source
stringlengths
710
1.19M
Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum og spítalans um nýjan stofnanasamning, eftir að hjúkrunarfræðingar höfnuðu tilboði spítalans í gærkvöld. Samstarfsnefnd spítalans veit ekki hversu mikla hækkun þarf til að samningar verði samþykktir. Samninganefnd hjúkrunarfræðinga kynnti fyrir samstarfsnefnd Landspítalans í dag að félagafundur hjúkrunarfræðinga hafi hafnað tillögu spítalans að nýjum stofnanasamningi í gærkvöldi. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir hópinn telja að tilboðið sé ekki nægjanlegt til að jafna út launamun hjúkrunarfræðinga við aðrar stéttir ríkisstarfsmanna. En 280 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á spítalanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu veit samráðsnefnd spítalans hins vegar ekki hversu mikil hækkun á tilboði spítalans þyrfti að koma til, til að hjúkrunarfræðingar væru tilbúnir að semja. Sem gerir það að verkum að erfitt er að halda áfram samningaviðræðum að svo stöddu. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans segir peninga fyrir frekari hækkun ekki vera til staðar. En álagsgreiðslum verði komið til skila. Hætti hjúkrunarfræðingar við uppsagnir sína fyrir 12. febrúar, bjóðast þeim enn þessar greiðslur. En þær hljóða upp á allt að 30 þúsund afturvirkt í þrjá mánuði. Hann segir að verið sé að bíða og sjá hversu margir muni taka því tilboði, en þar að auki sé verið að vinna að viðbragðsáætlun fyrir spítalann ef þeir hætta störfum.
Ég náði í fjögurra ára son minn í leikskólann um daginn. Sú iðja er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar ég kom inn á deildina hans sat hann með tveimur vinkonum sínum við borð og lék sér í mesta bróðerni við þessar æðislegu stúlkur. Ég virti fyrir mér þennan leik í nokkra stund úr fjarska; þessa fallegu stund þar sem þau, á jafnréttisgrundvelli, léku sér saman. Og þá fór ég að gráta. Þegar ég horfði á þessi þrjú börn í sínum heimi þar sem ekkert gat skilið á milli þeirra og hugsaði til þess að sonur minn myndi líklega fá hærri laun en stúlkurnar þegar þau yxu úr grasi, aðeins vegna kynferðis hans, féllust mér hendur. Hvað þá að sonur minn myndi að öllum líkindum eiga meiri möguleika á uppgangi innan stórfyrirtækis eða fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Við nefnilega höfum búið til samfélag þar sem fullkomið jafnrétti er ekki fyrir hendi. Við höfum smíðað samfélag þar sem karlar eiga að vera svona en konur hinsegin. Að sama skapi eru sumar athafnir taldar kvenlægar en aðrar karllægar. Til að mynda er ábyggilega fullt af fólk sem fussaði yfir því að ég hafi farið að gráta á leikskóla. Við höfum sem samfélag aðeins tvo áratugi þangað til þessi börn klára háskólanám. Það hlýtur að vera skylda okkar að vernda þessi þrjú börn og bjóða þeim jöfn tækifæri. Þó ekki væri nema fyrir börnin okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Á góðærisárunum fram til 2008 var ungt fólk hvatt til að kaupa sér húsnæði í stað þess að taka það á leigu. Bankar og aðrar fjármálastofnanir börðust um hylli fólks og buðu ungu fólki, sem var að kaupa sína fyrstu eign, lán sem í mörgum tilvikum dugðu fyrir öllum kaupunum. Fólki var sagt að það væri ekkert áhyggjuefni þó að fjármögnunin væri 100% lánsfé því að fasteignin stæði alltaf undir lánunum. Hins vegar velta ýmsir því fyrir sér um þessar mundir hvort 90 til 100% lán til íbúðarkaupa sé ein af ástæðunum fyrir þeim vanda sem margt ungt fólk stendur nú frammi fyrir vegna íbúðakaupa. Þessu erum við ekki sammála því að flest ungt fólk hefur alltaf þurft að taka 90 til 100% lán til fyrstu íbúðarkaupa. Það hefur bara verið spurning hvort það hafi fengið allt lánið á einum stað og hvort það hefur mátt veðsetja viðkomandi eign sem því nemur. Hér áður fyrr fór fólk, sem var að kaupa sína fyrstu eign, milli lánastofnana og kríaði út það sem hægt var á hverjum stað, jafnvel út á nafn foreldra og annarra ættingja. Ef foreldrarnir voru aflögufærir lögðu þeir unga fólkinu lið með lánum eða veðum og síðan var allnokkur hluti fenginn að láni hjá seljandanum til tiltekins árafjölda. Þegar fór að hilla undir lok góðærisins kom upp svipuð staða þegar lánastofnanir vildu ekki lengur lána með allt að 100% veði í fasteigninni sjálfri og unga fólkið þurfti aftur að leita á náðir foreldra og annarra til að brúa bilið með því að fá lánað veð í fasteign þeirra. Ekki leikur nokkur vafi á að lánveitendum var að fullu ljóst að verið væri að lána 90 til 100% af kaupverði tiltekinnar eignar en þeir settu það skilyrði að útvega þyrfti traustara veð en fólst í viðkomandi eign einni saman. 110% reglan. Nú hafa veður skipast í lofti og aðstæður allt aðrar en þegar margir þeirra sem nú eru í vandræðum skuldbundu sig til lífstíðar með kaupum á nýrri íbúð. Íbúðaverð hefur lækkað, eftirstöðvar lána hafa hækkað, bilið milli launa og afborgana breikkað og greiðslubyrðin orðin miklu þyngri en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. Fjármálastofnanir hafa brugðist við með því að gefa fólki kost á afskriftum lána niður í 110% af verðmæti eigna. En ekki sitja allir við sama borð því að nú eru þeir, sem stóð til boða að taka 90 til 100% lán með veðsetningu í viðkomandi eign, lánsamari en hinir sem neyddust til að fara gömlu leiðina og fá lánuð veð hjá ættingjum og vinum til að eiga sömu möguleika á að koma sér þaki yfir höfuðið. Nú er verið að afskrifa lánin á forsendum veðanna sem hvíla á viðkomandi fasteign en ekki út frá forsendum skuldarinnar sem hvílir á viðkomandi lántaka vegna íbúðakaupanna. Skuld unga parsins, sem var sannanlega tekin til íbúðakaupanna og hvílir sem veð á fasteign foreldranna, fæst ekki tekin með í uppgjörið. Hver eru rökin fyrir þessari ósanngjörnu og óskynsamlegu mismunun? Hún er óréttlát og henni þarf að eyða. Þar sem sannanlega er hægt að sýna fram á að lán með veðum hjá foreldrum eða öðrum ættingjum hafi verið notuð til íbúðakaupa á að taka öll lán inn í 110% regluna til að allir sitji við sama borð. Mismununin á enn eftir að aukast. Allar líkur eru á að mismununin eigi eftir að aukast þegar fasteignaverð hækkar. Tökum gróft dæmi til skýringar. Aðili A, sem nýtur góðs af 110% reglunni, á fasteign sem metin er á 20 milljónir króna en á henni hvílir 29 milljóna króna skuld. Hann fær niðurfellingu samkvæmt 110% reglunni að hámarki 7 milljónir en eftir situr skuld sem nemur 22 miljónum króna. Nú hækkar fasteignaverð og hann selur eignina á 25 milljónir króna og á þá þrjár milljónir í vasa. Ef sama dæmi er yfirfært á aðila B, sem þurfti að fá veð að láni er niðurstaðan allt önnur. Hann situr uppi með sömu skuld og áður og ennþá neikvæða eignamyndun. Mismunurinn nemur 8 milljónum króna. Má ekki öllum vera ljóst (líka þeim sem hvöttu lántakendur og komu þeim í þetta klandur) að þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt og þarf að leiðrétta án tafar.
Verðtryggingin er hagfræðilegt rugl, segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri-grænna, og telur það hafa verið mistök að frysta ekki vísitölutengingu fasteignalána við hrun. Vinstri-græn hafa ekki talað fyrir almennum skuldalækkunum heimilanna fyrir þessar kosningar en fram kemur í húsnæðisstefnu þeirra að flokkurinn vill taka upp húsnæðisvísitölu þar sem áhættu er dreift milli lántakenda og lánveitenda. Hefði flokkurinn gert það þegar hann settist í ríkisstjórn og tengt við til dæmis þróun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu væru verðtryggð lán landsmanna tæplega 20% lægri í dag en þau eru. Lóa Pind Aldísardóttir: Af hverju gerðuð þið það þá ekki þegar þið tókuð við völdum? Árni Þór Sigurðsson, hagfræðingur og þingmaður VG: Ég ætla bara að segja það að það er eitt af því sem að kannski hefði átt að gera strax við hrunið haustið 2008. Lóa: Voru þetta mistök? Árni Þór Sigurðsson: Bíddu aðeins. Það var reyndar áður en að við tókum, komum inn í ríkisstjórn en kannski voru það mistök strax við hrunið að setja ekki, frysta ekki vísitöluna þá þegar. Lóa: Voru það mistök? Árni Þór Sigurðsson: Já, ég tel að það hafi verið mistök. Það hefði átt gera það. Um leið og neyðarlögin voru sett að þá hefði átt að frysta vísitöluna þó ekki væri nema til annars en að kaupa sér tíma og meta hvernig ætlum við að vinna úr þessum vanda sem að hér blasir við. Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Það er alveg rétt, það er mjög til umhugsunar svona eftir á en það sem að ég held að hafi kannski... Lóa: Nei, ekki mjög til umhugsunar, voru það mistök? Illugi Gunnarsson: En við erum að horfa á eitthvað sem er fyrir aftan okkur og auðvitað voru rökin hinum megin þau að um leið og þú frystir þetta svona þá þurfa lífeyrissjóðirnir að horfast í augu við það og þá að skera niður sko útgjöldin til eða bæta auðvitað til gamla fólksins. Ekki láta eins og það sé þannig að þetta séu allt svona einfaldir hlutir, að menn geti bara smellt fingrum og leyst það. Árni Þór Sigurðsson: Ég hef verið andsnúinn verðtryggingunni alveg frá byrjun í raun og veru. Ég held að hún sé hagfræðilegt bara rugl.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021. Fréttablaðið fjallaði í janúar um málarekstur Langanesbyggðar en héraðsdómur komst að niðurstöðu þann 6. júlí. Taldi sveitarfélagið að skýrt ákvæði væri í verðtryggðum samningunum sem gerði því kleift að segja þeim upp eftir að fasteignirnar voru seldar öðru félagi. Íbúðirnar sem um ræðir voru í eigu Laugavegs ehf. þegar samningarnir voru undirritaðir. Dótturfélag Heimavalla keypti V Laugaveg árið 2015 og hefur sveitarfélagið tapað yfir 20 milljónum króna frá undirritun árið 2011. Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði í samtali við blaðið í janúar að leigutekjur sveitarfélagsins, sem framleigir íbúðirnar, væru talsvert lægri en upphæðin sem það greiðir leigusalanum Heimavöllum. Lögmaður Heimavalla sagði þá að leigufélagið væri ósammála túlkun sveitarfélagsins á uppsagnarákvæði samninganna. Sveitarstjórn Langanesbyggðar fjallaði um niðurstöður héraðsdóms á fimmtudag. Þar var lagt fram minnisblað frá Lúðvík Bergvinssyni, lögmanni sveitarfélagsins í málinu, þar sem hann ráðleggur að málinu verði ekki áfrýjað. Samningarnir voru gagnrýndir af sumum sveitarstjórnarmönnum og íbúum Langanesbyggðar áður en húsin voru byggð. Á fundi sveitarstjórnar í mars 2011 kom fram að leigutekjur myndu einungis standa undir 70 prósentum af greiddri leigu til V Laugavegs.
Lengi hefur verið sagt að meta megi menningarstig hvers þjóðfélags af því hvernig komið sé fram við gamalt fólk. Við getum flest verið sammála því að sé allt með felldu þannig að almenn virðing ríki í einu samfélagi sé sennilega líka gott að eldast þar. Með sama hætti og almennt menningarástand kristallast í öldungnum myndu mörg taka undir þá sýn að geta þjóðfélaga til að ná utan um fjölbreytileika mannlífsins kristallist í hinsegin fólki. Þá er átt við að sé almennt umburðarlyndi í samfélagi sæmilega þroskað þannig að fólk treysti hvað öðru óháð litarhætti, menningu, trú og öðru slíku megi búast við því að heilsa og öryggi hinsegin fólks sé jafnframt virt og varin. Til viðbótar því verkefni að viðhafa almenna virðingu og ásættanlegt umburðarlyndi milli manna blasir nú nýtt verkefni við heimsbúum. Við þurfum að taka virka afstöðu til einnar staðreyndar sem náttúruvísindin sýna glöggt og gömul viska mannkyns geymir líka í margvíslegu formi trúarhefða, sagna og ljóða. Hún er þessi: Vistkerfið er ein heild ásamt mannfólkinu. Líkt og virðingin kristallast í öldungnum og umburðarlyndið í hinsegin fólki má fullyrða að hæfni okkar til að lifa í vistkerfisjafnvægi muni sjást best í framkomu okkar við flóttafólk. Ástæðan er sú að vistkerfisvandinn verður ekki leystur nema fátækt og ójöfnuður sé afnuminn á heimsvísu og flóttamannastraumurinn er skæðasta birtingarmynd þess arna. Vandinn er margslunginn og stór. Enginn hefur öll svörin. En það mun koma í ljós að örlög mannkyns og þar með framtíð afkomenda okkar kristallast í flóttamanninum.
Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns. Nauðsynlegt sé að gera átak í að meðhöndla sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan menn fóru að greina ADHD - eða ofvirkni með athyglisbrest - hjá fullorðnum, enda lengst af litið á hann sem barnasjúkdóm. En í dag er talið að að minnsta kosti helmingur þeirra sem hafa ADHD sem börn, hafi sjúkdóminn líka á fullorðinsárum. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu fengu ríflega þúsund fullorðnir ávísað methylfenidat lyfjum, á borð við Rítalín og Concerta, árið 2006. Sá fjöldi hefur síðan vaxið hratt og meira en þrefaldast á aðeins níu árum. Viðsnúningurinn verður á árinu 2012 en það ár fá í fyrsta skipti fleiri fullorðnir en börn ávísað ofvirknilyfjum. Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, segir mikinn misskilning ríkja á þessum sjúkdómi. Hann furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum. „Mín skoðun er sú, og það eru náttúrulega margir á sama máli, að þetta sé í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, og sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur. Hann segir ADHD eiga stóran þátt í ýmsu sem verið sé að glíma við í nútímaþjóðfélagi. Vandamálum eins og fíkn, glæpum, námserfiðleikum, fjölskylduvandræðum, slysum og vinnutapi vegna veikinda. Ómeðhöndlað ADHD kosti þjóðfélagið mikið. Haraldur tekur hins vegar fram að mikill mannauður búi í þessum hópi fólks, svo fremi að farið sé í átak til að meðhöndla sjúkdóminn. „Það kostar gríðarlega peninga að koma því af stað en á endanum mun það líklega spara þjóðfélaginu gríðarlega peninga,” segir hann. Nýr heimildaþáttur - Örir Íslendingar - verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:25 í kvöld, þar sem Lóa Pind fylgist með fjórum fullorðnum sem hafa nýlega verið greindir með ADHD.
Materia Invest, félag í eigu Magnúsar Ármanns og Kevins Stanford, var í dag dæmt til að greiða Arion banka tæpa 6,4 milljarða króna, vegna láns sem félagið fékk hjá Kaupþingi árið 2005. Þar af eiga þeir félagar að greiða hvor um sig um 240 milljónir vegna sjálfsskuldarábyrgða. Materia Invest var á sínum tíma einn af stærstu hluthöfunum í FL Group. Magnús Ármann var áberandi í íslensku viðskiptalífi, hann átti um tíma stóran hlut í bresku tískuvörukeðjunni Karen Millen, sat í stjórn 365 og átti hluti í Tryggingamiðstöðinni og Byr í gegnum annað eignarhaldsfélag, Ímon. Kevin Stanford er þekktur breskur kaupsýslumaður, sem tengdist einnig Karen Millen og var samstarfsmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í nóvember 2005 fékk Materia Invest lán frá Kaupþingi uppá 4,2 milljarða króna. Þetta var kúlulán sem átti að greiðast í nóvember 2008. Þeir félagar, Kevin Stanford og Magnús Ármann, gengust í sjálfskuldarábyrgð upp á 240 milljónir hvor. Síðan gekk illa að innheimta vexti af láninu og það var að endingu gjaldfellt í maí 2008. Mál Arion gegn þeim félögum og Materia til að innheimta þessa peninga, var þingfest í maí 2009 og dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Materia Invest á að greiða Arion tæpa 6,4 milljarða króna með dráttarvöxtum, og Magnús Ármann og Kevin Stanford eiga að greiða hvor um sig 240 milljónir með dráttarvöxtum. Samkvæmt ársreikningi 2009 námu skuldir Materia Invest rúmum 25 milljörðum króna. Eina áþreifanlega eign félagsins virðist hafa verið bifreið sem metin var á tæpar 27 milljónir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er talið ólíklegt að Arion banki fái mikið upp í kröfur sínar á hendur Materia Invest.
Aðeins tíu til fimmtán manns ætla til Túnis að fylgjast með Heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst á sunnudag. Ferðaskrifstofan Kuoni og Flugleiðir bjóða upp á hópferð á mótið en áhuginn er takmarkaður. Tómas Tómasson hjá Kuoni segir þátttökuna minni en menn hafi gert sér vonir um. Boðið var upp á heimferð 4. og 7. febrúar og kusu flestir fyrri ferðina. Af því má ráða að þeir sem þó ætla utan búist ekki við að íslenska liðið leiki um verðlaunasæti. Fjöldi iðkenda í yngri flokkum félagsliðanna þykir ágætur mælikvarði á handboltaáhugann í landinu. Lausleg athugun bendir til að nokkur fækkun hafi orðið í röðum ungra handboltamanna og röktu forráðamenn félaganna sem rætt var við það til árangurs landsliðsins á stórmótunum tveimur á síðasta ári. Liðið lék á Evrópumótinu í janúar og hafnaði í þrettánda sæti og á Ólympíuleikunum í ágúst þar sem níunda sætið náðist. Þór Björnsson, gamall refur úr markinu hjá Fram og nú íþróttafulltrúi félagsins, vekur þó athygli á að árangurinn einn og sér skipti ekki öllu. Í tengslum við EM í fyrra efndi Íþróttabandalag Reykjavíkur til átaks sem skilaði dágóðum fjölda krakka á æfingar og ekki skemmdi fyrir að KB banki og Visa gáfu hverjum og einum handbolta að gjöf. Strákarnir okkar Áhugi á íþróttagreinum birtist einnig í fyrirspurnum og viðskiptum í íþróttaverslunum. Athuganir Fréttablaðsins leiddu í ljós að heldur lítið er spurt um sérhæfðar vörur til handboltaiðkunar og til dæmis fannst engin verslun sem taldi ástæðu til að bjóða íslenska handboltalandsliðsbúninginn til sölu. "Almennt virðist ekki mikill áhugi á handbolta og það er hending ef spurt er um landsliðsbúninginn," segir Valgeir Ólafsson í Intersport í Smáralind og svör annarra íþróttavörukaupmanna voru á sömu lund. Bjarni Felixson íþróttafréttamaður segist ekki merkja mikinn handboltaáhuga í samfélaginu þessa dagana en bendir á að vanalega vakni hann ekki fyrr en mót eru hafin og liðið hafi farið vel af stað. "Íslendingar byrja ekki að fylgjast með og hvetja sína menn fyrr en vel gengur, öfugt við margar aðrar þjóðir sem einmitt styðja lið sín þegar þau þurfa virkilega á því að halda," segir Bjarni sem fyrstur notaði hugtakið "strákarnir okkar" um handboltalandsliðið. Hann minnir helst á að það hafi verið eftir níu marka sigur á Dönum á Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986 sem hann tók sér þessi orð í munn. Síðan eru þeir strákarnir okkar ef vel gengur en annars bara handboltalandsliðið. Hæðir og lægðir Uppgangur handboltans á Íslandi var hvað mestur þegar Bogdan Kowalzyk þjálfaði liðið. Undir hans stjórn hafnaði það í sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og á Heimsmeistaramótinu í Sviss tveimur árum síðar. Þjóðinni þótti þessi lágvaxni en jafnframt stórgerði Pólverji forvitnilegur og ekki spillti fyrir að leikmenn kvörtuðu sáran undan miklu álagi á æfingum. Fjölmiðlar fylgdust grannt með undirbúningi liðsins fyrir stórmót og vissu allt um leikmenn, til dæmis hæð, þyngd og skónúmer. Mæður leikmanna og eiginkonur röktu kosti þeirra á síðum glanstímarita og hvert mannsbarn kunni textana við hvatningarlögin sem samin voru. En svo hallaði undan fæti og gengið hefur verið upp og niður síðan. Áhuginn varð vitaskuld gríðarlegur þegar ljóst varð að góður árangur var í aðsigi á B-heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1989 og vonast var til að Íslendingar yrðu loksins almesta handboltaþjóð í heimi þegar okkur hlotnaðist að halda Heimsmeistaramótið 1995. Jafnvel svartsýnustu menn trúðu að Ísland gæti hreppt sjálfan heimsmeistaratitilinn á heimavelli en heldur fór það á annan veg og 13. - 16. sæti varð okkar hlutskipti. Þó að áhugi á handbolta mælist í minna lagi nú, nokkrum dögum fyrir Heimsmeistaramót, er ekki þar með sagt að landsmenn ætli ekki að fylgjast með. Greinilegt er á ölllu að það er íslenska landsliðið sem er á leið til Túnis en aldrei að vita nema þaðan komi strákarnir okkar.
Sveinn Andri Sveinsson þarf að endurgreiða þrotabúi EK1923 þóknun sína. Hann fær hana þó aftur úr búinu og stendur við tímagjaldið sitt, 40 þúsund krónur. „Ég fer bara eftir þessu, engin vandamál,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús EK1923, en hann þarf samkvæmt ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að endurgreiða þrotabúinu um 100 milljónir króna sem hann hefur greitt sér fyrir störf sín við uppgjör búsins. mbl.is sagði fyrst frá. Fram kom í ákvörðun dómsins að Sveinn Andri hefði ekki upplýst kröfuhafa um tímagjald sitt eða áætlaðan skiptakostnað fyrr en eftir á. „Dómarinn er ekki að segja að ég eigi ekki að fá neina þóknun, hann er einfaldlega að segja að ég hefði átt að bóka um þetta betur á skiptafundi áður en ég greiddi út þóknunina,“ segir Sveinn Andri. Þannig muni hann endurgreiða það sem hann hefur þegar fengið greitt en fá þóknuna aftur eftir að hafa gert nánar grein fyrir henni. Í ákvörðun héraðsdóms er vitnað til máls þar sem greitt var 20 þúsund króna tímagjald í gjafsóknarþóknun. Sveinn Andri segir þessa upphæð sótta í viðmiðunarreglur dómstólaráðs, sem m.a. gildi í sakamálum, en skiptaþóknanir hafi aldrei tekið mið af þeim. Hann staðfestir að tímagjald sitt sé 40 þúsund krónur og það standi. „Mikill meirihluti kröfuhafa hefur engar athugasemdir gert, hvorki við tímagjaldið né tímaskýrslur. 75% kröfuhafa töldu að ég hefði kynnt þetta með fullnægjandi hætti en dómarinn var ekki sáttur og ég verð þá bara að fara í þessa snúninga fyrir hann.“ segir hann. Sveinn Andri, sem er sem kunnugt er annar skiptastjóra þrotabús WOW air, segist gera ráð fyrir að skiptum í búi EK1923 ljúki á næsta ári.
Formaður samninganefndar Íslands í makríldeilunni segir að ákveðið hafi verið að reyna til þrautar í næstu viku að ná samkomulagi í deilunn i. Hann segir menn eygja von en segist sjálfur hvort bjartsýnn né svartsýnn. Samningafundi Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins í makríldeilunni var frestað í gær til miðvikudags í næstu viku. Sigurgeir Þorgeirsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu á fundinum en að reyna eigi til þrauar í næstu viku. Hann segir menn eygja von. Sigurgeir Þorgeirsson, formaður íslensku samninganefndarinnar: Já ég held að það verði ekki túlkað öðruvísi heldur en svo að menn telji ennþá möguleika á því að ná samkomulagi og vilja reyna það til þrautar. En ég get ekkert um það sagt hversu líklegt sé að það takist. Haukur Holm: Þú vilt ekki segja hvort þú sért svartsýnn eða bjartsýnn? Sigurgeir Þorgeirsson: Nei nei, ég er hvorki svartsýnn né bjartsýnn á það en tek alveg undir það sem að fram kom hjá fundarstjóra og þeim sem leiðir viðræðurnar núna að það sé ástæða til að láta á þetta reyna. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í yfirlýsingu í gær að hann væri svartsýnni á lausn í deilunni nú en hann var síðastliðið haust. Í yfirlýsingunni segir að bætt ástand makrílstofnsins gefi tækifæri á að þoka viðræðum í samkomulagsátt en viðræðurnar hafi farið fram á þeim grundvelli undanfarið. Sem kunnugt er var talað um að bjóða ætti Íslendingum 12% kvóta. Sigurgeir vill ekkert segja til um hvort að sú skipting sé til umræðu núna. Sigurgeir Þorgeirsson: Ég get ekkert gefið upp um efni þessara viðræðna eða hvernig það stendur.
Korkur: tilveran Titill: Hraðahindranir Höf.: fan Dags.: 18. nóvember 2002 14:16:49 Skoðað: 388 Ég er núna farinn að hata Kópavogsbæ fyrir að dæla hættulegum hraðahindrunum út um allt, það er ein hraðahindrun í Salahverfi á leiðinni á Vatnsendaveg, sú hraðahindrun er nýkominn og sést ekki því að hún er alveg eins á litinn og malbikið. Þetta er líka alveg gígantísk hraðahindrun þannin að þótt að maður sé bara á 50 þá rekst stuðarinn í og allez, mér finnst að allar hraðahindranir eigi að vera merktar með hvítum röndum og að ljósastaur eigi að vera fyrir ofan þær svo að maður sjái þær nú og áður en að þær rústa mörgum bílum! <br><br>———————————– I see your soul, it's kind of gray I see your heart, you look away You see my wrist, I know your pain I know your purpose on your plane Don't say a last prayer Because you could never find - What´s This Life For Torn, I'm filthy Born in my own misery Stole all that you gave me Control you claim you save me The peace is dead in my soul I have blamed the reason for My intentions poor - Torn So I held my head up high Hiding hate that burns inside Which only fuels their selfish pride We're all held captive Out from the sun A sun that shines on only some We the meek are all in one - My Own Prison --- Svör --- Höf.: ProzaC Dags.: 18. nóvember 2002 16:09:14 Atkvæði: 0 mér finnst að þú ættir að minnka undirskriftina þína, fan<br><br><a href=“mailto:[email protected]” onMouseOver=“window.status='Alarm - [email protected]'; return true” onMouseOut=“window.status='';return true” STYLE=“TEXT-DECORATION: NONE”><FONT COLOR=“#000000”><b>-Alarm</font> </a></ --- Höf.: fan Dags.: 19. nóvember 2002 12:12:41 Atkvæði: 0 Það er enginn mynd í undirskriftinni minni svo hvern er hún að skaða? Digranesvegurinn er martröð! <br><br>———————————– I see your soul, it's kind of gray I see your heart, you look away You see my wrist, I know your pain I know your purpose on your plane Don't say a last prayer Because you could never find - What´s This Life For Torn, I'm filthy Born in my own misery Stole all that you gave me Control you claim you save me The peace is dead in my soul I have blamed the reason for My intentions poor - Torn So I held my head up high Hiding hate that burns inside Which only fuels their selfish pride We're all held captive Out from the sun A sun that shines on only some We the meek are all in one - My Own Prison --- Höf.: boossmio Dags.: 19. nóvember 2002 21:38:49 Atkvæði: 0 Undirskriftin <i>skaðar</i> kannski engan, en hún er löng og ég efast um að margir (ef þá nokkur) nenni að lesa hana. Hún verður bara til þess að margir þurfa að skrolla rosalega mikið. Þetta er örugglega falleg vísa, en á kannski meira heima á kasmír?<br><br>“Ef konur væru með 3 brjóst, væru menn þá með 3 hendur?”, boossmio --- Höf.: demonz Dags.: 20. nóvember 2002 00:49:33 Atkvæði: 0 mjög sammála…löng undirskrift með mynd eða ekki er mjög pirrandi…<br><br>————————— “Light thinks it travels faster than anything but it is wrong. No matter how fast light travels, it finds the darkness has always got there first, and is waiting for it.” kv. demonz Einnig þekktur sem Demon og Thailog á battle.net (Warcraft 3) ---
Þórólfur Árnason berst nú fyrir pólitísku lífi sínu. Hann hefur eina viku til að útskýra sjónarmið sín fyrir borgarbúum vegna verðsamráðs olíufélaganna. Ólíklegt verður að teljast að afstaða Vinstri-grænna breytist en þeir vilja hann úr borgarstjórastólnum og útiloka ekki að Stefán Jón Hafstein verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Vika er langur tími í pólitík en það er vandséð hvernig Þórólfi á að takast að snúa sig út úr óánægju Vinstri-grænna. Þeir sætta sig ekki við að þáttakandi í verðsamráði olíufélaganna sé borgarstjóri. Vinstri-grænir halda félagsfund á þriðjudag í næstu viku og þá ræðst framtíð Þórólfs. Það er til marks um veika stöðu hans að í gærkvöldi voru menn að kasta á milli sín nöfnum hugsanlegra arftaka hans á löngum og ströngum fundum í ráðhúsinu og víðar. Vandræðagangur hefur nokkuð einkennt kvöldið. Það byrjaði með fundum flokkanna, hvor í sínu lagi, og síðan héldu fulltrúar þeirra á fund borgarstjóra. Róbert Marshall: Stefán, hvað er í gangi núna? Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi (R): Æ, fyrirgefðu... Róbert: Allt í lagi. Hvað stendur til? Stefán Jón Hafstein: Fundur. Róbert: Þið eruð að fara til fundar við væntanlega borgarstjóra til þess að kynna honum einhverja ákvörðun eða hvað? Stefán Jón Hafstein: Við erum bara að fara á fund. Róbert: Er þetta eðlileg framkoma við hérna borgarbúa sem vilja fá fréttir af því sem er að gerast í borginni? Stefán Jón Hafstein: Já, já. Róbert: Æðstu stjórn borgarinnar? Er það fyrir þetta sem að Reykjavíkurlistinn stendur núna? Stefán Jón Hafstein: Fyrir hvað? Að svara ekki hrópum og köllum? Róbert: Fyrir launung og að, fundi í bakherbergjum? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi (R): Málið snýst um það fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum. Geta þeir staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að lenda í því að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu. Róbert: Geta þeir það? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Þetta er vandamálið. Róbert: En geta þeir það? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Þetta er vandamálið eins og ég segi og þetta er það sem við erum með til úrlausnar. Niðurstaðan sem lá fyrir eftir fjögurra tíma fund í gærkvöldi er gálgafrestur borgarstjóra. Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi (R): Við ætlum að leyfa honum að klára þetta og síðan tökum við sameiginlega ákvörðun um hvað verður framhald málsins, strax í næstu viku reikna ég með. Takk fyrir. Róbert: Hvernig ætlarðu að kynna það sem þú hefur verið að reyna að kynna núna í fjölmiðlum síðustu daga öðruvísi en þú hefur verið að gera það? Er ekki ljóst að það er ekki samstaða um þig í þessum borgarstjórnarmeirihluta og að það er búið að gefa þér tíma til þess að ja komast að þeirri niðurstöðu sjálfur að þú verðir að hætta? Þórólfur Árnason, borgarstjóri (R): Nei, ég tel nú einmitt að með því að fara yfir málið mjög vandlega í þessum góða hópi sem við störfum í að þá höfum við alltaf leyst öll mál sameiginlega og komist að sameiginlegri niðurstöðu. Og mér er þá gefið það tóm sem að er talið að ég þurfi til þess að koma þessu, og ég líka hef bara hreinlega ekki gefið mér tíma til þess. Ég hef ekki mætt til dæmis í Ísland í dag og Kastljós. Úr þessu ætlar Þórólfur að bæta í kvöld. Í innsta hring Vinstri-grænna í borginni segjast menn fyrir sitt leyti geta fallist á að Stefán Jón Hafstein verði næsti borgarstjóri í Reykjavík. En Framsókn má ekki heyra á slíkt minnst. Önnur hugmynd sem nefnd hefur verið er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir snúi aftur til starfa. Hún sé á útleið hvort eð er og þekki til starfans. Framsóknarmenn benda á að sums staðar erlendis sé borgarstjóraembætti skipt í til dæmis þrjú svið. Einn sjái þannig um fjármál og hinir tveir um önnur mál. En málsvörn borgarstjórans fer sem fyrr segir fram í Íslandi í dag að loknum fréttum.
Íslensk knattspyrna 2009, eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann, er 29. bókin í samnefndum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981. Mjög ítarlega er fjallað um efri deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu, einnig um neðri deildirnar, bikarkeppnina, landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum, Evrópuleiki félagsliða, um alla yngri flokkana, atvinnumennina erlendis, vetrar- og vormótin, og allt annað sem tengist íslenskri knattspyrnu. Bókaútgáfan Tindur gefur bókina út. Íslensk knattspyrna 2009 er 240 blaðsíður, þar af 80 í lit, og í henni er fjallað um allt sem viðkemur fótboltanum á Íslandi á árinu 2009. Í bókinni er jafnframt að finna mjög ítarlega tölfræði um lið og leikmenn, félagsliða og landsliða, litmyndir af meistaraliðum í öllum flokkum á Íslandsmótinu og öllum liðum í efstu deild karla. Þá eru í bókinni ítarleg viðtöl við Atla Guðnason úr FH, Sif Atladóttur úr Val, Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara karla og Sigurð Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfara kvenna. Viðurkenningar frá Tindi Í desember 2008 veitti bókaútgáfan Tindur viðurkenningar þegar Íslensk knattspyrna 2008 kom út. Þá voru heiðraðir tveir leikmenn fyrir að hafa lagt upp flest mörk fyrir samherja sína, annars vegar á árinu 2008 og hinsvegar samanlagt frá árinu 1992. Tryggvi Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson tóku við þessum viðurkenningum. Ennfremur voru í fyrsta skipti afhent sérstök heiðursverðlaun Tinds fyrir frábæra frammistöðu á árinu og þau hlaut Katrín Jónsdóttir fyrir hönd kvennalandsliðs Íslands. Þessar viðurkenningar voru nú veittar öðru sinni við útkomu bókarinnar um íslenska knattspyrnu. Nú voru heiðraðir þeir þrír leikmenn sem lögðu upp flest mörk í úrvalsdeild karla, Pepsi-deildinni, á keppnistímabilinu 2009. Þar er byggt á samantekt Óskars Ó. Jónssonar íþróttafréttamanns sem hefur skráð stoðsendingar í deildinni allt frá árinu 1992 og hana er að finna á bls. 85 í bókinni Íslensk knattspyrna 2009. Efstu menn voru Matthías Vilhjálmsson, FH, með 11 stoðsendingar, Guðmundur Benediktsson, KR, með 10 og Gunnar Örn Jónsson, KR, með 10. Ennfremur eru heiðursverðlaun Tinds afhent félagi sem þótti ná afar athyglisverðum árangri á árinu 2009. Knattspyrnudeild Selfoss sem hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir frábæra frammistöðu þar sem meistaraflokkur karla hjá félaginu vann sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti
Jórunn Frímannsdóttir, sem sagði sig úr stjórn hjúkrunarheimilisins Eirar í gær, segir nauðsynlegt að stjórnin öll endurnýi umboð sitt. Þrír hafa hætt í stjórninni í þessum mánuði. Jórunn tók sæti í stjórn Eirar þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði af sér sem stjórnarformaður í byrjun mánaðarins. Hafsteinn Pálsson sagði sig úr stjórninni í síðustu viku og Jórunn tilkynnti sína ákvörðun á stjórnarfundi í gær. Eir glímir við mikla fjárhagserfiðleika en félagið skuldar 8 milljarða og er tæknilega gjaldþrota. Jórunn segir nauðsynlegt að stjórnin endurnýi umboð sitt. Jórunn Frímannsdóttir: Ja mér finnst bara, bara ástæða til þess að það verði endurkjörið í þessa stjórn og bara í ljósi þess sem upp er komið og vildi leggja áherslu á það hvað, bara mikilvægi þess. Jórunn vill að skipulag félagsins verði tekið til skoðunar. Jórunn Frímannsdóttir: Ég í rauninni hvet til þess að þetta mál verði allt skoðað og alveg ofan í kjölinn því að hvað, hvað fór úrskeiðis þarna og hvernig getur svona gerist og hvernig getum við komið í veg fyrir að það gerist aftur og til þess að við lærum og þetta þjóðfélag hérna bara breytist og stjórnunarhættir hér í fyrirtækjum og stofnunum og öðru slíku, þá hlýtur að þurfa að endurskoða alla þessa hluti.
Skuggahliðin jólanna er safn kvæða og sagna en efnið er hljóðritað eftir nafngreindu fólki á liðinni öld og varðveitt í þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Eva María Jónsdóttir, starfsmaður Árnastofnunar, og Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur tóku efnið saman og Óskar Jónasson gerði teikningar sem prýða bókina. „Hugmyndin kviknaði þegar við Óskar vorum að vinna að Dans vil ég heyra, lítilli kvæðabók fyrir börn með sagnadönsum, þulum og vísum. Þá var ég í samstarfi við Rósu vegna texta sem er að finna á upptökum í þjóðfræðasafninu. Hún hafði þá þegar opnað augun fyrir gamla jólaefninu og sérstöðu þess og það kom upp úr dúrnum að okkur langaði báðar til að sýna fólki að jólin hafa ekki alltaf verið skínandi allsnægtir sem kaupa má fyrir fé. Við fórum síðan að vinna að bókinni nokkrum árum seinna,“ segir Eva María. „Efnið í þessari bók er allt til í þjóðfræðasafni Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Við hlustuðum á upptökur og völdum efni sem fjallar um jólin og baráttuna við skammdegið.“ „Fæst af því sem er í bókinni hefur verið til á prenti. Ýmsar sögur í bókinni eru þó til í öðrum tilbrigðum í þjóðsagnasöfnum, en við prentum sögurnar eins og þær eru sagðar á hljóðupptökum, og setjum orðskýringar við það sem er illskiljanlegt flestum börnum,“ segir Rósa. „Með þessari bók viljum við minnast fyrri tíma þegar jólin voru stórhættulegur tími. Gríðarlega örlagaríkur og allt mögulegt gat gerst,“ segir Eva María. Rósa bætir við: „Þetta er árstíminn þegar sólin fer og til verður tímabil óvissu og vættir fara á kreik.“ „Með þessari bók viljum við minnast fyrri tíma þegar jólin voru stórhættulegur tími," segir Eva María. Fréttablaðið/Sigtryggur Í ermabættum kjól Eva María segir bókina ekki endilega vera einungis fyrir börn. „Við sáum fyrir okkur að bókin skapaði tækifæri til samveru.“ Óskar tekur í sama streng: „Þetta er góð bók fyrir fullorðna að lesa fyrir börn og með börnum. Þarna er margt sem má útskýra og þótt orðskýringar fylgi þá má örugglega fara dýpra ofan í margt og ræða jólin í gamla daga.“ Rósa bætir við: „Það má til dæmis benda á fátæktina og hvað það var mikils virði fyrir fátækt fólk að geta gert sér einhvern dagamun.“ „Jólin eru að verða hálfgerður hryllingur með gjafaflóði og sukki. Það er hollt að líta til baka og sjá hvernig jólin voru og reyna að finna einhvern milliveg,“ segir Óskar. „Og vera í ermabættum kjól, sem er ótrúlega fallegt. Ég vona að sem flestir fái ermabættan kjól um jólin,“ segir Eva María. Hin ljóta hlið jólanna Um myndskreytingar sínar segir Óskar: „Ég hafði mjög gaman af að myndskreyta efnið. Það var skemmtilegt að rýna í þessa texta og sjá fyrir sér kringumstæðurnar og uppgötva hina ljótu hlið jólanna. Annars er ég ekki mikill aðdáandi jólanna. Mér finnst alltaf vera jól, við höfum alltaf allt til alls.“ „Ég hef einu sinni ákveðið að sleppa jólunum og það var þegar ég var 24 ára. Þá fór ég af landi brott og reyndi að komast hjá tilstandinu. Það læknaði mig af jólaflótta,“ segir Eva María. „Ég hef tekið jólin í sátt en er alltaf að leita að þessum djúpstæða kjarna þeirra.“ Eva María reynist vera mesta jólabarnið af þeim þremur því Rósa segist aldrei hafa verið sérstakt jólabarn. Spurð um uppáhaldsefni sitt í bókinni nefnir Eva María Barnagælu sem hefst svo: Heitan blóðmör hæ, hangikjöt ég fæ ... „Ég elska þá vísu og myndin sem Óskar gerði við hana finnst mér ná kjarngóðri stemningu úr fortíðinni.“ „Mér finnst mjög skemmtileg þulan um drenginn Drjólann og allt sem hann getur búið til úr þremur álnum af vaðmáli, meira að segja kjálkaskjól handa kettinum og möttul handa músinni,“ segir Rósa. „Ég hef gaman af þessu öllu saman en vil nefna kýrnar sem gerðu manninn vitlausan. Smávísur eru svo margar ansi skondnar,“ segir Óskar.
