né að skilyrði almennra bótareglna um orsakasamband eða sennilega afleiðingu séu fyrir hendi. Málsástæður og lagarök stefnanda Af hálfu stefnanda er málsatvikum lýst þannig að hún hafi verið lögð inn á sjúkrahús þegar hún var aðeins tveggja mánaða gömul vegna alvarlegrar sýkingar. Hún hafi fengið sýklalyf áður en ræktanir voru teknar og því hafi enginn sýkill ræktast úr blóði eða mænuvökva. Hins vegar hafi þótt ljóst með tilliti til sjúkdómsmyndar að um væri að ræða alvarlega bakteríusýkingu. Við komu hafi hún verið mjög veik, með lækkað sýrustig (metabolisk acidosa), skerta meðvitund, háan hita og lélega blóðrás. Hún hafi verið tengd öndunarvél og settar hafi verið upp nálar tengdar gjörgæslunni. Sett hafi verið nál í slagæð til að mæla blóðþrýsting og draga blóðsýni. Þar sem ekki hafi tekist að setja nál í framhandlegg hafi verið sett nál í slagæð rétt ofan við olnbogabót. Almennt ástand stefnanda hafi lagast von bráðar en blóðrásartruflanir hafi komið í ljós til hægri handarinnar og hafi nálin verið fjarlægð eftir um sex klukkustundir. Þá hafi þótt sýnt að tappi hefði myndast í æðinni. Reynt hafi verið að meðhöndla hann með heparini og hafi blóðrásin fram í fingur virst lagast til að byrja með. Eftir að nálin var fjarlægð úr slagæðinni hafi blóðrás fram til handarinnar versnað og hafi þá orðið ljóst að í óefni stefndi. Almennt ástand stefnanda hafi á þeim tíma verið orðið mun betra en blóðrásarþurrðin hafi náð frá miðjum framhandlegg og fram í fingurgóma og ekki hafi fundist neinn slagæðasláttur. Skurðaðgerð hafi þá verið reynd til þess að opna slag­æðina í olnbogabótinni og reyna að soga blóðtappann út og gefa síðan sega­leysandi meðferð beint í æðina í lok aðgerðar. Tekist hafi að fjarlægja blóðtappa í æðinni og fara niður undir miðjan handlegg með segalosandi æðaleggi. Bandvefs­himna hafi verið opnuð bæði framan og aftan á handlegg til að losa um spennu. Tæpum sólarhring síðar hafi höndin litið illa út og smám saman hafi komið í ljós að stefnandi myndi missa framan af fingrum. Niðurstaðan hafi orðið sú að stefnandi hafi misst hægri hönd af við úlnlið. Krafa stefnanda á hendur stefnda, íslenska ríkinu, sé byggð á því að stefnda beri að bæta stefnanda að fullu það tjón sem ekki fáist bætt frá stefnda, Sjúkratryggingum Íslands. Gerð hafi verið mistök við meðferð stefnanda 20. febrúar 2001 sem stefndi, íslenska ríkið, beri ábyrgð á sem vinnuveitandi þeirra lækna sem komu að meðferð stefnanda á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, sem leitt hafi til hins alvarlega líkams­tjóns stefnanda. Skilyrði sakarreglunnar um saknæma háttsemi séu uppfyllt auk þess sem tjón stefnanda sé sannað svo og orsakatengsl milli hinnar saknæmu háttsemi og tjónsins. Þá sé tjón hennar sennileg afleiðing hinnar saknæmu háttsemi. Stefndi beri skaðabótaábyrgð á saknæmri háttsemi þeirra lækna sem hafi meðhöndlað stefnanda á Landspítalanum á grundvelli reglna um vinnuveitanda­ábyrgð, en þeir hafi verið starfs­menn stefnda á árinu 2001 þegar hin bótaskyldu atvik áttu sér stað. Stefnandi byggi á því að ekki hafi verið forsvaranlegt að setja æðalegg upp í slagæð í olnbogabót með þeim hætti sem gert var. Almennt sé forðast að setja upp leggi í æðar í olnbogabót. Um sé að ræða ókvíslaðar æðar og lokun þeirra geti verið mjög alvarleg fyrir þann útlim sem um ræði, eins og raunin hafi orðið í tilviki stefnanda. Þegar tekið sé tillit til þess að sterkur grunur hafi leikið á því að stefnandi hafi verið með hættulega blóðsýkingu sé það enn ámælisverðara að æðaleggurinn hafi verið settur upp á þessum stað, enda hættan á því að tappi gæti myndast yfirvofandi. Stefnandi telji að frekar hefði átt að setja hann upp í náraslagæð eða gera frekari tilraunir til þess að setja upp æðalegginn í úlnliðsæð. Hefði með þeim hætti verið hægt að komast hjá því tjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir. Þá er af hálfu stefnanda talið að ekki hafi verið forsvaranlegt að hafa æðalegginn svo lengi í slagæðinni sem raun bar vitni. Fljótlega eftir að hann hafi verið settur upp hafi klínískt ástand stefnanda batnað við vökvameðferð, sýklagjöf og meðferð með öndunarvél. Slagæðarlínan hafi verið í olnbogabót stefnanda í um sex klukkustundir. Á þeim klukku­stundum hafi stefnandi fengið ýmsa meðferð sem m.a. sé lýst í vottorði Atla Dagbjartssonar yfirlæknis 9. mars 2001. Í vottorðinu segi svo: Meðferðin á næstu klukkustundum [eftir að nálin var sett upp] beindist að því að stabilisera blóðþrýstinginn og blóðrásina. Jafnframt var sýkingin meðhöndluð. Ástand stelpunnar lagaðist nú von bráðar, en þegar frá leið fóru að koma í ljós blóðrásartruflanir til hægri handarinnar, þeim megin sem nálin sat í arteria brachialis. Nálin var því fjarlægð eftir að hafa legið þar í um 6 klst. Telpan var þá komin úr hættulegasta ástandinu og blóðrásin orðin viðunandi. Hönd stefnanda hafi verið orðin verulega köld viðkomu áður en nálin var fjar­lægð. Ekki hafi þurft að setja upp annan legg eftir að nálin var fjarlægð úr olnboga­bótinni þar sem ljóst hafi verið að ástand stefnanda færi batnandi. Því hljóti það að hafa verið orðið óþarft að hafa nálina í hendi stefnanda, annars hefði augljóslega verið sett upp nál annars staðar, til að mynda í nára. Miðað við augljósa áhættu þess að setja nálina upp í olnbogabót og það að ástand stefnanda hafi verið orðið nægilega gott einhverju áður, hefði átt að fjarlægja nálina mun fyrr en gert var. Hefði þannig verið hægt að komast hjá því stórfellda tjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir í kjölfarið. Stefnandi byggi loks á því að of langur tími hafi liðið frá því að blóðrásartruflanir komu í ljós í hendinni og þar til gripið var til skurð­aðgerðar þeirrar er notast var við til að leysa vandann. Stefnandi hafi lagst inn á barnadeild Landspítalans 20. febrúar 2001 um klukkan 13:00. Um klukkan 15:00 sama dag hafi nálin verið sett upp og hún hafi verið fjarlægð um klukkan 21:00. Það hafi síðan ekki verið fyrr en klukkan 14:30 daginn eftir, 21. febrúar 2001, að aðgerð hófst á stefnanda til að reyna að bjarga hendinni. Þannig hafi liðið 17 klukkustundir og 30 mínútur á milli þess sem upp komst um skert blóðflæði niður í hönd stefnanda og þar til aðgerð hófst til að reyna að bjarga hendinni. Stefnandi telji ljóst að hér hafi ekki verið brugðist nægilega hratt við. Um tíu klukkustundum eftir að æðaleggurinn var fjarlægður úr olnbogabót stefnanda hafi öllum verið ljóst hvert stefndi. Þó hafi enn liðið um 7 klukkustundir og 30 mínútur þar til aðgerð hófst á stefnanda. Fram komi að leitað hafi verið til ýmissa lækna, bæði hérlendis og erlendis, sem réttlæti þó ekki þann langa tíma sem þarna hafi liðið á milli. Bráð hætta hafi verið á því að stefnandi myndi verða fyrir því tjóni sem raun bar vitni og óásættanlegt að ráðagerðir þessar hafi tekið svo langan tíma. Allar tafir hafi verið stefnda í óhag. Tafirnar væru óút­skýrðar og ekki hafi verið skipulagt hvað ætti að gera færi allt á versta veg. Þarna hafi verið um stórkostlegt gáleysi að ræða af hálfu starfsmanna spítalans. Um lagarök sé vísað til skaðabótalaga, einkum 1. gr. Stefnandi byggi kröfur sínar jafnframt á almennu sakarreglunni, reglunni um vinnuveitandaábyrgð og 2. mgr. 9. gr. læknalaga nr. 53/1988. Krafa um málskostnað byggi á 130. og 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt á málflutnings­þóknun sé reist á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Um varnarþing sé vísað til 33. gr. laga um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda Af hálfu stefnda er því mótmælt að bótaskylda hafi stofnast vegna þeirra atvika er stefnandi vísi til. Af hálfu stefnanda hafi ekki verið sýnt fram á mistök sem leitt gætu til skaðabótaskyldu af hálfu stefnda samkvæmt reglum skaðabótaréttar. Allt hafi verið gert til að bjarga lífi stefnanda sem hafi komið mjög alvarlega veik á spítalann. Bótakrefjandi beri sönnunarbyrði fyrir því að um bótaskyld atvik hafi verið að ræða og hann verði að sýna fram á ákveðnar líkur fyrir því að önnur viðbrögð hefðu komið í veg fyrir tjón. Þetta sé ósannað í málinu. Af hálfu stefnanda sé því haldið fram að ekki hafi verið forsvaranlegt að setja æðalegg upp í slagæð í oln­boga­bót með þeim hætti sem gert var. Þá sé því haldið fram af hálfu stefnanda að fremur hefði átt að setja legginn upp í náraslagæð eða gera frekari tilraunir með að setja hann upp í úlnliðsæð. Með þeim hætti hefði verið hægt að komast hjá því tjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir. Stefndi mótmæli þessum mála­tilbúnaði og bendi á eftirfarandi: Þessar fullyrðingar stefnanda séu engum sérfræðilegum rökum eða gögnum studdar. Þá liggi ekki fyrir sönnun þess að aðrar aðgerðir sem nefndar séu hefðu komið í veg fyrir tjón. Álitsgerðir sem liggi fyrir í málinu slái því föstu að réttilega hafi verið staðið að verki þegar æðaleggur var settur í olnbogabót og hafi aðrar að­ferðir síst verið betri eða þær hafi verið óraunhæfar. Nauðsynlegt og rétt hafi verið að hafa legginn í slagæð stefnanda og tryggja aðgang að slagæðarblóði eins og til hafi háttað um ástand hennar. Mat lækna og athafnir þeirra hafi verið réttar sem hafi í engu verið hnekkt af stefnanda hálfu. Þá byggi stefnandi á því að ekki hafi verið forsvaranlegt að hafa æðalegginn svo lengi í slagæðinni sem raun beri vitni. Í stefnu séu dregnar ályktanir af því að höndin muni hafa verið orðin köld og að merki um bata hafi komið fram. Á þessum grundvelli sé því einnig haldið fram að það hafi verið orðið óþarft að hafa æðalegginn í hendi stefnanda. Annars hefði hann verið settur upp annars staðar, til að mynda í nára. Stefnandi haldi því fram að fjarlægja hefði átt æðalegginn mun fyrr en gert hafi verið og að þannig hefði verið hægt að komast hjá tjóni stefnanda. Stefndi mótmæli þessum fullyrðingum en þær séu engum gögnum eða sérfræðilegum rökum studdar. Leggurinn hafi alls ekki verið of lengi í æðinni. Við aðstæður sem þessar hafi verið nauðsynlegt að hafa aðgang að slagæðarblóði svo lengi sem þörf var á. Þótt áhætta fylgi því að setja nál í slagæð hafi það verið nauðsynlegt í tilviki stefnanda vegna hins lífshættulega ástands sem hún var í. Nálin hafi verið fjar­lægð þegar blóðrásartruflana hafi orðið vart í framhandlegg og hendi þótt æskilegt hefði verið að hafa aðgang að slagæðarblóði lengur. Hvergi komi fram vísbending eða sönnun þess að taka hefði átt nálina fyrr úr eða að það hefði komið í veg fyrir tjón. Stefnandi byggi jafnframt á því að of langur tími hafi liðið frá því að blóðrásar­truflanir hafi komið í ljós í hendinni og þar til gripið var til skurðaðgerðar. Stefndi mótmæli þessu. Engin sönnun sé komin fram um að ástæða hafi verið til að gera aðgerð fyrr eða að það hefði breytt einhverju eða komast hefði mátt hjá tjóni. Þessi fullyrðing stefnanda sé engum sérfræðilegum gögnum eða rökum studd. Stefndi byggi á því að í reynd séu þessi atriði tæmd í áliti landlæknis og nefndar þeirrar sem um málið fjallaði. Aðgerðir eins og sú sem gerð hafi verið séu áhættusamar og erfiðar. Sé frekar tilhneiging til að bíða með slíka aðgerð en framkvæma hana fyrr. Réttara hafi verið að gefa blóðþynnandi og bíða frekar átekta. Ástandið hafi þá batnað, en síðan versnað og hafi þá verið lagt á ráðin um frekari úrræði. Aðgerðin hafi þá verið ákveðin og gerð samdægurs. Stefndi telji að rangt hefði verið að fara í aðgerðina fyrr og að það hefði ekki breytt neinu til batnaðar í tilviki stefnanda. Engri saknæmri háttsemi sé til að dreifa við þær aðstæður að læknar hafi tekið sér umþóttunartíma uns ákveðið var að gera slagæðarþræðingu á svo ungu barni. Af öllu ofansögðu leiði að ekki hafi verið sýnt fram á saknæma eða ólögmæta háttsemi starfsmanna stefnda. Hvorki sé sýnt fram á sök né skilyrði almennra bóta­reglna um orsakasamband eða sennilega afleiðingu. Stefndi vísi til þess að athafnir og aðgerðir starfsmanna stefnda hafi verið réttar, í samræmi við bestu þekkingu og hafi orðið til þess að bjarga lífi stefnanda. Ljóst sé að aðgerðir og athafnir starfsmanna stefnda hafi ekki aðeins haft að markmiði að bjarga lífi stefnanda heldur líka að takmarka skaða vegna sjúkdóms sem hafi verið mjög alvarlegur og þegar til kominn. Stefnanda hafi ekki aðeins verið bjargað úr bráðri lífshættu, heldur hafi verið komið í veg fyrir heilaskaða og útlit hafi verið fyrir að hún héldi hendinni. Stefndi vísi í álit landlæknis þar sem fram komi að læknar stefnanda hafi gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til þess að bjarga lífi hennar og hafi þeir brugðist við erfiðu fylgivandamáli á hárréttan, yfirvegaðan og ákveðinn hátt. Sé það einnig álit landlæknis að á engan hátt sé unnt að áfellast lækna stefnanda fyrir vanrækslu eða mistök í starfi. Þvert á móti hafi þeir sinnt stefnanda mjög vel. Þá byggi stefndi á því að við mat á bótaskilyrðum sé óhjákvæmilegt að líta til þess að stefnandi hafi verið í bráðri lífshættu. Óraunhæft sé með öllu að fella sakarábyrgð á lækna eða starfsfólk stefnda við þessar aðstæður þegar leitað hafi verið allra úrræða til að bjarga lífi stefnanda. Ef litið yrði svo á að saknæmri háttsemi væri til að dreifa myndi það sjónarmið neyðarréttar gilda sem viðurkennt er í skaðabótarétti að bjarga verði meiri hagsmunum fyrir minni. Bæri því að sýkna einnig í því tilviki. Stefndi vísi til þess að leitað hafi verið til nefndar um ágreiningsmál, samkvæmt þágildandi lögum 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, en niðurstaða nefndarinnar hafi verið að ekki hefðu orðið mistök hjá læknum við meðferð stefnanda í febrúar 2001. Stefndi vísi til þess að bótaréttur á grundvelli laga um sjúklingatryggingar hafi ekki byggt á sök starfsmanna stefnda og afstaða meðstefnda, Sjúkratrygginga Íslands, til greiðslu bóta á þeim grundvelli hafi engin áhrif á málatilbúnað stefnda, íslenska ríkisins, í málinu. Niðurstaða Í gögnum málsins er því lýst að stefnandi, A, hafi komið mjög veik á Landspítalann 20. febrúar 2001. Hún var með skerta meðvitund, háan hita, öndunarerfiðleika og einkenni blóðsýkingar. Henni var gefið sýklalyf og vökvi og í framhaldi var hún lögð inn á Vökudeild um klukkan 13.30 og sett þar til meðferðar í einangrun. Um klukkan 15.00 var settur æðaleggur í slagæð rétt fyrir ofan olnbogabót hægri handar, eftir að gerðar höfðu verið ítrekaðar tilraunir til að stinga á úlnliðsslagæðum, sem er venjuleg staðsetning, og leitað hafði verið eftir slagæðum á fæti. Leggurinn þjónaði þeim tilgangi að gera meðferðaraðilum meðal annars kleift að fylgjast með blóðþrýstingi og taka blóð­sýni. Því er lýst í læknaskýrslum og einnig lýstu læknar því fyrir dóminum að stefnanda hafi vart verið hugað líf í byrjun með­ferðar. Húðblæðingar birtust síðar í ferlinu sem taldar voru einkenni um blóðsýkingu og storkuröskun. Sýklalyf voru gefin tafarlaust, vökvajafnvægi leiðrétt, blóðsýring leiðrétt með bíkarbónati og stefnandi var sett í öndunarvél. Síðar var einnig gefið blóð og heparín. Krafa stefnanda í málinu er í fyrsta lagi byggð á því að ekki hafi verið forsvaran­legt að setja æðalegg upp í slagæð í olnbogabót. Þessi málsástæða stefnanda er studd þeim rökum að frekar hefði átt að setja æðalegginn upp í náraslagæð eða gera frekari tilraunir til þess að setja hann upp í úlnliðsæð. Með því hefði verið hægt að komast hjá því tjóni sem stefnandi varð fyrir. Lokun meginæða til útlima hefur afdrifaríkari afleiðingar en lokun smærri slagæða í enda útlima en þar geta vararásir tekið við blóðflæði. Í gögnum málsins kemur fram að ítrekað var reynt að setja æðalegginn upp í úlnliðsslagæð en það tókst ekki. Dómurinn telur ótvírætt að þessi kostur hafi verið reyndur til þrautar. Þá verður að telja að sama hætta hefði fylgt því að setja legginn í æð í nára en blóðtappi, sem hætta var á að gæti myndast í sambandi við þann æðaaðgang, hefði á sama hátt getað framkallað hættu á blóðrásartruflunum til viðkomandi ganglims. Fram hefur komið að kannað var hvort unnt væri að setja æða­legg í fætur en svo reyndist ekki vera. Dómurinn telur ljóst af því sem fyrir liggur í málinu að nauðsynlegt hafi verið að hafa aðgengi í slagæð til þess að unnt væri að veita stúlkunni þá læknishjálp sem hún var í bráðri þörf fyrir í því lífshættulega ástandi sem hún var í. Fullreynt var að finna eða stinga í greinaðar slagæðar við úlnlið og rist og var læknum því nauðugur sá kostur að setja í ógreinaða meginslagæð, þrátt fyrir þekkta áhættu sem því myndi fylgja. Af þessu leiðir að hafna verður þeirri málsástæðu stefnanda að ekki hafi verið forsvaranlegt að setja æðalegg upp í slagæð í olnbogabót með þeim hætti sem gert var og að hægt hefði verið að komast hjá því líkamstjóni sem stefnandi varð fyrir. Í öðru lagi er krafa stefnanda byggð á því að ekki hafi verið forsvaranlegt að hafa æðalegginn svo lengi í æðinni sem raun bar vitni. Hönd stefnanda hafi verið orðin verulega köld viðkomu áður en nálin var fjar­lægð. Ekki hafi þurft að setja upp annan legg eftir að nálin var fjarlægð úr olnboga­bótinni en þá hafi verið ljóst að ástand stefnanda fór batnandi. Því hljóti að hafa verið óþarft að hafa nálina í hendi stefnanda, ella hefði verið sett upp nál annars staðar, til að mynda í nára. Miðað við augljósa áhættu af því að setja nálina upp í olnbogabót og það að ástand stefnanda hafi verið orðið nægilega gott einhverju áður, hefði átt að fjarlægja nálina mun fyrr en gert var. Stefnandi telur að þannig hefði verið hægt að komast hjá því stórfellda tjóni sem stefnandi varð fyrir í kjölfarið. Við skýrslutökur fyrir dóminum kom fram að einkenni um byrjandi blóðrásar­truflanir sáust á meðan æðaleggurinn var enn í slagæðinni. Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir lýsti því fyrir dóminum að hann hefði talað um það við læknana sem meðhöndluðu stefnanda hvort ekki væri rétt að fjarlægja nálina, fyrst síðdegis og síðan aftur um kvöldið. Faðir stefnanda lýsti því að höndin hafi verið köld viðkomu um klukkan 18.00 til 19.00. Í dagnótu Sveins Kjartanssonar læknis kemur fram að góðir púlsar hafi þreifast fyrstu klukkutímana. Við þessar aðstæður er ljóst að taka þurfti ákvörðun um nauðsyn þess að hafa æðalegginn áfram og meta áhættu á móti ávinningi. Með slagæðalegg var unnt að hlífa stefnanda við stungum vegna töku blóðsýna, fá betri blóðsýni og fylgjast náið með blóðþrýstingi. Í gögnum málsins sést að klukkan 19.28 sýndi blóðsýni áfram hátt laktat gildi (Laktat 9,1, viðmið < 1,6 mmol/L, merki um sýringu vefja) og klukkan 18.02 var blóðleysi (Hemoglobin 81) og blóðgjöf að hefjast. Þetta sýnir að þörf var á áframhaldandi mælingum til eftirfylgdar. Þá var því lýst við vitnaleiðslur að um kvöldið hafi komið fram húðblæðingar og blóð í magasondu og barkatúbu sem einnig kallaði á eftirfylgd blóðrauða og storkuþátta. Þannig álykta hinir sérfróðu meðdómsmenn að þótt barninu sé lýst batnandi hafi enn verið umtalsverð veikindamerki og ekki rétt að áfellast lækna fyrir það mat að leggurinn gerði meira gagn en ógagn. Samskipti barnahjartalæknis og nýburalækna um æðalegginn vísa á meðvitaða ákvarðanatöku um að halda honum, jafnvel þótt vitað sé um áhættu honum tengda og teikn um blóðflæðisröskun. Það að fjarlægja æðalegginn áður en það var tímabært hefði í versta falli leitt til þarfar á að setja upp nýjan legg í aðra slagæð með hættu á sambærilegum aukaverkunum. Hér verður að líta svo á að læknar sem báru ábyrgð á meðhöndlun stefnanda hafi tekið afstöðu til þess að ótímabært hafi verið að fjarlægja æðalegginn þegar ekki var fyllilega ljóst hvert stefndi og að það yrði ekki gert fyrr en ástand stefnanda væri orðið betra. Af gögnum málsins verður ráðið að það hafi ekki verið fyrr en um kvöldið þegar stefnandi var kominn yfir það versta og var æðaleggurinn þá fjarlægður klukkan 21.00. Með því að draga að fjarlægja æðalegginn var vissulega tekin áhætta en hana verður þó að telja minni en áhættuna sem hefði fylgt því að taka hann úr slagæðinni of fljótt. Þótt ekki hafi reynst nauðsynlegt að setja nýjan æðalegg í slagæð verður það ekki talið til marks um að leggurinn hafi verið hafður of lengi í slagæðinni í olnbogabótinni. Dómurinn telur að þarna hafi verið rétt að verki staðið og viðbrögð í samræmi við það sem við megi búast við slíkar aðstæður sem þarna voru. Ber með vísan til þess að hafna þeirri málsástæðu stefnanda að æðaleggurinn hafi verið hafður of lengi í slagæðinni þannig að metið verði læknum Landspítalans, sem með­höndluðu stefnanda, til sakar. Þá er í þriðja lagi byggt á því af hálfu stefnanda að of langur tími hafi liðið frá því að blóðrásartruflanir komu í ljós í hendinni og þar til gripið var til skurðaðgerðar til að leysa þann vanda sem upp var kominn. Liðið hafi 17 og hálf klukkustund frá því að upp komst um skert blóðflæði til handarinnar og þar til skurðaðgerðin byrjaði klukkan 14.30 næsta dag. Í gögnum málsins kemur fram og því var jafnframt lýst ítarlega fyrir dóminum hvernig málin þróuðust frá því að blóðrásar­truflanir komu í ljós seinni hluta dags 20. febrúar 2001 þar til gripið var til skurðaðgerðar eftir hádegi næsta dag. Eftir að æðaleggurinn var fjarlægður um kvöldið fór ástand handarinnar fyrst á eftir batnandi en þá var gefið lyfið heparin til að varna frekari storkumyndun. Fylgst var með stefnanda um nóttina og í skráningu hjúkrunar á kvöldvakt er eftirfarandi lýst eftir að leggurinn var fjarlægður: „húðin er marmoreruð og köld en þó betra útlit en fyrst“. Skráning næturvaktar fjallar um að sett hafi verið heparíndreypi „þar sem h. hönd og fingur voru mjög illa perf. og fingur rauðbláir, háræðafylling var mjög léleg, virtist aðeins lagast við meðferðina en fingur áfram svipaðir“. Þegar leið að morgni komu hins vegar fram enn alvarlegri einkenni um skert/upphafið blóðflæði til handarinnar. Í bréfi Atla Dagbjartssonar 9. mars 2001 er því lýst þannig: „þegar leið undir morgun daginn eftir óhappið, þ.e.a.s. um það bil 10 klukkustundum eftir að nálin var fjarlægð úr slagæðinni versnaði blóðrásin aftur fram til handarinnar og var sýnilegt að illa stefndi með líf í hendinni og fingrunum“. Var þá brugðist við og haft samráð við blóðmeina­sérfræðing um klukkan 8.30, meðal annars til að fá svar við spurningu um notkun segaleysandi lyfja og síðan myndgreiningar­lækni með fyrirspurn um mögulega æðaþræðingu og staðbundna segameðferð. Niðurstaðan af því varð sú að þessar aðferðir töldust annars vegar of áhættusamar vegna blæðingarhættu og hins vegar ekki tæknilega framkvæmanlegar vegna smæðar barnsins. Var þá talinn sá eini kostur mögulegur að draga úr skaða á hönd stefnanda með skurðaðgerð. Var þá haft sam­band við æðaskurðlækni sem brást fljótt við en það var samkvæmt því sem fram hefur komið milli klukkan 13.00 og 14.00. Læknarnir sem meðhöndluðu stefnanda, Sveinn Kjartans­son barnalæknir og Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild, báru báðir fyrir dóminum að almennt ástand stefnanda hafi verið það slæmt að ekki hafi komið til álita að hún færi í fulla svæfingu og skurðaðgerð fyrr en ástandið var orðið betra sem þeir töldu fyrst vera að morgni 21. febrúar. Dómurinn tekur undir það sjónarmið stefnanda að eðlilegt hefði verið að hafa fyrr samráð og upplýsa skurðlækni, þegar vakað er yfir fylgikvilla sem líklegur er til að krefjast aðgerðar, þannig að þegar sjúklingur er hæfur til aðgerðar sé hægt að bregðast skjótar við. Þannig dróst skurðaðgerðin án þess að slík töf hafi verið réttlætt, en varð þó ekki nema í mesta lagi fjórar til fimm klukkustundir, en ekki 17 og hálf klukkustund eins og stefnandi byggir á. Af gögnum málsins og framburði læknanna fyrir dóminum um ástand handarinnar þykir ljóst að mjög alvarleg einkenni um skert blóðflæði höfðu komið fram að morgni 21. febrúar með greinilegum litaskilum um miðjan framhandlegg og rauðbláa fingur.Hinir sérfróðu með­dóms­menn telja að umfang þess skaða sem um ræðir hafi þá verið orðið það mikið, að ekki hafi verið unnt að bjarga allri hendinni, þótt eðlilega hafi verið tekin ákvörðun um að grípa til allra mögulegra úrræða til þess að takmarka tjónið eins og hægt var. Ósannað verður því að telja að töf á skurðaðgerð um fjórar til fimm klukkustundir hefði breytt markvert endanlegri útkomu. Stefnandi var með útbreidda blóðstorkusótt sem eðlilegt má telja að hafi átt með­virkandi þátt í gangi mála. Drep í fingrum er fylgikvilli þessa sjúkdóms svo og þeirrar nauðsynlegu meðferðar sem stefnandi fékk. Meðferðin er vandasöm og á tíðum verið að velja milli slæmra kosta, eins og að hafa hættulegan slagæðalegg eða engan, eða að gefa segalausn, gera aðgerð eða bíða átekta. Val á meðferðarúrræðum felur í sér að meta áhættu og ekki verður annað séð en að læknar, sem meðhöndluðu stefnanda á Landspítalanum, hafi fylgst með ástandi stefnanda og brugðist af yfirvegun við álita­málum um meðferð. Að þessu virtu er ekki unnt að fallast á þau rök stefnanda að allt of langur tími hafi liðið þar til gripið var til skurðaðgerðar, einkum þegar litið er til þess að læknar treystu stefnanda ekki í slíka aðgerð fyrr en að morgni síðari dagsins. Ber því að hafna þeirri málsástæðu stefnanda að ekki hafi verið brugðist nægilega hratt við með því að of langur tími hafi liðið frá því að blóðrásartruflanir komu í ljós þar til gripið var til skurðaðgerðar. Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki unnt að fallast á að stefnandi hafi sýnt fram á að tjón stefnanda verði rakið til mistaka við læknismeðferð hennar á Landspítalanum 20. og 21. febrúar 2001. Skilyrði skaðabótaskyldu eru þar með ekki fyrir hendi og ber með vísan til þess að sýkna stefnda, íslenska ríkið, af kröfum stefnanda í þessum þætti málins um að bótaskylda stefnda verði viðurkennd með dómi. Rétt þykir að málskostnaður í þessum þætti málsins falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóð, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Fanneyjar Birnu Jónsdóttur hdl., sem þykir hæfilega ákveðin í þessum þætti málsins 1.200.000 krónur án virðisaukaskatts, en útlagður kostnaður er samtals 715.401 króna. Dóminn kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari ásamt meðdóms­mönnunum Gróu Björk Jóhannesdóttur barnalækni og Guðmundi Valtý Óskarssyni æðaskurðlækni. D ó m s o r ð: Stefnda, íslenska ríkið, er sýknað af kröfu stefnanda, A, um að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda vegna líkamstjóns hennar við læknismeðferð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 20. til 21. febrúar 2001. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Fanneyjar Birnu Jónsdóttur hdl., 1.200.000 krónur án virðisauka­skatts og útlagður kostnaður að fjárhæð 715.401 króna.
Mál nr. 134/2012
Kærumál Lögræði
Með beiðni, sem dagsett er 3. þ.m., hefur Guðrún BjörgBirgisdóttir hrl. krafist þess fyrir hönd sóknaraðila, B, kt.[...], C, kt. [...], og D, kt.[...], að faðir þeirra, A, kt. [...], vistmaður áheilabilunardeild Landkotsspítala, en til lögheimilis á [...], [...], verðisviptur sjálfræði svo hægt sé að veita honum læknisþjónustu vegnaheilabilunar. Kröfunni er mótmælt.
Dómur Hæstaréttar. Málþetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Greta Baldursdóttir og JónSteinar Gunnlaugsson. Sóknaraðiliskaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. febrúar 2012, sem barst héraðsdómidegi síðar og Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 1. mars sama ár. Kærður erúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 2012, þar sem sóknaraðili varsviptur sjálfræði. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997.Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þákrefst hann þóknunar úr ríkissjóði til handa skipuðum verjanda sínum. Varnaraðilarkrefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr ríkissjóði,sbr. 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. Meðvísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á að uppfyllt séuskilyrði a. og b. liða 4. gr. lögræðislaga fyrir sviptingu sjálfræðissóknaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Allurkostnaður af meðferð málsins fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, sbr. 1.mgr. 17. gr. lögræðislaga, þar með talin þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila ogtalsmanns varnaraðila, sem ákveðin verður í dómsorði. Dómsorð: Hinnkærði úrskurður er staðfestur. Allurkostnaður af meðferð málsins fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar meðtalin þóknun Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjandasóknaraðila, A og Guðrúnar Bjargar Birgisdóttur hæstaréttarlögmanns, skipaðstalsmanns varnaraðila, B, C og D, 200.000 krónur til hvors um sig.
Mál nr. 468/2013
Fasteignakaup Riftun Skriflegur málflutningur
H höfðaði mál gegn K og krafðist riftunar á kaupum um fasteign vegna vanefnda á greiðslu hluta kaupverðsins. Hélt H því fram að auk skriflegs kaupsamnings milli aðila þar sem kaupverð fasteignarinnar var tilgreint 15.000.000 krónur hefði verið gerður munnlegur viðbótarsamningur um að auk þeirrar fjárhæðar yrðu greiddar 2.000.000 krónur. Óumdeilt var að K hafði greitt 13.880.000 krónur af kaupverðinu. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði m.a. að kaupsamningur aðila uppfyllti skilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Jafnvel þótt H tækist að sanna að svo hefði um samist munnlega að auk kaupverðs samkvæmt kaupsamningi skyldi greiða áðurnefnda fjárhæð uppfyllti slíkt samkomulag ekki formskilyrði 1. mgr. 7. gr. laganna. Yrði því að leggja til grundvallar að kaupverð fasteignarinnar hafi verið 15.000.000 krónur eins og greindi í kaupsamningi aðila. Með hliðsjón af öllum atvikum málsins, þeirri fjárhæð sem í vanskilum var og þess tíma sem þau höfðu varað þegar H höfðaði málið taldi héraðsdómur ekki um verulega vanefnd að ræða af hálfu K í skilningi 51. gr. laga nr. 40/2002. Skilyrði til riftunar kaupanna þóttu því ekki vera uppfyllt og var K sýknuð af kröfu H. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hins áfrýjaða dóms með vísan til forsendna hans.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. júlí 2013. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að þola riftun á kaupum um fasteignina Baugholt 14 í Reykjanesbæ samkvæmt kaupsamningi 10. nóvember 2010 og „munnlegum viðbótarsamningi“. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms, en til vara að riftun verði bundin þeirri skyldu að greiðslur samkvæmt kaupsamningi verði endurgreiddar og sér dæmdar bætur „vegna verðmætisaukningar“. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Eftir áfrýjun héraðsdóms var bú stefndu, Kristjönu Heiðar Gunnarsdóttur, tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 13. nóvember 2013 og hefur þrotabú hennar því tekið við varnaraðild málsins. Áður en búið var tekið til gjaldþrotaskipta hafði greinargerð fyrir Hæstarétti verið skilað, en fyrir munnlegan málflutning tilkynnti skiptastjóri þess að frekari vörnum yrði ekki haldið uppi. Samkvæmt því verður dómur lagður á málið eftir framkomnum kröfum, gögnum og sókn áfrýjanda með tilliti til þess sem hefur komið fram af hálfu stefnda, sbr. 4. mgr. 158. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Halldór Pétursson, greiði stefnda, þrotabúi Kristjönu Heiðar Gunnarsdóttur, 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 27. maí 2013. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms 9. apríl sl., er höfðað með birtingu stefnu 13. september 2012. Stefnandi er Halldór Pétursson, kt. [ ], Klapparbraut 9, Garði. Stefnda er Kristjana Heiður Gunnarsdóttir, Hlíðarvegi 52, Reykjanesbæ. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði dæmd til að þola riftun á kaupum um fasteignina Baugholt 14, Reykjanesbæ, samkvæmt kaupsamningi dagsettum 10. nóvember 2010. Þá er þess einnig krafist að stefnda greiði stefnanda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins eða samkvæmt framlögðum reikningi með virðisaukaskatti samkvæmt lögum nr. 50/1988, þar sem stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur. Stefnda krefst þess aðallega að hún verði sýknuð af dómkröfu stefnanda, en til vara að viðurkenning á riftunarrétti stefnanda verði bundin þeirri skyldu stefnanda að endurgreiða stefndu greiðslur samkvæmt kaupsamningi ásamt dráttarvöxtum samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá greiðsludegi til endurgreiðsludags. Enn fremur gerir stefnda kröfu um endurgreiðslu á þeim fjármunum sem stefnda greiddi fyrir framkvæmdir við að fullklára eignina, 3.000.000 króna, eða samkvæmt mati dómkvadds matsmanns. Þá krefst stefnda málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. II. Málavextir eru þeir að hinn 10. nóvember 2010 gerðu aðilar með sér kaupsamning um fasteignina að Baugholti 14 í Reykjanesbæ. Stefnandi kveður aðdragandann að honum hafa verið samningaviðræður milli stefnanda og Gunnars Björnssonar, sonar stefndu, um kaup hans á fasteigninni. Af ástæðum sem varði stefndu hafi hún þó orðið kaupandi samkvæmt kaupsamningnum. Stefnda heldur því hins vegar fram að Gunnar Björn, sonur hennar, hafi verið í forsvari fyrir stefndu í samningaviðræðum við stefnanda og verið henni til aðstoðar í tengslum við kaupin. Stefnandi heldur því fram að þrátt fyrir að í kaupsamningi komi fram að kaupverð sé 15.000.000 króna hafi málsaðilar samið um að kaupverðið skyldi vera 17.000.000 króna. Samkvæmt kaupsamningnum hafi átt að greiða 12.000.000 króna með andvirði ÍLS-verðbréfs að fjárhæð 12.000.000 króna, en við þinglýsingu þess hafi aðeins verið greiddar 10.880.000 krónur upp í kaupverðið. Þá hafi átt að greiða 3.000.000 króna með skuldabréfi með veði í fasteigninni að höfuðstól 3.000.000 króna með 480 mánaðarlegum afborgunum á 40 árum. Stefnandi kveður þetta ákvæði vera efnislega rangt, en það hafi verið orðað á þennan hátt til að auðvelda kaupanda fjármögnun kaupverðs. Samkvæmt tilætlun aðila hafi átt að greiða þessar 3.000.000 króna í einu lagi 1. febrúar 2011. Útgáfa þessa veðskuldabréfs og þinglýsing þess hafi átt að vera trygging seljanda fyrir því að umrædd greiðsla yrði greidd og hafi átt að aflýsa skuldabréfinu um leið og greiðslan kæmi. Skuldabréfið hafi verið varðveitt hjá Eignamiðlun Suðurnesja samkvæmt samkomulagi aðila og sé þar enn. Áritun, dagsett 22. nóvember 2011, á bakhlið þess um að það sé að fullu greitt, sé efnislega röng. Ekkert hafi verið greitt upp í skuldina. Samkvæmt framansögðu hafi kaupverð fasteignarinnar verið greitt þannig: Í tengslum við undirritun kaupsamnings 1.000.000 kr. Við þinglýsingu veðskuldabréfs til ÍLS 14. desember 2010 að höfuðstól 12.000.000 kr. 10.880.000 kr. Við þinglýsingu veðskuldabréfs til ÍLS, 19.4. 2011 að höfuðstól 3.867.719 kr. 2.000.000 kr. Alls greitt 13.880.000 kr. Ógreiddur hluti kaupverðs 3.120.000 kr. Afhending hins selda hafi farið fram 1. nóvember 2010 í samræmi við ákvæði kaupsamnings. Í tengslum við kaupin kveðst stefnandi hafa samþykkt eftirgreindar veðsetningar á fasteigninni: Dags. Útgefandi Höfuðstóll Staða 10.08.2012 14.12.2010 Kristjana Gunnarsdóttir 12.000.000 kr. 13.055.935 kr. 18.04.2011 Guðmunda Á. Pálsdóttir 3.867.719 kr. 4.165.080 kr. Samtals 17.221.015 kr. Hinn 6. apríl 2011 gerði stefnda kaupsamning við Guðmundu Áróru Pálsdóttur um fasteignina að Baugholti 14 og var umsamið kaupverð 20.000.000 króna. Í samræmi við ákvæði þess samnings var útbúið skuldabréf að höfuðstól 4.000.000 króna með veði í eigninni. Því bréfi var þinglýst á fasteignina en stefnandi kveðst ekki kannast við að hafa samþykkt veðsetninguna með nafnritun sinni á skjalið og kveðst hafa í hyggju að kæra fölsun á því til lögreglunnar. Sama máli gildi um áritun á bakhlið þessa kaupsamnings. Stefnandi kveðst ekki kannast við að hafa ritað nafn sitt þar á og kveðst áskilja sér rétt til að kæra þessa nafnritun einnig til lögreglu sem fölsun. Með bréfi lögmanns stefnanda til stefndu 18. maí 2012 hafi stefnda verið krafin um greiðslu á ógreiddum hluta kaupverðsins að fjárhæð 3.120.000 krónur og hafi afrit af bréfinu verið sent til Guðmundu Áróru. Engin viðbrögð hafi komið frá henni. Stefnandi kveður málshöfðun þessa því óumflýjanlega. Stefnda kveður umsamið kaupverð hafa verið 15.000.000 króna og greiðslufyrirkomulag hafi verið með þeim hætti að greiða hafi átt 12.000.000 króna með láni frá Íbúðalánasjóði og 3.000.000 króna með skuldabréfi. Að sögn stefndu hafi andvirði 12.000.000 króna veðskuldabréfs frá Íbúðalánasjóði á 1. veðrétti og veðskuldabréfs að fjárhæð 3.867.719 á 2. veðrétti verið ráðstafað til stefnanda með samþykki beggja aðila að því frátöldu að 1.600.000 krónur hafi gengið til stefndu. Stefnda kveður síðara veðskuldabréfið hafa verið gefið út af Guðmundu Áróru Pálsdóttur, sem keypt hafi fasteignina af stefndu. Stefnda kveður að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi verið gefið út veðskuldabréf að fjárhæð 3.000.000 króna hinn 1. nóvember 2010 til stefnanda, sem virðist hafa verið ætlað til tryggingar. Veðskuldabréf þetta hafi síðan verið áritað um greiðslu að fullu með áritun á bakhlið þess, dags. 22. nóvember 2011. Veðskuldabréf þetta hafi verið á 2. veðrétti, en verið áritað síðar um veðleyfi til að hleypa láninu frá Íbúðalánasjóði upp á 2. veðrétt og hafi veðskuldabréfið þá færst á 3. veðrétt og sé þar enn í dag þrátt fyrir áritun um að það sé uppgreitt. Í greinargerð stefndu segir að þegar stefnda hafi keypt fasteignina hafi hún ekki verið fullfrágengin, hvorki að innan né utan. Sonur stefndu hafi unnið að því að fullgera húsið og hafi það verið að mestu leyti fullklárað þegar stefnda hafi selt eignina. Hafi það verið gert með kaupsamningi 6. apríl 2011. Í tengslum við þinglýsingu þess kaupsamnings hafi verið fengin áritun stefnanda á kaupsamninginn þar sem hann hafi samþykkt samninginn. Eignin hafi verið seld á 20.000.000 króna þar sem eignaraukning hafði orðið töluverð vegna framkvæmda stefndu eða nánar tiltekið sonar hennar. Í samræmi við skilmála síðari kaupsamningsins hafi hinn 6. apríl 2011 verið gefið út veðskuldabréf að fjárhæð 4.000.000 króna og hafi því verið þinglýst á eignina með samþykki stefnanda. Veðskuldabréf þetta hafi farið á 4. veðrétt og verið hugsað sem trygging fyrir lokagreiðslu frá kaupanda. Veðskuldabréf þetta sé enn í vörslu fasteignasala Eignamiðlunar Suðurlands. Í greinargerð stefndu segir að stefnda eða nánar tiltekið sonur hennar hafi á þessum tíma samið við stefnanda um að lokagreiðslan til hans kæmi eitthvað síðar eða þegar lokagreiðsla bærist frá kaupanda eignarinnar af stefndu. Stefnandi hafi samþykkt þessa frestun á greiðslum. Á þessum tíma hafi sonur stefndu einnig verið orðinn mjög veikur af krabbameini, en hann hafi búið í húsinu á þessum tíma og ennfremur annast framkvæmdir í húsinu. Þegar komið hafi verið að afsalsgreiðslu kaupanda til stefndu hafi kaupandi gert athugasemdir vegna afhendingar eignarinnar og því hafi uppgjör og lokagreiðsla í því máli tafist nokkuð. Stefndi, nánar tiltekið sonur hennar, hafi verið í stöðugu sambandi við stefnanda vegna þessa og hafi þeir samið svo um að þegar gengið yrði frá þessari greiðslu myndi lokagreiðslan verða innt af hendi til stefnanda, en þeir hafi samið svo um að greiðsla þessi yrði án vaxta. Það hafi svo verið í byrjun árs 2012 að veikindi sonar stefndu hafi þróast á versta veg og hafi hann andast á vormánuðum. Stefnda kveður að enn hafi ekki orðið uppgjör í málinu í tengslum við sölu stefndu á eigninni til Guðmundu Áróru og þá hafi ekki átt sér stað uppgjör á milli málsaðila. Vegna þessa sé stefndu nauðugur einn sá kostur að innheimta eftirstöðvar kaupverðsins hjá Guðmundu Áróru með það fyrir sjónum að gera upp skuld við stefnanda þessa máls eins fljótt og mögulegt sé. Stefnandi kom fyrir dóminn og gaf aðilaskýrslu. Þá kom fyrir dóminn sem vitni Sævar Pétursson fasteignasali. III. Stefnandi kveðst telja að vanefnd að fjárhæð 3.210.000 krónur af 17.000.000 króna kaupverði teljist það veruleg að riftun sá heimil. Jafnframt hafi vanefnd staðið svo lengi að óviðunandi sé fyrir seljanda, þ.e. frá 1. febrúar 2011. Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á ákvæðum laga um fasteignakaup nr. 40/2002, sérstaklega V. kafla. Riftun byggist á heimild í 51. gr. laganna og eftirgreind umfjöllun um skaðabætur byggist á ákvæðum VII. kafla laganna. Stefnandi kveðst hafa orðið fyrir og muni verða fyrir tjóni vegna vanefndanna sem stefnda sé ábyrg fyrir. Um sé að ræða vaxtatap vegna greiðsludráttarins, afnotamissi af fasteigninni frá 1. nóvember 2010 og kostnað vegna lögmannsaðstoðar og við sölu fasteignarinnar að nýju. Þá kunni að bætast við kostnaður vegna rýmingar húsnæðisins, ef til vill að fengnum úrskurði um útburð. Um málskostnað í þessu máli kveðst stefnandi vísa til ákvæða XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Stefnda byggir aðalkröfu sína um sýknu á því að skilyrði riftunar séu ekki uppfyllt og því beri að hafna kröfu stefnanda í máli þessu. Stefnda byggir á því að vanefnd hennar á réttum efndum sé ekki veruleg heldur í raun óveruleg. Ljóst sé af skýru orðalagi kaupsamnings málsaðila frá 10. nóvember 2010 að umsamið kaupverð hafi verið 15.000.000 króna. Í 7. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2002 sé gerð krafa um að kaupsamningur og þar af leiðandi kaupverðið sé skriflegt. Hvergi megi greina af efni kaupsamningsins að kaupverðið eigi að vera annað en 15.000.000 króna eins og stefnandi haldi fram. Það sé meginregla í fasteignakaupum að þegar kaupsamningur um fasteign hefur stofnast réttilega sé hann skuldbindandi fyrir báða aðila. Ljóst sé því að þegar stefnandi og stefnda hafi undirritað kaupsamninginn hafi kaupsamningurinn orðið bindandi fyrir báða aðila, þ.á m. um kaupverðið, sem hafi verið tilgreint í kaupsamningnum. Samkvæmt framansögðu beri stefnandi sönnunarbyrðina fyrir því að kaupverð fasteignarinnar hafi verið annað en fram komi í kaupsamningi frá 10. nóvember 2010. Jafnframt beri stefnandi halla af öllum vafa, sem uppi kunni að vera um efni samnings, svo sem um kaupverð í kaupsamningi. Í lögum um fasteignakaup 40/2002 komi skýrt fram í ákvæði laganna, sbr. 7. gr. þeirra, að kaupsamninga um fasteignir skuli gera skriflega og eigi hið sama við um breytingar sem gerðar væru á kaupsamningi, en þær yrði að gera með viðauka við kaupsamning ef svo bæri undir. Í 1. mgr. 51. gr. fasteignakaupalaganna sé áskilið að greiðsludráttur af hálfu kaupanda þurfi að vera verulegur til þess að seljandi geti rift. Í athugasemdum með frumvarpinu, sem hafi orðið að fyrrgreindum lögum, segi að í þeim tilvikum þegar greiðsla hefur verið innt af hendi þurfi meira að koma til en ella til þess að vanefnd teljist veruleg. Mat á því hvort vanefnd teljist vera veruleg sé reist á atvikum heildstætt í hverju tilviki. Af dómaframkvæmd megi ráða að jafnvel þótt um peningagreiðslur sé að ræða þurfi vanefnd kaupanda að vera veruleg í venjulegum skilningi þess orðs til að riftun sé heimiluð. Af dómaframkvæmd megi ráða að ekki hafi verið fallist á riftun á grundvelli verulegrar vanefndar í tilvikum þar sem vangoldin fjárhæð hafi verið lægri en um 10% af heildarkaupverði fasteignarinnar, sbr. Hrd. 1979, bls. 1294, og Hrd. 2000, bls. 2532 (259/2000). Í tilviki stefndu sé hún búin að greiða 13.880.000 krónur. Af því leiði að hún sé búin að greiða 92,53% af kaupverði fasteignarinnar. Sé því hlutfallslegt frávik frá réttum efndum einungis 7,46 %. Af því leiði að stefnda eigi einungis eftir að greiða 1.120.100 krónur. Af framangreindu og með tilliti til dómaframkvæmdar sé ljóst að vanefnd stefndu sé ekki veruleg. Að því er varði andvirði láns frá Íbúðalánasjóði og ráðstöfun þess sé af hálfu stefndu gerður fyrirvari við það að svo stöddu, en stefnda geri ráð fyrir að allt andvirði lánsins hafi verið greitt til stefnanda í gegnum fasteignasöluna. Ef frádráttur hefur orðið á þeirri greiðslu þannig að einungis hafi verið greiddar 10.880.000 krónur til stefnanda sé skýringuna að finna í því að lántökugjald hafi verið dregið frá, en einnig kunni söluþóknun vegna málsins að hafa verið dregin frá. Stefnda muni á síðari stigum málsins leggja fram kvittanir í tengslum við þetta og uppgjör og áskilji sér rétt til þess. Hið tímalega frávik frá réttum efndum hafi jafnframt þýðingu varðandi matið á verulegri vanefnd vegna greiðsludráttar. Ekki sé talið að greiðsla hafi dregist í það langan tíma að vanefndin teljist veruleg, en ljóst sé að stefnda hafi í hyggju að greiða samkvæmt samningnum. Sjáist það þegar atvik séu skoðuð eftir gerð samningsins. Sonur stefndu hafi á sínum tíma samið við stefnanda um frestun greiðslu og aðra greiðsluskilmála, þ.e. að greiðslur miðuðust við greiðslur úr seinni sölunni til Guðmundu Áróru. Komi þetta enn fremur skýrt fram í því að stefnandi hafi áritað skuldabréf í málinu nokkru eftir að gefa hafi átt út afsal í málinu. Ekki væri því um að ræða greiðsludrátt fyrr en frá vormánuðum 2012. Þá verði að telja óeðlilegt að stefndu hafi ekki verið send yfirlýsing um riftun áður en henni hafi verið stefnt, en það verði að telja eðlilegt með hliðsjón af trúnaðarskyldu og tillitsskyldu aðila í gagnkvæmu samningssambandi, sbr. t.d. Hrd. 11. apríl 2007 (173/2007). Við mat á því hvort vanefnd sé veruleg með hliðsjón af þýðingu hennar fyrir hagsmuni kröfuhafa hafi önnur atriði einnig verið talin skipta máli við það mat. M.a. hafi verið talið skipta máli hvort kröfuhafi geti tryggt hagsmuni sína með öðrum og fullnægjandi hætti. Jafnvel þótt vanefnd teldist veruleg gæti stefnandi náð sama markmiði með beitingu annarra vægari úrræða en riftun, sem sé mjög íþyngjandi úrræði. Stefnandi gæti t.d. krafist efnda in natura. Þá verði að telja það annmarka á kröfugerð stefnanda að hann hafi ekki jafnframt boðið fram lögmæt skil á greiðslum í stefnu, sbr. Hrd. 1969, bls. 241. Það sé meginregla að hafi greiðslur farið fram beri hvorum aðilanum um sig að skila þeim, sbr. 5. mgr. 51. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 33. gr., fasteignakaupalaga. Enn fremur verði að telja það annmarka á kröfugerð stefnanda hvernig aðild er háttað. Samkvæmt kaupsamningi frá 6. apríl 2011 hafi Guðmunda Áróra Pálsdóttir orðið eigandi að eigninni og hafi hún umráðarétt yfir eigninni í dag og búi þar. Verði því að telja að einnig hefði átt að stefna henni, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem stefnda og hún eigi óskipt réttindi og skyldur. Þessi röksemd styðji það enn fremur að sýkna beri stefndu í máli þessu. Skilyrðið um verulega vanefnd beri að skýra í því ljósi að riftun sé afdrifaríkt úrræði og gangi lengst vanefndarúrræða. Þá gangi riftun gegn grundvallarreglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga. Í þessu máli hafi stefnda innt af hendi nær allt kaupverðið samkvæmt kaupsamningi og afhending fasteignarinnar hafi farið fram. Myndi það því valda mikilli röskun og gera uppgjör mjög flókið ef riftunin yrði talin heimil. Með vísan til framangreinds og fyrrgreindra annmarka í kröfugerð sé ljóst að sýkna eigi stefndu af kröfum stefnanda. Ef fallist verði á kröfu stefnanda um riftun kveðst stefnda krefjast þess til vara að uppgjör eigi sér stað í málinu þannig að allar greiðslur gangi tilbaka. Stefnda verði því eins sett á eftir eins og gerningur þessi hefði ekki átt sér stað. Í máli þessu hafi stefnda einnig lagt töluverða fjármuni í að fullgera og endurbæta húsið eða 3.000.000 króna og kveðst krefjast greiðslu frá stefnanda vegna þessa. Um lagarök kveðst stefnda vísa til laga um fasteignakaup nr. 40/2002, laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og meginreglna samningaréttar. Málskostnaðarkrafa byggist á 129. gr. og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og krafa um virðisaukaskatt á málskostnað á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. V. Eins og fram hefur komið seldi stefnandi stefndu fasteignina að Baugholti 14 í Reykjanesbæ með kaupsamningi 10. nóvember 2010. Afsal var ekki gefið út vegna kaupanna, enda hefur kaupverð ekki verið greitt að fullu. Síðar seldi stefnda Guðmundu Áróru Pálsdóttur fasteignina með kaupsamningi 6. apríl 2011. Þrátt fyrir framangreint verður ekki á það fallist með stefndu að hún og viðsemjandi hennar, áðurgreind Guðmunda Áróra, eigi óskipta aðild að málinu, sbr. 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, enda verður ekki talið að um óskipt réttindi eða óskipta skyldu sé að ræða. Væri svo myndi slíkt enda leiða til frávísunar málsins, sbr. 2. mgr. 18. gr., en ekki til sýknu eins og stefnda heldur fram í greinargerð sinni. Stefnandi heldur því fram að sonur stefndu hafi boðið sér 17.000.000 króna í fasteignina, þ.e. 15.000.000 króna samkvæmt kaupsamningi og 2.000.000 króna í peningum, sem ekki skyldu koma fram í kaupsamningi. Kveðst stefnandi hafi samþykkt þetta tilboð. Á sömu lund hefur borið Maríus Sævar Pétursson fasteignasali, sem annaðist sölu á fasteigninni. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup er samningur um kaup á fasteign bindandi þegar skriflegt tilboð hefur verið samþykkt af móttakanda þess með undirskrift. Í þessu felst samkvæmt orðanna hljóðan að skriflegt form sé gildisskilyrði kaupsamnings um fasteign. Er staðfest með ummælum í athugasemdum með frumvarpi því sem síðar varð að lögum nr. 40/2002 og öðrum lögskýringargögnum að það var og tilgangur löggjafans með ákvæðinu, sbr. dóma Hæstaréttar í máli nr. 54/2006 og 453/2010. Kaupsamningur málsaðila 10. nóvember 2010 uppfyllti þetta skilyrði. Jafnvel þótt stefnanda tækist að sanna að svo hefði um samist munnlega að auk kaupverðs í kaupsamningi skyldi greiða áðurgreinda fjárhæð myndi slíkt samkomulag ekki uppfylla þetta formskilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 40/2002 um að vera skriflegt. Verður því að leggja til grundvallar að kaupverð fasteignarinnar hafi verið 15.000.000 króna eins og í kaupsamningi greinir. Óumdeilt er að stefnda hefur greitt stefnanda alls 13.880.000 krónur í peningum vegna kaupa á fasteigninni. Standa þá eftir 1.120.000 krónur af kaupverðinu. Þá þykir óumdeilt að veðskuldabréfi, að fjárhæð 3.000.000 króna á 2. veðrétti samkvæmt F-lið kaupsamnings, hafi verið ætlað að standa til tryggingar greiðslu eftirstöðva kaupverðs málsaðila, enda er ljóst af gögnum málsins að það vék með samþykki stefnanda í veðröð fyrir viðbótarláni Guðmundu Áróru Pálsdóttur frá Íbúðalánasjóði að fjárhæð 3.867.719 krónur, sem þinglýst var á 2. veðrétt 20. apríl 2011. Þá hefur stefnandi upplýst að af fjárhæð þessa láns hafi 2.000.000 króna runnið til hans upp í kaupverðið. Framangreint hefur og verið staðfest af vitninu Maríusi Sævari Péturssyni fasteignasala. Stefnandi hefur borið um að hann hafi tvívegis samþykkt að Gunnar, sonur stefndu, héldi eftir hluta af andvirði þeirra lána, sem hafi átt að ganga til greiðslu á kaupverði fasteignarinnar. Í fyrsta lagi hafi hann samþykkt að Gunnar héldi eftir 1.000.000 króna af 12.000.000 króna láninu frá Íbúðalánasjóði, en Gunnar hafi þurft á þessum peningum að halda til að klára fasteignina svo að hann gæti selt hana Guðmundu Áróru Pálsdóttur. Í öðru lagi hafi hann samþykkt að af viðbótarláni Guðmundu Áróru að fjárhæð 3.867.719 krónur gengju aðeins 2 milljónir króna til hans, en Gunnar héldi eftir því sem eftir stæði af andvirði lánsins til að klára aðra fasteign, sem hann hafði fest kaup á. Kvaðst stefnandi hafa staðið í þeirri trú að greiðslur úr sölu á þeirri fasteign myndu síðan ganga til hans til greiðslu á eftirstöðvum kaupverðsins. Þá kvaðst stefnandi hafa í lok árs 2011 tjáð fasteignasalanum að ef gengið yrði frá greiðslu á eftirstöðvum kaupverðsins myndi hann gefa eftir vexti af greiðslunni. Vitnið Maríus Sævar hefur borið um að samkomulag hafi verið um það að greiðslur til stefnanda biðu þar til greiðslur hefðu borist úr seinni sölunni á fasteigninni, enda hefði stefnandi samþykkt kaup Guðmundu Áróru á fasteigninni og veitt veðheimild í fasteigninni vegna viðbótarláns Guðmundu Áróru. Með hliðsjón af framangreindu verður að líta svo á að stefnandi hafi veitt stefndu viðbótarfrest til greiðslu á eftirstöðvum kaupverðsins þar til greiðslur bærust úr seinni sölu á fasteigninni eða úr sölu á annarri fasteign, sem sonur stefndu var með í sölu. Komið hefur fram að vegna ágreinings við uppgjör í tengslum við sölu á þessum fasteignum dróst greiðsla stefndu á eftirstöðvum kaupverðs til stefnanda. Þá hefur komið fram að Gunnar var haldinn sjúkdómi og orðinn mjög veikur í byrjun árs 2012. Kvaðst stefnandi því ekki hafa þrýst á Gunnar um efndir á þeim tíma. Eftir að Gunnar lést hafi málið beðið enn frekar. Samkvæmt gögnum málsins hóf stefnandi ekki innheimtu á eftirstöðvum kaupverðsins fyrr en með innheimtubréfi lögmanns hans 18. maí 2012. Með vísan til alls framangreinds verður því að miða við að stefnandi hafi veitt stefndu greiðslufrest allt til loka maí 2012. Með hliðsjón af öllu framangreindu, sérstaklega þeirri fjárhæð, sem í vanskilum var, en einnig með hliðsjón af þeim tíma sem vanskilin höfðu varað þegar stefnandi höfðaði málið, verður ekki á það fallist með stefnanda að um verulega vanefnd stefndu hafi verið að ræða í skilningi 51. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Skilyrði til riftunar kaupanna þykja því ekki vera fyrir hendi og ber því að sýkna stefndu af dómkröfum stefnanda. Með hliðsjón af málsúrslitum er stefnanda gert að greiða stefndu 564.750 krónur í málskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts af lögmannsþóknun. Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna embættisanna dómara. Dómsorð: Stefnda, Kristjana Heiður Gunnarsdóttir, er sýkn af dómkröfum stefnanda, Halldórs Péturssonar. Stefnandi greiði stefndu 564.750 krónur í málskostnað.
Mál nr. 355/2016
Kærumál Dómkvaðning matsmanns Yfirmat
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var beiðni K um að yfirmat færi fram á tveimur spurningum í máli sem K hafði höfðað á hendur B, en fallist á yfirmatsbeiðni K að öðru leyti. Talið var að með spurningunum væri ekki leitað endurmats á sömu atriðum og undirmatsgerð hefði tekið til í skilningi 64. gr. laga nr. 91/1991. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur um að hafna yfirmatsbeiðni K að þessu leyti.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir,Benedikt Bogason og Karl Axelsson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. maí 2016, enkærumálsgögn bárust réttinum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur 22. apríl 2016, þar sem tekin var til greina beiðni sóknaraðila umað dómkvaddir yrðu yfirmatsmenn til að svara matsspurningum 1 til 4 samkvæmtmatsbeiðni sóknaraðila en beiðninni hafnað að öðru leyti. Kæruheimild er í c.lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefstþess að lagt verði fyrir héraðsdómara að dómkveðja matsmenn í samræmi viðyfirmatsbeiðni.Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar ogkærumálskostnaðar.Í yfirmatsbeiðni 23. mars 2016krafðist sóknaraðili þess að dómkvaddir yrðu tveir yfirmatsmenn til að endurmetanánar tilgreind atriði sem metin höfðu verið í matsgerð 3. október 2015 og framkoma í matsbeiðni sóknaraðila undir töluliðum 1 til 4. Þá krafðist sóknaraðiliþess jafnframt að yfirmatsmenn legðu mat á atriði sem fram komu íviðbótarspurningum undir töluliðum 5 og 6. Með hinum kærða úrskurði féllsthéraðsdómur á beiðni sóknaraðila um yfirmat á þeim spurningum sem lagt hafðiverið mat á í áðurgreindri matsgerð en hafnaði beiðni sóknaraðila að öðruleyti. Samkvæmt 64. gr. laga nr. 91/1991getur aðili krafist yfirmats þar sem tekin verði til endurmats þau atriði semáður hafa verið metin. Með þeim viðbótarspurningum sem settarvoru fram í matsbeiðni sóknaraðila undir töluliðum 5 og 6 er ekki leitaðendurmats á sömu atriðum og spurningar samkvæmt matsgerð 3. október 2015 tókutil. Í matsgerðinni er hins vegar vikið að þeim atriðum sem viðbótarspurningarsóknaraðila lúta að en þó ekki þannig að fyrir liggi sjálfstætt mat á þeim ískilningi 1. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991. Við þær aðstæður er ekki girt fyrirað til viðbótar eldri matsgerð sé aflað nýrrar matsgerðar sem taki til annarraatriða en sú fyrri að teknu tilliti til þeirra takmarkana sem heimild málsaðilatil að afla matsgerðar eru settar í lögum nr. 91/1991. Að þessu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendnahins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiðavarnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili, Kaupþing ehf., greiði varnaraðila, Bank of America MerrillLynch International Ltd., 350.000 krónur í kærumálskostnað.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22.apríl 2016.IMálþetta, sem þingfest var 6. september 2012, var tekið til úrskurðar 11. aprílsl. um yfirmatsbeiðni stefnanda, Kaupþings hf., sem lögð var fram í þinghaldi23. mars sl. Við þá fyrirtöku málsins mótmælti stefndi, Bank of America LynchInternational Ltd., yfirmatsbeiðni stefnanda. Dómkröfurstefnanda í málinu er þær að rift verði eftirtöldum greiðslum stefnanda tilstefnda, Merrill Lynch International: Hinn 15. september 2008, að fjárhæð1.197.059,71 evra, vegna viðskipta, dagsettra 10. september 2008. Hinn 24.september 2008, að fjárhæð 8.137.916,67 Bandaríkjadollarar, vegna viðskipta,dagsettra 19. september 2008. Þákrefst stefnandi þess að stefndi greiði stefnanda 1.197.059,71 evru og8.137.916,67 Bandaríkjadollara með dráttarvöxtum af báðum fjárhæðunum samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. júní 2012 tilgreiðsludags.Lokskrefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningieða mati réttarins.Íupphafi krafðist stefndi þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi. Þeirrikröfu var hafnað með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 28. júní 2013. Að þvífrágengnu krefst stefndi aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og aðstefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað. Til vara krefst stefndiþess að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verðifelldur niður. II Í máli þessu krefst stefnandi riftunará nánar tilgreindum greiðslum sem hann innti af hendi í ágúst og september 2008sem endurgjald fyrir ákveðna hagsmunaeign eða hlutdeild í skuldabréfum semstefnandi gaf út 2007, eins og nánar er lýst í stefnu stefnanda og greinargerðstefnda. Fyrir liggur að gjalddagi skuldabréfanna var ekki kominn þegarstefnandi innti greiðslurnar af hendi en hann kveðst hafa bókfært greiðslurnartil lækkunar á útistandandi skuldum sínum. Stefnandi byggir riftunarkröfu sínaá 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., en honum varskipuð slitastjórn 25. maí 2009 á grundvelli ákvæðis II til bráðabirgða í lögumnr. 44/2009. Slitastjórnin gaf út innköllun til kröfuhafa 6. júlí 2009. Meðúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 22. nóvember 2010 var stefnandi tekinn tilformlegrar slitameðferðar. Stefnandi krefst enn fremur endurgreiðslu áframangreindum greiðslum á grundvelli 142., sbr. 143. gr., laga nr. 21/1991. Stefndi reisir sýknukröfu sína áaðildarskorti. Auk þess byggir hann á því að umræddar greiðslur hafi ekki faliðí sér greiðslu skuldar samkvæmt 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 í ljósiskilmála og erlendra réttarreglna sem gilt hafi um viðskiptin. Jafnframt byggirstefndi á því að málsókn þessi sé af hálfu stefnanda ólögmæt tilraun til þessað sniðganga ákvæði tilskipunar nr. 98/26/EB um endanlegt uppgjör ígreiðslukerfum vegna verðbréfaviðskipta. Þá telur stefndi m.a. að það leiði afn-lið 99. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eins og skýra beri þannlið með hliðsjón af 30. gr. tilskipunar nr. 2001/24/EB, að einungis megi riftaþeirri greiðslu, sem tengist viðskiptum stefnda ef lög á Englandi heimila það.Stefndi byggir á því að lög þar í landi heimili ekki slíka riftun og því beriað sýkna hann af kröfum stefnanda. Í þinghaldi í máli þessu 16. nóvember2015 lagði stefndi fram matsgerð dómkvadds matsmanns, Louise Gullifer,prófessors við Oxford háskóla, í tilefni af matsbeiðni stefnda. Í matsbeiðninnihafði verið leitað svara við eftirfarandi spurningum um enskan rétt:. Í samhengi við útgáfu áallsherjarskuldabréfum, hvaða reglur gilda í enskum rétti um stofnunskuldasambands og niðurfellingu kröfu vegna samruna réttinda og skyldna?2. Hvaða reglur gilda í enskum rétti um þaðhvenær löggerningur er talinn vera skaðlegur kröfuhöfum?3. Ef löggerningur er talinn vera skaðlegurkröfuhöfum, hvaða reglur gilda í enskum rétti sem heimila að slíkir gerningarséu vefengdir?4.Þess er óskað að matsmaður geri sérstaka grein í svörum sínum, við spurningumnr. 1, 2 og 3, fyrir tilvist og efni framangreindra enskra réttarreglna við þærkringumstæður þegar fjármálafyrirtæki, sem er útgefandi allsherjarskuldabréfs,með sömu skilmálum og greinir í dómskjölum nr. 6, nr. og nr. 9, hefur keypthlutdeildarkröfur í eigin allsherjarskuldabréfi fyrir lokauppgjörsdag þess.Íframangreindu þinghaldi óskaði stefnandi eftir fresti til að kynna sér efnimatsgerðarinnar og í þinghaldi 14. desember sama ár óskaði hann eftir frekarifresti til að taka afstöðu til efnis hennar þar til íslensk þýðing lægi fyrir.Í þinghaldi í málinu 19. janúar 2016 lagði stefndi fram íslenska þýðingumatsgerðarinnar og í næsta þinghaldi hinn 1. mars sl. óskaði stefnandi eftirfrekari fresti til að leggja fram yfirmatsbeiðni svo sem hann gerði í þinghaldi23. mars sl., eins og áður er getið. Í síðastgreindu þinghaldi óskaði stefndieftir frestun málsins svo honum gæfist ráðrúm til að fara yfiryfirmatsbeiðnina, auk þess sem hann mótmælti yfirmatsbeiðninni Málinu varfrestað til 11. apríl sl. og í þinghaldi þann dag reifuðu lögmenn aðilaröksemdir sínar um ágreiningsefnið. Stefnandi krafðist þess að dómkvaðning færifram í samræmi við framlagða yfirmatsbeiðni en stefndi krafðist þess að beiðnium dómkvaðningu yfirmatsmanna yrði hafnað. Málið var síðan tekið til úrskurðarum framangreindan ágreining aðila.Íyfirmatsbeiðni stefnanda er óskað eftir því að tveir hæfir og óvilhalliryfirmatsmenn, kunnáttumenn í enskum lögum, verði dómkvaddir til að leggja á nýmat á áðurnefndar matsspurningar sem settar voru fram í matsbeiðni stefnda.Stefnandi lýsir í yfirmatsbeiðni efasemdum sínum og athugasemdum vegnaniðurstöðu dómkvadds matsmanns í einstökum atriðum og gerð er grein fyrirmálavöxtum eins og þeir horfa við stefnanda. Kemur þar fram sú afstaðastefnanda að í matsgerðinni sé ekki gerð grein fyrir öllum hliðum þessskuldarsambands, sem sé á milli útgefanda og eiganda hlutdeildar íallsherjarskuldabréfi, og því gefi hún ekki nákvæma mynd af réttarsambandinumilli aðila. Af því leiði að réttarreglum um samruna réttinda og skyldna séekki lýst með réttum hætti og í réttu samhengi í matsgerðinni. Íyfirmatsbeiðninni kemur fram að stefnandi telji af þessum sökum nauðsynlegt aðóska eftir því að yfirmatsmennirnir svari viðbótarspurningum er lúti aðréttarsambandinu milli útgefanda og eiganda hlutdeildar íallsherjarskuldabréfi. Tilgangurinn með þeim sé að fá fram fullnægjandi lýsinguá þessu réttarsambandi, en stefnandi hyggist færa sönnur á að á milli útgefandaog eiganda hlutdeildar í allsherjarskuldabréfi sé skuldarsamband, sem afturhafi áhrif á beitingu reglunnar um samruna réttinda og skyldna að enskum rétti.Því telur stefnandi rétt að setja fram spurningar um tvo meginþættiskuldarsambands að enskum rétti; annars vegar um möguleikann á að höfða dómsmálgegn skuldaranum og hins vegar möguleikann á að lýsa kröfu við slitameðferðskuldarans. Auk svara við áðurgreindum spurningum nr. 1 til 4 óskar stefnandiþví eftir því að yfirmatsmennirnir svari eftirfarandi spurningum:5. Í samhengi við útgáfu á allsherjarskuldabréfum,hvaða reglur gilda í enskum rétti um hvort hlutdeildareigendur geti viðeinhverjar aðstæður höfðað dómsmál gegn útgefanda allsherjarskuldabréfs, og þávið hvaða aðstæður?6. Í samhengi við útgáfu áallsherjarskuldabréfum, hvaða reglur gilda í enskum rétti um hvorthlutdeildareigendur geti við einhverjar aðstæður lýst kröfum við skuldaskilútgefanda allsherjarskuldabréfs, þ.m.t. sem skilyrtir kröfuhafar, og þá viðhvaða aðstæður? Við munnlegan málflutning um ágreiningaðila um hvort dómkvaðning yfirmatsmanna færi fram á framangreindum grundvelli,kvaðst stefnandi telja að viðbótarspurningarnar fælu í sér nánari útlistun áspurningu nr. 1. Ef litið væri á þær sem sjálfstæðar spurningar, væri rétt aðlíta á svör við þeim sem undirmatsgerð og að stefndu gætu þá t.d. leitaðyfirmats á þeim á grundvelli 64. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi hafnaði þessumsjónarmiðum stefnanda og byggir einkum á því að 64. gr. laga nr. 91/1991 hindriað unnt sé að koma að viðbótarmatsspurningum í yfirmati.III Í 64. gr. laga nr. 91/1991, um meðferðeinkamála, er fjallað um yfirmat. Þar kemur fram að aðili geti krafist yfirmats„þar sem tekin verði til endurmats þau atriði sem hafa áður verið metin“. Íathugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 91/1991 kemur framað í 142. gr. laga nr. 85/1936, um meðferð einkamála í héraði, hafi ekki veriðtekið fram berum orðum að yfirmat eigi sér stað til endurmats á sömu atriðum ogundirmatsgerð tók til. Þótti heppilegra að taka þetta beinlínis fram í lögum ummeðferð einkamála, þótt hugtakið yfirmat fæli í sér að það færi ekki fram nemaí þessu skyni. Í yfirmatsbeiðni stefnanda eru settarfram tvær viðbótarmatsspurningar, eins og rakið hefur verið. Þótt efni þeirratengist fyrstu matsspurningu, verður að líta á þær sem sjálfstæðar spurningarsem óskað er eftir að yfirmatsmenn fjalli sérstaklega um. Í málsgreinum 23 til25 í fyrirliggjandi matsgerð er vikið að atriðum sem viðbótarmatsspurningarnarlúta að. Tilvísun til þeirra er þáttur í röksemdafærslu matsmanns þar semkomist er að þeirri niðurstöðu að samkvæmt enskum rétti sé einungis vörsluaðiliallsherjarskuldabréfs, og lögformlegur eigandi þess, raunverulegur kröfuhafi ereigi rétt á greiðslu úr hendi útgefanda. Þó að matsmaður hafi á þennan háttlitið til atriða, sem viðbótarspurningarnar lúta að, var þar ekki fjallað umþær sem afmarkað matsatriði. Með viðbótarspurningunum nr. 5 og 6 er því ekkileitað endurmats á sömu atriðum og áður hafa verið metin. Verður því ekkileitað svara yfirmatsmanna við þeim á grundvelli 64. gr. laga nr. 91/1991.Stefnanda er hins vegar unnt að leita dómkvaðningar matsmanns til að svara þeimsamkvæmt 61. gr. laganna en það hefur hann ekki gert. Því verður að hafnamatsspurningum nr. 5 og 6 í yfirmatsbeiðni. Aðili að máli, sem rekið er fyrirdómstólum á grundvelli laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, á að meginstefnutil rétt á því að afla og leggja fram þau sönnunargögn sem hann telur þörf átil stuðnings málatilbúnaði sínum. Það er því almennt hvorki á valdi gagnaðilané dómstóla að aftra því nema með stoð í lögum. Af þeim sökum ber dómara jafnanað verða við beiðni málsaðila um að dómkveðja matsmann eða matsmenn samkvæmtIX. kafla laga nr. 91/1991 nema matsbeiðni fullnægi ekki skilyrðum 2. málsliðar1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991, leitað sé mats um atriði sem dómari telurbersýnilegt að skipti ekki máli, sbr. 3. mgr. 46. gr. laganna, eða aðmatsbeiðni lúti einvörðungu að atriðum sem dómara ber að leggja sjálfur mat áen ekki sérfróður matsmaður, sbr. 2. mgr. 60. gr. og 1. málslið 1. mgr. 61. gr.laganna. Sömu sjónarmið leiða til þess aðalmennt verður að heimila aðila að leita dómkvaðningar yfirmatsmanna til aðendurmeta þau atriði sem áður hafa verið metin. Engin haldbær rök hafa komiðfram er styðja að bersýnilega sé óþarft að leita yfirmats samkvæmt spurningum 1til 4 í því skyni að endurmeta þau atriði, sem fjallað er um í fyrirliggjandimatsgerð, eða að skilyrðum þess að verða við beiðni stefnanda um dómkvaðningusé ekki fullnægt. Því verður fallist á beiðnina eins og í úrskurðarorðigreinir. Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómarikveður upp úrskurð þennan.Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Fallist er á að dómkveðja tvo hæfa ogóvilhalla yfirmatsmenn til þess að leggja á ný mat á matsspurningar 1 til 4samkvæmt beiðni á dómskjali nr. 210 sem lagt var fram í þinghaldi 23. mars2016. Að öðru leyti er kröfu stefnanda, Kaupþings hf., hafnað.
Mál nr. 351/2011
Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
V kærði úrskurð héraðsdóms þar sem máli hans gegn NP og NPH var vísað frá dómi. Aðilar málsins gerðu með sér svokallaðan fjárfestingarsamning í júlí 2007 þar sem m.a. var ákveðið að V myndi kaupa 12% hlutafjár í NP þegar tilteknum ráðstöfunum við yfirtöku á A hf. yrði lokið. Var þar einnig mælt fyrir um að V yrði tryggð árangursþóknun við nánar tilgreindar aðstæður. NP og NPH tilkynntu V 13. ágúst 2009 að vegna fjárhagslegrar stöðu sinnar væri ólíklegt að þeir gætu tryggt að árangursþóknun yrði greidd til V. Í málinu krafði hann NP og NPH um fjárhæð sem hann taldi standa eftir af árangursþóknun samkvæmt samningi þeirra. Í héraði var V ekki talinn hafa í stefnu gert grein fyrir kröfu sinni og sönnunargögnum eins og áskilið væri í 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í Hæstarétti var m.a. talið að samhengi málsástæðna V í héraðsdómsstefnu væri ljóst þótt hann hefði hvorki getið samnings frá 6. október 2008 um ráðstöfun greiðslna sem hann kynni að eiga tilkall til vegna svonefndar útgöngu NP úr fjárfestingu sinni í A hf. né veðsetningar frá 16. febrúar 2010. Um bæði þessi atriði hefði NP og NPH verið kunnugt og áttu þeir kost á að byggja á þeim sem raunin hefði orðið á. Þá vörðuðu varnir, sem sneru að veðsetningunni, aðild V að málinu og leiddu því ef réttar væru til sýknu NP og NPH en ekki frávísunar málsins, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Þá taldi Hæstiréttur að V hefði ekki átt þess kost að fara aðra leið við útreikning kröfu sinnar en hann fór við höfðun málsins. Við það yrði að una að V rökstyddi frekar við munnlegan flutning málsins útreikning á kröfu sinni og yrði einnig til þess að líta að héraðsdómur gæti neytt heimildar í 2. mgr. 101. gr. laganna til að gefa honum kost á að leggja útreikninginn fram skriflega. Var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Páll Hreinsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. maí 2011, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. maí 2011, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I Samkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila starfaði hann sem framkvæmdastjóri Delta hf. frá árinu 1999, en á árinu 2002 hafi það félag sameinast Actavis Group hf. og hann gegnt þar sama starfi áfram til ágúst 2008. Í júní 2007 hafi Novator eignarhaldsfélag ehf., sem nú heiti Actavis eignarhaldsfélag ehf., gert yfirtökutilboð til hluthafa í Actavis Group hf., en fyrrnefnda félagið og önnur því tengd hafi þá átt 1.296.379.823 hluti í því síðarnefnda eða sem svaraði 38,47% af heildarhlutafé. Tilboði þessu, sem hafi hljóðað á 1,075 evru á hlut, hafi verið tekið af nærri öllum öðrum hluthöfum og greiðslur á grundvelli þess inntar af hendi 25. júlí 2007, en félagið hafi í framhaldi af því verið afskráð í kauphöll 13. ágúst sama ár. Actavis eignarhaldsfélag ehf. hafi að öllu leyti verið í eigu félagsins Actavis PharmaHolding 5 ehf., en það hafi heyrt til keðju samnefndra einkahlutafélaga, sem báru þó númer í hlaupandi röð uns komið var að Actavis Pharma Holding 1 ehf. og hafi hvert þeirra verið eigandi félags með næsta hærra númeri. Síðastnefnda félagið mun síðan hafa að 78,1% verið í eigu varnaraðilans Novator Pharma S.à.r.l., sem hafi verið skráð í Luxembourg og upphaflega að fullu í eigu varnaraðilans Novator Pharma Holding Ltd., en það félag sé skráð í Tortola á Bresku Jómfrúareyjunum. Aðilar málsins gerðu í júlí 2007 ódagsettan samning, sem nefndur er í framlagðri íslenskri þýðingu fjárfestingarsamningur. Þar var meðal annars ákveðið að sóknaraðili myndi kaupa 12% hlutafjár í varnaraðilanum Novator Pharma S.à.r.l. þegar fyrrgreindum ráðstöfunum við yfirtöku á ActavisGroup hf. yrði lokið, en fyrir þetta skyldi sóknaraðili greiða 35.000.000 evrur, þar af 25.000.000 evrur í peningum innan tíu daga frá þeim tíma. Þá var einnig mælt þar fyrir um að sóknaraðila yrði „tryggð árangursþóknun frá Actavis allt að 40.000.000 evra og í öllu falli eigi lægri fjárhæð en 10.000.000 evrur“ ef kæmi til „útgöngu“, sem svo var nefnd í samningnum, en það orð var skýrt þannig að átt væri við „árangursríka útgöngu af hálfu Novator Holding út úr fjárfestingu sinni í Actavis, annaðhvort með skráningu í kauphöll, samruna eða sölu.“ Yrði ekki af þessari útgöngu fyrir lok ársins 2009 skyldi sóknaraðila allt að einu „greidd árangursþóknunin á þeim forsendum að við útreikning útgönguverðsins skuli miða við verð á hlut í Actavis sem nemur 1,075 evru.“ Þetta skyldi þó vera háð því að sóknaraðili gegndi enn starfi framkvæmdastjóra Actavis Group hf. „nema honum hafi verið sagt upp störfum af Actavis án tilefnis“. Af þessari árangursþóknun átti að verja 10.000.000 evrum til að gera upp eftirstöðvar kaupverðs hlutabréfanna í Novator Pharma S.à.r.l., en hún skyldi að öðru leyti greidd sóknaraðila. Samkvæmt samningnum átti að ákveða þóknunina „á grundvelli vergs hagnaðar Novator Holding af útgöngu“, sem yrði „reiknaður sem mismunurinn milli kr. 60 á hvern hlut í Actavis og verðs hvers hlutar í Actavis sem Novator Holding fær með útgöngu (raunverulegri eða ætlaðri)“ eða „útgönguverð – grunnverð = vergur hagnaður“. Sagt var að grunnverðið væri 948.950.030 evrur eða sem svaraði 0,732 evrum fyrir hvern af þeim 1.296.379.823 hlutum, sem Actavis eignarhaldsfélag ehf. átti ásamt tengdum félögum fyrir yfirtökuna á Actavis Group hf. Í málatilbúnaði sóknaraðila er því haldið fram að þetta verð fyrir hvern hlut hafi svarað til fyrrnefndra 60 króna eftir gengi þessara gjaldmiðla á þeim tíma, sem samningurinn var gerður. Útgönguverðið átti á hinn bóginn að nema 88% af „virði hlutafjár í Actavis við útgöngu“ margfaldað með „hlutdeild Novators í Actavis“, en hún mun hafa verið 78,1% samkvæmt áðursögðu. Af svokölluðum vergum hagnaði, sem samkvæmt þessu átti að finnast með því að draga grunnverð frá útgönguverði, skyldi síðan reikna árangursþóknun sóknaraðila, sem gat numið frá 1% til 5% af hagnaðinum. Hlutfall þetta átti nánar að ráðast „á grundvelli margfeldis EV/EBITDA“, þannig að ef útkoman yrði lægri en 11 yrði hlutfallið1%, en yrði hún hærra en 14 næmi hlutfallið 5%. Samkvæmt gögnum málsins er „EV“ skammstöfun ensku orðanna „Enterprise Value“, sem sóknaraðili hefur í málatilbúnaði sínum kallað heildarvirði starfseminnar, en það mun svara til samanlagðs markaðsverðs hluta í félagi að viðbættri fjárhæð langtímaskulda þess. Skammstöfunin „EBITDA“ er á hinn bóginn dregin af enskum orðum, sem merkja hagnað fyrir vexti, skatta og afskriftir. Í framhaldi af framangreindum samningi gerðu annars vegar varnaraðilinn Novator Pharma Holding Ltd. og hins vegar sóknaraðili, Salt Investments ehf. og Salt Generics S.à.r.l. samning 5. september 2007 um kaup á 12% hlut í varnaraðilanum Novator Pharma S.à.r.l., sem framseldur yrði Salt Generics S.à.r.l. gegn greiðslu á samtals 35.000.000 evrum. Í samningnum sagði að 25.000.000 evrur af þeirri fjárhæð væru þegar greiddar, en eftirstöðvar skyldu greiðast ekki síðar en 31. desember 2009. Sóknaraðili og ActavisGroup hf. gerðu 5. ágúst 2008 samning um lok starfa þess fyrrnefnda sem framkvæmdastjóra. Í þeim samningi var tekið fram að hann hefði „ekki áhrif á réttindi og skyldur aðila samkvæmt fjárfestingarsamningi ... dags. í júlí 2007 og kaupsamningi um hlutafé ... dags. 5. september 2007 hvað snertir eignarhald framkvæmdastjórans á hlutum í NovatorPharma sàrl.“ Þá hafa varnaraðilar lagt fram annan samning frá 6. október 2008 milli sín annars vegar og sóknaraðila, Salt Investments ehf. og Salt Generics S.à.r.l. hins vegar. Samningur þessi, sem er á ensku, ber fyrirsögnina „Proceeds Agreement“ og fjallar um ráðstöfun greiðslna, sem kynnu að falla í hlut sóknaraðila og síðastnefndu félaganna tveggja við svokallaða útgöngu varnaraðilans Novator Pharma S.à.r.l. úr fjárfestingu í Actavis Group hf. Með því að þýðing hefur ekki verið lögð fram á þessum samningi verður efni hans ekki rakið frekar. Varnaraðilar sendu sóknaraðila bréf 13. ágúst 2009, þar sem þeir tilkynntu að vegna fjárhagslegrar stöðu sinnar væri „ólíklegt að við getum tryggt að „árangursþóknun“ (eins og hún er skilgreind í fjárfestingarsamningnum) verði greidd til yðar af félaginu.“ Fyrir liggur í málinu að sóknaraðili setti 16. febrúar 2010 að veði til Sparisjóðabanka Íslands hf. allar kröfur sínar á hendur varnaraðilum samkvæmt fjárfestingarsamningi þeirra frá júlí 2007. Áður en til þess kom hafði sóknaraðili með bréfum til varnaraðila 21. janúar 2010 krafist greiðslu þóknunarinnar, sem hann með nánari skýringum taldi eiga að nema umsaminni hámarksfjárhæð eða 40.000.000 evrum, en af henni liti sóknaraðili svo á að 10.000.000 evrum hefði þegar verið ráðstafað til greiðslu skuldar vegna kaupa á hlutum í varnaraðilanum Novator Pharma S.à.r.l. og krefðist hann eftirstöðva hennar án tafar. Þessu höfnuðu varnaraðilar hvor fyrir sitt leyti með bréfum 5. mars 2010. Sóknaraðili höfðaði mál þetta með stefnu 13. ágúst 2010 og krafðist þess að varnaraðilum yrði í sameiningu gert að greiða sér 30.000.000 evrur, en þá fjárhæð telur hann standa samkvæmt framansögðu eftir af árangursþóknun samkvæmt samningi þeirra frá júlí 2007. Í hinum kærða úrskurði var orðið við kröfum varnaraðila um að málinu yrði vísað frá dómi. II Fyrir héraðsdómi reistu varnaraðilar kröfur sínar um frávísun málsins meðal annars á því að í stefnu hafi sóknaraðili hvorki getið um áðurnefndan samning þeirra og félaga tengdum sóknaraðila frá 6. október 2008, þar sem mælt hafi verið fyrir um ráðstöfun greiðslna, sem hann kynni að eiga tilkall til vegna svonefndrar útgöngu varnaraðilans Novator Pharma S.à.r.l. úr fjárfestingu sinni í Actavis Group hf., né um veðsetningu sóknaraðila 16. febrúar 2010 á kröfum á hendur varnaraðilum, sem hann teldi sig geta reist á fjárfestingarsamningi þeirra frá júlí 2007. Um þessar röksemdir varnaraðila er þess að gæta að samkvæmt e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 ber að greina í héraðsdómsstefnu frá málsástæðum, sem stefnandi reisir dómkröfu sína á, svo og öðrum atvikum, sem þarf að geta svo að samhengi málsástæðna verði ljóst. Ekki er á hinn bóginn ætlast til að í stefnu sé fjallað um hugsanlegar málsástæður, sem stefndi kann að bera fyrir sig í greinargerð ef hann tekur til varna í máli, heldur svarar stefnandi slíku við munnlegan flutning máls. Samhengi málsástæðna sóknaraðila í héraðsdómsstefnu var ljóst þótt hann hafi hvorki getið samningsins frá 6. október 2008 né veðsetningarinnar 16. febrúar 2010, en um bæði þessi atriði var varnaraðilum bersýnilega kunnugt og áttu þeir kost á að byggja á þeim, svo sem raun hefur orðið á. Vegna álitaefna, sem varða veðsetninguna, hefur sóknaraðili lagt fram yfirlýsingu formanns skilanefndar Sparisjóðabanka Íslands hf. 15. desember 2010, þar sem fram kemur að sóknaraðila sé heimilt veðhafans vegna að reka mál þetta um kröfu sína, og eru engin efni til að fallast á með varnaraðilum að formaður skilanefndar sé ekki bær um að lýsa þessu yfir. Að auki varða varnir, sem snúa að þessari veðsetningu, aðild sóknaraðila að málinu og leiddu því ef réttar væru til sýknu varnaraðila en ekki frávísunar málsins, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Málið er því ekki vanreifað af hendi sóknaraðila af þeim ástæðum, sem hér um ræðir. Varnaraðilar halda því einnig fram til stuðnings kröfu um frávísun að óljóst sé af héraðsdómsstefnu annars vegar hvort sóknaraðili byggi á því að þeir beri beina greiðsluskyldu gagnvart sér eða ábyrgð á skuldbindingu Actavis Group hf. um árangurstengda þóknun og hins vegar hvort sóknaraðili hafi gert ráðningarsamning við félagið, svo sem ráðgert hafi verið í fjárfestingarsamningi aðilanna frá júlí 2007. Á sama hátt og fyrr greinir verður ekki ætlast til að sóknaraðili svari í stefnu vörnum um efni málsins, sem varnaraðilar kjósa að halda fram. Þessi atriði geta ekki fremur en þau, sem áður var getið, leitt til þess að málinu verði vísað frá dómi. Að því er varðar útreikning á fjárhæð kröfu sóknaraðila er þess að gæta að í stefnu í héraði var greint frá því að Actavis Group hf. hefði ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2009 til fyrirtækjaskrár áður en málið var höfðað. Sóknaraðili hafi því orðið að beita öðrum aðferðum til að reikna út kröfu sína og af nánar tilgreindum ástæðum komist að þeirri niðurstöðu að „verðkennitalan EV/EBITDA“, sem hann kallaði svo í stefnu, hefði að lágmarki numið tölunni 14 í árslok 2009. Hann hafi því öðlast tilkall til hámarksfjárhæðar árangurstengdu þóknunarinnar, sem um ræddi í fjárfestingarsamningi aðilanna frá júlí 2007. Í stefnunni var jafnframt skorað á varnaraðila að leggja fram endurskoðaðan ársreikning fyrir Actavis Group hf. vegna ársins 2009. Ekkert er fram komið um að sóknaraðili hafi haft tök á að fá þennan ársreikning í hendur áður en málið var höfðað. Án hans var hvorki unnt að komast að raun um hver væri samanlögð fjárhæð langtímaskulda Actavis Group hf. í árslok 2009 til að unnt yrði að finna annan þáttinn í útreikningi á heildarvirði félagsins, svokölluðu „EV“, né lágu fyrir upplýsingar um hagnað félagsins fyrir vexti, skatta og afskriftir, þannig að fært yrði að reikna út svokallað „EBITDA“. Verður því ekki séð að sóknaraðili hafi átt kost á að fara aðra leið en hann fór við höfðun málsins. Við framangreindri áskorun hans urðu varnaraðilar á þann hátt að leggja fram ársreikning á ensku, sem engin þýðing fylgir. Þeir hafa að auki í greinargerðum, sem þeir lögðu fram í héraði hvor fyrir sitt leyti, lýst því í einstaka atriðum hvernig þeir teldu rétt að reikna út árangurstengda þóknun handa sóknaraðila ef hann ætti tilkall til hennar. Kjósi varnaraðilar á síðari stigum að leggja þennan ársreikning fram í þýðingu þannig að við hann verði stuðst við úrlausn málsins, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 91/1991, verður við það una að sóknaraðili rökstyðji frekar við munnlegan málflutning útreikning á kröfu sinni með tilliti til ársreikningsins, en til þess verður og að líta að héraðsdómur gæti neytt heimildar í 2. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 til að gefa honum kost á að leggja þann útreikning fram skriflega. Þessi háttur á málsókn sóknaraðila á sér enga hliðstæðu í dómi Hæstaréttar 18. mars 2010 í máli nr. 413/2009, sem skírskotað er til í hinum kærða úrskurði, og veldur því ekki að málið sé vanreifað þannig að frávísun þess varði. Samkvæmt framangreindu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðilum verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðilar, NovatorPharma S.à.r.l. og Novator Pharma Holding Ltd., greiði í sameiningu sóknaraðila, Vilhelm Róbert Wessman, 500.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 708/2012
Kærumál Virðisaukaskattur Lögvarðir hagsmunir Frávísunarúrskurður staðfestur
U ehf. höfðaði mál gegn Í og krafðist endurgreiðslu fjárhæðar sem félagið taldi sig hafa ofgreitt í virðisaukaskatt samkvæmt reikningi frá prentsmiðjunni P ehf. Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem málinu var vísað frá dómi á þeim grundvelli að ágreiningurinn hefði ekki verið borinn undir yfirskattanefnd. Í dómi Hæstaréttar kom fram að þeir sem innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð væri einum heimilt að kæra úrskurð um ákvörðun skattsins til yfirskattanefndar og eftir atvikum krefjast endurgreiðslu hans. Þótt þeir sem greiddu fyrir vörur og þjónustu með virðisaukaskatti gætu haft lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um það hvert hlutfall skattsins skyldi vera brysti þá heimild til þess að beina kröfu um endurgreiðslu skattsins að Í. Þá var talið að þar sem U ehf. hafði fengið hina umkröfðu fjárhæð endurgreidda frá P ehf. ætti U ehf. ekki lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr ágreiningi sínum og Í fyrir dómi. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. nóvember 2012 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. nóvember 2012 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I Samkvæmt gögnum málsins gaf Prentsmiðjan Oddi ehf. út reikning til sóknaraðila 29. nóvember 2007. Nam reikningsfjárhæðin 927.576 krónum, þar af var höfuðstóll 745.041 króna og virðisaukaskattur 24,5% af höfuðstólnum eða 182.535 krónur. Með ódagsettu bréfi sóknaraðila fór hann þess á leit við Prentsmiðjuna Odda ehf. að reikningurinn yrði „bakfærður og nýr gefinn út með 7,0% virðisaukaskatti.“ Með bréfi prentsmiðjunnar til sóknaraðila 18. janúar 2008 var erindi hans hafnað, en tekið fram að síðar yrði tekin afstaða til þess hvort honum yrðu greiddar 130.392 krónur sem væri mismunur á fjárhæð virðisaukaskatts af höfuðstól reikningsins eftir því hvort skatturinn væri reiknaður 24,5% eða 7%. Virðisaukaskattur var greiddur af framangreindum reikningi 1. febrúar 2008 af Kvos hf., móðurfélagi Prentsmiðjunnar Odda ehf., með fyrirvara þar sem áskilinn var réttur til að endurkrefja varnaraðila um áðurnefndan mismun, 130.392 krónur. Munu þessi tvö félög vera samskráð vegna skila á virðisaukaskatti. Hinn 5. febrúar 2008 endurgreiddi prentsmiðjan sóknaraðila þá fjárhæð. Eins og gerð er grein fyrir í hinum kærða úrskurði höfðaði Kvos hf. árið 2009 mál á hendur varnaraðila þar sem krafist var greiðslu á fjárhæðinni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 23. júní 2010 var varnaraðili sýknaður af þeirri kröfu, en þeim dómi var ekki áfrýjað. Í þessu máli gerir sóknaraðili þá kröfu að varnaraðili verði dæmdur til að greiða sér fyrrgreinda fjárhæð með nánar greindum vöxtum. Krafan er rökstudd með því að hann hafi verið krafinn um 24,5% virðisaukaskatt af höfuðstól reikningsins frá Prentsmiðjunni Odda ehf. þegar með réttu hefði átt að krefja sig um 7% skatt. Vegna þess kveðst varnaraðili hafa „ofgreitt virðisaukaskatt sem nemur mismuninum“. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá héraðsdómi, að kröfu varnaraðila, á þeirri forsendu að fyrir lægi að ágreiningur málsaðila hafi ekki sætt meðferð yfirskattanefndar og því ekki gengið um hann úrskurður þeirrar nefndar eins og áskilið væri í 5. mgr. 29. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. II Samkvæmt 3. gr. laga nr. 50/1988 hvílir skylda til að innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð á þeim aðilum sem þar eru upp taldir. Í 1. mgr. 24. gr. þeirra laga er kveðið á um að uppgjörstímabil virðisaukaskatts skuli vera tveir mánuðir. Eftir 1. mgr. 25. gr. laganna, eins og hún hljóðaði í byrjun árs 2008, sbr. 3. gr. laga nr. 149/1996, skyldi skattstjóri ákvarða virðisaukaskatt skráðs aðila á hverju uppgjörstímabili. Sú ákvörðun var kæranleg til skattstjóra samkvæmt þágildandi 1. mgr. 29. gr. laganna og mátti að því búnu skjóta úrskurði hans til yfirskattanefndar á grundvelli 4. mgr. þeirrar greinar. Það leiðir af þessum ákvæðum og öðrum ákvæðum laga nr. 50/1988 að þeim, sem innheimta virðisaukaskatt og hafa staðið skil á honum í ríkissjóð, er einum heimilt að kæra úrskurð um ákvörðun skattsins til yfirskattanefndar og eftir atvikum endurkrefja varnaraðila um það sem þeir telja sig hafa ofgreitt af skattinum. Af þeirri ástæðu átti sóknaraðili þess ekki kost að bera þann ágreining um hlutfall virðisaukaskatts, sem um er deilt í máli þessu, undir yfirskattanefnd. Fallast verður á að þeir, sem greiða fyrir vörur og þjónustu með virðisaukaskatti, geti haft lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um það fyrir dómstólum hvert hlutfall skattsins skuli vera lögum samkvæmt. Eins og áður er rakið brestur þá hins vegar heimild að lögum til að beina kröfu sinni um endurgreiðslu skattsins að varnaraðila, heldur verða þeir að leggja slíkan ágreining fyrir dómstóla með öðrum hætti. Fyrir liggur að sóknaraðili hefur fengið endurgreidda frá Prentsmiðjunni Odda ehf. þá fjárhæð sem hann taldi sér óskylt að greiða í virðisaukaskatt af höfuðstól reikningsins 29. nóvember 2007. Af þeim sökum hefur hann ekki lögvarða hagsmuni af því að fá leyst úr ágreiningi þeim sem málshöfðun hans á hendur varnaraðila er sprottinn af. Ber því þegar af þeirri ástæðu að vísa málinu frá héraðsdómi með vísan til 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Í samræmi við það verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Uppheimar ehf., greiði varnaraðila, íslenska ríkinu, 150.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 54/2016
Niðurfelling máls Málskostnaður Gjafsókn
Mál T gegn S hf. var fellt niður fyrir Hæstarétti að ósk þess fyrrnefnda, en aðilar gerðu kröfu hvor á hendur hinum um málskostnað. Þótti rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður, en að gjafsóknarkostnaður T yrði greiddur úr ríkissjóði.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir GretaBaldursdóttir og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir setturhæstaréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar21. janúar 2016. Með bréfi til réttarins 4. október sama ár tilkynnti áfrýjandiað hún óskaði eftir að fella málið niður. Aðilar krefjast hvor um sigmálskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi hins, en áfrýjandi gerir þá kröfu fyrirsitt leyti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt fyrirréttinum.Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105.gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er málið fellt niður.Rétt er að málskostnaður fyrirHæstarétti falli niður.Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrirHæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Mál þetta er fellt niður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður.Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda,Thuy Thi Pham, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talinmálflutningsþóknun lögmanns hennar, 300.000 krónur.
Mál nr. 785/2013
Gjaldþrotaskipti Riftun Gjöf Ógjaldfærni
Þrotabú F hf. höfðaði mál á hendur E hf. til riftunar á gjafagerningum, sem falist hefðu í 39 leigugreiðslum F hf. til E hf. á tímabilinu frá 3. maí 2007 til 1. apríl 2009 fyrir tvær fasteignir. Þá krafðist þrotabú F hf. þess einnig að E hf. yrði gert að endurgreiða sér ávinning vegna þessa. Hæstiréttur féllst á með héraðsdómi að leigugreiðslur fyrir fasteignirnar hefðu verið miklum mun hærri en eðlilegt gæti talist og að það sem hefði verið umfram eðlilegt leigugjald teldist gjöf í skilningi 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Var því fallist á að borið hefði að rifta leigugreiðslum umfram það sem eðlilegt taldist síðustu sex mánuði fyrir frestdag við gjaldþrotaskiptin, eða á tímabilinu 30. október 2008 til 30. apríl 2009. Að því er varðaði kröfu þrotabús F hf. að einnig yrði rift greiðslum sem fram hefðu farið á síðustu sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag þar sem F hf. og E hf. hafi verið nákomnir í skilningi 3. gr. laga nr. 21/1991 og F hf. ógjaldfært á því tímabili taldi Hæstiréttur að félögin teldust nákomin í skilningi 3. gr. laganna. Á hinn bóginn voru ekki talin skilyrði til annars en að telja að F hf. hefði verið gjaldfær fram til loka september 2008, hvorki á grundvelli 2. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 né 141. gr. laganna. Var því hafnað kröfu þrotabús F hf. um að rift yrði ráðstöfunum sem átt höfðu sér stað fyrir þann tíma. Var E hf. því gert að endurgreiða þrotabúi F hf. þá fjárhæð sem talin var umfram eðlilegt leigugjald vegna 14 leigugreiðslna á tímabilinu frá 1. október 2008 til 1. apríl 2009.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 9. október 2013. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 20. nóvember 2013 og áfrýjaði hann öðru sinni 17. desember sama ár. Hann krefst þess að rift verði með dómi gjafagerningum, sem falist hafi í 39 nánar tilgreindum leigugreiðslum Fons hf. til stefnda. Hann krefst þess jafnframt að stefnda verði gert að greiða sér 107.660.952 krónur aðallega með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 3. maí 2007 til greiðsludags, en til vara með vöxtum samkvæmt 4. gr. sömu laga af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 3. maí 2007 til 8. febrúar 2010, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Loks krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Bú Fons hf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði 30. apríl 2009 og var sá dagur einnig frestdagur við skiptin, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Þrotabúið höfðaði mál þetta til riftunar á ráðstöfunum sem það telur að hafi falist í 39 leigugreiðslum Fons hf. til stefnda frá 3. maí 2007 til 1. apríl 2009 fyrir tvær fasteignir í Reykjavík, Suðurgötu 22 og Eyjarslóð 9, en stefndi er eigandi þeirra beggja. Telur áfrýjandi að leigugjaldið fyrir Suðurgötu 22 hafi verið til muna of hátt, hæfilegt leigugjald fyrir fasteignina hafi verið 500.000 krónur á mánuði en engin þörf hafi verið á því fyrir Fons hf. að leigja Eyjarslóð 9. Áfrýjandi reisir kröfu sína í fyrsta lagi á því að rifta beri framangreindum ráðstöfunum að því marki sem í þeim hafi falist gjöf í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991. Telur hann að leigugreiðslur umfram 500.000 krónur á mánuði fyrir Suðurgötu 22 og allar leigugreiðslur fyrir Eyjarslóð 9 hafi verið gjafagerningar í skilningi framangreinds lagaákvæðis og séu því riftanlegar. Hann byggir kröfu sína jafnframt á 2. mgr. 131. gr. laganna, sem feli í sér að gjafagerningar í framangreindum skilningi, er fram hafi farið á síðustu sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag séu riftanlegir enda hafi hið gjaldþrota félag og stefndi verið nákomnir samkvæmt 3. gr. laganna og félagið hafi verið ógjaldfært á því tímabili sem áður greinir. Verði ekki fallist á að framangreind lagaákvæði leiði til þess að rifta beri áðurnefndum ráðstöfunum styður áfrýjandi riftunarkröfu sína við 141. gr. laga nr. 21/1991. Eins og greinir í héraðsdómi fékk áfrýjandi dómkvadda tvo menn til að meta hvert væri ,,eðlilegt og sanngjarnt“ leiguverð fyrir fasteignirnar tvær, sem um ræðir, frá 3. maí 2007 til og með 1. apríl 2009. Matsmennirnir svöruðu spurningunum í matsgerð 7. apríl 2011 þar sem fram kom hvert hið eðlilega og sanngjarna leiguverð hefði verið fyrir hvora fasteign í hverjum mánuði fyrir sig á því tímabili, sem matsbeiðni tiltók. Matsgerðinni, sem ekki er haldin annmörkum, hefur ekki verið hnekkt með yfirmati og verður hún lögð til grundvallar um hvað hafi verið hæfilegt leigugjald fyrir fasteignirnar. Verður ekki talið að áfrýjandi hafi fært sönnur á að engin þörf hafi verið á því fyrir Fons hf. að leigja eignina að Eyjarslóð 9. Fallist er á með héraðsdómi að leigugreiðslur fyrir báðar fasteignirnar hafi verið miklum mun hærri en eðlilegt getur talist og að sá hluti greiðslnanna, sem var umfram það sem talist getur eðlilegt leigugjald, sé gjöf í skilningi 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Verður því fallist á að borið hafi að rifta sem gjafagerningum þeim ráðstöfunum Fons hf. sem fólust í leigugreiðslum umfram það sem eðlilegt gat talist síðustu sex mánuði fyrir frestdag, sem er tímabilið frá 30. október 2008 til 30. apríl 2009, að teknu tilliti til vaxta eins og síðar greinir. Krafa áfrýjanda lýtur sem fyrr segir að því að rifta eigi leigugreiðslum sem inntar voru af hendi allt að tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag þar sem hið gjaldþrota félag og stefndi hafi verið nákomnir. Óumdeilt er að Fons hf. var að 53% í eigu Pálma Haraldssonar og að 47% í eigu Jóhannesar Kristinssonar fram til október 2008 en sá fyrrnefndi hafi þá eignast alla hluti í félaginu. Ómótmælt er að stefndi hafi verið að fullu í eigu Pálma Haraldssonar á því tímabili, sem hér skiptir máli. Í 5. tölulið 3. gr. laga nr. 21/1991, eins og það ákvæði var fram til 3. júlí 2010, er því var breytt með lögum nr. 95/2010, var mælt fyrir um að tvö félög teldust nákomin ef annað þeirra, eða maður nákominn öðru þeirra, ætti verulegan hlut í hinu. Pálmi Haraldsson, annar tveggja eigenda Fons hf., átti samkvæmt framansögðu verulegan hlut í því. Sem fyrr greinir átti hann stefnda að fullu. Félögin eru því nákomin í skilningi framangreinds lagaákvæðis. Riftun samkvæmt 2. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 er háð því skilyrði að ekki sé leitt í ljós að Fons hf. hafi verið gjaldfært á því tímabili, sem ákvæðið tekur til og það þrátt fyrir hina riftanlegu ráðstöfun. Sönnunarbyrði um gjaldfærni samkvæmt lagaákvæðinu hvílir á stefnda. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi orðið ógjaldfær 29. september 2008 er hlutafé hans í FL Group hf. hafi orðið verðlaust á einni nóttu. Fram til þess tíma hafi hann verið gjaldfær. Því til sönnunar vísar hann einkum til ársreikninga Fons hf. 2005, 2006, 2007 og 2008 en samkvæmt þessum reikningsskilum hafi eignir félagsins verið langt umfram skuldir þess. Í matsgerð dómkvadds manns, sem lagði mat á ýmsa þætti í ársreikningum Fons hf. vegna áranna 2004 til 2008, kemst matsmaðurinn í meginatriðum að þeirri niðurstöðu að reikningsskil félagsins séu í samræmi við lög og reglur að því er varðar stöðu eigna og skulda. Verður fallist á í máli þessu að sannað sé að Fons hf. hafi verið gjaldfært fram til 29. september 2008 í þeim skilningi að eignir þess hafi verið meiri en skuldir. Áfrýjandi reisir málatilbúnað sinn á því að skýra beri orðið gjaldfær í 2. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 á þann veg, að í því felist krafa um að Fons hf. hafi verið greiðslufært, en merking þess sé að félagið hefði þurft að geta greitt skuldir sínar þegar þær féllu í gjalddaga og ekki sennilegt að greiðsluörðugleikarnir myndu líða hjá innan skamms. Þessi skilningur sé í samræmi við ákvæði 64. gr. laganna, sem mælir fyrir um hvenær skylt sé að beiðast gjaldþrotaskipta og síðari tíma viðhorf um skýringu á hugtakinu gjaldfærni í XX. kafla þeirra. Í þessu sambandi bendir áfrýjandi á að veruleg óvissa hafi verið um fjárhagsstöðu félagsins þegar á haustmánuðum 2007. Félagið hafi í september það ár greitt eigendum sínum 4.400.000.000 krónur í arð, en ekki átt það fé handbært, heldur þurft að taka til þess lán hjá Landsbanka Íslands hf. Í nóvember og desember 2007 hafi félagið tekið fjögur lán til áhættufjárfestinga sem samanlagt hafi numið um 27.000.000.000 krónum. Félagið hafi ekki getað greitt þessi lán á gjalddaga og þurft að fresta greiðslum. Ljóst hafi verið í júní 2008 að félagið hafði þá tapað verulegum fjárhæðum vegna framvirkra samninga við Glitni banka hf. um hlutabréfaviðskipti og að verulegt tap varð á rekstri félagsins á fyrri hluta ársins. Þá vísar áfrýjandi til bókana á tveimur stjórnarfundum í Fons hf., öðrum í nóvember 2007, þar sem fram komi að greiðsla sem yrði á gjalddaga í desember 2007 myndi reynast félaginu þungbær en myndi bjargast, en hinum í mars 2008 þar sem fram komi að óveðursský væru á lofti allt í kringum félagið. Við mat á því hvort Fons hf. hafi verið greiðslufært frá því í maí 2007 og fram til loka september 2008 verður að líta til þess, sem áður greinir, að reikningsskil félagsins báru með sér að eignir þess á tímabilinu væru mun meiri en skuldir. Félagið naut lánstrausts banka eins og áður greinir og Glitnir banki hf. hafði fallist á að fresta gjalddögum á lánum, sem vera áttu um mitt ár 2008. Þótt mikil óvissa hafi verið á fjármálamörkuðum er leið á árið 2008 og um verðmæti eigna Fons hf. er ósannað í málinu að almennt hafi verið fyrirséð hvernig á endanum fór um þessa þætti í lok september og október þetta ár. Samkvæmt framansögðu eru ekki skilyrði til annars en að telja að Fons hf. hafi verið greiðslufært fram til loka september 2008, hvorki á grundvelli 2. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 né 141. gr. þeirra laga. Verður því hafnað kröfu áfrýjanda um að rifta skuli ráðstöfunum félagsins umfram það sem héraðsdómur hefur fallist á. Áfrýjandi á rétt á vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 á þær fjárhæðir sem til hans falla samkvæmt framansögðu og dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna eins og í dómsorði greinir. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað verður staðfest. Rétt þykir að hvor aðila beri sinn kostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndi, Eignarhaldsfélagið Fengur hf., greiði áfrýjanda, þrotabúi Fons hf., 25.328.652 krónur með vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 3.470.803 krónum frá 1. október 2008 til 1. nóvember sama ár, af 6.971.564 krónum frá þeim degi til 1. desember sama ár, af 10.547.779 krónum frá þeim degi til 5. janúar 2009, af 14.186.130 krónum frá þeim degi til 4. febrúar sama ár, af 17.879.961 krónu frá þeim degi til 2. mars sama ár, af 21.594.875 krónum frá þeim degi til 1. apríl sama ár en af 25.328.652 krónum frá þeim degi til 8. febrúar 2010 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms er staðfest. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júlí 2013. Mál þetta, sem dómtekið var 15. maí sl., var höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 22. janúar 2010. Stefnandi gerir eftirfarandi dómkröfur í málinu: 1. Að rift verði með dómi eftirfarandi greiðslum Fons hf. til stefnda: 2. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 107.660.952 kr. að viðbættum dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 1.181.477,00 kr. frá 03.05.2007 til 06.06.2007, af 2.377.347,00 kr. frá 06.06.2007 til 05.07.2007, af 3.581.978,00 kr. frá 05.07.2007 til 14.08.2007, af 4.790.363,00 kr. frá 14.08.2007 til 05.09.2007, af 5.999.374,00 kr. frá 05.09.2007 til 01.10.2007, af 7.230.913,00 kr. frá 01.10.2007 til 01.11.2007, af 8.471.213,00 kr. frá 01.11.2007 til 01.12.2007, af 9.722.777,00 kr. frá 01.12.2007 til 17.01.2008, af 21.708.626,00 kr. frá 17.01.2008 til 04.02.2008, af 24.542.974,00 kr. frá 04.02.2008 til 04.03.2008, af 27.373.782,00 kr. frá 04.03.2008 til 07.03.2008, af 42.084.097,00 kr. frá 07.03.2008 til 02.04.2008, af 46.645.025,00 kr. frá 02.04.2008 til 05.05.2008, af 51.280.223,00 kr. frá 05.05.2008 til 05.06.2008, af 56.090.484,00 kr. frá 05.06.2008 til 01.07.2008, af 57.881.684,00 kr. frá 01.07.2008 til 09.07.2008, af 60.973.246,00 kr. frá 09.07.2008 til 01.08.2008, af 65.903.752,00 kr. frá 01.08.2008 til 02.09.2008, af 70.795.540,00 kr. frá 02.09.2008 til 01.10.2008, af 75.826.841,00 kr. frá 01.10.2008 til 01.11.2008, af 80.905.886,00 kr. frá 01.11.2008 til 01.12.2008, af 86.105.178,00 kr. frá 01.12.2008 til 05.01.2009, af 91.403.495,00 kr. frá 05.01.2009 til 04.02.2009, af 96.790.228,00 kr. frá 04.02.2009 til 02.03.2009, af 102.210.559,00 kr. frá 02.03.2009 til 01.04.2009, af 107.660.952,00 kr. frá 01.04.2009 til greiðsludags. 3. Til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 107.660.952 kr. að viðbættum almennum vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 1.181.477,00 kr. frá 03.05.2007 til 06.06.2007, af 2.377.347,00 kr. frá 06.06.2007 til 05.07.2007, af 3.581.978,00 kr. frá 05.07.2007 til 14.08.2007, af 4.790.363,00 kr. frá 14.08.2007 til 05.09.2007, af 5.999.374,00 kr. frá 05.09.2007 til 01.10.2007, af 7.230.913,00 kr. frá 01.10.2007 til 01.11.2007, af 8.471.213,00 kr. frá 01.11.2007 til 01.12.2007, af 9.722.777,00 kr. frá 01.12.2007 til 17.01.2008, af 21.708.626,00 kr. frá 17.01.2008 til 04.02.2008, af 24.542.974,00 kr. frá 04.02.2008 til 04.03.2008, af 27.373.782,00 kr. frá 04.03.2008 til 07.03.2008, af 42.084.097,00 kr. frá 07.03.2008 til 02.04.2008, af 46.645.025,00 kr. frá 02.04.2008 til 05.05.2008, af 51.280.223,00 kr. frá 05.05.2008 til 05.06.2008, af 56.090.484,00 kr. frá 05.06.2008 til 01.07.2008, af 57.881.684,00 kr. frá 01.07.2008 til 09.07.2008, af 60.973.246,00 kr. frá 09.07.2008 til 01.08.2008, af 65.903.752,00 kr. frá 01.08.2008 til 02.09.2008, af 70.795.540,00 kr. frá 02.09.2008 til 01.10.2008, af 75.826.841,00 kr. frá 01.10.2008 til 01.11.2008, af 80.905.886,00 kr. frá 01.11.2008 til 01.12.2008, af 86.105.178,00 kr. frá 01.12.2008 til 05.01.2009, af 91.403.495,00 kr. frá 05.01.2009 til 04.02.2009, af 96.790.228,00 kr. frá 04.02.2009 til 02.03.2009, af 102.210.559,00 kr. frá 02.03.2009 til 01.04.2009, af 107.660.952,00 kr. frá 01.04.2009 til 8.2.2010 en dráttarvexti af þeirri fjárhæð samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags. 4. Að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts af málskostnaði. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Krefst stefndi þess að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til þess að stefndi er ekki virðisaukaskattsskyldur aðili. I. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2009, var bú Fons hf. tekið til gjaldþrotaskipta og Óskar Sigurðsson hrl. skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. Frestdagur við gjaldþrotaskiptin var 30. apríl 2009 og innköllun til kröfuhafa birtist í fyrsta sinn í Lögbirtingablaði hinn 25. maí 2009. Kröfulýsingarfresti lauk því 25. júlí 2009. Lýstar kröfur námu samtals 39.842.349.173 krónum. Fons hf. var fjárfestingarfélag og var tilgangur þess samkvæmt samþykktum félagsins lánastarfsemi, rekstur fasteigna, verðbréfaviðskipti og fjárfestingar í fyrirtækjum, sem félagið taldi arðvænlegar á hverjum tíma. Fons hf. var í eigu félagsins Matthews Holding SA en eigendur þess voru í upphafi Pálmi Haraldsson, sem átti 53% eignarhlut, og Jóhannes Kristinsson, sem átti 47% eignarhlut í félaginu. Í október 2008 eignaðist Pálmi hlut Jóhannesar í Matthews Holding og átti því félagið að öllu leyti frá og með þeim tíma. Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá er stefndi einnig að öllu leyti í eigu Pálma Haraldssonar. Fons hf. greiddi um nokkurt skeið húsaleigu til stefnda vegna tveggja fasteigna, Suðurgötu 22, Reykjavík, fastanúmer 200-3867, þar sem skrifstofur félagsins voru til húsa, og Eyjarslóð 9, Reykjavík, fastanúmer 200-0089, sem notuð var sem geymsluhúsnæði félagsins. Á tímabilinu frá 1. maí 2007 til og með apríl 2009 greiddi Fons samtals 80.935.968 krónur til stefnda í húsaleigu vegna Suðurgötu 22. Samkvæmt yfirliti yfir greiðslur Fons hf. til stefnda námu mánaðarlegar greiðslur vegna leigu á Suðurgötu 22 frá tæplega 1.700.000 krónum og allt upp í tæplega 4.000.000 króna á mánuði, auk viðbótargreiðslna sem námu hærri upphæðum. Frá júlí 2007 til og með apríl 2009 greiddi Fons hf. stefnda samtals 38.724.983 krónur í húsaleigu vegna Eyjarslóðar 9. Námu leigugreiðslur fyrir hvern mánuð vegna Eyjarslóðar að jafnaði frá um 1.700.000 krónum upp í tæplega 2.000.000 króna, auk viðbótargreiðslna vegna Eyjarslóðar sem námu mun hærri fjárhæðum. Því er lýst í stefnu að í ljósi hagsmuna- og eignatengsla Fons hf. og stefnda hafi verið talið ljóst að félögin tvö væru nátengdir aðilar í skilningi 4., 5. og 6. tl. 3. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Hafi skiptastjóri skoðað bókhaldsgögn stefnanda með hliðsjón af riftunarreglum XX. kafla gjaldþrotalaga. Með hliðsjón af tengslum Fons hf. og stefnda og þeim upphæðum, sem Fons hf. hafi greitt stefnda mánaðarlega í formi húsaleigu, hafi skiptastjóri litið svo á að í greiðslunum hefðu falist gjafagerningar. Hafi ekki fundist samningar í bókhaldsgögnum þrotabúsins um leigu Fons hf. á því húsnæði. Að mati skiptastjóra hafi þær upphæðir, sem Fons hf. greiddi í húsaleigu, verið mun hærri en eðlilegt og sanngjarnt var að greiða fyrir húsnæðið. Skiptastjóri sendi því stefnda bréf, dagsett 8. janúar 2010, þar sem þeirri afstöðu var lýst að í greiðslunum hefðu falist gjafagerningar sem væru riftanlegir á grundvelli ákvæðis 131. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Stefnandi lýsti yfir riftun á greiðslunum og skoraði á stefnda að endurgreiða upphæðina fyrir 15. janúar sama ár. Stefndi mótmælti riftun greiðslnanna með bréfi, dagsettu 20. janúar 2010, og því borið við að eðlilegt leiguverð hefði verið greitt vegna fasteignarinnar að Suðurgötu 22. Varðandi leigugreiðslur vegna fasteignarinnar að Eyjarslóð 9 var því m.a. haldið fram að Fons hf. hefði verið í sjálfsvald sett að ákveða upphæð leigugreiðslna vegna fasteignarinnar, m.a. þar sem sem félagið hefði verið gjaldfært þegar umræddar greiðslur fóru fram. Var kröfum stefnanda hafnað á grundvelli fyrrgreindra raka og taldi stefnandi því nauðsynlegt að höfða mál þetta til innheimtu skuldarinnar. Í málinu liggur frammi matsgerð dómkvaddra matsmanna, Jóns Guðmundssonar og Sverris Kristinssonar, löggiltra fasteignasala, dagsett 7. apríl 2011, sem aflað var undir rekstri málsins. Var í matsbeiðni stefnanda óskað eftir því að matsmenn legðu mat á það hvert væri eðlilegt og sanngjarnt verð fyrir leigu á annars vegar fasteigninni að Suðurgötu 22 og hins vegar fasteigninni að Eyjarslóð 9, á tímabilinu frá 3. maí 2007 til og með 1. apríl 2009. Í niðurstöðukafla matsgerðarinnar kemur fram að eðlilegt og sanngjarnt leiguverð á umræddu tímabili hafi verið 42.400.889 krónur fyrir fasteignina að Suðurgötu 22 en 4.505.092 krónur fyrir fasteignina að Eyjarslóð 9. Í matsgerðinni er jafnframt að finna nánari sundurliðun á leiguverði hvers mánaðar vegna beggja eignanna á umræddu tímabili, þannig: Suðurgata 22. Fastanr. 200-3867 leigugreiðslur frá 3. maí 2007 til og með 1. apríl 2009 Eyjarslóð 9. Fastanr. 200-0089 leigugreiðslur frá 3. maí 2007 til og með 1. apríl 2009 Í málinu liggur einnig frammi matsgerð dómkvadds matsmanns, Valdimars Guðnasonar endurskoðanda, dagsett 2. júlí 2012, sem stefnandi aflaði í sérstöku matsmáli hér fyrir dóminum. Samkvæmt matsgerðinni var þess óskað að lagt yrði mat á ákveðna þætti í ársreikningum Fons Eignarhaldsfélags hf. árin 2004-2008, nánar tiltekið um meðferð á afkomu og stöðu dóttur- og hlutdeildarfélaga félagsins. II. Stefnandi vísar til þess að stefndi sé að öllu leyti í eigu Pálma Haraldssonar. Fons hf. hafi einnig verið að meirihluta í eigu Pálma og síðar að öllu leyti í hans eigu, auk þess sem hann hafi starfað sem framkvæmdastjóri félagsins. Að mati stefnanda hafi aðilarnir því verið nákomnir í skilningi laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., sbr. ákvæði 3. gr. sömu laga, á þeim tíma er fyrrgreindar leigugreiðslur fóru fram. Aðalkröfu sína og varakröfu um riftun byggir stefnandi í fyrsta lagi á því að í leigugreiðslum Fons hf. til stefnda hafi falist gjafagerningar. Hafi greiðslurnar farið fram innan þess tímaramma, sem ákvæði 131. gr. gjaldþrotalaga markar, og séu þær því riftanlegar á grundvelli sama ákvæðis. Þá telur stefnandi að Fons hf. hafi í raun verið ógjaldfært þegar greiðslan fór fram. Varðandi leigu húsnæðisins að Suðurgötu 22 bendir stefnandi á að umrætt húsnæði sé samtals 507.2 fermetrar að stærð og skráð sem gistiheimili í opinberum gögnum. Þá hafi stefndi sjálfur haft starfsstöð sína að Suðurgötu 22. Að mati stefnanda hefði hæfilegt endurgjald Fons hf. fyrir afnot af húsnæðinu verið 500.000 krónur á mánuði, m.a. með hliðsjón af þessum staðreyndum, og miði stefnandi við það í máli þessu. Í ljósi þess að Fons hf. hafi greitt stefnda allt að 4.000.000 króna á mánuði, telji stefnandi því að fjárhæð þeirrar mánaðarleigu, sem sé umfram 500.000 krónur, sé gjafagerningur í skilningi 131. gr. gjaldþrotalaga. Taki endurgreiðslukrafa stefnanda mið af því. Að því er varðar leigu húsnæðisins að Eyjarslóð 9, verði ekki séð að Fons hf. hafi haft nokkra þörf fyrir aðgang að eða afnot af húsnæðinu en húsnæðið sé 139 fermetra stórt iðnaðarhúsnæði. Hafi það enn fremur verið í ósamræmi við tilgang Fons hf. samkvæmt samþykktum félagsins að leigja slíkt húsnæði. Stefnandi byggir á því, að endurgjald hafi ekki komið í stað þeirra leigugreiðslna vegna Suðurgötu 22, sem séu umfram 500.000 krónur. Þá hafi ekkert endurgjald komið í stað þeirra leigugreiðslna, sem runnið hafi til stefnda vegna Eyjarslóðar 9. Hafi greiðslurnar því haft í för með sér rýrnun á eignum Fons hf. Nemi rýrnunin sömu fjárhæð og þeirri, sem var umfram 500.000 krónur á mánuði vegna Suðurgötu 22, og allri þeirri upphæð, sem greidd hafi verið vegna Eyjarslóðar 9. Hafi rýrnunin haft í för með sér samsvarandi aukningu á eignum stefnda. Virðist tilgangur greiðslnanna hafa verið sá að gefa stefnda þá fjármuni sem skipt hafi um hendur með greiðslunum. Afar líklegt er að sá hafi verið tilgangurinn í ljósi þess að Fons hf. og stefndi hafi verið nátengdir aðilar á þeim tíma er fjármunirnir skiptu um hendur. Beri því að rifta greiðslunum. Samkvæmt ákvæði 131. gr. gjaldþrotalaga séu þeir gjafagerningar riftanlegir sem eiga sér stað sex mánuðum fyrir frestdag. Þá séu gjafagerningar, sem eiga sér stað sex til 24 mánuðum fyrir frestdag einnig riftanlegir, sé um nákomna aðila að ræða. Í ljósi þess að stefndi og Fons hf. hafi verið nátengdir aðilar í skilningi gjaldþrotalaga, sé ljóst að Fons hf. hafi greitt stefnda umræddar fjárhæðir innan þeirra tímamarka sem mörkuð séu í ákvæði 2. mgr. 131. gr. laganna. Stefnandi byggir enn fremur á því að Fons hf. hafi verið ógjaldfær á þeim tíma þegar umræddar greiðslur áttu sér stað. Hvílir á stefnda að sýna fram á að svo hafi ekki verið. Krefjist stefnandi því í aðalkröfu sinni riftunar á öllum þeim leigugreiðslum, sem hafi farið á síðustu 24 mánuðum fyrir frestdag vegna leigu á Suðurgötu 22 og Eyjarslóð 9. Í kröfugerð stefnanda sé því vísað til og krafist riftunar á öllum slíkum greiðslum, sem fóru fram á tímabilinu frá maí 2007 til apríl 2009. Í öðru lagi byggir stefnandi aðal- og varakröfu sína um riftun á þeirri málsástæðu, að í nefndri greiðslu hafi falist ráðstöfun, sem var stefnda á ótilhlýðilegan hátt til hagsbóta á kostnað kröfuhafa Fons hf., leiddi til þess að eignir félagsins yrðu ekki til reiðu til fullnustu öðrum kröfuhöfum og leiddi til skuldaaukningar, öðrum kröfuhöfum Fons hf. til tjóns. Þá telur stefnandi að Fons hf. hafi í raun verið ógjaldfært þegar greiðslan fór fram. Í ljósi sameiginlegs eignarhalds stefnda og náinna tengsla við Fons hf. hafi stefndi jafnframt vitað eða mátt vita um ógjaldfærni Fons hf. og/eða þær aðstæður sem leiddu til þess að greiðslurnar voru ótilhlýðilegar. Séu greiðslurnar því riftanlegar á grundvelli ákvæðis 141. gr. laga gjaldþrotalaga. Við mat á ótilhlýðileika greiðslnanna beri einkum að líta til eftirfarandi atriða: Þar sem fjármunir þeir, sem ráðstafað hafi verið til stefnda, hefðu að öðrum kosti staðið til úthlutunar fyrir kröfuhafa þrotabúsins, byggir stefnandi á því að öllum skilyrðum lagaákvæðisins sé fullnægt. Í þriðja lagi byggir stefnandi aðal- og varakröfu sína um endurgreiðslu á ákvæði 142. gr. gjaldþrotalaga. Í ljósi þess að um peningagreiðslur Fons hf. til stefnda hafi verið að ræða, telur stefnandi augljóst að greiðslur Fons hf. hafi komið stefnda að notum að öllu leyti. Breyti því engu til hvaða athafna stefndi hafi notað peningana. Þá byggir stefnandi á því, að ef fallist sé á riftunarkröfur stefnanda á grundvelli 141. gr. gjaldþrotalaga, beri stefnda að greiða bætur eftir almennum reglum á grundvelli 3. mgr. 142. gr. laganna. Ljóst sé að tjón þrotabúsins nemi þeirri fjárhæð, sem hafi verið greidd stefnda en það sé sama fjárhæð og stefnt sé til greiðslu á í þessu máli. Kröfur stefnanda um endurgreiðslu byggjast á því að eðlilegt endurgjald fyrir leigu á fasteigninni að Suðurgötu 22 hefði verið 500.000 krónur á mánuði. Með vísan til ákvæðis 142. gr. gjaldþrotalaga krefjist stefnandi þess því að stefndi endurgreiði stefnanda allar greiðslur, sem fram hafi farið á síðustu 24 mánuðum fyrir frestdag. Sé því krafist endurgreiðslu á leigu vegna Suðurgötu 22, að frádreginni þeirri fjárhæð sem talin sé hæfileg fyrir eðlileg afnot af eigninni, þ.e. samtals 68.935.968 krónur, auk allra greiðslna vegna leigu á Eyjarslóð 9, þ.e. 38.724.983 krónur. Nemi endurgreiðslukröfur stefnanda því samtals 107.660.952 krónum. Í aðalkröfu er þess krafist að stefndi greiði dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá og með þeim tíma er hver og ein greiðsla fór fram, þar sem um ólögmætar greiðslur hafi verið að ræða sem hefðu ekki átt að fara fram, auk dráttarvaxta frá þeim degi er mánuður var liðinn frá dagsetningu kröfubréfs, sem sent var stefnda. Verði ekki talið að stefnda beri að greiða dráttarvexti frá og með hverjum greiðsludegi, sé á því byggt að honum beri að greiða almenna vexti frá og með hverjum og einum greiðsludegi, sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001, auk dráttarvaxta frá þeim degi er mánuður var liðinn frá dagsetningu kröfubréfs, sem sent var stefnda. Um lagarök vísar stefnandi til stuðnings riftunar- og endurgreiðslukröfum sínum m.a. til 131., 141. og 142. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., en til stuðnings kröfu um vexti og dráttarvexti er vísað til 4. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Um varnarþing vísast til 33. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála og um málskostnaðarkröfu til XXI. kafla sömu laga. III. Stefndi hafnar því að leigufjárhæð vegna húsnæðisins að Suðurgötu 22 og Eyjarslóð 9 hafi verið mun hærri en eðlilegt og sanngjarnt hafi verið að greiða fyrir leiguhúsnæði. Í greinargerð stefnda er þó gerður sá fyrirvari, að stefndi viðurkenni kröfur stefnanda varðandi Eyjarslóð 9 að því leyti að grunnleiga hafi átt að vera 170.000 krónur á mánuði, bundin vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá maí 2007. Vegna þess lýsti stefndi því yfir að hann væri reiðubúinn til uppgjörs við stefnanda á þeim grundvelli og taka varnir hans í þessu mál mið af þeirri yfirlýsingu. Á þeim grundvelli mótmælir stefndi því að um gjöf til hans hafi verið að ræða. Greiðslurnar hafi verið greiddar á grundvelli gagnkvæmra samninga, sem hafi falið í sér að stefndi afhenti Fons hf. húsnæði til umráða á grundvelli leigusamninga og Fons hf. greiddi eðlilegt endurgjald í staðinn. Stefndi byggir á því að Fons hf. hafi verið vel gjaldfært fyrirtæki, a.m.k. fram til 29. september 2008 þegar hlutafé Fons hf. í FL Group hf. hafi orðið verðlaust á einni nóttu. Vegna þess bresti skilyrði til að rifta greiðslunum á grundvelli 2. mgr. 131. gr. gjaldþrotalaga, enda hafi leiga fyrir umrætt húsnæði verið eðlilegur hluti af starfsemi Fons hf. Skráning á tilgangi húsnæðisins frá gamalli tíð eða tilgangur Fons hf. samkvæmt samþykktum félagsins hafi enga þýðingu varðandi möguleika á riftun samninganna. Samningar hafi verið gerðir um leigu húsnæðisins löngu áður upp komu erfiðleikar í íslensku efnahagslífi og leiga hafi verið greidd mánaðarlega, eins og komi fram í stefnu. Fons hf. hafi ekki orðið ógjaldfært vegna samninganna, heldur af allt öðrum ástæðum. Í stefnu sé fullyrt að Fons hf. hafi verið ógjaldfær þegar greiðslan fór fram. Þær greiðslur, sem stefnandi hyggist rifta, séu frá 3. maí 2007 og mánaðarlega fram til 1. apríl 2009. Í stefnu sé engin umfjöllun um það, að hvaða leyti Fons hf. hafi verið ógjaldfært eða rök færð fram fyrir þeirri skoðun, eins og gera verði kröfu um. Fjarstæðukennt sé að halda því fram að Fons hf. hafi verið ógjaldfært á árinu 2007 og fram að enduðum september 2008. Þrátt fyrir ógjaldfærni félagsins eftir þann tíma, byggir stefndi á því, að vegna samninga um húsnæðið verði greiðslum á grundvelli þeirra ekki rift eftir það tímamark. Stefndi kveður óskiljanlegt á hverju stefnandi byggi þá viðmiðun sína að hæfilegt endurgjald fyrir Suðurgötu 22 hafi verið 500.000 krónur á mánuði, enda séu engin haldbær rök færð fram fyrir henni. Stefndi byggir á því að leigufjárhæðin hafi verið í samræmi við húsaleigumarkað vegna atvinnuhúsnæðis á þeim stað í Reykjavík sem um ræði. Það sé stefnanda að sanna að endurgjaldið hafi verið óeðlilegt og þá sönnun sé ekki að finna í sóknargögnum málsins. Stefndi tekur fram að hann hafi ekki verið með neina starfsemi eða starfsmenn í vinnu á Suðurgötu 22 á þeim tíma sem um ræðir. Verði því ekki byggt á því að Fons hf. hefði átt að greiða lægri leigu vegna þess að lögheimili stefnda var á Suðurgötu 22. Hafi Fons hf. nýtt allt húsnæðið undir starfsemi sína. Stefndi kveður ekki uppfyllt það skilyrði þess, að um gjafagerning teljist vera að ræða, að ekkert endurgjald komi í staðinn, auk þess sem sá sem afhendir verðmæti verði að hafa haft þann ásetning eða tilgang með afhendingunni að gefa. Séu því engin skilyrði til að rifta greiðslunni með þeim rökum. Stefndi hafnar því að skilyrði 141. gr. gjaldþrotalaga séu fyrir hendi til að rifta greiðslunni. Til þess þurfi greiðsla að hafa verið ótilhlýðileg. Með því sé gert að skilyrði að sá, sem hafði hag af greiðslunni, hafi verið grandsamur um ótilhlýðileikann. Það geti ekki átt við í þessu máli, enda liggi fyrir að um var að ræða greiðslur vegna leigu húsnæðis, eins og alþekkt sé í rekstri fyrirtækja. Þá séu ekki uppfyllt þau skilyrði fyrir beitingu 141. gr. að skuldarinn hafi verið ógjaldfær eða orðið það vegna ráðstöfunarinnar og að móttakendur hafi vitað um það. Hvíli á stefnanda að sanna að riftunarskilyrði 141. gr. séu uppfyllt en þá sönnunarfærslu sé ekki að finna í sóknargögnum. Þar segi einungis að greiðslan hafi á ótilhlýðilegan hátt orðið stefnda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa. Þau atriði, sem stefndi tilgreini í sjö stafliðum í stefnu, feli ekki í sér sönnun fyrir ótilhlýðileika greiðslunnar. Hafi stefnandi hvorki fært nein haldbær rök fram né lagt fram nein haldbær gögn til stuðnings þeirri málsástæðu að Fons hf. hafi ekki verið gjaldfært félag. Sönnun um skilyrði fyrir beitingu reglunnar hafi því ekki tekist. Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfu stefnanda og byggir á því að engin skilyrði séu til að dæma vexti í málinu fyrr en í fyrsta lagi frá dómsuppsögu. Stefndi vísar um málskostnaðarkröfu sína til 130. gr. laga nr. 91/1991. IV. Stefnandi hefur höfðað mál þetta til riftunar á 39 greiðslum, samtals að fjárhæð 107.660.952 krónur, sem inntar voru af hendi til stefnda á tímabilinu frá 3. maí 2007 til 1. apríl 2009, og til endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar úr hendi stefnda. Stefnandi byggir riftunarkröfu sína á því að umræddar greiðslur hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir stefnda í skilningi 131. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá er jafnframt á því byggt að í greiðslunum hafi falist ráðstöfun, sem hafi verið stefnda til hagsbóta á ótilhlýðilegan hátt á kostnað kröfuhafa Fons hf., sbr. 141. gr. gjaldþrotalaga. Kröfu um greiðsluskyldu stefnda byggir stefnandi á ákvæðum 142. gr. gjaldþrotalaga. Þá byggir stefndi á því að Fons hf. hafi í raun verið ógjaldfært þegar greiðslurnar fóru fram. Óumdeilt er að nokkrar af umræddum ráðstöfunum, sem stefnandi krefst riftunar á í máli þessu, áttu sér stað meira en sex mánuðum fyrir frestdag. Þegar svo háttar til er það skilyrði fyrir riftun samkvæmt ákvæðum 131. gr. og 141. gr. gjaldþrotalaga að þrotamaður hafi verið ógjaldfær eða orðið það við ráðstöfunina. Sönnunarbyrði um gjaldfærni hvílir á stefndu hvað varðar riftun samkvæmt 131. gr. laganna. Til sönnunar á gjaldfærni Fons hf. vísar stefndi til upplýsinga úr ársreikningum Fons hf. fyrir árin 2004 til 2007. Samkvæmt endurskoðuðum ársreikningum nam eigið fé félagsins tæpum 40 milljörðum króna í lok árs 2006 og rúmum 39 milljörðum króna í lok árs 2007. Stefnandi lagði fram matsgerð Valdimars Guðnasonar, endurskoðanda og dómkvadds matsmanns, um hvaða áhrif ýmis atriði við gerð ársreikninga félagsins hefðu haft á niðurstöðu þeirra og jafnframt hver hefðu verið áhrif þess á ársreikningana, hefðu reikningar dóttur- og hlutdeildarfélaganna legið fyrir. Samkvæmt matsgerðinni hefði eigið fé Fons hf. í árslok 2006 með réttu átt að vera 39.620 milljónir króna en ekki 39.751 milljón króna eins og niðurstaða ársreikningsins var. Munar þar um það bil 131 milljón króna. Eigið fé félagsins í árslok 2007 hefði með réttu átt að vera 33.544 milljónir króna en ekki 39.324 milljónir króna og munar þar tæpum 6 milljörðum króna. Samkvæmt matsgerðinni má rekja muninn að mestu til ofmats á kröfum félagsins á hendur dótturfélögunum Northern Travel Holding hf. og FS38 ehf. Að þessu virtu og framlögðum gögnum málsins að öðru leyti er það niðurstaða dómsins að eignir Fons hf. hafi verið vel umfram skuldir og félagið verið gjaldfært allt fram í september 2008 en í greinargerð sinni kveðst stefndi hafa orðið ógjaldfær þegar tilkynnt var um þjóðnýtingu Glitnis banka hf. hinn 29. september 2008 og hlutabréf stefnda í FL Group hf. urðu verðlaus. Hefur stefnandi ekki lagt fram nein gögn sem hrekja þá niðurstöðu. Er það því mat dómsins að ekki verði fallist á riftunarkröfu stefnanda á leigugreiðslum, sem greiddar voru fram til loka september 2008. Með sömu rökum verður ekki talið að umræddar greiðslur hafi verið ótilhlýðilegar í skilningi 141. gr. Er það því niðurstaða dómsins að þegar af þeirri ástæðu beri að hafna kröfu stefnanda um riftun þeirra greiðslna og leiðir af þeirri niðurstöðu að hafnað er kröfu stefnanda um greiðslu úr hendi stefnda vegna þeirra á grundvelli ákvæða 142. gr. gr. gjaldþrotalaga. Kemur þá til skoðunar hvort leigugreiðslur þær, sem inntar voru af hendi til stefnda á tímabilinu frá 29. september 2008 fram að frestdegi 30. apríl 2009, séu riftanlegar samkvæmt ákvæðum 131. gr. gjaldþrotalaga. Eins og framan er rakið liggur fyrir að Fons hf. varð ógjaldfært 29. september 2008. Af framlagðri matsgerð dómkvaddra matsmanna, sem áður er getið og stefndi hefur ekki hnekkt, er ljóst að mismunur á því leiguverði, sem matsmenn telja eðlilegt og sanngjarnt, og fjárhæð hinna greiddu leigugreiðslna á umræddu tímabili nam 13.340.626 krónum að því er varðar húsnæðið að Suðurgötu 22 og 11.988.026 krónum vegna húsnæðisins að Eyjarslóð 9. Telst mismunurinn verulegur og þegar litið er til þess að báðir málsaðilar voru á umræddu tímabili í meirihlutaeigu Pálma Haraldssonar telur dómurinn sannað að ráðstöfun þeirra fjárhæða, sem eru umfram þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í matsgerðinni sem hæfilegar leigugreiðslur, hafi falið í sér örlætisgerning í skilningi 131. gr. gjaldþrotalaga. Á þeim grundvelli telst ráðstöfun þeirra fjárhæða riftanleg og verður í ljósi framangreinds að líta svo á að stefndi hafi haft hag af umræddri ráðstöfun. Með vísan til ákvæða 142. gr. sömu laga verður stefnda gert að greiða stefnanda 25.328.652 krónur með dráttarvöxtum frá því er mánuður var liðinn frá því stefnandi rifti leigugreiðslunum með bréfi, dagsettu 8. janúar 2010, eins og nánar greinir í dómsorði. Þrátt fyrir að eingöngu sé fallist á dómkröfur stefnanda að hluta þykir rétt að stefnda verði gert að greiða stefnanda hluta af málskostnaði hans sem þykir hæfilega ákveðinn 1.000.000 króna. Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt meðdómsmönnunum Halldóri Björnssyni héraðsdómara og dr. Hersi Sigurgeirssyni dósent í fjármálum. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna embættisanna dómsformanns. D Ó M S O R Ð: Rift er eftirtöldum greiðslum Fons hf. til stefnda, Eignarhaldsfélagsins Fengs hf.: 1.828.076 kr. frá 1. október 2008, 1.642.727 kr. frá 1. október 2008, 1.843.854 kr. frá 1. nóvember 2008, 1.656.907 kr. frá 1. nóvember 2008, 1.883.596 kr. frá 1. desember 2008, 1.692.619 kr. frá 1. desember 2008, 1.916.323 kr. frá 5. janúar 2009, 1.722.028 kr. frá 5. janúar 2009, 1.945.544 kr. frá 4. febrúar 2009, 1.748.287 kr. frá 4. febrúar 2009, 1.956.649 kr. frá 2. mars 2009, 1.758.265 kr. frá 2. mars 2009, 1.966.584 kr. frá 1. apríl 2009, 1.767.193 kr. frá 1. apríl 2009. Stefndi greiði stefnanda, þrotabúi Fons hf., 25.328.652 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 8. febrúar 2010 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 1.000.000 króna í málskostnað.
Mál nr. 404/2009
Jörð Matsgerð Verðmat Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi að hluta
J og E, sameigendur jarðarinnar Mýra á Fljótsdalshéraði, kröfðu L um bætur vegna framkvæmda í landi hennar í tengslum við lagningu háspennulínu. Óumdeilt var í málinu að uppgjör hafði farið fram milli aðila og L greitt bætur samkvæmt úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta 27. febrúar 2006 að frátöldum bótum vegna sjónrænna áhrifa af framkvæmdunum. J og E tóku við greiðslunni með fyrirvara um rétt til að krefjast greiðslu þess, sem á skorti á fullar bætur samkvæmt matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna 21. desember 2007. L krafðist sýknu, þar sem bætur væru þegar greiddar. Talið var að úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta hefði ekkert gildi við úrlausn málsins, þar sem L hefði lagt háspennulínuna með heimild í yfirlýsingu J og E og eignarnámi því ekki verið beitt. Héraðsdómur, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, hafnaði því að leggja niðurstöðu matsgerðarinnar frá 21. desember 2007 um verðmæti lands J og E til grundvallar við úrlausn málsins, þótt henni hefði ekki verið hrundið með yfirmati. Voru ekki efni til að hnekkja þeirri niðurstöðu. Þá hefðu J og E að þessu frágengnu ekki lagt fram gögn til að sýna fram á að þeim gæti að þessu leyti borið frekari bætur úr hendi L vegna framkvæmda hans, hvorki vegna verðgildis lands, sem hann fékk til fullrar eignar, né þess lands, sem byggingarbann vegna háspennulínu hans náði til. Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest að því er varðaði þá liði í kröfu J og E, sem að þessu snéri, og L sýknaður af kröfu þeirra. J og E kröfðust ennfremur bóta vegna rýrnunar á verði jarðarinnar. Í fyrrgreindri matsgerð var áætluð án nokkurs rökstuðnings tiltekin fjárhæð í bætur fyrir hvert mastur í línulögninni, sem teldist áberandi með tilliti til landslags. Var talið að mat á þessum forsendum væri ótækt. Þá lægi að öðru leyti ekkert fyrir um hvort J og E hefðu orðið fyrir tjóni af þessum toga né hverju það kynni að nema. Sökum þessa var talið óhjákvæmilegt að vísa þessum lið í dómkröfu þeirra af sjálfsdáðum frá héraðsdómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 15. júlí 2009 og krefjast að stefnda verði gert að greiða sér 4.742.570 krónur með vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. febrúar 2006 til 27. mars sama ár, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa áfrýjenda verði lækkuð. I Samkvæmt gögnum málsins beindi Landsvirkjun tilboði 27. janúar 2004 til áfrýjenda sem sameigenda jarðarinnar Mýra á Fljótsdalshéraði um bætur vegna framkvæmda í landi hennar í tengslum við lagningu svonefndrar Fljótsdalslínu 3 og 4. Í tilboðinu var landi jarðarinnar skipt í tvo flokka að því er verðgildi varðaði, þannig að annars vegar var rætt um land „milli Grímsár og vegar“ og innan skógræktargirðingar „ofan vegar“, sem talið var að andvirði 290.000 krónur á hvern hektara, og hins vegar „hagi“, sem taldist 90.000 króna virði á hvern hektara. Ráðgert var að reist yrðu 14 möstur fyrir háspennulínur og greitt fyrir 0,12 ha lands undir hvert þeirra, en af þeim yrðu 10 innan verðmætara landsvæðisins og 4 innan hins. Þá var reiknað með að lagður yrði í landinu vegur, alls 3.029 m langur og 5 m breiður, en þar af yrði lengd vegarins á verðmætara svæðinu 2.533 m og 496 m á því verðminna. Loks var boðin greiðsla vegna byggingarbanns, sem leiða myndi af háspennulínunni, og gengið út frá því að bannsvæðið tæki til heildarlengdar hennar í landi jarðarinnar, 2.408 m, og yrði breidd þess 125,5 m að meðaltali, en bætur vegna þessa myndu svara til ⅔ hluta fyrrgreinds landverðs. Línan yrði 1.940 m löng á verðmætara landsvæðinu, en 468 m á því verðminna. Samkvæmt þessum forsendum öllum voru áfrýjendum boðnar samtals 5.840.296 krónur í bætur vegna framkvæmdarinnar. Áfrýjendur gerðu Landsvirkjun gagntilboð 3. febrúar 2004 um að bætur næmu alls 6.600.000 krónum. Ekki tókst samkomulag um þetta og tilkynnti Landsvirkjun áfrýjendum 21. apríl 2004 að ágreiningi um fjárhæð bóta yrði vísað til matsnefndar eignarnámsbóta, en óskaði jafnframt eftir því að áfrýjendur heimiluðu framkvæmdir í landi sínu gegn greiðslu á 2.230.000 krónum, sem kæmu til frádráttar bótum eins og þær yrðu endanlega ákveðnar. Við þessu urðu áfrýjendur og undirrituðu yfirlýsingu 25. sama mánaðar, þar sem veitt var heimild til framkvæmdanna gegn loforði Landsvirkjunar um greiðslu bóta samkvæmt ákvörðun matsnefndar eignarnámsbóta eða dómstóla. Yfirlýsingunni var þinglýst 3. september 2004. Með bréfi 24. ágúst 2005 leitaði stefndi, sem þá hafði tekið við framkvæmdunum af Landsvirkjun, eftir því að matsnefnd eignarnámsbóta mæti bætur til áfrýjenda af þessu tilefni. Óumdeilt er að aldrei hafi komið til eignarnáms á landi áfrýjenda vegna þessara framkvæmda, þar sem heimild stefnda til þeirra hafi verið reist á yfirlýsingu áfrýjenda frá 25. apríl 2004. Í úrskurði 27. febrúar 2006 lagði matsnefnd eignarnámsbóta til grundvallar að skipta yrði landi innan jarðar áfrýjenda í tvo verðflokka, þar sem „besta landið“ teldist að andvirði 400.000 krónur á hvern hektara, en „annað land“ 200.000 krónur. Nefndin taldi rétt að miða við að 0,12 ha lands færu undir hvert mastur í háspennulínunni, en fjöldi þeirra væri 13, þar af 8 á verðmætara svæði jarðarinnar og 5 á því verðminna. Samkvæmt því þóttu bætur vegna þessa eiga að nema 504.000 krónum. Þá taldi nefndin óraunhæft að ætla að breidd vegar um land áfrýjenda yrði minni en 8 m, en heildarlengd hans væri 3.000 m, þar af 1.800 m innan verðmætari hlutans og 1.200 m innan þess verðminna, en bætur vegna þessa voru þannig ákveðnar 768.000 krónur. Nefndin byggði á því að flatarmál lands, sem háð yrði byggingarbanni, væri það sama og Landsvirkjun hafði reiknað með í áðurnefndu tilboði til áfrýjenda, þar á meðal skipting þess milli verðmætari og verðminni hluta jarðarinnar. Bætur voru ákveðnar 280.000 krónur fyrir hvern hektara í verðmætari hlutanum, en 100.000 krónur í þeim verðminni, eða samtals 5.272.000 krónur. Loks féllst nefndin á með áfrýjendum að framkvæmdir stefnda myndu gera jörðina síður eftirsóknarverða fyrir frístundaiðkun, þar á meðal vegna svonefndrar sjónmengunar, sem stafaði af 8 neðstu möstrunum, en hæfilegt þótti að bæta áfrýjendum þetta með 1.600.000 krónum. Samtals urðu því bætur eftir úrskurði nefndarinnar 8.144.000 krónur, en að auki var stefnda gert að greiða nánar tiltekna fjárhæð í málskostnað og vegna kostnaðar af störfum hennar. Stefndi vildi ekki una þessum úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta og fékk því dómkvadda tvo menn 17. október 2006 til að meta fullt endurgjald til áfrýjenda vegna mastra, vegar og byggingarbanns á landi innan jarðar þeirra, svo og hvort framkvæmdir þar hefðu í för með sér annað tjón, sem ekki yrði bætt með því endurgjaldi. Matsgerð var lokið 21. desember 2007. Í henni var talið rétt að skipta landi jarðarinnar í tvo flokka, á sama hátt og gert var í upphaflegu tilboði Landsvirkjunar til áfrýjenda um bætur, en verðgildi lands í verðmætari flokknum var talið 450.000 krónur á hvern hektara og í þeim verðminni 300.000 krónur. Miðað var við að háspennumöstur væru 14 talsins, þar af 10 á verðmætara landinu og 4 á því verðminna, en með því að 0,12 ha færu undir hvert mastur væru hæfilegar bætur af þessum sökum 684.000 krónur. Matsmenn lögðu til grundvallar að vegur stefnda í landi áfrýjenda væri alls 3.029 m að lengd og hæfilegt að gera ráð fyrir að hann væri 8 m breiður. Lengd vegarins í verðmætari hluta landsins væri 2.533 m og í þeim verðminni 496 m, en samkvæmt því ættu bætur vegna hans að nema 1.030.920 krónum. Þá var í matsgerðinni byggt á því að flatarmál lands, sem háð yrði byggingarbanni vegna háspennulínunnar, væri samtals 21,88 ha innan verðmætari hluta jarðarinnar og 5,145 ha innan þess verðminni, en í báðum tilvikum hafi þá komið til frádráttar land, sem möstrin hafi verið reist á, auk lands, sem lagt hafi verið undir veg, enda væri það metið sérstaklega í fyrrgreindum liðum. Matsmenn töldu rétt að bætur vegna byggingarbannsins svöruðu til 70% af áðurgreindu fullu landverði í báðum flokkum, en samkvæmt því næmu þær samtals 7.971.650 krónum. Loks var samsinnt þeirri niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta að stefnda bæri með 1.600.000 krónum að bæta áfrýjendum tjón af þeim sjónrænum áhrifum, sem leiddu af 8 háspennumöstrum neðst í landi þeirra. Ekki var talið að áfrýjendur hafi orðið fyrir öðru tjóni af framkvæmdum stefnda og varð því niðurstaða matsgerðarinnar sú að bætur ættu að nema samtals 11.286.570 krónum. Með bréfi 20. maí 2008 tilkynnti stefndi áfrýjendum að hann hafnaði matsgerð hinna dómkvöddu manna og byðist þess í stað til að greiða bætur samkvæmt úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, en þó að frátöldum 1.600.000 krónum vegna sjónrænna áhrifa af framkvæmdunum. Samkvæmt því væru boðnar í bætur samtals 6.544.000 krónur auk dráttarvaxta til greiðsludags frá 27. febrúar 2006, þegar úrskurður matsnefndarinnar var kveðinn upp. Óumdeilt er að uppgjör hefur farið fram milli aðilanna á þessum grunni með fyrirvara áfrýjenda um rétt til að krefjast greiðslu þess, sem skorti á fullar bætur samkvæmt matsgerðinni frá 21. desember 2007. Í skjóli þessa fyrirvara höfðuðu áfrýjendur mál þetta 24. nóvember 2008 og krefjast sem áður segir að stefnda verði gert að greiða þeim 4.742.570 krónur, en hann krefst sýknu á þeim grunni að fullar bætur séu þegar greiddar. Þessa fjárhæð sundurliða áfrýjendur þannig að 180.000 krónur standi eftir af bótum fyrir land, sem farið hafi undir háspennumöstur, 262.920 krónur fyrir land, sem lagt hafi verið undir veg, og 2.699.650 krónur vegna lands, sem háð sé byggingarbanni. Í öllum þessum liðum stendur ágreiningur aðilanna um hvort telja eigi að verðgildi verðmætari hluta lands innan jarðar áfrýjenda, sem framkvæmdir stefnda náðu til, sé 400.000 krónur á hvern hektara og verðminni hlutans 200.000 krónur, eins og stefndi lagði til grundvallar við greiðslu bóta samkvæmt úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, eða 450.000 krónur og 300.000 krónur eins og dómkvaddir matsmenn töldu. Að því er varðar land, sem byggingarbann tekur til, er jafnframt deilt um hvort bætur fyrir það eigi að svara til 70% af fullu landverði innan verðmætari hluta jarðarinnar og 50% innan verðminni hlutans, eins og stefndi miðaði við þegar hann greiddi áfrýjendum bætur í samræmi við úrskurð matsnefndarinnar, eða 70% í báðum tilvikum samkvæmt niðurstöðu dómkvaddra manna. Auk framangreindra þriggja liða krefjast áfrýjendur loks greiðslu á 1.600.000 krónum vegna verðrýrnunar á landi jarðarinnar utan framkvæmdasvæðisins, sem rakið verði til sjónrænna áhrifa af mannvirkjum stefnda, en þessum lið hefur hann með öllu hafnað. II Eins og áður greinir lagði stefndi háspennulínuna, sem mál þetta varðar, um land áfrýjenda með heimild í yfirlýsingu þeirra frá 25. apríl 2004 og kom því aldrei til þess að eignarnámi væri beitt til að unnt yrði að láta verða af þeim framkvæmdum. Af þessum sökum gat ekki að lögum átt undir matsnefnd eignarnámsbóta að ákveða bætur handa áfrýjendum vegna þessara framkvæmda, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 22. janúar 2009 í máli nr. 247/2008. Úrskurður nefndarinnar 27. febrúar 2006 getur því ekkert gildi haft við úrlausn málsins. Í fyrrnefndu tilboði Landsvirkjunar til áfrýjenda um bætur 27. janúar 2004 og bréfi stefnda til þeirra 20. maí 2008, sem lá að baki greiðslu hans eftir niðurstöðum matsnefndar eignarnámsbóta um nokkra liði í kröfu áfrýjenda, var lagt til grundvallar að gera yrði greinarmun á verðmæti lands eftir svæðum innan jarðar þeirra. Í báðum þessum tilvikum var eins og í matsgerð dómkvaddra manna frá 21. desember 2007 gengið út frá því að rétt væri í þessu tilliti að skipta landinu í tvo flokka. Um þetta stendur ekki ágreiningur milli aðilanna, en á hinn bóginn er deilt um verðmæti landsins í hvorum flokki. Í matsgerð var sem áður segir komist að þeirri niðurstöðu að verðgildi lands í verðmætari hluta jarðarinnar væri 450.000 krónur á hvern hektara, en 300.000 krónur í þeim verðminni. Þessi verðákvörðun var rökstudd þar á eftirfarandi hátt: „Að dómi matsmanna verður ekki framhjá því litið að fasteignaverð á svæðinu hefur farið hækkandi og tekur matið mið af þeirri staðreynd. Kemur þar sérstaklega til sú atvinnuuppbygging sem hefur átt sér stað í nágrenninu og leitt hefur til aukinnar eftirspurnar eftir landi og verðhækkun fasteigna. Hefur við matið verið tekið mið af þessu, en við matið hafa sölur á jörðum í nágrenninu verið hafðar til hliðsjónar. Þá verður að líta til þess að jörðin er vel í sveit sett með margvíslegum möguleikum til nýtingar, hvort heldur til frístunda eða annarra nytja, eins og tekið er fram í úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta. Líklegt er að í framtíðinni verði land jarðarinnar nýtt undir heilsársbyggð. Má því ljóst vera að lagning raflína leiði til þess að möguleikar matsþola til nýtingar jarðarinnar skerðist.“ Matsmennirnir komu fyrir dóm við aðalmeðferð málsins í héraði. Aðspurður um hvað hafi búið að baki niðurstöðu um verðmæti landsins sagði annar þeirra að byggt hafi verið á gögnum „um söluverð á nærliggjandi svæðum“, auk þess sem hann hafi sem löggiltur fasteignasali haft til sölu „stórt land“, sem einnig væri í Skriðdal, en það hafi ekki selst „þó að það væri boðið á lægra verði.“ Hinn matsmaðurinn kvað niðurstöður um þetta reistar „á upplýsingum um jarðarsölu á þessum tíma og upplýsingum frá öðrum fasteignasölum.“ Í málatilbúnaði stefnda hefur meðal annars verið vísað til þess að heildarverð fyrir jörð áfrýjenda án mannvirkja myndi nema um 412.500.000 krónum ef lagt væri til grundvallar það verðmæti hvers hektara lands, sem dómkvaddir matsmenn komust að niðurstöðu um. Stefndi hefur lagt fram í málinu kaupsamninga um 11 jarðir í Fljótsdalshreppi og á Fljótsdalshéraði frá tímabilinu 18. maí 2004 til 31. janúar 2008, en í því tilviki, þar sem hæst verð var greitt, var jörð í Fljótsdalshreppi, 463 hektarar að stærð, seld ásamt öllum mannvirkjum 15. nóvember 2006 fyrir 90.000.000 krónur og fylgdu í þeim kaupum húsbúnaður og tæki, sem notuð höfðu verið við búrekstur. Hvorki í matsgerð né framburði hinna dómkvöddu manna var greint nánar frá því við hvaða „sölur á jörðum í nágrenninu“ hafi verið stuðst í niðurstöðum þeirra og hafa áfrýjendur engra gagna aflað til að styðja þær. Ekkert er fram komið í málinu um að spurn hafi verið eftir landi til frístundarbyggðar úr jörð áfrýjenda eða öðrum jörðum á sama svæði. Þá hafa ekki verið skýrðar frekar ástæður þess að ætla megi að land jarðarinnar verði nýtt undir heilsársbyggð í framtíðinni, en að því verður að gæta að vegalengd frá henni til næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaða, virðist vera um 20 km. Héraðsdómur var í máli þessu skipaður sérfróðum meðdómsmanni, en í hlut slíkra manna kemur meðal annars að taka afstöðu til allra atriða, sem dómkvaddir menn hafa fjallað um, þegar leyst er samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála úr um sönnunargildi matsgerðar, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 6. júní 1980 í máli nr. 35/1978, sem birtur er í dómasafni 1980, bls. 1239. Héraðsdómur hafnaði því að leggja niðurstöðu matsgerðarinnar frá 21. desember 2007 um verðmæti lands áfrýjenda til grundvallar við úrlausn málsins, þótt henni hafi ekki verið hrundið með yfirmati. Að virtu því, sem að framan greinir, og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms eru ekki efni til að hnekkja þeirri niðurstöðu. Áfrýjendur hafa ekki að þessu frágengnu lagt fram gögn til að sýna fram á að þeim geti að þessu leyti borið frekari bætur úr hendi stefnda vegna framkvæmda hans, hvorki vegna verðgildis lands, sem hann fékk til fullrar eignar, né þess lands, sem byggingarbann vegna háspennulínu hans náði til. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest að því er varðar þá liði í kröfu áfrýjenda, sem að þessu snúa. Samkvæmt loftmynd og hönnunargögnum, sem stefndi hefur lagt fram í málinu, reisti hann í landi áfrýjenda 13 háspennumöstur, sem eru frá 17 til 35 m há og með um 26 m langa þverslá. Augljóst má vera að mannvirki sem þessi eru áberandi í landslagi, hvort sem er á láglendi eða hálendi, og verður að ætla að almennt þyki síst af þeim prýði. Alkunnugt er að ýmsum geti þótt ógn stafa af háspennulínum, meðal annars vegna rafbylgja, sem ætlað sé að þær gefi frá sér. Af þessu má telja sýnt að háspennulínulögn um land jarðar geti verið fallin til að draga úr eftirspurn sé hún boðin til sölu og rýrt þannig verðgildi hennar, en þó allt eftir því hvernig atvikum er nánar háttað meðal annars með tilliti til legu línunnar í landi, fjarlægðar hennar frá húsum, ræktuðu landi eða útivistarsvæðum, stærðar jarðar og landslags. Vegna þessa verður að líta svo á að eigandi jarðar geti orðið fyrir fjártjóni af lagningu háspennulínu um land hennar með því að línan sem slík og mannvirki, sem reist eru í tengslum við hana, leiði til lækkunar á verði jarðarinnar. Skilja verður málatilbúnað áfrýjenda svo að áðurnefndur kröfuliður þeirra um bætur frá stefnda að fjárhæð 1.600.000 krónur sé reistur á þessum grunni. Fjárhæð þessa kröfuliðar er sótt í matsgerð dómkvaddra manna frá 21. desember 2007, þar sem sagt var að við mat á tjóni sem þessu yrði meðal annars að líta til staðsetningar háspennulínu í landi jarðar og fjölda mastra. Vísað var til þess að tiltekinn fjöldi mastra stæði í þeim hluta lands áfrýjenda, þar sem mestar líkur væru á að möstrin sæjust, en minni líkur væru á að möstur ofar í landinu hefðu sömu áhrif. Um þetta sagði síðan: „Standa því gild rök til þess að takmarka með þessum hætti bætur vegna þeirra mastra sem standa neðst í landinu. Þá má fallast á það sjónarmið matsnefndar að hin sjónrænu áhrif geri jörðina síður áhugaverða fyrir frístundaiðkun. Með vísan til framanritaðs eru ekki gerðar athugasemdir við niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta um sjónræn áhrif. Matsmenn telja því rétt að miða við 200.000 krónur í bætur að álitum fyrir hvert hinna 8 mastra sem standa neðst í landi ..., þar sem ætla má að sjónrænna áhrifa gæti sérstaklega, samtals 1.600.000 krónur.“ Um þessa niðurstöðu er þess að gæta að við mat á hugsanlegu tjóni á áðurgreindum grundvelli verður að bera saman annars vegar verðgildi jarðar eftir að háspennulínur hafa verið lagðar um land hennar og hins vegar hvert verðgildi hennar hefði verið ef til slíkra framkvæmda hefði ekki komið. Sú leið var ekki farin í þessari matsgerð, heldur áætluð án nokkurs rökstuðnings tiltekin fjárhæð í bætur fyrir hvert mastur í línulögninni, sem teldist áberandi með tilliti til landslags. Í ljósi þess, sem að framan greinir, er mat á þessum forsendum ótækt. Í málinu liggur að öðru leyti ekkert fyrir um hvort áfrýjendur hafi orðið fyrir tjóni af þeim toga, sem hér um ræðir, eða hverju það kunni að nema. Sökum þessa er óhjákvæmilegt að vísa þessum lið í dómkröfu þeirra af sjálfsdáðum frá héraðsdómi. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað verður staðfest. Rétt er að aðilarnir beri hvert sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi að því er varðar þann lið í dómkröfu áfrýjenda, Jónínu Zophoníasdóttur og Einars Zophoníassonar, að stefnda, Landsneti hf., verði gert að greiða bætur að fjárhæð 1.600.000 krónur vegna rýrnunar á verði jarðarinnar Mýra á Fljótsdalshéraði. Héraðsdómur skal að öðru leyti vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. maí 2009. Mál þetta, sem var dómtekið 15. maí sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Jónínu Zophoníasdóttur og Einari Zophoníassyni, báðum til heimilis að Mýrum, Egilsstöðum á hendur Landsneti hf., Krókhálsi 5c, Reykjavík með stefnu birtri 24. nóvember 2008. Dómkröfur stefnenda eru þær að stefndi greiði þeim sameiginlega 4.742.570 kr. með vöxtum skv. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 27. febrúar 2006 til 27. mars 2006, en með dráttarvöxtum 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefndu að skaðlausu. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda. Auk þess er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Til vara er þess krafist að dómkröfur stefnenda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður verði felldur niður. Dómendur fóru á vettvang 14. maí sl. Málavextir Með úrskurði, dags. 23. nóvember 2000, um mat á umhverfisáhrifum vegna 420 kW Fljótsdalslína 3 og 4 féllst umhverfisráðherra á fyrirhugaða framkvæmd eins og henni var lýst í matsskýrslu með 6 skilyrðum. Iðnaðarráðherra veitti Landsvirkjun heimild til byggingar Fljótdalslína 3 og 4 hinn 20. júlí 2004. Framkvæmdarleyfi Austur-Héraðs var veitt 18. október 2004. Með bréfi, dags. 27. janúar 2004, gerði Landsvirkjun stefnendum tilboð um greiðslu bóta vegna framkvæmda á landareign þeirra, en hún er í óskiptri sameign þeirra. Höfnuðu stefnendur tilboðinu. Í bréfi Landsvirkjunar, dags. 21. apríl 2004, kom fram að þar sem samningsviðræður við stefnendur um greiðslu bóta vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 hefðu ekki borið árangur myndi Landsvirkjun vísa ágreiningi um bætur vegna framkvæmdanna til matsnefndar eignarnámsbóta í samræmi við ákvæði þar að lútandi. Í bréfinu var þess óskað að stefnendur myndu veita heimild og samþykki til ótímabundinna landnota Landsvirkjunar í landi Mýra í Skriðdal vegna framkvæmdanna. Með yfirlýsingu, dags. 25. apríl 2004, veittu stefnendur Landsvirkjun heimild til að leggja Fljótsdalslínur 3 og 4 um land jarðarinnar. Einnig lá fyrir loforð Landsvirkjunar um að fyrirtækið greiddi bætur samkvæmt ákvörðun matsnefndar eignarnámsbóta eða dómstóla, fyrir öll þau réttindi sem eignarnámið lyti að. Hinn 1. janúar 2005 tók stefndi við réttindum og skyldum Landsvirkjunar á sviði raforkuflutnings og kerfisstjórnunar, þ.m.t. framkvæmdum við Fljótsdalslínur 3 og 4, sbr. lög um stofnun Landsnets hf., nr. 75/2004, sbr. og raforkulög, nr. 65/2003. Með bréfi stefnda, dags. 24. ágúst 2005, var ágreiningi um bætur vegna Fljótsdalslína 3 og 4 vísað til matsnefndar eignarnámsbóta, skv. heimild í lögum nr. 11/1973, um framkvæmd eignarnáms. Hinn 4. janúar 2006 skilaði Bjarni G. Björgvinsson, hdl. og löggiltur fasteignasali, áliti sem gert hafði verið að beiðni stefnenda. Í álitinu var komist að þeirri niðurstöðu að Fljótsdalslína skerti sölumöguleika og verðmæti jarðarinnar Mýra í Skriðdal, þar sem sala jarða taki nú síður mið af beinum landbúnaðarnotum, eins og áður var, en miklu frekar útivistarmöguleikum og náttúruverndarsjónarmiðum. Í úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, dags. 27. febrúar 2006, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að stefnda bæri að greiða stefnendum 8.144.000 kr. í eignarnámsbætur og 670.000 kr., þ.m.t. virðisaukaskatt, í kostnað vegna rekstur matsmálsins fyrir nefndinni. Með bréfi stefnda, dags. 26. september 2006, var þess farið á leit við Héraðsdóm Austurlands að dómkvaddir yrðu tveir hæfir, sérfróðir og óvilhallir matsmenn, til þess að skoða og meta fullt endurgjald til matsþola vegna þess hluta jarðarinnar Mýra í Skriðdal er eignarnámið tók til. Einnig var óskað eftir að metið yrði hvort og í hve miklum mæli lagning háspennulínanna hefði í för með sér beint fjárhagslegt tjón vegna þeirra hluta jarðarinnar sem eftir eru þegar land línanna hefur verið afhent matsbeiðanda. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna, dags. 21. desember 2007, var komist að þeirri niðurstöðu að eignarnámsbætur til stefnenda skyldu vera 11.286.570 kr. Niðurstaða matsmanna var hin sama um almenna verðlækkun fasteignarinnar af völdum framkvæmda stefndu og þá töldu matsmenn landverð nokkru hærra en matsnefnd hafði miðað við. Með bréfi stefnda, dags. 20. maí 2008, hafnaði stefndi matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna. Stefndi ákvað að gera upp eignarnámsbætur í samræmi við niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta frá 27. febrúar 2006, en þó þannig að ekki var fallist á að greiða bætur vegna almennrar verðlækkunar. Ágreiningslaust er að stefndi hefur greitt stefnendum fjárhæð sem nemur niðurstöðu matsnefndarinnar með dráttarvöxtum frá 27. mars 2006 til greiðsludags. Með bréfi stefnenda, dags. 3. júní 2008, kemur fram að rétt væri og eðlilegt að stefndi gerði eignarnámsbætur upp á grundvelli matsgerðar sem stefndi hafði aflað þar sem hann hefði ekki viljað una niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta enda hafi niðurstöðu matsgerðarinnar ekki verið hnekkt. Stefndi hafi ekki brugðist við því og er mál þetta því höfðað. Málsástæður og lagarök stefnenda Kröfugerð stefnenda er einkum byggð á almennum reglum eignarréttarins um fjárhæð eignarnámsbóta. Stefnendur höfða mál þetta sameiginlega á þeim grundvelli að þeir eigi fasteign þá sem eignarnámið náði til í óskiptri sameign. Ekki er ágreiningur um eignarnámsheimild stefnda. Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, er kveðið á um þrjú meginskilyrði eignarnáms. Eitt þessara skilyrða er þess efnis að fullt verð verði að koma fyrir vegna eignarnámsins. Stefnendur telja að við mat á eignarnámsbótum beri að líta til fulls verðs þeirra réttinda sem stefndi fær til afnota svo og til kvaða og skerðingar sem mannvirkin og nýting þeirra hefur í för með sér. Stefnendur byggja kröfur sínar á því að matsgerð dómkvaddra matsmanna sanni að fullt verð og eignarnámsbætur til handa stefnendum sé sú fjárhæð sem krafist er af þeirra hálfu. A) Bætur fyrir land sem er háð byggingarbanni Í niðurstöðum matsnefndar eignarnámsbóta og dómkvaddra matsmanna var talið að skipta bæri landi Mýra í Skriðdal í tvo hluta: annars vegar landi milli Grímsár og landi innan skógræktargirðingar ofan vegar „betra land“ og hins vegar „annað land“. Stefnendur fallast á þetta mat matsnefndarinnar og hinna dómkvöddu matsmanna. Matsnefnd eignarnámsbóta mat besta landið á Mýrum á 400.000 kr. pr. hektara en annað land á 200.000 kr. pr. hektara. Nefndin taldi verðmæti hvers hektara lands á byggingarsvæðinu, þar sem land væri verðmætast, 280.000 kr. pr. hektara en 100.000 kr. pr. hektara á verðminna landi sem háð væri byggingarbanni. Nefndin miðaði því bætur fyrir verðmætara landið, sem fer undir byggingarsvæði, við 70% af verðmæti landsins, en bætur fyrir verðminna landið við 50% af verðmæti landsins, hvort tveggja að frádregnum greiðslum fyrir það land sem er bætt að fullu, þ.e. land undir möstur og vegi sem liggja undir línuhafinu. Stefnendur byggja á því að miða beri við það að bætur fyrir allt land sem fer undir byggingarbann verði 70% af verðmæti landsins, án tillits til þess í hvaða flokki það lendir. Stefnendur halda fram að veruleg verðhækkun hafi almennt orðið á landi og jörðum á undanförnum árum og eigi það ekki síst við um jarðir og byggingar í dreifbýli á Fljótsdalshéraði. Jörðin Mýrar er í nágrenni við ört vaxtandi þéttbýli á Egilsstöðum. Mikil atvinnuuppbygging hafi átt sér stað í nágrenninu sem hefur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir landi og verðhækkun fasteigna. Þá telja stefnendur að líta verði einnig til þess að jörðin er vel í sveit sett með margvíslegum möguleikum til nýtingar, hvort heldur til frístunda eða annarra nytja. Líklegt er að í framtíðinni verði land jarðarinnar nýtt undir heilsársbyggð. Má því vera ljóst að lagning raflína leiði til þess að möguleikar stefnenda til nýtingar jarðarinnar skerðist. Með hliðsjón af framansögðu og með vísan til matsgerðar byggja stefnendur á því að mat á „betra landi“ jarðarinnar eigi að vera 450.000 kr. og „annað land“ 300.000 kr. Stefnda ber því að bæta 6.891.200 kr. fyrir 21,88 hektara af „betra landi“ jarðarinnar sem háður er byggingarbanni (21,88 x 450.000 x 70%) og 1.080.450 kr. fyrir 5,145 hektara af „öðru landi“ jarðarinnar sem háð er byggingarbanni (5,145 x 300.000 x 70%). Samtals 7.971.650 kr. og hefur stefndi þegar greitt 5.272.000 kr. og standa því eftir að höfuðstól 2.699.650 kr. B) Bætur fyrir land sem fer undir möstur Stefnendur miða útreikning lands sem fer undir möstur við 0,12 hektara lands undir hvert mastur (30m x 40m). Fyrir liggur að 10 möstur eru staðsett í „betra landi“ jarðarinnar og 3 möstur eru staðsett í „öðru landi“ jarðarinnar. Stefnda ber því að bæta 540.000 kr. (450.000 x 1,2) og 144.000 kr. (300.000 x 0,48). Samtals 684.000 kr. Stefndi hefur þegar greitt 504.000 kr. og standa því eftir að höfuðstól 180.000 kr. C) Bætur vegna vegslóða Eins og komist var að í niðurstöðum matsnefndar eignarnámsbóta og dómkvaddra matsmanna byggja stefnendur á því að stefnda beri að bæta 8 m breiðan veg, þ.m.t. fláa, sem liggur um jörðina Samtals 2.533 m vegslóði liggur um „betra land“ jarðarinnar en 496 m vegslóði liggur um „annað land“ jarðarinnar. Stefnda ber því að greiða 911.880 kr. (2,0268 x 450.000) og 119.040 kr. (0,3968 x 300.000), samtals 1.030.920 kr. Stefndi hefur þegar greitt 768.000 kr. og standa því eftir að höfuðstól 262.920 kr. D) Bætur vegna almennrar verðlækkunar á fasteign stefnda Meginregla við mat á eignarnámsbótum er sú að bæta eigi allt fjárhagslegt tjón eignarnámsþola. Þegar svo stendur á verður að taka tillit til verðfalls sem kann að verða á eign, sem eignarnámsþoli heldur eftir, þegar hluti eignar er tekin eignarnámi og verðfallið er að rekja til eignarnámsins. Að mati stefnanda kunna sjónræn áhrif vegna mannvirkja og starfsemi að hafa áhrif á verðmæti fasteigna, einkum í sveitum þar sem kaupendur sækjast í mörgum tilvikum eftir náttúrufegurð. Stefnendur telja óyggjandi að þau mannvirki stefndu á jörðinni og sú starfsemi sem felst í því að fara með rafmagn um landið í háspennulínum séu til þess fallin að valda almennri verðlækkun á jörð og mannvirkjum stefnenda. Að mati stefnenda hafa umrædd mannvirki og starfsemi veruleg áhrif á markaðsverð jarðarinnar. Matsnefnd eignarnámsbóta og hinir sérfróðu og óvilhöllu matsmenn hafa metið verðlækkun þessa 1.600.000 kr. Niðurstöðu matsnefndarinnar og matsgerðarinnar hefur stefndi á engan hátt hnekkt og telja stefnendur því komna fram nægjanlega sönnun fyrir því að tjón hafi orðið sem stefndi beri ábyrgð á gagnvart stefnendum. Með vísan til niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta og dómkvaddra matsmanna byggja stefnendur á því að hæfilegar bætur vegna almennrar verðlækkunar jarðar og mannvirkja stefnenda, sé 1.600.000 kr. Stefndi hefur ekki greitt þá fjárhæð. Samkvæmt framangreindu byggja stefnendur á því að stefndi hafi ekki greitt fullt verð og eignarnámsbætur vegna eignarnáms á jörð þeirra sem að framan greinir. Með vísan til þess sem að framan greinir um fjárhæðir og ágreining aðila sundurliðast höfuðstóll stefnukröfunnar þannig: Stefnendur krefjast dráttarvaxta á höfuðstólsfjárhæð þessa þegar liðinn er mánuður frá því tímamarki bóta sem matsnefnd og matsgerð miðaði við, þ.e. þann dag sem matsnefnd sagði upp mat sitt þann 27. febrúar 2006. Stefnendur halda fram að eignarnámsbætur hafi fallið í gjalddaga í síðasta lagi mánuði eftir það tímamark og verður ekki annað ráðið af bréfi stefnda dags. 20. maí 2008 en ágreiningslaust sé að eignarnámsbætur beri dráttarvexti frá þeim tíma. Stefnendur byggja kröfur sínar á 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Um framkvæmd eignarnáms og ákvörðun eignarnámsbóta er vísað til laga nr. 11/1973. Krafa um dráttarvexti er studd III. kafla laga nr. 38/2002, um vexti og verðtryggingu. Krafa um málskostnað er byggð á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Stefnendur eru ekki virðisaukaskattskyldir skv. lögum nr. 50/1988 og ber því nauðsyn til að tekið verði tillit til skattsins við ákvörðun málskostnaðar. Af hálfu stefnenda er á því byggt að þeir eigi rétt til að fá kostnað af rekstri máls þessa bættan hvernig sem málsúrslit verða. Málsástæður og lagarök stefnda A) Bætur vegna framkvæmda stefnda á jörð stefnenda Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, er kveðið á um þrjú meginskilyrði eignarnáms. Eitt þessara skilyrða er að fullt verð skuli koma fyrir eignina. Talið er að bótaskylda eignarnema nái eingöngu til fjártjóns eignarnámsþola. Um bætur vegna ófjárhagslegs tjóns er því ekki að ræða. Með bréfi dags. 27. janúar 2004, gerði Landsvirkjun stefnendum tilboð um greiðslu bóta vegna framkvæmda á landareign stefnenda. Tilboðið var byggt á grunni sem notaður var í samningum við alla landeigendur á línuleið Fljótsdalslína 3 og 4, sem og samningum við landeigendur vegna lagningar Sultartangalínu 3. Tilgangur þessa grunns var ekki síst sá að tryggja sem best að gætt væri jafnræðis á milli aðila með sams konar hagsmuni og um leið samræmis í bótagreiðslum vegna lagningar háspennulína. Bótagrunnurinn byggðist fyrst og fremst á niðurstöðum matsnefndar eignarnámsbóta frá 1999 um bætur vegna framkvæmda við Búrfellslínu 3A og öðrum atriðum er máli skipta, m.a. að mati búfræðings og landfræðings. Þá var einnig stuðst við nýrri úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta hvað varðar verðmæti lands. Enn fremur var höfð hliðsjón af orðsendingum Vegagerðarinnar um landbætur vegna vegagerðar, upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands um ræktunarkostnað og útreikningum Suðurlandsskóga og Héraðsskóga um stofnkostnað og verðmæti skógræktar. Auk þess voru ábendingar og athugasemdir landeigenda á línuleið Fljótsdalslínu 3 og 4 og Sultartangalínu 3 hafðar til hliðsjónar við endalega ákvörðun á grunnverði lands sem miðað var við. Af framangreindu má sjá að gríðarleg vinna var lögð í tilboðsgerðina af hálfu Landsvirkjunar og lagt kapp á að tilboðin væru á allan hátt sanngjörn í garð landeigenda. Þannig var t.d. miðað við ætlað markaðsverð, boðin var full greiðsla fyrir land undir möstur, vegi og byggingarbann án frádráttar, landflokkun var í öllum tilfellum gróflega áætluð til hagsbóta fyrir landeigendur, miðað var við að skógræktarsvæði næðu að 400 metra hæð yfir sjávarmáli, en ekki 300 metra eins og gert var ráð fyrir í skógræktaráætlunum, auk annarra atriða. Tilboð Landsvirkjunar miðaði þannig í öllum tilvikum að því að landeigendur væru betur settir með samningum en með úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta og/eða dómstóla, í ljósi þeirra fordæma sem þá voru þekkt. Í samræmi við framangreint voru stefnendum boðnar bætur fyrir hið bótaskylda tjón, með tilliti til þess um hvers konar land var að ræða. Var jörðinni Mýrum skipt upp í tvo verðflokka, þ.e.a.s. fyrir tún og skógræktarsvæði voru boðnar 290.000 kr. pr. hektara, en fyrir beitiland voru boðnar 90.000 kr. pr. hektara. Samtals voru því boðnar bætur að fjárhæð 5.840.296 kr. Þar sem stefnendur féllust ekki á tilboð Landsvirkjunar og frekari samningsumleitanir báru ekki árangur, vísaði Landsvirkjun ágreiningi aðila til matsnefndar eignarnámsbóta í samræmi við ákvæði laga þar að lútandi. Eins og fram kemur í stefnu, var það niðurstaða matsnefndar eignarnámsbóta, í máli nr. 11/2005, að skipta bæri landi Mýra í Skriðdal í tvo verðflokka: besta landið sem lægst liggur taldi nefndin eiga að meta á 400.000 kr. pr. hektara, en annað land á 200.000 kr. pr. hektara Nefndin taldi verðmæti hvers hektara lands á því svæði sem byggingarbann, skv. reglugerð um raforkuvirki nr. 264/1971, með áorðnum breytingum, náði til, vera 280.000 kr. pr. hektara þar sem landverð væri hærra, en 100.000 kr. pr. hektara þar sem land er verðminna. Nefndin bjó því til nýja aðferðarfræði við mat sitt, sem var frábrugðin þeirri sem hún hafði byggt á í ákvörðunum sínum um Búrfellslínu 3A, án þess að fyrir því væru færð viðhlítandi rök. Í raun er úrskurðurinn allur því marki brenndur, að erfitt er að sjá á hvaða forsendum matsnefndin kemst að niðurstöðu sinni. Stefndi telur að það sé skylda matsnefndar að rökstyðja niðurstöðu sína um tjón en það hafi ekki verið raunin í þessu tilviki. Stefndi gat ekki unað við slíka niðurstöðu og ákvað því að kveðja til dómkvadda matsmenn til að meta hæfilegar bætur til handa stefnendum vegna framkvæmdanna á jörð þeirra. Hinir dómkvöddu matsmenn skiluðu áliti sínu hinn 21. desember 2007, í matsmálinu M-8/2006. Í stað þess að leggja sjálfstætt mat á úrskurð matsnefndarinnar og komast þannig að rökstuddri niðurstöðu, virðast matsmennirnir þess í stað taka upp aðferðarfræði nefndarinnar og útfæra hana eingöngu til hækkunar bóta, án þess að rökstyðja hvað réttlæti þá hækkun. Þannig komast matsmennirnir að þeirri niðurstöðu að skipta beri jörðinni í tvo verðflokka, annars vegar land milli Grímsár og vegarins og hins vegar land innan skógræktargirðingar ofan vegarins, sem metið var á 450.000 kr. pr. hektara, og hins vegar haga, sem metinn er á 300.000 kr. pr. hektara. Matsmenn benda á að matsnefndin miðar bætur fyrir verðmætara landið, sem fer undir byggingarbannssvæðið, við 70% af verðmæti landsins en bætur fyrir verðminna landið við 50% af verðmæti landsins, þrátt fyrir að í fyrri fordæmum sínum hafi nefndin miðað við 2/3 af verðmæti lands, án tillits til þess í hvaða flokki það lenti. Að því loknu ákveða matsmennirnir að miða við að bætur fyrir allt land sem fer undir byggingarbann verði 70% af verðmæti landsins án tillits til þess í hvaða flokki það lendir. Þannig virða matsmennirnir að þessu leyti úrskurð matsnefndarinnar í málinu að vettugi. Niðurstaða matsmannanna er haldin sömu ágöllum og niðurstaða matsnefndarinnar. Sú aðferðarfræði sem byggt er á er fordæmalaus og beiting hennar virðist tilviljanakennd og með öllu órökstudd. Í stefnu er því haldið fram að stefndi hafi ekki hnekkt niðurstöðu matsgerðar. Af þessu tilefni tekur stefndi fram að hann byggir ekki á þeirri matsgerð, af framangreindum ástæðum, sem þó var framkvæmd á hans kostnað og ábyrgð og stefndi hefur ekki lagt hana fram. Jafnframt mótmælir stefndi því að matsgerðin verði lögð til grundvallar í máli þessu. Stefnendur bera sönnunarbyrði fyrir tjóni sínu samkvæmt almennum réttarfarsreglum. Þeir hafa engan reka gert að því í málinu, né í matsmálum sem voru undanfarar þessa máls, að sanna þá skoðun sína að tjón þeirra sé umfram það sem boðist var til að bæta, ef frá er skilið álit Bjarna Björgvinssonar, hdl. og lögg. fasteignasala, en stefndi telur að það hafi ekkert sönnunargildi. Stefndi bendir á að mat sem ekki er nægilega rökstudd er eitt og sér ekki sönnun þess að fjárhagstjón hafi orðið. Það gildir um þær matsgerðir sem fjallað er um í máli þessu. Stefndi taldi það hins vegar hvorki þjóna hagsmunum sínum né stefnenda að kosta til og útbúa fleiri matsgerðir með tilheyrandi tímatöf. Matsgerð eða matsgerðir ryðja ekki úr vegi almennum sönnunarreglum og því er byggt á 1. mgr. 44. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, og þess krafist að sönnunargildi matsgerða þeirra sem fjallað er um í málinu verði metið sjálfstætt af dómnum. Í því skyni að sýna fram á að niðurstöður matsnefndarinnar og matsmannanna séu ekki hæfilegar bætur vegna framkvæmda stefnda á jörð stefnenda, sökum þess að fjárhagslegt tjón stefnenda er minna, bendir stefndi á framlagða kaupsamninga sem gerðir voru vegna jarða á Fljótsdalshéraði á árunum 2004-2008. Af þeim má sjá að hektaraverð á þessum landshluta á tímabilinu hefur verið frá 1.743 kr., en hæst farið í 178.734 kr. Auk þess eru nú tvær jarðir til sölu á svæðinu. Uppsett hektaraverð á þeim jörðum er annars vegar 67.687 kr., og hins vegar 6.444 kr. Séu verðflokkar matsnefndarinnar lagðar til grundvallar er ljóst að heildarverðmat jarðarinnar Mýra, nemur hundruðum milljóna króna. Gera má ráð fyrir að af þeim 1100 ha. sem jörðin spannar, féllu 40% hennar í verðmætari flokkinn (176 millj. kr.) og 60% í þann verðminni (132 millj. kr.) eða samtals 308 millj. kr. fyrir landið. Séu forsendur hinna dómkvöddu matsmanna lagðar til grundvallar, má gróflega áætla að 50% jarðarinnar flokkist sem hagi (165 millj. kr.), 20% sem land innan skógræktargirðingar ofan vegar (ca 99 millj. kr.) og 30% sem land milli Grímsár og vegarins ( 148,5 millj. kr.), eða samtals 412,5 millj. kr. fyrir allt landið. Hvorki matsnefndin né hinir dómkvöddu matsmenn rökstuddu það verð sem lagt var til grundvallar. Ljóst er að þeir verðflokkar, sem úrskurður matsnefndarinnar og niðurstaða dómkvöddu matsmannanna byggjast á, endurspegla hvergi nærri raunverulegt gangverð jarðarhlutanna. Auk þess renna framangreindir kaupsamningar og fasteignaauglýsingar stoðum undir þá fullyrðingu stefnda, að tilboð Landsvirkjunar frá 27. janúar 2004, hafi verið hagkvæmt fyrir landeigendur. Bæði í úrskurði matsnefndarinnar og niðurstöðu matsgerðarinnar er mikið byggt á hugsanlegum nýtingarmöguleikum jarðarinnar og litið svo á að þeir leiði til verðmætaaukningar jarðarinnar. Í úrskurði matsnefndarinnar segir m.a.: „Mýrar er vel í sveit sett með fjölmörgum nýtingarmöguleikum bæði til frístundaiðkunar og annarra nytja. Fullvíst má telja að lagning raflínunnar um land jarðarinnar skemmi að nokkru leyti nýtingarmöguleika jarðarinnar“. Nýting fasteignar á matsdegi hlýtur jafnan að teljast líklegasta framtíðarnýting hennar. Hafi eigandi gert reka að breyttum nytjum getur það styrkt stöðu hans þegar farið er fram á bætur sem grundvallast á öðrum notum en þeim sem eru til staðar á matsdegi. Um grundvallardóma þar sem nýtingarmöguleikar jarða eru lagðir til grundvallar bótum, í stað þeirrar notkunar sem á sér stað á þeim tíma er eignarnám fer fram, má nefna dóma Hæstaréttar frá 6. júlí 1984, í máli nr. 220/1982 (Hrd. 1984:906), og frá 17. mars 2005, í máli nr. 349/2004. Það er því ljóst, að svo til greina komi að líta til hugsanlegra framtíðarnýtingarmöguleika jarða, verður að vera um raunhæfa og líklega möguleika að ræða. Verður þá bæði að líta til eiginleika jarðarinnar sjálfrar, almenna notkun jarða í næsta nágrenni, svo og hversu raunhæft og líklegt hafi verið að hin mögulega nýting verði að veruleika. Þrátt fyrir að jörðin Mýrar geti talist vel í sveit sett, hefur ekkert komið fram sem sýnir að önnur en núverandi nýting sé raunhæf eða líkleg. Ekki hefur verið sýnt fram á að meginþorri jarða í kring sé nýttur með öðrum og verðmætari hætti. Þennan sönnunarskort virðast stefnendur viðurkenna í matsmáli nr. M-8/2006, er þeir krefjast þess að matsmenn meti verðrýrnun eignar sinnar miðað við að um ákjósanlega jörð fyrir sumarhúsabyggð sé að ræða, „án sönnunargagna sem matsþolar afli eða leggi fram“. Það er því ljóst að ekki var heimilt að byggja mat á hæfilegum bótum vegna jarðarinnar á hugsanlegum framtíðarnýtingarmöguleikum sem ekki eru studdir með neinum öðrum hætti en ágiskunum um óvissa framtíðarþróun. Þegar svo var komið að fyrir lá úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta og matsgerð dómkvaddra matsmanna, sem stefndi taldi báðar vera órökstuddar, tók stefndi eigi að síður þá ákvörðun með hagsmuni stefnenda í huga að reyna að leggja ágreining aðila til hliðar og bjóða stefnendum bætur í samræmi við niðurstöðu matsnefndarinnar, að frádregnum bótum vegna sjónrænna áhrifa. Taldi stefndi þennan þátt úrskurðarins fremur bera merki þess að um bætur fyrir ófjárhagslegt tjón væri að ræða, sem ekki væri lögmætur grundvöllur bóta, sbr. nánar hér síðar. Stefndi taldi því að reyna þyrfti á þetta atriði, er gæti haft fordæmisgildi, fyrir dómstólum, í ljósi þeirra skyldna sem hvíldu á fyrirtækinu og koma m.a. fram í 1. mgr. 9. gr. raforkulaga, nr. 65/2003. Stefndi bauðst, umfram skyldu, til að greiða sanngjarnan málskostnað stefnenda, kysu þeir að láta reyna á þennan hluta málsins fyrir dómstólum. Með tilboðinu fólst hins vegar ekki viðurkenning stefnda á aðferðarfræði matsnefndarinnar. Stefnendur hafa hins vegar kosið að takmarka ekki málssókn sína eingöngu við þennan þátt málsins og féll því tilboð stefnda niður og almennar reglur um málskostnað vegna hagsmunagæslu fyrir dómstólum gilda. Með vísan til alls framangreinds telur stefndi sig þegar hafa bætt tjón stefnenda að fullu. Af þeirri ástæðu ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnenda. B) Bætur vegna meintrar almennrar verðlækkunar á fasteign stefnenda Í dómsmáli þessu er deilt um tvenns konar tjón. Annars vegar er deilt um fjárhæð bóta vegna tjóns sem stefnendur urðu óumdeilanlega fyrir við það að land í þeirra eigu fór undir Fljótsdalslínur 3 og 4 og stefndu lofuðu að greiða bætur fyrir, samkvæmt samningi aðila dags. 25. apríl 2004. Hins vegar gera stefnendur kröfu um bætur vegna almennrar verðlækkunar af völdum sjónrænna áhrifa mannvirkjanna. Stefndu mótmæla að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni vegna sjónrænna áhrifa, eins og stefnendur halda fram. Í þessum hluta málsins er því ekki einvörðungu deilt um fjárhæð bóta heldur og sjálfan bótagrundvöllinn. Þarf að fara eftir almennum reglum skaðabótaréttar auk sjónarmiða eignarréttar um eignarnám. Auk þeirra málsástæðna sem í þessum lið eru raktar er byggt á þeim málsástæðum sem fram koma í A-lið hér að framan eftir því sem við á og öfugt. Frumskilyrði þess að hafa megi uppi skaðabótakröfu er að tjón hafi orðið. Markmið skaðabótareglna er að tjónþolinn fái fullar bætur fyrir fjártjón sitt, en hann á ekki að auðgast umfram það. Það er því meginregla í skaðabótarétti, að tjónþoli þurfi að sanna að hagsmunir hans hafi verið skertir. Þar að auki þarf tjónþoli að sanna að meta megi tjón hans til fjár og að lokum þarf að sanna hversu miklu fjártjónið nemur. Sjónræn áhrif Fljótsdalslína 3 og 4 teljast fyrst og fremst til almennra áhrifa mannvirkja. Línurnar eru nauðsynlegur hluti nútíma atvinnuhátta og hagsældar. Tilurð þeirra er sprottin af þjóðhagslegum forsendum, líkt og vegir, hafnir og önnur mannvirki er varða grunnkerfi landsins. Þau almennu áhrif sem hér um ræðir eru ekki andlag bóta, áhrifin eru huglæg og tjón því ófjárhagslegt, ef um slíkt er að ræða á annað borð. Benda má á allmörg dæmi um uppbyggingu byggðar í þéttbýli þrátt fyrir nágrenni við háspennulínur. Sama gildir um sumarhúsabyggðir, en þar eru dæmi um svæði sem beinlínis byggðust upp með tilkomu háspennulínu. Háspennulínurnar hafa því ekki leitt til almennrar verðlækkunar jarða og lóða. Háspennulínur er unnt að færa úr stað en slíkar framkvæmdir verða að svara kostnaði. Fyrst og fremst inni í stórum þéttbýliskjörnum kann hagkvæmni landnotkunar að leiða til samkomulags um slíka tilfærslu og kostnað við hana. Í 1. mgr. 9. gr. raforkulaga er kveðið á um þær skyldur stefnda að byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku. Hið almenna flutningskerfi raforku byggist á háspennulínum og bæði í þéttbýli og hinum dreifðu byggðum landsins verða að liggja mjög sterk rök til grundvallar því að sjónræn áhrif verði talin leiða til sérstaks tjóns fyrir einhvern aðila. Annað mundi leiða til óhóflegs og ófyrirséðs kostnaðar, án þess að tjón sé sannað. Línuleið Fljótsdalslínu 3 og 4 í Skriðdal fylgir þeirri háspennulínu sem þar var fyrir og þannig var reynt að lágmarka áhrif eins og kostur er, auk fleiri atriða. Landrými er nóg í Skriðdal, líkt og gildir almennt um hinar dreifðu sveitir landsins. Öllum þessum atriðum líta matsmenn fram hjá þegar þeir komast ranglega að þeirri niðurstöðu að sjónræn áhrif háspennulínanna leiði til tjóns fyrir stefnendur. Matsnefnd eignarnámsbóta kemst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum að framkvæmd stefnda geri jörðina Mýrar minna áhugaverða fyrir hvers konar frístundaiðkun. Hinir dómkvöddu matsmenn taka í sama streng og bæta því við að taka verði tillit til þess verðfalls sem kunni að verða á eign og ljóst sé að sjónræn áhrif kunna að hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Auk þess benda þeir á að ekki sé við neina afdráttarlausa mælikvarða að miða þegar tjón af völdum sjónrænna áhrifa er metið. Fallast þeir að lokum á niðurstöðu matsnefndarinnar, og telja rétt að miða við 200.000 kr. í bætur fyrir hvert hinna 8 mastra sem standa neðst í landi Mýra, eða samtals 1.600.000 kr. Bæði í úrskurði matsnefndarinnar og niðurstöðu matsmanna er notast við hugtakið „sjónmengun“. Stefndi mótmælir þeirri hugtakanotkun, enda er hún gildishlaðin. Stefnendur héldu því fram undir rekstri málsins hjá matsnefndinni og hinum dómkvöddu matsmönnum, að á undanförnum árum hefði orðið mikil breyting á nýtingu lands í dreifbýli á Íslandi. Þannig sé aðalkaupendahópur slíks lands ekki lengur fólk sem vilji stunda hefðbundinn landbúnað, heldur efnamikið fólk sem vilji nýta jarðirnar og mannvirki til afþreyingar og/eða til fjárfestingar. Stórfelld línulögn í gegnum land og vegir sem skeri landið í hlíðinni hljóti að takmarka mögulegan kaupendahóp og þar með lækka markaðsverð jarðarinnar. Áður en Fljótsdalslínur 3 og 4 voru reistar, lá raflína um landið (Kröflulína 2) og voru hinar nýju línur lagðar samhliða þeirri gömlu. Röskun af völdum línanna er því minni en ella. Stefndi hefur þegar bent á að það háa jarðaverð og sú gríðarlega eftirspurn eftir jörðum á svæðinu, sem matsnefndin og hinir dómkvöddu matsmenn byggðu á, er ekki fyrir hendi og ekki verður séð á hvaða gögnum byggt er. Stefnendur hafa því ekki sýnt fram á að framkvæmdir stefnda leiði til almennrar verðlækkunar á jörðinni. Því síður hefur verið sýnt fram á að það tjón nemi 200.000 kr. fyrir hvert mastur. Hæstiréttur Íslands hefur aldrei fallist á að greiða skuli bætur fyrir sjónræn áhrif í kjölfar eignarnáms. Matsnefnd eignarnámsbóta hefur örsjaldan fallist á greiðslu slíkra bóta. Þegar meta á hvort til greina komi að greiða bætur fyrir tjón vegna sjónrænna áhrifa verður ekki hjá því komist að líta til notkunar og nýtingarmöguleika þess landssvæðis sem hin meintu sjónrænu áhrif beinast gegn, sbr. umfjöllun hér að framan. Í dómi Hæstaréttar frá 16. janúar 1997, í máli nr. 18/1995, var því haldið fram að eignarnumin jörð væri góð til bygginga, t.d. orlofsbygginga og að turnstæðurnar sem þar átti að byggja væru lýti á jörðinni, þar sem möstrin blöstu við af bæjarhlaði. Krafðist eigandi því bóta vegna sjónrænna áhrifa. Í niðurstöðum héraðsdóms sagði að jörðin væri hefðbundin bújörð og notagildi jarðarinnar yrði við það miðuð, enda hafði ekki verið sýnt fram á eða gert sennilegt, að breytingar yrðu þar á í bráð. Héraðsdómur taldi jörð eigandans ekki hafa rýrnað í verði vegna sjónrænna áhrifa af háspennulínu, og var sú niðurstaða staðfest af Hæstarétti. Í úrskurðum matsnefndar eignarnámsbóta þar sem úrskurðað var um bætur landeigenda vegna lagningar Búrfellslínu 3A, sagði: Búrfellslína 3A liggur að stórum hluta um einn búsældarlegasta hluta Íslands. Línan er víða áberandi í landslaginu og nærri híbýlum manna. Í nágrenni hins eignarnumda lands eru víða vinsæl svæði fyrir sumarhúsabyggð og er land eignarnámsþola víða vel hentugt til slíkra nota. Fallast ber á það með eignarnámsþola að þegar svo hagar til að land geti nýst undir sumarhúsabyggð, sé tilkoma línunnar til þess fallin að rýra verðmæti jarðarinnar allrar vegna sjónrænna áhrifa af línunni. [...] Þrátt fyrir að hið eignarnumda land hafi ekki allt verið sérstaklega skipulagt fyrir sumarhúsabyggð þykir ljóst að landið geti víða í línustæðinu hentað fyrir lóðir undir sumarhús og næsta nágrenni er vinsælt til þeirra nota svo sem að framan greinir. Verður því við matið að miða við þann möguleika á framtíðarnýtingu landsins. Í þessu sambandi er sérstaklega vísað til dóms Hæstaréttar frá árinu 1984 bls. 906. Af þeim ástæðum úrskurðaði nefndin að bæta skyldi eiganda tjón vegna sjónrænna áhrifa. Ljóst er af framangreindum úrskurði að matsnefndin setur tvö meginskilyrði fyrir því að litið sé til framtíðarnýtingarmöguleika jarða og að skylt sé að bæta tjón vegna sjónrænna áhrifa. Þau eru að eignarnámsþoli sýni fram á að land sé annars vegar hentugt til slíkrar notkunar og hins vegar að slík nýting sé raunhæf og líkleg. Er þá m.a. litið til þess hvort lönd í næsta nágrenni séu nýtt með þeim hætti. Gera verður miklar kröfur til sönnunar hvað þessi meginskilyrði varðar. Hefur sú stranga sönnunarkrafa verið staðfest með úrskurði matsnefndarinnar í máli nr. 1/2005, þar sem ekki var fallist á bætur fyrir tjón vegna sjónrænna áhrifa raflínu og mastra, þrátt fyrir að umdeild jörð væri á góðum stað, í námunda við þéttbýlasta hluta landsins og hugsanlegt væri að nýta það sem sumarbústaðaland. Með úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 11/2005, eru ákvarðaðar bætur fyrir tjón vegna sjónrænna áhrifa rafmastra. Um skógræktarland var að ræða, óralangt frá þéttbýlustu svæðum landsins, sem um hafði verið gerður skógræktarsamningur til margra ára. Ekki var sýnt fram á að nein áform væru uppi um breytta nýtingu jarðarinnar, né aðra verðmætari nýtingu á meginþorra jarðanna í kring. Matsnefndin taldi jörðina vera vel í sveit setta, með fjölmörgum nýtingarmöguleikum bæði til frístundaiðkunar og annarra nytja. Af þeim ástæðum taldi nefndin framkvæmd eignarnema gera jörðina Mýrar minna áhugaverða til hvers konar frístundaiðkunar. Var eignarnema því gert að greiða eignarnámsþola bætur vegna sjónrænna áhrifa sem frá raflínu og möstrum stafaði. Með framangreindum úrskurði fer matsnefndin þvert gegn túlkun sinni í fyrri úrskurðum sínum, sem og dómum Hæstaréttar. Þá hefði matsnefndinni og matsmönnunum borið að taka tillit til kvaða sem á jörðinni lágu samkvæmt lögum nr. 3/1955 um skógrækt, sbr. einkum IV. kafla laganna. Af framangreindum ástæðum ber að sýkna stefnda af kröfum stefnenda um bætur vegna almennrar verðlækkunar á fasteign stefnda. C) Varakrafa Til vara krefst stefndi þess að stefnukröfur verði lækkaðar verulega með vísan til málsástæðna í liðum A) og B) hér að framan. D) Um vaxtakröfu Vaxtakröfu og dráttarvaxtakröfu stefnenda er mótmælt og einnig þeirri fullyrðingu í stefnu að í uppgjöri vegna bóta frá 20. maí 2008 sé að finna samþykki stefnda fyrir útreikningi dráttarvaxta er hafi gildi í dómsmáli þessu. Stefndi ákvað að greiða bætur í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta að undanskilinni ákveðinni fjárhæð sem að mati nefndarinnar bar að greiða vegna sjónrænna áhrifa. Taldi hann eðlilegt að greiða dráttarvexti af þeirri fjárhæð, sbr. nefnt uppgjör. Hins vegar gilda almennar dráttarvaxtareglur um niðurstöðu þessa dómsmáls og því mótmælt að 1.600.000 kr. hafi fallið í gjalddaga 27. mars 2006, mánuði eftir uppkvaðningu úrskurðar. Þá er fjarri lagi að stefnendur geti miðað alla kröfufjárhæðina við þetta tímamark. Sá hluti sem lýtur að kröfu um hærra hektaraverð en matsnefnd eignarnámsbóta kvað á um varð ekki til fyrr en með matsgerð þeirri sem skilað var hinn 21. desember 2007. Stefndi hefur mótmælt sérstaklega að hún verði lögð til grundvallar í málinu. Væru stefnendur samkvæmir sjálfum sér hefði sá hluti í það minnsta átt að miðast við að upphafsdagur dráttarvaxta væri 21. janúar 2008, en slíkri kröfu væri einnig mótmælt af stefnda. Stefnendur krefjast vaxta á grundvelli II. kafla og dráttarvaxta á grundvelli III. kafla vaxtalaga, nr. 38/2001. Stefndi mótmælir því að þær kröfur verði teknar til greina. Stefndi krefst þess að komi til þess að dómurinn fallist á kröfu um vexti geti einvörðungu verið um dráttarvexti frá dómsuppsögu að ræða, sbr. meginreglu í 9. gr. vaxtalaga um heimild dómstóla til að ákvarða upphafstíma dráttarvaxta af skaðabótakröfu. Stefnendur geta ekki gert kröfu um almenna vexti, sbr. 3. gr. vaxtalaga. Til vara telur stefndi að stefnendur geti einvörðungu krafist dráttarvaxta á grundvelli hinnar almennu reglu 4. mgr. 5. gr. vaxtalaga, nr. 38/2001. Vísað er til helstu lagaraka í umfjöllun um málsástæður. Stefndi vísar sérstaklega til stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, meginreglna eignarréttar og kröfuréttar, almennra skaðabótareglna, raforkulaga, nr. 65/2005, laga um stofnun Landsnets hf., nr. 75/2004, laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 11/1973, reglugerðar um raforkuvirki nr. 264/1971, með áorðnum breytingum; laga um skógrækt nr. 3/1955; laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en stefndi styður málskostnaðarkröfu sína við XXI. kafla þeirra laga; laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, II., III. og IV. kafla. Niðurstaða Í málinu er gerð krafa um greiðslu bóta vegna lagningar Fljótsdalslínu 3 og 4 um jörðina Mýrar í Skriðdal. Í september 2004 gerðu málsaðilar samkomulag sín á milli um að Landsvirkjun, nú stefndi, væri heimilt að leggja tvær 420 kW háspennulínur um land jarðarinnar og reisa á landinu 14 stauravirki til að bera línurnar uppi. Samkvæmt yfirlýsingunni lofaði Landsvirkjun að greiða bætur samkvæmt ákvörðun matsnefndar eignarnámsbóta eða dómstóla. Því liggur fyrir að land þetta var aldrei tekið eignarnámi. Matsnefnd eignarnámsbóta kvað upp úrskurð 27. febrúar 2006 þar sem stefnda var gert að greiða stefnendum 8.144.000 kr. auk kostnaðar. Í ljósi þess að landið var ekki tekið eignarnámi og með vísun til Hrd. m.a. í málinu nr. 247/2008 er úrskurður þessi markleysa. Stefndi lagði hann þó til grundvallar er hann greiddi stefnendum bætur í maí 2008. Á það einungis við um verð fyrir landið, en ekki verðrýrnun vegna ,,sjónmengunar“. Stefndi aflaði matsgerðar dómkvaddra matsmanna og er hún frá 21. desember 2007. Dómkröfur stefnenda byggjast á matsgerð þessari. Stefnendur krefjast bóta vegna byggingarbanns að fjárhæð 2.699.650 kr., mastrastæða 180.000 kr., vegaslóða 262.920 kr. og verðrýrnunar 1.600.000 kr. Allar stærðir lands er samið var um eru ágreiningslausar í málinu en deilan lýtur að verði fyrir þær og bótum vegna verðrýrnunar. Í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna kemur fram að þeir endurskoði úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta. Rökstuðningur dómkvaddra matsmanna fyrir hækkun bóta byggist á því að fasteignaverð fari hækkandi á svæðinu og tekið sé tillit til þess. Sé þá sérstaklega litið til atvinnuuppbyggingar á svæðinu sem hafi leitt til aukinnar eftirspurnar eftir landi og verðhækkunar. Þá hafi sölur á jörðum í nágrenninu verið hafðar til hliðsjónar. Þá sé jörðin Mýrar vel í sveit sett, með margvíslegum möguleikum til nýtingar. Líklegt sé í framtíðinni að land jarðarinnar verði nýtt undir heilsársbyggð. Því sé ljóst að raflínan skerði þessa nýtingu. Samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laga um meðferð einkamála leggur dómari mat á sönnunargildi matsgerðar. Gegn andmælum stefnda fellst dómurinn, sem skipaður er sérfróðum meðdómanda, ekki á að þeir þættir sem hér um ræðir hafi við haldbær rök að styðjast. Um almenna lýsingu er að ræða í niðurstöðum matsmanna. Ekkert er nefnt til hvaða jarðarsölu hefur verið litið, en stefndi hefur lagt fram gögn um jarðasölur á svæðinu. Þá er ekki tekið á því að landið er nýtt til skógræktar og þar til grundvallar liggur áratugalangur samningur. Engin sumarhús eru á jörðinni og ekkert sem gefur til kynna að svo verði í nánustu framtíð. Þótt mikil atvinnuuppbygging sé á svæðinu og þá sennilega átt við Egilsstaði/Reyðarfjörð, þá liggur ekkert fyrir að landið verði nýtt til heilsársbyggðar í öðru horfi en nú er. Þá er alveg órökstudd sú fullyrðing í matsgerðinni, að bætur fyrir allt land sem fari „undir byggingarbann verði 70% af verðmæti landsins, án tillits til þess í hvaða flokki það lendir“. Þá telur dómurinn að fullyrðingar matsmanna um verðmæti lands sem stefnendur létu af hendi séu ekki nægjanlegar rökstuddar og niðurstaða þeirra hvað þetta varðar styðjist því ekki við haldbær rök. Dómurinn hafnar því kröfum stefnenda um bætur fyrir land sem háð er byggingarbanni, undir möstur og vegna vegaslóða og telur að stefnendur hafi þegar fengið fullnægjandi bætur vegna þessa. Stefnendur krefja bóta vegna almennrar verðlækkunar á fasteign þeirra að fjárhæð 1.600.000 kr. Þessu til grundvallar er vísað til matsgerðarinnar þar sem talið er að þeim beri bætur vegna ,,sjónmengunar“. Samkvæmt dómi HRD. 1997:52 þurfa stefnendur að sýna fram á að landið hafi rýrnað að verðgildi til þess að þeir geti átt rétt til þessara bóta. Hinir dómkvöddu matsmenn telja að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni af völdum sjónrænna áhrifa sem meta eigi að álitum og til að meta það er m.a. bent á staðsetningu línunnar og fjölda mastra. Dómurinn hafnar þessu og telur að ekki hafi verið sýnt fram á tjónið. Hér er sérstaklega bent á að möstrin eru staðsett í jaðri eignarinnar að norðan, rúmlega 800 metra frá íbúðarhúsunum og í reynd mun nær íbúðarhúsinu á Lynghóli sem er næsti bær norðan við Mýrar. Þá verður ekki litið fram hjá því að önnur raflína hefur staðið á þessu svæði árum saman þótt hún sé mun minni að umfangi og ásýnd hennar önnur. Dómurinn telur ekki rökrétt, sé á annað borð fallist á bætur, að miða einungis við 8 staurastæður, en ekki 6 þeirra, sem standa efst í landinu, en svo er gert í matsgerðinni. En ekki verður séð að staurastæður sem standa hærra í landi séu minna áberandi en þær sem standa lægra þótt þær séu eitthvað lengra frá daglegum dvalarstað fólks. Þá standa engar lagaheimildir til þess að dæma bætur fyrir sjónræn áhrif. Með hliðsjón af þessu telur dómurinn að stefnendur hafi ekki sýnt fram á bótaskylda rýrnun á verðmæti landsins vegna þessa. Þegar á allt framangreint er litið er það niðurstaða dómsins að hafna beri kröfum stefnanda í máli þessu. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt Inga Tryggvasyni, hdl. og lögg. fasteignasala. DÓMSORÐ Stefndi, Landsnet hf., er sýknað af kröfum stefnenda, Jónínu Zophoníasdóttur og Einars Zophoníassonar. Málskostnaður fellur niður. Sératkvæði Símonar Sigvaldasonar Ég geri engar athugasemdir fram að niðurstöðukafla meirihluta dómsins. Svo sem rakið er í dómi meirihlutans krefjast landeigendur Mýra í Skriðudal bóta vegna lagningar Fljótdalslínu 3 og 4 um jörðina, en í september 2004 gerðu málsaðilar samkomulag sín á milli um að Landsvirkjun væri heimilt að leggja tvær 420 kW háspennulínur um land jarðarinnar og reisa á landinu 14 stauravirki til að bera línusamstæðurnar tvær uppi. Þrjár línur eru í hvorri samstæðu og þær því sex talsins. Landið var aldrei tekið eignarnámi, en matsnefnd eignarnámsbóta kvað upp úrskurð 27. febrúar 2006 um verð er stefndi skyldi greiða stefnendum fyrir landið. Stefndi ákvað að afla matsgerðar dómkvaddra matsmanna til að freista þess að fá lækkað matsverð jarðarinnar og skiluðu matsmenn niðurstöðu sinni 21. desember 2007. Var verðmat þeirra fyrir jörðina nokkuð hærra en matsnefndar eignarnámsbóta. Ákvað stefndi þá í stað þess að afla yfirmatsgerðar að greiða stefnendum bætur í samræmi við niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta fyrir utan bætur fyrir ,,sjónmengun“ svo sem það er tilgreint í niðurstöðu matsnefndarinnar. Í máli þessu krefjast stefnendur skaðabóta sem nemur mismun á niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta og niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna. Ég er sammála meirihluta dómenda um að úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta 27. febrúar 2006 hafi ekki þýðingu fyrir niðurstöðu málsins í ljósi dóms Hæstaréttar Íslands frá 22. janúar 2009 í máli nr. 247/2008. Það sönnunargagn er fyrir liggur í málinu um tjón stefnenda er því einungis matsgerð dómkvaddra matsmanna er fram fór á grundvelli IX. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Að íslenskum lögum er aðilum máls í einkamáli ekki heimilt að leiða svokölluð sérfræðivitni. Er þeim hins vegar uppálagt að afla matsgerðar dómkvaddra matsmanna samkvæmt IX. kafla laga nr. 91/1991 ef ætlunin er að sanna atriði er sérfræðikunnáttu er þörf um. Með þeim reglum er tryggt að báðir málsaðilar geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri áður en matsmenn komast að niðurstöðu og þjónar matið því hagsmunum beggja aðila. Á grundvelli 64. gr. laganna getur aðili krafist yfirmats þar sem tekin verði til yfirmats þau atriði sem áður hafa verið metin. Matsmanni ber síðan að koma fyrir dóm samkvæmt 65. gr. laganna og gefa þar skýrslu til skýringar og staðfestingar á matsgerð og um atriði sem tengjast henni. Leggur dómari mat á sönnunargildi matsgerðar þar á meðal um sönnunargildi hennar þegar leyst er að öðru leyti úr máli, sbr. 2. mgr. 66. gr. laganna. Svo sem áður var rakið óskaði stefndi þess ekki að færi fram yfirmat á þeim atriðum er matsmenn komust að niðurstöðu um í mati sínu 21. desember 2007. Matsmennirnir komu fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins og skýrðu einstök atriði varðandi matið um leið og þeir staðfestu matsgerð sína. Meirihluti dómenda telur að tilgreindir þættir í matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna hafi ekki við haldbær rök að styðjast og færa fyrir því rök. Sé því ekki unnt að leggja matið til grundvallar niðurstöðu í málinu. Á þetta get ég ekki fallist. Hinir dómkvöddu matsmenn eru báðir reynslumiklir í matsstörfum. Er annar þeirra löggiltur fasteignasali og einn sá allra reyndasti í faginu hér á landi. Hinn er lektor í lögum við Háskóla Íslands og hefur um langt skeið verið sérfræðingur á sviði eigna- og kröfuréttar. Þó svo að fyrir hina dómkvöddu matsmenn hafi verið lagt að endurmeta þau atriði sem matsnefnd eignarnámsbóta lagði mat á og rökstuddi lýstu báðir matsmenn yfir við aðalmeðferð málsins að þeir hafi hagað mati sínu á nákvæmlega sama hátt þó svo ekki hafi legið fyrir í málinu úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta. Með hliðsjón af hinni rökstuddu matsgerð tel ég að leggja eigi hana til grundvallar niðurstöðu um tjón stefnenda að því er lýtur að bótum fyrir land sem háð er byggingarbanni, bætur fyrir land sem fer undir möstur og bætur vegna lands sem fer undir vegaslóða. Verður í þessu sambandi einnig að líta til stöðu stefnenda varðandi matsgerðina. Þeir fella sig alfarið við niðurstöðu þeirrar matsgerðar er stefndi aflaði og hafa þar af leiðandi engar forsendur til að óska eftir yfirmati. Tel ég að það verði að koma stefnda í koll að hafa ekki óskað eftir yfirmati sé hann ósáttur við matið og því eigi dómurinn ekki að hafna matsgerðinni sem sönnunargagni nema hún sé augljósum annmörkum háð varðandi rökstuðning fyrir niðurstöðu. Í stefnu hafa stefnendur auk þess uppi kröfur um bætur vegna almennrar verðlækkunar á fasteign sinni. Er krafist bóta að fjárhæð 1.600.000 krónur og þá miðað við niðurstöðu í matsgerð um bætur vegna ,,sjónmengunar“. Er þessi kröfuliður rökstuddur með því að þau mannvirki sem reist hafi verið á jörðinni og starfsemin hafi veruleg áhrif á markaðsverð jarðarinnar. Hinir dómkvöddu matsmenn hafi metið verðlækkun þessa á 1.600.000 krónur. Í niðurstöðu matsgerðarinnar segir um bætur vegna ,,sjónmengunar“ að bæta skuli allt fjárhagslegt tjón sem sé að rekja til eignarnáms. Þegar svo standi á verði að taka tillit til verðfalls sem kunni að verða á eign, sem eignarnámsþoli haldi eftir, þegar hluti eignar sé tekinn eignarnámi og sé að rekja til eignarnámsins. Ljóst megi vera að sjónræn áhrif kunni að hafa áhrif á verðmæti fasteigna, einkum í sveitum þar sem kaupendur sækist í mörgum tilvikum eftir náttúrufegurð. Verði ekki fallist á að hugtakanotkunin lýsi fremur huglægri afstöðu svo sem matsbeiðandi haldi fram. Í framhaldi rekja matsmenn þá skoðun sína að ef vænta megi að væntanlegir kaupendur vilji ekki greiða eins hátt verð fyrir jörðina af þessum sökum beri að bæta matsþola það tjón. Telji matsmenn að matsþoli hafi orðið fyrir tjóni af völdum sjónrænna áhrifa línanna. Sé ekki við neina afdráttarlausa mælikvarða að miða þegar tjón af völdum sjónrænna áhrifa sé metið. Við það mat komi m.a. til skoðunar staðsetning línanna í landi jarðarinnar og fjöldi mastra. Er það niðurstaða matsmanna að meta þessar bætur að álitum. Ég er þeirrar skoðunar að hugtakið ,,sjónmengun“ sem fram kemur í úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta og hinir dómkvöddu matsmenn lýsa sé vandmeðfarið í þessu sambandi. Ljóst er af stefnu í málinu að stefnendur hafa uppi kröfu um almenna verðlækkun á jörðinni vegna þeirra mannvirkja sem á henni hafa verið reist. Hugtakið ,,sjónmengun“ lýsir fremur þeirri stöðu sem nágrannar búa við þegar reist eru mannvirki á aðliggjandi landi sem áhrif hafa á útsýni þeirra. Hið sama gildir um þá sem leið eiga um landsvæði og verða fyrir sjónrænum áhrifum mannvirkja sem reist hafa verið. Það sem meira máli skiptir fyrir jarðareigendur er að markaðsverð jarðar lýsir því hvert sé rétt verð fyrir jörð. Ef mannvirki svo sem háspennulínur og stauramannvirki sem liggja um jörð hafa áhrif á markaðsverð jarðar til lækkunar verður samkvæmt grunnreglunni um fullar bætur að meta þau áhrif til verðs til að landeigendur fái fullar bætur fyrir það að mannvirkin eru reist á jörðinni gegn vilja þeirra. Á þessum forsendum skiptir t.a.m. ekki öllu máli að mínu mati hversu nærri þessum mannvirkjum íbúðarhús standa þar sem verið er að meta áhrifin á heildarverðmæti jarðarinnar. Dómarar og lögmenn aðila gengu á vettvang á sólríkum vordegi. Á leið inn Skriðudal er komið var að Mýrum blöstu við á þjóðveginum háspennulínur og stauramannvirki sem lögð hafa verið um jörðina. Yfir gnæfði línuhafið en eins og áður sagði eru hinar nýju háspennulínur 6 talsins og línuhafið þar af leiðandi vítt. Fram kom í málflutningi af hálfu lögmanns stefnda að háspennulínur og stauramannvirki sem reist væru víða um land væru af mismunandi stærð og stærðarflokkarnir nokkrir. Þær háspennulínur og þau stauramannvirki sem lögð hafi verið um jörðina Mýrar væru í þeim flokki sem stærst væru. Í samanburði við hin nýju mannvirki liggur gömul háspennulína samhliða hinni nýju og virkar lítilfjörleg í sniðum. Ég er þess fullviss að stauramannvirkin og raflínurnar hafi áhrif á þann sem áformar að festa kaup á jörð í sveit og gerir þar af leiðandi ekki kaup á jörðinni Mýrar eins fýsilegan kost og ella væri. Lýsti annar matsmanna, hinn löggilti fasteignasali, þessu prýðilega við aðalmeðferð málsins og með hvaða hætti þetta hefði áhrif á jarðasölu. Ég er því þeirrar skoðunar að raflínurnar og stauramannvirkin hafi almennt áhrif á söluverð jarðarinnar og því beri að bæta stefnendum það tjón sem þeir verða fyrir af þeim sökum. Kröfulið þessum er í hóf stillt og tel ég að af þeim sökum beri að taka hann til greina að fullu. Niðurstaða mín er því sú að fallast beri á dómkröfur stefnenda í málinu. Þar sem aðrir dómendur eru á öðru máli sé ég ekki ástæðu til að fjalla frekar um málið, s.s. varðandi upphafstíma dráttarvaxta í málinu.
Mál nr. 572/2017
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirHelgi I. Jónsson og Karl Axelsson og Ingveldur Einarsdóttir setturhæstaréttardómari.Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 8. september 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 8.september 2017, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt tilföstudagsins 15. september 2017 klukkan 15 og einangrun meðan á því stendur.Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilikrefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en tilvara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og sér ekki gert að sætaeinangrun.Sóknaraðili krefst staðfestingarhins kærða úrskurðar.Af gögnum málsins verður ráðið aðfram er kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um háttsemisem varðað getur fangelsisrefsingu eins og áskilið er samkvæmt 1. mgr. 95. gr.laga nr. 88/2008. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hinskærða úrskurðar verður hann staðfestur.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður HéraðsdómsNorðurlands eystra föstudaginn 8. september 2017Sóknaraðili, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, krefstþess að varnaraðila, X, kt. [...], til heimilis að [...], Akureyri, verði gertað sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. september 2017 kl. 15:00. Þesser krafist að hann verði látinn vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldistendur. Varnaraðili krefst þess að kröfunni verði hafnað, en til varaað varðhaldi verði markaður skemmri tími og kröfu um einangrun hafnað.Samkvæmt greinargerð og gögnum rannsakar sóknaraðili líkamsárás,frelsis­sviptingu, hótanir og rán sem á að hafa átt sér stað á Akureyri aðfaranóttþriðjudagsins 5. september sl. Síðdegis þann sama dag barst lögreglu ábendingum að maður að nafni A væri innlagður á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri ogað hann hefði orðið fyrir líkamsárás. Fram kom að brotaþoli væri mikiðslasaður, með áverka í andliti og á höfði, en einnig hefði hann áverka á höndumlíkt og hann hefði verið bundinn. Síðdegis þann sama dag fóru lögreglumenn oghittu brotaþola á slysadeildinni. Í skýrslu þeirra kemur fram að sjá hafi máttáverka á andliti, hálsi og höfði brotaþola og einnig áverka á höndum semsamrýmdust þeirri frásögn hans að hann hefði verið bundinn með plastböndum. Þá hafimátt sjá blóðbletti á fatnaði brotaþola. Hann hafi greint frá því að hann hefðisætt barsmíðum alla nóttina á núverandi aðsetri barnsmóður sinnar. Varnaraðili,sem sé nú unnusti hennar hefði stjórnað því hvað gert hefði verið við hann. Þá segir að brotaþoli hafi greint frá því að atburðarásinhefði hafist í miðbæ Akureyrar aðfaranótt þriðjudagsins 5. september sl. Hafihann nafngreint konu, B, sem hafi farið með hann heim til vinar síns. Skömmusíðar hafi C komið á vettvang. Sá hafi því næst hringt í einhvern og skömmusíðar hafi varnaraðili og óþekktur maður komið á vettvang, ráðist á brotaþolaog flutt hann frá þessari íbúð og í [...]. Þar hafi brotaþoli verið fjötraður.Varnaraðili hafi haft uppi hótanir um líkams­meiðingar. Af brotaþola hafi veriðtekið veski með kortum, skilríkjum og peningum, farsími og yfirhöfn. Því næsthafi hann verið færður í kjallara hússins. Þar hafi D, X og sá óþekkti gengið ískrokk á honum til skiptis. Fleiri hafi tekið þátt í atlögunni. Honum hafi veriðhótað að fjölskyldu hans yrði gert mein ef hann segði frá. Að lokum hafi hannverið fluttur með sömu bifreið og áður, og settur út á nánar greindum stað. Þaðanhafi hann gengið að sjúkrahúsinu.Þá segir að brotaþoli geri sér ekki grein fyrir tímasetningumatlögunnar, en að skemmtistaðir hefðu verið lokaðir þegar atburðarásin hafibyrjað. Þeim sé lokað klukkan 01:00. Brotaþoli hafi komið á sjúkrahús klukkan09:30. Þá hafi komið fram hjá starfsfólki sjúkrahússins að margir séu búnir aðreyna að hafa samband við brotaþola og að menn hafi sést á gangi í kringumhúsið. Einnig hafi komið fram að einhverjir hefðu reynt að villa á sérheimildir til að freista þess að ná tali af brotaþola.Sóknaraðili segir rannsókn málsins vera á frumstigi og ekki hafiunnist tími til að gera allar þær ráðstafanir í þágu hennar sem til þurfi svoað sakargögn spillist ekki. Um sé að ræða allt að sjö sakborninga sem sakaðir séuum að hafa gengið fram með skipulögðum hætti og veitt brotaþola þá áverka sem ísjúkraskrá greini, en þar sé lýst áverkum á andliti og höfði, og í ljós hafikomið brot á fjórum rifbeinum og hryggjarlið. Einnig megi sjá á myndum semteknar hafi verið af áverkum brotaþola ummerki um að hann hafi verið bundinn áhöndum. Fjórir menn hafi verið handteknir í þágu rannsóknar málsins. Byrjað sé aðtaka skýrslur og frekari skýrslutökur séu fyrirhugaðar. Ljóst sé að það skaðirannsókn málsins mjög ef sakborningar gangi lausir á meðan grunnrannsókn standiyfir. Þyki þannig brýnt að vernda rann­sóknarhagsmuni á þessu viðkvæma stigimálsins. Sé því talið að uppfyllt sé skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008um rökstuddan grun um að varnaraðili hafi framið verknað sem fangelsisrefsingliggur við. Auk þess krefjist rannsóknarhagsmunir þess að varnaraðila verðigert að sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Með tilliti til þess er að framan greini svo og vegnaalvarleika meintra brota sé nauðsynlegt að krefjast þess að varnaraðili sætigæsluvarðhaldi. Til rannsóknar séu ætluð brot gegn 1. mgr. 218. gr., 226. gr.,233. gr. og 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Um heimild tilgæsluvarðhalds sé vísað til a- og d-liðar 1. mgr. 95. gr. og b-liðar 99. gr.sömu laga hvað varðar kröfu um einangrun. Svo sem fram kemur hér að framan er rannsókn þessa máls áfrumstigi. Fyrir liggur að brotaþoli hefur sætt áverkum og frásögn hans fyrirlögreglu um það hvar það gerðist og hverjir voru að verki. Þessi frásögn er aðmati dómsins nægileg til að beina rökstuddum grun að varnaraðila. Ekki hafaverið færð nægileg rök fyrir því að öryggi brotaþola sé ógnað gangi varnaraðililaus, sbr. d-lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, en fallist verður á það meðsóknaraðila að rannsóknin geti spillst af völdum varnaraðila, gangi hann laus áþessu stigi hennar. Eru þannig uppfyllt skilyrði a-liðar 1. mgr. 95. gr. laganr. 88/2008. Verður krafa sóknaraðila því tekin til greina. Er ekki ástæða tilað marka varðhaldi skemmri tíma en krafist er. Þá verður að fallast á aðnauðsynlegt sé að varnaraðili sæti einangrun í varðhaldinu.Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kveður upp úrskurðinn.ÚRSKURÐARORÐ:Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15.september nk., klukkan 15:00 og einangrun í varðhaldinu.
