source
stringlengths 710
1.19M
|
---|
Hann var ekki lengi að fara úr friðarstól og verða umdeildur stjórnmálamaður hann Geir Jón, nú fær hann yfir sig svívirðingar í netheimum og engu líkara, miðað við umræðuna að hann hafi nafngreint ákveðna stjórnmálamenn og haldið því fram að þeir hafi stjórnað Búsáhaldarbyltingunni. Meira að segja reyndir fjölmiðlamenn eins og Egill Helgason falla í þessa gryfju. Ég efast um að margir af þeim sem hafa tjáð sig um þetta mál hafi hlustað á viðtalið við Geir Jón á Sprengisandi síðastliðinn sunnudag.
Mín skoðun á honum breyttist ekkert við það að hann ákvað að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefði heldur ekkert breyst þó hann hefði farið í framboð fyrir aðra flokka. Ég hef alltaf litið á Geir Jón sem heiðarlegan mann sem ég hef miklar mætur á. Það hefur ekkert breyst út af þessu máli. Ég skrifaði upp þann hluta viðtalsins sem snéri að þessu máli og birti það hér.
SME (Sigurjón M. Egilsson)
GJÞ (Geir Jón Þórisson)
Geir Jón á Sprengisandi
SME – Þegar ég tala við þig er eðlilegt að tala um þau miklu átök sem urðu hér 2008 og byrjun árs 2009 og þú varst í farabroddi lögreglunnar þar. Þú með þínar pólitísku hugsjónir, langaði þig einhvern tíma að taka þátt í þessu öðruvísi en sem embættismaðurinn?
GJÞ – Ég leyfði mér aldrei að hugsa þannig. En ég get alveg sagt það að mig sárnaði að sjá hvað þetta voru mjög pólitísk mótmæli. En ég gerði mér far um að tala við forystufólk, eða þau sem höfðu sig mest í frammi til þess að reyna að milda, til að mótmælin yrðu ekki eins átakamikil og búast mætti við og urðu á ákveðnum tímapunkti. Mitt var auðvitað númer eitt, tvö og þrjú að standa mína plikt.
SME – Má ég spyrja þig, má ég skilja þig þannig að hluta af þessum mótmælum hafi verið stýrt pólitískt?
GJÞ – Já.
SME – Af kjörnum fulltrúum?
GJÞ – Já.
SME – Af þingmönnum?
GJÞ – Já.
SME – Þú varst vitni af því. Þú sást það í þínu starfi?
GJÞ – Já.
SME – Þetta er svolítið alvarlegt mál, ef þetta var þannig því að eins og þú sagðir áðan þá á tímabili var þetta gjörsamlega að fara úr böndunum og fór úr böndunum. Það voru sko líf í hættu.
GJÞ – Það mátti engu muna á ákveðnum tímapunkti. Það sem gerðist og er á heimsmælikvarða, heimsatburður, það voru mótmælendur sjálfir, fyrir framan stjórnarráðið þann 21. janúar þegar fór að líða á nóttina, þá stigu þau fram, ákveðinn hópur mótmælenda og varði lögregluna. Þetta hefur aldrei gerst neinsstaðar í heiminum nema hér. Ég var afskaplega stoltur og ánægður að sjá að þarna var fólkið búið að fá alveg nóg. Það sá það að þarna var verið að búa til eitthvað stríð gegn lögreglunni, grýta mannlaust hús fyrir aftan lögregluna og lögreglan gerði ekkert annað en að standa vörð og fá grjótið á sig. Þarna verður viðsnúningur, vendipunktur í þessu öllu saman. Þá verður til þessi rauðgula bylting, mótmælendur á móti ofbeldi. Þá fóru þeir sjálfir að taka til og hafa áhrif á það fólk sem ætlaði að halda áfram að grýta eftir þennan atburð, fóru sjálfir að taka þá til hliðar og stoppa þá af. Þarna var umbreyting mikil og ég held að það sem bjargaði þessu það, að við ákváðum það þarna strax, yfirstjórn lögreglunnar með lögreglustjórann í brodda fylkingar að við myndum gera allt til þess að mótmælin færu ekki í ofbeldis, og átök. Við myndum frekar þola, eins og við gerðum, eins og við gerðum og láta á okkur brjóta að ákveðnu marki. Það slösuðust níu lögreglumenn í þessum átökum 20. og 21. janúar 2009. Auðvitað vildum við ekki að það gerðist en það hefði getað farið miklu verr og orðið miklu langvinnari átök ef lögreglan hefði ekki sett upp þetta fyrirkomulag og skipulag sem hún gerði.
SME – Og það er, þessi breyting verður 21. janúar þegar menn ganga fram fyrir skjöldu og verja lögregluna. Ef ekki, þetta var allt að verða verra og verra, eldar voru kveiktir og allt þetta.
GJÞ – Ég vill ekki hugsa til þess hvað myndi gerast...
SME – (grípur orðið) Við þurfum þess ekki en þú sagðir áðan, að kjörnir fulltrúar, eru einhverjir jafnvel sem eru í ríkisstjórn í dag sem tóku þátt í undirbúningi og höfðu áhrif á...
GJÞ – (grípur orðið) Nú vil ég ekki fara út í nánar þetta en það er alveg ljóst að það voru gerendur á sviðinu sem voru framarlega í stjórnmálum og eru enn í dag. Og ég gerði það sem ég gat til að tala við fólk sem stóðu næst og bað um að yrði á tekið vegna þess að við lögreglan, vorum ekki í neinum átökum við stjórnmálamenn, við vorum að reyna að verja vinnustað stjórnmálamanna til að þau fengju frið til að vinna vinnuna sína og menn tóku þessu alvarlega og ég átti góð samtöl við marga úr öllum stjórnmálaflokkum og sem betur fer þá fór þetta ekki verr.
Steingrímur Joð vill ekki sitja undir svona dylgjum.
Álfheiður Ingadóttir kallar hann lygara.
Hvað gerir Geir Jón annað en að svara spurningum Sigurjóns? Var þetta viðtal virkilega tilefni slíkra heiftarlegra viðbragða?
Og er ekki eðlilegt að menn velti fyrir sér hlutverki þingmanna og opinberra persóna í mótmælunum? |
1 af hverjum 226 Íslendingum eru með Lynch heilkennið sem eykur líkurnar á nokkrum tegundum krabbameina. Þetta er niðurstaða sögulegrar rannsóknar sem unnið er að mestu úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson segir nær glæpsamlegt að nýta þessar upplýsingar ekki til fyrirbyggjandi aðgerða. Erla Björg Gunnarsdóttir.
Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um rannsókn Sigurdísar Haraldsdóttur, aðstoðarprófessors í læknisfræði við Stanford háskóla, og hóp vísindamanna sem leiðir í ljós að algengi Lynch-heilkennisins á Íslandi sé það mesta sem fundist hefur. 1 af hverjum 226 er með heilkennið eða ríflega 0,44% þjóðarinnar. Áætlað algengi í vestrænum ríkjum er 1 af 370 til 1 af 2000. Heilkennið eykur mjög líkurnar á ristil-, endaþarms- og legbolskrabbameini en er einnig tengt krabbameini í eggjastokkum, smáþörmum og heila. Við rannsóknina var gríðarlegt magn erfðaupplýsinga úr gögnum í vörslu Íslenskrar erfðagreiningar notað. Í viðtalinu kallar Sigurdís eftir því að þessar upplýsingar verði innleiddar í almenna heilbrigðisþjónustu. Það er nokkuð sem Kári Stefánsson hefur lagt til síðastliðin ár, að nálgast megi einstaklinga með ýmsa banvæna sjúkdóma vegna stökkbreytinga í erfðamengum og lengja líf þeirra.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar: Mér finnst að í sko sé á mörkum þess að vera glæpsamlegt að nýta sér ekki þá möguleika sem felast í því að finna þá sem eru í svona mikilli hættu.
Samkvæmt lögum má Íslensk erfðagreining ekki nálgast þetta fólk.
Kári Stefánsson: Við vitum ekki hverjir þessir einstaklingar eru en við gætum fundið þá með því að nýta gögn sem liggja hjá Íslenskri erfðagreiningu en það verður ekki gert án leyfis yfirvalda og vilja yfirvalda. Það er að segja að ef svona einkennis þessa fólks eru dulkóðuð þannig að við höfum engan aðgang að því hverjir, hvert þetta fólk er en með því að taka þá ákvörðun sem samfélag, að nálgast þetta fólk þá gæti þetta samfélag gert það.
Viðræður eru við Landspítala, Persónuvernd og Vísindasiðanefnd um hvernig bregðast eigi við ef fólk óskar eftir upplýsingunum sjálft en Kári bendir á að margir gangi um grunlausir og detti ekki í hug að kanna málið.
Kári Stefánsson: Við erum búin að vinna grundvallavinnuna og núna er það spurningin: "Viljum við taka þetta upp á næsta stig?" Hætta að vinna eingöngu að því að gera uppgötvanir til þess að hreykja okkur af og fara að nota þetta til þess að gagnast fólkinu í landinu. |
Sagnheimar standa fyrir opnu málþingi um þróun veiða, veiðarfæra og rekstur netaverkstæða í Eyjum laugardaginn 7. okóber nk. kl. 13.00-15.00 á bryggjunni á 2. hæð Safnahússins.
Á þessu ári eru liðin 120 ár frá því áraskip frá Eyjum hófu veiðar með línu, en áður var handfærið eina veiðarfærið. Vélbátaöldin gekk í garð 1906 í Eyjum og nokkrum árum síðar komu þorskanetin til sögunnar og allt atvinnulíf í Eyjum tók miklum breytingum og íbúafjöldinn margfaldaðist á fáum árum.
Á þessa opna málþingi verður farið yfir söguna með aðstoð fjölmargra ljósmynda og tekin fyrir þróun veiðarfæra hjá Eyjabátum, síðan stiklað á stóru með rekstur veiðarfæragerða og netaverkstæða í Eyjum frá 1936. Koma þar ma. við sögu Netagerð Vestmannaeyja, Kaðlagerð Þórðar - Dodda - Stefánssonar, Veiðarfæragerð Vestmannaeyja, Netagerðin Ingólfur, Netagerð Reykdals, Net, Netagerð Njáls og Sigurðar Inga, Ísfell, Nethamar, Hampiðjan o.fl. Að lokum mun Guðmundur Gunnarsson í Hampiðjunni í Reykjavik fara yfir þróun botnvörpunnar í heila öld.
Helga Hallbergsdóttir, safnvörður í Sagnheimum hefur stjórnað undirbúningi málþingsins með aðstoð heimamanna, Arnari Sigurmundssyni, Haraldi Þorsteini Gunnarssyni, Birgi Guðjónssyni, Hallgrími Júlíussyni, Guðlaugi Jóhannssyni og Sigþóri Ingvarssyni.
Menningarsjóður Suðurlands (SASS) styrkir verkefnið, en vöxtur og viðgangur í sjávarútvegi hefur ráðið mestu um þróun byggðar, atvinnu- og menningarlífs frá upphafi byggðar í Eyjum. |
Á sunnudag verður opnuð sýning á verkum Ólafs Túbals (1897-1964) í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Davíð Oddson seðlabankastjóri opnar sýninguna kl. 14 og síðan segir Sigríður Hjartar húsfreyja í Múlakoti frá Ólafi og leiðir fólk um sýninguna.
Ólafur Túbals er mörgum ókunnur en hann var listmálari og þjóðþekktur á sinni tíð. Hann var ættaður úr Fljótshlíðinni, stundaði nám í Iðnskólanum 1917 en hafði brennandi áhuga á myndlist og sótti sér þekkingu í Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928 og 1932. Verk hans eru víða til en þau sem mynda sýninguna í Sögusetrinu eiga sér aðra sögu. Sigríður Hjartar fann myndirnar þegar þau hjónin fóru að taka til í húsakynnunum í Múlakoti þegar þau fluttu þangað.
Verkin voru í misjöfnu ástandi og sum nánast ónýt en þau hjónin fengu leiðbeiningar frá sérfræðingum um hvernig ætti að meðhöndla þau og laga. Sigríður hefur síðan rammað inn þau verk sem hægt var. Einnig fundust dagbækur Ólafs þarna og munu þær einnig liggja frammi á sýningunni. Ólafur notfærði sér þau tengsl sem hann myndaði á utanlandsferðum sínum, hann bauð fjölda málara aðstöðu hjá sér þegar þeir heimsóttu hann. Var talað um Múlakot sem eins konar listamannaaðsetur. Þar áttu íslenskir listamenn líka afdrep.
Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 10-18. |
Stjórnarandstaðan vill verja rúmum 7 milljörðum króna aukalega á fjárlögum til að bæta kjör lífeyrisþega. Varaformaður Samfylkingarinnar sagði að í tillögunum birtist grundvöllur að hugsanlegu samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna nái þeir meirihluta í kosningunum í vor.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kynnti tillögurnar í morgun en þetta eru einu breytingarnar sem stjórnarandstaðan leggur til við fjárlagafrumvarpið. Tillögurnar ganga mun lengra en frumvarp heilbrigðisráðherra sem ætlað er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan leggur meðal annars til að frítekjumark ellilífeyrisþega verði hækka úr 300 í 900 þúsund og það nái einnig til öryrkja og að fari menn yfir frítekjumarkið skerðist tekjutrygging aðeins um 35% en ekki 45%. Þá vill stjórnarandstaðan að tekjutrygging verði hækkuð upp í 85 þúsund krónur á mánuði fyrir ellilífeyrisþega og 86 þúsund fyrir öryrkja. Auk þess verði afnumin öll tengsl lífeyrisgreiðsla við atvinnu og lífeyristekjur maka.
Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður (F): Með þessu erum við í raun og veru að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft og hvetja til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði og nýta betur þann mannauð sem er fyrir í landinu og ég tel að það sé mjög jákvætt.
Katrín segir að þessar tillögur snúi að því sem brýnast sé. Í kjölfarið vilji stjórnarandstaðan að gerði verði neysluúttekt á framfærsluþörf á lífeyrisþega og á þeim grunni verði byggð svo kölluð afkomutrygging fyrir þessa hópa.
Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður (S): Við auðvitað vonumst til þess að ríkistjórnin komi með okkur í það verkefni núna, það er svigrúm til þess í þessum fjárlögum og við vonumst til þess að ríkistjórnin komi með okkur núna í það verkefni að bæta kjör þessara hópa og geri það myndarlega.
Á fundinum var mönnum tíðrætt um samstarf stjórnarandstöðunnar á þinginu og sagði varaformaður Samfylkingarinnar tillögurnar táknrænar fyrir þá samstöðu.
Össur Skarphéðinsson, alþingismaður (S): Við höfum sameinast um tillögur sem varðar þann málaflokk sem hefur verið hvað mest í umræðu, það er að segja kjör aldraðra og öryrkja og það er sá burðarás sem að segja má að sameini alla þessa flokka.
ATH FMV - leiðrétting kom seinna fram í fréttatímanum að Össur Skarphéðinsson væri ekki varaformaður Samfylkingarinar. |
Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Í henni birtum við framtíðarsýn okkar og mögulegar leiðir til að takast á við áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst er að mikilla fjárfestinga er þörf á komandi árum ef forðast á veruleg vandræði en allar líkur eru á að þær fjárfestingar muni reynast þjóðhagslega arðbærar.
Aukið samráð um valkosti Til að auka upplýsingagjöf höfum við tekið saman og birt ítarlega kostnaðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð fyrir breytilegum forsendum um eftirspurn eftir raforku, uppbyggingarhraða, lengd jarðstrengja og valkostum við styrkingu kerfisins.
Til lengri tíma eru í grunninn tveir valkostir til að styrkja raforkukerfið. Annaðhvort verður tengt yfir hálendið til að tengja saman Norðurland og Suðurland eða að Byggðalínan verður styrkt verulega. Báðar lausnir eru tæknilega og þjóðhagslega fullnægjandi. Í drögum að kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í kynningu, má finna ítarlegri útlistun á þessum valkostum. Almenningur er hvattur til að kynna sér þessar hugmyndir en frestur til athugasemda er til 15. júlí.
Á næstu árum verður lögð áhersla á styrkingar á Norðurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Þau verkefni eru sameiginleg bæði hálendisleið og byggðalínuleið. Helstu niðurstöður eru að endurgreiðslutími áætlaðra fjárfestinga er mun styttri en afskriftartími. Það þýðir að fjárfestingarnar borga sig.
Hverju skilar sterkara raforkukerfi? Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar flutningslínur þjónusta stór og mikilvæg landsvæði í íslenska raforkukerfinu. Þetta veldur verulegum vandamálum og kostnaði fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku. Vandamálum sem verða ekki leyst nema með sterkara raforkukerfi.
Sterkara kerfi skilar margþættum ávinningi en stærsti einstaki þátturinn er minni takmarkanir á flutningi og afhendingu raforku sem þýðir að fyrirtæki geta vaxið og dafnað, enda þurfi ekki að skerða raforku til þeirra.
Í dag er fjölda fyrirtækja ómögulegt að vaxa og auka starfsemi sína því þau fá ekki raforku til þess, fiskbræðslur brenna víða olíu í stað þess að nýta raforku. Víða í landsbyggðunum eru vandræði með gæði raforkunnar sem leiðir til stóraukins kostnaðar fyrirtækja sökum rafmagnsleysis og annarra vandræða sem stöðvar rekstur og skemmir búnað. Sterkara kerfi mun leysa þessi vandamál. Samhliða því mun minni raforka tapast en orka sem tapast í kerfinu er einskis nýt og leggst kostnaður við kaup á þeirri orku á raforkunotendur.
Þá eru svæði í raforkukerfinu þar sem virkjanir geta ekki keyrt á fullum afköstum því það er einfaldlega ekki hægt að flytja orkuna af svæðinu. Aflið sem fæst við að tengja þessar virkjanir betur er allt að 90 MW og gæti samkvæmt varfærnu mati fært þjóðarbúinu 800 milljónir króna í ábata árlega til frambúðar. Áætlað er að sterkara kerfi skili bættum áreiðanleika og minni rekstrartruflunum. Ávinningur af því er metinn á allt að níu milljörðum króna.
Annars konar ávinningur kemur einnig til sem ekki hefur enn verið metinn til fjár. Til dæmis mætti nefna markmið um jöfnun atvinnutækifæra um landið, samkeppnisáhrif á markaði eða lækkaðan kostnað við varaaflstöðvar.
Fjárfestingar sem borga sig Umræðan um tímabærar fjárfestingar í innviðum þjóðarinnar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar verið í brennidepli umræðunnar enda kannski sýnilegasti snertiflötur fólks við innviði þjóðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf í þjóðvegakerfinu var metin á 70 milljarða króna. Áætlaðar fjárfestingar Landsnets á næsta áratug eru allt að 69 milljörðum króna og eru því sambærilegar að umfangi og tæpast minna aðkallandi. Stór landsvæði búa nú þegar við takmarkað aðgengi að rafmagni og nú styttist í að höfuðborgarsvæðið geri það líka.
Aukið afhendingaröryggi og jafn aðgangur að rafmagni um allt land eru meðal markmiða nýrrar þingsályktunar stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfa raforku. Um þessi grundvallaratriði ætti að ríkja breið sátt í samfélaginu. Það þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af hagkvæmni þessara fjárfestinga. Þær munu borga sig að fullu löngu áður en líftími þeirra líður.
Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets |
Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir að ásakanir um að hann hafi tekið skjöl OR ófrjálsri hendi lykti af pólitík. Hann segir að með því að leka bréfi sem lögfræðingur skrifaði honum fyrir hönd OR í gær hafi "hönnuð atburðarrás" verið sett af stað.
Í gærmorgun barst Guðmundi bréf frá Karli Axelssyni lögmanni þar sem skorað var á hann að skila gögnum sem Guðmundur átti að hafa tekið ófrjálsri hendi úr skjalasöfnum Orkuveitunnar skömmu áður en hann lét þar af störfum. Þá var Guðmundur einnig í bréfinu beðinn um að skila bifreið sem hann hefur haft til afnota í samræmi við ráðningarsamning sinn.
Síðar sama dag flutti sjónvarpið fréttir af málinu og vitnaði í bréfið sem Guðmundur hafði fengið í hendurnar órfáum tímum áður.
"Ég held að það sé ekki tilviljun að ákveðnir blaða og fréttamenn fái þetta bréf í hendurnar nánast á sama tíma og það er skrifað. Það er nánast eins og bréfið sé sérstaklega skrifað til þess að koma því í hendur á þessum sömu blaða- og fréttamönnum," segir Guðmundur og bætir því við að hann hafi ekki heyrt af þessu máli fyrr en hann fékk bréf frá lögmanni í gær.
Hann segir það undarlegt að verið sé að gera athugasemdir við það að hann hafi ekki skilað jeppa sem hann hefur haft til afnota í samræmi við ráðningarsamning sinn.
"Ég ráðfærði mig við lögfræðinginn sem skrifaði ráðningsamninginn fyrir Orkuveituna. Hans mat var það að hlunnindi fylgdu. Engar athugasemdir voru gerðar við það fyrr en í gær," segir Guðmundur.
Varðandi skjölinn sem hann á að hafa tekið ófrjálsri hendir segir Guðmundur að þeim hafi verið útbýtt í fjölriti til stjórnarmanna á stjórnarfundum OR .
"Þetta eru allt skjöl frá því að ég sat stjórnarfundi OR. Sem ég hef ekki gert síðan í ágúst á síðasta ári. Þetta eru allt skjöl sem geymd voru á minni einkaskrifstofu en ekki í skjalasafni OR eins og sagt var í fréttum RÚV og Morgunblaðsins," en það eru þeir fjölmiðlar sem Guðmundur segir að bréfi Karls Axelssonar lögmanns hafi verið lekið til.
"Það er mikil pólitísk lykt af þessu. Þetta eru svipuð vinnubrögð og maður hefur orðið vitni að undanfarið í stjórnmálunum. Það er verið að hanna atburðarrás. Ég skil ekki hvað menn eru að fara í þessu. Og skil ekki hvað er verið að fara á eftir mér. Ég hélt að það væri allt frágengið," segir Guðmundur. |
Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar vonast til þess að lög um svokallaða keðjuábyrgð verktaka verði fest í lög hér á landi á næstu mánuðum. Í dag ber verktaki, sem ræður undirverktaka, enga lagalega ábyrgð á því hvernig undirverktakinn hagar sér gagnvart sínu starfsfólki.
Undirverktakar við framkvæmdir á Bakka hafa ítrekað verið staðnir að því að brjóta gróflega á kjörum starfsmanna sinna. Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík hefur gengið hart fram í þessum málum og í gær átti Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, fund um þetta með fulltrúum Framsýnar.
Vandinn við að uppræta þessi brot felst meðal annars í því að stóru verktakarnir, sem eiga verkin og ráða undirverktakana til starfa, bera þarna litla ábyrgð. „Þeirra lagalega ábyrgð er engin,“ segir Unnur. „Þeir semja um verkið við sinn undirverktaka, þeir gera bara samning sín á milli, þannig að það er undirverktakinn sem ber síðan ábyrgð á sínum starfsmönnum og að þeir séu að fá greidd rétt laun.“
Unnur segir að í vor hafi hafist vinna við að breyta íslenskum lögum hvað þetta varðar og hún vonast til að þau taki gildi áður en langt um líður. Slík lög séu víða að ryðja sér rúms í löndum Evrópusambandsins. „Ríki hafa verið eitt af öðru að setja lög um svokallað keðjuábyrgð, þar sem verkkaupinn sem fær verkið, ber ábyrgð á undirverktökum sínum. Að þeir fari að lögum og reglum í því ríki sem framkvæmdin á sér stað,“ segur Unnur. „Okkur skortir þetta hér, en ég á fastlega von á að þetta verði komið í íslensk lög innan tíðar." |
Tony Blair var prédikari, Gordon Brown virðist ætla að vera móralisti í embætti. Veitir kannski ekki af í Bretlandi þar sem tíðkast að sumu leyti meiri lágkúra og lausung en víðast í Evrópu, ofdrykkja, eiturlyfjaneysla, andfélagsleg hegðun.
Brown ætlar að slá af plön um að reisa tröllaukið spilavíti í Manchester. Hann vill að tekið verði fastar á kannabisreykingum. Og nú vill hann að verði endurskoðuð lög sem heimila sölu á áfengi allan sólarhringinn. Afleiðing þessarar lagasetningar hefur verið stóraukið ofbeldi á götum breskra borga – heimsóknir á spítala vegna áfengisneyslu hafa þrefaldast.
Það er náttúrlega ein furðulegasta þversögnin í menningu Vesturlanda hversu mikið umburðarlyndi ríkir gagnvart víndrykkju og allri ógæfunni sem hún veldur – á sama tíma og búið er að hrekja tóbaksnotendur lengst út í skúmaskot.
Menn hafa lengi vitað að í Brown leyndist púrítani. Hann er skoskur, frá landi þar sem nokkuð strangur kristindómur er til siðs – forsætisráðherrann er af þeirri kirkjudeild sem kallast presbytarian og byggir á kenningum Kalvíns. Brown hefur jafnvel leyft sér að setja út á lágmenninguna sem tröllríður öllu í Bretlandi og má helst ekki gagnrýna án þess að vera sakaður um elítisma – hann sagði við Guardian að bókmenntahátíðir væru betri en sjónvarpsþátturinn Big Brother.
Það er spurning hversu langt Brown ætlar að ganga í þessa átt. Núorðið mega pólitíkusar varla tala um siðferði án þess að farið sé að gera grín að þeim. John Major varð á sínum tíma hált á herferðinni Back to Basics þar sem hann ætlaði að endursiðvæða breskt samfélag. Á sama tíma komu upp ýmis hneykslismál sem sýndu að þingmenn Íhaldsflokksins voru gerspilltir upp til hópa – og hræsnarar í þokkabót.
En fyrir þá sem vilja kynna sér nánar þá andlegu fátækt sem er útbreidd í Bretlandi þá bendi ég á þessa stórkostlegu bók. |
Þrýstingur á ráðamenn í austurríska héraðinu Tíról virðist vaxa með degi hverjum. Danskir, austurrískir og þýskir fjölmiðlar telja þá hafa brugðist seint og illa við ábendingum frá Íslandi um að kórónuveirusmit hefði stungið sér niður á skíðasvæðinu Ischgl. Afleiðingin er sú að sóttvarnarstofnun Robert Koch í Berlín hefur sett Tíról í sama flokk og Wuhan, Íran og norðurhluta Ítalíu.
Í ítarlegri umfjöllun Jyllands Posten í dag kemur fram að meira en ein milljón ferðamanna komi til Ischgl á hverju ári. Þar búa 1.600 manns. „Það er ekki síst frá Ischgl sem kórónuveiran hefur borist um Evrópu,“ segir í grein Jyllands Posten.
Heilbrigðisyfirvöld sögð undrandi
Talið er að 139 Danir hafi komið sýktir frá Austurríki í byrjun mars. Langflestir höfðu staðið á skíðum í Ischgl. Jyllands Posten segir að heilbrigðisyfirvöld í öðrum Evrópulöndum setji nú spurningarmerki við viðbrögð yfirvalda í Tíról eftir að þau fengu tilkynningu um fyrsta smitið.
Sú tilkynning kom frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni á Íslandi, sem setti svæðið á lista yfir hááhættusvæði þann 5. mars. Allir sem komu þaðan áttu að fara í tveggja vikna sóttkví.
Jyllands Posten segir að engu síður hafi partýið haldið áfram í „Íbíza Alpanna“ eins og Ischgl er stundum kallað.
Hunsuðu ábendingar
Jyllands Posten segir ráðamenn í Tíról vísa allri gagnrýni á bug en það standist enga skoðun.
Þremur dögum eftir að íslensk yfirvöld vöruðu við ferðum til Ischgl lýsti yfirmaður heilbrigðismála í Tíról því yfir að mjög ólíklegt væri að erlendir ferðamenn hefðu sýkst af kórónuveirunni í Ischgl. Þegar barþjónn á vinsælum bar greindist með COVID-19 var hann sagður hafa smitast af óþekktum ferðamanni.
Lyfturnar voru enn í gangi og það var ekki fyrr en 13. mars að svæðinu var lokað og ferðamönnum sagt að fara heim. „Ábyrgðin fyrir heilsu starfsmanna og íbúa vék fyrir græðgi,“ segir í leiðara austurríska blaðsins Der Standard sem Jyllands Posten vísar til. Í sama streng er grein þýska blaðsins Der Spiegel. „Var heilsa fólks látin víkja fyrir hagnaði?“ Þar er því velt upp hvort einhverjir verði hreinlega dregnir fyrir dóm.
„Hver á að bera ábyrgð?“
Breska blaðið Financial Times fjallar einnig um viðbragðsleysi ráðamanna í Tíról við tilkynningunni frá Íslandi. Vaxandi reiði gæti nú í Þýskalandi í garð nágrannaríkisins og þar velta menn nú því fyrir sér hversu margir hafi komið sýktir til Þýskalands frá Tíról.
Financial Times hefur eftir álitsgjafanum Thomas Hofer að viðbrögðin í Tíról hafi verið mjög hæg. Í síðustu viku hafi mátt sjá fólk skemmta sér í Ischgl eins og ekkert hefði í skorist. „Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu?“ spurði Claudia Gamon, þingmaður á austurríska á þinginu.
Smitaði Austurríki alla Evrópu?
Á vef Ekstra blaðsins kemur fram að Danir hafi jafnvel einnig sofið á verðinum. Það hafi ekki verið fyrr en fjórum dögum eftir að Ísland setti svæðið á lista yfir hááhættusvæði að Dönum var ráðið frá því að ferðast þangað. Þá hafði fjöldi þeirra snúið aftur heim úr skíðaferðum sínum, margir hverjir sýktir en algjörlega grunlausir.
Sumum var jafnvel sagt að hafa engar áhyggjur þótt þeir væru með dæmigerð einkenni; þeir væru pottþétt ekki með COVID-19 sjúkdóminn. Á vef BT er Ishcgl kallað austurríska kórónubomban. „Svona smitaði Austurríki alla Evrópu.“
Austurrísk yfirvöld hafa gripið til mjög harðra aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar - þar ríkir nánast algjört bann við mannamótum. Í Tíról er hálfgert útgöngubann og þeir ferðamenn sem eftir eru fá matinn sendan upp á herbergi til sín. Tveir sænskar skíðaáhugakonur segja í samtali við Aftonbladet að þrátt fyrir þetta ætli þær að snúa aftur á næsta ári. „Þetta mun ekki stoppa okkur.“ |
Enn er óljóst hvað olli bruna á Grundargötu í Grundarfirði sem varð rúmlega fertugum manni að bana í nótt. Nágranni sem hringdi á slökkviliðið þakkar því snögg viðbrögð og víða í bænum var flaggað í hálfa stöng í dag.
Það var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt sem slökkviliðinu í Grundarfirði barst tilkynning um eld í húsinu.
Örn Smári Þórhallsson, sem býr í húsinu á móti varð var við eldinn þegar hann var að koma heim úr vinnunni.
„Ég var rétt búinn að stöðva bílinn og sá þá að það var skrýtið ský á lofti. Ég skrúfaði síðan niður gluggann á bílnum og sá að það var kviknað í húsinu á móti. Ég hringdi þar af leiðandi strax í 112 . Ég stökk út úr bílnum og að húsinu og barði allt utan. Mikill svartur var reykur inni," segir Örn Smári.
Þar til fyrir skömmu síðan var einstæð móðir búsett á efstu hæð hússins og taldi Örn í fyrstu að maðurinn, sem var eigandi hússins, hefðist við á miðhæðinni.
„Svo fór ég niðurfyrir húsið og þá sá ég að eldurinn var á neðri hæðinni. Það var mjög mikill hiti og gríðarleg læti í eldinum. 112 báðu mig um að fara alls ekki inn," segir Örn Smári. Hann segir að slökkviliðið hafi komið á örskotsstundu. „Þeir eiga þakkir skilið fyrir góð viðbrögð," bætir Örn Smári við.
Bæjarbúar eru augljóslega slegnir yfir atburðinum og víða mátti sjá flaggað í hálfa stöng í Grundarfirði í dag.
Valgeir Magnússon slökkviliðsstjóri í Grundarfirði segir að á leiðinni á vettvang hafi þeir fengið að vita að maður væri mögulega í húsinu. Og því fóru reykkafarar strax inn.
„Við sendum semsagt þrisvar sinnum eitt par inn," útskýrir Valgeir um björgunaraðgerðir. Og eftir nokkra leit fannst íbúinn, maður á fertugsaldi á neðstu hæðinni, þar sem eldurinn virðist hafa komið upp. Lífgunartilraunir slökkviliðsmanna báru ekki árangur.
Valgeir segir að í raun hafi eldurinn ekki verið mikill og að hann hafi einangrast við eitt herbergi í húsinu, sem er þó augljóslega stórskemmt. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send í Grundarfjörð í morgun en ekki hafa fengist upplýsingar um hvernig rannsókninni miðar og eins eru eldsupptök enn ókunn. |
Viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu voru talsverð í mars síðastliðnum. Var alls 584 kaupsamningum þinglýst sem eru 27 fleiri samningar en í mars í fyrra.
Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag sem ber yfirskriftina „Engin ládeyða á íbúðamarkaði“.
Í Hagsjánni er vísað í upplýsingar frá Þjóðskrá um fjölda þinglýstra kaupsamninga sem voru 5% fleiri í mars í ár en í mars 2019.
„Búast hefði mátt við því að viðskipti drægjust eitthvað samaní ljósi aðstæðna en þær virðast ekki hafa haft teljandi áhrif. Þó ber að hafa í huga að hluti viðskiptannaáttu sér líklega stað í febrúar þar sem nokkur tímatöf er frá undirritun kaupsamnings þar til þinglýsingu er lokið.
Það sem af er ári hefur1.904 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst sem er 5% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Árið fer því nokkuð vel af stað á íbúðamarkaði og er mánaðarlegur meðalfjöldi viðskipta hærri en það sem hefur sést á allra síðustu árum,“ segir í Hagsjánni.
Af sveitarfélögunum innan höfuðborgarsvæðisins er aukningin hlutfallslega mest í Kópavogi:
„Þar var 107 kaupsamningum þinglýst til samanburðar við 87 samningum fyrir ári síðan. Í Mosfellsbæ var einnig nokkuð mikil aukning í mars þar sem 10% fleiri kaupsamningum var þinglýst.
Þó fórmeirihluti íbúðaviðskipta í mars fram í Reykjavík,en þar var 333 kaupsamningum þinglýst, sem er aukning upp á 5% milli ára.“
Þá segir í Hagsjánni að neysla hafi almennt tekið ákveðnum breytingum vegna kórónuveirufaraldursins en þær aðstæður virðast ekki hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn, að minnsta kosti enn sem komið er.
Mælingar Gallup hafi þó sýnt fram á minni líkur á stórkaupum hjá landsmönnum í mars en það hafi aðallega verið vegna færri fyrirhugaðra utanlandsferða. Þannig virðist fólk jafnvel huga að fasteignakaupum í auknum mæli nú en áður. |
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að besta leiðin til að heiðra minningu þingkonunnar Jo Cox, sem myrt var árið 2016, sé að sigla Brexit í höfn. Þetta kom fram í máli Johnsons þegar hann kom fyrir neðri deild breska þingsins í kvöld.
Breska þingið kom saman í fyrsta skipti í dag eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Johnson-stjórnarinnar um að fresta þingfundum þann 9. september síðastliðin hafi verið ólögmæt.
Johnson ávarpaði jafnframt þingið í fyrsta sinn í kvöld eftir úrskurð hæstaréttar. Hann var ítrekað gagnrýndur fyrir orðalag sem hann hefur haft uppi í tengslum við Brexit. Þannig beindi Tracey Brabin, þingkona breska Verkamannaflokksins, því til Johnsons að með orðalagi sínu ýjaði hann að því að andstæðingar hans væru „föðurlandssvikarar“ vegna þess að þeir væru ekki sammála honum.
Brabin hvatti Johnson til að gæta orða sinna og nefndi í því samhengi morðið á áðurnefndri Jo Cox, þingkonu Verkamannaflokksins, sem myrt var þann 16. júní 2016, viku áður en atkvæðagreiðsla um Brexit fór fram.
Johnson svaraði Brabin um hæl. „Besta leiðin til að heiðra minningu Jo Cox og, raunar, besta leiðin til að sameina þjóðina væri, að ég held, að klára Brexit.“
Hér að neðan má sjá myndband Sky News af orðaskiptunum.
Cox barðist fyrir því á sínum tíma að Bretland yrði áfram aðildarríki að Evrópusambandinu. Þá var haft eftir vitnum að árásinni að skömmu áður en árásarmaðurinn hafi látið til skarar skríða hafi hann öskrað: „Bretland fyrst!“ .
Brendan Cox, ekkill Jo Cox, lýsti yfir óánægju með tíst forsætisráðherrann í tísti sem sá fyrrnefndi birti í kvöld.
„Er hálfóglatt yfir því að nafn Jo skuli vera notað á þennan hátt. Það besta sem við (sama hvar við stöndum í stjórnmálum) getum gert er að verja gildi okkar af ástríðu og staðfestu. En aldrei að skrímslavæða andstæðingana og ríghalda í það sem við eigum sameiginlegt.“
Þá hafa andstæðingar Johnsons keppst við að gagnrýna ummælin á samfélagsmiðlum, þar á meðal þingkonurnar Jess Philips og Jo Swinson, auk Nicolu Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands.
Johnson stefnir á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu þann 31. október næstkomandi. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frest. |
Djasshátíð Reykjavíkur hófst í dag. Stjórnandi hátíðarinnar segir djassara ekki kippa sér upp við kreppu, þeir láti sér fátt um finnast og ypti öxlum yfir ástandinu í þjóðfélaginu.
Djasshátíðinni var reyndar þjófstartað í gær þegar djassarar tróðu upp í Útvarpshúsinu. Klukkan fimm í dag setti svo Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, hátíðina í Þjóðmenningarhúsinu með viðeigandi hætti.
Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur: Um leið og ég blæs þá er þessi hátíð sett. Gjörið svo vel.
Þetta er í 21. sinn sem hátíðin er haldin og menn láta kreppuna ekki trufla djassinn. Hann lifir góðu lífi.
Pétur Grétarsson, skipuleggjandi Djasshátíðar: Þetta árferði er nú ekkert sérstaklega svona bagalegt fyrir djasstónlistarmenn. Þeir eru nú ekkert svona vanir að sko lepja hunangið af hverju strái. Þannig eitthvað ástand í þjóðfélaginu, maður yptir bara öxlum yfir því. Við reynum alltaf svona að tefla fram okkar fólki dálítið mikið og við eigum svo rosalega mikið af fínum djassleikurnum og kannski er þetta svona aðeins að þróast í skýrari áttir hvað það varðar. Ég varð til dæmis mjög áþreifanlega var við það í fyrra að það er ekki síst okkar fólk sem áhorfendur vilja heyra. Bæði áhorfendur hér heima og náttúrulega fáum við mikið af útlendingum sem að auðvitað vilja sjá íslenska tónlistarmenn.
Innlendir og erlendir djassarar koma fram á hátíðinni sem stendur til 29. ágúst og lýkur með stórtónleikum í Listasafni Reykjavíkur. |
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur miklar áhyggjur af því að framkvæmdum við Maracana leikvanginn fræga í Rio de Janeiro verði ekki lokið í tæka tíð fyrir Álfukeppnina í knattspyrnu sem haldin verður í Brasilíu í sumar eftir verkfall verkamanna í gær.