Það skýrist á mánudag hvort lífeyrissjóðirnir sjái sér fært að koma til móts við skuldara með lánsveð. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir sjóðina hafa gengið miklu skemur en aðrir í þessum efnum. Vilji sé allt sem þarf. Stjórnvöld hafa um nokkurt skeið boðað aðgerðir til að koma til móts við þá fasteignalánþega sem eru með veð í öðrum eignum en sínum eigin og skulda meira en 110% af eigninni. Langflest slík lán eru hjá lífeyrissjóðunum, en þeir telja að samkvæmt lögum megi þeir ekki færa niður kröfur sem hægt er að innheimta. Þeir hafa nú endanlega afskrifað tillögur sem fólu þetta í sér. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar telur lífeyrissjóðina ekki geta beitt skorti á lagaheimildum fyrir sig. Þegar áföll dynji yfir séu afskriftir óhjákvæmilegar. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis: Ef að þeir vilja taka þátt í að leysa vanda sinna eigin sjóðfélaga í þessum lánsveðum þá eiga þeir bara að leita eftir þeim heimildum sem að þeir telja sig þurfa og ég er alveg viss um að, að Alþingi myndi taka slíkri málaleitan vel. Ég held að það sé um þetta eins og svo margt annað að vilji er hér allt sem þarf. Helgi segist treysta því að þessi vilji komi fram hjá sjóðunum, til dæmis þegar fulltrúar þeirra funda með ráðherrum á mánudaginn, en þá verður væntanlega ljóst hvort hægt sé að finna lausn á málinu. Helgi segir að þeir sem bjóði upp á neytendalán verði að bjóða upp á sambærileg úrræði. Helgi Hjörvar: Staðreyndin er sú að lífeyrissjóðirnir hafa gengið miklu skemur í þessu heldur en ja, bæði Íbúðalánasjóður hefur haft vilja til og viðskiptabankarnir hafa gengið miklu lengra í að koma til móts við viðskiptamenn sína heldur en lífeyrissjóðir gagnvart sjóðfélögum sínum. Helgi segir að staðan verði erfið ef fundir mánudagsins beri ekki árangur. Helgi Hjörvar: Þá eru menn í raun og veru aftur á, á byrjunarreit og, og þá er auðvitað úr, úr vöndu að ráða.
Andstæðingar fyrirhugaðrar Bitruvirkjunar austan við Ölkelduháls á Hengilssvæðinu segja sveitarfélögin of valdamikil og þau gangi erinda Orkuveitu Reykjavíkur. Þau segja náttúruperlur og útivistarsvæði eyðileggjast ef af virkjun verður. Orkuveita Reykjavíkur hyggst reisa tvær jarðgufuvirkjanir á Hengilssvæðinu, annars vegar á Bitru og hins vegar í Hverahlíð. Andstæðingar Bitruvirkjunar hafa nú opnað heimasíðu, hengill.nu, þar sem fyrirhugaðri virkjun er mótmælt og undirskriftum safnað. Bitruvirkjun á að reisa rétt austan við Ölkelduháls sem er í nágrenni við skíðaskálann á Hellisheiðinni. Svæðið er búið að fara í umhverfismat sem kynnt var um síðustu mánaðarmót. Frestur til að senda Skipulagsstofnun athugasemdir rennur út 9. nóvember. Björn Pálsson er talsmaður virkjanaandstæðinga. Björn Pálsson, talsmaður andstæðinga Bitruvirkjunar: Ég lít svo á að þetta svæði hér og allt það umhverfis sé svo stórkostleg náttúruperla að henni megi ekki spilla fremur en orðið er með þessum raflínum hér yfir. Virkjanaandstæðingar gagnrýna harðlega að Orkuveita Reykjavíkur sem sjái um framkvæmd virkjunarinnar hafi látið gera umhverfismatið og beri kostnað að því. Andstæðingar segja slíkt umhverfismat ekki marktækt. Björn segir sveitarfélagið í Ölfusi hafa úrslitavald til að hætta við virkjun. Björn Pálsson: Sveitarfélög eru allt of valdamikil í þessu að mínu mati vegna þess að lítil sveitarfélög þau verða nánast eins og launþegar hjá þessum stóru fyrirtækjum sem eru að virkja. Og segir sveitarfélagið ganga erinda Orkuveitu Reykjavíkur. Birna Borg Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir að staðið verði við virkjanaframkvæmdir. Það sé stefna bæjarstjórnar að virkja í sveitarfélaginu. Björn leggur til að Hengilssvæðið sem lengi hefur verið vinsæll útivistarstaður verði friðað. Helga Arnardóttir: Þú heldur að það sé ekkert of seint núna? Björn Pálsson: Nei. Aldrei of seint.
Korkur: hiphop Titill: Kjósum Dóp Zem Forseta Höf.: [Notanda eytt] Dags.: 14. maí 2002 20:16:24 Skoðað: 178 Ég varð bara að setjst niður og skrifa þessa rímu Því ég er einn heima, og fastur í sveppa vímu Sé allt hreyfast öðruvísi, allt í fljótandiformi Hvað getur þetta verið? “ætli eg sé inní ormi” Vinur minn kenndi mér að búa til sveppaeyði Fyrst týndi ég sveppi af ömmu minnar leiði Svo átti ég að sjóða þá, staðinn fyrir meindýraeyðir Svo til að skjóti því að eru Cocoa Puffs reiðir Leiðrétting á PrinceX við skrifum allar í vímu Á gasi, pillum, sveppum, jafnvelmeð Kók línu Nei nei ég segi svona, en ég geri allt fyrir áhrif Ég hef dópað svo mikið, gæti fengið kikk úr að setja bíl í drif Núna er ég fastur á þessu ömurlega sveppa trippi Loksins fæ ég að sjá minn rétta lim, mitt snittu typpi Ég hef verið á þessu í tæpa 8 tímu núna og ekkert breytist Búið að vera 2, 30 tímum of lengi, sit og horfi á Elín Hirst Hún breystist aldrei, og er reyndar dáldið kúl á þessu Ætli hún hafi nokkurn tíman verið puttuð af lessu Ég hlæ, og ég hlæ mikið, allt í einu minnir hún mig á skessu Já ég veit mjöglítið, og pæli í nákvæmlega engu Ég býst við að ég sé viðbjóðslegur og gagnslaus drengur Svo eftir þessa Rímu næ ég í hníf, nenni þessu ekki lengur Því enginn venjulegur maður alla ævi á sveppum hengur Z-h-A-k-U-r --- Svör --- Höf.: WuKillah Dags.: 14. maí 2002 21:47:10 Atkvæði: 0 Ég hef dópað svo mikið, gæti fengið kikk úr að setja bíl í drif ættla ekkert að vera leiðinlegur en ef að þú dóðar meira er erfiðara að fó kikk --- Höf.: mierde Dags.: 15. maí 2002 01:28:07 Atkvæði: 0 Damn, dóp eru rímurnar mínar, akkru varstu ekkert að tala um það? --- Höf.: [Notanda eytt] Dags.: 15. maí 2002 19:21:17 Atkvæði: 0 Sjálfsögðu er erfiðara að komast í vímu eftir því sem þú dópar meira segir sig sjálft, þar að segja líkaminn verður vanari efninu. Verð að vera samála McAnar-eitthvað. Ég hata svona rímur um dóp, sértakslega fólk sem er ekki í dópi og talar um “neyslu” sína (sem er enginn) af fáfræði. Svona uppá grínið www.vortex.is/sayno ---
Hangikjötið sem fjölskylda á sunnanverðum Vestfjörðum reykir í gömlu torfhúsi er svo vinsælt að dæmi eru um að menn komi á flugvél að sunnan til að krækja sér í læri. Kirkjujörðin Staður er ekki beint í alfaraleið, hún á sunnanverðum Vestfjörðum við minni Þorskafjarðar um tíu kílómetra vesta Reykhóla. Menn leggja samt ýmislegt á sig til þess að næla sér í jólahangikjötið héðan. Jörðin státar af 150 ára gamalli kirkju og álíka gömlum torfhúsum sem voru endurbyggð fyrir sex árum. Þarna búa þrjár kynslóðir, hjónin Eiríkur Snæbjörnsson og Sigfríður Magnúsdóttir ásamt dóttur sinni Rebekku Eiríksdóttur, tengdasyninum Kristjáni Ebenesersyni og dætrum þeirra Védísi og Anítu. Torfhúsin eru talin hafa verið nýtt frá fyrstu tíð til að reykja matvæli fyrir heimilið. Eiríkur Snæbjörnsson, bóndi á Stað: Já, það er nú lítið eftir, þetta er nú mest allt komið niður sko. En þetta er alvöru pylsu sem er hérna í grisjunum, svo eru hérna hangikjötslæri hérna uppi. Þarna var líka verið að reykja hluta af hrossi. Eiríkur Snæbjörnsson: Svo sjáið þið hér aðeins smá sýnishorn af reyktum rauðmaga sem er að reykjast. Fjölskyldan selur reyktar afurðir undir merkjum bændafélagsins Beint frá Býli, en ljósmynd sem Reykhólavefurinn birti á dögunum, af mönnum sem koma á flugvél, segir sitt um vinsældir hangikjötsins. Sigfríður Magnúsdóttir, bóndi á Stað: Það kom einn á flugvél að sækja það um daginn. Kristján Már Unnarsson: Já okey, var það fólk að sunnan? Sigfríður Magnúsdóttir: Já já, eða flugmaður frá Akranesi, í mesta frostinu. Aðrir aka um langan veg. Eiríkur Snæbjörnsson: Já já, það er svolítið um það, það kom einn frá Ísafirði áðan og náði sér í hangikjötslæri. Rebekka Eiríksdóttir, bóndi á Stað: Nei nei, svo auðvitað erum við bara að reyna að pakka þessu mikið og koma þessu svona á sem ódýrastan hátt frá okkur. Því auðvitað er það líka kostnaður að þurfa að senda þetta og kaupa flutninginn. Þegar spurt er um hvað tryggi gott hangikjöt, segjast þau nota bæði tað og birki við reykinguna en svo bara þær aðferðir sem Íslendingar hafa notað í gegnum aldirnar. Eiríkur Snæbjörnsson: Svo náttúrulega munurinn á þessu kjöti sem er reykt við svona aðstæður heldur en sem er reykt í þessum ofnum, tekur einn til tvo sólahringa að reykja það, hér er ... og þetta er hangikjöt, hitt er ekki hangikjöt hitt er reykt kjöt. En það var lítið orðið eftir að hangikjötinu þegar við vorum að mynda. Kristján Már Unnarsson: En hafið þið undan? Eiríkur Snæbjörnsson: Já, það verður tæpt á því núna alla veganna, eykst svolítið hratt salan sko og þetta er alltaf selt upp sko.
„Ég hef ekki efni á því að kaupa mat eða borga leigu,“ segir Marian Craciun. Hann flutti til Íslands vegna vinnu sem honum bauðst hér á landi og hefur búið á Íslandi í fjögur ár. Marian missti vinnuna þegar kórónaveirufaraldurinn skall á. Hann á ekki rétt á atvinnuleysisbótum en var tjáð að hann ætti rétt á fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. „Þegar ég svo sæki um það er mér sagt að ég eigi engan rétt, ég hef því verið nánast matarlaus svo vikum skiptir og get ekki borgað af íbúðinni. Ég kemst ekki einu sinni aftur til Rúmeníu,“ segir Marian. Hann segir sér hafa verið tjáð að ástæða þess að honum væri neitað um fjárhagsaðstoð væri að hann sé kvæntur í Rúmeníu. „Málið er bara það að ég er ekki kvæntur í Rúmeníu, ég er skilinn. En enginn virðist hafa tíma eða áhuga á því að kanna málið frekar,“ segir hann. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segist ekki þekkja mál Marian en segir gagnkvæma framfærsluskyldu vera hjá hjónum. „Ráðgjafar á þjónustumiðstöðvum leggja áherslu á að skoða hvert mál fyrir sig og meta hvaða leiðir eru færar í aðstoð. Þær ástæður sem geta legið að baki því að einstaklingi sé synjað um fjárhagsaðstoð eru ef viðkomandi uppfyllir ekki skilyrði, til dæmis vegna tekna, eigna og hjúskaparstöðu.“ Þá segir Hólmfríður umsóknum um fjárhagsaðstoð hafa fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Í nóvember á síðasta ári hlutu í heild 1.367 einstaklingar fjárhagsaðstoð frá borginni. 553 voru með erlent ríkisfang og 814 með íslenskt ríkisfang. Í sama mánuði árið 2019 hlutu 1.114 einstaklingar fjárhagsaðstoð. Hlutfall einstaklinga sem hljóta fjárhagsaðstoð til framfærslu og eru með erlent ríkisfang hefur farið ört hækkandi og var í september, október og nóvember á síðasta ári 40 prósent, miðað við um 30 prósent í sömu mánuðum ári fyrr og 24 prósent í janúar 2019.
Fólki sem ekki sér samhengið í málinu er náttúrulega ekki viðbjargandi en hvað voru menn í raun og veru að greiða atkvæði um þegar gatið var skilið eftir? Þessi orð varaformanns Samfylkingarinnar hafa setið í mér síðan og bergmálið af þeim orðið æ háværara eftir því sem á fjárlagaumræðuma leið. Voru þeir með atkvæði sínu að taka ákvörðun um að loka tæknifrjóvgunardeildinni? Raunveruleg stefna flokksins - og þar með ríkisstjórnarinnar - vefst hins vegar fyrir mörgum. Upp úr sandkassanum! Þar á ég ekki við öryrkjamálið heldur þá ákvörðun þingmanna að skilja eftir gat upp á hálfan annan milljarð í rekstri Landspítalans á næsta ári. Jú, hann getur kannski náð einhverri hagræðingu umfram það sem gert hefur verið á síðustu árum þótt víðast hvar sé búið að skera inn að beini, en það mun engan veginn nægja til að brúa bilið. Fyrir rúmu ári skoraði Morgunblaðið á stjórnmálaflokkana að taka höndum saman um að móta framtíðarstefnu í heilbrigðismálum. Er ekki það sama uppi á teningnum núna? Var það gert til þess að geta leikið jólasvein síðar meir eins og ávallt hefur gerst þegar spítalinn bregst við þverrandi fjárframlögum? Greinilegt var að hann vildi rífa flokkinn upp úr þeim skotgröfum sem hann hefur setið fastur í frá því Sighvatur Björgvinsson varð að hopa með hugmyndir sínar um tilvísanakerfið. Það var líka fróðlegt en ekki að sama skapi skemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum við ræðu Össurar. Þetta kom mörgum á óvart, jafnvel í Samfylkingunni. Hver tekur ákvarðanir? Frjálslyndir blönduðu sér ekki í þessar umræður með áberandi hætti en Vinstrigrænir töldu hugmyndir Össurar bera þess glöggan vott að Samfylkingin væri á hraðri leið til hægri. Stjórnmálamenn þess tíma jesúsuðu sig og fleygðu skýrslunni út í horn. Búast þeir við því að heilbrigðisstarfsfólk bjóðist til að lækka í launum til þess að spítalinn nái endum saman? Sjálfstæðismenn sögðu það vissulega fagnaðarefni að Össur hefði séð ljósið og tekið upp stefnu þeirra. Engin skýr eða mælanleg markmið voru sett fram um þann árangur sem ná átti fram með sameiningunni," segir á bls. 20 í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Halda þeir í alvöru að á sama tíma og spítalinn stendur í ströngu við að ljúka sameiningunni þá geti hann bara hagrætt sisvona í rekstrinum sem nemur hálfum öðrum milljarði? Hvaða kosti aðra hefur spítalinn í stöðunni en að lækka laun? Þessi plata er orðin heldur slitin því þótt eflaust sé töluvert um það að læknar þiggi boð lyfsala þá hefur verið gerð að því gangskör að setja reglur um samskipti þessara aðila og umræður þeirra á milli verið líflegar þótt þær hafi ekki náð eyrum Hjálmars. Svari nú hver fyrir sig. Er það sú þróun sem þeir vilja standa vörð um? Undanfarin fimm ár og gott betur hef ég haft þann aðalstarfa að fylgjast með umræðu um heilbrigðismál. Það er nefnilega alls ekki ljóst hvað stjórnmálamenn eiga við þegar þeir tala um heilbrigðiskerfið. Það kom reyndar ýmsum á óvart því stefna Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum hefur af einhverjum ástæðum ekki farið hátt þau rúmlega þrjú kjörtímabil sem flokkurinn hefur verið við völd. Það hafa bara ekki verið teknar neinar pólitískar ákvarðanir um breytingarnar. Gatið á Landspítalanum Ég heyrði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur halda því fram ekki alls fyrir löngu að í kosningabaráttunni á liðnu vori hefðu allir frambjóðendur óháð flokki verið jafnfegnir því hversu lítið var rætt um heilbrigðismál. Á þeim tíma hefur í raun harla lítið gerst sem rekja má til frumkvæðis ráðuneytisins. Hræsnin og ábyrgðarleysið risu hæst þegar það var skilið eftir óbrúað. Hvernig skyldu þeir ágætu þingmenn sem greiddu því atkvæði sjá fyrir sér framhald málsins? Ég held að þessi ákvörðun sé sama marki brennd og stór hluti afskipta stjórnmálamanna af heilbrigðismálum undanfarin ár. Það þyrfti hins vegar ekki endilega að vera seljandi hennar í öllum tilvikum. Standa vörð um hvað? Sama máli gegndi um Framsóknarflokkinn. Var það ætlun þeirra þingmanna sem greiddu fjárlögunum atkvæði? Þetta kerfi hefur verið í örri þróun þótt stefnuna vanti æði oft. Þá er ekki annað í stöðunni en að loka deildum, fækka starfsfólki og leggja niður þjónustu við almenning. Þeir hinir sömu sjá þá væntanlega ekki heldur neitt samhengi á milli þeirrar ákvörðunar og þeirrar staðreyndar að hallarekstur spítalans hefur verið nokkuð stöðugur allt frá því ákvörðunin var tekin. Voru þeir á meðvitaðan hátt að ákveða að draga úr þjónustu við geðsjúka? Þriðja skýrslan birtist nú í nóvember og fjallaði um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mikið væri gaman ef þeir sýndu þann kjark að horfast í augu við veruleikann í heilbrigðiskerfinu, legðu gömlu frasana til hliðar og einhentu sér í að móta alvörustefnu í heilbrigðismálum í stað þess að hnotabítast um hvað er hvurs og hvort einhver hafi drýgt þá höfuðsynd að skipta um skoðun frá því á öldinni sem leið. Í viðtali sem ég átti við Þorvald Ingvarsson lækningaforstjóra á Akureyri hér í blaðinu í vor sagði hann sögu af Gulu skýrslunni sem svo var nefnd en hún var afrakstur nefndarstarfs undir forystu Guðjóns Magnússonar þáverandi aðstoðarlandlæknis og fjallaði um framtíðarskipan sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Fyrir því er raunar alllöng hefð hér á landi. Meðal þeirra sem ekki koma auga á hana er Ríkisendurskoðun sem hefur í þrígang á rúmu ári auglýst eftir stefnu stjórnvalda á þremur mikilvægum sviðum heilbrigðismála. Þetta skyldi aldrei verða. Hvað svo sem líður yfirlýsingum Framsóknarflokksins, Vinstrigrænna og annarra þá hefur einkarekstur vaxið hröðum skrefum í kerfinu. Sumarið 2002 birti stofnunin tvær skýrslur, annars vegar um heilsugæsluna og hins vegar um þjónustu sérfræðilækna, og í þeim báðum var kallað eftir stefnumótun stjórnarinnar hvað varðar verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins. Menn gefast upp fyrir því að setja sig inn í málin, stinga hausnum í sandinn og vona að allt reddist einhvern veginn, að einhver annar taki þennan beiska kaleik frá þeim. Ætlar Jón Kristjánsson (eða hver sem kann að verða heilbrigðisráðherra næsta haust) að slá sig til riddara með því að bjarga tæknifrjóvguninni fyrir horn í þriðja eða fjórða sinn? Það kveður við sama tón: "Við upphaf sameiningar lá ekki fyrir nein heildarstefnumörkun fyrir hið nýja sjúkrahús ... Því var beint til stjórnvalda að þau settu sér markmið, reiknuðu út hvað þau kosta og framfylgdu þeim svo en hættu að láta reka á reiðanum. Að sjálfsögðu munu þeir allir svara þessum spurningum neitandi, það var ekki meiningin að vera vondur við sjúklinga eða starfsmenn spítalans. Flokkurinn (les: ráðuneytið) hefur reynt að standa á bremsunni gegn öllum breytingum en látið undan þegar þrýstingurinn hefur verið orðinn óbærilegur. Jón Kristjánsson vísaði hugmyndum Össurar á bug með þeim orðum að þær væru bara eins og hver önnur kanína sem töframenn kipptu upp úr hatti sínum. Sá frasi hefur síðan endurómað í allri umfjöllun flokkssystkina hans. Sá flokkur sem mesta ábyrgð ber á heilbrigðismálum er að sjálfsögðu Framsóknarflokkurinn sem hefur farið með málaflokkinn í ríkisstjórn undanfarin átta ár og hálfu betur. Auglýst eftir stefnu Það getur verið að einhverjir trúi því, rétt eins og þeir gerðu sem ákváðu að sameining spítalans væri svo arðbær að ekki þyrfti að leggja krónu til hennar. Ástæða feginleikans var sú að enginn þeirra treysti sér í raun og veru til að fjalla um heilbrigðismál af nokkru viti, stærð málaflokksins og flóknir innviðir heilbrigðiskerfisins yxu þeim svo í augum að þeir yrðu málstola. Það má kannski segja að þau hafi orðið óbærilega hávær um það leyti sem Hjálmar Árnason lauk máli sínu við lokaumræðuna. Hér skal enn tekið undir þá áskorun. En hver er þá tilgangurinn með því að samþykkja þessi fjárlög? Á landsfundi Samfylkingarinnar í haust varpaði formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, því fram að tími væri kominn til að flokkurinn mótaði sér nýja stefnu í heilbrigðismálum. Engin skýring fylgdi á því hvernig sú varðstaða ætti að fara fram né um hvað ætti að standa vörð. Satt að segja hefur mér oft blöskrað á hvaða plani hún er en sjaldan þó eins og nú fyrir jólin. Þeir þyrftu að hætta að ástunda viðbragðspólitík en taka í þess stað frumkvæði og móta stefnu sem gagnast til að byggja upp og bæta kerfið sem allir eru í orði kveðnu sammála um að eigi að vera það besta í heimi. Eða héldu þeir kannski að fólk hætti að veikjast ef svo væri mælt fyrir í fjárlögum? Ákvarðanirnar hafa oftast verið í höndum lækna og stjórnenda spítalanna en hlotið formlega blessun stjórnvalda eftir á. Afgreiðsla þingmanna á fjárlögum varð til þess að ég stóðst ekki mátið lengur. Þeir ætluðu hins vegar að halda sínu striki og standa vörð um velferðarkerfið. En hver er svo staðan nú, um það bil fimmtán árum síðar? En það var Landspítalagatið sem gerði útslagið. Eru stjórnmálamenn hræddir við heilbrigðismál? Væri nú ekki ráð fyrir stjórnmálamenn að láta af þessum stefnulausa sandkassaleik? Það örlaði heldur ekki á neinum áhuga á því að ræða hugmyndir Össurar í alvöru, skætingurinn virtist alveg nægja flokksmönnum. Þegar skýrslan birtist einhvern tíma á níunda áratugnum vöktu tillögur nefndarinnar athygli því þær fólu í sér verulegar tilfærslur á heilbrigðisþjónustu, það átti að loka skurðstofum hér, hætta að taka á móti börnum þar og svo framvegis. Flokkurinn hefur gætt þess afar vandlega að þegja þunnu hljóði um þennan málaflokk og láta samstarfsflokka sína eina um hann, fyrst Alþýðuflokkinn og síðan Framsókn. Þar freistaði hann þess að hala sér inn nokkur aukastig með því að kenna spilltum læknum um stóraukinn þátt lyfjakostnaðar í rekstri heilbrigðiskerfisins. Ætluðu þeir í raun og veru að segja upp 200 manns eða jafnvel fleirum með því að skilja gatið eftir? Eru stjórnmálamenn ekki einfaldlega að varpa ábyrgðinni á niðurskurðinum yfir á annarra herðar, lækna, stjórnenda og annarra starfsmanna spítalans? Meðal þess sem Össur nefndi í ræðu sinni var að einkarekstur gæti átt rétt á sér í heilbrigðiskerfinu, svo fremi ríkið væri ávallt kaupandi þjónustunnar. Sú framtíðarsýn sem sjúkrahúsinu var mörkuð var of óljós til að geta verið sá leiðarvísir sem þurfti til að byggja upp svo margbrotna stofnun sem LSH er. Jú, það er búið að framkvæma flest það sem skýrslan vonda lagði til. Þessi spurning er eðlileg í ljósi þess að um 70 af hundraði rekstrargjalda spítalans munu vera laun. Þegar til lengdar lætur hlýtur það að gagnast bæði þeim og okkur hinum betur en hinn þreytandi jólasveinaleikur sem virðist njóta mestra vinsælda við Austurvöllinn. Í stuttu máli sagt upphófst sandkassaleikur stjórnmálamanna sem allir voru á harðahlaupum frá því að ræða kjarna málsins. Vonandi sýna stjórnmálamenn þann siðferðisþroska að rísa upp úr sandkassanum og ræða málin af heilindum og ábyrgð.
Norður-Kóreumenn segja að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé öllu skyni skroppinn og ófær um að skilja nokkuð nema valdbeitingu. Þetta kom fram í máli hátt setts hershöfðingja í Norður-Kóreuher, þegar hann fór óvenju ítarlega yfir áætlanir um mögulegar eldflaugaárásir á næsta nágrenni herstöðvar Bandaríkjamanna á Kyrrahafseyjunni Guam. Harðorðar yfirlýsingar Trumps í kjölfar fréttar Washington Post af því, að Norður-Kóreuher byggi nú jafnvel yfir tækni til að skjóta kjarnaoddum heimsálfa á milli, komu mörgum í opna skjöldu. Hótaði hann að láta eldi og brennisteini rigna yfir Norður-Kóreu með hætti sem heimsbyggðin hefði aldrei áður séð. Þótti orðræða forsetans minna meira á það sem menn eiga að venjast frá ráðamönnum í Pjongjang en það sem komið hefur frá fyrirrennurum Trumps í Hvíta húsinu. Þó þóttust margir heyra enduróm af orðum Harrys Truman í aðdraganda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí, en hann hótaði Japönum einmitt að láta eyðilegginguna rigna á þá af himnum ofan, „með hætti sem aldrei hefði áður sést á þessari jörð,“ ef þeir gæfust ekki upp, skilyrðislaust. Viðbrögð Norður-Kóreumanna við reiðilestri Trumps voru að hóta eldflaugaárás á Guam og á fimmtudagsmorgun að staðartíma gerðist sá óvenjulegi atburður að Kim Rak-Gyom, hershöfðingi, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti boðaðri árás á landgrunnið umhverfis Guam í smáatriðum. Einnig lýsti hann vanþóknun sinni á Bandaríkjaforseta. „Það er ekki hægt að eiga uppbyggilegar viðræður við mann eins og þennan, sem er öllu skyni skroppinn, og einungis ýtrasta valdbeiting mun hafa áhrif á hann,“ segir í yfirlýsingu hershöfðingjans, sem lesin var upp í norðurkóreska ríkissjónvarpinu. Áætlun Norður-Kóreuhers gerir ráð fyrir að fjórum langdrægum eldflaugum verði skotið yfir Shimane, Hírósíma og Koichi-héruð í Japan og að þær muni lenda um 30 til 40 kílómetra frá eyjunni Guam, eftir 17 mínútna og 45 sekúndna flug um 3.357 kílómetra leið. Stefnt er að því að því að leggja fullmótaða og endanlega áætlun fyrir Kim Jong-Un um miðjan ágúst, segir í tilkynningunni, en aðgerðin sé hugsuð sem „alvarleg viðvörun til Bandaríkjanna“. Bandaríkjaher er með töluverð umsvif á her- og flotastöð sinni á Guam, sem er í Vestur-Kyrrahafi. Þaðan leggja til að mynda hvort tveggja langdrægar sprengjuflugvélar og kafbátar reglulega upp í leiðangra til Kóreuskagans og hafsvæðisins þar um kring, yfirvöldum í Pjongjang til mikillar skapraunar.
Formaður átakshóps um endurbætur í húsnæðismálum segir að nú sé boltinn hjá stjórnvöldum. Mikill skortur hefur verið á íbúðum, einkum á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. hefur leitt til hækkandi íbúðaverðs. Húsnæðiskostur heimila hefur hækkað langt umfram verðlag og laun sem hefur haft þær afleiðingar að ungt fólk og tekjulágir hafa átt erfiðara með að kaupa eigið húsnæði. Þá ríkir ófremdarástand á leigumarkaði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem skilað hefur verið til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Skýrslan er unnin af hópi, sem forsætisráðherra skipaði þann 4. desember en hópurinn hóf störf daginn eftir. Hópinn skipuðu fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, fulltrúar sveitarfélaga og fulltrúar forsætis-, fjármála- og efnahags- og félagsmálaráðuneytis. Formenn hópsins voru Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Átakshópurinn hafði það hlutverk að koma með tillögur um það hvernig auka megi framboð á íbúðum og öðrum tillögum um aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Er vonast til þess að sú vinna sem hópurinn lagði í komi til með að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir en um áramótin losnuðu 82 kjarasamningar, því til viðbótar munu 152 samningar losna í mars. Eftir að tillögurnar, sem eru 40 talsins og skipt í sjö flokka, voru birtar hafa aðilar vinnumarkaðarins, beggja vegna borðs, fagnað þeim. Tillögurnar hafa ekki verið kostnaðarmetnar. Vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kjaramálunum hafði hópurinn stuttan tíma til að koma með tillögur. „Þetta eru 45 dagar með jólum og áramótum en það sem skiptir mestu er að allir þeir sem við leituðum til voru mjög fúsir til verka,“ segir Gísli Gíslason. „Það var jákvæður andi yfir öllu sem gerir allt léttara þegar tíminn er skammur. Allir skrifuðu undir þessar tillögur án nokkurra fyrirvara. Eðlilega voru mismunandi sjónarmið en ég tel að okkur hafi tekist að hitta á þá þætti sem ættu að geta verið góður samnefnari fyrir alla.“ Hefði átt að byrja fyrr Spurður hvort ekki hefði þurft að hefja þessa vinnu fyrir löngu síðan svarar Gísli: „Jú, það er nokkuð ljóst. Að vísu var lagt upp með húsnæðissáttmála fyrir nokkrum árum og í síðustu kjarasamningum voru þessi mál rædd en án vafa hefði mátt nýta tímann betur á milli kjarasamninga. Það er kannski líka það sem við erum að ýta á, að það verði samfella í vinnunni framundan og að hún verði ekki endilega bundin við kjarasamninga. Ég held að við séum með ýmislegt sem geti létt þá vinnu því búið er að taka saman óhemju magn gagna, sem getur nýst vel í framhaldinu. Nú er boltinn hjá stjórnvöldum, sem þurfa að skipuleggja hvert framhaldið verður. Við vonumst auðvitað til að þessi vinna verði til gagns í kjaraviðræðunum og höfum heyrt að þeim hafi verið vel tekið. Mönnum ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði að setja þetta í farveg og koma því til framkvæmda sem mönnum þykir álitlegast.“ Skortur þrátt fyrir mikla uppbyggingu Að mati átakshópsins liggur óuppfyllt íbúðaþörf nú á bilinu 5 til 8 þúsund íbúðir á landinu öllu. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er hins vegar fyrirhuguð á næstu árum og áætlað er að um 10 þúsund íbúðir verði byggðar á árum 2019-2021. Gangi þær áætlanir eftir mun óuppfyllt íbúðaþörf minnka til muna en hún verður engu að síður um tvö þúsund íbúðir í upphafi árs 2022. Í skýrslunni kemur fram að byggja þurfi að meðaltali 1.830 íbúðir árlega á tímabilinu frá 2019 til 2040 til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf og þeirri þörf sem skapast hefur á tímabilinu. Ef áætlanir um uppbyggingu frá 2019 til 2021 ganga eftir lækkar talan í 1.580 íbúðir að meðaltali frá árinu 2022. Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.
Broddarnir fjórir aftast á halanum voru aftur á móti varnartæki. Helstu einkenni kambeðlurnar voru annars vegar stórir kambar sem lágu eftir endilöngum hryggnum og hins vegar geysistórir broddar á halanum. Vangaveltur eru uppi meðal fræðimanna hvort að kambeðlan hafi í raun verið með tvo heila, einn lítinn í hauskúpunni og annan í baki sem stjórnaði rófunni. Steingervingafræðingurinn Othniel Marsh fann fyrstu steingerðu leifararnar af dýrinu árið 1877 og ári síðar fann hann heila beinagrind af einkennistegund ættkvíslarinnar, Stegosaurus ungulatis. Kambeðlur (Stegosaurus) voru uppi á síðari hluta Júratímabilsins, fyrir 144-156 miljónum ára. Þær voru stórar, rúmir 6 metrar á lengd og um 6-8 tonn að þyngd. Áður var talið að kambarnir hefðu gegnt því hlutverki að verja hrygg og mænu fyrir ráneðlum en nú þykir líklegra að þeir hafi stjórnað líkamshita eðlunnar. Kambeðlan var ákaflega höfuðsmá og heili hennar var afar lítill miðað við líkamsstærð eða á stærð við golfkúlu. Árið 1886 fann Marsh heillega beinagrind af tegundinni Stegosaurus stenops sem gerði honum kleift að endurgera dýrið og koma því fyrir á safni. Rannsóknir benda til þess að mikið af æðum hafi verið í kömbunum, en það er forsenda þess að hægt sé að flytja varma úr skrokknum út í kambana. Myndirnar eru fengnar af vefsetrunum Dreamstar's Stegosaurus og Dinohunters Beinagrindur benda til þess að skrokkur kambeðlunnar hafi verið á stærð við indverskan fíl. Kambeðlur voru jurtaætur sem lifðu í hópum líkt og fílar nútímans.
12:45 – 14:00 MMM Mono Town – Two Bullets Pulp – Help The Aged Lykke Li – No Rest For The Wicked Bob Dylan – Girl From The North Country Prinspóló – Fallegi smiðurinn London Grammar – Strong Chromeo – Over Your Shoulder Conchita Wurst – Rise Like A Phoenix James – Moving On Dandy Warhols – Bohemian Like You Leaves – Parade Jack Johnson – Good People Bíó: X-Men Days Of Future Past *** FM Belfast – Brighter Days Helgi Björns & Reiðmenn Vindanna – Viltu dansa? Hjaltalín – Letter To 14:03 – 15:00 MMM Hjálmar – Til þín Sex Pistols – God Save the Queen Aloe Blacc – The Man Nýtt undir nálinni: Lana Del Rey – West Coast 2 og 4 pop Worm Is Green – To Them We Are Only Ghosts 3 og 3 ½ pop Sharon Van Etten – Every time The Sun Comes Up 4 og 3 ½ pop Supergrass – Mary Mannakorn – Ó, þú Buff – Nótt allra nótta Bernhoft – Come Around With Me Tom Odell – Another Love (Live) Prinspóló – Föstudagsmessa 15:03 – 16:00 MMM Baggalútur – Inni í eyjum Suede – We Are The Pigs Kings Of Leon – Temple Chromeo – Jealous (I Ain‘t With It) Kiriyama Family í spjalli með nýtt lag Kiriyama Family – Apart The Last Shadow Puppets – Standing Next To Me The Common Linnets – Calm After The Storm Hjólað í vinnuna New Order – 60 Miles An House Hozier – From Eden
Ísleifur Þórhallsson frá Senu Live segir óþægilegt að vita ekki hvernig staðan verður þegar líða fer á árið en fjölmargir viðburðahaldarar hafa þurft að fresta eða hætta við ýmsa viðburði vegna kórónuveirunnar. Ísleifur ræddi málið í Harmageddon á Xinu í gær. „Fyrir fyrirtæki sem starfar við viðburði hefur þetta svipuð áhrif á okkur og flugfélag,“ segir Ísleifur. „Áður en þetta byrjaði átti að vera brjálað að gera á öllum sviðum. Við gerum árshátíðir, hvataferðir, ráðstefnur, tónleika, uppistand og fleira. Við horfðum fram á rosalega viðburðaríkt ár og allir að kafna og einhvern veginn á einni nóttu hvarf allt.“ Hann segir að mánuðirnir tæmist bara einn af öðrum út árið. „Núna fer ágúst að verða tæmdur og þetta er bara stórfurðulegt ástand. Við vorum með fullt af fólki í vinnu við að halda viðburði og allt í einu hverfur allt. Nú erum við með fullt af fólki í vinnu við að færa til að fresta og aflýsa. Þetta er ótrúlegt högg og ótrúlega furðulegir tímar.“ Ísleifur segir að óvissan sé mjög óþægileg. „Það veit enginn hvenær þetta endar eða hvenær þetta skánar. Svo áttar mig sig heldur ekkert á því hvernig heimurinn verður jafnvel þegar þetta er yfirstaðið. Hvort sem það verður 2000 manns, 500 manns eða hvort tveggja metra reglan sé í gildi þegar líður á árið, þetta skiptir allt rosalega miklu máli og það er ekki hægt að gera nein plön.“ Hann kallar eftir skýrari sviðsmynd frá stjórnvöldum á næstunni. „Þau eru örugglega að gera sitt besta með að hafa þetta skýrt en eins og er er ekki hægt að gera nokkur einustu plön varðandi nokkurn skapaðan hlut.“ Sena Live stendur fyrir viðburði eins og Iceland Airwaves. „Sú hátíð verður í nóvember og ég held að allir hugsi til þess að varla verði ennþá í nóvember miklar hömlur. Getur einhvern hugsað það til enda að við séum komin í nóvember og þú getir ekki ennþá farið út að hitta fólk eða fara inn á veitingarstaði eða á tónleika. Ég held að það sé ekki hægt að hugsa svo langt. Ég trúi því að Ísland verði komið í gott lag en það er spurning með restina af heiminum og spurning með flug og ferðalög og hvernig það leggst í fólk. Við göngum út frá því að Iceland Airwaves fari alltaf fram með einhverju sniði.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Ísleif.
Hátíðin Reykjavík Fringe hófst í gær, um er að ræða fjöllistahátíð sem fer fram á 20 stöðum í Reykjavík. Hátíðin stendur í viku og er boðið upp á 250 sýningar. Hvað verður um að vera þarna? Já það verður heilmikið um að vera, en eins og sjá má er hér stærðarinnar hópur fyrir aftan mig, en þetta er hluti af skrúðgöngu sem lagði af stað frá Hlemmi klukkan 18 í dag og liggur leið þeirra að Tjarnarbíó, þar sem að hluti hátíðarinnar fer fram. Upp á hvað ætlið þið að bjóða í vikinni? Nanna Gunnars, stjórnandi hátíðarinnar: Það er allt í boði, það er dans, söngur, leiklist, ljóðlist, myndlist, kvikmyndir, það er bara öll flóran, listaflóran er í boði og það er eitthvað fyrir alla. Yngsti þátttakandinn er 8 ára og sá sem er elstur er áttræður, þannig að það er allt í boði. Elísabet Inga Sigurðardóttir: Talandi um list, nú er list ansi víðtækt hugtak í, hvað rúmast innan hátíðarinnar, hverskonar list? Nanna Gunnars: Það er bara ef þú vilt vera að dansa, syngja, það er lipsync, drag, kabarett. Við bara tökum á móti öllum og eins og ég segi það er allt í boði og námskeið og ég gæti talið endalaust. Elísabet: Ég heyrði af ansi pólitískum viðburði í kvöld og næstu kvöld. Getur þú aðeins sagt mér frá honum? Nanna Gunnars: Já, það er Bára Halldórsdóttir er með innsetningu í Listastofunni sem að heitir Öryrkinn eða Invalid. Þar verður hún í einskonar búri og fjallar um hvernig það er að vera öryrki á Íslandi og vera með ósýnilega fötlun. Ég hvet alla til að mæta. það er allan daginn frá 9 til 21 og ókeypis inn. Þannig það er ýmislegt um að vera. Pólitískum, það er Me-too og það er loftlagsbreytingar og það er fólk að fjalla um allskonar.