Mál nr. 299/2010
Eignarréttur Fasteign Þjóðlenda Afréttur Gjafsókn
K, sem eigandi jarðarinnar Valþjófsstaðar í Fljótsdalshéraði, höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess aðallega að fellt yrði úr gildi ákvæði í úrskurði óbyggðanefndar 29. maí 2007 í máli nr. 1/2005 um að landsvæði innan nánar tilgreindra marka væri þjóðlenda. K krafðist þess jafnframt að viðurkennt yrði að svæðið heyrði til eignarlands Valþjófsstaðar. Þrír afréttir náðu yfir verulegan hluta landsins sem deilt var um. Í úrskurði óbyggðanefndar var talið að land innan landamerkjalýsingar jarðarinnar Valþjófsstaðar frá 6. júní 1885 hefði mismunandi eignarréttarlega stöðu, heimalandið væri eignarland en afréttarsvæðin þrjú þjóðlenda í afréttareign Valþjófsstaðar. Í málinu byggði K kröfur sínar einkum á landamerkjalýsingunni sem K taldi að færi ekki gegn eldri heimildum um jörðina. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess sem ítrekað hafi verið í fyrri dómum réttarins í málum um mörk eignarlanda og þjóðlendna að líta yrði til þess að ekki hafi verið á valdi þeirra sem gerðu landamerkjabréf að auka með því við land sitt eða annan rétt umfram það sem áður hafi verið. Landamerkjalýsingin gæti því ekki ein út af fyrir sig nægt gegn andmælum íslenska ríkisins til að sanna beinan eignarrétt K að því landi sem um var deilt í málinu, heldur yrðu önnur atriði að koma til sem stutt gætu þá niðurstöðu. Talið var að landamerkjalýsingin frá 6. júní 1885 ætti sér ekki stoð í eldri heimildum sem vísað var til í málinu um réttindi Valþjófsstaðarkirkju yfir hinu umdeilda landi. Íslenska ríkið var því sýknað af kröfum K í málinu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 12. maí 2010. Hann krefst þess aðallega að fellt verði úr gildi ákvæði í úrskurði óbyggðanefndar 29. maí 2007 í máli nr. 1/2005 um að land innan eftirgreindra marka sé þjóðlenda: „Að vestan ræður hinn forni farvegur Jökulsár á Jökuldal þar til kemur að suðurmörkum Aðalbóls, þ.e. línu sem dregin er yfir Búrfell utanvert, þvert yfir Hrafnkelsdal inni undir Tungusporði, um Kálfafell í Hölkná. Ræður sú á merkjum þar til hún kemur niður í Jökulsá á Jökuldal. Frá þeim stað er dregin lína í suðaustur að stórum steini sem stendur utan til á ytra Eyvindarfjalli. Þaðan er dregin lína til austurs, í stefnu á merkigarð við Jökulsá, og fer hún saman við kröfulínu gagnaðila ríkisins í máli þessu. Þar sem lína þessi sker línu sem dregin [er] úr ósi Hólmavatns í innri merkjavörðu í Miðheiðarhálsi er hornmark. Frá því hornmarki er dregin lína í ós Hólma­vatns og að Svartöldu austan Langavatns. Þaðan er farið í Axará og henni fylgt austur í Jökulsá í Fljótsdal sem ræður merkjum þar til komið er að upptökum hennar í Vatnajökli. Þaðan ræður jökuljaðarinn þar til komið er að upptökum Jökulsár á Jökuldal. Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. þjóðll. Sama landsvæði er í afréttareign eiganda Valþjófsstaðar, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. sömu laga.“ Áfrýjandi krefst að viðurkennt verði að enga þjóðlendu sé að finna innan þessa landsvæðis og að það heyri til eignarlands Valþjófsstaðar, en að því leyti, sem það nái að Vatnajökli, ráðist mörk þess aðallega af jökulrönd eins og hún verði hverju sinni, en ella eins og hún var 1. júlí 1998. Til vara gerir áfrýjandi eftirfarandi kröfur: „1. varakrafa sú sama og aðalkrafa, þó þannig að Vesturöræfi innan neðangreindra merkja teljist þjóðlenda en afréttareign Valþjófsstaðar, þ.e. úr Þrælahálsi (pkt. D2) í (pkt. 18) landamerki Aðalbóls og í (pkt. 19) við Jökulsá á Dal síðan eftir Jökulsá í upptök í (pkt. C) þaðan í Snæfell (pkt. D1) og þaðan í Þrælaháls (pkt. D2) en jörðin teljist að öðru leyti eignarland. 2. varakrafa sú sama og 1. varakrafa, þó þannig að auk Vesturöræfa þá teljist Rani einnig þjóðlenda en í afréttareign Valþjófsstaðar, þ.e. frá upptökum Jökulsár (pkt. C) þaðan í Snæfell (pkt. D1) og svo í Þrælaháls (pkt. D2) og loks í (pkt. D4), en jörðin telst að öðru leyti eignarland. 3. varakrafa sú sama og 2. varakrafa, þó þannig að eignarland Valþjófsstaðar af­markist þannig af þjóðlendu til vesturs: Frá (pkt. C) við Vatnajökul í (pkt. D) á Snæfellshálsi í (pkt. E) á Hafurfelli, þaðan í Bræðraöldu (pkt. D3) og loks í (pkt. D4). 4. varakrafa sú sama og 3. varakrafa, þó þannig að eignarland Valþjófsstaðar afmarkist þannig af þjóðlendu til vesturs: Frá (pkt. C) við Vatnajökul í (pkt. D) á Snæfellshálsi í (pkt. E) á Hafurfelli, þaðan í Svartöldu (pkt. F1) og loks í (pkt. F2). 5. varakrafa sú sama og 4. varakrafa, þó þannig að eignarland Valþjófsstaðar afmarkist þannig af þjóðlendu til vesturs: Frá (pkt. C) við Vatnajökul í (pkt. D) á Snæfellshálsi og þaðan í (pkt. E) á Hafurfelli og loks í (pkt. 11). 6. varakrafa að viðurkennt verði að eignarland Valþjófsstaðar afmarkist af þjóðlendu til suðurs innan neðangreindra merkja, þ.e. frá landamerkjum við Aðalból (pkt. 18) í Þrælaháls (pkt. D2), þaðan í Bræðraöldu (pkt. D3) og svo í landamerki við Kleif (pkt. 10).“ Verði niðurstaða óbyggðanefndar látin standa óröskuð um mörk eignarlands Valþjófsstaðar og þjóðlendu krefst áfrýjandi þess til ítrustu vara að viðurkennt verði að hann eigi innan hennar einkarétt án endurgjalds til beitar, veiða, dýraveiða, hagnýtingar vatnsréttinda og nýtingar á auðlindum í jörðu. Í öllum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I Samkvæmt ákvæðum laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta tók óbyggðanefnd 1. mars 2004 til meðferðar landsvæði á norðausturlandi, sem réðist að vestan af Jökulsá á Fjöllum frá ósi hennar í Öxarfirði að Dyngjujökli, en þaðan var fylgt jaðri jökulsins að Kverkfjöllum í Hveradal, þar sem dregin var lína til suðurs inn á Vatnajökul. Austurmörk svæðisins fylgdu Lagarfljóti frá ósum á Héraðssandi þangað sem Gilsá fellur í það, en þeirri á var svo fylgt og síðan mörkum Fljótsdalshrepps að Geldingafelli, þaðan sem lína var dregin inn á Vatnajökul. Að norðan náði svæðið að hafi. Óbyggðanefnd bárust kröfur stefnda 11. nóvember 2004, sem vörðuðu allt svæðið, og birti hún þær samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998 ásamt því að skora á þá, sem teldu þar til eignarréttinda, að lýsa kröfum sínum. Fjölmargar kröfur og athugasemdir bárust nefndinni. Í júlí 2005 ákvað hún að fjalla um svæðið í fimm aðskildum málum. Eitt þeirra var nr. 1/2005, sem náði til Fljótsdals og Jökuldals austan Jökulsár á Jökuldal. Málið tók meðal annars til landsvæðis, sem áfrýjandi sem eigandi jarðarinnar Valþjófsstaðar kallaði til eignarréttar yfir, en stefndi taldi hluta þess til þjóðlendna. Í úrskurði óbyggðanefndar 29. maí 2007 var tekin til greina krafa stefnda um mörk þjóðlendu gagnvart eignarlandi Valþjófsstaðar og voru þau ákveðin á þann hátt, sem áður greinir í dómkröfum áfrýjanda, en viðurkennt var á hinn bóginn að landið innan þjóðlendu væri afréttareign eiganda jarðarinnar Valþjófsstaðar samkvæmt 2. mgr. 5. gr. og c. lið 7. gr. laga nr. 58/1998. Áfrýjandi höfðaði mál þetta 17. janúar 2008 til að fá úrskurði óbyggðanefndar hnekkt og er ekki deilt um að það hafi verið gert innan þess frests, sem um ræðir í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 58/1998. II Samkvæmt gögnum málsins var 6. júní 1885 gerð „landamerkjalýsing Valþjófsstaðarkyrkjueignar þ.e. heimastaðarins og undirliggjandi jarða með Hrafnkelsdal og öræfum öllum.“ Samkvæmt henni voru merkin eftirfarandi: „Að utan, gagnvart Skriðuklaustri, ræður merkigarður sá, sem að fornu og nýju haldinn hefur verið landamerki og liggur frá Jökulsá fram og upp eftir nesinu upp undir fjall, þaðan sjónhending upp á fjall. Þá í stóran stein, sem stendur utan til á ytra Eyvindarfjalli og þaðan réttlínis norður í Jökulsá á Jökuldal. Að norðan og vestan ræður Jökulsá á Jökuldal inn í Vatnajökul. Að austan og sunnan Jökulsá í Fljótsdal inn í Vatnajökul. Landamörk Valþjófsstaðar heimalands með hjáleigunni „Hóli“ eru: að utan gegn Skriðuklaustri þau, er fyrir greinir, en að framan ráða mörk úr Klifakletti við Jökulsá, þaðan bein stefna í vörðu á Selhlíð, þaðan í Grástein þá sömu stefnu norður svo langt sem heimaland nær. Að austan eða sunnan ræður Jökulsá.“ Landamerkjalýsingin var árituð um samþykki af umráðamönnum jarðanna Skriðuklausturs, Víðivalla ytri og Glúmsstaða. Fyrir óbyggðanefnd krafðist áfrýjandi að viðurkenndur yrði beinn eignarréttur sinn að öllu landi innan þessara marka. Landið, sem að framan greinir, nær norður að merkjum Valþjófsstaðar og Skriðuklausturs eins og þeim var jafnframt lýst í merkjabréfi fyrir síðarnefndu jörðina 18. júní 1884, en að austan eru þau í áðurnefndum merkigarði við Jökulsá í Fljótsdal um 7 km fyrir sunnan ós hennar í Leginum. Frá þeim stað fara merkin eftir um 21 km langri línu í vestur að merkjapunkti í Eyvindarfjalli, en þaðan tæplega 9 km í norðvestur að mótum Hölknár og Jökulsár á Jökuldal. Að vestan nær landsvæðið, sem tilgreint er í merkjalýsingu Valþjófsstaðar, að síðastnefndri Jökulsá suður að upptökum hennar í Brúarjökli, en milli upptakanna og ármóta við Hölkná eru rúmir 46 km í beinni loftlínu. Austan við landsvæðið rennur Jökulsá í Fljótsdal, en frá merkjum Valþjófsstaðar og Skriðuklausturs eru tæplega 46 km í beinni loftlínu að upptökum hennar í Eyjabakkajökli. Milli upptaka jökulsánna tveggja eru um 16 km frá vestri til austurs, en bilið milli þeirra breikkar eftir því sem norðar dregur og er rúmlega 33 km í beinni línu til vesturs frá merkjum Valþjófsstaðar og Skriðuklausturs við Jökulsá í Fljótsdal. Úr landinu, sem átti undir Valþjófsstað samkvæmt merkjalýsingunni frá 6. júní 1885, hefur verið skipt tveimur jörðum í Hrafnkelsdal, sem ná yfir landsvæði milli Jökulsár á Jökuldal og Hölknár. Önnur þeirra, Vaðbrekka, liggur að norðan að mótum ánna tveggja, en hún var eftir gögnum málsins seld úr landi Valþjófsstaðar 14. ágúst 1916. Hin jörðin, Aðalból, sem eftir úrskurði óbyggðanefndar mun vera í eigu stefnda, nær að norðan að landi Vaðbrekku, en suðurmerki hennar munu fara eftir beinni línu, sem dregin er yfir Búrfell og Kálfafell með stefnu til austurs að Þrælahálsi. Þá er þess að geta að eftir hljóðan merkjalýsingarinnar fyrir Valþjófsstað nær eignarland jarðarinnar sem áður segir austur að Jökulsá í Fljótsdal allt suður til Vatnajökuls frá merkjum í norðri gagnvart Skriðuklaustri. Allt að einu gerði umráðamaður Valþjófsstaðar þrjú önnur landamerkjabréf 6. júní 1885, fyrir Þuríðarstaði, Egilsstaði og Kleif, sem virðast þá hafa lotið umráðum kirkjunnar en munu nú vera í eigu stefnda samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar. Land þessara þriggja jarða nær að austan að Jökulsá í Fljótsdal og eru merki þeirrar nyrstu, Þuríðarstaða, gagnvart Valþjófsstað um 9 km sunnan við merki síðarnefndu jarðarinnar gagnvart Skriðuklaustri, en frá norðurmerkjum Þuríðarstaða eru rúmir 13 km að merkjum Kleifar í suðri á mótum Axarár og Jökulsár. Samkvæmt merkjabréfunum þremur nær land Kleifar og Egilsstaða að Svörtuöldu í vestri og jafnframt suðurmerki Þuríðarstaða, en að norðan ná merki síðastnefndu jarðarinnar til vesturs „svolangt, sem heimaland nær.“ Krafa stefnda um mörk þjóðlendu, sem óbyggðanefnd tók til greina, fylgdi merkjum Vaðbrekku, Aðalbóls, Þuríðarstaða, Egilsstaða og Kleifar gagnvart öðru landi Valþjófsstaðar samkvæmt merkjalýsingu fyrir þá jörð en svokölluðu heimalandi hennar og er þannig óumdeilt að land fyrstnefndu jarðanna fimm sé háð beinum eignarrétti. Samkvæmt gögnum málsins ná þrír afréttir yfir verulegan hluta landsins, sem deilt er um hvort heyri til þjóðlendu eða sé háð beinum eignarrétti áfrýjanda sem eiganda Valþjófsstaðar. Sá nyrsti, sem nefndur er Rani, mun ná yfir svæðið milli Hölknár í vestri og Eyvindarár í austri allt frá Jökulsá á Jökuldal í norðri og inn undir Snæfell í suðri. Talsverður hluti landsins, sem kennt er við þennan afrétt, taldist innan merkja Skriðuklausturs samkvæmt áðurnefndu merkjabréfi fyrir þá jörð, en að öðru leyti er það innan merkja Valþjófsstaðar samkvæmt merkjalýsingunni frá 6. júní 1885. Sunnan og austan við Rana er afrétturinn Undir Fellum, sem mun draga nafn sitt af Snæfelli og öðrum fjöllum umhverfis það. Sá afréttur mun að austan ná að Jökulsá í Fljótsdal frá Vatnajökli að Axará, en frá henni til norðurs ofan svonefndra heimalanda að Bessastaðaá. Að vestan munu mörk þessa afréttar í meginatriðum ná frá Maríutungum í námunda við Vatnajökul norður um Bræðraöldu og eftir Miðheiðarhálsi að upptökum Bessastaðaár. Loks eru Vesturöræfi, sem munu taka að öðru leyti til vestari hluta landsins frá Vatnajökli norður undir Búrfell, Hrafnkelsdal og Kálfafell. Samkvæmt skýrslu, sem óbyggðanefnd lét gera um staðhætti og gróðurfar á þessu landsvæði, er þar víðáttumikil háslétta í 600 til 700 m hæð, en land mun hækka mjög ört upp á hana frá jökulsánum vestan og austan við hana. Afréttir vestan og austan við Snæfell séu afar óvenjulegir að því leyti að þar sé samfelld gróðurþekja allt frá byggð og dölum inn á hálendi að Vatnajökli, en talið sé að við landnám hafi að auki birkiskógur og kjarr verið á landi upp undir 300 til 400 m hæð og gróðurþekja um 100 til 200 m hærra en síðar varð. Í málinu hefur ekkert komið fram um að byggð hafi nokkru sinni verið á því svæði, sem aðilarnir deila um. III Landamerkjalýsing Valþjófsstaðarkirkjueignar frá 6. júní 1885 var lesin á manntalsþingi 8. sama mánaðar og færð í landamerkjabók. Hún hefur því sönnunargildi um merki eignarlands Valþjófsstaðar. Eins og ítrekað hefur verið í fyrri dómum Hæstaréttar í málum um mörk eignarlanda og þjóðlendna verður á hinn bóginn að líta til þess að ekki var á valdi þeirra, sem gerðu landamerkjabréf, að auka með þeim við land sitt eða annan rétt umfram það, sem áður var. Landamerkjalýsingin getur því ekki ein út af fyrir sig nægt gegn andmælum stefnda til að sanna beinan eignarrétt áfrýjanda að því landi, sem deilt er um í málinu, heldur verða önnur atriði að koma til, sem stutt geta sömu niðurstöðu. Í hinum áfrýjaða dómi er getið um frásögn í Landnámabók um landnámsmenn í Fljótsdal og Hrafnkelsdal. Af henni verður ekkert ályktað um hversu langt land hafi í öndverðu verið numið upp til Fljótsdalsheiðar eða inn til landsins í suður. Í skrá Páls biskups Jónssonar um kirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi var Valþjófsstaðar getið og munu vera heimildir fyrir því að þar hafi verið stofnaður staður árið 1306. Elstu þekktu heimildina um eignir kirkjustaðarins mun vera að finna í máldögum Vilchins biskups fyrir kirkjum í Skálholtsbiskupsdæmi frá 1397, þar sem sagði meðal annars: „Mariukirkia aa Walþiofstodum aa heimaland allt. mulaland milli merkigardz oc wt fraaRnnallzstödum oc þess merkigardz sem wt er fra gnufsstödum. Þorgerdarstade. fiordung i aRnneidarstödum. land vnder kleif fram fra þuRidarstödum wnder iokla med ollum gædum. wtan skog. selland at laugarhusum. fiordung j kelldudal. backaskog j wideualla land. oc alla skoga fralækium fyrir wtan mariutungur oc til sturloaaR. skogarteig wt fra ytRumwideuöllum. skogarteig j hrafnkelstada land. bwdar tungo.“ Múlaland, Arnaldsstaðir, Glúmsstaðir og Þorgerðarstaðir, sem getið var í þessari heimild, eru austan við Jökulsá í Fljótsdal, en Arnheiðarstaðir á vesturbakka Lagarins. Þuríðarstaðir og Kleif eru á hinn bóginn vestan Jökulsár og eiga sem fyrr segir merki í norðvestur að Valþjófsstað samkvæmt landamerkjabréfum 6. júní 1885, en eftir máldaganum átti kirkjan land frá Kleifum til jökuls með öllum gæðum öðrum en skógi. Laugarhús, þar sem Valþjófsstaðarkirkja átti selland eftir þessari heimild, er í sunnanverðum Hrafnkelsdal og því innan landsins, sem kirkjunni var eignað í landamerkjalýsingunni 6. júní 1885, en nú munu Laugarhús vera innan merkja Aðalbóls. Getum mun hafa verið leitt að því að Keldudalur sé sá sami og nú er nefndur Þorgerðarstaðadalur, en bæði hann og land Víðivalla eru austan Jökulsár í Fljótsdal. Maríutungur eru sem áður segir nærri Vatnajökli syðst á Vesturöræfum og því innan lands Valþjófsstaðarkirkju samkvæmt landamerkjalýsingunni, en eftir máldaganum átti kirkjan alla skóga þaðan og að Sturluá, sem rennur til vesturs í Kelduá um 7 km fyrir austan Jökulsá í Fljótsdal gegnt landi Kleifar. Enn austar eru Búðartungur, en Hrafnkelsstaðir eru nærri austurbakka Jökulsár móts við land Skriðuklausturs. Af því, sem hér var rakið, er ljóst að landareignir og ítök Valþjófsstaðarkirkju utan svonefnds heimalands jarðarinnar, sem um ræddi í þessum máldaga, voru sum hver langt fyrir utan landsvæðið, sem tilheyra henni samkvæmt landamerkjalýsingunni frá 6. júní 1885. Á hinn bóginn voru innan þessa landsvæðis Laugarhús, þar sem kirkjan átti selland, auk ótilgreinds lands suður frá Kleif að Vatnajökli, sem kirkjan átti réttindi yfir án skóga, og skóga, sem náðu í einu lagi frá Maríutungum langt austur fyrir Jökulsá í Fljótsdal. Að þessu virtu getur efni máldagans ekki að þessu þrennu leyti talist varða bein eignarréttindi að landi, heldur ítaksréttindi. Máldaginn getur því ekki stutt tilkall áfrýjanda til beins eignarréttar að landi, sem telst innan þjóðlendu samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi voru um tiltekin réttindi Valþjófsstaðarkirkju skráðir vitnisburðir prestanna Páls Grímssonar árið 1491 og Kollgríms Koðránssonar 1517, þar sem sá fyrrnefndi kvað kirkjuna eiga torfskurð í landi Skriðu, sem endurgjald hafi komið fyrir með rétti til upprekstrar í Maríutungum, og sá síðarnefndi lýsti yfir að á tólf árum, sem hann þjónaði við kirkjuna, hafi enginn rekið lömb eða annað fé „fram aa auræfi huorki enu nyrdre nesydre nema j minu leyfi“, ef frá væri talinn framangreindur upprekstur frá Skriðu í Maríutungur. Þá liggja fyrir vitnisburðir Magnúsar Þorvaldssonar 15. maí 1552 og Gizurar Helgasonar 31. sama mánaðar. Sá fyrrnefndi kvaðst aldrei á 30 árum, sem hann hafi verið í Fljótsdal, hafa heyrt tvímæli um að Valþjófsstaðarkirkja ætti „allt land millvm Jokvlsar ok Snefellz fram vnder jokvl og j vtanverdan Hrafnkelsdallsenda en ytra ok j þessv fyrrgreindv landi fra stadnum fvglar veidder ok fiskar ok aller peningar j hafder ok alldriakert af neinum manni til“. Sá síðarnefndi lýsti því að hann hafi aldrei heyrt að nokkur ætti ítölu fram á „stadarayræfi“, að frátöldum upprekstri frá Skriðu í Maríutungur, eða aðrir hafi rekið fé „fram af Seliadal, eda vnder Snæfell. Og eigi hinv nyrdre ayræfin. Vtan med þess leyfi sem Valþiofstad hiellt.“ Þessar fjórar heimildar snúa allar að hlutum af því landi, sem eignað var Valþjófsstaðarkirkju í landamerkjalýsingunni 6. júní 1885. Eins og ráðið verður af framansögðu var vitnað í þeim um ýmiss konar afnot landsins, sem kirkjan hafi ein haft forræði á, en að því verður að gæta að óþarft hefði verið að gera grein fyrir slíkum afnotum hefði landið verið háð beinum eignarrétti kirkjunnar. Þessar heimildir geta því ekki orðið stoð fyrir kröfum áfrýjanda. Í málinu liggja fyrir þrír máldagar, sem voru gerðir fyrir Valþjófsstaðarkirkju á árabilinu frá 1471 til 1570, auk lögfestu frá árinu 1484, en af þeim virðist ekkert verða ráðið, sem ekki kom fram í fyrrnefndum máldaga frá 1397. Í úrskurði óbyggðanefndar er greint frá vísitasíu Brynjólfs biskups Sveinssonar frá 1641, þar sem eignum Valþjófsstaðar hafi verið lýst á sama hátt og í eldri máldögum, en þó með þeirri breytingu að tekið var fram um land undir Kleif til jökla að eftir „gömlu hefdar halldi fylger nu Skógur landi“. Þá hafi þar verið getið um áðurnefnda vitnisburði frá 1491, 1517 og 1552, en að auki greint frá eftirfarandi heimild: „Domsbref uppa fyrrskrifada Vitnisburdi ad Nyter Sieu. Og Hrafnkels Dalur og Oræfi, millum Jokuls anna beggia, Sieu eign Valþiofs stadar Datum Eigelstödum 1621 Domarar S Olafur Einarsson profastur Og Arni MagnussonSyslumadur med þeirra underskriftum og Sex Dóms manna.“ Í úrskurðinum segir að dómsbréf þetta hafi verið glatað frá því að minnsta kosti á áttunda áratug 18. aldar, en af gögnum málsins verður ekki ráðið að vitað sé nokkuð nánar um efni þess. Ekki verður þó séð að það geti neinu skipt, enda liggur fyrir að vísitasíur voru gerðar fyrir Valþjófsstað í sjö skipti á árabilinu frá 1677 til 1850, þar sem eignum kirkjunnar var enn lýst á sama hátt og í máldaganum frá 1397 með áðurgreindri breytingu, sem fram kom í vísitasíu 1641. Eftir gögnum málsins risu á árinu 1778 deilur, sem áttu eftir að standa um langan tíma milli presta á Valþjófsstað annars vegar og sýslumanns og annarra yfirvalda hins vegar um eignarrétt að landi í Hrafnkelsdal, en talið mun vera að byggð þar hafi farið í eyði eftir að svartidauði gekk á 15. öld. Deilur þessar snerust meðal annars um umsókn, sem ábúendur á Aðalbóli gerðu 24. ágúst 1813 um að fá þá jörð útmælda sér til eignar eftir ákvæðum tilskipunar 15. apríl 1776 um fríheit fyrir þá, sem vilja upp taka eyðijarðir eða óbyggð pláss á Íslandi, en þeirri umsókn var að endingu hafnað 24. febrúar 1816 vegna ágreinings um hvort landið tilheyrði Valþjófsstaðarkirkju. Í ljósi þessara deilna verður að virða heimildargildi lögfestu, sem gerð var um eignir kirkjunnar 30. maí 1794 og lesin á manntalsþingi sama dag, en í lögfestunni sagði meðal annars að kirkjunni tilheyrði „Heima Stadarens Land og Underliggiande Jarda, Rafnkiellsdal og Öræfe öll, millum Jökuls Aar á Jökulsdal, og Jökulsaar i Fliotsdal, Frammunder Jökla“. Lögfesta þessi var þinglesin aftur þrívegis, síðast 23. maí 1856, en fyrir þann tíma hafði önnur lögfesta verið gerð 12. maí 1840, sem þinglesin var sama dag og á ný 7. júní 1845, þar sem landareign kirkjunnar var lýst efnislega á sama veg og að framan greinir. Um þessar lögfestur verður jafnframt að gæta að því að ekki aðeins var landi Valþjófsstaðarkirkju lýst sem áður segir á annan veg í vísitasíu á árinu 1850, heldur jafnframt á eftirfarandi hátt í skýrslu fyrir Valþjófsstaðarbrauð, sem gerð var 10. júní 1839 í tengslum við brauðamat: „Medal Hlunninda Prestakallsins má einnig telja 2 Afréttarlönd er hún á, sem árlega eru brúkud í meir og minna lagi til Skiptis fyrir hér umm 1500 Fiár. Í hvörjumm einnig er nockur Grasatekja, sem þó ej notud verdur utan í gódumm Árferdumm. – Afréttir þessir eru millumm beggja Jökulsánna í Fljótsdal og á Jökulsdal og ná inn til Jökla, og út til Landamerkia millumm Valþjófstadar og Skriduklausturs.“ Af þessu verður ekki ráðið að kirkjan hafi talið réttindi sín yfir landinu vera víðtækari en sem svaraði til hefðbundins upprekstrarréttar og annarrar nýtingar á afrétti, sem hún hafi þó haft til einkanota. Að öðru leyti en að framan segir liggja ekki fyrir í málinu eldri heimildir en landamerkjalýsingin frá 6. júní 1885, sem einhverju geta skipt um réttindi Valþjófsstaðarkirkju yfir landinu, sem óbyggðanefnd taldi innan þjóðlendu. Að virtu öllu framangreindu verður sú lýsing ekki talin eiga sér haldbæra stoð í eldri heimildum. Að þessu athuguðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann því staðfestur. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer samkvæmt því, sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Kirkjumálasjóðs, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 500.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. febrúar 2010. I Mál þetta, sem dómtekið var 22. janúar 2010, var höfðað 17. janúar 2008. Stefnandi er Kirkjumálasjóður, Laugavegi 31, Reykjavík, en stefndi er íslenska ríkið og er fjármálaráðherra stefnt fyrir hans hönd. Dómkröfur stefnanda eru aðallega að felldur verði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar frá 29. maí 2007 í málinu nr. 1/2005, þess efnis að stærstur hluti jarðarinnar Valþjófsstaðar sé þjóðlenda, þ.e. eftirtalin úrskurðarorð: „Landsvæði það sem afmarkað er hér á eftir, þ.e. Vesturöræfi ásamt syðri hluta afréttarlandanna Rana og Undir Fellum, er þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998. Að vestan ræður hinn forni farvegur Jökulsár á Jökuldal þar til kemur að suðurmörkum Aðalbóls, þ.e. línu sem dregin er yfir Búrfell utanvert, þvert yfir Hrafnkelsdal inni undir Tungusporði, um Kálfafell í Hölkná. Ræður sú á merkjum þar til hún kemur niður í Jökulsá á Jökuldal. Frá þeim stað er dregin lína í suðaustur að stórum steini sem stendur utan til á ytra Eyvindarfjalli. Þaðan er dregin lína til austurs, í stefnu á merkigarð við Jökulsá, og fer hún saman við kröfulínu gagnaðila ríkisins í máli þessu. Þar sem lína þessi sker línu sem dregin úr ósi Hólmavatns í innri merkjavörðu í Miðheiðarhálsi er hornmark. Frá því hornmarki er dregin lína í ós Hólma­vatns og að Svartöldu austan Langavatns. Þaðan er farið í Axará og henni fylgt austur í Jökulsá í Fljótsdal sem ræður merkjum þar til komið er að upptökum hennar í Vatnajökli. Þaðan ræður jökuljaðarinn þar til komið er að upptökum Jökulsár á Jökuldal. Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað viðstöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. þjóðll. Sama landsvæði er í afréttareign eiganda Valþjófsstaðar, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. sömu laga.“ Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að enga þjóðlendu sé að finna innan þinglýstra landamerkja Valþjófsstaðar, og þar með þess, að allt land Valþjófsstaðar sé eignarland í samræmi við kröfulýsingu sem sé í samræmi við landamerkjabréf jarðarinnar frá 6. júní 1885: „Að utan gagnvart Skriðuklaustri ræður merkigarður sá, sem að fornu og nýju haldinn hefur verið landamerki og liggur frá Jökulsá fram (pkt. F3) og upp eftir nesinu upp undir fjall, þaðan sjónhending upp á fjall. Þá í stóran stein, sem stendur utan til á Eyvindarfjalli ýtra (pkt. F4) og þaðan réttlínis norður í Jökulsá á Jökuldal.“ (pkt. 17). Að norðan og vestan ræður Jökulsá á Jökuldal (pkt 17) inn í Vatnajökul (pkt C) og þaðan í (pkt. B) eftir jaðri Vatnajökuls. Að austan og sunnan Jökulsá í Fljótsdal (pkt. F3) inn í Vatnajökul (pkt. B). Þar sem landið nær að Vatnajökli er þess krafist að miðað sé við Jökulrönd eins og hún er á hverjum tíma, en til vara að miðað sé við jökulbrún við gildistöku þjóðlendulaga 1998. Til vara gerir stefnandi eftirfarandi kröfur: 1. Varakrafa sú sama og aðalkrafa, þó þannig að Vesturöræfi innan neðangreindra merkja teljist þjóðlenda en afréttareign Valþjófsstaðar, þ.e. úr Þrælahálsi (pkt. D2) í (pkt. 18) landamerki Aðalbóls og í (pkt. 19) við Jökulsá á Dal síðan eftir Jökulsá í upptök í (pkt. C) þaðan í Snæfell (pkt. D1) og þaðan í Þrælaháls (pkt. D2) en jörðin teljist að öðru leyti eignarland. 2. Varakrafa sú sama og 1. varakrafa, þó þannig að auk Vesturöræfa þá teljist Rani einnig þjóðlenda en í afréttareign Valþjófsstaðar, þ.e. frá upptökum Jökulsár (pkt. C) þaðan í Snæfell (pkt. D1) og svo í Þrælaháls (pkt. D2) og loks í pkt. D4 , en jörðin teljist að öðru leyti eignarland. 3. Varakrafa sú sama og 2. varakrafa, þó þannig að eignarland Valþjófsstaðar af­markist þannig af þjóðlendu til vesturs: frá (pkt. C) við Vatnajökul í (pkt. D) á Snæfellshálsi í (pkt. E) á Hafurfelli, þaðan í Bræðraöldu (pkt. D3) og loks í ( pkt. D4). 4. Varakrafa sú sama og 3. varakrafa, þó þannig að eignarland Valþjófsstaðar afmarkist þannig af þjóðlendu til vesturs: frá (pkt. C) við Vatnajökul í (pkt. D) á Snæfellshálsi í (pkt. E) á Hafurfelli, þaðan í Svartöldu (pkt. F1) og loks í ( pkt. F2). 5. Varakrafa sú sama og 4. varakrafa, þó þannig að eignarland Valþjófsstaðar afmarkist þannig af þjóðlendu til vesturs: frá (pkt. C) við Vatnajökul í (pkt. D) á Snæfellshálsi og þaðan í (pkt. E) á Hafurfelli og loks í ( pkt. 11). 6. Varakrafa að viðurkennt verði að eignarland Valþjófsstaðar afmarkist af þjóðlendu til suðurs innan neðangreindra merkja, þ.e. frá landamerkjum við Aðalból (pkt. 18) í Þrælaháls (pkt. D2), þaðan í Bræðraöldu (pkt. D3) og svo í landamerki við Kleif (pkt. 10). 7. Varakrafa að verði niðurstaða óbyggðanefndar staðfest, verði viðurkennt að stefnandi eigi einkarétt til beitar, veiða, dýraveiða, hagnýtingar vatnsréttinda og nýtingar á auðlindum í jörðu, án endurgjalds, á því svæði sem úrskurðað var í afréttareign eiganda Valþjófsstaðar, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. sömu laga þó landið teljist þjóðlenda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í aðal, vara og þrautavarakröfum eins og málið sé ekki gjafsóknarmál. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Þá krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað. Til vara krefst stefndi þess að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af málinu. II Hinn 1. júlí 1998 tóku gildi lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998, sbr. lög nr. 65/2000, lög nr. 7/2005 og lög nr. 19/2006. Lögin kveða á um að starfa skuli óbyggðanefnd sem hafi með höndum eftirfarandi hlutverk samkvæmt 7. gr. laganna: Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Stefnandi er eigandi jarðarinnar Valþjófsstaðir í Fljótsdalshéraði. Með bréfi 1. mars 2004 tilkynnti óbyggðanefnd fjármálaráðherra þá ákvörðun sína að taka til umfjöllunar tiltekið landsvæði á Norðausturlandi, sbr. 8., 11. og 1. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Landsvæði þetta var hið fimmta í röðinni hjá óbyggðanefnd og eins og fram kemur í úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005 var svæðið að vestanverðu afmarkað af meginfarvegi Jökulsár á Fjöllum allt frá Jökulsárósi í Öxarfirði og að aðalupptökum árinnar í Dyngjujökli. Þaðan er jaðri Dyngjujökuls fylgt þar til komið er vestur undir Kverkfjöll í Hveradal og þaðan er dregin lína áfram í suður, til skurðar við línu þá á Vatnajökli sem afmarkar svæðið til suðurs. Framangreindum vestur­mörkum var síðar breytt að því leyti að svokölluð Kreppu­tunga, austan Jökulsár á Fjöllum og vestan Kreppuár, var skilin undan svæðinu, sbr. 8. gr. laga nr. 58/1998. Að austan afmarkast svæðið af farvegi Lagarfljóts allt frá ósum þess á Héraðssandi þangað sem Gilsá rennur í það. Síðan fylgja mörk svæðisins Gilsá og austurmörkum Fljótsdalshrepps við Austur-Hérað, Djúpavogshrepp og sveitarfélagið Hornafjörð. Framangreind afmörkun til austurs endar í Geldingafelli. Þaðan er dregin lína til suðvesturs inn á Vatnajökul, yfir hnjúk í 1438 m hæð og áfram í Grendil, þaðan í nafnlausan hnjúk skammt sunnan Grendils, áfram yfir Goðahnjúka og í miðja Breiðabungu og loks í stefnu á Svíahnjúk eystri til skurðar við framangreind vesturmörk. Afmörkun á Vatnajökli byggir á markalínum þeim sem samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis Íslands hefur notað við vinnu sína. Að norðan afmarkast svæðið að hafi. Var fjármálaráðherra veittur frestur til 1. ágúst til að lýsa kröfum um þjóðlendur á þessu svæði, væri um slíkar kröfur að ræða. Var kröfulýsingafrestur fjármálaráðherra fyrst framlengdur til 15. október 2004 og síðar til 12. nóvember 2004. Kröfulýsingar fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á Norð­austur­landi bárust 11. nóvember 2004 og óbyggðanefnd birti tilkynningu um máls­­meðferð á framangreindu svæði og útdrátt úr kröfum íslenska ríkisins, ásamt upp­drætti, í Lögbirtingablaðinu 28. desember 2004, Fréttablaðinu 7. janúar 2005 og Morgunblaðinu 9. janúar 2005, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Var skorað á þá sem teldu til eignarréttinda á því landsvæði sem félli innan kröfusvæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum fyrir óbyggðanefnd í síðasta lagi 31. mars 2005. Var kröfulýsingarfrestur framlengdur lítillega í þeim tilvikum sem leitað var eftir slíku og bárust síðustu kröfulýsingar í maí 2005. Krafa stefnanda barst óbyggðanefnd 8. apríl 2005. Aðalmeðferð hjá óbyggðanefnd fór fram dagana 20. og 24. júní 2006 og var málið tekið til úrskurðar að málflutningi loknum. Málið var svo endurupptekið 17. ágúst 2006, ný gögn lögð fram og málið svo tekið til úrskurðar að nýju. Við aðalmeðferð málsins hjá óbyggðanefnd var bókað að þeim hluta Vatnajökuls sem til meðferðar væri í málum á svæði 5 hefði verið skipt milli mála nr. 1/2005 og 2/2005 þannig að sá hluti sem fjallað væri um í máli nr. 1/2005 afmarkist svo: Frá upptökum Jökulsár á Jökuldal við jaðar Brúarjökuls er dregin lína til suðvesturs í miðja Breiðubungu og þaðan til norðausturs yfir Goðahnjúka í nafnlausan hnjúk skammt sunnan Grendils, áfram í Grendil, þaðan yfir hnjúk í 1438 m hæð og í Geldingafell. Suðurmerki byggja á markalínu sem samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis Íslands hefur notað við vinnu sína. Hinn 29. maí 2007 kvað óbyggðanefnd upp úrskurð í málinu nr. 1/2005, Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal. Hvað varðar það landsvæði sem hér er deilt um komst óbyggðanefnd að þeirri niðurstöðu að umþrætt landsvæði væri þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998, en jafnframt afréttareign eiganda Valþjófsstaðar, stefnanda máls þessa, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. laga nr. 58/1998. Í niðurstöðu óbyggðanefndar kemur meðal annars fram að ekki hafi verið sýnt fram á það af hálfu eiganda Valþjófsstaðar, stefnanda í máli þessu, að afréttarsvæðin Vesturöræfi, Rani og Undir Fellum, þ.e. land á þjóðlendukröfusvæði íslenska ríkisins innan landamerkja „Valþjófsstaðarkirkjueignar“, væri eignarland, hvorki fyrir nám, löggerninga né með öðrum hætti. Eins og notkun landsins hafi verið háttað hafi heldur ekki verið sýnt fram á að eignarhefð hafi verið unnin á því. Þá hafi rannsókn óbyggðanefndar einnig leitt til þeirrar niðurstöðu að framangreint svæði sé þjóðlenda. Stefnandi vill ekki una framangreindri niðurstöðu óbyggðanefndar og hefur því höfðað mál þetta. Var honum með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 22. október 2008 veitt gjafsókn í málinu. Eins og fram kemur í gögnum málsins tilheyra hin umdeildu landsvæði, Vesturöræfi, Rani og Undir Fellum Fljótsdalsheiði, hásléttu sem er í 600 til 700 metra hæð yfir sjávarmáli sem þó er að mestu gróin. Í lægðum eru víðáttumiklir flóar en melar á milli. Þá eru á Fljótsdalsheiði fjöldi vatna og nokkurt fjalllendi. Að norðanverðu má nefna Eyvindarfjöll (884 og 847m), Grjótöldu (882m) og suðaustan hans eru Sauðahnjúkar (1060 og 1004 m). Inn af Sauðahnjúkum, undir jökli, eru Maríutungur. Þegar austar dregur að sunnanverðu kemur að svonefndu Snæfellssvæði sem samanstendur af fjölda stakra fella og hnjúkaraða í 900-1338 m hæð yfir sjávarmáli. Snæfellið sjálft er 1833 m hátt. Á fljótsdalsheiði er Miðheiðarháls, aflangur háls með leguna norðaustur-suðvestur í rúmlega 600 m hæð yfir sjávarmáli. Vatnaskil og sveitarfélagsmörk Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps liggja um Miðheiðarháls að norðanverðu en Snæfellssvæðið að sunnanverðu. Frá bæjarstæði Valþjófsstaðar, við Jökulsá í Fljótsdal og beint vestur í Jökulsá á Jökuldal, vestur undir Fjallkolli, eru um það bil 31,5 km í beinni loftlínu og suðvestur að upptökum Jökulkvíslar í Maríutungum eru um 53 km í beinni loftlínu. Talið er að við landnám hafi Fljótsdalur verið vaxinn birkiskógi og kjarri upp undir fjallsbrúnir í 300-400 m hæð. Gert hefur verið ráð fyrir að gróðurþekja á Fljótsdals­heiði hafi þá náð talsvert hærra yfir sjó en síðar varð, jafnvel svo nemi 100 til 200 m, mismunandi eftir aðstæðum. Um þetta landsvæði er fjallað í fjölda heimilda, fyrst í Vilchinsmáldaga frá árinu 1397 en einnig í yngri máldögum, vísitasíum, lögfestum, vitnisburðum og fleiri heimildum. Samkvæmt því sem þar kemur fram hefur réttur Valþjófsstaðar farið vaxandi með tímanum, frá því að ná til lands undir Kleif í lok 14. aldar, Maríutungna að auki við lok 15. aldar, ótilgreindra öræfa frá 16. öld og frá 17. öld til alls landsvæðisins milli Jökulsár á Jökuldal og Jökulsár í Fljótsdal sem ýmist var kallað öræfi eða afréttarland. III Stefnandi vísar til þess að eignarrétturinn sé friðhelgur, sbr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttinda­sáttmála Evrópu. Byggt sé á landamerkjabréfi Valþjófsstaðar, dagsettu 6. júní 1885, sem þinglýst hafi verið 8. júní 1885. Hafi bréfinu verið þinglýst og fært í landamerkjabók án athugasemda og hafi það síðan ráðið merkjum Valþjófsstaðar. Telji stefnandi, miðað við gögn málsins sem styðji ofangreint eignatilkall stefnanda, að úrskurður óbyggðanefndar sé rangur og brjóti í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Stefnandi byggir eignarréttarkröfu sína á þeirri meginreglu íslensks eignarréttar að jörð með þinglýstum landamerkjum sé eignarland og hafi sá sem haldi öðru fram sönnunarbyrði fyrir því. Því sé haldið fram að land jarðarinnar hafi frá landnámi verið undirorpið beinum eignarrétti. Landnámsheimildir í Fljótsdal fari ekki í bága við landamerkjabréf jarðarinnar, og ljóst sé að við landnám hafi landið verið gróið til jökla. Við setningu landamerkjalaganna nr. 5/1882 og síðan laga nr. 41/1919 hafi það verið ætlun löggjafans að framkvæmdavaldið hefði frumkvæði að því að gengið yrði frá landamerkjum jarðeigna, þau skráð og leyst úr ágreiningi um þau ef hann væri fyrir hendi. Með vísan til landamerkjalaganna og tilgangs þeirra sé á því byggt að landa­merkja­bréf Valþjófsstaðar bendi til þess að um sé að ræða landsvæði sem sé háð beinum eignarrétti. Landamerkjabréfið sé byggt á eldri heimildum svo sem lögfestum máldögum, svo sem rakið sé í úrskurði óbyggðanefndar, einkum máldögum Valþjófsstaðar frá 1397, og ýmsum yngri heimildum, bæði lögfestum og vísitasíum. Eldri heimildir fari því ekki gegn landamerkjabréfi jarðarinnar. Ekkert komi fram í kröfugerð ríkisins sem bendi til annars en að allt land innan landamerkja Valþjófsstaðar samkvæmt landamerkjabréfi hafi og verið nýtt sem fullkomið eignarland eftir búskaparháttum og aðstæðum á hverjum tíma. Verði og að telja að það hafi mikla þýðingu að eigendur hafi um langt skeið gengið út frá því að merkjum sé rétt lýst og eigendur grannjarða hafi virt og viðurkennt merkin. Sé byggt á því að öll landgæði hafi verið nýtt af eigendum Valþjófsstaðar og samþykki þeirra hafi þurft við nýtingu annarra, til dæmis til beitar sem og annarrar nýtingar, sbr. samning við Landsvirkjun vegna virkjunarframkvæmda. Þá hafi skattar og önnur lögboðin gjöld verið greidd af öllu landinu og eignarnáms­bætur verið greiddar til eigenda vegna línustæða og vegalagningar. Stefnandi vísi til þess að eignarréttur hans hafi verið virtur öllum, meðal annars af stefnda, frá ómunatíð sem meðal annars hafi lýst sér í því að stefnandi hafi getað bannað öðrum not eignarinnar. Eignarréttur stefnanda hafi verið virtur í öllum viðskiptum varðandi landsnytjar, s.s. við leigu námuréttinda og leigu lands undir mannvirki, og því byggi eignarhaldið ennfremur á viðskiptavenju. Byggi stefnandi því mál sitt einnig á 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994. Mannréttinda­sáttmálinn hafi lagagildi hér á landi og veiti hann eignarréttinum sjálfstæða vernd samhliða stjórnarskránni, þar sem dómar Evrópudómstólsins bendi til þess að rétt­mætar væntingar aðila til eignarréttar, sem byggist meðal annars á því að ríkisvaldið hafi með athöfn eða athafnaleysi viðurkennt eignarréttinn, til dæmis með dómum, í samningum og með því að þinglýsa eignaskjölum athugasemdalaust um áratugaskeið, séu varðar af mannréttindaákvæðunum. Vísað sé til jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga um að sambærileg mál hljóti sömu niðurstöðu. Ekki verði gerðar ríkari sönnunarkröfur á hendur eigendum Valþjófsstaðar en annarra landeigenda. Þá sé vísað til meðalhófsreglu stjórnskipunar- og stjórnsýslulaga. Sé ekki hægt að gera óhóflegar sönnunarkröfur sem fyrir fram sé vitað að landeigandi geti ekki risið undir. Slíkt fari gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Hafi hugtakið „eign“ í skilningi 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttinda­sáttmála Evrópu verið túlkað á þá leið af Mannréttindadómstól Evrópu að það hafi sjálfstæða merkingu. Með sjálfstæðri merkingu sé átt við að við mat á því hvort í tilteknu máli sé um að ræða eign sem njóti verndar 1. gr. þurfi að kanna hvort svo sé samkvæmt innanlandsrétti þess ríkis sem í hlut eigi. Skortur á slíkri vernd að landsrétti ráði hins vegar ekki alltaf úrslitum um mat á því hvort um eign sé að ræða í skilningi 1. gr. Þannig geti verið um að ræða eign í skilningi ákvæðisins þótt dóm­stólar viðkomandi aðildarríkis hafi ekki talið að um eign væri að ræða samkvæmt innanlandsrétti þess ríkis. Hafi Mannréttindadómstóll Evrópu ítrekað áréttað að við mat þetta beri að líta til allra atvika máls í heild sinni. Þá byggi eignarréttarkrafa stefnanda einnig á hefð og venjurétti. Allir hafi litið svo á um ómunatíð að allt land Valþjófsstaðar sé eignarland og enginn haldið öðru fram fyrr en ríkið við meðferð þjóðlendumála á svæðinu. Óumdeilt hafi verið að landið hafi verið numið í öndverðu. Byggi stefnandi á því að úr því að hefðarlög heimili eignar­hefð lands sem sé í opinberri eigu þá hljóti enn frekar að vera unnt að hefða land sem sé ekki eignarrétti háð. Sjónarmiðin um hefð séu því til staðfestingar náminu, þ.e. til þess að festa í sessi eignarrétt þessara aðila. Þar sem 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannréttindasáttmála Evrópu sé hluti af íslenskum rétti beri íslenskum dómstólum að taka mið af þeim sjónarmiðum sem lögð séu til grundvallar dómstólsins við mat á því hvort um sé að ræða eign sem njóti verndar tilvitnaðs ákvæðis. Útilokað sé að fullyrða um rétta afmörkun og órofa yfirfærslu eignarréttinda allt frá landnámi til dagsins í dag. Hins vegar verði að telja eðlilegt að stefndi beri hallann af þeim vafa sem fyrir hendi sé. Í ljósi þeirra gjörninga sem liggi fyrir um ráðstöfun landsins haldi stefnandi því fram að hann hafi fært fram nægar heimildir fyrir eignatilkalli sínu og það sé því stefnda að sanna að landið sé þjóðlenda. Samkvæmt gögnum er lögð hafi verið fyrir óbyggðanefnd sé ljóst að umrætt landsvæði hafi verið mun grónara við landnám og talið að landið hafi verið vel gróið upp í 6-700 metra hæð. Atriði eins og staðhættir, víðátta og gróðurfar ráði því ekki úrslitum þegar eignarréttur á landi sé metinn á þessu svæði. Sé það í samræmi við niðurstöðu óbyggðanefndar í sambærilegum málum. Notkun lands geti auðvitað gefið vísbendingar um hvort land sé eignarland eða ekki en ekki megi alhæfa út frá því. Megi sem dæmi nefna að mjög stór hluti lands á láglendi sé ekki í neinum heilsársnotum af skiljanlegum ástæðum. Yfir vetrartímann sé landið gegnfrosið og enginn skepna fari um það. Séu til heimildir fyrir því að landið hafi um langan tíma verið nytjað allt árið, sbr. heimildir um beit, veglagningu, skálabyggingar, námu­vinnslu og nú orkuvinnslu. Það sem mestu skipti sé þó að á þessu svæði hafi stefnandi getað bannað öðrum not landsins. Megi þar vísa til samninga um námur og skála á svæðinu. Þetta hefði að sjálfsögðu ekki verið gert ef réttur landeigandans hefði ekki verið virtur sem sanni að hann hafi getað bannað not landsins. Geti venjur varðandi fjallskil ekki ráðið úrslitum þegar tekin sé afstaða til þess hvort jörðin sé öll beinum eignarrétti háð, sbr. úrskurður óbyggðanefndar í uppsveitum Árnessýslu frá 21. mars 2002. Að mati stefnanda beri athugasemdir við það frumvarp sem varð að lögum nr. 58/1998 skýrlega með sér að það hafi ekki verið ætlun löggjafans að svipta landeigendur eignarheimildum sem þeir hafi aflað og notið athugasemdalaust um aldalangt skeið, með því að gera þeim að sýna fram á órofna sögu eignarréttar þeirra frá landnámi og láta þá bera hallann af vafa um þetta efni. Verði lög nr. 58/1998 því ekki skýrð á þá leið að stefnandi, sem þinglýstur eigandi Valþjófsstaðar, þurfi að sýna frekar fram á en hann hafi gert með framlagningu ofangreindra eignarheimilda, að umrætt landssvæði sé eignarland og þar með utan þjóðlendu. Hafi eigandi Valþjófsstaðar, stefnandi máls þessa, í ljósi eignarheimilda sinna og viðurkenningar ríkisvaldsins á þeim í reynd, lengi haft réttmætar ástæður til að vænta þess að afréttirnir séu beinum eignarrétti háðir. Þessi eignarréttur verði ekki af honum tekinn bótalaust. Sé því óhjákvæmilegt að fella úrskurð óbyggðanefndar úr gildi varðandi umdeilt landsvæði. Ekki sé ágreiningur við stefnda um merki jarðarinnar og vísist til úrskurðar óbyggðanefndar um röksemdir fyrir þeim og til framlagðra landamerkjabréfa. Í málavaxtakafla stefnu greinir stefnandi frá landnámi á því svæði sem hér er fjallað um. Kveður hann að í Landnámu segi um svæðið: „Þorgeirr Vestarsson hét maðr göfugr; hann átti þrjá sonu; var einn Brynjólfr enn gamli, annarr Ævarr enn gamli, þriðji Herjólfr. Þeir fóru allir til Íslands á sínu skipi hverr þeirra. Brynjólfr kom skipi sínu í Eskifjörð ok nam land fyrir ofan fjall, Fljótsdal allan fyrir ofan Hengiforsá fyrir vestan, en fyrir ofan Gilsá fyrir austan, Skriðudal allan, ok svá Völluna út til Eyvindarár ok tók mikit af landnámi Una Garðarssonar ok byggði þar frændum sínum ogmágum. Hrafnkell hét maðr Hrafnsson; hann kom út síð landnámatíðar. Hann var enn fyrsta vetr í Breiðdal, en um várit fór hann upp um fjall. ... Síðan nam Hrafnkell Hrafnkelsdal ok bjó á Steinröðarstöðum.“ Landnáma geti ekki býlis Brynjólfs og Steinröðarstaðir séu ekki þekktir. Þá kemur fram hjá stefnanda að Sveinbjörn Rafnsson hafi fjallað um byggðasögu Hrafnkelsdals samkvæmt ritheimildum í bókinni „Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum.“ Þar segi hann meðal annars að Hrafnkell hafi samkvæmt Landnáma­bókum verið landnámsmaður í Hrafnkelsdal og Brynjólfur gamli Þorgeirsson hafi numið innanverðan Fljótsdal. Hafi þá landnám þeirra Hrafnkels og Brynjólfs náð hvort að öðru, væntanlega einhvers staðar í Fljótsdalsheiðinni. Þannig eigi þrír landnámsmenn að hafa eignað sér land á svæði því sem hér sé til umfjöllunar, Hákon hafi numið Eiríksstaða- og Brúarlönd, Hrafnkell Hrafnkelsdal og Brynjólfur Fljótsdal. Jökulsá á Brú skilji að landnám þeirra Hákonar og Hrafnkels, Fljótsdals­heiði skilji að landnám Hrafnkels og Brynjólfs. Landnámamörkin inni á hálendinu og öræfunum séu ekki tiltekin. Séu Landnámabækur samhljóða um afmörkun þessara landnáma og um landnáms­menn þeirra. En Landnámabækur telji meðal annars þá sem á 12. og 13. öld hafi verið taldir hafa haft heimildir á búlöndum Íslands í öndverðu. Yngri heimildir en Landnáma, og að nokkru háðar henni séu Droplaugarsonasaga, Brandkrossa þáttur, Hrafnkels saga og Fljótsdæla saga og kunni þær allar að varpa nokkru ljósi á byggða­sögu svæðisins og viðhorf manna til hennar á 12., 13. og 14. öld. Sé það eitt af einkennum hinna fornu héraðasagna, sem að nokkru styðjist við Landnámu, að í þeim sé oft farið frjálslega með efnið eða lauslega rakið þegar um ábúð og eignarhald ákveð­inna jarða sé að ræða. Sveinbjörn bendi á þögn fornsagnanna áðurnefndu um stórbýlin á landsvæðinu, Eiríksstaði og Brú á Jökuldal og Valþjófsstað í Fljótsdal. Hann telji frásagnir Land­námu geta verið frá byrjun 12. aldar. Heimildir séu um að aðalkirkjan í Fljótsdal hafi verið á Bessastöðum, en um eða fyrir 1200 hafi hún verið flutt á Valþjófsstað. Jarðarinnar muni fyrst hafa verið getið í Njálu í upphafi 11. aldar, er þar hafi Sörli Brodd-Helgason búið. Á 12. og 13. öld hafi jörðin verið eitt af höfuðbólum Svínfellinga, sem á þeim tíma hafi verið valdamesta ætt á Austurlandi. Sé talið að Valþjófsstaðakirkja hafi verið búin að eignast alla jörðina 1306 og hafi hún verið talin eign þjóðkirkjunnar frá stofnun hennar. Kirkjujarðir Valþjófsstaðakirkju í Fljótsdal hafi verið Hóll sem var hjáleiga, Þuríðar­staðir, Egilsstaðir, Kleif, Langhús, Arnaldsstaðir og Þorgerðarstaðir. Auk þessa hafi kirkjan átt Aðalból og Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Þessar jarðir hafi verið stofnaðar út úr Valþjófsstaðalandi af kirkjunni. Í brauðmati 1854 og Jarðatali Johnsens 1847 sé yfirlit um jarðeignir Valþjófsstaðar, ítök og hlunnindi. Þar komi fram, að staðurinn eigi fjögur nafngreind afréttarlönd, Vesturöræfi milli Snæfellsfjallabálksins og Jöklu, þriðjung Rana milli Eyvindarár og Hölknár, Suðurfell (Kiðafell) og Hellna afrétt, sem vafalaust eigi að vera Fellna afrétt, þ.e. landið Undir Fellum, aðallega austan Snæfellsfjallbálksins að Jökulsá í Fljótsdal. Í sveitarlýsingu í bókinni „Sveitir og jarðir í Múlaþingi“ sem gefin hafi verið út af Búnaðarsambandi Austurlands 1975 segi meðal annars að jörðin Valþjófsstaður sé í Fljótsdalshreppi sem hafi verið annar víðlendasti hreppur á Héraði og séu mörk hans í stórum dráttum þessi: „Að austan við Gilsá er fellur í Lagarfljót við austanverðan Fljótsbotn og rennur um Gilsárdal, sem liggur austan við Víðivallaháls, sem bæirnir á Suðurbyggð í Fljótsdal standa vestan undir. Síðan liggur markalínan, sem jafnframt er sýslumörk Norður- og Suður-Múlasýslu áfram í suðvestur um Horbrynju (961m), Sauðahnjúk og eftir vatnaskilum við Hamarsdal og Geithellnadal allt þangað sem mörk við Austur-Skaftafellssýslu taka við skammt austur af Víðidalsvarpi. Þaðan þverbeygir markalínan til vesturs í norðausturhorn Vatnajökuls, þar sem Geldingafell (1087m) stendur við jökulbrún, og ráða jöklar síðan mörkum vestur til Jökulsár á Brú. Að vestan ræður Jökulsá mörkum frá upptökum og norður á milli Kárahnjúka inn og suður af Hrafnkelsdal. Mörk við Jökuldal eru víða óljós á Fljótsdalsheiði, en þó ákveðin frá Kárahnjúkum þvert austur yfir Tungusporð, þar sem saman koma ár Glúmsstaðadals og Þuríðarstaðadals í Hrafnkelu, og austur á Kálffell. Miðheiðarháls er á vatnaskilum heiðarinnar og nær suður á móts við Kleif. Að minnsta kosti eftir að kemur norður fyrir Gilsárvötn ræður hann hreppamörkum. Við Merkisgreni skammt norðvestur af Hengifossárvatni eru mörk Fljótsdals og Fella, liggja þaðan austur af heiðinni í Kílkrók svonefndan og fylgja síðan Hrafngerðisá niður í Lagarfljót.“ Jarðirnar í Hrafnkelsdal og þaðan út með Jökulsá að austan, Brattagerði, Þorskagerði, Fossgerði, Klaustursel og Merki, hafi fyrr verið eign Valþjófsstaðar, Skriðu og Arnheiðarstaða og nytjaðar sem hjáleigur, en samt sem áður í Jökuldalshreppi og Hofteigs- og Brúarsókn. Á 19. öld hafi Glúmsstaðir og Víðivellir ytri verið einu jarðir í Fljótsdal í bændaeign. Allar aðrar jarðir hafi verið Valþjófsstaðar og Skriðu nema ¾ hlutar af Arnheiðarstöðum og hjáleigunni Geitagerði (fátækraeign). Hafi byggð hafist að nýju í Hrafnkelsdal árið 1770 og hafi þar verið að verki Pétur Guðmundsson, prests Ingimundarsonar frá Hofteigi. Bæ sinn hafi hann nefnt Vaðbrekku og hafi hann flust þangað frá Brú, en hafði áður búið að Hvanná. Hann virðist svo hafa verið farinn þaðan árið 1780. Næst sé vitað til þess, að Magnús Jónsson búi á Vaðbrekku 1783. Á Aðalbóli hafi sama ár búið Guðmundur Þorvarðar­son og hafi hann búið þar til dauðadags 1803. Hafi Andrés Erlendsson byggt Vaðbrekku árið 1789 og búið þar til 1806 er að sonur hans hafi tekið við. Ljóst sé að býli þessi hafi verið stofnuð af Kirkjunni út úr Valþjófsstaðalandi. Tvíbýli hafi verið á Valþjófsstað frá 1926, en 1949 hafi ræktunarlandi verið skipt og stofnað nýbýli V II. á þriðjungi jarðarinnar. Eins og fram er komið byggir stefnandi kröfu sína á þinglýstu landamerkjabréfi og öðrum skráðum eignarheimildum, fornum og nýjum, sem hann hafi fyrir þessari eign sinni, sbr. þinglýsingarvottorð, og einnig þinglýstum landamerkjabréfum aðliggjandi jarða. Sérstaklega sé vísað til máldaga Valþjófsstaðakirkju frá 1397 en samkvæmt honum eigi kirkjan heimaland allt, land undir Kleif fram frá Þuríðarstöðum undir jökla, með öllum gæðum að undanskildum skógi og selland á Laugarhúsum. Sé til skjalfestur vitnisburður þriggja leikmanna frá árinu 1484 um það að Valþjófsstaðaland taki allt vestur að Jökulsá, réttsýnis frá Landamerkjagarði milli Skriðuklausturs og Valþjófsstaða. Þar sé sú lína dregin milli þessara stórbýla fyrir mynni Hrafnkelsdals, sem síðan hafi gilt. Næsti vitnisburður um land Valþjófsstaðar sé frá árinu 1517. Þá vitni Kolgrímur prestur Koðránsson, að þau tólf ár (1502-1514), sem hann hélt Valþjófsstað hafi engir rekið lömb né annan fénað á Öræfi en nyrðri né syðri án síns leyfis, nema lambarekstur hafi verið hafður frá Skriðu í Maríutungur, en þar segi: „Öræfi en nyrðri“ muni vera afréttarlandið, sem nú sé nefnt Vesturöræfi, Hrafnkelsdalur sé ekki nefndur en muni vera talinn innifalinn. Árið 1552 vitni leikmaður einn í Fljótsdal, að í 30 ár sem hann hafi búið í Fljótsdal, hafi hann aldrei heyrt leika tvímæli á því að eign Valþjófsstaðakirkju væri allt land millum Jökulsár og Snæfells fram undir jökla og í utanverðan Hrafnkelsdal hinn ytri. Sama ár sé þetta staðfest með vitnisburði annars leikmanns og þar getið selfara, en ótiltekið. Í vísitasíu Brynjólfs biskups Sveinssonar 1641 segi að kirkjan á Valþjófsstað eigi heimaland allt eftir gömlum kirkjunnar máldaga. Enn fremur að með vitnisburði Gissurar Helgasonar frá árinu 1552 komi fram að hann hafi ekki heyrt frá ellefu ára aldri í reiknuð 32 ár nokkurn eiga neina ítölu fram á Staðaröræfi utan hundrað lamba rekstur frá Skriðu í Maríutungur á móti torfskurði þar. Enn fremur að enginn hafi leyfislaust rekið nefndan tíma fram af Seljadal eða undir Snæfell og eigi hin nyrðri öræfin utan búsmala rekstur sem í seljum hafi verið hafður. Í sömu vísitasíu sé getið vitnisburðar Kolgríms prests Koðránssonar, sem haldið hafði staðinn í 12 ár, að enginn hafi rekið lömb eða annað fé fram á öræfin, nyrðri eða syðri, nema með sínu leyfi og engan pening utan lambarekstur frá Skriðu í Maríutungur. Þá sé getið vitnisburðar um staðarins eign milli Jökulsár og Snæfells og dómsbréfs upp á fyrrgreinda vitnisburði að nýtir séu, að Hrafnkelsdalur og Öræfi milli Jökulsánna séu eign Valþjófsstaðar, en dagsetning sé á Egilsstöðum 1621 og dómarar S Ólafur Einarsson prófastur og Árni Magnússon sýslumaður með þeirra undirskriftum og sex dóms manna. Síðan sé getið landamerkja staðarins að framan og sé þeim svo lýst: „Múlaland milli merkigarðs út frá Arnaldsstöðum og þess merkigarðs, sem er út frá Gnúpsstöðum. Þetta er fyrir sunnan Jökulsá. En fyrir norðan fram í þann garð, sem liggur fyrir utan Ljósá og landamerki deilir milli Valþjófsstaðar og Þuríðarstaða. Þetta að framan. En að vestan ræður fjallið að utan úr fjallinu í grjóthrygginn, sem ofan eftir liggur fjallinu þaðan ofan eftir merkigarði í Jökulsá, en hún ræður að austan.“ Í vísitasíu 1677 sé sama lýsing á landamerkjum staðarins og hér að ofan segi. Ennfremur segi að kirkjan eigi heimland allt og Múlaland allt og einnig land undir Kleif fram frá Þuríðarstöðum undir jökla með öllum gæðum nema skóg og enn fremur selland að Laugarhúsum og alla skóga frá lækjum fyrir utan Maríutungur. Í vísitasíum 1706, 1748 og 1763 sé ekkert nýtt að finna, en getið þess sama og áður. Árið 1779 sé Valþjófsstaður vísiteraður af Hannesi Finnssyni, biskupi. Hann hafi haft þessa viðbót við fyrri vísitasíur að land undir Kleif fram frá Þuríðarstöðum undir jökla með öllum gæðum utan skóg samkvæmt vísitasíu Brynjólfs Sveinssonar 1641, og fylgi skógur landi eftir gömlu hefðarhaldi, sem síðan hafi verið viðvarandi eftir því sem menn viti. Í vísitasíu 1850 segi að selland að Laugarhúsum, sem máldagarnir eigni Valþjófs­staða­kirkju, liggi í Hrafnkelsdal, sem nú sé allur eign téðrar kirkju, sem þar eigi 2 lögbýli, Aðalból og Vaðbrekku. Þá segi að staðarhaldarinn tilkynni, að eftir hefðar­haldi tilheyri kirkjunni svokallað Fell fram til jökla, líklega hið sama sem í gamla daga hafi verið kallað Kiðafell og liggi milli Kelduár að vestanverðu og Fellsár að austanverðu. Þessa Fells sé getið í landamerkjabók yfir ítök Valþjófsstaðakirkju, en skráin sé rituð 6. júní 1885. Sé eitt ítak kirkjunnar svokallað Fell eða Suðurfell, sem liggi á milli Kelduár og Fellsár allt fram til jökla. Með framangreindu yfirliti sé upplýst að Valþjófsstaðakirkja hafi eignast Hrafnkelsdal og Vesturöræfi fyrir hefð og venju en ekki liggi fyrir skriflegar heimildir um hvernig kirkjan eignaðist land þetta, enda hafi það gerst á þeim tíma er munnlegir samningar tíðkuðust meira en skriflegir. Þegar byggð hófst aftur í Hrafnkelsdal á síðari hluta 18. aldar, fyrir tilstilli Valþjófsstaðapresta, hafi býlin greitt landskuld til heimajarðarinnar. Hrafnkelsdælir hafi einnig átt kirkjusókn að Valþjófsdal um langa hríð. Í ljósi ofanritaðs sé á því byggt að ríkisvaldið hafi í aldanna rás margsinnis viðurkennt að umrætt land, innan ofangreindra landamerkja, sé undirorpið fullkomnum eignarrétti og aldrei haldið öðru fram. Hafi ríkisvaldið nokkru sinni getað haft uppi vefengingar­kröfu á hendur eigendum Valþjófsstaðar, þá sé ljóst að hún sé niður fallin vegna fyrningar og tómlætis. Hafi öllum heimildarskjölum stefnanda verið þinglýst athugasemda­laust. Í ljósi þeirra gjörninga sem liggi fyrir um ráðstöfun landsins, um margra alda skeið, sé því haldið fram stefnandi hafi fært fram nægar heimildir fyrir eignatilkalli sínu. Það sé því stefnda að hrekja þá staðhæfingu stefnanda að þrætulandið sé í eign stefnanda. Hafi stefndi ekki sýnt fram á með neinum haldbærum gögnum að land innan þinglýstra landamerkja Valþjófsstaðar sé ekki beinum eignar­rétti háð. Landamerkjabréfum jarðarinnar sé þinglýst í landamerkjabók og á þeim síðan byggt um merki Valþjófsstaðar og aðliggjandi jarða og sveitarfélaga. Fyrsta varakrafa byggi á sömu sjónarmiðum og aðalkrafa, þó þannig að á það sé fallist að Valþjófsstaðakirkja hafi einungis eignast afnotarétt á Vesturöræfum fyrir hefð og venju en ekki liggi fyrir skriflegar heimildir um hvernig kirkjan hafi eignast land þetta, enda hafi það gerst á þeim tíma er munnlegir samningar tíðkuðust meira en skriflegir. Stefnandi hafi nýtt þau landsvæði sem hér um ræðir eftir því sem tilefni hafi verið til og aldrei nokkur verið í vafa um að hann væri til þess bær. Önnur varakrafa byggi á sömu sjónarmiðum og aðalkrafa, þó þannig að á það sé fallist að Valþjófsstaðakirkja hafi einungis eignast afnotarétt á Vesturöræfum og Rana fyrir hefð og venju, en ekki liggi fyrir skriflegar heimildir um hvernig kirkjan hafi eignast land þetta, enda hafi það gerst á þeim tíma er munnlegir samningar tíðkuðust meira en skriflegir. Í þessu felist að vesturhluti jarðarinnar teljist þjóðlenda, þ.e. sá er tilheyri Hrafnkelsdal, en austurhlutinn teljist eignarland enda styðjist sá eignarréttur meðal annars við máldaga Valþjófsstaðar frá 1397. Meiri óvissa sé hins vegar um hvernig Hrafnkelsdalur hafi lagst undir Valþjófsstað. Stefnandi hafi nýtt þau landsvæði er hér um ræði, eftir því sem tilefni hafi verið til og aldrei hafi nokkur verið í vafa um að hann væri til þess bær. Þriðja, fjórða og fimmta varakrafa byggi á því að viðurkenndur verði beinn eignarréttur á því landi Valþjófsstaðar sem lýst sé í máldaga staðarins frá 1397. Krafan sé því í samræmi við varakröfu ríkisins hjá óbyggðanefnd. Stefnandi sé hinsvegar ekki sáttur við hvernig ríkið hafi afmarkað umrætt land samkvæmt máldaganum. Hann krefjist þess því aðallega að miðað verði við vatnaskil á Fljótsdalsheiði, sem jafnframt séu sveitarfélagamörk, (3. varakrafa) en til vara eftir þekktum örnefnum á heiðinni, (4. varakrafa) og til þrautavara að miðað verði við uppdrátt ríkisins á varakröfu.(5. varakrafa). Sjötta varakrafa byggi á því sjónarmiði að land norðan þessarar línu sé í samfellu við land Valþjófsstaðar og jarðanna í Hrafnkelsdal. Engin rök séu fyrir því að landnám hafi ekki verið samfellt á þessu svæði, en land sunnan línunnar sé meira afréttarland og liggi fjær byggð. Eldri eignarheimildir Valþjófsstaðar meðal annars hinn forni dómur frá 1621 um landamerki Valþjófsstaðar, styðji að merki jarðarinnar til norðausturs hafi náð til jökulsár á Dal um aldir. Um hversu langt til suðurs eignarland Valþjófsstaðar nái sé meiri óvissa, en ef fallist verði á þessa kröfu verði línan í samræmi við þjóðlendulínuna austan og vestan jökulsáa, en taki ekki þetta undarlega stökk til norðurs. Þá sé einnig ljóst að nýtingin á Rananum og þessu landi nær byggð hafi verið meiri en á landi því sem liggi nær jökli, auk þess sem það sé láglendara og betur gróið. Samkvæmt sjöundu varakröfu sé þess krafist, verði niðurstaða óbyggðanefndar staðfest, að viðurkennt verði að stefnandi eigi einkarétt til beitar, veiða, dýraveiða, hagnýtingar vatnsréttinda og nýtingar á auðlindum í jörðu, án endurgjalds, á því svæði sem úrskurðað hafi verið í afréttareign eiganda Valþjófsstaðar, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. sömu laga þó landið teljist þjóðlenda. Krafa þessi byggi í eðli sínu á sömu sjónarmiðum og aðalkrafa. Í lögun nr. 58/1998 um þjóðlendur sé beinlínis gert ráð fyrir að þeir sem nýtt hafi land innan þjóðlendu skuli halda þeim rétti í samræmi við ákvæði laga þar um, sbr. 5. gr. laganna. Stefnandi kveðst einnig vísa til reglna um stofnun ítaka, þar sem meðal annars sé rætt um að háttsemi aðila eða þegjandi samþykki geti orðið til þess að ítaksréttur stofnist. Hafi stefnandi um áratugaskeið notið auðlinda, þ.m.t. námuréttinda á umræddu landsvæði. Þá hafi stefnandi leigt lóðir undir skála án nokkurra athugasemda í fullan hefðartíma. Með auðlindum í þessu efni sé átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna megi úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunni að finnast við. Í lögum nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sé ráð fyrir því gert í 3. gr. að í þjóðlendu séu auðlindir eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra. Hefð sé eignarheimild að íslenskum rétti og felist í umráðum, sem varað hafi vissan tíma og verði að uppfylla tiltekin skilyrði. Hefð sé skyld námi að því leyti að taka umráða sé nauðsynlegt skilyrði hefðar. Samkvæmt lögum um hefð nr. 46/1905 sé óslitið eignarhald skilyrði hefðar. Skilyrðin séu fyrst og fremst virk yfirráð eignar, bein hagnýting án löggerninga, ráðstafanir að lögum, viðhorf hefðanda og annarra aðila. Eins og mál þetta liggi fyrir verði að telja að skilyrði hefðalaga um óslitið eignarhald sé fullnægt. Hvað varðar sönnun um hefðarskilyrði 3. mgr. 2. gr. sé aðstaðan í meginatriðum á þann veg að sá aðili, sem vefengi hefð verði að sýna fram á að skuldbindingar af umræddu tagi hafi verið fyrir hendi. Komi fram sönnun um skuldbindingu sé það á hinn bóginn hefðanda að sýna fram á að skuldbindingin hafi einhvern tíma fallið niður. Stefnandi telur að tilgangurinn með lögum um þjóðlendur hafi fyrst og fremst verið sá að gera ríkið þinglýstan eiganda þeirra landssvæða sem enginn hafi skjöl fyrir að hann eigi, en þannig hátti til um hluta afrétta og jökla á miðhálendi Íslands. Óbyggðanefnd eigi að finna út hver þessi eigendalausu svæði séu. Land Valþjófsstaðar sé hins vegar ekki eigendalaust eins og fyrrgreind heimildarskjöl beri með sér. Samkvæmt 1. gr. þjóðlendulaganna nr. 58/1998 komi einmitt fram að þjóðlendur séu utan eignarlanda en eignarland sé skilgreint sem landssvæði sem háð sé einka­eignarrétti þannig að eigandinn fari með öll venjuleg eignarráð þess. Stefnandi haldi því fram að svo sé með allt það land sem hann hafi þinglýsta eignarheimild fyrir. Innan þinglýstra landamerkja landeigna fari landeigendur einir með öll venjuleg eignarráð, bæði raunveruleg og réttarleg yfirráð. Stefnandi telji því að leggja verði sönnunarbyrði á stefnda um tilvist þjóðlendu innan landamerkja þrætusvæðanna. Óumdeilt ætti að vera að þrætusvæðið sé innan upphaflegs landnáms. Það sé stefnda að sýna fram á og sanna að beinn eignarréttur á þessu landi hafi fallið niður. Stefnandi byggi á því að sú sönnunarregla sé eðlileg með tilliti til þess að stefnandi hafi lagt fram þinglýst landamerkjabréf fyrir landinu og margvísleg gögn er sýni fram á að innan þessara merkja hafi eignarréttur stefnanda verið virtur af öllum aðilum. Sú óhóflega sönnunarbyrði sem óbyggðanefnd leggi á stefnanda með því að krefjast sannana um framsal eignarréttar á landinu allt frá landnámi standist hvorki eignar­réttar­ákvæði stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu. Í almennum forsendum úrskurðar síns hafi óbyggðanefnd fjallað um hefð og þýðingu hefðar við úrlausn þjóðlendumála. Komist sé að þeirri niðurstöðu að hefð sé eitt dæmi um frumstofnun eignarréttar. Segi enn fremur að við mat á því hvort tekist hafi að fullna eignarhefð yfir landsvæði skipti máli hvort það sé innan eða utan landamerkja jarðar og skipti gildistaka hefðarlaga 1905 máli og hljóti að styrkja eignartilkall í slíkum tilvikum. Skilyrði fyrir því að eignarhefð verði unnin á landsvæði utan landamerkja jarðar séu hins vegar talin þröng þó að ekki sé slíkt talið útilokað. Stefnandi fái ekki séð hvers vegna þessi sjónarmið óbyggðanefndar eigi ekki við um þrætusvæðið. Landið sé innan þinglýstra landamerkja og það sé háð einkanýtingar­rétti stefnanda. Bændur í sveitarfélaginu eigi hefðbundinn upprekstrarrétt á landið en enginn nema eigandinn, og þeir sem leyfi hafi fengið hjá honum geti nytjað landið til beitar, jarðefnavinnslu, landleigu eða á nokkurn annan hátt. Niðurstaða óbyggðanefndar varðandi þrætusvæðið byggist alfarið á því að ósannað sé að til eignarréttar hafi stofnast fyrir nám, og jafnvel þó svo sé þá hafi beinn eignarréttur fallið niður því samhengi eignarréttar og sögu liggi ekki fyrir. Með vísan til framangreindra sjónarmiða og til fjölmargra dómafordæma Hæstaréttar og Evrópudómstólsins, til dæmis í máli Helgu klaustranna gegn Grikklandi, sé niðurstaða óbyggðanefndar röng. Þá sé það fráleit niðurstaða að land hjáleigna Valþjófsstaðar sé nú orðið stærra en land móðurjarðarinnar, en svo verði raunin standi úrskurður óbyggðanefndar óhaggaður. Nefndin hafi metið ranglega sönnunargögn málsins og lagt óhóflega sönnunarbyrði á stefnanda sem ekki fái staðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá beri að hafa í huga þá staðreynd að gagnaöflun óbyggðanefndar sé ekki fullkominn, sbr. álit Einars G. Péturssonar prófessors, sem hafi upplýst að á Árnasafni séu þúsundir skjala sem ekki hafi verið rannsökuð. Allan vafa verði því að meta stefnanda í vil. Beri því að ógilda úrskurð nefndarinnar. Stefnandi byggir kröfur sínar einnig á því að í úrskurði Óbyggðanefndar skorti fullnægjandi rökstuðning fyrir niðurstöðu nefndarinnar og úrskurðurinn fari því gegn 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 16. gr. laga nr. 58/1998. Enginn rök séu færð fram fyrir því hvernig umræddur eignarréttur hafi fallið niður eða hvernig slíkt gerist. Hugmyndir um ráðstöfun landsins á einhverjum tíma án nýtingarréttar séu fráleitar. Stefnandi telur að með úrskurði óbyggðanefndar hafi hann verið sviptur réttinum til að njóta eigna sinna í friði, en eignarréttur hans að jörðinni Valþjófsstað njóti verndar samkvæmt 1. gr. í viðauka nr. 1 við mannréttindasáttmála Evrópu svo og 6. gr. og 14. gr. sáttmálans. Jörðin Valþjófsstaður sé þinglýst eign stefnanda og með úrskurði óbyggðanefndar hafi stefnandi verið sviptur þeirri eign sinni að stærstum hluta. Ekki sé mælt fyrir um slíka sviptingu eignar í lögum. Sviptingin sé ekki gerð vegna almannahagsmuna enda hafi íslenska ríkið ekki byggt á því fyrir óbyggðanefnd. Ekki hafi verið gætt sanngjarns og réttláts jafnvægis milli almannahagsmuna, ef um þá var að ræða, og mannréttindaverndar eigandans, sem honum sé áskilin í 1. gr. 1. viðauka sáttmálans. Það að svipta stefnanda eignarétti að landsvæðinu stefni ekki að lögmætu markmiði sem orðað sé svo í lagatextanum eða undirbúningsgögnum þjóðlendu­laganna. Þá hafi ekki verið tekið tillit til þeirra réttmætu væntinga stefnanda um að verða ekki sviptur eignarréttindum sínum að landsvæðinu, en þær væntingar njóti verndar 1. gr. 1. viðauka við sáttmálann. Þá hafi sjónarmið stefnanda um meðalhóf verið sniðgengin. Stefnandi eigi, að áliti stefnda ekki rétt á fébótum vegna eignarsviptingarinnar. Stefnandi telur að hann hafi sætt þess háttar mismunun, sem bann sé lagt við í 14. gr. sáttmálans með hliðsjón af 1. gr. 1. viðauka (art. 14+P1-1). Það sé almenn lagaregla á Íslandi að eignarréttur að fasteign teljist sannaður með framvísun þinglesinnar eignarheimildar og frá þeirri reglu verði ekki vikið nema sá, sem vefengir réttmæti eignarheimildarinnar, sýni fram á betri rétt sinn eða annarra eða að eignarheimildin sé haldin slíkum göllum að hún verði ekki lögð til grundvallar dómi í máli um eignarréttinn. Óbyggðanefnd vísi til fordæma Hæstaréttar í málum út af þjóðlendulögum og telji sér skylt að gera aðrar og meiri sönnunarkröfur til stefnanda sem landeiganda en hann hefði ella gert. Ástæðan sé sú að Hæstiréttur hafi í fyrstu málunum út af þjóðlendulögunum komist að þeirri niðurstöðu að landamerkjabréf gerð samkvæmt fyrirmælum landamerkjalaganna frá 1882 væru ófullnægjandi sönnun um eignarrétt í þeim tilvikum sem íslenska ríkið gerði kröfur til þess að land innan þinglesinna merkja teldist að öllu leyti eða hluta þjóðlenda. Í þeim tilvikum hafi Hæstiréttur gert þá sönnunarkröfu til hinna þinglýstu eigenda að þeir styddu eignarheimildir sínar við enn eldri heimildir. Slíkar heimildir séu sjaldnast fyrir hendi um lönd í eigu bænda, enda hafi þeir ekki haft ástæðu til að varðveita eldri sönnunargögn eftir að þeir höfðu þinglýst landamerkjabréfum lögum samkvæmt. Engu að síður sé það svo að um Valþjófsstað séu til eignarheimildir sem séu meira en 700 ára gamlar, sem styðji við landamerkjabréf Valþjófsstaðar. Sambærileg skjöl hafi verið talin duga til að sanna beinan eignarrétt að landi, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 48/2004. (Biskups­tungur) og nr. 47/2007 (Núpsstaður) en engin rök standi til þess að land Valþjófsstaðar hafi aðra stöðu að lögum en land ofangreindra jarða. Mismununin sé í því fólgin að óbyggðanefnd geri hér aðra og ríkari sönnunarkröfu til eiganda Valþjófsstaðar en til sönnunar um eignarrétt að öðrum fasteignum í landinu almennt. Sönnunarkrafa óbyggðanefndar sé óljós, ógagnsæ, ófyrirsjáanleg og tilviljunarkennd og bitni einungis á stefnanda sem og öðrum þeim eigendum landa, sem íslenska ríkið geri eignartilkall til á grundvelli þjóðlendulaga en ekki á öðrum landeigendum í landinu. Við mat á þessu beri meðal annars að hafa í huga að hvorki í texta þjóðlendulaganna né í undirbúningsgögnum laganna sé neitt sem bendi til að það hafi verið markmið löggjafans eða vilji að þeir landeigendur sem áttu þinglýstar og þar með sannaðar eignarheimildir að löndum sínum samkvæmt almenum sönnunarreglum, yrðu sviptir eignarréttindum sínum. Hvorki hlutlæg né huglæg túlkun túlkum laganna leiði til slíkrar niðurstöðu. Hæstiréttur Íslands hafi í öðru samhengi orðað þá reglu að mannréttindi sem verndar njóti verði ekki skert nema fyrir því sé skýr regla í settum lögum og reglan samræmist ákvæðum stjórnarskrár. Slíkt ákvæði sé ekki að finna í þjóðlendulögum, enda hafi ekkert komið fram við meðferð frumvarps til þjóðlendulaga á Alþingi, sem bendi til að stefnt hafi verið að því að svipta eigendur afrétta eignarrétti sínum. Rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir stjórnvöldum og dómi njóti verndar samkvæmt 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Verði í lögum eða dómafordæmum mótaðar reglur um svo þunga sönnunarbyrði, einkum í dómsmálum borgaranna gegn ríkisvaldinu vegna mannréttindabrota þess, þannig að nánast útilokað sé að borgararnir geti uppfyllt sönnunarkröfurnar, þá jafngildi það því, að útilokað sé að þeir fái mannréttindi sín viðurkennd gagnvart ríkisvaldinu. Í umræddum úrskurði hafi óbyggðanefnd lagt svo þunga sönnunarbyrði á herðar stefnanda um sönnun á stofnun og framsali eignarréttar að honum sé ókleift að standa undir henni. Með slíkum reglum um sönnunarbyrði um eignarrétt að landi, sem stefnandi hafi einn nýtt um aldir athugasemdalaust, sé komið í veg fyrir að stefnandi njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir stjórnvöldum. Ein af meginröksemdum stefnanda fyrir því að teljast eigandi Valþjófsstaðar hafi verið tilvísun til löggiltra máldaga og vísitasía, dóma og lögfesta þar sem eignarréttur eiganda Valþjófstaðar sé staðfestur og það með sömu ummerkjum sem þinglýst hafi verið með landamerkjabréfinu sem gert var í tilefni landamerkjalaganna 1882, en bréfinu hafi verið þinglýst 1885. Ekki sé minnst á þýðingu máldaga Valþjófsstaðar frá 1397 í niðurstöðum óbyggðanefndar sem þó hafi verið grundvöllur varakröfu ríkisins, eða ýmissa fleiri eldri heimilda. Þar segi aðeins: „Af heimildum er ljóst að afréttarsvæðin Undir Fellum, Rani og Vesturöræfi taka við þar sem „heimalandi“ sleppir. Þegar þeirra er getið í skriflegum heimildum er það fyrst og fremst tengt upprekstri og afréttarnotum. Gerður er greinarmunur á þeim og heimalandi með því að þau eru jafnan tiltekin sérstaklega og þess getið að Valþjófsstaður eigi þar afrétt, hlunnindi eða ítak. Umfjöllun um þau bendir þannig til að um sé að ræða kirkjuafrétt í þeim skilningi að Valþjófsstaðarkirkja hafi átt þar óbein eignarréttindi, sbr. m.a. lögfestu kirkjunnar frá 1794 og landamerkjabréf frá 1885.“ Enginn rökstuðningur sé þó settur fram fyrir því hver sé eignarréttarlegur munur á heimalandi og öðru landi Valþjófsstaðar, enda engin landfræðileg eða notkunarleg lína til um þessi mörk. Stefnandi telur að löngu sé orðið viðurkennt í málsmeðferð óbyggðanefndarmála að orðið heimaland vísi til heimajarðarinnar allrar í tilvikum sem þessum. Sé niðurstöðu óbyggðanefndar um annað mótmælt. Þá sé ekki skýrt hvað óbyggðanefnd eigi við með orðinu kirkjuafréttur sem notað sé í niðurstöðu nefndarinnar og sé því mótmælt að hægt sé að afgreiða eignarréttarlega stöðu landsins með vísan til slíkra óskilgreindra hugtaka. Hafa beri í huga að í Jónsbók sé á því byggt að allir afréttir séu í einkaeign tveggja manna eða fleiri, þ.e. að afréttir séu í óskiptri sameign tveggja manna eða fleiri. Fyrir þessu fyrirkomulagi séu söguleg og efnahagsleg rök. Valþjófsstaður sé hins vegar ekki lögafréttur með þessum hætti heldur einkaland, víðfeðm jörð sem meðal annars enginn hafi getað nýtt nema með leyfi eigandans. Þetta sjáist best meðal annars þegar skoðaðar séu heimildir frá 1491 um ítak Skriðu (klausturs) í Valþjófstaðalandi, þ.e heimild til lambauppreksturs í Maríutungur, sem sé landsvæði á Vesturöræfum upp við Vatnajökul, gegn torfskurði í Skriðu (klausturs) landi. Ítak sé ævinlega í eignarlandi. Ekki sé minnst á þetta í niðurstöðum óbyggðanefndar. Af 6. gr. mannréttindasáttmálans og skilyrðinu um réttláta málsmeðferð leiði að úrskurðaraðilum sé skylt að rökstyðja niðurstöður sínar. Krafan um rökstuðning þjóni margvíslegum tilgangi, meðal annars að sýna aðilum máls fram á, að röksemdum þeirra hafi verið veitt athygli, að gefa aðilum kost á að áfrýja máli til æðra dómstóls og gefa æðri dómstól færi á að endurskoða áfrýjaðan dóm. Stefnandi hafi ástæðu til að ætla að óbyggðanefnd hafi ekki veitt röksemdum hans um eignarréttarákvæði mannréttindasáttmálans athygli. Þar sem óbyggðanefnd hafi ekki tekið afstöðu til fyrrnefndra meginröksemda í málflutningi stefnanda hafi hann ekki notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir stjórnvöldum svo sem áskilið sé í 6. gr. sáttmálans. Þá telur stefnandi að hann hafi átt rétt á að fá rökstudda afstöðu óbyggðanefndar til þeirrar málsástæðu, að hann hafi stofnað til eignarréttar að landsvæðinu fyrir hefð. Í núgildandi hefðarlögum nr. 46/1905 sé í 2. gr. mælt fyrir um að skilyrði eignarhefðar sé 20 ára óslitið eignarhald á fasteign. Slíkt hefðarhald stofni til eignarréttar sam­kvæmt lögunum nema hefðandinn hafi náð umráðum að eigninni með glæp eða með óráðvandlegu atferli eða hann hafi fengið fasteignina að veði, til geymslu, til láns eða á leigu. Ekkert af þessu eigi við um eignarhald stefnanda á Valþjófsstað. Eignar­haldið hafi varað um aldir og þar af í meira en 100 ár eftir gildistöku hefðar­laganna frá 1905. Til þess hafi ekki verið stofnað með glæp eða með óráðvandlegu atferli og landið hafi ekki komist í hendur stefnanda sem veð, til geymslu, til láns eða á leigu. Hefðarhaldið hafi verið óslitið og aðrir en stefnandi hafi verið útilokaðir frá því að nýta landið. Sú afstaða stefnanda að hann væri eigandi landsins hafi verið alkunn og henni ómótmælt og að auki hafi hún verið formlega skráð í landamerkjabók og þinglesin á manntalsþingi, allt lögum samkvæmt. Íslenska ríkið haldi því ekki fram að jörðin Valþjófsstaður hafi verið ríkiseign eða háð beinum eða óbeinum eignarétti annarra. Að íslenskum rétti sé talið að unnt sé að hefða land, enda þótt það sé einskis manns land. Því sé ekki um það að ræða að eignarréttur að landsvæðinu flyttist frá einum eiganda til annars, heldur sé um stofnunarhátt eignaréttar yfir landi að ræða. Sú málsástæða að eignarréttur kirkjunnar að landinu styðjist við hefð sé gerð til viðbótar við þá málsástæðu að hún hafi um aldir verið eigandi jarðarinnar allt frá þeim tíma er jörðin varð staður, sbr. eftirfarandi sem rakið sé í úrskurði óbyggðanefndar: „Samkvæmt Gottskálksannál var gerður staður á Valþjófsstað árið 1306: giorstadr aa Valþiofs stodum er adr uar half lendi. Í máldagasafni Vilchins biskups frá 1397 segi m.a. um Valþjófsstað: Mariukirkia aawalþiofstodum aa heimaland allt. mulaland milli merkigardzoc wt fraaRnnallzstödum oc þess merkigardz sem wt er fra gnufsstödum[Gnupstodum, í öðru handriti]. Þorgerdarstade. ... land vnder kleif fram fraÞuRidarstödum wnder iokla med ollum gædum. wtan skog. selland at laugarhusum. fiordung j kelldudal. backaskog j wideualla land. ... skogarteig wt fra ytRumwideuöllum. ... Þangat liggiatíunder af xj bæium vtan bessastödumoc vídivollum.“ Við mat á röksemdinni um stofnun eignarréttar fyrir hefð verði að hafa í huga að það land sem við sé átt hafi allt frá 1885 verið skráð og þinglesin eign stefnanda og engir aðrir hafa gert eignartilkall til landsins. Stefnandi hafi ætíð verið í góðri trú um eignar­rétt sinn að landsvæðinu. Stofnun eignarréttar fyrir hefð sé viðurkenndur stofnunarháttur eignarréttar. Í úrskuði óbyggðanefndar sé enginn rökstuðningur gefinn fyrir því hvers vegna hefðartilkalli sé hafnað og stefnandi telji því einnig að brotið hafi verið gegn þeirri vernd sem 6. gr. mannréttindasáttmálans veiti að þessu leyti. Þá telji stefnandi sig hafa orðið að þola brot á 6. gr. sáttmálans með því að óbyggðanefnd byggi á því að alla óvissu eða vafa um þau mannréttindi stefnanda sem, verndar njóti samkvæmt 1. gr. 1. viðauka, mannréttindasáttmálans skuli túlkuð í hag íslenska ríkinu og gegn stefnanda. Sú túlkun sé andstæð reglunni um að mannréttindi skuli túlka borgurunum í hag en ekki ríkinu (In dubio pro libertate). Þess háttar túlkun efnisákvæða sáttmálans sé einn þáttur í reglunni um réttláta málsmeðferð. Einnig hafi því stefnandi verið þolandi brots gegn þeirri vernd sem 6. gr. veiti honum að þessu leyti. Stefnandi krefjist þess að við mat á því hvort brotið hafi verið á réttindum hans samkvæmt framangreindri 6. gr. verði litið heildstætt á máls­meðferðina fyrir óbyggðanefnd. Þegar allt ofangreint sé skoðað beri að fella úrskurð óbyggðanefndar úr gildi. Um lagarök til viðbótar við það sem að framan er rakið vísar stefnandi til námulaga nr. 24/1973 Þá byggir stefnandi á meginreglum eignaréttar um venjurétt og óslitin not, sem og almennum reglum samninga- og kröfuréttar. Einnig vísar hann til almennra reglna um ítaksrétt og stofnun ítaka, almennra reglna um venjurétt og meginreglna um traustfang og traustnám og almennra reglna íslensks réttar um tómlæti. IV Af hálfu stefnda er á því byggt, að landsvæði það sem mál þetta varðar sé svæði utan eignarlanda og teljist þannig vera þjóðlenda í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar á svæðinu, sbr. 1. og 2. gr. laga nr. 58/1998. Telur stefndi fullljóst af heimildum að landsvæðið hafi aldrei verið undirorpið beinum eignarrétti og að nýting þess hafi ekki verið með þeim hætti. Að mati stefnda hvíli sönnunarbyrðin ótvírætt á stefnanda að sýna fram á tilvist beins eignarréttar að landsvæðinu eða einstökum hlutum þess. Byggi óbyggðanefnd úrskurð sinn á umfangsmikilli upplýsingaöflun og rannsóknum. Sé niðurstaðan byggð á kerfisbundinni leit nefndarinnar að gögnum og framlögðum gögnum frá málsaðilum. Þá hafi einnig verið byggt á skýrslum sem gefnar voru fyrir nefndinni. Hafi óbyggðanefnd talið ótvírætt, að við gildistöku laga nr. 58/1998 hefði landsvæði það sem um er deilt í máli þessu talist til afrétta samkvæmt þeirri eignaréttarlegu flokkun lands sem almennt hafi verið miðað við fram til þess tíma. Stefndi kveðst gera niðurstöður óbyggðanefndar að sinni til stuðnings sýknukröfu. Um heimaland Valþjófsstaðarkirkju sjáist fyrst fjallað í máldaga Vilchins biskups frá árinu 1397. Þar segi svo: „Mariukirkia aa walþiofstodum aa heimaland allt.“ Kveðst stefndi vera sammála þeirri ályktun óbyggðanefndar að máldaginn verði skilinn þannig að annað land sem þar sé tiltekið falli ekki undir heimalandið. Megi þar nefna „land vndir kleif“ sem talið sé upp á eftir Múlalandi og jörðinni Þorgerðarstöðum. Tvö síðastnefndu landsvæðin liggi austan Jökulsár í Fljótsdal og geti á engan hátt talist til heimalands Valþjófsstaðar. Aðgreiningu á heimalandi Valþjófsstaðar og öðru landi staðarins, án sérstakrar afmörkunar, sé einnig að finna í yngri máldögum, svo sem frá 1471 og 1570, lögfestu frá 1794, vísitasíu frá árinu 1850 og eignaskrá frá lokum 18. aldar. Af þessu megi ráða að snemma hafi verið gerður greinarmunur á heimalandi Valþjófsstaðar og öðru landi hans. Sérstök afmörkun á heimalandi komi hins vegar fyrst fram í lögfestu frá 1484. Landamerkjum Valþjófsstaðarkirkjulands sé loks lýst heildstætt í landamerkja­bréfi, dagsettu 6. júní 1885. Tekið sé sérstaklega fram að merkjalýsingin taki til „heimastaðarins og undirliggjandi jarða með Hrafnkelsdal og öræfum öllum.“ Fjallað sé sérstaklega um merki „heimalands“ Valþjófsstaðar, að hjáleigunni Hóli meðtalinni. Ekki verði hins vegar ráðið af landamerkjabréfi Valþjófsstaðar hve langt heimaland nái til vesturs auk þess sem eldri heimildir séu misvísandi hvað það varðar. Samkvæmt vísitasíu biskups frá árinu 1641 nái heimaland Valþjófsstaðar þannig ekki lengra en að heiðarbrúninni vestan við Jökulsá í Fljótsdal. Þar séu glögg skil frá náttúrunnar hendi með því að land rísi hratt úr tæplega 30 metra hæð yfir sjávarmáli og í um 600 metra. Stefndi sé sammála þeirri ályktun óbyggðanefndar að heimildir virðist almennt gera ráð fyrir því að sunnan merkja séu öræfi eða afréttir. Beri heimildir jafnframt með sér, að þar sé nánar tiltekið að finna afréttarsvæðin Rana, Undir Fellum og Vesturöræfi. Ljóst sé því samkvæmt fyrirliggjandi heimildum að tilgreind afréttarsvæði taki við þar sem „heimalandi“ sleppir. Fái þannig ekki staðist, að heimaland Valþjófsstaðar nái alla leið vestur að Jökulsá á Jökuldal. Samkvæmt framangreindu bendi fyrirliggjandi gögn til þess að heimaland Valþjófs­staðar og hjáleigan Hóll eigi merki gagnvart afréttarsvæðinu Undir Fellum í ósi Hólmavatns. Heimildir um afmörkun afréttarsvæðisins Undir Fellum, jarðanna Þuríðarstaða, Egilsstaða og Kleifar, og staðhættir á svæðinu austan Gilsárvatna og sunnan Bessastaðaár styðji þetta og bendi jafnframt til að merki heimalands Valþjófsstaðar gagnvart afréttinum Undir Fellum að öðru leyti liggi að minnsta kosti ekki vestar en krafa ríkisins um þjóðlendu miði við, en hún sé dregin úr ósi Hólmavatns í stefnu á Svartöldu til suðvesturs og úr sama ósi til norðvesturs í stefnu á merkjavörðu í Miðheiðarhálsi. Af hálfu stefnda sé á það bent, að þrátt fyrir tilvist þinglýsts landamerkjabréfs fyrir jörð, verði að meta gildi hvers bréfs sérstaklega. Með því að gera landamerkjabréf hafi menn ekki getað einhliða aukið við land sitt eða annan rétt, sbr. meðal annars afstöðu Hæstaréttar í málinu nr. 48/2004. Þá verði við mat á gildi landamerkja­lýsingar svæðisins að horfa til þess að ekki verði séð að bréfið hafi verið samþykkt af eigendum allra aðliggjandi jarða. Við mat á gildi landamerkjabréfa beri að gæta að því að landamerkjabréf feli fyrst og fremst í sér sönnun um mörk milli eigna en í því felist á engan hátt að allt land innan merkja skuli vera óskorað eignarland. Þrátt fyrir að þessum bréfum sé þinglýst þá takmarkist gildi þinglýsingarinnar af því að ekki sé unnt að þinglýsa meiri rétti en viðkomandi eigi. Slíku eigendalausu landi geti eingöngu löggjafinn ráðstafað. Sæki lýsing landamerkjabréfs ekki stoð í eldri heimildir, dragi það úr sönnunargildi bréfsins, sbr. til dæmis til hliðsjónar fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í málinu nr. 48/2004. Af hálfu stefnda sé því fallist á þá ályktun óbyggðanefndar, að land innan lýsingar í landamerkjabréfi Valþjófsstaðarkirkjueignar hafi mismunandi eignarréttarlega stöðu, annars vegar heimalandið, eignarland Valþjófsstaðar, en hins vegar afréttarsvæðin þrjú, Undir Fellum, Rani og Vesturöræfi, sem liggi á umþrættu kröfusvæði og álíta verði þjóðlendu í afréttareign jarðarinnar í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar, Sé því ekki lýst í Landnámu hversu langt upp til fjalla og inn til lands landnám á þessu svæði hafi náð. Ólíklegt verði að teljast að land á umþrættu landsvæði hafi verið numið í öndverðu, einkum með hliðsjón af staðháttum og fjarlægðum. Í samræmi við dómafordæmi teljist heimildarskortur hvað þetta varði leiða til þess að ósannað sé að heiðarlönd eða öræfasvæði hafi verið numin í öndverðu. Sé þetta til samræmis við þá reglu sem ráðin verði af dómafordæmum Hæstaréttar, að sé deilt um upphaflegt nám lands, verði aðeins stuðst við glöggar landfræðilegar heimildir, en heimildarskortur leiði til þess, að álitið verður ósannað að heiðarlönd hafi verið numin í öndverðu, sbr. til hliðsjónar t.d. dóma Hæstaréttar í málunum nr. 67/1996 (Eyvindarstaðaheiði) og 48/2004. Hvíli sönnunarbyrðin um slíka eignarréttarstofnun á þeim sem haldi slíku fram. Ekki verði annað séð en að réttur stefnanda til hins umþrætta landsvæðis hafi orðið til á þann veg að landsvæðið hafi verið tekið til sumarbeitar fyrir búpening og, ef til vill, annarra takmarkaðra nota. Verði talið að svæðið hafi verið numið í öndverðu hafi það ekki verið numið til eignar heldur eingöngu til takmarkaðra nota, svo sem afréttarnota. Frá upphafi Íslands­byggðar hafi menn ekki eingöngu helgað sér ákveðin landsvæði, sem háð voru beinum eignarrétti, heldur einnig ítök, afrétti og öll önnur réttindi sem einhverja þýðingu gátu haft fyrir afkomu þeirra. Meðan landsvæði gáfu eitthvað af sér lágu hagsmunir til þess að halda við merkjum réttindanna, hvers eðlis sem þau voru. Sjá um þetta meðal annars dóm Hæstaréttar í málinu nr. 67/2006 (Skjaldbreiður) og nr. 27/20007 (Grænafjall). Verði hins vegar talið að svæðið kunni að hafa að hluta eða að öllu leyti verið innan landnáms eða undirorpið beinum eignarrétti byggi stefndi á til vara, að allar líkur séu á því að slíkt eignarhald hafi fallið niður en svæðið hafi verið tekið til takmarkaðra nota, þ.e. afréttarnota. Þó að talið yrði að til beins eignarréttar hafi stofnast í öndverðu, liggi ekkert fyrir um að sá réttur hafi haldist í gegnum aldirnar. Engin gögn liggi fyrir um að svæðið hafi verið nýtt til annars en sumarbeitar fyrir búfé og e.t.v. annarra takmarkaðra nota sem og til staðhátta og gróðurfars á svæðinu en um sé að ræða víðáttumikið hálendissvæði fjarri byggð. Þá hafi fjallskil verið á hendi sveitarfélags, landsvæðið ekki verið afgirt og þangað hafi búfénaður getað leitað frá öðrum jörðum án hindrana. Um afréttarnotkun og um fjallskil hafi snemma verið settar opinberar reglur sem sveitarstjórnum hafi verið falið að framkvæma. Þá bendi eldri heimildir jafnframt til þess að afréttarsvæðin Undir Fellum, Rani og Vesturöræfi séu afréttur jarða í þeim skilningi að Valþjófsstaður hafi átt þar óbein eignarréttindi. Um Rana, Undir Fellum og Vesturöræfi sé fyrst og fremst fjallað í tengslum við upprekstur og afréttarnot. Gerður sé greinarmunur á því landsvæði og öðru landi tilheyrandi Valþjófsstað með því að þau séu jafnan tilgreind sérstaklega og þess getið að Valþjófsstaður eigi þar afrétt eða hlunnindi. Elsta heimildin um svæðið Undir Fellum sé máldagi Vilchins biskups frá árinu 1397. Þar segi að Valþjófsstað fylgi auk annarra landsvæða „land vnder kleif fram fra ÞuRidarstödum wnder jokla med öllum gædum. wtan skog“. Í máldaga Valþjófsstaðarkirkju, sem talinn sé vera frá árinu 1471, segi einnig að „land vnder kleif fram fra þuridarstödum“ tilheyri kirkjunni. Ljóst sé að Kleifarland sé landfræðilega aðskilið frá heimalandi Valþjófsstaðar, með því að þar hafi verið yfir jörðina Þuríðarstaði að fara, hvort sem jarðirnar Egilsstaðir og Kleif, hafi þá verið hlutar hennar eða ekki. Af framsetningu máldaganna megi einnig ráða að land undir Kleif teljist ekki til heimalands jarðarinnar, enda sé það talið upp á eftir landsvæðum austan Jökulsár í Fljótsdal sem augljóslega teljist ekki til heimalands Valþjófsstaðar. Þá veki athygli að sérstaklega sé tekið fram árið 1397 að skógur fylgi ekki þessu eignarhaldi en í vísitasíu 1641 segi fyrst að skógur fylgi landi, „ad gömlu hefdar halldi“. Lögfesta Valþjófsstaðar frá 1484, sem Árni Magnússon handritasafnari hafi talið falsbréf, samræmist framangreindum máldaga frá 1471, enda þótt ekki sé skilið jafn glögglega milli heimalands og þess sem þar sé kallað Kleifarland. Í máldaga frá árinu 1570 og vísitasíum frá árunum 1641, 1677, 1706, 1779 og 1850 sé land undir Kleif tiltekið meðal eigna kirkjunnar með sambærilegum hætti og í eldri máldögunum. Landið undir Kleif sé syðsti hluti þess landsvæðis sem nú kallist Undir Fellum. Það sé fyrst tilgreint sérstaklega í sóknarlýsingu Stefáns Árnasonar frá árinu 1840-1841. Þar segi meðal annars að Fellnaafréttur sé í kringum Snæfellið og tilheyri Valþjófsstað. Fram komi að afréttarsvæði kirkjunnar séu brúkuð af Fljótsdælingum einum. Í jarða­tali Johnsen frá árinu 1847 segi að Valþjófsstaðarkirkja eigi tvö afréttarlönd milli Jökulsánna í Fljótsdal og á Jökuldal og árlega „brúkuð til skiptis fyrir hérum 1.500 fjár og er þar nokkur grastekja“. Vafalaust virðist að hér sé átt við afréttarlöndin Undir Fellum og Vesturöræfi. Í skýrslu um eignir Valþjófsstaðar, dagsett 12. júní 1867, sé afrétt Undir Fellum talin til ítaka kirkjunnar. Þess sé næst getið í sóknarlýsingu Péturs Jónssonar, prests á Valþjófsstað, frá árinu 1873 en þar segi að heiðin fyrir innan byggðina sé afréttur og tilheyri sérhvers landstærð. Þar fyrir innan taki við „ Fellnaafrétt sem Valþjófstaðarkirkja á. Í hana reka engir vissir búendur, heldur fer það eftir því sem best þykir henta í hvert skipti.“ Þá segir í sóknarlýsingu Þorvaldar Ásgeirssonar á Hofteigssókn frá árinu 1874 að á sóknarmörkum „liggi saman tvær afréttar, Fellnaafrétt sunnar og Vesturöræfa vestar sem báðar eru eign Valþjófsstaðarkirkju“. Einnig segir í gerðabók fasteignamats Norður-Múlasýslu 1916-1918 að afréttarlandið Fell fylgi Valþjófsstað og árið 1954 lýsir Biskup Íslands landi undir Kleif, eða Fellnaafrétti, sem ítaki Valþjófsstaðarkirkju. Yngri heimildir beri einnig með sér að landsvæðið Undir Fellum hafi verið í afréttarnotum jarðeigenda í Fljótsdal undir stjórn sveitarfélagsins fram á þennan dag. Stefndi kveður að „Ranaafréttar“ sé fyrst sérstaklega getið í vitnisburði, dagsettum 18. mars 1679. Segi þar að afrétturinn tilheyri Skriðuklaustri en hafi verið „afriett allra fliótsdalsmanna“. Í lögfestu Valþjófsstaðar frá 1840 fyrirbjóði séra Stefán Árnason upprekstur fjár á „Rana Afrétt og Fliotsdalsheidi sem liggr fyrir framan [ ] Landa merki millum Skriduklausturs og Valþiófsstadar “, nema með hans leyfi eða samþykki eða ábúanda Skriðuklausturs. Í sóknarlýsingu séra Stefáns frá árinu 1840-1841 segi að Ranaafréttur tilheyri Skriðuklaustri en sé brúkaður af Fljótsdælingum einum. Í sóknarlýsingu Hofteigssóknar frá 1874 segi að Fljótsdælingar og Fellnamenn hafi átt upprekstur fyrir norðan Miðheiði (Fljótsdalsheiði), einkum á Ranaafrétt [ ] og tilheyri Skriðuklaustri og Valþjófsstað. Einnig segi í gerðabók fasteignamats frá 1916-1918 að Valþjófsstað fylgi 1/3 hluti Rana og árið 1954 lýsi Biskup Íslands þriðjungi af Ranaafrétt sem ítaki Valþjófsstaðarkirkju. Yngri heimildir beri einnig með sér að Rani hafi verið í afréttarnotum jarðeigenda í Fljótsdal undir stjórn sveitarfélagsins fram á þennan dag. Elsta heimildin um svæðið Vesturöræfi sé vitnisburður frá 1491. Þar og í mörgum síðari heimildum sé greint frá því að eigendur Valþjófsstaðar hafi leyft eigendum Skriðu lambaupprekstur á Maríutungur gegn torfskurði í Skriðu. Maríutungur séu staðsettar innst á því landsvæði sem nú sé nefnt Vesturöræfi. Það nafn virðist fyrst koma fyrir í byggingarbréfi Jóns Andréssonar fyrir Vaðbrekku, sem Valþjófsstaðar­prestur hafi gefið út 24. september 1824. Þar sé áskilið að hann ásamt bóndanum á Aðalbóli leiti grenja fyrir utan þau sem vera kynnu og verða í þeirra ábýlislöndum, á svokölluðum Vesturöræfum. Fyndust grenlægjur, hafi átt að tilkynna það viðkomandi hreppstjóra eða sjá um upp á hreppsins kostnað að grenin yrðu unnin. Næst sé getið um Vesturöræfi í sóknarlýsingu Stefáns Árnasonar frá árinu 1840-1841. Segi þar að afrétturinn Vesturöræfi tilheyri Valþjófsstað og sé brúkaður af Fljótsdælingum einum. Í jarðatali Johnsen frá árinu 1847 komi fram að Valþjófsstaðarkirkja eigi tvö afréttarlönd milli Jökulsánna í Fljótsdal og á Jökuldal og árlega „brúkuð til skiptis fyrir hérum 1.500 fjár og er þar nokkur grastekja“. Öruggt megi telja að hér sé átt við afréttina Undir Fellum og Vesturöræfi. Í skýrslu um eignir Valþjófsstaðar, dagsett 12. júní 1867, sé Vesturöræfa getið meðal ítaka kirkjunnar. Í sóknarlýsingu Hofteigs­staða­prestakalls frá 1874 segi að afrétturinn Vesturöræfi sé í eign Valþjófsstaðar. Loks komi fram í gerðabók fasteignamats Norður Múlasýslu 1916-1918 að afréttarlandið Vesturöræfi fylgi Valþjófsstað. Yngri heimildir beri einnig með sér að Vesturöræfi hafi verið í afréttarnotum jarða í Fljótsdal auk Vaðbrekku og Aðalbóls í Hrafnkelsdal, undir stjórn sveitarfélagsins fram á þennan dag. Umþrætt landsvæði sé háslétta í 600 til 700 m hæð yfir sjávarmáli sem þó sé að mestu gróin. Í lægðum séu víðáttumiklir flóar en melar á milli. Á Fljótsdalsheiði sé fjöldi vatna og nokkurt fjalllendi. Að norðanverðu megi nefna Eyvindarfjöll, Grjótöldu, og Þrælaháls. Að vestanverðu liggi Innri Kárahnjúkur og suðaustan hans séu Sauða­hnjúkar. Inn af Sauðahnjúkum, undir jökli, séu Maríutungur. Þegar austar dragi að sunnanverðu komi að svonefndu Snæfellssvæði, en það samanstandi af fjölda stakra fella og hnjúkaraða í 900 til 1338 m hæð yfir sjávarmáli. Snæfell sé 1833 m hátt og á Fljótsdalsheiði sé Miðheiðaháls með leguna norðaustur-suðvestur í rúmlega 600 m hæð. Vatnaskil og sveitarfélagamörk Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps liggi um Miðheiðarháls að norðanverðu en Snæfellssvæðið að sunnanverðu. Frá bæjarstæði Valþjófsstaðar, við Jökulsá í Fljótsdal, og beint vestur í Jökulsá á Jökuldal, vestur undir Fjallkolli, séu um það bil 31,5 km í beinni loftlínu og suðvestur að upptökum Jökulkvíslar í Maríutungum séu um 53 km í beinni loftlínu. Að teknu tilliti til staðhátta, víðáttu, gróðurfars á svæðinu og hæðar þess yfir sjó, virðist því augljóst að svæðið hafi ekki verið nýtt til annars en beitarafnota. Þá verði ekki talið að skilyrði eignarhefðar séu fyrir hendi, meðal annars með vísan til framanritaðra sjónarmiða um nýtingu lands, staðhætti og eldri heimildir. Nýting svæðisins hafi í aldanna rás ekki falist í öðru en sumarbeit fyrir búfénað, en hefðbundin afréttarnot geti ekki stofnað til beinna eignaréttinda yfir landi, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar í málunum nr. 47/2007 (Bláskógabyggð) og 48/2004. Þá hafni stefndi því einnig að réttmætar væntingar geti verið grundvöllur fyrir eignarréttartilkalli á svæðinu. Sú regla verði leidd af Landmannaafréttardómi Hæsta­réttar hinum síðari, að löggjafinn sé einn bær til þess að ráðstafa réttindum yfir landsvæði utan eignarlanda. Landslög þurfi til sölu eigna ríkissjóðs. Athafnir eða athafnaleysi starfsmanna stjórnsýslunnar geti ekki leitt af sér slík yfirráð nema sérstök lagaheimild hafi verið fyrir hendi, þ.m.t. það að þjóðlenda hafi verið látin af hendi. Réttmætar væntingar geti því ekki stofnast á þeim grundvelli sem haldið sé fram af hálfu stefnanda. Þar að auki verði væntingarnar að vera réttmætar, þ.e. menn geti ekki haft væntingar til að öðlast meiri og frekari réttindi en þeir geti mögulega átt rétt á. Hátti þannig til, líkt og í þessu tilviki, að meðal annars heimildir, staðhættir, gróðurfar og nýting lands bendi ekki til beins eignaréttar, geti réttmætar væntingar ekki stofnað til slíkra réttinda. Þá mótmæli stefndi þeim málatilbúnaði stefnanda er lýtur að því að ákvæði þjóðlendulaga uppfylli ekki lagaskilyrði 72. gr. stjórnarskrár og 1. mgr. 1. gr. samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu. Með lögunum sé ekki verið að gera eignir manna upptækar heldur skera úr um eignaréttindi. Með vísan til alls þess sem að framan sé rakið, hvers um sig og saman, þá telji stefndi að ekki hafi verið sýnt fram á, að niðurstaða óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2005, hvað varðar hið umþrætta svæði, hafi verið röng. Ljóst sé að einstakir hlutar þess svæðis sem hér hafi verið fjallað um, séu misjafnlega fallnir til beitar. Beitarsvæði taki þó breytingum, auk þess sem þau séu ekki endilega samfelld. Landsvæði það sem hér sé til meðferðar, verði því talið falla undir skilgreininguna „landsvæði ... sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé“, sbr. 1. gr. laga nr. 58/1998. Engin gögn liggi fyrir um að landsvæði þetta hafi haft mismunandi eignaréttarlega stöðu. Telji stefndi því að landsvæði það sem hér sé til umfjöllunar, svo sem það sé afmarkað í kröfugerð stefnanda og fari saman við niðurstöður óbyggðanefndar, teljist þjóðlenda í skilningi 1. gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr. 58/1998. Krefst stefndi þess að umræddur úrskurður óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 verði staðfestur þannig að miðað verði við að þjóðlendulína verði dregin með svofelldum hætti: Að vestan ræður hinn forni farvegur Jökulsár á Jökuldal þar til kemur að suðurmörkum Aðalbóls, þ.e. línu sem dregin er yfir Búrfell utanvert, þvert yfir Hrafnkelsdal inni undir Tungusporði, um Kálfafell í Hölkná. Ræður sú á merkjum þar til hún kemur niður í Jökulsá á Jökuldal. Frá þeim stað er dregin lína í suðaustur að stórum steini sem stendur utan til á ytra Eyvindarfjalli. Þaðan er dregin lína til austurs, í stefnu á merkigarð við Jökulsá, og fer hún saman við kröfulínu gagnaðila ríkisins í máli þessu. Þar sem lína þessi sker línu sem dregin úr ósi Hólmavatns í innri merkjavörðu í Miðheiðarhálsi er hornmark. Frá því hornmarki er dregin lína í ós Hólmavatns og að Svartöldu austan Langavatns. Þaðan er farið í Axará og henni fylgt austur í Jökulsá í Fljótsdal sem ræður merkjum þar til komið er að upptökum hennar í Vatnajökli. Þaðan ræður jökuljaðarinn þar til komið er að upptökum Jökulsár á Jökuldal. Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998, sbr. 22. gr. þjóðll. Auk framangreindra lagatilvísana vísar stefndi máli sínu til stuðnings, til almennra reglna eignaréttar og til þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Þá vísar hann til 72. gr. stjórnar­skrárinnar, nr. 33/1944. Byggt sé á meginreglum eignarréttar um nám, töku og óslitin not, sem og meginreglna um eignarráð fasteignareigenda og almennra reglna samninga- og kröfuréttar. Vísað sé til hefðarlaga, nr. 14/1905 og til laga nr. 6/1986, um afréttarmálefni og fjallskil. Þá sé vísað til ýmissa eignaréttarreglna Grágásar og Jónsbókar. Kröfu um málskostnað styður stefndi við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, aðallega 129. og 130. gr. þeirra. V Eins og að framan er rakið snýst ágreiningur aðila um eignaréttarlega stöðu landsvæðis innan merkja sem nánar er lýst í kröfugerð stefnanda. Hefur óbyggða­nefnd fjallað um málið á grundvelli fyrirmæla laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta og kvað hún upp úrskurð hinn 29. maí 2007 í máli nr. 1/2005, Fljótsdalur og Jökuldalur austan Jökulsár á Jökuldal. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að landsvæðið Vesturöræfi ásamt syðri hluta afréttar­landanna Rana og Undir Fellum væri þjóðlenda í afréttareign stefnanda. Ekki er deilt um afmörkun svæðisins. Við úrlausn málsins ber að líta til þess að eftir gildistöku laga nr. 58/1998 hafa í Hæstarétti verið kveðnir upp dómar í allmörgum málum, þar sem skorið hefur verið úr ágreiningi um mörk þjóðlendna og eignarlanda. Eru þeir fordæmi að því leyti sem í þeim var fjallað um almenn atriði sem reynir á með sama hætti nú. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 48/2004 var rakið tilefni setningar laga nr. 58/1998 og gerð grein fyrir skilgreiningu laganna á þeim grundvallarhugtökum sem notuð eru til að lýsa eignarréttindum yfir landi, þ.e. eignarlandi, þjóðlendu og afrétti. Enn fremur var þar vikið að óbyggðanefnd, skipan hennar og hlutverki svo og reglum sem gilda um máls­meðferð fyrir nefndinni. Í niðurstöðu dómsins var tekin almenn afstaða til mats á gildi landamerkjabréfa og hvert væri inntak eignarréttar á svæði sem í þeim væri lýst. Þar var sagt að almennt skipti máli hvort um væri að ræða jörð eða annað landsvæði og einnig að landamerkjabréf fyrir jörð feli almennt í sér ríkari sönnun fyrir því að um eignarland sé að ræða þótt jafnframt yrði að meta gildi hvers bréfs sérstaklega. Talið var að almennt yki það gildi landamerkjabréfs væri það áritað um samþykki eigenda aðliggjandi jarða. Hins vegar yrði ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að fyrir gildistöku laga nr. 58/1998 var engum til að dreifa, sem gat sem handhafi beins eignarréttar gert samninga um mörk þess lands sem nú kallast þjóðlenda. Jafnframt var þar sagt að þess yrði að gæta að með því að gera landamerkjabréf gátu menn ekki einhliða aukið við land sitt eða annan rétt umfram það sem verið hafði. Verði til þess að líta hvort til séu eldri heimildir sem fallið geti að lýsingu í landamerkjabréfi, enda stangist sú lýsing ekki á við staðhætti, gróðurfar og upplýsingar um nýtingu lands. Í síðari dómum réttarins hefur verið áréttuð þýðing þess að landamerkjabréf hafi stuðning af öðru og þá einkum eldri heimildum, við mat á inntaki eignarréttar á svæði sem í þeim er lýst. Stefnandi byggir kröfur sínar á þeirri meginreglu íslensks eignarréttar að jörð með þinglýstum landamerkjum sé eignarland og sá sem haldi öðru fram hafi sönnunarbyrði fyrir því. Byggir hann einkum á landamerkjabréfi 6. júní 1885 sem þinglýst var 8. júní 1885. Hafi land jarðarinnar frá landnámi verið undirorpið beinum eignarrétti og fari landnámsheimildir í Fljótsdal ekki í bága við hið þinglýsta landamerkjabréf og sé ljóst að við landnám hafi landið verið gróið til jökla. Samkvæmt sönnunarreglum sem ítrekað hafa verið staðfestar í fordæmum Hæstaréttar í þjóðlendumálum bera þeir sem kalla til beins eignarréttar á landi sönnunarbyrði fyrir staðhæfingum sínum þar um en takist ekki slík sönnun verður landsvæðið talið þjóðlenda í samræmi við ákvæði laga nr. 58/1998 enda rúmist slík niðurstaða innan kröfugerðar íslenska ríkisins. Ber stefnandi því sönnunarbyrði fyrir því að hann eigi þann rétt sem hann krefst. Þá sönnunarbyrði sem lögð er á landeigendur samkvæmt framansögðu verður þó að virða með hliðsjón af því að óbyggðanefnd hefur sjálfstæða rannsóknarskyldu samkvæmt fyrrgreindum lögum. Ber nefndinni að hafa frumkvæði að gagnaöflun en aðila ber þó að afla þeirra gagna sem hann telur þörf á til sönnunar kröfum sínum. Ber úrskurður óbyggðanefndar með sér að til grundvallar honum liggur umfangsmikil gagnaöflun og þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á það með haldbærum rökum að nefndin hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni. Stefnandi byggir á því að umþrætt landsvæði hafi verið numið í öndverðu. Hafi Hrafn­kell Hrafnsson numið land í Hrafnkelsdal, Brynjólfur gamli Þorgeirsson hafi numið innanverðan Fljótsdal og Hákon Eiríksstaða- og Brúarlönd. Skilji Jökulsá á Brú að landnám þeirra Hákonar og Hrafnkels en Fljótsdalsheiði skilji að landnám Hrafnkels og Brynjólfs. Séu landnámamörkin inni á hálendinu ekki tiltekin. Af þeim frásögnum Landnámu sem liggja fyrir í gögnum málsins varðandi það svæði sem hér er til umfjöllunar verður ekki ráðið hversu langt inn til landsins og hve langt upp til fjalla landnám náði. Verður því ekki talið að þær lýsingar séu nægilega skýrar til að veita nokkra leiðbeiningu um hvort umþrætt landsvæði hafi verið numið í öndverðu og verða því engar afdráttarlausar ályktanir af þeim dregnar sem gagnast við úrlausn máls þessa. Þótt almennt sé viðurkennt að landið hafi við landnám verið grónara en það er í dag þykja staðhættir þess svæðis sem hér er deilt um og fjarlægð þess frá byggð draga úr líkum þess að þar hafi land verið numið í öndverðu og stofnað til beins eignarréttar. Í kjölfar þess að landamerkjalög tóku gildi árið 1882 var gerð „Landamerkjalýsing Valþjófsstaðarkirkjueignar, þ.e. heimastaðarins og undirliggjandi jarða með Hrafn­kels­­dal og öræfum öllum. Eins og fram er komið var skjalinu þinglýst hinn 8. júní 1885 og var það innfært í landamerkjabók sýslumanns. Réttur Valþjófsstaðar til hálendisins norðan Vatnajökuls, milli Jökulsár á Jökuldal og Jökulsár í Fljótsdal er tiltekinn í fjölda heimilda. Samkvæmt þeim má greina milli svokallaðra Vesturöræfa að vestanverðu, Undir Fellum að austanverðu og Rana þar á milli. Er óumdeilt að hluti svæðanna Rana og Undir fellum og Vesturöræfi ásamt heimastaðnum og hjáleigunni Hóli liggja innan þess landsvæðis sem markað er í landamerkjabréfi Valþjófsstaðarkirkju frá árinu 1885. Eins og fram kemur í gögnum málsins stendur býlið á Valþjófsstað austan Fljótsdalsheiðar undir Valþjófsstaðafjalli við Jökulsá á Fljótsdal. Valþjófsstaðafjall er með hamrabeltum og hjöllum er aukast eftir því sem innar dregur. Á 0,5 km kafla rís landið um rúma 500 m. Efst heita Rákar (562m) og Þverfell (694). Á hjöllunum er sums staðar vallendi en þar má einnig finna víðigróður sem eykst eftir því sem innar dregur. Stefnandi byggir á því að landamerkjabréf 1885 byggi á eldri heimildum einkum máldaga frá árinu 1397 og ýmsum eldri heimildum sem fari ekki gegn landa­merkja­bréfinu. Samkvæmt nefndum máldaga Vilchins biskups frá árinu 1397 á Maríukirkja á Valþjófsstöðum heimaland allt, og svo eru upptalin önnur landsvæði sem kirkjunni tilheyri. Með því að tilgreina sérstaklega að kirkjunni tilheyri allt heimaland og svo nánar tilgreind landsvæði verður máldagi þessi ekki skilinn á annan veg en að annað land sem þar er tiltekið falli ekki undir heimalandið. Þá verður af máldögum frá 1471 og 1570, lögfestu frá árinu 1794, vísitasíu frá 1850 og eignaskrá frá lokum 18. aldar, þar sem er að finna aðgreiningu frá heimalandi Valþjófsstaðar og öðru landi staðarins, ráðið að snemma hafi verið gerður greinarmunur á heimalandi Valþjófsstaðar og öðru landi hans. Stefnandi vísar sérstaklega í skjalfestan vitnisburð þriggja leikmanna frá árinu 1484 en hann kveði á um að Valþjófsstaðaland taki allt vestur að Jökulsá réttsýnis frá Landamerkjagarði milli Skriðuklausturs og Valþjófsstaða. Þar sé sú lína dregin milli þessara stórbýla fyrir mynni Hrafnkelsdals sem síðan hafi gilt. Í umræddum vitnisburði segir að Árni prestur Þorsteinsson hafi lögfest staðinn á Valþófsstað með ummerkjum þeim er bréfið greinir, en bréfið muni vera falsbréf að mati Árna Magnússonar handritasafnara og kemur rökstuðningur hans fram í því dómskjali þar sem lögfestan er reifuð, sbr. dómskjal 71. Með hliðsjón af því að leiddar hafa verið að því líkur að umrætt bréf sé falsað verður vart litið á þessa heimild sem trausta. Í vísitasíu Brynjólfs biskups um merki Valþjófsstaðar frá 1641, sbr. vísitasíu 1677 er að finna eftirfarandi afmörkun á heimalandinu: „...ad Vestann Rædur Fiallid, ad utann ur Fiallinu j Griothryggenn sem ofan efter liggur Fiallinuþadan ofan efter merkia gardi j Jokuls aa enn hunrædur ad austann.“ Má af þessari lýsingu ráða að heimaland Valþófsstaðar hafi ekki verið talið ná lengra frá Jökulsá í Fljótsdal en að hryggnum sem liggur vestan við bæjarstæðið á Valþjófsstað. Í úrskurði óbyggðanefndar eru raktir vitnisburðir frá 1670 þar sem aftur sé miðað við Jökulsá á Jökuldal. Þá lýsi lögfestur Valþjófspresta 1794 og 1840 norðurmerkjum vestur að Jökulsá á Jökuldal og af samhengi þess texta sjáist að sú lína sé bæði sögð skilja á milli „öræfa“ Valþjófsstaðar og lands Skriðuklausturs og á milli Valþjófsstaðar og Skriðuklausturs. Þá komi fram í skýrslu um Valþjófsstaðarbrauð 1839 að meðal hlunninda prestakallsins séu tvö afréttarlönd sem nái frá jöklum og út til landamerkja Valþjófsstaðar og Skriðuklausturs. Þá er landamerkjum Valþjófsstaðar lýst í landamerkjabréfinu frá árinu 1885 en þar er fjallað sérstaklega um merki heimalands Valþjófsstaðar að hjáleigunni Hóli meðtalinni en þar er tekið fram að merkjalýsingin taki til heimastaðarins og undirliggjandi jarða með Hrafnkelsdal og öræfum öllum „Að utan gagnvart Skriðuklaustri ræður merkigarður sá, sem að fornu og nýju haldinn hefur verið landamerki og liggur frá Jökulsá fram og upp eftir nesinu upp undir fjall, þaðan sjónhending upp á fjall. Þá í stóran stein, sem stendur utan til á Eyvindarfjalli ýtra og þaðan réttlínis norður í Jökulsá á Jökuldal. Að norðan og vestan ræður Jökulsá á Jökuldal inn í Vatnajökul Að austan og sunnan Jökulsá í Fljótsdal inn í Vatnajökul.“ Í úrskurði sínum rekur óbyggðanefnd fjölda heimilda frá 16. öld og síðar sem lýsa rétti Valþjófsstaðar til landsvæðisins milli Jökulsár á Jökuldal, Jökulsár í Fljótsdal og Vatnajökuls og það þá eftir atvikum kallað öræfi eða afréttarland. Þá er að framan lýst að þær lýsingar norðurmerkja Valþjófsstaðar sem ná alla leið vestur á Jökulsá á Jökuldal geri ráð fyrir að sunnan merkja séu bæði öræfi eða afréttir Valþjófsstaðar og heimaland staðarins. Hvað snertir afréttarsvæðið innan merkja Valþjófsstaðakirkjueignar sem kallast Undir Fellum og liggur á austanverðri Fljótsdalsheiði, vestan heimalands Valþjófsstaðar en austan afréttarsvæðanna Rana og Vesturöræfa má vísa til máldagans frá árinu 1397 þar sem segir að Valþjófsstað fylgi auk annarra landsvæða land undir Kleif fram frá Þuríðarstöðum. Það sama kemur fram í máldaga sem talinn er vera frá árinu 1471. Landið undir Kleif er syðsti hluti þess landsvæðis sem nú kallast Undir Fellum. Landfræðilega er svæði þetta aðskilið frá heimalandi Valþjófsstaðar þar sem jarðirnar Þuríðarstaðir og Egilsstaðir eru þar á milli. Áður hefur verið vikið að því að eins og framsetning máldagans er telst land undir Kleif ekki til heimalands jarðarinnar. Þá er í úrskurði óbyggðanefndar vísað í máldaga frá árinu 1570 og vísitasíur frá árunum 1641, 1677, 1706, 1779, og 1850 að land undir Kleif sé meðal eigna kirkjunnar með sambærilegum hætti og í eldri máldögunum. Vert er að geta þess að í máldaga frá árinu 1397 er sérstaklega tekið fram að skógur fylgi ekki eignarhaldi Valþjófsstaðar en í vísitasíu frá árinu 1641 segir að skógur fylgi landi að gömlu hefðarhaldi. Í sóknarlýsingu frá 1840-1841 segir meðal annars að Fellnaafréttur sé í kringum Snæfellið og tilheyri Valþjófsstað. Kemur fram að afréttarsvæði kirkjunnar séu brúkuð af Fljótsdælingum einum. Í Jarðartali Johnsen frá árinu 1847 segir að Valþjófsstaðarkirkja eigi tvö afréttarlönd milli Jökulsánna í Fljótsdal og á Jökuldal og árlega „brúkuð til skiptis fyrir hérum 1.500 fjár og er þar nokkur grastekja“. Verður ráðið að hér sé átt við afréttarlöndin Undir Fellum og Vesturöræfi. Í skýrslu um eignir Valþjófsstaðar frá 1867 er afrétt Undir Fellum talin til ítaka kirkjunnar og í sóknarlýsingu Péturs Jónssonar prests á Valþjófsstað frá árinu 1873 segir að heiðin fyrir innan byggðina sé afréttur og tilheyri sérhverri landsstærð. Þar fyrir innan taki við Fellnaafrétt sem Valþjófsstaðarkirkja eigi og í hana reki engir vissir búendur heldur fari það eftir því sem best þykir henta í hvert skipti. Þá segir í sóknarlýsingu Þorvaldar Ásgeirssonar á Hofteigssókn frá árinu 1874 að á sóknarmörkum liggi saman tvær afréttir, Fellnaafrétt sunnar og Vesturöræfi vestar sem báðar séu eign Valþjófsstaðakirkju. Þá segir í gerðabók fasteignamats N-Múlasýslu 1916-1918 að afréttarlandið Fell fylgi Valþjófsstað og árið 1954 lýsi Biskup Íslands landi undir Kleif sem ítaki Valþjófsstaðarkirkju. Afréttarsvæðið Rani liggur á miðri Fljótsdalsheiði. Austan þess er afréttarsvæðið Undir Fellum og vestan megin eru jarðirnar Vaðbrekka, Aðalból og afréttarsvæðið Vesturöræfi þegar sunnar dregur. Til norðurs teygir Rani sig inn fyrir landamerkja­bréf Skriðuklausturs. Eins og rakið er í úrskurði óbyggðanefndar er Ranaafréttar fyrst getið sérstaklega í vitnisburði 18. mars 1679. Segir þar að afrétturinn tilheyri Skriðuklaustri en hafi verið „afrriett allra fljótsdalsmanna“. Í lögfestu Valþjófsstaðar frá 1840 fyrirbýður séra Stefán Árnason upprekstur fjár á Ranaafrétt og Fljótsdalsheiði sem liggur fyrir framan landamerki milli Skriðuklausturs og Valþjófsstaðar, nema með hans leyfi eða samþykki ábúanda Skriðuklausturs. Í sóknarlýsingu frá 1840-1841 segir að Rana­afréttur tilheyri Skriðuklaustri en sé brúkaður af Fljótsdælingum einum. Þá segir í sóknarlýsingu Hofsstaðasóknar frá árinu 1874 að Fljótsdælingar og Fellnamenn hafi átt upprekstur fyrir norðan Miðheiði (Fljótsdalsheiði) einkum á Ranaafrétt sem tilheyri Skriðuklaustri og Valþjófsstað. Einnig segir í gerðarbók fasteignamats frá 1916-1918 að Valþjófsstað fylgi 1/3 hluti Rana og árið 1954 lýsir Biskup Íslands þriðjungi af Ranaafrétt sem ítaki Valþjófsstaðakirkju. Afréttarsvæðið Vesturöræfi liggur á vestanverðri Fljótsdalsheiði, sunnan jarðarinnar Aðalbóls. Til vesturs er Jökulsá á Jökuldal, til austurs afréttarsvæðið Rani og Undir Fellum þegar sunnar dregur. Til suðurs er Vatnajökull. Elsta heimildin sem fjallar sérstaklega um rétt Valþjófsstaðar til þessa svæðis er vitnisburður frá árinu 1491. Þar og í mörgum síðari heimildum er greint frá því að eigendur Valþjófsstaðar hafi leyft eigendum Skriðu lambaupprekstur á Maríutungur gegn torfskurði í Skriðu. Meðal heimilda þessa er vitnisburður Kolgríms prests Koðránssonar frá 1517 um að þau 12 ár sem hann hélt Valþjófsstað hafi engir rekið lömb né annan fénað á Öræfi hin nyrðri eða syðri án hans leyfis, nema lambarekstur frá Skriðu. Maríutungur eru staðsettar innst á Vesturöræfum. Í byggingabréfi fyrir Vaðbrekku sem Valþjófsstaðarprestur gaf út 24. september 1824 er áskilið að hann ásamt bóndanum á Aðalbóli leiti grenja fyrir utan þau sem vera kynnu og verði í þeirra ábýlislöndum á Vesturöræfum. Fyndust grenlægjur átti að tilkynna það viðkomandi hreppstjóra eða sjá um að grenin yrðu unnin á kostnað hreppsins. Eins og rakið er að framan var getið um Vesturöræfi í sóknarlýsingu frá árinu 1840-1841 og í jarðartali frá árinu 1847. Þá er Vesturöræfa getið meðal ítaka kirkjunnar í skýrslu um eignir Valþjófsstaðar frá árinu 1867 og í sóknarlýsingu Hofteigsstaðaprestakalls frá 1874 kemur fram að afrétturinn Vesturöræfi sé í eign Valþjófsstaðar og í gerðarbók fasteignamats N-Múlasýslu frá 1916-1918 kemur fram að Vesturöræfi fylgi Valþjófsstað. Auk framangreinds bera yngri heimildir með sér að landsvæðin Undir Fellum, Rani og Vesturöræfi hafi verið í afréttarnotkun jarðeigenda í Fljótsdal undir stjórn sveitarfélagsins allt fram á þennan dag. Að því virtu sem að framan er rakið þykir ljóst að afréttarsvæðin Undir Fellum, Rani og Vesturöræfi taka við þar sem heimalandi Valþjófsstaðar sleppir. Þegar svæða þessa er getið í skriflegum heimildum er það fyrst og fremst tengt upprekstri og afréttarnotum. Gerður er greinarmunur á þeim og heimalandi með því að þau eru jafnan tiltekin sérstaklega og þess getið að Valþjófsstaður eigi þar afrétt, hlunnindi eða ítak. Bendir umfjöllun um þau þannig til að um sé að ræða afrétt í þeim skilningi að Valþjófsstaðakirkja hafi átt þar óbein eignarréttindi. Þá þykir ljóst að engin gögn liggi fyrir um að fyrir gildistöku þjóðlendulaga hafi þessi landsvæði nokkurn tíma verið nýtt til annars en sumarbeitar og ef til vill annarra takmarkaðra nota. Staðhættir og fjarlægð frá byggð styðja þá niðurstöðu en landsvæðið liggur í um 600 m hæð yfir sjávarmáli og rís hæst við Snæfell í 1833 m. Þá styðja gögn málsins að fjallskil hafi verið á hendi sveitarfélags, landsvæðið sé ekki afgirt og þangað hafi búfénaður leitað frá öðrum jörðum án hindrana. Eins og rakið er í úrskurði óbyggðanefndar liggur ekkert fyrir um hvernig Valþjófsstaður er kominn að rétti til þeirra landsvæða sem hér er deilt um. Telur nefndin hvorki hægt að útiloka að þau séu að einhverju leyti innan upphaflegs landnáms né að þau hafi upphaflega verið samnotaafréttir jarða á svæðinu en síðar komist undir Valþjófsstað. Þykir verða að fallast á það með óbyggðanefnd að ekki hafi verið sýnt fram á annað en að réttur til umræddra afréttarsvæða hafi orðið til á þann veg að þau hafi verið tekin til sumarbeitar fyrir búpening og ef til vill annarrar takmarkaðrar notkunar. Þykir því sýnt að land innan lýsingar í landamerkjabréfi Val­þjófs­staðar­kirkjueignar hafi mismunandi eignarréttarlega stöðu, heimalandið er eignarland en umrædd þrjú afréttarsvæði þjóðlenda í afréttareign Valþjófsstaðar. Þá kemur fram í úrskurði nefndarinnar að af málatilbúnaði Fljótsdalshrepps fyrir nefndinni sé litið svo á að afréttarnýting annarra jarða á þessum þremur afréttar­svæðum hafi farið fram í skjóli eignarréttinda Valþjófsstaðar. Að öllu framangreindu virtu þykir ekki hafa verið sýnt fram á það af hálfu stefnanda að afréttarsvæðið Vesturöræfi og syðri hluti afréttarlandanna Rana og Undir Fellum séu eignarlönd hans, hvorki fyrir nám, löggerninga né með öðrum hætti. Gerð og þinglýsing landamerkjabréfs frá 1885 breytir engu þar um enda gat stefnandi ekki einhliða aukið við land sitt land sitt eða annan rétt umfram það sem verið hafði, sbr. það sem að framan er rakið um sönnunargildi landamerkjabréfa. Eins og notkun landsins hefur verið háttað hefur heldur ekki verið sýnt fram á að eignarhefð hafi verið unnin á því, en hefðbundin afréttarnot geta ekki stofnað til beinna eignarréttinda yfir landi, sbr. dómar Hæstaréttar í málum nr. 48/2004 og nr. 47/2007. Hefðbundin afréttarnot, þ.e. sumarbeit og önnur takmörkuð notkun, eins og hér hefur verið lýst, eru ein og sér ekki nægjanleg til þess að beinn eignarréttur að landsvæði þessu hafi unnist fyrir hefð, sbr. lög nr. 46/1905. Réttmætar væntingar stefnanda um beinan eignarrétt hans að landsvæðinu breyta heldur ekki þeirri staðreynd að löggjafinn er einn bær um að ráðstafa landsvæði utan eignarlanda. Athafnir eða athafnaleysi starfsmanna stjórnsýslunnar, þ.m.t. afsal og athugasemdalaus þinglýsing eignaskjala, breyta engu í þessu efni, enda eins og að framan er rakið gátu menn ekki á þann hátt aukið við réttindi sín til landsins, umfram það sem verið hafði. Þá þykja staðhættir og nýting landsvæðisins, auk tiltækra heimilda, fremur draga úr líkum þess að stefnendur hafi haft réttmætar væntingar um að landið væri beinum eignarrétti háð. Í tilefni af þeirri málsástæðu stefnanda, að eignarhald hans byggi einnig á viðskipta­venju, þar sem eignarréttur hans hafi verið virtur frá ómunatíð meðal annars af stefnda í öllum viðskiptum varðandi landsnytjar og eignarnámsbætur greiddar honum vegna línustæða og vegalagningar, auk þess sem hann hafi greitt skatta og önnur lögboðin opinber gjöld af landinu öllu, skal tekið fram að ekki verður séð að slíkt geti stofnað til eignarréttar eða talist sönnun fyrir beinum eignarrétti þeirra að landsvæðinu. Þá kemur fram í málatilbúnaði stefnanda að hafi ríkisvaldið nokkru sinni getað haft uppi vefengingarkröfu á hendur eigendum Valþjófsstaðar sé ljóst að hún sé niður fallin vegna fyrningar og tómlætis. Með vísan til þess sem að framan er rakið um að fyrir gildistöku laga nr. 58/1998 hafi engum handhafa beins eignarréttar þjóðlendu verið til að dreifa verður ekki séð að stefndi hafi fyrirgert nokkrum rétti fyrir tómlæti eða fyrningu. Stefnandi heldur því fram að úrskurður óbyggðanefndar sé rangur og brjóti í bága við eignar­réttarákvæði stjórnarskrárinnar og 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við mannrétt­inda­sáttmála Evrópu. Annars vegar vegna þess að með úrskurðinum hafi hann verið sviptur þinglýstri eign sinni og hins vegar vegna þess að lagðar séu á hann óhóflegar sönnunarkröfur. Með lögum nr. 58/1998 var ekki stefnt að því að skerða eignarrétt eða raska á annan hátt réttindum með því að eignir yrðu teknar af mönnum heldur að ganga með tilteknum hætti úr skugga um hvort viðhlítandi heimildir væru fyrir eignarrétti. Gildir sú regla að sá sem telur til eignarréttinda yfir landi verður að færa fram heimildir fyrir eignartilkalli sínu sé það dregið í efa. Ekki verður því fallist á að stefndi hafi gengið á hagsmuni stefnanda með því að gera óraunhæfar kröfur. Fellst dómurinn því ekki á þessi sjónarmið stefnanda. Þá verður að sama skapi ekki fallist á að stefnandi hafi sætt mismunun sem brjóti í bága við 14. gr. mannréttindasáttmála Evrópu eða að úrskurður óbyggðanefndar sé fari í bága við meðalhófsreglu og jafnræðisreglu stjórnskipunar- og stjórnsýslulaga, en stefnandi hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir því að óbyggðanefnd geri óhóflegar og ríkari sönnunarkröfur til hans samkvæmt þjóðlendulögum en gerðar séu til sönnunar um eignarrétt að öðrum fasteignum í landinu almennt. Þá verður ekki fallist á þá málsástæðu að hann hafi vegna þeirrar þungu sönnunarbyrðar sem á hann sé lögð, sem sé þess eðlis að nánast sé útilokað að uppfylla hana, hafi verið komið í veg fyrir að stefnandi njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir stjórnvöldum sem verndaður sé með 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá hefur stefnandi ekki fært viðhlítandi rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni að úrskurðurinn fari í bága við 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. og 16. gr. þjóðlendulaga nr. 58/1998, eða 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, vegna ófullnægjandi rökstuðnings fyrir niðurstöðu nefndarinnar. Þá er þess að geta að ekki verður annað séð en að í úrskurði óbyggðanefndar sé margítrekað rakið efni máldagans frá árinu 1397 og þýðing hans fyrir málið og þykja fullyrðingar stefnanda um annað haldlausar. Þá verður ekki séð að stefnandi þurfi að velkjast í vafa um skilning á orðinu „kirkjuafréttur“ sem óbyggðanefnd notar um þá afrétti sem tilheyra kirkjunni. Varðandi þá málsástæðu stefnanda að hann hafi haft réttmæta ástæðu til þess að telja brigður yrðu ekki bornar á beinan eignarrétt hans er til þess að líta að hvorki hann né fyrri eigendur höfðu í höndum haldbæra eignarheimild um þann eignarrétt sem stefnandi krefst að verði viðurkenndur. Að öllu því virtu sem nú hefur verið rakið verður fallist á það með stefnda að þrætulandið eins og það er afmarkað í úrskurði óbyggðanefndar sé þjóðlenda og verður hann því sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Er það niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að niðurstaða úrskurðar óbyggðanefndar sé röng. Að fenginni þeirri niðurstöðu eru ekki efni til að fjalla sérstaklega um 1.-6. varakröfur stefnanda. 7. varakrafa stefnanda er að viðurkennt verði að stefnandi eigi einkarétt til beitar, veiða, dýraveiða, hagnýtingar vatnsréttinda og nýtingar á auðlindum í jörðu án endurgjalds á því svæði sem úrskurðað hefur verið í afréttareign stefnanda. Byggir hann kröfur þessar á 2. mgr. 5. gr. og c-lið 7. gr. laga nr. 58/1998, sbr. og 3. gr. laganna. Vísar stefnandi til sömu sjónarmiða fyrir þessari kröfu sinni og varðandi aðalkröfu. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að þeir sem hafa nýtt land innan þjóðlendu sem afrétt fyrir búfénað eða haft þar önnur hefðbundin not sem afréttareign fylgja skuli halda þeim rétti í samræmi við ákvæði laga þar um. Í 2. mgr. ákvæðisins segir að sama gildi um önnur réttindi sem maður færir sönnur á að hann eigi. Þá segir í c-lið 7. gr. laganna að hlutverk óbyggðanefndar skuli vera að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Stefnandi kveður að samkvæmt 3. gr. laganna sé ráð fyrir því gert að í þjóðlendu séu auðlindir eign íslenska ríkisins nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra. Í úrskurði óbyggðanefndar er það niðurstaðan að umdeilt landsvæði sé í afréttareign stefnanda, sbr. 2. mgr. 5. gr. og c-liður 7. gr. laga nr. 58/1998 og er sú niðurstaða staðfest í dómi þessum. Ekki verður séð að framangreind varakrafa fái stoð í þeim lagaákvæðum sem stefnandi vitnar til og af málatilbúnaði hans verður ekki ráðið með hvaða rökum hann telur sig eiga frekari kröfur til nýtingar á umræddu landssvæði en felst í afréttareign hans. Að því virtu sem nú hefur verið rakið verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda að fjárhæð 1.794.629 krónur, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Ólafs Björnssonar hrl., sem telst hæfilega ákveðin 1.731.900 krónur, þar með talinn virðisaukaskattur, greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu stefnanda flutti málið Ólafur Björnsson hrl. en af hálfu stefnda flutti málið Þórhallur Þorvaldsson hdl. Greta Baldursdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Stefndi, íslenska ríkið, er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Kirkjumálasjóðs, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda að fjárhæð 1.794.629 krónur, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans að fjárhæð 1.731.900 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 677/2017
Kærumál Kyrrsetning Gjaldþrotaskipti
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem bú A var tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu Í ehf. Í dómi Hæstaréttar kom fram samkvæmt endurriti úr gerðabók sýslumanns af kyrrsetningargerð þeirri sem um ræddi hefði A bent á eign sína R til tryggingar kröfu Í ehf. Talið var að sýslumanni hafi brostið heimild til að ljúka gerðinni án árangurs nema áður yrði staðreynt með virðingu hans eða tilkvaddra sérfræðinga að krafa Í ehf. væri hærri en sem næmi verðmæti eignarinnar, en þessu bæri dómstólum að gæta að sjálfsdáðum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 71. gr. laga nr. 21/1991 um meðferð einkamála. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir HelgiI. Jónsson, Karl Axelsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 24. október 2017, en kærumálsgögn bárust réttinum 6. nóvember sama ár. Kærðurer úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. október 2017, þar sem bú sóknaraðilavar tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr.179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess aðhinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann aðallega málskostnaðarí héraði og kærumálskostnaðar, en til vara að hann verði felldur niður.Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar og kærumálskostnaðar.Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrirHæstarétt. Þar á meðal eru verðmat löggilts fasteignasala á jörðinni Runnum íReykholtsdal, Borgarbyggð, 21. október 2017, þinglýstri eign sóknaraðila, þar semáætlað markaðsvirði hennar var talið nema 190.000.000 krónum, og verðmat samamanns 22. sama mánaðar á hesthúsi við B-Tröð 10 í Víðidal, Reykjavík, þinglýstri eign sóknaraðila, enáætlað markaðsvirði þeirrar eignar var þar talið vera 22.000.000 krónur.Samkvæmt 15. gr. laga nr. 31/1990 umkyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 63. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, verðurkyrrsetningu ekki lokið án árangurs ef bent er á eign gerðarþola, sem að nokkrugæti nægt til tryggingar kröfunni, nema staðreynt sé með virðingu samkvæmt 2.eða 3. mgr. 38. gr. síðarnefndu laganna að eignin nægi ekki til fullrartryggingar. Samkvæmt endurriti úr gerðabók sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu afkyrrsetningargerð þeirri, sem um ræðir í málinu og fór fram 17. febrúar 2017,benti sóknaraðili á eign sína, jörðina Runna í Reykholtshreppi, til tryggingarkröfu varnaraðila. Eins og mál þetta lá fyrir sýslumanni brast af þeim sökumheimild til að ljúka gerðinni án árangurs nema áður yrði staðreynt með virðinguhans eða tilkvaddra sérfræðinga að krafa varnaraðila væri hærri en sem næmiverðmæti eignarinnar, en að þessu ber dómstólum að gæta af sjálfsdáðum samkvæmtsíðari málslið 1. mgr. 71. gr. laga nr. 21/1991, sbr. dóm Hæstaréttar 16. júní2010 í máli nr. 317/2010. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi.Varnaraðila verður gert að greiðasóknaraðila málskostnað á báðum dómstigum, sem ákveðinn verður í einu lagi einsog í dómsorði greinir. Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.Varnaraðili, Ísfell ehf., greiðisóknaraðila, Arnóri Stefánssyni, samtals 600.000 krónur í málskostnað í héraðiog kærumálskostnað.Úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur miðvikudaginn 18. október 2017Krafa sóknaraðila, Ísfells ehf., um að bú varnaraðila, ArnórsStefánssonar, kt. [...], Þverási 47, Reykjavík, verði tekið tilgjaldþrotaskipta, barst dóminum 16. maí sl. Málið var tekið fyrir 14. júní sl.og mótmælti varnaraðili þá kröfunni. Var þá þingfest ágreiningsmál þetta, sbr.1. mgr. 168. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Greinargerð varskilað af hálfu varnaraðila í þinghaldi 28. júní sl. Var málinu frestað ítvígang eftir það til framlagningar gagna af hálfu aðila.Sóknaraðili krefst þess að bú varnaraðilaverði tekið til gjaldþrotaskipta. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendivarnaraðila.Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðilaverði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi sóknaraðila að teknutilliti til virðisaukaskatts.Í þinghaldi 13. september sl. var málinufrestað til aðalmeðferðar til 4. október sl. Málið var tekið til úrskurðar aðlokinni aðalmeðferð þess þann dag.IMálavextir Sóknaraðili lagði fram kyrrsetningarbeiðni í eignumvarnaraðila sem tekin var fyrir hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 17.febrúar 2017. Krafðist hann þess að kyrrsettar yrðu eignir gerðarþola tiltryggingar kröfu að fjárhæð 67.180.443 krónur. Forsaga beiðni þessarar kveður sóknaraðilavera þá að félag varnaraðila, sem þá hét Dímon lína, seldi sóknaraðila rekstursinn, vörubirgðir og viðskiptavild með samningi 5. mars 2013. Eftir söluna hafifélagið Dímon lína fengið nafnið Dofri ehf. en það félagð sé nú undirgjaldþrotaskiptum.Í kyrrsetningarbeiðni kemur fram aðsóknaraðili hafi höfðað mál á hendur varnaraðila vegna ætlaðs brots ásamkeppnisákvæði í áðurnefndum samningi aðila um kaup sóknaraðila á rekstri ogvörubirgðum félagsins Dofra ehf. Í kaupunum hafi m.a. falist kaup á daglegumrekstri, nafni vörumerki, viðskiptavild og öllum viðskiptasamböndum félagsinshér á landi og erlendis, hvort sem um væri að ræða birgja eða viðskiptavini. Þákemur fram í beiðninni að með kaupsamningnum hafi varnaraðili og Dofri ehf.tekist á hendur þá skuldbindingu að stunda ekki samkeppnisrekstur viðsóknaraðila í þrjú ár frá afhendingardegi en í því hafi falist að gera ekkisamninga við sömu viðskiptamenn og birgja og Dofri ehf. hafði gert samningavið. Þá kemur fram í beiðninni til stuðnings kröfu gerðarbeiðanda að hætta sé áað endurheimtur verði verulegra örðugri þar sem fjárhagsleg staða gerðarþola sétvísýn, eignir séu verulega veðsettar og grunur sé um undanskot eigna meðveðsetningum til handhafa.Mætt var af hálfu varnaraðila við gerðina oghenni mótmælt. Í endurriti úr gerðabók sýslumanns kemur fram að gerðarþolimótmæli réttmæti kröfunnar og fjárhæð hennar, sem hann telji allt of háa. Náikrafa gerðarbeiðanda fram að ganga telji gerðarþoli hana í hæsta lagi getanumið 6.896.443 krónum. Við gerðina var skorað á gerðarþola að benda á eignir tiltryggingar kröfu gerðarbeiðanda. Benti gerðarþoli á jörðina Runna íReykholtsdalshreppi, landnr. 134456. Gerðarbeiðandi hafnaði þeirri ábendingu.Fasteignamat jarðarinnar sé mun lægra en áhvílandi veðskuldir að meðtöldumtryggingarbréfum. Óskaði þá gerðarbeiðandi eftir því að upplýst yrði um stöðuáhvílandi veðskulda. Bókað er í endurrit gerðabókar að gerðarþoli upplýsi ekkium núverandi stöðu veðskulda. Áfram er bókað að „gerðarbeiðandi innir eftir þvíhvort gerðarþoli eigi til verðmat eða búi yfir upplýsingum um markaðsverðeignarinnar. Gerðarþoli getur ekki framvísað neinum gögnum um verðmætieignarinnar. Gerðarbeiðandi krefst þess að kyrrsetningu verðið lokið ánárangurs og er svo gert með vísan til 8. kafla aðfararlaga nr. 90/1989, sbr.15. gr. l. 31/1990.“Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. mars2017 í máli nr. E-669/2015 var varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila40.000.000 króna auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu frá uppkvaðningu dóms og 4.000.000 króna í málskostnað.Krafa sóknaraðila um gjaldþrotaskipti á búivarnaraðila barst dóminum 16. maí sl. eins og áður sagði.IIMálsástæður oglagarök sóknaraðilaSóknaraðili krefst gjaldþrotaskipta á búi varnaraðila ágrundvelli 1. töluliðar 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt ákvæðinu séheimilt að fara fram á gjaldþrotaskipti hafi verið gerð árangurslauskyrrsetning hjá skuldara þremur mánuðum fyrir frestdag endi sýni skuldarinnekki fram á að hann sé allt að einu fær um að standa full skil á skuldbindingumsínum þegar þær koma í gjalddaga eða verði það innan skamms tíma. Sóknaraðilikveður árangurlausa kyrrsetningu hafa farið fram hjá varnaraðila 17. febrúarsl. vegna kröfu sóknaraðila. Kveðst sóknaraðili setja fram kröfu umgjaldþrotaskipti á grundvelli þeirrar gerðar einkum með riftunarreglur laga nr.21/1991 í huga og þeirra tímafresta sem þar er kveðið á um. Með hinniárangurlausu gerð séu sönnur fyrir ógjaldfærni aðila. Varnaraðili eigi þess þókost að hnekkja því með því að sýna fram á gjaldfærni sína. Sóknaraðili kveðst eiga lögvarða kröfu áhendur varnaraðila á grundvelli dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. mars 2017 ímáli nr. E-669/2017. Með dóminum hafi varnaraðili verið dæmdur til að greiðasóknaraðila 40.000.000 króna ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá uppkvaðningu dóms og 4.000.000 krónaí málskostnað. Sóknaraðili kveðst áskilja sér rétt til að lýsa hærri kröfu í búvarnaraðila komi til áfrýjunar málsins til Hæstaréttar. Engu máli skipti fyrirskilyrði gjaldþrotaskipta þótt kyrrsetningargerðin að baki kröfu umgjaldþrotaskipti hafi verið gerð fyrir hærri fjárhæð en dæmd hafi verið íáðurnefndum dómi. Þá skipti engu máli um lögvernd kröfunnar þótt varnaraðilihafi áfrýjað ofangreindum dómi til Hæstaréttar. Varnaraðili hafi í málinu haldið því fram aðhann sé gjaldfær og geti staðið skil á skuldbindingum sínum. Hann hafi þó engingögn lagt fram því til stuðnings. Ekki sé unnt að taka yfirlýsingar varnaraðilasjálfs um að hann sé borgunarmaður fyrir skuldum sínum til greina í þessusambandi. Þá hafi varnaraðili haldið því fram að eignir hans standi undir kröfusóknaraðila. Hafi varnaraðili þar vísað til jarðarinnar Runna og hesthúsa semséu í hans eigu. Varnaraðili hafi þó engan reka gert að því að sýna fram áhvert verðmæti þessara eigna hans sé. Ekki komi honum að haldi að vísa tilskoðunar fasteignasala á því hvert verðmætið sé enda liggi engin gögn fyrir þvítil staðfestingar heldur einungis frásögn varnaraðila sjálfs um samtal viðfasteignasala um verðmæti jarðarinnar. Þá verði ekki byggt á verðmativarnaraðila sjálfs á hesthúsum í hans eigu. Ljóst sé að varnaraðili hafi enganreka gert að því að sýna með gögnum fram á gjaldfærni sína. Þá bendirsóknaraðili á að fasteignamat jarðarinnar sé mun lægra en áhvílandi veðskuldir.Umrædd jörð standi því engan veginn til tryggingar kröfu sóknaraðila. Jafnframtliggi ekkert fyrir um verðmæti félagsins Puffin ehf. en félagið hafi ekkiskilað ársreikningi fyrir árið 2016. Ekkert verði byggt á fullyrðingumvarnaraðila sjálfs um góða stöðu félagins. Þá sé ekkert fjármagn fast í hendivegna lánssamnings varnaraðila og félagsins Icepuffin Fishing Gear ehf. engjalddagi lánsins sé 31. desember 2017. Auk þess liggi ekkert fyrir umfjárhagslega stöðu þess félags og hvort það geti endurgreitt umrætt lán endahafi ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 ekki verið skilað.Þá komi gildi áðurnefndrarkyrrsetningargerðar ekki til álita í máli þessu þegar skilyrði tilgjaldþrotaskipta séu metin sbr. ákvæði 65. gr. laga nr. 21/1991 eins og því varbreytt með 17. gr. laga nr. 95/2010.Hvernig sem á málið sé litið hafivarnaraðili ekki sýnt fram á að hann sé gjaldfær. Sóknaraðili telur því ljóstað skilyrði til gjaldþrotaskipta á búi varnaraðila sem áskilin séu í lögum nr.21/1991 séu uppfyllt, bæði hvað það varðar að hann eigi lögvarða kröfu á hendurvarnaraðila og sönnun um ógjaldfærni varnaraðila. Varnaraðili hafi í málinuenga gangskör gert að því að sýna með óyggjandi hætti fram á gjaldfærni sína oghafi engin gögn lagt fram þar að lútandi þrátt fyrir að það séu þær varnir semhonum séu tækar samkvæmt 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991. Þá ítrekarvarnaraðili að ekki sé unnt að styðjast við mat varnaraðila sjálfs á virðieigna sinna og fjárhagslegri stöðu sinni eða munnleg samskipti hans viðfasteignasala um verðmæti jarðarinnar Runna. Óhjákvæmilegt sé því að fallistverði á kröfu sóknaraðila um að bú varnaraðila verði tekið tilgjaldþrotaskipta. IIIMálsástæður oglagarök varnaraðilaVarnaraðili hafnar kröfu sóknaraðila um að bú hans verði tekiðtil gjaldþrotaskipta þar sem lagaskilyrði séu ekki fyrir hendi til þess að ákröfuna verði fallist. Varnaraðili kveðst áður hafa rekið verslunmeð línu og fylgihluti undir merkinu Dímon lína. Hafi varnaraðili seltsóknaraðila reksturinn á árinu 2013 með kaupsamningi sem undirritaður hafiverið 5. mars 2013. Í samningnum hafi verið svokallað samkeppnisákvæði ensamkvæmt því hafi varnaraðila verið óheimilt að stunda sambærilega starfsemisem hann hafði áður rekið undir merkjum Dímonar línu. Félagið Puffin ehf. semsé í eigu varnaraðila hafi flutt inn tvo gáma af línum sem þar til nýlega hafiverið á lager félagsins.Samkeppnisákvæðið sé nú runnið út og sévarnaraðila því heimilt að hefja sams konar starfsemi og hann rak áður. Gildiþví ekki sömu hömlur á atvinnufrelsi hans. Varnaraðili kveður kröfu sóknaraðila eigarætur sínar að rekja til dómsmáls sem sóknaraðili hafi höfðað á hendur honumvegna meintra brota á samkeppnisákvæði framangreinds samnings. Dómur hafi falliðí málinu 30. mars 2017 og varnaraðila gert að greiða sóknaraðila 40.000.000króna auk dráttavaxta og málskostnaðar. Varnaraðili hafi frá upphafi hafnaðkröfum sóknaraðila og hafi nú áfrýjað málinu til Hæstaréttar meðáfrýjunarstefnu sem gefin hafi verið út 23. maí 2017. Varnaraðili kveður þvísóknaraðila enga gjaldkræfa kröfu eiga á hendur sér sem geti orðið grundvöllurgjaldþrotaskipta að svo stöddu. Sé enn deilt um gildi kröfunnar og í ljósieðlis hennar hljóti verulegur vafi að leika á gildi hennar.Varnaraðili kveður allar líkur vera á því aðniðurstaða Hæstaréttar verði honum hagfelld þannig að hann verði fær um aðstanda skil á skuldbindingum sínum þegar þær koma í gjalddaga. En á meðankrafan sé ódæmd í Hæstarétti eigi sóknaraðili enga skýra kröfu á hendur honumsem geti orðið grundvöllur gjaldþrotaskipta á búi hans. Hafi sóknaraðli þvíenga lögvarða hagsmuni sem geti leitt til þess að hann geti farið fram ágjaldþrotaskipti á búi varnaraðila.Varnaraðili hafi ávallt staðið skil á öllumslíkum skuldbindingum og krafa sóknaraðila sé sú eina sem hafi farið í sérstakainnheimtumeðferð. Þá hafi varnaraðili nú meira aflahæfi í kjölfar þess aðsamkeppnisákvæði samningsins sé ekki lengur í gildi og hann eigi því auðveldarameð að standa undir greiðslum skuldbindinga sinna.Loks eigi varnaraðila fasteignina Runna semsé landkostajörð í stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Séu allar líkur áþví að jörðin muni seljast fyrir töluvert hærra verð en sem nemi fasteignamatihennar. Verður því að ætla að varnaraðili eigi nægar eignir til þess að standaundir kröfum sóknaraðila þegar og ef þær verða gjaldkræfar. Þá mótmæli hann þvíað jörðin sé yfirveðsett. Til viðbótar eigi varnaraðili alla hluti ífélaginu Puffin ehf. Í kjölfar þess að samkeppnisákvæði áðurnefnds kaupsamningshafi runnið út hafi varnaraðili getað selt króka og línur á Íslandi. Skapifélagið nú töluverðar tekjur og velta þess sé töluverð. Þá eigi varnaraðilirúmlega 19.000.000 króna kröfu á hendur félaginu Icepuffin Fishing Gear ehf.Til viðbótar sé varnaraðili handhafi skuldabréfs að fjárhæð 18.500.000 krónursem hvíli á hesthúsi í hans eigu á B-tröð 10. Loks eigi varnaraðili hlutabréf íindverskri krókaverksmiðju. Hafi verðmæti þeirra vaxið töluvert og megi ætla aðþað nemi eigi lægri fjárhæð en 200.000 dollurum. Framangreindar eignir ættu aðduga til þess að greiða kröfu sóknaraðila eins og hún hafi verið ákveðin meðdómi héraðsdóms í máli nr. E-699/2015. Skilyrði 65. gr. laga nr. 21/1991 sé þvíekki fullnægt enda sé varnaraðili fær um að standa við skuldbindingar sínarþegar og ef þær koma í gjalddaga.Samkvæmt orðalagi áðurnefnds ákvæðis sé þaðeinungis lánardrottinn sem geti haft uppi kröfu um gjaldþrotaskipti ágrundvelli ákvæðisins. Eins og sakir standa sé sóknaraðili ekki lánardrottinn varnaraðilaenda eigi hann enga lögvarða kröfu á hendur varnaraðila fyrr en í fyrsta lagiþegar dómur hefur gengið í Hæstarétti um niðurstöðu héraðsdóms í áðurnefndudómsmáli. Ágreiningur sé um kröfuna, hún sé ekki gjaldfallin og tilvist hennarumdeild.Þá beri héraðsdómi sérstaklega að meta,samkvæmt 1. tölulið 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991, hvort hin árangurslausakyrrsetning gefi rétta mynd af fjárhag aðila. Þá beri einnig að meta hvortvarnaraðili eigi nægilegar eignir til kyrrsetningar samkvæmt kröfu sóknaraðila.Upphaflega krafa hans hafi verið 67.180.443 krónur en krafa um gjaldþrotaskiptihljóði upp á mun lægri fjárhæð. Mun líklegra sé að varnaraðili eigi eignir tilað standa undir þeirri kröfu og raunar sé vafi á því að kyrrsetningargerðinnihefði lokið án árangurs ef núverandi krafa hefði verið lögð fram í upphafi. Þáhafi sýslumanni borið að verðmeta eignir varnaraðila við kyrrsetningargerðina ágrundvelli 38. gr. laga nr. 90/1989, sbr. 15. gr. laga nr. 31/1990.Þegar á allt framangreint sé litið telurvarnaraðili ljóst að hann hafi sýnt fram á að skilyrði til gjaldþrotaskipta ábúi hans séu ekki fyrir hendi.IVNiðurstaðaÍ máli þessu krefst sóknaraðili gjaldþrotaskipta á búivarnaraðila á grundvelli árangurslausrar kyrrsetningargerðar, sbr. 1. tölulið2. mgr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt ákvæðinu getur lánardrottinn krafist þess aðbú skuldara verði tekið til gjaldþrotaskipta, hafi kyrrsetning, löggeymsla eðafjárnám verið gert hjá skuldaranum án árangurs að einhverju leyti eða öllu ásíðustu þremur mánuðum fyrir frestdag, enda sýni skuldarinn ekki fram á að hannsé allt að einu fær um að standa full skil á skuldbindingum sínum þegar þærkoma í gjalddaga eða verði það innan skamms tíma. Sóknaraðili hefur krafistgjaldþrotaskipta innan þess tíma sem lög nr. 21/1991 áskilja. Í máli þessulýtur ágreiningur aðila að því hvort skilyrði gjaldþrotaskipta séu fyrir hendi.Í málinu vísar sóknaraðili til þess að hanneigi kröfu á hendur varnaraðila samkvæmt áðurnefndum dómi HéraðsdómsReykjavíkur í máli nr. E-665/2017. Sóknaraðili kveður hina árangurslausukyrrsetningargerð fela í sér sönnur um ógjaldfærni varnaraðila sem ekki hafiverið hnekkt. Óhjákvæmilegt sé að fallist verði á kröfu hans og bú varnaraðilaverði tekið til gjaldþrotaskipta.Varnaraðili telur skilyrðum laga nr.21/1991, um töku bús hans til gjaldþrotaskipta, ekki vera fullnægt. Byggirvarnaraðili á því að hin árangurslausa kyrrsetningargerð gefi ekki rétta myndaf fjárhag hans auk þess sem vafi sé um tilvist kröfu sóknaraðila sem ekki hafiverið leiddur til lykta fyrir Hæstarétti. Þá byggir varnaraðili á því að hannsé fær um að standa skil á skuldbindingum sínum þegar og ef þær falla ígjalddaga enda eigi hann eignir sem standi undir kröfu sóknaraðila.Samkvæmt 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991getur lánardrottinn krafist þess eins og áður sagði að bú skuldara verði tekiðtil gjaldþrotaskipta að tilteknum skilyrðum uppfylltum sem nánar er kveðið á umí 1.–5. tölulið málsgreinarinnar. Frumskilyrði þess er þó að sá sem krefstgjaldþrotaskipta eigi lögvarða kröfu á hendur skuldara.Í máli þessu háttar svo til að fyrir liggurdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. mars 2017 þar sem varnaraðila var gert aðgreiða sóknaraðila tildæmda fjárhæð auk dráttarvaxta og málskostnaðar.Sóknaraðili á því lögvarða kröfu á hendur varnaraðila. Breytir engu um þessaniðurstöðu þótt varnaraðili hafi nú áfrýjað dóminum og telji allar líkur á aðhonum verði hnekkt. Vísar dómurinn þar um til dóms Hæstaréttar í máli nr.132/2017, sbr. til hliðsjónar dóm réttarins í máli nr. 313/2006 og 45/1926. Þábendir dómurinn á að það komi ekki í veg fyrir gjaldþrotaskipti á búi skuldaraþótt ágreiningur kunni að einhverju leyti að vera um endanlega fjárhæð kröfusvo fremi sem leitt hafi verið nægilega í ljós að krafa sé fyrir hendi sbr. dómHæstaréttar í máli nr. 313/2006. Er sjónarmiðum varnaraðila hvað ofangreintvarðar því hafnað.Líta verður svo á að hin árangurslausa kyrrsetningargerð veiti sönnur umógjaldfærni varnaraðila og er gildi þess sem slíks ekki til umfjöllunar eðaúrlausnar í máli þessu. Þá er rétt að árétta í þessu samhengi að með 17. gr.laga nr. 95/2010 um breytingu á lögum um aðför, nr. 90/1989, og lögum umgjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, voru orðin „og ekki er ástæða til að ætlaað gerðin gefi ranga mynd af fjárhag hans“ í niðurlagi 1. töluliðar 2. mgr. 65.gr. laganna felld brott og kemur þessi fyrirvari því ekki til skoðunar í máliþessu. Þá bendir dómurinn í þessu sambandi á skyldu varnaraðila samkvæmt 11.gr. laga nr. 31/1990 hvað varðar upplýsingagjöf við framkvæmdkyrrsetningargerðar. Þá verður ekki séð að varnaraðili hafi farið fram áendurupptöku gerðarinnar hjá sýslumanni samkvæmt ákvæðum fyrrnefndra laga.Að þessu sögðu tekur dómurinn fram að þráttfyrir að leiddar hafi verið líkur að ógjaldfærni skuldara á hann, samkvæmtupphafsákvæði 2. mgr. 65. gr. laganna, þess kost að verjast kröfu umgjaldþrotaskipti með því að sýna fram á að hann geti, þrátt fyrir röksemdirlánardrottins, staðið í fullum skilum með skuldbindingar sínar þegar þær fallaí gjalddaga eða verði það innan skamms tíma. Sönnunarbyrði um þetta hvílir þvíá skuldara. Fram kom í skýrslu varnaraðila fyrir dóminum að hann ætti nægar eignir tilað standa undir kröfu sóknaraðila og gæti staðið í skilum við lánardrottna.Hann ætti jörðina Runna í Borgarfirði. Fasteignamat hennar sé 32.000.000 króna ogbrunabótamat 88.000.000. Áhvílandi væru skuldir sem nemi um 150.000.000 króna.Þó telji hann ekkert vera á bak við tvö tryggingarbréf sem hvíli á eigninni enþeim hafi einfaldlega ekki verið aflétt. Jörðin hafi verið metin árið 2007 uppá 120.000.000 króna en gæti numið 160.000.000 til 190.000.000 króna samkvæmtmunnlegum upplýsingum frá fasteignasala. Þá eigi hann hesthús en áætlaðsöluverð þess sé 19.000.000 til 20.000.000 króna. Á þeim sé áhvílandi handhafaskuldabréfsem hann haldi á sjálfur upp á 18.500.000 krónur. Þá hafi hann lánað félaginuIcepuffin Fishing Gear ehf. rúmlega 19.000.000 króna sem félaginu beri aðendurgreiða 31. desember 2017. Auk þess eigi hann félagið Puffin ehf. Veltafélagsins árið 2016 hafi numið 246.000.000 króna og einhver hagnaður sé afrekstrinum. Verðmæti séu inni í félaginu og virði þess sé ekki undir 30.000.000króna. Með vísan til þessa alls telur hann sig vera borgunarmann fyrir kröfusóknaraðila.Þegar hefur verið komist að þeirriniðurstöðu að sóknaraðili hafi leitt að því nægilegar líkur að hann eigifjárkröfu á hendur varnaraðila. Þrátt fyrirframangreindar yfirlýsingar um fjárhagslega stöðu sína hefur varnaraðili þóekki gert reka að því að leggja fram skýr gögn um eignir sínar eða skuldir.Þannig liggja engin gögn fyrir um verðmæti jarðarinnar Runna eða hesthúsa íeigu varnaraðila eða annarra eigna sem hann kveðst eiga. Verður ekki í málinubyggt á mati varnaraðila sjálfs á verðmæti eigna sinna eða yfirlýsingum hans umgjaldfærni sína, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 469/2010, enda nýtur ekkivið neinna gagna í málinu því til stuðnings. Þá verður ekki fram hjá því litiðað gögn málsins benda raunar til þess að jörðin Runni sé veðsett umfram fasteignamathennar og hefur varnaraðili ekki sýnt fram á annað. Þegar á allt framangreinter litið verður varnaraðili því ekki talinn hafa fært sönnur á að hann ségjaldfær eða verði það innan skamms tíma í skilningi 2. mgr. 65. gr. laga nr.21/1991. Hugsanlega hagfelld niðurstaða í dómsmáli því er áður er getið breytirþessu ekki. Verður krafa sóknaraðila um gjaldþrotaskipti á búivarnaraðila því tekin til greina. Með vísan til þessa og 1. mgr. 130. gr. laganr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991, er sóknaraðila gert aðgreiða varnaraðila málskostnað sem þykir hæfilega ákveðin 350.000 krónur. HólmfríðurGrímsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R OR Ð:Bú varnaraðila, Arnórs Stefánssonar, kt. [...],Þverási 47, Reykjavík, er tekið til gjaldþrotaskipta.Varnaraðili greiði sóknaraðila, Ísfelliehf., 350.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 352/2008
Stjórnsýsla Gjaldtaka Endurgreiðsla Reglugerðarheimild
Málsaðilar deildu um greiðslu kostnaðar af heilbrigðiseftirliti í sláturhúsi með afurðum frá svínabúi S samkvæmt lögum nr. 96/1997. Í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur fram að til að standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlit kjötskoðunarlækna með sláturafurðum skuli innheimt gjald af sláturleyfishöfum af öllu innvegnu kjöti í sláturhúsi, sem renni í sérstakan sjóð í vörslu Matvælastofnunar. Í hélt því fram að heilbrigðiseftirlit með svínakjöti vegna salmonellusmits, sem gert var með tecraprófum eða strokusýnum, teldist vera viðbótareftirlit og að það félli utan við almennt eftirlit, sem kostað væri úr sjóði samkvæmt áðurnefndri 2. mgr. 11. laganna. Í byggði á reglugerð nr. 336/2005, sem sett var með heimild í áðurnefndum lögum. Í 4. gr. reglugerðarinnar kemur fram að gjaldið samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laganna skuli standa straum af tilteknum þáttum í heilbrigðiseftirliti sláturafurða sem taldir eru upp í greininni. Í hélt því fram að upptalningin í greininni væri tæmandi talning þeirra kostnaðarþátta sem um væri að ræða. Þar sem heilbrigðiseftirlit svínakjöts með strokusýnatöku væri ekki þar á meðal bæri S sem öðrum framleiðendum svínakjöts að standa sjálfir straum af kostnaði, sem því fylgdi. S hélt því hins vegar fram að allan kostnað við heilbrigðisskoðun afurða í sláturhúsi skyldi greiða úr sjóði samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997. Þessu til stuðnings vísaði S til dóms Hæstaréttar í máli nr. 213/2005 en í því máli komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri gerður greinarmunur í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997 á greiðsluskyldu úr sjóði samkvæmt þeirri grein eftir því hvort eftirlitsaðgerðir væru reglubundnar og beindust að öllum sláturafurðum eða hvort þær væru sértækar og beindust að afurðum frá einstökum býlum. Var íslenska ríkinu því gert að greiða framleiðanda svínakjöts kröfu hans vegna útlagðs kostnaðar við tecrapróf. Nokkrum mánuðum áður en dómur Hæstaréttar féll var gefin út reglugerð nr. 336/2005, þar sem sú regla var mótuð í áðurnefnda 4. gr. að einungis sérstaklega tilgreindir kostnaðarþættir við heilbrigðiseftirlit í sláturhúsi skyldu greiddir úr sjóði samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laganna. Í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 336/2005 segir að hún sé sett með heimild í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997. Þar kemur fram að ráðherra setur nánari ákvæði um framkvæmd eftirlits og innheimtu eftirlitsgjalds samkvæmt sömu grein laganna. Talið var að 4. gr. reglugerðarinnar fæli hvorki í sér nánari reglur um framkvæmd þess eftirlits, sem lögin kveða á um, né innheimtu eftirlitsgjalds. Þvert á móti var hún talin geyma efnisreglu, sem takmarkar greiðsluskyldu úr sjóði samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laganna og gerir þann greinarmun, sem Hæstiréttur hafði í fyrri dómi komist að niðurstöðu um að fælist ekki í lagagreininni. Samkvæmt þessu brast reglugerðina lagastoð og fór út fyrir þau svið, sem hún skyldi taka til. Synjun á greiðslu kostnaðar S vegna tecraprófa var því talin ólögmæt og var krafa S um greiðslu þess kostnaðar tekin til greina.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Í því máli, sem leyst var úr með áðurnefndum dómi Hæstaréttar, var ágreiningsefnið sams konar og er í þessu máli, en þar hafði framleiðanda svínakjöts verið gert að greiða sjálfur kostnað af tecraprófum í sláturhúsi. Í hinu fyrra máli komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri gerður greinarmunur í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997 á greiðsluskyldu úr sjóði samkvæmt þeirri grein eftir því hvort eftirlitsaðgerðir væru reglubundnar og beindust að öllum sláturafurðum eða hvort þær væru sértækar og beindust að afurðum frá einstökum býlum. Var áfrýjanda gert að greiða gagnaðila sínum í málinu kröfu hans vegna útlagðs kostnaðar við tecrapróf. Þegar atvik þess máls urðu var lagaákvæðið eins og það er nú að því leyti, sem þýðingu hefur fyrir úrslit þessa máls. Nokkrum mánuðum áður en dómur Hæstaréttar féll gaf áfrýjandi út fyrrnefnda reglugerð nr. 336/2005, þar sem sú regla var mótuð í 4. gr. að einungis sérstaklega tilgreindir kostnaðarþættir við heilbrigðiseftirlit í sláturhúsi skyldu greiddir úr sjóði samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laganna. Í samræmi við það hefur stefndi þurft að greiða sjálfur þann kostnað, sem ágreiningur aðilanna snýst um. Í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 336/2005 segir að hún sé sett með heimild í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997, en samkvæmt því ákvæði setur ráðherra nánari ákvæði um framkvæmd eftirlits og innheimtu eftirlitsgjalds samkvæmt sömu grein laganna. Inntak 4. gr. reglugerðarinnar felur hvorki í sér nánari reglur um framkvæmd þess eftirlits, sem lögin kveða á um, né innheimtu eftirlitsgjalds. Þvert á móti hefur hún að geyma efnisreglu, sem takmarkar greiðsluskyldu úr sjóði samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laganna og gerir einmitt þann greinarmun, sem Hæstiréttur hefur í fyrri dómi komist að niðurstöðu um að felist ekki í lagagreininni. Ráðherra brast heimild til að breyta efni laganna líkt og gert var með 4. gr. reglugerðarinnar og fór út fyrir þau svið, sem reglugerð skyldi taka til. Synjun á greiðslu kostnaðar stefnda af áðurnefndu heilbrigðiseftirliti með tecraprófunum var því ólögmæt og verður krafa hans um greiðslu þessa kostnaðar tekin til greina. Útgjöld stefnda, sem um ræðir í málinu, féllu til á tímabilinu frá 13. maí 2005 til 19. mars 2007. Með bréfi 1. febrúar 2006 krafði hann áfrýjanda um greiðslu þess hluta kostnaðarins, sem þá var orðinn. Krafa stefnda verður samkvæmt því tekin til greina með vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá eindaga hvers reiknings frá 13. maí 2005 til 1. mars 2006, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi af höfuðstól kröfunnar, eins og hún stóð þá, og eindaga einstakra reikninga eftir það til greiðsludags. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, íslenska ríkið, greiði stefnda, Stjörnugrís hf., 2.384.316 krónur með almennum vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 31.356 krónum frá 13. maí 2005 til 15. sama mánaðar, af 228.035 krónum frá þeim degi til 15. júní sama árs, af 232.952 krónum frá þeim degi til 29. sama mánaðar, af 242.600 krónum frá þeim degi til 15. júlí sama árs, af 338.480 krónum frá þeim degi til 15. ágúst sama árs, af 412.234 krónum frá þeim degi til 10. september sama árs, af 472.534 krónum frá þeim degi til 15. sama mánaðar, af 574.331 krónu frá þeim degi til 15. október sama árs, af 677.586 krónum frá þeim degi til 15. nóvember sama árs, af 753.798 krónum frá þeim degi til 15. desember sama árs, af 1.034.886 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2006, af 1.196.386 krónur frá þeim degi til 22. sama mánaðar, af 1.198.826 krónum frá þeim degi til 1. mars sama árs, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 1.198.826 krónum frá þeim degi til 14. sama mánaðar, af 1.206.146 krónum frá þeim degi til 15. sama mánaðar, af 1.388.618 krónum frá þeim degi til 15. apríl sama árs, af 1.493.944 krónum frá þeim degi til 15. maí sama árs, af 1.577.584 krónum frá þeim degi til 15. júní sama árs, af 1.785.137 krónum frá þeim degi til 15. júlí sama árs, af 1.873.886 krónum frá þeim degi til 15. ágúst sama árs, af 2.017.457 krónum frá þeim degi til 15. september sama árs, af 2.170.600 krónum frá þeim degi til 4. október sama árs, af 2.173.040 krónum frá þeim degi til 15. sama mánaðar, af 2.240.040 krónum frá þeim degi til 15. nóvember sama árs, af 2.329.372 krónum frá þeim degi til 7. mars 2007, af 2.356.844 krónum frá þeim degi til 19. sama mánaðar, en af 2.384.316 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda samtals 900.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. mars 2008. Mál þetta höfðaði Stjörnugrís hf., kt. 640667-0179, Vallá, Kjalarnesi, með stefnu birtri 14. ágúst 2007 á hendur íslenska ríkinu, en stefnt er fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra. Málið var dómtekið 29. febrúar sl. Stefnandi krefst greiðslu á 2.384.316 krónum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 31.356 krónum frá 13. maí 2005 til 15. maí sama ár, af 228.035 krónum frá þeim degi til 15. júní sama ár, af 232.952 krónum frá þeim degi til 29. júní sama ár, af 242.600 krónum frá þeim degi til 15. júlí sama ár, af 338.480 krónum frá þeim degi til 15. ágúst sama ár, af 412.234 krónum frá þeim degi til 10. september sama ár, af 472.534 krónum frá þeim degi til 15. september sama ár, af 574.331 krónu frá þeim degi til 15. október sama ár, af 677.586 krónum frá þeim degi til 15. nóvember sama ár, af 753.798 krónum frá þeim degi til 15. desember sama ár, af 1.034.886 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2006, af 1.196.386 krónum frá þeim degi til 22. janúar sama ár, af 1.198.826 krónum frá þeim degi til 14. mars sama ár, af 1.206.146 krónum frá þeim degi til 15. mars sama ár, af 1.388.618 krónum frá þeim degi til 15. apríl sama ár, af 1.493.944 krónum frá þeim degi til 15. maí sama ár, af 1.577.584 krónum frá þeim degi til 15. júní sama ár, af 1.785.137 krónum frá þeim degi til 15. júlí sama ár, af 1.873.886 krónum frá þeim degi til 15. ágúst sama ár, af 2.017.457 krónum frá þeim degi til 15. september sama ár, af 2.170.600 krónum frá þeim degi til 4. október sama ár, af 2.173.040 krónum frá þeim degi til 15. október sama ár, af 2.240.040 krónum frá þeim degi til 15. nóvember sama ár, af 2.329.372 krónum frá þeim degi til 7. mars 2007, af 2.356.844 krónum frá þeim degi til 19. mars sama ár, en af 2.384.316 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi greiðslu sömu fjárhæðar en með almennum vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 í stað dráttarvaxta af sama höfuðstól og í aðalkröfu til 1. mars sama ár, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara er krafist sömu fjárhæðar og almennra vaxta af sama höfuðstól á sömu tímabilum allt til 4. september 2007, en dráttarvaxta frá þeim degi til greiðsludags. Í öllum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Til vara krefst hann þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar og að málskostnaður verði felldur niður. Stefnandi rekur þrjú svínabú og eitt sláturhús. Í framhaldi af því að salmonella greindist á nokkrum svínabúum um mitt ár 2001 var byrjað að taka stroksýni af kjöti í sláturhúsum til að kanna hvort salmonella greindist í kjötinu. Reis ágreiningur milli ríkisins og svínabænda um hver skyldi greiða kostnaðinn af þessum rannsóknum. Úr þessum ágreiningi var leyst með dómi í máli er Sléttusvín ehf. höfðaði á hendur ríkinu og lauk með dómi Hæstaréttar 27. október 2005. Í framhaldi af þessum dómi var samið við aðra svínakjötsframleiðendur um endurgreiðslu kostnaðar af rannsóknum þessum. Þeirra á meðal var stefnandi. Fékk stefnandi endurgreitt allt sem hann hafði innt af hendi á tímablinu frá 3. apríl 2002 til 31. mars 2005, en dregnir voru frá styrkir úr Bjargráðasjóði sem hann hafði fengið. Tekið var fram í samkomulagi aðila að ágreiningur væri með aðilum um endurgreiðslu vegna kostnaðar sem til hefði fallið eftir 1. apríl 2005. Á þeim degi tók gildi reglugerð nr. 336/2005 um innheimtu gjalds vegna heilbrigðiseftirlits með sláturafurðum. Þar sem ekki er ágreiningur um málsatvik hér er nægilegt að reifa stuttlega þau laga- og reglugerðarákvæði sem um er deilt, áður en gerð verður grein fyrir málsástæðum aðila. Fyrst skal getið laga nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum. Samkvæmt 11. gr. laganna fer fram heilbrigðisskoðun á grip áður en slátrað er og síðan á ný eftir slátrun, áður en afurðirnar eru unnar frekar. Í 2. og 3. mgr. segir orðrétt: „Til að standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlit kjötskoðunarlækna með sláturafurðum ksal landbúnaðarráðherra innheimta gjald af sláturleyfishöfum af öllu innvegnu kjöti í sláturhúsi sem rennur í sérstakan sjóð í vörslu landbúnaðarráðuneytisins. Eftirlitsgjald þetta miðast við raunkostnað og skal vera allt að 2,50 kr. á hvert kíló kjöts. Ráðherra setur nánari ákvæði um framkvæmd eftirlits og innheimtu eftirlitsgjalds samkvæmt þessari grein.“ Þá segir í 12. gr. laganna að kjötskoðunarlæknir annist heilbrigðisskoðun og sjái um að fram fari merking á kjöti og öðrum afurðum. Ef nauðsyn krefji megi fela öðrum þessa heilbrigðisskoðun, enda starfi þeir eingöngu undir stjórn kjötskoðunarlæknis. Í 7. mgr. 13. gr. reglugerðar um slátrun og meðferð sláturafurða nr. 461/2003 segir að þóknun fyrir heilbrigðisskoðun skuli greidd úr eftirlitssjóði samkvæmt 11. gr. laga nr. 96/1997 og reglugerð nr. 708/1996. Í 4. gr. reglugerðar um innheimtu gjalds vegna heilbrigðiseftirlits með sláturafurðum nr. 336/2005 segir að gjaldið skuli standa straum af tilteknum þáttum í heilbrigðiseftirliti. Eru þessir þættir taldir í 1. mgr. Í 2. mgr. segir að gjaldið taki ekki til greiðslu á öðrum kostnaði við heilbrigðiseftirlit. Kostnaður vegna viðbótarsýna eða prófana, sem framleiðandi á búi þar sem greinst hafi smitefni er ógni matvælaöryggi kunni að óska eftir, greiðist af viðkomandi framleiðanda. Beiðni um viðbótarsýnatökur skuli vera skrifleg. Reglugerð þessi var eins og áður segir sett í kjölfar dóms héraðsdóms í áðurnefndu máli Sléttusvíns ehf. Leysti hún af hólmi reglugerð nr. 708/1996. Í 3. gr. þeirrar reglugerðar var ákvæði um að gjaldið skyldi standa straum af tilteknum þáttum í heilbrigðiseftirliti sláturafurða. Í b-lið 1. mgr. var talinn með kostnaður við töku sýna í sláturhúsum og úrvinnslu þeirra. Í 2. mgr. var tekið fram að gjaldið tæki ekki til greiðslu á fæðiskostnaði og kostnaði vegna hlífðarfatnaðar eftirlitsaðila. Ekki er ágreiningur um fjárhæðir og varakrafa stefnda lýtur í reynd aðeins að vöxtum af kröfu stefnanda. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi telur að sú skylda hvíli á stefna að greiða úr sjóði samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997 fyrir töku sýna úr svínaskrokkum frá stefnanda og rannsóknir á þeim. Sjá megi af forsögu ákvæðisins og lögskýringargögnum að reglan hafi verið lögfest til að uppfylla kröfur um að eftirlitsaðili fengi ekki greitt beint frá framleiðanda. Ekki segi í ákvæðinu að gjaldinu sé ætlað að standa straum af tilteknu eftirliti umfram annað eða að það eigi ekki að standa undir kostnaði við eftirlit þegar tilteknir sjúkdómar hafi greinst á búi. Gjaldinu sé samkvæmt lögunum ætlað að standa straum af öllu heilbrigðiseftirliti. Vísar stefnandi um þennan skilning til áðurnefnds hæstaréttardóms. Ákvæði 4. gr. rgj. nr. 336/2005 sé í andstöðu við 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997. Í heimild til setningar reglugerðar felist ekki heimild til að takmarka greiðslu kostnaðar við heilbrigðiseftirlit. Slíkt yrði að ákveða í lögum. Stefndi geri sér grein fyrir því og hafi þrívegis reynt að ná fram lagabreytingu í anda reglugerðarinnar. Frumvörp hans hafi hins vegar ekki náð fram að ganga á Alþingi. Ákvæði 4. gr. eigi sér því enga stoð í lögum og sé í andstöðu við gildandi lög. Þá brjóti ákvæðið gegn jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá telur stefnandi að ákvæðið sé í andstöðu við ákvörðun Evrópusambandsins nr. 79/542 frá 21. desember 1976 með síðari breytingum. Stefnda hafi borið að greiða fyrir töku og rannsóknir sýna úr svínaskrokkum frá stefnanda. Hafi stefnandi neyðst til að greiða sjálfur fyrir eftirlit þetta og hefur nú uppi endurkröfu á hendur stefnda. Nánar bendir stefnandi á að í 1. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997 sé mælt fyrir um heilbrigðisskoðun áður en dýri er slátrað og skoðun sláturafurða áður en frekari vinnsla fari fram. Samkvæmt 2. mgr. skuli innheimta gjald af öllu innvegnu kjöti sem renni í sjóð í vörslu Landbúnaðarstofnunar. Gjaldinu sé ætlað að standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlit kjötskoðunarlækna. Með lögum nr. 160/1994 hafi verið gerð breyting á lögum nr. 39/1966. Hafi þá verið leidd í lög sú skipan að innheimta gjald í sérstakan sjóð til að greiða kostnað við heilbrigðiseftirlitið. Hafi þessi breyting verið nauðsynleg vegna krafna erlendra aðila að sláturleyfishafar greiddu ekki beint kostnaðinn við eftirlitið. Gjaldið hafi síðan verið ákveðið í reglugerð, fyrst nr. 708/1996. Fjárkrafa stefnanda byggir á 30 reikningum frá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum og Rannsóknaþjónustunni Sýni. Um er að ræða töku sýna í sláturhúsi af sláturafurðum frá stefnanda og rannsókn þeirra á tímabilinu frá apríl 2005 til febrúar 2007. Þar sem ekki er ágreiningur í málinu um þessa reikninga í sjálfu sér eða höfuðstól þeirra, er ástæðulaust að telja þá upp. Samtals eru þeir að fjárhæð 2.384.316 krónur auk virðisaukaskatts. Stefnandi kveðst hafa nýtt greiddan virðisaukaskatt við skattskil sín og krefst því ekki endurgreiðslu hans hér. Stefnandi krefst aðallega dráttarvaxta frá eindaga hvers reiknings. Til vara krefst stefnandi sömu fjárhæðar sem í aðalkröfu, en með almennum vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 til 1. mars 2006, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Segir hann að 1. mars 2006 hafi verið liðinn mánuður frá því að hann krafði stefnda um endurgreiðslu sýnatökukostnaðar. Hafi stefndi með samkomulagi aðila 25. september 2006 viðurkennt rétt stefnanda til vaxtareiknings með þessum hætti. Hér er krafist dráttarvaxta frá eindaga þeirra reikninga sem voru með eindaga eftir 1. mars 2006. Segir stefnandi að þá hafi legið fyrir að stefndi hafnaði greiðsluskyldu sinni. Til þrautavara krefst stefnandi sömu fjárhæðar sem í aðalkröfu, en með almennum vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 til þingfestingardags, en dráttarvöxtum frá þeim degi. Stefnandi vísar til III. kafla laga nr. 96/1997, einkum 11. gr. Þá vísar hann til reglugerðar nr. 168/1970 um heilbrigðisskoðun á sláturafurðum, sbr. og nú reglugerð nr. 461/2003 um slátrun og meðferð sláturafurða, og reglugerðar nr. 730/2003 um örverurannsóknir á sláturafurðum og búnaði sláturhúsa og kjötpökkunarstöðva. Þá vísar hann til reglugerðar nr. 336/2005 um innheimtu gjalds vegna heilbrigðiseftirlits með sláturafurðum, svo og ákvæða ákvörðunar Evrópusambandsins nr. 79/542 frá 21. desember 1976 með síðari breytingum. Stefnandi vísar einnig til meginreglna stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar, þ.á m. lögmætisreglunnar, svo og jafnræðis­reglunnar. Loks vísar hann til almennra reglna um endurkröfurétt. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi bendir á að gjald samkvæmt 2. mgr. 11. gr. skuli miðað við raunkostnað við heilbrigðiseftirlit með sláturafurðum. Í eldri lögum hafi verið ákveðin hámarksfjárhæð gjaldsins, en ráðherra annars verið falið að ákveða fjárhæð þess. Þá bendir hann á að í lögskýringargögnum (Nefndarálit landbúnaðarnefndar, Alþt. A-deild 1996-97, þskj. 1197 bls. 5412) komi fram sá skilningur að í reglugerðarheimild felist heimild til að afmarka hvað felist í eftirliti sem greitt sé fyrir með hinu lögákveðna gjaldi. Stefndi bendir á að samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997 séu öll sláturdýr undir almennu heilbrigðiseftirliti. Þá sé það liður í eftirliti að taka reglubundið sýni við slátrun og senda í ræktun með tilliti til salmonellu. Eins og eftirlitinu sé háttað sjáist ekki annað, ef smit kemur fram, en að hugsanlega séu öll dýr á búinu smituð. Til skamms tíma hafi þetta verið framkvæmt þannig að kæmi fram salmonellusmit á búi hefðu allar afurðir þess verið settar í hitameðferð áður en þær fóru á markað. Hafi þeirri aðferð verið beitt allt þar til sýnt var að salmonella var ekki lengur til staðar á búinu. Stefnandi sjálfur hafi verið í hópi svínabænda er höfðu frumkvæði að því að kannaðar voru aðrar leiðir til að fá niðurstöðu um hugsanlegt smit í kjöti. Hafi svonefnt „tecra“-próf verið viðurkennt, en það gefi niðurstöðu á 24 tímum. Með því að beita þessu prófi þegar slátrað var frá svínabúum sem vitað var að væru með salmonellumengun í sínum svínum, var talið að uppfylltur væri tilgangur 1. gr. laga nr. 96/1997 og um leið komið mjög til móts við framleiðendur um flokkun í verðmeiri flokk. Slíkum stroksýnarannsóknum á öllum skrokkum hafi þannig verið komið á sem valkosti fyrir framleiðanda og eiganda afurða. Kostnaður af þessum sýnatökum hafi frá upphafi verið lagður á framleiðendur með þeim rökum að um viðbótarrannsókn væri að ræða sem ráðist væri í til að reyna að takmarka tjón viðkomandi. Hafi verið talið óeðlilegt að slíkur kostnaður yrði lagður á sameiginlegan eftirlitssjóð. Reglugerðin hafi hins vegar ekki verið endurskoðuð. Hafi því risið ágreiningur um þennan kostnað sem leyst hafi verið úr með áðurnefndum dómi. Stefndi bendir á að gjaldi samkvæmt 11. gr. laga nr. 96/1997 sé ætlað að standa undir raunkostnaði við reglubundið heilbrigðiseftirlit. Kostnaður við töku stroksýna af svínaskrokkum og rannsókn þeirra hafi ekki verið tekinn með þegar fjárhæð gjaldsins var ákveðin í lögum. Tecra próf megi telja sértækt viðbótareftirlit með afurðum frá einstökum búum þar sem salmonella hafi þegar verið greind. Stefndi kveðst skilja orð Hæstaréttar í margnefndum dómi svo að hefði greinarmunur verið gerður í reglugerð nr. 708/1996 á greiðsluskyldu úr eftirlitssjóðnum eftir því hvort eftirlitsaðgerðir væru reglubundnar og beindust að sláturafurðum frá öllum búum eða hvort þær væru sértækar og beindust að afurðum frá einstökum búum, þá hefðu kröfur ríkisins verið teknar til greina í málinu. Núgildandi reglugerð nr. 336/2005 afmarki inntak almenns eftirlits gagnvart sértæku viðbótareftirliti. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. skuli beiðni framleiðanda um viðbótarsýna­tökur vera skrifleg. Slík viðbótarrannsókn falli utan við skyldur stjórnvalda samkvæmt lögum nr. 96/1997 og reglugerð nr. 336/2005. Stefndi telur að þó þessi rannsókn fari fram við slátrun þá sé hún í raun liður í sýnatöku á búinu og framhald hennar. Samkvæmt lögunum beri framleiðandi sjálfur kostnað sem hlýst af eftirliti og rannsóknum á búinu. Eðlisrök standi til þess að framleiðendur beri sjálfir aukinn kostnað vegna bágrar sjúkdómastöðu búa sinna. Með því sé hvatt til smitvarna. Stefndi segir að með reglugerð nr. 336/2005 hafi verið afmarkað á málefnalegan og eðlilegan hátt það heilbrigðiseftirlit sem eftirlitssjóði skv. 11. gr. laga nr. 96/1997 ber að standa straum af með mörkuðum tekjustofnum. Stefndi mótmælir því að 4. gr. reglugerðarinnar stangist á við 65. gr. stjórnarskrárinnar eða 11. gr. stjórnsýslulaga. Þá fái ekki staðist sú órökstudda fullyrðing stefnanda að ákvæðið brjóti í bága við ákvörðun Evrópusambandsins nr. 79/542 frá 21. desember 1976 með síðari breytingum. Stefndi mótmælir upphafstíma dráttarvaxta samkvæmt aðal- og varakröfu stefnanda. Bendir hann á að stefnandi hafi fyrst haft uppi kröfur sínar með bréfi til ráðherra í febrúar 2006. Hafi greiðsluskyldu verið hafnað með bréfi 29. júní sama ár. Hafi stefnandi að þarflausu dregið að höfða mál þetta og því kveðst stefndi krefjast þess að dráttarvextir reiknist fyrst frá þingfestingu þann 4. september 2007. Vísar hann til 7. gr. laga nr. 38/2001. Forsendur og niðurstaða. Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga nr. 96/1997 skal fara fram heilbrigðisskoðun á sláturdýrum. Er þessi skoðun skilyrði þess að afurðir verði seldar á markaði eða nýttar við kjötvinnslu. Ekki er í lögunum skýrgreint hvað felist í skoðun og ekki er veitt svigrúm til að framleiðandi sjái sjálfur um einhvern hluta af þessari skoðun. Eins og málum er háttað nú er meginreglan sú að framleiðandi greiðir ekki beint fyrir skoðun dýra sinna, en tilteknu gjaldi er ætlað að standa straum af kostnaði við eftirlitið að mestu leyti. Þannig er lagt lögákveðið gjald á framleiðendur svínakjöts í þessu tilviki sem ætlað er að standa straum af kostnaði við heilbrigðiseftirlitið. Lögin verða ekki skýrð á annan hátt en þann að þetta gjald eigi að kosta það eftirlit sem framkvæmt er samkvæmt lögunum. Hvort svo er í raun er ekki upplýst, en getur heldur ekki skipt máli um niðurstöðu málsins. Yfirvöld hafa heimilað markaðssetningu kjöts frá búum þar sem salmonellusmit er að finna með því skilyrði að þau próf séu framkvæmd sem deilt er um kostnað af í máli þessu. Verður því að telja að þessi próf séu heilbrigðisskoðun í skilningi 11. gr. og því beri að greiða kostnaðinn úr sjóði þeim sem rætt er um í 2. mgr. Hefur ráðherra ekki vald til að breyta þessu og skipta í flokka þeim prófunum sem framkvæmdar eru og láta mismunandi reglur gilda um hvern flokk. Stefndi getur því ekki byggt á ákvæðum reglugerðar nr. 336/2005 til að koma sér hjá því að bera kostnað af því eftirliti sem hér um ræðir. Það myndi ekki hagga þessari niðurstöðu þó fallist yrði á að eðlisrök stæðu til þess að fela umdeildan kostnað á framleiðendur eða að ákvörðun um það væri málefnaleg. Þessi ákvörðun er í andstöðu við sett lög og þarf því að breyta lögum til að koma henni í framkvæmd. Ekki er deilt um höfuðstól kröfu stefnanda. Stefnda bar að lögum að greiða þá reikninga sem um ræðir á gjalddaga þeirra og verður því fallist á aðalkröfu stefnanda og dæmdir dráttarvextir frá eindaga hverrar kröfu, en því er ekki mótmælt að hann hafi greitt á þeim dögum. Stefnandi hefur ekki sýnt þá vangæslu um hagsmuni sína að vextir verði dæmdir frá síðara tímamarki. Í samræmi við þessa niðurstöðu verður stefndi dæmdur til að greiða málskostnað stefnanda með 700.000 krónum. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, Stjörnugrís hf., 2.384.316 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 31.356 krónum frá 13. maí 2005 til 15. maí sama ár, af 228.035 krónum frá þeim degi til 15. júní sama ár, af 232.952 krónum frá þeim degi til 29. júní sama ár, af 242.600 krónum frá þeim degi til 15. júlí sama ár, af 338.480 krónum frá þeim degi til 15. ágúst sama ár, af 412.234 krónum frá þeim degi til 10. september sama ár, af 472.534 krónum frá þeim degi til 15. september sama ár, af 574.331 krónu frá þeim degi til 15. október sama ár, af 677.586 krónum frá þeim degi til 15. nóvember sama ár, af 753.798 krónum frá þeim degi til 15. desember sama ár, af 1.034.886 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2006, af 1.196.386 krónum frá þeim degi til 22. janúar sama ár, af 1.198.826 krónum frá þeim degi til 14. mars sama ár, af 1.206.146 krónum frá þeim degi til 15. mars sama ár, af 1.388.618 krónum frá þeim degi til 15. apríl sama ár, af 1.493.944 krónum frá þeim degi til 15. maí sama ár, af 1.577.584 krónum frá þeim degi til 15. júní sama ár, af 1.785.137 krónum frá þeim degi til 15. júlí sama ár, af 1.873.886 krónum frá þeim degi til 15. ágúst sama ár, af 2.017.457 krónum frá þeim degi til 15. september sama ár, af 2.170.600 krónum frá þeim degi til 4. október sama ár, af 2.173.040 krónum frá þeim degi til 15. október sama ár, af 2.240.040 krónum frá þeim degi til 15. nóvember sama ár, af 2.329.372 krónum frá þeim degi til 7. mars 2007, af 2.356.844 krónum frá þeim degi til 19. mars sama ár, en af 2.384.316 krónum frá þeim degi til greiðsludags og 700.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 107/2009
Bifreið Slysatrygging ökumanns Aðild Gáleysi Sönnunarbyrði Sönnunargögn Gjafsókn
J höfðaði mál gegn V hf. og T ehf. og krafðist viðurkenningar á rétti sínum til tryggingarbóta úr slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Í málinu héldu V hf. og T ehf. því fram að J hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að skipta um akrein án nægilegrar aðgæslu er slysið varð auk þess sem hann hefði ekið of hratt. Vegna þessa ætti J að bera helming tjónsins sjálfur en máli sínu til stuðnings lögðu þau fram skýrslu sérfræðings um rannsókn á ökuhraða bifreiðarinnar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að J hefði mótmælt sönnunargildi skýrslunnar innan tímamarka 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991. Þar sem V hf. og T ehf. höfðu ekki aflað matsgerðar í málinu samkvæmt IX. kafla laga nr. 91/1991 yrði ekki byggt á umræddri sérfræðiskýrslu við úrlausn málsins sem V hf. og T ehf. höfðu aflað einhliða og án þess að J hefði getað átt þess kost að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við gerð hennar. Þar sem V hf. og T ehf. hefði ekki tekist að færa sönnur á staðhæfingar sínar með öðrum sönnunargögnum var viðurkenningarkrafa J tekin til greina.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. mars 2009. Hann krefst þess að viðurkennd verði full bótaskylda úr slysatryggingu ökumanns og eiganda bifreiðarinnar LV-878, Troju, trésmiðju ehf., vegna afleiðinga umferðarslyss þann 7. október 2006 á Kringlumýrarbraut í Reykjavík, sunnan Bústaðavegar. Bifreiðin hafi verið tryggð hjá stefnda, Verði tryggingum hf. á tjónsdegi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt á báðum dómstigum. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I Í máli þessu krefst áfrýjandi viðurkenningar á rétti sínum til tryggingarbóta úr slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, en stefndi Vörður trygging hf. hafði veitt stefndu Troju, trésmiðju ehf., eiganda bifreiðarinnar LV-878 sem áfrýjandi ók, vátrygginguna. Stefnda Troja, trésmiðja ehf. er ekki skuldbundin til greiðslu vátryggingarbóta samkvæmt ákvæðinu og voru ekki efni til að stefna henni í málinu. Hún hefur hins vegar ekki stutt kröfu sína um sýknu við aðildarskort, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en á því hefur hún forræði. Kemur sú ástæða því ekki til skoðunar í málinu. Málsaðilar hafa ekki lagt fram skilmála sem giltu um framangreinda slysatryggingu ökumanns hjá stefnda Verði tryggingu hf. þegar slysið varð. Í bréfi félagsins til lögmanns áfrýjanda 11. janúar 2007 segir meðal annars að samkvæmt skilmála félagsins sé því „heimilt að skerða eða fella niður bætur ef tjónþoli er meðvaldur af (sic) slysi sínu vegna ásetnings eða stórkostlegs gáleysis.“ Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti kom fram að aðilar væru sammála um að þetta skilmálaákvæði hefði gilt um vátrygginguna og til úrlausnar væri í málinu hvort áfrýjandi teldist hafa valdið slysinu 7. október 2006 með stórkostlegu gáleysi við akstur bifreiðarinnar LV-878 þannig að valda ætti skerðingu á rétti hans til bóta úr tryggingunni. Þykir við þessar aðstæður unnt að leggja dóm á málið, þó að skilmálarnir sjálfir séu ekki meðal málsgagna. Tekið skal fram vegna þess sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi að 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga á ekki við um rétt til bóta úr slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. gr. laganna. Þá hafa málsaðilar í samskiptum sín á milli og í málflutningi vísað til 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga til athugunar á heimild vátryggingarfélags til að lækka eða synja um vátryggingarbætur þegar vátryggður veldur vátryggingaratburði. Réttara hefði verið um þá vátryggingu sem um er fjallað í þessu máli að vísa til 1. mgr. 90. gr. laganna. II Stefndu bera sönnunarbyrði fyrir því að áfrýjandi hafi valdið slysinu 7. október 2006 með stórkostlegu gáleysi við akstur bifreiðarinnar. Fyrir liggur að áfrýjandi ók bifreiðinni á miðakrein Kringlumýrarbrautar til norðurs er hann hugðist skipta um akrein yfir til vinstri. Við þetta ók hann fyrir bifreiðina UF-345 og rakst á hana með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bifreið sinni. Snerist bifreiðin og kastaðist áfram til vinstri yfir á vestari hluta Kringlumýrarbrautar sem er fyrir umferð til suðurs. Við þetta valt bifreiðin og lenti að lokum framan á bifreiðinni LP-552 sem kom úr gagnstæðri átt. Hafði bifreið áfrýjanda þá borist um 80 metra vegalengd frá því hann missti stjórn á henni. Stefndu telja stórkostlegt gáleysi áfrýjanda felast í því að hafa skipt um akrein án nægilegrar aðgæslu þannig að bifreið hans og bifreiðin UF-345 rákust saman en þó einkum í því að hann hafi ekið alltof hratt og langt yfir leyfilegum hámarkshraða á akbrautinni, sem var 80 km miðað við klukkustund. Við mat á þessu ræður úrslitum hvort stefndu hafi tekist að færa fram fullnægjandi sönnur í málinu á staðhæfingar sínar um ökuhraðann. III Lögreglan í Reykjavík kom á vettvang og gerði skýrslu um slysið. Í henni er meðal annars getið um nokkur vitni, sem lögregla hafði tal af, og skráð hvað þau hafi haft að segja um tildrög slyssins á staðnum. Formlegar skýrslur voru ekki teknar af þessum vitnum hjá lögreglu og þau komu ekki fyrir dóm í málinu. Í endursögn lögreglu af frásögnum vitnanna koma fram almennar lýsingar þeirra á atvikum að slysinu, meðal annars um að áfrýjandi hafi ekið hratt og bifreiðin farið í loftköstum yfir umferðareyjuna sem er á milli akbrauta í gagnstæðar áttir. Verður ekki talið að í þessu geti falist fullnægjandi sönnun um að ökuhraði áfrýjanda hafi verið svo mikill að metið verði honum til stórkostlegs gáleysis. Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi öfluðu stefndu, meðan á rekstri málsins stóð í héraði, skýrslu Magnúsar Þórs Jónssonar prófessors við verkfræðideild Háskóla Íslands. Skýrsla hans er dagsett í júní 2008 og ber heitið: „Rannsókn á ökuhraða bifreiðar LV-878 þegar ökumaður missir stjórn á henni og hún lendir á öfugum vegarhelmingi framan á bifreiðina LP-552.“ Stefndu lögðu skýrslu þessa fram á dómþingi 10. júní 2008 en það var síðasta dómþing í málinu fyrir aðalmeðferð þess 7. janúar 2009. Fram kom af hálfu stefndu við flutning málsins fyrir Hæstarétti að áfrýjandi hefði við undirbúning aðalmeðferðar mótmælt því að Magnús Þór Jónsson kæmi fyrir dóm við aðalmeðferðina til að staðfesta skýrslu sína. Hefðu mótmælin byggst á því að réttarfarsreglur leyfðu ekki að aðilar öfluðu og legðu fram í dómsmálum sérfræðiskýrslur sem þessa. Verður af þessu ráðið að áfrýjandi hafi mótmælt sönnunargildi skýrslunnar innan tímamarka samkvæmt 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 og að stefndu hafi gefist ráðrúm til að bregðast við mótmælunum áður en til aðalflutnings kom. Stefndu öfluðu ekki matsgerðar samkvæmt IX. kafla laga nr. 91/1991, svo sem þeim var kostur, í því skyni að leitast við að færa sönnur á staðhæfingar sínar um ökuhraða bifreiðarinnar LV-878 þegar slysið varð. Þeir öfluðu framangreindrar skýrslu einhliða og án þess að áfrýjandi ætti þess kost að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum sínum á framfæri við gerð hennar. Verður hún því ekki talin hafa þýðingu við úrlausn málsins. Með því að stefndu teljast ekki með öðrum sönnunargögnum hafa fært sönnur á staðhæfingar sínar um að áfrýjandi hafi valdið slysinu með stórkostlegu gáleysi verður krafa áfrýjanda tekin til greina á þann hátt sem í dómsorði greinir. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði þar með talin þóknun lögmanna hans sem ákveðst eins og í dómsorði greinir. Stefndu verða dæmdir óskipt til að greiða í ríkissjóð málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Viðurkennt er að áfrýjandi, Jón Kristján Jacobsen, eigi rétt á óskertum bótum úr slysatryggingu ökumanns bifreiðarinnar LV-878 hjá stefnda, Verði tryggingum hf., vegna afleiðinga umferðarslyss sem hann varð fyrir sem ökumaður bifreiðarinnar 7. október 2006 á Kringlumýrarbraut í Reykjavík, sunnan Bústaðavegar. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði og Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans í héraði, Agnars Þórs Guðmundssonar héraðsdómslögmanns, 400.000 krónur og málflutningsþóknun lögmanns hans fyrir Hæstarétti, Óðins Elíssonar hæstaréttarlögmanns, 400.000 krónur. Stefndu, Troja, trésmiðja ehf. og Vörður tryggingar hf., greiði óskipt í ríkissjóð vegna málskostnaðar áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti 850.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. janúar 2009. Mál þetta, sem var dómtekið 7. janúar sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Jóni Kristjáni Jacobsen, Flyðrugranda 16, Reykjavík á hendur Troju trésmíðaverkstæði ehf., Dugguvogi 23, Reykjavík og Verði tryggingum hf., Borgartúni 25, Reykjavík, með stefnu birtri 30. janúar 2008. Stefnandi krefst viðurkenningar á fullri bótaskyldu úr slysatryggingu ökumanns og eiganda bifreiðarinnar LV-878, sem er í eigu stefnda, Troju trésmiðju ehf., en er vátryggð hjá stefnda, Verði tryggingum hf., vegna afleiðinga umferðarslyss 7. október 2006. Þá krefst stefnandi málskostnaðar in solidum úr hendi stefndu að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefndu, Troja trésmíðaverkstæði ehf. og Vörður tryggingar hf. krefjast skerðingar á bótarétti stefnanda um 50% - fimmtíu af hundraði - og að stefnanda verði gert að greiða þeim málskostnað, ásamt virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Málavextir. Hinn 7. október 2006 lenti stefnandi í umferðarslysi. Hann var ökumaður bifreiðarinnar LV-878 sem var í eigu stefnda, Troju trésmiðju ehf. Bifreið stefnanda lenti í árekstri við bifreiðina UF-345 við akreinaskipti, með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist yfir á öfugan vegarhelming, þar sem bifreiðinni LP-552 var ekið í hlið hennar. Stefnandi hlaut umtalsverða áverka í slysinu og brotnuðu m.a. báðir fætur hans illa í slysinu. Fyrir liggur vottorð Yngva Ólafssonar, bæklunarskurðlæknis um áverkana. Með bréfi frá stefnda, Verði tryggingum hf., dags. 11. janúar 2007 voru stefnanda boðnar 50% bætur úr slysatryggingu ökumanns, þar sem félagið taldi aksturslag hans í umrætt sinn hafa verið með þeim hætti að jafna mætti til stórkostlegs gáleysis. Hinn 16. febrúar 2007 var tekin lögregluskýrsla af stefnanda. Hann taldi þar að hann hefði ekið á 80-90 km/klst. og fylgt hraða annarra ökutækja á sömu leið. Stefnandi fékk afrit af skýrslu þessari 22. ágúst 2007. Með bréfi lögmanns stefnanda frá 21. ágúst 2007 var þess óskað að stefndi Vörður tryggingar hf. endurskoðaði fyrri afstöðu sína til bóta. Í svarbréfi stefnda frá 4. september 2007, var fyrri afstaða félagsins ítrekuð. Hinn 6. september 2007 beindi stefnandi málinu til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Niðurstaða nefndarinnar er frá 23. október 2007 og þar segir: „Þegar tekið er mið af fyrirliggjandi gögnum er rétt að skerða bótarétt ökumanns A um 50% vegna stórkostlegs gáleysis. Ökumaður skipti um akrein án þess að gæta nægjanlegrar aðgæslu og ökuhraði hans virðist hafa verið alltof mikill með tilliti til frásagnar vitna og ummerkja á vettvangi.“ Stefnandi getur ekki fallist á niðurstöðu stefnda, Varðar trygginga hf., og Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum og hefur því höfðað mál þetta. Málsástæður og lagarök stefnanda Einnig byggir stefnandi á því að ákvæðum 2. mgr. 27. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 hafi ekki verið fullnægt. Stefndi, Vörður tryggingar hf., hefur hafnað að greiða stefnanda fullar bætur vegna meints stórkostlegs gáleysis. Í 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er fjallað um áhrif þess á bótarétt. Þar segir: „Bætur fyrir líkamstjón eða vegna missis framfæranda má lækka eða fella niður ef sá sem varð fyrir tjóni eða lést var meðvaldur að tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.“ Samkvæmt þessu nægir stefndu ekki að sýna fram á gáleysi stefnanda heldur verður að sýna fram á að gáleysið hafi verið stórkostlegt. Stefndi, Vörður tryggingar hf., byggir ákvörðun sína á framburði vitnis í lögregluskýrslu, af ummerkjum af vettvangi, með hvaða hætti slysið varð og þess að tjónþoli var ekki með bílbelti spennt. Í 2. mgr. 27. gr. laga um vátryggingarsamninga, nr. 20/2004, er kveðið á um heimild vátryggingarfélags til að losna úr ábyrgð í heild eða að hluta ef vátryggður veldur vátryggingaratburði af stórkostlegu gáleysi. Í 3. mgr. 27. gr. segir að félagið geti ekki borið fyrir sig að vátryggður hafi valdið vátryggingaratburði ef háttsemi hans telst ekki ásetningur eða stórkostlegt gáleysi. Hér er með öðrum orðum komið í veg fyrir að félagið geti borið fyrir sig almennt gáleysi vátryggðs. Stefnandi bendir á að jafnvel þótt um gáleysi hafi verið að ræða, er hann kunni að hafa sýnt af sér í málinu, er ekkert í málinu sem bendir til þess að skilyrðinu um stórkostlegt gáleysi sé fullnægt og því beri stefndu að bæta tjónið að fullu. Ekki liggur fyrir hve hratt stefnandi ók umrætt sinn, en ljóst er að ökuhraði er töluverður á brautinni þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Einungis er eitt vitni, ökumaður ökutækisins UF-345, Jón Kristján Johnsen, sem taldi stefnanda hafa keyrt hratt en hvergi kemur fram hve hratt hann taldi hann hafa ekið. Vitnið kvaðst sjálft hafa ekið á um 80 km/klst hraða og því ekki óeðlilegt að stefnandi hafi tekið fram úr honum ef ökuhraði hans hafi verið um 90 km/klst. Ásamt þessu kemur fram í lögregluskýrslu, að miðað við ummerki á tjónsstað hafi verið líklegt að stefnandi hafi ekið hratt. Þrátt fyrir framangreint tiltók lögreglan ekki í skýrslu sinni að um vítaverðan eða of hraðan akstur hafi verið að ræða og gerði engar athugasemdir við aksturslag stefnanda. Þar að auki taldi lögreglan enga ástæðu til að taka lögregluskýrslu af stefnanda vegna málsins, sem styður fullyrðingu hans um að hann hafi ekki sýnt af sér vítaverðan akstur í umrætt sinn. Stefnandi kveðst hafa ekið á um 80-90 km/klst hraða og fylgt hraða annarra ökutækja sem ekið var norður Kringlumýrarbraut þegar umrætt atvik átti sér stað. Önnur vitni en Jón Kristján Johnsen að atvikinu sáu aðeins bílinn eftir að áreksturinn hafði orðið og kváðu bílinn kastast til á miklum hraða. Ljóst má vera að ekið er hratt á þeim stað er slysið varð. Bílar sem lenda í árekstri á þeim hraða munu óhjákvæmilega kastast til á miklum hraða. Af þeim sökum mótmælir stefnandi því harðlega að hann hafi í umrætt sinn keyrt of hratt eða um ofsaakstur hafi verið að ræða. Slysið má einungis rekja til aðgæsluleysis stefnanda þegar hann skipti um akrein, hann tók ekki eftir bifreið þar sem hún var í svokölluðum „blindum punkti“ þegar litið var í hliðarspegil. Ökuhraði stefnanda var ekki meiri en gengur og gerist á Kringlumýrarbrautinni ásamt því að bílbeltisleysi hans hafði ekkert með slysið að gera. Ljóst er af framangreindu að skilyrðum stórkostlegs gáleysis er ekki fullnægt í máli þessu og því enginn grundvöllur fyrir stefnda, Vörð tryggingar hf., að skerða bótarétt úr slysatryggingu ökumanns og eiganda. Um bótaábyrgð er vísað til XIII. kafla umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. einkum 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þá vísar stefnandi til ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993 og ákvæða laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Um aðild stefndu, Troju trésmiðju ehf. og Varðar trygginga hf., vísast m.a. til 1. mgr. 97. gr. umferðarlaga. Um málskostnað vísar stefnandi til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt byggist á ákvæðum laga nr. 50/1988. Um varnarþing vísast til 42. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, en stefndu Troja trésmiðja ehf. og Vörður tryggingar hf., eiga varnarþing í Reykjavík. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndu vísa til lögregluskýrslu, dags. 8. október 2006, um það hvernig atvik áttu sér stað, en þar segir: „Ökutæki 1: LV878. Ökutæki 1 var ekið norður Kringlumýrarbraut eftir miðakrein og því síðan beygt yfir á vinstri akrein en lenti þá utan í ökutæki 2 sem ekið var sömu leið eftir vinstri akrein. Við áreksturinn snérist ökutæki 1 og lenti nánast þversum á akbrautarkantinum og kastaðist í loft upp og fór eftir umferðareyjunni til norðurs að hluta til í loftköstum og síðan yfir á gagnstæða akrein þar sem það lenti framan á ökutæki 3 sem ekið var suður Kringlumýrarbraut. Ökutæki 1 hafnaði á vinstri hlið og snéri framhluti hennar til norðurs. Ökumaður var fastur í ökutækinu og samkvæmt frásögn vitnis, Einars, sem kom fyrstur að ökutækinu þá hafi ökumaður legið í ”kuðli” á bílstjórahurðinni og hafi hann ekki verið í öryggisbelti. Þar sem fyrstu ummerki eftir ökutæki 1 sjást á akbraut Kringlumýrarbrautar til norðurs og að þeim stað sem ökutæki 1 stöðvaði mældist 80 metrar. Ökutæki 2 hafnaði uppá umferðareyju og stöðvaði hann nokkru norðan við árekstursstað. Ökutæki 3 hafnaði utan vegar uppá grasigrónu svæði vestan götunnar og snéri framhluti þess til austurs....... Miðað við frásögn vitna og ummerki á vettvangi er talið að ökutæki 1 hafi verið ekið norður Kringlumýrarbraut á mikilli ferð.“ Í öðru lagi varðandi frásagnir vitna vísast til þess sem kemur fram á sömu lögregluskýrslu frá 8. október 2007. Stefndu telja að samkvæmt atvikalýsingu vitna að umferðarslysi því sem stefnandi var valdur að hinn 7. október 2006, með aksturslagi sínu, sem jafna verður til stórkostlegs gáleysis, megi ljóst vera að hann hefur þverbrotið ákvæði 1. mgr. 36. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, þar sem segir m.a. hvað varðar ökuhraða: „Ökuhraða skal jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra.“... „Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu ...“ Stefndu byggja á því að stefnandi hafi algjörlega misst vald á bifreið þeirri er hann ók norður Kringlumýrarbraut í umrætt sinn, LV-878, vegna hraðaksturs og þess að skipta um akrein án nægjanlegrar aðgæslu, sem samanlagt verður ekki hjá komist að jafna til stórkostlegs gáleysis. Bifreiðin fór í loftköstum og stöðvaðist 80 metra frá fyrstu ummerkjum eftir hana frá akbraut Kringlumýrarbrautar til norðurs og að þeim stað sem bifreiðin stöðvaðist vegna áreksturs við bifreiðina LP-552 á miðakrein akstursleiðar á Kringlumýrarbraut til suðurs. Í þriðja lagi er vísað til mynda af slysavettvangi, teknum 7. október 2006 af starfsmanni tæknideildar lögreglu. Þær staðfesta þetta. Stefndu telja að skerða beri bótarétt stefnanda um 50% vegna aksturslags hans í umrætt sinn og stórkostlegs gáleysis, svo sem kemur fram í bréfi stefnda, Varðar trygginga hf. Þá er einnig vísað til álits Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum en þar segir: „Þegar tekið er mið af fyrirliggjandi gögnum er rétt að skerða bótarétt ökumanns A um 50% vegna stórkostlegs gáleysis. Ökumaður skipti um akrein án þess að gæta nægjanlegrar aðgæslu og ökuhraði hans virðist hafa verið allt of mikill með tilliti til frásagnar vitna og ummerkja á vettvangi.“ Niðurstaðan nefndarinnar er sú að skerða beri bótarétt ökumanns A úr slysatryggingu ökumanns og eigenda sem nemur 50%. Þá benda stefndu á að í bréfi lögmanns stefnanda 6. september 2007 til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, segir m.a.: „Önnur vitni að atvikinu sáu aðeins bílinn eftir að áreksturinn hafði orðið og kváðu bílinn kastast til á miklum hraða. Ljóst má vera að ekið er hratt á þeim stað er slysið varð. Bílar sem lenda í árekstri á þeim hraða munu óhjákvæmilega kastast til á miklum hraða og þá sérstaklega þegar bílar kastast yfir á aðra vegarhelminga í loftköstum líkt og átti sér stað í þessu tilviki.“ Stefndu telja að úr þessu verði vart annað lesið en að viðurkennt sé að bifreiðinni sem stefnandi ók hafi verið ekið hratt, ógætilega og gáleysislega þegar stefnandi olli slysinu. Um lagarök er vísað til þess sem að framan greinir, svo og laga um meðferð einkamála og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Ágreiningur málsins lýtur að því hvort stefnandi eigi rétt til fullra bóta úr slysatryggingu ökumanns eða að bótarétturinn eigi að skerðast um 50%, svo sem stefndu krefjast. Samkvæmt 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er heimilt að lækka bætur ef tjónþoli hefur sýnt af sér stórkostkostlegt gáleysi. Stefnandi lenti í árekstri 7. október 2006. Hann ók þá norður Kringlumýrarbrautina á miðakrein. Við það að hann skipti yfir á vinstri akrein rakst afturhluti bifreiðar hans í framhluta bifreiðar sem ók eftir þeirri akrein. Í lögregluskýrslu kemur fram að við áreksturinn hafi ökutæki stefnanda snúist og lent nánast þversum á akbrautarkantinum og kastast í loft upp, farið eftir umferðareyjunni til norðurs, að hluta í loftköstum, og síðan yfir á gagnstæða akrein þar sem bifreiðin lenti framan á jeppa sem ekið var suður Kringlumýrarbraut. Samkvæmt lögregluskýrslunni mun bifreiðin hafa kastast 80 metra. Í skýrslunni kemur einnig fram að miðað við frásögn vitna og ummerki á vettvangi var talið að bifreiðin hafi verið á mikilli ferð. Báðar bifreiðarnar er stefnandi ók á fóru út af akbrautinni. Bifreið stefnanda og bifreið, er hann lenti á og var á ekið til suðurs, voru fluttar af vettvangi með kranabifreiðum. Stefnandi slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús. Honum var haldið sofandi í um það bil tvær vikur. Lögregluskýrsla var tekin af stefnanda 16. febrúar 2007. Þar taldi hann sig hafa verið á 80-90 km/klst. hraða og fylgt umferðarhraða á götunni. Í lögregluskýrslu er haft eftir vitninu Jóni Kristjáni Johnsen, að hann hafi ekið norður Kringlumýrarbraut eftir vinstri akrein og verið á 80-90 km/klst. hraða. Rétt fyrir framan hann, á miðakrein, hafi verið ökutæki og skyndilega hafi hann séð er ökutæki stefnanda „var ekið hratt áleiðis framúr sér hægra megin og því beygt þvert í veg fyrir sig á milli sín og áðurnefnds ökutækis á miðakrein.“ Í sömu skýrslu er haft eftir vitninu Jóni Pálssyni, en hann ók bifreið suður Kringlumýrarbraut, að hann hafi séð ökutæki stefnanda koma í loftköstum yfir umferðareyjuna og stefna á hann. Hann hafi beygt til hægri og hemlað en það hafi ekki nægt að af afstýra árekstri. Þá er í sömu lögregluskýrslu haft eftir vitnunum Þorvaldi Hafberg og Einari Guðberg Jónssyni að þeir hafi séð bifreið stefnanda koma í loftköstum yfir umferðareyjuna og hafi hún verið á mikilli ferð. Undir rekstri máls var lögð fram álitsgerð frá Magnúsi Þór Jónssyni, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands. Að beiðni stefndu gerði hann rannsókn á ökuhraða bifreiðar stefnanda þegar hann missir stjórn á henni og hún lendir á öfugum vegarhelmingi framan á annarri bifreið LP-552. Niðurstaða Magnúsar er sú, að ef LP-552 væri talin á 65 km/klst., þá hefði stefnandi sennilega verið á 137 km/klst., mögulegi lágmarkshraði væri 112 km/klst. en hámarkshraði 164 km/klst. Fyrir dóminum liggur að meta hvort stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða almennt gáleysi er hann olli árekstrunum. Sjálfur telur stefnandi að hann hafi ekið á 80-90 km/klst. hraða og haldið sama hraða og aðrir. Ökumaður bifreiðar þeirra er stefnandi ók fyrst á, þ.e. Jón Kristján Johnsen, telur sig hafa verið á 80-90 km/klst. hraða þegar stefnandi hafi farið fram úr honum. Séu hraðamörk stefnanda lögð til grundvallar má ljóst vera að bifreiðarnar hafi ekið svo að segja samhliða. Því hlaut stefnandi að hafa vitað um bifreiðina og er því hafnað að hún hafi verið í einhverjum „blindum punkti“. Stefnandi hafi því sýnt af sér stórfellt gáleysi er hann skiptir um akrein og ekur á bifreið nafna síns. Hins vegar telur dómurinn að leggja verði til grundvallar að stefnandi hafi verið á meiri ferð en hann sjálfur hefur upplýst. Því til stuðnings er bent á framburð vitna um að stefnandi hafi ekið hratt, og skemmdir á bifreiðunum. Þá liggur fyrir að bifreið stefnanda hafi við fyrri áreksturinn kastast 80 metra upp í móti, yfir umferðareyju og á aðra stærri bifreið sem við höggið fór út af veginum. Síðast en ekki síst er vísað til álitsgerðar Magnúsar Þórs Jónssonar. Þegar á allt þetta er litið er það niðurstaða dómsins að stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi er hann olli árekstrunum 7. október 2006. Með vísan til 2. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er því heimilt að lækka bætur til handa stefnanda. Eru stefndu sýknaðir af kröfu stefnanda. Krafa stefndu er því tekin til greina að öðru leyti en því að rétt þykir að málskostnaður milli aðila falli niður. Stefnandi hefur fengið gjafsókn til reksturs málsins fyrir héraðsdómi. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Agnars Þórs Guðmundssonar hdl., sem er hæfilega ákveðin 200.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun þóknunarinnar hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Agnar Þór Guðmundsson hdl. Af hálfu stefnda flutti málið Kjartan Reynir Ólafsson hrl. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan.
Mál nr. 449/2017
Kærumál Málsóknarfélag Málsástæða Kröfugerð Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
M krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda B á tjóni félagsmanna M, vegna hlutabréfa sem þeir, eða aðilar sem þeir leiddu rétt sinn frá, hefðu eignast eftir 30. júní 2006 og urðu verðlaus 7. október 2008 þegar L hf. var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu. Í dómi Hæstaréttar kom fram að það leiddi af 1. og 2. mgr. 19. gr. a. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að málsóknarfélagi væri heimilt í samræmi við tilgang sinn að höfða mál í eigin nafni og krefjast viðurkenningar í einu lagi á skaðabótaskyldu þess, sem stefnt væri, á tjóni félagsmanna sinna, enda væru uppfyllt skilyrði 1. mgr. 19. gr. og 2. mgr. 25. gr. laganna. Þar sem áskilið væri í 1. mgr. 19. gr. a. að kröfur félagsmanna yrðu að vera af sömu rót runnar yrði sami bótagrundvöllur að búa að baki kröfunum þannig að málatilbúnaður allra félagsmanna yrði einsleitur. Þá var tekið fram að væru leiddar nægar líkur að því að félagsmenn málsóknarfélags hefðu orðið fyrir tjóni, svo sem vegna sömu atvika, jafnframt því sem gerð væri grein fyrir í hverju tjón þeirra fælist og hver tengsl þess væru við atvik máls, þannig að fullnægt væri áskilnað 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um lögvarða hagsmuni væri ekkert því til fyrirstöðu að félagið krefðist í einu lagi viðurkenningar á bótaskyldu gagnvart félagsmönnum án tillits til bótafjárhæðar sem kæmi í hlut hvers og eins þeirra. Byggðu félagsmenn í M bótakröfu sína á því að eftir 27. janúar 2006 hefði B með saknæmum hætti ekki veitt upplýsingar um ákveðnar áhættuskuldbindingar og yfirráð yfir L hf. og að þeir hefðu ekki orðið fyrir tjóni ef réttar upplýsingar hefðu verið birtar í reikningsskilum L hf. enda hefðu þeir þá selt hlutabréf sín.Var því talið ljóst að félagsmenn M teldu sig allir eiga kröfur á hendur B sem ætti rætur að rekja til sömu atvika og aðstöðu í skilningi 1. mgr. 19. gr. a. laga nr. 91/1991. Þá var talið að með málatilbúnaðnum hefði M leitt að því nægar líkur að félagsmennirnir hefðu orðið fyrir fjártjóni yrði komist að þeirri niðurstöðu að sú háttsemi B sem um væri deilt í málinu hefði verið ólögmæt og M hefði því notið heimildar 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 til að sækja mál þetta á þann hátt sem það hafði gert með viðurkenningarkröfu sinni. Var því hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÞorgeirÖrlygsson, Eiríkur Tómasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru6. júlí 2017 en kærumálsgögn bárust réttinum 18. sama mánaðar. Kærður erúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2017 þar sem máli sóknaraðila áhendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærðiúrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið tilefnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar og kærumálskostnaðar.IÍhéraðsstefnu kemur fram að félagsmenn í sóknaraðila hafi átt hlut að máli áhendur varnaraðila sem með dómi Hæstaréttar 2. maí 2016 í máli nr. 235/2016 varvísað frá héraðsdómi. Þá segir þar að félagsmenn sóknaraðila í fyrra málinuhafi allir verið hluthafar í Landsbanka Íslands hf. 7. október 2008, þegarhlutabréf þeirra urðu verðlaus, en ekki hafi verið gerður greinarmunur áhluthöfum eftir því hvenær þeir eignuðust hlutabréf sín í bankanum. Hafi sumirfélagsmanna byggt á því í fyrra málinu að þeir hefðu selt hlutabréf sín aðfengnum réttum upplýsingum en aðrir á því að þeir hefðu ekki keypt hlutabréf.Hæstiréttur hafi talið að bótagrundvöllur félagsmanna að þessu leyti væri ekkinægilega einsleitur.Íkæru sinni til Hæstaréttar segir sóknaraðili nánar um aðild málsins að í ljósidómsins í máli nr. 235/2016 hafi verið farin sú leið að skipta málsókninni,eins og hún hafi verið ákveðin í upphafi, niður á þrjú málsóknarfélög og takimálsókn hvers félags nú mið af því hvenær félagsmenn eignuðust bréf íLandsbanka Íslands hf. Með þessu sé tryggt að aðstæður félagsmanna ogþar með málsástæður að baki bótakröfum þeirra séu þær sömu og málatilbúnaðurþeirra því einsleitur. Félagsmenní sóknaraðila nú séu aðeins þeir, sem hafi eignast hlutabréf í LandsbankaÍslands hf. á tímabilinu eftir 30. júní 2006, það er „eftir að hin ætluðuðubrot varnaraðila hófust, en þeir byggja allir á því að þeir hefðu ekki keypthlutabréf í Landsbanka Íslands hf. eftir þann 30. júní 2006, og því ekki orðiðfyrir tjóni þegar þau urðu verðlaus þann 7. október 2008, ef varnaraðili hefðiekki brotið gegn þeim skyldum sem á honum hvíldu.“ Í héraðsstefnu segir að þeireinir sem fullnægi þessu skilyrði geti verið félagsmenn í sóknaraðila og áttaðild að þessu máli. IITilgangursóknaraðila samkvæmt 3. grein samþykkta hans frá 15. júlí 2016 er „að höfða ogreka dómsmál um skaðabótakröfur félagsmanna á hendur Björgólfi ThorBjörgólfssyni ... vegna tjóns sem félagsmenn urðu fyrir vegna kaupa áhlutabréfum í Landsbanka Íslands hf., sem og innheimta á skaðabótum.“ Þá segir þarjafnframt að heimilt sé „að láta fyrst reyna á það hvort bótaskylda sé fyrirhendi í viðurkenningarmáli.“ Í 4. grein samþykktanna er svohljóðandi ákvæði:„Þeir einir geta verið félagsmenn sem geta átt aðild að því dómsmáli sem félagiðer stofnað til að reka“. Íhéraðsstefnu gerir sóknaraðili svofelldar kröfur á hendur varnaraðila:„Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda á tjónifélagsmanna stefnanda, vegna þess að þeir voru í þeirri stöðu að hlutabréf semþeir, eða aðilar sem þeir leiða rétt sinn frá, eignuðust í Landsbanka Íslandshf. eftir 30. júní 2006, urðu verðlaus þann 7. október 2008.“ Samkvæmt því semfram kemur í stefnunni áttu félagsmenn í sóknaraðila 7. október 2008 hlutabréfí Landsbanka Íslands hf. sem þeir höfðu keypt eftir 30. júní 2006. Ermálatilbúnaður sóknaraðila á því reistur að félagsmennirnir hefðu ekki keypthlutabréf í Landsbanka Íslands hf. ef upplýst hefði verið um umfangsmiklarlánveitingar bankans til varnaraðila og félaga honum tengdum, en þessarupplýsingar hafi átt að koma fram í ársreikningi bankans fyrir rekstrarárið2005 sem birtur var 27. janúar 2006. Þáheldur sóknaraðili því fram að félagsmennirnir hefðu ekki kosið að verahluthafar í Landsbanka Íslands hf. ef upplýst hefði verið að bankinn lytiyfirráðum Samson eignarhaldsfélags ehf., en sú staða hafi verið uppi frá 30.júní 2006 og til þess er bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu 7.október 2008.Sóknaraðiliheldur því fram að varnaraðili beri ábyrgð á því að félagsmenn sínir hafi byggtákvörðun um að eignast hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. eftir 30. júní 2006 áröngum og ófullnægjandi upplýsingum. Varnaraðili hafi vitað eða mátt vita aðupplýsingar um framangreind tengsl varnaraðila og lánveitingar til hans sem ogyfirráð Samson eignarhaldsfélags ehf. á Landsbanka Íslands hf. hafi veriðmikilvægar upplýsingar fyrir ákvörðun félagsmanna sóknaraðila um að vera áframhluthafar í bankanum. Sé málatilbúnaður þeirra á því reistur að hefðu þeirfengið réttar upplýsingar um þessi atriði hefðu þeir ekki orðið fyrir tjónivegna kaupa eða eignarhalds á hlutabréfum í bankanum. Tjón þeirra sé þvíafleiðing saknæmrar og ólögmætrar háttsemi varnaraðila. Bótaskylda varnaraðilagagnvart félagsmönnum sóknaraðila byggi því á sömu atvikum og aðstæðum, sbr. 1.mgr. 19. gr. a. laga nr. 91/1991. Aðstaða félagsmannanna sé þannig nákvæmlegasú sama og byggi bótagrundavöllur þeirra á sömu málsástæðum. Íkæru sinni til Hæstaréttar lætur sóknaraðili meðal annars svo um mælt: „Ímálinu reisir sóknaraðili kröfugerð sína á heimild 2. mgr. 25. gr. laga nr.91/1991. Málatilbúnaður sóknaraðila byggir á þeim grundvelli að úr bótaréttieinstakra félagsmanna þyrfti að leysa sérstaklega verði fallist á viðurkenninguskaðabótaskyldu. Í slíku máli gæti varnaraðili komið að vörnum við fjárkröfumsem tengjast sérstaklega stöðu viðkomandi félagsmanns, s.s. því hvort honumtakist að sanna fjártjón sitt, hvort og þá með hvaða hætti draga skuli frátjóni viðkomandi hagnað af öðrum viðskiptum með hlutabréf í Landsbanka Íslandshf., eða hvort hann hafi misst rétt til bóta, s.s. fyrir tómlæti, eigin sök,bætur frá þriðja aðila, eftirgjöf, skuldajöfnun eða fyrningu og hvað annað semáhrif hefur á ákvörðun bótafjárhæðar þegar upp verður staðið. Sóknaraðili telurþví að úrlausnarefni málsins séu í aðalatriðum þau hvort atvik máls teljistsönnuð og hvort varnaraðili hafi gerst sekur um bótaskylda háttsemi.Málatilbúnaður sóknaraðila byggir á þeim grundvelli að hagræði afhópmálsókninni felist í því, að til þess að leysa úr framangreindum atvikum ogmálsástæðum sé ekki nauðsynlegt að í málinu sé gerð grein fyrir viðskiptumhvers félagsmanns fyrir sig. Slík umfjöllun eða gagnaframlagning myndi dragamjög úr hagræði við úrlausn á viðurkenningarkröfu sóknaraðila og færi ... gegnmarkmiðum og tilgangi ákvæðis 19. gr. a. um að greiða fyrir aðgengi aðdómstólum og fylgja þeirri þróun sem hefur orðið að þessu leyti á hinumNorðurlöndunum.“ Íkærunni heldur sóknaraðili því fram að túlkun héraðsdóms á skilyrðum 19. gr. a.laga nr. 91/1991 sé röng og hafi héraðsdómur lagt til grundvallar niðurstöðusinni atriði sem málsaðila greini á um og varði efni málsins en ekki form. Meðþví dragi héraðsdómur rangar ályktanir af málatilbúnaði sóknaraðila sem sé áþví reistur „að með hinni saknæmu háttsemi varnaraðila hafi meðlimirsóknaraðila verið sviptir réttinum til að taka ákvörðun um fjárfestingar sínará grundvelli upplýsinga sem í lögum eru taldar mikilsverðar upplýsingar fyrirfjárfesta ... ef þessar upplýsingar hefðu verið veittar eða fram komiðyfirtökutilboð hefðu meðlimir hans ekki verið hluthafar í bankanum þegar hannféll í október 2008.“ Verði varnaraðili að bera hallann af óvissu um til hvaðaákvarðana fjárfestar hefðu gripið ef réttar upplýsingar hefðu verið veittar. IIISamkvæmt1. mgr. 19. gr. a. laga nr. 91/1991, sbr. 1. gr. laga nr. 117/2010, er þremuraðilum eða fleiri, sem eiga kröfur á hendur sama aðila, heimilt að láta málsóknarfélag,sem þeir eiga hlut að, reka í einu lagi mál um kröfur þeirra allra, enda eigiþær rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings, í stað þess aðsækja málið á grundvelli 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Skal málsóknarfélagstofnað til að reka tiltekið mál fyrir dómi og er óheimilt að láta það starfavið annað en rekstur málsins og eftir atvikum fullnustu á réttindum félagsmannaog uppgjör krafna þeirra. Séu málsóknarfélagi ekki settar sérstakar samþykktirskulu gilda um það almennar samþykktir sem ráðherra ákveður í reglugerð. Þá skal halda skrá um félagsmenn. Í 2. mgr. 19. gr. a. erkveðið á um að þótt málsóknarfélag eigi aðild að máli eigi félagsmenn hverfyrir sitt leyti þá hagsmuni sem málið varðar og njóti þar sömu stöðu og aðilarað því leyti sem annað leiði ekki af ákvæðum lagagreinarinnar. Í stefnu skaldómkrafa gerð í einu lagi í nafni félagsins en greint skal allt að einu fráfélagsmönnum. Í 3. mgr. segir að gangi nýr aðili í málsóknarfélag eftir að máler höfðað en áður en aðalmeðferð þess er hafin geti félagið aukið við dómkröfursínar í þágu nýja félagsmannsins. Slík breyting á dómkröfum skal eftir þörfumgerð með framhaldsstefnu og gildir þá ekki það skilyrði 29. gr. laga nr.91/1991 að félaginu verði metið til vanrækslu að hafa ekki gert kröfur sínar íeinu lagi í öndverðu.Ígreinargerð með frumvarpi því, sem varð að lögum nr. 117/2010 og leiddi ílög hið sérstaka úrræði ummálsóknarfélög, var megininntaki þess lýst svo: „Í frumvarpinu felst súgrundvallarregla að um mál sem er höfðað og rekið af málsóknarfélagi gildaallar reglur réttarfarslaga að því marki sem ekki er beinlínis vikið frá þeimmeð reglum frumvarpsins. Frumvarpið nær til þeirra tilvika þar sem hver og einnsem telur til réttar á hendur öðrum hefði getað rekið mál fyrir dómi upp á sitteindæmi eða með því að standa ásamt fleirum að málsókn með samlagsaðild skv. 1.mgr. 19. gr. laga um meðferð einkamála. Þess í stað er með frumvarpinu lögð tilheimild til stofnunar málsóknarfélags í því skyni að félagið komi fram og rekidómsmál en ekki þeir sem eiga þá hagsmuni sem leitað er fyrir dómi.“ Ískýringum með 1. mgr. 1. gr. frumvarpsins sagði meðal annars: „Einnig eráskilið með sama hætti og á við um samlagsaðild að félagsmenn í málsóknarfélagieigi allir kröfur á hendur sama aðila sem eiga rætur að rekja til sama atviks,aðstöðu eða löggernings. Með öllu er ógerlegt að víkja frá þessu skilyrði endaverður ekki rekið í einu lagi mál þar sem sakarefnið er ekki eins gagnvartöllum sem eiga í hlut þannig að málatilbúnaður allra sé samhljóða ... Eins ogbeinlínis er tekið fram í 1. mgr. verður málsóknarfélag aðeins myndað til aðreka tiltekið mál fyrir dómi og verður sakarefni þess að liggja fyrir viðstofnun félagsins. Ef nauðsynlegt er af einhverju tilefni að reka fleiri málfyrir dómi væri vitanlega hægt að stofna samtímis fleiri málsóknarfélög umhvert sakarefni og tæki þá aðild að hverju félagi mið af því hverjir ættu þáhagsmuni sem málareksturinn stendur um ... Þegar málsóknarfélag hefur veriðmyndað rekur það í einu lagi mál um kröfur allra félagsmanna. Í þessu felst aðpeningakröfur félagsmanna verða lagðar saman þannig að úr verði einheildarkrafa sem beint verður að þeim sem málið er höfðað gegn. Efmálsóknarfélag gerir á hinn bóginn aðeins viðurkenningarkröfu er gert ráð fyrirþví að sú krafa sé höfð uppi fyrir alla félagsmenn í senn án þess að þar ségerður nokkur greinarmunur. Þannig yrði mál ekki rekið á þessum grundvelli ef aðstæðurværu með því móti að tíunda yrði sérstaklega réttindi hvers og eins, enda er þáviðbúið að málatilbúnaður þeirra allra sé ekki einsleitur eins og áskilið er ífrumvarpinu.“IVEins og nánar greinir í dómi Hæstaréttar ímáli nr. 235/2016 leiðir það af 1. og 2. mgr. 19. gr. a. laga nr. 91/1991 aðmálsóknarfélagi er heimilt í samræmi við tilgang sinn að höfða mál í eiginnafni og krefjast viðurkenningar í einu lagi á skaðabótaskyldu þess sem stefnter á tjóni félagsmanna sinna, enda séu uppfyllt skilyrði 1. mgr. 19. gr. og 2.mgr. 25. gr. laganna. Vegna þess að áskilið er í 1. mgr. 19. gr. a. að kröfurfélagsmannanna verði að vera af sömu rót runnar verður sami bótagrundvöllur aðbúa að baki kröfunum þannig að málatilbúnaður allra félagsmanna sé einsleitur.Ef kröfur félagsmanna um viðurkenningu á bótaskyldu styðjast við ólíkarmálsástæður er ekki unnt að beita því málsóknarúrræði sem hér um ræðir. Séu hinsvegar leiddar nægar líkur að því að félagsmenn málsóknarfélags hafi orðið fyrirtjóni, svo sem vegna sömu atvika, jafnframt því sem gerð er grein fyrir íhverju tjón þeirra felist og hver tengsl þess séu við atvik máls, þannig aðfullnægt sé áskilnaði 2. mgr. 25. gr. um lögvarða hagsmuni er ekkert því tilfyrirstöðu að félagið krefjist í einu lagi viðurkenningar á bótaskyldu gagnvartfélagsmönnunum án tillits til bótafjárhæðar sem kæmi í hlut hvers og einsþeirra. Sú breyting hefur verið gerð frá þvísem áður var að nú hefur málsókn á hendur varnaraðila verið skipt niður á þrjúmálsóknarfélög, svo sem heimilt er samkvæmt því sem rakið er í kafla III hér aðframan, og tekur málsókn hvers félags mið af því hvenær félagsmenn eignuðusthlutabréf í Landsbanka Íslands hf. Í máli þessu krefst sóknaraðili í einu lagiviðurkenningar á bótarétti þeirra sem voru hluthafar í Landsbanka Íslands hf.,höfðu eignast hlutabréf sín eftir 30. júní 2006 og voru í þeirri stöðu aðhlutabréfin urðu verðlaus 7. október 2008, þegar bankinn var tekinn yfir afFjármálaeftirlitinu. Með dagsetningunni 30. júní 2006 er við það miðað að þáhafi hafist ætluð brot varnaraðila varðandi yfirráð Samson eignarhaldsfélagsehf. yfir Landsbanka Íslands hf., vanræksla varnaraðila á að leggja mat á yfirráðinog setja fram yfirtökuboð. Krafa sóknaraðilaer á því reist að varnaraðili hafi með saknæmum hætti valdið því að ekki voruveittar upplýsingar um gríðarstórar áhættuskuldbindingar Landsbanka Íslands hf.tengdar varnaraðila og félögum hans. Einnig að varnaraðili hafi vanrækt þærskyldur sem á honum hvíldu um að upplýsa opinberlega að Samson eignarhaldsfélagehf. færi með yfirráð yfir bankanum og væri móðurfélag hans. Félagsmenn ísóknaraðila hefðu ekki kært sig um að eiga hlutabréf í bankanum ef þessarupplýsingar um áhættuskuldbindingar og yfirráð hefðu legið fyrir. Þá hafivarnaraðili valdið þeim tjóni með því að vanrækja þá skyldu sína semstjórnarformaður og annar eigandi Samson eignarhaldsfélags ehf. að sjá til þessað það félag gerði öðrum hluthöfum í bankanum yfirtökuboð. Allir félagsmenn ísóknaraðila hafi verið í þeirri stöðu að þeir eignuðust hlutabréf í LandsbankaÍslands hf. eftir 30. júní 2006, það er eftir að ætluð brot varnaraðila hófust,en þeir byggi allir á því að þeir hefðu ekki keypt hlutabréf í bankanum eftir30. júní 2006 og því ekki orðið fyrir tjóni þegar bréfin urðu verðlaus 7.október 2008 ef varnaraðili hefði ekki brotið gegn þeim skyldum sem á honumhvíldu.Af því sem hérvar rakið er ljóst að félagsmenn í sóknaraðila telja sig allir eiga kröfur áhendur varnaraðila sem eiga rætur að rekja til sömu atvika og aðstöðu ískilningi 1. mgr. 19. gr. a. laga nr. 91/1991. Sami bótagrundvöllur býrsamkvæmt framansögðu að baki kröfum allra félagsmanna í sóknaraðila og er þvífullnægt því skilyrði að kröfurnar séu af sömu rót runnar og málatilbúnaðurfélagsmanna einsleitur í skilningi síðastgreinds lagaákvæðis. Samkvæmt meginreglumeinkamálaréttarfars eru félagsmenn í sóknaraðila bundnir af málatilbúnaði hans,þar á meðal þeim málsástæðum sem teflt er fram til stuðningsviðurkenningarkröfunni sem höfð er uppi í málinu. Með málatilbúnaðinum hefursóknaraðili leitt að því nægar líkur að félagsmennirnir hafi orðið fyrirfjártjóni verði komist að þeirri niðurstöðu að sú háttsemi varnaraðila sem umer deilt í málinu hafi verið ólögmæt. Að fenginni slíkri niðurstöðu gæti sóknaraðilieða eftir atvikum hver og einn félagsmaður krafist bóta úr hendi varnaraðila,enda verði þá færðar sönnur á að félagsmaðurinn hafi beðið fjárhagslegt tjónvegna hlutabréfaeignar sinnar í Landsbanka Íslands hf. sem málið tekur til oghver fjárhæð tjónsins hafi verið. Að þessu gættu hefur sóknaraðili gertnægjanlega grein fyrir því í hverju tjón félagsmanna hans kunni að felast oghver tengsl þess séu við atvik málsins. Sóknaraðili nýtur því heimildar2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 til að sækja mál þetta á þann hátt sem hanngerir með viðurkenningarkröfu sinni. Samkvæmt því og þar sem aðrar málsástæðurvarnaraðila geta ekki leitt til frávísunar málsins verður hinn kærði úrskurðurfelldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að leggja efnisdóm á málið.Eftirframangreindum úrslitum verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðilakærumálskostnað eins og í dómsorði greinir en ákvörðun málskostnaðar í héraðibíður efnisdóms í málinu. Dómsorð:Hinnkærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að leggja efnisdómá málið.Varnaraðili,Björgólfur Thor Björgólfsson, greiði sóknaraðila, Málsóknarfélagi hluthafa LandsbankaÍslands III, 600.000 krónur í kærumálskostnað.ÚrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2017I Málþetta, sem var tekið til úrskurðar 10. maí sl., var höfðað 25. október 2016 afMálsóknarfélagi hluthafa Landsbanka Íslands III, Borgartúni 26 í Reykjavík,gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni, 55 Clarendon Road, London, W11 4JD,Bretlandi. Ímálinu krefst stefnandi þess að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda átjóni félagsmanna stefnanda, vegna þess að þeir voru í þeirri stöðu, aðhlutabréf sem þeir, eða aðilar sem þeir leiða rétt sinn frá, eignuðust íLandsbanka Íslands hf. eftir 30. júní 2006, urðu verðlaus þann 7. október 2008.Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu. Stefndigerir kröfu um að málinu verði vísað frá dómi og að honum verði dæmdurmálskostnaður úr hendi stefnanda að skaðlausu. Er krafan sett fram með vísantil 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.II Stefnandier málsóknarfélag einstaklinga og lögaðila sem eiga það sammerkt að hafa veriðhluthafar í Landsbanka Íslands hf. 7. október 2008 eða leiða rétt sinn fráaðila sem átti hlutabréf í bankanum á þeim degi, eins og segir í stefnu. Viðþingfestingu málsins munu 96 félagsmaður hafa verið í málsóknarfélaginu, enþeir eru allir nafngreindir í stefnu og var listi með nafni og kennitölu þeirralagður fram við þingfestingu málsins, ásamt gögnum frá VerðbréfaskráninguÍslands um hlutabréfaeign félagsmanna stefnanda í Landsbankanum. Hinn7. október 2008 var stjórn Landsbanka Íslands hf. tekin yfir afFjármálaeftirlitinu á grundvelli heimildar í lögum nr. 125/2008 og bankanumskipuð skilanefnd. Í stefnu segir að við það hafi hlutabréf hluthafa í bankanumorðið verðlaus. Byggir stefnandi málshöfðun sína á því að félagsmenn hans hefðuekki verið hluthafar í bankanum við fall hans, „og þar með ekki orðið fyrirtjóni“, ef ekki hefði komið til saknæm og ólögmæt háttsemi stefnda sem lýst erí stefnunni. Ístefnu er gerð grein fyrir kaupum Samsons eignarhaldsfélags ehf. (Samson) á45,8% hlut í Landsbanka Íslands hf. í lok árs 2002. Þar er því síðan lýst meðhvaða hætti hlutur Samsons í bankanum breyttist samkvæmt því sem upplýst er íársreikningum bankans. Jafnframt er þar gerð grein fyrir því hvernigeignarhaldi Samsons var háttað frá árslokum 2002 til 30. júní 2008. Í stefnu erþví haldið fram að til ársins 2004 hafi stefndi átt 42,74% hlut í Samson ígegnum félag sem ber heitið Givenshire Equities Limited. Eftir að Samson leystiá árinu 2005 til sín hlut Magnúsar Þorsteinssonar, sem hafði upphaflega átthlut í Samson ásamt stefnda og föður hans, Björgólfi Guðmundssyni, er þvíhaldið fram í stefnu að hlutur Givenshire í Samson hafi aukist, fyrst í 49,5%árið 2005, en að hann hafi síðan hækkað í 49,9% árið eftir og hafi haldistóbreyttur síðan þá. Frá 2006 mun stefndi einnig hafa átt persónulega 0,1% hlutí Samson. Fram kemur í stefnu að stefndi hafi verið formaður stjórnar Samsons. Ístefnu er gerð grein fyrir reikningsskilum bankans frá árinu 2005, en á því árivarð bankanum skylt að gera reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlegareikningsskilastaðla. Kemur þar fram að meðal þeirra hafi verið staðallinn IAS24, en hann hafi lagt þá skyldu á bankann að skýra frá viðskiptum hans viðtengda aðila. Í ársreikningum Landsbankans var aldrei gerð grein fyrirviðskiptum stefnda og tengdra félaga við bankann. Ístefnu er umfangi þessara viðskipta bankans við stefnda og félög sem honumtengjast lýst. Þar er því haldið fram að 30. júní 2005 hafiheildarskuldbindingar bankans gagnvart stefnda og félögum, sem að matiFjármálaeftirlitsins voru fjárhagslega tengd stefnda, numið 53,6 milljörðumkróna, en 51,3 milljörðum króna eftir að tekið hafði verið tillit tilfrádráttar sem heimilaður væri. Hafi þessar skuldbindingar numið 49,7% afeiginfjárgrunni bankans. Í stefnunni er jafnframt vísað til gagna sem gefi tilkynna að skuldbindingar stefnda og fjárhagslega tengdra félaga hafi numið 101milljarði króna um mitt ár 2007 og að þessar skuldbindingar hafi aukist eftirþað og numið samtals 141,5 milljörðum króna við fall bankans. Stefnanditelur að skylt hafi verið að gera grein fyrir þessum viðskiptum Landsbankansvið stefnda og félög, sem honum tengdust, í reikningsskilum bankans. Vísarstefnandi þá til þess að stefndi hafi átt að teljast tengdur aðili í skilningifyrrgreinds staðals IAS 24, eins og nánar er rökstutt í stefnu, meðal annars meðskírskotun til staðalsins IAS 28. Þvíer haldið fram í stefnu að þegar mat hafi verið lagt á þessi tengsl hafieinungis verið litið til þess hvort stefndi hafi með óbeinum hætti ráðið yfirmeira en 20% atkvæðisréttar í bankanum. Hafi þá verið stuðst við upplýsingarfrá framkvæmdastjóra Samsons um óbeint eignarhald stefnda í Landsbankanum semstefndi hafi borið ábyrgð á að væru réttar. Er á því byggt af hálfu stefnandaað stefndi hafi með ýmsum hætti komið því til leiðar að villandi og beinlínisrangar upplýsingar um þetta atriði hafi verið lagðar til grundvallar viðreikningsskil bankans fyrir árið 2005, sbr. ársreikning hans sem birtur var 27.janúar 2006, og þar til yfir lauk. Meðal annars af þeim sökum hafi ekki veriðupplýst um skuldbindingar stefnda og tengdra félaga við bankann í ársreikningumhans fyrir árin 2005, 2006 og 2007. Að auki hafi það viðgengist við útreikningá óbeinu atkvæðavægi stefnda í Landsbankanum að líta fram hjá eða fara rangtmeð fjölda hluta sem voru án atkvæðisréttar á hluthafafundum og þannig vanmetaóbeinan atkvæðisrétt stefnda. Ístefnu er því haldið fram að með þessu hafi stefndi með saknæmum og ólögmætumhætti komið því til leiðar að ekki var getið um upplýsingar í framangreindumársreikningum um tengsl hans við Landsbankann. Þannig hafi verið komið í vegfyrir að viðskipti hans við bankann væru gerð opinber. Með því telur stefnandiað stefndi hafi vísvitandi blekkt lesendur ársreikninganna, en hann hafi vitaðeða mátt vita að upplýsingar í reikningum bankans hefðu áhrif á afstöðu þeirratil þess hvort þeir vildu vera hluthafar í bankanum. Afhálfu stefnanda er jafnframt á því byggt að stefndi hafi borið ábyrgð á því aðfylgjast með hvort Samson færi með yfirráð yfir Landsbankanum þannig að skyldatil að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð hafi orðið virk. Þessu til stuðningsvísar stefnandi meðal annars til ábendingar í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá3. febrúar 2003, um heimild eigenda Samsons til að fara með virkan eignarhlut íLandsbankanum, og síðari bréfa Fjármálaeftirlitsins um þetta efni. Þvíer haldið fram í stefnu að eftir 30. júní 2006, þegar Samson hafi aukið viðhlutafjáreign sína í Landsbankanum, hafi eignarhaldsfélagið í raun farið meðmeirihluta atkvæða í Landsbankanum og því átt að teljast móðurfélag hans. Afhálfu stefnanda er þá tekið mið af því að hlutafjáreign Landsbankans íLúxemborg og svonefndra aflandsfélaga hafi verið óvirk. Stefnandi byggir á þvíað við þessar aðstæður hafi Samson borið að tilkynna öðrum hluthöfum um þessabreyttu stöðu og gera þeim yfirtökutilboð samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr.33/2003. Hafi vafi leikið á þessu telur stefnandi að allri óvissu hafi veriðeytt á aðalfundi Landsbankans 9. febrúar 2007 þegar í ljós hafi komið aðhlutafé aflandsfélaganna var undir yfirráðum Landsbankans. Í kjölfarið telurstefnandi að stefnda hafi borið að bregðast við þessum upplýsingum og leggjamat á stöðu Samsons gagnvart Landsbankanum. Í síðasta lagi hafi yfirtökuskyldaSamsons gagnvart öðrum hluthöfum orðið virk 30. júní 2008 eftir að hlutafé Samsonsjókst úr 40,73% í 41,85%. Er þá tekið tillit til þess að líta hafi átt áhlutabréfaeign Straums-Burðaráss í Landsbankanum með hlutafjáreign Samsons íbankanum. Að því gættu hafi legið fyrir að Samson hafi ráðið yfir meirihlutaatkvæðisréttar í Landsbanknaum án tillits til hlutabréfaeignar aflandsfélaga íbankanum. Stefnandibyggir viðurkenningarkröfur sínar meðal annars á því að stefnandi hafi meðsaknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn þeirri skyldu sinni að leggja mat á ogupplýsa hluthafa í bankanum um að Samson færi með yfirráð yfir honum þegar hinn30. júní 2006 eða við síðari tímamörk samkvæmt því sem rakið hefur verið. Hafistefnda, sem formanni stjórnar Samsons, jafnframt borið að hafa frumkvæði aðþví að Samson gerði öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í síðasta lagi fjórum vikumeftir að skylda til yfirtöku hafi stofnast. Ísérstökum kafla stefnunnar er vikið að því tjóni sem félagsmenn stefnanda teljasig hafa orðið fyrir. Þar er áréttað að hlutabréfin sem þeir áttu við fallLandsbankans 7. október 2008 hafi þá orðið verðlaus. Staðhæft er að félagsmennstefnanda hefðu ekki kært sig um að vera hluthafar í Landsbankanum ef upplýsthefði verið um að bankinn lyti stjórn Samsons sem teldist móðurfélag hans og efupplýsingar hefðu legið fyrir um umfangsmiklar lánveitingar bankans tilstefnda. Tjón þeirra, sem fólst í því að hlutabréf þeirra urðu verðlaus, hefðiekki orðið að veruleika ef stefndi hefði sinnt þeim skyldum sem á honum hvíldu.Stefnandi áréttar þó að með úrlausn á kröfugerð í máli þessu sé engu slegiðföstu um umfang þessa tjóns. Því standi 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála, ekki í vegi fyrir að dómurinn skeri úr umviðurkenningarkröfuna. Stefnandirökstyður þá ályktun sína að orsakatengsl séu milli tjónsins og saknæmrar ogólögmætrar háttsemi stefnda með því að vísa til þess að upplýsingar um hversumikill óbeinn eignarhlutur stefnda hafi verið í Landsbankanum og umumfangsmiklar lánveitingar til stefnda og tengdra aðila, sem og að bankinn lytifullum yfirráðum Samsons, séu allar mikilvægar upplýsingar fyrir fjárfesti íbanka og skipti sköpum um það hvort hann vilji eiga hlut í honum. Það séstaðfest meðal annars í löggjöf auk þess sem það leiði af eðli máls. Afhálfu stefnanda er meðal annars á því byggt að stefndi verði að bera áhættunaaf því að hafa leynt hluthafa upplýsingum um þessar umfangsmiklu lánveitingar.Hafi stefnda mátt vera ljóst að mikilvægt væri að upplýsa um þessi atriði svohluthafar gætu tekið fjárfestingaákvarðanir á fullnægjandi forsendum. Kveður stefnandiað stefndi hafi vitað eða mátt vita að þessar upplýsingar hefðu almenn áhrif ávilja fjárfesta til að vera hluthafar í Landsbanka Íslands hf. Stefnanditelur því að skilyrðum um orsakatengsl og sennilega afleiðingu milli saknæmrarháttsemi stefnda og tjóns félagsmanna stefnanda sé fullnægt. Þá er á því byggtað stefndi verði að bera sönnunarbyrði fyrir því vilji hann halda því fram aðupplýsingar um þessi atriði hefðu ekki haft neikvæð áhrif á vilja félagsmannastefnanda til að vera hluthafar í Landsbankanum. Vafa um viðbrögð félagsmannastefnanda við réttum upplýsingum sé ekki unnt að meta stefnda í hag enda verðihann að bera áhættuna af því að hafa brotið gegn skyldum sínum. Jafnframt erufærð rök fyrir því í stefnu að beita beri ströngu sakarmati í málinu.III Ígreinargerð stefnda eru færð rök fyrir því að vísa beri málinu frá dómi. Bendirstefndi á að stefnandi höfði þetta mál að nýju eftir að Hæstiréttur Íslandshafi vísað fyrra máli stefnanda frá með dómi 2. maí 2016. Með þessari nýju málsóknfreisti stefnandi að bæta úr þeim annmörkum sem rétturinn hafi álitið einkennafyrra málið. Stefndi telur þær breytingar gera illt verra og telur þvíóhjákvæmilegt að vísa þessu máli einnig frá dómi. Rétt er að rekja helstumálsástæður stefnda fyrir þeirri niðurstöðu. Ífyrsta lagi er á því byggt að dómkrafa stefnanda feli ekki sér afmörkun á þvíhver sú háttsemi stefnda geti verið sem eigi að leiða til bótaskyldu. Að þessuleyti sé kröfugerðin svo óviss og ómarkviss að ekki verði lagður á hana efnisdómur. Íöðru lagi byggir stefndi á því að málið sé vanreifað af hálfu stefnanda. Þvítil stuðnings vísar stefndi m.a. til þess að það sé óskýrt hverja dómur eigi aðbinda. Í kröfugerðinni sé krafist viðurkenningar á réttindum félagsmannastefnanda vegna hlutabréfa sem „þeir, eða aðilar sem þeir leiða rétt sinn frá,eignuðust“ í Landsbankanum eftir 30. júní 2006. Ekki sé útskýrt hverjir þessiraðrir „aðilar“ séu. Möguleg aðild sé því vanreifuð. Þá megi, þrátt fyrir þessaafmörkun, ráða af gögnum málsins að meðal félagsmanna séu aðilar sem falli utanhennar. Á lista yfir félagsmenn sé jafnvel að finna félaga sem eignast hafihluti sína eftir að hlutir Landsbankans hafi verið orðnir óvirkir til viðskiptaeftir 7. október 2008. Þetta veki enn frekari álitamál að mati stefnda umvanreifun á aðild félagsmanna að sakarefninu. Stefndibendir einnig á að tilgangur stefnanda sé að reka dómsmál vegna „tjóns semfélagsmenn urðu fyrir sem hluthafar“ í Landsbankanum. Samþykktirnar heimiliþannig stefnanda ekki að höfða mál í þágu félagsmanna sem ekki hafi orðið fyrirtjóni sem hluthafar, heldur „leiða rétt sinn frá“ slíkum hluthöfum. Að lokumskorti verulega á að staðfestingar á félagsaðild séu í traustu horfi, en slíkthljóti að vera forsenda málatilbúnaðar sem þessa. Stefndireisir röksemdir sínar um vanreifun málsins einnig á því að nauðsynlegt hafiverið að fjalla um það hvenær og á hvaða verði félagsmenn hans hafi áttviðskipti með hluti í Landsbankanum. Án þeirra upplýsinga sé útilokað að sláneinu föstu um afkomu félagsmanna af viðskiptunum og ætlað tjón þeirra af þeim.Bendir stefndi á að gera verði ráð fyrir því að umtalsverður fjöldi félagsmannahafi selt af eignarhlut sínum í Landsbankanum eftir að hin meinta bótaskyldaháttsemi eigi að hafa hafist. Þannig kunni vel að hugsast að þessir félagsmennhafi notið jákvæðrar afkomu af viðskiptum með hluti bankans. Í stefnu sé hvergigerð grein fyrir þessu atriði. Þannig sé m.a. engin grein gerð fyrir fjöldahluta í eigu félagsmanna stefnanda 30. júní 2006 eða 7. október 2008 þó aðkröfugerð taki sérstakt mið af þessum dagsetningum. Enn síður sé gerð greinfyrir viðskiptum þeirra frá upphafi til loka þessa tímabils. Nánar er vikið aðþessu í samhengi við málshöfðun málsóknarfélaga I og II í greinargerð. Telurstefndi að þrjár málshöfðanir félagsmanna stefnanda gegn stefnda leiðisamanlagt til þess að stefnandi geri sér enga grein fyrir því á hvaða forsendummálin byggist varðandi tjón einstakra félagsmanna. Stefnditelur jafnframt á það skorta að stefnandi geri grein fyrir því hvaða forsendurog ástæður hafi búið að baki kaupum og sölu félagsmanna á hlutum íLandsbankanum á þeim tíma sem um er deilt. Stefndi byggir á því að nauðsynlegthafi verið að fjalla í stefnu t.d. um: a) hver hafi verið fjárhagsstaðaeinstakra félagsmanna, b) hvort þeir hafi notið ráðgjafar við viðskiptin og þá,eftir atvikum, hjá hverjum, c) hvort þeir hafi fjármagnað viðskiptin með eiginfé eða lánsfé, d) hversu stór hluti eigna þeirra hafi verið bundinn í hlutumbankans, e) hvort fjárfesting hafi verið ætluð til skamms eða langs tíma og f)hvort um hafi verið að ræða spákaupmennsku eða langtímafjárfestingu. Stefndibyggir enn fremur á því að málsreifun stefnanda um tjón félagsmanna sinna séeinnig ruglingsleg. Í upphafi stefnu komi fram að byggt sé á því að félagsmennhans hefðu ekki kosið að vera hluthafar nema fyrir hina bótaskyldu háttsemi.Stefndi kveður þetta orðalag vera sérkennilegt, en að það skýrist e.t.v. afviðurkenningu stefnanda að það fullnægi ekki kröfum 19. gr. a laga nr. 91/1991ef félagsmenn héldu því fram annars vegar að sumir þeirra hefðu selt hluti enaðrir hefðu ekki keypt. Orðalagið „hefðu ekki kosið að vera hluthafar“ virðisthins vegar ætlað að merkja það sama, þ.e. „hefðu selt eða ekki keypt“. Að matistefnda sýni þetta hversu hæpinn málatilbúnaður stefnanda sé og hversu létthann ætli að skauta fram hjá þeim grundvallarmun sem sé á stöðu manna eftir þvíhvort þeir hafi átt hluti áður en hin ætlaða bótaskylda háttsemi átti sér staðeða eftir. Stefnditelur þó ljóst að stefnandi byggi ekki á því að stefndi beri ábyrgð á því aðhlutir bankans hafi orðið verðlausir 7. október 2008. Aðrar óskyldar ástæðurhafi valdið því. Þá telur stefndi ljóst að stefnandi ætli ekki að reisabótakröfur á einhverju verði sem yfirtökutilboð hafi átt að miðast við. Meðvakni áleitnar spurningar að mati stefnda um hvaða þýðingu málatilbúnaður hansum skyldu til að gera yfirtökutilboð og verðfall bréfanna 7. október 2008 hafiyfirleitt. Stefndireisir frávísunarkröfu sína í þriðja lagi á því að stefnandi hafi ekki sýntfram á að félagsmenn hans hafi lögvarða hagsmuni af því að fá viðurkenndaskaðabótaábyrgð annars manns samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.Skilyrði þess sé að stefnandi leiði nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrirtjóni af nánar tilteknu tilefni og geri grein fyrir því í hverju tjónið felistog hver tengsl þess séu við atvik máls. Telur stefndi skorta verulega á að gerðsé grein fyrir þessum atriðum í stefnu. Í málatilbúnaði hans felist þvert ámóti að ekkert tjón geti hafa orðið af hinni ætluðu saknæmu háttsemi. Í fyrstalagi byggi stefnendur ekki á því að hin ætlaða saknæma háttsemi stefnda hafileitt til þrots Landsbankans 7. október 2008. Það þrot hafi orðið af öðrum ogóskyldum ástæðum. Í öðru lagi byggi stefnendur ekki á því að nokkur saknæmháttsemi hafi átt sér stað þegar félagsmenn hans hafi eignast hluti sína. Íþriðja lagi byggi stefnendur á því að þeir hefðu ekki keypt hluti sem þeirbyggi síðan á að þeir hefðu selt. Ífjórða lagi er frávísunarkrafa stefnda á því reist að málshöfðanirmálsóknarfélagsins í þessu máli séu ósamrýmanlegar málshöfðun tveggja annarrafélaga með sama nafni og stefnandi en með númerunum I og II. Bendir stefndi áað sumir félagsmanna stefnanda hafi einnig gerst félagsmenn í félögum I og II.Þessir félagsmenn hafi því veitt þremur mismunandi lögaðilum fullt forræði ámálarekstri þeirra gegn stefnda vegna sama sakarefnis. Þá teljist þeir hafahöfðað tvö, sumir hverjir þrjú, mál gegn stefnda. Stefndi telur að þessi hátturá málshöfðun samrýmist ekki fyrirmælum 19. gr. a laga nr. 91/1991 og því beriað vísa málinu frá af þessum sökum. Að auki sé þetta til þess fallið að geramálatilbúnað stefnanda verulega óskýran. Stefndivísar t.d. til þess að stefnendur í málum I og II byggi á því að allir félagsmennhans hefðu getað selt hlutabréf sín á verði sem „svarar til þess verðs semgreitt hefði verið fyrir hlutabréfin á almennum markaði“ á þeim tíma sem tilbótaskyldu hafi stofnast. Í þessum málatilbúnaði kveður stefndi felast að viðbirtingu hinna umdeildu upplýsinga hefði birtingin að lágmarki kallað fram jafnmikla eftirspurn og falist hafi í framboði hluta félagsmanna stefnanda. Í þessumáli sé aftur á móti byggt á hinu gagnstæða. Þar haldi þessir sömu félagsmennþví fram að birting upplýsinganna hefði leitt til þess að sumir félagsmannahefðu ekki keypt, og þar með hafi a.m.k. þeir ekki orðið til að grípa þau bréfisem hinir hafi viljað kaupa. Eins taki stefnandi ekkert tillit til þessframboðs sem félagsmenn í félögum I og II byggi á að þeir hefðu sett á markaðvið sama tilefni. Þar sem mál fálagannaallra séu að hluta milli sömu aðila telur stefndi að tormerki séu á því aðsamþýða málflutningsyfirlýsingar þessara þriggja félaga. Það veki t.d. áleitnarspurningar um hvernig beri að beita 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991. Stefnditelur sig eiga lögmætar væntingar um að ekki sé staðið með þessum hætti aðmálarekstri gegn honum. Þessi málatilbúnaður sé andstæður grundvallarreglumlaga nr. 91/1991, sbr. t.d. undirstöðurök reglunnar um litis pendens, sbr. t.d.116. gr. laganna. Ífimmta lagi er á því byggt af hálfu stefnda að með málshöfðuninni sé ekkifullnægt því skilyrði 19. gr. a í lögum nr. 91/1991 að krafan eigi rætur í samaatviki, aðstöðu eða löggerningi. Því til stuðnings vísar stefndi til þess aðstefnandi kefjist viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda gagnvart hverjumfélagsmanni fyrir sig vegna atvika sem varði rekstur Landsbanka Íslands hf. ogþeir telja hafa valdið sér fjártjóni. Atvik að baki kröfu hvers og eins séuhins vegar að öðru leyti mismunandi. Þannig hafi viðskipti þeirra með hlutibankans farið fram á mismunandi tímum og þá eftir fyrirmælum og forsendum hversog eins þeirra. Kunni mismunandi atvik, sem varði hvern og einn þeirrasérstaklega, að hafa áhrif við mat á skaðabótaábyrgð stefnda á þeim grundvellisem stefnandi miði kröfu sína við. Telur stefndi að huga verði að réttarstöðuhvers félagsmanns sjálfstætt við mat á hugsanlegri skaðabótaskyldu stefndagagnvart þeim. Ísjötta lagi telur stefndi að með málshöfðun stefnanda sé ekki fullnægtáskilnaði 19. gr. a í lögum nr. 91/1991 að málsóknarfélag reki „í einu lagi“mál um kröfur allra félagsmanna. Feli það í sér kröfu um að málatilbúnaðurallra sé samhljóða. Mál verði ekki rekið á þessum grundvelli ef aðstæður erumeð því móti að tíunda verði sérstaklega réttindi hvers og eins, enda sé þáviðbúið að málatilbúnaður þeirra allra sé ekki einsleitur eins og áskilið sé.Bendir stefndi á að óhjákvæmilegt sé í málinu að fjalla um það hvort einstakirfélagsmenn hafi orðið fyrir tjóni, gera grein fyrir í hverju tjón þeirra séfólgið og hver séu tengsl þess við atvik máls. Eðli málsins samkvæmt geti þettaekki gerst „í einu lagi“ enda séu forsendur hvers félagsmanns mismunandi. Sumirkunni að hafa tekið lán fyrir hlutum sínum, aðrir kunni að hafa bæði keypt ogselt hluti á tímanum sem um ræðir, aðrir kunni að hafa stundað spákaupmennsku ábreiðari grundvelli, o.s.frv. Eins megi gera ráð fyrir að að eignarhaldfélagsmanna og viðskipti með hluti frá 27. janúar 2006 til 7. október 2008 hafiverið afar mismunandi án þess að nokkuð sé skýrt hvað hafi ráðið gerðumeinstakra félagsmanna. Þá gildi sérstök sjónarmið um mál þeirra sem „leiða réttsinn frá“ hluthöfum en voru ekki hluthafar sjálfir. Enn fremur kunni atvik aðhorfa við með mismunandi hætti eftir því hvenær félagsmenn hafi eignast hlutisína miðað við mismunandi málsástæður stefnanda um hvenær hin ætlaða bótaskyldaháttsemi eigi að hafa hafist. Loks þurfi svo að gera sérstaka grein fyrirskörun mála þeirra sem hafi nú höfðað tvö og jafnvel þrjú mál gegn stefnda semþátttakendur í öðrum málssóknarfélögum.IV Málþetta er höfðað til viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefnda á tjónifélagsmanna stefnanda er hlaust af því að þeir voru í þeirri stöðu, aðhlutabréf sem þeir, eða aðilar sem þeir leiða rétt sinn frá, eignuðust íLandsbanka Íslands hf. eftir 30. júní 2006, urðu verðlaus 7. október 2008.Málshöfðunin um þessa kröfu er í senn reist á heimild í 19. gr. a í lögum nr.91/1991, um meðferð einkamála, varðandi aðild stefnanda, og 2. mgr. 25. gr.sömu laga að því er lýtur að kröfugerðinni. Samkvæmt1. mgr. 19. gr. a í lögum nr. 91/1991 er þremur aðilum eða fleiri, sem eigakröfur á hendur sama aðila, heimilt að láta málsóknarfélag, sem þeir eiga hlutað, reka í einu lagi mál um kröfur þeirra allra. Skilyrði þess að höfða megimál á þessum grundvelli er að kröfur félagsmanna málsóknarfélagsins eigi ræturað rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Í ákvæðinu eru síðan settarákveðnar reglur um stofnun og tilgang slíks félags sem og um félagsskrá. Í2. mgr. sömu greinar er kveðið á um að þótt málsóknarfélag eigi aðild að málieigi félagsmenn hver fyrir sitt leyti þá hagsmuni sem málið varðar og njóti þarsömu stöðu og aðilar að því leyti sem annað leiði ekki af ákvæðum greinarinnar.Þá segir þar að í stefnu skuli dómkrafa gerð í einu lagi í nafni félagsins engreint skal allt að einu frá félagsmönnum, svo og hvern hlut hver þeirra eigi íkröfu sé hún um greiðslu peningafjárhæðar. Í 3. mgr. greinarinnar er síðan aðþví vikið hvernig fari gangi nýr aðili í málsóknarfélag eftir að mál hefurverið höfðað. Ígreinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 117/2010, sem lögfestiheimild 19. gr. a í lögum nr. 91/1991, er gerð grein fyrir megininntakifrumvarpsins. Þar segir orðrétt eftirfarandi:Í frumvarpinu felst sú grundvallarregla að um mál semer höfðað og rekið af málsóknarfélagi gilda allar reglur réttarfarslaga að þvímarki sem ekki er beinlínis vikið frá þeim með reglum frumvarpsins. Frumvarpiðnær til þeirra tilvika þar sem hver og einn sem telur til réttar á hendur öðrumhefði getið rekið mál fyrir dómi upp á sitt eindæmi eða með því að standa ásamtfleirum að málsókn með samlagsaðild samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga um meðferðeinkamála. Þess í stað er með frumvarpinu lögð til heimild til stofnunarmálsóknarfélags í því skyni að félagið komi fram og reki dómsmál en ekki þeirsem eiga þá hagsmuni sem leitað er fyrir dómi. Í skýringum með 1. mgr. 1. gr.frumvarpsins sagði enn fremur eftirfarandi:Einniger áskilið með sama hætti og á við um samlagsaðild að félagsmenn ímálsóknarfélagi eigi allir kröfur á hendur sama aðila sem eiga rætur að rekjatil sama atviks, aðstöðu eða löggernings. Með öllu er ógerlegt að víkja fráþessu skilyrði enda verður ekki rekið í einu lagi mál þar sem sakarefnið erekki eins gagnvart öllum sem eiga í hlut þannig að málatilbúnaður allra sésamhljóða. Við sömu málsgrein í frumvarpinu kemurfram að ef nauðsynlegt er af einhverju tilefni að reka fleiri mál fyrir dómiværi hægt að stofna samtímis fleiri málsóknarfélög um hvert sakarefni og tækiþá aðild að hverju félagi mið af því hverjir ættu þá hagsmuni semmálareksturinn stendur um. Þá er þar að finna eftirfarandi umfjöllun tilútskýringar á því hvernig málatilbúnaður á þessum grunni getur verið ólíkureftir því hvernig kröfugerð er hagað: Þegarmálsóknarfélag hefur verið myndað rekur það í einu lagi mál um kröfur allrafélagsmanna. Í þessu felst að peningakröfur félagsmanna verða lagðar samanþannig að úr verði ein heildarkrafa sem beint verður að þeim sem málið erhöfðað gegn. Ef málsóknarfélag gerir á hinn bóginn aðeins viðurkenningarkröfuer gert ráð fyrir því að sú krafa sé höfð uppi fyrir alla félagsmenn í senn ánþess að þar sé gerður nokkur greinarmunur. Þannig yrði mál ekki rekið á þessumgrundvelli ef aðstæður væru með því móti að tíunda yrði sérstaklega réttindihvers og eins, enda er þá viðbúið að málatilbúnaður þeirra allra sé ekkieinsleitur eins og áskilið er í frumvarpinu. Fyrir liggur að Málsóknarfélag hluthafaí Landsbanka Íslands höfðaði mál gegn stefnda 12. ágúst 2015. Með dómiHæstaréttar Íslands 2. maí 2016 í málinu nr. 235/2016 var staðfestur úrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur um að vísa bæri því máli frá dómi. Í dómi HæstaréttarÍslands var skírskotað til framangreindra ákvæða og ummæla ílögskýringargögnum. Tekið var fram að af 1. og 2. mgr. 19. gr. a laga nr.91/1991 leiddi að málsóknarfélagi væri heimilt, í samræmi við tilgang sinn, aðhöfða mál í eigin nafni og krefjast viðurkenningar í einu lagi áskaðabótaskyldu þess sem stefnt væri á tjóni félagsmanna sinna, enda væruuppfyllt skilyrði 1. mgr. 19. gr. og 2. mgr. 25. gr. laganna. Áskilið væri aðkröfur félagsmanna væri af sömu rót runnar og því yrði sami bótagrundvöllur aðbúa að baki kröfunum þannig að málatilbúnaður allra félagsmanna værieinsleitur. Styddust kröfur þeirra t.d. við ólíkar málsástæður væri af þeimsökum ekki unnt að beita þessu málsóknarúrræði. Ef leiddar væru hins vegarnægar líkur að því að félagsmenn málsóknarfélags hefðu orðið fyrir tjóni, svosem vegna sömu atvika, jafnframt því sem gerð væri grein fyrir í hverju tjónþeirra fælist og hver tengsl þess væru við atvik máls, þannig að fullnægt væriáskilnaði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um lögvarða hagsmuni „væri ekkertþví til fyrirstöðu að félagið krefðist í einu lagi viðurkenningar á bótaskyldugagnvart félagsmönnunum án tillits til bótafjárhæðar sem kæmi í hlut hvers ogeins þeirra“. Niðurstaða Hæstaréttar Íslands varð súað kröfugerð í framangreindu máli, þar sem teflt hafði verið fram þremuraðalkröfum, sem byggðust á mismunandi málsástæðum, og við það miðað að þær gætuhver fyrir sig átt við suma félagsmanna málsóknarfélagsins en ekki aðra, væri íandstöðu við 1. og 2. mgr. 19. gr. a í lögum nr. 91/1991, eins og þau ákvæðiyrði að skýra samkvæmt framansögðu. Því var staðfestur úrskurður héraðsdóms umað vísa málinu frá dómi. Stefnandi í því máli sem hér er tilumfjöllunar telur sig hafa bætt úr þeim ágöllum sem ollu því að fyrra málinuvar vísað frá dómi. Það sé gert með því að þeir einir geti átt aðild aðstefnanda sem hafi eignast hlutabréf í Landsbankanum eftir 30. júní 2006. Ennfremur hafi dómkröfunni verið breytt þannig að hún felur ekki lengur í sérmismunandi málsástæður. Eins og rakið hefur verið hafnarstefndi því að málatilbúnaður stefnanda sé kominn í það horf að fullnægt séáskilnaði 1. og 2. mgr. 19. gr. a í lögum nr. 91/1991 um einsleitanmálsgrundvöll félagsmanna stefnanda. Sú breyting sem gerð hafi verið ákröfugerð og aðild breyti t.d. engu um að málið horfi með mismunandi hætti viðmeð tilliti til viðskipta hvers félagsmanns stefnanda með hluti í Landsbankanumog hvað ætla megi um tjón þeirra og tengsl þess við ætlaða bótaskylda háttsemistefnda. Í máli þessu gengur stefnandi út fráþví að öll hlutabréf félagsmanna stefnanda í Landsbanka Íslands hf. hafi orðiðverðlaus í kjölfar þess að stjórn bankans var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinuí október 2008. Eignir þeirra hafi því farið forgörðum við fall bankans.Stefnandi heldur því þó ekki fram að hin ætlaða skaðabótaskylda háttsemi stefndahafi valdið því að eignir félagsmanna stefnanda hafi orðið verðlausar, eins ogalgengt er í skaðabótamálum. Aftur á móti er á því byggt að félagsmennstefnanda hefðu ekki tapað fjárfestingum sínum í bankanum ef stefndi hefðiveitt þær upplýsingar sem byggt er á að honum hafi verið skylt að gera og eftiratvikum gert félagsmönnum stefnanda yfirtökutilboð. Hefðu félagsmenn stefnandaþá verið búnir að selja hlutabréf sín í bankanum áður en þau urðu verðlaus eðaaldrei fjárfest í þeim. Að þessu leyti er mögulegt tjón félagsmanna stefnandaháð ætluðum viðbrögðum þeirra á markaði við þeirri upplýsingagjöf og tilboðisem stefnendur álíta að hefði átt að koma fram. Samkvæmt reglum skaðabótaréttar er þaðskilyrði skaðabótaskyldu að tjón hafi orðið sem tjónvaldur beri skaðabótaábyrgðá. Getur engu breytt í því sambandi þó að kröfugerð stefnanda sé hagað á þannveg að krafist sé viðurkenningar á skaðabótaskyldu tjónvalds í stað þess aðkrefjast dóms um tiltekna bótafjárhæð. Sú tilhögun á kröfugerð getur t.d. ekkikomið í veg fyrir að tekið sé til varna með vísan til þess að þessu skilyrðiskaðabótaskyldu sé ekki fullnægt. Við umfjöllun um tjón sem talið er aðhlotist hafi af viðskiptum með hlutabréf verður að hafa í huga að slíkviðskipti eru áhættusöm í þeim skilningi að þau geta ýmist haft í för með sértap eða hagnað fyrir þann sem á í þeim. Ekki er sjálfgefið að fjárfestir hafiorðið fyrir tjóni í merkingu skaðabótaréttar þótt hann tapi fjármunum við þaðað hlutabréf í hans eigu verði verðlaus. Í því efni getur m.a. þurft að lítatil annarra viðskipta hans með hluti í sama félagi eða öðrum félögum og á hvaðaforsendum hann tekur þátt í slíkum viðskiptum. Þá verður almennt að ganga útfrá því að viðbrögð fjárfesta við atvikum, sem eru til þess fallin að hafa áhrifá hegðun þeirra á markaði, séu einstaklingsbundin og helgist af áherslum þeirraí viðskiptum. Séu þessar almennu forsendur settar ísamhengi við það mál sem hér er til úrlausnar þá liggur fyrir að nokkuð langurtími leið frá því að ætluð saknæm háttsemi stefnda átti sér stað þar til tjónfélagsmanna stefnanda á að hafa orðið. Kunna einhverjir þeirra að hafa seltmeira af hlutabréfum í bankanum á þessum tíma og allt til þess að bankinn féllí október 2008, en þeir sátu uppi með í lokin. Því er ekki unnt að útiloka aðeinhverjir félagsmenn stefnanda hafi í raun hagnast af því að stefndi lét hjálíða að gera það sem stefnandi telur að honum hafi verið skylt að gera, endahefði sú ráðstöfun átt að leiða til lækkunar á verði hlutabréfanna miðað viðforsendur í stefnu. Við umfjöllun um tjón í þessu samhengi verða ætluð viðbrögðfélagsmanna við þeim upplýsingum, sem stefnandi telur að hafi skort, ekkiheldur afgreidd með einhliða yfirlýsingu stefnanda um að félagsmenn hans hefðuallir sem einn ekki kært sig um að vera hluthafar í bankanum og þeir því látið hjálíða að kaupa og/eða selt alla hluti sína í honum. Eins og mál þetta er vaxið telurdómurinn því að málatilbúnaður allra félagsmanna stefnanda geti ekki veriðeinsleitur að þessu leyti þó að þættir er lúti að hinni ætluðu bótaskylduháttsemi stefnda séu það. Skilyrði 1. og 2. mgr. 19. gr. a í lögum nr. 91/1991er því ekki fullnægt að þessu leyti þannig að höfða megi málið í þeim búningisem þar er kveðið á um. Því er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi. Með vísan til 2. mgr. 130. gr. laga nr.91/1991 verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilegaákveðinn 200.000 krónur. Dregist hefur að kveða upp úrskurð ímáli þessu en dómari og aðilar töldu ekki ástæðu til þess að endurflytja málið. Ásmundur Helgason héraðsdómari kveðurupp úrskurð þennan.Ú R S K UR Ð A R O R Ð: Máliþessu er vísað frá dómi. Stefnandi,Málsóknarfélag Landsbanka Íslands III, greiði stefnda, Björgólfi ThorBjörgólfssyni, 200.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 9/2016
Kærumál Nálgunarbann
Mál lögreglu nr. 007-2014-[...], frá 17. júlí 2014, en þá hafi verið beðið um aðstoð lögreglu að [...] vegna ónæðis frá kærða. Hafði kærði verið þar með ónæði að heimili þeirra þar sem hann krafðist þessa að fá að sjá son sinn. Hafði kærði m.a. verið með ógnandi hegðan og hafði hann bankað húsið og verið að mynda að utan að sögn C.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. janúar 2016 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. janúar 2016 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að staðfesta ákvörðun hans 29. desember 2015 um að varnaraðili sætti nánar tilgreindu nálgunarbanni. Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fyrrgreind ákvörðun hans verði staðfest. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og þóknunar fyrir Hæstarétti. Af gögnum málsins og framburði varnaraðila verður ráðið að þá er atburðir þeir urðu 26. desember 2015, sem öðru fremur liggja til grundvallar ákvörðun sóknaraðila um nálgunarbann, hafi varnaraðili ítrekað verið í símsambandi við starfsmann barnaverndarnefndar. Enginn reki sýnist þó hafa verið gerður að því að fá upplýsingar frá þeim starfsmanni í aðdraganda þess að tekin var ákvörðun um að varnaraðili skyldi sæta nálgunarbanni. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsenda hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Hæstarétti, sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði segir, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun verjanda varnaraðila, Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns, fyrir Hæstarétti, 186.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 136/2007
Ökuhraði Líkamsmeiðing af gáleysi Svipting ökuréttar Skilorð
G var sakfelldur fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga 19/1940 og 1. mgr., sbr. 3. mgr., 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með því að hafa ekið bifhjóli yfir leyfilegum hámarkshraða í Ártúnsbrekku á Vesturlandsvegi þar sem árekstur varð með bifhólinu og annarri bifreið með þeim afleiðingum að G og farþegi á hjólinu köstuðust af því. Hlaut farþeginn við það alvarlegt lærleggsbrot. Viðurlög G, sem ákveðin voru sem hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga, þóttu með hliðsjón af 5. og 8. tölul. 1. mgr. 70. gr. sömu laga hæfilega ákveðin 60 daga skilorðsbundið fangelsi ásamt sviptingu ökuréttar í eitt ár.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 29. janúar 2007 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds sem krefst þyngingar á refsingu og frekari sviptingar ökuréttar. Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara að viðurlög verði milduð. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir efni ákæru og málsatvikum. Þar þótti ósannað að ákærði hefði skipt ört um akreinar áður en árekstur varð með bifhjóli hans og bifreiðinni X í Ártúnsbrekku á Vesturlandsvegi í Reykjavík. Er sú niðurstaða ekki til endurskoðunar eins og áfrýjun og kröfugerð er háttað fyrir Hæstarétti. Í héraðsdóm er tekin upp greinargerð dr. Magnúsar Þórs Jónssonar, prófessors í vélaverkfræði, um útreikninga á hraða bifhjóls ákærða þegar hemlun hófst áður en það rakst á bifreiðina X. Taldi hann að „mögulegur lágmarkshraði“ bifhjólsins hefði á þessum tímapunkti verið 115 kílómetrar á klukkustund og er ákæran við það miðuð. Magnús kom fyrir dóm og staðfesti greinargerð sína auk þess að svara spurningum um efni hennar. Kom þar fram að vafaatriði við útreikningana hefðu verið skýrð ákærða í hag. Hefur þessum útreikningi ekki verið hnekkt. Með honum og framburði vitna, sem grein er gerð fyrir í hinum áfrýjaða dómi, er sannað að ákærði ók bifhjóli sínu langt yfir lögleyfðum hámarkshraða, sem er 80 kílómetrar á klukkustund. Braut hann með þessu gegn 1. mgr., sbr. 3. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, en ekki þykja eins og hér stendur á vera efni til að telja þessa háttsemi jafnframt varða sérstaklega við a. lið 2. mgr. 36. gr. laganna eins og krafist er í ákæru. Varðar brotið ákærða refsingu samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laganna og sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. gr. þeirra. Við árekstur bifhjólsins og bifreiðarinnar X, en báðum ökutækjunum var ekið til vesturs á Vesturlandsvegi í Ártúnsbrekku, köstuðust ákærði og farþegi á bifhjólinu af því og hlaut farþeginn alvarlegt lærleggsbrot. Er ákærða gefið að sök brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þar sem lögð er refsing við að valda með gáleysi öðrum tjóni á líkama og heilbrigði, slíku sem í 218. gr. eða 218. gr. a. laganna getur. Í ákæru er ætluðu broti ákærða lýst með þeim hætti, að hraðaakstur hans hafi við aðstæður á staðnum orðið til þess „að þegar ákærði skipti um akrein þar í brekkunni og ók inn á miðakreinina hafði hann ekki fullt vald á bifhjólinu þegar bifreiðinni X var ekið nær samtímis inn á sömu akrein með þeim afleiðingum að árekstur varð með ökutækjunum“. Fyrir liggur að bifreiðin X kom inn á veginn á aðrein af Bíldshöfða stuttu fyrir austan árekstursstaðinn. Á þessum stað háttar svo til að akreinar eru fjórar til vesturs. Nyrst er aðreinin af Bíldshöfða sem helst heil þar til hún liggur út af Vesturlandsvegi nokkru neðar fyrir umferð inn á Sæbraut. Þrjár akreinar liggja beint til vesturs. Varð árekstur bifhjólsins og bifreiðarinnar X á miðakrein þeirra en þangað hafði ökumaður bifreiðarinnar þá flutt hana af akreininni hægra megin sem hann hafði rétt áður komið inn á af aðreininni. Bar hann fyrir dómi að fyrir framan hann hafi verið stór vöruflutningabifreið og hafi hann því beygt yfir á miðakreinina. Hann kvaðst ekki hafa séð bifhjólið áður en áreksturinn varð. Ákærði hefur haldið því fram að hann hafi komið akandi niður brekkuna á miðakrein þegar bifreiðinni X hafi verið ekið í veg fyrir hann. Í verknaðarlýsingu ákærunnar er, eins og fyrr getur, akstri ákærða lýst svo að hann hafi verið að skipta um akrein og ekið inn á miðakreinina nær samtímis því að bifreiðinni X hafi verið ekið inn á hana. Þetta er ósannað í málinu. Ljósmyndir af ummerkjum á vettvangi, einkum af hemlaförum eftir bifhjólið og árekstursstaðnum styðja þá fullyrðingu ákærða að hann hafi ekið á miðakrein þegar hann hóf hemlun. Ákomustaðurinn á afturhluta vinstri hliðar bifreiðarinnar X og staðsetning árekstrarins á akbrautinni benda til þess að bifreiðin X hafi enn verið að sveigja inn á miðakreinina þegar áreksturinn varð. Er því ekki loku fyrir það skotið að aksturslag X hafi átt einhvern þátt í slysinu. Þrátt fyrir þetta verður talið að ákærði eigi meginsök á árekstrinum. Hann ók alltof hratt og var þess vegna illa í stakk búinn til að bregðast við hættum sem á vegi hans urðu. Af lengd bremsufara eftir bifhjólið og öðrum ummerkjum á vettvangi verður ráðið að ákærði hefði getað afstýrt árekstrinum ef hann hefði virt hraðamörkin sem þarna gilda. Verður hann sakfelldur fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga, en líta verður til alls aðdraganda árekstrarins við ákvörðun refsingar ákærða. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann tvívegis gengist undir sekt og sviptingu ökuréttar hjá lögreglustjóra fyrir umferðarlagabrot. Þá hefur hann samkvæmt gögnum málsins ennfremur 12 sinnum sætt sektum fyrir of hraðan akstur á þriggja ára tímabili eftir 7. júní 2003. Loks var hann, eins og nefnt er í hinum áfrýjaða dómi, dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur 7. júlí 2006 í sekt og sviptur ökurétti í sex mánuði frá 14. ágúst 2006 að telja, fyrir að aka bifreið með 188 kílómetra hraða á klukkustund 30. mars 2006. Ákveðast viðurlög á hendur ákærða nú sem hegningarauki við það brot, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga. Við refsiákvörðun verður einnig litið til 5. og 8. töluliða 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og fordæma Hæstaréttar í skyldum málum. Refsing ákærða er hæfilega ákveðin 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Þá verður hann með vísan til 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga látinn sæta sviptingu ökuréttar í eitt ár frá 14. febrúar 2007 að telja. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verða staðfest. Ákærði verður með vísan til 1. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála dæmdur til að greiða 2/3 hluta áfrýjunarkostnaðar málsins, þar með talin málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Garðar Ingi Steinsson, sæti fangelsi í 60 daga. Framkvæmd refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að liðnum þremur árum frá dómsuppsögu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði er sviptur ökurétti í eitt ár frá 14. febrúar 2007 að telja. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði greiði 2/3 hluta áfrýjunarkostnaðar málsins, sem samtals nemur 382.197 krónum, þar sem með eru talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 311.250 krónur. Málið er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 8. ágúst sl. á hendur ákærða, Garðari Inga Steinssyni, kt. 020686-3169, Dísarási 8, Reykjavík, fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að hafa, föstudaginn 30. september 2005, er ákærði ók bifhjólinu TS-981 vestur Vesturlandsveg í Reykjavík, á vegarkafla vestan gatnamótanna við Höfðabakka þar til árekstur varð, skipt ört um akreinar í þéttri umferð og í Ártúnsbrekku ekið með a.m.k. 115 km hraða á klukkustund, og hratt miðað við aðstæður og almenn hraðatakmörk, í þéttbýli, í mikill umferð, niður brekku, í roki, með farþega og þar sem leyfður hámarkshraði var 80 km á klukkustund, sem varð til þess að þegar ákærði skipti um akrein þar í brekkunni og ók inn á miðakreinina hafði hann ekki fullt vald á bifhjólinu þegar bifreiðinni X var ekið nær samtímis inn á sömu akrein með þeim afleiðingum að árekstur varð með ökutækjunum og farþeginn á bifhjólinu, A, fæddur [...], hlaut alvarlegan lærleggsáverka með kurluðu broti auk annarra minni áverka. Ákæruvaldið telur þetta varða við 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940 og 1. mgr. 4. gr., sbr. 1. mgr. 23. gr., 1. mgr. og a lið 2. mgr. 36. gr. og 1. mgr., sbr. 3. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50,1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44,1993. Málavextir Síðdegis 30. september 2005 var lögregla kölluð til vegna áreksturs á Vestur­landsvegi í Ártúnsbrekku, nánar tiltekið á miðrein með akstursstefnu í vestur. Árekstur hafði orðið með jeppabílnum X og bifhjólinu TS-981 þannig að vinstra afturhorn jeppans og hægri hlið bifhjólsins rákust saman, en þeim var báðum ekið í vesturátt. Köstuðust ökumaður bifhjólsins og farþegi hans af hjólinu og út í vinstri vegkant. Lágu þeir suðvestan við ætlaðan árekstursstað, farþeginn 65 m og ökumaðurinn 70 m. Bifhjólið kastaðist á hægra framhorn fólksbifreiðarinnar Y sem ekið var vestur Vesturlandsveg á vinstri akrein. Stöðvaðist bifhjólið ekki fyrr en á móts við Geirsnef þar sem það lá þversum á vinstri hlið og sneri í suður. Mörg vitni voru að þessu slysi eða aðdraganda þess. Gáfu þau sig fram við lögregluna og hafa flest komið fyrir dóm í málinu, eins og rakið verður hér á eftir. Ökumaður og farþegi á bifhjóli voru fluttir á slysadeild með talsverða áverka. A, farþegi á bifhjólinu, hlaut alvarlegt brot á hægra lærlegg svo að festa varð það með mergnagla og þverskrúfum. Afleiðingar þessa áverka hafa orðið þær að leggurinn styttist um 1,3 sm, vöðvar rýrnuðu í fætinum og margs konar óþægindi hlutust af. Þá er þess að geta að ökumaður hjólsins, ákærði í máli þessu, lærbrotnaði einnig. Allítarleg rannsókn var gerð á vettvangi, hann teiknaður upp og ljósmyndaður og einnig voru jeppinn og bifhjólið rannsökuð af sérfróðum mönnum á vegum Fræðslumiðstöðvar bílgreina. Eru skýrslur um þá rannsókn í málinu. Ekki var gerð rannsókn á bíl þeim sem talinn er hafa lent á hjólinu eftir að það rakst á jeppann. Um bifhjólið segir þar að ekki sé hægt að rekja orsök slyssins til ástands hjólsins en þar er lýst skemmdum á hjólinu, sem taldar eru hafa orðið við slysið, þar á meðal förum á afturhjólbarða. Um jeppabílinn segir að hemlabúnaður hans hafi verið í sérstaklega slæmu ásigkomulagi þótt slysið verði ekki rakið til þessa ástands búnaðarins. Þá segir þar að útsýni ökumanns hafi verið verulega skert vegna óhreininda á afturrúðu, hliðarspeglum og hliðarrúðum. Loks er að geta þess að Lögreglustjórinn í Reykjavík fékk dr. Magnús Þór Jónsson, prófessor í vélaverkfræði, til þess að reikna út eftirfarandi atriði, miðað við það sem fram var komið í málinu: I. Hraða bifhjólsins TS-981 í Ártúnsbrekku á Vesturlandsvegi í Reykjavík í umrætt sinn þegar hemlun hófst áður en það rakst þar á bifreiðina X. Hver hafi verið mögulegur lágmarkshraði ? Hver hafi verið mögulegur hámarkshraði ? Á hvaða hraða sé sennilegast að bifhjólinu hafi verið ekið ? II. Hraða bifhjólsins TS-981 þegar það rakst á bifreiðina X. Hver hafi verið mögulegur lágmarkshraði ? Hver hafi verið mögulegur hámarkshraði ? Á hvaða hraða sé sennilegast að bifhjólið hafi verið ? Í greinargerð prófessorsins, dagsettri 8. maí sl., sem hann hefur staðfest fyrir dómi, segir m.a. að þar sé sett fram ”líkan af atburðarás þegar bifhjólið TS-981 ekur á bifreiðina X í Ártúnsbrekku á Vesturlandsvegi í Reykjavík, þann 30. september 2005. Líkanið er sett upp til að reikna út ætlaðan hraða bifhjólsins áður en hemlun hefst og jafnframt þegar það rekst á bifreiðina X. Bifreiðin X ekur inn á Vesturlandsveg til vesturs eftir aðrein af Bíldshöfða. Af aðreininni fer bifreiðin inn á hægri akrein og síðan inn á miðrein. Bifhjólið TS-981 fer inn á miðrein Vesturlandsvegar í Ártúnsbrekku í vesturátt. Ökumaður bifhjólsins sér bifreiðina X skipta um akrein í veg fyrir bifhjólið. Ökumaður bifhjólsins hemlar og lendir bifhjólið á bifreiðinni. Við það kastast ökumaður 70 m, farþegi 65 m og bifhjólið fer 123 m eftir malbikinu. Með orðinu hraði er hér átt við stærð hraðans, en það er sú tala, sem réttur hraðamælir sýnir á hverjum tíma. Í greinargerðinni er byrjað á því að skýra þær aðferðir, sem eru notaðar við að greina hraða bifhjólsins. Síðan er sett upp líkan af atburðinum og fjallað um úrvinnslu útreikninga. Að lokum eru niðurstöður settar fram. [ ] Hér er fjallað um aðferðir sem eru notaðar til að greina hraða bifhjóls sem hemlar, lendir á bifreið og kastast eftir malbiki. Einnig eru settar fram aðferðir til að reikna árekstrarhraða bifhjóls þegar ökumaður eða farþegi þess kastast af hjólinu og rennur eftir malbikinu. Hraðinn, sem bifhjólið TS-981 var á áður en ökumaður hemlar, er fundinn með aðferð sem sett hefur verið fram í ritum frá SAE (Society of Automotive Engineers). Aðferðin byggir á lögmálinu um orkuvarðveisluna. Forsenda útreikninga er að hreyfiorka bifhjólsins sem er með massann M og hraðann vi breytist í vinnu núningskraftsins þegar það hemlar og dregur hjól eftir malbikinu. Hreyfiorkan í þeirri stöðu breytist síðan í vinnu núningskrafts þegar bifhjólið rennur á hliðinni eftir malbikinu. Ef ökumaður bifhjólsins losnar frá því þegar það fer á hliðina er hægt að nota vegalengdina sem hann kastast eða rennur, til að segja til um hraðann á hjólinu þegar hann losnar frá því. Samkvæmt [2], er hraði ökutækis, sem hemlar, rennur eftir malbiki og skilur eftir sig dragför, reiknaður samkvæmt líkingunni, (1) þar sem vi er hraðinn áður en bifhjólið byrjar að hemla en vc er hraðinn við lok dragfara. Núningsstuðull dekkja við malbikið er μ, dh er hæðarbreyting á vegi og S er lengd bremsu- eða dragfara. Þyngdarhröðunin er g og tíminn sem hemlun er án dragfara eða svipull hemlunartími er ts. Hraðinn við lok hemlunar vc er fundinn út frá vinnu núningskrafts og er þá notuð vegalengdin sem hjólið rennur á hliðinni eftir malbikinu. Jafnan sem er notuð til að finna hraðann þegar hjólið fer á hliðina er, þar sem hraðinn ve er hraði á bifhjólinu þegar skriðinu er lokið. Skriðvegalengdin er Ss og núningsstuðull milli hjólsins og malbiks er μs,, en dh er hæðarbreyting á vegi Hægt er að nota jöfnu (2) til að reikna hraðann út frá vegalengdinni sem ökumaður eða farþegi bifhjólsins rennur á malbikinu en þar er Sf vegalengdin sem hann fer og μf er núningsstuðull. Líkangerð Hér er leitast við það, að draga þær ályktanir sem gögn leyfa um aðstæður, þegar slysið á sér stað. Sett er upp eftirfarandi líkan af atburðarásinni og er aðallega stuðst við lögregluskýrslur og afstöðuteikningu af vettvangi (sjá mynd 1): - Bifreiðin X ekur inn á Vesturlandsveg til vesturs eftir aðrein af Bíldshöfða. - Bifreiðin X ekur fyrst inn á hægri akrein og síðan inn á miðrein. - Bifhjólið TS-981 ekur inn á miðrein Vesturlandsvegar til vesturs. - Ökumaður bifhjólsins sér ökutækið fyrir framan sig og hemlar. - Bifhjólið hemlar fyrst án þess að draga hjól. Þessi tími kallast svipull hemlunartími og samkvæmt rannsóknum James A. Neptune o.fl. er hann á bilinu 0.1 - 0.4 sek. - Bifhjólið TS-981 hemlar, dregur hjól og myndar 25.3 m dragför. - Bifhjólið fer með hægri hliðina á vinstra afturhorn bifreiðar X og við það kastast ökumaður og farþegi af hjólinu. - Eftir áreksturinn við X kastast bifhjólið á bifreiðina Y. - Bifhjólið fer í loftköstum 123 m frá ætluðum árekstrarstað við X samkvæmt vettvangsteikningu lögreglunnar, sjá mynd 1. - Ökumaður og farþegi losna frá hjólinu þegar það lendir í árekstri við X og kastast eftir malbikinu. Farþeginn fer 65 m frá ætluðum árekstrarstað en ökumaðurinn fer 70 m eftir malbikinu. Mynd 1 sýnir vettvangsteikningu og í töflu 1 eru helstu kennistærðir ökutækja. Tafla 1: Kennistærðir ökutækja Hraðinn sem bifhjólið TS-981 er á, áður hemlun hefst, er reiknaður út samkvæmt lögmáli um orkuvarðveislu og út frá vinnu núningskrafts. Forsendur fyrir þessa útreikninga eru: - Bifhjólið hemlar án dragfara. Svipull hemlunartími er á bilinu ts = 0.18 - 0.25. - Hemlunarvegalengd bifhjólsins TS-981 eða dragför mælast S = 25.3 m. - Núningsstuðull bifhjóls við malbik er hámark á bilinu μ = 0.90 - 0.95 samkvæmt heimild [3]. Hér er reiknað með að núningsstuðullinn sé á bilinu μ = 0.7 - 0.9. - Bifhjólið fer í loftköstum og myndar grunnar rispur í malbikið, vegalengdin er samkvæmt mælingu á vettvangsteikningu, Ss = 123 m. - Núningsstuðull bifhjóls, sem fer á hliðinni eftir malbiki og skilur eftir sig grunnar rispur, er á bilinu μs = 0.30 - 0.35. Ef rispurnar eru orðnar dýpri en 6 mm er núningsstuðullinn á bilinu μs = 0.50 - 0.60. Þar sem ekki er vitað um dýpt á rispum er hér reiknað með að núningsstuðullinn sé á bilinu μs = 0.30 - 0.35. - Farþegi bifhjóls kastast af hjólinu og rennur eftir malbikinu vegalengdina Sf = 65 m. Ökumaðurinn fer 70 m. - Núningsstuðull fyrir ökumann eða farþega, sem er leðurklæddur og rennur eftir malbiki, er samkvæmt [3], μf = 0.60 - 0.65. Ullarklæðnaður og gerviefni valda meiri núning. - Frávik í mældum vegalengdum er ±10%. Til að reikna lágmarkshraða, hámarkshraða og sennilegasta hraða sem bifhjólið TS-981 var á áður en hemlun hefst, eru notaðar tölulegar forsendur sem settar eru fram í töflu 2. Tafla 2: Breytilegar forsendur fyrir greiningu á hraða ökutækis TS-981 Niðurstöður útreikninga miðað við ofangreindar forsendur eru settar fram í töflu 3. Hraðinn við árekstur er reiknaður út frá frákasti bifhjóls eftir árekstur og frákasti farþega eftir árekstur. Í ofangreindum útreikningum er ekki tekið tillit til hraðaminnkunar vegna árekstursins. Niðurstöður Hér eru settar fram niðurstöður greiningar á hraða bifhjóls sem lenti í umferðarslysi á Vesturlandsvegi við Ártúnsbrekku í Reykjavík þann 30. september 2005 kl. 15:43. Hraði bifhjólsins TS-981 er reiknaður samkvæmt viðurkenndri aðferð og með tilvísun í forsendur eru niðurstöður útreikninga eftirfarandi. Reiknaður hraði bifhjólsins TS-981, áður en ökumaður hemlar er: - sennilegasti hraði er 125 km/klst. - mögulegur lágmarkshraði er 115 km/klst. - mögulegur hámarkshraði er 138 km/klst. Samkvæmt ofangreindri aðferðafræði gildir að raunverulegur hraði er meiri en reiknaður hraði þegar einhverjum atriðum er sleppt. Hér er ekki tekið tillit til hraðaminnkunar í árekstri bifhjólsins TS-981 við X. Hraði bifhjólsins TS-981, þegar það lendir í árekstri við ökutækið X er: - sennilegasti hraði er 98 km/klst. - mögulegur lágmarkshraði er 90 km/klst. - mögulegur hámarkshraði er 106 km/klst. [ ] Heimildir [1] Searle, J.A. The physics of throw distance in accident reconstruction, 930659, Society of Automotive Engineers, Warrendale, USA, 1993. [2] Neptune, J.A., Flynn, J.E., Chavez, P.A. and Underwood, H.W., Speed from Skids: A Modern Approach, Society of Automotive Engineers, Warrendale, USA, 1995. [3] Institute of Police Training and Management (PTM), Handout on selected drag factors, USA, January, 2000. [4] Neptune, J.A. and Flynn, J.E., A Method for Determining Accident Specific Crush Stiffness Coefficients, Society of Automotive Engineers, Warrendale, USA, 1994. [5] Neptune, J.A., Flynn, J.E., Chavez, P.A. and Underwood, H.W., Impact Analysis Based Upon the CRASH3 Damage Algorithm, Society of Automotive Engineers, Warrendale, USA, 1995.” Verður nú gerð grein fyrir því sem fram er komið í dómi í málinu. Ákærði neitar sök og kveðst ekki vera sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök í ákærunni. Hann kannast við að hafa skipt um akrein á þeim vegarkafla sem um ræðir en það hafi ekki verið eins oft og í ákærunni segir. Hann segir að þétt umferð hafi verið í sjálfri Ártúnsbrekkunni og hafi hann þá farið inn á miðakreinina. Hann segist ekki muna eftir sérstakri ástæðu fyrir því að hann skipti um akrein. Hann kveðst ekki hafa ekið hraðar en lög leyfa, þ.e. 80 km á klukkustund. Þá kveðst hann hafa haft fullt vald á hjólinu þegar hann skipti inn á miðakreinina en þá akrein hafi hann valið vegna þess að förinni hafi verið heitið niður í bæ. Hafi hann lent á jeppabílnum þegar hann var kominn inn á akreinina og áreksturinn orðið við það að jeppanum var ekið inn á miðakreinina í veg fyrir hann. Segist hann hafa verið kominn inn á þessa akrein löngu á undan jeppan­um sem hafi verið ekið þvert yfir tvær akreinar af afrein frá Bíldshöfða. Hann kveðst ekki vera viss um hvort hann hemlaði áður en áreksturinn varð en þó telur hann það líklegt og að hemlafarið sé eftir bifhjólið. Hann kveðst hafa skollið á hliðina á jeppanum, á afturbrettið. Þaðan hafi hann kastast eitthvað og svo séð hjólið fljúga fram hjá og að mestu yfir hann. Hann segir mjög líklegt að bíll sem ekið var á eftir honum hafi rekist á hjólið og einnig á þá A. Ákærði kveðst hafa fengið réttindi á bifhjólið tveimur dögum fyrir slysið. Hann kveðst hins vegar hafa verið með reynslu af því að aka torfæruhjólum og léttum bifhjólum. Hann segir umrætt hjól vera með léttari bifhjólum sem fáist. A hefur skýrt frá því að hjólinu hafi verið ekið í vestur frá brúnni við Höfðabakka. Þegar þeir voru komnir neðar hafi þeir skipt um akreinar tvisvar eða þrisvar sinnum; yfir á miðju, svo yfir á vinstri og þá aftur yfir á miðakreinina í Ártúnsbrekkunni. Hafi ákærði hemlað þar og kveðst vitnið þá hafa litið yfir öxlina á honum og séð jeppa aka frá hægri inn á akreinina sem þeir voru á. Töluverð umferð hafi verið, einkum hafi hann tekið eftir umferð á hægri akrein. Hann kveðst ekki hafa hugmynd um hve hratt hjólinu var ekið áður en hemlað var. Hann muni ekki eftir sér eftir að hann sá jeppann yfir öxlina á ákærða. B, sem ók jeppanum X, hefur skýrt frá því að hann hafi ekið aðreinina frá Bíldshöfða og þá séð að á hægri akrein fram undan hafi verið stór vöruflutningabíll sem hafi verið ekið hægar en öðrum ökutækjum þarna. Hafi hann ekið inn á akreinina, náð þar sama hraða og önnur umferð, 70 – 80 km, og svo beygt inn á miðakreinina. Eftir að hafa rétt bílinn þar af og ekið þar smástund hafi hann fundið að högg kom á jeppann aftanvert á hliðina vinstra megin svo að hann kastaðist til. Nokkur umferð hafi verið þarna um götuna, þótt ekki sé hægt að segja að hún hafi verið sérstaklega þung. C hefur skýrt frá því að hann hafi verið farþegi í jeppanum sem hjólið skall á og setið við hlið bílstjórans. Segir hann að eftir að þeir voru komnir út af aðreininni úr Bíldshöfða inn á Vesturlandsveg hafi verið hægfara bíll á hægri akrein og jeppanum verið ekið fram úr honum eftir miðakreininni. Fljótlega eftir það hafi hjólið skollið á þeim og kveðst hann halda, þótt hann geti ekki fullyrt það, að B hafi verið búinn að rétta jeppann af á þeirri akrein. Hann segist vera viss um að jeppinn hafi verið kominn inn á þessa akrein á undan hjólinu. Hann kveðst halda að jeppanum hafi verið ekið á svipuðum hraða og öðrum ökutækjum þarna og alls ekki hægt. Nokkuð þétt umferð hafi verið þarna. D hefur skýrt frá því að hún hafi ekið vestur götuna með um 80 km hraða á vinstri akrein, næst vegriðinu. Mikil umferð hafi verið, enda sá tími dags. Hafi hún skyndilega séð að bifhjól kom aðvífandi og lenti á fremra horni bílsins sem hún ók og fór nokkra metra í loftköstum frá bílnum og maður af hjólinu einnig komið í loftköstum og utan í vegriðið, að henni sýndist. Hún kveðst ekki hafa séð aðdragandann að þessu. E hefur skýrt frá því að hann hafi ekið götuna í vesturátt eftir miðakreininni. Hann kveðst hafa séð til bifhjólsins í speglinum fyrir slysið að það kom á milli bíla og hann því hætt við að skipta um akrein eins og hann hafði ætlað sér. Á undan bíl vitnisins, sem hafi verið stór dráttarbíll, hafi verið jeppi, um 2 – 3 venjulegar bíllengdir. Kveðst vitnið hafa haft góða yfirsýn yfir veginn vegna stærðar bílsins. Hjólinu hafi verið ekið fram með bíl vitnisins og inn á akreinina en þá hemlað nánast í sama mund. Hafi hjólið þá runnið til hliðar og skollið á jeppanum, mennirnir farið í loftköstum en hjólið haldið áfram niður veginn. Hafi mennirnir skollið utan í vegriðið. Vitnið segir að jeppinn hafi verið kominn nánast allur inn á miðakreinina áður en bifhjólinu var beygt inn á hana. Erfitt sé að segja til hve hraðinn hafi verið mikill á bifhjólinu en sjálfur hafi hann ekið með 70 – 80 km hraða og bifhjólinu “alla vega” ekið með meira en 100 km hraða. F lögreglumaður, segist hafa setið í kyrrstæðum lögreglubíl á Vesturlandsvegi við Höfðabakkabrú að fylgjast með umferð. Umferð hafi verið þétt og hraðinn á henni um 80 km. Hafi hann séð bifhjóli ekið hratt, töluvert hraðar en öðrum ökutækjum, og fram úr fólksbíl á móts við Húsgagnahöllina og hverfa á bak við stóran bíl á afreininni að bensínstöðinni. Hann hafi svo ekið fram á slysavettvanginn í brekkunni. G hefur skýrt frá því að hann hafi ekið vestur Vesturlandsveg með rétt rúmlega 80 km hraða á hægri akrein, eins og önnur umferð. Hafi hann þá orðið var við hjól sem ekið var hægra megin fram úr á afreininni til bensínstöðvarinnar á töluverðum hraða. Hjólinu hafi svo verið beygt til vinstri svo að það hallaðist mjög og alla leið yfir á vinstri akreinina. Svo hafi hann séð fram undan að hjólinu var beygt aftur til hægri og nokkrum sekúndum síðar hafi hann heyrt brothljóð og skarkala. Hafi hann svo séð hvar hjólið lá í götunni og bílar höfðu numið staðar. Hann giskar á að hjólinu hafi verið ekið með allt að 140 km hraða. Guðlaugur Einarsson lögreglumaður, hefur skýrt frá því að mikil umferð hafi verið þegar hann kom á slysstað. Hann gerði vettvangsuppdráttinn og segir fjarlægðir hafa verið mældar með mælihjóli. Hafi hemlafarið sem sé sýnt á uppdrættinum verið alveg nýtt að sjá og vafalaust verið eftir bifhjólið. Birgir Straumförð Jóhannsson lögreglumaður, segir mikla umferð hafa verið þegar þeir komu á slysstað. Hann kveður fjarlægðir hafa verið mældar með mælihjóli. Svanur Elísson rannsóknarlögreglumaður vann einnig að vettvangsrannsókn eftir slysið. Hann segist telja að hemlafarið sem mælt var og sést á vettvangsuppdrætti hafi verið eftir bifhjólið. H hefur skýrt frá því að hún hafi ekið litlum jeppa eftir miðakreininni á veginum á leið vestur í bæ og á 70 – 80 km hraða eins og önnur ökutæki þarna. Hafi hún þá séð tvo menn koma á bifhjóli hratt fram úr þeim, þó nokkru hraðar en hún, fram úr bílum sem voru fyrir framan og skipt við það um akreinar. Nokkur umferð hafi verið þarna. Dóttir hennar, sem sat í framsæti við hliðina hafi svo sagt að mennirnir hefðu lent í árekstri og kveðst vitnið þá hafa séð mennina kastast utan í vegriðið. Ekki hafi hún séð hvað varð um hjólið. Dóttir H, I, hefur skýrt frá því að bifhjólið hafi brunað frekar hratt fram úr þeim mæðgum og fram úr öðrum bílum til hægri og vinstri á víxl. Hafi hún svo séð að hjólið rakst á vinstra afturljós á jeppa sem ekið var á undan hjólinu. Hún kveður þær mæðgur hafa verið á miðakreininni. Magnús Þór Jónsson prófessor hefur komið fyrir dóm og svarað spurningum um greinargerð sína. Hann er prófessor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í þeirri grein við Tækniháskólann í Þrándheimi. Hann kveðst margsinnis hafa unnið greinargerðir af því tagi sem hér er um að ræða, að jafnaði 8 til 10 á ári undanfarin ár. Hann er spurður um þá gagnrýni ákærða á útreikninginn að reiknað sé með því að hjólið sé 207 kg en ekki um 215 kg sem það hljóti að hafa vegið vegna bensíns, olíu og vatns í því. Hann kveður útreikninga sína vera byggða á orkulögmálinu og sé þá hreyfiorka hjólsins og ökumannanna borin saman við alla orku sem eyðist. Þegar þetta sé reiknað og í hvað orkan fari, sé um að ræða sama massa og því skipti þyngdin ekki máli í þessum útreikningum. Hraðinn sem hann hafi reiknað út sé því ekki háður þyngdinni. Þá er borin undir prófessorinn sú viðbára ákærða að lítil sem engin mótstaða hafi verið eftir að hjólið lagðist á hliðina og það hafi mikil áhrif á útreikninginn. Hann kveður útreikningana byggjast á viðurkenndum reglum sem mikið séu notaðar víða um heim. Sé byggt á stöðluðum gildum varðandi núning eða viðnám yfirborðs. Hann segist nota lægstu stuðla sem notaðir séu um bifhjólaslys í slíkum útreikningum. Það hafi hann gert vegna þess að ekki voru sjáanleg för í malbikinu eða slíkt. Þá tekur hann fram, að þegar hjól eða ökumaður fara í loftköstum, eins gera megi ráð fyrir í þessu tilviki, eyðist meiri orka við það en við það að renna eftir götunni; meiri orku þurfi til þess að kasta hlut heldur en að renna honum eftir yfirborði. Sé því alveg ljóst að reiknaður hraði sé umtalsvert lægri en raunverulegur hraði hafi verið. Þannig hafi hann notað lægsta viðnámsstuðulinn 0,3 – 0,35 en þegar um loftköst sé að ræða sé þessi stuðull 1,0. Þá hafi hann minnkað uppgefna lengd á hemlunarfari vegna hugsanlegrar mælingarskekkju. Um þá athugasemd ákærða að hjólið hafi runnið niður brekku og það hafi áhrif á útreikninginn segir prófessorinn að hann hafi tekið tillit til hallans og þá notast við hæðarlínurit frá vegagerðinni. Þá er borið undir hann það atriði að bíll sem var á eftir hjólinu hafi ekið á það og hljóti það að hafa orkað til hraðaaukningar fyrir hjólið. Um þetta segir hann að hann hafi reiknað út og borið saman hraða farþegans sem fór stystu vegalengd og hraða hjólsins. Hafi komið í ljós að farþeginn hafi gefið til kynna hærri hraða en hjólið gaf til kynna þar sem það fór í loftköstum en ekki var reiknað með að það hefði gert það. Niðurstaðan sé því að áreksturinn við þennan bíl hafi ekki aukið á hraða hjólsins. Hann segir enn fremur að hann hafi ekki reiknað með hraðabreytingu sem hljóti að hafa orðið við það að hjólið rakst aftan á jeppann, ekki tekið tillit til þess að ökutækið eða mennirnir á því hafi farið í loftköstum, ekki tillit til loftmótstöðu. Sé því ósennilegt að raunverulegur hraði hafi verið sá sami og reiknaður lágmarkshraði. Öll þessi atriði, sem hann reiknaði ekki með, hefðu orkað til hækkunar á reiknuðum hraða. Hann telur líklegt að hraðinn hafi í raun legið á milli þess sem reiknaðist vera sennilegasti hraði og hámarkshraði. Segist hann hafa slegið af í hverju einasta atriði til hagsbóta fyrir sakborning. Nánar aðspurður um áreksturinn við bílinn sem á eftir kom segir hann að ekki sé reiknað með árekstrinum við hana til breytingar. Hann segir að til þess að áreksturinn við þann bíl hefði áhrif hefði bíllinn þurft að vera á umtalsvert meiri hraða en bifhjólið. Um það hafi ekki verið nein vísbending og því hafi ekki verið reiknað með áhrifum af árekstri við þennan bíl. Hann segist ekki hafa gert neinar mælingar sjálfur heldur byggt á viðurkenndum stöðlum samtakanna sem tilgreind séu í greinargerðinni. Ragnar Benjamín Ingvarsson bifvélavirkjameistari, sem rannsakaði ástand ökutækjanna ásamt Snorra S. Konráðssyni, hefur skýrt frá því að nýleg för eftir rennsli hafi verið á vinstri kanti aftari hjólbarða bifhjólsins. Kveður hann þessi för benda til þess að hjólið hafi runnið út á hlið. Hafi barðinn greinilega verið tættur upp eftir malbikið. Niðurstaða. Ákærði kveðst hafa ekið bifhjólinu með um 80 km hraða í umrætt sinn. Sex vitni hafa borið að öðrum ökutækjum sem ekið var í sömu stefnu eftir veginum og ákærði hafi verið ekið með 70 – 80 km hraða á klukkustund. Fimm vitni hafa borið það að bifhjólinu hafi verið ekið hratt fram úr öðrum ökutækjum áður en slysið varð og fyrir liggur að bifhjólið dró uppi jeppabílinn og rakst á hann aftanverðan. Útreikningar prófessors Magnúsar Þórs Jónssonar byggjast á kunnum aðferðum sem almennt eru notaðar í tilvikum sem þessum. Enda þótt þeir séu byggðir á reynslutölum en ekki mældum eiginleikum þeirra ökutækja sem við á, verður að telja útreikningana áreiðanlega í ljósi þeirra miklu gagna sem tölurnar byggjast á. Það styrkir útreikningana að bæði bifhjól og bílar sem lentu í árekstrinum skemmdust lítið. Þau óvissuatriði sem í útreikningunum felast eru flest þess eðlis að reiknaður hraði er minni en raunverulegur hraði. Þetta á þó ekki við möguleg áhrif bílsins sem ekið var á eftir ákærða og rakst í hjólið og/eða mennina á því, en í ljósi lítilla skemmda á hjólinu svo og ástands og staðsetningar bifhjólsmannanna eftir áreksturinn hljóta þessi áhrif að teljast óveruleg. Dómurinn álítur þannig vera sannað að ákærði hafi ekið bifhjólinu í umrætt sinn með farþega og langt yfir lögleyfðum hámarkshraða, á milli og fram með öðrum ökutækjum. Ákærði þykir hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og sérlega vítaverðan og ófyrirleitinn akstur sem leiddi til þess að bifhjólið rakst á jeppabílinn aftanverðan og farþeginn hlaut af mikil lemstur, eins og lýst hefur verið. Ósannað þykir gegn neitun ákærða að hann hafi skipt ört um akreinar. Hefur ákærði brotið gegn þeim lagaákvæðum sem tilfærð eru í ákærunni, nema 1. mgr. 23. gr. umferðarlaga. Samkvæmt ökuferilsskrá lögreglustjóraembættisins í Reykjavík hefur ákærði margsinnis gerst sekur um umferðarlagabrot, einkum of hraðan akstur, frá því á miðju ári 2003. Þá hefur hann fjórum sinnum gengist undir lögreglustjórasekt fyrir umferðarlaga­brot, þar af tvisvar fyrir ökuhraða. Loks var hann, 7. júlí sl., dæmdur í sekt og sviptur öku­rétti í sex mánuði fyrir að aka bíl með 188 km hraða um Vesturlandsveg. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 90 daga. Rétt er að fresta því að framkvæma refsingu þessa og ákveða að hún falli niður að liðnum þremur árum frá dómsuppsögu að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt 101. gr. umferðarlaga ber að svipta ákærða ökurétti í 18 mánuði frá 14. febrúar 2007 að telja. Dæma ber ákærða til þess að greiða verjanda sínum, Þormóði Skorra Steingríms­syni hdl., 200.000 krónur í málsvarnarlaun, sem dæmast með virðisaukaskatti. Þá ber að dæma hann til þess að greiða 155.376 krónur í annan sakarkostnað. Pétur Guðgeirsson, héraðsdómari og dómsformaður, Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari og dr. Jens Bjarnason, verkfræð­ingur og sérfróður meðdómsmaður kváðu upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði, Garðar Ingi Steinsson, sæti fangelsi í 90 daga. Framkvæmd refsingar þessarar er frestað og fellur hún niður að liðnum þremur árum frá dómsuppsögu, haldi ákærði almennt skilorð. Ákærði er sviptur ökurétti í 18 mánuði frá 14. febrúar 2007 að telja. Ákærði greiði verjanda sínum, Þormóði Skorra Steingrímssyni hdl., 200.000 krónur í málsvarnarlaun og 155.376 krónur í annan sakarkostnað.