Álfukeppnin verður notuð sem upphitun fyrir HM sem fer fram í Brasilíu á næsta ári og sömu keppnisstaðir verða notaðir í báðum mótunum. Uppbygging leikvanga er hinsvegar á eftir áætlun og aðeins tveimur af sex völlum er lokið, en framkvæmdirnar hafa ekki farið varhluta af verkföllum sem eru tíð í Brasilíu.
Verkamenn við Maracana völlinn eru ósáttir við kjör sín og lögðu niður vinnu í gær. Þeir sneru aftur til vinnu í dag eftir að þeim var lofað fundi með yfirvöldum á föstudag, en náist ekki samningar þá ætla þeir í ótímabundið verkfall. FIFA hefur þegar fært lokafrestinn í tvígang, en segir nú að öllum framkvæmdum verði að vera lokið fyrir 15 apríl.
Maracana leikvangurinn var byggður fyrir HM 1950 og þegar Brasilíumenn og Úrúgvæjar léku til úrslita á mótinu er talið að áhorfendur hafi verið um 210 þúsund talsins, en opinberlega voru þeir 199.854 talsins. Úrslitaleikirnir bæði á HM og Álfukeppninni verða spilaðir á vellinum auk þess sem upphafs- og lokaathafnir Ólympíuleikanna 2016 verða haldnar þar. |
Korkur: windows
Titill: Total Lockdown(skrýtnasta sem ég hef lent í)
Höf.: ZeroSlayer
Dags.: 17. desember 2004 21:03:16
Skoðað: 585
jæja svona var þetta…
Tölvan mín var bara að slappa af og enginn í henni og var í hvíld en svo alltíeinu restartaði hún sér og ég var ekki búinn að gefa neina skipun uppá það ef þið haldið að tölvan hafi verið að gera einhverja gamla skipunn en allavega þegar hún var búinn að restarta sér og það var komið á logon skjáinn þar sem maður á að velja accountana voru þeir allir læstir og minn account sem var læstur fyrir var líka læstur og lykilorðið mitt virkaði ekki og það virkaði ekki að reyna að logga in á owner eða administrator og þegar ég reyndi að logga inn á eitthvað af accountunum kom alltaf error sem sagði eitthvað í þá áttina um að commandið væri of langt og eitthvað svoleiðis (man ekki hvað stóð nákvamlega) en svo þrufaði ég að endurræsa aftur og ýta svo á f8 og valdi safe mode og það virkaði ekki en svo endurræsti ég aftur og ýti aftur á f8 og valdi “the last good settings that worked” eða eitthvað álíka og þá virkaði þetta og ég komst inn…
EN
ég spyr ykkur sem vita meira um tölvur og Windows en ég og spyr: Hvað getur hafa orsakaði þetta furðulega atferli???
---
Svör
---
Höf.: HomoLuminous
Dags.: 20. desember 2004 14:44:13
Atkvæði: 0
Já, gæti verið.
Hann gæti hafa komist inn í gegnum einhverjar bakdyr, notað bara “net user”, til að breyta öllum passwordum, og síðan rundll32 til að restarta henni.
En ef þetta var trojan, þá er það allt inbyggt.
Allavega, bara formatta, og reinstalla.
---
Höf.: ZeroSlayer
Dags.: 27. desember 2004 16:02:45
Atkvæði: 0
ekkert annað hægt???
---
Höf.: HomoLuminous
Dags.: 27. desember 2004 18:29:08
Atkvæði: 0
Gætir örugglega sent hana í “viðgerð”, sem eikker gaur sem þykjist kunna á tölvur formattar hana bara fyrir þig.
---
|
Starborne: Sovereign Space, leikur íslenska fyrirtækisins Solid Clouds, rataði nýverið á lista stórs leikjamiðils yfir tíu bestu herkænskuleiki heimsins. Þar er leikurinn á lista með stærstu og vinsælustu leikjum heims eins og Civilization.
Þar er um að ræða lista miðilsins PCGamesN en á honum má finna aðra leiki eins og Civilization VI, Alpha Centauri, Stellaris og Shadow Empire.
Í umfjöllun PCGamesN segir að spilun Starborne feli í sér töluverða skuldbindingu en hann sé mjög góður herkænskuleikur.
Starborne: Sovereign Space er í opnum beta-prufum. Í tilkynningu frá Solid Clouds segir að hann hafi notið mikilla vinsælda og yfir fjögur hundruð þúsund spilarar hafi tekið þátt í prufunum hingað til.
„Ljóst er að þessi útnefning er gríðarlegt afrek á slíkum samkeppnismarkaði og gefur Solid Clouds byr undir báða vængi,“ segir í tilkynningunni.
Starborne: Sovereign Space snýst um að byggja upp geim-veldi á stærðarinnar korti þar sem mikill fjöldi spilarar berjast um yfirráð yfir langt tímabil.
Nýr leikur á leiðinni
Solid Clouds opinberaði í sumar framleiðslu annars leikjar í heimi Starborne, sem heitir Starborne: Frontiers. Starborne: Frontiers er sagður aðgengilegur jafnt fyrir fólk sem vill spila einsamalt eða með öðrum í tilkynningu frá Solid Clouds.
Sjá einnig: Birtu kitlu úr nýjum Starborne-leik Solid Clouds
Þar setja spilarar sig í spor flotaforingja og byggja þeir upp flota sína og berjast við aðra. |
Tillaga til þingsályktunar um umboðsmann aldraðra.
Flm. : Guðmundur Hallvarðsson, Guðjón Guðmundsson, Árni R. Árnason,
Katrín Fjeldsted, Drífa Hjartardóttir, Stefanía Óskarsdóttir,
Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að stofna embætti umboðsmanns aldraðra sem sinni gæslu hagsmuna og réttinda aldraðra.
Greinargerð.
Með hliðsjón af þeim staðreyndum að Íslendingar verða elstir allra þjóða, að um 28.700 Íslendingar eru 67 ára og eldri og að hlutfall aldraðra af heildaríbúafjölda fer vaxandi er mikil nauðsyn á að stjórnvöld taki tillit til hagsmuna aldraðra þegar teknar eru ákvarðanir sem þá varða.
Mikinn hluta starfsævi sinnar eru einstaklingar að búa sig undir áhyggjulaust ævikvöld og taka þá mið af gildandi lögum og reglum um aldraða þegar lagt er í sameiginlega sjóði almannatrygginga og séreignarsjóði lífeyrissjóðanna. Því er nauðsynlegt að stöðugleika sé gætt í hvívetna hvað varðar fjárhagslega afkomu aldraðra. Í vaxandi mæli eru byggðar fyrir aldraða sérstakar íbúðir sem verða að fullnægja ákveðnum skilyrðum. Á því hefur því miður orðið misbrestur enda þótt löggjafinn hafi reynt að hafa þar nokkur áhrif á.
Fjöldi aldraðra á lögheimili sitt á dvalar- og hjúkrunarheimilum þar sem félagsleg og persónuleg vandamál geta skapast, jafnvel deilumál milli nánustu ættingja um fjármál og eignir. Oft þurfa forstöðumenn og starfsfólk að blanda sér í slík mál til að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og því væri augljóslega léttir fyrir starfsfólk vist- og hjúkrunarheimila að geta vísað þeim til umboðsmanns.
Eftir því sem þeim fjölgar sem komast á eftirlaunaaldur vex þörfin fyrir sérhæfðari öldrunarþjónustu og allar líkur eru á að sama þróun verði hér og í öðrum löndum, að upp vaxi ný atvinnugrein sem leitast við að sinna þeim óskum aldraðra sem ekki er komið til móts við af hálfu hins opinbera. Löggjafanum ber að setja lagaramma um slíka starfsemi þar sem kveðið verði á um þau skilyrði sem einkaaðilum og opinberum aðilum, sem starfa að þessum málum, ber að uppfylla. Með heildarlöggjöf um umönnun aldraðra væri lagður grunnur að því að þeir sem kaupa öldrunarþjónustu fái þá þjónustu sem þeir vænta.
Umboðsmanni aldraðra væri einnig ætlað að vinna að málum sem snerta sérstaklega hagsmuni aldraðra, fylgjast með því að stjórnvöld og einkaaðilar tækju fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna aldraðra og setja fram ábendingar og tillögur um úrbætur í málum er snerta hag aldraðra á öllum sviðum samfélagsins.
Einnig væri umboðsmanni aldraðra ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu í samfélaginu um málefni aldraðra og stuðla að úrbótum á réttarreglum og stjórnsýslufyrirmælum sem snerta aldraða. |
Korkur: blizzard
Titill: Nýr beta patch
Höf.: doomhammer
Dags.: 17. apríl 2003 18:01:40
Skoðað: 190
Orcar kannski full öflugir í þessu patchi raceið mitt :)
og ekki hægt að massa bara spellbreakers lengur
————————————————————————–
- BETA PATCH 308
————————————————————————–
2003-APR-16
Item Changes:
- Town Portal range to include units to teleport increased to 1100 from
900.
- Scroll of Speed duration increased to 10 seconds from 7 seconds.
- Clarity Potion cost reduced to 70 from 80.
- Healing Salve cost reduced to 100 from 125.
Changes to Neutral Buildings, Units and Heroes:
- Neutral heroes now require an Altar to be purchased.
- Death Coil now heals Pit Lords while Holy Light harms them.
- Pit Lord speed increased to 300 from 270.
- Black Arrow minions once again improve with the level of the skill. For
each level gained, Minions gain 30% hitpoints and slight amounts of
damage.
- Tornado has been reworked. It now creates a controllable unit that does
extreme damage to nearby buildings, light damage to buildings in the
general vicinity, slows units by a large amount, and tosses nearby units
and heroes up into the air randomly. Note that the spell is still a
channel spell.
- Drunken Haze duration reduced to 12 seconds at all levels.
Undead Changes:
- Destroyers are now magic immune.
- Destroyer damage decreased to 1d4 + 20 from 1d5 + 24.
- Orb of Annihilation now adds 20 bonus damage up from 12 bonus damage.
- Obsidian Statue mana pool increased to 600, up from 400, and Obsidian
Statue starting mana is now 400, up from 100.
- Obsidian Statue mana regeneration increased to 3/sec from 2/sec.
- Essence of Blight and Spirit Touch now cost less mana when less targets
are available. 5 or more targets: 10 mana; 4 targets - 8 mana; 3 targets
- 6 mana, etc. Currently, these abilities show up as “2” mana, but this
is a bug which will be fixed soon.
- Essence of Blight now heals 12 hitpoints per casting, up from 10.
- Cannibalize on the Abomination now heals 15 hp/sec, up from 10 hp/sec,
and heals a maximum of 495 hitpoints, up from 330.
- Spiked Carapace armor bonus now 3/5/7 up from 2/4/6.
- Impale cooldown reduced to 9 seconds from 11 seconds.
- Death Pact can now be used on invulnerable units.
Human Changes:
- Spell Breakers are now 3 food.
- Spell Breaker cost increased to 215/30 from 155/20.
- Spell Breaker damage increased to 1d3 + 12 from 1d2 + 8.
- Spell Breaker feedback now deals 20 damage to units, and 7 damage to
heroes (assuming they have mana to feedback).
- Arcane Tower feedback now deals 24 points of damage to units and 12
damage to heroes (assuming they have mana to feedback).
- Polymorph no longer affects summoned units.
- Aerial Shackles now deals 20 damage / sec, up from 10 damage / sec.
- Town Hall cost increased to 385/205 from 385/185.
- Banish duration vs heroes is now 5/7/9 by level, up from 5/6/7.
Banish cooldown is 10 (for reference)
- Mana Siphon now costs 10 mana down from 25.
- Mana Siphon duration and cooldown reduced to 6 from 8, but rate of
drain increased by roughly 20% at all levels.
- Phoenixes now lose 25 hitpoints per second, up from 10.
- Frag Shards now deals 25% more bonus damage than it did previously.
Note that this bonus damage is only effective against unarmored and
normal armor units.
- Gyrocopters now move at speed 400 up from 350.
Night Elf Changes:
- Taunt radius reduced to 450 from 500.
- Rejuvenation can now be cast on units at full health.
- Dryad hitpoints increased to 435 from 380.
- Fan of Knives damage cap reduced to 350/675/950 from 400/750/1075.
- Fan of Knives mana cost reduced to 100 from 110.
Orc Changes:
- Lightning shield range increased to 600 from 500.
- Hex no longer affects summoned units.
- Hex cost reduced to 70 from 75.
- Spirit Link now affects 4 targets, up from 3.
- Researching the Berserker Strength upgrade now requires a
Stronghold instead of a Fortress.
- Berserker Strength cost reduced to 50/150 down from 50/200.
- Troll Berserker hitpoints increased to 450, up from 425.
- A bug which was reducing the effectiveness of Burning Oil has been
fixed.
Other:
- Upgraded casters properly get the +30% mana regen boost that was put
in several patches ago. Up until this patch, casters only got +30%
mana regen to base regen, which ended up being only +15% when fully
upgraded.
- Splash damage units that get a “MISS!” from Curse, Evasion or Drunken
Haze, now deal ½ damage to targets. Previously, they dealt full damage.
- Gargantuan Sea Turtle hitpoints increased to 1250 from 1000.
<br><br><u><b>snoram</b></u
---
Svör
---
Höf.: Seemann
Dags.: 17. apríl 2003 22:40:41
Atkvæði: 0
Góðar breytingar, samt mætti Night Elves vera aðeins sterkari, annars fínar breytingar. En mér finnst asnalegt að Black Sphinx heita núna Destroyer. <br><br><a href="
http://www.battle.net/war3/ladder/war3-player-profile.aspx?PlayerName=skossi&Gateway=Azeroth
">Skossi</a
---
Höf.: doomhammer
Dags.: 18. apríl 2003 11:55:27
Atkvæði: 0
309 komið en ekki stórt
BETA PATCH 309
————————————————————————–
2003-APR-17
Major Changes:
- Corrected 308 data to properly reflect patch 307 changes.
<br><br><u><b>snoram</b></u
---
|
Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson fundaði með Steingrími J. eftir hrun sem umboðsmaður auðugs manns frá Hong Kong.
Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson á Bylgjunni fundaði með Steingrími J. Sigfússyni, þáverandi fjármálaráðherra, árið 2009 sem fulltrúi viðskiptamanns frá Hong Kong sem vildi fjárfesta hér. Fram kom kynningu sem Heimir hélt fyrir ráðherra að maðurinn í Hong Kong væri svo ríkur að stjórnvöld gætu afþakkað aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Fjallað er um málið í bókinni Ísland ehf. Auðmenn og áhrif eftir hrun eftir blaðamennina Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson. Bókin kom út í dag.
Heimir er í bókinni nefndur sem einn þeirra svokölluðu lukkuriddara, íslenskra einstaklinga sem sögðust vera umboðsmenn erlendra fjárfesta sem vildu fjárfesta hér eftir hrun. Auk Heimis er greint frá Kristjáni nokkrum Stefánssyni sem fundaði með þrotabúum bankanna ásamt konu í pels sem sögð var rússnesk greifynja. Í bókinni segir að Kristján og viðskiptafélagi hans hafi flutt mikla kynningu fyrir forsvarsmenn þrotabúanna en greifynjan horft á. Eins og því er lýst í bókinni gekk kynningin út á að greifynjan myndi fjármagna eitt og annað hér á landi.
Lofuðu upp í ermina á sér
Í bókinni segir um lukkuriddarana:
„Lukkuriddararnir áttu það sameiginlegt að lofa upp í ermina á sér án þess að geta staðið við stóru orðin þegar á hólminn var komið.“
Í samræmi við það varð ekkert af fjárfestingum greifynjunnar hér, að því er segir í bókinni. Ekkert kemur hins vegar fram um það í bókinni hver árangur auðuga mannsins frá Hong Kong var. Nafn hans er heldur ekki getið. Sömu sögu er að segja af rússnesku greifynjunni. |
Andrés Magnússon skrifaði merka grein um FL-Group á vef sinn í gær. Einhvern veginn saknar maður þess sárlega að fjölmiðlarnir skuli ekki flytja almennilegar skýringar á því hvað er á seyði á hlutabréfamarkaðnum hér.
Og nú er Baugur semsagt að taka yfir FL-Group – eða það segir Morgunblaðið. Áhrif Hannesar Smárasonar minnka, Jón Ásgeir tekur yfir – hann hefur raunar verið stjórnarformaður FL.
Annars eru í stjórninni the usual suspects.
Mér barst eftirfarandi innlegg inn í umræðuna um FL-Group. Það sem kemur fram í bréfinu er allavega umhugsunarefni.
„Pistill tinn tar sem tu gerdir lett grin at greiningardeildum um gengi brefa var asskoti godur.
FL group sem hefur verid mikid i umraedunni er med 41 stodugildi worldwide.
Teir lista i arsreikningi sinum fyrir arid 2006 rekstrarkostnad undir lidnum „operating costs“ ansi skemmtilega tolu.
41 starfsmadur. Rekstrarkostnadur 2.600 milljonir !!!
Husaleiga, laun, ferdalog etc…..65 millur a hvern starfsmann !
Svona er haegt at soga til sin peninga lika….tvi ekki eru almennir starfsmenn tarna at taka til sin.
Stjornarformadurinn er Jon Asgeir…og svo gestir hans i steggjapartyinu i London…. Magnus Armann og Torsteinn Jonsson…..og svo audvitat Hannes Smara.
tetta eru snillingar…en sem almenningshlutafelag hlytur tetta at vera heimsmet.
again – 41 stodugildi. Rekstrarkostnadur – 2.600.000.000 ISK !!!“ |
Fjármögnun Þverárfjallsvegar tryggð
xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, um ráðstöfun andvirðis Símans, sem stjórnarflokkarnir hafa nú samþykkt og kynnt var í fjölmiðlumfelur í sér margvísleg tækifæri. Meðal annars er ljóst að tryggð hefur verið fjármögnun vegagerðarinnar um Þverárfjall, þannig að henni lýkur í síðasta lagi árið 2008. Þetta er heilmikill áfangi. Þverárfjallsvegur er nefnilega mikil samgöngubót, sem gagnast mjög mörgum og mun styrkja búsetu í Skagafirði og Húnavatnssýslum.
Umferðin talar sínu máli
Leiðin um Þverárfjallið, frá Sauðárkróki á Skagastrandarveg er um 37 kílómetra löng. Nú þegar er búið að byggja upp 22 kílómetra á þessari leið og leggja með bundnu slitlagi. Eins og kunnugt er hafa staðið deilur um vegstæðið yfir Gönguskarðsána. Nú hafa hins vegar orðið lyktir í því máli. Undirbúningsvinna og hönnun framkvæmdarinnar stendur yfir og útboð mun líta dagsins ljós fyrr en síðar. Þar er undir, annars vegar brúargerðin sjálf og hins vegar uppbygging um 5 kílómetra kafla, rétt norður fyrir Veðramót. Áætla má að þessi verki verði lokið síðla næsta árs. Þetta verður mikilvægur áfangi. Gönguskarðsbrúin er löngu ónýt til þess brúks sem henni er ætlað. Hún ber ekki þungaflutninga, sem nú eru í vaxandi mæli komnir á þjóðvegina.
Umferðin leitar ævinlega stystu leiðar og athyglisvert er hversu mjög hún hefur aukist á þessari leið, þó svo að hún sé ekki fullkláruð. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er ársdagsumferðin ( umferð að jafnaði á degi hverjum allt árið um kring) um 195 bílar. Það eru um 8 bílar á klukkustund, eða sem næst bíll á sjö mínútna fresti. Sumarumferðin er ennþá meiri. Um 300 bílar á sólarhring, um 12 bílar á klukkustund, eða um það bíll á 5 mínútna fresti. Umferðin talar sínu máli og sýnir þörfina á þessari framkvæmd svo ekki verður um villst.
Vegalengdin styttist
Þegar þessum framkvæmdum er lokið skapast möguleikar á að halda áfram verkinu. Þegar áfanganum á næsta ári lýkur standa eftir 15 kílómetrar ókláraðir. Nú er ljóst að fjármögnun hefur verið tryggð til þessa verks, sem skiptir miklu máli.
Það er ekki víst að allir geri sér ljósa grein fyrir þýðingu þessa verkefnis. Vegurinn styttir leiðina fyrir Skagfirðinga og Siglfirðinga á höfuðborgarsvæðið. Það mun lækka flutningskostnað, bæta lífskjör almennings og styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækja; jafnt framleiðslufyrirtækja sem og verslana og þjónustufyrirtækja. Við vitum líka að góðar samgöngur opna möguleika á nýrri atvinnustarfsemi. Vegalengdin frá Sauðárkróki til Reykjavíkur styttist um 30 kílómetrar miðað við að aka Vatnsskarðið. Þetta er um 30 prósent stytting. Vegalengdin frá Sauðárkróki til Reykjavíkur fer úr 319 kílómetrum í um 290 km Fyrir Siglfirðinga styttist leiðin um 14 kílómetra.
Nýtt atvinnu og þjónustusvæði
En þetta segir ekki alla söguna. Nú þegar hefur það gerst með þeim framkvæmdum sem þegar eru orðnar að veruleika á Þverárfjalli, hafa samskipti, meðal annars á atvinnusviðinu stóraukist. Stytting leiðarinnar á milli Sauðárkróks og Skagastrandar nemur 42 kílómetrum. Fer úr92 kílómetrum í 50 km. Leiðin á milli Sauðárkróks og Blönduóss fer úr 75 kílómetrum í 45 km, eða um 30 kílómetra. Þetta er engin smá breyting.
Með nýja veginum skapast forsendur verður Austur Húnavatnssýsla og Sauðárkrókur orðið að einu þjónustu og atvinnusvæði. Svæðið styrkistþví gríðarlega og ný tækifæri opnast í atvinnu og byggðamálum. Reynslan sýnir okkur um land allt að með stækkun svæða í samgöngulegu tilliti eykst framboð á þjónustu. Því skal hiklaust spáð að slíkt gerist í vaxandi mæli með því að nýr vegur verður tekinn í notkun innan mjög skamms tíma. Óhætt er því að segja að uppbygging Þverárfjallsvegar sé ein stærsta byggðaaðgerð sem við höfum séð á þessu svæði mjög lengi.
Það er því ástæða til að fagna að nú sést fyrir endann á langþráðu baráttumáli. Það er enginn vafi á því að þessar samgöngubætur eiga eftir að skila sér í öflugri byggð.
xml:namespace prefix = st1 ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:smarttags" /Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðvesturkjördæmis |
Stefnt er að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði háskólasjúkrahús. Með nýjum samningi við Háskólann á Akureyri á að efla rannsóknir í heilbrigðisvísindum á sjúkrahúsinu en um leið að bæta umhverfi fyrir meistara- og doktorsnám við háskólann.
Sjúkarhúsið á Akureyri og Háskólinn á Akureyri hafa lengi starfað saman, en á aðalfundi sjúkrahússins í gær var skrifað undir nýjan samning sem ætlað er að efla þetta samstarf.
Þar er ákvæði um að störfum hjá sjúkrahúsinu geti fylgt akademísk nafnbót hjá Heilbrigðisvísindastofnun háskólans og að ráðning í störf geti verið sameiginleg. „Það gerir ekkert annað en að styrkja starfsfólkið okkar á sjúkrahúsinu sem mun fá þannig hæfi. Og þá á sama hátt að gera háskólanum betur kleift að nálgast fólk sem er með akademískt hæfi,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sjúkrhúsinu á Akureyri.
Eitt af þeim stefnumálum sem kynnt voru í gær eru áform um að sjúkrahúsið verði háskólasjúkrahús. Þannig segir Hildigunnur að megi uppfylla kröfur um aukna þekkingu, tækni, og framfarir í vísindum og rannsóknum. „Og að vera með þannig umhverfi háskólasjúkrahúss getum við frekar boðið fólki að vinna við það umhverfi, sem hefur áhuga á að vinna við rannsóknir á annað borð.“
„Þarna gegnir háskólinn klárlega mjög miklu hlutverki. Og eins og líka kom fram á fundinum í gær, þá er háskólinn að leita leiða til að fá doktorsnám samþykkt. Það kemur þá líka á hinn bóginn til með að hjálpa okkur til að starfsfólkið okkar á sjúkrhúsinu geti þá tengst háskólanum betur og jafnvel sótt sér meistara- og doktorsgráðu, sem er líka lóð á vogaskálarnar í því að verða háskólasjúkrahús,“ segir Hildigunnur. |
Nefnd sem innanríkisráðherra skipaði síðastliðið sumar til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar og afleiðingar þess að haldið yrði áfram á þeirri braut hefur nú skilað ráðherra skýrslu sinni. Fram kemur í skýrslunni að eftir athuganir á ársreikningum sókna og af lýsingum fulltrúum sóknarnefnda sé óhætt að draga þá ályktun að grunnstoðir í starfsemi safnaða þjóðkirkjunnar séu að hruni komnar vegna fjárhagsvanda.
Nefndina skipa þau Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra, formaður, án tilnefningar, Oddur Einarsson, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu, án tilnefningar, séra Gísli Jónasson, prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, tilnefndur af kirkjuráði og séra Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur Suðurprófastsdæmis, tilnefnd af kirkjuráði. Fyrsti fundur nefndarinnar var 3. ágúst á síðasta ári; hún skilaði áfangaskýrslu til ráðherra í nóvember og afhenti í dag lokaskýrslu sína.
Nefndinni var samkvæmt erindisbréfi ekki falið að leggja fram beinar tillögur til úrbóta en í lokaorðum skýrslunnar segir að rétt sé að fram komi að með því að stíga nú það skref að hækka sóknargjöldin á næsta ári upp í 852 krónur á sóknarbarn á mánuði úr 701 krónu mun vísitala sóknargjaldatekna þjóðkirkjusafnaða að öðru óbreyttu hækka úr 82,2 á þessu ári og í 100. Þar með væri náð þeim árangri að bæta sóknunum liðlega tvo þriðju hluta þeirrar skerðingar sem þær sættu umfram aðra og unnt ætti að vera að bæta þeim það sem þá vantaði á árinu 2014.
Nefndin telur eðlilegt að Þjóðkirkjan taki á sig skerðingu til jafns við aðrar stofnanir þjóðfélagsins en telur réttlætismál að bæta kirkjunni þá umframskerðingu sem hún hefur orðið fyrir því það hljóti að hafa verið mistök að hún var skert meira en aðrar stofnanir. Að lokum minnir nefndin á, eins og hún gerði í lokaorðum áfangaskýrslu sinnar að jafnvel þótt sóknagjaldatekjur þjóðkirkjusafnaðanna yrðu á næsta ári hækkaðar upp í 852 krónur liggur nærri að frá því skerðing þeirra hófst hafi runnið í ríkissjóð um tveir milljarðar króna af þessum tekjustofni safnaðanna vegna skerðingar umfram aðra.
Megintekjustofnar Þjóðkirkjunnar af fjárlögum eru annars vegar launagreiðslur presta og starfsmanna Þjóðkirkjunnar samkvæmt samkomulagi frá árinu 1997 og hins vegar skil á sóknargjöldum sem ríkið tók að sér að innheimta og var árið 1987 umreiknað í tiltekið hlutfall tekjuskatts. Í áfangaskýrslu starfshópsins kom fram að frá og með fjárlögum 2009 hafi báðir ofangreindir tekjustofnar Þjóðkirkjunnar verið skertir, segir í fréttatilkynningu. |
Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, segir að ákæra á hendur honum fyrir eignarspjöll sé byggð á misskilningi, en honum er gefið að sök að hafa sparkað í bílhurð á bílastæðinu við Costco. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.
Í samtali við Fréttablaðið segist Ólafur lítið vilja tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann viti ekki hvaða eignaspjöllum hann á að hafa valdið.
„Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er á einhverjum misskilningi byggt,“ segir Ólafur og bætir við að væntanlega verði sá misskilningur leiðréttur fyrir dómstólum.
„Ég veit ekki hvaða eignaspjöll er um að ræða. Ég er sakaður um eitthvað sem átti sér ekki stað.“ Hann vill ekkert segja um það hvort að einhver samskipti hafi átt sér stað á milli hans og þess sem kærði hann. Hann segist ætla að halda uppi fullum vörnum í málinu.
Í ákærunni er Ólafi gefið að sök að hafa valdið tjóni á bifreið á bílastæðinu við Costco með því að hafa sparkað í afturhurð bílsins. Er þess krafist að Ólafur greiði 214 þúsund krónur fyrir viðgerð á bílnum og hundrað þúsund krónur í skaðabætur vegna kostnaðar. Þá er hann einnig krafinn um „hæfilega lögmannsþóknun að viðbættum virðisaukaskatti.“ |
Lögregluþjónar og hermenn skutu upp í loft og beittu táragasi á mótmælendur í borginni Beni í Austur-Kongó í gær. Mótmælendur höfðu þar brennt hjólbarða og ráðist að meðferðarstöðvum við ebólu til þess að tjá óánægju með landskjörstjórn (CENI). Reuters greindi frá.
Kjörstjórn tilkynnti á miðvikudag um að íbúar í Beni og Butembo fengju ekki að greiða atkvæði í forseta-, þing- og sveitarstjórnarkosningum sem fram eiga að fara á sunnudaginn. Ástæðan er sú að þar geisar ebólufaraldur, sá næstversti í sögu álfunnar. Að minnsta kosti 350 hafa dáið hingað til. Þá er íbúum Yumbi einnig meinað að kjósa vegna þjóðflokkaátaka.
Borgirnar eru sagðar höfuðvígi stjórnarandstöðunnar og því ólíklegar til þess að kjósa flokk Josephs Kabila forseta, PPRD, og forsetaframbjóðanda hans, Emmanuels Ramazani Shadary.
Martin Fayulu, vinsæll stjórnarandstöðuframbjóðandi, hvatti í gær samlanda sína til þess að hefja allsherjarverkfall í dag. „Mér ofbýður. Kjörstjórn hefur farið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði Pierre Lumbi, kosningastjóri Fayulu, við blaðamenn.
Kosningarnar verða þær fyrstu í 34 ár þar sem Kabila er ekki á kjörseðlinum. Hann tók við eftir að faðir hans var myrtur árið 2001. Þessar kosningar áttu að fara fram árið 2016 en hefur verið frestað ítrekað. Nú óttast stjórnarandstæðingar að PPRD reyni að stela kosningunum. |
Samhengi er á milli efnahagsástands og þess hvernig börnum og ungmennum líður. Þetta segir Einar G. Kvaran, fulltrúi Geðhjálpar. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn hér á landi beinist að geðheilsu ungs fólks.
Næstkomandi föstudag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Áherslur dagsins geta verið mismunandi á milli landa. Í ljósi efnahagsástandsins hér á landi telja aðstandendur dagsins ástæðu til að beina athyglinni að geðheilbrigði ungs fólks. Áhersla er lögð á að vera vakandi við líðan barna og bregðast við áður en vandinn er orðin of stór. Einar G. Kvaran segir börn og unglinga almennt fylgjast með umræðunni í þjóðfélaginu en ekki hafa tækifæri til að bregðast við henni á sama hátt og fullorðnir.
Einar G. Kvaran, fulltrú Geðhjálpar: Almennt ástand í þjóðfélaginu og umræða hún hefur auðvitað áhrif á ungt fólk og það er náttúrulega sérstaklega alvarlegt að ungt fólk hefur kannski ekki tækifæri á sama hátt og aðrir að bregðast við því ástandi sem er í gangi.
Einar segir andlega líðan foreldra gjarnan speglast í andlegri líðan barna þeirra.
Einar G. Kvaran: Sko álag á foreldra og aðstandendur það smitar, það sko skilar sér yfir til unga fólksins. Þegar að foreldrar sem sagt upplifa spennu og streitu og finnst þau ekki hafa kannski tök á því að sinna foreldrahlutverkinu.
Fulltrúar samtaka félagsmiðstöðva,Samfés, taka einnig þátt í geðræktarátaki fyrir ungt fólk og ætla þeir að setja af stað umræðuhópa um hvaðeina sem unga fólkið vill ræða. Í Hagaskóla fer af stað geðræktarátak í samstarfi við þjónustumiðstöð Vesturgarðs. Markmiðið er að sýna afrakstur þess starfs með ljósmyndum og stuttmyndum í Perlunni á föstudag. |
Hópur kvenna vinnur nú að því að safna saman sögum um áreitni eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra, í lokaðan Facebook-hóp og á sérstakt netfang. Þær hyggjast birta sögurnar á sérstakri heimasíðu.
Hópur kvenna sem sakað hefur fyrrverandi ráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, um áreitni og ofbeldi vinna nú að það því að safna sögum frá konum eða einstaklingum sem hann hefur mögulega brotið á í lokaðan Facebook-hóp og á netfangið [email protected].
Sögurnar ætlar þær að birta á sérstakri heimasíðu sem þær stefna á að opna bráðlega. Netfangið sem sögunum er safnað á er tilvísun í bók Jóns Baldvins sem áætlað var að gefa út núna í febrúar þegar Jón Baldvin verður áttræður og ber titilinn Tæpitungulaust. Tilkynnt var í síðustu viku að útgáfunni yrði frestað.
Í lokaða hópnum á Facebook eru nú um 650 manns. Þó geta allir sem vilja óskað eftir inngöngu og segir í lýsingu hópsins að þar sé „rætt um um upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hópurinn hvetur þær sem hafa lent í sams konar reynslu að deila sögu sinni hér.“
Konur geti sagt sögu sína nafnlaust
Að sögn kvennanna sem standa að baki hópsins var netfangið stofnað svo að konur sem ekki þora að koma fram undir nafni geti samt sem áður sagt sögu sína.
„Emailið var stofnað ef það væru fleiri fórnarlömb sem treystu sér ekki til að stíga fram. Við erum alls ekki að hamstra sögur. Við viljum rétta þeim hjálparhönd sem treysta sér ekki til að stíga fram,“ segir Carmen Jóhannsdóttir í samtali við Fréttablaðið.
Hún segir að ekki sé ljóst hvenær nákvæmlega vefsíðan verði opnuð en segir að það verði bráðlega.
Carmen er ein þeirra sem steig fram og sagði frá því í viðtali við Stundina fyrir rúmum tveimur vikum. Þar sagði hún frá því hvernig Jón Baldvin áreitti hana kynferðislega á heimili hans og eiginkonu hans, Bryndísar Schram, í bænum Salobreña í Andalúsíu síðasta sumar að lokum leik Íslands og Argentínu í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.
Ásakanir „skrumskælingu á veruleikanum“
Jón Baldvin svaraði ásökunum kvennanna í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér og vart birt síðastliðna helgi í Fréttablaðinu. Þar sagði hann þær ásakanir sem bornar hafa verið á hann undanfarna daga hreinan uppspuna og skrumskælingu á veruleikanum. Hann vísaði þeim öllum á bug og segir að fyrst og fremst sé um fjölskylduharmleik að ræða, sem hann og Bryndís Schram eiginkona hans muni bera í hljóði.
Sjá einnig: Yfirlýsing frá Jóni Baldvin: „Hreinn uppspuni“
Ein þeirra kvenna sem stigið hefur fram er dóttir Jóns og Bryndísar Aldís Schram. Hún hefur greint frá því að faðir hennar hafi nýtt sér yfirburðastöðu sína í samfélaginu til þess að láta handtaka sig og nauðungarvista á geðdeild. Hún hefur undir höndum bréfsefni, merktu sendiráði Íslands í Washington, þar sem Jón Baldvin fer fram á að hún verði nauðungarvistuð.
Sjá einnig: Segir frá Jóni Baldvini: „Voðalega á ég ljótan pabba“ |
Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við Sundhöll Selfoss. Nýja húsið verður á tveimur hæðum og rúmar meðal annars rúmgóða búningsaðstöðu og líkamsræktarstöð.
Gunnar Egilsson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, fulltrúar morgunsundhópsins Húnanna og börn frá Selfossi tóku fyrstu skóflustunguna.
Gunnar sagði í samtali við sunnlenska.is að nýja byggingin verði mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið allt.
„Húsið er 1.350 fermetrar að grunnfleti með mjög góðum, nýjum búningsklefum, góðri aðstöðu fyrir fatlaða og lítilli kennslulaug sem við getum notað sem barnalaug. Efri hæðin er um 800 fermetrar og þar er gert ráð fyrir líkamsræktarstöð. Þetta verður mikil upplyfting fyrir bæði íbúa og gesti sveitarfélagsins því hér kemur aðstaða sem okkur hefur sárlega vantað. Í raun má segja að við séum að tryggja okkur betri lífsgæði með þessari framkvæmd,“ segir Gunnar.
Heimamenn í JÁVERK munu sjá um verkið og JÁVERK mun eiga og leigja út efri hæðina. Áætluð verklok eru 31. maí á næsta ári.
Árlega koma hátt í 200 þúsund gestir í Sundhöll Selfoss og binda forsvarsmenn sveitarfélagsins miklar vonir við það að bætt aðstaða muni fjölga sundlaugargestum til muna.
Tölvumynd af útliti nýja hússins sem er samtengt gamla húsinu. Aðkoman að nýja húsinu er frá Tryggvagötu. |
Áttaþúsundasta íbúanum í Sveitarfélaginu Árborg var fagnað í gær þegar forseti bæjarstjórnar mætti á heimili hans með blómvönd og samfellu.
Íbúi númer 8 þúsund í Sveitarfélaginu Árborg kom í heiminn laugardaginn 20. september en það var drengur, fyrsta barn þeirra Telmu Karenar Ottósdóttur og Helga Ófeigssonar en fjölskyldan býr á Selfossi. Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar mætti á heimili þeirra í gær.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar: Ja við fórum bara og færðum litla prinsinum blómvönd og færðum honum líka samfellu sem var merkt og það gaf til kynna að hann væri áttþúsundasti íbúinn í sveitarfélaginu Árborg. Bullandi vöxtur hjá okkur og mikil fjölgun, það er það ánægjulega og skemmtilega við það og þessi prins sem að er ættaður í annan legginn frá Stokkseyri og hinn legginn úr Sandvíkurhreppnum að að hann fær þennan heiður.
Kjartan segir að íbúum sveitarfélagsins hafi fjölgað mikið síðustu ár.
Kjartan Björnsson: Hér er gott að búa hvar sem er í þessu sveitarfélagi, Eyrarbakka og Stokkseyri með öll sín gæði og svo í sveitinni ef að menn vilja vera í sveitinni og síðan hér í þjónustunni á Selfossi.
En af hverju er fólk að flytja í Sveitarfélagið Árborg?
Kjartan Björnsson: Ja við heyrum það bara að að m.a. dýrtíðin í í í íbúðaverði á Reykjavíkursvæðinu er að færa okkur íbúa hingað austur fyrir fjall og við tökum bara glaðir á móti fólki.
Magnús Hlynur Hreiðarsson: Hvaða fólk er að flytja í sveitarfélagið?