Korkur: smasogur Titill: Leikritið, ástir og undirferli. Höf.: BongoKazmir Dags.: 3. október 2005 20:36:46 Skoðað: 177 útvarpsleikritið: Ást og Undirferli.S: Hey hvað heytir þú? B: Nonni, en þú? S: Haltu kjafti eða ég kem til þín þegar þú sofnar og þræði vír í gegnum eyrað á þér og út um augað og hengi þig upp í stofunni heima hjá mér og ber þig svo oft með rifluðum gervilim að skinnið á eftir að hanga í tæjum utan á þér þegar ég hef lokið mér af!! B: Viltu kaffi? S: já takk. B: Sykur útí? S: þú ætlar ekki að hætta, einskis nýta hormenglan þín!! ef þú ferð ekki að hafa þig hægan mun þetta samband enda á endanum á görnum á þér hangandi út um upprifið rassgatið þegar ég hef rekið kjötkrók uppí það og rifið allt þar inni út!! B: Róaðu þig maður. S: Já, fyrirgefðu, ég hef bara ekki náð að hafa stjórn á skapi mínu eftir að Vaskur litli varð fyrir bílnum, eftir það varð ég svo tilfinningalega trekktur að ég fann mig knúinn til að keyra yfir konuna mína ótt og títt og fara svo með tæjurnar inn í svefnherbergi og þvaga yfir þær þartil að húsvörðurinn kæmi til mín útaf ítrekuðum kvörtunum um vonda lykt frá íbúðinni. svo mundi ég rota hann með lærlegg konu minnar, binda hann við baðkarið okkar og svo þegar hann vaknar mundi ég vefja líktæjunum utan um vitin á honum og kæfa hann þarmeð og kveikja svo í íbúðinni og fela mig þartil ég næðist og væri dreginn fyrir rétt, þá mundi ég bera við geðveiki og fá dóminn vægðan niður. og það var það sem ég gerði, og nú er ég hér að tala við þig, á flótta undan lögunum. B: Svona svona, þetta getur komið fyrir bestu menn. … --- Svör ---
Í NÝJUM tillögum um nýtingu lands Lundar í Kópavogi, sem skipulagsnefnd Kópavogs samþykkti á fundi sínum 23. júní síðastliðinn og bæjarráð 26. júní, hefur íbúðabyggð komið í staðinn fyrir fyrri hugmyndir um þekkingarmiðstöð. Björn Gunnlaugsson, þátttakandi í þróunarhópi Lundarsvæðisins, segir að nýju tillögurnar hafi það að markmiði að bjóða sem flestum möguleika á að njóta þessa einstaka staðar. Þetta sé gert með því að byggja hagkvæmar íbúðir, en jafnframt að bjóða yfir helming svæðisins til útivistar og tómstundaiðkunar, tengt útivistarsvæði Fossvogsdals. Bæjarráð Kópavogs samþykkti jafnframt á fundi sínum 26. júní breytingu á aðalskipulagi vegna lands Lundar við Fossvog og verður ný skipulagstillaga send Skipulagsstofnun. Að lokinni umfjöllun hennar verður nýja skipulagstillagan auglýst. Af hálfu skipulagsyfirvalda í Kópavogi er gert ráð fyrir að kynningartími verði lengdur miðað við það sem venja er vegna sumarleyfa og efnt til almenns kynningarfundar nokkrum vikum áður en tími til þess að skila inn athugasemdum við skipulagið rennur út. Fallið frá hugmyndum um þekkingargarð Geir Gunnlaugsson, áður bóndi í Eskihlíð, hóf búskap á Lundi 1946 og stundaði búskap þar óslitið fram á níræðisaldur. Eftir andlát hans var þar lítilsháttar búskapur fram til ársloka 1999. Síðustu árin hefur svæðið hýst svokallaða litaboltastarfsemi. Að sögn Björns leituðust afkomendur Geirs eftir því, nokkru áður en búskapur lagðist af, að svæðinu yrði umbreytt í íbúðabyggð. Voru á þeim tíma uppi hugmyndir að nýta lóðirnar í anda einbýlishúsahverfis í Birkigrund. « Þessi tillaga hefði þýtt að landinu hefði verið skipt upp í takmarkaðan fjölda einbýlishúsalóða og eignirnar hefðu komist á fárra hendur,» bætir hann við. Á árinu 2001 voru kynntar hugmyndir um uppbyggingu þekkingargarðs í Lundi. Björn bendir á að á þeim tíma hafi miklar væntingar verið til vaxtar í upplýsingatækniiðnaði og öðrum þekkingartengdum iðnaði og þörf talin fyrir byggingu nýrra fasteigna sem hentuðu sérstaklega slíkri starfsemi. Hann segir forsendur hafa gjörbreyst eins og kunnugt sé og því hafi verið fallið frá áætlun um þessa framkvæmd. Áætlaður íbúafjöldi hverfisins um 1.300 manns Björn segir markmið nýju skipulagstillagnanna afar einfalt. « Þeim er ætlað að gefa venjulegu fólki kost á hagkvæmum íbúðum í grænu hverfi í miðju höfuðborgarsvæðisins, þaðan sem stutt er í frábær útivistarsvæði og alla þjónustu,» segir hann. Hann telur það mikilvægt að undirstrika það að hið tiltölulega mikla byggingarmagn geri mögulegt að halda verðlagningu íbúðanna í hófi, þannig að venjulegt launafólk eigi möguleika á að eignast heimili í Lundi, en ekki bara fámennur hópur hátekju- og eignafólks. Tillagan að hverfinu í Lundi gerir ráð fyrir 481 íbúð á svæðinu í 8 fjölbýlishúsum sem yrðu 9-13 hæðir auk þakhæðar og kjallara. Reiknað er með að áherslan verði lögð á 3-4 herbergja íbúðir og er áætlaður íbúafjöldi hverfisins um 1.300 manns. Sé þetta borið saman við ný framtíðarbyggingarsvæði Reykjavíkurborgar er til dæmis talað um 3.000 manna byggð að Norðingaholti, 12.000 manns í Vatnsmýrinni og 25.000 manns við Úlfarsfell. Björn segir að hæð bygginganna sé mest 55 metrar yfir sjávarmáli, sem sé 20 metrum lægra en til dæmis Hamraborgin. Áhersla verði lögð á vandaðan frágang bygginga og opinna svæða svo ásýnd svæðisins verði sem best. Umferðartengsl svæðisins verða frá Nýbýlavegi um hringtorg gegnt Auðbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Nýbýlavegur breikki og verði fjórar akreinar frá Birkigrund að Kársnesbraut. Áætlað er að umferð á tengigötu til og frá svæði verði um 4.500-5.000 bílar á sólarhring. Jafnframt er gert ráð fyrir hringtorgi vestast á Nýbýlavegi og nýrri afrein inn á Hafnarfjarðarveg til Reykjavíkur. Eru þessar tillögur hluti af nýrri aðkomu í norðurhluta bæjarins. Að sögn Björns verður komið upp þjónustu innan hverfisins. Lítil hverfisverslun er fyrirhuguð og jafnframt verður komið upp þriggja deilda leikskóla. Eldri börn munu hins vegar sækja nám í Snælandsskóla. «Skipulagið er miðað við það að vestast í reitnum, verði háar byggingar. Með þessu fyrirkomulagi skapast rými á byggingarreitnum fyrir grænt svæði og sjónlínur haldast opnar fyrir núverandi byggð vegna fjarlægðar frá byggingum. Meira en helmingur svæðisins, um 50.000 fermetrar, opnast almenningi sem nýtt útivistar- og tómstundasvæði er skapar fjölbreytta möguleika,» leggur hann áherslu á. Hann segir að það ráði einnig miklu að bílstæði séu að mestu neðanjarðar, eða um 2/3 hlutar af 900 bílastæðum hverfisins. Framkvæmdir geta hafist um áramót Björn bendir á að áhersla hafi verið lögð á að tengja skipulag Lundar við náttúrukosti Fossvogsdalsins. Lundarsvæðið er í dag afgirt og lokað almenningi, enda er landið í einkaeign. « Nýja skipulagið gerir ráð fyrir göngum undir Hafnarfjarðarveg og opnast þá loks gönguleiðin úr Fossvogsdal og beint út í Fossvoginn, þar sem við taka göngustígar út í Öskjuhlíð og Kársnes. Með þessu verður rofið það haft sem hefur verið á gönguleið þeirra sem vilja njóta gönguferða og útivistar í Fossvogsdal til fulls. Tvenn undirgöng fyrir gangandi vegfarendur verða einnig undir Nýbýlaveg, önnur á móts við Skeljabrekku og hin á móts við Auðbrekku, sem er samgöngubót fyrir þá sem búa sunnan Nýbýlavegar og vilja leggja gönguleið sína inn í Fossvogsdal,» bætir hann við. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist um áramót og að svæðið verði að fullu uppbyggt á 3-5 árum. Björn segir að strax hafi komið fram talsverður áhugi á íbúðum á þessu svæði og fyrirspurnir um það hvenær hægt verði að tryggja sér fasteign í Lundahverfinu. « Það er trú þeirra sem að skipulagstillögunum standa að með þessum tillögum verði best komið til móts við þau markmið að gera svæðið að íbúðarhverfi fyrir alla venjulega tekjuhópa og um leið að halda sem mestum hluta svæðisins opnu til frístunda og tómstundaiðkunar,» segir hann.
Þriðjudagsmorguninn 14. janúar las ég greinina „ Harmsaga úr strætó“ eftirSkarphéðin Þórsson. Í greininni rekur Skarphéðinn þá miður skemmtilegu lífsreynslu þegar honum var vísað út úr strætisvagni sökum þess að hann átti ekki nægilega mynt til þess að greiða fargjaldið. Þess í stað bauðst Skarphéðinn til þess að borga bílstjóranum með sundurrifnum 1000 króna seðli en þegar bílstjórinn neitaði að taka við sundurrifnum seðlinum og vísaði Skarphéðni úr vagninum sá Skarphéðinn sig knúinn til að skrifa umrædda grein. Ég hef starfað við kaupmennsku í fjöldamörg ár og á þeim ferli hef ég aldrei tekið við sundurrifnum seðlum. Ekki veit ég heldur til þess að slíkt tíðkist almennt meðal kollega minna. Þess í stað bendi ég viðskiptavinum á að fara með slíka seðla í næsta banka þar sem hægt er að skipta þeim út fyrir viðunandi seðla. Viðskiptavinir sýna þessu yfirleitt skilning og hef ég aldrei uppskorið skæting eða hörð mótmæli gegn því. Vissulega hef ég starfað við þann munað að geta gefið viðskiptavinum til baka og má Strætó BS vissulega íhuga að endurskoða greiðslufyrirkomulag fargjalda þar sem núverandi fyrirkomulag stangast á við góða viðskiptahætti, en vagnstjórar mega ekki gefa til baka. Samkvæmt Skarphéðni heimilar Seðlabanki Íslands notkun rifinna seðla. Ef raunin er sú má íhuga hvort Seðlabanki Íslands sé úr tengslum við þann raunveruleika sem snýr að viðskiptum almennra borgara. Er virkilega hægt að ætlast til þess að menn fallist á það að fá greitt í rifnum seðlum eða þegar út í það er farið, sundursagaðri smámynt? Ef svo er skora ég á hæstvirtan fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, að leggja fram breytingartillögu á lögum um gjaldmiðil Íslands til þess að eyða þessari óvissu sem þjakar íslenskt viðskiptalíf.
Hljómsveitin Stroff er skipuð reynsluboltum úr íslenskri neðanjarðartónlist og samnefnd plata hennar er skammlaus heiðrun á nýrokki því sem reið röftum á tíunda áratugnum. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í þetta verk, sem er plata vikunnar á Rás 2. Stroff er skipuð reynsluboltum úr bransanum, gítarleikararnir Örn Ingi Ágústsson (Seabear, Skakkamanage, Stoner Wind) og Árni Þór Árnason (Mug, Stafrænn Hákon, Per: Segulsvið) renndu bátnum úr vör en einnig skipa sveitina þeir Kjartan Bragi Bjarnason (Kimono), Markús Bjarnason (Markús and the Diversion Sessions, Sofandi, Skátar) og Haraldur Þorsteinsson (Náttfari, Stafrænn Hákon). Þeir Örn Ingi og Árni Þór stofnsettu bandið fyrst og síðast til að fá útrás fyrir áhuga sinn á bjöguðu og endurgjafarríku gítarrokki eins og fram kemur í vefmiðlinum ágæta albumm (sem fjallar vel og ríkulega um íslenska grasrótartónlist) og var sveitin aðeins hugmynd í kolli þeirra tveggja um hríð en fljótlega tóku þeir að djamma yfir trommuheila. Riffin urðu til, hlóðust upp og fullburða sveit var fædd. Og nú er komin út sjö laga plata. Eins og segir, tónlistin er óður til gítarrokks fyrri ára og einkanlega koma eftirfarandi sveitir upp í hugann: Sonic Youh, Dinosaur Jr., Pavement og My Bloody Valentine. Og þetta er svona nokkurn veginn í mikilvægisröð. Platan hefst á „Steve Austanátt“ þar sem Sonic Youth-legar stemmur eru í forgrunni og sama á við um „The Constant Change“. Gítarar ýlfra, hækka, kallast á við hvor annan og keyrslan er prýðileg. Það verður seint sagt að piltarnir kunni ekki sitt fag. Markús syngur letilega yfir og gefur lögunum nákvæmlega þá söngrödd sem þau kalla á. Keyrslan er minnkuð lítið eitt í „Not to be hurried“, leikur að melódíum er ráðandi þar. Og svo má telja. Katrína Mogensen úr Mammút leggur til bakrödd í einu laginu og lokalagið, „Test the Test“ endar að sjálfsögðu á mikilli gítar- og bjögunarorgíu. Eins og vera ber. Hér var tilgangurinn aldrei sá að finna upp hjólið heldur þvert á móti að rúlla nokkuð nákvæmlega eftir því. Hér er verið að taka ofan fyrir gítarguðunum Lee Ranaldo, Thurston Moore og J. Mascis og heiðrun sú er falleg. Platan er þá bara til á vínylplötu og kassettu, meðvitaður virðingarvottur við hetjurnar sömuleiðis en það voru þau afspilunarform sem við aðdáendurnir nýttum okkur í þá daga. Já, ég dýrka þessar sveitir allar saman og hef sannarlega gaman af þessu stöffi þeirra Stroffliða.
Við hittum Gísla fyrir á Súfistanum í Hafnarfirði, bænum sem hann hefur haft sem sína bækistöð á Íslandi milli búsetu erlendis og langra ferðalaga. Hann er reyndar alinn upp í Kópavogi. Gísli var alltaf mjög virkur sem krakki og erfiður að eigin sögn. Þegar Gísli var fjórtán ára gamall missti hann föður sinn, Ólaf Rafn Einarsson, úr krabbameini. Skömmu síðar féll móðurafi hans frá úr hjartasjúkdómi. Gísli segir þetta hafa verið erfiðan tíma, fyrir hann sjálfan, litla bróður og móður. „Einhverra hluta vegna hafði þetta þó þau áhrif að ég róaðist talsvert niður. Sextán ára var ég hættur að lenda í slagsmálum og fullorðnaðist hratt,“ segir Gísli. Þrátt fyrir að hafa verið erfiður sem krakki átti hann auðvelt með nám, sérstaklega stærðfræði enda móðir hans stærðfræðikennari sem hélt henni vel að honum. Þetta leiddi af sér áhuga á tölvum. „Þegar veikindi pabba hófust eyddi ég miklum tíma með bróður mömmu sem hafði kynnst forritun úti í Noregi. Ellefu ára gamall var ég farinn að forrita sjálfur og fjórtán seldi ég mitt fyrsta forrit,“ segir hann. En það var forrit til að halda utan um félagatal og félagsgjöld. Tölvuöld var varla gengin í garð í byrjun níunda áratugarins og öryggi tölvukerfa bagalegt. Þetta sást best þegar Gísli og vinur hans gátu hakkað sig inn í tölvukerfi Pósts og síma í Breiðholti. „Vinur minn hringdi í skakkt númer og heyrði hljóð sem gat aðeins verið tölva,“ segir Gísli. „Ég átti þá 300 bita módem og gat tengst tölvunni með því að hringja með því. Við gátum séð símareikninga hjá fólki og að það var verið að fylgjast með ákveðnum númerum, sennilega lögreglan. Við gerðum ekkert við þetta en fannst þetta fyndið.“ Toppurinn á tilverunni Eftir skólagöngu í Snælandsskóla, Menntaskólanum í Kópavogi og Háskóla Íslands tók Gísli gráðu í efnafræði og tölvunarfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Eftir nám vann Gísli í Bretlandi, Svíþjóð og á Íslandi, meðal annars hjá ljósritunarfyrirtækinu Xerox og Medtronic sem framleiða flesta gangráða og stuðtæki heims. Árið 1998 hélt hann vestur til Seattle til að vinna fyrir Microsoft. „Á þessum tíma var það toppurinn að vinna fyrir Microsoft,“ segir Gísli en í dag þyki kannski Google eða Facebook meira spennandi. Gísli starfaði hjá Microsoft uns hann skildi við þáverandi konu sína árið 2001 og flutti þá heim til Íslands. Rúmu ári eftir flutningana heim sannfærði hann Microsoft um að opna stöð á Íslandi þar sem hann starfaði til ársins 2010. Það mest gefandi var hins vegar að taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á vegum fyrirtækisins en sá kafli í lífi Gísla á sér nokkurn aðdraganda. Leið til að gefa til baka Árið 1990 bauð Gísli fyrst fram krafta sína í hjálparstarfi, hjá Rauðakrosshúsinu við Tjarnargötu. Þar var þá afdrep fyrir unglinga sem áttu í vanda heima fyrir. Þegar hann sneri aftur frá háskólanáminu gekk hann svo í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. „Ég fann að þetta var mín leið til þess að gefa eitthvað til baka til samfélagsins. Björgunarsveitin er líka frábær félagsskapur og á þessum tíma var hún besti staðurinn til þess að læra um útivist,“ segir Gísli um hvers vegna hann skráði sig. Við Íslendingar státum okkur af björgunarsveitunum enda þykja þær nokkuð einstakar. Þegar Gísli starfaði hjá Microsoft í Washington-fylki fann hann hins vegar mjög sambærilegt hjálparstarf sem hafði þróast á svipaðan hátt og hér heima. „Ég tók að mér að stýra aðgerðum frekar en að vera sjálfur að hlaupa upp um fjöll og firnindi,“ segir Gísli. Sjálfboðaliðastarfið í Seattle var mjög umfangsmikið enda um tvær og hálf milljón íbúa á svæðinu. „Einn daginn var frábært veður í Seattle og þá komu sjö útköll hvert á fætur öðru sama daginn.“ Hamfarir Eftir flóðbylgjuna miklu í Suðaustur- Asíu árið 2004 kom sterk krafa frá starfsfólki Microsoft um að fyrirtækið legði sitt af mörkum í sambærilegum krísum. Í ljósi reynslu sinnar var Gísli tekinn inn í þetta starf og hefur frá þeim tíma tekist á við flóðbylgjur, þurrka, jarðskjálfta og faraldra. „Ég fór því að ferðast um heiminn til að bregðast við hamförum eða til að ráðleggja ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum hvernig hægt sé að nýta tæknina að þessu leyti,“ segir Gísli. Á svipuðum tíma var Gísli orðinn stjórnandi í Íslensku alþjóðasveitinni hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og í 250 manna samhæfingarteymi hjá Sameinuðu þjóðunum. Gísli segir miklu skipta að undirbúa sig andlega á leiðinni til lands þar sem orðið hafa miklar hamfarir. Sem dæmi nefnir hann jarðskjálftann stóra á Haítí árið 2010 en hann var þá stjórnandi í íslensku sveitinni sem mætti fyrst allra á vettvang. Gísli var í teyminu sem kom fyrst til Haítí eftir jarðskjálftann mikla árið 2010. „Í flugvélinni ræddum við saman um hverju við mættum eiga von á og að þetta myndi sennilega hafa áhrif á okkur út lífið,“ segir Gísli. „Það sem við sáum var samt mun verra en við gátum ímyndað okkur. Fyrsta kvöldið þegar við keyrðum í gegnum höfuðborgina Port-au-Prince sáum við tugþúsundir líka og það var verið að nota vinnuvélar til að koma þeim í vörubíla.“ Bendir hann á að björgunarsveitarfólk geti vel brotnað niður í eða eftir útköll og því sé mikilvægt að huga að andlegri heilsu bæði fyrir, á meðan og eftir þau. Sem betur fer hafi mikil vinna í tengslum við áfallahjálp innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar skilað sér vel í tengslum við útkallið til Haítí. „Fjórum mánuðum eftir skjálftann fór ég aftur til Haítí og heimsótti spítala í uppblásnu tjaldi þar sem lítil börn voru að berjast fyrir lífi sínu. Ég fór þaðan út hágrátandi,“ segir hann. „Allir fá þessar tilfinningar og maður verður að geta talað um þær.“ Ættleiddi fullorðnar dæturnar Frá 2010 starfaði Gísli fyrir regnhlífarsamtök 60 stærstu hjálparsamtaka heims við að samhæfa allt hjálparstarf á þeirra vegum. Það voru því oft stutt stopp heima og oft sem hann þurfti að hoppa upp í næstu flugvél eftir að hamfarir dundu yfir á fjarlægum stað. Eftir ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku árin 2014 til 2015 og sterkan jarðskjálfta í Nepal skömmu síðar segist Gísli hafa brunnið út og ákvað að kúpla sig út úr hjálparstarfinu um stund. Var það þá farið að taka of mikinn toll af fjölskyldulífinu. En eftir um tveggja ára hlé snéri hann sér aftur að hjálparstarfinu og vann við það þar til hann flutti heim til Íslands fyrr á árinu. Gísli kynntist eiginkonu sinni, Sonju Pétursdóttur, á einkamal.is, árið 2002. Hann átti tvo stráka úr fyrra hjónabandi og hún þrjár stelpur. Faðir þeirra, sem var Bandaríkjamaður, var látinn og Gísli gekk þeim í föðurstað. Fyrir skemmstu, átján árum síðar, ættleiddi Gísli þær fullorðnar. „Fyrir nokkrum árum spurðu þær mig hvort ég vildi formlega verða pabbi þeirra og ein þeirra hafði meira að segja flúrað á sig orðið Gísladóttir,“ segir Gísli og brosir breitt. „Ég sagði af sjálfsögðu já. Við ákváðum að bíða með þetta um stund, en um síðustu jól komu þær með eyðublöðin til mín og ég skrifaði undir á staðnum.“ Úr einni krísu í aðra Gísli er í framboði fyrir Pírata í alþingiskosningunum í september en hann hefur aldrei tekið þátt í pólitísku starfi áður. Þegar hann ákvað að fara í framboð kynnti hann sér vel þá flokka sem starfa á Íslandi og fannst hann eiga mesta samleið með því fólki sem starfar innan Pírata. „Ég held að ég hafi reynslu sem geti nýst í því þjóðfélagsástandi sem nú er í gangi. Við erum að koma úr krísu faraldursins og að ganga inn í aðra sem eru loftslagsmálin,“ segir Gísli. „Þar höfum við stungið hausnum í sandinn í stað þess að taka erfiðar ákvarðanir. Til þess að takast á við þessi erfiðu verkefni þurfum við breiða samvinnu innan Alþingis og þjóðfélagsins í heild og þar tel ég mig geta nýtt áralanga reynslu mína í að fá ólíka aðila víða um heim til þess að vinna betur saman.“ Það sem Gísli brennur hvað mest fyrir er hins vegar að takast á við fátækt á Íslandi og minnist þess að þegar hann sat í stjórn hjá Rauða krossinum hafi verið settur á fót sárafátæktarsjóður þar sem komu margar umsóknir frá fólki sem bjó við mjög erfiða stöðu fjárhagslega. „Það opnaði augu mín að sjá hversu mikil fátækt er á þessu ríka landi og ég skammast mín fyrir það.“
Mér krossbrá þegar ég sá manninn. Skömmu seinna birtust þau á stofu hjá mér. Hún var af konunni hans þar sem hún var inni í stórum steini í landi Kleifa sem er eyðibýli vestanmegin í Skötufirði. Bergþóra í Steininum eða Steinninn í Skötufirði Fljótlega eftir að ég fluttist til Ísafjarðar sýndi Hjörtur Hauksson læknir mér mynd sem mér fannst mjög spennandi. Gamli spítalinn var nú ekki hátæknisjúkrahús en mortél var við hendina. Hann fékk mynd af sér í stórri bók (Saga Ísafjarðar , 1. bindi, bls. 16 ) og á netinu. Frúin hafði orð fyrir þeim. „Þetta er búið,“ sagði hann að bragði. Kona hrópaði í angist í símann: „Pabbi er með hræðilegar blóðnasir.“ Þegar ég kem á staðinn situr sjúklingurinn og kona hans í skoðunarherberginu og stóð hvor sinn helmingurinn af stórri kalsíum-sandoz-töflu út úr nösum sjúklingsins. Mælikvarðinn er 168 cm á lengd. Þetta var ótrúlegt. Ég ræð aldrei við þetta ein, hugsaði ég á leiðinni á sjúkrahúsið. Hvorki ég né Þuríður, kona Hjartar, minna hann á hunangsflugur. Ljósmyndin er tekin 13. júlí 2010 af Kristjáni Ásbergssyni. Skötufjörður er 16 km langur fjörður, sá fimmti í Ísafjarðardjúpi talið frá Skutulsfirði. Hann kallar á mig og vill miðla mér af spekt sinni sem getur verið erfitt að ráða í. Nokkru seinna hringir hjúkrunarkona í mig frá sjúkrahúsinu. Hann átti meira að segja nafn: Urtusteinn. Það getur verið erfitt fyrir lækni að meta hvað er hræðilegt í símaviðtali. Hvernig getur hann þá hafa orðið til við býkúpuveðrun (Honeycomb weathering )? Ég benti þeim hjónum á að það þyrfti að fylgja eftir blóðþrýstingnum hjá manninum. „Ættum við að reyna?“ Hann er meira að segja til á póstkorti. Þetta var nú of mikið fyrir mínar hláturtaugar. Hann veit að hann á marga frændur á Vestfjörðum og einn þeirra var stærri og mikilfenglegri en hann sjálfur. Blóð og blóðstorka lafði í löngum taumum úr báðum nösum og munni. Ég heimsótti þennan stein oft því eins og Kjarval sagði: „En ég segi þér satt, steinar eru spakir í landslagi, steinar brosa í landslagi. Skútinn í lofti steinsins tekur lengd handleggs. Hvernig er það, á ekki kalsíum-jónin sinn sess í storknunarferlinu? Það er margs að minnast. Nú er því svo farið að hann gerir meira en að brosa til mín, hann ögrar mér. Þá vorum við hrædd, ég og steinninn, en hann stóðst áfallið og rauða skánin í veginum var ekki blóð heldur úr jarðlagi sem skolaðist fljótlega af veginum. Stundum var hlíðin hans viði vaxin. Heimili sjúklingsins var hvort sem er á leiðinni að gamla sjúkrahúsinu. Síðan lenti hann oft undir þungu fargi jökla ísaldar. Við báðum hann að hinkra, en eftir 15-20 mínútur taldi hann sig vissan um árangurinn og við gátum ekki haldið honum lengur. Ég hélt að lækning okkar Halldóru væri orðin alþekkt staðreynd og segi. „Hér er maður með slæmar blóðnasir.“ Meðan ég hreinsaði vit sjúklingsins eftir bestu getu muldi Halldóra litlar kalktöflur (kalsíum laktat) sem sjúklingurinn saug upp í nefið eins og vanur tóbakskarl. En það fer auðvitað eftir því hver gengur framhjá.“ Þar tók á móti okkur gömul og reynd hjúkrunarkona ættuð úr Djúpinu, Halldóra Guðmundsdóttir. Sjálfur er steininn hluti af heilli skriðu með holusteinum, dvergar hefðu átt fullt í fangi með að meitla allar þær holur. Þá rann upp fyrir mér að Halldóra hafði nokkru áður lýst fyrir mér hvaða ráð var notað í hennar heimahögum til að stoppa blóðnasir. Að hann var einu sinni í 1100°C heitu eldhrauni. Steininn okkar hryllti við því að sæta örlögum Urtusteins, að verða vegfylling. Glerkrukka, hefur síðar reynst mér ágætur töflubrjótur. Á Seyðisfirði er frægur stakur steinn, Dvergasteinn. Halldóra og eggið „Ég kem,“ svaraði ég. Þetta var steinn í fjörunni við Hnífsdalsveg og fékk hann oft gesti sem borðuðu nestið sitt í og við steininn. „Við ákváðum að hafa þig fyrir lækninn okkar, þú hlóst svo skemmtilega.“ Hann veit að skurnin, jarðskorpan, er í flekum, en hann þarf ekki að hræðast bröltið í þeim lengur, og Vestfirðir fóru fyrir nokkrum miljónum ára yfir eldhjarta Íslands og þá hlóðst upp hraunlagastaflinn sem hann er hluti af. Það var farið út í hænsnakofa og náð í nýorpið egg. Mér er minnistætt símtal sem ég fékk kvöld eitt þegar ég var á vakt á Ísafirði. Hann hefur hins vegar meira gaman af því að heilsað sé upp á hann en þotið framhjá í bíl. Það komu meira að segja enn fleiri holusteinar í ljós í skriðunni þegar vegurinn var breikkaður á síðasta áratug. Við bárum okkur að eins og í fyrra sinnið með góðum árangri. Þetta voru svo sannarlega hræðilegar blóðnasir. Hún var dálítið kyndug á svipinn. Hann man vel urtuna, það er fögur minning. Það gekk oft mikið á. Vegurinn er upphækkaður og liggur með fjörunni og er steinninn hluti af skriðu ofan vegar. Skurnin var mulin og tekin í nefið. „Gefðu honum kalk í nefið meðan ég er á leiðinni.“
Framkvæmdastjóri Fisk Seafood á Sauðárkróki gagnrýnir harðlega nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á stjórn fiskveiða. Hann telur að fyrirhuguð skerðing á geymslurétti veiðiheimilda hafi alvarlegar afleiðingar fyrir útgerðina. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Fisk Seafood rekur tvo frystitogara og tvo ísfisktogara ásamt bolfisk og rækjuvinnslu. Starfsemi félagsins er á Grundarfirði, Skagaströnd og í Skagafirði, en hjá fyrirtækinu starfa um 230 manns. Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, gagnrýnir harðlega nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og þá sérstaklega fyrirhugaða skerðingu á geymslurétti aflaheimilda úr 33% niður í 10%. Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood: Þessar aflaheimildir hafa náttúrlega verið skertar mjög mikið á síðustu árum og ég tók nú sem dæmi að frá árinu 2004 til dagsins í dag hafa heimildir Fisk verið skertar um 33% og núna 1. september var ýsukvótinn okkar skorinn um 32%, ufsinn um 23%, grálúðan 20% og þorskur um 6%. Og þetta hlýtur að þýða það að þegar þetta er gert svona í stórum stökkum að fyrirtækin hljóta að þurfa að hafa ákveðnar sveigju til að hérna, reka sig til að tryggja störf sinna starfsmanna. Jón segir útgerðir hafa brugðið á það ráð að geyma aflaheimildir á milli ára vegna kvótaskerðingar og til þess að fyrirtækin geti haldið dampi án þess að þurfa að segja upp starfsfólki. Jón Eðvald Friðriksson: En ef að við lendum í því núna um næstu kvótaáramót þá að við fáum ekki að geyma nema 10% á milli hérna, ára og segjum bara að kvótinn verði áfram skertur, að þá er augljóst að, að það snýr náttúrlega bara beint að okkar starfsfólki.
Á vefsíðu LH er tilkynning um það að þær breytingar sem samþykktar voru á landsþingi LH 2020 og á FEIF-þingi 2021 hafa verið færðar inn í lög og reglur LH sem birt eru á vef LH. Helstu breytingar sem gerðar voru á lögunum á landsþingi eru eftirfarandi: Þátttökurétt á Íslandsmóti eiga efstu pör á stöðulista og fjöldi í hverri grein er takmarkaður. Í gæðingakeppni er ný keppnisgrein, gæðingatölt. Í gæðingakeppni er óheimilt að taka baug eða snúa við eftir að keppandi hefur lagt af stað í skeiðsýningu. Árangur knapa í innahússmótum telur til árangurs keppnisárs ef vallarstærð er að lágmarki 19x50m. Einkunn fyrir stjórnun og ásetu er gefin eftir hvert atriði í barnaflokki í gæðingakeppni. Auglýsa skal opin íþróttamót og sækja skal um dómara með 7 daga fyrirvara. Reglur um aðstæður til skeiðkappreiða til að lágmarka slysahættu. Ekki er keppt í A-flokki ungmenna á landsmótum. Í gæðingakeppni getur sami hestur aðeins keppt í einum flokki á sama móti. Helstu breytingar sem gerðar voru á FEIF-þingi og voru færðar inn í lög LH eru eftirfarandi: FEIF líður ekki mismunun byggða á uppruna, kyni, þjóðerni, trúar-og stjórnmálaskoðunum, kynhneigð, húskaparstöðu eða á öðrum grunni. Reiðhjálmar skulu vera með CE vottun eða sambærilega vottun. Hnakkur skal vera staðsettur þannig að meiri hluti gjarðar hvíli á bringubeini og hnakkur sitji hvorki á herðum hests né þungi hans hvíli á spjaldhryggssvæði. Regla um hversu mikið má herða nefól á reiðmúl og það skuli mæla með sérstöku mælitæki (e. Noseband Taper Gauge). Í íþróttakeppni er sama hesti heimilt að hefja keppni oftar en einu sinni á sama móti í sömu keppnisgrein ef það er í mismunandi aldursflokkum. Heimild til að nota ýmsan aukabúnað í keppni eins og snjóbotna, ísfjaðrir, eyrnartappa og verndandi gel eða áburð ofan hófbotns (e. liquid bandage). Regla um hvernig skuli reikna samanlagðan sigurvegara ef hestar eru jafnir að stigum. Við ræsingu með rásbásum skulu básar vera lokaðir að framan og aftan. Skerpt er á orðalagi um ræsingu og niðurtöku í gæðingaskeiði. Ný grein PP3, léttara gæðingaskeið.
Gosið í Eyjafjallajökli hafði meiri áhrif á flugsamgöngur í heiminum en hryðjuverkaárásin í Bandaríkjunum árið 2001. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem greinir hið stóra samhengi áhrifanna. Olivia Woolley-Meza og félagar hennar sem eru vísindamenn í verkfræði og stærðfræði við Northwestern háskólann í Illinois í Bandaríkjunum athuguðu hvaða áhrif hryðjuverkaárásin í New York árið 2001 og gosið í Eyjafjallajökli 2010 höfðu á flugsamgöngur í heiminum. Niðurstöðurnar birtust nýlega í opna vísindatímaritinu Plos One. Vitað er að bein áhrif af hryðjuverkaárásinni voru stærri en af gosinu því yfir 200 flugvöllum var lokað þegar að hún var gerð en um 100 flugvöllum þegar gosið varð í Eyjafjallajökli. Yngvi Björnsson, dósent of forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík: En hins vegar ef þú skoðar svona keðjuverkunina sem varð af þessu og svona heildaráhrif hversu stórtæk og víðfeðm þau voru að þá komumst við að því að það var miklu miklu meiri röskun upp á flutningsgetu kerfisins sem átti sér stað við gosið í Eyjafjallajökli. Mikilvægum tengiflugvöllum var lokað í Vestur-Evrópu þegar að gaus í Eyjafjallajökli sem hafði keðjuverkun um allan heim og flutningsgeta flugsamgangna minnkaði mjög. Vísindamennirnir notuðu aðferð sem komið hefur með tölvutækninni og felst í því að greina gögn og gera líkön yfir það hvernig hlutir tengjast saman. Þannig draga þeir upp mynd af stærra samhengi en gert hefur verið áður og benda á að það sé vert að hafa í huga við hönnun flugsamgöngukerfis. Yngvi Björnsson: Þetta er bara eitt dæmi um það hvernig við náum að kafa dýpra og dýpra ofan í gögn og finna alls konar orsakasamhengi sem við höfðum bara ekki möguleika á að gera áður og þetta náttúrulega bara tilkomið með tölvutækninni sem leyfir okkur þetta.
„Þetta dofnar og minnkar með árunum en sársaukinn hverfur aldrei. Ég var rosalega reið á tímabili en ég er búin að vera mikið í Al-Anon samtökunum og hef unnið af krafti úr mínum málum,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, sem vann stórsigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um helgina. Dilja hefur upplifað mikla hamingju en einnig stórar sorgir í lífinu. Hún hleypur niður að taka á móti blaðamanni í utanríkisráðuneytinu, brosmild og hress þrátt fyrir prófkjörskeyrsluna. „Kanntu á kaffivélina? Ég er ekkert í kaffinu, þú verður að redda þessu.” Vorum óaðskiljanlegar Diljá er ein fjögurra systkina, fædd árið 1987, og uppalin í Grafarvoginum, önnur stelpan í röð fjögurra systkina á sex árum. Stutt var á milli Diljár og eldri systur hennar Susie Rutar, aðeins var eitt ár á milli þeirra í skóla og fylgdust þær náið að í gegnum lífið. „Við deildum lengi vel saman öllu þótt við værum að mörgu leyti gjörólíkar. Margir vildu ekki einu sinni trúa því að við værum systur, við vorum ekki einu sinni líkar í útliti!“ „En við deildum herbergi og vinahóp, vorum óaðskiljanlegar. Þegar við urðum aðeins eldri fluttum við síðan saman í íbúð í kjallara foreldra okkar.” Sá hana aldrei framar Diljá segir Susie Rut hafa verið gríðarlega greinda en öra á mörgum sviðum. „Svo fór að Susie Rut leiddist út í fíknefnaneyslu undir lok grunnskóla, hún fór að gera aðra hluti og leiðir okkar skildu tímabundið. Susie Rut fór alltaf alla leið og náði botninum mjög hratt. Hún náði samt að snúa við blaðinu og náði tökum á eigin lífi. Eftir meðferð og dvöl á áfangaheimili var hún dugleg við að sækja fundi og var á fullu við að hjálpa öðrum. En svo fór að hún féll mjög harkalega þremur árum síðar.” Diljá segir fíknisjúkdóm Susie Rutar hafa verið óvenjulegan að því leyti hversu hratt allt bar að. „Hún var bara í neyslu í tvö ár og fór einungis tvisvar í meðferð og þegar hún féll gerðist það skyndilega. Hún var á sjúkrahúsi út af öðru og okkur fór að gruna að hún væri fallin. Ég var henni sár og reið þegar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið, ekki þess vitandi að ég myndi aldrei sjá hana framar. Þetta var árið 2007.” Vorum ofboðslega meðvirk Diljá segist að fráfall systur sinnar hafi mótað hana mikið sem einstakling. „Þegar Susie Rut byrjaði í neyslu var þetta ekki mikið rætt, jafnvel þótt að heimilið hafi verið undirlagt af fíknisjúkdómi hennar. Við vorum ofboðslega meðvirk. En sem betur fer hefur orðið mikil viðhorfsbreyting og við fórum að tala um þetta opinskátt. Það velur enginn að vera fíkill og fíknin spyr hvorki um stétt né stöðu. Við fengum oft að heyra það sama: Er Susie Rut í neyslu? En hún kemur af góðu heimili, og enginn í fjölskyldunni í neinni vitleysu?“ „En þannig er þetta ekki í hinum raunverulega heimi.” „Svo rosalega gott“ Fjölskylda Susie Rutar stofnaði minningarsjóð um hana eftir lát hennar og fór í auglýsingaherferð til að vekja athygli á vandanum. „Mér er alltaf minnistæð auglýsingin um handboltastrák sem lést úr of stórum skammti. Mamma hans spurði hann í örvæntingu sinni fyrir lát hans af hverju hann hann væri eiginlega í þessu og svar hans var: „Mamma, það er af því mér finnst þetta svo rosalega gott.” Límd við kosningavökuna átta ára Diljá segir fjölskylduna hafa verið sitt helsta mótunarafl í lífinu. „Foreldrar mínir eru sterkir karakterar og við höfum alltaf verið öll mjög náin. Ég var svo passasöm á litlu bræður mína að þeir kalla mig í gamni hina mömmu sína. Þeir segja mig reyndar hafa fæðst þrítuga en ætli þeir breyti því ekki í fimmtugt eftir því sem maður eldist,” segir Diljá og hlær. Hún ólst upp á sjálfstæðisheimili og kveðst hafa verið rammpólitísk frá unga aldri. „Ég var að finna dagbókina frá því ég var 8 ára og lýsi þar kosningavöku heima hjá mér. Þar sem ég sat límd við sjónvarpið og fylgdist með niðurstöðunum. Bara kríli. Ég kynntist til dæmis manninum mínum í Versló og hann vissi hvað ég var pólitísk enda fór svo mikið fyrir mér. Eftir 16 ár saman er hann nýbúinn að játa fyrir mér að hafa farið á bókasafn fyrir fyrsta deitið til að kynna sér undirstöðuatriði í pólitík til að vera viðræðuhæfur!” Aldrei að sjá eftir að hafa ekki látið vaða Diljá hlær. „Annars atvikaðist þetta bara svona, ég hafði lengi verið í sjálfboðaliðastarfi innan flokksins auk þess að starfa sem lögmaður þegar Gulli bauð mér starf aðstoðarmanns og skipti ég þar með um gír. Ég var lengi vel fráhverf atvinnupólitík, elskaði að starfa í grasrótinni, og maðurinn minn grínaðist með að vera lítið spenntur fyrir að vera giftur stjórnmálamanni. En ég fann að hugurinn var farin að leita annað og í dag erum við hjónin bæði búin að skipta um skoðun. Ég ákvað bara að láta slag standa, maður á aldrei að sjá eftir því í lífinu að hafa ekki látið vaða.“ Hún er að sjálfsögðu sátt við niðurstöðuna og segir ekki verra að konur hafi komið vel út í prófkjörum. „Flokkar og framboð eru með alls kyns kynjakvóta og fléttulista en við kjósum að velja einstaklinginn. Í þetta skiptið komu konur vel út, kannski verður það öðruvísi næst en þetta er frábær blanda nýs blóðs og bullandi reynslu.” Gift Chandler úr Friends Diljá er gift Róberti Benedikt Róbertssyni, fjármálastjóra, og saman eiga þau tvö börn. „Maðurinn minn er Excelmaður heimilins, ég grínast oft með að hann sé eins og Chandler í Friends. Við erum fín blanda, fjölskylda full lögfræðinga, tölfræðinga, hagfræðinga og sálfræðinga en ekkert minna klikkuð fyrir það. Það er aldrei rólegt á okkar bæ, alltaf líf og fjör. Og svo er ég hissa á að eiga ekki börn sem sitja þæg og prúð og lita!” Dilja og Róbert eiga tvö börn. Sjö ára dreng og fimm ára stúlku sem Diljá segir eins og dag og nótt. „Dóttir mín eins og ég og sonur minn eins og pabbi hans. Strákurinn minn er stríðinn og félagslyndur ærslapúki eins og pabbinn sem samt nýtur þess að hangsa heima á bumbunni og flýja til ömmu sinna þegar lætin í systur hans eru sem mest. Dóttir mín er aftur á móti í banastuði allan sólarhringinn, það er enginn off takki á því barni!“ „Sannkallaðir gleðigjafar sem hafa gefið mér mínar mestu gæfustundir,” segir Diljá Mist að lokum.
Ensku meistararnir í Liverpool eru sagðir vilja bjóða varnarmanninum öfluga, Virgil van Dijk, nýjan samning til fimm ára. CBS Sports hefur þetta eftir heimildum sínum. Stuðningsmenn Liverpool fengu ekki bara góðar fréttir er liðið vann 2-1 sigur á Tottenham heldur eru allar líkur á því að varnarmaðurinn knái skrifi undir lengri samning við félagið. Hollendingurinn stóri og stæðilegi er nú á meiðslalistanum eftir að hann meiddist í grannaslagnum gegn Everton, 17. október síðastliðinn, eftir samstuð við Jordan Pickford, markvörð Everton. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill eðlilega binda Hollendinginn lengur hjá félaginu. Núverandi samningur hans rennur út 2023 en fréttaveitan CBS Sports segir frá því að þeir vilji lengja þann samning enn frekar. Talið er að Liverpool og umbjóðendur Van Dijk ræði nú saman um nýjan og enn betri samning en Hollendingurinn er talinn vilja vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur gert það gott. Hann var keyptur fyrir 75 milljónir punda í janúar árið 2018 og hefur farið á kostum síðan þá. Hann spilaði meðal annars lykilþátt í því að liðið vann ensku deildina á síðustu ári og Meistaradeildina árið á undan. Hann var svo valinn leikmaður ársins árið 2019 og var í 2. sæti í Ballon dOr sama ár.