Mál nr. 37/2004
Kærumál Endurupptaka Samaðild Málsóknarumboð Vanreifun
Þrotabú Ú ehf. og H kærðu úrskurð héraðsdóms þar sem fallist var á endurupptöku máls, sem Ú ehf. og H höfðuðu gegn F ehf. og G og lauk með dómi héraðsdóms þar sem þeim síðarnefndu var gert að greiða óskipt bætur vegna óheimillar notkunar á ljósmyndum í Fréttablaðinu auk þess að vera dæmd refsing fyrir brot á höfundalögum. Í Hæstarétti var tekið var fram að gengið hefði verið út frá því að Ú ehf. væri eigandi að filmu- og myndasafni DV og að ljósmyndarar DV, sem tóku myndirnar ættu höfundarétt að þeim. Þar sem ekkert lá fyrir um framsal þessara réttinda til H eða hvernig samningi Ú ehf. og H hefði verið háttað var ekki talið að sýnt hefði verið fram á að skilyrði 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála hafi verið uppfyllt. Þá varð ekki séð að H hefðu rekið málið í skjóli umboðs frá ljósmyndurunum. Auk þessa átti umþrætt birting sér að langmestu leyti stað áður en F ehf. hóf að gefa út blaðið en ekki hafði verið gerð fullnægjandi grein fyrir því hvaða óheimilar myndbirtingar um væri að ræða eftir það. Þá var leitað dóms um staðfestingu á riftun á samkomulagi Ú ehf. og Fréttablaðsins ehf. en ekkert hafði komið fram í málinu sem benti til þess að H hefði verið aðili að samkomulaginu. Auk annarra annmarka á málatilbúnaðinum var málið talið svo vanreifað að einnig þess vegna hafi borið að vísa því sjálfkrafa frá dómi. Var því talið að skilyrði b. liðar 2. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til endurupptöku á máli aðila væri uppfyllt og úrskurður héraðsdóms staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Málið dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 2. janúar 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. desember 2003, þar sem fallist var á endurupptöku máls, sem Útgáfufélag DV ehf. og sóknaraðilinn Höfundarréttarsamtök DV höfðuðu gegn varnaraðilum og lauk með dómi héraðsdóms 30. apríl 2003. Kæruheimild er í q. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og hafnað verði kröfu varnaraðila um endurupptöku málsins. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og þeim dæmdur kærumálskostnaður. I. Útgáfufélag DV ehf. og sóknaraðilinn Höfundarréttarsamtök DV höfðuðu mál á hendur varnaraðilum og jafnframt Jónasi Kristjánssyni og Fréttablaðinu ehf. með stefnu 12. júlí 2002, sem þingfest var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 5. september sama árs. Var krafa þeirra í því máli í sjö liðum. Í fyrsta lið hennar var þess krafist að staðfest yrði riftun 21. apríl 2001 á óformlegu samkomulagi Útgáfufélags DV ehf. og Fréttablaðsins ehf. um birtingu og notkun þessa stefnda á ljósmyndum í eigu stefnenda. Í öðrum og þriðja lið kröfunnar var þess annars vegar krafist að viðurkennt yrði að stefndu væri óheimilt að birta, nota eða framselja ljósmyndir, sem væru í eigu stefnenda, í Fréttablaðinu eða öðrum blöðum og tímaritum, og hins vegar að stefndu væri gert að viðlögðum dagsektum að eyða umræddum ljósmyndum, sem væru í vörslum Fréttablaðsins. Í fjórða kröfuliðnum var þess krafist að Fréttablaðið ehf. yrði dæmt til að greiða Útgáfufélagi DV ehf. skuld að fjárhæð 3.535.800 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum og í fimmta lið að stefndu yrðu dæmdir til að greiða stefnendum óskipt skaðabætur og miskabætur að fjárhæð 15.338.800 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Þá var þess krafist í sjötta kröfuliðnum að stefndu yrðu dæmdir samkvæmt 54. gr. höfundalaga nr. 73/1972 til refsingar fyrir brot á þeim lögum og í sjöunda og síðasta lið kröfunnar að þeir yrðu dæmdir til greiðslu málskostnaðar. Samkvæmt bókun í þingbók héraðsdóms létu varnaraðilar sækja dómþing við þingfestingu málsins. Á dómþingi 5. desember 2002 var bókað að ekki væri mætt af hálfu Fréttablaðsins ehf., en sótt væri þing af hálfu Jónasar Kristjánssonar. Veittur var frestur til gagnaöflunar um framkomna frávísunarkröfu. Á dómþingi 9. apríl 2003 lýstu sóknaraðilar því yfir að þeir féllu frá kröfum á hendur Jónasi Kristjánssyni og Fréttablaðinu ehf., en bú þess félags hafði þá verið tekið til gjaldþrotaskipta. Af hálfu varnaraðila var það þinghald ekki sótt. Að kröfu sóknaraðila var málið tekið til dóms og með dómi 30. apríl 2003 fallist á kröfur sóknaraðila að öðru leyti en því að ekki var dæmt um þá kröfu, sem um gat í fjórða lið kröfugerðar. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði fóru varnaraðilar fram á endurupptöku málsins með bréfi, sem barst héraðsdómi 29. september 2003. Í bréfinu kom fram að varnaraðilum hafi ekki verið kunnugt um að dómur hefði fallið í máli aðila fyrr en 24. september 2003, þegar varnaraðilanum Gunnari Smára Egilssyni var send boðun lögreglu um að mæta næsta dag í fyrirtöku á aðfararbeiðni Útgáfufélags DV ehf. og sóknaraðilans Höfundarréttarsamtaka DV hjá sýslumanninum í Reykjavík. Í hinum kærða úrskurði var með vísan til b. liðar 2. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 fallist á kröfu varnaraðila um endurupptöku málsins. Bú Útgáfufélags DV ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 4. nóvember 2003. Í kæru til Hæstaréttar er því lýst yfir að þrotabúið hafi tekið við aðild málsins. II. Varnaraðilar reisa kröfu sína um endurupptöku málsins aðallega á 1. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991, en að því frágengnu á b. eða c. lið 2. mgr. sömu greinar. Frestur samkvæmt 1. mgr. 137. gr. var liðinn þegar endurupptökubeiðni barst héraðsdómi og kemur hún því ekki til frekari álita. Ráðast úrslit málsins af því hvort skilyrði fyrrgreindra stafliða 2. mgr. 137. gr. séu uppfyllt. Í héraðsdómsstefnu er gerð grein fyrir aðild málsins. Þar kemur fram að stefnendur þess séu annars vegar Útgáfufélag DV ehf., sem á þeim tíma er málið var höfðað gaf út DV, og hins vegar Höfundarréttarsamtök DV, „sem eru samtök blaðamanna, þ.á m. ljósmyndara, sem starfa hjá DV.“ Tekið var fram að meðal eigna fyrrnefnds útgáfufélags væri filmu- og myndasafn, en ljósmyndarar DV hafi tekið ljósmyndir þær sem um er deilt í málinu. Var því haldið fram að fyrrnefndir ljósmyndarar DV ættu höfundarétt að þessum ljósmyndum, og væri eftirgerð því óheimil án samþykkis þeirra, sbr. 1. mgr. 49. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Þar sem Útgáfufélag DV ehf. og sóknaraðilinn Höfundarréttarsamtök DV eigi þau réttindi, sem um er deilt í málinu í sameiningu, það er „rétt til birtingar og notkunar á ljósmyndum DV“, sé samaðild samkvæmt 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Um aðild varnaraðilans Fréttar ehf. er greint frá því að félagið sé nýr útgefandi Fréttablaðsins. Því hafi verið lýst yfir í fjölmiðlum að félagið hygðist gera upp skuldir við birgja og aðra kröfuhafa vegna fyrri útgáfu blaðsins. Hafi varnaraðilanum Frétt ehf. því réttilega verið stefnt. Þá hafi útgáfa blaðsins legið niðri um tiltekinn tíma á miðju ári 2002, en blaðið síðan komið út í óbreyttri mynd 12. júlí sama árs. Í því hafi verið birtar ljósmyndir í eigu Útgáfufélags DV ehf. og sóknaraðilans Höfundarréttarsamtaka DV í heimildarleysi. Sé Frétt ehf. því réttur aðili að málinu. Um aðild varnaraðilans Gunnars Smára Egilssonar segir í héraðsdómsstefnu að hann hafi orðið ritstjóri Fréttablaðsins 13. nóvember 2001, en samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt beri ritstjóri blaðs ábyrgð á efni þess óháð eignaraðild. III. Með dómi héraðsdóms 30. apríl 2003 var varnaraðilum meðal annars gert að greiða óskipt bætur vegna óheimillar notkunar á ljósmyndum í Fréttablaðinu auk þess að vera dæmd refsing fyrir brot á höfundalögum. Var þannig fallist á að varnaraðilar hefðu brotið gegn rétti Útgáfufélags DV ehf. og Höfundarréttarsamtaka DV á tímabilinu 15. desember 2001 til 21. júní 2002. Var meðal annars gengið út frá því að Útgáfufélag DV ehf. væri eigandi að filmu- og myndasafni DV og að ljósmyndarar DV, sem tóku myndirnar ættu höfundarétt að þeim. Af gögnum málsins verður hins vegar ekki ráðið hvernig háttað sé réttindum sóknaraðilans Höfundarréttarsamtaka DV til ljósmyndanna, en hann telur rétti sínum hallað í málinu. Þannig liggur ekkert fyrir um framsal réttindanna til þessa sóknaraðila, sem sækir málið í eigin nafni, auk þess sem ekkert liggur fyrir um hvernig samningi Útgáfufélags DV ehf. og fyrrnefnds sóknaraðila hafi verið háttað. Með vísan til þessa verður ekki talið að sóknaraðilar hafi sýnt fram á að skilyrði 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 hafi verið uppfyllt. Þá verður ekki séð að sóknaraðilinn Höfundarréttarsamtök DV hafi rekið málið í skjóli umboðs frá ljósmyndurum þeim, sem tóku myndirnar. Auk þessa liggur fyrir að varnaraðilinn Frétt ehf. var stofnað í júlí 2002 og gaf út sitt fyrsta tölublað af Fréttablaðinu 12. sama mánaðar. Augljóst er því að umþrætt birting ljósmynda í Fréttablaðinu átti sér að langmestu leyti stað áður en varnaraðilinn Frétt ehf. hóf að gefa út blaðið og ekki hefur verið gerð fullnægjandi grein fyrir því hvaða óheimilar myndbirtingar um sé að ræða eftir það. Þá leituðu sóknaraðilar dóms með fyrsta lið kröfugerðar fyrir héraðsdómi um staðfestingu á riftun á samkomulagi Útgáfufélags DV ehf. og Fréttablaðsins ehf. vegna verulegra vanefnda þess síðarnefnda. Fallið hefur verið frá kröfum á hendur Fréttablaðinu ehf. við meðferð málsins í héraði og ekkert hefur komið fram í málinu sem bendir til þess að sóknaraðilinn Höfundarréttarsamtök DV hafi verið aðili að þessu samkomulagi. Auk annarra annmarka á málatilbúnaði sóknaraðila er málið samkvæmt framansögðu svo vanreifað að einnig þess vegna bar að vísa því sjálfkrafa frá dómi. Að öllu þessu virtu verður að telja að skilyrði b. liðar 2. mgr. 137. gr. laga nr. 91/1991 til endurupptöku á máli aðila séu uppfyllt. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Sóknaraðilum verður gert að greiða óskipt varnaraðilum kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, þrotabú Útgáfufélags DV ehf. og Höfundarréttarsamtök DV, greiði óskipt varnaraðilum, Gunnari Smára Egilssyni og Frétt ehf., hvorum fyrir sig 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
Mál nr. 121/2010
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur í dag krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, kt. [...], verði með úrskurði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 5. mars 2010, kl. 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. febrúar 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. mars 2010. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 27. febrúar 2010, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 5. mars 2010 klukkan 16 og sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Við rannsókn lögreglu hefur meðal annars komið fram að hringt hafi verið til Kaupmannahafnar í mann þann sem handtekinn var í Leifsstöð með fíkniefni 11. febrúar 2010 úr almenningssíma við Smáratorg í Kópavogi á tilteknum tíma. Eftirlitsmyndavélar eru taldar sýna að maður, sem lögreglumenn báru kennsl á sem varnaraðila, hafi talað í almenningssímann á sama tíma. Aðrar upplýsingar sem fram hafa komið í málinu tengja varnaraðila við manninn á þann veg að lögregla var farin að fylgjast með varnaraðila vegna málsins áður en framangreint atvik átti sér stað. Með vísan til þessa verður fallist á með sóknaraðila að fram sé kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili kunni að eiga þátt í innflutningi fíkniefnanna. Er skilyrðum 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 því fullnægt til að verða við kröfu sóknaraðila. Verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 54/2009
Kynferðisbrot Klám Börn Skaðabætur Upptaka
X var sakfelldur fyrir kynferðisbrot með því að hafa látið A, sem þá var 14 ára gömul, hafa við sig munnmök og hafa síðan við hana endaþarmsmök uns X varð sáðlát. Var brot hans talið varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. X og A höfðu átt í MSN-tölvusamskiptum fyrir atvikið og var talið að endurrit þeirra samskipta sýndu að X hefði haft einbeittan ásetning til að eiga kynferðisleg samskipti við A þótt honum væri ljóst að hún væri einungis 14 ára gömul. Sum ummæli A í þessum samskiptum voru auk þess með þeim hætti að X hlyti einnig að hafa vera ljóst að andlegu atgervi hennar kynni að vera áfátt, en samkvæmt læknisvottorðum býr hún við væga þroskahömlun. X var 22 ára þegar atvikið varð. Talið var að með háttsemi sinni hefði hann brotið gróflega gegn A og ætti sér engar málsbætur. Þá var hann einnig talinn hafa gerst sekur um að hafa haft barnaklám í vörslum sínum og var brotið talið varða við 210. gr. almennra hegningarlaga. Að öllu virtu þótti refsing X hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði. Þá var hann dæmdur til að greiða A 600.000 krónur í miskabætur og sæta upptöku á hörðum diski með barnaklámefni.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 15. janúar 2009 og krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða, en refsing hans þyngd og ákærði dæmdur til að sæta upptöku á turntölvu. A krefst þess að ákærða verði gert að greiða sér 1.000.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Ákærði krefst sýknu af sakargiftum samkvæmt 1. lið ákæru, en að refsing vegna 2. liðar hennar verði eins væg og lög leyfa. Þá verði refsing bundin skilorði. Hann krefst einnig að skaðabótakröfu A verði vísað frá dómi, en hann að öðrum kosti sýknaður eða krafan lækkuð. Þá krefst hann sýknu af kröfu ákæruvaldsins um upptöku á turntölvu. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða og heimfærslu brota til refsiákvæða. Svo sem rakið er í héraðsdómi áttu ákærði og brotaþoli í MSN-tölvusamskiptum fyrir atvikið 5. janúar 2008, sem um ræðir í 1. lið ákæru. Endurrit þeirra sýna að ákærði hafði einbeittan ásetning til að eiga kynferðisleg samskipti við brotaþola þótt honum væri ljóst að hún væri einungis 14 ára gömul. Sum ummæli brotaþola í þessum samskiptum voru auk þess með þeim hætti að ákærða hlaut einnig að vera ljóst að andlegu atgervi hennar kynni að vera áfátt, en samkvæmt læknisvottorðum býr hún við væga þroskahömlun. Ákærði var 22 ára þegar atvikið varð og með háttsemi sinni braut hann gróflega gegn brotaþola og á sér engar málsbætur. Þá hefur hann einnig gerst sekur um þá háttsemi, sem hann er borinn sökum um í 2. lið ákæru, að hafa haft barnaklám í vörslum sínum. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Að öllu virtu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði. Ekki eru efni til að binda refsinguna skilorði að neinu leyti. Brot, sem ákærði er sakfelldur fyrir samkvæmt 2. lið ákæru, tekur til einnar hreyfimyndar og einnar ljósmyndar. Að því virtu þykir rétt að taka kröfu ákæruvalds um upptöku til greina með þeim hætti að upptöku sæti harður diskur með barnaklámefni í ómerktri turntölvu ákærða, en að öðru leyti verður kröfunni hafnað. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur verður staðfest með vísan til forsendna hans, svo og ákvæði hans um sakarkostnað. Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanna brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti, allt eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í 20 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði skal sæta upptöku á hörðum diski í ómerktri turntölvu með barnaklámefni. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 469.712 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 311.250 krónur og þóknun réttargæslumanna brotaþola, hæstaréttarlögmannanna Herdísar Hallmarsdóttur og Þórdísar Bjarnadóttur, 62.250 krónur til hvorrar. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2008. Málið er höfðað með ákæru útgefinni 10. október 2008 á hendur: ,,X, kennitala [...], [...], Reykjavík, fyrir kynferðisbrot eins og hér greinir: 1. Með því að hafa, eftir hádegi laugardaginn 5. janúar 2008 í svefnherbergi á heimili sínu, látið A, sem þá var fjórtán ára gömul, hafa við sig munnmök og hafa síðan við hana endaþarmsmök uns ákærða varð sáðlát. Telst þetta varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Með því að hafa á sama stað og tíma og greinir í 1. ákærulið, tekið tvær ljósmyndir af A þegar hún var að hafa munnmök við ákærða, en myndir þessar fundust á Compact Flash minniskorti í myndavél ákærða, og fyrir að hafa haft í vörslu sinni á hörðum diski í ómerktri turntölvu sem lögregla haldlagði 5. janúar, eina hreyfimynd og eina ljósmynd sem sýna önnur börn en A á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Telst þetta varða við 209. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga á framangreindri turntölvu og minniskorti. Af hálfu A, kennitala [...], er krafist skaðabóta að fjárhæð kr. 2.000.000 auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. janúar 2008 til 30. júlí 2008 en síðan með dráttarvöxtum skv. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.“ Verjandi ákærða krefst sýknu og að skaðabótakröfu A verði vísað frá dómi, en til vara er krafist sýknu af bótakröfu. Til vara er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsivist, ef dæmd verður, verði skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta. Þess er krafist að upptökukröfum ákæruvaldsins verði hafnað. Þess er krafist að skaðabótakrafa A verði lækkuð. Málsvarnarlauna er krafist úr ríkissjóði að mati dómsins. Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar, dagsettri 5. janúar 2008, var lögreglan kvödd að [...] sama dag vegna gruns um að kynferðisbrot hefði verið framið gegn A, íbúa á sama stað, en þarna er vistheimili á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra fyrir börn. Starfsmenn greindu frá því að A hefði fengið leyfi til að fara út í sjoppu um kl. 12.30 og fengið til þess 20 mínútur en komið til baka um kl. 15.00. Í skýrslunni er rakin frásögn starfsmanna og grunsemdir um að A hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Grunur beindist að ákærða og var farið á heimili hans og hann handtekinn um kl. 16.40 sama dag vegna grunsemda um kynferðisbrot gegn A. Í lögregluskýrslunni er lýst frásögn ákærða af kynmökum þeirra A og að ákærði hefði talið að hún væri 15 ára gömul. A var flutt til skoðunar á neyðarmóttöku en ekki reyndist unnt að skoða hana þar sem að hún reyndist ófús til samvinnu. Tekin var lögregluskýrsla af ákærða 5. janúar sl. Þar lýsti hann samskiptum þeirra A á MSN spjallrás á netinu. Þau hefðu sammælst um að ákærði sækti hana þennan dag, en A hefði átt hugmyndina. Hann kvaðst hafa sótt hana klukkan 13.20 og þau ekið heim til ákærða þar sem þau höfðu kynmök á þann hátt sem lýst er í ákærunni. Aðspurður um það hvort A hefði greint honum frá aldri sínum sagði ákærði að hún hefði einhvern tímann gert það, hann hefði haldið að hún væri 15 ára. Fram kom hjá ákærða að hann hefði ekki merkt að A væri andlega vanheil. Nú verður rakinn framburður ákærða fyrir dómi og hjá lögreglu eins og ástæða þykir og vitnisburður. Ákæruliður 1. Ákærði neitar sök. Hann kvað lýsingu málavaxta í þessum ákærulið rétta, en neitun sín byggist á því að hann hefði talið A 15 ára gamla er þetta átti sér stað og kynferðismökin verið að vilja beggja. Ákærði kvaðst upphaflega hafa komist í samband við A gegnum einkamál.is þar hefði hann fengið MSN-netfang A og eftir það ræddi hann við hana tvisvar til þrisvar sinnum á MSN- spjallrásinni. Síðan liðu um tveir mánuðir þar til þau höfðu aftur samband gegnum MSN og taldi hann það hafa verið í byrjun desember 2007. Þá hefði A viljað að þau hittust. Hann hefði síðan fengið SMS-skilaboð sem urðu til þess að hann sótti A hinn 5. janúar 2008 og fóru þau heim til ákærða eftir það. Ákærði lýsti samskiptum þeirra þar, en þau enduðu með því að þau höfðu mök eins og lýst er í þessum ákærulið. Milli klukkan 15 og 16 sama dag kvaðst ákærði hafa ekið A aftur heim til sín. Hann kvaðst hafa talið A 15 ára gamla. Hann nefndi að krafist væri 18 ára aldurs til að fá skráningu á vefnum einkamál.is. Ákærði kvaðst ekki hafa tengt aldur A við skráningarheiti hennar á MSN en það sé [...]. Hann kvaðst hafa rætt aldur A í samskiptum þeirra á MSN-spjallrásinni. Ákærði taldi allan tímann sem hann hafði samband við hana að hún byggi í foreldrahúsum en hann hefði komist að því eftir handtöku að svo var ekki. Á nokkrum stöðum í MSN-samskiptum ákærða og A koma fram upplýsingar um aldur hennar. Í skýrslutöku hjá lögreglunni 30. júní 2008, var ákærði spurður um MSN-samskiptin við A sem áttu sér stað 4. janúar 2008. Þar kom ýmislegt fram sem bendir til þess að ákærði hefði vitað um aldur A er mökin áttu sér stað 5. janúar sl. Er sumt af þessu var borið undir ákærða kvað hann samskiptin ekki gefa til kynna að hann hefði vitað aldurinn. Síðar í lögregluskýrslunni er hann spurður um MSN-samskiptin 4. janúar 2008, þar sem A lýsir því að hana langi til að verða ólétt. Ákærði svaraði því með því að segja að hún væri bara 14 ára. Aðspurður um þetta við framangreinda skýrslutöku hjá lögreglu kvað ákærði þetta samskipti þeirra A og hann hafi vitað ,,að hún væri bara 14 ára.“ Aðspurður um þetta fyrir dómi kvaðst ákærði fyrir mistök hafa slegið inn tölustafinn 4 í staðinn fyrir 5 á lyklaborði tölvu sinnar er hann skrifaði þetta. Fyrir dóminum var ákærði spurður um það hvað gæfi honum ástæðu til að ætla að A hefði verið 15 ára þrátt fyrir þau gögn sem rakin hafa verið. Kvað hann þær upplýsingar hafa komið fram í MSN-spjalli þeirra, en gögnin um þetta séu glötuð að mestu leyti. Tekin var skýrsla af A fyrir dómi 18. janúar sl. Hún lýsti samskiptum þeirra ákærða á MSN-spjallrás á netinu þar sem þau kynntust. Hún kvað ákærða hafa spurt hvort hún vildi ekki hitta hann, hann væri einn heima. Fram kom hjá henni að ákveðið hefði verið fyrirfram á MSN-spjallrásinni að þau stunduðu kynlíf á heimili ákærða þennan dag. Þetta var daginn sem ákærði sótti hana við leikskóla við [...]. Eftir að þau komu til ákærða hefðu þau kysst og horft á sjónvarp og verið í tölvunni að hennar sögn. Í þessari atburðarás hefði ákærði beðið hana um að loka augunum sem hún gerði. Ákærði hefði sagt að hann væri með gjöf til hennar. Er hún opnaði augun hefði hann verið nakinn. Hann hefði beðið hana um að afklæðast sem að hún kvaðst hafa gert, enda ekki þorað öðru að sögn. Eftir þetta fóru þau upp í rúm þar sem þau höfðu endaþarmsmök eins og lýst er í ákærunni auk þess sem hún hafði munnmök við ákærða, allt eins og lýst er í ákærulið 1. Hún lýsti því að hún hefði verið hrædd og hana hefði langað til að hlaupa í burtu en hún hefði verið stjörf og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Henni hefði liðið illa. Þetta hefði endað þannig að ákærði hefði sagt að hann þyrfti að fara, foreldrar hans væru væntanlegir. Eftir það hefði hann ekið henni til baka þangað sem hann sótti hana áður. A kvaðst lítið hafa sagt ákærða af sjálfri sér fyrir atburðinn sem lýst er að ofan. Hún hefði þó fljótlega eftir að þau kynntust sagt honum nafn og aldur. Hún hefði greint ákærða rétt frá aldri sínum. Þá benti hún á netfang sitt [...] sem gæfi aldurinn til kynna. Vitnið B, starfsmaður Svæðisskrifstofu í málefnum fatlaðra í Reykjavík, kom fyrir dóminn og lýsti samskiptum sínum við A og lýsti eiginleikum í hennar fari. B kvaðst ekki hafa verið við störf er atburðurinn sem hér um ræðir átti sér stað. Hún kvaðst hafa hitt A þennan dag eftir að reynt var að fá hana til að gangast undir læknisskoðun. A hefði verið miður sín og henni hefði liðið illa en hún hefði tekið nærri sér það sem gerðist. B lýsti þessu nánar og að A hefði skrifað í dagbók sína frásögn af því sem gerðist. Þetta skjal er meðal gagna málsins og þar kemur frásögn A efnislega á sama veg og er hún gaf skýrslu fyrir dómi. Vitnið C var starfsmaður Svæðisskrifstofu í málefnum fatlaðra í Reykjavík á þeim tíma sem í ákæru greinir. Hann lýsti dvöl A þar þessum tíma og ástæðu dvalarinnar. Hann kvað A hafa fengið að fara út í sjoppu 5. janúar sl. en hún hefði ekki skilað sér til baka í tæka tíð. Hann lýstir viðbrögðum vegna þessa. A hefði síðan komið til baka um tveim klukkustundum síðar og þá verið niðurbrotin og grátandi. Hún hefði haldið inn í herbergið sitt þar sem hún grét og sagði frá því að maðurinn sem hún hefði samskipti við hefði verið vondur við sig, en komið hefði fram hjá henni að samskiptin voru kynferðisleg. Hann lýsti komu lögreglu og því sem gerðist í framhaldinu. Meðal gagna málsins er greinargerð Gunnsteins Gunnarssonar barna- og unglingageðlæknis vegna A. Greinargerðin er dagsett 20. nóvember 2008. Tilefni greinargerðarinnar er að lýsa afleiðingum háttsemi ákærða á A. Í greinargerðinni er lýst vægri þroskaheftingu A og erfiðleikum sem hún á við að stríða. Í niðurlagi greinargerðarinnar segir ,,Ég get ekki af geðlæknisfræðilegum ástæðum fullyrt að hún hafi beðið andlegt heilsutjón af áðurnefndu kynferðisbroti gagnvart henni.“ Gunnsteinn gaf skýrslu fyrir dóminum, skýrði og staðfesti greinargerð sína. Vitnið Benedikt Lund rannsóknarlögreglumaður staðfesti fyrir dóminum skýrslu sem rituð er 6. janúar 2008, eftir samtal sem hann átti við A á slysadeild. Hann lýsti því hversu erfitt hafi verið að ræða við hana og hún hefði verið ófáanleg til að undirgangast læknisskoðun þrátt fyrir ítarlegar tilraunir starfsfólks sjúkrahússins. Niðurstaða ákæruliðar 1. Ákærði neitar sök á þeim forsendum að hann hafi talið A 15 ára gamla er kynferðismökin sem í þessum ákærulið greinir áttu sér stað með vilja beggja. Eins og rakið var lýsti ákærði því hjá lögreglu að honum hefði verið ljós aldur A á þessum tíma og að hún hefði verið 14 ára. A greindi frá því að hún hefði sagt ákærða rétt til um aldur sinn. Gögn málsins sem sýna tölvusamskipti ákærða og A gefa til kynna að ákærði vissi aldur A. Þá er skýring ákærða að breyttum framburði ótrúverðug en hann greindi svo frá að um innsláttarvillu hefði verið að ræða er hann skrifaði 14 ára aldur A eins og lýst var að framan. Að öllu þessu og öðrum gögnum málsins virtum er sannað með vitnisburði A og með framburði ákærða hjá lögreglu og með þeim gögnum sem voru rakin um tölvusamskipti þeirra, en gegn neitun ákærða fyrir dómi, að hann hafi vitað um aldur A á þeim tíma sem í ákæru greinir. Þá er sannað með játningu ákærða sem fær stoð af öðrum gögnum málsins að hann hafði kynferðismök við A eins og lýst er í ákærunni. Með þessu hefur ákærði gerst brotlegur við lagaákvæðið sem í ákærunni greinir. Ákæruliður 2. Ákærði neitar sök. Hann kvað lýsingu í þessum ákærulið rétta, en hann kvaðst neita vörslum þar sem hann taldi sig hafa eytt myndefninu sem ákært er fyrir. Ákærði kvaðst hafa tekið 2 ljósmyndir af A er hún hafði við hann munnmök. A hefði samþykkt myndatökuna, en ákærði hefði eytt myndunum jafnharðan. Myndirnar sem voru í turntölvu ákærða kvað hann hafa komið í tölvuna með öðrum skrám sem hann hlóð niður af netinu, en ákærði hefði ekki vitað af þessum myndum með öðru efni sem hann hlóð niður. Ákærði kvaðst hafa eytt þessum myndum í tölvunni en lögreglan hefði kallað myndirnar fram undir rannsókn málsins. A lýsti því fyrir dóminum 18. janúar sl. að ákærði hefði tekið af sér eina eða tvær ljósmyndir meðan hún hafði við hann munnmök. Aðspurð hvort hún hefði heimilað myndatökuna, kvaðst hún ekki hafa viljað þetta en ekki þorað öðru. Vitnið Steinarr Kristján Ómarsson lögreglufulltrúi staðfesti að búið var að eyða ljósmyndunum af A sem í þessum ákærulið greinir úr myndavélinni. Steinarr Kristján skýrði að hreyfimyndin sem í þessum ákærulið greinir hefði komið í tölvu ákærða 10. júlí 2007, og síðast verið opnuð í tölvunni hinn 4. janúar 2008. Við rannsókn á tölvunni hefði komið í ljós að myndskeiðinu hefði ekki verið eytt. Ljósmyndin sem hér um ræðir hefði fundist í tölvupósti í tölvu ákærða. Steinarr ritaði skýrslu um þetta þar sem kemur fram að ljósmyndin hefði verið send úr tölvu ákærða 19. maí 2007. Fram kemur í gögnum málins að ljósmyndinni sem hér um ræðir sem vistuð var í póstskrá tölvunnar hefði ekki verið eytt. Steinarr kvað ekki útilokað að hreyfimyndin sem hér um ræðir og ljósmyndin sem fundust í turntölvu ákærða við það að ákærði hlóð niður öðru efni af netinu og að þessar myndir hefðu þannig komið með öðru efni án atbeina ákærða. Niðurstaða ákæruliðar 2. Ákærða er gefið að sök að hafa tekið tvær ljósmyndir af A eins og lýst er í ákærunni og er sú háttsemi talin varða við 209. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði eyddi ljósmyndunum jafnharðan eins og lýst var og vitnið Steinarr Kristján Ómarsson lögreglufulltrúi staðfesti að myndunum hefði verið eytt. Það er mat dómsins að þessi háttsemi ákærða sé ekki brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga og er ákærði sýknaður af þeim hluta þessa ákæruliðar. Ákærða er gefið að sök að hafa haft klámfengið efni í tölvu sinni eins og lýst er í ákærunni. Sannað er með vitnisburði Steinars Kristjáns Ómarssonar að efnið sem hér um ræðir var aðgengilegt í tölvu ákærða og var síðast opnað 4. janúar 2008. Myndefnið sem hér um ræðir er klámfengið á þann hátt sem lýst er í ákærunni. Með þessu, en gegn neitun ákærða, eru sannaðar vörslur ákærða á þessu myndefni og varða vörslurnar við 210. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Þykir refsing hans hæfilega ákvörðuð fangelsi í 15 mánuði en fresta skal fullnustu hluta refsivistarinnar eins og greinir í dómsorði. Með vísan til niðurstöðu ákæruliðar 2 er hafnað upptökukröfu á minniskorti. Með vísan til 1. tl.1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga skal ákærði sæta upptöku á turntölvu sem lýst er í ákærulið 2. A á rétt á miskabótum úr hendi ákærða á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ekki liggur fyrir með vissu hvaða áhrif háttsemi ákærða hafði á A. Hins vegar er háttsemi ákærða gegnvart henni til þess fallin að hafa skaðleg áhrif. Þykja bæturnar hæfilega ákvarðaðar 600.000 krónur auk vaxta eins og krafist er og lýst er í dómsorði. Auk þessa greiði ákærði Herdísi Hallmarsdóttur hæstaréttarlögmanni, skipuðum réttargæslumanni A 149.400 krónur í réttargæsluþóknun að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærði greiði Björgvini Jónssyni hæstaréttarlögmanni 435.750 krónur í málsvarnarlaun að meðtöldum virðisaukaskatti. Þóknunin er fyrir vinnu verjandans undir rannsókn málsins og dómsmeðferð. Sigríður J. Friðjónsdóttir, settur vararíkissaksóknari, flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, X sæti fangelsi í 15 mánuði en fresta skal fullnustu 12 mánaða af refsivistinni skilorðsbundið í 2 ár frá birtingu dómsins að telja og skal sá hluti refsivistarinnar falla niður að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði sæti upptöku á turntölvu sem lýst er í ákærulið 2. Ákærði greiði A, kt. [...], 600.000 krónur í miskabætur auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. janúar 2008 til 30. júlí 2008 en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Auk þessa greiði ákærði Herdísi Hallmarsdóttur hæstaréttarlögmanni, skipuðum réttargæslumanni A 149.400 krónur í réttargæsluþóknun. Ákærði greiði Björgvini Jónssyni hæstaréttarlögmanni 435.750 krónur í málsvarnarlaun.
Mál nr. 145/2009
Málsástæða Gagnkrafa Dómur Ómerking héraðsdóms
Í málinu stefndi C hf. fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins Þ og krafði hann um greiðslu skuldar samkvæmt viðskiptamannareikningi. Með heimild í 28. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 hafði Þ uppi gagnkröfu til skuldajafnaðar gegn kröfum C hf. og krafðist aðallega sýknu en til vara lækkunar á kröfum félagsins. Í dómi Hæstaréttar kom fram að af málsgögnum og forsendum héraðsdóms yrði ráðið að C hf. hefði mótmælt öllum gagnkröfum Þ. Lög nr. 91/1991 gerðu ekki ráð fyrir að stefnandi máls gæti skilað sérstakri greinargerð um gagnkröfur stefnda nema þegar gagnstefnt væri og þess krafist að sjálfstæður dómur gengi um gagnkröfurnar. Mótmæli við gagnkröfum, sem einungis væri teflt fram til stuðnings sýknukröfu, gætu eftir atvikum komið fram í bókunum, gagnaöflun sem sýnilega væri beint gegn kröfunum og í munnlegum málflutningi. Samkvæmt d. og e. lið 1. mgr. 114. gr. sömu laga bæri síðan að gera grein fyrir slíkum mótmælum og ástæðum þeirra í dómi. Þar sem ekki var að þessu gætt í héraðsdómi var hinn áfrýjaði dómur ómerktur og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 13. janúar 2009. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 25. febrúar 2009 og var áfrýjað öðru sinni 24. mars sama ár. Hann krefst aðallega ómerkingar héraðsdóms en til vara að stefnda verði gert að greiða sér 10.005.663 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. ágúst 2006 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms en til vara að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi höfðaði málið 5. nóvember 2007 og var það þingfest 14. sama mánaðar. Hann gerði kröfu um að stefndi greiddi 10.005.663 krónur, sem væri skuld stefnda samkvæmt viðskiptareikningi hjá áfrýjanda miðað við stöðu reikningsins 1. ágúst 2006. Hefði stefndi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri áfrýjanda látið félagið lána sér þetta fé, en slíkt hefði brotið í bága við 104. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Stefndi skilaði greinargerð 12. desember 2007 og krafðist sýknu. Taldi hann aðallega að ekki hefði verið um lán að ræða „heldur endurgreiðslu á útgjöldum [sínum] í þágu félagsins og fyrirframgreiðslu á vangoldnum launum.“ Til vara hafði stefndi uppi kröfu um skuldajöfnuð við kröfu áfrýjanda og tefldi þar fram kröfum aðallega samtals að fjárhæð 15.604.258 krónur en til vara 6.928.020 krónur, í báðum tilvikum að viðbættum dráttarvöxtum svo sem tíundað er með kröfugerð hans í hinum áfrýjaða dómi. Í héraðsdómi kemur fram að ekki sé deilt tölulega um stefnukröfu áfrýjanda. Þessu hefur stefndi mótmælt við málflutning fyrir Hæstarétti. Virðast þau mótmæli byggjast á því að áfrýjandi hafi ekki gert næga grein fyrir því hvað standi að baki færslum á viðskiptareikninginn sem áfrýjandi byggi kröfu sína á. Meðferð málsins í héraði beindist aðallega að því að fjalla um gagnkröfur þær sem stefndi hafði, með heimild í 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, uppi til skuldajafnaðar gegn kröfu áfrýjanda og byggði aðallega á til sýknu en til vara til lækkunar á henni. Af framlögðum málsgögnum og forsendum héraðsdóms verður með vissu ráðið að áfrýjandi hafi mótmælt öllum gagnkröfum stefnda, enda hélt áfrýjandi við upphaflega dómkröfu sína þrátt fyrir gagnkröfurnar. Lög nr. 91/1991 gera ekki ráð fyrir að stefnandi máls skili sérstakri greinargerð um gagnkröfur stefnda nema þegar gagnstefnt er og krafist sjálfstæðs dóms um gagnkröfur. Mótmæli við gagnkröfum, sem einungis er teflt fram til stuðnings sýknukröfu, geta eftir atvikum komið fram í bókunum, gagnaöflun sem sýnilega er beint gegn kröfunum og í munnlegum málflutningi. Í dómi ber síðan að gera grein fyrir slíkum mótmælum og ástæðum þeirra, sbr. d. og e. liði 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Þessa var ekki gætt í héraðsdómi og verður því fallist á aðalkröfu áfrýjanda. Samkvæmt þessu verður hinn áfrýjaði dómur ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Það athugast að í hinum áfrýjaða dómi eru gagnkröfur stefnda tilgreindar meðal dómkrafna hans eins og um sé að ræða sjálfstæðar kröfur sem koma eigi til dóms en ekki forsendur sem ætlað er að styðja sýknukröfu. Er þessi framsetning villandi. Dómsorð: Dómur Héraðsdóms Reykjaness 16. október 2008. Mál þetta var þingfest 14. nóvember 2007 og tekið til dóms 18. september sl. Stefnandi er Curron hf., Ármúla 13a, Reykjavík, en stefndi er Þorsteinn Geirsson, Fagrahjalla 80, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 10.005.663 krónur með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 28/2001 frá 1. ágúst 2006 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda í málinu. Til vara krefst hann þess að viðurkennd verði skuldajafnaðarkrafa stefnda á hendur stefnanda að svo miklu leyti sem dómkröfur stefnanda verði teknar til greina. Til þrautavara krefst stefndi þess að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar. Sýknukrafa stefnda er reist á því að hann eigi gagnkröfu á hendur stefnanda sem sé hærri heldur en stefnukrafa málsins. Þessa skuldajafnaðarkröfu sundurliðar stefndi þannig: Að stefnanda beri að greiða stefnda 15.604.258 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af krónum364.684 frá 1. janúar 2004 til 1. febrúar 2004, af kr. 729.368 frá þeim degi til 1. mars 2004, af kr. 1.094.053 frá þeim degi til 1. apríl 2004, af kr. 1458.737 frá þeim degi til 1. maí 2004, af kr. 1.823.421 frá þeim degi til 1. júní 2004, af kr. 2.188.105 frá þeim degi til 1. júlí 2004, af kr. 2.532.762, frá þeim degi til 1. ágúst 2004, af kr. 2.884.095 frá þeim degi til 1. september 2004, af kr. 3.235.428 frá þeim degi til 1. október 2004, af kr. 3.586.760 frá þeim degi til 1. nóvember 2004, af kr. 3.938.093 frá þeim degi til 1. desember 2004, af kr. 4.289.426 frá þeim degi til 1. janúar 2005, af kr. 4.640.759 frá þeim degi til 1. febrúar 2005, af kr. 4.979.367 frá þeim degi til 1. mars 2005, af kr. 5.317.975 frá þeim degi til 1. apríl 2005, af kr. 5.656.584 frá þeim degi til 1. maí 2005, af kr. 5.995.192 frá þeim degi til 1. júní 2005, af kr. 6.333.800 frá þeim degi til 1. júlí 2005, af kr. 6.672.408 frá þeim degi til 1. ágúst 2005, af kr. 7.011.017 frá þeim degi til 1. september 2005, af kr. 7.349.625 frá þeim degi til 1. október 2005, af kr. 7.688.233 frá þeim degi til 1. nóvember 2005, af kr. 8.026.842 frá þeim degi til 1. desember 2005, af kr. 8.337.630 frá þeim degi til 1. janúar 2006, af kr. 8.676.238 frá þeim degi til 1. febrúar 2006, af kr. 9.003.924 frá þeim degi til 1. mars 2006, af kr. 9.331.610 frá þeim degi til 1. apríl 2006, af kr. 9.659.295 frá þeim degi til 1. maí 2006, af kr. 9.986.981 frá þeim degi til 1. júní 2006, af kr. 10.314.667 frá þeim degi til 1. september 2006, af kr. 11.090.167 frá þeim degi til 1. október 2006, af kr. 11.865.667 frá þeim degi til 1. nóvember 2006, af kr. 12.641.167 frá þeim degi til 1. desember 2006, af kr. 13.416.667 frá þeim degi til 1. janúar 2007, af kr. 14.192.167 frá þeim degi til 1. febrúar 2007 og af kr. 15.604.258 frá þeim degi til greiðsludags. Verði talið að stefnandi hafi þegar staðið stefnda skil á vangoldnum launum og tengdum greiðslum fram til ársloka 2005 gerir stefndi þá kröfu að stefnandi greiði honum 6.928.020 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 327.686 frá 1. febrúar 2006 til 1. mars. 2006, af kr. 655.371 frá þeim degi til 1. apríl 2006, af kr. 983.057 frá þeim degi til 1. maí 2006, af kr. 1.310.743 frá þeim degi til 1. júní 2006, af kr. 1.638.429 frá þeim degi til 1. september 2006, af kr. 2.413.929 frá þeim degi til 1. október 2006, af kr. 3.189.429 frá þeim degi til 1. nóvember 2006, af kr. 3.964.929 frá þeim degi til 1. desember 2006, af kr. 4.740.429 frá þeim degi til 1. janúar 2007, af kr. 5.515.929 frá þeim degi til 1. febrúar 2007 og af kr. 6.928.020 frá þeim degi til greiðsludags. I. Í málinu krefur stefnandi fyrrverandi framkvæmdastjóra stefnanda um greiðslu skuldar að fjárhæð 10.005.663 krónur sem stefnandi telur að stefndi skuldi félaginu samkvæmt viðskiptamannareikningi. Ekki er deilt um fjárhæð stefnukröfunnar en stefndi mótmælir aftur á móti kröfu stefnanda á þeirri forsendu að ógreiddum launum hans hafi ekki verið skuldajafnað við úttektir hans hjá félaginu og eins á þeirri forsendu að stefndi hafi ekki fengið greidd laun í uppsagnarfrest eins og honum hafi borið samkvæmt samningi aðila. Forsaga máls þessa er sú að árið 1996 stofnaði stefndi hugbúnaðarfyrirtæki. Var hann eini starfsmaður fyrirtækisins framan af en fljótlega komu fleiri að fyrirtækinu og árið 1999 varð stefndi framkvæmdastjóri þess. Hann segist þó fyrst og fremst hafa sinnt samningsgerð og markaðs- og sölumálum en aðrir séð um fjármál fyrirtækisins. Hann var lengst af stærsti hluthafinn en kvaðst hafa valið reynda fjármálamenn í stjórn enda ekki haft sjálfur þekkingu á því sviði en hann sé menntaður líffræðingur og lífeðlisfræðingur. KPMG Endurskoðun hf. sá um allt bókhald félagsins og að auki launagreiðslur lengst af. Þann 1. júlí 1999 var gerður ráðningarsamningur við stefnda og hann ráðinn sem framkvæmdastjóri. Umsamin mánaðarlaun voru 350.000 krónur og var ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Launakjör stefnda skyldu endurskoðuð árlega og taka jafnframt breytingum samkvæmt samningum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Þá skuldbatt stefnandi sig til að útvega stefnda bifreið til eigin nota að verðmæti allt að 3.500.000 krónur og til að greiða allan almennan rekstrarkostnað hennar. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur samningsins var ákveðinn 3 mánuðir. Í ráðningarsamningnum sagði ennfremur að óski stjórn stefnanda að stefndi láti af störfum innan umsamins uppsagnartíma skuli greiða honum full laun samkvæmt samningnum út uppsagnartímann, óháð því hvað hann tekur sér fyrir hendur í millitíðinni. Launakjör stefnda sættu að minnsta kosti tvívegis endurskoðun á starfstíma hans hjá stefnanda. Hinn 1. apríl 2001 voru mánaðarlaun stefnda hækkuð í 500.000 krónur og hinn 1. apríl 2002 voru mánaðarlaun stefnda hækkuð í 650.000 krónur og uppsagnarfrestur ráðningarsamningsins lengdur í 6 mánuði. Fram hefur komið í málinu að rekstur fyrirtækisins reyndist frá upphafi mikil þrautaganga. Unnið var að vöruþróun með tilheyrandi kostnaði en miklar tafir urðu á að fyrirtækið aflaði sér tekna svo nokkru næmi og var fjárhagsstaða stefnanda því afar bágborin. Þegar illa áraði lánaði stefndi fyrirtækinu fé, tugi milljóna að hans sögn, og tók stefndi auk þess sjaldnast út full laun. Hann hafði þó fyrir fjölskyldu að sjá og því skapaðist sú venja að hann fór með ógreidda reikninga heimilisins til bókara stefnanda sem greiddi persónulega reikninga stefnda eftir því sem efni stefnanda leyfðu hverju sinni. Voru þessar greiðslur færðar á viðskiptamannareikning sem skuld stefnda við stefnanda en ógreidd laun og lán stefnda til stefnanda voru færð á lánadrottnareikning. Um hver áramót var skuldajafnað milli þessara tveggja reikninga og skuld stefnda á viðskiptamannareikningi færð niður í 0 krónur vegna þess að stefnandi skuldaði stefnda ávallt hærri fjárhæð en nam úttekt stefnda hjá stefnanda. Gekk þetta svona fyrir sig í gegnum árin og í árslok 2005 var staðan einnig þannig að skuld stefnda við stefnanda var 0 krónur á viðskiptamannareikningi. Síðar kom í ljós að ranglega hafði verið skuldajafnað 8.135.984 krónum og var sú færsla leiðrétt síðar. Kom þá í ljós að stefndi stóð í skuld við stefnanda í árslok 2005 að fjárhæð 7.349.219 krónur. Þessi skuld jókst á árinu 2006 og stóð í 10.005.663 krónur er stefndi hætti störfum hjá stefnanda í lok júní það ár. Þessi fjárhæð er stefnukrafa málsins og eins og áður sagði er ekki deilt tölulega um hana. Í lok árs 2002 kom til tals að gefa starfsmönnum stefnanda, sem áttu inni launagreiðslur hjá stefnanda, kost á að skrifa sig fyrir nýjum hlutum í félaginu í kjölfar hlutafjárhækkunar og greiða þá með gjaldföllnum launagreiðslum. Ekki varð af hlutafjárhækkuninni fyrr en árið 2005 en á hluthafafundi stefnanda hinn 11. ágúst 2005 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins, sem fól í sér heimild til hækkunar á hlutafé um allt að 90.000.000 krónur. Með hlutafjárhækkuninni var fyrirætlun stefnanda m.a. að gera upp uppsafnaðar launaskuldir við starfsmenn. Var starfsmönnum veittur réttur til að skrá sig fyrir nýju hlutafé á genginu 1,0 og var aðeins heimilt að greiða fyrir hlutafé með skuldajöfnuði við gjaldfallnar launaskuldir sem samþykktar voru af stjórn stefnanda. Segir m.a. í breyttum samþykktum félagsins að þessi heimild skuli standa til 31. október 2005 en falla þá niður. Einungis sé heimilt að greiða fyrir nýtt hlutafé í þessum hluta með skuldajöfnuði við gjaldfallnar launaskuldir sem stjórn félagsins samþykki. Það átti að vera skilyrði fyrir skráningu á nýju hlutafé í þessum hluta að starfsmaður hefði áður greitt til félagsins fjárhæð sem nam tekjuskatti og hlutdeild í greiðslu til lífeyrirsjóðs. Í málinu liggur fyrir bréf Ágústar Jóhannssonar, löggilts endurskoðanda hjá KPMG Endurskoðun hf., frá 15. ágúst 2006 þar sem samanburður er gerður á reiknuðum launum stefnda og greiddum launum hans tímabilið 2000 til 2005. Kemur þar m.a. fram að reiknuð laun stefnda á þessu tímabili hafi verið 48.003.007 krónur en inn í þeirri tölu séu ekki reiknuð bifreiðahlunnindi. Á sama tíma hafi greidd laun numið 32.015.971 krónu. Vangreidd laun séu því 15.987.036 krónur en með vöxtum nemi skuld stefnanda við stefnda 18.997.036 krónum. Þá kemur fram í bréfinu varðandi bifreiðamál stefnda að samkvæmt ráðningarsamingi hafi verið gert ráð fyrir því að félagið ætti bifreið sem stefndi hefði til eigin nota. Þetta ákvæði hafi stefnandi aldrei efnt og stefndi notaði eigin bifreið en stefnandi greitt rekstrarkostnað vegna hennar. Ennfremur hefur verið lagt fram bréf KPMG Endurskoðunar hf., dagsett 8. ágúst 2006. Efni bréfsins er ársreikningur stefnanda 2005 og segir í bréfinu að með því óski KPMG eftir að gera grein fyrir nokkrum liðum ársreikningsins og helstu niðurstöðum endurskoðunarinnar. Í bréfinu kemur m.a. fram að vegna þröngrar fjárhagsstöðu félagsins hafi ekki tekist að greiða nokkrum starfsmönnum umsamin laun. Heildarskuld vegna þessara starfsmanna nemi 26.900.000 krónum í ársbyrjun 2005 auk áætlaðra launatengdra gjalda að fjárhæð 3.000.000 króna. Skuld stefnanda við stefnda sé 22.689.530 krónur. Á grundvelli þessarar fjárhæðar hafi náðst samkomulag um að breyta skuldinni í hlutafé. Stefndi hafi greitt staðgreiðslu við uppgjör kröfunnar auk lífeyrissjóðsgjalda, samtals að fjárhæð 9.100.000 krónur. Þá segir ennfremur í þessu bréfi að í ársreikningi séu áætlaðar 5.200.000 krónur sem séu ófengin laun til handa stefnda sem stefndi telji að stefnandi beri að greiða sér. Í árslok 2005 nemi krafa stefnanda á hendur stefnda 7.300.000 krónum vegna úttekta hans hjá félaginu. Ágúst Jóhannesson, löggiltur endurskoðandi, kom fyrir dóm og kvaðst telja að miðað hafi verið við árslok 2005 þegar uppgjör á launaskuld við stefnda hafi farið fram og skuldinni breytt í hlutafé. Spurður um af hverju 5.200.000 krónur, sem væru áætluð ófengin laun í árslok 2005, hefðu ekki verið tekin með í þennan útreikning, svaraði hann því til að hann teldi að það hafi ekki verið unnt vegna þess að talan hafi verið áætluð og eftir hafi verið að greiða staðgreiðslu af þeim launum og launatengd gjöld. Í málinu hefur verið lagður fram hluthafasamningur, dagsettur 11. mars 2005. Segir í honum að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, stefndi og Gunnar Ellert Geirsson geri með sér hluthafasamning sem hluthafar í Smartkortum hf. en það hét félagið á þeim tíma. Segir jafnframt í samningnum að tilefni þessa hluthafasamnings sé aðild Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis að félaginu og ásetningur aðila að efla félagið og tryggja því fjármagn til uppbyggingar næstu árin. Tilgangur þessa samkomulags sé að staðfesta með formlegum hætti reglur sem samningsaðilar hafi komið sér saman um um meðferð hlutafjár og ákvarðanatökur í félaginu. Síðan segir í 4. mgr. 4. gr. samningsins: ,,Aðilar eru sammála um að ÞG nýti rétt til þess að skrifa sig fyrir hlutafé að fjárhæð kr. 34.000.000, skv. yfirlýsingu um ábyrgð dagsett 22. apríl 2003, en með þeim kaupum fer m.a. fram fullnaðaruppgjör á skuldum félagsins við ÞG.” Stefndi segir að endurskoðandi félagsins, stjórnarformaður þess og bókari hafi komið að uppgjöri við hann en stefndi segir að það hafi ekki samræmst hagsmunum félagsins að hann kæmi persónulega að þeim útreikningi. Eftirstöðvar greiðslu fyrir nýjum hlutum í félaginu hafi stefndi fjármagnað með láni frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis sem hafi verið orðinn stærsti eigandi hlutafjár í félaginu ásamt stefnanda. Stefndi hafi sett hlutabréfin til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Nokkrar sviptingar hafi orðið í rekstri stefnanda á árinu 2006 þegar lykilstarfsmenn stefnanda hafi verið ráðnir til Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og til Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna. Með því að hafi verðmæti fyrirtækisins rýrnað verulega. Gjalddagi skuldar stefnda við Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis hafi verið í byrjun sumars 2006 og hafi stefndi neyðst þá til að framselja stærsta hlut hlutafjáreignar sinnar til sparisjóðsins sem hafi þá orðið meirihlutaeigandi í félaginu. Stefndi hafi starfað sem framkvæmdastjóri stefnanda fram í lok júlí árið 2006 en þegar stefndi hugðist mæta til vinnu hafi verið búið að skipta um læsingar í starfsstöð stefnanda og stefnda gert ókleift að sinna vinnu sinni. Engin formleg uppsögn ráðningarsamnings hafi farið fram af hálfu stefnanda og engin krafa hafi verið gerð um vinnuframlag hans í uppsagnarfresti. Honum hafi ekki verið staðið skil á launagreiðslum í uppsagnarfresti. II. Stefnandi byggir kröfur sínar á almennum reglum um kröfu- og samningaréttar um greiðslu skulda, skuldbindingagildi loforða og endurgreiðslu lána. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi fengið umræddar fjárhæðir að láni frá stefnanda vegna persónulegra útteka eða útgjalda en ekki endurgreitt. Í öllum tilfellum hafi stefndi sjálfur tekið ákvörðun um að láta félagið lána sér eða greiða fyrir sig umræddar fjárhæðir og fært sér þær til skuldar í reikningum félagsins. Þessi lántaka hafi honum verið óheimil samkvæmt ákvæðum 104. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Fyrir umræddum lántökum hafi stefndi ekki fengið sérstaka heimild eða samþykki stjórnar. Dráttarvaxta sé aðeins krafist frá starfslokum stefnda. Kröfu sína um málskostnað styður stefndi 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi gerir þær athugasemdir við málatilbúnað stefnanda að samkvæmt viðskiptamannareikningi hinn 31. júlí 2006 hafi skuld stefnda við stefnanda numið 2.656.444 krónum en tvær færslur hinn 30. desember 2005 hafi verið leiðréttar af endurskoðanda því að þær hafi ekki verið taldar eiga rétt á sér. Með því hafi staða á viðskiptamannareikningi hækkað í 10.005.663 krónur sem sé stefnufjárhæð málsins. Stefndi telur það gagnrýnisvert að ekki sé fjallað efnislega um þessar færslur, sem myndi svo drjúgan hluta dómkrafna stefnanda, og eigi því stefndi erfitt um vik að verjast kröfugerðinni. Telur stefndi að stefnandi hafi ekki gætt nægilega að þeirri grundvallarreglu einkamálaréttarfars að gera nægilega grein fyrir þeim atvikum sem búi að baki kröfugerðinni. Stefndi mótmælir því að um lántöku stefnda hafi verið að ræða. Stefnandi hafi verið í sívaxandi skuld við stefnda vegna vangoldinna launa. Þá beri einstakar færslur á viðskiptareikningi stefnda jafnframt með sér að um sé að ræða endurgreiðslu á útlögðum kostnaði stefnda í þágu félagsins en skuldastaða hafi ávallt verið leiðrétt í árslok. Stefnanda hafi borið að taka tillit til skuldastöðu á viðskiptareikningi við launauppgjör í árslok 2005 sem fram hafi farið með áskrift nýs hlutafjár. Því standist það ekki að grundvalla kröfu sína á ákvæðum hlutafjárlaga um lánveitingu til stjórnenda hlutafélags. Verði dómkröfur stefnanda teknar til greina að hluta eða öllu leyti krefst stefndi þess að skuld stefnanda við hann vegna vangoldinna launa, bifreiðastyrks, launa í uppsagnarfresti, óuppgerðs orlofs og mótframlags í lífeyrissjóð vegna launa og orlofs, komi til skuldajafnaðar. Stefnandi hafi ekki staðið stefnda að fullu skil á launagreiðslum samkvæmt ráðningarsamningi frá upphafi árs 2003 en skuld stefnanda vegna vangoldinna launa fram að þeim tíma hafi verið gerð upp með áskrift að nýju hlutafé árið 2005. Elstu ófyrndar launakröfur stefnda séu vegna desember 2003 sem hafi fallið í gjalddaga 1. janúar 2004. Stefndi geri því kröfu um að stefnandi standi honum skil á vangoldnum launum frá þeim tíma til og með maí 2006 en stefnandi hafi fengið greidd full laun samkvæmt ráðningarsamningi vegna júní og júlí 2006. Þá sé jafnframt gerð krafa um vangoldinn bifreiðastyrk að fjárhæð 80.000 mánaðarlega en hann hafi aðeins verið greiddur tvívegis á þessu tímabili. Þá sé einnig gerð krafa um 7% mótframlag stefnanda í lífeyrissjóð af vangoldnum launum. Stefndi heldur því fram að hann eigi rétt á launum í uppsagnarfresti sem sé 6 mánuðir samkvæmt ráðningarsamningi. Stefnanda beri að standa skil á umsömdum mánaðarlaunum, 650.000 krónum í 6 mánuði, fyrir tímabilið ágúst til desember 2006 og janúar 2007 auk bifreiðastyrks að fjárhæð 80.000 krónur, ásamt 7% mótframlagi í lífeyrissjóð af vangoldnum launum í uppsagnarfresti. Þá gerir stefndi jafnframt kröfu um uppgjör orlofs vegna orlofsársins 2006 sem hefði átt að fara fram við starfslok. Stefndi eigi að lágmarki rétt á 24 daga orlofi og nemi orlofsprósenta 10,17%. Gerð sé krafa um greiðslu orlofs vegna tímabilis frá 1. maí 2006 til 31. janúar 2007, þ.e. út uppsagnarfrest stefnda. Þá sé jafnframt gerð krafa um 7% mótframlag stefnanda í lífeyrissjóð af orlofsgreiðslum. Stefndi telur að krafa hans eigi að bera dráttarvexti frá 1. hvers mánaðar enda hafi gjalddagi launagreiðslna verið ákveðinn með þeim hætti. Þá skuli óuppgert orlof ásamt mótframlagi stefnanda í lífeyrissjóð á óuppgerðu orlofi jafnframt bera dráttarvexti frá 1. febrúar 2007, þ.e. að liðnum 6 mánaða uppsagnarfresti stefnda. Þannig nemi krafa stefnda að þessu leyti 15.604.258 krónur. Verði talið að stefnandi hafi við launauppgjör í árslok 2005 staðið stefnda skil á vangoldnum launum, bifreiðastyrk og mótframlagi í lífeyrissjóð vegna launa fram til þess tíma geri stefndi kröfu um að til skuldajafnaðar komi krafa stefnda um vangoldin laun frá janúar 2007, bifreiðastyrkur, laun í uppsagnarfresti t.o.m. janúar 2007, óuppgert orlof og mótframlag stefnanda í lífeyrissjóð vegna launaorlofs. Um forsendur þessa útreiknings vísar stefndi til gagna málsins en heildarfjárhæð nemi 6.928.020 krónum. Þrautavarakröfu sína um lækkun styður stefndi við sömu rök og fram koma í framangreindum málsástæðum. Sýknu- og lækkunarkröfu sína byggir stefndi á meginreglum íslensks vinnuréttar, lögum nr. 30/1987 um orlof og lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þá vísar stefnandi til meginreglna um skuldbindingagildi samninga. Um heimild til að hafa uppi gagnkröfu til skuldajafnaðar vísar stefndi til 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III. Af hálfu stefnanda er málið höfðað sem skuldamál á hendur stefnda og voru takmörkuð gögn lögð fram í upphafi. Olli það stefnda erfiðleikum í vörninni og í greinargerð hans er eftirfarandi áskorun: ,,Skorað er á stefnanda að leggja fram ársreikninga félagsins, fundargerðir stjórnar er málið varða, fylgiskjöl úr bókhaldi félagsins vegna þeirra færslna er mynda stefnufjárhæð málsins og samkomulag aðila um uppgjör á launaskuld stefnanda við stefnda og þá útreikninga er liggja að baki uppgjörinu. Þá er jafnframt skorað á stefnanda að gera sérstaklega grein fyrir með hvaða hætti launaskuldir stefnanda við starfsmenn voru færðar í bækur félagsins.“ Stefnandi hefur orðið við áskorun stefnda og lagt fram ýmiss gögn, m.a. úr bókhaldi sínu. Verður litið svo á að stefnandi hafi ekki frekari gögn fram að færa sem varpað gætu ljósi á málavexti. Hér að framan er það rakið hvernig stefnandi stóð að jafnaði í skuld við stefnda um hver áramót. Var það vegna bágrar fjárhagsstöðu félagsins. Fram kemur í tölvupósti Jóns Steingrímssonar, fyrrverandi stjórnarformanns stefnanda, og einnig í skýrslu hans hér fyrir dómi að félagið hafi að stórum hluta verið rekið í gegnum viðskiptamannareikning stefnda hjá stefnanda. Þessi háttur var því hafður á með samþykki og vitund stjórnar stefnanda. Verður því ekki fallist á með stefnanda að 104. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 eigi við í málinu. Stefnda var sagt upp störfum fyrirvaralaust í lok júlí 2006 og á því rétt á launum í uppsagnarfresti í 6 mánuði frá 1. ágúst 2006 samkvæmt ráðningarsamningi aðila. Hann á rétt á umsömdum launum, 650.000 krónum á mánuði, auk umsamins bifreiðakostnaðar að fjárhæð 80.000 krónur á mánuði, 7% mótframlagi í lífeyrissjóð og orlofi. Auk þess liggur fyrir í málinu, samkvæmt framlögðum launaseðlum frá janúar 2006 til loka júlí 2006, að stefndi fékk ekki að fullu greidd laun á þessu tímabili. Skuldajafnaðarkrafa hans samkvæmt ofangreindu nemur samtals 6.928.020 krónum og ber að taka þá fjárhæð að fullu til greina eins og hún er sett fram af hálfu stefnda. Eins og að framan er rakið safnaðist upp kaupréttur stefnda á hlutabréfum í stefnanda. Komið hefur fram í málinu að stjórn stefnanda gaf stefnda kost á að kaupa hlutabréf sem nam skuld stefnanda við stefnda. Var gengið til slíks uppgjörs á árinu 2005 en aðilar deila um hvenær ársins uppgjörið hafi farið fram. Hluthafafundur var haldinn 11. ágúst 2005 og var þá samþykkt hlutafjáraukning í þessu skyni. Á fundinum var samþykkt breyting á 5. grein samþykktar félagsins þar sem kemur m.a. fram að stefndi hafi haft frest til 30. október 2005 til þess að skrá sig fyrir hlut með þessum hætti, þ.e. að breyta launaskuld í hlutafé. Segir að einungis sé heimilt í þessum hluta að greiða fyrir nýtt hlutafé með skuldajöfnuði við gjaldfallnar launaskuldir og ennfremur að það sé skilyrði að starfsmaður hafi áður greitt til félagsins tekjuskatt af launum og hlutdeild í greiðslu til lífeyrissjóðs. Í dómskýrslu Ágústar Jóhannessonar, löggilts endurskoðanda, en hann kom að uppgjöri við stefnda, kom fram að vangreidd laun til stefnda hafi verið skuldajafnað til kaupa á hlutabréfum miðað við árslok 2005. Sagði hann jafnframt að í skýringum með ársreikningi 2005 væri getið um ógreidd laun til stefnda að fjárhæð 5.200.000 krónur sem væri áætluð tala. Hafi svo verið gert vegna þess að sú launaskuld hafi ekki verið tæk til skuldajafnaðar þar sem eftir hafi verið að draga frá staðgreiðslu og launatengd gjöld. Fjárhæðin hafi því verið áætluð. Ágúst kvaðst ekki geta fullyrt neitt í þessu sambandi en samkvæmt skýringum með ársreikningi 2005 væri ekki annað að sjá en að stefnandi stæði í 5.200.000 króna skuld við stefnda í árslok 2005 vegna launa. Þegar litið er til þess að stefndi hefur skorað á stefnanda að leggja fram öll gögn úr bókhaldi félagsins sem varpað gætu ljósi á framangreint, og stefndi á þess ekki kost að leggja fram frekari gögn í þessu sambandi, þykir stefndi eiga að njóta vafans um það ágreiningsefni hvort hann hafi átt inni laun hjá stefnanda í árslok 2005 eins og hann hefur haldið fram. Styðst það einnig við 5. gr. samþykktar stefnanda, eins og henni var breytt á hluthafafundi 11. ágúst 2005, að aðeins mætti skuldajafna ógreiddum launum sem starfsmaður hafði greitt staðgreiðslu af ásamt framlagi sínu til lífeyrissjóðs. Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að við uppgjör aðila, þegar launaskuld við stefnda var breytt í hlutafé, hafi verið miðað við árslok 2005 og gjaldfallin en vangreidd laun til stefnda skuldajafnað við hlutabréfakaup hans að undanskildum 5.200.000 krónum en sú fjárhæð þótti ekki tækt til skuldajafnaðar af þeim ástæðum sem áður greindi. Niðurstaða málsins verður því sú að stefnukrafa er að fullu tekin til greina. Skuldajafnaðarkrafa stefnanda samtals að fjárhæð 12.128.020 krónur (6.928.020 + 5.200.000) er jafnframt tekin til greina. Heildarniðurstaða málsins verður því sú að aðalkrafa stefnda um sýknu verður tekin til greina þar sem samþykkt skuldajafnaðarkrafa stefnda er hærri en stefnukrafa málsins. Eftir þessari niðurstöðu verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 700.000 krónur og er þá virðisaukaskattur meðtalinn. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Stefndi, Þorsteinn Geirsson, er sýkn af kröfum stefnanda, Curron hf. í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 700.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 430/2008
Hraðakstur Sakarkostnaður Svipting ökuréttar Manndráp af gáleysi Skilorð Bifreið
H var ákærður fyrir hegningar- ogumferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið langt yfir leyfðum hámarkshraðaog án aðgæslu yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu með þeimafleiðingum að bifreiðin lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri áttog ökumaður og farþegi þeirrar bifreiðar létust. Talið var hafið yfirskynsamlegan vafa að H hafi ekið á ofsahraða þegar slysið varð og ekkert værifram komið um að það hafi mátt rekja til ástands bifreiðarinnar fyrir slysiðeða aðstæðna á veginum. Varðaði brot H við 215. gr. almennra hegningarlaga, auknánar tilgreindra ákvæða umferðarlaga. Við mat á refsingu H var tekið mið aðþví að háttsemi hans var stórkostlega háskaleg og olli dauða tveggja manna.Jafnframt var tekið tillit til ungs aldurs H, þess að hann hafði ekki áðurgerst sekur um refsiverðan verknað, að hann hlaut sjálfur töluverða áverka viðslysið og þess að ekki var víst að annar þeirra sem lést hafi verið meðöryggisbelti spennt, en það kunni að hafa átt þátt í því að bani hlaust af. Varrefsing H ákveðin fangelsi í níu mánuði en sex mánuðir þar af bundnir skilorði.Þá var H sviptur ökurétti í þrjú ár.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen,Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinutil Hæstaréttar 23. júní 2008 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, enjafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngdog honum ákveðin frekari skipting ökuréttar. Ákærði krefst aðallega sýknu,en til vara að refsing verði milduð og svipting ökuréttar felld niður. Máliðer sprottið af umferðarslysi, sem varð 16. ágúst 2006 á Garðskagavegi réttnorðan við Sandgerði. Ákærði, sem ók frá Garði í suðurátt, missti vald ábifreið sinni, sem fór af bundnu slitlagi vegarins til hægri út á vegöxl, ensíðan aftur inn á veginn og yfir á rangan vegarhelming, þar sem hún skallframan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Áreksturinn varð mjög harður oglétust tveir menn, sem voru í bifreiðinni er ákærði ók á. Hann slasaðist einnigmikið í slysinu. Í héraðsdómi er gerð greinfyrir framburði vitna um aksturslag ákærða umrætt sinn og aðstæður á slysstað.Þar er jafnframt greint frá tæknilegum rannsóknum, sem gerðar voru ábifreiðinni, sem ákærði ók, og á ökuhraða hennar við slysið, en þeir sem gerðuþessar rannsóknir gáfu einnig skýrslu fyrir dómi. Hafið er yfir skynsamleganvafa að ákærði ók á ofsahraða þegar slysið varð og er ekkert fram komið um aðþað megi rekja til ástands bifreiðarinnar fyrir slysið eða aðstæðna á veginum,sem ákærði ók eftir. Niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða verðursamkvæmt því staðfest með vísan til forsendna hans. Háttsemi ákærða erréttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Viðákvörðun refsingar ákærða verður tekið mið af því að með stórkostlegaháskalegri háttsemi sinni olli hann dauða tveggja manna. Jafnframt verður tekiðtillit til ungs aldurs ákærða og að hann hefur ekki áður gerst sekur umrefsiverðan verknað. Þá hlaut hann sjálfur töluverða áverka við slysið. Loksverður litið til þess að ekki er víst að annar þeirra sem létust hafi verið meðöryggisbelti spennt, en það kann að hafa átt þátt í því að bani hlaust af. Aðöllu virtu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í níu mánuði. Með vísantil þeirra atriða, sem getið er í héraðsdómi og þóttu þar eiga að leiða tilþess að refsing yrði skilorðsbundin að hluta, er rétt að sex mánuðir afrefsivistinni verði bundnir skilorði eins og nánar greinir í dómsorði. Þá errétt að ákærði verði sviptur ökurétti í þrjú ár. Ákvæði héraðsdóms umsakarkostnað verður staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiðaallan áfrýjunarkostnað málsins samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara umsakarkostnað auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, semákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði,Hilmar Pétursson, sæti fangelsi í níu mánuði, en fresta skal fullnustu sexmánaða af refsingunni og sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum fráuppsögu dóms þessa haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaganr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði er sviptur ökurétti íþrjú ár. Ákvæði héraðsdóms umsakarkostnað skal vera óraskað. Áfrýjandi greiði allanáfrýjunarkostnað málsins, samtals 368.378 krónur, þar með talin málsvarnarlaunskipaðs verjanda síns, Guðmundar Óla Björgvinssonar hæstaréttarlögmanns,311.250 krónur. Dómur HéraðsdómsReykjaness 28. maí 2008. I. Málþetta, sem dómtekið var 7. maí sl., var höfðað með ákæru lögreglustjórans áSuðurnesjum, dagsettri 2. janúar 2008, gegn Hilmari Péturssyni, kt.200888-3169, Holtsgötu 23, Sandgerði, „fyrir hegningar- og umferðarlagabrot meðþví að hafa föstudag 16. ágúst 2006 á Garðvegi, rétt austan afleggjara aðFlankastöðum, ekið bifreiðinni OD 369 langt yfir leyfðum hámarkshraða og ánaðgæslu yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu með þeim afleiðingumað bifreiðin lenti þar í árekstri við bifreiðina ZY 304, sem kom úr gagnstæðriátt, og ökumaður þeirrar bifreiðar, Jóhann Fannar Ingibjörnsson, fæddur 17.júní 1972, og farþegi í sömu bifreið, Guðmundur Adam Ómarsson, fæddur 11. október1984, létust báðir af áverkum er þeir hlutu við áreksturinn. Telst þetta varða við 215. gr. almennra hegningarlaganr. 19, 1940 og 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 14. gr., 36. gr. og 2. mgr. 37. gr.sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987. Þess erkrafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttarsamkvæmt 101. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987“. Viðaðalmeðferð málsins 30. apríl sl. leiðrétti sækjandi, án athugasemda af hálfuákærða, tilgreiningu bifreiðar ákærða í ákæru á þann veg að réttskráningarnúmer hennar er OD 379 og dagsetningu umrædds atviks á þann veg aðþað átti sér stað miðvikudaginn 16. ágúst 2006. Ákærðikrefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Til vara krefst hann þessað honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Þá er krafistmálsvarnarlauna úr ríkissjóði samkvæmt tímaskýrslu verjanda. II. Málsatvik. Samkvæmt gögnum málsins barst fjarskiptamiðstöðlögreglu hinn 16. ágúst 2006 kl. 19:10 tilkynning um alvarlegt umferðarslys áGarðskagavegi nálægt Sandgerði. Var um að ræða árekstur bifreiðanna OD 379, semekið var suður Garðskagaveg, og ZY 304, sem ekið var norður sama veg. Fylgdutilkynningunni upplýsingar um að eldur væri í öðrum bílnum, einn maður lægiutan við bifreið á götunni og tveir aðrir inni í annarri bifreið. Tveirlögreglumenn fóru strax á vettvang og fleiri fylgdu í kjölfarið. Voru settarupp svonefndar ytri og innri lokanir og þá komu á vettvang þrjársjúkrabifreiðir og tækjabifreið slökkviliðs. Þegar lögregla kom á vettvang var Guðmundur AdamÓmarsson, farþegi í framsæti bifreiðarinnar ZY 304, við bifreiðina viðfarþegahurð. Hann lá á maganum og höfuð hans sneri til austurs og andlitiðvísaði til suðurs. Ung stúlka hlúði að honum en við könnun á lífsmörkumreyndist hann meðvitundarlaus og svaraði litlu áreiti. Sjúkraflutningamenn komuá vettvang og skoðuðu hann betur. Ökumaður bifreiðarinnar ZY 304, Jóhann FannarIngibjörnsson var fastur í bifreiðinni og fannst enginn púls hjá honum og hannvar greinilega látinn. Ökumaður bifreiðarinnar OD 379, ákærði í máliþessu, lá utan vegar, á vegöxl hægra megin á veginum ef horft er í suðurátt.Hann lá á maganum og sneri höfuð hans í austurátt og andlitið vísaði tilnorðurs. Sjá mátti að nærbuxur og buxur hans voru á hælum hans og vantaði áhann hægri skóinn. Könnuð voru lífsmörk ákærða og svaraði hann engu áreiti ogsýndi einkenni losts auk þess sem hann var með sýnilega höfuðáverka. GuðmundurAdam og ákærði voru báðir fluttir á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss íFossvogi. Um aðstæður á vettvangi segir í frumskýrslu að færðhafi verið góð, þurrt og bjart og jafnframt að yfirborð vegar sé malbikað. Í málinu liggja frammi ljósmyndir, sem teknar voruá vettvangi, sem og afstöðuteikning af vettvangi. Í greinargerð rannsakarakemur fram að árekstur bifreiðanna tveggja hafi orðið á miðri akrein þar sem ZY304 ók. Bifreiðin OD 379 hafi verið staðsett á miðjum vegi en bifreiðin ZY 304hafi verið nokkrum metrum fyrir utan veginn. Ætluð hemlaför OD 379 hafi verið áakreininni til Sandgerðis og vegöxlinni að árekstursstað og hafi mælst 62 metralöng. Samkvæmt vettvangsskýrslu rannsóknara var bifreiðinni OD 379 ekið út ívegöxlina og fóru hjólbarðar hægra megin mest 80 cm út fyrir malbikið á 40metra kafla. Bifreiðin ók yfir eina vegstiku á þessum tíma. Frá þeim stað þarsem hjólbarðar bifreiðarinnar koma inn á veginn aftur eru 13,3 metrar aðárekstursstað. Ætluð hemlaför eru í beinu framhaldi af förunum sem sýnaútafaksturinn og að árekstursstað. Frá þeim stað sem bifreiðin OD 379 fer meðhjólbarða hægri hliðar út í vegkantinn og þangað til hún stöðvast eftiráreksturinn eru 88,2 metrar. Árekstursstaður er á akrein sem ætluð er umferð íátt að Garði. Í málinu liggur fyrir krufningsskýrsla vegnakrufningar á líki Jóhanns Fannars Ingibjörnssonar sem Gerald A. Feiginréttarmeinafræðingur framkvæmdi 22. ágúst 2006. Í lok íslenskrar þýðingarskýrslunnar kemur fram eftirfarandi ályktun réttarmeinafræðingsins: „Jóhannlést af völdum fjöláverka. Þessir áverkar samanstanda af höfuðkúpubrotum meðblæðingu undir heilahimnur og rifum á heila, fjölmörgun rifbrotum og broti ábrjósthryggjarlið með rifum á undirliggjandi lungum, lifur og milta. Dánaratvikeru slys“. Sami réttarmeinafræðingur framkvæmdi sama dag krufningu á líkiGuðmundar Adams Ómarssonar og segir svo í lok íslenskrar þýðingarkrufningsskýrslunnar um ályktun réttarmeinafræðingsins: „Guðmundur AdamÓmarsson lést af völdum sljós áverka á brjóstkassa og kvið. Þessi áverki ollifjölmörgum rifbrotum með undirliggjandi rifu á milta (fjarlægt með aðgerð) ogbrotum á mjaðmagrind. (Innskot þýðanda: Rifa kom á þind og gekk milta upp ívinstra brjósthol, sem 2,5 lítrar af blóði voru tæmdir úr við komu á LSF).Dánaratvik eru slys“. Samkvæmt gögnum málsins var hvorugur ökumannannaundir áhrifum áfengis eða lyfja umrætt sinn. III. Verður nú rakinn framburður ákærða og vætti vitnafyrir dóminum. Ákærðihefur neitað sök. Hann skýrði svo frá fyrir dómi að hann myndi ekki eftir sérþennan tiltekna dag en útilokaði þó ekki að hafa þá ekið umræddri bifreið. Þaðeina sem hann myndi væri það að hann hafi verið í vinnunni hjá Rekunni frá þvíklukkan átta um morguninn til klukkan tvö eftir hádegi. Þá mundi ákærði eftirþví að hafa farið á bifreiðinni OD 379 í vinnuna um morguninn en bifreiðin séaf gerðinni Toyota og rauð að lit. Næst hafi hann munað eftir sér þegar hannkom heim af sjúkrahúsinu. Aðspurðurum líðan sína þennan dag, gat ákærði engu svarað en kvaðst hafa orðið fyrirlíkamstjóni við slysið og hlotið heilaskaða, ökklabrotnað og orðið fyrir meiðslumá baki og öxlum. Þá væri minnisleysi hans rakið til áverkanna. Kvaðst hann ennekki hafa náð sér eftir slysið. Ákærði kvað þá Jóhann Fannar og Guðmund Adam,sem létust í umræddu slysi, vera skylda sér og lýsti ákærði því að hann hefðifengið að finna fyrir þessu hjá ættingjum sínum og hefði hann m.a. verið laminnog kallaður morðingi. Ákærði kvaðst hafa fundið fyrir þunglyndi eftir slysið oggangi nú bæði til sálfræðings og geðlæknis. Ákærðikvaðst ekki geta tjáð sig um vætti vitna um akstur hans umrætt sinn en mundiaðspurður ekki eftir því að hafa verið með sætisbak ökumannssætisins stilltóvenjulangt aftur og kvaðst þykja óþægilegt að hafa sætið þannig. Þá kvaðsthann ekki muna hvort hann var með öryggisbelti spennt umrætt sinn en kvaðst þóvera vanur að nota það í akstri. Ákærðikannaðist aðspurður ekki við að bifreið hans hefði verið biluð áður en slysiðvarð. Sérstaklega aðspurður kvaðst ákærði hvorki muna eftir að hafa ílögregluskýrslu sem tekin var af honum 29. nóvember 2006 sagt að hann æki allajafna í samræmi við hraðatakmarkanir en hann hafi stundum ekið hraðar en þóekkert sérstaklega hratt, kannski á 120 til 130 kílómetra hraða á klukkustund,né að hann hafi sagst hafa hringt í móður sína úr vinnunni til að segja henniað hann væri á leiðinni heim í mat. Vitnið,Auðunn Pálsson, kvaðst hafa verið vitni að umræddu slysi en hann hafi ekiðbifreið sinni eftir Garðvegi áleiðis út í Garð á um það bil 80 kílómetra hraðaá klukkustund án þess þó að hann hefði litið sérstaklega á hraðamælinn. Þegarhann var kominn framhjá afleggjaranum að Efri Klöpp eða Sjónarhóli hafi hannmætt rauðri Toyotu Avensis á ógnarhraða. Kvaðst vitnið hafa fundið á sér að núhlyti eitthvað að gerast. Hann hefði því hægt á sér og horft íbaksýnisspegilinn og líka snúið höfðinu aftur og þá séð Toyotuna rása fram ogtil baka milli vinstri og hægri vegarkants. Sýndist vitninu sem bifreið ákærðahefði tekist á loft. Kvaðst vitnið ekki hafa heyrt hávaða en taldi sig vita oghafa séð að bifreið ákærða var ekið mjög hratt í beygju. Taldi vitniðsérstaklega aðspurður engan vafa leika á því að hraðinn hafi verið mjög mikillog taldi hraðann hafa verið um það bil 160 til 180 kílómetra hraða áklukkustund. Aðspurður um það á hvaða hraða bifreiðin ZY 304 hefði verið, lýstivitnið því að hún hefði verið í um það bil 100 metra fjarlægð fyrir aftanbifreið vitnisins og hefði sama bil milli bifreiðanna haldist allan tímann.Bifreið eiginkonu vitnisins hefði síðan verið nokkrum bíllengdum fyrir aftan ZY304. Vitniðkvaðst hafa snúið bifreið sinni við og ekið áleiðis að slysstaðnum. Hann hefðifyrst farið að bifreiðinni sem þeir Jóhann Fannar og Guðmundur Adam voru í oghefði hann þá séð að hjá Guðmundi Adam var kona. Ákærði hefði hins vegar legiðí jörðunni með buxur á hælunum og Gróa, eiginkona vitnisins, verið hjá honum.Blætt hefði úr ákærða og þá hefði heyrst mikið í honum þegar hann andaði. Síðanhefði komið að fleira fólk og sjúkrabifreiðar. Aðspurðurkvaðst vitnið hvorki tengjast ákærða né þeim sem létu lífið umrætt sinn en hannhefði bæði þekkt ákærða og annan manninn sem lést. VitniðGróa Axelsdóttir kvaðst muna atvik vel. Hún hefði ekið áleiðis út í Garð umrættsinn og taldi sig hafa verið á undir 90 kílómetra hraða á klukkustund. Um þaðbil tveimur til þremur bíllengdum fyrir framan bifreið hennar hefði verið hvítCaddy bifreið og þegar þessar bifreiðar hefðu verið nýkomnar út úr Sandgerðihefði rauðri bifreið verið ekið á móti á ofsahraða og hefði eitthvað gerst svorauða bifreiðin fór að rása um veginn og að lokum hefði hún lent á hvítubifreiðinni. Kvaðst vitnið hafa tekið eftir rauðu bifreiðinni þegar hún varrétt fyrir framan bifreið eiginmanns vitnisins. Sérstaklega aðspurð kvaðstvitnið ekki geta fullyrt á hvaða hraða rauða bifreiðin var umrætt sinn enhraðinn hefði verið mikill. Þá kvað hún bifreið sína, bifreið Auðuns,eiginmanns hennar, og hvítu bifreiðina hafa verið á svipuðum hraða en bifreiðAuðuns hefði verið komin aðeins á undan. Vitniðkvaðst hafa stöðvað bifreið sína og hringt í neyðarlínuna. Hún hefði athugaðmeð lífsmörk ákærða, síðan gáð að mönnunum tveimur í hvítu bifreiðinni og rættvið lögreglu þegar hún kom á vettvang. VitniðKarl Marcel Jensson kvaðst muna vel eftir atvikum málsins. Hann hefði verið áleið heim úr vinnu seinni partinn þegar hann ók á rauðri Peugeot bifreið sinnút úr Garðinum umrætt sinn á um það bil 70 til 80 kílómetra hraða áklukkustund. Á undan honum hafi rauðri Toyota bifreið verið ekið í sömu átt ogvitnið en alltaf hraðar og hraðar og kvaðst vitnið smám saman hafa misst sjónaraf henni. Taldi vitnið hraða rauðu Toyotunnar hafa verið yfir 120 kílómetrar áklukkustund en hann kvaðst ekki hafa heyrt sérstakan hávaða frá henni. RauðaToyotan hefði horfið úr augsýn í augnablik en skömmu síðar hefði vitnið séðgufu stíga upp til himins og þá hefði hann hægt á sér. Hann hafi þá verið í umþað bil 200 til 300 metra fjarlægð frá slysstaðnum. Á slysstaðnum hefði hannséð aðra bifreiðina vera hægra megin við skilti en hina úti í móa og hefðu þærbáðar virst handónýtar. Önnur bifreiðin var rauða Toyotan sem hafði verið fyrirframan bifreið vitnisins skömmu áður. Í hinni bifreiðinni hefði einn maðurverið látinn og annar mikið slasaður. VitniðRagnar Steinarsson kvaðst hafa komið að umræddu slysi. Hann hafi verið á leiðtil Sandgerðis og þegar hann var að leggja af stað frá beygjunni á leið úrGarðinum, hafi rauð Toyota tekið fram úr honum á töluverðum hraða. Sjálfurhefði vitnið ekið á um það bil 60 til 80 kílómetra hraða á klukkustund umrættsinn. Kvaðst vitnið hafa heyrt mikinn hávaða frá rauðu Toyotunni en hún hefðisíðan horfið honum sjónum. Tveimur til þremur mínútum síðar hefði vitnið komiðað slysinu þar sem önnur bifreiðanna hefði verið sama rauða Toyotan og hafðirétt áður ekið fram úr bifreið vitnisins. Ökumaður rauðu Toyotunnar hefði veriðfyrir utan bifreiðina en ökumaður hvítu sendiferðabifreiðarinnar hafi enn veriðinni í bifreiðinni en farþegi í þeirri bifreið hefði verið kominn út úrbifreiðinni. Sérstaklegaaðspurður kvaðst vitnið ekki hafa séð aðra rauða fólksbifreið aka sömu leið og hannsjálfur umrætt sinn. VitniðMagnús Þór Jónsson, doktor í vélaverkfræði og prófessor við véla- ogiðnaðarverkfræðiskor Háskóla Íslands, kannaðist við að hafa unnið að rannsókn áökuhraða bifreiðanna OD 379 og ZY 304 samkvæmt beiðni lögreglunnar og gert þágreinargerð sem liggur frammi í málinu. Vitnið kvaðst hafa 10 ára reynslu írannsóknum á ökuhraða bifreiða, bæði fyrir lögregluembætti og tryggingafélög.Lýsti vitnið því hvernig slíkar rannsóknir færu fram og kvað byggt á því aðþegar ökutæki er á ákveðinni hreyfingu hefði ökutækið ákveðna orku sem leystistúr læðingi við hemlun, árekstur og frákast. Rannsóknin fælist í því að fundin væri öll sú orka sem unnt væri að sjáá vettvangi og út frá beyglum ökutækjanna. Þessi hreyfiorka væri tekin saman ogút frá henni væri ökuhraði reiknaður. Vikmörk væru reiknuð út samkvæmt þeimupplýsingum sem hann fengi frá lögreglu og við útreikning lágmarkshraða væruöll hugsanleg frávik til lækkunar tekin saman. Væri líklegasti hraðinnyfirleitt einhvers staðar á milli reiknaðs lágmarks- og hámarkshraða. Aðspurðurkvaðst vitnið hafa haft ágæt gögn frá lögreglu við rannsóknarvinnuna, m.a.ljósmyndir af förum á vegi og þá hefðu ökutækin sjálf verið rannsökuð mjög vel.Rannsókn málsins hefði ekki reynst erfið og ekkert hefði komið fram sem ollivafa. Staðfesti vitnið niðurstöður greinargerðar sinnar og taldi óhugsandi,miðað við gögn málsins og upplýsingar sem hann hafði, að ökuhraðibifreiðarinnar OD 379 hefði verið undir 114 kílómetrum á klukkustund enlíklegast hefði hraðinn verið meiri. Aðspurðurkvað vitnið ökuhraða bifreiðarinnar ZY 304 vera eina af forsendum fyrirniðurstöðu útreikninga hans á ökuhraða bifreiðarinnar OD 304. Hann kvaðst hafaskoðað vettvang þegar nokkur tími var liðinn frá slysinu og hefði því við rannsóknsína stuðst við upplýsingar frá lögreglu á förum á malbiki, stöðu bifreiðannaog hemlunarför. Sérstaklega aðspurður kvað vitnið vindhraða ekki hafa áhrif áökuhraða bifreiðar sem ekið væri á yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund.Vitnið upplýsti að helstu kennistærðir væru fengnar frá Umferðarstofu og hefðiþyngd bifreiðar ákærða ekki verið mæld sérstaklega og þá hefði hann haftupplýsingar um hemlaför frá lögreglu en upplýsingar um formbreytingar ökutækisværu fengnar úr greinargerð Fræðslumiðstöðvar bílgreina. Upplýsingar umstífnistuðla væru úr gagnagrunni og sérstaklega aðspurður kvað vitnið ryð getahaft áhrif til lækkunar á stífnistuðli en af ljósmyndum mætti ráða að það hefðiekki átt við í þessu tilviki og því ekki verið rannsakaður frekar. Loks kvaðstvitnið hafa fengið upplýsingar um að rispur í malbiki hafi verið 2,5 til 3metra langar úr vettvangsteikningu og lögregluskýrslu. Vitnið,Ragnar Benjamín Ingvarsson bifvélavirkjameistari, kvaðst hafa unnið skýrslurFræðslumiðstöðvar bílgreina ehf. um bíltæknirannsóknir á bifreiðunum OD 379 ogZY 304 ásamt Snorra Sævari Konráðssyni. Hefði rannsókn beggja bifreiðanna tekiðum það bil viku. Vitnið kvað þá Snorra báða hafa farið á vettvang umrætt sinnog skoðað ummerki og bifreiðarnar sjálfar gaumgæfilega. Á vettvangi hafi veriðteknar myndir og síðan hefðu bifreiðarnar verið fluttar annað þar sem fram fórítarlegri rannsókn. Vitniðkvað rifu á slitfleti vinstri framhjólbarða hafa verið til komna vegna mjögbeitts hlutar en ekkert benti hins vegar til þess að dekkið hefði sprungið viðeitthvað á veginum. Skýrsluhöfundar hefðu leitað að aðskotahlutum á veginum frábeygjunni að slysstað og jafnframt skoðað kantinn á malbikinu en ekkert fundiðsem hefði getað orsakað það að hjólbarðinn sprakk. Vitnið kvað ekki unnt aðfullyrða að flipinn, sem skarst úr hjólbarðanum umrætt sinn, hefði valdiðloftleysi hans en hann hefði getað skorist í sundur við ákomu hinnarbifreiðarinnar. Rannsókn á bifreiðinni hefði ekki leitt í ljósmeð vissu hvaðorsakaði skemmdir á hægri framhjólbarðanum. Aðspurður kvað vitnið hjóla-,stýris- og fjöðrunarbúnað bifreiðarinnar ekki hafa verið tekinn í sundur heldurhefði hann verið skoðaður eins og hann var. Þá hefði ekki farið fram sérstökrannsókn á hugsanlegri málmþreytu og göllum í bifreiðinni. Vitnið taldi að þóttstilling á ökumannssæti bifreiðarinnar væri þannig að sætið hallaði meira afturen heppilegt væri, væri ekki hægt að fullyrða að stillingin hafi haft áhrif áeðlilegar hreyfingar ökumanns og möguleika á að stjórna bifreiðinni. Vitniðfullyrti að ekkert hefði komið fram sem leitt gæti til þeirrar niðurstöðu aðástand bifreiðarinnar OD 379 hafi getað orsakað áreksturinn. Staðfesti vitniðniðurstöðu skýrslunnar um bifreiðina OD 379 í þá veru að ekkert benti til þessað bilun í tækjum bifreiðarinnar hafi orðið til þess að umræddur árekstur varð.Rannsókn á bifreiðinni ZY 304 hefði leitt til sömu niðurstöðu. Vitnið,Snorri Sævar Konráðsson bifvélavirkjameistari, kvaðst hafa komið að rannsóknbifreiðanna OD 379 og ZY 304 ásamt Ragnari Benjamín Ingvarssyni. Kvað vitniðekkert hafa komið fram við skoðun á ástandi bifreiðarinnar OD 379 sem hefðigetað haft áhrif á aksturshæfni hennar. Þá taldi vitnið engan vafa leika á þvíað skurðurinn á vinstri framhjólbarða væri til kominn vegna áreksturs við annaðökutæki en hefði ekki orðið áður en til hans kom. Taldi vitnið ekki vafa á þvíað hjólbarðinn hefði verið í lagi fyrir áreksturinn og að samstuð ökutækjannahefði valdið umræddum skurði á hjólbarðanum. Útilokað væri að hjólbarðinn hefðiorðið loftlaus skömmu fyrir áreksturinn enda hefði það sést á áverkum áhjólbarðanum ef svo hefði verið. Vitniðkvað ekkert hafa gefið ástæðu til að rannsaka hjóla-, stýris- og fjöðrunarbúnaðfrekar en gert var. VitniðMagnús Sigfús Magnússon kvaðst vera náskyldur ákærða og þeirra sem létust íslysinu umrætt sinn. Hann lýsti því að ákærði hefði við slysið orðið minnislausauk þess sem hátterni hans hafi breyst. Þá hefði ákærði sætt aðkasti vegnaslyssins. VitniðJóhannes Albert Kristbjörnsson rannsóknarlögreglumaður kvaðst hafa stjórnaðvettvangsrannsókn á slysstað auk þess sem hann hefði m.a. tekið þátt í mælingumog unnið vettvangsskýrslu. Vitnið kvað áreksturinn hafa orðið á akreininni semlá í gagnstæða akstursstefnu við akstursleið ákærða umrætt sinn. Á vettvangihefðu verið skýr för sem ráku leið bifreiðar ákærða langa leið og hefðu förinverið hjólför en ekki felguför. Löng „skrensför“ hefðu einnig verið ávettvangi. Þá tók vitnið fram að för eftir bifreiðina ZY 304 hefðu bent tilþess að reynt hefði verið að víkja þeirri bifreið frá til að forða árekstri. Vitniðkvaðst hafa við annan lögreglumann gengið eftir Garðsskagavegi í akstursstefnubifreiðar ákærða og skoðað verksummerki þar og annars staðar á vettvangi ogfullyrti hann að hefðu þeir orðið varir við ójöfnur eða eitthvað annað áveginum, sem hefði getað haft áhrif á akstursstefnu eða akstursgetu ökumanns,hefði það verið rannsakað sérstaklega. Ljóst hefði verið að hjólbarðarbifreiðarinnar OD 379 hefðu farið út í malarkant utan malbiksins. Þá kvaðvitnið þann hjólbarða bifreiðar ákærða, sem fór utan í bifreiðina ZY 304 hafaverið loftlausan og í tægjum. VitniðHelga Einarsdóttir lögreglumaður kvaðst hafa mælt vettvang og undirbúið gerðuppdráttar sem sýndi ummerki og för á veginum. Kvað vitnið förin hafa sýnt aðhjól bifreiðarinnar OD 379 fóru á ákveðnum kafla út á malarkant fyrir utanmalbikið. VitniðMaría Guðmundsdóttir gaf símaskýrslu fyrir dóminum. Hún kvaðst hafa ekið eftirveginum umrætt sinn áleiðis til Sandgerðis þegar rauðri bifreið, sem var önnurþeirra bifreiða sem lenti í árekstrinum skömmu síðar, var ekið mjög hratt framúr henni og síðan hefði bifreiðin horfið henni sjónum. Tók vitnið þannig tilorða að bifreiðin hefði flogið fram úr henni. Taldi vitnið að um það bil tværtil þrjár mínútur hefðu liðið frá framúrakstrinum og þar til vitnið kom aðslysstaðnum. Fyrir dóminum kvað vitnið í fyrstu enga aðra bifreið hafa fariðfram úr henni umrætt sinn en þegar henni var bent á það, að við skýrslutöku hjálögreglu 22. ágúst 2006 hefði hún lýst því að tveimur öðrum bifreiðum hefðiverið ekið fram úr henni eftir framúrakstur ákærða, taldi hún rétt að miða viðframburð sinn hjá lögreglu því þá hefði hún munað atvik betur en nú. IV. Niðurstaða. Ákærðihefur ekki getað lýst atvikum vegna minnisleysis. Hins vegar liggur fyrir ígögnum málsins og er óumdeilt að ákærði ók bifreiðinni OD 379 umrætt sinn enbifreiðin er rauð að lit af gerðinni Toyota Avensis. Þá er ljóst að viðumræddan árekstur slasaðist ákærði og hlaut töluverða áverka. Segir í framlögðulæknisvottorði Ríkharðs Sigfússonar dagsettu 28. febrúar 2007 að ákærði hafilegið á gjörgæsludeild Landspítala í fjóra daga eftir slysið en veriðútskrifaður af sjúkrahúsi 29. ágúst 2006. Vinstri ökkli ákærða hafi brotnað ogþá hafi hann verið mjög bólginn á hægri fæti þótt ekki hafi sannast brot þeimmegin. Þá var ákærði talinn hafa hlotið heilamar og heilahristing og kemur framí vottorðinu að hann hafi ekki verið fyllilega búinn að ná sér við útskrift. Ívottorði Guðnýjar Daníelsdóttur læknis dagsettu 17. október 2007 kemur fram aðákærði hafi við slysið hlotið fjöláverka og þ.m.t. dreifðan heilaáverka semlýsi sér m.a. í líkamlegum verkjum, magavandamáli, svefnerfiðleikum, vanlíðanog kvíða, aukinni þreytu og skertu úthaldi, athygli, einbeitingu ogsjálfsstjórn, minniserfiðleikum, málerfiðleikum, pirringi og skapköstum. Kemureinnig fram í vottorðinu að ákærði eigi erfiðara með vinnu sína og þá eigi hannerfiðara með að sinna sjálfum sér og jafnframt sé félagsleg staða hans breytt. Umökuhraða bifreiðarinnar ZY 304 nýtur við vitnisburða vitnanna Auðuns Pálssonarog Gróu Axelsdóttur sem óku bifreiðum sínum sitt hvorum megin við hana umrættsinn, Auðunn á undan en Gróa á eftir. Vitnisburður þeirra var stöðugur ogtrúverðugur að mati dómsins. Af vætti vitnanna verður ráðið að bifreiðar þeirraog bifreiðin ZY 304 voru á svipuðum hraða. Vitnið Auðunn kvaðst hafa ekið á umþað bil 80 kílómetra hraða á klukkustund og kvað bilið á milli bifreiðar sinnarog ZY 304 hafa haldist óbreytt meðan á akstrinum stóð. Vitnið Gróa kvaðst hafaekið á innan við 90 kílómetra hraða á klukkustund og fullyrti að bifreið sinniog bifreið Auðuns og ZY 304 hefði öllum verið ekið á svipuðum hraða. Ekkert erfram komið í málinu sem gerir vætti framangreindra vitna ótrúverðugt og verðurþví í ljósi þessa og þar sem engin gögn benda til annars, að miða við aðbifreiðinni ZY 304 hafi verið ekið á um það bil 80 kílómetra hraða áklukkustund umrætt sinn. Eins ogáður er komið fram, hefur ákærði ekki getað lýst akstri sínum umrætt sinn vegnaminnisleysis en vitnin Auðunn, Gróa, Karl Marcel Jensson, María Guðmundsdóttirog Ragnar Steinarsson hafa, eins og áður er rakið, lýst bæði ökuhraða ogaksturslagi rauðrar Toyotabifreiðar og þykir ekki leika vafi á því að umbifreiðina OD 339 sé að ræða. Vitnin Auðunn og Gróa töluðu um ógnarhraða ogofsahraða þegar þau lýstu hraða bifreiðarinnar, vitnið Karl Marcel taldihraðann hafa verið yfir 120 kílómetrar á klukkustund en vitnið Ragnar kvaðbifreiðina hafa tekið fram úr sér á töluverðum hraða en sagðist sjálfur hafaekið á 60 til 80 kílómetra hraða á klukkustund. Vitnið María kvaðst hafa ekið árúmlega 90 kílómetra hraða á klukkustund þegar önnur bifreiðanna, sem lenti íárekstrinum, „flaug fram úr henni“. Samkvæmtniðurstöðu Magnúsar Þórs Jónssonar, doktors í vélaverkfræði og prófessors viðvéla- og iðnaðarverkfræðiskor Háskóla Íslands, í framlagðri greinargerð hansdagsettri 17. Janúar 2007 um reiknaðan ökuhraða bifreiðarinnar OD 379 varbifreiðin fyrir hemlun umrætt sinn líklegast á 128 kílómetra hraða áklukkustund en mögulegur lágmarkshraði sagður 114 kílómetrar á klukkustund ogmögulegur hámarkshraði 139 kílómetrar á klukkustund. Kemur fram ígreinargerðinni að við útreikninginn hafi verið miðað við að bifreiðinni ZY 304hafi verið ekið með 80 kílómetra hraða á klukkustund og einnig tekið mið afhemlaförum á vettvangi, formbreytingum á ökutækjunum og frákasti. Magnús ÞórJónsson staðfesti matsgerð sína fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins og taldióhugsandi að hraði bifreiðarinnar umrætt sinn hefði verið undir 114 kílómetrumá klukkustund en taldi líklegast að hann hefði verið meiri. Þegarlitið er til niðurstöðu dómsins hér að framan um að miða verði við að ökuhraðisíðastnefndrar bifreiðar hafi verið um það bil 80 kílómetrar á klukkustundverður, í ljósi niðurstöðu greinargerðarinnar, sem fær stuðning í áðurröktumvitnisburðum vitna um mikinn hraða bifreiðarinnar OD 379, að telja sannað aðákærði hafi ekið á að minnsta kosti 114 kílómetra hraða á klukkustund umrættsinn en líklega á 128 kílómetra hraða á klukkustund. Íframlagðri skýrslu um bíltæknirannsókn á bifreiðinni OD 379, sem unnin var íágúst og september 2006 af bifvélavirkjameisturunum Ragnari B. Ingvarssyni ogSnorra S. Konráðssyni kemur fram að rannsóknin hafi leitt í ljós að orsökslyssins verði ekki rakin til ástands ökutækisins. Þá kemur þar fram að ekkertverði fullyrt um það hvort óheppileg staða sætisbaks í ökumannssæti hafi haftáhrif á eðlilegar hreyfingar ökumanns og möguleika hans til að stjórnaökutækinu í aðdraganda slyss. Þeir Ragnar og Snorri staðfestu skýrslu sínafyrir dóminum. Kvað vitnið Ragnar ekkert hafa bent til þess að hjólbarðibifreiðarinnar hefði orðið loftlaus áður en áreksturinn varð en ljóst væri aðeitthvað beitt hefði skorið hann í sundur án þess þó að á vettvangi hefðufundist aðskotahlutir á vettvangi sem hefðu getað valdið því. Vitnið Snorritaldi engan vafa leika á því að skurðurinn á hjólbarðanum væri afleiðing af þvíað umræddar bifreiðar rákust saman við áreksturinn. Í skýrslu sinni umbíltæknirannsókn á bifreiðinni ZY 304, sem gerð var á sama tíma, komust þeirRagnar og Snorri að því að þrátt fyrir nokkuð skerta hemlagetu i afturhemlumökutækisins, yrði slysið ekki rakið til ástands þess. Ekkerter fram komið í málinu sem með skynsamlegum rökum rýrir sönnunargildiniðurstaðna framangreindra bíltæknirannsókna, sem rannsakendur hafa staðfesthér fyrir dóminum. Þegarlitið er til þess að hámarkshraði á þeim stað á Garðsskagavegi, sem áreksturinnvarð, er 90 kílómetrar á klukkustund og að öllu framanrituðu virtu, þykirsannað, einkum með vísan til framlagðrar greinargerðar um reiknaðan ökuhraðabifreiðarinnar OD 379 og vættis Magnúsar Þórs, doktors í vélaverkfræði, ogjafnframt vættis vitnanna Auðuns, Gróu, Karls Marcels og Ragnars, að ákærðihafi umrætt sinn ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða og án aðgæslu þannigað bifreið hans fór yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á bifreiðinni ZY 304.Styrkja gögn málsins, einkum ljósmyndir af vettvangi og vætti vitna um aðbifreið ákærða hafi rásað til hliðanna, þá niðurstöðu en eins og áður segirer ekkert komið fram sem leiðir meðskynsamlegum hætti til þeirrar ályktunar að slysið hafi orðið vegna ástandsökutækjanna OD 379 og ZY 304 eða þess að hjólbarði fyrrnefndrar bifreiðar hafiorðið loftlaus áður en áreksturinn varð. Verður ákærði því sakfelldur fyrirháttsemi sína sem er rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Óumdeilt er aðafleiðingar árekstursins urðu þær að þeir Jóhann Fannar Ingibjörnsson og GuðmundurAdam Ómarsson létu lífið. Ákærðihefur unnið sér til refsingar samkvæmt 215. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940 og 1. mgr. 100. gr. umferðarlaganr. 50/1987. Við ákvörðun refsingar hans ber að líta til þess að hann vareinungis 17 ára þegar umrætt slys varð og þá hefur hann ekki áður gerst sekurum refsiverðan verknað. Ákærði slasaðist sjálfur töluvert í árekstrinum oghefur enn ekki náð sér að fullu. Hins vegar verður jafnframt að líta til þessað ákærði varð með akstri sínum valdur að hörðum árekstri sem leiddi til dauðatveggja manna. Að öllu framanrituðu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðinfangelsi í 6 mánuði. Þegar litið er til ungs aldurs ákærða og þess að tæpir 18mánuðir liðu frá því að slysið varð og þar til ákæra var gefin út, þykir réttað fresta framkvæmd 4 mánaða af refsingu ákærða og ákveða að hún falli niður aðliðnum 2 árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Samkvæmtákvæðum 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 skal ákærði sviptur ökurétti.Með hliðsjón af framanröktu skal ákærði sviptur ökurétti í 2 ár frá birtingudóms þessa að telja. Íyfirliti lögreglustjórans á Suðurnesjum yfir sakarkostnað eru reikningar, semvarða krufningar á líkum mannanna tveggja sem létust í slysinu, samtals aðfjárhæð 124.743 krónur. Einnig er í yfirlitinu að finna reikninga vegnarannsókna Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði að fjárhæð samtals 272.761krónur en matsgerðirnar bera með sér að vera rannsóknir á mönnunum tveimur semlétust umrætt sinn. Þá er í yfirlitinu að finna reikninga vegna flutningskistnaað fjárhæð samtals 65.996 krónur. Ekki verður séð af hvaða sökum stofnað vartil þessa kostnaðar í þágu rannsóknar málsins. Verður kostnaður vegnakrufninga, flutningskistna og rannsókna á hinum látnu ekki talinn eðlilegur eðanauðsynlegur hluti kostnaðar við rannókn og saksókn gegn ákærða eins og hérstendur á. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan annan sakarkostnað málsins,905.739 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Halldórs H.Backman hrl., sem þykja hæfilega ákveðin 496.755 krónur að meðtöldumvirðisaukaskatti. JúlíusK. Magnússon, fulltrúi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, flutti máliðfyrir ákæruvaldið. ArnfríðurEinarsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Ákærði,Hilmar Pétursson, sæti fangelsi í 6 mánuði. Frestað er framkvæmd 4 mánaða afrefsingunni og fellur hún niður að liðnum 2 árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr.4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærðier sviptur ökurétti í 2 ár frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærðigreiði 905.739 krónur í sakarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaunskipaðs verjanda síns, Halldórs H. Backman hrl., 496.755 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Mál nr. 325/2009
Kærumál Farbann Sératkvæði
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X yrði áfram bönnuð för úr landi á grundvelli 1. mgr. 100 gr. laga nr. 88/2008, sbr. b. lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júní 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 2009, þar sem varnaraðila er bönnuð brottför af landinu, en þó eigi lengur en til föstudagsins 10. júlí 2009 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Hinn kærði úrskurður verður staðfestur með vísan til forsendna. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. hæstaréttardómara Með úrskurði Héraðsdóms 8. maí 2009 var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til 15. maí 2009. Með dómi Hæstaréttar 13. sama mánaðar í máli nr. 226/2009 var úrskurði héraðsdóms breytt og varnaraðila í stað gæsluvarðhalds gert að sæta farbanni til sama tíma. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 15. maí 2009 var farbann varnaraðila framlengt allt til 12. júní 2009 klukkan 16. Sá úrskurður var staðfestur í Hæstarétti með dómi 19. maí 2009 í máli nr. 253/2009. Var það gert með þeim athugasemdum að sérstaka skyldu bæri til að hraða rannsókn og meðferð sakamála, þar sem sakborningur sætir þvingunaraðgerð, en samkvæmt gögnum málsins virtist rannsókn lögreglu lokið og einungis væri eftir að taka ákvörðun um saksókn. Þó var talið að enn væru fyrir hendi skilyrði farbanns „þann tíma sem ákveðinn var í hinum kærða úrskurði.“ Af gögnum málsins verður ekki séð að nokkuð hafi gerst í rannsókn málsins síðan þessi dómur Hæstaréttar gekk en ákæra var ekki gefin út fyrr en 15. þessa mánaðar, eða nokkrum dögum eftir að farbann samkvæmt dómi Hæstaréttar rann út. Tel ég að meðferð málsins hafi verið með þeim hætti að ekki séu efni til að fallast á kröfu sóknaraðila um frekara farbann og því beri að fella hinn kærða úrskurð úr gildi.
Mál nr. 156/2016
Lögregla Rannsókn Ákæra Frávísunarkröfu hafnað Ómerking héraðsdóms
X og Y voru ákærðir fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá B hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga með nánar tilgreindum hætti. Þá var Z ákærður fyrir hlutdeild í flestum þeirra brota sem X og Y voru ákærðir fyrir. Voru þeir sýknaðir af ákæru í héraði. Eftir að héraðsdómur gekk komu fram upplýsingar um að samkomulag hefði verið gert milli A ehf. og C AG er varðaði uppgjör vegna tiltekinna viðskipta sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Í samkomulaginu og fylgiskjölum þess kom fram að annað samkomulag efnislega samhljóða hefði verið gert milli C AG annars vegar og D Ltd. og E S.A. hins vegar. Tilgangur samkomulaganna hefði verið að ljúka með sátt þremur málum sem A ehf. hafði höfðað gegn bankanum og þeim málum sem höfðuð hefðu verið fyrir hönd D Ltd. og E S.A. í því skyni að endurheimta þá fjárhæð sem C AG fékk greidda vegna útgáfu bankans á skuldabréfum, sem tengd voru lánshæfi B hf. Fjárhæðin sem C AG hafði fengið í hendur á sínum tíma nam 508.625.000 evrum. Samkvæmt samkomulaginu skyldi C AG greiða A ehf., D Ltd. og E S.A. samtals 425.000.000 evrur og gerði A ehf. ráð fyrir því að þar af myndi meira en 400.000.000 evrur renna til þess. X, Y og Z kröfðust frávísunar málsins frá héraðsdómi m.a. á þeim grundvelli að lögregla hefði ekki rannsakað ástæður þess að C AG greiddi framangreinda fjárhæð. Hæstiréttur féllst ekki á kröfu X, Y og Z að þessu leiti með vísan til þess að því yrði ekki slegið föstu að rannsókn lögreglu hefði verið í ósamræmi við ákvæði 53. gr. og 54. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála eða verið ófullnægjandi grundvöllur ákæru á hendur þeim. Á hinn bóginn lægi ekki fyrir af hvaða ástæðum C AG hefði fallist á að inna þessar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagna A ehf. og félögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur C AG um greiðslu. Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, GretaBaldursdóttir og Viðar Már Matthíasson.Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 10. febrúar 2016. Af hálfuákæruvaldsins er þess aðallega krafist að ákærðu verði sakfelldir samkvæmtákæru og dæmdir til refsingar, en til vara að hinn áfrýjaði dómur verðiómerktur. Ákærðu krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en tilvara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið flutt munnlega 11. október 2017 eingönguum tvö atriði er lúta að formhlið þess. Annars vegar um þýðingu þess að 12.desember 2016 var gert samkomulag milli A ehf., sem áður bar heitið B hf., og CAG og annað milli D Inc. og E S.A., sem bæði eru í slitameðferð, og C AG, umgreiðslu þess síðastnefnda á samtals 425.000.000 evrum. Hins vegar um varakröfuákæruvaldsins um ómerkingu héraðsdóms, sem reist er á þeim grundvelli að slíkirannmarkar séu á samningu dómsins að hann fullnægi ekki ákvæðum d., e. og f.liða 2. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. IFjármálaeftirlitið beindi með tveimur bréfum 15. júlí 2009 kæru tilsérstaks saksóknara vegna lána sem B hf. veitti nokkrum viðskiptamönnum bankanstil að fjárfesta í ,,afleiðusamningum tengdum skuldatryggingarálagi B ...credit linked notes (ʹCLNʹ) ... vegna gruns um refsiverða háttsemi stjórnenda“bankans. Bréfin tvö lutu bæði að sams konar háttsemi en annað varðaðilánveitingar sem tengdust félaginu D Inc. en hitt félaginu E S.A. Í bréfunumvar því lýst að lánin hefðu verið veitt á síðustu vikum áður enFjármálaeftirlitið neytti 8. október 2008 heimildar samkvæmt 100. gr. a. laganr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008 til að takayfir vald hluthafafundar í B hf., víkja stjórn félagsins frá og setja yfir þaðskilanefnd. Annars vegar var um að ræða lán þess banka í formipeningamarkaðslána til þriggja eignarhaldsfélaga, en Fjármálaeftirlitið gerðimeðal annars athugasemdir við að þetta lánsform hafi verið notað. Lánin hafiverið veitt til félaganna þriggja sem hér segir, en félögin hafi öll verið íeigu stórra hluthafa í B hf. eða mikilvægra viðskiptamanna hans: F Ltd., semhafi verið að jöfnu í eigu G og H, hafi verið veitt lán að fjárhæð 41.600.000evrur, I S.A. í eigu J lán að fjárhæð 46.800.000 evrur og K Ltd., sem hafiverið í eigu L, 41.600.000 evrur. Lánin hafi verið greidd út 29. ágúst 2008 ogsvo framlengd, síðast til 13. október sama ár. Hins vegar var um að ræðapeningamarkaðslán að fjárhæð 130.000.000 evrur til til félagsins M S.A., semhafi að fullu verið í eigu N, en félög sem honum tengdust hafi bæði verið meðalstærstu hluthafa í B hf. og stærstu viðskiptamanna bankans. Þetta lán hafiverið veitt 11. september 2008 og framlengt tvívegis, síðast til 13. októbersama ár. Í öllum tilvikum hafi lánin falið í sér það sem nefnt var í bréfunum heildarfjármögnunfélaganna, en í því felist að eigendur þeirra hafi sjálfir ekki lagt fram neitteigið fé til félaganna. Í bréfum Fjármálaeftirlitsins sagði að ekki væri unnt að finna því staðað um bakábyrgðir hafi verið að ræða og skuldsetning félaganna því 100%.Svonefnd tryggingarþekja hafi ekki verið í samræmi við lánareglur B hf. Aukþess hafi ,,uppsetning“ viðskiptanna verið með þeim hætti að viðskiptamennirnirhafi í hvaða tilviki sem væri getað gengið skaðlausir frá viðskiptunum. Félöginþrjú sem fyrst voru greind hafi öll verið stofnuð í sérstökum tilgangi af OS.A. og öll haft heimilisfesti á Tortola á Bresku Jómfrúareyjunum. Félögin þrjúhafi samanlagt fengið að láni 130.000.000 evrur og notað af þeim 125.000.000evrur sem eiginfjárframlag í félagið D Inc. Þá hafi M S.A. einnig fengið130.000.000 evrur og notað 125.000.000 evrur af því sem eiginfjárframlag í félagiðE S.A. Lánsféð hafi að öðru leyti gengið sem þóknun til C AG í London vegnaviðskiptanna en sá banki hafi haft umsjón með þeim. Hann hafi einnig lánað DInc. og E S.A. hvoru fyrir sig 125.000.000 evrur á móti framlögunum sem komufrá B hf. og lýst hefur verið. Á þessum tíma hafi skuldatryggingarálag á skuldbréfum útgefnum af B hf.,og reyndar einnig öðrum íslenskum bönkum, verið mjög hátt. Í tengslum við þaðsagði eftirfarandi í bréfum Fjármálaeftirlitsins: ,,Spákaupmennskan í tengslumvið fjárfestingu í CLN gekk í stuttu máli út á að mikil afföll voru áskuldabréfum útgefnum af B með þessum strúktúr. Auk þess var um skuldsettanstrúktúr að ræða sem jók vænta ávöxtun og þar með áhættuna. Ef B hefði áendanum greitt skuldabréfin, sem skuldatryggingarnar voru tengdar, hefðiávöxtun af CLN verið mjög mikil. Það má því segja að áhættan og ávöxtunin affjárfestingu í CLN sé sambærileg og ef viðskiptavinir bankans hefðu keyptskuldabréf útgefin af B með miklum afföllum.“ Fljótlega eftir að lánin voruveitt hafi skuldatryggingarálagið hækkað, sem leitt hafi til þess aðlánshæfistengdu skuldabréfin lækkuðu í verði. C AG sem hafði, eins og áðurgreinir, einnig veitt lán til D Ltd. og E S.A. til kaupa á lánshæfistengdu skuldabréfunum,kallaði eftir auknum tryggingum frá þeim. Viðbrögð B hf. við þessu hafi veriðþau að veita félögunum hvoru fyrir sig þrisvar sinnum peningamarkaðslán tilþess að þau gætu orðið við veðköllum C AG. Lánin til hvors félags um sig hafinumið samtals 125.000.000 evrum eða samanlagt 250.000.000 evrum. Félögin hafiorðið við veðköllum C AG með því að greiða lánsféð til bankans. Þá sagði í bréfum Fjármálaeftirlitsins að upphaflegar lánveitingar tileigenda D Inc. og E S.A., sem hafi numið samtals 260.000.000 evrum svo og þeim 250.000.000 evrumer veittar voru til félaganna sjálfra vegna veðkalla, væru ,,með öllu eðanánast öllu tapaðar“. Til samanburðar var nefnt að tap B hf. af þessumviðskiptum hafi svarað rúmlega til þess 500.000.000 evra neyðarláns sem bankinnhafi fengið frá Seðlabanka Íslands í byrjun október 2008. Fjármálaeftirlitið tókfram í bréfunum að það teldi að framangreindar lánveitingar B hf. hafi valdiðbankanum gríðarlegu tjóni, þau hafi ekki verið veitt í samræmi við útlánareglurbankans eða eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði,sbr. 19. gr. laga nr. 161/2002. Væri um að ræða svo gróft brot á góðumviðskiptaháttum að hugsanlega hafi stjórnendur bankans gerst sekir umrefsiverða háttsemi. IIVið upphaf rannsóknar málsins mun lögregla hafa talið rétt að rannsakakæruefnin sem hugsanleg brot gegn ákvæðum XXVI. kafla almennra hegningarlaganr. 19/1940, einkum 249. gr. laganna. Í skýrslu rannsakenda sem gerð varsamkvæmt 56. gr. laga nr. 88/2008 kemur fram að rannsóknaraðgerðir vegna kæruFjármálaeftirlitsins hafi byrjað þegar í maí 2009. Við rannsóknina hafi veriðteknar skýrslur af alls 32 vitnum og tíu hafi gefið skýrslur sem sakborningar.Tveir sakborninga, sem síðar hafi verið ákærðir í málinu, hafi sættgæsluvarðhaldi í maí 2010. Gagnaöflun á meðan á rannsókninni stóð hafi veriðafar umfangsmikil og í rannsóknarskyni hafi bæði verið lagt hald á rafræn gögnog skjalleg. Gagnaöflun hafi óhjákvæmilega tengst rannsóknum annarra mála vegnastarfsemi B hf. Aðeins þau gögn, sem rannsakendur hafi talið hafa sönnunargildií málinu, hafi þó verið gerð að rannsóknargögnum málsins. Rannsókn mun hafalokið síðla árs 2013, en ákæra var gefin út 22. apríl 2014.Ákæran í málinu er í fjórum köflum. Í þeim öllum eru ákærðu X og Y bornirsökum um umboðssvik með því að hafa í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá Bhf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildirtil lánveitinga með þeim hætti, sem lýst er nánar í hverjum ákærulið. Ákærði Z ersakaður um hlutdeild í flestum þeim brotum, sem lýst er í hverjum ákæruliðanna.Í fyrsta kafla ákærunnar eru þeir X og Y ákærðir fyrir umboðssvik þegarþeir hafi látið bankann veita þremur félögum með takmarkaðri ábyrgð, sem skráðvoru á Bresku Jómfrúareyjunum, peningamarkaðslán án trygginga, án þess aðlánshæfi þeirra væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærralánanefnda bankans. Um var að ræða félögin F Ltd., sem fengið hafi að láni41.600.000 evrur, I S.A., sem fengið hafi að láni 46.800.000 evrur og K Ltd.,sem fengið hafi að láni 41.600.000 evrur. Samtals hafi peningamarkaðslán þessiverið að fjárhæð 130.000.000 evrur og hafi þau verið veitt til að félögin gætugert upp lán sem þau hafi fengið 7. ágúst 2008 hjá O S.A. Þau lán hafi veriðnotuð sem eiginfjárframlög félaganna í félaginu D Inc., sem lagði fjármuninainn á reikning hjá C AG í London. Hafi 125.000.000 evrur af þeim fjármunumverið varið til að greiða fyrir svonefnt CLN eða lánshæfistengt skuldabréf sem bundiðhafi verið skuldatryggingarálagi B hf. og 5.000.000 evrur hafi verið greiddarsem þóknun til C AG. Lán B hf. til félaganna þriggja 29. ágúst 2008 hafi verið framlengdtvisvar, fyrst 19. september 2008 til 30. sama mánaðar og svo frá þeim degi til13. október sama ár. Þá segir í ákæru um lánin: ,,Þau hafa ekki verið greiddtil baka og verður lánsféð að teljast B hf. glatað.“ Ákærði Z er borinn sökumum hlutdeild í þessum umboðssvikum.Í öðrum kafla ákæru eru ákærðu X og Y gefin að sök umboðssvik með því aðhafa farið út fyrir heimildir til lánveitinga í september og október 2008 meðþví að láta B hf. veita D Inc., félagi með takmarkaða ábyrgð skráðu á BreskuJómfrúareyjunum, þrjú peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfi félaginsværi metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrar lánanefndar. Láninhafi verið sem hér segir: Að fjárhæð 50.000.000 evrur 22. september 2008 ágjalddaga 30. september sama ár, en var framlengt til 13. október sama ár. Aðfjárhæð 50.000.000 evrur 29. september 2008, sem var á gjalddaga 6. októbersama ár. Að fjárhæð 25.000.000 evrur 7. október 2008, sem var á gjalddaga 13.sama mánaðar. Samtals hafi þessi peningamarkaðslán verið að fjárhæð 125.000.000evrur og hafi þeim verið varið til að greiða viðbótarfjárframlag sem C AG hafikrafist með veðköllum á grundvelli skilmála lánshæfistengds skuldabréfs semfélagið hafi keypt af bankanum, sbr. I kafla. Eina eign D Inc. hafi verið þettalánshæfistengda skuldabréf. Jafnframt segir: ,,Lánin hafa ekki verið greidd tilbaka og verður lánsféð að teljast B hf. glatað.“ Málið er einnig höfðað gegn ákærðaZ fyrir hlutdeild í framangreindum umboðssvikum að því er tekur til tveggjalánanna. Í þriðja kafla ákærunnar eru þeir X og Y ákærðir fyrir brot á samahegningarlagaákvæði með því að hafa látið B hf. veita M S.A., sem eins og áðursegir var félag með takmarkaðri ábyrgð í eigu N og skráð á BreskuJómfrúareyjunum, peningamarkaðslán að fjárhæð 130.000.000 evrur, án tryggingaog án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykkiþar til bærra lánanefnda bankans. Megnið af lánsfjárhæðinni hafi sama dag veriðfært sem eiginfjárframlag félagsins inn í dótturfélag þess E S.A. sem samdægurshafi lagt þá fjárhæð inn á reikning hjá C AG. Þar af hafi 125.000.000 evrum veriðvarið til að greiða fyrir lánshæfistengt skuldabréf sem tengt varskuldatryggingarálagi B hf. Lánið hafi verið á gjalddaga 26. september 2008, enframlengt þann dag til 13. október sama ár. Þá segir um lánið: ,,Það hefur ekkiverið greitt og verður lánsféð að teljast B hf. glatað.“ Ákærði Z er einnigákærður fyrir hlutdeild í framangreindum umboðssvikum. Í fjórða kafla ákærunnar eru ákærðu X og Y gefin að sök umboðssvik meðþví að hafa í september og október 2008 látið B hf. veita E S.A., félagi meðtakmarkaða ábyrgð skráðu á Bresku Jómfrúareyjunum, þrjú peningamarkaðslán ántrygginga, án þess að lánshæfi félagsins hafi verið metið og án þess að fyrirlægi samþykki þar til bærrar lánanefndar. Hafi félaginu verið veitt peningamarkaðslánfyrst 22. september 2008 að fjárhæð 50.000.000 evrur með gjalddaga 30.september 2008, sem hafi verið framlengt þann dag til 13. október sama ár, þá3. október 2008 að fjárhæð 50.000.000 evrur með gjalddaga 13. sama mánaðar ogloks 7. október 2008 að fjárhæð 25.000.000 evrur með gjalddaga 13. samamánaðar. Samtals voru þessi peningamarkaðslán að fjárhæð 125.000.000 evrur.Þeim hafi verið varið til að fjármagna greiðslur til C AG í London í tengslumvið CLN viðskiptin. Eina eign E S.A. frá 2. október 2008 hafi veriðlánshæfistengt skuldabréf. Þá segir: ,,Lánin hafa ekki verið greidd til baka ogverður lánsféð að teljast B hf. glatað.“ Ákærða Z er einnig gefin að sök hlutdeildí umboðssvikum vegna tveggja fyrri lánanna, sem þessi ákærukafli tekur til.Í ákærunni er að finna rökstuðning sem málsóknin er reist á, sbr. d. lið1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Þar er meðal annars lýsing á skuldatryggingumog í hvaða skyni þær séu teknar, þýðingu skuldatryggingarálags oglánshæfistengdum skuldabréfum og viðskiptum með þau, auk þess sem atvik málsinseru rakin. Að því búnu er teflt fram röksemdum vegna hvers hinna fjögurra kaflaákærunnar, þar sem sakargiftir eru meðal annars tilgreindar, svo og heimfærslatil refsiákvæða hverju sinni. Í lok rökstuðningsins er fjallað um fjártjón semorðið hafi vegna þeirrar háttsemi sem ákært er fyrir. Þar segir meðal annars:,,Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að lánsféð, 510 milljónir evra eða um 67,3milljarðar króna, er B hf. glatað og ljóst að ákærðu hafa með háttsemi sinnivaldið B hf. gríðarlegu og fáheyrðu fjártjóni. Umboðssvikabrot ákærðu eru þvístórfelld hvernig sem á er litið og sakir ákærðu miklar.“IIIMálið var þingfest í héraði 11. júní 2014 og aðalmeðferð fór fram 7. til10. desember 2015. Dómur í málinu var fjölskipaður, tveimur héraðsdómurum ogeinum sérfróðum meðdómsmanni, samkvæmt heimild í 3. gr. laga nr. 88/2008. Viðaðalmeðferðina gáfu skýrslur, auk ákærðu á þriðja tug vitna. Hinn áfrýjaði dómurvar kveðinn upp 26. janúar 2016 og þá gætt ákvæða 1. mgr. 184. gr. áðurnefndralaga. Í dóminum er fyrst gerð grein fyrir efni ákærunnar og að því búnu kröfumákæruvaldsins annars vegar og ákærðu hins vegar, sbr. a., b. og c. liði 2. mgr.183. gr. laga nr. 88/2008. Þá er kafli sem ber heitið málavextir en þar ertekið upp í heild sinni annað bréf Fjármálaeftirlitsins 15. júlí 2009, en efnishins lýst að því leyti sem það vék frá hinu fyrrnefnda. Sagt er að rannsókn málsinshafi verið umfangsmikil og er svo í stuttu máli gerð grein fyrir aðdraganda aðþeim viðskiptum, sem málið hverfist um. Dómurinn fjallar því næst um úrlausnsakargifta á hendur ákærðu og tilgreinir í upphafi hvaða skilyrði þurfi að verafyrir hendi til þess að sakfellt verði fyrir umboðssvik. Við úrlausn ákæruefna fjallar héraðsdómur í einum kafla saman umsakargiftir í I. og III. kafla ákærunnar þar sem ákært er í I. kafla fyrirlánveitingar til F Ltd., I S.A. og K Ltd. og í III. kafla fyrir lánveitingu tilM S.A., en félögin notuðu lánin til framlaga annars vegar til D Inc. og hinsvegar til E S.A. sem notuðu aftur féð til kaupa á lánshæfistengdum skuldabréfumaf C AG. Í yfirskrift kaflans í dóminum segir: ,,Trygging og veruleg hætta áfjártjóni“. Þar er gerð grein fyrir því að við skýrslutökur af ákærðu ogtilgreindum vitnum hafi rannsakendur lagt til grundvallar að lánin frá B hf.hafi verið veitt án trygginga eða viðhlítandi trygginga. Þá vísar dómurinn í tiltekintölvubréf og skýrslur ákærðu Z og X fyrir dómi um að gerðar hafi veriðráðstafanir til þess að B hf. hefði tryggingu í þeim lánshæfistengduskuldabréfum sem félögin keyptu af C AG. Félögin sjálf hafi ekki getaðráðstafað skuldabréfunum og B hf. hafi, með tilstyrk dótturfélags síns O S.A.,haft fulla stjórn á félögunum. Vísar dómurinn til vitnisburðar nokkurra fyrrverandistarfsmanna B hf. um að eina áhættan sem hafi falist í því að veita lánin hafiverið sú að annað hvort B hf. eða C AG yrði ,,gjaldþrota“. Það hafi þá verið taliðfjarstæðukennt.Í niðurstöðu um þessa kafla ákærunnar segir að í henni sé á því byggt aðlánin hafi verið veitt án trygginga. Ekki sé að sjá að þessu atriði hafi veriðgefinn nægur gaumur við rannsókn málsins. Fram hafi komið við málsmeðferðina að,,rafræn skuldabréf C fyrir lánunum hafi, jafnharðan og B hf. greiddi þau útmeð milligöngu dótturfélagsins í [...], verið læst þar á vörslureikningumfélaganna, sem tilgreind eru í I. og III. kafla ákærunnar, og því ekki veriðstjórnum félaganna frjáls til ráðstöfunar.“ Leggur dómurinn til grundvallar aðþátttaka þessara félaga í viðskiptunum hafi verið til málamynda og hafi ekkihaft í för með sér aukna áhættu fyrir B hf. Stjórnendum bankans hafi hlotið aðvera vel kunnugt um ,,lánshæfi“ félaganna. Vísað er til þess að C AG hafi veriðöflugur alþjóðlegur banki. Er það niðurstaða dómsins að það sé rangt sem íákæru greini að lánin til félaganna, sem hér um ræðir, hafi verið veitt ántrygginga. Samkvæmt því telji dómurinn að ákæruvaldið hafi ekki sannað að þeirstjórnendur B hf. sem hlut áttu að þeim ráðstöfunum sem ákært er fyrir í I. ogIII. kafla ákærunnar hafi með þeim stefnt fé bankans í verulega hættu. Þegar afþessari ástæðu telji dómurinn að sýkna beri alla ákærðu af sakargiftum í þessumköflum ákærunnar.Í dóminum er því næst fjallað í einu lagi um sakargiftir sem greinir íII. og IV. kafla ákærunnar og ber þessi kafli yfirskriftina: ,,Veðköll C, sbr.II. og IV. kafla ákæru“. Í upphafi er gerð grein fyrir því að í skilmálumlánshæfistengdu skuldabréfanna komi fram að veðköll tengd skuldatryggingarálagiB hf. kynnu að vera gerð. Í þeim tilvikum bæri eigendum skuldabréfanna aðgreiða C AG ákveðna fjárhæð ef skuldatryggingarálagið hækkaði umfram skilgreindmörk en ef álagið lækkaði aftur hefði bankanum borið að endurgreiða fjárhæðina.Vegna hækkaðs skuldatryggingarálags á skuldabréf útgefin af B hf. hefði C AGbeint slíkum veðköllum til félaganna og í framhaldi af því hefði B hf. lánað fésem runnið hefði inn á reikninga D Inc. og E S.A. eins og greini í ákæruköflumII. og IV. Þá er í dóminum rakinn framburður ákærðu og nokkurra vitna, að þvíleyti sem dómurinn telur að þýðingu hafi, auk þess sem vísað er til nokkurratölvubréfa. Er það niðurstaða dómsins að ekki sé sannað gegn eindreginni neitunákærða X að hann hafi gefið starfsmönnum B hf. fyrirmæli um eða látið þaðlíðast að einstökum veðköllum yrði svarað með útborgun lána án þess að þærgreiðslur yrðu fyrst bornar undir lánanefnd bankans og jafnframt sé ósannað aðþessi ákærði hafi misnotað aðstöðu sína hjá B hf. og stefnt fé bankans íverulega hættu eins og lýst sé nánar í framangreindum köflum ákæru. Um sakargiftir að þessu leyti á hendur ákærða Y segir í dóminum að meðvísan til stöðu hans sem stjórnarformanns bankans og verksviðs hans svo og þessað hann hafi haft aðsetur og starfsstöð í [...] og með vísan til þess hvernigfjármálakerfi landsins var á þeim tíma sem um ræðir og anna þessa ákærða aðekki sé unnt að hafna viðbáru hans um að hann hafi hvorki skipt sér afeinstökum greiðslum vegna veðkalla né vitað að lánareglum hafi ekki verið fylgter lán til félaganna voru afgreidd. Taldi dómurinn því ósannað að þessi ákærðihafi misnotað aðstöðu sína hjá B hf. og stefnt fé hans í verulega hættu, einsog þessu er nánar lýst í II. og IV. kafla ákæru. Í þessum hluta héraðsdóms er fyrst tekin afstaða til sektar ákærða Z,þótt honum sé gefin að sök hlutdeild í brotum hinna tveggja ákærðu. Er tekiðfram að ósannað sé að ákærði Z hafi getað gefið starfsmönnum B hf. fyrirmæli eðaað hann hafi haft aðstöðu til að fylgjast með því að lánareglum bankans hafi verið fylgt við ákvörðun umlánveitingarnar. Sé ósannað að ákærði Z hafi að því er varðar lán sem tilgreinderu í i. og ii. liðum II. og IV. kafla ákæru vísvitandi liðsinnt öðrum í orðieða verki, með fortölum, hvatningu eða á annan hátt við það að misnota aðstöðusína hjá B hf. og stefna fé bankans í verulega hættu eins og lýst sé ítilgreindum ákæruköflum. IVFyrir Hæstarétti er aðalkrafa ákæruvaldsins sem áður segir að ákærðuverði sakfelldir samkvæmt ákæru og dæmdir til refsingar, en til vara er krafistómerkingar héraðsdóms. Í greinargerð ákæruvaldsins er á það bent að héraðsdómur fjalli ekki um sakargiftirí hverjum kafla ákærunnar fyrir sig, heldur sé dómurinn þannig gerður að erfittsé að sjá í sumum tilvikum hvaða ákæruefni sé til umfjöllunar hverju sinni. Málavaxtalýsing í dóminum sé tekin orðrétt úr áðurnefndu bréfiFjármálaeftirlitsins frá árinu 2009, þótt við síðari rannsókn málsins, sem hafiverið afar umfangsmikil, hafi málið skýrst verulega svo sem sjá megi af skýrslurannsakenda sem samin hafi verið samkvæmt 56. gr. laga nr. 88/2008. Þá séu ekkií dóminum raktir málavextir er tengjast einstökum ákæruefnum á grundvelliítarlegra samtímagagna sem aflað hafi verið við rannsóknina og liggi fyrir ímálinu og varpi skýru ljósi á atvik þess.Ákæruvaldið gerir athugasemdir við að rangt sé hermt í héraðsdómi, þegarþar sé fjallað um I. og III. kafla ákærunnar, að allir ákærðu og tvö tilgreindvitni hafi ekki verið spurð að því, er þau gáfu skýrslu hjá lögreglu, hvort þaulán sem B hf. veitti hafi verið með tryggingum eða án þeirra. Sé það einnig rangtsem fullyrt sé í hinum áfrýjaða dómi að því hafi ekki verið gefinn ,,sérstakurgaumur“ við rannsókn málsins hvort lánin hafi verið veitt án trygginga svo semákæra sé miðuð við. Ákæruvaldið telur að við úrlausn héraðsdóms á sakargiftum íframangreindum tveimur köflum ákærunnar sé lagður rangur skilningur í tölvubréf9. september 2008, en það lúti að því að ,,læsa“ eigi lánshæfistengdu skuldabréfií eigu D Inc. á vörslureikning þess hjá O S.A. Þau lán, sem ákært sé fyrir í I.og III. kafla ákæru séu þó ekki til þess félags, heldur annars vegar þriggjafélaga sem greind eru í I. kafla og svo til félagsins M S.A. sem greinir í III.kafla. Þá misskilji dómurinn hvað felist í svonefndri læsingu, sem sé ekkiígildi veðsetningar, auk þess sem í tilviki félagsins D Inc. hafi verið um aðræða læsingu á reikning félagsins í öðrum banka en B hf. Læsingin hafi því ekkifalið í sér tryggingu fyrir síðarnefnda bankann. Ákæruvaldið kveður lánshæfistengdu skuldabréfin aldrei hafa getað staðiðtil tryggingar lánunum til annarra en DInc. og E S.A. sem ákært sé fyrir í II. og IV. kafla ákæru og þau því með ölluóviðkomandi en ekki til tryggingar skuldbindingum þeirra félaga sem greinir íI. og III. kafla hennar. Um úrlausn dómsins á II. og IV. kafla ákærunnar kveður ákæruvaldið ekkertvera fjallað um það sem nefnt sé ,,hið ,,læsta“ skuldabréf D“ þótt í II. kaflahennar sé ákært fyrir lánveitingar til þess félags. Þá sé tilvikum blandaðsaman og enginn greinarmunur gerður á einstökum lánveitingum sem ákært er fyrirí þessum köflum. Ákæruvaldið kveður héraðsdóm í mörgum tilvikum fara rangt meðframburð ákærðu og tilgreindra vitna og getur fjölmargra dæma því til stuðnings.Héraðsdómur kjósi einnig við úrlausn þessara ákærukafla að reisa niðurstöðusína á framburði fyrir dómi en láti vera að fara yfir þau skýru gögn um atvikmáls sem fyrir liggi. Þeir annmarkar sem ákæruvaldið telur vera á héraðsdómi og leiða eigi tilómerkingar hans lúta að d., e. og f. liðum 2. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008.VMeð greinargerð ákæruvaldsins tilHæstaréttar fylgdi skjal á ensku, sem hefur að geyma samkomulag A ehf. og C AGfrá 12. desember 2016. Skjalið er undirritað fyrir hönd A ehf. en ekki að öðruleyti. Viðfest samkomulagið eru fimm fylgiskjöl. Um samkomulagið segir ígreinargerð ákæruvaldsins: ,,Ákæruvaldið fékk nýverið upplýsingar um að A ehf.og C hefðu náð samkomulagi um uppgjör vegna þeirra CLN viðskipta, sem þau lánsem hér er ákært fyrir voru veitt til, og aðkomu C að þeim. Hefur ákæruvaldiðfengið samninginn afhentan og er hann meðfylgjandi greinargerð þessari.Ákæruvaldið bendir á að samkomulagið breytir ekki þeirri staðreynd að verulegfjártjónshætta skapaðist vegna þeirra lána sem ákært er fyrir í máli þessu ogþrátt fyrir samkomulagið liggur fyrir að mikið fjártjón varð vegna þeirra.“Í samkomulaginu og fylgiskjölum kemur fram að annað samkomulag efnislegasamhljóða hafi verið gert milli C AG annars vegar og hins vegar D Ltd. og E S.A.,sem bæði séu undir skiptum. Tilgangurinn hafi verið að ljúka með sátt þremurmálum sem A ehf. hafi höfðað gegn bankanum og þeim málum sem höfðuð hafi veriðfyrir hönd framangreindra tveggja félaga í því skyni að endurheimta þá fjárhæðsem C AG fékk greidda vegna útgáfu bankans á skuldabréfum, sem tengd vorulánshæfi B hf. Fjárhæðin sem C AG hafi fengið í hendur á sínum tíma hafi numið508.625.000 evrum.Samið var um að A ehf. annars vegar og félögin tvö hins vegar fellduniður málin, sem þau hafi höfðað gegn C AG og að bankinn greiddi A ehf.212.500.000 evrur og félögunum sameiginlega sömu fjárhæð, en af þeim greiðslumgeri A ehf. ráð fyrir að um 90% renni til þess. Samanlagt greiði því C AGsamkvæmt samkomulaginu 425.000.000 evrur til þess að ljúka ágreiningsmálunum,þar af muni meira en 400.000.000 evrur renna til A ehf. Ekki liggur annað fyrir en að samkomulagið hafi gengið eftir eins og þarer mælt fyrir um, en í 14. grein þess er kveðið á um að meginefni samkomulagsinssé trúnaðarmál.VIÁkærðu krefjast frávísunar málsinsfrá héraðsdómi meðal annars af þeirri ástæðu að lögregla hafi látið undir höfuðleggjast að rannsaka ástæður þess að C AG greiddi 425.000.000 evrur gegn því aðfelld yrðu niður mál, sem A ehf., D Inc. og E S.A. höfðu stofnað til á hendurþýska bankanum. Ákærði X vísaði í málflutningi fyrir Hæstarétti til bréfs síns10. mars 2017 til héraðssaksóknara þar sem vakin var athygli á að komið hafifram í fjölmiðlum þá skömmu áður fréttir um samkomulag C AG við A ehf. ogfélögin tvö um áðurnefnda greiðslu. Í bréfinu hafi verið bent á aðmálatilbúnaður ákæruvaldsins hafi verið á því reistur að lánsféð væri B hf.glatað og að ákærðu hefðu með háttsemi sinni valdið bankanum gríðarlegu ogfáheyrðu tjóni. Þá sagði: ,,Umbjóðandi minn skorar á ákæruvaldið að aflaframangreinds uppgjörs B hf. og C. Af umfjölluninni að dæma virðist ljóst aðtjón B hf. vegna viðskiptanna hafi verið bætt að stærstum hluta, ólíkt því semhaldið er fram í ákæru.“ Nauðsynlegt væri að rannsaka hver þáttur C AG íviðskiptunum hafi verið og hvort bankinn kunni að hafa haft rangt við í þeim. CAG hafi verið ljóst að viðskiptin væru fjármögnuð af B hf. og að þau hafi fyrstog fremst verið í þágu hans. Þess vegna hafi ákærði X mátt treysta því að viðfrágang viðskiptanna yrði gripið til tryggingarráðstafana sem nauðsynlegar værutil að tryggja hag bankans. Ákæruvaldið hafi á hinn bóginn hafnað þessumlýsingum ákærða. Í bréfinu hafi einnig verið bent á að því hafi verið lítillgaumur gefinn við rannsókn málsins til hvaða tryggingarráðstafana hafi í raunverið gripið af hálfu B hf. Rannsóknin hafi ekki beinst að þeim þætti málsinsog gögnum, sem sýndu glöggt að veðsetningu skuldabréfa C AG, hafi verið,,haldið frá ákærðu.“ Ákærðu lýstu allir þeirri skoðun í málflutningi fyrir Hæstarétti aðgreiðsla C AG á um 85% af því fé sem B hf. hefði lánað til viðskiptanna gætivart hafa komið til nema fyrrnefndi bankinn hefði talið sér skylt að greiða fjárhæðinaog hefði talið að dómur myndi ganga í þá veru. Væri því líklegast að bankinn hefðitalið sig bera ábyrgð á þessari greiðslu samkvæmt upphaflegum samningum umviðskiptin. Með því að ákæra sé í algeru ósamræmi við atvik að þessu leyti eigiþað að leiða til frávísunar málsins. Af hálfu ákæruvaldsins var því hafnað í málflutningi fyrir Hæstarétti aðsamkomulag það sem C AG hafi gert við A ehf. og annað við félögin tvö umgreiðslu vegna þeirra viðskipta sem málið er sprottið af eigi að leiða tilfrávísunar málsins. Í því sambandi hafi mesta þýðingu að í málinu sé ákærtfyrir þá háttsemi ákærðu X og Y að hafa misnotað aðstöðu sína hjá B hf. með þvíað hafa farið út fyrir heimildir til lánveitinga og látið bankann veita þau lán,sem í ákæru greini, án trygginga og án þess að lánshæfi félaganna, sem lánin fengu,væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefnda. Meðþessu hafi þeir valdið bankanum verulegri fjártjónshættu. Ákærða Z sé gefin aðsök hlutdeild í flestum brotanna. Brot allra ákærðu hafi verið fullframin þegarlánin hafi verið veitt. Ákæruvaldið telur ekkert fram komið sem hnekki því aðháttsemin sem ákært sé fyrir sé sönnuð. Þá liggi ótvírætt fyrir að uppgjörsamkvæmt skilmálum viðskiptanna hafi farið fram 27. október 2008 meðtilkynningu C AG í London til eigenda lánshæfistengdu skuldabréfanna, en gögnum það séu lögð fram í málinu. Þar hafi komið fram að vanskilatilvik hafi orðiðað því er B hf. varðaði og því mætti C AG innkalla lánshæfistengduskuldabréfin. Svonefnd innköllunarfjárhæð hafi verið reiknuð út og þegar C AGhafi staðið skil á henni hafi bankinn fullnægt skyldum sínum samkvæmt skilmálumviðskiptanna. Búist væri við að heildar innköllunarfjárhæð sem greidd verðieigendum skuldabréfanna yrði engin. Þannig hafi uppgjöri viðskiptanna lokið ogþá þegar verið ljóst hvert tjónið væri. Lögregla hafi rannsakað þessi atriði oggögn sem varða uppgjörið séu hluti rannsóknargagna málsins. Engu geti skipt umþessar staðreyndir og um fjártjónshættuna þegar brotin voru fullframin þótt CAG hafi á árinu 2016 ákveðið að inna af hendi þær greiðslur sem nú hefur verðupplýst um. Frekari rannsókn myndi engu breyta um þetta, en greiðslurnar kynnuþó að hafa áhrif á þá refsingu sem ákærðu yrði gerð vegna brotanna.VIISvo sem áður greinir var rannsókn lögreglu, sem hófst í beinu framhaldiaf kæru Fjármálaeftirlitsins 15. júlí 2009, umfangsmikil. Gögn málsins, svo semtölvubréf og drög að veðsamningum, skýrslur sem ákærðu og að minnsta kosti tvövitni gáfu við rannsóknina bera með sér að rannsakað var hvort lánin hefðuverið tryggð með veðum eða öðrum hætti. Áður hefur verið vísað til gagna um aðuppgjör hafi farið fram á lánshæfistengdu skuldabréfunum í lok október 2008 ogað C AG hefði samkvæmt því ekki talið sér skylt að inna af hendi neina greiðslutil eigenda skuldabréfanna. Meðal gagna málsins er ekki að finna sérstakarvísbendingar um að C AG hafi talið sér af öðrum ástæðum skylt að inna af hendigreiðslu til A ehf. eða annarra vegna viðskiptanna. Lögregla tók í mars 2012 skýrsluí þágu rannsóknarinnar af P, sem mun hafa verið í fyrirsvari fyrir C AGgagnvart B hf. í aðdraganda viðskiptanna. Hann kvaðst á þeim tíma hafa verið [...]C AG í Evrópu með aðsetur í London. Einnig var tekin skýrsla af Q, sem kvaðsthafa verið í [...]C AG og verið undirmaður P. Vitnin voru ítarlega spurð umviðskiptin og stöðu C AG og B hf. í þeim. Í skýrslum þeirra komu ekki framupplýsingar sem bent gátu til þess að C AG teldi sér af einhverjum ástæðumskylt að inna af hendi greiðslu til A ehf. eða annarra vegna viðskiptanna. Í 1. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 er mælt fyrir um að markmið rannsóknarlögreglu sé að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært aðákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til saka svo og að afla gagnatil undirbúnings málsmeðferðar fyrir dómi. Þá er í 2. og 3. mgr.lagagreinarinnar kveðið á um ýmsar skyldur lögreglu við rannsóknina. Í 54. gr.laganna eru nánari fyrirmæli um rannsóknina, sem einkum lúta að því að aflaskuli allra tiltækra gagna um verkað þann sem um er að ræða og um atvik semmáli geta skipt. Þá skuli rannsaka atriði sem varða sakborning, meðal annarshugarfar hans og hvatir til brots. Að teknu tilliti til fullframningarstigs þeirra brota sem til rannsóknarvoru og þeirra gagna og upplýsinga sem aflað var við rannsóknina og gerð hefurað nokkru marki verið grein fyrir verður því ekki slegið föstu að rannsóknlögreglu hafi verið í ósamræmi við ákvæði 53. og 54. gr. laga nr. 88/2008 eðaverið ófullnægjandi grundvöllur ákærunnar. Við meðferð málsins í héraði komuheldur ekki fram upplýsingar sem röskuðu þeirri forsendu að greiðsluskyldu C AGsamkvæmt samningum um viðskiptin væri réttilega lýst í áðurnefndum gögnum umuppgjör þeirra. Samkvæmt framansögðu, sbr. 1. mgr. 204. gr. laga nr. 88/2008,verður hafnað kröfu ákærðu um frávísun málsins frá héraðsdómi vegna ætlaðraágalla á undirbúningi málsóknar ákæruvaldsins.Eftir að héraðsdómur gekk 26. janúar 2016 komu á hinn bóginn fram upplýsingarum samkomulag C AG við A ehf. og annað við D Inc. og E S.A. um greiðslur þýskabankans á samtals 425.000.000 evrum vegna viðskiptanna. Hvorki liggur fyrir afhvaða ástæðum bankinn féllst á að inna þessar greiðslur af hendi né með hvaðarökum eða á grundvelli hvaða gagna A ehf.og félögin tvö reistu málsóknir sínar á hendur C AG um greiðslu. Þá liggurheldur ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar voru, hvort um hafi verið að ræðasamningsbundnar greiðslur eða hvort þær voru skaðabætur og ef svo var hverseðlis þær skaðabætur voru. Rannsókn á þessum atriðum getur haft þýðingu við matá því hvort skilyrðum umboðssvika samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga hafiverið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talinfyrir hendi. Samkvæmt framansögðu er óhjákvæmilegt þegar af framangreindum ástæðum aðómerkja hinn áfrýjaða dóm og málsmeðferðina í héraði frá upphafi aðalmeðferðar7. desember 2015 og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar þar semmeðal annars gefst kostur á að afla rannsóknar lögreglu á framangreindumatriðum og leggja á nýjan leik mat á sakargiftir á hendur ákærðu með tillititil þess og annarra gagna málsins. Er því ekki þörf á að taka afstöðu til þesshvort þeir annmarkar hafi verið á samningu héraðsdómsins að ómerkingu eigi aðvarða, sbr. d., e. og f. liði 2. mgr. 183. gr. og 3. mgr. 208. gr. laga nr.88/2008. Ákvörðun um sakarkostnað í héraði bíður nýs dóms í málinu. Alluráfrýjunarkostnaður málsins verður felldur á ríkissjóð, þar með talinmálsvarnarlaun verjenda ákærðu fyrir Hæstarétti sem ákveðin verða að meðtöldumvirðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinnáfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar er ómerktog málinu vísað heim í hérað. Alluráfrýjunarkostnaður greiðist úr ríkissjóði þar með talin málsvarnarlaun verjendaákærðu, hæstaréttarlögmannanna Harðar Felix Harðarsonar og Kristínar Edwald,4.960.000 krónur til hvors um sig og 2.728.000 krónur til Gests Jónssonarhæstaréttarlögmanns. Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 26. janúar 2016.Málið er höfðað með ákæru sérstaks saksóknarasamkvæmt lögum nr. 135, 2008, dagsettri 22. apríl 2014, á hendur ákærðu, X, kt.[...], með lögheimili í [...], Y, kt. [...], með lögheimili í [...], og Z, kt. [...],með lögheimili í [...], „fyrir eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum:IAÁ hendur ákærðu X, þáverandi forstjóra B hf., kt. [...], og Y, þáverandistarfandi stjórnarformanni bankans, fyrir umboðssvik, með því að hafa 29. ágúst2008 í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá B hf. og stefnt fé bankans íverulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og létubankann veita þremur félögum með takmarkaðri ábyrgð, sem skráð voru á BreskuJómfrúreyjum, eftirfarandi peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfifélaganna væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærra lánanefndabankans. Nánar tiltekið:Fyrir að hafa látið bankann veita K Ltd., félagi í eigu L, 41,6 milljónaevra lán en félagið var þá með neikvæða eiginfjárstöðu.Fyrir að hafa látið bankann veita I S.A., félagi í eigu J, 46,8 milljónaevra lán en félagið var þá með neikvæða eiginfjárstöðu.Fyrir að hafa látið bankann veita F Ltd., félagi í eigu H og G, 41,6milljóna evra lán.Samtals voru umrædd peningamarkaðslán að upphæð 130 milljónir evra og voruþau veitt til að félögin gætu gert upp lán sem þau höfðu fengið 7. ágúst 2008frá O S.A. Þau lán höfðu verið notuð sem eiginfjárframlög félaganna í félaginu DInc., sem lagði umrædda fjármuni inn á reikning hjá C, Lundúnum. Hafði 125milljónum evra af þeim fjármunum verið varið til að greiða fyrir svonefnt CLN(e. Credit Linked Notes), eða lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt varskuldatryggingarálagi B hf. og 5 milljónum evra verið varið í þóknun til C.Lán B hf. til K Ltd., I S.A. og F Ltd. 29. ágúst 2008 voru framlengdtvisvar, fyrst 19. september til 30. september 2008 og síðan 30. september til13. október 2008. Þau hafa ekki verið greidd til baka og verður lánsféð aðteljast B hf. glatað. BÁ hendur ákærða Z, þáverandi framkvæmdastjóra O S.A., fyrir hlutdeild íumboðssvikum meðákærðu X og Y, með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin umumræddar lánveitingar B hf. og hvatt til að lánin yrðu veitt af hálfu B hf. tilað greiða upp lán O S.A. til félaganna þótt honum hlyti að vera ljóst aðmeðákærðu X og Y brast heimild til lánveitinganna og að lánin voru veitt ánnokkurra trygginga svo veruleg fjártjónshætta hlaust af fyrir B hf. Með þessuvar tjónshættu O S.A. vegna lánanna komið yfir á B hf. Gat ákærða ekki dulist,í ljósi aðdraganda lánveitinganna og allra aðstæðna, að féð var greitt úrsjóðum B hf. með ólögmætum hætti.IIAÁ hendur ákærðu X og Y fyrir umboðssvik, með því að hafa í sameiningumisnotað aðstöðu sína hjá B hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegarþeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga í september og október 2008 oglétu bankann veita D Inc., félagi með takmarkaðri ábyrgð, skráðu á BreskuJómfrúreyjum, þrjú peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfifélagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrarlánanefndar. Nánar tiltekið:Fyrir að hafa látið B hf. veita D Inc. 50 milljóna evra peningamarkaðslán22. september 2008 sem lagt var inn á reikning félagsins hjá O S.A. Lánið var ágjalddaga 30. september 2008 og var framlengt þann dag til 13. október 2008.Fyrir að hafa látið B hf. veita D Inc. 50 milljóna evra peningamarkaðslán29. september 2008. Lánið var á gjalddaga 6. október 2008. Fyrir að hafa látið B hf. veita D Inc. 25 milljóna evra peningamarkaðslán7. október 2008. Lánið var á gjalddaga 13. október 2008.Samtals voru umrædd peningamarkaðslán að upphæð 125 milljónir evra og varþeim varið til að greiða viðbótarfjárframlag sem C, Lundúnum, kallaði eftir meðveðköllum á grundvelli skilmála CLN, lánshæfistengds skuldabréfs sem félagiðhafði keypt af bankanum, sbr. I. kafla. Eina eign D var lánshæfistengdaskuldabréfið.Lánin hafa ekki verið greidd til baka og verður lánsféð að teljast B hf.glatað. BÁ hendur ákærða Z, fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu X og Y, semlýst er í liðum i) og ii), með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin umumræddar lánveitingar B hf. og hvatt til að lánin yrðu veitt af hálfu bankanstil að D gæti greitt viðbótarfjárframlög sem C, Lundúnum, kallaði eftir meðveðköllum, og hafa haft milligöngu um veitingu lánanna og ráðstöfun þeirra til C,Lundúnum, þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu X og Y brast heimild tillánveitinganna og að lánin voru veitt án nokkurra trygginga svo verulegfjártjónshætta hlaust af fyrir B hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdragandalánveitinganna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum B hf. meðólögmætum hætti.IIIAÁ hendur ákærðu X og Y fyrir umboðssvik, með því að hafa 12. september2008 í sameiningu misnotað aðstöðu sína hjá B hf. og stefnt fé bankans íverulega hættu þegar þeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga og létubankann veita M S.A., eignalausu félagi með takmarkaðri ábyrgð í eigu N, semskráð var á Bresku Jómfrúreyjum, peningamarkaðslán að upphæð 130 milljónir evra,án trygginga, án þess að lánshæfi félagsins væri metið og án þess að fyrir lægisamþykki þar til bærra lánanefnda. Lánsfjárhæðin var lögð inn á reikningfélagsins hjá O S.A. og var megnið af fjárhæðinni, 128.625.000 evrur, fært samadag sem eiginfjárframlag M S.A. inn í dótturfélagið E S.A. sem samdægurs lagðiþá upphæð inn á reikning hjá C, Lundúnum. Þar af var 125 milljónum evra variðtil að greiða fyrir CLN, lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt varskuldatryggingarálagi B hf. og 3.625.000 evrum varið til greiðslu þóknunar tilbankans.Lánið var á gjalddaga 26. september 2008 og var framlengt þann dag til 13.október 2008. Það hefur ekki verið greitt og verður lánsféð að teljast B hf.glatað.BÁ hendur ákærða Z, fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu X og Y, meðþví að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin um umrædda lánveitingu B hf., haftmilligöngu um hana, og hvatt til að lánið yrðu veitt af hálfu B hf., þótt honumhlyti að vera ljóst að meðákærðu X og Y brast heimild til lánveitingarinnar ogað lánið var veitt án nokkurra trygginga svo veruleg fjártjónshætta hlaust affyrir B hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdraganda lánveitingarinnar ogallra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum B hf. með ólögmætum hætti.IVAÁ hendur ákærðu X og Y fyrir umboðssvik, með því að hafa í sameiningumisnotað aðstöðu sína hjá B hf. og stefnt fé bankans í verulega hættu þegarþeir fóru út fyrir heimildir til lánveitinga í september og október 2008 oglétu bankann veita E S.A., félagi með takmarkaðri ábyrgð, skráðu á BreskuJómfrúreyjum, þrjú peningamarkaðslán án trygginga, án þess að lánshæfifélagsins væri metið og án þess að fyrir lægi samþykki þar til bærrarlánanefndar. Nánar tiltekið:Fyrir að hafa látið B hf. veita E S.A. 50 milljóna evra peningamarkaðslán22. september 2008 sem lagt var inn á reikning félagsins hjá O S.A. Lánið var ágjalddaga 30. september 2008 og var framlengt þann dag til 13. október 2008. Fyrir að hafa látið B hf. veita E S.A. 50 milljóna evra peningamarkaðslán3. október 2008. Lánið var á gjalddaga 13. október 2008. Fyrir að hafa látið B hf. veita E S.A. 25 milljóna evra peningamarkaðslán7. október 2008. Lánið var á gjalddaga 13. október 2008.Samtals voru umrædd peningamarkaðslán að upphæð 125 milljónir evra. Þeimvar varið til að fjármagna greiðslur til C, Lundúnum, í tengslum við CLNviðskipti. Eina eign E S.A., frá 2. október 2008, var lánshæfistengtskuldabréf.Lánin hafa ekki verið greidd til baka og verður lánsféð að teljast B hf.glatað.BÁ hendur ákærða Z, fyrir hlutdeild í umboðssvikum meðákærðu X og Y, semlýst er í liðum i) og ii), með því að hafa ásamt meðákærðu lagt á ráðin umumræddar lánveitingar B hf. og hvatt til að lánin yrðu veitt af hálfu bankanstil að E gæti fjármagnað greiðslur til C, Lundúnum, í tengslum við CLN viðskipti,og hafa haft milligöngu um veitingu lánanna og ráðstöfun þeirra til C,Lundúnum, þótt honum hlyti að vera ljóst að meðákærðu X og Y brast heimild tillánveitinganna og að lánin voru veitt án nokkurra trygginga svo verulegfjártjónshætta hlaust af fyrir B hf. Gat ákærða ekki dulist, í ljósi aðdragandalánveitinganna og allra aðstæðna, að féð var greitt úr sjóðum B hf. meðólögmætum hætti.VBrot ákærðu X og Y teljast varða við 249. gr. almennra hegningarlaga, nr.19/1940.Brot ákærða Z teljast varða við 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennrahegningarlaga, nr. 19/1940.VIÞess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu allssakarkostnaðar.“ Af hálfu ákærðu erþess krafist aðallega að ákærunni verði vísað frá dómi en til vara krefjastþeir þess að þeir verði sýknaðir af henni og að allur sakarkostnaður verðigreiddur úr ríkissjóði. Til þrautavaraer þess krafist að ákærðu verði ekki gerð frekari refsing en ella að þeir verðidæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Ástæður ákærðu fyrirfrávísunarkröfunum eru efnislega þessar og er þá gerð grein fyrir þeim í einulagi:. Með lögum um stofnun embættissérstaks saksóknara hafi verið vikið frá almennri skipan mála viðsakamálarannsókn með því að stofna sérstakt tímabundið saksóknaraembætti, þóttbrýnt hafi verið við þær aðstæður sem voru að víkja ekki frá hinni almennuskipan. Hafi þetta verið gert m.a. tilþess að sefa reiði almennings, eins og komi fram í greinargerð með lögunum. Þá hafi uppljóstrurum verið heitið refsileysi. Hafi þetta allt gert það að verkum að skapaálag á saksóknaraembættið sem það hafi ekki risið undir og ákærðu hafi máttgjalda þess. 2. Afskipti ráðamanna af þessumsakamálum, umfjöllun þeirra og fjölmiðla um málefni B og bankanna almennt eftirfjármálahrunið hafi verið svo óvægin og mikil að ákærðu hafi ekki fengið aðnjóta þess réttar að vera taldir saklausir uns sekt væri á þá sönnuð, sbr. 2.mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hafi þetta haft veruleg áhrif á meðferð þessamáls rétt eins og annarra mála sem ákæruvaldið hafi rekið gegn ákærðu. 3. Þá hafi ákæruvaldið ekki gætthlutlægnisskyldu við rannsókn og meðferð málsins eins og skylt sé samkvæmt 2.mgr. 53. gr. sakamálalaga nr. 88, 2008.Sjái þess merki m.a. í ummælum saksóknara, efnistökum öllum írannsókninni, leiðandi spurningum yfirheyrenda, greinargerð rannsakenda ogrannsóknaráætlun sem staðfesti það að afstaða ákæruvaldsins til málsins hafiþegar í upphafi verið fullmótuð. 4. Símtöl ákærðu og verjenda hafiverið hleruð og þeim ekki eytt. Hafi meðþví verið brotið gegn þagnarrétti sakbornings og trúnaðarsambandi hans ogverjanda og þannig rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar, sbr. 1. mgr. 36.gr., 2. ml. 1. mgr. 68. gr., 85. gr., 2. mgr. 99. gr. og 4. mgr. 134. gr.sakamálalaganna, b- og c-liði 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 1.mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar.5. Brotið hafi verið gegn réttiákærðu til að fá aðgang að gögnum málsins, sem þeir þó hafi rétt til samkvæmt37. gr. sakamálalaga. Bæði hafi mjögdregist að veita aðgang að þeim gögnum sem ákæruvaldið hafi lagt tilgrundvallar málatilbúnaði sínum og eins hitt að aðgangur þeirra hafi að mestuverið bundinn við þau gögn. Þannig hafiþeir einungis fengið að skoða sín eigin tölvuskeyti í húsakynnum sérstakssaksóknara en ekki skeyti annarra.Yfirlit um rannsóknargögn sem fylgdu ákæru hafi ekki verið lagt fram,eins og kveðið sé á um í samkomulagi dómstólaráðs, saksóknara og lögmanna frá2012. Með þessu hafi verið brotiðgróflega gegn réttindum ákærðu. 6. Loks hafi ákærðu mátt sæta þvíað fleiri umfangsmikil sakamál hafi verið rekin samtímis á hendur þeim. Sé þetta andstætt 1. mgr. 143. gr. sakamálaog hafi valdið ákærðu erfiðleikum við að hafa yfirlit yfir málin á hendur þeimog halda uppi vörnum í þeim. Sé þessi málsmeðferð andstæð reglum um réttlátamálsmeðferð í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 70. gr. stjórnarskrárinnar.7. Loks byggir ákærði Z á þvísérstaklega að ákæran á hendur honum sé vanreifuð svo að í bága fari við ákvæði152. gr. sakamálalaga, aðallega stafliði c. og d. Þannig sé þar ekki greint hvernig ákærði Zeigi að hafa lagt á ráðin um lánveitingarnar eða hvatt til þeirra að öðruleyti. Þá sé þar ekki að finna nokkraröksemd þess efnis að hann hafi mátt vita að lánin væru veitt án trygginga eðaað honum hafi verið ljóst að meðákærðu X og Y brysti heimild til lánveitingannaeða að ákærði hafi haft ásetning um að liðsinna þeim við umboðssvik heldureinungis nefnd til þjónusta O við viðskiptavini sína. Leiði þetta til þess aðákærða sé ókleift að verja sig með fullnægjandi hætti. Um lið 1 hér aðframan er það að segja að lög um embætti sérstaks saksóknara eru sett meðstjórnskipulegum hætti. Er það hlutverkdómstóla að tryggja að réttur sakbornings til réttlátrar málsmeðferðar fyrirdómi sé virtur. Verður, með vísan tildómafordæma um þetta efni ekki fallist á að tilurð laganna og annað tengt þvísem ákærðu vísa til eigi að varða því að ákærunni í málinu beri að vísa frádómi. Um liði 2–6 hér að ofan er það aðsegja að þeir ágallar á málsmeðferð ákæruvaldsins sem þar eru tilteknir getaekki varðað frávísun ákærunnar í málinu og eru um það mörg dómafordæmi. Um 7. liðinn er það að segja að ákæran hefðimátt vera gleggri um þátt ákærða Z, en þó verður ekki séð að vörnum þurfi aðverða áfátt af þeim sökum. Ber af þessumástæðum að synja kröfu ákærðu um að ákæru í málinu verði vísað frá dómi.Málavextir Upphaf þessa máls erþað að Fjármálaeftirlitið ritaði sérstökum saksóknara tvö bréf 15. júlí 2009þar sem kært var yfir nokkrum ráðstöfunum B hf. vikurnar fyrir fallbankans. Annars vegar er kæruefnið nefntRannsókn á lánveitingum B hf. til viðskiptamanna vegna CLN viðskipta: Segir þar orðrétt„I. InngangurFjármálaeftirlitið (´FME´) vísar hér með til embættis sérstaks saksóknararannsókn á lánveitingum B hf. (´B´) til nokkurra viðskiptamanna sinna vegnafjárfestinga í afleiðusamningum tengdum skuldatryggingarálagi B, á ensku creditlinked notes (´CLN´) með vísan til laga um embætti sérstaks saksóknara nr.135/2008, vegna gruns um refsiverða háttsemi stjórnenda B. Um verulegar fjárhæðir er að ræða íframangreindum lánveitingum B sem áttu sér stað vikunum fyrir fall bankans. FME fékk R frá S til að skrifa minnisblað um viðskiptin, sem var skilað tilFME í maí 2009 og byggir rannsókn FME að hluta til á því, ásamt frekarigagnaöflun og úrvinnslu. Atburðarrásin er hliðstæð viðskiptum B við E (sem er í eigu N í gegnum M)sem hefur líka verið vísað til sérstaks saksóknara. Málið kann að varða almenn hegningarlög nr. 19/1940 og því er rannsóknþess vísað til embættis sérstaks saksóknara. Hér fyrir neðan er gerð stutt grein fyrir málsatvikum og afstöðu FME. Að öðru leyti er vísað til meðfylgjandigagna.II. MálsatvikSumarið 2008 átti þáverandi forstjóri B í viðræðum við C um hvernig hægtværi að hagnast á sveiflum í skuldatryggingarálagi B, sem á þeim tíma var mjöghátt. C ákvað þá að bjóða B upp á CLN, en gerði það sem skilyrði að B yrði ekkibeinn mótaðili í slíkum viðskiptum heldur myndi B finna viðskiptavini sem værutilbúnir að eiga slík viðskipti.Þann 29. ágúst 2008 veitti B lán tilþriggja eignarhaldsfélaga í formi peningamarkaðsútlána. Lánveiting í formi peningamarkaðsútláns erafgreidd af fjárstýringu bankans semþýðir að formlegur lánssamningur er ekki útbúinn. Þetta lánsform virðist hafa verið notaðtalsvert hjá B þegar afgreidd voru í flýti lán, til skamms tíma og ekki tókstað ljúka gerð formlegra lánasamninga, ekki síst á síðustu vikum fyrir fallbankans. FME lítur svo á að sömu reglureiga að gilda um þetta lánsform og lán með formlegum lánasamningum hvað varðarsamþykktarferli í lánanefndum og fleira. F Limited, €41,6 milljónirF var 50% í eigu G og 50% í eigu H sem voru með stærstu viðskiptamönnumbankans. H (og tengd félög) var á þessumtíma [...] stærsti hluthafi bankans með um [...] hluta. I SA, €46,8 milljónirI SA var í eigu J og tengdra félaga sem var með stærstu viðskiptamönnumbankans á þessum tíma. J var á þessumtíma [...] stærsti hluthafi bankans með um [...] hluta í gegnum T.Samkvæmt upplýsingum frá innriendurskoðenda U banka var þetta lán borgað út frá O í upphafi (meðpeningagreiðslu) og B [...] tók síðar áhættustöðuna (e. exposure) yfir frá O í [...]. K, €41,6 milljónirK ltd. var í eigu L sem var stór viðskiptamaður bankans og fyrrverandistjórnarmaður. L var stór hluthafibankans með um [...] hluta.Lánin voru greidd út 29. ágúst 2008 til félaganna þriggja skv.lánasamningum sem voru ekki undirritaðir. Lánin voru framlengd 19. september2008, 30. september 2008 og 13. október 2008 skv. yfirliti frá skilanefnd B.Ekki eru til undirritaðir samningar um þessi peningamarkaðsútlán. Athygli vekur að lánin skuli hafa veriðframlengd 13. október, (til 18. nóvember 2008) en ekki gjaldfelld eftir að FMEyfirtók rekstur B og þegar forsvarsmönnum B hefði mátt vera ljóst að skuldabréfbankans voru nánast verðlaus. Í útlánareglum B (e. Internal Control and Procedural Handbook) fráseptember 2007 er kveðið á um hvaða lánanefndir taka ákvarðanir um lánsumsóknireftir upphæð áhættustöðu.Þar kemur m.a. fram að ef áhættustaða fer yfir 165 milljónir evra á lánanefnd stjórnar að taka málið fyrir ogtaka ákvörðun en ef áhættustaða er undir 165 milljón evrum en yfir 1 milljarðiíslenskra króna á lánanefnd samstæðu að taka ákvörðun. Ef þörf er á skjótriákvarðanatöku sem ekki getur beðið til næsta fundar er heimilt að ákveðalánveitingu á milli funda en aðeins ef þar til bærir meðlimir lánanefndasamþykkja lánveitinguna skriflega. Ítilviki lánanefndar stjórnar eru það þrír meðlimir en í tilviki lánanefndarsamstæðu eru það samhljóða samþykki allra nefndarmanna. …Lánveitingarnar voru fyrst lagðar fyrir lánanefnd samstæðu B (e. groupcredit committee) 11. september 2008 og voru samþykktar þar skv.fundargerð. Þetta var s.s. tæpum tveimurvikum eftir að lánin höfðu verið greidd út í formi peningamarkaðsútlána. Lánveitingar til F Limited og I voru teknar fyrir á fundi lánanefndarstjórnar B [...] 24. september og var ákvörðunin um að samþykkja lánin bókuð ífundargerð. Lánveitingarnar voru því samþykktar rúmlega þremur vikum eftir aðlánin voru greidd út. Lánveiting til K varekki tekin fyrir af lánanefnd stjórnar þar sem hún var undir áhættulágmörkum. Ekki hafa fundist gögn um að ofangreindar lánveitingar hafi veriðsamþykktar með formlegum hætti á milli funda, heldur aðeins gögn um samþykkieftirá. Ef það er raunin, er um að ræðagróft brot á útlánareglum B, ekki síst með tilliti til upphæðanna sem eru íhúfi. Lánskjörin til þessara þriggja félaga voru samhljóða í fundargerðumlánanefnda: Vextir 1,5% álag ágrunnvexti í evrum, greiddir ársfjórðungslega, lántökugjald 1,45% og líftímilánanna var fimm ár (gjalddagi 20. september 2013), en eins og áður sagði voru formlegirlánasamningar ekki útbúnir. Í öllum þremur tilvikum var lánið frá B heildarfjármögnun félaganna,m.ö.o. eigendur félaganna lögðu ekki fram eigið fé. Ekki er að sjá að um bakábyrgðir hafi veriðað ræða og skuldsetning var því 100% í þessum félögum og tryggingarþekjan þvíekki í samræmi við lánreglur B. Að aukier uppsetning viðskiptanna með þeim hætti að viðskiptamennirnir hefðu í hvaðatilviki sem er getað gengið skaðlausir frá viðskiptunum. Ofangreind félög voru öll stofnuð af O í sérstökum tilgangi (e. Specialpurpose vehicles eða SPV). Félögin eruöll með sama heimilisfangið á Tortola. Samtals námu upphaflegar lánveitingar B til þessara þriggja félaga því€130 milljónum. Þessi félög notuðu €125 milljónir af þeirri upphæð semeiginfjárframlag í félagið D Inc. (´D´) og €5 milljónir evra voru þóknanir til Cvegna viðskiptanna. Eignarhlutur hversfélags var í hlutfalli við lánveitinguna frá B. C lánaði síðan D €125 milljónir á móti framlagi eignarhaldsfélagannaþriggja, en C var umsjónaraðili með CLN viðskiptunum. Því má segja að eiginfjárhlutfall D viðstofnun hafi verið 50%. D fjárfesti íCLN. Á þessum tíma var skuldatryggingarálagá B sem og aðra íslenska banka mjög hátt.Spákaupmennskan í tengslum við fjárfestingu í CLN gekk í stuttu máli útá að mikil afföll voru á skuldabréfum útgefnum af B með þessum strúktúr. Aukþess var um skuldsettan strúktúr að ræða sem jók vænta ávöxtun og þar meðáhættuna. Ef B hefði á endanum greittskuldabréfin, sem skuldatryggingarnar voru tengdar, hefði ávöxtun af CLN veriðmjög mikil. Það má því segja að áhættanog ávöxtunin af fjárfestingu í CLN sé sambærileg og ef viðskiptavinir bankans hefðukeypt skuldabréfa útgefin af B með miklum afföllum. Væntanlegur útreiknaður hagnaður af þessum viðskiptum (á fimm áratímabili) var um 60 milljónir evra. Hluti af viðskiptunum fólst í því að til stóð að B lánaði D 60 milljónir evra tilviðbótar með veði í CLN. Forsvarsmenn Bútskýra þá lánveitingu sem „fyrirframgreiðsla á hagnaði af viðskiptunum“ ognota átti þann hagnað til að styrkja eiginfjárstöðu viðskiptamannanna gagnvart B.Þessi fyrirhugaða lánveiting var þó aldrei greidd út skv. svari frá skilanefnd Bvið fyrirspurn frá FME. Fljótlega eftir lánveitingarnar tók skuldatryggingarálag B að hækka semfól það í sér að CLN féllu í verði. Eins og áður sagði hafði C lánað D €125milljónir og eftir hækkunina gerði bankinn því veðkall á D. Viðbrögð B viðveðköllunum var að lána meira fé til D í formi peningamarkaðsútlána til að mætaveðköllum viðskiptavina sinna, en ætla má að umræddir viðskiptavinir bankanshafi ekki haft fjárhagslegan styrkleika til að mæta þeim. B lánaði €50 milljónir til d semfélagið greiddi aftur til C 22. september 2008 til að mæta veðkalli. Þessigreiðsla var í formi peningamarkaðsútláns til D og er undirritað af báðumaðilum. Samkvæmt upplýsingum frá innri endurskoðenda U var þetta lán veitt frá Oí upphafi (með peningagreiðslu) og B [...] tók síðar yfir lánið með millifærsluán peningagreiðslu frá O í [...]. Þetta hefur sennilega verið gert til aðminnka áhættuskuldbindingu O.B lánaði €50 milljónir til D sem félagið greiddi aftur til C 29. september 2008 til að mæta veðkalli.Þennan sama dag má segja að skuldatryggingarálag bankans hafi verið í frjálsufalli, þ.e. daginn sem ríkið ætlaði að yfirtaka V. Lánið var líka í formi peningamarkaðsútláns. Hins vegar var samningur um það aldreiundirritaður. B lánaði að lokum €25 milljónir til D sem félagið greiddi aftur til C vegnaveðkalls 7. október 2008. Þar með hafði C fengið alla lánveitingu sína tilbaka. Þetta lán var líka í formi peningamarkaðsútláns. Hins vegar var samningur um það aldreiundirritaður. Daginn eftir var Byfirtekinn af FME og helgina á undan hafði B fengið neyðarlán frá SeðlabankaÍslands. Það verður vægast sagt að teljast mjög óvanalegt að B skuli leggja út fé ímiklum mæli, án trygginga, til að mæta veðköllum sem eru á ábyrgð viðskiptavinasinna. Í fundargerð lánanefndar samstæðu frá 2. október er m.a. bókað (á ensku)að „lánanefndin samþykkir aukna lánveitingu upp á €125 milljónir til viðbótarvið það sem búið var að samþykkja áfundi lánanefndar stjórnar vikuna áundan, vegna veðkalla frá C“. Þarna ervæntanlega verið að vísa í fund lánanefndar stjórnar frá 24. september, enathygli vekur að ekkert er að finna í fundargerð þess fundar um lánveitingartil D vegna veðkalla. Lánanefnd stjórnar hefði átt að samþykkja lánveitingunaþar sem heildaráhættustaða var komin yfir 165 milljónir evra mörkin. Ljóst er að upphaflegar lánveitingar til eigenda D upp á €130 milljónir og€125 milljónir sem lánaðar voru til D síðar til að mæta veðköllum, samtals €255eru með öllu eða nánast öllu tapaðar, eins og yfirlitstaflan hér að framansýnir. Til samanburðar má nefna að tap Baf aðeins þessum viðskiptum er um helmingur af €500 neyðarláni sem B fékk fráSeðlabanka Íslands í byrjun október. Lánveitingar til D og eigenda þess(tölur í milljónum evra) Upphafs lán Lán v.veðkalla 29.ágú.08 22.sep.08 29.sep.08 7.okt.08 SamtalsD 50,0 50,0 25,0 125,0 - F 41,6 41,6 - I 46,8 46,8 - K 41,6 41,6Samtals 130,0 50,0 50,0 25,0 255,0Ástæða er til að fá nákvæmari upplýsingar um flæði þeirra peninga(peningaslóð) sem greiddir voru vegna veðkallana sem áttu sér stað rétt fyrirfall bankans, þar sem mikil ringulreið virðist hafa verið til staðar á þeimtíma og nauðsynlegt að sannreyna að peningarnir hafi allir endað hjá C. III. Hugsanleg brot á lögumFjármálaeftirlitið telur að framangreindar lánveitingar B sem reyndistvalda B gríðarlegu tjóni, séu ekki í samræmi við eigin útlánareglur bankans ogekki í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur áfjármálamarkaði, sbr. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Að matiFME er um að ræða svo gróft brot á góðum viðskiptaháttum að hugsanlega sé um aðræða refsiverða háttsemi þeirra stjórnenda B sem bera ábyrgð álánveitingunum. Mögulegt er að stjórn B hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Einnig kann framangreind háttsemi að hafa brotið gegn lögum um hlutafélög,með því að gera ráðstafanir sem bersýnilega voru til þess fallnar að aflaákveðnum hluthöfum hagsmuni á kostnað annarra hluthafa og félagsins. IV. Niðurlag:FME lýsir yfir fullum vilja til að veita embætti sérstaks saksóknara allaþá aðstoð sem unnt er við rannsókn á framangreindu máli.” Kæru þessari fylgduallmörg gögn sem tilgreind eru í henni en ekki er ástæða til þess að tilgreinahér. Svo sem að framangreinir ritaði Fjármálaeftirlitið tvö bréf til embætti sérstaks saksóknara hinn15. júlí 2009. Auk þess kæruefnis sem að framan greinir var hitt kæruefniðnefnt „Rannsókn á lánveitingum B hf. vegna CLN viðskipta N“: Um hliðstæð bréf er að ræða enda eratburðarásin hliðstæð. Þykja því ekki vera efni til að rekja það bréf í heildsinni heldur geta þeirra atriða er einungis eiga við um CLN-viðskipti N. Hinn 12. september 2008 veitti B €130 milljóna lántil M Sa í formi peningamarkaðsútláns.Lánveiting í formi peningamarkaðsútláns er afgreidd af fjárstýringubankans sem þýðir að formlegur lánssamningur var ekki útbúinn. M var í eigu N sem var með stærstuviðskiptamönnum bankans. N var í gegn um eignarhaldsfélag sitt Þ B.V. [...]stærsti hluthafi B með um [...] hluta. Fyrir þessa lánveitingu varheildaráhættustaða B á N og tengda aðila um 77,8 milljarðar króna. Lánið var greitt út 11. september 2008 ogsíðan framlengt 26. september 2008 og 13. október 2008 skv. yfirliti fráSkilanefnd B. Lánið var undirritað affulltrúa lántaka sem er Æ, en starfsmaður hjá O skrifaði undir fyrir þesshönd. Í tilvitnuðu bréfi FME kemur framað það sé athyglisvert að lánið hafi verið framlengt 13. október, (til 18.nóvember 2008) en ekki gjaldfellt eftir að FME yfirtók rekstur B og þegarforsvarsmönnum B hefði mátt vera ljóst að skuldabréf bankans voru nánastverðlaus. Lánveitingin til M hafi síðan verið samþykkt á fundi lánanefndar stjórnar B24. september og ákvörðunin um það bókuð í fundargerð. Lánveitingin hafi því verið samþykkt 12 dögumeftir að lánið var greitt út. Samtalshafi upphafleg lánveiting B til M numið 130 milljónum evra. M hafi notað 125 milljón evrur af þeirriupphæð sem eiginfjárframlag í félagið E S.A. (E) en 5 milljónir evra voruþóknanir til C vegna viðskiptanna. Chafi svo lánað E 125 milljónir evra á móti, en C hafi verið umsjónaraðili meðCLN-viðskiptunum. Því megi segja aðeiginfjárhlutfall E við stofnun hafi verið 50%.Á þessum tíma hafi skuldatryggingarálag á B sem og aðra íslenskra bankaverið mjög hátt. Væntanlegur útreiknaðurhagnaður af þessum viðskiptum (á fimm ára tímabili) hafi verið um 60 milljónirevra. Hluti af viðskiptunum hafi falistí því að til stóð að B lánaði E 60 milljónir evra til viðbótar með veði íCLN. Forsvarsmenn B hafi útskýrt þálánveitingu sem „fyrirframgreiðsla á hagnaði af viðskiptunum“ og hafi átt aðnota þann hagnað til að styrkja eiginfjárstöðu N gagnvart B. Þessi fyrirhugaða lánveiting hafi þó aldreiverið greidd út skv. svari frá skilanefnd B við fyrirspurn frá FME. Fljótlega eftir lánveitinguna hafiskuldatryggingarálag B tekið að hækka sem leitt hafi til þess að CLN-bréfinféllu í verði.C hafi svo gert veðköll á E og var þeim mætt meðþví að b hafi lánað E í formi peningamarkaðsútlána til að mæta veðköllumviðskiptavinar síns en féð var síðan greitt C.Í bréfi FME eru þessar lánveitingar raktar frekar og síðan er tekið framað ætla megi að umræddur viðskiptamaður bankans hafi ekki haft fjárhagsleganstyrkleika til að mæta þeim. Í fundargerð lánanefndar samstæðu frá 2. októbersé m.a. bókað (á ensku) að „lánanefndin samþykkir aukna lánveitingu upp á 125milljónir evra til viðbótar við það sem búið var að samþykkja á fundi lánanefndarstjórnar vikuna á undan, vegna veðkalla frá C“.Þarna sé væntanlega verið að vísa í fund lánanefndar stjórnar frá 24.september. Lánanefnd stjórnar hefðiþurft að samþykkja þessa lánveitingu skv. verklagsreglum bankans þar semheildaráhættustaða vegna þessara viðskiptamanns var komin langt yfir 165milljónir evra mörkin. Þá sé ljóst aðupphaflegar lánveitingar til M upp á 130 milljónir og 125 milljónir evra, semlánaðar hafi verið til E síðar til að mæta veðköllum, samtals 255 milljónevrur, séu með öllu eða nánast öllu tapaðar.Til samanburðar megi nefna það að tap B af þessum viðskiptum einum sé umhelmingur af 500 evra neyðarláni sem B fékk frá Seðlabanka Íslands í byrjunoktóber.Kæru þessari fylgdu nokkur gögn sem tilgreind eruí henni en ekki er ástæða til þess að nefna hér. Ofangreindar kærurleiddu til umfangsmikillar lögreglurannsóknar þar sem hinir ákærðu voruyfirheyrðir og fjölmörg vitni og grunaðir.Þá var og aflað gríðarmikils fjölda af gögnum. Eru rannsóknarskjölin rúmar sex þúsundblaðsíður en þeim fylgja jafnframt margir geisladiskar með upptökum afyfirheyrslum og símtölum ákærðu og annarra.Fram er komið hjá ákærðu og vitnum í málinu aðallnokkur aðdragandi hafi verið að kaupum B hf. á skuldabréfum útgefnum af C ogtengdum álagi B hf. Breytingar á markaðimeð skuldatryggingar, svokölluðum CDS-markaði, hefðu valdið stjórnendum bankansáhyggjum seinni hluta árs 2007 og árið 2008 þar sem markaðurinn virtist, þráttfyrir mikla innlánaaukningu á mörkuðum í Evrópu, misreikna þörf bankans tilútgáfu skuldabréfa á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Þá hafi mikið verið rætt á þessum tíma umskuldatryggingarálag á íslensku bönkunum, bæði innan B hf. sem og utanbankans. Þannig hafi seðlabankastjórihaldið því fram að óprúttnir aðilar, vogunarsjóðir, herjuðu á fjármálakerfilandsins og þetta skuldatryggingarálag væri ekki í neinu samhengi viðraunverulega stöðu þeirra og forsætisráðherra hafi sagt að setja yrði uppeinhvers konar bjarnargildrur fyrir þessa aðila. Hafi mátt sjá þessa umræðu einnig í erlendumbönkum, svo sem [...], meðal erlendra greiningaraðila og í erlendumviðskiptatímaritum. Hafi komið fram íhenni að bankarnir mættu ekki sitja aðgerðarlausir hjá og láta þetta koma niðurá viðskiptakjörum þeirra. B hf. hafihins vegar verið vandi á höndum þar sem hann gat ekki gefið út þessartryggingar á sjálfan sig. Þetta hafiverið leyst í samvinnu við og að tillögu C eftir fund yfirmanna bankanna ífebrúar 2008 með þeim hætti að setja upp félög í eigu þriðja aðila, sem bankinnmundi lána til með því að nota laust fé.Félögin myndu svo kaupa skuldabréf, útgefin af af C sem að sínu leytilagði fram jafnmikið fé til þessara viðskipta.Áhætta B hf. af þessum viðskiptum hefði þannig verið fólgin í því að Cgat orðið gjaldþrota og B hf. einnig.Eftir þessum ráðum hafi verið farið og næstu áttamánuði eftir fundinn, hafi B hf. keypt upp skuldabréf sem bankinn hafði áðurgefið út á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum, fyrir u.þ.b. 170 milljónirevra. Með þessum kaupum hafi dregið úrþörf bankans fyrir endurfjármögnunar og jafnframt hafi bankinn hagnast á því aðkaupa bréfin með afföllum. Þá hafibankinn, einnig í samræmi við ráðleggingar C, fjármagnað kaup viðskiptavinabankans til að kaupa skuldabréf útgefin af C, sem tengd voru skuldatryggingaálagiB hf. Bankanum hafi, einum íslenskrabanka, tekist á þessum tíma að safna miklum innlánum í mörgumEvrópulöndum. Þannig hafi frá haustinu2007 fram til haustsins 2008 komið inn u.þ.b. 5,5 milljarðar evra, jafngildi770 milljarða króna, í nýjum innlánum á þessu tímabili. Til samanburðar meginefna að heildarskuldabréfaflokkar útgefnir af B hf. hafi verið u.þ.b. 12milljarðar evra. Með sama gangi hefðibankinn getað endurgreitt á tveimur árum öll skuldabréf sem hann hafði gefið úten næsti stóri gjalddagi á skuldabréfum útgefnum af B hf. hafi verið í maí2009, að fjárhæð 500 milljónir evra. Að því er varðarveðköllin sérstaklega hefði staða bankans orðið mjög snúin ef ákveðið hefðiverið að lána ekki fyrir þeim. C hafiverið mikilvægasti erlendi samstarfsaðili B hf. og hefði bankinn ekki efntveðköllin hefði það jafngilt yfirlýsingu stjórnenda B hf. um það að þeir hefðuekki trú á framtíð bankans. Loks hafiþað legið fyrir í skilmálum skuldabréfanna að C bæri að greiða til baka þessafjármuni ef skuldatryggingarálagið á B hf. lækkaði. Samkvæmt 249. gr., sbr. 243. gr. almennrahegningarlaga varðar það mann refsingu að misnota í auðgunarskyni aðstöðu sínatil þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða ef hannhefur fjárreiður fyrir hann, til tjóns fyrir þann mann eða með því að valdahonum verulegri hættu á fjártjóni. Erumisnotkun aðstöðu annars vegar og fjártjónshætta, hvort um sig, nauðsynlegthugtaksatriði umboðssvika og ber ákæruvaldinu að sanna atvik sem að þeim lúta,sbr. 108. gr. laga um meðferð sakamála. I. Trygging og veruleghætta á fjártjóni, sbr. I. og III. kafla ákæru Ákærði Z varyfirheyrður hjá embætti sérstaks saksóknara 6. og 8. maí 2010. Í inngangi yfirheyranda í skýrslum um þessaryfirheyrslur segir að ekki hafi verið um að ræða viðhlítandi tryggingar eðabakábyrgðir fyrir lánunum. Ákærði var þóekki spurður sérstaklega út í þetta atriði en yfirheyrður um ýmislegt varðandilánakjörin, uppbyggingu lánanna, hagnaðarvon, taphættu o.s.frv. Þegar hann var yfirheyrður næst, 26.september 2012, neitaði hann að tjá sig um sakirnar á hendur honum ímótmælaskyni við að réttur hefði verið brotinn á honum við rannsókn málsins enyfirheyrendur gerðu honum að sínu leyti grein fyrir grun sem á honum hvíldi umbrot sem tiltekin voru þar. Ekki var þávikið að tryggingum fyrir lánunum með öðrum hætti en þeim að staðhæft var afhálfu yfirheyranda að endurgreiðsla þeirra hefði ekki verið tryggð. Ö, yfirmaður [...] O í [...], var yfirheyrðuraf starfsmönnum sérstaks saksóknara í febrúar 2010 en þá var ekki vikið aðtryggingu fyrir lánunum. Í inngangi aðyfirheyrslu 26. nóvember 2012 ritar yfirheyrandi að lánin hafi verið veitt „ánviðhlítandi trygginga“ en annars er ekki fjallað nánar um það atriði íyfirheyrslunni. Á yfirmaður [...] B hf.var yfirheyrður hjá saksóknaraembættinu undir rannsókn málsins í maí 2010 ogvar þá spurður hvaða tryggingar hefðu verið settar fyrir lánunum. Sagði hann að bréfin frá C hefðu verið tiltryggingar. Ekki var farið nánar út íþað í yfirheyrslum yfir honum. Þá varákærði Y yfirheyrður 20. ágúst 2010 og svo 9. júlí 2012 og gert kunnugt að hannværi m.a. undir grun um að hafa látið veita lánin án viðhlítanditrygginga. Var hann í fyrriyfirheyrslunni ekki spurður út í það hvaða tryggingar hefðu verið settar fyrirlánunum til félaganna en í síðari yfirheyrslunni neitaði hann að tjá sig ímótmælaskyni við það það að réttur hefði verið brotinn á honum við rannsóknmálsins. Loks er þess að geta að ákærði Xvar yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara 6. maí 2010 og gerð grein fyrir því aðhann væri m.a. grunaður um það að hafa látið veita félögunum lánin ánviðhlítandi trygginga. Ekki var fariðnánar í það atriði í yfirheyrslunni.Þegar hann var kvaddur til skýrslutöku 12. júlí 2012 neitaði hann þá aðtjá sig í mótmælaskyni við það að réttur hefði verið brotinn á honum viðrannsókn málsins en yfirheyrendur gerðu honum að sínu leyti grein fyrir grunsem á honum hvíldi um brot, sem þeir tiltóku.Meðal gagna sem lögð hafa verið fram í aðalmeðferðmálsins er tölvuskeyti 9. september 2008 undir heitinu D frá Ð lögfræðingi í [...]O í [...] til É sem var þá yfir þeirri deild bankans sem sá um [...]. Segir þar: „Viltu gera svo vel, í framhaldi af samtali okkar, að læsa D-bréfin meðApsys inni á reikningi [...], tilvísun [...]0“ (e. „Further to ourconversation, please block on Apsys the Dsecurities on account [...], ticker [...]“). Svarar É skeytinu um hæl og segir: „Þetta hefur verið gert“ (e. „This isdone“). Með skeyti hans er skjámynd úrþví, sem heitir á ensku „Monitor for locking securities holdings“, þar semþessi aðgerð er sýnd. Loks er að getaskeytis, sem Ð sendir Í [...] B hf., 11. september, en með því framsendir húnþessi tölvuskeyti og spyrst fyrir um það hvort upplýsingarnar í þeim séu fullnægjandi. Í beinu framhaldi af því framsendir Í skeytintil tveggja starfsmanna bankans og segir: „Þessi CLN eru á vörslureikningi O þ.a. væntanlega myndum við veðsetja bæði vörslureikninginn og undirliggjandiCLN.“ Þá eru í málinu nokkur gögn, svosem „Ábyrgð nr. [...]“, sem sýna að O veitti félögunum lán sem tryggð voru meðveði í öllum verðbréfum og lausafé á reikningum þeirra. Fyrir dómi hefur ákærði Z gert þá grein fyrir eðliskuldatryggingar hún sé trygging gegn greiðslufalli útgefanda. Kaupandi tryggingar greiði af henni iðgjald,sambærilegt þeim vöxtum sem væru í boði fyrir útgáfu nýrra skuldabréfa með samaútgefanda og sama líftíma. Verðigreiðslufall hjá skuldara afhendi eigandi skuldabréfsins það þeim sem selditrygginguna gegn greiðslu eftirstöðva höfuðstólsins. Stafirnir CLN séu skammstöfun fyrir „CreditLinked Note“ eða skuldabréf með eiginleika CDS en þar sem höfuðstóllinn hefurverið inngreiddur. Kaupandi skuldabréfsinsfái iðgjald í formi vaxtagreiðslna en við greiðslufall skuldabréfsins fái hannskuldabréfin en ekki höfuðstólinn. Verðihinsvegar ekki greiðslufall á tímabilinu fái hann höfuðstólinn endurgreiddan ágjalddaga auk reglulegra vaxtagreiðslna.Í þessu tilviki hafi verið um að ræða CLN-skuldabréf útgefið af C, tengtskuldatryggingu á B hf. Áhættan afláninu hafi þannig verið sú að annað hvort Bhf. eða C yrði gjaldþrota, en á þessum tíma hafi allirálitið afar litla eða enga áhættu fylgja þessu.Þá getur ákærði þess að O hafi átt 710 milljónir evra af skuldabréfumútgefnum af öðrum bönkum með sambærilega áhættu og skuldabréfin sem C gaf út,þ.e. skuldabréfum með áhættu á annan banka. Hann bendir á að við endurreisnbankans hafi nýir eigendur bankans krafist þess að þetta skuldabréfasafn yrðihluti af eignasafni bankans við endurskipulagninguna. Hafi skuldabréf þessiverið 65% af heildareignum bankans við endurreisn hans. Sé þetta dæmi um þálitlu áhættu sem menn hafi talið fylgja því að eiga skuldabréf útgefin afbönkum, jafnvel í miðjum fjármálastormi.Skuldabréfin í þessu tilviki, útgefin af C, hafi verið veðsett og læstinni á vörslureikningum hjá O í nafni félaganna. Útilokað hafi verið að taka þau þaðan nemameð heimild bankans. Umsamið hafi veriðað ef skuldatryggingarálagið á B hf. hækkaði yrði kaupandi skuldabréfs aðgreiða inn viðbótarfjárhæðir en á móti kæmi að það fé yrði endurgreitt efálagið lækkaði. Þannig hafi ekki veriðum það að ræða að fé tapaðist heldur lækkaði það lán sem kom frá C en lán frá Bhf. kom í staðinn. Breyting á álaginu hafi því ekki haft áhrif á „strúktúrinn”í sjálfu sér, heldur einungis hver hafi fjármagnað hann, C eða B hf.Um félögin, sem tilgreind eru í ákærunni segirákærði að O hafi sett þau á laggirnar og skipað þeim stjórnir. Hafi félögin verið skuldlaus við alla nema Bhf. Bankareikningur hvers félags hjá Ohafi verið einn og sami fyrir alla starfsemi þess þar sem hafi verið haldiðutan um skuldabréfið, útlán, innlán, verðbréf, afleiður. Hafi allt verið læst þar í samræmi viðalmenna skilmála bankans og jafnframt tilkynnt um það til B hf. Greiðslur sem borist hefðu frá C vegnalækkaðs álags hefðu ekki getað farið annað en inn á lánið sem hafi á þennanhátt verið veðsett bankanum. Tölvuskeytið frá Ð til É segir ákærði bera með sérað um hafi verið að ræða rafrænt skráð skuldabréf, útgefið af C, ætlað „Ó”,alþjóðlegum vörsluaðila slíkra skuldabréfa.Þannig sjáist að þessi “strúktúr” hafi einfaldlega verið veðsettur umleið og C afhenti útgefin skuldabréfin inn á vörslureikning D hjá O. Þessi vörslureikningur D (e. „security account”)hafi verið reikningur þar sem allt var geymt á einum stað, peningar,afleiður. Hann hafi verið tengdurvörslukerfinu hjá Ó sem O og C hafi verið aðilar að. Sé skuldabréfið tekið rafrænt inn þaðan falliþað að sama númeri í vörslukerfinu hjá O og er veðsett bankanum, (e. „lockedsecurity holding”). Slíkt hafi iðulegaverið gert þegar bankinn var með lán frá þriðja aðila, í þessum tilvikum B hf.,og þannig verið ómögulegt að færa það þaðan nema með samþykki O. Þetta hafi verið mjög einfalt í sniðum þarsem hver einasti viðskiptamaður, sem gekk til viðskipta við bankann hafi umleið skrifað undir almenna skilmála bankans að eignir hans væru veðsettar. Þar að auki hafi þessar eignir verið læstar íþágu þriðja aðila. Um leið ogpeningarnir fóru til C, sem hafi verið skuldbundinn til þess að setja þá inn á„Ó” reikninginn, hefðu þeir verið komnir inn í samsvarandi reikning í O ogveðsettir bankanum. Engraviðbótarveðsamninga hafi þannig verið þörf. Ákærði X segir það vera rangt sem í ákærunnisegir, að lánin hafi verið veitt án trygginga.Í tölvuskeytinu sem fundist hafi í pósthólfi [...] B hf., Í, séstaðfesting frá [...] O á því að umrædd skuldabréf, útgefin af C, hafi veriðlæst, eins og sjá megi af skjámyndinni sem fylgdi skeytinu. Trygging fyrir láni til félags hafi því veriðeignir félagsins. Til þess hafi veriðséð að ekki yrði um að ræða aðra lánveitendur en B hf. í því skyni að tryggja hagsmuni bankans semlánveitanda. Ákærði tekur fram að bankieigi almennt þriggja kosta völ til þess að tryggja útlán sitt. Hann geti ífyrsta lagi tekið veð í undirliggjandi eign.Hann geti í öðru lagi samið um að viðkomandi fyrirtæki sé bannaðveðsetja eignir sínar öðrum og loks geti bankinn í þriðja lagi sett upp sérstaktfélag, svo kallað SPV („special purpose vehicle“), sem hafi þann eina tilgangað eiga ákveðna eign eða fjármálagjörning.Sú leið hafi verið valin og félögin látin kaupa skuldabréfin frá C. Áhætta B hf. vegna þessara lánveitinga hafiþví ekki verið áhætta af ótryggðum lánum til eignalausra félaga, heldur lánumtil félaga sem áttu skuldabréf útgefið af einstaklega traustufjármálafyrirtæki. Raunveruleg áhætta hafi því ekki getað falist í öðru engreiðsluþroti C eða B hf. sjálfs. Ö, sem var yfirmaður [...] O á þeim tíma sem umræðir, segir að með tölvuskeyti sínu til É hafi Ð verið að biðja um aðreikningnum yrði læst þannig að ekki væri hægt að flytja bréfin nema meðheimild þess sem hefur læst reikningnum, þ.e. O. Af því hafi leitt bréfin hafi ekki verið tilfrjálsrar ráðstöfunar samkvæmt einföldum fyrirmælum um að flytja þau og þvíhefði þurft að ganga úr skugga um hvort þau væru tryggð með einhverjumhætti. Með öðrum orðum sagt hafi verið„búið að bóka blokkeringu á reikninginn”.Á var framkvæmdarstjóri [...] Bsamstæðunnar árið2008. Hann kveðst hafa litið svo á aðþau viðskipti sem málið snýst um hafi haft litla áhættu í för með sér vegnaþess að mótaðilinn hafi verið C og áhættan verið komin undir örlögum bankanssjálfs. Hann kveðst hafa þekkt tilfólksins í stjórnum félaganna og vitað hvernig haldið var utan um þau. Þá segir hann alla viðskiptavini O hafa áttviðskipti við bankann með einkabanka-fyrirkomulagi en í því hafi falist aðallar eignir viðkomandi aðila hefðu verið settar að tryggingu fyrir skuldunumvið bankann. Kveðst hann því hafa litiðsvo á að félögin sem um ræðir væru eins konar framhald af bankanum, undirstjórn hans og í rauninni innan hans eða undir væng hans.Loks er þess að geta að Ú hefur borið að gengiðhafi verið út frá því að fyrir þessum lánum yrðu settar tryggingar, þ.e. veð íeignum félaganna. Áhættuna af viðskiptunum verði að meta með hliðsjón af því aðþau hafi nánast verið eins og bankinn væri að kaupa skuldabréf á sjálfansig. Þannig hafi áhættan verið bundinþví að hann myndi sjálfur verða gjaldþrota eða þá að C, sem hafi veriðmótaðilinn, yrði gjaldþrota. Auðvelt séað vera vitur eftir á en á þessum tíma hafi honum og öðrum í stjórn bankansþótt það fjarstæðukennd hugmynd að B hf. gæti orðið gjaldþrota. Þá kemur fram hjá Ú að hann muni ekki beturen að þeir sem hafi verið í viðskiptum við O hafi verið látnir stofnavörslureikning og með því skuldbundið sig til að setja allar sínar eignir aðveði fyrir öllum skuldbindingum. Hafiþannig ekki verið þörf á formlegum veðskjölum til þess að ná réttarverndinnieða tryggingunni. Afleiðusamningar sem byggjast á skuldaraáhættu (e.„credit derivatives“) munu hafa farið að tíðkast upp úr 1993 en frá því hafðiumfang þessara samninga aukist mjög, þar til atvik málsins urðu, og þeir þáorðið bundnir alþjóðlegum staðli.Skuldatrygging (e. „credit default swap“ – CDS) er tvíhliða samningurþar sem kaupandi samningsins greiðir seljanda hans fasta þóknun, svokallaðtryggingarálag yfir ákveðið tímabil. Við ákveðin skilyrði sem yfirleitttengjast einhvers konar vanskilum þarf seljandinn að greiða kaupandanumfyrirfram skilgreinda fjárhæð. Þessi skilyrði geta t.d. verið gjaldþrot þessfyrirtækis sem tryggingin varðar eða greiðslufall á greiðslum af útgefnumskuldabréfum eða lánum fyrirtækisins.Verði engir slíkir atburðir á gildistíma samningsins greiðir kaupandinntryggingarálagið til lokadags samningsins.Verði slíkur atburður hins vegar fyrir lokadag samningsins þarfseljandinn að greiða kaupandanum fjárhæð til þess að bæta honum þaðfjárhagslega tap sem hann hefur orðið fyrir vegna atburðarins. Verðlagning skuldatrygginga byggist á nokkrumbreytum og þá helst líkum á greiðslufalli, þeirri fjárhæð sem stendur eftir efum greiðslufall verður að ræða. Þáverður jafnframt að taka tillit til seljanleika, lagaumhverfis og álitsmarkaðarins á viðkomandi útgefanda.Tryggingarálagið, eða sú fjárhæð sem kaupandi skuldatryggingarinnargreiðir, ætti þannig að vera nátengt skuldaraálagi viðkomandi útgefanda. Credit Linked Note - CLN er afleiðusamningur sembyggist á skuldaraáhættu. CLN-verðbréfer yfirleitt gefið út af fjárfestingarbanka, ef ekki af slíkum banka þá afsérstöku SPV-fyrirtæki sem stofnað er sérstaklega utan um slíka útgáfu.CLN-bréfið ber útlánaáhættu þriðja aðila, þ.e. ekki fjárfestingarbankans semgefur CLN-verðbréfið út, og ávöxtun bréfsins er tengt tryggingarálagi þessaþriðja aðila. CLN-afleiðusamningarbyggjast í grunninn á því að útgefandi CLN-bréfanna í málinu, þ.e. í þessutilviki C, keypti skuldatryggingu á þriðja aðila, í þessu tilviki B hf., en SPV-félögin,sem tilgreind eru í ákærunni, keyptu CLN-bréfin af C, sem gaf þau út rafrænt ogafhenti O. Jafnframt seldu félöginútgefanda bréfanna, C, skuldatrygginguna.CLN-bréf hefur alla eiginleika venjulegs skuldabréfs og ber þannigvexti, ýmist fasta eða breytilega, hefur ákveðinn lokagjalddaga og lokavirði enþað sem aðgreinir það frá venjulegu skuldabréfi er að lokaniðurstaðan fer eftirþví hvernig þriðja aðila reiðir af, þ.e.B hf. Í CLN-bréfunum í málinu voru allirþessir þættir skilgreindir, þ. e. vextirnir, afborganir, lokagjalddagi oghvernig lokavirði bréfsins er reiknað út.Samkvæmt ákvæðum þeirra tóku vextir mið af skuldatryggingarálagi B hf.þegar bréfin voru gefin út. Aðrirskilmálar eins og veðköll komu einnig fram í skilmálum bréfanna og þau skilyrðisem tengjast vanskilum þriðja aðila og leiddu til þess að lokavirði bréfannalækkaði. Hefðu engin vanskilaatvik komiðupp hjá þriðja aðila hefðu kaupendur CLN-bréfanna, í þessu máli félögin semtilgreind eru í ákæru, fengið greidda vexti af bréfinu allan líftímann oghöfuðstól bréfsins á lokagjalddaga. Niðurstaða Í ákærunni í málinu er byggt á því að lánin semákært er út af hafi verið „veitt án trygginga”.Ekki er að sjá að þessu mikilvæga atriði hafi verið gefinn sérstakurgaumur í rannsókn málsins. Eins og rakiðer hér að framan hefur það komið fram hjá ákærðu og vitnum við meðferð málsinsfyrir dómi að rafræn skuldabréf C fyrir lánunum hafi, jafnharðan og B hf.greiddi þau út með milligöngu dótturfélagsins í [...], verið læst þar ávörslureikningum félaganna, sem tilgreind eru í I. og III. kafla ákærunnar, ogþví ekki verið stjórnum félaganna frjáls til ráðstöfunar. Eru þessir framburðir ákærðu og vitnannastuddir gögnunum sem gerð var grein fyrir og hlýtur að verða að byggja á þeim ímálinu. Er ekki annað að sjá en aðþátttaka þessara félaga í viðskiptum B hf. og C hafi verið til málamynda og aðhún hafi ekki haft aukna áhættu í för með sér fyrir B hf. en stjórnendum þar ábæ hlaut, eins og allt var í pottinn búið, að vera fullkunnugt um „lánshæfi”félaganna. Þegar þetta er haft í huga,sem og það sem alkunna er, að C var öflugur, alþjóðlegur banki, verður að teljaað það sé rangt sem í ákærunni segir, að lánin til félaganna hafi verið veittán trygginga.Með vísan til þess sem hér hefur verið ályktaðtelur dómurinn að ákæruvaldið hafi ekki sannað að sá eða þeir stjórnendur Bhf., sem áttu hlut að þeim ráðstöfunum sem ákært er fyrir í I. og III. kaflaákærunnar, hafi með þeim stefnt fé bankans í verulega hættu. Ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna allaákærðu af þessum sakargiftum.II. Veðköll Cs, sbr. II. ogIV. kafla ákæruÍ skilmálum skuldabréfanna í málinu kemur þaðfram, eins og áður segir, að veðköll, tengd skuldatryggingarálagi B hf., kynnuað verða gerð. Þannig bæri eigendumbréfanna að greiða C ákveðna fjárhæð ef álagið hækkaði umfram skilgreind mörken ef álagið lækkaði aftur hefði C borið að endurgreiða þá fjárhæð. Þá liggur það fyrir í málinu að í framhaldiaf hækkuðu skuldatryggingarálagi B hf. beindi C veðköllum til félaganna og að íframhaldi af því lét B hf. greiðslur renna inn á reikninga félaganna, eins oggreinir í II. og IV. kafla ákærunnar. Ákærði X var, semfyrr segir, yfirheyrður hjá sérstökumsaksóknara 2010 og undir lok skýrslunnar var hann spurður hver hefði tekiðákvörðun um það hjá B hf. að „lána til þess að mæta þessum veðköllum“. Sagðist hann örugglega hafa tekið þá ákvörðunog kannski Y, þótt hann vissi það ekki.Um veðköllin til D og E sagðist hann halda að sá „strúktúr“ hefði veriðsamþykktur í lánanefnd, þótt hann gæti ekki fullyrt um það. Ekki er því annað að sjá af svörum ákærða íþessari yfirheyrslu en að hann hefði almennt verið fylgjandi því að veðköllunumyrði svarað.Í, [...], var yfirheyrður sem vitni hjá sérstökumsaksóknara 12. mars 2010. Var hann þáspurður hvort ákærði X hefði í öllum tilvikum ákveðið að mæta veðköllunum ogsagði þá að boðin um þau hefðu komið frá Z í [...] en ekki vissi hann hvertsamband hans hefði verið X. Hefði þettaátt við um fyrstu tvö veðköllin en um það þriðja hefði X „klárlega“ gefiðfyrirmæli. Aftur var Í yfirheyrður semvitni 12. september 2012 og var þá spurður út í þessiatriði. Sagðist hann hafa verið í beinusímsambandi við X allt ferlið og fengið hjá honum fyrirmæli um það. X hefði yfirleitt verið á ferðlagi ogsamskiptin við hann því verið um farsíma hans.Hann kvaðst halda að hvorugur borðsíma þeirra hefði verið tengdurupptökutæki. Hann sagði ekkert fé hafaverið greitt út án þess að X væri inni í þeirri „lykkju“. Um þátt Z sagði hann að hann hefði engarheimildir haft hér á landi. Hann kvaðstsvo alltaf hafa haldið Ú upplýstum um málin en ekki muna til þess að Ú hefðinokkru sinni tekið ákvörðun um veðkallsgreiðslu. Í málinu eru fjölmörg tölvuskeyti og símtöl semvarða veðkallsgreiðslurnar. Eru þaureifuð hér á eftir í samhengi við skýrslur manna fyrir dómi en þess utan errétt að tilfæra eftirfarandi samskipti sérstaklega. Í skeytaskiptum Í og Ú, 26.-28. september,gefur að lesa þetta um veðkallið 29. sama mánaðar: „Varðandi þetta Ú, ernokkuð annað fyrir okkur að gera en að greiða þetta? Viltu að ég sendieinhverja lánabeiðni í flýtiafgreiðslu á GCC?“ Ú svarar tveimur dögumseinna: „ekkert annað að gera, bókum á næsta GCC.“ Þá er að geta símtals 2. október milli Íog AA: „..en núna vilja þeir 50 milljónir í dag í viðbót“, segir AA. Í: „Jávið kljúfum það ekki.“ AA: „Það er nefnilega hausverkurinn. Ég, ég skil[...] þannig að það verður bara að redda þessum pening í dag.“ Í: „..viðkljúfum það sko en ég meina við eigum ekki þessar evrur í dag til að senda sko,það er nú bara þannig.“ AA: „En kljúfum við það á morgun?“ Í: „Ég held það.“ AA: „Það er allt að fara til fjandans.“ Í:„BB og.. . CC eru að reyna skrapa saman fyrir þessu sko.“ AA nokkrusíðar: „Ókei heyrðu, ég ætla að heyra í [...]. Þetta er bara einfaldlega nocan do.“ Í: „Ég meina, ég erbúinn að tala bæði við BB og CC og þeir bara segjast ekki kljúfa þetta. Það sébara þannig.” Vegna þess sem framkom fram hjá Í fyrir dómi um að símtöl um borðsíma hans hafi ekki verið tekinupp er rétt að geta skýrslu embættis sérstaks saksóknara, dagsettrar 12.desember 2011, sem ráða má af að slík símtöl hafi verið tekin upp.Fyrir dómi hefur ákærði X neitað því að hafa gefiðfyrirmæli um greiðslur vegna veðkallanna í málinu og kveðst hann ekki vita hverþað hafi gert. Hann kveðst aldrei hafaveitt lán sjálfur, nema sem lánanefndarmaður.Kveðst hann ekki hafa fylgst með daglegum störfum undirmanna sinna, endahefði það verið ómöguleiki. Þá viti hannekki hvort meðákærðu hafi gefið fyrirmæli um slíkt. Þá hafi honum, sökum stærðar og umfangs B,verið með öllu ómögulegt að fylgjast með daglegum störfum viðskiptastjóra, svosem hvort þeir hafi gætt þess að réttum ferlum við afgreiðslu útlána. Enginyfirlit hafi verið send honum um útgreiðslu lána, svo hann hafi ekki getaðfylgst með hvaða lán voru greidd hvaða dag.Ákærði tekur fram, samhengisins vegna, að fleiri viðskiptastjórar hafi áþessum tíma starfað við útlánastarfsemi hjá samstæðu B heldur en [...]. Þá kveðst hann sem forstjóri Bsamstæðunnarhafa verið u.þ.b. 200-220 daga erlendis á hverju ári. Varðandi síðustu daganafyrir fall B hf., (þ.e. 9. október), tekur ákærði það fram að hann hafi þáverið mjög upptekinn við að sinna allt öðrum verkefnum á vegum bankans helduren lánamálum. Í þessari viku hefði Vfallið og lánshæfismat íslenska ríkisins verið fellt og gengi krónunnarfallið. Hafi hann verið heilu dagana íráðherrabústaðnum á fundum með ríkisstjórninni.Því hafi þessi samskipti öll verið fyrir utan sjónarsvið hans þessadaga. Um það sem hann sagði í lögregluyfirheyrslu 6. maí2010 að hann hefði „örugglega“ ákveðið að „lána til þess að mæta þessumveðköllum“ og kannski Y, segir hann að hann hafi margneitað í þessari sömuyfirheyrslu að hafa gert það. Hafihann verið orðinn þreyttur þegar hann sagði þetta, eftir kl. 16 þennan dageftir yfirheyrslur frá því kl. 9 um morguninn.Þá hafi hann tekið fram að hann hafi haldið að lánanefndirnar hefðuverið upplýstar um þessi mál. Fram kemurhjá honum að hann telur það hafa verið réttar ákvarðanir í stöðunni að greiðaveðköllin og hann verið því samþykkur, almennt séð, en að hann hafi alls ekkilátið greiða þetta á bak við lánanefndina.Ákærði bendir á að engin gögn hafi komið fram í málinu sem bendi tilþess að hann hafi samþykkt að greiða veðköllin, nema þá í eitt skipti, varðandiþau síðustu, 25 milljónir evra hvort veðkall, að spurt var í tölvuskeyti hvortþað hefði verið borið undir hann, 6. október.Kveðst hann hafa ákveðið að beðið yrði með það. Þá vekur ákærði athygli á því að í skeyti Ítil Ú spyrji hann: „eigum við ekki að gera þetta Ú? Ókei“; segi Ú- „eigumvið að- á ég að biðja um samþykki lánanefndar?”“Nei, það sleppur, haltu bara áfram“. Þannig sjáist hverjir hafi tekið þessarákvarðanir. Þá segir hannað önnur tölvuskeyti í málinu, svo sem á milli BB, DD, CC og EE, laugardaginn20. september, og frá Í til DD, beri það með sér að [...] B hafi tekið ákvarðanirum lán sem gátu numið 100 milljónum evra.Um þann framburð Í hjá lögreglu 2012 um veðköllin,að hann héldi að ekkert fé hefði farið út, eða neitt verið framlengt nema meðvitund ákærða og samkvæmt ákvörðun hans og að Í hefði rætt þetta við hann,segir ákærði þetta vera í ósamræmi við það sem Í hefði sjálfur sagt árið 2010og sé þetta algerlega ósatt. Hefði Íenda sagt í fyrri yfirheyrslunni að hann hefði ekki rætt við sig. Um skeyti meðákærða Z 1. október þar semmeðákærði Z segir að ekkert verði greitt út nema með nema með samþykki BB og X,segir ákærði að þetta vísi til síðasta veðkallsins og sé í samræmi við skeytitil Í þar sem hann biður hann að greiða ekki út nema hafa heyrt í X. Hann leggur svo áherslu á það að Í hafigreitt út fé án þess að hafa samband við sig um það og að að veðköllum hafiverið mætt án fyrirmæla frá sér. Umsímtal 7. október, milli Í og FF, þar sem sá fyrrnefndi segir að tvisvar sinnum25 milljónir eigi að fara þegar til C og að ákærði hafi samþykkt það, segistákærði halda að hann hafi ekki verið í neinum samskiptum við Í á þessum tíma enþetta sé eina veðkallið sem hann svari ekki samdægurs. Hann kveðst hins vegar hafa vitað af þessu ogað hafa verið samþykkur því að veðkallinu yrði svarað með lánveitingu. Hins vegar hafi hann ekki gefið fyrirmæli umað veita lánið eða um að lánaferlum yrði ekki fylgt. Hann tekur fram að þótt bregðast þyrfti skjóttvið þýði það ekki að ekki hefði verið hægt að fá samþykki lánanefndarmannafyrir greiðslunum. Þá segir ákærði aðmögulega hefði samþykki annarra nefndarmanna verið aflað án hans vitneskju.Ákærði Y hefur sagt fyrir dómi að hann minnistþess ekki að hafa haft nein afskipti af eða vitneskju um það að lánareglur værubrotnar í sambandi við veðköllin. Kveðsthann ekki gera ráð fyrir því að þessi mál hafi heldur verið borin undir hann ogekki vita hverjir hafi samþykkt þær greiðslur.Á þessum tíma hafi allur fjármagnsmarkaðurinn nötrað eftir að yfirvöldyfirtóku V. Hafi þeir X verið fastir áfundum með ráðamönnum landsins um hvað ætti að gera og reyna að vinda ofan afþeirri skelfilegu ákvörðun. Geri hannráð fyrir því að það hafi komið í hlut viðskiptastjóranna að ákveða að mætaþessum veðköllum, sem hafi verið rétt ákvörðun, enda um að ræða mjög hæftstarfsfólk sem hafi reynt að leysa störf sín eins vel og það gat þegar ekkináðist í forstjórann eða aðra yfirmenn.Ákærði, sem var stjórnarformaður B, kveðst hafa búið í [...] og haft þarskrifstofu. Þá hafi ekki nema lítillhluti af starfi hans tengst starfseminni hér á landi, kannski fjórðungur. Hann hafi annars haft það hlutverk að samhæfastarfsemi bankans í 13 löndum út frá starfstöðinni í [...]. Fyrir utan skrifstofuna í [...] hafi hannekki haft boðvald yfir einstökum starfsmönnum B, enda slíkt heyrt undirforstjórann. Aðspurður segir ákærði aðmeðákærði Z hafi sem bankastjóri í [...], með engu móti fylgst með því hvernigstaðið var að ákvörðun um eða samþykki lánveitingar eða útgreiðslu lána innan Bá Íslandi. Hafi hann engar heimildir néaðkomu að neinum kerfum þar.Fram er komið fyrir dómi hjá ákærða Z að hann hafiekki haft nein afskipti af því hvernig farið var með umsóknir umveðkallsgreiðslurnar í B hf. Hafi hannekki verið starfsmaður þess banka heldur forstjóri O og engar formlegarheimildir haft í móðurfélaginu né hafi hann vitað hvernig farið var með þessimál þar. Aðkoma hans að þessum greiðslumhafi einungis verið milliganga milli félaganna og B hf. Ákærði kveðst ekki hafa hvatt til þess aðveðköllin yrðu greidd og segist hafa frekar latt til þeirra, eins og gögn ímálinu beri með sér. Þegar veðkall hafiborist segist hann hafa framsent það til B hf. samkvæmt fyrirmælum frá Í. Um það sem ákærði sagði ílögregluyfirheyrslu, að hann hefði framsent veðkallstilkynningar frá C heim tilmóðurfélagsins, bæði til X og BB, segist hann hafa framsent tilkynningar umveðköllin sex, ýmist og eftir atvikum til X, líklega einu sinni, til BB, einusinni eða tvisvar, en alltaf til Í sem hefði gefið fyrirmæli um að fá allartilkynningarnar framsendar til sín. Íþeim framsendingum hafi ekki falist nein fyrirmæli frá sér til hans varðandiveðköllin. Hafi hann í þeim eingönguverið að tilkynna móðurbankanum um það að veðköll hefðu borist. Hafi hann átt tveggja kosta völ, að aðhafastekkert eða að láta hlutaðeigandi yfirmenn móðurbankans vita um veðköllin oggreiðslufrestina og það hafi hann gertskilmerkilega. Hann kveðst hafa álitiðað veðköllin yrðu greidd og byggt það á því sem komið hefði fram hjá X. Sjálfur hefði hann álitið að aldrei kæmiannað til greina en að greiða veðköllin og ekki dulið þá skoðun sína, eins ogfram komi í skeytum hans 20. september til Í, GG, BB og X. Hann segist hins vegar svo hafa lagst gegnþví að síðasta veðkallið yrði greitt, en það hafi samt verið greitt. Hann kveðst aðspurður hafa rætt einu sinnieða tvisvar við meðákærða X um eitt eða tvö af veðköllunum en hann muni ekkihvaða veðköll það voru. Sérstaklegaaðspurður um skeyti varðandi lánið til D 29. september („við þurfum að setjaþetta í gang á mánudaginn, vinsamlegast útbúið það sem þarf“), segir hannað ummælin séu ekki fyrirmæli til GG, Í, Ö, Ð, AA og HH, heldur séu þettaupplýsingar sem hann hafi framsent lánastjórunum um veðkall sem C hafi tilkynntað greiða þyrfti þennan dag. Hann kveðstekki muna hvort hann hafi svo rætt við einhvern af þessu fólki um hvort það ætti að greiða þetta veðkall eðaekki. Þá hefur ákærði verið spurður umveðkallslánið til E 3. október og framsent skeyti frá II hjá C til Í, GG ogákærða X („ekki góðar fréttir, þeir eiga rétt á að kalla eftir 100 en ætlaað sætta sig við 50, höfum ekki annarra kosta völ en að greiða eða sæta því aðkaupunum verði rift fyrst..“). Kveðsthann hafa með þessu skeyti einungis verið að gera þessum mönnum grein fyrirstöðunni og því að honum hefði tekist að fá C til að sætta sig við 50milljónir. Þá segir hann um skeyti sitt1. október til Í og BB („við greiðum ekkert út til þeirra nema með samþykkiBB og X“) að með því eigi hann við að O hafi ekki greitt neitt út, heldurmóðurfélagið og þá með samþykki þar til bærra aðila. Um veðkallsgreiðslurnar 7. október, sem hanner að vísu ekki ákærður fyrir, og tölvuskeyti segist ákærði aðspurður ekki hafaálitið að 450 milljón evrur væru þar með glataðar og hafi hann því lagst gegnþessum greiðslum. Ekki muni hann hverjaí móðurbankanum hann talaði við en hann hljóti að hafa framsent skeytið til Í.Í var [...] hjá B hf. á þeim tíma sem hér skiptirmáli. Hann hefur sagt það um veðköllinað venjulega hafi komið tölvuskeyti frá Z þar sem hann framsendi skeyti C oghafi greiðslufresturinn venjulega verið um fjórir tímar. Hann kveðst ekki hafa litið á skeytin frá Z semfyrirmæli og því þurft að sækja sér heimildir til yfirmanna sinna. Kveðst hann alltaf hafa hring í X og boriðmálefnið undir hann. X hafi þannig vitaðum hvert einasta veðkall og samþykkt að inna greiðslurnar af hendi í öllumtilvikum nema einu. Þá segist vitniðhafa borið þetta undir Ú líka og ef hann samþykkti greiðsluna kveðst hann hafalátið greiða veðkallið, eins og skeyti 26. september til Ú beri með sér. Í segir samskipti sín við Ú um þessi mál hafaöll verið um farsíma ákærða, nema einu sinni að þeir hittust. Ekki muni hann hvort hann hringdi úr sínumborð- eða farsíma en símtöl við borðsíma [...] hafi ekki verið tekin upp. Um skeyti til starfsmanna [...] 2. október („viðnáum vonandi að kljúfa þetta á morgun. Göngum frá þessu sem mm láni til samatíma og sömu á sömu kjörum og núverandi lán til E“) segist vitnið ekki hafaþar fyrirskipað þessa lánveitingu 3. október heldur hafi hann verið aðframfylgja fyrirmælum, eins og í öll hin skiptin. Þegar borin eru undir hann eftirfaranditölvusamskipti hans og BB 1. október („Ég fór aðeins betur í gegnum þettameð Z í [...]. Tvær neðstu línurnar uppá 100 milljónir og E fara út en reiknameð allavega 75% af því verði áfram hjá bankanum í formi trygginga hjá þeimaðilum sem standa á bakvið þessi félög“. BB svarar og sendir einnig Z: „..neiþetta gengur ekki alveg svona. Reiknum með þýðir oft að ekkert gerist þegarmest á reynir. Z; getum við ekki eitthvað kveðið fastar að orði?“ Ákærði Z:„við greiðum ekkert út til þeirra nema með samþykki BB og X“) kveðsthann ekki muna eftir þessum skeytaskiptum en túlkar þau þannig að Z staðfestiþarna að ekkert fé verði greitt nema með samþykki X. Um tvær síðustu veðkallsgreiðslurnar, 7.október, segir vitnið að þær hafi verið ólíkar hinum í því efni að X samþykktiþær ekki í símanum samstundis. Spurður út í misvísandi skýrslursem hann gaf hjá sérstökum saksóknara 2010 og 2012 segir hann skýringuna veraþá að fyrir síðari skýrslutökuna hefði hann getað hugsað um málið hátt í tvö árog þá rifjast upp ýmislegt sem ekki hafði gefist tími til að hugleiða. Hafihann þá munað betur hvernig hlutirnir hefðu gerst. Um tölvuskeyti þeirraÚ 27. september („varðandi þetta Ú; er nokkuð annað fyrir okkur að gera enað greiða þetta. Viltu að ég sendi einhverja lánabeiðni í flýtiafgreiðslu á GCC“.Svar frá Ú: „ekkert annað að gera, bókum á næsta fund GCC.“) segir hannaðspurður að ekkert bendi til þess í skeytunum að hann sé þar að vinna ágrundvelli fyrirmæla frá forstjóra samstæðu bankans. Hinsvegar sé þetta í samræmi við það sem hannhafi sagt að hann hafi leitað samþykkis þeirra beggja, X og Ú fyrir öllumútgreiðslum. Í þessu sambandi tekur hannfram að þeir Ú hafi setið tveimur skrifborðum frá hvor öðrum og átt ýmismunnleg samskipti sem ekki komi fram í þessum tölvupóstsamskiptum. Um símtal 30. september við DD („heyrðu, mér sýnisteins og að K, I, F og JJ séu á gjalddaga í dag, hvaða dagsetningu eigum við aðvelja.“ Svar: „Við skulum setja allt hérna á- þú varst með eitthvað13...“ Svar: „Já, 13. október) segir hann aðspurður að hann hafi þarverið að fylgja fyrirmælum forstjórans um að greiða lánið út sempeningamarkaðslán og halda því sem peningamarkaðsláni þangað til búið væri aðklára alla skjalagerð. Ú, sem var framkvæmdastjóri [...] hjá B hf. á þeimtíma sem hér um ræðir, segir næsta yfirmann sinn hafa verið ákærða X. Hann kveðst ekki vita hver hafi mælt fyrir umþað greiða veðköllin en segist ekki geta ímyndað sér eða mjög ólíklegt sé aðþau hefðu verið greidd út nema fyrir lægi samþykki X. Liggi það í því að fyrir slíkum ráðstöfunumhafi menn leitað staðfestingar eða samþykkis forstjóra. Heyri slíkt undir lánanefnd og forstjórinnhafi setið í lánanefndinni. Hafi hvorkihann sjálfur, viðskiptastjórar né aðrir starfsmenn ákveðið að greiða þetta ánþess að fá slíkt samþykki. Hann segirforstjóra annars ekki hafa fylgst sérstaklega með viðskiptastjóra bankans ogenga aðstöðu haft til þess. Hann kveðstengin dæmi vita til þess að lánveitingum væri vísvitandi haldið frá lánanefndumog aldrei hafa orðið var við fyrirmæli frá X til Í eða samskipti á milliþeirra.Aðspurður segir Ú ákærða Z ekki hafa haftheimildir til að gefa starfsmönnum B hf. á Íslandi fyrirmæli um veitingu lánaeða útgreiðslu fjármuna úr bankanum. Þáhafi hann ekki haft aðstöðu til þess að kynna sér hvort viðeigandi reglum eðaferlum hefði verið fylgt innan B á Íslandi við útgreiðslu fjármuna í hverjutilfelli fyrir sig.AA starfaði sem [...] í [...] B hf. Um veðkallsgreiðsluna 29. september 2008 ogtölvuskeyti frá ákærða Z, sbr. hér að framan, segist hann aðspurður ekki munaeftir skeytinu en getur þess að lítill tími hafi þarna verið til stefnu og ekkiminnsti möguleiki, að hans áliti, að koma þessu í gegn um formlegan feril á svostuttum tíma. Hann segir aðspurður að sig minni að hann hafi átt í mestumsamskiptum við Í í sambandi við þessi veðköll en einnig einhver samskipti við GG. Hafi honum skilist á þeim að þeir fengju íhverju tilviki samþykki X til þess að bregðast við veðköllunum. Hann kveðst byggja þetta á samtölum við þessamenn og segist ekki hafa átt nein samskipti við ákærða sjálfan. Þá segist hann ekki hafa átt að fylgjast meðþví hvort það lán hefði verið samþykkt eða hvernig málið hafi verið afgreitt néhaft nein afskipti af ferli þessara mála innan móðurbankans.KK var [...] í B hf. í september 2008 og sat ílánanefnd stjórnar ásamt ákærða X, ákærða Y og LL. Hann kveðst ekki minnast þess að komið hafifram á lánanefndarfundinum 24. september að C hefði þá þegar gert veðkall aðfjárhæð 100 milljónir evra.LL sat í [...] B hf. og lánanefnd á þeim tíma semmálið varðar. Hann kannast við að rætthafi verið um á lánanefndarfundinum 24. september að skuldatryggingarálag ábankanum hefði hækkað þarna misserin á undan og að menn ætluðu að mætaveðköllunum. Ekki minnist hann þess aðveðköll hefðu þegar verið greidd, 22. september, til D og E. Hann kveðst aðspurður ekki hafa verið íaðstöðu til þess að sjá hvernig viðskiptastjórar héldu utan um þessi mál, nemaað því marki sem það kom fram á lánanefndarfundunum.GG, [...] í B hf. á þeim tíma sem hér um ræðir,hefur sagt að hann minnist þess ekki að rætt hafi verið að til þess gæti komiðað greiða þyrfti C veðköll í samræmi við skilmálana í skuldabréfunum. Þá muni hann ekki eftir neinum umræðum um að borga ekki veðköllin. Hlutverk [...] hafi verið það að taka viðlánsbeiðnum, meta þær og undirbúa til samþykktar hjá viðeigandi lánanefnd, sjátil þess að samþykkt lán væru greidd út og loks að fylgjast með skilum. Hann kveðst minnast þess að afla hafi þurftsamþykkis lánanefndarmanna með mjög skömmum fyrirvara, stundum í tölvuskeytum,þótt hann geti ekki nefnt einstök dæmi um slíkt. Hann segir forstjóra bankans hafa ekki veriðí aðstöðu til þess að fylgjast með daglegum störfum [...] almennt og til þesshefði hann þurft að halda uppi fyrirspurnum um slíkt hjá viðkomandi [...] eða Ú,sem hafi verið yfir deildinni. Hannkveðst aðspurður ekki minnast þess að hafa nokkru sinni fengið fyrirmæli fráákærða X um að veita lán án þess að fá fyrst samþykki lánanefndar.Ö var framkvæmdastjóri [...] O á þeim tíma sem umræðir og starfaði undir stjórn ákærða Z.Fram kemur hjá honum aðspurðum að það hafi ekki verið í verkahring O aðsemja um eða taka ákvörðun um lánveitingar til félaganna sem um ræðir ímálinu. O hafi ekki haft eftirlit meðþví hvernig lánin voru greidd út af móðurfélaginu eða hvort réttum reglum eðaferlum hefði þá verið fylgt enda engin eða mjög takmörkuð aðstaða verið tilþess. Þá hafi O einungis fengið sendarveðkallskröfurnar þar sem félögin voru þar í þjónustu en ákvörðunin um lánveitingarnarhafi legið hjá B á Íslandi. Hann kveðstsjálfur mest hafa verið í samskiptum við Í sem hafi haldið utan um lánamálinhjá móðurfélaginu.Niðurstaða. Ákærði Z var, eins ogkomið hefur fram, forstjóri O í [...].Hefur einnig oft komið fram hjá honum og öðrum í málinu að hann hafðiekki yfir starfsmönnum B hf. á Íslandi að segja í neinni grein og styðja gögnmálsins það. Þá er engin vísbending umþað í málinu að hann hafi haft aðstöðu til eða lagt sig eftir því að fylgjastmeð því hvort útlánareglum móðurbankans væri fylgt við veðkallsgreiðslurnar eðahvort brotið væri gegn hagsmunum bankans.Þykir dóminum það sem fram er komið í málinu benda til hinsgagnstæða. Telst þannig vera ósannað aðákærði Z hafi, að því er varðar veðkallsgreiðslurnar í i. og ii. lið II. kaflaog i. og ii. lið IV. kafla í ákærunni,vísvitandi liðsinnt öðrum í orði,verki, með fortölum, hvatningu eða á annan hátt við það að misnotaaðstöðu sína hjá B hf. og stefna fé bankans í verulega hættu, eins og þessu ernánar lýst í II. og IV. kafla í ákærunni. 2. ÁkærðiY var stjórnarformaður B hf. og sat í lánanefnd. Hafði hann aðsetur og skrifstofu í [...] oghefur komið fram hjá honum að megnið af störfum hans fyrir bankann hafi veriðerlendis. Hann kveðst ekki hafa vitað afþví að lánareglur bankans væru brotnar í sambandi við veðkallsgreiðslurnar,þótt hann hafi ekki dregið dul á það að hann hafi almennt verið fylgjandi þvíað veðköll yrðu greidd og sagt að starfsmenn bankans hafi brugðist rétt við þegarþeir gerðu það. Ekki hafa verið færðfram í málinu nein gögn sem benda sérstaklega til þess að hann hafi haftafskipti af einstökum ákvörðunum um veðkallsgreiðslurnar né heldur að hann hafistuðlað að því að lánareglur væru brotnar í sambandi við þær eða brotið værigegn hagsmunum bankans í því sambandi. Þáhafa engir borið á þann veg í málinu.Þegar allt framangreint er haft í huga, svo og það hvernig á stóð ífjármálakerfinu landsins þessa daga, hvernig þá stóð á í bankanum og það aðákærði var mjög vant við látinn vegna þessara sérstöku kringumstæðna, álíturdómurinn að ekki sé óhætt að hafna viðbáru hans um að hann hafi hvorki skiptsér af einstökum veðkallsgreiðslum né vitað að lánareglum var ekki fylgt ísambandi við þær. Er því ósannað að hannhafi með því misnotað aðstöðu sína hjá B hf. og stefnt fé bankans í verulegahættu, eins og þessu er nánar lýst í II. og IV. kafla ákærunnar. 3. ÁkærðiX neitar því að hafa skipt sér af eða vitað af einstökum veðkallsgreiðslum, nemaþeirri síðustu og neitar jafnframt að hafa vitað að lánareglur væru brotnar ísambandi við þær. Kveðst hann ekki hafagetað fylgst með daglegum störfum viðskiptastjóra í B hf. vegna stærðar bankansog umfangs starfa sinna. Hafa vitni boriðmeð honum að þessu leyti og álítur dómurinn þetta vera trúlegt. Þá verður sérstaklega að hafa það í huga semfram er komið í málinu um ástandið á fjármálamarkaðinum þessa daga svo og það,sem fram er komið hjá ákærða og meðákærða Y og alkunna er, að þeir áttu þá ístöðugum fundahöldum með stjórnvöldum um ástandið og aðgerðir vegna þess. Í segir afdráttarlaust fyrir dómiað ákærði X hafi gefið fyrirmæli um hverja einustu af veðkallsgreiðslunum nemaþá síðustu og að ákærði hafi áður fengið allar upplýsingar hjá sér um hvert ogeitt veðkall í síma. Hafi ákærði mæltfyrir um að þessar veðkallsgreiðslur skyldu ekki bornar undir lánanefnd. Ú, semhafi verið nábúi hans á skrifstofunni hafi fylgst með þessu ferli öllu ogsamþykkt veðkallsgreiðslurnar fyrir sitt leyti.Framburður Ú getur þó ekki talist styðja þetta, þótt hann að vísu teljimjög ólíklegt að veðköllin hafi verið greidd án fyrirmæla ákærða, eins og áðursegir.AA minnir að hafa helst átt ísamskiptum við Í í sambandi við veðköllin en einnig við GG og skilist á þeim aðþeir fengju í hverju tilviki samþykki X til þess að bregðast viðveðköllunum. Þegar framburður GG erathugaður verður þó ekki séð að hann styðji þetta.Engin skrifleg fyrirmæli fráákærða um veðkallsgreiðslurnar er að finna í málinu og er það í sjálfu séreftirtektarvert. Aftur á móti eru í þvínokkur skjalleg og rafræn gögn sem dómurinn álítur að hafi þýðingu fyrir sönnunað því er ákærða X varðar og hér skal vikið að. Við atriðið í skýrslu ákærða hjásérstökum saksóknara 2010 er það að athuga að spurning skýrslutakans virðisthafa lotið að því almennt að lánað var fyrir veðköllunum. Þá er þess að gæta að ákærði sagðist íframhaldi af henni hafa haldið að veðköllin hefðu verið samþykkt í lánanefnd,þótt hann segðist ekki vera viss um það.Er ekki unnt að skilja skýrsluna svo að ákærði viðurkenni þar að hafavitað að einstök veðköll hefðu verið greidd út í trássi við lánareglurbankans. Spurning yfirheyranda til Í íyfirheyrslunni 2010 laut að því hvort ákærði hefði ákveðið að mæta veðköllunumen ekki að því hvort hann hefði vitað um eða mælt fyrir um það að lánareglumskyldi þá ekki fylgt. Svaraði Í spurningunnisvo að hann vissi ekki hvort svo hefði verið, nema þá um síðustuveðkallsgreiðslurnar. Hlýtur að verða aðskilja svar hans í því samhengi.Spurningar yfirheyranda í skýrslunni 2012 lutu heldur ekki að því hvortákærði hefði vitað um eða mælt fyrir um það að lánareglum skyldi ekkifylgt. Skýrslan er þó ítarlegri um þessiatriði en sú fyrri og vitnið bar þar afdráttarlaust að ekkert fé hefði veriðgreitt út án samþykkis ákærða. Verðurað hafa þessi atriði í huga þegar sönnunargildi þessara skýrslna vitnisins ermetið, svo og það að ósamræmi er með þeim.Loks hefur verið gerð grein fyrir tölvuskeytum og símtölum ímálinu. Verður ekki séð að þau gögn gefióyggjandi vísbendingu um það að ákærði hafi í einstökum tilvikum látið greiðaveðköllin án þess að fjallað væri um þau í lánanefnd. Þykja dóminum sum þeirra eins geta bent tilþess að aðrir kunni að hafa gert það án vitneskju hans.Vitnið Í hefur ekki verið stöðugtí skýrslum sínum í málinu og þegar það og allt framangreint er metið telurdómurinn að ekki sé óhætt gegn eindreginni neitun ákærða X að telja sannað aðhann hafi gefið starfsmönnum B hf. fyrirmæli um eða látið það líðast að greiðaeinstök veðköll án þess þær greiðslur yrðu fyrst bornar undir lánanefnd bankansog jafnframt vera ósannað að hann hafi á þann hátt misnotað aðstöðu sína hjá Bhf. og stefnt fé bankans í verulega hættu, eins og þessu er nánar lýst í II. ogIV. kafla ákærunnar. Samkvæmt því sem hér hefur verið ályktað ber aðsýkna alla ákærðu af sakargiftunum í II. og IV. kafla ákærunnar. Kemur þá ekki til álita í málinu hvortsamþykkt lánanefndar samstæðu 2. október um aukna lánalínu hafi tekið tilveðkallsgreiðslnanna eftir það, hvort eðli viðskiptanna hafi verið með þeimhætti að greiða hafi mátt veðköllin án sérstakrar tryggingar, hvort hagsmunir Bhf. hafi krafist þess að veðköllin yrðu greidd þar sem ekki hefði verið ráðrúmtil þess að fylgja lánareglum bankans, svo nokkur atriði séu nefnd. Sakarkostnaður o. fl. Málsvarnarlaunverjenda ákærðu ber samkvæmt 218. gr. laga um meðferð sakamála að greiða úrríkissjóði, þeim Herði Felix Harðarsyni hrl., verjanda X, 14.829.780 krónur,Gesti Jónssyni hrl., verjanda Y, 9.530.640 krónur og Kristínu Edwald hrl.,verjanda Z, 8.766.800 krónur. Erumálsvarnarlaunin ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti.Annan sakarkostnað hefur ekki leitt af málinu.Rannsóknargögnin sem fylgdu ákærunni í málinu eru,eins og áður segir, rúmar 6000 blaðsíður af skjölum auk annarra gagna. Við málsmeðferðina hefur komið á daginn aðákæruvaldið byggir málatilbúnað sinn einungis á hluta af þeim. Var það andstætt grunnhugsun 134. gr. laga ummeðferð sakamála að leggja fram margvísleg óþörf skjöl með ákærunni, sem þáhlaut að mega sjá fyrir að ekki yrðu prófuð eða færð fram við málsmeðferðina,sbr. 111. gr. laganna. Ítrekuðumtilmælum dómsins til ákæruvaldsins fyrir aðalmeðferð í málinu um að útbúið yrðihefti eða „ágrip“ með afriti af þeim skjölum sem færð yrðu fram í málinu varsynjað. Loks er þess að geta að skjalaröðiní málinu virðist að nokkru leyti vera handahófskennd. Hafa þessir saksóknarhættir valdið óþarfrifyrirhöfn í meðferð málsins.Dóminn kveða upp PéturGuðgeirsson héraðsdómari, Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari og SigurbjörnEinarsson viðskiptafræðingur.DÓMSORÐ: Ákærðu, X, Y og Z,eru sýknir af ákæru í máli þessu. Málsvarnarlaun verjenda ákærðu, þeirra HarðarFelix Harðarsonar hrl., verjanda ákærða X, 14.829.780 krónur, Gests Jónssonarhrl., verjanda ákærða Y, 9.530.640 krónur og Kristínar Edwald hrl., verjandaákærða Z, 8.766.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 842/2017
Hlutafélag Tekjuskattur Samruni Rekstrarkostnaður
Í júlí 2009 sameinuðust félögin R ehf. og 365 miðlar hf. undir nafni og kennitölu þess síðarnefnda. Hafði R ehf. áður keypt alla hluti í 365 miðlum hf. af móðurfélagi síðargreinda félagsins, meðal annars með yfirtöku á skuld sem móðurfélagið hafði gengist undir til að greiða upp skuld dótturfélagsins. Með úrskurði í nóvember 2013 komst ríkisskattstjóri að þeirri niðurstöðu að framangreind skuld, sem færðist frá R ehf. til 365 miðla hf. við samrunann, hefði ekki verið til komin vegna kaupa á eignum sem nýta ætti til tekjuöflunar í rekstrinum eða verið til hagsbóta fyrir félagið á neinn hátt og þarf af leiðandi gætu vextir af skuldinni ekki talist frádráttarbær rekstrarkostnaður hjá hinu sameinaða félagi. Endurákvarðaði ríkisskattstjóri því opinber gjöld félagsins gjaldárin 2010, 2011 og 2012 með hliðsjón af þessu og gerði félaginu jafnframt að greiða 25% álag á vantalda skattstofna. Þann úrskurð kærði 365 miðlar hf. til yfirskattanefndar sem hafnaði öllum kröfum félagsins. Höfðaði félagið þá mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist aðallega ógildingar á úrskurðum ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar, en til vara að úrskurði ríkisskattstjóra yrði breytt með nánar tilgreindum hætti. Til þrautavara krafðist félagið þess að álag ríkisskattstjóra yrði fellt niður. Héraðsdómur vísaði varakröfu félagsins frá dómi með vísan til þess að dómstólar hefðu ekki vald til að breyta stjórnvaldsákvörðunum eins og þar væri krafist. Hvað aðalkröfu félagsins varðaði taldi héraðsdómur að sá kostnaður sem fylgt hefði umræddri skuld gæti ekki talist frádráttarbær rekstrarkostnaður hjá félaginu og vísaði í þeim efnum til dóms Hæstaréttar í máli nr. 555/2012. Þá taldi dómurinn að lokum að ríkisskattstjóra hefði verið heimilt að bæta 25% álagi á vantalda skattstofna félagsins. Var íslenska ríkið samkvæmt þessu sýknað af kröfum félagsins og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Greta Baldursdóttir, Karl Axelsson,Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Áfrýjandi skaut málinutil Hæstaréttar 28. desember 2017. Hann krefst þess aðallega að úrskurðurríkisskattstjóra 13. nóvember 2013 um endurákvörðun opinberra gjalda áfrýjandagjaldárin 2010, 2011 og 2012 og úrskurður yfirskattanefndar nr. 201/2015 verðifelldir úr gildi. Til vara krefst áfrýjandi þess að 25% álag í úrskurði ríkisskattstjóraverði fellt niður og úrskurður yfirskattanefndar felldur úr gildi að því leyti.Í báðum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verðurhann staðfestur.Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrirHæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, 365 miðlar hf., greiði stefnda,íslenska ríkinu, 1.000.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 30. nóvember 2017.Mál þetta, sem var dómtekið 23. nóvember sl., er höfðað fyrir HéraðsdómiReykjavíkur af 365 miðlum hf., Skaftahlíð 24,Reykjavík, gegn íslenska ríkinu, með stefnu birtri 5. október 2016. Stefnandi krefst þessaðallega að felldur verði úr gildi úrskurður ríkisskattstjóra, dagsettur 13.nóvember 2013, um endurákvörðun opinberra gjalda stefnanda gjaldárin 2010, 2011og 2012. Jafnframt er gerð krafa um að felldur verði úr gildi úrskurðuryfirskattanefndar nr. 210/2015, frá 8. júlí 2015, en með honum hafnaðiyfirskattanefnd kröfu stefnanda um að framangreindur úrskurður ríkisskattstjórayrði felldur úr gildi.Til vara krefststefnandi þess að úrskurði ríkisskattstjóra frá 13. nóvember 2013, umendurákvörðun opinberra gjalda stefnanda gjaldárin 2010, 2011 og 2012, verðibreytt þannig að frádráttarbær kostnaður vegna ársins 2010 verði hækkaður um643.776.984 kr. og gjaldárið 2011 um 447.196.768 kr. og 25% álag semríkisskattstjóri jók við vantalda skattstofna verði fellt niður. Jafnframt ergerð krafa um að felldur verði úr gildi úrskurður yfirskattanefndar nr.210/2015, frá 8. júlí 2015.Til þrautavara krefststefnandi þess að 25% álag sem ríkisskattstjóri beitti í úrskurði frá 13.nóvember 2013, um endurákvörðun opinberra gjalda stefnanda gjaldárin 2010, 2011og 2012, verði fellt niður. Jafnframt er gerð krafa um að felldur verði úrgildi úrskurður yfirskattanefndar nr. 210/2015, frá 8. júlí 2015.Loks er krafistmálskostnaðar úr hendi stefnda.Stefndi krefst sýknuaf öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda.IMeð lánssamningi, dags. 31.desember 2004, tókÍslenska útvarpsfélagið ehf., kt. 680795-2079, lán að fjárhæð þrír milljarðarkr. hjá Landsbanka Íslands hf. Hinn 14. janúar 2005 var nafni Íslenskaútvarpsfélagsins ehf. breytt í 365-ljósvakamiðlar ehf. Því félagi var slitiðmeð samruna við 365-prentmiðla ehf., kt. 480702-2390, undir kennitölu þesssíðarnefnda. Hið sameinaða félag fékk heitið 365 miðlar ehf., og er stefnandimálsins. Miðaðist samruninn við 1. október 2005. Félagsformi stefnanda munsíðar hafa verið breytt úr einkahlutafélagi í hlutafélag. Framangreind skuldvar meðal þeirra skulda slitafélagsins sem viðtökufélagið tók við. Stefnandihélt áfram þeirri starfsemi sem fyrir samrunann hafði verið í höndum beggjafélaganna. Hinn 28. júní 2007 gerði þáverandi móðurfélagstefnanda, 365 hf., kt. 600898-2059, lánssamning við Landsbanka Íslands hf. umfjölmyntalán til tveggja ára, með heimild til framlengingar um allt að þrjú ár.Lánsfjárhæðin mun hafa svarað til 2,6 milljarða kr. og var henni allri variðtil greiðslu á skuld stefnanda við Landsbanka Íslands hf. samkvæmt framangreindumlánssamningi. Til tryggingar greiðslu á láninu setti 365 hf. m.a. að veði allahluti sína í stefnanda. Einnig gaf stefnandi út yfirlýsingu þar sem hannskuldbatt sig til að veðsetja ekki eða leggja kvaðir á viðskiptakröfur sínar ogvörubirgðir. Hinn 9. október 2008 tók NBI hf., nú Landsbankinn hf., við sem nýrkröfuhafi lánsins.Hinn 3. nóvember 2008 var gerðurkaupsamningur á milli 365 hf. og Rauðsólar ehf., kt. 681008-0120 og keyptisíðarnefnda félagið allt hlutafé í stefnanda. Í kjölfarið mun 365 hf. hafatekið upp nafnið Íslensk afþreying hf. Kaupverð hlutafjárins var 5.900 milljónir kr. og skyldigreitt með 1.500 milljónum kr. í reiðufé og með yfirtöku skulda að fjárhæð4.400 milljónir kr., sem tryggðar voru með veði í öllum hlutum í stefnanda. Meðviðauka við kaupsamninginn, dags. 25. maí 2009, var kaupverðið lækkað um154.980.011 kr. og lækkaði greiðsla í reiðufé því í 1.345.019.989 kr.Hinn 24. nóvember 2008 var gerðurlánssamningur milli Rauðsólar ehf. og NBI hf. um lán að fjárhæð 4,1 milljarður kr.til 10 mánaða. Lánsfjárhæðinnivar varið til greiðslu á framangreindu láni samkvæmt samningi frá 28. júní 2007og til uppgreiðslu annarrar skuldar að fjárhæð 111.782.380 kr. Allir hlutir ístefnanda voru settir að veði til tryggingar greiðslu lánsins. Þá var kveðið áum það í lánssamningnum að stjórnarmenn stefnanda lýstu því yfir gagnvartbankanum að félagið yrði ekki skuldsett frekar en það væri við undirritunlánssamningsins, án samþykkis bankans, að viðlagðri gjaldfellingu lánsins.Stjórnarmenn í stefnanda rituðu jafnframt undir lánssamninginn. Hinn 17. júlí 2009 gerðu Rauðsól ehf. og NBI hf.með sér nýjan lánssamning um lán að fjárhæð 4.263.530.906 kr. til þriggja ára,með heimild til framlengingar um allt að þrjú ár. Lánsfjárhæðinni var allrivarið til uppgreiðslu láns samkvæmt framangreindum lánssamningi frá 24.nóvember 2008. Með lánssamningnum tókst Rauðsól ehf. á hendur þá skuldbindinguað hafa sameinast stefnanda undir heiti hans fyrir 1. september 2009. Þááskildi bankinn sér rétt til gjaldfellingar lánsins m.a. ef hlutafé í stefnandayrði ekki aukið að nafnverði 1.000 milljóna kr. fyrir 1. apríl 2010 í samráðivið bankann. Þessi hlutafjáraukning gekk eftir. Hinn 17. júlí 2009 gerðiRauðsól ehf. lánssamning við Íslandsbanka hf. um lán að fjárhæð 383.280.826krónur til níu mánaða. Láninu skyldi ráðstafað til að greiða niður tilgreintlán Íslenskrar afþreyingar hf. hjá Íslandsbanka hf., sem að sögn stefnanda vartekið til að fjármagna kaup fyrrnefnda félagsins á eigin hlutum við afskráninguþess úr Kauphöll Íslands árið 2008.Hinn 29. júní 2009 gerðu stjórnir Rauðsólar ehf.og stefnanda áætlun um samruna félaganna. Samruninn var staðfestur afhluthafafundi Rauðsólar ehf. 2. nóvember 2009 og af stjórn 365 miðla ehf. 6.nóvember 2009. Við samrunann var Rauðsól ehf. slitið án skuldaskila og félagiðsameinað stefnanda, sem yfirtók eignir og skuldir, réttindi og skyldurslitafélagsins. Var stefnandi yfirtökufélagið við samrunann, en Rauðsól ehf.yfirtekna félagið. Uppgjörsdagur samrunans var 1. janúar 2009.Með bréfi, dags. 30. mars 2012, fórríkisskattstjóri fram á að stefnandi gæfi skýringar og legði fram gögn ummeðferð fjármagnskostnaðar í skattskilum stefnanda rekstrarárin 2009 og 2010vegna yfirtekinna fjárhagsskuldbindinga frá Rauðsól ehf. í tengslum við samrunaþess félags við stefnanda. Hinn 18. apríl 2012 barst svar frá stefnanda. Íbréfinu kom fram að hann hefði meðhöndlað fjármagnskostnað í samræmi viðheimildir samkvæmt 1. tl. 31. gr. og 49. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, ogvar gerð tölulega grein fyrir gjaldfærðum fjármagnskostnaði rekstrarárin 2009og 2010. Með bréfi til stefnanda, dags. 11. júlí 2013, boðaði ríkisskattstjóriendurákvörðun opinberra gjalda stefnanda gjaldárin 2010, 2011 og 2012 vegnafyrirhugaðrar niðurfellingar á gjaldfærðum fjármagnskostnaði rekstrarárin 2009og 2010 vegna yfirtekinna fjárskuldbindinga frá Rauðsól ehf. Stefnandi mótmæltifyrirhugaðri endurákvörðun með bréfi, dags. 20. ágúst 2013.Með úrskurði 13. nóvember 2013 lækkaðiríkisskattstjóri gjaldfærslu fjármagnskostnaðar í skattframtali stefnanda 2010,vegna rekstrarársins 2009, og skattframtali stefnanda 2011, vegnarekstrarársins 2010. Nam lækkunin 714.672.496 kr. í framtali ársins 2010 og496.444.015 kr. í framtali ársins 2011. Þessar breytingar á skattframtölumstefnanda leiddu til myndunar á 356.494.219 kr. tekjuskattsstofni gjaldárið2010 og 721.495.797 kr. tekjuskattsstofni gjaldárið 2011. Að auki bættiríkisskattstjóri 25% álagi við þessa skattstofna. Breytingarnar leiddu einnigtil lækkunar á yfirfæranlegu tapi gjaldárið 2012 í 635.731.618 kr.Stefnandi kærði úrskurðinn til yfirskattanefndarmeð kæru, dags. 13. febrúar 2014. Með úrskurði frá 8. júlí 2015 hafnaðiyfirskattanefnd öllum kröfum stefnanda.IIStefnandi byggir á því að fullyrðing ríkisskattstjóra,sem ekki verði betur séð en að yfirskattanefnd byggi einnig á, um að Íslenskaútvarpsfélagið ehf. sé ekki sami aðili og stefnandi, gangi gegn réttaráhrifumsamruna samkvæmt XIV. kafla laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Við samrunaeinkahlutafélaga taki viðtökufélagið við öllum eignum og skuldumslitafélagsins, sem og réttindum þess og skyldum. Frá og með gildistöku samrunastefnanda og Íslenska útvarpsfélagsins ehf. 1. október 2005 hafi stefnanditekið yfir starfsemi síðarnefnda félagsins. Sú starfsemi sé óbreytt, þ.e.rekstur sjónvarps- og hljóðvarpsstöðva og alhliða fjölmiðlarekstur. Jafnframthafi stefnandi haldið áfram útgáfu Fréttablaðsins. Meðal skulda rekstrarins sem stefnandi hafiyfirtekið sé skuld við Landsbanka Íslands hf. sem endursamið hafi verið um meðlánssamningi, dags. 28. júní 2007, og aftur við sölu stefnanda til Rauðsólarehf. Þótt sá lánssamningur hafi verið milli bankans og 365 hf., móðurfélagsstefnanda, hafi með þeim samningi verið endursamið um skuld sem Íslenska útvarpsfélagiðehf. hafi stofnað til. Upphaflega lánsféð hafi runnið til starfsemi þess félagsog engin breyting hafi orðið þar á með lánssamningnum frá 28. júní 2007 eðalánssamningum Rauðsólar ehf. við NBI frá 24. nóvember 2008 og 17. júlí 2009. Með samruna Rauðsólar ehf. og stefnanda hafistefnandi að formi til orðið skuldari þeirra skulda sem til hafi verið stofnaðvegna rekstrar hans og sem hann hafi í raun verið skuldari að allan lánstímann,þó að um tíma hafi þáverandi móðurfélag stefnanda verið skuldari að formi til.Yfirtaka Rauðsólar ehf. á umræddum skuldum við kaup á stefnanda hafi ekki faliðí sér framlag til 365 hf. Rauðsól ehf. hafi aldrei fengið í hendur lánsfésamkvæmt lánssamningum frá 24. nóvember 2008 og 17. júlí 2009, heldur hafilánsféð runnið til greiðslu skulda við NBI hf. Samningur Rauðsólar ehf. um kaup á stefnanda verðiekki túlkaður öðruvísi en svo að kaupverð hlutafjárins hafi verið 1.500milljónir kr. og að hinu keypta félagi hafi til viðbótar fylgt skuldir aðfjárhæð 4.100 milljónir kr. Verðmæti hlutafjárins og vaxtaberandi skulda hafiþví samanlagt numið 5.500 milljónum kr. Yrði fallist á niðurstöðuríkisskattstjóra og yfirskattanefndar myndi það leiða til þess að skuldir íkeyptum hlutafélögum, sem tilheyri rekstrinum, væru ekki gjaldfæranlegar íhonum eftir kaup. Meintur fjárhagsvandi 365 hf. hafi engin áhrif á réttstefnanda til að gjaldfæra fjármagnskostnað í skattskilum.Það reiðufé sem Rauðsól ehf. hafi reitt fram viðkaup á stefnanda hafi ekki komið stefnanda til góða með beinum hætti en hafiekki heldur rýrt fjárhagsstöðu hans. Þessi greiðsla hafi engin áhrif haft árétt stefnanda til gjaldfærslu fjármagnskostnaðar í skattframtölum sínum.Rauðsól ehf. hafi reitt fram 1.345 milljónir kr. af 1.500 milljóna kr. hlutafésínu við kaup á stefnanda. Þá hafi Rauðsól ehf. tekið á sig skyldu til greiðsluskulda sem 365 hf. taldist skuldari að. Því hafi í raun ekki verið varið öðrufé til kaupa á stefnanda en þessum 1.345 milljónum kr. Eigið fé hins sameinaðafélags hafi numið 1.118 milljónum kr. á samrunadegi.Í skattskilum atvinnurekstrar sé samkvæmt 1.tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt heimilt að draga rekstrarkostnað frá tekjum.Til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar teljist vextir af skuldum, afföll oggengistöp. Hugtökin vextir, afföll og gengistap séu nánar skilgreind í 1. mgr.49. gr. laganna. Stefnandi vísi til vaxta, þ.m.t. verðbóta, affalla oggengishagnaðar undir einu nafni með hugtakinu fjármagnskostnaður. Í 2. mgr. 49.gr. sé tiltekið að skilgreindir vextir, afföll og gengistöp séu því aðeinsfrádráttarbær að fullu, að þau tengist atvinnurekstri eða sjálfstæðristarfsemi.Við kaup Rauðsólar ehf. á stefnanda hafi myndastsamstæða félaganna, sem háð hafi verið reglum um gerð samstæðureikningsskila. Ísamstæðureikningi skuli fella niður fjárfestingu móðurfélags í dótturfélagi ámóti hlutfallslegri eign móðurfélagsins í eigin fé dótturfélagsins. Sú reglaendurspegli þá staðreynd að til grundvallar verðmæti eignarhluta í dótturfélagistanda eignir og skuldir þess félags.Eignir og skuldir samstæðu Rauðsólar ehf. ogstefnanda hafi ekkert breyst við samruna félaganna. Heimild til samsköttunarmiði að því að móður- og dótturfélög séu ein skattaleg eining, þannig aðheildartekjuskattur félaganna verði sá sami og hefði starfsemin verið í einu félagi.Í ljósi þessa yfirlýsta markmiðs sé fráleitt að heimild til gjaldfærslufjármagnskostnaðar falli brott við það eitt að félög renni saman í einaskattalega einingu með samruna. Það brjóti gegn jafnræðisreglustjórnsýsluréttarins, sem m.a eigi sér stoð í 65. gr. stjórnarskrárinnar, að stefnandi hafi verið verr settur ískattalegu tilliti eftir samrunann en hann var fyrir.Dómar Hæstaréttar Íslands í málum nr. 555/2012 og529/2013 hafi ekki fordæmisgildi fyrir úrlausn máls þessa, enda séu málsatvikekki sambærileg.Varakrafa stefnanda byggir á því að 3.992.114.145kr. af skuld við NBI hf. hafi verið vegna þeirrar skuldar sem Íslenskaútvarpsfélagið ehf. hafi upphaflega stofnað til vegna rekstrar þess semstefnandi yfirtók við samruna félaganna á árinu 2005. Því sé hafið yfir vafa aðfjármagnskostnaður af þeirri skuld hafi verið gjaldfæranlegur í skattskilumstefnanda. Þessi fjárhæð hafi numið 90,08% af heildarskuldum Rauðsólar ehf. ogþví sé það hlutfall fjármagnskostnaðar stefnanda á rekstrarárunum 2009 og 2010gjaldfæranlegt í skattskilum, eða 643.776.984 kr. rekstrarárið 2009 og447.196.768 kr. rekstrarárið 2010. Þrautavarakrafanbyggir á því að stefnandi hafi hagað skattframtölum sínum í samræmi við ákvæðitekjuskattslaga og engu leynt. Þá hafi ríkisskattstjóri haft opinberarupplýsingar um samruna stefnanda og Rauðsólar ehf. Fjármagnskostnaður hafiverið færður til gjalda samkvæmt ákvæði 1. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt ísamræmi við almenna túlkun þess ákvæðis á þeim tíma. Það hafi fyrst verið meðfrumvarpi fjármálaráðherra, sem með breytingum varð að lögum nr. 128/2009, aðfram hafi komið á opinberum vettvangi efasemdir um heimild til gjaldfærslufjármagnskostnaðar af yfirteknum skuldum við samruna.IIIStefndi telur ekki rétt að gera kröfuum bæði ógildingu á úrskurði ríkisskattstjóra og úrskurði yfirskattanefndar. Þátekur stefndi fram í tilefni af varakröfum stefnanda að ekki sé ætlast til aðdómstólar taki ákvarðanir sem heyri undir framkvæmdavaldið, sbr. 2. gr.stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Stefndi vísar til þess að Íslenskaútvarpsfélagið ehf. hafi tekið lán hjá Landsbanka Íslands hf. 31. október 2004upp á 3 milljarða kr. Nafni félagsins hafi 14. janúar 2005 verið breytt í365-ljósvakamiðla ehf. og félagið hafi 1. október 2005 sameinast 365-prentmiðlumehf., kt. 480702-2390, og Sunnlenskri Fjölmiðlun ehf. og nafni hins sameinaðafélags breytt í 365-miðla ehf., sem sé stefnandi málsins. Óumdeilt sé aðframangreint lán hafi tilheyrt stefnanda á þessum tímapunkti. Hinn 28. júní2007 hafi 365 hf., móðurfélag stefnanda, tekið lán hjá Landsbanka Íslands hf.sem hafi verið nýtt að öllu leyti til uppgreiðslu á láni stefnanda. Ekki liggifyrir ástæða þess að 365 hf. hafi greitt upp framangreint lán stefnanda enlíkur megi leiða til þess að um sé að ræða einhvers konar endurskipulagningueða aðstoð við stefnanda. Með uppgreiðslunni sé ekki lengur um að ræða lánvegna rekstrar stefnanda sem ætlað hafi verið til að afla honum tekna, heldurnýtt ótengt lán 365 hf. Hafi því skuld 365 hf. annars vegar verið eðlisólíkskuld stefnanda og hins vegar hafi verið um annan lögaðila að ræða. Í nóvember 2008 hafi Rauðsól ehf. keypt stefnandaaf 365 hf. með greiðslu í reiðufé sem nam 1,5 milljörðum kr. og yfirtöku skulda365 hf., sem nam 4,4 milljörðum kr. Ekki sé hægt að líta á yfirtöku skulda 365hf. nema sem hluta af greiðslu kaupverðs fyrir eignarhlut félagsins í stefnandaeins og gengur og gerist í almennum viðskiptum, enda um viðskipti tveggjasjálfstæðra lögaðila að ræða. Hinn 24. nóvember 2008 hafi verið tekið lán aðfjárhæð 4,1 milljarður kr. sem m.a. hafi verið varið til greiðslu á láni frá28. júní 2007. Rauðsól ehf. hafi 17. júlí 2009 tekið lán hjá NBI hf. að fjárhæð4.263.530.906 kr. sem nýtt hafi verið að öllu leyti til uppgreiðslu láns frá24. nóvember 2008. Lán Rauðsólar ehf. frá 17. júlí 2009 sé því að stofni tilvegna greiðslu kaupverðs stefnanda. Þannig sé umrætt lán í engum tengslum viðþá endurskipulagningu eða aðstoð við dótturfélag sem 365 hf. hafi gert með lánifrá 28. júní 2007. Því séu umrædd fjármagnsgjöld ekki frádráttarbærrekstrarkostnaður í skilningi 1. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt, ískattskilum stefnanda.Stefndi hafnar því að afstaðaríkisskattstjóra og yfirskattanefndar gangi gegn lögboðnum réttaráhrifumsamruna, sbr. XIV. kafla laga um einkahlutafélög og 1. mgr. 51. gr. laga umtekjuskatt. Það sé ekki samruni stefnanda og Íslenska útvarpsfélagsins hf. semsé til umfjöllunar í úrskurði ríkisskattstjóra. Þá skipti það ekki máli fyrirniðurstöðu málsins hvort stefnandi sé sá aðili sem vísað er til í umræddumlánssamningi. Það sé samruni Rauðsólar ehf. og stefnanda sem fjallað sé um íúrskurði ríkisskattstjóra, en fyrrnefnda félagið hafi verið stofnað gagngerttil þess að kaupa stefnanda.Yfirtaka á skuldum 365 hf. hafi veriðhluti af greiðslu Rauðsólar ehf. fyrir stefnanda. Stefndi hafnar því að enginbreyting hafi orðið á skuld stefnanda með þessum samningi. Ljóst sé að eftir aðmóðurfélag stefnandi hafi tekið nýtt lán og greitt skuldir stefnanda hafistefnandi ekki lengur borið ábyrgð á þeim skuldum heldur móðurfélagið.Svo virðist sem stefnandi líti á sigog 365 hf. sem eitt og sama félagið þegar skuldir 365 hf. séu annars vegar enlíti algjörlega fram hjá því að með yfirtöku lána 365 hf. hafi Rauðsól ehf.orðið eigandi stefnanda. Þannig hafi Rauðsól ehf. engar skuldir tekið yfir frástefnanda við samruna félaganna heldur hafi stefnandi tekið yfir skuld semRauðsól ehf. stofnaði til við kaup á félaginu. Sá fjármagnskostnaður semstefnandi hafi tekið yfir við samrunann uppfylli ekki skilyrði 1. tölul. 31.gr. laga um tekjuskatt þar sem til skuldarinnar hafi verið stofnað í þeimtilgangi að kaupa allt hlutafé í stefnanda en ekki til rekstrar stefnanda.Jafnræðisregla hafi ekki verið brotin með því að synja stefnanda um gjaldfærsluumræddra vaxtagjalda.Stefndi andmælir varakröfu ogþrautavarakröfu stefnanda. Engin rök séu fyrir því að fella niður álag áskattstofna. Skilyrði 2. mgr. 108. gr. laga um tekjuskatt hafi verið fyrirhendi til að ríkisskattstjóri beitti heimild til að bæta 25% álagi áskattstofna.IVStefndi gerir ígreinargerð athugasemdir við kröfugerð stefnanda en gerir ekki kröfu umfrávísun málsins. Með úrskurði yfirskattanefndar var úrskurður ríkisskattstjórastaðfestur. Úrskurður yfirskattanefndar er samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr.30/1992 um yfirskattanefnd fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi. Úrskurðurnefndarinnar kemur því í stað úrskurðar ríkisskattstjóra. Hefði stefnandi máttvið það sitja að krefjast þess í aðalkröfu sinni að úrskurður nefndarinnar yrðifelldur úr gildi. Þessi annmarki þykir þó ekki varða frávísun málsins án kröfu,en ekki verður séð að hann hafi valdið stefnda erfiðleikum við að taka tilvarna í máli þessu.Með varakröfu sinnileitast stefnandi eftir því að úrskurði ríkisskattstjóra verði breytt ogjafnframt að úrskurður yfirskattanefndar verði felldur úr gildi. Það leiðir afþrískiptingu ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar og ákvæði 60. gr.hennar, eins og þau hafa verið túlkuð í dómaframkvæmd Hæstaréttar, að dómstólarhafa vald til þess að dæma hvort stjórnvöld hafi farið að lögum við tökustjórnvaldsákvarðana, en ekki vald til þess að taka nýjar stjórnvaldsákvarðanireða breyta þeim, eins og beinlínis er krafist í varakröfu stefnanda. Verðurvarakröfu stefnanda því vísað frá dómi án kröfu. Samkvæmt 1. tölul.31. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt má draga frá tekjum lögaðilarekstrarkostnað, þ.e. þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna,tryggja þær og halda þeim við. Þar á meðal eru vextir af skuldum, afföll oggengistöp. Í 1. tl. 1. mgr. 49. gr. laganna er nánar skilgreint hvað falliundir hugtökin vextir, afföll og gengistap í skilningi 1. tölul. 31. gr.laganna. Þá er tekið fram í 2. mgr. 49. gr. að gjöld samkvæmt þeirri grein séuaðeins frádráttarbær að fullu séu þau tengd atvinnurekstri eða sjálfstæðristarfsemi.Í dómi HæstaréttarÍslands 28. febrúar 2013 í máli nr. 555/2012 sló rétturinn því föstu að súalmenna regla fælist í 1. tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt aðrekstrarkostnaður, sem draga megi frá tekjum, skuli vera tengdur tekjuöflun írekstrinum á árinu og að í 2. mgr. 49. gr. laganna væri tekið af skarið um aðþau rekstrargjöld, sem í 1. mgr. þeirrar greinar sé sérstaklega fjallað um, séuþví aðeins frádráttarbær að fullu að þau séu tengd atvinnurekstri eðasjálfstæðri starfsemi. Vextir, afföll og gengistöp, sem ekki uppfylli þaðskilyrði, séu því ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður í skilningi áðurnefndralagaákvæða. Hæstiréttur sló því föstu að þau lán, sem um ræddi í því máli, hafiverið tekin í þágu eiganda hins yfirtekna félags til þess að greiða þáverandieigendum yfirtökufélagsins, áfrýjanda málsins, kaupverð alls hlutafjár í þvífélagi. Þau hafi þannig ekki verið tekin í þágu áfrýjanda og verið rekstri hansóviðkomandi.Í máli þessu hafðiÍslenska útvarpsfélagið ehf. tekið fé að láni frá Landsbanka Íslands hf. áárinu 2004 sem færðist yfir á stefnanda við samruna félaganna á árinu 2005. Áárinu 2007 tók 365 hf., sem þá átti alla hluti í stefnanda og var þvímóðurfélag hans, nýtt lán hjá sama banka og nýtti lánsféð til að greiðaframangreint lán stefnanda. Við það var ekki lengur um að ræða lán vegnarekstrar stefnanda sem var ætlað að afla félaginu tekna, heldur lánmóðurfélagsins. Það getur ekki breytt þessari ályktun þótt allir hlutir ístefnanda hafi verið settir að veði fyrir láninu og hann skuldbundið sig tilþess að veðsetja ekki eða leggja kvaðir á viðskiptakröfur sínar og vörubirgðir.Reglur laga um tekjuskatt um heimild til samsköttunar hlutafélaga geta ekkiheldur breytt þessari ályktun. Þegar Rauðsól ehf.keypti alla hluti í stefnanda af 365 hf. var kaupverðið ákveðið 5.900 milljónirkr. sem skyldi greitt í tvennu lagi, annars vegar með 1.500 milljónum kr. íreiðufé, sem síðar var lækkað í 1.345.019.989 kr., en hins vegar með því aðfyrrnefnda félagið tæki yfir skuld þess síðarnefnda við NBI hf. að fjárhæð4.400 milljónir kr. Er ekki fallist á það með stefnanda að kaupverð stefnandahafi í raun verið ákveðið 1.500 milljónir kr. Líta verður svo á að umrædd lánhafi verið tekin yfir í þágu 365 hf. til þess að greiða félaginu hlutakaupverðs hlutafjár stefnanda. Var þessi yfirtaka þannig ekki í þágu stefnandaog rekstri hans óviðkomandi. Lántaka Rauðsólar ehf. í nóvember 2008 og júlí2009 er sama marki brennd, enda var þeim lánum varið til greiðslu á hinuyfirtekna láni og annarra skulda sem ekki er deilt um að voru stefnandaóviðkomandi. Með samruna Rauðsólar ehf. og stefnanda á árinu 2009 fluttustþessar skuldir yfir á stefnanda. Með vísan til forsendna dóms Hæstaréttar ímálinu nr. 555/2012 telur dómurinn að kostnaður, sem fylgir þeim skuldum,teljist ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður hjá stefnanda í skilningi 1.tölul. 31. gr. laga um tekjuskatt, sbr. 1. og 2. mgr. 49. gr. sömu laga. Þessiniðurstaða brýtur ekki í bága við jafnræðisreglu, enda er staða félaga innansamstæðu sem eru samsköttuð ólík stöðu félaga sem ekki tilheyra samstæðu og eruekki samsköttuð. Með vísan til þessa verður stefndi sýknaður af aðalkröfustefnanda. Samkvæmt 2. mgr. 108.gr. laga um tekjuskatt má ríkisskattstjóri bæta 25% álagi við áætlaða eðavantalda skattstofna séu annmarkar á framtali eða einstakir liðir ranglega framtaldir. Með því að telja fram sem frádráttarbæran rekstrarkostnað kostnaðinnvið þær skuldir sem stefnandi tók sér á herðar með samrunanum við Rauðsól ehf.voru einstakir liðir ranglega fram taldir í skilningi 2. mgr. 108. gr. laga umtekjuskatt. Þegar litið er til þess, þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á aðaðstæður hafi verið þannig er greinir í 3. mgr. 108. gr. laga 90/2003 þannig aðfella beri niður álagið né að tilefni hafi verið til að fella niður álagið aðöðru leyti. Var ríkisskattstjóra því heimilt að bæta 25% álagi átekjuskattstofna stefnanda gjaldárin 2010 og 2011. Verður stefndi því einnigsýknaður af þrautavarakröfu stefnanda.Ísamræmi við framangreint er varakröfu stefnanda vísað frá dómi án kröfu enstefndi er sýknaður af öðrum kröfum stefnanda í máli þessu. Í samræmi við 130.gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað svosem greinir í dómsorði.Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dómþennan.DÓMSORÐ Varakröfu stefnanda,365 miðla hf., er vísað frá dómi án kröfu.Stefndi, íslenska ríkið, er sýknað af öðrum kröfumstefnanda í máli þessu. Stefnandi greiðistefnda, íslenska ríkinu, 700.000 kr. í málskostnað.