Kjartan Björnsson: Ég heyri það mikið að að ungt barnafólk sem að er að, er að, er að stækka við sig og fjölskyldan að stækka, er að fara út úr, út úr litlum blokkaríbúðum og það treystir sér ekki til þess að bæta 10, 12, 15 milljónum við til þess að fara í raðhús og bæta við einu herbergi. Þannig að það kemur hingað til okkar austur fyrir fjall og og hér fær það íbúðir á skaplegu verði og hér eru tækifæri og hér eru möguleikar og hingað er fólk að koma alveg í stórum stíl. |
Geta mismunandi kattardýr eignast afkvæmi? Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er sprettharðasta landspendýr heims. Skoðið einnig skyld svör: Blettatígurinn er mjög vel aðlagaður slíkum hlaupum; hann er meðal annars tiltölulega léttbyggður samanborið við önnur stór kattardýr (frá 35 til 60 kg að þyngd), með lítinn haus og mjög langar lappir. Hve margir blettatígrar eru á Íslandi? Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið? Myndin er fengin á vefsetrinu Zoonet.org Blettatígurinn getur ekki dregið klærnar inn eins og önnur kattardýr. Geta tígrisdýr og blettatígur eignast afkvæmi og hvað kallast það þá? Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi? Samkvæmt rannsóknum getur hann haldið slíkum hraða, og jafnvel meiri, í að minnsta kosti 20 sekúndur og allt upp í 40-50 sekúndur. Oft gerist það reyndar að blettatígurinn er rændur bráðinni og þar eru oftast hýenur og ljón að verki. Árangur veiðiatlögunnar veltur á þessum stutta tíma. Það tekur blettatígurinn aðeins um 3 sekúndur að ná 90 km/klst. Þó er óalgengt að blettatígrar haldi út á hámarkshraða í meira en hálfa mínútu. Á stuttum sprettum getur hann náð yfir 100 km hraða á klst. Þess má geta til samanburðar að bestu hundrað metra hlauparar meðal manna fara þá vegalengd á 10 sekúndum sem samsvarar 36 km á klst. Við mundum því ekki komast langt á hlaupum undan blettatígri! Þessi veiðiaðferð reynist blettatígrinum einstaklega árangursrík því rannsóknir hafa sýnt að 50% af tilraunum blettatígursins enda með veiði. |
Korkur: litbolti
Titill: MERKJARI TIL SÖLU
Höf.: Sveinbj
Dags.: 6. ágúst 2002 08:59:51
Skoðað: 256
• Angel LCD byssa mikið uppfærð kostar ný um
1400$ án uppfærslu
• Hopper sem notar rafmagn frá byssu
• PC forrit og serial snúra fyrir byssuna
( ca 10 – 15 Þúsund)
• Auka lykill á byssu
• Hleðslu tæki fyrir 220v og í bíl 12v.
• Sérstök Verkfæri til að uppfæra byssu og þrífa
• 4 Hlaup og séstakt hulstur fyrir þau ( 30 þúsund)
• 4500psi loft kútur með innbyggðum þrýstiloka
( ca 55 – 65 Þúsund )
• Auka loftmælir á kút
• Neoprene sokkur fyrir loft kút ( kammó)
• Bók um High pressur byssur og kúta
• 2 X Spectra Ice JT móðufríar grímur báðar með auka
gleri ( ca 11 þúsund stk)
• 2 X skvísur harðar með bandi
• 4 X vír skvísur
• 4 X Hné fyrir hoppera ( glær)
• 6 X Hlaup tappar
• 3 X Áltappar á kúta með geymslu fyrir O hringi
• 10 – 20 Ohringir á kúta
• 5 X Burst diskar fyrir kolsýru kúta
• 3 X Burst diskar fyrir loft kútinn 4500psi
• Ýmsar loft slöngur og tengi
• 2 X Handsprengjur
• 1 x par Griflur
• Háls band
• 2 X slæður á haus í kammó lit
JT buxur
• Sérstök Gold cup olía fyrir byssuna Ca. ½ líter
• Nokkrir brúsar af móðu eiðir
• 2 X harðar töskur
• 1 X mjúk myndavéla taska ( hentug fyrir verkfæri )
Þessi pakki færst núna á aðeins 100.000.-kr
UPL.SVEINBJORN. S:6953406
---
Svör
---
Höf.: blindur
Dags.: 7. ágúst 2002 21:03:49
Atkvæði: 0
DUDE !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hvar stalstu þessu ? :)
nei nei segi svona, er þetta “löglegur” merkjari?
og hví svona hrikalega ódýr.<br><br>:: lefty <a href="
http://www.f4og.com
“ target=”_blank“>F4OG member #0952</a>
:: <a href=”mailto:[email protected]“>blindur</a>
:: <a href=”
http://bns.linuxhome.org
“>BNS</a> / <a href=”
http://bns.linuxhome.org
“>blindbylur</a>
:: <a href=”
http://bns.linuxhome.org
">
http://bns.linuxhome.org</a
---
Höf.: Sveinbj
Dags.: 8. ágúst 2002 08:15:45
Atkvæði: 0
??????? EIMIT
MANINUM VANTAR PENING NNNNÚÚÚÚÚNNNNNNNNAAAAAAAAA! PRONTO!!!!!
---
|
Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik var harðlega gagnrýndur í aðdraganda Evrópumeistaramótsins þegar hann valdi ekki Linn Jørum Sulland í landsliðshópinn. Þórir bætti Sulland í leikmannahópinn eftir að keppni lauk í milliriðlinum og Sullandi svaraði fyrir sig í dag í undanúrslitaleiknum gegn Dönum og skoraði 7 mörk á rúmlega 7 mínútum - og var hún markahæst í liði Noregs í 29-19 sigri liðsins í dag.
Á morgun mætir Noregur liði Svía í úrslitum en þetta verður í sjöunda sinn sem Noregur leikur til úrslita á EM en aðeins tveir úrslitaleikir hafa farið fram án þess að Noregur komi þar við sögu.
„Linn kom að nýju inn í liðið og gerði nákvæmlega það sem við vildum að hún gerði," sagði Selfyssingurinn við norsku sjónvarpsstöðina TV2 eftir leikinn í Herning í Danmörku. Sulland skoraði fimm mörk úr vítaköstum og tvö úr vinstra horninu.
„Það sem skilaði okkur sigri var að við náðum að halda sömu ákefð í leiknum í allar 60 mínúturnar. Útihlaupin sem við lögðum mikla áherslu á s.l. sumar eru að skila sér en ég var ekki efstur á vinsældalistanum hjá leikmönnum liðsins þegar við vorum að hlaupa sem mest. Það er góð einbeiting í hópnum en við höfum ekki náð markmiðum okkar," bætti Þórir við. |
Símtöl slitna, SMS-skilaboð komast ekki á leiðarenda og það hægist á streymi í grennd við biluð örbylgjuloftnet sem upphaflega voru sett upp til að dreifa Fjölvarpinu, sjónvarpsveitu með fjölda sjónvarpsstöðva. Notkun loftnetanna var hætt fyrir þremur árum.
Póst- og fjarskiptastofnun og fjarskiptafyrirtækin í landinu skera nú upp herör gegn örbylgjuloftnetum til að vinna bug á truflunum af völdum þeirra sem enn eru tengd við rafmagn.
Truflunin lýsir sér þannig að tíðnibreytir loftnetanna tekur við merkjum og sendir út á 4G-tíðni sem farsímar og sjónvörp flestra eru á í dag. Dæmi um truflanir sem þetta veldur eru:
Minni gæði á talsambandi farsíma
SMS komast ekki til skila í fyrstu tilraun
Símtöl ná ekki í gegn í fyrstu tilraun og þau slitna
Streymi er hægt og höktir
Almenn netþjónusta og gagnaflutningur er hægur
Truflunin er aðeins í og við þau hús sem loftnetin eru á. Tekið skal fram að ekki er átt við eldri sjónvarpsloftnet, svokölluð greiðuloftnet.
Fór að bera á truflunum síðasta sumar
Birna G. Magnadóttir, samskiptafulltrúi Póst- og fjarskiptastofnunar segir að tilkynningar um truflanirnar hafi byrjað að berast síðasta sumar. „Þegar við fórum að kanna málið kom í ljós að þetta er búnaður sem tengist þessum loftnetum sem er farinn að bila og augljóst að við þurfum að grípa inn í. Við fórum að kortleggja vandann og taka þetta niður.“
Á undanförnum vikum og misserum hefur stofnunin orðið vör við truflanir í vaxandi mæli á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Sjá einnig: Ekki lengur hægt að nota örbylgjuloftnet |
Romelu Lukaku segir Zlatan Ibrahimovic ekki hafa verið með kynþáttaníð í sinn garð þegar að þeir rifust harkalega í bikarslag Mílanóliðanna í síðasta mánuði. Þeir ættu að geta mæst í stórleiknum í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina.
Lukaku og Zlatan fengu gult spjald hvor um sig eftir að hafa rifist, og á einum tímapunkti nuddað saman höfðum, í bikarleik Inter og AC Milan. Lukaku og félagar í Inter fögnuðu sigri en féllu svo úr leik í keppninni með tapi gegn Juventus.
Zlatan fékk annað gult spjald í bikarleiknum og þar með rautt en enn er ekki ljóst hvaða refsingu hann hlýtur. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fjallaði um þetta og segir að niðurstaða í „Lukibra“-málinu muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir að Mílanóliðin mætast á sunnudaginn. Liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar svo sá leikur gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Ítalíumeistari í vor.
La Gazzetta dello Sport segir jafnframt að líklegast sé hvort sem er að Zlatan fái tveggja leikja bikarleikjabann og sekt, en ekki almennt bann frá ítölskum fótbolta í ákveðinn tíma. Slíkt bann hefði hann mögulega getað fengið yrði hann fundinn sekur um kynþáttaníð en Zlatan kallaði Lukaku meðal annars asna.
Með því að líkja Lukaku við dýrið asna kveðst Zlatan hafa átt við að hann væri ekki með nægilega góða tækni. Í vitnisburði Lukakus mun Belginn hafa varið Zlatan og sagt að ummæli hans hefðu ekki verið rasísk.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. |
35 sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag en þetta er fyrsti hópur flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi. Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút.
Um er að ræða sex fjölskyldur, fjórar sem búsettar verða á Akureyri og tvær sem búsettar verða í Kópavogi. Fréttamenn biðu þeirra á flugvellinum og var rætt við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, í fréttatíma Stöðvar 2.
Khattab flúði Sýrland ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra árið 2012 og segir börnin sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Hann segist ekki hafa þekkt til Íslands þegar hann fékk fyrst að vita að fjölskylda hans gæti verið á leið þangað.
„Okkur var sagt að það væri mjög kalt,“ segir hann. „Allir sögðu að það væri eins og frystir og við skyldum vanda okkur við valið. En svo heyrðum við um góða fólkið sem lýsti yfir stuðningi við okkur. Við sáum að þessi þjóð væri hjartagóð svo við ákváðum að þetta yrði í lagi.“
Meirihluti þeirra sem komu til landsins í dag eru börn og voru mörg þeirra kát á flugvellinum, þrátt fyrir langt ferðalag, og búin að teikna íslenska og sýrlenska fána og skilaboð á borð við „Thank you Iceland“ eða „Takk Ísland.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni áður en haldið var áfram til Akureyrar og Kópavogs. |
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir niðurstöðu Icesavemálsins umhugsunarefni fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann þurfi að skoða hvort tvíhliða deilur milli ríkja eigi að hafa áhrif á efnahagsáætlanir. Hagfræðiprófessor segir erfitt að meta það tjón sem Icesavedeilan hafi valdið.
Viðbrögð við Icesave-dómnum í dag hafa almennt verið gleði yfir því að óvissu hafi verið eytt. Raunveruleg efnahagsleg áhrif eru hins vegar óviss. Greiningardeild Arionbanka segir í markaðspunktum sínum í dag að með þessari niðurstöðu séum við skrefi nær afnámi haftanna.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri tekur undir það, en segir skrefið þó lítið og hafi ekki áhrif á vinnu Seðlabankans við losun haftanna. Myndin varðandi þrotabú bankanna sé að skýrast og það er miklu stærra og meira mál í því samhengi en þessi niðurstaða. Már segir erfitt að meta fjárhagstjón vegna Icesavedeilunnar, en hún hafi seinkað efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún hafi líka gert lánshæfismat veikara en ella eins og kom greinilega fram í sumum tilfellum af hvaða tilefni lánshæfisfyrirtækin voru að lækka lánshæfismat íslenska ríkisins.
Og það hafði áhrif á aðgang að fjármagni. Erfitt sé þó að meta fjárhagslegt tjón af því, betra hefði verið að lagaleg niðurstaða hefði legið fyrir. Már segir að það hljóti að vera umhugsunarefni fyrir AGS, og hann hljóti að velta því fyrir sér, hvort svona tvíhliða deilur geti haft áhrif á áætlanir sem sjóðurinn sé með í gangi.
Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir að miðað við yfirlýsingar matsfyrirtækja hljóti lánshæfismat Íslands að batna, sem auðveldi fjármögnun fyrir bankakerfið, orkufyrirtæki og ríkissjóð. Það hafi svo áhrif á vaxtakjör, það hljóti að sjást einhver merki þess á næsta ári.
Greiningardeild Arionbanka segir ljóst að íslenska ríkið hafi orðið fyrir skaða vegna Icesavemálsins. Friðrik Már segir erfitt að meta það, né heldur hvernig það sé samanborið við þann samning sem var samþykktur. Hann segir ómögulegt að segja hvort Ísland hafi misst af einhverjum tækifærum, hvort það hafi gengið hægar á einhverjum sviðum heldur en ella. Deilan hafi að minnsta kosti ekki hjálpað Íslandi, svo mikið sé víst, það sé engin leið að setja krónur og aura á það. |
Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag þar sem áhugaverðar viðureignir fara fram. Flestra augu verða eflaust á Dalvík og í Kópavogi.
Dagurinn byrjar fyrir norðan með stórleik á Dalvíkurvelli. Íslandsmeistarar Vals heimsækja lið KA, sem á ónýtan heimavöll á Akureyri. Eftir tvö slæm úrslit í röð unnu Valsmenn sterkan 3-1 sigur á Breiðabliki á Hlíðarenda í síðustu umferð.
Valur er á toppi deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum á undan Víkingi sem á leik inni, en KA er þar fyrir neðan með 16 stig og á tvo leiki inni á Valsmenn. Sigur kæmi KA því í vænlega stöðu gagnvart Íslandsmeisturunum, stigi á eftir þeim með tvo leiki til góða.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Mikilvægir leikir í botnbaráttunni
Tveir leikir eru þá á dagskrá klukkan 17:00, milli liða sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar. Fylkir mætir botnliði ÍA í Árbæ en þrátt fyrir að fjögur sæti aðskilji liðin eru aðeins tvö stig á milli þeirra. ÍA er með fimm stig á botninum en Fylkir með sjö stig í áttunda sæti.
Á milli þeirra sitja bæði Stjarnan og HK. Stjarnan er í níunda sætinu með sama stigafjölda og Fylkir en HK með sex stig í tíunda sætinu. Þau lið mætast einnig klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi.
Báðir leikir verða aðgengilegir í sjónvarpinu á Stöð2.is.
FH þarf sigur í stórleiknum - Nýliðaslagur í Keflavík
Nýliðar Keflavíkur og Leiknis eru í sama þétta pakka og ofangreind lið. Leiknismenn eru með átta stig í sjöunda sætinu en Keflavík er í ellefta sæti, fallsæti, með sex stig og slakari markatölu en HK sem er sæti ofar.
Keflavík tekur á móti Leikni klukkan 19:15 og verður sá leikur einnig í beinni á Stöð2.is. Ljóst er að einhverjar línur fara að skýrast í neðri hluta deildarinnar í dag.
FH þarf þá að fara að vinna fótboltaleik ef þeir ætla ekki að sogast þar niður. Eftir 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum hefur FH ekki unnið leik, fengið eitt stig af 12 mögulegum, í jafntefli sínu við Stjörnuna í síðasta leik.
FH-inga bíður verðugt verkefni er þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll en Blikar töpuðu, líkt og segir að ofan, fyrir Val í síðustu umferð eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð fyrir það. Breiðablik er með 13 stig í fimmta sæti og þurfa ekki síður sigur til að komast nær efstu liðum.
Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 19:15 en Pepsi Max Stúkan hefur upphitun fyrir þann leik klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Leikir dagsins
16:00 KA - Valur (Stöð 2 Sport)
17:00 Fylkir - ÍA (Stöð2.is)
17:00 Stjarnan - HK (Stöð2.is)
19:15 Keflavík - Leiknir R. (Stöð2.is)
19:15 Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport)
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. |
Korkur: velbunadur
Titill: smá tölvu vandámál
Höf.: Metroid
Dags.: 30. júlí 2005 00:01:34
Skoðað: 125
ég var í Half life2 og í einu modi sem kallast Garry's mod og var þar að reyna svoldið á tölvuna því það var svoldið mikið að gerast og stundum hikstaði hún smá eða það voru rikkir. en svo fer ég úr því og í einn lítinn leik sem heytir eitthvað Bridge Builder (átt að gera brú yfir eitthvað, hljómar ekkert spennandi en þetta er ágjætis leikur)
en svo ætla ég útúr honum og geri bara esc esc og aftur esc eins og vanalega nema núna kemur bara hvítur skjár og ég get ekkert gert svo ég restarta með því að ýta á takkan og ekkert kemur nema bara svartur skjár og það kemur píp frá kassanum eins og sírenu hljóð og ég get ekki slökt á henni svo ég slekk á aflgjafanum. bíð smá stund og kveiki svo á tölvunni og virkar hún fínnt núna. Ég var ekkert búinn að restarta tölvunni í allan dag og það var búið að vera kveikt á henni síðan um hádegi. Veit einhver hvað gæti verið að? Tölvar er ný og allt mjög gott.
Kassi - Tower - Tsunami400W CA-3400BWA Dreamtower Ál Svartur.
Móðurborð - AMD - Socket 939 - Abit AX8 VIA K8T890+VT8237 PCI Express.
Örgjörvi - AMD64 - 939 - CPU AMD Athlon 64Bit 3000+.
Minni - DDR Minni - MDT Twinpacks 1024MB 400MHz PC3200 CL2,5 2x512.
Skjákort - PCI-E - ATI - Powercolor ATI Radeon X700 Pro 256MB PCI-E.
Kæling - Örgjörvavifta - NorthQ Kopar 120mm P4/K8/K7/775 NQ3312.
---
Svör
---
Höf.: lemiux
Dags.: 30. júlí 2005 02:03:28
Atkvæði: 0
Hefur bara komið hita prob. Gætir samt hlustað eftir pípinu og séð hvernig það er. Þá finnuru oftast út hvaða velbúnaður er að valda þessu.
---
Höf.: Metroid
Dags.: 30. júlí 2005 12:35:37
Atkvæði: 0
ó, ég var eiginlega svo viss um að það væri ekki hita vandamál:P hélt kassinn væri svo opinn og ætti að kæla þetta alveg nó en svo virðist ekki.
---
Höf.: lemiux
Dags.: 30. júlí 2005 16:46:26
Atkvæði: 0
Þarf samt ekki endilega að vera hitaprob. Gætir leitað á google eftir beep codes fyrir tölvur. Og hlustað eftir pípinu þegar það/ef aðkemur aftur.
---
|
Ágúst Valfells, kjarnorkuverkfræðingur telur að geislavirkan úrgang kjarnorkuvera megi geyma á Suðurskautslandinu eða í Grænlandsjökli. Hann fjallaði um kjarnorku á komandi tímum í erindi á nýafstöðnu orkuþingi.
Ágúst Valfells segir að í heiminum séu nú um 430 kjarnorkuver og miklu máli skipti að losna við geislavirkan úrgang frá þeim. Þessi geislavirku efni megi endurvinna. Efni sem verða til eftir það séu mjög geislavirk en hafi mun styttri geislavirkan tíma en þau sem eru endurnýtt. Um eitt tonn falli árlega til af slíkum úrgangi frá hverjum þúsund megavattakjarnaofni en taki ekki mikið pláss. Tonnið taki um 200 lítra. Ágúst leggur til að þessi efni verið mótuð í 100 kílóa skammta sem yrði steyptir inn í blýsvamp í oxíðformi, kúlan taki ekki mikið pláss, væri um 20 sentímetrar í þvermál. Síðan yrði blýsvampurinn klæddur með 40 sentímetra þykku lagi af ryðfríu stáli. Hver kúla gæfi frá sér hitaorku og því þyrfti að kæla þær.
Ágúst Valfells, kjarnorkuverkfræðingur: Og ein leið er að koma henni annað hvort fyrir á Suðurskautinu eða uppi á Grænlandsjökli og láta hana bræða sig niður. Það myndi taka hana 7 ár að bræða sig niður í gegnum 3 kílómetra af ís. Og ísinn þarna, aldur íssins í botninum er mældur í hundruðum þúsunda ára og þar yrði hann alveg, og það myndi frjósa ís yfir kúluna eftir því sem hún sykki niður. Og þar yrði hún óaðgengileg um allan aldur. Og langt frá öllum mannabyggðum og ekki, og eftir þúsund ár yrði geislunin frá þessum úrgangi ekkert meiri heldur en geislunin frá úraníum málmgrýtinu sem hún átti sitt upphaf í og finnst á Grænlandi til dæmis eða á Suðurskautinu hvort sem er. Þetta er ein leið til að losna við eitt af vandamálunum sem að snerta kjarna, úrgang frá kjarnorkuverum. Og að mínum dómi sú besta. |
Korkur: raftonlist
Titill: Græjur til sölu eða einhver skipti!?Gæti verið díll ársins
Höf.: Ultima
Dags.: 9. mars 2007 13:40:34
Skoðað: 297
Ef einhver sér eitthvað sniðugt og sá hinn sami á eitthvað sniðugt sem hann vill losna við.
Sjáum hvort við getum gert díl.
Ég er ekkert æstur að losna við þetta dót en mig langar að sjá hvort einhver er með góð skipti í huga, annars er líka hægt að gera tilboð.
Helst er ég að leita að Syntum eða Effektatækjum annars kemur svosem allt til greina.
Roland Super JV 1080 Með Bass&Drum Expansion.
Emu Audity (arp syntinn ógurlegi)
Korg Trinity Rackmodule.
Boss Se 50 Fx Unit Með Vocoder
Art Pro Mpa Tube Pre Amp.
TC Powercore Element DSP Kort með einhverjum plugs.
Digitech Valve FX Rackmount. SELDUR!
Digitech Studio Quad.
Korg Prophecy
Dunlop Original Crybaby GCB-95
Audix Trommumæka-sett í flightcase
6 stk(1X F-12 3 XF-10 2X F-15)
CAD E-200 Míkrafónn (Hlunkur)
DBX 160X Compressor (Overeasy)Klassík.
Emu 6400 sampler…
MXL Tube Microphone V77. Vantar 7 pinna kapalinn frá mic í powersupply en ekkert mál að smíða hann.
Revox B 77 1/4 Tape 3.75 and 7.5 ips
Filter Unit Lowpass/Hipass/Bandpass/Allpass
Með resonance Super clean (house) Filter….SELDUR!!
Svo er dót sem ég er til í að skipta en þetta verða að vera feit skipti!!!
Waldorf Wave XT 10 radda, sick tæki.
CM Motormix !! Mixer remote.
---
Svör
---
|
Mál þetta, sem dómtekið var 9. júní sl., var höfðað með stefnu birtri 14. nóvember 2005 af Görðum Pálínussyni, Smáragötu 13, Reykjavík, á hendur Landspítala-háskólasjúkrahúsi, Eiríksgötu 5, Reykjavík.
Stefnandi krefst þess að áminning, sem stefndi veitti honum með bréfi 31. október 2005, verði dæmd ólögmæt. Einnig krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins.
Af hálfu stefnda er krafist sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt mati dómsins.
Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna
Stefnandi var ráðinn yfirlæknir við æðaskurðlækningadeild stefnda 16. júlí 2002 og gegndi því starfi þar til í desember 2005, en honum var sagt upp 28. nóvember sama ár. Stefnandi hafði rekið lækningastofu og hélt hann því áfram þann tíma er hann gegndi starfi yfirlæknis hjá stefnda. Í tengslum við ráðningarsamninginn undirrituðu stefnandi og framkvæmdastjóri lækninga hjá stefnda sama dag viljayfirlýsingu og minnisblað um nánari forsendur fyrir ráðningunni. Í 4. lið minnisblaðsins segir að stefnandi muni hætta „stofurekstri“ utan stefnda innan tveggja ára frá næstu áramótum að telja svo fremi sem aðstaða og starfsumhverfi til slíkrar starfsemi sé þá viðunandi innan veggja stefnda að áliti samningsaðila og að uppfylltum nánari skilyrðum sem tilgreind eru á minnisblaðinu.
Í febrúar 2005 kom upp ágreiningur milli stefnanda og framkvæmdastjóra lækninga hjá stefnda um það hvort stefnanda bæri að hætta rekstri lækningastofunnar samkvæmt framangreindu ákvæði í minnisblaðinu og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Stefnandi taldi að ekki hefði verið uppfyllt af hálfu stefnda það skilyrði í minnisblaðinu að fullnægjandi starfsaðstöðu hefði verið komið upp hjá stefnda. Sá tími sem stefnandi skyldi hætta rekstri læknastofunnar samkvæmt þessu ákvæði væri þar með ekki kominn að áliti stefnanda. Í bréfi framkvæmdastjórans til stefnanda 31. maí á því ári kemur fram sú afstaða hans að stefnandi bæri fyrir sig sem afsökun fyrir samningsrofi að ekki hefði af hálfu stefnda verið staðið við yfirlýst áform um lagfæringar og breytingar á deildinni. Stefndi teldi hins vegar að breytingar og lagfæringar, sem gerðar hefðu verið, samrýmdust í öllum meginatriðum áformum þar um, auk þess sem þær stæðust fyllilega samanburð við þróun annars staðar á spítalanum. Þá er í bréfinu vísað til þess að í deilu milli vinnuveitanda annars vegar og starfsmanna hins vegar, um það hvort starfsaðstaða eða starfsumhverfi hefði tekið áformuðum breytingum eða ekki, sé það vinnuveitandi sem taki af skarið og ákveði hvernig með skuli farið. Starfsmaður verði að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því hann tók við starfi samkvæmt 19. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hann eigi þess þó kost að segja upp starfinu vegna slíkra breytinga. Af hálfu stefnda væri ekki áformað að breyta starfi eða starfsaðstöðu stefnanda frekar á grundvelli ráðningarsamningsins við stefnanda eða fylgigagna hans. Með bréfinu var stefnanda veittur eins mánaðar frestur til að ákveða hvort hann vildi sinna 100% starfi yfirlæknis á æðaskurðlækningadeild og loka lækningastofunni til samræmis við kröfur stefnda eða ekki.
Í bréfi stefnanda til framkvæmdastjórans 7. júní sama ár var því mótmælt að stefnandi hefði rofið samning við stefnda. Á meðan forsendur sem fram komi í 4. lið minnisblaðsins frá 16. júlí 2002 hefðu ekki verið uppfylltar af hálfu stefnda standi engin skynsamleg rök til þess að unnt væri að ásaka stefnanda um vanefndir á þessu ákvæði. Í bréfi framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra stefnda til stefnanda 15. júní 2005 er þess krafist af hálfu stefnda að stefnandi velji milli þess að hætta stofurekstri og halda áfram sem yfirlæknir hjá stefnda eða láta af starfinu eins og sett sé fram í framangreindu bréfi stefnda 31. maí.
Í bréfi lögmanns stefnanda til stefnda 29. júní s.á. er vísað til þess að af orðalagi 4. liðar minnisblaðsins sé alveg ljóst að ákveðin skilyrði hefðu verið sett fyrir því að stefnandi hætti stofurekstri sínum og að aðilar yrðu að vera sammála því að skilyrðið væri uppfyllt. Stefnandi telji að ekkert standi upp á hann í efndum á ráðningarsamningnum og sé því harðlega mótmælt að einhver forsenda fyrir starfi hans sem yfirlæknis hefði brostið. Stefnandi hafi ekki sagt upp starfinu og hafi slíkt ekki í hyggju. Leiði afstaða stefnanda til þess að honum verði sagt upp starfi sé honum áskilinn ítrasti réttur til bóta vegna ólögmætrar og tilefnislausrar uppsagnar úr opinberu starfi.
Í bréfi stefnda til stefnanda 5. september s.á. kemur meðal annars fram að sýnt þætti að stefnandi hefði allt frá undirritun minnisblaðsins 16. júlí 2002 hvorki gert reka að því að bæta úr aðstöðu og starfsumhverfi, að svo miklu leyti sem slíkt hafi verið í hans höndum, né hafi hann gert tillögur til slíkra úrbóta sem samrýmdust á einhvern hátt umfangi og aðstæðum starfseminnar að öðru leyti. Tillögur stefnanda hafi gengið mun lengra en það sem af hálfu stefnda hafi verið talin ástæða til og hafi þeim verið hafnað. Í bréfinu segir enn fremur að aðstaða á göngu- og dagdeild sjúkrahússins hafi verið fyrir hendi auk greiðs aðgangs að skurðstofum. Stefnandi hafi sem yfirlæknir sérgreinarinnar haft fulla möguleika á að þróa fullnægjandi aðstöðu til að sinna sjúklingum án innlagna. Aðrar ástæður en óviðunandi aðstaða og starfsumhverfi hafi ráðið afstöðu stefnanda og leitt mál í þann farveg sem það væri í. Þá segir í bréfinu að af efni bréfs lögmanns stefnanda 29. júní verði ráðið að stefnandi hefði í hyggju að gegna áfram starfi yfirlæknis hjá stefnda og samhliða því starfrækja sjálfstæða lækningastofu, þrátt fyrir að allir frestir, sem gefnir hefðu verið til aðlögunar, teldust löngu liðnir. Skilningurinn sem stefnandi hefði kosið að leggja í minnisblaðið sé í engu samræmi við efni, tilgang og aðdraganda þess. Það sé mat stefnda að stefnandi hafi með háttalagi sínu óhlýðnast löglegum boðum og fyrirmælum yfirmanna í skilningi IV. kafla laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins með því að starfrækja sjálfstæða lækningastofu samhliða starfi yfirlæknis hjá stefnda. Stefndi áformi því að veita stefnanda áminningu vegna þessa sem geti leitt til þess, bæti hann ekki ráð sitt, að ráðningarsamningi hans við stefnda verði sagt upp. Var stefnanda með bréfinu veitt færi á að koma að athugasemdum og andmælum af þessu tilefni og frestur veittur til þess til 20. september 2005.
Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda 27. september s.á. var því harðlega mótmælt að skilyrði væru til þess að veita stefnanda áminningu á grundvelli 21. gr. laga nr. 70/1996. Í bréfinu er þetta rökstutt nánar og þess krafist að stjórnendur stefnda falli frá þessum áformum sínum.
Stefnanda var veitt áminning með bréfi stefnda 31. október s.á. Þegar stefnandi höfðaði málið krafðist hann þess að áminningin yrði felld úr gildi. Stefndi sagði ráðningarsamningi stefnanda upp 28. nóvember s.á. Stefnandi breytti eftir það kröfugerð í málinu þannig að krafist er að áminningin verði dæmd ólögmæt.
Af hálfu stefnda er því haldið fram að áminningin, sem stefndi veitti stefnanda samkvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996, hafi verið lögmæt að formi og efni, en stefnandi hafi óhlýðnast boði stefnda um að hætta rekstri lækningastofu sinnar. Stefnda hafi vegna þessarar framkomu stefnanda verið heimilt að grípa til viðeigandi lagaúrræða gagnvart honum, sem stefndi hafi gert.
Stefnandi heldur því fram að stefndi hafi ekki haft nokkra lögmæta ástæðu til að veita honum áminningu og hafi hún því verið ólögmæt.
Málsástæður og lagarök stefnanda
Stefnandi vísar til þess að hann hafi verið ráðinn yfirlæknir við æðaskurðlækningadeild stefnda 16. júlí 2002 og hafi gegnt því starfi til desember 2005. Í tengslum við ráðninguna hafi stefnandi og framkvæmdastjóri lækninga hjá stefnda undirritað tvö skjöl til staðfestingar á því sem aðilar hafi verið sammála um sem forsendur fyrir ráðningunni. Annað þessara skjala hafi verið viljayfirlýsing um almennar forsendur vegna ráðningarinnar, en hitt minnisblað um laun og kjör og forsendur fyrir ráðningunni. Í 4. tl. síðarnefnda skjalsins hafi verið ákvæði um að stefnandi myndi hætta „stofurekstri“ utan sjúkrahússins innan tveggja ára frá nk. áramótum að telja svo fremi sem aðstaða og starfsumhverfi til slíkrar starfsemi væri þá viðunandi innan veggja spítalans að mati samningsaðila og að uppfylltum skilyrðum í töluliðum 5 og 6.
Snemma á árinu 2005 hafi stjórnendur stefnda tekið upp viðræður við stefnanda um að kominn væri sá tími að honum bæri að hætta rekstri læknastofunnar sem hann hefði rekið allt frá því áður en hann var ráðinn yfirlæknir. Stefnandi hafi strax gert grein fyrir þeirri afstöðu, sem hann hafi áréttað í orðsendingu til framkvæmdastjóra lækninga 23. maí s.á., að hann teldi að skilyrðin, sem fram komi í hinni tilvitnuðu grein viljayfirlýsingarinnar, hefðu ekki verið uppfyllt af hálfu stefnda. Hann teldi sér því óskylt að hætta umræddum rekstri, enda hefði hann sinnt honum alfarið í frítíma og án þess að það hefði nokkru sinni komið niður á störfum hans hjá stefnda.
Stefndi hafi í framhaldi af þessu ritað stefnanda bréf, þar sem sú skoðun hafi verið látin í ljós að vinnuveitandi skyldi, samkvæmt 19. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, taka af skarið verði ágreiningur milli vinnuveitanda og starfsmanns um það hvort starfsaðstaða eða starfsumhverfi hafi tekið áformuðum breytingum eða ekki. Skyldi þá vinnuveitandinn ákveða „hvernig með skuli fara“ en starfsmaður eigi þá þann kost að segja starfi sínu lausu ef hann sætti sig ekki við starfið eins og vinnuveitandinn ákveði að breyta því. Starfsmaður eigi ekki kröfu til „að starfinu eða vinnustaðnum verði breytt til samræmis við hans væntingar eða vilja“.
Stefnandi hafi svarað þessu bréfi með orðsendingu 7. júní s.á., en þar telji hann 19. gr. laga nr. 70/1996 ekki geta átt við um þennan ágreining, enda snúist hann um það álitamál hvort stefnanda sé skylt að láta af einkarekstri læknastofu sinnar sem rekin sé á öðrum stað og utan vinnutíma stefnanda hjá stefnda.
Þessu bréfi hafi verið svarað með öðru bréfi 15. sama mánaðar. Þar sé sett fram sú krafa að stefnandi velji milli þess að hætta stofurekstri sínum og halda þá áfram starfi sem yfirlæknir hjá stefnda eða að láta af yfirlæknisstarfinu. Komi til þess að stefnandi hafist ekkert að til að ljúka málinu gagnvart stefnda innan tilgreinds frests, þ.e. fyrir 30. júní 2005, og haldi starfsemi lækningastofunnar áfram, verði litið svo á að forsendur starfs yfirlæknis séu brostnar og stefnandi hafi sagt starfinu lausu.
Lögmaður stefnanda hafi svarað þessu bréfi 29. júní s.á. Þar sé þeirri skoðun lýst að stefnandi hafi í hvívetna efnt ráðningarsamninginn og fullyrðingum stjórnenda stefnda um annað sé harðlega mótmælt. Færð séu fram ítarleg rök fyrir því að kröfur um að stefnandi hætti rekstri læknastofu sinnar hafi hvorki stoð í samningi aðila né réttarreglum - miklu nær sé að álíta að þær stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um atvinnufrelsi. Því sé mótmælt að stefnda sé heimilt að líta svo á að stefnandi hafi sagt upp starfi sínu eða að forsendur fyrir gildi ráðningarsamningsins væru brostnar.
Stefndi hafi ritað stefnanda bréf 5. september s.á. þar sem vísað sé til þess að í bréfi stefnda til stefnanda 15. júní komi fram að stefnandi hefði gert kröfu um ráðningarform og aðstöðu sér til handa, sem stefndi geti ekki fallist á, og jafnframt verið í hans höndum að vinna að. Í bréfinu segi að sýnt þætti að stefnandi hefði allt frá undirritun minnisblaðsins 16. júlí 2002 hvorki gert reka að því að bæta úr aðstöðu og starfsumhverfi, að svo miklu leyti sem slíkt hafi verið í hans höndum, né hafi hann gert tillögur til slíkra úrbóta sem samrýmdust á einhvern hátt umfangi og aðstæðum starfseminnar að öðru leyti. Tillögur stefnanda hafi gengið mun lengra en stefndi hafi talið ástæðu til og hafi þeim verið hafnað. Skilningur sem stefnandi hafi „kosið að leggja í minnisblað aðila frá 16. júlí 2002“ sé í engu samræmi við efni, tilgang og aðdraganda að gerð þess. Því sé síðan lýst að stefndi meti atvik svo að stefnandi hafi með því að halda áfram rekstri læknastofu sinnar óhlýðnast löglegum boðum og fyrirmælum yfirmanna sinna í skilningi IV. kafla laga nr. 70/1996, sbr. 21. gr. sömu laga, og að þess vegna áformi stefndi að veita stefnanda áminningu samkvæmt því lagaákvæði. Með þessu bréfi sé stefnanda gefinn kostur á að koma á framfæri skriflegum athugasemdum innan tiltekins frests.
Lögmaður stefnanda hafi svarað þessu bréfi 27. september 2005. Þar sé vísað til fyrri röksemda varðandi það skilyrði sem fram komi í minnisblaðinu. Jafnframt sé því harðlega mótmælt að afstaða stefnanda í þessu efni geti skoðast sem óhlýðni við lögleg fyrirmæli yfirmanna sem orðið geti tilefni til áminningar á grundvelli 21. gr. laga nr. 70/1996. Þess hafi verið krafist að stefndi hyrfi frá áformum sínum um að veita stefnanda hina boðuðu áminningu.
Stefnanda hafi verið veitt áminning með vísan til 21. gr. laga nr. 70/1996 með bréfi 31. október 2005. Því sé meðal annars haldið fram í bréfinu að af hálfu stefnda hafi verið staðið við allt sem lofað hafi verið varðandi starfsaðstöðu þegar stefnandi réðst í þjónustu stefnda. Vísi stefndi til fyrri bréfa varðandi þetta atriði og telji stefnanda hafa óhlýðnast lögmætum fyrirmælum stjórnenda stefnda með því að halda áfram rekstri læknastofu sinnar. Í lok bréfsins segi að stefnanda sé veitt færi á að bæta ráð sitt, en ítrekað brot í starfi kunni að varða uppsögn, sbr. 44. gr. laga nr. 70/1996. Stefnandi telji áminninguna ólögmæta, en hann hafi ekki aðra kosti en að höfða mál til viðurkenningar á því.
Stefnandi byggi kröfu sína í málinu á því að honum hafi verið veitt áminning með vísan til 21. gr. laga nr. 70/1996 með bréfi 31. október 2005 án lögmætrar ástæðu. Í lagaákvæðinu segi að ef starfsmaður hafi sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hafi ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hafi verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þyki að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skuli forstöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skuli hann þó gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu ef það sé unnt. Stefnanda hafi aldrei verið gefið að sök að hafa í starfi sínu sýnt nokkra þá háttsemi sem lýst sé í lagaákvæðinu. Teljist ekkert þeirra atriða sem þar sé tilgreint eiga við um framgöngu stefnanda eða frammistöðu í starfi sé óheimilt að veita honum áminningu á grundvelli lagagreinarinnar. Áminning sé úrræði fyrir stjórnendur ríkisstofnana til að bregðast við ófullnægjandi eða óviðunandi framgöngu eða frammistöðu í starfinu sjálfu. Hún sé ekki geðþóttaúrræði fyrir þá til að knýja fram breytingar á því sem starfsmenn kjósi að aðhafast í frítíma sínum nema því aðeins að atferli þeirra teljist ósæmilegt eða ósamrýmanlegt starfinu. Ekkert slíkt geti átt við um rekstur stefnanda á læknastofu sinni, enda hafi stjórnendum stefnda verið fullkunnugt um hann þegar stefnandi réðst í þjónustu stefnda á sínum tíma.