Gert er ráð fyrir að fjórðungi fleiri ferðamenn fari um Leifsstöð næsta ári en þessu og að þeir verði rúmlega 6 milljónir. 25 flugfélög bjóða flug til landsins á næsta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. Spár gera ráð fyrir að enn fjölgi ferðamönnum hér á landi á næsta ári. Samhliða því fjölgar bæði þeim flugfélögum sem hyggjast bjóða beint flug til Keflavíkur og áfangastöðum þeirra flugfélaga sem fyrir voru. Guðmundur Daði Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar: Það er auðvitað mikil aukning hjá flugfélögunum sem fljúga frá Íslandi, Icelandair og WOW og búnir að tilkynna hér nýja áfangastaði en við erum líka með aukningu á nýjum flugfélögum, British airways, Germania, Air Baltic, CSA og Iberia Express sem eru bæði að koma frá áfangastöðum sem við höfum flug nú þegar frá, eins og London Heathrow en það er líka að bætast við flug frá Bremen og Friedrichshaven, Prag og Riga sem eru mjög spennandi áfangastaði fyrir Íslendinga. 25 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli á næsta ári, þar af munu 9 flugfélög bjóða flug allt árið og stöðugt bætist við áfangastaðina. WOW air tilkynnti í gær um flug til Los Angeles og San Francisco en hafði áður tilkynnt um flug til Montreal, Toronto og Stokkhólms. Icelandair bætir Chicago, Montreal og Aberdeen við áfangastaði sína. Alls bjóða flugfélögin 25 upp á beint flug frá Keflavík til 86 áfangastaða í Evrópu og Norður Ameríku. Talsvert var fjallað um örtröð og biðraðir í Leifsstöð í sumar og Guðmundur Daði segir að áfram megi búast við erfiðum dögum enda spái Isavia 25% fjölgun farþega sem fari um Leifsstöð, á næsta ári. Guðmundur Daði Rúnarsson: Í upphaflegu spánum okkar erum við að gera ráð fyrir rúmlega 6 milljónum farþega og við erum núna að skoða hvaða áhrif það mun hafa að WOW sé að tilkynna núna tvo nýja áfangastaði á vesturströndina og fleiri flugvélar heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar spám En við erum ekki alveg búin að taka það saman en það er held ég nokkuð ljóst að við förum vel yfir 6 milljónirnar á næsta ári.
Kostnaður við rekstur danskra flugmálayfirvalda mun leggjast á erlend félög og gæti Icelandair þurft að greiða tugi milljóna. Íslensk flugfélög gæti þurft að horfa upp á talsvertan aukakostnað sem hleypur á milljónum króna ef lagabreytingar vegna reksturs flugmálayfirvalda í Danmörku ná fram að ganga. Samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins myndi kostnaður Icelandair m.v. við farþegafjölda ársins 2011 nema um 35 milljónum íslenskra króna. Hingað til hafa dönsk flugfélög greitt fyrir rekstur danskra flugmálayfirvalda en samkvæmt þessum nýju áætlunum munu önnur félög þurfa að taka við keflinu að hluta. SAS hefur hingað til verið einn stærsti greiðandinn. Í frétt E24 um málið kemur fram að norska flugfélagið Norwegian sér fram á mikinn kostnað við þessar auknu álagningu. Álagningin nemur 6 dönskum krónum á hvern farþega og mun taka gildi 1. júli 2013 ef áætlanir ganga eftir. Eins og vefurinn turisti.is greindi frá í mars þá voru farþegar Icelandair um 273 þúsund talsins árið 2011 en samtals voru farþegar á vegum íslenskra flugfélaga um 380 þúsund á því ári. Kostnaður Icelandair við svipaðan farþegafjölda og árið 2011 yrði þá um 35 milljónir króna en samtals myndu íslensk félög greiða um 49 milljónir króna miðað við sömu forsendur. Ef farþegum fjölgar frá árinu 2011 þá hækkar gjaldið.
Á annað hundrað kennara vantar til starfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu næsta haust. Í apríl samþykktu kennarar kjarasamning sem í fólst nokkur launaleiðrétting að sögn formanns Félags grunnskólakennara. Eigi að síður virðast ekki fleiri kennarar sækja um kennslustörf nú en í fyrra. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að það hafi mátt búast við því að kjarasamningarnir hrykkju skammt. Ljóst sé að launaleiðréttingin þurfi að vera meiri. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara: Staða grunnskólakennara var orðin ansi döpur með tilliti til svona annarra háskólamenntaðra stétta. Og það lá fyrir að þyrfti að leiðrétta launin þó nokkuð til þess að við ættum möguleika á að nálgast þá. Við erum í hálfleik raunverulega núna í þessum málum og erum nú þegar byrjuð að vinna á fullu í okkar málum hvað varðar gerð næsta kjarasamnings. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, formaður Skólastjórafélagsins, segir að ástandið sé misjafnt eftir landshlutum. Hann telur að fullyrða megi að nú þegar sé farið að sækja um undanþágur fyrir leiðbeinendur til að kenna í grunnskólunum næsta vetur, bæði úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, formaður Skólastjórafélagsins: Mér sýnist að það sé svona einna erfiðast hérna á höfuðborgarsvæðinu og þessi tala eitthvað á annað hundrað það gæti svosem alveg staðist. Ég hef ekki skoðað það en það er í sumum skólum þar sem að það vantar töluvert af kennurum ennþá og það virðist vera mjög lítil hreying á umsóknum. Kristinn segir að útlitið fyrir næsta skólaár sé ekki gott eins og stendur. Hann bindur þó vonir við að nýr kjarasamningur skili fleiri réttindakennurum til starfa þegar líður á haustið. Hann nefnir líka að oft sé betra að fá kennara til starfa þegar niðursveifla er í þjóðfélaginu.
Ég vildi aðeins beina því til hæstv. forseta, hvort hann sæi sér ekki fært að afgreiða stjórnarskrármálið í dag frá þinginu. Við, sem á móti því erum í þessari d., höfum ákveðið að greiða fyrir því, að afbrigði verði veitt, sem þarf, og ræða ekki um málið, nema tilefni gefist. Hins vegar er það svo, að flestir eða allir þeir þm., sem heima eiga úti um land, óska þess að þurfa ekki að sitja hér lengur að sinni en brýna nauðsyn ber til og fagna því, ef þinginu mætti bráðlega slíta, en það ætti að mega, þegar stjórnarskrá og kosningalög eru afgreidd, og mun einnig verða greitt fyrir þeim. Ég vildi, að forseti sæi sér fært að fara eftir þessari bendingu, það yrði öllum og líka þjóðinni fyrir beztu. Forseti (JJós) : Hv. 2. þm. Eyf. hefur vel mælt, og það er víst, að þeir, sem með þessu máli eru, ala þá ósk í brjósti að þurfa ekki að sitja lengur en góðu hófi gegnir á þessu þingi. En það er ekki á valdi forseta þessarar deildar að ákveða það að svo stöddu, þótt hann feginn vildi, að málið skuli tekið fyrir á nýjum fundi, því að það eru fleiri sjónarmið, sem koma hér til greina, og útlit fyrir, að annað stórmál krefji athygli þm. jafnvel í dag, þótt ekki verði hægt að taka það fyrir á opnum fundi. Afgreiðsla stjórnarskrárinnar núna þyrfti ekki að taka nema 5 mínútur. En þá eru kosningalögin o. fl. Annars má vel vera, að þessi mál leysist á svo stuttum tíma sem óskað er eftir.
Önnur farþegaferja gæti siglt um Landeyjahöfn næsta vetur ásamt Herjólfi, segir vegamálastjóri eftir fund um samgöngumál í Vestmannaeyjum. Siglingar um nýju höfnina hafa gengið vel undanfarið en um þetta leyti í fyrra var Landeyjahöfn opnuð aftur eftir fjögurra mánaða vetrarlokun. Hópur starfsmanna Vegagerðarinnar fór í dagsferð til Vestmannaeyja að kynna sér samgöngur og bæjarfélagið. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að seinka hafi þurft brottför Herjólfs úr Landeyjahöfn vegna vandræða við að koma rútu hópsins í skipið. „Ég held að það hafi nú ekki endilega verið rútan, það voru einhverjir gámar sem menn höfðu ekki reiknað með sem töfðu fyrir líka. En það tafðist svolítið bröttför úr Landeyjahöfn, það er alveg rétt, við berum einhverja ábyrgð á því," sagði Hreinn. Vegamálastjóri ræddi samgöngumálin á fundi með bæjarstjóra og fulltrúum ferðaþjónustunnar í Eyjum. Hann segir mikið hafa verið rætt um hvort bæta mætti fráveru Herjólfs frá Landeyjahöfn um vetur með öðru skipi. Ekkert liggur fyrir um aðra ferju en vegamálastjóri segist vera tilbúinn að skoða málið nánar í samvinnu við rekstraraðila Herjólfs og heimamenn. Herjólfur er sagður henta illa til siglinga um Landeyjahöfn. Enn eru þó þrjú ár þar til ný ferja kemur. Sigurmundur Einarsson, eigandi Viking Tours í Eyjum, hefur barist fyrir því að fá að nota 50 sæta bát sinn til farþegaflutninga um Landeyjahöfn, en það er til skoðunar. Vegagerðin samdi nýlega til tveggja ára við Eimskip um áframhaldandi rekstur Herjólfs. Vegamálastjóri segir að samningurinn verði líklega framlengdur þar til ný ferja er tilbúin. „Nú er það fyrst og fremst ágóði Eimskipa að hér fjölgi farþegum og flutningum á milli. Síðustu ár hefur það verið þannig að við höfum greitt fyrir flutningana og við höfum fengið tekjurnar líka, þeir hafa fengið allan sinn kostnað greiddan. Nú er þetta hreint útboð og þeirra gróði felst í því að vera með góða þjónustu og draga að sér meiri fjölda ferðamanna og fleiri farþega,“ segir Hreinn.
Þórsarar fóru á kostum í Icelandic Glacial höllinni í kvöld í vörn sem sókn, unnu 18 stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 94-76, og jöfnuðu undanúrslita einvígi liðanna í 1-1. Nýliðarnir hafa unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninin og urðu jafnframt fyrstir til að vinna Íslandsmeistara KR í úrslitakeppninni í ár. Þórsarar spiluðu frábæra vörn frá byrjun leiks og KR-ingar voru í tómum vandræðum í sóknarleiknum allan tímann. Þórsarar voru tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og með sextán stiga forskot í hálfleik, 49-33. Skyttur Þórsliðsins, Darrin Govens (30 stig) og Guðmundur Jónsson (17 stig), röðuðu niður þristum og nýttu saman 11 af 17 þriggja stiga skotum sínum sem vóg þungt. Einn besti maður liðsins var þó gamli KR-ingurinn Darri Hilmarsson sem var út um allt í vörn sem sókn. Þór Þorlákshöfn-KR 94-76 (24-12, 25-21, 24-18, 21-25) Þór Þorlákshöfn:Darrin Govens 30/5 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Guðmundur Jónsson 17, Blagoj Janev 14/7 fráköst, Darri Hilmarsson 14, Joseph Henley 13/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 2/7 stoðsendingar. KR:Joshua Brown 19, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/5 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 8, Dejan Sencanski 8/6 fráköst, Martin Hermannsson 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Finnur Atli Magnusson 6/7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 3, Kristófer Acox 2, Ágúst Angantýsson 2. Benedikt: Það voru allir góðir í sókninni „Við áttum þennan leik, leiddum allan fyrri háfleikinn og vorum ekkert að hleypa þeim inn í þetta í seinni því við bara bættum við," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við spilum sterka vörn og það er okkar leikur. Við höldum þeim í 76 stigum núna og ég vil meina að við höfum haldið þeim í 79 stigum síðast því ég tek þennan þrist ekki með," sagði Benedikt en KR vann fyrsta leikinn á þriggja stiga körfu nokkrum sekúndubrotum fyrir leikslok. „Ef við höldum liðum í kringum 70 stigin þá getum við unnið flesta leiki. Vörnin þarf að vera svona og ég er virkilega ánægður með vörnina í kvöld," sagði Benedikt. „Það voru allir góðir í sókninni og þetta er einn besti sóknarleikur liðsisn í vetur. Þetta var að dreifast vel fyrir utan Darren sem átti líklega einn sinn besta leik í vetur. Liðið er að að virka mjög vel en ég var skíthræddur við að missa Junior út og þurfa að fara í einhverja neyðarreddingu. Kjarninn sem er búinn að æfa í allan vetur kláraði dæmið. Það hefði engu máli skipt hvernig þessi nýi hefði verið hér í kvöld," sagði Benedikt en Joseph Henley kom inn fyrir hinn meidda Matthew Hairston í kvöld. „Ef liðsheildin er svona þá er mjög brattur í þessu einvígi," sagði Benedikt. Þórsliðið er búið að vinna þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni. „Það var lengi vel þannig að við spiluðum betur á útivelli en á heimavelli en eftir að leið á veturinn og sérstaklega í lokin þá erum við farnir að finna okkur mjög vel á heimavelli," sagði Benedikt. Hrafn: Liðið sem var tilbúið í alvöru úrslitakeppnis-körfubolta vann þennan leik „Ég er ósáttur með okkur því ég verð að taka mig inn í heildina í þessu. Við erum á hælunum og leitum til einhverra annarra eftir hjálp, til dómarann eða til hvers annars í kringum okkur sem á að geta gert hlutina betur en við. Það er ekki það sem þetta snýst um," Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Það var samt ekkert svo mikill munur á þessum leik og fyrsta leiknum. Við erum að gera nákvæmlega sömu mistökin því við vorum að spila heima síðast og sluppum þá með skrekkinn. Sá leikur átti að vera einhvers konar víti til varnaðar en við nýttum það ekki eins og við ætluðum að nýta okkur. Það er ansi slæmt að einn þristur á lokasekúndunni láti manni líða eins og þetta væri komið hjá okkur," sagði Hrafn. „Liðið sem spilaði betri kerfi eða meiri sambabolta var ekki liðið sem vann þennan leik heldur liðið sem var tilbúið að koma inn, grafa sig niður í gólfið, berja á hinum og spila alvöru úrslitakeppnis körfubolta. Það var liðið sem vann hérna í kvöld," sagði Hrafn að lokum. Darri: Við erum búnir að spila svona vörn í allan vetur „Þetta var flottur leikur hjá okkur og ég var sérstaklega sáttur með vörnina því hún er okkar aðalsmerki. Við spilum hörkuvörn en sóknin var líka góð í dag því við erum ekki vanir að skora svona mikið. Hún gekk í dag," sagði Darri Hilmarsson sem átti frábæran leik í vörn sem sókn á móti sínum gömlu félögum í KR. Darri var ánægður með Joseph Henley sem kom inn í liðið í staðinn fyrir Matthew Hairston sem er meiddur. „Það voru allir að finna sig í sókninni og nýi kaninn leit bara vel út," sagði Darri. Það vakti athygli að nýliðarnir spiluðu grimma vörn eins og lið með mikla reynslu af úrslitakeppni. „Við erum búnir að spila svona vörn í allan vetur þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Við spilum bara svona, dálítið fast og ákveðið og erum ágressívir. Það virkar enda svona á að spila þetta," sagði Darri en hvað þýðir svona flottur sigur á Íslandsmeisturunum. „Þetta er smá "egóbúst" en það er samt bara 1-1. Við megum ekki fara of hátt upp því nú er þetta vara þriggja leikja sería og næsti leikur er út í KR. Það verður hörku erfitt. Við höfum aldrei unnið í KR-heimilinu í vetur og það er ekkert gefins í þessu. Við þurfum að vinna einn útileik til að komast áfram," sagði Darri. „Ef við spilum áfram svona þá er það mjög jákvætt fyrir framhaldið," sagði Darri að lokum. Textalýsing frá blaðamanni Vísis í Þorlákshöfn: Leik lokið, 94-76 -Þórsarar vinna frábæran 18 stiga sigur á Íslandsmeisturunum og eru búnir að jafna einvígið í 1-1. KR-ingar áttu aldrei möguleika í kvöld. 39. mínúta, 92-72 -KR-ingar halda áfram að minnka muninn undir forystu Rob Ferguson sem er kominn með 15 stig og 13 fráköst í kvöld. Þeir eru samt ennþá 20 stigum undir. Darri Hilmarsson fær sína fimmtu villu en hann var frábær í kvöld. 38. mínúta, 92-68 -Sjö stig hjá KR í röð og munurinn er kominn niður í 24 stig. Benedikt tekur enga áhættu og ákveður að taka leikhlé þegar 2 mínútur og 34 sekúndur eru eftir af leiknum. 36. mínúta, 90-61 -Hrafn er ekkert hættur, tekur leikhlé og er áfram með sína lykilmenn inn á vellinum. 35. mínúta, 88-59 -Þórsarar halda áfram í kringum 30 stiga forskoti og Darrin Govens er kominn með 28 stig í kvöld og það úr aðeins fjórtán skotum. 33. mínúta, 84-55 -Þórsarar skora fimm stig í röð og nú er munurinn orðinn 29 stig. Hrafn Kristjánsson tekur leikhlé en hann vinnur ekki þennan leik úr þessu. Þórsarar eru frábærir í kvöld. 32. mínúta, 79-55 -Darrin Govens og Guðmundur Jónsson hefja lokafjórðunginn á því að setja niður þrista og hafa þeir nú skorað ellefu þriggja stiga körfur saman og það úr aðeins 17 skotum. Þriðji leikhluti búinn, 73-51 -Það er ekkert að breytast í þessum leik nema kannski KR-ingum í óhag enda eru Þórsarar 22 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Þórsliðið leikur sér að Íslandsmeisturunum sem eiga afar fá svör í kvöld. 27. mínúta, 68-45 -Darrin Govens er sjóðandi heitur og búinn að skora fimm þriggja stiga körfur úr sjö tilraunum. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé. 26. mínúta, 63-42 -KR-ingar ná að stoppa í nokkrum sóknum í röð en skora ekki sjálfir á meðan. Guðmundur Jónsson setur niður fjórða þristinn sinn og kemur muninum aftur upp í 19 stig. 23. mínúta, 58-39 -KR-ingar eru hikandi í sínum sóknaraðgerðum og gera hver mistökin á fætur öðru. Þórsarar fá að spila grimma vörn og nýta sér það óspart en KR-ingar kvarta mikið. 22. mínúta, 58-37 -Þórsarar gefa ekkert eftir og Guðmundur Jónsson setur niður flottan þrist. Þórsliðið er komið 21 stigi yfir. 21. mínúta, 55-35 -Darrin Govens setur niður þrist og fær víti að auki sem hann nýtir. Þórsarar komnir 20 stigum yfir í fyrsta sinn í kvöld. Seinni hálfleikur hafinn -Þórsarar byrja með boltann í seinni hálfleik og geta því aukið strax við 16 stiga forskot sitt sem þeir og gera með körfu frá Blagoj Janev. Hálfleikur, 49-33 -Þórsarar hafa 16 stiga forystu í hálfleik og eru með mjög góð tök á þessum leik. KR-ingar áttu smá sprett um miðjan annan leikhluta en náðu samt bara að minnka muninn niður í 10 stig. Darri Hilmarsson var með 11 stig og 3 stoðsendingar í hálfleiknum en stigahæstur hjá Þór var Darrin Govens með 16 stig. Martin Hermannsson er stigahæstur hjá KR með 7 stig en KR-ingar hafa aðeins hitt úr 11 af 33 skotum sínum í kvöld. 19. mínúta, 45-31 -Joseph Henley hefur ekki verið sannfærandi í skotunum sínum en hann er öflugur í vörninni og setur niður vítin sín af öryggi. 18. mínúta, 43-31 -Hinn ungi Martin Hermannsson hefur átt flotta innkomu af bekknum í öðrum leikhluta. Hann er kominn með sjö stig og orðinn stigahæstur hjá KR. 18. mínúta, 43-29 -Darri Hilmarsson er að spila vel gegn sínum gömlu félögum í KR og er kominn með níu stig eftir flotta körfu í hraðaupphlaupi. 17. mínúta, 39-25 -KR-ingar enda á því að skora níu stig í röð en Þórsarar svara þá með tveimur körfum í röð og munurinn fer aftur upp í fjórtán stig. 16. mínúta, 35-22 -Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, tekur leikhlé. Rob Ferguson er búinn að skora sex stig í röð fyrir KR og Joseph Henley er ekki alltof sannfærandi í skotunum sínum enda bara búinn að setja niður 1 af fyrstu 5. 15. mínúta, 35-20 -Smá lífsmark hjá KR og fjögur stig í röð en það þarf miklu meira til. 14. mínúta, 35-16 -Hrafn verður að taka annað leikhlé. Joseph Henley skorar flotta körfu eftir sóknarfrákast og Darrin Govens síðan aðra úr hraðaupphlaupi eftir tapaðan bolta. Þórsvörnin er svakaleg í kvöld og KR-ingar eru algjörlega ráðalausir gegn henni. 12. mínúta, 31-15 -Guðmundur Jónsson með þrist ala Maggi Gunn og Þórsliðið er komið sextán stigum yfir. KR-ingar eru ekki líklegir til afreka í kvöld. 11. mínúta, 26-15 -Darrin Govens skorar eftir flotta stoðsendingu frá Henley en Hreggviður Magnússon svarar með þrist. Fyrsti leikhluti búinn, 24-12 -Þórsarar hafa tólf stiga forystu. Darrin Govens er búinn að setja niður þrjá þrista og hefur skorað 10 stig. KR-ingar eru í tómum vandræðum á móti frábærri vörn heimamanna. KR-liðið skoraði aðeins fjórar körfur í leikhlutanum. 8. mínúta, 15-7 -Blagoj Janev er áberandi í byrjun og þegar kominn með sex stig fyrir Þór í leiknum. KR-ingar halda áfram að hitta illa. 7. mínúta, 13-5 -Joseph Henley er kominn inná og var fljótur að taka frákast. Janev skorar eftir flotta stoðsendingu frá Darra. 6. mínúta, 11-5 -Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tekur leikhlé eftir að Darrin Govens setur niður þriggja stiga skot og kemur Þór sex stigum yfir. KR hefur tapað þremur boltum, klikkað á 8 af 10 skotum og öllum 4 vítunum. 5. mínúta, 8-5 -Liðin setja niður sitthvorn þristinn og það er aðeins að lifna yfir stigaskorinu en það ljóst að vörnin verður í fyrirrúmi í kvöld. KR-ingar hafa aðeins sett niður 2 af 10 skotum í byrjun leiks og klikkað á öllum vítum sínum. 3. mínúta 5-2 -Darri Hilmarsson setur niður þrist en Finnur Atli Magnússon skoraði loksins fyrir KR efir þriggja mínútna leik 2. mínúta 2-0 -Blagoj Janev skoraði fyrstu körfu leiksins en KR-ingum gengur illa í byrjun leiks. 1. mínúta -KR-ingar byrja með boltann en bæði lið klikka á fyrstu sókn sinni. Það er spenna í báðum liðum. Fyrir leik:Þórsarar hafa unnið tvo fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni en þeir eru að taka þátt í henni í fyrsta sinn. Þórsliðið vann báða heimaleiki á móti Snæfelli í átta liða úrslitunum, 82-77 í leik eitt og svo 72-65 í oddaleiknum. Fyrir leik:KR-ingar eru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni í ár og unnu auk þess tvo síðustu leiki sína í úrslitakeppninni í fyrra. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, er því búinn að stýra liðinu til sigurs í fimm leikjum í röð í úrslitakeppninni. Fyrir leik:Húsið er að fyllast og Drekamenn eru í miklu stuði eins og venjulega. Það verður mikill hávaði í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Fyrir leik:Þórsarar tefla fram nýjum leikmanni í dag og sá heitir Joseph Henley og fer ekkert framhjá mönnum inn á vellinum enda með myndalega hárgreiðslu. Það verður athyglisvert að sjá hvort Henley geti hjálpað heimamönnum. Fyrir leik:Matthew Hairston haltraði um DHL-höllina í fyrsta leiknum og Benedikt Guðmundsson var tilneyddur til að setja hann á sjúkralistann. Hairston er samt á bekknum hjá Þórsurum og veitir sínum mönnum stuðning. Fyrir leik:Verið velkomin á beina textalýsingu frá Þorlákshöfn. Hér taka heimamenn í Þór á móti Íslandsmeisturum KR í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.
Mikil staðfesta og þrautseigja hefur skilað hinum sextán ára gamla Emin Kadri Eminssyni nafnbótinni Hnefaleikamaður ársins 2018. Hann hóf ungur að stunda hnefaleika en segja má að hann hafi virkilega byrjað að helga sig íþróttinni fyrir alvöru fyrir fjórum árum, þá tólf ára gamall. Í maí á síðasta ári varð hann t.d. fyrsti Íslendingurinn til að sigra á alþjóðamóti í hnefaleikum en þá sigraði hann í sínum aldursflokki á Boxam, sterku alþjóðlegu móti sem haldið er á Spáni. Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá þessum unga og efnilega íþróttamanni. „Ég held að ég hafi verið 8-9 ára gamall þegar ég byrjaði í hnefaleikum. Eins og flestir jafnaldrar mínir byrjaði ég í hópíþróttum eins og fótbolta og handbolta. Ég fann mig samt aldrei þar heldur kunni ég strax betur við mig í einstaklingsíþróttum. Þar þurfti ég að stóla á sjálfan mig. Ef ég vann var það mér að þakka og ef ég tapaði gat ég engum kennt um nema sjálfum mér.“ Hvatning frá pabba Hnefaleikarnir voru þó ekki augljóst skref fyrir hinn unga Emin. Hann segir föður sinn eiga stærstan þátt í að ýta honum í þá átt. „Ég man að ég var ekki spenntur fyrst en pabbi hvatti mig áfram og vildi endilega að ég myndi prófa. Eftir nokkra tíma var áhuginn ekki kominn en hann píndi mig áfram. Á þessum tímapunkti vildi ég frekar hanga heima í tölvuleikjum eins og margir félaga minna og vera latur. En svo kom áhuginn smátt og smátt og eftir að hafa æft um tíma fannst mér íþróttin mjög skemmtileg. Um 11-12 ára aldurinn hóf ég að keppa og þá áttaði ég mig fyrst á því að ég var bara nokkuð góður. Frá þessum tíma hef ég tekið íþróttina föstum tökum enda hefur þetta verið mikil vinna en um leið auðvitað mjög gaman.“ Mikil hvatning Það skipti hann því miklu máli að hljóta útnefninguna Hnefaleikamaður ársins á síðasta ári. „Það var frábært að fá þau verðlaun og um leið eru þau enn meiri hvatning fyrir mig til að gera betur á næstu árum. Ég hef lagt mikla vinnu í hnefaleikana undanfarin ár og þroskast mikið, þrátt fyrir ungan aldur.“ Emin keppir í ólympískum hnefaleikum þar sem keppt er í þremur lotum meðan atvinnumenn keppa í tólf lotum. Keppnisárið í fyrra var viðburðaríkt en fyrir utan það að sigra á fyrrnefndu móti á Spáni tók hann m.a. þátt í Olaine Cup í Lettlandi og stuttu síðar í Riga Open, sem einnig var haldið í Lettlandi. „Boxam á Spáni var gríðarlega sterkt alþjóðlegt mót þar sem tólf þjóðir tóku þátt. Ég vann Spánverja í úrslitunum og var það afar sætur sigur. Í september tók ég svo þátt í Olaine Cup í Lettlandi sem er einnig alþjóðlegt mót. Þar keppti ég við Íra í undanúrslitum og sigraði unglingameistara Lettlands í úrslitum. Í nóvember sigraði ég Englending frá Romford BC á hnefaleikamóti sem Hnefaleikafélag Kópavogs hélt og tveimur vikum síðar tók ég þátt í mjög sterku alþjóðlegu móti sem heitir Riga Open og var haldið í Lettlandi. Ég sigraði keppanda frá Lettlandi í fyrsta bardaga en tapaði á móti keppanda frá Litháen í undanúrslitum.“ Auk þess sem að framan er talið varð Emin Íslandsmeistari árið 2017 í sínum aldursflokki og vann til gullverðlauna á móti í Svíþjóð sama ár. Átök fram undan Það er sannarlega engin slökun fyrirhuguð á þessu ári. „Ég er nýlega kominn heim úr vikulöngum æfingabúðum á Írlandi og fer þangað aftur með liðinu mínu til að keppa í mars. Í lok sama mánaðar tek ég þátt á Norðurlandameistaramótinu í fyrsta sinn og langar mikið að vinna þar en enginn Íslendingur hefur sigrað á því móti. Þessa dagana er ég einmitt að leita að styrktaraðilum enda kostar sitt að taka þátt í þessu öllu saman.“ Gítarinn róar Allir dagar eru vel skipulagðir hjá Emin en auk þess að æfa hnefaleika stundar hann nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Svo hef ég líka verið í gítarnámi undanfarin sjö ár en þar spila ég á klassískan gítar. Þetta er ágætis blanda, hnefaleikar með öllum sínum látum og svo róandi gítarleikurinn sem hvílir líkama og sál. Annars er ég frekar rólegur og „tsjillaður“ gaur þótt ég stundi hnefaleika, bara dæmigerður ungur maður á mínum aldri.“
Stormfuglar er ný bók eftir Einar Kárason sem kemur út næstkomandi þriðjudag, 15. maí. „Þetta er saga sem gerist í fárviðri á síðutogara. Hún byggir á umtöluðum atburðum og frægu veðri sem íslenskir togarar og skip af fleiri þjóðernum lentu í við Nýfundnaland árið 1959. Þarna var barist upp á líf og dauða og margir fórust,“ segir Einar. „Fyrir 30 árum las ég viðtal við sjómann sem var á á einu skipanna og þessi saga hefur leitað á mig síðan. Þetta efni er kannski það svakalegasta sem ég hef fundið. Skipverjar voru í þrjá til fjóra sólarhringa í yfirvofandi lífshættu. Enginn gat hvílst eða sofið um borð á þeim tíma. Ég skoðaði það mikið og oft hvernig form myndi best henta þessu efni. Þegar ég fann formið sá ég að rétt væri að skrifa um það sögu. Formið er nóvella, 124 síður, þriðju persónu frásögn. Ég var eiginlega kominn með hana alla í hausinn, nokkurn veginn frá orði til orðs, þannig að ég skrifaði hana í janúar, en er samt búinn að vera að vinna að henni í áratugi.“ Forlagið kynnti Stormfugla á bókamessu í London þar sem erlendir útgefendur, frá stærstu Evrópulöndunum, buðu grimmt í hana. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að það gæti verið áhugi á þessu efni víðar og það virðist vera raunin,“ segir Einar. Níu líf Friðriks Einar reiknar með að vera með aðra bók í haust, ævisögu æskuvinar síns og samstarfsmanns, Friðriks Þórs Friðrikssonar. „Friðrik er einhver almesti sögumaður sem um getur. Við vinir hans höfum lengi rætt um að það þyrfti að koma sögu hans á framfæri. Þetta er bók um ævintýralegt líf hans en það er eins og hann eigi níu líf. Þarna er úr nógu að moða. Friðrik hefur ferðast til svo að segja allra landa í heiminum og kynnst öllum fjandanum, hvað eftir annað verið mjög hætt kominn, lent í slysum og legið á gjörgæslu en harkað allt af sér með sínum mikla húmor.“ Fleiri bækur um líf á sjó Spurður hvaða skáldsagnarefni verði næst fyrir valinu nú þegar Stormfuglar er komin út segir Einar: „Mig hefur alltaf langað til að skrifa um eitthvað sem gerist á sjó. Það vottar fyrir því í fyrstu skáldsögunni minni, Þetta eru asnar Guðjón, þar sem aðalpersónan fer á sjóinn. Það getur verið að Stormfuglar sé sú fyrsta af tveimur eða þremur sögum sem gerast á sjó.“
Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að horni Barónstígs og Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur um þrjúleytið í dag. Sérsveitarmenn lögreglunnar voru mættir á staðinn auk fjögurra lögreglubíla og fjögurra mótorhjóla. Lögreglumenn vildu ekki ræða við fréttamann Vísis sem fór á staðinn. Samkvæmt heimildum Vísis var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á svipuðum tíma að leita manns sem sást með eitthvað sem leit út fyrir að vera skotvopn við Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum fyrr í dag. Ekki liggur ljóst fyrir hvort sú leit lögreglu tengist aðgerðunum við Grettisgötu. Lögreglumenn fóru inn í að minnsta kosti eitt hús við við aðgerðir sínar en ekki liggur ljóst fyrir hvort einhver hafi verið handtekinn. Lögregla yfirgaf svæðið á fjórða tímanum eftir að hafa verið með fjölmennt lið lögreglu á svæðinu milli Grettisgötu og Njálsgötu. Uppfært klukkan 17.10 Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að ábending hafi borist lögreglu rétt eftir hádegi í dag. „Ábendingin var tekin alvarlega og var viðbúnaður lögreglu í samræmi við það. Ekkert hefur komið fram sem rennir stoðum undir refisverða háttsemi,“ segir í tilkynningunni. Vegfarendur voru með símana á lofti til að taka myndir af því sem fram fór en lögreglan sást meina að minnsta kosti einum vegfaranda að taka upp myndband á síma sinn. Ekki hefur náðst í lögreglu símleiðis við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að senda póst á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Árið 2016 var metár hvað varðar fjölda fjárfestinga í íslenskum sprota- og tæknifyrirtækjum. Árið 2016 var metár hvað varðar fjölda fjárfestinga í íslenskum sprotafyrirtækjum ef marka má greiningu vefsins northstack.is, en miðað við þau gögn sem fyrirtækið hefur undir höndum hefur aldrei verið fjárfest oftar í íslenskum sprota- og tæknifyrirtækjum. Þrátt fyrir aukinn fjölda fjárfestinga lækkar heildarfjárfestingarupphæðin þó milli ára. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, einn af stofnendum síðunnar, segir greininguna byggja á gögnum sem Northstack hefur safnað frá árinu 2015. „Við höfum verið að safna gögnum frá sjóðum, fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa stundað slíkar fjárfestingar. Við tókum hins vegar ekki inn í tölurnar styrki frá Rannís og fjárfestingarhröðlum enda er þar um að ræða fjárfestingar með töluvert öðru sniði. Tölurnar sýna því aðeins fjárfestingar fagfjárfesta og svokallaðra engla. Okkur hefur því tekist að setja saman góðan lista sem er nánast tæmandi yfir stærri fjárfesta sem gefur okkur góða mynd af því hvernig þessi mál eru að þróast,“ útskýrir Kristinn. 19 fjárfestingar fyrir 6,2 milljarða Á árinu 2016 voru alls 19 fjárfárfestingar og var heildarfjárfestingin rétt undir 54 milljónum dollara, eða sem nemur um 6,2 milljörðum íslenskra króna. Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella hlekkinn Tölublöð.
Krafa um aukin afköst eru hluti af meinloku nútímans, auk kröfunnar um aukna skrásetningu. Ef til vill er sú afstaða að breytast. Könnunin sýndi að meirihluti lækna er ánægður í sínu fjölbreytta starfi og þeim finnst þeir geta haft áhrif á skipulag vinnu sinnar. Of margir læknar upplifa þessi streitueinkenni svo sterk að þeir hafa íhugað breytingu á starfsháttum sínum. Samtímis vitum við að störf heilbrigðiskerfisins eru í eðli sínu ekki hagnaðardrifin. Meðferð kulnunar og streitu er bæði fólgin í breytingum á aðstæðum þeim sem valda streitu, til dæmis eins og að útrýma kjánalegu vaktafyrirkomulagi og manna vinnustaði í samræmi við aðstæður. Streita og kulnun er, eins og við vitum öll sem hlustum á fólk í vanda alla daga, síður en svo einkamál lækna. Þessi streita er algeng og félagslega viðurkennd sem ástæða til breytinga á lífi sínu til að fyrirbyggja alvarlegri veikindi. Kærleikurinn geti hnýtt okkur saman í stolti yfir starfinu okkar. Læknar eru flestir ánægðir með starfsaðstæður sínar og samstarf á vinnustað. Í nýlegum auglýsingum frá Virk starfsendurhæfingarsjóði er gert góðlátlegt grín að því aðalsmerki Íslendinga að hafa „brjálað að gera“. Á haustmánuðum stóð Læknafélag Íslands fyrir áhugaverðri könnun á líðan íslenskra lækna. Samkvæmt Chaplin í kvikmyndinni Modern times er það óhjákvæmileg afleiðing færibandavinnu að færibandið fer hraðar og hraðar, líklega til að þóknast hagnaðarkröfu, og dregur með sér starfsfólkið inn í hrunið. Okkar vinna mun aldrei borga sig, nema kannski á himnum. Þó held ég að íslenskum læknum eins og þeim norsku þyki í raun vænt um þann heiður sem okkur er sýndur með því að fólk skuli treysta okkur fyrir heilsu sinni og meðferð, njóta þess að ráða við verkefni starfsins og upplifa í gegnum það samhengi og tilgang. Eigum við að sammælast um að vinna að því að við fáum tíma og tækifæri til að meta þann heiður sem það er að vera treyst fyrir heilsu fólks í erfiðleikum svo þetta áhugaverða ábyrgðarstarf okkar geti haldið áfram að vera hluti af góðu lífi? Þannig aðstæður vænti ég að séu streituvaldandi ekki síður en langir dagar. Velvilji og samviskusemi heilbrigðisstarfsmanna er ótvíræður. Margir læknar tengjast samstarfsfólki vináttuböndum og gleðjast yfir fjölbreytileika skjólstæðinganna. Krafan um aukin afköst nær ekki bara til vinnutímans heldur er haldið á lofti lofi um stöðugan óróleika og upplifanafjöld í frítímanum líka, sem getur ekki síður aukið á streitutilfinningu. Ég trúi því að væntumþykja til læknisstarfsins geti verið haldreipi í stormviðri dagsins. Samkvæmt landlækni er vægi heilbrigðiskerfisins sem svarar til 20% af lífslíkum okkar og er þá ekki tekið tillit til þess hvort þessi viðbættu ár bæta við auð þjóðarbúsins. Við vitum að mikið álag í skemmtilegu starfi er gefandi og þroskandi. Á Íslandi hefur lengst af verið mörgum nauðsyn, en öðrum virðingarmerki, að vinna langa vinnudaga, til sjá fyrir sér og sínum eða bara til að draga meiri björg í bú en nágranninn. Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Nokkrir heimilislæknar skrifa pistla um ást sína á starfinu, www.utposten.no. Það er orðið of langt síðan ég heyrði um slíkt meðal íslenskra lækna. Ef til vill trúum við því að „erlendis“ vinni fólk styttri vinnudaga og fyllumst tilfinningu um að við séum órétti beitt. Læknar vinna mjög mikið og það kemur ekki á óvart. Margt mjög athyglisvert kom í ljós og kannski var það besta sú einlægni sem skín út úr svörunum. Læknisþjónusta hefur fyrir löngu orðið iðnvæðingunni að bráð eins og flest störf nútímans. Ég hlakka til að sjá samanburð við líðan annarra háskólamenntaðra stétta á Íslandi sem sumar eiga jafnvel ekki vísa greiðslu fyrir störf sín og alls ekki vísa vinnu. Við erum flest vakin og sofin yfir starfinu okkar, svo mjög að ekki er að undra að eitthvað gefi eftir og skilji eftir kalsár kulnunar og sviðalykt útbrunans. En meðferð kulnunar og streitu felst líka í breytingu á hugarfari. Ég ætla mér ekki að halda því fram að ég viti mikið um vinnufyrirkomulag lækna erlendis en mér hefur ekki heyrst á þeim sem hafa starfað vestanhafs að þar sé vinnudagur styttri en hér og austanhafs kvarta að minnsta kosti heimilislæknar undan óhóflegu álagi. Þetta á ekki bara við um lækna. Mun fleiri tjáðu sig opið um streitu sína og þreytu en hefði verið hægt að gera sér í hugarlund fyrir nokkrum árum. Samræming annasams starfs og umönnunarstarfa í fjölskyldu er flókið verkefni og getur krafist þess að maður leiti sér aðstoðar og minnki kröfur til sjálfs síns. Mjög margir eru undir álagi í starfi og upplifa mikil streitueinkenni. Jólahefti Utposten, tímarits norskra heimilislækna, er helgað kærleik lækna til starfs síns.
Karl og kona voru nýverið dæmd fyrir hatursorðræðu vegna ummæla um múslima. Ákæru gegn dagskrárgerðarmanni á Útvarpi Sögu fyrir hatursorðræðu um samkynhneigða var vísað frá dómi í morgun. Munur er á afstöðu dómstólanna til þess að í ákæru er talað um hatursorðræðu þó það orðalag sé ekki notað í þeirri grein almennra hegningarlaga sem ákært var eftir. Dómarnir tveir féllu í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í þessum mánuði. Karlmaður var dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla sem hann skrifaði um Salmann Tamimi í athugasemdakerfi Vísis. Maðurinn sagði að það ætti að aflifa Salmann eins og svín og fór hörðum orðum um íslamska trú. Hann neitaði því við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa hótað Salmann og kvaðst aðeins hafa viljað sjokkera hann. Maðurinn sagðist hafa beint orðum sínum að Salmann sem forsprakka þeirrar hugmyndafræði að aflífa mætti sig fyrir að vera ekki íslamskrar trúar. Konan hvatti fólk til að fá sér byssuleyfi og hafa með sér keðjur og rörbúta þegar það færi í bæinn. Hún sagðist ekki hika við að nota það ef hún þyrfti því að halda, svo mikið hataði hún og fyrirliti múslima. Konan játaði sök og fékk 60 þúsund króna sekt. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá dómi ákæru Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn Pétri Gunnlaugssyni, dagskrárgerðarmanni á Útvarpi sögu. Hann var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs í útvarpsþætti sínum. Héraðsdómur sagði ummælin almenns eðlis og óljóst hver þeirra lögreglan teldi að brytu í bága við lög. Það gæti því reynst Pétri erfitt að verja sig gegn óljósri ákæru. Lögreglan ætlar að kæra úrskurðinn. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sagði það galla á kærunni að talað væri um hatursorðræðu í ákæru þó slíkt orðalag væri ekki að finna í hegningarlögum. Héraðsdómur Reykjaness gerði ekki athugasemd við slíkt. Þar er bent á að hugtakið hatursorðræða komi ekki fram í refsiákvæðinu sem vísað var til. Því yrði að meta ummælin út frá öðrum, meðal annars tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins frá í október 1997 um hatursorðræðu, eða „hate speech,“ sem nyti ekki verndar tjáningarfrelsisákvæða. Með hliðsjón af því var maðurinn sem skrifaði um Salmann Tamimi sakfelldur.