Mál nr. 11/1999
Bifreið Manndráp af gáleysi Svipting ökuréttar
S var ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa ekið sendibifreið sinni á gangandi vegfaranda sem lést af áverkum eftir slysið. Gerðist þetta snemma morguns á Suðurgötu í Reykjavík. Ekki þótti sannað að S hefði ekið of hratt miðað við aðstæður og var talið að hann hefði ekki haft tök á að afstýra slysinu. Var S sýknaður.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 30. desember 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þyngingar á refsingu, svo og að ákærða verði gerð enn frekari svipting ökuréttar. Ákærði krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins, en til vara ómerkingar héraðsdóms og heimvísunar málsins. Til þrautavara krefst hann endurskoðunar á niðurstöðu héraðsdóms um viðurlög. Mál þetta varðar banaslys, er varð á Suðurgötu í Reykjavík á móts við norðurenda aðalbyggingar Háskóla Íslands, laust eftir klukkan átta að morgni miðvikudagsins 17. desember 1997. Myrkur var en götulýsing góð og yfirborð malbiksins á götunni þurrt. Hámarkshraði þarna var 50 km á klst. Ákærði kveðst hafa ekið sendibifreið sinni frá heimili sínu í Skerjafirði þennan morgun. Hann hafi ekið á venjulegum umferðarhraða á þessari leið, sem sé 50 til 60 km, á hægri akrein götunnar. Hann hafi verið kominn fram hjá gangbrautarljósum á móts við Brynjólfsgötu er hann hafi skyndilega og fyrirvaralaust orðið var við konu, sem hafi komið út á akbrautina frá hægri. Hún hafi verið á miðri hægri akreininni og hann hafi séð andlit hennar í svip er hann hafi reynt að hemla og sveigja frá til vinstri, en það hafi ekki tekist. Bifreiðin hafi skollið á henni með þeim afleiðingum, sem lýst er í héraðsdómi. Ákærði styður kröfu sína um sýknu þeim rökum, að akstursskilyrði og aðrar aðstæður hafi verið góðar og ekki kallað á sérstaka aðgæslu. Því hafi gilt almenn varúðarsjónarmið og ekki hafi mátt búast við umferð gangandi vegfarenda á þessum stað, sbr. 2. mgr. 12. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ósannað sé að hann hafi ekið bifreiðinni umfram leyfilegan hámarkshraða í umrætt sinn. Héraðsdómari leggi til grundvallar sakfellingu að hann hafi ekið á um 65 km hraða, en sú niðurstaða verði ekki reist á fyrirliggjandi sönnunargögnum. Engar prófanir hafi farið fram á hemlunarvegalengd bifreiðarinnar við rannsókn málsins. Framlagðar ljósmyndir sýni að hemlaför séu ekki jöfn eftir hægri og vinstri hjólbarða bifreiðarinnar, en við athugun á vegum lögreglunnar eftir slysið hafi hemlabúnaður reynst í lagi. Ljóst sé, að bifreiðin hafi markað hemlaför fyrst og fremst með hjólbörðum vinstra megin, en það skýrist af því að ákærði sveigði henni til vinstri um leið og hann nauðhemlaði. Almennar töflur um hraða í hlutfalli við lengd hemlafara, sem miðist við jafnt átak allra hjólbarða, segi því ekki til um hraða bifreiðarinnar í umrætt sinn. Einnig sé þess að geta að hjólbarðarnir hafi verið negldir. Af hemlaförunum megi því fremur álykta að bifreiðinni hafi verið ekið innan hámarkshraða en yfir. Framburður vitnis, sem ók annnarri bifreið á sömu leið, verði heldur ekki talinn styðja ályktun um of mikinn hraða bifreiðar ákærða. Vitnið hafi ekið bifreið sinni af Sturlugötu til hægri inn á Suðurgötu og borið að sendibifreiðinni hafi verið ekið fram úr skömmu síðar. Fyrir héraðsdómi hafi vitnið dregið úr fyrri framburði hjá lögreglu um að það hafi þá verið komið á um 50 km hraða og talið hraða sinn um 40 km þegar sendibifreiðinni var ekið fram úr á vinstri akrein. Vitnið hafi síðan aukið hraðann í 50 til 60 km. Frá Sturlugötu að slysstað séu 280 metrar. Vitnið hafi talið að 50 til 100 metrar hafi verið á milli bifreiðanna þegar það heyrði að sendibifreiðinni var nauðhemlað. Það bendi til að lítið hafi dregið sundur með bifreiðunum. Framburður ákærða um sinn ökuhraða verði því ekki hrakinn með þessum vitnisburði. Vitnið hafi ekki séð er sendibifreiðin fór yfir á hægri akrein. Það sýni að vitnið hafi ekki veitt bifreiðinni eða akstri hennar sérstaka athygli, sem aftur bendi til að ekkert hafi verið athugavert við akstur ákærða. Þegar virt eru framangreind rök ákærða um hemlaför bifreiðar hans og framburð vitnis verður að fallast á að ekki sé fram komin lögfull sönnun af hálfu ákæruvalds um að ákærði hafi ekið hraðar en hann sjálfur hefur borið. Miðað við aðstæður telst það ekki of mikill ökuhraði. Framburður ákærða er jafnframt á þá leið að svo hafi virst sem konan hafi komið skyndilega út á akbrautina frá hægri. Þessum framburði hefur ekki verið hnekkt. Verður við það að miða að ákærði hafi við þessar aðstæður ekki haft tök á að afstýra slysinu. Með vísan til 45. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála er því ósannað að hann hafi gerst sekur um gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða að akstur hans hafi verið mjög vítaverður, sbr. 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga, svo sem ákvæðinu var breytt með 25. gr. laga nr. 44/1993. Þá er heldur ekki sannað að ákærði hafi brotið gegn ákvæðum 4. gr., 36. gr. og 37. gr. umferðarlaga, sem tilgreindar eru í niðurstöðu héraðsdóms. Verður hann því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Ársælsson, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða á báðum dómstigum, Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns, samtals 175.000 krónur. Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 3. desember 1998. Ár 1998, fimmtudaginn 3. desember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Júlíusi B. Georgssyni, settum héraðsdómara, kveðinn upp dómur í sakamálinu nr. 839/1998: Ákæruvaldið gegn Sigurði Ársælssyni sem tekið var til dóms 12. nóvember sl. Málið er höfðað með ákæru lögreglustjórans í Reykjavík dagsettri 29. september sl. á hendur ákærða, Sigurði Ársælssyni, kt. 051250-4009, Skildinganesi 16, Reykjavík, „fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 17. desember 1997, á leið norður Suðurgötu við Guðbrandsgötu í Reykjavík, ekið bifreiðinni PR-521 án nægjanlegrar aðgæslu að gatnamótunum og of hratt miðað við aðstæður og almenn hraðamörk, í myrkri á gatnamótum í þéttbýli, þannig að hann gat eigi stöðvað bifreiðina í tæka tíð er kona gekk vestur yfir götuna þar við gatnamótin með þeim afleiðingum að konan, Stefanía Guðnadóttir, fædd 9. mars 1924, varð fyrir bifreiðinni og hlaut slíka áverka að hún lést skömmu síðar. Telst þetta varða við 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. 25. gr., 1. mgr. og a- og c-liði 2. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993.” Við þingfestingu málsins óskaði sækjandinn eftir að fellt yrði úr ákærunni orðið vestur í atvikalýsingu. Málavextir. Miðvikudagsmorguninn 17. desember 1997, laust eftir klukkan átta, var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um umferðarslys á Suðurgötu á móts við Guðbrandsgötu í Reykjavík. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að bifreiðinni PR-521 hafi verið ekið norður Suðurgötu eftir hægri akrein. Gegnt Guðbrandsgötu hafi bifreiðinni verið ekið á gangandi vegfaranda sem muni hafa verið á leið yfir götuna, en ekki vitað hvort hann hafi verið á leið austur eða vestur yfir götuna er slysið varð. Ökumaður bifreiðarinnar PR-521, ákærði í máli þessu, kvaðst hafa ekið norður Suðurgötu eftir hægri akrein og kvað ökuhraða bifreiðarinnar hafa verið um 50 km á klst. Gegnt Guðbrandsgötu kvaðst hann skyndilega hafa veitt athygli gangandi vegfaranda á miðri götunni framan við bifreiðina. Kvaðst ákærði hafa hemlað og reynt að beygja frá til vinstri, en vegfarandinn hafi orðið fyrir bifreiðinni. Vegfarandinn hefði skollið framan á bifreiðina og kastast í götuna nokkrum metrum framar, þar sem hann hefði legið meðvitundarlaus. Þegar lögreglumenn komu á vettvang lá hin slasaða, Stefanía Guðnadóttir, fædd 9. mars 1924, meðvitundarlaus á vinstri akrein götunnar, um níu metrum framan við bifreiðina PR-521. Talsvert blæddi úr höfði hennar, öndun var óregluleg og púls mjög veikur. Var hún flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur til aðhlynningar. Að sögn læknis á slysadeild var hin slasaða með mjög alvarlega höfuðáverka, áverka á lunga, auk annarra innvortis áverka og var að lokinni rannsókn lögð inn á gjörgæsludeild þar sem hún lést laust fyrir kl. 11.30 sama dag. Þar sem hemlaför eftir bifreiðina voru nær eingöngu eftir vinstri hjól hennar (29,8 m) var hún flutt í Bifreiðaskoðun Íslands til skoðunar og reyndist ástand hemla bifreiðarinnar í lagi samkvæmt skoðunarvottorði. Bifreiðin PR-521, sem er Toyota Hiace sendibifreið, var með neglda hjólbarða á öllum hjólum. Efir hádegi sama dag hafði maður að nafni Bragi Guðlaugsson símasamband við lögreglu og skýrði frá því að þá um morguninn hefði hann ekið inn á Suðurgötu til norðurs frá Sturlugötu. Hafi hann ekið eftir hægri akrein Suðurgötu með 50-60 km hraða á klst. Þá hafi bifreið verið ekið fram úr bifreið hans og hafi ökuhraði þeirrar bifreiðar verið áberandi mikill. Hann kvaðst hafa séð á eftir þessari bifreið norður Suðurgötu, en því næst skyndilega heyrt hemlahljóð og séð hvar bifreiðin leitaði til vinstri á götunni með hemlaljós tendruð. Kvaðst hann síðan hafa komið þar að sem hin slasaða lá í götunni framan við fyrrnefnda bifreið á vinstri akrein, en hann hafi ekki séð til ferða vegfarandans fyrir slysið. Framburður ákærða við lögreglurannsókn málsins var á þá leið að umrætt sinn hefði hann ekið norður Suðurgötu eftir hægri akrein. Hann hafi ekki fylgst með hraðamæli bifreiðarinnar, en taldi sig hafa ekið með 50 til 60 km hraða á klst. sem hefði verið ríkjandi umferðarhraði. Ákærði kvaðst hvorki gera sér grein fyrir aksturs- né birtuskilyrðum. Hann hafi veitt hinum gangandi vegfaranda, Stefaníu, athygli þar sem hún var stödd á miðri hægri akreininni. Hún hafi þá verið svo skammt frá bifreið hans að hann hafi engan möguleika haft á að afstýra slysi. Kvaðst ákærði ekki geta sagt til um í hvora áttina konan gekk, en hann hafi séð framan í andlit hennar. Hann hafi reynt að aka til vinstri yfir á vinstri vegarhelming, en taldi að konan hefði einnig verið á hreyfingu í þá átt. Ákærði kvaðst hafa hemlað, jafnframt því sem hann hefði beygt til vinstri, en örskömmu eftir að hann varð konunnar var hafi hún lent framan á bifreið hans, hægra megin. Minnti ákærða að konan hefði borist með bifreiðinni þar sem hún lenti á henni þar til akstur stöðvaðist. Þá hefði hún lent í götunni framan við bifreiðina, sem hefði stöðvast á vinstra vegarhelmingi. Er hér var komið kvaðst ákærði hafa hringt eftir aðstoð áður en hann fór út úr bifreiðinni. Hafi hann verið í lostástandi eftir atburðinn. Við frekari umhugsun teldi hann konuna fremur hafa verið á leið vestur yfir en austur yfir götuna. Svo hafi virst sem konan hafi verið óviðbúin slysinu því hún hafi t.d. hvorki borið hönd fyrir sig né sýnt önnur merki um að hún hefði orðið bifreiðarinnar vör. Framburður Braga Guðlaugssonar við lögreglurannsókn málsins var á þá leið að hann hefði ekið bifreiðinni KI-693, af gerðinni Toyota Corolla árgerð 1997, norður Suðurgötu af Sturlugötu, laust eftir kl. átta þennan morgun. Er hann ók inn á Suðurgötu kvað hann enga bifreið hafa verið í námunda við bifreið hans. Vitnið kvaðst hafa veitt athygli ökuljósum bifreiðar í baksýnisspeglinum þegar hann hafði náð eðlilegum ökuhraða, um 50 km á klst. Þeirri bifreið, sem var frambyggð dökk sendibifreið, hefði verið ekið yfir á vinstri vegarhelming og fram úr bifreið vitnisins á umtalsverðum hraða. Hraði sendibifreiðarinnar hefði verið aukinn talsvert eftir að henni var ekið fram úr bifreið vitnisins. Kvaðst vitnið ekki hafa veitt bifreiðinni frekari athygli fyrr en hann heyrði hemlahljóð. Hafi hann þá séð sendibifreiðina með logandi hemlaljósum aka frá miðju vegar yfir á vinstri vegarhelming, þar sem hún stöðvaðist skömmu síðar. Taldi vitnið að er þetta gerðist hafi sendibifreiðin verið 50-60 metrum fyrir framan bifreið vitnisins. Kvaðst vitnið hafa ekið áfram eftir hægri akrein, fram fyrir bifreiðina og þá séð að umferðarslys hafði orðið og konu liggjandi í götunni. Vitnið kvaðst hafa hringt í Neyðarlínuna til þess að tilkynna um slysið og verið í símasambandi meðan hann yfirgaf bifreiðina og lýst því sem fyrir augu bar. Þegar þetta gerðist hefði ökumaður sendibifreiðarinnar komið út úr bifreiðinni og hann ásamt öðrum manni stumrað yfir hinni slösuðu. Fljótlega eftir þetta kvaðst vitnið hafa farið af vettvangi. Vitnið kvað veður hafa verið stillt og hita yfir frostmarki þegar slysið varð. Myrkur hefði verið og götulýsing fremur slæm. Akbraut hefði verið þurr og fremur lítil umferð. Afstaða ákærða til ákærunnar er sú að hann kveðst vera saklaus af þeirri háttsemi sem honum er þar gefin að sök. Ákærði kveðst hafa verið að koma heiman frá sér þennan morgun og hafa ekið norður Suðurgötu eftir hægri akrein götunnar. Hann hafi ekki haft augun á hraðamæli bifreiðarinnar PR-521, en taldi sig hafa ekið á venjulegum umferðarhraða, en hámarkshraði á Suðurgötu sé 50 km/klst. Þegar ákærði var nýbúinn að aka fram hjá gangbrautarljósunum á móts við Brynjólfsgötu kvað hann konu skyndilega hafa skundað, þ.e. gengið rösklega, í veg fyrir bifreiðina. Síðan hafi hún líkt og áttað sig, staðnæmst og snúið við, en það hafi verið um seinan og hafi bifreiðin skollið á konunni í sama mund. Kveður ákærði konuna hafa verið á leið vestur yfir götuna þegar hún varð fyrir bifreiðinni. Slysið hafi átt sér stað um áttaleytið um morguninn og þá hafi verið dimmt, en akstursskilyrði að öðru leyti góð. Hann kveðst ekki muna hvort yfirborð vegarins var blautt eða þurrt, en gerði fremur ráð fyrir að það hefði verið þurrt. Þegar ákærði hafði komið auga á konuna, nokkrum metrum fyrir framan bifreiðina, kvaðst hann hafa nauðhemlað og reynt að sveigja frá yfir á vinstri vegarhelming. Kvaðst hann engin tök hafa haft á að afstýra slysinu. Konan hafi borist með bifreiðinni allt þar til hún stöðvaðist. Ákærði kveður fyrstu viðbrögð sín hafa verið að hringja í Neyðarlínuna, en síðan hafi hann farið út úr bifreiðinni og reynt að hlúa að konunni, sem hafi verið með lífsmarki þegar hann kom að henni. Fljótlega hefðu menn komið þarna að og einnig farið að hlúa að konunni. Ákærði kvað umferð norður Suðurgötu þennan morgun ekki hafa verið þunga, en á hægri akrein fyrir framan bifreiðina sem hann ók hefði verið bifreið og einnig hafi verið bifreið fyrir aftan á hægri akrein, og kveðst ákærði hafa haft áhyggjur af að bifreið hans myndi lenda utan í hlið þeirrar bifreiðar þegar hann var að beygja í nauðhemluninni. Ákærði kveðst hafa ekið á almennum umferðarhraða norður Suðurgötu umrætt sinn, en með því eigi hann við 50-60 km hraða á klst. Hann kvaðst ekki gera sér grein fyrir hvar konan var stödd er hún sneri við. Spurður um hver kynni að vera ástæða þess að hann sá konuna ekki fyrr, kvaðst ákærði ekki geta svarað því beint Hann væri búinn að fara yfir þetta mál í huga sér, en enga skýringu fundið. Hann teldi skýringuna þó vera þá að konan hefði verið komin yfir götuna þegar hún hafi skyndilega ákveðið að snúa við. Spurður um hvort mögulegt væri að hann hefði litið af akbrautinni eitthvað til hliðar. kveður ákærði sig ekki reka minni til þess. Þá kvaðst hann ekki minnast þess að hafa farið fram úr neinni bifreið á leið sinni norður Suðurgötu. Það mætti þó vel vera, en hann minntist þess ekki. Götulýsingu á Suðurgötu þennan morgun kvað hann hafa verið þokkalega. Ákærði kvað bifreiðina PR-521 vera búna dagljósabúnaði, en það þýði að ævinlega sé kveikt á ökuljósum bifreiðarinnar þegar hún er í akstri. Ákærði var beðinn að útskýra hvers vegna hemlafar vinstra megin virtist vera afdráttarlausara en hægra megin, þrátt fyrir að hemlabúnaður hefði við skoðun reynst vera í lagi. Hann kvaðst hafa nauðhemlað og sveigt frá konunni og eftir á að hyggja teldi hann að bifreiðin hefði við nauðhemlunina flutt þungann til, þannig að hann hefði lent meira á framhjólum hennar. Aðspurður hvort lengd hemlafaranna gæti af þessum ástæðum gefið til kynna hraða bifreiðarinnar kvað hann sér finnast að lengd þeirra gæti engan veginn gefið hraðann til kynna. Vitnið Bragi Guðlaugsson, kt. 310350-4359, skýrði svo frá að þennan morgun hefði hann ekið bifreið sinni, KI-693, af Sturlugötu inn á Suðurgötu til norðurs eftir hægri akrein götunnar. Áður en hann beygði inn á Suðurgötu hefði hann litið til vinstri og séð bílljós í fjarska. Þegar vitnið hafði ekið á að giska 10-20 metra norður Suðurgötu kvaðst hann hafa séð, í baksýnisspegli bifreiðar sinnar, ökuljós bifreiðar sem ekið var eftir sömu akrein, og nálguðust bifreiðina KI-693 nokkuð hratt, enda hefði sú bifreið þá ekki verið búin að ná mikilli ferð. Þegar bifreið vitnisins var komin á nokkra ferð hefði bifreiðin sem á eftir kom skipt um akrein og ekið fram úr bifreið vitnisins og hefði dregið í sundur með bifreiðunum. Taldi vitnið að bifreið sín hefði verið búin að ná u.þ.b. 40 km hraða þegar sú bifreið, sem var sendibifreið, nokkuð dökk að lit, ók fram úr bifreið vitnisins. Kveðst vitnið ekki hafa farið upp í meira en 50-60 km hraða er hann ók norður götuna. Vitnið taldi sendibifreiðinni hafa verið ekið norður Suðurgötu eftir vinstri akrein. Þegar sendibifreiðin var komin alllangt fram úr bifreið vitnisins kvaðst hann hafa séð og heyrt að henni var snögghemlað, og er vitnið kom að sendibifreiðinni hefði hann stöðvað lítið eitt fyrir framan hana og þannig lokað hægri akreininni. Sendibifreiðin hefði verið á vinstri akreininni, lítið eitt á ská. Í sama mund og vitnið stöðvaði bifreiðina hefði borið þarna að tvo menn sem sögðu vitninu að hringja í Neyðarlínuna og tilkynna um slys. Kvaðst vitnið hafa lýst fyrir starfsmönnum Neyðarlínunnar hvað þarna hefði átt sér stað og reynt að lýsa ástandi konunnar. Þá hefði fleira fólk verið komið að og verið að hlynna að konunni. Vitnið kvað konuna hafa legið á vinstri akreininni fyrir framan sendibifreiðina. Kvað vitnið sér hafa virst sem konan væri ekki með lífsmarki. Vitnið kvað slysið hafa átt sér stað laust eftir klukkan átta. Það hafi verið snjólaust og þurrt, en dimmt, akstursskilyrði góð og götulýsing þokkaleg. Aðspurður hvort verið gæti að sendibifreiðin hefði farið yfir á hægri akrein á ný eftir að henni hafði verið ekið fram úr bifreið vitnisins kvaðst vitnið telja að svo hefði ekki verið. Kveður vitnið lýsinguna á þessum stað ekki vera svo mikla að unnt sé að gera sér grein fyrir staðsetningu bifreiða á götunni, þ.e. hvort þær eru á hægri eða vinstri akrein. Vitnið taldi að þegar hann heyrði að sendibifreiðinni var nauðhemlað hefðu 50-100 metrar verið á milli bifreiðar hans og sendibifreiðarinnar. Vitnið kvaðst ekki hafa séð þegar konan varð fyrir sendi­bifreiðinni. Hefði hann ekki séð hana fyrr en eftir slysið. Vitnið taldi að hann hefði verið búinn að aka á að giska 30-40 metra norður Suðurgötu þegar sendibifreiðinni var ekið fram úr bifreið hans og taldi bifreið sína þá hafa verið í öðru ganghraðastigi. Borin var undir vitnið skýrsla hans hjá lögreglu 17. desember 1997. Vitnið staðfesti efni skýrslunnar. Vitnið Heimir Andri Jónsson lögreglumaður, kt. 100767-4659, sá í dóminum frumskýrslu málsins, kvað hana rétta og staðfesti nafnritun sína undir hana. Þá sá vitnið ljósmyndir teknar á slysstað. Vitnið staðfesti að ljósmyndirnar hefðu verið teknar á vettvangi. Vitnið Guðlaugur Einarsson lögreglumaður, kt. 290158-5679, sá í dóminum vettvangsuppdrátt dagsettan 17. desember sl. Kvað vitnið uppdráttinn vera réttan og staðfesti að hafa fært inn á hann afstöðu bifreiðar og hinnar slösuðu eftir bestu vitund og samvisku og kannaðist við nafnritun sína á uppdrættinum. Þá sá vitnið ljósmyndamöppuna og staðfesti að ljósmyndirnar hefðu verið teknar á vettvangi. Vitnið kvaðst hafa mælt hemlaför bifreiðarinnar og mætti treysta því að hemlaförin hefðu verið færð hlutfallslega rétt inn á vettvangsuppdráttinn. Í ályktun krufningarskýrslu segir svo: „Krufningin leiddi í ljós að banamein konunnar voru fjöláverkar þeir sem hún hlaut er hún varð fyrir bifreið sem vegfarandi á leið yfir götu. Voru áverkarnir mestir á brjósthol hægra megin og höfuð hægra megin svo rif brotnuðu og skaði varð á lungum með blæðingum inn í brjósthol og nálæg líffæri. Reynt var að gera skurðaðgerð og stöðva blæðingar en áverkarnir voru þess eðlis að ekki varð við ráðið og lést hún af völdum fjöláverkanna.” Niðurstaða. Mál þetta varðar banaslys á Suðurgötu við Guðbrandsgötu, hér í borg, laust eftir kl. átta að morgni 17. desember 1997. Myrkur var, en götulýsing góð og yfirborð malbikaðrar götunnar þurrt og slétt. Samkvæmt vottorði Veðurstofu Íslands var vindátt austan eða austnorðaustan, þrjú vindstig, skýjað, hiti nálægt sjö gráðum og skyggni 50-60 km. Vitnið Bragi Guðlaugsson kveðst hafa séð aðdraganda slyssins, en hann sá ekki til ferða konunnar sem varð fyrir bifreið ákærða. Að sögn ákærða sá hann ekki til ferða konunnar fyrr en örskömmu áður en hún varð fyrir bifreið hans. Óljóst er hvort konan var á leið norður eða suður yfir Suðurgötu greint sinn og telur dómurinn ekki unnt að slá neinu föstu í þeim efnum. Þar sem slysið varð hagar svo til að umferðareyja er sem skilur að eystri og vestari akbraut Suðurgötu. Myndar vestari akbraut Suðurgötu gatnamót við Guðbrandsgötu, en umferðareyjan er heil þannig að ekki er hægt að komast af Guðbrandsgötu yfir á eystri akbraut Suðurgötu. Verður að fallast á það með ákærða að vegna þessara aðstæðna verði þetta ekki talin eiginleg gatnamót í skilningi 2. gr. umferðarlaga. Engin merkt gangbraut er á þeim stað þar sem konan gekk yfir götuna, en allnokkru sunnar er merkt gangbraut með handstýrðum umferðarljósum. Ákærði telur sig hafa ekið norður Suðurgötu á eðlilegum umferðarhraða þennan morgun og hefur nefnt 50-60 km hraða á klst. í því sambandi, en hámarkshraði á Suðurgötu er 50 km á klst. Miðað við árstíma voru akstursskilyrði ákjósanleg, en bifreiðin sem ákærði ók var búin negldum vetrarhjólbörðum. Ef miðað er við hemlaför á vettvangi fær sá ökuhraði sem ákærði tilgreinir ekki staðist. Allt að einu eru þó eigi efni til að taka alfarið mið af lengd hemlafara þegar hraði bifreiðarinnar sem ákærði ók er metinn. Dómurinn telur þó ekki varhugavert með hliðsjón af lengd hemlafaranna að slá því föstu að ákærði hafi ekið á um 65 km hraða á klukkustund greint sinn. Telur dómurinn framburð vitnisins, Braga Guðlaugssonar, styrkja þessa niðurstöðu fremur en veikja. Þá þykir við úrlausn málsins mega miða við framburð ákærða um aðdraganda slyssins að öðru leyti en því sem að framan segir, en framburður hans fær að hluta til stuðning í framburði vitnisins, Braga Guðlaugssonar. Þannig verður að telja að ákærða hefði átt að vera unnt að sjá til ferða konunnar mun fyrr en raun varð, enda ekkert sem byrgði honum sýn. Á hinn bóginn verður ekki litið fram hjá því að hinn gangandi vegfarandi átti umtalsverða sök á slysinu. Að öllu framanrituðu virtu telur dómurinn sannað að ákærði hafi ekið án nægjanlegrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður og almenn hraðamörk, í myrkri í þéttbýli með þeim afleiðingum er í ákæru greinir. Verður hann samkvæmt því sakfelldur fyrir brot gegn 215. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 4. gr., 1. mgr. og a-lið 2. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987. Sakaferill ákærða hefur ekki þýðingu í málinu. Við ákvörðun refsingar ber samkvæmt framansögðu að taka tillit til sakar konunnar. Er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tuttugu daga, skilorðsbundin til tveggja ára. Þá þykir ekki verða hjá því komist að líta svo á að ákærði hafi með framferði sínu unnið til þess að verða sviptur ökurétti, svo sem krafist er í ákærunni og samkvæmt lagaákvæði því er þar greinir. Þykir hæfilegt að svipta ákærða ökurétti í sex mánuði frá birtingu dómsins að telja. Loks ber að dæma ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með taldar 60.000 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda hans, Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns, og jafnháa fjárhæð í saksóknarlaun í ríkissjóð. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Ársælsson, sæti fangelsi í 20 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og niður skal hún falla að liðnum 2 árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði er sviptur ökurétti í 6 mánuði frá birtingu dómsins að telja. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með taldar 60.000 krónur í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns, Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns, og jafnháa fjárhæð í saksóknarlaun til ríkissjóðs.
Mál nr. 419/2017
Kærumál Lögræði
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var sviptur lögræði í 4 ár.
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÓlafurBörkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð kæru 27. júní 2017, en kærumálsgögn bárust réttinum 30. sama mánaðar. Kærðurer úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2017 þar sem sóknaraðili var svipturlögræði í fjögur ár. Kæruheimild er í 1.mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinnkærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að lögræðissviptingunniverði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislagagreiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrirHæstarétti úr ríkissjóði og verður hún ákveðin með virðisaukaskatti eins og ídómsorði greinir. Dómsorð:Hinnkærði úrskurður er staðfestur.Þóknunverjanda sóknaraðila, Guðbrandar Jóhannessonar héraðsdómslögmanns, 148.800 krónur,greiðist úr ríkissjóði.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkurföstudaginn 16. júníMeð kröfu, sembarst dóminum 7. júní sl., hefur sóknaraðili, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar,Borgartúni 12-14, Reykjavík, krafist þess að varnaraðili, A, kt. [...], [...] íReykjavík, verði, með vísan tila-liðar 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997, svipturlögræði í fjögur ár. Um aðildsóknaraðila vísast til d-liðar 2. mgr. 7. gr. sömu laga.Varnaraðili krefstþess aðallega að kröfunni verði hafnað, en til vara að lögræðissviptingunniverði markaður skemmri tími. Þá er og gerð krafa um að skipuðum verjanda verðiákveðin hæfileg þóknun úr ríkissjóði með vísan til 1. mgr. 17. gr. laga nr.71/1997.ISóknaraðili byggirkröfur um sviptingu lögræðis til fjögurra á a-lið 4. gr., sbr. 5. gr.,lögræðislaga, nr. 71/1997. Er krafan reist á því að varnaraðili sé ekki fær umað ráða persónulegum högum sínum eða fjármunum, m.a. vegna andlegs vanþroska ogannars alvarlegs heilsubrests. Sóknaraðili bendirá að velferðarsvið Reykjavíkurborgar sé sóknaraðili í málinu, sbr. d-lið 2.mgr. 7. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Með beiðnisóknaraðila fylgdi læknisvottorð B geðlæknis frá 6. júní sl., og beiðni umfyrirsvar fyrir héraðsdómi Reykjavíkur varðandi kröfu um lögræðissviptinguvarnaraðila, dags. 7. júní 2017. Hvað varðar forsögu málsins og málsatvik ervísað til gagna málsins, sér í lagi til framangreindra vottorða og gagna. Í kröfu sóknaraðila kemur fram að varnaraðili sé [...]ára, einhleypur og barnlaus karlmaður, sem hafi búið á heimilum fyrir fatlaðfólk um árabil sökum viðvarandi vanda vegna þroskahömlunar, einhverfu ogskertrar framheilastarfsemi auk þess sem depurð, reiðiköst, vímuefnaneysla oggeðrofseinkenni hafi valdið auknum vanda á tímabilum. Vegna viðvarandi vandavarnaraðila telji sóknaraðili nauðsynlegt að svipta hann lögræði þar sem hannsé hvorki fær um að ráða persónulegum högum sínum né fjármunum. Sagavarnaraðila beri með sér að hann geti verið hættulegur sjálfum sér og umhverfisínu auk þess sem varnaraðili hafi steypt sér í skuldir og geri sér ekki greinfyrir orsök og afleiðingum þegar komi að fjármunum. Samkvæmt upplýsingum frágeðlækni varnaraðila hafi foreldrum hans verið gert kunnugt um kröfusóknaraðila um sjálfræðissviptingu hans.Í kröfu sóknaraðila kemur fram að varnaraðili hafiþjáðst af flogaveiki og afleiðingum framheilaskaða allt frá fyrsta aldursári ensamkvæmt taugasálfræðilegu mati sem varnaraðili hafi gengist undir árið 2000hafi hann væga þroskaskerðingu sem samræmist skerðingu á starfsemi framheila ogundirhluta framheila. Í því mati hafi komið fram greinileg truflun íframheilastarfsemi en hún geti m.a. haft áhrif á ákvarðanatöku, getu til aðskipuleggja fjármál og ráða við daglegar athafnir. Vinnsluminni varnaraðila séeinnig verulega skert og hann eigi erfitt með að vinna með nema takmarkað magnupplýsinga í einu. Sóknaraðili vísar einnig til þess að árið 2013 hafivarnaraðili jafnframt verið greindur með einhverfu en í gegnum árin hafi hannátt erfitt vegna áráttu og þráhyggju, illa getað sett sig í spor annarra og oftekki skilið muninn á réttu og röngu. Geta varnaraðila til að sjá um sig sjálfurhafi verið ofmetin í gegnum tíðina, bæði af heilbrigðisstarfsfólki ogvarnaraðila sjálfum. Varnaraðili hafi átt það til að sýna ófyrirséða hegðun semvaldi honum og öðrum skaða, t.d. með því að brenna sig í sjóðheitu baði, hendahlutum í og út úr íbúð sinni, og kveikja í húsnæði sínu.Varnaraðili hafi búið á sambýli á [...] í [...] en ínóvember 2013 hafi hann flutt þaðan í búsetukjarna fyrir geðfatlaða að [...]þar sem hann hafi búið þar til 16. apríl 2015. Þá hafi varnaraðili borið eld aðhúsnæðinu eftir að hafa aftengt reykskynjara og yfirgefið húsnæðið án þess aðláta vita af háttsemi sinni. Varnaraðili hafi stofnað lífi starfsmanna ogannarra þjónustuþega í hættu og misst í kjölfarið vistarverur sínar þar endvalið til 15. maí 2015 á geðdeild að eigin vilja. Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur 8. júní 2015 hafivarnaraðili verið sviptur lögræði til tveggja ára. Í kjölfarið hafi hann lagstinn á öryggisgeðdeild í tvo mánuði en hann hafi frá þeim tíma dvalið á sambýliað [...], þó með þremur innlögnum á öryggisgeðdeild vegna hegðunarvanda ogalvarlegs geðrofsástands. Varnaraðili hafi tekið lyf til að haldageðrofseinkennum í skefjum ásamt lyfjum við flogaveiki en 5. janúar sl. hafihann lagst inn á öryggisgeðdeild vegna alvarlegs geðrofsástands en hann hafiverið þar í rúma tvo mánuði.Beiðni varnaraðila fylgdi læknisvottorð B geðlæknisfrá 6. júní sl. Sóknaraðili vísar til að fram komi í vottorðinu að það sé matundirritaðs læknis að varnaraðili ráði ekki við persónulega hagi sína ogfjármál vegna andlegs vanþroska. Það sé mat hans að sjálfræðissvipting varnaraðilasé nauðsynleg þar sem hann hafi ekki skilning á því að hann þurfi að hlítaráðum um búsetu og meðferðarúrræði sín. Jafnframt sé talið nauðsynlegt aðsvipta varnaraðila fjárræði þar sem honum sé nauðsynlegt að hafa skýran ramma ífjármálum en að öðrum kosti eigi varnaraðili það til að missa stjórn á sjálfumsér.Sóknaraðili telji að fullreynt hafi verið að látavarnaraðila ráða högum sínum og að saga hans undanfarin ár sýni bersýnilegaþörf varnaraðila á stífu utanumhaldi og möguleika heilbrigðisstarfsfólks á aðgrípa inn í þegar geðheilsu varnaraðila hraki. Ljóst megi telja að varnaraðiliþurfi stöðugt eftirlit með ferðum, uppátækjum og samskiptum hans við annaðfólk. Sóknaraðili telur með hliðsjón af langvarandi vandavarnaraðila að nú sé nauðsynlegt að tímabundin svipting lögræðis varnaraðilavari í fjögur ár. Í því samhengi sé haft fyrir augum að hagsmunum varnaraðilaverði gætt með fullnægjandi hætti. Að öðrum kosti sé lífi og heilsu varnaraðilaog annarra stefnt í hættu auk þess sem hætta sé á að varnaraðili muni koma sérí fjárhagslegt öngstræti, vegna andlegs vanþroska síns og annars alvarlegsheilsubrests.Í framanlýstu vottorði B geðlæknis er sjúkra- ogvinnusaga varnaraðila rakin. Í vottorðinu er m.a. tekið fram að ástandvarnaraðila sé þannig að varnaraðili sé örugglega með verulegagreindarskerðingu. Hann sé á einhverfurófinu og sé barnalegur í hegðun og tali.Hann skilji oft ekki reglur og lög samfélagsins, sé mjög sjálfsmiðaður og þekkiilla muninn á réttum og röngum athöfnum. Jafnframt kemur fram að varnaraðilihafi áður glímt við áfengis og vímuefnavanda. Hann hafi misnotað áfengi ogneitt eiturlyfja í aðdraganda íkveikju, en það sé nokkuð sem sé talið að hafiverið meðvirkandi í því að einkenni geðrofs hafi komið fram hjá honum þegar hannframkvæmdi íkveikjuna. Sjúkdómsgreiningar varnaraðila sé væg þroskahefting,veruleg skerðing atferlis sem krefjist athygli og meðferða F70.1, lyfjafíknF19.2 og Flogaveiki G40.9.Varnaraðili þurfi þjónustu og utanumhald vegnagreindarskerðingar sinnar. Hann búi í dag á stað þar sem fagfólk styðji hann ogveiti honum aðhald og kenni honum að fara eftir reglum. Hann sé kominn ístyrkta búsetu með sólarhringsþjónustu líkt og margir þroskaskertir þurfi og ídag gangi vel undir leiðsögn starfsmanna, með mjög skýrum ramma. Ljóst sé aðvarnaraðili þurfi helst að starfsmaður sé alltaf til taks, til að fylgjast meðhonum, ferðum hans, uppátækjum og samskiptum við annað fólk. Ljóst sé að umlangtímavanda sé að ræða, sem tengist þroskahömlun, einhverfu og skertri framheilastarfsemiog reiðiviðbrögðum með hvatvísi. Þá þurfi einnig að halda honum frá vímugjöfum.Þá hafi tímabundin geðrofseinkenni einnig flækt mál varnaraðila.Niðurstaða vottorðsins er að varnaraðili ráði ekki viðpersónulega hagi sína og fjármál vegna andlegs vanþroska. Skilyrði fyriráframhaldandi sviptingu sjálfræðis og fjárræðis séu fyrir hendi. Þá sénauðsynlegt sé að sviptingarúrræði séu til taks í framtíðinni vegna þess aðvarnaraðili hafi ekki skilning á því að hann þurfi að hlíta ráðum um að vera íbúsetu á vegum sveitarfélags síns og á tímabilum sé hann einnig í þörf fyririnnlögn á geðdeild. Varnaraðili þurfi áfram að vera í búsetuúrræði meðsólarhringsstuðningi og eftirliti. Þá sé skýr rammi í fjármálum einnignauðsynlegur. Varnaraðila líði illa þegar hann sé skuldugur og peningalaus enþá missi hann gjarnan stjórn á hegðunsinni. Með áframhaldandi ramma og góðri mönnun búsetuúrræðis ætti að ganga velmeð varnaraðila.Nægjanleg gæsla sé í íbúðarkjarnanum sem varnaraðilibúi nú í. Samvinna öryggisdeildar og starfsfólks íbúðarkjarnans varðandimeðferð hans gangi vel. Hann hafi eftir langa endurhæfingarinnlögn, sem lauk íágúst 2015 verið í innlögnum á öryggisgeðdeild, þegar starfsfólk íbúðarkjarnanshafi ekki náð að halda utan um hann, en sú samvinna muni halda áfram.Varnaraðili mæti á tveggja vikna fresti í lækniseftirlit til geðlæknis og meðaðhaldi sjálfræðissviptingar fari hann að ráðum varðandi lyfjameðferð sína og viðhaldi edrúmennsku.Búseta varnaraðila og fagleg umgjörð, sem hann sé nú í, ásamt sviptingusjálfræðis og fjárræðis, sé nauðsynleg til þess að öryggi hans og umhverfishans sé tryggt. Í ljósi langvarandi vanda varnaraðila sé lagt til að sviptinglögræðis verði framlengt til 4 ára. Varnaraðili gaf skýrslu fyrir dómi.Hann kvaðst mótmæla kröfunni og taldi að nóg væri komið. Hann hefði þegar veriðsviptur sjálfræði í tvö ár. Varnaraðili virtist eiga erfitt með að svaraspurningum er lutu að því hvernig hann upplifði heilsufarsástand sitt og hvaðværi framundan að hans mati yrði kröfu sóknaraðila hafnað. Við aðalmeðferð málsins B geðlæknirskýrslu fyrir dóminum um síma. Hann staðfesti vottorð sitt og svaraðispurningum um efni þess og um heilsufar varnaraðila. Ítrekaði hann að taliðværi nauðsynlegt, vegna margþætts vanda varnaraðila, að hann yrði sviptursjálfræði og fjárræði. Kvað hann sóknaraðila eiga við fjölþættan vanda að etjasem hann hefði mjög takmarkaðan skilning á. Kvað hann margsinnis hafa veriðreynt að beita vægari úrræðum við meðferð varnaraðila heldur en sjálfræðissviptinguen það hefði ekki gengið. Varnaraðili væri þó á batavegi en ástand hans getihins vegar breyst án fyrirvara, eins og margoft hafi gerst, og þá geti hannorðið hættulegur sjálfum sér og öðrum. Læknirinn kvað varnaraðila enga innsýnhafa í sjúkdóm sinn og upplifi iðulega að ekkert sé að. Læknirinn kvaðstaðspurður telja að í tilfelli varnaraðila kæmi skemmri tími en fjögur ár varttil greina. Vandi varnaraðila væri langvarandi, það hefði sýnt sig að hannhéldi sig ekki að meðferð við sjúkdómi sínum ef hann fengi sjálfur að ráða ogmeðferð fram að þessu hafi gengið vel. Skipaður verjandi varnaraðila mótmæltikröfu sóknaraðila og taldi að skilyrði lögræðissviptingar ekki vera fyrirhendi. Ekki væri forsvaranlegt að lögræðissvipta varnaraðila á grundvellifyrirliggjandi gagna og ekki lægi fyrir með fullnægjandi hætti að ekki væriunnt að beita vægari úrræðum til að ná sama markmiði. Þá væru engin gögn ímálinu um nauðsyn fjárræðissviptingar sérstaklega. Fyrir lægi að varnaraðilihafi þegar sætt lögræðissviptingu í tvö ár og að hafi á þeim tíma verið ábatavegi. Alltént væri fjögurra ára sviptingartími of langur.IIMeð vísan tilvættis, B geðlæknis, sem á sér styrka stoð í gögnum málsins þykir í ljós leittað varnaraðili sé haldinn sjúkdómum sem hann hefur takmarkaða innsýn í, eins ogítarlega er rakið hér að framan. Þykir þannig liggja fyrir að litlar líkur séuá því að hann þiggi nauðsynlega meðferð sé hann ekki sviptur sjálfræði. Sýnirsaga hans þetta svo ekki verður um villst að mati dómsins og eins að honum séum megn að ráða fé sínu sjálfur. Eins og nánar er lýst hér að framan liggurfyrir mat geðlæknis um að varnaraðili þurfi læknisaðstoð til að takast á viðsjúkdómsástand sitt og aðstoð fagfólks til að takast á við daglegt líf sitt. Þáer það mat læknisins, stutt dæmum, að fái varnaraðili ekki viðeigandi meðferðsé hann hættulegur bæði sjálfum sér og öðrum.Það er mat dómsinsað fyrir dóminn hafi verið færð fullnægjandi sönnun þess að varnaraðili sé ófærum ráða persónulegum högum sínum og að nauðsynlegt sé í þágu hagsmuna hans aðsvipta hann sjálfræði og fjárræði. Þá er á það fallist að fyrirliggjandiupplýsingar sýni með óyggjandi hætti að vægari úrræði en sjálfræðissviptingkomi ekki að tilætluðu gagni. Því er skilyrðum a-liðar 4. gr. lögræðislaga nr.71/1997 fullnægt, sbr. og 1. mgr. 5. gr. sömu laga.Eins og hér stendurá þykir rétt að fallast á þau sjónarmið sóknaraðila, sem fá stoð í matigeðlæknis, að heilsufari varnaraðila sé þannig farið að rétt sé að svipta hannlögræði, fjárræði og sjálfræði, í þau fjögur ár sem krafist er.Samkvæmt 1. mgr.17. gr. laga nr. 71/1971 ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað af rekstrimálsins, þar með talda þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, GuðbrandsJóhannessonar hdl., sem þykir hæfilega ákveðin 150.000 krónur. Við ákvörðun þóknunar hefur verið tekiðtillit til virðisaukaskatts.Halldór Björnssonhéraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. ÚRSKURÐARORÐ:Varnaraðili,A, kt. [...], er sviptur lögræði (sjálfræði og fjárræði) í fjögur ár.Allurkostnaður af málinu, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, GuðbrandsJóhannessonar hdl., 150.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 60/2005
Sjómaður Útgerð Verksamningur
Á krafðist þess að L greiddi sér tiltekna fjárhæð vegna vangreiddra launa. Við úrlausn málsins var vísað til þess að verksamningur hefði verið gerður milli L og R ehf., um útgerð á skipi því sem Á starfaði á. Ekki var fallist á að sú skipan, sem þar var ákveðin, stangaðist á við ófrávíkjanleg ákvæði laga eða að samningurinn hafi að öðru leyti ekki verið gildur. Samkvæmt honum bar R ehf. skyldur gagnvart Á og öðrum skipverjum varðandi greiðslu launa og önnur réttindi, sem þeim voru tryggð með lögum og kjarasamningum. Stóð L því ekki í samningssambandi við Á um ráðningarkjör hans og var því sýknaður af kröfum Á.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 15. febrúar 2005. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 4.635.593 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 og síðan 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 15. júní 2001 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur og sér dæmdur málskostnaður fyrir Hæstarétti. I. Eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi gerðu Ragnar S. ehf. og stefndi verksamning 24. apríl 2001, þar sem kveðið var á um að félagið tæki að sér sem verktaki að „sjá um útgerð (veiðar)“ á fiskiskipinu Vali SH 322 í eigu stefnda, sem væri verkkaupi. Skyldi verkkaupinn greiða allan rekstrarkostnað vegna skipsins, en verktakinn allan launakostnað, sem hlytist af veiðunum, þar með talin launatengd gjöld, fæðiskostnað og annað, sem tengdist áhöfn skipsins. Fyrir þessa þjónustu átti verktakinn að fá þóknun úr hendi verkkaupans, sem næmi helmingi af söluverði afla skipsins að frádregnum kostnaði af kaupum á veiðiheimildum og olíu, svo og af því að koma afla á fiskmarkað og selja hann þar. Bar verkkaupanum að annast sölu aflans í samráði við verktakann. Þóknun þessa skyldi gera upp mánaðarlega þegar tekjur og kostnaður lægju fyrir, en þó aldrei síðar en 15 dögum eftir lok mánaðar. Samningur þessi átti að gilda frá dagsetningu hans til 30. júní 2001, en yrði honum ekki sagt upp, sem hvorum samningsaðila var heimilt með viku fyrirvara, skyldi hann framlengjast til tveggja mánaða í senn. Í málinu liggur fyrir að Arnar Þór Ragnarsson var einkaeigandi að Ragnari S. ehf. og gegndi hann lengst af starfi skipstjóra á fyrrnefndu fiskiskipi frá 24. apríl 2001. Félagið gerði mánaðarlega reikninga á hendur stefnda fyrir vinnu við skipið frá 31. maí 2001 að telja og var virðisaukaskattur lagður við fjárhæðina, sem Arnar reiknaði út hverju sinni. Að fenginni greiðslu skipti Ragnar S. ehf. fjárhæðinni að frádregnum fæðiskostnaði í þrjá jafna hluta og greiddi einn þeirra til Hessu ehf., félags í eigu áfrýjanda, og annan til Framtíðarinnar ehf., félags í eigu Vilhjálms Birgissonar, en þeir tveir störfuðu með Arnari á skipinu. Þriðji hlutinn varð eftir hjá Ragnari S. ehf., sem mun hafa greitt Arnari laun. Þessi tilhögun virðist hafa verið viðhöfð fram á sumar 2002, en frá september á því ári kom Lárus Lárberg ehf., sem mun vera einkahlutafélag í eigu stefnda, í hans stað og var mánaðarlegum reikningum Ragnars S. ehf. beint að því félagi upp frá því. Með bréfi til Ragnars S. ehf. 11. júlí 2003 sagði stefndi fyrrgreindum samningi upp. Af ástæðum, sem nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi, telur áfrýjandi að óheimilt hafi verið að manna skipið eftir þeim leiðum, sem að framan er lýst. Í málinu krefst hann greiðslu á fjárhæð, sem hann telur svara til mismunar á annars vegar þeim launum, sem honum hefðu borið samkvæmt kjarasamningi vegna starfa á áðurgreindu fiskiskipi frá því í apríl 2001 til júní 2002, og hins vegar þeim hluta af fjárhæð reikninga Ragnars S. ehf. frá sama tímabili á hendur stefnda, sem kom í hlut félags áfrýjanda, Hessu ehf. II. Líta verður svo á að með áðurgreindum samningi hafi stefndi hagað málum svo að útgerð fiskiskipsins Vals var samkvæmt samningnum skipt milli hans annars vegar og Ragnars S. ehf. hins vegar á þann hátt að félagið tók að sér gegn umsömdu endurgjaldi að annast allt, sem laut að áhöfn skipsins, þar með talið ráðningu skipshafnar og greiðslu launa ásamt launatengdum kostnaði. Ekki verður fallist á með áfrýjanda að þessi skipan í samskiptum samningsaðilanna hafi stangast á við ófrávíkjanleg ákvæði laga eða að samningurinn að baki henni hafi af öðrum sökum ekki verið gildur. Er í því sambandi til þess að líta að Ragnar S. ehf. bar á grundvelli samningsins skyldur gagnvart skipverjum varðandi greiðslu launa og önnur réttindi, sem þeim voru tryggð með lögum og kjarasamningum, óháð því hvað félagið bar úr býtum með verklaunum frá stefnda samkvæmt samningnum. Telji áfrýjandi að á sér hafi verið brotið í þeim efnum verður hann að beina kröfum sínum að félaginu, en ekki stefnda, sem hann stóð ekki í samningssambandi við um ráðningarkjör sín. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Árni Birgisson, greiði stefnda, Lárusi Guðmundssyni, 100.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 14. desember 2004. Mál þetta, sem dómtekið var 3. desember sl., var höfðað með stefnu útgefinni 22. janúar 2004, sem lögmanni stefnda var birt. Stefnandi er Árni Birgisson, Brautarholti 21, Ólafsvík. Stefndi er Lárus Guðmundsson, Lautasmára 1, Kópavogi. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 4.635.593 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 93.265 krónum frá 15.06.2001 til 15.07.2001, af 231.894 krónum frá þeim degi til 15.08.2001, af 462.433 krónum frá þeim degi til 15.09.2001, af 493.444 krónum frá þeim degi til 15.10.2001, af 1.448.388 krónum frá þeim degi til 15.11.2001, af 2.288.723 krónum frá þeim degi til 15.12.2001, af 3.444.147 krónum frá þeim degi til 15.01.2002, af 3.893.123 krónum frá þeim degi til 15.03.2002, af 4.017.075 krónum frá þeim degi til 15.04.2002, af 4.120.964 krónum frá þeim, degi til 15.05.2002, af 4.297.449 krónum frá þeim degi til 15.07.2002 og af 4.635.593 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi. I. Stefnandi kveðst hafa gegnt stöðu háseta á Val SH-322, skipaskrárnúmer 2400, 29,9 brúttórúmlesta dragnótabát í eigu stefnda tímabilið 01.05.2001 til 09.09.2001, stöðu skipstjóra tímabilið 10.09.2001 til 31.12.2001 og stöðu matsveins tímabilið 10.01.2002 til 30.06.2002. Ráðning hans hafi hafist 1. maí 2001 og um launakjör hans hafi farið samkvæmt verksamningi milli Ragnars S. ehf. og Lárusar Guðmundssonar. Þykir rétt að taka hér upp meginmál umrædds samning svohljóðandi: “VERKSAMNINGUR Undirritaðir aðilar, Ragnar S. ehf., kt. 630197-2019, Álfhólsvegi 116, 200 Kópavogi sem verksali og Lárus Guðmundsson, kt. 071038-4089, Lautarsmára 1, 200 Kópavogi, sem verkkaupi gera með sér svohljóðandi verksamning um útgerð á M/B Val SH-322, skipaskrár númer 2400: SKILGREINING VERKS Miðað skal við það að verksali inni af hendi þjónustu samkvæmt verksamningi þessum. Verksali mun sjá um útgerð (veiðar) á M/B Val SH-322, sem er eign verkkaupa. Verkkaupi skal sjá um að greiða allan rekstrarkostnað varðandi skipið sjálft, en verksali sér um launakostnað sem hlýst af veiðum. VERÐLAGNING OG UPPGJÖR Fyrir þjónustu samkvæmt verksamningi þessum greiðir verkkaupi verksala þóknun, sem nemur 50% af söluverði afla skipsins, þegar frá hefur verið dregin (svo) kostnaður vegna kaupa á kvóta, olíu og þeim kostnaði sem fellur til við sölu á markaði, þ.m.t. kostnaður við að koma afla á markað. Verkkaupi skal annast sölu á afla skipsins á markaði, í samráði við verksala. Verkkaupi skal í upphafi mánaðar gera upp við verksala þóknun hans fyrir mánuðinn á undan. Uppgjör skal fara fram eins fljótt og auðið er eftir mánaðarmót, þegar tekjur og kostnaður liggur fyrir, þó aldrei síðar en 15 dögum eftir lok mánaðar. Verksali tekur við M/B Val SH-322 í því ástandi sem skipið er nú í. Verkkaupi sér um á sinn kostnað allt eðlilegt viðhald á skipinu og þeim búnaði um borð er, þar með talið veiðarfærum. Verksali skuldbindur sig til þess að umgangast skipið og allan búnað um borð með þeim hætti sem eðlilegt má telja. Verði verksali sakaður um gáleysislega meðferð á skipinu eða búnaði þess, getur það skapað honum bótaábyrgð gagnvart eiganda þess (verkkaupa). Verksali sér um á sinn kostnað allan starfsmannatengdan kostnað vegna áhafnar í skipinu á hverjum tíma, þar með talin laun og launatengd gjöld, kost og annað sem tengist áhöfninni. Samningur þessi tekur gildi hinn 24. apríl 2001 og gildir til 30. júní 2001. Samningnum getur hvor samningsaðili fyrir sig sagt upp með skriflegum hætti með viku fyrirvara. Sé samningnum ekki sagt upp, framlengist hann óbreyttur til tveggja mánaða í senn. ÖNNUR ATRIÐI. Samningur þessi er á tveimur tölusettum blaðsíðum og er innihald hans trúnaðarmál milli verkkaupa og verksala. Rísi ágreiningur um túlkun samnings þessa, má skjóta ágreiningsefninu til dómstóla. Samningi þessum til staðfestingar rita samningsaðilar nöfn sín hér undir í viðurvist tveggja vitundarvotta.” Stefnandi kveður Ragnar S. ehf. vera félag í eigu skipstjórans fyrrverandi á Val SH, Arnars Þórs Ragnarssonar og hafi það verið stofnað 1. janúar 1997. Tilgangur félagsins sé útgerð fiskibáts, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Stefnandi kveður fyrirsvarsmann stefnda hafa komið til fundar við nefndan skipstjóra og óskað eftir framangreindum verksamningi og að allar launagreiðslur færu fram í gegnum félag hans. Stefndi hafi sagt að þetta fyrirkomulag væri betra fyrir sig vegna ákvæða kjarasamninga um lágmarkslaun sjómanna og bann við þátttöku sjómanna í kaupum útgerðarmanna á veiðiheimildum. Þá losnaði hann við greiðslu launatengdra gjalda. Aðalástæðan hafi þó verið sú að í apríl 2001 hafi staðið yfir verkfall sjómanna­samtakanna og verkbann útvegsmanna og hafi stefndi talið að með gerð verk­samningsins væri honum unnt að virða kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna að vettugi. Í ágústmánuði 2003 leitaði stefnandi aðstoðar lögmanns þar sem hann taldi að á sér hefði verið brotið með gerð umrædds verksamnings. Með bréfi dagsettu 13. ágúst 2003 fór lögmaður stefnanda þess á leit við Verðlagsstofu skiptaverðs að uppgjörshættir stefnda við skipverja Vals SH yrðu rannskaðir ofan í kjölinn. Starfsmenn stofunnar urðu við þessari beiðni og með bréfi stofunnar, dagsettu 30. september 2003, var stefnda gefinn kostur á að gera athugasemdir/leiðréttingar við útreikninga stofunnar á hásetahlut á Val SH-322 fyrir tímabilið 01.05.2001 til 30.06.2002 þar sem miðað var við að viðkomandi væri launþegi útgerðar. Kveður stefnandi verulegan mun hafa reynst á útreikningum Verðlagsstofu miðað við greiðslur stefnda til skipverja á Val SH samkvæmt útgefnum reikningum. Í svarbréfi lögmanns stefnda, dagsettu 7. nóvember 2003, við áðurnefndu bréfi Verðlagsstofu skiptaverðs, er gerð grein fyrir verksamningi aðila og ákvæði hans rakin. Segir síðan svo m.a. í bréfinu: ”Samkvæmt því, sem hér hefur verið rakið, telur umbjóðandi minn sig ekki vera í stöðu útgerðar í skilningi laga nr. 13/1998, og kann engar skýringar á kjörum sjómanna á skipinu. Er vísað til útgerðaraðila í þessu efni en hann hlítur (svo) að geta upplýst um þetta atriði. Að gefnu tilefni skal tekið fram að umbjóðandi minn telur mikilvægt að reglur séu virtar og hefur lagt sig fram við að hafa samninga um leigu skipsins skýra. Fyrirsvarsmenn félagsins hafa í gegnum tíðina haft samskipti við menn sem starfað hafa á skipinu og aldrei orðið varir við að misbrestir séu á kjörum þeirra eða samskiptum við útgerðina Ragnar S. ehf.” Stefndi segir í greinargerð sinni að hann hafi verið eigandi m/b Vals SH-322 á því tímabili er stefnandi telji kröfur sínar hafa stofnast. Þann 24. apríl 2001 hafi stefndi og félagið Ragnar S. ehf. gert með sér samning um útgerð skipsins Valur SH-322. Samningurinn hafi verið tímabundinn til tveggja mánaða í senn með viku uppsagnarfresti þar sem skipið var til sölumeðferðar. Með samningnum hafi félagið Ragnar S. ehf. tekið að sér útgerð skipsins og hafi félagið skuldbundið sig með samningnum til að annast greiðslu launa og launatengdra gjalda auk þess sem félagið sá um að manna skipið. Enginn sjómaður var lögskráður á skipið áður en félagið Ragnar S. ehf. tók að sér útgerð þess, enda hafði skipið þá aldrei verið gert út fyrir þann tíma. II. Við aðalmeðferð málsins gáfu stefnandi og Lárus Guðmundsson, aðilaskýrslur en Arnar Þór Ragnarson og Árni Birgisson vitnaskýrslur. Stefnandi kvað Arnar Þór hafa sagt sér frá tilboði stefnda um verktöku á bátnum og spurt hvort hann vildi vera með í því. Hann hefði samþykkt það. Tilboðið hefði verið um að þeir yrðu verktakar um borð. Byggja hefði átt kvótastöðu á bátnum upp en að þeir myndu byrja kvótalausir. Hann hefði haldið að þetta yrði framtíðarstarf. Honum hefði aldrei verið boðið upp á ráðningarsamning. Hann hefði ekkert lagt til útgerðarinnar. Hann kvað ástæðu verksamningsins hafa verið þá að komast hjá áhrifum verkfalls og að geta sniðgengið bann við þáttöku sjómanna í kvótakaupum og leigu. Hann kvað þá hafa reiknað sjálfa út laun sín og hefði Ragnar S. ehf. gert stefnda reikning. Alltaf hefði verið skipt jafnt. Lárus hafði aðeins samband við Arnar Þór. Laun hans voru lögð inn á reikning einkahlutafélags hans Hessu af Ragnari S. ehf. Stefndi Lárus Guðmundsson rakti aðdraganann að gerð verksamningsins við Ragnar S. ehf., sem þeir Arnar þór hefðu undirritað. Hann kvað tilgang samningsins ekki hafa verið að komast undan áhrifum sjómannaverkfalls sem var um svipað leyti og samningurinn var gerður. Hann taldi samninginn hafa verið hagstæðan fyrir samningsaðila stefnda sem hefði fengið 50% af aflaverðmæti að frádregnum kostnaði samkvæmt ákvæðum samningsins í sinn hlut. Hann kvaðst ekki hafa átt samskipti við aðra um borð en Arnar Þór en hann hefði ekki samið við þá bræður stefnanda og Árna. Arnar Þór hefði hins vegar sagt honum að þeir bræður væru í verktöku um borð hjá honum. Hann kvað bátinn hafa verið smíðaðan undir 30 tonnum svo takmarka mætti fjölda í áhöfn. Þá væri ekki skylda að hafa stýrimann um borð í þetta litlum báti. Nægilegt væri að hafa skipstjóra og vélarvörð. Hann kvað Fiskmarkað Breiðafjarðar hafa séð um alla löndun úr bátnum og um kaup og leigu á kvóta í samráði við Arnar Þór sem hafi annast þau mál í umboði hans. Hafi því allur kostnaður vegna kaupa og leigu á kvóta verið dreginn frá söluverðmæti aflans af Fiskmarkaði Breiðafjarðar. Eftir að samningurin hafði verið í framkvæmd í 2 ár hefði Arnar Þór verið kominn með tvo aðra báta og Valur SH legið í höfn. Afkoman af bátnum hefði þá ekki dugað fyrir afborgunum Hann hefði því sagt samningnum upp í samræmi við uppsagnarákvæði hans. Vitnið Vilhjálmur Birgissoni kvaðst hafa byrjað á Val SH sem háseti en síðan gegnt stöðu stýrimanns. Hann kvað þá þrjá, hann, Arnar Þór og Árna Birgisson hafa komið sér saman um að fara í þetta. Lárus Guðmundsson hefði ekki komið nálægt þeirra samskiptum. Þetta hefði verið á grundvelli verksamnings og hefðu þeir skipt því sem kom í þeirra hlut í þrjá jafna hluti. Lárusi hefði verið gerður reikningur fyrir þeirra hlut og hefði hann síðan greitt inn á reikning Ragnars S. ehf., sem aftur hefði greitt hluta stefnanda inn á reikning einkahlutafélags hans, Framtíðarinnar. Hann kvaðst hafa starfað hjá því félagi og þegið laun frá því. Hann kvaðst hafa sætt sig við verri kjör en samkvæmt kjarasamningum þar sem hann taldi að þarna væri um framtíðarstarf að ræða. Hann kvað enga skriflega samninga hafa verið milli Ragnars S. og Framtíðar. Vitnið Arnar Þór Ragnarsson lýsti aðdraganda verktakasamningsins og samskiptum sínum við Larus Guðmundsson. Sjómannaverkfall hefði verið á þessum tíma og hefði Lárus viljað komast undan því. Vinið kvaðst hafa samið um kjör sem hefðu verið mun lakari en kjarasamninar kváðu á um. Ástæða þess hefði verið að ekki var aðra vinnu að fá og þá hefði Lárus sagt að um framtíðarstarf væri að ræða þegar búið væri að byggja kvótastöðu skipsins upp. Hann kvað stefnda hafa borgað allan rekstrarkostnað skipsins og tryggingar. Stefndi hefði átt skipið, kvótann sem keyptur var og veiðarfærin. Áhöfnin hefði þó orðið að taka þátt í kostnaði við netaúthald er netaveiðar voru stundaðar. Hann kvað starf sitt hafa verið eins og í hefðbundnum ráðningarsamningum nema að því leyti að hann fékk minna í laun. Hann kvaðst hafa fengið útskriftir frá Fiskmarakði Breiðafjarðar og reiknað út hlut áhafnarinnar eftir að kostnaðarliðir samkvæmt verktakasamningnum höfðu verið dregnir frá, t.d. vegna kvótakaupa og olíukaupa. Stefnda hefði síðan verið gerður reikningur og hefði hann lagt hlut áhafnar inn á reikning Ragnars S. ehf. sem hefði síðan greitt hlut þeirra Árna og Vilhjálms inn á reikninga einkahlutafélaga þeirra Hessu og Framtíðar. Hann kvaðst hafa verið á launum hjá Ragnari S. ehf. Hann kvað verkaskiptingu um borð ekki hafa verið borna undir Lárus. III. Af hálfu stefnanda er byggt á því að verksamningur milli Ragnars S. ehf. og Lárusar Guðmundssonar, sem launakjör stefnanda sem háseta, skipstjóra og matsveins hafi farið eftir, sé ógildur. Hann hafi í upphafi verið gerður í því augnamiði að skjóta stefnda undan löglega boðuðum verkfallsaðgerðum sjómannasamtakanna. Þá hafi samningsgerðin falið í sér umtalsverðan hagnað fyrir stefnda umfram það sem hann hefði getað vænst ef litið er til ákvæða sjómannalaga nr. 35/1985 og kjarasamnings milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambandsins annars vegar og milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands hins vegar. Sá hagnaður hafi verið á kostnað stefnanda og annarra skipverja á Val SH. Stefnandi eigi rétt til greiðslu úr hendi stefnda sem svari til mismunar sem var á greiðslum stefnda til stefnanda og þeirra launa sem hann átti rétt á samkvæmt nefndum kjarasamningi. Stefnandi byggir á því að verktakasamningar á sjó séu marklausir enda í skýrri andstöðu við óundanþæg ákvæði sjómannalaga nr. 35/1985. Lögin séu sett til verndar sjómönnum og gildi þau um alla sjómenn á íslenskum skipum. Undanþáguákvæði 2. gr. laganna eigi ekki við stefnanda, en starfsskyldur hans hafi verið í einu og öllu í samræmi við starfsskyldur sjómanna á íslenskum fiskiskipum. Eini munurinn hafi verið sá að skipstjóri Vals SH gaf út reikninga á stefnda undir kennitölu Ragnars S. ehf. og fékk greitt samkvæmt þeim. Þeim fjárhæðum hafi skipverjarnir þrír á Val SH skipt jafnt á milli sín eftir að skipstjórinn hafði greitt fyrir kost áhafnarinnar. Þá byggir stefnandi á því að umræddur verksamningur hafi falið í sér mun verri kjör til handa stefnanda en samkvæmt ákvæðum sjómannalaga og kjarasamnings Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambandsins annars vegar og milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands hins vegar og sé hann því ógildur. Þá sé á því byggt að stefnda hafi borið að gera skriflegan ráðningarsamning (skiprúmssamning) við skipverja. Telji stefnandi að sú skylda útiloki með gagn­ályktun frá 6. gr. sjómannalaga rétt útgerðarmanns til að gera verktakasamninga við skipverjana, sbr. 1. ml. 1. gr. sjómannalaga þar sem segir: Lög þessi gilda um alla sjómenn á íslenskum skipum. Stefnandi hafi notið verndar sjómannalaga vegna starfa sinna sem háseti, skipstjóri og matsveinn á Val SH. Um kaup hans og kjör gildi að öðru leyti ákvæði kjarasamnings milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambandsins annars vegar og milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands hins vegar. Sú niðurstaða byggi m.a. á ákvæði 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launþega og skyldutryggingu lífeyris­réttinda, sbr. 5. gr. laga nr. 69/1993, en þar segir: “Laun og önnur starfskjör, sem aðildarfélög vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör.......Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir”. Þá vísi stefnandi til 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðir er á um að samningar einstakra verkamanna við atvinnurekendur séu ógildir að svo miklu leyti sem þeir fari í bága við samninga stéttarfélags við atvinnurekandann enda hafi félagið ekki samþykkt þá. Verði talið að útgerðarmönnum og sjómönnum sé heimilt að gera með sér verktakasamning þrátt fyrir ákvæði sjómannalaga um skyldu útgerðarmanns til að ganga frá skriflegum ráðningarsamningum við sjómenn sína, byggi stefnandi á því að samningur sá er liggi fyrir í málinu geti ekki talist verktakasamningur. Efni hans beri skýrlega með sér að á ferðinni sé ráðningarsamningur en ekki verktakasamningur þrátt fyrir yfirskrift samningsins. Í fyrsta lagi beri að líta til þess, að skipið, veiðarfærin og veiðiheimildarnar voru í eigu stefnda og samkvæmt samningnum var verkkaupa (stefnda) skylt að sjá um að greiða allan rekstrarkostnað skipsins. Eina hlutverk skipstjórans hafi verið að skipta greiðslum þeim, er hann fékk úr hendi stefnda gegn framvísun reikninga, milli sín og hinna skipverjanna tveggja. Samningar séu yfirleitt taldir vinnusamningar ef sá sem biður um verk leggur til vélar eða verkfæri og þá sérstaklega ef tækin eru stórvirk. Í öðru lagi vísar stefnandi til dóms Félagsdóms frá 8. apríl 2002 í máli Vélstjórafélags Íslands gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Landssambands íslenskra útvegsmann, f.h. Útvegsmannafélags Snæfellsness, vegna Bervíkur ehf. Í því máli hafi Félagsdómur tekið undir með stefnanda um að efnisákvæði leigusamnings um skip væru verulega frábrugðin því sem almennt gerðist í leiguviðskiptum af þessum toga, m.a. hvað varðaði uppsögn leigumálans, viðgerðar- og viðhaldskostnað svo og rekstrarkostnað, sem leigusala beri, svo og tryggingar skipverja. Þá var ákvæðið um leigugjald talið afbrigðilegt. Hafi Félagsdómi þótt leigusamningurinn bera það mikinn keim af málamyndagerningi að hann væri að vettugi virðandi. Telji stefnandi margt sammerkt með samningi þessum og verksamningi þeim er mál þetta fjallar um. Báðir virðist samningarnir eiga sér sömu rætur. Þá hafi stefndi greitt lögbundnar líf- og slysatryggingar skipverja án samnings um það og staðfesti það að hann hafi verið útgerðarmaður skipsins. Hafi stefndi ætlað að fela skipverjum á Val SH að gera skipið út, hvort heldur sem það hafi verið samkvæmt leigu- eða verktakasamningi, þá hafi honum borið að tilkynna Fiskistofu það samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, sbr. 11 .gr. laga nr. 85/2002. Samkvæmt ákvæðinu beri að tilkynna Fiskistofu um eigendaskipti á fiskiskipi eða aðra breytingu á útgerðaraðild fiskiskips, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, innan 15 daga frá undirritun samnings. Eigi bæði seljandi og kaupandi, eða leigusali og leigutaki þegar um leigu er að ræða, sameiginlega að undirrita tilkynningu um breytta útgerðaraðild á sérstöku eyðublaði frá Fiskistofu. Þar komi einnig fram að kaupandi eða leigutaki beri ábyrgð á tilkynningunni. Tilkynning um breytta útgerðarhætti hafi aldrei borist Fiskistofu, en samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hafi Lárus Guðmundsson verið skráður fyrir skipinu tímabilið 02.02.2000 til 01.10.2002 en stefndi samfleytt frá þeim tíma. Þá hafi umræddur verksamningur aldrei verið sendur Verðlagsstofu skipta­verðs þrátt fyrir skýlausa skyldu útgerðarmanns til þess samkvæmt 4. gr. laga nr. 13/1998, en þar segi m.a. að útgerð skips sé skylt að senda stofunni án tafar alla samninga um fiskverð sem gerðir eru milli útgerðar og áhafnar. Þess í stað hafi Lárus Guðmundsson sent Verðlagsstofu skiptaverðs fiskverðssamning milli áhafnar og útgerðar m/b Vals SH-322, dags. 27.01.2002 með gildistíma frá 01.01.2002. Samningnum hafi ekki verið sagt upp en tilkynningu um uppsögn beri að tilkynna Verðlagsstofu skiptaverðs. Lárus Guðmundsson hafi sjálfur skrifað undir samninginn fyrir hönd útgerðar og skipstjórinn Arnar Þór Ragnarsson fyrir hönd áhafnar. Samkvæmt samningnum skuldbindi stefndi sig til að gera upp við áhöfnina á markaðsverði enda segi skýrum orðum í samningnum: „allur afli seldur á fiskmarkaði.” Í samningnum hafi útgerðaraðili Vals SH verið tilgreindur Stöð ehf, sem sé félag í eigu stefnda. Sú ákvörðun Lárusar Guðmundssonar að senda Verðlagsstofu skiptaverðs fiskverðssamning þar sem því er lýst að allur afli sé seldur á fiskmarkaði frá 01.01.2002, feli í sér viðurkenningu stefnda á ólögmæti verksamningsins. Lárus Guðmundsson hafi hins vegar aldrei ætlað sér að gera upp við skipverja í samræmi við fiskverðssamninginn og vakni því spurning um brot stefnda á ákvæðum XVII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, enda hafi fiskverðssamningurinn verið notaður til að blekkja opinbera starfsmenn, starfsmenn Verðlagsstofu skiptaverðs, til að staðfesta við Fiskistofu að stefndi uppfyllti ákvæði laga nr. 13/1998. Með vísan til þess sem hér að framan hefur verið rakið telur stefnandi að Lárus Guðmundsson hljóti að teljast útgerðarmaður Vals SH frá 01.05.2001 til 30.06.2002. Auk þess sem nú hefur verið rakið bendir stefnandi á að samkvæmt vigtarnótum hafnarsjóðs Ólafsvíkur hafi stefndi verið seljandi fiskafla Vals SH árið 2001 og sömuleiðis 2002. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskmarkaði Íslands hafi Lárus Guðmundsson verið seljandi afla Vals SH 01.03.2003 til 31.03.2003, en stefndi tilgreindur útgerðaraðili skipsins. Samkvæmt reikningi frá hafnarsjóði Snæfellsbæjar dagsettum 30.06.2001 hafi stefnda verið gert að greiða vegna útgerðar Vals SH lestar-og bryggjugjald, vatnsgjald, sorphirðigjald, olíuhreinsiefni og útselda vinnu í Ólafsvík. Samkvæmt reikningi frá Kvótabankanum ehf. dagsettum 15.11.2001 sé stefnda gert að greiða kr. 2.264.450 í kvótaleigu og samkvæmt bréfi Fiskistofu dagsettu 28.09.2001 sé Lárusi Guðmundssyni, f.h. stefnda tilkynnt um flutning á samtals 47 tonnum og 900 kg. af þorski á Val SH fiskveiðiárið 01.01.2001 til 31.08.2002. Þessi skjöl renni enn frekari stoðum undir þá staðhæfingu stefnanda að ýmist Lárus Guðmundsson eða stefndi hafi verið útgerðarmenn Vals SH þann tíma er stefnandi gegndi þar stöðu háseta og 1. stýrimanns. Útgerðarmaður samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu sé sá sem ræður ferðum skipsins, ber kostnaðinn af þeim og nýtur arðsins af þeim. Öll þessi atriði eigi skýlaust við stefnda. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða mismun á greiddum launum samkvæmt útgefnum reikningum og þeim launum sem hann á rétt á samkvæmt ákvæðum kjarasamnings milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambandsins annars vegar og milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands hins vegar. Verðlagsstofa skiptaverðs hafi reiknað út hásetahlut á Val SH fyrir tímabilið 01.05 2001 til 30.06.2002 og sé við það miðað að útreikningar stofunnar séu réttir enda beri stefndi sönnunarbyrði fyrir því að svo sé ekki, sbr. dóm Hæstaréttar í málinu nr. 130/2001: Stígandi ehf. gegn Bergi Páli Kristinssyni. Af hálfu stefnanda er byggt á útreikningum Verðlagsstofu skiptaverðs. Auk þess byggir stefnandi eftirtalda kaupliði á kjarasamningi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambands Íslands þann tíma er hann gegndi stöðu háseta: 1,0 hásetahlut, launaliðinn hlífðarföt á grein 1.08, fæðispeniga á grein 1.10. 3. tl. 2. mgr., orlof, 10,17 % á grein 1.25 Í kröfugerð sinni vegna vangreiddra launa miðar stefnandi við að dráttarvextir reiknist af mismun greiddra og vangreiddra launa frá og með 15. degi næsta mánaðar eftir að vinnan var innt af hendi sbr. 1. mgr. greinar 1.13 í kjarasamningi. Af hálfu stefnanda eru dómkröfur vegna tímabilsins 01.05.2001 til 01.09.2001 er hann var háseti reiknaðar þannig út: Heildarlaun áhafnar Vals SH hafi í maí 2001 numið 1.179.561 krónum samkvæmt reikningi og eftir að hafa skipt þeirri fjárhæð í þrennt hafi hlutur hvers, þ. á. m. stefnanda numið 393.187 krónum. Samkvæmt úteikningum Verðalagsstofu skiptaverðs hafi hásetahlutur í maí 2001 átt að vera 421.746 krónur. Við hlutinn hafi síðan átt að bætast hlífðarfatapeningar 3.185 krónur og endurgreitt fæði 16.616 krónur. Heildarlaun hafi því átt að vera 441.547 krónur. Við þá fjárhæð hafi 10,17% orlof átt að bætast eða 44.905 krónur. Samkvæmt því hafi stefnanda borið heildarlaun að fjárhæð 486.452 krónur. Mismunur greiddra og vangreiddra launa fyrir maí 2001 nemi því 93.265 krónum. Af hálfu stefnanda eru ætluð vangreidd laun hans fyrir mánuðina júní, júlí og ágúst 2001 reiknuð á sama hátt: eða þannig: Júní: Heildarlaun samkvæmt reikningi 2.935.001/3 978.334 Samtals 978.334 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs 994.589 Hlífðarfatapeningar 3.185 Endurgreitt fæði 16.080 Samtals 1.013.854 10,17% orlof 103.109 Heildarlaun 1.116.963 Mismunur vangreidd laun 138.629 Júlí: Heildarlaun samkvæmt reikningi 1.637.345/3 545.782 Samtals 545.782 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs 684.856 Hlífðarfatapeningar 3.185 Endurgreitt fæði 16.616 Samtals 704.657 10,17% orlof 71.664 Heildarlaun 776.321 Mismunur vangreidd laun 230.539 Ágúst: Heildarlaun samkvæmt reikningi 498.7455/3 166.248 Samtals 166.248 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs 159.249 Hlífðarfatapeningar 3.185 Endurgreitt fæði 16.616 Samtals 179.050 10,17% orlof 18.209 Heildarlaun 197.259 Mismunur vangreidd laun 31.011 Stefnandi gegndi stöðu skipstjóa tímabilið 01.09.2001 til 31.12.2001 og nýtur því tveggja hásetahluta samkvæmt ákvæði 2. mgr. greinar 1.01. í kjarasamningi milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands Þá á stefnnandi rétt á föstu kaupi samkvæmt grein 1.11. í kjarasamningnum, fatapeningum samkvæmt grein 1.16., fæðispeningum samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 1.17. og orlofs, 10,17 % samkvæmt grein 1.18. Samkvæmt þessu hefðu laun stefnanda fyrir tímabilið 01.09.2001 til 31.12,2001 átt að vera þessi: September 2001: Heildarlaun samkvæmt reikningi 1.474.170/3 491.390 Samtals 491.390 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs 645.362 Aukahlutur stefnanda 645.362 Fast kaup 2.831 Hlífðarfatapeningar 3.185 Endurgreitt fæði 16.080 Samtals 1.312.820 10,17% orlof 133.514 Heildarlaun 1.446.334 Mismunur vangreidd laun 954.944 Október: Heildarlaun samkvæmt reikningi 2.402.974/3 800.991 Samtals 800.991 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs 733.590 Aukahlutur stefnanda 733.590 Fast kaup 2.831 Hlífðarfatapeningar 3.185 Endurgreitt fæði 16.616 Samtals 1.489.812 10,17% orlof 151.414 Heildarlaun 1.641.326 Mismunur vangreidd laun 840.335 Nóvember: Heildarlaun samkvæmt reikningi 2.811.056/3 937.019 Samtals 937.019 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs 938.595 Aukahlutur stefnanda 938.595 Fast kaup 2.831 Hlífðarfatapeningar 3.185 Endurgreitt fæði 16.080 Samtals 1.899.286 10,17% orlof 193.157 Heildarlaun 1.641.326 Mismunur vangreidd laun 1.155.424 Desember: Heildarlaun samkvæmt reikningi 1.417.947/3 472.649 Samtals 472.649 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs 406.958 Aukahlutur stefnanda 406.958 Fast kaup 2.831 Hlífðarfatapeningar 3.185 Endurgreitt fæði 16.616 Samtals 836.548 10,17% orlof 85.077 Heildarlaun 921.625 Mismunur vangreidd laun 448.976 Stefnandi gegndi stöðu matsveins tímabilið 01.01.2002 til 30.06.2002 og naut því 11,25 hásetahluts samkvæmt ákvæði g-liðs greinar 1.06. í kjarasamningi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambands Íslands, hlífðarfatapeninga samkvæmt grein 1.08., fæðispeninga samkvæmt grein 1.10. 3. tl. 2. mgr. og orlofs samkvæmt 1. mgr. greinar 1.25. Þetta tímabil voru stundaðar netaveiðar á Val SH og þrír í áhöfn . Áttu því 26,3 % af viðbótarhlutunum vegna fækkunar í áhöfn að koma í hlut sstefnanda sem matsveins. Samkvæmt þessu hefðu laun stefnanda fyrir tímabilið 01.01.2002 til 30.06.2002 átt að vera þessi: Febrúar 2002: Heildarlaun samkvæmt reikningi 1.401.030/3 467.010 Samtals 467.010 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs að viðbættum aukahlut vegna fækkunar í áhöfn 413.736 Aukahlutur stefnanda 103.434 Hlífðarfatapeningar 3.280 Endurgreitt fæði 15.960 Samtals 536.410 10,17% orlof 54.553 Heildarlaun 590.962 Mismunur vangreidd laun 123.952 Mars: Heildarlaun samkvæmt reikningi 1.032.201/3 344.067 Samtals 344.067 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs að viðbættum aukahlut vegna fækkunar í áhöfn 308.523 Aukahlutur stefnanda 77.131 Hlífðarfatapeningar 3.280 Endurgreitt fæði 17.670 Samtals 406.604 10,17% orlof 41.352 Heildarlaun 447.956 Mismunur vangreidd laun 103.889 Apríl: Heildarlaun samkvæmt reikningi 1.121.109/3 377.703 Samtals 377.703 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs að viðbættum aukahlut vegna fækkunar í áhöfn 383.215 Aukahlutur stefnanda 95.804 Hlífðarfatapeningar 3.280 Endurgreitt fæði 17.100 Samtals 479.019 10,17% orlof 50.789 Heildarlaun 550.188 Mismunur vangreidd laun 176.485 Maí og júní: Heildarlaun samkvæmt reikningi 1.321.749/3 440.583 Samtals 440.583 Hásetahlutur skv. útreikningi Verðlagsstofu skiptaverðs að viðbættum aukahlut vegna fækkunar í áhöfn 532.409 Aukahlutur stefnanda 133.102 Hlífðarfatapeningar 6.560 Endurgreitt fæði 34.770 Samtals 706.841 10,17% orlof 71.886 Heildarlaun 778.727 Mismunur vangreidd laun 338.144 Samtals hafi því vangreidd laun fyrir öll tímabilin numið 4.635.593 krónum, eða stefnufjárhæð málsins Af hálfu stefnanda er á því byggt að stefnandi og stefndi hafi verið bundnir af ákvæðum kjarasamnings milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambandsins annars vegar og milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands hins vegar, við gerð ráðningarsamnings sín á milli. Stefnanda hafi því ekki verið heimilt að semja sig frá ákvæðum sjómannalaga eða ákvæðum nefndra kjarasamninga þegar samið var um skiptahlut hans úr aflaverðmætum Vals SH. Slík ráðstöfun fari einnig gegn skýrum ákvæðum 1. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, sbr. 10. gr. laga nr. 79/1994, en þar segir m.a: Þegar afli fiskiskipa er seldur óunninn hér á landi er skiptaverðmæti aflans til hlutaskipta og aflaverðlaun 75 % af því heildarverðmæti sem útgerðin fær fyrir hann. Ekki er heimilt að draga frá heildarverðmæti afla í þessu sambandi kostnað við kaup á veiðiheimildum....Skiptaverðmæti aflans skal þó aldrei vera lægra samkvæmt þessari grein en 70% af heildarverðmæti. Telur stefnandi öll framangreind laga- og kjarasamningsákvæði vera óundanþæg og hvorki á færi stefnda né stefnanda að víkja þeim til hliðar svo gilt sé og vísar stefnandi í því sambandi til hrd. 1996:522. Lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar aðallega á 1., 2., 4., 5., 6. og 2. mgr. 27. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, ákvæðum kjarasamnings milli Landssambands íslenskra útvegsmanna og Sjómannasambands Íslands annars vegar og Landssambands íslenskra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands hins vegar, 7. gr. orlofslaga nr. 30/1987, 1. gr. laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, sbr. 10. gr. laga nr. 79/1994, 7. gr. laga nr. 43/1987 um lögskráningu sjómanna, 4. gr. laga nr. 115/1985 um skráningu skipa, sbr. 17. gr. laga nr. 7/1996 og 2. gr. laga nr. 153/2000, 4. og 5. málslið 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 15. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, sbr. 11. gr. laga nr. 85/2002, 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sbr. 5. gr. laga nr. 69/1993, 7. gr. laga nr. 80/19388 um stéttarfélög og vinnudeilur, 4. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Þá vísar stefnandi til hrd. 1996:522, hæstaréttardóms í máli nr. 130/2001, Stígandi ehf. gegn Bergi Páli Kristinssyni, sem kveðinn var upp 27. september 2001 og til dóms Félagsdóms í málinu nr. F-15/2001: Vélstjórafélag Íslands gegn Samtökum atvinnulífsins f. h. LÍÚ o.fl. vegna Bervíkur ehf. Um dráttarvexti vísar stefnandi til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um málsksotnað til 1. mgr. 130. gr. laga nr.91/1991 um meðferð einkamála og um virðisaukaskatt til laga nr. 50/1988. IV. Af hálfu stefnda er sýknukrafa á því byggð að stefnandi eigi enga lögvarða kröfu á hendur stefnda þar sem ekkert samningssamband hafi verið fyrir hendi milli aðila og því um aðildarskort að ræða með vísan til 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Af málsatvikum sé ljóst að stefndi og félagið Ragnar S. ehf. hafi gert með sér samning um útgerð skipsins Vals SH-322 og hafi samningurinn verið undirritaður af Arnari Þór Ragnarssyni fyrir hönd félagsins Ragnars S ehf.. Samkvæmt samningnum hafi félagið Ragnar S. ehf. átt að annast útgerð skipsins, þar með talið mönnun þess. Félagið Ragnar S. ehf. hafi því verið skuldbundið með samningnum til að annast greiðslu launa og launatengdra gjalda til þerira manna er félagið réði til verksins. Enginn skipverji hafi verið lögskráður á skipið er Ragnar S ehf. tók að sér útgerð þess. Gagnvart skipverjum hafi félagið Ragnar S ehf. því komið í einu og öllu fram sem útgerðaraðili skipsins. Ragnar S ehf. hefði séð um greiðlu launa og hefði félagið ráðið í einu og öllu vinnutíma og vinnutilhögun, enda engin samskipti milli stefndanda og stefnda þessa máls. Stefnandi hafi ekki verið ráðinn til starfa hjá stefnda og sé því alfarið hafnað að nokkurt vinnusamband hafi verið milli stefnanda og stefnda. Þá hafi stefnandi í stefnu ekki sýnt fram á stofnun vinnusambands milli hans og stefnda í stefnu og ekki sýnt fram á með hvaða hætti hann hafi fengið laun sín greidd né með hvaða hætti hann taldi þau fram til skatts.Hafi ekki verið sýnt fram á annað en að hann hafi ráðið sig til starfa hjá Ragnari S ehf. vitandi það að félagið færi með útgerð Vals SH-322 tímabundið í skjóli samningsins á dskj. nr. 6. Sé því uppi aðildarskortur í máli þessu með vísan til ákvæðis 16. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og beri því að sýkna stefnda. Stefndi hafi falið Ragnari S ehf. útgerð skipsins Vals SH-322 og hafi stefndi því hvergi komið að ráðningu stefnanda á skipið. Stefnda hafi engar athugasemdir borist frá stefnanda varðandi launakjör hans á því tímabikli er stefnandi starfaði um borð í skipinu. Hafi stefndi því ekki mátt ætla annað en að útgerðaraðili skipsins Ragnar S ehf. væri að greiða stefnanda, sem og öðrum þeim er unnu á vegum félagsins um borði í skipinu, laun í samræmi við kjarasamninga. Samkvæmt stefnu telji stefnandi að hann hafi átt rétt til launa að fjárhæð 11.048.556 krónur á því tímabili er mál þetta tekur til, en fram komi einnig í stefnu að stefnandi hafi móttekið launagreiðslur frá Ragnari S ehf. að fjárhæð 6.412.963 krónur. Ekkert liggi þó frammi í málinu er staðfest geti fjárhæðir þessar, annað en fullyrðingar stefnanda auk þess sem sýnt er af dskj. nr. 21-29 að stefndi greiddi til Ragnars S ehf. samkvæmt reikningum sem útgefnir voru af Ragnari S ehf. 13.928.138 krónur án vasks. Fjárhæð þessi hafi verið greidd til Ragnars S ehf. samkvæmt samningi milli stefnda og Ragnars S ehf. Það hafi svo verið á hendi Ragnars S ehf. sem útgerðaraðila skipsins að gera upp við þá skipverja sem um borð voru hverju sinni. Telji stefndi því að hann hafi að fullu efnt samningsskuldbindingar sínar gagnvart Ragnari S ehf.. Þyki því sýnt að launakrafa stefnanda beinist gegn röngum aðila, þar sem henni ætti réttilega að beina gegn Ragnari S ehf. og því sé um aðildarskort að ræða í máli þessu. Stefndi kveður stefnanda hafa uppi í stefnu ýmsar fullyrðingar um ógildi samningsins milli Ragnars S ehf. og stefnda. Telji stefndi þau sjónarmið sem tilgreind eru til stuðnings ógildiskröfu gilda um aðra verndarahgsmuni en stefnanda, það er grandlausa sjómenn. Sé ljóst að stefnanda hafi verið kunnugt um þau kjör er í boði voru þegar hann réði sig til starfa hjá Ragnari S ehf. Varðandi tilvísun stefnanda til 4. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna ítreki stefndi að hann hafi ekki verið útgerðaraðili skipsins í skilningi laga nr. 13/1998 á því tímabili er hér um ræðir, sbr. bréf lögmanns hans til Verðlagsstofu skiptaverðs. Í því bréfi hafi samningur stefnda og Ragnars S ehf. verið skýrður auk þess sem Verðlagsstofunni hafi verið sent afrit samningsins auk þeirra reikninga er félagið Ragnar S ehf. hafði gefið út á stefnda. Verðlagsstofan hafi engar athugasemdir gert við bréf þetta og líti stefndi því svo á að hún hafi staðfest að Ragnar S ehf. hafi verið útgerðaraðili skipsins í skilningi laga nr. 13/1998 á því tímabili sem hér um ræðir. Af hálfu stefnda er talið, með vísan til meginreglna samninga- og fjármunaréttar, að mikið þurfi að koma til svo ógildur verði verksamningur sem þessi, sem gerður hafi verið milli tveggja félaga sem hafi útgerð fiskiskipa að markmiði sínu. Stefndi hafi ávallt gert ráð fyrir að Ragnar S ehf. myndi uppfylla þær kröfur er ákvæði laga og kjarasamninga gera til útgerðarmanna, enda hafi háttsemi Ragnars S ehf. ekki gefið stefnda annað til kynna en að við kjarasamninga væri staðið. Lagarök stefnda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á ákvæði 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þá byggir stefndi kröfur sínar einnig á meginreglum fjármuna- og samningaréttarins um skuldbindingargildi samninga, sem stoð eiga m.a. í lögum nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Vísað er til meginreglna kröfuréttarins. Þá vísast einnig til meginreglna vinnuréttarins og verktakaréttar. Þá er einnig vísað til laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úirskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna og til sjómannalaga nr. 35/1985. Þá vísast einnig til laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða og til laga nr. 43/1987 um lögskráningu sjómanna. Kröfu um málskostnað byggir stefndi á XX. kafla laga um meðferð einkamála nr. 9171991. V. Eins og að framan er rakið hafði skipið Valur SH-322 aldrei verið gert út er fyrirtækið Ragnar S. ehf., sem er í eigu Arnars Þórs Ragnarssonar, tók að sér útgerð skipsins með undirritun verksamnings, sem rakinn er hér að framan. Eins og fram kemur í framburði aðila hafði Arnar Þór sýnt áhuga á skipinu um nokkurt skeið áður en verksamningurinn var undirritaður. Með samningnum tók fyrirtækið Ragnar S ehf. að sér að gera skipið út gegn nánar tilgreindu endurgjaldi. Í samningnum var ekki kveðið á um mönnun skipsins og ráðningarkjör væntanlegra skipverja, en tekið fram að verksali sæi um á sinn kostnað allan starfsmannatengdan kostnað vegna áhafnar í skipinu á hverjum tíma, þar með talin laun og launatengd gjöld, kost og annað sem tengist áhöfninni. Eins og áður getur var skipið gert út með þeim hætti sem verksamningurinn kvað á um frá gildistöku samningsins og allt til þess tíma er stefndi sagði samningnum upp þann 11. júlí 2003 með vikufyrirvara á grundvelli ákvæðis í samningnum um gagnkvæman uppsagnarrétt með viku fyrirvara. Á samningstímanum voru aldrei gerðar athugasemdir við framkvæmd samningsins, hvorki af hálfu verksala, stefnanda né annarra skipverja. Það var fyrst eftir að stefndi hafði sagt samningnum upp að stefnandi og aðrir skipverjar töldu sig hafa verið hlunnfarnir í launum á samningstímanum og kröfðu stefnda um mismun launa sem þeim hefði borið samkvæmt kjarasamningum og þeirra launa sem þeir fengu í raun frá félaginu Ragnari S. ehf. Samningsfrelsi er meginregla í íslenskum rétti. Sú meginregla sætir þó ýmsum takmörkunum, m. a. þeim sem tíundaðar er af stefnanda hér að framan svo sem ákvæðum sjómannalagaa nr. 35/1985 og lögum um starfskjör launþega svo dæmi séu tekin. Í máli þessu er atvikum á hinn bóginn svo háttað að fyrirsvarsmaður stefnda samdi hvorki við stefnanda né aðra skipverja á Val SH-322 um kaup og önnur kjör. Hann samdi hins vegar við útgerðarfélagið Ragnar S ehf. um að annast útgerð skipsins. Hefur það komið fram í málinu að stefndi skipti sér hvorki af mönnun skipsins, verkaskiptingu milli skipverja, vinnutíma né af samningum um kaup skipverja og kjör. Aðilar deila um það hvort umræddur samningur sé verksamningur eins og hann er samkvæmt orðanna hljóða og stefndi byggir á eða vinnusamningur eins og stefnandi heldur fram að samningurinn sé í reynd. Stefndi lagði til skipið og veiðarfæri, greiddi rekstrarkostnað og annaðist sölu aflans á markaði. Félagið Ragnar S. ehf. sá um mönnun skipsins og greiðslur launa og launatengdra gjalda, veiðarnar og réð för skipsins hverju sinni svo og vinnutíma. Félagið lagði einnig til fiskitölvu sem notuð var um borð. Umræddur samningur er samkvæmt orðanna hljóðan verksamningur og styðja öll meginatriði samningsins að svo sé. Þykir stefnanda ekki hafa tekist að sýna fram á að þrátt fyrir þetta sé í reynd um vinnusamning að ræða. Verður því á því byggt að um verksamning sé að ræða. Aðilar deila um það hvorn skuli telja útgerðarmann skipsins á samningstímanum, Lárus Guðmundsson og síðar stefnda eða Ragnar S. ehf.. Samkvæmt verksamningnum tók félagið Ragnar S. ehf. útgerð skipsins að sér á samningstímarnum gegn tilteknu endurgjaldi. Stefndi greiddi hins vegar rekstrarkostnað og annaðist sölu afla á markaði eins og áður getur. Í lögum er ekki girt fyrir að annar geti verið útgerðarmaður skips en eigandi þess. Þegar litið er til verksamnings aðila og þeirrar verkaskiptingar sem þar var samið um þykir ekki leika á því vafi að líta beri á félagið Ragnar S. ehf. sem útgerðarmann í skilningi laga. Af orðalagi samningsins og öðru því sem fram hefur komið í málinu verður ekki annað ráði en að það hafi verið skilningur fyrirsvarsmanns stefnda og fyrirsvarsmann Ragnars S. ehf. að Ragnar S. ehf væri útgerðarmaður skipsins í lagalegu tilliti. Þau tilvik sem stefnandi vísar í þar sem stefndi er skráður sem útgerðarmaður þykja ekki hagga því að samkvæmt samningi aðila hafi verið svo um samið að Ragnar S. ehf. annaðist útgerð skipsins. Samkvæmt framangreindu er það því niðurstaða dómsins að um verksamning hafi verið að ræða milli Lárusar Guðmundssona og Ragnars S. ehf. og að líta beri á Ragnar S ehf. sem útgerðarmann skipsins á samningstímanum. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á að um málamyndagerning hafi verið að ræða. Samningurinn var milli tveggja útgerðarfélaga um útgerð skipsins. Upplýst er í málinu að fyrirsvarsmaður stefnda kom ekkert samningum við áhöfn um kaup og kjör. Verður samningurinn því ekki talinn ógildur á þeim grundvelli að um málamyndagerning hafi verið að ræða. Þá verður samningurinn ekki talinn ógildur á þeim grundvelli að stefndi hafi vanrækt þá lagaskyldu sína að tilkynna tilteknum aðilum um breytta aðild að útgerð skipsins eins og stefnandi byggir á. Það er því niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á nein þau atvik er ættu að valda því að umræddur samningur skuli teljast ógildur og andstæður lögum. Verður að byggja niðurstöðu málsins á því að ekkert samningssamband hafi verið milli stefnda og stefnanda heldur einvörðungu milli stefnda og félagsins Ragnars S. ehf. Upplýst hefur verið í málinu að allar greiðslur frá stefnda samkvæmt reikningu Ragnars S. ehf vegna útgerðar skipsins, runnu til Ragnars S. ehf., sem greiddi laun skipverja. Hafi samningar og lög varðandi kaup og kjör skipverja verið brotin bar að beina kröfum vegna þess til útgerðarmannsins Ragnars S. ehf. Samkvæmt ofansögðu var ekkert slíkt réttarsamband milli aðila þessa máls að stefnanda hafi verið rétt að beina málssókn sinni að stefnda. Er því um aðildarskort að ræða í málinu samkvæmt 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og ber því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað. Samhliða þessu máli er í dag kveðinn upp dómur í fjórum öðrum málum ýmist á hendur Lárusi Guðmundssyni eða stefnda Lárusi Lárberg ehf. þar sem sama sakarefni var til meðferðar. Í því ljósi verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda 120.000 krónur í málskostnað í þessu máli. Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari kveður dóminn upp. D Ó M S O R Ð : Stefndi, Lárus Guðmundsson., er sýkn af kröfum stefnanda, Árna Birgissonar, í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 120.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 651/2015
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. september 2015, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. september 2015, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 2. október 2015 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á með héraðsdómi að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem fangelsisrefsing liggur við og að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að hann sæti gæsluvarðhaldi svo og einangrun meðan á því stendur, sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 540/2017
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirEiríkur Tómasson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 26. ágúst 2017 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. ágúst 2017 þar semvarnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 22. september2017 klukkan16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferðsakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verðifelldur úr gildi, til vara að hún verði vistuð á sjúkrahúsi eða viðeigandistofnun meðan á gæsluvarðhaldi stendur, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldinuverði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingarhins kærða úrskurðar.Engin gögn liggja fyrir í málinuum geðheilbrigði varnaraðila. Eru því ekki efni til að fallast á varakröfuhennar um vistun á viðeigandi stofnun meðan á gæsluvarðhaldi stendur, sbr. 1.mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008. Aftur á móti ber að veita henni fullnægjandiheilbrigðisþjónustu í varðhaldsvistinni. Samkvæmt þessu en að öðru leyti meðvísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26.ágúst 2017. Lögreglustjórinn áhöfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X,kt. [...] verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 22. september2017 kl. 16:00. Í greinargerð sóknaraðila kemurfram að lögreglan rannsaki nú meintatilraun til ráns og stórfellda líkamsárás að [...] í Reykjavík entilkynning hafi borist í gær um að kona væri í annarlegu ástandi að ráðast aðfólki vopnuð hnífi. Er lögregla hafi komið ávettvang hafi kærðu verið haldið niðri af tveimur aðilum og hafði annar þeirraafvopnað hana og tekið af henni hníf. Á vettvangi hafi einnig verið meinturbrotaþoli og hafi hún sjáanlega verið í losti. Kvað hún kærðu hafa gengið uppað sér og sagt henni að afhenda sér símann sinn. Er hún hafi ekki orðið við þvíhafi kærða dregið upp hníf og ítrekað ósk sína. Er hún hafi neitað henni umsímann í þriðja skipti hafi kærða orðið reið og hafi veist að henni og skoriðhana í hægri kinn með hnífnum auk þess að toga í hárið á henni. Eitt vitni ávettvangi hafi borið um að hafa séð kærðu ógna brotaþola með hnífnum. Kærða hafi hlotið tveggja mánaðaskilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás þann 2. maí 2016 í Héraðsdómi Reykjavíkurí máli nr. S-[...]/2016. Vafalaust sé að kærða muni hljóta óskilorðsbundnarefsingu fái hún dóm fyrir þau mál sem nú séu til rannsóknar, en fyrir hendi sérökstuddur grunur um að kærða hafi gert tilraun til ráns vopnuð hnífi sem ogframið stórfellda líkamsárás með sama vopni, og þar með rofið í verulegumatriðum skilyrði sem henni höfðu verið sett í skilorðsbundnum dómi, í skilningic. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála. Með vísan til framangreinds,framlagðra gagna, c-liðar 1. mgr. 95. gr. og b- liðar 1. mgr. 99. gr. laga nr.88/2008 um meðferð sakamálamála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Kærðakrefst þess aðallega að kröfunni verði hafnað en til vara að hún sætigæsluvarðhaldi á viðeigandi stofnun og til þrautavara að gæsluvarðhaldinu verðimarkaður skemmri tími.Niðurstaða: Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 verður sakborningurþví aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur umað hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Auk þessverða að vera fyrir hendi eitthvert þeirra skilyrða sem talin eru upp í fjórumstafliðum. Meðal þeirra skilyrða er að rökstuddur grunur leiki á aðsakborningur hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið settí skilorðsbundnum dómi, sbr. c-lið ákvæðisins. Kærða var með dómi HéraðsdómsReykjavíkur 2. maí 2016 sakfelld fyrir líkamsárás, sbr. 1. mgr. 217. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og gert að sæta 60 daga fangelsi sem bundiðvar skilorði til tveggja ára. Hún var handtekin í gær, eins og að framangreinir, vegna ætlaðra brota gegn 2. mgr. 218. gr. og 252. gr., sbr. 20. gr.,almennra hegningarlaga. Fallist er á með lögreglustjóra að fyrir hendi sérökstuddur grunur um að kærða hafi með háttsemi sinni rofið í verulegum atriðumskilyrði sem henni voru sett í hinum skilorðsbundna dómi. Er því fullnægtskilyrðum síðari hluta c-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess aðkærðu verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, enda er ekki sýnt að brot þau sem húner sökuð um muni aðeins hafa í för með sér sekt eða skilorðsbundnafangelsisrefsingu, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. Ekki er sýnt fram á að önnurúrræði komi til greina. Verður krafa lögreglustjórans því tekin til greina einsog hún er fram sett. BarbaraBjörnsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. ÚR S K U R Ð A R O R Ð : Kærða, X, kt. [...], sætigæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 22. september 2017 kl. 16:00.
Mál nr. 66/2005
Ráðningarsamningur Laun Uppsagnarfrestur
B, sem hafði sagt upp störfum hjá I, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu og krafðist launa fyrir yfirvinnu, svonefnds frítökuréttar og launa á uppsagnarfresti. Höfðu aðilar ekki gert með sér skriflegan ráðningarsamning. Deildu þeir um hvort fjárhæð umsaminna mánaðarlauna hefði verið miðuð við dagvinnu eða verið heildarlaun óháð vinnuframlagi. Meðal annars með vísan til aðilaskýrslu B og þess að hann hafði ekki með sannanlegum hætti uppi kröfur um greiðslu fyrir yfirvinnu fyrr en alllöngu eftir starfslok varð ekki hjá því komist að telja að greiðsla fyrir yfirvinnu hafi verið innifalin í hinum föstu mánaðarlaunum. Forsenda þess væri hins vegar að vinnuálag á B væri innan venjulegra og hóflegra marka. Var talið í ljós leitt að vinna B hefði farið yfir þau mörk. Þá var talið að aðstæður hefðu verið slíkar að ákvæði kjarasamnings um frítökurétt ætti við. Í báðum þessum tilvikum var hins vegar enginn viðhlítandi grunnur lagður af hálfu B til að taka mætti afstöðu til þess hvað talist gæti tímakaup hans annars vegar fyrir yfirvinnu og hins vegar dagvinnu. Voru báðar þess kröfur svo vanreifaðar að ekki varð hjá því komist að vísa þeim frá dómi. Þá var í ljósi orðalags uppsagnarbréfs B talið að I hefði verið rétt að skilja það svo að B óskaði ekki eftir að vinna á uppsagnarfresti. Var I því sýknað af kröfu B um laun á uppsagnarfresti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. febrúar 2005. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 3.457.435 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 1. maí 2003 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Áfrýjandi, sem er viðskiptafræðingur að mennt, réði sig til starfa hjá stefnda í aprílmánuði 2003. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur milli aðila. Þeir eru sammála um að umsamin mánaðarlaun hafi verið 300.000 krónur en greinir á um, eins og síðar verður rakið, hvort það endurgjald hafi verið miðað við dagvinnu eða verið heildarlaun óháð vinnuframlagi. Starf áfrýjanda fólst í að annast innkaup fyrir stefnda. Hann hóf störf í Reykjavík og kvaðst í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi hafa unnið frá því milli klukkan átta og hálfníu að morgni og til sjö eða átta að kvöldi á því tímabili er hann starfaði þar. Starfsstöð áfrýjanda fluttist snemma í maí 2003 í vinnubúðir við virkjunarsvæðið að Kárahnjúkum. Kvaðst áfrýjandi í skýrslu fyrir héraðsdómi fyrsta mánuðinn eftir það samhliða innkaupastarfi sínu hafa annast lagerhald fyrir stefnda. Taldi hann daglegan vinnutíma sinn hafa verið frá klukkan sjö til átta að morgni og langt fram eftir kvöldi. Framan af starfstíma áfrýjanda skráði stefndi ekki daglegan vinnutíma þess fyrrnefnda. Áfrýjandi hefur hins vegar lagt fram mánaðarleg yfirlit um daglegan vinnutíma sinn, sem hann kveður byggð á samtímaskráningu sinni, en um þá skráningu nýtur ekki annarra gagna í málinu. Vegna vinnu áfrýjanda frá ágústbyrjun 2003 og til loka starfstíma hans hjá stefnda eru hins vegar meðal gagna málsins mánaðarleg yfirlit er stafa frá stefnda þar sem daglegur vinnutími þess fyrrnefnda er skráður. Á grundvelli yfirlýsingar Helgu Jónsdóttur starfsmannastjóra stefnda og málflutnings hans fyrir Hæstarétti verður að miða við að þessi vinnutími hafi verið staðfestur af forráðamönnum stefnda. Meðal gagna málsins eru einnig mánaðarlegir launaseðlar áfrýjanda, sá fyrsti dagsettur 1. júní 2003. Kemur glöggt fram af þeim að áfrýjanda voru eingöngu greidd 300.000 króna mánaðarlaun og að engar greiðslur voru fyrir yfirvinnu. Aðilar eru sammála um að áfrýjandi hafi á starfstíma sínum gert athugasemdir um launakjör sín og er það að hluta staðfest með framburði vitna fyrir héraðsdómi. Hins vegar greinir aðila á um að hverju þessar athugasemdir hafi lotið. Áfrýjandi heldur því fram að hann hafi gert kröfu um greiðslu samkvæmt ráðningarsamningi þar sem á honum væru brotin umsamin kjör, en stefndi að hann hafi verið óánægður með umsamin kjör og án árangurs óskað endurskoðunar á þeim þar sem hann teldi yfirvinnu sína fara fram úr því sem eðlilegt gæti talist miðað við umsamin föst laun. Meðal gagna málsins eru drög að ráðningarsamningi áfrýjanda. Er um að ræða staðlað samningsform stefnda á ensku, útfyllt að mestu, dagsett 30. júlí 2003 en óundirritað. Voru drögin afhent áfrýjanda í ágústmánuði 2003. Er starfsheiti áfrýjanda samkvæmt þeim „Assistant Buyer“ og vinnustaður Kárahnjúkar. Á samningseyðublaðinu er óútfyllt ákvæði um vinnutíma svohljóðandi: „Working hours: Regular working hours are ... but can vary considerably, especially during the initial phase of the Kárahnjúkar project, but the average weekly hours are expected to be between ... . Excessive contribution will be rewarded, especially.“ Um mánaðarlaun segir í samningsdrögunum: „Monthly salary, including all overtime is ISK 300.000.- or for regular hours as described above, ISK... Excessive work-load, out of the ordinary, will be reimbursed especially.“ Tekið er fram að stefndi muni annast tryggingar starfsmanna samkvæmt virkjanasamningi og að áfrýjandi hafi valið aðild að Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Með bréfi 4. október 2003 sagði áfrýjandi upp starfi sínu. Í bréfinu, sem er á ensku, segir meðal annars: „My job took place at the site at Kárahnjúkar from 06.05.2003 to 03.10.2003. ... If Impreglio prefer, I am available to work the length of notice which is conventional.“ Með bréfi sama dag féllst stefndi á uppsögnina og tók fram að áfrýjandi hafi nefnt 3. október sem síðasta vinnudag. Myndi félagið ekki óska vinnuframlags hans eftir þann dag. Með bréfi 20. apríl 2004 krafði áfrýjandi stefnda um greiðslu vegna vangreiddra launa. Hann höfðaði síðan mál þetta 14. september sama ár. II. Krafa áfrýjanda er þríþætt. Hann krefst launa fyrir yfirvinnu, launa vegna svonefnds frítökuréttar og launa á uppsagnarfresti. Eru tölulegar forsendur kröfugerðar hans raktar í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar er rakið miðar kröfugerðin við að umsamin mánaðarlaun fyrir dagvinnu séu 300.000 krónur og eru laun fyrir hverja yfirvinnustund og laun vegna frítökuréttar leidd af þeim á grundvelli greina 1.8., 1.7.1.1. og 2.3.2. í kjarasamningi milli Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Verður að fallast á það með áfrýjanda að ráðningarkjör hans hafi byggst á þeim kjarasamningi í ljósi framangreinds ákvæðis um stéttarfélagsaðild í drögunum að ráðningarsamningi aðila, en þau stöfuðu frá stefnda. Fyrsti þáttur kröfu áfrýjanda lýtur að ógreiddri yfirvinnu og er að fjárhæð 1.979.582 krónur auk orlofs. Ágreiningur aðila um laun fyrir yfirvinnu snýst fyrst og fremst um hvað falist hafi í þeim 300.000 króna mánaðarlaunum sem ágreiningslaust er að um hafi samist við upphaf starfa áfrýjanda. Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi sagðist áfrýjandi við ráðningu sína hafa rætt við forsvarsmann stefnda um að daglegur vinnutími sinn væri milli klukkan níu og fimm. Aðspurður af dómara um það hvort rætt hafi verið um að greitt yrði sérstaklega fyrir yfirvinnu svaraði stefndi því til að hann hafi gert ráð fyrir því að svo yrði. Í framhaldi af svörum um vinnutíma í upphafi starf síns í Reykjavík, sem var töluvert umfram dagvinnu eins og að framan er rakið, sagði áfrýjandi aðspurður af lögmanni sínum að rætt hafi verið um 300.000 krónur fyrir það starf. Samkvæmt þessu voru svör áfrýjanda í aðilaskýrslu hans ekki skýr um það hvort í upphafi hafi verið gert ráð fyrir einhverri yfirvinnu inni í hinum umsömdu mánaðarlaunum. Á mánaðarlegum launaseðlum kom skýrlega fram að ekki var greitt fyrir yfirvinnu. Gaf það áfrýjanda tilefni til að gera athugasemdir ef hann taldi í því felast samningsrof stefnda. Það gerði hann ekki með sannanlegum hætti. Þegar stefndi lagði framangreind drög að ráðningarsamningi fyrir áfrýjanda í ágústmánuði 2003 gat áfrýjanda hvað sem öðru leið ekki dulist að stefndi teldi greiðslu fyrir yfirvinnu eða að minnsta kosti hluta hennar innifalda í hinum föstu mánaðarlaunum. Engu að síður hélt hann áfram störfum um hríð og gerði ekki með sannanlegum hætti kröfu um tilteknar greiðslur vegna yfirvinnu fyrr en rúmu hálfu ári eftir að störfum hans lauk. Þegar allt þetta er virt og haft í huga að ekki tíðkaðist að greiða að fullu fyrir yfirvinnu samkvæmt ráðningarsamningum stefnda við starfsmenn hliðstæða áfrýjanda og að áfrýjanda hlaut að vera það ljóst er leið á starfstíma hans verður ekki hjá því komist að telja að greiðsla fyrir yfirvinnu hafi verið innifalin í hinum föstu mánaðarlaunum áfrýjanda. Í gögnum málsins kemur fram að vinnuálag á áfrýjanda var mjög mikið allan þann tíma er hann starfaði við Kárahnjúka. Hvað sem líður sönnun fyrir fjölda yfirvinnustunda hans fyrri hluta þess tímabils liggur fyrir að frá og með ágústmánuði 2003 var vinnutími hans staðfestur af fulltrúum stefnda. Nam vinna hans umfram dagvinnu 125 klukkustundum í ágústmánuði og 89 í september. Enda þótt í samningi aðila verði samkvæmt framansögðu talið hafa falist að greiðsla fyrir yfirvinnu væri innifalin í föstum launum hlýtur forsenda þess að hafa verið sú að vinnuálag á áfrýjanda væri innan venjulegra og hóflegra marka. Sést það glöggt af framangreindum samningsdrögum að svo var. Fyrrnefnt óútfyllt ákvæði um vinnutíma er að vísu ekki skýrt og gat lögmaður stefnda við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti ekki útskýrt hvort eða með hvaða hætti það gæti átt við áfrýjanda. Hvað sem því líður gerir ákvæði samningsdraganna um mánaðarlaun ráð fyrir sérstakri greiðslu fyrir vinnuálag umfram hófleg mörk. Verður að telja í ljós leitt að vinna áfrýjanda fór fram yfir þau mörk. Fyrir vinnu umfram þessi mörk á áfrýjandi kröfu til greiðslu yfirvinnukaups, sem nemur á tímann 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu samkvæmt grein 1.8. í fyrrnefndum kjarasamningi. Að framan var komist að þeirri niðurstöðu að umsamin 300.000 króna mánaðarlaun væru vegna dagvinnu og yfirvinnu innan hóflegra marka. Tímakaup fyrir yfirvinnu verður því ekki reiknað út frá þeim grunni. Í framangreindum kjarasamningi er ekki að finna launataxta fyrir dagvinnulaun er gætu átt við áfrýjanda. Áfrýjandi hefur heldur ekki í málatilbúnaði sínum haft uppi neinar málsástæður er lúta að því hver eðlileg viðmiðun væri í þeim efnum eða lagt fram gögn er hafa mætti til hliðsjónar við þá ákvörðun. Er málið svo vanreifað að þessu leyti að á það verður ekki lagður dómur og verður með vísan til 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ekki hjá því komist að vísa þeim þætti í kröfu áfrýjanda er lýtur að greiðslu yfirvinnukaups frá héraðsdómi. Í grein 2.3. í fyrrgreindum kjarasamningi er fjallað um lágmarkshvíld. Þar er meðal annars kveðið á um að vinnutíma skuli haga þannig á hverjum sólarhring að starfsmaður fái að minnsta kosti 11 klukkustunda samfellda hvíld og að séu starfmenn sérstaklega beðnir að mæta til vinnu áður en 11 klukkustunda hvíld sé náð sé heimilt að fresta hvíldinni og veita síðar þannig að frítökuréttur, er samsvari 1,5 klukkustundar dagvinnu, safnist upp fyrir hverja klukkustund er hvíld skerðist. Þá segir að við starfslok skuli ónýttur frítökuréttur starfsmanns gerður upp. Annar þáttur kröfu áfrýjanda að fjárhæð 285.000 krónur er vegna slíks frítökuréttar. Eins og að framan er rakið er ljóst að vinnuálag á áfrýjanda var mjög mikið allan starfstíma hans við Kárahnjúka. Fyrir tímabilið frá ágústbyrjun 2003 til starfsloka hans liggja fyrir staðfestar tímaskýrslur er sýna að hvíldartími hans var alloft innan við 11 klukkustundir. Verður að telja í ljós leitt að aðstæður hafi verið slíkar að fyrrgreint ákvæði kjarasamningsins eigi við. Varðandi þennan þátt kröfu áfrýjanda er staðan hins vegar hin sama og varðandi kröfu hans vegna yfirvinnunnar. Enginn viðhlítandi grunnur hefur verið lagður af hálfu áfrýjanda til að taka megi afstöðu til þess hvað talist geti tímakaup hans fyrir dagvinnu. Er því einnig óhjákvæmilegt að vísa þessum þætti kröfu áfrýjanda frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Loks gerir áfrýjandi kröfu til launa í uppsagnarfesti að fjárhæð 900.000 krónur auk orlofs. Að framan er rakið meginefni uppsagnarbréfs áfrýjanda 4. október 2003. Þar tiltekur hann lokastarfsdag sinn 3. október 2003 en kveðst tilbúinn til að vinna á uppsagnarfresti ef stefndi óski þess. Verður í ljósi orðalags bréfsins að telja að stefnda hafi verið rétt að skilja það svo að áfrýjandi óskaði ekki eftir að vinna á uppsagnarfresti og því hafi honum verið heimilt að hafna vinnuframlagi áfrýjanda eftir tilgreindan lokastarfsdag. Stefndi verður því sýknaður af þessum þætti kröfu áfrýjanda. Samkvæmt framansögðu verður þeim þáttum kröfu áfrýjanda er lúta að greiðslu fyrir yfirvinnu og greiðslu vegna frítökuréttar vísað frá héraðsdómi. Stefndi verður sýknaður af kröfu áfrýjanda um greiðslu launa á uppsagnarfresti. Rétt þykir að hvor aðili beri sinn kostnað að málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Kröfum áfrýjanda, Birgis Guðjónssonar, um greiðslu vegna yfirvinnu og vegna frítökuréttar er vísað frá héraðsdómi. Að öðru leyti er stefndi, Impregilo SpA Íslandi, sýkn af kröfu áfrýjanda. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2005. Mál þetta, sem var dómtekið 17. janúar sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Birgi Guðjónssyni, Skógarási 17, Reykjavík gegn Impregilo SpA-Iceland, Lynghálsi 4, Reykjavík með stefnu áritaðri um birtingu 14. september 2004. Stefnandi krefst þess, að hið stefnda félag verði dæmt til að greiða honum vangoldin laun, samtals að fjárhæð 3.457.435 krónur með dráttarvöxtum skv. III. kafla laga nr. 38/2001, af 59.185 krónum frá 1. maí 2003 til 1. júní 2003, þá af 487.497 krónum frá þeim degi til 1. júlí 2003, þá af 889.332 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2003, þá af 1.288.052 krónum frá þeim degi til 1. september 2003, þá af 1.675.870 krónum frá þeim degi til 1. október 2003, þá af 1.953.105 krónum frá þeim degi til 4. október og loks af 3.457.435 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu, að mati réttarins auk álags er nemi virðisaukaskatti af honum. Við aðalmeðferð málsins, krefst stefndi þess aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi. Til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. I. Málsatvik. Stefnandi, sem er viðskiptafræðingur að mennt, var ráðinn til starfa hjá stefnda með munnlegum samningi í apríl 2003 og var fyrsti starfsdagur hans 22. apríl. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur milli málsaðila, en ágreiningslaust er að laun stefnanda yrðu 300.000 krónur á mánuði. Fyrstu tvær vikurnar var starfsaðstaða stefnanda í Reykjavík, en 6. maí 2003 fluttist hún að Laugarási við Kárahnjúka. Starf stefnanda fólst í því að annast um almenn innkaup fyrir stefnda, þar á meðal að kaupa inn handverkfæri og allt annað smálegt, auk þess sem ráðgert var að stefnandi myndi annast innkaup rekstrarvara meðan á framkvæmdum við Kárahnjúka stæði. Stefnanda mun einnig hafa verið falið að bera ábyrgð á lager fyrirtækisins í maí, þar sem ítalskur vöruhúsastjóri kom ekki til Kárahnjúka fyrr en í byrjun júní. Í ágústmánuði 2003 fékk stefnandi afhent uppkast af samningi. Í því var gert ráð fyrir að laun stefnanda væru 300.000 krónur á mánuði, óháð vinnutíma og vinnuframlagi en jafnframt var tekið fram, að um réttindi og skyldur skyldi fara samkvæmt Virkjanasamningi, þ.e. kjarasamningi Landsvirkjunar, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins, Samiðnar, Rafiðnaðarsambandins og Verkamannasambands Íslands. Þá skyldu félagsgjöld stefnanda greiðast Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Stefnandi féllst ekki á þetta samningstilboð. Fyrri part ársins, hélt stefndi ekki sérstaklega utan um vinnutíma starfsfólks en á því varð breyting í ágústmánuði 2003. Óumdeilt er að um langan vinnudag var að ræða. Unnið var sex daga vikunnar, fjórar vikur í senn og í fimmtu viku var frí. Stefnandi gerði ekki skriflegar athugasemdir við það fyrirkomulag sem haft var, útreikning launa eða launaseðla, né hlutaðist til um innheimtu yfirvinnugreiðslna á því tímabili er hann var starfsmaður stefnda. Hins vegar hafði hann uppi það álit að hann væri ósáttur við laun sín miðað við það vinnuálag sem hann taldi sig búa við. Stefnandi sagði upp starfi sínu með bréfi 4. október 2003 og leysti stefndi hann samdægurs undan vinnuskyldu á uppsagnarfresti og lét stefnandi strax af störfum í samræmi við þá ákvörðun. Stefnandi leitaði til lögmanns um innheimtu kröfu sinnar. Í bréfi lögmanns stefnanda, 20. apríl 2004 var þess krafist að gerð yrðu upp hin vangreiddu laun við stefnanda, en sú krafa hefur ekki leitt til greiðslu og er málsókn þessi því nauðsynleg. II. Útlistun dómkröfu. Kröfugerð stefnanda lýtur í fyrsta lagi að leiðréttingu launa fyrir starfstíma hans hjá stefnda frá aprílmánuði til októbermánaðar 2003. Þá er gerð krafa um laun í uppsagnar-fresti sem og vangoldið orlof auk frítökuréttar. Dómkrafan byggir á tímaskriftum stefnda, en útreikningur hennar hefur verið staðfestur af stéttarfélagi stefnanda, Verzlunar-mannafélagi Reykjavíkur. Forsendur kröfu stefnanda eru eftirfarandi: Krafa um laun fyrir yfirvinnu. Stefnandi krefst launa fyrir yfirvinnu samkvæmt tímaskriftum sínum en samkvæmt þeim vann stefnandi 635 tíma í yfirvinnu á starfstíma sínum hjá stefnda en fékk enga yfirvinnu greidda. Útreikningur á verðmæti yfirvinnustundar miðast við kjarasamning Verzunarmannafélags Reykjavíkur þ.e. 1,0385% af mánaðarlaunum, sem eru óumdeilt 300.000 krónur. Krafa um frítökurétt. Krafa um greiðslu vegna frítökuréttar er í samræmi við ákvæði kafla 2.3 í kjarasamningi, þannig að frítökuréttur eða 1,5 stund í dagvinnu safnast fyrir hverja stund sem lágmarkshvíld skerðist. Uppsafnaður frítökuréttur stefnanda nam alls 152 stundum, en dagvinnukaup er fundið með því að deila með tölunni 160 í föst mánaðarlaun stefnanda, skv. grein 1.7.1.1 í kjarasamningi, en þannig reiknað er verðmæti hverrar dagvinnustundar: 300.000/160= 1.875 krónur. Krafa um laun á uppsagnarfresti. Stefnandi krefst launa í þrjá mánuði á uppsagnarfresti. Stefnandi hafði starfað í þágu stefnda frá 22. apríl eða í fimm mánuði og tvær vikur, þegar hann sagði starfi sínu lausu 4. október og var samdægurs leystur undan vinnuskyldu. Samkvæmt grein 2.3.2 í kjarasamningi skal frítökuréttur teljast hluti ráðningartíma starfsmanns við starfslok. Stefnandi átti rétt á 152 dagvinnustundum vegna frítökuréttar við starfslok. Samkvæmt grein 2.1.5 í kjarasamningi er dagvinnutími skrifstofufólks lengst 37,5 klukkustundir á viku og jafngilti því frítökuréttur stefnanda fjögurra vikna vinnu. Að teknu tilliti til þessa hafði stefnandi náð samanlagt sex mánaða starfstíma við starfslok og öðlast þannig rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests. Krafan er því 3x300.000=900.000 krónur. Krafa um orlof. Stefnandi krefst greiðslu orlofs af vangreiddri yfirvinnu og launum á uppsagnarfresti. Er orlofið reiknað í samræmi við ákvæði 4.1 fyrrnefnds kjarasamnings og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 30/1987 um orlof, þ.e. 10,17%. Dómkrafan sundurliðast á eftirfarandi hátt. Þá er gerð krafa um dráttarvexti frá gjalddaga hverrar kröfu stefnanda en krafa vegna launa í uppsagnarfresti, frítökuréttar og orlofs gjaldféllu við starfslok stefnanda þann 4. október 2003 vegna vanefnda stefnda. III. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því, að honum beri að fá greitt endurgjald fyrir þá vinnu sem hann innti af hendi og vísar til meginreglna vinnuréttar um rétt til greiðslu verkkaups og kjarasamninga sem og meginreglu samningaréttarins um skuldbindingargildi samninga. Stefnandi áréttar að stefndi lét undir höfuð leggjast að gera skriflegan ráðningarsamning við hann og allan vafa varðandi einstök samningsákvæði í samningum aðila ber af þessum sökum að skýra og túlka stefnda í óhag, enda stóð það honum næst sem atvinnurekanda að tryggja sér sönnun um inntak ráðningarsamnings aðila vegna skyldu hans sem atvinnurekanda til þess að útbúa slíkan samning. Krafa um laun fyrir yfirvinnu. Stefnandi byggir kröfu um laun fyrir yfirvinnu á ráðningarsamningi aðila, enda aldrei verið samið um annað milli aðila. Á því er byggt að sá háttur, að greiða yfirvinnu að fullnægðri dagvinnuskyldu, sé grundvallarmeginregla í íslenskum vinnurétti sem ekki verði vikið frá nema með ótvíræðum samningi aðila á milli þar sem ljóst sé að þau laun sem greidd eru séu ekki lægri en heildarlaun samkvæmt dagvinnu- og yfirvinnutaxta yrðu að öðrum kosti. Enginn slíkur samningur hafi verið gerður milli aðila og því ber stefnanda að fá rétt upp gert fyrir yfirvinnstundir þær sem hann vann í samræmi við ákvæði greinar 1.8 í kjarasamningi. Það hversu óvanalegt það samningsákvæði er sem stefndi vill bera fyrir sig er auk þess sjálfstæð málsástæða fyrir því að leggja málatilbúnað stefnanda til grundvallar í þessum efnum. Stefnandi telur fjarri öllu lagi að tíðkist í samningum á vinnumarkaði á Íslandi að starfsmaður taki að sér ómælt starf, nánast allan þann tíma sem hann er ekki beinlínis sofandi, án þess að áskilja sér annað og meira en föst laun. Í þeim tilvikum sem slíkt er þó gert, er yfirleitt ætíð um stjórnunarstöðu að ræða þar sem auk ríflegra launa er jafnframt samið um einhvern ágóðahlut starfsmanninum til handa í einhverju formi. Loks þegar stefndi varð við áskorunum stefnanda í þessum efnum, þegar langt var komið fram á sumar, lagði hann fyrir stefnanda samningsuppkast, ritað á staðlað samningsform sem stefndi hafði útbúið, sem gerði ráð fyrir því að greidd laun væru heildarlaun. Í því uppkasti var að finna sérstakt ákvæði varðandi vinnutíma þar sem gert var ráð fyrir að unninn væri reglulegur vinnutími sem tilgreina skyldi í vinnustundafjölda, en svo var ekki gert, né tilgreint í tíma hver frávik gætu verið á þeim vinnustundafjölda þó svo að greinilega væri til þess ætlast samkvæmt eyðublaðinu. Samkvæmt samningsuppkasti þessu skyldi öll yfirvinna í ótilgreindum mæli vera innifalin í hinni mánaðarlegu greiðslu, 300.000 krónum, sem stefnandi taldi algerlega óásættanlegt. Í ljósi reynslu liðinna mánuða, þar sem yfirvinnufjöldi var langt umfram það sem stefnanda gat órað fyrir og honum í annan stað gert að inna verk sitt af hendi á virkjanasvæðinu norðan Vatnajökuls, var þessi tilætlan stefnda fjarri öllu lagi að mati stefnanda og leiddi í raun til uppsagnar af hans hálfu þegar fyrir lá að stefndi ætlaði ekki að bregðast við athugasemdum hans. Þá er einnig á því byggt af hálfu stefnanda, að jafnvel þó svo hefði verið samið milli aðila, sem var ekki, þá sé sá háttur að greiða aðeins föst laun fyrir ótakmarkaða vinnu óheimill. Stefnandi heldur því fram að aðilar hafi í munnlegum ráðningarsamningi samið um að kjarasamningur VR gilti um vinnu stefnanda, eins og raunar er eðlilegt miðað við inntak starfs stefnanda. Með því að greiða stefnanda ekki laun fyrir vinnu utan dagvinnutíma eru lágmarksréttindi stefnanda samkvæmt þessum kjarasamningi skert, en slík ákvæði ráðningarsamnings eru ógild samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Slíkur samningur, ef gerður hefði verið, væri að mati stefnanda, einnig ógildanlegur enda bersýnilega gríðarlega ósanngjarn, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Við mat á því hvort slíkur samningur, ef sannað þætti að hann hefði verið gerður, væri ógildur samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 eða ógildanlegur samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936 og mætti jafnframt líta til 2. gr. sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku. Samkvæmt þeim ákvæðum má aðeins víkja frá 40 stunda vinnuviku með samningum sem staðfestir hafa verið af heildarsamtökum vinnumarkaðarins, sem nánar eru tilgreind í lögunum. Stefnandi telur augljóst, að vikið hafi verið í verulegum atriðum frá 40 stunda vinnuviku í tilviki stefnanda og jafnframt er vart umdeilanlegt að slíku samþykki er ekki fyrir að fara um samning þann sem stefndi virðist byggja á, að hafi verið gerður sem gerði ráð fyrir ómældu vinnuframlagi stefnda gegn föstum launum. Stefnandi telur að stefnda geti ekki borið fyrir sig að stefnandi hafi sjálfur skipulagt vinnutíma sinn með þeim hætti sem raun ber vitni. Slíkt á ekki við rök að styðjast enda stefnanda falið verkefni sem leysa varð af hendi til þess að tugmilljarðaframkvæmd stefnda að Kárahnjúkum myndi ekki raskast t.d. vegna skorts á handverkfærum. Til þess var ætlast af hálfu stefnda að stefnandi leysti verkefni sín af hendi og það gerði stefnandi þó það þýddi svo langan vinnudag sem raun ber vitni. Krafa um frítökurétt. Stefnandi telur að fjöldi yfirvinnutíma hans hafi verið 635 klst. á starfstíma hans frá 22. apríl til 4. október 2003. Með þessum mikla vinnustundafjölda var réttur stefnanda til lágmarkshvíldar iðulega brotinn, en vinnudagur stefnanda hófst jafnan kl. 7 eða 8 að morgni en lauk iðulega ekki fyrir en kl. 22 eða jafnvel síðar, sbr. 53. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sbr. og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2000/34/EB um skipulag vinnutíma, en sú tilskipun telst innleidd með ákvæðum kjarasamninga og þannig lágmarkskjör á íslenskum vinnumarkaði, sbr. auglýsingu félagsmálaráðuneytis nr. 285/1997. Enn fremur var með þessari miklu vinnu farið gegn 55. gr. laga nr. 46/1980, en samkvæmt því skal hámarksvinnutími starfsmanns á viku að yfirvinnu meðtalinni ekki fara fram yfir 48 klukkustundir á hverju fjögurra mánaða meðaltali. Réttur stefnanda til lágmarkshvíldar var þannig gróflega brotinn án þess að á móti kæmi greiðsla í samræmi við kjarasamning VR og SA sem gildir um þessi tilvik, nánar tiltekið ákvæði kafla 2.3 í kjarasamningi. Krafa um laun í uppsagnarfresti. Stefnandi byggir kröfu um laun í uppsagnarfresti á ákvæðum 13. kafla kjarasamnings og 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks. Stefnandi var leystur undan vinnuskyldu á uppsagnarfresti án fyrirvara. Stefnandi telur að það leysi hins vegar stefnda ekki undan greiðsluskyldu sinni gagnvart stefnanda, skv. skýrum ákvæðum kjarasamnings um rétt stefnanda til uppsagnarfrests, enda hafði stefnandi lýst yfir vilja sínum til að vinna uppsagnarfrestinn en stefndi kosið að afþakka það. Stefnandi sem hafði starfað í þágu stefnda í fimm mánuði og tvær vikur þegar hann sagði starfi sínu lausu og að teknu tilliti til áunnins frítökuréttar eða 152 dagvinnustunda, hafði stefnandi starfað í rúma sex mánuði hjá stefnda og því öðlast rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests, sbr. gr. 2.3.2. Krafa um orlof. Kröfu sína um greiðslu orlofs á vangoldin laun og laun í uppsagnarfresti byggir stefnandi á 4. kafla kjarasamnings sem og lögum nr. 30/1987 um orlof. Samkvæmt því ber að reikna starfsmanni orlofslaun af heildarlaunum að lágmarki sem nemur 10,17%. Stefnanda ber að fá greitt orlof af vangoldnum launum sem og launum í uppsagnarfresti og vegna vangoldins frítökuréttar. Varðandi lagarök um greiðsluskyldu stefnda er vísað til meginreglna vinnuréttar um greiðslu verkkaups og meginreglna samningaréttar um skyldu til efnda samninga auk laga nr. 7/1936 og laga nr. 30/1987 um orlof. Þá styður stefnandi kröfu sína við lög nr. 55/1980, lög nr. 19/1979, lög nr. 80/1938 og lög nr. 88/1971 um 40 stunda vinnuviku. Kröfu um frítökurétt byggir stefnandi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 með síðari breytingum. Kröfur um vexti og vaxtavexti styðjast við III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Krafa um málskostnað styðst við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styðst við lög nr. 50/1988 en stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur og ber því nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. IV. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir á því, að málsaðilar hafi gert munnlegan ráðningarsamning. Sá samningur sé samsvarandi í öllum meginatriðum því samningstilboði er stefnandi fékk í ágúst en vildi ekki undirrita. Stefndi heldur því fram, að í því staðfesti hann ráðningarkjör stefnanda skriflega og telur því að skjalið gangi til jafns við skriflega staðfestingu skv. kjarasamningum og eða ráðningarbréfi. Stefnandi hafði valið að greiða félagsgjöld til Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, en það segir ekkert um það hvaða kjarasamningur væri ákvarðandi um lágmarkskjör í því starfi sem hann réð sig til, né gat það staðið í vegi fyrir því, að aðilar sömdu um 300.000 krónur sem heildarmánaðarlaun. Stefndi heldur því fram, að það eitt og sér, að ráðningarsamningur skuli ekki hafa verið undirritaður af stefnanda í upphafi geri það ekki að verkum, að einhver óvissa hafi ríkt um ráðningarkjör. Stefndi telur að ráðningarkjör við stefnanda hafi verið skýr og afdráttarlaus við upphaf vinnusambands þeirra og launaseðlar til stefnanda og útgreidd laun í samræmi við framangreint frá upphafi vinnusambands. Stefndi byggir einnig á því, að samningsdrög þau er lögð voru fram í ágúst, og sem stefndi hafi með formlegum hætti leitast við að staðfesta skriflega, séu þau ráðningarkjör sem um var samið í upphafi við stefnanda. Það að stefnandi lét undir höfuð leggjast að undirrita samninginn gerir þau ráðningarkjör ekki ógild eða ómerk. Stefndi mótmælir þeim málatilbúnaði stefnanda, að samið hafi verið um töku launa í samræmi við kjarasamning Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Jafnframt er mótmælt að einu gildi hvort miðað sé við þann samning eða hinn svonefnda Virkjunarsamning; kjarasamning Landsvirkjunar, Samtaka atvinnu­lífsins og Alþýðu­sambandsins, Samiðnar, Rafiðnaðar­sambandsins og Verkamanna­sambands Íslands. Stefndi telur að ekkert liggi fyrir sem rennir stoðum undir þær fullyrðingar stefnanda að samist hafi um að kjarasamningur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins hafi verið lagður til grundvallar í ráðningarsamningi aðila. Þvert á móti telur stefndi, að samningurinn sem lagður var fyrir stefnanda í ágúst 2003 sé til staðfestu því, að ráðningarkjörin voru byggð á áðurnefndum virkjanasamningi og því samkomulagi um kaup og vinnutíma sem í ráðningarsamningi fólst. Stefndi telur að þótt lögbundin lágmarkskjör verslunar- og skrifstofufólks taki mið af kjarasamningum verslunarmanna, þá raski það ekki þeirri staðreynd, að stefndi hefur ekki samið við neinn starfsmann á þeim grundvelli einum, hvorki fyrr né síðar. Ráðningarkjörin hafa ráðist af virkjunarsamningi, þótt um einstök afmörkuð ákvæði sé þar vísað til almennra kjarasamninga hlutaðeigandi starfsstétta. Stefndi telur að það hafi aldrei verið í boði hvorki fyrir stefnanda né aðra að semja um töku launa samkvæmt þeim samningi einum og sér. Stefndi mótmælir einnig þeirri staðhæfingu stefnanda að engu skipti hvor samningurinn í raun sé lagður til grundvallar, þar sem í raun megi finna greinarmun milli ákvæða samninga Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins og Virkjunarsamningsins, svo sem um atriði er varða frítöku, fæðishlunnindi, tryggingar og húsnæði o. fl. Stefndi telur óumdeilt, að stefnandi hafi notið þessara ákvæða samkvæmt Virkjunarsamningnum og fært sér þau í nyt meðan á ráðningartíma stóð. Þá mótmælir stefndi sem rangri og ósannaðri þeirri forsendu stefnanda, að umsamin heildarlaun hans, 300.000 krónur, hafi einungis verið fyrir dagvinnu. Stefndi telur að launaseðlar þeir sem stefnandi tók við um sex mánaða skeið án athugasemda séu glögg vísbendingu um, að þessi greiðsla var fyrir heildarvinnuframlag, enda engin önnur laun greidd stefnda þann tíma. Stefndi telur fjarstæðu, að unnt sé að leggja þessa fjárhæð til grundvallar útreikningi á tímalaunum, eins og stefnandi gerir. Tímalaun eru skv. kjarasamningum reiknuð út frá mánaðarlaunum fyrir dagvinnu en ekki heildarlaunum, hvort heldur þau eru endurgjald fyrir dagvinnu ellegar ótilgreinda eða tilgreinda yfirvinnu. Í tilfelli stefnanda var um ótakmarkaða yfirvinnu að ræða og því enginn reikningslegur grundvöllur finnanlegur fyrir tímakaupi í yfirvinnu. Ef tilefni hefði verið til sérstakra greiðslna fyrir vinnuframlag umfram það sem vænta mátti, hefðu aðilar þurft að koma sér saman um fjárhæð fyrir slíkt. Stefndi telur ekki rétt að óheimilt hafi verið að semja um föst heildarlaun fyrir þá vinnu sem stefnandi innti af hendi. Jafnframt að með því að greiða stefnanda ekki sérstaklega laun fyrir vinnu utan dagvinnutíma séu lágmarksréttindi stefnanda skert. Stefndi telur það vel þekkt á almennum vinnumarkaði, að samið sé um tiltekin laun fyrir tiltekið vinnuframlag, hvort sem það er á dagvinnu- eða yfirvinnutímabili. Atvinnurekandi og launamaður hafa fullt frelsi til að víkja frá hinum ýmsu ákvæðum kjarasamnings, en kjör starfsmanns metin í heild mega þó ekki vera lakari en kjarasamningur kveður á um. Stefndi ítrekar að ekki var samið um ráðningarkjör stefnanda á grundvelli kjarasamnings Verzlunar­manna­félags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífsins, heldur byggðust ráðningarkjör á grundvelli hins svonefnda Virkjunarsamnings. Samkvæmt þeim kjarasamningi eru dagvinnutími og kjör í fullu samræmi við ákvæði 1. gr. l. nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Stefndi bendir einnig á, að engu breyti þótt dagvinnulaun og sú yfirvinna sem haldið er fram að stefnandi hafi innt af hendi væri reiknuð samkvæmt þeim lágmarkstaxta sem tilgreindur er í kjarasamningi VR og SA, því launatekjur hans hjá stefnda voru til muna hærri en orðið hefði samkvæmt þeim forsendum. Kjör stefnanda stóðust því fyllilega lágmarksákvæði kjarasamninga, hvort heldur miðað er við kjör samkvæmt nefndum Virkjanasamningi eða kjarasamningi Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Stefndi bendir sérstaklega á að í heildarlaunakjörum stefnanda fólst, að hann hefði eina viku sem launaða frídaga eftir hverjar fjórar í vinnu. Þessi frítökuréttur svarar til 25% álags á umsamnin heildarlaun. Þessi réttur grundvallast ekki á kjarasamningi heldur er hluti af ráðningarkjörum starfsmanna með föst laun fyrir skilgreindan og óskilgreindan vinnutíma. Væri fallist á þann skilning stefnanda að hann hafi verið ráðinn skv. kjarasamningi VR, þá er ljóst að hann ætti enga kröfu til launaðra frídaga samkvæmt þessu. Við útreikning á kröfum stefnda byggðum á þeim skilningi eru því ekki efni til að reikna umrædda daga sem launaða frídaga. Krafa um yfirvinnu. Aðalkrafa stefnda um sýknu byggir á því að almennt hafa launamenn ekki sjálftöku um yfirvinnu né greiðslur vegna yfirvinnu. Stefndi telur þá venju hafa skapast á vinnumarkaði að séu launamenn beðnir um að vinna yfirvinnu umfram það sem telja má að falli innan almennra fastlaunakjara, svo sem stefnandi hafði samið um, sé samið um fjölda tíma og greiðslna í samræmi við það vinnuframlag. Starfsmenn ákveða ekki uppá sitt eindæmi vinnuframlag umfram það sem samið er um, né ákveða fjölda vinnustunda. Í samningsdrögunum frá ágúst er vísað til þess að sé unnið sérstaklega umfram það sem eðlilegt má teljast, sbr. orðalagið: “Excessive contribution will be rewarded, especially”, skuli sérstaklega greitt fyrir það vinnuframlag. Ekki hafi því staðið annað til af hálfu stefnda, en að greiða fyrir slíkt vinnuframlag, enda styðji vinnuskýrslur/stimplanir slíkt og óskað hafi verið eftir slíku vinnuframlagi. Ekkert samkomulag varð um það að vinnuframlag stefnda gæfi tilefni til slíkra aukagreiðslna áður en hann lét af störfum. Í þessu máli er því haldið fram af stefnanda að hann hafi unnið yfirvinnu og er hann einn til frásagnar um þann fjölda vinnutíma sem hann kveðst hafa unnið. Stefndi telur ástæðu til að ætla að eigin skráning stefnanda á vinnutímum hans hafi verið með frjálslegasta móti og ekki endurspeglað raunverulegan vinnutíma hans á umræddu tímabili. Styður stefnandi þetta við frásagnir hans sjálfs á meðan á vinnu hans stóð svo og upplýsingar um viðveru á vinnustað. Ekki er sýnt fram á að stefnandi hafi sérstaklega verið beðinn um að vinna yfirvinnu umfram það sem umsamið var við hann við upphaf starfs, né framvísar stefndi staðfestum og, eða árituðum tímaskýrslum um fjölda vinnustunda. Kröfu stefnanda um yfirvinnu er því mótmælt sem ósannaðri. Stefndi telur ljóst, að stefnandi hafi í kröfugerð sinni blandað saman yfirvinnu við þann vinnutíma sem samið var um í ráðningarsamningi, þ.e. að jafnaði skyldi unnið frá 07.00 á morgnana til kl. 18.00 á kvöldin með klukkutíma í mat, 6 daga vikunnar. Þannig eru laun hans uppbyggð að hluta til á dagvinnukaupi og að hluta til á yfirvinnukaupi eða vaktakaupi, sem vegin eru saman í föst laun. Staðhæfingum hans og málsástæðum um yfirvinnu er því einnig mótmælt. Varakrafa um lækkun á stefnukröfum vegna yfirvinnu byggir stefndi á því að yfirvinnu­greiðslur skuli miða við lágmarkskjör samkvæmt kjarasamningi Verzlunar-mannafélags Reykjavíkur og Samtaka Atvinnulífsins eða Virkjunarsamningnum. Krafa um frítökurétt. Krafa um greiðslu vegna frítökuréttar byggir að öllu leyti á kröfu stefnanda um greiðslur vegna yfirvinnu. Þar sem bornar eru brigður á hina meintu yfirvinnu og að mati stefnda hafa ekki verið færðar sönnur á yfirvinnu er kröfum um frítökurétt mótmælt sem ósönnuðum. Útreikningur stefnanda á frítökurétti byggir á þeim forsendum að dagvinnukaup stefnanda hafi verið 300.000 krónur og því sé sú upphæð lögð til grundvallar á útreikningi á verðmæti hverrar dagvinnustundar. Þessum forsendum og útreikningum er mótmælt sem röngum. Krafa um laun á uppsagnarfresti. Aðalkrafa stefnda byggir á sýknu á eftirfarandi grundvelli: Stefnandi sagði upp starfi sínu með bréfi 4. október 2003 og tiltók þar sérstaklega að síðasti starfsdagur væri 3. október 2003. Í bréfinu gat hann þess, að hann væri reiðubúinn til þess að vinna út hinn hefðbundna uppsagnarfrest og mátti þá skilja það sem svo að fyrirtækið yrði að svara þeirri málaleitan. Uppsagnarréttur er gagnkvæmur réttur starfsmanns og atvinnurekanda. Stefndi telur að starfsmaður verði því að hlíta sömu formskilyrðum og atvinnurekandi við uppsögn ráðningarsamnings. Uppsögn er ekki annað en tilkynning um fyrirhuguð starfslok, sem í þessu tilfelli voru tilgreind 3. október. Mátti því skýrlega ráða af bréfi stefnanda að krafa hans væri sú að leggja niður störf þá þegar. Boð um að vinna uppsagnarfrest verður ekki talin fela í sér annað en ósk um tafarlaus starfslok, sem stefnda var gert að þekkjast eða ekki, enda var það ljóst á sínum tíma að það var ósk stefnanda að starfa ekki í þágu fyrirtækisins í uppsagnarfresti. Stefndi telur að sú staðreynd að hann ákvað að samþykkja kröfu stefnanda og þar með að leysa hann undan lög- og samningsbundnum skyldum til að vinna út umsaminn uppsagnarfrest, geti með engu móti leitt til þess að stefnandi öðlist kröfu til launa úr hendi stefnda í uppsagnarfresti. Þar sem ekki var tiltekið í bréfinu um ráðningarslit að loknum uppsagnarfresti tók uppsögnin þegar gildi. Með bréfi dagsettu sama dag leysti stefndi stefnanda undan því boði og tók því uppsögnin þá þegar gildi. Voru því báðir aðilar ráðningarsamningsins lausir frá öllum samningsskuldbindingum sínum frá og með 4. október 2003, enda leit stefndi svo á að með bréfi sínu væri verið að koma til móts við óskir stefnanda um slíka kröfu. Kröfu stefnanda um laun í uppsagnarfresti er því mótmælt og krafist er sýknu af hálfu stefnda þar eð samkomulag lá fyrir milli aðila um lok allra efnda ráðningarsamnings frá og með 4. október 2003. Varakrafa þess efnis að krafa stefnanda sæti lækkun byggir á því að í uppsagnar-fresti hóf stefnandi störf í fyrirtæki í eigu hans sjálfs (Hedra ehf., Skógarási 17, Reykjavík) og þáði þar laun. Með vísan til fjölmargra dómafordæma Hæstaréttar koma því slík laun til frádráttar launum í uppsagnarfresti. Stefndi skorar á stefnanda að upplýsa um skattskyld laun sem hann þáði þá þrjá mánuði eftir að ráðningarsamningi hans lauk við stefnda, að því gefnu að litið verði til þess tíma sem uppsagnarfrests. Þar sem um einkahlutafélag stefnanda er að ræða, krefst stefndi þess að ekki verði miðað við lægri fjárhæð en sem svarar viðmiðunarreglum ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald af eigin atvinnustarfsemi, samanber reglur ríkisskattstjóra þar um. Krafa um orlof. Krafa um greiðslur vegna orlofs er byggð á vangreiðslu af hálfu stefnda á yfirvinnu og launum í uppsagnafresti. Þeim kröfum, sem og kröfu vegna orlofs, er mótmælt sem ósönnuðum. Aðalkrafa stefnda er því sýkna á greiðslu orlofs. Varakrafa stefnda byggir á því að stefndi hafi tekið orlof, 12 daga, samkvæmt hans eigin tímaskráningu. Þess er því krafist að þeir dagar komi til frádráttar útreikningi á orlofi. Varðandi lagarök vísar stefndi til almennra reglna vinnuréttar og meginreglu samningaréttar um skyldu til að efna samninga. Málskostnaðarkrafan styðst við 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. V. Forsendur og niðurstaða. Stefnandi starfaði hjá stefnda frá 22. apríl 2003 þar til hann lét af störfum 3. október sama ár. Er hann hóf störf var gerður munnlegur ráðningarsamningur við hann og yrðu laun hans 300.000 krónur á mánuði. Sú fjárhæð er ágreiningslaus. Kröfur stefnanda lúta meðal annars að því, að honum verði sérstaklega greitt fyrir yfirvinnu, en stefndi telur að um föst laun sé að ræða, það er að með tilgreindum launum 300.000 krónum, sé greitt fyrir allt vinnuframlag stefnanda. Samkvæmt gögnum málsins voru launasamningar þeir sem stefndi gerir þrenns konar. Í fyrsta lagi var um almenna samninga að ræða með föstum mánaðarlaunum fyrir minnst 10 klukkustunda vinnu 6 daga vikunnar og vinna umfram það yrði greidd skv. yfirvinnutaxta. Í öðru lagi var um almennan samning að ræða með föstum mánaðarlaunum óháð vinnuframlagi og í þriðja lagi stjórnunarsamning með föstum mánaðarlaunum óháð vinnuframlagi. Þá liggur það fyrir í málinu, að samstarfsmenn stefnanda voru á þannig kjörum, að þeir fengu 200.000 krónur fyrir 60 klukkustunda vinnuviku og greidda yfirvinnu umfram nefnda tíma og féllu því undir fyrst nefnda samningstegundina. Það liggur fyrir í málinu, að skriflegur ráðningarsamningur var ekki gerður á milli aðila. Hins vegar hafa verið lögð fram samningsdrög er afhent voru stefnanda í ágústmánuði. Þau bera það með sér að um föst laun sé að ræða að fjárhæð 300.000 krónur og sérstaklega tekið fram að yfirvinna sé innifalin í mánaðarlegri greiðslu. Í samningsdrögunum er ekki tilgreint hver daglegur/vikulegur vinnutími sé. Þá er tekið fram að til aukagreiðslna geti komið, sé unnið meira en eðlilegt megi teljast. Dómurinn lítur svo á, að hinn munnlegi samningur milli aðila málsins hafi verið á þá lund, að stefnandi fengi 300.000 krónur á mánuði fyrir vinnuframlag sitt og að ekki hafi verið gert ráð fyrir, að yfirvinna yrði greidd sérstaklega. Lítur dómurinn hér fyrst og fremst til framburðar stefnanda og aðgerðaleysis hans. Aðspurður fyrir dómi kvaðst stefnandi ekki muna, hvort sérstaklega hafi verið rætt við samningsgerðina hvort hann fengi yfirvinnu greidda, en hann hafi vænst þess. Þó var honum ljóst, að um byrjunar-framkvæmdir var að ræða, og þar af leiðandi gat verið um mikla vinnu að ræða. Þá er einnig að líta til þess, að launaseðlar stefnanda, er hann fékk fyrst 1. júní 2003 og síðan mánaðarlega, bera það með sér að um mánaðarlaun er að ræða. Gera þeir ekki ráð fyrir að greitt sé samkvæmt tímavinnu. Stefnandi hreyfði ekki mótmælum við móttöku launaseðlanna, svo sannað sé. Hefði slíkt þó verið eðlilegt, ef ráðningarsamningurinn hefði verið á þá lund, að greitt yrði sérstaklega fyrir yfirtíð. Þá er hér einnig til þess að líta, að fyrst rúmu hálfu ári eftir að stefnandi lætur af starfi hjá stefnda krefur hann stefnda með sannanlegum hætti um að fá greidda yfirvinnu, en bréf lögmanns hans til stefnda er frá 20. apríl 2004. Þannig líða tæpir ellefu mánuðir frá því, að stefnandi fékk fyrsta launaseðilinn í hendurnar, sem ber með sér að um mánaðarlaun sé að ræða og þar til hann hefst handa. Að mati dómsins verður stefnandi að bera hallann af aðgerðarleysi sínu. Hér telur dómurinn einnig rétt að líta til þess ráðningarforms sem stefndi hefur upplýst að hafi viðgengist hjá honum. Stefndi upplýsti að enginn starfsmaður hafi verið ráðinn á hans vegum með því fyrirkomulagi er stefnandi krefur um í máli þessu og hefur því ekki verið mótmælt af hálfu stefnanda. Í ljósi framanritaðs lítur dómurinn svo á, að málsaðilar hafi samið um föst laun sín á milli sem sé þóknun fyrir alla vinnu stefnanda. Þótt vinnuframlag stefnanda hafi verið mun meira en hann gerði ráð fyrir, þá breytir það því ekki, að um samning var að ræða milli málsaðila, sem báðir voru bundnir af. Að mati dómsins hefur stefnanda ekki tekist að sýna fram á að honum beri greiðsla vegna yfirvinnu. Þá hefur stefnandi ekki sýnt fram á, að samningurinn sé ósanngjarn þannig að hann sé ógildur skv. 36. gr. laga nr. 7/1936 og er þeirri málsástæðu hafnað. Þá er að líta til þess, hvort laun samkvæmt hinum munnlega samningi aðila séu stefnanda jafn hagstæð eða betri, en kveðið er á um í kjarasamningi Verzlunarmanna-félags Reykjavíkur, en samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 og 7. gr. laga nr. 80/1938 er samningur milli launamanna og atvinnurekanda ógildur, ef samið er um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar gera ráð fyrir. Eini lágmarkstaxtinn sem tilgreindur er í samningi Verzlunarmannafélags og notaður er í viðmiði stefnda eru 104.967 krónur sem mánaðarlaun fyrir dagvinnu, en þessi taxti er of lágur að mati dómsins. Er þá litið til menntunar og starfsreynslu stefnanda. Um aðra viðmiðun er ekki að ræða í samningnum, en samkvæmt grein 1.2.2 kjarasamningsins skuli launin vera persónubundin og endurspegla meðal annars vinnuframlag, hæfni, menntun og færni viðkomandi starfsmanns. Hér er um huglægt mat að ræða. Heildarlaun stefnanda námu 375.000 krónum og er þá tekið mið af því, að stefnandi hafði eina viku sem launaða frídaga fyrir hverja fjórar vikur sem hann vann. Varðandi mat á vinnuframlagi stefnanda verður að líta til þess, að stefndi hefur véfengt skráningu stefnanda á yfirvinnutíð sinni hluta tímabilsins, en stefndi tók ekki upp tímaskráningu fyrr en í ágústmánuði. Einnig verður að líta til þess að ósannað er, að yfirmenn stefnanda hafi óskað eftir vinnuframlagi hans, við þær aðstæður að lágmarkshvíldartími stefnanda skertist. Að þessu athuguðu lítur dómurinn svo á, að ósannað sé að samningur málsaðila um laun stefnanda séu lakari en kveðið er á í kjarasamningi Verzlunarmannafélagsins. Stefnandi heldur því fram, að þar sem stefndi hafi ekki gert skriflegan ráðningarsamning við sig þrátt fyrir skyldu þar um, sbr. tilskipun Evrópusambandsins nr. 91/533/EBE, beri hann hallann af skorti á sönnun varðandi rétt stefnanda til yfirvinnugreiðslna. Ekki verður séð, að tilvitnuð tilskipun skipti neinu við úrlausn málsins. Í ljósi aðgerðarleysis stefnanda í málinu og vitnisburðar hans fyrir dómi telur dómurinn það liggja fyrir, að ekki hafi verið samið sérstaklega um greiðslur fyrir yfirvinnu. Með vísan til þess sem að framan er ritað er það niðurstaða dómsins, að ósannað er að málsaðilar hafi samið um annað en föst laun fyrir allt vinnuframlag stefnanda. Ber því að sýkna stefnda af kröfu um greiðslu á yfirvinnu. Í þessu felst að stefnandi á ekki heldur rétt til greiðslu vegna frítökuréttar eða orlofs. Varðandi kröfu stefnanda til launa í uppsagnarfresti þá liggur það fyrir, að stefnandi sagði upp starfi sínu 4. október 2003. Daginn áður hafði hann verið kallaður á fund hjá Erick Colon starfsmannastjóra, þar sem honum var afhent áminningarbréf, en fyrir dómi upplýsir stefnandi, að hann hafi þá tilkynnt að hann myndi koma með uppsagnarbréf daginn eftir. Þann dag afhenti stefnandi uppsagnarbréf sitt. Þar tilgreinir hann að starfstími sinn hjá stefnda að Kárahnjúkum hafi verið frá 6. maí 2003 til 3. október sama ár. Þannig tilgreinir stefnandi lokadag starfs síns. Stefnandi vann ekki uppsagnarfrestinn og í ljósi þessa, lítur dómurinn svo á að stefnandi eigi ekki rétt til launa í uppsagnarfresti. Er stefndi því sýknaður af kröfu stefnanda um laun í uppsagnarfresti. Með vísan til alls þess sem að framan er rakið telur dómurinn að sýkna eigi stefnda af öllum kröfum stefnanda í málinu. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu þykir rétt að hvor aðilinn beri sinn kostnað af málinu. Af hálfu stefnanda flutti málið Björn Bergsson hrl. Af hálfu stefnda flutti málið Þórarinn V. Þórarinsson hdl. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Stefndi, Impregilo SpA-Icland, er sýkn af kröfum stefnanda, Birgis Guðjónssonar. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 460/2013
Kærumál Aðför Innsetningargerð
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem L hf. var heimilað með beinni aðfarargerð að fá beltagröfu tekna úr vörslum H. Í Hæstarétti var fallist á með héraðsdómi að fullnægt væri skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför fyrir því að grafan væri tekin úr vörslum H með beinni aðför. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur með vísan til forsendna hans.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. júní 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 14. júní 2013 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá beltagröfuna EB 0684 af gerðinni Komatsu, árgerð 2003, tekna úr vörslum sóknaraðila og fengna sér með beinni aðfarargerð. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Fallist er á með héraðsdómi að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 fyrir því að fyrrgreind beltagrafa verði að kröfu varnaraðila tekin úr umráðum sóknaraðila með beinni aðför. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Hjalti Þórsson, greiði varnaraðila, Lýsingu hf., 200.000 krónur í kærumálskostnað.
Mál nr. 553/2012
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Þorgeir Örlygsson og Helgi I. Jónsson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. ágúst 2012 sem barst héraðsdómi 18. sama mánaðar en Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. ágúst 2012, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 11. september 2012 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 19/2009
Kynferðisbrot Börn Skaðabætur
X var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur piltum, A og B, sem hann kenndi á skellinöðru og bifreið. Sannað þótti að X hefði átt kynferðisleg samskipti við piltana og voru brot hans talin varða við 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, enda yrði að líta svo á að piltarnir, sem voru innan 18 ára aldurs, hefðu án milligöngu forráðamanna sinna en með þeirra samþykki leitað eftir námi hjá X sem ökukennara. Þá var X ákærður fyrir kynferðisbrot og áfengislagabrot með því að hafa fengið C í fjögur til sex skipti til að afklæðast og tekið fjölda mynda af honum fáklæddum eða nöktum, en á sama tímabili keypt áfengi fyrir piltinn og afhent honum. Var X sakfelldur fyrir brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga en talið var sannað að hann hefði tekið myndir af piltinum í tvö til þrjú skipti. Gegn neitun X þótti ósannað að hann hefði keypt áfengi fyrir piltinn og var hann því sýknaður af ákærunni hvað það varðaði. Þá var X sakfelldur fyrir brot gegn 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga fyrir að hafa haft í vörslu sinni samtals 3804 ljósmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, þar á meðal myndir sem hann tók af A, B, C og D. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot X hefðu beinst að fjórum piltum á unglingsaldri og hefði hann misnotað freklega þá aðstöðu, sem hann komst í sem ökukennari þeirra allra. Var honum gert að sæta fangelsi í tvö ár. Þá var X gert að greiða A og B hvorum 1.000.000 krónur í miskabætur og C og D hvorum 400.000 krónur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 23. desember 2008 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst þess að ákærði verði sakfelldur að öllu leyti fyrir háttsemi, sem greinir í 1. og 2. lið ákæru eins og þeim var breytt við meðferð málsins í héraði, ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærða verði að öðru leyti staðfest og refsing hans þyngd. A og B krefjast hvor um sig að ákærða verði gert að greiða sér 2.000.000 krónur, en C og D 1.000.000 krónur hvor, allt með vöxtum og dráttarvöxtum eins og dæmdir voru í héraði, þó þannig að krafa þess síðastnefnda beri vexti samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. maí 1999 til 1. júlí 2001, vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til 19. desember 2007 og dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð og aðallega að einkaréttarkröfum verði vísað frá héraðsdómi, en hann ella sýknaður af þeim. I Í ákæru ríkissaksóknara 3. júní 2008, eins og henni var breytt við aðalmeðferð málsins í héraði 21. nóvember sama ár, var ákærði í 1. lið borinn sökum um að hafa brotið gegn 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum með því að hafa sem ökukennari A, sem fæddur er [...] 1981, frá hausti 1997 fram í nóvember 1998 í tugi skipta á nánar tilgreindum stöðum fróað honum og haft við hann munnmök. Í 2. lið ákæru voru ákærða gefin að sök brot gegn sama lagaákvæði með því að hafa sem ökukennari B, sem fæddur er [...] 1981, frá árslokum 1996 fram í nóvember 1998 á tilteknum stöðum fróað honum að jafnaði einu sinni í viku og í eitt skipti sett fingur í endaþarm hans. Með 3. lið ákærunnar var ákærði sakaður um hafa brotið aðallega gegn 209. gr. almennra hegningarlaga en til vara 2. mgr. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, svo og 18. gr. áfengislaga nr. 75/1998 með því að hafa fengið C, fæddan [...] 1987, í fjögur til sex skipti frá hausti 2002 til vors 2003 til að afklæðast og tekið fjölda mynda af honum fáklæddum eða nöktum, en á sama tímabili hafi ákærði í allt að tuttugu skipti keypt áfengi fyrir piltinn og afhent honum. Loks var ákærði í 4. lið ákæru sakaður um að hafa brotið gegn 209. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa haft í vörslum sínum í myndaalbúmi, á framkölluðum filmum, á minniskorti úr myndavél og á átta geisladiskum samtals 3.804 myndir, sem sýni börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, þar á meðal drengina þrjá, sem að framan er getið, og D fæddan [...] 1982, en af þeim hafi ákærði sjálfur tekið myndir. Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa fróað A og B eins og lýst var í fyrstu tveimur liðum ákæru, en ósannað þótti að ákærði hefði haft munnmök við þann fyrrnefnda og sett fingur í endaþarm þess síðarnefnda. Þá var ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 209. gr. sömu laga fyrir að hafa í tvö eða þrjú skipti fengið C til að afklæðast og tekið myndir af honum fáklæddum eða nöktum, svo sem greindi í 3. lið ákæru, en ekki þótti sannað að ákærði hafi aðhafst þetta oftar eða keypt áfengi fyrir piltinn og afhent honum. Loks var ákærði sakfelldur fyrir brot, sem greindi í 4. lið ákæru. Fyrir Hæstarétti er af hálfu ákæruvaldsins krafist að ákærði verði auk framangreinds sakfelldur fyrir þá háttsemi, sem getið var í fyrstu tveimur liðum ákæru og hann var sýknaður af fyrir héraðsdómi, en það unir að öðru leyti við niðurstöður hins áfrýjaða dóms um sakfellingu hans. II Um þær sakir samkvæmt 1. og 2. lið ákæru, sem ákærði var sýknaður af í héraði, nýtur ekki við annarra sönnunargagna en framburðar vitnanna A annars vegar og B hins vegar um þá háttsemi, sem þeir hvor fyrir sitt leyti kveða ákærða hafa sýnt af sér gagnvart þeim. Þessum sökum hefur ákærði eindregið neitað. Niðurstaða héraðsdóms um sýknu ákærða að þessu leyti er eðli máls samkvæmt reist á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hvors vitnisins gagnstætt skýrslu hans fyrir dómi, en samkvæmt 2. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða V. við þau lög, verður sú niðurstaða ekki endurmetin til sakfellingar ákærða fyrir Hæstarétti, enda hafa munnlegar skýrslur ekki verið gefnar hér fyrir dómi. Samkvæmt þessu kemur ekki til frekari skoðunar krafa ákæruvaldsins um sakfellingu ákærða fyrir aðrar sakir en þær, sem fallist var á fyrir héraðsdómi, en ekki eru efni til að neyta um þetta heimildar 3. mgr. 208. gr. sömu laga til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm. Með vísan til forsendna héraðsdóms er sannað að ákærði hafi átt þau kynferðislegu samskipti við A og B, sem þar þótti sýnt fram á og greinir í 1. og 2. lið ákæru. Eins og málið liggur fyrir verður að líta svo á að þeir A og B, sem á þessum tíma voru innan 18 ára aldurs, hafi án milligöngu forráðamanna sinna en með þeirra samþykki leitað eftir námi hjá ákærða sem ökukennara. Með þessu komst ákærði í þá aðstöðu gagnvart piltunum, sem um ræðir í 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga. Verður því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða fyrir brot samkvæmt þessum liðum ákæru, en vegna refsimarka nefnds lagaákvæðis verður að gæta að því að A var 16 til 17 ára að aldri mestan hluta tímans, sem brot ákærða gagnvart honum stóðu yfir, og B 15 til 16 ára. Niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærða fyrir brot, sem greinir í 3. lið ákæru, verður staðfest með vísan til forsendna hans. Eins og áður greinir var ákærða gefið að sök í 4. lið ákæru að hafa haft í myndaalbúmi og á filmum, minniskorti úr myndavél og geisladiskum, „sem haldlagðir voru á heimili ákærða 15. febrúar og 2. mars 2007, samtals 3804 ljósmyndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt“, svo sem sagði í ákærunni. Þar var einnig tekið fram að ákærði hafi tekið „margar myndanna“, meðal annars af piltunum, sem áður er getið, en með „vörslu sinni á nektarmyndum af þessum fjórum piltum særði hann blygðunarsemi þeirra“. Þetta var sem fyrr segir talið varða við 209. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga. Í ákærunni var þess getið að meðal þeirra ljósmynda, sem þar um ræddi, hafi á tiltekinni tegund af minniskorti úr myndavél verið „194 ljósmyndir sem ákærði eyddi af kortinu á árinu 2006 en unnt var að endurheimta.“ Vegna þessa verður að gæta að því að eftir hljóðan ákærunnar var ákærða ekki gefið að sök að hafa haft 3.804 ljósmyndir í vörslum sínum á tilteknum tíma, heldur var þar aðeins vísað til þess að þær hafi verið að finna í ferns konar munum, sem hald var lagt á fyrrgreinda daga. Getur því engu skipt um úrlausn þessa sakarefnis að myndirnar hafi ekki allar verið ákærða tiltækar þá daga, sem getið var í ákæru, en ekki hefur verið vefengt að hann hafi enn haft þær í vörslum sínum á árinu 2006. Í málinu hefur ákærði ekki borið brigður á að hann hafi sjálfur tekið hluta af þessum myndum af piltunum fjórum, en eftir gögnum málsins munu þær myndir samtals hafa verið 777 að tölu. Eftir hljóðan þessa liðar ákæru er ákærða þó ekki gefið að sök að hafa sært blygðunarsemi piltanna með því að hafa tekið myndirnar, heldur með því að hafa haft þær í vörslum sínum. Sú háttsemi ákærða varðar við 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga, sem tæmir hér sök. Með þessum athugasemdum og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða samkvæmt 4. lið ákæru, en brot hans verður samkvæmt framansögðu einungis heimfært til síðastnefnds lagaákvæðis. Við ákvörðun refsingar ákærða verður að líta til þess að brot hans beindust að fjórum piltum á unglingsaldri og misnotaði hann freklega þá aðstöðu, sem hann komst í sem ökukennari þeirra allra. Brot hans gagnvart tveimur piltanna stóðu yfir um lengri tíma, en öll voru brotin alvarleg og fallin til að hafa mikil áhrif á þá, sem þau beindust að. Gagnstætt þessu verður á hinn bóginn að gæta að því að rannsókn lögreglu á brotum ákærða hófst ekki fyrr en nærri var fullnaður fyrningartími þeirra eftir þágildandi ákvæðum 81. gr. almennra hegningarlaga, svo og að hann hefur ekki áður unnið til refsingar. Að þessu virtu verður ákærða gert að sæta fangelsi í tvö ár. Í málinu liggja ekki fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brota ákærða á þolendur þeirra. Að því gættu er hæfilegt að ákærða verði gert að greiða A og B hvorum 1.000.000 krónur í miskabætur, en niðurstaða héraðsdóms um fjárhæð bóta til C og D verður staðfest. Um vexti af þessum kröfum fer samkvæmt því, sem í dómsorði greinir, en ákærði hefur ekki borið fyrir sig fyrningu vaxta að hluta. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað verða staðfest. Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti, allt eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Haukur Helgason, sæti fangelsi í tvö ár. Ákærði greiði A og B hvorum fyrir sig 1.000.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. desember 1998 til 1. júlí 2001, vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til 19. desember 2007, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði C 400.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. júní 2003 til 19. desember 2007, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði D 400.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. laga nr. 25/1987 frá 1. maí 1999 til 1. júlí 2001, vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til 19. desember 2007, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 592.749 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Helga Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Guðjóns Ólafs Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 186.750 krónur. Málið, sem dómtekið var 21. nóvember sl., er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, útgefinni 3. júní 2008 „á hendur Hauki Helgasyni, kennitala 221158-7419, án lögheimils á Íslandi. 1. Fyrir kynferðisbrot, með því að hafa sem ökukennari A, sem ákærði kenndi á skellinöðru og bifreið, frá vori 1996 og fram í nóvember 1998, þegar pilturinn var 14 til 17 ára gamall, í tugi skipta fróað A og haft við hann munnmök. Kynferðismökin áttu sér oftast stað á heimili ákærða að Kárastíg í Reykjavík, en einnig í bifreið ákærða í Heiðmörk, í nokkrum tilvikum í bifreiðinni í ökutímum, og á ferðalagi þeirra tveggja til Skandinavíu og Þýskalands sumarið 1997 eða 1998. Telst þetta varða við 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 9. gr. laga nr. 40/1992, 3. gr. laga nr. 40/2003 og 10. gr. laga nr. 61/2007. 2. Fyrir kynferðisbrot, með því að hafa sem ökukennari B, sem ákærði kenndi á skellinöðru og bifreið, frá sumri 1996 og fram í nóvember 1998, þegar pilturinn var 14 til 17 ára gamall, að jafnaði einu sinni í viku fróað piltinum og í eitt skipti sett fingur í endaþarm hans. Kynferðismökin áttu sér stað á heimili ákærða að Kárastíg í Reykjavík, en í eitt skipti í ökutíma í bifreið ákærða á leiðinni í Heiðmörk. Telst þetta varða við 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 9. gr. laga nr. 40/1992, 3. gr. laga nr. 40/2003 og 10. gr. laga nr. 61/2007. 3. Fyrir kynferðisbrot og áfengislagabrot, með því að hafa sært blygðunarsemi C er ákærði, í fjögur til sex skipti frá hausti 2002 fram til vors 2003, í bílskúrum í Garðabæ og Hafnarfirði, fékk piltinn, sem ákærði kenndi á skellinöðru á þeim tíma, til að afklæðast og tók af honum fjölda mynda þar sem pilturinn var fáklæddur eða nakinn, og fyrir að hafa í allt að tuttugu skipti á sama tímabili, keypt áfengi fyrir piltinn og afhent honum, en C var 15 og 16 ára gamall á þeim tíma sem um ræðir. Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992, en til vara við 2. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, og 18. gr. áfengislaga nr. 75/1998. 4. Fyrir kynferðisbrot, með því að hafa haft í vörslu sinni í/á neðangreindum munum sem haldlagðir voru á heimili ákærða 15. febrúar og 2. mars 2007, samtals 3804 ljósmyndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Margar myndanna tók ákærði sjálfur, m.a. af þeim piltum sem um ræðir í 1.-3. lið ákærunnar og D sem þá var 15 ára gamall. Með vörslu sinni á nektarmyndum af þessum fjórum piltum særði hann blygðunarsemi þeirra: Telst þetta varða við 209. gr. og 4. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992, 7. gr. laga nr. 39/2000, 2. gr. laga nr. 14/2002 og 2. gr. laga nr. 74/2006. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga á myndaalbúmi, filmum, minniskorti og átta geisladiskum, sbr. tilgreining í ákærulið 4. Einkaréttarkröfur á hendur ákærða: A, kennitala [...], krefst bóta að fjárhæð kr. 2.000.000 auk vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. desember 1998 til 1. júlí 2001 en frá þeim degi með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 til 19. desember 2007 en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. B, kennitala [...], krefst bóta að fjárhæð kr. 2.000.000 auk vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. desember 1998 til 1. júlí 2001 en frá þeim degi með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 til 19. desember 2007 en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. C, kennitala [...], krefst bóta að fjárhæð kr. 1.000.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. júní 2003 til 19. desember 2007 en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. D, kennitala [...] krefst bóta að fjárhæð kr. 1.000.000 auk vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. maí 1999 til 1. júlí 2001 en frá þeim degi með vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 til 19. desember 2007 en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags.“ Við upphaf aðalmeðferðar breytti sækjandi 1. lið ákæru á þann veg að í stað frá vori 1996 komi frá hausti 1997 og í stað 14 til 17 ára komi 15 til 17 ára. Í öðrum lið ákæru er henni breytt á þann veg að í stað frá sumri 1996 komi frá áramótum 1996/1997 og í stað 14 til 17 ára komi 15 til 17 ára. Ákærði neitar sök að hluta eins og rakið verður í III. kafla. Hann krefst vægustu refsingar. Hann krefst þess að bótakröfunum verði vísað frá dómi. Þá er þess krafist að sakarkostnaður, þar með talin málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. Framangreindur A kærði ákærða til lögreglu 31. janúar 2007 fyrir kynferðisbrot sem ákærði átti að hafa framið gagnvart honum á árunum 1995 til 1998. Skýrði hann svo frá að hann hefði kynnst ákærða sumarið 1995 er hann hóf að læra á skellinöðru, en ákærði var ökukennari. Upp úr þessu hafi kynni þeirra þróast og eins hefði ákærði kynnst fjölskyldu A og orðið eins konar fjölskylduvinur. Um vorið 1996 hefði ákærði beðið um að fá að finna á sér púlsinn og þar á meðal í náranum. Í framhaldi af því hefði ákærði farið að eiga við sig kynmök sem fólust í því að ákærði fitlaði við lim hans og saug hann. Þetta gerðist í nokkra tugi skipta frá því um veturinn 1995–1996 og þar til ökunámi A lauk í nóvember 1998. A kvað ákærða ekki hafa beitt sig ofbeldi heldur hefði hann frekar verið háður honum vegna þess að hann hefði litið upp til hans og treyst honum sem heimilisvini og ökukennara. Þá hefðu þeir farið saman tvær ferðir til útlanda. Í fyrri ferðinni hefði ekkert gerst en í þeirri síðari hefði ákærði misnotað sig eins og hér heima. Þá hefði ákærði einnig tekið af sér nektarmyndir. Ákærði var yfirheyrður af lögreglu um samskipti sín við A 15. febrúar 2007 og neitaði í fyrstu að hafa haft kynferðisleg samskipti við hann. Honum var kynnt skýrsla A og kvað hann þá samskipti þeirra hafa verið í megindráttum eins og A lýsti þeim nema hvað hann hefði ekki haft við hann munnmök. Framangreindur B lagði fram kæru á hendur ákærða 27. febrúar 2007 og var tekin af honum skýrsla sama dag. Hann skýrði svo frá að hann hefði sótt ökutíma til ákærða og kynnst honum þannig. Samband þeirra hefði þróast á þann veg að B fór að fara heim með ákærða er hefði lagt fyrir hann próf og ef B svaraði rangt átti hann að klæðast úr einni flík fyrir hvert rangt svar. Þetta hefði svo endað þannig að hann var orðinn nakinn og hefðu þeir þá farið inn í herbergi þar sem B lagðist á rúm og ákærði fróað honum eftir að hafa fundið púlsinn á honum. Fyrir hvert skipti hefði B fengið eitt þúsund krónur, en þetta hefði gengið svona fyrir sig þar til hann tók ökupróf, en þá lauk samskiptum þeirra. Samskiptin áttu sér stað á heimili ákærða nema einu sinni í Heiðmörk. Þá kvað B ákærða einu sinni hafa sett fingur í endaþarm sinn og sagst þurfa að athuga blöðruhálskirtilinn. Lögreglan yfirheyrði ákærða 2. mars 2007 um samband hans við B. Ákærði kannaðist við að hafa fróað honum nokkrum sinnum og hefði það verið með samþykki B, hann ekki mótmælt því sem gerðist. Aftur var ákærði yfirheyrður 21. nóvember sama ár og bar sem fyrr að hann hefði fróað B í einhver skipti og greitt honum fyrir þúsund krónur í hvert sinn. Hann neitaði að hafa sett fingur sinn í endaþarm hans. C gaf skýrslu 25. október 2007 og skýrði frá því að ákærði hefði kennt sér á skellinöðru og upp úr því farið að venja komur sínar til hans og í framhaldinu taka af honum myndir nöktum og eins hefði hann keypt fyrir sig áfengi í fleiri en tuttugu skipti. Ákærði var yfirheyrður 21. nóvember 2007 um samskipti hans og C og kannaðist við að hafa tekið af honum myndir, en neitaði að hafa látið hann hafa peninga eða áfengi. Framangreindur D kærði ákærða til lögreglu 1. mars 2007. Hann skýrði svo frá að hann hefði kynnst ákærða 1997 er hann fór að læra á skellinöðru hjá honum. Þeir hefðu átt sameiginlegt áhugamál sem var skellinöðrur og bifreiðar og hefðu kynni þeirra þróast þess vegna. Ákærði hefði auk þess viljað bjóða sér í kvikmyndahús og jafnvel til útlanda en hann ekki kært sig um það. Síðar hafi D farið að læra á bifreið hjá ákærða og hann lýsti atviki þegar þeir óku út fyrir bæinn þar sem ákærði tók af honum myndir nöktum. Ákærði kannaðist við hjá lögreglu að hafa tekið myndir af D. Við húsleit hjá ákærða lagði lögreglan hald á þær myndir sem tilgreindar eru í ákæru og kannaðist hann við að eiga þær. Sumt af þeim hefði hann tekið sjálfur með samþykki þeirra sem á þeim eru. Aðrar væru erlendar. Við aðalmeðferð bar ákærði að hann hefði kynnst A haustið 1997. Hann kvað piltinn hafa verið orðinn 16 ára þegar kynferðisleg samskipti þeirra hófust. Þau hafi falist í því að ákærði fróaði piltinum og með hans samþykki en aldrei hefði verið um munnmök að ræða. Ákærði kvað piltinn hafa sagt að þetta væru samskipti eins og hann ætti við tiltekinn félaga sinn. Þetta hefði verið í nokkur skipti en ekki eins og segi í ákæru að um hefði verið að ræða tugi skipta. Ákærði kvað kynferðisleg samskipti þeirra hafa átt sér stað eins og lýst er í ákæru nema hvað ekkert slíkt hafi gerst í utanlandsferðunum eftir því sem hann kvaðst best muna. Ákærði kvaðst hafa kynnst piltinum þegar hann fór að kenna honum á skellinöðru. Pilturinn hefði tekið skellinöðrupróf 31. október 1997. Ákærði kvaðst hafa verið kennari í Ökuskólanum í Mjódd og pilturinn verið þar að læra, en ekki kvaðst hann vita hver hefði greitt fyrir nám hans. Ákærði var kennari við skólann en hafði ekki með fjármál að gera. Ákærði kvaðst ekki geta borið um kynferðisleg samskipti þeirra annað en það að hann taldi sig hafa haft samþykki piltsins fyrir þeim. Hann hefði spurt hann hvort þeir ættu að hætta og pilturinn svarað því neitandi. Að öðru leyti kvaðst hann lítið muna eftir því hvernig samskipti þeirra þróuðust. Undir hann var borið það sem pilturinn hafði borið um að ákærði hefði viljað finna púls á honum og kvaðst hann ekki vilja neita því og gæti það vel passað. Þessi samskipti voru óregluleg en þó alltaf þannig að pilturinn var í ökutíma hjá honum og að honum loknum var farið heim til ákærða eða upp í Heiðmörk og þar hefði hann fróað honum með samþykki hans. Ákærði kvaðst ekki geta skýrt af hverju hann gerði þetta, en hann hefði ekki fengið neitt kynferðislegt út úr því. Hann kvaðst hafa átt frumkvæðið en ekki pilturinn. Ákærði kvað samskiptum sínum og piltsins hafa lokið þegar hann tók ökupróf. Við kynni sín af piltinum kvaðst ákærði hafa kynnst foreldrum hans og hefðu hann og faðir piltsins leigt saman bílskúr og eins hefðu þeir hjólað saman. Hann hafi orðið eins konar fjölskylduvinur. Varðandi B bar ákærði að kynferðisleg samskipti við hann hefðu hafist þegar pilturinn var orðinn 16 ára. Hann fór að læra á skellinöðru haustið sem hann varð 16 ára. Hann viðurkenndi að hafa fróað honum í nokkur skipti en ekki að hafa sett fingur í endaþarm piltsins. Þetta gerðist á þeim stöðum sem lýst er í ákæru. Undir ákærða var borið það sem pilturinn hafði borið um leik sem var fólginn í því að hann tók próf og fyrir hvert rangt svar átti hann að fara úr einni flík og hefði leikurinn endað með því að pilturinn var orðinn nakinn. Ákærði kvaðst ekki geta tjáð sig um þetta, hann myndi ekki sérstaklega eftir þessu. Hann neitaði því að þessi samskipti þeirra hefðu verið vikulega. Ákærði kvað samskiptum sínum og piltsins hafa lokið þegar pilturinn ók ökupróf. Ákærði kvaðst ekki geta skýrt af hverju hann hefði gert þetta, en hann hefði ekki fengið neitt kynferðislegt út úr því. Hann hefði átt frumkvæðið en ekki pilturinn. Varðandi samskiptin við C viðurkenndi ákærði það sem hann er sakaður um í 3. lið ákærunnar nema hvað hann taldi skiptin tvö til þrjú þegar tók af honum myndir og eins neitaði hann alfarið að hafa keypt handa honum áfengi. Myndirnar voru teknar í bílskúr í Hafnarfirði. Varðandi 4. ákærulið kannaðist ákærði við að hafa haft myndir með barnaklámi undir höndum eins og greint er í ákærunni. Hann kannaðist við að myndir væru meðal annars af piltunum sem greindir eru í ákæru og eins væri erlent efni þar á meðal. Hann gerði ekki aðrar athugasemdir við fjölda mynda en þær að sér virtust geisladiskarnir of margir. Ákærði viðurkenndi að hafa tekið myndir af piltunum fjórum. Hann hefði einu sinni tekið 2 myndir af piltinum sem nefndur er í ákæruliðnum. Hann hefði hins vegar margfaldað þær í tölvu. A bar að hann hefði kynnst ákærða sumarið þegar hann var 14 og hann hóf að læra á skellinöðru hjá honum í Ökuskólanum í Mjódd. Upp úr því kvaðst hann hafa farið að aðstoða ákærða við ýmislegt tengt náminu og eins hefði ákærði orðið eins konar fjölskylduvinur. Þegar hann var 15 ára að verða 16 ára hefðu kynferðisleg afskipti ákærða af honum hafist. Þetta byrjaði þannig að ákærði sagði honum að hann þyrfti að finna púls sem var í náranum. Af þessu leiddi svo káf og fróun og einnig munnmök. Eins hefði ákærði tekið af sér myndir. A kvaðst ekki hafa samþykkt þessi mök og sér hefði liðið illa út af þessu en ekki getað staðið á móti ákærða. Hann kvað ákærða aldrei hafa spurt sig hvort hann vildi hætta, en einu sinni hefði hann sagt ákærða að hann vildi hætta og þá hefði hann hætt í það skiptið, en haldið svo áfram síðar. A bar að ákærði hefði gert margt fyrir sig viðvíkjandi skellinöðrum og bílum sem var áhugamál þeirra beggja. Með þessu móti hefði ákærði eins og gert sig háðan sér en aldrei hefði hann beitt sig ofbeldi eða hótunum. Kynferðissamskiptin voru heima hjá ákærða og það oftar en einu sinni í mánuði. Hann kvað þá ákærða hafa farið tvisvar saman til útlanda og í seinni ferðinni hefði ákærði haft við sig kynferðismök en ekki í þeirri fyrri. Þessum samskiptum lauk þegar hann tók bílpróf, þá hefði hann getað slitið sig frá þessu. A þvertók fyrir að hann hefði átt í kynferðislegum samskiptum við annan karlmann á þessum tíma. Hann kvaðst hafa séð Kompásþátt á Stöð 2 og þá talið sig þekkja ákærða þar. Í framhaldinu hefði hann sagt foreldrum sínum frá þessu. E, faðir framangreinds A, bar að hafa vitað að sonur hans var að læra hjá ákærða, fyrst á skellinöðru og síðar á bíl. Þetta leiddi til meiri samskipta ákærða og A sem svo hafi leitt til kynna ákærða og foreldra piltsins. Þau eignuðust vélhjól og leigðu bílskúr með ákærða. Mikill samgangur var milli þeirra og ákærða sem virkaði frekar einmana en kom vel fyrir. Hann kvað hvorki þau né piltinn hafa þurft að greiða fyrir ökutíma eða aðra kennslu og hafi pilturinn sagst vinna fyrir henni með því að ferja skellinöðrur fyrir ákærða og annað þess háttar tengt kennslunni. Varðandi utanferðirnar kvaðst hann hafa spurt ákærða hvort eitthvað lægi þar á bak við en hann hefði þvertekið fyrir það. Samskiptum ákærða við fjölskylduna lauk mjög skyndilega þegar ákærði sagðist hafa keypt húsnæði og ekki lengur þurfa að leigja bílskúr með þeim hjónum. Þetta hefði verið um svipað leyti og A lauk bílprófi. F, móðir A, bar að hann hefði sjálfur fengið kennara til að kenna sér á skellinöðru og síðar á bíl. Þetta hefði verið með samþykki foreldranna. Í tengslum við nám piltsins hefi ákærði komist í kynni við þau E. Hún kvaðst hafa undrast boð ákærða um utanfarirnar og hefði E spurt hann hvort eitthvað byggi undir og hefði hann neitað því. Samskiptunum við ákærða lauk mjög snögglega með því að hann hætti að hafa samband við fjölskylduna eftir að þau hættu að vera með sameiginlegt húsnæði fyrir hjól og bíla. B bar að hann hefði kynnst ákærða þegar hann ákvað að taka skellinöðrupróf sumarið 1996 þegar hann var að verða 15 ára. Hann kvaðst hafa leitað til ákærða vegna þess að gott orð fór af honum og hafi foreldrar sínir vitað af því. Pilturinn kvað ákærða hafa lagt próf fyrir nemendur og ef þeir svöruðu rangt áttu þeir að fara úr að ofan. Taldi hann að ákærði hefði þannig valið þá úr hópi nemenda sem líklegir væru til fylgilags við hann. Það hefði verið eftir einn svona tíma sem ákærði hefði spurt sig hvort hann vildi vinna fyrir sig. Launin áttu að vera frítt bílpróf. Eftir þetta fór B að aka bíl ákærða. Eftir ökutíma var svo farið heim til ákærða og þar lagði hann próf fyrir piltinn og fyrir hvert rangt svar átti hann að fara úr einni flík. Þetta endaði iðulega með því að hann var orðinn nakinn. Þá var farið inn í herbergi þar sem ákærði þreifaði eftir púlsi á piltinum eins og hann sagði gert í slökkviliðinu en þar vann ákærði þá. Svona hafði þetta gengið fyrir sig í hverri viku í þrjá til fimm mánuði en þá bað ákærði um að fá að fróa honum og greiddi honum eitt þúsund krónur fyrir hvert skipti. Hann kvað ákærða hafa þá haft það vald yfir sér að hann hafði ekki getað sagt nei. Pilturinn kvað ákærða hafa byrjað að fróa honum í ársbyrjun 1997 og gert það að jafnaði einu sinni í viku. Þessu lauk svo þegar hann tók bílprófið, en þá fannst honum hann ekki lengur eins háður ákærða og áður. Pilturinn kvað ákærða hafa í eitt skipti sett fingur sinn í endaþarm hans. Það var um einu ári eftir að ákærði hóf kynferðisleg afskipti af piltinum og sagði hann honum að hann væri að athuga blöðruhálskirtilinn. Í þetta skipti setti ákærði á sig gúmmívettling, smurði hann og stakk fingri inn í endaþarminn. Þetta gerðist heima hjá ákærða. Í eitt skipti reyndi ákærði að fróa honum í bíl á akstri í Heiðmörk. Þá bar pilturinn einnig um að ákærði hefði tekið af sér nektarmyndir. Pilturinn bar að sér hefði liðið illa þegar ákærði var að fróa honum en hann taldi sig ekki geta stöðvað ákærða því að þá væri hann eins og að bregðast honum. Hann bar þó að einu sinni hefði ákærði beðið sig um að fróa sér en hann hefði neitað því. C bar að hann hefði kynnst ákærða þegar hann var á 16. ári og fór að læra á skellinöðru hjá ákærða. Síðar lærði hann á bíl hjá ákærða. Hann kvað ákærða hafa tekið af sér nektarmyndir í bílskúr í Garðbæ þar sem hann var að hjálpa ákærða. Hann var þá 16 ára. Þá kvað hann ákærða hafa keypt oft fyrir sig áfengi í nokkur skipti. Þetta var sterkt áfengi og greiddi ákærði fyrir það. Áfengiskaupin tengdust ekki myndatökunum. Pilturinn kvað ákærða einu sinni hafa reynt að káfa á sér og sló hann þá ákærða fast í öxlina og ekki reyndi ákærði oftar við hann. Pilturinn kvað sér hafa verið illa við myndatökurnar en hann var hræddur við ákærða sem er stór og stæðilegur maður og ekki viss um hvað hefði gerst ef hann hefði neitað. D bar að hann hefði kynnst ákærða þegar hann fór að læra á skellinöðru hjá honum. Síðar lærði hann á bíl hjá honum. Kunningsskapur varð með þeim og einn daginn kvaðst ákærði hafa eignast nýja myndavél og bað piltinn að koma með sér upp í Heiðmörk til að prófa vélina. Þar tók ákærði myndir af honum, fyrst í fötum og svo nöktum. Í upphafi var ekki rætt um nektarmyndatökur, það kom upp þegar á staðinn var komið. Hann þorði ekki að segja nei en honum leið illa vegna þessa og vita til þess að ákærði hefði myndirnar undir höndum. Pilturinn kvaðst hafa verið 15 að verða 16 ára þegar þetta gerðist og þetta gerðist bara í eitt skipti. Í 1. lið ákærunnar er ákærða gefið að sök kynferðisbrot gagnvart A frá hausti 1997 og fram í nóvember 1998 þegar pilturinn var 15 til 17 ára eins og ákærunni var breytt við upphaf málflutnings. Ákærði hefur viðurkennt að hafa fróað honum nokkrum sinnum en ekki í tugi skipta eins og í ákæru segir og pilturinn bar fyrir dómi. Þá hefur ákærði neitað munnmökum. Ekki nýtur annarra gagna við um munnmökin en framburðar piltsins og gegn eindreginni neitun ákærða er ekki komin fram lögfull sönnun fyrir þeim. Verður ákærði sýknaður af því að hafa haft munnmök við piltinn. Þegar litið er til þess hversu lengi kynferðisleg afskipti ákærða af piltinum vörðu og framburðar hans fyrir dómi, sem dómurinn metur trúverðugan, er hins vegar ekki óvarlegt að slá því föstu að ákærði hafi fróað honum í tugi skipta eins og hann er ákærður fyrir. Í 2. lið ákærunnar er ákærða gefið að sök kynferðisbrot gagnvart B frá áramótum 1996/1997 og fram í nóvember 1998 þegar pilturinn var 15 til 17 ára eins og ákærunni var breytt við upphaf málflutnings. Ákærði hefur viðurkennt að hafa fróað honum nokkrum sinnum en ekki að jafnaði einu sinni í viku á tímabilinu eins og í ákæru segir og pilturinn bar fyrir dómi. Þá hefur ákærði neitað að hafa sett fingur í endaþarm piltsins. Um það atriði nýtur ekki annarra sönnunargagna en framburðar piltsins og gegn eindreginni neitun ákærða telst það ósannað og verður ákærði sýknaður hvað það varðar. Þegar litið er til þess hversu lengi kynferðisleg afskipti ákærða af piltinum vörðu og framburðar hans fyrir dómi, sem dómurinn metur trúverðugan, er hins vegar ekki óvarlegt að slá því föstu að ákærði hafi fróað honum eins og honum er gefið sök í ákæru. Brot þau sem ákærði er sakfelldur fyrir í framangreindum liðum eru rétt færð til refsiákvæða í ákærunni. Ákærði hefur játað að hafa tekið myndir af C í tvö til þrjú skipti en neitað að hafa keypt áfengi fyrir hann. Með játningu ákærða sem styðst við framburð piltsins og myndir, sem hald var lagt á, er sannað að hann tók myndir af piltinum í tvö til þrjú skipti. Gegn neitun ákærða er ósannað að skiptin hafi verið fleiri. Gegn neitun hans er einnig ósannað að hann hafi keypt áfengi fyrir piltinn, enda styðst framburður hans um það ekki við önnur gögn en framburð piltsins og verður ákærði því sýknaður af ákærunni hvað þetta varðar. Brot ákærða samkvæmt þessum lið varðar við 209. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur skýlaust játað á sig sakir samkvæmt 4. ákærulið og styðst sú játning við önnur gögn málsins. Hann verður því sakfelldur fyrir það sem hann er ákærður fyrir og eru brot hans rétt færð til refsiákvæða í ákærunni. Við ákvörðun refsingar ákærða ber að hafa í huga að hann var kennari piltanna við ökuskóla og hafði verið trúað fyrir þeim til kennslu. Breytir engu um þá niðurstöðu hvort þeir sjálfir leituðu sér skólavistar eða forráðamenn þeirra. Hafa verður í huga að ákærði virðist hafa leitað að piltum úr hópi nemenda til að vingast við og síðan haft kynferðislegt samneyti við þá sem hann náði tökum á. Þá ber að líta til þess að brotin sem getur í 1. og 2. lið ákæru stóðu í langan tíma eins og rakið var. Ákærða hefur ekki áður verið refsað. Refsing ákærða er ákveðin með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og er hún hæfileg fangelsi í 3 ár. Krafa um upptöku hefur hvorki sætt andmælum né athugasemdum og verður því orðið við henni eins og nánar greinir í dómsorði. Piltarnir fjórir gera skaðabótakröfu á hendur ákærða. Með vísun til 26. gr. skaðabótalaga og þess sem að framan segir um ákvörðun refsingar ákærða verður orðið við kröfunum. Brot ákærða gagnvart A og B stóðu lengi yfir og var greinilegt þegar þeir gáfu skýrslu að þessi reynsla hafði reynst þeim mjög þungbær. Bætur til hvors þeirra eru hæfilega ákveðnar 1.500.000 krónur. Brot ákærða gagnvart C og D voru ekki eins alvarleg og verða bætur til hvors þeirra ákveðnar 400.000 krónur. Bætur til allra skulu bera vexti eins og segir í dómsorði. Ákærði skal greiða málsvarnarlaun verjanda síns Helga Jóhannessonar hrl., 747.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá skal hann greiða þóknun réttargæslumanns allra brotaþola Ásu Ólafsdóttur hrl., 515.528 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan kostnað leiddi ekki af rekstri málsins. Héraðsdómararnir Arngrímur Ísberg, dómsformaður, Allan Vagn Magnússon og Sigríður Ólafsdóttir kváðu upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, Haukur Helgason, sæti fangelsi í 3 ár. Ákærði greiði A 1.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. desember 1998 til 1. júlí 2001, en með vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá þeim degi til 19. desember 2007, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði B 1.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. desember 1998 til 1. júlí 2001, en með vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá þeim degi til 19. desember 2007, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði C 400.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 1. júní 2003 til 19. desember 2007, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði D 400.000 krónur með vöxtum samkvæmt 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. maí 1999 til 1. júlí 2001, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Helga Jóhannessonar hrl., 747.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ásu Ólafsdóttur hrl., 515.528 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Mál nr. 36/2011
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, til föstudagsins. 11. febrúar 2011 kl. 16:00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. janúar 2011 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. janúar 2011, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 11. febrúar 2011 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að hann verði látinn sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Að þessu slepptu krefst hann þess að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Atvikum málsins er lýst í hinum kærða úrskurði. Fallist verður á með sóknaraðila að fram sé kominn sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um brot sem samkvæmt 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 getur varðað allt að 16 ára fangelsi. Hið ætlaða brot felst í að hafa fylgt konu sem var ofurölvi inn á salerni veitingastaðar og haft þar kynmök við hana án þess að hún hefði vegna ölvunarinnar möguleika á að sporna við verknaðinum. Talið verður að þetta ætlaða brot feli í sér svo grófa árás á persónu brotaþola og frelsi til líkama síns að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt þessu eru skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi varnaraðila og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 226/2000
Bifreið Líkamstjón Slysatrygging Ölvunarakstur Gjafsókn
H varð fyrir líkamstjóni er hann velti bifreið SH. Rúmlega einni og hálfri klukkustund eftir að lögregla kom á vettvang var tekið blóðsýni úr honum vegna gruns um ölvun og reyndist áfengismagn í blóði vera 1.26 ‰. H taldi tjónið vera af völdum sprungins hjólbarða og krafði SH og SA um bætur á grundvelli slysatryggingar ökumanns, en SA taldi sig laust undan ábyrgð vegna ölvunar H og vísaði um það til tryggingaskilmála. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að líkindi væru fyrir því að H hefði ekið ölvaður og synjaði kröfu hans um skaðabætur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. júní 2000. Hann krefst þess að stefndu verði dæmd til að greiða sér 4.024.598 krónur með 2% ársvöxtum frá 24. júlí 1994 til 30. maí 1999, en dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt fyrir á dómstigum. Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Svo sem rakið er í héraðsdómi velti áfrýjandi bifreið stefndu Selmu Haraldsdóttur rétt austan við Óseyrarbrú á Ölfusá að morgni 24. júlí 1994. Samkvæmt skýrslu lögreglumanns kom hann á vettvang klukkan 8.18, þar sem áfrýjandi lá slasaður utan við bifreiðina. Var hann fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík, þar sem tekið var úr honum blóðsýni klukkan 9.50 vegna gruns um ölvun. Reyndist áfengismagn í blóði áfrýjanda vera 1,26‰. Krefur hann stefndu um bætur vegna líkamstjóns, sem hann hlaut við slysið. Vísar hann um það til XIII. kafla umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum, en óumdeilt er að eigandi bifreiðarinnar keypti vátryggingu samkvæmt 92. gr. laganna hjá stefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Félagið telur sig hins vegar laust úr ábyrgð, þar sem áfrýjandi hafi verið ölvaður þegar slysið varð, en félagið hafi undanþegið sig ábyrgð við slíkar aðstæður í almennum skilmálum sínum fyrir slysatryggingu ökumanns, sbr. 20. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Áfrýjandi kveðst hafa ekið áleiðis til Reykjavíkur frá Stokkseyri um klukkan 5.00 að morgni áðurnefndan dag og hafi slysið orðið um það bil fimmtán mínútum síðar. Langur tími hafi liðið þar til vegfarandi varð hans var þar sem hann lá utan vegar. Á þeim tíma, sem leið frá slysinu, hafi hann tekið verkjatöflur og neytt áfengis, eins og nánar er rakið í héraðsdómi. Hann hafi hins vegar ekki verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð, en það hafi hlotist af því að hvellsprungið hafi á hægra framhjóli bifreiðarinnar. Engin rannsókn hefur verið gerð á hjólbarðanum, sem skýrt gæti hvort hann hafi sprungið fyrir slysið eða losnað af felgu við velturnar, sem bifreiðin fór. II. Svo sem áður er getið var áfengismagn í blóði áfrýjanda 1,26‰ þegar liðin var rúmlega ein og hálf klukkustund frá því að lögregla kom að honum á slysstað. Veitir það líkindi fyrir að hann hafi ekið ölvaður og verið óhæfur til að stjórna ökutæki, sbr. 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga. Er sú aðstaða fyrir hendi í máli þessu, sem áfrýjandi höfðar til heimtu bóta samkvæmt vátryggingarsamningi, að hann ber sjálfur sönnunarbyrði fyrir því að ölvun hans verði rakin til neyslu áfengis eftir slysið. Hefur hann engum stoðum rennt undir staðhæfingu sína, sem að þessu lýtur. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Rétt er að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Harðar Sigurðssonar, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. mars 2000. Mál þetta sem dómtekið var 17. febrúar sl. er höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 25. júní 1999 af Herði Sigurðssyni, Engjaseli 10, Stokkseyri gegn Selmu Haraldsdóttur, Engjaseli 10, Stokkseyri og Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík . Dómkröfur Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmd til að greiða honum 4.428.670 kr., auk dráttarvaxta frá 30. maí 1999. Þá er þess krafist að stefndu verði dæmd til að greiða stefnanda málskostnað, þ.m.t. útlagðan kostnað að mati dómsins, auk virðisaukaskatts. Dómkröfur stefndu eru þær aðallega að þau verði sýknuð af kröfum stefnanda og honum gert að greiða þeim málskostnað að skaðlausu en til vara að dómkröfur verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Málavextir Atvik málsins eru þau að snemma morguns þann 24. júlí 1994 ók stefnandi bifreiðinni E-4, vestur Eyrarbakkaveg í átt að Óseyrarbrú. Þegar bifreiðin var komin til móts við vegrið austan við brúna missti stefnandi stjórn á bifreiðinni, sem kastaðist til, upp á vegriðið, yfir það og valt utan vegar, þrjár veltur að því talið er. Stefnandi, sem var með bílbelti spennt þegar slysið átti sér stað, mun hafa kastast talsvert til í bílnum við veltuna og hlaut hann nokkra áverka. Eftir að bifreiðin stöðvaðist komst stefnandi út úr henni og reyndi að komast upp á veginn, en vegurinn er mikið upp byggður á þessum kafla. Vegna þess hve hátt var upp á veginn og vegna þeirra meiðsla er stefnandi hlaut við slysið tókst honum ekki að komast upp á veginn. Þar sem vegkanturinn er svo hár sást bílflakið ekki úr venjulegum bifreiðum sem ekið var eftir veginum. Nokkur tími leið því þar til ökumaður vöruflutningabifreiðar sá bifreið stefnanda þar sem hún lá utan í vegöxlinni og tilkynnti hann um slysið. Stefnandi var fluttur á slysadeild Borgarspítalans þar sem hann var skoðaður. Við skoðun kvartaði hann um verki í hálsi, brjóstkassa, kvið og vinstra hné. Þá var hann sagður með góða meðvitund en áfengislykt var af honum og var tekið úr honum blóðsýni til alkóhólmælingar. Niðurstaða mælingar var sú að í blóði hans hefðu verið 1.26 ‰ alkóhóls. Málsaðila greinir á um það hvernig slysið bar að höndum. Stefnandi heldur því fram að hægri framhjólbarði bifreiðarinnar hafi hvellsprungið og við það hafi hann missst stjórn á henni. Hann hafi verið illa haldinn vegna þeirra áverka er hann hlaut við slysið og hafi því tekið inn verkjalyf, sem hann fann í bifreiðinni, auk þess sem hann hafi drukkið áfengi úr gosflösku, sem einnig hafi verið í bifreiðinni, til þess að deyfa sársaukann og gera líðan sína skárri. Af hálfu stefndu er því mótmælt sem ósönnuðu að hvellsprungið hafi á bifreiðinni. Þá er því haldið fram af hálfu stefndu að stefnandi hafi verið óhæfur til stjórnunar ökutækisins vegna áfengisdrykkju þegar slysið varð. Stefnandi heldur því hins vegar fram að hann hafi ekki drukkið áfengi fyrir slysið og því hafi hann verið ódrukkinn þegar það gerðist. Eftir skoðun á slysadeild var stefnandi lagður á bæklunar­­lækninga­­deild Borgarspítalans og m.a. settur í sérstakt vesti vegna hálsáverkans auk þess sem hann gekkst undir aðgerð vegna áverkans á hnénu og var síðan settur í spelku. Stefnandi var síðan til læknismeðferðar um nokkurt skeið. Í lok árs 1994 var stefnandi til meðferðar á Reykjalundi í tvær til þrjár vikur en fór þaðan í aðgerð á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þar sem fjarlægðir voru kengir úr hnénu eftir liðbanda­viðgerðina. Hann var síðan aftur á Reykjalundi frá 26. febrúar til 9. apríl 1995 og þar hafði hann náð sér þokkalega á strik er meðferðinni lauk. Hafði hann ætlað til starfa á nýjan leik og fengið skipsrúm sem vélavörður á mb. Jóni Klemens þar sem hann átti að hefja störf eftir að sjómannaverkfalli lauk. Ekki varð af því þar sem hann lenti á ný í umferðarslysi þann 6. júní 1995 og varð óvinnufær á ný. Stefnandi kveður slysið hafa haft verulegar afleiðingar fyrir sig bæði varðandi atvinnu­möguleika hans og einkalíf. Hann hafi nær stöðuga verki í baki og hálsi auk þess sem hann geti ekki legið á hnjám vegna verkja og einnig eigi hann erfitt með að sitja á hækjum sér. Þá finnst honum sem vinstra hnéð svíki stundum t.d. þegar hann gengur niður stiga og hann kveðst þurfa að einbeita sér að því að hlífa hnénu. Örorkunefnd fjallaði um varanlega örorku og miskastig stefnanda vegna slyssins og liggur álitsgerð nefndarinnar fyrir í málinu, dags 13. apríl 1999, þar sem rakin er ítarlega sjúkrasaga stefnanda bæði vegna þess slyss sem mál þetta er sprottið af og vegna annarra slysa sem stefnandi hefur orðið fyrir. Það er álit nefndarinnar að miskastig stefnanda vegna afleiðinga slyssins 24. júlí 1994 sé hæfilega metið 20%. Þá er það álit nefndarinnar að varanleg örorka stefnanda sé einnig 20%. Stefndi, Sjóvá Almennar tryggingar hf., var með bréfi dags 30. apríl 1999 krafið um skaðabætur að fjárhæð 5.165.726 kr. auk lögmannsþóknunar. Við útreikning bótakröfunnar læddist sú innsláttarvilla inn í útreikninginn að 700.000 kr. bættust ofan á kröfuna undir liðnum "Frádr. áður greitt frá tryggingafélaginu". Sérstaklega var tekið fram í bréfinu að stefnandi hefði verið grunaður um ölvunarakstur, en engar kröfur hefðu verið gerðar á hendur honum þar sem engar sannanir lágu þeim fullyrðingum til stuðnings. Bótakröfunni var hafnað með bréfi félagsins dags 4. júní 1999 á þeim forsendum að rekja mætti slysið til ölvunar og stórkostlegs gáleysis. Málsástæður stefnanda og lagarök Af hálfu stefnanda er á því byggt að stefndu beri ábyrgð á því tjóni sem hann varð fyrir í slysinu þann 24. júlí 1994 samkvæmt ákvæðum XIII. kafla umferðarlaga nr. 50/1987. Höfnun stefnda á greiðslu skaðabóta sé ólögmæt og ekki í samræmi við viðurkenndar reglur skaðabóta- og vátryggingaréttar. Ekkert liggi fyrir í málinu sem sanni staðhæfingar stefndu um að stefnandi hafi verið ölvaður þegar slysið varð. Þá liggi ekkert fyrir um að slysið megi rekja til ásetnings eða stórkostlegs gáleysis af hans hálfu, en slíkar aðstæður einar réttlæti skerðingu bóta til handa tjónþola. Fullyrðingum um að stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð er mótmælt sem röngum og ósönnuðum og sérstaklega vísað til þess að þrátt fyrir að blóðsýni sem tekið var úr stefnanda eftir slysið hefði mælst með 1.26 ‰ alkóhól hafi ekki verið höfðað mál á hendur stefnanda og það sem meira sé, það hafi ekki verið gerð krafa til þess að stefnandi yrði sviptur ökuleyfi á þeim grundvelli að hann hefði ekið ölvaður. Í bréfi hins stefnda félags þar sem bótaskyldu var hafnað sé vísað til dóma Hæstaréttar þar sem sýknað hafi verið af bótakröfum þar sem sannað þótti að tjónþolar hefðu verið undir áhrifum er slys varð, jafnvel þótt þeir hafi verið sýknaðir í sakamálum. Því er mótmælt að tilvísaðir dómar hafi fordæmisgildi í máli stefnanda þar sem aldrei hafi verið gerð krafa um að hann yrði sviptur ökuleyfi, hvað þá að opinbert mál væri höfðað á hendur honum. Þá er á það bent að samkvæmt ákvæði 45. greinar umfl. teljist ökumaður óhæfur til að stjórna ökutæki ef vínandamagn í blóði nemur 1.20‰ eða meira. Í tilviki stefnanda hafi alkóhólmagn mælst 1.26‰ sem teljist innan skekkjumarka. Á því er byggt að stefnanda hafi verið heimilt með hliðsjón af reglum neyðarréttar að neyta áfengis eftir að akstri lauk þar sem það hafi verið gert til að lina þjáningar og sársauka vegna afleiðinga slyssins. Dómkrafa stefnanda sundurliðast þannig: Bætur fyrir þjáningar skv. 3. gr. sbl. 265.300 kr. ­Bætur fyrir varanlegan miska 20%, skv. 4. gr. sbl. (af 4.462.000 kr.) 892.400 kr. Bætur fyrir varanlega örorku 20%, skv. 5. og 6. gr. sbl. 3.082.686 kr.­ Frádráttur skv. 9. gr. sbl. (215.788 kr.) Vextir frá slysdegi til 30. maí 1999, 2 % skv. 16. g. sbl.404.072. kr. ­Samtals 4.428.670 kr. auk dráttarvaxta, útlagðs kostnaðar og málskostnaðar auk virðisaukaskatts. Við útreikning þjáningarbóta hafi verið miðað við álitsgerð örorkunefndar, en þar komi fram að ekki hafi verið að vænta frekari bata vegna slyss þessa eftir apríl 1995 og sé því gerð krafa um greiðslu bóta vegna rúmlegu í 70 daga en óvinnufærni án rúmlegu í 210 daga. Við útreikning bóta fyrir varanlega örorku hafi verið miðað við tekjuáætlun Jóns E. Þorlákssonar tryggingafræðings, sem gerður hafi verið vegna slyss sem stefnandi varð fyrir árið 1991. Í þeim útreikningi sé að finna útreikning á áætluðum tekjum stefnanda árið 1992 og hafi þær verið 1.704.400 kr., en reiknað með vísitölu til júlí 1994 séu þær 1.778.413 kr. Við þá fjárhæð bætist 6% álag vegna framlags vinnuveitanda í lífeyrissjóð og séu því reiknaðar árstekjur 1.885.117 kr. Um bótagrundvöll er af hálfu stefnanda vísað til ákvæða umferðarlaga nr. 50/1987, sérstaklega ákvæða XIII. kafla. Um útreikning skaðabóta og bótafjárhæð er vísað til 3., 4., 5., 6., 15. og 16. greinar skaðabótalaga nr. 50/1993. Um dráttarvexti er vísað til ákvæða vaxtalaga nr. 25/1987 einkum III. kafla, um málskostnað er vísað til ákvæða laga nr. 91/1991 og um virðisaukaskatt af málskostnaði er vísað til laga 50/1988, en stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og því sé honum nauðsynlegt að fá dóm fyrir greiðslu skattsins. Málsástæður stefndu og lagarök Af hálfu stefndu kemur fram að ekki sé deilt um það að umrædd bifreið var í eigu stefndu, Selmu, og jafnframt að hún var tryggð lögbundinni ökumannstryggingu hjá hinu stefnda vátryggingafélagi. Hins vegar sé ágreiningur um það hvernig slysið bar að höndum og mótmæla stefndu, sem röngu og ósönnuðu lýsingu stefnanda þess efnis að aðalorsök þess hafi verið að það hafi hvellsprungið á bifreiðinni. Aðalkrafa stefndu um sýknu byggir á því að stefnandi hafi verið óhæfur til stjórnunar ökutækisins, þegar slysið varð. Fyrir liggi í lögregluskýrslu, sem tekin var á slysstað kl. 8.18. morguninn sem slysið varð, að ökumaður hafi verið grunaður um ölvunarakstur. Í skýrslu læknis þess, sem tók á móti stefnanda á Sjúkrahúsi Reykjavíkur kl. 9.27 segi að áfengislykt hafi verið úr vitum sjúklings og hann virst talsvert ölvaður. Niðurstaða alkóhólsrannsóknar hafi sýnt að í blóði stefnanda mældist 1,26‰ alkóhól. Í upphaflegri lögregluskýrslu komi einnig fram að Helena Kristín Jónsdóttir hafi fengið hringingu frá stefnanda um kl. 5.00 um nóttina, þar sem hann hafi viljað koma í heimsókn til hennar í Mosfellsbæ en hún hafi ekki viljað það, þar sem hann hafi verið ölvaður. Sýknukrafa stefndu byggir á því að upplýst sé að stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis þegar slysið hafi átt sér stað. Hann hafi því verið óhæfur til að stjórna ökutækinu í umrætt skipti en samkvæmt 3. mgr. 45. gr. umfl. teljist ökumaður óhæfur til að stjórna ökutæki ef vínandamagn í blóði nemur 1.20 ‰ eða meiru. Ljóst sé að alkóhólmagn í blóði stefnanda hafi verið meira en 1,26 ‰ við slysið, þar sem rannsókn á því hafi farið fram töluvert eftir að það átti sér stað. Fullyrðingum stefnanda um að hann hafi fyrst neytt áfengis eftir slysið er mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Stefnandi hafi alla sönnunarbyrði um þessa fullyrðingu sína. Vakin sé athygli á framburði stefnanda á slysstað, þar sem hann viðurkenni ekki að hafa ekið bifreiðinni. Þegar virt eru gögn málsins, aðdragandi slyssins, áfengismagn í blóði stefnanda, framburður Helenu um ölvunarástand stefnanda og neitun hans í fyrstu um að hafa ekið bifreiðinni, verði að telja allar líkur á því að stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Hafi hann alla sönnunarbyrði um þá fullyrðingu sína að svo hafi ekki verið. Með vísan til 20. gr. l. nr. 20/1954 og vátryggingaskilmála ökumanns­tryggingarinnar tapist réttur til vátryggingabóta valdi ökumaður vátryggingaratburði ölvaður og/eða af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Með vísan til framangreindrar atvikalýsingar og lagaraka beri því að taka aðalkröfu stefndu um sýknu til greina. Stefndu vísi máli sínu til stuðnings einnig til Hrd. 1995 bls. 2249 og 2703. Varakrafan byggir á því, verði ekki fallist á framangreind sjónarmið, að viðmiðunar­tekjur sem notaðar séu í kröfugerð séu of háar. Í skaðabótalögum sé gert ráð fyrir viðmiðunartekjum árið fyrir slysið en ekkert liggi frammi í málinu um þær. Yfirlýsingu Sigurðar V.Gunnarssonar á dómskjali nr. 14 er mótmælt sem málinu óviðkomandi, enda segi þar að það sé umferðarslys sem stefnandi verði fyrir síðar, þ.e. þann 6. júní 1995, sem verði þess valdandi að hann hafi ekki getað hafið umrætt starf. Þjáningarbótatímabili er mótmælt sem of löngu og ekki í samræmi við sjúkraskýrslur sem liggi fyrir í málinu. Vaxtakröfu er mótmælt sem fyrndri að hluta. Ekki er gerður ágreiningur um niðurstöðu örorkunefndar um umfang líkamstjóns stefnanda vegna slyssins. Niðurstaða Óumdeilt er að bifreiðin E-4 var í eigu stefndu, Selmu, og að bifreiðin var tryggð lögbundinni ökumannstryggingu hjá hinu stefnda vátryggingarfélagi. Ágreiningur í máli þessu snýr hins vegar að því hvort réttur til tryggingabóta hafi fallið niður vegna ölvunar stefnanda við akstur, sbr. 20. gr. laga nr. 20/1954, sbr. og tryggingaskilmála stefnanda varðandi missi bótaréttar. Fyrir liggur, samkvæmt mælingu, að alkóhólmagn í blóði stefnanda var 1,26‰ er lögregla kom á vettvang. Eins og fram er komið heldur stefnandi því fram að hann hafi ekki drukkið áfengi fyrir slysið. Hann bar fyrir dómi að hann hefði ekki sofið um nóttina en hafi verið að mála myndir. Um fimmleytið um morguninn hafi hann lagt af stað í átt til Reykjavíkur til þess að heimsækja vinkonu sína. Hann taldi að það hefði tekið um það bil korter að keyra að þeim stað þar sem slysið varð. Lögregla kom á vettvang rúmlega átta. Samkvæmt lögregluskýrslu sem gerð var 24. júlí 1994 viðurkenndi stefnandi ekki að hafa ekið bifreiðinni og gaf enga lýsingu á aðdraganda slyssins. Því er hins vegar ekki mótmælt í máli þessu að stefnandi hafi verið ökumaður bifreiðarinnar er slysið varð. Hinn 3. október 1994, er stefnanda var kynnt niðurstaða alkóhólrannsóknarinnar hjá lögreglu, bar hann að rétt í því er hann var að koma að vegriðinu austan við brúna hafi hvellsprungið á hægra framhjóli og bifreiðin við það kastast til og upp á vegriðið og hann misst stjórn á bifreiðinni. Er á því byggt af hálfu stefnanda í máli þessu að orsök slyssins hafi verið þessi, þ.e. að hvellsprungið hafi á hægra framhjóli. Til stuðnings þessari fullyrðingu sinni hefur stefnandi lagt fram ljósmyndir af bifreiðinni. Af þessum myndum verður engan veginn ráðið hvort sprungið er á hægra framhjóli bifreiðarinnar. Engin önnur gögn liggja frammi í málinu til stuðnings þessari fullyrðingu stefnanda. Samkvæmt framansögðu telst ósannað að örsök slyssins hafi verið sú að sprungið hafi á hægra hjólbarða. Fyrir liggur að alkóhólmagn í blóði stefnanda var 1,26‰ er lögreglu bar að. Stefnandi hefur engar líkur að því leitt að alkóhólmagnið í blóði hans verði rakið til neyslu áfengis eftir slysið. Samkvæmt því verður við það að miða, sbr. 3. mgr. 45. gr. laga nr. 50/1987, að stefnandi hafi verið óhæfur til að stjórna ökutæki er slysið varð og verði slysið rakið til þess, en eins og fram er komið fór rannsókn á blóði stefnanda fram nokkru eftir slysið og má leiða líkur að því að alkóhólmagn í blóði stefnanda hafi verið meira en 1,26‰ er slysið varð. Þykir 20. gr. laga um vátryggingasamninga nr. 20/1954 eiga við um ástand hans og þar sem stefndi, Sjóvá- Almennar tryggingar hf., hefur undanskilið sig ábyrgð við þær aðstæður í tryggingaskilmálum sínum ber að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í máli þessu Ekki var höfðað opinbert mál á hendur stefnanda til sviptingar ökuleyfis. Telst það ekki skipta máli við úrlausn þessa máls. Eftir þessari niðurstöðu ber stefnanda að greiða stefndu málskostnað sem ákveðst 150.000 krónur. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 200.000 krónur, þar með talin þóknun lögmanns hans, Kristjáns B. Thorlacius hdl., 150.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ Stefndu, Selma Haraldsdóttir og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Harðar Sigurðssonar. Stefnandi greiði stefndu 150.000 krónur í málskostnað. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 200.000 krónur, þar með talin þóknun lögmanns hans, Kristjáns B. Thorlacius hdl., 150.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 584/2008
Kærumál Nauðungarsala Frávísunarúrskurður staðfestur
B leitaði úrlausnar héraðsdóms um að haldið skyldi áfram nauðungarsölu á nánar tilgreindri fasteign í Rangárþingi Eystra. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að gerðarbeiðandi, R, hefði andmælt því að málið yrði borið undir dóm, eins og áskilið er í 4. mgr. 22. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest í Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Páll Hreinsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. október 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 7. október 2008, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi án kröfu. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann þess að málskostnaður í héraði verði felldur niður og að varnaraðila verði gert að greiða sér kærumálskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá gerir hann kröfu um kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Sóknaraðili mótmælti framgangi nauðungarsölu við fyrirtöku samkvæmt 21. gr. laga nr. 90/1991 og krafðist þess jafnframt að málinu yrði frestað. Vísaði sóknaraðili um það til ákvæða 22. gr. laganna. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði tók sýslumaður ákvörðun um að aðgerðir skyldu eigi stöðvaðar þrátt fyrir framkomin mótmæli sóknaraðila. Þá andmælti varnaraðili því að frestur skyldi veittur en í þeim andmælum fólst að hann veitti ekki samþykki fyrir því að úrlausn sýslumanns um ágreininginn yrði borin undir héraðsdóm samkvæmt 4. mgr. 22. gr. laganna. Að framanrituðu virtu og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Bólstaður ehf., greiði varnaraðila, Rangárþingi Eystra, 50.000 krónur í kærumálskostnað. Með bréfi, dags. 7. maí 2008, mótteknu 13. maí s.á., fór Jón Ármann Guðjónsson hdl. þess á leit við Héraðsdóm Suðurlands, f.h. Bólstaðar ehf., kt. 421001-2430, að mótmæla framgangi uppboðs á eigninni Gilsbakki 16, fnr. 226-5309, Rangárþingi eystra. Sóknaraðili er Bólstaður ehf., kt. 421001-2430. Varnaraðili er Rangárþing eystra, kt. 470602-2440. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði að uppboð fari fram á eigninni Gilsbakki 16, á grundvelli álagðra gatnagerðargjalda. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar sér til handa að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað og að staðfest verði sú ákvörðun sýslumannsins á Hvolsvelli frá 9. apríl 2008 um að nauðungarsölu skuli framhaldið á fasteigninni Gilsbakka 16, Rangárþingi eystra, að kröfu varnaraðila vegna vangreiddra gatnagerðargjalda af fasteigninni. Varnaraðili krefst þess jafnframt að honum verði tildæmdur málskostnaður úr hendi sóknaraðila samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi. Mál þetta var þingfest þann 3. júní sl. og tekið til úrskurðar þann 9. september sl. að aðalmeðferð lokinni. Málavextir. Sveitarstjóri varnaraðila gerði, þann 19. september 2002, fyrir hönd varnaraðila, lóðaleigusamning við Ásmund Þór Kristinsson, kt. 050455-5139, um lóðina nr. 16 við Gilsbakka, Hvolsvelli. Með afsali, dagsettu 13. febrúar 2003, afsalaði Samverjinn ehf. fasteigninni Gilsbakka 16, Hvolsvelli, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum, til Esk ehf., kt. 580501-2140. Í afsalinu er tekið fram að uppgjör vegna opinberra gjalda hefði farið fram á milli aðila. Með afsali, dagsettu 25. júní 2003, afsalaði Esk ehf. fasteigninni Gilsbakka 16, Hvolsvelli, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum, til sóknaraðila. Í afsalinu er tekið fram að uppgjör vegna opinberra gjalda hefði farið fram á milli aðila. Afsalið var móttekið til þinglýsingar þann 25. júní 2003 og innfært daginn eftir. Með bréfi sveitarstjóra varnaraðila, dagsettu 8. febrúar 2006, var sóknaraðila tilkynnt að gatnagerðargjöld á Samverjann ehf. vegna fasteignarinnar Gilsbakka 16, að fjárhæð kr. 954.490, væru ógreidd. Meðal gagna málsins er reikningur að fjárhæð kr. 954.490, útgefinn 20. september 2005 af varnaraðila á hendur sóknaraðila vegna gatnagerðargjalda fyrir fasteignina Gilsbakka 16. Með samkomulagi um greiðsludreifingu, dagsettu 31. maí 2006, lofaði sóknaraðili að greiða varnaraðila skuld vegna ógreiddra gatnagerðargjalda, m.a. vegna fasteignarinnar Gilsbakka 16. Skuldin skyldi greiðast með jöfnum afborgunum með 15 daga millibili, í fyrsta sinn þann 1. júní 2006. Sóknaraðili greiddi eina afborgun en hætti síðan greiðslum. Með bréfi sýslumannsins á Hvolsvelli, dagsettu 21. janúar sl., var sóknaraðila tilkynnt að sýslumanni hefði borist beiðni varnaraðila um nauðungarsölu á fasteigninni Gilsbakka 16, Rangárþingi eystra, vegna vangoldinna gatnagerðargjalda. Með bréfi sýslumannsins á Hvolsvelli, dagsettu 7. mars sl., var sóknaraðila tilkynnt að sýslumanni hefði borist beiðni varnaraðila um nauðungarsölu á fasteigninni Gilsbakka 16, Rangárþingi eystra, vegna vangoldinna fasteignagjalda. Þann 9. apríl sl. voru beiðnirnar teknar fyrir hjá sýslumanninum á Hvolsvelli. Af hálfu sóknaraðila var þá mótmælt framgangi uppboðsins hvað varðaði kröfu um gatnagerðargjöld. Af hálfu varnaraðila var framkominni kröfu um frestun mótmælt. Fulltrúi sýslumanns hafnaði kröfu sóknaraðila og var gerðinni framhaldið. Af hálfu sóknaraðila var því lýst yfir að sóknaraðili myndi leita úrlausnar héraðsdómara þar sem þess yrði krafist að nauðungarsalan yrði felld úr gildi þar sem lögveðsréttur væri fallinn niður. Að kröfu varnaraðila var ákveðið að uppboð byrjaði á fasteigninni Gilsbakka 16 á skrifstofu sýslumanns miðvikudaginn 11. júní sl. kl. 10:30. Ekki liggja fyrir í málinu frekari gögn um nauðungarsöluna og hvort aðgerðum við hana sé nú lokið. Málsástæður og lagarök sóknaraðila. Sóknaraðili byggir í fyrsta lagi á því að kröfu varnaraðila sé beint að röngum aðila. Með bréfi sveitarstjóra varnaraðila, dagsettu 8. febrúar 2006, hafi sóknaraðila verið tilkynnt að gatnagerðargjöld Samverjans ehf. væru ógreidd. Þegar bréfið sé lesið verði ekki annað séð en að gatnagerðargjöld hafi verið lögð á Samverjann ehf. Engu að síður hafi fylgt bréfinu reikningur vegna gatnagerðargjalda, útgefinn 20. september 2005, á nafn sóknaraðila. Miðað við efni bréfsins verði að miða við að gatnagerðargjöldin hafi verið lögð á Samverjann ehf., þá á árinu 2002 eða 2003, meðan eignirnar hafi enn verið í eigu þess félags. Í maí 2006 hafi reikningurinn verið settur í innheimtu og sóknaraðila kynnt að skuldin hvíldi á honum, tryggð með lögveði og sóknaraðili yrði að borga. Sóknaraðili hafi trúað fullyrðingum varnaraðila um slíkt, gert samkomulag um að greiða gatnagerðargjöldin og hafi greitt eina innborgun inn á þá skuld. Eftir nánari skoðun telji sóknaraðili að hann hafi verið blekktur til að greiða annarra skuld og að engin skylda hvíli á sóknaraðila að taka yfir þessa skuld og því síður að krafan geti verið tryggð með lögveði í fasteigninni Gilsbakka 16. Í lögum nr. 17/1996 um gatnagerðargjald, sem hafi verið í gildi þegar úthlutun lóðarinnar Gilsbakki 16 átti sér stað, hafi komið fram í 1. gr. að sveitarstjórn væri heimilt að innheimta gatnagerðargjald og að það yrði fyrst gjaldkræft við úthlutun lóðar, sem væri í eigu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skyldi ákveða í gjaldskrá sinni hvenær gjaldið yrði innheimt. Ekki hefði verið í ákvæðinu sérstakur „lokagjalddagi“ fyrir sveitarstjórn að ákveða innheimtu. Þegar óskað hafi verið eftir upplýsingum um gjaldskrá gatnagerðargjalda hafi varnaraðili sent reglugerð um gatnagerðargjöld í Hvolshreppi. Sú reglugerð sé úrelt, miðað við lög nr. 17/1996. Þar sé kveðið á um A- og B- tegund gatnagerðargjalda, sem ekki séu til í lögum 17/1996. Þá sé ákvæði um gjalddaga gjaldanna verulega óljóst, þar sem í 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar sé skilgreint, hvernig gjalddagar „skuli vera“ en í næstu greinum á eftir sé fjallað um heimildarákvæði varðandi gjalddaga. Í 11. gr. reglugerðarinnar komi fram að lögveð sé fyrir gatnagerðargjöldum, án þess að skilgreint sé, hversu lengi það lögveð kunni að vera til staðar. Gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Rangárþingi Eystra, nr. 923/2004, hafi verið samþykkt þann 11. nóvember 2004, eða um 8 árum eftir að lög nr. 17/1996 skylduðu sveitarfélög til að setja sér gjaldskrá. Í 6. gr. gjaldskrárinnar sé skilgreint hvernig gjalddagi skuli ákveðinn og tekið fram að heimilt sé að semja um greiðslukjör. Í 10. gr. gjaldskrárinnar, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 543/1996, komi skýrt fram að lóðarhafi beri ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalda. Ekki sé hægt að skýra ákvæðið öðruvísi en svo, að þar sé átt við upphaflegan lóðarhafa. Því telji sóknaraðili að útgáfa reikninga á nafn sóknaraðila árið 2005, eða þremur árum eftir úthlutun lóðarinnar Gilsbakka 16, hafi verið óheimil. Rétt málsmeðferð hjá varnaraðila hefði verið að leggja gatnagerðargjöld á Samverjann ehf. og eftir atvikum þinglýsa kvöð á fasteignina, ef samið hefði verið um að veita greiðslufrest á gatnagerðargjöldum. Í 10. gr. gjaldskrárinnar segi að lögveðsréttur haldist þótt veittur sé greiðslufrestur og skuli þess getið í skilmálum. Ekkert slíkt liggi þó fyrir af hálfu varnaraðila. Sóknaraðili kveðst telja að sönnunarbyrði um hvernig staðið hafi verið að innheimtu gatnagerðargjalda af fasteigninni Gilsbakka 16, hvað samið hafi verið um og hvers vegna varnaraðili telji sig hafa heimild til að leggja gjöldin á árið 2005, hvíli alfarið á varnaraðila, enda sé hann eini aðili málsins sem geti útvegað þau gögn. Sóknaraðili byggi á því, að innheimta gatnagerðargjalda vegna fasteignarinnar Gilsbakka 16 hjá honum sé ólögmæt. Sóknaraðili sé ekki greiðandi gjaldanna, enda ekki aðili að samningi um að fá úthlutað lóðum eða heimildum til að skipta lóðum út úr landi og byggja. Sóknaraðili hafi keypt fullbúin hús og hafi mátt treysta því að öll opinber gjöld hefðu verið greidd, enda eignarhald seljanda athugasemdalaust samkvæmt opinberri skráningu. Þá kveðst sóknaraðili telja að varnaraðili hafi fyrst átt að reyna innheimtu gjaldanna hjá greiðanda, Samverjanum ehf., en engin gögn liggi fyrir um að það hafi verið reynt. Í öðru lagi telur sóknaraðili að ekki sé til staðar lögveðréttur í fasteigninni Gilsbakka 16, vegna ógreiddra gatnagerðargjalda af þeirri eign. Horfa verði til þess að sóknaraðili hafi keypt fullbúnar eignir árið 2003. Samkvæmt veðbókarvottorði hvíli engar kvaðir á fasteigninni Gilsbakka 16, né heldur sé getið um ógreidd gatnagerðargjöld. Engar innheimtuaðgerðir hafi þá verið í gangi vegna ógreiddra gatnagerðargjalda og svo virðist sem varnaraðili hafi á þeim tímapunkti ekki verið búinn að leggja gjöldin á. Sóknaraðili hafi mátt treysta því að öll gjöld væru greidd vegna eignanna. Í því sambandi verði að horfa til traustfangsreglna þinglýsingarréttar, varðandi eignarétt aðila, kröfuréttindi veðhafa og almennt varðandi viðskipti milli aðila. Sóknaraðili kveðst alfarið hafna því að heimilt sé að leggja gjöld á hvenær sem er, eftir hentugleika, en slíkt myndi valda verulegum vandræðum í öllum viðskiptum með fasteignir. Sóknaraðili bendir á að í nýjum lögum um gatnagerðargjöld, nr. 153/2006, sé lögveðréttur takmarkaður við 2 ár frá gjalddaga og gjalddaga gatnagerðargjalda sé sniðinn þröngur stakkur í tíma. Ljóst sé að grandlaus þriðji aðili, eins og sóknaraðili, eigi ekki að þurfa að sæta því að gatnagerðargjöld séu fyrst innheimt þremur árum eftir að úthlutun lóða á sér stað, á hendur aðilum, sem keypt hafa eignir af upphaflegum eiganda, auk þess sem að aðgerðir á grundvelli lögveðsréttar, séu fyrst hafnar nærri 6 árum eftir að lóð er úthlutað. Sóknaraðili telur að setja verði sveitarfélögum þröngan stakk varðandi slíkar kröfur. Í nýjum lögum um gatnagerðargjöld, nr. 153/2006, sé skýrt kveðið á um að gatnagerðargjald skuli lagt á þegar sveitarstjórn úthlutar eða selur lóð eða byggingarrétt á lóð, eindagi slíkra gjalda sé 30 dögum eftir gjalddaga og lögveðsréttur gildi í tvö ár frá gjalddaga. Í þessu máli hafi lóðum verið úthlutað á árinu 2002, en beðið hafi verið um uppboð vegna gjaldanna í janúar 2008. Ljóst sé, jafnvel þó að litið yrði svo á að sveitarfélög hafi haft rýmri heimildir samkvæmt eldri lögum til álagningar gjalda, að lögveðréttur geti ekki verið teygður í meira en fimm ár frá úthlutun. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sé gildistími lögveðréttar tvö ár. Ekki sé óeðlilegt að horfa til þeirra laga við mat á því hversu lengi lögveðréttur geti gilt, enda sé um að ræða gjaldstofn sveitarfélaga sem sé skyldur gatnagerðargjaldi. Sóknaraðili telur ljóst að um verulega íþyngjandi álagningu sé að ræða og því verði að túlka allar heimildir mjög þröngt. Um lagarök vísar sóknaraðili til laga um gatnagerðargjald, bæði til laga nr. 17/1996, og til laga nr. 153/2006 til túlkunar, og til reglugerðar nr. 543/1996 um gatnagerðargjald. Sóknaraðili vísar einnig til almennra traustfangsreglna, almennra sjónarmiða um eignarrétt og til þinglýsingarlaga nr. 39/1978, stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga um nauðungarsölu nr. 90/1991 og laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Sóknaraðili segir málið vera rekið eftir reglum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málskostnaðarkröfu sína styður sóknaraðili við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök varnaraðila. Varnaraðili tekur fram að hann hafi lagt gatnagerðargjald á fasteign sóknaraðila að Gilsbakka 16 í Rangárþingi eystra, íbúð, bílskúr og lóð, samtals að fjárhæð 949.850 krónur samkvæmt reikningi varnaraðila á hendur sóknaraðila dags. 20. september 2005. Á þeim tíma hafi gilt lög um gatnagerðargjald, nr. 17/1996, sem eigi við í máli þessu. Sett hafi verið reglugerð nr. 543/1996 um gatnagerðargjald samkvæmt heimild í 6. gr. laga nr. 17/1996, sem hafi tekið gildi á sama tíma og lögin, þann 1. janúar 1997. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 17/1996 hafi gjaldið fyrst orðið gjaldkræft við úthlutun lóðar ef sveitarfélag væri sjálft eigandi lóðar. Sveitarfélögum hafi verið veitt rúm heimild samkvæmt framangreindri lagagrein til að ákveða hvenær gjaldið væri innheimt. Í 6. gr. laganna hafi meðal annars komið fram að reglugerð skyldi sett sem kvæði nánar á um álagningu gatnagerðargjalds og að sveitarstjórn skyldi setja sér gjaldskrá þar sem kveðið væri nánar á um álagningu gjaldsins og innheimtu þess. Í 3. gr. reglugerðar sem hafi verið sett á grundvelli lagna nr. 17/1996 hafi komið fram að sveitarstjórn skyldi ákveða í gjaldskrá sinni hvenær það skuli innheimt og í c-lið 11. gr. hafi komið fram að sveitarstjórn skyldi ákveða í gjaldskrá greiðsluskilmála gatnagerðargjalds. Sóknaraðili viðurkenni í greinargerð sinni að sveitarfélag geti innheimt gatnagerðargjald síðar en við úthlutun lóðar í eigu sveitarfélags, sbr. þau ummæli að „Ekki er settur sérstakur „lokagjalddagi“ fyrir sveitarstjórn að ákveða innheimtu“. Samkvæmt áður gildandi lögum um gatnagerðargjöld, nr. 51/1974, hafi gatnagerðargjöld skipst í A- og B-gjald fram að gildistöku laga nr. 17/1996, en eftir það hafi bara verið um eitt gatnagerðargjald að ræða. Varnaraðili hafi aldrei nýtt sér heimild til að innheimta B-hluta gatnagerðargjalds. Hins vegar hafi verið viðhöfð sú regla hjá varnaraðila að innheimta gatnagerðargjald af nýbyggingum í sveitarfélaginu þegar búið hafi verið að leggja bundið slitlag á götu og ganga frá gangstéttum, sjá 2. mgr. 6. gr. laga nr. 51/1974. Ekki verði annað séð en að sveitarfélagi hafi verið fyllilega heimilt að miða við það tímamark samkvæmt lögum nr. 17/1996. Þess vegna hafi ekki verið lagt gatnagerðargjald á eign sóknaraðila fyrr en 20. september 2005. Varnaraðili hafi þann 6. ágúst 2002 samþykkt umsókn Ásmundar Þórs Kristinssonar um byggingu einbýlishúss við Gilsbakka 16 og lóðaleigusamningur hafi verið gerður við Ásmund þann 19. september 2002. Lóðarréttindin og mannvirki á lóðinni hafi síðar skipt um hendur án afskipta eða aðildar varnaraðila, og beri varnaraðili enga ábyrgð á því hvaða upplýsingar hafi legið fyrir um álagningu eða greiðslu gatnagerðargjalda af fasteigninni við eigendaskiptin, en sóknaraðila hafi verið í lófa lagið að leita eftir upplýsingum um það hjá varnaraðila. Sóknaraðili hafi eignast þessi réttindi með afsali dagsett 25. júní 2003 og hafi verið eigandi þeirra þegar reikningur sóknaraðila fyrir gatnagerðargjöldum hafi verið gefinn út. Sóknaraðili hafi verið lóðarhafi á þessum tíma og kröfum varnaraðila því réttilega beint að honum. Varnaraðili kveðst mótmæla þeim skilningi sóknaraðila að í þágildandi 10. gr. gjaldskrár varnaraðila og 2. gr. reglugerðar 543/1996 sé með orðinu ,,lóðarhafi’’ átt við upphaflegan lóðarhafa. Í 4. gr. laga 17/1996 hafi sagt að lóðarhafi beri ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds og í 1. gr. laganna hafi sagt að sveitarfélagi sé heimilt að innheimta gatnagerðargjald af öllum lóðum í sveitarfélaginu. Ekki komi fram í athugasemdum við 4. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 17/1996 að átt sé við upphaflegan lóðarhafa. Lóðarréttindi geti skipt um eigendur eins og önnur bein og óbein eignarréttindi og því hljóti lögin að eiga við lóðarhafa á þeim tíma sem gatnagerðargjaldið er lagt á, enda hafi verið rúmar heimildir til að leggja gjaldið á eftir að lóð sveitarfélags hafi verið úthlutað. Leigutaka beri samkvæmt 9. tl. lóðarleigusamnings að greiða öll opinber gjöld og skatta sem lögð kunna að vera á lóðina sem gjaldstofn, og verði að líta svo á að það eigi einnig við álagt gatnagerðargjald. Þegar sóknaraðili hafi ekki greitt reikning vegna gatnagerðargjalda hafi varnaraðili sent honum innheimtubréf, dags. 8. febrúar 2006. Sóknaraðili hafi ekki mótmælt kröfum varnaraðila, hvorki eftir að reikningur var sendur né innheimtubréf. Eftir að varnaraðili hafi sent kröfuna til innheimtu hjá Intrum á Íslandi ehf., hafi verið gert samkomulag um greiðsludreifingu við sóknaraðila, dags. 31. maí 2006, en fyrir hönd sóknaraðila hafi ritað undir samkomulagið Kristjón Benediktsson, sem þá hafi verið í forsvari fyrir sóknaraðila. Greidd hafi verið ein greiðsla samkvæmt samkomulaginu. Varnaraðili kveðst mótmæla þeirri staðhæfingu sóknaraðila að hann hafi verið blekktur til að greiða gatnagerðargjaldið. Samkvæmt hlutafélagskrá sé tilgangur sóknaraðila samkvæmt samþykktum félagsins meðal annars eign og rekstur fasteigna, rekstur og útleiga á íbúðum sem langtímaverkefni, bygging eða kaup og sala íbúðarhúsnæðis, auk þess sem Kristjón hafi langa reynslu af byggingu og sölu húsa. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 17/1996 hafi sóknaraðili getað skotið ákvörðun varnaraðila um álagninu gatnagerðargjalds til úrskurðar félagamálaráðherra og hafi kærufrestur verið þrír mánuðir frá því að sóknaraðili fékk vitneskju um álagningu gjaldsins. Kæruheimildin taki til lögmætis álagningar gjaldsins, þ.e. fjárhæðar gjaldsins, forsendna álagningarinnar og hvenær gjaldsins verði fyrst krafist. Þá hafi sóknaraðili einnig getað höfðað dómsmál. Sóknaraðili hafi hvorugt gert og sé því bundinn af álagningu varnaraðila á gatnagerðargjaldi. Varnaraðili segir að samkvæmt lögum nr. 17/1996 sé lögveðsrétti fyrir gatnagerðargjaldi ekki markaður ákveðinn gildistími eða forgangsréttur. Meginreglan sé sú að eignarréttur og veðréttindi fyrnist ekki. Upphafsdagur fyrningar á kröfu varnaraðila á hendur sóknaraðila vegna gatnagerðargjaldanna sé gjalddagi reiknings varnaraðila, sem sé einum mánuði eftir dagsetningu hans eða 20. október 2005, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001. Krafan sjálf fyrnist á 4 árum samkvæmt 3. tl. 3. gr. laga um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, nr. 14/1905, sbr. almenna heimild um lögtak fyrir gjöldum sveitarfélaga í 1. tl. 1. gr. laga um lögtak og fjárnám án undanfarins dóms eða sáttar, nr. 29/1885. Fyrningu kröfunnar hafi verið slitið þegar beiðni um nauðungarsölu var móttekin af sýslumanninum á Hvolsvelli þann 21. janúar 2008, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991. Þar sem lögveðsrétti fyrir gatnagerðargjaldi hafi ekki verið markaður ákveðinn gildistími samkvæmt lögum nr. 17/1996 þá sé lögveðsréttur fyrir hendi í fasteign sóknaraðila vegna umkrafins gatnagerðargjalds, dráttarvaxta og kostnaðar, að minnsta kosti svo lengi sem krafa sóknaraðila er ófyrnd, sbr. 4. gr. laga nr. 17/1996. Réttarvernd lögveðréttinda sé ekki háð þinglýsingu nema lög áskilji annar, sbr. 1. ml. 32. gr. þinglýsingarlaga, nr. 39/1978. Ekki sé almennt tíðkað að lögveðréttindum sé þinglýst á fasteignir og sum sýslumannsembætti hafi neitað að þinglýsa slíkum réttindum. Því eigi tilvísun sóknaraðila til traustfangareglna þinglýsingarréttar ekki við í málinu. Þá hafi núgildandi lög um gatnagerðargjald, nr. 153/2006, sem hafi tekið gildi 1. júlí 2007, ekkert gildi í máli þessu, sbr. 2. mgr. 13. gr. þeirra laga og ákvæði til bráðabirgða. Jafnframt eigi tilvísun sóknaraðila í lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, um gildi forgangsréttar lögveðréttar í tvö ár fyrir álögðum fasteignagjöldum ekki við í máli þessu. Varnaraðili kveðst mótmæla að svo stöddu kröfu sóknaraðila um að virðisaukaskattur leggist ofan á umkrafða kröfu hans um málskostnað. Um lagarök vísar varnaraðili til laga um gatnagerðargjald, nr. 17/1996, reglugerðar nr. 543/1996 um gatnagerðargjald, laga um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda, nr. 14/1905, laga um lögtak og fjárnám án undanfarins dóms eða sáttar, nr. 29/1885 og laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991. Varnaraðila byggir kröfu um málskostnað úr hendi sóknaraðila á 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 77. gr. laga nr. 90/1991. Niðurstaða. Hvorki í bréfi sóknaraðila frá 7. maí 2008 eða í greinargerð sóknaraðila kemur skýrt fram hvort sóknaraðili byggi málsókn sína á 13. eða 14. kafla laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991. Af málatilbúnaði sóknaraðila og gögnum málsins verður þó ráðið að sóknaraðili reki málið eftir ákvæðum 13. kafla. Áður en tekin verður efnisleg afstaða til krafna aðila ber að kanna hvort uppfyllt séu skilyrði fyrir því að málið verði rekið samkvæmt ákvæðum 13. kafla laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991. Í 1. mgr. 73. gr. laganna er kveðið á um að ,,eftir því sem mælt [sé] fyrir um í öðrum ákvæðum [laganna] megi leita úrlausnar héraðsdómara samkvæmt fyrirmælum [13.] kafla um ágreining sem rís við nauðungarsölu.“ Aðalreglan um þetta kemur fram í 4. mgr. 22. gr. laganna. Samkvæmt því ákvæði er samþykki gerðarbeiðanda, varnaraðila máls þessa, nauðsynlegt svo að gerðarþoli, sóknaraðili máls þessa, geti leitað úrlausnar héraðsdóms um ákvörðun sýslumanns. Í gögnum málsins er ekki að finna skriflegt samþykki varnaraðila, né í bókun við fyrirtöku hjá sýslumanni, við því að mál þetta verði borið undir dóm. Í greinargerð varnaraðila er slíkt samþykki ekki heldur að finna. Ekki er þó berum orðum gerð krafa um að samþykki gerðarbeiðanda verði að vera skriflegt, sbr. dóma Hæstaréttar frá 30. mars 1999 í máli nr. 134/1999 og 7. maí 2003 í máli nr. 153/2003. Meðal gagna málsins er endurrit úr nauðungarsölubók sýslumannsins á Hvolsvelli. Þar kemur fram að lögmaður sóknaraðila hafi mótmælt framgangi uppboðsins en lögmaður varnaraðila hafi mótmælt framkominni kröfu um frestun. Fulltrúi sýslumanns hafi hafnað framkominni kröfu sóknaraðila og hafi ákveðið, að kröfu lögmanns varnaraðila, að uppboð skyldi byrja á fasteigninni Gilsbakka 16 miðvikudaginn 11. júní 2008. Af efni endurritsins verður ráðið að varnaraðili hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir því að mál þetta yrði borið undir dóm, heldur þvert á móti hafnað því. Ber því að vísa máli þessu frá dómi án kröfu, sbr. dóma Hæstaréttar frá 30. mars 1999 í máli nr. 134/1999 og 11. júní 2002 í máli nr. 227/2002. Með vísan til þessarar niðurstöðu skal sóknaraðili greiða varnaraðila málskostnað. Mál þetta er eitt sex samkynja mála sem rekin eru fyrir dóminum milli sömu aðila. Með vísan til þess og lykta málsins telst málskostnaður vera hæfilega ákveðinn kr. 45.000 og er þá tekið tillit til virðisaukaskatts. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú r s k u r ð a r o r ð : Máli þessu er vísað frá dómi án kröfu. Sóknaraðili greiði varnaraðila kr. 45.000 í málskostnað að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Mál nr. 161/2005
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. apríl 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. apríl 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 25. apríl 2005 kl. 11. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Varnaraðili er grunaður um þátttöku í fíkniefnabroti og brotum gegn almennum hegningarlögum nr. 19/1940, þar á meðal alvarlegri líkamsárás. Að þessu athuguðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 15. apríl 2005. Mál þetta barst dóminum í gær með bréfi sýslumannsins á Akureyri dagsettu í gær og var þingfest og tekið til úrskurðar samdægurs. Krefst sýslumaðurinn á Akureyri þess að X [...] Akureyri, verði úrskurðaður í gæsluvarðhald í 11 daga til mánudagsins 25. apríl n.k., með vísan til a liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19, 1991. Af hálfu kærða er þess krafist að kröfu sýslumanns verði hafnað, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími en krafist er. Sýslumaður kveður málavexti þá að lögreglan á Akureyri hafi haft til rannsóknar í nokkurn tíma meint fíkniefnabrot kærða. Sú rannsókn hafi m.a. farið fram með því að lögreglan hafi með heimild héraðsdóms beitt símahlerunum. Í rannsókn þessari hafi vaknað rökstuddur grunur um að kærði hafi staðið að nokkuð umfangsmikilli sölu á fíkniefnum hér á Akureyri og eins hafi vaknað rökstuddur grunur um þátttöku hans í annars konar brotum. Kærði hafi verið handtekinn ásamt félögum sínum í bifreið á leið frá Reykjavík með um 300 gr. af hassi sem talið sé að hafi átt að fara til sölu hér á Akureyri. Kveður sýslumaður rannsókn málsins vera á frumstigi. Ætla verði að kærði muni getað torveldað rannsókn ef hann gangi laus meðan á frumrannsókn standi, með því m.a. að hafa áhrif á framburð vitna og samsekra og skjóta undan munum. Hjá lögreglu hefur kærði neitað sök í málinu, en rannsóknargögn þau er frammi liggi í málinu þ.á.m. skýrslur um símahleranir á samtölum kærða þykja renna stoðum undir grun lögreglunnar um refsiverða háttsemi svo sem að framan er lýst. Þykja því skilyrði framangreindra lagagreinar vera fyrir hendi til að úrskurða kærða í gæsluvarðhald. Ekki þykir ástæða til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er. Verða kröfur sýslumanns því teknar til greina. Úrskurð þennan kveður upp Freyr Ófeigsson dómstjóri. Á L Y K T A R O R Ð : Kærði, X, skal sæta gæsluvarðhaldi til mánudags 25. apríl n.k. kl. 11:00.