Stefnandi telji að þótt stjórnendur stefnda kunni að hafa þá skoðun að stefnandi hafi vanefnt skyldu samkvæmt samningi til að láta af rekstri læknastofu sinnar geti sú skoðun aldrei orðið lögmætt tilefni til að veita stefnanda áminningu á grundvelli 21. gr. laga nr. 70/1996. Stefnandi mótmæli því að skylda stefnanda til að láta af læknastofurekstri sínum hafi orðið virk þar sem stefndi hefði þegar komið á fót þeirri starfsaðstöðu sem samið hefði verið um þegar stefnandi réðst í þjónustu stefnda. Stefndi hafi sönnunarbyrði fyrir slíkum fullyrðingum en eigi ekki samkvæmt ákvæðinu í minnisblaðinu sjálfdæmi um þetta atriði, sbr. orðalagið „að áliti samningsaðila“.
Stefnandi byggi kröfu sína einnig á því að stjórnendur stefnda hafi með veitingu áminningarinnar brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 11. gr. stjórnsýslulaga. Ákvörðunin um að veita hina umdeildu áminningu sé stjórnvaldsákvörðun og stefnda hafi þess vegna verið skylt að gæta að jafnræðisreglunni þegar hún var tekin. Í reglunni felist að stjórnvaldinu sé skylt að gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti við úrlausn mála. Ýmsum yfirlæknum hafi verið heimilað að stunda aukastörf samhliða yfirlæknisstöðum. Aðgerðir stjórnenda stefnda gagnvart stefnanda séu ávallt sagðar liður í framkvæmd samþykktar stjórnarnefndar stefnda frá 13. desember 2001, en af þeirri samþykkt verði ekki annað ráðið en að sama gildi um alla yfirmenn spítalans. Augljós mismunun felist í afgreiðslu stefnda að þessu leyti, enda geti stefndi ekki fært fram málefnaleg rök fyrir mismunun af því tagi sem hér um ræði.
Stefnandi telji ákvæði 19. gr. laga nr. 70/1996 ekki geta komið til álita sem rökstuðning fyrir aðgerðum stefnda gagnvart honum, eins og stefndi hafi látið í veðri vaka í ýmsum skrifum sínum til stefnanda.
Um málskostnaðarkröfuna vísi stefnandi til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. Krafist sé að tekið verði tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar að stefnandi hafi ekki frádráttarrétt á móti virðisaukaskatti sem stefnandi þurfi að greiða til viðbótar þóknun lögmanns.
Málsástæður og lagarök stefnda
Af hálfu stefnda er vísað til þess að á síðastliðnum 25 árum hafi aðilar kjarasamnings, þ.e. fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Læknafélag Íslands/Læknafélag Reykjavíkur margsinnis fjallað um störf lækna innan sem utan sjúkrahúsa. Þessir aðilar hafi leitast við að greina á milli þeirra lækna sem starfi á sjúkrahúsum eingöngu og þeirra sem starfi á sjúkrahúsum en starfræki sjálfstæðar lækningastofur samhliða. Sem dæmi um þetta vísi stefndi til ákvæða kjarasamninga frá árinu 1980, 1982, 1985, 1987, 1991, 1993, 1995, 1997 og 2002.
Í þeirri viðleitni að vinna nánar að og tryggja að þeim markmiðum yrði náð, sem stefnt hafi verið að með sameiningu Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur undir nafni stefnda, hafi verið lögð fram á fundi framkvæmdastjórnar stefnda 11. desember 2001 tillaga framkvæmdastjóra lækninga um ráðningar og starfsskyldur yfirmanna. Þar hafi verið lagt til að gerðar yrðu breytingar á ráðningum og starfstilhögun yfirmanna sem starfi á sjúkrahúsinu. Frá 1. janúar 2002 skyldi hafinn undirbúningur að gerð breytinga á ráðningarsamningum og/eða starfstilhögun starfandi yfirmanna hjá stefnda á þann hátt að þeir gegndu starfi sem svaraði til 100% starfshlutfalls. Myndu þeir ekki sinna öðrum störfum utan stefnda en kennslu á háskólastigi eða störfum við háskóla. Sama væri með setu í nefndum og ráðum á vegum opinberra aðila. Þessi regla skyldi taka gildi eigi síðar en í árslok 2002. Ráðningum yfirmanna til stefnda skyldi framvegis svo varið nema í undantekningartilvikum að annað væri talið henta sjúkrahúsinu. Ítrekað hefði verið að þetta ætti við um allar stöður yfirmanna. Á fundi stjórnarnefndar stefnda 13. desember 2001 hafi stefnumörkun framkvæmdastjórnar verið lögð fram og hafi nefndin lýst sig samþykka þessu fyrirkomulagi.
Í kjölfar stefnumörkunarinnar hafi verið hafinn undirbúningur að breytingum á ráðningum og starfstilhögun yfirmanna sjúkrahússins, ekki eingöngu lækna heldur allra yfirmanna, óháð menntun eða stöðu. Í kjölfar þessa hafi verið gengið til viðræðna við yfirmenn, sem hafi haft önnur störf með höndum, og þeim veitt svigrúm til að láta af þeim.
Starf yfirlæknis æðaskurðlækningadeildar hafi verið auglýst laust í Morgunblaðinu 3. febrúar 2002. Þar hafi sérstaklega verið tekið fram að um fullt starf væri að ræða. Stefnandi hafi sótt um starfið og verið ráðinn í það 16. júlí s.á. Í starfslýsingu hafi meðal annars sagt að um væri að ræða ráðningu í fullt starf. Yfirlæknir stjórnaði lækningum á æðaskurðlækningadeild á skurðlækningasviði og skyldi vera leiðandi um læknisfræðileg málefni innan deildarinnar. Þá segi í starfslýsingu að stefnandi skyldi taka þátt í að skipuleggja vinnufyrirkomulag og mönnun innan deildarinnar í samræmi við markmið um rekstur og fjárhagsramma. Stefnandi skyldi annast heildarskipulag og samhæfingu innan deildarinnar í samráði við sviðsstjóra. Þá segi þar jafnframt að stefnandi skyldi hafa frumkvæði að hagræðingu og skipulagningu þjónustunnar.
Í aðdraganda ráðningar stefnanda í starf yfirlæknis hafi stefnanda verið kynnt starfskjör og sérstaklega sú skylda sem fælist í því að hann mætti ekki hafa með höndum störf utan sjúkrahússins, önnur en þau sem rúmuðust innan stefnumörkunar stefnda frá desember 2001, þ.e. kennslu eða störf við háskóla og setu í opinberum nefndum. Stefnandi hafi fallist á þessa skilmála og því hafi verið gengið til viðræðna við hann um ráðningu í starfið. Í ráðningarviðtali hafi stefnandi lagt fram ósk um tímabundna undanþágu til að gegna starfi á sjálfstæðri lækningastofu vegna fjárhagslegra skuldbindinga og ábyrgða sem hann hafi talið brýnt að fá svigrúm til að greiða úr. Í ljósi þess að stefndi hefði veitt yfirmönnum þar nokkurt svigrúm til að hætta starfsemi sjálfstæðra lækningastofa hafi verið fallist á beiðni stefnanda. Stefnandi hefði þó verið ráðinn í fullt starf yfirlæknis, þ.e. 100% starfshlutfall frá 16. júlí 2002 að telja, og fengið 100% laun frá sama tímamarki allt til starfsloka, þ.e. loka uppsagnarfrests.
Í samræmi við skilyrði minnisblaðsins hefði stefnandi með réttu átt að hætta „stofurekstri“ í síðasta lagi í lok árs 2004. Framkvæmdastjóri lækninga hjá stefnda hafi ritað stefnanda tölvupóst 10. febrúar 2005 þar sem óskað hafi verið eftir staðfestingu hans á því að hann hefði hætt sjálfstæðum stofurekstri. Í svarbréfi stefnanda til stefnda hafi stefnandi sagst vera fjarverandi til 21. febrúar og vísi hann að öðru leyti til forsendna ráðningar í minnisblaði og efnisatriða þar. Í kjölfar framangreindrar afstöðu stefnanda hafi farið fram viðræður milli stefnanda og framkvæmdastjóra lækninga hjá stefnda varðandi þá stöðu sem upp hafi verið komin. Þær hafi ekki borið tilætlaðan árangur, aðallega vegna afstöðu og hugmynda stefnanda til efnda á ráðningarsambandi aðila.
Stefndi hafi ritað stefnanda bréf 31. maí 2005, þar sem krafist hafi verið efnda á ráðningarsamningi um að hefja fullt starf hjá stefnda. Stefnanda hafi verið veittur frestur í einn mánuð til að ákveða hvort hann vildi sinna 100% starfi yfirlæknis á æðaskurðlækningadeild og loka lækningastofu sinni til samræmis við kröfur stefnda. Í sama bréfi hafi stefndi upplýst að hann væri til viðræðna um að ráða stefnanda í starf sérfræðings, en í því fælist ráðning í 80% starf, auk þess sem ekki væru gerðar athugasemdir við rekstur lækningastofu samhliða. Stefnandi hafi ritað stefnda svarbréf 7. júní s.á. Þar segi að stefnandi sé algjörlega sammála því að hann eigi ekki kröfu til að starfsaðstöðu á spítalanum verði breytt til samræmis við kröfur eða sjónarmið sem hann setji fram. Honum sé ljós sá almenni vilji yfirstjórnenda stefnda að yfirlæknar sinni ekki læknastofurekstri utan stefnda og hafi stefnandi óskað eftir viðræðum um lausn málsins.
Viðræður sem fram hafi farið milli málsaðila í kjölfarið hafi ekki skilað árangri. Því hafi orðið úr að með bréfi stefnda til stefnanda 5. september 2005 hafi stefnandi verið upplýstur um þá fyrirætlun stefnda að veita honum áminningu vegna framangreinds háttalags, en áður væri stefnanda veitt tækifæri til að koma að andmælum. Með bréfi lögmanns stefnanda til stefnda 27. september s.á. hafi því verið mótmælt að skilyrði áminningar væru fyrir hendi.
Með bréfi stefnda til stefnanda 31. október s.á. hafi stefnanda verið veitt áminning. Í bréfinu hafi verið tilgreindar og rökstuddar ástæður áminningar. Þar segi enn fremur að stefnanda hafi verið veitt færi á að bæta ráð sitt en ítrekað brot kynni að varða uppsögn, sbr. 44. gr. laga nr. 70/1996. Í bréfinu hafi jafnframt verið upplýst að í því fælist að stefnandi legði fram skriflega staðfestingu á uppsögn samnings við Tryggingastofnun ríkisins og afhenti stefnda afrit þess bréfs. Af hálfu stefnda hafi þess verið krafist að staðfesting þessa efnis bærist innan 10 daga frá dagsetningu bréfsins og að uppsögn gagnvart Tryggingastofnun ríkisins tæki gildi með eins stuttum uppsagnarfresti og frekast væri kostur. Engar tilkynningar hafi borist frá stefnanda til stefnda.
Sýknukrafa stefnda sé studd þeim rökum að gætt hafi verið forms- og efnisreglna af hálfu stefnda við meðferð málsins við töku ákvörðunar um veitingu áminningar til stefnanda. Þessi ákvörðun hafi byggst á ákvæðum laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ákvörðunin sé ekki stjórnvaldsákvörðun en jafnvel þó svo verði talið hafi stefndi að fullu og öllu leyti gætt réttra aðferða og sjónarmiða.
Stefnandi hafi með háttalagi sínu brotið gegn ákvæðum IV. kafla laga nr. 70/1996, sbr. enn fremur ákvæði 21. gr. sömu laga. Við stofnun ráðningarsambands hafi málsaðilar tekið á sig skyldur sem felist í vinnuréttarsambandi launþega og vinnuveitanda. Af ákvæðum laganna verði ráðið að það sé vinnuveitandi sem skilgreini og stýri framkvæmd og fyrirkomulagi starfa og ráðningum og beri ábyrgð á starfsmönnum, þ.m.t fjárhagslega ábyrgð sem og ábyrgð gagnvart sjúklingum. Þá sé það vinnuveitandi sem skipuleggi framkvæmd starfa og ákveði vinnutíma sem og aðra tilhögun. Ákvæði IV. kafla laganna kveði á um skyldur starfsmanna, þ.m.t. skyldu til að hlýða löglegum fyrirmælum, en sú regla leiði m.a. af meginreglum vinnuréttar um stjórnunarrétt vinnuveitanda. Stefndi hafi gert stefnanda það ljóst þegar við ráðningu að forsenda hennar væri sú að stefnandi væri ráðinn í fullt starf og gæti ekki haldið áfram rekstri sjálfstæðrar lækningastofu samhliða starfi yfirlæknis. Hafi þetta komið fram í auglýsingu um starf, í viðræðum í aðdraganda ráðningar og í starfslýsingu og hafi stefnandi gengist við þessum skilyrðum. Stefnda hafi verið heimilt að setja þessi skilyrði við ráðningu. Háttalag stefnanda hafi verið órjúfanlega tengt starfi og starfsskyldum hans hjá stefnda. Af gögnum málsins verði ráðið að stefndi hafi gengið eftir því ítrekað að stefnandi efndi skyldur sínar samkvæmt ráðningarsamningi en stefnandi hafi hafnað því. Háttalag stefnanda hafi gengið gegn ákvæðum og þeirri grundvallarskyldu að hlýða löglegum fyrirmælum vinnuveitanda. Stoði ekki fyrir stefnanda að halda því fram að hann hafi gegnt störfum á sjálfstæðri lækningastofu í eigin frítíma og án þess að það hafi nokkru sinni komið niður á störfum hans hjá stofnuninni.
Stefnandi hafi borið skyldur sem starfsmaður íslenska ríkisins og um hann hafi gilt ákvæði laga nr. 70/1996. Hann hafi enn fremur borið skyldur á grundvelli ráðningarsamnings svo og á grundvelli meginreglna íslensks vinnuréttar. Hvorki hafi tilvist minnisblaðs né túlkun stefnanda á því veitt honum heimild til að synja því að hlýða fyrirmælum stefnda um efndir á skyldum sem á honum hvíldu samkvæmt lögum eða ráðningarsamningi. Minnisblað teljist ekki hluti ráðningarsamnings aðila, heldur hafi það haft að geyma upptalningu stefnumiða aðila án þess að í því fælist afsal á réttindum samkvæmt lögum og ráðningarsamningi.
Sá skilningur stefnanda fái ekki staðist að ráðningarsamband aðila og gagnkvæmar skyldur þeirra hafi komist í sjálfheldu við það eitt að stefnandi lýsti þeirri skoðun sinni að ákvæði 4. tl. minnisblaðsins hefði ekki verið uppfyllt að hans mati. Reyndar hafi stefnandi staðfest þann skilning í bréfi 7. júní 2005, en þar segi að stefnandi sé líka algjörlega sammála því að hann eigi ekki kröfu til að starfsemi og starfsaðstöðu á spítalanum verði breytt til samræmis við kröfur eða sjónarmið sem stefnandi setji fram. Í þessari staðhæfingu stefnanda felist efnislegur skilningur ákvæðisins í samræmi við markmið aðila.
Undanþágan sem gerð hafi verið vegna skyldu stefnanda að koma í fullt starf og hætta starfsemi sjálfstæðrar lækningastofu hafi verið tímabundin. Sá tími hafi verið liðinn sem undanþágan hafi verið í gildi og hafi báðum aðilum verið heimilt að grípa til viðeigandi og löglegra úrræða vegna þessa. Beri í því sambandi að líta til forsendna ráðningarinnar.
Stefnandi hafi bæði stöðu sinnar vegna og samkvæmt starfslýsingu, sem hann hafi undirritað við ráðningu, átt að undirbúa og tryggja þá starfsaðstöðu sem telja mætti viðunandi. Allt frá ráðningu stefnanda til stefnda 16. júlí 2002 hafi hann hvorki gert reka að því að bæta úr aðstöðu og starfsumhverfi, að svo miklu leyti sem það hafi verið í hans höndum, né hafi hann gert tillögur til slíkra úrbóta sem samrýmdust á einhvern hátt umfangi og aðstæðum starfseminnar að öðru leyti. Aðstaða og starfsumhverfi hjá æðaskurðlækningadeild sé vel viðunandi og sambærileg aðstöðu og starfsumhverfi sem aðrar deildir stefnda búi við. Öll aðstaða, bæði á skurðstofum sem og önnur aðstaða, sé afbragðsgóð og með því besta sem gerist hér á landi og fyllilega sambærileg því sem tíðkist um aðrar sérgreinar. Stefnandi hafi ekki reynt að færa fyrir því rök á hvern hátt aðstaða og starfsumhverfi á sjálfstæðri lækningastofu hans standi framar að þessu leytinu til. Þá hafi hvorki stefnandi né aðrir læknar sem starfi á æðaskurðlækningadeild kvartað undan aðstöðu og starfsumhverfi. Þvert á móti hafi æðaskurðlækningadeild ekki nýtt að fullu aðstöðu á skurðstofu sjúkrahússins og borið við manneklu en ekki skorti á aðstöðu.
Við skýringu og túlkun minnisblaðs beri að leggja til grundvallar að stefndi sé í senn vinnuveitandi og sjúkrahús sem starfi samkvæmt lögum nr. 97/1990 og sé starfrækt fyrir kostnað og á ábyrgð ríkissjóðs. Samkvæmt því eigi stefndi um það mat hver starfsaðstaða teljist viðunandi eða nægjanleg. Geti stefnandi ekki með óþörfum og óraunhæfum kröfum um starfsaðstöðu komist hjá því að efna skyldur samkvæmt ráðningarsamningi. Stefndi beri ábyrgð og stjórni starfseminni og beri stefnanda að hlíta ákvörðunum hans.
Stefndi mótmæli þeirri staðhæfingu að í ákvörðun um veitingu áminningar hafi falist brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og stjórnsýslulaga. Ákvörðun sé í reynd ekki stjórnvaldsákvörðun heldur vinnuréttareðlis samkvæmt sérlögum sem gildi um ríkisstarfsmenn. Jafnvel þó talið yrði að ákvæði stjórnsýslulaga ættu við hafi stefndi ekki brotið gegn lögum. Sama krafa hafi verið gerð á hendur öllum yfirmönnum stefnda, en þeir séu samtals á þriðja hundrað. Stefnandi hafi fengið lengstan aðlögunartíma allra yfirmanna og við mat á þessu atriði þurfi að líta til þess að stefnandi hafi gengist undir skyldur við ráðningu. Aðgreining þeirra sem starfi alfarið innan sjúkrahúss svo og þeirra sem hafi með höndum rekstur sjálfstæðrar lækningastofa samhliða starfi á sjúkrahúsi eigi sér langan aðdraganda í viðræðum ríkis og stéttarfélaga lækna. Veiting áminningar hafi bæði talist eðlileg í ljósi aðstæðna, samrýmst ákvæðum laga sem gildi um starfsmenn íslenska ríkisins og jafnframt talist rökrétt framhald máls í ljósi málavaxta.
Í stefnumörkun framkvæmdastjórnar stefnda frá desember 2001 komi fram að efnisákvæði hennar skuli gilda nema í undantekningartilvikum að slíkt þyki henta sjúkrahúsinu. Í framkvæmd hafi tvenns konar undantekningar verið gerðar. Í fyrsta lagi hafi ekki verið talið hagkvæmt að beita ákvæðum samþykktar varðandi yfirlækna á húð- og kynsjúkdómadeild, ofnæmissjúkdóma, göngudeild sykursjúkra svo og á lýtalækningadeild. Rök að baki þessu byggðust á því að umrædd störf séu ekki svo umfangsmikil, er tengdust sjúkrahúsinu sérstaklega, að réttlæti 100% starf en jafnframt sé talið nauðsynlegt að viðhafa starfsemi, bæði vegna öryggis sjúklinga og tengsla við kennslu í Háskóla Íslands. Aðstæður þessara sérgreina séu í reynd með þeim hætti að sjúklingar leiti fremur lækninga til sjálfstætt starfandi lækningastofa en sjúkrahúsa. Í öðru lagi hafi verið ákveðið að yfirlæknar, sem komnir væru nærri starfslokum sökum aldurs en létu af stjórnunarstarfi í kjölfar sameiningar sjúkrahúsanna, skyldu halda óskertum kjörum og starfsheiti samkvæmt kjarasamningi (launaheiti). Ábyrgð og stjórnunarskyldum hafi verið létt af þeim og starfi þeir sem sérfræðilæknar innan deildar en beri áfram starfsheitið (launaheitið) yfirlæknar án stjórnunarábyrgðar. Af hálfu stefnda hafi ekki verið gerðar athugasemdir við að þessir aðilar starfræktu sjálfstæðar lækningastofur samhliða starfi hjá stefnda. Rangt sé að stefndi hafi mismunað yfirlæknum vegna þessa eða að stefndi hafi brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, sbr. 65. gr. laga nr. 33/1944, með síðari breytingum eða jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, sbr. 11. gr. laga nr. 37/1993.
Stefnandi hafi ítrekað lýst því yfir að hann hefði ekki í hyggju að hætta rekstri sjálfstæðrar lækningastofu þrátt fyrir eftirgangsmuni stefnda þar sem m.a. hafi verið leitað eftir viðræðum við stefnanda um breytingu. Með þessu háttalagi stefnanda hafi verið brostnar forsendur fyrir ráðningu stefnanda í starf yfirlæknis. Við meðferð þessa máls, bæði dómsmáls og stjórnsýslumáls, hafi stefnandi áréttað stöðu sína sem starfsmanns stefnda og frelsi til að starfa við það sem hann kjósi. Hafi stefnandi ítrekað þau sjónarmið að hann hafi starfað við rekstur sjálfstæðrar lækningastofu í eigin „frítíma“ og að stefnda komi það ekki við. Af þessu tilefni bendi stefndi á að stefnandi hafi verið ráðinn í fullt starf, 100% starfshlutfall, við ráðningu til sjúkrahússins 16. júlí 2002 og hafi hann notið greiðslu fullra launa sem yfirlæknir í 100% starfi allt frá sama tímamarki. Stefnandi hafi fengið tímabundna undanþágu til að starfrækja sjálfstæða lækningastofu sína í allt að tvö ár eftir að hann hóf störf hjá stefnda.
Stefndi vísi til laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og grundvallarreglna íslensks vinnuréttar. Um málskostnað vísi stefndi til ákvæða 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Niðurstaða
Ágreiningslaust er að stefnandi var ráðinn í 100% starf yfirlæknis hjá stefnda með ráðningarsamningi 16. júlí 2002. Eins og komið hefur fram í málinu var ákveðið í desember 2001 af hálfu stefnda að á árinu 2002 skyldi gerð sú breyting á ráðningum og starfstilhögun yfirmanna hjá stefnda að þeir gegndu ávallt starfi sem svaraði til 100% starfshlutfalls og sinntu ekki öðrum störfum utan stefnda en kennslu á háskólastigi eða störfum við háskóla eða nefndarstörfum á vegum opinberra aðila. Þetta kemur meðal annars fram í fundargerð framkvæmdastjórnar stefnda 11. desember 2001, en þar segir einnig að ráðningum yfirmanna skyldi framvegis þannig háttað nema í undantekningartilvikum þegar annað væri talið henta stefnda.
Á minnisblaðinu, sem málsaðilar undirrituðu sama dag og ráðningarsamninginn, var gert ráð fyrir því að stefnandi hætti rekstri lækningastofu sinnar innan tveggja ára frá næstu áramótum að telja „svo fremi sem aðstaða og starfsumhverfi til slíkrar starfsemi sé þá viðunandi innan veggja LSH að áliti samningsaðila og að uppfylltu §5 og §6.“ Af hálfu stefnda hefur komið fram að stefnanda hafi verið veitt þessi tímabundna undanþága frá fyrirætlunum stefnda af tillitssemi við hann enda hefði öðrum, sem rekið höfðu lækningastofur samhliða yfirlæknastöðum hjá stefnda, verið veittur hæfilegur aðlögunartími til að hætta slíkum rekstri. Framkvæmdastjóri lækninga hjá stefnda lýsti því fyrir dóminum að með orðalagi í 4. lið minnisblaðsins sé átt við að sjúklingum sé veitt viðeigandi þjónusta án þess að þeir þurfi að leggjast inn. Aðstaða til að veita slíka þjónustu hjá stefnda hafi verið fullnægjandi á göngudeild stefnda og einnig hafi verið þar fullkomin rannsóknarstofa og aðgengi að skurðstofu. Stefnandi lýsti þessu þannig fyrir dóminum að ekki hafi verið aðstaða til að taka við göngudeildarsjúklingum hjá stefnda þegar hann gegndi starfi yfirlæknis þar, en breytingar, sem þurft hafi að gera, hafi ekki gengið eftir. Stefnandi kvaðst hafa fallist á, ef það væri algert skilyrði af hálfu stefnda fyrir ráðningunni, að hætta rekstri stofunnar að gefnum þeim skilyrðum að aðstaðan, sem þyrfti til þessarar starfsemi, væri innandyra á spítalanum. Sjúklingunum hafi þurft að sinna og stefnandi hafi með ákvæðinu í minnisblaðinu viljað tryggja að aðstaðan til þess yrði fyrir hendi hjá stefnda ella myndi hann sinna þessum sjúklingum á lækningastofu sinni. Aldrei hafi verið ætlunin með ákvæðinu í minnisblaðinu að stefnandi hætti þeirri starfsemi sem hann hafði fram að þeim tíma sinnt á lækningastofunni. Meiningin hafi verið sú að hann flytti starfsemina inn á spítalann. Það hafi hins vegar ekki verið unnt vegna aðstöðuleysis þar. Stefnandi kvaðst hafa gert það sem hann gat til að bæta aðstöðuna hjá stefnda til þess að unnt væri að sinna þessum læknisverkum þar. Að öðru leyti hafi það verið í höndum stefnda að bæta aðstöðuna og ráða bót á því sem áfátt var en það hafi ekki verið gert. Í maí 2005 hafi framkvæmdastjóri lækninga hjá stefnda kennt stefnanda um að hafa ekki komið þessari aðstöðu upp. Á þeim tíma hefði því aldrei verið haldið fram af hálfu stefnda að aðstaðan væri fyrir hendi hjá stefnda heldur aðeins að það væri stefnanda að kenna að svo væri ekki.
Telja verður að með 4. tölulið í minnisblaðinu frá 16. júlí 2002 hafi verið staðfestar gagnkvæmar samningsskyldur málsaðila þar sem stefnandi skuldbatt sig til að hætta rekstri lækningastofu sinnar að því tilskildu að aðstæður til að sinna sambærilegum störfum hjá stefnda yrðu fyrir hendi. Þegar virt er það sem fram hefur komið í málinu verður hins vegar að líta svo á að hvorki verði af orðalagi hins umdeilda ákvæðis í minnisblaðinu né gögnum málsins ráðið hverju stefndi þyrfti nákvæmlega að hrinda í framkvæmd til þess að hann teldist hafa uppfyllt skyldur sem á honum hvíldu gagnvart stefnanda samkvæmt ákvæðinu í minnisblaðinu og var forsenda fyrir því að stefnanda væri skylt að hætta rekstri lækningastofunnar samkvæmt þessu sama ákvæði. Engin gögn liggja heldur fyrir í málinu um að stefnandi hafi gert óþarfar eða óraunhæfar kröfur á hendur stefnda í þessum efnum. Við úrlausn málsins verður því að leggja til grundvallar að ekki hafi verið sýnt fram á af hálfu stefnda að hann hafi uppfyllt skyldur sem á honum hvíldu gagnvart stefnanda samkvæmt framangreindu ákvæði í minnisblaðinu. Telst því ósönnuð sú staðhæfing stefnda að aðstæður hjá stefnda, á þeim tíma sem hér skiptir máli, hafi verið í samræmi við lýsingu í 4. tl. minnisblaðsins, en stefndi verður að bera hallann af þeim sönnunarskorti.
Samkvæmt þessu hefur ekki verið sýnt fram á af hálfu stefnda að stefnanda hafi verið skylt að hætta rekstri lækningastofu sinnar vegna ákvæðisins í minnisblaðinu eða af öðrum ástæðum. Er því ekki unnt að líta svo á að stefnandi hafi óhlýðnast löglegu boði eða banni stefnda eins og haldið er fram af stefnda hálfu að stefnandi hafi gert. Þar með hafði stefndi enga lögmæta ástæðu samkvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996 til að veita stefnanda áminningu eins og gert var 31. október 2005. Með vísan til þess hefur hin umdeilda áminning ekki lagastoð og verður því þegar af þeirri ástæðu að telja hana ólögmæta. Samkvæmt því ber að taka kröfu stefnanda um viðurkenningu þess efnis til greina.
Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 800.000 krónur, þar með talinn virðisaukaskattur.
Dóminn kvað upp Eygló Fritsdóttir héraðsdómari.
Áminning sem stefndi, Landspítali-háskólasjúkrahús, veitti stefnanda, Gústaf Bjargsteinssyni, 31. október 2005, telst ólögmæt.
Stefndi greiði stefnanda 800.000 krónur í málskostnað.
Petra Guðbrandsdóttir |
Verkamannaflokkur Kúrdistans segir að ekki séu lengur skilyrði fyrir vopnahléi við Tyrki eftir að loftárásir voru gerðar á búðir þeirra skæruliða flokksins í norðurhluta Íraks. Vopnahléi var lýst yfir árið 2013.
Verkamannaflokkur Kúrdistans, PKK, hefur síðastliðna þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda. Yfir fjörutíu þúsund hafa látið lífið, flest Kúrdar. Flokkurinn lýsti fyrir tveimur árum yfir vopnahléi, sem hefur verið virt að mestu leyti þar til í nótt og í morgun. Þá gerðu tyrkneskar herþotur loftárásir á búðir Kúrda í norðurhluta Íraks. Í yfirlýsingu sem stjórnvöld í Ankara sendu frá sér sagði að sprengjum hefði verið varpað á búðir þeirra, skotbyrgi, geymslur og önnur hernaðarlega mikilvæg skotmörk. Þessar árásir voru gerðar á sama tíma og ráðist var gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Atlagan gegn PKK kemur nokkuð á óvart. Hún kann að tengjast því að fyrr í vikunni felldu Kúrdar tvo tyrkneska lögreglumenn. Þeir fullyrtu að Tyrkirnir hefðu verið í liði með Íslamska ríkinu og tekið þátt í árás vígasveita þess á landamærabæinn Suruc á miðvikudaginn var. Á fjórða tug Kúrda féll í árásinni.
Hernaðararmur PKK sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis. Þar sagði að Erdogan Tyrklandsforseti og stjórn hans hefðu gert alvarleg mistök með loftárásunum. Vopnahléið hefði engan tilgang lengur og skilyrðin fyrir því væru ekki lengur fyrir hendi. Kúrdar áskildu sér fullan rétt til að verja hendur sínar. |
Það er löngu tímabært að heimildir í dýraverndunarlögum séu nýttar til fulls, segir sérfræðingur í lögunum. Þess er krafist að bónda, sem er ákærður fyrir illa meðferð á dýrum, verði bannað að halda búfé, en það yrði í fyrsta sinn sem sú lagaheimild væri nýtt.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ábúandinn á Stórhóli í Álftafirði hefur orðið uppvís að vanrækslu en ákæran nú er byggð á málum sem komu fram við eftirlit Matvælastofnunar fyrr á árinu. Í ákærunni er þess meðal annars krafist að bóndanum verði bannað að eiga eða halda búfé, samkvæmt 18. grein laga um búfjárhald, en sama ákvæði er að finna í lögum um dýravernd.
Þetta er líklega í fyrsta sinn sem þessari heimild er beitt á Íslandi segir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur í dýraverndunarlögum.
„Ég tel það náttúrulega löngu tímabært vegna þess að meðferð búfjár á Íslandi hefur í sumum tilvikum verið alveg óskaplega mikið ábótavant,“ segir Árni Stefán. „Það er til fjöldi dæmi síðan lög um dýravernd tóku gildi þar sem upp hafa komið mjög alvarleg tilvik þar sem virkilega hefur verið brýn ástæða til að svipta umráðamönnum heimild til að halda dýr yfir höfuð. Þetta er mjög fordæmisvekjandi vegna þess einfaldlega að refsiákvarðanir í þessum málum hafa verið mjög mildar og varla komið neitt við sakborninga.“ |
Gamli og nýi tíminn mætast á einstakan hátt heima hjá Erlu Óskarsdóttur sem býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Val Jónssyni, og börnum þeirra tveimur, Kötlu Ingibjörgu og Jóni Óskari. Húsið er byggt árið 1956 og teiknað af Skúla Norðdahl arkitekt. Þau keyptu húsið árið 2011 og hafa síðan þá lagt áherslu á að halda í upprunalegan stíl samhliða því að gera heimilið að sínu.
Góður andi er í húsinu, það er hlýlegt og minnir á gamla tíma. „Húsið var byggt árið 1956 og fjölskyldan sem byggði það bjó hérna alveg þangað til við keyptum það
árið 2011,“ segir Erla.
Hún segir stíl hússins höfða svo vel til sín að hún hafi ekki viljað breyta miklu. „Við tókum
teppið sem var á gólfinu og hluta af veggfóðrinu og máluðum. Annars höfum við haldið í nánast allt upprunalegt. Við héldum betrekkinu á sumum veggjum og við vorum meira að segja með gardínurnar uppi sem fylgdu með húsinu, alveg þar til núna í haust. Ég ákvað að hvíla þær aðeins,“ segir hún og hlær.
Erla heillaðist strax af húsinu þegar hún skoðaði það fyrir næstum tíu árum. „Þetta er draumahúsið mitt, hvað útlit og stíl varðar.“ segir hún.
Lestu viðtalið og sjáðu fleiri myndir í nýjasta Hús og híbýli.
Myndir / Hallur Karlsson
Hús og híbýli er fagtímarit um heimili, hönnun, arkitektúr og listir. Lögð er sérstök áhersla á gæði bæði hvað varðar efnistök og myndir. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun. |
„Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi.
Þar sem að Ísland tapaði fyrir Austurríki í sömu keppni í haust er ljóst að það er hörð samkeppni hjá þessum þremur liðum um efstu tvö sætin í riðlinum og þar með þátttökurétt í lokakeppninni.
Það er þó enn nóg af stigum eftir í pottinum en alls á Ísland fjóra leiki eftir. En möguleikar strákanna okkar á að komast til Serbíu minnka óneitanlega mikið ef leikurinn í kvöld tapast.
„Best væri að vinna báða leikina en hörmung að tapa þeim báðum," sagði Ólafur. „Við fengum lítinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og gera það sem þarf að gera. Við þurfum að ná ákveðnum þáttum fram í okkar leik og kemur ekkert annað til greina en að gera það á þessum tveimur dögum."
Íslenska og þýska liðið þekkjast mjög vel en þau hafa þrisvar mæst síðan um áramótin. Fyrst í tveimur æfingaleikjum hér heima og svo aftur í milliriðlakeppninni á HM í Svíþjóð. Strákarnir unnu báða æfingaleikina en töpuðu svo eftirminnilega fyrir Þjóðverjum í Svíþjóð. Þeir höfðu unnið alla sína leiki í keppninni fram að því en töpuðu svo öllum sínum leikjum í kjölfarið.
„Það er ljóst að við getum lagað margt úr þeim leik," sagði Ólafur um tapleikinn. „Við höfum treyst á ákveðin fræði í okkar leik og það var ekki það sem fór úrskeiðis í þeim leik. Við höldum í okkar fræði og trúum á það sem við höfum verið að gera. Það var fyrst og fremst einbeitingin sem klikkaði í þeim leik og þurfum við að laga það."
Þjóðverjar nálguðust leikinn á mjög skynsaman mátaog fundu árangursríkar lausnir gegn íslenska varnarleiknum. Þeir höfðu greinilega nýtt sér æfingaleikina hér heima skömmu fyrir mót vel.
„Það er ef til vill ákveðið forskot að mæta sama andstæðingi aftur eftir tapleik með ákveðna áætlun í huga. Þegar maður tapar leik skoðar maður hvað fór úrskeðis og kemur með svör. En nú erum við með þetta forskot. Í Svíþjóð héldum við að allt sem við gerðum hér heima myndi duga aftur til sigurs en þá náðu þeir að finna réttu svörin. Það er okkar að svara fyrir tapið núna."
Enginn efast um hversu mikilvægur hlekkur Ólafur hefur verið í íslenska landsliðinu en meiðsli settu strik í reikninginn og hann gat ekki beitt sér af fullum krafti þegar mest á reyndi. Hann náði sér því ekki á strik í Svíþjóð.
„Ég sagði fyrir mót að mitt hlutverk væri að finna mitt hlutverk," sagði Ólafur spurður um hvort að hann hafi tekið sér tíma til að greina frammistöðu sína í Svíþjóð. „Ég held að það hafi verið rétt en að ég hafi metið það rangt hvert mitt hlutverk væri."
„Meiðslin eru ytri afsökun sem ég get leyft mér að nota en þau voru vissulega aðeins að trufla mig. En ég held að ég hafi dregið mig aðeins meira til baka en ég hefði átt að gera. Lexi [Alexander Petersson] var að koma sterkur upp enda í hörkuformi. En ég veit að ég nýtist öðrum betur ef ég er góður. Það hjálpar bæði miðjumönnum og skyttunum hinum megin. Það er því mikilvægt að ég sé góður, þó svo að Lexi sé þarna líka."
Hann segist ekki ætla skipta sér af því hvernig Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari muni stilla upp sínu liði í kvöld.
„Mér finnst það sterkast þegar að Lexi spilar sem bakvörður í vörninni og er í horninu í sókninni. Kannski byrjar hann samt í skyttunn í kvöld – ég veit það ekki. En ég ætla að reyna að spóla þetta í gang – vera svolítið graður og ákveðinn." |
(Eftir 2. umr. í Ed. , 18. des.)
1. gr.
Í stað orðsins „matsverðs“ í 1. mgr. 4. gr. laganna komi: álagningarstofns.
2. gr.
3. mgr. 4. gr. laganna orðist svo:
Verði ágreiningur um gjaldstofn skv. 3. gr. skal vísa honum til úrskurðar Fasteignamats ríkisins. Þeim úrskurði má skjóta til yfirfasteignamatsnefndar ríkisins. Verði ágreiningur um gjaldskyldu sker yfirfasteignamatsnefnd úr. Úrskurðum nefndarinnar má skjóta til dómstóla.
3. gr.
1. mgr. 34. gr. laganna orðist svo:
Sveitarstjórnum er heimilt að innheimta aðstöðugjald í sveitarsjóð hjá þeim aðilum, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í sveitarfélaginu, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum.
4. gr.
A-liður 2. mgr. 34. gr. laganna orðist svo:
Þeir sem um ræðir í 1.–4. tölul. og 6. tölul. 4. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.
5. gr.
Í stað „1. tölul. 1. mgr. 31. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 35. gr. laganna komi: 1. tölul. 31. gr., og í stað „1. tölul. 2. mgr. 31. gr.“ í 2. mgr. sömu greinar komi: 2. mgr. 1. tölul. 31. gr.