Lögfróður lesandi síðunnar sendi eftirfarandi greinarkorn: - - - Aldrei er fjallað um hvernig öll þessi ólöglegu gengistryggðu lán voru látinn viðgangast öll þessi ár? Hvar í ósköpunum var t.d. Seðlabanki Íslands, vörsluaðili ISK? Ath. ISK var látinn fljóta árið 2001, og auðvitað átti ISK að vera sjálfstæð og ekki bundin erlendum gjaldmiðlum við lánveitingar. Stýrivextir hafa þá t.d. enginn áhrif o.s.frv. Hækkanir SI á þeim á þessum árum eru hlægilegar í ljósi gengistryggðu lánanna. Það vissu allir að gengistryggð lán voru ólögleg, en samt voru þau látin viðgangast árum saman! Sendi þér – sjá viðhengi – til fróðleiks umsagnir Samtaka fjármálafyrirtækja og SA. Þar eru Samtök fjármálafyrirtækja og SA að mótmæla því að gengsitryggð lán séu ólögleg! Hvar er svo gert? Jú, veitt ólögleg gengistryggð lán til tugþúsunda Íslendinga, 45.000 -50.000 manns árum saman og enginn gerði neitt. Ekkert er fjallað um þetta. Þetta kemur líka fram í frumvarpinu með lögunum, sjá V. kafla: V. Í frumvarpinu eru ekki lagðar til meginbreytingar á stefnu stjórnvalda í verðtryggingar málum. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að verðtryggja sparifé og lánsfé sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs og Seðlabankinn geti ákveðið lágmarkstíma verð tryggðra innstæðna og lána. Þær breytingar sem lagðar eru til að gerðar verði á verðtryggingarkafla vaxtalaga eru eftirfarandi: * Heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla eru felldar niður. http://www.althingi.is/altext/126/s/0872.html (fróðlegt er að sjá hverjir voru í nefndinni sem sömdu lögin) Lögin heita lög um vexti og verðtryggingu og fjalla það tvennt, ekki um gengistryggingu. ATH. það er refsivert að lána gengistryggt, í raun það eina sem er refsivert í lögum 38/2001. Sjá 17. gr. þar sem einungis brot á verðtryggingarkaflanum er refsivert. http://www.althingi.is/dba-bin/prentaloguti.pl?lnr=2001038&utg=140a&pdf=PDF
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Megin vextir, eða vextir á 7 daga bundnum innlánum verða því áfram 5%. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, kynnti ákvörðun peningastefnunefndar í Seðlabankanum í morgun um óbreytta stýrivexti. Í rökstuðningi hans kom m.a. fram að góður hagvöxtur ætti þátt í ákvörðun nefndarinnar. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri: Nú áætlað er að hagvöxtur á síðasta ári hafi verið 6% og það er hvorki meira né minna en heilli prósentu meiri vöxtur en spáð var í nóvemberhefti Peningamála. Og það skýrist einkum af meiri fjárfestingu atvinnuveganna og þjónustuútflutningi á fyrstu 9 mánuðum ársins. Eh í spánni sem aðalhagfræðingur fer yfir hér á eftir þá er gert ráð fyrir því að hagvöxtur verði áfram ör, fimm og þriðjungur úr prósentu í ár og á bilinu 2,5 til 3% á næstu tveimur árum. Störfum er að fjölga hratt, atvinnuleysi er komið niður fyrir 3% og atvinnuþátttaka orðin meiri en hún var mest á þenslutímanum fyrir fjármálakreppuna. Þrátt fyrir meiri spennu í þjóðarbúskapnum hafi verðbólguhorfur batnað lítillega frá því í nóvember. Már Guðmundsson: En þær horfur og vert að undirstrika það, byggjast þó á þeirri forsendu að kjarasamningar á vinnumarkaði losni ekki á næstunni en um það ríkir hins vegar töluverð óvissa eins og ykkur er kunnugt um. Á móti innlendum verðbólguþrýstingi vegur lítil alþjóðleg verðbólga, hækkun gengis krónunnar á spátímanum og aðhaldssöm peningastefna. Gengi krónunnar hefur þó lækkað og skammtímasveiflur það sem af er ári hafa verið nokkru meiri en síðustu tvö ár. Stefnt er að því að skammtímasveiflur verði minni á næstunni í samræmi við það markmið að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Þá sagði Már að bankinn myndi ekki aðhafast á gjaldeyrismarkaði með það að leiðarljósi að stækka gjaldeyrisforðann. Már Guðmundsson: En viðskipti bankans á gjaldeyrismarkaði munu einnig markast af því að ekki er þörf fyrir frekari stækkun gjaldeyrisforða um þessar mundir og að hætta á tímabundnu ofrisi krónunnar í aðdraganda losunar fjármagnshafta hefur minnkað eftir að stór skref voru stigin nýlega.
Það er fyrir löngu orðinn siður að kvikmyndahátíðinni RIFF fylgi sundbíó þar sem fjörug ræma er sýnd í sundlaug og í ár verður engin breyting þar á. Költ-myndin The Fifth Element verður sýnd í Sundhöllinni með pompi og prakt. Myndin The Fifth Element frá 1997 verður sýnd, hún er eftir Luc Besson. Þetta er framtíðarsýn ársins 1997 – þannig að allt er mjög framtíðarlegt en samt í þeirri fagurfræði sem var í gangi árið 1997. Þetta er gríðarlega skítug framtíðarsýn – skítug vélmenni og allt svolítið skítugt. Fatahönnunin er samt rosalega flott. Sundhöllin verður í anda myndarinnar – þetta er ekki bara það að myndin sé sýnd heldur verður andrúmsloftið fullt af myndinni,“ segir Ólafur Ásgeirsson, leikari og umsjónarmaður og leikstjóri hins árlega sundbíós kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Hann segir það mjög skemmtilegt að hafa tekið þetta verkefni að sér, enda sé hann stjórnsamur og fái þarna ákveðna útrás fyrir það en sömuleiðis finnst honum gaman að leikstýra svona yfirhöfuð. Ólafur segist aðspurður ekki tengja The Fifth Element neitt sérstaklega við sundlaugar eða baðferðir almennt – hann hefur aldrei horft á hana í baði – heldur hafi hann valið hana vegna þess hve auðvelt er að horfa á hana aftur og aftur. Það sé jú ástæðan fyrir því að hún hefur lifað í þessi 20 ár tæp og sé komin með költ-stimpilinn. „Maður getur alltaf horft á hana aftur og aftur. Ég hef örugglega séð þessa mynd svona 15 sinnum myndi ég halda – ég hef séð hana alls staðar nema í sundi. Það er auðvitað rosalega gaman að horfa á mynd í bíói í fyrsta sinn en ég held að fólk sé ekki endilega að fara að fókusa á myndina allan tímann þarna í lauginni, þannig að það er í lagi að það sé mynd sem flestir hafi séð áður.“ Sundhöllin verður færð í framtíðarbúning til að skapa stemmingu fyrir sýninguna. Ólafur notar nokkur brögð til að fá fram þessa Fifth Element stemmingu. „Þetta verður aðallega gert með ljósi og hljóði sem eru tveir mest stemmingarskapandi hlutir sem þú getur fundið. Svo verða þarna einhverjir leikrænir tilburðir – annað vil ég ekki gefa upp. Þarna verður líka boðið upp á hressingu, óáfenga að vísu.“ Sundbíóið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur næstkomandi laugardag, þann 29. september, klukkan 19.30. Miða má kaupa á tix.is og vel að merkja kostar miðinn 1.997 krónur
Sigurjón Brink (einnig "Sjonni Brink") (29. ágúst 1974 – 17. janúar 2011) var íslenskur tónlistarmaður og lagahöfundur. Hann er einn af stofnendum Vesturports og er þekktastur fyrir lag sitt "Aftur heim". Hann stofnaði hljómsveitina In bloom 1994. Hljómsveitin gaf út plötuna "In bloom" 1996 og samdi titilag kvikmyndarinnar "Missing Brendan" 2003. Sigurjón kynntist unnustu sinni Þórunni Clausen 2002 við uppsetningu verksins "Le Sing". Hann gekk til liðs við hljómsveitina Flavors 2003. Hljómsveitin gaf út einu plötu sína, "Go your own way" árið 2004. Ári síðar samdi Sigurjón lagið Eldur fyrir Skítamóral sem var gefið út á breiðskífu þeirra "Má ég sjá". Hann lék í söngvaleikjunum "La Sing", "Cuckroos Cabaret", "Footloose" og "Woyzeck". Hann samdi tónlist fyrir leiksýninguna "Brim" árið 2004. Hann tók fyrst þátt í söngvakeppni sjónvarpsins 2006 með laginu Hjartaþrá sem komst í undanúrslit keppnarinnar. Á næsta ári tók hann aftur þátt með lagið "Áfram" með sama árangri. Hann gaf út fyrstu breiðskífu sína "Sjonni Brink" 2008. Tveimur árum síðar mætti hann með tvö lög í söngvakeppnina, "You knocked on my door" eftir Jóhannes Kára Kristinsson og "Waterslide" eftir hann sjálfan. Waterslide komst áfram í úrslitakeppnina. 2011 sendi hann lagið "Aftur heim" í söngvakeppni sjónvarpsins. Enskur texti lagsins og laglínan er eftir hann sjálfan, en íslenski textinn eftir unnustu hans Þórunni Clausen. Á sama tíma lék hann Richie Valens í leiksýningunni Buddy Holly. Hann varð bráðkvaddur 17. janúar 2011 eftir heilablóðfall. Eftir andlát hans var ákveðið að vinir hans flyttu lagið. Leiksýningunni Buddy Holly var aflýst vegna andláts hans. Stofnaður var hvatningarsjóðurinn "Áfram", sem er stjórnað af afkomendum hans.
Skýrslutökum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, lýkur að mestu á morgun. Dómari málsins minnti enn og aftur saksóknara á að hafa spurningarnar hnitmiðaðar. Jón Ásgeir segir herferð gegn Baugi hafa orðið til þess að skuld fyrirtækisins Nordica var gefin eftir. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, lauk nú síðdegis skýrslutökum vegna 15. og 16. ákæruliðar. Sá 15. fjallar um meinta tilhæfulausa færslu í bókhaldi sem lækkar vörukaup við Nordica, fyrirtæki Jóns Geralds Sullenberger, um rúmar 60 milljónir. Jón Ásgeir, sagði við skýrslutökuna, að um skuld Nordica við Baug væri að ræða. Jón Gerald hafi svo með þátttöku ýmissa annarra, þar á meðal Jónínu Benediktsdóttur, reynt að eyðileggja fyrir Baugi með því að koma af stað sögusögnum um fyrirtækið. Krafan hafi verið gefin eftir til að kaupa frið til að geta rekið fyrirtækið áfram. 16. ákæruliðurinn fjallar um tilhæfulausa bókhaldsfærslu sem sýni viðskipti við færeysku verslunarmiðstöðina SMS upp á tæpar 47 milljónir. Jón Ásgeir segir Tryggva Jónsson, aðstoðarforstjóra, hafa séð um þessi viðskipti, og því séð það hans að skýra þau. Saksóknari fékk enn og aftur tilmæli frá Arngrími Ísberg, dómara, um að hafa spurningarnar hnitmiðaðar, hann hefði verið full langorður hingað til. Jón Ásgeir kvartaði einnig yfir því að þurfa að endurtaka sig mikið í vitnisburði sínum. Þá gagnrýndi hann einnig rannsókn lögreglu og saksóknara sem hann taldi ábótavant. Aðalmeðferð heldur áfram eftir hádegi á morgun og þá hyggst saksóknari taka skýrslu af Jóni Ásgeiri um 18. ákærulið, þar sem ákært er fyrir fjárdrátt til að fjármagna hlutdeild Gaums í skemmtibátnum Viking. Skýrslutökum vegna 19. og síðasta ákæruliðar verður hins vegar frestað þar til aðrir sakborningar hafa borið vitni. Skýrslutökum yfir Jóni Ásgeiri lýkur því á morgun um stundarsakir.
Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðsfundir fóru fram á Bessastöðum í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar, sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Heimir Már: Gunnar Bragi hvernig líst þér á að vera skipta um ráðuneyti? Gunnar Bragi Sveinsson, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Mér líst vel á það, ég er bara alltaf til í skemmtileg verkefni og áskoranir. Heimir Már: Landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn, eru það mál sem eru þér hugleikin? Gunnar Bragi Sveinsson: Á maður ekki að segja núna eins og sannur landbúnaður, það eru mín ær og kýr. Heimir Már: En sérðu eftir því að fara úr utanríkismálunum, þú virtist nú njóta þín vel í utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi Sveinsson: Já, það er búinn að vera mjög skemmtilegur tími þar og búið að ganga bara mjög vel held ég, að mínu mati og okkar mati. Þannig að ég sé að sjálfsögðu eftir því, en þarna eru bara ný og spennandi verkefni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra: Mér líst vel á þessari breytingar í þessari stöðu. Heimir Már: Var þetta áfall fyrir ríkisstjórnina að þetta skyldi koma upp? Ragnheiður Elín Árnadóttir: Þetta voru verkefni sem að við áttum kannski ekki von á. En það er búið að greiða úr þeim þannig að nú vona ég að við getum öll sameinast um að líta til framtíðar. Vegna þess að það eru stóru hagsmunirnir sem eru undir. Heimir Már: Já, þetta er allt mjög heilbrigt er það ekki? Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra: Jú alveg óskaplega. Heimir Már: Og heilbrigðismálin verða í lagi áfram? Kristján Þór Júlíusson: Það er, ég hef engar efasemdir um það, ekki neinar. Svo komu þeir hver af öðrum ráðherrarnir til fundar við forseta en Sigmundur Davíð lét bíða eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins: Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir, en má ég spyrja ykkur eitt, voru embættismennirnir með töskurnar mínar. Heimir Már: En hvernig tilfinning er þetta, ætlar þú að tala við okkur á eftir? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Já, aðeins. Ég ætla ekki að stela senunni en segja nokkur orð. Og þegar Sigmundur var kominn voru allir mættir nema Ólöf Nordal, sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag, þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Forsetinn sjálfur skrifar hausinn yfirleitt á gestabókina. Þannig að þetta er rithönd Ólafs Ragnars Grímssonar, 5. apríl 2016, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Já, svona lítur hún út ríkisstjórnin eftir að Sigurður Ingi tók við forsætisráðherraembættinu, sem hann mun gegna í um hálft ár. Og þá kom að því að Sigmundur Davíð kom út af ríkisráðsfundi, óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Ég tel það mikið fagnaðarefni að það sé að takast hér inni að koma saman eða halda skulum við segja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannessonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vantrausti þar. Það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég að fara í smá frí með konunni minni og barni. Heimir Már: Þú ert sterkur persónuleiki, það eru margir sem tala um að þú gætir orðið svona ansi harður aftursætisbílstjóri? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Ég treysti Sigurði Inga Jóhannessyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel en ef ég get aðstoðað hann við einhverja hluti þá er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum.
Heilbrigðisráðherra telur að lyfjaverð geti lækkað verði nýtt frumvarp til lyfjalaga samþykkt. Með því verður komið í veg fyrir að heildsalar veiti smásölum afslátt en formaður lyfjagreiðslunefndar telur að eins og málum er háttað í dag skili þessi afsláttur sér ekki nema að hluta í lægra verði til neytenda. Í heilbrigðisráðuneytinu hefur verið unnið að frumvarpi að nýjum lyfjalögum og er það núna til kynningar í þingflokkunum. Leggi Alþingi blessun sína yfir það verður aflétt banni við póstverslun með lyf, bæði innanlands og millilanda, og heimilt verður að selja nikótín og flúorlyf í matvöruverslunum. Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt er að lyfjakeðjur hafa selt lyf sín á lægra verði í sumum landshlutunum, til að mynda á Akranesi. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segir að gegnsæi verði meira því í frumvarpinu er kveðið á um að lyfjaverð frá sama aðila verði að vera það sama um allt land. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra: Og nú verða menn að keppa í verðum í stað þess að vera með þetta flókna afsláttarfyrirkomulag sem hefur verið mjög gagnrýnt því það er mjög ógegnsætt og gerir í rauninni samkeppnina erfiðari heldur en ætti að vera og þarna erum við sömuleiðis að horfa á hvað menn hafa gert annars staðar í álfunni með góðum árangri. Kristín Sigurðardóttir: Heldur þú að lyfjaverð geti lækkað mikið, lítið með þessu? Guðlaugur Þór Þórðarson: Ja ég hef trú á því að við getum náð árangri og ég tel að við höfum náð árangri fram til þessa. Í lyfjaverðskrá er tilgreint hámarksverð lyfja, bæði í heildsölu og smásölu, þar kemur ekki fram ef lyf eru seld á lægra verði segir Rúna Hauksdóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar. Hún segir að eins og fyrirkomulagið er núna veiti bæði lyfjaheildsalar smásölum afslátt af verði og smásalar veiti neytendum afslátt. Rúna segir að með því að skylda menn með lögum til að gefa upp raunverulegt lyfjaverð sé gegnsæi aukið og fleirum auðveldað að selja lyf hér á landi. Afsláttur sem heildsalar veiti smásölum skili sér ekki að öllu leiti til neytenda. Rúna Hauksdóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar: Og það er kannski heila málið að með því að reyna að ná verðlækkuninni inn í verðskrána þá nýtur bæði neytandinn þess og ríkið sem er náttúrulega stór greiðandi af lyfjaverði í landinu.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur heimilað rannsókn á ásökunum um ofsóknir og ofbeldi gegn samkynhneigðum í sjálfstjórnarríkinu Téténíu. Yfirvöld í Téténíu vísa ásökunum á bug og segja samkynhneigð ekki fyrirfinnast í landinu. „Þeir börðu okkur til að þröngva okkur til að gefa sér upplýsingar. Þeir skipuðu okkur að segja frá bólfélögum okkar og frá öðru hinsegin fólki. Markmið þeirra er að safna saman öllum samkynhneigðum einstaklingum og láta þá finna til tevatsins.“ Svona hljóðar frásögn manns, sem ekki vill láta nafns síns getið af ótta við yfirvöld í Téténíu. Hann er einn þeirra sem hnepptir hafa verið í varðhald í landinu. Sjálfstæðir fjölmiðlar í Rússlandi vöktu máls á ástandinu í síðastliðnum mánuði og greindu frá því að það væri búið að smala saman hundrað einstaklingum sem eru grunaðir um samkynhneigð og það væri byrjað að taka þá af lífi. Það væri búið að taka þrjá þeirra þegar af lífi og aðrir sættu pyntingum. Segir „góða fólkið“ bera út áróður Téténía lýsti yfir sjálfstæði árið 1991 eftir að Sovétríkinn liðuðust í sundur og eftir blóðuga bardaga við Rússa fengu þeir að hluta til sjálfstjórn árið 1996. Árið 2000 var Téténía aftur tekin inn í rússneska sambandsríkið. Þeir eiga þó sinn eigin forseta, en sá segir ekkert hæft í ásökunum um ofsóknir gegn samkynhneigðum í Téténíu. „Hið svokallaða „góða fólk“ skrifar þetta,“ segir forseti Téténíu, Ramzan Kadyrov. „Mér finnst óþægilegt að tala um þetta, að verið sé að handtaka og myrða fólk í lýðveldinu okkar. Sagt var að einn maður hefði verið drepinn og hann nafngreindur, en sá er enn við góða heilsu heima hjá sér.“ Við þetta má bæta að stjórnvöld í Téténíu hafa gefið frá sér yfirlýsingu um að samkynhneigð fyrirfinnist hreinlega ekki í landinu. „Sagan er löng og ljót um í Téténíu þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Þetta er afar íhaldsamt samfélag,“ segir Hörður Helgi Helgason, stjórnarformaður Amnesty International á Íslandi. „Það er mjög brýnt að verði fengið á hreint hvað er þarna á seyði. Þetta eru mjög alvarlegar fréttir. Í kjölfar þess að fréttirnar komu fram í rússneskum fjölmiðlum hefur verið upplýst að það hefur verið þrýst á þessa fjölmiðla um þöggun og að draga til baka þessar fréttir.“ Þá frásögn staðfestir blaðakonan Irina Gordineko sem starfar hjá rússneska dagblaðinu Novaya Gazeta. „Razman Kadyrov er auðvitað leiðtogi en hann er aðeins leiðtogi á einu litlu svæði. Rússneska sambandslýðveldið er stórt. Ég get ekki annað en dáðst að uppblásnu sjálfsáliti hans ef hann heldur að starfsmenn stórra fjölmiðla krjúpi fyrir honum.“ Alþjóðasamfélagið veitir aðhald Hart hefur verið lagt að stjórnvöldum í Rússlandi að fara fram á óháða rannsókn á ásökunum um ofbeldi gegn samkynhneigðum í Téténíu. Í nýliðinni viku hvatti Angela Merkel, Þýskalandskanslari, Vladimír Pútín til að láta sig málefni samkynhneigðra varða. „Og nú síðast í gær lýsti Pútín því loks yfir að hann gæti samþykkt það að umboðsmaður þingsins í Rússlandi gæti hafið óháða rannsókn á því sem þarna er á seyði,“ segir Hörður Helgi. Hér á landi hafa Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin '78 staðið fyrir mótmælafundum og undirskriftasöfnunum til að þrýsta á að eitthvað verði að gert. Þá hyggjast þingmenn Samfylkingarinnar leggja fram þingsályktunartillögu um fordæmingu á ofsóknum gegn samkynhneigðum í Téténíu í næstu viku. „Þegar um er að ræða rússnesk stjórnvöld þá veit maður í raun aldrei. Þetta eru ólíkindatól eins og stjórnvöld eru farin að vera víðar í heiminum. Við höfum góða von í ljósi reynslunnar og í ljósi þess þrýstings sem hefur náð að mynda vegna þessa máls að fram fari rannsókn. Við vonumst til að hún verði hlutlaus og að það verði farið eftir því sem þar kemur í ljós,“ segir Hörður.
Ég mun ekki kjósa vini mína á stjórnlagaþing. Vinátta, ein og sér, dugar mér ekki. Alls ekki. Ég mun heldur ekki kjósa þá sem ekkert bitastætt leggja fram nema rándýrar auglýsingar. Peningar og stjórnmál eru eitruð blanda og ávísun á sérhagsmunagæslu. Ekki heldur mun ég kjósa þá sem ætla að endurvinna fjölmiðlafrægð sína fyrir stjórnlagaþingið og láta þar við sitja. Rousseau hélt því fram að löggjafarvaldið tilheyrði almenningi og engum öðrum og að allar aðgerðir framkvæmdavaldsins væru, eða ættu að vera, lög. Þessar staðhæfingar hvíla á þeirri forsendu Rousseaus að fullveldið verði hvorki framselt né því skipt upp og að fullveldið sé aðeins framkvæmd almannaviljans. Hann gaf ekkert fyrir það sem við nefnum fulltrúalýðræði. Við höfum fyrir löngu samþykkt fulltrúalýðræði sem aðferð til að ná fram eiginlegu lýðræði, og stjórnlagaþingið verður fulltrúasamkoma. Samt ættum við að huga að hugmyndum Rousseaus um almannaviljann. Almannavilji Rousseaus er ekki það sem hver og einn vill útaf fyrir sig. Almannavilji tekur mið af sameiginlegum hagsmunum en vilji hvers einstaklings tekur mið af einkahagsmunum. Flokkadrættir og sérhagsmunir spilla fyrir því að almannaviljinn nái fram að ganga: „Til þess að tjáning almannaviljans komist vel til skila er því mikilvægt að ekki sé til sérstakt samfélag innan ríkisins og að sérhver borgari taki ákvarðanir eftir sannfæringu sinni." Kenning heimspekingsins John Rawls um réttlæti á sér skíra samsvörun í þessari hugmynd Rousseaus, þar sem hver einstaklingur tekur afstöðu án þess að vita nokkuð um hverjir einkahagsmunir hans séu. Þannig myndu svonefndir kvótagreifar t.d. greiða atkvæði um kvótakerfið án þess að hafa hugmynd um að þeir ættu kvóta. Rawls talar um að greiða atkvæði bakvið tjald fávísi (e. veil of ignorance). Á laugardag þurfum við öll að verða ábyrgir borgarar og hefja okkur yfir litla hégómlega egóið, sem sífellt gáir búralega að sérhagsmunum sínum. Á laugardag ber okkur að kjósa þau sem við í einlægni höfum trú á að muni hafa almannahagsmuni að leiðarljósi á stjórnlagaþinginu, og ekkert annað. Leggjum dálítið á okkur til þess að finna fulltrúa á stjórnlagaþingið. Það er mikilvægt fyrir farsæld okkar sjálfra og þeirra sem munu þurfa að taka við íslensku samfélagi úr okkar höndum.
Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. Þremenningarnir sem allir voru dæmdir í fangelsi af Héraðsdómi Reykavíkur, þeir Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, telja að Sigríður Hjaltested, héraðsdómari, hafi verið vanhæf til að dæma málinu á sínum tíma. Ástæðan er sú að fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir hafði stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði í október 2015. Rúmu ári síðar, eða í nóvember í fyrra, sagði Sigríður sig frá því að vera dómari í markaðsmisnotkunarmáli gegn Glitnismönnum þar sem hún hafði orðið þess áskynja að fyrrverandi eiginmaðurinn var með stöðu sakbornings hjá héraðssaksóknara auk þess sem gögn tengd honum voru í málinu. Ekki sami saksóknari Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sagði að þar sem sama staða hefði í raun verið uppi í Stím-málinu og því hefðu ekki verið minni ástæður til að segja sig frá því ef sömu rök ættu við. Þannig væri ekki margt sem bæri í milli málanna og þeirra aðstæðna sem væru uppi varðandann dómarann en ákæruvaldið teldi engu að síður að munur væri þarna á þar sem ekki væri sami saksóknari sem héldi á málunum tveimur og svo þeim málum sem við kæmu barnsföður dómarans. Þannig hefði Hólmsteinn Gauti Sigurðsson ákært í Stím-málinu en Björn Þorvaldsson í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann hefði jafnframt haft mál fyrrverandi eiginmanns Sigríðar á sinni könnu en að því er fram kom í máli saksóknarans tók hann við þeim af Hólmsteini Gauta sumarið 2015. Í þessu samhengi skipti máli það sem stæði í lögum um sérstakan saksóknara og sjálfstæði saksóknara hjá embættinu sem hefðu getað ákært án samráðs við aðra saksóknara. Gaf lítið fyrir rök vararíkissaksóknara Því væri munur á málunum þegar kæmi að því að meta hæfi dómarans í Stím-málinu annars vegar og markaðsmisnotkunarmálinu hins vegar þar sem sami saksóknari hélt á málum barnsföðurins og ákærði í síðarnefnda málinu sem Sigríður sagði sig frá. Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, gaf lítið fyrir þessi rök vararíkissaksóknara. Hann sagði að sú staðreynd ein og sér að fyrrverandi eiginmaður Sigríðar hefði haft stöðu sakborningar við aðalmeðferð Stím-málsins hefði verið til þess falla að draga með réttu í efa óhlutdrægni dómarans. Verjandi Lárusar sagði umbjóðanda sinn ekki fullyrða neitt um að þetta hefði í raun haft áhrif á niðurstöðuna. Hins vegar snerist málið um ásýnd og traust dómstólanna en ekki tæknileg atriði varðandi sjálfstæði saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara, endi væri ekki vikið að neinu slíku í greinargerð héraðsdómarans vegna málsins. Mat á hæfi í markaðsmisnotkunarmálinu hefði bein áhrif við mat á hæfi í Stím-málinu Þá sagði Óttar það ekki rétt að hægt væri að ganga út frá því að Hólmsteinn Gauti, saksóknarinn í Stím-málinu, myndi ekki koma aftur að málum barnsföður dómarans þó annar saksóknari hefði tekið við þeim sumarið 2015. Það stæðist ekki að úthlutun mála hafi verið óafturkræf auk þess sem málin gegn fyrrverandi eiginmanni Sigríðar hafi enn verið til rannsóknar þegar aðalmeðferðin í Stím-málinu fór fram. Samkvæmt lögum fór úthlutun mála ekki fram fyrr en að rannsókn lokinni og því hefði engin ákvörðun legið þá fyrir um að það kæmi í hlut Björns, en ekki Hólmsteins Gauta, að mögulega ákæra manninn. „Það er einfaldlega ekki svo að í öðru tilvikinu hafi dómarinn haft ástæðu til að hafa áhyggjur en ekki neina í hinu tilvikinu [...]. Enda verður ekki séð að dómarinn hafi sjálfur gert þann greinarmun á aðstæðum sem ákæruvaldið byggir á,“ sagði Óttar og bætti síðar við að afstaða Sigríðar til eigin hæfis í markaðsmisnotkunarmálinu hefði beina þýðingu við mat á hæfi hennar í Stím-málinu. „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust. Ásýndin verður ekki rétt með óaðgengilegum útprentunum úr málakerfi lögreglu eða innanhússamskiptum og traustið fæst ekki með lagatæknilegum útskýringum eða jafnvel útúrsnúningum,“ sagði Óttar. Ekki liggur fyrir hvenær Hæstiréttur mun kveða upp sinn dóm en það gæti orðið í næstu viku.
Hér er rifjuð upp sagan um einn þekktasta jólasálm allra tíma sem á 200 ára afmæli í kvöld og hefur verið þýddur á meira en 300 tungumál. Franz Gruber burstaði snjóinn úr dökku hári sínu er hann gekk inn í St. Nikola kirkjuna í Austurríki, 24. desember, 1818. Hann var kominn til að æfa á orgel kirkjunnar fyrir miðnæturguðsþjónustuna. Franz settist við orgelið, opnaði það, steig á fótstigið og byrjaði að spila. Ekkert hljóð heyrðist. Rétt í því kom presturinn, Jósef Mohr, inn í kirkjuna. Organistinn sneri sér við. „Jósef,“ sagði hann, „hvað hefur komið fyrir orgelið?“ Mennirnir lituðust báðir um bak við orgelpípurnar. Þar fundu þeir svarið. Hungruð mús í matarleit hafði þá um nóttina komist bak við pípurnar. Þar hafði hún nagað gat á leðurbelgina sem sjá orgelpípunum fyrir lofti. Lítið gat hafði gjörsamlega þaggað niður í þessu mikla orgeli. Og það einmitt nú á jólunum! Þeir horfðu hvor á annan. „Er hægt að laga orgelið?“ spurði Franz. „Nei, ekki fyrr en í vor,“ svaraði Jósef. „En Jósef, hvernig er hægt að hafa miðnæturmessu án tónlistar? ,“ spurði þá organistinn. Mennirnir tveir stóðu þögulir og veltu fyrir sér hvað til bragðs skyldi taka. Jósef, ungi presturinn, rauf þögnina og sagði feimnislega: „Heyrðu, Franz, ég hef samið kvæði.“ „Hvaða not höfum við af kvæði? ,” spurði Franz. Jósef varð ákafari, þegar hann svaraði: „Jú, þú ert svo mikill hæfileikamaður á sviði tónlistar. Þú gætir samið lag við kvæðið og svo getum við sungið það við gítarundirleik.“ „Leyfðu mér að sjá kvæðið, Jósef, en ég veit ekki hvort ég geti samið lag við það fyrir miðnæturmessuna,“ sagði organistinn. Jósef beið á meðan Franz las og Franz smitaðist af ákafa hans, greip hatt sinn og þaut mót kirkjudyrunum. „Ég kem eins fljótt og ég get,“ hrópaði hann. „En ég er nú ekki eins viss með gítarinn. Fólk verður ekki hrifið af gítartónlist í kirkjunni.“ Og svo var hann rokinn á braut. Franz gekk til næsta þorps, Arnsdorf, þar sem hann starfaði við kennslu. Heima í sínu eigin herbergi sem staðsett var fyrir ofan skólann, spilaði hann ýmis stef sem féllu að kvæði Jósefs. Að lokum ákvað hann að nota einfalda laglínu sem lét vel í eyrum. Hann tók gítarinn og flýtti sér til kirkjunnar. Þar biðu tólf drengir og stúlkur eftir að læra nýja jólasönginn. Guðsþjónustan nálgaðist. Kirkjan var prýdd kertaljósum og grenigreinum. Fljótlega fóru kirkjugestir að tínast inn. Þeir heyrðu enga orgeltónlist og gengu hljóðlega inn eftir kirkjugólfinu. Fólk leit spyrjandi hvert á annað. Hvað hafði eiginlega komið fyrir orgelið? Presturinn las úr Biblíunni og sagði frá fæðingu Jesú. Þegar hann lokaði Biblíunni gekk fram á pallinn lítill hópur barna ásamt prestinum og organistanum. „Það kom smá óhapp fyrir orgelið í nótt,“ byrjaði Jósef. Hann beið þangað til kliðurinn hafði dáið út. „En við höfum samt dálitla jólatónlist í ár.“ Og við gítarundirleik hófu þeir Jósef og Franz að syngja jólasálminn, „Stille Nacht! Heilige Nacht! ,“ sem við hér á Íslandi þekkjum betur undir nafninu „Heims um ból.“ Þessi sálmur er fyrir löngu orðinn þekktur um alla jörðina og er orðinn óaðskiljanlegur hluti af jólahátíðahöldunum. En það vita ekki allir að kveikjan að honum var lítil, hungruð mús.
Félagslegur ójöfnuður hefur geysileg áhrif á heilsu. Samkvæmt rannsóknum eins þekktasta vísindamanns á þessu sviði í heiminum munar allt að 30 árum á lífslíkum breskra karla í sömu borg eftir stöðu þeirra. Michael Marmot gerði merka skýrslu um ójöfnuð og heilsu fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og skýrsla hans fyrir Bretland um sama efni hefur haft svo mikil áhrif að stærstur hluti sveitarfélaga þar ætlar að fara að tillögum hans og breska ríkisstjórnin vill að barátta gegn ójöfnuði sé meginefni í heilbrigðisstefnu hennar. Þá ætla sveitarfélög í Suður-Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum að fara að tillögum hans sem hann skiptir í sex lykilatriði. Sjö árum munar að meðaltali á lífslíkum þeirra fimm prósenta bresku þjóðarinnar sem verst og best eru settir. „En á sumum svæðum eins og t.d. í Glasgow geta karlar í fátækrahverfum Glasgow vænst þess að ná 54 ára aldri. 54 ára. Í hverfum ríkra eru það 28 ár. Þarna er 28 ára munu á lífslíkum innan Glasgowborgar,“ sagði Marmot í viðtali við fréttastofu RÚV. En hvernig skyldi standa á þessum mikla mun? „Nú ég tel það ráðast af þessum sex þáttum sem ég fjallaði um. Þroskakostir í æsku, menntun, starf og starfsaðstæður, að hafa nóg fé til framfærslu, búseturskilyrði og aðstæður á vinnustað. Og svo óhollir lífshættir.“ Ekki er nóg með að mikil munur sé á lífslíkum heldur mega þeir sem lifa styst búast við að lifa í tuttugu ár með skerta heilsu en þeir sem lifa lengst aðeins í tólf ár. Marmot flytur fyrirlestur á ráðstefnu Landlæknis, velferðarráðuneytisins og Háskólans í Reykjavík í fyrramálið.