Mál nr. 241/2016
Fjármálafyrirtæki Lánssamningur Gengistrygging Fullnaðarkvittun Vextir Viðbótarkrafa
D ehf. og L hf. deildu um hvort L hf. hefði við endurútreikning á lánssamningi, sem hafði verið bundinn ólögmætri gengistryggingu, verið heimilt að reikna vexti á gjalddaga sem gjaldfallið hefðu fyrir endurútreikninginn eftir 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að við heildarmat á öllum aðstæðum yrði að líta til þess hvaða áhrif viðbótarkrafan hefði á efnahag D ehf. og óhagræði hans af því að þurfa að standa skil á henni. Var talið að þegar litið væri til stærðar D ehf. og umsvifa félagsins væru áhrif viðbótarkröfunnar á D ehf. ekki svo verulegu að víkja ætti frá meginreglunni um rétt kröfuhafa til fulla efnda. Var L hf. því sýknað af kröfu D ehf.
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Axelsson ogIngveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 31. mars 2016. Hann krefst þess aðstefnda verði gert að greiða sér 145.137.317 krónur, en til vara 100.000.000krónur, í báðum tilvikum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. júní 2014 til greiðsludags. Þá krefsthann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.ISvo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómitekur mál þetta til lánssamnings 30. júní 2005 sem áfrýjandi gerði viðLandsbanka Íslands hf. Með samningnum tók áfrýjandi lán að jafnvirði 153.000.000króna í tilteknum erlendum myntum. Skilmálum lánssamningsins er nánar lýst íhéraðsdómi. Samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. október 2008 var samningiþessum ráðstafað til stefnda.Áfrýjandi greiddi alls 17 afborganiraf láninu á tímabilinu frá 15. ágúst 2005 til 14. desember 2010. Í október 2010gekk áfrýjandi að tilboði stefnda um að greiða upp lánið miðað við stöðu þess30. apríl sama ár gegn 25% niðurfærslu höfuðstóls. Það uppgjör fjármagnaðiáfrýjandi með nýju láni frá stefnda 14. desember 2010, en með því voru stefndagreiddar 224.826.589 krónur. Með tölvupósti stefnda 2. apríl 2011 var áfrýjandasendur sundurliðaður útreikningur á fjárhæð lánsins að teknu tilliti tilniðurfærslunnar. Í kjölfarið lýsti áfrýjandi því yfir gagnvart stefnda 15. samamánaðar að hann áskildi sér rétt til frekari niðurfærslu ef hann ætti betrirétt miðað við dóma um sambærilega samninga.Stefndi taldi að lánssamningurinn 30.júní 2005 hefði haft að geyma ólögmæta bindingu við gengi erlendra gjaldmiðla.Því endurreiknaði hann lánið til samræmis við ákvæði laga nr. 151/2010 umbreytingu á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 18. gr. þeirralaga, og tilkynnti það áfrýjanda með bréfi 22. nóvember 2011. Niðurstaða þessendurútreiknings var að áfrýjandi ætti inneign hjá stefnda að fjárhæð15.729.411 krónur og var þeirri fjárhæð ráðstafað inn á önnur lán áfrýjanda hjástefnda. Við þennan endurútreikning var tekið tillit til viðbótarkröfu stefndavegna vaxta fyrir liðna tíð.Með aðilum er ágreiningslaust aðviðbótarkrafa stefnda vegna mismunar á umsömdum vöxtum og vöxtum samkvæmt 4.gr. laga nr. 38/2001 nemur 118.191.374 krónum. Aðalkrafa áfrýjanda svarar tilþeirrar fjárhæðar að viðbættum síðargreindum vöxtum frá uppgjörsdegi 14.desember 2010 til 4. júní 2014 þegar málið var höfðað í héraði. Þá er því ekkimótmælt af hálfu stefnda að áfrýjandi hafi skuldað tvö önnur lán í bankanum enviðbótarkrafa vegna þeirra nemur samtals 197.481.812 krónum. Eru aðilar einhugaum að meta beri áhrif viðbótarkröfunnar gagnvart áfrýjanda að því gættu aðmismunur á umsömdum vöxtum og vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 vegnalánanna þriggja nemi samtals 315.673.186 krónum. IIMeð skírskotun til forsendna hinsáfrýjaða dóms verður hafnað þeirri málsástæðu áfrýjanda að stefndi hafi meðathöfnum sínum viðurkennt ríkari rétt en leiðir af lögum til að greiðsluráfrýjanda á vöxtum fyrir liðna tíð teldust fela í sér fullnaðaruppgjör.Jafnframt verður fallist á röksemdir héraðsdóms fyrir því að stefndi hafi ekkimeð lögskiptum sínum við aðra viðskiptavini sína skuldbundið sig til að veitaáfrýjanda frekari rétt en leiðir af almennum reglum. Tekur varakrafa áfrýjandamið af því að stefndi hafi fallið frá viðbótarkröfu vegna vaxta gagnvart öllumskuldurum sínum ef krafan nam lægri fjárhæð en 100.000.000 krónum.Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefurþeirri meginreglu kröfuréttar verið slegið fastri að kröfuhafi, sem fengiðhefur minna greitt en hann á rétt til úr hendi skuldara, eigi tilkall tilviðbótarkröfu. Frá þeirri meginreglu gilda þó undantekningar við sérstakaraðstæður, sem ráðast af heildarmati á öllum atvikum og lögskiptum aðila. Meðalþeirra atriða sem vega þungt við þetta mat er óhagræði skuldara afviðbótarkröfunni, en því meira sem það er því ríkari eru rökin til að víkja frámeginreglunni. Að því er varðar viðbótarkröfur vegnavaxta af lánum, sem bundin hafa verið ólögmætri gengistryggingu, hefur veriðtalið skipta máli hvort skuldari er annars vegar einstaklingur, lítið fyrirtækieða fámennt sveitarfélag eða hins vegar stórt fyrirtæki. Svo sem nánar er rakiðí dómum réttarins 20. desember 2016 í málum nr. 82/2016, 149/2016 og 150/2016er ekki útilokað að vikið verði frá umræddri meginreglu þótt í hlut eigimeðalstór og jafnvel stærri fyrirtæki, en þá þarf eðli máls samkvæmt meira aðkoma til. Verður því aðeins vikið frá meginreglunni um rétt kröfuhafa tilfullra efnda, þegar stærri fyrirtæki eiga í hlut, að beiting reglunnar leiðitil svo verulegrar röskunar á hagsmunum skuldara og jafnvægi ískuldarsambandinu að ekki verði við unað.Fallist verður á það með héraðsdómi aðviðbótarkrafa áfrýjanda vegna fyrrgreindra þriggja lána sé umtalsverð. Einnigverður ekki talið að um hafi verið að ræða svo fáar greiðslur eða lítiðhlutfall afborgana að ekki hafi myndast næg festa í lögskiptum aðila viðframkvæmd lánssamninga sem áfrýjandi hafði greitt af um árabil. Jafnframtverður lagt til grundvallar að báðir aðilar hafi gengið út frá því aðgengistrygging höfuðstóls lánanna væri gild og eru því engin efni til að teljaað áfrýjandi hafi ekki verið í góðri trú um að greiðslur hans á vöxtum hverjusinni fælu í sér fullar efndir. Mæla þessi atriði með því að krafa áfrýjandaverði tekin til greina án þess þó að þau ein og sér geti ráðið úrslitum. Aðþessu gættu verður við heildarmat á öllum aðstæðum að líta til þess hvaða áhrifviðbótarkrafan hefur á efnahag áfrýjanda og óhagræði hans af því að þurfa aðstanda skil á henni.Eins og áður greinir var áfrýjandatilkynnt um endurútreikning stefnda á því láni sem kröfugerð hans tekur til meðbréfi 22. nóvember 2011, en viðbótarkrafa vegna vaxta var innifalin íútreikningnum. Samkvæmt ársreikningi áfrýjanda fyrir það ár nam hagnaður hans1.951.127.000 krónum og eigið fé 3.517.016.000 krónum. Að því virtu verður ekkitalið að viðbótarkrafa samtals að fjárhæð 315.673.186 vegna vaxta fyrir liðnatíð af þeim lánum sem áfrýjandi miðar við verði talin valda honum svo veruleguóhagræði að vikið verði frá meginreglunni um rétt kröfuhafa til fullra efnda,en sú fjárhæð nemur rétt liðlega 15% af hagnaði ársins og innan við 10% afeigin fé áfrýjanda. Samkvæmt þessu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Áfrýjanda verður gert að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómurskal vera óraskaður.Áfrýjandi,Dalsnes ehf., greiði stefnda, Landsbankanum hf., 1.000.000 krónur í málskostnaðfyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5.janúar 2016.Málþetta var höfðað með stefnu birtri 4. júní 2014 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð8. desember sl. Stefnandi er Dalsnes ehf., Fossaleyni 21, Reykjavík. Stefndi erLandsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík.Stefnandikrefst þess að stefndi greiði sér 145.137.317 krónur, ásamt dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 4. júní2014 til greiðsludags. Hann krefst einnig málskostnaðar.Stefndikrefst aðallega sýknu, en til vara lækkunar á kröfum stefnanda. Hann krefsteinnig málskostnaðar. Helstuágreiningsefni og yfirlit um málsatvik.Meginágreininguraðila snýr að því hvort við endurútreikning gengistryggðs láns, sem stefnanditók hjá Landsbanka Íslands hf. 30. júní 2005 og nánar er gerð grein fyrirsíðar, hafi borið að taka tilliti til fullnaðarkvittana vegna þeirrasamningsvaxta sem stefnandi hafði þá greitt. Atvik málsins eru að meginstefnuágreiningslaus og er ekki um það deilt að umrætt lán hafi verið bundiðólögmætri gengistryggingu. Viðmunnlegan flutning málsins var því lýst yfir af hálfu lögmanns stefnanda að effallist væri á málsástæður hans um fullnaðarkvittanir væri því ekki mótmælt aðtölulegar forsendur stefnda yrðu lagðar til grundvallar dæmdri fjárhæð. Er þvíekki lengur um að ræða tölulegan ágreining aðila að því er skiptir máli fyrirúrlausn málsins. Að síðustu liggur fyrir að stefndi hefur tekið við réttindumog skyldum lánveitanda af Landsbanka Íslands hf. vegna umrædds láns, sbr.ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. október 2008, og er því réttilega stefnt tilvarnar.AStefnandigerði samning við Landsbanka Íslands hf. 30. júní 2005 sem bar yfirskriftina„ISK 153.000.000,- Lánssamningur“. Þá kom fram í upphafi samningsins að um væriað ræða „fjölmyntalán til 5 ára að jafnvirði kr. 153.000.000,-" ísvissneskum frönkum (70%) og japönskum jenum (30%). Jafnframt kom fram aðfjárhæð gjaldmiðilsins ákvarðist þó ekki fyrr en tveimur virkum bankadögumfyrir útborgunardag lánsins. Lánsnúmer samningsins var 0106-36-3224. Í grein2.1. í samningnum var kveðið á um að lánið skyldi greiðast að fullu á næstu 5árum með 15 afborgunum á 4 mánaða fresti, þannig að á fyrstu 14 gjalddögunum,hverjum um sig, skyldu greiðast 1/90 hluti lánsupphæðarinnar og á lokagjalddagaþann 14.4.2010 skyldu greiðast 76/90 hluti lánsupphæðarinnar. Fyrsti gjalddagiafborganna og vaxta var ákveðinn 14. ágúst 2005. Þá var kveðið á um í grein3.1. að lánið skyldi bera vexti, sem skyldu vera breytilegir vextir jafnháirLIBOR vöxtum í samræmi við lengd vaxtatímabils hverju sinni, auk 1,20%vaxtaálags. Lánið var greitt út til stefnanda í samræmi við grein 1.2. í lánasamningnum4. júlí 2005 og voru 153 milljónir króna lagðar inn á reikning hans.Stefnandigreiddi afborganir af láninu á hverjum gjalddaga í samræmi viðgreiðslutilkynningar frá stefnda. Fyrsti afborgunardagur var þann 15.ágúst 2005og greiddi stefnandi svo á fjögurra mánaða fresti afborganir allt til 14.desember 2010 eða samtals 17 afborganir á gjalddaga. Íoktóber 2010 gekk stefnandi að tilboði stefnda um að stefndi greiddi upp lániðgegn 25% afskrift, miðað við stöðu þess 30. apríl 2010. Greiddi stefnandi íframhaldinu 224.826.589 krónur gegn 25% höfuðstólslækkun lánsins. Þessigreiðsla var fjármögnuð með nýju láni sem stefnandi greiddi afborganir af fráþeim tíma. Nánar tiltekið var um að ræða nýtt lán sem fékk númerið 12351. Íyfirlýsingu stefnanda dagsettri 15. apríl 2011 kemur efnislega fram sáfyrirvari að ef í ljós komi að stefnandi hafi átt betri rétt til niðurfærslu áeftirstöðvum umræddra lána, beri stefnda að ráðstafa þeim mismun inn áhöfuðstól hinna nýju lána. Var vísað til yfirlýsingar á heimasíðu stefnda þessefnis að þau fyrirtæki sem nýttu sér höfuðstólslækkun myndu ekki fyrirgerarétti sínum til leiðréttingar á lánum, ef dómstólar kæmust að þeirri niðurstöðuað lán í erlendum myntum væru ólögmæt.Hinn22. nóvember 2011 sendi stefndi erindi til stefnanda þar sem kom fram aðstefndi hefði endurútreiknað lán nr. 0106-36-3224 í samræmi við breytingar álögum nr. 38/2001. Niðurstaða endurútreikningsins var sú að stefnandi ættiinneign sem nam 15.729.41 krónum. Var þeirri fjárhæð skuldajafnað upp við skuldvegna tveggja annarra lánssamninga stefnanda hjá stefnda. Ígreinargerð stefnda kemur fram að í kjölfar dóms Hæstaréttar 9. júní 2011 ímáli nr. 155/2011 (Motormax) hafi verið fallist á að umræddur lánsamningurhefði falið í sér ólögmæta gengistryggingu og var lánið því fyrst þáendurreiknað til samræmis við ákvæði laga nr. 151/2010, sbr. lög nr. 38/2001,og dóm Hæstaréttar 16. september 2010 í máli nr. 471/2010. Viðendurútreikninginn, sem dagsettur er 22. nóvember 2011, taldist stefnandi eigainneign að fjárhæð 15.729.411 krónur sem ráðstafað var til greiðslu annarrarskuldbindingar stefnanda við stefnda, svo sem áður greinir. Var þá miðað við aðinneign stefnanda hefði borið útlánsvexti Seðlabanka Íslands fráuppgreiðsludegi lánsins 10. desember 2010 til endurútreikningsdags. Ífréttatilkynningu stefnda 23. nóvember 2012 upplýsti stefndi að hann hefðihafið að nýju endurútreikning lána einstaklinga og lögaðila með eftirfarandihætti: „Á næstu vikum og mánuðum mun Landsbankinn leiðrétta endurreikning allragengistryggðra lána einstaklinga og lögaðila þar sem uppfyllt eru þau skilyrðisem finna má í dómum Hæstaréttar frá því í febrúar (mál nr. 600/2011) ogoktóber (mál nr. 464/2012) á þessu ári.“ Í málinu liggur einnig fyrir tölvubréffrá Ólafi M. Magnússyni, starfsmanni stefnanda, 13. desember 2013 þar semfyrirspurn fyrirsvarsmanns stefnanda vegna nýs endurútreiknings er svarað á þáleið að unnið sé að nýjum endurútreikningum og vonir standi til að mál skýristnk. janúar. Í tölvubréfi sama starfsmanns 10. febrúar 2013 kemur fram að„bankinn (eins og staðan er núna) sé búinn að taka út þetta hliðar skilyrði semég nefndi við ykkur þ.e. að ef krafan væri hærri en 1 x EBITDA þá væri reiknaðóháð stærð“. Er vikið að þessum orðsendingum í lýsingu á málsástæðum oglagarökum stefnanda hér síðar.Meðbréfi 3. apríl 2014 tilkynnti stefndi stefnanda að stefndi hefði þegarendurreiknað umrætt lán félagsins og uppgjör farið fram. Var frekariendurútreikningi og leiðréttingu með vísan til fullnaðarkvittana hafnað.Samkvæmt því sem fram kemur í stefnu lét stefnandi þá reikna út þá fjárhæð semsvaraði til þeirra vaxta sem hann hafði greitt til 10. desember 2010, og hanntaldi sig eiga fullnaðarkvittanir fyrir, í því skyni að hafa uppi kröfu gegnstefnda fyrir dómi. Ekki er ástæða til að rekja samskipti aðila frekar eftirþetta tímamark.Ístefnu kemur fram að auk þess láns sem hér um ræðir hafi stefnandi látið reiknaút tvö önnur lán. Telur stefnandi sig eiga kröfu samtals að fjárhæð 225.321.873krónur vegna þessara lána.Viðaðalmeðferð málsins gaf skýrslu sem vitni Einar Kristján Jónsson, lögfræðingurhjá Landsbankanum hf.Helstu málsástæður og lagarökstefnandaStefnandibyggir í fyrsta lagi á því að stefndi hafi viðurkennt rétt hans til að byggja áfullnaðarkvittunum vegna greiðslu samningsvaxta af áðurlýstu láni eða hafiskapað honum lögmætar væntingar á þá leið. Hann vísar til þess að stefndi hafiskapað honum væntingar um að lánið yrði endurreiknað að nýju eða viðurkenntþennan rétt, með vísan til viðmiða um fullnaðarkvittanir fyrir greiðslusamningsvaxta, með tilkynningu á heimasíðu sinni 23. nóvember 2012. Þessarvæntingar hafi einnig verið styrktar í tölvupóstsamskiptum við starfsmannstefnda. Við munnlegan flutning málsins vísaði stefnandi einnig til þess aðstefndi hefði fallist á að Innes ehf., dótturfélag stefnanda, gæti byggt rétt áfullnaðarkvittunum vegna tveggja nánar tilgreindra bílasamninga. Taldi hann íþessu felast beina viðurkenningu á því að stefnandi ætti að njótafullnaðarkvittana vegna greiðslu vaxta af lánum sínum. Stefnandi vísar einnigtil þess að svo virðist sem stefndi hafi fallist á að önnur fyrirtæki, ísambærilegri stöðu og stefnandi, gætu byggt rétt á fullnaðarkvittunum. Er íþessu efni vísað til einstakra dæma svo og skýrslu Einars Kristjáns Jónssonarfyrir dómi. Sé stefnda, sem sé fjármálastofnun í eigu ríkisins, óheimilt aðmismuna stefnanda með því að hafna fullnaðarkvittunum í hans tilviki. Í þessusambandi hefur stefnandi talið að stefndi fari gegn 4. tl. reglna Samkeppniseftirlitsinstil viðskiptabanka í ríkiseigu, sbr. álit nr. 3/2008, 12. nóvember 2008, sem oggegn ákvæði 7. tl. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 107/2009 um aðgerðir í þágueinstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Í annan stað byggir stefnandimálatilbúnað sinn á því að fullnægt sé þeim skilyrðum, sem mótuð hafi verið ídómaframkvæmd, til þess að hann geti byggt rétt á fullnaðarkvittunum. Stefnandihafi þannig verið í góðri trú um að með vaxtagreiðslum til stefnda væri hann aðefna að fullu skyldur sínar að þessu leyti. Þá nemi viðbótarkrafa stefndaverulegu hlutfalli af höfuðstól. Að því er varðar skilyrðið um að festa hafiverið í framkvæmd samningsins vísar stefnandi til þess að hann hafi greitt alls59 afborganir og alltaf á gjalddaga. Að því er varðar stöðu aðila bendirstefnandi á að stefnandi hafi enga sérþekkingu á gengismálum og alls ekkiþekkingu sem jafna megi við þekkingu fjármálafyrirtækis. Þá sé enginnstarfsmaður starfandi hjá stefnanda. Sjónarmiðum um að stefnandi hafi getaðhaft áhrif á samningsgerð er hafnað. Að því er varðar röskun á fjárhagslegristöðu telur stefnandi að beita þurfi heildarmati. Hann vísar til þess að um séað ræða þrjú lán og eigi að taka tillit til heildarupphæðar þeirra. Hér sé umað ræða verulega röskun á fjárhag og mun hærra hlutfall af veltu en í þeimmálum sem lokið hafi með dómum Hæstaréttar. Stefnandi vísar til almennrareglna samninga- og kröfuréttar um, einkum til sjónarmiða um efndir og lokkröfuréttinda. Vísað er til vaxtalaga nr. 38/2001, með síðari breytingum,einkum með lögum 151/2010, en 72. gr. stjórnarskrárinnar um bann viðafturvirkri skerðingu. Þá er vísað til meginreglu kröfuréttar um rétt tilendurgreiðslu vegna þeirrar ofgreiðslu sem hafi verið greidd vegnalánssamnings. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Af hálfu stefnda er þvímótmælt að stefndi hafi með nokkrum hætti skuldbundið sig til að endurreiknafrekar umrætt lán. Þvert á móti telur stefndi ljóst að í áðurlýstrifréttatilkynningu í nóvember 2012 hafi verið fyrirvarar sem lutu að því aðstefndi hygðist á því tímamarki einungis hefja endurútreikning lánssamninga sem„uppfylltu skilyrði“ sem kveðið var á um í dómum Hæstaréttar. Sama eigi við umtölvubréfasamskipti aðila. Þá mótmælir stefndi því einnig að hann gæti ekki viðeigandisamræmis gagnvart viðskiptavinum að því er varðar endurútreikning lána. Að þvíer varðar tilvísun stefnanda til endurútreiknings stefnda á svonefndumbílalánum er þeirri málsástæðu mótmælt sem of seint fram kominni, en auk þesser vísað til þess að hér sé um að ræða lánasamninga allt annars eðlis en hér umræðir. Að sama skapi er því alfarið hafnað að afstaða stefnda að þessu leytifari á einhvern hátt gegn reglum Samkeppniseftirlitsins eða ákvæðum laga nr.107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- oggjaldeyrishrunsins, en óljóst sé hvaða þýðingu framangreint hafi fyrirlögskipti aðila. Í annan stað hafnar stefndi þvíað fullnægt sé skilyrðum til þess að stefnandi geti haft uppi viðbótarkröfu ágrundvelli fullnaðarkvittana. Í þessu sambandi leggur stefndi áherslu á þaðskilyrði að sú byrði hvíli á stefnanda að sanna að krafa stefnda sem leiddi af4. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 38/2001, hafi falið í sér umtalsvert óhagræðifyrir stefnanda, þ.á m. með tilliti til stöðu hans, starfsemi og fjárhags.Bendir stefndi á að í þessu efni verði meðal annars að líta til þess aðhöfuðstóll lánsins lækkaði verulega, hvort tveggja við 25% niðurfærsluhöfuðstóls og við endurútreikning sem átti sér stað 22. nóvember 2011. Stefndi bendireinnig á að stefnandi sé stórt eignarhaldsfélag og verði ekki jafnað til lítilsfyrirtækis eða fámenns sveitarfélags. Vísar stefndi til fyrirliggjandi gagnamálsins um tekjur og eignir stefnanda. Þá sé stefnandi hluti stórrarfyrirtækjasamsteypu og hljóti að hafa verið í stöðu til að hafa áhrif á einstökatriði í skilmálum lánssamningsins. Einnigsé til þess að líta að fjárhæð viðbótarkröfu geti ekki talist umtalsverð, meðtilliti til atvika allra og aðstæðna. Telur stefndi að í þessu efni eigi að lítatil verðlagsþróunar þannig að höfuðstóll sé verðbættur áður en hlutfallviðbótarkröfu af höfuðstól sé metið. Eins sé ljóst að fjárhæð viðbótarkröfugeti ekki talist veruleg ef hún er miðuð við fjárhagslega stöðu stefnanda eðasamstæðu stefnanda. Stefnanda hafi, með tilliti til stærðar og umfangs, ogsérfræðiþekkingar á alþjóðlegum viðskiptum, vart getað dulist samhengi millimynttilgreiningar og vaxtaviðmiðunar og því ekki talist í góðri trú. Einnig erá það bent að öll lán, einnig það sem tekið var til uppgreiðslu þess láns semhér um ræðir, hafi verið greidd upp. Stefndi hefur ekki talið að krafastefnanda sé fallin niður fyrir tómlæti en telur allar athafnir og athafnaleysistefnanda við framkvæmd og uppgjör lánsins benda til þess að hann hafi ekki orðiðfyrir verulegri röskun vegna endurútreiknings stefnda á vöxtum.Niðurstaða Aðmati dómsins gat hvorki fréttatilkynning stefnda 23. nóvember 2012 né þau bréfeða yfirlýsingar starfsmanna, sem lagðar hafa verið fram í málinu, skapaðstefnanda réttmætar væntingar um að viðurkenndur yrði ríkari réttur hans, vegnafullnaðarkvittana fyrir greiðslu samningsvaxta áðurgreinds láns, en leiddi aflögum á hverjum tíma. Verður því hafnað málsástæðum stefnanda um að stefndihafi með þessu skuldbundið sig til að fallast á fullnaðarkvittanir stefnanda.AÞá kröfu verður að gera til stefnda sem starfarsamkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki að hannkomi sér upp faglegu og samræmdu verklagi í samskiptum við viðskiptamenn sínaog meðferð hagsmuna þeirra. Jafnframt er ljóst að verklag stefnda eðaraunveruleg framkvæmd í samskiptum við viðskiptamenn getur, undir vissum kringumstæðum,skapað réttmætar væntingar viðskiptamanna til ákveðinnar meðferðar af hanshálfu. Gildir þá einu þótt stefndi sé í þessu efni ekki bundinn af formlegrijafnræðisreglu, sbr. til hliðsjónar álit Samkeppniseftirlitsins 12. nóvember2008 nr. 3/2008 sem stefnandi hefur vísað til. Verður og að skilja málatilbúnaðstefnanda þannig að hann telji stefnda hafa skapað væntingar um að tekið yrðitillit til fullnaðarkvittana, vegna greiðslu þeirra samningsvaxta sem áðurgreinir, með því að fallast á slíkt í málum annarra fyrirtækja í sambærilegristöðu, svo og með því að fallast á fullnaðarkvittanir vegna greiðslu vaxta afsvokölluðum bílalánum, sem áður greinir. Ímálinu verður að horfa til þess að einu settu reglurnar, sem gilda umendurútreikning gengistryggðra lána er að finna í lögum nr. 151/2010 sembreyttu lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Gera þau lög, sem ætlaðvar að skýra og festa í lög þau viðmið sem fram komu í dómi Hæstaréttar 16.september 2010 í máli nr. 471/2010, ekki sérstaklega ráð fyrir því að skuldarigeti byggt rétt á fullnaðarkvittunum vegna greiddra samningsvaxta af láni sembundið var ólögmætri gengistryggingu. Þvert á móti verður gagnályktað aflögunum að skuldarar eigi ekki slíkan rétt. Samkvæmt ítrekuðum fordæmum Hæstaréttar var 72.gr. stjórnarskrár lýðveldisins því til fyrirstöðu að með téðum lögum væru mennmeð íþyngjandi og afturvirkum hætti sviptir möguleikum til að byggja rétt áfullnaðarkvittunum, eins og sá réttur leiddi af almennum reglum fjármunaréttar,sbr. einkum dóm Hæstaréttar 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011. Í framkvæmdhefur raunar einnig verið fallist á að skuldarar geti byggt rétt áfullnaðarkvittunum vegna greiðslu sem fram fóru eftir gildistöku laga nr.151/2010 hinn 22. desember 2010, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar 18. október 2012 ímáli nr. 464/2012, þó án þess að fram hafi komið sérstakur rökstuðningur umþetta atriði. Hvað sem þessu líður er ljóst að réttur skuldara til að byggja áfullnaðarkvittunum vegna greiðslu vaxta hefur fyrst og fremst grundvallast átúlkun dómstóla á þeim ólögfestu viðmiðum sem miða ber við þegar tekin erafstaða til þess hvort víkja beri frá meginreglunni um fullar efndirsamningsskuldbindinga með vísan til fullnaðarkvittana. Þegar höfð er hliðsjónaf matskenndu eðli þessara viðmiða, meðal annars áherslu dómstóla á nauðsynheildarmats í hverju og einu tilviki, er ljóst að engan veginn hefur legiðfyrir með ótvíræðum hætti hvenær réttur til að byggja á fullnaðarkvittunum værifyrir hendi í tilfelli einstaks skuldara eða tiltekins láns. Að virtu því lagaumhverfi sem nú hefur veriðlýst verður ekki á það fallist að stefnda hafi borið skylda til þess að fallafrá einstaklingsbundnu mati í tilviki hvers og eins fyrirtækis, líkt ogdómaframkvæmd gerir ráð fyrir, og miða þess í stað við ákveðnar kennitölurfyrirtækis, svo sem veltu, starfsmannafjölda og fjárhæð láns. Slík ályktunverður heldur ekki dregin af ákvæðum laga nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila ogfyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. Þá er það alkunna að fjármálafyrirtæki kunnaað semja við viðskiptavini um tímabundna stöðvun greiðslna, lækkun eða jafnvelniðurfellingu lána með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Leiðireinnig af þessu síðastgreinda atriði að ákvarðanir stefnda um lánamál tiltekinnafyrirtækja gátu aðeins skapað stefnanda mjög takmarkaðar væntingar. Samkvæmtöllu framangreindu verður ekki á það fallist að stefndi hafi með ákvörðunumsínum um lán annarra fyrirtækja, sem vísað hefur verið til í málinu af hálfustefnanda, eða með framkvæmd sinni við uppgjör gengistryggðra lána, skapaðstefnanda slíkar væntingar að hann eigi ríkari rétt á því að byggja áfullnaðarkvittunum en leiðir af lögum. Með sama hætti verður ekki á það fallistað jafnræðisrök, að því marki sem þau eiga við, eigi að leiða til þeirrarniðurstöðu. Sá samningur um er að ræða í máli þessu nam 153milljónum króna. Verður honum ekki jafnað til þeirra staðlaðra samninga umbílalán sem lúta mun lægri fjárhæðum, sbr. þá samninga sem um var deilt í þvímáli sem lyktaði með dómi Hæstaréttar 6. nóvember 2014 í máli nr. 110/2014.Getur það því ekki haft þýðingu um niðurstöðu málsins þótt fyrir liggi aðstefndi hafi ákveðið að fallast á fullnaðarkvittanir vegna slíkra samninga,bæði almennt og í tilviki dótturfélags stefnanda, Innes ehf.BDómurinn telur fram komið að hlutfall viðbótarkröfustefnda vegna afturvirks útreiknings vaxta samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr.38/2001 hafi í sjálfu sér verið umtalsvert hvort sem litið er til höfuðstólslánanna, heildarvaxtagreiðslna eða einungis þeirra fjárhæða sem hér var um aðræða. Þá verður ekki á það fallist með stefnda að um hafi verið að ræða svofáar greiðslur eða lítið hlutfall afborgana að ekki hafi myndast nægileg festaí lögskiptum aðila að þessu leyti. Sömuleiðis verður ekki talið að sú staðreyndað vaxtagreiðslur höfðu átt sér stað um nokkuð langt skeið mæli gegn því aðstefnandi geti byggt rétt á fullnaðarkvittunum.Í málinu er hins vegar til þess að líta að árið2011, þegar endurútreikningur fór fram námu eignir stefnanda 6,1 milljarðikróna og var hagnaður það ár 1,9 milljarðar króna. Er af þessu, svo og öðrumgögnum málsins, ljóst að stefnandi er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða oggildir þá einu þótt ekki sé litið til dótturfélaga stefnanda. Einnig verður aðleggja til grundvallar að stefnandi hafi í krafti fjárhagslegs styrkleika sínsverið í góðri aðstöðu til að leggja mat á kosti og galla þess að taka lán semfylgdi gengi erlendra gjaldmiðla. Getur það ekki ráðið úrslitum í þessusambandi að stefnandi hefur ekki á að skipa launuðum starfsmönnum. Þá verður aðhorfa til þess að endurútreikningur stefnda leiddi ekki til þess að stefnandiværi skyndilega krafinn um auknar greiðslur heldur var þvert á móti um það aðræða að höfuðstóll lána væri færður niður á grundvelli endurútreikningsstefnanda. Er og ekki komið fram í málinu að greiðslubyrði stefnanda hafiaukist í framhaldi af endurútreikningi og töku hinna nýju lána.Að virtum framangreindum atriðum þykir stefnandiekki hafa sýnt fram á að áskilnaður stefnda um vexti samkvæmt 1. málslið 4. gr.laga nr. 38/2001 til samræmis við ákvæði laga nr. 151/2010 hafi valdið honumsvo verulegri og óvæntri röskun á fjárhagslegri stöðu að það standi stefnda nærað bera áhættuna af þeim vaxtamun sem áður er lýst, sbr. til hliðsjónar dómaHæstaréttar 15. október 2015 í málum nr. 34 og 35/2015. Eru því ekki uppfylltskilyrði til að víkja frá téðum fyrirmælum laga nr. 38/2001 viðvíkjandiendurútreikningi gengistryggðra lána með vísan til fyrrgreindra ákvæða 72. gr.stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. 10. gr. laga nr. 97/1995, ogáðurlýstrar reglu fjármunaréttar um fullnaðarkvittanir. Verður stefndi þvísýknaður af kröfum stefnanda. Meðhliðsjón af vafaatriðum málsins þykir rétt að málskostnaður falli niður.Af hálfu stefnanda flutti málið Árni Helgason hdl.Af hálfu stefnda flutti máli Andri Andrason hdl.Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan.D Ó M SO R ÐStefndi,Landsbankinn hf., er sýkn af kröfu stefnanda, Dalsnes ehf. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 578/2010
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. október 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 5. október 2010, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 1. nóvember 2010 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og að kærumálskostnaður verði ekki dæmdur. Verjandi varnaraðila hefur ritað Hæstarétti bréf, sem móttekið var 7. október 2010, þar sem hann upplýsir að varnaraðili hafi gefið skýrslu hjá lögreglu 6. sama mánaðar og játað aðild sína að verknaði þeim, sem um ræðir. Hann hafi gefið greinargóða skýrslu og sé málið að hans mati upplýst að því er hann varðar. Sé því ekki þörf á áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum og alls ekki svo löngu sem um ræðir í hinum kærða úrskurði. Fallist verður á með héraðsdómi að skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu fyrir hendi og verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsenda hans. Kærumálskostnaður dæmist ekki, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 497/2003
Kærumál Nauðungarvistun
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að X skyldi vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi samkvæmt 2. mgr. 58. gr. lögræðislaga nr. 71/1997.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir, Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. desember 2003, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 30. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. desember 2003, þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 26. nóvember 2003 um að sóknaraðili skuli vistaður á tilteknu sjúkrahúsi. Kæruheimild er í 59. gr., sbr. 4. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að vistuninni verði markaður ákveðinn skammur tími. Þá krefst hann þess að kærumálskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og að kærumálskostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð álitsgerð Péturs Haukssonar geðlæknis 11. janúar 2004. Er það niðurstaða læknisins að lífi og heilsu sóknaraðila sé hætta búin vegna alvarlegs geðsjúkdóms og mikillar áfengisneyslu. Megi búast við að svo verði áfram, að minnsta kosti um nokkurt skeið. Sé því mikilvægt að sóknaraðili verði vistaður á viðeigandi stofnun meðan svo er og að hann fái viðeigandi meðferð, gegn vilja sínum ef svo ber undir. Því er fullnægt skilyrðum til að sóknaraðili verði vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi samkvæmt 2. mgr. 58. gr. lögræðislaga. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Samkvæmt 3. mgr. 59. gr., sbr. 4. mgr. 31. gr. og 17. gr. áðurnefndra laga, greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila eins og í dómsorði greinir Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun Steingríms Gauts Kristjánssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs talsmanns sóknaraðila, 75.000 krónur. Með beiðni, dagsettri 2. desember sl. hefur Steingrímur Gautur Kristjánsson hrl. fyrir hönd X farið þess á leit að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík, 26. f.m. um það að hann skuli vistast á sjúkrahúsi. Var málið þingfest og tekið til úrskurðar í dag. Sóknaraðili var sviptur sjálfræði [...] 1990. Enginn hefur fengist til þess að vera lögráðamaður hans og hefur yfirlögráðandi, sýslumaðurinn í Reykjavík, því farið með lögráð hans. [...] Með vísan til þess sem rakið hefur verið og til 1. mgr. 58. gr. lögræðislaga nr. 71,1997 álítur dómarinn rétt að staðfesta ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um það að sóknaraðili skuli vistast á sjúkrahúsi. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga ber að greiða úr ríkissjóði allan málskostnað, þar með talda þóknun til talsmanns sóknaraðila, Steingríms Gauts Kristjánssonar hrl., 45.000 krónur. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 26. nóvember 2003, um það að sóknaraðili, X, skuli vistast á geðdeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Málskostnaður, þ.m.t. þóknun til talsmanns sóknaraðila, Steingríms Gauts Kristjánssonar hrl., 45.000 krónur greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 486/2004
Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur
Kröfugerð J og SÞ í máli þeirra til viðurkenningar á skaðabótarétti vegna leyndra galla á fasteign sem þau höfðu keypt af K og SÁ þótti svo óljós og ónákvæm að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu frá dómi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með ódagsettri kæru, sem barst héraðsdómi 6. desember 2004 og Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 22. nóvember 2004, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar Katla Bjarnadóttir og Sigmundur Heiðar Árnason krefjast þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og þeim dæmdur kærumálskostnaður óskipt. Varnaraðili Soffía Magnúsdóttir krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða henni kærumálskostnað. Fyrir héraðsdómi stefndu sóknaraðilar Vátryggingafélagi Íslands hf. til réttargæslu og hefur félagið látið kærumál þetta til sín taka á báðum dómstigum. Réttargæslustefndi gerir ekki sjálfstæðar dómkröfur í málinu. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðilar verða dæmd til að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Jónas B. Guðmarsson og Sigurborg Þórsdóttir, greiði í kærumálskostnað varnaraðilunum Kötlu Bjarnadóttur og Sigmundi Heiðari Árnasyni hvoru fyrir sig 40.000 krónur og varnaraðilanum Soffíu Magnúsdóttur 75.000 krónur.
Mál nr. 97/2017
Kærumál Nálgunarbann Aðfarargerð
Staðfest var ákvörðun lögreglustjóra um að X skyldi sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, BenediktBogason og Karl Axelsson.Varnaraðiliskaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. febrúar 2017, sem barst réttinum ásamtkærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 6. febrúar 2017, þar sem staðfest var ákvörðunsóknaraðila 31. janúar sama ár um að varnaraðili skuli sæta nánar tilgreindunálgunarbanni. Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 umnálgunarbann og brottvísun af heimili. Varnaraðili krefst þess að hinn kærðiúrskurðurverði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar.Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hannstaðfestur.Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Hæstarétti, sem ákveðinverður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði segir, greiðist úrríkissjóði samkvæmt 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr.14. gr. laga nr. 85/2011. Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Þóknun verjanda varnaraðila, Guðmundar St. Ragnarssonarhéraðsdómslögmanns, fyrir Hæstarétti, 186.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6.febrúar 2017. Lögreglustjórinná höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestiákvörðun hans frá 31. janúar sl. um að X skuli sæta nálgunarbanni til 28. febrúar nk. þannig að lagtverði bann við því að X veiti börnum sínum, þeim A, kt. [...] og B, kt. [...],eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrumhætti.Ígreinargerð aðstoðarsaksóknara kemur fram að lögreglan á höfuðborgar-svæðinuhafi nú til rannsóknar meint ofbeldi þeirra X og C gegn börnunum A og B. X erfaðir barnanna en C er eldri bróðir þeirra. Aðstoðarsaksóknaritekur fram að upphaf málsins megi rekja til máls 007-2016-[...] þar sem D,eldri systir A og B, hafi kært X föður sinn og C bróður sinn fyrir áralangtofbeldi gegn sér. Í því máli sé X undir sterkum grun um að hafa nefbrotiðbrotaþola og slegið hana með fánastöng í líkamann svo hún hafi hlotið miklaáverka af, auk annarra tilvika. Þá sé C sömuleiðis undir sterkum grun umofbeldi á hendur D. Í tveimur skýrslutökum af D, þann 16. september sl. ogaftur þann 12. janúar sl., lýsi hún einnig alvarlegu ofbeldi sem A og B hafiorðið fyrir af hálfu föður þeirra og C eldri bróður þeirra. Lýsi hún því aðfaðir slái börnin með höndum, skóhorni, belti og inniskóm og viðvarandi ofbeldisé á heimilinu. Þá verði yngri börnin sömuleiðis vitni að ofbeldi gegn öðrum áheimilinu.Þáer þess getið að 6. desember sl. hafi barnavernd rætt við A og B í skólumbarnanna. Þar hafi komið fram hjá B að hann hefði orðið fyrir ofbeldi af hálfuforeldra sinna sem hefðu slegið hann með höndum, inniskóm og stundum meðskóhorni úr járni. Þá hafi komið fram hjá B að eldri bróðir hans, C, sem byggiá heimilinu hefði einnig beitt hann ofbeldi með því að lemja hann, hrinda, kýlaog sparka í hann. Þá hefði hann orðið vitni að ofbeldi bróður gegn systursinni. A hafi í viðræðum við barnavernd ekki sagst verða fyrir ofbeldi af hálfuforeldra sinna en segðist verða fyrir ofbeldi af C bróður síns.Ígreinargerð aðstoðarsaksóknara kemur einnig fram að í skýrslutöku fyrir dómiþann 16. janúar sl. hafi komið fram hjá B að hann væri beittur ofbeldi af hálfubróður síns og þá hefði hann orðið vitni að ofbeldi gegn systrum sínum áheimilinu. Ekki hafi verið unnt að ljúka skýrslutöku af B þar sem honum hafiliðið illa og óskað eftir að þurfa ekki að tjá sig frekar.Þáer frá því greint að í skýrslutöku fyrir dómi 16. janúar sl. hafi A lýst því aðhún hafi írekað orðið fyrir ofbeldi af hálfu bróður síns eða orðið vitni aðofbeldi hans gegn systkinum sínum. A hafi kosið að tjá sig ekki um ofbeldiforeldra sinna en hefði lýst því að faðir hennar væri mjög skapstór maður. Þaðværi ljóst af yfirheyrslunni yfir A að hún óttaðist föður sinn og hefði miklaráhyggjur af því að ekki yrði unt að tryggja öryggi hennar í málinu kysi hún aðtjá sig. Meðal gagna málsins séu m.a. ljósmyndir af áverkum sem talið sé að Ahafi orðið fyrir af hálfu föður síns þegar þau hafi verið stödd í [...] yfirjólin 2016. Gögnin hafi borist lögreglu frá eldri systur barnanna, D. Samkvæmt D hafi A verið sleginmeð belti eða skóhorni af föður sínum umrætt sinn. Í bókunarkerfi lögreglu séeinnig að finna nokkrar tilkynningar um læti eða ofbeldi á heimili kærða semstyðji við framburð barnanna og systur þeirra um ofbeldi sem þau hafi sætt eðaorðið vitni að (sjá bókanir lögreglu í máli nr. 007-2015-[...] frá 12. maí 2015og í máli nr. 007-2016-[...] frá 5. nóvember 2016). Afhálfu sóknaraðila kemur einnig fram að framburður barnanna og D um meintofbeldi hafi verið borinn undir kærðu og neiti þeir báðir sök eða geri lítið úrþeim tilvikum sem borin hafi verið undir þá eða hafi lýst þeim á annan veg.Fram hafi komið hjá X að hann hefði notað skóhorn til að hræða börnin og hefðihann danglað í þau með því. Þá hafi hannkannast að hafa öskrað á börnin og hrætt þau. C hefði kannast við að hafa tekiðA hálstaki og hent henni til en segðist eingöngu hafa hrætt B bróður sinn.Móðir barnanna, E, hafi einnig verið yfirheyrð vegna málsins og neiti hún aðhafa orðið vitni að ofbeldi X og C. Milli þessara þriggja aðila sé þó töluvertmisræmi og lýsi þau atvikum sem borin hafi verið undir þau með ólíkum hætti.Þákemur fram að Barnavernd Reykjavíkur hafi þann 16. janúar sl. tekið ákvörðun umað vista börnin tímabundið utan heimilis til 31. janúar nk. vegna alvarleika málsins.Í framhaldi hafi lögreglan tekið ákvörðun um að X og C skyldu sætanálgunarbanni gagnvart börnunum á sama tíma þar sem ljóst væri að taka þyrftifrekari skýrslur af börnunum en það hafi verið mat lögreglu að mikilvægt væriað X og C gætu ekki sett sig í samband við börnin á meðan. Þann 25. janúar sl.hafi verið tekin lögregluskýrsla af A og fyrirhugað var að tekin yrði skýrsla íBarnahúsi af B sama dag sem reyndist ekki unnt sökum vanlíðanar hjá honum. Þann31. janúar sl. hafi því verið tekin skýrsla af B á lögreglustöð í samráði viðBarnavernd Reykjavíkur. Sé það mat lögreglu, eftir að aftur hafi verið rætt viðbörnin, að taka þurfi frekari skýrslur af þeim og því sé mikilvægt að takmarkaáfram samskipti X og C við börnin. X hafi upphaflega verið gert að sætanálgunarbanni með ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 16. janúarsl. til 31. janúar sl. sem staðfest hafi verið með úrskurði HéraðsdómsReykjavíkur nr. R-[...]/2017 og síðan með dómi Hæstaréttar nr. 48/2017. Íljósi þess sem að framan greinir telji lögreglustjóri að skilyrði 4. gr. laganr. 85/2011 séu uppfyllt en X og C liggi að mati lögreglu undir rökstuddum grunum að hafa beitt A og B líkamlegu ofbeldi sem talið sé varða við ákvæðialmennra hegningarlaga og barnaverndarlaga. Það sé mat lögreglu að brýnt sé aðað börnin njóti verndar fyrir frekara ofbeldi og áreiti af hálfu föður þeirraog bróður meðan rannsókn málsins sé enn á viðkvæmu stigi og mikilvægt að kærðusetji sig ekki í samband við börnin eða geti haft áhrif á framburð þeirra áþessu stigi máls. Ekki sé talið sennilegt að friðhelgi barnanna verði vernduðmeð öðrum og vægari hætti eins og sakir standi.Niðurstaða:Einsog rakið er í greinargerð hefur lögregla til rannsóknar ætluð brot varnaraðilagagnvart tveimur börnum sínum, B og A. Þar kemur fram að ætluð brot varnaraðilavarði í senn við barnaverndarlög og almenn hegningarlög án þess að vísað sé tiltiltekinna refsiákvæða. Með dómi Hæstaréttar Íslands 25. janúar 2017 í málinunr. 48/2017 var á það fallist að fullnægt væri skilyrðum a-liðar 4. gr. og 6.gr. laga nr. 85/2011 svo að varnaraðila yrði gert að sæta nálgunarbanni þannigað honum væri bannað að setja sig í samband við börnin. Samkvæmt a-lið 4. gr.fyrrgreindra laga er það skilyrði fyrir að beita nálgunarbanni að rökstuddurgrunur sé um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan háttfriði brotaþola. Skýrslur sem lögregla tók af börnunum 25. og 31. janúar sl.eða önnur gögn málsins breyta ekki því mati Hæstaréttar Íslands aðframangreindum lagaskilyrði sé fullnægt.Samkvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 verður nálgunarbanni aðeins beitt þegar ekkiþykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti.Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Af1. mgr. 7. gr. laganna verður einnig ráðið að unnt er að beita nálgunarbannivegna ríkra rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt framlögðum gögnum liggur fyrir aðsamkomulag milli barnaverndaryfirvalda í Reykjavík og varnaraðila þar sem hannskuldbindur sig til þess að búa ekki á heimili sínu með börnunum. Kom jafnframtfram að samkomulag þess efnis hafi verið framlengt þannig að það gildi útfebrúarmánuð. Þá hefur jafnframt komiðfram að barnaverndaryfirvöld hafi ekki farið fram með kröfu um nálgunarbann,eins og barnaverndarnefnd er heimilt að gera á grundvelli 37. gr.barnaverndarlaga, heldur hafi þótt eðlilegt að lögreglustjóraembættið gerðislíka kröfu fyrir dómi þar sem lögreglurannsókn stæði yfir á hinu ætlaðaofbeldi. Brotaþolarhafa nú gefið skýrslu bæði í Barnahúsi 16. janúar sl. og hjá lögreglu 25. og31. janúar sl. Upplýst er að lögregla telur nauðsynlegt að taka aftur skýrsluaf börnunum í Barnahúsi. Af þessum sökum telur lögreglan mikilvægt að verndabörnin gegn frekara ofbeldi og áreiti af hendi varnaraðila sem geti haft áhrifá framburð þeirra meðan á rannsókn málsins stendur. Hvað þetta atriði varðarskal tekið fram að ekki náðist að klára skýrslutöku af B í Barnahúsi þar semhonum leið mjög illa. Ekki er efni til að draga í efa mat lögreglu að ástæða sétil þess að hann gefi að nýju skýrslu í Barnahúsi. A er aftur á móti á sextándaaldursári og hún hefur þegar lokið við að gefa skýrslu í Barnahúsi og hjálögreglu. Að teknu tilliti til hagsmuna barnanna á þessu stigi rannsóknarmálsins og þess sem hér hefur verið rakið um þörf á frekari skýrslutöku ogmöguleg áhrif á framburð brotaþola ef ekki er komið í veg fyrir að sóknaraðilihafi samskipti við börnin þykir mega fallast á að framangreindu skilyrði fyrrimálsliðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 sé fullnægt.Afhálfu sóknaraðila var upplýst fyrir dómi að ekki hafi verið ákveðið hvenærbörnin gæfu frekari skýrslur. Það hafi tekið drjúgan tíma að vinna traustþeirra, en við fyrri skýrslutöku í Barnahúsi hafi þau ekki viljað tjá sig nemaað hluta til um atvik. Af hálfu sóknaraðila var upplýst að nálgunarbanni verðiaflétt þegar ástæða hennar þykir ekki lengur vera fyrir hendi, sbr. 1. mgr. 11.gr. laga nr. 85/2011. Í þessu ljósi ber að fallast á kröfu sóknaraðila eins oghún er fram sett. Þóknunskipaðs verjanda varnaraðila, Guðmundar St. Ragnarssonar hdl., 160.000 krónur,greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008, um meðferðsakamála, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011. Þóknun skipaðs réttargæslumannsbrotaþola, Ómars Arnar Bjarnþórssonar hdl., 160.000 krónur, greiðist einnig úrríkissjóði samkvæmt 3. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 14. gr. laga nr.85/2011.ÁsmundurHelgason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.Ú R S K U R Ð A R O R ÐStaðfester ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 31. janúar sl. um að X skuli sæta nálgunarbanni til 28.febrúar nk., þannig að lagt er bann við því að X veiti börnum sínum, þeim A,kt. [...] og B, kt. [...], eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig ísamband við þau með öðrum hætti.Þóknunverjanda varnaraðila, Guðmundar St.Ragnarssonar hdl., 160.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði, sem og þóknunskipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ómars Arnar Bjarnþórssonar hdl., 160.000krónur.
Mál nr. 331/2015
Bifreið Líkamstjón Örorka Skaðabætur Gjafsókn
A hlaut líkamstjón þegar ekið var aftan á bifreið sem hún ók árið 2011. Í málinu var deilt um hvort gera ætti upp bætur fyrir varanlega örorku hennar á grundvelli lágmarkstekjuviðmiðs 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 eða hvort ákvarða bæri árslaun A sérstaklega á grundvelli 2. mgr. sama ákvæðis. A hafði lokið við rúmlega helming af grunnnámi í hjúkrunarfræði á slysdegi og lauk því námi á tilsettum tíma. Með skírskotun til fyrri dóma Hæstaréttar í málum þar sem námsmenn voru ungir að árum og skammt á veg komnir í námi sínu þegar tjónsatvik urðu var niðurstaða Hæstaréttar að við uppgjör á bótum fyrir varanlega örorku A skyldi farið eftir reglu 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirHelgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu tilHæstaréttar 6. maí 2015. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum gagnáfrýjanda ogmálskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að tildæmd fjárhæðverði lækkuð og beri 4,5% ársvexti frá 20. janúar 2012 til dómsuppsögudags íHæstarétti, en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vextiog verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags og málskostnaður falliniður. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómifyrir sitt leyti 10. júlí 2015. Hún krefst þess aðallega að aðaláfrýjanda verðigert að greiða sér 6.052.951 krónu með 4,5% vöxtum frá 20. janúar 2012 til 13.október sama ár, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 fráþeim degi til greiðsludags, að frádreginni greiðslu aðaláfrýjanda 8. október2012 að fjárhæð 3.227.983 krónur. Til vara krefst hún staðfestingar héraðsdóms,en að því frágengnu að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér 4.049.858 krónurmeð 4,5% vöxtum frá 20. janúar 2012 til 16. nóvember sama ár, en dráttarvöxtumfrá þeim degi til greiðsludags, að frádreginni fyrrgreindri greiðslu aðaláfrýjanda.Í öllum tilvikum krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti ántillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómilýtur ágreiningur aðila eingöngu að því hvort bætur fyrir varanlega örorkugagnáfrýjanda skuli miðaðar við lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr.skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 6. gr. laga nr. 37/1999, eða hvort árslaunskuli metin sérstaklega þar sem óvenjulegar aðstæður séu fyrir hendi, sbr. 2.mgr. 7. gr. laganna. Verði fallist á að síðastnefnt ákvæði eigi við deilaaðilar um við hvaða laun skuli miða.Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur þvíverið slegið föstu að þegar tjónþoli er við nám þegar slys verður, en ekkikominn svo langt á veg að námslok séu fyrirsjáanleg, eigi regla 3. mgr. 7. gr.skaðabótalaga um lágmarkslaun við, sbr. dóma réttarins 13. febrúar 2003 í málinr. 375/2002, 4. nóvember 2004 í máli nr. 188/2004, 19. desember 2006 í málinr. 246/2006 og 1. október 2009 í máli nr. 20/2009. Í dómi Hæstaréttar 16.október 2003 í máli nr. 110/2003 hafði tjónþoli lokið 71% náms síns á slysdegiog í dómi réttarins 27. janúar 2005 í máli nr. 280/2004 hafði tjónþoli lokið ⅔hlutum náms á þeim degi. Samkvæmt því voru tjónþolar taldir hafa verið komnir þaðlangt með nám sitt að þeim voru dæmdar bætur á grundvelli 2. mgr. 7. gr.skaðabótalaga.Er gagnáfrýjandi varð fyrir því slysi,sem mál þetta á rætur sínar að rekja til, var hún 22 ára og hafði lokið 126námseiningum af þeim 240 einingum sem þarf til að ljúka grunnnámi íhjúkrunarfræði, eða rúmlega helmingi námsins. Af þeim sökum verður ekki taliðað námslok hennar hafi verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Fær því eigi breytt þóttaf hálfu [háskóli] séu taldar 90% almennar líkur á því að nemendur íhjúkrunarfræði við skólann, sem lokið hafa svonefndu „samkeppnisprófi“, svo semgagnáfrýjandi hafði gert, ljúki náminu. Voru aðstæður gagnáfrýjanda þvísambærilegar þeim er greinir í þeim fjórum dómsmálum sem fyrst voru nefnd. Meðhliðsjón af þessu verður að fallast á með aðaláfrýjanda að við uppgjör á tjónigagnáfrýjanda skuli farið eftir 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Þar semaðaláfrýjandi hefur greitt bætur í samræmi við það verður krafa hans um sýknutekin til greina.Rétt er að hvor aðili beri sinnkostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti.Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnaðverður staðfest, en um gjafsóknarakostnað gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti fereins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Aðaláfrýjandi,Tryggingamiðstöðin hf., er sýkn af kröfum gagnáfrýjanda, A.Málskostnaðurí héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður.Ákvæðihéraðsdóms um gjafsóknarkostnað skal vera óraskað. Gjafsóknarkostnaðurgagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknunlögmanns hennar, 800.000 krónur.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. febrúar 2015. Þetta mál, sem var tekið tildóms 16. desember 2014, er höfðað af A, kt. […], […], á hendur Trygg­inga­mið­stöð­innihf., kt. […], Síðumúla 24, Reykjavík, til heimtu skaðabóta, auk drátt­ar­vaxta,málskostnaðar og virðisaukaskatts. Stefnandikrefst þess aðallega að stefndi greiði henni 6.052.951 krónumeð 4,5% vöxtum, samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 20. janúar2012 til 13. október 2012 en með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr.9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi tilgreiðsludags, allt að frádreginni greiðslu stefnda, 8. október 2012, að fjárhæð3.126.977 krónur. Stefnandikrefst þess til vara að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 4.049.858krónur með 4,5% vöxtum, samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 20.janúar 2012 til 16. nóvember 2012 en með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6.gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi tilgreiðslu­dags, allt að frádreginni greiðslu stefnda, 8. október 2012, aðfjárhæð 3.126.977 krónur. Stefnandikrefst þess í báðum tilvikum að stefndi greiði henni málskostnað að skað­lausu,eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, að teknu tilliti til virðisaukaskatts afmál­flutn­ingsþóknun. Stefndikrefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar, sér aðskaðlausu, úr hendi hennar. Tilvara krefst stefndi verulegrar lækkunar á fjárkröfu stefnanda og að máls­kostn­aðurverði látinn niður falla. Verðibætur að einhverju leyti dæmdar krefst stefnandi þess að þær beri 4,5% árs­vextifrá 20. janúar 2012 til endanlegs dómsuppsögudags, en beri dráttar­vexti, sam­kvæmt1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi tilgreiðslu­dags.Málsatvik Stefnandiók bifreiðinni […] vestur Miklubraut í Reykja­vík, 20. júlí 2011. Þar sembifreiðin var kyrrstæð í röð bifreiða, til móts við Klambratún, var bifreiðinni[…] ekið aftan á bifreið stefnanda. Sú kastaðist við það áfram og hafnaði aftaná þeirri sem stóð fyrir framan hana. Bifreiðin […] var tryggð lög­boð­inniábyrgð­ar­trygg­ingu bifreiða hjá stefnda á slys­degi. Stefnandi leit­aði áslysa­deild Land­spítala - háskóla­sjúkrahúss samdægurs. Hún hlaut meðal annarshöfuð­högg í slys­inu og togn­un­ar­áverka á hryggsúlu. Stefnandiog stefndi stóðu sameiginlega að því að óska mats B læknis og C lögmanns áafleiðingum slyssins fyrir stefn­anda. Í matsgerð sinni, dags. 8. september2012, mátu þeir varanlegan miska stefn­anda 7 stig og varan­lega örorku hennaraf völdum slyssins 7%. Þeir töldu jafn­framt að sex mánuðum eftir slysið, 20.janúar 2012, hefði heilsufar stefnanda af völdum þess verið orðið stöðugt,heilsa hennar hefði náð stöðug­leika­punkti (bata­hvörfum). Þegarstefnandi slasaðist stundaði hún nám í hjúkrunarfræði við […] og hafði þá lokið126 ECTS-einingum, það er 52,50% af þeim 240 einingum sem þarf til að ljúkanámi í því fagi við skólann. Lögmaðurstefnanda sendi stefnda bótakröfu, 13. september 2012, sem byggð­ist áfyrirliggjandi matsgerð. Við útreikning bóta fyrir varan­lega örorku tók lögmaður hennar mið af launatöfluÚtgarðs, félags háskólamanna, sem mun gilda fyrir hjúkr­un­ar­fræð­inga áalmennum vinnu­mark­aði árið 2012, þar sem hann taldi laun stefn­andanæst­liðin þrjú ár fyrir slysið ekki gefa rétta mynd af fram­tíðartekjumhennar, sbr. 2. mgr. 7. gr. skaða­bóta­laga nr. 50/1993. Stefn­andi hafi veriðkomin langt með nám í hjúkr­un­ar­fræði í […] á slysdegi og náms­lok fyrirséð. Stefndiféllst ekki á bótakröfu stefnanda og færði rök fyrir afstöðu sinni í tölvu­skeytitil lögmanns hennar, 8. október 2012. Stefndi taldi, þegar litið væri til þessað stefn­andi hefði á slys­degi ein­ungis lokið rétt liðlega helm­ingi námsinsog námslok hafi því að mati stefnda ekki verið fyrir­sjá­an­leg, ekki unnt aðleggja til grundvallar við ákvörðun bóta fyrir var­an­lega örorku þær tekjursem krafa stefnanda byggðist á. Stefndi taldi ekki skil­yrði til annars en miðavið lágmarkslaun skv. 3. mgr. 7. gr. skaða­bóta­laga nr. 50/1993, sbr. 6. gr.laga nr. 37/1999 um breytingu á þeim, en við bata­hvörf í janúar 2012 hafi þaunumið 2.776.000 krónum. Samkvæmt þessum forsendum næmu bæt­urnar 3.795.057krónum. Lögmaður stefnanda sendi stefndaað nýju bóta­kröfu 16. októ­ber 2012, en við útreikn­ing á bótum fyrir varan­legaörorku í þeirri kröfu var tekið mið af árslaunum stefn­anda árið 2008, ásamt 8%líf­eyris­sjóðsframlagi. Vísað var til þess að tekjuárin 2009 og 2010 hefðistefnandi verið í námi. Með tölvu­pósti, 19. októ­ber 2012, synjaði stefndiframangreindri bóta­kröfu, þar sem hann taldi ákvæði 2. mgr. 7. gr. skaða­bóta­laganr. 50/1993, ekki taka til aðstöðu stefn­anda. Með tölvuskeyti, 22. október2012, benti lögmaður stefnanda stefnda á að við­mið­un­ar­tekjuár íbótakröfunni, væru 2008, 2009 og 2010. Stefn­andi hafi verið í fullri vinnuárið 2008 og allt fram á haustið 2009 þegar hún hafi hafið hjúkr­un­ar­námið.Af þeim sökum væri ekki hægt að fallast á að lág­marks­laun gæfu rétta mynd aflíklegum fram­tíðar­tekjum stefn­anda. Stefn­andi hafi, á slysdegi, lokiðhelmingi náms í hjúkrun, námi sem hún væri að ljúka. Áður hefði hún meðal ann­arsstarfað við umönnun og hefði því tekju­sögu á við­mið­un­ar­ár­unum. Þess varóskað að stefndi end­ur­skoð­aði afstöðu sína og tæki mið af launum stefn­andaárið 2008 við útreikn­ing bóta fyrir varanlega örorku. Með tölvu­pósti, 23.októ­ber 2012, til­kynnti stefndi að hann féllist ekki á framan­greinda kröfustefnanda, einkum vegna þess að það væri mat hans að 2. mgr. 7. gr. laga nr.50/1993 tæki ekki til þeirra sem tækju sér frí frá námi og færu út á vinnu­markaðí 2-3 ár milli mennta­skóla og háskóla. Stefndi taldi ekki eðlis­mun á ann­arsvegar þeim ein­stakl­ingum og hins vegar þeim sem færu beint í háskóla­nám. Þarsem ekki náðist samstaða um bótauppgjörið fékk stefnandi greiddar bætur vegnaafleiðinga slyssins úr lögboðinni ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar […] hjástefnda, samkvæmt upphaflegu bótatilboði stefnda, 8. október 2012:Varanlegur miski skv. 4 gr. lögum nr. 50/1993 (9.544.000 x 7%)668.080 kr. Vextir á varanlegan miska skv. 16. gr. (4,5%)37.035 kr.Varanleg örorka skv. 3. mgr. 7. gr. (2.776.500 x 16,089 x 7%)3.126.977 kr. Vextir á varanlega örorku skv. 16. gr. (4,5%)01.006 kr.Samtala varanlegrar örorku og vaxta3.227.983 kr.Heildarsamtala miska- og örorkubóta og vaxta3.933.098 kr.Innheimtuþóknun ásamt virðisaukaskatti327.327 kr.Heildarsamtala greiðslu stefnda4.260.425 kr. Stefn­andivar ekki sátt við uppgjörið og var málið því gert upp með fyrirvara við allaþætti þess, þar með talið árslaunaviðmið. Vegna þessarar afstöðu stefnda tilvið­miðs árslauna framtíðartekna stefn­anda óskaði hún eftir gjafsóknarleyfi ogvar beiðni hennar samþykkt 31. maí 2013. Málið var höfðað ári síðar með stefnubirtri 20. maí 2014.Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandibyggir á því að stefnda beri að greiða henni fullar bætur vegna afleið­ingaumferðarslyssins 20. júlí 2011, sbr. I. kafla skaðabótalaga nr. 50/1993 með síð­aribreytingum, einkum 1. og 5. gr. þeirra, og í samræmi við meginreglur skaða­bóta­réttar.Stefnandi hafi ekið bifreið nr. […], sem ökumaður bifreiðar nr. […] ók aftan á.Það hafi leitt til þess að bifreið stefnanda hafnaði aftan á bifreið nr. […].Ökumaður bif­reiðar nr. […] beri fulla bótaábyrgð á umferðarslysinu og sé bóta­skyldanóum­deild. Í 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segi að sá sem beriábyrgð á skrán­ing­ar­skyldu vélknúnu ökutæki skuli bæta það tjón sem hljótistaf notkun þess, enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla átækinu eða ógætni öku­manns. Í 1. mgr. 90. gr. laganna segi að skráður eðaskráningarskyldur eigandi vél­knú­ins öku­tækis beri ábyrgð á því og séfébótaskyldur skv. 88. og 89. gr. laganna. Í 1. mgr. 91. gr. lag­anna segi að greiðsla bótakröfu vegna tjóns, sem hljótist af notkun skrán­ing­ar­skyldsvél­knúins ökutækis, skuli vera tryggð með ábyrgðartryggingu hjá vátrygg­inga­félagi sem hafi starfsleyfi til að taka að sérábyrgðartryggingu vélknúinna öku­tækja. Sam­kvæmt 95. gr. umferðarlaga sé vátryggingafélag greiðsluskylt gagnvart tjón­þola vegna bóta­krafna,skv. 1. mgr. 91. gr. Samkvæmt 1. mgr. 97. gr. umferðar­laga skuli mál tilheimtu bóta gegn þeim sem sé bótaskyldur samkvæmt 90. gr. lag­anna jafn­framthöfða gegn því vátryggingafélagi sem hafi vátryggt ökutækið. Bifreiðnr. […] hafi verið vátryggð hjá stefnda á slysdegi en D, hafi keyptvátrygginguna. Hinu stefnda trygg­ingar­félagi sé einu stefnt á grund­velli 1.mgr. 97. gr. umferðarlaga enda félagið greiðslu­skylt vegna trygg­ing­ar­innar,sbr. 1. mgr. 95. gr. umferðarlaga. Stefnandiáréttar að ágreiningur málsaðila lúti einungis að því hvaða árslaun skulileggja til grundvallar við útreikning bóta fyrir þá 7% varanlegu örorku erstefn­andi hlaut í umræddu slysi, auk vaxta af þeirri fjárhæð og greiðsludráttarvaxta. Það sé ágrein­ings­laust að tjón stefnanda sé bóta­skylt úr lög­boð­inniábyrgð­ar­tryggingu öku­tækis nr. […], en stefndi hafi nú þegar greitt stefn­andahluta bótanna úr trygg­ing­unni. Ágreiningur aðila lúti nánar til­tekið að þvíhvort bætur fyrir var­an­lega örorku stefn­anda skuli mið­aðar við lág­marks­laun,sbr. 3. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993, eða hvort árslaun skuli metin sérstaklegaá grund­velli 2. mgr. 7. gr. laganna þar sem aðstæður stefnanda hafi veriðóvenjulegar og annar mæli­kvarði þannig réttari á lík­legar framtíðartekjur hennar. Einsog segi í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 sé heimildin til að víkja frá þeirrimegin­reglu, að leggja tekjur síðastliðinna þriggja ára til grundvallarákvörðun bóta, byggð á því að sá mælikvarði endurspegli ekki líklegarframtíðartekjur tjónþola. Þetta sé í samræmi við það meginmarkmið skaðabótalagaað tryggja tjónþola fullar bætur fyrir raunverulegt tjón sitt, að bætur verðihvorki hærri né lægri en tjóninu nemi. Stefn­andi telji rétt að ákvarða árslaunhennar á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laganna, en hún byggi á því að beiting 3.mgr. ákvæðisins, sem stefndi hafi lagt til grundvallar við upp­gjörið, gefiekki rétta og raunhæfa mynd af áætluðum fram­tíðar­tekjum hennar og að hún fáiþannig ekki raunverulegt tjón sitt bætt. Samkvæmt2. mgr. 7. gr. séu tvö skilyrði fyrir því að árslaun við útreikn­ing bóta fyrirvaranlega örorku verði ákveðin sérstaklega. Annars vegar að aðstæður hafi veriðóvenjulegar og hins vegar að þær aðstæður leiði til þess að annar mæli­kvarðisé rétt­ari á líklegar framtíðartekjur tjónþola en meðalatvinnutekjur síðustuþriggja alman­aks­ára fyrir slys, sbr. 1. mgr. 7. gr., eða lágmarkslaun, sbr.3. mgr. 7. gr. laganna. Tilstuðnings þeirri málsástæðu sinni að beita beri 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993vísar stefnandi fyrst til þess að í athugasemdum við 6. gr. frumvarps til laganr. 37/1999, sem breyttu 7. gr. laga nr. 50/1993, segi að 2. mgr. sé rýmkuðþannig að mati verði beitt í þeim til­vikum þegar viðmiðun við síðustu þrjútekjuár fyrir slys þyki af einhverjum ástæðum ekki rétt­mæt. Stefnandibyggi á því að það sé röng niðurstaða hjá stefnda að miða útreikn­ing bótafyrir varanlega örorku við lágmarkslaun. Stefnandi byggi aðallega á því að náms­lokhennar í hjúkrunarfræði við […] hafi sannanlega verið fyrir­séð á slys­degi.Ljúka þurfi samkeppnisprófum til þess að öðlast rétt til náms í hjúkrun­ar­fræði­deildþess háskóla. Stefnandi byggi á því að brottfall úr hjúkrun sé afar lítið hafinem­andi staðist samkeppnisprófin, ein­ungis 5%. Óum­deilt sé að hún hafi lokið52,5% náms­ins á slys­degi og hafi hún því lokið meira en helm­ingi af fjög­urraára námi. Stefn­andi hafi útskrifast sem hjúkrunarfræðingur í júní 2013 ogstarfi nú við hjúkrun […]. Hún stefni auk þess á [framhaldsnám]. Stefn­andibyggi á því að náms­lok hennar hafi því sannanlega verið fyrir­sjá­an­leg, ísamræmi við þann skiln­ing sem lagður hafi verið í 2. mgr. 7. gr. lag­anna írétt­ar­fram­kvæmd hingað til. Stefnandibyggi á því að við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku beri að miða viðmeðaltekjur hjúkrunarfræðinga. Þá beri að líta til þess að í matsgerð hafi viðmat á var­an­legri örorku verið miðað við að í framtíðinni myndi stefnandistarfa sem hjúkr­un­ar­fræðingur. Stefnandi telji því að annar mælikvarði enlágmarkslaun sé réttari varð­andi líklegar framtíðartekjur hennar. Sámælikvarði eigi að miðast við þá menntun sem hún hafi verið langt komin með aðafla sér á slysdegi. Stefnanditelji aðallega að miða beri árslaun hennar við 5.713.286 krónur en við útreikn­ing­innsé stuðst við launatöflu hjúkrunarfræðingaá almennum vinnu­mark­aði, sem gilti frá 1. mars 2012, að viðbættu 8%framlagi í lífeyrissjóð. Sú fjár­hæðhafi verið lögð til grundvallar upphaflegri kröfu til stefnda. Stefnandibyggi á því að verulega ósanngjarnt sé að miða ekki við árslaun hjúkr­un­ar­fræðingaí hennar tilviki. Afar ólíklegt verði að teljast að nem­andi hætti skyndi­leganámi eftir að hafa þreytt og staðist samkeppnispróf til þess að fá að hefjanámið og eftir að hafa lagt meira en helming þess að baki. Stefnandi byggi á þvíað ein­ungis 5% nemenda í hjúkr­un­ar­fræði hætti þrátt fyrir að hafa staðistsamkeppnispróf en brott­fall úr háskólum almennt sé mun hærra. Árið 2002-2003hafi brottfall nem­enda af háskóla­stigi á Íslandi verið 14,7%. Brottfallnemenda hafi verið hlut­falls­lega jafn­mikið fimm árum áður, þrátt fyrir miklafjölgun nemenda. Auk þess hafi stefnandi nú lokið nám­inu. Verulega ósann­gjarntsé að nem­andi sem hafi verið kominn svona langt í námi sínu, og hafi staðistsam­keppn­is­próf til að fá inn­göngu í námið, skuli fá greiddar bætur fyrirvar­an­lega örorku á grund­velli lág­marks­launa skaðabótalaga, í stað meðal­launaí því starfi sem stefnandi hafi verið langt komin með að mennta sig til aðsinna. Einsog áður segi starfi stefnandi nú sem hjúkrunarfræðingur og hyggist gera þaðáfram og telji því fyrrgreind árslaun gefa réttustu mynd af lík­legum fram­tíðar­tekjumsínum. Verðiekki fallist á að miða við meðallaun samkvæmt aðalkröfu krefjist stefn­andiþess til vara að miðað verði við árslaun hennar árið 2008, að fjárhæð 3.595.943krónur en við þann útreikning sé miðað við upplýsingar úr skattframtalistefnanda fyrir tekju­árið 2008, uppreiknuð fram að batahvörfum, 20. janúar2012, að við­bættu 8% lífeyrissjóðsframlagi. Stefnandi hafi lokið námi í menntaskólaá þremur og hálfu ári og útskrifast sem stúdent […]. Eftir það hafi hún tekiðsér frí frá skóla í eitt og hálft ár. Frá útskrift hafi stefn­andi starfað sem […]í fullu starfi, fram að sumr­inu 2008 þegar hún hóf störf við […]. Frá hausti2008 og fram að hausti 2009, þegar hún hóf nám í hjúkrun, hafi hún starfað við […].Stefnandi hafi því tekjusögu á við­mið­un­ar­árunum þ.e. árin 2008, 2009 og einnig 2010. Meðvísan til framangreinds telur stefnandi að skilyrði 2. mgr. 7. gr. séu upp­fylltog því beri að ákvarða árslaun hennar sérstaklega en ekki miða við lág­marks­launskv. 3. mgr. 7. gr. laganna eins og stefndi telji rétt, þar sem það leiði ekkitil þess að hún muni fá tjón sitt bætt að fullu. Dómkröfurstefnanda byggist á því að stefnda beri að greiða henni fullar skaða­bætur ogþær skuli taka mið af matsgerð B læknis og C hrl., þar sem fram komi aðvaranleg örorka stefn­anda sé 7% og var­an­legur miski 7 stig. Málsaðilar deilieingöngu um forsendur útreikn­ings bóta fyrir var­an­lega örorku og því séeingöngu krafist bóta fyrir varan­lega örorku í aðal- og vara­kröfu stefnanda.Í bæði aðalkröfu og varakröfu sé dregin frá bóta­greiðsla stefnda, fyrirvaranlega örorku, samkvæmt upp­gjörs­til­lögu stefnda sem var undir­rituð 31.októ­ber 2012. Við uppgjörið hafi,að kröfu stefnda, verið tekið mið af lág­marks­launa­við­miði skaða­bóta­laga,sbr. 3. mgr. 7. gr., en lögmaður stefnanda hafi sam­þykkt bóta­til­boðið meðalannars með fyrirvara við mat á var­an­legum afleiðingum slyssins og árs­launa­við­miðvið útreikning á bótum fyrir var­an­lega örorku. Aðalkrafa stefnanda reikn­istsvona: Varanleg örorka skv. 5.-8. gr. laga nr. 50/19936.434.474 kr.5.713.286 kr. * 16,089 * 7%Samtals 6.434.474 kr. Viðútreikning bóta fyrir varanlega örorkuhafi verið tekið mið af launatöflu hjúkr­un­ar­fræðinga á almennum vinnumarkaðiárið 2012, að við­bættu 8% fram­lagi í líf­eyris­sjóð en stefnandi hafiá slysdegi lokið 126 einingum af 240 (52,5%) í námi sínu í hjúkrunarfræði. Stefnandikrefjist greiðslu 4,5% vaxta samkvæmt 16. gr. skaða­bóta­laga nr. 50/1993 af6.434.474 krónum frá 20. janúar 2012 til 13. október 2012, þegar mán­uður varlið­inn frá því að krafa stefnanda var send stefnda 13. septem­ber 2012, en meðdrátt­ar­vöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vextiog verð­trygg­ingu, frá þeim degi til greiðsludags. Varakrafa stefnandareiknist þannig: Varanleg örorka skv. 5.-8. gr. laga nr. 50/19934.049.858 kr.3.595.943 kr. * 16,089 * 7%Samtals 4.049.858 kr. Viðútreikning varanlegrar örorku sé tekið mið af launum stefnanda árið 2008, upp­reiknuðumfram að stöðugleikapunkti, 20. janúar 2012, að viðbættu 8% fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, en stefnandi hafi verið í námi íhjúkrunarfræði árin 2009 og 2010. Stefnandikrefjist greiðslu 4,5% vaxta samkvæmt 16. gr. skaða­bóta­laga nr. 50/1993 af4.049.858 krónum frá 20. janúar 2012 til 16. nóvember 2012, þegar mán­uður varliðinn frá því að krafa stefnanda var send stefnda 16. október 2012, en meðdrátt­ar­vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001 um vextiog verð­trygg­ingu frá þeim degi til greiðsludags. Íbæði aðalkröfu og varakröfu krefjist stefnandi málskostnaðar samkvæmt framlögðum máls­kostnaðarreikningi og virðisaukaskatts á málflutningsþóknun, einsog málið væri eigi gjafsóknarmál. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyld. Þarsem lög­mönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni séstefnanda nauð­syn­legt að fá dóm fyrir þessum skatti úr hendi stefnda. Stefnandivísar til ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum, einkum 1.,5., 7. og 16. gr. laganna, sbr. lög nr. 42/1996 og 37/1999. Kröfu um greiðslumótframlags í lífeyrissjóð styður stefnandi við ákvæði laga nr. 129/1997 umskyldu­tryggingu lífeyrisréttinda o.fl. Aðild stefnda styðst við III. kaflalaga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og laga nr. 30/2004 um vátrygg­ingar­samn­inga,einkum 44. gr. þeirra. Val á varnarþingi byggir stefnandi á ákvæðum V. kaflalaga nr. 91/1991, einkum 33. gr. Hann vísar einnig til laga nr. 38/2001 umvexti og verð­trygg­ingu. Kröfu sína um málskostnað styður stefnandi við 129.og 130. gr. laga nr. 91/1991. Krafa um virðisaukaskatt á málskostnað byggist áákvæðum laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.Málsástæður og lagarök stefnda Stefnditekur fyrst fram að það sé ágreiningslaust að hann beri ábyrgð á þvílíkamstjóni sem stefnandi hlaut í árekstrinum 20. júlí 2011, skv. 91. gr. og 1.mgr. 95. gr., sbr. 89. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breyt­ingum.Jafnframt sé ekki heldur ágrein­ingur um það að einungis stefnda sé stefnt íþessu máli, sbr. einkum 1. og 3. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 umvátryggingarsamninga. Málsaðilar deili ein­vörð­ungu um það hvaða árslaun beriað leggja til grundvallar við ákvörðun bóta stefnanda fyrir var­an­lega örorku. Aðalkrafastefnanda um bætur fyrir varanlega örorku nemi 6.434.474 krónum, en viðútreikning kröfunnar sé miðað við árslaun að fjárhæð 5.713.286 krónur sem stefn­andisegi taka mið af launatöflu hjúkrunarfræðinga á almennum vinnumarkaði að við­bættu8% framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs. Stefnandi telji kröfuna eiga sérstoð í 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Í1. mgr. 7. gr. laganna sé mælt fyrir um það hvað skuli að meginreglu telj­asttil árslauna við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku. Samkvæmt 2. mgr. sé áhinn bóg­inn heimilt að víkja frá meginreglunni og skuli árslaun metin sér­stak­legaséu aðstæður tjónþola óvenjulegar og ætla megi að annar mæli­kvarði sé rétt­ariá líklegar fram­tíðar­tekjur hans. Til þess að ákvæðinu verði beitt þurfi tjón­þoliað sýna fram á að skil­yrðum þess sé fullnægt, þ.e. að óvenjulegar aðstæðurhafi verið fyrir hendi, að annar mælikvarði á líklegar framtíðartekjur tjónþolasé réttari en sá sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. og loks í þriðja lagi hver sámælikvarði skuli vera. Aðsögn stefnanda hafi hún lokið stúdentsprófi […] 2007 og eftir það tekið sér frífrá námi í um eitt og hálft ár uns hún hóf háskólanám sitt í hjúkrunarfræði […]2009. Hún hafi svo verið við námið í tvo vetur (2009-2010 og 2010-2011) ogverið í sumar­vinnu á […] er hún slasaðist. Hún hafi þá átt aðra tvo vetureftir í nám­inu og átt eftir að ljúka á þeim tíma 114 ECTS-einingum sem eftirvoru af þeim 240 ein­ingum sem þarf til að ljúka grunnnámi í hjúkrunarfræði.Aðstæður stefn­anda hafi því í alla staði verið venjulegar og ekki á neinn háttfrábrugðnar aðstæðum ann­arra sem stundi háskóla­nám. Þessu breyti ekki þóttstefnandi hafi gert hlé á námi í eitt og hálft ár eftir stúd­ents­próf, endaekkert í gögnum málsins sem bendi til þess að hún hafi ætlað út á vinnu­mark­að­inntil frambúðar en síðan snúist hugur og hafið nám að nýju. Einsog staða stefnanda hafi verið í náminu á slysdegi hafi náms­lok þá ekki veriðfyrirsjáanleg. Ekki verði séð að námslok stefnanda hafi verið fyrirsjáanleg áfyrr­greindum tíma þótt fram hafi komið í skýrslu, sem unnin var af Hag­fræði­stofnunfyrir heil­brigðis- og trygg­inga­mála­ráðu­neytið á árunum 2004-2006, að brott­fallnema í hjúkr­un­ar­fræði væri um 5%. Ekki skipti heldur máli í þessu sambandiþótt stefn­andi hafi lokið námi sínu tæpum tveimur árum eftir slysið. Íljósi þess sem að framan greini sé allsendis ósannað að skilyrði 2. mgr. 7. gr.skaða­bóta­laganna um óvenjulegar aðstæður hafi verið fyrir hendi í tilvikistefnanda. Afþeirri töflu sem stefnandi segist byggja aðalkröfu sína á verði ekki með neinumóti séð hvernig þau mánaðarlaun, sem hún dragi þar út, tengist launum hjúkr­un­ar­fræðinga.Því sé ósannað að þetta sé sá mælikvarði sem rétt sé að leggja til grund­vallarvið ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku stefn­anda. Þar með sé ekki heldurfull­nægt því skilyrði 2. mgr. 7. gr. að sýnt sé fram á réttan mælikvarða áframtíðartekjur stefn­anda. Ákvæðum 2. mgr. 7. gr. skaða­bóta­lag­anna verðiþví ekki beitt þegar árs­laun séu metin við ákvörðun bóta fyrir var­an­legaörorku hennar. Þarsem stefnandi hafi verið í námi á slysdegi og því nýtt vinnugetu sína að veru­leguleyti þannig að hún hafi haft takmarkaðar vinnutekjur, sbr. 8. gr. skaða­bóta­lag­anna,beri í sam­ræmi við dómafordæmi að miða árslaun hennar við þau lág­marks­laun semtil­greind séu í 3. mgr. 7. gr. laganna, eða 1.200.000 krónur. Þessi árs­launnemi 2.776.500 krónum, þegar þau hafi verið leiðrétt samkvæmt lánskjaravísitölufrá gild­is­töku lag­anna til þess tíma er heilsufar stefnanda var orðiðstöðugt, eða til jan­úar 2012, sbr. 15. gr. laganna. Ekki sé deilt um það aðstuðull við útreikning bót­anna, sbr. 6. gr. lag­anna, skuli vera 16,089. Tjónstefnanda vegna varanlegrar örorku nemi því (2.766.500 x 16,089 x 7%) 3.126.977krónum og þá fjárhæð hafi stefndi greitt stefn­anda auk bóta fyrir var­an­leganmiska, vaxta og innheimtuþóknunar að með­töldum virð­is­auka­skatti. Með þessumbótum hafi stefnandi fengið tjón sitt að fullu bætt lögum sam­kvæmt. Þar semþað sé ósannað að stefnandi eigi rétt til frekari bóta fyrir var­an­lega örorkuen hún hafi þegar fengið greiddar verði ekki hjá því komist að sýkna stefnda afkröfum hennar. Aðalkrafa stefnda sé reist á því. Verðiekki fallist á aðalkröfu stefnda krefst hann þess til vara að dómkröfur stefn­andaverði lækkaðar verulega. Varakrafan byggist á því að krafa stefnanda um bæturfyrir varanlega örorku sé of há. Jafnvel þótt fallist yrði á að miða bæri viðönnur árs­laun, við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku en gert hafi verið viðuppgjörið í októ­ber 2012, sé engu að síður ósannað með öllu að þauviðmiðunarlaun sem stefn­andi byggi kröfu sína á séu réttur mælikvarði á þaulaun sem hún hefði haft að loknu námi. Þáberi að gæta þess að við uppgjör bóta, 8. október 2012, hafi stefndi greittstefnda 101.006 krónur í vexti af bótum fyrir varanlega örorku eins og nánargreini í bóta­til­boði félagsins frá sama degi. Þessa vexti beri að draga fráþeim bótum sem stefn­anda kunni að verða tildæmdar, auk höfuðstóls bóta fyrirvaranlega örorku eins og stefn­andi geri ráð fyrir í dómkröfum sínum. Að öðrumkosti, miðað við vaxtakröfu sína, fengi stefnandi tvígreidda vexti sem nemifyrrgreindri vaxtafjárhæð fyrir tíma­bilið 20. janúar 2012 til 8. október 2012.Því eigi að koma til frádráttar tildæmdum bótum (3.126.977 + 101.006) 3.227.983krónur 8. október 2012. Stefndimótmælir varakröfu stefnanda eindregið þar sem hún hafi ekki laga­stoð fremuren aðalkrafa hennar. Þótt hún hafi gert hlé á námi sínu að loknu stúdents­prófi,eins og fyrr geti, og verið á vinnumarkaði árið 2008 og fram á mitt ár 2009hafi hún alls ekki skapað sér tekjusögu þannig að óvenjulegar aðstæður hafiverið fyrir hendi í júlí 2011 þegar hún slasaðist. Stefndiáréttar að hann telji að ekki hafi verið lögð fram fullnægjandi sönnun­ar­gögnum þær við­mið­unar­tekjur sem stefnandi byggi á í aðal­kröfu sinni. Við svobúið sé ekki unnt að taka kröf­una til greina. Því séu ekki skilyrði til aðdæma dráttarvexti fyrr en frá dóms­upp­sögu­degi ellegar einum mánuði eftir aðfull­nægj­andi sönn­un­ar­gögn hafi verið lögð fram, sbr. 9. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu. Málskostnaðarkröfurstefnda, bæði í aðalkröfu og varakröfu, eru reistar á 129. gr. og 130. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Stefnandi,A, slasaðist 20. júlí 2011 þegar bifreið sem var tryggð hjá stefnda,Tryggingamiðstöðinni, ók aftan á kyrrstæða bifreið sem stefn­andi sat í en súbifreið kastaðist á næstu bifreið framan við hana í röðinni. Við þennanárekstur tognaði stefnandi á hryggsúlu. Stefnandi og stefndi stóðu sameiginlegaað mati á afleiðingum slyssins og mátu læknir og lögmaður miska hennar til 7stiga en var­an­lega örorku 7%. Þaðer óumdeilt að stefndi beri ábyrgð á því tjóni sem stefnandi varð fyrir svo ogað fullnægjandi sé að stefna honum einum. Stefnandi og stefndi deila um þaðeitt hvort stefnda beri að greiða stefn­anda árs­laun út frá viðmiði 2. eða 3.mgr. 7. gr. skaða­bóta­laga nr. 50/1993. Samkvæmt1. mgr. 7. gr. er það meginreglan, við ákvörðun bóta fyrir varan­lega örorku,að meðalatvinnutekjur tjónþola, að meðtöldu framlagi vinnuveitanda til líf­eyris­sjóðs,þrjú síðustu almanaksár fyrir slysdag séu lagðar til grundvallar árs­launa­við­miði.Hafi tjónþoli ekki haft fastar tekjur næstliðin þrjú ár fyrir slysdag kannþetta við­mið fyrir framtíðartekjur hans að reynast óeðlilegt. Komið er tilmóts við þær aðstæður í 2. mgr. 7. gr. en samkvæmt því ákvæði er skylt að metaárslaun sérstaklega séu aðstæður tjónþola óvenjulegar og ætla megi að annarmælikvarði sé réttari á lík­legar framtíðartekjur hans en þær tekjur sem hannhafði síðustu þrjú ár fyrir slysdag. Stefnandislasaðist 20. júlí 2011. Hún útskrifaðist úr menntaskóla […] 2007. Sam­kvæmtskattframtali starfaði hún við fjölbreytileg störf árið 2008 og fékk laun fráfjórum vinnuveitendum, þar á meðal […]. Árið 2009 stöf­uðu tekjur hennarmestmegnis af umönnun á sama stað. Haustið 2009 hóf hún nám í hjúkr­un­ar­fræðivið […] og hafði, þegar slysið varð, lokið tveimur náms­árum, 126 einingum, eða52,5% af þeim 240 ein­ingum sem þarf til að ljúka því námi. Að mati dómsins eruþessar aðstæður ekki sam­bæri­legar þeim sem gengið er út frá í 1. mgr. 7. gr.,annars vegar þar sem hún vann hjá mörgum vinnu­veit­endum árið 2008 við ger­ólíkstörf en það eru ekki aðstæður sem allur almenningur býr við og var hins vegarvið nám næstu tvö ár en aflaði sér tekna með námi. Þessar óvenju­legu aðstæðurvalda því að þær tekjur sem hún aflaði sér á þremur síðustu árum fyrir slys­dagþykja alls ekki réttur mælikvarði á fram­tíðar­tekjur hennar. Þegarviðmiði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993 sleppir stendur valið milli 2. eða 3.mgr. 7. gr. Stefndi telur síðastnefnda viðmiðið, lágmarkslaun, eiga við umaðstæður stefn­anda. Þar sem hún hafi einungis lokið helmingi náms síns hafinámslok hennar ekki verið fyrirsjáanleg. Á slysdegi hafi hún því verið ísvipaðri stöðu og mennta­skóla­nemi eða háskólanemi sem legði ekki stund ástarfsnám. Stefnandibyggir á því að námslok hennar hafi verið fyrirsjáanleg þótt hún hafi ein­ungislokið helmingi námstímans þar sem rannsóknir sýni að aðeins örfáir af þeim, semhefji námið, hverfi frá námi. Hún hafi unnið við umönnun þegar hún hóf námið oghafi sinnt umönn­un­ar­störfum á náms­tím­anum.Jafnframt hafi stefnandi lokið námi á til­settum tíma og hafi frá útskriftstarfað sem hjúkr­un­ar­fræð­ingur. Allt þetta sýni að hún hafi, þegar áslysdegi, ákveðið starfsvettvang sinn og námslok hennar hafi því verið fyrir­sjáan­leg. Ásamtstefnanda gáfu skýrslu fyrir dómi E, skrifstofustjóri heil­brigðis­vísindasviðsog F, forseti heilbrigðisvísindasviðs […]. Meðal gagna málsins er bréf þar semþær svöruðu fyrir­spurn lög­manns stefnanda. Svörin eru unnin úr lykiltölumskólans sem birtar eru á heima­síðu hans. Vitnin staðfestu fyrir dómi, það semsegir í bréfinu, að af þeim nem­endum sem stand­ist sam­keppnis­próf til þessað komast inn í hjúkrunarfræðideildina ljúki 89% nem­enda námi eftir 5 ár og96% nemenda ljúki námi eftir 6 ár frá því að þeir hófu nám í hjúkr­un­. Tekiðer fram að það sé afar sjaldgæft að nem­endur í hjúkr­unar­fræði við […] hættinámi eftir að hafa þreytt og náð sam­keppn­is­prófi. Jafn­framt segir í bréfinuað 90% líkur séu á að sá sem hafi lokið 126 ein­ingum af 240 í því fagi ljúkináminu. Íframburði E kom auk þess fram að deildin fylgdist mjög vel með fram­vindu námssérhvers nemanda þar sem hver og einn væri dýrmætur. Deildin gerði allt semhægt væri til þess að nemendur hættu ekki námi. Á síðast­liðnum fjórum árumhefði einungis einn nemandi hætt námi í hjúkrun við skólann. Hefði ástæða þesshvorki verið námið né skólinn heldur sérstakar persónulegar aðstæður þessa nem­anda. Stefnandihafði lokið 126 einingum af 240 á slysdegi, 20. júlí 2011. Hún lauk námi sínuog hefur starfað við hjúkrun frá námslokum. Aðmati dómsins er ekki hægt að fallast á það með stefnda að það eitt, hversu hátthlutfall eininga af heildarfjölda námseininga tjónþoli hafði lagt að baki áslys­degi, eigi að ráða mati á því hvort námslok hans séu fyrirsjáanleg eðaekki. Að mati dóms­ins verður ekki litið fram hjá gögnum sem staðfesta að hafinemandi staðist sam­keppn­is­próf til þess að hefja nám í hjúkrun við […] oghafi lokið 126 ein­ingum af 240 séu 90% líkur fyrir því að hann ljúki námi.Þegar svo litlar líkur eru til þess að nemandi hverfi frá námi þrátt fyrir aðeinungis tveimur árum af fjórum sé lokið verður ekki annað ályktað en aðyfirgnæfandi líkur séu á því að hann muni ljúka námi og námslok séu þvífyrirsjáanleg. Í ljósi þessara gagna telur dómurinn að náms­lok stefnanda hafiverið fyr­ir­sjáan­leg á slysdegi. Stefnandilauk námi á tilsettum tíma, fékk leyfi Landlæknisembættisins, […] 2013, tilþess að starfa sem hjúkrunar­fræð­ingur og hefur unnið við hjúkrun frá þeimtíma. Hún hafði því þegar á slysdegi valið sér framtíðarstarf og þykir þvíengan veg­inn fært að leggja árslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. til grundvallarvið ákvörðun bóta hennar. Stefndibyggði upphaflega dómkröfu sína á launatöflu Útgarðs, félags háskóla­manna, semgilti frá 1. mars 2012. Við aðalmeðferð málsins lækkaði stefnandi fjár­kröfusína og byggði endanlega dómkröfu á launatöflu Félags íslenskra hjúkrunar­fræð­inga,sem gilti frá 1. mars 2012. Í töflunni eru níu þrep, númeruð frá 0-8, og 18flokkar. Stefnandi miðar við laun í 4. þrepi og 9. flokki og nefnir miðgildi.Þessi tafla hafði ekki tekið gildi þegar sá dagur rann til viðar að heilsufarstefnanda væri orðið stöð­ugt, 20. janúar 2012. Meðal fram lagðra gagna ereinnig launatafla Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræðinga, sem gilti frá 1. júní2011 og ekki verður annað séð en hún hafi einnig gilt 20. janúar 2012. Mánaðarlauní 4. þrepi hennar 9. flokki nema 400.677 krónum. Stefnditaldi að ekki væri byggjandi á þessum launatöflum þar sem á þeim væri ekki neinlögformleg staðfesting þess efnis að þær væru réttar. Enda þótt fallist sé áþað með stefnda að vandaðra hefði verið að fá staðfestingu stéttarfélagsstefnanda eða viðsemjanda félagsins á því að þessar töflur væru réttar, verðurþessum skjölum ekki hafnað sem sönnunar­gögnum þar sem þau sýna að þau eruprentuð af heimasíðu Fjár­sýslu ríkisins. Ganga verður út frá því að opinberarstofnanir birti ekki rangar upp­lýs­ingar nema fyrir algera slysni. Af þeimsökum þykir ekki þurfa að vefengja efni þess­ara launa­taflna. Aðmati dómsins verður að líta svo á að stefnandi hafi, þegar í janúar 2012,ákveðið sitt framtíðarstarf. Þar sem stefnandi er félagsmaður í félagiíslenskra hjúkr­un­ar­fræðinga eins og framlögð gögn sýna, þykir eðlilegt ogsanngjarnt að miða við launa­töflu þess félags. Áheimasíðu fjármálaráðuneytisins eru birt meðallaun starfsmanna ríkisins í hverjummánuði ársins og birtast þessi gögn með um það bil fimm mánaða töf. Sam­kvæmtþessum upplýsingum voru meðaldag­vinnu­laun kvenhjúkrunarfræðinga í janúar 2012366.561 króna en með yfir­vinnu­launum, vaktaálagi, og öðrum launum námu heild­ar­launkvenhjúkrunarfræðinga að með­al­tali 491.152 krónum í janúar 2012. Þvíþykir síst ósanngjarnt að miða framtíðartekjur stefnanda við miðgildi dag­vinnu­launaí þeirri launatöflu sem gilti þegar heilsufar stefnanda var orðið stöðugt. Meðþví að ganga út frá miðgildi er alfarið horft fram hjá yfirvinnulaunum, yfir­vinnu­álagi,stór­hátíðar­launum, vaktaálagi og bakvaktaálagi sem vænta má að sé nú þegar ogverði hluti af launum stefnanda í framtíðinni. Dóminumreiknast til að bætur stefnanda, samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaða­bóta­laga nr.50/1993, sbr. lög nr. 37/1999, nemi 5.848.258 krónum á grundvelli svo­felldsútreikn­ings:Mánaðarlaun skv. töflu Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræðinga sem gilti frá 1. júní 2011, 4. þrepi og 9. flokki.400.677 kr.Árslaun (12 mán. x 400.677 kr.)4.808.124 kr.Framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð (8% af árslaunum)384.650 kr.Samtals árslaun og framlag til lífeyrissjóðs5.192.774 kr.Árslaun skv. 2. mgr. 7. gr. margfölduð með stuðli skv. 6. gr. (16,089)83.546.540 kr.Árslaun margfölduð með stuðli skv. 6. gr. og örorkustigi (7%)5.848.258 kr. Stefndigreiddi stefnanda 668.080 krónur fyrir varanlegan miska og 37.035 krónur ívexti frá tjónsdegi til uppgjörsdags. Með málsaðilum er ekki ágreiningur um þágreiðslu. Fyrir varanlega örorku greiddi stefndi stefnanda 3.126.977 krónur og101.006 krónur í vexti frá tjónsdegi til greiðsludags. Þá samanlögðu fjárhæð,höfuð­stól­inn og vextina, 3.227.983 krónur, ber að draga frá fjár­kröfustefnanda. Stefndivísar til þess að stefnandi hafi byggt upphaflega fjárkröfu sína á því að húnætti rétt til launa samkvæmt launatöflu Útgarðs, félags háskólamanna, en hafinú fallið frá því við­miði og vilji byggja fjárkröfu sína á launatöflu Félagsíslenskra hjúkr­unar­fræð­inga. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu beri skaða­bóta­kröfur dráttarvexti, skv. 1. mgr. 6. gr. laganna,að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfu­hafi sannanlega lagði fram þærupplýsingar sem þörf var á til að meta tjóns­atvik og fjár­hæð bóta. Þar semstefnandi hafi ekki lagt fram fullnægjandi gögn fyrir fjárkröfu sinni fyrr envið aðalmeðferð geti hún ekki krafist dráttarvaxta fyrr en frá dóms­upp­sögu­degi. Þærlaunatöflur sem stefnandi hefur miðað við, hvort heldur er launatafla Útgarðs,félags háskólamanna, eða Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, eru birtar á heima­síðuFjársýslunnar. Jafnframt eru niðurstöður rannsókna á meðallaunum starfs­mannaríkisins, langlíklegasta vinnu­veit­anda stefnanda, birtar á heimasíðu fjár­mála­ráðu­neytis­ins.Þessar upplýsingar eru öllum aðgengilegar og hefði stefndi getað flett þeim upphefði hann kært sig um. Súmatsgerð, sem báðir aðilar leggja til grundvallar í málinu, lá fyrir 8. sept­em­ber2012. Þá lá tjónsatvikið fyrir og umfang tjóns stefnanda. Þegar matinu varlokið hafði stefnandi hafið sitt síðasta námsár í hjúkrun og gengu matsmenn útfrá því að starfs­vettvangur hennar yrði í því fagi. Það gerði stefnandieinnig. Ríkið var lang­lík­leg­asti vinnu­veit­andi stefnanda og allarupplýsingar um meðallaun hjúkrunarfræðinga hjá þeim vinnu­veit­anda voru öllumaðgengilegar. Stefnandi krafði stefnda um greiðslu, 13. sept­em­ber 2012, áþeim grundvelli að í framtíðinni þægi hún greiðslur sem hjúkr­un­ar­fræð­ingursam­kvæmt launatöflu Útgarðs. Að mati dómsins lágu þá fyrir allar þær forsendursem stefndi þurfti, í skilningi 9. gr. laga nr. 38/2001, til þess að takaafstöðu til þess hvort fjár­krafa stefnanda væri of há. Af þessum sökum þykirrétt að fjárkrafa stefn­anda beri drátt­ar­vexti frá 13. október 2012 en þá varliðinn mán­uður frá því að stefn­andi krafði stefnda um bætur. Þarsem fallist hefur verið á fjárkröfu stefnanda að mestu leyti verður, með vísantil 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, að dæma stefnda til þess að greiðastefnanda máls­kostnað. Þegar litið er til umfangs málsins þykirmálflutningsþóknun, að teknu til­liti til virðis­auka­skatts, hæfilega ákveðin903.600 krónur. Stefnandavar með bréfi innanríkisráðuneytisins, 31. maí 2013, veitt gjafsókn til þess aðhöfða þetta mál og reka fyrir héraðsdómi. Af þeim sökum verður stefndi dæmdurtil þess að greiða ofangreinda fjárhæð í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefn­anda,þar með talin málflutnings­þóknun lögmanns hennar, greiðist úr ríkissjóði. IngiríðurLúðvíksdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp þennan dóm.D Ó M s o r ð Stefndi,Tryggingamiðstöðin ehf., greiði stefnanda, A, 5.848.258 krónur með 4,5% vöxtum,samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, frá 20. janúar 2012 til 13. október2012 en með dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá þeim degi til greiðsludags, allt aðfrádreginni greiðslu stefnda, 8. október 2012, að fjárhæð 3.227.983 krónur. Stefndigreiði stefnanda 903.600 krónur í málskostnað sem renni til ríkissjóðs. Gjafsóknarkostnaðurstefnanda, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Bergrúnar ElínarBenediktsdóttur, 903.600 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mál nr. 336/2008
Þjófnaður Ólögmæt meðferð fundins fjár Ítrekun Vanaafbrotamaður
B var sakfelldur fyrir fjögur þjófnaðarbrot og fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár. Tekið var fram að B hefði endurtekið gerst sekur um auðgunarbrot. Með hliðsjón af 71. gr., 72. gr., 77., 78. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þótti refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 9. júní 2008 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur um sakfellingu en refsing ákærða verði þyngd. Ákærði krefst aðallega sýknu af I. og VI. lið ákæru og að refsing verið milduð. Þá krefst hann þess að gæsluvarðhald frá 4. janúar til 6. mars 2008 komi til frádráttar refsingu. Í I. ákærulið er ákærða gefið að sök að hafa stolið tveimur fartölvum að verðmæti samtals 299.998 krónur úr versluninni Max í Garðabæ miðvikudaginn 13. desember 2006. Í munnlegum málflutningi fyrir Hæstarétti leiðrétti ákæruvaldið fjárhæðina í 259.998 krónur. Ákærði neitar sök. Það var mat héraðsdóms að ekki yrði byggt á framburði ákærða. Með vísan til þess og að öðru leyti til forsendna dómsins er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða samkvæmt þessum ákærulið og heimfærsla brotsins til refsiákvæðis. Ákæra var gefin út 1. febrúar 2008 og varðar hún sex brot framin á tímabilinu 13. desember 2006 til 3. janúar 2008. Framangreint brot í I. ákærulið var kært 15. desember 2006 og lögreglu þá afhent myndband úr öryggisupptökuvél verslunarinnar. Ákærði var yfirheyrður vegna kærunnar 5. janúar 2007. Ekki liggur fyrir skýring á þeim drætti sem varð á því að gefa út ákæru vegna atviksins. Í VI. ákærulið er ákærða gefin að sök ólögmæt meðferð fundins fjár með því að hafa fimmtudaginn 3. janúar 2008 kastað eign sinni á borðtölvu og 13 pakkningar af vinnsluminni samtals að verðmæti 190.780 krónur sem stolið hafi verið úr versluninni Tökkum í Reykjavík. Tilkynnt var um þjófnað í versluninni Tökkum klukkan 14.29 þennan dag og var ákærði handtekinn skömmu síðar. Munirnir fundust við leit í bifreið hans seint að kvöldi sama dag. Ákærði neitar sök. Héraðsdómur mat framburð ákærða ekki trúverðugan um að hann hefði verið á leið með munina til lögreglu og að hann hefði strax og hann var stöðvaður framvísað þeim. Ákærði bar fyrst fyrir dómi á þennan hátt og stangast sá framburður hans á við vætti tveggja lögreglumann sem handtóku hann. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest um sakfellingu ákærða samkvæmt þessum ákærulið og heimfærslu brotsins til refsiákvæðis. Ákærði hefur játað sök samkvæmt ákæruliðum II til V. Öll brotin samkvæmt ákæru, að undanskildu því sem tilgreint er í I. ákærulið, voru framin nokkrum mánuðum eftir að hann var dæmdur í héraði 15. júní 2007, en sá dómur var staðfestur um sakfellingu í Hæstarétti 6. mars 2008 í máli nr. 517/2007 og refsing þar ákveðin fangelsi í tvö ár. Ákærði hefur sjö sinnum hlotið dóma, þar af sex fangelsisdóma, og þrisvar gengist undir sátt eða viðurlagaákvörðun. Nemur dæmd óskilorðsbundin refsivist samtals rúmum fjórum árum. Hann hefur endurtekið verið fundinn sekur um auðgunarbrot og svipar allnokkrum eldri brotanna um andlag og aðferð til þeirra sem sakfellt er fyrir samkvæmt I. til IV. ákærulið. Um mikil verðmæti var að ræða eða samtals um 4.000.000 króna. Við ákvörðun refsingar er vísað til 77. gr. og 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og eldri dóma sem hafa ítrekunaráhrif, sbr. 255. gr. og 71. gr. sömu laga. Einnig verður litið til 72. gr. laganna. Ákærði játaði fjögur af sex brotum sem hann er ákærður fyrir, en á sér ekki aðrar málsbætur. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt kemur til frádráttar eins og nánar greinir í dómsorði. Ákvörðun hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti, allt eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Birgir Brynjarsson, sæti fangelsi í 15 mánuði. Gæsluvarðhald sem hann sætti frá 4. janúar til 6. mars 2008 skal koma til frádráttar refsivist. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað málsins samtals 264.627 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 224.100 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 18. apríl 2008. Mál þetta var dómtekið 6. mars sl. að loknum munnlegum málflutningi. Málið er með ákæru útgeginni 1. febrúar sl. höfðað gegn Birgi Brynjarssyni, kt. 230577-5609, Hverfisgötu 101, Reykjavík, "fyrir eftirtalin auðgunarbrot: I. (036-2006-14578) Þjófnað, með því að hafa miðvikudaginn 13. desember 2006, í raftækjaversluninni Max við Kauptún 1 í Garðabæ, stolið tveimur fartölvum af gerðinni Acer, samtals að verðmæti 299.998 krónur, með því að bera tölvurnar út úr versluninni án þess að greiða fyrir þær. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Í málinu gerir Einar Ólafur Speight þá kröfu f.h. Max ehf., kt. 571006-1460, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 299.998, auk vaxta samkvæmt 7. gr. vaxtalaga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001 frá tjónsdegi en síðan dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga til greiðsludags. II. (007-2007-80322) Þjófnað, með því að hafa miðvikudaginn 17. október 2007, í versluninni A4 að Höfðabakka 3 í Reykjavík, stolið tveimur fartölvum af gerðinni Toshiba Satellite Pro A200-1F9, samtals að verðmæti 259.800 krónur, með því að taka tölvurnar og bera þær út úr versluninni án þess að greiða fyrir þær. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Í málinu gerir Valgerður Kristjánsdóttir þá kröfu f.h. A4 skrifstofuvörur ehf., kt. 670607-0540, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 259.800. III. (007-2007-92141) Þjófnað, með því að hafa laugardaginn 3. nóvember 2007, í versluninni BT Skeifunni í Reykjavík, stolið fjórum fartölvum, tveimur af gerðinni Toshiba Satellite og tveimur af gerðinni Acer Aspire, sjónvarpstæki af gerðinni Panasonic, myndbandsupptökuvél af gerðinni Panasonic, og þremur stafrænum myndavélum af gerðinni Panasonic, Canon og Sony, samtals að verðmæti 1.119.989 krónur, með því að setja vörurnar í innkaupakerru og þannig farið með þær út úr versluninni. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Í málinu gerir Rúnar Rafnsson þá kröfu f.h. Árdegis hf., kt. 510177-0969, að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 1.119.989, auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38, 2001 frá tjónsdegi en síðan dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. IV. (007-2007-93236) Þjófnað, með því að hafa laugardaginn 1. desember 2007, í verslun Office 1 Skeifunni í Reykjavík, stolið þremur fartölvum af gerðinni HP DV6317, AIRIS N930 og AIRIS N 1005, samtals að verðmæti 259.700 krónur, með því að bera tölvurnar út af lager verslunarinnar. Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Í málinu gerir Árni Eggert Harðarson, kt. 040278-3119, þá kröfu að ákærði verði dæmdur til að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 259.700. V. (007-2008-668) Ólögmæta meðferð fundins fjár, með því að hafa í heimildarleysi kastað eign sinni á 1.946.900 krónur, sem ranglega voru lagðar þann 6. desember 2007 inn á bankareikning ákærða nr. 0549-26-005609, með því að taka umrædda fjárhæð út af reikningnum á tímabilinu 6. til 10. desember 2007 og þannig tileinkað sér fjármunina og ráðstafað þeim til eigin nota. Telst þetta varða við 246. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. VI. (007-2008-668) Ólögmæta meðferð fundins fjár, með því að hafa fimmtudaginn 3. janúar 2008, kastað eign sinni á borðtölvu af gerðinni Asus og 13 vinnsluminni í borðtölvur af gerðinni Patriot, samtals að verðmæti 190.780, sem ákærða fann við Suðurlandsbraut, en munum þessum var stolið úr versluninni Tökkum við Suðurlandsbraut 26 í Reykjavík sama dag. Telst þetta varða við 246. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar." I. Játningarmál. Við þingfestingu málsins 18. febrúar sl. viðurkenndi ákærði að hafa framið þá verknaði sem hann er sakaður um í II..-V. kafla ákærunnar og verður að telja að með skýrlausri játningu ákærða sem er í samræmi við rannsóknargögn málsins sé sannað að hann hafi gerst sekur um að hafa framið verknaðina og með því hefur hann gerst brotlegur við 244. almennra hegningarlaga. Ákærður neitaði sök varðandi I. og VI. kafla ákærunnar og fór fram á aðalmeðferð í málinu 28. febrúar s.l. og 6. mars s.l. um þessa ákæruliði. II. Raftækjaverslunin Max við Kauptún 1 í Garðabæ. Föstudaginn 15. desember 2006 lagði A öryggisfulltrúi verslunarinnar fram kæru hjá lögreglunni í Hafnarfirði vegna þjófnaðar á tveimur fartölvum úr versluninni, en um væri að ræða tvær Acer ferðartölvur, týpu nr. 235985-7 og væru vörunúmer þeirra Acit M 4233 WLM 12. A lagði fram upptöku á geisladisk úr öryggiskerfi verslunarinnar, þar sem sést að maður sem talinn er vera ákærður í málinu kemur inn í verslunina, þar sem hann hafi tekið greindar fartölvur úr hillu í versluninni og fer með þær út án þess að borga fyrir þær. Upptökurnar voru skoðaðar af B, rannsóknar-lögreglumanni og hefur verið sýnd hér í réttinum. B taldi ljóst að þarna hafi ákærður verið á ferðinni og það er og ljóst að er upptakan var skoðuð hér í réttinum. Greinilegt er að hann tekur þarna tvo kassa úr hillu, sem framangreindar tölvur voru taldar vera í. Ákærður færir kassana fyrst til í versluninni og er svo nokkra stund að ráfa um verslunina og að skoða, en sést svo eftir nokkra stund halda á kössunum og fara með þá út úr versluninni. Ákærður skoðaði myndupptökuna og kannaðist við að hafa verið í versluninni á greindum tíma, þ.e. á tímabilinu frá kl. 20:00 til 21:00 13. desember 2006 og haft með sér tvo kassa út úr versluninni eins og sjáist á upptökunni, en mundi þó ekki að þeir væru utan af tölvum. Hann sagði þó að í kössunum hafi einungis verið bæklingar. Nánar skýrði ákærði svo frá hér fyrir dómi, að hann hafi verið í versluninni á greint sinn og verið í annarlegu ástandi. Hann hafi farið með kassana út í bíl, þar sem hann hafi opnað þá, en í þeim hafi verið bunki af bæklingum og svo rafmagnssnúrur, en engar ferðatölvur. Hann kvað kassana hafa verið í hillu undir borði þar sem tölvur voru sem voru til sýnis í búðinni. Hann kvað hafa staðið á kössunum Acer og komið fram að í þeim áttu að vera fartölvur og hann verið í þeirri trú, en hann hafi verið þarna á ferð í því skyni að ná sér í fémæti og hefðu tölvurnar farið til að greiða fíkniefnaskuld eða til að fjármagna fíkniefnakaup. Hann kvað ásetning sinn hafi verið að taka tölvur eða aðra hluti til að nota til kaupa á fíkniefnum. Hann hélt fast við það, að engar ferðatölvur hafi verið í kössunum og vísaði á bug yfirlýsingu merkt dskj. nr. 11, frá verslunarstjóra og framkvæmdastjóra verslunarinnar um að í kössunum hafi verið ferðatölvur. Hann kvaðst hafa opnað kassana eftir að hann kom út í bifreið, sem kunningi hans ók og þá hafi hann uppgötvað að í kössunum voru bara upplýsingabæklingar og rafmagnssnúrur og aðrir kaplar. Hann kvaðst þó hafa er hann opnaði kassana gætt þess að bílstjórinn sæi ekki til hans meðan hann var að því, en hann hefði svo kastað kössunum í ruslatunnu hjá þeim stað, sem hann var þá með aðsetur á í Garðabæ. Í framangreindri yfirlýsingu frá Max-Raftækjum, kemur fram, að í kössunum, sem ákærður sjáist halda á í eftirlitskerfi fyrirtækisins, hafi verið ferðartölvur ásamt öllum meðfylgjandi hlutum. Þessar vörur vanti og þær hafi aldrei verið seldar út úr versluninni eftir þetta atvik, þar sem þær hafi ekki verið til staðar. Kassar eða aðrar umbúðir hafi ekki verið tómar í versluninni á þessum tíma. Bæði C, kt. xxxxxx-xxxx og D, kt. xxxxxx-xxxx, sem undirrituðu yfirlýsinguna hafi borið vitni í málinu og staðfest hana. Fram kom hjá C að á þessum tíma hafi verið ný búið að opna verslunina að Kauptúni í Garðabæ og þeir fyrst verið með fartölvur í kössum frammi í búð, en það væri ekki gert lengur. Það kvað enga tóma kassa utan af fartölvum hafa verið geymda í versluninni, enda voru þeir þannig gerðir að ekki væri unnt að nota þá aftur, eftir að þeir hafa verið opnaðir og tæmdir. Það kvað þjófnaðinn hafa uppgötvast daginn eftir að tölvurnar voru teknar. Það kvað kassana með tölvunum ekki hafa verið með þjófavörn, þannig að það pípi, ef þær hafi ekki verið greiddar, þegar farið væri með þær út um aðaldyrnar. Fram kom hjá vitninu D, að verslunin hafi verið opnuð í nóvember 2006 og hefði verið töluvert um þjófnaði á tölvum úr versluninni og það ekki dugað til þó að sýningarvélar væru festar með því að læsa þær niður með keðjum og heldur hafi orðið að setja á þær viðvörunarbúnað. Með framburði ákærða, sem og myndbandsupptöu og vætti vitna, er sannað að ákærður tók í því skyni að auðgast á því, tvo kassa með fartölvum svo sem greinilegt er á upptökum úr eftirlitskerfi verslunarinnar. Þegar virtir eru framburðir vitna í málinu, sem staðfesta framangreinda yfirlýsingu, þykir mega byggja á því, að í kössunum hafi verið fartölvurnar og þykir framburður ákærða um að í kössunum hafi einungis verið bæklingar og kaplar afar ósennilegur og hefur hann með engu móti skotið stoðum undir þennan framburð, þrátt fyrir að hann haldi því fram, að kunningi hans hafi verið með í bifreiðinni, þegar hann opnaði þá. Það verður því að líta á þennan framburð sem markleysu og hefur ákærður með töku fartölvanna gerst brotlegur við 244. gr. almennra hegningarlaga. III. Verslunin Takkar, Suðurlandsbraut 26, Reykjavík. (ákæruliður VI)
Mál nr. 348/1999
Hlutafélag
Öryggisþjónustufyrirtækið Ö gerðist hluthafi í hlutafélaginu N, en hlutverk N var að sinna samræmdri neyðarsímsvörun. Samkvæmt samþykktum N áttu hluthafar að vera aðilar að rekstri vaktmiðstöðvar félagsins. Ö seldi hlutafé sitt ári síðar. Ágreiningur reis um skyldu Ö til að inna af hendi árlegt rekstrarframlag til vaktmiðstöðvar N samkvæmt gjaldskrá, en vaktmiðstöðin hafði þá enn ekki tekið til starfa. Talið var að Ö hefði aldrei samþykkt að reiða fram slíkt framlag án þess að fá fyrir það neina þjónustu. Væri fyrrgreint ákvæði í samþykktum félagsins ekki nægileg heimild fyrir N til að leggja slíka kvöð á hluthafa. Var skuldajafnaðarkröfu N, sem reist var á þessum grunni, því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. september 1999 og krefst sýknu af kröfu stefnda. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Neyðarlínan hf. var stofnuð 26. september 1995. Starfsemi félagsins hófst að nokkru í ársbyrjun 1996, en að öðru leyti ekki fyrr en ári síðar. Stefndi lýsti því yfir í bréfi 7. janúar 1997 að hann vildi selja hlut sinn í félaginu. Lýtur deila málsaðila að því, hvort áfrýjandi geti krafið stefnda um greiðslu á reikningi frá 13. janúar 1997 fyrir „Árlegt rekstrarframlag eigenda – öryggisfyrirtækja ... Þjónusta” vegna ársins 1996, að fjárhæð 2.121.689 krónur auk virðisaukaskatts. Vill áfrýjandi láta þá fjárhæð koma til skuldajafnaðar kröfu stefnda um andvirði hlutabréfa sinna í áfrýjanda, sem sá síðarnefndi keypti 12. febrúar 1997 fyrir 1.000.000 krónur. Af gögnum málsins verður ráðið að þegar um það leyti, sem áfrýjandi var stofnaður, voru uppi ráðagerðir um að þeir, sem ættu hlut í félaginu, yrðu að standa því skil á árlegu rekstrarframlagi. Í 7. gr. verksamnings áfrýjanda við dóms- og kirkjumálaráðuneytið 2. október 1995 kom fram að þetta árlega framlag hluthafa yrði 5.000.000 krónur og ætti að vera til greiðslu fyrir þjónustu neyðarvaktstöðvar áfrýjanda ásamt viðbótarþjónustugjöldum, sem yrðu alls fyrir hvern þeirra um 2.000.000 krónur. Af bréfi stefnda 28. september 1995 til hluthafa í áfrýjanda, þar sem staðfest var að hann vildi ganga í raðir þeirra, er ljóst að honum var þá fullkunnugt um þessa fyrirætlan, enda lýsti hann þar yfir að hann gerði athugasemd um fjárhæð árlega rekstrarframlagsins, en myndi fallast á niðurstöðu samkeppnisstofnunar um hana. Í framhaldi af ákvörðun samkeppnisráðs var gerður viðauki 20. desember 1995 við fyrrnefndan verksamning áfrýjanda og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, þar sem árlegt rekstrarframlag var lækkað í 2.000.000 krónur til samræmis við niðurstöðu samkeppnisráðs. Um þessar fyrirætlanir er í raun ekki deilt í málinu, heldur hitt, hvort stefnda sé skylt að greiða framlag vegna ársins 1996 án þess að áfrýjandi hafi þá veitt honum neina þjónustu með neyðarsímsvörun í vaktstöð. Af gögnum málsins er ljóst, að ráðgert var að árlegt rekstrarframlag fæli í sér fasta greiðslu fyrir þjónustu vaktstöðvar áfrýjanda, en hún yrði til viðbótar gjöldum, sem yrðu ákveðin eftir sérstökum reglum með tilliti til notkunar hvers hluthafa á þjónustu. Í 1. mgr. 24. gr. samþykkta áfrýjanda segir aðeins að hluthafar skuli vera aðilar að rekstri vaktmiðstöðvar félagsins. Fallist er á með héraðsdómi, að þetta ákvæði feli ekki í sér næga heimild fyrir félagið til að leggja kvöð á hluthafa um að greiða því rekstarframlög án þess að þjónusta þess kæmi þar á móti. Verður í þeim efnum að líta til þess að ákvæði í félagssamþykktum, sem ætlað er að leggja skuldbindingar á hluthafa gagnvart félaginu, þurfa að vera skýr og ótvíræð. Fær ætlað tómlæti stefnda ekki breytt þessari niðurstöðu, enda hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að stefndi hafi nokkru sinni fallist á að honum bæri að greiða hin umdeildu framlög án þess að þjónusta fengist að neinu leyti í staðinn. Verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestur. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Neyðarlínan hf., greiði stefnda, Öryggisþjónustunni hf., 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júní 1999. 1.Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 3. febrúar 1999 og dómtekið 2. þ.m. Stefnandi er Öryggisþjónustan hf., kt. 670193-2419, Malarhöfða 2, Reykjavík. Stefndi er Neyðarlínan hf., kt. 511095-2559, Grandagarði 14, Reykjavík. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. 2.Samkvæmt 1. gr. laga nr. 25/1995 um samræmda neyðarsímsvörun skyldi ríkisstjórnin eigi síðar en 31. desember 1995 koma upp samræmdri neyðarsímsvörun fyrir Ísland til að sinna viðtöku tilkynninga um fólk og eignir í neyð og beiðnum um aðstoð lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og sjúkraflutningaliðs og aðra neyðaraðstoð. Samkvæmt 3. gr. laganna skyldi koma upp vaktstöð eða vaktstöðvum til að sinna viðtöku og úrvinnslu tilkynninga sem berast um hið samræmda neyðarsímanúmer 112. Dómsmálaráðherra var jafnframt heimilað að semja við opinberar stofnanir, sveitarfélög og einkaaðila um fyrirkomulag, fjármögnun og þátttöku í slíkum rekstri. Í 4. gr. segir að kostnaður við uppbyggingu og rekstur vaktstöðvar eða vaktstöðva, að því marki sem hann sé ekki greiddur af tekjum fyrir selda þjónustu skv. 2. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 4. gr., greiðist að hálfu af ríkissjóði og hálfu af sveitarfélögunum. Í 2. mgr. 3. gr. segir að rekstraraðila vaktstöðvar sé heimilt að semja við þá aðila, sem sinni neyðarþjónustu, um að vaktstöðin sinni boðun, upplýsinga- og fjarskiptaþjónustu í þágu neyðarþjónustuaðila. Sama gildi um vöktun aðvörunarkerfa. Samningar um slíka þjónustu séu háðir samþykki dómsmálaráðherra. Í 2. mgr. 4. gr. segir að óski aðili, sem sinni neyðarþjónustu, eftir að vaktstöð sinni boðun eða annarri þjónustu í hans þágu skuli greitt fyrir þá þjónustu samkvæmt sérstökum samningi. Að loknu útboði Ríkiskaupa í mars 1995 í umboði dómsmálaráðuneytisins ákvað ráðuneytið sem verkkaupi að ganga til samninga við Securitas hf., Slysavarnafélag Íslands, Slökkviliðið í Reykjavík, Vara hf. og Sívaka hf. um uppbyggingu og rekstur neyðarvaktstöðvar að uppfylltum m.a. eftirtöldum skilyrðum: a) Framangreindir aðilar stofni hlutafélag um reksturinn. Tryggt verði að hlutafé stofnenda félagsins skiptist jafnt á milli þeirra og að í samþykktum félagsins verði ákvæði um að dómsmálaráðherra verði að samþykkja hvers kyns aðilaskipti á hlutabréfum. b) Öryggisþjónustunni hf. og Póst- og símamálastofnun verði þegar í stað gefinn kostur á að gerast hluthafi í félaginu frá upphafi til jafns við aðra hluthafa. Einnig skuli þessum aðilum eða öðrum, sem ráðuneytið mæli með, gefinn kostur á að ganga inn í félagið með hlutafjáraukningu, enda taki þessir aðilar um það ákvörðun og tilkynni dómsmálaráðuneytinu og hlutafélaginu þá ákvörðun innan sex mánaða frá stofnun hlutafélagsins. Þessir aðilar taki þátt í rekstri stöðvarinnar með sömu réttindum og skyldum og aðrir hluthafar og með sama árlega framlagi og ofangreind fyrirtæki, eða 5 milljónum króna. c) Fleiri aðilar geti fengið keypta þjónustu líkt og Slökkvilið Reykjavíkur og ofangreind öryggisfyrirtæki enda greiði þeir fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskrá sem dómsmálaráðherra samþykki. Þessir aðilar verði einungis kaupendur að þjónustu en hafi ekki áhrif á rekstur félagsins. d) Eftir stofnun hlutafélagsins verði gerður sérstakur samningur a.m.k. til átta ára milli ráðuneytisins og þess á grundvelli útboðsgagna. e) Vegna eðlis þeirrar starfsemi, sem væntanlegt hlutafélag komi til með að sinna, óskar dómsmálaráðuneytið eftir að fá send drög að samþykktum fyrir félagið. Ráðuneytið áskilur sér jafnframt rétt til að gera athugasemdir við drögin, enda sé það forsenda þess að endanlegt samkomulag geti tekist að efni samþykktanna falli að þeim markmiðum sem stefnt hafi verið að með lögum um samræmda neyðarsímsvörun. Neyðarlínan hf. var stofnuð 26. september 1995. Samkvæmt stofnsamningi og samþykktum er tilgangur félagsins rekstur stjórnstöðvar vegna samræmdrar neyðarsímsvörunar, almenn svörun neyðarboða, skipulagning viðbragða frá hverskonar öryggiskerfum og skyldur rekstur. Á hluthafafundi 8. júlí 1996 var samþykkt að breyta samþykktum félagsins á þann veg að fram er tekið að það skuli ekki starfa við aðra öryggisþjónustu, sem einkaaðilar annist, en þá sem hér var greind. Hlutafé var í upphafi 6.000.000 króna og skiptist jafnt milli þessara aðila: Reykjavíkurborgar v/Slökkviliðs Reykjavíkur, Securitas hf., Slysavarnarfélags Íslands, Vara hf., Pósts og síma og Öryggisþjónustunnar Sívaka hf. Jafnframt var ákveðið að stjórn félagsins skyldi hafa heimild til þess að hækka hlutafé þess í allt að 7.000.000 króna með útgáfu nýrra hluta og gilti heimildin til 31. janúar 1996. Samkvæmt 8. gr. samþykkta stefnda ber hluthafi ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins fram yfir hlut sinn í því og samkvæmt 1. mgr. 24. gr. samþykktanna skulu hluthafar vera aðilar að rekstri vaktmiðstöðvar félagsins. Er nánar kveðið á um þetta í 2. – 4. mgr. 24. gr. samþykktanna. Hluthafar skyldu leggja fram nauðsynlegan tækjabúnað til afnota fyrir vaktmiðstöðina til þess að halda uppi fjarskiptum, vöktun og neyðarviðbrögðum á starfssviði hvers hluthafa. Tækjabúnaðurinn skal vera eign hluthafa sem ber að taka hann til sín þegar hann hættir þátttöku í rekstrinum. Allt viðhald og endurnýjun þessa búnaðar skal vera á ábyrgð og kostnað eiganda. Þá haldi hluthafar uppi viðbragðskerfi hver á sínu starfssviði. Samkvæmt 25. gr. samþykkta stefnda er fyrirtækjum og stofnunum heimilt að gera þjónustusamninga við félagið um þátttöku í vaktmiðstöðinni án þess að gerast hluthafar. Utanfélagsmenn, sem óska eftir því að gera slíka þjónustusamninga, skulu uppfylla öll sömu skilyrði og hluthafar um tækjaframlög, þjónustugjöld, viðbragðskerfi, gæðakröfur, trúnaðarskyldu o.þ.h. Þá segir í téðri grein að þjónustugjöld til vaktmiðstöðvarinnar skuli vera jöfn á hverja viðbragðseiningu sem njóti þjónustu stöðvarinnar og gildi það einnig um þátttöku hluthafa í vaktmiðstöðinni. Með bréfi Öryggisþjónustunnar hf. 28. september 1995 til Slysavarnarfélags Íslands, Póst- og símamálastofnunar, Securitas hf., Vara hf. og Sívaka hf. er staðfest að fyrirtækið vilji taka þátt í rekstri Stjórnstöðvar Íslands en áskilji sér rétt til þess að hafa áhrif á hvernig samningur fyrirtækjanna verði. Tekið er fram að Öryggisþjónustan hf. hafi gert athugasemdir um 5.000.000 króna árlega greiðslu öryggisfyrirtækjanna og telji það ekki standast samkeppnislög. Lýst er fögnuði yfir því að samningurinn verði borinn undir Samkeppnisstofnun og muni fyrirtækið fallast á niðurstöðu hennar. Álit Samkeppnisráðs nr. 10/1995 er um samning dóms- og kirkjumála­ráðuneytis og Neyðarlínunnar hf. um fyrirkomulag á rekstri neyðarvaktstöðvar. Þar segir að þ. 3. október 1995 hafi borist svohljóðandi erindi frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: “Hjálagt sendist Samkeppnisstofnun til umsagnar samningur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Neyðarlínunnar hf. um fyrirkomulag, fjármögnun og þátttöku í rekstri neyðarvaktstöðvar í samræmi við 3. gr. laga nr. 25/1995. Jafnframt sendast til umsagnar samþykktir Neyðarlínunnar hf.” Þá greinir frá því að Samkeppnisstofnun hafi borist bréf, dags. 15. september 1995, frá samstarfshópi öryggisþjónustufyrirtækja. Þar sé mótmælt ætluðu misrétti, sem samningur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Neyðarlínunnar hf. um neyðarvaktstöð feli í sér, og snúi mótmælin fyrst og fremst að því rekstrarframlagi sem hvert fyrirtæki þurfi að greiða til stöðvarinnar samkvæmt samningnum án tillits til umfangs starfsemi þess. Í niðurstöðukafla segir að fyrirtækin, sem komi að rekstri hlutafélagsins, muni leggja niður eigin vaktstöðvar og muni stjórnstöð Neyðarlínunnar hf. yfirtaka þau verkefni sem sinnt sé af vaktstöðvum þeirra. Hvert fyrirtæki eða stofnun muni leggja fram þann tækjabúnað til afnota fyrir stjórnstöð Neyðarlínunnar hf. sem nauðsynlegur verði til þess að halda uppi fjarskiptum, vöktun og neyðarviðbrögðum á starfssviði hvers og eins. Samhliða símsvörun fyrir samræmda neyðarsímanúmerið 112 verði Neyðarlínunni hf. síðan heimilt að sinna öðrum verkefnum, svo sem vöktun aðvörunarkerfa hjá viðskiptavinum eigenda fyrirtækisins og þeirra öryggisþjónustufyrirtækja sem samið hafi við Neyðarlínuna hf. um slíka vöktun. Þannig muni fyrirtækin algerlega sameinast um eina stjórnstöð og við það telji þau sig spara allt að fimm milljónum króna á ári hvert um sig. Meginniðurstaða Samkeppnisráðs var svohljóðandi: „Að árleg greiðsla þeirra einkaaðila, sem vilja reka öryggisþjónustu sína í tengslum við hina sameiginlegu neyðarvaktstöð, verði að hámarki 1 – 2 millj. kr. Þau fyrirtæki, sem annast öryggisþjónustu og gera samninga við Neyðarlínuna hf. um vaktþjónustu, greiði að öðru leyti fyrir þá þjónustu, sem þau njóta, samkvæmt þjónustugjaldskrá sem taki mið af umfangi þeirrar þjónustu sem fyrirtækin njóta.“ Þann 2. október 1995 gerðu stefndi, sem verksali, og dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sem verktaki, verksamning um samræmda neyðarsímsvörun og rekstur neyðarvaktstöðvar. Breytingar og viðaukar voru gerðir við samninginn með samningi 20. desember 1995. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. verksamningsins, sbr. 1. gr. viðaukans, skyldi stefnanda verða gefinn kostur á að gerast hluthafi í félaginu með hlutafjáraukningu, enda tæki fyrirtækið um það ákvörðun fyrir lok janúarmánaðar 1996 og tæki þátt í rekstri stöðvarinnar með sama árlega fasta framlagi og samkvæmt sömu þjónustugjaldskrá og önnur öryggisfyrirtæki. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. samningsins, sbr. 2. gr. viðaukans, lá fyrir að stefndi myndi semja við Póst og síma, Slökkviliðið í Reykjavík, Securitas hf., Vara hf., Sívaka hf. og Slysavarnarfélag Íslands um að yfirtaka verkefni sem þá var sinnt eða fyrirhugað að yrði sinnt af vakt- og stjórnstöðvum þessara aðila. Póstur og sími, Slökkviliðið í Reykjavík og Slysavarnarfélag Íslands myndu greiða fyrir þjónustu neyðarvaktstöðvar með árlegu rekstrarframlagi, fimm milljónum króna án virðisaukaskatts, hver aðili. Þá var í 4. mgr. 7. gr. samningsins, sbr. 2. gr. viðaukans, ákveðið að öryggisfyrirtækin Securitas hf., Vari hf. og Sívaki hf. myndu greiða fyrir þjónustu neyðarvaktstöðvar með föstu árlegu rekstrarframlagi, 2 milljónum króna án virðisaukaskatts, hver aðili og auk þess þjónustugjöld samkvæmt gjaldskrá sem dómsmálaráðuneytið hafði samþykkt og var hluti samningsins. Verkefni yrðu ekki yfirtekin af Slysavarnarfélagi Íslands né heldur skyldi félagið greiða árlegt fimm milljóna króna framlag fyrr en frá og með 1. janúar 1997. Í 5. mgr. 7. gr. samningsins, sbr. 2. gr. viðaukans, féllst stefndi á að aðrir aðilar gætu notið sambærilegrar þjónustu frá vaktstöðinni enda myndu þeir greiða sama árlega fastagjald til rekstrarins og ofangreind öryggisfyrirtæki auk þjónustugjalda samkvæmt sömu þjónustugjaldskrá og þau. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. samningsins ráðast árlegar greiðslur til verktaka annars vegar af rekstrarkostnaði og hins vegar af tekjum fyrir selda þjónustu samkvæmt 7. gr. sem komi til lækkunar á samningsbundnum greiðslum frá verkkaupa. Í 6. gr. viðaukans segir að verkkaupa sé ljóst að Neyðarlínan „hefur starfsemi sína 1. janúar nk. með bráðabirgðaaðstöðu og búnað Þá er það sameiginlegur skilningur aðila að verklýsingar komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en neyðarvaktstöðin hefur að fullu tekið til starfa sem verður eigi síðar en 1. júlí 1996. Áætlað er að taka hluta af búnaði neyðarvaktstöðvarinnar í notkun þann 1. mars 1996.“ Stefnandi gerðist hluthafi í stefnda og greiddi helming hlutafjárins, 500.000 krónur, 29. janúar 1996 og afganginn 29. mars s.á. Forsvarsmenn stefnanda sátu stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúar. Fram er komið að rekstur vaktmiðstöðvar stefnda hafi ekki hafist fyrr en um áramótin 1996/1997, þ.e. 6 – 9 mánuðum á eftir áætlun, og hafi stefnandi aldrei notið neinnar þjónustu stefnda. Í stefnu greinir frá því að áður en rekstur vaktstöðvarinnar hófst hafi forsvarsmenn stefnanda hafið máls á því að þeir hefðu ekki áhuga á þátttöku í vaktmiðstöðinni. Í málinu liggur frammi gjaldskrá stefnda vegna öryggisfyrirtækja frá 22. október 1996. Þar er annars vegar kveðið á um stofnframlag fyrirtækjanna Securitas, Vara, Sívaka og stefnanda, tvær milljónir króna frá hverju þeirra, og hins vegar greiðslur eftir fjölda tenginga. Lögmaður stefnanda sendi stefnda innheimtubréf 27. nóvember 1998 vegna vanskila á greiðslu hlutafjár að höfuðstól 1.000.000 króna. Krafan var sögð styðjast við bókun um kaup hlutafjárins dags. 24. (svo) febrúar 1997 og dráttarvaxta krafist frá 24. júlí 1997. 3.Málsástæður stefnanda. Stefnandi kveður rekstur vaktmiðstöðvar stefnda ekki hafa hafist fyrr en um áramótin 1996/1997, sex til níu mánuðum á eftir áætlun, og hafi hann aldrei notið neinnar þjónustu stefnda. Áður en rekstur vaktmiðstöðvarinnar hófst hafi forsvarsmenn stefnanda hafið máls á því að þeir hefðu ekki áhuga á þátttöku í henni. Engum samningi sé fyrir að fara milli stefnda og stefnanda sem leitt geti til skyldu stefnanda til greiðslu reikningsins frá 13. janúar 1997. Engin ákvæði í samþykktum stefnda leiði til þeirrar skyldu stefnanda að greiða stefnda fyrir þjónustu sem ekki sé veitt. Í 4. mgr. 25. gr. samþykkta stefnda sé gert ráð fyrir því að þjónustugjöld komi aðeins til greiðslu fyrir veitta þjónustu. Í samþykktunum sé ekki að finna nein ákvæði um skyldu hluthafa til að leggja fé til almenns rekstrar stefnda umfram það sem felist í greiðslu hlutafjárins. Jafnvel þótt dómurinn teldi að lesa mætti út úr samþykktunum skyldu af þessu tagi er á því byggt að slík ákvæði brytu gegn ákvæðum hlutafélagalaga nr. 2/1995 og einkum vísað til 94., 95. og 21. gr Stefnandi hafi aldrei verið aðili að verksamningnum við dóms- og kirkjumálaráðuneytið dags. 2. október 1995, sbr. viðauka dags. 20. desember 1995, og aldrei gengist undir neinar skuldbindingar samkvæmt honum. Auk framangreinds er bent á að verksamningurinn og viðauki við hann feli ekki efnislega í sér skyldu til greiðslu rekstrarframlags þegar enginn rekstur fari fram. Þetta sé augljóst af öllu orðalagi samningsins enda sé þar talað um þjónustu neyðarvaktstöðvar. Bent er á þá forsendu samningsins að rekstur vaktstöðvarinnar hefjist í mars 1996. Enn fremur er vísað til þess að samningurinn gerði ráð fyrir að Slysavarnarfélag Íslands greiddi aðeins þjónustugjald frá þeim tíma sem það gerðist aðili að rekstrinum. Vilji svo ólíklega til að dómurinn telji samninginn fela efnislega í sér skyldu til greiðslu rekstrarframlags sé vísað til þess að samningurinn bryti með því í bága við samþykktir stefnda og bindi hann því ekki og þaðan af síður hluthafa hans. Dráttarvaxtakrafa stefnanda miðast við samkomulag aðila dags. 24. febrúar 1997 um kaup hlutafjárins en samkvæmt því hafi samningum um greiðslu hlutafjárins átt að vera lokið innan tveggja mánaða. 4.Málsástæður stefnda. Stefndi kveður ekki vera deilt um það í málinu að félagið hafi sett sér sérstaka gjaldskrá. Með þeirri ákvörðun hafi félagið með lögmætum hætti ákveðið fjárhæð þeirrar skuldbindingar sem á hluthöfum hvíli samkvæmt samþykktum þess. Um hlutafélög sem og önnur félög gildi meginreglan um félagafrelsi skv. 74. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Hluthöfum sé því heimilt að semja um leikreglur sín á milli með þeim hætti sem þeir vilji að því tilskyldu að þær stangist ekki á við ófrávíkjanleg lagaákvæði. Þessi kvöð brjóti ekki í bága við ákvæði laga um hlutafélög nr. 2/1995 heldur geri lögin beinlínis ráð fyrir því að aðrar skyldur en að greiða hlutafé geti fylgt hlutum. Megi sem dæmi um þetta nefna ákvæði 4. tl. 4. mgr. 27. gr. þeirra laga. Samkvæmt dómafordæmum og viðurkenndum kenningum í hlutafélagarétti verði aðili sem ætli að gerast hluthafi í félagi að kynna sér samþykktir hlutafélags til þess að ganga úr skugga um þau réttindi og skyldur sem fylgi hlutum. Stefnanda hafi sem góðum og gegnum kaupanda að hlutafé borið að kynna sér efni samþykkta félagsins og þar með fá vitneskju um þá skuldbindingu sem fylgdi hlutnum. Hafi stefnandi vanrækt þetta verði hann að bera hallann af þeirri vanrækslu. Þá er á því byggt að stefnanda hafi verið eða mátt vera kunnugt um hvaða skuldbindingar hann var að takast á hendur er hann gerðist hluthafi þar sem honum var kunnugt um efni samningsins við dóms- og kirkjumála­ráðuneytið um fjárhæðir hins fasta árlega framlags. Komi þetta t.d. skýrlega fram í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 11. júlí 1995, minnispunktum af fundi þann 30. september 1995, bréfi stefnanda 28. september 1995 og áliti Samkeppnisráðs. Einnig komi fram í bréfi stefnanda til stefnda dags. 7. janúar 1997 á dómskjali nr. 11 að honum sé kunnugt um þá kvöð að hluthöfum sé skylt að vera þátttakendur í rekstri vaktmiðstöðvarinnar. Þá sé ljóst að sem þátttakanda á stjórnarfundum hjá stefnda hafi stefnanda hlotið að vera kunnugt um þá skuldbindingu sem hann tókst á hendur. Stefnandi hafi engar athugasemdir gert við þessar reglur eða skyldur og verði því að telja að hann hafi með tómlæti sínu, allt frá því að hann gerðist hluthafi og fram til þess tíma sem hann andmælti fyrst gjaldtökunni, samþykkt þessa skyldu í verki. Þá er á því byggt að með staðfestingu á þátttöku í félaginu og þeim ummælum að stefnandi mundi lúta ákvörðun Samkeppnisstofnunar um árlegt fastaframlag, í bréfi dags. 28. september 1998, hafi komist á samningur milli stefnda og stefnanda um að hann mundi greiða hið árlega fastaframlag ef Samkeppnisstofnun féllist á slíka greiðslu. Þá jafngildi athafnaleysi stefnanda, þegar hann hafði fullar upplýsingar um að sérhver hluthafi þyrfti að greiða fastaframlag til rekstursins, því að hann hafi með þegjandi samþykki samþykkt að samningur hafi komist á. Að endingu er á því byggt að um sé að ræða lögmælta greiðsluskyldu sem stefnandi hefur tekist á hendur með því að gerast þátttakandi í rekstri Neyðarlínunnar hf. Vaxtakröfu stefnanda er mótmælt að því er varðar upphafstíma þar sem hann hafi ekki viljað viðurkenna fyrr en með innheimtubréfi, dags. 27. nóvember 1998, að stefndi væri réttur aðili til þess að greiða kaupverð hlutafjárins. Því sé ekki eðlilegt að dæma dráttarvexti á kröfuna fyrr en í fyrsta lagi einum mánuði eftir framangreint kröfubréf. Eðlilegast sé þó að dæma ekki vexti fyrr en við dómsuppsögu verði einhver hluti kröfunnar viðurkenndur. 5.Aðila greinir ekki á um skyldu stefnda að standa stefnanda skil á kaupverði hlutar hans í hinu stefnda hlutafélagi en krafa um það var ekki sett fram fyrr en 27. nóvember 1998. Megin ágreiningur aðila lýtur að skyldu stefnanda til greiðslu reiknings sem yfirlýsing stefnda um skuldajöfnun var reist á. Stefnandi hætti við þátttöku í rekstri stefnda um það bil, um áramót 1996/1997, er rekstur vaktmiðstöðvar fyrir öryggisþjónustufyrirtækin hófst og naut hann aldrei þeirrar þjónustu sem að var stefnt með aðild hans. Heimild til að krefja stefnanda um fast árlegt framlag til stefnda án tillits til þess hvort honum hafi verið veitt þjónusta eða a. m. k. staðið hún til boða verður ekki fundin í samþykktum stefnda. Ákvæði verksamnings dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og stefnda um fastar greiðslur hluthafa eru augljóslega við það miðuð að á móti komi þjónusta sem þeim gefist kostur á að færa sér í nyt. Þegar af þeirri ástæðu verður greiðsluskylda stefnanda ekki reist á verksamningnum. Þá verður réttur stefnda ekki reistur á aðgreiningu þjónustugjaldskrár hans á svonefndum stofnframlögum og greiðslum eftir fjölda tenginga. Eigi verður séð að stefnandi hafi tekið á sig hina umdeildu kvöð, þ.e. til greiðslu rekstrarframlags þegar enginn rekstur fer fram. Þá er ekki fallist á að hann hafi samþykkt hana með þegjandi samþykki eða tómlæti. Í framlögðum fundargerðum er ekkert að finna um þetta ágreiningsefni að því undanskyldu sem ráðið verður af fundargerð 30. stjórnarfundar 22. október 1996. Þar segir að framkvæmdastjóri hafi lagt fram yfirlit yfir reksturinn fyrstu níu mánuði ársins og komi fram, þegar gengið sé út frá greiðslum frá öryggisfyrirtækjunum fyrir allt árið, að hallinn á árinu verði um 1,5 millj. króna. Stofnkostnaður sé kominn í um 25 millj. króna. Segir í fundargerðinni að umræður hafi orðið um árleg framlög öryggisfyrirtækjanna og verið samþykkt að fá lögfræðilegt álit á málinu. Ekki eru færð fram rök fyrir því að um sé að ræða lögmælta greiðsluskyldu sem stefnandi hafi tekist á hendur með því að gerast þátttakandi í rekstri Neyðarlínunnar hf. Samkvæmt framangreindu er ekki fallist á að stefnda hafi verið heimil skuldajöfnun og ber að dæma hann til að greiða stefnanda 1.000.000 króna með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. desember 1998 til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað sem er ákveðinn 250.000 krónur. Mál þetta dæmir Sigurður Hallur Stefánsson héraðsdómari. Dómsorð: Stefndi, Neyðarlínan hf., greiði stefnanda, Öryggisþjónustunni hf., 1.000.000 króna með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. desember 1998 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 250.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 508/2015
Líkamsárás Barnavernd Hótanir Ærumeiðingar Kynferðisbrot Frávísun frá héraðsdómi að hluta Miskabætur
X var sakfelldur fyrir brot gegn 209. gr., 1. mgr. 217. gr., 1. mgr. 232. gr., 233. gr. og 233. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni A og brot gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 gagnvart tveimur drengjum hennar. Var einum ákærulið er varðaði stórfelldar ærumeiðingar sbr. 233. gr. b. almennra hegningarlaga vísað frá dómi þar sem verknaðarlýsing ákæru var talin vera í ósamræmi við gögn málsins. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um fjölmörg brot hefði verið að ræða sem hefðu náð yfir langt tímabil. Þá hefði X með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll hefðu miðað að því að raska högum A. Var refsing X ákveðin fangelsi í 2 ár auk þess sem honum var gert að greiða A skaðabætur.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirHelgi. I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Ríkissaksóknari skaut til Hæstaréttar 1. júlí og 23.nóvember 2015 dómi Héraðsdóms Reykjaness 25. júní 2015 og dómi HéraðsdómsNorðurlands eystra 13. nóvember 2015 í samræmi við yfirlýsingar ákærða umáfrýjun. Fyrir Hæstarétti hafa málin verið sameinuð. Af hálfu ákæruvaldsins er þesskrafist að refsing ákærða verði þyngd.Ákærði krefstþess aðallega að málunum verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að hann verðisýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Að þessu frágengnu krefst hann þess að hiniráfrýjuðu dómar verði ómerktir og málunum vísað heim í hérað en ella að refsinghans verði milduð. Þá krefst hann þess aðallega að einkaréttarkröfu verði vísaðfrá dómi, en til vara að hún verði lækkuð.Brotaþoli, A,krefst þess að ákærða verði gert að greiða sér 3.000.000 krónur með sömu vöxtumog ákveðnir voru með dóminum 25. júní 2015, en til vara að ákvæði dómsins umeinkaréttarkröfu sína verði staðfest.IÁkærði heldurþví fram að lögregla hafi ekki rannsakað ætlað brot hans gegn 1. og 3. mgr. 99.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem honum er gefið að sök í A. kafla ákæru ímáli er lauk með dóminum 25. júní 2015. Einnig telur ákærði að verknaðarlýsingí B. kafla sömu ákæru sé ófullnægjandi þar sem ekki sé tilgreint í hverju sústórfellda ærumeiðing sem honum er þar gefin að sök sé fólgin heldur látið viðþað sitja að taka fram að ákærði hafi sent tölvupóst sem innihélttrúnaðarupplýsingar. Þó verði ekki ráðið af gögnum málsins hvort og þá hvenærákærði hafi sent slíkar upplýsingar til þeirra sem tilgreindir eru í ákæru. Þásé brot samkvæmt þessum ákærulið ranglega heimfært undir 233. gr. b. almennrahegningarlaga nr. 19/1940 en hafi brot verið framið varði það augljóslega við229. gr. sömu laga. Ríkissaksóknari fari ekki með ákæruvald vegna brota gegnþví ákvæði heldur hafi brotaþoli einn getað höfðað einkarefsimál af þvítilefni, sbr. 3. tölulið 242. gr. laganna. Ákærði heldur því fram að þessir annmarkará ákærunni séu það miklir að vísa beri máli sem lauk með fyrrgreindum dómi íheild frá dómi en í öllu falli varði þetta því að vísa beri frá dómi umræddumákæruköflum.Ákærði heldurþví einnig fram að rannsókn lögreglu á því máli sem lauk með dóminum 13.nóvember 2015 hafi verið ófullnægjandi. Í því máli hafi ákærða verið gefið aðsök brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa ítrekað haft íhótunum við brotaþola. Við rannsókn lögreglu hafi ákærði ekki verið spurður útí efni þeirra smáskilaboða sem hann sendi brotaþola. Einnig hafi ekki veriðborið undir hana hvort þau skilaboð sem hún fékk frá ákærða, sem talið er aðhafi falið í sér hótanir, hafi verið til þess fallin að vekja hjá henni ótta umlíf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, en refsinæmi brotsins velti áþví. Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála er markmið rannsóknar að afla allra nauðsynlegra gagna tilþess að ákæranda sé kleift að henni lokinni að ákveða hvort sækja skuli manntil sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferðar fyrir dómi. Í145. gr. laganna segir síðan að þegar ákærandi hefur fengið gögn máls í hendurog gengið úr skugga um að rannsókn máls sé lokið athugi hann hvort sækja skulisakborning til sakar eða ekki. Telji hann það sem fram er komið ekki nægilegteða líklegt til sakfellis lætur hann við svo búið standa, en höfðar ella mál áhendur sakborningi. Ákærendur hafa metið rannsókn sakargifta fullnægjandi og áþeim grundvelli voru gefnar út ákærur á hendur ákærða. Ákvörðun þar að lútandifelur í sér beitingu þeirra á valdheimildum á grundvelli laga og getur eðlimáls samkvæmt ekki sætt endurskoðun dómstóla við úrlausn málsins. Jafnframt erþess að gæta að sönnunarbyrðin um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum íóhag, hvílir á ákæruvaldinu, sbr. 108. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt þessugeta þeir annmarkar sem ákærði telur vera á rannsókn hjá lögreglu ekki varðaðfrávísun.Í B. kaflaákæru þess máls sem lauk með dóminum 25. júní 2015 er ákærða gefið að sök brotgegn 233. gr. b. almennra hegningarlaga með stórfelldri ærumeiðingu sem fólst íþví að senda tölvupóst 10. nóvember 2013 á fjóra nafngreinda einstaklinga meðtrúnaðarupplýsingum frá Barnaverndarnefnd [...], sem vörðuðu hagi brotaþola, enmeð því hafi hann móðgað og smánað hana. Meðal málsgagna er tölvupóstur ákærða þanndag til fyrrnefndra einstaklinga, en þar kom fram það álit ákærða að brotaþoliværi ekki hæf til að vera kennari og því til staðfestingar tók hann fram aðhann gæti sent gögn þar að lútandi. Engin gögn fylgdu þessum tölvupósti og þáliggur enginn annar póstur fyrir í málinu til þessa fólks. Í niðurstöðukaflahéraðsdóms er hins vegar tekinn upp orðrétt tölvupóstur ákærða 22. nóvember2013 en hann var ekki sendur á þá einstaklinga sem tilgreindir eru í ákæruheldur aðra sem munu vera í stjórn foreldrafélags Grunnskóla [...]. Með þeimpósti fylgdu aftur á móti skjöl frá Barnaverndarnefnd [...]. Að þessu gættu er verknaðarlýsingí ákæru í slíku ósamræmi við gögn málsins að vísa verður þessum ákærukafla frádómi. Að öðru leyti verður frávísunarkröfu ákærða hrundið.IIKrafa ákærða um ómerkingu hinna áfrýjuðu dómareisir hann á því að niðurstaða þeirra um sönnunargildi munnlegs framburðarfyrir dómi kunni að vera röng svo að einhverju skipti um úrslit máls, sbr. 3.mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008. Í því sambandi tiltekur ákærði, að því ervarðar dóminn 13. nóvember 2015, að vætti brotaþola fyrir dómi verði ekkiskilið á annan veg en að smáskilaboð sem ákærði sendi henni í júlí 2015 hafiekki valdið henni ótta. Engu að síður hafi hann verið sakfelldur fyrir brotgegn 233. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa sent þau skilaboð. Því sémat héraðsdóms á vætti brotaþola augljóslega rangt.Samkvæmt 233.gr. almennra hegningarlaga er hótun refsiverð ef hún er til þess fallin aðvekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra. Þaðer því ekki skilyrði refsinæmis að hótun hafi í raun haft þessi áhrif. Að þessugættu verður ekki talið að munnlegur framburður brotaþola hafi verið rangtmetinn í dóminum 13. nóvember 2015 svo einhverju skipti um úrslit máls. Þá eruengir aðrir slíkir annmarkar á sönnunarmati í hinum áfrýjuðu dómum sem valdiðgeta því að þeir verði ómerktir. Þeirri kröfu ákærða verður því hafnað.IIIMeð vísan tilforsendna dómsins 25. júní 2015 er sannað að ákærði hafi gerst sekur um brotgegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og 1. og 3. mgr. 99. gr.barnaverndarlaga. Samkvæmt 4. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga skal miðafyrningarfrest brots við það ákvæði sem geymir þyngstu refsimörk ef brot varðarvið fleiri en eitt refsiákvæði. Brot gegn 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlagavarðar allt að þriggja ára fangelsi. Brot ákærða samkvæmt A. kafla ákæruþeirrar sem hér um ræðir fyrnast því á fimm árum, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 81.gr. almennra hegningarlaga og eru ófyrnd. Samkvæmt þessu verður dómurinnstaðfestur um sakfellingu ákærða eftir þessum ákærukafla. Þá verður ákærði meðskírskotun til forsendna dómsins sakfelldur samkvæmt C. og D. köflum sömu ákærufyrir annars vegar brot gegn 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga og hinsvegar 209. gr. og 233. gr. b. sömu laga.Með vísan tilforsendna dómsins 13. nóvember 2015 verður staðfest niðurstaða hans umsakfellingu ákærða fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga með því aðhafa sent úr símanúmerinu [...] hótanir þær sem greinir í ákæru í tölulið nr. 1og úr símanúmerinu [...] þær sem greinir í töluliðum nr. 7 til 12, 14, 16 til18, 20 til 22, 26, 29, 37 til 39, 45, 46 og 49 til 51. Af hálfu ákæruvaldsinser unað við þá niðurstöðu héraðsdóms að sakfella ekki ákærða fyrir aðra töluliðief frá eru taldir töluliður nr. 2 úr fyrrgreinda símanúmerinu og töluliðir nr.1, 40, 42 og 43 úr því síðargreinda. Er leitað endurskoðunar á niðurstöðudómsins að því leyti en þessi smáskilaboð eru svohljóðandi: „Were there is away there is will“, „Got somthing up my sleeve“, „Og þú munt Aldrei losna undanþinni lýgi og misnotkun“, „Og af hverju ég? Það er þá komið að þér, ekki satt? Munkoma að þér fyrr en síðar, trust me.“ og „Be awere.“ Með tilliti til forsögumálsins og brota ákærða gegn brotaþola áður en þessi smáskilaboð voru send íjúlí og ágúst 2015 verða þau talin fela í sér refsiverðar hótanir í garð hennarog verður ákærði einnig sakfelldur fyrir þau.Við ákvörðunrefsingar ákærða, sem á sér engar málsbætur, er þess að gæta að brot hans eru fjölmörgog ná yfir langt tímabil. Þá lét hann sér ekki segjast eftir að hafa hlotiðdóminn 25. júní 2015, heldur hóf á ný að senda brotaþola smáskilaboð, þar afhöfðu 29 þeirra að geyma refsiverðar hótanir. Með því rauf hann skilorð fyrrgreindsdóms. Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerstsekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnumvar sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni íkynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega. Að lokumverður það virt ákærða til refsiþyngingar að brotavilji hans var styrkur ogeinbeittur. Að öllu þessu virtu verður refsing ákærða, sem tiltekin verðureftir reglum 77. gr. almennra hegningarlaga, ákveðin fangelsi í 2 ár.Því verðurslegið föstu að brot ákærða hafa haft mikil og langvarandi áhrif á brotaþola.Að því gættu eru miskabætur til hennar hæfilega ákveðnar í dóminum 25. júní2015 og verða ákvæði hans um einkaréttarkröfu brotaþola staðfest.Ákvæði hinnaáfrýjuðu dóma um sakarkostnað verða staðfest.Ákærða verðurgert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaunverjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru meðvirðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir.Það athugastað í dóminum 25. júní 2015 er tekið upp í heild sinni fylgiskjal með ákæru semhafði að geyma öll þau smáskilaboð og tölvupósta ákærða til brotaþola sem C.kafli ákæru í því máli lýtur að. Þetta var með öllu óþarft og hefði veriðfullnægjandi að lýsa í fáeinum orðum meginefni þessara orðsendinga.Dómsorð:Ákærði, X,sæti fangelsi í 2 ár.Ákvæðihéraðsdómsins 25. júní 2015 um einkaréttarkröfu brotaþola, A, skulu veraóröskuð.Ákvæði hinnaáfrýjuðu dóma um sakarkostnað skulu vera óröskuð.Ákærði greiðiallan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 891.449 krónur, þar með talinmálsvarnarlaun verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns,620.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Margrétar Gunnlaugsdótturhæstaréttarlögmanns, 186.000 krónur. DómurHéraðsdóms Norðurlands eystra 13. nóvember 2015.Mál þetta, sem dómtekiðvar að lokinni aðalmeðferð 16. október, er höfðað með ákæru lögreglustjórans áNorðurlandi eystra, útgefinni 11. september 2015, á hendur X, kt. [...], [...],Reykjavík, „fyrir hótanir, með því að hafa á tímabilinu frá 3. júlí til 11.ágúst 2015, margítrekað sent fyrrverandi sambýliskonu sinni A, kt. [...], sembúsett er á [...], hótanir með sms skilaboð [sic] úr símanúmerum [...]og [...],sem hann hafði í sinni vörslu og valdið með skilaboðunum ótta hjá henni um líf,heilbrigði og velferð sína.Hótanir sem ákærði sendiúr símanúmerinu [...] voru eftirfarandi og sendar á neðangreindum dögum ogtíma:. Sent 19.7, kl. 23:31:09. „Tha verd eg bara ad koma“2. Sent 21.7, kl. 23:22:00. „Were there is a way there is will“Hótanir sem ákærði sendiúr símanúmerinu [...] voru eftirfarandi:. Sent 3.7, kl. 22:36:42. „Got somthing up my sleeve“2. Sent 4.7, kl. 17:26:11. „YOU WANT TO GIVE ANOTER TRY?“3. Sent 4.7, kl. 17:34:43. „Og foreit. Dare you.“4. Sent 4.7, kl. 18:31:04. „Þeir sem far munu gjalda þess. Tolsty dósnauður en v“5. Sent 4.7, kl. 18:31:13. „isku orð hanns eru og ættu að veramannskepnunni til fyrirmyndar, þ“6. Sent 4.7, kl. 20:40:48. „Komin af Beterium og etin af þeim. We areand will always be next“7. Sent 17.7, kl. 23:12:47. „Or shall one be haunted for the rest ofhis/her life?“8. Sent 18.7, kl. 00:44:38. „Honteted for the years to come.“9. Sent 18.7, kl. 00:49:25. „Rest of life.“0. Sent 18.7, kl. 01:06:10. „Þar til ég dey.“1. Sent 18.7, kl. 01:13:47. „ Knock. Knock. Who is there?“2. Sent 18.7, kl. 18:38:57. „Sjáumst.“3. Sent 18.7, kl. 19:26:47. „Og svo mun ég nálgast eignir mínar. Þaðverður haft samband.“4. Sent 18.7, kl. 21:55:46. „Sjáumst…..“5. Sent 18.7, kl. 21:57:13. „You get me?“6. Sent 18.7, kl. 23:38:27. „Er alltaf að koma.“7. Sent 18.7, kl. 23:38:27. „Og mun.“8. Sent 19.7, kl. 00:00:04. „ Some things will hunt us for the rest ofour lifes.“9. Sent 19.7, kl. 18:10:16. „Mun sækja munn arf, hvað sem kostar.“20. Sent 20.7, kl. 15:51:10. „Fæddur á mánudegi, minn dagur. Og hvað geturmaður gert þá? Það er svo mart. Veltir hlutum upp hvað á að gera. Lætur tilskarar skríða, en ekki hvað?“21. Sent 20.7, kl. 15:55:12. „Shit happens.“22. Sent 20.7, kl. 20:31:41. „Every person for her/his self. Shit happens.And then you just die.“23. Sent 20.7, kl. 20:33:13. „Bacteria….“24. Sent 20.7, kl. 20:37:44. „Would you belife it?“25. Sent 20.7, kl. 20:49:42. „You never know, yo never know.“26. Sent 20.7, kl. 20:56:54. „Það er nú ekki lang á milli okkar.“27. Sent 20.7, kl. 21:01:23. „Let‘s play a game.“28. Sent 21.7, kl. 00:53:14. „Unsave we never are.“29. Sent 22.7, kl. 18:38:14. „Og örið skal fyrir bæta.“30. Sent 22.7, kl. 22:05:17. „Og svo hvað næst?“31. Sent 22.7, kl. 22:07:47. „ One never knows…..“32. Sent 23.7, kl. 00:34:36. „It´s all a joke..so what‘s next?“33. Sent 23.7, kl. 23:17:51. „Frá 28 febrúar 2013. Þá ert þú „prsonanograda““34. Sent 8.8, kl. 14:28:34. „Ég er ekkert að fara neitt.“35. Sent 8.8, kl. 15:02:55. „Liggur ekkert á.“36. Sent 9.8. kl. 23:44:51. „Verður maður ekki að fylgjast með öllu.“37. Sent 10.08, kl. 14:25:35. „Shit happens.“38. Sent 10.08, kl. 14:35:37. „And it will…..“39. Sent 10.08, kl. 14:39:53. „Forever….“40. Sent 10.08, kl. 14:56:32. „Og þú munt Aldrei losna undan þinni lýgi ogmisnotkun“41. Sent 10.08, kl. 18:20:21. „Foreever.“42. Sent 10.08, kl. 18:41:06. „Og af hverju ég? Það er þá komið að þér,ekki satt? Mun koma að þér fyrr en síðar, trust me.“43. Sent 10:08, kl. 18:41:59. „Be awere.“44. Sent 10.08, kl. 20:29:28. „Ballið er byrjað.“45. Sent 10.08, kl. 20:29:34. „Þar til annar stendur uppi, þannig var það ígamla daga og þannig er það….í dag.“46. Sent 10.08, kl. 20:29:38. „I have bean thogth hell. It‘s your timenow.“47. Sent 10.08, kl. 20:29:41. „Alltaf hér, þer við hlið.“48. Sent 10.08, kl. 20:29:45. „Til Æviloka.“49. Sent 10.08, kl. 20:29:49. „Who will hount you for the rest of yourlife?“50. Sent 11:08, kl. 15:56:17. „Koma tímar, koma ráð.“ 51. Sent 11:08, kl. 18:41:14. „Ég útiloka ekki neitt.“Telst þetta varða við233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.Þess er krafist að ákærðiverði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“Ákærði kveðst hafa sentþessi skilaboð en segir að í þeim séu ekki fólgnar hótanir. Við munnleganmálflutning var af hans hálfu aðallega gerð krafa um að málinu yrði vísað frádómi, til vara að ákærði yrði sýknaður af ákærunni en til þrautavara að honum yrðigerð vægasta refsing sem lög leyfðu.MálavextirHinn 6. júlí 2015 kom A,hér eftir nefnd brotaþoli, á lögreglustöðina á [...], lagði fram kæru á hendur X,ákærða í máli þessu, og krafðist þess að höfðað yrði sakamál á hendurhonum. Er í lögregluskýrslu haft eftirhenni að ákærði hafi frá 3. til 5. júlí sent henni fjörutíu símasmáskilaboð,svonefnd sms, í símanúmer hennar og fimm tölvubréf á netfang hennar. Sé hún„búin að fá miklu meira en nóg af ónæði og hótunum [ákærða] á undan förnum árumog [geti] ekki með nokkru móti þolað þetta lengur.“ Geti hún „ekki annað en lagt fram þessabeiðni um nálgunarbann og lagt fram kæru fyrir þessar árásir á friðhelgieinkalífs“ síns.Í málinu liggurútprentaður texti fjörutíu skilaboða sem sögð eru send úr símanúmerinu [...] átímabilinu 3. til 5. júlí 2015. Þar á meðal eru þau sem í ákæru eru talin uppnr. 1, 2, 5 og 6. Þá er skráð skeyti sent 4. júlí kl. 17:34:43: „Go for it, Dare you“ og annað sama dag kl.18:31:04: „ð nú bara. Þeir sem þar farmunu gjalda þess. Tolsty dó snauður env“.Þá liggur fyrir í málinuútprentaður texti 194 skilaboða sem sögð eru send úr númerinu [...] frá 17.júlí til 13. ágúst 2015. Þar á meðal eruþau skeyti sem í ákæru eru talin upp nr. 7 til 51.Óumdeilt er í málinu aðákærði hafi sent brotaþola umrædd skeyti.Hinn 10. desember 2013staðfesti Héraðsdómur Reykjaness ákvörðun lögreglustjóra frá 4. desember samaárs um að ákærða væri um sex mánaða skeið bannað að nálgast brotaþola eða setjasig í samband við hana með símtölum, bréfum, fjarskiptum og netsamskiptum.Hinn 12. ágúst 2015bannaði lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra ákærða að koma í námunda viðheimili brotaþola, nálgast hana á almannafæri og hafa samband við hana í síma,tölvu eða á annan hátt gegn vilja hennar.Skyldi bann þetta gilda í hálft ár.Ákvörðun lögreglustjóra var staðfest með dómi Hæstaréttar Íslands í málinr. 588/2015.Hinn 25. júní 2015 varákærði dæmdur í héraði til fimmtán mánaða fangelsisvistar, en fullnustu tólfmánaða af henni frestað skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir brot gegn 209., 217.,1. mgr. 232. og 233. b gr. laga nr. 19/1940 og 1. og 3. mgr. 99. gr. laga nr.80/2002, en hegningarlagabrotin beindust gegn brotaþola þessa máls. Dóminum hefurverið áfrýjað.Skýrslurfyrir dómiÁkærði sagðist ekki hafahótað brotaþola og málið væri slitið úr samhengi. Hann hefði með skilaboðum sínum ekki verið aðsegja brotaþola að hann ætlaði að vinna henni mein. Fyrir sér hefði aðeins vakað að fá föðurarfsinn frá brotaþola, og vísaði ákærði þar til stóls sem verið hefði í eigu föðurhans. Hann hefði fengið skammel envantaði stólinn. Væri þetta kjarnimálsins. Ákærði var spurður hvort hannhefði reynt lögfræðilegar leiðir til að fá stólinn og kvaðst hann hafa „rættvið aðila um það“, en lítill árangur orðið.Ákærði var spurður umskilaboð sem númeruð eru 18 og 49 í ákæru.Sagði hann þau bæði tekin úr samhengi og ekki væri um hótun að ræða.Ákærði sagði þaubrotaþola hafa kynnzt í marz [...] og þau hafi síðar hafið sambúð sem staðiðhafi fram í nóvember [...]. Í desember 2013 hefði honum verið gert að sætanálgunarbanni. Slíkt hefði aftur veriðgert nú í sumar og eftir að það hefði verið gert hefði „ekki komið stafur frá[ákærða] og [myndi] ekki koma.“Ákærði sagðist hafa veriðölvaður er hann hefði sent skilaboðin og allsgáður hefði hann ekki sentþau. Hann myndi ekki senda henni slíkskilaboð framar. Vitnið A, brotaþoli,sagðist hafa haldið að hún væri „farin að fá frið“, því hún hefði ekki fengiðnein skilaboð í um eitt ár. Þegar húnhefði svo fengið skilaboð að nýju „þá náttúrlega kemur bara sko skellurinn tilbaka. Bara mjög mikil vanlíðan og svonaákveðin taugaveiklun og óöryggi“. Hefðihenni liðið mjög illa vegna þessa.Skilaboðin hefðu vakið mjög mikinn ótta hjá henni. Sum skilaboðanna hefðu verið meira ógnandi enönnur, svo sem skilaboð sem hefðu haft merkinguna „ég mun aldrei stoppa“ ogskilaboðin „þar til annað okkar stendur uppi“. Þau mætti skilja þannig að hann„muni ekki hætta fyrr en annað [þeirra] stendur uppi, hvað verður þá um hitt?“. Vitnið sagði að ákærði væri með „endalausarduldar hótanir“ og alveg væri „ljóst miðað við söguna að hann er að hóta aðganga í skrokk á mér eða drepa mig“, sagði vitnið.Vitnið kvaðst vera „ábarmi taugaáfalls“ og vera „alveg komin að þolmörkum“.Vitnið var spurt hvorthún hefði lagt fram kæru á hendur ákærða vegna hótana og svaraði því þannig tilað það hefði verið „að kæra skilaboðin og áreitið“. Hún væri ekki löglærð en það að ákærði hefðisamband við sig væri í sínum huga hótun í sinn garð.NiðurstaðaVið munnlegan málflutningvar af hálfu ákærða borin fram hörð gagnrýni á rannsókn málsins, eða ölluheldur skort á henni. Rannsóknin hefðiekki á neinu stigi beinzt að því hvort ákærði hefði borið fram hótanir við brotaþolaog hefði hann aldrei verið spurður að því við rannsókn málsins. Huglæg afstaða hans til þess hefði því ekkilegið fyrir þegar ákveðið hafi verið gefa út ákæru. Krafðist ákærði þess að málinu yrði vísað frádómi.Samkvæmt 145. gr. laganr. 88/2008 tekur ákærandi ákvörðun um hvort sakamál skuli höfðað. Samkvæmt 154. gr. sömu laga tekur hann einnigákvörðun um hvaða gögn ákæruvaldið leggi fram og hvaða vitni það leiði. Hinn ákærði hefur einnig rétt til að leggja framgögn af sinni hálfu. Samkvæmt 111. gr.laga nr. 88/2008 verður dómur reistur á þeim sönnunargögnum sem færð eru framfyrir dómi. Ákærði gaf skýrslu fyrirdómi og kom þar fram sú afstaða hans að hann hefði ekki sett fram neinarhótanir í garð brotaþola. Hefur ekkertkomið fram í málinu sem að réttu leiðir til frávísunar þess og verður kröfu umhana hafnað.Ákærði kveðst hafa sentþau skilaboð sem rakin eru í ákæru.Ekkert gefur tilefni til að efast um það og er það sannað. Hann telur hins vegar að ekki felist í þeimhótanir í garð brotaþola heldur hafi þau fyrst og fremst snúizt um þá ósk hansað fá afhentan stól, sem honum beri en sé í vörzlu brotaþola.Við mat á þeim skilaboðumsem ákærði sendi brotaþola verður að horfa til þess sem nýlega var á undangengið í samskiptum þeirra. Svo semákærði sagði fyrir dómi var honum í desember 2013 gert að sæta nálgunarbannigagnvart brotaþola og í júní 2015 var hann í héraði sakfelldur fyrir ýmis brotgegn henni, þar á meðal líkamsárás, ogfyrir að brjóta gegn nálgunarbanni. Þærorðsendingar, sem sannað er í þessu máli að hann hafi sent brotaþola, hóf hannað senda rúmlega einni viku eftir að umræddur héraðsdómur var kveðinn upp íjúní 2015. Ljóst er að á þeim tímasem ákæra þessa máls tekur til sendi ákærði brotaþola mun fleiri skilaboð enákært er fyrir sem hótanir. Verður aðlíta svo á að í því felist það mat ákæruvaldsins að ekki hafi sjálfkrafa faliztí því hótanir þótt ákærði setti sig í samband við brotaþola, heldur ráði þartexti einstakra skilaboða úrslitum.Sjálf sagði brotaþoli fyrir dómi að sum skilaboðin hefðu verið meiraógnandi en önnur. Eru ekki efni til að líta öðruvísi á við úrlausn málsins.Óhjákvæmilegt er að teljaí því fólgnar hótanir um refsiverða meingerð þegar maður, sem mjög nýlega hefurhlotið dóm eins og þann sem ákærði fékk í júní 2015, tekur að senda brotaþolanumítrekuð skilaboð þess efnis að hann sé „að koma“, enda ekkert í skilaboðunumsem gefur til kynna að ástæða sé til þess að skilja þau á annan og betri háttog ekki hefur verið sýnt fram á neitt annað samhengi sem leiða ætti til slíksskilnings á þeim. Þykir enginnskynsamlegur vafi á því að skilaboð þau sem ákærði sendi úr símanúmerinu [...]og merkt eru í ákæru sem nr. 1 og þau sem hann sendi úr símanúmerinu [...] og íákæru eru merkt nr. 11, 12, 14, 16, 17 og 26 verði skilin þannig. Þá þykir ljóst að skilaboð úr sama númeri, ogmerkt eru nr. 7, 8, 9, 10, 18 og 49, verði skilin þannig að sótt verði aðbrotaþola það sem eftir sé og þykir ekki vafi á að þar sé hótað refsiverðrimeingerð. Loks verður talið að skilaboðúr sama númeri, og merkt eru nr. 20, 21, 22, 37, 38, 39, 45, 46, 50 og 51 felií sér hótanir um að brotaþola verði á einhvern hátt unnið mein. Sama verður aðtelja um skilaboð sem merkt eru nr. 29, í ljósi þess að fram kemur í gögnummálsins að síðustu skilaboð, sem ákærði sendi brotaþola fyrir sendingu þeirra,hljómuðu: „Mun bera ör eftir þig.“ Öllþessi skilaboð verða eins og á stóð talin hafa falið í sér hótanir ákærða ígarð brotaþola í skilningi 233. gr. laga nr. 19/1940 og hafa verið til þessfallin að vekja hjá brotaþola ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína. Skynsamlegur vafi þykir hins vegar vera á þvíað slíkt eigi við um önnur skilaboð sem rakin eru í ákæru og verður ákærði ekkisakfelldur fyrir sendingu þeirra.Samkvæmt þessu hefur ákærði með sendingu umræddra 24 skilaboða tilbrotaþola brotið gegn 233. gr. laga nr. 19/1940 svo sem honum er gefið að sök íákæru og hefur með því unnið sér til refsingar. Í júní 2015 var ákærðisakfelldur í héraði fyrir þau brot sem rakin hafa verið og dæmdur til fimmtánmánaða fangelsisvistar en fullnustu tólf mánaða þar af frestað skilorðsbundið íþrjú ár. Annað í sakaferli ákærðaskiptir ekki máli við úrlausn þessa máls.Umræddur héraðsdómur hafði verið birtur ákærða er hann framdi brot sínnú og rauf hann það skilorð er honum var sett með dómnum. Ber því að taka skilorðshluta dómsins upp oggera ákærða refsingu í einu lagi. Verðurhonum samkvæmt því gert fjórtán mánaða fangelsi og þegar horft er til þess aðhann byrjar að fremja brot sín rúmum þremur vikum eftir að dómur er birtur honumkemur skilorðsbinding að nýju ekki til greina nú.Ákærða verður gert aðgreiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonarhrl., 409.200 krónur og er virðisaukaskattur innifalinn, 57.923 króna útlagðankostnað verjandans og annan sakarkostnað sem samkvæmt yfirliti lögreglustjóranemur 64.480 krónum.Eyþór Þorbergssonfulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra fór með málið af hálfuákæruvaldsins. Þorsteinn Davíðsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.DÓ M S O R ÐÁkærði, X, sæti fangelsií fjórtán mánuði.Ákærði greiðimálsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hrl.,409.200 krónur, 57.923 króna útlagðan kostnað verjandans og 64.480 króna annansakarkostnað.-- - - - DómurHéraðsdóms Reykjaness 25. júní 2015.Mál þetta, sem þingfest var 12. febrúarsl. og dómtekið 29. maí, var höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 14.janúar sl., á hendur X, kt. [...],án lögheimilis, „fyrir eftirfarandihegningarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum sem hér greinir: A.fyrir brot gegn barnaverndarlögum,líkamsárás og hótun gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni A, með því að hafa,aðfaranótt laugardagsins 4. febrúar 2012 á heimili þeirra að [...] í [...], þarsem hún lá sofandi í hjónarúmi þeirra ásamt sonum sínum, B fæddum 2005 og Cfæddum 2006, dregið hana úr rúminu og ráðist á hana með því að slá hana meðkrepptum hnefa í andlit og líkama, sparkað í líkama hennar, tekið hanahálstaki, haldið hníf upp að hálsi hennar og hótað henni lífláti. B og C voruvitni að háttseminni og með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgangog ruddalegt athæfi. Af atlögunni hlaut A mar á vinstri framhandlegg, mar ogsár á hægri augabrún og út á hægra gagnauga, roða og bólgu yfir nefrót, mar ávinstra og hægra kinnbeinni, mar og bólgu á hálsi neðan við kjálkabarð beggjavegna, mar framarlega vinstra megin upp á hársverði og mar aftan við hægraeyra.Telst þettavarða við 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 217. gr. og233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. B.Stórfelldar ærumeiðingar gegnfyrrverandi sambýliskonu sinni A, með því að hafa sunnudaginn 10. nóvember 2013sent tölvupóst á D, skólastjóra í Grunnskólanum [...], þar sem A starfaði, Esveitastjóra [...], F starfsmanns Grunnskólans [...] og G [...] er innihélttrúnaðarupplýsingar frá Barnaverndarnefnd [...] og vörðuðu hagi A en meðháttsemi sinni móðgaði og smánaði ákærði A.Telst þettavarða við 233 gr. b almennra hegningarlaga, sbr. 3. gr. laga nr. 27/2006. C.Brot gegn nálgunarbanni, með því aðhafa á tímabilinu 19. desember 2013 til 9. maí 2014 sent fyrrum sambýliskonusinni, A, 868 skilaboð í gegnum farsíma, samskiptavefinn Facebook og tölvupóst,þrátt fyrir að honum væri bannað að setja sig í samband við hana samkvæmtúrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 10. desember 2013.Telstframangreint varða við 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga, með síðaribreytingum.D.Stórfelldar ærumeiðingar og brot gegnblygðunarsemi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni A, með því að hafamiðvikudaginn 7. maí 2014 sent tölvupóst á E, sveitastjóra [...], Hrannsóknarlögreglumann [...] og A er innihélt myndskeið af A í kynferðislegumathöfnum en með háttsemi sinni móðgaði og smánaði ákærði A auk þess að særablygðunarsemi hennar.Telst þettavarða við 209. gr. og 233 gr. b almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærðiverði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.Einkaréttarkrafa:Af hálfu A kt. [...], er krafist greiðslumiskabóta að fjárhæð kr. 3.000.000 auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti ogverðtryggingu nr. 38/2001, frá 1. október 2013 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr.sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi ermánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einniger þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eðasamkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskattiá málflutningsþóknun.“ Ífylgiskjali með C-kafla ákærunnar er háttsemin tilgreind þannig:„fimmtudaginn 19. desember, 5smáskilaboð í farsíma sem[...] hafði til umráða með númerið [...] af vefsíðunnialterna.is:[...]föstudaginn 20. desember sent A 3smáskilaboð í farsíma sem A hafði til umráða með númerið [...] úr síma meðnúmerið [...]:[...]laugardaginn 21. desember sent A 6smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]laugardaginn 21. desember sent A 12smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...][...]sunnudaginn 22. desember sent A 1smáskilaboð í farsíma sem A hafði til umráða með númerið [...] úr síma meðnúmerið [...].[...]mánudaginn 23. desember sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]mánudaginn 23. desember sent A4smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] af vefsíðunni alterna.is:[...]þriðjudaginn 24. desember sent A 5smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] af vefsíðunni alterna.is:[...]miðvikudaginn 25. desember sent A 5smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] af vefsíðunni alterna.is:[...]fimmtudaginn 26. desember sent A 5smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] af vefsíðunni alterna.is:[...]laugardaginn 28. desember sent A, 5smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] af vefsíðunni alterna.is:[...]laugardaginn 28. desember sent A 5smáskilaboð í farsíma sem A hafði til umráða með númerið [...] úr síma meðnúmerið [...]:[...]mánudaginn 30. desember sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] af vefsíðunni alterna.is:[...]þriðjudaginn 31. desember sent A 14smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] af vefsíðunni alterna.is:[...]þriðjudaginn 31. desember sent A 2smáskilaboð í farsíma sem A hafði til umráða með númerið [...] úr síma meðnúmerið [...]:[...]miðvikudaginn 1. janúar sent A 3smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]sunnudaginn 19. janúar sent A 16smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]mánudaginn 20. janúar sent A 8smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]mánudaginn 20. janúar sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...] miðvikudaginn 22. janúar sent A 5smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]fimmtudaginn 23. janúar sent A 15smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 24. janúar sent A 5smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...] laugardaginn 25. janúar sent A 13smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]sunnudaginn 26. janúar sent A 9smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]mánudaginn 27. janúar sent A 4smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]miðvikudaginn 29. janúar sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]fimmtudaginn 30. janúar sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 31. janúar sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]laugardaginn 1. febrúar sent A 4smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]mánudaginn 3. febrúar sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...]0 úr síma með númerið [...]:[...]miðvikudaginn 5. febrúar sent A 5smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]fimmtudaginn 6. febrúar sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 7. febrúar sent A 5smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]laugardaginn 8. febrúar sent A 2smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]sunnudaginn 9. febrúar sent A 3smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]miðvikudaginn 12. febrúar sent A 4smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]fimmtudaginn 13. febrúar sent A 6smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 14. febrúar sent A 2smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]laugardaginn 15. febrúar sent A 3smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]sunnudaginn 16. febrúar sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]þriðjudaginn 18. febrúar sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]fimmtudaginn 20. febrúar sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 21. febrúar sent A 7smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]laugardaginn 22. febrúar sent A 38smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...] sunnudaginn 23. febrúar sent A 56smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 28. febrúar sent A 2smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:kl. 19:19[...]laugardaginn 1. mars sent A 2smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]sunnudaginn 2. mars sent A 14smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]mánudaginn 3. mars sent A 2smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]Lfimmtudaginn 6. mars sent A 4smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...]0úr síma með númerið [...]:[...]sunnudaginn 9. mars sent fyrrumunnustu sinni A 1 smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr símameð númerið [...]:[...]þriðjudaginn 11. mars sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]fimmtudaginn 17. apríl, sent A 6smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 18. apríl sent A 29smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]laugardaginn 19. apríl sent A 34smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]sunnudaginn 20. apríl sent A 34smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]mánudaginn 21. apríl sent A 25smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]mánudaginn 21. apríl sent A 3smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]þriðjudaginn 22. apríl sent A 48smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]miðvikudaginn 23. apríl sent A 26smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]fimmtudaginn 24. apríl sent A 13smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 25. apríl sent A 14smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 25. apríl sent A 2smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]laugardaginn 26. apríl sent A 23smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]fimmtudaginn 1. maí sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 2. maí sent A 11smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]sunnudaginn 4. maí sent A 3smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] af vefsvæðinu alterna.is[...]sunnudaginn 4. maí sent A 16smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]sunnudaginn 4. maí sent A 1smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]mánudaginn 5. maí sent A 43smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]þriðjudaginn 6. maí sent A 28smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]miðvikudaginn 7. maí sent A 60smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]fimmtudaginn 8. maí sent A 51smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]föstudaginn 9. maí sent A 34smáskilaboð í farsíma hennar sem er með númerið [...] úr síma með númerið [...]:[...]laugardaginn 19. janúar sent Aeftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [...] á póstfang [...][...]miðvikudaginn 23. janúar sent Aeftirfarandi tölvupósta ásamt mynd af leiði ömmu hennar af póstfanginu [...] ápóstfang [...] [...]laugardaginn 24. janúar sent Aeftirfarandi skilaboð á samskiptavefnum Facebook undir nafninu [...][...]laugardaginn 8. febrúar sent Aeftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [...] á póstfang [...]: [...]sunnudaginn 9. febrúar senteftirfarandi tölvupóst af póstfanginu [...] á póstfang [...] og [...]: [...]laugardaginn 15. febrúar senteftirfarandi tölvupóst af póstfanginu [..] póstfang [...][...]þriðjudaginn 18. febrúar sent Aeftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [....] á póstfang [...] og [...][...]fimmtudaginn 20. febrúar senteftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [...] á póstfang [..] og [...][...]þriðjudaginn 11. mars sent tölvupóstaf póstfanginu [...] á póstfang [...] og [...]með viðhengi sem innihélt skannaðhandskrifað skjal þar sem kom fram:[...]föstudaginn 14. febrúar sent Aeftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [...] á póstfang [...][...]laugardaginn 15. febrúar sent Aeftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [...] á póstfang [...][...]laugardaginn 22. febrúar sent Aeftirfarandi skilaboð á samskiptavefnum Facebook undir nafninu [...][...]sunnudaginn 2. mars sent A,eftirfarandi skilaboð á samskiptavefnum Facebook undir nafninu [...][...]þriðjudaginn 4. mars sent Aeftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [...] á póstfang [...][...]fimmtudaginn 6. mars sent Aeftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [...] á póstfang [...][...]sunnudaginn 9. mars sent Aeftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [..] á póstfang [...][...]miðvikudaginn 12. mars sent Aeftirfarandi tölvupósta af póstfanginu [...] á póstfang [...][...]Ákærði kom fyrir dóminnvið þingfestingu málsins og neitaði sök í öllum ákæruliðum. Hófst aðalmeðferð24. apríl og var framhaldið 29. maí sl. Var málið dómtekið að málflutningiloknum. Málsatvik.A-kafliákærunnar.Rétt fyrir klukkan þrjú, aðfaranótt 4.febrúar 2012, var lögreglan kvödd að [...] í [...] vegna óláta í búð þar. Þegarlögreglan kom á staðinn hitti hún fyrir á stigaganginum sex ára son brotaþolaen inni í íbúðinni voru ákærði, brotaþoli og annar sonur brotaþola þá fimm ára.Voru brotaþoli og drengirnir í miklu uppnámi. Fyrir liggur að fyrr um kvöldiðhöfðu aðilar verið með matarboð fyrir foreldra og bræður brotaþola. Var áfengihaft um hönd. Þegar líða fór á kvöldið fór brotaþoli inn í hjónaherbergi meðdrengina og sofnaði. Eftir að gestirnir voru farnir urðu átök á milli brotaþolaog ákærða. Ber þeim ekki saman um hvernig þau átök hófust eða hvað gerðist.Brotaþoli fór í kjölfarið á bráðamóttöku og segir í læknisvottorði sem liggurfyrir í gögnum málsins að við skoðun sjáist svolítið mar undir húð á miðjumvinstri framhandlegg, væg þreifieymsli séu um allt og grunnt hrufl á húðinni.Þá sé sýnilegt mar í andliti utanvert á hægri augabrún og út á hægra gagnauga.Þar sé sömuleiðis hruflsár og sýnilegt storknað blóð. Roði og bólga yfir nefrótog þar sé hrufl á húð og væg þreifieymsli. Þá megi sjá mar yfir vinstrakinnbeini og talsverð eymsli við þreifingu. Þá sé sjúklingur með mar og bólgu áhálsi neðan við kjálkabarð beggja vegna og framkallist eymsli við þreifingu áhálsvöðvum upp undir kjálkana. Þá sé hún með mar framarlega vinstra megin uppíhársverði og annað marsvæði aftan við hægra eyra. Brotaþoli lýsti á bráðamóttökunni að hún hafiorðið fyrir ofbeldi af hendi sambýlismanns síns, fengið endurtekin högg í höfuðog vinstri höndina og einnig verið tekin hálstaki. Kvartaði hún um verki efst íhálsi rétt upp við kjálka beggja vegna á hálsinum. Samkvæmtgögnum málsins óskaði brotaþoli ekki eftir frekari aðkomu lögreglu að kærumhennar á hendur ákærða þann 16. maí 2012. Brotaþoli kærði síðan atvikið tillögreglu þann 16. nóvember 2013. B-kafliákærunnar.Í gögnum málsins liggur fyrir tölvupósturásamt skilaboðum ákærða til einstaklinga á [...] þar sem gögn milliBarnaverndarnefndar [...] og brotaþola voru send með sem fylgigögn. C-kafliákærunnar.Meðúrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 10. desember 2013 var staðfest ákvörðunlögreglustjórans á [..] frá 4. desember 2013 um að X skyldi gert að sætanálgunarbanni í sex mánuði þannig að lagt sé bann við því að hann nálgist A ogsyni hennar. Jafnframt er X bannað að hafa á sama tíma síma-, bréfa-,fjarskipta- og netsamskipti við hana og syni hennar, þar með talið að sendaSMS-skeyti og tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við þau. Ásama tíma er honum bannað að koma á eða í námunda við heimili hennar og barnahennar að [...] á [...], á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus frá miðjuhússins. Einnig er honum bannað að nálgast vinnustað hennar að [...] á [...]sem nemi byggingu og lóð umhverfis húsið. Þann27. júní 2014 var þingfest mál nr. S-309/2014 í Héraðsdómi Reykjaness á hendurákærða fyrir hluta af þeim brotum sem honum er gefið að sök í þessumákærukafla. Játaði ákærði þá sök og gekk dómur þann 9. júlí 2014. Var þeim dómiáfrýjað til Hæstaréttar Íslands en því máli var vísað frá Héraðsdómi með dómiHæstaréttar nr. 530/2014, kveðnum upp 27. nóvember 2014, þar sem hlutiákæruatriða heyrði ekki undir ákæruvald lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Í kjölfar var gefin út ný ákæra og þá einnig ákært fyrir brot framin eftirútgáfu þeirrar ákæru. Ákærðihefur játað fyrir dóminum að hafa sent ofangreind skilaboð en neitað sök. Erekki þörf á að reka málsatvik frekar vegna þessa ákæruliðar. D-kafliákærunnar. Í gögnum málsins liggur fyrir mynddiskursem sýnir brotaþola í kynferðislegum athöfnum. Fer ekki á milli mála ámyndupptökunni að um brotaþola er að ræða. Ekki er ágreiningur um að ákærðihafi tekið umrætt atvik upp með samþykki brotaþola en samkvæmt brotaþola áttiþað einungis að vera fyrir þau tvö gert. Þá er ekki ágreiningur um að ákærðisendi myndskeiðið á þá aðila með tölvupósti sem tilgreindir eru í þessum kaflaákærunnar þann 7. maí 2014. Skýrslur fyrir dómi.ÁkærukafliA.Ákærði kom fyrir dóminn og kvaðst hafakynnst brotaþola í mars 2011 og sambúðþeirra hafist í september 2011 fram í október 2012. Þau hafi þó verið í daglegusambandi fram í nóvember 2013. Ákærðilýsti atvikum í þessum ákærukafla svo að foreldrar brotaþola, bræður ogmágkonur hafi verið í mat. Brotaþoli fari ætíð í „blackout“ þegar hún smakkivín og þannig hafi ákærði þurft að bera hana inn í rúm þetta kvöld fyrir framangestina. Gestirnir hafi síðar farið en sífellt áreiti hafi verið frá barnsföðurbrotaþola í formi sms-skilaboða. Ákærði hafi því vakið brotaþola og bent henniá að þessu yrði að ljúka, það væri ekki búandi við þetta en áður hafi hannverið búinn að færa drengina inn í sitt herbergi. Þeir hafi áður sofnað inni íhjónarúmi. Brotaþoli hafi enn verið dauðadrukkin þegar hann vakti hana og húnhafi umturnast. Þau hafi farið að rífast og síðan tekist á. Brotaþoli hafihótað ákærða lífláti með hníf. Ákærði kvaðst ekki vilja lýsa átökum þeirraneitt frekar. Ákærði neitaði því að hafa dregið brotaþola út úr rúminu ogkannaðist ekki við að hafa slegið hana né sparkað í hana. Ákærði hafi ekkitekið brotaþola hálstaki né haft í hótunum við hana. Brotaþoli hafi þó eyðilagttölvu sem var inni í eldhúsi umrætt sinn. Aðspurður kvað ákærði þau hafahnakkrifist um alla íbúð, í eldhúsi, stofu og baðherbergi. Brotaþoli hafisennilega náð í hnífinn inni í eldhúsi. Ákærði kvað blóð úr sér hafa verið áeldhúsgólfi þar sem hann hafi stigið í glerbrot á eldhúsgólfinu en brotaþolihafi grýtt myndum í gólfið ofan af vegg. Ákærði kvaðst hafa verið með áverkaeftir árás brotaþola en hann hafi ekki leitað til læknis vegna þess.Áverkavottorð brotaþola var borið undir ákærða. Ákærði kvað áverka á höndumbrotaþola geta verið af sínum völdum en hann kvaðst ekki geta skýrt út áverka íandliti hennar. Ákærði kvað brotaþola þó ekki hafa verið með áverka fyrr umkvöldið. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu um að hann hafi tekiðbrotaþola léttu hálstaki kvaðst ákærði ekki kannast við það. Ákærði kvaðst ekkihafa orðið var við það hvenær drengirnir komu fram en þeir hafi sennilega færtsig inn í hjónaherbergi á meðan átökin áttu sér stað. Aðspurður um framburðsinn hjá lögreglu að hann hafi reynt að róa drengina niður áður en lögreglankom, kvað hann það vera rétt. Örugglega hafi drengirnir verið í uppnámi en hanngæti ekki lýst því frekar. Ákærði kvaðst einnig hafa verið drukkinn umrættkvöld. Aðspurðurkvaðst ákærði ekki hafa haft vitneskju um að hann væri sakaður um brot gegnbarnaverndarlögum fyrr en honum var birt umrædd ákæra. Vitnið A kom fyrir dóminnog lýsti atvikum svo að foreldrar og bræður hennar hafi verið í mat hjá þeimþetta kvöld. Vitnið hafi farið að sofa með drengjum sínum um kvöldið uppi íhennar rúmi. Vitnið hafi vaknað við að ákærði réðst á vitni, kýldi það og drófram úr rúminu. Vitnið hafi sparkað á móti og ákærði við það fallið aftur ábak. Í framhaldi hafi verið eltingaleikur um alla íbúð þar sem ákærði hafiítrekað lamið vitnið og drengirnir verið hlaupandi á eftir þeim. Ákærði hafikýlt vitnið í andlitið, gripið vitnið hálstaki. Ákærði hafi verið með hníf oghótað vitninu lífláti. Kvaðst vitnið aðspurt visst um að ákærði hafi hótað sérlífláti. Þegar lögreglan kom hafi vitnið verið að safna saman föggum sínum tilað geta farið að heiman og þá hafi annar drengurinn verið kominn fram á gangmeð föggur í poka. Árásin hafi staðið yfir í um klukkustund. Vitnið kvaðst hafafarið inn í rúm til að svæfa drengina og vitnið sofnað við það. Ákærði hafiborið því við að skilaboð hafi borist frá barnsföður hennar fyrr um kvöldið ísíma hennar. Ákærði hafi verið mjög afbrýðisamur og bannað vitninu að hafasamband við hann. Vitnið kvað drengina hafa verið í hjónarúminu þegar árásinhófst og þeir hafi tryllst úr hræðslu. Vitni kvaðst einnig hafa verið hrætt umdrengina. Vitnið hafi reynt að loka sig og drengina inni í þvottahúsi ogherbergi drengjanna en ákærði komist inn. Vitnið kvaðst ekki geta lýst ísmáatriðum hvernig hver atlaga var því að ákærði hafi slegið vitnið svo oft.Vitnið hafi verið með glóðarauga á báðum augum eftir þetta, verið marið ákjálka og ekki farið í vinnu í mánuð á eftir. Vitnið kvað ákærða hafa brotiðfulla vínflösku á gólfinu í miðrými íbúðarinnar. Þau hafi bæði verið búin aðstíga í glerbrot og því verið blóð úti um allt. Þá hafi ákærði tekið brotaþolahálstaki og ógnað henni með hníf og sagt henni að hann gæti vel drepið vitnið.Vitnið kvaðst hafa verið hrætt því að þau bjuggu á áttundu hæð og hafi þaðóttast að ákærði myndi henda henni fram af svölunum. Vitnið kvað ákærðabreytast í ófreskju þegar hann fari í þennan ham en ákærði hafi áður ráðist ávitnið. Allan tímann hafi drengirnir verið innan um þau. Vitnið kvað annandrenginn hafa verið mjög brotinn eftir þetta og hafa gengið tilskólasálfræðings í kjölfarið. Aðspurt um það hvers vegna vitnið hafi sagtlögreglu að það myndi ekki kæra atvikið, kvaðst vitnið í fyrsta lagi hafa veriðmjög hrætt, það hafi verið búið að slíta tengslin við foreldra sína og fleiriog ákærði hafi í raun verið sá eini sem það var í samskiptum við. Vitnið hafiupplifað sig sem aleitt og því ekki kært. Vitnið kvað aðspurt frásögn ákærðaalranga en ákærði hafi fyrir utan þetta atvik oft ráðist á vitnið. Þá sé rangt aðákærði hafi verið búinn að bera drengina upp í sín rúm áður en hann vaktivitnið. Vitnið kvað rétt að ákærði hafi fengið áverka í andlit þar sem vitniðhafi sparkað frá sér þegar ákærði dró það fram úr rúminu en það hafi verið ísjálfsvörn. Aðspurt kvaðst vitniðhafa átt við áfengisvanda að stríða á þessum tíma og ákærði einnig en vitnið sébúið að vinna sig út úr þeim vanda. Vitnið kvað rangt að ákærði hafi borið siginn í rúm umrætt sinn. Vitnið kvaðst ekki kannast við að myndarammar hafibrotnað í átökunum heldur hafi ákærði brotið vínflösku á gólfinu sem foreldrarhennar höfðu komið með. Þá kvaðst vitnið ekki hafa brotið tölvu umrætt sinneins og ákærði haldi fram. Vitnið kvað rétt að barnaverndaryfirvöld hafi haftafskipti af heimilinu þessa nótt. Í framhaldi hafi drengirnir farið í viðtölhjá félagsmálayfirvöldum reglulega. Það hafi vitnið einnig gert þar til vitniðflutti til [...] Málinu hafi lokið í kjölfar þess. Samningur hafi verið gerðurvið barnsföður vitnisins um að drengirnir yrðu hjá honum í tvo mánuði og vitniðtæki á sínum áfengisvanda á meðan og sliti sambandinu við ákærða. Það hafigengið mjög illa þar sem vitnið hafi verið mjög brotið. Vitnið kvaðst ekki hafaþorað að kæra ákærða á þessum tíma og ekki lagt í þann slag fyrr en löngusíðar. Vitnið I lögreglumaðurkom fyrir dóminn og kvaðst hafa fengið útkall vegna [...]. Íbúi hafi vaknað uppvið barnsgrát frammi á stigagangi og séð um sex ára gamalt barn standa þar meðsængina sína. Drengurinn hafi verið þar þegar lögreglan kom á staðinn. Hurðininn í íbúðina hafi verið hálfopin svo að lögreglan hafi farið inn. Þar hafikona verið með annan dreng og í ljós hafi komið að þar höfðu orðið átök.Lögreglumaður hafi farið með drengina inn í herbergi þeirra til að róa þániður. Starfsmaður barnaverndarnefndar hafi verið kallaður út. Rætt hafi veriðvið ákærða og brotaþola. Ákærði hafi verið handtekinn og konan flutt áslysadeild. Vitnið kvaðst hafa rætt við konuna en hún tjáð sér að hún hafiverið farin að sofa ásamt drengjunum þegar ákærði kom inn í rúm og réðst áhana. Þrír aðrir lögreglumenn hafi komið á vettvang. Kvað vitnið konuna hafaverið að undirbúa sig við það að fara af svæðinu þegar lögreglan kom. Báðirdrengirnir hafi verið grátandi með miklum ekkasogum og greinilega mjög brugðið.Konan hafi einnig verið í áfalli en hún hafi verið með áverka í andliti. Vitniðkvaðst hafa greint að konan hafi verið eitthvað undir áhrifum áfengis en ekkimjög drukkin. Vitnið minnti að ákærði hafi verið í skrýtnu ástandi og í og meðhlegið að lögreglunni. Vitnið minnti að flöskubrot hafi verið á gólfi í eldhúsiog blóð hafi verið þar úr þeim báðum eftir glerbrot. Vitnið kvaðst ekki munaeftir hnífi á vettvangi. Vitnið mundiekki til þess að brotaþoli hafi minnst á hótanir við sig um nóttina. Vitniðkvaðst hafa séð skurð í andliti brotaþola og aðra áverka en ekki brotna tönn. Vitnið J læknir gafsímaskýrslu fyrir dómi og lýsti þeim áverkum sem voru á brotaþola þegar hún komá bráðamóttöku aðfaranótt 4. febrúar 2012. Vitnið kvað brotaþola hafa gefið sérþá skýringu að hún hafi orðið fyrir árás sambýlismanns síns fyrr um nóttina.Vitnið minntist þess ekki að brotaþoli hafi minnst á hótanir eða hníf þegar húnkom. Beiðni um áfallahjálp hafi verið send fyrir brotaþola. Vitnið K gaf skýrslufyrir dóminum og kvaðst hafa verið í matarboði hjá systur sinni umrætt kvöld.Hann ásamt öðrum aðilum, bróður sínum og foreldrum, hafi snætt kvöldmat og vínhafi verið haft við hönd. Vitnið kvaðst muna eftir því að hafa séð áfengisáhrifá brotaþola. Vitnið mundi eftir að brotaþoli hafi farið inn í rúm, sennilega umellefuleytið, og strákarnir líklega á eftir henni eða um leið og hún því aðþeir hafi verið sofandi inni í rúmi hjá henni þegar vitnið fór. Vitnið mundiekki til þess að nein leiðindi hafi verið á milli ákærða og brotaþola þettakvöld og ekki að ákærði hafi hjálpað henni inn í rúm. Vitnið minnti að það hafifarið heim um miðnætti en vitnið hafi kíkt á brotaþola inn í hjónaherbergiþegar það fór og drengirnir verið þar líka. Vitnið kvaðst ekki hafa frétt af atvikinufyrr en fyrir um sex mánuðum. Vitnið kvaðst ekki hafa verið í miklum samskiptumvið brotaþola, hún hafi verið mikið upptekin og samskiptin því ekki mikil.Vitnið minntist þess ekki að brotaþoli hafi verið að fá smáskilaboð frábarnsföður sínum umrætt kvöld. Vitnið L, bróðirbrotaþola, gaf skýrslu fyrir dóminum og kvaðst hafa verið í matarboði umrættkvöld ásamt bróður sínum mökum og foreldrum. Minnti vitnið að þau hafi fariðheim upp úr miðnætti. Allir hafi fengið sér áfengi en vitnið mundi ekki til þessað mikil drykkja hafi verið. Ákærði og brotaþoli hafi einnig verið undiráhrifum. Brotaþoli hafi verið uppi í rúmi þegar vitnið fór en brotaþoli hafifarið inn í rúm um hálftíma áður en vitnið fór af staðnum. Synir hennar hafiverið uppi í rúmi hjá brotaþola þegar vitnið fór. Vitnið kvaðst ekki muna tilþess að brotaþoli hafi verið að fá skilaboð frá barnsföður sínum um kvöldið.Kvað vitnið brotaþola hafa haft lítið samband við vitnið eftir þennan atburð ogí framhaldi en þau hafi verið mjög náin áður. Vitnið kvað brotaþola hafa sagtsér frá því síðar að ákærði hafi komið að henni sofandi uppi í rúmi og ráðist áhana. Þá hafi hún einnig sagt sér frá öðrum árásum ákærða á hana. Vitnið kvaðstekki telja brotaþola hafa verið ofurölvi og ekki farið inn í rúm þess vegna. Þákvað hann brotaþola hafa sagt sér síðar að synir hennar ættu í sálrænumerfiðleikum eftir árásina. Vitnið M lögreglumaðurkom fyrir dóminn og kvaðst hafa farið að [...] umrætt sinn ásamt I varðstjóra.Íbúi í blokkinni hafi hringt og tilkynnt um grátandi barn frammi á stigagangi.Þegar vitnið kom hafi það hitt barnið sem hafi greinilega grátið lengi. Barniðvar með einhverjar föggur með sér og kvaðst vera farið. Greinilegt hafi veriðinni í íbúðinni að eitthvað hafði gengið á. Ákærði hafi sagt vitninu aðbrotaþoli hafi dáið áfengissvefni fyrr um kvöldið en fyrrverandi maðurbrotaþola hringt og þau rifist og slegist þess vegna. Blóð hafi verið á gólfi.Ákærði hafi verið ölvaður og fannst honum málið svolítið fyndið, hann hafihlegið þegar vitnið talaði við hann. Barnaverndarnefnd hafi verið kölluð til ogákærði færður á lögreglustöð. Vitnið kvað áverka hafa verið á andliti konunnaren ekki hafi verið áverkar á ákærða þannig að lögreglan hafi talið að ákærðiværi gerandi en ekki konan. Konan hafi verið í miklu uppnámi og hafi hún veriðað taka sig til til að komast út úr aðstæðum. Konan hafi verið með það miklaáverka í andliti að lögreglunni hafi fundist nauðsynlegt að flytja hana ábráðamóttöku. Vitnið kvað engan hávaða eða læti hafa komið frá íbúðinni þegarlögreglan kom. Þá hafi vín sést á konunni en hún greinilega verið minna drukkinen ákærði. Drengurinn á stigaganginum hafi verið í miklu uppnámi en yngridrengurinn kannski ekki áttað sig eins á aðstæðum. Vitnið kvaðst minnast þessað hafa séð hníf á gólfi en mundi ekki hvar hann var. Vitnið mundi ekki tilþess að ákærði hafi talað um að konan hafi ógnað sér með hnífi. Vitnið N félagsráðgjafigaf símaskýrslu fyrir dóminum og kvaðst hafa meðhöndlað syni brotaþola eftirlíkamsárásina 4. febrúar 2012. Í kjölfar þess hafi drengirnir komið nokkuðnokkuð oft í viðtöl eða alls sautján sinnum. Eftir að skólinn byrjaði umhaustið hafi hún hitt þá í skólanum. Vitnið hafi komið á heimilið umrædda nóttog þá hafi þeir verið skelfingu lostnir. Það hafi tekið tíma að tengjast þeimdrengjunum. Aðspurt kvað vitnið að drengirnir hafi átt mjög erfitt með að tjásig um árásina sem slíka en þeir hafi verið mjög óttaslegnir um líf móðursinnar. ÁkærukafliB. BarnaverndarupplýsingarÁkærði kvaðst fyrir dóminum hafa sentbarnaverndargögn tilheyrandi brotaþola til þeirra aðila sem nefndir séu íákæruliðnum. Ástæða þess hafi verið áhyggjur hans af drengjum hennar en ekkihafi verið ætlun hans að meiða æru brotaþola. Hann hafi ekkert verið að veltaþví fyrir sér hvort tölvupóstssendingin myndi eyðileggja atvinnuhorfur eða komaí veg fyrir framtíðaráætlanir brotaþola. Ákærði hafi verið að reyna að násambandi við brotaþola til að gera upp þeirra sambúðarslit. Þetta hafi veriðgögn sem hafi verið í báðum tölvum aðila. Aðspurður kvað hann brotaþolavæntanlega hafa fengið þessi gögn send frá barnaverndarnefnd en þetta hafiverið þeirra sameiginlegu mál. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað að G hafi veriðfréttaritari[...]. Ákærði neitaði að tjá sig frekar um þennan ákærulið. VitniðA kvaðst fyrir dóminum hafa reynt að slíta sambandi við ákærða m.a. þar sem húngat ekki boðið börnum sínum upp á slíkt ofbeldissamband. Vitnið hafi vitað aðef það ætlaði að halda forsjá drengja sinna hafi vitnið orðið að slítasambandinu við ákærða. Vitnið kvað ákærða hafa elt sig ítrekað eftir að vitniðreyndi að slíta sambandinu. Í nóvember 2013 hafi vitninu verið ljóst að þaðyrði að stöðva ákærða á einhvern hátt. Aðspurt kvað vitnið ákærða hafa skannaðumrædd skjöl, sem ákært er fyrir að hann hafi sent í þessum ákærulið, og vistaðí tölvu sinni og sent þau til dóttur sinnar fyrr um árið auk vinnuveitandasíns. Vitnið hafi þess vegna farið og rætt við vinnuveitanda ákærða. Umræddgögn hafi verið samkomulag milli vitnisins og barnsföður þess um að drengirniryrðu vistaðir hjá honum í tvo mánuði á meðan vitnið væri að vinna í sínummálum. Vitnið hafi fengið þessi skjöl send og ákærði hafi tekið þau ófrjálsrihendi og skannað þau inn í tölvu sína. Vitnið hafi alls ekki gefið ákærða leyfitil þess. Vitnið kvað það hafa verið ömurlega reynslu þegar ákærði sendi umræddskjöl á fræðslunefnd, barnaverndarnefnd og skólanefnd Grunnskólans [...] envitnið hafi þá verið að hefja sinn feril sem kennari á staðnum ogaðstoðarskólastjóri. Þetta hafi verið algjör niðurlæging. Ákærði hafi einnighringt mikið í það fólk sem starfaði í ofangreindum nefndum og marga fleiri.Vitnið kvað ákærða hafa margbrotið nálgunarbannið sem á hann var sett. Fyrirutan öll þau smáskilaboð, sem ákært sé fyrir, hafi ákærði ítrekað hringtdaglega í vitnið og til annarra í [...] sem hafi verið mjög truflandi. Vitniðkvaðst aldrei hafa sett sig í samband við ákærða að fyrra bragði á þessum tíma.Vitnið kvað rétt að vitnið og barnsfaðir hennar hafi gert samkomulag um aðbörnin yrðu vistuð hjá föður sínum og mættu ekki koma inn á heimili vitnisins ámeðan ákærði væri inni eða við heimili vitnisins. Vitnið E kom fyrirdóminn. Kvaðst vitnið hafa starfað sem sveitarstjóri á [...] á árinu 2014.Vitnið kvaðst hafa fengið tölvupóst sendan sem ákært er fyrir í þessum kafla envitnið kvaðst þekkja til þessa málaflokks. Vitnið kvaðst hafa séð um hvaðgögnin fjölluðu sem fylgdu tölvupóstinum en hann hafi einnig verið sendur áfleiri aðila í samfélaginu. Vitnið kvaðst hafa rætt þetta stuttlega við brotaþola.Fyrst og fremst hefði vitnið spurt um það hvernig stæði á því að ákærði hefðiþessi gögn undir höndum. Efnislega hefði vitnið ekki rætt innihald gagnanna viðbrotaþola. Vitnið F gaf símaskýrslufyrir dóminum. Kvaðst vitnið hafa starfað með brotaþola frá því í ágúst 2013 enengin kynni séu við ákærða. Aðspurt um tölvupóst kvaðst vitnið hafa fengið 10.nóvember 2013 til júní 2014 um fimmtíu tölvuskeyti sem hafi einnig verið send ásamstarfsfólk vitnisins. Vitnið kvaðst vera kerfisstjóri á vinnustaðnum.Ákvörðun hafi verið tekin um að setja upp svokallaða síu á tölvupóst þannig aðsamstarfsmenn vitnisins hafi ekki fengið tölvupóstinn frá ákærða. Eftir þaðhafi vitnið áframsent tölvupóstinn til lögreglunnar en innihald þeirra hafiverið ærumeiðingar, hótanir, myndir, persónuleg skjöl, myndbrot og fleira.Vitnið kvaðst hafa fengið tölvupóst þar sem skjöl frá Barnavernd [...] fylgdumeð í fylgiskjali. Vitnið hafi skoðað þann póst í samráði við brotaþola. Í þeimtölvupósti hafi ákærði varað vinnuveitanda brotaþola við að hafa hana í vinnuo.fl. Vitnið kvaðst ætíð hafa verið í sambandi við brotaþola þegar þessitölvupóstur barst en brotaþoli hafi greinilega borið þess merki að þessitölvupóstur og áreiti hafi farið illa með hana. Vitnið kvað brotaþola hafa nánastverið óvinnufæra þennan vetur og greinilega liðið mjög illa þrátt fyrir að húnhafi sinnt sínu starfi. Vitnið kvað ákærða einnig hafa áreitt sig meðsímhringingum og tölvupósti. Vitnið kvaðst ekki geta fullyrt í dag hvorttölvupóstur sendur 10. nóvember 2013 hafi farið í síuna. Vitnið G, kennari viðGrunnskólann á [...], gaf símaskýrslu fyrir dóminum og kvaðst hafa fengiðtölvupóst frá ákærða þennan vetur. Vitnið kvaðst hafa m.a. fengið tölvupóst meðviðhengi sem voru gögn frá Barnaverndarnefnd [...]. Vitnið kvaðst hafa opnaðskjalið því að það hafi ekki vitað hvað var verið að senda vitninu. Vitniðkvaðst hafa fengið tvö tölvuskeyti frá ákærða en ekki svarað þeim. Vitniðkvaðst ekki vita hvers vegna það hafi fengið þennan póst. Um hafi verið rætt aðþessi tölvupóstur væri sendur af sjúkri manneskju. Vitnið kvaðst ekki hafa rættþennan tölvupóst við brotaþola. Vitnið kvað starf sitt fyrir [...] veraaukastarf og vitnið hafi fengið umræddan tölvupóst á netfang sitt í skólanum. ÁkærukafliC.Aðspurður um þennan ákærukafla kvaðstákærði bara eitt hafa um þetta að segja, að hann sjái eftir því að hafa sentþessi skilaboð en hann kannist við að hafa sent þau. Ákærði kvað rétt vera aðhonum hafi verið birt niðurstaða um nálgunarbannið á sínum tíma en hann hefðiekkert meira um þetta að segja. Nokkur skilaboð voru borin undir ákærða og kvaðhann þau hljóma eins og þau hafi komið frá honum. VitniðE lögreglumaður kom fyrir dóminn og kvað brotaþola ítrekað hafa komið og kærtáreiti ákærða og tölvupóst. M.a. hafi ákærði sent mynd af leiði ömmu brotaþolaog nöfnu og sagt að svona færi einnig fyrir henni. Þá hafi ákærði í sumumskeytum sagst vera að koma til [...] og hafi lögreglan reynt í því tilefni aðfylgjast með ferðum hans, m.a. með aðstoð frá lögreglunni í Reykjavík. Svolangt hafi það gengið að vitnið hafi þurft að kalla út aðstoð til að lögreglanværi í stakk búin að taka á móti ákærða og stoppa ef hann kæmi til [..]. Þannighafi það gengið í nokkur skipti. Brotaþoli hafi verið mjög hrædd. Vitnið kvaðstbúa í næsta húsi við brotaþola og á tímabili lagt lögreglubifreiðinni út viðgötu fyrir framan íbúð brotaþola þannig að það virtist vera lögregluvakt viðíbúð brotaþola ef ákærði kæmi. ÁkærukafliD.Aðspurður um þennan ákærulið kvaðst ákærðikannast við að hafa sent umræddan tölvupóst en kvaðst ekki kannast við að neittmyndskeið hafi fylgt póstinum. Það gæti hafa verið einhver „linkur“ með en þá hafi það verið mistök. Tölvupósturfrá þessum tíma var borinn undir ákærða og kvaðst ákærði hafa verið að fá sér íglas á þessum tíma og myndi þetta ekki. Nokkur tölvuskeyti voru borin undirákærða þar sem hann ræðir um vídeóupptökurnar. Kvaðst ákærði ýmist kannast viðað hafa sent þennan tölvupóst eða ekki en kannaðist ekki við að myndbandið hafifylgt með. VitniðA kvaðst fyrir dóminum hafa komist að því að umrætt myndband væri farið áveraldarvefinn þegar E hringdi í vitnið og sagði því að nú væri myndbandiðkomið á netið. Hótanir ákærða um að senda umrætt myndband á netið hafi staðiðyfir í nokkurn tíma. Vitnið kvaðst ekkert vita hvert þetta myndband væri búiðað fara en það hafi verið mjög mikil niðurlæging. Vitnið kvaðst hafa samþykktað umrætt myndband yrði tekið upp því að þá ætlaði ákærði að hætta þessu oghætta hinu. Að sjálfsögðu hafi myndbandið ekki átt að fara í dreifingu, þaðhafi ákærði vitað en um mjög persónulegt myndband sé að ræða. Vitnið kvaðsendingu ákærða á myndbandinu hafa verið í þeim tilgangi að niðurlægja vitnið.Vitnið kvaðst aðspurt hafa sjálft séð tölvupóstinn sem ákærði sendi meðmyndskeiðinu en smella hafi þurft á myndbandið og opnaðist það þá strax. Vitniðkvaðst ekki hafa haft tök á því að sækja sér markvissa sálfræðiaðstoð vegnafjarlægðar frá [...] en vitnið hafi rætt við hjúkrunarfræðing á staðnumvarðandi sín mál og sótt sér aðstoð þar. Hins vegar sé nauðsyn fyrir vitnið aðsækja sér sálfræðiaðstoð. Vitnið kvaðst hafa fengið frið fyrir ákærða frá maí2014 en ákærði hafi verið að senda í skólann tölvupóst fram í júlí 2014 aukþess sem eldri börn hennar hafi orðið fyrir ónæði af hans hálfu, m.a. hafieldri dóttir vitnisins fengið nálgunarbann á hann. Vitnið O, fyrrverandisveitastjóri á [...] kom fyrir dóminn. Kvað vitnið ákærða hafa verið búinn aðhóta því frá því í október árinu áður að senda umræddan tölvupóst. Ákærði hafilagt stofnanir á svæðinu í herkví með sífelldum tölvupóstsendingum og hótunum.Vitnið kvaðst rétt hafa opnað myndbandið en eytt því um leið. Minnti vitnið aðmyndbandið hafi verið sent sama dag og viðtal við brotaþola kom í [...] Vitniðkvaðst hafa rætt við brotaþola um þessi mál. Brotaþoli hafi komið til starfa íseptember 2013 og áreitið á hana hafi sennilega byrjað í október s.á. Vitniðhafi orðið þess áskynja í byrjun nóvember s.á. Brotaþoli hafi þá sett vitniðinn í fjölskyldumál sín. Vitnið hafi þurft að ræða við aðra kennara en þeirhafi einnig fengið bæði símtöl og tölvupóst frá ákærða. Hafi kennarasamfélagiðverið mjög truflað út af þessu og brotaþola hafi greinilega liðið mjög illavegna þessa. Það hafi hins vegar ekki komið niður á kennslu hennar. Vitnið kvaðfylgiskjalið sem fylgdi tölvupóstinum hafa verið myndskeið sem opnaðist straxog smellt var á myndina. Vitnið Prannsóknarlögreglumaður kom fyrir dóminn. Kvað hann brotaþola hafa ítrekaðleitað til lögreglunnar vegna ónæðis ákærða. Nálgunarbann hafi verið sett áákærða en þrátt fyrir það hafi áreitinu ekki linnt. Vitnið kvað rétt að þaðhafi fengið tölvupóst frá ákærða 7. maí 2014, eftir að [...] i lauk ísjónvarpinu, og fylgdi með myndskeið af brotaþola í kynferðislegum athöfnum.Vitnið kvað áreiti ákærða hafa haft mikil áhrif á brotaþola. Forsendurog niðurstöður.ÁkærukafliA.Ákærði neitar sök í þessum ákærukafla enviðurkennir að hafa lent í átökum við brotaþola umrætt kvöld. Ákærði neitar aðhafa hótað brotaþola og haldið hnífi upp að hálsi hennar. Þá kvað ákærði áverkaá brotaþola, utan mar á handleggjum, ekki stafa frá sinni hendi. Ákærði kveðursök samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga fyrnda og að brot gegnbarnaverndarlögum hafi aldrei verið kært né rannsakað af hálfu lögreglu. Þvíberi að vísa því frá dómi ella sýkna ákærða af þeim ásökunum. Ekkier ágreiningur um að átök hafi átt sér stað umrædda nótt milli aðila. Ákærðikvað fyrir dóminum brotaþola hafa farið í „blackout“ inni í stofu þetta kvöldog kvaðst þess vegna hafa þurft að bera hana inn í rúm sökum ölvunar. Vitnin Kog L könnuðust ekki við þessa lýsingu ákærða. Báru þeir báðir eins og brotaþolisjálf að hún hafi farið sjálf inn í rúm um kvöldið. Vitnin K og L voru ekkivissir um það hvort hún hafi farið með drengina með sér inn í rúm en þeir hafiallavega farið á eftir henni og báðir kváðust hafa séð drengina sofandi íhjónarúminu hjá brotaþola þegar þeir yfirgáfu íbúðina. Aðspurðir að því hvortbrotaþoli hafi fengið mikið af smáskilaboðum eða orðið fyrir áreiti barnsföðureða fyrrverandi eiginmanns brotaþola um kvöldið könnuðust þeir ekki við það.Ákærði kvaðst hafa farið, vegna þessara síendurteknu skilaboða, inn tilbrotaþola þar sem hún hafi sofið áfengissvefni, borið drengina inn í sittherbergi og síðan vakið brotaþola til að segja henni að þessu áreiti yrði aðlinna. Brotaþoli ber að drengirnir hafi verið uppi í rúmi hjá sér þegar ákærðiréðst að henni. Ekki er hægt að byggja á framburði drengjanna um þetta.Brotaþoli hefur verið staðföst í framburði sínum fyrir dómi. Framburður ákærðaum að hann hafi þurft að bera brotaþola inn í rúm fær ekki stoð í framburðiannarra sem voru heima hjá þeim um kvöldið og þrátt fyrir tengsl vitna viðbrotaþola telur dómurinn framburð þeirra trúverðugan. Ákærði skýrði fyrirdóminum að glerbrot á gólfi hafi verið myndarammar sem brotaþoli hafi brotið íátökunum. Brotaþoli kvað ákærða hafa mölvað rauðvínsflösku á gólfinu. Fær súfrásögn stoð í frumskýrslu lögreglu um að brotnar léttvínsflöskur hafi verið ágólfi íbúðarinnar. Að auki bar vitnið I að flöskubrot hafi verið á gólfinuþegar lögreglan kom á vettvang. Er framburður ákærða ótrúverðugur að þessuleyti. Brotaþoli lýsti því aðhún hafi vaknað við að ákærði barði hana og var að draga hana fram úr rúminu.Hún hafi sparkað frá sér í vörn og hafi sparkið lent í andliti hans. Eins ogáverkavottorð, sem ekki hefur verið véfengt, ber með sér var brotaþoli með þónokkra áverka í andliti og hálsi. Sögðu þau bæði að slagsmálin hafi verið útium alla íbúð, inni í herbergi drengjanna, eldhúsi og stofu en það sé opið rými.Ákærði kannaðist ekki við að hafa valdið brotaþola þeim áverkum sem lýst er íákæru. Brotaþoli fór beint á slysavarðstofu eftir að lögreglan kom á staðinn oger ekkert annað fram komið sem getur skýrt áverkana á brotaþola en atlagaákærða. Þá sagði brotaþoli lögreglu frá því strax á vettvangi að ákærði hefðiráðist á sig auk þess sem hún lýsti því einnig fyrir lækni síðar um nóttina.Telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi veitt brotaþola þááverka. Ákærði telur háttseminafyrnda og því beri að vísa málinu frá dómi eða sýkna hann. Samkvæmt 1. tl. 1.mgr. 81. gr. laga nr. 19/1940 fyrnist sök á tveimur árum ef ekki liggur þyngrirefsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, ferekki fram úr sektum. Broti ákærða gegn 217. gr. hegningarlaga lauk 4. febrúar2012. Brotaþoli kærði árásina fyrst 16. nóvember 2013. Með þeirri kæru rofnaðifyrningarfresturinn. Ákærði gaf skýrslu 3. desember 2013 og brotaþoli 16.september 2014. Telur dómurinn því málið ekki hafa fyrnst skv. 81. gr. laganna.Verður ákærði sakfelldurfyrir ofangreinda háttsemi. Íþessum ákærulið er ákærði einnig sakaður um að hafa haldið hníf upp að hálsibrotaþola og hótað henni lífláti og háttsemin heimfærð til 233. gr. almennrahegningarlaga. Lýsti brotaþoli þessari háttsemi ekki er lögreglan hafði afskipiaf þeim í upphafi. Gegn neitun ákærða, og því að hnífur sem einn lögreglumaðursá á gólfi var ekki rannsakaður, er ósannað hver hélt á hnífnum. Telur dómurinnþví ákæruvaldið ekki hafa fært fram sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur umþá háttsemi. Verður ákærði því sýknaður af henni. Ákærðier einnig sakaður um að hafa brotið gegn 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaganr. 80/2002. Óumdeilt er að drengirnir, fimm og sex ára voru í íbúðinni umrættsinn. Þá telur dómurinn sönnur hafa verið færðar fyrir því, með vætti K og L,að þeir hafi verið sofandi í hjónarúminu þegar gestirnir fóru um miðnætti.Ósannað er hvort ákærði færði drengina á milli herbergja áður en hann réðst aðbrotaþola en samkvæmt vætti beggja aðila var atlagan um alla íbúð og einnig íherbergi drengjanna. Hvort sem þeir hafa vaknað þar upp eða í hjónaherberginu,breytir það engu um að þeir sannanlega urðu vitni að árásinni og voru mjögskelkaðir þegar lögreglu bar að garði. Þá staðfesti vitnið N að drengirnir hafiverið í miklu uppnámi og hræddir þegar hún kom að þeim um nóttina. Það hafiþeir einnig verið lengi á eftir. Dómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu aðákærði hafi veist að brotaþola og valdið henni þeim áverkum sem lýst er íþessum ákærulið. Með þeirri háttsemi að fimm og sex ára drengjum ásjáandi brautákærði gegn drengjunum og 1. og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Verður ákærðisakfelldur fyrir þá háttsemi. Ákærði krefst sýknu afþessari háttsemi þar sem henni er fyrst lýst í ákæru sem gefin var út 14.janúar 2015. Broti ákærða gegn 217. gr. hegningarlaga lauk 4. febrúar 2012. Brotaþolikærði árásina fyrst 16. nóvember 2013. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 3.desember 2013 og brotaþoli 16. september 2014. Taka má undir það meðákærða að að þessu leyti er rannsókn málsins ábótavant. Þrátt fyrir það telurdómurinn hægt að leggja efnisdóm á málið eins og málatilbúnaður þess er og þaðekki koma niður á vörn ákærða þótt ekki hafi verið tekin sérstaklega skýrsla afhonum hjá lögreglu vegna ætlaðs brots gegn barnaverndarlögum. Brotaþoli lýstiárásinni fyrir lögreglu fyrst 4. febrúar 2012. Í upplýsingaskýrslu lögregluþann 16. maí 2012 kemur fram að brotaþoli ætli ekki að kæra umrædda árás.Brotaþoli kærði árásina til lögreglu þann 16. nóvember 2013 og gaf afturskýrslu vegna hennar 16. september 2014. Þann 5. febrúar 2012 var tekin skýrslaaf ákærða vegna árásarinnar og aftur 3. desember 2013. Ákæruvaldið lýsti þvísvo fyrir dóminum að rannsókn þessa kafla ákærunnar hafi dregist þar semlögreglan hafi verið í samskiptum við ákærða vegna ákærukafla C og ef ákærðihefði látið af þeirri háttsemi, hafi ekki verið ætlun brotaþola að kæraárásina. Svo hafi ekki verið og því hafi kæra verið lögð fram þótt seint hafiverið. ÁkærukafliB. Ákærði játaði í þessum ákærukafla að hafasent umræddan tölvupóst og kvaðst eingöngu hafa haft velferð sona brotaþola aðleiðarljósi við sendingu þeirra. Neitaði hann að öðru leyti sök. Báru vitnin D,E,F og G öll fyrir dóminum að efni tölvupóstsins hafi verið í þeim tilgangi aðmeiða æru brotaþola auk þess að þau gögn sem fylgdu með tölvupóstinum hafiverið gögn sem stöfuðu frá Barnaverndarnefnd [...] og væru trúnaðargögn oghöfðu ekkert til þessara aðila að gera.Ákærði kvað brot þettaeiga undir 229. gr. laga nr. 19/1940 ef um brot væri að ræða. Því bæri að sýknahann af þessari háttsemi. Þá sé háttseminni ekki lýst í ákæru sbr. c-lið 1.mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 og því beri að vísa þessum ákærulið frá dómi. Telurdómurinn, eðli málsins samkvæmt, ekki nauðsynlegt að tilgreina í ákærunni meðhvaða hætti umrædd barnaverndargögn væru ærumeiðandi þegar þau komast meðslíkum hætti til vandalausra. Um er að ræða mjög viðkvæm gögn sem ekki er þörfá að lýsa sérstaklega í ákæru. Telur dómurinn lýsinguna í ákæru fullnægja c-lið1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 og ekki hafi komið niður á vörn ákærða aðgögnunum sé ekki efnislega lýst í ákærunni. 233. gr. b laga nr. 19/1940 var lögfest með 3.gr. laga nr. 27/2006. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í ákvæðinu sé lýstþeim verknaðaraðferðum að móðga eða smána þann sem manni er nákominn. Móðgun ímerkingu þessa ákvæðis geti átt sér stað í orðum eða athöfnum. Um skýringu þessa hugtaks beri að miða við þá merkingusem lögð hefur verið í það hugtak í réttarframkvæmd um beitingu 234. gr.almennra hegningarlaga og í skrifum fræðimanna um það ákvæði. Sama gildi umhugtakið smánun sem fram komi í 233. gr. a almennrahegningarlaga.Lögð sé á það áhersla að samkvæmt orðalagi 3.gr. frumvarpsins sé refsinæmi verknaðarins bundið við að hann verði talinn felaí sér „stórfelldar ærumeiðingar“. Að þessu leyti sé því stigsmunur á grófleikaþess verknaðar sem falla mundi undir 3. gr. frumvarpsins annars vegar og 234.gr. almennra hegningarlaga hins vegar. Falli verknaður ekki undir það nýmælisem hér sé lagt til, sökum þess að ærumeiðing verði ekki talin stórfelld, sésem fyrr sá möguleiki fyrir hendi að sá sem telji sig hafa orðið fyrirærumeiðingum í samskiptum við nákominn geranda höfði einkarefsimál á grundvelli234. gr., sbr. og 3. tl. 242. gr., almennra hegningarlaga og ákvæði í IV. kaflasömu laga. Ákvæði 3. gr. frumvarpsins hafi það því einkum að markmiði að spornavið því að höfð séu í frammi ummæli eða athafnir á milli nákominna sem taldarverði á grundvelli almenns og hlutlægs mælikvarða fela í sér stórfelldarærumeiðingar, svo sem ýmsar athugasemdir eða athafnir geranda sem beinist m.a.að útliti, persónulegum eiginleika eða hátterni brotaþola. Meiri líkur verðitaldar á því að fullnægt sé skilyrðinu um stórfelldar ærumeiðingar ef fyrirliggi að móðgandi eða smánandi orðbragð eða athafnir á milli nákominna séendurtekið eða að aðstæður séu að öðru leyti þess eðlis að móðgun eða smánunverði talin alvarleg skerðing á friðhelgi brotaþola. Af þessu leiðir að almenntséð þurfi talsvert mikið til að koma að einstakar athugasemdir eða athafnir ámilli nákominna eða önnur einangruð tilvik fullnægi þessu skilyrði, en leggjaþarf sem fyrr heildstætt mat á hvert tilvik fyrir sig.Íumræddum tölvupósti segir eftirfarandi: „Góða kvöldið. Það er á mína ábyrgð aðkoma á framfæri þeim upplýsingum sem skipta máli. A sem er kennari viðGrunnskólann á [...] var fyrir rúmu ári svift forræði yfir drengjum sínum vegnaáfenigneyslu, vanræklsu og ofbeldis. Meðfylgjandi eru skjöl þessu tilstaðfestingar. Hún á við langvarandi áföll að glíma. Með von um að finnistlausn og sátt hjá foreldrafélagi. Kveðja, [...]... Meðfylgjandi pappírar þessutil staðfestingar.“ Meðfylgjandi pappírar liggja fyrir í málinu og eruefnislega um samkomulag milli Barnaverndar [...], föður drengjanna og brotaþolaum að drengirnir búi hjá föður sínum í tímabundið á meðan brotaþoli vinni úraðstæðum sínum. Fól samkomulagið meðal annars í sér að ákærði kæmi ekki áheimili brotaþola og yrði ekki annars staðar í umhverfi þeirra. Fyrir liggur í gögnummálsins afrit af tölvupósti sem ákærði sendi á þá aðila sem nafngreindir eru íþessum ákærukafla þann 22. nóvember 2013. Í þeim tölvupósti beinir ákærðiskilaboðum og fylgiskjölum til móttakanda sérstaklega. Er þessi póstur sendur ástarfsmenn foreldrafélags Grunnskólans á [...]. Í skýrslutöku hjá lögreglukannast ákærði við að hafa sent sveitastjóra [...], O, D, skólastjóraGrunnskólans og G, fréttarritara [...], tölvupóst sem innihélt nánar tilgreindskjöl frá Barnaverndarnefnd [...] og varðaði málefni A og barna hennar. Ástæðaþess að ákærði hafi sent þessi skjöl kvað hann vera að vekja athygli yfirvaldaá hagsmunum barnanna. Ákærði hafi komist yfir þessi gögn þegar aðilar voru ísambúð og fengið þau í hendur með lögmætum hætti. Afrit þeirra gagna sem umræðir liggur fyrir í skjölum málsins og varða eingöngu brotaþola, syni hennarog barnsföður og eru sérstaklega viðkvæm einkamálefni sem hafa ekkert tilalmennings að gera. Telur dómurinn að ákærðahafi verið fulljóst að ofangreindur tölvupóstur hafi verið ærumeiðandi fyrirbrotaþola, enda báru ofangreindir aðilar sem fengu tölvupóstinn að sendingarnarhafi haft mikil áhrif á andlega líðan brotaþola. Þrátt fyrir neitun ákærða telurdómurinn með hliðsjón af þeim tölvupósti og framburði vitna sannað að ákærðihafi sent umræddan tölvupóst af ásetningi og með því ráðist með stórfelldumærumeiðingum á brotaþola í þeim tilgangi að niðurlægja hana, misbjóða og rýraálit hennar í augum vinnuveitanda og samstarfsmanna. Er um einbeittan ásetningákærða að ræða, að meiða æru brotaþola og brjóta gegn friðhelgi hennar með þvíað senda trúnaðarupplýsingar á aðila sem höfðu engan aðgang að þeim gögnum néáttu gögnin nokkurt erindi til þeirra aðila. Telur dómurinn háttsemi þessaréttilega heimfærða til 233. gr. b laga nr. 19/1940. Verður ákærði sakfelldurfyrir þessa háttsemi. ÁkærukafliC. Ákærði játaði fyrir dóminum að hafa sentþau skilaboð sem tilgreind eru í fylgiskjali með ákærunni, samtals 868 skilaboðí gengum farsíma, samskiptaveginn Facebook og tölvupóst. Þá staðfesti ákærði aðhonum hafi verið kunnugt um nálgunarbann sem honum var gert að sæta frá 4.desember 2013. Þrátt fyrir það hélt ákærði áfram uppteknum hætti. Þá verðureinnig að líta til þess að ákærði sendi brotaþola á öllum tímum sólahrings, frá19. desember 2013 til 9. maí 2014, samtals 868 sinnum skilaboð, ýmist ógnandieða með óbeinum hótunum, beinlínis í þeim tilgangi að halda brotaþolaóttaslegnum, auk fjölda sendinga á Fésbók og með tölvupósti, m.a. ljósmynd aflegsteini ömmu brotaþola sem ber sama nafn og hún. Þrátt fyrir að ákærði hafiverið ósáttur við sambúðarslit aðila, þá á hann sér engar málsbætur og eru brothans gróf og ítrekuð og ná yfir langt tímabil og beindust brotin að nákominnimanneskju, sem er ákærða til refsiþyngingar, sbr. 2. mgr. 70. gr. laga nr.19/1940. Verður ákærði sakfelldur fyrir þessa háttsemi.ÁkærukafliD.Ákærði játaði fyrir dóminum að hafa sentumræddan tölvupóst til þeirra sem tilgreindir eru í ákæruskjali en kvaðst ekkihafa ætlað að senda myndskeiðið með. Hafi það farið með póstinum hafi það veriðvegna mistaka. Umrætt myndskeið liggur fyrir í málinu og fer ekki á milli málaað það er afar persónulegt og eins og brotaþoli sagði, einungis ætlað tileinkanota. Samkvæmt tölvupósti frá ákærða til brotaþola hótaði hann þvímargsinnis að senda umrætt myndskeið á netheima, ýmist sagðist hann vera búinnað því eða væri að fara að gera það. Að lokum lét hann verða af því að sendaþað þann 7. maí 2014 á sveitastjóra [...], rannsóknarlögreglumann á [...] ogbrotaþola. Öllum þeim sem einhverja tölvuþekkingu hafa er ljóst að myndskeið erekki sent með tölvupósti fyrir mistök, það þarf að hafa sérstaklega fyrir þvíað sækja myndskeið í tölvu eða síma og festa það við tölvupóstsendinguna.Mögulegt er að einhverjir móttakendur séu á póstlista fyrir mistök en dómurinntelur það af og frá að myndskeið geti farið fyrir mistök sem fylgiskjal meðtölvupósti. Eru skýringar ákærða með ólíkindum og að engu hafandi. Umrættmyndskeið eitt og sér sýnir brotaþola í kynferðislegum athöfnum. Samkvæmt 209.gr. almennra hegningarlaga skal hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemimanna eða er til opinbers hneykslis, sæta fangelsi allt að fjórum árum, en fangelsiallt að sex mánuðum eða sektum ef brot er smávægilegt. Er brot ákærða réttilegaheimfært til 209. gr. Brotið er einnig heimfært til 233. gr. b laga nr.19/1940. Ákærði kvað ákvæði 209. gr. tæma sök gagnvart 233. gr. b. Í 233. gr. bsegir að sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka,barn sitt eða annan mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinnfela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum. Með því að senda umrætt myndskeið til sveitarstjóra [...]og rannsóknarlögreglumanns, sem höfðu ekkert með málið að gera, fellurháttsemin undir 209. gr. laganna. Með því að senda myndskeiðið til annarra enbrotaþola, braut ákærði gegn brotaþola með þeim hætti sem lýst er í 233. gr. blaganna. Er brotið því réttilega heimfært til refsiákvæða í ákæru og verðurákærði sakfelldur fyrir það. Samkvæmt sakavottorði ákærða hafarefsingar sem hann hefur hlotið ekki áhrif við ákvörðun refsingar nú. Við ákvörðun refsingarverður að líta til þess að hlutibrotanna voru framin á meðan ákærði sætti nálgunarbanni samkvæmt ákvörðunsýslumanns frá 4. desember 2013 og staðfest var með úrskurði héraðsdóms þann10. desember 2013 en úrskurðarorð var lesið upp að ákærða viðstöddum í þvíþinghaldi. Er um einbeitan ásetning ákærða að ræða. Þrátt fyrir að ákærði hafiverið ósáttur við sambúðarslit aðila, þá á hann sér engar málsbætur og eru brothans gróf og ítrekuð og ná yfir langt tímabil og beindust brotin að nákominnimanneskju, sem er ákærða til refsiþyngingar sbr. 3. mgr. 70. gr. laga nr.19/1940. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fimmtán mánuði. Meðvísan þess að verulegur dráttur hefur verið á rekstri málsins frá upphafi, semákærða verður ekki kennt um, og þess að ákærði hefur látið af áreitni sinnigagnvart brotaþola, þykir rétt að skilorðsbinda tólf mánuði refsingarinnar ogskal hún niður falla, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940 í þrjú ár frá uppkvaðningu dómsins. Ákærðiverður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, sem er samkvæmt yfirliti 32.400krónur vegna læknisvottorðs, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, VilhjálmsH. Vilhjálmssonar hrl., sem eru hæfilega ákveðin 613.800 krónur. Hefur þá veriðtekið tillit til virðisaukaskatts. Ákærðiverður einnig dæmdur til að greiða þóknun skipaðs réttargæslumanns, InguLillýjar Brynjólfsdóttur hdl., á rannsóknarstigi og fyrir dóminum, 613.800krónur. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Einkaréttarkrafa. Í málinu gerir brotaþolikröfu um að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 3.000.000króna auk tilgreindra vaxta. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás, brotgegn barnaverndarlögum, stórfelldar ærumeiðingar og ítrekað brot ánálgunarbanni. Eru öll þessi brot fallin til þess að valda brotaþola miklummiska en brotin hafa átt sér stað í langan tíma og verið gróf, unnin afásetningi og til þess fallin að særa og meiða æru, virðingu og sjálfsmatbrotaþola. Þrátt fyrir að engin sýnileg sönnunargögn liggi fyrir í málinu ummiska brotaþola þá liggur fyrir vitnisburður vitna um að brotin hafi fengi mjögá brotaþola og hún liðið fyrir þau. Þá eru framantalin brot til þess fallin aðvalda miska, bæði á meðan á þeim stendur og í framtíðinni. Telur dómurinn miskabæturtil brotaþola hæfilega ákveðnar 2.000.000 króna ásamt vöxtum eins og tilgreinter í dómsorði. Miskabótakrafan var birt ákærða 13. desember 2013. Ástríður Grímsdóttirkveður upp dóm þennan.Dó m s o r ð :Ákærði, X skal sæta fangelsi í fimmtán mánuði en fresta skal fullnustu tólfmánaða refsingarinnar og skal hún niður falla, haldi ákærði almennt skilorð 57.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 í þrjú ár frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði sakarkostnað,samtals að fjárhæð 646.200 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðsverjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl., 613.800 krónur. Ákærði greiðieinnig þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdótturhdl., 613.800 krónur. Hefur verið tekiðtillit til virðisaukaskatts í báðum tilvikum. Ákærði greiði A 2.000.000 króna í miskabæturauk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 10. nóvember 2013 til 13. janúar2014, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeimdegi til greiðsludags.