6. gr.
Upphaf fyrri málsgreinar 38. gr. laganna orðist svo:
Heimilt er að innheimta aðstöðugjald hjá aðila sem stundar atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í öðru sveitarfélagi en þar sem hann á lögheimili eða hefur aðalatvinnurekstur sinn ef.
7. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1990. |
Á Srí Lanka aukast áhyggjur af því að neyðarhjálp í formi fjár sé sóað í dularfull verkefni og í vasa spilltra stjórnmála- og embættismanna. Stjórnvöld í Kólombó vilja sem minnst segja um hvernig fénu er varið og halda samtökum og héraðsstjórnum fjarri þeirri ákvarðanatöku.
Víða með fram suður- og austurströnd landsins hefur lítil sem engin hjálp borist en á sama tíma hafa stjórnvöld greint frá því að miklar uppbyggingaráætlanir hafi þegar verið gerðar. Þær hafa hins vegar ekki verið gerðar opinberar en Reuters komst yfir eintak af þeim hugmyndum sem uppi eru og samkvæmt þeim eiga um 40 prósent þess fjár sem borist hefur að fara í umferðarmannvirki, nýja þjóðvegi og lestarteina. Mun minna á að berast þeim byggðarlögum sem verst urðu úti.
Yfirmaður alþjóðasamtakanna Transparency International á Srí Lanka segir hættu á spillingu í tenglsum við dreifingu fjárins, en talsmenn stjórnvalda segja þau orð einungis áróður stjórnarandstöðunnar. Í Aceh-héraði í Indónesíu vilja stjórnvöld nú að erlendir herir, sem veitt hafa neyðarhjálp, hverfi hið fyrsta á braut. Bandaríkjaher hefur verið í fararbroddi í neyðaraðstoð, einkum við flutninga neyðargagna í þyrlum eftir vesturströndinni þar sem landleiðin er algjörlega ófær.
Hjálparstarfsfólk segir nánast vonlaust að koma hjálpargögnum til skila án hjálpar hersveita og að enn séu nokkur einangruð byggðarlög án hjálpar. Engu að síður vilja stjórnvöld losna við erlenda hermenn sem fyrst, en það mun koma illa við kauninn á mörgum að hafa vestræna hermenn í fjölmennasta múslímaríki heims. |
Eftir Guðna Einarsson
[email protected]
NOKKUR munur er á afdrifum ökumanna og farþega jeppa annars vegar og fólksbíla hins vegar lendi þeir í umferðarslysum, samkvæmt niðurstöðum dr. Guðmundar Freys Úlfarssonar verkfræðings, en hann starfar sem prófessor og sviðsstjóri samgöngusviðs byggingarverkfræðideildar Washington-háskóla, St. Louis, í Bandaríkjunum.
Guðmundur hélt erindi í gær í Öskju og greindi þar frá niðurstöðum rannsóknar þar sem athugaður var munur á meiðslum ökumanna jeppa og fólksbifreiða í árekstrum tveggja ökutækja og einnig í slysum þar sem eitt ökutæki kom við sögu, t.d. við útafakstur. Einnig greindi hann frá rannsókn á mun breyttra og óbreyttra jeppa í slíkum óhöppum. Rannsóknirnar voru unnar hér á landi og byggðu á gögnum frá Umferðarstofu, bifreiðaskrá og öllum tryggingafélögunum. Gögnin voru aðallega frá tímabilinu 1991-2001. Annarri rannsókninni stýrði Guðmundur sjálfur en hina vann hann með Orion-ráðgjöf. Rannsóknarráð umferðaröryggismála var helsti styrktaraðili.
Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að í slysum þar sem aðeins eitt ökutæki kom við sögu, við útafkeyrslu eða ákeyrslu á fastan hlut, reyndust jepparnir hættulegri fyrir ökumann og farþega en ef góður fólksbíll lenti í samskonar slysi. Eins reyndist mun meiri hætta við útafkeyrslu að jeppi ylti en fólksbíll og það á einnig þátt í að auka á alvarleika slysa jeppafólks. Guðmundur sagði að af fyrirliggjandi gögnum væri ekki væri hægt að sjá marktækan mun á afdrifum fólks í breyttum og óbreyttum jeppum við slys eða að einni gerð jeppanna væri hættara við að velta en annarri.
Þegar skoðaður var árekstrar tveggja bíla, þar sem annar var jeppi og hinn fólksbíll, reyndust ökumenn og farþegar jeppanna njóta mun meira öryggis en fólkið í fólksbílunum. Þannig reyndust t.d. tvöfalt meiri líkur á að ökumaður fólksbílsins biði bana vegna ákeyrslu við jeppa en við svipaða ákeyrslu við annan fólksbíl. Í hnotskurn» Rannsóknirnar á umferðaróhöppunum voru unnar hér á landi og byggðust á gögnum frá Umferðarstofu, bifreiðaskrá og öllum tryggingafélögunum.» Gögnin voru aðallega frá tímabilinu 1991-2001. |
Hækkun lægstu launa og hörð atlaga að launamun kynjanna er það sem koma skal í kjarabaráttunni, segir Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ á ársfundi ASÍ sem hófst í morgun. Félagsmálaráðherra boðaði uppstokkun velferðarkerfisins og sagði mikilvægt að sporna gegn fátækt, leysa vanda húsnæðislausra og finna nýjar lausnir að nýju almannatryggingakerfi. Helstu viðfangsefni fundarins er efnahags- og kjaramál og hófst hann á stefnuræðu forseta ASÍ. Grétar sagði mikinn og góðan samhljóm vera varðandi þær áherslur sem menn vilji tefla fram í komandi kjarasamningum.
„Fyrir utan réttmæta kröfu um hækkun kaupmáttar er greinilegaeindreginn vilji til að hækka lægstu launin umtalsvert. Það hefur verið mikið launaskrið að undanförnu - en þeir sem sitja helst eftir við þær aðstæður er fólkið á strípuðu töxtunum - fólkið á lægstu laununum.
Hitt verkefnið sem samhljómur er um, er krafan um að færa taxta að greiddu kaupi. Það felur í sér að fá tryggingu fyrir því að þær kjarabætur og ávinningar sem launafólk hefur fengið til viðbótar við það sem samið er um í kjarasamningum, verði ekki tekið af aftur, þegar dregur úr þenslu," sagði Grétar Þorsteinsson. Þá sagði Grétar að ASÍ legði mikla áherslu á að gera harða atlögu að launamun kynjanna.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flutti ávarp á fundinum og boðaði uppstokkun velferðarkerfisins. Takast þyrfti á við vandamál eins og það að um 2700 manns biðu eftir húsnæði í félagslega kerfinu.
Þá benti hún á að tölur frá 2004 sýndu að 27.600 manns yfir 16 ára aldri væru undir fátækramörkum. Það væri sameiginlegt verkefni ASÍ, verkalýðshreyfingarinnar, sveitarfélaga og ríkis að ráða bót á þessum vanda. „Það verður ekki lengur undan því vikist að auka hlutdeild þeirra fátæku í þjóðarauðnum," sagði Jóhanna.
Alls sitja um 300 manns frá 64 aðildarfélögum ASÍ ársfund sambandsins. |
Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti, var formlega ýtt úr vör í dag á leikskólanum Kirkjubóli í Garðabæ.
Í ár er safnað fyrir Vináttu, forvarnarverkefni samtakanna gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis.
Meðlimir Pollapönks tóku lagið með krökkunum á leikskólanum, þar sem Vináttu-verkefnið er í notkun. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, lét ekki sitt eftir liggja og Erna Reynisdóttir, ýtti svo verkefninu formlega úr vör.
Gunnar tilkynnti við þetta tækifæri að hann hefði ákveðið að taka áskorun um að fara í jólapeysu í hot jóga, safnist nægilega mikið í áheitum á hann.
Jólapeysan 2014 snýst um að standast áskorun, íklædd jólapeysu. Opnað hefur verið fyrir skráningu á jolapeysan.is. Þar geta einstaklingar og hópar skráð sig til leiks, fundið upp á áskorunum og hvatt vini og vandamenn til að heita á sig.
,,Markmið okkar er að bjóða öllum leikskólum á landinu þátttöku í Vináttuverkefninu og vinna þannig að því að einelti fái ekki jarðveg í samskiptum hjá kynslóðinni sem er að vaxa upp. Þannig getum við byrgt brunninn áður en barnið dettur ofan í hann,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, en hún hvetur alla til að leggja baráttunni gegn einelti lið með því að taka þátt í söfnuninni.
Nokkrir vaskir einstaklingar hafa þegar tekið áskorunum og ætla að gera ýmislegt sem er aðeins, eða jafnvel nokkuð mikið, út fyrir þægindaramma þeirra.
Allt frá því að fara á skauta í jólapeysu, til þess að labba aftur á bak upp Esjuna, eins og Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, ætlar að gera.
Hér má sjá myndskeiðþar sem þessir einstaklingar lýsa því sem þeir ætla að gera og af hverju þeim finnst mikilvægt að vinna gegn einelti. |
Matthías Máni sem strauk af Litla-Hrauni hefur enn ekki verið yfirheyrður um flóttann en gert er ráð fyrir að gera það á morgun. Eigandi sumarbústaðar sem hann dvaldi í telur hann hafa verið þar í nokkra daga.
Eftir að lögregla sótti Matthías Mána á Ásólfsstaði í Þjórsárdal þar sem hann gaf sig fram, á aðfangadag, var hann fluttur beint á Litla-Hraun. Við komuna þangað var hann settur í einangrun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hann enn ekki verið yfirheyrður um flóttann en til stendur að gera það á morgun. Þá ætti að fást betri mynd á það hvað hann hafðist við alla þá viku sem leitað var að honum.
Lögregla hefur hins vegar tekið skýrslu af eiganda riffilsins sem Matthías var með þegar hann gaf sig fram. Matthías tók riffilinn úr sumarbústað mannsins. Eigandinn bústaðarins, sem er í uppsveitum Árnessýslu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að bústaðurinn væri nokkuð einangraður. Hann segir fjölskylduna hafa dvalið þar þremur dögum fyrir strokið og þakka fyrir að hafa ekki komið þangað á meðan Matthías hafðist þar við. Hann segir að Matthías hafi spennt hurðina upp en að mestu leyti gengið vel um. Sjá megi ummerki um að hann hafi eldað sér og horft á sjónvarp. Miðað við umganginn telur hann að Matthías hafi hafst þar við í nokkra daga. Bústaðurinn sé heilsársbústaður, upphitaður og með rennandi vatni og þar sé alltaf nokkuð af þurrmat.
Fangelsismálayfirvöld hafa farið yfir verklagsreglur í kjölfar stroksins og er von á skýrslu málið á næstu dögum. |
Korkur: metall
Titill: DEICIDE-pæling
Höf.: Kupo
Dags.: 21. desember 2005 04:42:45
Skoðað: 371
ok það sem ég veit er að það var til faraó fyrir 6000 þúsund árum sem hét Tutankhamon(grafhýsi hans fannst árið 1927 minnir mig að é hafi lesið)
og semsagt hann og þegnar hans áttu að hafa tilbeðið anda sem hét Amon..
Tutankhamon þýðir “lengi lifi Amon”
og semsagt svo drepst faraóinn ungur allavega eins og flestir vita sem hafa hlustað á Deicide er að röddin í manninum á venjulegum upptökum er hreint út sagt hrikaleg,koma eikkerar 3-5 raddir í einu;)
Ok sagt er að þessi djöfull hafi andsetið Benton og þess vegna syngi hann svona..
Allavega ég tók því gilt þangað til ég sá Children of the underworld og Sacrificial Suicide live,þá er hann bara með eina klikkaða rödd!sem ég er ekki að fatta,er þetta þá bara allt fake hvernig þeir setja þetta á svið á diskunum eða er ég bara svona skakkur að ég fattaði það ekki fyrr?
þess má til gamans geta að einn diskurinn þeirra heitir Amon:Feasting the Beast og er virkilega crazy lög á honum,sérstaklega 3 síðustu og sagt er einnig að hlusti þú mikið á þá þá geturu farið að finna brennisteins lykt úr græjunum og djöflar fara að skríða í hornunum í herberginu þínu,ég allavega hlusta slatta mikið á þá en ég er ekki að botna í þessu og hef aldrei fundið neina lykt,hinsvegar keyrðum við útaf um daginn um leið og við settum Children of the Underworld á og lentum næstum í fkn sjónum en allavega veit einhver svar við þessu? þ.e.a.s þeir sem eru með þetta á hreinu??
btw hlustiði á Deicide:D
---
Svör
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 21. desember 2005 20:56:49
Atkvæði: 0
Glen er fífl.
---
Höf.: kimtak
Dags.: 22. desember 2005 01:01:08
Atkvæði: 0
þú ert fífl:)
---
Höf.: miltisbrandur
Dags.: 22. desember 2005 01:34:08
Atkvæði: 0
Þú ert brjótari =(
---
Höf.: JesusChrist
Dags.: 22. desember 2005 15:13:01
Atkvæði: 0
þú er sýklahernaðu
---
Höf.: miltisbrandur
Dags.: 22. desember 2005 16:01:10
Atkvæði: 0
=( þú ert finnsk hljómsveit sem dregur nafnið sitt úr goðafræði
---
Höf.: JesusChrist
Dags.: 22. desember 2005 20:14:57
Atkvæði: 0
pólsk =D
---
Höf.: miltisbrandur
Dags.: 22. desember 2005 22:51:43
Atkvæði: 0
i should know =( i wuv them
---
Höf.: JesusChrist
Dags.: 22. desember 2005 22:56:37
Atkvæði: 0
me wuws 'em to
---
Höf.: miltisbrandur
Dags.: 22. desember 2005 22:57:32
Atkvæði: 0
You wanna go you fucking prick? huh?!? huh?? fucking fuckface prick..The only good thing that came from your goddamn mother rolled down her BEHIND
---
Höf.: JesusChrist
Dags.: 22. desember 2005 22:59:16
Atkvæði: 0
………………
---
Höf.: miltisbrandur
Dags.: 22. desember 2005 23:01:58
Atkvæði: 0
Þetta var í Full Metal Jackhead =D
---
Höf.: JesusChrist
Dags.: 22. desember 2005 23:23:40
Atkvæði: 0
sá hana aldrei =(
---
Höf.: miltisbrandur
Dags.: 22. desember 2005 23:50:58
Atkvæði: 0
WATCH IT YOU PRICK
---
|
Íslamskur hryðjuverkamaður hjó höfuð af manni og særði tvo aðra í árás á gasverksmiðju nærri Lyon í austurhluta Frakklands í morgun. Maðurinn veifaði fána herskárra íslamista áður en hann sprengdi sprengjur inni í gasverksmiðunni.
Negldi höfuðið á verksmiðjuhlið
Árásarmaðurinn hjó höfuð að manni fyrir utan gasverksmiðjurnar og negldi höfð fórnarlambsins á verksmiðjuhliðið. Á höfuðið hafði hann krotað slagorð á arabísku. Þá sprengdi hann nokkrar sprengjur áður en hann var handtekinn.
Hefur tengsl við Salafista
Maðurinn er sagður hafa verið á skrá frönsku öryggislögreglunnar yfir róttæka íslamista. Frásagnir sumra fjölmiðla, um að tveir árásamenn með íslamska fána hafi ráðist inn í verksmiðjuna með því að keyra bíl inn í hana, hafa ekki fengist staðfestar.
Árásarmaðurinn, sem handtekinn var, hefur tengsl við samtök svokallaðra Salafista hreyfingu súnní múslima sem boðar bókstafstrú og heilagt stríð en ekki er vitað um tengsl hans við alræmdustu hryðjuverkasamtök íslamista eins „Íslamska ríkið“ líkt og þeir sem myrtu sautján og særðu ellefu í árásum í og við París í janúar, árásum sem hófust með morðum á teiknurum skopmyndablaðsins Charlie Hebdo.
Aukinn öryggisviðbúnaður
Innanríkisráðherra Frakklands Bernard Cazeneuve er á leið á vettvang og Manuel Valls forsætisráðherra Frakklands hefur fyrirskipað hertan öryggisviðbúnað víða um Frakkland eftir hryðjuverkaárásina. Hollande Frakklandsforseti hefur hraðað sér heim af fundi leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins. |
Við stöndum enn og ný á miklum tímamótum sem þjóð.
Þegar grunnforsendur hafa brugðist er mikilvægt að læra af því sem hefur farið úrskeiðis og byggja enn sterkari stoðir um velferð og vöxt okkar samfélags. Stjórnarskráin er sú grunnstoð.
Ný tegund lýðræðis er að festa rætur. Lýðræði, sem byggir á upplýstri þátttöku okkar allra að málum sem varða okkur öll. Réttlát og fagleg aðkoma Íslendinga að grunnreglum þjóðarinnar er forsenda þess að byggja farsælt samfélag þar sem allir fá sín notið í skjóli öruggrar og skynsamlegrar umgjarðar. Gerum þessa tilraun að farsælu nýju upphafi.
Við erum jafnframt að upplifa mikla vitundarvakningu um grundvöll íslenskrar samfélagsskipunar og stjórnskipulags. Við ætlum að skilja betur og sammælast um grunngildi okkar, þýðingu lýðræðis, skilja betur hvernig vald sprottið frá þjóð og hvernig þú og ég höfum bein áhrif á framgang mála. Við gætum orðið fyrirmynd annara þjóða við að fanga tækifæri sem þekkingarsamfélagið býr að á upplýsingaöld.
Ég hef brennandi trú á nútíð og framtíð Íslands og ber ómælda virðingu fyrir þeirri mikilvægu umgjörð sem Stjórnarskráin skapar til góðra verka, skilvirkrar valddreifingar, réttlætis og farsældar þjóðarinnar.
Reynsla mín við að leiða saman fólk um framtíðarsýn og árangur, þekking mín á sviði stefnumörkunar og leiðtogafræða og hæfni við að leysa úr læðingi frammistöðu mun nýtast við mótun betri Stjórnarskrár. Ég mun þjóna þinginu af heilindum, krafti, ábyrgð, fagmennsku og gleði. Ég geng til verks hlutlaus, með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ég mun starfa í anda víðsýnis og virðingar fyrir skoðunum, sögu okkar og staðreyndum.
Ég hvet þig til að kynna þér Stjórnarskrá Íslands, hugleiða hvernig grunn þú villt byggja okkar nútíð og framtíð á og taka þátt í að skapa samfélag sem einkennist af jafnrétti, virðingu, ábyrgð og skilvirkni. Kynntu þér mína sýn hér: www.gudrunhogna.is og vertu með í umræðunni hér: http://www.facebook.com/gudrunhognadottir. Værir þú tilbúin að virkja mitt framlag með því að setja nafn mitt í eitt af efstu sætunum í kosningum til Stjórnlagaþings?
Stjórnarskrá Íslands: um okkur, fyrir okkur og frá okkur.
Guðrún Högnadóttir 6219. |
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, gerir sömu kröfur og aðrir verjendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, og fer fram á sýknu. Munnlegur málflutningur fer fram í Hæstarétti í dag.
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, gerir sömu kröfur og aðrir verjendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, og fer fram á sýknu. Hann segir að ekki hafi tekist að sanna sekt sakborninganna en bendir á að málið sé bæði einfalt og flókið.
Þetta kom fram í málflutningi hans við endurupptökuna í Hæstarétti í dag. Málið sé einfalt að þvi leyti að þrír menn séu sakaðir um manndráp í Keflavík og aðrir um manndráp í Hafnarfirði. Það sé flókið að því leyti vegna þess að engin sönnunargögn um að mennirnir séu látnir.
Játningarnar knúnar fram á ólögmætan hátt
Benti Ragnar á, líkt og aðrir verjendur, að játningar sakborninganna hafi verið þvingaðar á ólögmætan máta þar sem öryggisreglur hefðu verið brotnar. Hann segir ólögmætið þó ekki snúast um vankanta í lögum, heldur hafi það verið stemningin í Sakadómi Reykjavíkur í kringum málið og vissu þeirra sem þar störfuðu um að hin ákærðu hafi verið sek. Kvaðst hann telja að rannsóknin hafi að miklu leyti verið byggð á því að leiða fram frásagnir sem lögregla hafi búið til.
Ragnar sagðist þó gera sér grein fyrir því að málið væri erfitt fyrir dómara Hæstaréttar, þar sem verið væri að fjalla um mál sem tekið hefur verið fyrir í Hæstarétti áður. Hann biðlaði þó til dómara að senda Hæstarétti þau skilaboð til samfélagsins að dæma eigi einungis þá sem eru sannarlega sekir og hægt sé að færa fyrir haldbær sönnunargögn.
Sakfellingin byggð á sögusögnum
Þá segir Ragnar að ýmislegt við lýsingar atburðanna ekki koma heim og saman. Til að mynda að sakborningarnir hafi komið líki fyrir í nýföllnum snjó, en benti hann á að myndir sem teknar voru á þessum tíma sýni að þeir hafi ekki haft líkamlega burði til að gera slíkt.
Eins sagði hann að sakfelling Guðjóns sé byggð á sögum, sögusögnum og framburðum annarra. Ragnar sagði mikinn þrýsting hafa verið á lögreglu að leysa málið og benti á líkt og aðrir ræðumenn dagsins að framburður annarra sakborninga hefðu verið knúnir fram í einangrun. Að lokum kveðst hann vilja að skjólstæðingur sinn sé ekki einungis sýknaður, heldur lýstur saklaus. |
Regla um lágmarksþykkt beislisméla var felld úr gildi fyrir nokkrum árum. Dómarar geta þó bannað mél sem þeir telja að henti ekki íslenskum hestum og reiðhefð.
Sérfræðingur Hestablaðsins í FIPO og almennum reglum í keppni og sýningum á íslenskum hestum rann til á svellinu hvað reglur um beislismél varðar.
Hér á vefnum er frétt undir fyrirsögninni „Ólöglegur einjárnungur hlýtur blessun“. Fullyrðing þessi er röng, og þar með fullyrðing um að margar kynbótasýningar á þessu ári og síðasta séu ólöglegar, vegna þess að reglur um lágmarksþykkt méla (10 millimetrar) var felld úr FIPO fyrir nokkrum árum og í kjölfarið úr reglum um sýningar kynbótahrossa. Þar af leiðir að mælingar á mélum eru ekki lengur við lýði.
Ekki virðast þó allir dómarar hafa meðtekið þessa breytingu og telja að 10 millimetra reglan sé ennþá í gildi. Svo er þó ekki. Það er því ekkert sem bannar knapa að nota tveggja, fjögra, eða sex millimetra tein í mélum, telji hann það „henta sínu hrossi betur“. Dómarar hafa þó vald, samkvæmt FIPO að banna knapa að nota mél sem þeir telja augljóst að meiði hestinn eða henti ekki íslenskum hesti og reiðhefð.
Ástæðan fyrir því að umrædd regla var felld úr gildi ku vera sú að einhverjir fulltrúar á FEIF þingi báðu um staðfestar rannsóknarniðurstöður á því hvort grönn mél meiddu hross meira en þykk. Engin gögn voru til um slíkt og eftir umræður var samþykkt tillaga um að fella regluna úr gildi.
Almennt er þó ekki deilt um að grannur teinn gefur meira átak en gildur teinn. Og því meira eftir því sem teinninn er grennri.
Í reglum um sýningar á kynbótahrossum er eftirfarandi kafli um reiðtygi:
„Reiðtygi og annar búnaður:
Hnakkar: Heimilt er að nota alla hnakka og hnakkígildi sem ekki valda hrossinu óþægindum eða særindum og hæfa íslenskum hrossum.
Beislabúnaður: Hann skal fara vel, vera rétt stilltur og ekki valda hestinum eymslum eða særindum.
Dómnefnd getur veitt undanþágu á reglum þessum til notkunar á mélalausum beislabúnaði ef ástæða þykir til.
Reiðmúlar: Með hringamélum er heimilt að nota enskan múl (með eða án skáreimar), þýskan múl, mexíkóskan múl og spangamúl. Með íslenskum stöngum, hálfstöngum og tvítaumsstöngum er heimilt að nota enskan múl (með eða án skáreimar) eða mexíkóskan múl.
Keyri: Leyfilegt er að nota písk, hámarkslengd 120 cm.
Fótahlífar: Þær séu að hámarki 120 gr. (samanlagður þungi á hvern fót þ.e. legghlífar og hófhlífar) og í dökkum lit, svartar eða dökkbrúnar. Ef hlífar eru notaðar í hæfileikadómi þá skal sami búnaður notaður út alla sýninguna. Ef hlíf dettur af þá skal henni komið fyrir aftur áður en lengra er haldið.“
Í FIPO má meðal annars finna eftirfarandi klausu. Í næst neðstu línu er kveðið á um að þykkt méla og lengd kjálka á stöngum þurfi að standast reglur. Sem eru hins vegar ekki lengur til eftir. Mél og beisli á bannlista má finna HÉR.
Any bit may be used as part of a bridle provided it:
– is suitable for riding horses (not for driving horses or any other use of horses);
– is suitable for riding Icelandic horses;
– fits the horse it is used on correctly;
– complies with the measurement requirements (thickness of mouthpiece and length of cheeks);
– is not included in the list of prohibited bits. |
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann haldi áfram í handbolta. Hann var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun.
Samningur Guðjóns Vals, sem verður 41 árs í ágúst, við Paris Saint-Germain rennur út í sumar. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur, eða síðan keppni í frönsku úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
Tímabilið í Frakklandi var svo flautað af í síðustu viku og PSG krýndir meistarar. Guðjón Valur hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
„Ég hugsa ekki um það nema svona sextán klukkutíma á dag,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvort hann ætlaði að halda áfram að spila.
Hann er á báðum áttum hvort hann eigi að leggja skóna á hilluna og setja punktinn aftan við langan og glæsilegan feril.
„Það er ýmislegt sem kemur til greina og ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram ef ég á að vera hreinskilinn. En það kemur vel til greina,“ sagði Guðjón Valur.
„Mér líður ennþá ágætlega í skrokknum og sérstaklega eftir rúman mánuð í hvíld líður mér eins og ég geti gert þetta í 3-4 ár í viðbót. En hvort það sé skynsamlegt og ég geti gert það á sama stigi og ég hef gert hingað til er spurning sem ég get ekki svarað.“
Guðjón Valur hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2001, í Þýskalandi, Danmörku, á Spáni og nú síðast í Frakklandi. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 1999 og verið fyrirliði þess síðan 2012.
Hlusta má á viðtalið við Guðjón Val hér fyrir neðan. |
Hin árlega djasstónlistarhátíð í Montreux var haldin í lok júní. Einn Íslendingur spilaði á hátíðinni, en það var raftónlistarmaðurinn Bjarki. Nokkur samruni er milli djassins og raftónlistarinnar, enda ýmis sameiginleg sérkenni, og tónleikar Bjarka á hátíðinni voru vel sóttir. Djasstónlistarmaðurinn Herbie Hancock var einnig meðal flytjenda, en Bjarki bendir á að sumir telji Hancock eiga fyrsta raftónlistarlagið.
Bjarki Rúnar Sigurðarson, sem kemur fram undir nafninu Bjarki, skaust fram á sjónarsviðið árið 2015 þegar tónlistartímaritið The Rolling Stone útnefndi hann meðal10 áhugaverðra nýliða sem allir ættu að þekkja. „Ég setti upp útgáfufyrirtæki í byrjun árs [2017] og hef verið að gefa út plötur í hverjum mánuði á vínyl. Við stefnum að því að koma íslenskri danstónlist betur út í heim heldur en gert hefur verið áður“. Hann segir mikið af þeirri íslensku danstónlist sem náð hafi út fyrir landsteinana vera bæði aðgengilega og einfalda, og hann hyggst breyta því: „Við erum að einbeita okkur að því að gefa út tónlist sem hefur meiri pung, og förum okkar eigin leiðir með að kynna hana,“ segir Bjarki. Útgáfufyrirtæki Bjarka heitir BBBBBB.
Bjarki með eina af útgáfum BBBBBB
Hann hefur síðan verið framtakssamur í listinni og er í dag orðinn þekkt nafn í heimi raftónlistar. Í október 2016 birtist grein í tónlistartímaritinu Fact Magazine en þar er Bjarki tilgreindur sem einn mikilvægasti nýliðinn í raftónlist og í fyrirsögn greinarinnar segir að hann framleiði 10 ný lög á dag og þekki heimsfræga rússneska plötusnúðinn Ninu Kraviz.
Nina Kraviz
Þann 2. júlí spilaði Bjarki á einni virtustu djasstónlistarhátíð heims, í Montruex við Genfarvatn, en áhugi djassgeggjara á raftónlistinni er nokkuð mikill. „Mér fannst þetta bara gaman. Ég vissi voða lítið um þessa hátíð, ekki fyrr en ég kom þangað. Ég vissi að þetta væri eitthvað þekkt djasshátíð,“ segir Bjarki. „Svo voru þarna tónlistarmenn eins og Quincy Jones og Herbie Hancock. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast, og var hálf ósofinn eftir tvö önnur gigg, deginum áður.“
Daður Hancock við ólíkar stefnur
Herbie Hancock hélt tónleika í Hörpu fimmtudagskvöldið 20. júlí og voru tónleikarnir vel sóttir, enda á hann marga aðdáendur hér á landi. Ferill Hancocks hófst í New York borg um 1960, en síðan hefur hann stimplað sig inn sem eitt stærsta nafnið í djassheiminum í dag. Samstarf hans við Miles Davis auk einkennandi tilraunagleði í sólótónlist er meðal þess sem einkennir litríkan ferilinn. Hann hefur óhikað daðrað við ólíkar tónlistarstefnur og útkoman er skemmtileg samsuða og frumleg tónlist. Hugsanlega hefur fyrsta raftónlistarlagið orðið til í slíkri tilraunamennsku.
Bjarki hitti Hancock á Montreux hátíðinni og spjölluðu þeir saman um tónlist. „Það sem Herbie hefur fram yfir marga tónlistarmenn er að hann hefur farið út í svo margar stefnur, ég þekki mest lagið Rocket eftir hann, þá fannst mér vídjóið við það lag alveg sturlað,“ segir Bjarki. „Sumir vilja meina að hann hafi gert fyrsta tekknólagið, lagið NoBu sem var gefið út í september 1974 af plötunni Dedication. Tekið upp í Tokyo á einhverju djammi, ískaldir synthar og óreglulegir. Lagið er algjörlega á undan sínum tíma og er eina lagið eftir Herbie sem ég hef keypt á vínyl.“
„Mikið af hljóðum í þessu lagi og á þessari plötu einkenna svolítið tekknóið og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. Það var það sem ég var að spjalla um við hann, hvernig hann gerði þetta og hvað hann var að nota,“ segir Bjarki.
Bjarki var í viðtali í Rokklandi á Rás 2 þann 23. júlí 2017. |
Fornleifar eru í hættu vegna fyrirhugaðar Hólsvirkjunar í Fnjóskadal, að því er fram kemur í frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum. 28 minjar eru innan áhrifasvæðis framkvæmdanna og er óumflýjanlegt að raska einhverjum, þó reynt verði að halda áhrifum í lágmarki.
Arctic Hydro hyggst reisa 5,5 megavatta vatnsaflsvirkjun nyrst í Fnjóskadal. Undirbúningur hefur staðið yfir frá 2011. Tvær stíflur verða gerðar, í Hólsá og Gönguskarðsá, og vatni veitt um aðrennslispípu að stöðvarhúsi á bakka Fnjóskár. Sökum þess að virkjunin framleiðir minna en 10 megavött var hún ekki sjálfkrafa háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun fór þó fram á umhverfismat, enda var talið að eðli og staðsetning framkvæmdarinnar kynni að hafa áhrif á svæði sem njóta verndar.
Talin hafa jákvæð samfélagsleg áhrif
Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum, gerð af verkfræðistofunni Eflu fyrir Arctic Hydro, hefur nú verið kynnt. Þar kemur fram að bein áhrif Hólsvirkjunar verði bundin við raskið sem hlýst af mannvirkjum og á árfarvegina sem verði fyrir skertu rennsli. Á heildina litið eru áhrif á gróður metin neikvæð, en staðbundin og að hluta til afturkræf. Þá er talið að áhrif á fugla-, vatnalíf og jarðmyndanir verði almennt óveruleg og að mestu afturkræf.
Samkvæmt skýrslunni mun Hólsvirkjun ekki á nokkurn hátt skerða möguleika til útivistar eða ferðamennsku og hafa jákvæð samfélagsleg áhrif, enda komi hún til með að auka raforkuöryggi á svæðinu. Samhliða virkjuninni verður lagt þriggja fasa rafmagn í Fnjóskadal.
28 fornminjar innan áhrifasvæðis
Fornleifastofnun Íslands hefur kannað fornleifar á fyrirhugðu framkvæmdasvæði. Alls eru skráðar 42 fornleifar á svæðinu og telur stofnunin að þær séu allar í stórhættu. Í frummatsskýrslunni kemur fram að 28 af þessum minjum séu innan rasksvæðis, þar á meðal 10 kolagrafir.
Við hönnun framkvæmdarinnar hefur verið lögð áhersla á að forðast röskun á minjum eins og kostur er. Þannig hefur vegum, lónum og stíflum verið hnikað til og settir skilmálar í deiliskipulag um að allra fornminjar verði merktar á framkvæmdatíma til að minnka líkur á raski. Þó er talið óhjákvæmilegt að raska einhverjum minjum. Samkvæmt lögum þarf Minjastofnun Íslands að veita leyfi fyrir því að fornleifar víki. Líklegt þykir að Minjastofnun fari fram á ítarlega könnun á þeim fornminjum sem raska þarf vegna framkvæmdanna.
Athugasemdafrestur vegna skýrslunnar rennur út 16. febrúar. Í kjölfarið verður gerð endanleg matsskýrsla og í framhaldinu veitir Skipulagsstofnun álit sitt um mat á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórnir taka síðan ákvörðun, byggða á áliti Skipulagsstofnunar, um hvort eigi að veita framkvæmdaleyfi. |
Kjörseðlar með atkvæðum til Jónasar frá Hriflu og Framsóknarflokksins hafa fundist bak við þiljur í gamla barnaskólanum á Húsavík. Húseigandinn telur að þarna liggi skýringin á slöku gengi Framsóknar í kosningum undanfarin misseri.
Þetta er gamli barnaskólinn á Húsavík en húsið var byggt 1908. Það hefur nú lokið sínu upphaflega hlutverki og nú er verið að gera húsið upp. Og það er oft þegar rifið er innan úr gömlum húsum að þá kemur margt merkilegt í ljós.
Arnar Sigurðsson, húseigandi: Jú, jú, sitt lítið af hverju. Kjörseðla úr kosningum sem mér skilst að séu síðan '42. Stundatöflur síðan '24 og svona ýmislegt annað.
Gísli Sigurgeirsson: Kjörseðlar, það er nú svolítið óvenjulegt að finna slík gögn?
Arnar Sigurðsson: Ég var mjög hissa, ég hélt að þetta væri bara eitthvað dagblaðarusl þegar ég sá þetta þarna út undir og ætlaði að hendi því en ég skoðaði þetta aðeins og þá kom það í ljós að þetta var meiriparturinn af fylgi Framsóknarflokksins.
Sigurjón Jóhannesson, fræðimaður: Mér sýnist svona þegar ég skoða þessa seðla að þeir séu frá 1942 og þá eru í framboði Oddur Sigurjónsson fyrir Alþýðuflokkinn, Jónas Jónsson fyrir Framsóknarflokkinn, Júlíus Hafstein fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Kristinn E. Andrésson fyrir Sósíalistaflokkinn.
Gísli: Heldur þú að þetta hafi verið með í talningunni þessir seðlar?
Sigurjón Jóhannesson: Nú þori ég ekki um að segja en þetta er nálítið merkilegt því að þetta eru leynilegar kosningar og maður hélt að seðlum væri alltaf fleygt eftir ákveðinn tíma en þetta er dálítið sérstakt að þessir seðlar skuli finnast og allir á Jónas.
Arnar Sigurðsson: Ég held að þetta sé bara komin upp hérna skýring á slæmu fylgi Framsóknarflokksins bara í gegnum tíðina. Ég held að það sé reglulega stungið bara slatta af atkvæðum undan.
Gísli: Er þetta þá ekki staðreynd þess að það þurfi að telja upp aftur eftir kosningarnar '42?
Arnar Sigurðsson: Jú, ætli það ekki. Ætli verði ekki að telja aftur. |
Prestar í Suðurprófastsdæmi hafa áhyggjur af því að reist verði eftirlíking af miðaldadómkirkju í Skálholti, eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Einn þeirra, sóknarpresturinn í Odda, segir miðaldadómkirkju ekki eiga heima í Skálholti.
50 ár eru á þessu ári síðan Skálholtskirkja var vígð og ríkið afhenti Þjóðkirkjunni Skálholtsland. Á fundi presta í Suðurprófastsdæmi á miðvikudaginn samþykktu þeir ályktun um miðaldadómkirkju.
Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur í Odda: Það sem við höfum bara áhyggjur af, að miðaldadómkirkja myndi skyggja á þá starfsemi sem nú þegar er í Skálholti sem miðstöð trúar menningar.
Þórdís Arnljótsdóttir: Finnst ykkur hún ekki eiga heima á þessum stað?
Guðbjörg Arnardóttir: Ekki á þessum stað, nei. Hún ætti alveg heima í kannski í nágrenni Skálholts en ekki akkúrat á Skálholtsstað.
Hugmyndir um byggingu miðaldadómkirkju í Skálholti voru kynntar á Kirkjuþingi fyrir tveimur árum og var hvatt til þess að fyrirtæki í ferðaþjónustu og Þjóðkirkjan tækju höndum saman um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Fyrirmynd kirkjunnar er kirkja sem stóð í Skálholti á 16. öld og var um 50 metra löng, 12 metra breið og 14 metra há.
Guðbjörg Arnardóttir: Á þessum stað sem er gert ráð fyrir að hún sé myndi hún gnæfa yfir núverandi kirkju.
Í ályktun prestanna segir að það sé frekar í anda Skálholts að efla þá þætti starfseminnar sem lúta að trúarlífi, fræðslu og menningu í landinu en að byggja staðinn fyrst og fremst upp sem ferðamannastað.
Guðbjörg Arnardóttir: Það er Kirkjuþing í nóvember og við viljum, verði þessi tillaga borin þar upp þá viljum við vera búin að benda Kirkjuþingsfólki á skoðun þeirra sem að þarna starfa. |
„Mamma mér er svo illt í maganum, mamma mér er svo óglatt, mamma ég er með svo mikinn höfuðverk, mamma ég er alltaf að æla upp í mig….“. Svo hefst innlegg sem Eyrún Anna Einarsdóttir skrifar á Facebook þar sem hún vekur athygli á enn sé myglu að finna í skólahúsnæði Mosfellsbæjar.
Hún vísar til þess að í lögum um grunnskóla svo og lögum um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustað sé teki fram að nemendum og starfsfólki skuli vera tryggt öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem skapar öryggi og vellíðan.
„Við foreldrar barna sem eru í Varmárskóla verðum að teljast hafa sýnt töluverða þolinmæði þegar kemur að tímalínu þessara framkvæmda. Ég hef óskað eftir upplýsingum um til hvaða framkvæmda á að ganga í sumar þar sem okkur foreldrum var lofað að öllum framkvæmdum yrði lokið 2021.