Stórafmæli? Já, ég er áttatíu og fimm ára kona og mér er efst í huga hversu lánsöm ég hef verið í lífinu. Maður gleymir því leiðinlega enda stendur í Biblíunni: Rífðu rót beiskjunnar úr brjósti þínu, það er gott heilræði,“ segir Guðrún Ásmundsdóttir, sem þjóðin þekkir fyrir leiklist sína og höfundarverk. Spurð hvort hún búi ein, svarar hún: „Já, yfirleitt, en nú er sonardóttir mín, Rakel Mjöll Leifsdóttir, hjá mér og það er sko ekki leiðinlegt að skrafa við hana. Hún er söngkona í Bretlandi en er heima núna út af kófinu og fer þangað aftur þegar því léttir, því þar er hljómsveitin hennar. En er á meðan er.“ Guðrún furðar sig dálítið á þeirri verndun sem eldra fólk nýtur í þjóðfélaginu á veirutímanum og finnst sú umhyggja stinga í stúf við skerðingar á lífeyrissjóðs- og launagreiðslum þess. „Ég fékk heiðurslaun listamanna fyrir tveimur árum en andvirðið var tekið af mér. Ég má þó ekki vera bitur en mér finnst þetta dálítið fyndið,“ segir hún. Rifjar upp sögu um frumstæðan þjóðflokk sem henti gamla fólkinu ofan af hömrum þegar það var orðið til óþæginda. „Einn var á leið upp á hamar með föður sinn en ungur sonur hans elti. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði faðir hans. „Ég ætla bara að sjá hvað ég á að gera við þig,“ svaraði drengurinn.“ Ekki lætur Guðrún sér leiðast. Nú er hún nýbúin að skrifa barnabók um skordýr sem hún kveðst hafa geymt lengi í huganum og leyft að gerjast. „Ég bað Ragnar, son minn og vin, að myndskreyta bókina og hann hringdi klukkan tíu um kvöld. „Heyrðu, mamma, ég ætlaði að gera þetta fyrir þig af því ég er góður sonur en þetta er svo skemmtileg saga, vildi bara láta þig vita!“ Stafli af nýjum bókum bíður Guðrúnar, þær ætlar hún að lesa og gefa svo í jólagjöf. „Ég byrjaði á Ólafi Jóhanni,“ segir hún, „og nú er eins gott að hinir standi sig vel!“
Framkvæmd var könnun með það að markmiði að skoða hvernig er staðið að stofnun verkefnahópa. Í könnunni var leitast við að svara spurningunn um, hvernig er staðið að vali í verkefnahópa, hvaða eiginleikar skipta máli þegar einstaklingar eru valdir í verkefnahópa og hvort verkefnastjórar hafa vald til að velja einstaklinga í verkefnahópa sem þeir stjórna. Og að lokum hvort verkefnastjórar telja að „auðlindabanki“ muni hjálpa til við val í verkefnahópa og hvaða upplýsingar þeir vilja sjá í auðlindabankanum. Rannsóknin er unnin upp úr könnun sem send var á félagsmenn Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Ekki fannst sambærileg rannsókn sem skoðar þessa þætti út frá sjónarmiði verkefnastjórans, þ.a.s hvaða eiginleika verkefnastjórar vilja að einstaklingar í verkefnahópum þeirra hafi. Því er áhugavert að skoða þetta viðfangsefni. 2. Fræðilegur bakgrunnur 2.1. Þróun Verkefnastjórnununar Verkefnastjórnun sem fag hefur þróast hratt á síðustu árum og orðið sýnilegri sem faggrein (Grunnviðmið IPMA um hæfni verkefnastjóra, 2006). Fyrr á árum voru það aðalega byggingar- og varnarmálaverkefni sem voru mest áberandi í faginu. Þau eru enn til staðar en komin í minnihluta. Í dag er verkefnastjórnun áberandi í flestum greinum eins og í upplýsinga- og samskiptatækni, skipulagsmálum, vöruþróun, markaðssetningu, framleiðsluþróun, rannsóknum, viðburðastjórnun, stjórnmálum, lagasetningu, menntun og félagsmálum í hinum ýmsu þáttum þjóðfélagsins (Grunnviðmið IPMA um hæfni verkefnastjóra, 2006). Á síðustu fjörutíu árum hafa verkefnahópar og verkefnastjórnun orðið einn af mikilvægustu þáttum skipulagsheildar (Hera, Rico og Tabernero, 2011). Þetta hefur verið staðfest með rannsóknum síðustu áratugi, en þær sýna fram á jákvæð tengsl milli verkefnahópa, gæðum vöru og þjónustu sem skipulagsheildir bjóða. Ástæðan fyrir þessu er að eftir því sem fjölbreytnin er meiri í verkefnahópi, þá leiðir það til aukinnar skilvirkni og auðveldar ferlið í kringum vöruþróun, ákvarðanatöku og lausn vandamála. Þetta hefur verið rannsakað á flest öllum mörkuðum, einkafyrirtækjum, opinberum fyrirtækjum og í hernaði (Hera, Rico og Tabernero, 2011). Gert er ráð fyrir að vöxtur og þróun verkefnastjórnunar og verkefnahópa muni halda áfram á komandi árum (Kerzner, 2009). Vöxt verkefnastjórnunar má rekja til breytinga í umhverfi skipulagsheilda þar sem horft er meira til skipulags þeirra og þá sérstaklega út frá hlutverki, ábyrgð, valdastigs, ákvarðanatöku og arðsemi. Fyrir tuttugu árum síðan höfðu skipulagsheildir val um hvort þær myndu nýta sér verkefnastjórnun. Í dag talar Kerzner (2009) um að þær hafi ekki lengur það val því framtíð skipulagsheildarinnar geti hvílt á því hversu fljótt og vel aðferðafræði verkefnastjórnunar og verkefnahópa er innleidd. Svo að skipulagsheildin geti verið samkeppnishæfi á þeim síbreytilega markaði sem ríkir í dag (Kerzner, 2009). 2.2. Þroskalíkan Verkefnastjórnun: mikilvægi þess hvar verkefni er í lífkúrfunni Skipulagsheildir sem hafa náð þroska í verkefnastjórnun eru með stöðugan straum af vel stjórnuðum verkefnum þar sem árangur er mældur út frá velgengni skipulagsheildarinnar og verkefnahópa en ekki sérhagsmunum hinna ýmsu deilda. Til þess að ná þessum árangri verður skipulagsheildin að hafa þróað með sér góðann grunn af verkfærum, tækni, ferlum og menningu með tilliti til verkefnastjórnunar (Kerzner, 2009). Til að verkefnahópum farnist vel í skipulagsheildinni er mikilvægt að allir einstaklingar allt frá æðstu yfirmönnum til undirmanna skilji mikilvægi verkefnastjórnunar og verkefnahópa. Grunninum að því að ná yfirburðahæfni í verkefnastjórnun er best lýst í þroskalíkani verkefnastjórnunar PMMM „e. Project Management Maturity Model“, sem samanstendur af fimm stigum, eins og sýnt er á mynd 1. Hvert þessara fimm stiga táknar mismunandi þroska í verkefnastjórnun þar sem stig 1 er lægsta stig verkefnastjórnunar og stig 5 er hæsta stig verkefnastjórnunar. Þroski skipulagsheilda getur haft áhrif á val einstaklinga í verkefnahópa með ýmsum hætti. T.d. a. gætu stjórnendur á neðra stigi þroska ekki verið tilbúnir að sjá af einstaklingi í verkefnahóp þar sem hann horfir frekar á sína sérhagsmuni og b. þeir einstaklingar sem eru valdir, eru ekki tilbúnir að vinna með einstaklingum úr öðrum deildum (Kerzner, 2009). Mynd 1. þroskalíkan verkefnastjórnunar PMMM (e. Project Management Maturity Model). • Stig 1. Sameiginlegt tungumál: Skipulagsheildin viðurkennir og gerir sér grein fyrir mikilvægi verkefnastjórnunar. Á þessu stigi verður vitundarvakning og skipulagsheildin áttar sig á þörfinni fyrir góðan skilning á grunnþekkingu verkefnastjórnunar ásamt tilheyrandi tungumáli og tækni. Stig 1 Sameiginlegt tungumál Stig 2 Sameiginlegir ferlar og staðlar Stig 3 Ein aðferðafræði Stig 4 Hagnýtt viðmið Stig 5 Stöðug þróun og endurbættur Grunn þekking Skilgreining ferla Stjórnun ferla Umbættur ferla • Stig 2. Sameiginlegir ferlar og staðlar: Skipulagsheildin sér að sameiginlegir ferlar þurfa að vera skilgreindir og þróaðir frekar, svo hægt sé að nýta góðan árangur í einu verkefni til að tryggja stöðugan árangur í verkefnum framtíðar. Á þessu stigi er viðurkenning á að hægt er að beita verkefnastjórnunarlegum aðferðum til að styðja við það stjórnunarkerfi sem notuð eru hjá skipulagsheildinni. • Stig 3. Ein aðferðafræði: Á þessu stigi viðurkennir skipulagsheildin samverkandi áhrif þess að sameina alla ferla og staðla hennar í eina aðferðafræði, sem er í grunninn verkefnastjórnunarleg. Þetta mun hafa þau samverkandi áhrif að stjórnun ferla og staðla verði auðveldari þar sem í grunninn er notuð ein aðferðafræði í stað margra. Kerzner talar um að þetta sé erfiðasta stigið. • Stig 4. Hagnýtt viðmið: Aðferðarfræðin „hagnýtt viðmið“ „e.Benchmarking“ er notuð að staðaldri. Skilningur er á því að stöðug endurskoðun á ferlum er nauðsynleg til að viðhalda samkeppnisforskoti. Mikilvægt er að skipulagsheildin ákveði við hvern og með hvaða hætti á að sig bera saman við. • Stig 5. Stöðug þróun og endurbætur: Bestun ferla þar sem skipulagsheildin greinir upplýsingar um starfsemina og árangur hennar. Metið er hvar umbóta er þörf og áhersla lögð á stöðugar úrbætur, lærdóm og úrbótaferli (Kerzner, 2009). Kerzner telur að fáar skipurlagsheildir gerir sér grein fyrir því að hægt sé að ná góðum árangri á stuttum tíma í innleiðingu verkefnahópa og verkefnastjórnunar með því að vinna markvisst í innleiðingu í gegnum stefnumótunarferli. Hann tekur fram dæmi um fyrirtækin Nortel og Ericsson sem náðu góðum árangri á árunum 1992-1998. Ástæða þess að þau náðu góðum árangri var notkun á aðferðum til að meta stöðu verkefnastjórnunar og nýting á því mati til að vinna markvist að uppbyggingu. Þannig náðu þessar skipulagsheildir betri árangri en flestir ná á áratugum. Þó vilja ekki allar skipulagsheildir ná efsta stiginu í þroskalíkaninu, því hægt er að ná verulegum ávinningi með því að komast á 3. Stig (Helgi Þór Ingason, 2010). Crawford skoðaði þróun verkefnastjórnunar í skipulagsheildum. Þar kom í ljós að þróun verkefnisstjórnunar er oft langt á eftir annarri þróun innan skipulagsheildarinnar. Það er ekki fyrr en þörf fyrir verkefnisstjórnun verður augljós sem farið er að bæta færni í verkefnastjórnun. (Crawford, 2006). Því er mikilvægt að skipulagsheildir byrji strax að hafa verkefnastjórnun í huga ef tilgangurinn er að ná árangri á markaði. Niðurstöður rannsókna benda til þess að hönnun skipulagsheilda sé tengd skilvirkni þeirra (Hyväri, 2006). Samkvæmt rannsóknum eru þær skipulagsheildir sem eru byggðar upp á fléttuskipulagi „e.project matrix“ og verkefnaskipulagi „e. project team“ skilvirkastar. Skipulagsheildir eru því í meira mæli að leita til þess að nota verkefnahópa í daglegu starfi til að ná markmiðum sínum og viðhalda samkeppnisforskoti (Hyväri, 2006). Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir. Til að geta verið samkeppnishæfur á alþjóðlegum mörkuðum er mikilvægt að geta brugðist hratt við. Við slíkar aðstæður eru hefðbundnar skipulagsheildir sem eru t.d. byggðar upp á deildarskipulagi ekki besta uppbyggingin. Skipulagsheildir sem nota deildarskipulag skipta skipulagsheildinni upp eftir deildum eins og framleiðslu, mannauðsmálum og fjármálum. Hefðbundnar skipulagsheildir þurfa oft að mynda þverfaglega verkefnahópa með einstaklingum úr öllum deildum til þess að bregðast við síbreytilegum aðstæðum á markaði (Hyväri, 2006). Til þess að verkefnahópar verði skilvirkir og skili árangri er mikilvægt að skapa menningu þar sem þeir fái að dafna. “ Þroski í verkefnastjórnun er framkvæmd verkefna af staðlaðri aðferðafræði og fylgjandi ferlum þannig að auknar líkur eru á endurtekinni velgengni verkefna” (Kerzner, 2009, bls. 58). 2.3. Val í verkefnahópa Einn af mikilvægustu þáttum verkefnastjórnunar er val einstaklinga í verkefnahópa (Haukur Ingi Jónasson og Helgi Þór Ingason, 2011). Kerzner (2009) talar um að eitt af lykilatriðum í að verkefni heppnist vel er að réttum auðlindum sé úthlutað til verkefnisins. Ein af meginstoðum auðlinda í verkefnum eru þeir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu. Verkefnastjórinn ber megin ábyrgð á að byggja upp verkefnahópa, það felur í sér allt litrófið í stjórnunarhæfni. Hæfnin felur meðal annars í sér að finna réttu einstaklingana í verkefnið, fá einstaklinga til þess að helga sig verkefninu og að samþætta mismunandi hópa frá skipulagsheildinni í eitt verkefni. Til að þetta takist þarf að skapa góð samskipti og liðsanda, hafa skýr skilgreind markmið og hafa stuðning og þátttöku æðstu stjórnenda (Kerzner, 2009). Oft eru hendur verkefnastjórans bundnar í vali á einstaklingum. Helstu ástæður fyrir því eru að yfirmenn eru ekki tilbúnir til þess að láta bestu einstaklingana í verkefnið og því er mikilvægt að fá yfirmenn með sér í lið og skapa traust áður en hafist er handa. Stundum eru góðir einstaklingar uppteknir í öðrum verkefnum og í öðrum tilfellum er verkefnastjóra úthlutað einstaklingi þar sem yfirmaður ákveður að veita viðkomandi tækifæri vegna góðrar frammistöðu jafnvel þó að hann sé ekki sá besti í verkefnið (Kerzner, 2009). Til þess að verkefnahópnum gangi vel er mikilvægt að velja réttu einstaklingana og þá þarf meðal annars að horfa á menntun, starfsreynslu, áhuga á verkefninu og rétt viðhorf gagnvart verkefninu og verkefnavinnu (Kerzner, 2009). Kerzner (2009) talar um að það hindri framgang verkefnis þegar einstaklingnum finnist óréttlátlega komið fram við þá, sérstaklega við mönnun verkefnis. Einstaklingar eru líklegri til að hafa meiri hvata til að vinna vel að verkefni ef hann hefur vald til að hafna eða samþykkja þátttöku í verkefninu. Þetta á sérstaklega við þegar einstaklingum finnist verkefninu þröngvað upp á þá af yfirmanni. Þetta getur valdið mörgum vandamálum t.d. vegna lágs hvata til að standa sig vel, óánægju og áhugaleysi. Vegna þessa telur Kerzner að öllu jafnan sé best að vald verkefnastjórans sé meira þegar kemur að vali í verkefnahópinn. Það muni leiða til þess að líklegra er að uppbygging liðsandans muni ganga betur sem þar af leiðandi hefur bein áhrif á framgang verkefnisins (Kerzner, 2009). Ástæða þess að verkefnastjórinn ætti að hafa meira vald í upphafi verkefna er að hann veit betur en nokkur annar hvaða eiginleikum einstaklingarnir þurfa að búa yfir til þess að þeir vinni vel saman í verkefnahóp sem leiðir til velgengis verkefna. Framkvæmd verkefna þarf að hafa sterkan stuðning yfirstjórnar svo hægt sé að fá rétta einstaklinga í verkefnið (Dingsøyr, Moe og Dybå. 2010). Rangt val á einstaklingum getur haft nokkrar afleiðingar; lengt framkvæmdatímann og dregið úr starfsanda. Sumir einstaklingar geta reynt að grafa undan verkefninu með hegðan sinni og minnkað vægi verkefnastjórans (Kerzner, 2009). Réttir einstaklingar eru þeir sem hafa hæfni til að sinna verkefninu og hafa áhuga á því að taka þátt í verkefnahópnum. Þess vegna skiptir það sköpum að einstaklingarnir skuldbindi sig verkefninu og finnist þeir ekki þvingaðir til að taka þátt í verkefnahópnum. Að þeir hafi vald til að neita þátttöku ef þeir hafi ekki áhuga á því að taka þátt í hópnum. Verkefnahópnum þarf að finnast að hann eigi hlut í verkefninu og hafi eitthvað að segja um framgang þess. Í rannsóknum kemur fram að þeir þættir sem skipta máli þegar horft er á skuldbindingu og viðhorf einstaklinga er meðal annars sjálfstæði í verkefninu, stuðningur þegar á við, endurgjöf, andrúmsloft og fjölbreytileiki. Til að einstaklingur skuldbindi sig verkefninu þarf hann að eigna sér það, þar skiptir sköpum að hann finni fyrir sjálfstæði til að taka viðeigandi ákvarðanir og hann viti hvað ákvarðanir hann megi taka. Að hann aðlagist verkefnahópnum og finnist hann tilheyra honum en, þar skipir fjölbreytileiki og andrúmsloft sköpum (Riasudeen og Srinivasan, 2011; Ameijde og Dewettinck, 2011; Cooper, Holland, Pyman, og Teicher, 2011). Niðurstöður rannsóknar Tohidi (2011) sýndu að athygli mannauðsstjórnunar í verkefnastjórnun á sviði upplýsingatækniverkefna er ein af mikilvægustu stoðum í stjórnun og vanræksla á því að sinna því hlutverki verður til þess að upplýsingatækniverkefni nái ekki settum markmiðum. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi þess að skapa rétta andrúmsloftið og veita stuðning og endurgjöf þegar það á við. Þegar kemur að mannauðsþættinum skiptir líka máli að horfa á það vinnuálag sem er fyrir á einstaklingnum og hvernig hægt sé að hjálpa einstaklingnum til að vaxa í starfi (Kerzner, 2009), því jafnvel þó að hann sé ekki að fá aukin laun þá er hann að fá aukna reynslu sem nýtist honum til framfara. Það að fá að taka þátt í verkefnahóp sem einstaklingurinn hefur áhuga á veitir honum meiri starfsánægju. Mikilvægt er að skapa gott andrúmsloft, samstöðu, traust og fá skuldbindingu einstaklinga í verkefnin strax frá upphafi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef þetta er ekki til staðar hefur það neikvæð áhrif á framgang verkefnisins (Lilly og Porter, 1996; Dingsøyr, Dybå og Moe, 2010; Hoegl, Gemuenden og Weinkauf, 2004). Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að mikilvægi þess að horfa á samsetningu verkefnahópsins en ólíkir persónuleikar geta átt erfitt með að vinna saman og ná árangri (Gorla og Lam, 2004), en á móti getur ólíkur verkefnahópur líka unnið vel saman (Boynton og Fischer, 2005). Því er mikilvægt að fá réttu samsetninguna af einstaklingum (Boynton og Fischer, 2005; Gorla og Lam, 2004; Tohidi, 2011;, Hera Tabernero og Rico, 2011). Með „ólíkum persónuleikum“ er t.d. átt við viðhorf, hæfni, persónuleika og samskiptahæfni einstaklinga. Staðreyndin er sú að öll erum við ólík með ólík viðhorf og skoðanir. Stundum getur það komið verkefnahópnum til góðs og skapað jákvætt andrúmsloft þar sem ólíkir einstaklingar bæta hvorn annan upp en stundum getur það leitt til átaka í verkefnahópnum (Dingsøyr, Dybå og Moe. 2010). Vegna þessa er vandasamt að setja saman réttan verkefnahóp sem mun vinna vel að settu markmiði. Rannsóknir á verkefnahópum hafa sýnt fram á að gott er að nota próf sem greina persónulega eiginleika til að setja saman ákveðna blöndu af persónueinkennum sem vinna vel saman (Gorla og Lam, 2004). Ýmis persónuleikapróf hafa verið þróuð í gegnum tíðina. Dæmi um þessi próf eru Belbin próf og Myers-Briggs prófið (Dingsøyr, Dybå og Moe, 2010). Auk þess hefur komið fram í rannsókn að fjölbreytilegri verkefnahópar deila frekar upplýsingum og þekkingu, Í rannsókn Cummings (2004) sem skoðaði 182 verkefnahópa í fjarskiptafyrirtæki á Fortune 500 listanum, sem er með starfstöðvar víða um heim kom fram að meira var deilt af þekkingu ef hópurinn var fjölbreyttari, þ.a.s. með ólíkum og fjölbreyttum einstaklingum t.d. af mismunandi sviðum, með misjafna menntun og jafnvel í mismunandi heimshlutum (Cummings, 2004). Mikið hefur verið rannsakað hvernig verkefnahópar vinna saman, hvað eykur skilvirkni þeirra og hvaða áhrif persónuleikar einstaklinganna í verkefnahópnum hafa. Ekki fannst nein rannsókn sem skoðar hvernig verkefnastjórar velja einstaklinga í verkefnahópa og hvort þeir hafi vald til þess. Vegna þess er áhugavert að skoða hvaða eiginleika verkefnastjórar telji að skipti máli í vali verkefnahópa, hvort þeir hafi vald til að velja einstaklinga í þá og hvort þeir telji að einhverskonar „auðlindabanki“ myndi gagnast þeim. Auðlindabanki er skrá þar sem til eru upplýsingar um einstaklinga sem myndu hjálpa verkefnastjórum að velja í verkefnahópa. Því ákvað höfundur að gera rannsókn um þessa þætti á Íslandi. 3. Rannsóknin 3.1. Markmið rannsóknarinnar Markmiðið með rannsókninni er að skoða hvernig staðið er að upphafi verkefnahópa. Í rannsókninni var leitast við að svara spurningunni um hvernig staðið er að vali í verkefnahópa; hvaða eiginleikar skipta máli þegar einstaklingar eru valdir í verkefnahópa, hvort verkefnastjórar hafa vald til að velja einstaklinga í verkefnahópa sem þeir stjórna. Og að lokum var spurt hvort verkefnastjórar telji að „auðlindabanki“ muni hjálpa til við val í verkefnahópa og hvaða upplýsingar þeir vilji sjá í auðlindabankanum. Rannsóknin er unnin upp úr könnun sem send var á félagsmenn Verkefnastjórnunarfélags Íslands. 3.2. Aðferðafræði rannsóknarinnar Hér er um megindlega rannsókn að ræða. Við undirbúning spurningalistans var rætt við tvo reynda verkefnastjóra til að kanna hug þeirra um málefnið og einnig ýmsar fræðigreinar skoðaðar, en ekki fannst sambærileg rannsókn. Auk þess var kannað hvernig unnið er með auðlindabanka Frístundamiðstöðvarinnar Kamps í Reykjavík og reynslu stjórnenda og starfsmanna af bankanum. Að lokum var spurningarlistinn unninn af höfundi út frá þeim upplýsingum sem aflað var. Auk þess fóru einn verkefnastjóri og framkvæmdastjóri Verkefnastjórnunarfélags Íslands yfir spuringalistann áður en hann var sendur út til þátttakenda og komu allir með tillögur að breytingum. Spurningalistinn er samsettur af 15 spurningum; 3 spurningar eru opnar; 12 spurningar eru lokaðar Kyn KK 65,3% KVK 34,7% Aldur 25-34 ára 10,8% 35-44 ára 32,9% 45-54 ára 29,3% 55-64 ára 19,8% 65 ára eða eldri 7,7% Starfsaldur 1-4 ár 9,5% 5-9 ár 16,2% 10-14 ár 17,1% 15-19 ár 9,5% 20-24 ár 14,9% 25-29 ár 10,4% 30 eða fleiri ár 23,0% Menntun Grunnskólapróf 2,7% Grunnskóla og viðbót 2,7% Framhaldsskólapróf 8,6% Háskólapróf 41,4% Framhaldsgráða á háskólastigi 56,3% krossaspurningar. Spurningarnar skiptust í; fullyrðingar, já, nei, stundum, „á ekki við“ og opnar spurningar. Dæmi um spurningu er; Hefur þú vald til þess að velja einstakling í verkefnahóp? Allar nema ein krossaspurning eru í einum lið. Spurning 13 er sett fram í 12 liðum. Settar eru fram 8 bakgrunnsspurningar; 4 spurningar um val í verkefnahópa; 1 spurning í 12 liðum snerist um mikilvægi eiginleika einstaklinga í verkefnahóp og 2 spurningar um auðlindabanka. Hægt er að sjá spurningalistann í heild sinni í Viðauka 1. Spurningalistinn var sendur út í netkönnunarformi og notast var við netforritið „SurveyMonkey“ til að setja upp spurningalistann og senda út rannsóknina. Netkönnunin var send á alla félagsmenn Verkefnastjórnunarfélags Íslands sem eru á tölvupóstlista félagsins. Tölvupóstur var sendur út til allra 461 félagsmanna á tölvupóstlista fimmtudaginn 21. febrúar 2013, en auk þess var sendur út ítrekunartölvupóstur til allra félagsmanna föstudaginn 8. mars 2013. Könnuninni var lokað laugardaginn 16 mars 2013. Tekið var fram að þátttaka í könnuninni væri frjáls og ekki væri hægt að rekja svör þátttekanda aftur til þeirra. 3.3. Þátttakendur Fjöldi félagsmanna á netfangalista Verkefnastjórnunarfélags Íslands er 461. Eftir að tekið var tillit til þeirra sem fengu ekki tölvupóstinn stóðu eftir 418 þátttakendur. Ástæða þess að félagsmenn fengu ekki tölvupóstinn var meðal annars óvirk netföng, félagsmenn hættir í starfi og félagsmenn í fríi á þeim tíma sem könnunin fór fram. 222 félagsmanna svöruðu könnuninni og er því svarhlutfall 53%. Í töflum hér fyrir neðan er hægt að sjá upplýsingar um þátttakendur. 77,5% þátttakenda starfa við verkefnastjórnun og af þeim hafa flestir þátttakenda starfað við verkefnastjórnun í 5-9 ár eða 31,4% og 66 eða 29,7% þátttakenda eru með starfsheitið verkefnastjóri. Hægt er að sjá nánari útlistun á starfsheitum og öll svör í Viðauka 2. Tafla 2. Starfar þú við verkefnastjórnun. Tafla 1. Bakgrunnsupplýsingar. Starfar þú við verkefnastjórnun Já 77,5% Nei 23,4% Fjöldi ára við verkefnastjórnun 1-4 ár 15,3% 5-9 ár 31,2% 10-14 ár 17,1% 15-19 ár 14,7% 20-24 ár 10,0% 25-29 ár 2,9% 30 eða fleiri ár 10,0% Í hvaða starfsstétt starfar þú Skapandi 3,6% Fjármál 11,3% Hugbúnaður 15,3% Framkvæmdir 28,8% Opinber 18,9% Heilbrigðismál 1,4% Ferðamál 0,9% Annað 25,7% 4. Niðurstöður rannsóknar 4.1 Val í verkefnahópa Spurningar um val í verkefnahópa eru 4, en einungis voru gögn frá þeim þátttakendum sem starfa við verkefnastjórnun notuð hér (spurning 7). 77,5% eða 172 þátttakendur svöruðu spurningu 7 játandi. Hefur þú vald til að velja einstakling í verkefnahóp? 50% þátttakenda svara spurningunni játandi, en 45% hafa stundum vald til að velja einstakling í verkefnahóp og 5% hafa ekki vald til þess. Þeir þátttakendur sem svöruðu þessari spurningu nei eða stundum svöruðu opnu spurningunni, „ef ekki þú, þá hver velur einstakling í verkefnahóp“. Mynd 2. Hefur þú vald til að velja einstaklinga í verkefnahópa sem þú stjórnar? Ef ekki þú, þá hver velur einstaklinga í verkefnahópinn? Í flestum tilfellum eða 57% tilfella er það yfirmaður sem velur einstakling í verkefnahóp. Þetta á bæði við um yfirmann verkefnastjóra og yfirmann einstaklingsins. Næst á eftir er eigandi verkefnis eða í 19% tilfella. Hagsmunaaðilar og stýrihópur verkefnis kemur að valinu í 5% tilfella. Hægt er að sjá nánari útlistun og öll svör í Viðauka 3. Mynd 3. Ef ekki þú, þá hver velur einstaklinga í verkefnahópinn? Já 50% Nei 5% Stundum 45% Hefur þú vald til að velja einstaklinga í verkefnahópa sem þú stjórnar? Yfirmaður t.d.; deildarstjóri, forstöðumaður, forstjóri, framkvæmdarstjóri, sviðsstjóri. 57% Eigandi verkefnis 19% Annað 17% Hagsmunaaðilar 3% Verkefnastjóri 2% Stýrihópur 2% Ef ekki þú, þá hver velur einstaklinga í verkefnahópinn? Skiptir máli að þú þekkir þá einstaklinga persónulega sem þú velur í verkefnahóp? 50% þátttakenda svöruðu stundum við þessari spurningu, auk þess svöruðu 30% þátttakenda að það skipti stundum máli að þekkja einstaklinginn. Því eru 80% þátttakenda sem telja að það skipti alltaf eða stundum máli að þekkja einstaklinginn sem þeir eru að velja í verkefnahópinn. Einungis 18% svara þessari spurningu neitandi. Mynd 4. Skiptir máli að þú þekkir þá einstaklinga persónulega sem þú velur í verkefnahóp? Skiptir máli að það sé mælt með þeim einstaklingum sem þú velur í verkefnahóp? 51% þátttakenda telur að það skipti máli að mælt sé með þeim einstaklingum sem þeir velja í verkefnahóp, en auk þess svara 39% þátttakenda að það skipti stundum máli að fá meðmæli um einstakling. Því eru 90% þátttakenda sem telja að það skipti alltaf eða stundum máli að einstaklingur fái meðmæli með sér þegar valið er í verkefnahóp. Einungis 4% svara þessari spurningu neitandi. Mynd 5. Skiptir máli að það sé mælt með þeim einstaklingum sem þú velur í verkefnahóp? Á ekki við 2% Stundum 50% Já 30% Nei 18% Skiptir máli að þú þekkir þá einstaklinga persónulega sem þú velur í verkefnahóp? Á ekki við 6% Stundum 39% Já 51% Nei 4% Skiptir máli að það sé mælt með þeim einstaklingum sem þú velur í verkefnahóp? 4.2. Hversu mikilvægir að þínu mati eru eftirfarandi eiginleikar þegar valdir eru einstaklingar í verkefnahópa? Allir þátttakendur svöruðu spurningunni um hvaða eiginleikar séu mikilvægastir við val í verkefnahópa. Settar voru fram 12 fullyrðingar og þátttakendur beðnir um að svara eftir því hversu mikilvægur hver eiginleiki er. Notaður var skalinn 1-5 þar sem 1 þýðir að sá eiginleiki skipti ekki miklu máli og 5 þýðir að sá eiginleiki skipti miklu máli. Hér á eftir verður eiginleikum raðað í röð með því að leggja saman svör þeirra þátttakenda sem svöruðu að eiginleikarnir skiptu miklu máli og skiptu máli. 1. Sá eiginleiki sem þátttakendur telja að skipti mestu máli hjá einstaklingum sem þeir velja í verkefnahóp er áhugi einstaklings á verkefninu en 53,4% telja að það skipti miklu máli og 37,0% telja að það skipti máli. 2. Næst á eftir er sérfræðiþekking en 44,7% telja að það skipti miklu máli og 39,4% telja að það skipti máli. 3. Í þriðja sæti eru samskiptahæfileikar en 38,5% telja að það skipti miklu máli og 45,7% telja að það skipti máli. 4. Í fjórða sæti er almenn reynsla í starfi en 30,8% telja að það skipti miklu máli og 50% telja að það skipti máli. 5. Í fimmta sæti er persónuleiki einstaklings. Er hann jákvæður eða neikvæður en 29,8% telja að það skipti miklu máli og 49,5% telja að það skipti máli. 6. Í sjötta sæti er álag á einstakling. Er hann í fleiri verkefnahópum á tímabilinu en 19,7% telja að það skipti miklu máli og 42,3% telja að það skipti máli. 7. Í sjöunda sæti er almennt vinnuálag á einstakling en 36,1% telja að það skipti miklu máli og 23,1% telja að það skipti máli. 8. Í áttunda sæti er reynsla einstaklings í vinnu með verkefnahóp, en 15,4% telja að það skipti miklu máli og 38,9% telja að það skipti máli. 9. Í níunda sæti er menntun einstaklings en 7,2% telja að það skipti miklu máli og 26,9% telja að það skipti máli. 10. Í tíunda sæti er hvort einstaklingur þekkir aðra einstaklinga í verkefnahópnum en 1,9% telja að það skipti miklu máli og 9,6% telja að það skipti máli. 11. Í ellefta sæti er áhugamál einstaklings utan vinnu en 2,4% telja að það skipti miklu máli og 2,4% telja að það skipti máli. 12. Í tólfta og síðasta sæti er kyn einstaklings en 1,4% telja að það skipti miklu máli og 1,4% telja að það skipti máli. Tafla 3. Hversu mikilvægir að þínu mati eru eftirfarandi eiginleikar þegar valdir eru einstaklingar í verkefnahópa? Röð 1 2 3 4 5 1 1,4% 1,4% 6,7% 37,0% 53,4% 2 1,0% 1,4% 13,5% 39,4% 44,7% 3 1,4% 2,9% 11,5% 45,7% 38,5% 4 1,4% 3,4% 14,4% 50,0% 30,8% 5 0,5% 4,3% 15,9% 49,5% 29,8% 1,9% 5,8% 30,3% 42,3% 19,7% 7 1,4% 5,3% 34,1% 36,1% 23,1% 8 1,4% 3,4% 14,4% 50,0% 30,8% 9 6,7% 19,7% 39,4% 26,9% 7,2% 27,4% 31,7% 29,3% 9,6% 1,9% 11 60,1% 22,1% 13,0% 2,4% 2,4% 12 86,1% 7,7% 3,4% 1,4% 1,4% Áhugi einstaklings á verkefninu? Sérfræði þekking einstaklings? Samskiptahæfileikar? Almenn reynsla einstaklings í starf? Persónuleiki einstaklings (jákvæður/neikvæður)? Almenn reynsla einstaklings í vinnu með verkefna hópi? Kyn einstaklingsins? Áhugamál einstaklings fyrir utan vinnu? Menntun einstaklings? Almennt vinnuálag einistaklingsins? Verkefnavinna/vinnuálag, er einstaklingurinn í fleiri verkefnahópum á tímabilinu? Hversu mikilvægir að þínu mati eru eftirfarandi eiginleikar þegar valdir eru einstaklinga í verkefnahópa. 1 = skiptir ekki miklu máli 5 = skiptir miklu máli. Að einstaklingur þekkir aðra einstaklinga í verkefnahópnum? 4.3 Auðlindabanki Telur þú að þú myndir nýta þér auðlindabanka í vali í verkefnahópa? Allir þátttakendur svöruðu spurningunni og fengu útskýringuna á auðlindabankanum sem kemur hér á eftir. Auðlindabankinn er mannauðsbanki þar sem teknar eru saman upplýsingar um starfsmenn s.s. menntun, reynsla, áhugamál. Bankinn er hannaður þannig að auðveldlega er hægt að finna starfsmenn með t.d. ákveðna menntun eða reynslu. 38% þátttakenda svöruðu spurningunni játandi; 39% vissu ekki hvort að hann myndi gagnast og 23% svöruðu spurningunni neitandi. Mynd 6. Telur þú að þú myndir nýta þér auðlindabanka í vali í verkefnahóp? Hvaða upplýsingar um einstaklinginn myndir þú vilja hafa aðgang að í auðlindabanka? Allir þátttakendur fengu tækifæri til að svara þessari spurningu. Þátttaka var valfrjáls og ákváðu 133 þátttakendur að svara henni eða 59,9%. Helsti þráðurinn sem kemur fram í svörum þátttakenda er að þeir töldu að það væri mikilvægt að fá yfirlit yfir feril einstaklinga, einsskonar ferilskrá. Bæði var bent á ferilskrá eða ýjað að henni í svörum. Margir töldu mikilvægt að fá meðmæli um einstaklinga, og það er í takt við svör fyrr í könnuninni þar sem kom fram að þátttakendum þykir mikilvægt að þekkja einstaklinginn. Meðal þeirra þátta sem komu fram í svörum eru; samskiptafærni, persónuleiki, jákvæður/neikvæður, vinnuálag, reynsla, áhugamál fyrir utan vinnu, meðmæli, sérfræðiþekking, karaktereinkenni, stærð og flækjustig verkefna, hlutverk og ábyrgð í verkefnum og virkni. Hægt er að skoða nánari svör í viðauka 4. Svörum var skipt í flokka til að sjá betur niðurstöður. Mynd 7. Hvaða upplýsingar um einstaklinginn myndir þú vilja hafa aðgang að í auðlindabanka? Já 38% Nei 23% Veit ekki 39% Telur þú að þú myndir nýta þér auðlindabanka í vali í verkefnahóp? Reynsla í verkefnavinnu 26% Það sem kom fram í spurningu 13 5% Sömu upplýsingar og í ferilskrá, meðmæli 43% Sérfræðiþekking 7% Annað 19% Hvaða upplýsingar um einstaklinginn myndir þú vilja hafa aðgang að í auðlindabanka? 4.4. Samantekt niðurstaða Þar sem enginn sambærileg rannsókn fannst er ekki hægt að bera niðurstöður þessarar rannsóknar við aðrar rannsóknir. Áhugavert er að sjá að einungis helmingur þátttakenda hefur alltaf vald til að velja einstaklinga í verkefnahópa og í 45% tilvika hefur þátttakandi stundum vald til að velja. Það væri áhugavert að rannsaka betur hvað veldur þessu. Val í verkefnahópa er oft háð pólitík innan skipulagsheildarinnar og stundum er þátttaka í verkefnahóp notuð sem tæki til að launa fyrir vel unnin störf eða til að hjálpa einstaklingnum til að komast áfram innan skipulagsheildarinnar. Vandamálið við þetta er að þá getur verið horft framhjá einstaklingi sem er hæfari í verkefnið (Kerzner, 2009). Þeir sem svöruðu að þeir hefðu stundum vald og ekki vald til að velja einstaklinga í verkefnahóp svöruðu með opinni spurningu hver hefði það, ef ekki þeir. Í langflestum tilfellum eða 57% tilfella er það yfirmaður og þá er væntanlega bæði átt við yfiramann viðkomandi verkefnastjórar sem og yfirmenn einstaklinga sem valdir eru í verkefnahópinn. Oft er málum háttað þannig að ákveðið er að fara út í verkefni og hópurinn settur saman áður en verkefnastjórinn er valinn. Þá eru yfirmenn ýmissa deilda beðnir um að tilnefna einstaklinga í verkefnið. Vandamál við þetta eru nokkur t.d. að þessir yfirmenn eru oft ekki nógu vel að sér í því hvaða hæfni einstaklingurinn verður að búa yfir og stundum eru yfirmenn ekki tilbúnir að láta bestu einstaklingana í verkefnin þar sem þeir eru að huga frekar að hagsmunum sinnar deildar heldur en skipulagsheildarinnar sem einnar heildar. Vegna þessa er mikilvægt að allir einstaklingar innan skipulagsheildarinnar skilji mikilvægi verkefnisins og hugsi frekar um hagsmuni skipulagsheildarinnar en sína sérhagsmuni. Þær skipulagsheildir sem hafa náð hærra þroskastigi í verkefnastjórnun skilja þetta og þess vegna gengur þeim betur að bregðast hratt við aðstæðum (Kerzner, 2009). Þegar skoðaðar eru niðurstöður úr spurningum sem fjalla um hvort það skipti máli að þekkja einstakling eða að það sé mælt með einstaklingi kemur það sterklega í ljós að þátttakendum finnst það skiptir máli. Þessar niðurstöður benda til þess að þeir einstaklingar sem eru duglegir við að skapa sér tengslanet innan skipulagsheildarinnar séu líklegir til að verða valdir í verkefnahóp. Vegna þessa er líklegt að oft sé horft framhjá hæfari einstaklingum þar sem að sá sem velur í verkefnahópinn þekkir ekki til þeirra. Ástæður fyrir þessu geta verið nokkrar t.d. að sá sem velur vill ekki bregðast og velur því einstakling sem hann veit að vinnur vel, verið er að hygla einstaklingi, gefa einstaklingi sem yfirmaður þekkir til tækifæri til starfsþróunar, hræðsla við að vinna með nýjum einstakling og skilvirkni verkefnahópsins en það fer alltaf ákveðinn tími i aðlögun þar sem einstaklingar kynnast og finna taktinn í samstarfinu. Það gætir verið áhugavert að rannsaka þetta nánar. Þessar niðurstöður sýna enn frekar fram á mikilvægi þess að mannauður skipulagsheildarinnar verði kortlagður þannig að alltaf sé hægt að velja rétta einstaklinginn í verkefnið. En eins og rannsóknir hafa sýnt er mikilvægt fyrir velgengi verkefnahópsins að velja saman réttu einstaklingana (Riasudeen og Srinivasan, 2011; Ameijde og Dewettinck, 2011; Cooper, Holland, Pyman, og Teicher, 2011). Áhugavert er að sjá að af þeim fyrstu fimm eiginleikum sem þátttakendur telja að skipti máli þegar einstaklingar eru valdir í verkefnahóp eru þrír sem myndu flokkast undir mannlegt eðli, áhugi á verkefninu, persónuleiki og samskiptahæfileikar og aðeins tveir sem fjalla um hæfni, sérfræðiþekking og almenn reynsla í starfi. Þetta styður við þá þróun sem hefur verið í verkefnastjórnun síðustu árin, þar sem horft er meira á hina mjúku þætti, sem fjalla um mannlegt eðli og samskipti í verkefnahópum. þetta skýrir líka að einhverju leyti hvers vegna þátttakendur telja að það skipti miklu máli að þekkja eða fá meðmæli með einstaklingum sem þeir velja í verkefnahóp því erfitt er að meta mjúku þættina á prófskirteinum og afköstum í vinnu. Næst á eftir er vinnuálag í starfi og hvort þátttakendur eru í öðrum verkefnahópum, sem er jákvætt því í dag er horft meira á álag á einstaklinga og mikilvægi þess að passa upp á heilsu og öryggi þeirra. Jákvætt er að neðarlega er hvort einstaklingur þekkir aðra einstaklinga í verkefnahópnum en það ætti að ýta undir það að fjölbreyttari verkefnahópar séu valdir. Að lokum er gaman að sjá að kynjajafnrétti ríkir í þessum hóp en kyn einstaklings lendir í síðasta sæti og 93,8% svara að kyn skipti ekki máli og skipti ekki miklu máli. Að lokum voru þátttakendur spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér „auðlindabanka“ í vali í verkefnahópa og hvaða upplýsingum þeir myndu vilja hafa aðgang að í auðlindabankanum. Einn þátttakandi tók fram að auðlindabanki væri notaður á sínum vinnustað. Það kom á óvart að ekki væru fleiri sem sögðust vera að nota svipuð tæki. Meirihluti þátttakenda svöruðu að þeir vissu ekki hvort auðlindabanki myndi gagnast þeim eða töldu að hann myndi ekki gagnast þeim. Líklega er ástæðan sú að margir þekkja ekki til notkunar auðlindabanka eða svipaðra tækja við val í verkefnahópa. Jákvætt er að 59,9% svöruðu spurningunni um hvað þeir myndu vilja sjá í auðlindabankanum en þar var í meiri hluta eða 69% svara tekið fram að þeir vildu sjá upplýsingar um almenna reynslu þá reynslu í verkefnavinnu og sömu upplýsingar og í ferilskrá. Þetta styður við niðurstöður við spurningu um hvaða eiginleika þátttakendur horfa til þegar einstaklingar eru valdir en t.d. með því að leita meðmæla er hægt að kanna hvernig einstaklingur vinnur, persónuleika og aðra þætti tengda mannlegu eðli. 5. Umræða Mikilvægt er að skipulagsheildir horfi til verkefnastjórnunar til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum á markaði (Hyväri, 2006). Algengt er að hefðbundnar skipulagsheildir stofni til verkefna til að bregðast við aðstæðum með misjöfnum árangri. Ef verkefnin eigi að takast vel er mikilvægt að öll skipulagsheildin vinni saman að því markmiði og hafi hagsmuni skipulagsheildarinar að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Kerzner (2009) talar um að til þess að ná góðum árangri í verkefnastjórnun innan skipulagsheildar verði hún að hafa þróað með sér góðan grunn af verkfærum, tækni, ferlum og menningu með tilliti til verkefnastjórnunar. Einn af lykilþáttunum í verkefnastjórnun er val í verkefnahóp en árangur verkefnisins ræðst meðal annars af því. Einungis helmingur þátttakenda hefur vald til að velja einstaklinga í verkefnahóp. Af þessu má ráða að verkefnastjórar komi annað hvort of seint inn í verkefnið eða að stjórnendur eru ekki tilbúnir að veita verkefnastjórum vald til að velja einstaklinga inn í verkefnahóp. Við þetta styður niðurstaða um hverjir velji einstaklingana þegar verkefnastjóri gerir það ekki, en í 57% tilfella er það stjórnandi. Þetta gæti verið vegna uppbyggingar skipulagsheilda eða vegna þess að skipulagsheildir eru ekki nógu langt á veg komnar í þroskalíkani verkefnasstjórnunar. Til þess að réttu einstaklingarnir séu valdir er mikilvægt að verkefnastjórinn fái það vald og samþykki allra stjórnenda. Oft eru sömu einstaklingar valdir í verkefni þar sem sá sem velur í verkefnið vill ekki taka neina áhættu og velur einhvern sem hann þekkir eða er mælt með. Vegna þessa er oft horft framhjá einstaklingum sem eru hæfir. Rannsóknin sýnir fram á að þátttakendur horfa mikið til mannlegra þátta þegar valið er í verkefnahóp. Þátttakendum finnst mikilvægt að þekkja einstaklinginn eða fá meðmæli með honum, sem eðlilegt er miðað við að þrír af topp fimm eiginleikum eiga við mannlega hegðun, sem erfitt er að greina þegar vinnuafköst og menntun eru skoðuð. Að lokum skín mannlegi þátturinn í gegn þegar skoðað er hvaða þættir ættu að vera í auðlindabanka, en þar skiptir mestu máli að fá upplýsingar um reynslu í verkefnavinnu og ferilskrá. Mannlegt eðli er erfitt að geta sér til um út frá menntun og starfsreynslu einstaklinga. Ein leið til að bæta skilvirkni í vali í verkefnahóp er auðlindabanki þar sem allir sem velja í verkefni hafa aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um einstaklinga sem eru innan skipulagsheildarinnar. Auk þess er auðlindabanki góð leið til að bæta starfsþróun og um leið starfsánægju þar sem allir einstaklingar hafa jafna möguleika á að taka þátt í verkefnum óháð hvern þeir þekkja og hvort yfirmaður vill hygla honum eða ekki. Auðlindabankinn er unninn út frá hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði á vinnumarkaði sem gengur út á það að draga fram styrkleika einstaklingsins, leyfa einstaklingnum að njóta sín og blómstra í starfi t.d. með því að taka þátt í verkefnum sem hann hefur áhuga á og getu til að sinna (Peterson, 2006). Hugsunin er sú að sigur eins starfsmanns sé sigur hinna líka. Starfsánægja hefur þær jákvæðu afleiðingar fyrir skipulagsheildina að það dregur úr veikindum, eykur ánægju, skilvirkni í starfi og minnkar líkurnar á því að einstaklingar hætti. Þetta hafa ýmsar rannsóknir sannað (Avey, Reichard, Luthans, Mhatre, 2011; Yan, 2010; Lent, Nota, Soresi, Ginevra, Duffy, Brown, 2011; Nielsen, Yarker, Randall, Munir, 2009; Morris, Ian og Erla, 2012). Auðlindabanki fellur undir persónuverndarlög og þessvegna er mikilvægt að einstaklingar viti hvaða upplýsingar eru um hann og samþykki þær. Einnig er mikilvægt að einstaklingurinn skilji til hvers auðlindabankinn er. Upplýsingar sem gætu komið að gagni eru ferilskrá, menntun, þátttaka í verkefnum, meðmæli bæði skrifleg og munnleg. Til þess að skipulagsheildir geti nýtt sér auðlindabankann og verkefnastjórnun á skilvirkan hátt er mikilvægt að allir innan hennar skilji mikilvægi verkefnastjórnunar og mikilvægi þess að velja rétta einstaklinga í rétt verkefni. Allir einstaklingar ættu að setja hag skipulagsheildarinar í forgang í stað þess að huga einungis að sínum sérhagsmunum. 6 Þakkir Höfundur vill þakka Kamillu Rún Jóhannsdóttur fyrir góða leiðsögn. Verkefnastjórnunarfélagi Íslands (VSF) fyrir að veita aðgang að tölvupóstlista félagsins, öllum þátttakendum í spurningakönnunninni fyrir að sýna henni áhuga, skilning og svara henni. Theodór Ottóssyni framkvæmdastjóra VSF, Ragnheiði Eyjólfsdóttur deildarstjóra barnastarfs hjá Kampi og Auði Kristínu Welding verkefnastjóra hjá Íslandsbanka fyrir aðstoð við gerð könnunar. Helga Þór Ingasyni og Hauki Inga Jónassyni fyrir allar vinnuloturnar sem voru ávallt áhugaverðar og fullar af fróðleik. Starfsmönnum Frístundamiðstöðvarinnar Kamps fyrir skilning, stuðning og aðgang að upplýsingum. Garðari Ingvarssyni, hagfræðingi föður mínum og Fanney Sigurðardóttir fyrir yfirlestur á ritgerðinni. Og að lokum Ólafi Steindórssyni unnusta mínum og fjölskyldu minni fyrir stuðning og skilning á meðan á náminu stóð. Heimildaskrá Ameijde, M og Dewettinck, K. (2011). "Linking leadership empowerment behaviour to employee attitudes and behavioural intentions: Testing the mediating role of psychological empowerment". Personnel Review, 40 (3), 284-305. Avey, J., Reichard, R., Luthans, F. og Mhatre, K. (2011). Meta-analysis of the impact of positive psychological capital on employee attitudes, behaviors, and performance. Human Resource Development Quarterly. 22 (2), 127–152. Boynton, A og Fischer, B. (2005). Virtuoso teams. Harvard Busniess Review. 83 (7), 116-23. Brown S.D., Duffy, R.D., Ginevra, M.C., Lent, R.W., Nota, L., og Soresi, S. (2011). Predicting the job and life satisfaction of Italian teachers: Test of a social cognitive model. Journal of Vocational Behavior. 79 (1), 91–97. Dingsøyr, T, Dybå T og Moe, N. (2010). A teamwork model for understanding an agile team: A case study of a Scrum project. Information and Software Technology. 52 (5), 480–491. Crawford J. (2006). The Project Management Maturity Model. Information Systems Management. Volume 23 (4), 50-58. Cooper, B, Holland, P., Pyman, A. og Teicher, J. (2011). Employee voice and job satisfaction in Australia: The centrality of direct voice. Human Resource Management, Special Issue: Special Section: Employee Voice, 50 (1), 95–111. Cummings, J. (2004). Work Groups, Structural Diversity, and Knowledge Sharing in a Global Organization. Management Science. 50 (3), 352-364. Draft, R.L. (2001).
Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð. Edda Björk Þórðardóttir, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands kynnti í dag frumniðurstöðu rannsóknar á langtímaheilsufarslegum afleiðingum snjóflóðanna sem féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 á þolendur þeirra. Edda Björk Þórðardóttir, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum og sálfræði: Það eru vísbendingar um að eftirköst snjóflóðanna á Vestfjörðum séu langvinn. Hugrún Halldórsdóttir: Og hvernig eftirköst þá? Edda Björk Þórðardóttir: Áfallastreitueinkenni, til dæmis endurupplifun áfallsins og flótti frá hugsunum og atburðum sem tengjast áfallinu og ofurárvekni. Þolendurnir voru einnig líklegri en aðrir til að meta heilsu sína slæma og þjást af ýmsum heilsufarslegum kvillum. Hlutfall þessara einstaklinga þykir fremur hátt miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir en Edda segir einmitt skort vera á þeim. Edda Björk Þórðardóttir: Flestar rannsóknir eru að kanna tíðni einkenna áfallastreitu einu til tveimur árum eftir áfallið en við vitum lítið um langtíma framvindu áfallastreitu. Markmið Eddu með rannsókninni er að bæta eftirfylgni við þolendur náttúruhamfara og aðra sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum. Edda Björk Þórðardóttir: Við náttúrulega búum á Íslandi og það má búast við að það það verða náttúruhamfarir hér aftur. Doktorsritgerðin verður fullunnin í vor og þá verða niðurstöður hennar kynntar bæði í Reykjavík og fyrir vestan.
Fornhandritið Möðruvallabók sem nú kúrir í Árnagarði og lætur sig hlakka til að sýna sig í Húsi íslenskra fræða með öllum sínum 200 kálfskinnssíðum sem muna sannarlega margt frá fornri tíð bæði hér á Íslandi og úti í kóngsins Kaupmannahöfn. Rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir hefur nú hlerað þessa gömlu skruddu og fengið hana til að segja frá í bókinni Bál tímans. „Ég hef verið send í hnakktöskum yfir íslenskar sveitir, ég hef verið geymd í ótryggum húsum og eldur hefur verið borinn að blöðunum mínum. Ég hef farið í hættulegar sjóferðir og verið borin út úr brennandi húsi.“ Það var fyrir um það bil 700 árum að byrjað var að afrita nokkrar af helstu fornsögunum á afar vel verkað kálfskinn. Slíkt er vandasamt verk og tímafrekt og ekki tókst að endurrita allar þær sögur sem vilji var til. Það var til að mynda skilið eftir pláss fyrir Gauks sögu Trandilssonar, sem aldrei var skráð. Það veit og heldur enginn hvar púlt skrifarans stóð, hver bað hann um að inna þetta lítilræði af hendi né hvenær hann dró sinn fjöðurstaf yfir skinnblöðin. En það má grafast fyrir í ýmsum ritum og í þessari fallegu bók sjálfri. „Fræðimenn eru ennþá að vinna beinlínis með þessar síður og það er svo magnað,“ segir Arndís í viðtali í Orðum um bækur á Rás 1. Til þess að úr verði heildstæð, spennandi og áhugaverð saga, sem Bál tímans, örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár sannarlega er, þurfti auðvitað að grafa upp atburði, byggja brýr og tengja á milli. Arndís kýs að elta konurnar í gegnum söguna en vitað er um allmargar konur sem voru miklir handritasafnarar og gættu þessara dýrgripa vel þótt heimildir um það liggi ekki á lausu heldur þurfi að leita eins og meðal annars annars Guðrún Ingólfsdóttir hefur gert og skrifað bókina Á hverju liggja vorar göfugu kerlingar sem kom út árið 2017. Meðal þessara handritasafnara var Margrét Vigfúsdóttir sem bjó á Möðruvöllum í Eyjafirði á fimmtándu öld og það er ekki ólíklegt að hún hafi fengið einmitt þetta forna handrit til varðveislu og eignar. Hvort allt gerðist nákvæmlega eins og sagt er frá í skáldsögunni Bál tímans, veit enginn. „Ég leiði ekkert hjá mér sem vitað er um handritið,“ segir Arndís um aðferð sína, „og það sem ég bæti við á allt að standast skoðun. Engin persóna er uppdiktuð utan kannski einn og einn munkur.“ Oftar en ekki leiddu sögulegar staðreyndir, sem kannski alla jafna er ekki mikill gaumur gefinn, til þess að frásögnin fékk raunverulegt kjöt á beinin eins og til dæmis þegar Magnús Björnsson fær Möðruvallabók til eignar og ritar nafn sitt á hana, gefur henni í raun þar með nafn sitt. Elín Pálsdóttir, móðir Magnúsar, var orðin roskin þegar þetta var. Það kemur fram í heimildum að yngsti sonur hennar var fatlaður og hún vildi vera viss um að einhver sæju um hann eftir hennar dag. Í bók sinni lætur Arndís hana fela Magnúsi það verkefni og fyrir það fær hann bókina fögru enda Magnús bókasafnari samkvæmt heimildum. Það steðja margar hættur að handritum og þeirra eru eldur og vatn válegastar. Í sögunni, bæði hinni sagnfræðilegu og skáldsögu Arndísar munar oft mjóu, skip farast og eldar bála eins og í Kaupmannahöfn bæði í brunanum mikla árið 1728 og í fallbyssuskothríð Englendinga á borgina i Napóleonsstríðinu sjötíu árum síðar. Bál tímans; Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár eftir Arndísi Þórarinsdóttur er barnabók og því fá börn sína hlutdeild í sögunni. „Börn læra auðvitað að lesa af þessum skinnbókum. Það finnst spássíukrot eftir börn sem hafa verið að lesa og skrifa.“ Bókin er eigi að síður spennandi lesning fyrir hvern sem er og gefur lifandi mynd af þeim kraftaverkum og sögulegu vendingum sem þessi gullfótur sem handritin eru hafa gengið í gegnum. Og nú er vonandi síðasta kraftaverkið á næsta leyti þegar allt góssið verður flutt í fullkomnustu geymslur í nýju Húsi íslenskra fræða þar sem við getum alltaf barið þau augum og fundið fyrir nið aldanna og fræðimenn uppgötvað ný sannindi um hugsun og hugarflug manneskjunnar.
Enn eykst fjöldi útgáfa af Opel Astra bílnum og sú næsta mun bera stafina GSI. Þar fer öflug gerð bílsins ágæta, sem mærður hefur verið mjög frá kynningu nýrrar kynslóðar hans. Opel Astra GSI verður með 2,0 lítra og 250 forþjöppuvél og því ári öflugur bíll. Hann verður þó ekki öflugasta útgáfa Astra því Astra OPC er ennþá öflugri gerð með 280 hestafla vél. Þessi nýi Astra GSI á að keppa við bílana Ford Focus ST og Volkswagen Golf GTI og ekki er því að neita að hann ber ekki mjög ólíkan svip. Grillið á Astra GSI er stærra en á hefðbundnum Astra og hann er með tvöfalt púst í stíl við afl hans. Hann verður einnig með sportstýri og sportsæti og öðruvísi skiptihnúð. Opel Astra GSI kemur á markað á næsta ári og líklegt þykir að hann verði kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf. Opel Astra GSI er skotið á milli grunngerða Astra og Astra OPC, enda var ansi mikið hestaflabil á milli þeirra. Opel vinnur einnig að næstu gerð OPCútgáfunnar og er hennar að vænta árið 2017 og verður hann meira en 300 hestöfl og er hugsaður sem samkeppnisbíll Volkswagen Golf R, sem einmitt er slétt 300 hestöfl.
Ísland hefur á rúmri öld breyst úr einu fátækasta landi Evrópu í eitt af þeim ríkustu. Þessi velferð okkar hefur oft byggst á heppni frekar en fyrirhyggju. Síðustu áratugir hafa verið röð af „tilfallandi búhnykkjum“ eins og það var orðað í Silfrinu nýlega. Fyrst kom síldin, svo kom stríðið, síðan Kaninn og Marshallaðstoðin. Svo kom síldin aftur, síðan kom hækkun álverðs og fiskverðs, netbóla og bankabóla, makríll og loðna. Síðan komu ferðamenn sem er nýjasti búhnykkurinn. Við verðum að byggja hagsæld okkar í auknum mæli á hugviti og nýsköpun í stað náttúruauðlinda og heppni. Nýlega var viðtal í Fréttablaðinu við Guðmund Sigurjónsson, forstjóra Kerecis, sem framleiðir sáraumbúðir úr þorskroði. Kerecis tekst að búa til verðmæti sem nema um hálfri milljón króna úr hverjum þorski. Það er um hundrað sinnum meiri tekjur af hverjum þorski en hann gefur af sér við hefðbundna framleiðslu. Hugvitið mun skipta sköpum fyrir hagvöxt á næstu árum. Það þarf fleiri svona fyrirtæki til að efla lífskjörin hér. Samtök iðnaðarins hafa tileinkað árið 2020 nýsköpun. Á sama tíma kemur fram að meirihluti svarenda í könnun Gallups meðal um 750 frumkvöðla telur að Ísland sé ekki góður staður fyrir fyrirtæki í örum vexti eða alþjóðleg nýsköpunarfyrirtæki. Í könnuninni kom fram að 73,5 prósent svarenda töldu séríslenskan gjaldmiðil hafa neikvæð áhrif á rekstur síns fyrirtækis. Ef þetta er skoðun frumkvöðlanna þurfa stjórnvöld að gjörbreyta rekstrarumhverfi nýsköpunar. Annars gætum við þurft að reiða okkur áfram á tilfallandi búhnykki.
Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni var lokað í gærkvöld að kröfu Barnarverndarstofu. Málið á sér nokkurn aðdraganda en kornið sem fyllti mælinn var framkoma forstöðumannsins, Guðmundar Týs Þórarinssonar, gagnvart börnum sem þar voru í vistun en forstjóri Barnaverndarstofu segir hann hafa vakið ótta og kvíða hjá börnunum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að viðræður hafi staðið yfir milli barnaverndaryfirvalda og Götusmiðjunnar um lokun smiðjunar um nokkurn tíma. Bragi segir að ástæðan sé mikill stjórnunarvandi sem hafi verið til staðar í Götusmiðjunni. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu: Það er alveg ljóst að þessi vandi hefur komið fram í því að Götusmiðjan hefur misst á undanförnum vikum og mánuðum mjög hæft starfsfólk sem hefur ekki treyst sér til að starfa þarna áfram og ... framhald yrði á því. Þetta hefur bitnað á meðferðarstarfi, það er svo komið að innan við þriðjungur lýkur lágmarkstíma í sinni meðferð og við höfum lagt það mat á að þessi vandamál mætti rekja til lakrar stjórnunar á staðnum. Í maí síðastliðnum rituðu starfsmenn Götusmiðjunnar Barnaverndarstofu bréf og óskuðu eftir því að stofan gripi til aðgerða. Barnarverndarstofa greiðir á annað hundrað milljarða króna á ári til Götusmiðjunnar og gerir kröfu um gæðameðferð fyrir þá fjármuni. Það var niðurstaða Barnarverndarstofu að ekki væri verið að veita þá fagþjónustu sem stofan gerði kröfu um. Það var síðan ákveðinn vendipunktur þegar Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um framkomu Guðmundar Týs í garð barnanna sem þar voru í vistun en þau höfðu lýst yfir óánægju með uppsögn reynds starfsmanns sem þau báru traust til. Þorbjörn Þórðarson: Hvers vegna var þessi ákvörðun tekin í gær, svona skyndilega, að það þyrfti að taka þau strax úr vistun. Var það eitthvað sem upplýstist í málinu í gær? Bragi Guðbrandsson: Já, já. Það upplýstist ýmislegt í viðtölum við börnin og starfsfólk sem að við litum mjög alvarlegum augum. Þorbjörn: Eins og hvað? Bragi Guðbrandsson: Ég get ekki á þessu stigi rakið það í smáatriðum en... Þorbjörn: Snýr það að samskiptum barnanna við Guðmund Tý? Bragi Guðbrandsson: Það er fyrst og fremst framkoma hans gagnvart þeim og öðru starfsfólki sem að, sem ég gat um áðan, setur starfsemina í uppnám. Skapar kvíða og vanlíðan hjá börnunum og raunverulega starfsliðinu líka. Guðmundur Týr segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær að aðgerðir Barnaverndarstofu að fjarlægja ungmennin úr vistun hafi verið ólögmætar og brjóti gegn stjórnsýslulögum. Bragi Guðrbrandsson hafnar því og segir að um misskilning sé að ræða. Barnaverndarstofa hafi rúmar heimildir til að framkvæma rannsóknir af þessu tagi og grípa til aðgerða, telji hún ástæðu til.
Ég er pólitískur bastarður sem hefur aldrei stutt einn stjórnmálaflokk umfram annan. Ég geng óbundinn til kosninga og hef oft tekið ákvörðun um hvern ég kýs þegar ég stend í kjörklefanum. Það eru hvort sem er engar hugsjónir í pólitík, engin prinsipp, bara viðbjóður eins og einhver snillingurinn sagði um árið. Þrátt fyrir þetta get ég haft gaman af því að fylgjast með flokksgæðingum hægri og vinstri aflanna ata hvern annan aur í hinu eilífa kapphlaupi um völdin í þjóðfélaginu. Stóra sniðgöngumálið í borgarstjórn kemur mér einmitt þannig fyrir sjónir. Nú er borgarstjórinn krafinn afsagnar vegna máls sem andstæðingar hans telja um margt mjög svipað máli innanríkisráðherrans sem hrökklaðist með skömm úr núverandi ríkisstjórn. Borgarstjórn gerði sig vissulega seka um samstöðu við réttindabaráttu Palestínumanna og andóf gagnvart mannréttindabrotum af hálfu Ísraelsríkis með vanhugsaðri tillögu um sniðgöngu á ísraelskum vörum í innkaupum borgarinnar. Og innanríkisráðuneytið var á sínum tíma í mjög svipuðum erindagjörðum þegar það vísvitandi sverti mannorð undirmálsmanns, hælisleitanda frá Nígeríu, sem var þá trúnaðarskjólstæðingur ráðuneytisins og stóð algerlega varnarlaus gagnvart því ofríki sem hann var beittur. Málin eru greinilega alveg keimlík. Borgarstjórinn steig strax fram og viðurkenndi mistök. Hann baðst afsökunar og tilkynnti að málið skyldi dregið til baka. Þáverandi innanríkisráðherra keypti auglýsta færslu á Facebook til þess að tilkynna kjósendum að níu ára dóttir hennar hefði bent á að þetta væri jú bara ómerkileg pólitík. Er það ekki eiginlega fullgild afsökunarbeiðni? Sumir sjá það þannig. Þetta minnir auðvitað á máltækið um hvernig leiðin til heljar sé oft og iðulega vörðuð góðum áformum. Í báðum umræddum málum var ásetningurinn augljóslega góður. Er það ekki örugglega alveg borðleggjandi? Ég bara spyr.
Það verður ekki annað sagt en að Laugavegurinn iði af lífi þessa dagana. Starfsemi er í öllum húsum og veggjakrot horfið nánast. Formaður Torfusamtakanna er afar sáttur við fyrirhugaða uppbyggingu við Laugaveg 4-6. Það er ekki amalegt fyrir borgarbúa að spóka sig á aðalverslunargötunni í blíðviðrinu þessa dagana. Gangskör hefur gerð í fegrun miðbæjarins frá því fyrr á árinu þegar fluttar voru fréttir af veggjakroti, subbuskap, yfirgefnu verslunarhúsnæði og öðrum fasteignum sem voru að drabbast niður. Brátt hefjast framkvæmdir við reitinn að Laugavegi 4-6. Gömlu húsin fá að standa og verða enduruppbyggð en á reitnum munu 1200 fermetrar rúmast með því að stækka húsið með niðurgreftri auk þess sem byggt verður upp fyrir aftan þau. Formaður Torfusamtakanna er afar sáttur við tillögur um uppbyggingu við Laugaveg 4-6. Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfusamtakanna: Þetta gengur í rauninni lengra heldur en við höfðum nokkurtímann þorað að vona að yrði raunin. Og húsin verða látin halda sér fullkomlega og gerð upp í upprunalegt horf. Á sama tíma verður byggt hérna á bak við og skúrarnir hérna tveir verða fjarlægðir, þannig að húsin munu svona fá að njóta sín. Það sem er gert hérna í þessu skipulagi er að styrkur götunnar sem verslunargötur og verslunin, það er byggt upp nútímalegt verslunarhúsnæði á sama tíma og karakterinn og sagan fær að njóta sín.
„Ég er Íslandsmeistarinn,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR í léttum tón þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær eftir að þriðji Íslandsmeistaratitilinn var í höfn. Hún kom inn í hús á 11 höggum undir pari og bætti besta skor konu á Íslandsmótinu um tólf högg. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Íslandsmeistarinn hjá körlunum, kom inn á átta höggum undir pari. Frábær frammistaða hjá honum og mjög gott skor en í fyrsta sinn voru stelpurnar með betra skor en strákarnir. Kvennagolfið öflugt á Íslandi „Það er geggjað að vera á betra skori en strákarnir því það hefur aldrei gerst áður. Það er líka frábært að sjá að kvennagolfið er orðið svona öflugt á Íslandi,“ sagði Ólafía Þórunn. Hún lék á tveimur höggum betur en Valdís Þóra Jónsdóttir. „Fyrri níu holurnar voru hlutinn minn á þessu móti og ég byrjaði þetta með trompi í dag (í gær),“ sagði Ólafía Þórunn og það er hægt að taka undir það enda spilaði hún fyrstu níu holurnar á 13 höggum undir pari þessa fjóra daga. Erfitt að bæta þetta met „Ég fann alveg fyrir því fyrir mótið að fólk var að búast við einhverju svakalegu af mér. Ég náði að spila svona vel þrátt fyrir þessa pressu. Þessi sigur er extra sætur og það er bara klikkað að vera ellefu undir pari. Það verður erfitt að bæta þetta met,“ sagði Ólafía. Hún missti Valdísi Þóru fram fyrir sig á þriðja hring. „Þetta var hörkukeppni og Valdís var líka á góðu skori. Það var bara fínt að taka pressuna af mér fyrir lokadaginn. Hún átti góðan dag í gær og ég átti frábæran dag í dag (í gær),“ sagði Ólafía. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill hennar en hún vill fleiri. „Vonandi get ég tekið þátt í sem flestum Íslandsmótum og að þau stangist ekki á við einhver önnur mót. Ég er búin að bæta mig mjög mikið síðan í fyrra, er orðin mun stöðugri og held vonandi bara áfram að bæta mig. Ég er búin að bæta leikskipulagið mitt mikið. Ég er því ekki að gera nein heimskuleg mistök,“ sagði Ólafía. Sýndi sparihliðarnar Birgir Leifur setti sér það markmið fyrir nokkrum árum að bæta Íslandsmet Úlfars Jónssonar og Björgvin Þorsteinssonar sem unnu á sínum tíma sex Íslandsmeistaratitla hvor. Nú er metið hans. „Ég setti mér markmið fyrir ekkert svo löngu að reyna við metið. Það er alltaf frábær tilfinning að ná markmiðum,“ sagði Birgir Leifur. Hann var þremur höggum á eftir efstu mönnum en átti frábæran lokadag. „Það var ekkert annað í boði. Ég þurfti bara að sýna sparihliðarnar til að eiga möguleika því strákarnir voru að spila frábært golf. Þetta small allt saman í dag. Þetta er fyrsti sigurinn af þessum sjö þar sem ég kem til baka eftir að hafa verið fjórum höggum á eftir. Það var virkilega sætt að geta komið með einn svoleiðis,“ sagði Birgir Leifur. Birgir Leifur lék lokadaginn á fimm höggum undir pari og landaði sigri. Hann hafði betur en ungu strákarnir sem hann er að vinna með í landsliðinu og getur minnt þá á það. „Það er flott kynslóð að koma upp og gaman að stríða þeim enn þá. Þeir stríða mér allavega nógu mikið á því hvað ég er orðinn gamall. Nú fá þeir það óþvegið til baka,“ sagði Birgir Leifur léttur. „Ég ætla að njóta sigursins. Ég er að sprikla í atvinnumennskunni aðeins líka, vinna með landsliðinu og að vinna fyrir GKG líka. Ég er því með mörg járn í eldinum og nóg af golfi fram undan,“ sagði Birgir Leifur sem vill ekkert gefa út hvort hann ætli að bæta þeim áttunda við. Það á eftir að koma í ljós.
„Já auðvitað kom þetta mér í opna skjöldu þegar formaðurinn orðaði þetta við mig í síðustu viku,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til á þingflokksfundi í gær að Illugi Gunnarsson tæki við af Ragnheiði sem formaður þingflokksins. Ragnheiður segir að hún hafi óskað eftir að ekki yrði kosið á milli þeirra Illuga. „Þetta var ákvörðun formanns og ég taldi enga ástæðu til þess að stilla þingmönnum upp við vegg með því að kjósa á milli okkar. Ég held að það sé ekki gott fyrir þingflokkinn og ekki gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég legg meiri áherslu á samstöðu innan þingflokksins heldur en að fara út í slíkar kosningar.“ Ragnheiður Elín sóttist eftir því að gegna embættinu áfram og segist hafa lagt mikið upp úr því, sem formaður þingflokks í tvö ár, að halda utan um hópinn. „Ég hef reynt að tryggja það að við vinnum vel saman og held að það hafi tekist mjög vel.“ Hún segir þetta þó engan endapunkt, vegtyllur komi og fari í stjórnmálum. Hún muni einbeita sér að vinnunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi og sækist eftir því að leiða listann á ný í næstu kosningum. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, segir breytinguna ekki slá sig vel. Hún komi á óvart og án þess að nokkuð sé hallað á Illuga hafi Ragnheiður Elín staðið sig mjög vel í embættinu. Hún hefði viljað sjá hana áfram í því á kosningavetri. „Það verður að segjast eins og er að áhrifastöðum innan flokksins er ekkert sérstaklega jafnt skipt á milli kynjanna. Við sjáum því að sjálfsögðu mikið á eftir konu úr þessari áhrifastöðu.“ Ragnheiður Elín segist ekki vilja horfa á breytinguna út frá kynjapólitík. „Mér finnst þó að vera mín þarna hafi vissulega breikkað forystuna, bæði það að ég er kona og að ég er oddviti flokksins í stóru landsbyggðarkjördæmi. Ég tel að það hafi styrkt forystu flokksins.“ Eftir breytinguna sitja aðeins karlar í stjórn þingflokksins. Illugi, varaformaðurinn Einar K. Guðfinnsson og ritarinn Birgir Á[email protected]
Enn er aðalmeðferð ekki hafin í prófmálum sem ætlað er að skýra réttarstöðu þeirra sem hafa gengistryggð lán. Málin voru upphaflega ellefu en þeim hefur nú fækkað niður í 5-7 mál sökum þess að fjármálafyrirtæki hafa gefið eftir kröfur sínar. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni skuldara er búið að þinglýsa málunum flestum en þó mögulega ekki öllum. Síðasta vor voru ellefu prófmál valin sem áttu að fá flýtimeðferð fyrir hérðasdómstólum. Gert var ráð fyrir að dómur yrði fallinn í héraði í öllum málunum fyrir nýliðin jól, eins og sjá má í þessari frétt. Sú reyndist þó ekki raunin og enn hafa þau ekki verið tekin fyrir hjá dómstólum. Á síðasta ári féllu nokkrir dómar í málum sem varða gengislán, þar má einkum nefna hinn svonefnda febrúardóm og Borgarbyggðardóminn. Þeir vörpuðu ljósi á nokkur þeirra álitamála sem átti að reyna á í prófmálunum ellefu. Sökum þessara dóma og áhrifa þeirra tafðist afgreiðsla prófmálanna talsvert auk þess sem einhver fjármálafyrirtæki féllu frá kröfum sínum svo málunum fækkaði. Enn standa þó nokkur álitamál eftir og mikilvægt að fá niðurstöðu í þau, enda varða þau hagsmuni margra. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni skuldara munu prófmálin ennþá fá flýtimeðferð fyrir dómstólum þó þeim hafi fækkað og þau tafist nokkuð. Erfitt er að fullyrða um það hvenær dómar munu falla í þessum prófmálum. Í lok sumars hafði aðeins tveimur málum verið þinglýst.
Dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms var lág í byrjun síðustu aldar, fór vaxandi fram á áttunda áratuginn, stóð síðan í stað um skeið en fór að lækka upp úr 1980 og hefur lækkað jafnt og þétt síðan. Frá því um 1980 hefur nýgengi, heildartíðni og dánarhlutfall einnig lækkað jafnt og þétt. Þar til MONICA rannsóknin á Íslandi hefst 1981 eru aðeins til upplýsingar um dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma sem byggðar eru á dánarvottorðum. Reynt hefur verið að meta gæði þessara upplýsinga (2,3). Ætla má að greiningar dánarorsaka sem byggja á niðurstöðum krufninga séu áreiðanlegri en aðrar. Í grein Bjarna Þjóðleifssonar (2) kemur fram að tíðni krufninga var um 30-40% á tímabilinu 1951-1976 og að læknir hafði skoðað viðkomandi fyrir eða eftir andlát í 40-60% tilvika. Samkvæmt Heilbrigðisskýrslum hefur krufningatíðni verið nálægt 40% undanfarin ár. Þessi krufningatíðni er mun hærri en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Hugsanlegt er að breytingar á hinni Alþjóðlegu sjúkdóma-og dánarmeinaskrá hafi leitt til breytinga á greiningu dánarmeina. Í rannsókn Vilhjálms Rafnssonar sem náði yfir tímabilið 1951-1985 komu þó ekki fram örugg merki um slíkt (3). Því má ætla að tölur Hagstofu Íslands gefi allgott yfirlit um þróunina fyrir aldurshópa eldri en 30 ára. Skráning kransæðastíflutilfella í MONICA verkefninu hefur frá upphafi verið undir eftirliti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eins og að framan greinir. Einnig ber að geta þess að sömu einstaklingar hafa séð um þessa skráningu á Íslandi frá upphafi.
„Það kemur fyrir að ég horfi löngunar augum á fólkið koma til landsins. Þá er ég að vona að hann gefist bara upp og hún birtist allt í einu. Ég veit þetta hljómar hálf geðveikislega en ég sveiflast bara upp og niður alla daga," segir Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem stendur í forræðisdeilu við bandarískan eiginmann sinn. Dagbjört vinnur baki brotnu í verslun 10-11 í Leifsstöð en búðin er staðsett beint á móti innganginum þar sem farþegarnir koma til landsins. Sögu Dagbjartar ættu flestir að vera farnir að kannast við. Hún fluttist með eiginmanni sínum til heimalands hans fyrir rúmu ári. Henni var síðan vísað úr landi ásamt syni sínum í maí á þessu ári þar sem dvalarleyfi þeirra hafði ekki verið endurnýjað því maður hennar neitaði að skrifa undir það. Kvöldið áður en Dagbjört þurfti að yfirgefa landið háttaði hún Caitlin litlu dóttur sína niður í rúm og kyssti hana góða nótt. Dagbjört hefur hvorki heyrt né séð neitt af dóttur sinni síðan þá. „Biðin hefur verið hrikaleg og þetta eru hörmungar sem erfitt er að lýsa. Það er ekki bara erfitt að hafa ekki barnið sitt hjá sér heldur saknar bróðir hennar systur sinnar mikið. Það er erfitt að horfa upp á hann í sárum," segir Dagbjört og á þar við 6 ára gamlan son sinn, Sindra Pál, sem hún segir styrktarpunktinn sinn í þessu öllu saman. Caitlin litla verður 22 mánaða núna 24.nóvember og Dagbjört hafði sent sjö tölvupósta áður en eiginmaðurinn sagði henni hvar dóttirin væri niðurkomin. „Hann svaraði því síðan að hún væri komin til hans, áður hafði hún verið hjá ömmu sinni og afa sem mér fannst betra. Ég á reyndar von á því að mamma hans sé hjá honum að passa dóttur mína," segir Dagbjört en eiginmaðurinn vinnur frá 7 á morgnanna til 21 á kvöldin og hefur því lítinn tíma til þess að sinna stelpunni. Dagbjört er í þeirri stöðu að hún má ekki koma til Bandaríkjanna og getur því lítið gert. En nú hefur hún fengið staðfest að málið hennar verður tekið fyrir eftir þrjár vikur. „Ég sótti um bráðabirgðaforræði sem gengur út á það að hún verði hjá mér þangað til ákvörðun um fullt forræði verður tekin. Þetta getur farið á hvorn veginn sem er en maður verður að vona það besta." Það er ekki ókeypis að standa í forræðisdeilu þvert yfir Atlantshafið og það veit Dagbjört best. „Við settum af stað styrktarreiking og sem betur fer gátum við borgað lögfræðingnum okkar strax með þeim peningum. Það lítur allt út fyrir að pabbi verði að fara út en það er dýrt að fljúga þangað, við verðum bara að finna út úr því og eins og er þá vinn ég eins mikið og ég mögulega get." Dagbjört hefur áhyggjur af því að það komi illa út fyrir hana að geta ekki verið viðstödd þegar málið verður tekið fyrir. En hún fær að vera vitni í gegnum síma og vonandi Skype segir hún. Þeim sem vilja styrkja Dagbjörtu Rós er bent á styrktarreikning en upplýsingar um hann er hægt að nálgast á bloggsíðu Dagbjartar, www.dagbjort-ros.bloggar.is
Árbærinn sameinaðist í dag í stuðningi sínum við Benjamín Nökkva sem glímir við lífshættulegan lungnasjúkdóm og hefur í tvígang sigrast á hvítblæði. Bekkjarsystkini hans stóðu fyrir söfnun í dag en þau lýsa bekkjarbróður sínum sem miklu hörkutóli. Benjamín lítur lífið björtum augum þrátt fyrir erfið veikindi. Hann er nú að takast á við afleiðingar umfangsmikillar lyfjameðferðar sem hann hefur tvisvar þurft að ganga í gegnum vegna hvítblæðis. Hann greindist með sjaldgæfan lungnasjúkdóm fyrir tveimur árum. Bekkjarsystkini Benjamíns skipulögðu einskonar söfnunarhátíð til að létta undir með fjölskyldunni. Fjöldi fólks mætti í Selásskóla í dag. Fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta mættu verðandi fótboltastjörnum. Benjamín, sem er ákafur fótboltaaðdáandi, fylgdist með af hliðarlínunni. „Við erum að halda upp á Benjamínsdaginn,“ segir Tekla Ólafsdóttir, bekkjarsystir Benjamíns. „Benjamín er svolítið veikur núna. Þess vegna ætlum við að safna pening fyrir aðgerðir.“ „Við fengum kennarana með okkur. Mamma mín vinnur hjá Ölgerðinni og við redduðum gosi,“ segir Emil Ásgeir Emilsson, bekkjarbróðir. „Við erum að reyna að safna pening fyrir lungun hans Benjamíns.“ „Þegar ég var fyrst með honum á leikskóla þá var hann eiginlega ekkert veikur. Hann fékk krabbamein en losnaði við það. Síðan fékk hann það aftur.“ Fjáröflunin gekk vonum framar og margir fóru sáttir heim eftir gott gengi í happadrættinu. Margir töluðu um að í dag hefði Árbærinn sameinast til að hjálpa fjölskyldunni. „Þetta er kannski það merkilegasta við þetta,“ segir Björn Harðarson, faðir Benjamíns. „Við fórum með kökur í hús í gær og þá sáum allt fólkið sem stendur að þessu. Þá kom þessi tilfinning fyrst, að maður tilheyrði þessum stóra hópi.“ „Hann er sterkasti krakki sem ég þekki,“ segir Emil um Benjamín. „Hann hefur tekið mikið á sig.“ „Krakkarnir, þau eru svo einlæg og maður sér hjartað hvað það er hreint. Þau eru sigurvegarar dagsins.“ Hægt er að styðja Benjamín með því leggja inn á þennan reikning: 114-15-630755 Kennitala: 280703-3460
Í bæjarráði Hafnarfjarðar var í gær greint frá því að barna- og unglingageðdeild Landspítalans hugnaðist ekki lengur að nýta hluta St. Jósefsspítala fyrir legudeild í eitt ár, eins og áður hafði verið lýst áhuga á og viðræður farið fram um í sumar. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, greindi frá þessu á Morgunvaktinni á Rás 1. „Það verður ekki af þessu. Húsið er því miður þannig að til að heilbrigðistengd starfsemi geti verið þar þarf að setja mikla fjármuni í það.“ Og þar sem BUGL hafði ætlað sér að vera þarna í aðeins eitt ár telja forráðamenn það ekki svara kostnaði að fara í umfangsmiklar úrbætur fyrir starfsemi í svo skamman tíma. Eftir að starfsemi var hætt í St.Jósefsspítala og ekkert gekk að fá nýja starfsemi í húsið fór húsið að láta á sjá. „Það hefur verið afar dapurt að horfa upp á það að þetta hús hafi ekki verið nýtt öll þessi ár.“ Rósa segir að forráðamenn Hafnarfjarðarbæjar hafi ekki viljað standa aðgerðalausir hjá og niðurstaðan varð að bærinn keypti húsið og ber því ábyrgðina á því að endurreisn hefjist. „Það er ekki verið að nota það og ömurlegt að sjá neglt fyrir glugga sem hafa verið brotnir.“ Starfshópur var skipaður og á hann að skila tillögum fyrir 15.október um hvernig nýta eigi húsið. Skilyrði er að þarna fari fram einhver samfélagsleg þjónusta. Ekki vantar áhuga meðal bæjarbúa, sem fengu tækifæri til þess um síðustu helgi að skoða þetta gamla hús og skila tillögum um not á því. Um 700 manns komu í húsið á tveimur klukkustundum og skiluðu 100 ólíkum tillögum. Á Morgunvaktinni ræddi Rósa Guðbjartsdóttir fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar. Rekstur bæjarins hefur gengið vel að undanförnu og var jákvæður um tæpan milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins. Rósa fagnaði þessum viðsnúningi en minnti á að enn væri verk fyrir höndum. Skuldir bæjarins nema hátt í 40 milljörðum króna.
Korkur: popp Titill: Blood Sugar Sex Magik Höf.: Pemma Dags.: 30. október 2003 17:29:32 Skoðað: 155 Blood sugar sucker fish In my dish How many pieces Do you wish Step into a heaven Where I keep it on the soulside Girl please me Be my soul bride Every woman Has a piece of aphrodite Copulate to create A state of sexual light Kissing her virginity My affinity I mingle with the gods I mingle with devinity Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar crazy She has it Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Glorious euphoria Is my must Erotic shock Is a function of lust Temporarily blind Dimensions to discover In time Each into the other Uncontrollable notes From her snowwhite throat Fill a space In which two bodies float Operatic by voice A fanatic by choice Aromatic is the flower She must be moist Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar crazy She has it Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar crazy She has it Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik Blood sugar crazy She has it Sex magik sex magik Blood sugar baby She’s magik Sex magik sex magik <br><br><b><i><u> Sendið mér </b></i></u> <a href=" http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=Pemma “>Póst</a> <b><i><u>Ég er Ofurhugi Nr. 1 á </b></i></u> <a href=” http://www.hugi.is/hp ">Harry Potter</a --- Svör --- Höf.: Pemma Dags.: 30. október 2003 17:30:09 Atkvæði: 0 úps , gleymdi víst að segja með hverjum lagið er svo ……….. það er eftir Red Hot Chili Peppers…….<br><br><b><i><u> Sendið mér </b></i></u> <a href=" http://www.hugi.is/ego/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=Pemma “>Póst</a> <b><i><u>Ég er Ofurhugi Nr. 1 á </b></i></u> <a href=” http://www.hugi.is/hp ">Harry Potter</a ---
Sigríður Á. Andersen héraðsdómslögmaður var kjörinn formaður Spænsk-íslenska viðskiptaráðsins á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega. Tók hún við af Úlfari Steindórssyni sem verið hafði formaður síðastliðin 4 ár. Í fyrsta sinn í sögu millilandaráða er kona kjörin formaður. Í frétt frá ráðinu kemur fram að Spænsk-íslenska viðskiptaráðið var stofnað í Barcelona árið 1997 og er eitt átta millilandaráða Viðskiptaráðs Íslands. Félagar í ráðinu eru íslenskir og spænskir lögaðilar og einstaklingar sem eiga í hvers kyns viðskiptum milli landanna tveggja. Tilgangur ráðsins er að vaka yfir viðskiptahagsmunum félaga sinna og vera málsvari þeirra gagnvart stjórnvöldum í báðum löndum. Viðskipti milli Íslands og Spánar hafa verið stöðug síðustu ár. Spánn er fimmti stærsti kaupandi íslensk útflutnings. Útflutningsverðmæti til Spánar er nú um 15,5 milljarðar króna á ári. Verðmæti út- og innflutnings hefur aukist jafnt og þétt en sem hlutfall af heildarútflutningi hefur útflutningur til Spánar aukist nokkuð. Vöruskiptajöfnuðurinn hefur jafnan verið Íslendingum hagstæður. Spænsk-íslenska viðskiptaráðið hefur að markmiði að efla og auðvelda viðskipti milli landanna, bæði með tilliti til verðmætis og aukinna viðskiptatækifæra á fjölbreyttum sviðum. Aðrir stjórnarmenn ráðsins eru þau Joaquín Armesto (Íslenska umboðssalan), Þorvarður Guðlaugsson ( Icelandair) , Edda Björnsdóttir (Karl. K. Karlsson) og Ásbjörn Björnsson ( Iceland Seafood) á Íslandi og þau Mario Rotllant Sola ( Copesco & Sefrisa S. A.), Hildur Eir Jónsdóttir ( Ernst & Young) og Karl Hjálmarsson ( Rok Marketing) og Axel Net (Microblau) á Spáni. Framkvæmdastjóri ráðsins er Kristín S. Hjálmtýsdóttir.
Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, efast um að nokkur sátt náist um verndaráætlun samkvæmt lögum um nýtingu auðlinda í jörðu en umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra sögðust í gær telja að þjóðarsátt næðist um virkjanir og náttúruvernd við lagabreytinguna. Bergur segir standa til að virkja gríðarmikla orku áður en verndarákvæðin taki gildi og leggur til að öllum virkjanaáformum verði frestað um fimm ár. Á dagskrá Alþingis í dag eru frumvörp umhverfisráðherra um lögfestingu meginreglna umhverfisréttar og iðnaðarráðherra um breytingu á lögum um nýtingu auðlinda í jörðu. Í bráðabirgðaákvæðum hins síðarnefnda segir að gera skuli annars vegar áætlun um hvar megi nýta auðlindirnar og hins vegar hvar ekki verði heimilt að nýta þær. Þá er um að ræða jarðhita og vatnsafl. Leggja skal tillögur um þessar áætlanir fyrir forsætisráðherra í ársbyrjun 2010 og fyrir Alþingi það sama ár að hausti. Bergur Sigurðsson segir hugmyndafræðina út af fyrir sig vera góða og byggja mætti á henni en of langt sé í að áætlanirnar taki gildi, eða þrjú til fjögur ár. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar: Og á þeim tíma sem þangað eða þar til líður munu verða teknar ákvarðanir um uppbyggingu á tveimur og ef til vill þremur álverum og orkuþörfin til þess að sinna bara þessum framkvæmdum er slík að það verður erfitt að búa til sáttina þegar loksins uppskriftin að sáttarverkfærinu tekur gildi. Á næstu árum gætu því orðið gríðarmiklar virkjanaframkvæmdir. Bergur Sigurðsson: Ef það á að auka framleiðslugetu Íslands um 800 þúsund tonn af áli á ári þá eru það sem nemur tveim Kárahnjúkavirkjunum. Er sátt um það? Þetta gæti gerst, segir Bergur, ef stækkun álvers í Straumsvík á að verða að veruleika auk nýbyggingar álvera í Helguvík og á Húsavík. Bergur Sigurðsson: Hins vegar ef menn myndu taka sér tak og bíða núna í nokkur ár með ákvörðunartöku að þá væri frumvarp iðnaðar- og umhverfisráðherra orðið mjög gagnlegt verkfæri. Þórhallur Jósefsson: Er það sú leið sem ætti að fara að þínu mati? Bergur Sigurðsson: Já, stoppum í 5 ár og svo skulum við skoða málið.
Vonast er til að niðurstöðurnar úr stórri eldfjallarannsókn verði til þess að reynsla Almannavarna á Íslandi nýtist ekki bara á Íslandi, heldur allri Evrópu næst þegar eldgos verður. Eldfjallarannsóknin gengur undir nafninu Futurevolc og er hún umfangsmesta rannsókn á eldfjöllum sem gerð hefur verið. Að henni koma 26 stofnanir og 70 helstu eldfjallafræðingar Evrópu. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið en Almannavarnir á Íslandi eru mikilvægur þátttakandi. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og verkefnisstjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustóra segir að í eldgosunum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi hópar erlendra vísindamanna komið til Íslands til þess að framkvæma ákveðnar athuganir og rannsóknir, núna starfi þessir hópar saman. Dr. Susan C. Loughlin, yfirmaður eldfjallarannsókna hjá Bresku jarðvísindastofnuninni BGS segir að almannavarnir gangi vel á Íslandi og að hér séu nokkrir af bestu vísindamönnum í Evrópu sem vinni með Almannavörnum. Það sé mjög gott og líklega eins og best verður á kosið. Almannavarnir hér á landi hafa mikla reynslu af því að bregðast við eldgosum en hingað til hefur reynsla þeirra aðallega nýst Íslendingum. Með þessu aukna samstarfi og samskiptum er vonast til að þessi reynsla nýtist líka Evrópubúum. „Vísindamenn koma hingað frá Evrópu og við viljum byggja á reynslu sem er hér á Íslandi og tryggja að þær upplýsingar nái til Evrópu.“ segir Susan. Björn segir að brugðist verði eins við eldgosum hér á landi og áður en vegna gagna sem streyma inn og tækja sem hafa verið sett í kringum eldfjöllin getum við hugsanlega brugðist fyrr við og betur.