Mál nr. 475/2003
Börn Kynferðisbrot Miskabætur
X var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, stjúpdóttur sinni og þremur vinkonum hennar, þeim A, B og C, en neitaði sök. Framburður stúlknanna þótti trúverðugur og var X sakfelldur fyrir brot á 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga gegn stúlkunni A, en fyrir brot á 209. gr. sömu laga gegn stúlkunni B. Þá var X einnig sakfelldur fyrir brot á 209. gr. gegn stúlkunni C, með vísan til vitnisburðar og sýnilegra sönnunargagna í málinu, en brot hans gegn henni þótti sérlega gróft. Hvorki hún né stúlkan B höfðu náð 14 ára aldri, þegar brot gegn þeim voru framin. Ljóst þótti af framburði stjúpdóttur X, að hún hefði ekki upplifað snertingar hans sem kynferðislega tilburði gagnvart sér. Að því virtu og með vísan til eindreginnar neitunar X var hann sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Var dómur héraðsdóms um 12 mánaða fangelsi staðfestur og stúkunum A, B og C dæmdar miskabætur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 2. desember 2003 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst sakfellingar samkvæmt ákæru, eins og henni var breytt við aðalmeðferð í héraði, og þyngingar á refsingu ákærða. Þá er þess krafist, að miskabótakröfur brotaþola verði að fullu teknar til greina. Ákærði krefst þess aðallega, að hann verði sýknaður. Til vara er þess krafist, að refsing verði milduð og skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta til. Þá krefst ákærði þess, að miskabótakröfum verði vísað frá dómi eða þær lækkaðar. Með skírskotun til forsendna héraðsdóms er fallist á sakarmat hans og ákvörðun refsingar. Þá verður staðfest úrlausn dómsins um miskabætur og sakarkostnað að öðru leyti en því, að þóknun réttargæslumanns þeirrar stúlku, sem ákærði er sýknaður af sakargiftum um að hafa brotið gegn, greiðist úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 166. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður að öðru leyti en því, að réttargæsluþóknun Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði, X, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 250.000 krónur, þóknun réttargæslumanns B, Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns C, Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21. október 2003. Mál þetta var höfðað með ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettri 22. maí 2003 gegn X, kt. [...], [...], Kópavogi, fyrir kynferðisbrot framin á þáverandi heimili ákærða að [...], Reykjavík, eins og hér greinir: 1. Laugardaginn 22. desember 2001 klipið í annað brjóst A, kt. [...], og slegið hana í rassinn. Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992 og 3. gr. laga nr. 40/2003. 2. Í nokkur skipti á árinu 2002 klipið í brjóst og rass stjúpdóttur sinnar, D, kt. [...]. Telst þetta varða við 2. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 9. gr. laga nr. 40/1992. 3. Í apríl 2002 reynt að káfa innan klæða á brjóstum B, kt. [...], káfað á fótleggjum stúlkunnar og kíkt upp undir pils hennar. Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992. 4. Að morgni sunnudagsins 10. nóvember 2002 lagst upp í rúm þar sem stúlkan C, kt. [...], lá, káfað á rassi hennar utan klæða, brjóstum og maga innan klæða, sleikt á henni brjóstin, lagst ofan á stúlkuna og reynt að klæða hana úr náttbuxum og látið hendur hennar á kynfæri sín. Telst þetta varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Af hálfu A er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 60.000 auk dráttarvaxta skv. lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Af hálfu B er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 300.000 auk vaxta skv. lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og málskostnaðar. Af hálfu C er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 2.000.000 auk vaxta og dráttarvaxta skv. lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og kostnaðar við réttargæslu. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að ákærði verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins í málinu. Til vara krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa sem jafnframt verði skilorðsbundin. Þá krefst hann frávísunar skaðabótakrafna A, B og C en til vara lækkunar bótakrafna. Einnig krefst hann að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þar með talin málsvarnarlaun. Loks krefst hann þess að gæsluvarhald ákærða frá 10. nóvember 2002 til 19. nóvember 2002 komi til frádráttar fangelsisrefsingu ef til hennar kemur. Réttargæslumaður brotaþolans A, Björgvin Jónsson hrl. krefst réttargæsluþóknunar sér til handa. Réttargæslumaður brotaþolans D, Sif Konráðsdóttir hrl. krefst réttargæsluþóknunar sér til handa. Réttargæslumaður brotaþolans B, Þórdís Bjarnadóttir hdl., krefst réttargæsluþóknunar sér til handa. Réttargæslumaður brotaþolans C , Helga Leifsdóttir hdl. krefst réttargæsluþóknunar sér til handa. Við aðalmeðferð málsins breytti ákæruvaldið II lið ákærunnar á þann veg að ákærði er ákærður fyrir að hafa klipið einu sinni í rass stjúpdóttur sinnar en ekki í nokkur skipti eins og í ákæru greinir. I. Ákæruliður 1. Hinn 17. nóvember 2002 mætti U á skrifstofu rannsóknardeildar lögreglustjórans í Reykjavík til þess að leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir meint kynferðisbrot gagnvart ólögráða dóttur hennar, A. Kvað hún dóttur sína hafa trúað henni fyrir því deginum áður að ákærði hefði áreitt hana daginn fyrir Þorláksmessu árið 2001. Greindi hún svo frá að hann hefði káfað á brjóstum hennar utanklæða, slegið sig í rassinn og fengið hana til þess að sitja í fanginu á sér. Þá hafi hann reynt að káfa á brjóstum hennar á meðan hann sýndi henni eitthvað í tölvunni af slóðinni [...]. Kærandi kvað dóttur sína hafa forðast að fara í heimsókn til D eftir þetta. Að beiðni lögreglustjórans í Reykjavík og með vísan til a-liðar 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999 voru teknar skýrslur fyrir dómi af A, B og D. Skýrslutökur af A og B fóru fram hinn 25. nóvember 2002 í Héraðsdómi Reykjavíkur en skýrsla var tekin af D 15. nóvember 2002 í Barnahúsi, allar undir umsjón dómara. Voru skýrslurnar teknar upp á myndband, sbr. 2. mgr. 74. gr. a sömu laga, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Verður framburður þeirra nú rakinn að því leyti sem hann varðar þann ákærulið sem hér er fjallað um. Vitnið A kvaðst eiga heima að [...] á hæðinni beint fyrir neðan íbúð þar sem D vinkona hennar ætti heima. Daginn fyrir Þorláksmessu 2001 hafi hún ætlað að gista heima hjá henni. Verið var að setja upp jólatré heima hjá henni og hafi móðir hennar komið til D til að fá lánaðan jólatrésfót. Heima hjá D hafi ekki verið gervijólatré heldur alvörutré. Ákærði hefði sagt vitninu að finna muninn á gervijólatré og alvörutré og hún hafi ætlað að gera það og gengið af stað en þá hafi ákærði snúið sér við og klipið einu sinni í annað brjóst hennar utan klæða og slegið hana í rassinn. Þetta hafi gerst í stofunni að D viðstaddri en hún hafi ekki séð þetta enda upptekin við annað. Móðir vitnisins og móðir D hafi verið inni í eldhúsinu. Ákærði hafi síðan farið inn í herbergi D þar sem tölvan var og kallað á vitnið. Hann hafi endurtekið beðið hana um að setjast í kjöltu sér þar til hún hafi látið undan og sest þar og snúið baki í hann. Hann hafi þá spurt hvort hann mætti klípa í brjóst hennar en hún hafi neitað. Hann hafi reynt það með því að kippa í bolinn eins og hann hafi ætlað að kíkja undir hann en hún hafi kippt frá. Kvaðst vitnið ekki vita hvort ákærði hefði meint eitthvað með því enda hefði hann sagt að hann hefði bara verið að laga peysuna. Kvað vitnið sér hafa verið mjög brugðið við þetta. Aðspurð kvað hún D hafa komið með inn í herbergið en síðan farið þaðan út. Bræður D hafi verið sofnaðir þegar þetta gerðist. Spurð hvort um fleiri tilvik væri að ræða þar sem ákærði komi við sögu kvað vitnið hann hafa beðið sig um að kyssa hann á kinnina í partýi eftir tiltekt í garðinum í blokkarhverfinu og hún hafi verið að fara að gista hjá S. S hafi verið inni í einni íbúðinni að tala við fólk og þá hafi ákærði sem var þar staddur beðið vitnið um að setjast hjá sér. Hann hafi beðið hana um að rétta sér vatnsblöðru, sem hún var með, og hafi hann kreist blöðruna og sagt að þetta væri typpi. Hafi S séð þetta og brugðið því vitnið hafði sagt henni frá því sem gerst hafði áður. Vitnið kvaðst hafa gist á heimili ákærða um nóttina. Ákærði hafi þá komið á nærbuxunum og lagst ofan á sængina þeirra D til þess að vekja þær. Hafi henni fundist þetta mjög óþægilegt og reynt að færa sig frá. Hann hafi hins vegar ekkert fleira gert. Aðspurð kvað vitnið ákærða hafa tekið myndir af henni og sett á vefslóðina [...] með hennar vitund og vilja. Hefði hann gert það oft, m.a. myndir teknar á menningarnótt, þjóðhátíð og tónleikum. Vitnið kvaðst hafa sagt vinkonu sinni E frá þessu og síðan hafi þær B, E og S talað saman. Vitnið D, stjúpdóttir ákærða, kvað vinkonur sínar A, B og E hafa beðið sig um að koma út í móa um sumarið 2002 til þess að ræða við sig. Þær tvær fyrstnefndu hefðu trúað E fyrir því að ákærði hefði gert eitthvað við þær og vildu þær segja vitninu frá því. Hafi þær átt mjög erfitt með að segja frá. Hafi A sagt að ákærði hefði klipið sig í brjóstið einu sinni þegar hún og móðir hennar voru heima hjá vitninu. Hefði hún verið inni í stofu ásamt A og ákærða en síðan hafi hún aðeins hlaupið inn í herbergi en ákærði hafi eitthvað verið að tala við A og þá hafi þetta átt að gerast. Kvað vitnið A hafa sagt henni að ákærði hefði spurt hvort hann mætti klípa í brjóst hennar. Hafi þær verið hlæjandi þegar þær töluðu um þetta. Aðspurð kvað vitnið að sér hafi náttúrlega liðið illa þegar stelpurnar sögðu henni þetta í móanum en hún hafi ekki þorað að viðurkenna það fyrir framan þær. Vitnið B kvað sig hafa rætt við vinkonu sína E sumarið 2002 um það sem að ákærði hafði gert henni og hafi hún þá sagt að vinkona sín A hefði líka lent í einhverju. Þær hafi farið nokkrum dögum síðar til A og þá hafi þær rætt þessi mál og hvað ákærði hefði gert þeim. Kvað hún A hafa sagt að hennar tilvik hafi átt sér stað um jólin 2001 og hafði tengst því að hann ætlaði að sýna henni jólatré og hann hafi klipið hana í brjóstið og slegið á rassinn á henni. Þá hafi hann beðið hana um að setjast ofan á sig og sagt, „A erum við ekki vinir” og þegar hún hafi játað því hafi hann sagt „en ekki kynferðislega”. Síðan hafi ákærði einhverju sinni lagst ofan á hana og D í nærbuxunum og hún hafi alltaf fært sig undan. Vitnið kvað þær vinkonurnar alltaf hafa verið smeykar við ákærða þó hann hefði ekki gert neitt svona við þær áður. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins. Ákærði kvaðst muna eftir því að A hafi ásamt móður sinni verið stödd á heimili hans þann 22. desember 2001. Hafi hann verið að sýna A og dóttur sinni myndir sem hann hefði tekið af þeim í tölvunni. Kannaðist hann ekki við að A hefði setið í fanginu á honum þá. Aðspurður kvaðst ákærði ekki kannast við að hafa klipið í brjóst hennar og slegið á rassinn á henni í tengslum við vangaveltur um jólatré og muninn á alvöru- og gervijólatré. Ákærði kvað A stundum hafa verið á heimili hans. Bornar eru undir ákærða skýringar hans í lögregluskýrslu frá 19. ágúst 2002 á því hvers konar snertingu A gæti átt við í framburði sínum, þar sem hann segir að hún hafi haldið utan um hann þegar hún hafi setið fyrir aftan hann á mótorhjóli. Kvað ákærði það vera það eina sem honum hafi komið í hug. Aðspurður kvaðst ákærði muna eftir garðveislu í blokkinni sumarið 2002 en hann muni ekki eftir því sem A segði frá. Lögregluskýrsla var fyrst tekin af ákærða hinn 19. ágúst 2002 vegna ætlaðra kynferðisbrota gagnvart vitninu á Þorláksmessu 2001 og neitaði hann sök. Kvaðst hann ekki minnast þess sem stúlkan héldi fram. Hann kvaðst ekki hafa snert á henni brjóstin þó það gæti vel verið að hann hefði einhvern tímann slegið hana í rassinn. Þá neitaði hann því alfarið að hún hefði setið í fangi hans þó það gæti staðist að hann hafi sýnt henni myndir á [...]. Við þingfestingu málsins neitaði ákærði alfarið sök. Vitnið H, sambýliskona ákærða, kvaðst muna eftir 22. desember 2001 en þá hafi móðir A setið inni í eldhúsi hjá henni og svo hafi ákærði verið að skoða myndir á tölvunni með A og D. Þau hafi verið í stofunni en tölvan hafi verið þar í einu horninu. Aðspurð kvað hún sitt jólatré ekki hafa verið sett upp þennan dag enda hafi það um árabil alltaf verið gert á Þorláksmessu. Kvaðst hún ekki hafa heyrt að neitt óeðlilegt hafi verið í gangi þar í stofunni. Aðspurð kvað vitnið A vera mikið á heimilinu og hafi þær stelpurnar þvælst á milli. Spurð hvort komum A hafi fækkað eða hætt þeim eftir desember 2001 kvaðst vitnið halda að A hefði komið á heimilið eftir þann tíma. Vitnið E kvað A hafa komið til sín um jólin 2001 og hefði sagt við hana að ákærði hefði verið dónalegur við hana og káfað á brjóstum hennar og rassi. Hann hafi líka beðið hana um að setjast ofan á sig en hún hafi ekki gert það. Hafi A ekki gist þar eftir þetta en hún haldi að hún hefði farið þangað nokkrum sinnum. Kvaðst hún ekki muna nákvæmlega hvenær þetta var um jólin. Vitnið kvaðst hafa verið með A í garðpartýinu og hefði hún verið með vatnsblöðru. Ákærði hafi beðið um blöðruna og sagt að hún væri eins og typpi. Kvaðst henni alltaf hafa fundist ákærði eitthvað „spúkí.” Vitnið S kvað A hafa sagt henni frá því að einhvern tíma rétt fyrir jólin 2001 hefði hún gist hjá D og ákærði hafi verið að drekka eitthvað. D hefði farið eitthvað í burtu og þá hafi hann klipið í brjóstið á henni og slegið hana í rassinn. Síðan hafi hann alltaf verið að biðja hana um að setjast hjá sér. Hafi henni fundist þetta mjög óþægilegt. Aðspurð kvað hún hana hafa sagt sér frá þessu nokkrum dögum eftir jólin 2001. Varðandi garðpartý kvað hún A og D hafa ætlað heim til hennar og hafi ákærði þá alltaf verið að biðja þær um að setjast hjá sér og kyssa sig. Vitnið U, móðir A, kvað sér fyrst hafa verið kunnugt um þetta mál þegar lögreglan hringdi til þess að upplýsa hana um hvað hefði komið fyrir C vinkonu þeirra og að í viðtali við hana hefði komið fram að A hefði orðið fyrir einhverju áreiti. Hún hefði því sest niður hjá henni og talað við hana og hefði hún þá brotnað niður og sagt henni frá tilviki sem hefði átt sér stað á heimili ákærða daginn fyrir Þorláksmessu árið 2001. Kvað hún hann hafa sýnt henni tölvuefni og beðið hana um að sitja í fanginu á sér og spurt hvort hann mætti snerta brjóstin á henni en hún hefði neitað. Hann hefði samt sem áður snert annað brjóstið en hún hefði varið sig með höndunum. Þá hafi hann verið með talsmáta sem henni hafi fundist óþægilegur. Einnig hafi hann slegið í rassinn á henni og spurt hana hvort hann mætti snerta hana á stöðum sem henni líkaði ekki. Aðspurð kvaðst hún hafa verið að setja upp jólatré hjá sér en vantað jólatrésfót undir tréð og því leitað til þeirra á efri hæðinni og sat hún þar einhverja stund um kvöldið. Nánar spurð kvaðst vitnið ekki muna nákvæmlega hvort að A hefði talað um uppsetningu á jólatré. Hennar eigið tré hefði farið upp þetta kvöld. Þá muni hún ekki eftir því að hafa farið inn í stofu. Hún hafi setið inni í eldhúsi og hafi ákærði og H verið að drekka en hún hafi afþakkað drykk. A hefði gist þarna um nóttina en tjáð henni síðar að hún hefði ekki kunnað við annað en að taka boði D þótt henni hefði liðið illa. Eftir að þetta gerðist hafi hún helst ekki viljað gista þarna en vitnið kvaðst þó stundum hafa ýtt á hana að gera það því D hafi oft verið að passa yngri bræður sína. Hafi A oft sagst ekki nenna því en það hefði verið mjög ólíkt henni vegna þess að þessi vinkvennahópur hafi verið mjög sterkur og samheldinn og þeim hefði þótt gaman að gista hver hjá annarri. Hafi verið mjög áberandi að A forðaðist heimili D. Spurð hvort vinkonurnar hefðu kvartað undan háttsemi ákærða áður en þetta gerðist kvaðst vitnið aðeins hafa heyrt þær tala um það sín á milli að hann væri svo perralegur, að hann talaði svo perralega þegar hann væri drukkinn en aldrei hefðu fylgt neinar skýrAr á því. Aðspurð kvað hún það vera rétt að A hefði farið með ákærða á mótorhjól eftir þetta atvik. Hún hafi sjálf staðið á tröppunum í það sinnið og horft á þau fara nokkra hringi. Niðurstaða Ákærði og vitnin H og U muna eftir kvöldinu sem hér um ræðir, 22. desember 2001, og að A og D hafi þá verið saman á heimili ákærða og að hann hafi verið að sýna stúlkunni myndir á tölvunni. Stúlkan hefur lýst því að ákærði hafi klipið einu sinni í brjóst hennar og slegið á rassinn á henni í stofunni. Stúlkan kvað D hafa verið í stofunni en ekki tekið eftir því sem gerðist. Mæður stúlknanna hafi verið í eldhúsinu en þær hafa báðar borið um að hafa setið þar og spjallað. Vitnið D hefur borið hér fyrir dómi að A hafi sagt henni að ákærði hefði spurt hvort hann mætti klípa í brjóstið á henni. Engum vitnum er til að dreifa sem sáu ákærða snerta stúlkuna í stofunni eins og í ákæru greinir. Hins vegar greindi stúlkan tveimur góðum vinkonum sínum, vitnunum E og S, frá áreiti ákærða skömmu síðar. Báru þær á sama veg hjá lögreglu og hér fyrir dómi um þetta atriði. Rennir framburður þeirra stoðum undir frásögn A svo og framburður B og D um umræðuefni stúlknanna þegar þær hittust í móanum hjá Borgarholtsskóla sumarið 2002. Eins og rakið hefur verið greindi stúlkan móður sinni, vitninu U, frá því sem gerst hafði seinna. Kvað U dóttur sína hafa forðast heimili ákærða eftir atburðinn og fær það nokkra stoð í framburði E sem bar að stúlkan hefði ekki gist þar eftir að þetta gerðist. Ákærði hefur neitað sakargiftum en bar hjá lögreglu að það gæti vel hugsast að hann hefði einhvern tíma slegið stúlkuna í rassinn. Framburður A er í heild sinni trúverðugur en dómarar málsins horfðu á myndbandsupptöku af skýrslutöku af henni. Ljóst er að henni þótti háttalag ákærða óþægilegt. Þá lýsti hún einnig tilviki sem átti sér stað morguninn eftir sem henni þótti óeðlilegt. Fann stúlkan þörf hjá sér til þess að ræða um það sem gerðist við vinkonur sínar. Framburður þeirra er að mati dómsins einnig trúverðugur. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið þykir hafið yfir allan vafa að ákærði hafi gerst sekur um brot gegn stúlkunni. Ákærði er því sakfelldur fyrir brot það sem í ákæru greinir, þrátt fyrir neitun sína, og er brotið réttilega fært til refsiákvæðis í ákæru. Ákæruliður 2. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu dagsettri 10. nóvember 2002 fór lögreglan að [...] þar sem C varð fyrir ætluðu kynferðisbroti þann sama morgun. Var ákærða kynnt sakarefnið og síðan færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Á heimilinu var eiginkona ákærða og tveir synir þeirra. Þar segir að D, stjúpdóttir ákærða, hafi komið heim stuttu síðar og brugðið mjög við að sjá lögreglu á heimilinu. Ræddi skýrsluritari, Kristján Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður, við hana og tjáði henni að ákærði væri grunaður um kynferðisbrot gagnvart C sem hafði gist þar nóttina áður. Greindi hún honum þá frá því að hún hefði orðið fyrir áreitni af hálfu ákærða. Hann hefði klipið í brjóst hennar, auk þess sem hann hefði skriðið upp í rúm til hennar. Vildi hún ekki skýra frá þessu frekar, en kvað sér hafa liðið mjög illa yfir þessu. Með bréfi Maríu Kristjánsdóttur félagsráðgjafa hjá Miðgarði, fjölskylduþjónustunni í Grafarvogi, til lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettu 11. nóvember 2002, var þess farið á leit að fram færi lögreglurannsókn vegna hugsanlegs kynferðisbrots ákærða gagnvart D sem þó hafði ekki greint frá refsiverðu athæfi. Í málinu liggur fyrir vottorð Jóns R. Kristinssonar barnalæknis og Þóru F. Fischer kvensjúkdómalæknis sem skoðuðu D. Skoðunin leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Eins og rakið hefur verið fór skýrslutaka af D fram í Barnahúsi 15. nóvember 2002. Þá fóru skýrslutökur af A og B fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, allar með vísan til a.-liðar 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Verður framburður vitnanna nú rakinn að því leyti sem hann varðar þann ákærulið sem hér er fjallað um. Vitnið D kvað ákærða hafa verið stjúpföður sinn frá 3 ára aldri. Hún kvaðst ekki muna glögglega eftir deginum þegar lögreglan var við rannsóknarstörf á heimili hennar. Aðspurð kvað hún ekkert hafa komið fyrir hana. Þegar ákærði hafi klipið hana í brjóstin hafi það alltaf verið í „djóki”, utanklæða, einungis til þess að segja að hún væri að fá brjóst og stækka. Þá hafi alltaf einhver verið viðstaddur, annað hvort móðir hennar eða amma. Aðspurð kvað vitnið þetta ekki hafa gerst oft, kannski fjórum til fimm sinnum. Nánar spurð kvað vitnið sér ekki hafa fundist þetta þægilegt. Henni fyndist þetta náttúrulega alltaf óþægilegt. Ákærði hafi kannski klipið einu sinni í rassinn á henni og sagt að hún væri að stækka en þetta hafi aldrei gerst nema einhver annar hafi verið viðstaddur. Hafi þetta gerst á heimili hennar eða hjá ömmu hennar. Þá hafi hún yfirleitt verið í stuði, hoppandi út um allt og foreldrar hennar á leið út. Um spjall hennar við vinkonur sínar A, B og E, sem vísað er til í ákæruliðnum hér á undan, kvað vitnið þær hafa hringt í hana og beðið hana að hitta sig úti í móa til þess að ræða við hana. Hafi þær sagt henni frá þessu með ákærða. Aðspurð kvaðst vitnið ekki vera viss hvort ákærði hefði gert nokkuð við hana á þessum tímapunkti en þó það gæti samt verið. Taldi hún það hafa gerst annað hvort á árinu 2002 og hugsanlega eitthvað smá í fyrra. Vitnið var spurð hvers vegna hún hafi ekki sofið í herbergi sínu undanfarnar þrjár vikur eins og móðir hennar greindi frá í lögregluskýrslu. Kvað hún það vera vegna þess að hún væri mjög myrkfælin og hrædd við drauga enda farið að dimma. Henni liði stundum illa að vera einni og fengi þá að gista inni hjá bræðrum sínum. Þá var borinn undir hana framburður móður hennar hjá lögreglu um að hún hefði heyrt vitnið segja við ákærða inni á baðherbergi að hann ætti að vera með hausinn hinum megin við tjaldið. Kvaðst vitnið vera mjög spéhrædd og segði hún þetta við alla, t.d. þegar einhver kæmi inn til að pissa eða ákærði til að raka sig. Hefði hún vanalega ólæst þegar hún færi í sturtu eða bað en móðir hennar hafi beðið hana um það þar sem aðrir í fjölskyldunni gætu þurft að fara á klósettið. Aðspurð kvað vitnið ákærða aðstoða hana við að þrífa á sér bakið en þar og á bringunni væri hún nokkuð bólótt. Þá hafi ákærði einu sinni þrifið á henni bringuna. Fannst henni í lagi að hann þrifi á henni bakið en ekki bringuna og vildi hún því gera það sjálf. Vitnið var spurð hvort ákærði hefði komið inn í herbergi hennar á næturnar en hún neitaði því. Hann hafi stundum komið inn í herbergið þegar hún væri að horfa á sjónvarp og legðist upp í rúm við hlið hennar til að horfa á. Reyndar fyndist henni það óþægilegt þó ákærði ætti ekki í hlut, heldur hver sem er, jafnvel vinkonur hennar en hún segði þeim bara ekki frá því. Þetta væri einhver óþægindatilfinning sem hún réði ekki við. Aðspurð kvað vitnið fleiri sjónvörp í íbúðinni og myndbandstækið væri fært á milli og tengt við þau. Í skýrslu stúlkunnar hjá lögreglu, dagsettri 10. nóvember 2002, bar hún að ákærði klipi stundum í brjóst hennar og rass. Hann hafi byrjað á því á árinu 2002 eða árið þar áður. Kvað hún ákærða hafa sótt í að fá að koma upp í rúm til hennar að horfa á myndbandspólur eða DVD-myndir en þá hafi hún yfirgefið herbergið þar sem henni hafi fundist óþægilegt þegar hann legðist upp í rúm til hennar. Vitnið A kvað þær vinkonurnar B, E og S hafa ákveðið í framhaldi af samtali sínu, sem vísað er til í ákærulið 1., að fara til Kollu og segja henni frá þessu líka. Þær hafi verið vissar um að ákærði hefði gert henni eitthvað enda hefði vitnið séð ákærða einu sinni klípa í brjóst hennar og hlæja. Stúlkurnar hafi hist í móanum við Borgarholtsskóla og E hafi ein haft kjark til að segja henni frá þessu og þá hafi hún farið að hlæja. Hún hafi sagt að ákærði klipi hana í brjóst og rass í „djóki”. Þetta hafi verið stutt samtal því D hafi þurft að fara heim. Vitnið B kvaðst hafa hitt A ásamt E vinkonu sinni til þess að ræða það sem ákærði hefði gert henni og B. Síðan hafi þær ákveðið að ræða við D því þær hafi verið hræddar um að hann hefði gert henni eitthvað. Hefðu þær hitt hana og sagt henni frá þessu en hún hefði ekki vitað hvernig hún átti að taka þessu. Þegar þær hafi spurt hana hvort ákærði hefði gert eitthvað hafi hún sagt, „nei ekkert þannig, hann hefur kannski eitthvað slegið á rassinn á mér og káfað á brjóstunum í djóki”. Skömmu síðar hafi bæst í hópinn. Vitnið kvað þær A hafa ætlað að kæra ákærða en ekki þorað það vegna D. Ákærði ætti fjölskyldu og þetta yrði erfitt fyrir D og hún yrði fúl. E hafi hins vegar hvatt þær mjög til þess að kæra og sagðist myndu segja foreldrum þeirra frá þessu ef þær gerðu ekkert sjálfar. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna hér fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins. Ákærði kvaðst aðspurður einu sinni hafa togað í peysu D og sagt henni að hún þyrfti að fara að kaupa sér brjóstahaldara. Þá hafi þau verið inni í eldhúsi og móðir hennar við hliðina á honum. Borinn var undir hann framburður hans hjá lögreglu 16. nóvember 2002 á þá leið „að hann hafi verið að stríða henni með því að snerta brjóst hennar utanklæða”. Kvað ákærði það sennilegra að hann hefði togað í peysuna. Í þessu hafi ekki verið falið neitt kynferðislegt. Aðspurður kvað hann það rangt að um 4-5 tilvik væri að ræða. Ákærði kvaðst margoft hafa sofið í rúmi stúlkunnar þegar hún hefði sofið annars staðar en þau hafi aldrei sofið þar saman.. Spurður um [...] kvað ákærði það vera vefsíðu sem hann eigi, þó hann forriti hana ekki sjálfur. Þar sé að finna myndir úr skemmtanalífinu. Hann taki myndirnar ásamt fleirum. Aðspurður kvaðst hann hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni og vinkonum hennar sem hafi farið inn á þessa síður. Þetta hafi verið venjulegar andlitsmyndir teknar á tónleikum FM-95,7. Þá var ákærði spurður hvort hann myndi eftir ferð í Húsafell sumarið 2002 í hjólhýsi fjölskyldunnar þegar M, vinkona D var með í för. Hafi eiginkona ákærða verið að skamma hann fyrir að vera alltaf að káfa á ungum stúlkum og taka af þeim myndir. Ákærði kvað það geta verið að M hafi verið með í för en kvaðst ekki muna eftir rifrildi við konu sína. Lögregluskýrsla var tekin af ákærða 10. nóvember 2002 og neitaði hann alfarið sök. Þá var lögregluskýrsla tekin af honum hinn 16. nóvember 2002 og bar ákærði þá í meginatriðum á sama veg og fyrir dómi um þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir. Kvaðst hann ekki rengja framburð dóttur sinnar. Aðspurður kvaðst hann einu sinni hafa stungið höfði sínu inn í sturtuna til hennar til þess að bleyta hár sitt sem hafi verið allt í óreiðu en það hafi ekki verið gert í kynferðislegum tilgangi. Við þingfestingu málsins neitaði ákærði alfarið sök. Vitnið, H, kvaðst aðspurð í eitt skipti hafa séð ákærða fíflast í dóttur hennar og þá hafi þau öll þrjá verið inni í eldhúsi. Aðspurð kvað vitnið það geta verið að þetta hafi verið sama tilvik sem stúlkan talaði um þegar amma hennar var viðstödd. Kvað hún D hafi verið eitthvað að dingla sér og dilla og hafi verið eitthvað að leika bæði við ákærða og hana með því að hanga á þeim og faðma þau. Þá hafi ákærði klipið í brjóstið og sagt D að koma sér inn í herbergi. Taldi hún þetta í mesta lagi hafa gerst tvisvar en hún haldi þó bara einu sinni. Borið er undir vitnið brot úr lögregluskýrslu sem tekin var 10. nóvember 2002 þar sem haft var eftir henni, „að hann hafi stundum verið að fíflast í henni með því meðal annars að klípa í brjóstin á henni”. Aðspurð kvaðst vitnið hafa verið í sjokki þegar skýrslan var tekin og sé ekki rétt að draga þá ályktun að um mörg skipti hefði verið að ræða. Vitnið kvað dóttur sína vera mjög myrkfælna og kvað hana alltaf hafa verið mikið fyrir að sofa hjá bræðrum sínum eða inni hjá vitninu þegar faðir hennar hafi verið erlendis. Borið er undir vitnið það sem vitnið segir um svefnvenjur dóttur sinnar, „reyndar gerðist það um daginn að hún hafi tekið upp á því að vilja ekki sofa inni í herberginu sínu heldur inni hjá bræðrum sínum”. Kvað vitnið þetta eiga sér eðlilegar skýringar því að stúlkan hefði fengið hálfgerða maníu eftir að hún leitaði til konu á Langholtsveginum vegna erfiðleika með annan sona sinna. Konan hafi gert athugasemdir við að D hefði margar myndir af ókunnu fólki hangandi inni í herbergi sínu. Taldi vitnið það vera ástæðu þess að stúlkan kallaði herbergið sitt „ógeðslegt” þegar hún var í viðtali hjá félagsþjónustunni Miðgarði. Um samband ákærða og stúlkunnar kvað vitnið þau hafa verið góða vini. Hún hafi fengið að fara með honum í erindum vegna vinnu hans og jafnvel fengið að bjóða vinum með eða öllum skólanum eins og til dæmis þegar farið var á tónleika. Hafi stúlkan verið mjög ánægð með það en hins vegar hafi ríkt mikil afbrýðisemi í garð hennar hjá hinum stelpunum. Varðandi notkun á baðherberginu benti vitnið á að þau væru fimm í fjölskyldu og því væri ekki hægt að læsa að sér þegar verið væri í baði eða á klósettinu. Eflaust hafi komið fyrir einhverju sinni að ákærði hafi rakað sig á meðan stúlkan var í baði. Vitnið kvaðst aðspurð muna eftir ferð í Húsafell sumarið 2001 þegar M var með í för og að vel gæti verið að hún hefði þá rifist við ákærða og einnig gæti verið að hún hefði sett út á myndatökur hans af stúlkum fyrir vefinn. Hún hafi hugsanlega verið ergileg vegna myndavélarinnar sem væri með í för hvert sem þau færu. Hins vegar hefði hún aldrei nefnt káf á stúlkum. Vitnið Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður kvað D hafa komið heim á meðan á vettvangsrannsókn stóð. Hún hafi komist í mikið uppnám og greint sér frá því að ákærði hefði stundum skriðið upp í rúm til hennar og stundum klipið í brjóstin á henni. Hafi hann spurt hana að þessu og sagt henni að C hefði haft orð á þessu þegar skýrsla var tekin af henni. Aðspurður kvað hann stúlkuna hafa verið mjög auma yfir þessu og komist í mikla geðshræringu. Vitnið M kvaðst hafa farið í útilegu í Húsafell sumarið 2001 með D og fjölskyldu hennar. Kvað hún ákærða og konu hans hafa rifist um að hann ætti ekki að káfa á ungum stelpum. Hafi hún átt að vera sofandi þegar hún heyrði þetta. Spurð um hvort hún myndi eftir einhverju öðru sérstöku varðandi heimilislíf þeirra, kvað vitnið D ganga um á g-strengnum fyrir framan ákærða og þá hafi ákærði kallað á hana þegar hann væri í baði til þess að láta hana rétta sér hluti. Einnig kvaðst hún hafa séð ákærða sofandi í rúmi hennar en D hafi verið frammi. Einn morguninn þegar hún vaknaði heima hjá henni eftir að hafa gist hafi ákærði verið búinn að taka mynd af þeim til þess að sýna þeim hvernig þær litu út sofandi. Vitnið E kvaðst hafa rætt áreitni ákærða við D sumarið 2002 í móanum við Borgarholtsskóla. Þar hafi einnig verið A, B, S og K að hana minni. Hafi A og B ekki þorað að tala um þetta við D svo að hún hefði gert það. Vitnið S kvað vinkonurnar hafa rætt við D í móanum hjá Borgarholtsskóla um það sem kom fyrir A og B því þær hafi verið hræddar um hana. D hafi sagt ákærða vera að grínast þegar hann gerði þetta. Hafi E tekið af skarið og byrjað að tala um þetta því hinar hefðu ekki þorað og síðan hafi þær allar talað um þetta. Aðspurð kvað vitnið U dóttur sína, A, hafa sagt sér frá því, eftir að þeim hafði verið tilkynnt af lögreglu hvað kom fyrir C, að hún hefði séð ákærða klípa í brjóstin á D. Hafi A einnig sagt henni að þær vinkonurnar hafi hitt D til að ræða þetta við hana. Hefði hún lýst viðbrögðum hennar þannig að hún hefði farið að hlæja og farið hjá sér. Niðurstaða Eins og vikið er að í málavaxtalýsingu kom D heim til sín 10. nóvember 2002 eftir að lögreglan var komin á vettvang. Komst hún við það í mikið uppnám og greindi hún vitninu Kristjáni frá því að ákærði hefði áreitt hana með því að klípa hana í brjóst og rass eins og rakið er í frumskýrslu. Við skýrslutöku hjá lögreglu þann sama dag hélt hún sig við þann framburð og nefndi tilvik þar sem ákærði hefði komið í svefnherbergi hennar og henni fundist það óþægilegt. Hér fyrir dómi hefur stúlkan borið að ákærði hafi klipið hana í brjóstin utanklæða í „djóki”. Nefndi hún í þessu sambandi 4-5 tilvik og eitt tilvik þar sem ákærði hefði klipið hana í rassinn. Hafi þetta aldrei gerst án þess að aðrir væru viðstaddir. Stúlkan lýsti því fyrir dómi að henni fyndist þó alltaf óþægilegt þegar ákærði klipi í brjóstin á henni. Varðandi tilvik í svefnherbergi hennar þegar hún horfði á myndband kvað hún óþægindatilfinningu sína ekki einskorðaða við ákærða. Vinkonur stúlkunnar, E, A, B og S, hafa allar borið um viðbrögð D þegar þær gengu á hana í móanum við Borgarholtsskóla. Hafði A orðið vitni að skipti þegar ákærði kleip stúlkuna í brjóstið og greindi hún frá því fyrir dóminum. Staðfesti móðir hennar, vitnið U, þessa frásögn hennar. Ákærði hefur neitað sök. Hann kannast aðeins við eitt tilvik þar sem hann togaði í peysu hennar í gríni og taldi það sennilega rangt sem haft væri eftir honum í lögregluskýrslu um snertingu utanklæða. Fær framburður hans stoð af vitnisburði eiginkonu hans, vitnisins H, sem nefndi eitt tilvik en þá hefði ákærði klipið í brjóst stúlkunnar í gríni og lýsti gáskafullu ati stúlkunnar í þeim. Samræmist sú frásögn hennar vitnisburði stúlkunnar um hegðan hennar gagnvart þeim þegar hún væri „í stuði”. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er ljóst af framburði stúlkunnar að hún upplifði ekki snertingar ákærða sem kynferðislega tilburði gagnvart sér. Vitnisburðir vinkvenna hennar og móður renna stoðum undir það. Ljóst er að það hefur komið illa við hana þegar vinkonurnar töluðu sín á milli um áreitni stjúpföður hennar í garð þeirra og ræddu það síðan við hana. Ekkert hefur komið fram sem gefur ástæðu til að ætla annað en að viðbrögð hennar hafi verið einlæg og eðlileg við þessar aðstæður. Að þessu virtu og gegn eindreginni neitun ákærða þykir ekki nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Verður hann því sýknaður af þessum ákærulið. Hinn 17. nóvember 2002 kom L á skrifstofu rannsóknardeildar lögreglustjórans í Reykjavík til þess að leggja fram kæru á hendur ákærða fyrir ætlað kynferðisbrot gegn ólögráða dóttur hennar B. Í skýrslunni er haft eftir kæranda að B hafi trúað henni fyrir því daginn áður að hún hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu ákærða. Atvikið hafi átt sér stað um helgi í apríl 2002 á heimili ákærða þegar B gisti yfir nótt hjá D. Hefði hún verið nýbúin að kaupa sér pils fyrir fermingarpeningana sína og mátað pilsið fyrir D. Ákærði hefði kallað á B inn í svefnherbergi sitt, lyft upp pilsinu og kíkt á klof hennar. Stúlkurnar hafi steikt egg fyrir ákærða síðar um kvöldið en þá hefði ákærði faðmað B að sér og káfað á brjóstum hennar utanklæða. Hann hefði síðan strokið henni á innanverðum lærunum. Eins og rakið hefur verið fóru skýrslutökur af vitnunum B og A fram í Héraðsdómi Reykjavíkur með vísan til a.-liðar 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Skýrslutaka af D fór fram í Barnahúsi. Verður framburður þeirra nú rakinn að því leyti sem hann varðar þann ákærulið sem hér er fjallað um. Vitnið B kvaðst hafa gist heima hjá D 6. apríl 2002. Mamma D hafi ætlað í afmæli um kvöldið en pabbi hennar hafi verið búinn að vera á fylleríi kvöldið áður og hafi ekki komið heim fyrr en klukkan 4 þennan dag. Aðspurð kvað vitnið hann hafa verið frekar fullan þegar hann hafi komið heim. Hafi hún dregið þá ályktun vegna þess að hann hafi látið öðruvísi en vant var. Hann hafi farið í rúmið að sofa því hann hefði ekki sofið neitt allan sólarhringinn. Þá hafi hann kallað á D og beðið hana að gefa sér að borða. Hafi vitnið hjálpað til og þær hafi síðan fært honum matinn. Þá hafi þær ætlað aftur inn í herbergi en ákærði hafi kallað á vitnið og beðið hana um að leggjast hjá sér en hún hafi setið með bakið í hann. D hafi ekki verið í herberginu þá. Hann hafi þrýst sér nær henni og byrjað að troða hendinni inn undir bol hennar. Hafi hún þá fært sig en hann endurtekið þetta. Kvaðst vitnið þá hafa tekið hönd hans frá og kallað „X” og farið í burtu. Nánar spurð kvað vitnið ákærða hafa troðið hendinni inn á brjóstið á henni utanklæða því hún hafi verið með hendina fyrir. Ákærði hafi verið fyrir aftan hana og farið með höndina yfir hana og troðið hönd sinni inn á milli. Hann hefði síðan kallað á hana að nýju og beðið hana um að taka bakkann og hún hafi farið með allt inn í eldhús. Aðspurð kvað vitnið móður D hafa verið farna út þegar þetta gerðist. Vitnið kvaðst hafa keypt sér pils og mátað það í herbergi D. Hún hafi farið á klósettið og því gengið fram hjá herbergi ákærða. Á leiðinni til baka hafi ákærði kallað á hana og spurt hvort hún hafi verið að fá sér pils. Hún hafi játað því og ætlað að fara burt en hann hefði sagt henni að koma nær svo hann gæti séð pilsið. Hún hafi þá gengið upp að rúminu og sýnt honum pilsið og hann hafi tekið í fætur hennar og þreifað á þeim allan hringinn. Síðan hafi hann lyft upp pilsinu og kíkt undir það. Kvað vitnið pilsið hafa verið útvítt og því auðvelt að kíkja undir það. Hafi hún þá gripið í pilsið og hlaupið inn til D en ekkert sagt við hana. Ákærði hafi þá kallað á D og skömmu síðar hefði hún kallað á vitnið. Þegar vitnið kom inn í herbergið hafi D setið á rúminu hjá ákærða og sagt við hana að hún hafi verið að segja ákærða að vitnið hefði keypt sér nýjan naflalokk og að hann vildi sjá hann. Hafi hún sýnt ákærða naflalokkinn en þá hafi hún verið komin í peysu yfir hlýrabolinn sem hún hafi verið í áður. Nánar spurð um klæðaburð hennar kvaðst vitnið hafa verið í hlýrabol og náttbuxum. Vitnið kvað ákærða hafa spurt hana hvort hana kitlaði einhvers staðar og þegar hún hafi svarað því neitandi hafi hann farið að troða hendinni undir peysuna og reynt að kitla hana í handakrikanum. Hafi henni þá ekki liðið vel. Þá hafi ákærði beðið þær D um að nudda sig en D hafi sagt að þær ætluðu að gera eitthvað skemmtilegt saman. Aðspurð kvað vitnið ákærða hafa verið klæddan í boxernærbuxur. Kvað hún sér hafa liðið mjög illa yfir þessu og hafi ekki einu sinni þorað fram til að bursta í sér tennurnar. Kvaðst vitnið hafa velt fyrir sér að fara til E vinkonu sinnar sem byggi rétt hjá en hún hafi ekki þorað það. Aðspurð kvað vitnið klukkuna hafa verið um 5 þegar þær tóku til matinn fyrir ákærða. Þær hafi ætlað að hafa það huggulegt við að horfa á myndband og borða snakk í herbergi D og því hafi hún verið háttuð svona snemma. Vitnið kvaðst ekki hafa farið til D eftir þetta. Hún hafi ekki einu sinni farið í ferminguna hennar því hún hafi ekki viljað hitta ákærða. Hún hafi þó hitt D eftir þetta. Vitnið kvaðst fyrst hafa greint E vinkonu sinni frá því sem gerst hafði nokkrum mánuðum síðar en hún væri besta vinkona sín. Nánar spurð kvað vitnið þetta hafa verið um sumar áður en skólinn byrjaði og þær hafi verið staddar í strætóskýli. E hafi þá sagt henni að A vinkona hennar hefði einnig lent í þessu. Aðspurð kvaðst vitnið kannast við að ákærði hefði tekið myndir af henni og vinkonum hennar, til dæmis á tónleikum, en um hafi verið að ræða venjulegar myndir. Vitnið A kvaðst hafa rætt við B og E um það sem gerst hafði. Einnig hafi þær ákveðið að segja D frá því sem gerðist og hittust þær í móanum ásamt S. Hefur þetta verið rakið áður í tengslum við ákærulið 2. Aðspurð kvað vitnið ákærða hafa kíkt undir pils B og beðið hana um að leggjast eftir að hann kallaði á hana inn í herbergi. Kvaðst vitnið halda að hann hafi klipið í brjóstin á henni líka. Vitnið D kvað þær vinkonurnar hafa hist í móanum sumarið 2002 og hafi stelpurnar ætlað að ræða eitthvað við hana eins og rakið er í tengslum við ákærulið 2. Hafi B ekki náð að segja henni frá en E hafi verið þarna með þeim og kvaðst vitnið vita til þess að þær hefðu rætt við hana áður um þetta og hafi það einnig verið eitthvað varðandi B. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna hér fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins. Aðspurður kvaðst ákærði muna eftir fermingarpilsi sem B hefði keypt sér og sýnt honum. Neitaði hann að hafa kíkt undir pilsið en dóttir hans hefði verið inni í herberginu þegar þetta gerðist. Lögregluskýrsla var fyrst tekin af ákærða 19. nóvember 2002 og neitaði hann þá sök. Kvaðst hann ekki minnast þess að hafa horft á B þegar hún skipti um föt og kvaðst ekki hafa kíkt undir pils hennar. Þá kvaðst hann aldrei hafa káfað á henni í kynferðislegum tilgangi né snert á henni brjóstin. Kvað hann það geta verið að hann hefði beðið B og D um að nudda bak sitt. Við þingfestingu málsins neitaði ákærði alfarið sök. Vitnið H kvað aðspurð B hafa komið oft á heimili hennar. Í apríl 2002 hafi dregið úr heimsóknum hennar enda hafi hún þá verið flutt í efra Breiðholt. Vitnið kvaðst ekki geta með fullri vissu sagt til um það hvort B hefði komið inn á heimili hennar eftir þetta. Vitnið E kvað B hafa komið til sín sumarið 2002 og sagt henni frá því að hún hefði sofið heima hjá D og ákærði hefði þá verið að koma af fylleríi en mamma D verið á leið í afmæli. Ákærði hafi legið uppi í rúmi og beðið D um að færa sér brauð. Hann hafi kallað á B og spurt hvort hún hefði verið að fá sér pils. Hann hafi lyft upp pilsinu og hún hafi aðeins verið í nærbuxum innan undir. Þá hafi hann beðið hana um að setjast hjá sér og reynt að þreifa á brjóstum hennar. Einnig hafi hann beðið hana um að leggjast hjá sér og hafi hún gert það. Þá hafi hann spurt hana hvort hún væri kitlin en þá hafi hún verið komin í peysu og svarað því neitandi. Hann hafi þá beðið hana að fara úr peysunni en hún neitað. Hafi hann þá farið undir peysuna og reynt að kitla hana undir höndunum. Aðspurð kvað vitnið B og A báðar hafa farið á heimilið eftir þetta. Borinn er undir vitnið framburður vitnisins D um að ekkert hafi verið rætt við hana um B í móanum þegar vinkonurnar ræddu saman. Kvaðst vitnið alveg öruggt um að það tilvik hefði líka verið rætt. Vitnið S kvað B hafa sagt sér frá því sem kom fyrir hana þegar stelpurnar hittust. Kvað hún B hafa sagt að ákærði hefði verið inni í herbergi sínu og kíkt undir pils hennar og sagt henni að leggjast hjá sér. Niðurstaða Ákærði kannast við að B hafi verið umrætt sinn á heimili hans og að hún hafi þá sýnt honum pils sitt. Þá man hann eftir samskiptum við þær D og B þótt lýsing hans á þeim sé ekki á sama veg og stúlkunnar. Hann hefur hins vegar neitað að hafa kíkt upp undir pils B og neitar jafnframt að hafa káfað á henni og komið við brjóst hennar. Framburður B hefur verið staðfastur og trúverðugur og hefur hún lýst atvikum af nákvæmni. Fær framburður hennar stoð í framburði vitnanna E, S og L, móður B, sem rakinn er hér að framan. Ekkert er komið fram sem rýrir trúverðugleika B. Með vísan til alls framanritaðs er það mat dómsins að sannað sé með vitnistburði stúlkunnar, sem fær stoð í fyrrgreindum skýrslum vitna, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru greinir. Brot ákærða þykja réttilega færð til refsiákvæða í ákæru. Ákæruliður 4. Hinn 10. nóvember 2002, kl. 13:10 var óskað eftir aðstoð rannsóknarlögreglu vegna 14 ára stúlku á neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisafbrota sem hefði orðið fyrir kynferðisbroti í [...] um nóttina og reyndist það vera C. Í frumskýrslu segir að stúlkan hafi óskað eftir því að ræða einslega við rannsóknarlögreglumanninn, Kristján Kristjánsson. Kvað hún sig hafa gist hjá D og hafi þær sofið í sama rúmi. Hafi móðir D og ákærði, stjúpi hennar, farið út að skemmta sér. Eftir að þau komu heim um nóttina hafi ákærði skriðið upp í rúmið til hennar. Hann hafi fitlað við hár hennar og síðan káfað á brjóstum hennar innanklæða. Hann hafi káfað á rassi hennar innanklæða og sleikt á henni brjóstin. Þá hafi hann klætt sig úr fötunum, lagst ofan á hana og reynt að setja typpið inn í kynfæri hennar. Hún hafi mjakað sér til þannig að honum hafi ekki tekist það. Ákærði hafi látið hana halda um getnaðarliminn á sér og síðan hafi hún fundið eitthvað blautt á maganum og fundið að hann þurrkaði af getnaðarlimnum. Síðan hafi hann borið hana fram í stofu og ætlað að leggja hana í sófa en hún hafi náð að komast undan honum og hlaupið út úr íbúðinni heim til vinkonu sinnar T sem byggi í [...] . Lögreglan tók ljósmyndir á vettvangi að [...] og var fatnaður ákærða haldlagður ásamt rúmfötum D. Ákærði var handtekinn og færður á lögreglustöðina Hverfisgötu. Þá var gerð réttarlæknisleg skoðun á ákærða. Einnig var tekið úr honum blóð- og þvagsýni en samkvæmt niðurstöðum Lyfjafræðistofnunar reyndist alkahól í blóði vera 0,57 ‰ og 0,78 ‰ í þvagi. Þar segir jafnframt að niðurstöður rannsókna bendi til þess að hlutaðeigandi hafi neytt áfengis skömmu áður en sýnin voru tekin og verið undir vægum áhrifum þess. Af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík var gerð krafa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sama dag um að ákærði yrði látinn sæta gæsluvarhaldi til miðvikudagsins 20. nóvember 2002 með vísan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Fallist var á kröfuna. Ákærði var látinn laus úr gæsluvarhaldi hinn 19. nóvember 2002 eftir yfirheyrslu hjá lögreglu. Skýrslutaka af vitninu C fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur með vísan til a.-liðar 1. mgr. 74. gr. a laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 23. gr. laga nr. 36/1999. Þá fór skýrslutaka vitnisins D fram í Barnahúsi eins og áður er vikið að. Verður framburður þeirra nú rakinn að því leyti sem hann varðar þann ákærulið sem hér er fjallað um. Vitnið C kvaðst hafa sofið heima hjá vinkonu sinni D. Hafi þær farið að sofa um þrjú leytið en þær sváfu saman í rúmi D. Aðspurð kvað hún rúmið hafa verið upp við vegg og hafi D sofið upp við vegginn. Aðspurð kvaðst hún sjálf hafa legið hálfpartinn á hliðinni og snúið að D. Kvaðst hún hafa verið í náttfötum vinkonu sinnar, hvítum stuttum buxum og hlýrabol. Þá hafi hún verið í nærbuxum og sokkum. Aðspurð kvað vitnið hurðina á herbergi D hafa verið opna þegar þær fóru að sofa, því að litlu bræður hennar tveir hafi verið sofandi, en þær hafi sett miða á hurðina með orðsendingu til foreldra hennar um að loka hurðinni þegar þau kæmu heim. Milli 7 og 8 um morgunninn hafi hurðin opnast harkalega og vitnið hafi séð ákærða. Hafi hún talið að hann væri að vekja þær því D hefði sagt henni að hann vekti hana svolítið snemma um helgar til þess að passa. Ákærði hafi þá labbað að rúminu og sest niður. Síðan hefði hann farið aftur fram en komið aftur inn og lagst upp í rúmið alveg upp að vitninu. Aðspurð kvað hún hann hafa legið á hliðinni og ýtt þeim saman en þannig hafi þau komist öll fyrir í rúminu. Kvaðst hún hafa talið þetta vera í lagi þar sem Elfa vinkona hennar hefði sagt henni að ákærði væri stundum í rúmi D. Hún hafi þó aldrei spurt D sjálfa að þessu. Vitnið kvað ákærða hafa byrjað að gera eitthvað við hár hennar og snert rass hennar utanklæða. Síðan hafi hann rólega lyft upp bolnum hennar og káfað á brjóstum hennar. Hann hafi sleikt hana og farið niður á magann á henni. Þá hafi hún farið aðeins nær D og reynt að þjappa sér að henni. Hún hafi verið mjög hrædd og ekki vitað hvað hún átti að gera. Hún hafi ekki þorað að opna augun. Ákærði hafi þá snúið henni á bakið og farið ofan á hana og faðmað hana. Þá hafi hann reynt að klæða hana úr buxunum en aðeins náð að mjaka þeim lítillega niður. Bolurinn hafi verið kominn upp fyrir brjóst. Aðspurð kvað hún hann ekki hafa snert kynfæri sín. Á þessari stundu kvaðst hún hafa byrjað að hreyfa sig mikið og færa sig nær D. Vitnið kvaðst hafa reynt að sparka í hana en hún hefði vanda til að sofa fast. Vitnið kvað ákærða hafa tekið hendur hennar og látið á typpið á sér og haldið þeim þar. Aðspurð kvað hún typpið hafa verið hart. Þá hafi henni fundist sem hann þurrkaði eitthvað á magann á henni en hafi þó ekki fundið fyrir neinu. Kvaðst vitnið ekki gera sér grein fyrir því hversu lengi ákærði hafi legið þarna í rúminu en henni hafi fundist það vera heil eilífð. Aðspurð kvað hún ekki hafa verið niðamyrkur í rúminu. Hún hefði ekki gert sér grein fyrir því hvort að ákærði hafi verið klæddur eða ekki. Vitnið kvað ákærða síðan hafa tekið hana upp og haldið á henni fram í stofu. Þar hafi hann ætlað að leggja hana á sófann en hún hafi verið orðin svo hrædd að hún þóttist vakna, tróð bolnum sínum niður og fór að hágráta. Hún hafi hlaupið að íbúðarhurðinni og reynt að opna en það hafi verið svolítið erfitt. Hún hafi síðan hlaupið hágrátandi út því hún hafi verið svo hrædd um að hann myndi elta sig. Hafi hún hlaupið heim til vinkonu sinnar T í [...] . Hún hafi hringt dyrabjöllunni einu sinni og bankað fast á gluggann. Faðir T hefði opnað og hleypt henni inn. Þá hafi T og móðir hennar komið fram og hún hafi faðmað T því hún hafi verið hrædd og fundist gott að vera komin inn. Hún hefði sagt þeim í stuttu máli hvað gerst hafði og þá hefðu þær hringt á móður vitnisins. Aðspurð kvaðst vitnið aðeins hafa verið í fötunum sem hún hefði háttað sig í, þegar hún hljóp yfir til T. Vitnið kvaðst ekki muna hvernig ákærði hefði verið klæddur þegar hann kom inn í herbergið. Aðspurð kvaðst vitnið ekki hafa þvegið sér strax eftir að atvikið átti sér stað. Hún hefði aðeins farið á salerni og þvegið sér um hendurnar. Vitnið var spurð að því hvers vegna hún væri í [...]skóla en byggi á [...]. Kvaðst hún hafa orðið fyrir hálfgerðu einelti í skólanum sem megi rekja til ósættis hennar við þrjár vinkonur sem hún hefði farið í fýlu út í. Hefði hún verið útskúfuð eftir það. Þá hafi orðið ósætti á milli hennar og D eftir að þetta mál kom upp og ýmis konar baknag ekki síst vegna togstreitu í tengslum við M sameiginlega vinkona þeirra. Vitnið D kvað C hafa gist hjá sér laugardagskvöldið. Á fimmtudeginum áður hefði hún einnig gist hjá sér en á föstudeginum hefði vitnið gist hjá henni. Hafi þær verið að passa bræður hennar þetta laugardagskvöld en foreldrar hennar hefðu farið í afmæli. Þær hafi hallað aftur hurðinni þegar þær fóru að sofa um klukkan 2 eða 3 um nóttina og sett miða á hurðina þar sem hún bað mömmu sína um að loka þegar hún kæmi heim. Kvað hún mömmu sína hafa sagt við sig að hún hefði litið inn, tekið miðann og lokað þegar hún kom heim. Aðspurð kvað hún þær vinkonurnar hafa sofið í rúmi vitnisins og hafi vitnið verið upp við vegginn. Rúmið sé af venjulegri breidd og þegar þær hafi legið hlið við hlið hafi verið lítið pláss sitt hvoru megin við þær. Kvaðst hún ekki hafa vaknað um nóttina og kvaðst aðspurð sofa fast. Hins vegar fyndist henni skrýtið að hún hefði ekki vaknað við spark frá C. Aðspurð kvað hún C hafa sofið í náttbuxum, hlýrabol og sokkum sem hún hefði lánað henni. Vitnið kvað sig hafa vaknað við að bróðir hennar kom upp í til hennar um klukkan 8:30 og þá hafi hún séð að C var ekki í rúminu. Hún og mamma hennar hafi leitað hennar lengi. Hafi þær síðan tekið eftir því að eitthvað hafði verið átt við hurðarhúninn og honum ýtt upp. Þá hafi hún hringt í M vinkonu sína og þær hafi leitað af C, m.a. hjá ömmu hennar. Þá hafi þær hringt í vinkonur sínar. Vitnið kvað allt dót C hafa verið heima hjá sér. Brotaþoli gekkst undir læknisrannsókn á neyðarmóttöku kynferðisbrota. Í málinu liggur fyrir skýrsla Óskar Ingvarsdóttur læknis sem framkvæmdi skoðunina. Lýsing brotaþola á brotinu í skýrslunni er í meginatriðum á sama veg og skýrsla hennar hjá lögreglu. Þar kemur jafnframt fram um ástand brotaþola að hún hafi gefið skýra sögu og væri trúverðug. Gengið hafi vel að vinna traust hennar en þó hafi hún ekki gert sér fulla grein fyrir smáatriðum og tengdi það ótta sínum. Kvaðst hafa verið í miklu sjokki fyrst en jafnað sig við komuna og fannst léttir að geta talað um atburðinn. Tekið var sýni til DNA rannsóknar frá brjóstum sem sögð voru sleikt og frá maga að nafla þar sem gerandi var talinn hafa þurrkað eitthvað af henni. Þá liggur fyrir í málinu lokaálitsgerð Gunnlaugs Geirssonar prófessors á rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði en þar segir að sýni frá brotaþola og ákærða hafi verið send til Noregs til rannsóknar. Í niðurstöðunni segir að þeir fjórir bómullarpinnar sem höfðu að geyma strok frá hægra og vinstra brjósti brotaþola hafi gefið jákvæða svörun við munnvatni (alfa-amylasa). Voru þeir því rannsakaðir með tilliti til DNA efnis frá þekjufrumum (frumum frá húð eða slímhúð). Rannsóknin sýndi að DNA það, sem fannst í sýnum teknum af vinstra brjósti, hafi haft að geyma DNA snið, sem væri sams konar því sem fannst í sýni því sem tekið var úr munnholi ákærða. Sýni af hægra brjósti hafi haft að geyma DNA snið sömu tegundar og fannst hjá brotaþola. Þær rannsóknarniðurstöður sem gerðar voru í Rannsóknarstofu í réttar- læknisfræði í Reykjavík báru með sér að ekki væri unnt að finna sæði í þeim sýnum sem tekin voru af kviðarholi brotaþolans. Þá hafi ekki fundist merki um sæðisvökva í hlýrabol eða náttbuxum hennar. Sýni frá lim ákærða hafi ekki sýnt fram á DNA frá manni og því ekki efni til týpugreiningar. Í niðurstöðukafla segir m.a. að álykta megi að jákvæð svörun fyrir alfa-amylasa og DNA snið samkynja því, sem hafi fundist í frumum ákærða í sýnum frá vinstra brjósti kæranda, bendi sterklega til þess að munnvatn hans hafi verið á brjóstinu. Alfa-amylasi hafi einnig fundist á hægra brjósti en þar hafi ekki verið unnt að ná fram DNA sniði nema af húð brotaþola og því ekki dæmt frekar. Ekki hafi gefið jákvæða svörun við munnvatni (alfa-amylasa). Voru þeir því rannsakaðir með tilliti til DNA-efnis frá þekjufrumum (frumum frá húð eða slímhúð). Rannsóknin sýni að DNA, sem fannst í sýnum teknum af vinstra brjósti, hafi haft að geyma DNA snið, sem væri sams konar og það sem fannst í sýni því sem tekið var úr munnholi ákærða. Sýni af hægra brjósti hafi haft að geyma DNA snið sömu tegundar og fannst hjá brotaþola. Þær rannsóknarniðurstöður sem gerðar voru í Rannsóknarstofu í réttar- læknisfræði í Reykjavík báru með sér að ekki væri unnt að finna sæði í þeim sýnum sem tekin voru af kviðarholi brotaþola. Þá hafi ekki fundist merki um sæðisvökva í hlýrabol eða náttbuxum hennar. Sýni frá lim ákærða hafi ekki sýnt fram á DNA frá manni og því ekki efni til týpugreiningar. Þá segir meðal annars í niðurstöðukafla að álykta megi að jákvæð svörun fyrir alfa-amylasa og DNA snið samkynja því sem hafi fundist í frumum ákærða í sýnum frá vinstra brjósti kærandi bendi sterklega til þess að munnvatn hans hafi verið á brjóstinu. Alfa-amylasi hafi einnig fundist á hægra brjósti en þar hafi ekki verið unnt að ná fram DNA snið nema af húð brotaþola og því ekki dæmt frekar. Ekki hafi fengist DNA snið af lim ákærða og því ekkert fullyrt um snertingu kynfæra hans við líkama brotaþola. Einnig kemur fram um áreiðanleika niðurstöðunnar í svari Rettsmedisinsk Institutt í Noregi að líkurnar til að finna sams konar snið frá óskyldum einstaklingi séu ávallt lægri en 0,001% eða 1:10.000. Af hálfu Ríkissaksóknara var óskað eftir greinargerð Vigdísar Erlendsdóttur forstöðukonu Barnahúss vegna greiningar- og meðferðarviðtala sem C sótti til hennar frá 27. desember 2002. Í niðurstöðukafla greinargerðar, sem dagsett er 12. september 2003, segir að ljóst væri að stúlkan hefði orðið fyrir alvarlegu áfalli vegna hins kynferðislega ofbeldis sem hún kvæðist hafa sætt af hálfu ákærða. Eins og algengt væri meðal fólks, sem orðið hefði fyrir áföllum af því tagi sem stúlkan lýsti, uppfyllti hún um nokkurt skeið greiningarviðmið áfallaröskunar. Einnig hafi hún sýnt fleiri einkenni kvíða og depurðar en almennt mældust meðal jafnaldra hennar. Þá segir að einkennin séu, er greinargerðin var rituð, að mestu horfin en ætla megi að hún þurfi enn nokkurn tíma til þess að jafna sig á áfallinu. Brýnt væri að fylgjast með líðan hennar næstu mánuði vegna aukinnar hættu á að hún þróaði með sér fælni eða aðra kvíðatengda kvilla. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna hér fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins. Ákærði kvaðst hafa farið í þrítugsafmæli um tíuleytið þetta kvöld ásamt konu sinni. Þar hafi hann drukkið töluvert magn af áfengi. Síðan hafi verið farið á Gauk á Stöng milli klukkan 2 og 3 um nóttina en eftir þann tíma hafi hann eiginlega verið búinn að missa rænu. Kvaðst hann ekkert muna eftir því þegar hann kom heim eða hvernig hann komst heim. Myndi hann síðast eftir sér þegar hann hafi farið að pissa heima hjá sér en man ekki klukkan hvað það var. Þá kvaðst hann minnast þess að hafa kíkt inn í herbergið þar sem D og C sváfu. Staðfesti hann lýsingu sína í lögregluskýrslu. Aðspurður kvaðst hann ekki muna þetta í samhengi. Hann myndi ekkert fyrr en hann vaknaði næsta morgun í rúmi sínu. Kvaðst hann hafa verið í nærbuxum en man ekkert eftir því að hafa háttað sig. Borið er undir hann brot úr lögregluskýrslu frá 16. nóvember 2002 þar sem hann spyr konu sína hvort ástæðan fyrir brotthvarfi C gæti verið sú að hann hefði farið inn í herbergið. Kvað ákærði sig hafa munað eftir því að hafa farið inn eða í hurðargættina. Nánar spurður kvað hann sig ekki hafa haft ástæðu til þess að ætla að eitthvað annað hefði gerst. Aðspurður kvað ákærði C hafa verið oft inni á heimilinu hjá þeim en það hafi eiginlega verið búið að banna þeim að vera saman því það hafi alltaf verið mikið „vesen” á henni. Hafi hún aldrei verið ánægð nema búið væri að koma einhverju upp í loft. Kvaðst hann ekki hafa nefnt þetta fyrr við rannsókn málsins þar sem hann hefði ekki verið inntur eftir þessu. Nánar spurður kvaðst hann þó ekki hafa átt í neinum vandræðum í samskiptum við stúlkuna. Vitnið kvaðst aðspurður tengja einhverja afbrýðsemi hennar í garð D við sakargiftir á hendur honum. D hefði fengið ýmislegt hjá honum sem hinar hefðu ekki fengið. Spurður að því hvort hann drægi þá ályktun að hún væri að leika þetta kvaðst vitnið ekki vita það en honum fyndist þetta hafa verið afar skrýtið frá upphafi. Vitnið kvaðst kannast við niðurstöður rannsóknar sem sýndu að DNA snið hans hafi fundist á brjósti C. Kvað hann hugsanlega hægt að skýra það þannig að hann hefði sofið margoft í þessu rúmi þegar D Dilja var ekki heima og strákarnir sofið inni hjá mömmu sinni. Þá hafi hann stundum sofið þar þegar D svaf hjá mömmu sinni. Aðspurður kvaðst hann ekki muna hvenær hann hefði verið síðast í rúminu fyrir 10. nóvember 2002. Eins og rakið hefur verið var ákærði handtekinn á heimili sínu 10. nóvember 2002 og yfirheyrður þann sama dag. Kvaðst hann þá muna eftir því að hafa farið inn í herbergi D en ekki hvað hann hefði gert þar inni eða hvernig hann hefði farið út. Þá kvaðst hann fullviss um að hann hefði ekki átt kynmök við C því hann hafi ekki fundið samfaralykt af sjálfum sér. Þá var tekin skýrsla af ákærða 16. nóvember sama ár og hélt hann sig við sinn fyrri framburð. Kvaðst hann muna eftir því að hafa farið inn í herbergið en ekki hversu lengi hann var þar inni. Kvaðst ákærði ekki hafa neina ástæðu til þess að rengja framburð stúlkunnar ef hún segði satt og rétt frá en hann hefði verið í „black out”. Spurður að því hvort hann hefði hugmynd um af hverju stúlkan hefði farið út úr íbúðinni kvaðst hann hafa spurt konu sína hvort ástæðan fyrir því gæti verið sú að hann hefði farið inn í herbergið um nóttina. Hafi honum dottið í hug að hann hefði farið inn í herbergið og áreitt hana þannig að hún hefði farið út. Kvaðst hann þó ekki gera sér grein fyrir hvers konar áreiti hefði þá verið um að ræða. Við lögregluyfirheyrslu hinn 19. nóvember s.á. kvaðst ákærði halda sig við sína fyrri framburði hjá lögreglu og staðfesti efni þeirra og undirskrift á þeim báðum. Við þingfestingu málsins neitaði ákærði sakargiftum. Vitnið H kvað hana og ákærða hafa farið í afmæli og síðan út að skemmta sér niður í bæ. Þau hafi komið heim um fimmleytið að hún telji. Ákærði hafi verið mjög drukkinn og hafi hún þurft að „slefa” honum út úr leigubílnum og drösla honum upp á aðra hæð. Hún hafi ekki komið honum lengra en til fóta í rúminu þeirra. Morguninn eftir hefði D sagt henni að C væri ekki inni hjá sér. Nánar spurð kvað vitnið ákærða hafa verið fullklæddan þegar hann sofnaði til fóta en þegar hún vaknaði hafi hann verið á nærbuxunum. Hún hafi ekki orðið vör við það þegar hann fór fram og háttaði sig. Kvaðst hún sjálf hafa neitt áfengis um kvöldið en hún hefði farið að sofa mjög fljótlega eftir að þau komu heim. Vitnið kvað hana og D hafa sagt ákærða að C væri horfin og virtist hann ekki kveikja á einu eða neinu í sambandi við það. Aðspurð kvaðst vitnið ekki muna eftir því að hann hefði nefnt við hana hvort hún hefði horfið því hann hefði farið inn í herbergi til stúlknanna en hún myndi atvik ekki nákvæmlega. Vitnið kvað D hafa tjáð sér tveimur dögum fyrir aðalmeðferð málsins að C hefði sagt sér að frændi hennar á Akranesi hefði eitt sinn komið inn til hennar, þegar hún var stödd hjá föður sínum þar, og káfað á henni. Hafi D gleymt að segja frá þessu við skýrslutökuna. Vitnið Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður kvaðst hafa verið á bakvakt þegar hann hafi verið beðinn um að fara á neyðarmóttöku Landspítalans. Bar hann á sama veg og í frumskýrslu um lýsingu stúlkunnar á því sem gerst hafði þá um morguninn. Kvað hann stúlkuna hafa verið í miklu uppnámi og greinilega liðið mjög illa. Það hafi ekki farið milli mála að hún hefði orðið fyrir verulegu áfalli. Hún hafi titrað og skolfið og verið eins og fólk er þegar það hefur lent í miklu andlegu áfalli. Spurður hvort einelti stúlkunnar hafi sérstaklega verið kannað, kvað vitnið lögreglu hafa spurt um hvað það snerist og reyndist þar hafa verið á ferðinni væringar á milli vinkvenna eins og algengt sé á þessum aldri. Hafi hann litið svo á að það kæmi þessu rannsóknarefni ekki við. Aðspurður kvaðst vitnið sérhæfður í málum sem þessum. Hann hafi gríðarlega reynslu af viðtölum og yfirheyrslum af börnum og fullorðnum. Þá hafi hann hlotið nokkra þjálfun í samningaviðræðum við erfiða einstaklinga og væri hluti af því sem kallast samningahópur ríkislögreglustjórans eða sérsveitar. Um sé að ræða mikla þjálfun og mörg námskeið um samtöl við einstaklinga með andlega örðugleika og börn sem lent hafi í erfiðleikum. Vitnið LG, móðir C, kvað F hafa hringt í sig að morgni 10. nóvember 2002 og beðið hana um að koma strax því að C hefði barið allt upp hjá sér um morguninn og verið illa til reika og sagt ákærða hafa reynt að nauðga sér. Þegar vitnið hefði komið á staðinn hafi C verið í mikilli geðshræringu og grátandi. Hún hafi farið með hana heim og rætt við hana. C hefði lýst því að hún og D hefðu sofið í sama rúmi en ákærði hafi komið inn en farið út aftur en síðan komið inn að nýju og lagst hjá henni og byrjað að káfa á henni. Hann hefði tekið hendur hennar og haldið þeim fyrir ofan axlir og legið ofan á henni. Þá hafi hann kysst á henni brjóstin og hún hafi fundið fyrir bleytu á maganum á sér. Síðan hafi hann haldið á henni inn í sófann en þá hafi hún hlaupið út. Vitnið kvaðst ekki muna atvikalýsingu svo glögglega og vísaði til lögregluskýrslu. Eftir samtalið við dóttur sína hefði hún ákveðið að hringja á lögreglu sem hafi bent henni á að fara á neyðarmóttökuna. Aðspurð kvaðst vitnið ekki kannast við að svona nokkuð hefði komið fyrir C áður og hefði hún ekki sagt frá neinu atviki á Akranesi. Um líðan C eftir atburðinn kvað vitnið ástand hennar hafa verið eins og dag og nótt fyrir og eftir atburðinn. Fyrir hefði hún verið mjög félagslynd og kát en eftir þetta hafi hún viljað einangra sig. Hún hafi ekki haft áhuga á neinu félagslegu eða samvistum við vinkonur sínar. Þá hafi hún ekki viljað sofa í herbergi sínu í kjallaranum en nýverið hafi hún byrjað á því að nýju. Þá sé hún nú byrjuð að umgangast aftur jafnaldra sína. Nú sé hún á batavegi en loki á þennan atburð og vilji helst ekki tala um hann við neinn. Henni gangi mjög vel í skóla enda hafi hún einbeitt sér að náminu eftir þetta. Vitnið F kvað heimilisfólk sitt hafa vaknað við dyrabjölluna og hljóðin í C umræddan morgun. Hún hafi verið grátandi og í miklu áfalli. Maður vitnisins hafi farið til dyra og tekið á móti stúlkunni en vitnið hafi komið strax á eftir þegar hún heyrði að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Þá hafi T, dóttir hennar, farið með C inn í herbergi sitt en stúlkan þá sagt að ákærði hefði gert tilraun til þess að nauðga sér og að hún hefði vaknað við strokur hans. Kvað vitnið rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu þar sem sagði stúlkuna bera um að ákærði hefði komið hendi undir hlýrabolinn og einnig ofan í buxur. Hann hefði strokið á henni brjóst og kynfæri. Síðan hefði hann tekið í hönd hennar og látið hana strjúka sér og hafi vitnið þá ályktað sem svo að stúlkan hefði átt við getnaðarlim ákærða. Þá er borinn undir hana framburður hennar í lögregluskýrslu um að C hafi greint frá því sem gerðist á milli ekkasoga. Kvað vitnið það vera rétt að hún hafi verið í algjöru áfalli og hún hafi grátið með ekka. Aðspurð kvað vitnið stúlkuna hafa verið klædda í náttbuxur og hlýrabol við komu sína á heimilið. Þá hafi hún verið skólaus. Vitnið kvaðst hafa hringt í móður stúlkunnar og hafi hún komið innan fimmtán mínútna og tekið málin í sínar hendur. Vitnið kvað dóttur sína hafa gist eitt sinn hjá D og hafi hún vaknað við það að ákærði stóð yfir rúminu. Eftir það hafi hún ekki leyft henni að gista þarna. Aðspurð kvað hún þetta hafa gerst áður en þetta tilvik átti sér stað. Vitnið J kvaðst hafa vaknað við það þennan morgun að einhver kom hlaupandi og grátandi eftir svölunum en svefnherbergi hans og konu hans snúi að svölunum. Dyrabjöllunni hafi síðan verið hringt og hann farið til dyra. Þar hafi C staðið hágrátandi á náttfötunum og sagt við hann, „pabbi D”, en hann hafi boðið henni inn og hafi eiginkona hans og dóttir þá verið vaknaðar. Hann hafi þá dregið sig í hlé og látið þær taka við henni. Vitnið T kvaðst hafa verið farin að losa svefn þegar C kom heim til hennar umrætt sinn. Hún hafi heyrt öskur eða hávaða niðri og svo hafi dyrabjöllunni verið hringt. Hún hafi heyrt föður sinn svara og heyrt í C sem hafi greinilega verið í miklu sjokki. Aðspurð kvað vitnið hana ekki hafa verið grátandi þegar hún sá hana heldur eins og hún gæti ekki grátið en hún hefði aldrei séð hana í svona miklu áfalli. Vitnið kvað stúlkuna hafa sagt að ákærði hefði farið inn á bolinn hennar að framanverðu og káfað á henni. Minnti hana líka að hún hefði sagt hann hafa farið ofan í buxurnar hjá henni. Síðan hafi hann ætlað að bera hana inn í stofu en þá hafi henni tekist að hlaupa út. Aðspurð kvað hún C hafa verið klædda í hlýrabol, náttbuxur og sokka þegar hún kom til þeirra. Vitnið kvaðst hafa talað við D um kvöldið þennan dag og hún hafi verið henni sár því hún hefði ekki sagt henni þegar hún hringdi fyrr um daginn þegar leit stóð yfir að C hefði komið til sín. Þær hafi rætt saman og D hafi verið hrædd og sagt að móðir sín ætlaði að fara frá ákærða. D hefði í fyrstu trúað því sem kom fyrir C en síðar hefði hún skipt um skoðun og talið C ljúga. Þá greindi vitnið frá atviki sem átti sér stað þegar hún gisti heima hjá D. Hafi hún vaknað um nóttina og hefði ákærði þá staðið yfir henni og horft á hana. Kvaðst hún ekki muna hvernig hann hafi verið klæddur en taldi það rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu að hann hefði verið í nærbuxunum. Eftir þetta hafi henni og mörgum vinkonum hennar verið bannað að gista hjá D. Vitnið M kvað D hafa hringt í sig að morgni 10. nóvember 2002 og sagt henni að C væri týnd. Þær hafi leitað hennar saman. Hefði vitnið farið til T sama dag og hún sagt henni frá því sem gerðist og í hvaða ástandi C hefði verið þegar hún kom til hennar um morguninn. Aðspurð kvað hún C ekki hafa viljað segja neitt. Hún hafi þó sagt henni í skólanum að ákærði hefði eitthvað verið að sleikja hana. Vitnið kvaðst ekki muna nákvæmlega hvenær þetta var. Vitnið Gunnlaugur Björn Geirsson prófessor skýrði niðurstöður sínar í lokaálitsgerð sinni fyrir dóminum þannig að alfa-amylasi væri efnakljúfur eða efnahvati sem fyndist í munnvatni og fleiri meltingarvökvum. Hann væri sérstaklega notaður í því skyni að skima eftir munnvatni á svipaðan hátt og efnakljúfar væru notaðir til að leita að sæði. Þegar fengist jákvæð svörun væri sýni tekið til þess að kanna hvort þar væru líka frumur því í munnvatni væru frumur úr slímhúðinni sem synda í munnvatninu. Finnist þær séu þær teknar og kjarnar þeirra notaðir til þess að framkalla DNA snið svo sem gert hafi verið í þessu tilviki. Svörun við alfa-amylasa hafi verið í stroki, sem tekið var á hægri geirvörtu, en hins vegar þá hafi snið hennar komið við DNA rannsókn sem þýði að um væri að ræða húðfrumur af yfirborði hennar og að ekki hafi verið að finna frá ákærða neitt snið í þessa veru. Það gæti skýrst af ýmsu í rauninni enda væri alfa-amylasi næmt próf en hins vegar gæti verið hlutfallslega mismikið í munnvatninu og munnvatnsfrumur því ekki náðst fram. Vitnið er spurður að því hvort að alfa-amylasi gæti fundist í rúmfötum mörgum dögum eftir að munnvatn hefði farið í þau. Bar vitnið að eftir að munnvatn þornaði væri það ekki forfæranlegt frá einum hlut til annars. Taldi hann fremur ólíklegt að munnvatn, sem hugsanlega væri í rúmi, gæti borist yfir á þann líkamspart stúlkunnar sem hér um ræðir. Varðandi þau sýni, sem tekin voru af maga stúlkunnar, kvað vitnið þau fyrst og fremst rannsökuð með tilliti til sæðisfruma en væru ekki sérstaklega með tilliti til munnvatns. Um áreiðanleika niðurstöðunnar kveður vitnið byggt á stöðlum frá Noregi og gert ráð fyrir því að þetta sé ámóta hér á landi. Vitnið Ósk Ingvarsdóttir kvaðst muna eftir stúlkunni en hún hafi komið á neyðarmóttökuna tiltölulega stuttu eftir atburðinn. Hún hafi verið í miklu uppnámi þegar hún hafi komið og lýst mjög sterkum hræðsluviðbrögðum. Kvað hún hana hafa verið fljóta að jafna sig og gefa skýra sögu og samvinna við hana hafi verið mjög góð. Þá hafi hún komið tvisvar í endurkomu og hafi vitnið séð hana fyrra skiptið hinn 2. desember 2002 en hjúkrunarfræðingur í seinna skiptið. Hún hafi lýst erfiðleikum fyrst eftir á, m.a. kvíða og svefntruflunum. Þá hefði hún misst úr skóla en samt hafi hún haft gott innsæi í þetta og var að taka á sínum málum með stuðningi fjölskyldu og sálfræðings. Tekin var skýrsla fyrir dóminum í gegnum síma af vitninu Vigdísi Erlendsdóttur sem stödd var í Ástralíu. Lýsti hún viðtölum sínum við C og greiningum sem hún gekkst undir og bar á sama veg um niðurstöður þeirra eins og rakið er í umfjöllum um greinargerð vitnisins. Kvað hún stúlkuna hafa verið mjög nákvæma í öllu sem hún sagði og hófstillt. Hún tæki vel eftir og væri ýkjulaus í öllu viðmóti. Stúlkan hafi lýst ótta við að hitta ákærða á förnum vegi en það séu dæmigerð einkenni hjá börnum sem orðið hafi fyrir kynferðisofbeldi. Þá lýsti hún fleiri einkennum til dæmis að hún teldi sig lakari en aðra og að það sæist á henni að hún hefði lent í þessu. Þá hafi stúlkan grátið mikið á þessum tíma. Einnig hefði hún tekið nærri sér að hafa komið vinkonu sinni í vanda og hafi talað um að einfaldast hefði verið að láta eins og ekkert hefði gerst. Í september 2003 hafi ástand hennar verið orðið þokkalegt en samt hafði hún tilhneigingu til ákveðins ótta og til dæmis að hrökkva við ef hún heyrði umfjöllun um kynferðisofbeldi. Aðspurð kvað vitnið stúlkuna ekki hafa lýst öðrum áföllum, sem hún hefði orðið fyrir, og lýsti lífinu sem einföldu og að hún hefði verið sátt við það áður en þetta gerðist. Spurð um hugsanleg áhrif eineltis kvað vitnið það ekki skilgreint sem áfall í hefðbundnum skilningi. Kvað hún stúlkuna hafa átt undir högg að sækja á meðal jafnaldra en það væri ekki upplifun sem ylli einkennum áfallaröskunar. Þá kvað vitnið stúlkuna aldrei hafa minnst á að hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti áður. Niðurstaða. Ákærði hefur neitað sök og ber fyrir sig minnisleysi um atburði á heimili hans aðfararnótt 10. nóvember 2002. Hann sagði í skýrslu sinni hjá lögreglu hafa verið í „black out”. Eiginkona hans, vitnið H, staðfesti ástand hans um nóttina og kvaðst hafa þurft að drösla honum upp á aðra hæð hússins og skilið við hann fullklæddan til fóta í rúminu áður en hún gekk sjálf til náða. Þá liggja fyrir niðurstöður blóð- og alkóhólrannsóknar, en alkóhól í blóði ákærða þennan morgun reyndist vera 0,57‰ og 0,78‰ í þvagi. Einnig hefur vitnið Kristján rannsóknarlögreglumaður borið að ákærði hafi verið timbraður þegar hann var handtekinn þennan morgun. Eins og rakið hefur verið bar ákærði við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann myndi eftir því að hafa farið á klósett einhvern tíma um morguninn og að hann hafi farið inn í herbergið þar sem C og D sváfu. Hér fyrir dómi staðfesti ákærði það sem þar segir og kvaðst hafa „kíkt inn”. Gat hann ekki gefið skýrAr á því sem haft er eftir honum í lögregluskýrslu um hugsanlega skýringu á brotthvarfi C úr íbúðinni. Vitnið H kvaðst ekki muna eftir því að ákærði hefði rætt þetta við hana eins og ákærði heldur fram í lögregluskýrslunni. Einnig hefur ákærði borið að hann hafi verið í rúmi sínu þegar hann vaknaði og í nærbuxum einum fata og fær það stoð í vitnisburði H. Framburður C hefur verið staðfastur frá upphafi. Lýsti hún atburðarrásinni í öllum meginatriðum á sama veg hjá lögreglu, á neyðarmóttöku og fyrir dóminum. Dómarar málsins horfðu á myndbandsupptöku af skýrslutöku af stúlkunni. Það er mat dómsins að framburður hennar hafi verið einlægur og einkar trúverðugur. Getur atburðarrásin eins og hún lýsti henni vel samrýmst því andlega ástandi sem hún var í þegar vitnin J, F og T tóku á móti henni fyrst eftir atburðinn. Hafa þau öll borið að hún hafi komið til þeirra í náttbuxum, hlýrabol og sokkum einum fata og í afar mikilli geðshræringu. Kannast vitnið D við að stúlkan hafi gengið til náða í þessum fötum. Þá bera móðir hennar, LG, rannsóknarlögreglumaðurinn Kristján og Ósk, læknir á neyðarmóttöku á sama veg um ástand hennar skömmu eftir atburðinn. DNA rannsókn sú sem lýst hefur verið ítarlega hér að framan þykir renna traustum stoðum undir það að samskipti hafi átt sér stað á milli ákærða og stúlkunnar. Samræmist það vitnisburði Gunnlaugs Geirssonar prófessors sem kvað ólíklegt að þornað munnvatn, sem fyrir væri í rúminu, gæti borist á brjóst stúlkunnar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er ljóst að C bar þess merki að hafa orðið fyrir verulegu áfalli þennan morgun. Skýringar ákærða á sakargiftum hennar á hendur honum þykja ekki fá staðist og úr öllu samhengi við viðbrögð stúlkunnar fyrst eftir atburðinn. Hefur ekkert komið fram í málinu sem rýrir trúverðugleika frásagnar stúlkunnar. Þegar litið er til vitnisburða og sýnilegra sönnunargagna í málinu þykir mega leggja framburð C til grundvallar niðurstöðu málsins. Þrátt fyrir neitun ákærða telur dómurinn að hann hafi framið brot það sem í ákæru greinir og er þar réttilega fært til refsiákvæðis. Viðurlög. Ákærði hefur í máli þessu verið fundinn sekur um kynferðisbrot gagnvart þremur stúlkum sem voru vinkonur stjúpdóttur hans og komu því oft á heimili hans. Með brotum sínum misnotaði ákærði aðstöðumun í aldri og þroska gagnvart stúlkunum og brást trúnaðartrausti þeirra. Brot ákærða gegn C var sérlega gróft. Sakavottorð ákærða hefur ekki áhrif á niðurstöðu máls þessa. Þykir refsing hans með hliðsjón af því sem að framan hefur verið rakið hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Frá refsivist ber að draga 10 daga vegna gæsluvarðhalds sem ákærði sætti óslitið frá 10. til 19. nóvember 2002. Með vísan til eðlis brots ákærða gegn C þykir skilorðsbinding ekki koma til greina. Skaðabótakröfur. Af hálfu U fyrir hönd ólögráða dóttur hennar A hefur verið lögð fram miskabótakrafa að fjárhæð 60.000 krónur auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi er liðinn er mánuður frá því ákærða var kynnt bótakrafan til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um þóknun vegna réttargæslu en réttargæsla á fyrri stigum málsins hefur þegar greidd. Bótakröfunni til stuðnings er vísað til 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992 en A var 13 ára þegar umrædd atvik áttu sér stað, sem og 209. gr. almennra hegningarlaga. Þolandi kynferðisbrots verði alltaf fyrir miskatjóni og hafi dómstólar ávallt dæmt miskabætur í slíkum málum sé þeirra krafist. Þá er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Brot ákærða gegn brotaþola eru til þess fallin að valda henni óþægindum. fram er komið í málinu að hún hafi forðast að koma á heimili D, vinkonu sinnar, eftir þennan atburð. Með vísan til framanritaðs er ákærði á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga dæmdur til að greiða brotaþola 60.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá 18. apríl 2003 til greiðsludags. Af hálfu L fyrir hönd ólögráða dóttur hennar B hefur verið lögð fram miskabótakrafa að fjárhæð 300.000 krónur auk vaxta skv. III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. maí 2002 til greiðsludags. Einnig er krafist málskostnaðar að mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun. Gerð er krafa um að dráttarvextir leggist við höfuðstól miskabóta á 12 mánaða fresti í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir upphafsdag vaxta allt í samræmi við 12. gr. laga nr. 38/2001. Bótakrafan er byggð á því að ákærði hafi misnotað traust B þegar hann áreitti hana kynferðislega. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafi stúlkan lýst mikilli vanlíðan sinni eftir þetta atvik. Um sé að ræða alvarlegt brot gegn persónu, friði og frelsi brotaþola sem hafi haft og muni hafa áhrif á andlega líðan hennar. Um lagarök var vísað til XX. kafla laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Málskostnaðarkrafan er byggð á 4. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991 og sbr. 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Dráttarvaxtakrafa er byggð á III. kafla laga nr. 38/2001 sbr. 129. gr. laga nr. 91/1991. Ljóst er að brotaþoli hefur orðið fyrir miska vegna brots ákærða enda brotið til þess fallið að valda henni óþægindum. Ákærði misnotaði aðstöðu- og aldursmun milli hans og stúlkunnar og brást trúnaðartrausti hennar. Með vísan til framanritaðs er ákærði með vísan til 26. gr. skaðabótalaga dæmdur til að greiða brotaþola 100.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá 18. apríl 2003 til greiðsludags. Réttargæslumaður C, sem er ólögráða, hefur fyrir hennar hönd krafist miskabóta skv. endanlegri kröfugerð að fjárhæð 500.000 krónur auk vaxta skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. nóvember 2002 til ess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafan er kynnt ákærða en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Auk þess er gerð krafa um þóknun við réttargæslu úr hendi sakbornings skv. framlögðum málskostnaðarreikningi að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun. Bótakrafan er byggð á því að ákærði hafi með athöfnum sínum brotið gróflega gegn C sem var aðeins nýorðin 14 ára þegar ofbeldið átti sér stað. Stúlkunni hafi liðið mjög illa eftir þetta. Ákærði sé fullorðinn maður og miklu eldri en stúlkan og hafi hún átt að geta treyst honum enda var hún í hans umsjá og undir verndarvæng hans þar sem hún gisti á heimili hans. Um sé að ræða gróft trúnaðarbrot sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir brotaþola. Brot ákærða gagnvart C voru stórfelld. Af framburði brotaþola, vitna og sálfræðilegu mati Vigdísar Erlendsdóttur, sem hún staðfesti fyrir dóminum, þykir í ljós leitt að brotaþoli leið fyrir brot ákærða um allanga hríð. Með hliðsjón af öllu framanrituðu er ákærði á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga dæmdur til að greiða brotaþola 400.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá 18. apríl 2003 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., 400.000 krónur, svo og þóknun réttargæslumanna brotaþola, Björgvins Jónssonar hrl. 50.000 krónur, Sifjar Konráðsdóttur hrl. 50.000 krónur, Þórdísar Bjarnadóttur hdl. kr. 120.000 krónur og Helgu Leifsdóttur hdl. 120.000 krónur. Dóminn kveða upp Arnfríður Einarsdóttir settur héraðsdómari, sem dómsformaður, og héraðsdómararnir Sigurður Hallur Stefánsson og Skúli J. Pálmason. DÓMSORÐ: Ákærði, X, sæti fangelsi í 12 mánuði. Frá refsivist dregst 10 daga gæsluvarðhald sem ákærði sætti óslitið frá 10.-19. nóvember 2002. Ákærði greiði U fyrir hönd ólögráða dóttur hennar A 60.000 krónur með dráttarvöxtum frá 18. apríl 2003 til greiðsludags. Ákærði greiði L fyrir hönd ólögráða dóttur hennar 100.000 krónur með dráttarvöxtum frá 18. apríl 2003 til greiðsludags. Ákærði greiði LG fyrir hönd ólögráða dóttur hennar C 400.000 krónur með dráttarvöxtum frá 18. apríl 2003 til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Hilmars Ingimundarsonar hrl., 400.000 krónur, svo og þóknun réttargæslumanna brotaþola, Björgvins Jónssonar hrl. 50.000 krónur, Sifjar Konráðsdóttur hrl. 50.000 krónur, Þórdísar Bjarnadóttur hdl. kr. 120.000 krónur og Helgu Leifsdóttur hdl. 120.000 krónur.
Mál nr. 428/2009
Kaupsamningur Lánssamningur Gjalddagi Sýkna að svo stöddu Skriflegur málflutningur
Ó, E og J seldu F alla hluti í félaginu Í og rann kaupverðið inn á tiltekinn bankareikning í eigu félagsins H, sem var einnig í eigu þeirra. Talið var að greiðslur frá F, sem bárust inn á bankareikning H, yrðu að skoðast sem lánveiting til H frá Ó, E og J, sem nýta hefði átt til ráðstafana í tengslum við að koma nokkrum fasteignum í verð. Jafnframt yrði að líta svo á að lánið hefði ekki átt að koma til endurgreiðslu fyrr en þessu væri lokið. Ó þótti ekki hafa sýnt fram á að fullnægt væri skilyrðum til að telja gjalddaga lánsins kominn samkvæmt þessum skilmála og gæti hann því ekki krafið H um greiðslu lánsins. Var H því sýkn að svo stöddu af kröfu Ó.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 28. júlí 2009. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 15.119.728 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 27. júní 2007 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi hefur ekki sótt þing í málinu eftir að hann skilaði greinargerð fyrir Hæstarétti. Að fram kominni skriflegri sókn áfrýjanda samkvæmt 4. mgr. 158. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála með áorðnum breytingum var málið dómtekið án munnlegs flutnings. Eins og fram kemur í héraðsdómi er ágreiningur aðilanna sprottinn af því að 31. maí 2007 seldu áfrýjandi, Eyjólfur Unnar Eyjólfsson og Jóhann Bjarki Ólason Farþingi ehf. alla hluti í Íslandsfrakt ehf. fyrir 110.000.000 krónur, sem skyldu renna inn á tiltekinn bankareikning í eigu stefnda, en fyrir liggur að áfrýjandi og fyrrnefndir tveir menn voru þá jafnframt einu hluthafarnir í stefnda. Áður en þessi kaupsamningur var gerður mun Íslandsfrakt ehf. hafa ráðstafað nokkrum fasteignum til stefnda, sem mun jafnframt hafa tekið yfir skuldbindingar vegna þeirra. Fallist verður á með héraðsdómi að líta verði svo á að greiðslur frá Farþingi ehf., sem bárust inn á bankareikning stefnda, hafi verið lánveiting til hans frá áfrýjanda og hinum hluthöfunum tveimur, sem nýta hafi átt til ráðstafana í tengslum við þessar fasteignir til að koma þeim í verð, svo og að þetta lán hafi ekki átt að koma til endurgreiðslu fyrr en að því loknu. Þegar málið var dómtekið í héraði hafði ekki verið sýnt fram á að fullnægt væri skilyrðum til að telja gjalddaga lánsins kominn samkvæmt þessum skilmála. Fyrir Hæstarétti telur áfrýjandi þessum skilyrðum á hinn bóginn fullnægt og vísar í því sambandi meðal annars til þess að stefndi hafi 26. október 2009 gefið út afsal fyrir tiltekinni fasteign, sem áfrýjandi lagði fram með skriflegri sókn í málinu 5. mars 2010. Skjal þetta var lagt fram löngu eftir að lokið var fresti áfrýjanda til gagnaöflunar fyrir Hæstarétti, sbr. 1. mgr. 160. gr. laga nr. 91/1991, og verður því ekkert til þess litið. Áfrýjandi hefur því ekki nú frekar en fyrir héraðsdómi sýnt fram á að sá tími sé kominn að hann geti krafið stefnda um endurgreiðslu lánsins. Hinn áfrýjaði dómur verður því staðfestur. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Óskar Stefán Gíslason, greiði stefnda, Holtshúsum ehf., 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5. maí 2009. Mál þetta höfðaði Óskar Stefán Gíslason, kt. 260459-5469, Miðvangi 6, Hafnarfirði, með stefnu birtri 11. júlí 2008 á hendur Holtshúsum ehf., kt. 420307-3650, Fífuseli 4, Reykjavík. Málið var dómtekið 7. apríl sl. Stefnandi krefst greiðslu á 15.119.728 krónum með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 17.500.000 krónum frá 27. júní 2007 til 23. júlí sama ár, af 10.000.000 króna frá þeim degi til 31. október sama ár, en af 15.119.728 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að fjárhæð 711.479 krónur. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda. Til vara krefst hann sýknu að svo stöddu. Til þrautavara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann málskostnaðar. Stefnandi var einn hluthafa í Íslandsfrakt ehf. Átti hann 25% hlutafjár, en Eyjólfur Unnar Eyjólfsson átti 50% hlut og Jóhann Bjarki Ólason 25%. Þeir eiga einnig stefnda í sömu hlutföllum. Þessir þrír aðilar seldu Farþingi ehf. allt hlutafé í Íslandsfrakt vorið 2007. Aðilar hafa lagt fram í málinu samning dagsettan 31. maí 2007, en í honum segir að hann komi í stað samnings um sama efni dags. 3. apríl 2007. Lögðu stefnandi og stefndi raunar fram sitt hvort eintakið. Á eintaki því er stefnandi lagði fram var undirritun hans ekki á skjalinu, en hana er að finna á eintakinu sem stefndi lagði fram. Er fullyrt í stefnu að stefnandi hafi ekki undirritað samninginn. Söluverð hlutabréfanna samkvæmt samningnum var 110.000.000 króna. 70 milljónir skyldi greiða 8. júní 2007 og eftirstöðvar er áreiðanleikakönnun væri lokið, þó ekki síðar en 8. júlí 2007. Kaupverðið skyldi greitt inn á tiltekinn bankareikning stefnda Holtshúsa. Stefnandi sagði fyrir dómi að hann hefði ekki tekið þátt í samningagerð um söluna. Hann hefði treyst félögum sínum fyrir þessu eins og öðru. Hann sagði að Unnar hefði talað um að þetta væri millilending fyrir peningana að láta leggja þá inn á reikning stefnda. Hann sagði að Holtshús hefði verið stofnað til að halda utan um þær eignir er þeir hefðu haldið eftir úr Íslandsfrakt, þ.e. fasteignir. Hann kvaðst ekki muna til þess að sagt hefði verið að féð ætti að fara í viðhald og annan kostnað. Hann hefði haldið að það ætti að borga út strax. Aldrei hefði verið talað um neitt lán. Eyjólfur Unnar Eyjólfsson sagði fyrir dómi að þeir hefðu tekið fasteignirnar út úr Íslandsfrakt áður en þeir seldu félagið. Það hefði verið nauðsynlegt að fá fé til að ljúka við fasteignirnar og selja þær. Skuldirnar hefðu ekki fylgt Íslandsfrakt. Stefnandi lagði fram umboð er hann veitti Eyjólfi Unnari til að ganga frá sölu á hlutafé sínu í Íslandsfrakt og undirrita tilheyrandi gögn. Umboðið er dagsett 26. júní 2007, en þann dag voru greiddar 70 milljónir inn á reikning stefnda. Farþing greiddi síðan 20.478.911 krónur inn á reikninginn þann 31. október 2007. Meira var ekki greitt af kaupverðinu og höfðaði Farþing mál til að rifta kaupunum. Samkvæmt gögnum málsins voru stefnanda greiddar 7.500.000 krónur þann 23. júlí 2007 og 2.000.000 þann 2. nóvember sama ár. Þá fullyrðir stefndi í greinar­gerð sinni að 3. júlí hafi verið greiddar 500.000 krónur. Því mótmælti lögmaður stefnanda í málflutningi. Liggur frammi ljósrit færsluyfirlits þennan þar sem 500.000 krónur eru teknar af reikningi stefnda og greiddar stefnanda. Stefnandi kannaðist við í skýrslu sinni fyrir dómi að hafa fengið þessar greiðslur. Nokkru áður en hlutaféð var selt var gengið frá yfirlýsingu þar sem eignarhald að sjö fasteignahlutum var fært frá Íslandsfrakt til stefnda. Var yfirlýsingin staðfest af löggiltum endurskoðanda og henni þinglýst. Aðilar lögðu undir rekstri málsins fram nokkur skjöl er sýna fasteignaviðskipti stefnda og áður Íslandsfraktar. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja mál þetta á almennum reglum eignarréttar og kröfu- og samningaréttar. Einnig byggi hann á reglum um óréttmæta auðgun. Stefnandi kveðst hafa átt 25% hlutafjár í Íslandsfrakt ehf. Hann kveðst hafa veitt framkvæmdastjóra stefnda umboð til að ganga frá sölu hlutafjárins. Í því umboði hafi ekki falist heimild til ráðstöfunar söluverðsins. Hann hafi veitt umboð sitt til sölunnar gegn því sjálfsagða og eðlilega skilyrði að hann fengi greitt andvirðið. Stefnda hafi borið að greiða stefnanda hans hluta af því. Enn sé eftir að greiða stefnanda 15.119.728 krónur af þeim hluta söluverðsins sem sannanlega hafi verið greiddur. Greitt hafi verið inn á reikning stefnda og því beri honum að greiða stefnanda hans hlut. Hann sé réttur eigandi þessa fjár. Stefnandi segir að umráð stefnda yfir kaupverðinu séu með öllu heimildarlaus. Í öðru lagi byggir stefnandi á því að hann hafi eignast kröfu á stefnda þegar honum var greitt söluverðið. Ákvæði kaupsamningsins um að kaupverð skuli greitt á reikning stefnda skapi honum engan rétt til fjárins. Með þessu sé aðeins tilgreindur greiðslustaður. Þetta feli aðeins í sér tímabundið lán til stefnda sem honum hafi borið að endurgreiða um leið og krafist var. Stefnandi kveðst hafa krafist greiðslu með bréfi dags. 30. apríl 2008. Verði ekki á fyrrgreindar málsástæður fallist byggir stefnandi á því að stefndi hafi auðgast með óréttmætum hætti er kaupverðið var greitt inn á reikning hans. Með kaupsamningnum hafi forsvarsmenn félagsins tilgreint greiðslustað þar en ekki hjá réttum eigendum. Þetta hafi verið gert án vitundar og vilja stefnanda. Stefndi hafi ekki innt neitt gagngjald af hendi. Því hafi stefndi auðgast á kostnað stefnanda um fjárhæð er nemur stefnufjárhæðinni. Loks byggir stefnandi á því að greiðsluskylda hafi verið viðurkennd með inn­borgun að fjárhæð 7.500.000 krónur hinn 23. júlí 2007. Stefnandi krefst vaxta frá þeim degi er kaupverð var greitt inn á reikning stefnda, enda hafi stefnda þá borið að greiða það réttum eiganda. Í stefnu er skorað á stefnda að leggja fram gögn úr bókhaldi sínu um meðferð eða ráðstöfun á söluandvirði hlutanna í Íslandsfrakt, 90.478.911 króna, en fé þetta hafi verið lagt inn á reikning stefnda 27. júní og 31. október 2007. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir á því að stefnandi hafi ásamt félögum sínum ákveðið að lána stefnda söluandvirðið. Vísar hann til áritunar stefnanda á kaupsamninginn. Tilgangur lánveitingarinnar hafi verið að gera stefnda kleift að ljúka við þau fasteignaverkefni sem hann vann að. Lánið hafi átt að endurgreiða þegar þeim verkefnum væri lokið og þau hefðu verið gerð upp. Uppgjörinu sé ekki lokið og því sé gjalddagi ekki kominn. Því beri að sýkna. Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda. Stefndi mótmælir því að hann hafi auðgast með ólögmætum hætti á kostnað stefnanda. Gjalddagi lánsins sem stefnandi veitti sé ekki kominn. Stefndi hafi ekki auðgast enda hafi lánsfénu verið ráðstafað í fasteignaverkefni sem tilheyrðu Íslands­frakt, félaginu sem umræddar greiðslur fengust fyrir. Greiðslum hafi verið ráðstafað til framkvæmda og þá um leið til að auka virði eigna og greiða af lánum. Þróun á fasteignamarkaði hafi hins vegar rýrt verðmæti eignanna og hafi það gert endur­greiðslu lána erfiðari. Stefndi mótmælir því að stuðst hafi verið við umboð sem ekki hafi heimilað ráðstöfun söluandvirðisins til stefnda. Ljóst sé að stefnandi hafi samþykkt ráðstöfun söluandvirðisins til stefnda. Tilgangurinn geti ekki hafa verið annar en sá að lána fjárhæðina. Þá sé tilgangur lánveitingarinnar ljós. Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfu. Þó svo að greiðsluskylda væri til staðar hefði hún stofnast seinna heldur en stefnandi byggi á, í fyrsta lagi við þingfestingu málsins. Varakröfu um sýknu að svo stöddu byggir stefndi á því að lánið hafi verið veitt til að ljúka umræddum fasteignaverkefnum. Greiða hafi átt til baka þegar umræddar fasteignir hefðu verið seldar og greiddar. Sá tími sé ekki kominn og því ekki gjald­dagi lánsins. Stefndi vísar til laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og meginreglna samninga- og kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga, vanefndir og vanefndaúrræði. Forsendur og niðurstaða Stefndi var hluthafi í Íslandsfrakt og er hluthafi í stefnda. Í stefnu er ekki fjallað neitt um fasteignaviðskipti þau sem Íslandsfrakt og síðar stefndi stóð í, en stefnandi sat í stjórn beggja félaganna. Er ótrúverðugt að stefnandi hafi ekki fylgst með og ekki vitað neitt um rekstur félaganna. Ákveðið var í kaupsamningnum að söluandvirðið skyldi greitt inn á reikning stefnda. Sú skýring eða tilgáta stefnanda að þetta hafi átt að vera millilending, greiða hafi átt hluthöfunum strax, er ekki trúverðug. Þegar litið er til allra atvika er nær­tækust og líkleg sú skýring stefnda, og Eyjólfs Unnars í aðilaskýrslu hans, að féð ætti að nýta í rekstri stefnda og að reyna með ráðstöfun eigna að tryggja fé sem unnt væri að ráðstafa til hluthafanna. Að þessu athuguðu verður heldur ekki fallist á að stefndi hafi auðgast með óréttmætum hætti með því að féð rann til hans. Stefnandi byggir á því til vara að féð hafi runnið sem lánsfé til stefnda. Á þessu byggir stefndi einnig mál sitt og verður því að leggja það til grundvallar. Ekki verður fallist á það að stefnandi geti krafist endurgreiðslu þegar í stað. Líta verður svo á að féð skyldi nýtt til reksturs stefnda. Að til endurgreiðslu komi þegar viðskipti hafa verið gerð upp og fjárhagsstaða félagsins leyfir, eða unnt er að slíta félaginu. Því er ekki haldið fram að sú staða sé komin upp. Gögn þau um fasteignaviðskipti sem lögð voru fram sýna ekki að stefndi hafi ráðstafað öllum sínum og eignum og innheimt allt sitt fé. Hefur stefndi því ekki sannað að hann geti nú þegar krafið stefnda um endur­greiðslu fjárins. Ekki er unnt að fallast á það með stefnanda að með því að greiða 7.500.000 krónur til stefnanda hafi stefndi viðurkennt skyldu sína til að greiða stefnanda fjórðung söluandvirðisins. Eins og að framan er lýst er talið að aðilar hafi sammælst um að nýta féð til að ljúka við húsbyggingar sem stefndi, áður Íslandsfrakt, hafði með höndum og freista þess að ná hagnaði af þeim viðskiptum. Greiðsla á fyrirfram ætluðum hagnaði er ekki í ósamræmi við slíka ráðagerð. Þar sem lagt er til grundvallar í samræmi við málatilbúnað stefnda að hann skuldi stefnanda fé verður hann aðeins sýknaður að svo stöddu. Þá er ekki tímabært að leysa úr um fjárhæð skuldarinnar. Stefnanda verður í samræmi við þessa niðurstöðu gert að greiða stefnda 300.000 krónur upp í málskostnað hans. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð Stefndi, Holtshús ehf., er sýkn að svo stöddu af kröfum stefnanda, Óskars Stefáns Gíslasonar. Stefnandi greiði stefnda 300.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 14/2013
Hæfi dómara Meðdómsmaður Ómerking héraðsdóms Heimvísun
F krafðist bóta úr hendi V hf. og R vegna líkamstjóns af völdum umferðarslyss, en með hinum áfrýjaða dómi var þeirri kröfu hafnað. Fyrir Hæstarétti krafðist F ómerkingar dómsins m.a. á grundvelli þess að annar meðdómsmanna í héraði hafi verið vanhæfur til að taka sæti í dóminum þar sem hann hafi tekið að sér ýmis verk fyrir V hf. og þegið fyrir það greiðslur. Fram kom í gögnum málsins að meðdómsmaðurinn hafði margoft verið tilnefndur af V hf. til trúnaðarstarfa við örorkumöt. Þegar þessi störf væru virt og greiðslur fyrir þau á tilteknu tímabili féllst Hæstiréttur á það með F að hún þyrfti ekki að sæta því að hann tæki sæti sem meðdómsmaður í málinu, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var því tekin til greina aðalkrafa F um ómerkingu hins áfrýjaða dóms.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. janúar 2013. Hún krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar á ný, en til vara að stefndu verði gert að greiða sér sameiginlega 3.289.135 krónur með 4,5% ársvöxtum af 937.500 krónum frá 28. september 2007 til 28. desember sama ár en af 3.289.135 krónum frá þeim degi til 25. mars 2009, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 17. apríl 2009 að fjárhæð 500.000 krónur. Í báðum tilvikum krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi Vörður tryggingar hf. krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefndi Ragnar Heiðar Jónsson hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Verður því litið svo á að hann krefjist staðfestingar héraðsdóms, sbr. 3. mgr. 158. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hinn 14. júní 2012 var málsaðilum tilkynnt að héraðsdómari hefði kvatt til sem sérfróða meðdómsmenn bæklunarlæknana Guðna Arinbjarnar og Ríkharð Sigfússon. Áfrýjandi andmælti kvaðningunni með bréfi 18. sama mánaðar og taldi þá báða vanhæfa til setu í dómi vegna máls sem lögmaður hennar væri með hjá úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og lyti að ætluðum mistökum annars meðdómsmannsins, en hinn kæmi þar við sögu sem álitsgjafi landlæknis. Með úrskurði héraðsdóms 22. júní 2012 var þessari kröfu hafnað og var sá úrskurður staðfestur með dómi Hæstaréttar 20. ágúst sama ár í máli nr. 479/2012. Krafa áfrýjanda um ómerkingu hins áfrýjaða dóms er meðal annars reist á því að meðdómsmaðurinn Guðni Arinbjarnar hafi verið vanhæfur og er nú byggt á annarri ástæðu en á reyndi í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar. Telur áfrýjandi að fram hafi komið upplýsingar um tengsl milli stefnda Varðar trygginga hf. og meðdómsmannsins sem felist í því að hann hafi tekið að sér ýmis verk fyrir stefnda og þegið fyrir það greiðslur frá honum. Þessu andmælir stefndi Vörður tryggingar hf. og bendir á að umræddur meðdómsmaður sé hvorki trúnaðarlæknir sinn né þeir í föstu viðskipta- eða ráðningarsambandi. Stefndi Vörður tryggingar hf. lagði fram yfirlit 3. apríl 2013 um greiðslur félagsins til meðdómsmannsins á árunum 2008 til 2012, en samtals nema þær 9.388.675 krónum. Fram kemur að um sé að ræða 96 færslur sem skiptist þannig: 2 vegna læknisvottorðs, 4 fyrir störf sem dómkvaddur matsmaður, 3 vegna mats samkvæmt samkomulagi við tjónþola, 41 vegna mats samkvæmt tilnefningu tjónþola, 31 vegna mats samkvæmt tilnefningu stefnda og 15 vegna matsgerða þar sem ekki liggi fyrir hver hafi tilnefnt matsmann en líklega hafi verið samkomulag um tilnefninguna. Ekki liggur fyrir hvernig verkin skiptast eftir árum eða sundurliðun fjárhæða miðað við þessa skiptingu á verkum. Samkvæmt þessu hefur meðdómsmaðurinn margoft verið tilnefndur af stefnda til trúnaðarstarfa við örorkumöt. Þegar þessi störf eru virt og greiðslur fyrir þau á fyrrgreindu tímabili verður fallist á það með áfrýjanda að hún þurfi ekki að sæta því að umræddur matsmaður taki sæti sem meðdómsmaður í málinu, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Um þetta má hafa til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 14. október 2010 í máli nr. 781/2009. Af þessu leiðir að ómerkja ber hinn áfrýjaða dóm. Stefndi Vörður tryggingar hf. greiði áfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Stefndi Vörður tryggingar hf. greiði áfrýjanda, Fríðu Margréti Friðriksdóttur, 400.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2012. Mál þetta, sem var dómtekið 28. september sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Fríðu Margréti Friðriksdóttur, Kvistavöllum 7, Hafnarfirði á hendur Verði tryggingum hf., Borgartúni 25, Reykjavík og Ragnari Heiðari Jónssyni, Kvíholti 1, Hafnarfirði, með stefnu, birtri 1. desember 2009. Stefnandi gerir þær dómkröfur, að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða stefnanda 3.319.135 krónur, ásamt 4,5% ársvöxtum frá slysadegi, þeim 28. september 2007, til 25. mars 2009, en með dráttarvöxtum samkvæmt lögum nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 500.000 krónum, hinn 17. apríl 2009. Þá er gerð krafa um málskostnað að skaðlausu. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda og þess að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Málavextir Mál þetta lýtur að fjárkröfum stefnanda vegna afleiðinga umferðaróhapps hinn 28. september 2007. Um fjögurra bíla árekstur var að ræða þar sem hver bifreiðin ók aftan á hina. Bifreið stefnanda var næstsíðust í röðinni. Myndir af bifreiðinni á slysstað sýna að hún er nánast óskemmd. Stefnandi byggir á matsniðurstöðu Björns Daníelssonar lögmanns og Bjarna Valtýssonar læknis. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að varanlegur miski stefnanda næmi 10 stigum og varanleg örorka 10%. Stefndi, Vörður tryggingar hf., gerði stefnanda tilboð um að ljúka málinu með greiðslu bóta sem tóku mið af 7 stiga og 7% varanlegri örorku. Tilboð þetta var sett fram með öllum fyrirvara og áskilnaði um að neyta heimildar 10. gr. laga nr. 50/1993, það er að vísa áliti þeirra Björns Daníelssonar og Bjarna Valtýssonar til örorkunefndar. Stefnandi hafnaði tilboðinu en óskaði þess að greidd yrði innborgun að fjárhæð 500.000 kr. sem stefndi bauðst til að greiða og var hún innt af hendi 15. apríl 2009 og málinu jafnframt skotið til úrlausnar nefndarinnar. Hinn 1. desember 2009 var stefna málsins gefin út og birt stefndu og tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 10. desember 2009. Hinn 28. desember 2009 barst stefndu álitsgerð örorkunefndar sem gefin var út hinn 17. desember 2009. Niðurstaða nefndarinnar er sú að eina tjón stefnanda vegna óhapps þessa hafi verið veikindi án rúmlegu í tvo mánuði 28. september 2007 til og með 28. nóvember 2007 sem veitir stefnanda rétt til þjáningabóta þá daga. Annað tjón hefði ekki hlotist af þessu óhappi. Stefnandi hafði áður lent í slysum, meðal annars hinn 14. febrúar 2002, og stendur nú í málaferlum við Sjóvá-Almennar tryggingar vegna þess slyss. Mun stefnandi hafa slasast á sömu líkamshlutum í báðum þessum árekstrum. Í september 2010 fór stefnandi fram á að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta tjón stefnanda vegna slysanna. Til verksins voru fengnir þeir Torfi Magnússon læknir og Sigurður Arnalds hrl. Matsgerð þeirra er dagsett 9. júní 2011 og er niðurstaðan sú að afleiðingar vegna slyssins 28. september 2007 hafi verið 10% varanlegur miski skv. 4. gr. skaðabótalaga og 12% varanleg örorka skv. 5. gr. sömu laga. Stefndu óskuðu yfirmats og lögðu fram beiðni þar að lútandi hinn 21. júní 2011. Til verksins voru dómkvaddir þeir Stefán Carlsson bæklunarlæknir, Sigurður Thorlacius, heila- og taugalæknir, og Birgir G. Magnússon hdl. Yfirmatsgerðin lá fyrir 1. desember 2011 og varð niðurstaðan sú að stefnandi hafi ekki orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna slyssins 28. september 2007 og því væri hvorki til að dreifa hjá henni varanlegum miska né varanlegri örorku vegna þess. Hinn 16. desember 2011 óskaði stefnandi eftir dómkvaðningu vélaverkfræðings til að meta meðal annars líklegan hraða bifreiðar þeirrar er ók aftan á bifreið stefnanda hinn 28. september 2007 sem og líklegan þyngdarkraft sem verkað hafi á stefnanda við áreksturinn. Magnús Þór Jónsson prófessor var dómkvaddur til verksins og lá matsgerð hans fyrir í maí 2012. Niðurstaðan var sú að ætlaður hraði bifreiðarinnar hafi verið um 30 km/klst. og telur matsmaðurinn að miðað við það hafi höfuð stefnanda fengið hröðun sem sé yfir 20 g og því séu miklar líkur á varanlegum áverka vegna árekstursins. Að fenginni þessari niðurstöðu lýstu lögmenn gagnaöflun lokið í málinu og dómari tilkynnti að sérfróðir meðdómendur yrðu bæklunarlæknarnir Guðni Arinbjarnar og Ríkarður Sigfússon. Lögmaður stefnanda taldi þá vanhæfa til verksins. Úr þeim ágreiningi var fyrst leyst með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 22. júní 2012 þar sem kröfunni um að þeir vikju sæti var hafnað. Úrskurðurinn var staðfestur með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 479/2012 frá 20. ágúst 2012. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir dómkröfur sínar á 88. gr. umferðarlaga, samanber 1. mgr. 90. gr., sbr. 1. mgr. 91. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. og 1. mgr. 97. gr. sömu laga. Stefnandi rökstyður dómkröfur sínar tölulega með neðangreindum hætti, sbr. niðurstöður sérfræðimatsgerðarinnar frá 24. febrúar 2009. 3. Þjáningabætur kr. 127.800 4. Annað fjártjón og sjúkrakostnaður kr. 30.000 Samtals er krafan að fjárhæð kr. 3.319.135 Séu kröfur þessar byggðar á þeim sömu grunnfjárhæðum sem miðað sé við í bótatilboði hins stefnda félags frá 7. apríl 2009, að því frágengnu að miðað sé við niðurstöður sérfræðimatsins sem sótt hafi verið með heimild í 10. gr. skaðabótalaga. Bætur fyrir annað fjártjón og sjúkrakostnað byggir stefnandi á 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga og að hún hafi haft nokkurn kostnað af máli þessu, vegna komu til lækna og greiðslu til þeirra vegna læknisathugana og vegna sjúkraþjálfunar. Varðandi mót hjá læknum og matsmönnum sé einnig kostnaður fyrir akstur og einnig símakostnaður. Byggir stefnandi á að kostnað þennan sé eðlilegt að meta að álitum, sbr. niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 35/2009. Hvað varði væntanlegt álit örorkunefndar áskilur stefnandi sér rétt til að mótmæla niðurstöðum þess, meðal annars af þeim sökum að formaður nefndarinnar, Sveinn Sveinsson, hafi ekki verið á matsfundi og komi því ekki að matinu með löglegum hætti. Sé það til dæmis hans hlutverk að meta varanlega örorku, en hæpið að hann sé til þess fær í þeirri fjarlægð sem hann hafi verið við það sem meta skuli. Byggir stefnandi á að eftir því sem lengur dragist að álitið verði útgefið, hljóti gildi þess að minnka, en tæpir 10 mánuðir séu liðnir frá því sérfræðimatið hafi farið fram, er stefnandi byggir kröfur sínar á. Brjóti þessi framkvæmd og gegn þeirri meginreglu skaðabótalaga, að stefnandi eigi rétt á því að líkamstjón hans verði metið, er stöðugleikatímapunkti sé náð en tjónþolar eigi rétt á, að slík mál gangi hratt fyrir sig. Þá byggir stefnandi á, beri hið stefnda félag fyrir sig að hún njóti bóta frá almannatryggingum vegna þeirra áverka sem hún hafi hlotið í slysinu, að þær bætur sem hún fái frá almannatryggingum séu ekki vegna þeirra áverka, sem stefnandi hafi hlotið í slysinu í september 2007. Einnig byggir stefnandi á að frádráttur skv. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga hafi verið afnuminn með lögum nr. 53/2009 og að frádrátturinn, ef hann verði talin eiga rétt á sér, nái allavega ekki yfir lengra tímabil en frá stöðugleikatímapunkti til þess tíma sem lög nr. 53/1993 hafi tekið gildi. Stefnandi styður kröfur sínar við meginreglur bótakafla umferðarlaga, eins og lýst hafi verið. Bótafjárhæðina byggir stefnandi á 1. gr. skaðabótalaga til og með 7. gr. Þá skírskoti stefnandi sérstaklega til 10. gr. skaðabótalaga. Stefnandi vísar einnig til reglna vátryggingaréttarins um upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu vátryggingafélaga. Að félögin geti ekki takmarkað ábyrga sína, nema samkvæmt skýrum lagaheimildum. Stefnandi skírskoti einnig til 4. gr. reglugerðar um lögmæltar ökutækjatryggingar nr. 424/2008, sbr. og 1. gr. reglugerðarinnar um vátryggingaráhættu, sem og til efnis ökutækjatilskipana EBE og til greinargerðar með lögum nr. 155/2007. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir á því að afleiðingar umferðaróhappsins sem stefnandi lenti í 28. september 2007, metnar eftir lagareglum skaðabótalaga, séu að fullu bættar. Því beri að taka kröfu stefndu um sýknu til greina. Fyrir liggi matsgerð örorkunefndar, sem hafi falið í sér endurskoðun á mati Björns Daníelssonar hdl. og Bjarna Valtýssonar læknis þar sem metnar afleiðingar séu skilgreindar sem tveggja mánaða þjáningartímabil, sbr. 3. gr. laga nr. 50/1993. Uppreiknaðar þjáningabætur vegna þess tímabils hafi numið 1.420 kr. á dag, er stefndi, Vörður tryggingar hf., hafi gert stefnanda tilboð til sátta hinn 7. apríl 2009. Lengd tímabilsins sé metin sem 62 dagar af hálfu örorkunefndar, 28. september 2009 til 28. nóvember 2009. Heildartala þjáningabóta nemi þannig 88.040 kr. Jafnvel þó 4,5% vextir og hagsmunatengd lögmannsþóknun bætist við þá fjárhæð skuli fullyrt af hálfu stefnda að tjón stefnanda sé að fullu bætt með þeim 500.000 kr. sem greiddar hafi verið stefnanda hinn 15. apríl 2009. Frekara tjón stefnanda sé ósannað. Stefndi hafi nýtt sér lögbundna heimild til að skjóta ágreiningi um matsniðurstöðu þeirra Björns og Bjarna til örorkunefndar sem komist hafi að því að niðurstaða þeirra ætti ekki við rök að styðjast. Því verði ekki frekar á mati þeirra byggt. Til þess sé ætlast að örorkunefnd fari með endurskoðunarhlutverkið. Slíkt leiði beint af orðalagi 10. gr. laga nr. 50/1993 eins og lagagreininni hafi verið breytt með lögum nr. 37/1999. Í lögskýringargögnum sé þess enda getið að nefndinni sé fyrst og fremst ætlað hlutverk sem matsaðili á síðara stigi. Slíkt álit hafi nefndin látið í té og komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu varanlegu tjóni. Því séu ekki forsendur til annars en að sýkna stefndu. Að mati stefndu rýri það á engan hátt gildi álitsgerðar örorkunefndar að allir nefndarmenn hafi ekki verið viðstaddir viðtal stefnanda og þá læknisfræðilegu skoðun sem fram hafi farið á vegum nefndarinnar. Að mati stefndu standi engin rök til þess málatilbúnaðar stefnanda að formaður nefndarinnar sé á einhvern hátt hamlaður frá því að taka afstöðu til þeirra álitaefna sem nefndinni sé ætlað að huga að, þar með talið varanlegrar örorku. Við mat á þeim þætti sé til ítarlegra skriflegra gagna að líta sem fyrst og fremst sé byggt á, en í máli þessu liggi einmitt fyrir gnægð gagna þar sem fjallað sé meðal annars ítrekað um atvinnuþátttöku stefnanda, menntun og félagslegar aðstæður. Staðan í máli þessu er sú að algerlega ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir fjártjóni. Um það beri stefnandi sem bótakrefjandi að sjálfsögðu sönnunarbyrðina. Hans sé að sanna þá staðhæfingu að hann hafi orðið fyrir tjóni og eins byrðina af því að sanna umfang þess tjóns. Sú sönnun sé ekki fyrirliggjandi. Að auki sé það ekki einvörðungu svo að sönnun um tjón liggi ekki fyrir, sem nægi þó eitt og sér til sýknu, heldur stappi nærri að full sönnun liggi fyrir um hið öndverða, að fullsannað sé að stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni. Verði í þessum efnum að vísa til álits örorkunefndar sem hafi hnykkt á þessu atriði með eftirfarandi orðum: „Örorkunefnd telur miðað við frásögn, fyrirliggjandi gögn, þekkingu á slysum og árekstrarmekanisma óhugsandi að tjónþoli hafi hlotið alvarlegan áverka í umferðarslysinu 28. september 2007.“ Auk álitsgerðar örorkunefndar í þessum efnum skuli einnig vísað til fyrirliggjandi ljósmynda frá lögreglunni. Af þeim megi ráða að umferðaróhapp það sem stefnandi hafi orðið fyrir hafi ekki verið harkalegt. Bifreið stefnanda OX-713, sem dæmi, sé nánast óskemmd bæði að framan og aftan. Ekki sé heldur að sjá að nein bifreiðanna sé verulega skemmd þannig að bendi til harkalegrar ákeyrslu. Sýnist unnt að draga þá ályktun af þessum ákomum að næsta ósennilegt sé, ef ekki útilokað, að stefnandi hafi orðið fyrir hálshnykksáverka sem leitt hafi til langvarandi tognana, höfuðverkja og annarra meina. Alltént sýnast ákomur þessar, sem ljósmyndirnar beri með sér, vega þungt á þeim vogarskálum að tjón stefnanda sé ósannað. Það leiði til sýknu. Dráttarvaxtakröfu stefnanda sé til öryggis (ex tuto) mótmælt. Stefndi hafi nýtt sér lögvarinn rétt sinn til að æskja álits örorkunefndar þar sem hann hafi talið sig hafa réttmæta ástæðu til að ætla að kröfugerð stefnanda væri reist á ófullnægjandi forsendum. Það hafi örorkunefnd nú staðfest. Engar lagalegar forsendur séu því fyrir kröfugerð stefnanda hvað dráttarvexti snerti. Því geti ekki komið til þess að stefnanda verði dæmdir dráttarvextir fyrr en í fyrsta lagi frá dómsuppsögudegi, sbr. 9. gr. i.f. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Fyrir liggi að stefnandi hafi efnt til málssóknar þessarar án þess að tímabært væri þar sem fyrir hafi legið að stefndu höfðu nýtt sér nefndan lögvarinn rétt til málskots samkvæmt 10. gr. laga nr. 50/1993. Höfðun málsins hafi því verið að ófyrirsynju við þær aðstæður, sem beri að hafa í huga bæði við mat á því hver upphafstími dráttarvaxta telst vera en einnig við mat á því hvernig fara beri með málskostnað. Fella beri þann kostnað niður verði stefndu ekki hreinlega sýknaðir en í því tilviki beri jafnframt að horfa til þess hvernig til þessa máls hafi verið stofnað. Stefndu vísa til áðurgreindra lagaraka er varðar sýknukröfu. Krafa um málskostnað styðst við 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafist sé álags á málskostnað er nemi virðisaukaskatti, stefndu reki ekki virðisaukaskattskylda starfsemi og beri því nauðsyn til að fá dæmt álag er þeim skatti nemi á hendur stefnanda. Niðurstaða Mál þetta á rætur að rekja til fjögurra bifreiða áreksturs sem var 28. september 2007. Ekið var aftan á bifreið stefnanda sem lenti í kjölfarið á bifreiðinni fyrir framan. Stefndu hafa viðurkennt bótaskyldu í málinu. Ágreiningurinn lýtur að því hvort stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna árekstrarins og hefur stefnandi sönnunarbyrði fyrir því. Í málinu liggja fyrir nokkrar matsgerðir. Er þar fyrst að nefna álitsgerð örorkunefndar samkvæmt 10. gr. laga nr. 50/1993 sem dagsett er 17. desember 2009, en eins og mál þetta liggur fyrir er ekki þörf á að fjalla sérstaklega um fyrstu matsgerðina, þ.e. matsgerð Björns Daníelssonar lögfræðings og Bjarna Valtýssonar læknis, er stefnandi aflaði. Örorkunefnd telur að miðað við frásögn, fyrirliggjandi gögn og þekkingu á slysum og árekstrarmekanisma sé óhugsandi að stefnandi hafi hlotið alvarlegan áverka í umferðarslysinu hinn 28. september 2007. Hafnað er þeim sjónarmiðum stefnanda að formaður örorkunefndar hafi ekki komið að matinu og að matið hafi dregist á langinn. Eðlilegt er að formaður örorkunefndar, sem er lögfræðingur, hafi ekki komið að læknisfræðilegri skoðun á stefnanda, en fyrir örorkunefnd lágu ítarleg skrifleg gögn þar sem fjallað er meðal annars ítrekað um atvinnuþátttöku stefnanda, menntun og félagslegar aðstæður. Í kjölfar álitsgerðar örorkunefndar óskaði stefnandi eftir dómkvaðningu tveggja matsmanna, lögfræðings og læknis, til að meta afleiðingar slyssins. Til verksins voru fengnir þeir Torfi Magnússon og Sigurður Arnalds. Niðurstaða þeirra var sú að varanlegur miski skv. 4. gr. skaðabótalaganna væri 10 stig og varanleg örorka skv. 5. gr. væri 12%. Fyrir utan það að yfirmats skv. 64. gr. laga um meðferð einkamála var krafist, þá er það aðfinnsluvert að stefnandi (matsbeiðandi) kom ekki öllum gögnum dómsmáls þessa til matsmanna svo sem venja stendur til. Rýrir það matsgerð þessa verulega. Niðurstaða yfirmatsgerðar, dags 1. desember 2011, varð sú að stefnandi hafi ekki orðið fyrir heilsutjóni vegna árekstrarins 28. september 2007. Byggt er á þremur atriðum. Í fyrsta lagi er bent á að stefnandi hafi verið að fá einkenni frá stoðkerfi allt frá árinu 1995 og að hún hafi lent í þremur umferðarslysum á tímabilinu júlí 1989 til febrúar 2002 og verið metin samtals 25% varanleg læknisfræðileg örorka/miski þeirra vegna áverka á stoðkerfi. Dómurinn telur að þau stoðkerfiseinkenni sem stefnandi býr við í dag rúmist innan 25 miskastiga samkvæmt töflu örorkunefndar sem stefnanda hafa þegar verið dæmdar. Í öðru lagi byggja yfirmatsmenn á ljósmyndum af bifreiðum er lentu í árekstrunum en um lítið tjón á þeim er að ræða og telja yfirmatsmenn ekki líkur á því að höggin hafi valdið varanlegu líkamstjóni. Í þriðja lagi byggja yfirmatsmenn á lýsingu Sigurjóns Sigurðssonar læknis í vottorði 5. júlí 2007 um ástand stefnanda fyrir slysið, en hann skoðaði stefnanda 12. febrúar 2007. Samanburður á lýsingu í vottorði þessu og skoðun á matsfundi 18. október 2011 sýni ekki versnun á ástandi stefnanda milli þessara tímapunkta. Niðurstaða yfirmatsmanna er því sú að stefnandi hafi ekki orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna slyssins 28. september 2007. Tekur dómurinn undir niðurstöðu þessa og telur að hluti einkenna og versnunar í tíma megi rekja til slitbreytinga í hálsi sem staðfest var fyrir slysið með segulómun. Stefnandi hefur aflað matsgerðar Magnúsar Þórs Jónssonar prófessors þar sem farið er fram á að metinn verði hraði bifreiðar þeirrar er ók aftan á bifreið stefnanda og hver væri líklegasti þyngdarkraftur sem verkað hafi á stefnanda, annars vegar er ekið var aftan á bifreið hennar og hins vegar er hennar bifreið ók aftan á bifreiðina fyrir framan. Samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laga um meðferð einkamála leggur dómari mat á sönnunargildi matsgerða. Matsgerð þessi byggist á líkindareikningi þar sem metinn er líklegasti hraði bifreiðarinnar og líklegasti þyngdarkrafturinn en matsgerðin veitir enga sönnun á líkamlegu ástandi stefnanda eftir slysið. Eins og mál þetta liggur fyrir verður matsgerð þessi ekki lögð til grundvallar því að stefnandi hafi hlotið varanlegt tjón vegna slyssins 28. september 2007. Með vísan til þess sem að framan greinir er það niðurstaða málsins að stefnanda hafi ekki tekist sönnun þess að hún hafi hlotið varanlegan skaða í slysinu 28. september 2007. Því ber að sýkna stefndu af kröfum stefnanda. Með vísan til 131. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefndu málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 500.000 kr. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari, ásamt læknunum Guðna Arinbjarnar og Ríkarði Sigfússyni, kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ Stefndi, Vörður tryggingar hf. og Ragnar Heiðar Jónsson, eru sýknaðir af kröfum stefnanda, Fríðu Margrétar Friðriksdóttur. Stefnandi greiði stefndu 500.000 kr. í málskostnað.
Mál nr. 393/2008
Skilasvik Skilorð
E var gefið að sök að hafa, sem eigandi, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður einkahlutafélagsins R, selt, tekið undir sig eða ráðstafað á annan hátt nær öllum vörulager félagsins, sem veðsettur var K með tryggingarbréfi 3. febrúar 2004, að fjárhæð 19.500.000 krónur, án þess að andvirði lagersins skilaði sér aftur til R, en með þessu hefði hann skert mjög tryggingu bankans og væri sekur um skilasvik. Hvorki var fallist á kröfu E um frávísun málsins frá héraðsdómi, sem E setti fram með breyttri kröfugerð fyrir Hæstarétti, né kröfu hans um að hinn áfrýjaði dómur yrði ómerktur og málinu vísað aftur heim í hérað. Þótt óupplýst væri hvernig lager félagsins hefði horfið var talið að E gæti ekki vikist undan því að hann bæri ábyrgð á þessari eign sem fyrirsvarsmaður félagsins R og átti vegna skuldbindinga þess sem veðsali að tryggja vörslur lagersins. Hafði hann ekki gert líklegt að hvarf lagersins ætti sér eðlilegar ástæður. Var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms, að sú háttsemi að tryggja ekki geymslu lagersins og hafast ekkert að þrátt fyrir vitneskju um að verðmæti hans hefði stórlega rýrnað vegna athafna annarra, fæli í sér ráðstöfun sem 2. töluliður 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tæki til. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms var hann staðfestur um sakfellingu E. Þótti nægilega fram komið að mikil verðmæti hefðu falist í lagernum. Tekið var undir með héraðsdómi að dráttur á meðferð málsins hefði áhrif á refsingu til mildunar, en þó yrði einnig að líta til þess að hann yrði að hluta rakinn til E. Refsing var ákveðin sem hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga. Þegar allt þetta var virt var refsing E ákveðin fangelsi í átta mánuði, en bundin skilorði.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Hjördís Hákonardóttir og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 2. júlí 2008 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess að héraðsdómur verið staðfestur um sakfellingu en að refsing ákærða verði þyngd. Ákærði krefst nú aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til nýrrar meðferðar í fjölskipuðum dómi. Til þrautavara krefst hann sýknu af kröfum ákæruvalds, en að því frágengnu mildunar refsingar. Atvikum málsins er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Ákærða er gefið að sök að hafa, sem eigandi, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður einkahlutafélagsins Rósvíkur, selt, tekið undir sig eða ráðstafað á annan hátt nær öllum vörulager félagsins, sem veðsettur var KB banka hf. (nú Kaupþing banki hf.) með tryggingarbréfi 3. febrúar 2004, að fjárhæð 19.500.000 krónur, án þess að andvirði lagersins skilaði sér aftur til Rósvíkur ehf., en með þessu hafi hann skert mjög tryggingu bankans og sé sekur um skilasvik. I Ákærði setti fyrst fram kröfu um frávísun málsins frá héraðsdómi með breyttri kröfugerð fyrir Hæstarétti. Byggir hann kröfuna á því að rannsókn málsins hafi verið áfátt, meðal annars hefði verið full ástæða til að rannsaka þátt fyrrum eigenda Rósvíkur í málinu þannig að þeir hefðu stöðu grunaðra, og að rannsaka skattskil og bókhald félagsins. Þá telur hann að ákæru sé verulega ábótavant. Ekki var gerð krafa um frávísun málsins í héraði og kemur krafa þessi því ekki til úrlausnar fyrir Hæstarétti nema að því leyti sem réttinum kann að vera skylt að taka afstöðu til þátta er hana varða án kröfu. II Ákærði byggir kröfu sína um að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað aftur heim í hérað til nýrrar meðferðar í fjölskipuðum dómi á því, að framsetning ákæru að því er varðar verknaðarlýsingu og heimfærslu til refsiákvæða sem og úrvinnsla dómsins þar um hafi verið andstæð réttarfarsreglum. Brot ákærða í ákæru séu talin varða við 2. - 4. tölulið 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Héraðsdómur hafi valið úr þeim kostum, sem boðið hafi verið upp á í ákæruskjali, og sakfellt ákærða á grundvelli 2. töluliðar málsgreinarinnar. Ákærði telur að ákæruvaldinu sé ekki heimilt að bjóða upp á slíka valkosti í ákæruskjali og héraðsdómi ekki heimilt að sakfella á þeim grunni. Slík niðurstaða samrýmist ekki heimild dómara til sakfellingar samkvæmt 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Verknaðarlýsing í ákæru er skýr og þykir sakarefnið skilgreint þar á fullnægjandi hátt auk refsiheimildar. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að sakfella eigi ákærða fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru og heimfæra eigi brotið til 2. töluliðar 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga. Að fenginni þeirri niðurstöðu var ekki nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvort 3. og 4. töluliður sömu málsgreinar gætu átt við. Þá er hvorki í ákæru né niðurstöðu dóms byggt á að ákærði hafi gerst brotlegur við 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, eins og ákærði heldur fram. Lagaákvæði þetta skilgreinir hins vegar stöðu og ábyrgð forsvarsmanna einkahlutafélags og í því samhengi er til þess vísað í héraðsdómi. Þykir ákæra fullnægja áskilnaði c. liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Vörn ákærða varð ekki áfátt vegna þeirra atriða sem hann nefnir og er ekki fallist á með honum að tilefni sé til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu aftur heim í hérað. III Ákærði var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Rósvíkur. Samkvæmt stöðu sinni í félaginu á þeim tíma sem um ræðir bar ákærða að afla sér vitneskju um og fylgjast með því að rekstur félagsins væri í góðu horfi, sbr. 44. gr. laga nr. 138/1994, þar á meðal sjá um að bókhald félagsins væri fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna þess væri með tryggilegum hætti. Firrir það ákærða ekki þeirri ábyrgð að hafa að eigin sögn hvorki komið nálægt rekstri né bókhaldi félagsins. Flísalager Rósvíkur ehf. var settur að veði með tryggingarbréfi 3. febrúar 2004 fyrir láni allt að 19.500.000 krónur. Fram kemur í málsskjölum og framburði ákærða að lán þetta var tekið vegna sumarbústaða sem félagið Perla ehf. var að reisa. Skrifar ákærði sem vottur á bréfið. Lagerinn var talinn í febrúar 2004 af fulltrúa KB banka hf. í tengslum við útgáfu tryggingarbréfsins og 26. ágúst 2004 af fulltrúum bankans og Deliotte hf. og einnig að viðstöddum öðrum þáverandi eigenda Rósvíkur, Pétri Þór Gunnlaugssyni. Í síðara skiptið var lagerinn að mestu kominn í húsnæði Perlu ehf. í Gufunesi, en þangað hafði hann verið fluttur nokkru áður. Af hálfu ákærða hefur því verið mótmælt að hann hafi tekið ákvörðun um að láta flytja flísalagerinn í þetta húsnæði eins og segir í héraðsdómi. Ekki er fram komið hver mælti fyrir um flutninginn, en ljóst er að á þeim tíma var ákærði ekki í fyrirsvari fyrir Rósvík ehf. Hann hafði hins vegar yfirráð yfir því geymslusvæði sem lagerinn var fluttur á. Af málsgögnum er samkvæmt framangreindu ljóst að ákærði vissi um lagerinn og kom að veðsetningu hans áður en hann tók við stjórn félagsins. Gerði hann grein fyrir þessari eign félagsins og veðsetningu hennar þegar hann mætti fyrir hönd Rósvíkur ehf. við kyrrsetningargerð hjá Sýslumanninum í Reykjavík 14. september 2004. Verður að ganga út frá því að á þeim degi hafi lagerinn því verið í eðlilegri stærð. Ákærði mótmælir því að rekstur félaganna Rósvíkur ehf. og Perlu ehf. hafi verið samtvinnaður eins og greinir í héraðsdómi. Kveðst hann einungis hafa haft skrifstofuaðstöðu í sama húsnæði. Ljóst er af framburði ákærða sjálfs að bæði félögin tengdust með tryggingarbréfinu byggingu sumarhúsa, verkefni sem Perla ehf. vann að. Eins og áður hefur komið fram var tryggingarbréfið, með veði í flísalager Rósvíkur ehf., útgefið vegna láns sem tekið var vegna þessara framkvæmda. Einnig ber ákærði að Perla ehf. hafi reynt að bæta skuldastöðu Rósvíkur ehf. með því að greiða húsaleigu þess félags hjá leigusala, þetta hafi hins vegar ekki dugað til og Rósvík ehf. því farið úr húsnæðinu að Dvergshöfða 27. Í framhaldi af þessu kaupir ákærði að minnsta kosti hluta Rósvíkur ehf. og verður stjórnarformaður og framkvæmdastjóri þess félags frá 31. ágúst 2004. Í skýrslu hjá lögreglu sagðist ákærði hafa verið eigandi Perlu ehf. og samkvæmt dómi Hæstaréttar 21. september 2006 á bls. 3669 í dómasafni réttarins það ár var hann dæmdur til refsingar sem fyrirsvarsmaður þess félags. Fyrir Hæstarétti lagði ákærði áherslu á að hann hefði ekki verið í fyrirsvari fyrir Perlu ehf., en lagði ekki fram gögn til stuðnings þeirri fullyrðingu. Í skýrslu fyrir héraðsdómi kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði verið í fyrirsvari fyrir Perlu ehf. á þeim tíma sem hér um ræðir. Líkur eru fyrir því að svo hafi verið og ljóst er að hann var nátengdur því félagi. Þegar allt framangreint er virt er fallist á með héraðsdómi að rekstur þessara tveggja félaga hafi verið samtvinnaður á þeim tíma, sem sakarefni málsins tekur til. Upplýst er að stærstur hluti flísalagersins var til staðar í geymslu á vegum Perlu ehf. í Gufunesi þegar talning hans fór fram 26. ágúst 2004 en var að mestu horfinn þegar skiptastjóri þrotabús Rósvíkur ehf. ætlaði að taka hann út fyrir miðjan nóvember 2004. Fallast má á þá athugasemd ákærða að ekki sé nákvæmt í héraðsdómi að segja að ákærði kannist við „að ekkert hafi verið eftir að lagernum þann dag.“ Þvert á móti hélt hann því fram að eitthvað hefði verið eftir af honum. Ákærði fullyrti hins vegar að lagerinn hefði rýrnað vegna útsölu sem hefði átt sér stað fyrir flutninginn í Gufunes í tilefni af væntanlegum útburði Rósvíkur ehf. úr húsnæðinu á Dvergshöfða. Sú fullyrðing hans kom fyrst fram við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi, en hann hefur hins vegar ekki lagt fram nein gögn um þetta, svo sem söluskrár eða auglýsingu sem hann vísar til. Auk þess var lagerinn talinn eftir að hann var fluttur frá Dvergshöfða. Í annan stað telur ákærði sig vita að ýmsir hafi tekið úr lagernum og hafi verið vitni að því. Hann hefur hins vegar hvorki upplýst nánar um hverjir þetta hafi verið, né leitt þau vitni sem hann nefnir. Verður því að telja að hvorug þessara fullyrðinga hans sé á rökum reist. Réttmæt er sú athugasemd ákærða við héraðsdóm að þar sé ekki rétt greint að ákærði hafi í skýrslu hjá skiptastjóra sagst hafa selt lagerinn og skráð hjá sér nöfn kaupenda. Þetta kemur ekki fram í endurriti skýrslutöku skiptastjóra af ákærða 24. nóvember 2004, hins vegar segir skiptastjóri þetta í bréfi sínu til ríkislögreglustjóra. Telja verður ósannað gegn andmælum ákærða að hann hafi skýrt frá á þennan veg. Þótt óupplýst sé hvernig lager félagsins hvarf getur ákærði ekki vikist undan því að hann bar ábyrgð á þessari eign sem fyrirsvarsmaður félagsins Rósvíkur ehf. og átti vegna skuldbindinga þess sem veðsali samkvæmt tryggingarbréfinu að tryggja vörslur lagersins. Hefur hann ekki gert líklegt að hvarf lagersins eigi sér eðlilegar ástæður. Verður staðfest sú niðurstaða héraðsdóms, að sú háttsemi að tryggja ekki geymslu lagersins og hafast ekkert að þrátt fyrir vitneskju um að verðmæti hans rýrnaði stórlega vegna athafna annarra, feli í sér ráðstöfun sem 2. töluliður 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga tekur til. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða. IV Sakarferli ákærða er rétt lýst í héraðsdómi. Þrátt fyrir að upplýsingar liggi ekki fyrir um innkaupsverð þeirra flísa sem um ræðir, þá er nægilega fram komið að flísarnar voru um 7.750 fm og að um mikil verðmæti var að ræða. Taka má undir með héraðsdómi að dráttur við meðferð málsins hafi áhrif á refsingu til mildunar, en þó er þess að gæta að hann verður að hluta rakinn til ákærða sjálfs. Refsing er ákveðin sem hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga. Þegar allt þetta er virt verður refsing ákærða ákveðin fangelsi í átta mánuði, en fallast má á að hún sé bundin skilorði eins og í dómsorði greinir. Staðfest verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað í héraði. Ákærði skal greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað, auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða með virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Eysteinn Gunnar Guðmundsson, sæti fangelsi í átta mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, samtals 345.496 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Jóns Einars Jakobssonar hæstaréttarlögmanns, 311.250 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var 20. maí sl., er höfðað með ákæru útgefinni af ríkislögreglu­stjóra 21. nóvember 2007 á hendur Eysteini Gunnari Guðmundssyni, kt. 070253-4299, Engjaseli 86, Reykjavík, fyrir skilasvik með því að hafa á tímabilinu 26. ágúst til nóvember 2004, sem eigandi, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður einkahlutafélagsins Rósvíkur, kt. 500902-3290, selt, tekið undir sig eða ráðstafað á annan hátt nær öllum vörulager félagsins, sem veðsettur var KB banka hf. (nú Kaupþing Banki hf.), kt. 560882-0419, með tryggingarbréfi útgefnu 3. febrúar 2004, að fjárhæð 19.500.000 krónur, án þess að andvirði lagersins skilaði sér aftur til Rósvíkur ehf. Með því skerti ákærði tryggingu bankans að miklum mun sem og rétt hans og annarra lánardrottna til að öðlast fullnægju af eignum Rósvíkur ehf., en lagerinn var talinn að verðmæti 27.799.979 krónur þann 26. ágúst 2004, en sá hluti hans sem eftir stóð í nóvember sama ár var metinn verðlaus. Rósvík ehf. var úrskurðað gjaldþrota 3. nóvember 2004 og þrotabú félagsins gert upp sem eignalaust bú á skiptafundi 29. ágúst 2005. Þetta er talið varða við 2 - 4. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Þrotabú Rósvíkur ehf. gerir kröfu um að ákærða verði gert að greiða búinu skaðabætur vegna brots hans samkvæmt ákæru, samtals að fjárhæð 29.123.940 krónur. Til vara er þess krafist að þrotabúinu verði dæmdar bætur að álitum. Ákærði krefst sýknu, þess að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi og að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. Með bréfi dagsettu 26. janúar 2005 lagði Guðmundur Ómar Hafsteinsson héraðsdómslögmaður, skiptastjóri þrotabús Rósvíkur ehf., fram kæru á hendur fyrirsvarsmönnum einkahlutafélagsins, vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi. Í kærunni er rakið að félagið hafi verið stofnað á árinu 2002 af Pétri Þór Gunnlaugssyni og Philippe Pouille. Hafi félagið verið stofnað um kaup á flísaversluninni Milanoline, sem staðsett hafi verið að Dvergshöfða 27 í Reykjavík. Á árinu 2003 hafi stofnendur félagsins hafið samstarf við Eystein Gunnar Guðmundsson, ákærða í máli þessu, en ákærði hafi verið eigandi nokkurra félaga, þ. á m. Perlunnar ehf. Ákærði hafi keypt félagið Rósvík ehf. af eigendum þess haustið 2004. Megineign hins gjaldþrota félags hafi verið vörulager félagsins, sem hafi verið lager flísa. Í september 2004 hafi Deloitte hf. gert birgðatalningu á umræddum lager að frumkvæði KB banka hf. Samkvæmt niðurstöðum Deloitte hf. hafi flísalagerinn samanstaðið af 7751,94 fermetrum af flísum og hafi hann verið metinn á 27.799.979 krónur. Auk birgðalista hafi skiptastjóri undir höndum umtalsvert magn mynda sem teknar hafi verið við birgðatalninguna. Með tryggingarbréfi dagsettu 3. febrúar 2004, að fjárhæð 19.500.000 krónur, sem Perla ehf. hafi verið útgefandi að, hafi flísalagerinn verið veðsettur KB banka hf. Samkvæmt þeim upplýsingum er skiptastjóri hefði undir höndum, m.a. með skýrslutökum af fyrirsvarsmönnum þrotabúsins, og samkvæmt upplýsingum frá KB banka hf., hafi lagerinn fyrst verið geymdur í kjallara verslunar félagsins að Dvergshöfða 27. Eftir að versluninni hafi verið lokað, en félagið hafi misst húsnæðið, hafi lagerinn verið fluttur í vörugeymslu norðarlega á lóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Í byrjun nóvember 2004 hafi skiptastjóri farið í umrædda vörugeymslu í þeim tilgangi að tryggja vörslur lagersins samkvæmt ákvæðum gjaldþrotalaga. Með í för hafi verið starfsmenn aðalútibús KB banka hf. Er komið hafi verið í vörugeymsluna hafi aðeins brot af lager félagsins verið þar að finna, en um hafi verið að ræða 4 til 5 flísabretti. Þegar lagerinn hafi verið talinn hafi hann samanstaðið af ríflega 100 brettum. Skiptastjóri hafi kallað til skýrslutöku ákærða og Philippe Pouille. Ákærði hafi sérstaklega verið spurður út í hvað hafi orðið um flísalagerinn. Hafi hann fullyrt að lagerinn hafi verið seldur og hafi ákærði skrásett ítarlega hverjir hafi verið kaupendur hans. Hafi hann neitað að upplýsa um kaupendur. Hafi ákærði lýst þeirri skoðun sinni að lagerinn hafi verið eign Perlu ehf. er hann hafi verið seldur, en Perla ehf. hafi greitt kaupverð og aðflutningsgjöld vegna tveggja gáma sem komið hafi til landsins. Hafi það verið sá hluti lagersins er starfsmenn KB banka hf. hafi talið. Það stangist á við framburð Philippe Pouille sem hafi lýst því fyrir skiptastjóra að umrædd sending hafi einungis verið hluti lagers félagsins. Þá hafi ákærði ekki getað lagt fram gögn fullyrðingum sínum til stuðnings þrátt fyrir áskoranir skiptastjóra. Þá hafi engar greiðslur skilað sér inn á reikninga hins gjaldþrota félags vegna sölu á umræddum lager. Allar líkur væru á að lagerinn hafi verið seldur eða eftir atvikum verið tekinn upp í skuld af einstökum kröfuhöfum Perlu ehf. Telji skiptastjóri að um refsiverða háttsemi sé að ræða af hálfu fyrirsvarsmanna hins gjaldþrota félags. Með kæru skiptastjóra til lögreglu fylgdu nokkur gögn. Samkvæmt endurriti úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur var Rósvík ehf. úrskurðað gjaldþrota að beiðni Spánís ehf. 3. nóvember 2004. Var Guðmundur Ómar Hafsteinsson héraðsdómslögmaður þá skipaður skiptastjóri félagsins. Samkvæmt yfirliti úr Hlutafélagaskrá er dagsetning samþykkta Rósvíkur ehf. frá 30. ágúst 2002. Samkvæmt fundi í félaginu 31. ágúst 2004 var ákærði skipaður stjórnarformaður félagsins. Þá var hann gerður að framkvæmdastjóra og með prókúruumboð. Þá fylgdi með kæru endurrit af skýrslutöku skiptastjóra yfir ákærða, en skýrslutakan fór fram 24. nóvember 2004. Samkvæmt endurriti kvaðst ákærði ekkert hafa þekkt til málefna Rósvíkur ehf. áður en hann hafi komið að félaginu haustið 2004. Geti hann því ekki greint frá atriðum varðandi stofnun félagsins eða rekstur þess fram að þeim tíma. Ákærði kvaðst hafa keypt fyrirtækið í lok ágúst 2004 af stofnendum þess. Ekkert kaupverð hafi komið í staðinn en ákærði yfirtekið reksturinn. Enginn skriflegur kaupsamningur hafi verið gerður. Hafi ákærði komið inn í félagið til að hjálpa stofnendum þess við að greiða skuldir þess. Helstu skuldir félagsins hafi verið húsaleiguskuld við Spánís ehf. upp á 5.000.000 krónur. Viðskiptabanki félagsins hafi verið Landsbanki Íslands. Er ákærði hafi tekið við fyrirtækinu hafi engir starfsmenn verið til staðar og lager fyrirtækisins lítilfjörlegur. Þá hafi verið búið að loka búð félagsins á Krókhálsi. Hafi ákærði gengið til samninga um greiðslu á húsaleiguskuldinni við Spánís ehf. Skyldi ákærði greiða einn á húsaleigukröfuna með því að Perla ehf., fyrirtæki í eigu ákærða, myndi taka að sér verk við byggingu fiskeldishúss á Kirkjubæjarklaustri sem Spánís ehf. hafi verið að endurnýja. Spánís ehf. hafi hins vegar rift þessum samningi og viðskiptin því öll gengið til baka. Í september 2004 hafi Rósvík ehf. pantað tvo gáma af flísum. Rósvík ehf. hafi hins vegar ekki getað greitt fyrir flísarnar þannig að ákærði, fh. Perlu ehf., hafi borgað flísarnar fyrirfram og öll aðflutningsgjöld þegar flísarnar hafi komið til landsins. Hafi verið litið svo á að Perla ehf. væri að kaupa flísarnar. Þessar flísar hafi verið sá lager sem starfsmenn KB banka hf. hafi talið í birgðatalningu. Þær flísar sem teknar hafi verið úr vörugeymslu Perlu ehf. í Gufunesi hafi verið í eigu Perlu ehf. og hefði ákærði því uppi kröfu um að þeim yrði skilað. Ákærði kvaðst hafa sett töluverða fjármuni í að reyna að bjarga Rósvík ehf. frá gjaldþroti. Þar af leiðandi hafi Rósvík ehf. afsalað öllum lager fyrirtækisins til Perlu ehf. Ákærði kvaðst hafa skjöl þessu til staðfestingar sem hann myndi leggja fram. Ákærði kvað kyrrsetningarbeiðni hafa komið fram frá Spánís ehf. í október 2004 um að kyrrsettur yrði lager Rósvíkur ehf. Kyrrsetningargerðin hafi orðið árangurslaus þar sem Spánís ehf. hafi lýst yfir að flísalagerinn væri verðlaus. Í sama mánuði kvaðst ákærði hafa fengið áskorun um að rýma húsnæðið að Krókhálsi, sem hann hafi og gert. Hafi hann þá flutt lager og annað lauslegt í geymslu ákærða í Gufunesi. Í kjölfar þessa hafi fyrirtækið verið úrskurðað gjaldþrota 3. nóvember 2004. Undir þessa skýrslu rita ákærði og verjandi ákærða. Þann 10. desember 2004 mætti ákærði aftur á fund skiptastjóra. Var ákærða þá sýnt tryggingarbréf að fjárhæð 19.500.000 krónur. Ákærði staðfesti að flísalager Rósvíkur ehf. hafi verið veðsett til tryggingar greiðslu samkvæmt bréfinu. Staðfesti ákærði einnig að undir bréfið hafi ritað Pétur Þór Gunnlaugsson og að hann hafi haft umboð til þess. Skiptastjóri þrotabús Rósvíkur ehf. tók 10. desember 2004 skýrslu af Philippe Pouille. Philippe kvaðst hafa stofnað einkahlutafélagið Rósvík ásamt Pétri Þór Gunnlaugssyni. Félagið hafi í september 2002 keypt flísaverslunina Milano af Rubin ehf og Skúla Þór Sveinssyni. Eftir að Rósavík ehf. hafi keypt fyrirtækið og hafið rekstur hafi Philippe orðið ljóst að raungildi fyrirtækisins hafi verið mjög ofmetið og að ekki hafi verið gerð grein fyrir ýmsum skuldum við samningsgerðina. Þá hafi lager félagsins verið minni en kaupendur hafi talið. Aðaleign fyrirtækisins hafi verið lager þess en það hafi ekki átt neinar aðrar eignir. Engir starfsmenn hafi verið í Reykjavík en einn í verslun á Akureyri. Í september 2003 hafi ákærði keypt flísar af versluninni, en ákærði hafi þá verið með skrifstofur í sama húsnæði. Félag ákærða, Perla ehf. og Rósvík ehf. hafi hafið samstarf á árinu 2003. Haustið 2003 hafi verið samþykkt að ákærði myndi kaupa hlut í fyrirtækinu. Fyrsta stórverkefni hans með Rósvík ehf. hafi verið að kaupa flísaverslun á Akureyri af Yoko ehf. Kaupin hafi átt sér stað í október 2003. Hafi Perla ehf. greitt kaupverðið 5.000.000 króna. Þeirri verslun hafi verið lokað í apríl 2004. Í febrúar 2004 hafi Perla ehf. tekið lán hjá KB banka hf. að fjárhæð 19.500.000 króna. Hafi lánið verið með veði í flísalager Rósvíkur ehf. Hafi Philippe og Pétur Þór samþykkt lántökuna. Peningarnir hafi farið inn í rekstur Perlu ehf. til að fjármagna sumarbústaðaverkefni sem það fyrirtæki hafi verið að fara að setja í gang. Í september 2004 hafi ákærði formlega keypt Rósvík ehf. af Pétri Þór og Philippe og orðið formlegur eigandi þess. Ekki hafi ákærði látið neina greiðslu í té, heldur hafi hann tekið yfir skuldir félagsins. Verslun félagsins að Dvergshöfða hafi verið lokað í október 2004. Ætlunin hafi verið að flytja hana að Nethyl 2 í Reykjavík, en það hafi ekki orðið raunin. Lager verslunarinnar hafi hins vegar verið fluttur í Gufunes. Á rekstrartíma verslunarinnar hafi 3 til 5 gámar af flísum verið keyptir árlega. Að meðaltali hafi á lager verslunarinnar verið um 20 til 25.000.000 króna að markaðsvirði. Að meðaltali hafi um 100 vörubretti af flísum verið á lager. Í apríl 2004 hafi fyrirtækið keypt sína síðustu tvo gáma af flísum. Hafi Philippe pantað flísarnar í nafni Rósvíkur ehf. Hafi þær verið pantaðar frá þrem fyrirtækjum og hafi þurft að greiða tveim af þeim fyrirfram. Hafi greiðslan samtals numið 4.400.000 króna. Hafi verið um að ræða 40 til 44 vörubretti. Greitt hafi verið fyrir flísarnar með láni sem faðir Péturs Þórs hafi tekið. Hafi lánið verið fengið í gegnum Íslandsbanka og það runnið beint til viðkomandi fyrirtækja. Á þessum tíma hafi ákærði áformað að taka yfir fyrirtækið, en ekkert verið frágengið varðandi pappíra. Ekki hafi verið búið að taka lokaákvörðun um hver ætti að endurgreiða lánið, Rósvík ehf. eða Perla ehf. Af láninu hafi verið greiddar 2.000.000 króna án þess að Philippe vissi hvernig og að ákærði hafi ætlað að greiða eftirstöðvarnar. Þegar gámarnir hafi komið til landsins í apríl 2004 hafi lagerinn verið settur í geymslu að Dvergshöfða. Hafi honum verið bætt við þann lager sem þar hafi verið í geymslu. Eftir að versluninni hafi verið lokað hafi allur lagerinn verið fluttur í Gufunes. Fyrirtækin Perla ehf. og Rósvík ehf. hafi starfað náið saman. Rætt hafi verið um að Perla ehf. og ákærði myndu fá hlutdeild í lagernum. Skriflegur samningur hafi hins vegar aldrei verið gerður. Litið hafi verið svo á að ákærði og Perla ehf. væru eitt og hið sama. Philippe kvaðst hafa farið til Belgíu í október 2004 og verið þar í þrjár vikur. Frá þessum tíma hafi lagerinn alfarið verið í höndum ákærða. Ekki kvaðst Philippe vita hverjum eða hvenær lagerinn í Gufunesi hafi verið seldur. Skiptastjóri þrotabús Rósvíkur ehf. tók 20. apríl 2005 skýrslu af Pétri Þór Gunnlaugssyni. Í endurriti kemur fram að Pétur hafi greint frá því að hann hafi flutt lager Rósvíkur ehf. af Dvergshöfða í skemmu í Gufunesi. Hafi Pétur talið lagerinn með fulltrúa KB banka hf. Ákærði hafi verið viðloðandi Rósvík ehf. frá haustinu 2003. Fljótlega upp frá því hafi ákærði byrjað að taka úr lager fyrirtækisins en ekki greitt fyrir. Hafi hugmyndin verið að ákærði myndi koma inn í fyrirtækið. Ákærði hafi tekið út flísar til að leggja þær í kaffihúsið Café Vilnius, er ákærði hafi átt. Um verulegt magn flísa hafi verið að ræða. Ekki hafi verið gerður reikningur vegna þessa. Þá hafi ákærði tekið flísar til að leggja í einbýlishús í Ólafsgeisla. Hafi eigandi viðkomandi húss náð í flísar sumarið 2004 fyrir yfir 300.000 krónur að útsöluverði. Ekkert hafi verið greitt fyrir þær. Pétur Þór kvað mögulegt að einhver hluti lagersins væri staðsettur í Sandgerði. Pétur Þór hafi selt ákærða hlut sinn í fyrirtækinu 31. ágúst 2004. Hafi Pétur gengið út úr fyrirtækinu 10. september 2004. Á meðal gagna málsins er bréf Deloitte hf., frá 22. september 2004. Er bréfið til Kaupþings Búnaðarbanka hf. vegna birgðatalningar á lager. Í bréfinu kemur fram að þann 26. ágúst 2004 hafi Ágúst Kristinsson viðskiptafræðingur hjá Deloitte hf. aðstoðað Indriða Óskarsson fyrirtækjafulltrúa KB banka hf. við birgðatalningu á flísalager Rósvíkur ehf. Tilgangurinn hafi verið að kanna hvort magn og tegund birgða á birgðalista í fórum KB banka hf. væri rétt. Talningin hafi farið fram á lager félagsins í kjallara að Dvergshöfða 27 í Reykjavík og í skemmu í Gufunesi. Starfsmaður Rósvíkur ehf. hafi aðstoðað við að finna þau vörunúmer sem leitað hafi verið að hverju sinni. Valið hafi verið handahófskennt úrtak úr birgðalista þannig að talin hafi verið öll vörunúmer þar sem lagerstaða hafi verið yfir um 40 fermetra, auk þess sem valið hafi verið af handahófi vörunúmer sem minna hafi verið til af lager. Félagið haldi utan um lagerstöðu með því að framkvæma birgðatalningar þegar þurfa þyki og skrái þess á milli á blað einstaka úttektir. Niðurstaða talningarinnar hafi verið sú að birgðalisti varðandi magn og heiti flísa hafi verið án verulegra annmarka. Það hafi verið skekkjur frá lista til talningar, en þær hafi verið óverulegar. Samkvæmt birgðalista var magn flísa á lista 7751,94 m2. Þá er á meðal rannsóknargagna málsins ljósrit af tryggingarbréfi, útgefið af Perlu ehf., Dvergshöfða 27, Reykjavík, 3. febrúar 2004. Fram kemur að um sé að ræða vörureikningsveð samkvæmt 47. gr. laga um samningsveð, nr. 75/1997 og vörubirgðaveð samkvæmt 33. gr. sömu laga. Höfuðstóll fjárskuldbindinga er að hámarki höfuðstólsfjárhæðar 19.500.000 krónur. Tekið er fram að Kaupþingi Búnaðarbanka hf. sé sett að sjálfsvörsluveði, til tryggingar kröfum með 1. veðrétti allar vörubirgðir, hverju nafni sem nefnist sem útgefandi bréfsins eigi eða eignist síðar í atvinnurekstri sínum á hverjum tíma eða hafi til endursölu, allt í samræmi við 33. gr. laga nr. 75/1997. Veðsetningin nái til hinna veðsettu verðmæta í heild sinni eins og þau séu á hverjum tíma. Til hins veðsetta teljist vörubirgðir, en það séu allar tegundir vörubirgða. Veðsala sé heimilt að selja, skipta um eða framselja veðsettar vörubirgðir ef það skerði ekki að mun veð eða tryggingu veðhafa. Undir tryggingabréf þetta er ritað fh. Perlu ehf. og Pétur Þór Gunnlaugsson fh. Rósvíkur ehf. Ákærði ritar undir bréfið sem vottur. Þá eru á meðal rannsóknargagna málsins afrit af reikningum og skuldfærslubeiðnum í nafni Rósvíkur ehf. Eru skuldfærsluafrit dagsett 20. apríl 2004 að fjárhæð 1,454,655 evrur, 598,816 evrur, 649,712 evrur og 95,228 evrur vegna reikninga í nafni Kronos Cheramiche, Cheramiche Faro og Edilgres Sirio. Þá eru á meðal rannsóknargagna yfirlit tékkareiknings Rósvíkur ehf. nr. 3939 í Landsbanka Íslands í banka nr. 116. Ná yfirlitin yfir tímabilið frá 1. apríl 2004 til 20. október 2004. Einnig er á meðal rannsóknargagna málsins endurrit úr gerðabók sýslumannsins í Reykjavík frá 14. september 2004 vegna kröfu Spánís ehf. um kyrrsetningu hjá gerðarþolanum Rósvík ehf. Fyrir gerðarþola mæta ákærði og skipaður verjandi hans. Er krafist kyrrsetningar fyrir kröfu að fjárhæð 6.477.322 krónur. Af hálfu ákærða er lýst yfir að bent sé á til kyrrsetningar lager sem báðir aðilar séu sammála um að sé að fullu veðsettur KB banka hf. Fulltrúi gerðarþola lýsi yfir að hann eigi ekki aðrar eignir Þá eru á meðal gagna málsins afrit af skattframtali Rósvíkur ehf. vegna ársins 2003. Skiptastjóri þrotabús Rósvíkur ehf. hefur 20. janúar 2005 ritað skrá um lýstar kröfur í þrotabú Rósvíkur ehf. Nema lýstar almennar- og eftirstæðar kröfur samtals 27.736.605 krónum. Á meðal rannsóknargagna er afrit af tilkynningu um stofnun einkahlutafélagsins Rósvíkur ehf. Eru samþykktir félagsins frá 30. ágúst 2002 og stofnendur Pétur Þór Gunnlaugsson og Philippe Pouille. Er Pétur Þór skráður formaður stjórnar og Philippe í varastjórn. Philippe er skráður framkvæmdastjóri og með prókúru, ásamt Pétri Þór. Með tilkynningu til Fyrirtækjaskrár sem móttekin er 8. september 2004, er ákærði formaður stjórnar Rósvíkur ehf. eftir fund 31. ágúst 2004. Er ákærði jafnframt skráður framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Undir tilkynninguna rita ákærði og Pétur Þór Gunnlaugsson. Í rannsóknargögnum er afrit af yfirlýsingu frá 31. ágúst 2004. Samkvæmt henni selur og afsalar Pétur Þór Gunnlaugsson ákærða öllum hlutum sínum í einkahlutafélaginu Rósvík að nafnvirði 250.000 krónur. Hlutirnir eru að fullu greiddir með því að kaupandi tekur að sér að greiða skuldir við Landsbanka Íslands samkvæmt yfirdrætti á nafni Rósvíkur ehf. 5.500.000 krónur og skuld við Gunnlaug Pétursson að fjárhæð 2.200.000 krónur. Á aukaaðalfundi þennan dag hefur Pétur Þór horfið úr stjórn en ákærði tekið við stjórnarformennsku. Jafnframt hefur prókúruumboð verið falið ákærða en prókúruumboð Péturs Þórs fallið niður. Um atvik greindi ákærði svo frá hjá lögreglu að hann hafi verið eigandi að einkafyrirtækinu Perlu ehf. Til tals hafi komið að sameina fyrirtækið Rósvík ehf. Síðar hafi komið í ljós að skuldastaða Rósvíkur ehf. hafi verið mikil og ákærði þurft að greiða húsaleigu Rósvíkur ehf. sem numið hafi mörgum milljónum. Hafi ákærði unnið fyrir eiganda þess húsnæðis er Rósvík ehf. hafi verið í og hafi greiðsla sem átt hafi að renna til ákærða farið í að greiða húsaleiguna. Rósvík ehf. hafi skuldað mikið og þar sem ákærði hafi átt að sjá um greiða þessar skuldir hafi hann óskað eftir því að fá að stjórna fyrirtækinu og því orðið stjórnarformaður. Ákærði kvaðst ekki hafa komið neitt nálægt bókhaldi Rósvíkur ehf. eftir að hann hafi orðið stjórnarformaður félagsins. Þá hafi hann ekki haft neitt með bankareikninga félagsins að gera. Þá kvað ákærði rangt er fram kæmi í kæru skiptastjóra þrotabús Rósvíkur ehf. að ákærði hafi selt flísalager Rósvíkur ehf. eftir að bú félagsins hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og skrásett nákvæmlega hverjir kaupendur hafi verið. Ákærða voru sýndar skýrslur er hann gaf hjá skiptastjóra þrotabús Rósvíkur ehf. Kvaðst hann geta staðfest framburð sinn hjá skiptastjóra. Ákærði kvað Perlu ehf. hafa leyst út tvo gáma af flísum í september 2004. Ekki væri ákærði með gögn um þau viðskipti. Ákærði kvað Rósvík ehf. hafa afsalað til Perlu ehf. öllum þeim flísalager er félagið hafi átt. Ekki gæti ákærði þó lagt fram nein gögn því til staðfestingar. Pétur Þór Gunnlaugsson hafi vitað um mjög slæma stöðu Rósvíkur ehf. er ákærði hafi komið að félaginu. Félagið hafi ekki verið búið að greiða húsaleigu í um eitt ár og verið hótað útburði. Ákærði kvaðst kannast við að á vegum KB banka hf. hafi Deloitte hf. framkvæmt talningu á flísalager félagsins. Kvaðst ákærði vefengja það mat er fram hafi farið. Verulegt magn óseljanlegra flísa hafi verið í lagernum sem hafi farið á haugana. Lagerinn hafi allur verið á Dvergshöfða þar til hann hafi verið fluttur í heilu lagi í skemmu í Gufunesi. Skemman í Gufunesi hafi verið ólæst og hver sem er getað gengið inn og tekið flísar. Þangað hafi komið einstaklingar sem hafi talið sig eiga óuppgerða skuld við Rósvík ehf. og Perlu ehf. og tekið flísar upp í skuld. Þá hafi Rósvík ehf. verið með verslun á Akureyri og verulegt magn af flísum verið sendar þangað en Philippe hafi algjörlega séð um þau viðskipti. Ákærði kvaðst hafa þurft að fjármagna byggingu sumarbústaða á vegum Perlu ehf. Í þeim tilgangi hafi verið gefið út tryggingarbréf að fjárhæð 19.500.000 krónur til KB banka ehf. Búið hafi verið að greiða um helming þeirrar fjárhæðar er tekin hafi verið að láni hjá KB banka hf. Hafi ákærði boðið bankanum að ljúka við byggingu sumarbústaðanna til að standa skil á tryggingarbréfinu, en bankinn hafi hafnað því. Undir ákærða voru borin gögn um innflutning Rósvíkur ehf. á flísum í apríl 2004. Kvað ákærði það rétt að Rósvík ehf. hafi flutt inn mikið af flísum á þessum tíma. Ákærði kvaðst ekki hafa verið viðstaddur talningu á vörulager Rósvíkur ehf. 26. ágúst 2004. Ákærði kvað óverulegar peningalegar hreyfingar hafa verið á milli Rósvíkur ehf. og Perlu ehf. á tímabilinu apríl til október 2004. Perla ehf. hafi hins vegar greitt verulegar fjárhæðir í þágu Rósvíkur ehf. m.a. húsaleigu upp á einhverjar milljónir króna til félagsins Spánís ehf. Fyrir dómi bar ákærði að hann hafi verið stjórnarformaður Rósvíkur ehf. frá í september 2004. Hafi hann fyrst komið að starfsemi félagsins nokkrum mánuðum áður. Hafi það í upphafi verið á þeim forsendum að hann hafi leigt húsnæði á sama stað. Rósvík ehf. hafi verið sagt upp húsnæði að Dvergshöfða í Reykjavík. Hafi leigutaki fengið útburð á félagið. Talsvert hafi verið selt af flísum á þessum tíma og síðan hafi afgangurinn verið fluttur í bragga í Gufunesi í umsjá Perlu ehf., félags í umsjá ákærða. Ákærði hafi þó ekki verið eini eigandi Perlu ehf. Flísarnar hafi verið í eigu Rósvíkur ehf. er þær hafi verið fluttar í Gufunesið. Ákærði kvaðst hafa ætlað að ráðast í að reisa sumarbústaði í Kjósinni á vegum Perlu ehf. Tekið hafi verið lán vegna framkvæmdanna og útbúið tryggingarbréf í því skyni. Hafi Rósvík ehf. sett lager að veði í tryggingarbréfinu. Andvirði sumarhúsanna hafi síðan átt að ganga til KB banka hf. við sölu. Ákærði kvaðst telja að búið væri að greiða um helming af því láni er KB banki hf. hafi veitt Perlu ehf. Ákærði kvaðst vera þeirrar skoðunar að mat á lagernum að fjárhæð ríflega 27 milljónir króna væri út í hött. Hluti af lagernum hafi verið flísar sem hafi verið í lagernum í mörg ár og enginn viljað kaupa. Ákærði kvað Rósvík ehf. aldrei hafa afsalað lagernum til Perlu ehf. Vöruskemma sem flísarnar hafi verið í Gufunesi hafi verið ólæst. Af þeim ástæðum hafi margir getað gengið í flísarnar. Ekki hafi verið unnt að læsa umræddri skemmu. Að auki hafi aðrir verið með aðstöðu í skemmunni, s.s. blikksmiðja og bílasmiður. Pétur Þór og Philippe hafi flutt flísarnar í Gufunesið. Ekki kvaðst ákærði muna nákvæmlega hvenær það hafi verið. Ákærði kvaðst aldrei hafa tekið við bókhaldi Rósvíkur ehf. Hafi hann samið við Pétur Þór um að taka yfir félagið. Philippe hafi sagt ákærða að hann teldi að unnt væri að snúa rekstri fyrirtækisins við. Staðan hafi hins vegar verið verri en ákærði hafi talið í upphafi. Af þeim ástæðum hafi ákærði viljað fara aftur út úr fyrirtækinu. Philippe hafi séð um allt bókhald félagsins. Hafi hann einnig gefið út sölureikninga. Hafi Philippe áfram átt hlut sinn í fyrirtækinu eftir að ákærði hafi verið kominn inn. Væri rangt er Philippe héldi fram að ákærði hafi einnig eignast hans hlut. Ákærði kvað rangt í lögregluskýrslu að hann hafi tekið flísar úr lagernum og notað á kaffistaðnum Vilnius Café. Hið rétta væri að þangað hafi flísar farið og hafi Philippe átt að innheimta fyrir þær. Það hafi hann hins vegar ekki gert. Ákærði kvað skýrslu sína hjá skiptastjóra þrotabús Rósvíkur ehf. ekki hafa verið alls kostar rétta. Á þeim tíma hafi ákærði verið byrjaður að veikjast af krabbameini er hann hafi greinst með. Pétur Þór Gunnlaugsson kvaðst í september 2002, ásamt Philippe Pouille, hafa stofnað einkahlutafélagið Rósvík. Við stofnun hafi Pétur átt jafnan hlut í félaginu á móti Philippe. Hafi Pétur Þór gegnt stjórnarformennsku í félaginu. Pétur hafi átt félagið þar til í september 2004 er hann hafi látið hlut sinn yfir til ákærða. Hafi ákærði tekið yfir persónulegar skuldir Péturs, þ. á m. yfirdráttarlán í Landsbanka Íslands. Ákærði hafi hins vegar ekki staðið við það. Philippe hafi átt sinn eignarhluta áfram og starfað með ákærða. Það samstarf hafi ekki verið lengi þar sem félagið hafi orðið gjaldþrota. Rósvík ehf. hafi verið stofnað til að reka flísaverslun að Dvergshöfða 27. Pétur kvað föður sinn hafa komið að félaginu með því að hann hafi gengist í ábyrgð fyrir láni að fjárhæð 4.000.000 króna í Íslandsbanka vegna innflutnings á flísum á árinu 2004. Búið hafi verið að greiða 1.800.000 krónur af láninu. Hafi ákærði lofað að greiða umrætt lán en ekki staðið við það. Pétur kvaðst kannast við að skiptastjóri þrotabús Rósvíkur ehf. hafi lagt fram kæru vegna þess að flísalager félagsins hafi horfið úr húsnæði í Gufunesi í framhaldi af því að það hafi verið úrskurðað gjaldþrota. Pétur kvað hugsanlegt að gámar sem leystir hafi verið út í apríl 2004 hafi verið leystir út af Perlu ehf. vegna tengsla félagsins við Eimskip, en Perla ehf. hafi haft betri samninga við Eimskip heldur en Rósvík ehf. Þá kvaðst Pétur geta staðfest skýrslu þá sem hann gaf hjá skiptastjóra þrotabús Rósvíkur ehf. Um ári eftir að Pétur og Philippe hafi stofnað Rósvík ehf. hafi ákærði komið í búð þeirra félaga og viljað kaupa flísar. Af því hafi ekki orðið. Ákærði hafi hins vegar komið inn í rekstur félagsins. Strax í upphafi hafi komið til tals að ákærði myndi kaupa Pétur út en af því hafi þó ekki orðið fyrr en löngu síðar. Er ákærði hafi komið inn hafi hann farið að taka úr lager félagsins flísar án þess að greiða fyrir þær. Hafi ákærði notað flísarnar í þau verkefni sem hann hafi verið að vinna að á hverjum tíma. Pétur kvaðst hafa gengið út úr fyrirtækinu þar sem verslunarrekstur hafi ekki átt við hann. Pétur kvað Philippe hafa haft betri yfirsýn yfir rekstur félagsins. Til hafi verið umtalsverður lager hjá félaginu sem KB banki hf. hafi gert talningu á. Pétur hafi verið viðstaddur talningu á lagernum sem fram hafi farið 26. ágúst 2004. Kvaðst Pétur telja að niðurstaða talningarinnar hafi verið rétt. Pétur kvað tryggingarbréf með veði í lagernum hafa verið gefið út að frumkvæði ákærða. Lán hafi verið tekið hjá KB banka hf. í þeim tilgangi að fjármagna byggingu tíu sumarbústaða á svæði í nágrenni við Háls í Kjós. Ákærði hafi á þeim tíma verið búinn að fá úthlutað lóðum til verksins. Pétur kvað afrit gagna um innflutning á flísum í nafni Rósvíkur ehf. í apríl 2004 sýna þann innflutning á flísum er farið hafi fram og hafi verið fjármagnaður með áðurnefndu láni að fjárhæð 4.000.000 króna. Þær flísar sem þá hafi verið fluttar til landsins hafi verið hluti af þeim lager er taldar hafi verið í talningu KB banka hf. Indriði Óskarsson, fyrirtækjafulltrúi hjá KB banka hf., kvaðst hafa haft umsjón með því fyrir hönd KB banka hf. að telja flísalager Rósvíkur ehf. 26. ágúst 2004. Á þeim tíma hafi Perla ehf. verið með yfirdrátt hjá bankanum og vanskil verið komin. Rósvík ehf. hafi verið eigandi flísalagersins sem settur hafi verið að veði fyrir tryggingarbréfi útgefnu af Perlu ehf. Bréfið hafi verið gefið út í tengslum við framkvæmdir í Hvalfirði. Andvirði sumarhúsa sem átt hafi að reisa hafi átt að ganga til greiðslu skulda Perlu ehf. Lögfræðingur bankans hafi farið þess á leit við Indriða að fara og telja lagerinn til að athuga hvort eignir væru til staðar ef nota þyrfti trygginguna. Talning á flísalagernum hafi átt sér stað að Dvergshöfða og í skemmu í Gufunesi. Talningin hafi farið fram samdægurs á báðum stöðum. Meirihluti lagersins hafi verið í skemmunni í Gufunesi, en sennilega um 10% af honum á Dvergshöfða. Pétur Þór Gunnlaugsson hafi verið á Dvergshöfða er Indriði og Ágúst Kristinsson hafi komið á staðinn. Þeir hafi haft meðferðis lagerlista sem fenginn hafi verið hjá Rósvík ehf. Sá listi hafi sennilega verið prentaður út næsta dag á undan af fyrirsvarsmönnum Rósvíkur ehf., sennilega Pétri Þór. Pétur Þór hafi leitt Indriða og Ágúst í gegnum lagerinn. Listinn hafi verið borinn saman við lagerinn og lítil frávík komið í ljós á milli listans og lagersins. Við talninguna hafi verið miðað við útsöluverð flísa hjá Rósvík ehf. eins og Philippe Pouille hafi tilgreint að það hafi verið. Í byrjun árs 2004, er Indriði hafi komið fyrst að málinu, hafi honum verið tjáð af ákærða og Hlöðver Ólafssyni að þeir félagar hafi ætlað að sameina fyrirtækin Rósvík ehf. og Perlu ehf. Hafi þeir sagt að þeir væru komnir með nýtt húsnæði og sennilega sagt að þeir ætluðu að flytja fyrirtækin að Nethyl í Reykjavík. Það húsnæði hafi ekki verið til reiðu er flytja hafi þurft flísalagerinn og því flutningur í Gufunes verið skiljanlegur. Indriði kvaðst hafa komið að talningu lagersins í tengslum við útgáfu tryggingarbréfsins að fjárhæð 19.500.000 krónur. Sú talning hafi ekki verið eins ítarleg og talningin í ágúst 2004. Hluti af lagernum hafi verið sá sami. Indriði kvaðst í nóvember 2004, ásamt skiptastjóra þrotabús Rósvíkur ehf., hafa farið í Gufunesið, en ætlunin hafi verið að selja umræddan flísalager fljótlega eftir gjaldþrotið. Einungis 5 til 6 pallar hafi verið eftir. Um hafi verið að ræða sérstakar flísar sem ekki hafi verið auðvelt að selja. Væru þær enn í vörslu KB banka hf. Í september 2004 hafi starfsmenn KB banka hf. reyndar verið komnir með áhyggjur af stöðu mála. Hafi það tengst því að um langvarandi vanskil hafi verið að ræða hjá Perlu ehf. Byggingarefni hafi verið talið hjá fyrirtækinu í Gufunesi í september 2004, en þá hafi komið í ljós að hluti þess efnis hafði horfið. Ágúst Kristinsson viðskiptafræðingur kvaðst á vegum Deloitte hf. hafa annast talningu á birgðum á afurðalánum KB banka hf. Starfsmaður KB banka hf., Indriði Óskarsson, hafi komið að málinu frá bankanum. Talning á lagernum hafi farið fram að Dvergshöfða 27 í Reykjavík og í skemmu í Gufunesi. Að Dvergshöfða hafi verslun verið á götuhæð. Hafi lager í versluninni verið skoðaður, sem og lager í kjallara húsnæðisins. Lagerinn hafi verið skoðaður sama dag á báðum stöðum. Talning hafi farið þannig fram að borinn hafi verið saman listi við handahófskennd úrtök. Talningin hafi miðast við að staðfesta einungis magn birgða, ekki verð. Ef ætlunin hafi verið að sannreyna verð birgða hafi þurft fleira til, s.s. að bera birgðir saman við kaupnótur og að sannreyna sölumöguleika o.fl. Karl Óttar Pétursson, lögfræðingur á markaðssviði KB banka hf., kvaðst hafa haft áhyggjur af skuldastöðu Perlu ehf. hjá bankanum. Fyrir hafi legið að bankinn hafi verið með veð í flísalager í eigu Rósvík ehf. Hafi Karl beðið starfsmann bankans um að framkvæma birgðatalningu í lagernum. Indriði Óskarsson, starfsmaður bankans, hafi framkvæmt talninguna. Fengnir hafi verið óháðir aðilar til að annast talninguna. Á mánudagsmorgni í nóvember 2004, í beinu framhaldi af því að Rósvík ehf. hafi verið úrskurðað gjaldþrota, hafi Karl, ásamt skiptastjóra þrotabús Rósvíkur ehf., farið í vöruskemmuna í Gufunesi. Er þeir hafi komið í skemmuna hafi lagerinn verið horfinn. Karl kvað það reynslu sína í viðskiptum að þegar fyrirtæki yrðu gjaldþrota þá gerðist það oft að lagerar fyrirtækjanna hyrfu. Það hafi verið ástæða þess að farið hafi verið strax að huga að flísalagernum. Af hálfu KB banka hf. hafi verið litið svo á að ákærði væri með ábyrgð á þeirri vörugeymslu er lagerinn hafi verið geymdur í. Í geymslunni hafi einnig verið aðrir hlutir sem hafi verið veðsettir. Fleiri bréf en umrætt tryggingarbréf hafi verið gefið út af Perlu ehf. vegna ábyrgða. Hafi KB banki hf. höfðað mál á hendur félaginu til innheimtu þeirra bréfa. Skuld Perlu ehf. hafi m.a. verið tryggð með veði í sumarbústaðalóðum í Hvalfirði. Þá hafi einnig persónulegar ábyrgðir fylgt lánum bankans. Einn ábyrgðarmanna, Hlöðver Ólafsson, hafi m.a. afhent sumarbústað uppi í Borgarfirði vegna ábyrgðar. Guðmundur Ómar Hafsteinsson héraðsdómslögmaður, skiptastjóri þrotabús Rósvíkur ehf., kvað bú Rósvíkur ehf. hafa verið tekið til skipta 3. nóvember 2004. Í framhaldi, eða fjórum til fimm dögum síðar, hafi Guðmundur, ásamt starfsmönnum KB banka hf. þeim Karli Óttari og Indriða, farið upp í Gufunes. Ástæða fararinnar hafi verið ótti við að lager félagsins myndi hverfa. Er þeir hafi komið á staðinn hafi lagerinn verið horfinn. Á staðnum hafi verið nokkrir einstaklingar sem ekki hafi talað íslensku. Hafi Guðmundur metið það svo að þeir hafi verið að vinna á staðnum á vegum ákærða. Guðmundur Ómar kvaðst sem skiptastjóri hafa tekið skýrslur af fyrirsvarsmönnum Rósvíkur ehf. og ákærða. Í þeim skýrslutökum hafi m.a. komið fram að geymslan í Gufunesi hafi verið á vegum ákærða. Nánast ekkert bókhald hafi verið fært fyrir Rósvík ehf. er félagið hafi verið úrskurðað gjaldþrota. Hafi Philippe Pouille lofað að skila bókhaldi, en það aldrei komið. Kröfu samkvæmt tryggingarbréfi er flísalagerinn hafi verið settur að veði fyrir hafi gleymst að lýsa í þrotabúið. Engar eignir hafi verið til staðar í búinu og því ekki tekin afstaða til lýstra krafna. Þriðjudaginn 12. júní 2007 var tekin símaskýrsla af Philippe Pouille, en hann var þá farinn af landi brott. Philippe kvað Rósvík ehf. hafa verið stofnað á árinu 2002 af Philippe og Pétri Þór Gunnlaugssyni. Hafi þeir verið með jafnan hlut í félaginu. Hafi Pétur séð um að selja flísar og jafnframt séð um lager fyrirtækisins. Philippe kvaðst hafa selt ákærða sinn hlut í fyrirtækinu í september eða október 2003(sic). Engin gögn hefði hann því til staðfestingar. Ákærði hafi ekkert greitt fyrir hlutinn. Hafi ákærði lýst því yfir að hann myndi sjá um allt saman. Myndi hann setja allt frá Rósvík ehf. yfir á sitt nafn og sjá um skuldir Rósvíkur ehf. Hafi Philippe treyst ákærða. Pétur Þór hafi farið út úr fyrirtækinu 31. ágúst 2003(sic) en Philippe verið þar nokkra mánuði lengur. Í byrjun september 2004 hafi ákærði keypt verslun á Akureyri og vinna Philippe falist í því að flytja hluti þangað. Eftir að því hafi lokið hafi ekki verið mikið að gera hjá fyrirtækinu og það leitt til þess að hann hafi hætt. Ekki hafi Philippe fengið laun hjá fyrirtækinu í þann tíma er hann hafi unnið þar fyrir ákærða. Philippe kvaðst ekki hafa skilið íslensku. Hafi hann því þurfti aðstoð Péturs Þórs og ákærða við færslu bókhalds. Hafi ákærði því vitað allt um bókhald Rósvíkur ehf. Philippe kvaðst ásamt Pétri Þór hafa flutt inn gáma með flísum frá Ítalíu á árinu 2004. Hafi Philippe farið til Belgíu í þrjár vikur í byrjun október 2004. Þegar hann hafi komið til baka hafi ekkert verið eftir í fyrirtækinu og hann því hætt skömmu síðar. Er hann hafi farið út hafi lagerinn verið fullur af flísum en þegar hann hafi komið til baka hafi verið búið að flytja lagerinn. Ekkert hafi verið selt af flísum í september og október 2004. Philippe Pouille kom ekki fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins þar sem hann er fluttur af landi brott. Niðurstaða: Brot ákærða eru í ákæru talin varða við 2. – 4. tl. 1. mgr. 250. gr. laga nr. 19/1940. Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði skal refsa þeim fyrir skilasvik sem í fyrsta lagi selur, veðsetur, tekur undir sig eða ráðstafar á annan hátt fjármunum sínum sem annar maður hefur eignast þau réttindi yfir að verknaðurinn verður ekki samrýmdur réttindum hans, eða í öðru lagi hefst nokkuð það að, eftir að bú hans hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta sem miðar að því að eigur eða kröfur búsins komi ekki lánadrottnum þess að gagni eða í þriðja lagi skerðir rétt einhvers lánadrottins síns til þess að öðlast fullnægju af eignum hans með því að gefa rangar upplýsingar, með undanskoti eigna, málamyndagerningum, ótilhlýðilegum gjöfum eða mikilli eyðslu, sölu eigna fyrir óhæfilega lágt verð, greiðslu eða tryggingu ógjaldkræfra krafna eða tiltölulega hárra gjaldkræfra krafna, stofnun nýrra skulda, sem að mun muni rýra efnahag hans eða með öðrum svipuðum hætti. Efnislýsing ákvæða í 2.- 4. tl. er hver um sig sjálfstæð og hefur ákæruvald lagt í hendur dómsins, út frá því hvað telst sannað við aðalmeðferð málsins, undir hvaða tölulið rétt sé að fella háttsemi ákærða. Má við slíkan málatilbúnað ákæruvalds una. Í þessu máli liggur fyrir og er óumdeilt að allur flísalager einkahlutafélagsins Rósvíkur var settur að veði við útgáfu tryggingarbréfs til Perlu ehf. 3. febrúar 2004. Þá liggur fyrir að flísalager þessi var talinn tvívegis. Var það annars vegar í tengslum við útgáfu tryggingarbréfsins í febrúar 2004 og hins vegar 26. ágúst sama ár. Er lagerinn var talinn í síðara skiptið annaðist Deloitte hf. talningu lagersins og var hann þá að mati fyrirtækisins 7751,94 fermetrar. Af hálfu veðhafans KB banka hf. var lagerinn metinn til 27.799.979 króna. Fram hefur komið undir meðförum málsins að í því efni hafi verið miðað við útsöluverð flísa. Í því ljósi verður að telja að raunverulegt verðmæti alls lagersins hafi verið eitthvað minna. Þá liggur fyrir að bú Rósvíkur ehf. var úrskurðað gjaldþrota miðvikudaginn 3. nóvember 2004. Skiptastjóri þrotabúsins og fulltrúar KB banka hf. staðhæfa að næsta mánudag á eftir hafi skiptastjórinn og fulltrúar bankans farið í vörugeymslu Perlu ehf. í Gufunesi og hafi lagerinn þá nánast allur verið á brott. Mánudag þennan ber upp á 8. nóvember 2004. Hefur ákærði kannast við að ekkert hafi verið eftir af lagernum þann dag. Ekki liggja fyrir í málinu upplýsingar um hvað orðið hafi um þann flísalager sem var í húsnæði Perlu ehf. í Gufunesi 26. ágúst 2004. Yfirlit yfir tékkareikning Rósvíkur ehf. ber með sér að á tímabilinu 26. ágúst 2004 til loka þess tíma sem hreyfingar hafa verið á reikningi félagsins hafi innborganir á reikning sem hugsanlega hafi getað tengst sölu flísa mest getað numið nærri 750.000 krónum. Framburður ákærði hefur ekki verið á einn veg um hvað orðið hafi um þennan flísalager. Er hann gaf skýrslu hjá skiptastjóra þrotabúsins lýsti hann yfir að hann hafi selt lagerinn og að hann hefði skráð hjá sér hverjir væru kaupendur. Þær upplýsingar vildi hann ekki láta frá sér. Er hann gaf skýrslu hjá lögreglu vegna málsins lýsti hann því að vörugeymsla sú er lagerinn hafi verið geymdur í hafi verið ólæst og að hver sem væri hafi getað gengið í hann. Taldi hann þá sem kröfur hefðu átt á Rósvík ehf. og Perlu ehf. hugsanlega hafa tekið hluti úr lagernum. Þennan framburð ítrekaði ákærði fyrir dómi. Fram er komið að einkahlutafélagið Perla var með aðsetur í sama húsnæði og Rósvík ehf. að Dvergshöfða 27. Ber framburðum saman um að rekstur þessara tveggja félaga hafi orðið nokkuð samtvinnaður eftir að ákærði kom að rekstri Rósvíkur ehf. í lok sumars 2004. Fyrir liggja gögn um að ákærði varð eigandi helmings hluta Rósvíkur ehf, er áður höfðu verið í eigu Péturs Þórs Gunnlaugssonar. Þá liggja fyrir gögn um að ákærði var kosinn stjórnarformaður félagsins og gerður að framkvæmdastjóra á aukaaðalfundi 31. ágúst 2004. Af framburði ákærða hjá skiptastjóra verður ráðið að hann hafi einnig tekið yfir hlut Philippe Pouille á svipuðum tíma, en við aðalmeðferð málsins hefur ákærði synjað fyrir það. Þá liggur það nægjanlega fyrir að mati dómsins að ákærði hafi haft á sínum snærum einkahlutafélagið Perlu og verður ekki annað ráðið af því sem fram er komið í málinu en að hann hafi verið eigandi þess félags. Vöruskemma sú sem flísalagerinn var fluttur í þegar hann var fluttur í Gufunes var á vegum Perlu ehf. Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994, fer félagsstjórn í einkahlutafélagi með málefni félagsins. Skal hún annast um að skipulag félagsins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Sé framkvæmdastjóri ráðinn fara félagsstjórn og framkvæmdastjóri með stjórn félagsins. Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laganna annast framkvæmdastjóri daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Samkvæmt 3. mgr. 44. gr. laganna skal félagsstjórn síðan annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Ef ráðinn er framkvæmdastjóri skal hann sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti. Við uppkvaðningu úrskurðar um að bú sé tekið til gjaldþrotaskipta missir þrotamaður rétt til að ráða yfir réttindum sem falla til þrotabúsins, sbr. 1. mgr. 74. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991. Missir þrotamaður rétt til að stofna til skuldbindinga svo þýðingu hafa gagnvart búinu. Samkvæmt 1. mgr. 122. gr. laganna fer skiptastjóri með forræði búsins á meðan á gjaldþrotaskiptum stendur og er einn bær um að ráðstafa hagsmunum búsins. Á grundvelli þeirra lagaákvæða er hér hafa verið rakin hvíldi sú skilyrðislausa skylda á ákærða sem stjórnarformanns og framkvæmdastjóra Rósvíkur ehf. að gæta að hagsmunum Rósvíkur ehf., sem fyrst og fremst tengdust þeirri einu eign félagsin sem var flísalager sá sem KB banki hf. átti veðréttindi í. Perla ehf. var í eigu ákærða og með vörugeymslu í Gufunesi. Í ljósi stöðu ákærða gagnvart Rósvík ehf. og tengsla við Perlu ehf. verður að telja fyrir liggja að ákærði hafi tekið ákvörðun um að láta flytja flísalagerinn í þetta húsnæði þegar Rósvík ehf. þurfti að rýma húsnæðið að Dvergshöfða 27. Þegar þar var komið sögu hvíldi sú skylda á ákærða á grundvelli 44. gr. laga nr. 138/2004 að tryggja að eign þessi færi ekki forgörðum. Eins og áður var rakið hefur ákærði orðið tvísaga um hvað orðið hafi af umræddum flísalager. Þá liggur fyrir að einkahlutafélagið Rósvík var úrskurðað gjaldþrota sökum ógjaldfærni félagsins. Jafnframt liggur fyrir með vitnisburði fulltrúa KB banka hf. að Perla ehf. átti í verulegum fjárhagslegum erfiðleikum á þessum tíma, en rekstur þessara tveggja félaga var orðinn samtvinnaður á árinu 2004. Ósennileg þykir sú staðhæfing ákærða að þeir sem hafi átt kröfur á hendur Rósvík ehf. og Perlu ehf. hafi gengið í flísalagerinn og tekið úr honum flísar. Lagerinn var á þessum tíma eign Rósvíkur ehf. og hefur afhending á flísum úr lagernum ekki farið fram án samþykkis ákærða sem fyrirsvarsmanns félaganna og umráðamanns húsnæðisins í Gufunesi. Vörulagerinn samanstóð af um 100 vörubrettum. Myndir af þessum lager liggja fyrir í rannsóknargögnum málsins Er það slíkt magn flísa að lagerinn hefur ekki verið unnt að flytja úr húsnæðinu án þess að stórtækum aðgerðum hafi verið beitt, sem vart hafa farið leynt. Þegar öll þessi atriði eru virt telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi á tímabilinu 26. ágúst 2004 til 8. nóvember 2004, með óheimilum hætti ráðstafað öllum vörulager Rósvíkur ehf., sem þá var veðsettur KB banka hf., án heimildar veðsala, en KB banki hf. átti þá vörubirgðaveð í lagernum samkvæmt 33. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Er sú háttsemi brot á 2. tl. 1. mgr. 250. gr. laga nr. 19/1940. Verður ákærði því á þessum grundvelli sakfelldur samkvæmt ákæru. Ákærði er fæddur í febrúar 1953. Hann á að baki umferðarlagabrot. Þá var hann með dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 114/2006 dæmdur í 500.000 króna sekt fyrir brot gegn lögum um atvinnuleyfi útlendinga. Áfrýjað var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 6. janúar 2006. Brot ákærða nú er hegningarauki við dóm héraðsdóms frá 6. janúar 2006. Ber því að tiltaka refsingu eftir 78. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 77. gr. Við ákvörðun refsingar er m.a. litið til þess að nokkur tími leið frá því kæra í máli þessu kom fram þar til ákæra var gefin út. Til refsiþyngingar vegur að miklir hagsmunir fóru forgörðum fyrir tilverknað ákærða. Þá þykir framferði hans bera vott um einbeittan brotavilja. Er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í sex mánuði. Fært þykir að skilorðsbinda refsinguna með þeim hætti er í dómsorði greinir. Skiptastjóri þrotabús Rósvíkur ehf. hefur krafist skaðabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 29.123.940 krónur. Skaðabótakrafan nemur að meginstefnu verðmæti flísalagersins 26. ágúst 2004. Í málinu liggur fyrir sú staðhæfing fulltrúa Deloitte hf. að í vörutalningunni í ágúst 2004 hafi ætlunin verið að sannreyna umfang flísalagersins, en ekki hafi verið ætlunin að leggja endanlegt mat á verðmæti hans. Ef það hefði verið ætlunin hefði þurft að afla tilgreindra gagna. Yfirlýsing um þetta atriði kom fyrst fram við aðalmeðferð málsins hér fyrir dómi. Af hálfu þrotabúsins hefur ekki öðru verið teflt fram um verðmæti títtnefnds flísalagers en yfirlýsingu Deloitte hf. frá 22. september 2004 um birgðatalninguna. Í sakamáli þessu hefur ekki reynst færi á að styrkja þennan þátt málsins og telur dómurinn því rétt að vísa skaðabótakröfunni frá dómi. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, að teknu tilliti til virðis­aukaskatts, með þeim hætti er í dómsorði greinir. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Eyjólfur Ármannsson fulltrúi ríkislögreglu­stjóra. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Ákærði, Eysteinn Gunnar Guðmundsson, sæti fangelsi í sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum 3 árum frá birtingu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Skaðabótakröfu þrotabús Rósvíkur ehf. er vísað frá dómi. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Einars Jakobssonar héraðsdómslögmanns, 227.088 krónur.
Mál nr. 355/2005
Lífeyrissjóður Verðtrygging
S krafði LV um bætur fyrir tjón, sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar verðtryggingarhlutfall lífeyrisréttinda hans var lækkað úr 90% í 80%. Byggði hann annars vegar á því að ekki hefði verið staðið rétt að lækkuninni og hins vegar á því að með henni væri honum mismunað gagnvart öðrum sjóðfélögum. Í héraðsdómi var talið að heimilt hefði verið að greiða atkvæði um breytingar, sem fólu í sér niðurlagningu sérstaks uppbótarsjóðs og lækkun verðtryggingarhlutfallsins, á tveimur aukaaðalfundum auk þess sem ekki var fallist á að þær væru í ósamræmi við nánar tilgreinda dóma Hæstaréttar frá 2000. Þá var talið að S hefði ekki hnekkt málefnalegum rökum tryggingafræðings fyrir lækkun verðtryggingarhlutfallsins eða útreikningum hans, sem gáfu til kynna að lífeyrisgreiðslur til S væru hærri en samþykktir LV tryggja þeim, sem væru að greiða iðgjöld í sjóðinn. Varð það niðurstaða héraðsdóms að S hefði ekki verið mismunað með ólögmætum hætti af LV eða að réttindi hans hefðu verið skert þannig að færi í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í dómi Hæstaréttar var talið að fyrri liður kröfu S ætti ekki rót sína að rekja til breytinga á samþykkt LV heldur til skýrslu tryggingafræðings LV, þar sem tillaga var gerð um lækkun verðtryggingarhlutfallsins. Á aðalfundi sjóðsins mun fundarstjóri hafa ákveðið að bera tillöguna ekki upp þar sem skylt væri að verða við henni samkvæmt samþykkt sjóðsins. Var því fyrst hreyft fyrir Hæstarétti að tryggingafræðingurinn hefði ekki verið bær til að lækka verðtryggingahlutfallið og komst sú málsástæða því ekki að fyrir réttinum. Þegar af þeirri ástæðu var ekki fallist á fyrri hluta kröfugerðar S. Að öðru leyti var niðurstaða héraðsdóms staðfest með vísan til forsendna hans og LV sýknaður af kröfum S.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 10. ágúst 2005 að fengnu áfrýjunarleyfi. Hann krefst þess að stefndi greiði sér 162.684 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. febrúar 2003 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi greiddi iðgjöld til stefnda frá 1959-2001 eða í 43 ár. Hann hóf töku lífeyris í apríl 2002, þegar hann var 69 ára. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna breytinga sem gerðar voru á samþykktum stefnda á aukaaðalfundum hans 3. júlí 2000 og 19. september sama ár. Heldur áfrýjandi því fram að breytingarnar hafi ekki verið gerðar á lögformlegan hátt í samræmi við samþykktirnar og í annan stað mismuni þær áfrýjanda gagnvart öðrum sjóðfélögum með ólögmætum hætti. Hefur hann fengið Jón Erling Þorláksson tryggingafræðing til að reikna út ætlað tjón sitt fram til febrúar 2003. Áfrýjandi sundurliðar stefnukröfuna svo, að 128.569 krónur séu vegna lækkunar á hlutfalli verðtryggingar réttinda hans í útreikningi lífeyris úr 90% í 80% í júlí 2000 og 34.115 krónur á grundvelli vanreiknaðra réttinda vegna iðgjalda greiddra á tímabilinu 1991-2001. Samtals nemi þetta stefnufjárhæðinni 162.684 krónum. Í stefnu í héraði hélt áfrýjandi því fram að yrði fallist á kröfu hans, sem byggð væri á þessum útreikningum tryggingafræðingsins, myndi það í fyrsta lagi fela í sér að iðgjöld hans greidd 1990 og fyrr myndu veita lífeyrisrétt, sem væri 90% af fullverðtryggðum rétti áfrýjanda, og í öðru lagi að iðgjöld greidd 1991 og síðar veittu 100% verðtryggð réttindi, eins og samþykktirnar kveði á um. Af gögnum málsins má ráða að greiðslur stefnda til áfrýjanda hafa farið eftir útreikningum sem reistir eru á athugun Bjarna Guðmundssonar tryggingafræðings á stöðu sjóðsins 31. desember 1999. Athugun þessi fór fram samkvæmt ákvæði 1. mgr. 24. gr. laga 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Tryggingafræðingurinn hefur hlotið viðurkenningu til slíks starfs, sbr. 2. mgr. sömu greinar laganna og hefur stefndi valið hann til starfa fyrir sig samkvæmt 25. gr. þeirra. Hefur hann starfað fyrir stefnda um langa hríð og útreikningum á réttindum sjóðfélaga verið hagað eftir athugunum hans og tillögugerð. Við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi kom í ljós að Jón Erlingur Þorláksson hafði séð réttindaskrá stefnda en ekki útreikninga hans. Í samþykktum stefnda, sem í gildi voru þegar fyrrgreind athugun Bjarna fór fram, var svohljóðandi bráðabirgðaákvæði í grein 19.2: „Varasjóði, sem eftir stendur, þegar úthlutað hefur verið þeim hluta hagnaðar af starfsemi sjóðsins, sem til hefur orðið vegna ávöxtunar umfram reiknigrundvöll til og með 31. des. 1990, skal verja til að hækka lífeyrisréttindi þeirra sjóðfélaga, sem lægst réttindi hafa miðað við fulla verðtryggingu iðgjalda þeirra frá upphafi, og greiða í sjóðinn skv. samþykktum þessum. Með varasjóði þessum skal haldið tilteknu hlutfalli af fullri verðtryggingu lífeyrisréttar. Hlutfall þetta verður 80% frá og með 1. jan. 1991 og endurskoðast til hækkunar eða lækkunar skv. úttekt tryggingarfræðings.” Á aðalfundi stefnda 22. maí 2000 var tekin fyrir skýrsla Bjarna Guðmundssonar frá 15. maí 2000 um framangreinda athugun. Í bókun fundarins er getið skýrslu hans og tillagna, þar á meðal um að uppbætur, sem samkvæmt tillögu hans frá 1996 höfðu verið hækkaðar svo miða mætti við 90% af verðtryggðu iðgjaldi í stað 80%, yrðu á ný færðar niður í 80% þar sem ekki væru lengur forsendur fyrir því að miða við hærra hlutfallið. Fundarstjóri vitnaði til framangreindrar greinar 19.2 í samþykktum stefnda og ákvað að þar sem þessi tillaga Bjarna væri byggð á þeirri grein væri samkvæmt orðalagi hennar skylt að verða við henni og var hún því ekki borin upp. Af fundargerðinni verður ekki séð að mótmælum hafi verið hreyft við ákvörðun fundarstjóra. Af málatilbúnaði áfrýjanda verður ekki annað ráðið en að fyrri liður kröfu hans eigi rót sína að rekja til þessarar breytingar og því ekki til breytinga þeirra sem gerðar voru á samþykktum stefnda á tveimur aukaaðalfundum á árinu 2000. Þeirri málsástæðu að Bjarni Guðmundsson hafi með ólögmætum hætti breytt verðtryggingarhlutfallinu úr 90% í 80% andstætt samþykktum sjóðsins var ekki hreyft í héraði og kemst hún ekki að fyrir Hæstarétti. Þegar af þessari ástæðu verður fyrri hluti kröfugerðar áfrýjanda ekki tekinn til greina. Með framangreindum athugasemdum en annars með vísun til forsendna héraðsdóms hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að hann eigi frekari kröfu á hendur stefnda. Verður því niðurstaða héraðsdóms staðfest. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. febrúar 2005. Mál þetta, sem dómtekið var miðvikudaginn 19. janúar sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Sigurbirni Guðmundssyni, kt. 020333-3169, Laugarnesvegi 87, Reykjavík, með stefnu birtri 23. júní 2003 á hendur Lífeyrissjóði verkfræðinga, kt. 430269-4299, Engjateigi 9, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til greiðslu kr. 162.684 með dráttarvöxtum frá 1. febrúar 2003 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að skaðlausu að mati dómsins að teknu tilliti til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Einnig krefst stefndi málskostnaðar að mati dómsins að teknu tilliti til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Málavextir Stefnandi er verkfræðingur og hefur átt aðild að stefnda, Lífeyrissjóði verkfræðinga, og greitt iðgjöld til hans um áratuga skeið. Hann hóf töku lífeyris í apríl 2002. Lífeyrissjóður verkfræðinga er sameignarsjóður, sem var stofnaður árið 1954 og starfar samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hlutverk sjóðsins er að veita sjóðfélögum elli- og örorkulífeyri og eftirlátnum mökum þeirra og börnum maka- og barnalífeyri samkvæmt ákvæðum reglugerðar (samþykkta) fyrir sjóðinn. Samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar geta allir verkfræð­ingar orðið sjóðfélagar og aðrir sem stjórnin hefur samþykkt. Þá er tekið fram í reglugerðinni, að elli- og örorkulífeyrisþegar teljist einnig til sjóðfélaga. Á áttunda áratugnum varð sjóðurinn fyrir áföllum vegna verðbólgu í landinu. Af verðbólgunni leiddi m.a., að lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga, sem komnir voru á eftirlaun, rýrnuðu mjög. Var brugðizt við því með því að greiða árlega uppbætur á lífeyri, sem voru nefndar jólabónus. Á aðalfundi 1979 var samþykkt að endurskoða reglugerð sjóðsins vegna þessara vandamála, og þar til endurskoðun lyki skyldu greiddar uppbætur á greiddan lífeyri, sem næmu 80% af verðtryggingu réttinda miðað við framfærsluvísitölu. Reglugerðinni var þó ekki breytt fyrr en í júní árið 1990, en hún öðlaðist gildi 1. janúar 1991. Ein helsta breyting reglugerðarinnar var sú, að lífeyrisgreiðslur skyldu verðtryggðar með lánskjaravísi­tölu. Jafnframt var samþykkt bráðabirgðaákvæði þess efnis, að ef lífeyrisréttindi, reiknuð samkvæmt almennri reiknireglu sjóðsins, veittu sjóðfélögum lægri réttindi en 80% af þeim réttindum, sem verðtryggð iðgjöld hefðu veitt þeim frá upphafi inngreiðslna, fengju þeir það, sem upp á vantaði til að ná 80% hlutfallinu, greitt úr varasjóði, sem kveðið var á um í grein 19.2 í samþykktum sjóðsins. Eldri sjóðfélagar voru ekki sáttir við þá breytingu, sem gerð var og töldu sig hlunnfarna af sjóðnum og mismunað til hagsbóta fyrir yngri sjóðfélaga. Voru höfðuð mál af þeim sökum á hendur sjóðnum. Þann 27. janúar 1999 og 14. október s.á. gengu um þau deilumál dómar í Hæstarétti, þ.e. mál nr. 57/1999: Lífeyrissjóður verkfræðinga gegn Birgi G. Frímannssyni og gagnsök, nr. 58/1999: Lífeyrissjóður verkfræðinga gegn Gunnari K. Björnssyni og gagnsök, og nr. 59/1999: Lífeyrissjóður verkfræðinga gegn Ragnari S. Halldórssyni og gagnsök. Var hluta krafna sjóðfélaga hafnað, en hluti þeirra var tekinn til greina. Að fenginni niðurstöðu Hæstaréttar í ofangreindum dómsmálum ákvað stjórn stefnda að breyta samþykktum sjóðsins. Á aðalfundi stefnda þann 22. maí 2000 var lögð fram tillaga til breytingar á samþykktum stefnda. Þar sem ekki náðist samstaða á fundinum um fram komnar tillögur, var ákveðið að fresta afgreiðslu þeirra til aukaaðalfundar, sem haldinn var 3. júlí 2000. Hins vegar var ákveðið á fundinum að leggja sérstakan uppbótarsjóð niður og lækka verðtryggingarhlutfallið úr 90% í 80% frá júlí 2000. Þá var ákveðið að ráðstafa hagnaði af rekstri sjóðsins þannig, að 25 milljónir yrðu lagðar í varasjóð og 952,9 milljónum yrði ráðstafað til aukningar á réttindum sjóðfélaga. Kveður stefnandi ekkert af framangreindu, að undanskilinni frestun á afgreiðslu breytingar­tillagna stjórnar stefnda, hafa verið borið formlega undir fundinn til samþykktar. Á aukaaðalfundinum þann 3. júlí greiddu 57,89% atkvæði með breytingunum við greinum 15.5, 15.6, 15.7, 15.8, 15.9, 15.10, en 61,11 % greiddu atkvæði með breytingartillögum við greinar 19.2, 19.3, 19.4 og 19.5. Samkvæmt samþykktum stefnda bar að haga breytingum á samþykktum sjóðsins með ákveðnum hætti. Þannig var mælt fyrir um í grein 16.1 í samþykktunum, að halda skyldi aðalfund í maímánuði ár hvert. Þá var mælt fyrir um í gr. 17.1, að til breytinga á samþykktum stefnda þyrfti 2/3 greiddra atkvæða á einum aðalfundi eða samþykki með einföldum meirihluta á tveimur aðalfundum í röð. Af þeim sökum var haldinn annar aukaaðalfundur þann 19. september s.á. þar sem breytingartillögur að greinum 15.5 voru samþykktar með 79,66% atkvæða og greinum 19.2 með 77,05% atkvæða. Stefnandi kveður ósamræmis gæta, samkvæmt fundargerðarbók, á milli þess, sem fundarstjóri fyrrnefnds auka­aðalfundar þann 19. september 2000 bar undir fundinn til samþykktar, og þess, sem bókað er samþykkt. Þannig komi fram í fundargerð, að fundarstjóri hafi tekið fram, að “...tillögurnar hefðu verið teknar fyrir í 3 liðum á síðasta fundi, þ.e. tillögur til breytinga á greinum 6, 15 og 19 hefðu komið til umræðu og afgreiðslu hver fyrir sig. Sagðist fundarstjóri ætla að hafa sama hátt á að þessu sinni ef ekki kæmu fram athugasemdir.” Að lokinni atkvæðagreiðslu sé tekið fram, að grein 6.2, grein 15.5 og grein 19.2 hafi verið bornar undir atkvæði fundarmanna. Samkvæmt efni fundar­gerðarinnar sjálfrar hafi ekki verið greidd atkvæði um m.a. greinar 15.6, 15.7, 15.8, 15.9, 15.10 og greinar 19.3, 19.4, 19.5. Stefnandi kveður ákvörðun þessa allt frá fyrstu tíð hafa verið mjög umdeilda, þar sem Samtök eldri félaga í lífeyrissjóði verkfræðinga (SEFL) hafi talið hana fela í sér mismunun gagnvart þeim, sem greitt hefðu í sjóðinn um margra ára skeið til hagsbóta fyrir yngri sjóðfélaga. Kveðst stefnandi strax á aðalfundinum 22. maí 2000 og í kjölfar hans hafa látið í ljós þá afstöðu sína, að þær breytingar, sem stjórn sjóðsins lagði til að gerðar yrðu á samþykktum, stæðust ekki. Þrátt fyrir fram komnar athugasemdir stefnanda hafi stjórn stefnda hafnað sjónarmiðum hans. Aðila greinir á um gildi samþykkta, sem gerðar voru á aukaaðalfundum þann 3. júlí og 19. september 2000, hvað varðar form og efni. III. Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir málatilbúnað sinn m.a. á því, að þær breytingar, sem bornar voru fram á aðalfundi stefnda þann 22. maí 2000 og samþykktar á aukaaðalfundum þann 3. júlí og 19. september s.á., séu ólögmætar, þar sem brotið hafi verið gegn samþykktum stefnda. Þá er á því byggt, að fyrrnefndar breytingar feli í sér mismunun á kostnaði stefnanda, en séu til hagsbóta fyrir yngri sjóðfélaga stefnda. l. Um ólögmæti nýrra samþykkta vegna brota á samþykktum stefnda. Á aukaaðalfundi sjóðsins þann 3. júlí 2000 og aukaaðalfundi þann 19. sept. s.á. hafi samþykktum stefnda verið breytt. Á fyrrnefndum fundum hafi tillögur stjórnar stefnda um breytingar á samþykktum hlotið einfaldan meirihluta atkvæða. Málsmeðferð stefnda hafi brotið gegn 17. gr. samþykkta sjóðsins, þar sem ekki sé heimild til þess að breyta samþykktum stefnda með samþykki einfalds meirihluta á tveimur “aukaaðalfundum”, heldur verði til að koma samþykki tveggja aðalfunda. Stefnandi byggir á því, að sú málsmeðferð, sem að framan sé lýst, brjóti gegn gr. 16.1, 16.4 og 17.1 þágildandi samþykkta stefnda, sbr. dskj. nr. 17. Eins og fram komi í gr. 16.1, sé gert ráð fyrir því, að aðalfundur sé haldinn í maímánuði ár hvert. Þá sé mælt fyrir um í gr. 17.1, að til breytinga á samþykktum stefnda þurfi 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi, eða samþykki með einföldum meirihluta á tveimur aðalfundum í röð. Af efni fyrrgreindra samþykkta sé ljóst, að afgreiða verði breytingar á samþykktum stefnda á lögmætum aðalfundum, en ekki á “aukaaðal­fundum”. Eins og ráða megi af gögnum málsins, hafi stefndi haldið “aukaaðalfundi” til þess að breyta samþykktum sínum. Að mati stefnanda hafi stefndi ekki breytt samþykktunum með réttum hætti með afgreiðslu sinni. Þannig hafi stefndi ekki fengið samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi eða samþykki einfalds meirihluta á tveimur aðalfundum í röð, hvað varði breytingar á samþykktum stefnda, eins og gr. 17.1 í samþykktum stefnda áskilji. Allt framangreint leiði til þess, að ákvarðanir stefnda séu ólögmætar og að engu hafandi. Þannig byggi stefnandi á því, að í orðalagi greinar 17.1 samþykkta stefnda felist það, að nái breytingartillaga á samþykktum stefnda, sem borin sé upp á aðalfundi hans, ekki tilskildum meirihluta atkvæða, þ.e. 2/3 hluta atkvæða, beri að leggja breytingatillögurnar fram á ný á næsta aðalfundi stefnda til að tryggja, að breytingar­ferlið taki lengri tíma, ef 2/3 hlutar standi ekki að baki breytingum á samþykktum. Þannig hafi stefndi í raun brotið gegn framangreindum anda samþykkta stefnda, sem fram komi í skýru orðalagi þeirra, þ.e. honum hafi verið óheimilt að boða sérstaklega til aukaaðalfundar til þess eins að knýja hinar umdeildu breytingar í gegn. 2. Um ólögmæta mismunun stefnda. Þá byggir stefnandi á því, að fyrrnefndar breytingar mismuni stefnanda gagnvart öðrum sjóðfélögum með ólögmætum hætti. Í fyrrnefndum breytingum felist rúmlega 11% skerðing lífeyrisréttar stefnanda með upptöku 10% af öllum iðgjöldum hans, frá upphafi fullverðtryggðum, en þessum hluta sé síðan úthlutað til allra annarra sjóðfélaga stefnda sem hagnaði í samræmi við hinar nýju samþykktir hans. Í þessu felist ólögmæt mismunun, þar sem einungis hafi verið skert iðgjöld stefnanda (og annarra eldri sjóðfélaga), en ekki allra sjóðfélaga. Um tölulegan útreikning, hvað þetta varði, vísist til útreiknings Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingarfræðings, sbr. dskj. nr. 14. Auk framangreinds brjóti hinar nýju samþykktir gegn því réttarástandi, sem á hafi komizt eftir niðurstöðu Hæstaréttar í málum nr. 57/1999, 58/1999 og 59/1999. Í þeim dómum hafi falizt, að reikna bæri 90% verðtryggingu á lífeyrisréttindi, áunnin með iðgjöldum, greiddum 1990 og fyrr, í samræmi við samþykkt á aðalfundi stefnda árið 1996. Lækkun á 90% í 80%, eins og samþykktirnar frá 2000 kveði á um, verði að telja ólögmæta, enda sé henni einvörðungu beint gegn eldri sjóðfélögum, þ.m.t. stefnanda, og skerði ekki rétt annarra. Jafnframt verði að telja, að eftir 1990 beri að verðtryggja 100% þau lífeyrisréttindi, sem komi út úr framanrituðu, auk allra réttinda vegna greiðslna iðgjalda eftir 1990. Í þessu felist, að sú kvöð, sem lögð hafi verið á eldri sjóðfélaga með hinum nýju samþykktum frá árinu 2000, þ.e. að leggja allverulegan hluta iðgjalda sinna til að fylla upp í áðurnefnda kvöð stefnda um 90% verðtryggingu, sé með öllu óheimil, þar sem sjóðfélögum sé mismunað með þeim hætti. Kostnaðurinn við fyrrnefnda kvöð sé lagður á eldri sjóðfélaga eingöngu, þ.m.t. stefnanda, en ekki dreift á alla sjóðfélaga. Verði fallizt á dómkröfur stefnanda, sem byggi á fyrrnefndum útreikningum Jóns Erlings Þorlákssonar, tryggingarstærðfræðings, muni það m.a. fela eftirfarandi í sér gagnvart stefnda: - Iðgjöld greidd 1990 og fyrr muni veita lífeyrisrétt, sem sé 90% af fullverðtryggðum rétti stefnanda. Rökin fyrir þessu séu þau, að þessi prósenta hafi falizt í dómum Hæstaréttar í málum nr. 57/1999, 58/1999 og 59/1999, og að lækkun réttinda úr 90% í 80% með breytingum á samþykktum sjóðsins frá árinu 2000 stangist á við reglur um lífeyrissjóði. - Iðgjöld greidd 1991 og síðar muni veita 100% verðtryggð réttindi að fullu, eins og reglugerð kveði á um og án skerðingar samkvæmt 80% reglu. Verði ekki fallizt á kröfu stefnanda, sé fest í sessi sú ákvörðun, að stefnda hafi verið og sé heimilt að mismuna félögum sínum á grundvelli aldurs - m.ö.o. að skerða lífeyrisréttindi stefnanda og nota þá skerðingu til hækkunar á lífeyrisréttindum yngri sjóðfélaga. Þá byggir stefnandi á því, að réttindi hans í stefnda séu eign, sem njóti friðhelgi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. 10. gr. laga nr. 97/1995. Í því felist, að enginn, hvorki einkaréttarlegur né opinber aðili, geti skert eign stefnanda, nema að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Þá beri og að taka fram, að stefndi sé sameignarlífeyrissjóður, sem starfi samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldu­tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Af því leiði, að óheimilt sé að skerða réttindi eins hóps innan lífeyrissjóðsins og endurúthluta þeirri eignaupptöku, sem í skerðingunni hafi falizt, til annarra aðila, þ.m.t. annars hóps innan sama lífeyrissjóðs. Taka verði tillit til þessara sjónarmiða við mat á hinum ólögmætu ákvörðunum stefnda. Krafa stefnanda á hendur stefnda byggi á almennum meginreglum kröfu- og samningaréttarins um skuldbindingargildi samninga. Þannig sé annars vegar í gildi samningur um greiðslu lífeyris milli stefnanda og stefnda og hins vegar njóti stefnandi ákveðinna réttinda, m.a. samkvæmt samþykktum stefnda. Í honum felist, að á stefnanda (og vinnuveitanda hans) hafi hvílt skylda til að inna af hendi iðgjöld til stefnda. Á móti hafi sú skylda hvílt á stefnda, og hvíli enn, að greiða stefnanda lífeyri í samræmi við samning aðila, samþykktir stefnda og lög nr. 129/1997 um skyldu­tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ákvörðun stefnda byggi ekki á samningi aðila, samþykktum hans sjálfs og lögum nr. 129/1997, þar sem með ákvörðun hans hafi stefnanda verið mismunað, öðrum sjóðfélögum í stefnda til hagsbóta. Af þessu hafi hlotizt tjón, sem stefnda beri skylda til að bæta. Verði ekki fallizt á framangreint, byggi stefnandi á almennum reglum samninga- og kröfuréttarins um skaðabætur innan samninga. Eins og fyrr segi, sé í gildi samningur um greiðslu lífeyris milli stefnanda og stefnda. Ákvörðun stefnda byggi ekki á samningi aðila, samþykktum hans sjálfs og lögum nr. 129/1997 og verði að telja, að í því felist vanefnd stefnda á samningnum. Af þessu hafi hlotizt tjón, sem stefnda beri skylda til að bæta. Um umfang tjóns stefnanda vísist til útreikninga Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingarfræðings, sbr. dskj. nr. 14. Samkvæmt útreikningum hans sé tjón stefnanda eftirfarandi fram til febrúarmánaðar 2003: 1. Krafa vegna lækkunar lífeyris úr 90% í 80% í júlí 2000 kr. 128.569 2. Krafa vegna vanreiknaðra réttinda út á iðgjöld greidd 1991-2001 kr. 34.115 SAMTALS kr. 162.684 Þá sé og gerð krafa um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Upphafsdagur dráttarvaxta miðist við 1. febrúar 2003, en telja verði, að þá hafi tjón stefnanda endanlega komið fram. Stefnandi byggir kröfu sína á hendur stefnda á almennum reglum samninga- og kröfuréttar, einkum reglunni um skuldbindingargildi samninga og meginreglunni um skaðabótaskyldu þess, sem vanefni gilda samninga, og skyldu hans til að greiða skaðabætur samkvæmt meginreglunni um skaðabætur innan samninga. Þá er byggt á ákvæðum laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Einkum er vísað til 13.-14. gr. laganna. Krafa um málskostnað byggist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þess er krafizt, að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til skyldu stefnanda til að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun, sbr. 1. nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur, og beri honum því nauðsyn að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. Málsástæður stefnda Stefndi kveðst hafna þeirri málsástæðu stefnanda, sem byggi á því, að þær breytingar, sem bornar hafi verið fram á aðalfundi stefnda 22. maí 2000 og samþykktar á aukaaðalfundum þann 3. júlí og 19. september s.á., séu ólögmætar, þar sem brotið hafi verið gegn samþykktum stefnda, og því séu ákvarðanir um breytingar á samþykktum hans ólögmætar og að engu hafandi. Framangreindar breytingar á samþykktum sjóðsins hafi farið fram með löglegum hætti og séu því bindandi fyrir sjóðfélaga. Stefndi leiði þessa niðurstöðu af ákvæðum samþykkta sjóðsins, og hvernig þau ákvæði hafi verið skilin í gegnum tíðina. Um aðalfundi sé fjallað í 16. gr. samþykkta sjóðsins, dskj. nr. 17-19. Greinin beri fyrirsögnina “Aðalfundur”. Í greininni sé annars vegar fjallað um aðalfund þann, sem halda skuli fyrir lok maímánaðar ár hvert, og hins vegar aukaaðalfund, sem halda skuli að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sbr. grein 16.6. Í grein 16.2 sé kveðið á um, hvernig skuli boða aðalfund og með hvaða fyrirvara. Þar sé og fjallað um dagskrá hins reglulega aðalfundar, en meðal dagskrárefna séu tillögur um breytingar á samþykktum. Í gr. 16.3 sé fjallað um skilyrði þess, að aðalfundur sé löglegur. Í grein 16.4 segi, að á aðalfundum nægi einfaldur meirihluti til samþykkta, nema ef um sé að ræða breytingar á samþykktum sjóðsins. Í grein 16.6 segi, að halda skuli aukaaðalfund, þegar meirihluti sjóðstjórnar telji ástæðu til, eða minnst 25 sjóðfélagar sendi stjórninni skrifleg tilmæli um það og greini tilefni. Ekki sé þess getið í grein 16.6, hvaða efni skuli taka fyrir á aukaaðalfundi. Þá sé þess ekki getið, að óheimilt sé að taka fyrir eitthvert tiltekið fundarefni. Stefndi telji, að af þessu leiði, að heimilt sé að taka fyrir á aukaaðalfundi hvert það efni, sem ekki hafi þegar verið afgreitt á reglulegum aðalfundi á því starfsári með bindandi hætti, svo sem samþykki reikninga og stjórnarkjör. Ákvæðið um, að breytingar skuli samþykktar á tveimur aðalfundum í röð, sé að finna í grein nr. 17, sem beri yfirskriftina “Breytingar á samþykktum”. Þegar að þessari grein komi, hafi í undanfarandi grein verið búið að tala um tvenns konar aðalfundi. Annars vegar þann aðalfund, sem beri að halda fyrir lok maímánaðar ár hvert, og hins vegar um aðra aðalfundi, sem nefndir séu aukaaðalfundir og megi halda hvenær sem sé, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í grein 17 segi, að til breytinga á samþykktum sjóðsins þurfi 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi, eða samþykki með einföldum meirihluta á tveimur aðalfundum í röð. Hefði ætlunin verið sú að gera kröfu um samþykki tveggja aðalfunda með árs millibili, hefði það verið tekið fram í 17. grein. Með því að hafa ákvæði um tvo aðalfundi í sjálfstæðu ákvæði, sem komi eftir ákvæði 16, þar sem fjallað sé um tvenns konar aðalfundi, bendi slíkt eindregið til þess, að ekki skipti máli, hvort um samþykki á aðalfundi eða aukaaðalfundi sé að ræða. Hefði ætlunin verið sú að gera kröfu um samþykki á aðalfundi með árs millibili, hefði orðið að taka það fram í ákvæðinu. Orðalagið “tveir aðalfundir í röð” styrki þessa niðurstöðu, því orðalagið vísi til nokkurrar tímanándar atburðanna. Þá skipti miklu máli, að sá skilningur hafi lengi verið við lýði hjá sjóðnum, að heimilt sé að breyta samþykktum hans á aukaaðalfundi. Á aukaaðalfundi sjóðsins hinn 28. nóvember 1979 hafi verið samþykktar breytingar á reglugerð sjóðsins, m.a. um að greiða lífeyrisþegum 80% verðbætur, dskj. nr. 22. Þetta sé einhver afdrifaríkasta breyting á skipulagi sjóðsins á undanförnum áratugum. Gildi þessarar samþykktar hafi aldrei verið vefengt af sjóðfélögum á þeirri forsendu, að hún væri gerð á aukaaðalfundi. Hæstiréttur hafi jafnframt byggt dóma á því, að hún teljist bindandi, sbr. dóma Hæstaréttar nr. 57/1999, 58/1999 og 59/1999. Þetta sé einungis eitt af fjölmörgum skiptum, þar sem breytingar á samþykktum (reglugerð) sjóðsins hafi verið samþykktar á aukaaðalfundi. Þannig hafi breytingar á samþykktum sjóðsins verið samþykktar á aukaaðalfundi, sem haldinn var 25. febrúar 1982, dskj. nr. 23, 9. desember 1998, dskj. nr. 24, og 8. febrúar 1999, dskj. nr. 25. Þessi athugasemdalausa framkvæmd staðfesti þann skilning, að heimilt sé að afgreiða tillögur um breytingar á samþykktum á aukaaðalfundi. Framangreindar breytingar á samþykkt sjóðsins hafi verið staðfestar af fjármála­ráðuneytinu, að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins. Í þessari staðfestingu felist samþykki þessara eftirlitsaðila þess efnis, að um löglegar breytingar hafi verið að ræða, sbr. 28. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Samkvæmt framansögðu telji stefndi engan vafa leika á því, að breytingar þær, sem gerðar hafi verið á samþykktum sjóðsins á aukaaðalfundi hans hinn 3. júlí og 19. september 2000, hafi verið löglegar. Því séu allir sjóðfélagar, þar á meðal stefnandi, bundnir af samþykktum sjóðsins, eins og þær hljóði eftir framangreinda breytingu. Stefndi mótmæli því sérstaklega, sem komi fram á bls. 2 í stefnu, að á aðalfundi Lífeyrissjóðs verkfræðinga hinn 22. maí 2000 hafi verið ákveðið að fara að tillögu tryggingarfræðings sjóðsins og leggja sérstakan uppbótarsjóð niður og lækka verðtryggingarhlutfallið úr 90% í 80% frá júlí 2000. Þá segi einnig, að ákveðið hafi verið að ráðstafa hagnaði af rekstri sjóðsins þannig, að 25 milljónir yrðu lagðar í varasjóð og 952,9 milljónum yrði ráðstafað til aukningar á réttindum sjóðfélaga. Ekkert af framangreindu hafi verið borið formlega undir fundinn til samþykktar. Hið rétta sé, að tillaga Bjarna Guðmundssonar um ráðstöfun hagnaðar hafi verið borin undir fundinn og samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, sbr. dómskj. nr. 3. Bjarni hafi kynnt þá niðurstöðu tryggingafræðilegrar úttektar sinnar, að vegna aukinna skuldbindinga sjóðsins væri ekki lengur grundvöllur til að miða uppbætur við 90% verðtryggingu iðgjalda, og því þyrfti að lækka hlutfallið í 80% frá og með l. júlí 2000. Þessi breyting hafi verið gerð að tillögu Bjarna í samræmi við bráðabirgðaákvæði 19.2 í samþykktum sjóðsins, þar sem segi, að verðtryggingar­hlutfall lífeyrisréttar verði 80% frá og með 1. janúar 1991 og skuli “endurskoðast til hækkunar eða lækkunar skv. úttekt tryggingarfræðings”. Það sé hins vegar rangt, sem komi fram í stefnu, að Bjarni hafi gert það að tillögu sinni, að uppbótarsjóðurinn yrði lagður niður. Stefndi hafni jafnframt þeim málsástæðum stefnda, að fyrrnefndar breytingar feli í sér mismunun milli sjóðfélaga á kostnað stefnanda en til hagsbóta fyrir yngri sjóðfélaga stefnda, og að hinar nýju samþykktir brjóti gegn því réttarástandi, sem á hafi komizt eftir niðurstöðu Hæstaréttar í málum nr. 57/1999, 58/1999 og 59/1999. Í dómum Hæstaréttar nr. 57/1999, 58/1999 og 59/1999 hafi verið tekizt á um, hvort stefnendur ættu rétt á 100% verðtryggingu lífeyrisréttinda á grundvelli samþykkta sjóðsins. Stefndi í málunum, þ.e. Lífeyrissjóður verkfræðinga, hafi haldið því fram, að svo væri ekki, og í samþykktum sjóðsins fælist einungis réttur stefnanda til 80% verðtryggingar til ársins 1996, en frá 1. júlí það ár ættu þeir rétt á 90% verðtryggingu í samræmi við ákvörðun sjóðsins. Sem fyrr segi, hafi kröfu stefnenda um 100% verðtryggingu lífeyrisréttinda verið hafnað. Ekki hafi, í dóms­niðurstöðunum, verið tekin afstaða til þess, hvort Lífeyrissjóði verkfræðinga sé skylt að veita 90% verðtryggingu lífeyrisréttinda, enda hafi slík krafa ekki verið gerð fyrir dóminum. Í niðurstöðu dómsins felist einungis það, að Lífeyrissjóðnum sé ekki skylt, á grundvelli samþykkta sinna, að verðtryggja lífeyrisréttindin að fullu. Stefndi hafni þeirri túlkun stefnanda á framangreindum dómum, að í þeim felist, að óheimilt sé að lækka verðtryggingarhlutfall í samþykktum sjóðsins úr 90% í 80%. Stefndi telji, að framangreindir dómar staðfesti einungis þann rétt, sem stefnendur málanna hafi haft í sjóðnum á grundvelli þeirra samþykkta sjóðsins, sem í gildi hafi verið, er dómurinn var kveðinn upp, þ.e. 80% verðtryggingarhlutfall til 30. júní 1996 en 90% verðtryggingarhlutfall frá 1. júlí 1996 og til þess dags, sem dómurinn hafi verið kveðinn upp. Hins vegar segi dómurinn ekkert um það, hvaða framtíðarréttindi sjóðsfélagar kunni að eiga, enda sé ómögulegt fyrir dóminn að vita, hvort eða hvaða breytingar verði gerðar á reglum lífeyrissjóðsins. Sú niðurstaða, sem stefnandi byggi á, að í framangreindum dómum Hæstaréttar felist bann við breytingum á samþykktum sjóðsins um verðtryggingarhlutfall um ókomna tíð, sé með öllu ótæk. Dómurinn hafi einungis kveðið á um réttarstöðu stefnanda á grundvelli þeirra samþykkta sjóðsins, sem í gildi hafi verið við uppsögu dómsins. Stefndi mótmæli því einnig, að framangreindar breytingar á samþykktum sjóðsins feli í sér ólögmæta mismunun gagnvart stefnanda. Eins og komi fram í málsatvikalýsingunni, hafi Lífeyrissjóður verkfræðinga orðið fyrir töluverðum áföllum í verðbólgu áttunda áratugarins, m.a. vegna óverðtryggðra útlána til sjóðfélaganna sjálfra. Ávöxtun eigna sjóðsins hafi verið sveiflukennd á undanförnum árum. Sé staðan sú, að í lok árs 2002 hafi vantað 9% til þess að eignir sjóðsins nægðu fyrir skuldbindingum hans, samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt, sem gerð hafi verið samkvæmt skyldu í 24. gr. laga nr. 129/1997, dskj. nr. 32. Sé rétt að vekja athygli á, að samkvæmt 39. gr. laganna sé skylt að gera breytingar á samþykktum sjóðsins, ef þessi munur verði 10% eða meiri. Að beiðni stefnda hafi Bjarni Guðmundsson, tryggingafræðingur sjóðsins, reiknað út lífeyrisrétt stefnanda samkvæmt samþykktum stefnda og borið hann saman við greiddan lífeyri til hans í ágúst 2003, dskj. nr. 33. Niðurstaðan sýni, að stefnandi njóti lífeyrisgreiðslna, sem séu 16,26% hærri en samþykktirnar veiti fyrir iðgjöld, sem nú séu greidd til sjóðsins. Forsendur um mismunun stefnanda i óhag séu því rangar. Þessu til viðbótar komi sú mismunun, að stefnandi hafi átt þess kost á sínum tíma að fá óverðtryggð lán frá sjóðnum, sem ekki hafi verið endurgreidd með sömu verðmætum. Þessi lán hafi verið fjármögnuð með iðgjöldum þess tíma. Á grundvelli þessa mótmæli stefndi því sem röngu og ósönnuðu, að stefnanda hafi verið mismunað með ólögmætum hátt af hálfu stefnda. Útreikningar sýni, að þessu sé öfugt farið. Í framansögðu felist, að yngri sjóðfélagar hafi í nokkrum mæli tekið á sig það tap, sem sjóðurinn hafi orðið fyrir í verðbólgu áttunda áratugarins. Það sé vandséð, að stefnandi geti átt lögvarða kröfu til þess, að yngri sjóðfélagar einir taki á sig það tap. Samkvæmt útreikningum Bjarna Guðmundssonar tryggingastærðfræðings standi sjóðurinn undir 80% verðtryggingu lífeyrisréttinda og beri þá báðir hópar sinn hlut af tapi sjóðsins frá verðbólguárunum. Ef krafa stefnanda um 90% verðtryggingu næði fram að ganga, yrði stærri hluta þeirrar byrðar velt yfir á yngri sjóðfélagana. Í dómum Hæstaréttar nr. 57/1999, 58/1999 og 59/1999 segi, að auðsætt sé, að eldri sjóðfélagar hafi notið hagræðis af reglum sjóðsins um greiðslur lífeyris miðað við 80% verðtryggingu iðgjalda frá upphafi. Sé þá átt við, að þessir sjóðfélagar hafi notið betri kjara hjá sjóðnum en almennar reglur sjóðsins kveði á um, þar sem réttindi þeirra hafi ekki, eftir breytinguna á samþykktum sjóðsins, tekið mið af þeim réttindum, sem iðgjöld þeirra mynduðu. Hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir til að bæta réttindi þeirra. Þessi ummæli í dómum Hæstaréttar bendi til þess, að ekki verði talið, að 80% verðtrygging á lífeyrisréttindum feli í sér ólögmæta mismunun gagnvart eldri sjóðfélögum. Stefndi telji, að reglur lífeyrissjóða, sem mismuni ekki þeim sjóðfélögum, sem eins sé ástatt um, feli ekki í sér ólögmæta mismunun. Þessu til stuðnings vísi stefndi í dóm Hæstaréttar í máli nr. 204/2001, þar sem komi fram, að heimilt sé að breyta samþykktum lífeyrissjóða á þann veg, að réttindi tiltekinna, sambærilegra hópa taki breytingum, þannig að áhrif hafi á aðra hópa, þ.e. tilfærsla réttinda sé heimil, enda sé jafnræðis gætt milli þeirra sjóðfélaga, sem sambærilegir geti talizt. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 195/1999 komi fram, að heimilt sé að breyta samþykktum lífeyrissjóða, enda byggist breytingarnar á málefnalegum sjónarmiðum, taki til allra sjóðfélaga og jafnræðis sé gætt um alla þá, sem sambærilegir geti talizt. Af framangreindum dómum Hæstaréttar og lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sé ljóst, að löggjafinn veiti lífeyrissjóðum rúmar heimildir til að ráðstafa málefnum sjóða sinna með löglega gerðum samþykktum. Framangreindar breytingar á 19. gr. rúmist innan þessara heimilda. Þá megi einnig benda á, að breytingarnar á samþykktum sjóðsins hafi fyrst verið lagðar fyrir Fjármálaeftirlitið og síðan fjármálaráðuneytið til samþykktar. Í bréfi stefnda til Fjármálaeftirlitsins, dags. 23. ágúst 2000, sé beðið um álit Fjármálaeftirlitsins á því, hvort sú breyting, að lækka verðtryggingarhlutfallið samkvæmt grein 19.2. úr 90% í 80% frá l. júlí 2000 og aðrar breytingar á grein 19 í samþykktum sjóðsins séu í samræmi við lög og reglur, sem taki til sjóðsins, og jafnframt, hvort Fjármálaeftirlitið telji þær samrýmast Hæstaréttardómum nr. 57-59/1999, dskj. nr. 26. Með bréfi Fjármála­eftirlitsins til stefnda, dags. 18. september 2000, sé staðfest, að framangreindar breytingar stefnda á samþykktum sjóðsins séu heimilar, dskj. nr. 29. Í bréfinu segi: “Eins og fram kom í bréfi eftirlitsins, dags. 12. september, er það mat þess að í dómum Hæstaréttar komi ekki skýrt fram við hvaða verðtryggingu skuli miðað við útreikning grunnréttinda, sbr. greinar 19.3-19.5, en að mati Fjármálaeftirlitsins er sú ákvörðun um að reikna grunnréttindi sjóðfélaga miðað við 80% verðtryggingu ekki í andstöðu við dóma Hæstaréttar nr. 57-59/1999. “ Þessar breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs verkfræðinga hafi einnig verið staðfestar í fjármálaráðuneytinu. Þegar samþykktirnar voru til umfjöllunar hjá Fjármálaeftirlitinu og fjármálaráðuneytinu, muni forsvarsmenn SEFL (Samtaka eldri félaga í Lífeyrissjóði verkfræðinga) hafa komið athugasemdum sínum um ætlaða, ólögmæta mismunun á framfæri, sem og athugasemdum sínum um ætlað ólögmæti aukaaðalfunda Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Athugasemdirnar hafi ekki verið teknar til greina af hinum opinberu eftirlitsaðilum. Í 1. mgr. 28. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða segi: “Allar breytingar á samþykktum lífeyrissjóðs skal tilkynna fjármálaráðherra og öðlast þær ekki gildi fyrr en ráðherra hefur staðfest að þær fullnægi ákvæðum laga þessara og ákvæðum gildandi samþykkta fyrir lífeyrissjóðinn að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins.” Með því að staðfesta samþykktirnar hafi fjármálaráðuneytið tekið efnislega afstöðu til samþykktanna í samræmi við framangreint ákvæði. Það hafi verið niðurstaða ráðuneytisins, að breytingin fullnægði ákvæðum laga nr. 129/1997 og gildandi samþykktum Lífeyrissjóðs verkfræðinga, og hafi stefnanda því verið heimilt að gera framangreindar breytingar. Um kröfugerð stefnanda Stefnandi geri kröfu um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar, sem byggð sé á hluta af útreikningi Jóns E. Þorlákssonar á dskj. nr. 14, sbr. sundurliðun á bls. 6 í stefnu. Engin krafa sé hins vegar gerð um viðurkenningu á því, að samþykktir stefnda séu ógildar að einhverju leyti. Af hálfu stefnda sé þessari framsetningu kröfunnar mótmælt. Stefndi hafi greitt lífeyri til stefnanda samkvæmt gildandi reglum sjóðsins, sem staðfestar séu af þar til bærum stjórnvöldum. Augljóst megi vera, að honum verði ekki gert að greiða lífeyri með öðrum hætti, án þess að samþykktirnar verði dæmdar ólögmætar eða þeim breytt. Krafa stefnanda sé öðrum þræði sett fram sem skaðabótakrafa innan samninga. Forsenda skaðabótaskyldu hljóti hér eins og endranær að vera sök. Að mati stefnda sé útilokað, að sök sé fyrir hendi, þegar greiðslur til stefnanda hafi verið inntar af hendi samkvæmt samþykktum sjóðsins, sem staðfestar séu af stjórnvöldum með framangreindum hætti. Hvort tveggja framansagt leiði til sýknu. Um kröfu sína um sýknu vísar stefndi til laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Af þeim lögum sé ljóst, að lífeyrissjóðir hafi ríka heimild til að haga málum sínum með þeim hætti, sem þeir kjósi, svo framarlega sem kveðið sé á um málefni sjóðsins í löglega gerðum samþykktum. Um málskostnaðarkröfu sína vísar stefndi til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV. Forsendur og niðurstaða Fyrir dóminn komu til skýrslugjafar Jón Erlingur Þorláksson tryggingastærðfræðingur og Bjarni Ragnar Guðmundsson tryggingafræðingur. Stefnandi byggir kröfur sínar á því annars vegar, að samþykktir, sem gerðar voru á aukaaðalfundum í júlí og september 2000 séu ólögmætar og hins vegar á því að stefnanda hafi verið mismunað á ólögmætan hátt. Um aukaaðalfund er fjallað í 6. tl. 16. gr. samþykkta stefnda undir kaflaheitinu “Aðalfundur”, en þar segir, að aukaaðalfund skuli halda, þegar meiri hluti sjóðstjórnar telji ástæðu til, eða minnst 25 sjóðfélagar sendi stjórninni skrifleg tilmæli þar um og greini tilefni.” Ekkert er tekið fram í samþykktunum, hvert hlutverk aukaaðalfundar sé, hvorki að hann einskorðist við ákveðin málefni né heldur að óheimilt sé að fjalla þar um tiltekin málefni. Nægir því, að þeir, sem hafa heimild til að fara fram á aukaaðalfund, telji tilefni til þess. Hefur stefnandi ekki sýnt fram á eða gert sennilegt, að vægi aukaaðalfundar sé annað og minna í ákveðnum málaflokkum en hins lögbundna aðalfundar. Hafa þannig engin haldbær rök verið færð fram fyrir því, að óheimilt hafi verið að taka til afgreiðslu á umræddum aukaaðalfundum tillögur til breytinga á samþykktum stefnda. Umdeildar breytingar á samþykktum sjóðsins hafa verið staðfestar af fjármálaráðuneytinu, svo sem skylt er samkvæmt 28. gr. l. nr. 129/1997 og hefur þannig verið formlega rétt staðið að þeim. Síðari málsástæðu sinni til stuðnings vísar stefnandi m.a. til þess, að samþykktirnar brjóti gegn réttarsambandi, sem á hafi komizt með dómum Hæstaréttar í málum nr. 57/1999, 58/1999 og 59/1999, brotið hafi verið gegn eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, auk þess sem byggt er á reglum um skaðabætur innan samninga. Í þeim dómum Hæstaréttar, sem stefnandi vísar til kröfum sínum til stuðnings, snerist ágreiningur aðila um það m.a. hvort stefnendur ættu rétt á 100% verðtryggingu á grundvelli samþykkta sjóðsins. Þeirri kröfu hafnaði rétturinn með því að í samþykktum sjóðsins fælist einungis réttur til 80% verðtryggingar fram til ársins 1996, en 90% frá miðju því ári. Ekki verður hins vegar lesið úr niðurstöðum dómanna, að sjóðnum hafi verið skylt að veita 90% verðtryggingu lífeyrisréttinda til frambúðar, enda ekki gerð um það krafa í málunum. Er því ekki fallizt á, að umdeildar breytingar á samþykktum stefnda hafi brotið gegn réttarsambandi, sem komizt hafi á í kjölfar dómanna, eða að dómarnir hafi bundið hendur stefnda til frambúðar varðandi breytingar á verðtryggingahlutfalli. Samkvæmt 3. mgr. 39. gr. l. nr. 129/1997, sem sjóðurinn starfar eftir, er sjóðnum skylt að fá álit tryggingafræðings á áhrifum breytinga á samþykktum lífeyrissjóðs á getu hans til þess að greiða lífeyri. Ber tryggingafræðingnum jafnframt skylda til að gera stjórn sjóðsins þegar í stað grein fyrir því, leiði úttektin í ljós, að sjóðurinn muni ekki standa við skuldbindingar sínar. Tryggingafræðingur sjóðsins má ekki starfa í þágu sjóðsins að öðru en tryggingafræðilegri athugun og ráðgjöf. Skal tryggingafræðingur sjóðsins hafa hlotið viðurkenningu Fjármálaeftirlitsins til athugunar á fjárhag sjóðsins, sbr. lög um vátryggingastarfsemi, sbr. 2. mgr. 24. gr. l. nr. 129/1997. Á grundvelli þessara lagaboða starfaði Bjarni Guðmundsson tryggingafræðingur. Það liggur fyrir og er óumdeilt, að stefndi varð fyrir töluverðum áföllum vegna verðbólgu á áttunda áratug síðustu aldar, sem hefur haft áhrif fram á þessa öld, en fyrir liggur, að í árslok 2002 var staða sjóðsins samkvæmt tryggingafræðilegri athugun Bjarna Guðmundssonar neikvæð um 9%. Tryggingafræðingurinn skýrði svo frá fyrir dómi m.a., að tryggingafræðingi sjóðsins hafi verið falið að ákveða hlutfall lágmarksverðtryggingar, eða þeirrar uppbótarreglu, sem fólst í samþykktum sjóðsins. Hefði tryggingafræðileg athugun hans á stöðu sjóðsins í árslok 1999 leitt til þess, að hann ákvað, að hlutfall verðtryggingar skyldi vera 80% í stað 90%, og vísaði hann jafnframt til þeirra raka, sem fram koma á dskj. nr. 32. Þar segir svo m.a.: “Er lágmarkshlutfall verðtryggingar var hækkað í 90% árið 1996 var gengið út frá ákveðnum forsendum. Í tryggingafræðilegri úttekt ársins 1995 sagði m.a.: Um lágmarkshlutfall verðtryggingar réttinda. “í 2. málsgrein 20. greinar reglugerðar er kveðið á um að frá 1.1.1991 skuli greitt til þeirra sjóðfélaga sem greiða í sjóðinn til aldursmarka að lágmarki 80% af fullri verðtryggingu réttinda, með möguleika á endurskoðun síðar. Hlutfall þetta hefur verið 80% frá 1991. Er það tillaga mín að frá 1. júlí 1996 verði hlutfallið hækkað í 90%. Er við mat á hversu mikið muni unnt að greiða miðað við að ávöxtun sjóðsins verði þann tíma sem þessar sérstöku uppbætur vara 5% umfram hækkun vísitölu neyzluverðs, og sjóðfélagar þeir sem reglan mun gilda fyrir greiði fram til lífeyrisaldurs jafn há iðgjöld og þeir greiddu 1995.” Með dómum Hæstaréttar í málum 57-59/1999 eru þessar forsendur brostnar. Sá fjöldi sjóðfélaga, sem reglan tekur til hefur aukizt stórlega, ekki er talið heimilt að binda uppbætur við greiðslu iðgjalda til aldursmarka, og réttindi sem fengin eru vegna úthlutunar hagnaðar eru ekki talin koma til frádráttar. Svo sem fram kemur í niðurstöðum að framan dugir uppbótasjóður ekki til þess að greiða uppbætur 80% af fullri verðtryggingu iðgjalda, samkvæmt þeirri túlkun, sem fram kemur í dómum Hæstaréttar. Ef miða ætti við 90% í stað 80% lágmark eftir þeim aðferðum myndi áfallin skuldbinding sjóðsins hækka í 8.946,6 milljónir, og uppbótarskuldbinding verða 420 milljónir króna umfram eign í uppbótasjóði og yrði því kostnaður við uppbætur um 572 milljónir. Ljóst er því að ekki er grundvöllur til þess að miða uppbætur við 90% fullrar verðtryggingar iðgjalda, og fjármunir uppbótarsjóðsins eins duga ekki fyrir 80% viðmiðinu. Í ljósi þess sem að framan er rakið er þó lagt til að hlutfallið verði fær í 80% frá og með 01.07.2000.” Hefur málefnalegum rökum að baki þessari tillögu tryggingafræðingsins ekki verið hnekkt á neinn hátt eða þau gerð tortryggileg. Að beiðni stefnda reiknaði Bjarni Guðmundsson út lífeyrisrétt stefnanda samkvæmt samþykktum stefnda og bar saman við greiddan lífeyri til hans í ágúst 2003, sbr. dskj. nr. 33. Var það niðurstaða hans, að lífeyrisgreiðslur til stefnanda væru 16,26% hærri en samþykktirnar veita fyrir iðgjöld, sem nú eru greidd til sjóðsins. Útreikningum tryggingafræðingsins hefur ekki verið hnekkt, og í ljósi stöðu hans er ekki fallizt á, að útreikningar Jóns Þorlákssonar tryggingastærðfræðings hnekki þeim útreikningum. Sá síðarnefndi skýrði svo frá, aðspurður fyrir dómi í hverju munurinn á þessum útreikningum væri fólginn, að hann hefði ekki séð útreikninga sjóðsins, en hann reiknaði með, að munurinn lægi í því, að hann miðaði við 100% réttindi í sínum útreikningum í stað 80%, sem sjóðurinn vildi halda sig við. Í ljósi framanritaðs verður ekki séð, að staðhæfingar stefnanda um ólögmæta mismunun öðrum sjóðfélögum til hagsbóta, eigi sér stoð. Fallast má á með stefnanda, að réttindi hans njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. l. nr. 97/1995. Stefnandi hefur hins vegar ekki sýnt fram á, að umdeildar breytingar á samþykktum sjóðsins, séu byggðar á ómálefnalegum sjónarmiðum eða séu til þess fallnar að skerða réttindi hans með þeim hætti að brjóti gegn þessu ákvæði. Þá hefur stefnandi ekki sýnt fram á eða gert sennilegt, að hann hafi orði fyrir skaðabótaskyldu tjóni vegna aðgerða stefnda. Samkvæmt því sem að framan er rakið ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum þykir rétt, að aðilar beri hvor sinn kostnað af málinu. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Stefndi, Lífeyrissjóður verkfræðinga, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Sigurbjörns Guðmundssonar. Málskostnaður fellur niður.