Sýnist mér á síðustu svörum að bærinn ætlar sér ekki að standa við það loforð, sýnist mér að hann ætli sér jafnvel ekki að fjarlægja raka og mygluskemmt byggingarefni í þaki Kringlunnar og Brúarlands auk þess sem töluvert er eftir að laga í mjög illa förnu íþróttahúsi.”
Eyrún Anna vísar til að Alþjóðaheilbrigðismálastofunin hafi metið svo að raki og örveruvöxtur í húsnæði og byggingarefnum sé áhættuþáttur fyrir heilsu. Finnst henni með öllu óskiljanlegt hvernig bæjarfélögum sé leyft að komast upp með að bjóða börnum og starfsfólki upp húsnæði sem er með örveruvexti. Nú séu liðin fjögur ár frá því að fyrsta skýrsla um myglu í skólahúsnæði Mosfellsbæjar.
„Ég skora á bæinn að klára framkvæmdir í sumar á skólahúsnæði Varmárskóla. Það er ekki forsvaranlegt að við leggjum upp í 5. skólaárið með myglu í þaki Kringlunnar og Brúarlands og mjög illa förnu íþróttahúsi sem telst til skólabygginga Varmárskóla. Bæði kennarar og börn hafa sýnt töluverð einkenni þó þau hafa minnkað mikið eftir þær lagfæringar sem hafa verið gerðar, þetta hefur gríðarleg áhrif á líðan einstaklinga sem eru með óþol fyrir myglu og fjölskyldur þeirra – nú er bara að klára þetta!“
Birgitta tekur undir með Eyrúnu segir syni sína hafa verið óvenjuoft veika frá því að þeir byrjuðu í skólanum í lok afpríl 2021. „Þetta akkúrat einkenni sem hann hefur verið með. Ég tek það fram að þeir eru báðir heilsuhraustir og eru að jafnaði veikir 1x á ári. Þetta er því mjög alvarlegt mál!“
Óskar segir ástæðulaust að bíða, bæjarstjórinn beri ábyrgð og hann beri að kæra persónulega. ,,Þetta lið þarf að vera á svo háum launum vegna alla ábyrgðina sem þau hafa.“
„Jæja nú er kominn tími á að taka ábyrgð.“
Ekki eru þó allir sammála og segir Aron EFLU vera peningamaskínu og kallar þá sem kalla eftir breytingum á húsnæði „öfgaminnihlutahóp“. Um sé að ræða árásir einstakra einstaklinga á Varmárskóla og eigi þeir að skammast sín.
Sigrún segir aftur á móti að við myglu í skólamannvirkjum verði að bregðast eins og náttúruhamförum, það þýði strax. „Fyrir óþroskuð lungu barna er þessi óværa sérstaklega hættuleg og lausatök því ekki valkostur.“ |
Dómsmálaráðherra telur tímabært að ökklaband með staðsetningartækjum verði tekin í notkun hérlendis. Bæði til að hindra að grunaðir menn rjúfi farbann og eins fyrir afplánunarfanga.
Lögregluyfirvöld telja að fimm grunaðir sakamenn hafi rofið farbann og strokið af landi brott það sem af er þessu ári. Alls hafa 28 manns verið úrskurðaðir í farbann á árinu. Lögreglustjórar virðast almennt hlynntir því að rafrænt eftirlit verði tekið upp hér á landi. Staðsetningartæki væri þá fest um ökkla hins grunaða svo lögregla gæti fylgst með ferðum hans. Eins gætu fangar afplánað dóma sína með slíku ökklabandi. Dómsmálaráðherra kveðst hlynntur þessari hugmynd.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra: Ég held að sá tími sé að koma við þurfum að taka upp þessa tækni hér. Hún er alltaf að verða auðveldari í notkun og hún myndi þá nýtast þá bæði Fangelsismálastofnun og einnig lögreglustjórum í tilvikum sem þessu.
Björn segir að í átta ára gömlum hæstaréttardómi sé kveðið á um að lögregluembættin geti sjálf beitt þeim úrræðum sem þau telji þörf til að koma í veg fyrir að grunaðir sakamenn flýi land.
Björn Bjarnason: Hæstiréttur er í raun og veru að segja, það er tilgangslaust að leggja á mann farbann ef að það er ekki beitt úrræðum til að fylgja því fram. Og hann er að leggja það í mat ákæruvaldsins og lögreglustjóranna hvernig að þessari, þessum málum er staðið í einstökum tilvikum og segir að dómurinn í sjálfu sér geti ekki sett þau skilyrði eða markað þau skilyrði, það verði lögreglan að gera og síðan ef að menn sætta sig ekki við skilyrðin að þá geti þeir leitað til dómara um það hvort að skilyrðin séu sanngjörn eða ekki. |
Notkun Suður Ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga.
Neysla þess kallar fram kröftug ofskynjunaráhrif en það inniheldur svokallað (DMT) efni sem er á bannlista á Íslandi og víðar. En þrátt fyrir það virðist fjölbreyttur hópur áhugafólks um andleg málefni nota efnið hér á landi til að komast í samband við sjálft sig og náttúruna.
Einn Þeirra er Guðmundur Ragnar Guðmundsson og segir hann frá sinni eigin reynslu af efninu í Íslandi í dag. Hann hefur prófað efnið nokkrum sinnum í svokölluðum Ayahuasca athöfnum þar sem margir aðilar neyta efnisins saman undir handleiðslu nokkurskonar seiðkarls sem þekkir vel inn á eiginleika efnisins. En hvað er þetta nákvæmlega og hvað gerist þegar maður innbyrðir náttúruseyðið ayahuasca?
„Ég myndi segja að þetta sé eins og ýkt útgáfa af því að slaka á gagnvart bremsum sem maður hefur innra með sjálfum sér. Til dæmis hef ég haft mikið að gera, mikið stress og erfið samskipti og komin í einhverja spennu sem ég tek ekki eftir þá losnar um það. Það losnar svolítið um stjórnina sem ég hef á því hvað ég skynja,“ segir Guðmundur.
„Það eru tvær jurtir sem eru notaðar í þetta, önnur jurtin er vafningsjurt sem heitir Ayahuasca, stilkurinn af henni er notaður í þetta. Efnin sem eru í því eru róandi og slakandi efni og ekki mjög áhrifarík. Svo eru lauf af tré sem innihalda DMT sem veldur skynbreytingum og þetta er soðið saman í eins konar te, sem er frekar vont á bragðið.“
Guðmundur segir það heilmikla kúnst að geta gert svona te og segir hann að eins konar víma fáist úr því að drekka teið. „Þetta er óvanalegt ástand miðað við hvernig við erum daglega en þetta er ekki vímuefni í merkingunni að komast frá sjálfum sér. Sumir segja að vímuefni sé efni til að aftengja sig, deyfa sig með tóbaki, örva sig með einhverju og koma sér frá sjálfum sér en þetta er meira að maður horfi í spegil. Þannig að það fer eftir því hvað fólk meinar með vímu, þetta er allavega óvanalegt ástand miðað við hvernig maður er dags daglega,“ segir Guðmundur.
Guðmundur segir ekki auðvelt að kalla efnið fíkniefni. Fólk sæki sjaldan í efnið strax aftur. „Þetta er oft þannig reynsla að fólk þarf að vinna úr einhverju sem það sá og eitthvað svoleiðis og það er mjög óalgengt að fólk stundi þetta, ég get eiginlega ekki séð hvernig það ætti að vera hægt.“
Vildi komast að því af hverju hann væri tilfinningalega frosinn
Guðmundur ákvað að próf Ayahuasca eftir að hann byrjaði að vinna í sjálfum sér og komst að því að hann væri stíflaður tilfinningalega að eigin sögn.
„Ég er búinn að þurfa að vinna í sjálfum mér, þurfti að hætta að drekka og vinna í sjálfum mér og hvernig mín æska var og svona, dálítið algeng vandamál og ég var orðinn stíflaður tilfinningalega. Ég á tvær dætur og náði ekki að tengjast þeim tilfinningalega og var bara dáldið svona róbot, var að reyna að gera mitt besta og þykjast vera góð manneskja.
Og þannig fór Guðmundur í sína fyrstu Ayahuasca athöfn. Þar situr fólk saman og fólk er á staðnum sem passar upp á þá sem taka þátt í athöfninni og leitt er með tónlist.
„Ég kem á staðinn til þess að drekka þetta te og skynja hvað er á bak við þetta frost sem er í mér. Það gerist þarna eitthvað sem ég hafði haft hugmynd um sem verður að tilfinningu og verður ofsalega vond tilfinning. Á sama tíma sveiflast ég í það að upplifa mikinn kærleika þannig að ég sveiflast tilfinningalega í mikinn kærleika og eitthvað ófyrirgefanlegt. Svo breytist þetta ófyrirgefanlega í sorg.“
Hefur séð táknmynd guðs, Heilaga Móður og aðrar verur
Guðmundur segir að þessi upplifun hans haf breytt honum á undarlegan og varanlegan hátt.„ Ég fór að gráta, ég hafði ekki grátið í mörg ár og fór að finna meiri og dýpri tilfinningar. Ég hef upplifað svona tengingu, svona kærleik: „allt er kærleikur“. Ég hef upplifað að þetta sé allt draumur sem við lifum í,“ segir Guðmundur.
„Ég hef upplifað merkilega hluti þannig séð og hitt fyrir einhverja táknmynd Guðs sem er móðir, Heilaga Móðir. Ég trúi á stokk og steina, ég er alveg komin þangað en ég kann samt áfram að keyra og veit hvenær ég á að þegja en hugmyndin um hvernig raunveruleikinn virkar er alveg farin út um gluggann. Algjörlega. Ég bara trúi að ef ég bið fyrir einhverjum þá muni viðkomandi líða betur. Hugmyndir mínar um það hvað er að vera manneskja eru algjörlega aðrar. Ég sé ekki lengur aðskilinn frá öðrum, ég geti upplifað sársauka annarrar manneskju, ég get hjálpað öðrum án þess að hitta viðkomandi. Ég sé ekki mikið geimverur eða álfa en ég hef séð verur sem koma og lækna mann og svona.“
„Maður verður að hafa húmor fyrir þessu en ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki,“ segir Guðmundur. Hann hafði heyrt að efnið gæti valdið persónuleikabreytingum og það fylgdi oft og tíðum ekki til góðs.
En þetta getur líka haft slæm áhrif á fólk og segir Guðmundur að efnið sé alls ekki fyrir alla. Hann segir að fólk sem búi til dæmis á heimili þar sem er ofbeldi, búi við líkamleg veikindi eða eigi við geðræn vandamál að stríða ætti frekar að sleppa því að prófa efnið.
En Guðmundur hefur einmitt sjálfur upplifað neikvæðar hliðar efnisins. „Það sem er skrítið við þetta er að ég er frekar jákvæður gagnvart þessu en ég hef átt svo slæma reynslu af því að ég kem ekki orðum yfir það. Liðið alveg óskaplega illa og upplifað einhvers konar áfall sem að ég veit ekki hvað er. Ég hef upplifað hræðilegt eitthvað eins og ofbeldi, ég veit ekki hvað það er, bara tilfinningin. Ég veit ekki hvort ég er gerandinn eða þolandinn.“
Mælir gegn því að reynslulaust fólk prófi Ayahuasca eitt
Guðmundur segist halda að þetta sé nokkuð stór hópur sem hafi tekið þátt í Ayahuasca athöfnum á Íslandi og þá séu alltaf einhverjir sem geri þetta í sérstökum ferðum til útlanda.
Hann segir kostinn við það að fara t.d. til Perú þann að fólk sé látið slíta sig frá öllu því sem tilheyri hinu dags daglega lífi. Streitu úr vinnu og öllu því sem hamli manni og maður losi sig við það áður en athöfnin hefst. Fólk taki sér nokkurra daga frí fyrir athöfnina svo það sé bara eitt með sjálfu sér.
Hér heima hins vegar sé þetta ekki gert, hausinn sé fullur af „skít“ þegar farið er inn í athöfnina og því sé ekki víst að reynslan verði eins djúpstæð og þegar hitt er gert.
„Það er mjög mikið atriði að skapa þeim sem er að fara í svona reynslu mjög öruggt umhverfi, það er leitt með fallegri tónlist, tryggt að fólki geti liðið vel.“
Rannsóknir benda til jákvæðra áhrifa í einhverjum tilfellum
Þá hafa einhverjar rannsóknir bent til þess að efnið gæti orðið jákvætt vopn í baráttu læknavísindanna við fíknivandamálum, áfallastreituröskunum og þunglyndi.
„Það var gerð mjög fræg rannsókn á fólki sem var með banvænan sjúkdóm, eins og krabbamein sem fær svo mikið sjokk að það fúnkerar ekki, er alveg í áfalli. Að gefa svoleiðis fólki, það gekk mjög vel og það var mjög falleg grein um þetta í New Yorker. Þetta hjálpaði fólki að upplifa sorgina.“
Guðmundur mælir alls ekki með þessu fyrir hvern sem er og segir lykilatriði að gera þetta undir handleiðslu fólks sem þekkir vel inn á eiginleika Ayahuasca.
„Fólk sem hefur aldrei prófað þetta áður og enginn sem þekkir þetta, mér líst ekki á að fólk sé að panta þetta á netinu og gera þetta í einhverjum sumarbústað.“
„Fólk finnur það sem það er að leita að, það er það skrítna við þessi efni, þú finnur það sem þú leitar að en þú veist ekkert hvað þetta er. Nú er ég búinn að fara nokkrum sinnum og hugmyndin mín um hvað þetta er hún er alveg búin að breytast. Bara hélt að þetta væri meðal við því að hjartað mitt væri lokað en þetta er mjög merkilegt fyrirbæri. Andlega reynslan er hin hliðin sem þarf að koma fram, fólki sem líður vel, stundar hugleiðslu, borðar hollt og gerir þetta getur öðlast andlega reynslu en svo kemur það til baka og þarf að halda áfram að stunda sína hugleiðslu og lifa sínu heilbrigða lífi. Þannig hin hliðin er að sinna andlegri iðkun, það er element í þessu.“
Hægt er að horfa á viðtalið við Guðmund í heild sinni hér að neðan. |
Aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki hlaðið þá rafmagni. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni segir að rafbílaeigendur séu orðnir verulega óþreyjufullir. Reykjavíkurborg kannar nú hvaða rekstrarform sé ákjósanlegast fyrir hleðslustöðvar.
Reykjavíkurborg hefur sett upp 58 tengla á 13 stöðum í borginni og af þeim eru aðeins 12 komnir í gagnið. Ástæðan er sú að það vantar heimtaugar í restina.
Guðmundur Benedikt Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg: Við erum búin að setja upp stöðvar á öllum þessum stöðum en okkur vantar ennþá tengingu frá Veitum, rafmagn niður í kassana. Bíðum eftir því.
Berghildur Erla Bernharðsdóttir: Hvað tefur?
Guðmundur Benedikt Friðriksson: Þetta er bara stórt verkefni hreinlega fyrir Veitur. Við höfum beðið eftir heimtauginni í dálítinn tíma núna og og hérna, en vonum að þetta fari nú að komast í gagnið og þá er hægt að fara að hlaða.
Berghildur Erla: Eru ekki rafbílaeigendur í borginni þá orðnir óþreyjufullir?
Guðmundur Benedikt Friðriksson: Jú, víða, og það eru aðallega náttúrulega þessir sem að að eiga ekki stæði eða lóð, þessir landlausu sem að þurfa að hlaða bílana sína í borgarlandinu. Þeir eru farnir að kalla eftir lausnum og við þurfum að vinna svolítið hratt.
Guðmundur segir að verið sé að skoða 13 staði til viðbótar.
Guðmundur Benedikt Friðriksson: Við ætlum að fara í tilraunaverkefni á 13 stöðum og sjá hvernig reksturinn á þessu er, hvernig notkunin er, hvað kostar að setja þetta upp og svo framvegis. Og þurfum svo í framhaldinu að að setja reglur um það hvernig við, og ákveða hvernig við ætlum að að koma upp þessum hleðslustöðum og reka þær.
Verið sé að horfa til nágrannalanda um hvernig þau hagi rekstri á slíkum stöðvum. Guðmundur segir að það þurfi jafnframt að setja upp hleðslustöðvar í hverfum þar sem fólk á ekki tiltekið stæði eins og algengt er í Vesturbænum og miðborginni. En hann telur að ríkið þurfi einnig að koma með fjármagn því tengdu.
Guðmundur Benedikt Friðriksson: Og mér finnst eðlilegt að við við leitum til ríkisins með það líkt og gert er í í Englandi þar sem að að ríkið styrkir sveitarfélög um þessar hleðslustöðvar sem að þurfa að vera í borgarlandinu. |
Það gengur mikið á þegar 100 kílóa hreindýrstarfur festir hornin í girðingu. Við náðum einstæðum myndum af því þegar tveir galvaskir menn yfirbuguðu tarfinn og frelsuðu úr prísundinni með snæri eitt að vopni.
Á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal býr Hjörtur Kjerúlf. Við smalamennsku fyrir ofan bæinn Sturluflöt í Suðurdal kom hann að þremur hreindýrstörfum sem voru fastir í girðingu. Hann náði að losa einn en vantaði aðstoð og verkfæri til að losa hina.
Hjörtur Kjerúlf, Hrafnkelsstöðum: Það gæti þurft að bara saga af þeim hornin. Við höfum með sög með okkur.
Rúnar Snær Reynisson: Og við förum líka með byssu.
Hjörtur Kjerúlf: Já, við höfum náttúrulega með okkur riffil en ég vil nú helst alls ekki nota hann.
Og þá er lagt af stað í samráði við starfsmann Umhverfisstofnunar. Hjörtur segir að vel hefði verið hægt að skjóta tarfana. Hann hafi hins vegar viljað sigra þá augliti til auglitis. En þegar komið er upp á Flatarheiði blasir við að fyrsti tarfurinn hefur náð að slíta sig lausan. Sá sem var losaður daginn áður finnst hinsvegar dauður enda hafði hann legið ósjálfbjarga í köldum pytti.
Hjörtur Kjerúlf: Mér hefur nú alltaf fundist það svona meira en hæpið að vera með svona girðingar uppi á háfjöllum. Þetta gætu bara kallast netaveiðar.
Eftir nokkra leit finnst hins vegar þriðji tarfurinn í fullu fjöri. Og þá byrjar ballið.
Hjörtur Kjerúlf: Já, nú ætla ég að reyna að reka hann, láta hann hlaupa hringinn í kringum staurinn og vefja vírnum upp á staurinn og þá styttist taumurinn smám saman.
Ásgeir Eiríksson, aðstoðarmaður varpar sér í mýrina til að verða ekki fyrir girðingunni.
Hjörtur Kjerúlf: En þetta er mjög öflugt dýr og alveg í fullu fjöri og þetta gæti bara verið stórhættulegt.
En eftir um klukkutíma glímu virðist tarfurinn sigraður. Krafturinn er þó ógurlegur og girðingastaurar fara á loft. Að lokum þreytist tarfurinn og með þrjá girðingastaura á hornum sér veltur hann á bakið. Þá er bara að binda fæturna, draga fram naglbítinn, merkitöng og sögina.
Hjörtur Kjerúlf: Ég þori ekki annað en að saga hornin af honum vegna þess að hann gæti ráðist á okkur þegar hann losnar.
Byssan var ekki tekin upp í ferðinni og tarfurinn er svolitla stund að átta sig á því að hann er frjáls. Hann drífur sig á fætur og hleypur af stað frelsinu feginn. Að vísu hornalaus en með eyrnalokk í báðum og aldrei að vita nema það slái í gegn hjá kúnum. |
Húsið A, sem tryggt var lögboðinni brunatryggingu hjá S, skemmdist í eldsvoða. Eftir eldsvoðann keypti sveitarfélagið R eignina af F og seldi hana B, en bætur frá S skyldu eftir sem áður renna til R. SL eignaðist loks eignina og hóf byggingu nýs húss með það fyrir augum að leigja stærstan hluta hússins út til aðila með virðisaukaskattskylda starfsemi. Ágreiningur reis milli R og S um uppgjör brunabóta. Taldi S að miða ætti bætur við þá starfsemi, sem rekin hefði verið í húsinu á tjónsdegi, þ.e. fasteignaleigu, en við endurbyggingu fasteignar til slíkra nota væri unnt að endurheimta virðisaukaskatt af byggingarframkvæmdum samkvæmt 7. gr. reglugerðar 577/1989 um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu fasteignar. Hefði F verið skylt að takmarka tjón sitt með því að sækja um slíka skráningu og komast hjá greiðslu virðisaukaskatts við endurbygginguna. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans, var lagt til grundvallar að þeir sem röktu rétt sinn til F ætti hvorki betri né verri rétt til greiðslu bóta en hann. Ákvæði um frjálsa skráningu samkvæmt reglugerð nr. 577/1989 þóttu hafa verið verulega íþyngjandi fyrir F. F hefði valið þann kost að sækja ekki um slíka skráningu og þurfa ekki að leggja virðisaukaskatt á leigu. Var málsástæðu S um að lækka bæri bætur á grundvelli 52. gr. laga nr. 20/1954 um vátryggingasamninga um fjárhæð, sem næmi reiknuðum virðisaukaskatti af tjónsfjárhæð, hafnað. Þá þótti verða líta svo á að S hefði þurft að setja um það skýran fyrirvara ef fullnaðaruppgjör bóta skyldi vera háð því hvort síðari eigendur fasteignarinnar sæktu um frjálsa skráningu. Þótti það ekki hafa þýðingu um úrlausn málsins, að SL hafði sótt um frjálsa skráningu. Samkvæmt þessu var talið að S hefði vangreitt R bætur vegna eldsvoðans og var því fallist á fjárkröfu R.
Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Elí Elisarson, Þórarinn Tomasson og Júlíus Virgarsson.
Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 15. desember 1999 og krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda, en til vara sýknu að svo stöddu. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms auk málskostnaðar fyrir Hæstarétti.
Með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.
Áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði segir.
Héraðsdómur skal vera óraskaður.
Áfrýjandi, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., greiði stefnda, Reykjavíkurborg, 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. |
Eitt mesta sprungusvæði landsins er við Húsavík og háhitasvæði Þingeyinga þar sem hugmyndin er að reisa stóra álbræðslu og orkuver. Orkustjóri Húsvíkinga telur það ekki áhyggjuefni.
Já, jarðborinn Jötunn, einn öflugasti jarðbor sem Íslendingar ráða yfir, er að bora hér á Þeistareykjum í háhitasvæði aðeins u.þ.b. 27 kílómetrum innan við Húsavík. Húsvíkingar gera sér vonir um að hér sé að finna orku sem færi langt með að duga fyrir hugsanlegt álver á Húsavík.
Hreinn Hjartarson, orkustjóri Húsavíkur: Þetta svæði er u.þ.b. nóg að duga álveri en framkvæmdamátinn verður þannig að það verður farið í þrjú til fjögur svæði hérna norðanlands, áhættunni dreift á mörg svæði. Það má svona áætla að eftir sumarið í sumar þá verði komið 30 til 40 % af þeirri orku sem þarf fyrir fyrsta áfanga að álveri á Húsavík.
Þeistareykir eru náttúruperla sem á að umgangast með virðingu þótt bíræfnir jeppamenn hafi séð ástæðu til þess að tæta upp í fallegasta hverasvæðið. En er hægt að virkja þarna í sátt við umhverfið?
Hreinn Hjartarson: Já, það er ljóst að við verðum að taka mikið tillit til umhverfismála hér. Við pössum okkur að fara ekki nálægt þeim hverum sem er áhugavert að skoða og pössum okkur bara í hvívetna að raska ekki meira en þörf er á.
Á svæðinu er eitt mesta sprungubelti landsins sem nær allt út í Skjálfanda við Húsavík, steinsnar frá Bakka þar sem hugmyndin er að reisa álverið. Er skynsamlegast að reisa stórt álver og orkuver við þetta mikla sprungusvæði?
Hreinn Hjartarson: það hefur nú ekki verið mikil hreyfing á sprungunum í gegnum Húsavík síðustu 1000 árin, þá er vitað um tiltölulega, ja, 6 stiga skjálfta þar í kringum 1872, en svo er nú sagan ekkert mikil næstu 700 til 800 ár þar á undan, þannig að við erum ekkert mjög smeykir við þetta. |
Korkur: hljodfaeri
Titill: Tölva í upptökur og Roland Gr20 midi gítar synth...
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 24. maí 2007 22:37:53
Skoðað: 355
Ég er með til sölu:
Tölva:
Nú var ég að skipta í laptop því ég er alltaf á flakki í upptökum og sá frekar kost í að vera með þetta meðfærilegra. Þessi tölva var samansett af tölvuvirkni með hljóðvinnslu (pro tools) í huga og turnin keypti ég að utan. Hann er 15“ rack-mount server kassi úr massívu járni. Hún hefur reynst mér vel í rúmt ár í mörg lög og ekki klikkað enn. Til að sæta upp þessa tölvu aðeins ætla ég að láta fylgja með helstu forit og plugin sem ég sjálfur gæti ekki lifað af án í uppttökum (sjá lista neðar).
Þetta er tölvan:
15” rack-mountable server kassi,
Intel 3ghz (hyper threading),
Giga 8I875 móðurborð (6x usb2)
250gb Sata harður diskur.
1,5gb í vinnsluminni (það eru 4x512 minniskubbar í henni en ég kann ekki að fá fjórða kubbinn til að virka því ég hef ekki of mikla kunnáttu í samsetningu en skilst að það sé ekkert mál fyrir vana menn að láta það virka.. svo tæknilega 2gb í minni)
LG philips DVD skrifari/CD skrifari
Soundblaster Live 5.1 m/ breakout boxi að framan ( hjá geisladirfinu) sem hefur: RCA in - Stórt jack (mic/line) - Midi in/out - Spdif in/out - Stórt jack headphones tengi og optocal in/out.
Forrit sem fylgja:
Windows XP (sp2) setti hana upp til að selja svo hún er alveg fersk.
Reason 3.0
Pro tools 7.3 (þarft hardware til að nota)
BFD (trommur)
Waves dimaond bundle 5.3
Waves SSL channel strip
Waves IR reverb
Waves l3 Ultra maximizer
NI Guitar rig 2
NI Elektrik piano (Rhodes, Wurlitzer og clavia)
T-racks
Gigastudio:
EW VSL solo strings
Nostalgia (flottir retro synthar og strengir)
B4 (2) (must have hammond :O )
Með þessu safni af pluginum hefur engin ástæðu til að gera léleg mix!
Tölva = Verð 40 þúsund
Roland GR 20 midi gítar synth + GK3 pikkup
OK.. þetta er semsagt pedall sem inniheldur synth. Þú setur pickupin á gítarinn (sjá mynd) og tengir í pedalin og gerir þannig gítarinn þinn að sntha. Getur spilað rífandi synth á gítarinn eða blandað gítar við strengi, piano, orgel eða nánast hvað sem er. Það sem mér fannst mest heillandi við þennan pedal af Roland seríunni er að hann hefur MIDI out sem gerir það kleift að tengja pedalinn í hvað synth/tölvu sem er og þannig spila á þann syth/tölvu forrit í rauntíma á gítarinn. Ég hef mest notað hann til þess að setja strengi undir þegar ég strumma á gítarinn eða mjög distorataða lead syntha geðveiki. GK3 pickupinn er hægt að setja á hvaða gítar sem er annaðhvort með bracketi sem fylgir eða einfaldlega notast við lím sem er á honum.. sem heldur mjög vel (ótrúlegt en satt) og skemmir ekki lakkið!
Ég gæti talað um þetta apparat endalaust ef einhver hefur áhuga þá er bara að googla af sér rassinn.. eða spyrja mig.
Mynd:
http://www.rockinn.co.jp/shopping/effector/roland/images/roland_gr20.jpg
GR 20 + GK3 pickup = 33 þúsund
Sendið mér skilaboð eða hafið samband í 698-2825 (Árni).
Bætt við 27. maí 2007 - 22:42
Allt selt. Takk takk.
---
Svör
---
Höf.: oculus
Dags.: 25. maí 2007 10:16:00
Atkvæði: 0
veistu hvort gr20 virki á bassa og er eitthvad latency á midi-inu. danke
---
Höf.: [Notanda eytt]
Dags.: 25. maí 2007 10:51:28
Atkvæði: 0
þetta virkar á bassa, sami effect er seldur fyrir bassa líka en held að þú þurfir þá Gk3 bassa pickupinn. Þessi pedall hefur minnsta latency af öllum svona pedölum, ekkert sem ég hef tekið eftir.
---
|
Sankti Lúsía eða Saint Lucia er sjálfstætt eyríki á frjósamri og hálendri eldfjallaeyju; í Litlu-Antillaeyjaklasanum á mörkum Karíbahafs og Atlantshafs. Ríkið sem telur 165.595 íbúa (2010), byggir á þingræðibundnu lýðræði en í konugssambandi við Breska samveldið.
Landlýsing.
Eyjan er 616 km2 að stærð og er hluti af Windward eyjaklasanum í Karíbahafi. Eyjan er sunnan við Sankti Vinsent og Grenadíneyjar og norðan við Martinique. Sankti Lúsía hefur verið í Breska samveldinu frá 1979. Hún er frjósöm og hálend eldfjallaeyja; hæsti tindur: Gimie, 959 m. Á eyjunni er hitabeltisloftslag. Höfuðborgin er Castries.
Íbúar.
Íbúar (2010) eru um 165.595. Íbúarnir eru aðallega af afrískum uppruna og Kaþólska kirkjan er ríkjandi trú, en þar er einnig stór hópur mótmælenda. Enska er opinbert tungumál, en Kwéyòl, franskur Creole, er einnig víða töluð, og margir eyjaskeggjar tala einnig frönsku eða spænsku.
Saga.
Kristófer Kólumbus hefur líklega séð til eyjarinnar árið 1502. Bretum mistókst í fyrstu tilraun þeirra að nýlenduvæða eyjuna upphafi 17. aldar. Eyjan var síðar byggð af frökkum sem gerðu samning við eyjaskeggja árið 1660. Bretar og Frakkar deildu um Sankti Lúsíu en því lauk með því að bretar tryggðu sér völd árið 1814. Eyjan varð þá hluti af nýlendum Bretlands á Kulborðseyjum. Þegar nýlendan var leyst upp árið 1958-62 varð Sankti Lúsía hluti af Sambandsríki Vestur-Indía. Árið 1967 fékk Sankti Lúsía nokkurt sjálfstæði sem eitt af sex ríkjum í Sambandsríki Vestur-Indía. Þann 22. febrúar árið 1979 hlaut Sankti Lúsía fullt sjálfstæði og er það þjóðhátíðardagur eyjarinnar.
Hagkerfi.
Hagkerfi byggir að miklu leyti á útflutningi landbúnaðarafurða (banana, kakó og annarra landbúnaðarvara úr hitabeltinu) og ferðaþjónusta. Sankti Lúsía hefur laða að erlenda fjárfestingu einkum í bankastarfsemi og létts iðnaðar, olíuhreinsunar og flutninga. Bandaríkin og Frakkland eru helstu viðskiptaríki.
Stjórnarfar.
Samkvæmt stjórnarskrá landsins frá 1979 er landið er þingræðibundið lýðræði. Á þjóðþinginu eru tvær deildir: öldungadeild með 11 þingsæti og Neðri deild (House of Assembly) með 17 sæti. Forsætisráðherra leiðir ríkisstjórnina. Sankti Lúsía er í Breska Samveldinu og hefur því þjóðhöfðingja samkvæmt konungssambandi við Stóra-Bretland og Norður Írland.
Sankti Lúsía hefur alið flesta nóbelsverðlaunahafa miðað við höfðatölu. Það eru þeir Sir Arthur Lewis sem fékk nóbelsverðlaun í hagfræði 1979, og Derek Walcott sem fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1992. Þeir eru báðir fæddir 23. janúar, en ekki sama ár. |
Sjálfstæðisflokkurinn er á flótta undan eigin stefnu og aðgerðaleysi í málefnum aldraðra ef marka má grein Ástu Möller hér í blaðinu á sumardaginn fyrsta. Þar beinir hún spjótum sínum að Reykjavíkurborg en þingmanninum til upplýsingar er það þannig að hjúkrunarheimili verða ekki byggð nema með ákvörðun ríkisins. Bygging hjúkrunarheimila er á ábyrgð ríkisins og þar hefur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks algerlega brugðist í Reykjavík.
Árið 2002 undirritaði þáverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, viljayfirlýsingu við Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, um byggingu tæplega 300 hjúkrunarrýma í Reykjavík á árunum 2003-2007. Þá brá svo við að sjálfstæðismaðurinn og fjármálaráðherrann Geir H. Haarde sagði þetta samkomulag ómerkt og stöðvaði það að fjármunir ríkisins væru settir til verksins. Reykjavíkurborg lagði allan tímann til hliðar fjármuni í verkið, alls 30% eða tvöfalt það hlutfall sem lögbundið er að sveitarfélög leggi til stofnkostnaðar hjúkrunarheimila. Varla þarf að minna Ástu Möller á hvernig ríkisstjórnin hefur farið með Framkvæmdasjóð aldraðra þar sem helmingur af því fé sem greitt hefur verið í sjóðinn hefur farið í önnur verkefni en byggingu hjúkrunarheimila á síðustu 15 árum.
Mér finnst því Ásta Möller býsna ósvífin þegar litið er til fortíðar Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki því 400 aldraðir bíða nú í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og um eitt þúsund manns eru í þvingaðri sambúð á fjölbýlum. Má ég líka minna þingmanninn á að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur bæst við á síðasta ári og eina sem gerst hefur er eitt stykki skóflustunga.
Reykjavíkurlistinn þurfti að vinna upp vanrækslu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 1994 og eyða biðlistum eftir leikskólavist. Það sama mun Samfylkingin gera varðandi biðlista aldraðra eftir hjúkrunarrýmum. Við munum setja í forgang að byggja 400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða á næstu 18 mánuðum.
Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. |
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, safnaði gögnum um klámnotkun að minnsta kosti sex manna sem stofnunin telur öfgamanna. Þetta kemur fram í leynilegu skjali frá uppljóstraranum Edward Snowden, og er fullyrt að gagnasöfnunin hafi verið til þess að draga úr trúverðugleika mannanna og grafa undan orðspori þeirra, en mennirnir sex eru allir áhrifamiklir múslimar að mati NSA.
Í skjalinu, sem dagsett er 3. október 2012, eru sexmenningarnir teknir sem dæmi um það hvernig hægt sé með rafrænu eftirliti að „kortleggja persónuleikabresti fólks á borð við klámnotkun á internetinu“. Niðurstöður NSA í skjalinu eru þær að ósamræmi sé í hegðun meintra öfgamanna út á við og í einkalífinu.
„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að bandarísk yfirvöld noti allar löglegar aðferðir til þess að hindra mögulega hryðjuverkamenn,“ segir Shawn Turner, upplýsingafulltrúi NIC (National Intelligence Council), í samtali við Huffington Post.
Upplýsingum safnað um alla
Jameel Jaffer hjá mannréttindasamtökunum American Civil Liberties Union segir að gagnasöfnunin sé mikið áhyggjuefni. „Það er mikilvægt að hafa í huga að gagnasöfnun NSA beinist alls ekki eingöngu að þessum mönnum. Stofnunin safnar ógrynni viðkvæmra upplýsinga um nánast alla.“
Enginn sexmenninganna er talinn eiga þátt í skipulagningu hryðjuverka og kemur það fram í skjalinu. Þeir eru allir taldir búa utan Bandaríkjanna, en einn þeirra er sagður Bandarískur. |
Serge Gnabry var maður gærdagsins í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði fjögur mörk þegar Bayern München rúllaði yfir Tottenham, 2-7.
Fyrir frammistöðu sína fékk Gnabry tíu í einkunn af tíu mögulegum hjá franska dagblaðinu L'Equipe.
Gnabry er aðeins sá ellefti sem fær fullkomna einkunn hjá L'Equipe. Blaðamenn þar á bæ eru þekktir fyrir að vera sparir á tíurnar.
Gnabry er sá þriðji sem fær tíu í einkunn hjá L'Equipe á þessu ári. Dusan Tadic fékk tíu fyrir frammistöðu sína í 1-4 sigri Ajax á Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lucas Moura fékk sömuleiðis tíu fyrir frammistöðu sína í 2-3 sigri Tottenham á Ajax í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hann skoraði þá öll mörk Spurs sem tryggði sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Lionel Messi er sá eini sem hefur fengið fleiri en eina tíu hjá L'Equipe. Börsungurinn fékk fullkomna einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Arsenal 2010 og Bayer Leverkusen 2012.
Franck Sauzée (1988), Bruno Martini (1988), Oleg Salenko (1994), Lars Windfeld (1997), Robert Lewandowski (2013), Carlos Eduardo (2014) og Neymar (2018) hafa einnig fengið tíu í einkunn hjá L'Equipe.
Leiðin hefur heldur betur legið upp á við hjá Gnabry eftir að Tony Pulis taldi sig ekki hafa not fyrir hann hjá West Brom.
Hann var valinn leikmaður ársins hjá Bayern á síðasta tímabili og hefur skorað níu mörk í tíu leikjum fyrir þýska landsliðið. |
„Það að ég hafi boðið mér bæði andlega og líkamlega upp á þennan ógeðslega sjúkdóm er það versta sem ég hef gert sjálfri mér. Ég vildi óska þess að ég gæti talað við sjálfa mig með því hugarfari sem ég hef í dag gagnvart sjálfri mér á þessum tíma sem ég byrjaði að kasta upp. Því það að þróa með sjálfum sér svona veiki er hræðilegt. Það á engin manneskja að upplifa sjálfa sig það slæma að hún beitir slæmum brögðum til að „laga” sig,“ segir Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir sem hefur um árabil þjáðst af átröskun – búlemíu.
Í færsluá heimasíðu sinni í kvöld greinir Lína frá baráttu sinni við sjúkdóminn sem að hennar sögn hófst þegar hún var í 8. bekk. Hún sé þó í dag á batavegi.
Í færslunni segir hún að hún hafi lengi barist við mikla útlitsdýrkun. „Það er rosalega ómeðvitað en þegar ég fer virkilega að pæla í því þá er það frekar meðvitað. Staðlarnir eru orðnir svo ótrúlega háir að það er óraunverulegt að ná þeim,” segir Lína sem hefur gert garðinn frægan fyrir lífstílsblogg og er þá einnig þekkt á samfélagsmiðlum sem Line the Fine.
Hún lýsir sjúkdómnum á þann veg að hún borði mat og kasti honum því næst upp svo að hún bæti ekki á sig. Hún rekur upphafið til áfalls í æsku og þunglyndis sem fór að láta á sér kræla í kjölfarið.
Hrósin ýttu undir uppköstin
„Ég byrjaði á þunglyndislyfjum og fitnaði í kjölfarið um 12 kíló. Út frá því, þá fékk ég að heyra það af og til að ég væri feit, að ég væri of þung til að geta gert hitt og þetta og það versta var að mér var stundum strítt undan fitu. Það ýtti mér ennþá neðar og ég fitnaði meira. Þar til að einn daginn er ég fattaði að það væri öruglega svakalega sniðugt að borða mat og kasta honum síðan upp,” segir Lína sem bætir við að hún hafi fljótlega farið að grennast eftir að uppköstin hófust.