Kona lést á Landakoti í síðustu viku nokkrum dögum eftir að hún fékk ranga lyfjagjöf. Sjúkrahúsið telur röng lyf ekki hafa valdið dauða konunnar. Málið hefur ekki verið tilkynnt til landlæknis. Hjartalyf og flogaveikilyf eru á meðal rangra lyfja sem konunni voru gefin. Konan lést síðastliðinn fimmtudag. Hún hafði fengið þær upplýsingar föstudaginn 17. september að hún væri komin með krabbamein í maga án þess að nokkur aðstandandi væri hjá henni. Henni voru gefin röng lyf daginn eftir, laugardag 18. september, samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum konunnar. Þeim var tilkynnt að mannleg mistök hefðu átt sér stað og að senda ætti konuna á bráðamóttöku í eftirlit um hádegi á laugardeginum. Hún var flutt aftur á Landakot sama kvöld en að sögn aðstandenda komst hún vart aftur til sjálfrar sín eftir lyfjagjöfina nema stund og stund. Ættingjarnir hyggjast ekki kæra atvikið. Það færi þeim ekki ástvin sinn til baka. Engu að síður vilja þeir draga þetta fram í dagsljósið ef það má verða til þess að saga sem þessi endurtaki sig ekki. Konan fékk meðal annars flogaveikilyf, hjartalyf sem hægir á hjartslætti og blóðþrýstingslyf, alls tíu lyf sem hún átti ekki að fá. Ættingjarnir eru ekki tilbúnir til að koma í viðtal sem stendur. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá embætti Landlæknis og frá Landspítalanum um málið. Fréttastofa hefur fengið staðfest frá Landspítalanum að mistök áttu sér stað við lyfjagjöf. Samkvæmt heimildum fréttastofu innan spítalans hefur ekkert komið fram þar sem bendir til þess að mistökin annars vegar og andlátið hins vegar tengist. Yfirlæknir á Landakoti hyggst setja sig í samband við fjölskyldu konunnar til að bjóða nánari upplýsingar ef efasemdir eru um atburðarásina og orsakasamhengi þar á milli. Landspítalinn vísar að jafnaði 12 til 14 málum árlega til embættis Landlæknis þar sem ferli er skoðað og gögn í málum þar sem eitthvað kann að hafa farið úrskeiðis og þau könnuð ofan í kjölinn. Enn sem komið er hefur ekki þótt ástæða til að vísa þessu máli til landlæknis.
„Greinandi Capacent klórar sér alla jafna mikið í kollinum yfir verði HB Granda á markaði. Capacent á mjög erfitt með að sjá hvernig hægt er að fá út markaðsvirði GB Granda með hefðbundnu sjóðstreymisverðmati,“ segir í nýlegu verðmati Capacent, sem Markaðurinn hefur undir höndum, á HB Granda. Capacent verðmetur HB Granda á 20,3 krónur á hlut en markaðsvirði útgerðarinnar er 29,95 krónur á hlut. Önnur leið til að meta markaðsvirði útgerðar er að reikna upplausnarvirði hennar en verðmætustu eignirnar eru aflaheimildir. Capacent metur virði aflaheimilda HB Granda á 54-60 milljarða króna. Til samanburðar er markaðsvirði HB Granda 54 milljarðar króna og sjóðstreymismat Capacent hljóðar upp á 37 milljarða króna. „Vissulega henta félög eins og HB Grandi vel í hlutabréfasafn en þegar harðnar í ári gengur sjávarútvegurinn gjarnan vel líkt og eftir bankahrunið. Lágt gengi krónu og slaki á vinnumarkaði í kjölfar efnahagssamdráttar eykur hagnað félags líkt og HB Granda. Hins vegar er spurning hversu hátt verð fjárfestar eru til í að greiða fyrir þennan eiginleika,“ segir í Capacent. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum, framlegð HB Granda hefur til að mynda dregist saman um 20 prósent á þremur árum, og því vekur það athygli Capacent að verðmæti aflaheimilda hafi hækkað síðastliðið ár. Samkvæmt einfaldri greiningu Capacent má ekki rekja hækkunina til útlánaaukningar þótt ekki sé hægt að útiloka að það hafi haft einhver áhrif.
Píratar munu bjóða fram lista í borgarstjórnarkosningunum í vor. Opið er fyrir framboð og stefnt er að ná tveimur eða þremur mönnum inn. Ákveðið var að Píratar í Reykjavík færu í framboð á stofnfundi svæðisbundins félags þeirra í gær. Halldór Auðar Svansson var kjörinn formaður en kosið verður um sæti á framboðslistanum í netkosningum meðal félagsmanna. Halldór Auðar Svansson, formaður Pírata í Reykjavík: Prófkjörið, það verður sem sé haldið væntanlega í kringum eða upp úr áramótum og það verður haldið meðal félagsmanna í Pírötum í Reykjavík og aðild að Pírötum í Reykjavík er opin öllum Reykvíkingum. Hrund Þórsdóttir: Er opið fyrir framboð ef að einhverjir áhugasamir leynast þarna úti? Halldór Auðar Svansson: Já, það er alveg opið fyrir framboð allra sem að eru áhugasamir. Halldór segir félagsmenn bjartsýna á að ná að minnsta kosti einum manni inn en stefnt er á tvo eða þrjá. Stefnumál og áherslur framboðsins munu mótast í málefnavinnu sem er framundan. Halldór Auðar Svansson: Það hefur ýmislegt verið rætt óformlega og margt sem að liggur nokkuð beint við að við leggjum áherslu á, við erum náttúrulega með ákveðin grunngildi á borð við gagnsæi og beint lýðræði þannig að, almenna valdeflingu, færa vald og sjálfsákvörðunarrétt til fólks, það held ég að verði nokkuð auðsótt að finna marga vinkla á það sem að eiga við á borgarstjórnarstigi og sveitarstjórnarstigi jafnan.
Veiði hefur glæðst til muna í Borgarfjarðaránum eftir vætutíð að undanförnu og er Grímsá þar engin undantekning. Góð veiði hefur verið í ánni að undanförnu en fáir hafa sennilega gert betur en bræðurnir Eggert og Þórir Halldórssynir frá Stykkishólmi sem fengu 63 laxa á ,,rúmlega" eina stöng dagana 23. til 26. júlí sl. Þeir bræður veiða víða en Grímsáin er í sérstöku uppáhaldi enda hefur hún reynst þeim gjöful í áranna rás. Þeir bræður veiða víða en Grímsáin er í sérstöku uppáhaldi enda hefur hún reynst þeim gjöful í áranna rás. Bræðurnir eru engir nýgræðingar í Grímsá því Eggert hefur veitt þar á hverju sumri í um aldarfjórðung og Þórir var nú að veiða þar 20. árið í röð. Að sögn Eggerts hafa þeir tekið þátt í opnun og lokun árinnar með leigutökum undanfarin ár og þegar allt er talið þá veiða þeir í Grímsá í 15-17 daga á sumri. Þeir bræður eru aldir upp við veiði og fyrstu skrefin í laxveiðinni stigu þeir í Gríshólsá og Bakkaá við Stykkishólm þar sem faðir þeirra var einn leigutaka á sínum tíma. Þar fyrir utan stunduðu þeir vötnin í nágrenninu, s.s. Selvallavatn, og stundum var aflinn svo mikill að þeir komu honum ekki í lóg. ,,Okkur datt í hug að beita silungnum, sem enginn vildi borða, á haukalóð á lúðuveiðum en það gafst ekki vel og lúðan vildi víst ekkert nema síld," segir Eggert. Þegar Eggert og Þórir mættu til veiða þann 23. júlí sl. var ekki byrjað að rigna á Vesturlandi líkt og nú eftir þurrkatíðina en að sögn Eggerts hefur hann aldrei orðið var við að Grímsáin líði fyrir vatnsskort í eins miklum mæli og nágrannaárnar. ,,Það hafa verið þurrkasumur undanfarin ár en þrátt fyrir það hef ég aldrei átt í vandræðum með að veiða í Grímsánni. Hitt er miklu frekar að vöntun á vindi eða sæmilegri gjólu hafi spillt veiðimöguleikunum. Margir af bestu veiðistöðunum eru þannig að það þarf að vera gára á ánni til þess að veiðin sé í lagi." Eggert segir að ekki hafi verið byrjað að rigna í Lundarreykjadalnum þegar hann og Þórir mættu til leiks þann 23. júlí sl. Þeir voru með eina stöng í tvo daga af fjórum og síðan losnaði stöng sem þeir keyptu til að nota seinni tvo dagana. ,,Við nýttum þessa aukastöng aðallega til þess að hvíla fyrir okkur svæði og það kom sárasjaldan fyrir að við værum með tvær stangir úti. Enda var veiðin fyrri tvo dagana svipuð og þá seinni tvo. Við sáum strax að laxinn var vel dreifður um veiðisvæðið og það var fiskur á öllum stöðum sem við fórum í og við settum í laxa á flestum stöðunum. Efstihylur og Gullberastaðastrengir voru pakkaðir af laxi og það var einnig töluvert af laxi í Tjarnarbrekkufljóti," segir Eggert. Mesta veiði bræðranna í Gímsá fram til þessa er 84 laxar á stöngina en sá góði afli fékkst í veiðiferð fyrir tveimur árum. ,,Leiðsögumennirnir voru þá víst búnir að veðja um það hvort við myndum ná 100 löxum í túrnum og við spenntumst báðir upp við þá trú sem menn virtust hafa á okkur. Við slógum heldur ekki slöku við og reyndum eins og venjulega að gera okkar besta og sennilega gott betur. Síðasta morguninn var veðrið hins vegar ekki hagstætt. Við áttum svæði 4 og fengum ekki nema fjóra laxa. Það er ekki hægt að kvarta yfir því," segir Eggert en að hans sögn þá veiða þeir Þórir víða á hverju sumri og hann segist ekki geta hugsað sér betri veiðifélaga. ,,Við erum eins og einn maður þegar veiðin er annars vegar. Ef ég er í stuði og fæ fisk þá held ég áfram og Þórir tekur við á næsta stað og veiðir eins og hann vill. Ég hef verið með veiðifélaga, sem aðeins horfði á klukkuna og mældi veiðitímann nákvæmlega, en með slíkum mönnum veiði ég ekki aftur á stöng," segir Eggert Halldórsson. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa
27 ára karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Þjóðhátíð í Eyjum sumarið 2016. Fórnarlambið hlaut 5 prósent varanlega örorku vegna árásarinnar. Þarf árásarmaðurinn að greiða rúma milljón til fórnarlambsins í bætur sem mun hafa verið mun yngri en árásarmaðurinn. Árásarmaðurinn neitaði sök en árásin var tilefnislaus enda þekktust fórnarlambið og árásarmaðurinn ekki. Hann gat þó á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum gefið grófa lýsingu á útliti og háttalagi hans sem leiddi til handtöku nokkru síðar. Árásarmaðurinn tjáði lögreglu að hann hefði bæði tekið inn amfetamín og kókaín fyrr um daginn. Fórnarlambið hlaut bólgur- og maráverka yfir vinstra auga, vinstra megin í andliti, roða í hægra auga, brot í botni vinstri augntóftar og tvö beinbrot í neðri kjálka vinstra megin og að framanverðu. Var hann metinn með tíu stiga varanlegan miska og 5 prósent örorku. Kláraði úr flöskunni Í skýrslu lögreglu sagðist strákurinn hafa setið í hring með vinum sínum á VIP-tjaldsvæðinu þegar þangað kom maður og settist hjá þeim. Eftir smá stund bauð hann gestinum sopa úr Captain Morgan flösku en um einn þriðji hafi verði eftir í flöskunni. Gesturinn kláraði úr flöskunni og gerði strákurinn athugasemd við það. Skömmu síðar lá strákurinn í jörðinni og árásarmaðurinn var farinn á brott. Vitni sem gáfu skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi lýstu árásinni. Taldi dómurinn óumdeilt að árásarmaðurinn hefði annaðhvort slegið eða sparkað í strákinn af miklum krafti sem varð meðal annars til þess að hann þríbrotnaði í andliti. Laug fyrir dómi Árásarmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa lent í neinum átökum umrædda verslunarmannahelgi. Þess síður hefði hann haft efni á að komast inn á VIP-svæði því til þess þyrfti maður sérstakt armband. Framburður vinar hans fyrir dómi hjálpaði honum ekki en sá sagði þá hafa verið allan tímann saman á Þjóðhátíð. Líka í kringum þann tíma sem árásin átti sér stað, sex að morgni, og hefðu þeir bæði verið í Dalnum og á VIP-tjaldsvæðinu. Þeir hefðu haft armband til þess. Samkvæmt því leit dómurinn svo á að árásarmaðurinn hefði sagt ósatt. Framburður stráksins sem fyrir árásinni varð var stöðugur og studdur af framburðu vitna sem gáfu grófa lýsingu á útliti, klæðnaði og háttalagi árásarmannsins. Þótti hafið yfir skynsaman vafa að ákærði hefði ráðist á strákinn á umræddu svæði á Þjóðhátíð. Lamdi strákinn með tjaldstól Réttarmeinafræðingur taldi ólíklegt að eitt högg hefði valdið áverkunum í andliti stráksins. Þau hefðu að lágmarki verið tvö og þá annaðhvort með sparki eða krepptum hnefa, en hitt með hörðum hlut. Um var að ræða tjaldstól sem tvö vitni sáu árásarmanninn brjóta saman og lemja strákinn með. Dómurinn segir ljóst að árásin hafi verið fólskuleg, án nokkurs tilefnis og sérstaklega hættuleg enda beindist hún að höfði brotaþola. Notaði ákærði tjaldstól til að fylgja eftir fyrra höggi sínu á höfuð brotaþola sem þá lá meðvitundarlaus eða meðvitundarlíill á jörðinni. Hinn dæmdi á nokkurn sakaferil að baki, meðal annars vegna ofbeldisbrota, brota á umferðarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og vopnalögum. Ekki var gefin út ákæra í málinu fyrr en í apríl 2019 og var ákveðið að skilorðsbinda stærstan hluta dómsins, eða tólf mánuði af fimmtán, af þeim sökum. Krafist var rúmlega sex milljóna króna í skaða- og miskabætur úr hendi árásarmannsins. Hann var dæmdur til að greiða honum rúma milljón króna og rúmar tvær milljónir í sakarkostnað.
Helga Valfells hefur verið valin viðskiptafræðingur ársins 2020 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2000. Helga hefur verið leiðandi í nýsköpunarheiminum á Íslandi um þó nokkurt skeið. Hún lauk BA gráðu í hagfræði og enskum bókmenntum við Harvard University og MBA gráðu við London Business School. Helga sinnti ýmsum störfum t.d. hjá Estée Lauder, Merrill Lynch og sem aðstoðarmaður viðskiptaráðherra áður en hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs árið 2010. Hún stýrði sjóðnum þangað til hún og meðstofnendur hennar, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, stofnuðu Crowberry Capital. Crowberry Capital hefur starfað í rúmlega þrjú ár. Á þessum tíma hefur sjóðurinn fjárfest í 12 fyrirtækjum og af þeim hafa 11 fyrirtæki fengið frekara fjármagn erlendis frá. Til að mynda fjárfesti einn virtasti sjóður í heimi, Andreessen Horowitz, í leikjafyrirtækinu Mainframe sem er í eignasafni Crowberry. „Félagi viðskipta- og hagfræðinga er mikil ánægja að verðlauna Helgu fyrir hennar frábæru störf. Bæði vill félagið varpa ljósi á þann árangur sem Helga hefur nú þegar náð en einnig hvetja hana áfram í sínum störfum sem hafa eflaust sjaldan verið mikilvægri“, segir í mati dómnefndar. „Það er mikill heiður að hljóta þessi verðlaun og deili ég þeim að sjálfsögðu með meðstofnendum mínum í Crowberry Capital þeim Heklu Arnardóttur og Jennýju Ruth Hrafnsdóttur. Það er jafnframt ánægjulegt að sjá FVH horfa til íslenskra vísisjóða og fjárfestingar í nýsköpun sem mikilvægst þátts í að byggja upp framtíð íslensks atvinnulífs. Það eru forréttindi að fá að vinna í íslensku nýsköpunarumhverfi og að starfa með fjöldanum öllum af skapandi og vel gerðum frumkvöðlum. Jafnframt hefur sérhver fjárfesting í nýsköpun mikil áhrif, því fjárfesting í nýsköpum er fjárfesting í atvinnusköpun, hagvexti og framförum í tækni og vísindum“ segir Helga Valfells, viðskiptafræðingur ársins 2020. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Herdís Helga Arnalds formaður, Lilja Gylfadóttir varaformaður, Brynja Jónbjarnardóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristjana Sunna Aradóttir, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Lára Hrafnsdóttir, Tryggvi Másson og Þórarinn Hjálmarsson.
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 8,5% minni en í febrúar 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 8,7% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að aflinn nam alls 106.704 tonnum í febrúar 2010 samanborið við 99.696 tonn í sama mánuði árið áður. Botnfiskafli dróst saman um tæp 1.800 tonn frá febrúar 2009 og nam 41.400 tonnum. Þar af nam þorskaflinn rúmum 20.500 tonnum, sem er aukning um 1.100 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam tæpum 6.600 tonnum sem er um 2.400 tonnum minni afli en í febrúar 2009. Karfaaflinn dróst saman um 500 tonn samanborið við febrúar 2009 og nam tæpum 6.100 tonnum. Um 3.000 tonn veiddust af ufsa sem er um 400 tonnum minni afli en í febrúar 2009. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 63.000 tonnum sem er um 8.400 tonnum meiri afli en í febrúar 2009. Aukningu í uppsjávarafla má rekja til aukningar í loðnuafla en 55.000 tonn veiddust af loðnu í febrúar samanborið við 15.000 tonna afla í febrúar 2009. Síldarafli nam 2.000 tonnum og dróst saman um tæp 8.300 tonn frá fyrra ári. Afli gulldeplu nam 5.700 tonnum sem er samdráttur um 22.300 tonn miðað við febrúar 2009. Flatfiskaflinn var rúm 1.900 tonn í febrúar 2010 og dróst saman um 129 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 412 tonnum samanborið við um 61 tonna afla í febrúar 2009.
Dómsmálaráðherra segir að ekki sé tilefni til að færa viðbúnað yfir á neyðarstig eins og sakir standa. Hún segir lögreglustjóra sammála um það. Grannt verði fylgst með stöðunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fundaði með ríkislögreglustjóra og lögreglustjórum landsins í dag um viðbúnaðarstig vegna kórónuveirunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra: Niðurstaðan varð sú að almannavarnastig verður ekki hækkað að svo stöddu en ef aðstæður breytast á þessum tíma verður staðan auðvitað endurmetin. Haukur Holm: Hvað þarf að breytast til að fara á næsta stig? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: Svona ekkert alveg tímabært að virkja almannavarnaáætlun á neyðarstigi til að bæði gæta hófs í aðgerðum en líka að neyðarstig myndi kalla á meiri takmarkanir en setta voru fram í minnisblaði sóttvarnalæknis í dag og einnig er líka talið mikilvægt að eiga þessa rástöfun tilbúna síðan ef ástandið versnar. Hún segir ástandið núna betra en þegar neyðarstigi var lýst yfir á sínum tíma. Vandinn sé núna betur þekktur og allir mun betur undir hann búnir. Hún segir lögreglustjóra hafa stutt þetta einróma. Ráðherra segir að áfram verði fylgst með. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: Já, það verður áfram fundað líka um framkvæmdir á þessum takmörkunum svo að hún sé svona samræmd um allt land og hvernig það verður, svona, hvernig ýmsar takmarkanir verða útfærðar og svo er auðvitað mikilvægt að umræða um virkjun neyðarstigs sé tekin á víðum samráðsgrunni og haldi áfram eftir að við vitum meira hver staðan er næstu daga.
Við hátíðleg tækifæri er fjölmiðlum oft skipað í flokk með þremur stoðum ríkisvaldsins. Á þá er litið sem fjórða valdið. Víst er að lýðræðið þrífst misjafnlega án þeirra. Vert er í þessu samhengi að skoða fréttaumfjöllun um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem forsætisráðherra ber ábyrgð á lögum samkvæmt. Spurningin er: Hafa fjölmiðlar risið undir lýðræðislegum skyldum við miðlun frétta af rökum og gagnrökum þess sem ábyrgðina ber? Þegar að er gáð kemur í ljós að fjölmiðlar hafa aldrei spurt forsætisráðherra um annað en hvenær næsta umræðulota byrji og hvenær henni eigi að ljúka. Þeir gefa þá falsmynd af stjórnskipulegum skyldum forsætisráðherra að hann hafi ekki annað hlutverk en að ákveða klukkan hvað umræða hefjist og hvað gefa eigi henni langan tíma. Segja verður forsætisráðherra til hróss að hann hefur alltaf haft svör á reiðum höndum um tímasetningar. Fjölmiðlar hafa fylgt þeim eftir með einni spurningu um álit ráðherrans á málþófinu sem staðið hefur með hléum. Henni hefur forsætisráðherra nú svarað nokkur hundruð sinnum á þann veg að með engu móti sé líðandi að íhaldið stöðvi þessa miklu réttarbót vegna sérhagsmunagæslu sinnar. Þetta er það eina sem fréttamönnum hefur þótt þess virði að inna þann ráðherra eftir sem ber stjórnskipulega ábyrgð á málinu. Aldrei ein aukatekin spurning um efnislega afstöðu til þeirra fjölmörgu einstöku álitaefna sem tillögurnar gefa tilefni til. Ef notuð er sama þyngdarflokkun og í hnefaleikum er þetta fjaðurvigt í fréttamennsku. Meiri spilling Fræðasamfélagið hefur frá upphafi brotið ýmis álitaefni tengd stjórnarskrárendurskoðuninni til mergjar og með vaxandi þunga þegar dró að því að málið yrði lagt fram á Alþingi. Fjölmiðlar sinntu þessari umræðu lítið þar til fræðimennirnir fóru að nota sterkari orð. Það er líka merki um fjaðurvigt. Núverandi kjördæmaskipun er meingölluð. Breytingatillögur stjórnlagaráðs eru um margt áhugaverðar. Markmið þeirra er að jafna atkvæðisréttinn, gera persónukjör að ríkari þætti og draga úr áhrifavaldi flokksforingja. Lítill ágreiningur virðist vera um jöfnun kosningaréttar. Ýmis önnur atriði hafa vakið spurningar. Bent hefur verið á að eftir því sem flokkakerfið veikist eigi sterkir leiðtogar auðveldara með að deila og drottna og tefla þingmönnum sundur og saman vegna mismunandi skoðana og hagsmuna. Hvers vegna hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður út í þennan mögulega öfugsnúning við markmiðið? Fræðimenn hafa vakið athygli á að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu eftir því sem persónukjör verður fyrirferðarmeira. Þetta þarf ekki að vera algilt en er eigi að síður ásækin spurning. Forsætisráðherra var áður helsti óvinur spillingarinnar. Hvaða sérhagsmunir búa að baki kröfunni um að skoða þetta álitaefni betur að ráði fræðimanna? Þá hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður hví ekki megi auka áhrif kjósenda á val ríkisstjórna. Hverjir eiga sérhagsmuna að gæta í því efni? Ríkisstjórnin hefur ekki getað samið ný kosningalög er samræmast nýju stjórnarskrártillögunum í þá nítján mánuði sem hún hefur haft til þess. Reynist það nýrri ríkisstjórn jafn erfitt verður ekki unnt að rjúfa Alþingi eftir tvö ár því þá verða engin kosningalög í gildi. Hvers vegna er forsætisráðherra ekki krafinn svara um hvaða sérhagsmunir séu fólgnir í því að gera kröfu um að ný kosningalög séu tilbúin samtímis stjórnarskránni þannig að stjórnskipunin geti virkað? Annað er ævintýramennska sem leitt getur til stjórnskipulegs öngþveitis. Minni ábyrgð Tillögur ríkisstjórnarflokkanna miða að því að draga verulega úr valdi Alþingis og auka hlut þjóðarinnar í beinu löggjafarstarfi. Enginn spyr í því samhengi hvers vegna samtímis á að fjölga þeim sem sitja á þingi en ekki fækka í réttu hlutfalli við minna hlutverk þeirra. Hvaða sérhagsmunir eru að baki kröfunni um fækkun þingmanna? Fræðimenn hafa vakið athygli á að ekkert þingræðisríki hafi gengið jafn langt í að veikja fulltrúalýðræðið og stefnt er að. Þeir hafa með rökum sýnt fram á að það muni draga verulega úr pólitískri ábyrgð. Í umræðunni hefur krafan um aukna ábyrgð þó verið fyrirferðarmikil. Forsætisráðherra var einu sinni helsti talsmaður aukinnar pólitískrar ábyrgðar. Nú krefst hann breytinga fyrir tiltekinn dag sem flest bendir til að dragi úr pólitískri ábyrgð. Hvers vegna spyr enginn út í þessa þverstæðu og hvaða sérhagsmuni sé verið að verja með því að skoða þetta efni betur? Þetta eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu efnislegu spurningum sem fréttamenn spyrja ekki þann sem ábyrgðina ber. Slík fjaðurvigt fjórða valdsins bætir ekki lýðræðið.
Kennarar í viðskiptafræði við Háskóla Íslands hafa ákveðið að bjóða nemendum upp á sumarnámskeið, þeir ætla ekki að taka laun fyrir kennsluna. Ákvörðunin snertir um 1.400 nemendur. Þetta var ákveðið á fundi kennara í viðskiptafræðideild Háskólans á föstudaginn síðasta. Ingjaldur Hannibalsson er forseti deildarinnar. Ingjaldur Hannibalsson, forseti viðskiptafræðideildar: Viðskiptafræðideildin mun bjóða upp á að minnsta kosti fjögur námskeið í sumar fyrir okkar nemendur og það munu verða fastir kennarar deildarinnar sem að kenna námskeiðin og þeir munu ekki taka laun fyrir kennslu á sumarnámskeiðunum. Um 1.400 nemendur eru í deildinni, 750 í grunnnámi og 650 í framhaldsnámi. Ingjaldur segir að þessi námskeið nýtist flestum nemendum. Ingjaldur Hannibalsson: En síðan munum við gefa nemendum í framhaldsnámi tækifæri á að taka þessi námskeið en til viðbótar munu þeir þá þurfa að vinna sérstök verkefni en síðan hvetjum við nemendur í framhaldsnámi til að vinna að sínum meistararitgerðum núna yfir sumartímann og munum veita þeim leiðbeiningu til þess. Kennarar í Háskólanum eru á föstum launum en í viðskiptafræðideildinni hafa þeir með þessu afsalað sér aukagreiðslum fyrir kennsluna í sumar. Ingjaldur segir þetta gert til að sýna samhug með nemendum og þeirri stöðu sem upp gæti komið í sumar. Ekki er ljóst hvort kennarar í öðrum deildum Háskólans eru að íhuga álíka aðgerðir en fréttastofa veit til þess að rektor hefur rætt álíka möguleika við forseta allra fræðasviða skólans. Eins og fram kom í fréttum Útvarps í hádeginu verða aðgerðir stjórnvalda varðandi úrræði fyrir námsmenn kynnt eftir páska.
Jón Geir Jóhannsson, trommuleikari Skálmaldar, kynntist bindum og jökkum gegnum fataskáp afa síns á menntaskólaárunum. Bindisáhugi Jóns Geirs Jóhannssonar, trommuleikara Skálmaldar, hófst í menntaskóla þegar hann komst í fataskápinn hjá afa sínum sem átti gott úrval af gömlum bindum og æðislegum Korona-jökkum sem hann passaði ekki lengur í. „Ég nota hvort tveggja ennþá í dag. Seinna meir vann ég í Dressmann um tíu ára skeið og þá stækkaði bindasafnið talsvert enda lærði ég þar hvað gott bindi getur breytt miklu. Þótt þú sért að fara í sömu skyrtuna við sömu fötin þá er hægt breyta öllu með nýju bindi.“ Sjálfur á hann þó ekkert uppáhaldsbindi heldur segir það bara fara eftir aðstæðum. „Ég átti eitt sem að ég var búinn að bindast svona hjátrúarböndum því að það var alltaf gaman þegar ég klæddist því. Svo týndi ég því bindi og það breytti engu.“ Fimmta breiðskífa Skálmaldar kemur út um miðjan október. „Hún ber titilinn Sorgir og er að mínu mati okkar allra besta verk. Við munum fylgja henni eftir með tónleikaferðalögum um Evrópu seinna í haust og í vetur. Stefnan er sett á veglega útgáfutónleika hér á landi eftir áramót en þeir eru enn í vinnslu.“ Hvar kaupir þú fötin þín? Mikið á netinu. Það er útrás mín fyrir óvissuþörfina að panta flíkur í stærðarkerfi sem ég þekki ekki og í óræðum lit og sjá hvort þær passa. Talandi um að lifa á brúninni! Áttu þér tískufyrirmynd? Nei, ég get ekki sagt það en ég væri alveg til í að vera Jeff Goldblum. Áttu minningar um gömul tískuslys? Þar sem ég gekk í fötum af afa mínum í menntaskóla hefur mörgum vafalaust þótt fataskápurinn minn vera tískuslys. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Stakan ullarjakka frá Korona sem afi keypti upp úr 1970 og ég hef notað frá árinu 1993. Áttu þér uppáhaldsflík? Það eru leðurbuxurnar mínar. Það er ekki til þægilegri flík til að klæðast og konan mín segir að þær geri mjög góða hluti fyrir rassinn á mér. Einnig verð ég að nefna stuttermabol sem ég fékk í jólagjöf í fyrra sem er með áprentuðum fyrstu 40 þúsund orðunum úr uppáhaldsskáldsögunni minni „The Name of the Wind“ eftir Patrick Rothfuss. Bestu og verstu fatakaupin? Bestu kaupin eru án efa risastór hvít heimskautastígvél sem ég fékk í Sölu varnarliðseigna fyrir tuttugu árum á 500 krónur. Þau eru enn bestu vetrarskór sem ég á. Mér detta engin verstu kaup í hug. Notar þú fylgihluti? Nei, en ég eignaðist í fyrra ofboðslega fallegt vasaúr og keðju sem tengdapabbi minn heitinn átti. Mér þykir mjög vænt um þessa muni og langar að nota þá meira.
Eigendur Grímsstaða á Fjöllum íhuga að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar innanríkisráðherra að synja Huang Nubo um kaup á jörðinni. Innanríkisráðherra hafi verið vanhæfur til að fjalla um málið frá upphafi. Sú ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að synja Kínverjanum Huang Nubo um undanþágu frá lögum svo hann gæti keypt Grímsstaði á Fjöllum, hefur vakið mikil viðbrögð. Landeigendur Grímsstaða eru verulega vonsviknir með ákvörðun ráðherra og íhuga að höfða skaðabótamál. Jóhannes Haukur Hauksson, einn landeigenda, gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu málsins hjá ráðherra og sakar hann um að hafa verið vanhæfan í málinu frá upphafi. Jóhannes Haukur Hauksson, einn landeigenda: Við erum vonsviknir með það að, að innanríkisráðherra skuli aldrei hafa haft samband við Nubo og vilja neitt samband við hann sko, aldrei hafa haft samband við landeigendur og rætt við þá og í raun og veru aldrei kynnt sér neitt nema það sem að sneri að honum og við erum mjög vonsviknir með það líka að hann skuli frá fyrsta viðtali og fyrstu mínútu í fyrsta tala þetta mál niður þar sem hann var í raun eini dómarinn í málinu og raunverulega áður en hann fékk einu sinni umsóknarbeiðnina inn á borð til sín. Jóhannes segir rök innanríkisráðherra fyrir synjuninni ekki halda vatni og mögulega hafi ráðherra gerst brotlegur við jafnræðislög með henni. Jóhannes Haukur Hauksson: Hann t.d. segir það að félag Nubos uppfylli ekki skilyrði um íslenskt eignarhald, stjórnarmenn og þar fram eftir götunum. Það gerir það að sjálf sögðu ekki, þess vegna er verið að biðja um undanþágu. Og það eru 25 fyrirtæki og einstaklingar sem hafa fengið þessa undanþágu síðustu fjögur árin, þannig að fordæmin eru fyrir hendi. Og þá fer maður að spyrja sig um jafnræðisregluna þar sem að það er vitað að 500 milljón Evrópubúar geta keypt þetta án þess að tala við hann.
Landsbankinn lokar afgreiðslu sinni á Stöðvarfirði í næstu viku. Lokunin veldur því að Íslandspóstur dregur úr þjónustu og bæjarbúar þurfa að koma pökkum á landpóstinn. Frá mánaðamótum sér landpósturinn á Reyðarfirði um að dreifa pósti og hirða böggla á Stöðvarfirði og um leið missir bréfberinn í plássinu vinnuna, en hann var í hálfu starfi. Þessi breyting verður vegna þess að afgreiðslu Landsbankans og um leið Póstsins verður lokað 1. september. Viðskiptavinum bankans er beint til Fáskrúðsfjarðar og þangað flyst annar starfsmaðurinn en hinn hafði þegar sagt upp. Íbúar á Stöðvarfirði eru afar ósáttir við lokun póst- og bankaafgreiðslunnar. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að henni verði lokað til að hagræða vegna minnkandi viðskipta. Eftir sem áður starfi níu útibú á Austurlandi og þar af fjögur í Fjarðabyggð. Þá bendir Kristján á að aðeins tíundi hluti af samskiptum viðskiptavina við bankann fari fram með því að fólk komi í útibú. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans: Þannig að það að loka afgreiðslu er miklu minni skerðing á þjónustu heldur en var fyrir einhverjum árum síðan. Rúnar Snær Reynisson: En eftir sem áður þá þurfa íbúar á Stöðvarfirði að fara til Fáskrúðsfjarðar ef þeir þurfa í bankann, þannig að þetta er skerðing á, á þjónustu og lífsgæðum. Lítur bankinn ekki á það sem sitt hlutverk að viðhalda slíku? Kristján Kristjánsson: Bankinn hefur verið þarna um langt, langt skeið, þannig að ég held að við höfum lagt okkar fram til þess að viðhalda lífsgæðum. Nú er komið að ákveðnum kaflaskilum. Þau teljum við að geti orðið núna vegna þess, þeirra breytinga sem að orðið hafa meðal annars á tæknimálum og vegna þess að við ætlum að bjóða þeim sem eftir standa upp á, upp á annars konar þjónustu.
Íslenskar íþróttakonur voru í lykilhlutverki í baráttu íslenska hópsins á heildarlista yfir verðlaun á Smáþjóðaleikunum í San Marinó sem lauk um helgina. Ísland vann alls 27 gull og 50 verðlaun á leikunum en það er mjög athyglisvert að skoða skiptinguna á milli kynja. Íslensku íþróttakonurnar unnu 20 af 27 gullverðlaunum Íslands á leikunum eða 74 prósent gullverðlauna Íslands. Konurnar okkar unnu langflest gull af kvennaliðum landsanna en næstar komu konur frá Lúxemborg og Kýpur með 11 gull eða rétt rúmlega helming af gullverðlaunum íslensku íþróttakvennanna. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu íslensku íþróttakvennanna í San Marinó þá endaði íslenska sveitin bara í þriðja sætinu. Karlarnir unnu nefnilega bara 7 gullverðlaun á leikunum eða jafnmörg og karlarnir frá Mónakó. Karlasveit Lúxemborgar vann alls 25 gull og Kýpverjar tóku 18 gull. Ísland vann samt 27 verðlaun í karlaflokki en þar af voru þrettán þeirra bronsverðlaun. Það munaði líklega mestu í sundinu en þar unnu konurnar öll tólf gullverðlaun Íslands en Ísland náði ekki að vinna eitt einasta gull í karlaflokki í sundi í ár. Flest gull í kvennaflokki á Smáþjóðaleikunum í San Marinó 2017 Ísland 20 Lúxemborg 11 Kýpur 11 Svartfjallaland 7 Malta 3 Liechtenstein 3 Flest gull í karlaflokki á Smáþjóðaleikunum í San Marinó 2017 Lúxemborg 25 Kýpur 18 Mónakó 7 Ísland 7 Svartfjallaland 6 San Marinó 5 Flest gullverðlaun meðal íslensks íþróttafólks á Smáþjóðaleikunum í San Marinó 2017: Hrafnhildur Lúthersdóttir 7 Bryndís Rún Hansen 6 Eygló Ósk Gústafsdóttir 5 Arna Stefanía Guðmundsdóttir 3 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir 2 Kolbeinn Höður Gunnarsson 2 Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir 2
Jamms og jæja ....... er eitthvað að gerast? Uuuu ..... nei er svarið við fyrirsögninni, fékk reyndar þær fréttir í gær að LÍN muni ekki lána fyrir skólagjöldunum og setur það svoldið strik í reikninginn en maður finnur bara útúr því með góðra manna hjálp. En er reyndar að skrifa grein sem ég mun birta hér, og vonandi á politik.is og senda fjölmiðlum um þessa ákvörðun LÍN. Annars var það bara svona að detta yfir mig að ég sé virkilega búinn að komast inn í þennan skóla og að hann byrji bara eftir nokkra mánuði ..... þá verður xxx litli bara orðinn námsmaður aftur .... ekki það að ég hafi einhverntíman verið eitthvað mikill námsmaður en það vonandi er breytt: p Mér finnst það alveg magnað að ég sé virkilega búinn að fá þetta tækifæri á að læra leiklist, hlutur sem ég hef þráð nú í 19 ár ... spáið í því. En það hefur kannski einkennt þessa bloggsíðu mína undanfarinn mánuð hvað ég er virkilega upptekinn/ánægður/hissa á því að hafa komist inn, en ég ætla mér ekki að biðjast afsökunar á þeim skrifum ..... er ánægður og vill deila því með þeim fáu sem lesa þetta. Finnst reyndar magnað að á þessum þrem árum sem síðan er búin að vera uppi að þá hafa tæplega 8000 manns skoðað hana ..... það er cool. Annars ætlum ég, Kári og Jóel að hittast á morgun að öllum líkindum og fara svona yfir stöðu mála. Það er vilji hjá okkur í það að fara að leigja saman og svona og nú erum við bara að skoða þau mál, það nátturlega miðast líka við það að við fáum íbúð. Hvorki ég né Jóel og geri ráð fyrir að Kári sé sama sinnis, erum ekki spenntir fyrir því að fara að vera á þessum nemendagörðum sem eru í boði fyrir fyrsta árs nema. Bæði það að okkur er tjáð að þessir nemendagarðar séu ekkert spes á því og síðan það að leigan þar er 70 + pund á viku sem u.þ.b. sama og við yrðum að borga fyrir hús. Það er auðvitað þannig að Viktor og Siggi eru að leigja saman einhvað pleis og við erum svona að vona að í gegnum kunningjaskap Jóels og Viktors að við fáum þá íbúð, en það auðvitað er enn óráðið. Annars leggst sumarið bara vel í mig að flest öllu leyti, hugsa að ég verði eiginlega bara að vinna og ekkert annað, í mesta lagi eitthvað helgartrip með félögunum en á ekkert von á einhverju öðru, sérstaklega í ljósi þess að ég kemst ekki brúðkaupið í sumar sem mér finnst miður, hefði mikið verið til í að fara til Spánar í brúðkaup en maður verður að vera skynssamur og reyna að spara peningana:) Það reyndar er eitthvað sem hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel ....... Londonarferðin var dýr ..... pfuh .... jæja ... vinna meira tala minna (eða skrifa) þannig að Stay Tuned
Erlenda starfsemin er komin í sérstakt félag, sem þýðir að hægt er að færa hana úr landi með einföldum hætti. Hluthafafundur Samherja hf. samþykkti á föstudaginn tillögu stjórnar félagsins um að skipta starfseminni upp í tvö aðskilin félög. Þetta þýðir að ekkert móðurfélag verður starfandi heldur verður sérstakt félag um innlendu starfsemina annars vegar og þá erlendu hins vegar. Innlendi hlutinn verður í Samherja hf. og sá erlendi í Samherja Holding ehf. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að ákvörðunin lúti einungis að því að greina fjárfestingarstarfsemi Samherja í tvennt. Hann segir að höfuðstöðvar Samherja séu á Akureyri og þar vilji félagið vera. Samþykkt hluthafafundar um að skipta starfseminni í tvö aðskilin félög þýðir að hægt væri að færa erlendu starfsemina úr landi með mjög einföldum hætti. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort eignarhaldsfélag um erlenda starfsemi Samherja verði staðsett erlendis," segir Þorsteinn Már. „Sú reynsla sem Samherji hefur haft af íslenskri stjórnsýslu undanfarin sjö ár í harðri aðför Seðlabankans að félögunum kann að leiða til þess að skynsamlegt kunni að vera að eiga ekki allt undir slíkri stofnun og ráðamönnum." Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.
Eftir viku hefst vegferð íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótið 2020 á nýjan leik eftir stutt sumarfrí. Fram undan eru sex leikir á næstu þremur mánuðum þar sem í ljós kemur hvort Ísland kemst á þriðja stórmótið í röð, lokakeppni EM 2020. Ísland fékk fullt hús stiga í fyrstu heimaleikjum sínum gegn Tyrklandi og Albaníu og deila efsta sæti ásamt Tyrklandi og Frakklandi með níu stig eftir fjórar umferðir. Fyrri leikurinn er gegn Moldóvu á heimavelli og verður það í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik. Þremur dögum síðar mæta Strákarnir okkar Albaníu ytra. „Þetta er spennandi, við erum í raun búnir að vera að bíða eftir þessu frá leiknum gegn Tyrklandi. Við eigum nóg af gögnum til um Albaníu enda stutt síðan við mættum þeim. Við vitum hvernig þeir vilja leysa upp leikina og berjast af öllum krafti. Við erum með eitthvað af gögnum um Moldóvu sem skipti um þjálfara í sumar sem eyðilagði þá undirbúningsvinnu sem við vorum búnir að vinna um liðið þeirra,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, í samtali við Fréttablaðið. „Í þeirri baráttu sem við erum í þurfum við þessi sex stig, það er markmið okkar og það eina sem við hugsum um,“ sagði Freyr og tók Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins í sama streng. „Eftir langa bið er komið að þessu, sex leikir fram undan og við þurfum sex stig til að vera með örlögin í okkar höndum. Við ætlum okkur á lokakeppni EM og til þess þurfum við að vinna leikina okkar. Við gerðum vel í síðasta landsleikjahléi, unnum leikina okkar og komum þessu í okkar hendur á ný og nú er það undir strákunum komið að halda áfram af sama krafti.“