Mál nr. 308/2000
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðs 103. gr. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson og Hjörtur Torfason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. ágúst 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. ágúst 2000, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 23. þessa mánaðar kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Í úrskurði héraðsdóms er því lýst að fram sé kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi átt þátt í að flytja inn mikið af fíkniefnum. Fallist er á með héraðsdómara að vegna rannsóknarhagsmuna séu enn fyrir hendi skilyrði gæsluvarðhalds samkvæmt a. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 186/2017
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma Karl Axelsson hæstaréttardómari ogIngveldur Einarsdóttir og Þorgeir Ingi Njálsson settir hæstaréttardómarar. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru17. mars 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærðurer úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 17. mars 2017, þar sem varnaraðila var gertað sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 12. apríl 2017 klukkan 16. Kæruheimilder í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verðifelldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.Varnaraðili er undir sterkum grun um aðhafa brotið gegn tveimur konum svo að varðað geti við 194. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan tilforsendna hins kærða úrskurðar er fullnægt skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr.88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi eins og krafister. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur.Dómsorð:Hinn kærði úrskurðurer staðfestur.Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands17. mars 2017.Lögreglustjórinná Suðurlandi hefur krafist þess að X, kt. [...], til lögheimilis að [...],ogmeð dvalarstað að [...], verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi allttil kl. 16:00 miðvikudaginn 12. apríl 2017.Kærðimótmælir kröfunni og krefst þess að henni verði hafnað, en krefst þess til varaað gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Íkröfu lögreglustjórans kemur fram að 17. febrúar sl. hafi kærða með úrskurðiHéraðsdóms Suðurlands í málinu nr. [...] verið gert að sæta gæsluvarðhaldi ágrundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, allt tilföstudagsins 17. mars 2017 kl. 16:00. Úrskurður héraðsdóms hafi veriðstaðfestur með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. [...]. Áður hafi kærða, íkjölfar handtöku hans á brotavettvangi, verið gert að sæta gæsluvarðhaldi ágrundvelli rannsóknarhagsmuna, sbr. úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu nr. [...],dags. [...], allt til föstudagsins 17. febrúar sl. kl. 16:00.Líktog rakið sé í ofangreindum úrskurði Héraðsdóms Suðurlands, [...], hafi lögreglahaft til rannsóknar þrjú ætluð brot X gegn XXII. kafla almennra hegningarlaganr. 19/1940. Hin meintu brot hafi verið framin á [...] undir morgun mánudaginn13. febrúar sl., með skömmu millibili og hafi beinst gegn þrem konum, A, kt. [...],B, kt. [...], og C, kt. [...]. Allar þrjár hafi þær verið gestir á [...] umræddanótt og verið sofandi hver á sínu hótelherbergi þegar hin ætluðu brot hafiverið framin. Tvö hinna ætluðu brota varði við 2. mgr. 194. gr. laganna og hiðþriðja við 199. gr. laganna. Sem kunnugt sé geti brot gegn 194. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940 varðað allt að 16 ára fangelsi og því ljóst að umalvarleg brot sé að ræða. Kærði hafi alfarið neitað sök.Aðmati lögreglu teljist, þrátt fyrir neitun kærða, sterkur rökstuddur grunurkominn fram um að hann hafi gerst sekur um öll hin þrjú ætluðu brot. Það matbyggi á því að kærði hafi verið handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, þ.e.við herbergi nr. [...], strax í kjölfar tilkynningar til lögreglu. Þá staðfestiframburður vitna að kærði hafi verið inni á herbergi nr. [...], herbergibrotaþolans A, þegar vitnin hafi komið þar inn. Brotaþolinn B hafi staðfest viðlögreglu á vettvangi að kærði, X, sé sá sem hefði brotið gegn henni inni áherbergi [...] þá skömmu áður. Þriðji brotaþolinn, C, hafi borið að hún þekkikærða og að hann hafi káfað á henni innan klæða inni á herbergi [...], auk þesssem vitni hafi þekkt hann á vettvangi.Þá verði einnig að líta til þess að kærði sjálfur hafi í framburði hjá lögreglusagt að hann hafi farið inn á þrjú herbergi umrætt sinn og að hann hafi haftkynferðismök við tvær konur. Framburður hans um að kynferðismökin hafi verið meðsamþykki brotaþolanna og hann síðan látið af háttsemi sinni þegar þær hafibeðið hann um að hætta sé aftur á móti afar ótrúverðugur og í algjörri andstöðuvið framburði brotaþolanna sjálfra og viðbrögð þeirra í kjölfarið. Hið samaeigi við hvað varði framburð kærða um að hann hafi verið að leita að tóbakinusínu uppi í rúmi þriðja brotaþolans, herbergi [...], og þess vegna hafi hannverið með hendurnar undir sæng brotaþolans. Hinnsterki rökstuddi grunur hafi að mati lögreglu styrkst frá því dómur Hæstaréttarhafi gengið í málinu nr. [...]. Byggi það á því að frá þeim tíma hafi fariðfram frekari yfirheyrslur vitna sem m.a. hafi leitt í ljós að þær skýringar semkærði hafi gefið í framburðum sínum hjá lögreglu fái ekki staðist. Þá komi framí framburði vitnisins D, vinar kærða, að kærði hafi greint vitninu frá þvíumræddan morgun á [...] að hann hafi farið inn á eitthvað herbergi hjá stelpusem hafi annað hvort verið sofandi eða dauð. Kærði hafi sagt vitninu að ljósiní herberginu hafi ekki verið kveikt og hann hafi farið að eiga við stelpuna írúminu vitandi að hún væri sofandi. Hann hafi svo hætt og farið út þegar húnhafi vaknað og kveikt ljósið.Rannsóknlögreglu sé á lokastigi. Beðið sé niðurstaðna úr DNA greiningu á sýnum semtekin hafi verið á upphafsstigum rannsóknarinnar og vænta megi að þær berist ánæstu 4-5 vikum. Að öðru leyti sé rannsókn málsins lokið. Málið verði sentembætti Héraðssaksóknara til ákvörðunar um saksókn eins fljótt og unnt verði.Íúrskurði Héraðsdóms Suðurlands í málinu nr. R-9/2017 hafi verið á það fallistmeð lögreglustjóra að kærði sé undir sterkum rökstuddum grun um tvö brot gegn194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá hafi einnig verið fallist á þaðmeð lögreglustjóra að uppfyllt væru skilyrði um að kærði sætti gæsluvarðhaldimeð tilliti til almannahagsmuna sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Sáúrskurður héraðsdóms hafi verið staðfestur með dómi Hæstaréttar Íslands ímálinu nr. [...]. Lögreglustjóritelur að öll þau sömu skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95.gr. sakamálalaga sem staðfest hafi verið með greindum dómi Hæstaréttar í málinr. [...] séu enn til staðar. Lögreglustjóri telur að þau brot sem hér um ræðirséu þess eðlis að áframhaldandi gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti tilalmannahagsmuna. Óforsvaranlegt sé að kærði gangi laus þegar sterkur grunurleiki á að hann hafi framið svo alvarleg brot sem honum séu gefin að sök. Aðmat lögreglu sé kærði hættulegur umhverfi sínu og brotin þess eðlis að þaðstríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus meðan mál hans séu tilmeðferðar. Meðvísan til alls framangreinds, úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands í málinu [...] semog dóms Hæstaréttar í málinu nr. [...], framlagðra gagna og 2. mgr. 95. gr.laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, fer lögreglustjórinn þess á leit aðframangreind krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald nái fram að ganga. Ekki ergerð krafa um að kærða verði með úrskurði gert að sæta einangrun eða öðrumtakmörkunum í gæsluvarðhaldinu nái krafan fram að ganga.Forsendur og niðurstaðaSamkvæmtþví sem að framan greinir og að virtum rannsóknargögnum verður fallist á þaðmeð lögreglustjóra að kærði sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa íumrætt sinn brotið gegn tveimur konum með stuttu millibili svo að varðað getivið 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og á sama tíma gegn hinniþriðju svo að varðað geti við 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, envið brotum sem hann er grunaður um liggur fangelsisrefsing, ekki skemur en 1 árog allt að 16 árum samkvæmt nefndu ákvæði 194. gr. laganna. Þáverður fallist á það með lögreglustjóra að eins og atvikum er háttað í málinusbr. það sem að framan segir, séu uppfyllt skilyrði til þess að kærði sætigæsluvarðhaldi og að ætla megi að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti tilalmannahagsmuna, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og 1. mgr. 95. gr.laganna. Berþví að fallast á kröfu lögreglustjóra um að kærði sæti gæsluvarðhaldi eins ognánar greinir í úrskurðarorði, en lengd gæsluvarðhaldsins þykir í hóf stillt. Sigurður G. Gíslasonhéraðsdómari kveður upp úrskurð þennan.Úrskurðarorð:Kærði,X, skal sæta gæsluvarðhaldi allt tilmiðvikudagsins 12. apríl 2017 kl. 16:00.
Mál nr. 80/2005
Áfrýjun Áfrýjunarfrestur Frávísun frá Hæstarétti
Bréf X þar sem hann lýsti þeirri ákvörðun sinni að áfrýja dómi á hendur sér til Hæstaréttar barst ríkissaksóknara að liðnum fjögurra vikna fresti til áfrýjunar frá birtingu dóms, sbr. 2. mgr. 151. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Tekið var fram að upplýsingar í bréfi sýslumanns til ríkissaksóknara um að X vildi áfrýja dóminum væru ekki taldar geta svarað til tilkynningar um áfrýjun í skilningi ákvæðisins. Engu var talið breyta þótt X kynni að hafa fengið rangar leiðbeiningar um lok áfrýjunarfrests þegar héraðsdómur var birtur honum. Með því að X hafði ekki aflað leyfis til áfrýjunar héraðsdóms varð ekki hjá því komist að vísa málinu frá Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 28. janúar 2005 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds, sem nú hefur fallið frá áfrýjun til refsiþyngingar og krefst staðfestingar héraðsdóms. Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara að honum verði ekki gerð sérstök refsing. Hinn áfrýjaði dómur var birtur ákærða 28. desember 2004, en hann tók sér þá frest til ákvörðunar um áfrýjun. Fyrir liggur í málinu að ákærði tjáði sýslumanninum á Höfn munnlega 18. janúar 2005 að hann vildi áfrýja dóminum og greindi sýslumaðurinn frá þessu í bréfi sama dag til ríkissaksóknara, sem fylgdi endurriti af dóminum. Með bréfi til ríkissaksóknara 24. janúar 2005 lýsti ákærði síðan þeirri ákvörðun sinni að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. Bréfið barst ríkissaksóknara 26. janúar 2005. Var þá liðinn sá fjögurra vikna frestur til áfrýjunar frá birtingu dóms, sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 151. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 11. gr. laga nr. 37/1994, en upplýsingar í áðurnefndu bréfi sýslumanns geta ekki talist svara til tilkynningar um áfrýjun í skilningi þessa lagaákvæðis. Engu getur hér breytt þótt ákærði kunni að hafa fengið rangar leiðbeiningar um lok áfrýjunarfrests, er héraðsdómur var birtur honum, svo sem hann hefur haldið fram í málflutningi fyrir Hæstarétti. Með því að ákærði hefur ekki aflað leyfis til áfrýjunar héraðsdóms verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá Hæstarétti. Þótt gögn málsins hafi borið með sér að áðurgreindur annmarki stæði í vegi fyrir áfrýjun dómsins til Hæstaréttar, var athygli ákærða ekki vakin á þessu áður en áfrýjunarstefna var út gefin og málsgögn útbúin í hendur Hæstaréttar. Er því rétt að leggja allan kostnað af áfrýjun sakarinnar á ríkissjóð eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Allur sakarkostnaður fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Loga Guðbrandssonar hæstaréttarlögmanns, 100.000 krónur.
Mál nr. 542/2005
Kynferðisbrot
S var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku með því að hafa þröngvað henni til samræðis og annarra kynferðismaka. Hann neitaði sök. Fjölskipaður héraðsdómur mat framburð stúlkunnar trúverðugan. Með hliðsjón af því og að teknu tilliti til þeirra líkamlegu áverka, sem voru á henni eftir dvölina hjá S, ástands hennar og andlegra erfiðleika eftir það, þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi, sem honum var gefin að sök. Var S því sakfelldur í héraðsdómi, sem staðfestur var í Hæstarétti, fyrir brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga og dæmdur til að greiða stúlkunni 900.000 krónur í miskabætur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 7. desember 2005 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd og honum gert að greiða A 1.500.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til meðferðar að nýju. Að því frágengnu krefst ákærði aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins, en til vara að refsing verði milduð. Þá krefst hann þess að kröfu A verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að hún verði lækkuð. Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir aðalkröfu ákærða um að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað og ákvörðun Hæstaréttar um málsvarnarlaun verjanda ákærða og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Stefán Hjaltested Ófeigsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 502.868 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ásu Ólafsdóttur hæstaréttarlögmanns, 99.600 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var 27. október 2004, er höfðað með ákæru útgefinni af Ríkissaksóknara 12. júlí 2005 á hendur ,,Stefáni Hjaltested Ófeigssyni [...] fyrir kynferðisbrot með því að hafa að morgni laugardagsins 27. nóvember 2004 á heimili sínu að [ ] með ofbeldi þröngvað A, [...], til samræðis og annarra kynferðismaka en samræðis er hann setti fingur í endaþarm hennar.“ Telur ákæruvaldið háttsemi þessa varða við 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 40/1992 og krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar. A krefst miskabóta að fjárhæð 1.500.000 króna auk vaxta og dráttarvaxta samkvæmt lögum nr. 38/2001 frá 27. nóvember 2004 til greiðsludags og greiðslu kostnaðar vegna lögmannskostnaðar. Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvalds, en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst ákærði þess að bótakröfu verði vísað frá dómi, en til vara krefst verjandi lækkunar á bótakröfu. Málsatvik. Þann 23. mars 2005 lagði A fram kæru á hendur ákærða, fyrir kynferðisbrot að ..., síðustu helgi í nóvember 2004. Fyrir lögreglu greindi kærandi svo frá að hún hefði verið að skemmta sér, en um sexleytið 27. nóvember hafi hún og vinkona hennar, B, yfirgefið skemmtistað þann sem þær höfðu verið á. Kærandi kvaðst ekki hafa verið ofurölvi, en hún hafi verið undir áhrifum áfengis. Þá hafi hún hvorki verið undir áhrifum lyfja né fíkniefna. Kærandi kvað að þær vinkonur hafi ætlað heim til kæranda að [...] Þær hafi svo hitt ákærða á Laugaveginum og hann boðið þeim tveimur heim til sín að spila. Ákærði hafi haft á orði að hann væri verkfræðingur að mennt. Þær hafi þegið boð mannsins og farið heim til hans. Vinkonurnar hafi setið í sófanum og ákærði á móti þeim á stól. Þau hafi spilað í um eina klukkustund og drukkið hvítvín sem ákærði bauð þeim. Vinkona kæranda, B, hafi þurft að yfirgefa samkvæmið fyrr, þar sem hún hafi þurft að mæta til vinnu daginn eftir. Kærandi kvaðst einungis muna í ,,bútum“ það sem gerðist eftir að B yfirgaf þau og kvað kærandi að hana grunaði að ákærði hefði gefið henni eitthvað sljóvgandi í glasið. Það næsta sem kærandi muni, sé það að hún hafi ætlað að fara, en ákærði komið aftan að henni, haldið henni fastri með annarri hendi og farið inn á rassinn á henni með hinni og stungið fingri í endaþarm hennar. Það hafi verið mjög vont og hún hafi öskrað upp. Á meðan á þessu hafi staðið hafi ákærði sagt eitthvað ,,viðbjóðslegt“ við hana. Á svipuðum tíma hafi ákærði skellt henni upp að vegg og tekið hana kverkataki með báðum höndum. Hún hafi fengið köfnunartilfinningu og geri sér ekki grein fyrir hvort hún hafi misst meðvitund við þetta, en útiloki ekki að það hafi gerst. Það næsta sem hún muni sé að hún hafi legið flöt á kviðnum og ákærði hafi átt við hana mök, bæði um leggöng og endaþarm, gegn hennar vilja. Hún hafi öskrað og barist á móti, en ákærði samt haldið áfram. Kærandi kvaðst telja að ákærði hefði rétt verið búinn að girða niður um hana buxur og nærbuxur þegar mökin fóru fram, en hún hafi verið klædd að öðru leyti. Kærandi kvaðst telja að þetta hafi gerst í stofu íbúðar ákærða. Þá kvaðst kærandi muna að á einhverjum tímapunkti hafi hún legið í rúmi í svefnherbergi ákærða og ákærði við hlið hennar. Hafi þá kærandi verið í öllum fötum, nema skóm og peysu. Hann hafi sagt eitthvað hranalegt við hana og hent henni út. Kærandi kvaðst hafa verið hálfrugluð og dofin, hún hafi ráfað um miðbæinn og hitt einhvern strák sem hún hafi rætt við og minntist þess að hafa verið grátandi. Þá kvað hún einhverja lögreglumenn hafa gefið sig að henni og tekið hana inn í lögreglubíl við Snorrabraut. Þeir hafi spurt hana að því hvort eitthvað hefði komið fyrir, en kærandi kvaðst ekki muna hvaða frekari umræður hafi átt sér stað. Kærandi kvaðst hafa svarað spurningu lögreglumannanna neitandi og sagt að hún hefði verið að skemmta sér í miðbænum. Þetta hefði gerst í kringum hádegisbilið á laugardeginum. Kærandi kvað B hafa verið heima þegar kærandi kom aftur heim. B hafi spurt hana að því hvort eitthvað hefði gerst og hjálpað henni í náttföt. Kærandi hafi svo sótt hníf fram í eldhús og sagt við B að þeir væru að koma. Kærandi kvaðst ekki átta sig á því hvers vegna hún hefði sagt þetta. Kærandi kvaðst svo hafa sofnað, en þegar hún vaknaði hefði hún hringt í móður sína og farið að hágráta. Síðan hafi þær mæðgur farið á Landspítalann, þar sem kærandi gekkst undir læknisrannsókn. Kærandi kvað ákærða hafa hringt í hana um kl 16.00 næsta dag. Hann hafi sagt við kæranda að honum hefði litist vel á hana og vildi hitta hana aftur. Hún hafi sagt honum að hún vissi hvað hann hefði gert. Hefði hann farið að hlæja og spurt hana hvort hún væri brjáluð. Kærandi hafi svo gefið ákærða í skyn að hann kæmist ekki upp með þetta. Kærandi kvaðst hafa dregið að leggja fram kæru þar sem hún hefði talið að hann kæmist upp með þetta og myndi í framhaldi hlæja að henni. Starfsmaður Neyðarmóttöku hefði hins vegar haft samband við kæranda og sagt henni frá því að önnur kona hefði lent í sama manni og hefði starfsmaðurinn ráðlagt kæranda að hafa samband við lögfræðing vegna málsins. Í framhaldi af því kvaðst kærandi hafa tekið ákvörðun um að leggja fram kæru. Í lögregluskýrslu sem tekin var af ákærða 9. apríl 2005 kvaðst ákærði hafa hitt tvær stúlkur í miðbæ Reykjavíkur milli kl. 6 og 7 um nótt helgi eina í nóvember 2004. Kvað ákærði að sig minnti að önnur stúlkan héti A. Hann kvaðst hafa boðið stúlkunum heim til sín. Þar hefði ákærði boðið stúlkunum hvítvín og þau hafi öll drukkið a.m.k. þrjú glös af hvítvíni. Þá hafi þau spilað Friendsspilið. Ákærði kvað vinkonu A hafa yfirgefið samkvæmið fljótlega, en þau A hafi haldið áfram að spila og drekka. Þau A hafi svo skyndilega farið að rífast, bæði í stofunni og í svefnherberginu, en ákærði kvaðst ekki muna um hvað þau hafi rifist. Hafi rifrildið endað með því að ákærði hafi vísað A á dyr og hún farið. Ákærði kvaðst ekki minnast þess að hafa átt kynferðisleg samskipti við A. Hann kvaðst þó eiga erfitt með að útiloka það vegna ölvunar. Ákærði kvað það hafa komið fyrir að hann hefði fengið ,,black out“ þegar hann fengi sér í glas. Ákærði kvaðst hafa farið að sofa eftir að A fór, en næsta dag hafi hann hringt í hana og viljað athuga hvort ekki væri í lagi með hana. Hún hafi virst vera í miklu uppnámi og spurt hann að því hvað hefði gerst og tjáð honum að hún væri með marbletti. Kvaðst hann þá hafa sagt henni að hann vissi ekki hvernig á því stæði. Hefði hún þá haft á orði að ákærði hefði sett eitthvað í drykkinn hennar. Sagðist ákærði hafa sagt að það væri ekki rétt, en síðan hefði A slitið samtalinu. Spurður sérstaklega um það hvort hann hefði sett eitthvað út í drykk A, kvaðst ákærði ekki hafa gert það. Þá kvað ákærði A hafa verið mjög ölvaða, hún hafi blaðrað út í eitt og verið orðin ótrúlega ,,hysterical“. Það hafi engan veginn verið hægt að ræða við hana, þannig að ákærði hafi beðið hana um að fara. Þegar ákærði var spurður um þann framburð A í lögregluskýrslu, að ákærði hefði komið aftan að A, haldið henni fastri og sett fingur í endaþarm hennar svaraði ákærði: ,,Ég man ekki eftir því að þetta hafi gerst“. Spurður um það hvort útilokað væri að þetta hefði gerst, svaraði ákærði: ,,Ég man ekki eftir þessu. Þar af leiðandi er illmögulegt fyrir mig að útiloka eitthvað“. Þá var ákærði spurður um þann framburð A, að hún myndi eftir að hafa legið á kviðnum á gólfi íbúðar ákærða og ákærði verið að hafa við hana nauðuga mök, bæði um leggöng og endaþarm. Hún hefði öskrað og barist á móti, en ákærði þrátt fyrir það haldið áfram. Svaraði ákærði þá: ,,Ég man ekki til þess að þetta hafi gerst“. Við lögregluyfirheyrslu 6. maí var ákærði, að viðstöddum verjanda sínum, spurður að því hvort hann vildi breyta eða bæta við fyrri lögregluskýrslu og kvaðst hann ekki vilja það. Samkvæmt skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun, kom A á neyðarmóttöku LSH Fossvogi 28. nóvember 2004. Ástandi hennar við skoðun er lýst svo í skýrslunni: ,,Er mikið miður sín, þreytt og leið. Spennt og óttaslegin, óörugg, niðurlút og situr í hnipri og skelfur og vill helst sitja innvafin í teppi. Líður illa og upplifir óútskýrðan ótta og óhug og lýsir hræðslu við umhverfið og við að vera ein. Miklar minnisgloppur. Hvumpin og þolir illa kvenskoðunina og alla snertingu einkum á kynfærum, sérstaklega við endaþarm og innanverð læri“. Strok var tekið frá endaþarmi og leggöngum í bómullarpinna. Samkvæmt skýrslu tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík frá 17. maí 2005 fundust engin lífssýni í þeim sem nothæf voru til DNA kennslagreiningar. Þá var blóðsýni tekið úr A og sent til rannsóknar hjá lyfjafræðistofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt matsgerð fannst ekkert alkóhól í blóði hennar og engin ávana- og fíkniefni og var því niðurstaða matsgerðarinnar að hún hefði ekki verið undir áhrifum áfengis eða þeirra ávana- og fíkniefna og lyfja sem rannsóknin hefði náð til þegar blóðsýnið var tekið. Í skýrslu um réttarlæknisfræðilega rannsókn, undir kaflanum frásögn sjúklings segir eftirfarandi: ,,Frásögn er slitrótt og fást smá minnisbrot smátt og smátt. Fór út í gærkvöldi með vinkonu og drakk nokkra bjóra og um kl ca 06 hittu þær mann, ca 25-27 ára og tóku tal saman. Fóru að tala um spil og fóru þær heim til hans í íbúð í miðbænum að spila umrætt spil og bauð hann upp á hvítvín. Man svo lítið, en einhver minnisbrot, t.d. eftir að hafa setið í sófa móti honum og hann svo sest hjá henni og tekið utan um hana og svo minnisbrot um að hann hafi farið með höndina inn í buxurnar og í endaþarminn og var hún þá uppistandandi. Man ekki eftir neinu frekar sem gerðist né hvenær eða hvernig hún komst út. Man að hún gekk heim og sennilega eftir Snorrabraut að lögreglan stoppaði og talaði við hana. Kom svo heim og var vinkonan þá komin fyrir nokkru og sofnuð en vaknaði og fór bþ inn í eldhús og sótti hníf og setti við náttborðið og talaði um að hafa hann ef þeir kæmu. Fór á klósettið á einhverjum tímapunkti og heldur að það hafi verið eftir að heim kom og var þá aum í endaþarminum og blóð kom á pappír. Síðan þá fundið stöðugt til í endaþarminum og fullviss um að eitthvað hafi verið gert þar ... Áður fengið blackout en finnst þetta ekki líkt því. Finnur fyrir eymslum um allan skrokk, eins og eftir að hafa tekið á og er aum á hvirflinum og á mjaðmarspöðunum ... “ Áverkum brotaþola er lýst svo að hún hafi verið með auman blett á hvirfli, marblett á utanverðum hægri upphandlegg, marblett aftan á hægri olnboga, sem gæti vel komið heim og saman við þrýsting undan fingrum, nýlega rispu aftan á baki undir vinstra herðablaði, ferska húðblæðingu á vinstri mjöðm yfir mjaðmarspaða að framan, gæti stafað af þrýstingi, t.d. frá undirlagi eða einhverju sem liggur þétt að mjöðmunum, t.d. flík. Þá er því lýst að við grindarbotnsskoðun hafi brotaþoli verið verulega aum yfir meyjarhaftskanti, vinstra megin, og þar er lýst vægum roða. Við skoðun endaþarms var ekkert athugavert að sjá með berum augum, en brotaþoli var verulega aum yfir hringvöðva. Í niðurstöðum læknisins, Óskar Ingvarsdóttur, kemur fram að skoðun hafi leitt í ljós marbletti, t.d. á öðrum upphandlegg, sem geti vel verið eftir þéttingsfast grip og marbletti á mjaðmarspöðum sem geti verið eftir þrýsting, t.d. af buxnastreng eða af hörðu undirlagi. Ekkert komi fram sem rýri trúverðugleika. Ástand við skoðun og líðan við sögutöku bendi til upplifunar sem tengist sársauka og ótta. Í skýrslu um endurkomu á neyðarmóttöku LSH 13. desember 2004, sem undirrituð er af Eyrúnu Jónsdóttur hjúkrunarfræðingi, er því lýst að brotaþoli sé mjög döpur og niðurdregin og að stutt sé í tárin. Hún sé með talsverð streitueinkenni og miklar endurupplifanir. Engar líkamlegar kvartanir, fyrir utan mikla vöðvaspennu og vanlíðan vegna þess. Þá sé brotaþoli á báðum áttum með hvort hún vilji leggja fram kæru, en það hafi hún ekki viljað gera áður vegna prófa í skóla. Hún hafi viljað einbeita sér að þeim. Hún hafi lýst smávegis sektarkennd, en segi þó að hún ætli ekki að láta atburðinn skemma meira fyrir sér. Henni finnist hún hafa glatað sjálfsvirðingu og finnist sem allir viti um atburðinn. Í endurkomuskýrslu 31. mars 2005, sem undirrituð er af sama hjúkrunarfræðingi, kemur fram að brotaþoli sé döpur og finnist erfitt að taka málið upp aftur, hún hafi verið að reyna að gleyma atburðinum. Þó sé hún sátt við að kæra málið núna og finnist raunverulegra að málið geti fengið framgang nú. Hún sé með spennutengda kviðverki, oft með höfuðverk og vanlíðan. Hjá henni gæti meiri reiði en áður og dapurleika. A sótti viðtöl hjá Heiðdísi Sigurðardóttur sálfræðingi frá janúar 2005 til júní 2005. Samkvæmt skýrslu hennar frá 25. október 2005, leiddi athugun hennar meðal annars í ljós endurteknar streituvekjandi minningar og hugsanir brotaþola um atvikið, endurtekin hliðrunarviðbrögð brotaþola. Þá hafi komið fram hjá brotaþola ákveðin sjálfsbjargarviðleitni, eins og hugsunin ,,verð að harka af mér”. Þá hafi gætt hjá brotaþola vissrar tilhneigingar til félagslegrar einangrunar. Einnig hafi hún verið dofin og sinnulaus gagnvart nánasta umhverfi, henni hafi gengið verr í skólanum og borið hafi á aukinni neyslu áfengis hjá brotaþola. Í niðurstöðu sálfræðingsins segir að ofangreind einkenni hafi komið fram eftir meinta nauðgun og samræmist því að hún hafi lent í alvarlegu áfalli. Hliðrunarviðbrögð hafi verið mjög áberandi hjá brotaþola og upprifjun á atvikinu valdi miklu tilfinningaróti, hún hafi fengið tvö slæm kvíðaköst í byrjun október og hafi þurft að fara á slysadeild. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði kvaðst hafa verið að skemmta sér umrædda nótt. Hann hafi hitt A og vinkonu hennar í miðbænum um hálfsjö eða sjö um morguninn og boðið þeim heim til sín í drykk og spil. Hann kvaðst ekki hafa þekkt þær áður. Þær hafi þegið boðið og hafi A verið áhugasamari um að fara með honum heim. Þau hafi setið við spil og ákærði kvaðst hafa boðið stúlkunum hvítvín úr kassa sem hann hafi geymt í ísskápnum í eldhúsinu. Ákærði kvaðst hafa gefið stúlkunum að minnsta kosti þrjú stór glös af hvítvíni. Síðan hafi vinkona A farið, en A og ákærði setið áfram við spil og drykkju. Allt í einu hafi þau farið að rífast, en ákærði kvaðst ekki muna um hvað. Fljótlega hafi ákærða orðið ljóst að ekki þýddi neitt að fá nokkra niðurstöðu í þetta rifrildi og ákærði beðið A að fara. Hún hafi ekki viljað það og hafi A elt ákærða inn í svefnherbergi. Ákærði hafi viljað fara að sofa og gripið í hendi A og leitt hana út, eða hálfpartinn hent henni út. Á sunnudeginum hafi ákærði hringt í A og viljað athuga hvort það væri í lagi með hana. Um kurteisissímtal hafi verið að ræða og hafi hann viljað athuga hvort hún hefði komist heim. A hafi strax spurt ákærða að því hvað hefði gerst og ákærði sagt A að þau hefðu verið að spila og síðan farið að rífast og ákærði hefði þurft að henda henni út. Þá hafi A spurt hvers vegna hún væri með marbletti og hafi ákærði sagt að hann vissi það ekki. A hafi sagt að hún myndi ekki hvað gerðist og tjáði ákærða að hún hefði farið á neyðarmóttöku LSH. Ákærði kvaðst þá hafa sagt við hana að ekkert hefði gerst, en A svarað, að það kæmi þá bara í ljós. Ákærði kvaðst muna alveg skýrt að A hafi verið fullklædd allan tímann, ekkert hafi gerst milli þeirra og þau hafi ekki einu sinni kysst, en ákærði kvaðst muna eftir því að þau hafi verið að rífast. Ákærði var spurður um framburð sinn hjá lögreglu 9. apríl 2005, að hann minntist þess ekki að hafa átt kynferðisleg samskipti við A, en hann ætti þó erfitt með að útiloka það vegna ölvunar. Kvað þá ákærði það ekki alveg rétt eftir sér haft og kvaðst hafa þurft að rifja þetta upp á þessum tíma. Hann hefði þurft lengri tíma til að rifja þetta upp. Ákærði kvaðst muna það alveg skýrt nú að ekkert kynferðislegt hafi gerst milli þeirra, en þau hafi farið að rífast og ekki hafi verið hægt að tjónka við A. Hafi ákærði þurft að vísa henni á dyr. Spurður um það hvort A hefði verið ,,hysterical“ eins og ákærði komst að orði, í lögregluskýrslu, sem tekin var af ákærða 9. apríl 2005, kvað ákærði A hafa verið í uppnámi af því að þau voru að rífast, en ákærði kvaðst ekki vita hvers vegna hann hefði komist svo að orði að hún hefði verið ,,hysterical“. Hún hefði hins vegar verið mjög ölvuð. Ákærði giskaði á að A hefði farið um tíu eða ellefuleytið næsta morgun. Ákærði kvaðst ekki hafa verið í ,,blackout“ umrædda nótt og var þess fullviss að ekkert kynferðislegt samneyti hefði átt sér stað milli þeirra. Ákærði var aftur inntur eftir skýringu á því að við yfirheyrslur lögreglu svaraði hann mjög afdráttarlaust neitandi þegar hann var spurður um hvort hann hefði sett eitthvað út í drykk A og einnig mundi hann vel eftir fjölda hvítvínsglasa sem drukkinn var, en spurður um það hvort hann hefði haft samfarir við A nauðuga, hefði ákærði borið við minnisleysi. Sagði ákærði skýringuna hafa verið þá að hann hefði í raun svarað að þetta hefði ekki gerst. Hann hafi verið að reyna að segja satt. Ákærði kvaðst hafa lesið skýrsluna yfir að lokinni skýrslutöku. Vitnið A kvaðst hafa verið á leið heim umrædda nótt, um sexleytið, með B vinkonu sinni. Ákærði hafi farið að tala við þær og boðið þeim að koma heim til sín að spila og sagt við þær að hann ætti kassa af hvítvíni. Vitnið kvaðst telja að hún hafi þá verið búin að drekka 4 stóra bjóra. Ákærði hafi virst mjög almennilegur. Þær hafi ákveðið að fara með honum heim, en hann átti heima á [...] Þær hafi sest í sófa íbúðar hans og ákærði á móti þeim. Þau hafi farið að spila, en ákærði hafi gefið þeim hvítvín að drekka, sem hann náði í úr eldhúsinu. Vitnið kvaðst hafa drukkið um þrjú glös og kvað þær stöllur hafa setið þarna í um einn og hálfan eða tvo tíma. Vitnið kvaðst ekki muna eftir því þegar B fór, en það sem hún muni næst, sé að ákærði hafi setið við hlið hennar í sófanum og hafi hann verið að strjúka á henni axlirnar. Orðrétt sagði hún: ,,Þá var allt í lagi með hann samt, þá var hann alveg eðlilegur“. Það næsta sem vitnið kvaðst muna hafi verið það að hún hafi verið staðin upp og þá hafi ákærði breyst algerlega í hegðun. Ákærði hafi komið aftan að henni og viðhaft einhver ógeðsleg, kynferðisleg orð, en hún kvaðst ekki muna nákvæmlega hvaða orð það voru, en það hafi verið ,,ógeðslegt að heyra þau“. Ákærði hafi svo tekið utan um vitnið með annarri hendi, en sett hina hendina niður í buxur vitnisins og sett fingur í endaþarm þess. Vitnið kvaðst hafa fundið fyrir sársauka og kvaðst hafa öskrað og reynt að komast í burtu. Það næsta sem vitnið kvaðst muna, hafi verið er ákærði hafi þrýst vitninu upp að vegg og tekið vitnið hálstaki. Síðan kvaðst vitnið ekki muna neitt, fyrr en vitnið hafi legið á gólfinu. Vitnið hafi verið klætt að ofan í tvo boli, en ekki í neinu að neðan. Hún kvaðst ekki vera viss um hvort dúkur hafi verið á gólfinu eða teppi, en það hafi ekki verið mjúkt, miðað við hvað hún hefði fundið til í mjaðmabeinunum. Ákærði hafi legið ofan á henni og nauðgað henni. Hann hafi sett liminn í endaþarm hennar þá, en hún kvaðst halda að hann hafi sett liminn bæði í leggöng og endaþarm hennar. Hún kvaðst þó ekki muna eftir sársauka í kynfærum, á meðan á þessu stóð, heldur aðallega í endaþarminum, en eftir á hafi hún einnig fundið fyrir sársauka í kynfærum. Hún hafi rekið upp sársaukavein og gefið ákærða skýrlega til kynna að hún vildi að ákærði hætti. Þá hafi hún reynt að færa sig til. Síðan kvaðst vitnið muna eftir því að vitnið var komið upp í rúm til ákærða og þá verið fullklædd. Ákærði hafi líka verið klæddur. Hún kvaðst ekki muna eftir því hvernig hún komst í fötin. Það næsta sem hún muni hafi verið er ákærði tók fast um upphandlegg hennar og henti henni út. Ákærði hafi verið í hátt eins og hann skammaðist sín og vildi ekki sjá hana. Vitnið kvaðst hafa verið á gangi í miðbænum, eftir að vitnið kom frá ákærða, og þar hafi vitnið hitt einhvern strák og farið að bulla eitthvað við hann. Vitnið kvaðst hafa verið grátandi þá. Næst muni vitnið eftir sér á Snorrabrautinni og lögreglumenn hafi þá gefið sig á tal við vitnið. Vitnið kvaðst muna lítið eftir samræðum við lögregluna, en kvaðst þó muna eftir að hafa sest inn í lögreglubifreið. Hún kvaðst hafa tjáð lögreglu að allt væri í lagi og að hún hefði bara verið að skemmta sér. Hún kvaðst ekki vita hvers vegna hún hefði sagt það. Síðan hafi vitnið farið úr lögreglubifreiðinni. Spurð um það hvort lögregla hafi ekið henni heim, kvaðst hún ekki muna það. Þá var vitnið spurt um það hvort það myndi eftir því að hafa verið að tala við mannlausar bifreiðar, eins og fram komi í tilkynningu sem barst lögreglu. Kvaðst vitnið ekki muna eftir því. Vitnið kvað B hafa verið heima þegar hún kom heim. B hafi hjálpað henni í náttföt og síðan hafi vitnið sótt hníf fram í eldhús, þar sem hún ,,hafi verið hrædd um að þeir myndu koma“. Hún kvaðst ekki vita hvers vegna hún hefði sagt það. B hafi séð að hún var eitthvað meidd, en vitnið hafi haft áverka á mjöðmum. Hún kvaðst hafa sofnað og sofið alveg til 10 um kvöldið. Þegar hún vaknaði um kvöldið hafi hún fundið fyrir sársauka í leggöngum og kynfærum. Þá hafi hún hringt í móður sína og grátið í símann. Síðan hafi hún sagt við móður sína að eitthvað hræðilegt, kynferðislegt, hefði gerst og móðir hennar þá komið til hennar. Móðir hennar hafi setið hjá henni og reynt að róa hana niður. Síðan hafi vitnið ákveðið að fara á neyðarmóttökuna. Hún kvaðst ekki hafa farið í sturtu áður en hún fór á neyðarmóttöku. Seinni part sunnudagsins hafi ákærði hringt og kynnt sig. Hann hafi byrjað að tala við vitnið eins og þau væru vinir. Hún kvað að sér hefði brugðið mjög, og sagt mjög lítið. Ákærði hafi sagt að hann langaði til að hitta hana aftur, af því að honum hefði litist svo vel á hana. Þá hafi vitnið sagt að hún vissi hvað hann hefði gert og að hún hefði farið á neyðarmóttökuna. Þá hafi ákærða brugðið, en síðan farið að hlæja og spurt hvort hún væri brjáluð. Vitnið kvað ákærða ekki hafa sagt að ekkert hefði gerst milli þeirra. Vitnið kvaðst ekki muna eftir því að það hefði látið ákærða fá símanúmerið sitt. Vitnið kvað allt hafa breyst í kjölfar þessa atviks. Fyrstu dagana á eftir hafi hún verið eins og lítið barn. Hún hafi sofið á nóttunni uppi í rúmi hjá móður sinni, en síðan hafi hún ákveðið að ákærði ,,skyldi ekki fá að skemma neitt fyrir henni“ þar sem henni hefði verið kennt að harka af sér. Samt hafi hann verið að skemma fyrir henni allan tímann, þar sem hún hafi hvorki viljað hugsa um atburðinn né tala um hann og ekki viljað gráta yfir þessu, en samt verið mjög döpur. Þá kvaðst vitnið hafa átt við einbeitingarskort að stríða í skólanum í kjölfar atburðarins. Hún kvaðst hafa leitað aðstoðar hjá sálfræðingi. Vitnið var spurt um það hvers vegna vitnið hefði ekki lagt fram kæru fyrr en í mars 2005. Vitnið kvað ástæðu þess hafa verið þá að vitnið hefði verið visst um að ekkert yrði gert í málinu og að ákærði kæmist bara upp með þetta. Það væri mun verri tilhugsun að vitnið legði fram kæru og ákærði vissi af því og síðan kæmist hann upp með það, heldur en ef engin kæra væri lögð fram. Þá hafi hún verið að byrja í jólaprófum á þessum tíma og hún kvaðst hafa talið að ef hún aðhefðist ekkert, þá væri ákærði ekki að skemma neitt fyrir henni. Því hefði hún tekið ákvörðun um að láta á engu bera. Hún hefði hins vegar frétt af því að læknir í neyðarmóttöku hefði séð að mál vitnisins og annars meints brotaþola, þar sem ákærði kæmi einnig við sögu, voru mjög lík. Í kjölfarið hafi lögfræðingur neyðarmóttöku hringt í vitnið og sagt vitninu að mál annarrar stúlku hefði komið til neyðarmóttöku, þar sem ákærði kæmi við sögu. Þegar vitnið hafi vitað að það stóð ekki eitt, þá hafi varnarveggur vitnisins brotnað og vitnið fundið hversu mikil áhrif þessi atburður hafði á líf þess. Vitnið hafi því ákveðið að ákærði fengi ekki að komast upp með þetta. Spurt um það hvers vegna vitnið hefði ekki sagt frá meintu samræði við ákærða í viðtali við lækni á neyðarmóttöku, heldur einvörðungu skýrt frá því að ákærði hefði farið með fingur í endaþarm, kvað vitnið skýringuna hafa verið þá að það hefði verið í áfalli og ekki viljað lýsa neinu í smáatriðum. Vitnið kvaðst ekki muna eftir neinu rifrildi við ákærða um nóttina. Þá kvaðst vitnið ekki muna eftir því að ákærði hefði beðið vitnið um að fara. Vitnið B vinkona A, kvaðst hafa verið að skemmta sér með A umrædda nótt frá því um tólf- eða eittleytið. Vitnið kvaðst ekki hafa neytt áfengis um nóttina, svo nokkru næmi, en hún hafi drukkið lítils háttar af bjór. Vitnið kvað A hafa drukkið bjór um nóttina. Þær hafi verið á leið heim, á gangi upp Laugaveginn um sexleytið um nóttina og hafi þá hitt ákærða. Þau hafi tekið tal saman og síðan hafi þau ákveðið að fara heim til ákærða að spila Friendsspilið. Ákærði hafi gefið þeim hvítvín að drekka, en vitnið kvaðst ekki hafa drukkið það sem ákærði færði þeim. Vitnið kvað A hafa drukkið drykkinn sem vitninu var ætlaður, þar sem vitnið hefði ekki viljað drykkinn. Um áttaleytið hafi vitnið farið heim, en A ákveðið að vera lengur. Ákærði og A hafi rætt um að fá sér morgunmat saman. A hafi látið vitnið fá lykla að íbúð A og hafi svo vitnið farið að sofa. A hafi verið undir áhrifum áfengis þegar vitnið fór heim, en hún hafi verið vel áttuð á stað og stund. Ákærði hafi einnig verið undir áhrifum áfengis, en ekki mjög ölvaður. Vitnið hafi vaknað um eittleytið næsta dag og A hafi þá verið ókomin. Vitnið hafi þá hringt í A. Vitnið kvaðst ekki hafa skilið vel það sem A sagði þá, en A hafi sagt að hún gæti ekki komið heim, þar sem hún væri lyklalaus. Þá hafi A rætt um einhverja lögreglumenn, en vitnið kvaðst hafa sagt A að koma heim. Þegar A kom heim hafi hún verið mjög æst, viljað loka öllum gluggum og læsa hurðum. A hafi sagt að hún væri í hættu og einhver maður væri að koma. Vitnið kvaðst telja að A hafi verið undir einhverjum annarlegum áhrifum þegar hún kom heim um morguninn eða mun drukknari en þegar leiðir þeirra skildi um morguninn. A hafi beðið vitnið um að ná í hníf til að hafa á gluggakistunni og hafi vitnið leyft henni að hafa hjá sér hníf. Þá hafi A haldið um hálsinn og kveinkað sér undan sársauka og hún hafi verið marin ofarlega á bringu, nálægt hálsi. Vitnið kvað A hafa sagt að ákærði hefði orðið svo skrýtinn eftir að vitnið fór, hann hefði orðið alveg brjálaður og að þau hefðu farið að rífast um eitthvað og hefði ákærði tekið hana hálstaki. Þá kvað vitnið að A hefði verið marin á mjöðmum, en A hefði ekki sagt vitninu nánar hvað gerst hefði. Vitnið kvaðst hafa beðið þangað til A sofnaði. Síðan hafi A hringt í vitnið daginn eftir og sagt vitninu að ákærði hefði nauðgað henni og hefði hún farið með mömmu sinni á neyðarmóttöku. Vitnið kvaðst aldrei hafa séð A í sams konar ástandi og hún var í umrædda nótt. Hún hafi verið mjög æst og ringluð og skrýtin. Vitnið kvað þær A hafa verið bestu vinkonur á þeim tíma er ákæra tekur til. Eftir þessa atburði hafi þær fjarlægst mjög mikið og séu þær ekki eins góðar vinkonur nú. A sé mjög breytt í dag frá því sem hún var. Vitnið kvað A vera að jafna sig núna, en fyrst eftir atburðinn hafi hún dregið sig alveg í hlé frá félagslífinu í skólanum. Vitnið Sæmundur Sveinsson lögreglumaður kvað að samkvæmt dagbók lögreglu hefði verið tilkynnt um stúlku umræddan morgun á Snorrabraut, sem væri að tala við mannlausar bifreiðar. Þegar lögregla hefði komið auga á stúlkuna, A, hafi hún verið gangandi á götunni, í annarlegu ástandi. Vitnið kvaðst ekki hafa fundið áfengislykt af henni og ekki fundist ástand hennar dæmigert ölvunarástand. Lögregla hafi kallað á hana og fengið hana inn í lögreglubílinn og spurt hana hvort eitthvað hefði komið fyrir. Hún hafi verið spurð um nafn, en hún hafi verið svo lengi að hugsa sig um að lögregla hafi beðið hana um skilríki. Svör hennar hafi öll verið loðin og eins og hún vissi ekki hverju hún ætti að svara, en vitnið kvað að sér hefði fundist að hún hefði viljað svara, en að hún vissi ekki svarið. Henni hafi svo verið ekið heim. Vitnið kvaðst ekki hafa séð áverka á A, en vitnið kvaðst ekki muna hvernig hún var klædd. Vitnið kvað að grunur um að hún hefði sætt kynferðislegu ofbeldi hefði ekki vaknað hjá sér. Vitnið Dóra Kristinsdóttir lögreglumaður kvað að tilkynnt hefði verið um stúlku í annarlegu ástandi við Snorrabraut, umræddan morgun. Þegar lögregla hefði komið auga á hana, hefði hún verið kölluð í bílinn, en hún hefði ekki talað mikið við lögregluna. Hún hefði verið mjög úti á þekju. Annaðhvort hefði hún verið ölvuð eða ,,á einhverju öðru“. Vitnið C móðir A, kvað A hafa hringt í vitnið að kvöldi 27. nóvember sl. A hefði í fyrstu grátið mikið í símann og ekki komið upp orði. Vitnið hafi spurt hvort eitthvað hefði komið fyrir hana og hefði A sagt, að eitthvað hefði verið gert við hana, eða henni verið nauðgað, því að hún fyndi svo til í klofinu og rassinum. A hafi orðað það svo ,,mér hlýtur að hafa verið nauðgað“. Vitnið hafi farið til A og komið að henni í mjög einkennilegu ástandi, grátandi uppi í rúmi. Vitnið kvaðst aldrei hafa séð hana í þessu ástandi áður og hefði vitnið beinlínis orðið hrætt við þá sjón. Vitnið kvaðst ekki hafa talað mikið við A, en hringt strax á bíl og þær farið á neyðarmóttöku. Vitnið kvað að A hefði vitað að eitthvað hefði verið gert við hana en ekki munað nákvæmlega hvað það hefði verið. Ástand hennar hefði ekki verið eins og hún hefði einungis verið að drekka vín. Eftir þetta hafi A alls ekki getað verið ein og sofið uppi í rúmi hjá vitninu næstu sólarhringana. Vitnið kvaðst ekki hafa rætt mikið við A um atburðina, en vitnið kvað A hafa fengið sálfræðihjálp. Vitnið kvaðst hafa heyrt þegar ákærði hringdi í farsíma A á sunnudeginum. A hafi í fyrstu ekki sagt neitt, en hlustað á ákærða. Síðan hafi A sagt í símann að hún hefði farið upp á spítala. Hún hafi svo slitið símtalinu og fallið algerlega saman. Eftir á hafi A sagt vitninu að ákærði hefði sagt að hann hefði ekki gert henni neitt, sem hún hefði ekki viljað gera. Hegðun A hafi verið mjög sérkennileg í kjölfar þessa. Hún hafi tekið nafn sitt af dyrasíma, þar sem hún bjó og þannig hafi það verið í nokkra mánuði. Hún hafi verið mjög langt niðri og döpur. Vitnið kvað A hafa breyst mikið, hún virtist eldast um mörg ár, hún hafi farið minna út og umgengist færra fólk. Vitnið, Heiðdís Sigurðardóttir, sálfræðingur, kvað A hafa sýnt mjög sterk einkenni um áfallastreituröskun. Hún hafi reynt áberandi mikið að forðast að hugsa um atburðinn, en þegar hún hafi þurft að rifja atburðina upp vegna málsmeðferðar fyrir dómi, hafi komið á hana mikið tilfinningalegt rót. A hafi komið til vitnisins í 12 viðtöl. Vitnið kvaðst telja víst að einkennin sem komu fram hjá A hafi verið vegna atburða þeirra er áttu sér stað á síðasta ári. Vitnið staðfesti vottorð sitt. Niðurstaða. Ákærði hefur alfarið neitað því hér fyrir dómi að hafa átt nokkur kynferðisleg samskipti við A umræddan morgun. Hann kvað þau hins vegar hafa rifist og hann hafi hent henni út úr íbúð sinni. Taldi ákærði að hann hefði vísað henni á dyr um tíu- eða ellefuleytið um morguninn. Er ákærði var fyrst yfirheyrður hjá lögreglu, 9. apríl 2005, var ákærði ekki eins einarður í neitun sinni á því að eitthvað kynferðislegt hefði átt sér stað milli þeirra A og kvaðst ,,ekki minnast þess“ og kvað það hafa komið fyrir að hann fengi ,,black out“ þegar hann fengi sér í glas. Er borinn var undir hann framburður A um atburði morgunsins, kvaðst hann ,,ekki muna eftir því að þetta hefði gerst“ og ,,ekki geta útilokað eitthvað“ þar sem hann myndi ekki eftir þessu. Ákærði mundi hins vegar eftir fjölda hvítvínsglasa er drukkinn var undir morgun og neitaði því staðfastlega hjá lögreglu að hann hefði sett eitthvað út í drykk hennar. Ákærða var gefinn kostur á að breyta fyrri framburði sínum, eða bæta við hann, í lögregluyfirheyrslu 6. maí sl. Sá hann ekki ástæðu til að gera breytingar á fyrri framburði sínum. Fyrir dómi útilokaði ákærði að hann hefði fengið ,,blackout“ umrædda nótt og dró úr þeim framburði sínum fyrir lögreglu að A hefði verið ,,hysterical“ er hún fór frá honum um morguninn. Kvaðst hann fremur telja að hún hefði verið í uppnámi þar sem þau hafi verið að rífast. A skýrði dóminum frá því að ákærði hefði skyndilega breyst í hegðun eftir að vinkona hennar, B, fór úr íbúð ákærða. Hann hefði komið aftan að henni er hún stóð upp og stungið fingri í endaþarm hennar. Það hafi verið vont og hún öskrað upp. Þá hafi ákærði sagt eitthvað viðbjóðslegt við hana. Hann hefði þrýst henni upp að vegg og tekið hana kverkataki. Hið næsta sem hún mundi var, er hún lá á kviðnum á gólfi íbúðarinnar og ákærði ofan á henni. Þegar hér var komið sögu, brast A í grát og átti mjög erfitt með að hefja frásögn á ný, en skýrði dóminum að lokum frá því að ákærði hefði þá nauðgað henni og sett lim sinn bæði í leggöng og endaþarm hennar. Hún kvaðst og telja að gólfið í íbúð ákærða hefði ekki verið mjúkt, þar sem hún hefði fundið til í mjöðmunum. Hún kvaðst hafa rekið upp sársaukavein og reynt að færa sig til á gólfinu. C, móðir A, bar fyrir dómi að A hefði hringt í sig að kvöldi 27. nóvember og sagt að henni hlyti að hafa verið nauðgað, því að hún ,,fyndi svo til í klofinu og rassinum“. Þá hafi A verið grátandi, í einkennilegu ástandi, sem hún hefði aldrei séð hana í fyrr. B, vinkona A, bar á sama veg um ástand A, er hún hitti A aftur, eftir að hún kom frá ákærða. Hún kvað A hafa verið mjög æsta, ringlaða og skrýtna og hefði hún viljað hafa hjá sér hníf og verið hrædd við einhverja ótilgreinda menn. Kvaðst hún aldrei hafa séð A í því ástandi fyrr. Þá hafi A sýnt sér áverka ofarlega á bringu og á mjöðmum. Samkvæmt skýrslu neyðarmóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss var A með áverka á mjaðmaspöðum við komu á neyðarmóttöku 28. nóvember 2004, ásamt marbletti á hægri olnboga og á upphandlegg. Þá var hún aum á hvirfli. Við grindarbotnsskoðun kom í ljós að hún var verulega aum, vinstra megin yfir meyjarhaftskanti, og þar er lýst vægum roða. Þá var hún verulega aum yfir hringvöðva endaþarms. Sársauki í endaþarmi og kynfærum sem A lýsti fyrir móður sinni, samrýmist þeim áverkum sem voru á kynfærum A og þeim eymslum yfir hringvöðva endaþarms, sem lýst er í skýrslu læknis á neyðarmóttöku. Þeir áverkar er hún sýndi B á mjöðmum, samrýmast einnig þeim áverkum sem lýst er í skýrslunni að öðru leyti en því að í skýrslunni er ekki lýst áverka á bringu eða hálsi. Þá samrýmist ástand A, eins og vitnin B og C hafa lýst því, þeim framburði lögreglumannanna er höfðu afskipti af henni umræddan morgun, að A hafi verið í annarlegu ástandi og ekki í dæmigerðu ölvunarástandi. Sæmundur Sveinsson lögreglumaður, kvað A ekki hafa getað sagt til nafns, öll svör hennar verið loðin og eins og hún vissi ekki hverju hún ætti að svara. Vitnið kvað afskipti lögreglunnar hafa komið til vegna tilkynningar um að stúlka væri á gangi á Snorrabraut á tali við mannlausar bifreiðir. Dóra Kristinsdóttir, lögreglumaður bar og fyrir dómi að A hefði verið mjög úti á þekju umrætt sinn. Eins og fram kemur í skýrslu Heiðdísar Sigurðardóttur sálfræðings, fékk A sterk einkenni áfallaröskunar í kjölfar atburðarins og kemur það heim og saman við framburð vitnanna B og C, sem kváðu að eftir atburðinn hefði A dregið sig í hlé frá félagslífi og að hátterni hennar og lundarfar hefði breyst mjög. Frásögn A fyrir dómi af háttsemi ákærða var lágstemmd og átti hún í örðugleikum með að skýra frá, vegna tilfinningalegs uppnáms. Þrátt fyrir það var gott samhengi í frásögn hennar, frásögnin heilsteypt og samhljóða þeim framburði sem hún gaf hjá lögreglu. Hún tók það fram ef hún mundi ekki atvik og ljóst er að einhver hluti atburðarásar er henni hulinn. Hún mundi til að mynda ekki eftir því að lögreglan hefði ekið henni heim, umræddan morgun. Hún þurfti að gera hlé á máli sínu þegar hún reyndi að lýsa því er ákærði hefði haft við hana mök um leggöng og í endaþarm. Var henni augljóslega sárast og erfiðast að greina frá þeim hluta atburðarásarinnar og komst hún þá í mikið tilfinningalegt uppnám. Í ljósi þess hversu erfitt þetta reyndist henni, telur dómurinn ekki óeðlilegt að hún skýrði lækni á neyðarmóttöku einungis frá því að ákærði hefði sett fingur í endaþarm hennar, en ekki því að ákærði hefði einnig haft samfarir við hana um leggöng og í endaþarm. Að mati læknis neyðarmóttöku gátu áverkar á mjöðmum A stafað af þrýstingi, t.d. undirlagi eða einhverju sem liggur þétt að mjöðmunum. Áverkarnir koma, að mati dómsins, heim og saman við þá frásögn A að hún hafi legið á kviðnum á gólfi íbúðarinnar og ákærði ofan á henni. Dómurinn telur frásögn A mjög trúverðuga. Að sama skapi metur dómurinn frásögn ákærða af því sem gerðist umræddan morgun ekki trúverðuga. Þannig var framburður hans fyrir dómi ekki að öllu leyti samhljóða þeim framburði sem hann gaf hjá lögreglu og ekki trúverðugar skýringar hans á því hvers vegna hann hefði tjáð lögreglu að hann myndi ekki eftir þeim atburðum er A hafði skýrt lögreglu frá, en mundi þó engu að síður ýmislegt annað um atburði morgunsins. Þegar virtur er trúverðugur framburður brotaþola sem hér hefur verið rakinn, litið er til líkamlegra áverka á brotaþola eftir dvöl hjá ákærða og þess lostástands sem brotaþoli var þá í, sem og þeirra andlegu erfiðleika sem brotaþoli hefur glímt við í kjölfar atburðarins, er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í ákæru og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Refsiákvörðun. Ákærði, sem er fæddur árið 1977, hefur ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi sem áhrif geti haft á ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að brot ákærða var sérlega ruddafengið og gróft og einkenndist af einbeittum ásetningi. Þó svo brotaþoli gæfi ákærða skýrlega til kynna að hann meiddi hana og að kynferðislegt athæfi hans væri algerlega gegn hennar vilja skirrðist ákærði ekki við að beita brotaþola ofbeldi. Ákærði á sér engar málsbætur. Þegar framangreint er virt er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 2 ár og sex mánuði. Skaðabótakrafa. Réttargæslumaður brotaþola hefur krafist skaðabóta að fjárhæð 1.500.000 króna úr hendi ákærða auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. nóvember 2004 til 6. júní 2005, en þá var mánuður liðinn frá birtingu bótakröfunnar og með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu vegna lögmannsaðstoðar að mati dómara. Krafan er rökstudd með þeim hætti að ákærði hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi hennar með broti sínu. Brotaþoli hafi hlotið líkamlega áverka auk þess sem brot ákærða hafi valdið brotaþola miklum sálrænum erfiðleikum, sem hún þurfi hjálp við að vinna úr. Samkvæmt framburði vitnisins Heiðdísar Sigurðardóttur sálfræðings, sýndi A mjög sterk einkenni um áfallastreituröskun í kjölfar brots ákærða og sótti 12 viðtöl hjá sálfræðingnum. C, móðir brotaþola, og B, vinkona brotaþola, lýstu því einnig fyrir dóminum að hátterni og lundarfar brotaþola hefði breyst mjög í kjölfar atburðarins og væri hún ekki sjálfri sér lík eftir atburðinn. Með vísan til niðurstöðu í refsiþætti málsins og 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þykir ákærði með háttsemi sinni hafa valdið brotaþola miska og er ákærði skaðabótaskyldur gagnvart henni vegna þess. Bætur til handa brotaþola eru ákveðnar 900.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. nóvember 2004 til 6. júní 2005, og með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Sakarkostnaður. Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 greiði ákærði allan sakarkostnað, 589.272 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur héraðsdómslögmanns, 300.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og þóknun skipaðs réttargæslumanns, Ásu Ólafsdóttur héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir dómi, 65.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari. Héraðsdómararnir Ingveldur Einarsdóttir, Páll Þorsteinsson og Símon Sigvaldason kváðu upp dóminn. D ó m s o r ð: Ákærði, Stefán Hjaltested Ófeigsson, sæti fangelsi í 2 ár og sex mánuði. Ákærði greiði A 900.000 krónur í skaðabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 27. nóvember 2004 til 6. júní 2005, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði sakarkostnað málsins 589.272 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur héraðsdómslögmanns 300.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og þóknun skipaðs réttargæslumanns, Ásu Ólafsdóttur héraðsdómslögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir dómi, 65.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.
Mál nr. 365/1999
Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur að hluta
Í máli sem farið hafði verið með samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var ekki talið að vanefndir Á, stefnanda málsins, samkvæmt þeim samningum sem hann reisti kröfur sínar á vörðuðu efnishlið málsins og leiddu til frávísunar þess. Var frávísun héraðsdómara felld úr gildi um annað en skaðabótakröfu og lagt fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. september 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er dómur Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 1999, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi ex officio. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess hinn kærði dómur verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Fram er komið að sóknaraðila hafi ekki borist vitneskja um hinn kærða úrskurð fyrr en með bréfi héraðsdóms dagsettu 30. ágúst 1999. Samkvæmt gögnum málsins höfðaði sóknaraðili einkamál gegn varnaraðila 24. júní 1999. Málið var þingfest í héraði 30. júní 1999, án þess að þing væri sótt af hálfu varnaraðila og þá dómtekið að kröfu sóknaraðila. Eins og nánar greinir í héraðsdómi gerir sóknaraðili þær kröfur, að viðurkennd verði skylda varnaraðila til að afhenda honum fasteignina Vesturhraun 3, eignarhluta nr. 01-05, að varnaraðila verði gert að aflýsa öllum áhvílandi veðskuldum, sem hvíla á eignarhlutanum, öðrum en þeim, sem ráð er fyrir gert í 8. tölulið kaupsamnings aðila og loks að varnaraðili greiði honum nánar tilgreindar skaðabætur. Sóknaraðili reisir kröfur sínar einkum á kaupsamningi við varnaraðila um framangreindan eignarhluta 25. september 1998. Samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 verður mál, sem dómtekið er við þingfestingu án þess að stefndi sæki þing, dæmt eftir kröfum og málatilbúnaði stefnanda að því leyti, sem er samrýmanlegt framkomnum gögnum nema gallar séu á málinu, sem varða frávísun þess án kröfu. Staðfest verður niðurstaða héraðsdóms um að vísa frá skaðabótakröfu sóknaraðila, sem er vanreifuð. Hugsanlegar vanefndir sóknaraðila á skuldbindingum sínum gagnvart varnaraðila samkvæmt þeim samningum, sem hann reisir kröfur sínar á, varða efnishlið málsins og geta ekki leitt til frávísunar þess. Af sömu ástæðum getur sá háttur á kröfugerð sóknaraðila að krefjast afhendingar, án fyrirvara um að hann reiði fram greiðslu í samræmi við ákvæði kaupsamningsins 25. september 1998, ekki leitt til frávísunar málsins. Án tillits til þess hvort kröfur sóknaraðila, og málatilbúnaður hans að öðru leyti, er að fullu samrýmanlegur gögnum málsins þykja ekki fram komnir þeir gallar á málinu, sem varðað geta frávísun þess án kröfu. Verður frávísun héraðsdómara felld úr gildi um annað en skaðabótakröfu og lagt fyrir hann að leggja efnisdóm á málið. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Felld er úr gildi um annað en skaðabótakröfu frávísun máls sóknaraðila, Álverks ehf., gegn varnaraðila, Þorsteini Sveinssyni, og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
Mál nr. 532/2007
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var X gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. október 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. október 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. október 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Úrskurður héraðsdóms er ekki að öllu leyti nákvæmur um atvikalýsingu, en af gögnum málsins verður fallist á með sóknaraðila að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili tengist skipulögðum þjófnaðarbrotum á höfðuborgarsvæðinu. Slík brot geta varðað fangelsisrefsingu allt að sex árum. Uppfyllt eru skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður því staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um gæsluvarðhald yfir varnaraðila en gæsluvarðhaldinu markaður sá tími sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 19. október 2007, klukkan 16. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til miðvikudagsins 24. október 2007 kl. 16:00. Í greinargerð kemur fram að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú rúmlega 20 þjófnaði úr verslunum, þar sem í öllum tilvikum sé um að ræða að stolið hafi verið á opnunartíma verslana með kerfisbundnum hætti dýrum smávarningi. Um síðustu mánaðamót hafi vaknað grunsemdir um að hópur fólks, frá Litháen, sem hér dvelji, stæði að þjófnuðunum. Gerð hafi verið húsleit í íbúð á 3. hæð í [...], Reykjavík, 2. október sl. Í íbúðinni haldi til nokkrir Litháar, þar á meðal kærði. Við húsleitina hafi verið hald á mikið magn af munum, svo sem fatnað, snyrtivöru og ýmsan tæknibúnað. Í kjölfarið hafi kærði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald miðvikudaginn 3. október sl. Hafi lögregla nú unnið að því að skrá niður alla þá muni sem fundust við húsleitina og fara yfir innkomnar kærur frá verslunum vegna stórfellds búðahnupls. Þá sé búið að fara yfir myndskeið úr þeim málum sem kærði sé grunaður í ásamt fleiri mönnum og hafi hann þekkst á myndskeiðum úr verslunum sem kært hafa þjófnað. Eftirtalin mál séu til rannsóknar hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur þeim hópi, sem kærði sé aðili að, og sé grunaður um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi: Mál nr. 007-2007-54068 Innbrot í bifreið þann 14.-15. júlí sl. þar sem stolið var GPS Gramin staðsetningartæki að verðmæti 50.000 krónur. GPS tækið fannst við húsleit í [...], Reykjavík. Mál nr. 007-2007-56665 Þann 22. júlí sl. kom kærði ásamt öðrum manni með fatnað á Litla-Hraun, sem reyndist vera þýfi. Um er að ræða fatnað frá Intersport að verðmæti 115.120 krónur og fatnað frá Herragarðinum að verðmæti 129.840 krónur. Allur þessi fatnaður endurheimtist og segja verslanirnar vörurnar vera óseldar. Kærði hefur neitað sök í málinu, en vísar á annan aðila innan þess hóps sem til rannsóknar er hjá embættinu. Mál nr. 007-2007-61214 Þann 11. ágúst sl. var fatnað stolið úr verslun Intersport, Bíldshöfða, Reykjavík, að verðmæti 22.940 krónur. Benti starfsmaður verslunarinnar á einn úr hópi kærðu sem aðalmann en hann hafi verið þar ásamt fleiri aðilum. Mál nr. 007-2007-70650 Þann 14. september sl. stóð starfsmaður Krónunnar, við Fiskislóð, Reykjavík, þrjá menn að þjófnaði í versluninni en þeir komust undan. Þeir skildu eftir tvo bakpoka, sem þeir voru búnir að setja rakvélablöð í að verðmæti 83.727. Þá komust þeir undan með þriðja bakpokann, sem talið er að hafi innihaldið meira þýfi. Mál nr. 007-2007-72499 Þar var stolið rakvélablöðum að verðmæti 50.891 krónur í verslun Bónus við Tjarnarvelli, Hafnarfirði, þann 2. september sl. Sáu starfsmenn til þriggja dökkklæddra aðila. Mál nr. 007-2007-75199 Tilkynnt var um þjófnað á tónlistarforriti úr verslun Tónabúðarinnar í Skipholti, Reykjavík, þann 29. september sl. Er verðmæti þess 40.000 krónur. Myndskeið er til af verknaðinum og sést þar hvar tveir menn koma inn í búðina og hlaupa út með kassa. Mál nr. 007-2007-75650 Tilkynnt var um þjófnað og líkamsárás í 10-11, Lágmúla; Reykjavík, þann 2. október sl. Starfsmaður sá hvar mennirnir sem komu inn stungu inn á sig snakkpokum og kjúklingi, samtals að verðmæti 2.906 krónur og gengu svo rakleiðis út úr versluninni án þess að greiða fyrir. Er hún ákvað að stöðva för þeirra stukku þeir undan en hún náði taki í úlpu eins þeirra en sá hrinti henni frá sér svo að hún féll í gólfið og skellti höfðinu utan í vörurekka. Mál nr. 007-2007-75840 Tilkynnt var um stolna tölvu í verslun Bræðranna Ormsson, Síðumúla 9, Reykjavík, þann 29. september sl. Sá starfsmaður hvar þrír menn komu inn í verslunina og voru þar í ca. 5-6 mínútur. Eftir komu þeirra var einnar fartölvu saknað, verðmæti 90.000 krónur. Mál nr. 007-2007-76081 Innbrot í bifreið þann 3. september sl. fyrir utan Hringbraut 61, Reykjavík. Var þaðan stolið GPS staðsetningartæki af gerðinni Garmin Nuvi 660, að verðmæti 50.000 krónur. GPS staðsetningartækið fannst við húsleit í stofu í [...] Reykjavík. Mál nr. 007-2007-76203, 007-2007-77490 og 007-2007-77491 Stolið var snyrtivörum og rakvélablöðum í verslun Hagkaupa, Skeifunni, Reykjavík, þann 13. og 15. september sl. og í verslun Hagkaupa, Garðabæ, þann 16. september sl. Samtals að verðmæti 335.754 krónur en ekki er vitað nákvæmlega hversu miklu var stolið í hvert skipti, en verðmæti varanna er byggð á vörutalningu starfsmanna, eftir að þeir urðu varir við að miklum vörum væri stolið úr verslununum. Mál nr. 007-2007-76210 Stolið var rakvélablöðum að verðmæti 62.965 í verslun Bónus, Smiðjuvegi, Kópavogi, þann 24. ágúst sl. Mál nr. 007-2007-76215 Stolið var rakvélablöðum að verðmæti 21.588 í verslun Bónus, Hraunbæ, Reykjavík, þann 29. ágúst sl. Mál nr. 007-2007-76216 Stolið var rakvélablöðum að verðmæti 57.568 í verslun Bónus við Hraunbæ, Reykjavík, þann 31. ágúst sl. Mál nr. 007-2007-76222 Stolið var rakvélablöðum að verðmæti 62.965 í verslun Bónus, Holtagarða, Reykjavík, þann 1. september sl. Mál nr. 007-2007-76225 Stolið var rakvélablöðum að verðmæti 17.990 í verslun Bónus, Smiðjuvegi, Kópavogi, þann 1. september sl. Mál nr. 007-2007-76228 Stolið var rakvélablöðum að verðmæti 69.400 í verslun Bónus, Smiðjuvegi, Kópavogi, þann 2. september sl. Mál nr. 007-2007-76233 Stolið var rakvélablöðum að verðmæti 118.320 krónur í verslun Bónus, Smiðjuvegi, Kópavogi, þann 8. september sl. Mál nr. 007-2007-76236 Stolið var rakvélablöðum að verðmæti 50.000 krónur, að því að talið er, í verslun Bónus við Hraunbæ, Reykjavík, þann 23. ágúst sl. Mál nr. 007-2007-76237 Stolið var snyrtivörum að verðmæti 41.311 krónur í verslun Lyfju, Lágmúla, Reykjavík, þann 2. október sl. Varningurinn sem hverfi í ofantöldum þjófnaðarbrotum sé eins og áður sagði ýmis smávara, snyrtivörur, tölvutengdur varningur og fatnaður. Í leitum sem gerðar hafi verið í þeim íbúðum sem kærðu dveli eða hafi aðgang að, hafi varningur fundist sem svari til þess sem horfið hafi í þeim þjófnaðarbrotum sem til rannsóknar séu. Þá hafi við rannsókn málsins verið upplýst að póstsendingar á vegum nokkurra hinna kærðu til sömu borgar í Litháen, samkvæmt þeim innihaldslýsingum sem fyrir liggi, séu sendingarnar m.a. smávarningur og snyrtivörur. Að mati lögreglu sé kærði aðili að hóp sem sjái um skipulagða þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum ofantöldum málum hafi lögregla þekkt gerendur sem aðila úr þessum hópi. Þá hafi munir sem tengjast ofantöldum málum fundist á dvalarstað kærðu og hafi kærði sjálfur þekkst á nokkrum myndskeiðum úr verslunum. Sé hópurinn grunaður um að stela úr verslunum með kerfisbundnum hætti, þar sem þeir skipuleggi sig saman og skipti með sér verkum hverju sinni. Sé það mat lögreglu að ef kærði verði látinn laus muni hann eiga þess kost að torvelda rannsókn málanna, svo sem með því að samræma framburð sinn við framburð ætlaðra samverkamanna sinna. Lögregla telji það brýnt fyrir framgang málanna að fallist verði á framkomna kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna svo unnt verði að ljúka rannsókn málsins og koma í veg fyrir að kærði geti spillt rannsókn málsins. Sakarefni málanna sé talið varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, en brot gegn ákvæðinu geti varðað fangelsi allt að 6 árum ef sök sannist. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Lögreglan hefur til rannsóknar fjölda þjófnaðarmála úr ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu og beinist rannsóknin að kærða og nokkrum félögum hans. Við slíkum brotum liggur fangelsisrefsing samkvæmt 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fallist er á með lögreglu að rökstuddur grunur beinist að kærða um þátt eða hlutdeild í brotunum. Þar sem málið er enn til rannsóknar og félagar hans eru einnig undir grun verður að tryggja að þeim verði gert ókleift að hafa samband sín á milli og samræma skýrslur sínar. Verður kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi samkvæmt a. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 svo sem greinir í úrskurðarorði en lögreglan stefnir að því að ákæra verði gefin út á næstu tveimur vikum. Ekki þykir ástæða til að marka gæsluvarðhaldi skemmri tíma. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Kærða, [...], er gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt til miðvikudagsins 24. október 2007 kl. 16:00.
Mál nr. 449/2001
Gæsluvarðhald Handtaka Miskabætur Gjafsókn
S krafði íslenska ríkið (Í) um greiðslu skaða- og miskabóta á þeim grundvelli að hann hefði að ósekju sætt handtöku og setið í gæsluvarðhaldi í 8 daga. Krafa S var og reist á því að hann hefði sætt harðræði í gæsuvarðhaldinu og að hann hefði verið borinn sökum um alvarlegt brot gegn almennum hegningarlögum allt þar til ríkissaksóknari hefði fellt málið niður rúmu ári síðar. Hæstiréttur taldi að lögmæt skilyrði hefðu verið til handtöku og gæslu­varðhalds S samkvæmt 97. og 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, og að sá tími, sem hann sat í gæsluvarðhaldinu, hefði verið nýttur til rannsóknar málsins. Þá taldi Hæstiréttur ekki efni til að dæma S sérstaklega bætur þótt ákvörðun ríkis­saksóknara um að höfða ekki mál á hendur honum hefði dregist nokkuð. Aftur á móti var Í ekki talið hafa sýnt fram á, að S hefði fengið þá læknisþjónustu og lyfjagjöf, sem honum bar samkvæmt 2. mgr. 30. gr. reglugerðar nr. 172/1992 um gæsluvarðhaldsvist, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 259/1995 fyrr en á þriðja degi gæsluvarðhaldsins. Þótti S hafa leitt líkur að því að þetta kynni að hafa haft áhrif á framvindu sjúkdóms hans í ein­hverjum mæli. Voru S því dæmdar miskabætur.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17. desember 2001 og krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.900.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. nóvember 1998 til 1. júlí 2001 en 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri eigi gjafsóknarmál, en áfrýjandi hefur gjafsókn á báðum dómstigum samkvæmt 178. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann verulegrar lækkunar á kröfu áfrýjanda og að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði felldur niður. Nokkur ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. I. Í málinu gerir áfrýjandi kröfu um skaðabætur úr hendi stefnda á grundvelli XXI. kafla laga nr. 19/1991. Er krafan í fyrsta lagi reist á því, að áfrýjandi hafi að ósekju sætt handtöku 8. september 1998 og setið í gæsluvarðhaldi frá þeim degi til 15. september 1998, eða í 8 daga. Í öðru lagi er á því byggt að við framkvæmd gæsluvarðhalds hafi áfrýjandi sætt harðræði og í þriðja lagi hafi hann verið borinn sökum um alvarlegt brot, sem við liggi þung refsing samkvæmt almennum hegningarlögum. Hafi hann legið undir grun allt þar til 22. október 1999, er ríkissaksóknari felldi málið niður, eða í rúmt ár. Með skírskotun til raka héraðsdóms er staðfest sú niðurstaða hans að lögmæt skilyrði hafi verið til handtöku og gæsluvarðhalds áfrýjanda samkvæmt 97. gr. og 103. gr. laga nr. 19/1991 og að sá tími, sem hann sat í gæsluvarðhaldi, hafi verið nýttur til rannsóknar málsins. II. Í stefnu er málsástæða áfrýjanda um harðræði í gæsluvarðhaldi reist á því að nauðsynleg inntaka hans á geðlyfjum hafi verið sett úr skorðum auk þess sem kvörtunum hans um vanlíðan og hjartsláttartruflun hafi ekki verið sinnt. Þessar aðstæður, auk kvíða fyrir enn frekara gæsluvarðhaldi, hafi leitt til þess að hann hafi játað á sig sakir 15. september 1998. Við yfirheyrslu áfrýjanda hjá lögreglu að morgni 8. september 1998 skýrði hann frá því að hann hefði verið mjög þunglyndur undanfarið og hafi lengi átt við geðræn vandamál að stríða. Við aðra yfirheyrslu síðar sama dag kvartaði hann yfir slæmri líðan og kvaðst ekki hafa fengið þau lyf, sem hann eigi að taka reglulega. Hér mun vera um að ræða lyfin Litarex, Sipramil, Rivotril og Truxal. Hafði áfrýjandi verið hjá lögreglu frá því um kl. 10 að morgni þessa dags. Hann var færður í fangelsið að Litla-Hrauni þá um kvöldið eftir að hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kom hann þangað kl. 23.45. Pétur Sveinsson, annar þeirra rannsóknarlögreglumanna, sem fluttu hann þangað, bar fyrir dómi að talað hefði verið við fangavörð, sem við áfrýjanda tók, um að haft yrði samband við lækni hans þar sem hann þyrfti að fá lyf. Ekkert er um þetta bókað í dagbók fangelsisins. Næsta dag, þ.e. 9. september, var skráð í bókina að kl. 17.05 hafi verið haft samband við Magnús Sigurðsson fangelsislækni vegna áfrýjanda og hann ráðlagt að áfrýjanda yrði strax gefið Melleril og Largactil. Ekki var sérstaklega bókað í dagbókina að eftir þessu hefði verið farið, en viðkomandi fangavörður sagði fyrir dómi að hann bókaði aldrei um lyfjagjafir nema viðkomandi fengi umrædd lyf. Fyrir liggur að umræddur fangelsislæknir kom aldrei til áfrýjanda. Tómas Zoëga geðlæknir ávísaði áfrýjanda lyfjunum Litíumsítrat, Rivotril, Truxal og Haldol hinn 10. september, eftir að hafa haft samband við heimilislækni áfrýjanda, en þau lyf bárust áfrýjanda ekki fyrr en daginn eftir. Þann dag kom Tómas Zoëga í fangelsið og talaði við áfrýjanda eins og fram kemur í héraðsdómi. Í framburði sínum fyrir dómi taldi hann áfrýjanda ekki hafa kvartað við sig um verki fyrir hjarta eða í brjóstholi. Grétar Sigurbergsson geðlæknir, sem hefur stundað áfrýjanda allt frá árinu 1987, kom fyrir dóm og lýsti því að eftir að áfrýjandi kom úr gæsluvarðhaldinu hafi hann verið spenntari en fyrr og hafi farið í hönd erfitt tímabil hjá honum. Um innilokunina í gæsluvarðhaldinu sagði hann meðal annars að erfitt væri að slá föstu hve slæm áhrif þetta hefði haft á hann, en hugsanlega hafi hér skipt máli að hann var án jafnvægislyfja. Hafi hér aðallega skipt máli jafnvægislyfið Litarex en oft megi litlu muna með það lyf og þurfi það að vera í vissu magni í blóðinu til að það hafi áhrif. Þetta ásamt innilokun og tilhugsun um dóm hafi ýtt undir maníu, sem hann hafi stöðugt verið í lengi eftir þetta. III. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. reglugerðar nr. 179/1992 um gæsluvarðhaldsvist, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 259/1995, skal fangelsislæknir skoða gæsluvarðhaldsfanga sem fyrst eftir komu í fangelsi. Skal fangelsislæknir kallaður til án ástæðulauss dráttar ef ástæða er til að ætla að fangi sé sjúkur við komu í fangelsi eða þurfi að öðru leyti á læknishjálp að halda. Samkvæmt 1. mgr. 32. gr. skal fangelsislæknir ákveða hvort og með hvaða hætti lyfjagjöf skuli haldið áfram ef gæsluvarðhaldsfangi hefur lyf meðferðis við komu í fangelsi eða hann telur sig þurfa á lyfjum að halda í gæslunni. Í 4. mgr. sömu greinar segir að allar lyfjagjafir til gæsluvarðhaldsfanga skuli skráðar. Fallast verður á það með héraðdómara að ekki liggi fyrir að áfrýjandi hafi þann tíma, er hann sat í gæsluvarðhaldi, kvartað yfir hjartsláttartruflunum eða óskað sérstaklega eftir læknishjálp. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að hann hafði lýst því við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann ætti við geðræn vandamál að stríða og skýrt frá slæmri líðan sinni þar sem hann hefði ekki fengið lyf, sem honum væri nauðsynlegt að taka. Leggja verður til grundvallar þá frásögn Péturs Sveinssonar rannsóknarlögreglumanns, að tekið hefði verið fram við komu áfrýjanda í fangelsið að gera þyrfti ráðstafanir af þessum sökum og hafa samband við lækni hans. Fangelsislæknir vitjaði áfrýjanda aldrei og ráðleggingar hans um lyfjatöku daginn eftir að áfrýjandi kom í fangelsið tóku ekki til lyfja er áfrýjandi hafði notað reglulega, auk þess sem ekki er skráð með óyggjandi hætti í dagbók fangelsisins að eftir þessum ráðleggingum hafi verið farið. Liggur ekki fyrir að áfrýjandi hafi fengið nauðsynleg lyf fyrr en á þriðja degi gæsluvarðhaldsins, eða 11. september 1998. Með ofangreint í huga verður að telja að stefnda hafi ekki tekist að sýna fram á, að áfrýjandi hafi fengið læknisþjónustu og lyfjagjöf, sem honum bar samkvæmt ákvæðum fyrrnefndrar reglugerðar fyrr en frá og með 11. september 1998. Þegar litið er til framburðar Grétars Sigurbergssonar við aðalmeðferð málsins þykja líkur hafa verið að því leiddar að þetta kunni að hafa haft áhrif á framvindu sjúkdóms áfrýjanda í einhverjum mæli. Þykja því vera skilyrði til að dæma honum miskabætur samkvæmt 176. gr og 175. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 42. gr. laga nr. 36/1999. Þótt ákvörðun ríkissaksóknara um að láta ekki koma til saksóknar á hendur áfrýjanda hafi dregist nokkuð þykja ekki efni til að dæma sérstaklega bætur honum til handa vegna þess. Við svo búið þykir rétt að stefndi greiði áfrýjanda bætur, sem þykja hæfilega ákveðnar 200.000 krónur, og beri dráttarvexti frá því að mánuður var liðinn frá kröfubréfi áfrýjanda. Áfrýjandi hefur notið gjafsóknar í málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Eru því ekki efni til að dæma íslenska ríkið til greiðslu málskostnaðar, og verður hann felldur niður á báðum dómstigum. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti skal greiddur úr ríkissjóði eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið, greiði áfrýjanda, Steindóri Einarssyni, 200.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 3. desember 1999 til 1. júlí 2001 en 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, samtals 500.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. september 2001. Mál þetta, sem dómtekið var 30. ágúst sl., var höfðað með stefnu, áritaðri um birtingu 3. mars 2000. Stefnandi er Steindór Einarsson, kt. 180966-4719, Írabakka 6, Reykjavík. Stefndi er íslenska ríkið. Endanlegar dómkröfur stefnanda: Að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð 1.900.000 kr. með dráttarvöxtum samkvæmt ákvæðum III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 1. nóv. 1998 til 1. júlí 2001 og leggist áfallnir dráttarvextir árlega við höfuðstól, í fyrsta skipti 1. nóv. 1999. Frá 1. júlí 2001 til greiðsludags krefst stefnandi vaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Jafnframt krefst stefnandi málskostnaðar að mati dómsins eins og málið væri eigi gjafsóknarmál en stefnandi fékk gjafsókn í málinu með leyfi dómsmálaráðherra, dags. 9. okt. 2000. Dómkröfur stefnda: Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað samkvæmt mati dómsins. Til vara er þess krafist að fjárkröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og málskostnaður í því tilviki látinn niður falla. Hinn 21. nóv. sl. var kveðinn upp úrskurður í málinu þar sem frávísunarkröfu stefnda var hafnað. Málavextir Um kl. hálf eitt aðfararnótt laugardagsins 5. september 1998 var tilkynnt um lausan eld að Vatnsstíg 11 í Reykjavík. Eldurinn hafði komið upp á gangi á annarri hæð hússins. Samkvæmt ummerkjum hafði eldurinn verið mestur framan við herbergi nr. 207. Niðurstaða lögreglurannsóknar leiddi í ljós að eldurinn hefði komið upp í fatahrúgu á ganginum framan við herbergi nr. 206 og 207. Niðurstaða tæknideildar lögreglunnar var að kveikt hefði verið í. Síðar sömu nótt eða um klukkan tvö kom að nýju upp eldur í húsinu, þá í herbergi nr. 301 á þriðju hæð. Hafði þá kviknað í rúmi í herbergi þessu. Niðurstaða tæknideildar lögreglunnar var að kveikt hefði verið í. Næstu nótt, þ.e. aðfararnótt sunnudagsins 6. sept. 1998, rétt fyrir klukkan eitt var á ný tilkynnt um bruna í herbergi nr. 301 og virtust upptök eldsins aftur hafa verið í rúmi í herberginu. Niðurstaða tæknideildar lögreglunnar var að kveikt hefði verið í sama rúmi í herberginu og nóttina áður. Á þessum tíma átti stefnandi lögheimili að Vatnsstíg 11, í herbergi 301. Húsið er þrílyft hús á kjallara. Í húsinu eru 25 íbúðarherbergi sem Félagsmálastofnun Reykjavíkur leigði út til skjólstæðinga sinna. Vegna rannsóknar á eldsvoðum þessum voru húsverðir að Vatnsstíg 11 yfirheyrðir svo og ýmsir íbúar hússins. Fram kom hjá einu vitni að það hefði séð til ferða stefnanda aðfararnótt laugardagsins 5. sept. 1998. Stefnandi hefði verið í herbergi sínu þegar eldur kom upp á annarri hæð hússins en verið nýfarinn þegar eldur kviknaði í herbergi hans umrædda nótt. Á laugardeginum hefði stefnandi komið við annan mann og brotið upp hurðina að herbergi sínu með því að sparka í hana. Síðan hafi þeir haldið á brott. Þetta vitni kvaðst hafa séð stefnanda fyrir utan húsið þegar verið var að slökkva fyrsta eldinn. Annað vitni sagði stefnanda hafa verið heima þegar eldur kom upp á annarri hæð aðfararnótt laugardagsins. Eftir að íbúum hafi verið heimilað að fara til herbergja sinna kvaðst vitni þetta hafa séð stefnanda fara inn í herbergi sitt og kvaðst hafa séð hann hringja eitthvað. Síðar hafi vitnið séð stefnanda far út úr húsinu. Um tíu til fimmtán mínútum síðar hafi eldur blossað upp. Hinn 8. sept. 1998 mætti stefnandi samkvæmt boðun til yfirheyrslu hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Gætt var ákvæða 32. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála en stefnandi var yfirheyrður sem sakborningur þar sem hann var grunaður um að hafa þrívegis valdið íkveikju að Vatnsstíg 11 og eignaspjöllum á húsnæðinu með því að sparka upp hurð á íbúð þeirri sem hann hafði haft á leigu. Stefnandi óskaði eftir verjanda og var þá gert hlé á yfirheyrslu þar til verjandi stefnanda, Kristján Stefánsson hrl., mætti. Stefnandi kvaðst hafa verið heima hjá sér á föstudagskvöldið. Um kl. 23:30 kvaðst stefnandi hafa farið út og þá á Bíóbarinn. Þar kvaðst stefnandi hafa verið til að ganga þrjú um nóttina. Þaðan kvaðst hann hafa farið heim til foreldra sinna að Freyjugötu 1 og gist þar. Aðspurður um ástæður þess að hann fór ekki heim til sín þessa nótt sagði stefnandi að undanfarnar nætur hafi hann ekki gist að Vatnsstíg 11 vegna geðheilsu sinnar. Hann kvaðst hafa verið mjög þunglyndur upp á síðkastið og hafa lengi átt við geðræn vandamál að stríða. Hann kvaðst bara hafa komið að Vatnsstíg 11 nokkrum sinnum undanfarnar vikur og þá til þess að vökva blómin sín. Stefnandi kvaðst hafa frétt af brunanum í hádegisfréttum á laugardaginn. Stefnandi neitaði því að hafa komið að Vatnsstíg 11 aðfararnótt laugardagsins 5. sept. þegar slökkviliðið var þar að störfum. Vakin var athygli stefnanda á því að í skýrslu eins vitnis hafi komið fram að eftir að slökkviliðið hafði heimilað íbúum hússins að Vatnsstíg 11 að fara til íbúða sinna eftir að eldur kom upp á annarri hæð hússins aðfararnótt laugardagsins hafi vitnið séð stefnanda inn í herbergi sínu að hringja. Þetta kannaðist stefnandi ekki við. Stefnandi heimilaði lögreglu að fá upplýsingar hjá Landssíma Íslands varðandi hringingar úr síma sínum 552 5760 umrædda nótt. Upplýst var að hringt hefði verið úr síma stefnanda, sem staðsettur var í herbergi stefnanda, kl. 01:36 í síma föður stefnanda að Freyjugötu 1. Stefnandi kvaðst hafa tryggt innbú sitt að Vatnsstíg 11 hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. fyrir um mánuði síðan. Stefnandi sagði að þegar hann kom að Vatnsstíg 11 laugardaginn 5. sept. og braut upp hurðina hafi hann bara ætlað að skoða hvernig umhorfs væri í íbúðinni. Eftir það kvaðst stefnandi hafa farið til Stokkseyrar með kunningja sínum. Stefnandi kvaðst ekki vera viss hvort hann hefði farið til Stokkseyrar á undan eða eftir að hann fór á Vatnsstíginn. Hann kvaðst hafa verð mjög drukkinn allan laugardaginn. Eftir þetta kvaðst stefnandi hafa verið á Freyjugötu 1 allt laugardagskvöldið og horft á box á Sýn með föður sínum og síðan hafi þeir farið að sofa. Síðan var stefnanda tilkynnt að hann væri handtekinn í þágu rannsóknar málsins og að hann yrði vistaður í fangageymslum. Hvorki gerði stefnandi né lögmaður hans neinar athugasemdir við það. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum 8. sept. 1998, var stefnandi úrskurðaður í gæsluvarðhald allt til þriðjudagsins 15. sept. 1998 kl. 16:00. Ekki kærði stefnandi úrskurð þennan. Í endurriti Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að tilhögun gæsluvarðhaldsvistar sé fólgin í heimsóknarbanni, bréfaskoðun, símabanni og fjölmiðlabanni. Samkvæmt ljósriti úr dagbók fangelsisins að Litla Hrauni var stefnandi færður úr húsi 1 yfir í hús 3 kl. 14:55 miðvikudaginn 9. sept. 1998. Þar sætti hann heimsókna-, bréfa- og símabanni en af honum var létt fjölmiðlabanni. Kl. 17:05 sama dag var haft samband við Magnús Sigurðsson lækni vegna stefnanda og ráðlagði læknirinn að stefnanda væri gefið Mellerín 1 stk. strax og aftur síðar um kvöldið og 1 stk. Largacil 25 mg. Samkvæmt sama ljósriti var haft samband við Tómas Zoëga geðlækni vegna stefnanda kl. 19:15 þriðjudaginn 8. sept. en samkvæmt bréfi Fangelsismálastofnunar ríkisins er þarna um misritun að ræða, þarna hafi átt að standa miðvikudaginn 9. sept. Í bréfi Magnúsar Sigurðssonar læknis, dags. 8. des. 1998, segir að 9. sept. 1998 hafi verið haft samband við lækninn og einnig Tómas Zoëga geðlækni, sem hafi aflað sér upplýsinga um lyfjagjafir stefnanda hjá heimilislækni hans, Árna Skúla Gunnarssyni. Tómas Zoëga hafi skrifað lyfseðil 10. sept. og þann 11. sama mánaðar hafi stefnandi farið í viðtal til Tómasar. Í bréfi þessu segir að lyfjagjafir hafi hafist strax 9. sept. 1998. Meðal skjala málsins er lyfseðill Tómasar Zoëga vegna stefnanda, dags. 10. sept. 1998, þar er stefnanda ávísað lyfjunum Litiums, Rivotri, Truxal og Haloper. Stefnandi fór í viðtal til Tómasar Zoëga geðlæknis 11. sept. Sama dag var stefnandi yfirheyrður af rannsóknarlögreglu að Litla Hrauni að viðstöddum verjanda sínum. Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu hinn 15. sept. 1998, kl. 11:20, viðurkenndi stefnandi að hafa viljandi kveikt í herbergi sínu aðfararnótt laugardagsins 5. sept. og svo aftur aðfararnótt 6. sept. 1998. Verjandi stefnanda var viðstaddur þessa yfirheyrslu. Með bréfi til lögmanns stefnanda, dags. 17. sept. 1998, afturkallaði stefnandi játningu sína. Þá afturköllun staðfesti stefnandi fyrir rannsóknarlögreglu 2. okt. 1998 og staðhæfði sakleysi sitt. Við það tækifæri veitti stefnandi lögreglu heimild til þess að afla vottorða læknis um andlegt heilbrigði sitt og samþykkti að undirgangast sérstaka geðrannsókn í þágu málsins. Tvö vitni sem yfirheyrð voru þann 16. og 17. des. 1998 báru að stefnandi hefði viðurkennt í þeirra eyru eftir að hann kom úr gæsluvarðhaldi að hafa kveikt í. Með bréfi, dags. 22. október 1999, felldi ríkissaksóknari málið niður á grundvelli 112. gr. laga nr. 19/1991. Málsástæður og rökstuðningur stefnanda Kröfur stefnanda eru reistar í fyrsta lagi á því að stefnandi hafi að ósekju sætt handtöku og setið í gæsluvarðhaldi í 8 daga. Í öðru lagi að við framkvæmd gæsluvarðhalds hafi stefnandi sætt harðræði. Nauðsynleg inntaka geðlyfja hafi verið sett úr skorðum auk þess sem kvörtunum stefnanda um vanlíðan og hjartsláttartruflun hafi ekki verið sinnt. Þessar aðstæður auk þess kvíða fyrir enn frekara gæsluvarðhaldi hafi leitt til þess að stefnandi játaði á sig sakir. Í þriðja lagi hafi stefnandi verið borinn sökum um mjög alvarlegt brot sem við liggi þyngsta refsing að íslenskum hegningarlögum. Þá hafi stefnandi verið undir grun allt þar til 22. október 1999 er ríkissaksóknari felldi málið niður eða í rúmt ár. Sakaráburður hafi leitt til þess að tryggingarfélag hafi neitað bótaskyldu að svo stöddu vegna munatjóns er stefnandi hafi orðið fyrir við brunann. Kröfur stefnanda eru reistar á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 19/1991 auk ólögfestra meginreglna skaðabótaréttar og skaðabótalögum nr. 50/1993. Við munnlegan málflutning var því haldið fram af hálfu stefnanda að dæma beri málið eftir gildandi rétti þ.e. eftir XXI. kafla laga um meðferð opinberra mála eins og þau séu nú. Málsástæður og rökstuðningur stefnda Sýknukrafa stefnda er á því byggð að lögmæt skilyrði hafi verið fyrir handtöku stefnanda á grundvelli 97. gr. laga nr. 19/1991, enda hafi augljóslega verið fyrir hendi rökstuddur grunur um að hann hefði framið afbrot sem sætt geti ákæru og ákvæði greinarinnar að öðru leyti fyrir hendi. Framburður stefnanda hafi ekki verið í samræmi við frásögn vitna sem séð höfðu til ferða hans á staðnum. Til rannsóknar hafi verið brot bæði gegn 164. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Stefnandi hafi viðurkennt að hafa sparkað upp hurð á húsnæði því sem hann hafði haft á leigu. Af hálfu stefnda er einnig vísað til IX. kafla laganna og ákvæða lögreglulaga nr. 90/1996. Lögmæt skilyrði hafi einnig verið fyrir gæsluvarðhaldi stefnanda enda hafi verið úrskurðað um það af dómi á grundvelli 103. gr. laga nr. 19/1991. Stefnanda hafi ekki verið haldið lengur í gæsluvarðhaldi en efni stóðu til og tíminn á meðan á gæsluvarðhaldi stóð nýttur til rannsóknar málsins, þ. á m. til að yfirheyra mörg vitni. Ekki hafi stefnandi kært úrskurðinn. Rangt sé og ósannað að stefnandi hafi sætt harðræði er hann var í gæsluvarðhaldi. Stefnandi hafi sönnunarbyrði fyrir þeim staðhæfingum sínum. Samkvæmt greinargerð Fangelsismálastofnunar og gögnum frá fangelsinu á Litla Hrauni, þar sem stefnandi var vistaður í gæsluvarðhaldi, hafi strax daginn eftir komu stefnanda aflétt einangrun og haft hafi verið samband við Magnús Sigurðsson fangelsislækni og Tómas Zoëga geðlækni. Í bréfi hins fyrrnefnda komi fram að þegar hafi veri aflað upplýsinga um lyfjagjafir og hafi stefnanda verið ávísuð lyf og lyfjagjöf hafi þegar hafist þennan dag. Stefnandi hafi einnig farið í viðtal til geðlæknisins. Hann hafi ekki kvartað um einkenni fyrir hjarta eða brjóstholi. Ekki verði ráðið af gögnum málsins að stefnandi hafi beðið um frekari læknishjálp.Aðgerðir í þágu rannsóknar málsins gagnvart stefnanda hafi hvorki verið framkvæmdar á óþarflega hættulegan, særandi né móðgandi hátt. Fullt tilefni hafi verið til þeirra og lögmæt skilyrði. Við upphaf gæsluvarðhalds hafi strax verið dregið úr einangrun. Fangavörðum hafi strax verið skýrt frá að stefnandi teldi sig þurfa á lyfjum að halda. Beiðnum um læknisaðstoð hafi verið sinnt. Fullyrðingar um að tekin hafi verið lyf af stefnanda séu ósannaðar og þá um leið að það hafi leitt til þess að hann játaði. Er hann játaði hafi hann verið á leið úr varðhaldi. Rökstuddur grunur hafi beinst að stefnanda og hafi rannsókn málsins verið í samræmi við það. Framburðir stefnanda hafi sannanlega ekki flýtt rannsókninni. Engu að síður hafi rannsóknin á síðari stigum beinst að þeim þáttum sem mælt gætu gegn refsingu, meðal annars vegna andlegs ástands og öðrum atriðum sem gátu orðið stefnanda til málsbóta, þrátt fyrir fram komnar játningar. Ríkissaksóknari hafi síðar fellt málið niður með vísan til 112. gr. laga nr. 19/1991. Af hálfu stefnda er því mótmælt að grundvöllur til bóta sé fyrir hendi vegna meðferðar málsins. Enginn óeðlilegur dráttur hafi orðið á málinu. Í bréfi lögreglustjóra til ríkissaksóknara hafi verið talið rétt að framhaldsrannsókn færi fram og bréf þess efnis ritað síðla júlímánaðar 1999 og því svarað í byrjun ágúst sama ár. Áætluðu tjóni er mótmælt sem röngu og ósönnuðu. Óljóst sé hvort málsástæða stefnanda um að tryggingafélag hafi mótmælt bótaskyldu að svo stöddu, vegna munatjóns, eigi að skoðast sem rökstuðningur samkvæmt stefnu. Engin gögn liggi fyrir um þau málalok og ekki heldur hvernig hafi reynt á vátryggingu sem stefnandi segist hafa keypt. Þeirri málsástæðu er mótmælt sem órökstuddri og ósannaðri. Afstaða tryggingafélags geti ekki verið afleiðing lögmætra aðgerða í þágu rannsóknar máls. Félagið hafi hlotið að meta sjálfstætt fyrir sitt leyti hvort trygging kæmi til greiðslu. Um það sé ekkert upplýst af hálfu stefnanda. Með vísan til alls framanritaðs telur stefndi að ekki séu uppfyllt skilyrði XXI. kafla laga nr. 19/1991 til greiðslu bóta og beri því að sýkna af öllum kröfum stefnanda. Í kaflanum séu tæmandi talin þau tilvik sem geti orðið grundvöllur bóta en þar sé mælt fyrir um heimild en ekki skyldu. Þar sem hvorki séu uppfyllt skilyrði 175. né 176. gr. laganna til greiðslu bóta beri að sýkna stefnda. Af hálfu stefnda er vísað til laganna eins og þau voru fyrir setningu laga nr. 36/1999. Sérstaklega er bent á að ekki séu uppfyllt skilyrði a-liðar 1. mgr. 175. gr. eins og hún var enda sé framburður misvísandi. Þá hafi stefnandi ekki sýnt fram á að uppfyllt séu skilyrði b-liðar 1. mgr. 175. gr. laganna eins og þau voru fyrir gildistöku laga nr. 36/1999. Sama sé þótt málið yrði dæmt á grundvelli nefndra breytingalaga að ekki séu uppfyllt skilyrði nefndra ákvæða XXI. kafla laga nr. 19/1991. Engri saknæmri eða ólögmætri háttsemi sé til að dreifa sem stefndi beri ábyrgð á og ekki séu uppfyllt bótaskilyrði eftir almennum reglum að öðru leyti. Þá eigi bótakrafa stefnanda sér ekki stoð í skaðabótalögum nr. 50/1993 sem stefnandi vísi til án nánari skýringa. Verði ekki á framangreint fallist séu engu að síður skilyrði til að fella bætur niður á grundvelli niðurlagsákvæðis 1. mgr. 175. gr. laga nr. 19/1991 enda hafi legið fyrir játning stefnanda og þannig séu líkur á að hann hafi valdið íkveikjum og framburður vitna hafi einnig getað bent til þess. Þá hafi framburður stefnanda verið misvísandi og á reiki. Með því móti hafi hann torveldað rannsókn málsins sem leiði til þess að ekki sé bótaréttur samkvæmt ákvæðum XXI. kafla, sbr. 175. gr. eða a.m.k. skilyrði til að fella niður bætur og sýkna. Kröfum stefnanda er mótmælt sem of háum. Upphafstíma dráttarvaxta er mótmælt með vísan til 15. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 en engin rökstudd bótakrafa hafi verið sett fram af hálfu stefnanda. Geti því ekki komið til annars en að dráttarvextir verði í fyrsta lagi dæmdir frá dómsuppsögu eða í fyrsta lagi mánuði frá þingfestingu ef á bótakröfu verði fallist að einhverju leyti. Til stuðnings kröfum stefnda um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Við aðalmeðferð málsins gaf stefnandi skýrslu fyrir dómi og læknarnir Grétar Sigurbergsson, Magnús Sigurðsson og Tómas Zoëga svo og Pétur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður og Elías Baldursson fangavörður. Niðurstaða Með vísan til dóms Hæstaréttar Íslands, uppkveðnum 12. okt. 2000 í máli nr. 175/2000 ber við mat á bótarétti stefnanda að byggja á 1. mgr. 175. gr. laga nr. 19/1991 eins og henni var breytt með 42. gr. laga nr. 36/1999. Þegar til þess er litið sem að framan er rakið varðandi málavexti verður ekki á það fallist með stefnanda að hann hafi sætt handtöku að ósekju. Lögmæt skilyrði voru fyrir handtöku stefnanda, sbr. 97. gr. laga nr. 19/1991. Jafnframt voru fyrir hendi lögmæt skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi stefnanda enda var úrskurðað um gæsluvarðhaldið á grundvelli 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Þann úrskurð kærði stefnandi ekki. Tíminn sem stefnandi sat í gæsluvarðhaldi var nýttur til rannsóknar málsins. Ekkert er fram komið um að stefnandi hafi sætt harðræði í gæsluvarðhaldinu. Daginn eftir komu stefnanda í fangelsið var aflétt einangrun hans, en hann sætti áfram heimsókna-, bréfa- og símabanni. Þrátt fyrir það var stefnanda lögum samkvæmt heimilt að hafa samband við verjanda sinn. Þá er stefnandi var yfirheyrður í fangelsinu að Litla Hrauni hinn 11. sept. 1998 að viðstöddum verjanda sínum bar hann ekki fram kvartanir vegna þess að honum hafi verið synjað um læknishjálp. Því er ekki haldið fram að stefnandi hafi kvartað við verjanda sinn um að honum væri neitað um læknishjálp. Að sögn Tómasar Zoëga geðlæknis sem skoðaði stefnanda 11. sept. 1998 kvartaði hann ekki yfir hjartsláttartruflunum við þá skoðun. Verður því að telja fullyrðingar stefnanda um að hann hafi kvartað yfir hjartsláttartruflunum og óskað eftir læknishjálp, án árangurs, ósannaðar. Varðandi lyfjagjöf til stefnanda á meðan á gæsluvarðhaldi stóð er fram komið að síðdegis daginn eftir að hann kom í fangelsið, þ.e. 9. sept., var honum gefið Mellerín og Largacil. Þá lyfjagjöf taldi Tómas Zoëga geðlæknir eðlilega. Grétar Sigurbergsson geðlæknir var á sömu skoðun. Hinn 10. sept. ávísaði Tómas Zoëga stefnanda lyfjunum Litiums, Rivotri, Truxal og Haloper. Hér fyrir dómi kvaðst Tómas Zoëga ekki minnast þess að stefnandi hafi kvartaði yfir því að hafa ekki fengið lyf. Á dskj. 82 sem er minnisblað Tómasar Zoëga, dags. 11. sept. 1998, segir m.a. að stefnandi sé rólegur og yfirvegaður. Tómas Zoëga hafði samband við heimilislækni stefnanda sem staðfesti lyfjatöku stefnanda. Fram kom hjá Grétari Sigurbergssyni geðlækni, sem hefur haft með stefnanda að gera allt frá árinu 1987, fyrst inni á Borgarspítalanum og síðan á milli innlagna, að á tímabilum hafi stefnandi verið betri og þá ekki komið til læknisins. Mánuði áður en stefnandi var úrskurðaður í gæsluvarðhald kom stefnandi til læknisins með föður sínum. Þá hafði stefnandi verið þunglyndur nokkuð lengi og heilsufar versnandi. Svo sá læknirinn stefnanda mánuði eftir að hann var í fangelsinu og þá var hann aftur orðinn spenntur og í hönd fór erfitt sjúkdómstímabil hjá stefnanda alveg næsta ár og rúmlega það. Grétar Sigurbergsson bar að stefnandi hefði verið á jafnvægislyfinu Litarex, sem sé litiumsamband, sem sé aðallyf stefnanda, þunglyndislyfinu Sipramil, Rivotril sem sé notað sem svokallað "antimaniskt" lyf og svefnlyfinu Truxal. Læknirinn sagði ekkert vera skráð hjá sér um lyfjatöku stefnanda í fangelsinu og hann kvaðst ekki muna hvort stefnandi hefði talað um það eftir fangavistina. En læknirinn kvaðst hafa skráð hjá sér að stefnandi hafi sagt að sér hafi liðið mjög illa í fangelsinu. Fram kom hjá Einari Steindórssyni, föður stefnanda, við skýrslugjöf hjá rannsóknarlögreglu 9. sept. 1998 að heilsa stefnanda hafi verið mjög slæm undanfarin 11 ár. Sjúkdómurinn lýsi sér í miklum sveiflum, hann sé ýmist mjög hátt uppi og spenntur eða hann geti ekki haldið sér vakandi. Undanfarna síðustu daga hafi hann verið í þessu spennuástandi. Ástandið sé þannig núna að stefnandi sé mjög illa farinn líkamlega auk þess að honum hafi hrakað ár frá ári. Þá er stefnandi var yfirheyrður hjá rannsóknarlögreglu 8. sept. 1998 kvaðst hann hafa verið mjög þunglyndur upp á síðkastið og hafa lengi átt við geðræn vandamál að stríða. Þegar það er virt sem hér hefur verið rakið þykir ósannað að slæmt heilsufar stefnanda eftir fangavistina stafi af fangavistinni eða því að nauðsynleg inntaka geðlyfja hans hafi verið sett úr skorðum þannig að bótaskyldu varði. Fram kom hjá stefnanda hér fyrir dómi að tryggingarfélag sem tryggt hafði innbú stefnanda hafi greitt honum 425.000 kr. vegna brunatjóns á innbúi. Með vísan til alls þess sem hér hefur verið rakið er það niðurstaða dómsins að hvorki séu fyrir hendi bótaskyld atvik samkvæmt XXI. kafla laga nr. 19/1991 né meginreglum skaðabótaréttar og skaðabótalögum og ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Kristjáns Stefánssonar hrl., 186.000 kr. Við ákvörðun málflutningsþóknunar hefur verið litið til virðisaukaskatts. Málið dæmir Auður Þorbergsdóttir héraðsdómari. D ó m s o r ð: Stefndi, íslenska ríkið, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Steindórs Einarssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Kristjáns Stefánssonar hrl. 186.000 kr.
Mál nr. 517/2004
Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá Umgengni
K og M deildu um forsjá sonar þeirra til bráðabirgða og umgengni við hann. Staðfest var sú niðurstaða héraðsdóms að K færi með forsjána meðan á rekstri málsins stæði. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um umgengnisrétt M við börnin.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 22. desember 2004, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 9. desember 2004, þar sem leyst var úr ágreiningi aðilanna um forsjá sonar þeirra til bráðabirgða og umgengni við hann. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verð breytt á þann veg, að sér verði falin forsjá sonarins til bráðabirgða og að umgengni varnaraðila og hans verði aðra hverja helgi frá fimmtudagssíðdegi til mánudagsmorguns. Jafnframt krefst hann þess, að varnaraðili verði dæmd til að greiða sér meðlag með barninu sem sé jafnhátt og barnalífeyrir frá Tryggingastofnun ríkisins frá dómsuppsögu þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir um forsjárágreining aðila. Til vara krefst sóknaraðili þess, að hafnað verði kröfu varnaraðila um niðurfellingu sameiginlegrar forsjár meðan forsjármálið er rekið, lögheimili drengsins verði áfram hjá sér og hann „búi á víxl hjá málsaðilum, eins og verið hefur“. Að því frágengnu krefst hann þess, að umgengni hans og barnsins verði að minnsta kosti aðra hverja helgi frá fimmtudagssíðdegi til þriðjudagsmorguns. Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að aðilarnir beri hvort sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 128/2007
Skaðabætur Skip Líkamstjón
E, starfsmaður V ehf., slasaðist við vinnu um borð í skipi í eigu E ehf. þegar hann missti fótanna í lóðréttum stiga, sem hann þurfti að nota á leið sinni niður í lest skipsins, og féll niður um fjóra metra. Krafði hann E ehf. og V ehf. um skaðabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við slysið. Hann reisti kröfuna á því að stiginn hefði verið hættulegur við þær aðstæður sem fyrir hendi voru og að það hefði borið að vara hann við hættunni auk þess sem stiginn hefði verið vanbúinn. Talið var að engum hefði átt að dyljast að sýna þyrfti aðgát þegar farið var um stigann og brýnt að tryggja sér næga hand- og fótfestu. Ekki var talið að svo hættulegar aðstæður hefðu skapast í umrætt sinn að verkstjóri V ehf. hefði átt að vara E sérstaklega við þegar hann fór um stigann. Þá var ekki fallist á að gerð stigans, sem var af algengri gerð í skipum sem ætluð eru til gámaflutninga, hefði brotið í bága við þær reglur sem E vísaði til. Var kröfum hans því hafnað.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. mars 2007. Hann krefst þess nú að stefnda, Véla- og skipaþjónustunni Framtaki ehf., og gagnáfrýjanda, Eimskipafélagi Íslands ehf., verði óskipt gert að greiða sér 11.260.301 krónu með 4,5% ársvöxtum frá 6. desember 2001 til 9. september 2005, og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags, en gagnvart stefnda, Véla- og skipaþjónustunni ehf., að frádregnum 421.232 krónum sem greiddar hafi verið úr launþegatryggingu 9. ágúst 2005. Þá krefst hann úr hendi beggja málskostnaðar í héraði án tillits til gjafsóknar sem honum var þar veitt og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi, Eimskipafélag Íslands ehf., áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 11. maí 2007. Hann krefst sýknu af kröfum aðaláfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi, Véla- og skipaþjónustan Framtak ehf., krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að krafa aðaláfrýjanda verði lækkuð og málskostnaður verði þá felldur niður. Réttargæslustefndi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., gerir ekki kröfur fyrir Hæstarétti. Atvikum málsins og málsástæðum aðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Guðmundur Eiríksson, fyrrverandi umdæmisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, sem kom á vettvang slyss áfrýjanda samdægurs, 5. apríl 2000, og skrifaði skýrslu Vinnueftirlitsins um slysið, kom fyrir héraðsdóm. Sagðist hann ekki hafa séð betur en að „olíubrún drulla“ hafi verið á þrepum stigans sem aðaláfrýjandi féll úr. Hann hafi þó ekki getað gert sér grein fyrir hvort þetta væri bleyta eða olía. Af ljósmyndum sem lögregla tók á vettvangi verður ekki séð að olíusmit hafi verið á þeim rimum stigans sem aðaláfrýjandi telur sig hafa stigið á, þegar hann féll úr stiganum. Þá eru rimarnar kantaðar og snýr hornbrík upp þannig að olía sem kann að hafa borist á stigann virðist ekki fela í sér sérstaka hættu á að þeir sem stíga á rimarnar renni fram úr þeim. Stigi sá sem aðaláfrýjandi féll úr mun vera af algengri gerð í skipum, sem ætluð eru til gámaflutninga. Eins og stiganum var fyrir komið í skipinu gat engum dulist að sýna yrði aðgát þegar farið væri um hann. Sérstakir hættueiginleikar stigans gerðu það brýnt að þeir sem um hann fóru yrðu að tryggja sér næga hand- og fótfestu. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sýknu stefnda og gagnáfrýjanda af kröfum aðaláfrýjanda. Talið verður að veruleg vafaatriði hafi verið í málinu, þannig að úrlausn héraðsdóms um að hvor aðila skuli bera sinn málskostnað verður með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála einnig staðfest. Samkvæmt úrslitum málsins verður aðaláfrýjandi með vísan til 1. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 dæmdur til að greiða stefnda og gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er óraskaður. Aðaláfrýjandi, Einar Pálsson, greiði stefnda, Véla- og skipaþjónustunni Framtaki ehf., og gagnáfrýjanda, Eimskipafélagi Íslands ehf., 300.000 krónur hvorum í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem dómtekið var 27. október sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykja­víkur af Einari Pálssyni, Vættaborgum 10, Reykjavík, á hendur Véla- og skipa­þjón­ustunni Framtaki ehf., Drangahrauni 1b, Hafnarfirði, og Eimskipafélagi Íslands ehf., Kornagörðum 2, Reykjavík, með stefnu þingfestri 15. desember 2005. Dómkröfur stefnanda eru þessar: 1. Aðallega að stefndu verið in solidum dæmdir til þess að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð kr. 11.260.301 með 4.5% ársvöxtum frá 6. desember 2001 til 9. september 2005, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 til greiðsludags. 2. Til vara að stefndi, Véla- og skipaþjónustan Framtak ehf., verði dæmdur til þess að greiða stefnda skaðabætur að fjárhæð kr. 11.260.301 með 4.5% ársvöxtum frá 6. desember 2001 til 9. september 2005, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 til greiðsludags, allt að frádregnum kr. 421.232 er greiddar voru 9. ágúst 2005. 3. Til þrautarvara að stefndi, Eimskipafélag Íslands ehf., verði dæmdur til þess að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð kr. 11.260.301 með 4.5% ársvöxtum frá 6. desember 2001 til 9. september 2005, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 til greiðsludags. Í öllum tilvikum er þess krafist að stefndu verði dæmdir til þess að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt gjaldskrá Löggarðs ehf., eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Dómkröfur stefnda, Véla- og skipaþjónustunnar Framtaks ehf., eru þessar: Aðalkrafa: Stefndi krefst þess aðallega að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. Varakrafa: Stefndi krefst þess til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður verði felldur niður. Dómkröfur stefnda, Eimskipafélags Íslands ehf., eru þær aðallega að félagið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi að mati dómsins en til varaað sök verði skipt, stefnukröfur verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Málsatvik Stefnandi, sem er lærður vélsmiður, hóf störf hjá stefnda, Véla- og skipaþjónustunni Framtaki ehf., árið 1997 og vann við almenn járniðnaðarstörf. Að morgni hins 5. apríl 2000 varð stefnandi fyrir slysi er hann var að fara til vinnu um borð í MS Selfossi, er lá við Sundahöfn í Reykjavík. Var hann á leið niður í 6. lest skipsins til að vinna við logsuðu í jafnvægistönkum (botntanki) skipsins. Til þess að komast niður í lest skipsins þurfti að fara um lúgu frá þilfari og niður lóðréttan stiga sem soðinn var fastur við byrðing lestarinnar. Stiginn er tæplega 5 metrar á lengd og 35 cm breiður og þannig búinn að flatjárn er soðið utan í byrðing lestarinnar og rúnnuð járnþrep þar á milli. Á leið niður stigann var stefnandi í vetrargalla og með vinnuvettlinga og hélt í flatjárnið en ekki þrepin sjálf að því er fram kemur í lögregluskýrslu. Er hann var komin um einn metra niður stigann missti hann fótanna og féll niður um 4 metra og lenti á fótunum á járnpalli fyrir neðan stigann. Stefnandi komst af sjálfsdáðum upp aftur eftir fallið og var í kjölfarið fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Lögregla og fulltrúi Vinnueftirlits ríkisins komu á staðinn samdægurs og teknar voru ljósmyndir af vettvangi. Af hálfu Vinnueftirlitsins voru ekki gerðar athugasemdir við aðstæður á slysstað. Farið var með stefnanda á slysadeild Landspítalans. Við rannsókn kom fram að hann hafði hlotið áverka á baki, sem aftur leiddu til upphleðslu í liðum. Afleiðingar slyssins í dag eru viðvarandi verkir og óvinnufærni að hluta. Hinn 21. mars 2005 ritaði lögmaður stefnanda bréf til stefnda, Eimskipafélags Íslands ehf., þar sem óskað var afstöðu félagsins til bótaskyldu vegna slyssins. Með bréfi lögmanna félagsins hinn 19. maí 2005 var bótaskyldu hafnað. Júlíus Valsson læknir og Jörundur Gauksson lögfræðingur mátu líkamstjón stefnanda vegna slyssins að beiðni aðila og skiluðu um það matsgerð, dags. 21. júní 2005. Þar kemur fram að stefnandi hafi þráláta verki í mjóbaki sem leiði upp í brjósthrygg. Þessu fylgi höfuðverkir og verkir í hnakkagróf. Hann eigi erfitt með bogur, þungar lyftur og stöður. Þeir töldu þjáningatímabil stefnanda vegna slyssins vera þrjá mánuði, þar af einn rúmliggjandi. Þá töldu þeir varanlegan miska stefnanda vera 15% og varanlega örorku 25%. Stöðugleikapunktur var ákvarðaður 5. ágúst 2000. Hinn 9. ágúst 2005 greiddi tryggingafélag stefnda, Framtaks ehf., stefnanda 421.232 kr. vegna slysatryggingar launþega. Sá fyrirvari var gerður af hálfu stefnanda að miða ætti uppgjör við varanlega örorku, en ekki varanlegan miska. Hinn 9. ágúst 2005 var send bótakrafa á hendur Sjóvá Almennum tryggingum hf., en stefndu höfðu báðir keypt ábyrgðartryggingu hjá því félagi. Með bréfi félagsins hinn 7. september 2005 var bótaskyldu hafnað á þeirri forsendu að um væri að ræða óhappatilvik. Stefndi, Véla- og skipaþjónustan Framtak ehf., var með ábyrgðartryggingu hjá réttargæslustefnda, Sjóvá-Almennum tryggingum hf., á slysdegi. Stefndi, Eimskipafélagi Íslands ehf., var með skipið MS SELFOSS á þurrleigu í apríl 2000 og því útgerðarmaður skipsins á þessum tíma. Skipið er skráð í skipaskrá Singapore. Þar sem stefndu hafa hafnað bótaábyrgð vegna slyss stefnanda hefur hann höfðað mál þetta. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir á því að orsök slyssins hafi verið sú að olía hafi borist úr tönkum skipsins og á pall við enda stigans og þaðan upp á þrep stigans. Starfsmenn Framtaks ehf. hafi verið við störf morguninn áður og nóttina fyrir slysið um borð í skipinu. Þeir hafi unnið í tönkum skipsins og þannig hafi olía og glussi auðveldlega borist um vinnusvæðið. Stefnandi hafi í sinni fyrstu ferð niður stigann ekki áttað sig á þeim hættulegu aðstæðum er sköpuðust. Þá hafi lok lúgu skipsins verið opið til loftunar og þannig hafi rigning og slydda átt greiðan aðgang að stiganum og gert þrep hans enn hálli. Við svo hættulegar aðstæður hafi átt að vara starfsmenn sérstaklega við. Verkstjóri stefnda, Framtaks ehf., hafi átt að vara undirmenn sína við þar sem hann fór fyrstur niður stigann. Eins hafi borið að útvega þeim sérstakan öryggisbúnað, svo sem eins og líflínur, við slíkar aðstæður. Þá sé einnig á því byggt að stiginn hafi verið vanbúinn og að það hafi verið orsök eða meðvirkandi orsök slyssins. Hann hafi beinlínis verið hættulegur. Þannig hafi verið um að ræða tæplega 5 metra langan lóðréttan stiga. Stiginn hafi verið án handriðs og án fallvarnar. Þá hafi starfsmönnum ekki verið útvegaðar líflínur. Krafa á hendur stefndu in solidum byggist á því að þeir hafi báðir átt sök á slysinu. Þannig hafi stefnda, Eimskipafélagi Íslands ehf., sem útgerðaraðila MS Selfoss, borið að sjá til þess að stigar um borð væru ekki útataðir olíu. Er um það vísað til greinar 1.0.3 í reglum nr. 440/1980 um vinnuöryggi á flutningaskipum: Lekaolíu og feiti skal fjarlægja sem fyrst og þilfar og gólf hreinsað vel á eftir. Einnig er vitnað til gr. 1.1.9 í sömu reglum: Göngum, stigum og landgangi skal haldið vel hreinum og í góðu lagi svo öll umferð sé sem öruggust. Þá er einnig vitnað til greinar 3.0.5 í sömu reglum: Vélargólfi, stigaþrepum og handriðum skal haldið vel hreinum. Þá sé einnig á því byggt að stiginn niður í lestina sem var lóðréttur og soðinn við byrðing lestarinnar án handriðs, sé beinlínis hættulegur. Þannig eigi að vera handrið á slíkum stigum, sbr. gr. 1.1.1. í reglum nr. 440/1980. Þannig eiga stigar samkvæmt ákvæðinu að vera búnir handriðum þar sem þess gerist þörf. Stigi sem sé rúmir 5 metrar lóðréttur niður án handriðs, uppfylli ekki slíka varúðarreglu er fram komi í grein 1.1.1. Þrep stigans hafi auk þess ekki verið þannig gerð að þau væru ekki hál í bleytu eins og boðið er í gr. 1.1.2 í sömu reglum. Stefndi, Eimskipafélags Íslands ehf., hafi við þessar aðstæður átt að útvega starfsmönnum Framtaks ehf. líflínur, sbr. gr. 2.0.4. og 3.0.10 í sömu reglum. Þá sé loftun, sem fram fari þannig að regn og slydda eigi greiðan aðgang að þrepum stigans, á ábyrgð stefnda, Eimskipafélags Íslands ehf. Þá vitnar stefnandi einnig til reglugerðar nr. 786/1998 um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum. Stefndi, Eimskipafélag Íslands ehf., hafi ekki farið eftir þeim varúðarreglum sem þar séu settar. Þannig hafi honum borið að tryggja öryggi starfsmanna um borð við allar aðstæður í vinnu, sbr. 4. gr. Að lokum byggir stefnandi kröfur sínar á hendur stefnda, Eimskipafélagi Íslands ehf., á 171. gr. siglingarlaga nr. 34/1985. Kröfu sína á hendur stefnda, Framtaki ehf., byggir stefnandi á því að verkstjóri þess sem fyrstur fór niður stigann hafi átt að vara stefnanda og samstarfsmann hans við stiganum og þeirri olíu sem á honum var og skýrt komi fram á ljósmyndum Vinnueftirlits ríkisins. Þá hafi stefnda, Framtaki ehf., sérstaklega borið að hreinsa stigann og pallinn fyrir neðan stigann eftir þá vinnu sem fram hafði farið fyrr um nóttina. Þá hafi stefnda, Framtaki ehf., einnig borið að útvega stefnanda líflínu eða annan þann fallbúnað sem kæmi í veg fyrir fall úr stiganum. Sé um þetta vísað til sömu reglna og vitnað sé í hér að framan og fram koma í reglum nr. 440/1980. Þá sé um þetta einnig vitnað til 21. gr., 2. mgr. 23. gr., 1. mgr. 37. gr. og 42. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, sbr. 2. mgr. 3. gr. sömu laga. Þá vitnar stefnandi einnig um ábyrgð stefndu til reglugerðar nr. 786/1998 um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu manna um borð í skipum. Samkvæmt þeirri reglugerð séu settar fram almennar reglur um forvarnir gegn áhættu við störf um borð í skipum og eigi reglugerðin rót að rekja til EBE tilskipunar nr. 89/391 frá 12. júní 1989. Vitnað sé til eftirtalinna greina: 1. mgr. 4. gr., 5. gr. , 9. gr.og 15. gr. Að lokum vitnar stefnandi til almennu sakarreglunnar og skaðabótalaga nr. 50/1993, einkum 3. til 6. gr. þeirra laga. Um málskostnað vitnar stefnandi til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnukrafan Skaðabótakrafa stefnanda sundurliðast þannig: 1. Miskabætur 15% varanlegur miski kr. 722.303. 2. Varanleg örorka. kr. 10.537.998. Meðallaun stefnanda síðustu 3 ár fyrir slysið að viðbættu 6% lífeyrisframlagi, uppfærð með vísitölu, nemi 3.537.725 kr. Stuðull samkvæmt skaðabótalögum er 11.915. Fari svo að stefndi, Framtak ehf., verði dæmdur bótaskyldur dragist frá kröfu á hendur félaginu greiðsla út úr samningsbundinni slysatryggingu launþega 421.232 kr. sem greiddar voru til stefnda 9. ágúst 2005. Málsástæður stefnda, Véla- og skipaþjónustunnar Framtaks ehf. Aðalkrafa: Aðalkrafa stefnda um sýknu sé reist á því að ekki séu uppfyllt skilyrði almennu skaðabótareglunnar til að stefndi geti borið skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda. Stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að þau skilyrði séu uppfyllt í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttarins. Varakrafa: Ef ekki verði fallist á sýknukröfu stefnda er gerð varakrafa um verulega lækkun bóta vegna eigin sakar stefnanda. Vísast um þetta atriði til þess sem fram kemur hér að framan um aðgæsluleysi stefnanda umrætt sinn eftir því sem við á. Þá byggir stefndi á því að tímabundið og varanlegt líkamstjón stefnanda sé verulega ofmetið í matsgerð þeirra Júlíusar Valssonar læknis og Jörundar Gaukssonar lögfræðings frá 21. júní 2005 í ljósi þeirra gagna sem lögð séu fram í málinu af hálfu stefnda. Þá krefst stefndi þess að frá dæmdum skaðabótum skuli draga greiðslu réttargæslustefnda til stefnanda úr slysatryggingu, 421.232 kr. hinn 9. ágúst 2005. Einnig skuli draga frá skaðabótum aðrar greiðslur sem stefnandi kunni að hafa fengið, eða eiga rétt á, frá þriðja aðila vegna óhappsins, sbr. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Stefndi byggir á því að almennir vextir sem féllu á kröfu stefnanda fjórum árum fyrir birtingu stefnu í málinu, þ.e. 6. desember 2001 eða fyrr, séu fyrndir, sbr. 2. tölul. 3. gr. og 11. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Stefndi mótmælir því að kröfur stefnanda beri dráttarvexti frá fyrra tímamarki en dómsuppsögudegi. Um lagarök vísar stefndi til meginreglna skaðabótaréttarins um saknæmi, ólögmæti, orsakasamhengi, sönnunarbyrði, tjón og eigin sök, laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá er vísað til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður stefnda, Eimskipafélags Íslands ehf. I. Aðalkrafa um sýknu. Af hálfu stefnda, Eimskips, sé öllum kröfum og málsástæðum stefnanda hafnað og þess krafist að félagið verði sýknað af öllum kröfum stefnanda þar sem ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki lögð á stefnda, Eimskip, hvorki á grundvelli þess að tilteknar reglur hafi verið brotnar né á grundvelli 171. gr. siglingalaga nr. 34/1995. Slysið sé hins vegar einungis að rekja til eigin sakar stefnanda sjálfs eða samstarfsmanna hans, starfsmanna stefnda, Framtaks, sem stefndi, Eimskip, beri enga ábyrgð á, eða óhappatilviljunar sem enginn ber ábyrgð á. 1. Sýknukrafan sé í fyrsta lagi á því byggð að sök stefnda, Eimskipum, verði ekki byggð á því að tilvitnuð ákvæði reglna og reglugerðar hafi verið brotin. a) Stefndi, Eimskip, telur að þau ákvæði sem stefnandi vísar til að hafi verði brotin, hafi ekki átt við um borð í MS SELFOSSI á þeim tíma þegar slysið varð. Af málatilbúnaði stefnanda megi ráða að sök stefnda, Eimskipa, felist fyrst og fremst í því að tiltekin ákvæði reglna nr. 440/1980 um vinnuöryggi á flutningaskipum og farþegaskipum og reglugerðar 786/1998, um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum, hafi verið brotin. Stefndi, Eimskip, hafi þannig brotið gegn tilteknum ákvæðum reglna nr. 440/1980 með því að gæta þess ekki að stigar um borð í skipinu væru ekki útataðir í olíu, ekkert handrið hafi verið á stiganum og þrepin ekki þannig úr garði gerð að þau verði ekki hál í bleytu, hann hafi ekki útvegað stefnanda og öðrum starfsmönnum stefnda, Framtaks, líflínur og ekki farið eftir varúðarreglum reglugerðar nr. 786/1998, án frekari tilgreiningar. Reglur þessar sem stefnandi vitnar til og heldur fram að hafi verið brotnar með saknæmum hætti af stefnda, Eimskipum, séu settar á grundvelli laga um eftirlit með skipum og séu núgildandi lög nr. 47/2003. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna gildi þau eingöngu um íslensk skip, en það hugtak sé skilgreint í 2. tl. 1. mgr. 2. gr. sem hvert það skip sem skráð sé hér á landi og rétt hafi til að sigla undir íslenskum fána. Ákvæði reglnanna og reglugerðarinnar eigi því einungis við um íslensk skip, eins og þau séu skilgreind í lögunum. Stefndi, Eimskip, hafi á þessum tíma verið með skipið MS SELFOSS á þurrleigu. Skipið hafi verið í eigu erlends aðila og skráð í Singapore og uppfyllti því ekki það skilyrði laganna að vera íslenskt skip. Af því leiðir að tilvitnuð ákvæði reglnanna og reglugerðarinnar hafi ekki átt við um borð í MS SELFOSSI á þeim tíma þegar slysið varð og verði sök stefnda, Eimskips, því ekki á því byggð að ákvæði reglna nr. 440/1980 eða reglugerðar nr. 786/1989 hafi verði brotin. b) Verði ekki fallist á framangreinda málsástæðu er á því byggt að þá sé með öllu ósannað að brotið hafi verið gegn reglunum með saknæmum hætti. Ekkert liggur fyrir í málinu um að stiginn hafi verið útbúinn á annan og verri hátt en almennt tíðkast með slíka stiga en sönnunarbyrðin fyrir því hvílir alfarið á stefnanda. Stiganum sé lýst í lögregluskýrslu sem lóðréttum og þannig útbúnum að flatjárn sé soðið utan í byrðinginn og rúnnuð járnþrep þar á milli. Vinnueftirlitið hafi verið kallað á vettvang og komi fram í skýrslu þess að engar athugasemdir séu gerðar við aðstæður. Auk þess sé rétt að benda á að umrætt skip hafi alla tíð verið undir eftirliti flokkunarfélagsins Det Norske Veritas sem ekki hafi gert neinar athugasemdir við búnað þess. Áskilinn sé réttur til að leggja fram gögn um þetta eftirlit undir rekstri málsins. Sök Eimskipa verði ekki byggð á því að þrepin hafi verið of hál af olíu þar sem fram komi í gögnum málsins að starfsmenn stefnda, Framtaks, samstarfsmenn stefnanda, hafi verið við vinnu um borð í skipinu og að olíuna á þrepunum sé að rekja til umgangs þeirra í stiganum. Af þeim sökum verði ábyrgð á hálku vegna olíunnar ekki lögð á stefnda, Eimskip. 2. Sýknukrafa stefnda, Eimskipa, sé í öðru lagi á því byggð að félagið beri ekki ábyrgð á grundvelli 171. gr. siglingalaga nr. 34/1995. a) Stefndi, Eimskip, telur að 171. gr. siglingalaga eigi ekki við í þessu tilviki. Eins og fram komi í gögnum málsins hafi MS SELFOSS verið leiguskip stefnda, Eimskipa, á umræddum tíma. Skipið hafi ekki verið skráð á Íslandi og sé því ekki íslenskt skip enda ekki skráningarskylt hér á landi. Samkvæmt 1. gr. siglingalaganna gildi lögin um skip sem séu skráð eða skráningarskyld hér á landi. Af því leiði, samkvæmt framangreindu, að lögin hafi ekki átt við um MS SELFOSS þegar stefndi, Eimskip, var leigutaki þess. b) Verði ekki á það fallist að 171. gr. siglingalaga eigi ekki við, telur stefndi Eimskip samt ekki unnt að byggja ábyrgð á þessari grein þar sem málsástæða þessi sé það vanreifuð af hálfu stefnanda að sök verði aldrei á henni byggð. Í stefnu sé ekki reifað nánar hvernig ábyrgð stefnda, Eimskipa, grundvallist á þessari grein. Er því um vanreifaða málsástæðu að ræða og verði því ekki á henni byggt um sök stefnda, Eimskipa,, sbr. e lið 80. gr. eml., heldur beri að vísa henni frá ex-officio. c) Verði ekki á framangreint fallist sé því hafnað að ábyrgð stefnda, Eimskipa, geti byggst á 1. mgr. 171. gr. siglingalaga. Samkvæmt ákvæðinu beri útgerðarmaður ábyrgð á tjóni sem stafar af yfirsjónum eða vanrækslu í starfi hjá skipstjóra, skipshöfn, hafnsögumanni eða öðrum sem starfa í þágu skips. Ábyrgð samkvæmt 1. mgr. 171. gr. siglingalaga einskorðist við tjón sem valdið sé í starfi í þágu skipsins og sé að rekja til yfirsjóna eða vanrækslu í starfi nánar tilgreindra aðila. Ábyrgðin sé að þessu leyti þrengri en almenn húsbóndaábyrgð þar sem hún taki einungis til ákveðinna aðila sem starfa í þágu skipsins. 3. Sýknukrafan sé í þriðja lagi á því byggð að slysið sé eingöngu að rekja til eigin sakar stefnanda sjálfs. Í lögregluskýrslu komi fram að stefnandi hafi misst fótanna þegar hann var að fara niður stigann. Hann hafi haldið um flatjárnið utan með þrepum stigans en ekki um þrep hans þegar hann fór niður. Með því hafi hann sjálfur tekið áhættu og sýnt af sér gálausa hegðun en líklegt megi telja að það hefði komið í veg fyrir slysið hefði hann haft annan hátt á því að fara niður stigann, með því að halda um þrep hans. Stefnandi var 34 ára á slysdegi og hefur lokið meistaranámi í vélsmíði. Hann hafði unnið við vélsmíði um nokkurra ára skeið, síðustu þrjú ár fyrir slysið hjá stefnda, Framtaki. Sé af þessu ljóst að stefnandi búi yfir reynslu og verkkunnáttu og mátti því vita að honum bar að gæta varúðar þegar hann fór niður stigann. Einnig megi ganga út frá því að stefnandi hafi vitað eða mátt vita að stiginn kynni að vera háll af olíu og að gæta þyrfti varúðar við að fara um hann þar sem samstarfsmenn hans höfðu verið við vinnu við botntanka skipsins um nóttina og notað þennan sama stiga. Þá megi ekki horfa fram hjá því að samstarfsmenn stefnanda höfðu farið um stigann áður en slysið átti sér stað án nokkurra vandræða og án þess að gera athugasemd við gerð hans eða annað sem stefnandi byggir á að hafi verið saknæm vanræksla stefnda, Eimskipa. Samkvæmt framangreindu verði að telja að um eigin sök stefnanda hafi eingöngu verið að ræða og beri því, samkvæmt skýru dómafordæmi Hæstaréttar, að sýkna stefnda, Eimskip, af kröfum stefnanda. 4. Sýknukrafan sé í fjórða lagi á því byggð að slysið sé einungis að rekja til óhappatilviks sem enginn beri ábyrgð á. Stefnandi hafi t.d. stigið illa niður og það leitt til að hann datt en í gögnum komi ítrekað fram að honum hafi skrikað fótur efst í stiganum, misst fótanna og ekki náð að stöðva sig. Um það verður stefnda, Eimskipum, ekki kennt eða gert að bera ábyrgð á eftir þeim bótareglum sem byggt sé á í þessu máli né verður það rakið til vanbúnaðar skipsins. Það styðjist enda við dómaframkvæmd að tjónþoli geti ekki lagt ábyrgð á tjóni sínu á aðra ef tjónið sé að rekja til óhapps. Varakrafa um sakarskiptingu og lækkun bóta. Verði ekki fallist á aðalkröfuna og stefndi, Eimskip, sýknaður sé varakrafan á því byggð að lækka beri stefnukröfur og skipta sök. Grundvallist krafan um sakarskiptingu á sömu sjónarmiðum og eigi við um eigin sök stefnanda og sé vísað til umfjöllunar um það hvað varakröfuna varðar. Telur stefndi, Eimskip, að stefnandi beri í það minnsta ¾ hluta tjóns síns sjálfur á grundvelli eigin sakar, sbr. það sem að framan sé rakið um aðalkröfuna. Kröfu um dráttarvexti sé mótmælt frá fyrri tíma en dómsuppsögudegi. Dráttarvextir eldri en 4 ára fyrir höfðun máls þessa séu fyrndir. Stefndi, Eimskip, styður kröfur sínar einkum við almennar skaðabótareglur, siglingalög nr. 34/1985, lög um eftirlit með skipum nr. 47/2003 og lög nr. 14/1905 um fyrningu. Um málskostnað er vísað til 129.-130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Stefnandi byggir á því að slys stefnanda megi rekja til þess að stiginn hafi verið háll vegna olíu sem var á þrepum hans. Sú olía hafi borist frá starfsmönnum stefnda Véla- og skipaþjónustunnar Framtaks ehf. sem hafi verið við störf í tönkum skipsins nóttina áður og um morguninn fyrir slysið. Þá hafi lok á lúgu fyrir ofan stigann verið opið og þannig hafi rigning og slydda átt greiðan aðgang að stiganum og gert þrep hans enn hálli. Fyrir dómi hefur Þór Þórsson, yfirverkstjóri hjá stefnda Véla- og skipaþjónustunni Framtaki ehf., skýrt frá því að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið við vinnu í sjótönkum skipsins. Slysið hafi átt sér stað í upphafi vinnu að morgni á öðrum degi verksins. Taldi vitnið að stiginn hafi ekki verið þannig að það stafaði bein slysahætta af honum. Engin ástæða hafi verið til að breyta neinu verklagi eftir slysið frá því sem verið hafði um morguninn og deginum áður. Vitnið Guðmundur Eiríksson, fyrrverandi umdæmisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, kom á vettvang daginn sem slysið varð. Fyrir dómi skýrði hann frá því að óhreinindi hafi verið á þrepum stigans, en hann kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því hvort um bleytu eða olíu væri að ræða. Hann kvaðst sjálfur ekki hafa farið niður stigann við vettvangsskoðunina, en kosið að fara aðra leið, þar sem hann hefði verið ógallaður. Í skoðunarskýrslu hans kemur fram að engar athugasemdir hafi verið gerðar við aðstæður. Ekkert hefur komið fram í málinu, sem sannar eða bendir til að stiginn hafi verið löðrandi í olíu þegar slysið varð. Myndir sem teknar voru á vettvangi samdægurs bera ekki með sér að olía sé í stiganum eða neðan við hann. Um bleytu gæti verið að ræða sem hafi borist af þilfari vegna úrkomu sem var um morguninn. Þrep stigans eru gerð úr prófílstáli, þau eru köntuð og snýr ein brúnin upp. Þessi gerð þrepanna á að koma í veg fyrir að þau verði hál. Verður ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda að um svo hættulegar aðstæður hafi verið að ræða að verkstjóri stefnda Véla- og skipaþjónustunnar Framtaks ehf. hafi átt að vara starfsmenn sína sérstaklega við. Þá verður ekki talið að þörf hafi verið á sérstökum öryggisbúnaði við þessar aðstæður. Þá byggir stefnandi einnig á því að stiginn hafi verið vanbúinn og það hafi verið orsök eða meðvirkandi orsök slyssins. Hann hafi beinlínis verið hættulegur. Um sé að ræða tæplega 5 metra langan lóðréttan stiga, sem hafi verið án handriðs og án fallvarnar. Þá hafi starfsmönnum ekki verið útvegaðar líflínur. Eftir vettvangsskoðun dómsins á umræddum stiga um borð í M/S Selfossi er ljóst að hann er ekki frábrugðinn lestarstigum í gámaskipum af þeirri stærð sem hér um ræðir. Ekkert var athugavert við umbúnað stigans né lúgu. Engar athugasemdir voru gerðar af hálfu vinnueftirlitsins varðandi stigann og flokkunarfélags skipsins hefur ekki gert athugasemdir við búnað þess. Engar kröfur eru gerðar um handrið eða fallvarnir og ekki tíðkast að notaðar séu líflínur við slíka stiga um borð í skipum. Er því ekki fallist á að ákvæði þeirra reglna og laga sem stefnandi vísar til hafi verið brotin með saknæmum hætti. Samkvæmt framansögðu liggur ekki fyrir að stigi sá sem stefnandi féll niður um hafi verið vanbúinn eða að slys megi rekja til saknæmrar háttsemi starfsmanna stefndu eða atvika eða aðstæðna sem þeir bera skaðabótaábyrgð á. Þá verður bótaábyrgð á hendur stefnda Eimskipafélagi Íslands ehf. ekki heldur byggð á 171. gr. siglingalaga nr. 34/1985, þegar af þeirri ástæðu, að tjón stefnanda verður ekki rakið til yfirsjóna eða vanrækslu þeirra sem starfa í þágu skips í skilningi ákvæðisins. Nauðsynlegt var að sýna sérstaka aðgát er farið var um stigann. Stefnanda, sem var vanur að umgangast stiga, eins og hér um ræðir, mátti vera það ljóst. Fram hefur komið í lýsingu stefnanda að hann hélt í flatjárnið en ekki þrep stigans er hann missti fótanna og féll niður. Miðað við það var tak hans á stiganum ekki nægilega öruggt. Verður því að fallast á með stefndu að orsök slyssins sé að rekja til aðgæsluleysis stefnanda sjálfs. Samkvæmt framansögðu verða stefndu sýknaðir af kröfum stefnanda í máli þessu, en rétt þykir að málskostnaður verði felldur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, samtals 519.324 krónur, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Guðna Á. Haraldssonar hrl., 500.000 krónur með virðisaukaskatti og útlagður kostnaður samkvæmt reikningum 19.324 krónur. Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan ásamt meðdóms­mönnunum Pálma Hlöðverssyni, kennara við Fjöltækniskóla Íslands, og Vilbergi Magna Óskarssyni, sviðsstjóra Fjöltækniskóla Íslands. D Ó M S O R Ð : Stefndu, Véla- og skipaþjónustan Framtak ehf. og Eimskipafélag Íslands ehf., skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Einars Pálssonar, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Guðna Á. Haraldssonar hrl., 500.000 krónur.
Mál nr. 279/2017
Lánssamningur Umboð Prókúra Dráttarvextir Málsástæða
Bankinn L hf. höfðaði mál á hendur Í ehf. og P og krafðist þess annars vegar að Í ehf. yrði gert að greiða sér skuld samkvæmt lánssamningi og hins vegar að sér yrði heimilað að gera fjárnám fyrir skuldinni á grundvelli tveggja tryggingarbréfa sem Í ehf. hafði gefið út og tryggð voru með veði í fasteign P. Héldu Í ehf. og P því meðal annars fram að undirritun E, sem skrifað hafði undir lánssamninginn fyrir hönd Í ehf. á grundvelli umboðs, hefði ekki verið formlega rétt í samræmi við umboðið en hún hafði skrifað undir samninginn með orðunum „pr. pr. Ístraktor P.G.“. Héraðsdómur taldi að þótt E hefði ekki verið rétt að skrifa undir samninginn með þeim hætti sem hún gerði, þar sem henni hefði ekki verið veitt prókúra fyrir félagið, yrði ekki framhjá því litið að hún hefði haft skýrt umboð til undirritunar lánssamningsins. Taldi héraðsdómur því að komist hefði á bindandi lánssamningur á milli L hf. og Í ehf. og voru kröfur L hf. teknar til greina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með þeirri breytingu að upphafsdagur dráttarvaxta var miðaður við málshöfðun.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason og IngveldurEinarsdóttir landsréttardómari.Áfrýjendur skutumálinu upphaflega til Hæstaréttar 28. febrúar 2017 en ekki varð af þingfestinguþess 12. apríl sama ár og var því áfrýjað öðru sinni 8. maí 2017.Áfrýjandi Ístraktorehf. krefst aðallega sýknu af kröfu stefnda, en til vara að krafan verði lækkuðog að hún beri ekki dráttarvexti fyrr en frá og með dómsuppsögu eða birtingustefnu. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Áfrýjandi PállGíslason krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrirHæstarétti.Stefndi krefst staðfestingarhéraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Fyrir Hæstaréttihafa áfrýjendur teflt fram þeirri málsástæðu að umboð áfrýjandans Ístraktorsehf. 5. nóvember 2004 til Elínar Ernu Markúsdóttur til að gera lánssamninga hafiekki náð til þess að rita undir beiðni 16. þess mánaðar um útborgun eftirlánssamningi frá þeim degi milli áfrýjandans og Landsbanka Íslands hf. Þessinýja málsástæða kemst ekki að hér fyrir dómi, enda standa ekki til þesslagaskilyrði samkvæmt 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Með vísan tilforsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um annað en upphafsdagdráttarvaxta. Gegn andmælum áfrýjenda er ósannað að áfrýjandanum Ístraktor ehf.hafi borist bréf stefnda 9. nóvember 2013 með endurútreikningi kröfunnar. Verðaþví dráttarvextir ekki reiknaðir mánuði eftir þann dag, sbr. 3. mgr. 5. gr.laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, heldur frá málshöfðun, sbr. 4. mgr.sömu greinar.Eftir atvikumþykir rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en upphafsdagdráttarvaxta.Dráttarvextir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu af fjárkröfu stefnda, Landsbankans hf., á henduráfrýjandanum Ístraktor ehf. skulu reiknast frá 9. október 2014 og einnig viðfjárnám fyrir kröfunni hjá áfrýjandanum Páli Gíslasyni í fasteign hans aðSmiðsbúð 2 í Garðabæ.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður.DómurHéraðsdóms Reykjavíkur 1. desember 2016. Mál þetta var höfðað9. október 2014 og dómtekið 9. nóvember 2016. Stefnandi erLandsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík. Stefndu eru Ístraktorehf., Smiðsbúð 2, Garðabæ og Páll Gíslason, Hofakri 1, Garðabæ. Stefnandi krefst þessað stefndi Ístraktor ehf. verði dæmt til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð44.301.922 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001um vexti og verðtryggingu, frá 9. desember 2013 til greiðsludags. Þá krefststefnandi þess að honum verði með dómi heimilað að gera fjárnám inn í veðréttsem stefnandi á í eignarhlut stefnda, Páls Gíslasonar, í fasteigninni Smiðsbúð2, fastanr. 207-2268, Garðabæ, ásamt tilheyrandi hlutdeild í eignarlóðum ogöllu því sem eignunum fylgir og fylgja ber, samkvæmt tveimur tryggingarbréfum, annars vegar bréfi nr.0111-63-204101, útgefnu 1. nóvember 2004, til tryggingar skuldum stefndaÍstraktors ehf., fyrir samtals 77.038.625 krónum, og hins vegar bréfi nr.0111-63-204105, útgefnu 15. desember 2004, til tryggingar skuldum stefndaÍstraktors ehf., fyrir samtals 44.356.873 krónum. Þá krefst stefnandimálskostnaðar. Stefndu krefjastaðallega sýknu af kröfum stefnanda. Til vara krefst stefndi Ístraktor ehf. þessað fjárkrafa á hendur honum verði lækkuð og að dráttarvextir verði ekki dæmdirfyrr en frá og með dómsuppsögu eða birtingu stefnu. Þá krefjast stefndumálskostnaðar úr hendi stefnanda. Hinn13. nóvember 2015 var kröfu stefndu um frávísun málsins hrundið með úrskurðidómsins. Þá var í þinghaldi 19. október 2015 fallið frá fjárkröfu á hendurstefnda, Páli Gíslasyni. Loks leiðrétti lögmaður stefnanda upphafsdagdráttarvaxta í þinghaldi 20. október 2016, á þann veg að dráttarvaxta er núkrafist frá 9. desember 2013.I.Málavextir Málavextir eru ístuttu máli þeir að Landsbanki Íslands hf., sem lánveitandi, og stefndiÍstraktor ehf., sem lántaki, gerðu með sér lánssamning nr. 0111-36-2194 þann16. nóvember 2004 um fjölmyntalán, upphaflega að jafnvirði 30.000.000 kr. íeftirtöldum myntum og hlutföllum: USD 28%, CHF 50% og JPY 22%. Það athugast aðí stefnu og greinargerð segir að lánssamningurinn sé gerður 10. nóvember 2004,en samningurinn er dagsettur 16. nóvember 2004. Lánstími skyldi vera til fimmára og lánið greiðast með einni afborgun í lok lánstímans 1. september 2009.Vexti skyldi greiða á þriggja mánaða fresti eins og nánar greinir í samningnum.Um dráttarvexti skyldi fara samkvæmt ákvæðum laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, en samkvæmt grein 7.1 í samningnum skyldi bankinn hafa val umþað hvort krafist yrði dráttarvaxta af fjárhæðinni í erlendri mynt eða afskuldinni breyttri í íslenskar krónur. Krafa samkvæmtlánssamningnum var tryggð með tveimur tryggingarbréfum, annars vegar bréfi nr.0111-63-204101, útgefnu 1. nóvember 2004, upphaflega að fjárhæð 43.000.000 kr.,og var fjárhæðin verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs, 235,6 stig, hinsvegar bréfi nr. 0111-63-204105, útgefnu 15. desember 2004, upphaflega aðfjárhæð 25.000.000 kr., og var fjárhæðin verðtryggð miðað við vísitöluneysluverðs, 237,9 stig. Bæði bréfin voru til tryggingar öllum skuldum ogfjárskuldbindingum Ístraktors ehf. og voru tryggð með veði í fasteign stefnda,Páls Gíslasonar, að Smiðsbúð 2 í Garðabæ, með fastanúmerið 207-2268. Uppreiknuðstaða fyrrnefnda bréfsins er nú 77.038.625 kr. en þess síðarnefnda 44.356.873kr. og er í báðum tilvikum miðað við 4. september 2014. Þann 16. nóvember2004 barst stefnanda beiðni um útborgun lánsins samkvæmt lánssamningnum og þann24. sama mánaðar voru greiddar út 29.690.000 kr. Bæði lánssamningurinnog beiðni um útborgun lánsins voru undirrituð af Elínu Ernu Markúsdóttur, fyrirhönd stefnda, Páls Gíslasonar, sem var stjórnarmaður stefnda, Ístraktors ehf.Páll hafði veitt Elínu Ernu skriflegt umboð, dags. 5. nóvember 2004, ,,til þessað undirrita lánssamninga að fjárhæð kr. 30.000.000 […] til allt að 5 áraannarsvegar […]“. Elín Erna undirritaði fyrrgreind skjöl á stað þar sem vargert ráð fyrir undirritun ,,f.h. Ístraktors ehf.“ með orðunum ,,pr. pr.Ístraktor P.G.“ og ritaði þar undir nafn sitt. Með bréfi stefnandafrá 28. nóvember 2011 var Ístraktor ehf. tilkynnt að í kjölfar breytinga álögum nr. 38/2001, sem kvæðu á um endurútreikning lána með ólögmætrigengistryggingu, væri það mat bankans að umrætt lán kvæði á um slíkagengistryggingu. Þá segir í bréfinu að í samræmi við ákvæði laganna hafieftirstöðvar lánsins verið endurútreiknaðar miðað við lægstu óverðtryggðu vextisem Seðlabankinn birtir, sbr. 10. gr. laganna, og miðaðist endurútreikningurvið 25. nóvember 2011. Eftirstöðvar lánsins eftir endurútreikning námu 58.697.803kr. Með bréfi stefnandafrá 9. nóvember 2013 var Ístraktor ehf. tilkynnt, með vísan til dómaHæstaréttar um að greiðslukvittanir hefðu jafngilt fullnaðarkvittunum og aðendurútreikningur lána hefði átt að taka mið af því, að endurútreikningurlánsins hefði verið leiðréttur. Leiðréttingin fór fram með þeim hætti að framtil 9. nóvember 2013 var nýr höfuðstóll reiknaður miðað við efnifullnaðarkvittana. Þá voru eftirstöðvar lánsins leiðréttar vegna greiðslna fráendurútreikningsdegi þar sem það átti við. Eftir þessa leiðréttingu námueftirstöðvar lánsins 44.301.922 kr. Stefnda Ístraktorehf. var sent innheimtubréf þann 16. maí 2014 og hann krafinn um greiðsluskuldarinnar en þær innheimtutilraunir báru ekki árangur. Stefnandi telurjafnframt nauðsynlegt að fá dóm um að honum sé heimilt fjárnám á umræddumeignarhlut stefnda, Páls Gíslasonar, í nefndri fasteign, að því marki semverðtryggingin taki til dómkröfunnar samkvæmt ákvæðum tryggingarbréfanna.Bréfin séu allsherjarveð og því hvorki unnt að fara í beina aðför á grundvelliþeirra skv. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989, né beiðast nauðungarsölu sbr. 6.gr. laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991.II.Málsástæður oglagarök stefnanda Stefnandi reisirkröfur sínar á meginreglu kröfu- og samningaréttar um greiðsluskyldufjárskuldbindinga. Vísar hann til lánasamnings nr. 0111-36-2194 sem gerður varmilli Landsbanka Íslands hf. og stefnda, Ístraktors ehf., þann 16. nóvember2004. Í stefnu er skilmálum lánssamningsins lýst, m.a. ákvæðum um vexti ogútreikning þeirra. Um dráttarvexti skyldi fara samkvæmt ákvæðum laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, og stefnandi hafa val um það hvort krafistyrði dráttarvaxta af fjárhæðinni í erlendri mynt eða af skuldinni breyttri ííslenskar krónur. Auk vaxtakostnaðar skyldu stefndu, kæmi til vanefnda, einniggreiða allan kostnað bankans vegna vanefndanna, málsóknar eða annarraréttargjalda, lögmannsþóknun eða annað sem stefnandi þyrfti að greiða vegnainnheimtu lánsins. Lántökugjald var 1% samkvæmt samningnum. Það reiknaðist afheildarlánsfjárhæð samningsins og skyldi lántökugjaldið dragast frá láninu viðútborgun þess. Lánið varendurútreiknað tvisvar sinnum og var stefndu sent bréf þess efnis. Hinn 1.desember 2013 hafi skuldin numið 44.301.922 kr. sem sé stefnufjárhæð málsins. Innheimtubréf hafiverið sent 16. maí 2014, en skuldin ekki verið greidd þrátt fyririnnheimtutilraunir og því nauðsynlegt að höfða mál til heimtu skuldarinnar. Stefnandi vísar tilþess að sér sé nauðsynlegt að fá dóm um að honum sé heimilt fjárnám á umræddumeignarhlutum stefnda, Páls Gíslasonar, í nefndri fasteign að því marki semveðtryggingin taki til dómkröfunnar samkvæmt ákvæðum tryggingarbréfanna. Þarsem bæði bréfin séu allsherjarveð sé ekki unnt að fara beint í aðför ágrundvell þeirra skv. 1. gr. laga um aðför, nr. 90/1989, eða beiðastnauðungarsölu samkvæmt 6. gr. laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991, á grundvellibréfanna. Lán nr. 2194 hafiverið tryggt með tveimur tryggingarbréfum útgefnum af stefnda Ístraktor ehf. oger þeim nánar lýst hér að framan. Bréfin séu tryggð með veði í Smiðsbúð 2,fastanr. 207-2268, Garðabæ. Eigandi fasteignarinnar sé stefndi, Páll Gíslason.Uppreiknuð staða fyrra bréfsins, sem séútgefið 1. nóvember 2004, hafi numið 77.038.625 kr. en þess seinna, sem séútgefið 15. desember 2004, 44.356.873 kr., í báðum tilvikum miðað við 4.september 2014. Krefjist stefnandi dráttarvaxta ár aftur í tímann fránauðungarsölubeiðni í samræmi við b-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 75/1997, umsamningsveð. Stefnandi rökstyður aðildsína með því að Fjármálaeftirlitið hafi, með heimild í 100. gr. a laga nr.161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga 125/2008, um heimild tilfjárfestingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.,ákveðið 9. október 2008 að ráðstafa eignum og skuldum Landsbanka Íslands hf.til stefnanda, sem þá hafi heitið Nýi Landsbanki Íslands hf. III.Málsástæður oglagarök stefndu Stefndu lýsalögskiptum varðandi lánasamninginn með svipuðu móti og stefnandi en tiltakasérstaklega að undir lánasamninginn hafi ritað Elín Erna Markúsdóttir meðundirrituninni „pr.pr. Ístraktor P.G.“. Samningnum hafi fylgt umboð Elínar Ernutil að undirrita samninginn fyrir hönd stefnda Ístraktor ehf., en prókúru fyrirstefnda Ístraktor ehf. hafi hana þó skort og því sé undirritun hennar ekkiskuldbindandi fyrir félagið. Hafi hún einungs haft umboð til þess að rita undirlánasamning fyrir hönd stefnda, Páls Gíslasonar, sem stjórnarmanns. UndirritunElínar Ernu pr.pr. hafi því ekki verið í samræmi við umboð hennar eða ákvæðilaga um einkahlutafélög nr. 138/1994. Þar sem félagið sé ekki skuldbundið aflánasamningnum beri að sýkna stefnda Ístraktor ehf. þá þegar af öllum kröfumstefnanda. Sýknu af veðkröfustyður stefndi, Páll Gíslason, sömu rökum og að framan eru rakin varðandióskuldbindandi undirritun prókúrulauss aðila. Stefndu telja ennfremur að endurútreikningur hafi ekki verið sannanlega sendur, enda virðistframlögð óundirrituð bréf um endurútreikning, dags. 28. nóvember 2011 og 9.nóvember 2013, og innheimtubréf, dags. 16. maí 2014, aðeins vera útprentanir úrtölvukerfum en ekki afrit bréfa sem hafi verið send. Þá sé ekki unnt aðkrefjast dráttarvaxta nema frá þeim tíma sem aðilar hafi sannanlega veriðkrafðir um greiðslu, og því sé dráttarvaxtakröfu sérstaklega mótmælt og þesskrafist af hálfu stefndu að dráttarvöxtum verði markaður skemmri tími. Í kjölfarframlagningar stefnanda á gögnum er sýndu forsendur endurútreikningalánssamningsins miðað við 9. desember 2013, svo og útreikninga sem sýndu stöðulánsins, væri miðað við óverðtryggða stöðu féll stefndi Ístraktor ehf. frámálsástæðum varðandi forsendur útreiknings lánsins. IV.Niðurstaða Í máli þessu eróumdeilt að lán stefnanda til stefnda var lán með ólögmætri gengistryggingu semsíðar var endurútreiknað í tvígang. Ágreiningur málsins snýst í stuttu máli umþað hvort stefndi Ístraktor ehf. skuldi stefnanda 44.301.922 kr. ásamtdráttarvöxtum. Af hálfu stefndu er því borið við að undirritun lánasamningsins,sem deila aðila er sprottin af, sé marklaus þar sem Elín Erna Markúsdóttir, semritaði undir samninginn og beiðni um útborgun sem prókúruhafi, hafi ekki haftprókúru til að skuldbinda stefnda, Ístraktor ehf. Þá er deilt um viðmiðunardagdráttarvaxta. Samkvæmt framlögðuútprenti úr hlutafélagaskrá er stjórn stefnda Ístraktors ehf. skipuð stefnda,Páli Gíslasyni, sem stjórnarmanni, og Elínu Erlu Markúsdóttur sem varamanni,samkvæmt fundi dags. 4. nóvember 1994. Þá er stefndi, Páll Gíslason, meðprókúruumboð fyrir hið stefnda félag, en ekki verður ráðið af umræddu útprentihvenær honum var veitt prókúran. Með umboði, dags. 5. nóvember 2004, veittistefndi Páll fyrrnefndri Elínu Erlu umboð fyrir hönd stefnda Ístraktors ehf.,,til þess að undirrita lánssamninga að fjárhæð kr. 30.000.000 […] til allt að5 ára annarsvegar […]“ milli Landsbanka Íslands hf. og stefnda Ístraktors ehf.Eins og áður greinir ritaði Elín Erla síðan undir lánssamninginn, á stað þarsem var gert ráð fyrir undirritun ,,f.h. Ístraktors ehf.“, með nafni sínu ogorðunum ,,pr. pr. Ístraktor P.G.“.“ Stefndu byggja ekki áþví að með undirritun sinni hafi Elín Erna farið út fyrir umboð sitt, heldur aðundirritun hennar hafi að formi til ekki verið í samræmi við umboðið. Meðumræddu umboði var Elínu Erlu ekki veitt prókúra, sbr. 25. gr. laga nr.42/1903, um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð. Var Elínu Erlu því ekki réttað rita stafina pr. pr. við undirritun lánssamningsins, enda er föst venjafyrir því að slík skammstöfun merki að sá sem undirritar sé með prókúru fyrirumbjóðanda sinn, sbr. 28. gr. laga nr. 42/1903. Fram hjá því verður þó ekkilitið að Elín Erla var með skýrt umboð til að undirrita lánssamninginn og gerðiþað með því að rita nafn sitt þar sem gert var ráð fyrir undirritun fyrir höndstefnda Ístraktors ehf. Er stefndi Ístraktor ehf. því bundinn við samninginn,sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga. Getur það ekki haggað gildi undirritunar Elínar Erlu þótt hún hafieinnig ritað skammstöfun sem virðist hafa átt að gefa til kynna að hún væri meðumboð til undirritunar samningsins. Þá verður ekki heldurlitið fram hjá því að stefndi Ístraktor ehf. tók athugasemdalaust við lánsfénuog verður ekki séð að stefndu hafi gert athugasemdir við undirritunlánssamningsins fyrr en við framlagningu greinargerðar í máli þessu 29. janúar2015, eða meira en tíu árum eftir undirritun lánssamningsins. Á lokasíðulánssamningsins kemur þó fram að samningurinn sé gerður í tveimur samhljóðaeintökum og haldi hvor samningsaðili einu eintaki, en ekki er á því byggt aðstefndu hafi ekki fengið undirritað eintak lánssamningsins í hendur. Samkvæmtframangreindu komst á bindandi lánssamningur milli forvera stefnanda,Landsbanka Íslands hf., og stefnda, Ístraktors ehf., en stefnandi hefur nútekið við sem kröfuhafi lánsins. Bar stefnda Ístraktor ehf. að greiða lánið tilbaka 1. september 2009, auk vaxta sem fyrr greinir. Lánið var endurreiknað ítvígang vegna ólögmætrar gengistryggingar og bera gögn málsins með sér aðstefndi Ístraktor ehf. skuldi stefnanda 44.301.922 kr., sem er stefnufjárhæðin. Stefndu halda þvífram að ósannað sé að bréf um endurútreikning, dags. 28. nóvember 2011 og 9.nóvember 2013, og innheimtubréf, dags. 16. maí 2014, hafi verið send. Bréfin umendurútreikning eru stíluð á heimilisfang stefnda Ístraktors ehf. oginnheimtubréfið er í tveimur eintökum, annað stílað á heimilisfang stefnda,Ístraktors ehf., en hitt á heimilisfang stefnda, Páls Gíslasonar. Bera bréfinekki annað með sér en að þau hafi verið send á þessi heimilisföng þá daga semþau eru dagsett og skiptir ekki máli þótt bréfin séu óundirrituð. Verður því aðleggja til grundvallar að stefndu hafi borist umrædd bréf. Með bréfinu, dags.9. nóvember 2013, var stefndi Ístraktor ehf. krafinn um greiðslustefnufjárhæðarinnar. Í samræmi við 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, um vextiog verðtryggingu, reiknast dráttarvextir því frá 9. desember 2013. Verður krafastefnanda á hendur stefnda Ístraktor ehf. því tekin til greina að öllu leyti. Sýknukrafa stefnda,Páls Gíslasonar, byggir einungis á því að undirritun Elínar Erlu á umræddanlánssamning hafi verið óskuldbindandi fyrir stefnda Ístraktor ehf. Þar semdómurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að stefndi Ístraktor ehf. sé bundinnvið samninginn verður krafa stefnanda á hendur stefnda, Páli Gíslasyni,jafnframt tekin til greina. Heimild stefnanda til að fá gert fjárnám í fasteignstefnda, Páls Gíslasonar, getur þó aðeins náð til þeirrar fjárhæðar sem stefndiÍstraktor ehf. er dæmdur til að greiða stefnanda, eins og nánar greinir ídómsorði. Með vísan til 3. mgr.130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, þykir því rétt aðmálskostnaður falli niður milli stefnda Páls Gíslasonar og stefnanda. Málskostnaður millistefnanda og stefnda Ístraktors ehf. ákveðst 900.000 kr. Við ákvörðun hans vartekið tillit til skyldu stefnanda að greiða virðisaukaskatt afmálflutningsþóknun. Sigríður Hjaltestedhéraðsdómari kveður upp þennan dóm. D ÓM S O R Ð: Stefndi,Ístraktor ehf., greiði stefnanda, Landsbankanum hf., 44.301.922 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af 44.301.922 krónum frá 9. desember 2013 til greiðsludags. Stefnanda er heimilt að fá gertfjárnám í fasteign stefnda, Páls Gíslasonar, að Smiðsbúð 2, Garðabæ, fastanúmer207-2268, samkvæmt tryggingarbréfi nr. 0111-63-204101, með þinglýsingarnúmer436-X-006128/2004, tryggðu með 1. veðrétti í eigninni, og samkvæmttryggingarbréfi nr. 0111-63-204105, með þinglýsingarnúmer 436-Z-006811/2004,tryggðu með 2. veðrétti í eigninni, til tryggingar greiðslu á 44.301.922 krónum, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af44.301.922 krónum frá 9. desember 2013 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður milli stefnanda ogstefnda, Páls Gíslasonar. Stefndi, Ístraktor ehf., greiði stefnanda 900.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 304/2007
Kærumál Hjón Fjárskipti
Ekki var fallist á með M að skilyrðum til að víkja frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 við fjárskipti milli hans og X vegna hjónaskilnaðar þeirra.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. maí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. júní 2007. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. maí 2007, þar sem kveðið var á um að við skipti milli sóknaraðila og varnaraðila skyldi beitt helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verið felldur úr gildi og að fallist verði á að við skiptin verði vikið frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga með vísan til 1. mgr. 104. gr. laganna, aðallega þannig að sóknaraðili fái nánar tilgreinda fasteign óskipta í sinn hlut, en til vara að hann fái að óskiptu 39,55% hlut í henni. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Rétt er að hvor aðila beri sinn kostnað af rekstri málsins fyrir Hæstarétti. Um gjafsóknarkostnað varnaraðila fyrir Hæstarétti fer samkvæmt því sem í dómsorði segir. Dómsorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, M, um að við búskipti hans og varnaraðila, K, verði vikið frá helmingaskiptareglu 103. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað og gjafsóknarkostnað eru staðfest. Kærumálskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður varnaraðila fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Daggar Pálsdóttur hæstaréttarlögmanns, 150.000 krónur.
Mál nr. 182/2014
Kærumál Fjármálafyrirtæki Slit Verðbréfaviðskipti Skaðabætur Tómlæti Kröfugerð Frávísun frá héraðsdómi
S, Þ og B stóðu árið 2005 sameiginlega að viðskiptum fyrir milligöngu G hf. um kaup á óskráðu dönsku félagi, V A/S, sem átti fjölda fasteigna til útleigu í Kaupmannahöfn, með því að danskt félag, N A/S, í eigu íslensku félaganna O ehf., H ehf. og B ehf., sem S, Þ og B voru í forsvari fyrir, festi kaup á öllum hlutum í V A/S. Voru kaupin að mestu leyti fjármögnuð með láni frá dótturfélagi G hf. í Lúxemborg. Í framhaldi af kaupunum lenti V A/S í erfiðleikum með afborganir af lánum, en tengdir einstaklingar og lögaðilar höfðu tekist á hendur ábyrgðir á skuldbindingum þess, þar á meðal A sem átti sæti í stjórn B ehf., en hún var eiginkona B. V A/S var tekið til gjaldþrotaskipta á árinu 2010. A lýsti kröfu við slit G hf. sem reist var á því að starfsmenn G hf. hafi ekki veitt fullnægjandi upplýsingar í aðdraganda viðskiptanna og hefði A beðið tjón af þeim sökum vegna skuldbindinga sem enn hvíldi á henni vegna ábyrgða á lánum í tengslum við kaupin eða rekstur V A/S og dótturfélaga þess. A reisti jafnframt kröfu sína á því að samkvæmt samningi B við G hf. um einkabankaþjónustu og á grundvelli 8. gr. þágildandi laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti hefði starfsmönnum G hf. verið óheimilt að bjóða B að taka þátt í viðskiptunum. Slitastjórn G hf. hafnaði því að viðurkenna kröfurnar og var úrlausn um ágreining þar að lútandi vísað til héraðsdóms, þar sem komist að sömu niðurstöðu í hinum kærða úrskurði. Í dómi Hæstaréttar voru raktir annmarkar sem verið höfðu á kröfugerð A á mismunandi stigum málsins. Taldi rétturinn að með aðalkröfu A í kröfulýsingu hefði hún leitast við að fá sig leysta undan skyldu, sem hún taldi sig standa í gagnvart G hf., svo sem heimilt væri samkvæmt 2. málslið 2. mgr. 117. gr. laga nr. 21/1991, en í sama ákvæði væri engin heimild til að hafa uppi kröfu um skaðabætur án þess að fjárhæð væri tiltekin, svo sem A hafði gert til vara í kröfulýsingunni. Yrði því að líta svo á að í raun hefði þar engin krafa verið gerð til vara. Með því að A hefði í greinargerð fyrir héraðsdómi einungis krafist viðurkenningar kröfu sinnar tiltekinnar fjárhæðar við slit G hf., hefði hún ráðstafað sakarefninu á þann veg að fallið hefði verið frá aðalkröfu í kröfulýsingu auk þess sem A var ekki talin geta haft uppi varakröfuna, enda yrðu samkvæmt ákvæðum 5. þáttar laga nr. 21/1991 og 118. gr. sömu laga ekki hafðar uppi auknar kröfur fyrir dómi frá þeirri sem gerð var í kröfulýsingu. Þar sem A gerði við svo búið ekki lengur nokkra dómkröfu í málinu um annað en málskostnað var því vísað frá héraðsdómi án kröfu.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. febrúar 2014, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. febrúar 2014, þar sem hafnað var að viðurkenna kröfu, sem sóknaraðili lýsti við slit varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að viðurkennd verði krafa sín að fjárhæð 3.850.000 danskar krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. september 2005 til 22. apríl 2009 og henni skipað í réttindaröð samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991. Þá krefst sóknaraðili þess að viðurkennd verði krafa sín um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af áðurgreindri fjárhæð frá 22. apríl 2009 til greiðsludags og henni skipað í réttindaröð samkvæmt 114. gr. laga nr. 21/1991. Sóknaraðili krefst þess einnig að viðurkennt verði að hún „geti dregið skuld sína við varnaraðila frá kröfum sínum á hendur honum“ samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laga nr. 21/1991. Loks krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I Samkvæmt framlögðu vottorði úr hlutafélagaskrá var Blikanes ehf. stofnað í ágúst 1988, en sóknaraðili var kjörin í stjórn félagsins í september 1992, þar sem hún á enn sæti. Formaður stjórnarinnar hefur frá þeim tíma verið eiginmaður hennar, Birgir Hannes Þórisson. Birgir hafði 18. mars 2005 gert samning við varnaraðila um einkabankaþjónustu. Það sama hafði mágur hans, Sigurjón Sighvatsson, áður gert 6. október 2004 fyrir sig og Ofanleiti ehf., sem hann fór fyrir. Í báðum samningum var tiltekið að starfsmaður varnaraðila að nafni Hilmar S. Sigurðsson væri tengiliður vegna þeirra. Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði bárust Hilmari upplýsingar 31. maí 2005 frá erlendu dótturfélagi varnaraðila, ISB Luxembourg S.A., um að danskt félag, VG Investment A/S, sem ekki var skráð á verðbréfamarkaði en átti fjölda fasteigna til útleigu í Kaupmannahöfn, væri til sölu og ætti kaupverð að nema 105.000.000 dönskum krónum. Hilmar kynnti þetta 10. júní sama ár Sigurjóni, sem sýndi því áhuga og óskaði eftir frekari upplýsingum. Í orðsendingum, sem fóru milli Hilmars og Sigurjóns í framhaldi af þessu, kom meðal annars fram að kaupandi að erlenda félaginu þyrfti að leggja til um 200.000.000 íslenskar krónur af eigin fé, en gæti fengið um 800.000.000 krónur að láni hjá fyrrnefndu dótturfélagi varnaraðila. Í byrjun júlí 2005 hófust að tilhlutan Sigurjóns samskipti vegna þessara ráðagerða milli Hilmars annars vegar og Birgis og tengdaföður Sigurjóns, Þóris Jónssonar, hins vegar. Um það leyti hafði Sigurjón jafnframt fengið danskan lögmann sér til aðstoðar og fór hann ásamt Þóri og Hilmari í ferð til Kaupmannahafnar meðal annars til að skoða fasteignir í eigu félagsins. Að þessu gerðu undirritaði Þórir kauptilboð 7. júlí 2005 fyrir hönd Ofanleitis ehf., Blikaness ehf. og félags með heitinu Herkúles ehf., sem Þórir var í forsvari fyrir, en tekið var fram að í stað þessara þriggja félaga gæti komið danskt dótturfélag þeirra. Tilboðið, sem var ritað á bréfsefni varnaraðila og beint til dansks félags með heitinu Investate A/S, var gert í alla hluti í félaginu VG Investment A/S ásamt dótturfélögum þess og hljóðaði á 93.000.000 danskar krónur. Hafði það að geyma ýmsa fyrirvara, þar á meðal um að kaupanda tækist að afla lánsfjár til kaupanna og fram færi áreiðanleikakönnun ásamt athugun á ástandi fasteigna, húsaleigusamningum og rekstri VG Investment A/S, auk þess sem tekið var fram að varnaraðili myndi veita kaupanda aðstoð í viðskiptunum en tæki þó enga ábyrgð á þeim. Þetta tilboð mun hafa verið samþykkt með þeirri breytingu að kaupverð yrði 98.000.000 danskar krónur. Eftir samþykki tilboðsins munu hafa farið fram margvíslegar athuganir í samræmi við áðurgreinda fyrirvara, svo sem nánar er rakið í hinum kærða úrskurði, en að þeim munu hafa komið ýmsir ráðgjafar í Danmörku og hér á landi. Þá gaf ISB Luxembourg S.A. út yfirlýsingu 23. ágúst 2005, þar sem fram kom að þetta dótturfélag varnaraðila væri reiðubúið til að veita nýju dönsku félagi, sem yrði að 80% í eigu Ofanleitis ehf., 10% í eigu Herkúlesar ehf. og 10% í eigu Blikaness ehf., lán að fjárhæð allt að 80.000.000 danskar krónur til að standa straum af hluta kaupverðs á VG Investment A/S, en það yrði að lágmarki að nema 98.000.000 dönskum krónum og mismunurinn að greiðast af eigin fé kaupandans. Lán þetta yrði til eins árs og bæri vexti sem yrðu grunnvextir bankans með 3% álagi, en til tryggingar endurgreiðslu yrði að setja að veði hlutabréfin sem kaupa ætti ásamt atkvæðisrétti, sem fylgdi þeim, svo og ábyrgðir áðurnefndra þriggja íslenskra einkahlutafélaga og eigenda þeirra, sem yrðu að tiltölu. Í málinu er ágreiningur um hvort áskilnaður hafi verið um þessar ábyrgðir í upphaflegri gerð yfirlýsingarinnar eða hvort texta hennar hafi síðar verið breytt. Að þessu öllu loknu var gerður ítarlegur samningur um kaupin 26. september 2005, en samkvæmt honum var kaupandi danskt félag með heitinu Newco af 2 September 2005 A/S, sem Sigurjón og Þórir undirrituðu samninginn fyrir. Samhliða því mun hafa verið undirritaður samningur um lán til þessa danska félags frá ISB Luxembourg S.A. með þeirri fjárhæð og þeim kjörum, sem áður var getið, þar á meðal veði og ábyrgðum til tryggingar skuldinni. Samkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila kom í ljós í framhaldi af þessum kaupum að rekstraráætlanir fyrir VG Investment A/S hafi ekki staðist, ýmis önnur gögn, sem byggt hafi verið á við kaupin, hafi ekki reynst rétt og uppi hafi verið málaferli, sem ekki hafi verið upplýst um. Félagið hafi einnig átt í erfiðleikum með afborganir af lánum þótt rekstrarforsendur hafi ekki breyst eftir kaupin. Newco af 2 September 2005 A/S hafi jafnframt verið rekið með tapi frá byrjun og eigendur orðið að leggja félaginu til aukið fé. Af gögnum málsins verður ráðið að ISB Luxembourg S.A. veitti dótturfélagi VG Investment A/S með heitinu SD-Karréen A/S lán 31. janúar 2006 til eins árs að fjárhæð 22.000.000 danskar krónur til að greiða upp skuld við tvo erlenda banka, en til tryggingar þessu láni virðast meðal annars hafa verið gefnar út yfirlýsingar um ábyrgðir að tiltölu af hendi Ofanleitis ehf., Herkúlesar ehf., Blikaness ehf. og hluthafa í þeim félögum, þar á meðal sóknaraðila. Þá virðist hafa verið samið um að gjalddaga á fyrrnefndu láni Newco af 2 September 2005 A/S að fjárhæð 80.000.000 danskar krónur yrði seinkað til 15. desember 2006, en vanskil hafi þá orðið á greiðslu. Eins virðast hafa orðið vanskil á láninu, sem SD-Karréen A/S tók 31. janúar 2006. Í janúar 2008 voru gerðir samningar milli dótturfélags varnaraðila, sem hét orðið Glitnir Bank Luxembourg S.A., og dönsku félaganna tveggja um breytingar á lánssamningum þeirra. Í samningi um þetta við Newco af 2 September 2005 A/S var kveðið á um að greiddir yrðu upp vextir af láninu, sem féllu til fram að 1. febrúar 2008, skuldin yrði greidd niður svo að eftir stæðu 55.000.000 danskar krónur af henni og gefnar yrðu út nýjar yfirlýsingar um ábyrgðir hluthafa, en að uppfylltum þessum og öðrum nánar tilgreindum skilyrðum yrði nýr gjalddagi skuldarinnar 1. febrúar 2011. Í samningnum við SD-Karréen A/S var mælt fyrir um samsvarandi skilyrði um greiðslu vaxta og nýjar yfirlýsingar um ábyrgðir, en að því fullnægðu yrði gjalddagi skuldarinnar einnig færður til 1. febrúar 2011. Þá gerði sóknaraðili ásamt Birgi og Blikanesi ehf. ódagsettan samning í janúar 2008 við Glitnir Bank Luxembourg S.A. um ábyrgð á framangreindum skuldbindingum Newco af 2 September 2005 A/S og SD-Karréen A/S, en ábyrgðin, sem var óskipt milli þeirra innbyrðis, tók til 10% af þessum skuldbindingum. Fjármálaeftirlitið neytti 7. október 2008 heimildar samkvæmt 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að víkja stjórn varnaraðila frá störfum, taka yfir vald hluthafafundar í honum og setja yfir hann skilanefnd. Varnaraðili var í framhaldi af því tekinn til slita 22. apríl 2009. Við slitin lýsti sóknaraðili 26. nóvember sama ár kröfu, sem slitastjórn varnaraðila virðist ekki hafa tekið afstöðu til fyrr en með bréfi 1. nóvember 2010, en í því var hafnað að viðurkenna kröfuna, sem væri bæði vanreifuð og efnislega röng. Á þessu tímabili var bú VG Investment A/S tekið til gjaldþrotaskipta 30. júní 2010, en af gögnum málsins virðist mega ráða að svo hafi einnig farið fyrir félaginu Newco af 2 September 2005 A/S. Ekki tókst að jafna ágreining um hvort viðurkenna ætti kröfu sóknaraðila við slit varnaraðila og var honum beint til héraðsdóms 26. apríl 2012, þar sem mál þetta var þingfest af því tilefni 22. maí sama ár. II Í upphafi fyrrnefndrar kröfulýsingar 26. nóvember 2009 kom fram að hún væri gerð fyrir sóknaraðila, sem gerði svofellda aðalkröfu: „Að sjálfskuldarábyrgð kröfuhafa á láni frá Glitni hf. verði viðurkennd ógild og verði látin niður falla“, en varakrafa væri „skaðabótakrafa - lýst er yfir skuldajöfnuði við kröfu vegna sjálfsskuldarábyrgðar.“ Greint var síðan frá því að sóknaraðili lýsi kröfu vegna tjóns „sem hann varð fyrir vegna viðskipta“ við varnaraðila, en þau hafi verið „tilkomin í gegnum félag eiginmanns hennar Birgi Þórisson sem var með samning við bankann um einkabankaþjónustu.“ Einnig var tekið fram að sóknaraðili væri ekki og hefði aldrei verið svonefndur fagfjárfestir. Í framhaldi af því sagði: „Krafa þessi er vegna láns frá Glitni hf., nánar tiltekið dótturfélagi í Lúxembourg og sem kröfuhafi ábyrgist að hluta (sjálfskuldarábyrgð) og gerir kröfu um að verði viðurkennd ógild, á grundvelli eftirfarandi málsástæðna.“ Að þessu gerðu voru rakin atvik í tengslum við fyrrgreind kaup á VG Investment A/S og eftirmál þeirra, en síðan málsástæður sóknaraðila, sem í meginatriðum snerust um að starfsmenn varnaraðila hafi bakað honum skaðabótaskyldu með því að hafa án viðhlítandi upplýsingagjafar boðið áðurgreindum mönnum, sem ekki hafi verið fagfjárfestar, kaup á „óskráðum hlutum í hlutafélagi í Danmörku ... og lánað stórt lán til kaupanna með sjálfskuldarábyrgð kröfuhafa ásamt öðrum aðilum tengdum móðurfélögunum“, sem hafi verið saknæmt og ólögmætt. Í niðurlagi kröfulýsingarinnar var gerð nánari grein fyrir kröfum sóknaraðila. Þar kom fram um aðalkröfu að hún krefðist þess „vegna ofangreindra brota og ábyrgðar Glitnis að umrædd kaup á hinu óskráða hlutafélagi verði látin ganga tilbaka ... og lánagerningurinn látinn niður falla fyrir ólögmæti og ógildi ásamt sjálfskuldaábyrgð kröfuhafa.“ Þá sagði að sóknaraðili áskildi sér „réttinn til skaðabóta vegna alls tjóns, sem hann hefur orðið fyrir vegna þátttöku í umræddum kaupum, sem Glitnir ber ábyrgð á. Tjón kröfuhafa samanstendur af öllum þeim fjármunum, sem hann hefur lagt til verkefnisins.“ Um varakröfu sagði eftirfarandi: „Varakrafa kröfuhafa er skaðabótakrafa vegna þess tjóns sem hann hefur orðið fyrir vegna umræddra kaupa sem hann hafi verið ginntur til að ganga frá og á grundvelli þess tjóns, sem hann hefur orðið fyrir vegna þátttöku í umræddum kaupum, sem Glitnir ber ábyrgð á ... Tjón kröfuhafa samanstendur af láni Glitnis í Lúxembourg sem var dótturfélag Glitnis hf á Íslandi sem kröfuhafi er með sjálfskuldarábyrgð á. Byggir krafa þessi ennfremur á því að söluaðili hafi verið Glitnir hf. Íslandi og dótturfélagið í Lúxembourg ... Felur skaðabótakrafa þessi í sér sem nemur upphæð eftirstöðva lánanna frá Glitni hf., sem eru í Glitni Lúxembourg í dag. Upphafleg fjárhæð lánanna er í dag 55.000.000 dkk og 22.000.000 dkk. eða samtals dkk. 77.000.000,- auk áfallinn vaxta og kostnaðar til dagsins í dag. Ekki fékkst uppgefið vegna bankaleyndar í Lúxembourg hver nákvæm staða þeirra er í dag, en kröfuhafi áskilur sér réttinn til að leggja fram gögn um stöðu þeirra á síðasti tímapunkti og gerir ennfremur kröfu um að Glitnir gefi upp stöðuna.“ Tekið var að endingu fram í sérstökum kafla um varakröfu að sóknaraðili áskildi sér rétt til „að skuldajafna öllum kröfum sínum á hendur Glitni á móti gagnkröfum Glitnis hf., dótturfélagsins Glitnir SA. og eftir atvikum Íslandsbanka hf.“ Í greinargerð sóknaraðila fyrir héraðsdómi var dómkröfum lýst á þann hátt að hún krefðist þess að viðurkennd yrði krafa sín um skaðabætur úr hendi varnaraðila að fjárhæð 7.700.000 danskar krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 26. september 2005 til 22. apríl 2009 og væri þess krafist að henni yrði skipað í réttindaröð samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 við slit varnaraðila. Þá var þess krafist að viðurkennd yrði krafa um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá síðastgreindum degi til greiðsludags með rétthæð samkvæmt 114. gr. laga nr. 21/1991. Þess var jafnframt krafist að viðurkennt yrði að „sóknaraðili geti dregið skuld sína við varnaraðila frá kröfum sínum á hendur honum skv. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 21/1991“, svo og að varnaraðila yrði gert að greiða málskostnað. Í hinum kærða úrskurði eru í löngu máli raktar málsástæður, sem sóknaraðili bar fyrir sig í greinargerðinni, en sérstakar skýringar þar á fjárhæð dómkröfu lutu ekki að öðru en því að saknæm og ólögmæt ráðgjöf og kynning varnaraðila í tengslum við fjárfestingu í VG Investment A/S hafi orðið til þess að „sóknaraðili og aðrir kaupendur undirrituðu lánasamning að fjárhæð dkk. 77.000.000,- sem þeir báru hlutfallslega ábyrgð á. Sóknaraðili bar 10% ábyrgð, sem gera 7.700.000,- dkk. í fjártjón.“ Í bókun, sem sóknaraðili lagði fram við munnlegan flutning málsins í héraði, var dómkröfum hennar breytt á þann hátt að hún krefðist þess að viðurkennd yrði krafa sín á hendur varnaraðila að fjárhæð 3.850.000 danskar krónur. Þá krafðist hún vaxta á sama hátt og í greinargerð, svo og rétthæðar kröfu sinnar, heimildar til skuldajafnaðar og málskostnaðar. Eftir 2. mgr. 117. gr. laga nr. 21/1991, sem gildir samkvæmt 4. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 við slit varnaraðila, skal í kröfulýsingu tekið fram í hvers þágu hún sé gerð svo ekki verði um villst og skulu kröfur tilteknar eins skýrt og verða má, svo sem fjárhæð kröfu og vaxta í krónum. Í kröfulýsingu sóknaraðila var sem áður segir krafist aðallega að sjálfskuldarábyrgð hennar á láni, sem hún kvað hafa verið tekið hjá varnaraðila, yrði „viðurkennd ógild og ... látin niður falla“, en til vara væri höfð uppi „skaðabótakrafa“ án þess að fjárhæð hafi verið tilgreind. Með aðalkröfunni leitaðist sóknaraðili við að fá sig leysta undan skyldu, sem hún taldi sig standa í gagnvart varnaraðila, svo sem heimilt er samkvæmt orðum 2. málsliðar 2. mgr. 117. gr. laga nr. 21/1991. Í sama ákvæði er á hinn bóginn engin heimild til að hafa uppi kröfu um skaðabætur án þess að fjárhæð hafi verið tilgreind og verður því að líta svo á að í raun hafi engin krafa verið gerð til vara. Mál þetta, sem er rekið eftir ákvæðum 5. þáttar laga nr. 21/1991, snýr að því einu að fá leyst úr ágreiningi um hvort og þá eftir atvikum hvernig viðurkenna eigi þá einu kröfu, sem sóknaraðili lýsti í raun samkvæmt framansögðu við slit varnaraðila. Fyrir dómi verða því ekki hafðar uppi auknar kröfur frá þeirri, sem gerð var í kröfulýsingu, sbr. einnig 118. gr. laga nr. 21/1991, en úr kröfu getur aðili á hinn bóginn dregið fyrir dómi og bætt úr annmörkum á henni á sama hátt og gera mætti undir rekstri einkamáls eftir almennum reglum. Í greinargerð fyrir héraðsdómi gerði sóknaraðili ekki kröfu um að sjálfskuldarábyrgð sín á láni frá varnaraðila yrði metin ógild og látin falla niður, heldur krafðist hún þess að viðurkennd yrði krafa hennar um greiðslu á 7.700.000 dönskum krónum með nánar tilteknum vöxtum. Að virtu framangreindu gat sóknaraðili ekki haft þá kröfu uppi í máli þessu. Með þeirri ráðstöfun sakarefnisins, sem fólst í greinargerð hennar, féll hún jafnframt frá aðalkröfunni, sem höfð var uppi í kröfulýsingu hennar. Við svo búið gerði sóknaraðili ekki lengur nokkra dómkröfu í málinu um annað en málskostnað. Er einboðið að vísa málinu frá héraðsdómi án kröfu. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað sem ákveðinn er í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:
Mál nr. 170/1999
Kærumál Ökuréttarsvipting
Talið var að lögreglustjóra hefði verið rétt að svipta J ökurétti til bráðabirgða á grundvelli mælingar á lofti sem J andaði frá sér og gerð var með tæki af gerðinni Intoxilyzer 5000 N. Hins vegar var talið að ákvörðun lögreglustjóra hefði verið í andstöðu við þá reglu umferðarlaga nr. 50/1987 að sviptingu ökuréttar væri markaður ákveðinn tími. Var úrskurður héraðsdómara felldur úr gildi og ákvörðun lögreglustjóra staðfest, þó þannig að hún var bundinn ákveðnum tíma.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. apríl 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 1999, þar sem felld var úr gildi ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík 12. júlí 1998 um að svipta varnaraðila ökurétti til bráðabirgða. Kæruheimild er í 1. mgr. 103. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. lög nr. 44/1993. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og ákvörðun lögreglustjóra staðfest. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Samkvæmt gögnum málsins var varnaraðili stöðvaður við akstur á Reykjanesbraut aðfaranótt 12. júlí 1998. Í lögregluskýrslum kemur fram að áfengisþefur hafi fundist frá vitum varnaraðila. Öndunarsýni hafi verið tekið í öndunarblöðru, sem sýnt hafi 3. stig. Á lögreglustöð hafi öndunarpróf með svokölluðum S-D2 mæli sýnt 0,60/00, en auk þess hafi verið gerð mæling á því lofti, sem varnaraðili andaði frá sér með tæki af gerðinni Intoxilyzer 5000 N. Niðurstaða þeirrar mælingar hafi verið 0,314 mg alkóhóls í hverjum lítra lofts að teknu tilliti til skekkjumarka. Gildi þeirrar mælingar hefur verið mótmælt af varnaraðila. Samkvæmt framangreindu lá fyrir mæling 12. júlí 1998 þess efnis að vínandamagn í því lofti, er varnaraðili andaði frá sér væri yfir þeim mörkum, sem tilgreind eru í 2. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. lög nr. 48/1997. Á þessu stigi málsins liggur ekki annað fyrir en að með tækinu hafi mátt mæla magn vínanda í því lofti, sem varnaraðili andaði frá sér, og gætt hafi verið réttra aðferða við notkun þess, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 24. ágúst 1998 í máli nr. 320/1998. Var lögreglustjóranum í Reykjavík því rétt að svipta varnaraðila ökurétti til bráðabirgða 12. júlí 1998 í samræmi við 103. gr. laga nr. 50/1987. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Samkvæmt 103. gr. laga nr. 50/1987 skal lögreglustjóri svipta ökumann ökurétti til bráðabirgða svo fljótt sem unnt er, telji hann skilyrði til sviptingar ökuréttar vera fyrir hendi. Er nánar kveðið á um hana í 101. gr. og 102. gr. laganna eins og þeim hefur síðar verið breytt. Af tilvitnuðum ákvæðum leiðir að svipting ökuréttar skal vera um ákveðinn tíma, eins og beinlínis er tekið fram í 3. mgr. 101. gr. laganna, sbr. einnig framangreindan dóm Hæstaréttar 24. ágúst 1998. Var ákvörðun lögreglustjóra um að svipta varnaraðila ökurétti til bráðabirgða, án þess að sviptingunni væri markaður ákveðinn tími, í andstöðu við þessa reglu laga nr. 50/1987. Verður ákvörðun lögreglustjóra staðfest, þó þannig að bráðabirgðasviptingin verður tímabundin allt til 15. júní 1999. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík 12. júlí 1998 um að svipta varnaraðila, Júlíus Hjaltason, ökurétti til bráðabirgða er staðfest, þó þannig að svipting standi allt til 15. júní 1999.
Mál nr. 207/1999
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að Y verði á grundvelli a liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 10. júní nk. kl. 16.00.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. maí 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 10. júní nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður fallist á með héraðsdómara að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt til þess að verða við kröfu sóknaraðila um gæsluvarðhald. Að virtri lýsingu sóknaraðila á umfangi málsins og fyrirhuguðum aðgerðum við rannsókn þess eru þó ekki efni til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi lengur en til föstudagsins 4. júní nk. kl. 16. Dómsorð: Varnaraðili, Y, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 4. júní nk. kl. 16.
Mál nr. 117/2016
Fjármálafyrirtæki Lánssamningur Gengistrygging
T ehf. höfðaði mál gegn L hf. og krafðist endurgreiðslu fjár sem fyrrnefnda félagið taldi sig hafa ofgreitt á grundvelli tveggja lánssamninga aðila. Greindi aðila á um hvort um væri að ræða lán í íslenskum krónum bundið ólögmætri gengistryggingu eða erlend lán. Annar lánssamningurinn fól í sér reikningslánalínu og var litið til þess að T ehf. hafði óskað eftir láni á grundvelli samningsins í tilgreindum erlendum myntum í ádráttarbeiðni. Þá hafði andvirði lánsins verið ráðstafað til greiðslu á eldri skuldbindingum T ehf. í erlendum gjaldmiðlum auk þess sem kvittanir vegna afborgana af láninu og vextir af því báru með sér að um erlent lán hafði verið að ræða. Hvað varðaði hinn lánssamninginn, sem hafði að geyma svokallað jafnvirðisorðalag, var aðallega litið til þess að lánsfjárhæðin hafði verið tilgreind í erlendum myntum í viðauka sem gerður hafði verið við samninginn. Var því litið svo á að báðir lánssamningarnir hefðu falið í sér lán í erlendum myntum og var L hf. sýknað af kröfu T ehf.
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, BenediktBogason og Helgi I. Jónsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 16. febrúar 2016. Hann krefst þessað stefnda verði gert að greiða sér 45.125.497 krónur, aðallega með vöxtumsamkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, en til varasamkvæmt 1. mgr. 8. gr. sömu laga af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 1. október2011 til 13. júní 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. lagannafrá þeim degi til greiðsludags. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess aðstefnda verði gert að greiða sér 12.167.406 krónur með sömu dráttarvöxtum ogáður greinir. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómivar gerður viðauki 27. október 2011 við lánssamning nr. 11911 en þar varfjárhæð lánsins tilgreind í erlendum myntum. Þegar af þeirri ástæðu verður þaðlán talið í erlendum gjaldmiðlum. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan tilforsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Áfrýjanda verður gert að greiðastefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Tölvulistinn ehf., greiðistefnda, Landsbankanum hf., 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2015. Mál þetta, sem dómtekið var hinn23. október sl., að lokinni aðalmeðferð var höfðað fyrir dómþinginu afTölvulistanum ehf., Suðurlandsbraut 26, Reykjavík, á hendur Landsbankanum hf.,Austurstræti 11, Reykjavík, með stefnu áritaðri um birtingu 8. janúar 2015. Endanlegar dómkröfur stefnandaeru þær, að stefnda verði gert að greiða honum 45.125.497 krónur með vöxtumsamkvæmt 4. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af 20.032.889 krónum frá 1. október 2011til 4. júlí 2012, en frá þeim degi af 45.125.497 krónum til 13. júní 2014, enfrá þeim degi til greiðsludag með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Stefndi krefst aðallega sýknu aföllum kröfum stefnanda, en til vara lækkunar á dómkröfum stefnanda. Þá krefst stefnandi málskostnaðar aðskaðlausu úr hendi stefnda. Gætt var ákvæða 115. gr. laganr. 91/1991, um meðferð einkamála, áður en dómur var kveðinn upp.II Stefnandi er einkahlutafélag semrekur sex verslanir Tölvulistans og auk þess netverslun. Stefndi er fjármálastofnun, enhinn 7. október 2008 neytti Fjármálaeftirlitið heimildar í 100. gr. a í lögumnr. 61/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, til að takayfir vald hluthafafundar Landsbanka Íslands hf., og víkja stjórn félagsins fráog setja yfir það skilanefnd. Íframhaldi af því var stofnaður Nýi Landsbanki Íslands hf., sem nú ber heitistefnda. Óumdeilt er að stefndi tók viðumdeildum lánssamningum á grundvelli þeirrar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins. Endanlegur ágreiningur aðilalýtur að tveimur lánssamningum upphaflega á milli Landsbanka Íslands hf. og IODehf., þ.e. viðskiptasamningi nr. 0106-11910 að fjárhæð 100.000.000 krónur,dagsettum 27. ágúst 2008, og lánssamningi nr. 0106-11911 að fjárhæð 92.000.000krónur, dagsettum 27. ágúst 2008. Málavextir eru þeir, að í maí2007 keyptu SM fjárfestingar ehf. stefnanda, sem þá hét IOD ehf., af BBenehf. Félagið BBen ehf. átti einnigfélagið Tölvulistann ehf., sem síðar var nefnt Músavík ehf., og rak það félagverslanir Tölvulistans. Í júní 2008keypti stefnandi ásamt SM fjárfestingum rekstur verslana Tölvulistans. Kaupin voru gerð fyrir milligöngu LandsbankaÍslands, forvera stefnda, sem var helsti kröfuhafi seljendanna, en seljenduráttu þá í verulegum fjárhagserfiðleikum.Samkvæmt kaupsamningi aðila skyldi stefnandi greiða kaupverðið með því aðyfirtaka skuldir rekstursins við Landsbanka Íslands, auk þess að yfirtaka lánBBen ehf. hjá Landsbanka Íslands.Samhliða þessum kaupum rituðu svo BBen ehf. og SM fjárfestingar undirsamkomulag um uppgjör á lánssamningi aðila, dagsett 13. maí 2007. Í samkomulaginu fólst að SM fjárfestingar ehf.greiddu BBen ehf. kr. 123.406.000 krónur, en greiðslan fólst í yfirtöku skuldaBBen ehf. við Landsbanka Íslands hf. Afþví tilefni undirrituðu aðilar þrjá lánssamninga, nr. 11909, 11910 og 11911,hinn 27. ágúst 2008. Samhliða því vargerður veðsamningur milli SM fjárfestinga ehf. og Landsbanka Íslands hf., þarsem bankanum voru veittir allir hlutir í stefnanda, þ.e. IOD ehf., að handveði. Með kaupsamningi, dagsettum 30.október 2009, keypti Tölvulistinn ehf. alla hluti SM fjárfestinga ehf. ístefnanda, þ.e. IOD. Í kjölfarið, eðahinn 14. nóvember 2009, tók Tölvulistinn ehf. yfir allar skyldur veðsala,samkvæmt framangreindum handveðssamningi. Fyrrgreindur lánssamningur nr.11909 var gerður á milli Landsbanka Íslands hf. sem lánveitanda og SM fjárfestingaehf., sem lántaka. Eftir að stefnandibreytti kröfum sínum við aðalmeðferð málsins, lýtur ágreiningur aðila ekkilengur að þeim samningi. Viðskiptasamningur nr. 11910,sem gerður var milli Landsbanka Íslands hf. sem lánveitanda og stefnanda, semlántaka, er á forsíðu hans sagður vera: „KR. 100.000.000,- VIPSKIPTASAMNINGURUM REIKNINGSLÁNALÍNU“. Í upphafsorðumsamningsins segir að bankinn hafi samþykkt að veita lántaka rekstrarfjármögnuní formi reikningslánalínu að fjárhæð 100.000.000 krónur í íslenskum krónum eðaþeim erlendu myntum sem bankinn á viðskipti með, með þeim skilyrðum ogskilmálum sem fram koma í samningnum. Í 2. gr. í samningnum er fjallaðum lánsheimild, en þar segir að bankinn skuli hafa til reiðu fyrir lántakareikningslánalínu að fjárhæð 100.000.000 krónur. Í 3. gr. í samningnum, sem ber fyrirsögninalánshlutar, segir að hver lánshluti sem lántaki taki innan lánsheimildarteljist vera sjálfstætt lán. Í 4. gr. ísamningnum er fjallað um lánsbeiðnir og í gr. 4.2 í samningnum kemur framhvernig haga eigi formi lánsbeiðna, en meðal þess sem tilgreina skuli hverjusinni sé mynt og upphæð. Með ádráttarbeiðni, dagsettri27. ágúst 2008, var óskað eftir útborgun með eftirfarandi hætti: „CHF 50% / JPY30% / EUR 20%“. Þá segir í beiðninni „Ráðstafisttil innborgunar á erlent lán nr. 0106-8319, greiðandi Músavík ehf., kt. [...]“. Í framlagðri kaupnótu, dagsettri 28. ágúst2008, kemur fram að greitt hafi verið inn á lán 8319, 39.816 japönsk jen,164.620,58 evrur og 662.334,21 svissneskir frankar. Stefndi kveður lán nr. 8319, semgreitt var upp með láni nr. 11910, hafa verið erlent lán, en erlendar myntirhafi verið tilgreindar í ádráttarbeiðni og lánið verið greitt út í erlendummyntum inn á önnur lán. Samkvæmt gögnum málsins voru viðendurgreiðslu lánsins keyptar erlendar myntir með íslenskum krónum ogandvirðinu ráðstafað inn á lánið, sbr. framlagðar kaupnótur vegnagjaldeyrisviðskiptanna. Samningur nr. 11911 var gerðurmilli Landsbanka Íslands hf. sem lánveitanda og stefnanda sem lántaka. Þá gengu SM fjárfestingar ehf. ogSjónvarpsmiðstöðin ehf. í sjálfskuldarábyrgð vegna skuldbindingarinnar. Á forsíðu samningsins segir:„ISK 92.000.000,- LÁNSSAMNINGUR“. Íupphafsorðum samningsins kemur fram að um sé að ræða fjölmyntalán til 7,5 ára aðjafnvirði 92.000.000 króna í neðanskráðum myntum og hlutföllum: „CHF 50% JPY30% EUR 20%“. Í beiðni um útborgun, dagsettri27. ágúst 2008, kemur fram að útborgunarfjárhæðinni beri að ráðstafa tiluppgreiðslu á erlendu láni Músavíkur ehf., og til innborgunar á erlendu lániBBen ehf. Í kaupnótu, dagsettri 28.ágúst 2008, kemur fram að greitt hafi verið inn á lánið 39.816.660 japönsk jen,164.620,58 evrur og 662.334,21 svissneskir frankar. Hluta lánsins, eða 21.000.000króna, var varið til greiðslu á íslensku láni. Stefnandi kveðst á árinu 2008hafa farið fram á viðræður við stefnda um endurskoðun á umdeildum samningum enstefndi hafi hafnað þeirri beiðni. Íkjölfar dóma Hæstaréttar, m.a. í málum nr. 92/2010 og 1563/2010 og máli nr.155/2011, hafi stefnandi ítrekað kröfur sínar um að lán félagsins yrðuendurskoðuð og lækkuð í samræmi við dómafordæmi. Stefndi hafnaði þeim kröfumstefnanda með bréfum, dagsettum 22. mars 2012 og 3. júlí 2013. Hinn 1. október 2011 greiddistefnandi upp skuld sína samkvæmt samningi nr. 11910, með þeim hætti aðstefnandi fékk nýja lánalínu hjá stefnda í íslenskum krónum. Aðilar gerðu með sér svokallaðuppgjörssamkomulag hinn 3. október 2012, ásamt viðauka, dagsettum 23. janúar2013, sem fól í sér að lánssamningar nr. 11909 og 119011 voru greiddir upp meðnýjum lánum frá stefnda, sbr. lánssamning, dagsettan 3. október 2012. Í umræddu samkomulagi er tekið fram af hálfustefnanda að uppgjör samkvæmt samningnum sé gert með fyrirvara um betri réttstefnanda og áskildi stefnandi sér allan rétt til að bera undir dómstólalögmæti uppgreiddu lánasamninganna og endurútreikning þeirra. Með bréfi, dagsettu 13. maí2014, krafði stefnandi stefnda um endurgreiðslu þeirrar fjárhæðar sem hanntaldi sig hafa ofgreitt stefnda, ásamt dráttarvöxtum. Með bréfi stefnda, dagsettu 24.júní 2014, var öllum endurgreiðslukröfum stefnanda hafnað. III Stefnandi byggir kröfu sína áþví að lánssamningar, sem um er deilt í þessu máli, með númerin 0106-11910 og0106-11911, séu um lán í íslenskum krónum sem verðtryggð hafi verið meðólögmætum hætti með tengingu þeirra við gengi erlendra gjaldmiðla. Samkvæmt ákvæðum 13. og 14. gr.laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sé óheimilt að verðtryggja lán ííslenskum krónum með því að tengja það við gengi erlendra gjaldmiðla, sbr. dómaHæstaréttar í málum nr. 92/2010, 1563/2010, 603/2010 og 604/2010. Við úrlausn á því hvort lán eðaskuld teljist vera í íslenskum krónum eða erlendri mynt verði aðallega að lítatil þess hvernig lánakjör og eðli samnings séu skilgreind í viðkomandilánssamningi, hvernig aðilar hafi innt af hendi frumskyldur sínar samkvæmtlánssamningi, sem og orðalags annarra samningsákvæða, yfirlýsingar aðila ogháttsemi þeirra við efndir samningsins. Stefnandi byggir á því aðlánsfjárhæð lánssamnings nr. 11910 sé í samningnum tilgreind í íslenskumkrónum. Á forsíðu samningsins og íinngangi hans sé samningurinn sagður vera að fjárhæð 100.000.000 króna. Nánar tiltekið sé samningurinn þarskilgreindur sem „rekstrarfjármögnun í formi reikningslánalínu að fjárhæð kr.100.000.000,- eitt hundrað milljónir 00/100, í íslenskum krónum eða þeimerlendu myntum sem bankinn á viðskipti með“.Sambærilegt orðalag sé að finna í greinum 2.1 og 2.2 í samningnum. Að lokum sé þar tilgreint í grein 13.2 að komitil uppsagnar samningsins sé stefnda heimilt að umreikna alla útistandandilánshluta í íslenskar krónur, miðað við skráð sölugengi bankans á þeim myntumsem hver lánshluti samanstandi af. Einnig byggir stefnandi á því aðlánsfjárhæðin hafi verið greidd út í íslenskum krónum. Um útborgun á láninu segi í grein 3.1 aðlánið skiptist upp í lánshluta og að hver lánshluti teljist sjálfstættlán. Í grein 4.6 í samningnum segi enn fremurað hver lánshluti greiðist inn á reikning lántaka miðað við kaupgengi hverrarmyntar hjá stefnda, tveimur bankadögum fyrir útborgunardag. Í útgreiðslubeiðnilánssamningsins komi fram að láninu verði ráðstafað til að greiða upplánssamning nr. 0106-8319. Sá samningurer dagsettur 15. maí 2007 og hafi falið í sér lánalínu fyrir Tölvulistann hjáLandsbankanum að fjárhæð 80.000.000 króna.Samkvæmt inngangskafla þess samnings hafi hann verið í íslenskum krónumog samningurinn ekki tengdur við gengi erlendra mynta. Með því að svo hafi verið sé fullsannað aðfjárhæð umþrætts láns hafi að öllu leyti verið greidd út í íslenskum krónum. Stefnandi telur að tilgreininglánsins nr. 0106-8319 í útborgunarbeiðni umþrætts samnings hafi ekkertsönnunargildi í málinu, enda hafi lánið ekki verið tengt við gengi erlendragjaldmiðla. Stefndi hafi gefið út kaupnótuvegna umþrætts láns þar sem tilgreind séu kaup á tilteknum fjárhæðum í erlendummyntum. Stefnandi mótmælir því að þærkaupnótur hafi þýðingu í þessu máli, enda hafi þær verið einhliða gefnar út afstefnda og án samráðs við hann. Stefnandihafi ekki samþykkt umræddar nótur að neinu leyti. Stefnandi kveðst aldrei hafa tekið viðgreiðslu í erlendum gjaldeyri en einungis hafi verið um að ræða ráðstöfun áfjármunum á gjaldeyrisreikningum bankans. Stefnandi byggir og á því aðgreitt hafi verið af láninu í íslenskum krónum.Um endurgreiðslu lánsins segi í grein 7.1 í samningnum að hvernlánshluta skuli greiða á gjalddaga hans.Sé lánshluti í erlendri mynt greiði lántaki afborganir, vexti eða aðrargreiðslur í íslenskum krónum samkvæmt sölugengi bankans á gjalddaga. Fyrir liggi að umræddur lánssamningur hafiverið greiddur upp hinn 1. október 2011, með nýrri lántöku stefnda í formilánalínu. Þetta sé staðfest ílánayfirliti stefnda og með áritun stefnda á frumrit lánssamningsins. Við uppgreiðslunahafi lánsfjárhæðin verið tilgreind í íslenskum krónum og hafi uppgjör lánsinsfarið fram með lántöku og greiðslu í íslenskum krónum. Þá byggir stefnandi á því aðákvæði samningsins miði öll að því að samningurinn hafi verið í íslenskumkrónum en verðtryggður með tilliti til gengis erlendra mynta. Um tryggingar fyrir greiðslum segi í grein12.2 í samningnum, að til tryggingar samningnum skuli stefnandi setja bankanumað veði allar vörubirgðir sínar og kröfur með útgáfu tryggingabréfs að fjárhæð100.000.000 króna. Því sé ljóst aðtryggingarákvæði samningsins miðaðist einnig við íslenskar krónur. Samkvæmt framangreindu verðiótvírætt talið að lánssamningur nr. 11910 hafi verið um lán í íslenskum krónum,enda sé lántökufjárhæð skilgreind í íslenskum krónum og meginskyldur aðilasamkvæmt samningnum hafi verið efndar í íslenskum krónum. Sömuleiðis verði ekkiannað sé, m.a. með hliðsjón af tryggingarákvæðum samningsins, að gengið hafiverið út frá því við samningsgerðina að um lán í íslenskum krónum væri að ræða. Stefnandi byggir á því aðlánssamningur nr. 11911 hafi einnig verið um lán í íslenskum krónum tryggðurmeð ólögmætum hætti við gengi erlendra gjaldmiðla. Lánsfjárhæðin hafi eingönguverið tilgreind í íslenskum krónum í samningnum. Á forsíðu hans sem og inngangsorðum séfjárhæð hans tilgreind 92.000.000 króna og í inngangi hans sé samningurinnskilgreindur sem „fjölmyntalán“ í neðanskráðum myntum og hlutföllum. Hvergi séí lánssamningnum sjálfum tilgreind fjárhæð lánsins í erlendum myntum. Greitt hafi verið af samningnumí íslenskum krónum, en samkvæmt ákvæðum hans hafi afborganir verið skuldfærðaraf reikningi stefnanda hjá stefnda, nr. 0101-26-222250, sem sé reikningur ííslenskum krónum. Stefnandi byggir og á því aðlánið hafi verið greitt út í íslenskum krónum.Í útgreiðslubeiðni komi fram að láninu hafi verið ráðstafað til aðgreiða upp lánssamning nr. 0106-8319 milli Landsbankans og Tölvulistans, semhafi verið í íslenskum krónum. Samkvæmt útgreiðslubeiðninni hafi láninu einnigverið ráðstafað til að greiða upp lán sem tilgreint sé sem innlent lán nr.0106-74-14283. Telji stefnandi þvísannað að öll lánsfjárhæðin hafi runnið til greiðslu innlendra skulda ííslenskum krónum og að lánið hafi því verið greitt út í íslenskum krónum. Stefnandi mótmælir því aðkaupnóta á erlendum myntum, sem einhliða hafi verið gefin út af stefnda, hafiþýðingu í málinu. Stefnandi byggir og á því aðeinstök ákvæði samningsins bendi öll til þess að um lánssamning í íslenskumkrónum sé að ræða. Auk ákvæða sem þegarhafi verið rakin bendir stefnandi á grein 10.2 í samningnum, en þar komi framað Sjónvarpsmiðstöðin ehf. taki á sig sjálfskuldarábyrgð sem nemi 50.000.000króna, sem bundnar séu við vísitölu neysluverð. Telur stefnandi að umræddtilgreining fjárhæðar sjálfskuldarábyrgðarinnar í íslenskum krónum renni ennfrekari stoðum undir það að um lán í íslenskum krónum hafi verið að ræða. Með vísan til alls ofangreindstelur stefnandi ótvírætt að lánssamningurinn nr. 11911 hafi verið um lán ííslenskum krónum sem hafi verið verðtryggt miðað við gengi erlendra gjaldmiðlameð ólögmætum hætti. Stefnandi byggir og á þvívarðandi báða umdeilda samninga að stefndi geti ekki borið fyrir sigundanþáguákvæði lokamálsliðar 2. gr. laga nr. 38/2001, um að samningarnir hafiverið til hagsbóta fyrir stefnanda. Að þeirri niðurstöðu fenginni aðverðtrygging hinna umstefndu lánasamninga með tilliti til erlendra gjaldmiðlahafi verið ólögmæt byggir stefnandi á því að stefnda beri að greiða honum þaðsem hann hafi ofgreitt. Stefnandi byggirkröfu sína um endurgreiðslu ofgreiddra höfuðstólsgreiðslna og verðbóta ámeginreglum kröfuréttar um endurgreiðslu ofgreidds fjár. Samkvæmt þeim beri kröfuhafa, sem krafið hafiskuldara um of háa greiðslu, að endurgreiða þær fjárhæðir sem skuldari hafigreitt umfram skyldu, ef skuldari hafi greitt í góðri trú. Stefnandi telur að öll skilyrði reglnanna séufyrri hendi og að stefnandi hafi verið í góðri trú. Stefnandi byggir endurkröfu sínaeinnig á 5. mgr. 18. gr. laga nr. 38/2001, með síðari breytingu, en þar sékveðið á um að kröfuhafa beri að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hafiranglega af honum haft vegna ólögmætrar verðtryggingar. Sambærilegt ákvæði hafi verið að finna í 1.mgr. 18. gr. fyrir gildistöku laga nr. 151/2010 sem breytt hafi umrædduákvæði. Samkvæmt 6. mgr. 18. gr. laganr. 38/2001 skuli kröfuhafi sömuleiðis greiða upp skuld sína innan 30 daga frákröfu um endurgreiðslu. Fyrir liggi aðstefnandi hafi sannanlega greitt stefnda hærri fjárhæð en honum hafiborið. Þá hafi stefnandi, með bréfi,dagsettu 13. maí 2014, farið fram á endurgreiðslu hins ofgreidda fjár. Allar forsendur séu því til þess að stefnandieigi endurgreiðslukröfu á hendur stefnda samkvæmt fyrrgreindu ákvæði laga nr.38/2001. Stefndi bendir og á að strax íkjölfar dóma Hæstaréttar í hinum svokölluðu gengislánamálum hafi stefnandiítrekað haft samband við stefnda vegna málsins og krafist leiðréttingar á hinumumdeildu lánssamningum. Íuppgjörssamkomulagi aðila, dagsettu 3. október 2012, hafi stefnandi sömuleiðisgert fyrirvara við lögmæti lánasamninganna og áskilið sér rétt til að látareyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum.Sömuleiðis hafi stefnandi aflað endurútreikninga á lánunum og sentstefnda, sem innlegg í viðræður þeirra um uppgjör. Hafi stefnandi því haft uppikröfur sínar gagnvart stefnda innan eðlilegs tíma frá því að honum hafi máttvera ljós réttarstaða sín. Stefnandi hefur sundurliðaðendanlega dómkröfu sína, og er ekki ágreiningur um tölulega útreikningfjárkröfunnar. Samkvæmt því sé fjárkrafastefnanda 20.032.889 krónur vegna lánssamnings nr. 11910 og 25.092.608 krónurvegna lánssamnings nr. 11911. Stefnandi byggir aðalkröfu sínaum vexti á því að hinar ofgreiddu fjárhæðir beri vexti samkvæmt 4. gr. laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu.Byggir hann á því að sú venja hafi skapast við uppgjör ólögmætragengistryggðra lánssamninga að lánastofnun greiði vexti af ofgreiddum fjárhæðumsamkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001. Beriþví stefnda einnig að greiða stefnanda slíka vexti. Bendir stefnandi á, að fyrir liggi að stefndihafi greitt vexti samkvæmt 4. gr. laganna í sambærilegum tilvikum, sbr. dómHæstaréttar í máli nr. 70/2014, þar sem stefndi hafi ekki mótmælt kröfu umvexti samkvæmt 4. gr. laganna. Stefnandibyggir og á því að eðli máls samkvæmt væri verulega óeðlilegt og ósanngjarnt aðskuld stefnda við stefnanda vegna greiðslu sem stefndi hafi sannanlega innheimtof háa hjá stefnanda, beri enga vexti.Samkvæmt 18. gr. laga nr. 38/2001, áður en henni var breytt með lögumnr. 151/2010, hafi sérstaklega verið kveðið á um að endurkröfur, líkt og þærsem um sé fjallað í máli þessu, bæru vexti samkvæmt 4. gr. laganna. Umrætt ákvæði virðist hins vegar hafa falliðniður fyrir mistök löggjafans. Þá bendirstefnandi á að stefndi, sem sé lánastofnun, hafi getað lánað út umræddarfjárhæðir gegn greiðslu vaxta. Halli þvíaugljóslega á stefnanda sem lántaka í þessu sambandi og umrædd réttarstaða felií raun í sér ólögmæta auðgun stefnda, samkvæmt samnefndum reglumkröfuréttar. Í ljósi þess að ekki sétekið á umræddri vaxtaákvörðun í settum lögum, augljóslega vegna mistakalöggjafans, telur stefnandi að beita megi meginreglum laga um að útistandandikröfur beri vexti. Þá megi beita reglumum eðli máls í þessu tilviki á grundvelli ofangreindra sjónarmiða. Beri því að fallast á kröfur stefnanda umvexti samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001. Stefnandi byggir varakröfu sínaum vexti á því að ofgreiddu fjárhæðirnar beri vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr.laga nr. 38/2001 eða fyrir lögjöfnun frá því ákvæði og 1. mgr. 2. gr. laga nr.29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, eins og síðastnefndulögunum hafi verið breytt með 1. gr. laga nr. 131/2002. Fyrir liggi að ekki sé í lögum tekið á þvíhvernig almennt skuli fara með vaxtagreiðslur vegna oftekinna greiðslna afskuld. Hins vegar hafi löggjafinn settreglur um rétt til vaxta af ofgreiðslum af tilteknum kröfum, þ.e. opinberumgjöldum. Ákvæðið hafi meðal annars veriðsett vegna aðstöðumunar ríkis og greiðanda, ekki ósvipuðu því sem uppi sé íþessu máli, þ.e. milli lántaka og fjármálastofnunar er einhliða semjilánaskilmála og innheimti greiðslur.Atvik máls þessa og þær aðstæður sem falli undir ákvæði laga nr. 29/1995séu því sambærilegar. Þá sé beinlínisóeðlilegt að önnur regla gildi um endurgreiðslu ofgreiddra afborgana af lánumen við ofgreiðslu opinberra gjalda. Upphafsdag vaxta beri að miðavið uppgreiðsludag skuldarinnar, þ.e. 1. október 2011 vegna lánssamnings nr.11910 og 4. júlí 2012 vegna samnings nr. 11911. Um lagarök vísar stefnandi tillaga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. lög nr. 151/2010, 72.stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, sbr. lög nr. 33/1944 og lög nr. 29/1995, umendurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda.Þá vísar stefnandi til ólögfestra reglna kröfuréttar og dómafordæmaHæstaréttar. Kröfu um vexti byggir stefnandiá lögum nr. 38/2001. Kröfu um dráttarvexti byggirstefnandi á 6. gr., sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Upphafsdagur dráttarvaxtasé 13. júní 2014, en þá hafi verið liðinn mánuður frá því að stefnandi krafðistefnda um endurgreiðslu hinna ofgreiddu greiðslna, þ.e. með bréfi dagsettu 13.maí 2014. Um aðild vísar stefnandi tilþess að hann hafi verið upphaflegur lántakandi lánasamninganna og því skuldarisamkvæmt þeim. Þá hafi hann greitt upphina umdeildu lánasamninga með nýjum lántökum. Kröfu um málskostnað byggirstefnandi á 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Kröfu um virðisaukaskatt byggirstefnandi á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988.IV Stefndi byggir sýknu vegnalánssamnings nr. 11910 á því að stefnandi hafi skuldbundið sig til að taka lání erlendum gjaldmiðlum með undirritun sinni á ádráttarbeiðni. Stefnanda beri að efna þann samning. Þá byggir stefndi á því að skuldbindingarstefnanda samkvæmt lánssamningnum hafi verið um greiðslu lána í erlendri myntog falli þess vegna utan gildissviðs VI. kafla laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, sbr. 1. mgr. 13. gr. laganna.Nánar sé á því byggt að samningurinn og framkvæmd hans, þ.m.t. útgreiðslaog viðaukar, beri með sér að um skuldbindingu í erlendri mynt sé að ræða. Meginástæða þess að upphæð hinna erlendumynta sé ekki sett fram í viðskiptasamningnum sjálfum sé sú að stefnandi hafihaft val, á grundvelli samningsins, í hvaða myntum hann óskaði eftirlánum. Hafi því hreinlega verið útilokaðað tilgreina hámarksfjárhæðina í viðskiptasamningnum í þeim myntum semstefnandi veldi að endingu að taka að láni þar sem hann hefði ekki tekið um þaðákvörðun. Þá hafi ekki verið ákveðiðfyrirfram, samkvæmt samningnum, hvenær útgreiðsla skyldi fara fram en gert hafiverið ráð fyrir því í grein 4 að lántakandi skyldi senda bankanum beiðni umlán, þar sem m.a. hafi átt að koma fram mynt og upphæð og vaxtakjör auk þesssem þar skyldi tiltekið inn á hvaða reikning bæri að leggja lánshlutann. Í útborgunarbeiðni komi skýrtfram að óskað hafi verið eftir greiðslu í erlendri mynt og sérstaklega tekiðfram að lánsfjárhæðinni yrði ráðstafað til innborgunar á erlent lán nr.0106-8319. Þegar óskað hafi verið eftirútgreiðslu hafi fyrst verið unnt að greiða út í samræmi viðádráttarbeiðnina. Þá fyrst hafi legiðfyrir hver höfuðstóll erlendu skuldbindinganna fyrir lánshlutann hafinákvæmlega verið. Kaupnóta sýni hverhöfuðstóll lánsins sé á útborgunardegi en á kaupnótunni sé skuldbindingstefnanda útlistuð og einungis tilgreind með erlendu myntunum. Skuldbinding stefnanda samkvæmt lánunum séþannig ekki einungis tilgreind í íslenskum krónum heldur í hlutföllum erlendumyntanna í lánsbeiðnunum og einvörðungu í erlendu myntunum allt frá því aðlánsbeiðnirnar hafi verið mótteknar í samræmi við ákvæði samningsins. Þá beri til þess að líta að ítilkynningum um gjalddaga lánanna hafi skuldbindingar stefnanda eingöngu veriðtilgreindar með erlendu gjaldmiðlunum og sömu sögu sé að segja af kvittunumfyrir endurgreiðslu hvers gjalddaga.Skuldbinding stefnanda hafi þannig í öllum skjölum, frá og meðútgreiðslu lánsins, verið tilgreind með þeim erlendu gjaldmiðlum sem hún hafisamanstaðið af, en ekki í íslenskum krónum. Enda þótt viðskiptasamningur nr.8319 standi utan þess ágreinings sem á reyni í þessu máli sé óhjákvæmilegt aðlíta til samningsins við matið á því hvort lánssamningar nr. 11910 og 11911hafi falið í sér lánveitingu í erlendri mynt enda hafi útgreiðsla beggjalánanna farið þannig fram að útgreiðslu hafi verið varið til uppgreiðslu á láninr. 8319. Líkt og lán nr. 11910 hafisamningur nr. 8319 farið í sér reikningslánalínu sem síðar hafi verið dregið á,á grundvelli útborgunarbeiðna. Hverádráttur hafi því falið í sér nýtt og sjálfstætt lán, sbr. grein 3.1 ísamningnum. Liggi því í augum uppi aðútborgunarbeiðni lánsins skipti grundvallarmáli við matið á því hvort lániðteljist vera erlent lán eða gengistryggt. Með lánsbeiðni dagsettri 15.febrúar 2007 hafi verið dregið á lánið en í beiðninni hafi lánsfjárhæðineinungis verið tilgreind í erlendri mynt, þ.e. 800.000 evrur. Sýni þetta svo ekki verði um villst að lánnr. 8319 hafi í reynd verið í erlendri mynt.Af þeim sökum blasi við að lánveitingar sem fól í sér uppgreiðslu á þvíerlenda láni, þ.e. lán nr. 11910 og 11911, hafi einnig verið í erlendri mynt. Með hliðsjón af ölluframangreindu liggi fyrir að skuldbindingar á grundvelli lánssamninga nr. 11910og 11911 hafi báðar falið í sér lán í erlendri mynt og því verið lögmæt. Með viðskiptasamningi aðila nr.13233 að fjárhæð 148.919.798 krónur, dagsettum 27. október 2011, hafi stefnandigreitt upp skuld sína samkvæmt lánasamningi nr. 11910. Viðskiptasamningurinn hafi falið í sérógengistryggt lán í íslenskum krónum.Við uppgreiðslu láns nr. 11910 hafi stefnandi fengið 25%höfuðstólsleiðréttingu án viðauka samhliða endurfjármögnuninni. Lán nr. 13233 hafi svo verið greitt upp með lánssamningumnr. 14696 og 14699 hinn 4. júlí 2012. Með viðauka við lánssamning nr.11911, dagsettum 27. október 2011, hafi stefnandi fengið höfuðstólslækkun álánið. Í viðaukanum segi að eftirstöðvumlánsins sé breytt í íslenskar krónur miðað við lokasölugengi viðkomandigjaldmiðla hinn 30. apríl 2010. Íviðaukanum komi fram að með eftirstöðvum lánsins sé átt við höfuðstól lánsins,áfallna vexti, vaxtavexti, dráttarvexti og allan kostnað. Þá segi þar enn fremur að eftirstöðvumlánsins sem breytt hafi verið í íslenskar krónur myndi nýjan höfuðstólþess. Höfuðstóllinn sé lækkaður um 25%og síðan vaxtareiknaður miðað við kjörvaxtaflokk 1 frá 30. apríl 2010 tilsíðasta greidda/ógreidda gjalddaga lánsins. Eftir að láninu hafi veriðbreytt yfir í íslenskar krónur hafi staða þess verið 91.514.865 krónur, en aðteknu tilliti til 25% niðurfellingar nemi höfuðstóll þess 68.636.149krónum. Þá hafi áfallnir vextir numið7.936.913 krónum og hafi staða lánsins því samtals verið 76.573.062krónur. Til frádráttar þeirri fjárhæðkomi svo innborganir að fjárhæð 30.216.398 krónur. Eftir höfuðstólslækkunina hafi höfuðstólllánsins því verið 46.356.552 krónur.Lánið hafi svo verið greitt upp með láni nr. 14697 miðað við 4. júlí2012. Með uppgjörssamkomulagi,dagsettu 3. október 2012, gerðu aðilar með sér samning um fjárhagslegaendurskipulagningu á félaginu og tók samningurinn til lánssamnings nr. 11911 ogviðskiptasamnings nr. 13233, auk yfirdráttar.Þar var miðað við að heildarskuldir félagsins, að lokinniendurskipulagningu, færu ekki fram úr endurmetnu eigna- og rekstrarvirðifyrirtækisins, hvort sem hærra væri, að viðbættu virði annarra trygginga semstóðu til tryggingar skuldum fyrirtækisins.Í samkomulaginu er fjárhagslega endurskipulagningin útlistuð og fólsthún í því að stefndi veitti stefnanda fjögur ný lán til að greiða upp eldri lán. Í fyrsta lagi var stefnanda veitt lán aðfjárhæð 69.191.100 krónur til þriggja ára, eða svokallað biðlán. Í öðru lagi var stefnanda veitt lán aðfjárhæð 36.244.000 krónur til sjö ára. Íþriðja lagi var stefnanda veitt lán að fjárhæð 40.188.588 krónur til sjö ára ogí fjórða lagi var stefnanda veitt fyrirgreiðsla í formi reikningslánalínu semskyldi að hámarki nema 100.000.000 króna. Í 6. gr. í samkomulaginu varkveðið á um fyrirvara en þar segir orðrétt: „Aðilar samnings þessa eru auk þesssammála um það að eignist félagið einhverja kröfu á hendur Landsbankanum, óháðþví hvort krafan á rót sína að rekja til lánssamninga sem hafa að geyma ákvæðium ólögmæta gengistryggingu eða annarra atvika eða samninga, þá verði kröfumfélagsins á hendur Landsbankanum ráðstafað með eftirfarandi hætti: (1) fyrst skal kröfum félagsins ráðstafað á mótiútistandandi kröfum Landsbankans á hendur félaginu samkvæmt upphaflegumhöfuðstól biðlánsins; (2) því næst verður sama hlutfalli af kröfumfélagsins og nam hlutfallslegri viðbótarfærslu Landsbankans á biðláninuráðstafað á móti þeirri viðbótarfærslu Landsbankans á biðláninu sem þegar hefurátt sér stað. Með hlutfallslegri viðbótarfærslu Landsbankans er átt viðhlutfall viðbótarfærslu Landsbankans af samanlagðri heildarlækkun höfuðstólsbiðlánsins sem er til komin vegna innborgunar félagsins (sem er að öllu leytifjármögnuð með nýju eigin fé) og viðbótarniðurfærslu Landsbankans. Til útskýringar má nefna dæmi um biðlán aðhöfuðstólsfjárhæð kr. 100.000.000,- þar sem höfuðstóll þess var greiddur uppþegar tveir mánuðir voru liðnir af lánstímanum með kr. 66.666.667,- greiðslufrá félaginu (sem var að öllu leyti fjármögnuð með nýju eigin fé) ogviðbótarniðurfærslu Landsbankans sem nam kr. 33.333.333,-. Hlutfallsleg niðurfærsla Landsbankans í þessutilfelli var 1/3, eða u.þ.b. 33%. Efkröfur félagsins á hendur Landsbankanum samkvæmt þessum lið (3) nema kr.60.000.000,- skal þá 1/3 af þeirri fjárhæð, eða kr. 20.000.000,- ráðstafað ámóti áður fenginni viðbótarniðurfærslu Landsbankans. Félagið nýtur því í ofangreindu dæmi áframviðbótarniðurfærslu Landsbankans að fjárhæð 13.333.333, en það er súviðbótarniðurfærsla sem félagið hefði fengið ef upphaflegur höfuðstóllbiðlánsins hefði verið lægri en sem nemur kröfum félagsins og því verið kr.40.000.000,- í stað kr. 100.000.000,-; (3) að verður eftirstöðvumkrafna félagsins ráðstafað á móti öðrum kröfum Landsbankans á hendur félaginuskv. vali Landsbankans.“ Með öðrum orðum hafi aðilar gertmeð sér samkomulag um hvernig ráðstafa ætti kröfum sem stefnandi kynni aðeignast vegna ætlaðra gengistryggingar samninga. Þessu ákvæði líti stefnandi hins vegaralgjörlega fram hjá. Í samningnum komi fram að það sé forsenda stefnda fyrirfjárhagslegri endurskipulagningu að uppgjör aðila samkvæmt samningnum verði ísamræmi við 6. gr. eignist félagið kröfur á hendur Landsbankanum, sbr. ákvæði6. gr. Þá beri enn fremur til þess aðlíta að í viðauka með uppgjörssamkomulaginu hafi lán nr. 14697 og 14698 veriðafskrifuð að hluta. Á grundvelli 6. gr.uppgjörssamkomulagsins sé einsýnt að ætluðum kröfum vegna endurútreikningsgengistryggðra lána beri að skuldajafna á móti afskrifuðum kröfum. Stefndi telur að stefnandi geti ekki þegiðafskriftir lána og síðar gert endurgreiðslukröfu vegna ólögmætrar gengistryggingar. Hér verði með öðrum orðum ekki hvort tveggjahaldið og sleppt. Stefndi mótmælir sérstaklegakröfum stefnanda um vexti og dráttarvexti, þ.m.t. upphafstíma vaxta. Byggir stefndi á því að ekki sé grundvöllurað lögum fyrir vaxtakröfum og ekki hafi verið samið um heimild til handastefnanda til að krefjast vaxta. Um lagarök vísar stefndi tilalmennra reglna samninga- og kröfuréttar og laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Kröfu um málskostnað byggirstefndi á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála.V Ágreiningur máls þessa lýtur aðtveimur samningum, upphaflega milli Landsbanka Íslands hf. og IOD ehf., nústefnanda, dagsettum 27. ágúst 2008, en ágreiningslaust er að kröfum í málinuer réttilega beint að stefnda sem tók við framangreindum lánssamningum ágrundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins. Annars vegar er um að ræðasvokallaðan viðskiptalánasamning um reikningslánalínu nr. 11910 og hins vegarlánssamning nr. 11911. Lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, heimila ekkiað lán í íslenskum krónum séu verðtryggð með því að binda þau gengi erlendragjaldmiðla, en lán í erlendri mynt fara ekki gegn ákvæðum laganna, sbr. dómaHæstaréttar Íslands frá 16. júní 2010 í málum nr. 92/2010 og 153/2010.Aðila greinir á um hvortlán á grundvelli umdeildra samninga hafi verið lán í erlendri mynt eðaíslenskum krónum bundin ólögmætri gengistryggingu. Ákvæðum umdeildrasamninga hefur verið lýst hér að framan.Í dómum sínum um hvort lán sé í erlendri mynt eða íslenskum krónumbundið gengi erlendra gjaldmiðla, hefur Hæstiréttur fyrst og fremst lagt tilgrundvallar skýringu á texta þeirrar skuldbindingar sem lántaki hefur gengistundir. Þegar sú textaskýring tekur ekkiaf skarið um hvers efnis skuldbindingin er að þessu leyti, eins og á við um þásamninga sem hér reynir á, hefur verið litið til atriða sem lúta að því hvernighún hefur verið efnd og framkvæmd að öðru leyti. Samkvæmt því berfyrst að líta til þess, þegar metið er hvort samningur nr. 11910 hafi verið umlán á fjárhæð í íslenskum krónum sem bundin hafi verið við gengi erlendragjaldmiðla í andstöðu við ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, aðsamningurinn var gerður um fyrirgreiðslu bankans við stefnanda með svonefndrireikningslánalínu, sem stefnanda yrði heimilt að ganga á. Hvorki var í samningnum að finna yfirlýsingustefnanda að hann stæði í skuld við bankann né að hann myndaði kröfuréttindibankans á hendur stefnanda, heldur setti samningurinn aðeins ramma um lánsviðskiptimilli þeirra með ákvæðum um beiðni um lán, útborgun þess, vexti af því ogendurgreiðslu. Fólust því lánssamningarí beiðnum hans, sem bankinn samþykkti í verki með útborgun lána. Í þessu ljósi getur það eitt út af fyrir sigekki skipt máli að heildarumfang lánsviðskiptanna hafi verið afmarkað ísamningnum með tilgreiningu á jafngildi fjárhæðar í íslenskum krónum. Í samningnum sjálfum er hann sagður vera íerlendum myntum og íslenskum krónum en ekki tekið fram í hvaða gjaldmiðlumlánið eigi að vera en skírskotað til óska lántaka við útborgun lánsins. Í samningnum er gert ráð fyrir því aðstefnandi leggi fram sérstakar útborgunarbeiðnir þar sem hann tilgreini þá mynteða hlutföll mynta sem hann óski eftir að lánið verði greitt út í. Fyrir liggur að stefnandi óskaði eftir láni ítilgreindum erlendum myntum í ádráttarbeiðni, án þess þó að fjárhæð myntannaværi þar tilgreind eða fjárhæð þess í íslenskum krónum. Hins vegar óskaði stefnandi eftir því aðláninu yrði ráðstafað til innborgunar á tilgreint erlent lán, nr. 8319. Framlagðar greiðslukvittanir fyriruppgreiðslu lánsins nr. 8319 bera það með sér að lánið hafi verið gert upp íerlendum gjaldmiðlum. Að framangreinduvirtu verður að leggja til grundvallar að útborgun láns samkvæmt samningi nr.11910 hafi verið ráðstafað til greiðslu á eldri skuldbindingum stefnanda viðbankann í erlendum gjaldmiðlum. Þátilgreina tilkynningar um gjalddaga og kvittanir vegna afborgunar stefnanda afláninu nr. 11910 eingöngu erlendu gjaldmiðlana.Vextir samkvæmt láninu voru til samræmis við að um erlent lán væri aðræða. Að þessu virtu verður að leggjatil grundvallar að lánið til stefnanda hafi verið í erlendum gjaldmiðlum.Eins og að framangreinir var umdeildur lánssamningur nr. 11911 sagður vera um fjölmyntalán aðjafnvirði tiltekinnar fjárhæðar í íslenskum krónum í tilgreindum erlendummyntum og er prósenta þeirra mynta tiltekin.Í samningnum var gert ráð fyrir því að stefnandi legði fram sérstakabeiðni um útborgun lánsins. Samkvæmtviðauka með samningnum var óskað eftir því að lánið yrði nýtt til uppgreiðslu ááður tilgreindu erlendu láni, nr. 8319, sem og til innborgunar á annað erlentlán og er það óumdeilt að svo var gert.Hluta af láninu var síðan varið til greiðslu á íslensku láni. Að því virtu verður að leggja til grundvallarað útborgun lánsins hafi verið í erlendum gjaldmiðlum. Í samræmi við ákvæði samningsins varlánsfjárhæðin eftirleiðis eingöngu tilgreind í erlendum gjaldmiðlum, sbr.tilkynningar um gjalddaga lánsins og kvittanir fyrir greiðslu þess. Þá var fjárhæð lánsins einungis tilgreind íerlendum fjárhæðum í viðauka við lánssamninginn 27. október 2011, sem bendirtil að viðhorf samningsaðila hafi verið að lánið hefði verið veitt í erlendummyntum. Vextir samkvæmt láninu voru ogtil samræmis við að um erlent lán væri að ræða.Að öllu þessu virtu verður lagt til grundvallar að um hafi verið að ræðalán í erlendum myntum. Samkvæmt þvíverður stefndi sýknaður af kröfu stefnanda.Samkvæmt þessummálsúrslitum verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, sem þykirhæfilega ákveðinn 800.000 krónur, þar með talinn virðisaukaskattur. Hervör Þorvaldsdóttirhéraðsdómari kvað upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð: Stefndi, Landsbankinn hf., ersýkn af kröfum stefnanda, Tölvulistans ehf. Stefnandi greiði stefnda 800.000krónur í málskostnað.
Mál nr. 247/2017
Kærumál Kærufrestur Frávísun frá Hæstarétti
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni. Málinu var vísað frá Hæstarétti þar sem kæra hafði borist héraðsdómi eftir að frestur samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var liðinn.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason og KarlAxelsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari.Varnaraðiliskaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. apríl 2017 sem barst réttinum ásamtkærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurðurHéraðsdóms Norðurlands eystra 7. apríl 2017 þar sem staðfest var ákvörðunsóknaraðila 2. sama mánaðar um að varnaraðili skuli sæta nánar tilgreindunálgunarbanni. Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 umnálgunarbann og brottvísun af heimili. Varnaraðili krefst þess að hinn kærðiúrskurðurverði felldur úr gildi. Þá krefst hún þess að „skipuðum verjanda hennar verði ákvörðuðþóknun og hún greidd úr ríkissjóði.“Sóknaraðilikrefst aðallega frávísunar málsins frá Hæstarétti en til vara að hinn kærðiúrskurður verði staðfestur.Samkvæmt endurriti úr þingbók Héraðsdóms Norðurlandseystra var málið flutt munnlega 6. apríl 2017 að viðstöddum sakflytjendum, þará meðal verjanda varnaraðila. Við lok þinghaldsins var bókað af héraðsdómara aðúrskurður í málinu yrði kveðinn upp næsta dag, það er 7. sama mánaðar klukkan15. Það gekk eftir en við uppkvaðningu úrskurðarins var bókað í þingbók aðverjandi hafi boðað forföll. Kæra varnaraðila barst héraðsdómi 11. apríl 2017.Samkvæmt upphafsmálslið 2. mgr. 193. gr. laga nr.88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011, erkærufrestur þrír sólarhringar og byrjaði hann að líða frá því aðili fékkvitneskju um úrskurðinn. Þessi frestur tók að líða þegar við uppkvaðninguúrskurðarins þar sem varnaraðila hafði verið tilkynnt að úrskurður yrði þá uppkveðinn. Kærufrestur var því liðinn þegar kæran barst héraðsdómi. Samkvæmt þessuverður málinu vísað frá Hæstarétti. Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Hæstarétti, semákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir, greiðistúr ríkissjóði samkvæmt 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 14. gr. laga nr.85/2011.Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.Þóknun verjanda varnaraðila, AndrésarMás Magnússonar héraðsdómslögmanns, fyrir Hæstarétti, 186.000 krónur, greiðistúr ríkissjóði.Úrskurður HéraðsdómsNorðurlands eystra föstudaginn 7. apríl 2017Mál þetta barst dómnum 3. apríl sl. og var tekið til úrskurðarí gær.Sóknaraðili er lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Varnaraðili er X, kt. [...], [...].Sóknaraðili krefst þess að staðfest verði nálgunarbann semhann setti á varnaraðila 2. apríl. Bannaði hann henni í næstu 12 mánuði að komanær heimili brotaþola, A í [...] í [...], en í svæði sem afmarkast af 100 metrageisla, mælt frá miðju íbúðar eða húss. Jafnframt var varnaraðila bannað aðsetja sig í samband við brotaþola, nálgast hana á dvalarstað, elta hana,nálgast hana á almannafæri, vinnustað, eða hafa samskipti við henni í síma,tölvu eða á annan hátt gegn vilja hennar.Varnaraðili krefst þess að kröfunni verði hafnað.Varnaraðili hefur tvívegis sætt sams konar banni áður, samtalsfrá 18. febrúar 2016 til 19. febrúar 2017. Segir sóknaraðili að það hafi veriðgert vegna margítrekaðra hótana, árása og áreitni gagnvart brotaþola, sem séunnusta manns sem áður hafi verið unnusti varnaraðila og sé barnsfaðirhennar. Segir hann einnig að varnaraðilihafi nokkrum sinnum brotið gegn banninu.Þá er reifað að þann 25. mars sl. hafi varnaraðili hringt ísíma barnsföður síns, en brotaþoli hafi orðið fyrir svörum. Virðist semvarnaraðili hafi þá hótað brotaþola barsmíðum og lífláti. Þá hafi varnaraðilisent brotaþola hótanir og svívirðingar með textaboðum símleiðis. Þann 2. aprílhafi varnaraðili elt unnustann og brotaþola fram í sveit og hafi komið tileinhverra átaka milli unnustans og varnaraðila. Segir sóknar­aðili að grunur séum að varnaraðili fylgist náið með ferðum brotaþola og með tilliti til þess ogforsögu málsins sé bannið ákveðið í 12 mánuði og skilyrði hert.Krafa sóknaraðila er byggð á 4. gr. laga nr. 85/2011. Grunarhann varnaraðila um brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga og röskun áfriðhelgi brotaþola með alvarlegum hætti.Varnaraðili vísar til þess að einungis sé um eitt tilvik aðræða, þ.e. símtalið, þar sem atvikið frammi í sveit hafi beinst að unnustanum.Hún hafi ekki hringt til brotaþola. Hún hafi orðið æst við það að brotaþolihafi egnt hana. Þetta eina tilvik geti ekki réttlætt 12 mánaða nálgunarbann.Samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 er heimilt að beitanálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivertbrot eða raskað á annan hátt friði brotaþola, eða hætta er á að viðkomandibrjóti af sér með þeim hætti. Brotaþoli hljóðritaði framangreint símtal og tókþað fram við sóknaraðila. Endurrit af þeirri hljóðritun vekur rökstuddan grunum refsivert brot og röskun á friði. Forsaga þessa máls gefur til kynna að hættasé á að varnaraðili fremji frekari brot eða raski friði. Samkvæmt 2. mgr. 6.gr. sömu laga er heimilt að líta til þess hvort sakborningur hefur áður þurftað sæta nálgunarbanni og þess hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi veriðþannig háttað að hætta sé talin á að hann muni fremja háttsemi sem lýst er í 4.gr. Að þessu gættu þykir ekki sýnt að friðhelgi brotaþola verði vernduð meðöðrum og vægari hætti en að banna varnaraðila að nálgast hana. Samkvæmt þessu verður fallist á kröfu sóknaraðila. Rétt er aðtaka fram að bannið tekur ekki til viðstöðulausrar farar varnaraðila um þjóðvegnr. 1.Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila greiðist úr ríkissjóðisamkvæmt 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, sbr. 14. gr.laga nr. 85/2011 og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola sömuleiðis,samkvæmt 3. mgr. 48. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011, allteins og nánar greinir í úrskurðarorði að virðisaukaskatti meðtöldum.Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari kveður upp úrskurðinn.ÚRSKURÐARORÐStaðfest er ákvörðun sóknaraðila, lögreglustjórans áNorðurlandi eystra, frá 2. apríl 2017 um að banna varnaraðila, X, að koma nærheimili brotaþola, A, [...], [...], en í 100 metra takmark, mælt frá miðjuíbúðar, í 12 mánuði frá birtingu ákvörðunar að telja. Jafnframt er staðfestákvörðun sóknaraðila um að banna varnaraðila jafn lengi að setja sig í sambandvið brotaþola, nálgast hana á dvalarstað, elta hana, nálgast hana á almanna­færi,vinnustað hennar eða hafa samskipti við hana í síma, tölvu eða á annan háttgegn vilja hennar. Bannið tekur ekki til viðstöðulausrar farar um þjóðveg nr.1.Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Andrésar Más Magnússonarhéraðsdóms­lögmanns og skipaðs réttargæslumanns brotaþola, ArnbjargarSigurðardóttur hæsta­réttarlögmanns, 84.320 krónur til hvors um sig, greiðistúr ríkissjóði.
Mál nr. 7/2013
Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Kærumál
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi,á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, varstaðfestur.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirEiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir og Þorgeir Örlygsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. janúar2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður erúrskurður Héraðsdóms Reykjaness 3. janúar 2013 þar sem varnaraðila var gert aðsæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 17. janúar 2013 klukkan 16 og einangrunmeðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurðurverði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmritími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hinskærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Mál nr. 65/2016
Sjálfskuldarábyrgð Samningur Aðfarargerð
A hf. höfðaði málið til greiðslu skuldar vegna yfirdráttar á veltureikningi nr. 9867 í eigu tiltekins einkahlutafélags og sem J o.fl. höfðu gengist undir óskipta sjálfskuldarábyrgð vegna. Í héraði var krafa A hf. tekin til greina hvað félagið varðaði en J o.fl. sýknaðir. Fyrir lá að á framhlið yfirlýsingarinnar um sjálfskuldarábyrgð J o.fl. hafði verið strikað yfir prentaða númerið 8598, sem var númer þess reiknings sem ábyrgðin átti að taka til, og handskrifað í stað þess númerið 9867. A hf. hélt því fram að þessi leiðrétting hefði verið gerð áður en J o.fl. rituðu undir bakhlið skjalsins. Í dómi Hæstaréttar kom fram að A hf. hefði engar sönnur fært fyrir því hvenær þessi leiðrétting hefði verið gerð og var því lagt til grundvallar að það hefði verið gert eftir undirritunina. Þá var vísað til þess að A hf. bæri sönnunarbyrði fyrir því að J o.fl. hefðu vitað eða mátt vita að tilgreining reikningsnúmers á eyðublaðinu hefði verið misritun eða gerð vegna annarra mistaka af hans hálfu, sbr. 1. mgr. 32. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Voru J o.fl. því sýknaðir af kröfu A hf.
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, EiríkurTómasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. janúar 2016. Hann krefst þess aðstefndu verði ásamt meðstefnda í héraði, LERR ehf., sameiginlega gert að greiðasér 10.000.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. júní 2013 til greiðsludags. Þá krefsthann aðallega málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að málskostnaðurí héraði verði lækkaður.Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Einkahlutafélagið LERR hefur ekkiáfrýjað héraðsdómi af sinni hálfu. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómivar númer reiknings þess, sem sjálfskuldarábyrgð stefndu skyldi taka til,tilgreint með prentuðu letri 8598 á eyðublaði sem þeir undirrituðu tilstaðfestingar á ábyrgðinni. Áfrýjandi heldur því fram að leiðrétting sú, semgerð var með því að strika yfir þetta númer og handskrifa í stað þess númerið9867 hafi verið gerð áður en stefndu rituðu undir skjalið. Áfrýjandi hefurengar sönnur fært fyrir því hvenær þessi leiðrétting var gerð og verður þvílagt til grundvallar að það hafi verið gert eftir undirritunina. Á þeim tíma þegar stefndu rituðu undirsjálfskuldarábyrgð þá, sem í málinu greinir, var LERR ehf. með tvo reikningahjá áfrýjanda, sem báru framangreind númer og munu hafa verið stofnaðir um mittár 2009. Samkvæmt gögnum málsins voru þeir báðir í notkun frá stofnun þeirra ogfram eftir árinu 2013. Reikningur 8598 var samkvæmt því sem fram kemur íreikningsyfirlitum yfirdreginn í mun minna mæli en reikningur 9867. Samkvæmt 1. mgr. 32. gr. laga nr.7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga gildir sú regla, að hafilöggerningur, sem vegna misritunar eða annarra mistaka af hálfu þess er gerðihann orðið annars efnis en til var ætlast, sé hann ekki skuldbindandi fyrirþann sem hann gerði ef sá maður, sem löggerningum var beint til, vissi eðamátti vita að mistök hefðu átt sér stað. Áfrýjandi ber sönnunarbyrði fyrir þvíað stefndu hafi vitað eða mátt vita að tilgreining reikningsnúmers á eyðublaðinuhafi verið misritun eða gerð vegna annarra mistaka af hans hálfu. Hann hefurekki axlað þá sönnunarbyrði. Með þessum athugasemdum, en að öðru leyti meðvísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sýknu stefnduog um málskostnað þeim til handa. Áfrýjandi greiði stefndu hverjum fyrirsig málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal veraóraskaður um sýknu stefndu Júlíusar Þórs Gunnarssonar, Kristbjörns ÓlaGuðmundssonar, Magnúsar Valþórssonar og Þorsteins Arnars Einarssonar og ummálskostnað þeim til handa.Áfrýjandi, Arion banki hf.,greiði stefndu hverjum fyrir sig 150.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 30.október 2015Mál þetta var höfðað 3. nóvember 2014 og dómtekið 16.október 2015.Stefnandi er Arionbanki hf, Borgartúni 19, 105 Reykjavík.Stefndu eru LERR ehf., Vesturgötu 10, Kristbjörn ÓliGuðmundsson, Bjarmahlíð 10, Magnús Valþórsson, Lækjargötu 34b, Þorsteinn ArnarEinarsson, Furuhlíð 4 og Júlíus Þór Gunnarsson Vesturgötu 10, allir tilheimilis í Hafnarfirði. Stefnandi krefst þess að stefndi, LERRehf, verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 10.445.788 krónurásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu, af 10.445.788 krónum frá 28. júní 2013 til greiðsludags, aðfrádreginni innborgun þann 26. september 2013 að fjárhæð 2.007.612 krónur.Einnig er þess krafist að stefndu,Kristbjörn Óli Guðmundsson, Magnús Valþórsson, Þorsteinn Arnar Einarsson, ogJúlíus Þór Gunnarsson, verði dæmdir til að greiða þar af sameiginlega (insolidum) með stefnda, LERR ehf, skuld að fjárhæð 10.000.000 króna ásamtdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af þeirri fjárhæð frá 28. júní 2013 til greiðsludags. Þá krefststefnandi málskostnaðar.Af hálfu stefnda LERR ehf. er krafist sýknu af kröfustefnanda. Til vara krefst stefndi lækkunar á kröfu stefnanda. Aðrir stefndukrefjast aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara lækkunar á dómkröfum.Allir krefjast stefndu málskostnaðar.II.MálavextirStefndi LERR ehf. stofnaði veltureikning með númerið0327-26-9867 hjá stefnanda, þann 15. mars 2011. Reikningurinn var upphaflegaekki með yfirdráttarheimild heldur kom heimildin til síðar. Hún rann út 20.júní 2013. Stefnandi byggir kröfu sína á uppsafnaðri skuld á reikningnum semnam 10.445.788 krónum þegar reikningnum var lokað þann 28. júní 2013.Þann 29. apríl 2011 rituðu stefndu, Kristbjörn ÓliGuðmundsson, Magnús Valþórsson, Þorsteinn Arnar Einarsson og Júlíus ÞórGunnarsson, undir yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð að hámarki 10.000.000 krónaauk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar vegna yfirdráttarheimildar stefnda LERRehf. Samkvæmt yfirlýsingunni ábyrgðust þeir persónulega að tryggja efndir áskuldbindingum reikningseiganda eins og um eign skuld væri að ræða. Greiddarvoru 2.007.612 krónur inn á skuldina 26. september 2013 eins og fram kemur íkröfugerð. II.Málsástæður og lagarök stefnandaStefnandi byggir kröfu sína á almennum reglumkröfuréttarins og meginreglu samningaréttarins um skuldbindingagildi loforða ogskyldu til að efna samninga. Stefndi LERR ehf. hafi fengið yfirdráttarheimild áumræddan reikning upp að ákveðinni fjárhæð og til að stofna til skuldar viðstefnanda. Yfirdráttarheimild stefnda hafi fallið niður án þess að tilframlengingar kæmi og hafi skuldin þá enn verið ógreidd. Stefndi hafi reglulegafengið send yfirlit frá stefnanda um stöðu reikningsins á hverjum tíma.Stefndu Kristbjörn Óli, Magnús, Þorsteinn Arnar ogJúlíus hafi ritað undir yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð og skuldbundið sigpersónulega til að tryggja efndir á skuldbindingum reikningseiganda eins og umsína eigin skuld væri að ræða. Hámarksfjárhæð sjálfskuldarábyrgðarinnar hafinumið 10.000.000 króna auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar. III.Málsástæður og lagarök stefndu.Stefndi LERR ehf. byggir kröfu sína um sýknu aðallegaá því að ekki liggi fyrir skriflegur lánssamningur milli aðila sem kveði á umfjárhæð og innheimtu vaxta og annars kostnaðar sem leiddi af skuld á umræddumveltureikningi. Til vara krefst stefndi lækkunar dómkröfu. Stefndu Kristbjörn Óli, Magnús, Þorsteinn Arnar ogJúlíus Þór byggja sýknukröfu sína aðallega á nokkrum málsástæðum. Í fyrsta lagitelja þeir ósannað að þeir hafi gengist undir ábyrgð á umræddri skuld. Vísaþeir til þess að ábyrgðaryfirlýsingin beri með sér að henni hafi verið breytt áþann veg sem áður er rakið. Sú breyting hafi verið gerð án samþykkis stefndu.Vísa stefndu m.a. til 2. mgr. 6. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn ogskilmála stefnanda sjálfs.Í öðru lagi byggja stefndu á því að til ábyrgðarinnarhafi ekki verið stofnað með þeim hætti sem kveðið sé á um í lögum nr. 32/2009 ogvísa sérstaklega til II. kafla laganna um efni og form ábyrgðarsamninga. Teljastefndu að lögin taki til stefndu þar sem ábyrgðin hafi ekki verið veitt í þágueigin atvinnurekstrar í skilningi laganna eða í þágu fjárhagslegs ávinningsþeirra. Vísar stefndi Kristbjörn Óli til þess að hann hafi aðeins þegið launfrá meðstefnda LERR ehf. frá apríl til júlí á árinu 2011. Í þriðja lagi byggja stefndu á því að verði ekkifallist á ofangreint beri að víkja ábyrgðinni til hliðar með vísan til 36. gr.laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Vísa stefndu íþví sambandi til þess að ekki hafi verið framkvæmt greiðslumat á LERR ehf.,vanrækt hafi verið að veita ábyrgðarmönnum fullnægjandi upplýsingar auk þesssem tilkynningaskylda hafi ekki verið uppfyllt. Þá hafi verið aðstöðumunur meðaðilum. Stefndu reisa varakröfu sína um lækkun á kröfustefnanda á því að þeir hafi gengið út frá því að ábyrgð þeirra væri skipt (prorata). Hafi þeir ekki verið upplýstir um efni ábyrgðarinnar eins og áskilið séí lögum nr. 32/2009.VNiðurstaðaStefnandi krefur stefnda LERR ehf. um greiðslu skuldar10.445.788 krónur en viðskiptareikningur félagsins nr. 9867 var í skuld sem namþeirri fjárhæð þegar honum var lokað 28. júní 2013. Við upphaf aðalmeðferðar málsins féll stefndi LERRehf. frá öllum kröfum sínum í málinu. Þar sem ekki eru gerðar athugasemdir viðkröfugerð stefnanda á hendur stefnda LERR ehf. og þar sem þær eru að öðru leytií samræmi við gögn málsins ber að taka kröfur stefnanda til greina hvað félagiðvarðar.Stefnandi byggir kröfu sína á hendur stefnduKristbirni Óla, Magnúsi, Þorsteini Arnari og Júlíusi Þór sameiginlega ágrundvelli yfirlýsingar um sjálfskuldarábyrgð sem dagsett er 28. apríl 2011.Stefndu gangast við því að hafa ritað nöfn sín á bakhlið skjalsins en neita aðsjálfskuldarábyrgð þeirra hafi náð til reiknings nr. 9867.Fyrir liggur að stefndi LERR ehf. sótti umveltureikning nr. 9867 hjá stefnanda 15. mars 2011. Samkvæmt yfirliti varreikningurinn yfirdreginn allt til þess að honum var lokað. Veltureikningurfélagsins nr. 8598 sem félagið átti fyrir var hins vegar hins vegar ekkiyfirdreginn er stefndu undirrituðu yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð og var súraunin áfram.Á framhlið umdeildrar yfirlýsingar, kemur fram íalmennum texta að sjálfskuldaraðilar skuldbindi sig persónulega til að tryggjastefnanda efndir á skuldbindingu reikningseiganda stefnda LERR ehf. að upphæð10.000.000 króna. Óumdeilt er að stefndu fóru saman í útibú stefnandatil að rita undir umrædda yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð vegna skuldbindingameðstefnda LERR ehf. en yfirlýsingin er á stöðluðu eyðublaði. Yfirskriftyfirlýsingarinnar er „Yfirlýsing um sjálfskuldarábyrgð v/ yfirdráttarheimildará veltureikningi“. Í yfirlýsingunni kemur fram feitletrað: „Undirritaðirábyrgðaraðilar ábyrgjast hér með sem sjálfskuldarábyrgðaraðilar, in solidum(óskipt skuldaábyrgð), greiðslu yfirdráttar á neðangreindum tékkareikningi ísamræmi við skilmál yfirlýsingarinnar.“ Eyðublaðið er útfyllt rafrænt og íreitinn „númer reiknings“ er ritað 8598 en númerið er yfirstrikað með penna ogritað þess í stað númerið 9867. Efst í yfirlýsingunni er einnig ritað með pennanúmer yfirlýsingarinnar 109867. Stefndi Kristbjörn Óli gaf skýrslu fyrir dómi.Staðfesti hann að tilgangurinn með undirritun hans og meðstefndu á umræddayfirlýsingu hafi verið sá að tryggja áframhaldandi rekstrargrundvöll LERR ehf.með því að gangast í ábyrgð fyrir félagið. Stefndu hafi allir undirritaðyfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð en ekki séð framsíðu yfirlýsingarinnar og þvíekki vitað hvort búið hafi verið að breyta númeri reikningsins við undirritun. Stefnandi byggir kröfu sína á hendur stefndu áumræddri yfirlýsingu eins og hún liggur fyrir og telur stefndu hafa undirritaðhana þannig útfyllta. Þannig telur stefnandi ljóst að stefndu hafi gengist íábyrgð vegna yfirdráttar á reikningi 9867 en ekki 8598. Stefnandi ber alfariðsönnunarbyrði fyrir því að svo sé.Af skjalinu sjálfu verður hvorki ráðið hvenærfyrrgreindar breytingar voru gerðar né af hverjum. Þá er ekki ljóst hvort númeryfirlýsingarinnar sem er handskrifað hafi verið á skjalinu er það varundirritað af stefndu. Því er ekki unnt að fullyrða að samræmi hafi átt að veraá milli númers yfirlýsingarinnar og reikningsins. Þá er hvorki upphafsstafistefndu að finna á framsíðu yfirlýsingarinnar, til merkis um að breytingarnarhafi verið gerðar með vitund og vilja þeirra, né upphafsstafi starfsmannsstefnanda.Stefnandi hefur ekki gert reka að því að varpa ljósi áatvik við undirritun yfirlýsingarinnar eins og varnir stefndu gáfu þó tilefnitil. Til að mynda var hvorki nafngreindur starfsmaður stefnda sem ritaði undiryfirlýsinguna fyrir hönd bankans kvaddur til skýrslugjafar fyrir dómi néyfirmaður hans sem ritaði undir sama skjal. Því er ekki annað upplýst um atviken það sem fram kom í skýrslu stefnda Kristbjörns Óla fyrir dóminum.Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið má ljóstvera að stefnandi hefur ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á honum hvílir ogverður hann að bera hallann af því. Verður ekki á það fallist með stefnanda aðúr sönnunarskorti hafi verið bætt með reglulegum tilkynningum til stefnda LERRehf. um stöðu reiknings 9867 og áramótatilkynningum til meðstefndu umsjálfskuldarábyrgð á reikningnum. Að ofangreindu virtu verða stefndu Kristbjörn Óli,Magnús, Þorsteinn Almar og Júlíus Þór, þegar af þessari ástæðu sýknaðir afkröfu stefnanda. Með hliðsjón af þessari niðurstöðu og með vísan til 1.mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda LERR ehf. gert að greiðastefnanda 400.000 krónur í málskostnað.Þá skal stefnandi með vísan til sömu lagagreinargreiða stefndu Kristbirni Óla, Magnúsi, Þorsteini Almari og Júlíusi Þór hverjumum sig málskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar ber að líta til eðlis og umfangsmáls þessa. Þá verður að líta til þess að stefndu byggðu í öllum meginatriðum ásömu málsástæðum. Þó að stefndu hafi hver um sig rétt til þess að haga og mótasínar varnir með þeim hætti er hann kýs verður ekki hjá því litið að stefnduhöfðu hagræði af vörnum hvor annars. Verður stefnanda gert að greiða stefnda Kristbirni Óla350.000 krónur í málskostnað, Magnúsi 400.000 krónur, Þorsteini Arnari 380.000krónur og Júlíusi Þór 380.000 krónur.Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp þennandóm.D Ó M S O R Ð:Stefndi LERR ehf. greiði stefnanda Arionbanka hf. 10.445.788 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 10.445.788 krónum frá 28. júní 2013til greiðsludags, að frádreginni innborgun þann 26. september 2013 að fjárhæð2.007.612 krónur.Stefndu Kristbjörn Óli Guðmundsson, MagnúsValþórsson, Þorsteinn Arnar Einarsson og Júlíus Þór Gunnarsson eru sýknaðir afkröfum stefnanda.Stefndi LERR ehf. greiði stefnanda 400.000krónur í málskostnað.Stefnandi greiði stefnda Kristbirni Óla350.000 krónur í málskostnað.Stefnandi greiði stefnda Magnúsi 400.000krónur í málskostnað.Stefnandi greiði Þorsteini Arnari 380.000krónur í málskostnað.Stefnandi greiði Júlíusi Þór 380.000krónur í málskostnað.