„Ég grenntist í 9 bekk og fékk endalaust af hrósum fyrir það. Þannig að ég hélt áfram að gera það sem gerði mig „mjóa” til að fá öll þessi hrós, enda voru hrósin mér lífið á þessum tíma. Þetta var byrjunin á sjúkdómnum en hann hefur fylgt mér til dagsins í dag og kemur í lægðum.”
Lína segist þó vera á batavegi í dag og að hún sé mjög meðvituð um geðsjúkdóminn. Hún segist hafa skrifað pistilinn því hún viti til þess að margar aðrar konur séu að ganga í gegnum það sama og hún hefur mátt þurft að þola. Það hafi þó tekið hana langan tíma að birta skrifin sem hún segist hafa byrjað að hafa hripað niður í mars á liðnu ári.
Jákvæðnin skipti sköpum
„Ég óska öllum þeim sem eru í þessari stöðu, bata því þetta er helvíti. Maður er með fitu á heilanum allan daginn, alla daga! Ég er loksins, loksins, loksins búin að sætta mig við sjálfa mig og er án gríns farin að þykja vænt um litlu „bumbuna” mína sem hefur alltaf gert mig geðveika síðan ég man eftir mér,” segir Lína sem bætir við að hún sé þó ekki algjörlega laus úr greipum sjúkdómsins. Hún hvetur alla í sömu sporum til að hugsa jákvætt. Það hafi komið henni yfir erfiðasta hjallann.
„Fatastærð á ekki að skipta neinu máli því við erum öll misjöfn og munum alltaf vera það! Samfélagið er búið að brengla okkur svo mikið þegar það kemur að útliti að við þekkjum nánast ekki lengur muninn á réttu og röngu! Tökum málin í okkar eigin hendur og gerum okkar besta til að samþykkja okkur sjálf,” segir Lína og ráðleggur öllum þeim sem kljást við álíka veikindi að leita sér aðstoðar hjá sérfræðíngum.
Pistil Línu í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Hér að neðan má sjá þegar Lína ræddi um kaupfíkn sína í Íslandi í dag í ágúst á síðasta ári. |
Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum fagnar samþykkt ríkisstjórnarinnar um greiðslur úr ríkissjóði til foreldra langveikra barna. Greiðslurnar geta verið allt í 9 mánuði greinist börnin með mjög alvarleg veikindi eða fötlun. Ragna sat í nefnd sem gerð tillögur um þessi auknu réttindi.
Ragna Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju: Það sem við erum að gera núna er það að foreldrar sem að detta út af vinnumarkaði vegna veikinda barna sinna fá núna laun frá ríkissjóði til þess að koma til móts við það tekjutap sem fjölskyldan verður fyrir vegna veikinda barnanna. Ég verð að segja það að við höfum oft verið mjög óánægð með það bara á okkar góða landi hvað þessar fjölskyldur hafa þurft oft að bara búa við kröpp kjör.
Segir Ragna Marinósdóttir hjá Umhyggju. Rétturinn til aukinna greiðslna á að koma í áföngum á þremur árum en Ragna segir að hún hefði kosið að það gerðist hraðar. Eins sé það staðreynd að hópur foreldra getur þurft að vera frá vinnu árum saman vegna alvarlegra veikinda eða fötlunar barna sinna.
Ragna Marinósdóttir: Ég vil meina það að við eigum eftir að taka á þeim hópi.
Tillögurnar sem nú hafa verið lagðar fram gera líka ráð fyrir að fólk geti tekið sér foreldraorlof vegna veikinda barna allt þangað til þau verða 18 ára í stað 8 ára eins og nú er. Ragna segir að foreldraorlof geti verið allt að 13 vikur á ári, það sé ólaunað en margir viti hreinlega ekki af þessum möguleika á að vera heima hjá börnum sínum. Orlofið geti nýst foreldrum langveikra barna en ekki síður ef slys eða tímabundin veikindi ber að höndum.
Ragna Marinósdóttir: Og þá kannski er þessi fjölskylda bara hólpin, þetta dugar. |
Rautt var yfir litum í niðurstöðum viðskipta með hlutabréf í kauphöll Nasdaq Iceland í dag.
Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,07% í dag og endaði í 1748,53 stigum. Þá hefur vísitalan lækkað um 7,01% frá áramótum.
Í dag hækkaði mest gengi bréfa N1, eða um 0,29% í viðskiptum sem hljóða upp á 88 milljónir króna. Verð á hvert bréf félagsins nemur 70,2 krónum á hlut. Gengi bréfa Eimskips hækkaði þá einnig, eða um 0,93% í 63 milljóna króna viðskiptum. Verð á hvert bréf nemur þá 271 krónu.
Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair, eða um 2,24% í viðskiptum sem hljóða upp á 593 milljónir króna. Verð á hvert bréf félagsins er þá 30,60 krónur. Gengi bréfa Marel lækkaði þá einnig, eða um 1,18% í viðskiptum sem hljóða upp á 208 milljónir króna. Verð á hvert bréf félagsins er þá 251 króna.
Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmlega 1,5 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var rúmlega 4,8 milljarðar króna.
Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1% í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum.
Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 4,4 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1,4 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 3 milljarða króna viðskiptum. |
Nær fimmtugur caiman-krókódíll í Poznan dýragarðinum í Póllandi er ófær um að geta sér afkvæmi sökum óvenjulegs getnaðarlims hans. Krókódíllinn er einfaldlega með of lítinn lim.
Krókódíllinn Hektor og maki hans, Luiza, hafa verið saman í dýragarðinum í að verða fimmtíu ár. Á þeim tíma hafa þau margsinnis reynt að fjölga sér en án árangurs.
Krókódílaparið hefur fylgst að í gegnum ævina frá því þau komu í dýragarðinn í pólsku borginni árið 1973.
Dýrgarðsstarfsfólki hafði lengi verið hulin ráðgáta hvers vegna skriðdýrin tvö hafi ekki getað eignast afkvæmi þar sem parið makist reglulega að sögn starfsfólks og hamagangurinn verði oft slíkur að vatnið í búri dýranna breytist hreinlega í froðu.
Vandamál Hektors kom í ljós á dögunum þegar sérfróðir dýralæknar frá Þýskalandi komu til að líta á Hektor, en hann hafði verið lystarlaus og ekki viljað borða.
Við skoðun kom í ljós að ekkert amaði að Hektori, en dýralæknarnir tóku þó eftir því að getnaðarlimur hans væri of lítill til þess að hann gæti getið afkvæmi.
Í ofanálag við vandamál Hektors er parið nú talið of gamalt til þess að geta afkvæmi.
Því verða Hektor og Luiza að láta sér félagsskap hvors annars nægja. Ekki er líklegt að afkvæmaleysið trufli þau skötuhjúin mikið, en þau eru afar hænd hvort að öðru miðað við tegund. Nánast óþekkt er að caiman-krókódílar makist til lífstíðar í sínu náttúrulega umhverfi. |
Drómi hefur rukkað konu í greiðsluskjóli um tæplega 20 milljónir í dráttarvexti á rúmum tveimur árum. Konan kærði stjórnendur félagsins í morgun til embættis sérstaks saksóknara.
Á árunum 2006 og 2007 tók kona í Hafnarfirði tæplega 30 milljóna króna gengistryggt lán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Eftir hrun tók Drómi, eignarhaldsfélag SPRON, til við að innheimta lánið. Eftir dóma Hæstaréttar var lánið svo endurreiknað og lækkað. Konan lenti í greiðsluerfiðleikum, og nýtti sér því úrræði um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara í byrjun árs 2011. Síðan þá hefur hún ekki greitt af láninu. Í mars á þessu ári fékk hún póst frá Dróma þar sem sagði að hún þyrfti að greiða tvær milljónir til þess að geta byrjað að borga af því mánaðarlega.
Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns konunnar, fékk hún samtímis sent innheimtubréf frá Dróma um að krafan væri komin í liðlega 42 milljónir. Þar af væri um 18,5 milljóna krafist í dráttarvexti sem væru að hluta til fyrir tímabilið sem konan var í greiðsluskjóli eða greiðsluaðlögun.
Þetta telur Sævar að sé brot á lögum um greiðsluaðlögun, og því kærði hann fjóra stjórnendur Dróma til embættis sérstaks saksóknara í morgun. Þess er krafist að málið sé tekið til rannsóknar hjá embættinu. Í kærunni kemur fram að kærandi telji brotin meðal annars varða við lög um ólögmæta auðgun, en við slíkum brotum liggur allt að sex ára fangelsi. Einnig telur Sævar að brotin varði við lög um vexti og verðtryggingu.
Sævar segir að innheimtuaðilar sem starfi fyrir hönd Frjálsa lífeyrissjóðsins fari fram með þeim hætti að þeir reyni að telja skuldurum trú um að þeim beri að greiða dráttarvexti meðan þeir eru í greiðsluskjóli, en það sé ekki rétt. Því sé verið að beita ákveðnum blekkingum. |
Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans mætti með trúnaðarskjöl um skuldastöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga á fund fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins . Þetta má ráða af opinberri dagbókarfærslu Matthíasar Johannessen.
Sex dögum eftir af Sverrir Hermannsson gekk svo eftirminnilega út úr Landsbankanum með plastpoka í hönd, eftir að hafa hrakist úr starfi sem bankastjóri, átti hann fund með Styrmi Gunnarssyni og Matthíasi Johannessen fyrrverandi ritstjórum Morgunblaðsins. Matthías lýsir þeim fundi í dagbók sinni á Netinu.
„Sverrir Hermannsson kom rétt fyrir hádegi og sagði að hann væri með skjöl úr Landsbankanum sem ákveðnir menn vildu ná af honum upp á líf og dauða. Við hlustuðum. Hann tók upp skjöl úr pússi sínu, yfirlit um fyrirgreiðslu bankans við pólitíkusa og skuldir stjórnmálaflokka við bankann."
Ólafur Ragnar Grímsson forseti kom einnig til tals á þessum fundi samkvæmt dagbók Matthíasar. „Hann var í opinberri heimsókn á Seltjarnarnesi fyrir helgina. Sverrir sagði brosandi, Við hefðum átt að halda uppboð á húsinu hans á Nesinu í tilefni dagsins. Það hefði kórónað þessa opinberu heimsókn!!"
Í lögum frá árinu 2002 um fjármálafyrirtæki er kveðið á um þagnarskyldu stjórnarmanna um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
Þar segir einnig að „Sá sem veiti viðtöku upplýsingum af því tagi sé bundinn þagnarskyldu með sama hætti."
Í samtali við fréttamann fullyrti Matthías Johannessen að hvorki hann, né Styrmir Gunnarsson, hefðu séð eða lesið skjölin sem Sverrir dró upp úr pússi sínu. Þá sagðist hann aðspurður engin lög hafa brotið með því að ýja að persónulegum skuldum manna á opinni vefsíðu.
Sverrir Hermannsson hefur ekki haft aðgengi að dagbók Matthíasar á vefsíðunni Matthías.is og fréttamaður las því færsluna fyrir hann í gegnum síma. Þetta er úr minni mínu horfið með öllu sagði Sverrir um þetta dagbókarbrot Matthíasar og einnig að það kæmi honum spánskt fyrir sjónir. |
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar hlutu í kringum hundrað þúsund króna launahækkun í ár. Hækkunin tók gildi 1. janúar þessa árs. Þetta kemur fram á vef Vísis.
Í lok mars tilkynnti Fjármála- og efnahagsráðuneytið að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna yrðu fryst til 1. janúar árið 2021 en til stóð að hækka laun þessa hóps 1. júlí á þessu ári. Fram kom að þessar aðgerðir væru teknar til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins á samfélagið.
Hækkun launavísitölu fyrir árið 2018 átti sér þó stað fyrr á árinu, þar sem en þeirri hækkun var frestað um sex mánuði vegna gerð lífskjarasamninga. Þar með tók 6,3 prósenta hækkun launa gildi í ár.
Afþakkaði launahækkun
Upphaflega átti að hækka mánaðarlaun Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um 188 þúsund krónur en embætti forseta afþakkaði téða launahækkun.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hlaut hins vegar rúmlega 127 þúsund króna launahækkun og eru heildarlaun hennar þar með orðin 2.149.200 krónur.
Ráðherrar og ráðuneytisstjórar hlutu yfir hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn tæplega 70 þúsund krónur.
Laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verða fryst til 1. janúar árið 2021 en hækka þó í sumar.
Laun umræddra hópa hækkuðu því um eftirfarandi:
Þingfararkaup hækkaði um: 69.375 krónur og eru mánaðarlaun þingmanna því 1.170.569 krónur.
Forsætisráðherra hækkaði um: 127.375 krónur og eru mánaðarlaun því 2.149.200 krónur.
Aðrir ráðherrar hækkuðu um: 115.055 krónur og eru mánaðarlaun því 1.941.328 krónur.
Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti hækkaði um: 114.510 krónur og eru mánaðarlaun því 1.932.203 krónur.
Aðrir ráðuneytisstjórar hækkuðu um: 108.701 krónur og eru mánaðarlaun því 1.834.181 krónur.
Forseta Íslands hefði hækkað um 188.055 krónur en þar sem hann afþakkaði hækkunina eru mánaðarlaun hans áfram 2.985.000 krónur.
Fréttin hefur verið uppfærð. |
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur af bæði samflokksmönnum sínum og republikönum fyrir tilraun hans til að koma á eðlilegum samskiptum við Kúbu. Þessu sögulega skrefi hefur hins vegar verið fagnað víða um heim, meðal annars af íslenskum tónlistarmönnum sem þekkja vel til á Kúbu.
Umheiminum var greint frá þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Kúbu í gær og á sama tíma var Bandaríkjamanninum Alan Gross sleppt úr haldi á Kúbu og þremur Kúbverjum á Flórída en allir höfðu mennirnir verið sakaðir um njósnir. Eftir rúmlega fimmtíu ára fjandskap leiddu leynilegar viðræður í Vatíkaninu og í Kanada til þessa ávarps Bandaríkjaforseta í gær:
„Breytingar geta reynst okkur og erfiðar bæði sem einstaklingum og þjóð. Og breytingar eru jafnvel enn erfiðari með byrðar sögunnar á herðunum. En í dag gerum við þessar breytingar vegna þess að þær eru það rétta í stöðunni,“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna í ávarpi sínu í gærkvöldi.
Já, það „rétta í stöðunni“ sagði Barack Obama. Við tókum hús á Tómasi R. Einarssyni bassaleikara sem var með Erp Eyvindarson rappara í heimsókn en báðir þekkja mjög vel til mála á Kúbu.
Hvernig líst þér á þessa breytingu Tómas?
„Mér líst alveg rosalega vel á hana og ég vona að þeir hatursmenn Obama nái ekki að hindra að þetta komist svolítið áfram í Bandaríkjunum. Þetta verður gott fyrir bæði Kúbani og Bandaríkjamenn,“ segir Tómas.
„Og það sem ég auðvitað vona fyrst og fremst er að þetta komi af stað keðjuverkun sem muni síðan að lokum enda með því að það verði; þetta er rosaleg bjartsýni, eðlileg samskipti. Ekki bara milli Bandaríkjanna og Kúbu heldur Bandaríkjanna og restarinnar af því sem þeir kölluðu alltaf bakgarðinn sinn,“ segir Erpur.
Báðir eiga þeir félagar marga vina á Kúbu eftir fjölmargar ferðir sínar þangað og telja að þýða í samskiptum ríkjanna muni auðvelda líf almennings á Kúbu og eru eins og heyra mátti á tali þeir og tónlist hæstánæðir með þessi tíðindi.
Erpur rappaði svo fyrir okkur um stöðuna undir bassaleik Tómasar sem sjá má og heyra í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan. |
Birkir Benediktsson leikmaður handboltaliðs Aftureldingar hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd handboltasambands Íslands. ÍR-ingurinn Elías Bóassson fékk eins leiks bann.
Handboltamðurinn Birkir Benediktsson sem leikur með Aftureldingu í Olísdeild karla hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ.
Birki var vísað af velli með rauðu spjaldi þegar FH sló Aftureldingu úr leik í átta liða úrslitum Coca Cola bikarsins fyrir brot sitt á Bjarna Ófeigi Valdimarssyni undir lok leiksins.
„Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a) með hliðsjón af atvikum. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar þann 26. febrúar og frestað um sólarhring skv. 3. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Greinargerð barst frá Aftureldingu um málið.
Aganefnd hefur skoðað gögn málsins, þ.m.t. myndbandsupptöku af atvikinu og telur brotið réttilega heimfært undir reglu 8:6 a),“ segir í úrskurði aganefndarinnar um brot Birkis
Birkir verður þar af leiðandi fjarri góðu gamni þegar Afturelding mætir Val í 17. umferð Olísdeildarinnar annað kvöld og þegar Afturelding heimsækir FH í 18. umferðinni sunnudaginn 17. mars.
Elías Bóasson leikmaður ÍR var svo úrskurðaður í eins leiks bann fyrir brot hans í bikarleik ÍR og ÍBV. Hann verður af þeim sökum í leikbanni þegar ÍR fær KA í heimsókn í Austurbergið kvöld. Liðin eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar. |
Samkeppni andskotans?
Tilgangur Samkeppniseftirlitsins er fagur:
Markmið samkeppnislaga er að efla virka samkeppni í viðskiptum. Samkeppniseftirlitinu ber að ná markmiðum samkeppnislaga með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.
Allt er þetta í þágu neytandans og þeim tilgangi að hann fái þjónustu og vöru á sem hagstæðasta verði. Þess vegna bregður manni við þegar úrskurðir Samkeppniseftirlitsins verður til þess að hækka verð.
Það gæti gerst í Kópavogi. Laugar kærðu Kópavogsbæ til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að við værum að skerða samkeppnismöguleika á líkamsræktarmarkaðinum með því að láta þáverandi Actic (sem heitir nú Gym Heilsa og hét áður Nautilus, en allan tímann á sömu kennitölu) hafa aðgang að lauginni og gera þeim kleyft að bjóða lægri verð án útboðs.
Þeir unnu málið og í samkomulagi sem Samkeppniseftirlitið gerði við bæinn var sett skilyrði um að þetta færi í útboð og við mættum ekki niðurgreiða eftir mars 2015
Útboðið fór fram og aðeins tveir buðu, Laugar/World Class og Gym Heilsa. Menn hafa reynt að mótmæla þessu og nú eru komnir undirskriftalistar í laugina þar sem þessu er mótmælt. Það var ljóst eftir að sSamkeppniseftirlitið úrskurðaði WC í hag að GH yrði að hækka verðin hverju öðru sem liði, til að hætta að skekkja samkeppnistöðu.
Því er ljóst að það verður óhjákvæmilega einhver hækkun á þessari almannaþjónustu að kröfu Samkeppniseftirlitsins. Og fari nýi aðilinn á hausinn vegna undirboðs, eða lélegrar aðsóknar vegna óhóflegs verðs er næsta víst að bæjarsjóður fær að taka upp slakann.
Á fleiri sviðum?
Gæti þetta leitt til þess að ef einhverjum dytti í hug að selja inn í sundlaug heima hjá sér þá yrði Kópavogsbær að lækka sundlaugagjöld!? Mætti t.d. nefna skóla og dagvistun.
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG,lagði fram eftirfarandi fyrirspurn í bæjarráði Kópavogs 3.apríl:
„Upplýsingar úr útboðum vegna líkamsræktar í sundlaugum Kópavogs eru komnar til fjölmiðla án þess að hafa verið kynntar í bæjarráði eða framkvæmdaráði. Því vill undirrítaður fá svör við eftirfarandi spurningum.
1) Hverjir höfðu/hafa haft aðgang að þessum upplýsingum fram til þessa?
2) Eru fullyrðingar fjölmiðla um umtalsverðar hækkanir á líkamsræktarkortum réttar?
3) Eru slíkar hækkanir (ef réttar eru) í samræmi við þá stefnu bæjarins að halda aftur af gjaldskrárhækkunum?
4) Er það stefna núverandi meirihluta að gera bæjarbúum kleyft að stunda líkamsrækt á viðráðanlegu verði og kemur til greina að bærinn marki sér stefnu í því efni?“
Það verður fróðlegt að fá svör við þessum spurningum.
Kröftug mótmæli
Bæjarbúar í Kópavogi hljóta að mótmæla kröftuglega að fá ekki heilsubætur á viðráðanlegu verði. Bæjarfulltrúi Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram við fjárhagsáætlun tillögu um forvarna og lýðheilsustyrk fyrir eldra fólk til að gera því auðveldara að stunda líkamsrækt eða aðra heilsueflingu að eigin vali. Tillagan var um 7-10 þúsund styrkur á ári, sem er lítið eitt meira en árskort í sund kostar.
Ef bæjaryfirvöld mega ekki efla heilsu bæjarbúa án þess að Herra Gróði komi nálægt er vandlifað.
Bæjarbúar munu því fylgjast vel með framgangi þessa máls fyrir kosningar.
-Arnþór Sigurðsson, 4. sæti á lista VG og félagshyggjufólks í Kópavogi. |
Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega tilfærslu málefna mannvirkja í nýtt félagsmálaráðuneyti.
Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega þeim fyrirætlunum að málefni mannvirkja, sem nú heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið flytjist til nýstofnaðs ráðuneytis félagsmála. Þetta kemur fram í umsögn Samtaka iðnaðarins um þingsályktun um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands sem send hefur verið stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Í umsögninni segir meðal annars að byggingariðnaður og mannvirkjagerð sé mikilvæg atvinnugrein á Íslandi. Vægi byggingariðnaðar hafi numið 7,7% af vergri landsframleiðslu árið 2017 og verðmætasköpun greinarinnar numið 197 milljörðum króna. Þar með sé greinin með meira vægi en sjávarútvegur og fjármálastarfsemi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu svo dæmi séu tekin. Um 13 þúsund launþegar störfuðu í byggingariðnaði árið 2017. Að mati samtakanna er fráleitt að þessum mikilvæga málaflokki verði komið fyrir innan ráðuneytis sem burtséð frá húsnæðismálum hefur að öðru leyti enga samleið með málefnum mannvirkja. Málefni félagsmálaráðuneytisins varða m.a. sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna og málefni fatlaðra. Þá segir að um sé að ræða tengda málaflokka en það gefi augaleið að mannvirkjamálin standa ofangreindum málaflokkum fjarri og regluverkið sé ólíkt. Málefni mannvirkja fari þannig úr því að vera jaðarmálaflokkur í einu ráðuneyti yfir í að vera jaðarmálaflokkur í öðru ráðuneyti.
Þá segir í umsögninni að Samtök iðnaðarins hafi bent á að málefni íbúðamarkaðar, þ.m.t. uppbygging íbúðarhúsnæðis og skipulagsmál, séu munaðarlaus málaflokkur í stjórnarráðinu í ljósi þess að húsnæðismál eru á verksviði velferðarráðuneytisins, skipulagsmál og málefni mannvirkja eru á forræði umhverfis- og auðlindaráðuneytis og málefni sveitarfélaga eru á forræði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með núverandi skiptingu sé hvorki yfirsýn yfir málaflokkinn í heild sinni né skilvirkni. Svo verði heldur ekki með fyrirhugaðri breytingu þar sem málefni sem tengjast íbúðarhúsnæði verði enn á forræði þriggja ráðuneyta.
Að mati samtakanna ætti að færa húsnæðismál úr velferðarráðuneyti og bygginga- og skipulagsmál úr umhverfis- og auðlindaráðuneyti yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti þar sem þessi mikilvægi málaflokkur yrði í heild sinni. Fyrir þessu eru skýr fordæmi í Danmörku og Svíþjóð. Þannig ykist skilvirkni og yfirsýn í málaflokknum til muna sem er forsenda þess að uppbygging húsnæðis á Íslandi verði hagkvæmari. |
Landsréttur viðurkenndi í dag bótaskyldu TM vegna slyss sem karlmaður varð fyrir er hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu. TM hélt því fram fyrir dómi að ekki hefði verið um slys í skilningi bótaréttar að ræða.
Héraðsdómur hafði þegar sýknað TM tryggingar af öllum kröfum mannsins á þeim grundvelli að tjón hans hefði ekki orsakast af atburði sem telst slys í skilningi vátryggingaskilmála og meginreglu bótaréttar.
Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi slasast á tvíhöfða annarar handar þegar hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu á palli. Honum hafi fundist að hönd hans væri að klemmast á milli tveggja tunna og því kippt henni til. Við það hafi hann fundið mikinn verk í höndinni.
Við læknisskoðun þremur dögum síðar hafi komi í ljós að hann hafi slitið sin í tvíhöfða.
Í tilkynningu til Vinnueftirlitsins sagði: „Var að færa til olíutunnu og þegar tunnan fellur til baka þá ætlar A að halda við tunnuna en fær slink á handlegg og við það hefur hann rifið vöðva.“
Læknir staðfesti áverkann
Þremur árum eftir slysið var áverki mannsins metinn og í mati læknis sagði að maðurinn hafi hlotið áverka á vinstri tvíhöfða þegar hann greip undir olíutunnu.
Læknirinn taldi ómögulegt að áverki mannsins hafi getað orsakast af hreyfingu einni saman.
Ekki slys nema tjón sé að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar
Líkt og áður segir hélt TM því fram á áverka mannsins mætti ekki rekja til atburðar sem telst slys í skilningi bótaréttar en til þess þarf tjón að orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði.
Í dóminum segir að af dómaframkvæmd sé ljóst að meiðsl sem verða vegna þess að þungum hlut er lyft falli ekki undir slysahugtak vátryggingaréttar enda sé þau ekki að rekja til skyndilegs utanaðkomandi atburðar nema meira komi til.
Þó segir að staðan geti breyst fari eitthvað úrskeiðis við verkið sem leiðir til dæmis til þess að meiri byrði lendir á þeim sem lyftir eða átakið verður skyndilega annað en hann var búinn undir, enda geta meiðsli sem af slíku leiða þá talist verða vegna utanaðkomandi atvika.
Þar sem dómurinn taldi sannað að olíutunna hafi hreyfst meðan maðurinn var að færa hana var fallist á málsástæður mannsins þess efnis að eitthvað hafi farið úrskeiðis við verkið.
Því hafi tjón hans orsakast af skyndilegum utanaðkomandi atburði eða slysi líkt og það er oftast kallað.
TM greiði bætur og allan málskostnað
Niðurstaða Landsréttar var sú að TM bæri að greiða manninum bætur úr slysatryggingu launþega sem atvinnuveitandi hans hafði keypt hjá félaginu.
Þá var TM gert að greiða tæplega 1,5 milljón króna í málskostnað sem renna í ríkissjóðs þar sem maðurinn hafði fengið gjafsókn í málinu. |
Hraun gýs ekki lengur upp úr gígnum í Geldingadölum en hraunstraumurinn er jafn. Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni.
Anna Kristín Jónsdóttir: Kristín, ja geturðu lýst fyrir okkur svona þessum breytingum á virkninni í Fagradalsfjalli?
Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur: Já, það urðu greinilega breytingar klukkan fjögur í nótt og þá í rauninni fara þessir púlsar sem að hafa einkennt virknina í rauninni frá 2. maí þeir fara að vera svona tíðari en minni og svo það sem að hefur í rauninni gerst í morgun er að þeir eru bara orðnir svo veikir og svo tíðir að þetta í rauninni bara rennur svona saman í svona stanslausan óróa eins og við sjáum þetta hjá okkur og á sama tíma er í rauninni, bara sjáum við hraunið vera að renna bara svona jafnt og þétt úr gígunum. Við höfum séð svo sem áður svipaðar breytingar en þær hafa staðið miklu svona skemur yfir, kannski bara í klukkutíma eða tvo eitthvað svoleiðis. Þannig að nú erum við að sjá breytingar sem eru að standa yfir aðeins lengur. Og hvað þetta þýðir, líklega eru þetta einhverskonar grunnstæðar breytingar þarna á bara gígnum og þessum kannski svona efstu metrum, 100 metrum kannski undir honum.
Anna: En hefur dragið úr svona hraunrennslinu og kvikuinnspýtingunni ef að svo mætti segja í sjálfu sér?
Kristín Jónsdóttir: Nýjustu mælingar benda nefnilega ekki til þess. Þær benda til þess að þetta sé bara mjög svona stöðugt flæði og við séum bara í rauninni áfram með þessa svona sömu, svona þessa sömu mynd af þessu ferli að við erum að fá kviku af miklu dýpi og hún ferðast kannski á nokkrum vikum, kannski eru þetta tvær, þrjár vikur sem að tekur hana að ferðast þessa leið frá um 20 km dýpi og koma fram þarna í Geldingadölum. En allar mælingar benda til þess að í rauninni að þetta sé bara mjög svona svipað flæði.
Anna: En ekkert hægt að segja til um það hversu muni gjósa?
Kristín Jónsdóttir: Nei, það er erfiða spurningin.
Anna: Og vísindaráð kemur saman á eftir og ræðir þessi mál væntanlega frekar. Þakka þér fyrir Kristín Jónsdóttir.
Kristín Jónsdóttir: Takk takk. |
Breski söngvarinn og lagahöfundurinn Midge Ure sem leiddi hina geysivinsælu hljómsveit Ultravox er væntanlegur til Íslands. Hann mun koma fram á tónleikum með Todmobile í Eldborg í tilefni af 30 ára afmæli sveitarinnar.
Midge Ure hefur verið í sveitum eins og Visage, Thin Lizzy og Ultravox en síðast nefnda sveitin var geysivinsæl á níunda áratugnum og átti smelli eins og „Vienna“ og „Dancing With Tears In My Eyes“. Árið 1984 samdi hann hins vegar eitt vinsælasta jólalag allra tíma, „Do They Know It's Christmas“, í félagi við Bob Geldof, en allur ágóði lagsins fór í mataraðstoð vegna mikillar hungursneyðar í Eþíópíu á þeim tíma. „Bob Geldof hringdi í mig og sagðist hafa séð hræðilegar myndir af sveltandi börnum í sjónvarpinu og hann hafi viljað gera eitthvað í málunum og bað mig að hjálpa sér,“ segir Ure í samtali við Rokkland.
Þeir Geldof og Ure hafi svo lagt höfuðin í bleyti og komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin fyrir þá til að afla mestu fé til hjálparstarfa væri að semja vinsælt jólalag. „En það er ekki auðvelt að semja svoleiðis lag, en okkur datt í hug að ef við fengum nógu mikið af frægum söngvurum til að syngja á upptökunni þá þurfi lagið ekki að vera sérstaklega gott,“ segir Ure léttur í bragði. Á þessum tíma var hann nýbúinn að setja upp sitt fyrsta hljóðver og dvaldi þar í fimm daga að semja lag við texta Geldofs, og hann lék sjálfur á öll hljóðfærin inn á upptökuna, fyrir utan það að Phil Collins barði trommurnar.
Yfir 20 söngvarar úr mörgum vinsælustu hljómsveitum Bretlands komu að laginu og mynduðu ofursveitina Band Aid, en þar á meðal voru Simon Le Bon, George Michael, Sting, Boy George og Paul Weller. „Allir þessir söngvarar samþykktu að taka þátt án þess að einu sinni hafa heyrt lagið því málstaðurinn var svo góður,“ segir Ure. Þeir hafi hins vegar hafta bara einn sólarhring til að taka upp alla söngvarana því það varð að koma smáskífunni í framleiðslu ef hún átti að koma út fyrir jólin. „Þetta var algjör martröð, allir þurftu að syngja sinn part fyrir framan alla hina keppinauta sína, þetta var sunnudagur og allir voru þunnir.“
Í spilaranum efst í færslunni má heyra bút úr viðtali Óla Palla við Midge Ure. Viðtalið í heild sinni verður flutt Rokklandi á sunnudaginn. Á tónleikunum í Eldborg 2. nóvember flytja Todmobile og Midge Ure, ásamt SinfoniaNord, öll vinsælustu lög Todmobile, Ultravox og Midge Ure. |
Steve Ballmer, eigandi Los Angeles Clippers, hefur náð samkomulagi um að kaupa The Forum íþróttahöllina í Inglewood en ekki þó svo að Clippers liðið fari að spila heimaleiki sína þar.
Ástæðan fyrir því að Steve Ballmer þurfti að kaupa Forum höllina var til að fá leyfi til að byggja nýja íþróttahöll fyrir Los Angeles Clippers á sama svæði.
Los Angeles Clippers ætlar að byggja nýja átján þúsund manna höll í Inglewood en gömlu eigendur The Forum höfðu staðið í vegi fyrir því.
NFL-liðin Los Angeles Charges og Los Angeles Rams eru búin að byggja nýjan leikvang á svæðinu sem verður tekinn í notkun á næsta tímabili. Nú vill Clippers flytja líka lið sitt til Inglewood og byggja höllina rétt hjá fótboltavellinum.
Steve Ballmer hefur verið með það á stefnuskránni síðan að hann keypti Los Angeles Clippers fyrir tvo milljarða Bandaríkjadala árið 2014.
Steve Ballmer mun kaupa The Forum höllina á 400 milljónir Bandaríkjadala og borga fyrir hana í peningum en það eru 56 milljarðar íslenskra króna.
Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers deila nú Staples Center og hafa gert það síðan sú höll var tekin í notkun árið 1999.
Áður en Lakers flutti í Staples Center þá lék liðið í 32 ár í Forum höllinni eða frá 1967 til 1999. Lakers vann sex meistaratitla á árum sínum þar og þar fór Showtime lið félagsins á kostum á níunda áratugnum með þá Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy í fararbroddi.
The Forum mun halda áfram að vera tónleikahöll þar til að nýja íþróttahöll Los Angeles Clippers verður opnuð. |
Breiðablik mætir Rosenborg, einu stærsta liði Norðurlanda, í forkeppni Evrópudeildarinnar á Lerkendal í Þrándheimi í dag.
Rosenborg hefur 26 sinnum orðið norskur meistari, oftast allra liða, og er fastagestur í Evrópukeppnum. Leikurinn í dag er 272. Evrópuleikur Rosenborg. Til samanburðar spilar Breiðablik Evrópuleik númer fimmtán í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að það fari vel um Blika í Þrándheimi þótt aðstæður séu vissulega sérstakar vegna kórónuveirufaraldursins.
„Þetta er fínt. Við erum bara í smá sápukúlu. Við lentum fyrir hádegi í gær og fórum í sýnatöku. Við tókum eina æfingu og erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag.
Stórt að fá göngutúrinn
Í ljósi ástandsins halda Blikar sig mestmegnis inni á hóteli. Þeir fá þó að fara í göngutúr fyrir leikinn.
„Við fengum það í gegn. Það var stórt,“ sagði Höskuldur hlæjandi. „Við fáum aðeins að sjá utan veggja hótelsins. Svo er það bara leikurinn.“
Þrátt fyrir að verkefnið sé ærið og andstæðingurinn sterkur eru Blikar brattir fyrir leikinn í dag.
„Þetta er risalið með risasögu en þeir eru kannski pínu veikir fyrir núna og ekki alveg á þeim stalli sem þeir hafa verið á. Þjálfarinn var rekinn nýlega og þeir eru í smá millibilsástandi. Vonandi náum við að koma þeim á óvart,“ sagði Höskuldur en Rosenborg er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar er hálfnuð.
Stór skepna
„Þjálfarateymið okkar leggur mikinn metnað í að leikgreina andstæðinginn og við erum búnir að fara á nokkra töflufundi. Við erum með plan hvernig við ætlum að særa þá. En á sama tíma erum við meðvitaðir um að þeir eru aðeins sterkari andstæðingur en maður er vanur heima. Allt gerist hraðar og maður hefur minni tíma. Við ætlum að reyna að halda í okkar einkenni vitum við að þetta er stór skepna sem það þarf að taka hausinn af,“ sagði Höskuldur.
Hann segir að nýtt fyrirkomulag í forkeppninni, einn leikur í stað tveggja, heima og að heiman, ætti að auka möguleika Breiðabliks.
„Þetta er meiri bikarleikur sem ég held að sé gott fyrir okkur. Ég held það séu meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði,“ sagði Höskuldur.
Þetta er í annað sinn sem Breiðablik og Rosenborg eigast við en þau mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2011. Norska liðið vann fyrri leikinn, 5-0, en Blikar þann seinni, 2-0, með mörkum Dylans McAllister og Kristins Steindórssonar. Sá síðarnefndi gekk aftur í raðir Blika fyrir þetta tímabil og hefur leikið sérlega vel í sumar.
Man þegar Kiddi setti hann í fjær
„Ég var ekki hópnum þarna, enda bara gutti. En ég man eftir heimaleiknum. Ég horfði á hann úr stúkunni. Ég man alltaf þegar Kiddi Steindórs setti hann í fjær og kom okkur í 2-0,“ sagði Höskuldur.
„Ég man líka að rimman var búin eftir fyrri leikinn. Stemmningin var ekki alveg eins mikil og ef fyrri leikurinn hefði farið 1-0 eða 1-1. Þetta var í raun aldrei spennandi. En sigur á Rosenborg telur.“
Leikur Rosenborg og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. |
Eins og flestir vita þá getur lífið verið hverfult og stundum þunn lína á milli þess þegar maður liggur í fullkomnu öryggi í faðmi einhvers sem maður elskar út í vandræðalega augnablikið þegar tvær manneskjur kveðjast eftir skyndikynni.
Ef það er eitthvað sem flestir smáborgarar hafa áhuga á, þá er það hverjir eru með hverjum og hverjir eru komnir út á makamarkaðinn eins og hann er stundum kallaður.
Sumir kjósa að vera einir á meðan aðrir troða marvaða í hinni eilífu leit af ást sem getur verið erfitt í smábæ eins og Vestmannaeyjum.
Til að gera hlutina auðveldari fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á leitinni, þá ætla ég að kynna í þetta skiptið lista yfir topp tíu heitustu piparsveina Vestmannaeyja.
Og hér eru þeir allir.
10.
Kristgeir Orri Grétarsson, Einar Ottó Hallgrímsson og Hjálmar Viðarsson.
Eins og glöggir lesendur hafa jafnvel áttað sig á, þá eru þrjú ung karldýr í tíunda sæti. Þetta er ekki prentvilla því þessir peyjar eru alltaf saman, og eru eiginlega einn og sami maðurinn.
Hörku duglegir naglar sem allir eru búnir með Stýrimannaskólann og starfa allir á sjó.
Mestu líkurnar eru að finna þá í eftirpartýi. Ef ekki þar þá finnast þeir alveg pottþétt í hádeginu á sunnudegi á 900 með einn ískaldan afréttara og brakandi ferskar partýsögur.
Heyrst hefur að þeir séu byrjaðir að róast og því einstakt tækifæri til að ná sér í einn af þessum hressu Eyjapeyjum.
9.
Kolbeinn Aron Arnarsson
Síðustu ár hafa verið viðburðarík hjá Kolbeini. Þó svo að hann hafi áður látið að sér kveða sem forsöngvari partýhljómsveitarinnar The Goggz.
Þá hefur Kolbeinn verið í marki meistaraflokks ÍBV í handbolta síðustu ár og varð með þeim Íslands- og bikarmeistari.
Gullár í lífi Kolbeins og fékk hann mikla athygli frá kvenpeningi landsins en einhvern veginn gleymdi hann sér í fögnuði titla.
Heyrst hefur að Kolbeinn sé kominn með smá áhyggjur af kvenmannsleysi sínu og hefur því ákveðið að semja við Aftureldingu í von um að finna sér konu í borg óttans.
8.
Sigurjón Viðarsson
Einn af gulldrengjum Minnu og Steinu í Metabolic Vestmannaeyja. Sigurjón er ótrúlega vel gefinn og hefur allt nám leikið við hann frá blautu barnsbeini. Hann ætlaði lengi vel að verða lögfræðingur en snerist hugur þegar hafið kallaði. Hann kláraði Stýrimannaskólann og vinnur nú sem slíkur á Þórunni Sveinsdóttur.