Mál nr. 28/1999
Skiptaverðmæti Sjómaður Kjarasamningur Aflamark
Útgerðarfélagið S lagði afla sinn upp hjá fiskverkuninni Þ. Félögin sömdu um að auk fjárgreiðslu legði Þ til eitt tonn af veiðiheimildum fyrir hver tvö tonn af afla sem S legði upp. Ágreiningur reis um hvaða verð ætti að miða við í hlutaskiptum áhafnar á skipi S og taldi skipverjinn M að leggja ætti markaðsverð veiðiheimilda Þ við þá fjárhæð sem Þ greiddi S fyrir aflann. Þar sem veiðiheimildirnar voru S ekki til frjálsrar ráðstöfunar var þessari kröfu hafnað og fallist á þá kröfu S að við hlutaskiptin yrði miðað við meðalverð sem úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna gaf út, enda var ekki sýnt fram á að unnt hefði verið að fá hærra verð fyrir aflann.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 20. janúar 1999. Hann krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Mörg ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. I. Eins og fram kemur í héraðsdómi var stefndi háseti á rækjutogaranum Baldri EA-108, nú Hvannabergi ÓF-72, á tímabilinu frá 21. desember 1995 til 21. mars 1996. Afli skipsins var verkaður í þrjár afurðir, frysta rækju á Japansmarkað, suðurækju og iðnaðarrækju, sem fór til frekari vinnslu í landi. Fyrir iðnaðarrækjuna fékk áfrýjandi 115.000 krónur í peningum fyrir hvert tonn ásamt hálfu tonni af aflamarki í rækju, sem hann skuldbatt sig til að landa hjá kaupandanum á móti jafnmiklu af eigin aflamarki. Var um svokölluð „tonn á móti tonni“ viðskipti að ræða. Uppgjör sitt við stefnda miðaði áfrýjandi aðeins við peningagreiðslurnar en tók ekkert tillit til aflamarksins. Leitað var til stéttarfélags stefnda til að kanna, hvort rétt hefði verið staðið að uppgjöri launa hans vegna þess verðmætis iðnaðarrækju, sem skipið kom með að landi. Höfðaði stéttarfélag stefnda mál gegn áfrýjanda fyrir Félagsdómi, sem kvað upp þann dóm 5. mars 1997, að áfrýjandi hefði brotið kjarasamning aðila með því að taka ekki tillit til verðmætis móttekins aflamarks fyrir seldan afla við tilgreiningu heildarskiptaverðmætis. Þrátt fyrir dóm Félagsdóms gerði áfrýjandi ekki upp laun við stefnda, og boðaði Sjómannafélag Ólafsfjarðar 15. maí 1997, að verkfall myndi hefjast á skipinu 6. júní 1997. Áfrýjandi höfðaði þá mál fyrir Félagsdómi til þess að fá verkfallið dæmt ólögmætt, en með dómi Félagsdóms 3. júní 1997 var kveðið á um það, að verkfall til þess að knýja á um umræddar greiðslur væri lögmætt. Hinn 5. júní 1997 greiddi áfrýjandi stefnda 29.898 krónur til viðbótar þeirri fjárhæð, sem hann hafði áður greitt honum. Var skiptaverðmætið miðað við meðalverð frosinnar rækju á þeim tíma, sem henni var landað, samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna, og reiknaður mismunur þess verðs og þeirrar peningagreiðslu, sem áfrýjandi fékk fyrir landaðan afla. Með þeirri greiðslu telur áfrýjandi sig hafa gert að fullu upp við stefnda. Stefndi telur aftur á móti að miða beri skiptaverðmætið við markaðsverð móttekins aflamarks, auk beinnar peningagreiðslu. II. Með dómi Hæstaréttar 15. febrúar 1996, H.1996.522, var dæmt um það, að kostnaður af kaupum á aflamarki teldist til útgerðarkostnaðar, sem óheimilt væri að láta skipverja taka þátt í. Ágreiningur máls þess, sem hér er til úrlausnar, varðar ekki kvótaviðskipti, heldur snýst hann um það, hvernig finna skuli út skiptaverðmæti aflans. Fyrir Hæstarétt hefur verið lögð yfirlýsing fyrrverandi framkvæmdastjóra Þormóðs ramma hf. og Sæbergs hf. 27. nóvember 1998. Þau fyrirtæki hafa nú verið sameinuð, en eins og lýst er í héraðsdómi gerði Sæberg hf. út Baldur EA-108, nú Hvannaberg ÓF-72, og Þormóður rammi hf. keypti aflann. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Samningarnir fólu í sér að kaupandi aflans Þormóður rammi hf. færði yfir til skips seljandans, þá Baldurs EA, aflaheimildir af skipum sínum auk þess sem greitt var umsamið verð fyrir aflann. Það var forsenda fyrir þessum viðskiptum, að skip seljandans veiddi upp í hinar yfirfærðu aflaheimildir og rækjunni sem aflaðist út á þær yrði landað hjá kaupandanum Þormóði ramma hf. Enginn ágreiningur hefur nokkurn tíma verið milli aðilanna um þessi efnisatriði í samningi þeirra og raunar er það alkunna í atvinnugreininni að samningar um „tonn á móti tonni“ feli í sér skuldbindingar af þessu tagi um nýtingu aflaheimildanna.“ Er ágreiningslaust milli aðila málsins, að viðskipti þessi fari fram á framangreindan hátt. Samkvæmt framansögðu var um gagnkvæman samning að ræða milli útgerðarmannsins og kaupanda aflans. Aflamarkið, sem útgerðarmaðurinn fékk, var honum ekki til frjálsrar ráðstöfunar og hafði því ekki sjálfstætt markaðsgildi fyrir hann. III. Eins og að framan greinir telur áfrýjandi verðmæti aflamarksins, sem hann fékk vegna aflans umfram fégreiðslu, vera mismun þess, sem greitt var fyrir landaðan afla í peningum og þess, sem hann hefði getað fengið fyrir aflann, ef hann hefði selt hann í annars konar viðskiptum, og miðar hann þar við meðalverð úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 84/1995 um úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, sbr. nú lög nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, er það hlutverk nefndarinnar að ákveða fiskverð, sem nota skal við uppgjör á aflahlut áhafnar einstakra skipa, eins og nánar er kveðið á um í lögunum. Á nefndin að afla ítarlegra gagna um fiskverð og birta reglulega upplýsingar um það, þannig að þær gagnist útvegsmönnum og sjómönnum sem best, sbr. 2. gr. Í 5. gr. er kveðið á um það, að nefndin skuli við ákvörðun sína taka mið af því fiskverði, sem algengast er við sambærilega ráðstöfun afla. Samkvæmt kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna, grein 1.26, III, um ráðstöfun afla í skiptum milli óskyldra aðila, getur áhöfn krafist samnings um uppgjörsverð og náist ekki samkomulag milli áhafnar og útgerðar skal vísa málinu til úrskurðarnefndar. Gögn málsins bera með sér, að það meðalverð, sem úrskurðarnefndin miðar við, hefur verið notað við ákvörðun skiptaverðs, þegar ágreiningur um slíkt hefur verið lagður fyrir nefndina á því tímabili, sem hér um ræðir. Samkvæmt framangreindum kjarasamningi, grein 1.26, I, skal útgerðarmaður tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fiskinn. Í máli þessu liggur ekki fyrir, að unnt hefði verið að fá hærra verð fyrir hinn umdeilda hluta aflans en meðalverð það, sem áfrýjandi byggði endanlegt uppgjör sitt við stefnda á. Telst áfrýjandi því hafa gert að fullu upp skiptahlut stefnda og ber að sýkna hann. Eftir atvikum er rétt að fella niður málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Áfrýjandi, Þormóður rammi - Sæberg hf., skal vera sýkn af kröfum stefnda, Magnúsar Þorgeirssonar. Málskostnaður fellur niður í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. nóvember 1998. I. Mál þetta, sem dómtekið var 20. október sl., er höfðað af Magnúsi Þorgeirssyni, kt. 170272-5019, Ægisgötu 3, Ólafsfirði, með stefnu þingfestri 30. september 1997 á hendur Þormóði ramma-Sæbergi hf., kt. 681271-1559, Aðalgötu 10, Siglufirði. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 103.565 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla l. nr. 25/1987 af kr. 54.910 frá 15.01.1996 til 15.04. s.á., en af kr. 94.005 frá þeim degi til 01.05. s.á., en af kr. 103.565 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum kr. 32.939.Þess er jafnframt krafizt, að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 15.01. 1997. Enn fremur er krafizt málskostnaðar að mati réttarins, auk álags, er nemi virðisaukaskatti af honum. Dómkröfur stefnda, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda.Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnanda að skaðlausu. II. Málavaxtalýsing stefnanda Stefnandi kveður málavexti vera þá, að Sæberg hf. hafi verið útgerðaraðili v/b Baldurs EA-108, nú Hvannberg ÓF-72, skipaskrárnr. 2206, allt fram til 01.01.1997, og hafi skipið verið gert út frá Ólafsfirði.Sæberg hf. hafi nú verið sameinað fyrirtækinu Þórmóði ramma hf., og sé hinu nýja sameinaða fyrirtæki, Þormóði ramma-Sæbergi hf., stefnt í máli þessu, sbr. XIV. kafla l. um hlutafélög nr. 30/1995. Hagsmunasamtök sjómanna og útgerðarmanna hafi um langt árabil átt í deilum um lögmæti þess, að sjómenn séu látnir taka þátt í útgerðarkostnaði skipa með því að fjármagna kaup á kvóta, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 1996, bls. 522.Ýmsum öðrum sambærilegum aðferðum hafi verið beitt við kvótakaup, og hafi ein þessara aðferða verið nefnd “tonn á móti tonni”, sem mál þetta fjalli um. Nánar tiltekið séu málavextir þeir, að stefnandi hafi starfað hjá stefnda sem háseti frá árinu 1995 á rækjutogaranum Baldri EA-108, nú Hvannbergi ÓF-72.Forsaga málsins sé sú, að Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga kannaði f.h. félagsmanns í því félagi, hvort rétt hefði verið staðið að uppgjöri launa þess starfsmanns vegna þess aflaverðmætis, sem Baldur kom með að landi í formi iðnaðarrækju.Þegar stefnandi byrjaði að starfa hjá stefnda, hafi afli skipsins verið verkaður í þrjár afurðir, þ.e. frysta rækju á Japansmarkað, suðurækju og iðnaðarrækju, en sú síðast nefnda hafi farið til frekari vinnslu í landi.Ágreiningur aðila hafi staðið um útreikning aflaverðmætis þess hluta rækjunnar, sem fór í frekari vinnslu sem iðnaðarrækja.Á tímabilinu 21.12.1995 til 21.03.1996 hafi heildarmagn rækju úr þeim veiðiferðum, sem stefnandi tók þátt í, sem verkuð og landað var sem iðnaðarrækja, verið 171.209 kg. Fyrir þennan afla hafi stefnda verið greiddar kr. 115.000 fyrir hvert tonn í peningum og eitt tonn af rækjukvóta (rækjuaflamark).Hér hafi því verið um svokölluð “tonn á móti tonni” viðskipti að ræða.Þrátt fyrir að kaupandi iðnaðarrækjunnar hafi greitt fyrir aflann bæði með peningum og kvóta, hafi aðeins verið gert upp gagnvart stefnanda og öðrum skipverjum miðað við peningagreiðslur þær, sem inntar voru af hendi í þessum viðskiptum. Í hinum svokölluðu “tonn á móti tonni” viðskiptum fái útgerðarmaður tvenns konar greiðslu fyrir landaðan afla.Annars vegar fái útgerðin peningagreiðslu miðað við magn, og hins vegar fái hún kvóta í formi aflamarks þeirrar fisktegundar, sem viðskiptin varði. Til þess að lýsa því hvernig þessi viðskipti fari fram, sé nærtækast að lýsa í stuttu máli viðskiptum stefnda og þeirra aðila, sem keyptu umrædda iðnaðarrækju af honum.Sem dæmi sé tekin löndun, sem fram fór þann 26.04.1995 og sem tilgreind sé á dskj. nr. 2 og 3.Allar upplýsingar um aflamagn og skiptingu komi frá Fiskistofu.Samkvæmt dskj. nr. 2 og 3 hafi Baldur EA-108 landað þann 26.04.1995 74.234 kg af iðnaðarrækju.Greitt hafi verið fyrir rækjuna kr. 115 pr/kg í peningum í skiptum við sjómenn og hafi heildaraflaverðmæti í uppgjörum til launa fyrir þennan hluta aflans verið kr. 8.536.910.Jafnframt því að stefndi fengi greitt í peningum fyrir þessa löndun hafi kaupandi iðnaðarrækjunnar, útgerð Sigluvíkur SI-2, greitt stefnda fyrir aflann með aflamarki í rækju.Greiðslan í formi kvóta fyrir þessa löndun hafi verið helmingur hins selda magns (tonn á móti tonni), þ.e. fyrir þau 74.234 kg af iðnaðarrækju, sem stefndi afhenti útgerð Sigluvíkur, hafi kaupandi afhent 37.117 kg af aflamarki í rækju.Greiðslan í formi aflamarks hafi farið þannig fram, að kaupandinn yfirfærði umrætt magn yfir á skip stefnda án frekari greiðslu.Samkvæmt skráningu hjá Fiskistofu hafi afhending kvótans farið fram þann 29.05.1995, sbr. dskj. nr. 4.Niðurstaðan hafi því verið sú, að stefndi fékk greiddar kr. 8.636.910 í peningum og 37.117 kg af aflamarki í úthafsrækju fyrir aflann.Á þeim tíma, sem þessi yfirfærsla aflamarksins fór fram, hafi gangverð á aflamarki úthafsrækju, samkvæmt upplýsingum frá fiskmörkuðum, verið a.m.k. kr. 60 pr/kg.Verðmæti þess aflamarks, sem yfirfært var með þessum hætti, hafi því verið kr. 2.227.020.Heildarverðmæti aflans hafi því verið kr. 10.763.930.Raunverulegt aflaverðmæti hafi því verið kr. 2.227.020 hærra en tilgreint hafi verið í uppgjöri til stefnanda vegna þessarar einu veiðiferðar. Alls hafi stefnandi farið í 2 veiðiferðir á skipi stefnda á því tímabili, sem hér um ræði. Heildarmagn iðnaðarrækju, sem landað hafi verið úr þeim veiðiferðum, sem stefnandi tók þátt í, hafi verið 171.209 kg.Fyrir þennan afla hafi útgerð stefnda fengið greitt bæði með peningum og aflamarki.Greiðslur í formi peninga hafi verið gerðar upp gagnvart stefnda. Verðmæti þeirrar greiðslu, sem fólst í afhendingu aflamarks, hafi hins vegar ekki verið gert upp gagnvart stefnanda.Fyrir fyrrnefnd 171.209 kg hafi stefndi fengið greitt með aflamarki alls helming hins landaða magns, eða 85.605 kg.Verðmæti þessa aflamarks, sem aldrei hafi verið gert upp gagnvart stefnanda, sé að mati stefnanda alls kr. 6.070.751.Byggi sú kröfugerð stefnanda á því, að verðmæti aflamarksins, sem afhent var í viðskiptum stefnda við fiskkaupendur, hafi verið hið sama og gangverð þess á markaði.Á umræddum tíma hafi markaðsverð á aflamarki úthafsrækju verið frá kr. 60-75.Sé kröfugerð stefnanda nánar útlistuð á dskj. nr. 2, sem geymi útreikning Sjómannasambands Íslands á kröfugerð stefnanda.Samkvæmt nefndum útreikningi sé óuppgerður launahlutur til stefnanda alls kr. 94.005.Við þá tölu bætist 10,17% orlof, og sé krafan því alls kr. 103.565.Gjalddagar hvers vangreidds launahlutar reiknist frá 15. mánaðardegi næsta mánaðar eftir löndun. Atferli stefnda hafi að þessu leyti sætt opinberri rannsókn, og hafi verið tekin lögregluskýrsla af forsvarsmanni Sæbergs hf. vegna þessa, sbr. dskj. nr. 9. Stéttarfélag stefnanda hafi ítrekað krafizt lögmæts uppgjörs á launum stefnanda án árangurs.Hafi farið svo, að Farmanna- og fiskimannasamband Íslands höfðaði mál fyrir Félagsdómi og krafðist þess, að aðferðir stefnda við uppgjör launahluta að þessu leyti yrðu dæmdar ólögmætar og brot á kjarasamningi aðila.Dómur hafi fallið í Félagsdómsmáli nr. 15/1996 þann 05.03.1997.Hafi þar verið viðurkennt, að stefndi hefði brotið kjarasamning aðila með því hátterni, sem lýst hafi verið hér að framan.Orðrétt segi í dómi Félagsdóms:“Stefndi, Landssamband íslenskra útvegsmanna f.h. Útvegsmannafélags Norðurlands vegna Sæbergs hf., telst hafa brotið gegn grein 1.03 í kjarasamningi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna með því að taka ekki tillit til verðmætis móttekins aflamarks fyrir seldan afla við tilgreiningu heildarskiptaverðmætis.”Þrátt fyrir að málið sé í raun dæmt í Félagsdómi að efni til hafi stefndi enn ekki gert upp laun við stefnanda. Eftir ítrekaðar kröfugerðir stéttarfélaga þeirra skipverja, sem starfað hafi á Baldri EA-108, nú Hvannbergi ÓF-72, hafi stéttarfélag undirmanna, Sjómannafélag Ólafsfjarðar, tilkynnt þann 15.05.1997, að verkfall myndi hefjast á umræddu skipi stefnda þann 06.06.1997, ef stefndi sinnti ekki samnings- og lögbundinni skyldu sinni til þess að gera réttilega upp við félagsmenn sína, þ.e. gera upp laun vegna verðmætis þess aflamarks, sem stefndi hafði þegið sem greiðslu fyrir afla.Hafi verkfallið verið byggt á því, að stefndi hefði ekki sinnt þeirri dómskyldu, sem Félagsdómur lagði fyrirtækinu á herðar.Allt að einu hafi stefndi neitað að gera upp launin, en höfðaði þess í stað mál fyrir Félagsdómi, í þeim tilgangi að fá verkfallið dæmt ólögmætt.Hafi Sjómannafélagi Ólafsfjarðar verið stefnt fyrir Félagsdóm þann 25.03.1997 í þessu skyni.Hafi stefndi tapað málinu, og hafi verkfall til þess að knýja á um umræddar greiðslur verið talið lögmætt. Til þess að afstýra frekara verkfalli, eftir að hafa tapað málinu öðru sinni í Félagsdómi, hafi stefndi síðan greitt hluta af kröfum félagsmanna Sjómannafélags Ólafsfjarðar, m.a. stefnanda.Stefndi hafi hins vegar ekki greitt kröfur félagsmanna annarra stéttarfélaga.Hlutagreiðsla stefnda hafi numið kr. 29.898 og hafi hún verið innt af hendi þann 05.06.1997, eftir að stefnda hafði verið sent innheimtubréf, sbr. dskj. nr. 14.Greiðslan hafi verið greidd beint til stefnanda.Stefndi hafi á engan hátt gert grein fyrir því, hvernig fjárhæð hlutagreiðslu hans sé reiknuð út, né heldur staðið skil á uppgjöri vegna þessa launahluta. Málsástæður stefnanda Stefnandi byggir málssókn sína á því, að þegar hafi verið dæmt um það, að uppgjörshættir stefnda séu ólögmætir í máli Félagsdóms nr. 15/1996, en sá dómur hafi res judicata áhrif í máli þessu. Stefnda sé þannig skylt að gera upp aflaverðmæti og greiða laun í samræmi við ákvæði laga nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og ákvæði greina 1.26 og 1.27 í kjarasamningi Landssambands íslenzkra útvegsmanna og Sjómannasambands Íslands, sbr. dskj. nr. 8. Samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum laga og kjarasamninga beri útgerðarmönnum að greiða laun miðað við það heildaraflaverðmæti, sem útgerðin fái fyrir aflann.Málsókn þessi byggi á því, að við uppgjör aflahlutar hafi stefndi vísvitandi lagt rangt aflaverðmæti til grundvallar við ákvörðun skiptaverðmætis og þannig dregið stóran hluta aflaverðmætis undan hlutaskiptum.Með þessum starfsaðferðum hafi stefndi greitt stefnanda lægri aflahluti en honum hafi borið samkvæmt lögum og kjarasamningi, sbr. l. nr. 24/1986 um skiptaverðmæti o.fl. Lögin um skiptaverðmæti séu grundvöllur að launakerfi sjómanna og hluti af kjarasamningi Landssambands íslenzkra útvegsmanna annars vegar og Sjómannasambands Íslands hins vegar.Ljóst sé, að verðmæti aflans, í skilningi 1. gr. laganna, geti aldrei verið háð einhliða ákvörðun útgerðarmanns, enda væri þá algerlega þýðingarlaust að ákveða skiptaprósentu með kjarasamningsgerð og löggjöf sem þessari, ef útgerðarmaður gæti síðan breytt forsendum útreiknings af eigin hentugleika.Sú háttsemi stefnda, að miða uppgjör launahluta og greiða skipverjum launahluti miðað við kr. 115 pr/kg, þegar stefndi raunverulega seldi sama afla fyrir mun hærra verð, þar sem hluti greiðslu fór fram með greiðslu aflamarks í úthafsrækju, sem ekki hafi komið til skipta til sjómanna, hafi að mati stefnanda falið í sér ólögmæta ráðstöfun stefnda og jafnframt brot á tilvitnuðum lögum, sem og kjarasamningi aðila. Að mati stefnanda verði að skýra ákvæði fyrrnefndra laga og kjarasamning aðila þannig, að allt það verðmæti, sem skip komi með að landi úr veiðiferð, komi til skipta við ákvörðun launahluta.Í grein 1.26 í kjarasamningi komi fram, að við hlutaskipti skuli miða við það heildarverðmæti, sem útgerðin fái fyrir aflann.Af þessu sé augljóst, að öll verðmæti komi til skipta og í þeim efnum skipti ekki máli, hvort greitt sé fyrir aflann með peningum eða einhverju öðru.Ef greitt sé með öðrum verðmætum en peningum, verði að meta þær greiðslur til peningavirðis og skipta þeim verðmætum, eins og lög og kjarasamningar geri ráð fyrir. Stefnandi vísar til meginreglna vinnuréttar um greiðslu verkkaups og meginreglna samningaréttar um skyldu til efnda samninga, auk laga nr. 30/1987 um orlof.Þá styður stefnandi kröfu sína við l. nr. 55/1980, l. nr. 19/1979 og l. nr. 80/1938.Vaxtakröfur styður hann við III. kafla l. nr. 25/1987 og málskostnaðarkröfu við l30. gr. l. nr. 91/1991.Kröfu um virðisaukaskatt styður hann við l. nr. 50/1988 og kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur. Málsástæður stefnda Stefndi kveður ágreiningslaust, að stefnandi hafi farið í þær veiðiferðir, sem geti í stefnu, og enn fremur, að um hafi verið að ræða svokölluð "tonn á móti tonni" viðskipti í þeim ferðum, sem um ræði.Hins vegar sé því mótmælt, að heildaraflaverðmæti, sem skiptahlutur stefnanda hafi nú verið miðaður við, sé ekki hæsta gangverð á afla á þeim tíma, sem um ræði, sbr. ákvæði 1.26 kjarasamnings LÍÚ og Sjómannasambands Íslands.Staðreyndir málsins séu þær, að eftir dómi Félagsdóms frá 5. marz 1997 í málinu nr. 15/1996, hafi stefnanda verið greiddar kr. 32.938 í viðbót við þá fjárhæð, sem hann hafði áður fengið greidda frá stefnda.Hafi stefndi gert það í samræmi við þá niðurstöðu dómsins, að komi kvóti sem endurgjald í viðbót við fégreiðslu fyrir afla, verði að telja líkur á, að slíkt hafi áhrif á fégjaldið til lækkunar.Í slíkum tilvikum eigi áhöfnin kröfu til þess, að við hlutaskiptin sé miðað við hærra verð en greitt hafi verið í peningum.Í máli því, sem hér um ræði, hafi þetta einmitt verið gert af hálfu stefnanda.Telji hann því, að eftir uppkvaðningu fyrrgreinds Félagsdóms, hafi hann að fullu gert upp við stefnanda í samræmi við nefndan dóm.Við uppgjörið hafi skiptahlutur stefnanda verið miðaður við sannanlegt meðalverð frosinnar rækju á þeim tíma, er henni var landað, sbr. niðurstöðu Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna á dskj. nr. 17.Það sé því ljóst, að stefndi hafi metið kvótaverðmæti það, sem hann fékk frá kaupanda aflans, til verðs við ákvörðun skiptaverðmætis vegna lokauppgjörs á launum stefnanda fyrir vinnu hans, í samræmi við fyrrgreindan dóm.Hafi stefndi einnig staðið stefnanda skil á orlofsgreiðslum af fyrrgreindri upphæð, en stefnandi haldi öðru fram í stefnu sinni. Í "tonni á móti tonni" viðskiptum skuldbindi útgerðarmaður sig til að landa afla sínum hjá þeim aðila, sem láti aflakvóta í té.Fyrir aflann sé svo greitt umsamið verð. Kvótinn, sem útgerðarmaðurinn fái, sé honum því ekki til frjálsrar ráðstöfunar og hafi því ekkert beint markaðsgildi fyrir hann.Hann geti ekki selt hann og ekki veitt upp í hann, landað aflanum síðan annars staðar og fengið almennt markaðsverð fyrir aflann.Þar að auki skuldbindi útgerðarmaðurinn sig til að selja þessum aðila aflann vegna þessa kvóta á fyrir fram umsömdu verði.Verðmæti kvótans fyrir útgerðarmanninn sé því aldrei hreint markaðsverð hans, enda sé greiðsla í formi kvótans hluti af gagnkvæmum samningi hans og aflakaupandans, sem innihaldi fleiri atriði, sem líta verði til.Þar sem um sé að ræða gagnkvæman samning, sé ekki hægt að líta á markaðsverð kvóta, þar sem aðeins komi fégreiðsla á móti til samanburðar, heldur verði að finna út raunverulegt verðmæti kvótans í þeim viðskiptasamningi, sem um ræði hverju sinni.Í þeim viðskiptum, sem hér um ræði, sé þetta einfalt. Raunverulegt verðmæti kvótans, sem stefndi fékk umfram fégreiðslu fyrir afla sinn, sé mismunur þess, sem greitt var fyrir landaðan afla í peningum og þess, sem stefndi hefði getað fengið fyrir aflann, ef hann hefði selt hann í frjálsum viðskiptum. Verð það, sem stefndi hefði fengið í frjálsum viðskiptum fyrir aflann, sé einungis hægt að finna út með því að miða við meðalverð afla á þeim tíma, sem landanir eigi sér stað.Upplýsingar um það sé að finna á dskj. nr. 17. Stefnandi krefjist þess, að skiptaverðmæti skuli miða við greidda fjárhæð í krónutölu og að auki markaðsverð kvóta á þeim tíma, sem um ræði.Með þessari aðferð verði skiptaverðmætið mun hærra en markaðsverð afla.Það sé af og frá, að samningur stefnda við aflakaupanda geti sjálfkrafa valdið því að verðmæti afla hans verði meira en markaðurinn segi til um og útgerðarmaður og aflakaupandinn miði við í samningi sínum.Í reikningsaðferð stefnanda felist í raun verðlagning, sem sé að engu leyti í samhengi við staðreyndir málsins.Með því sé átt við, að "tonn á móti tonni" viðskipti sé gagnkvæmur samningur útgerðarmanns og aflakaupanda, eins og áður segi.Samningurinn sé til hagsbóta fyrir alla aðila, þar sem útgerðarmaðurinn fái aukinn kvóta til veiða, aflakaupandinn fái meiri fisk til ráðstöfunar og sjómenn hærri laun vegna aukins afla. Útgerðarmaðurinn skuldbindi sig til að landa bæði sínu tonni og tonni fiskkaupa á tilteknu umsömdu verði og fá greitt fyrir það með peningum og tonni aflakaupandans.Eðlilega lækki krónutalan, sem útgerðarmaðurinn fái sem fégreiðslu, enda komi tonnið góða einnig sem greiðsla. Með því að nota útreikning stefnanda væri verið að láta útgerðina gera upp við sjómennina miðað við hærra skiptaverðmæti en stefndi hafi raunverulega fengið fyrir aflann.Ekki sé hægt að miða við, að útgerðarmaðurinn hefði keypt kvóta á frjálsum markaði, þar sem um slíkt sé ekki að ræða.Málsgrundvöllurinn verði að byggja á þeim viðskiptum, sem áttu sér raunverulega stað, en ekki einhverju allt öðru, enda yrði niðurstaða málsins með slíkri aðferð í engu samræmi við staðreyndir málsins.Útreikningsaðferð sjómanna sé aðeins leikur að tölum, sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.Til grundvallar viðskiptum stefnda og aflakaupandans liggi fyrir raunverulegar tölur, sem segi til um raunverulegt verðmæti kvótans, sem stefndi tók sem greiðslu fyrir afla sinn og hafi verið staðið skil á til stefnanda að fullu. Því fari fjarri, í viðskiptum “tonn á móti tonni”, að afhentar aflaheimildir séu reiknaðar á fullu markaðsverði inn í viðskiptin, þó að ljóst þyki, að þær hafi áhrif til lækkunar á það verð, sem greitt sé fyrir aflann í peningum. Telji stefndi því, að hann hafi að fullu greitt stefnanda launakröfu hans og leiði það óhjákvæmilega til sýknu hans. Telji stefnandi, að endanlegt uppgjör hans sé ekki miðað við hæsta gangverð, beri hann sönnunarbyrðina fyrir því. Stefndi kveðst byggja sérstaklega á því, að með því að taka við upphaflegri greiðslu án fyrirvara, hafi stefnandi samþykkt það verð, sem hlutaskiptin voru miðuð við. Ekki sé á því nokkur vafi, að áhöfn fiskiskips geti gert bindandi samning við útgerð sína um það verð, sem miða skuli hlutaskipti við í tilviki, þar sem aflaheimild komi til viðbótar við greitt verð. Komi það beinlínis fram í 3. gr. l. nr. 84/1995, að slíkir samningar skuli vera meginreglan, þar sem deilumálum verði ekki skotið til úrskurðarnefndar laganna, nema samningar hafi ekki tekizt milli útgerðar og áhafnar. Sé raunar í grein 1.26 í kjarasamningi LÍÚ við Sjómannasamband Íslands gert ráð fyrir slíkum samningi milli útgerðar og áhafnar. Athugasemdalaus viðtaka stefnanda á upphaflegu uppgjöri geti ekki verið annað en samþykki hans á uppgjörsmátanum og launagreiðslunni sem slíkri. Hljóti hún að jafngilda fyrir fram gerðum samningi um skiptaverðið. Telji stefndi í þessu sambandi, að sér hafi verið óskylt að inna frekari greiðslu af hendi til stefnanda eftir að Félagsdómurinn gekk. Þó að stefndi hafi innt þá greiðslu af hendi umfram skyldu, hljóti stefnandi að teljast jafnbundinn og áður af upphaflegri fyrirvaralausri kvittun sinni. Fallist dómurinn ekki á, að stefnandi hafi, með þessari fyrirvaralausu viðtöku sinni, glatað rétti sínum til frekari greiðslna úr hendi stefnda, þá byggi stefndi á því, að stefnandi hafi glatað rétti sínum með fyrirvaralausri viðtöku á svokölluðu lokauppgjöri. Með þeirri greiðslu hafi stefndi gert upp við stefnanda umfram skyldu, og hafi stefnandi tekið við því lokauppgjöri sem fullnaðargreiðslu líkt og hinni fyrri, án nokkurs fyrirvara. Hafi þó hvílt enn ríkari skylda á honum til þessa en í fyrra skiptið, þar sem kjaramál launþega stefnda höfðu verið til umfjöllunar hjá Félagsdómi. Í þessu sambandi bendi stefndi á, að fyrrgreindur dómur Félagsdóms fjalli ekki um fjárkröfu einstakra sjómanna á hendur stefnda, heldur hafi í því máli aðeins verið leitað viðurkenningar á, að uppgjörsmáti sá, er þá var viðhafður, hafi brotið í bága við ákvæði kjarasamninga. Ljóst sé, að stefnandi vissi, hvernig uppgjöri hans var háttað, þegar hann tók við launagreiðslu sinni, án nokkurs fyrirvara. Þetta hafi hann gert, þrátt fyrir að hinn 26. apríl 1992 hafi verið gefin yfirlýsing af fulltrúum Sjómannasambands Íslands og VSÍ um, að útgerðarmanni væri óheimilt að draga frá heildaraflaverðmæti kostnað vegna kaupa á kvóta og stöðugar deilur hafi verið síðastliðin ár um, hvernig haga skyldi þessum málum. Af þessum sökum hafi hvílt sérstök skylda á stefnanda að gera athugasemd, hafi hann ekki verið sáttur við uppgjör sitt og talið, að með því hefði verið á honum réttur brotinn. Það sé almenn regla í vinnurétti, að launþegi, sem megi verið ljós skekkja í launaútreikningi, verði að gera athugasemdir án ástæðulauss dráttar. Í máli því, sem hér sé til umfjöllunar, hafi stefnandi engar slíkar athugasemdir gert, fyrr en með innheimtubréfi dags. 30. maí 1997, dskj. nr. 14, og því verði að telja, að réttur hans til frekari launagreiðslna úr hendi stefnda séu fallnar niður vegna aðgerðarleysis hans sjálfs. Komist dómurinn að þeirri niðurstöðu, að stefndi hafi ekki gert að fullu upp við stefnanda eða að krafa hans sé ekki fallin niður fyrir aðgerðarleysi, krefst stefndi þess, að kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar með vísan til fyrrgreindra sjónarmiða. Dráttarvaxtakröfu stefnanda er sérstaklega mótmælt. Verulegur ágreiningur sé um uppgjörsmáta þann, sem stefnandi byggi kröfu sína á, og eðlilegt sé, að úr honum sé leyst fyrir dómstólum. Þegar greiðslurnar voru inntar af hendi á gjalddaga, hafi enginn ágreiningur verið um þær, enda hafi stefnandi tekið við þeim án nokkurs fyrirvara. Verði krafa stefnanda tekin til greina, krefst stefndi þess því, að dráttarvextir verði reiknaðir frá dómsuppsögu, en til vara frá þingfestingu málsins. Telji dómurinn þá niðurstöðu ekki í samræmi við atvik málsins, krefst stefndi þess, að upphafstíma dráttarvaxta beri að miða við 30. júní 1997, þ.e. mánuði eftir að stefnandi fyrst krafði stefnda um greiðslu kröfu sinnar, sbr. dskj. nr.14. Einnig sé mótmælt þeirri aðgerð stefnanda að krefjast dráttarvaxta af fjárhæð, sem honum hafi þegar verið greidd. Með því sé átt við, að stefnandi dragi þá fjárhæð, sem hann hafi þegar fengið úr hendi stefnda, ekki frá kröfu sinni fyrr en á greiðsludegi. Til stuðnings sýknukröfu sinni vísar stefndi til meginreglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga, laga nr. 84/1995 um úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, meginreglna kröfuréttar um fullnaðarkvittanir og tómlætis stefnanda. Málskostnaðarkröfu sína styður stefndi við XXI. kafla l. nr. 19/1991 (sic í grg.), einkum 130. gr. III. Forsendur og niðurstaða Í dómi Félagsdóms í málinu nr. 15/1996: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, vegna Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðurlands gegn Landssambandi íslenzkra útvegsmanna f.h. Útvegsmannafélags Norðurlands vegna Sæbergs hf. er kveðið á um það, að taka beri tillit til verðmætis móttekins aflamarks fyrir seldan afla við tilgreiningu heildarskiptaverðmætis. Stendur ágreiningur aðila um það, hvernig reikna beri verðmæti aflamarksins. Stefndi hefur greitt inn á kröfu stefnanda samtals kr. 32.939, sem hann telur fullnægjandi uppgjör til stefnanda vegna hluta hans í umdeildu aflamarki. (Í grg. stefnda, er talað um kr. 32.938, en um er að ræða samlagningarskekkju, sbr. dskj. nr.16). Er uppgjör þetta þannig fengið, að tekinn er mismunurinn á meðalverði frosinnar rækju samkvæmt útreikningi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna, sbr. dskj. nr. 17, og beingreiðslum, sem stefndi fékk fyrir landaðan afla. Af hálfu stefnanda er þessum uppgjörsmáta mótmælt. Fallast má á það með stefnanda, að útreikningur úrskurðarnefndarinnar sýni ekki rétt meðalverð rækjunnar, þar sem ekki er tekið inn í þann útreikning verðmæti aflamarks. Verð á rækjunni ræðst þannig af því, hvernig útgerðarmenn semja við kaupendur, þ.e., hvort eingöngu sé greitt með peningum eða samið sé um annars konar viðskipti, svo sem "tonn á móti tonni" eða "tvö tonn á móti tonni". Í slíkum viðskiptum lækkar peningagreiðslan hlutfallslega. Samningur sá, sem stefndi gerði um "tonn á móti tonni" viðskipti, liggur ekki fyrir í málinu, og eru allar fullyrðingar stefnda um takmörkun hans á yfirráðarétti yfir greiðslu í aflamarki ósannaðar. Ber því að leggja til grundvallar við hlutaskipti fullt verðmæti aflamarksins, eins og það var á frjálsum markaði á þeim tíma, sem um ræðir, og er það í samræmi við niðurstöðu framangreinds dóms Félagsdóms í málinu nr. 15/1996, tilvitnaðan kjarasamning og lög nr. 24/1986. Stefndi hefur í sjálfu sér ekki vefengt þau gangverð aflamarks, sem stefnandi miðar við í útreikningi sínum og eru sögð stafa frá Sjómannasambandi Íslands, sbr. dskj. nr. 3. Ber því að taka kröfur stefnanda til greina að fullu, en dráttarvextir reiknast eins og greinir í dómsorði. Stefndi hefur viðurkennt kröfu stefnanda með innborgunum, en málshöfðun þessi fylgdi í kjölfarið. Er því ekki fallizt á varnir stefnda, sem byggðar eru á tómlæti. Þá er ekki fallizt á sjónarmið stefnda um fyrirvarlausa móttöku stefnanda á uppgjöri, en fram kemur, að stefndi greiddi laun stefnanda inn á reikning hans í Sparisjóði Ólafsfjarðar, og liggur hvergi fyrir kvittun af hálfu stefnda eða önnur viðurkenning á fullnaðaruppgjöri. Eftir þessum úrslitum bar að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir eftir atvikum hæfilega ákveðinn kr. 75.000 og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Dómsorð: Stefndi, Þormóður rammi-Sæberg hf., greiði stefnanda, Magnúsi Þorgeirssyni, kr. 103.565 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla l. nr. 25/1987 af kr. 54.910 frá 15.01.1996 til 15.04. s.á., en af kr. 94.005 frá þeim degi til 01.05. s.á., en af kr. 103.565 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum kr. 32.939, og leggjast dráttarvextir við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 15.05. 1996. Enn fremur greiði stefndi stefnanda kr. 75.000 í málskostnað.
Mál nr. 301/2004
Verksamningur Verðtrygging
Verktakinn F ehf. gerði verktakanum R ehf. tilboð í aprílmánuði 2001 í vinnu við loftræstikerfi vegna framkvæmda hins síðarnefnda við húsnæði S hf. Í útboðsgögnum R ehf. var tekið fram að tilboð skyldi miða við byggingarvísitölu í marsmánuði 2001. R ehf. samþykkti tilboð F ehf. sem vann að verkinu og gerði R ehf. reikninga vegna þess á tímabilinu frá apríl til júlí 2002. Talið var að R ehf. hafi hlotið að vera það ljóst á hvaða gögnum F ehf. byggði tilboð sitt. Hafi R ehf. verið skylt að ganga úr skugga um hvort F ehf. mætti ganga út frá því sem vísu að hann ætti rétt á verðbótum í samræmi við ákvæði þeirra. Var því fallist á R ehf. bæri að greiða F ehf. verðbætur af fjárhæðum framangreindra reikninga.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 19. júlí 2004. Hann krefst þess að sér verði aðeins gert að greiða stefnda 256.978 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. desember 2003 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Ris ehf., greiði stefnda, Funa ehf., 270.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 21. apríl 2004. Mál þetta, sem dómtekið var 30. f.m., er höfðað 2. desember 2003. Stefnandi er Funi ehf. Dalvegi 28, Kópavogi. Stefndi er Ris ehf., Skeiðarási 12, Garðabæ. Stefnandi gerir þá kröfu að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 4.930.704,00, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt vaxtalögum nr. 38/2001 af kr. 71.465,00 frá 22.05.2002 til 21.06.2002, af kr. 97.734,00 frá 21.06.2002 til 27.06.2002, af kr. 436.334,00 frá 27.06.2002 til 30.06.2002, af kr. 463.498,00 frá 30.06.2002 til 12.07.2002, af kr. 1.755.958,00 frá 12.07.2002 til 19.07.2002, af kr. 1.898.801,00 frá 19.07.2002 til 20.07.2002, af kr. 2.085.187,00 frá 20.07.2002 til 27.07.2002, af kr. 2.285.187,00 frá 27.07.2002 til 28.07.2002, af kr. 2.476.607,00 frá 28.07.2002 til 30.07.2002, af kr. 2.489.268,00 frá 30.07.2002 til 03.08.2002, af kr. 3.147.312,00 frá 03.08.2002 til 17.08.2002, af kr. 3.186.504,00 frá 17.08.2002 til 23.08.2002, af kr. 3.197.929,00 frá 23.08.2002 til 24.08.2002, af kr. 3.680.449,00 frá 24.08.2002 til 31.08.2002, af kr. 3.783.638,00 frá 31.08.2002 til 27.09.2002, af kr. 3.812.075,00 frá 27.09.2002 til 29.09.2002, af kr. 4.860.684,00 frá 29.09.2002 til 30.12.2002, af kr. 4.912.847,00 frá 30.12.2002 til 30.01.2003, af kr. 4.919.704,00 frá 30.01.2003 til 28.02.2003 og loks af kr. 4.930.704,00 frá 28.02.2003 til greiðsludags. Frá skuldinni dragast alls kr. 3.928.277,00 vegna innborgana stefnda að fjárhæð kr. 3.841.979,00 og vegna kreditreiknings stefnanda dags. 22.10.2002 að fjárhæð kr. 86.298,00. Innborganir stefnda voru greiddar þann 15.08.2002 kr. 1.500.000,00; þann 16.10.2002 kr. 1.924.122,00; þann 16.12.2002 kr. 150.000,00; þann 24.02.2003 kr. 6.857,00; þann 24.02.2003 kr. 11.000,00; og loks þann 09.05.2003 kr. 250.000,00. Innborganir stefnda og kreditreikningur stefnanda dragast frá kröfunni miðað við stöðu skuldarinnar á innborgunardegi. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu samkvæmt mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi. Stefndi hefur aðallega krafist sýknu af kröfum stefnanda gegn greiðslu á 256.978 krónum auk dráttarvaxta frá 2. desember 2003 til greiðsludags. Til vara krefst stefndi þess að honum verði gert að greiða dráttarvexti af sömu fjárhæð frá síðara tímamarki en um getur í stefnu. Stefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda. I. Málið á rætur sínar að rekja til kröfu stefnanda um greiðslu tiltekinna reikninga á tímabilinu frá 22. apríl 2002 til og með janúar 2003. Ágreiningsefnið í málinu ef frá er talinn upphafstími dráttarvaxta tengist því eingöngu hvort stefnandi sem var undirverktaki stefnda við framkvæmdir við viðbyggingu við húsnæði Skýrr hf. að Ármúla 2 í Reykjavík eigi kröfu til verðbóta á tilboðsfjárhæð eða ekki. Um fjárhæðir eða útreikning þeirra er ekki deilt. Undirverktaka stefnanda sneri að liðum sem lutu að loftræstingu. Upphaf viðskiptanna á rót sína að rekja til þess að stefnandi gerði stefnda tilboð í gerð og uppsetningu loftræstikerfis í bygginguna. Því er haldið fram í stefnu að stefnanda hafi verið falið að bjóða í hina tilteknu verkliði aðalverksins og að hann hafi afhent stefnanda öll útboðsgögn aðalverkkaupa ásamt tilboðsskrá sem fylgdi útboðsgögnunum. Sagði fyrirsvarsmaður stefnanda, á þeim tíma, Kolviður Helgason fyrir dóminum að hann minnti að gögnin hefðu borist til stefnanda eins og annarra hliðstæðra fyritækja á þessu sviði enda hafi verið um auglýst verk að ræða sem allir stærri verktakar kynntu sér. Þá kom einnig fram í skýrslu hans og var ekki mótmælt að stefndi hafi verið búinn að fá tilboð frá honum er hann bauð í heildarverkið. Þannig er í ljós leitt að stefnandi gerði tilboðið á grundvelli útboðsgagna aðalverkkaupa og útfyllti tilboðsskrá sem fylgdi verklýsingu fyrir loftræstingu og skilaði tilboði sínu til stefnda þann 26. apríl 2001. Víst er að stefndi samþykkti tilboð stefnanda og er óumdeilt að þá hafi stofnast verksamningur milli stefnanda og stefnda. Hefur stefnandi lýst þessu með þeim orðum að stofnast hafi til samningsins á grundvelli þeirra útboðsskilmála og verklýsinga sem lagðar voru til grundvallar af hálfu aðalverkkaupa. Óumdeilt er að stefnandi gaf út reikninga í samræmi við framvindu verksins. Reikningar þeir sem kröfugerð stefnanda er reist á sundurliðast þannig: Nr. Útgáfudagur Gjalddagi Fjárhæð Nr. Útgáfudagur Gjalddagi Fjárhæð 1. 22.04.2002 22.05.2002 71.465,00 13. 23.07.2002 23.08.2002 5.237.00 2. 21.052002 21.06.2002 26.269,00 14. 23.07.2002 23.08.2002 6.188,00 3. 27.05.2002 27.06.2002 388.600,00 15. 24.07.2000 24.08.2002 482.520,00 4. 31.05.2002 30.06.2002 27.164,00 16. 31.07.2002 31.08.2002 78.379,00 5. 12.06.2002 12.07.2002 1.292.460.00 17. 31.07.2002 31.08.2002 24.810,00 6. 19.06.2002 19.07.2002 142.843,00 18. 27.08.2002 27.09.2002 28.437,00 7. 20.06.2002 20.07.2002 186.386,00 19. 29.08.2002 29.09.2002 303.160,00 8. 27.06.2002 27.07.2002 200.000,00 20. 29.08.2002 29.09.2002 745.449,00 9. 28.06.2002 28.07.2002 191.420,00 21. 30.11.2002 30.12.2002 52.163,00 10. 30.06.2002 30.07.2002 12.661,00 22. 30.12.2003 30.01.2003 6.857,00 11. 03.07.2002 03.08.2002 658.044,00 23. 31.01.2003 28.02.2003 11.000,00 12. 17.07.2002 17.08.2002 39.192,00 Fyrst um sinn voru greiðslur stefnda inntar réttilega af hendi að því leyti sem varðaði fjárhæð reikninga fyrir verkkaup. Síðan er það eftir að stefnandi hafði unnið við verkið í um það bil hálft ár að hann sendir stefnda reikning þann sem dagsettur er 29. ágúst 2002. Hljóðaði reikningur þessi sem var nr. 010588 upp á verðbætur að fjárhæð 745.449 krónur og fylgdi honum viðhengi með sundurliðun á útreikningi verðbóta. Þessi reikningur er þrætueplið í málinu en því er haldið fram af stefnda að stefnandi hafi ekki átt rétt á því að njóta verðbóta á verkþætti sína vegna þess að svo hafi ekki verið um samið. Skilningur stefnanda er á hinn bóginn sá að stefnandi eigi sambærilegan rétt til verðbóta og ráð er fyrir gert í útboðsskilmálunum. Í greinargerð stefnda segir að hann hafi tafarlaust haft samband við fyrirsvarsmann stefnanda er reikningurinn barst og sagt að ekki kæmi til greina að greiða honum verðbætur ofan á tilboðsfjárhæðina. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að hann hafi fyrst með bréfi lögmanns stefnda dagsettu 8. ágúst 2003 fengið vitneskju um sérstök og formleg andmæli stefnda við kröfunni um verðbætur. Komið hefur fram að stefndi gerði samning við fleiri undirverktaka vegna viðbyggingar SKÝRR og að þeir samningar hafi ýmist verið með þeim hætti að undirverktakar fengu verðbætur eða hið gagnstæða. Þegar stefndi samdi sérstaklega við undirverktaka um verðbætur var þeim verktökum gert að reiða fram biðgreiðslu og setja verktryggingu. Stefnandi kveðst ekki hafa gert neitt slíkt enda hafi ekki verið farið fram á það við hann af stefnda. Kom fram í máli fyrirsvarsmanns stefnda að til þess að geta borið saman tilboð í verkþættina þyrfti að liggja fyrir hvort tilboðsgjafinn setti að skilyrði að hann fengi verðbætur eða ekki. Aðiljar eru sammála um að verðbætur hafi ekki komið til tals milli þeirra við samningsgerðina. II. Stefnandi byggir á því í greinargerð sinni að skilningur hans á efni samnings hans við stefnda sem um er deilt byggist á viðtekinni venju á sviði verksamninga um byggingarframkvæmdir og aðrar stærri framkvæmdir. Ekkert kom fram undir rekstri málsins sem styður þá staðhæfingu að þessi sé raunin. Kom fram í máli, Kristins Jörundsonar, fyrirsvarsmanns stefnda að hann hefði ekki vanist því í slíkum viðskiptum að verðbætur væru greiddar nema sérstaklega væri um þær samið. Fyrirsvarsmaður stefnanda á þeim tíma, Kolviður Helgason, sagði aftur á móti það heyrði til undantekninga að verðbætur væru ekki greiddar og þá væri það sérstaklega tekið fram og ætti einkum við þegar verkið spannaði skamman tíma. Kom fram í máli hans að þegar staðið væri að útboðum með þeim hætti eins og hér er til umræðu væri í raun verið að búa til hóp til þess að sinna verkefninu sameiginlega. Í þessu sambandi benti hann á að aðalverktakinn þyrfti að fá undirskrift undirverktaka á plagg þar sem hann tekur að sér að ábyrgjast alfarið gagnvart byggingafulltrúa þann verklið sem hann tekur að sér samkvæmt útboðsgögnunum. Auk þessa þurfi aðalverktakinn að tilkynna verkkaupa hverjir séu undirvertakar hans. Sagði Kolviður að Jóhann starfsmaður stefnda hafi komið til hans og eftir að hann hafði skrifað undir tilboðsblaðið og þeir handsalað að hann tæki verkið að sér auk þess sem hann skrifaði á yfirlýsingu til byggingarfulltrúa, þá hafi hann í leiðinni skrifað undir það að hann ábyrgðist verkið gagnvart verkkaupa og að hann ábyrgðist þennan verklið alfarið. Í öllu þessu ferli var gengið út frá því að útboðsgögn þau sem áður er lýst lægju til grundvallar. Kom fram í máli Kolviðs að allt hefði verið venju samkvæmt í samningsferlinu og að í sambærilegum tilfellum væri ekki venja og í raun algjör óþarfi að ganga frá sérstökum samningi milli aðal- og undirverktaka heldur væri byggt á útboðsgögnunum eins og gert var í þessu tilfelli. Beðið var um tölur á síður sem voru hluti útboðsgagna og stefnandi útfyllti þær og gekk að öllu leyti út frá því sem hann las í gögnunum, m.a. hafi hann veitt því sérstaka athygli að mælt var fyrir um verðbætur enda nánast útilokað að hafa annan hátt á þegar um svo langan verktíma er að ræða, m.a vegna þess að verð á aðföngum geti breyst, m.a. vegna gengisbreytinga. Kom fram í frásögn Kolviðs að stefnandi hafi haft rafverktaka sem undirverktaka við sinn verklið og að honum hafi verið greiddar verðbætur í samræmi við gögnin. Fyrirsvarsmaður stefnda sem hefur að eigin sögn 13 ára reynslu af störfum í tengslum við byggingarframvæmdir lýsti fyrir dóminum þeirri skoðun sinni að til þess að undirverktaki ætti rétt á verðbótum yrði að semja um það sérstaklega en í umræddu tilfelli hefði hann ekki sett fram slíkt skilyrði og hefði því af hálfu stefnda verið gengið út frá því við samanburð á tilboðum að þessi tilboðsgjafi áskildi sér ekki verðbætur. Upplýsti hann að aðalverktakinn hefði fengið greiddar verðbætur á þann verklið sem um ræðir. Fram hefur komið að Kolviður og Kristinn hafa mikla reynslu af verktakastarfsemi. Hefur Kolviður starfað við greinina í 22 ár og Kristinn í 13 ár. III. Ekki þykir dómara vera neinn ágreiningur sem máli skiptir milli aðilja um hvernig staðið var að samningsgerðinni og ótvírætt að samningur hafi komist á milli aðilja. Engar umræður voru um verðbætur og stendur því eftir að leiða í ljós hvort stefnandi getur byggt rétt sinn til verðbóta á því að slíkt ákvæði var óumdeilanlega til staðar í útboðslýsingunni sem hann hafi undir höndum er hann gerði tilboð sitt. Er það álit dómsins að það hljóti að hafa verið skylda stefnda sem hlaut að vera ljóst á hvaða gögnum stefnandi byggði tilboð sitt að ganga úr skugga um áður en hann batt það fastmælum við stefnanda að hann tæki að sér verkið, hvort hann mætti ganga út frá því sem vísu að hann fengi verðbætur í samræmi við ákvæðið í útboðsgögnunum sem segir að tilboð skuli miða við byggingarvísitölu mars mánaðar 2001. Enginn ágreiningur er eins og áður segir um útreikninga. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið fólst því réttur stefnanda til verðbóta í samningi þeim sem komst á milli málsaðilja og leiddi til þess að stefnandi tók að sér undirverktöku hjá stefnda. Telur dómurinn að það veiki ekki réttarstöðu stefnanda að hann reiddi ekki fram, óumbeðinn, biðgreiðslu eða framkvæmdatryggingu eins og gert er ráð fyrir í útboðslýsingu og verði það að teljast í verkahring stefnda, sem aðalverktaka, að fara fram á slíkt. Sú staðreynd, sem ekki hefur verið í móti mælt, að aðrir undirverktakar sem ekki sömdu um verðbætur gerðu upp án þess að krefjast verðbóta hefur ekkert gildi í þessu máli enda liggur ekkert fyrir um það hvort þeir hafi átt rétt til þeirra. Auk þess sem nú hefur verið sagt og í ljósi þess að stefndi fékk sjálfur greiddar verðbætur á greiðslurnar verður að telja þessa niðurstöðu sanngjarna í garð beggja málsaðilja og því í samræmi við þá grundvallarreglu við túlkun samninga að leita sanngjarnrar niðurstöðu. Er því niðurstaða dómara að stefndi skuli greiða stefnanda verðbætur að fjárhæð 745.449 krónur auk dráttarvaxta sem dómari telur rétt að reikna frá 29.09. 2004 eins og stefnandi gerir kröfu um í stefnu. Að fenginni þessari niðurstöðu þykja ekki efni til að fjalla um aðrar málsástæður sem stefnandi hefur haft uppi og varða einkum það hvort stefndi hafi sýnt af sér tómlæti með því að mótmæla ekki umþrættum verðbótareikningi tafarlaust. Stefndi hefur sjálfur viðurkennt að hann skuldi stefnanda 256.978 krónur vegna annarra viðskipta sem kröfugerð stefnanda tekur til og jafnframt að bókum stefnanda og stefnda beri saman að öðru leyti en varðar reikninginn vegna kröfunnar um verðbætur sem þegar hefur verið ályktað að honum beri að greiða. Stefnda ber því að greiða stefnanda 1.002.427 krónur með dráttarvöxtum eins og greinir í dómsorði. Auk þess sem áður hefur verið sagt um dráttarvexti þá er fallist á að sú tilhögun stefnanda að krefjast dráttarvaxta að liðnum mánuði frá útgáfu hvers reiknings á það sem vantar upp á fullnaðargreiðslu sé réttmæt og í samræmi við 3. mgr. 5. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Eftir þessum úrslitum verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað, eins og í dómsorði greinir. Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Stefndi, Ris ehf., greiði stefnanda, Funa ehf. skuld að fjárhæð 1.002.427,00 krónur ásamt dráttarvöxtum af kr. 71.465,00 frá 22.05.2002 til 21.06.2002, af kr. 97.734,00 frá þeim degi til 27.06.2002, af kr. 436.334,00 frá þeim degi til 30.06.2002, af kr. 463.498,00 frá þeim degi til 12.07.2002, af kr. 1.755.958,00 frá þeim degi til 19.07.2002, af kr. 1.898.801,00 frá þeim degi til 20.07.2002, af kr. 2.085.187,00 frá þeim degi til 27.07.2002, af kr. 2.285.187,00 frá þeim degi til 28.07.2002, af kr. 2.476.607,00 frá þeim degi til 30.07.2002, af kr. 2.489.268,00 frá þeim degi til 03.08.2002, af kr. 3.147.312,00 frá þeim degi til 15.08.2002, af kr. 1.647.312,00 frá þeim degi til 17.08.2002, af kr. 1.686.504,00 frá þeim degi til 23.08.2002, af kr. 1.697.929,00 frá þeim degi til 24.08.2002, af kr. 2.180.449,00 frá þeim degi til 31.08.2002, af kr. 2.283.638,00 frá þeim degi til 27.09.2002, af kr. 2.312.075,00 frá þeim degi til 29.09.2002, af kr. 3.360.684,00 frá þeim degi til 16.10.2002, af kr. 1.436.562,00 frá þeim degi til 22.10.2002, af kr. 1.350.264,00 frá þeim degi til 16.12.2002, af kr. 1.200.264,00 frá þeim degi til 30.12.2002, af kr. 1.252.427,00 frá þeim degi til 30.01.2003, af kr. 1.259.284,00 frá þeim degi til 24.02.2003, af kr. 1.241.427,00 frá þeim degi til 28.02.2003, af kr. 1.252.427,00 frá þeim degi til 09.05.2003 og loks af kr. 1.002.427,00 frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 300.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 540/2014
Kærumál Kæruheimild Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
B og K höfðuðu málgegn H og kröfðust viðurkenningar á rétti þeirra til afsláttar af kaupverðitiltekinnar fasteignar sem og til að skuldajafna ógreiddum eftirstöðvumkaupverðsins við afsláttarkröfuna, sem var sömu fjárhæðar. Þá kröfðust þau þessað H gæfi út afsal til þeirra fyrir fasteigninni að viðlögðum dagsektum aukþess sem þau kröfðust málskostnaðar. Við þingfestingu málsins í héraði lögðu Bog K fram bókun þar sem þau lýstu yfir að þar sem H hefði orðið við kröfumþeirra um afslátt, skuldajöfnuð og útgáfu afsals féllu þau frá þeim kröfum enhins vegar héldu þau kröfu sinni um málskostnað til streitu. Laut deila aðilaað því hvort B og K hefðu fengið afsalið undirritað af H áður en henni var birtstefna í málinu. Héraðsdómur taldi B og K ekki hafa lögvarða hagsmuni af því aðfá úrlausn um málskostnaðarkröfu sína og vísaði málinu frá héraðsdómi. Íniðurstöðu Hæstaréttar var rakið að B og K hefðu lagt fram gögn um að umslagmeð afsalinu hefði verið póstlagt degi eftir að H hefði verið birt stefna ímálinu og kváðust þau hafa fengið það afhent degi síðar. Hefði H ekki lagt framgögn um með hvaða hætti hún hefði sent afsalið til B og K, en samkvæmt 16. laganr. 40/2002 um fasteignakaup bæri hún sönnunarbyrði fyrir því að hún hefði sentþað með sannlegum hætti sem gilt þætti að nota. Þá sönnunarbyrði hefði hún ekkiaxlað. Var því lagt til grundvallar að B og K hefðu ekki fengið afsalið íhendur fyrr en tveimur dögum eftir að málið var höfðað. Hefði þeim að lögumverið rétt að halda málskostnaðarkröfu sinni til streitu þótt þau hefðu viðþingfestingu málsins fallið frá öðrum kröfum sínum. Var hinn kærði úrskurðurþví felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrarmeðferðar.
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ViðarMár Matthíasson, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttarmeð kæru 29. júlí 2014 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. ágúst samaár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. júlí 2014 þar sem vísað varfrá dómi máli sóknaraðila á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr.143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess aðhinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að takamálið til efnismeðferðar. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði ogkærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinuverði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn kærði úrskurður verðistaðfestur. Í báðum tilvikum krefst hún kærumálskostnaðar. I Sóknaraðilar keyptu 27. mars 2013 fasteigninaFrjóakur 4 í Garðabæ af varnaraðila. Umsamið kaupverð var 99.500.000 krónur ogskyldi það greiðast með þremur greiðslum, þeirri fyrstu 66.500.000 krónur viðundirritun kaupsamnings, næstu við afhendingu 10. maí 2013, 32.000.000 krónurog loks við útgáfu afsals 10. júní 2013, 1.000.000 krónur. Ekki liggur annaðfyrir en að sóknaraðilar hafi greitt fyrstu tvær greiðslurnar á gjalddögumþeirra, en þá þriðju greiddu þeir ekki á gjalddaga. Sóknaraðilar halda því framað fjölmargir gallar hafi komið fram á fasteigninni sem varnaraðili eigi aðbera ábyrgð á. Þeir telja að kostnaður við að bæta úr ætluðum göllum sé nálægt1.500.000 krónur og ákváðu að halda eftir síðustu greiðslunni til tryggingarþví að úr ætluðum göllum yrði bætt. Ekki mun hafa náðst samkomulag um þetta. Sóknaraðilarrituðu varnaraðila bréf 4. febrúar 2014 þar sem rakið var að þeir teldu ýmsagalla hafa komið fram á fasteigninni og að kostnaður þeirra vegna úrbóta væri1.519.939 krónur. Til þess að ljúka málinu væru þeir reiðubúnir til að lýsa þvíyfir að þeir féllu frá skaðabótakröfu sinni gegn útgáfu afsals af hálfu varnaraðila.Yrði þá ætluð krafa þeirra greidd með skuldajöfnuði við þær 1.000.000 krónur,sem þeir hefðu haldið eftir af kaupverðinu. Með bréfinu sendu sóknaraðilarafsal, sem undirritað var af þeirra hálfu 3. febrúar 2014 og var réttundirskrift þeirra og dagsetning vottuð af tveimur vitundarvottum. Í bréfinuvar þess óskað að varnaraðili undirritaði afsalið af sinni hálfu og sendi þaðtil baka innan tíu daga. Sóknaraðilar hafa lagt fram gögn sem þeir segja aðsýni að varnaraðili hafi sótt bréfið á pósthús 11. febrúar 2014. Sóknaraðilarkveðast ekki hafa fengið afsalið til baka undirritað af varnaraðila innan þesstíu daga frests er áður greinir. Þeir höfðuðu mál fyrir héraðsdómi með birtingustefnu 4. mars 2014. Þar var krafist viðurkenningar á rétti þeirra tilafsláttar af kaupverði fasteignarinnar að fjárhæð 1.000.000 krónur og jafnframtað viðurkenndur yrði réttur þeirra til að skuldajafna ógreiddum eftirstöðvum kaupverðsað sömu fjárhæð við afsláttarkröfuna. Þá kröfðust þeir jafnframt að varnaraðiligæfi út afsal til þeirra fyrir fasteigninni að viðlögðum dagsektum auk þess semþeir kröfðust málskostnaðar. Varnaraðili sendi sóknaraðilum afsalið undirritaðaf sinni hálfu en ágreiningur er með aðilum um hvenær það var sent og móttekiðaf sóknaraðilum. Þeir hafa lagt fram gögn um að umslagið með afsalinu hafiverið póstlagt 5. mars 2014, einum degi eftir að varnaraðila var birt stefna ímálinu. Þeir kveðast hafa fengið það afhent 6. sama mánaðar. Varnaraðilimótmælir þessu, en hefur ekki lagt fram gögn eða fært með öðrum hætti sönnur aðþví hvenær hún sendi umslagið með afsalinu eða hvenær það var afhentsóknaraðilum. Málið var þingfest í héraði 12. mars 2014og var þá meðal annars lögð fram bókun af hálfu sóknaraðila þar sem lýst varyfir að þar sem varnaraðili hefði orðið við kröfum þeirra um afslátt,skuldajöfnuð og útgáfu afsals féllu þeir frá þeim kröfum en héldumálskostnaðarkröfunni til streitu. Varnaraðili krafðist frávísunar málsins ogféllst héraðsdómur á þá kröfu. II Kröfu sínar um frávísun málsins fráHæstarétti reisir varnaraðili á því að krafa sóknaraðila sé um að þeir fágreiddan málskostnað að fjárhæð 682.414 krónur. Samkvæmt 4. mgr. 150. gr. laganr. 91/1991 verði reglum þeirra laga um áfrýjunarmál beitt um kærumál eftir þvísem við geti átt, enda séu ekki sérreglur um þau mál. Þar sem ekki sésérstaklega fjallað um málskotsfjárhæð í XXIV. kafla laga 91/1991 gildi ákvæði1. mgr. 152. gr. laganna um áfrýjunarfjárhæð. Samkvæmt því og auglýsingu innanríkisráðherra5. desember 2013 sé áfrýjunarfjárhæð 761.423 krónur frá 1. janúar 2014 og gildihún út það ár. Þar sem fjárhæð kröfu sóknaraðila nái ekki áfrýjunarfjárhæðbresti skilyrði til kæru í málinu og sé óhjákvæmilegt að vísa því fráHæstarétti. Eins og ítrekað hefur verið í dómaframkvæmdHæstaréttar hefur skilyrði 1. og 2. mgr. 152. gr. laga nr. 91/1991 verið beittum kæru til Hæstaréttar, sbr. 4. mgr. 150. gr. laganna. Má um þetta í dæmaskynivísa til dóma réttarins 19. maí 1994 í máli nr. 176/1994, sem birtur er á síðu1101 í dómasafni réttarins það ár og 7. maí 2013 í máli nr. 290/2013. Þessiregla á þó ekki við í þeim tilvikum sem máli er vísað frá héraðsdómi. Í þeimtilvikum verður ekki gerð krafa um að hagsmunir nái áfrýjunarfjárhæð, sbr. tildæmis dóm Hæstaréttar 9. september 2014 í máli nr. 573/2014. Samkvæmtframansögðu verður kröfu varnaraðila um frávísun málsins frá Hæstarétti hafnað. III Að efni til deila aðilar einkum um hvortsóknaraðilar hafi fengið í hendur undirritað afsal frá varnaraðila áður enhenni var birt stefna í málinu. Afsal fyrir fasteign er að jafnaði einhliðayfirlýsing seljanda um fyrirvaralausa yfirfærslu eignarréttar að hinni seldufasteign til kaupanda. Skjalið er eins konar kvittun til kaupanda og af þvíleiðir að seljandi telur að kaupandi hafi efnt þær skyldur sem á honum hvíldusamkvæmt kaupsamningi. Afsal varnaraðila var því einhliða yfirlýsing hennar umfyrirvaralausa yfirfærslu eignarréttar til sóknaraðila að fasteigninni Frjóakri4 í Garðabæ. Afsalið fól jafnframt í sér að varnaraðili hygðist una við þáákvörðun sóknaraðila að þeir héldu eftir hluta kaupverðs, enda segir í afsalinuað kaupverðið sé að fullu greitt. Er þetta í samræmi við ákvæði 2. mgr. 11. gr.laga nr. 40/2002 um fasteignakaup. Í bréfi sóknaraðila 4. febrúar 2014 varáskorun til varnaraðila um að samþykkja útgáfu afsals og senda það innantiltekins frests sem var tilgreindur tíu dagar. Áskorun þessi er í samræmi við1. mgr. 2. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Fyrirliggur að varnaraðili samþykkti tilboð sóknaraðila og sendi afsalið af sinnihálfu. Hún heldur því fram að ósannað sé að sóknaraðilum hafi ekki veriðkunnugt um útgáfu hennar á afsali er þeir höfðuðu málið 4. mars 2014. Samkvæmt1. mgr. 2. gr. laga nr. 7/1936 er samþykki bindandi þegar það er komið tilmóttakanda. Í 16. gr. laga nr. 40/2002 eru fyrirmæli um tilkynningar kaupandaog seljanda í fasteignakaupum. Samkvæmt ákvæðum þeirrar greinar skal sendatilkynningar samkvæmt lögunum með sannanlegum hætti, sem gilt þykir að nota viðþær aðstæður sem um ræðir. Sé það gert ber sendandi ekki ábyrgð þótt sendinguseinki eða mistök verði við hana svo hún komist ekki til viðtakanda, eða ekki áréttum tíma. Varnaraðili hefur ekki lagt fram gögn um með hvaða hætti hún sendiafsalið til sóknaraðila. Samkvæmt síðastgreindu lagaákvæði ber húnsönnunarbyrði fyrir því að hún hafi sent það með sannlegum hætti, sem giltþykir að nota. Þá sönnunarbyrði hefur hún ekki axlað. Verður því að leggja tilgrundvallar staðhæfingar sóknaraðila, sem þeir hafa stutt nokkrum gögnum, um aðþeir hafi ekki fengið afsalið í hendur fyrr en 6. mars 2014, tveimur dögumeftir að málið var höfðað. Þeim var að lögum rétt að halda málskostnaðarkröfusinni til streitu þótt þeir féllu við þingfestingu málsins frá öðrum kröfumsínum. Verður því að hafna forsendum og niðurstöðu héraðsdóms um að þeir hafiekki haft lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um málskostnaðarkröfu sína. Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn kærðiúrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrarmeðferðar. Ákvörðun um málskostnað í héraði bíðurefnisdóms. Varnaraðili greiði sóknaraðilakærumálskostnað eins og í dómorði greinir. Dómsorð: Hinnkærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið tillöglegrar meðferðar. Varnaraðili, Hafdís Inga Gísladóttir, greiðisóknaraðilum, Björgu Júlíönu Árnadóttur og Kristjáni Ólafssyni, 350.000 krónurí kærumálskostnað.
Mál nr. 396/2000
Kærumál Dómkvaðning matsmanns Forkaupsréttur
B, eigandi landspildu, sem skilin hafði verið frá jörðinni E, fékk kauptilboð í spilduna og bauð í framhaldi af því F, eiganda jarðarinnar E, forkaupsrétt að spildunni með vísan til þinglýstrar kvaðar á henni. F tilkynnti B að hann hygðist neyta forkaupsréttar, en jafnframt að hann hefði ákveðið að leita mats dómkvaddra manna á verðmæti landspildunnar með stoð í 34. gr. jarðalaga nr. 65/1976, þar sem hann teldi kaupverð samkvæmt samningnum óeðlilega hátt. Jarðanefnd hafnaði ósk F um að hún samþykkti að hann fengi dómkvadda matsmenn samkvæmt tilvitnuðu ákvæði. Kærði F ákvörðunina til landbúnaðarráðuneytisins, sem felldi hana úr gildi og mælti fyrir um að F væri heimilt að leita dómkvaðningar matsmanna. F krafðist þá dómkvaðningar tveggja matsmanna fyrir héraðsdómi til að skoða, mæla og meta eðlilegt söluverð og nákvæma stærð landspildunnar. Héraðsdómari hafnaði beiðninni. Var niðurstaða héraðsdóms staðfest, en talið var að 34. gr. jarðalaga tæki ekki til forkaupsréttar, sem eingöngu ætti sér stoð í samningi, og að ekki yrði séð að fenginni þeirri niðurstöðu hvaða hagsmuni F hefði af því að fá matsgerð um stærð landspildunnar.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. október 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 3. október 2000, þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að dómkveðja tvo menn til þess að „skoða, mæla og meta eðlilegt söluverð og nákvæma stærð“ nánar tiltekinnar landspildu úr jörðinni Einholti í Sveitarfélaginu Hornafirði. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða málskostnað í héraði og kærumálskostnað. I. Samkvæmt gögnum málsins fékk Lilja G. Friðriksdóttir afsal fyrir jörðinni Einholti 20. september 1993 úr hendi Steinþórs Einarssonar. Í afsalinu var tekið fram að undanskilin sölunni væri „ca. 70 ha. afgirt spilda milli Lambleiksstaða og Árbæjar, sem takmarkast að sunnan af þjóðvegi og af línu norðan Þingskálahóla.“ Með kaupsamningi 18. júní 1994 seldi Steinþór Stefáni G. Steinarssyni landspildu, sem lýst var hvað staðsetningu varðar á sama hátt og að framan greinir, að því frátöldu að mörk hennar að norðanverðu voru sögð ráðast af „línuvegi (Byggðalínu)“. Í samningnum var spildan talin vera 122 hektarar að stærð. Í tengslum við þessa ráðstöfun gerði Lilja yfirlýsingu 19. desember 1995, þar sem meðal annars kom fram að eftir kaup hennar á Einholti hafi landspildan, sem var undanþegin kaupunum, verið mæld eftir loftmynd og reynst vera um 170 hektarar. Til þess var vísað að stærð spildunnar réðist af landamörkum og væru þau óumdeild milli Lilju og Steinþórs. Sagði síðan í yfirlýsingunni: „Geri ég því engar kröfur í þessa spildu og lýsi því jafnframt yfir að ég hef ekki hug á að nýta mér forkaupsrétt á henni, vegna kaupa Stefáns Steinarssonar á hluta úr spildunni“. Í niðurlagi yfirlýsingarinnar var tekið fram að þinglýsa ætti þeirri kvöð á spilduna, sem var undanskilin kaupum Lilju í upphafi, að eigandi Einholts ætti forkaupsrétt að henni, hvort sem hún yrði seld í heild eða að hluta. Þessu til samræmis varð Stefán þinglýstur eigandi að spildu úr landi Einholts, 122 hektara að stærð, en Steinþór var áfram þinglýstur eigandi 48 hektara landspildu. Samkvæmt þinglýsingarvottorði gerði Steinþór jafnframt yfirlýsingu 20. desember 1995, þar sem samþykkt var að eigandi Einholts nyti forkaupsréttar að „spildunni“. Með kaupsamningi 21. júní 1995 seldi Stefán G. Steinarsson varnaraðila áðurnefnda 122 hektara landspildu. Liggur fyrir í málinu yfirlýsing 15. mars 1998 um að eigandi Einholts falli frá forkaupsrétti við sölu landspildunnar til varnaraðila. Yfirlýsingin var undirrituð af Steindóri R. Ágústssyni, sem ráðið verður af öðrum gögnum málsins að hafi verið maki Lilju G. Friðriksdóttur, en um eignarheimild hans að Einholti liggur ekkert nánar fyrir. Steindór seldi sóknaraðila jörðina með kaupsamningi 8. maí 1998, þar sem meðal annars var tekið fram að kaupin næðu ekki til landspildu, sem væri um 170 hektarar að stærð, en eigandi Einholts ætti þó forkaupsrétt að henni. Sóknaraðila var gefið út afsal fyrir jörðinni 8. september 1998. Varnaraðili fékk kauptilboð 20. janúar 2000 í landspildu sína frá Bergi Bjarnasyni, sem bauðst til að greiða fyrir hana 2.800.000 krónur í einu lagi við gerð kaupsamnings og útgáfu afsals. Áritaði varnaraðili kauptilboðið samdægurs um samþykki þess. Sóknaraðila var kynnt þessi ráðstöfun með bréfi varnaraðila 20. janúar 2000, þar sem honum var boðinn forkaupsréttur með vísan til þinglýstrar kvaðar á landspildunni. Var óskað eftir að svar bærist frá sóknaraðila ekki síðar en 28. sama mánaðar. Með bréfi 1. febrúar 2000 tilkynnti sóknaraðili að hann hygðist neyta forkaupsréttar. Tekið var þó fram að sóknaraðili hefði ákveðið að leita mats dómkvaddra manna á verðmæti landspildunnar með stoð í 34. gr. jarðalaga nr. 65/1976, sbr. 11. gr. laga nr. 90/1984, þar sem hann hefði ástæðu til að ætla að kaupverð samkvæmt samningnum væri óeðlilega hátt. Myndi matsverðið þá gilda sem söluverð og yrði lagt til grundvallar. Þess var þó getið að í samræmi við fyrrnefnt lagaákvæði yrði sóknaraðili að leita samþykkis jarðanefndar áður en beðið yrði um dómkvaðningu matsmanna. Hinn 10. febrúar 2000 tilkynnti varnaraðili sóknaraðila að Bergur Bjarnason hefði fallið frá kaupum á landspildunni. Var lýst þeirri skoðun að réttur sóknaraðila til að ganga inn í kaupin væri þar með úr sögunni. Þessu mótmælti sóknaraðili með bréfi 14. febrúar 2000. Sóknaraðili beindi erindi til jarðanefndar 1. febrúar 2000 um að hún veitti samþykki samkvæmt 34. gr. jarðalaga fyrir því að hann fengi dómkvadda matsmenn í áðurgreindu skyni. Þessu hafnaði jarðanefnd 23. sama mánaðar. Sóknaraðili kærði þá ákvörðun til landbúnaðarráðherra 21. mars 2000 og var hún felld úr gildi með úrskurði hans 2. maí sama árs. Þar var jafnframt mælt fyrir um að sóknaraðila væri heimilt að leita dómkvaðningar matsmanna án þess að bera málið frekar undir jarðanefnd. Með bréfi 8. ágúst 2000 til Héraðsdóms Austurlands leitaði sóknaraðili eftir því að dómkvaddir yrðu tveir menn til að meta „eðlilegt söluverð og nákvæma stærð á landspildu úr jörðinni Einholti á Mýrum“. Í þinghaldi 25. sama mánaðar mótmælti varnaraðili að orðið yrði við þessari beiðni. Henni var hafnað með hinum kærði úrskurði. II. Leggja verður þann skilning í málatilbúnað sóknaraðila að beiðni hans um dómkvaðningu matmanns hafi gagngert verið reist á því að 34. gr. jarðalaga eigi við um þann forkaupsrétt, sem hann telur sig njóta að umræddri landspildu úr jörðinni Einholti. Vegna þessa lagaákvæðis hafi hann hagsmuni af því að fá matsgerð um verðgildi landspildunnar, svo og að stærð hennar verði staðreynd í tengslum við verðmat. Ákvæði 34. gr. jarðalaga tekur ekki fremur en önnur fyrirmæli IV. kafla laganna til forkaupsréttar, sem eingöngu á sér stoð í samningi. Þegar af þeirri ástæðu brestur lagaskilyrði til að verða við beiðni sóknaraðila um dómkvaðningu manns til að meta verðmæti landspildunnar. Að þessu gerðu verður ekki séð hvaða hagsmuni sóknaraðili gæti haft af því að fá matsgerð dómkvadds manns um stærð landspildunnar. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur, þar á meðal um málskostnað, enda hefur varnaraðili ekki kært úrskurðinn fyrir sitt leyti til að fá ákvæði hans um það efni breytt. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Friðrik Hrafn Reynisson, greiði varnaraðila, Bjarna Gunnarssyni, 75.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta var tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi hinn 18. september sl. Aðilar málsins eru matsbeiðandi, Friðrik Rafn Reynisson, kt. 260871-4989, Hlíðarbergi, Hornafirði, og matsþoli, Bjarni Gunnarsson, kt. 230350-4699, Austurbraut 1, Hornafirði. Hinn 10. ágúst 2000 móttók dómurinn matsbeiðni Jóns Höskuldssonar, hdl. fyrir hönd Friðriks Rafns Reynissonar, kt. 260871-4989, Hlíðarbergi, Hornafirði, þar sem þess er farið á leit við Héraðsdóm Austurlands, „að dómkvaddir verði tveir sérfróðir, hæfir og óvilhallir matsmenn til þess að skoða, mæla og meta: Eðlilegt söluverð og nákvæma stærð á landspildu úr jörðinni Einholti á Mýrum, Hornafirði, sem undanskilin var á sínum tíma við sölu jarðarinnar.“ Um sé að ræða afgirta landspildu milli Lambleiksstaða og Árbæjar og afmarkist spildan að sunnan af þjóðvegi og af línu norðan Þingskálahóla. Óvíst sé um stærð landspildunnar, þar sem hún muni ekki hafa verið mæld nákvæmlega, en sé ýmist talin vera 70, 122 eða 170 ha. Þegar mál þetta var tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands hinn 25. ágúst sl. var mætt af hálfu matsþola, Bjarna Gunnarssonar, og því mótmælt, að dómkvaddir verði matsmenn til þess að framkvæma hið umbeðna mat. Matsþoli lagði jafnframt fram greinargerð af sinni hálfu. Lögmaður matsbeiðanda lýsir málavöxtum svo í matsbeiðni, að matsbeiðandi sé eigandi jarðarinnar Einholt á Mýrum, Hornafirði, Austur-Skaftafellssýslu. „Með bréfi frá 20. janúar sl. var umbj.m., sem þinglýstum eiganda Einholts, boðinn forkaupsréttur að 122 ha landspildu úr Einholti, í samræmi við ákvæði í eignarheimild umbj.m. fyrir jörðinni Einholti dags. 8. maí 1998. Tilefni forkaupsréttarboðsins var sala landspildunnar til Bergs Bjarnasonar, samkvæmt samþykktu kauptilboði dags. 20. janúar sl. Tilgreint kaupverð er kr. 2.800.000,- eða sem svarar tæplega 23.000,- kr. fyrir hvern ha miðað við að stærð landspildunnar sé rétt tilgreind. Umbj.m. ákvað að neyta forkaupsréttar síns að landspildunni og tilkynnti hann þá ákvörðun með bréfi til Sigríðar Kristinsdóttur, hdl. dags. 1. febrúar 2000. Jafnframt tilkynnti umbj.m. þá ákvörðun að nýta sér heimild í 34. gr. jarðalaga nr. 65/1976, með síðari breytingum og krefjast þess að landspildan yrði metin til söluverðs af dómkvöddum matsmönnum. Leitaði umbj.m að því tilefni eftir samþykki jarðanefndar Austur-Skaftafellssýslu fyrir slíku mati, eins og áskilið er í 34. gr. jarðalaganna.“ Í greinargerð matsþola segir: „Þann 1. júní 1992 var jörðin Einholt seld af Steinþóri Einarssyni til Lilju G. Friðriksdóttur. Í þeim kaupsamningi segir: „Undanskilið í sölu þessari er ca 70 ha. afgirt spilda milli Lambleiksstaða og Árbæjar, sem takmarkast að sunnan af þjóðvegi og af línu norðan Þingskálahóla“. Steinþór Einarsson var áfram eigandi hinnar undanskildu spildu. Þar sem óvíst var um stærð landspildunnar við gerð kaupsamnings þann 1. júní 1992 var spildan mæld af ráðunaut Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu þann 18. júní 1994 og reyndist spildan þá vera 170 ha. að stærð. Með kaupsamningi dags. 18. júní 1994 selur Steinþór Einarsson Stefáni G. Steinarssyni 122 hektara af hinni undanskildu spildu, eins og segir í kaupsamningi þeirra: „122 hektara lands, sem er afgirt milli Lambleiksstaða og Árbæjar, sem takmarkast að sunnan af þjóðvegi og að norðan af línuvegi (Byggðalínu)“, en Steinþór var áfram eigandi að 48 hekturum spildunnar, norðan línuvegar. Þann 19. desember 1995 gefur Lilja G. Friðriksdóttir, eigandi og ábúandi í Einholti út yfirlýsingu, þar sem hún segir: „Þegar ég keypti jörðina Einholt, 1. júní 1992 var undanskilin í kaupsamningi, afgirt spilda milli Lambleiksstaða og Árbæjar, spildan afmarkast að sunnan af þjóðvegi og af línu norðan Þingskálahóla. Spildan var sögð í kaupsamningi ca. 70 ha. Í ljós hefur komið eftir að hún var mæld eftir loftmynd, að spildan er um 170 ha. Það er hins vegar ljóst, að landamörkin gilda og eru þau og hafa ávallt verið ágreiningslaus milli mín og seljanda míns Steinþórs Steinarssonar. Geri ég því engar kröfur í þessa spildu og lýsi því jafnframt yfir, að ég hef ekki hug á að nýta mér forkaupsrétt á henni vegna kaupa Stefáns Steinarssonar á hluta úr spildunni 122 hektarar, eins og ég staðfesti við bæjarstjóra Hornafjarðar í síma þann 23. júlí 1994. Þeirri kvöð skal þinglýsa á ofangreinda spildu, sem undanskilin var við kaup mín, Lilju, á jörðinni Einholti, að ég hafi forkaupsrétt að spildunni komi til sölu á henni í heild eða hluta.HoHHHHHHHHGHornaHHHHHHHHHHHÐPOI'POKJS+DDГ Þann 21. júní 1995 selur Stefán Steinarsson lanspildu sína sem er 122 hektarar til Bjarna Gunnarssonar. Í yfirlýsingu Steindórs Rúnars Ágústssonar, þáverandi eiganda og ábúanda í Einholti dags. 15. mars 1998 segir „Lýsi því yfir að ég mun ekki nýta mér forkaupsrétt minn að um 122 ha. spildu úr jörðinni Einholti á milli Lambleiksstaða og Árbæjar, sem takmarkast að sunnan af þjóðvegi og að norðan af línuvegi (Byggðalínu) þegar hún var seld Bjarna Gunnarssyni.“ Með staðfestingu ráðuneytisins frá 14. maí 1999 var spildunni formlega skipt úr jörðinni Einholti.“ Með bréfi dagsettu 10. febrúar 2000 samþykkti bæjarráð Hornafjarðar aðilaskiptin að landspildunni. Jafnframt féll bæjarráð frá forkaupsrétti. Með bréfi dags. 20. janúar sl. bauð matsþoli matsbeiðanda forkaupsrétt að 122 ha lands, sem liggur á milli Árbæjar og Lambleiksstaða. Matsbeiðandi tilkynnti matsþola með bréfi dagsettu hinn 1. febrúar 2000, að hann mundi neyta forkaupsréttar síns að landspildunni. Jafnframt tilkynnti hann þá ákvörðun sína sem forkaupsréttarhafa að óska eftir að söluverð landspildunnar verði metið af dómkvöddum matsmönnum, eins og heimilt sé sbr. ákvæði í 34. gr. jarðalaga nr. 65/1976, með síðari breytingum. Gildi slíkt matsverð þá sem söluverð og yrði lagt til grundvallar, enda hafi hann ástæðu til að ætla að kaupverð það sem tilgreint er í samningnum sé óeðlilega hátt. Sama dag sendi matsbeiðandi erindi til Jarðanefndar Austur-Skaftafellssýslu. Jarðanefndin afgreiddi erindið 23. febrúar 2000 og synjaði heimildar til að mat færi fram. Matsbeiðandi kærði þessa ákvörðun jarðanefndar með bréfi dags. 21. mars 2000 til Landbúnaðarráðuneytisins og var úrskurður þess kveðinn upp 2. maí sl. Úrskurðarorð voru: „Felld er úr gildi ákvörðun Jarðanefndar Austur-Skaftafellssýslu frá 23. febrúar 2000 um að synja beiðni Friðriks Hrafns Reynissonar kt. 260871-4989, Hlíðarbergi, Hornafirði, þess efnis að fram fari mat á söluverði landspildu úr landi Einholts. Jarðanefnd Austur-Skaftafellssýslu hefur glatað rétti sínum til að taka málið fyrir að nýju og taka ákvörðun í því, þar af leiðandi er heimilt að fram fari mat dómkvaddra matsmanna á söluverði landspildunnar í samræmi við 34. gr. jarðalaga nr. 65/1976 með síðari breytingum.“ Úrskurður þessi var sendur lögmanni matsbeiðanda með bréfi dagsettu 4. maí 2000. Matsbeiðni í máli þessu er dagsett 8. ágúst sl. og móttekin í Héraðsdómi Austurlands 10. sama mánaðar. Matsþoli hefur mótmælt því, að dómkvaddir verði matsmenn til þess að meta það sem um er beðið, þar sem ákvæði 34. gr. jarðalaga eigi ekki við þau kaup, sem um er fjallað í máli þessu. Forkaupsréttur sá, sem matsbeiðandi telst eiga, sé ekki forkaupsrétur samkvæmt 2. mgr. 30. gr. jarðalaga, heldur sé um að ræða forkaupsrétt samkvæmt samningi. Ákvæði 34. gr. séu svo íþyngjandi fyrir matsþola, að þau geti ekki gilt nema í þeim tilvikum, sem sérstaklega eru undir þau felld berum orðum. Niðurstaða: Lögbundinn forkaupsréttur samkvæmt IV. kafla jarðalaga er einungis til hagsbóta fyrir sveitarstjórn þess sveitarfélags, þar sem eignin er og fyrir leiguliða, sem setið hefur viðkomandi jörð í 10 ár eða lengur, sbr. 1. og 2. mgr. 30. gr. jarðalaga. Óhjákvæmilegt er að túlka hinar sérstöku heimildir í 34. gr.laganna, um dómkvaðningu matsmanna til þess að ákveða söluverð, þröngt, þannig að þær séu ekki látnar gilda um hvaða forkaupsrétt sem er, heldur aðeins um þann sérstaka forkaupsrétt sveitarfélags eða leiguliða sem lýst er í 30. gr. jarðalaga. Óumdeilt er, að forkaupsréttur matsbeiðanda er byggður á samningum. Samkvæmt þessu hefði niðurstaða dómkvaddra matsmanna ekki þau réttaráhrif, að ákveða það verð, sem matsbeiðandi þarf að greiða fyrir landið, ef hann stendur við að neyta forkaupsréttar síns. Þá verður ekki séð, hvaða þörf matsbeiðanda er á dómkvöddum matsmönnum til þess að mæla stærð þess lands, sem honum hefur verið boðið til kaups, enda er stærð lands þess, sem boðið er tilgreind í boðinu. Hefur matsbeiðandi ekki sýnt fram á eða gert líklegt, að hann hafi lögvarinna hagsmuna að gæta, eða að matið sé til þess fallið að staðreyna kröfu eða sanna atvik að baki kröfu, sbr. 1. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991. Matsbeiðandi hefur beðið um dómkvaðningu matsmanna með vísan til 34. gr. jarðalaga. Í 2. mgr. þeirrar greinar segir, að ákveði forkaupsréttarhafi að krefjast mats skuli það gert innan 15 daga frá því tilboð barst og að matsgerð sé lokið innan 3ja vikna þar frá. Matsbeiðanda var boðinn forkaupsréttur að landinu með bréfi dagsettu 20. janúar sl. og sem matsbeiðandi kveðst hafa móttekið 24. s.m. Hann svaraði boðinu með bréfi dags. 1. febrúar sl. og ritaði samdægurs bréf til jarðanefndar Austur-Skaftafellssýslu, til að leita heimildar til að láta fara fram mat. Jarðanefndin hafnaði þeirri beiðni 23. febrúar sl. Hinn 2. maí sl. var kveðinn upp úrskurður í landbúnaðarráðuneytinu og hefur hann vart borist matsbeiðanda seinna en 8. maí sl. Matsbeiðni er dagsett 8. ágúst sl. og móttekin í héraðsdómi 10. s.m. Var þá fyrir löngu útrunninn sá frestur, sem tilgreindur er í 2. mgr. 34. gr. jarðalaga til þess að beiðast mats eftir þeirri grein. Að þessu athuguðu er ofangreindri beiðni um dómkvaðningu matsmanna hafnað. Logi Guðbrandsson, dómstjóri, kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Beiðni Friðriks Hrafns Reynissonar um dómkvaðningu matsmanna til þess að skoða, mæla og meta eðlilegt söluverð og nákvæma stærð á landspildu úr jörðinni Einholti á Mýrum, Hornafirði, sem undanskilin var á sínum tíma við sölu jarðarinnar, er hafnað. Matsbeiðandi greiði matsþola, Bjarna Gunnarssyni, kr. 80.000 í málskostnað.
Mál nr. 703/2017
Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá Lögheimili Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Ómerking úrskurðar héraðsdóms
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem kröfu M um að lögheimili sonar hans og K yrði skráð til bráðabirgða hjá honum var hafnað en kveðið var á um nánar tiltekinn umgengnisrétt hans og drengsins til bráðabirgða. Fyrir Hæstarétti krafðist M þess að hinn kærði úrskurður yrði ómerktur og var krafa hans meðal annars reist á því að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hefði verið ólögmæt. Virt hefðu verið að vettugi lögbundin réttindi drengsins þar sem honum hefði ekki verið gefinn kostur á að tjá sig við meðferð málsins. Hæstiréttur vísaði til ákvæða í barnalögum nr. 76/2003 og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls. Þar sem gögn málsins báru ekki með sér að svo væri, hafi héraðsdómara borið að leita eftir afstöðu sonar aðilanna áður en hann réði til lykta ágreiningi þeirra, en gerði ekki. Að þessu virtu var úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÞorgeirÖrlygsson, Helgi I. Jónsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 2. nóvember 2017 en kærumálsgögn bárust réttinum 16. sama mánaðar. Kærðurer úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. október 2017 þar sem hafnað var kröfusóknaraðila um að lögheimili sonar aðilanna, A, yrði skráð til bráðabirgða hjáhonum. Þá var kveðið á um nánar tiltekinn umgengnisrétt drengsins viðsóknaraðila. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003.Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur ogmálinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Til vara krefst sóknaraðiliþess að lögheimili drengsins verði skráð hjá sér til bráðabirgða meðan dómsmálum lögheimili hans er rekið fyrir dómstólum, að hann fái greitt meðlag fráuppkvaðningu dóms Hæstaréttar þar til endanleg niðurstaða í dómsmáli umlögheimili drengsins fæst og að kveðið verði á um umgengni hans við þaðforeldri sem ekki fær lögheimili þess skráð hjá sér til bráðabirgða. Þá krefstsóknaraðili málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar og kærumálskostnaðar.IKrafa sóknaraðila um ómerkingu hins kærðaúrskurðar er reist á því að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hafi verið ólögmætþar sem lögbundin réttindi sonar hans og varnaraðila hafi verið virt aðvettugi. Sonurinn sem sé tíu og hálfs árs gamall hafi hvorki fengið tækifæritil þess að tjá sig um hvar lögheimili hans skyldi vera til bráðabirgða néhvernig umgengni hans við það foreldriðsem lögheimili er ekki hjá yrði háttað. IIÍ 3. mgr. 1. gr. barnalaga segir að barn eigirétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skuli tekiðréttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska. Samkvæmt 2.mgr. 34. gr. laganna kveður dómari á um hvernig forsjá barns eða lögheimiliverði háttað eftir því sem barni er fyrir bestu og meðal þeirra atriða sem hannskal líta til er vilji barns að teknu tilliti til aldurs þess og þroska. Samkvæmt1. mgr. 35. gr. sömu laga hefur dómari í máli um forsjá eða lögheimili heimildtil að úrskurða til bráðabirgða að kröfu aðila hvernig fara skuli um forsjáþess eða lögheimili eftir því sem barni er fyrir bestu og getur dómari í samaúrskurði kveðið á um umgengni og meðlag til bráðabirgða.Í 1. mgr. 43. gr. barnalaga segir að veitaskuli barni sem náð hefur nægilegum þroska kost á að tjá sig um mál nema teljamegi að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrirúrslit málsins. Í lögskýringargögnum kemur fram að ákvæði þetta eigi rót aðrekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, en þar sé kveðið áum rétt barns til að tjá sig við meðferð máls sem það varðar hjá stjórnvöldumog dómstólum, og hafi ákvæði samningsins ekki að geyma sérstök aldursmörk viðafmörkun á þeim rétti. Þá segir einnig í lögskýringargögnunum að í 1. mgr. 43.gr. komi fram sú grundvallarregla að veita skuli barni sem náð hefur nægilegumþroska færi á að tjá sig um mál nema það geti haft skaðleg áhrif á það eðateljist þýðingarlaust fyrir úrslit málsins. Skylda til að veita barni færi á aðkoma sjónarmiðum sínum á framfæri sé því ekki bundin við 12 ára aldur heldurráðist af atvikum máls og þroska barns hverju sinni. Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindibarnsins var veitt lagagildi hér á landi með samnefndum lögum nr. 19/2013. Þarkemur fram í 1. mgr. 12. gr. að aðildarríkin skuli tryggja barni, sem myndaðgetur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum semþað varða, og skuli tekið réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi viðaldur þess og þroska. Í 2. mgr. 12. gr. samningsins segir að vegna þessa skulibarni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómieða stjórnvaldi sem barnið varðar, annað hvort beint eða fyrir milligöngutalsmanns eða viðeigandi stofnunar á þann hátt sem best samræmist reglum ílögum um málsmeðferð. Í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr.19/2013 kemur fram að í 1. mgr. 12. gr. samningsins sé lögð áhersla á réttbarns til þátttöku og áhrifa á allar ákvarðanir sem varða það persónulega, tildæmis í forsjár- og umgengnismálum. Í ljósi þessa hafi 12. gr., sem hafi aðgeyma eina af fjórum grundvallarreglum samningsins, gjarnan verið nefndlýðræðisgreinin, þar sem henni sé ætlað að tryggja þátttöku barna og áhrifþeirra á samfélagsþróunina. Í þessu felist virðing fyrir sjónarmiðum barnsinsog beri aðildarríkjum að virða skoðanir barnsins í öllum málum er það varði meðhliðsjón af aldri þess og þroska.IIISamkvæmt því sem áður var rakið er lögskyltað leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrirstjórnvöldum og dómstólum eru rekin mál sem varða hagsmuni barns, og er þaðmeginregla. Aðeins í undantekningartilvikum er heimilt að víkja frámeginreglunni ef slíkt getur haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða erþýðingarlaust fyrir úrslit máls. Af gögnum máls þessa verður hvorki ráðið aðþað geti haft skaðleg áhrif á hagsmuni sonar aðilanna að leita eftir afstöðuhans til sakarefnis málsins né að slíkt sé þýðingarlaust fyrir úrslit þess. Gildireinu í því sambandi þótt á þessu stigi málsmeðferðar sé einvörðungu til úrlausnarágreiningur aðilanna um lögheimili sonarins til bráðabirgða og umgengnisréttmeðan sú ráðstöfun varir. Samkvæmt þessu bar héraðsdómara að leita eftirafstöðu sonar aðilanna, áður en hann réði til lykta ágreiningi þeirra umlögheimili sonarins til bráðabirgða og umgengnisrétt hans, en gerði ekki. Þarsem þessi grundvallarréttur sonarins var ekki virtur við meðferð málsins íhéraði ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og vísa málinu heim í hérað tillöglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar að nýju.Málskostnaður í héraði bíður efnisúrlausnarmálsins þar en eftir atvikum er rétt að kærumálskostnaður falli niður.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi ogmálinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar úrskurðar aðnýju.Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. október 2017. Meðstefnu birtri 12. júlí sl. höfðaði M, [...],[...], mál á hendur K, [...],[...],til úrslausnar um lögheimili, meðlag og umgengni með syni þeirra, A, fæddum [...]. Við þingfestingu málsins 5. september sl.krafðist stefnandi þess að úrskurðað yrði til bráðabirgða um lögheimili, meðlagog umgengni, sbr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Var krafan tekin til úrskurðar 20. októbersl. Stefnandikrefst þess að lögheimili A verði til bráðabirgða hjá stefnanda. Þá krefst hann meðlags með drengnum fráúrskurðardegi. Þá krefst hann þess aðumgengni við stefndu verði ákveðin. Lokskrefst hann málskostnaðar. Stefndakrefst þess að kröfu stefnanda verði hafnað og að umgengni drengsins viðstefnanda verði ákveðin. Þá krefststefnda málskostnaðar. Málsaðilargengu í hjúskap á árinu 2006 og eignuðust eitt barn, A, þann [...]. Þau bjuggu í [...]. Þau slitu samvistum á árinu 2012. Umgengni var lengst af skipt tiltölulegajafnt, dvaldi [...] þá 17 daga í hverjum mánuði hjá móður, en 13 daga hjáföður. Stefndaflutti búferlum til [...]23. júní sl.Sækir A nú skóla í [...]. Málshöfðunstefnanda og kröfugerð hans byggir að meginstefnu til á því að A vilji búa hjáhonum í [...]. Hann hafi ekki viljað flytja til [...], hann hafi gengið í skólavið heimili stefnanda og eigi þar vini og fjölskyldu. Hann hafi ekki eignast neina vini í Reykjavíkog sé hættur íþróttaiðkun. Það sé honumfyrir bestu að vera hjá stefnanda. Ískýrslu sinni fyrir dómi við meðferð kröfunnar sagði stefnandi að hann höfðaðimálið og setti fram bráðabirgðakröfuna vegna vilja drengsins. Hann vildi búa í [...]. Hann hafi hvatt drenginn til að hefja æfingarí [...], en hann vildi það bara ekki. Stefndasagði að A hefði veist erfitt að takast á við flutninginn fyrstu tvær vikurnar,en núna væri hann skælbrosandi þegar hann kæmi frá föður sínum. Hann væri alls ekki óhamingjusamur. Hún væri í sambandi við kennarann og þettagengi mjög vel nú orðið. Þá gengi honumvel í náminu og væri farinn að hafa meiri samskipti við börn í skólanum. Hún kvaðst hafa farið með hann á þrjár körfuboltaæfingarhjá [...]. Hún hefði talið það betrikost en hverfisfélagið þar sem þau búa. Stefndasagði að ósk A hefði verið að hún flytti ekki til [...], hann væri ekki ósátturvið að búa hjá henni. Niðurstaða Meginsjónarmiðum lögheimili til bráðabirgða er samkvæmt 2. mgr. 34. gr. laganna hvað barni séfyrir bestu. Í ákvæðinu eru nefnd nokkuratriði í dæmaskyni og loks er vilji barns „að teknu tilliti til aldurs ogþroska“ nefndur. Málþetta varðar að formi til lögheimili. Íþví felst hvar drengurinn sækir skóla.Hann hefur sótt skóla í [...] í vetur.Fram er komið að hann vildi ekki flytja, en móðir hans fullyrðir að hannsé farinn að venjast breyttum aðstæðum. Einsog málið er lagt fyrir taldi dómari ekki þörf á að kanna vilja sonarmálsaðila. Fram kemur hjá þeim báðum aðdrengurinn var mótfallinn því að flytja til [...]. Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það útúr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá stefnanda þóttvilji hans hafi, a.m.k. fyrst í haust, staðið til þess að búa í [...]. Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsinskoma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur. Stefnandier í veikindaleyfi þessar vikurnar og fram í janúar 2018. Þá mun hann fara aftur til vinnu í [...]. Þar er hann ýmist á dag- eða næturvakt, ítólf tíma frá klukkan átta. Núverandisambýliskona hans er í hlutastarfi, en einnig á vöktum. Stefnda vinnur á venjulegumdagvinnutíma. Vegnafjarlægðar milli heimila málsaðila er óheppilegt að umgengni sé skipt í miðriviku þegar drengurinn á að sækja skóla. Aðilardraga hæfni hvort annars ekki í efa.Ekkert er fram komið sem byggt verður á til að telja óheppilegt aðlögheimili yrði skráð hjá öðru hvoru.Ekki verður hvikað frá því að forsjá sé sameiginleg. Aðmetnum gögnum og stöðu aðila er eins og hér stendur á rétt að drengurinn ljúkiþessum vetri í skóla í [...] og að lögheimili hans verði skráð hjástefndu. Ræður hér úrslitum að hannhefur hafið skólagöngu hér og nám myndi óhjákvæmilega raskast ef skipt yrði umskóla á miðju skólaári. Þá verður einnigað líta til þess að stefnandi vinnur vaktavinnu og að vaktir eru langar, semsetur óhjákvæmilega mark sitt á heimilishald. Aðsvo stöddu er ekki fært að ákveða fyrirkomulag umgengni eftir að skóla lýkurvorið 2018. Vegna þess að stefnandi býrí [...] en stefnda í [...] verður ekki ákveðið að umgengni sé í viku í senn ávíxl. Ófært er að leggja það á drenginnað sækja skóla í [...] úr [...]. Þar semstefnandi er í veikindaleyfi og verður fram í janúar 2018, er þó rétt að víkjafrá tillögum aðila og ákveða að drengurinn verði hjá stefnanda því sem næstþrjár helgar af hverjum fjórum til ársloka 2017. Skal stefnandi þá sækja drenginn eftir skólaá föstudögum, en stefnda sækja hann kl. 18:00 á sunnudögum. Verður drengurinn hjá stefnanda fyrst frádeginum í dag, 27. október og næstu tvær helgar, en hjá stefndu helgina fráföstudegi 17. nóvember. Síðan hjástefnanda næstu tvær helgar en hjá stefndu helgina frá föstudegi 8.desember. Hann verði hjá stefnandahelgina frá föstudegi 15. desember, en síðan tekur jólatilhögun við. Eftiráramót skal miða við að drengurinn verði hjá stefnanda tvær helgar af hverjumfjórum, þ.e. þegar stefnandi á vaktafrí.Valdi nánari útfærsla ágreiningi er þar að kemur, mun dómurinn leysa úrþví. Stefnandi skal gera drengnum kleiftað sækja viðburði í skólanum eða tómstundastarfi sem hann kann að óskaeftir. Þáskal stefnandi eiga þess kost að hafa drenginn eftir skóla einn dag í hverriviku til kl. 18:30. Verður það fyrst áþriðjudegi, síðan á miðvikudegi og loks á fimmtudegi, en síðan á þriðjudegi áný. Komi aðilar sér ekki saman um aðratilhögun verður þessi umgengni fyrst þriðjudaginn 31. október nk. Þetta gildir ekki í jólaleyfi. Tillöguraðila um skiptingu umgengni um jól og áramót 2017 eru samhljóða. Mun drengurinn dvelja hjá stefndu fram til27. desember. Skal stefnda skila honum áheimili stefnanda kl. 16.00 þann dag.Skal drengurinn dvelja hjá stefnanda fram til kl. 18:00 daginn áður enskóli hefst að nýju. Skal hann skiladrengnum til heimilis stefndu kl. 18.00 þann dag. Þarsem lögheimilisskráningu er ekki breytt þarf ekki að mæla fyrir ummeðlagsgreiðslu í úrskurðarorði. Rétt erað málskostnaður falli niður. Úrskurðarorð Lögheimilisonar málsaðila, A, skal áfram skráð hjá stefndu, K. Askal vera hjá stefnanda, M, frá deginum í dag til 29. október, 3. til 5.nóvember, 10. til 12. nóvember, 24. til 26. nóvember, 1. til 3. desember og 15.til 17. desember 2017. Skal stefnandisækja hann eftir skóla þessa föstudaga, en stefnda sækja hann að heimilistefnanda kl. 17:30 á sunnudögum. Áárinu 2018 skal A vera hjá stefnanda tvær helgar af hverjum fjórum, þegarstefnandi á vaktafrí. Askal vera með stefnanda, eigi stefnandi þess kost, einn dag í hverri viku einsog að framan greinir eftir skóla til kl. 18:30, fyrst þriðjudaginn 31.október. Askal dvelja hjá stefndu frá kl. 17:30 þann 17. desember til. kl. 16:00 þann 27.desember, en hjá stefnanda frá þeim tíma til kl. 17:30 daginn áður en skólihefst á ný eftir jólaleyfi. Málskostnaðurfellur niður.
Mál nr. 439/2016
Virðisaukaskattur Staðgreiðsla opinberra gjalda Sekt Refsilágmark Skilorð Aðfinnslur
S var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda með því að hafa á nánar tilgreindum tímabilum í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður A ehf. látið hjá líða að standa ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri A ehf., skilagrein vegna staðgreiðslu á lögmæltum tíma og opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna félagsins. Fram kom í málinu að vangoldinn virðisaukaskattur á því tímabili sem ákæran tók til hafði að verulegu leyti verið greiddur eftir eindaga hans. Var því talið að undanþága frá lágmarki fésektar samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988 ætti við um þá skuld. Við ákvörðun refsingar S var litið til þess að honum hafði ekki áður verið gerð refsing auk þess sem horft var til þess óhæfilega dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins. Var refsing S ákveðin fangelsi í 2 mánuði en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var honum gert að greiða 16.250.000 króna sekt í ríkissjóð og skyldi sjö mánaða fangelsi koma í stað sektarinnar yrði hún ekki greidd innan fjögra vikna.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Karl Axelsson og Viðar MárMatthíasson.Ríkissaksóknariskaut málinu til Hæstaréttar 7. júní 2016 í samræmi við yfirlýsingu ákærða umáfrýjun. Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd.Ákærði krefstþess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en til vara aðrefsing hans verði milduð. Með vísan tilforsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.Ákærða verðurgert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaunskipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins ogí dómsorði greinir. Það athugist aðHæstarétti bárust málsgögn 17. febrúar 2017 en þá voru liðnir tæpir áttamánuðir frá því að dómsgerðir voru afgreiddar frá héraðsdómi til ríkissaksóknara.Ekki hafa verið gefnar haldbærar skýringar á þessum drætti, sem kemur tilviðbótar þeim óútskýrða drætti sem varð á rannsókn málsins og saksókn, og erhann aðfinnsluverður.Dómsorð:Hinn áfrýjaðidómur skal vera óraskaður.Ákærði, SigurjónHaraldsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 782.795 krónur, þarmeð talin málsvarnarlaun verjanda síns, Ásgeirs Þórs Árnasonarhæstaréttarlögmanns, 744.000 krónur.DómurHéraðsdóms Reykjaness 27. apríl 2016. Málþetta var höfðað með ákæru sérstaks saksóknara samkvæmt lögum nr. 135/2008,útgefinni 28. október 2015, á hendur X, kt. [...], [...] á [...], SigurjóniHaraldssyni, kt. [...], búsettum í Danmörku, og Y, kt. [...], [...] í [...]. Ímálinu eru ákærðu sóttir til saka fyrir meiri háttar skattalagabrot, ákærði Xsem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður frá 9. júlí 2009 til 18. nóvember 2010,ákærði Sigurjón sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður frá 18. nóvember 2010 ogákærði Y sem framkvæmdastjóri frá 18. nóvember 2010, einkahlutafélagsins A, kt.[...], með því að hafa:.Eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti seminnheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins, vegna uppgjörstímabilannamaí–júní, júlí–ágúst og nóvember–desember rekstrarárið 2010, í samræmi viðfyrirmæli IX. kafla laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð7.112.104 krónur hvað varðar ákærða X og samtals að fjárhæð 4.162.390 krónurhvað varðar ákærðu Y og Sigurjón, sem sundurliðast sem hér greinir:X:maí - júní kr. 1.852.674júlí – ágúst kr. 5.259.430 kr. 7.112.104Y/Sigurjón:nóvember - desember kr. 4.162.390 2.Eigi staðið skil á skilagreinum einkahlutafélagsins vegnastaðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma vegna greiðslutímabilanna maí,júní, júlí, ágúst, september og desember rekstrarárið 2010, og hafa eigi staðiðríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda í samræmi við fyrirmæli III.kafla laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftiraf launum starfsmanna einkahlutafélagsins vegna greiðslutímabilanna marsrekstrarárið 2010 til og með janúar rekstrarárið 2011, samtals að fjárhæð27.722.796 krónur hvað varðar ákærða X, samtals að fjárhæð 7.908.139 krónurhvað varðar ákærða Sigurjón og samtals að fjárhæð 7.690.901 króna hvað varðarákærða Y, sem sundurliðast sem hér greinir: X: Sigurjón: Y:Árið 2010mars kr. 3.682.375 apríl kr. 4.502.735maí kr. 4.388.424 júní kr. 3.836.491 júlí kr. 2.461.867 ágúst kr. 2.954.434 september kr. 2.993.584 október kr.2.902.886 nóvember kr. 4.753.224 kr. 4.535.986desember kr. 1.201.528 kr. 1.201.528 kr.27.722.796 kr. 5.954.752 kr.5.737.514Árið 2011janúar kr. 1.953.387 kr.1.953.387 Framangreindháttsemi ákærðu telst varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig 1. mgr. 40. gr. laga nr.50/1988 um virðisaukaskatt að því er varðar 1. tölulið ákæru og 2. mgr. 30. gr.laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda að því er varðar 2. töluliðhennar. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingarog til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærðu krefjast sýknu og að allur sakarkostnaðurverði lagður á ríkissjóð. Til vara gera ákærðu X og Y þá kröfu að þeim verðigerð vægasta refsing sem lög leyfa.I Ákæraí málinu styðst við lögreglurannsókn sem fram fór á grundvelli bréfsskattrannsóknarstjóra ríkisins til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra 7.júlí 2011 og rannsóknargagna sem því fylgdu. Var lögreglurannsóknin í höndumembættis sérstaks saksóknara samkvæmt lögum nr. 135/2008 sem að henni lokinnigaf út ákæru í málinu, en í þinghaldi 2. febrúar síðastliðinn tókhéraðssaksóknari við saksókninni, sbr. 3. mgr. 29. gr. laga nr. 47/2015 umbreytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum. Einkahlutafélagiðsem um ræðir í málinu hét upphaflega [...]. Í nóvember 2009 var nafni þessbreytt í A, en þá nafngift má rekja til verkefnis sem þá var í bígerð og síðarverður vikið að. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms5. maí 2011. Svo sem í ákæru greinir var ákærði X framkvæmdastjóri ogstjórnarmaður félagsins frá stofnun þess 9. júlí 2009 til 18. nóvember 2010, enþann dag tóku ákærðu Sigurjón Haraldsson og Y við framkvæmdastjórn af honum ogákærði Sigurjón varð jafnframt stjórnarmaður í stað hans. Átti þessi breytingrót sína að rekja til samnings sem þá var gerður um kaup B ehf., sem ákærðiSigurjón var í forsvari fyrir, á A ehf. af ákærða X og tveimur öðrum mönnum.Kaupverðið var ein króna. Í sérstökum viðauka við kaupsamninginn var mælt fyrirum heimild kaupanda til að segja samningnum upp fyrir 31. desember 2010 ef íljós kæmi að efnahagsreikningur „[sýndi] ekki þá stöðu sem lögð var fram viðkaupin“ eða aðrar verulegar vanefndir kæmu fram, svo og ef kaupendum tækistekki að semja um lífeyrisskuldbindingar og vörsluskatta að fjárhæð allt að 90milljónir króna. Ekki kom til uppsagnar. Þá gerðu sömu aðilar samning sín ímilli 18. nóvember 2010 um kaup B ehf. á einkahlutafélaginu C fyrir eina krónu.Mun það félag upphaflega hafa verið rekið sem tækjaleiga og á sala á því aðhafa tekið til tækja og búnaðar í eigu þess sem A ehf. hafði haft full afnotaf. II Framer komið í málinu að á þeim tíma sem ákæra tekur til var á vegum A ehf. unniðað byggingu fjöleignarhúss að [...] í Garðabæ. Þá mun hafa legið fyrirsamningur um að félagið kæmi að byggingarframkvæmdum að A á Álftanesi [...]. Íframburði ákærða X fyrir dómi kom fram að væntingar hefðu staðið til þess aðmeð framangreindri sölu á félaginu, sem hefði verið komið að fótum fram áþessum tíma, tækist að skapa grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri þess, endahefðu nýir eigendur ætlað að leggja því til nýtt fjármagn. Við söluna hefðuaðstæður verið með þeim hætti að það hafi alfarið verið í höndum viðskiptabankafélagsins, D hf., að ákveða hvaða kröfur á hendur því skyldu greiddar. Þannighafi bankinn í krafti stöðu sinnar gagnvart félaginu sem viðskiptabanki þess ená sama tíma sem verkkaupi að því er tekur til framkvæmda að [...] í Garðabætekið yfir fjárstjórn þess. Félagið hafi glímt við viðvarandi lausafjárskort ogframangreind skipan mála hafi leitt til þess að vanskil urðu á greiðsluvirðisaukaskatts og staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá hefur ákærði Sigurjónborið á þann veg fyrir dómi að þegar B ehf. keypti félagið hafi hann talið sighafa vissu fyrir því eftir samtöl við stjórnendur hjá D hf. og [...] umfyrirhugaðar framkvæmdir að [...] að grundvöllur væri fyrir áframhaldandirekstri þess. Hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir að þessar væntingar hansmyndu ekki ganga eftir og endanlega í ársbyrjun 2011 þegar sérstökfjárhaldsstjórn hafi verið sett yfir sveitarfélagið vegna slæmrar fjárhagsstöðuþess og þá strax hafist handa við að loka fyrirtækinu þannig að sem minnsturskaði hlytist af. Með þessu hafi forsendur fyrir því að hann kæmi með nýttfjármagn inn í félagið algjörlega brostið. Þegar hér var komið sögu hafi það áhinn bóginn verið orðið of seint fyrir hann að rifta umræddum tveimurkaupsamningum eða segja þeim upp. Þá hafi D hf. sem fyrr haft tögl og haldir hvaðviðkom fjárhagsstjórn félagsins og þannig alfarið ráðið því hvaða reikningarvoru greiddir og þar með hvaða kröfur á hendur því fóru í vanskil. Ákærðuhafa aðspurðir fyrir dómi borið því við að þeir hafi engar forsendur til aðleggja mat á tölulega framsetningu í ákæru, en í því sambandi hefur verið vísaðtil þess að rannsókn málsins hafi byggst á mjög takmörkuðum upplýsingum ogniðurstaða hennar sé í raun byggð á einhliða túlkun gagna frá skattstjóra.Rannsóknin geti því vart talist gefa glögga eða áreiðanlega mynd af meintumvanskilum skattaðila. Að því marki sem um vanskil hafi verið að ræða séskýringin á þeim sú að ekki hafi verið til peningar til að greiða vörsluskatta,en af því leiði að ekki sé unnt að dæma ákærðu til refsingar fyrir að standa ekkiskil á þeim. Þá hafa ákærðu X og Y sérstaklega byggt á því til stuðningssýknukröfu og í öllu falli til refsimildunar að við þann þátt saksóknar semsnýr að vanskilum á greiðslu virðisaukaskatts hafi ekki verið tekið tillit tiltapaðra krafna A ehf. á hendur [...] og C ehf. samtals að fjárhæð 70.782.490krónur. Samtala reiknaðs útskatts vegna þessara krafna nemi 13.929.074 krónumsem sé talsvert hærri fjárhæð en ákært sé fyrir. Aðþví sögðu sem að framan er rakið byggja ákærðu X og Y sýknukröfu sína í fyrstalagi á því að samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberragjalda og 1. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt sé refsiábyrgð annars vegarlögð á launagreiðanda og hins vegar á skattskyldan aðila. Í því tilviki sem hérer til umfjöllunar eigi þetta við um A ehf. en ekki fyrirsvarsmenn félagsins.Fyrirsvarsmanni lögaðila verði því ekki gerð refsing á grundvelli þessaraákvæða, sem aftur leiði til þess að ákvæði 262.gr. almennra hegningarlaga takiekki heldur til hans. Er þessu til frekari stuðnings vísað til 1. mgr. 69. gr.stjórnarskrárinnar og þá ekki hvað síst í því ljósi að við ákvörðun um fjárhæðsekta fyrir brot gegn þessum ákvæðum fari ekki nema að litlu leyti eftir þeimviðmiðum sem almennt gilda þegar sektafjárhæð er ákveðin, sbr. 1. mgr. 51. gr.almennra hegningarlaga. Ákvæðin eigi því í öllu falli að skýra þröngt. Í öðrulagi halda ákærðu því fram, verði ekki á framangreint fallist, aðsaknæmisskilyrði tilvitnaðra lagaákvæða séu ekki uppfyllt, en samkvæmt þeim séáskilið að um ásetning eða stórfellt gáleysi hafi verið að ræða. Þá sé í öllufalli ekki uppfyllt það skilyrði refsiábyrgðar samkvæmt hegningarlagaákvæðinuað um meiri háttar brot hafi verið að ræða. Í þriðja lagi hefur um rök fyrirsýknukröfu verið vísað til þess að umsjón með fjármálum félagsins, frágangurskilagreina og virðisaukaskattsskýrslna og launavinnsla hafi ekki verið íhöndum ákærðu heldur annarra nafngreindra starfsmanna þess. Af hálfu ákærða Y,sem er tæknifræðingur að mennt, hefur í þessu sambandi verið sérstaklega á þvíbyggt að þó svo að hann hafi verið skráður framkvæmdastjóri félagsins frá ogmeð 18. nóvember 2010 hafi hann enga aðkomu átt að fjárhagsstjórn þess, þar meðtalin skattskil og bókhald, heldur hafi sá þáttur í rekstri félagsins alfarið veriðí höndum ákærða Sigurjóns. Í skýrslu sinni fyrir dómi lýsti ákærði störfumsínum fyrir félagið með þeim orðum að hann hafi verið tæknilegurframkvæmdastjóri þess. Hann hafi til samræmis við það haft með höndumtilboðsgerð, haft yfirumsjón með þeim verkum sem félagið vann að á hverjumtíma, ritað framvinduskýrslur sem lagðar voru til grundvallar við reikningsgerðog haldið utan um tímaskráningar í samráði við verkstjóra á verkstað. Viðaðalmeðferð málsins var ákærði Sigurjón, sem er viðskiptafræðingur að mennt,inntur eftir því af hverju tveir framkvæmdastjórar voru starfandi í félaginufrá og með 18. nóvember 2010. Svaraði hann því til að ákærða Y hafi verið ætlaðað sjá um tæknilega hluta rekstursins, en hann sjálfur hafi ekki haft þekkinguá því sviði, og útgáfu reikninga. Bókarar sem störfuðu hjá félaginu hefðu séðum bókhaldið og launafulltrúi um launavinnslu. Kvaðst ákærði hafa rekið eftirþví að bókhald væri fært í samræmi við lög og ekki verður annað ráðið afframburði hans en að hann hafi séð til þess að virðisaukaskattsskýrslum ogskilgreinum vegna staðgreiðslu væri skilað á réttum tíma. Lýsti ákærði störfumsínum í þágu félagsins á þann veg að þau hafi að mestu tekið mið af stöðu hanssem stjórnarformaður og tiltók sérstaklega í því sambandi samskipti við D hf.og [...] vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á vegum þess. Aukþess sem að framan er rakið hefur þeirri málsvörn verið teflt fram af hálfuákærða X að skattaðili, A ehf., hafi þegar sætt refsimeðferð með því aðfélaginu hafi verið gert að greiða vanskilagjöld, en af því leiði aðáfellisdómur gagnvart ákærða fæli í sér að hann sætti tvöfaldri refsimeðferð íandstöðu við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.IIIÁkærðueru svo sem fram er komið gefin að sök brot á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskattog lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir að hafa ekki afhentá lögmæltum tíma skilagreinar vegna staðgreiðslu opinberra gjalda A ehf. ogfyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberragjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna fyrirtækisins á þeimtímabilum sem í ákæru greinir. Því er áður lýst að ákærðu Xog Sigurjón gegndu starfi framkvæmdastjóra hjá A ehf. á þeim tíma sem ákæratekur til, ákærði X fram til 18. nóvember 2010 en ákærði Sigurjón þaðan í frá.Samhliða því starfi sátu þeir í stjórn félagsins. Þá var ákærði Yframkvæmdastjóri félagsins ásamt ákærða Sigurjóni. Bú félagsins var tekið tilgjaldþrotaskipta 5. maí 2011.Ífyrirliggjandi skýrslu starfsmanns skattrannsóknarstjóra ríkisins um þárannsókn sem lá til grundvallar kæru embættisins til lögreglu kemur fram að húnhafi einkum byggt á upplýsingum fyrirsvarsmanna A ehf., upplýsingum fráfyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, staðgreiðsluskilagreinum og sundurliðunum,virðisaukaskattsskýrslum, upplýsingum úr bókhaldi félagsins og tekjubókhaldiríkissjóðs. Ákæra í málinu styðst síðan við lögreglurannsókn sem ráðist var í að framkomnu bréfi skattrannsóknarstjóra 7. júlí 2011 og gögn um rannsókn hans sem þvífylgdu. Er ekkert fram komið um að rannsókn málsins hafi verið ábótavant ogengin efni eru til að líta svo á að töluleg framsetning í ákæru með tillitiskattfjárhæða sé röng, en um álitaefni sem tengjast töpuðum viðskiptakröfumverður fjallað hér á eftir. Í 1. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt er refsinglögð við því ef skattskyldur maður afhendir ekki á lögmæltum tímavirðisaukaskatt sem hann hefur innheimt eða bar að innheimta. Þá er í 2. mgr.30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda lýst refsiverð sú háttsemilaunagreiðanda að afhenda ekki skilagreinar vegna staðgreiðslu á lögmæltum tímaeða inna ekki af hendi þær greiðslur vegna launamanna sem hann hefur haldiðeftir eða bar að halda eftir. Ákærðu hafa teflt fram þeirri málsvörn að ákvæðiþessi taki ekki til fyrirsvarsmanna lögaðila heldur séu þau samkvæmt orðumsínum bundin við skattaskyldan aðila annars vegar og launagreiðanda hins vegar.Fordæmi Hæstaréttar um skýringu á þessum ákvæðum eru ótvírætt á þá leið aðrefsiákvæðum þeirra verði beitt gagnvart fyrirsvarsmanni lögaðila vegna brota,sem drýgð eru í starfsemi lögaðilans. Eru þessi andmæli ákærðu því haldlaus.Stjórnarmenneinkahlutafélags bera almennt ábyrgð á því að skipulag þess og starfsemi séjafnan í réttu og góðu horfi, sbr. 1. og 3. mgr. 44. gr. laga nr. 138/1994 umeinkahlutafélög. Þar á meðal ber þeim að sjá til þess að nægilegt eftirlit séhaft með bókhaldi og meðferð fjármuna félags. Ráðinn framkvæmdastjóri félagsber einnig ábyrgð samkvæmt 44. gr. laganna, og skal hann meðal annars annastdaglegan rekstur og sjá um að bókhald sé fært í samræmi við lög og venjur og aðmeðferð eigna félags sé með tryggilegum hætti. Erdómaframkvæmd Hæstaréttar skýr um það að á grundvelli þessa lagaákvæðis hvílisú skylda á framkvæmdastjóra einkahlutafélags og eftir atvikum stjórnarmönnumað sjá til þess að skattskilum þess sé hagað í samræmi við það sem lög áskilja.Erfiðleikarí rekstri félags breyta ekki þeirri skyldu og enn síður sú staða að öll umsjónmeð skattskilum hafi verið í höndum annarra starfsmanna þess. Á sama grunni erhaldlaus sú málsvörn ákærðu að framganga viðskiptabanka A ehf. gagnvartfélaginu, sem þeir hafa borið um, hafi leyst þá undan þessum skyldum sínum semfyrirsvarsmenn þess eða geti á annan hátt haft þýðingu við úrlausn umrefsiábyrgð þeirra. Ímálinu háttar þannig til samkvæmt framansögðu að frá og með 18. nóvember 2010og þar til rekstri A ehf. var hætt voru skráðir framkvæmdastjórar félagsinstveir, það er ákærðu Sigurjón og Y. Af því sem fram er komið í málinu og áðurer að hluta til rakið þykir mega slá því föstu að út frá því hafi verið gengiðað ákærði Sigurjón, sem er viðskiptafræðingur að mennt og var að aukifyrirsvarsmaður þess félags sem varð eigandi A ehf. 18. nóvember 2010, hefðifjármálastjórn í félaginu með höndum og að tilgangurinn með ráðningu ákærða Y ístarf framkvæmdastjóra hafi alfarið lotið að tæknilegum atriðum í starfsemiþess og nánar svo sem sem hann hefur sjálfur lýst. Er þess þá jafnframt að gætaað ákærði hafði sinnt þessum störfum fyrir félagið allt frá stofnun þess og verðurekki séð að breyting hafi orðið á starfsskyldum hans við framangreindeigendaskipti að því. Svo sem hér háttar sérstaklega til samkvæmt framansögðuer það mat dómsins að refsiábyrgð vegna vanrækslu á skattskilum verði ekki lögðá ákærða Y. Er ákærði samkvæmt þessu sýknaður af kröfum ákæruvaldsins ímálinu. Samkvæmt2. tölulið 5. mgr. 13. gr. laga um virðisaukaskatt er seljanda viðuppgjör á skattskyldri veltu heimilt að draga frá tiltekið hlutfall af töpuðumútistandandi viðskiptaskuldum, enda hafi hin tapaða fjárhæð áður verið talintil skattskyldrar veltu. Af dómafordæmum Hæstaréttar er ljóst að þessarar heimildar má neyta á því uppgjörstímabili þegar í ljós er leitt aðkrafa er töpuð með því að bú skuldara hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta eðagert hjá honum árangurslaust fjárnám. Heimildin leysir félag á hinn bóginn ekkiundan skyldu til að standa skil á virðisaukaskatti til samræmis við veltu sínaog án tillits til innheimtu útgefinna reikninga, jafnharðan og skatturinn erréttilega kominn á gjalddaga hverju sinni. Er brot samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga umvirðisaukaskatt þannig fullframið þegar skattur, sem innheimtur var eða bar aðinnheimta, er ekki afhentur á réttum tíma. Með sama hættiog við á um greiðslu upp í skattskuld hafa afskriftir krafna þannig að jafnaðieingöngu áhrif við mat á því hvort sektarlágmarki ákvæðisins, það er fésekt semnemur tvöfaldri skattfjárhæð, skuli beitt, en breyta engu um refsinæmi vanskilaá virðisaukaskatti. Í málatilbúnaði ákæruvalds og á grundvelli mats þess átöpuðum kröfum samkvæmt rannsóknargögnum málsins er út frá því gengið aðundanþága frá fésektarlágmarkinu eigi við um öll þau vanskil á virðisaukaskattisem ákært er fyrir og í því efni aðallega vísað til kröfu á hendur [...] ehf.og gjaldþrots þess félags 24. september 2012. Ákærðu hafa fyrri dómi gert kröfuum að tekið verði tillit til frekari krafna sem þeir telja að hafi tapast oghefur áður verið gerð grein fyrir þeim. Að því er varðar kröfu á hendur C ehf.er til þess að líta að samkvæmt gögnum málsins var fyrst gert árangurslaustfjárnám hjá félaginu 29. september 2011 og bú þess var tekið tilgjaldþrotaskipta 4. apríl 2012. Samkvæmt þessu væru ekki efni til að lækkakröfur í ákæru þótt þessi tiltekna krafa teldist töpuð, en taka bæri tillit tilþessa við ákvörðun refsingar að öðrum skilyrðum uppfylltum. Er þess þá að gætaað samkvæmt rannsóknargögnum málsins kom fram hjá ákærða Sigurjóni viðskýrslugjöf hans að krafan hafi verið greidd með því að C ehf. hafi yfirtekiðlán frá A ehf. Um kröfu á hendur [...] ehf. er þess að geta að samkvæmt gögnummálsins var því hafnað að litið yrði á hana sem tapaða þar sem hún hafi ekkibyggst á virðisaukaskattskyldum reikningum. Er ekkert komið fram sem fær þessuhnekkt. Samkvæmt öllu framansögðu verður ekki fallist á að efni séu til aðlækka kröfur í ákæru vegna tapaðra viðskiptakrafna, heldur verður tekið tillittil þeirra við ákvörðun refsingar og þá með þeim hætti sem ákæruvaldið miðarvið samkvæmt framansögðu. Ákærði X hefur um rök fyrirsýknukröfu sinni vísað til þess að skattgreiðanda hafi verið gert að greiðavanskilagjöld og að því feli saksókn á hendur honum í sér endurteknamálsmeðferð til úrlausnar um refsiverða háttsemi eða tvöfalda refsingu sem farií bága við 1. mgr. 4. gr. samningsviðauka nr. 7 við mannréttindasáttmálaEvrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Hafi skattgreiðanda verið gert að sæta álagi áopinber gjöld felur saksókn á hendur ákærða ekki í sér brot gegn banni viðendurtekinni málsmeðferð eða tvöfaldri refsingu, enda ekki um að ræða sömu aðila.Þegar af þeirri ástæðu verður ekki fallist á kröfu ákærða um sýknu á þessumgrundvelli.Að ölluþví sögðu sem að framan er rakið er það niðurstaða dómsins að fram til 18.nóvember 2010 hafi ákærða X borið skylda til að sjá til þess að skattskil Aehf. væru með þeim hætti sem lög áskilja og að sú skylda hafi þann dag færstyfir á ákærða Sigurjón sem þá tók við framkvæmdastjórn í félaginu samhliða þvíað taka sæti í stjórn þess. Þá eru uppfyllt saknæmisskilyrði fyrir refsiábyrgðákærðu samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt og 2. mgr. 30. gr. umstaðgreiðslu opinberra gjalda. Er samkvæmt þessu talið nægilega sannað aðákærðu hafi gerst sekir um brot gegn þessum ákvæðum og að vanskil á eindaga íhverju tilviki fyrir sig hafi numið þeim fjárhæðum sem í ákæru greinir. Aðþessu gættu varðar háttsemi ákærðu jafnframt við 1. mgr. 262. gr. almennrahegningarlaga. Það eráður rakið að samkvæmtmálatilbúnaði ákæruvalds og í samræmi við gögn málsins telst vangoldinnvirðisaukaskattur vegna allra þeirra tímabila, sem ákæran lýtur að, hafa veriðgreiddur að verulegu leyti eftir eindaga hans. Verður samkvæmt þessu miðað viðað undanþága frá lágmarki fésektar samkvæmt 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988eigi við um skuld vegna tímabilsins maí til ágúst 2010 að fjárhæð 7.112.104krónur og skuld vegna nóvember og desember sama ár að fjárhæð 4.162.390 krónur.Þá verður út frá því gengið til samræmis við sakargögn og málflutning sækjandavið aðalmeðferð málsins að undanþága frá fésektarlágmarki 2. mgr. 30. gr. laganr. 45/1987 eigi við um vanskil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna mars 2010að fjárhæð 3.682.375 krónur. Um skuldir vegna annarra tímabila gildir hinsvegar sektarlágmark ákvæðisins. IVÁkærðu X og Sigurjón eru samkvæmtframansögðu sakfelldir fyrir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök í ákæru ogþar er réttilega heimfærð til refsiákvæða.Svo sem fram er komið var máliðtekið til lögreglurannsóknar á grundvelli bréfs skattrannsóknarstjóra ríkisins7. júlí 2011. Ekki hafa verið gefnar haldbærar skýringar á þeim mikla drættisem varð á rannsókn málsins hjá lögreglu og saksókn í því, en ákæra var ekkigefin út fyrr en 28. október 2015. Fer þessi málsmeðferð í bága við 3. mgr. 18.gr. og 2. mgr. 53. gr. laga um meðferð sakamála og 1. mgr. 70. gr.stjórnarskrárinnar. Ákærði X var með dómi [...]. mars2014 fundinn sekur brot gegn sömu lagaákvæðum og hann er nú sakfelldur fyrir.Var honum gert að sæta fangelsi í 12 mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára, oggreiða 44.000.000 króna í sekt en sæta ella fangelsi í 360 daga. Með vísan til60. gr. almennra hegningarlaga verður skilorðshluti þessa dóms tekinn upp ogákærða gerð fangelsisrefsing að nýju fyrir bæði málin eftir reglum 78. gr. sömulaga. Samkvæmt þessu og að teknu tilliti til þess óhæfilega dráttar sem varð árannsókn málsins og ákvörðun um saksókn er refsing ákærða hæfilega ákveðinfangelsi í 15 mánuði og skal fullnusta hennar í heild bundin skilorði eins ognánar greinir í dómsorði. Þá verðurákærða að auki gert að greiða sekt til ríkissjóðs, sem þykir með vísan til þesssem áður er rakið um fésektarlágmark og undanþágu frá því hæfilega ákveðin49.200.000 krónur. Í ljósi þeirrar vararefsingar sem mælt var fyrir um íframangreindum dómi og með vísan til 1. mgr. 54. gr. almennra hegningarlagakemur ekki til þess að kveðið verði á um vararefsing vegna þeirrar sektar semákærða er nú gerð. Ákærði Sigurjón hefur ekki áðursætt refsingu. Þykir refsing hans að því gættu og í ljósi framangreinds dráttará málsmeðferð hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði, sem bundin verðurskilorði á þann veg sem í dómsorði greinir. Þá verður honum að auki gert aðgreiða 16.250.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, en um vararefsingu fer samkvæmtþví sem í dómsorði greinir. Meðþví að ákærði Y hefur alfarið verið sýknaður af kröfum ákæruvaldsins skulumálsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Lúðvíks Arnar Steinarssonarhæstaréttarlögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 1.550.000 krónur, greidd úrríkissjóði, sbr. 2. mgr. 218. gr. laga nr. 88/2008.Ákærða X verður gert að greiðamálsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Guðlaugssonarhæstaréttarlögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin 1.860.000 krónur.Við ákvörðun málsvarnarlaunasamkvæmt framansögðu hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts.Þorgeir Ingi Njálssonhéraðsdómari dæmir mál þetta.D ó m s o r ð Ákærði,Y, er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.Ákærði, X, sæti fangelsi í 15mánuði, en fullnustu þeirrar refsingar skal frestað og hún falla niður aðliðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá greiði ákærði 49.200.000 krónurí sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja.Ákærði, Sigurjón Haraldsson, sætifangelsi í í tvo mánuði, en fullnustu þeirrar refsingar skal frestað og húnfalla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærðialmennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá greiði ákærði16.250.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsþessa, en sæta ella fangelsi í sjö mánuði.Málsvarnarlaunskipaðs verjanda ákærða Y, Lúðvíks Arnar Steinarssonar hæstaréttarlögmanns,1.550.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. ÁkærðiX greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Magnúsar Guðlaugssonarhæstaréttarlögmanns, 1.860.000 krónur.
Mál nr. 544/2007
Aðflutningsgjald
Á var ákærður fyrir tollalagabrot með því að hafa við innflutning á búslóð sinni frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur ekki tilgreint í aðflutningsskýrslu tiltekna muni sem í sendingunni voru að fjárhæð 368.917 krónur. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa ekki lagt fram vörureikninga vegna tiltekinna muna er tilgreindir voru í ákæru. Var háttsemi hans talin varða við 1. mgr. 172. gr. tollalaga nr. 88/2005. Fyrirtækið Jónar transport hf. útfyllti aðflutningsskýrslu í samræmi við yfirlýsingu ákærða á eyðublaði tollstjórnarinnar sem hann hafði sjálfu fyllt út, undirritað og afhent starfsmanni fyrirtækisins. Brot ákærða var talið fullframið er aðflutningsskýrsla var afhent í samræmi við upplýsingar hans og tekið fram að ákærði gæti ekki borið fyrir sig vanþekkingu á þeim reglum sem um innflutning gilda. Þá áttu ákvæði 110. gr. tollaga nr. 88/2005 hér ekki við um refsiábyrgð ákærða þar sem þau gilda eingöngu um endurálagningu aðflutningsgjalda. Héraðsdómur var staðfestur um refsingu ákærða og sakarkostnað en ákæruvaldið hafði ekki krafist þyngingar refsingar með nægilega skýrum hætti. Samkvæmt þessu var héraðsdómur staðfestur um refsingu ákærða og sakarkostnað. Með vísan til 1. mgr. 181. gr. tollalaga var ákærði látinn sæta upptöku á þeim varningi sem í ákæru greindi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Páll Hreinsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 25. september 2007, að fengnu áfrýjunarleyfi. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að ákærði verði sakfelldur samkvæmt ákæru, honum ákvörðuð refsing og hann dæmdur til að sæta upptöku þeirra haldlögðu muna sem í ákæru greinir. Ákærði krefst aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Ákærði hefur ekki fært haldbær rök fyrir kröfu sinni um að málinu verði vísað frá Hæstarétti. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi er ákærða gefið að sök að hafa eigi tilgreint í aðflutningsskýrslu varning við flutning til landsins og heldur eigi lagt fram reikninga vegna hans í því skyni að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda. Er háttsemi ákærða talin varða við 1. mgr. 172. gr. tollalaga nr. 88/2005. Ákærði mun hafa búið í Danmörku í 17 ár er hann fluttist aftur hingað til lands með fjölskyldu sinn og var búslóð hans flutt í júlí 2006 með Samskipum hf. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að fyrirtækið Jónar transport hf. hafi komið fram sem tollmiðlari við flutninginn og fyllt út með rafrænum hætti aðflutningsskýrslu hvað varðar tollskyldan varning. Þar var tilgreint áfengi að áætluðu verðmæti 12.634 krónur og heimilismunir að heildarverðmæti 361.276 krónur. Kom fram að verðmæti væri eigi talið svo mikið að taka skyldi af þeim aðflutningsgjöld. Hins vegar voru ekki tilgreindir aðrir þeir heimilismunir og áfengi sem í ákæru greinir. Umræddur varningur var tollskyldur þar sem hann féll ekki undir undanþágu samkvæmt 4. tölulið 1. mgr. 6. gr. tollalaga, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 797/2000, nú 15. gr. og 16. gr. reglugerðar nr. 630/2008. Í 2. mgr. 196. gr. tollalaga er kveðið á um að reglugerðir og öll önnur fyrirmæli, sem sett hafa verið samkvæmt eldri tollalögum nr. 55/1987, skulu halda gildi sínu, að svo miklu leyti sem þau brjóta ekki í bága við ákvæði yngri laganna, uns nýjar reglugerðir og fyrirmæli hafa verið gefin út. Því verður ekki fallist á þá málsvörn ákærða að reglugerðir nr. 797/2000 og 526/2000 hafi skort lagaheimild þar sem þær hafi verið settar með stoð í eldri tollalögum nr. 55/1987. Fram er komið að áðurnefnd aðflutningsskýrsla var gerð af starfsmanni Jóna transport hf. fyrir hönd ákærða. Var tilgreining varnings í skýrslunni í samræmi við „yfirlýsingu vegna innflutnings á heimilismunum“ á eyðublaði tollstjórnarinnar sem ákærði hafði fyllt út, undirritað og látið starfsmanninum í té. Verður því talið að lýsing í ákæru eigi við um þá háttsemi ákærða að hann hafi komið því til leiðar að umboðsmaður hans tilgreindi ekki í aðflutningsskýrslu þá muni og áfengi sem um ræðir og ekki lagt fram reikninga vegna varningsins. Brot ákærða var fullframið er aðflutningsskýrsla var afhent í samræmi við upplýsingar hans þar um. Ákærða stoðar ekki að bera fyrir sig vanþekkingu á þeim reglum sem um innflutning gilda. Þá geta ákvæði 110. gr. tollalaga ekki átt hér við um refsiábyrgð ákærða þar sem þau gilda eingöngu um endurálagningu aðflutningsgjalda. Verður því ekki fallist á málsvörn ákærða er að þessu lýtur. Samkvæmt framansögðu verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og varðar við 1. mgr. 172. gr. tollalaga, þó þannig að samkvæmt yfirlýsingu ákæruvalds nemur fjárhæð aðflutningsgjalda 356.217 krónum. Samkvæmt ákvæðinu skal sá sem veitir rangar eða villandi upplýsingar um magn vöru eða vanrækir að leggja fram tilskilin gögn samkvæmt lögunum vegna innflutnings vöru sæta sektum sem nema að lágmarki tvöföldum en að hámarki tíföldum aðflutningsgjöldum sem dregið var undan álagningu þeirra. Hins vegar ber í þessu máli að líta til þess að ákæruvaldið hefur ekki með skýrum hætti krafist refsiþyngingar yfir ákærða og verður því staðfest niðurstaða héraðsdóms um refsingu hans og ákvörðun sakarkostnaðar. Með vísan til 1. mgr. 181. gr. tollalaga skal ákærði sæta upptöku á þeim varningi sem í ákæru greinir. Að þeirri niðurstöðu fenginni verður ákærði einnig dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins samkvæmt 1. mgr. 165. gr., sbr. 2. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur er staðfestur um refsingu ákærða, Árna Óttars Skjaldarsonar, og um sakarkostnað. Ákærði sæti upptöku á eftirtöldum varningi sem tollyfirvöld lögðu hald á við rannsókn málsins: Gasgrilli, HP photosmart prentara, Ashgard kamínu, garðborði, Kitchen-aid hrærivél, Siemens ofni, gashitara, borðplötu, fjórum borðfótum, keramik helluborði, Philips sjónvarpi, skórekka og 22 dósum af bjór, alls 7,26 lítrum. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 265.907 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðjóns Ármanns Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 249.000 krónur. Mál þetta, sem tekið var til dóms 1. júní sl., endurupptekið í dag, 22. júní og tekið til dóms á ný, höfðaði Lögreglustjórinn í Reykjavík með ákæru 19. desember 2006 á hendur Árna Óttari Skjaldarsyni, kt. 080962-5099, Glæsibæ 14, Reykjavík, fyrir tollalagabrot, með því að hafa við innflutning vörusendingarinnar nr. S ARN 04 07 6 DK CPH W206, sem kom til Reykjavíkur 4. júlí 2006, eigi tilgreint í aðflutningsskýrslu, dagsettri daginn eftir, gasgrill, HP-photosmart prentara, Ashgard kamínu, garðborð, Kitchen-aid hrærivél, Siemens ofn, gashitara, borðplötu, 4 borðfætur, keramik helluborð, Philips sjónvarp, skórekka og 22 dósir af bjór (7,26 lítrar) sem í sendingunni voru, og ekki lagt fram reikninga vegna greinds varnings, og ætlað þannig að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda að fjárhæð 368.917 krónur. Telur ákæruvaldið þessa háttsemi varða við 1. mgr. 172. gr. tollalaga nr. 88/2005 og krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til að sæta upptöku á framangreindum varningi, sem hald var lagt á, samkvæmt 1. mgr. 181. gr. tollalaga. Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins og til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst ákærði þess að hafnað verði upptökukröfu lögreglu. Einnig krefst verjandi ákærða málsvarnarlauna að mati dómsins. Málavextir. Samkvæmt skýrslu Tollstjórans í Reykjavík frá 18. júlí 2006 barst tollstjóra verkbeiðni 10. júlí 2006, að skoða ofangreinda sendingu, en hún átti að innihalda búslóð með nokkrum nýjum hlutum og áfengi. Að morgni 11. júlí 2006 hafi gámurinn verið opnaður í vörumiðstöð Samskipa og hafi þá verið tekin ákvörðun um að fylgja gámnum heim, en búslóðin fyllti 40 feta gám. Haft var samband við ákærða og honum tilkynnt að tollgæsla vildi vera viðstödd losun gámsins og hafi ákærða verið gefinn kostur á að fá gáminn heim eða losa hann á svæði Samskipa. Ákveðið hafi verið að gámnum skyldi fylgt heim og hafi aðflutningsskýrslan verið samþykkt með fyrirvara um breytingar. Gámurinn hafi svo verið opnaður að heimili ákærða 14. júlí 2006. Við skoðun á innihaldi hans hafi komið í ljós munir sem í ákæru greinir og ekki hafi verið getið um í aðflutningsskýrslu eða yfirlýsingu á innflutningi heimilismuna. Ákærði játaði eign sína á ofangreindum varningi og var varningurinn haldlagður og fluttur í geymslu tollgæslunnar að Faxafeni, Reykjavík. Í málinu liggur frammi aðflutningsskýrsla útfyllt af starfsmanni Jóna transport, Kristínu Þórðardóttur. Innflytjandi er sagður vera ákærði. Í skýrslunni koma fram vörutegundirnar búslóð, öl, stál, gler og rauðvín. Í skýrslunni segir jafnframt að um sé að ræða búslóðagám og að áætlað verðmæti á áfengi sé á skýrslu. Heildarverðmæti vöru sem fjölskyldan hafi átt skemur en 1 ár sé 361.276 krónur. Þá liggur frammi í málinu ,,Yfirlýsing vegna innflutnings á heimilismunum“. Þar eru tilgreindir heimilismunir sem ákærði eða fjölskylda hans hafi átt skemur en eitt ár erlendis. Er þar ekki getið muna þeirra sem í ákæru greinir. Þá liggur frammi í málinu bókunar- og innihaldslisti, undirritaður af ákærða. Þar segir að um 40 feta gám sé að ræða og innihald hans tilgreint ísskápur, frystiskápur, þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, gasgrill, útihitari, gashitari, öl og áfengi. Einnig liggur frammi í málinu kvittun, dagsett 14. júlí 2007, fyrir greiðslu aðflutningsgjalda að fjárhæð 20.520 krónur. Tollstjórinn í Reykjavík sendi ákærða bréf 24. júlí 2006, þar sem þess var farið á leit að ákærði legði fram gögn um verðmæti þess varnings sem ekki hafði verið gerð grein fyrir í aðflutningsskjölum. Samkvæmt skýrslu tollstjórnar, sem liggur frammi í málinu og er dagsett 18. ágúst 2006, hafði ákærði þá afhent tollstjóra reikninga vegna varningsins. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði kvaðst hafa verið búsettur í 17 ár í Danmörku er hann fluttist hingað til lands. Vitnið kvað flutningafyrirtækið Jóna transport hafa útbúið aðflutningsskýrslu þá sem liggur frammi í málinu. Vitnið kvað starfsfólk Jóna transport ekki hafa kallað eftir reikningum varðandi nýja hluti og hann hafi fengið litlar upplýsingar um hvaða reglur giltu um innflutning á búslóð. Hann kvaðst ekki hafa verið búinn að kynna sér tollareglur áður en hann flutti búslóð sína til landsins. Hann kvaðst sjálfur hafa pakkað búslóðinni í gáminn. Ákærði kvað þær vörur sem greindar eru í ákæruskjali hafa verið nýjar vörur. Ákærði kvaðst hafa farið á tollstjóraskrifstofuna er hann kom hingað til lands, en hafi verið sendur þaðan til flutningafélagsins Jóna transport, þar sem vantað hafi skýrslu. Ákærði var spurður um búslóðayfirlýsingu þá er liggur frammi í málinu og kvað hann undirskrift sína vera á yfirlýsingunni. Hann kvað þær vörur sem greindar eru á yfirlýsingu þessari vera þær vörur sem hann hafi fengið greiddan virðisaukaskattinn af og kvaðst ákærði hafa talið að hann þyrfti einungis að gefa upp þessar vörur. Hann kvaðst einungis hafa verið að flytja inn sína búslóð og kvaðst ekki hafa talið að hann þyrfti að tilgreina aðrar vörur eða framvísa reikningum fyrir öðrum vörum en þeim sem hann gaf upp. Vitnið, Kristín Sigmarsdóttir tollvörður, kvaðst hafa fengið mál þetta í hendur frá yfirmanni sínum, Ingibjörgu Mjöll, sem hafi beðið vitnið að hafa samband við ákærða, þar sem vitnið hefði opnað gám sem ákærði flutti hingað. Um hafi verið að ræða 40 feta gám, sem var pakkaður upp í loft, þannig að ekki var unnt að staðreyna hvaða hlutir voru í gámnum. Því hafi verið haft samband við ákærða og honum boðið að tæma gáminn að tollvörðum viðstöddum, eða að gámurinn yrði fluttur heim og fylgst yrði með tæmingu á honum. Ákærði hafi tæmt gáminn og hafi þá komið í ljós að í honum voru heimilismunir ásamt hlutum sem getið var um í skýrslum og einnig nýir hlutir sem ekki var getið um í skýrslum. Þeir hlutir hafi verið innpakkaðir í söluumbúðir. Gámurinn hafi fyrst verið opnaður á tollsvæði, en ekki hreyft við hlutum í gámnum, þar sem hann hafi verið svo þétt pakkaður. Vitnið, Kristín Þórðardóttir, kvaðst hafa gert aðflutningsskýrslu fyrir hönd Jóna transport. Hún kvað það misjafnt hvaða gögn hún fengi í hendur við gerð skýrslunnar. Yfirleitt fái hún komutilkynningu og vörureikning ef við eigi. Yfirleitt sé vinnuferlið þannig að hún fái bunka af skýrslum til að vinna úr. Yfirleitt fylgi ekki vörureikningar með skýrslum um búslóðir. Ef um er að ræða nýja muni, komi viðskiptavinurinn með reikninga til hennar og gefi upp munina. Vitnið kvað engar leiðbeiningar gefnar út til þeirra sem flytja inn búslóðir. Vitnið, Þórir Jónsson tollvörður, kvaðst hafa tekið skýrslu af ákærða varðandi innflutning á búslóð hans. Hann kvaðst einnig hafa tekið skýrslu af Kristínu Sigmarsdóttur. Vitnið, Jóhanna Guðbjartsdóttir tollvörður, kvaðst hafa gefið út verkbeiðni er liggur frammi í málinu. Hún kvað vinnuferlið vera á þann veg að lögð séu inn tollskjöl til afgreiðslu á skrifstofu tollstjóra. Hún fái þau í hendur til afgreiðslu eða meðferðar. Hún hefði ákveðið að senda þessa ákveðnu sendingu í vöruskoðun, en hún kvaðst ekki muna hvers vegna hún hefði ákveðið það í þessu tilviki. Vitnið kvað að í vöruskoðunardeild hefði verið ritað á verkbeiðnina ,,Afgr. með fyrirvara um heimfylgd.“ Það þýði að varan er skoðuð þar og ef þar komi eitthvað í ljós sem ekki hafi verið gerð grein fyrir, sé lagt hald á það. Vitnið, Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir, kvaðst hafa fengið verkbeiðni frá tollskrifstofu á Tryggvagötu, eins og venjan sé þegar skoða eigi búslóð, en innflytjandinn hafði í búslóðaryfirlýsingu upplýst um áfengi í gámnum og einhverja nýja hluti sem voru innan tollfrelsismarka. Hún hafi fengið tollverði til að kíkja á gáminn, en um hafi verið að ræða fullan 40 feta gám. Venjan sé þá sú að innflytjanda sé boðið að koma á hafnarsvæðið með mannskap til að bera á milli gáma, til að hægt sé að skoða hlutina, eða að heimiluð sé tollafgreiðsla með fyrirvara um heimfylgd. Spurð um það hvað gert væri við þann varning sem ekki væri getið í aðflutningsskýrslu, kvað vitnið þann varning vera haldlagðan. Spurð um það hvort 110. gr. tollalaga væri beitt við endurálagningu, kvað vitnið þeirri grein ekki beitt í tilvikum sem þessum, enda komi fram á búslóðayfirlýsingu að viðkomandi skuli gefa upp allt sem er í búslóðinni, að viðlagðri refsiábyrgð. Niðurstaða. Óumdeilt er að ákærði bjó í 17 ár í Danmörku og lét senda búslóð sína hingað til lands með flutningafyrirtækinu Jónar transport, en ákærða er gefið að sök að hafa ekki tilgreint í aðflutningsskýrslu þann varning sem í ákæru greinir. Eins og að framan greinir, og staðfest er með vætti vitnisins Kristínar Þórðardóttur, útbjó hún, sem starfsmaður Jóna transport, aðflutningsskýrslu þá sem í ákæru greinir, en ekki ákærði sjálfur, þótt ákæra í málinu sé á því byggð. Hún bar jafnframt fyrir dómi að engar leiðbeiningar væru gefnar út til þeirra sem flytja inn búslóðir. Eins og ákæran er orðuð um sakarefnið verður ákærði samkvæmt framangreindu ekki sakfelldur fyrir að hafa ekki tilgreint þá muni sem í ákæru greinir og ber að sýkna ákærða af þeirri háttsemi. Ákærða er jafnframt gefið að sök að hafa ekki lagt fram reikninga vegna varnings er í ákæru greinir. Samkvæmt 1. mgr. 172. gr. tollalaga varðar það mann refsingu ef hann vanrækir, vegna innflutnings vöru, að leggja fram tilskilin gögn samkvæmt þeim lögum. Í 28. gr. laganna segir að vörureikningur sé meðal þeirra tollskjala sem skuli liggja til grundvallar aðflutningsskýrslu samkvæmt 23. og 25. gr. laganna og skuli afhent tollstjóra í þeim tilvikum þegar aðflutningsskýrsla er skrifleg. Í 1. mgr. 22. gr. laganna segir að innflytjandi skuli láta tollstjóra í té aðflutningsskýrslu og önnur tollskjöl vegna innfluttrar vöru áður en vara er afhent til notkunar innan lands eða sett í tollfrjálsa verslun eða tollfrjálsa forðageymslu. Tollskjöl skuli þó látin tollstjóra í té ekki síðar en sex mánuðum frá komudegi flutningsfars vöru til landsins nema vöru hafi verið ráðstafað í tollvörugeymslu eða á frísvæði. Af gögnum málsins má ráða að ákærði hafi, ekki síðar en í ágúst 2006, látið tollstjórninni í té vörureikninga varðandi þann varning sem í ákæru greinir, að undanskildum reikningum vegna bjórs, garðborðs, skórekka og Kitchen-aid hrærivélar, en fyrir þessum varningi eru engir reikningar í málinu. Því ber að sakfella ákærða fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi vanrækt að láta tollstjóra í té vörureikninga fyrir ofangreindum varningi og hefur hann með því brotið gegn 1. mgr. 172. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. tollalaga. Samkvæmt 1. mgr. 172. gr. tollalaga skulu sektir nema að lágmarki tvöldum, en að hámarki tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Í málinu liggur frammi skjal er stafar frá tollstjóra, þar sem fram kemur útreikningur tolls og virðisaukaskatts á varningi þeim sem ákærði flutti hingað til lands og lagt var hald á. Allir þeir munir er greinir í skjali þessu eru tilgreindir í ákæru, nema stólar, sem ekki er getið í ákæru. Þá fylgir skjali þessu sérstakur gjaldalisti, en ekki er unnt að átta sig á af þeim lista, hvaða gjöld skyldi greiða af hverjum hlut fyrir sig. Af hálfu sækjanda var því lögð fram sundurliðun á aðflutningsgjöldum fyrir hvern einstakan mun. Af þeirri sundurliðun má sjá að aðflutningsgjöld vegna þess varnings sem ákærði lagði ekki fram reikninga fyrir, þ.e. garðborðs, skórekka, Kitchen-aid hrærivélar og bjórdósa nema samtals 9.592 krónum. Viðurlög og sakarkostnaður Refsing ákærða þykir, með hliðsjón af framangreindu, hæfilega ákveðin 20.000 króna sekt, sem ákærði greiði í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins, en ella sæti ákærði fangelsi í 2 daga. Að mati dómsins eru ekki efni til að fallast á kröfu ákæruvalds um að varningurinn verði gerður upptækur og er ákærði sýknaður af þeirri kröfu ákæruvalds. Með vísan til 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 greiðast málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Einars Sigurjónssonar héraðsdómslögmanns, að ¾ hlutum úr ríkissjóði, þ.e. 150.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, en ¼ hluta þeirra, þ.e. 50.000 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, greiði ákærði. Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Ákærði, Árni Óttar Skjaldarson, greiði 20.000 krónur í sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í 2 daga. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Einars Sigurjónssonar héraðsdómslögmanns, greiðast að ¾ hlutum úr ríkissjóði, þ.e. 150.000 krónur, en ¼ hluta þeirra, þ.e. 50.000 krónur, greiði ákærði. Ákærði er sýknaður af upptökukröfu ákæruvalds.
Mál nr. 721/2017
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir.Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 15. nóvember 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnumdegi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 15. nóvember 2017, þarsem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 20.nóvember 2017 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er íl. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærðiúrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verðimarkaður skemmri tími og varnaraðila ekki gert að sæta einangrun.Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðarverður hann staðfestur,Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness,miðvikudaginn 15. nóvember 2017Lögreglustjórinná Suðurnesjum hefur í dag krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X,f.d. [...], verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 22.nóvember 2017, kl. 16:00 og að á þeim tíma verði kærðu gert að sæta einangrun.Kærðamótmælir kröfunni og krefst þess aðallega að kröfu lögreglustjóra verði hafnað,en til vara að vægara úrræðum verði beitt svo sem farbanni. IÍgreinargerð lögreglustjóra kemur fram að lögreglu hafi borist tilkynning frátollgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 9. nóvember 2017, um að meðkærðikærðu, Y, hefði verið stöðvaður á tollhliði vegna gruns um að hann kynni aðhafa fíkniefni falin í fórum sínum, við komu hingað til lands með flugi [...]frá Barcelona, Spáni. Hafi meðkærði verið færður í leitaraðstöðu tollgæslunnarþar sem leit hafi verið framkvæmd. Við leit hafi fundist 339,31 g af kókaínisem hann hafði innanklæða í nærfatnaði. Í kjölfarið hafi meðkærði veriðhandtekinn og færður á lögreglustöð. Kærða hafi jafnframt verið grunuð um aðeiga aðild að innflutningi fíkniefnanna þar sem hún hafi ferðast með meðkærðahingað til lands og verið handtekin á sama tíma og meðkærði. Kærðakvaðst hafa komið fyrst hingað til lands árið 2013 í viðskiptaerindum og þákeypt hótel í samstarfi við nafngreinda konu. Samstarfið hafi ekki gengið eftirog hafi hún komið til landsins í því skyni að innheimta skuld vegna þeirraviðskipta. Kærða kveðst hafa kynnstmeðkærða Y hér á landi, þau eigi í einhverju sambandi og hittist reglulega áSpáni þar sem hann hafi verið að túlka fyrir hana. Fyrir þessa ferð hafi þau hist á flugvellinumá Barcelona á Spáni.Teknarhafa verið skýrslur af kærðu og meðkærða og ber verulega í milli í framburðiaðila og hafa framburðir beggja jafnframt verið afar reikulir. Þá teljilögregla rökstuddan grun til að ætla að mál þetta tengist öðrum málum er varðiinnflutning fíkniefna hingað til lands og að um skipulagða glæpastarfsemi sé aðræða eins og nánar sé greint um í meðfylgjandi greinargerð og gögnum málsinsRannsóknmáls þessa er á frumstigi. Verið sé að rannsaka aðdraganda að ferð kærðu ogmeðkærða utan og til landsins og tengsl þeirra innbyrðis og við ætlaðavitorðsmenn á Íslandi og erlendis auk annarra atriða. Telji lögregla að þaufíkniefni sem meðkærði hafi borið á sér við komuna til landsins bendi til þessað efnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar og háttsemi kærðu og meðkærðakunni að varða við ákvæði 173. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 aukákvæða laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni. Lögregla telji að ætla megi aðkærða kunni að spilla sakargögnum, torvelda rannsókn málsins og hafa áhrif ásamseka gangi hún laus. Þesser einnig krafist að kærðu verði gert að sæta einangrun í gæsluvarðhaldiskv. b. lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008. Meðvísan til alls framangreinds, rannsóknarhagsmuna, a. liðar 1. mgr. 95. gr. laganr. 88/2008 um meðferð sakamála, 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940og laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni telur lögreglustjóri brýnarannsóknarhagsmuni standa til þess að kærðu verði gert að sæta gæsluvarðhaldiallt til miðvikudagsins 22. nóvember 2017, kl. 16:00, og að kærða sætieinangrun á þeim tíma.IIMeðvísan til framangreinds svo og gagna málsins er fallist á það meðlögreglustjóra að kærða sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot semfangelsisrefsing liggur við. Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og hugsanlegatengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Framburði kærðu og meðkærða ber ekki saman.Innan við vika er síðan mál þetta kom upp og ætla verður lögreglu frekararáðrúm til þess að rannsaka aðdragandann að ferð kærðu og eftir atvikum mögulegtengsl hennar við vitorðsmenn hér á landi og erlendis. Samkvæmt þessu telstskilyrðum a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamálafullnægt til þess að kærðu verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, en ekki verðurtalið að markmiðum gæsluvarðhaldsins verði náð með öðru og vægara úrræði.Meðvísan til framangreinds er jafnframt fallist á kröfu lögreglustjóra um að kærðaverði gert að sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldsvist hans stendur, sbr. b.lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt því og öðru framangreindu verðurkrafa lögreglustjóra tekin til greina, þó með þeim hætti að henni verðurmarkaður skemmri tími eins og nánar greinir í úrskurðarorði.Úrskurðþennan kveður upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari. Úrskurðarorð:Kærða,X, f.d. [...], skal áfram sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 20. nóvember2017, kl. 16:00.Kærðasæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
Mál nr. 254/1999
Kærumál Fjárnám Meðlag Fyrning
Talið var að krafa I á hendur S, sem orðið hafði til vegna meðlagsgreiðslna Tryggingarstofnunar ríkisins til barns S, væri ekki krafa til endurgjalds þegnum sveitarstyrk samkvæmt 5. mgr. 1. gr. laga nr. 14/1905 um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda. Var krafa I, sem var eldri en fjögurra ára, talin niður fallin fyrir fyrningu samkvæmt 3. tölulið 3. gr. laga nr. 14/1905 og fjárnám sem gert hafði verið hjá S fyrir kröfunni því fellt úr gildi.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. júní 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 28. maí 1999, þar sem fellt var úr gildi fjárnám, sem sýslumaðurinn á Selfossi gerði hjá varnaraðila 3. desember 1998 að kröfu sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að fyrrnefnt fjárnám verði staðfest. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
Mál nr. 270/2004
Gjaldþrotaskipti Riftun Þinglýsing
B ehf. gaf á árinu 1999 út tryggingabréf að fjárhæð 25 milljónir króna þar sem félagið setti að veði nánar tilgreint lausafé til tryggingar skuldum þess við SH. Tryggingabréfinu var ekki þinglýst fyrr en að liðnum fresti 1. mgr. 48. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Hafði veðsetning samkvæmt bréfinu því ekki gildi gagnvart skuldheimtumönnum B ehf. Þann 23. október 2002 afsalaði B ehf. til F ehf., félags í eigu SH, hluta af því lausafé sem var veðsett. Var lausaféð metið á 5.950.425 krónur. Bú B ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 21. febrúar 2003. Frestdagur við skiptin var 5. nóvember 2002. Talið var að afhending hinna veðsettu muna gæti ekki talist greiðsla með venjulegum greiðslueyri í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Þá var heldur ekki fallist á að greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum, sbr. 1. mgr. 134. gr. i.f. Var því fallist á riftun greiðslunnar. Að því er snerti endurgreiðslukröfu þrotabúsins var talið að bifreið, sem var á meðal framangreindra muna og hafði verið seld á nauðungarsölu 18. janúar 2003, hafi ekki komið SH að notum í skilningi 142. gr. laga nr. 21/1991. Um aðra muni lá fyrir að SH hafði selt þá fyrir samtals 2.500.000 krónur, en hafði í fórum sínum lítt nothæfa muni, sem metnir hefðu verið á 249.000 krónur í afsalinu. Nam andvirði þeirra 2.208.051 krónu eftir að virðisaukaskattur hafði verið dreginn frá. Hafði upplýsingum um þetta ekki verið mótmælt af hálfu þrotabúsins. Var SH því dæmt til að greiða þrotabúi B ehf. 2.208.051 krónu með dráttarvöxtum.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 28. júní 2004. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda en til vara lækkunar á endurgreiðslukröfu hans. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Fjárvari ehf., sem fékk þann 23. október 2002 afsal það frá Byggðaverki ehf., sem dómkröfur stefnda beinast að, mun að öllu leyti hafa verið í eigu áfrýjanda. Hefur áfrýjandi fyrir sitt leyti fallist á að kröfum stefnda teljist réttilega beint að sér. I. Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi var tryggingarbréfi áfrýjanda í lausafjármuni Byggðaverks ehf., sem út var gefið 8. október 1999, ekki þinglýst fyrr en eftir að frestur samkvæmt 1. mgr. 48. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 rann út. Veðsetningin samkvæmt bréfinu hafði því ekki gildi gagnvart skuldheimtumönnum veðsalans, sbr. 2. mgr. 48. gr. laganna. Þó að þessi ráðstöfun hafi í sjálfri sér verið gild gagnvart veðþola samkvæmt ákvæðum 48. gr. þinglýsingalaga, eins og áfrýjandi telur, er ekki unnt að fallast á að afhending hinna veðsettu muna geti af þeirri ástæðu talist greiðsla með venjulegum greiðslueyri í skilningi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Er það í samræmi við dómaframkvæmd, að lausafjármunir geti ekki talist venjulegur greiðslueyrir við greiðslu skulda, nema sýnt sé fram á að afhending slíkra muna hafi tíðkast í skiptum aðila eða aðrar sérstakar aðstæður séu taldar réttlæta slíkan greiðslueyri. Ekki verður heldur fallist á, að greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum, eins og það er orðað í niðurlagi 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991. Er þá haft í huga, að fyrirsvarsmönnum áfrýjanda, sem var viðskiptabanki Byggðaverks ehf., var vel ljós erfið fjárhagsstaða félagsins í október 2002. Mátti þeim þá jafnframt vera ljóst, að með afhendingu munanna var að því stefnt að gera hlut áfrýjanda gagnvart öðrum skuldheimtumönnum betri en lög stóðu til, þar sem veðréttur hans naut ekki lögverndar gagnvart þeim, svo sem áður sagði. Frestdagur við skipti á þrotabúi Byggðaverks ehf. var 5. nóvember 2002. Af framansögðu leiðir að krafa stefnda um staðfestingu hins áfrýjaða dóms, að því er varðar riftun á greiðslunni 23. október 2002, verður tekin til greina. II. Kemur þá til úrlausnar, hverjar greiðslur áfrýjandi skuli inna af höndum til stefnda vegna riftunarinnar. Í 142. gr. laga nr. 21/1991 er kveðið svo á, að sá sem hafi hag af riftanlegri ráðstöfun eða fullnustugerð, skuli greiða þrotabúi fé sem svarar til þess sem greiðsla þrotamanns hefur orðið honum að notum. Í málinu liggur fyrir, að bifreiðin ZH-341 var seld á uppboði að kröfu skuldheimtumanna Byggðaverks ehf. 18. janúar 2003. Uppboðið var fullnustugerð, sem átti ekki að neinu leyti rót sína að rekja til afsalsins 23. október 2002. Verður að líta svo á, að uppboðið hafi leitt til þess, að afhending þessarar bifreiðar til áfrýjanda með afsalinu 23. október 2002 hafi alls ekki komið honum að notum í skilningi lagaákvæðisins. Gildir þá einu, þó að svo standi á, að áfrýjandi hafi orðið uppboðskaupandi og fengið meginhluta söluverðsins, sem nam 665.000 krónum, eða 521.610 krónur, úthlutaðan sér vegna veðréttar síns í bifreiðinni. Á tíma uppboðsins hafði veðréttur áfrýjanda ekki enn orðið að þoka fyrir rétti stefnda, enda var bú hans ekki tekið til gjaldþrotaskipta fyrr en 21. febrúar 2003. Verður samkvæmt þessu fallist á þann málflutning áfrýjanda fyrir Hæstarétti, að sýkna beri hann alfarið af kröfu stefnda um endurgreiðslu á andvirði bifreiðarinnar. Í greinargerð sinni í héraði gerði áfrýjandi grein fyrir ráðstöfun sinni á öðrum munum, sem afsalið 23. október 2002 tók til. Er þessu lýst í lok I. kafla hins áfrýjaða dóms, þar sem greint er frá málavöxtum, en tekið er fram í upphafi niðurstöðukafla dómsins, að ekki sé deilt um þá. Stefndi hefur ekki heldur vefengt þetta við málflutning sinn fyrir Hæstarétti, en hins vegar talið að þetta skipti ekki máli, þar sem dæma beri honum endurgreiðslu miðað við þær fjárhæðir sem afsalið 23. október 2002 greini. Þykir við svo búið unnt að leggja upplýsingar áfrýjanda um þetta til grundvallar dómi í málinu. Áfrýjandi kveðst hafa selt muni fyrir samtals 2.500.000 krónur og þá hafi verið eftir í fórum hans lítt nothæfir hlutir, sem metnir hafi verið á 249.000 krónur í afsalinu 23. október 2002. Samtals nemi þetta 2.749.000 krónum. Að frádregnum virðisaukaskatti verði fjárhæðin 2.208.051 króna og hafi honum því orðið að notum greiðsla frá stefnda með þeirri fjárhæð. Verður hann dæmdur til að greiða stefnda hana með vöxtum, eins og greinir í dómsorði, en ekki er deilt um upphafsdag þeirra í málinu. Eftir þessum úrslitum verður áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda samtals 600.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er staðfestur að því er varðar riftun á greiðslu Byggðaverks ehf. til áfrýjanda, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, 23. október 2002. Áfrýjandi greiði stefnda, þrotabúi Byggðaverks ehf., 2.208.051 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. júlí 2003 til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda samtals 600.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta var þingfest 17. desember 2003 og tekið til dóms 18. þ.m. Stefnandi er þrotabú Byggðaverks ehf., kt. 691293-3949, Mörkinni 1, Reykjavík en stefndi er Sparisjóður Hafnarfjarðar, kt. 610269-5599, Strandgötu 8-10 Hafnarfirði. Í öðru lagi er gerð krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 5.950.425 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 25. júlí 2003 til greiðsludags. Í þriðja lagi gerir stefnandi kröfu um málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. En til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilfellum er krafist málskostnaðar. I. Ekki er deilt um málavexti. Bú Byggðaverks ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 21. febrúar 2003. Frestdagur við skiptin er 5. nóvember 2002. Innköllun til skuldheimtumanna birtist í fyrsta sinn í Lögbirtingablaði 12. mars 2003. Fyrsti skiptafundur í búinu var haldinn 12. júní 2003. Við athugun skiptastjóra á málefnum búsins kom meðal annars fram að þann 23. október 2002 seldi Byggðaverk ehf. lausafé til Fjárvara ehf. sem er í eigu stefnda. Í 2. grein afsalsins eru eftirfarandi lausafjármunir taldir upp: Nr. Skýring Lengd Breidd Flatar-mál Verðmat Þar af VSK 1 Vinnuskúr (fataskúr) 5,6 3,5 19,6 m2 100.000 kr. 19.680 2 Gámur 10´ 3,0 2,0 6,0 m2 24.900 kr. 4.900 3 Gámur 10´ 3,0 2,0 6,0 m2 31.125 kr. 6.125 4 Vinnupallar 0,0 0,0 0,0 m2 1.992.000 kr. 392.026 Byggingarkrani, ásamt kranasporum. Liebherr árg. 5 73. Skr.nr. AB 0047. 1.618.500 kr. 318.521 6 Vinnuskúr 6,1 3,0 18,3 m2 150.000 kr. 29.520 7 Vinnuskúr (kaffistofa) 5,5 3,1 17,1 m2 150.000 kr. 29.520 8 Verkfæraskúr 2,4 2,0 4,8 m2 15.000 kr. 2.952 9 Gámur 10´ 3,0 2,0 6,0 m2 24.900 kr. 4.900 10 Gámur 20´ 6,0 2,4 14,4 m2 62.250 kr. 12.251 11 Vinnuskúr (kaffiskúr) 5,5 3,0 16,5 m2 100.000 kr. 19.680 12 Gámur 20´ 6,0 2,4 14,4 m2 62.250 kr. 12.251 13 Vinnuskúr með salerni 5,5 3,0 16,5 m2 150.000 kr. 29.520 14 Gámur 20´ 6,0 2,4 14,4 m2 62,250 kr. 12.251 15 Gámur 20´ 6,0 2,4 14,4 m2 62.250 kr. 12.251 16 Vinnuskúr 5,5 3,0 16,5 m2 100.000 kr. 19.680 Sendibíll. Toyota Hiace árg. 17 1999 Skr. nr. ZH-341. 996.000 kr. 196.013HHH 18 Handverkfæri 124.500 kr. 24.502 19 Tölvu- og skrifstofubúnaður 124.500 kr. 24.502 Samtals 5.950.425 kr. 1.171.044 Í þriðju grein afsalsins segir að umsamið kaupverð sé að fullu greitt með yfirtöku hluta áhvílandi veðskulda en í fjórðu grein segir að tryggingabréf að fjárhæð 25 milljónir hvíli á hinu seldu lausafjármunum. Með öðrum orðum tók stefndi ofangreint lausafé upp í skuld Byggðaverks ehf. við stefnda og var lausaféið metið á 5.950.425 krónur. Áminnst tryggingarbréf að höfuðstól 25 milljónir krónur var gefið út 8. október 1999 með veði í ýmsum lausafjármunum, meðal annars flestum þeim munum sem seldir voru með afsalinu 23. október 2002. Þá gaf félagið einnig út tryggingarbréf til stefnda 8. október 1999 að höfuðstól 1.680.000 krónur með veði í bifreiðinni ZH-341, Toyota Hiace árgerð 1999. Þessarar bifreiðar er getið í afsalinu. Bæði þessi tryggingarbréf voru afhent til þinglýsingar 12. nóvember 1999. Hinn 18. janúar 2003 fór fram uppboð á bifreiðinni ZH-341 og fékk stefndi úthlutað af andvirðinu 521.603 krónur upp í kröfu sína samkvæmt síðastnefnda tryggingarbréfinu. Þann 13. desember 2002 seldi Fjárvari ehf. vinnuskúra þá og gáma sem hann hafði keypt með fyrrgreindum samningi við Byggðaverk ehf. Söluverð þessara gáma var 1.000.000 krónur. Með kaupsamningi 30. desember 2003 voru eftirstöðvar þessara lausafjármuna, að undanskildum handverkfærum og tölvubúnaði, seldir á 1.500.000 krónur. Sá búnaður sem enn er í vörslum stefnda eða dótturfélaga hans eru metin á samtals 249.000 krónur samkvæmt áðurnefndu afsali. Samtals hafa þessar eignir því nýst stefnda til greiðslu upp í kröfu hans á hendur Byggðaverki ehf. á grundvelli framangreindra tveggja tryggingarbréfa, að fjárhæð 3.270.603 krónur. Með bréfi 25. júní 2003 lýsti stefnandi yfir riftun á sölu Byggðaverks ehf. samkvæmt áðurnefndu afsali og krafðist endurgreiðslu á söluverði. Stefndi hafnaði þeirri málaleitan stefnanda. II. Riftunarkrafa stefnanda er á því reist að ofangreind ráðstöfum hafi farið fram innan sex mánaða fyrir frestdag við gjaldþrotaskipti á búi Byggðaverks ehf. Greiðslan hafi verið með óvenjulegum greiðslueyri sem stefndi hafi haft beinan fjárhagslegan hag af. Um lagastoð fyrir þessari kröfu vísar stefnandi til 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti og fleira. Stefnandi byggir riftunarkröfu sína einnig á 141. gr. laga nr. 21/1991 og telur að þessi ráðstöfun hafi augljóslega verið stefnanda til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa og hafi ráðstöfunin leitt til þess að eignir hafi ekki verið til reiðu fyrir aðra kröfuhafa. Skuldarinn hafi fyrir löngu verið orðinn ógjaldfær og stjórnendum stefnda hafi mátt vitað um fjárhagsstöðu félagsins er gengið hafi verið frá samningi. Stefnandi tekur fram að tryggingarbréf að fjárhæð 25 milljónir króna skipti ekki máli í þessu sambandi. Tryggingarbréfið hafi verið gefið út 8. október 1999 en ekki þinglýst fyrr en meira en þrjár vikur hafi verið liðnar frá útgáfu þess. Veðréttur samkvæmt bréfinu sé því fallinn niður gagnvart skuldheimtumönnum félagsins, sbr. 48. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978. Fjárkrafa stefnanda byggist á 142. gr. laga nr. 21/1991. Um dráttarvaxtakröfu vísar stefnandi til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 og um málskostnað til 130. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi bendir á að í veðlögum frá 1887 hafi verið ákvæði í 7. gr. þess efnis að veðbréfi sem þinglýst hafi verið of seint hafi ekki haldið verðgildi sínu þótt því væri þinglýst síðar. Með lögum nr. 65/1957 hafi frestur til að þinglýsa verið ákveðinn þrjár vikur frá útgáfudegi bréfs. Sama regla hafi gilt og áður að veðsetningin hafi orðið ógild gagnvart veðþolanum og síðari veðhöfum ef veðbréfi hafi verið þinglýst of seint. Þessi regla hafi verið tekin upp í 48. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 en þó nokkuð breytt. Nú haldi bréf fullu veðgildi bæði gagnvart veðþola og síðari samnings­veðhöfum sem séu grandsamir um veðsetninguna. Samkvæmt þessu hljóti réttur veðhafa að víkja fyrir rétti fjárnámshafa í eignina og einnig fyrir rétti þrotabús veðþolans. Hafi nauðungarsala farið fram á hinum veðsetta hlut áður en bú veðþola sé tekið til gjaldþrotaskipta og andvirðinu sé ráðstafað til veðhafa sem byggi kröfu sína á veðbréfi sem þinglýst hafi verið of seint, þá standi sú ráðstöfun, burt séð frá því hvort réttur veðþola hafi þurft að víkja fyrir þrotabúinu ef hann hafi ekki náð fullnustu fyrir úrskurðardag. Andvirði bifreiðarinnar ZH-341 hafi verið ráðstafað til stefnda þrátt fyrir að veðbréf hans væri haldið ofangreindum annmörkum og skiptastjóri hafi ekki gert athugasemdir við þá ráðstöfun. Stefndi telur að það sama eigi við þegar veðþolinn greiði veðskuldina eða hluta hennar með þeim hætti sem í máli þessu getur. Byggist það á því að veðréttur stefnda í lausafjármununum hafi verið í fullu gildi gagnvart veðþolanum þegar greiðslan hafi farið fram og síðari veðhöfum hafi ekki verið til að dreifa. Greiðslan hafi því verið fullkomlega eðlileg og ekki farið í bága við ákvæði 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Stefndi hafi á þessum tíma getað sótt rétt sinn á hendur félaginu á grundvelli veðréttar síns, líkt og hann hafi gert með bifreiðina, og sú fullnusta hafi staðið óhögguð þrátt fyrir að bú félagsins hafi síðar orðið gjaldþrota. Ekkert ótilhlýðilegt hafi verið við þessa greiðslu. Jafnvel þótt svo yrði litið á að veðrétturinn viki gagnvart rétti þrotabúsins lítur stefndi svo á að greiðslan hafi verið eðlileg eins og sakir hafi staðið, sbr. 1. mgr. 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga in fine. Varakrafa stefnda um lækkun dómkrafna byggist á því að umræddar eignir hafi ekki nýst stefnda með þeim hætti sem gert hafi verið ráð fyrir. Fyrir liggi að stefndi hafi ekki fengið bifreiðina ZH-341 afhenta eins og afsalið hafi gert ráð fyrir. Á bifreiðinni hafi hvílt veðskuld sem ekki hafi verið greidd og svo hafi farið að hún hafi verið seld á uppboði. Eftir standi að aðrar eignir hafi selst á 2.500.000 krónur auk þess sem verðmæti að fjárhæð 249.000 krónur sé enn í vörslum stefnda og hafi ekki selst. Er gerð sú krafa að endurgreiðslukrafan taki mið af þessari staðreynd. Af öllum atvikum megi vera ljóst að stefndi hafi verið í góðri trú er afsalið hafi verið gefið út. Engin skilyrði séu því til að rifta greiðslunni á grundvelli 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Um leið sé ljóst að endurgreiðslukrafan geti ekki byggst á ákvæðum 1. mgr. 142. gr. nr. 21/1991. III. Eins og framan er rakið er ekki deilt um málavexti. Byggðaverk ehf. stóð í skuld við stefnda, annars vegar samkvæmt tryggingarbréfi að höfuðstól 25 milljónir krónur með veði í safni lausafjármuna og hins vegar samkvæmt tryggingarbréfi að fjárhæð 1.680.000 krónur með veði í bifreiðinni ZH-341. Tryggingarbréfin eru bæði útgefin 8. október 1999. Byggðaverk ehf. greiddi hluta af veðkröfum 23. október 2002 með því að selja dótturfélagi stefnda, Fjárvara ehf., flesta hinna veðsettu lausa­fjármuna, samtals á 5.950.425 krónur. Áður höfðu aðilar fengið verkfræðistofu til þess að meta munina til verðs. Byggðaverk ehf. var síðan úrskurðað gjaldþrota 21. febrúar 2003. Óumdeilt er að tryggingarbréfunum var ekki þinglýst innan þriggja vikna frestsins sem 48. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978 gerir að skilyrði fyrir því að sjálfsvörsluveð í lausafé haldi gildi gagnvart grandlausum skuldheimtumanni. Veðsamningur komst á milli stefnda og Byggðaverks ehf. við undirritun tryggingarbréfanna tveggja. Fallast má á með stefnda að veðréttur hans var í fullu gildi gagnvart veðþolanum er greiðslan fór fram þar sem síðari veðhöfum eða öðrum kröfuhöfum var ekki til að dreifa. Á þeim tíma fór greiðslan ekki í bága við 134. gr. gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991. Gjaldþrot félagsins og mótmæli stefnanda nú, en stefnandi telst grandlaus skuldheimtumaður í skilningi 48. gr. þinglýsingarlaga, veldur því hins vegar að veðsamningurinn nýtur ekki réttarverndar gagnvart stefnanda. Ástæðan er sú að stefndi gerði ekki þær ráðstafanir við þinglýsingu tryggingar­bréfanna sem þinglýsingarlög mæla fyrir um til þess að veðsamningur héldi gildi sínu. Greiðslan fór fram innan sex mánaða fyrir frestdag og fór fram með lausafjármunum. Slík greiðsla telst óvenjulegur greiðslueyrir í viðskiptum við lánastofnun. Skilyrði 1. mgr. 134. gr. laga nr. 21/1991 eru því uppfyllt í málinu. Varakrafa stefnda um lækkun dómkrafna byggist á því að stefndi hafi fengið minna fyrir eignirnar við sölu þeirra heldur en við kaup. Ekki verður talið að það sé á áhættu stefnanda að minna fékkst fyrir eignirnar heldur en virðingargjörð og samningur aðila hljóðaði á um. Verður talið að miða verði við kaupverð enda ekki upplýst um vörslu munanna eða önnur atvik sem leiddu til þess að verðmæti þeirra rýrnaði. Endurgreiðslukrafa stefnanda verður því tekin til greina samkvæmt 1. mgr. 142. gr. laga nr. 21/1991. Samkvæmt framansögðu verða kröfur stefnanda teknar til greina að öllu leyti. Eftir þeirri niðurstöðu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 400.000 krónur. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Rift er greiðslu Byggðaverks ehf. til stefnda, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, upp í skuld við stefnda sem fram fór með því að Byggðaverk ehf. afsalaði 23. október 2002 til stefnda tilteknum vélum, gámum, vinnupöllum, vinnuskúrum, byggingarkrana, sendibifreiðinni ZH-341, tölvu- og skrifstofubúnaði og fleiri tækjum að verðmæti samtals 5.950.425 krónur, allt samkvæmt afsali 23. október 2002. Stefndi greiði stefnanda, þrotabúi Byggðaverks ehf., 5.950.425 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 25. júlí 2003 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 400.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 198/2007
Kærumál Lögvarðir hagsmunir Frávísunarúrskurður staðfestur
Með úrskurði kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi voru felldar úr gildi ákvarðanir F um að B, ásamt sex öðrum aðilum, færu sameiginlega ekki með meira en 5% atkvæðisréttar í Sparisjóði Hafnarfjarðar. F stefndi B og krafðist þess að úrskurður nefndarinnar yrði felldur úr gildi. Þegar málið var til meðferðar í héraði var samþykktur samruni Sparisjóðs vélstjóra og framangreinds sparisjóðs og var þeim síðarnefnda slitið án skuldaskila. Við samrunann varð til nýr sparisjóður og þar sem úrskurðurinn, sem krafist var ógildingar á, tók ekki til eignar í þessum nýja sparisjóði, var talið að dómur um kröfu F fæli í sér svar við lögspurningu og að stofnunin hefði ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Vísaði héraðsdómur því málinu frá dómi og var frávísunin staðfest af Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. apríl 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. mars 2007, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði felldur úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili aðallega kærumálskostnaðar, en til vara málskostnaðar í héraði. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðila gert að greiða málskostnað. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, sbr. einnig 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Fjármálaeftirlitið, greiði varnaraðila, Birni Þorra Viktorssyni, 150.000 krónur í kærumálskostnað. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 8. mars sl., er höfðað með stefnu birtri 31. október sl. Stefnandi er Fjármálaeftirlitið, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík. Stefndi er Björn Þorri Viktorsson, Nesbala 17, Seltjarnarnesi. Dómkröfur stefnanda eru þær að felldur verði úr gildi úrskurður kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1988 frá 4. ágúst 2006 í málinu nr. 5/2006. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Dómkröfur stefnda eru aðallega þær að málinu verði vísað frá dómi. Til vara er þess krafist að stefndi verði sýknaður. Þá krefst stefndi málskostnaðar. Í báðum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar. Með úrskurði 8. febrúar var frávísunarkröfu stefnda hafnað. Krafan byggðist á því að stefnandi ætti ekki málshöfðunarheimild, frestur til málshöfðunar væri liðinn og málstaður stefnanda vanreifaður. Í tilefni af því að fram er komið að eftir að mál þetta var höfðað runnu Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður vélstjóra saman og sá síðarnefndi tók við réttindum og skyldum Sparisjóðs Hafnarfjarðar frá 1. janúar ákvað dómari að gefa lögmönnum kost á því að tjá sig um það álitaefni hvort vísa bæri máli þessu frá dómi ex officio. Atvik máls þessa eru þau, að á árinu 2005 samþykkti stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar framsal á stofnfjárhlutum í sparisjóðnum til stefnda. Stefnandi hóf rannsókn á því hvort stofnast hefði virkur eignarhlutur með stofnfé í sparisjóðnum, í skilningi laga nr. 161/2002. Með bréfi 7. febrúar 2006 tilkynnti stefnandi stefnda að stefndi teldist, ásamt fleiri stofnfjáreigendum, aðili að virkum eignarhlut sem hefði myndast í Sparisjóði Hafnarfjarðar, án þess að lagaskilyrða hefði verið gætt. Var stefnda svo tilkynnt 20. febrúar 2006 um þá ákvörðun stefnanda að stefndi teldist aðili að virkum eignarhlut og að atkvæðisréttur hans yrði takmarkaður þannig að hann, ásamt fjórum öðrum, færi ekki með meira en 5% atkvæðisréttar í sparisjóðnum, sbr. 3. mgr. 70. gr. laga nr. 161/2002. Hinn 16. maí 2006 skrifaði stefnandi stefnda bréf þar sem fram kom að tveir menn til viðbótar teldust vera aðilar að hinum óbeina virka eignarhlut, og að þeir skyldu ekki fara með meira en 5% atkvæðisréttar sameiginlega. Stefndi kærði ákvarðanir stefnanda til kærunefndar samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Kærunefndin kvað upp úrskurð 4. ágúst 2006 og felldi ákvarðanir stefnanda úr gildi, meðal annars með vísan til þess að stefnandi hefði við málsmeðferð brotið gegn reglum stjórnsýslulaga. Stefnandi skaut málinu til dómstóla með heimild í bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 87/1998, sbr. 10. gr. laga nr. 67/2006. Stefndi lét bóka í þinghaldi 8. mars sl. að hann teldi stefnanda ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af úrslitum málsins. Byggir stefndi á því að við samruna Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra hafi Sparisjóði Hafnarfjarðar verið slitið án skuldaskila. Fjármálaeftirlitið hafi samþykkt samrunann og Sparisjóður vélstjóra hafi tekið yfir öll réttindi og skyldur Sparisjóðs Hafnarfjarðar, sem sé þar af leiðandi ekki lengur til. Sé það mat stefnda að vísa beri málinu frá án kröfu enda verði dómstólar ekki spurðir álits á lögfræðilegum efnum. Stefnandi kveðst ennþá hafa hagsmuni af úrlausn málsins. Hafi hann í fyrsta lagi hagsmuni af því að vita hvort hann hafi brotið gegn formreglum þegar hin umdeilda ákvörðun var tekin. Þá hafi álitaefnið um hvort um hafi verið að ræða lögbrot stefnda ennþá þýðingu. Snúist málið um afmarkað sakarefni á tilteknum tíma, sem skipti máli að lögum að fá efnislega úrlausn um. NIÐURSTAÐA Á fundi stofnfjárfesta í Sparisjóði Hafnarfjarðar 1. desember 2006 var samþykktur samruni sparisjóðsins og Sparisjóðs vélstjóra. Var Sparisjóði Hafnarfjarðar slitið án skuldaskila við sameiningu sjóðanna. Fjármálaeftirlitið samþykkti samrunann 8. desember og Sparisjóður vélstjóra tók yfir öll réttindi og skyldur Sparisjóðs Hafnarfjarðar frá og með 1. janúar sl. Til varð nýr sparisjóður, er hefur fengið nafnið Byr. Stefnanda er í lögum nr. 161/2002 fengin heimild til eftirlits með fjármálafyrirtækjum, svo sem Sparisjóði Hafnarfjarðar, og laut úrskurðurinn sem krafist er ógildingar á í máli þessu að ákvörðun innan hans. Eftir að kærunefndin hafði fellt úr gildi ákvörðun stefnanda um atkvæðavægi stefnda og fleiri stofnfjáreigenda, var tekin ákvörðun á stofnfjárfundi um að slíta sparisjóðnum og sameina hann Sparisjóði vélstjóra. Stefnandi samþykkti ákvörðun þessa, og samruna sparisjóðanna tveggja. Ákvörðunin sem krafist er að verði ógilt tekur ekki til eignar í hinum nýja sparisjóði, Byr, eða ákvarðanatöku innan hans, heldur í sjóði sem er ekki lengur til. Verði ákvörðunin felld úr gildi raknar við ákvörðun sem átti við ástand í eldra sparisjóði sem hefur nú verið slitið. Telja verður því að ógilding á úrskurði kærunefndarinnar myndi engu breyta um réttarstöðu málsaðila nú. Dómur um kröfur stefnanda fæli í sér svar við lögspurningu og telur dómari að stefnandi hafi ekki lengur lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Samkvæmt þessu verður máli þessu vísað frá dómi. Stefnandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, Fjármálaeftirlitið, greiði stefnda, Birni Þorra Viktorssyni, 200.000 krónur í málskostnað.
Mál nr. 429/2015
Veðsetning Lífeyrissjóður Ógilding samnings
Í málinu krafðist A þess aðallega að fellt yrði úr gildi veð sem hún veitti í fasteign sinni til tryggingar tveggja lána sem bróðir hennar tók hjá S á árunum 2005 og 2006 og að S yrði gert að aflýsa þeim, en til vara að viðurkenndur yrði bótaréttur hennar vegna saknæmrar háttsemi S við öflun veðanna. Reisti hún kröfur sínar meðal annars á 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Í dómi Hæstaréttar kom fram að A hefði ekki sýnt fram á að S hefði við lánveitingarnar vanrækt skyldur sínar samkvæmt lögum þeim og reglum sem um starfsemi hans giltu, meðal annars um að óska ekki eftir greiðslumati á lánsumsækjanda. Voru því ekki skilyrði til að fella veðsetninguna úr gildi með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936. Af þeirri niðurstöðu leiddi að skilyrði skorti til að taka til greina varakröfu A. Var S því sýknaður af kröfum A.
DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, EiríkurTómasson og Þorgeir Örlygsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 26. júní 2015. Hún krefst þess aðallegaað fellt verði úr gildi veð sem hún veitti í fasteign sinni að Kleppsvegi 128 íReykjavík með undirritun á tveimur veðskuldabréfum útgefnum af ÁstgeiriKristjánssyni til stefnda 19. ágúst 2005 og 23. mars 2006 og að stefnda verðigert að aflýsa þeim. Til vara krefst hún viðurkenningar á rétti sínum tilfullra bóta úr hendi stefnda vegna saknæmrar háttsemi hans við öflun veðanna.Þá krefst hún aðallega málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til varaað málskostnaður verði felldur niður á báðum dómstigum. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti.Atvikum málsins er lýst í hinumáfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram gekkst áfrýjandi í ábyrgð fyrir tveimurlánum, sem bróðir hennar tók hjá stefnda á árunum 2005 og 2006, með því aðveita veð í íbúð sinni að Kleppsvegi 128 í Reykjavík. Fyrra veðskuldabréfið vargefið út 19. ágúst 2005 og það seinna 23. mars ári síðar. Áritaði áfrýjandi veðskuldabréfinum samþykki sitt sem þinglýstur eigandi hinnar veðsettu eignar við útgáfubréfanna. Í tengslum við umsóknir lántaka um framangreind lán undirritaðiáfrýjandi yfirlýsingu til stefnda á stöðluðu formi hins síðarnefnda. Þar kom framað hún gerði sér „ljósa grein fyrir því að veðsetningu þessari fylgir sú kvöð,að lífeyrissjóðurinn mun óska eftir sölu eignar minnar verði ekki staðið ískilum með lánið. Ég hef kynnt mér skilmála lánsins. Ég hef kannaðfjárhagsstöðu lántaka og kynnt mér að hann sé fær um að endurgreiða lánið. Mérer einnig fullkunnugt um að lífeyrissjóðurinn hefur ekki og mun ekki kannafjárhagsstöðu skuldarans og hefur ekki lagt neinn dóm á fjárhagslega getu hanstil að endurgreiða lánið.“ Á árunum 2010 og 2012 var skilmálum lánanna breytt nokkrumsinnum og undirritaði áfrýjandi þær skilmálabreytingar sem eigandi hinnarveðsettu eignar án athugasemda. Um starfsemi stefnda gilda ákvæði laganr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ísamræmi við ákvæði 27. gr. laganna setti stefndi sér starfsreglur semfjármálaráðherra staðfesti. Þar segir meðal annars í grein 4.6.1 aðframkvæmdastjóra sjóðsins beri að fylgja þeim útlánareglum sem stjórn sjóðsinssetur. Í lánareglum stefnda frá 28. janúar 2005, sem í gildi voru þegar tilþeirra veðsetninga stofnaðist sem um ræðir í málinu, kom fram í 2. grein aðstefndi lánaði eingöngu „gegn veði í íbúðarhúsnæði, sem umsækjandi á eða er aðkaupa. Heimilt er þó að lána gegn veði í íbúðarhúsnæði, sem skyldur aðililántaka á, enda sé lögð fram skrifleg yfirlýsing þess aðila um að hann geri sérgrein fyrir þeim skuldbindingum, sem hann er að taka á sig.“ Þá sagði í 3.grein að sjóðurinn „áskilur sér einnig rétt til að óska eftir skuldayfirliti oggreiðslumati lánastofnunar vegna umsóknarinnar. Sé skuldastaða með þeim hættiað vafi leiki á greiðsluhæfi lántaka getur sjóðurinn lækkað umbeðna lánsfjárhæðeða hafnað lánveitingu.“ Stefndi átti ekki aðild að samkomulagiþví um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga sem gert var 1. nóvember 2001milli Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja fyrir hönd aðildarfélaga sinna,Sambands íslenskra sparisjóða fyrir hönd sparisjóða, Neytendasamtakanna ogviðskiptaráðherra fyrir hönd stjórnvalda, og var því óbundinn af ákvæðum þess.Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að stefndi hafi við lánveitingar þær sem umræðir í málinu vanrækt skyldur sínar samkvæmt lögum þeim og reglum sem umstarfsemi hans gilda. Er í því sambandi til þess að líta að ákvæði 3. greinarlánareglna stefnda, sem áður er gerð grein fyrir, felldi ekki þá skyldu á hannað óska eftir greiðslumati á lánsumsækjanda, heldur veitti heimild til slíksteldi stefndi þess þörf. Samkvæmt þessu er staðfest sú niðurstaða héraðsdóms aðekki séu skilyrði til að fallast á aðalkröfu áfrýjanda um að fella úr gildi veðsetningarþær, sem hún veitti í íbúð sinni til tryggingar lánum þeim sem um ræðir ímálinu, með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga. Af þeirri niðurstöðu leiðir að skilyrði skortir til að taka tilgreina varakröfu áfrýjanda um viðurkenningu á bótarétti hennar vegna saknæmrarháttsemi stefnda við öflun veða frá henni í tilefni lánveitinganna. Samkvæmt þessuverður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms.Eftir atvikum er rétt að málskostnaðurfyrir Hæstarétti falli niður.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellurniður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. maí2015.Málþetta, sem dómtekið var þann 5. maí 2015, er höfðað með stefnu þingfestri 25.september 2014 í Héraðsdómi Reykjavíkur af ArndísiÁrnadóttir, Kleppsvegi 128,104 Reykjavík,á hendur Sameinaða lífeyrissjóðnum Sundagörðum2, 104 Reykjavík.I. Stefnandikrefst þess að felld verði úr gildi veðsetning sú sem stefnandi veitti ífasteign sinni að Kleppsvegi 1, 104 Reykjavík, fastanúmer 201-8451, íbúð01-0101, með undirritun sinni á veðskuldabréf nr. 655391, útgefnu af ÁstgeiriKristjánssyni til Sameinaða lífeyrissjóðsins, dagsettu 19. ágúst 2005. Jafnframtkrefst stefnandi þess að felld verði úr gildi veðsetning sú, sem stefnandiveitti í fasteign sinni að Kleppsvegi 128, 104 Reykjavík, fastanúmer 201-8451,íbúð 01-0101, með undirritun sinni á veðskuldabréf nr. 655537, útgefnu afÁstgeiri Kristjánssyni til Sameinaða lífeyrissjóðsins, dagsettu 23. mars 2006. Stefnandikrefst þess einnig að stefnda verði gert að aflýsa veðskuldabréfi nr. 655391 ogveðskuldabréfi nr. 655537 af fasteigninni Kleppsvegi 128, 104 Reykjavík,fastanúmer 201-8451. Til vara krefststefnandi þess að viðurkenndur verði réttur stefnanda til fullra bóta af hálfustefnda vegna þeirrar saknæmu háttsemi stefnda við öflun veðs frá stefnanda,til tryggingar veðskuldabréfi nr. 655391 og nr. 655537, útgefnum af ÁstgeiriKristjánssyni til Sameinaða lífeyrissjóðsins, sem fólst í því athafnaleysistefnda að meta ekki greiðslugetu Ástgeirs Kristjánssonar að neinu leyti ogafla ekki greiðslumats eða upplýsinga um skuldastöðu hans. Í öllumtilvikum krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda, samkvæmtmálskostnaðarreikningi sem lagður verður fram í málinu eða að mati réttarins.II.Málsatvik Stefnandi veitti veð í íbúð sinni aðKleppsvegi 128, 104 Reykjavík, til tryggingar tveimur lánum stefnda tilÁstgeirs Kristjánssonar, bróður stefnanda. Þann 19. ágúst 2005 gaf ÁstgeirKristjánsson út veðskuldabréf nr. 655391 til stefnda að fjárhæð 2.500.000 kr.Veðskuldabréf þetta skyldi endurgreiðast með 160 afborgunum á þriggja mánaðafresti á 40 árum, bundið vísitölu neysluverðs miðað við grunnvísitöluna 242,7með breytilegum vöxtum og að viðbættu álagi, allt samkvæmt því sem nánargreinir í 3. tl. skuldabréfsins. Til tryggingar skuldinni var sett að veði með4. veðrétti og með uppfærslurétti fasteign stefnanda að Kleppsvegi 128,fastanúmer 201-8451, íbúð merkt 01-0101. Undir veðskuldabréfið rituðu lántakisem skuldari og stefnandi sem veðsali í viðurvist tveggja votta. Andvirðiveðskuldabréfsins var greitt inn á reikning lántaka, Ástgeirs Kristjánssonar. Þann 22. janúar 2010 var gerðskilmálabreyting á veðskuldabréfinu vegna frystingar lánsins þar sem áfallandivöxtum var bætt við uppreiknaðan höfuðstól skuldarinnar og undirskilmálabreytinguna rituðu lántaki og stefnandi. Önnur skilmálabreyting vargerð á veðskuldabréfinu 8. ágúst 2012 vegna vanskila og frystingar þar semvanskilum og áfallandi vöxtum var bætt við uppreiknaðan höfuðstól þess. Semfyrr, rituðu lántaki og stefnandi undir skilmálabreytinguna. Þann 23. mars árið 2006 gaf ÁstgeirKristjánsson út annað veðskuldabréf til stefnda að fjárhæð 3.000.000 kr.Veðskuldabréfið var nr. 655537 og skyldi endurgreiðast með 480 mánaðarlegumafborgunum á 40 árum, bundið vísitölu neysluverðs miðað við grunnvísitöluna249,5 með breytilegum vöxtum og að viðbættu álagi, allt samkvæmt því sem nánargreinir í 3. tl. skuldabréfsins. Til tryggingar skuldinni var sett að veði með5. veðrétti og með uppfærslurétti fasteign stefnanda að Kleppsvegi 128,Reykjavík. Undir veðskuldabréfið rituðu lántaki sem skuldari og stefnandi semveðþoli í viðurvist tveggja votta. Andvirði veðskuldabréfsins var greitt inn áreikning umsækjanda, Ástgeirs Kristjánssonar, í samræmi við lánsumsóknina. Þann 25. janúar 2010 var gerðskilmálabreyting á veðskuldabréfinu vegna frystingar lánsins þar sem áfallandivöxtum var bætt við uppreiknaðan höfuðstól skuldarinnar og undirskilmálabreytinguna rituðu lántaki og stefnandi. Önnur skilmálabreyting vargerð á veðskuldabréfinu 2. júlí 2010 vegna frystingar þar sem áfallandi vöxtumvar bætt við uppreiknaðan höfuðstól skuldarinnar og sem fyrr rituðu lántaki ogstefnandi undir skilmálabreytinguna. Önnur skilmálabreyting var gerð áveðskuldabréfinu 8. ágúst 2012 vegna vanskila og frystingar þar sem vanskilumog áfallandi vöxtum var bætt við uppreiknaðan höfuðstól þess. Aftur rituðulántaki og stefnandi undir skilmálabreytinguna. Á þeim tíma sem lánin voru veitt voruí gildi lánareglur hjá stefnda, sem heimiluðu honum að lána gegn veði ííbúðarhúsnæði sem aðili skyldur lántaka ætti, enda væri lögð fram skriflegyfirlýsing þess aðila um að hann gerði sér grein fyrir þeim skuldbindingum semhann tæki á sig. Í samræmi við þessar reglur undirritaði stefnandi slíkayfirlýsingu vegna beggja veðsetninganna. Ekki var framkvæmt sérstaktgreiðslumat á umsækjanda eða greiðslumats krafist. III.Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi vísartil þess að í yfirlýsingum þeim, sem stefnandi hafi verið beðinn um að skrifaundir, hafi staðið: „Mér er einnig fullkunnugt um að lífeyrissjóðurinn hefurekki og mun ekki kanna fjárhagsstöðu skuldarans og hefur ekki lagt neinn dóm áfjárhagslega getu hans til að endurgreiða lánið.“ Stefnanda hafi ekki komið tilhugar að í þessu orðalagi fælist að stefndi myndi hvorki gera greiðslumat álántaka, óska eftir greiðslumati frá annarri fjármálastofnun nékannagreiðslugetu hans eða skuldastöðu að einhverju leyti. Stefndi væri umfangsmikillánastofnun, sem hefði fjölda sérfræðinga að störfum. Stefnandi hefði talið aðþó svo að þarna stæði að ekki yrði könnuð fjárhagsstaða lántaka, þá væri meðþví einungis átt við eitthvert annað mat en eigi sér stað þegar greiðslumat ségert, skuldastaða könnuð eða greiðslugeta athuguð. Lánareglursjóðsins á þessum tíma hafi gert það að skilyrði að lífeyrisþegar sönnuðugreiðslugetu sína með greiðslumati frá viðskiptabanka sínum og einnig áskildistefndi sér rétt til að óska eftir skuldayfirliti og greiðslumati lánastofnunarvegna umsóknar. Jafnframt hefði sérstaklega verið tekið fram í lánareglumsjóðsins að „Sé skuldastaða með þeim hætti að vafi leiki á greiðsluhæfi lántakagetur sjóðurinn lækkað umbeðna lánsfjárhæð eða hafnað lánveitingu“. Ætla megi með hliðsjón af framangreinduað stefndi hafi með þessu veitt stefnanda væntingar um annars vegar að stefndihafi verið búinn að kanna skuldastöðu lántakans eða gera greiðslumat eða hinsvegar að sjóðurinn hafi átt það eftir, enda sé skuldastaða, greiðsluhæfi oggerð greiðslumats ekki það sama og að „kanna fjárhagsstöðu“. Slík ályktunstefnanda sé raunhæf með hliðsjón af því að skv. reglum stefnda geti hannsynjað um lán eða lækkað lán ef skuldastaða lántaka er með þeim hætti að vafileiki á um greiðsluhæfi hans. Ef stefndi kallar ekki eftir skuldastöðu lántakatil að athuga greiðsluhæfi hans geti hann ekki framfylgt eigin reglum um lækkuná umbeðnum lánsfjárhæðum eða höfnun á þeim. Stefnandi hafiþví haft raunhæfar og lögmætar væntingar um að stefndi viðhefði slík vinnubrögð,kannaði skuldastöðu, gerði greiðslumat eða aflaði þess eða mæti greiðsluhæfi.Það hafi verið fyllilega eðlilegt að stefnandi hefði slíkar væntingar meðhliðsjón af lánareglum sjóðsins, opinberum upplýsingum og því að um sé að ræðaumfangsmikla lánastofnun. Stefnandi hafi hvorki talið að stefndi væri alfariðað leggja ábyrgðina á greiðslugetu skuldarans yfir á sig né að stefndi hefðieinfaldlega ekkert gert til að kanna skuldastöðu, fjárhagsstöðu eða,greiðsluhæfi lántaka. Þó svo að stefndi hafi látið stefnanda skrifa undiryfirlýsingu þar sem segi að stefndi „hefur ekki og mun ekki kanna fjárhagsstöðuskuldarans og hefur ekki lagt neinn dóm á fjárhagslega getu hans til aðendurgreiða lánið“ þá sé stefndi ekki með því orðalagi að útiloka að hann óskieftir skuldayfirliti og greiðslumati eins og hann áskilji sér rétt til ílánareglum sínum þar sem slíkt sé einfaldlega ekki það sama. Túlka verðiyfirlýsingu þá, sem stefndi samdi einhliða, þröngt með hliðsjón afskýringarreglum samningaréttar, t.a.m. andskýringarreglu samningaréttar. Á því er byggtaf hálfu stefnanda að stefnda hafi borið að greiðslumeta lántakann eða biðja umgreiðslumat frá fjármálastofnun vegna lánsins eða kanna fjárhagsstöðu eðaskuldastöðu hans svo einhverju næmi. Einnig er á því byggt að stefnda hafijafnframt borið að upplýsa stefnanda um í hverju skuldbindingar stefnanda værufólgnar og eftir atvikum afhenda honum upplýsingabækling um ábyrgðir eða ígildislíks. Stefnandi byggirá því að stefnda hafi borið að fara eftir almennum meginreglum, sem sé að finnaí samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, sem fyrst vorusamþykktar 27. janúar 1998 og svo aftur í nóvember 2001. Þó svo að stefndi hafiekki verið beinn aðili að því samkomulagi þá sé þar að finna almennarmeginreglur sem gildi um lánveitendur sem láni í atvinnuskyni og eigi þær þaraf leiðandi við um stefnda. Reglur samkomulagsins séu einnig óskráðarmeginreglur sem stefnda sem lánveitanda hafi borið að fara eftir. Einnig byggirstefnandi á því til viðbótar að reglur ofangreinds samkomulags frá 1998 og 2001hafi öðlast gildi sem reglur á lánamarkaði á grundvelli venju. Þessu tilstuðnings er vísað til fordæmis Hæstaréttar í máli nr. 3/2003, sem stefnanditelur að hafi bein áhrif á þetta mál, en þar var um að ræða deilu ábyrgðarmannsvið lífeyrissjóð. Þar sagði í forsendum réttarins: „Veðsetning sú, sem hér um ræðir, mun hafa átt sér stað meðþeim hætti sem tíðkaðist í starfsemi áfrýjanda á þeim tíma og áður en gert varsamkomulag það um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, sem skírskotað er tilí niðurstöðum héraðsdóms. Hins vegar leysti það áfrýjanda, sem fjármálastofnun,ekki undan þeirri áhættu sem fylgt gat því að láta hjá líða að kannagreiðslugetu lántaka áður en lán var veitt og eftir atvikum gera þeim, sem íábyrgð hugðust ganga, grein fyrir því ef niðurstaða þeirrar könnunar benti tilþess að lántaki gæti ekki staðið í skilum.“ Niðurstaða málsins var sú aðveðsetning ábyrgðarmannsins var dæmd ógild. Þá er á því byggt af stefnanda meðhliðsjón af framangreindu fordæmi þar sem lífeyrissjóðir eru sagðir verafjármálastofnun að því sé slegið föstu að um starfsemi stefnda gildi reglur 19.gr. laga nr. 161/2002, um útlán og ábyrgðir, en í ákvæðinu sé mælt fyrir um aðfjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigðaviðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði. Einnig er á því byggt að stefndi hafimeð framangreindri háttsemi sinni, sem fólst í því að greiðslumeta ekkilántakann eða afla upplýsinga um skuldastöðu hans eða greiðsluhæfi og með þvíað upplýsa stefnanda ekki um það í hverju veðsetning fasteignar hans fælist,brotið gegn 4. gr. þágildandi laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti þar semmælt sé fyrir um að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega ogheilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum, með trúverðugleikafjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Einnig hafistefndi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæði 5. gr., 6. gr. og 9. gr.framangreindra laga nr. 33/2003. Stefnandi vísar til Hrd. 169/2012 þessu tilstuðnings. Því til stuðnings að framangreindarreglur samkomulagsins frá 1998 og 2001 hafi öðlast gildi á lánamarkaði ágrundvelli venju er vísað til álits nefndar um réttindi og skyldur í viðskiptumneytenda við fjármálafyrirtæki árið 2004, en þar segi að samkomulagið frá 1998og 2001 „hafi nú slitið barnsskónum og öðlast sess sem almenn viðmiðun um góðaviðskiptahætti“. Því til stuðnings megi vísa til þess að allir aðilar aðsamtökum verðbréfafyrirtækja hafi tekið á sig þær skuldbindingar að virðareglur samkomulagsins árið 1998 og árið 2001. Árið 2001 hafi eftirtaldir veriðaðilar að samtökunum: Búnaðarbanki Íslands, Landsbanki Íslands,Íslandsbanki-FBA, Sparisjóðabankinn, Kaupþing, Landsbréf, Víb,Búnaðarbankinn-Verðbréf, Íslandsbanki-FBA, Burnham International,Verðbréfastofan, Frjálsi fjárfestingabankinn, MP verðbréf, Íslensk verðbréf,Lýsing, Glitnir, SP-fjármögnun, VISA-Ísland, Europay-Ísland, Kaupþing,Ferðamálasjóður, Lánasjóður landbúnaðarins og Byggðastofnun. Þessu til frekaristuðnings kom fram í lánakönnun landsambands lífeyrissjóða árið 2004 aðlangflestir lífeyrissjóðir óskuðu eftir yfirlýsingu vegna lánsveðs fráábyrgðarmanni og meirihluti lífeyrissjóða óskaði eftir greiðslumati eða var meðreglur þar að lútandi. Með hliðsjón afframangreindu megi með réttu halda því fram að skapast hefði sú venja álánamarkaði, sem nánast allir aðilar á lánamarkaði hafi farið eftir eða höfðutekið upp í reglur sínar, að greiðslumeta lántaka þegar um lánsveð væri að ræðaog veita ábyrgðarmanni upplýsingar um það í hverju ábyrgð hans væri fólgin. Í fjölmörgumdómum hafi komið fram að framangreindar reglur um skyldu til greiðslumatslántaka og upplýsingagjöf til ábyrgðarmanns væru ekki aðeins byggðar áframangreindu samkomulagi frá 1998 og 2001, heldur einnig á skráðum og óskráðumreglum. Þetta komi t.d. fram í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 630/2013. Það hafi verið ísamræmi við eðlilegar skyldur sem gera megi til stefnda sem lánveitanda aðathuga hvort lántakinn gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem hann var aðgangast undir en ekki leggja þá ábyrgð alfarið á stefnanda, enda hafi hann ekkiverið í stakk búinn til að kanna slíkt sjálfur og hafi stefnda mátt vera þaðljóst. Jafnframt er áþví byggt að það virðist hafa tíðkast af hálfu stefnda að láta fara framgreiðslumat á lántökum. Stefndi hafi svarað spurningum frá Landssamtökumlífeyrissjóða árið 2004 í könnun sem hafi borið heitið „Lánakönnun“. Þar hafistefndi svarað spurningunni „Fer lífeyrissjóðurinn fram á einhvers konargreiðslumat lántakans?“ með því einfalda svari „Já“. Sama svar hafi komið framfram hjá stefnda við spurningum Landssamtaka lífeyrissjóða árið 2006. Báðarþessar kannanir hafi verið opinberar og aðgengilegar á vef landssamtakanna.Stefndi hafi samkvæmt því haft sem reglu í störfum sínum að óska efirgreiðslumati frá lántaka en af einhverjum ástæðum hafi hann ekki gert það íþeim tilvikum sem hér um ræðir. Stefnandi hafi því mátt hafa réttmætar væntingarum að stefndi léti fara fram greiðslumat eða könnun á skuldastöðu lántaka þósvo að hann hafi verið beðinn um að skrifa undir það að stefndi léti ekki kanna„fjárhagsstöðu“ lántaka. Þetta leið jafnframt til þess að stefndi hafi veriðbundinn af því að gera greiðslumat á Ástgeiri vegna hagsmuna stefnanda ágrundvelli viðskiptavenju. Stefnandi vísartil þess að á þessum tíma hafi stefnda borið m.a. að starfa í samræmi við lögnr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.Samkvæmt 5. gr. laganna hafi fyrirtækjum verið óheimilt að hafast nokkuð það aðsem bryti í bága við góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi eins og þeir værutíðkaðir eða gera eitthvað sem væri óhæfilegt gagnvart hagsmunum neytenda.Þessa skyldu megi leiða m.a. af þeirri reglu að stefnda hafi borið að kannagreiðslugetu og/eða skuldastöðu lántaka þegar veita ætti veð í fasteign þriðjamanns og að upplýsa ábyrgðarmann/lánsveðsveitanda um það með nákvæmum hætti íhverju lánsveð hans fælist. Slík vinnubrögð hafi verið í samræmi við góðaviðskiptahætti, enda tíðkaðist það hjá flestum lánveitendum að láta greiðslumatfara fram. Það hafi á þessum tíma löngu verið orðið að tíðkanlegri venju álánamarkaði, enda sjö ár síðan fyrra samkomulag um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga tók gildi og fjögur ár síðan hið síðara samkomulag tók gildi. Meðþví að láta ekki fara fram greiðslumat á skuldaranum hafi lífeyrissjóðurinnbrotið í bága við ofangreint ákvæði. Með því aðstefndi hagaði störfum sínum á þann veg sem raun ber vitni liggi fyrir aðáhætta lánsins sem hann veitti lántaka var alfarið og með öllu lögð ástefnanda. Stefndi tók nánast enga áhættu með lánveitingunni en fékk hins vegarallan hagnað vegna lánveitingarinnar, vaxtamun, lántökugjöld og fleira. Áhættastefnda af lántökunni hafi engin verið því að ef lántakinn gæti ekki staðið viðskuldbindingar sínar þá hafi veð stefnanda verið til tryggingar greiðsluhöfuðstóls, vaxta, dráttarvaxta og innheimtukostnaði stefnda. Stefnda hafi þvíborið að ganga úr skugga um að lántaki væri fær um að greiða lánið, en það hafistefndi hins vegar ekki gert. Verði því að telja háttsemi stefnda í andstöðuvið framangreindar reglur sem honum hafi borið að fylgja. Þá er jafnframtá því byggt að yfirlýsing sú sem stefndi krafðist að stefnandi ritaði undirhafi ekki verið í samræmi við reglur sjóðsins. Samkvæmt lánareglum sjóðsins,sem hafi verið í gildi varðandi bæði lánin, kom fram að heimilt væri að lánagegn veði í íbúðarhúsnæði, sem skyldur aðili lántaka ætti, enda væri lögð framskrifleg yfirlýsing þess aðila um að hann gerði sér grein fyrir þeimskuldbindingum, sem hann væri að taka á sig. Stefnandi byggir á því aðyfirlýsing sú, sem hann hafi svo verið beðinn um að skrifa undir, hafi ekkifullnægt framangreindum áskilnaði reglna stefnda. Þar hafi ekki verið meðfullnægjandi hætti fjallað um allar þær skuldbindingar sem stefndi hafi veriðað taka á sig. Þar hafi til að mynda ekki komið fram við hvaða skilyrði óskaðyrði eftir sölu, hversu mikil vanskil þyrftu að vera til staðar, hvaðatímaviðmið hafi verið þar að lútandi, hvaða þættir hafi staðið til tryggingar,hvort það hafi verið höfuðstóll eða aðeins afborganir í hvert skipti, hvortvextir, dráttarvextir og kostnaður væru einnig innifaldir eða í hverjuveðsetningin væri nánar fólgin. Það hafi heldurekki verið í samræmi við lánareglur stefnda og hvergi sé að finna heimild þessefnis í lánareglum eða annars staðar, að starfsmenn sjóðsins hafi mátt setjatexta þess efnis í yfirlýsingu, sem stefnanda væri gert að rita undir, aðstefndi myndi ekki kanna fjárhagsstöðu skuldara og ekki leggja neinn dóm áfjárhagslega getu hans til að endurgreiða lánið. Þá sé heldur ekki að finnaheimild fyrir starfsmenn sjóðsins til að setja það í yfirlýsingu þessa aðstefnandi, sem ábyrgðarmaður/lánsveðsveitandi, myndi sjálfur með gildum hættigetað kannað fjárhagsstöðu lántaka og kynnt sér að hann væri fær um aðendurgreiða lánið. Þannig liggi fyrir að báðar þær yfirlýsingar sem stefnandivar látinn undirrita hafi annars vegar ekki verið fullnægjandi skv. reglumstefnda og hins vegar hafi þar verið að finna viðbótarskilyrði sem enginheimild stóð til, hvorki í lánareglum né öðrum lögum eða reglum sem um stefndahafi gilt. Því verði að telja veðsetninguna ógilda þótt aðeins sé litið tilþessa. Stefndandibyggir á því að stefndi hafi samkvæmt eigin lánaskilmálum skuldbundið sig tilað kanna skuldastöðu og greiðslugetu, hann hafi svarað því opinberlega að þaðværi vinnulag hans. Þá hafi það verið tíðkanleg venja og meginregla af hálfulánveitenda á þessum tíma að láta fara fram greiðslumat og einnig hafi legiðfyrir fordæmi frá Hæstarétti sem mælti fyrir um að ef lífeyrissjóður léti hjálíða að kanna greiðslugetu skuldara þá væri það á hans eigin áhættu. Stefnandibyggi því á því að fullnægt sé skilyrðum ákvæðis 36. gr. laga nr. 7/1936 umsamningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, til að veð það sem hann veitti séógilt. Þessu tilviðbótar hafi stefnda borið að fara að þágildandi lögum nr. 121/1994 um neytendalán.Stefnandi hafi óskaði eftir öllum gögnum frá stefnda, sem hann fékk afhent þann27. desember 2013. Af þeim gögnum megi sjá að ekki sé fullnægt ákvæði 6. gr.laga nr. 121/1994 um neytendalán í ýmsum veigamiklum atriðum. Ekki sé að finnaupplýsingar þær sem mælt sé fyrir um að skuli vera til staðar í 4., 5., 6., 7.eða 8. tl. 6. gr. laga nr. 121/1994. Virðist því sem lántaki sem ogábyrgðarmaður hafi ekki verið upplýstir um þessi atriði. Verði að telja aðslíkt sé veigamikið brot á reglum þeim sem stefnda hafi borið að starfa eftirog leiða eigi til þess eitt og sér að veðsetning stefnanda sé ógild. Með því aðstefndi hafi látið undir höfuð leggjast að gera greiðslumat á lántaka, ÁstgeiriKristjánssyni, eða að afla sér upplýsinga um greiðslugetu hans, greiðsluhæfieða skuldastöðu með öðrum hætti og fullnægja ekki skyldum sínum umupplýsingagjöf gagnvart stefnanda, leiði það til þess að telja verðiósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að stefndi beri fyrir sigveðsetninguna. Skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð ogógilda löggerninga séu því uppfyllt til þess að veðsetning stefnanda meðundirritun sinni á umrædd veðskuldabréf sé ógild. Varðandivarakröfu um viðurkenningu á bótaskyldu, þá byggir stefnandi á því að stefndihafi með framangreindri háttsemi gerst brotlegur við almenna sakarregluskaðabótaréttar. Stefnandi geri hér kröfu um viðurkenningu á bótaskyldustefnda, sem hafi falist í því að stefnandi hafi með athafnaleysi sínu brugðistskyldu sinni til að greiðslumeta lántakann, Ástgeir Kristjánsson, eða aflaupplýsinga um greiðslugetu hans eða skuldastöðu að einhverju leyti. Réttarsambandaðila hafi byggt á því að stefndi veitti sérfræðiþjónustu. Gera hafi mátt ríkarkröfur til stefnda því að á honum hafi hvílt sérfræðiábyrgð. Hin sérstakabeiting sakarreglunnar á sviði sérfræðiábyrgðar felist í fyrsta lagi í því aðgerðar séu ríkari kröfur til hins hlutlæga þáttar, þ.e. ríkari kröfur umtilteknar athafnir eða meiri aðgæslu eða vandvirkni. Í öðru lagi séu gerðarmeiri huglægar kröfur til tjónvalds, þ.e. ef hann er sérfróður og vel menntaðureigi hann frekar að geta gert sér grein fyrir hættum og líkum á tjóni, og íþriðja lagi sé hægt að beita sönnunarreglum með sérstökum hætti, þ.e. aðhliðrað sé til um sönnun, tjónþola í vil, sem leiði til strangari ábyrgðar enalmennar reglur myndu hafa í för með sér. Stefndi hafibrugðist þeirri skyldu sinni að meta greiðslugetu og greiðsluhæfi eða kallaeftir skuldastöðu lántakans, sem leitt hafi til þess að áhætta og ábyrgðstefnanda varð til muna meiri en ella. Stefnandi hefði ekki sett fasteign sínaað veði ef hann hefði vitað að stefndi hefði einfaldlega ekkert gert til aðmeta greiðslugetu, greiðsluhæfi eða skuldastöðu lántakans. Stefndi hafi því fariðút fyrir það sem lánareglur hans heimiluðu með þeirri yfirlýsingu sem hann baðstefnanda að undirrita og einnig fór hann í bága við lánareglur sínar eins ogað framan hefur verið rökstutt. Stefndi hafi einnig brotið í bága við almennarreglur, skráðar og óskráðar, eins og rökstutt sé hér að framan. Meðframangreindri háttsemi hafi stefndi sýnt af sér ásetning eða í það minnstastórkostlegt gáleysi. Tjón stefnandafelist í því veði sem nú sitji á fasteign stefnanda. Eftirstöðvar í lok árs2013 hafi verið 4.162.851 kr. af bréfi nr. 655391 og 4.991.901 kr. af bréfi nr.655537, en gera megi ráð fyrir að eftirstöðvarnar hafi verið örlítið hærriþegar stefna var rituð. Því liggi fyrir að stefndi hafi sýnt af sér saknæmaháttsemi, sem leitt hafi af sér tjón stefnanda. Fyrir því séu orsakatengsl ogbein afleiðing og á því tjóni beri stefndi ábyrgð. Því sé krafistviðurkenningar á rétti stefnanda til bóta úr hendi stefnda. Varðandi lagarök þá byggir stefnandi kröfusína á ákvæðum samkomulags frá 1. nóvember 2001 um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga, einkum 1., 2., 3., og 4. gr., ákvæðum samkomulags umsjálfskuldarábyrgðir frá 27. janúar 1998, laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn,laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, einkum 19. gr., þágildandi laga nr.33/2003 um verðbréfaviðskipti, einkum 4. og 6. gr., laga nr. 7/1936 umsamningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, einkum 33., 36. gr. og 38. gr., laganr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins,laga nr. 121/1994 um neytendalán og ólögfestum meginreglum samningaréttar.Einnig er byggt á fordæmum Hæstaréttar, sér í lagi í málum nr. 3/2003,163/2005, 169/2012, 4/2013, 127/2013, 376/2013 og 569/2013. Umlagarök vegna viðurkenningarkröfu vísar stefnandi til meginreglaskaðabótaréttar um hina almennu sakarreglu, meginreglna skaðabótaréttar umbótaábyrgð og sök og meginreglna skaðabótaréttar um sérfræðiábyrgð. Hvað varðarviðurkenningarkröfu þá sem fram komi í varakröfuer vísað til 2. mgr. 25. gr.laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, auk d-liðar 80 gr. sömu laga. Kröfu ummálskostnað byggir stefnandi á 130. gr., sbr. 129. gr., laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála. Að auki er vísað til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt ámálskostnað.Um varnarþing vísast til 33. gr. laga um meðferð einkamálanr. 91/1991.Málsástæðurog lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína á því aðlánveitingar samkvæmt veðskuldabréfum nr. 655391 og nr. 655537, sem mál þettavarðar, séu í einu og öllu lögmætar, þ.m.t. veðsetning fasteignar stefnanda ogað stefndi hafi á engan hátt vanrækt skyldur sínar sem lánveitandi og veðhafigagnvart lántaka eða stefnanda sem veðsala. Stefndi sé lífeyrissjóður sem starfi ágrundvelli laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemilífeyrissjóða (lífeyrissjóðalaganna). Í samræmi við ákvæði laganna hafi stefndisett sér samþykktir sem staðfestar hafi verið af fjármálaráðherra. Stefndi séeftirlitsskyldur aðili á fjármálamarkaði og starfsemi stefnda lúti ströngu eftirlitiFjármálaeftirlitsins. Stefndi starfi samkvæmt fyrir fram kunngerðrifjárfestingarstefnu sem skilað sé til Fjármálaeftirlitsins ár hvert ogfjárfestingum stefnda sé markaður stífur rammi skv. lífeyrissjóðalögunum.Samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 36. gr. laganna sé stefnda heimilt að ávaxta fésitt til hagsbóta fyrir sjóðfélaga sína með kaupum á skuldabréfum tryggðum meðveði í fasteign að hámarki 75% af metnu markaðsvirði, nema þegar um sérhæftatvinnuhúsnæði er að ræða, þá skuli hámarkið vera 35%. Í samræmi viðframangreint og ákvæði gr. 4.6.1 í samþykktum stefnda hafi stjórn stefnda settreglur um lánveitingar stefnda til sjóðfélaga sinna. Samkvæmt lánareglum stefnda, sem voru í gildi viðumræddar lánveitingar, hafi sjóðfélagar átt rétt á láni frá stefnda aðuppfylltum nánar greindum skilyrðum. Aðeins hafi verið lánað gegn fasteignaveðií íbúðarhúsnæði og veðsetningarhlutfall aldrei mátt verða hærra en 65% afmarkaðsvirði eignarinnar. Samkvæmt lánareglum hafi stefnda verið heimilt aðlána gegn veði í íbúð sem skyldur aðili lántaka ætti, enda væri lögð framskrifleg yfirlýsing þess aðila um að hann gerði sér grein fyrir þeimskuldbindingum sem hann tæki á sig. Stefndi hafi fylgt framangreinduverklagi vegna beggja lána til Ástgeirs Kristjánssonar. Staða lántaka hafiverið sérstaklega könnuð í vanskilskrá vegna beggja lánanna og ekkert hafi benttil þess að ástæða væri til að draga greiðslugetu hans í efa. Þá hafi þau lán,sem hér um ræðir, ekki verið ýkja há í samanburði við lán sem stefndi veittisjóðfélögum, en á þessum tíma hafi ekkert hámark verið á lánsupphæð væri hún áannað borð innan veðmarka. Í samræmi við verklag stefnda og tilviðbótar við ákvæði veðskuldabréfanna, sem meðal annars hafi kveðið á umveðtrygginguna, hafi stefnandi, systir lántaka, undirritað yfirlýsingu tilstefnda í samræmi við framangreint, vegna beggja veðskuldabréfanna þar semeftirfarandi hafi komið skýrlega fram: „Ég undirritaður/undirrituð [...] gerimér ljósa grein fyrir því að veðsetningu þessari fylgir sú kvöð, aðlífeyrissjóðurinn mun óska eftir sölu eignar minnar verði ekki staðið í skilummeð lánið. Ég hef kynnt mér skilmála lánsins. Ég hef kannað fjárhagsstöðulántaka og kynnt mér að hann sé fær um að endurgreiða lánið. Mér er einnigfullkunnugt um að lífeyrissjóðurinn hefur ekki og mun ekki kanna fjárhagsstöðuskuldarans og hefur ekki lagt neinn dóm á fjárhagslega getu hans til aðendurgreiða lánið.“ Yfirlýsing þessi sé fortakslaus og skýrog í fullu samræmi við þágildandi lánareglur stefnda. Sérstaklega sé tekið framað stefndi hafi aldrei haldið því fram gagnvart stefnanda að lántaki hafi veriðgreiðslumetinn eða látið slíkt í veðri vaka. Samkvæmt framansögðu hafistefnandi þannig verið ítarlega upplýstur um þýðingu veðsetningarinnar og þááhættu sem í henni fólst. Þá skyldu verði að leggja á stefnanda að hann kynnisér sérstaklega þá áhættu sem hann tekur með því að heimila veðsetningu eigineignar fyrir skuldum annars aðila. Hér verði enn fremur að hafa í huga aðstefnandi hafi í tvígang veitt leyfi tilveðsetningar á fasteign sinni til tryggingar lántökum bróður síns. Stefnandahafi því verið eða mátt vera fullkunnugt um áhættu, reglur og verklag tengtlánveitingum stefnda. Stefnandi byggi á því að honum hafiekki komið til hugar að í orðalagi yfirlýsingarinnar sem hann undirritaði, umað fjárhagsstaða skuldara yrði ekki könnuð, fælist að stefndi myndi ekki geragreiðslumat á skuldaranum. Stefnandi rugli síðan saman hugtökunum„lífeyrisþegi“ og „sjóðfélagi“ og leggi þau að jöfnu. Í lánareglum stefnda hafisagt réttilega: „Lífeyrisþegar geta átt kost á láni frá sjóðnum, enda hafi þeirhaft lánsrétt sbr. framangreint þegar taka lífeyris hófst og þeir sannigreiðslugetu sína með greiðslumati frá viðskiptabanka sínum.“ Ástgeir Kristjánsson, bróðir stefnanda,hafi hins vegar ekki verið lífeyrisþegi. Hann hafi verið greiðandi sjóðfélagisem yrði lífeyrisþegi hjá sjóðnum síðar á grundvelli þeirra iðgjalda sem hannþá hafi greitt. Reglan um að lífeyrisþegar skuli sanna greiðslugetu sína viðlántöku frá sjóðnum eigi því ekki við gagnvart Ástgeiri og stefnda hafi þar afleiðandi engin skylda borið til að greiðslumeta Ástgeir sem lántaka samkvæmtlánareglum sínum. Á því sé grundvallarmunur hvort lán sé veitt einstaklingi semhafið hafi töku lífeyris, eftir atvikum ellilífeyrisþegi eða örorkulífeyrisþegimeð skert aflahæfi, eða hvort lán sé veitt sjóðfélaga á vinnumarkaði. Stefndi undirstrikar í þessu sambandiað lánareglur sjóðsins hafi verið afdráttarlausar um það að heimilt væri aðlána gegn veði í íbúðarhúsnæði sem skyldur aðili lántaka ætti, enda væri lögðfram skrifleg yfirlýsing þess aðila um að hann gerði sér grein fyrir þeimskuldbindingum sem hann væri að taka á sig. Í yfirlýsingu sem stefnandiundirritaði sé þess síðan getið að stefndi hafi ekki og muni ekki kannafjárhagsstöðu lántaka. Efni yfirlýsingarinnar, sem sé hluti af skilmálumlánsins, sé skýrt og verði ekki skilið á nokkurn annan veg en að stefndi muniekki greiðslumeta lántaka. Þessi skilningur fái enn fremur stoð í framangreindiyfirlýsingu en þar segir m.a.: „Éghef kynnt mér skilmála lánsins. Ég hef kannað fjárhagsstöðu lántaka og kynntmér að hann sé fær um að endurgreiða lánið.“ Stefndi hafnar því að hann hafi gefiðstefnanda væntingar um að hann kannaði skuldastöðu, gerði greiðslumat eða mætigreiðsluhæfi með hliðsjón af framansögðu. Stefndi hafi þvert á móti gert ráðfyrir að stefnandi hefði tekið upplýsta ákvörðun um að veita bróður sínum veð ífasteign sinni. Þá eigi andskýringarregla samningaréttar ekki við í þessusambandi enda sé orðalag yfirlýsingarinnar skýrt og verði ekki skilið á nokkurnannan veg en að framan sé lýst. Stefnandi byggi á því að stefnda hafiborið að upplýsa stefnanda um í hverju skuldbindingar hans væru fólgnar. Stefndibendir í þessu sambandi enn og aftur á efni yfirlýsingar sem stefnandiundirritaði en þar segir m.a.: „Ég[...] geri mér ljósa grein fyrir því að veðsetningu þessari fylgir sú kvöð, aðlífeyrissjóðurinn mun óska eftir sölu eignar minnar verði ekki staðið í skilummeð lánið.“ Í skilmálum veðskuldabréfanna sé síðanákvæði sem mæli skýrlega fyrir um við hvaða aðstæður sé heimilt að krefjastsölu hinnar veðsettu eignar, sbr. m.a. 9. tl. í skilmálum beggjaveðskuldabréfanna. Stefnandi vísar til þess aðlífeyrissjóðnum hafi borið að fara eftir almennum meginreglum sem sé að finna ísamkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga sem fyrst voru samþykktar27. janúar 1998 og aftur 1. nóvember 2001. Eins og stefnandi bendi réttilega áhafi lífeyrissjóðirnir aldrei verið aðilar að umræddu samkomulagi og hafi þvíekki skuldbundið sig til að hlíta þeim reglum sem þar sé að finna. Slíkusamkomulagi verði ekki einhliða beitt gagnvart stefnda í andstöðu viðmeginreglur samninga-, kröfu- og veðréttar um skuldbindingargildisamninga/loforða til ógildingar veðtryggingunni að hluta eða öllu leyti. Ekkertfordæmi Hæstaréttar liggi til grundvallar slíkri niðurstöðu. Tilvísun í stefnuí dóm Hæstaréttar í máli nr. 3/2003 eigi ekki við enda ekki um sambærilegttilvik að ræða. Í því máli hafi verið um þroskaheftan einstakling að ræða semvar ólæs og skorti því hæfi til að gera sér grein fyrir þeirri skuldbindingusem hann gekkst undir með nafnritun sinni á skuldabréfið. Stefndi hafnar sömuleiðis vísanstefnanda í lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 en stefndi sé„lífeyrissjóður“ í skilningi laga og um hann gildi ekki téð lög. Sama gildi umvísan stefnanda í þágildandi lög um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003 en þauákvæði sem stefnandi vitni til gildi um „fjármálafyrirtæki“ í skilningifyrrnefndra laga en ekki lífeyrissjóði. Enn fremur hafnar stefndi tilvísunstefnanda í dóm Hæstaréttar Íslands nr. 630/2013 á þeim forsendum að þar séfjallað um fjármálafyrirtæki í skilningi nefndra laga. Sama eigi við um aðradóma Hæstaréttar sem stefnandi vitnar til í VI. kafla í stefnu. Með sömu rökumog rakin séu að framan verði stefndi ekki bundinn af áliti nefndar um réttindiog skyldur í viðskiptum neytenda við fjármálafyrirtæki. Stefndi gerir athugasemdir viðsvonefnda Lánakönnun Landssamtaka lífeyrissjóða (LL) sem stefnandi leggur framog hafnar því alfarið að venja hafi skapast um það meðal lífeyrissjóða, þ.m.t.stefnda, að greiðslumeta lántaka með hliðsjón af þeim upplýsingum sem þar komafram. Í fyrsta lagi séu upplýsingar sem þar birtast um greiðslumat lántakendahjá stefnda í mótsögn við útgefnar reglur stefnda miðað við það sem rakið hefurverið að framan. Þannig sé enginn greinarmunur gerður á lántakendum stefndaeftir því hvort þeir séu greiðandi sjóðfélagar eða lífeyrisþegar. Ekki verðiheldur ráðið af könnuninni hvort greiðslumat annarra sjóða miðaðist einvörðunguvið lífeyrisþega eða sjóðfélaga almennt. Þá sé heldur ekki ljóst af könnuninnihvort greiðslumat annarra sjóða hafi í öllum tilvikum átt við um lán þar semlánsveð lá að baki. Stefndi leggur áherslu á að lífeyrissjóðir séu hver um sigsjálfstæðir lögaðilar með stjórn, framkvæmdastjóra og annað starfsfólk sér tilfulltingis og beri hver um sig ábyrgð á útgefnum lánareglum og lánaskjölum.Spurningar í fyrrnefndum lánakönnunum virðist, a.m.k. að því er stefnda varði,haldnar verulegum annmörkum, og geti auk þess aldrei komið í stað útgefinnalánareglna. Með vísan til þess sem að framan errakið hafnar stefndi því að honum hafi borið að greiðslumeta lántaka í þvítilviki sem hér um ræðir eða að stefndi hafi mátt hafa réttmætar væntingar tilþess að svo yrði gert. Margvitnuð yfirlýsing sem stefnandi undirritaði oglánareglur stefnda beri þvert á móti skýrt vitni um að lántaki yrði ekkigreiðslumetinn. Með sömu rökum hafnar stefndi því aðhann hafi gerst brotlegur við lög nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætumviðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Stefnda hafi ekki borið skylda tilþess, hvorki samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum né reglum sem hann hafðisett sér eða gengist undir að öðru leyti, að greiðslumeta lántaka þegar lánsveðátti í hlut. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum séu lántaki og stefnandisystkini. Áratuga saga sé um að fólk nákomið lántaka veiti stuðning við öflunlánsfjár með því að leggja fram veð eða ábyrgð. Hafa verði í huga að aðgangursjóðfélaga að sjóðfélagalánum stefnda sé og hafi verið stór og mikilvægur hlutiaf félagslegum rétti sjóðfélaga og hafi stefndi kappkostað að mismuna ekkisjóðfélögum í þeim efnum, fullnægi þeir á annað borð skilyrðum lánareglna áhverjum tíma. Stefndi hafnar því að áhætta hans af lánveitingunni hafi enginverið. Öllum fjárfestingum stefnda fylgi áhætta, mismikil eftir eignaflokkum.Fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða sé markaður stífur rammi í lögum nr.129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða semtaki fyrst og síðast mið af áhættudreifingu og þeirri staðreynd að mikliralmannahagsmunir séu bundnir við starfsemi lífeyrissjóða. Fjárfestingarheimildirlífeyrissjóða taki vitaskuld mið af því að lífeyrissjóðir fara með fjármuni semeigi að standa undir lífeyri sjóðfélaga þegar fram í sækir. Sjóðfélagar semtaki lán hjá stefnda fái þannig hluta af peningum úr samtryggingarsjóði stefndagegn loforði um að þeim verði skilað aftur með vöxtum. Við lántöku gangistsjóðfélagar og veðsalar undir reglur sjóðsins, m.a. um tryggingar og veðþekju.Við greiðslufall reyni eðli máls samkvæmt á tryggingar að baki lánveitingum.Engin sanngirni geti falist í því að gefa eftir eða afskrifa eignir sjóðfélaga,sem lúti lögmálum samtryggingar, fremur en að ganga að tryggingum sem settarvoru fyrir endurgreiðslunni, auk þess sem stefnda sé óheimilt að gefa eftirinnheimtanlegar kröfur. Bróðir stefnanda hafi tekið tvö lán hjástefnda á þeim forsendum sem raktar séu að framan og stefnandi vitandi vitsgengist í ábyrgð með því að lána fasteign sína til tryggingar báðum lánunum. Ískilmálum beggja skuldabréfanna, sem stefnandi undirritaði sem veðsali, sé skýrlegalýst þeim skuldbindingum sem stefnandi tók á sig með þessu og við hvaðaskilyrði yrði óskað eftir sölu eignar stefnanda. Engu að síður hafi stefnditalið rétt, og í samræmi við lánareglur, að undirstrika þá ábyrgð sem stefnandigekkst í því að fara fram á það, þessu til viðbótar, að stefnandi undirritaðiyfirlýsingu um að hún gerði sér grein fyrir því hvað fælist í veðsetningunni.Lánareglur stefnda hafi verið skýrar hvað þetta varðar og ekkert verið í lögumeða reglum stefnda sem hafi takmarkað heimildir stefnda að þessu leyti. Til viðbótar framangreindu bendirstefndi á að hafi það verið ákvörðunarástæða stefnanda að lántaki yrðigreiðslumetinn verði að telja að það hafi staðið stefnanda nær en stefnda aðsjá til þess að svo yrði gert áður en veðheimildin var veitt. Slíkt hafi hinsvegar aldrei verið gert. Sérstaka athygli veki að engar athugasemdir hafi komiðfram af hálfu stefnanda við skilmálabreytingar lánanna. Það verði ekki túlkað áannan máta en sem eftirfarandi samþykki. Fyrst undir lok árs 2013 hafi lögmaðurstefnanda sett fram athugasemdir við veðsetninguna gagnvart stefnda, en slíktverður að teljast tómlæti af hálfu stefnanda með tilheyrandi brottfalli réttar,verði yfir höfuð talið að réttur hafi verið til staðar. Stefndi mótmælir því að hann hafi meðeinhverjum hætti vanrækt skyldur sínar eða að það verði talið ósanngjarnt eðaandstætt góðri viðskiptavenju, að bera fyrir sig veðtryggingu í fasteignstefnanda. Tilvísun stefnanda til 36. gr. laga nr. 7/1936 sé því mótmælt. Skilyrðifyrir beitingu lagaákvæðisins séu ekki fyrir hendi í þessu máli, en fyrir þvíberi stefnandi sönnunarbyrði. Lánveiting stefnda hafi verið í fullu samræmi viðlánareglur stefnda, eins og rakið hafi verið og í samræmi við þær venjur semtíðkast hefðu varðandi sjóðfélagalán stefnda og annarra lífeyrissjóða. Fráupphafi hafi legið fyrir að greiðslumat yrði ekki gert á lántaka í tengslum viðlánveitinguna. Lögum samkvæmt hafi engin skylda hvílt á stefnda að framkvæmaslíkt greiðslumat. Slík skylda verði hvorki leidd af ákvæðum laga néstjórnvaldsfyrirmælum. Stefndi hafi ekki skuldbundið sig til þess með öðrumhætti að láta framkvæma slíkt mat. Tilvísun stefnanda til samkomulagstiltekinna fjármálafyrirtækja um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga ogupplýsingabæklinga tengdu samkomulaginu er mótmælt af hálfu stefnda semþýðingarlausri. Stefndi, líkt og aðrir lífeyrissjóðir, sé hvorki aðili aðsamkomulaginu né hafi hann skuldbundið sig til þess að fara eftir því. Slíkusamkomulagi verði ekki beitt gagnvart stefnda gegn meginreglum samninga-,kröfu- og veðréttar um skuldbindingargildi samninga/loforða til ógildingarveðtryggingarinnar að hluta eða öllu leyti. Ekkert fordæmi Hæstaréttar liggitil grundvallar slíkri niðurstöðu. Meginreglum samninga- og kröfuréttar umsamningsfrelsi verði heldur ekki settar slíkar skorður, þar sem aðilar aðveðskuldabréfinu séu allir sjálfstæðir, fjárráða og hæfir til að takast áhendur framangreinda fjárskuldbindingu. Til stuðnings kröfugerð ogmálatilbúnaði vísar stefndi til dóma Héraðsdóms Reykjavíkur í málum nr.E–2445/2012 Sigrún Sigfúsdóttir og Gunnar Böðvarsson gegn Gildi lífeyrissjóði,E–2303/2012 A gegn Gildi lífeyrissjóði og E–2374/2011 Erla Gunnarsdóttir gegnStöfum lífeyrissjóði. Þótt greiðslumat hafi ekki verið gerthafi það að mati stefnda ekki þýðingu fyrir úrlausn máls þessa, auk þess sem ígreiðslumati geti aldrei falist trygging fyrir því að skuldari muni efnaskyldur sínar. Greiðsluhæfi lántaka virðist því miður hafa skerst í framhaldiaf efnahagshruninu síðla árs 2008 og aðstæður lántaka breyst, m.a. af völdumbrjóskloss, eins og gögn málsins beri vott um, en á framangreindu geti stefndiekki borið ábyrgð eða tekið áhættu. Tilvísun stefnanda í 6. gr. laga nr.121/1994 og þær upplýsingar sem stefnandi telur að skorti við lánveitingunageti ekki leitt til ógildingar veðsetningarinnar. Horfa verði til tilgangslagaákvæðisins en í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 121/1994komi fram að tilgangur þess sé meðal annars sá að bæta möguleika lántaka á aðbera saman mismunandi tilboð lánveitenda. Ákvæðinu sé m.ö.o. ætlað að verjahagsmuni neytenda (lántaka) þar sem samkeppni ríki um lánveitingar. Þau ákvæðisem meginmáli skipta fyrir veðþola, þ.m.t. um vexti, lánstíma, fjölda afborganaog heimildir lánveitanda ef um vanefndir sé að ræða af hálfu lántaka, séu ölltíunduð í ákvæðum veðskuldabréfanna. Stefndi mótmælir því einnig að hafagerst brotlegur við almenna sakarreglu skaðabótaréttar. Eins og að framan sélýst hafi stefnandi hvergi sýnt fram á saknæma og ólögmæta háttsemi stefnda semgæti verið grundvöllur slíkrar ábyrgðar. Málsástæðum stefnanda sé að öðru leytimótmælt. Af hálfu stefnda er vísað tilmeginreglna samninga-, kröfu- og veðréttar um skuldbindingargildi samninga ogloforða, áhrifa tómlætis og eftirfarandi samþykkis og ákvæða laga nr. 129/1997um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ummálskostnaðarkröfu vísar stefndi til 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991, ummeðferð einkamála.IV.Niðurstaða Við aðalmeðferð málsins komu fyrir dómog gáfu skýrslur stefnandi málsins, Arndís Árnadóttir, Kristján Örn Sigurðsson,fyrirsvarsmaður stefnda, Ástgeir Kristjánsson, bróðir stefnanda og lántakiþeirra lána sem um ræðir í málinu, og Óskar Magnússon, þjónustufulltrúi hjástefnda. Rakinn verður framburður þeirra eftir því sem máli þykir skipta viðúrlausn málsins. Stefnandi lýsti því í skýrslu sinni aðhenni hefði verið ókunnugt um fjárhag lántaka að öðru leyti en því að hann hafiverið í vinnu. Lántaki hafi í báðum tilvikum komið með skuldabréfin ogyfirlýsingarnar til sín á vinnustað og hún rennt hratt yfir efni þeirra. Þráttfyrir orðalag yfirlýsinga sem hún ritaði undir hafi hún gengið út frá því aðlántaki yrði greiðslumetinn, henni hafi fundist það eðlilegt. Ef fyrir hefðilegið neikvætt greiðslumat hefði hún aldrei samþykkt veðsetningu fasteignarsinnar. Kristján Örn Sigurðsson,framkvæmdastjóri stefnda, kvaðst í skýrslu sinni hafa verið framkvæmdastjóristefnda frá árinu 2005. Hann kvaðst ekki hafa komið að umræddum lánveitingum,þegar um lánveitingar þar sem um lánsveð hafi verið að ræða, hafi þær veriðafgreiddar af sjóðsstjóra. Varðandi Lánakannanir Landssamtaka lífeyrissjóða,sem lagðar hafi verið fram í málinu, þá hafi stefndi ekki haft neina aðkomu aðþeim eða svarað spurningum sem fram komi í þeim. Upplýsingar í þeim væruvæntanlega byggðar á upplýsingum af heimasíðum lífeyrissjóða. Hann kvað ekkihafa verið gerða kröfu um greiðslumat við lánveitingar á þessum tíma og það semmáli skipti væru lánareglur lífeyrissjóðsins. Þá væri yfirlýsing, sem veðsalarlánsveða undirrituðu, skýr og gengið hafi verið út frá því að viðkomandi læsiyfirlýsingu yfir áður en hún væri undirrituð. Hann kvað lánveitingum í fáum tilvikumhafa verið hafnað ef tryggingar voru fullnægjandi og þá ekki nema um mjög hálán væri að ræða. Ástgeir Kristjánsson, sem var lántakiþeirra veðskulda sem um ræðir í máli þessu, gaf vitnaskýrslu við aðalmeðferð.Hann kvaðst hafa sótt um umrædd lán og fengið síðan að vita að hann ætti rétt áþví að fá lánin. Hann hafi gert grein fyrir því að hann fengi lánsveð hjásystur sinni og síðan fengið afhenta skjöl til undirritunar og farið með þautil systur sinnar í leikskólann þar sem hún starfaði. Hún hafi síðan skrifaðundir skjölin án athugasemda. Hann kvaðst hafa verið í vinnu á þessum tíma oggreitt iðgjöld til stefnda. Hann kvað lán sín ávallt hafa verið í skilum þangaðtil í byrjun árs 2009, en þá hafi hann fengið brjóslos og í framhaldinu orðiðatvinnulaus. Hann kvaðst ekki minnast þess að hafa verið beðinn um heimildfyrir því að staða sín á vanskilaskrá væri könnuð. Óskar Magnússon, þjónustufulltrúi hjástefnda, gaf vitnaskýrslu við aðalmeðferð og kvaðst hafa séð um móttöku ogúrvinnslu lánamála sjóðfélaga og fleira frá áramótum 2001- 2002. Hann kvaðsthafa verið í samskiptum við lántaka vegna fyrra lánsins. Ferli slíkra mála værií föstum skorðum. Sjóðfélagi spyrjist fyrst fyrir um möguleika á láni, leggiinn lánsumsókn og gefi upp veð og upplýsingar um það ef um lánsveð er að ræða.Sjóðstjóri kanni síðan ávallt hvort lántaki sé á vanskilaskrá. Hann kvaðstefnanda aldrei hafa haft samband við stefnda vegna veðheimildanna eða gertkröfu um að lántaki yrði greiðslumetinn. Hér hafi verið um tiltölulega lág lánað ræða. Umræddum lánum hafi fimm sinnum verið skilmálabreytt og hann hafi þáverið í samskiptum við lántaka, en stefnandi hafi aldrei haft samband vegnaþeirra. Eftir að ljóst var að lánin yrðu ekki greidd af lántaka, sem hafði fengiðeftirstöðvar afskrifaðar hjá umboðsmanni skuldara og hann lýst því yfir að hannmyndi ekki greiða af umræddum lánum, hafi verið fundað með stefnanda og hennigerð grein fyrir stöðunni. Henni hefði verið boðið að semja umskilmálabreytingu og ráðlagt að ráðfæra sig við lögmann. Ekkert hafi komið framí þeim viðræðum um að hún hafi ekki skilið yfirlýsingar þær sem hún hafði ritaðundir. Hún hafi hins vegar sagst hafa treyst því að lántaki gæti borgað aflánunum. Stefndi er lífeyrissjóður og um starfsemilífeyrissjóða gilda lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda ogstarfsemi lífeyrissjóða. Í samræmi við ákvæði laganna hefur stefndi sett sérsamþykktir og í 36. gr. laganna er mælt fyrir um að stjórn lífeyrissjóðs skulimóta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af því. Stefndistarfar samkvæmt fyrir fram kunngerðri fjárfestingarstefnu og fjárfestingumstefnda er markaður stífur rammi skv. lífeyrissjóðalögunum. Samkvæmt 3. tölulið1. mgr. 36. gr. laganna er stefnda heimilt að ávaxta fé sitt til hagsbóta fyrirsjóðfélaga sína með kaupum á skuldabréfum tryggðum með veði í fasteign aðhámarki 75% af metnu markaðsvirði, nema þegar um sérhæft atvinnuhúsnæði er aðræða þá skuli hámarkið vera 35%. Í samræmi við framangreint og ákvæði gr. 4.6.1í samþykktum stefnda setti stjórn stefnda reglur um lánveitingar stefnda tilsjóðfélaga sinna. Samkvæmt þeim lánareglum, sem voru í gildi viðlánveitingarnar, áttu sjóðfélagar rétt á láni frá stefnda að uppfylltum nánargreindum skilyrðum. Aðeins var lánað gegn fasteignaveði í íbúðarhúsnæði ogveðsetningarhlutfall mátti ekki vera hærra en 65% af markaðsvirði eignarinnar.Samkvæmt þessum reglum hafi stefnda verið heimilt að lána gegn veði í íbúð semskyldur aðili lántaka ætti, enda væri lögð fram skrifleg yfirlýsing þess aðilaum að hann gerði sér grein fyrir þeim skuldbindingum sem hann tæki á sig. Ágreiningslaust er að ekki var gertgreiðslumat á Ástgeiri, en stefnandi byggir á því að stefnda hafi borið aðgreiðslumeta hann eða óska eftir greiðslumati frá fjármálastofnun. Stefnandihefur ekki sýnt fram á að mælt sé fyrir um þetta í lánareglum stefnda eða aðekki hafi að öðru leyti verið farið að lánareglum stefnda við afgreiðslu álánum til Ástgeirs Kristjánssonar. Yfirlýsing, sú sem stefnandi ritaði undir,var skýr og stefnanda máttu vera ljósar afleiðingar af því ef lántaki stæðiekki í skilum. Í yfirlýsingunni er beinlínis tekið fram að stefndi hafi ekki ogmuni ekki kanna fjárhagsstöðu skuldarans og hafi ekki lagt neinn dóm á fjárhagslegagetu hans til að endurgreiða lánið. Ekki verður því fallist á að stefnandi hafihaft réttmætar væntingar til þess að stefndi framkvæmdi greiðslumat á lántaka.Andskýringarregla samningaréttar á ekki við hér, enda yfirlýsingarnar skýrar ogótvíræðar. Þá liggur ekkert fyrir um það í málinu að fjárhagsstaða lántaka hafi,þegar umræddar lánveitingar fóru fram, verið með þeim hætti að draga mætti íefa greiðslugetu hans. Þvert á móti var lántaki í fullri vinnu og greiddiiðgjöld til lífeyrissjóðsins af launum sínum. Þá lýsti Ástgeir því yfir ívitnaskýrslu sinni að hann hefði greitt af umræddum lánum og þau verið í skilumfram að ársbyrjun 2009 er hann veiktist og missti vinnuna. Þá vísast hérjafnframt til vitnaskýrslu Óskars Magnússonar, en vitnið fullyrðir aðafgreiðsla lána hafi verið í föstum skorðum og sjóðsstjóri ávallt kannað hvortlántakar væru á vanskilaskrá. Ekkert liggur fyrir um að Ástgeir hafi verið ávanskilaskrá á þeim tíma er hér um ræðir. Þannig benda fyrirliggjandi gögn ekkitil þess að nokkru hefði breytt þó að greiðslumat hefði verið framkvæmt álántaka og vanskil komu fyrst til eftir efnahagshrunið og veikindi Ásgeirs. Óumdeilt er að stefndi er ekki aðili aðsamkomulagi um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga sem fyrst voru samþykktar27. janúar 1998 og svo aftur 1. nóvember 2001. Stefndi hafði ekki skuldbundiðsig til að hlíta þessum reglum og verður ekki fallist á að stefnandi geti byggtkröfur sínar á þeim eða að þar sé að finna almennar meginreglur sem gildi umlánveitendur sem láni í atvinnuskyni. og að þær hafi öðlast gildi sem reglur áalmennum lánamarkaði á grundvelli venju og eigi þar af leiðandi við um stefnda.Ekki verður talið að stefnandi hafi sýnt fram á tilvist slíkar venju eða að húnverði byggð á lánakönnun Landssambands lífeyrissjóða árið 2004. Tilvísunstefnanda til niðurstöðu í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 3/2003 semfordæmis er ekki tæk þar sem ekki er um sambærileg tilvik að ræða. Þá er ekki fallist á að lög umfjármálafyrirtæki nr. 16/2002 gildi um stefnda, en stefndi er lífeyrissjóður ískilningi laga. Sama á við um tilvísun stefnanda til þágildandi laga umverðbréfaviðskipti nr. 33/2003, en þau ákvæði sem stefnandi vísar til gilda umfjármálafyrirtæki í skilningi fyrrnefndra laga en ekki lífeyrissjóði. Þá verðurekki talið að tilvísun stefnanda í 6. gr. þágildandi laga nr. 121/1994 umneytendalán og þau atriði sem hann telur að hafi skort á við lánveitinguna getileitt til ógildingar umræddra veðsetninga, en ákvæðinu var ætlað að verja hagsmunineytenda þar sem samkeppni ríki um lánveitingar. Stefnandi undirritaði umræddveðskuldabréf sem þinglýstur eigandi íbúðar sinnar að Kleppsvegi 128 íReykjavík og samþykkti með undirritun sinni að hún yrði sett að veði fyrirlánum Ástgeirs Kristjánssonar hjá stefnda. Í skuldabréfunum er lýst þeimskuldbindingum sem stefnandi tók á sig með þessu. Þá liggur jafnfram fyrir aðstefnandi undirritaði yfirlýsingar þar sem hún viðurkenndi að hún gerði sérljósa grein fyrir því að veðsetningunni fylgdi sú kvöð að stefndi myndi óskaeftir sölu eignar hennar yrði ekki staðið í skilum með lánið og að hún hefðikynnt sér skilmála lánsins. Þá er í skilmálum veðskuldabréfanna ákvæði sem mælaskýrlega fyrir um við havða aðstæður heimilt er að krefjast sölu hinnarveðsettu eignar, sbr. m.a. 9. tl. í skilmálum beggja veðskuldabréfanna.Stefnandi bar við aðalmeðferð að hún hefði skilið þetta þannig að ef tilvanskila kæmi yrði rætt við hana. Ekkert í málinu bendir til þess að stefnandihafi ekki mátt gera sér grein fyrir þeim skuldbindingum sem hún tók á sig. Um er að ræða tvö lán, eins og rakiðhefur verið, annað útgefið 19. ágúst 2005 og hitt 23. mars 2006. Lánunum varskilmálabreytt samtals fimm sinnum, í fyrsta sinn 22. janúar 2010 og síðast 8.ágúst 2012. Undir allar skilmálabreytingar ritaði stefnandi sem veðsaliathugasemdalaust og ágreiningslaust er að hún hafði aldrei samband við stefnda,hvorki þegar hún ritaði undir veðskuldabréfin né vegna skilmálabreytinganna.Eðlilegt hefði verið að stefnandi hefði af þessu tilefni gert athugasemdir enóumdeilt er að hún hafði ekki samband við stefnda vegna þessaraskilmálabreytinga og sýndi af sér þannig ákveðið tómlæti.Aðöllu framanskráðu virtu verður talið að ekki liggi annað fyrir en að stefndihafi við umrædda lánveitingar farið eftir þeim útlánareglum sem í gildi voru áþessum tíma og verður ekki fallist á það að stefndi hafi, með því að láta ekkifara fram mat á greiðslugetu lántaka í umrædd sinn, vanrækt skyldur sínarsamkvæmt gildandi lögum, reglum eða venjum við lánveitingar af þessu tagi.Samkvæmtframansögðu telst stefnandi bundinn af yfirlýsingum sínum og undirritun áumrædd skuldabréf sem veðsali og verður 36. gr. laga nr. 7/1936 ekki beitt umþær aðstæður sem voru uppi í þessu máli. Ber því að sýkna stefnda af öllumkröfum stefnanda í málinu. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri sinnkostnað af málinu.ÞórðurClausen Þórðarson héraðsdómari kveður upp dóminn.Dómsorð:Stefndi,Sameinaði lífeyrissjóðurinn, er sýkn af kröfum stefnanda, Arndísar Árnadóttur.Málskostnaðurfellur niður.
Mál nr. 82/2000
Kærumál Sjópróf Kæruheimild Frávísun frá Hæstarétti
Þótt héraðsdómari hefði með alls óviðunandi röksemdum hafnað réttmætri beiðni um sjópróf gat Hæstiréttur í engu hreyft við þeirri niðurstöðu, enda væri hvergi að finna í lögum heimild til að kæra úrskurð héraðsdómara þessa efnis.
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. febrúar 2000, þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um sjópróf. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til XXIV. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og XVII. kafla laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Hann krefst þess að lagt verði fyrir héraðsdómara að halda umbeðið sjópróf. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Í hinum kærða úrskurði hefur héraðsdómari með alls óviðunandi röksemdum hafnað réttmætri beiðni sóknaraðila um að haldið verði sjópróf samkvæmt ákvæðum XIII. kafla siglingalaga nr. 34/1985. Við þeirri niðurstöðu getur Hæstiréttur hins vegar í engu hreyft, enda er hvergi að finna í lögum heimild til að kæra úrskurð héraðsdómara þessa efnis, sbr. meðal annars dóm réttarins í dómasafni 1997, bls. 1063. Er því óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.