7.
Daði Magnússon
Grjótharðasti tölvunarfræðingur Vestmannaeyja sem stundar sjómennsku í frítímanum. Kemur undan hinu merka Braga Steingríms-Þórarakyni.
Daði hætti vinnu hjá Smart Media fyrir nokkru til að fara á malbikið til þess eins að finna sér konuefni. Tvennum sögum fer af gengi Daða í þessari leit sem ætti ekki að vera mikið vandamál með þessi bambabláu augu og karlmannlegu Jay Leno hökuna sína.
Stundum kallaður Paris Hilton Vestmannaeyja vegna þess að hann er sonur Magnúsar Braga sem er eigandi Hótels Vestmannaeyja.
6.
Sigurður Sigurðsson
Sú kona sem nær í Sigurð þarf ekki að svelta því Sigurður stundar nær alla veiði sem hægt er að stunda á Íslandi. Allt frá dorgveiði í gegnum ís að hreindýraveiðum á Austurlandinu.
Einnig er Sigurður einn af þeim merku karlmönnum sem fær áhuga á flestu í kringum sig. Hann talar einhver sex tungumál og kikna margar í hnánum þegar hann talar spænsku við innfædda.
Hann er einnig búinn að læra margt, þá helst ber að nefna Sjávarútvegsfræði, Spænsku og Stýrimannaskólann. Hann starfar í dag sem stýrimaður á Sigurði Ve.
5.
Hermann Hreiðarsson
Ef til vill þekktasti bitinn í súpunni. Þjóðþekktur og hvers manns hugljúfi. Stracta hóteleigandi og athafnamaður. Eftir mörg ár atvinnumennsku í Englandi sneri Hemmi aftur til Íslands og hefur stundað þjálfun sem er hans ástríða.
Í dag hefur hann tekið við kvennaliði Fylki sem gæti orðið erfitt verkefni. Hermann hefur sýnt sínar viltu hliðar á vellinum og á hliðarlínunni en er mjúkur eins og þriggja barna einstæð móðir í Costco þegar enginn fótbolti er nálægt.
4.
Róbert Aron Hostert
Ótrúlega hæfileikaríkur handboltamaður ÍBV sem hefur góða nærveru og gæti brætt súrál með strákslegu brosi sínu. Þær hafa ekki margar farið rykfallnar í burtu prinsessurnar frá Róberti í gegnum tíðina.
Heyrst hefur eftir ónefndum heimildarmanni mínum að Róbert Aron sé orðinn leiður á piparsveinalífinu og sé að leita að hinni einu réttu.
(Veit ekki hvern ég er að plata með ónefnda heimildarmanninum, það vita það allir að það er Einar Gauti sem kjaftaði þessu).
3.
Ólafur Björgvin Jóhannesson
Einn af þeim sem allir í Vestmannaeyjum taka eftir. Þekktur fyrir góðmennsku sína sem kom honum jafnvel um koll á sínum tíma því hann var það góður við sjálfan sig að hann náði að éta sig hátt upp í tvö hundruð kíló en er í dag búinn að rífa af sér u.þ.b. hundrað kíló og hvergi hættur.
Keypti sér fyrir stuttu fallega íbúð á Ásaveginum sem bíður eftir því að láta troða í sig Omaggio vösum og Ittala drasli.
Ólafur er framkvæmdastjóri Skýlisins og tilvonandi erfingi þess.
2.
Sigurgeir í Skuld
Sem þarf vart að kynna enda búinn að vinna sig inní hjörtu allra Vestmannaeyinga með myndum sínum. Einstakt náttúrubarn sem fær alla til að brosa með einstökum húmor og smitandi hlátri.
Honum hefur tekist það ótrúlega afrek að vera vaxinn eins og Grískt skurðgoð frá unglingsaldri.
Hann er einn af orginal bjargveiðimönnum Eyjanna sem gerir hann af eftirsóttu eintaki. Á alveg tíu spræk ár eftir fyrir þær sem vilja einn með reynslu.
1.
Jóhann Sigurður Þórarinsson
Eftirsóttasti piparsveinn Vestmannaeyja. Eftir að hafa komið á markaðinn úr heiðskýru lofti hefur hann ekki haft mikinn tíma í að finna ástina. Enda nóg að gera í vinnunni ásamt því að sinna núverandi ást sinni sem er frumkvöðlastarf sem á eftir að gjörbilta heilbrigðisgeiranum.
Jóhann Sigruður hefur alla tíð hugsað langt inn í framtíðina sem sést best á því að hann er nú búinn að stunda eldrimannaleikfimi síðustu fimm ár með körlum sem flestir eru á sextugs aldri, tvisvar í viku í Týsheimilinu.
Hann er einnig búinn vinna mikið í sjálfum sér og að losa sig við slæma siði eins og að taka í nefið sem hefur gengið einkar vel en með smá hækju sem er gufuretta. Ef horft er lengur en mínútu á hann má sjá fallega dalalæðu koma úr vitum hans, sem er bæði dáleiðandi og róandi.
Jóhann Sigurður er með afnot af einni fallegstu penthouse íbúð Reykjavíkur og hefur heyrst í bænum að hann sé að skoða flottustu penthouse íbúð Vestmannaeyja sem verður tilbúin árið 2020.
Jóhann Sigurður hefur gaman af fólki, að skemmta sér, að vinna að því sem hann hefur gaman af og ferðalögum.
Hann leitar af góðri konu sem er tilbúin að labba með honum inn í eilífðina meðfram Ofanleitishamrinum, setjast við hlið hans og horfa á sólina setjast á meðan hann blæs gufureykshjörtu út á hafið.
Ágúst Halldórsson |
„Ég sé stundum að heili fólks er að springa þegar ég tala íslensku því það passar ekki inn í formið. Ég veit að þetta er ekki endilega illa meint en ég verð stundum pirruð.“
Þetta segir Fida Abu Libdeh í opinskáu helgarviðtali við Björk Eiðsdóttur sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag, en Fida fluttist til Íslands frá Palestínu þá sextán ára að aldri og lauk námi við Háskóla Íslands í orku- og umhverfistæknifræði.
Lokaverkefnið vann hún ásamt Burkna Pálssyni, skólafélaga sínum og skoðuðu þau áhrif kísils á mannslíkamans og hreinsunaraðferðir á kísli. Í kjölfarið stofnuðu skólafélagarnir Geo Silica árið 2012, sem í dag framleiðir náttúruleg íslensk fæðubótarefni og hefur sett á markað fimm vörur.
Þarf að hefja flest samtöl á því hvaðan hún er hvort hún tali íslensku
Fyrirtækið er í dag metið á 700 milljónir króna en Fida segir að því ofar sem hún klífi metorðastigann í þjóðfélaginu verði fyrir fram ákveðnar hugmyndir og fordómar sem hún mætir því meiri. „Ég er í stjórn samtaka sprotafyrirtækja og UN Women og bauð mig fram á dögunum sem formann Félags kvenna í atvinnulífinu.“
„Who is the owner of the company?“
Fida segir frá eftirminnilegu kvennakvöldi þar sem þau voru komin til að kynna vörurnar og eiginleika þeirra þegar þrjár konur hafi gefið sig á tal við hana, hrósað vörunum og innt Fidu eftir því hver ætti fyrirtækið. „Ég segi að ég eigi það – þetta sé spin off frá lokaverkefni mínu í háskóla. Hún segist vita það að þaðan hafi hugmyndin komið en ítrekar spurningu sína um hver eigi fyrirtækið.
Fida segir atvikið hafa verið auðmýkjandi og að henni hafi síst verið gleði í huga þegar konan bar upp spurninguna um raunverulegt eignarhald fyrirtækisins á kvennakvöldi Geo-Silica. „Þvílíka niðurlægingin fyrir mig, geturðu ímyndað þér hvernig þér myndi líða?“
Aðspurð segir Fida þó að lítill munur sé á palestínskum og íslenskum konum, en palestínskar konur eru þekktar baráttukonur hafa tekið mikinn þátt í frelsisbaráttu Palestínu. Helsti munurinn sé sá að íslenskir karlmenn standi með konunum sínum. „Þar liggur munurinn,“ segir Fida jafnframt.
Helgarviðtalið við Fidu Abu Libdeh má lesa HÉR |
Rafsegulgeislun eða rafsegulbylgjur "(stundum kallað ljós)" eru bylgjur í rafsegulsviðinu sem ferðast gegnum rúmið og bera með sér orku. Rafsegulgeislun inniheldur útvarpsbylgjur, örbylgjur, innrautt ljós, sýnilegt ljós, útfjólublátt ljós, röntgengeislun og gammageislun.
Snúið er að lýsa því hvað rafsegulgeislun er. Hægt er að lýsa hegðun rafsegulgeislunar á tvo vegu:
Báðar þessar leiðir eru rétt leið til að lýsa hegðun rafsegulbylgja. Þetta er hið torskilda tvíeðli ljóss.
Rafsegulgeislun verður til þegar frumeindir (atóm) losar frá sér orku. Þegar frumeind tekur í sig orku veldur það því að ein eða fleiri rafeind í frumeindinni hækkar um orkuþrep. Þegar rafeindin dettur aftur niður um orkuþrep myndast rafsegulgeislun. Sú gerð rafsegulgeislunar sem myndast fer eftir frumeind og magni orku, og hún getur verið í formi hita, ljóss, eða annars konar rafsegulgeislunar.
Rafsegulgeislun þarf ekki efni til að berast um í (ólíkt hljóðbylgjum).
Hraði rafsegulbylgja.
Í tómarúmi ferðast rafsegulbylgjur með ljóshraða, en þegar þær ferðast í gegnum efni rekast þær á efnið og ferðast því hægar. Hraðinn er háður eiginleikum umhverfisins og má lýsa með rafsvörunarstuðli (formula_1) og segulsvörunarstuðli (formula_2).
Í tómarúmi er raf- og segulsvörunarstuðlarnir: formula_3 og formula_4.
Ljóshraðinm í tómarúmi er því: formula_5. Þegar ljós ferðast í efni stækka þessir stuðlar og því verður ljóshraðin minni. |
Gera þarf endurbætur á Hallgrímskirkjuturni fyrir 250 milljónir króna vegna steypuskemmda og verður viðgerð ekki lokið fyrr en eftir rúmt ár.
Þetta er önnur stórviðgerð á turninum sem er þó ekki nema 35 ára gamall. Hann var hins vegar byggður á svonefndu Alcali-tímabili en víða hafa orðið steypuskemmdir í húsum á höfuðborgarsvæðinu frá þeim tíma.
Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur: Já, þá var spíran, þá var það spíran sem var tekin og þá var vitað að það átti, þurfti að taka allan turninn niður úr en það var of dýrt fyrir okkur þá og en núna á að taka allan turninn, bæði hér að framan og allar hliðar og þetta tekur alveg 2 sumur.
Gissur Sigurðsson: Kemur þetta ekkert niður á kirkjustarfinu?
Jón Dalbú Hróbjartsson: Ja það gerir það yfir miðja vikuna, það eru 20 manns að vinna hérna daglega þannig að við höfum ekki getað haft jarðarfarir hér á virkum dögum en við erum að reyna að hafa hér helgihald á þriðjudögum og miðvikudagsmorgnum klukkan átta og síðan um helgar, þannig að en þeir vinna samt fram yfir hádegi á laugardögum þannig að við höfum orðið að seinka brúðkaupum fram eftir degi á laugardegi.
Gissur: En hvenær er búist við að þessari viðgerð verði lokið?
Jón Dalbú Hróbjartsson: Þetta er áætlunin er um 18 mánuðir, það er sem sagt núna í sumar verður tekin hérna framhliðin og henni verður lokið í haust og svo verða aftur settir upp svona stillansar næsta sumar og þá verður restin tekin. |
Háskóli Íslands hefur hlotið Grænfánann í fyrsta sinn og er þar með stærsti skóli með fánann hér á landi. Markmið Grænfánans er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.
Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnisstjóri sjálfbærni- og umhverfismála hjá HÍ, segir Grænfánann hafa mikla þýðingu fyrir háskólasamfélagið. Verkefnið sé liður í því að HÍ sýni ábyrgð í umhverfismálum.
„Grænfáninn styður beint við stefnu og markmið Háskólans sem snúa meðal annars að því að takast á við áskoranir samtímans, loftslagsmálin þar á meðal,“ segir Þorbjörg. „Markmiðið með þátttöku Háskólans í verkefninu var að efla samstarf starfsfólks og stúdenta um umhverfismál en einnig skapa utanaðkomandi pressu á að klára verkefnin sem við fáum með úttekt Landverndar á ári hverju.“
Markmið Umhverfisnefndar Grænfánans við HÍ tengd loftslagsmálum fyrir 2019-2020 lutu að fræðslu um loftslagsmál, loftslagsvænni mat á háskólasvæðinu, mótvægisaðgerðum gegn mengun og umhverfisvænni samgöngum.
Þorbjörg segir að með samvinnu við ýmsa, meðal annars Hámu og Félagsstofnun stúdenta, hafi vel tekist til við að uppfylla markmiðin.
„Það er áskorun fólgin í því að setja sér markmið og ná þeim en óskin um að fá að halda í fánann hvetur okkur áfram. Sjálf hef ég lagt áherslu á að við setjum okkur metnaðarfull en raunhæf markmið á ári hverju og finnst mér hafa tekist vel til í þetta skipti.“ |
Fréttablaðið fjallaði í gær um þá staðreynd að engar sérstakar hæfiskröfur eru gerðar til þeirra sem Alþingi kýs í bankaráð Seðlabanka Íslands.
Flestir nýkjörinna bankaráðsmanna uppfylla, alltént við fyrstu sýn, þau hæfisskilyrði sem gerð eru til stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum en á því er undantekning; menntun og reynsla varaþingmannsins Björns Vals Gíslasonar uppfyllir engan veginn þær kröfur. Margir þeirra sem setið hafa í bankaráðinu undanfarin ár hafa heldur ekki uppfyllt slík skilyrði.
Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við blaðið að það væri „fullkomlega eðlilegt“ að þeir sem sætu í bankaráði Seðlabankans uppfylltu sömu kröfur og gerðar væru til þeirra sem sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja.
Ómar sagðist telja að skýringuna á því að ekki væru gerðar sömu kröfur mætti hugsanlega rekja til þess að lögin um Seðlabankann væru frá 2001, en kröfur til stjórnenda fjármálafyrirtækja hefðu verið hertar á síðasta kjörtímabili. Þess vegna ætti að stefna að því að gera sams konar kröfur við endurskoðun laga um Seðlabankann, en fram að því ættu alþingismenn að miða við reglur um fjármálafyrirtæki þegar þeir veldu fólk í bankaráðið.
Þessar mismunandi kröfur skjóta þó einmitt ekki sízt skökku við vegna þess að síðasta ríkisstjórn beitti sér fyrir breytingu á lögum um Seðlabankann til þess að tryggja faglegri ráðningu bankastjóra hans og taka fyrir ráðningar flokksgæðinga sem höfðu tíðkazt áratugum saman. Þá hefði að sjálfsögðu átt að gera í leiðinni sömu kröfur til stjórnarmanna og gerðar eru í öðrum fjármálastofnunum. Það er ekkert óeðlilegt við að þeir séu flokkspólitískt valdir eins og fulltrúar í öðrum stjórnum sem þingið kýs, en þeir þurfa að hafa hæfni og þekkingu til að sinna þeim störfum sem þeir eru valdir til.
Í greinargerð með frumvarpi til laga, sem hertu á hæfisskilyrðum stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum sagði: „Eru lögð til þrengri og skýrari ákvæði um fjárhagsstöðu, menntun, starfsreynslu og starfsferil stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, auk þess sem gert er ráð fyrir að bæði stjórnarmenn sem framkvæmdastjórar fari í sérstakt hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Er það m.a. lagt til í tilefni af því að í frumvarpinu er víða að finna ríkari kröfur til stjórnarmanna og að þeir geri sér fulla grein fyrir þeirri persónulegu ábyrgð sem þeir bera á meðan þeir sitja í stjórn.“
Það er meiriháttar þversögn í því fólgin að Alþingi skuli setja slík lög um fjármálafyrirtæki, en láta hjá líða að gera sömu kröfur til þeirra sem það skipar sjálft í bankaráð Seðlabankans. Ekki sízt af því að bankinn fer með mikilvægt eftirlitshlutverk gagnvart fjármálafyrirtækjunum og fjármálamarkaðnum í heild.
Það er óhætt að segja að bæði Seðlabankinn og Alþingi yrðu trúverðugri ef þetta misræmi væri lagfært og sömu reglur látnar gilda um Seðlabankann og aðrar fjármálastofnanir. |
Sérstök jólaskreytingakeppni er hafin í Hveragerði þar sem keppt er í tveimur flokkum, bestu skreytingu íbúa og best skreytta fyrirtækinu. Markmiðið er að öll hús bæjarins verði fagurlega skreytt fyrir jólin.
Það er sannarlega fallegt um að litast í Hveragerði og ljóst að jólaskreytingakeppnin hefur haft þau áhrif að íbúar eru öllu fyrr á ferðinni í ár þegar kemur að því að skreyta húsin. Fyrsti í aðventu var á sunnudag og er keppnin þegar hafin. Húsið hans Gunnars Sigurðssonar við Réttarheiði er vel skreytt á hverju ári. Hvað er svona gaman við að vera með vel skreytt hús?
Gunnar Sigurðsson, íbúi við Réttarheiði: Þetta er náttúrulega bara jólaandinn og gaman að svona gera þetta fyrir sjálfan sig og aðra svona í kringum sig.
Erla Hlynsdóttir: Ertu þekktur hérna í bænum fyrir að vera með vel skreytt hús?
Gunnar Sigurðsson: Ég bara veit það ekki. Það getur vel verið. Ég hef svo sem ekkert spurt að því. En það er talað aðeins um þetta.
Jólaskreytingakeppnin er haldin í samstarfi við fyrirtæki í Hveragerði og Árborg sem veita verðlaun fyrir flottustu skreytingarnar og segir skipuleggjandi keppninnar að verðmæti verðlauna fyrir fyrstu þrjú sætin nemi um hálfri milljón króna. Keppninni lýkur þann 13. desember þannig að það er um að gera að byrja að skreyta enda markmiðið að öll hús bæjarins verði þá skreytt. |
Fjármálaráðuneytið hefur varið verulegum fjárhæðum í að efla verkefnastofu ráðuneytisins sem gengur undir nafninu Stafrænt Ísland. Öll stærstu hugbúnaðarfyrirtæki landsins tóku þátt í tímamótaútboði og hefur fjöldi teyma sem lönduðu rammasamningi hafið þróun á sérlausnum fyrir ýmsar stofnanir, jafnvel í samstarfi þvert á teymi fyrirtækjanna sem sóttu um. Verkefnin eru af ýmsum toga, en í stuttu máli er verið að búa til miðlægt hreyfiafl sem allar stofnanir ríkisins munu njóta góðs af.
Það er ekki gefið að hver og ein stofnun hafi þá reynslu sem þarf af hugbúnaðarkaupum eða sérþróun á hugbúnaði innandyra til að koma notendavænni lausn í loftið. Mikið hagræði felst í að þróa sameiginlegar tæknistoðir stofnana og ráðuneyta sem draga úr flækjustigi hvers verkefnis sem unnið er á sameiginlegum grunni. Meðal þessara stoða er samræming gagnastrauma milli stofnana, auðkenningarkerfi og sameiginleg miðlun á Ísland.is.
Ábatinn af tæknilegum verkefnum sem þessum er ótvíræður. Í fyrsta lagi eykst þjónustustig stofnana við það að geta tekið við fyrirspurnum öllum stundum og dögum ársins. Í öðru lagi verður einfaldara fyrir borgara að sækja þjónustu sem viðkomandi á rétt á þar sem framsetning á skjámiðlum er alla jafna mun skýrari en í samtölum við skrifstofur embætta. Í þriðja lagi eykst afgreiðsluhraði með gagnaskilum milli stofnana þar sem til dæmis sakavottorð verður sótt með stafrænni fyrirspurn og auðkenni notanda, en ekki ferðum umsækjenda til sýslumanna.
Meðvitund innan stofnana um allt þetta hagræði hefur stjórnendum lengi verið ljóst. Kúnstin við góða stafræna þróun felst í frjóu samstarfi við hugbúnaðarteymi og verksala. Þar hafa mörg verkefni strandað og er togstreita stofnana við hugbúnaðarhús hérlendis sem skila af sér misgóðum lausnum, seint og um síðir, til marks um það. Hér er við báða aðila að sakast: annars vegar reynsluleysi verkkaupa og hins vegar hugbúnaðarsala sem horfir til þjónustusamninga sem erfitt er að losa sig úr frekar en þróun lausna þar sem notendur eru í fyrirrúmi.
Fjármálaráðuneytið á hrós skilið fyrir að búa vel um þessa hnúta. Búið er að greina vandann vel og virkja einkageira til góðra verka við jákvæð skilyrði. Verkefni sem tengdust COVID fengu fyrst um sinn forgang, en nú þegar til dæmis Ferðaávísun er komin frá fara aðrar lausnir að líta dagsins ljós. Stafræn afgreiðsla Fæðingarorlofssjóðs er til að mynda ofarlega á óskalista fjölskyldufólks sem þarf enn þann dag í dag að reiða sig á tölvupóstsamskipti og eigin útreikninga á réttindum.
Hvað með sveitarfélögin?
Sveitarfélögin hafa sum hver tekið markviss skref í gerð nútímalegra lausna sem leysa pappírsferla af hólmi með sjálfsafgreiðslu. Þar má nefna ríflega 100 m.kr. lausn fyrir umsóknir um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar sem var þróuð í samstarfi við Kolibri.
Reykjavík er þó bara eitt af 70 sveitarfélögum og fjárhagsaðstoð eitt af að minnsta kosti 20 öðrum sjálfsafgreiðsluferlum sem þurfa sambærilega meðferð og fjárfestingu frá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Fjárhagur sveitarfélaga fer versnandi um þessar mundir og óvíst er hvar í forgangsröðinni stafrænu verkefnin lenda. Langt gæti liðið á milli þeirra ferla sem rata í hendur notenda, ef tiltekið sveitarfélag er yfir höfuð byrjað að vinna sig í gegnum þessi verkefni. Minnstu sveitarfélögin hafa sama og enga burði í sérþróun á hugbúnaði, og það þótt sameining skili sér í um 20 færri sveitarfélögum en eru rekin í dag.
Það væri óhagstæð niðurstaða ef hvert og eitt sveitarfélag, bundið af sínum fjárhag, ætlar í sérþróun á hverju og einu ferli næstu árin. Það mun tefja bætta þjónustu til íbúa og rekstraraðila innan hvers sveitarfélags. Óskastaðan er heildræn nálgun þar sem málaflokkar, svið, ferlar, gagnasett og ábatagreining er uppi á borðinu og sveitarfélögin draga sig annars vegar saman um fýsileg samstarfsverkefni og hins vegar lýsa yfir hentugleika ákveðinna verkefna fyrir lausnir úr einkageira sem öll sveitarfélög geta gerst kaupendur að. Í enn öðrum tilfellum getur samstarf við Stafrænt Ísland skilað árangri.
Sum þessara verkefna sem eru framundan gætu hentað í þjónustukaup (e. Software-as-a-Service) þar sem lausnin er sköffuð af þriðja aðila og verkkaupi leigir án þess að þurfa að fara í sérþróun, verkkaup eða flókið innleiðingarferli. Í þeim tilfellum taka einkaaðilar ákveðna áhættu með þróun á tækni og lausn á eigin kostnað. Fleiri fyrirtæki en ella munu taka slíka áhættu ef sveitarfélögin marka sér stafræna stefnu sem gerir þjónustukaupum og samstarfsþróun á þeim lausnum sérstaklega skil.
Stafræn vegferð og stefnumörkun gengur ekki bara út á útboð, verkkaup og þjónustusamninga. Huga þarf sérstaklega að tæknilegu sjálfræði þegar kemur að geymslu og meðhöndlun persónuupplýsinga og öðrum viðkvæmum gögnum sem sveitarfélögum bera lagalegar skyldur til. Að öllu þessu þarf að huga á næstunni ef þjónusta sveitarfélaga á að ná með tærnar þar sem ríkið verður með hælana innan skamms. |
Ekki er seinna vænna að stjórnvöld komi fram með þær áherslur sem þau hafa í heilbrigðismálum okkar Íslendinga til langframa. Hvað þarf að gerast til að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang, það eflt og byggt upp í fyrri gæðaflokk?
Ástandið á Landspítala er vel þekkt og þarf ekki að tíunda það frekar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst því yfir að heilbrigðiskerfið sé að þrotum komið og það treysti sér vart til að veita viðunandi þjónustu.
Ég þekki heilbrigðiskerfið vel bæði sem heilbrigðisstarfsmaður og aðstandandi. Ég hef alltaf verið stoltur af því starfi sem þar er unnið og af því góða heilbrigðiskerfi sem við eigum, þrátt fyrir mikið álag, ófullnægjandi húsakost, gömul tæki og nú heilsuspillandi vinnuumhverfi. Það sama hefur átt við um flesta mína kollega.
Starfsfólkið endist ekki mikið lengur
Þannig er nú í pottinn búið að ekki er hægt að ganga lengra í niðurskurði. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að snúa vörn í sókn. Byggja þarf upp heilbrigðiskerfi sem veitir bestu þjónustu sem völ er á og er samkeppnishæft um vel menntað og hæft starfsfólk.
Það er sorglegt að lesa á forsíðu Fréttablaðsins að fækka þurfi um 100 starfsmenn á Landspítalanum verði Fjárlög ársins 2015 samþykkt án breytinga. Starfsfólk spítalans getur ekki tekið á sig auknar skyldur en það hefur þegar gert. Við stöðugt álag endist fólk ekki lengi í starfi og hef ég áhyggjur af því að verði álagið enn meira sé alveg eins hægt að skella í lás og beina sjúkum til annarra landa til meðferðar. Heilbrigðisstarfsmenn geta ekki meira.
Ég skora á þingmenn og ríkisstjórn þessarar þjóðar að setja heilbrigðiskerfið í forgang, bæði faglega starfsemi þess og fjárhagslega. Öll munum við þurfa á því að halda einn daginn og þá vill enginn koma að luktum dyrum. |
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir, blaðamaðurinn Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður og þýðandi, gefa á næstu vikum út bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið. Þær eru sammála um að íslenskir blaðamenn starfi við óviðunandi aðstæður.
Þær koma allar hver úr sinni áttinni, þær Auður Jónsdóttir rithöfundur, Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður og þýðandi, og Bára Huld Beck, blaðamaður á Kjarnanum. Síðustu mánuði hafa þær skoðað starfsemi innlendra fjölmiðla og blaðamennsku og brátt kemur út bók þeirra, Þjáningarfrelsið. Þær ræddu við mikinn fjölda fólks sem hefur unnið eða starfar enn í fjölmiðlum. Sömuleiðis ræddu þær við heimspekinga, rithöfunda og ýmsa aðra sem í störfum sínum vinna með fjölmiðla á einn eða annan hátt.
Reynsla Auðar af því að vera stefnt fyrir orð sín er kveikjan að bókinni. Hún var í lok janúar sýknuð í héraðsdómi í meiðyrðamáli sem Þórarinn Jónasson, landeigandi í Laxnesi, höfðaði á hendur henni. Málið gegn Auði var höfðað vegna aðsendrar stuðningsgreinar Auðar á Kjarnanum fyrir framboð Andra Snæs Magnasonar til forseta Íslands. Í greininni fjallaði Auður um umhverfismál á bernskuslóðum sínum í Mosfellsdal. Þórarinn hefur áfrýjað málinu.
Auður: Ég ætlaði að gera bók um málaferlin. Ég var í hálfgerðri skilnaðarmaníu. Ég ætlaði að tala við blaðamenn með sambærilega reynslu sem höfðu lent í málaferlum og verið stefnt fyrir orð sín. Svo ákvað ég að tala við lögfræðinga mína, Ragnar Aðalsteinsson og Sigríði Rut Júlíusdóttur, og þá vildi ég tala við Sjón, því hann er formaður alþjóðlegra samtaka rithöfunda, útgefenda og blaðamanna. Þegar ég ræddi við allt þetta fólk opnaðist fyrir mér þessi veruleiki. Hvað það er erfitt að vera fjölmiðlamaður á Íslandi.
Ég fór og ræddi við Elvu Ýr Gylfadóttur og Heiðdísi Magnúsdóttur hjá fjölmiðlanefnd um efni bókarinnar. Þær sögðu mér frá öllu þessu lagaverki um fjölmiðla. Þær gáfu mér ofgnótt upplýsinga. Ég uppgötvaði eftir að hafa talað við þær að ég gæti alls ekki gert þessa bók ein á nokkrum vikum.
Á leiðinni heim gekk ég inn á skrifstofu Kjarnans og var frekar buguð. Ég ætlaði að finna einhvern til að gera þetta með mér. Á skrifstofunni var stödd Arndís Þorgeirsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu og blaðamaður DV. Hún fékk glampa í augun þegar ég sagði henni frá hugmynd minni. En Bára var þarna líka og hlustaði á þetta allt saman og brosti góðlátlega til okkar.
Fjárskortur fjölmiðla
Auður segir að um leið og Arndís hafi sest yfir verkið hafi komið í ljós að þær réðu ekki tvær við verkið á þeim nokkurra mánaða tíma sem var til útgáfu.
Auður: Hún Arndís vildi fá Steinunni til liðs við okkur, þær eru gamlar samstarfskonur af Fréttablaðinu. Steinunn var þá upptekin við að gera mastersritgerð í þýðingarfræðum og sótti landvarðarnámskeið. En ég sá að hún byrjaði að iða þegar ég sagði henni frá bókinni.
Steinunn: Ég gat ekki sagt nei.
Svo fékk Arndís stöðuhækkun hjá Kennarasambandinu og varð útgáfustjóri þar. Þá komum við og grátbáðum Báru um að taka hennar stað. Þá fórum við að gera þetta fyrir alvöru.
Bára: Ég gat auðvitað heldur ekki sagt nei. Hafði hlustað á þær tala saman á skrifstofunni og fannst verkefnið spennandi. Vinnuveitendur mínir hafa sýnt þessu skilning. En vinnan hefur mest farið fram á kvöldin og um helgar.
Kom eitthvað í vinnslu bókarinnar ykkur mjög á óvart?
Steinunn: Það sem kom mér mest á óvart var hvað ólíkt fólk sagði sömu hlutina út frá mismunandi forsendum.
Bára: Ég tek undir þetta.
Auður: Hugsjónir liggja ekki til hægri eða vinstri þegar kemur að þessum grunngildum í blaðamennsku.
Steinunn: Það sem fólk talar um, það er auðvitað þessi fjárskortur. Það er verið að gera hið ómögulega. Ýmsir bentu á að í raun væri stór hluti gagnrýni á íslenska fjölmiðla ómakleg. Vegna þess að það væri verið að ætlast til þess að þeir gerðu bara sömu hluti og New York Times. Fyrir utan svo alla ómálefnalegu gagnrýnina þar sem litið er fram hjá grunngildum blaðamennsku og ætlast til að fjölmiðlafólk gangi erinda einhverra hagsmunaaðila í stað þess að ástunda góð vinnubrögð.
Bára: Viðmælendur okkar voru líka meira og minna á einu máli um að vinnuaðstaðan væri engan veginn nógu góð og vinnuumhverfið einkennist af óstöðugleika.
Steinunn: Það er skortur á atvinnuöryggi og launin eru rosalega lág. Einn góðan veðurdag er kannski búið að leggja niður fjölmiðilinn, reglulega er blaðamönnum sagt upp til þess að spara og þá verða þeir oft fyrir valinu sem eru á aðeins hærri launum en hinir. Eða það eru komnir nýir eigendur sem bara skipta um starfsfólk.
Karlaheimur
Steinunn: Yngsta röddin í bókinni er líklega um þrítugt. Og elstu, Styrmir Gunnarsson og Jónas Kristjánsson, eru um áttrætt.
Auður: Við ætluðum að láta kaflann um fortíðina heita Gamlir hundar. Þetta er svo mikill karlaheimur.
Auður: Við reyndum að halda miklu kynjajafnvægi í þessari bók, Steinunn er mikill talsmaður þess. Það kostaði barning og umræður. Ég held að okkur hafi tekist ágætlega upp.
Steinunn: Við erum líka mikið að tala við stjórnendur. Það býr líka til slagsíðu. Þannig að við erum inni í heimi þar sem er mjög mikil slagsíða.
Stuðningur við fjölmiðla, er hann nægilegur?
Steinunn: Það gerðist ýmislegt á meðan við vorum að skrifa þessa bók. Meðal annars kom út skýrsla um rekstrarumhverfi fjölmiðla í janúar. Þar er fjallað ítarlega um stöðu fjölmiðla, bæði hér á landi og erlendis. Það sem kemur fram í henni er sláandi þó að við sem störfum við fjölmiðla vitum staðreyndir málsins fullvel. Stjórnvöld styrkja fjölmiðla á öllum Norðurlöndum fyrir utan Ísland. Þar sem þó eru stærri málsamfélög en er hér. Og ekki bara stærri málsamfélög heldur stærri markaður. Fleiri áskrifendur, stærri auglýsendamarkaður sem hækkar auglýsingaverð.
Ytri aðstæður fjölmiðla á Norðurlöndum eru miklu betri en hér á landi. Hér er allt á einhverjum örskala.
Á Norðurlöndum eru ýmiss konar styrkir eða ívilnanir til fjölmiðla. Nú eru auðvitað skiptar skoðanir um það hvernig slíkar ívilnanir geta verið eða eiga að vera. Sumir eru mjög óánægðir með það fyrirkomulag að hafa skattaafslátt sem hangir á áskriftargjöldum. Það myndi til dæmis ekki henta Fréttablaðinu en myndi henta Morgunblaðinu mjög vel. Það myndi þýða, ef svoleiðis yrði innleitt, að þá þyrfti miðill á borð við Kjarnann að gerast áskriftarmiðill.
Þá eru líka til skattaafslættir sem tengjast tekjum af auglýsingum. Síðan eru í sumum löndum einhvers konar launasjóðir blaðamanna. Sem eru reknir með svipuðum hætti og launasjóðir rithöfunda. Þar sem blaðamenn eða fjölmiðlar geta sótt um styrki til að vinna tiltekin verkefni. Hér á Íslandi er ekkert. Það er alveg sama hvert litið er.
Það tíðkast einnig víða að styrkja landsbyggðarmiðla. Í Noregi er til dæmis myndarlegur stuðningur við næststærsta miðilinn á hverju svæði. Til þess að jafna samkeppnisaðstöðu. Þá er litið svo á að það þurfi tvo miðla til að koma í veg fyrir einokun og einsleitni og að það sé raunhæft að markaðurinn beri tvo en ekki fleiri miðla.
Eignarhaldi fylgir ábyrgð
Auður: Eignarhaldi fjölmiðla fylgir líka mikil ábyrgð. Eigendur fjölmiðla leyfa sér ákveðna hluti sem eru ekki alveg vatnsheldir og það er vanvirðing við störf fjölmiðlafólks.
Bára: Margir viðmælenda greina frá slíkri vanvirðingu.
Steinunn: Já, það kemur aftur og aftur fram í bókinni. Íslenska þjóð skortir einnig virðingu fyrir fjölmiðlum.
Auður: Það þarf að sýna aðhald. En við verðum líka að sýna fjölmiðlum virðingu, einmitt til að eigendurnir sýni þessa virðingu líka.
Steinunn: Þannig að þeir umgangist fjölmiðilinn sinn af virðingu. Þessi viðvarandi vanvirðing kemur til dæmis fram í yfirlýsingum ýmissa stjórnmálamanna. Þar sem er vaðið uppi og hlutum haldið fram sem standast ekki skoðun.
Bára: Slíkt lýsir vanþekkingu á starfi og tilgangi ritstjórna.
Steinunn: Og vanvirðingu á gildum blaðamennsku.
Auður: Stjórnmálamenn þurfa að láta sér annt um fjölmiðla, þeir leyfa sér oft að tala þá niður sér í hag. Almenningur getur líka tekið stöðu með fjölmiðlum og hafnað þessu. Ekki hlustað á þetta. Hafnað því að það sé talað svona um fjölmiðla hans.
Bára: Ábyrgðin er mikil. Auðvitað skipta orð ráðamanna um fjölmiðla máli. Auðvitað má gagnrýna fjölmiðla en það verður að gera það málefnalega.
Við tölum við blaðamenn og ritstjóra á Stundinni, þeirra saga er mjög áhugaverð. Þau lýsa því hvernig það er að lenda í þessum málsóknum og hvaða áhrif það hefur. Svo er talað við Jóhannes Kr. Kristjánsson sem er með lítið fjölmiðlafyrirtæki sem varð fyrir árásum. Hann lyfti þó grettistaki með fréttaflutningi sínum.
Á annan tug málsókna
Auður: Ég held að Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóri Stundarinnar, hafi orðið fyrir á annan tug málsókna á sínum ferli. Hann hefur unnið öll þessi mál nema eitt og hann heldur að hann hefði getað unnið þetta eina mál ef hann hefði farið með það fyrir mannréttindadómstól Evrópu. En að lifa með þessu, vinna við það. Það er fáránlegt.
Steinunn: Í raun og veru má leiða líkur að því að, alla vega í einhverjum tilvikum, þá sé í þessum málsóknum fólgin ógn um fjárhagsleg skakkaföll fyrir fjölmiðilinn. Þetta eru peningamenn.
Auður: Þetta eru oft karlmenn yfir miðjum aldri.
Bára: Og þeir eru efnaðir, sem fara í mál.
Steinunn: Kannski vita þeir frá upphafi að þeir munu tapa málinu. En þeim er alveg sama. Vegna þess að þeir vita að ógnin er sú að litli miðillinn stendur og fellur eftir því hvort málið vinnst eða tapast.
Auður: Saga Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, er merkileg. Afskipti af hans störfum komu úr öllum áttum á nokkrum miðlum og hann endar á því að stofna eigin fjölmiðil. Það er áhugavert hvað það útheimtir. Saga hans er mjög lýsandi fyrir heim íslenskra fjölmiðla.
Þær segja viðmælendur greina frá miklu vinnuálagi. Þá sé blaðamannsstarfið ófjölskylduvænt starf. Ástríðan fyrir starfinu fleyti þeim áfram.
Steinunn: Ég þekki meira og minna öll börn blaðamanna sem ég hef unnið með því þessir ræflar hafa meira og minna verið lafandi inni á ritstjórnum eftir að skóla og leikskóla lýkur og þangað til mamma eða pabbi eru búin að vinna fréttina sína einhvern tíma og einhvern tíma.
Auður: Fólk er að vinna eitt að stórum úttektum, flóknum málum upp á sitt eindæmi. Í málum sem í nágrannalöndunum stór teymi vinna saman. Það er mikið álag sem fylgir því.
Bára: Fólk endist í þessu af ástríðu. Maður getur svo sannarlega dregið þá ályktun.
Steinunn: Svo eru margir sem átta sig á því að þeir hafa ekki efni á því að elta ástríðuna lengur. Eða að þeir velja frekar að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. En sumir þeirra koma svo til baka af því að þeir átta sig á því að hjartað slær í fjölmiðlum. |